Pepp Fundir eru ætlaðir að hvetja þig áfram svo að þú getir orðið betri útgáfa af sjálfrum þér. Þeir eru hugsaðir þannig að þú getir hlusta endurtekið á þá til þess að 'víra' hugann og viðhorfið upp á nýtt.
Pepp Fundur 9: Fyrir ykkur sem hafið lent eða eruð í 'sálarlegu stríði'
Sigrún: Þessi pepp fundur er sérstaklega hugsaður fyrir ykkur sem hafið lent í samskiptum við einstakling sem sýnir narcissistic eiginleika. Hann er ætlaður að hvetja þig að fara í gegnum þá reynslu gracefully og rise above. Hann getur einnig nýst þeim sem hafa lent í erfiðum samskiptum og/eða erfiðum aðstæðum sem hvatning að taka völdin á því eina sem þú hefur stjórn á sem ert þú sjálf/ur.
2/17/2023 • 29 minutes, 38 seconds
Pepp fundur 8: Fyrir göngutúrinn
Sigrún: Þessi peppfundur er ætlaður að auka meðvitund þína í göngutúrnum við sjálfan þig (líkamann, tilfinningar og hugsanir) og við umhverfið þitt. Hann er einnig ætlaður að byggja þig upp og hvetja þig til þess að losa þig við huglægt rusl sem þú burðast með. Innblástur af þættinum er frá fólki í kringum mig, jóga nidra kennaranámi og dáleiðslunámi. Hlustaðu á hann eins oft og þú þarft til að hver göngutúr verði æfing í að sjá það sem er í kringum þig og styrkja þig sem manneskju.
12/14/2022 • 32 minutes, 38 seconds
Pepp fundur 7: Fyrir buguðu mömmuna
Sigrún: Ertu buguð móðir? Líður þér eins og þú sért komin í algjört þrot og veistu stundum ekki hvernig þú eigir að fara að þessu? Þessi pepp fundur er fyrir þig, elsku móðir, til að halda áfram. Þú ert ekki ein, þú ert mætt og komin þetta langt. Kannski þarftu að játa þig sigraða til að geta haldið áfram og hvetur þessi pepp fundur þig til þess að taka þau skref sem þú þarft til þess að finna þig aftur.
3/25/2022 • 28 minutes
Pepp fundur 6: Taka ábyrgð á þínum aðstæðum
Sigrún: Finnst þér stundum eins og lífið sé orðið að hálfpartinn kvöð? Finnst þér eins og allt sem þú gerir sé eitthvað sem þú VERÐUR að gera? Þessi pepp fundur er ætlaður að koma með aðra sýn á lífið og þær aðstæður sem þú ert í. Þessi pepp fundur er hugsaður til þess að hvetja þig til þess að breyta orðaforðanum þínum úr því að þú verðir að gera hlutina í að þú VELUR að gera hlutina því allt sem þú gerir er val og það er alltaf einhver ástæða á bakvið valið.
4/20/2021 • 26 minutes, 17 seconds
Pepp fundur 5: Auka meðvitund á innra sjálfi
Sigrún: Hvort er litlan þín eða besta þín við völdin? Þessi pepp fundur er ætlaður að hvetja þig til þess að verða betri og betri útgáfa af sjálfri þér og þannig halda þér á þinni braut, þeirri braut sem mun skila þér mestum árangri í lífinu. Fundurinn kemur með sýn á því hvernig þú getur hugsað til þín þannig að þú sért oftar og oftar með þér í liði og nærð þannig að halda þér lengur og lengur á brautinni.
11/10/2020 • 27 minutes, 2 seconds
Pepp fundur 4: Auka innri trú
Sigrún: Þessi upptaka er fyrir ykkur sem eruð að ganga í gegnum eitthvað erfitt, eitthvað óviðráðanlegt, eða eigið erfitt með að komast yfir eitthvað, eitthvað sem situr í ykkur. Þessi upptaka er ætluð að hvetja þig til þess að trúa og treysta að það sem þú ert að ganga í gegnum og hefur gengið í gegnum er ætlað að vera því það er á einhvern hátt að vinna með þér þótt svo að þú sjáir það ekki núna.
6/3/2020 • 24 minutes, 12 seconds
Pepp fundur 3: Væntingastjórnun
Sigrún: Eru væntingar uppspretta þinna vandamál? Uppspretta pirrings og reiði? Þessi þáttur fer yfir pirring og reiði og hvernig er hægt að nýta þessar tilfinningar og aðrar tilfinningar sem eru að draga þig niður til þess að vinna með sjálfan þig. Farið er yfir leið við að tækla þessa þætti sem eru hluti af lífinu.
5/15/2020 • 34 minutes, 22 seconds
Þitt Sanna Sjálf Fyrirlestur
Sigrún: Fyrirlestur sem ég hélt í mars 2019 og birti á rafrænu formi haustið 2019. Í þessum fyrirlestri fer ég yfir hvað þarf til þess að ná árangri og legg fyrir verkefni sem er ákveðið tæki í að finna sjálfan þig - Þitt sanna sjálf eins og ég kalla það. Hlustaðu á þetta ef þú hefur týnt þér, finnst þig vanta stefnu í lífinu eða vilt einfaldlega styrkja þig meira. Hlustaðu á þetta aftur og aftur og aftur til þess að minna þig á þetta og gera þetta hluta af þér.
4/23/2020 • 33 minutes, 2 seconds
Pepp fundur 2: Engar afsakanir
Sigrún: Ef þú ert oft að leyfa þér að nenna ekki hlutunum skaltu hlusta á þennan pepp fund. Þú getur orðið do-er í öllu, þú ert lausnin í þínu lífi og þú getur tekið völdin. Hættu að gefa þér þann valkost að gera ekki hlutina, hlustaðu á þennan pepp fund til þess að hvetja þig áfram til þess að gera hlutina. Hlusta síðan á hann aftur og aftur og aftur þangað til þú verður do-er.
4/3/2020 • 20 minutes, 23 seconds
Pepp fundur 1: Sjálfseflandi
Sigrún: Ert þú að fara ómeðvitað í gegnum lífið? Allt sem þú ert núna byggist á ákvörðunum sem þú hefur tekið í gegnum ævina, hvort sem þær hafa verið meðvitaðar eða ómeðvitaðar. Hlustaðu á þennan pepp fund til að fá innblástur til þess að taka völdin á þínu lífi og fara meðvitað í gegnum það. Hlustaðu á hann eins oft og þú þarft til þess að hvetja þig áfram, hvetja þig til þess að taka meðvitaða ákvörðun um að taka völdin og verða hver þú í raun og veru ert – fædd í þennan heim með þann eina eiginleika að gefast aldrei upp, að halda alltaf áfram.