Winamp Logo
Orð um bækur Cover
Orð um bækur Profile

Orð um bækur

Icelandic, Arts, 1 season, 371 episodes, 1 day, 2 hours, 54 minutes
About
Orðanna origami á Rás 1. Hugað að öllu mögulegu á sviði bókmenntanna.
Episode Artwork

Orð um íslenskar bækur á útlensku og útlenskar bækur á íslensku

Í þættinum er litið inn á viðburð sem Tunglið forlag hélt í Mengi við Óðinsgötu 19. maí 2023 og nefndis Þýsk/íslensk ljóðbrú. Í þættinum heyrist brot úr tvímála flutningi Ragnasr Helga Ólafssonar og Wolfgangs Schiffer á Alfareiðinni eftir Goethe þar sem Wolfgang mælti frumtextann en Ragnar Helgi þýðingu Jónasar Hallgrímssonar. Einnig heyrðist þýsk/tyrkneska skáldið Dincer Gütcieter flytja ljóð sitt Ein Brief an Papa og Dagur Hjartarson flytja þýingu Gauta Kristmannssonar á ljóðinu. Þá er í þættinum rætt við Dincer Gücyeter um skáldsögu hans Unser Deutschlandmärchen - Þýskalandsævintýrið okkar sem hlaut í lok apríl verðlaun bókakaupstefnunnar í Leipzig í flokki fagurbókmennta. Einnig rætt við Dincer um útgáfuforlags hans Elif á íslenskri ljóðlist en hjá Elif hafa komið út tvímálaútgáfu þýðingar á um það bil einum tugi lljóðabóka eftir íslensk samtímaskáld. Þýðendur eru Jón Þór Gíslason og Wolfgang Schiffer og í þættinum er einnig rætt stuttlega við Wolfgang. Þá heyrist Wolfgang flytja upphaf ljóðs síns Damals als ich mich schämte og Sigrún Valbergsdóttir sömuleiðis upphafið á þýðingu sinni á ljóðinu. í síðari hluta þáttarins er svo rætt við natöshu S annan af tveimur ritstjórum ritgerðarsafnins Skáldreka sem nýlega kom út hjá Unu útgáfu. Einnig rætt við Margréti Tryggvadóttur fomann rithöfundasambands Íslands um afstöðu sambandsins til nýrra íslenskra höfunda sem eru af erlendum uppruna, skrifa ekki á íslensku en eru íslenskir rithöfundar. Lesari: Gunnar Hansson.
5/28/20230
Episode Artwork

Orð um íslenskar bækur á útlensku og útlenskar bækur á íslensku

Í þættinum er litið inn á viðburð sem Tunglið forlag hélt í Mengi við Óðinsgötu 19. maí 2023 og nefndis Þýsk/íslensk ljóðbrú. Í þættinum heyrist brot úr tvímála flutningi Ragnasr Helga Ólafssonar og Wolfgangs Schiffer á Alfareiðinni eftir Goethe þar sem Wolfgang mælti frumtextann en Ragnar Helgi þýðingu Jónasar Hallgrímssonar. Einnig heyrðist þýsk/tyrkneska skáldið Dincer Gütcieter flytja ljóð sitt Ein Brief an Papa og Dagur Hjartarson flytja þýingu Gauta Kristmannssonar á ljóðinu. Þá er í þættinum rætt við Dincer Gücyeter um skáldsögu hans Unser Deutschlandmärchen - Þýskalandsævintýrið okkar sem hlaut í lok apríl verðlaun bókakaupstefnunnar í Leipzig í flokki fagurbókmennta. Einnig rætt við Dincer um útgáfuforlags hans Elif á íslenskri ljóðlist en hjá Elif hafa komið út tvímálaútgáfu þýðingar á um það bil einum tugi lljóðabóka eftir íslensk samtímaskáld. Þýðendur eru Jón Þór Gíslason og Wolfgang Schiffer og í þættinum er einnig rætt stuttlega við Wolfgang. Þá heyrist Wolfgang flytja upphaf ljóðs síns Damals als ich mich schämte og Sigrún Valbergsdóttir sömuleiðis upphafið á þýðingu sinni á ljóðinu. í síðari hluta þáttarins er svo rætt við natöshu S annan af tveimur ritstjórum ritgerðarsafnins Skáldreka sem nýlega kom út hjá Unu útgáfu. Einnig rætt við Margréti Tryggvadóttur fomann rithöfundasambands Íslands um afstöðu sambandsins til nýrra íslenskra höfunda sem eru af erlendum uppruna, skrifa ekki á íslensku en eru íslenskir rithöfundar. Lesari: Gunnar Hansson.
5/28/202345 minutes
Episode Artwork

Orð um erlendar bækur og íslenskt skáld

Í þættinum er útvarpað tveimur viðtölum sem tekin voru í tengslum við Alþjóðlega bókmenntahátíð í Reykjavík 2023.Annars vegar er rætt við Mariana Enriques frá Argentinu um smásagnasafn hennar Allt sem við misstum í eldinum sem kom úr árið 2022 í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar. Hins vegar er rætt við metsöluhöfundinn Alexander McCall Smith um hina fjölmörgu bókaseríur hans einkum seríuna um kvenspæjarastofu nr. 1 í bænum Gaborone í Botzvana. Í byrjun þáttarins er Íslaks Harðarsonar skálds og þýðanda minnst en hann lést 12. maí 2023. Leikin eru tvo brot úr gömlum þáttum Orða um bækur. Annars vegar frá 18/10 2018 þegar sagt var frá útkomu ljóðabókarinnar Elleftir snertur af yfirsýn eftir Ísak og hins vegar frá 1/11 2021 þegar rætt var við Íslak um þá nýjar þýðingar eftir hann. Lesari: Anna María Björnsdóttir Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
5/21/20230
Episode Artwork

Orð um erlendar bækur og íslenskt skáld

Í þættinum er útvarpað tveimur viðtölum sem tekin voru í tengslum við Alþjóðlega bókmenntahátíð í Reykjavík 2023.Annars vegar er rætt við Mariana Enriques frá Argentinu um smásagnasafn hennar Allt sem við misstum í eldinum sem kom úr árið 2022 í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar. Hins vegar er rætt við metsöluhöfundinn Alexander McCall Smith um hina fjölmörgu bókaseríur hans einkum seríuna um kvenspæjarastofu nr. 1 í bænum Gaborone í Botzvana. Í byrjun þáttarins er Íslaks Harðarsonar skálds og þýðanda minnst en hann lést 12. maí 2023. Leikin eru tvo brot úr gömlum þáttum Orða um bækur. Annars vegar frá 18/10 2018 þegar sagt var frá útkomu ljóðabókarinnar Elleftir snertur af yfirsýn eftir Ísak og hins vegar frá 1/11 2021 þegar rætt var við Íslak um þá nýjar þýðingar eftir hann. Lesari: Anna María Björnsdóttir Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
5/21/202345 minutes
Episode Artwork

Orð um ljóð og aftur ljóð og líka um smásögur

Í þættinum er litið við í Mengi við Óðinsgötu þar sem þann 11. maí 2023 var haldið fyrsta ljóðakvöld Yrkja, nýja ljóðakollektífu í Reykjavík. Rætt var við tvær Yrkjur þær Jönu Björgu Þorvaldsdóttur og Steinunni Kristínu Guðnadóttur en aðrar yrkjur eru þær Ragnheiður Guðjónsdóttir, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir og Ása Þorsteinsdóttir. Einnig mátti heyra þrjú af ljóðskáldunum sjö flytja ljóð. Þetta eru þau Sölvi Halldórsson sem flutti ljóðið „Heimalningar“; Katrín Lóa Hafsteinsdóttir flytur ljóðið „Græðgi“; Elís Þór Traustason flytur annað ljóð af tveimur úr „Samtalsþættir“ og nýtur þar aðstoðar Sölva Halldórssonar að lokum flutti Ása Þorsteinsdóttir ljóðið „Hjartað varð eftir“. Kynnir á ljóðakvöldi Yrkja var Steinunn Kristín Guðnadóttir.Þá var í þættinum rætt við Magnús Stefánsson útgefanda og formann Félags ljóðaunnenda á Austurlandi um starfsemi félagsins og nokkrar útgáfubækur þess. Lesin eru nokkur ljóð úr nýjustu útgáfubókinni Öræfanna andar svífa sem hefur að geyma ljóð systkinanna frá Heiðarseli, þeirra Einars Hjálmars Guðjónssonar og systranna Sólveigar Sigríðar, Arnheiðar og Hallveigar Friðriku Guðjónsdætra. Þá las Magnús ljóðið Munum við báðar fljúga úr samnefndri ljóðabók Stefaníu Gísladóttur. Að lokum flytur Kári Túliníus síðasta pistil sinn um bókmenntir í bókmenntaborg eins og þær blasa við honum ofan af Móskarðshnúkum. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
5/14/20230
Episode Artwork

Orð um ljóð og aftur ljóð og líka um smásögur

Í þættinum er litið við í Mengi við Óðinsgötu þar sem þann 11. maí 2023 var haldið fyrsta ljóðakvöld Yrkja, nýja ljóðakollektífu í Reykjavík. Rætt var við tvær Yrkjur þær Jönu Björgu Þorvaldsdóttur og Steinunni Kristínu Guðnadóttur en aðrar yrkjur eru þær Ragnheiður Guðjónsdóttir, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir og Ása Þorsteinsdóttir. Einnig mátti heyra þrjú af ljóðskáldunum sjö flytja ljóð. Þetta eru þau Sölvi Halldórsson sem flutti ljóðið „Heimalningar“; Katrín Lóa Hafsteinsdóttir flytur ljóðið „Græðgi“; Elís Þór Traustason flytur annað ljóð af tveimur úr „Samtalsþættir“ og nýtur þar aðstoðar Sölva Halldórssonar að lokum flutti Ása Þorsteinsdóttir ljóðið „Hjartað varð eftir“. Kynnir á ljóðakvöldi Yrkja var Steinunn Kristín Guðnadóttir.Þá var í þættinum rætt við Magnús Stefánsson útgefanda og formann Félags ljóðaunnenda á Austurlandi um starfsemi félagsins og nokkrar útgáfubækur þess. Lesin eru nokkur ljóð úr nýjustu útgáfubókinni Öræfanna andar svífa sem hefur að geyma ljóð systkinanna frá Heiðarseli, þeirra Einars Hjálmars Guðjónssonar og systranna Sólveigar Sigríðar, Arnheiðar og Hallveigar Friðriku Guðjónsdætra. Þá las Magnús ljóðið Munum við báðar fljúga úr samnefndri ljóðabók Stefaníu Gísladóttur. Að lokum flytur Kári Túliníus síðasta pistil sinn um bókmenntir í bókmenntaborg eins og þær blasa við honum ofan af Móskarðshnúkum. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
5/14/202345 minutes
Episode Artwork

