Á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu Landsbankans, birtist fjölbreytt umfjöllun um efnahagsmál, fjármál einstaklinga, og fleira.
Vaxtalækkun ólíkleg þótt verðbólga hjaðni
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vöxtum verði haldið óbreyttum í næstu viku. Þótt verðbólguhorfur hafi batnað stígi peningastefnunefnd varlega til jarðar, ekki síst í ljósi óvissu í tengslum við náttúruhamfarir og kjaraviðræður.Hagfræðingarnir Hildur Margrét Jóhannsdóttir og Hjalti Óskarsson ræða meðal annars vaxta- og verðbólguhorfur í nýjasta hlaðvarpsþætti Umræðunnar.
2/2/2024 • 21 minutes, 25 seconds
Íbúðaverð á uppleið en hægir á hagvexti
Verðbólguhorfur hafa versnað lítillega á síðustu vikum. Seðlabankinn hefur haldið stýrivöxtum óbreyttum í vetur, íbúðaverð er aftur á uppleið en hagvöxtur er mun minni en í upphafi árs. Hagfræðideildin ræðir þetta og fleira í nýjasta hlaðvarpsþættinum.
12/8/2023 • 18 minutes, 12 seconds
Spjall um spá: Hagkerfi í leit að jafnvægi
Hófstilltur hagvöxtur, háir vextir og hjaðnandi verðbólga. Þetta er á meðal þess sem einkennir efnahaginn næstu ár, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Í nýjasta þætti Umræðunnar ræða hagfræðingarnir Hildur Margrét Jóhannsdóttir og Hjalti Óskarsson efnahagshorfurnar og fara yfir það helsta úr spánni.
10/19/2023 • 20 minutes, 17 seconds
Rými til bætinga í fjármálum ungs fólks
Fjármál ungs fólks hafa verið sérstaklega til umfjöllunar hjá fræðsludeild Landsbankans að undanförnu.Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Landsbankans, og Guðrún H. Bjarnadóttir, sérfræðingur í viðskiptalausnum, ræða við Karítas Ríkharðsdóttur um hvað gögn bankans segja um fjárhagsstöðu ungs fólks.Meðal annars kemur fram að nokkuð sé um að ungt fólk geymi háar fjárhæðir á veltureikningum og að ungir karlar fjárfesti í hlutabréfum í meiri mæli en ungar konur. Þá eru ungar konur síður skráðar einar fyrir fasteignalánum.
6/27/2023 • 34 minutes, 2 seconds
Hagvöxtur, spenna á vinnumarkaði og þrálát verðbólga
Fjölgun ferðamanna og aukin einkaneysla eru á meðal þeirra þátta sem halda uppi hagvexti. Laun hafa hækkað, enda spenna á vinnumarkaði og skortur á starfsfólki. Þrátt fyrir háa vexti kyndir kröftug eftirspurn undir verðbólgu, sem þó vonandi er á niðurleið.Hagfræðingarnir Hildur Margrét Jóhannsdóttir og Hjalti Óskarsson spjalla um þetta og ýmislegt fleira í nýjasta þætti Umræðunnar.
6/13/2023 • 15 minutes, 10 seconds
Nýtt hús Landsbankans - Frá samkeppnistillögu til vinnustaðar
Landsbankinn bauð fólki nýlega í fyrsta sinn í nýtt húsnæði sitt við Reykjastræti á viðburði í tengslum við HönnunarMars. Viðburðirnir voru vel sóttir og ljóst að mikill áhugi er á hönnun og virkni hússins.Í þættinum ræðir Karítas Ríkharðsdóttir við Halldóru Vífilsdóttur, framkvæmdastjóra arkitektastofunnar Nordic og verkefnastjóra nýbyggingarinnar, Helga Mar Hallgrímsson arkitekt hjá Nordic og Jonas Toft Lehmann, arkitekt og partner hjá dönsku arkitektastofunni CF Möller, um hugmyndafræði hússins frá samkeppnistillögu að raunverulegum vinnustað, áskoranir og árangur.
5/16/2023 • 36 minutes, 16 seconds
Hagspá 2023-2025: Góðar hagvaxtarhorfur þótt hægi á
Útlit er fyrir ágætis hagvöxt næstu ár þótt hægi á hagkerfinu, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðideildar. Ferðamönnum fjölgar og einkaneysla eykst áfram, en allt í skugga þrálátrar verðbólgu. Vextir hækka áfram og byrja ekki að lækka fyrr en á næsta ári.Hagspáin er til umræðu í nýjasta hlaðvarpsþættinum þar sem Una Jónsdóttir, Hildur Margrét Jóhannsdóttir og Hjalti Óskarsson fara yfir helstu atriðin.
