Þvottahúsið er áhugamanna lífsspeki hlaðvarp í umsjón bræðranna, Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium. Fúsi óttars sér um tæknimál og semur einkennisstef þáttarins.
Töframaðurinn og dávaldurinn Jón Víðis
Töframaðurinn og dávaldurinn Jón Víðis kom í Alkastið og lék listir sýnar.
12/19/2023 • 59 minutes, 48 seconds
Sara Páls er ekkert að grínast með þessa dáleiðslu!
Alkastið heldur innreið sína á hljóðvarpsmakraðinn áfram. Að þessu sinni settust þeir Arnór Jónsson og Gunnar Dan Wiium niður með dáleiðaranum og orkuheilaranum Söru Pálsdóttur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sara kemur í viðtal hjá Gunnari því að á tímum Þvottahússins mætti hún tvisvar í viðtal og dáleiddi þá Gunnar í fyrra skiptið og Davíð bróður hans í seinna skiptið. Að þessu sinni átti að taka örlítið annan pól í hæðina og sjá hvort væri hægt að dáleiða Arnór og tengja hann aftur við fyrra líf. Arnór komst að því að hann var eitt sinn með hárkollu og í froðuskyrtu að meika bökk í suður franskri hafnarborg árið 1700 og súrkál.
11/22/2023 • 1 hour, 9 minutes, 25 seconds
Davíð Karl, hann gæti fokkað þér upp
Í nýjasta þætti Alkastsins settust þeir Arnór Jónsson og Gunnar Wiium niður með Davíð Karl Wiium. Davíð er aðdáendum Þvottahússins kunnugur sem meðstjórnandi þeirra rúmlega hundrað þátta sem hlaðvarpið Þvottahúsið gaf út á tveggja ára tímabili. Davíð er sannur þúsund þjalasmiður, með eindæmum atorkusamur enda með marga bolta á lofti. Gunnar og Davíð fóru yfir sögu Þvottahússins og mikilvægi þess að vera í góðum samskiptum við fjölmiðla ef óþekktir einstaklingar eins og þeir vildu koma hlaðvarpi sínu á framfæri. Gunnar tilkynnti nýjung sem snýr að tengslum við miðilinn DV sem bætist við Mannlíf sem hafa staðið á bakvið Þvottahúsið og nú Alkastið síðan að Marta á Smartland kanselaði Þvottahúsinu af pólitískum ástæðum.Kannabis, sveppir, fljúgandi furðuhlutir, swingmenningin, butplugs, slaufun og margt fleyrra í þessum þætti.
11/8/2023 • 1 hour, 31 minutes, 41 seconds
Guðrún Bergman og eðlufólkið - Alkastið í boði Þvottahússins
Í nýjasta Alkastinu settust þeir Arnór Jónsson og Gunnar Wiium niður með Guðrúnu Bergmann og ræddu við hana um heima og geima. Guðrún hefur um árabil verið áberandi í íslensku samfélagi sem frumkvöðull, lífsstílsráðgjafi, uppreisnarseggur og almenn heilsuvera. Spjallið hófst á umræðu úr öðrum heimi, nánar tiltekið á heimsókn vera úr öðrum heimi til Íslands árið 1993, en þá höfðu verur af öðrum heimi boðað komu sína á Snæfellsnes. Fjöldi fólks lagði leið sína þangað til þess að verða vitni að opinberuninni, en því miður, létu geimverunar ekki sjá sig meðal almennings. Guðrún hefur það hins vegar eftir áreiðanlegum heimildum að geimverur hafi mætt á svæðið en út af umstangi og uppþoti í kringum mannskapinn sem hafði safnast þarna saman hafi þær aðeins opinberað sig fyrir fáum útvöldum.Heimsóknir af þessu tagi eru hins vegar langt því frá að vera nýjar af nálinni. Í mörg þúsund ár hafa verur úr öðrum heimum lagt leið sína til Jarðarinnar og birst mannkyninu í alls kyns myndum. Allt frá tímum Forn-Egypta eru heimildir fyrir heimsóknum og samskiptum við verur frá öðrum heimum. Flestar þessara vera koma hingað til Jarðarinnar í friðsamlegum tilgangi en það er alls ekki algilt. Til eru hryllingssögur af fólki sem segist hafa verið brottnumið af geimverum og meðhöndlað eins og ómerkileg tilraunadýr.
10/12/2023 • 1 hour, 51 minutes, 47 seconds
Alkastið Janna Napoli - með lífið í lúkunum
Alkastið er nýjasta afsprengi hlaðvarpssamsteypunar Þvottahúsið. Alkastið sem samanstendur af spyrlunum Gunnari Dan Wiium og Arnóri Jónssyni ásamt tæknitröllinu Mickael Omar Lakhlifi. Alkastið mun vera með þætti í vetur með 2-3 vikna fresti og munu málefnin sem verða tekin fyrir vera eldfim sem og léttvæg í bland. Nýjasti gestur Alkastins er Jana Napoli. Janna, 77 ára kona frá New Orlens sem frá tólf ára aldri hefur lesið í lófa. Hún segir í viðtalinu hvernig hún fyrir rælni rakst á bók þar sem lófalestur var útskýrður og um leið fann hún að ekki væri aftur snúið. Hún segir að hendurnar segja til um hver þú ert í raun og veru, eins og gluggi inn í sálina. Hún segir að fljótlega eftir getnað byrjar ferli í lófa og fingrum sem lýsa sér þannig að línur myndast sem segja til hvaðan þú ert að koma. Smátt og smátt eftir því sem aldurinn færist yfir bætast svo við einkenni sem kannski er hægt að lýsa sem afleiðing félagslegrar mótunar.
9/17/2023 • 1 hour, 7 minutes, 21 seconds
Þvottahúsið#101 Vísindamaðurinn Egill S. færir okkur ZIM
Eftir fjögura mánaða þunglyndi, kulnum, covid, þráhyggju og myrkur er Þvottahúsið snúið aftur. Það má með sönnu segja að bræðurnir Gunnar og Davíð Wiium hafi lagst undir feld af gefnum forsendum og snúið tvíefldir til baka en með nýjar stefnur og áherslur sem verða stöðugt kynntar aftur og aftur eftir því sem þær breytast. Nýjasti gestur bræðrana er engin annar en vísindamaðurinn Egill Sæbjörnsson sem hefur verið búsettur í Berlín í ein tuttugu ár þar sem hann hefur starfað við sín vísindastörf tvinnuð í opnu flæði listsköpunar. Egill hefur komið til þeirra bræðra áður í Þvottahúsið, hann kom í þátt nr 34 sem tónlistar og listamaðurinn Egill S. og svo í þátt nr 95 sem Egill S. hin óáræðanlegi. Nú er hins vegar allt annað upp á teningnum, Egill er svo langt frá því að vera óáræðanlegur í þetta skiptið enda eru engum vettlingartökum beitt í þættinum þar sem þeir kryfja mál sem snýr að grundvallarhugmyndum mannsins um sjálfan sig, tilgang sinn og örlög. Hver erum við og hvert erum við að fara, hvaðan erum við að koma og átti það sér stað einhverjum byrjun og er það einhver endir?
3/30/2023 • 1 hour, 5 minutes, 39 seconds
Þvottahúsið Adios, Good bye, Au revoir, Bless, Tschüss, arrivederci ....
Þvottahúsið kveður að sinni. Megi mátturinn vera með ykkur.