Orð um útlendar bækur, barnabækurnar allar og kjörin í bransanum

Í þættinum er sagt svolítið frá nýafstaðinni árlegri bókakaupstefnu í Leipzig, einkum bókunum sem þar voru verðlaunarðar en það voru skáldsagan Deutschland. Ein Märchen (Þýskaland. Ævintýri eftir Dinçer Güçyeter; Bittere Brunnen (Beiskir brunnar) eftir Regine Scheer - ævisaga herthu Gordon-Walcher og þýska þýðingu Johönnu Schwering á skáldsögunni - La primas (þý: Die Cousinen (Frænkurnar)) eftir argentísku skáldkouna Auroru Veturini. Þá var í þættinum umræða um heimili fyrir barnabækurnar allar en nýverið var stofnað félag um að koma á fót samastað fyrir barnabókmenntir á Íslandi. Rætt var um þennan draum við Sigrúnu Klöru hannesdóttur fyrrulm landsbókavörð, Maríu Hjálmtýsdóttur ástríðuáhugakonu um barnabókmenntir og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur sem líka sagði frá nýútkomin bók sinni Langelstur á bókasafninu. Að lokum flutti Kári Túliníus þriðja pistil sinn af fjórum um íslenskt bókmenntalíf. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
5/7/20230
Episode Artwork

Orð um útlendar bækur, barnabækurnar allar og kjörin í bransanum

Í þættinum er sagt svolítið frá nýafstaðinni árlegri bókakaupstefnu í Leipzig, einkum bókunum sem þar voru verðlaunarðar en það voru skáldsagan Deutschland. Ein Märchen (Þýskaland. Ævintýri eftir Dinçer Güçyeter; Bittere Brunnen (Beiskir brunnar) eftir Regine Scheer - ævisaga herthu Gordon-Walcher og þýska þýðingu Johönnu Schwering á skáldsögunni - La primas (þý: Die Cousinen (Frænkurnar)) eftir argentísku skáldkouna Auroru Veturini. Þá var í þættinum umræða um heimili fyrir barnabækurnar allar en nýverið var stofnað félag um að koma á fót samastað fyrir barnabókmenntir á Íslandi. Rætt var um þennan draum við Sigrúnu Klöru hannesdóttur fyrrulm landsbókavörð, Maríu Hjálmtýsdóttur ástríðuáhugakonu um barnabókmenntir og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur sem líka sagði frá nýútkomin bók sinni Langelstur á bókasafninu. Að lokum flutti Kári Túliníus þriðja pistil sinn af fjórum um íslenskt bókmenntalíf. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
5/7/202345 minutes
Episode Artwork

Orð um útfiri og næði, íslenskan skáldskap á pólsku og ólíkar sögur

Í þættinum er rætt við Áslaugu Jónsdóttur mynd- og orðlistakonu um fyrstu ljóðabók hennar Til minnis:. Einnig rætt við Jacek Godek sem hlaut heiðursviðurkenninguna Orðstírá dögunum en Jacek hefur um áratugaskeið þýtt íslenskar bókmenntir yfir á pólsku. Undir lok þáttar flytur svo Kári Tuliníus annan pistil sinn af fjórum þar sem hann skimar yfir bókmenntalandslag bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur ofan af Móskarðshnúkum. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
4/30/20230
Episode Artwork

Orð um útfiri og næði, íslenskan skáldskap á pólsku og ólíkar sögur

Í þættinum er rætt við Áslaugu Jónsdóttur mynd- og orðlistakonu um fyrstu ljóðabók hennar Til minnis:. Einnig rætt við Jacek Godek sem hlaut heiðursviðurkenninguna Orðstírá dögunum en Jacek hefur um áratugaskeið þýtt íslenskar bókmenntir yfir á pólsku. Undir lok þáttar flytur svo Kári Tuliníus annan pistil sinn af fjórum þar sem hann skimar yfir bókmenntalandslag bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur ofan af Móskarðshnúkum. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
4/30/202345 minutes
Episode Artwork

Orð um hátíð, vígslu og verðlaun, um ljóð og útsýni af Móskarðshnúkum

Í þættinum er skautað yfir hátíðir, vígslu og verðlaunaafhendingu sem allt átti sér stað í síðustu viku í Bókmenntaborg UNESCO Reykjavík. Í þessari yfirferð heyrist í Ragnheiði Gestsdóttur, Ástu Kristínu Benediktsdóttur, Guðrúnu Norðdal, Ástu Svavarsdóttur og Einari Fal Ingólfssyni. Þá er í þættinum rætt við Ásdísi Magnúsdóttur sem árið 2019 sendi frá sér ljóðabókina Umskrifuð atriði og árið 2022 ljóðabókina Fangabrögð. Ásdís segir frá og les nokkur ljóð úr báðum þessum bókumÞættinum lýkur svo á fyrsta pistli Kára Tuliníus af fjórum þar sem hann skimar ofan af Móskarðshnúkum yfir bókmenntaborgina Reykjavík en svífur líka ofan og gaumgæfir einstök atriði. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
4/23/20230
Episode Artwork

Orð um hátíð, vígslu og verðlaun, um ljóð og útsýni af Móskarðshnúkum

Í þættinum er skautað yfir hátíðir, vígslu og verðlaunaafhendingu sem allt átti sér stað í síðustu viku í Bókmenntaborg UNESCO Reykjavík. Í þessari yfirferð heyrist í Ragnheiði Gestsdóttur, Ástu Kristínu Benediktsdóttur, Guðrúnu Norðdal, Ástu Svavarsdóttur og Einari Fal Ingólfssyni. Þá er í þættinum rætt við Ásdísi Magnúsdóttur sem árið 2019 sendi frá sér ljóðabókina Umskrifuð atriði og árið 2022 ljóðabókina Fangabrögð. Ásdís segir frá og les nokkur ljóð úr báðum þessum bókumÞættinum lýkur svo á fyrsta pistli Kára Tuliníus af fjórum þar sem hann skimar ofan af Móskarðshnúkum yfir bókmenntaborgina Reykjavík en svífur líka ofan og gaumgæfir einstök atriði. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
4/23/202345 minutes
Episode Artwork

Orð um ævintýri og alvöru á bókmenntahátíð

Þátturinn er að þessu sinni helgaður Aþjóðlegri bókmenntahátíð í Reykjavíík 2023. Litið yfir dagskrána og staldrað við fáeina viðburði og í því samhengi rifjuð upp umfjöllun um nokkra af höfundunum í þættinum Orð um bækur. Þannig er rifjað upp viðtal frá árinu 2020 við Þorgerði Öglu Magnúsdóttur og Maríu Rán Guðjónsdóttur hjá Angústúru um Jenny Colgan og bækur hennar sem segja má að séu ævintýri úr samtímanum. Einnig rifjuð upp umfjöllun um bókina Jeg lever et liv som ligner deres (Ég lifi lífi sem líkist ykkar) eftir Norðmanninn Jan Grue sem líkt og Jenny Colgan er gestur bókmenntahátíðar. Sagt er frá bók Grue og Gunnar Hansson les nokkur brot úr sögunni í snörun umsjónarmanns. Einnig rætt við Hörpu Rún Kristjánsdóttur um afmælishátíð Bókakonustofu á Eyrarbakka, Máttugar meyjar, sem haldin er á sama tíma og Bókmenntahátíð í Reykjavík stendur yfir og standa þessar báðar hátíðir fyrir einum sameiginlegum viðburði í Konubókastofu sunnudaginn 23. apríl. Þættinum lýkur svo á brotum úr annars vegar þættinum Bók vikunnar frá haustinu 2018 þar sem nóvellan Sorgarmarsinn eftir Gyrði Elíasson var til umfjöllunar. Gyrðir heyrist segja nokkur orð um tilveru listamannsins og les auk þess brot úr bókinni. Einnig er rifjað upp viðtal við Gyrði í þættinum Orð um bækur frá haustinu 2016 þar sem fjallað var um systurbókaparið Langbylgja og Síðasta vegabréfið. Rætt um einkenni ljóða og smáprósa og Gyrðir les smáprósann Hugur leitar hljóðra nátta. Lesari Gunnar Hansson Umsjónarmaður. Jórunn Sigurðardóttir
4/16/20230
Episode Artwork

Orð um ævintýri og alvöru á bókmenntahátíð

Þátturinn er að þessu sinni helgaður Aþjóðlegri bókmenntahátíð í Reykjavíík 2023. Litið yfir dagskrána og staldrað við fáeina viðburði og í því samhengi rifjuð upp umfjöllun um nokkra af höfundunum í þættinum Orð um bækur. Þannig er rifjað upp viðtal frá árinu 2020 við Þorgerði Öglu Magnúsdóttur og Maríu Rán Guðjónsdóttur hjá Angústúru um Jenny Colgan og bækur hennar sem segja má að séu ævintýri úr samtímanum. Einnig rifjuð upp umfjöllun um bókina Jeg lever et liv som ligner deres (Ég lifi lífi sem líkist ykkar) eftir Norðmanninn Jan Grue sem líkt og Jenny Colgan er gestur bókmenntahátíðar. Sagt er frá bók Grue og Gunnar Hansson les nokkur brot úr sögunni í snörun umsjónarmanns. Einnig rætt við Hörpu Rún Kristjánsdóttur um afmælishátíð Bókakonustofu á Eyrarbakka, Máttugar meyjar, sem haldin er á sama tíma og Bókmenntahátíð í Reykjavík stendur yfir og standa þessar báðar hátíðir fyrir einum sameiginlegum viðburði í Konubókastofu sunnudaginn 23. apríl. Þættinum lýkur svo á brotum úr annars vegar þættinum Bók vikunnar frá haustinu 2018 þar sem nóvellan Sorgarmarsinn eftir Gyrði Elíasson var til umfjöllunar. Gyrðir heyrist segja nokkur orð um tilveru listamannsins og les auk þess brot úr bókinni. Einnig er rifjað upp viðtal við Gyrði í þættinum Orð um bækur frá haustinu 2016 þar sem fjallað var um systurbókaparið Langbylgja og Síðasta vegabréfið. Rætt um einkenni ljóða og smáprósa og Gyrðir les smáprósann Hugur leitar hljóðra nátta. Lesari Gunnar Hansson Umsjónarmaður. Jórunn Sigurðardóttir
4/16/202345 minutes
Episode Artwork