4/25/2023 • 22 minutes, 38 seconds
Netsvik - Dæmi um að fólk tapi tugum milljóna
Netsvik hafa sótt verulega í sig veðrið að undanförnu og eru dæmi um að tugir milljóna hafi verið sviknir út úr einstaklingum og fyrirtækjum. Viðbragð við netsvikum er orðinn hluti af daglegri starfsemi Landsbankans.Í þættinum ræðir Karítas Ríkharðsdóttir við Brynju Maríu Ólafsdóttur, sérfræðing í regluvörslu, og Arinbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs, um netsvik og varnir og viðbrögð við þeim.
3/29/2023 • 26 minutes, 23 seconds
Stýrivaxtaspá og versnandi verðbólguhorfur
Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta í næstu viku. Verðbólguhorfur versnuðu í febrúar, verðbólgan er almennari en áður og verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur aukist. Þrátt fyrir að meginvextir bankans hafi hækkað úr 0,75% í 6,5% á tæpum tveimur árum virðast þeir síður en svo hafa dregið allan þrótt úr hagkerfinu.Í þættinum ræða hagfræðingarnir Una Jónsdóttir og Hildur Margrét Jóhannsdóttir stýrivaxtaspána og stikla á stóru um stöðuna í hagkerfinu.
3/17/2023 • 21 minutes, 45 seconds
Hvert fara stýrivextir og hvað er að gerast á íbúðamarkaði?
Peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman í næstu viku og kynnir fyrstu stýrivaxtaákvörðun ársins miðvikudaginn 8. febrúar. Verðbólgan hefur hjaðnað hægar en búist var við og samsetning hennar hefur breyst á síðustu mánuðum. Fasteignamarkaðurinn fer kólnandi og ýmis merki eru um kröftuga íbúðauppbyggingu. Kann að vera að verið sé að byggja of mikið? Í þættinum spá hagfræðingarnir Una Jónsdóttir, Ari Skúlason og Hildur Margrét Jóhannsdóttir fyrir um stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, ræða verðbólguna, launahækkanir, fasteignamarkaðinn og fleira.
2/3/2023 • 24 minutes, 37 seconds
Verslun og þjónusta: Ferðaþjónusta á flugi en vaxta- og verðhækkanir bíta fast
Fyrirtæki í verslun og þjónustu hafa þurft að aðlagast sveiflukenndu rekstrarumhverfi á síðasta áratugnum. Ferðamannabylgja, heimsfaraldur og hvað svo? Horfurnar virðast góðar fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu en róðurinn hugsanlega þyngri fyrir þau sem selja vörur og þjónustu á innlendum markaði.Í þættinum er fjallað um stöðu verslunar og þjónustu á Íslandi. Þar spjalla saman þær Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar bankans, Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur og Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði bankans.
12/8/2022 • 19 minutes, 27 seconds
Hækkandi stýrivextir og ábyrgð fjármálageirans gagnvart loftslagsvandanum
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í gær, enda hafa verðbólguhorfur versnað lítillega á síðustu vikum. Hvað þýðir að kjölfesta verðbólguvæntinga hafi veikst og hvenær getur Seðlabankinn slakað á taumhaldinu? Hvernig getur fjármálageirinn brugðist við loftslagsvandanum og hver er ábyrgð hans?Þetta er á meðal þess sem farið er yfir í nýjasta hlaðvarpsþættinum. Þátturinn er tvískiptur, fyrst ræða hagfræðingarnir Ari Skúlason, Gústaf Steingrímsson og Hildur Margrét Jóhannsdóttir stýrivexti, verðbólgu og fleira. Í seinni hluta þáttarins kemur Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri bankans, og ræðir við Hildi Margréti og Ara um sjálfbærni í fjármálageiranum og samfélagslegar fjárfestingar.
11/24/2022 • 34 minutes, 38 seconds
Kólnandi íbúðamarkaður og breytt lánaumhverfi
Íbúðamarkaður fer kólnandi, eftirspurnin hefur róast og margt bendir til kröftugrar íbúðauppbyggingar. Vextir hafa hækkað, greiðslubyrði eykst og verðtryggð íbúðalán ryðja sér til rúms á ný. Þetta er á meðal viðfangsefna nýjasta hlaðvarpsþáttarins. Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildarinnar, Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur og Jónas R. Stefánsson, sérfræðingur á Einstaklingssviði bankans, taka stöðuna á íbúðamarkaði.