Orð um hús og sögurnar sem þau segja og tengja

Í þættinum er hugað að allmörgum bókum sem komu út á síðasta ári sem fjalla um einstök hús. Sérstaklega er sjónum beint að bókunum Farsótt Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og Jarðsetningu eftir Önnu Maríu Bogadóttur sem hverfist um Iðnaðarbanka húsið í Lækjargötu byggt 1962 - jafnað við jörð 2017. Í þættinum er ræða þær saman og við stjórnanda þáttarins um bækur sínar, kveikjuna að þeim, sögurnar sem húsin geyma, bæði þær persónulegu og þær sem upplýsa um hugmyndafræðileg tengsl og uppbyggingu kerfa samfélagsins almennt með öll sín áhrif á líf okkar og leiki.. Umsjónarmaður Jórunn Sigurðardóttir
4/2/20230
Episode Artwork

Orð um hús og sögurnar sem þau segja og tengja

Í þættinum er hugað að allmörgum bókum sem komu út á síðasta ári sem fjalla um einstök hús. Sérstaklega er sjónum beint að bókunum Farsótt Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og Jarðsetningu eftir Önnu Maríu Bogadóttur sem hverfist um Iðnaðarbanka húsið í Lækjargötu byggt 1962 - jafnað við jörð 2017. Í þættinum er ræða þær saman og við stjórnanda þáttarins um bækur sínar, kveikjuna að þeim, sögurnar sem húsin geyma, bæði þær persónulegu og þær sem upplýsa um hugmyndafræðileg tengsl og uppbyggingu kerfa samfélagsins almennt með öll sín áhrif á líf okkar og leiki.. Umsjónarmaður Jórunn Sigurðardóttir
4/2/202345 minutes
Episode Artwork

Orð um metsölubækur

Metsölubækur eru á dagskrá þáttarins Orð um bækur að þessu sinni. Rætt er við þær Birgittu Elínu Hassel og Mörtu Hlín Magnúsdóttur eigendur Bókabeitunnar um þýðingar þeirra og útgáfu á tveimur bókum stórmetsöluhöfundarins Colleen Hoover, bækurnar Þessu lýkur hér og Varity. Einnig rætt við Sigþrúði Gunnarsdóttur forstjóra Forlagsins um eðli og gildi metsölubóka hér heima og á erlendum bókamörkuðum. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
3/26/20230
Episode Artwork

Orð um metsölubækur

Metsölubækur eru á dagskrá þáttarins Orð um bækur að þessu sinni. Rætt er við þær Birgittu Elínu Hassel og Mörtu Hlín Magnúsdóttur eigendur Bókabeitunnar um þýðingar þeirra og útgáfu á tveimur bókum stórmetsöluhöfundarins Colleen Hoover, bækurnar Þessu lýkur hér og Varity. Einnig rætt við Sigþrúði Gunnarsdóttur forstjóra Forlagsins um eðli og gildi metsölubóka hér heima og á erlendum bókamörkuðum. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
3/26/202345 minutes
Episode Artwork

Orð um fagurfræði og framtíðina

Í þættinum heyrast brot úr tveimur erindum sem haldin voru á Barnabókmenntaráðstefnu Gerðubergs árið 2023. Annars vegar brot úr fyrirlestri Brynhildar Björnsdóttur bókmenntafræðings og fjölmiðlakonu sem bar yfirskriftina "Hvar er mamma þín Einar Áskell" og fjallaði um fjarveru mæðra í barnabókum. Þá heyrast líka brot úr fyrirlestri Sólveigar Rósar foreldra - og uppeldisfræðings um birtingarmyndir regnbogans í barnabókum á Íslandi. Einnig er í þættinum rætt við Auði Aðalsteinsdóttur bókmenntafræðing um framtíðarfagurfræði á framtíðarlausum tímum en Auður flutti erindi með þessum titli í málstofu um sögu bókmenntagagnrýni og sögu hennar á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands 10. mars síðastliðinn. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
3/19/20230
Episode Artwork

Orð um fagurfræði og framtíðina

Í þættinum heyrast brot úr tveimur erindum sem haldin voru á Barnabókmenntaráðstefnu Gerðubergs árið 2023. Annars vegar brot úr fyrirlestri Brynhildar Björnsdóttur bókmenntafræðings og fjölmiðlakonu sem bar yfirskriftina "Hvar er mamma þín Einar Áskell" og fjallaði um fjarveru mæðra í barnabókum. Þá heyrast líka brot úr fyrirlestri Sólveigar Rósar foreldra - og uppeldisfræðings um birtingarmyndir regnbogans í barnabókum á Íslandi. Einnig er í þættinum rætt við Auði Aðalsteinsdóttur bókmenntafræðing um framtíðarfagurfræði á framtíðarlausum tímum en Auður flutti erindi með þessum titli í málstofu um sögu bókmenntagagnrýni og sögu hennar á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands 10. mars síðastliðinn. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
3/19/202345 minutes
Episode Artwork

Orð um furðuskepnur og uppvakninga, björgun katta og sköpun eigin skin

Í þættinum er að þessu sinni rætt við tvo ólíka höfunda um splunkunýjar bækur þeirra. Þetta eru annars vegar Hildur Knútsdóttir sem nýlega sendi frá sér nóvelluna Urðarhvarf. Rætt er við Hildi og hún les stutt brot úr bókinni. Einnig er rætt við Elías Knörr sem nýlega sendi frá sér ljóðabókina Áður en ég breytist. Í þættinum heyrast brot úr upptöku á flutningi Elíasar á hlutum úr bókinni í Gröndalshúsi sunnudaginn 5. mars 2023. Umsjón: jórunn Sigurðardóttir
3/12/20230
Episode Artwork

Orð um furðuskepnur og uppvakninga, björgun katta og sköpun eigin skin

Í þættinum er að þessu sinni rætt við tvo ólíka höfunda um splunkunýjar bækur þeirra. Þetta eru annars vegar Hildur Knútsdóttir sem nýlega sendi frá sér nóvelluna Urðarhvarf. Rætt er við Hildi og hún les stutt brot úr bókinni. Einnig er rætt við Elías Knörr sem nýlega sendi frá sér ljóðabókina Áður en ég breytist. Í þættinum heyrast brot úr upptöku á flutningi Elíasar á hlutum úr bókinni í Gröndalshúsi sunnudaginn 5. mars 2023. Umsjón: jórunn Sigurðardóttir
3/12/202344 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Orð um einræðu á bar í Berlín og almennt um þýðingar skáldverka

Í þættinum er rætt við Einar Má Hjartarson en árið 2017 sendi bókaútgáfan Dimma frá sér þýðingu hans á skáldsöguna Síðasti úlfurinn eftir ungverska rithöfundarinn Lásló Kraznahorkai. Einar segir frá þýðingarvinnunni, sögunni sjálfri og fleiri verkum höfundar. Í síðari hluta þáttarins er rætt við tvo útgefendur um gildi þýðinga og aðferðir við að velja erlend verk til þýðingar. Um þetta er rætt annars vegar við Guðrúnu Vilmundardóttur eiganda bókaútgáfunnar Benedikts og hins vegar við Aðalstein Ásberg Sigurðsson eiganda bókaútgáfunnar Dimmu. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
3/5/20230
Episode Artwork

Orð um einræðu á bar í Berlín og almennt um þýðingar skáldverka

Í þættinum er rætt við Einar Má Hjartarson en árið 2017 sendi bókaútgáfan Dimma frá sér þýðingu hans á skáldsöguna Síðasti úlfurinn eftir ungverska rithöfundarinn Lásló Kraznahorkai. Einar segir frá þýðingarvinnunni, sögunni sjálfri og fleiri verkum höfundar. Í síðari hluta þáttarins er rætt við tvo útgefendur um gildi þýðinga og aðferðir við að velja erlend verk til þýðingar. Um þetta er rætt annars vegar við Guðrúnu Vilmundardóttur eiganda bókaútgáfunnar Benedikts og hins vegar við Aðalstein Ásberg Sigurðsson eiganda bókaútgáfunnar Dimmu. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
3/5/202345 minutes
Episode Artwork

Orð um erlendar bækur og einnig 2 íslenskar

Í þættinum er kíkt á listann yfir bækurnar sem tilnefndar eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Það heyrist í Kristjáni Jóhanni Jónssyni og Silju Björk Huldudóttur segja frá íslensku tilnefnigunum sem eru Ljósgildran eftir Guðna Elísson og Laus blöð eftir Ragnar Helga Jónsson einnig lítillega sagt frá sumum verkanna sem hinar Norðurlandaþjóðirnar tilnefna. Þá er í þættinum rætt við Fríðu Ísberg rithöfund og skáld um breska rithöfundinn Rachel Cusk en síðastliðið haust kom nýjasta skáldsaga Cusk út í íslenskri þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur aðeins ári eftir að bókin kom út í Bretlandi. Hitt húsið er fyrsta bók Cusk sem þýdd er yfir á íslensku. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðard´ttir
2/26/20230
Episode Artwork

Orð um erlendar bækur og einnig 2 íslenskar

Í þættinum er kíkt á listann yfir bækurnar sem tilnefndar eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Það heyrist í Kristjáni Jóhanni Jónssyni og Silju Björk Huldudóttur segja frá íslensku tilnefnigunum sem eru Ljósgildran eftir Guðna Elísson og Laus blöð eftir Ragnar Helga Jónsson einnig lítillega sagt frá sumum verkanna sem hinar Norðurlandaþjóðirnar tilnefna. Þá er í þættinum rætt við Fríðu Ísberg rithöfund og skáld um breska rithöfundinn Rachel Cusk en síðastliðið haust kom nýjasta skáldsaga Cusk út í íslenskri þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur aðeins ári eftir að bókin kom út í Bretlandi. Hitt húsið er fyrsta bók Cusk sem þýdd er yfir á íslensku. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðard´ttir
2/26/202345 minutes
Episode Artwork

Orð um ljóðabækur ársins 2022

Í þættinum er rætt við ljóðskáldið og rithöfundinn Gerði Kristnýju um ljóðabókina Urtu, sem hún sendi frá sér árið 2022. Einnig ber eftirlætisskáld á góma sem og verkefnin framundan. Gerður les tvo hluta bókarinnar af fimm: Kona hugsar til manns síns og Kona segir frá vorkomu. Í síðari hluta þáttarins er svo rætt við ljóðskáldin Anton Helga Jónsson og Sunnu Dís Másdóttur um ljóðalífið í landinu á síðasta ári, ljóðabækur sem vöktu athygli þeirra fyrir yrkisefni og myndmál. Einnig rætt um umfjöllun um ljóð, ljóðaupplestur og fleira.
2/5/20230
Episode Artwork

Orð um ljóðabækur ársins 2022

Í þættinum er rætt við ljóðskáldið og rithöfundinn Gerði Kristnýju um ljóðabókina Urtu, sem hún sendi frá sér árið 2022. Einnig ber eftirlætisskáld á góma sem og verkefnin framundan. Gerður les tvo hluta bókarinnar af fimm: Kona hugsar til manns síns og Kona segir frá vorkomu. Í síðari hluta þáttarins er svo rætt við ljóðskáldin Anton Helga Jónsson og Sunnu Dís Másdóttur um ljóðalífið í landinu á síðasta ári, ljóðabækur sem vöktu athygli þeirra fyrir yrkisefni og myndmál. Einnig rætt um umfjöllun um ljóð, ljóðaupplestur og fleira.
2/5/202343 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Orð um glæpasögur

Í þættinum er að þessu sinni rætt við Jón Atla Jónasson sem á síðasta ári sendi frá sér tvær glæpasögur. Annars vegar hljóðbókina Andnauð og hins vegar prentaða bók sem ber titilinn Brotin. Jón Atli segir frá aðdraganda þess að hann fór að skrifa glæpasögur sem og frá hvorri bók fyrir sig. Jón Atli sendi frá sér sína fyrstu bók, smásagnasafnið Brotinn taktur, árið 2001. Síðan hefur Jón Atli sent frá sér fleiri bækur en einnig skrifað fjölda verka fyrir leikhús, bæði svið og útvarp, sem og sjónvarp og hvíta tjaldið. Í síðari hluta þáttarins er rætt við Ævar Örn Jóepsson foringja Hins íslenska glæpafélags um glæpasögur síðasta árs og fleira. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Þórhildur Ólafsdóttir
1/29/20230
Episode Artwork

Orð um glæpasögur

Í þættinum er að þessu sinni rætt við Jón Atla Jónasson sem á síðasta ári sendi frá sér tvær glæpasögur. Annars vegar hljóðbókina Andnauð og hins vegar prentaða bók sem ber titilinn Brotin. Jón Atli segir frá aðdraganda þess að hann fór að skrifa glæpasögur sem og frá hvorri bók fyrir sig. Jón Atli sendi frá sér sína fyrstu bók, smásagnasafnið Brotinn taktur, árið 2001. Síðan hefur Jón Atli sent frá sér fleiri bækur en einnig skrifað fjölda verka fyrir leikhús, bæði svið og útvarp, sem og sjónvarp og hvíta tjaldið. Í síðari hluta þáttarins er rætt við Ævar Örn Jóepsson foringja Hins íslenska glæpafélags um glæpasögur síðasta árs og fleira. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Þórhildur Ólafsdóttir
1/29/202345 minutes
Episode Artwork

Orð um ofbeldi og angur í skáldsögu og um ljóð á lífsleiðinni

Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni rætt við Magneu J. Matthíasdóttur um nýja ljóðabók hennar, Þar sem malbikið endar. Magnea les í þættinum ávarpsljóð bókarinnar og ljóðin Sjálfsmynd, Skúrar og Vorboðinn loðni.. Í síðara hluta þáttarins er svo rætt við Brynjólf Þorsteinsson um skáldsögu hans Snuð sem kom út á síðasta ári.
1/22/20230
Episode Artwork

Orð um ofbeldi og angur í skáldsögu og um ljóð á lífsleiðinni

Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni rætt við Magneu J. Matthíasdóttur um nýja ljóðabók hennar, Þar sem malbikið endar. Magnea les í þættinum ávarpsljóð bókarinnar og ljóðin Sjálfsmynd, Skúrar og Vorboðinn loðni.. Í síðara hluta þáttarins er svo rætt við Brynjólf Þorsteinsson um skáldsögu hans Snuð sem kom út á síðasta ári.
1/22/202345 minutes
Episode Artwork

Orð um bækurnar sem voru lesnar árið 2022 og þær sem verða lesnar 2023

Í þættinum er annars vegar rætt við tvo lestrarhesta, þau Ragnhildi Vigfúsdóttur markþjálfa og sagnfræðing og Sölva Halldórsson gagnrýnanda hjá Víðsjá og meistaranema í ritlist við Háskóla Íslands um lestur þeirra á síðasta ári, bæði bækur sem þau lásu og aðferðirnar sem þau beittu við lesturinn. Hins vegar er rætt við Einar Kára Jóhannsson, einn þeirra fjögurra sem eru í forsvari fyrir Unu útgáfuhús, líklega er yngsta forlag landsins, gaf út sína fyrstu bók í febrúar 2019. Einar Kári ræðir um jólabókaflóð fyrr og nú um bækurnar sem komu út á síðasta ári og einnig svolítið frá þeim bókum sem í vændum eru hjá hans forlögum, en auk þess að vera útgefndi hjá Unu útgáfuhúsi er Einar Kári verkefnastjóri hjá Sögufélaginu sem einnig gefur út bækur.
1/15/20230
Episode Artwork

Orð um bækurnar sem voru lesnar árið 2022 og þær sem verða lesnar 2023

Í þættinum er annars vegar rætt við tvo lestrarhesta, þau Ragnhildi Vigfúsdóttur markþjálfa og sagnfræðing og Sölva Halldórsson gagnrýnanda hjá Víðsjá og meistaranema í ritlist við Háskóla Íslands um lestur þeirra á síðasta ári, bæði bækur sem þau lásu og aðferðirnar sem þau beittu við lesturinn. Hins vegar er rætt við Einar Kára Jóhannsson, einn þeirra fjögurra sem eru í forsvari fyrir Unu útgáfuhús, líklega er yngsta forlag landsins, gaf út sína fyrstu bók í febrúar 2019. Einar Kári ræðir um jólabókaflóð fyrr og nú um bækurnar sem komu út á síðasta ári og einnig svolítið frá þeim bókum sem í vændum eru hjá hans forlögum, en auk þess að vera útgefndi hjá Unu útgáfuhúsi er Einar Kári verkefnastjóri hjá Sögufélaginu sem einnig gefur út bækur.
1/15/202345 minutes
Episode Artwork

Orð frá fyrra ári um nýjar ljóðraddir og skrif frá eigin hjartarótum

í þessum fyrsta þætti Orða um bækur á nýju ári er litið um öxl og rifjuð upp fyrstu kynni af nýjum ljóðröddum. Fluttir bútar úr viðtal við Natöshu S. um ljóðabókina Máltaka á stríðstímum. Einnig brot úr vitali við ljóðskáldin Sunnu Dís Másdóttur og Jakub Stachiowich um ljóðabækurnar Plómur eftir Sunnu og Úti bíður skáldleg veröld eftir Jakub. Þá er hugað að skáldverkum þar sem höfundar sækja efnivið í eigin líf. Flutt brot úr samtali Önnu Maríu Björnsdóttur við þær Auði Jónsdóttur, Evu Rún Snorradóttur og Fríðu Íslberg um það hvort afstaða til slíkra bókmennta fari eftir því hvort höfundur er karl eða kona. Að lokum er rifjuð upp heimsókn í Bókasamlagið sem þá var nýstofnað og ætlaði sér stóra hluti í öllu mögulegu viðkomandi bókum þar sem rætt var við forsvarskonurnar Danýju Maggýardóttur og Kikku KM Sigurðardóttur einnig flutt nýtt viðtal við Kikku KM um hvernig tókst til á síðasta ári og hvernig Bókasamlagið fer inn í nýtt ár. Umsjón Jórunn Sigurðardóttir
1/8/20230
Episode Artwork

Orð frá fyrra ári um nýjar ljóðraddir og skrif frá eigin hjartarótum

í þessum fyrsta þætti Orða um bækur á nýju ári er litið um öxl og rifjuð upp fyrstu kynni af nýjum ljóðröddum. Fluttir bútar úr viðtal við Natöshu S. um ljóðabókina Máltaka á stríðstímum. Einnig brot úr vitali við ljóðskáldin Sunnu Dís Másdóttur og Jakub Stachiowich um ljóðabækurnar Plómur eftir Sunnu og Úti bíður skáldleg veröld eftir Jakub. Þá er hugað að skáldverkum þar sem höfundar sækja efnivið í eigin líf. Flutt brot úr samtali Önnu Maríu Björnsdóttur við þær Auði Jónsdóttur, Evu Rún Snorradóttur og Fríðu Íslberg um það hvort afstaða til slíkra bókmennta fari eftir því hvort höfundur er karl eða kona. Að lokum er rifjuð upp heimsókn í Bókasamlagið sem þá var nýstofnað og ætlaði sér stóra hluti í öllu mögulegu viðkomandi bókum þar sem rætt var við forsvarskonurnar Danýju Maggýardóttur og Kikku KM Sigurðardóttur einnig flutt nýtt viðtal við Kikku KM um hvernig tókst til á síðasta ári og hvernig Bókasamlagið fer inn í nýtt ár. Umsjón Jórunn Sigurðardóttir
1/8/202345 minutes
Episode Artwork

Orð um fjör samverunnar og hugleiðingar í einveru

Í þættinum er rætt við Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur teiknara með meiru um barnabækur hennar Grísafjörð og Héragerði. Einnig er rætt við Friðrik Rafnsson þýðanda um 15 og síðustu bókina sem hann hefur þýtt eftir tékknesk/franska rithöfundinn Milan Kundera sem er ritgerðasafnið Svikin við erfðaskrárnar. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
12/18/20220
Episode Artwork