11/3/2022 • 21 minutes, 48 seconds
Hagspáin – hver er staðan og hvert stefnum við?
Hagfræðideildin kynnti nýja þjóðhags- og verðbólguspá í Hörpu 19. október sl. og hlaðvarpið er að þessu sinni tileinkað henni.Una Jónsdóttir, Ari Skúlason, Gústaf Steingrímsson og Hildur Margrét Jóhannsdóttir fara yfir það helsta úr spánni; hagvöxtinn, verðbólguna, ferðamenn, kaupmátt, óvissuna og fleira. Þau ræða það hvað hefur gerst á síðustu mánuðum og hvernig má búast við að hagkerfið þróist á næstu árum.
10/21/2022 • 22 minutes, 26 seconds
Vaxtahækkanir á enda?
Seðlabankinn kynnti í gær níundu stýrivaxtahækkunina í röð frá því í maí á síðasta ári. Stýrivextir hækka um 0,25% og standa nú í 5,75%. Hvernig slær stýrivaxtahækkun á verðbólgu, hvenær verður hægt að slaka á taumhaldinu og af hverju skipta verðbólguvæntingar máli?Þetta er á meðal þess sem Ari Skúlason, Gústaf Steingrímsson og Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingar hjá Landsbankanum, ræða í nýjum hlaðvarpsþætti. Þau koma líka inn á kaupmáttarrýrnun í aðdraganda kjaraviðræðna og þróun á íbúðamarkaði. Þá horfa þau út í heim og tala um verðbólgu og vaxtaákvarðanir erlendis og fjaðrafok í Bretlandi eftir að nýr forsætisráðherra boðaði mestu skattalækkanir í 50 ár.
10/6/2022 • 28 minutes, 5 seconds
Ekki nóg að huga bara að fjárhagnum
Það er ekki lengur nóg fyrir fjármálafyrirtæki að huga eingöngu að fjárhagslegum þáttum og birta aðeins upplýsingar um fjárhagslega þætti. Samfélagið ætlast til þess að þau hafi jákvæð samfélagsleg áhrif og þessi þáttur í upplýsingagjöfinni er ekki síður mikilvægur að mati Tjeerd Krumpelman alþjóðasviðsstjóra í sjálfbærni hjá hollenska bankanum ABN AMRO sem er gestur hlaðvarpsins.Tjeerd annast m.a. sjálfbærniráðgjöf hjá ABN AMRO sem er í fararbroddi fjármálafyrirtækja í sjálfbærni og hefur verið leiðandi í að meta áhrif af lánum og fjárfestingum bankans (e. impact assessment). Þannig geti bankinn í senn unnið að sjálfbærni og minnkað áhættu til langs tíma.Hann ræðir við Aðalheiði Snæbjarnardóttur, sjálfbærnistjóra Landsbankans og Rún Ingvarsdóttur, sérfræðing í samskiptamálum hjá bankanum.
9/28/2022 • 23 minutes, 4 seconds
Staðan versnar áður en hún batnar - James Ashley frá Goldman Sachs
Verðbólgan er erfið viðureignar. Seðlabankar heims hækka vexti og víða er hætta á samdrætti. Við fengum til okkar góðan gest, James Ashley frá eignastýringu Goldman Sachs og ræddum við hann um horfur á markaði og efnahagsmálin í alþjóðlegu samhengi.Ashley er forstöðumaður stefnumála og ráðgjafalausna fyrir Evrópu, Miðausturlönd, Afríku og Asíu hjá eignastýringu Goldman Sachs. Hann ræðir við Unu Jónsdóttur, forstöðumann Hagfæðudeildar og Rún Ingvarsdóttur, sérfræðing í samskiptamálum hjà bankanum.
9/7/2022 • 34 minutes, 58 seconds
Hvaða áhrif hefur stýrivaxtahækkun?
Hvað þýðir það að stýrivextir hækki og hvaða áhrif hefur það á fólkið í landinu? Hvernig hafa vaxtahækkanir áhrif á verðbólgu og af hverju fer kaupmáttur lækkandi? Hvernig er staðan í löndunum í kringum okkur og hver er reynslan af því að lækka vexti í mikilli verðbólgu?Í hlaðvarpinu ræða Gústaf Steingrímsson og Ari Skúlason, hagfræðingar hjá Landsbankanum, við Rún Ingvarsdóttur sérfræðing á samfélagssviði bankans, um stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, vinnumarkaðinn, verðbólguhorfur og þróun efnhagslífsins.