Orð um fjör samverunnar og hugleiðingar í einveru

Í þættinum er rætt við Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur teiknara með meiru um barnabækur hennar Grísafjörð og Héragerði. Einnig er rætt við Friðrik Rafnsson þýðanda um 15 og síðustu bókina sem hann hefur þýtt eftir tékknesk/franska rithöfundinn Milan Kundera sem er ritgerðasafnið Svikin við erfðaskrárnar. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
12/18/202240 minutes
Episode Artwork

Orð um sögur fortíðar og framtíðar

Í þættinum er farið í heimsókn í bókaútgáfuna Bókabeitan og rætt við Mörtu Hlín Magnadóttur útgefandi og við Evu Rún Þorgeirsdóttur um skáldsögu hennar Skrýmslin vakna, framtíðarskáldsögu fyrir stálpaða krakka. Einnig er í þættinum rætt við Soffíu Auði Birgisdóttur bókmenntafræðing um þýðingu hennar á endurminningum breska skáldsins, módernistans og femínstans Viginiu Woolf, Útlínur liðins tíma. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Ragnhildur Thorlacius
12/11/20220
Episode Artwork

Orð um sögur fortíðar og framtíðar

Í þættinum er farið í heimsókn í bókaútgáfuna Bókabeitan og rætt við Mörtu Hlín Magnadóttur útgefandi og við Evu Rún Þorgeirsdóttur um skáldsögu hennar Skrýmslin vakna, framtíðarskáldsögu fyrir stálpaða krakka. Einnig er í þættinum rætt við Soffíu Auði Birgisdóttur bókmenntafræðing um þýðingu hennar á endurminningum breska skáldsins, módernistans og femínstans Viginiu Woolf, Útlínur liðins tíma. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Ragnhildur Thorlacius
12/11/202241 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Orð um fjölskyldu bókanna og ljóð í fjölskyldum

Í þættinum má heyra stuðið á bókamessu Félags íslenskra bókaútgefenda og ljóðaspjall við skáldmæðgin. Á bókamessu heyrist í útgefendunum Maríu Rán Guðjónsdóttur hjá Angústúru og Einari Kára Jóhannssyni hjá Unu útgáfu og Sögufélaginu. Einnig heyrist í Rán Flygenring sem nýlega sendi frá sér sér sögu í teikningum og orðum um Eldgos. Í síðari hluta þáttarins er svo sest niður með ljóðskáldunum Þorvaldi Sigurbirni Helgasyni og Rangheiði Lárusdóttur sem nýlega sendu frá sér hvort sína ljóðabókina. Ragnheiður ljóðabókina Kona/Skepna og Þorvaldur Sigurbjörn ljóðabókina Manndómur og er þetta þriðja ljóðabók hvors þeirra Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
12/4/20220
Episode Artwork

Orð um fjölskyldu bókanna og ljóð í fjölskyldum

Í þættinum má heyra stuðið á bókamessu Félags íslenskra bókaútgefenda og ljóðaspjall við skáldmæðgin. Á bókamessu heyrist í útgefendunum Maríu Rán Guðjónsdóttur hjá Angústúru og Einari Kára Jóhannssyni hjá Unu útgáfu og Sögufélaginu. Einnig heyrist í Rán Flygenring sem nýlega sendi frá sér sér sögu í teikningum og orðum um Eldgos. Í síðari hluta þáttarins er svo sest niður með ljóðskáldunum Þorvaldi Sigurbirni Helgasyni og Rangheiði Lárusdóttur sem nýlega sendu frá sér hvort sína ljóðabókina. Ragnheiður ljóðabókina Kona/Skepna og Þorvaldur Sigurbjörn ljóðabókina Manndómur og er þetta þriðja ljóðabók hvors þeirra Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
12/4/202243 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Orð um lófa - og fingraljóð og um tímaferðalag um Reykjavík

Í þættinum segir Guðrún Hannesdóttir frá nýrri ljóðabók sinni Fingramál og les nokkur ljóð úr bókinni. Upptakan gerð í fögnuði í tilefni útgáfu bókarinnar í bókabúð pennans Eymundsson á Laugavegi 24. nóvember. Þá er í þættinum rætt við Hermann Stefánsson um nýja skáldsögu hans Millibilsmaður þar sem segir frá langafa Hermanns, lækninu og skipulagsmanninum Guðmundi Hannessyni, nefndur Jannes G. Jannesson í bókinni og þátttöku hans í bæjarlífi Reykjavíkur þegar fínasta dægradvölin er fundir með framliðnum, helsta deilumálið sambandið við Danmörku og samanburðarmælingar á líkömum fólks líklegasta aðferðin til að efla hreysti og heilsu þjóða. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
11/27/20220
Episode Artwork

Orð um lófa - og fingraljóð og um tímaferðalag um Reykjavík

Í þættinum segir Guðrún Hannesdóttir frá nýrri ljóðabók sinni Fingramál og les nokkur ljóð úr bókinni. Upptakan gerð í fögnuði í tilefni útgáfu bókarinnar í bókabúð pennans Eymundsson á Laugavegi 24. nóvember. Þá er í þættinum rætt við Hermann Stefánsson um nýja skáldsögu hans Millibilsmaður þar sem segir frá langafa Hermanns, lækninu og skipulagsmanninum Guðmundi Hannessyni, nefndur Jannes G. Jannesson í bókinni og þátttöku hans í bæjarlífi Reykjavíkur þegar fínasta dægradvölin er fundir með framliðnum, helsta deilumálið sambandið við Danmörku og samanburðarmælingar á líkömum fólks líklegasta aðferðin til að efla hreysti og heilsu þjóða. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
11/27/202245 minutes
Episode Artwork

Orð um heilann í ljóðum og sögu

Í þættinum er að þessu sinni rætt við tvær skáldskonur sem báðar hafa nýlega sent frá sér nýjar bækur þar sem mannsheilinn og túlkun hans á raunveruleikanum er til umfjöllunar. Þetta eru annars vegar ljóðsagan Skurn eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur og hins vegar skáldsagan Útsýni eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Rætt er við skáldkonurnar báðar og lesið úr verkunum báðum. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Lóa Björk Björnsdóttir
11/20/20220
Episode Artwork

Orð um heilann í ljóðum og sögu

Í þættinum er að þessu sinni rætt við tvær skáldskonur sem báðar hafa nýlega sent frá sér nýjar bækur þar sem mannsheilinn og túlkun hans á raunveruleikanum er til umfjöllunar. Þetta eru annars vegar ljóðsagan Skurn eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur og hins vegar skáldsagan Útsýni eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Rætt er við skáldkonurnar báðar og lesið úr verkunum báðum. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Lóa Björk Björnsdóttir
11/20/202245 minutes
Episode Artwork

Orð um ástarsamband milli ljóða og einstaklinga og tímann í ljóðum

Ný skáldsaga og nokkuð ný ljóðabók á dagskrá þáttarins Orð um bækur. Rætt verður við Guðna Elísson prófessor við íslensku - og menningardeild HI og rithöfund sem hefur sent frá sér sína aðra skáldsögu, ástarsöguna Brimhólar. Einnig rætt við Steinunni Sigurðardóttur um elleftur ljóðabók hennar, Tíminn á leiðinni. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
11/13/20220
Episode Artwork

Orð um ástarsamband milli ljóða og einstaklinga og tímann í ljóðum

Ný skáldsaga og nokkuð ný ljóðabók á dagskrá þáttarins Orð um bækur. Rætt verður við Guðna Elísson prófessor við íslensku - og menningardeild HI og rithöfund sem hefur sent frá sér sína aðra skáldsögu, ástarsöguna Brimhólar. Einnig rætt við Steinunni Sigurðardóttur um elleftur ljóðabók hennar, Tíminn á leiðinni. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
11/13/202245 minutes
Episode Artwork

Orð um ljóð sem hitta ljóð, um verðlaun og bókatíðindi

Í þættinum er sagt frá afhendingu Norrænu Bókmenntaverðlaunanna sem fram fór í Tónlistarhúsinu í Helsinki 1. nóvember 2022. Einnig rætt við Bryndís Loftsdóttur hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda um Bókatíðindi fyrr og nú sem og við Sigurbjörgu Þrastardóttur um nýja ljóðabók hennar Krossljóð sem inniheldur þýðingar Sigurbjargar á ljóðum 40 erlendra skálda, eitt eftir hvern. Hverri þýðingu erlends ljóðs hefur Sigurbjörg síðan fundið sálufélaga úr eigin ljóðahandraða .
11/6/20220
Episode Artwork

Orð um ljóð sem hitta ljóð, um verðlaun og bókatíðindi

Í þættinum er sagt frá afhendingu Norrænu Bókmenntaverðlaunanna sem fram fór í Tónlistarhúsinu í Helsinki 1. nóvember 2022. Einnig rætt við Bryndís Loftsdóttur hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda um Bókatíðindi fyrr og nú sem og við Sigurbjörgu Þrastardóttur um nýja ljóðabók hennar Krossljóð sem inniheldur þýðingar Sigurbjargar á ljóðum 40 erlendra skálda, eitt eftir hvern. Hverri þýðingu erlends ljóðs hefur Sigurbjörg síðan fundið sálufélaga úr eigin ljóðahandraða .
11/6/202245 minutes
Episode Artwork

Orð um allar bækur tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Í þættinum er rætt við formenn íslensku valnefnda Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, þau Kristján Jóhann Jónsson formann valnefndar hinna gamalgrónu verðlauna sem verða þann 2. nóvember 2022 afhent í sextugasta sinn. Helga Ferdinandsdóttir er hins ver formaður íslensku valnefndarinnar um Barna - og ungabókmentaverðlaun Norðurlandaráðs. Þau Kristján og Helga reifuðu þá strauma sem birtust í tilnefningunum, inihaldslegar og formrænaar áherslur. Skáldsögur eru til að mynda afgerandi meðal tilnefninga til hinn rótgrónu verðlauna og nánast allar bækurnar sem tilnefndar eru til barna - og ungmennabókmenntaverðlaunanna eru myndabækur. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir.
10/30/20220
Episode Artwork