8/24/2022 • 23 minutes, 34 seconds
Hagvöxtur í skugga verðbólgu
Í hlaðvarpinu ræðum við um nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Almennt má segja að útlitið sé bjart og gert er ráð fyrir 5,1% hagvexti í ár sem er drifinn áfram af fjölgun ferðamanna. Búist er við metfjölda ferðamanna í lok spátímabilsins. Gert er ráð fyrir að Seðlabankinn muni bregðast við meiri og þrálátari verðbólgu með því að hækka vexti verulega, áður en hægt verður að lækka vexti á nýjan leik. Það flækir stöðuna talsvert að kjarasamningar eru lausir, á sama tíma og verðbólgudraugurinn herjar á landann.
5/19/2022 • 21 minutes, 56 seconds
Af hverju eru stýrivextir að hækka?
Af hverju er Seðlabankinn að hækka vexti um heilt prósentustig og hvaða áhrif hefur það á efnahagslífið og fólkið í landinu? Af hverju tekur Seðlabankinn þetta stóra skref núna og hvernig lítur framhaldið út varðandi verðbólgu og efnahagsþróun? Í hlaðvarpinu ræða Gústaf Steingrímsson hagfræðingur hjá Landsbankanum, Ægir Örn Gunnarsson sérfræðingur í verðbréfaviðskiptum og Rún Ingvarsdóttir sérfræðingur á Samfélagssviði hjá bankanum, um efnahagsmál og þróunina á fjármálamörkuðum.
5/5/2022 • 23 minutes, 53 seconds
Íbúðauppbygging á tímum verðhækkana. Hvert stefnum við?
Í hlaðvarpinu ræðum við um þróunina á fasteignamarkaði og íbúðauppbyggingu á tímum mikilla verðhækkana. Markaðurinn kallar á hagkvæmara og sjálfbærara húsnæði, hvatinn til uppbyggingar hefur sjaldan verið meiri en hvað gerist ef að eftirspurnin hættir skyndilega? Áhrifin af hækkandi húsnæðisverði og óvissa úti í heimi veldur hárri verðbólgu, vextir hækka, og er til nægt húsnæði fyrir aukinn fólksflutning?Una Jónsdóttir, aðalhagfræðingur bankans og sérfræðingur í fasteignamarkaðinum, og Dóra Gunnarsdóttir viðskiptastjóri Mannvirkjafjármögnunar, ræða málin ásamt Rún Ingvarsdóttur, sérfræðingi í samskiptamálum.
4/7/2022 • 18 minutes, 33 seconds
Hækkandi fasteignaverð og salan á Íslandsbanka
Í hlaðvarpinu er rætt um þróunina á fjármálamörkuðum erlendis og hér heima, söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka, hækkandi fasteignaverð og fleira. Ægir Örn Gunnarsson, sérfræðingur í verðbréfaviðskiptum hjá Landsbankanum og Una Jónsdóttir forstöðumaður Hagfræðideildar taka þátt í umræðunum ásamt Rún Ingvarsdóttur, sérfræðingi í samskiptamálum hjá bankanum.
3/24/2022 • 26 minutes, 7 seconds
Efnahagsleg áhrif stríðsins í Úkraínu
Í hlaðvarpinu ræðum við um efnahagsleg áhrif stríðsins í Úkraínu, viðskiptaþvinganir og þróunina á hlutabréfamarkaði hér heima og erlendis. Mikil óvissa ríkir, sveiflur á mörkuðum, olíuverð er í hæstu hæðum og verðbólguhorfur versna. Ægir Örn Gunnarsson, sérfræðingur í verðbréfaviðskiptum hjá Landsbankanum, og hagfræðingarnir Ari Skúlason og Gústaf Steingrímsson taka þátt í umræðunum ásamt Rún Ingvarsdóttur, sérfræðingi í samskiptamálum hjá bankanum.
3/10/2022 • 26 minutes, 42 seconds
Efnahagshorfur og stýrivaxtahækkun
Í hlaðvarpinu er fjallað um þróunina á hlutabréfamarkaði, verðbólgu hér heima og erlendis og stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands um 0.75 prósentustig. Ægir Örn Gunnarsson, sérfræðingur í verðbréfaviðskiptum hjá Landsbankanum, dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar og Gústaf Steingrímsson hagfræðingur, taka þátt í umræðunum ásamt Rún Ingvarsdóttur, sérfræðingi í samskiptamálum hjá bankanum.
2/10/2022 • 29 minutes, 41 seconds
Hækkandi fasteignaverð og yfirvofandi vaxtahækkanir í BNA
Í hlaðvarpinu er rætt um þróunina á fjármálamörkuðum erlendis og hér heima, áhrif vaxtahækkana í Bandaríkjunum, hækkandi fasteignaverð, atvinnumarkaðinn og efnahagshorfur. Ægir Örn Gunnarsson, sérfræðingur í verðbréfaviðskiptum hjá Landsbankanum, dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar og Una Jónsdóttir, okkar helsti sérfræðingur um fasteignamarkaðinn, taka þátt í umræðunum ásamt Rún Ingvarsdóttur, sérfræðingi í samskiptamálum hjá bankanum.
1/27/2022 • 27 minutes
Áhrif Ómíkron og nýtt fjárlagafrumvarp
Í hlaðvarpinu fjöllum við um áhrif nýs afbrigðis af kórónuveirunni á fjármálamarkaði, nýtt fjárlagafrumvarp, nýjar upplýsingar um hagvöxt og fleira. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Landsbankanum og dr. Daníel Svavarsson forstöðumaður Hagfræðideildar, taka þátt í umræðunum ásamt Rún Ingvarsdóttur, sérfræðingi í Markaðs- og samskiptadeild bankans.
12/2/2021 • 27 minutes, 2 seconds
Góð uppgjör og loftslagsráðstefnan í Glasgow
Í hlaðvarpinu fjöllum við um lofstlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow og hlutverk fjármálageirans í baráttunni við loftslagsbreytingar. Auk þess tölum við um þróunina á fjármálamörkuðum, góð uppgjör hérlendis og erlendis og fleira. Ari Skúlason, hagfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans, og Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum, taka þátt í umræðunum ásamt Rún Ingvarsdóttur, sérfræðingi í Markaðs- og samskiptadeild bankans.
11/4/2021 • 31 minutes, 39 seconds
Ný þjóðhagsspá: Kröftugur efnahagsbati hafinn
Í hlaðvarpinu er ítarlega fjallað um nýja þjóðhagsspá Hagfræðdeildar Landsbankans. Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti 2021 og 2022. Ferðaþjónustan er vöknuð úr dvala, horfur eru á sérstaklega góðri loðnuvertíð og atvinnuleysi heldur áfram að minnka. Töluverðar áskoranir eru í ríkisfjármálum og kröftugur efnahagsbati og þrálát verðbólga munu knýja á um töluverða hækkun stýrivaxta, áður en aðstæður skapast til að lækka þá á nýjan leik.Una Jónsdóttir, sérfræðingur í fasteignamarkaðnum og Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar, taka þátt í umræðunum ásamt Rún Ingvarsdóttur, sérfræðingi í Markaðs-og samskiptadeild bankans.
10/21/2021 • 39 minutes, 49 seconds
Jákvæð tíðindi af sjávarútvegi og ferðaþjónustu
Í hlaðvarpinu er rætt um efnahagshorfur, þróun á fjármálamörkuðum og ferðaþjónustuna. Meðal annars er komið inn á nýja verðbólguspá Hagfræðideildar, áhrif síðustu stýrivaxtahækkunar, hækkandi bensínverð og álverð, minnkandi atvinnuleysi og áhrif góðrar loðnuvertíðar á hagvöxt.Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum og Gústaf Steingrímsson, sérfræðingur í Hagfræðideild taka þátt í umræðunum ásamt Rún Ingvarsdóttur, sérfræðingi í Markaðs-og samskiptadeild bankans.
10/14/2021 • 32 minutes, 53 seconds
Efnahagshorfur og hækkun fasteignaverðs
Í hlaðvarpinu er rætt um efnahagshorfur, þróun á fjármálamörkuðum og fasteignamarkaðinn. Meðal annars er komið inn á mikið líf á innlendum hlutabréfamarkaði, hækkandi fasteignaverð sem drífur verðbólguna áfram, breytt neyslumynstur ferðamanna og að Hagfræðideild bankans geri ráð fyrir hækkun stýrivaxta um 0,25 prósentustig við næstu stýrivaxtaákvörðun. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Landsbankanum, Una Jónsdóttir einn okkar helsti sérfræðingur í fasteignamarkaðnum og Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar, taka þátt í umræðunum ásamt Rún Ingvarsdóttur, sérfræðingi í Markaðs-og samskiptadeild bankans.