Orð um allar bækur tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Í þættinum er rætt við formenn íslensku valnefnda Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, þau Kristján Jóhann Jónsson formann valnefndar hinna gamalgrónu verðlauna sem verða þann 2. nóvember 2022 afhent í sextugasta sinn. Helga Ferdinandsdóttir er hins ver formaður íslensku valnefndarinnar um Barna - og ungabókmentaverðlaun Norðurlandaráðs. Þau Kristján og Helga reifuðu þá strauma sem birtust í tilnefningunum, inihaldslegar og formrænaar áherslur. Skáldsögur eru til að mynda afgerandi meðal tilnefninga til hinn rótgrónu verðlauna og nánast allar bækurnar sem tilnefndar eru til barna - og ungmennabókmenntaverðlaunanna eru myndabækur. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir.
10/30/202245 minutes
Episode Artwork

Orð um skáldskap og stríð og skáldskap og minningar

Í þættinum er rætt við Natöshu S. sem þann 17. október 2022 hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar um verlaunabók henner Máltaka á stríðstímum. Einnig rætt við Mörtu Norheim bókmenntagagnrýndana á norska ríkisútvarpinu um bækurnar sem Norðmenn tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 en það eru skáldverkin Detta er G. eftir Inghill Johannsson og jente 1983 eftir Linn Ullmann. Umsjón Jórunn Sigurðardóttir.
10/23/20220
Episode Artwork

Orð um skáldskap og stríð og skáldskap og minningar

Í þættinum er rætt við Natöshu S. sem þann 17. október 2022 hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar um verlaunabók henner Máltaka á stríðstímum. Einnig rætt við Mörtu Norheim bókmenntagagnrýndana á norska ríkisútvarpinu um bækurnar sem Norðmenn tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 en það eru skáldverkin Detta er G. eftir Inghill Johannsson og jente 1983 eftir Linn Ullmann. Umsjón Jórunn Sigurðardóttir.
10/23/202243 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Orð um hvers kyns núninga í lífinu og um að lifa af

Í þættinum er að þessu sinni rætt við Elínu Eddu Þorsteinsdóttur um ljóðabókina Núningur sem hún sendi nýlega frá sér. Einnig er sagt frá tilnefningum Grænlendinga til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og til Barna - og ungmennabókmenntaverðlauna Norðulandaráðs. Tilnefndu bækurnar eru annars vegar ljóða - og textasafni Arkhticós Dolorôs (Þjáning norðurslóða) eftir gjörningalistakonuna Jessie Kleeman og Lilyp Silarsuaa (Heimur Lilypar), ljósmyndabók með textum eftir Sörine Stenholdt og Ivínguak` Stork Høegh. Rætt er við danska bókmenntafræðinginn Kirsten Thisted sem er sérfróð um grænlenskar bókmenntir en einnig heyrist í Jessie Kleeman sem var gestur Sofie Hermansen Erkisdatter á vestnorræna deginu í Norræna húsinu 23. september 2022 þar sem Jessie Kleeman las m.a. nokkur ljóð úr bókinni Arkhticós Dolorôs. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Júlía Aradóttir
10/2/20220
Episode Artwork

Orð um hvers kyns núninga í lífinu og um að lifa af

Í þættinum er að þessu sinni rætt við Elínu Eddu Þorsteinsdóttur um ljóðabókina Núningur sem hún sendi nýlega frá sér. Einnig er sagt frá tilnefningum Grænlendinga til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og til Barna - og ungmennabókmenntaverðlauna Norðulandaráðs. Tilnefndu bækurnar eru annars vegar ljóða - og textasafni Arkhticós Dolorôs (Þjáning norðurslóða) eftir gjörningalistakonuna Jessie Kleeman og Lilyp Silarsuaa (Heimur Lilypar), ljósmyndabók með textum eftir Sörine Stenholdt og Ivínguak` Stork Høegh. Rætt er við danska bókmenntafræðinginn Kirsten Thisted sem er sérfróð um grænlenskar bókmenntir en einnig heyrist í Jessie Kleeman sem var gestur Sofie Hermansen Erkisdatter á vestnorræna deginu í Norræna húsinu 23. september 2022 þar sem Jessie Kleeman las m.a. nokkur ljóð úr bókinni Arkhticós Dolorôs. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Júlía Aradóttir
10/2/202242 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Orð um að fóta sig í lífinu og um sænska karlmennsku

Í þættinum Orð*um bækur er að þessu sinni rætt við Berglind Ósk Bergsdóttir sem íi vikunni sendi frá sér smásagnasafnið Breytt ástand en áður hefur Berglind Ósk sent frá sér tvær ljóðabækur Berorðað (2016) og Loddralíðan (2021). Berglind les brot úr sögunni Kaffiþjónusta úr bókinni. Þá er í þættinum rætt við Linu Karlmteg bókmenntagagnrýnanda og bókmenntaþáttagerðarkonu hjá sænska útvarpinu, SR um bækurnar sem Svíar tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norurlandaráðs. Bækurnar sem Svíar tilnefna árið 2022 eru báðar stuttar skáldsögur og fjalla þær báðar um karlmennsku þótt með ólíkum hætti sé. Þetta eru annars vegar nóvellan Löpa varg (Hlauptu úlfur) eftir Kerstin Ekman og hins vegar Den dagen den soregn (Sá dagur sú sorg) eftir Jesper Larsson. Lesið er stutt brot úr Löpa varg í snörun umsjónarmanns. Umsjónarmaður Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Gunnar Hansson
9/25/20220
Episode Artwork

Orð um að fóta sig í lífinu og um sænska karlmennsku

Í þættinum Orð*um bækur er að þessu sinni rætt við Berglind Ósk Bergsdóttir sem íi vikunni sendi frá sér smásagnasafnið Breytt ástand en áður hefur Berglind Ósk sent frá sér tvær ljóðabækur Berorðað (2016) og Loddralíðan (2021). Berglind les brot úr sögunni Kaffiþjónusta úr bókinni. Þá er í þættinum rætt við Linu Karlmteg bókmenntagagnrýnanda og bókmenntaþáttagerðarkonu hjá sænska útvarpinu, SR um bækurnar sem Svíar tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norurlandaráðs. Bækurnar sem Svíar tilnefna árið 2022 eru báðar stuttar skáldsögur og fjalla þær báðar um karlmennsku þótt með ólíkum hætti sé. Þetta eru annars vegar nóvellan Löpa varg (Hlauptu úlfur) eftir Kerstin Ekman og hins vegar Den dagen den soregn (Sá dagur sú sorg) eftir Jesper Larsson. Lesið er stutt brot úr Löpa varg í snörun umsjónarmanns. Umsjónarmaður Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Gunnar Hansson
9/25/202243 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Orð um ljóð og bækur um karlmenn í Helsinki og Kína til forna

Í þættinum er rætt við ljóðskáldin Sunnu Dís Másdóttur og Jakub Stachowiak sem sendu nýverið frá sér hvort sína ljóðabókina sem birta með ólíkum hætti hvernig nýjar landfræðilega og tungumálalegar aðstæður verða jarðlegur ljóða. Þetta eru bækurnar Plómur eftir Sunnu Dís Másdóttur og Úti bíður skáldleg veröld eftir Jakub Stachowiak Þá er í þættinum haldið áfram að kynna bókmenntaverkin sem tilnefnd eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og er nú komið að Finnlandi. Rætt er við finnska dagskrárgerðarmanninn Pietari Kylmäla sem stjórnar vikulegum bókmenntaþætti hjá finnska ríkisútvarpinu YLE um skáldsögurnar Röda rummet eða Rauða herbergið eftir Kaj Korkea-aho sem er skrifuð á sænsku og Eunukkii eða Geldingurinn eftir Kristinu Carlson sem er skrifuð á finnsku. Umsjónarmaður Jórunn Sigurðardóttir Lesar: Gunnar Hansson
9/18/20220
Episode Artwork

Orð um ljóð og bækur um karlmenn í Helsinki og Kína til forna

Í þættinum er rætt við ljóðskáldin Sunnu Dís Másdóttur og Jakub Stachowiak sem sendu nýverið frá sér hvort sína ljóðabókina sem birta með ólíkum hætti hvernig nýjar landfræðilega og tungumálalegar aðstæður verða jarðlegur ljóða. Þetta eru bækurnar Plómur eftir Sunnu Dís Másdóttur og Úti bíður skáldleg veröld eftir Jakub Stachowiak Þá er í þættinum haldið áfram að kynna bókmenntaverkin sem tilnefnd eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og er nú komið að Finnlandi. Rætt er við finnska dagskrárgerðarmanninn Pietari Kylmäla sem stjórnar vikulegum bókmenntaþætti hjá finnska ríkisútvarpinu YLE um skáldsögurnar Röda rummet eða Rauða herbergið eftir Kaj Korkea-aho sem er skrifuð á sænsku og Eunukkii eða Geldingurinn eftir Kristinu Carlson sem er skrifuð á finnsku. Umsjónarmaður Jórunn Sigurðardóttir Lesar: Gunnar Hansson
9/18/202243 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Orð um skáldskap við unga skáldkonu og barnabækur um sögur og náttúru

Í þættinu Orð um bækur er rætt við Maríu Elísabetu Bragadóttur um skáldskap, skáldskaparaðferðir, hvað það er mikilvægt að eiga ritvin og fleira. María Elísabet hefur á tæplega tveimur árum sent frá sér tvær bækur, Herbergi í öðrum heimi og Sápufuglinn, smásagnasafn annars vegar og þrjár smásögur hins vegar. Þá er í þættinum sagt frá bókunum tveimur sem Danir tilnefna til Barna - og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta eru hvort tveggja myndabækur, annars vegar O PO Poi eftir Jan Oksböl Callesen, sem fjallar um að segja sögu og hlusta á sögu og hins vegar Den om Rufus eftir Herman Ditte, Thorbjörn Petersen og Mårdön Smet, sem segir frá refnum Rufusi og ferðalögum hans á milli borgar og villtrar náttúru. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Gunnar Hansson
9/11/20220
Episode Artwork