10/1/2021 • 34 minutes, 22 seconds
Ítarleg umfjöllun um nýja þjóðhagsspá
Í hlaðvarpinu er farið yfir nýja þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar 2021-2023. Gert er ráð fyrir að efnahagsbatinn hefjist fyrr en áður var spáð og að landsframleiðslan vaxi um tæp 5% á árinu. Góður gangur í bólusetningum, bæði innanlands og í helstu viðskiptalöndum, bendir til þess að ferðaþjónustan taki fyrr við sér en áður var reiknað með.
5/27/2021 • 32 minutes, 14 seconds
Hvað er að gerast á fasteignamarkaði?
Í þættinum er farið yfir þróunina á innlendum fjármálamörkuðum. M.a. er rætt um verðbólguhorfur og aukna bjartsýni vegna bólusetninga. Una Jónsdóttir, sérfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans og einn helsti sérfræðingur okkar um fasteignamarkaðinn, ræðir ítarlega um þróunina á þeim markaði. Hún bendir á að eftirspurn sé ekki sama og þörf. Íbúðaþörf hafi í raun dregist saman þótt eftirspurn sé mikil og verð hækki. Varasamt sé að byggja inn í eftirspurn sem jókst skyndilega og skynsamlegt væri að horfa í gegnum skammtímasveiflur og byggja í takt við langtímaþörf.
4/29/2021 • 30 minutes, 11 seconds
Efnahagshorfur, vaxtahækkanir í BNA og aukinn áhugi á hlutabréfum
Í þættinum er farið yfir þróunina á innlendum fjármálamörkuðum í stuttu máli. Rætt er við Dr. Daníel Svavarsson og Gústaf Steingrímsson frá Hagfræðideild Landsbankans, um horfur í þjóðarbúskapnum á þessu ári. Einnig er farið yfir hvernig árinu 2020 lauk miðað við upphaflegar spár. Við ræðum hækkandi vexti í Bandaríkjunum og hugsanleg áhrif á alþjóðavettvangi. Að lokum skoðum við aukinn áhuga almennings á fjárfestingu í hlutabréfum.
3/19/2021 • 36 minutes, 26 seconds
Hvernig á að byrja að spara og fjárfesta?
Hvenær og hvernig er best að byrja að spara eða fjárfesta? Hvar liggja tækifærin? Hvernig er hægt að fá betri ávöxtun og meta áhættuna? Elín Dóra Halldórsdóttir, viðskiptastjóri Eignastýringar Landsbankans, ræðir við Ægi Örn Gunnarsson, starfandi forstöðumann Eignastýringar og Guðnýju Erlu Guðnadóttur, sjóðstjóra hjá Landsbréfum.
2/19/2021 • 32 minutes, 44 seconds
Salan á Íslandsbanka, Gamestop og verðbréfamarkaðurinn
Í þættinum er farið yfir sölu ríkisins á Íslandsbanka og muninn á stóru bönkunum þremur. Auk þess er farið yfir þróun mála í Bandaríkjum hvað varðar Gamestop og svipuð fyrirtæki. Þórunn Björk Steingrímsdóttir verðbréfamiðlari hjá Landsbankanum kíkir í heimsókn og ræðir um markaðinn og hennar vegferð í heim verðbréfamiðlara.
2/4/2021 • 50 minutes, 36 seconds
Af hverju hækkuðu hlutabréf og fasteignir í heimsfaraldri?
Í þættinum er fjallað um hlutabréfa-, skuldabréfa og gjaldeyrismarkaðinn á árinu 2020. Rætt er um það sem mörgum kann að koma spánskt fyrir sjónir, að hlutabréfamarkaðir hækkuðu í miðjum heimsfaraldri. Una Jónsdóttir, sérfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans og einn helsti sérfræðingur okkar um fasteignamarkaðinn ræðir þróunina á þeim markaði á árinu 2020 og horfurnar.
1/14/2021 • 42 minutes, 59 seconds
Fjármálamarkaðir, vinnumarkaðurinn og ríkisfjármál.
Í þættinum er farið yfir þróunina á innlendum fjármálamörkuðum. Einnig er farið yfir þróunina í nýskráningum í Bandaríkjanum þar sem sérstaklega er litið til eins fyrirtækis með íslenska tengingu. Auk þess er rætt við Ara Skúlason frá Hagfræðideild Landsbankans um stöðuna á íslenska vinnumarkaðnum og ríkisfjármál.
12/16/2020 • 45 minutes, 21 seconds
Krónan, gjaldeyrismarkaðurinn og óvænt vaxtaákvörðun Seðlabankans
Í þættinum er farið yfir þróunina á innlendum fjármálamörkuðum í nóvember, nýjustu verðbólgutölur frá Hagstofunni, hagvaxtartölur á þriðja fjórðungi og síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Að auki er rætt við Stefni Kristjánsson hjá gjaldeyrisviðskiptum Landsbankans um gjaldeyrismarkaðinn og þróunina á íslensku krónunni að undanförnu.
12/3/2020 • 32 minutes, 43 seconds
Sjálfbærni og græn fjármál
Í þættinum er fjallað um sjálfbær fjármál frá ýmsum hliðum. Hvað eru græn skuldabréf og regnbogafjármögnun? Hver eru raunveruleg umhverfisáhrif fjármálafyrirtækja og hver er þróunin í ábyrgum fjárfestingum? Rætt er við Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur, framkvæmdastjóra eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum og Reyni Smári Atlason, sérfræðing bankans í sjálfbærni.
11/27/2020 • 38 minutes, 51 seconds
Hagspá Landsbankans og fasteignamarkaðurinn
Í þættinum er rætt við Daníel Svavarsson, forstöðumann Hagfræðideildar og Unu Jónsdóttur sérfræðing, um nýja hagspá Landsbankans. Farið er yfir stöðu og horfur í efnahagsmálum og sérstaklega rætt um fasteignamarkaðinn. Ný þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020 -2023 var birt þann 20. október.
10/21/2020 • 36 minutes, 51 seconds
Ungir fjárfestar: Sparnaður og fjárfestingar – að byggja upp eignasafn
Í þessu hlaðvarpi er fjallað um fjárfestingar út frá sjónarhorni ungs fólks. Hvernig byrjar maður að fjárfesta og af hverju ungt fólk ætti að huga að sparnaði. Meðal annars er rætt um mikilvægi eignardreifingar, hvernig megi fjárfesta með ábyrgum hætti og að ekki megi missa sjónar af áhættunni.
10/19/2020 • 39 minutes, 40 seconds
Efnahagsáfall aldarinnar - ný hagspá Hagfræðideildar
Arnar Ingi Jónsson, Daníel Svavarsson og Gústaf Steingrímsson fjalla um nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans sem gefin var út 15. maí. Samkvæmt spánni mun landsframleiðsla dragast saman um tæplega 9% á árinu 2020 en við taki hægur bati. Mikil óvissa sé þó um efnahagshorfur.
5/15/2020 • 24 minutes, 19 seconds
Áhrif COVID-19 á hlutabréfamarkaði og efnahagslífið
Arnar Ingi Jónsson, Daníel Svavarsson og Sveinn Þórarinsson í Hagfræðideild Landsbankans ræða um áhrif COVID-19 á hlutabréfamarkaði og efnahagslíf hér á landi og erlendis. Rætt er um aðgerðir sem ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa kynnt til að sporna gegn samdrætti, uppnámið sem varð á olíumörkuðum, áhrif á gengi krónunnar og fleira.
3/11/2020 • 30 minutes, 56 seconds
Hlutdeildarlán, kaup TM á Lykli og fjarskiptamarkaðurinn
Í þættinum ræða Arnar I. Jónsson og Sveinn Þórarinsson við Unu Jónsdóttur um Hlutdeildarlán á fasteignamarkaði. Stjórnvöld hafa boðað frumvarp um hlutdeildarlán, að breskri fyrirmynd, sem er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast íbúð. Einnig er fjallað um kaup TM á Lykli og þróun skráðra félaga á fjarskiptamarkaði. Auk þess sem áskoranir í rekstri eru ræddar og rýnt inn í framtíðina.
12/17/2019 • 46 minutes, 22 seconds
Lucinity og baráttan gegn peningaþvætti
Í þættinum ræða Arnar og Sveinn við Guðmund Rúnar Kristjánsson stofnanda Lucinity um peningaþvætti og hvaða leiðir eru færar í baráttunni gegn því. Lucinity er íslenskt sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í notkun hjálpargreindar í baráttunni gegn peningaþvætti.