Orð um skáldskap við unga skáldkonu og barnabækur um sögur og náttúru

Í þættinu Orð um bækur er rætt við Maríu Elísabetu Bragadóttur um skáldskap, skáldskaparaðferðir, hvað það er mikilvægt að eiga ritvin og fleira. María Elísabet hefur á tæplega tveimur árum sent frá sér tvær bækur, Herbergi í öðrum heimi og Sápufuglinn, smásagnasafn annars vegar og þrjár smásögur hins vegar. Þá er í þættinum sagt frá bókunum tveimur sem Danir tilnefna til Barna - og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta eru hvort tveggja myndabækur, annars vegar O PO Poi eftir Jan Oksböl Callesen, sem fjallar um að segja sögu og hlusta á sögu og hins vegar Den om Rufus eftir Herman Ditte, Thorbjörn Petersen og Mårdön Smet, sem segir frá refnum Rufusi og ferðalögum hans á milli borgar og villtrar náttúru. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Gunnar Hansson
9/11/202245 minutes
Episode Artwork

04.09.2022

Orð um ljóð friðar, frelsis og eilífðar og tvær ólíkar skáldsögur um tíma. Í þættinum er rætt við Draumeyju Aradóttur um nýja ljóðabók hennar Varurð og Draumey les tvö ljóð úr bókinni. Ljóðið Eldgos og ljóðið Ský á fótum Þá er í þættinum rætt við Tore Leifer menningarritstjóra á P1 danska útvarpsins um verkin sem Danir tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022. Þetta eru þrjú bindi af áætluðu 7 binda verki eftir Solvej Balle Om udregning af et rumfang og Adam í Paradís, skáldsaga um listamanninn Kristian Zahrtman eftir Rakel Haslund-Gjerrild. Tore segir frá upplifun sinni af bókunum tveimur, innihaldi þeirra og stíl sem og frá viðtökum þeirra í Danmörku. Þá er Tore spurður út í áhuga á Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í Danmörku nú þegar 60 ár eru liðin frá því verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn, árið 1962. Lesarar: Björn Sigbjörnsson og Viktoría Hermannsdóttir Umsjónarmaður Jórunn Sigurðardóttir Tæknimaður: Markús Hjaltason
9/4/20220
Episode Artwork

Orð um ljóð friðar, frelsis og eilífðar og tvær ólíkar skáldsögur um tíma. Í þættinum er rætt við Draumeyju Aradóttur um nýja ljóðabók hennar Varurð og Draumey les tvö ljóð úr bókinni. Ljóðið Eldgos og ljóðið Ský á fótum Þá er í þættinum rætt við Tore Leifer menningarritstjóra á P1 danska útvarpsins um verkin sem Danir tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022. Þetta eru þrjú bindi af áætluðu 7 binda verki eftir Solvej Balle Om udregning af et rumfang og Adam í Paradís, skáldsaga um listamanninn Kristian Zahrtman eftir Rakel Haslund-Gjerrild. Tore segir frá upplifun sinni af bókunum tveimur, innihaldi þeirra og stíl sem og frá viðtökum þeirra í Danmörku. Þá er Tore spurður út í áhuga á Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í Danmörku nú þegar 60 ár eru liðin frá því verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn, árið 1962. Lesarar: Björn Sigbjörnsson og Viktoría Hermannsdóttir Umsjónarmaður Jórunn Sigurðardóttir Tæknimaður: Markús Hjaltason
9/4/202241 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Orð*um gamla konu á puttaferðalagi og drengi og afa þeirra í Færeyjum

Orð*um bækur 28. ágúst 2022 Í þættinum er litið við í útgáfuhófi Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur ljóðskálds og rithöfundar vegna skáldsögunnar Sólrún. Þar heyrist í Pétri Má Ólafssyni útgáfustjóra Bjarts sem og Sigurlínu Bjarney sem les stuttan kafla úr sögu sinni. Einnig er rætt við Sigurlín Bjarney. Í síðari hluta þáttarins er rætt við færeyska bókmenntafræðinginn Guðrun í Jakupsstovu um tilnefningar Færeyinga til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Guðrún segir frá ljóðabókinni Sólgarðurinn eftir Beini Bergsson og les 3 ljóð úr bókinn. Umsjónarmaður les tvö þeirra í eigin snörun. Þá segir Guðrún frá barnabókinni Abbi og eg og abbi eftir Dánial Hoydal og Annika Öyraböer. Umsjónarmaður er Jórunn Sigurðardóttir
8/28/20220
Episode Artwork

Orð*um gamla konu á puttaferðalagi og drengi og afa þeirra í Færeyjum

Orð*um bækur 28. ágúst 2022 Í þættinum er litið við í útgáfuhófi Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur ljóðskálds og rithöfundar vegna skáldsögunnar Sólrún. Þar heyrist í Pétri Má Ólafssyni útgáfustjóra Bjarts sem og Sigurlínu Bjarney sem les stuttan kafla úr sögu sinni. Einnig er rætt við Sigurlín Bjarney. Í síðari hluta þáttarins er rætt við færeyska bókmenntafræðinginn Guðrun í Jakupsstovu um tilnefningar Færeyinga til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Guðrún segir frá ljóðabókinni Sólgarðurinn eftir Beini Bergsson og les 3 ljóð úr bókinn. Umsjónarmaður les tvö þeirra í eigin snörun. Þá segir Guðrún frá barnabókinni Abbi og eg og abbi eftir Dánial Hoydal og Annika Öyraböer. Umsjónarmaður er Jórunn Sigurðardóttir
8/28/202242 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Orð um svörtu Evrópu og viðtökur bóka skáldkvenna og skáldkarla

Í byrjun þáttar er stuttlega fjallað um byltingakenndar breytingar í bókaútgáfu á allra síðustu árum. Þá er þættinum sagt frá bókinni European. Notes from Black Europe eftir Johny Pitts. Sagt er frá höfundinum og bókinni, lesið brot í snörun þáttastjórnanda og það heyrist í höfundinum, upptaka frá heimasíðu hans afropean.com. Þá stjórnar Anna María Björnsdóttir umræðum um ólík viðbrögð lesenda og gagnrýnenda við bókum karl - og kvenkynshöfunda en skáldkonur erum mun oftar spurðir hvort verk þeirra fjalli ekki um þær sjálfar. Þátttakendur í umræðunum eru Auður Jónsdóttir, Eva Rún Snorradóttir og Fríða Ísberg. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Kristján Guðjónsson
6/27/20220
Episode Artwork

Orð um svörtu Evrópu og viðtökur bóka skáldkvenna og skáldkarla

Í byrjun þáttar er stuttlega fjallað um byltingakenndar breytingar í bókaútgáfu á allra síðustu árum. Þá er þættinum sagt frá bókinni European. Notes from Black Europe eftir Johny Pitts. Sagt er frá höfundinum og bókinni, lesið brot í snörun þáttastjórnanda og það heyrist í höfundinum, upptaka frá heimasíðu hans afropean.com. Þá stjórnar Anna María Björnsdóttir umræðum um ólík viðbrögð lesenda og gagnrýnenda við bókum karl - og kvenkynshöfunda en skáldkonur erum mun oftar spurðir hvort verk þeirra fjalli ekki um þær sjálfar. Þátttakendur í umræðunum eru Auður Jónsdóttir, Eva Rún Snorradóttir og Fríða Ísberg. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Kristján Guðjónsson
6/27/202255 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Orð um endurminningar, ljóðbréf og stöðu ungra höfunda í Þýskaland

Í þættinum er rætt við Öldu Sigmundsdóttur sem nýlega sendi frá sér endurminningabókina Daughter, sem fjallar um baráttu Öldu við að losna úr viðjum narssisísks ofbeldis æsku sinnar. Bókin er skrifuð á ensku, útgefandi Enska textasmiðjan en einnig kemur bókarisinn Amazon við sögu í prentun og dreifingu bókarinnar. Einnig rætt um það við Öldu. Líka rætt um útgáfumál og stöðu ungra höfunda annars vegar í Þýskalandi við rithöfundinn Matthias Jügler og hins vegar við norsku rithöfundana Rune F. Hjemås og Mathias R. Samuelsson. Þá er einnig rætt við þá Rune og Mathias um fyrirhugað samstarf forlags þeira Beijing í Þrándheimi við Tunglið í Reykjavík um gagnkvæma sendingu Ljóðbréfa á milli landanna. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
6/20/20220
Episode Artwork

Orð um endurminningar, ljóðbréf og stöðu ungra höfunda í Þýskaland

Í þættinum er rætt við Öldu Sigmundsdóttur sem nýlega sendi frá sér endurminningabókina Daughter, sem fjallar um baráttu Öldu við að losna úr viðjum narssisísks ofbeldis æsku sinnar. Bókin er skrifuð á ensku, útgefandi Enska textasmiðjan en einnig kemur bókarisinn Amazon við sögu í prentun og dreifingu bókarinnar. Einnig rætt um það við Öldu. Líka rætt um útgáfumál og stöðu ungra höfunda annars vegar í Þýskalandi við rithöfundinn Matthias Jügler og hins vegar við norsku rithöfundana Rune F. Hjemås og Mathias R. Samuelsson. Þá er einnig rætt við þá Rune og Mathias um fyrirhugað samstarf forlags þeira Beijing í Þrándheimi við Tunglið í Reykjavík um gagnkvæma sendingu Ljóðbréfa á milli landanna. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
6/20/202255 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Orð um íslenskar bækur fyrir útlendinga og útlenskar fyrir Íslendinga

Í þættinum er leikin upptaka frá útgáfufögnuði Unu útgáfuhúss í tilefni útgáfu örsagnasafnsins Dagatal eftir Karítas Hrundar Pálsdóttur. Hún les tvær sögur úr bók sinni og segir frá hugmyndinni um íslenskt skáldverk á einföldu máli. Þá er í þættinum rætt við Rut Ingólfsdóttur um þýðingastörf hennar einkum um nýútkomna þýðingu bókarinnar Le Place, Staðurinn eftir Annie Ernaux sem nýlega kom út hjá Uglu útgáfu. Einnig ræðir Magnús Guðmundsson við Elísu Björgu Þörsteinsdóttur um japönsku skáldsöguna Kjörbúðarkonan eftir Sayaka Marata í þýðingu hennar sem Angústúra sendi frá sérfyrir stuttu. Elísa les brot út bókinni. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
6/13/20220
Episode Artwork