12/10/2019 • 43 minutes, 21 seconds
Staða og horfur hjá Icelandair
Í þættinum ræða Arnar I. Jónsson og Sveinn Þórarinsson um þróun í rekstri Icelandair undanfarin ár. Þeir velta fyrir sér verðlagningu félagins, áskorunum í rekstri og líta inn í framtíðina.
11/21/2019 • 43 minutes, 15 seconds
Þjóðhagsspá Hagfræðideildar og fasteignamarkaðurinn
Rætt er við Unu Jónsdóttur í Hagfræðideild Landsbankans um fasteignamarkaðinn á Íslandi, stöðu og horfur. Einnig fræðir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar, okkur um þjóðhagsspá Hagfræðideildar sem birtist miðvikudaginn 30. október.
11/4/2019 • 43 minutes, 15 seconds
Smásala, eldsneyti og stýrivextir
Í þættinum er fjallað um smásölumarkaðinn á Íslandi og eldsneytismarkaðinn. Rætt er um yfirvofandi orkuskipti og áhrif þeirra á skráð félög á markaði. Auk þess er farið yfir nýlegar stýrivaxtaákvarðanir og horfur næstu misseriMarkaðsumræðan er vettvangur fyrir verðbréfagreinendur í Hagfræðideild Landsbankans til að koma á framfæri skoðunum sínum og greiningum á félögum á hlutabréfamarkaði og hvernig nýjustu vendingar á mörkuðum og í hagkerfinu geta haft áhrif á félögin. Umfjöllunin á að vera á mannamáli og er tilgangurinn að auka áhuga og umræðu um hlutabréfamarkaði.
10/24/2019 • 27 minutes, 37 seconds
Ungt fólk og íbúðamarkaðurinn
Íbúðamál geta virst algjör frumskógur við fyrstu sýn. Er betra fyrir ungt fólk að leigja, búa með vinum, í foreldrahúsum eða kaupa íbúð? Ef tekin er ákvörðun um íbúðarkaup, hvernig safnar maður þá fyrir útborgun?Landsbankinn í samstarfi við Útvarp 101 fékk Pétur Kiernan, 22 ára háskólanema, til að kynna sér íbúðamál ungs fólks, kosti þess að leigja og kaupa, húsnæðissparnað og viðbótarlífeyrissparnað, sem er ein hagstæðasta leiðin til að spara fyrir útborgun í fyrstu fasteign.Í þessu hlaðvarpi ræðir Pétur við Ara Skúlason, hagfræðing hjá Landsbankanum sem svara m.a. spurningunni „Á ég að kaupa íbúð?“.Nánar á Umræðunni: https://umraedan.landsbankinn.is/umraedan/samfelagid/ungt-folk-og-ibudamarkadurinn/
1/11/2019 • 15 minutes, 14 seconds
Iceland Airwaves 20 ára
Iceland Airwaves er 20 ára í ár - eldri en margir sem koma fram á hátíðinni. Enda er hún fyrst og fremst hátíð nýjabrumsins í íslenskri tónlist, tækifæri fyrir unga listamenn til að opna bílskúrshurðina, lofta út og hleypa ljósinu inn.Í hlaðvarpi Umræðunnar að þessu sinni ræðir Atli Bollason m.a. sögu Iceland Airwaves, áhrif hennar á íslenska tónlistarmenningu, þróun hátíðarinnar og tækifærin fyrir ungt tónlistarfólk. Viðmælendur hans eru Árni Matthíasson, blaðamaður og tónlistargagnrýnandi, Anna Ásthildur Thorsteinsson, vefstýra Iceland Airwaves, og Katrín Helga Andrésdóttir, tónlistarkona sem hefur starfað með RVK DTR, Hljómsveitt og Special K.
10/31/2018 • 35 minutes, 20 seconds
Fjármál stúdenta: Atvinnumál og atvinnuleit
Háskólamenntað fólk hefur alltaf haft mjög góðan aðgang að vinnumarkaði. En nú er staðan orðin erfiðari og atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra hefur aukist. Í þessu hlaðvarpi er m.a. fjallað um hvernig stúdentar geta undirbúið sig fyrir vinnumarkaðinn og hvað getur mögulega gefið þeim forskot.
10/16/2018 • 42 minutes, 44 seconds
Fjármál stúdenta: Húsnæðismálin
Í þessu hlaðvarpi Umræðunnar er rætt um húsnæðismál stúdenta og ungs fólks, fyrstu kaup, leigumarkaðinn og fleira. Unnið í samvinnu Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Landsbankans.