Orð um íslenskar bækur fyrir útlendinga og útlenskar fyrir Íslendinga

Í þættinum er leikin upptaka frá útgáfufögnuði Unu útgáfuhúss í tilefni útgáfu örsagnasafnsins Dagatal eftir Karítas Hrundar Pálsdóttur. Hún les tvær sögur úr bók sinni og segir frá hugmyndinni um íslenskt skáldverk á einföldu máli. Þá er í þættinum rætt við Rut Ingólfsdóttur um þýðingastörf hennar einkum um nýútkomna þýðingu bókarinnar Le Place, Staðurinn eftir Annie Ernaux sem nýlega kom út hjá Uglu útgáfu. Einnig ræðir Magnús Guðmundsson við Elísu Björgu Þörsteinsdóttur um japönsku skáldsöguna Kjörbúðarkonan eftir Sayaka Marata í þýðingu hennar sem Angústúra sendi frá sérfyrir stuttu. Elísa les brot út bókinni. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
6/13/202255 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Orð um heiðursdoktorsnafnbætur og tvær erlendar skáldsögur

Í þættinum segir Torfi Tulinius prófessar stuttlega frá eðli og gildi heiðursdoktorsnáfnbóta við háskóla heimsins. Þá er rætt við ungan þýskan rithöfund, Matthias Jügler sem nú dvelst í Gröndalshúsi í Reykjavík í boði Reykjavíkur bókmenntaborgar við skrif nýrrar skáldsögu. Í þættinum er þó ekki rætt við Matthias um þá skáldsögu heldur um skáldsöguna Die Verlassenen (Hinir yfirgefnu) frá árinu 2021, sem ekki hefur verið þýdd á íslensku. Einnig ræðir Magnús Guðmundsson við Jón P.Ágústson en þýðing hans á skáldsögunni Líkamslistamaðurinn (The Body Artis - 2001) eftir bandaríska rithöfundinn Don DeLillo sem er fyrsta bókin sem þýdd er eftir DeLillo á íslenskui. Magnús segir einnig frá fjölbreyttum ferli DeLillo. Umsjónarmaður: Jórunn Sgiurðardóttir lesarar: Gunnar Hansson og Katrín Ásmundsdóttir
5/30/20220
Episode Artwork

Orð um heiðursdoktorsnafnbætur og tvær erlendar skáldsögur

Í þættinum segir Torfi Tulinius prófessar stuttlega frá eðli og gildi heiðursdoktorsnáfnbóta við háskóla heimsins. Þá er rætt við ungan þýskan rithöfund, Matthias Jügler sem nú dvelst í Gröndalshúsi í Reykjavík í boði Reykjavíkur bókmenntaborgar við skrif nýrrar skáldsögu. Í þættinum er þó ekki rætt við Matthias um þá skáldsögu heldur um skáldsöguna Die Verlassenen (Hinir yfirgefnu) frá árinu 2021, sem ekki hefur verið þýdd á íslensku. Einnig ræðir Magnús Guðmundsson við Jón P.Ágústson en þýðing hans á skáldsögunni Líkamslistamaðurinn (The Body Artis - 2001) eftir bandaríska rithöfundinn Don DeLillo sem er fyrsta bókin sem þýdd er eftir DeLillo á íslenskui. Magnús segir einnig frá fjölbreyttum ferli DeLillo. Umsjónarmaður: Jórunn Sgiurðardóttir lesarar: Gunnar Hansson og Katrín Ásmundsdóttir
5/30/202250 minutes
Episode Artwork

Orð um bækur ungra skáldkvenna og bók hand ungum lesendum

Í þættinum heyrist upptaka frá útgáfuhófi Díönu Sjafnar Jóhannsdóttur sem fagnaði útgáfu ljóðabókar sinnar Mamma verður að sofa í síðustu viku. Einnig rætt stuttlega við Díönu. Þá er rætt við Rebekku Sif Stefánsdóttur sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu, Flot að lokum er sagt frá ungmennabókinni Ótemjur og rætt við höfundin Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem síðasta vetrardag tók við Barnabókaverðlaunum Reykjavíkurborgar árið 2022 fyrir einmitt þá bók Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
5/23/20220
Episode Artwork

Orð um bækur ungra skáldkvenna og bók hand ungum lesendum

Í þættinum heyrist upptaka frá útgáfuhófi Díönu Sjafnar Jóhannsdóttur sem fagnaði útgáfu ljóðabókar sinnar Mamma verður að sofa í síðustu viku. Einnig rætt stuttlega við Díönu. Þá er rætt við Rebekku Sif Stefánsdóttur sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu, Flot að lokum er sagt frá ungmennabókinni Ótemjur og rætt við höfundin Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem síðasta vetrardag tók við Barnabókaverðlaunum Reykjavíkurborgar árið 2022 fyrir einmitt þá bók Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
5/23/202254 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Orð um skáldið og þýðandann Jón Óskar

18. júlí 2021 voru hundrað ár liðin frá fæðingu Jóns Óskars skálds og þýðanda. Að því tilefni hafði verið undirbúin dagskrá til heiðurs Jóni Óskari og höfundarverki hans. Vegna samkomutakmarkanna árið 2021 varð ekki af þessari dagskrá fyrr 5. maí 2022. Dagskráin, sem var fjölsótt, fór fram í Gunnarshúsi og var hljóðrituð. Í þættinum er sagt nokkuð af lífshlaupi Jóns Óskars og leikin brot af upptökunni sem gerð var á dagsskránni þar sem ljóð eftir Jón Óskar voru bæði sungin og lesin upp og lesin smásaga. Í þættinum heyrist aðeins hluti þessarar viðamiklu dagskrár. Una Margrét Jónsdóttir, dóttir Jóns Óskars, segir frá þeirri uppgötvun sinni að Y. nokkur Admon, sem líklega er af úkraínskum uppruna, hafi fyrstur samið lag við ljóð eftir Jón Óskar. Þetta var ljóðið Ísland í september 1951 og mái í þættinum heyra Magneu Tómasdóttir syngja ljóðið við lag Y. Admon. Kristinn Örn Kristinsson leikur á píanó og er hér væntanlega um heimsfrumflutning að ræða. Einnig heyrist þættinum Katrín Ásmundsdóttir lesa þetta sama ljóð. Þá heyrðist Ævar Kjartansson lesa brot úr bréfi, sem Oddný Eir Ævarsdóttir sendi samkomunni. Katrín Ásmundsdóttir les líka ljóðið Sannleikurinn úr ljóðabókinni Nóttin á herðum okkar frá 1958 og Þór Stefánsson les ljóðið: Ný ljóð, nýir draumar úr síðustu ljóðabók Jóns Óskar Hvar eru strætisvagnarnir frá 1995. Í þættinum er síðan rætt við Dr. Guðmund Brynjólfsson sem þann 10. maí 2022 varði doktorsritgerð sína: Ég sem þreyttur kem frá liðnum vetri; Um margbrotna stöðu skáldsins og þýðandans Jóns Óskars í íslensku menningarumhverfi. Þættinum lýkur á því að skáldið sjálft flytjur ljóð sitt Vorkvæði um Ísland.menningarumhverfi.Þættinum lýkur á því að skáldið sjálft flytur ljóð sitt Vorkvæði um Ísland. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
5/16/20220
Episode Artwork

Orð um skáldið og þýðandann Jón Óskar

18. júlí 2021 voru hundrað ár liðin frá fæðingu Jóns Óskars skálds og þýðanda. Að því tilefni hafði verið undirbúin dagskrá til heiðurs Jóni Óskari og höfundarverki hans. Vegna samkomutakmarkanna árið 2021 varð ekki af þessari dagskrá fyrr 5. maí 2022. Dagskráin, sem var fjölsótt, fór fram í Gunnarshúsi og var hljóðrituð. Í þættinum er sagt nokkuð af lífshlaupi Jóns Óskars og leikin brot af upptökunni sem gerð var á dagsskránni þar sem ljóð eftir Jón Óskar voru bæði sungin og lesin upp og lesin smásaga. Í þættinum heyrist aðeins hluti þessarar viðamiklu dagskrár. Una Margrét Jónsdóttir, dóttir Jóns Óskars, segir frá þeirri uppgötvun sinni að Y. nokkur Admon, sem líklega er af úkraínskum uppruna, hafi fyrstur samið lag við ljóð eftir Jón Óskar. Þetta var ljóðið Ísland í september 1951 og mái í þættinum heyra Magneu Tómasdóttir syngja ljóðið við lag Y. Admon. Kristinn Örn Kristinsson leikur á píanó og er hér væntanlega um heimsfrumflutning að ræða. Einnig heyrist þættinum Katrín Ásmundsdóttir lesa þetta sama ljóð. Þá heyrðist Ævar Kjartansson lesa brot úr bréfi, sem Oddný Eir Ævarsdóttir sendi samkomunni. Katrín Ásmundsdóttir les líka ljóðið Sannleikurinn úr ljóðabókinni Nóttin á herðum okkar frá 1958 og Þór Stefánsson les ljóðið: Ný ljóð, nýir draumar úr síðustu ljóðabók Jóns Óskar Hvar eru strætisvagnarnir frá 1995. Í þættinum er síðan rætt við Dr. Guðmund Brynjólfsson sem þann 10. maí 2022 varði doktorsritgerð sína: Ég sem þreyttur kem frá liðnum vetri; Um margbrotna stöðu skáldsins og þýðandans Jóns Óskars í íslensku menningarumhverfi. Þættinum lýkur á því að skáldið sjálft flytjur ljóð sitt Vorkvæði um Ísland.menningarumhverfi.Þættinum lýkur á því að skáldið sjálft flytur ljóð sitt Vorkvæði um Ísland. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
5/16/202255 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Orð um hefðbundinn skáldskap, tilraunakennda afþreyingu og íslenska tu

Í þættinum heyrist upptaka gerð í útgáfuhófi Þórarins Eldjárn í tilefni að útgáfu kvæðabókarinnar Allt og sumt. Í þættinum heyrast nokkrar stökur og stuttlega er rætt við Þórarinn. Þá ræðir Magnús Guðmundsson við Eirík Rögnvaldsson um bókin Alls konar íslenska. 100 þættir um íslenskt mál á 21. Að lokum er rennt fingrum niður eftir hlaða nýútkomina þýddra skáldverka og sérlega staldrað við skáldsöguna Hvarf Jims Sullivans eftir Tangy Viel sem er nýkomin út hjá Uglu í þýðingu Jórunnar Tómasdóttur. Sagt er frá bókini, lesin brot úr henni og rætt í síma við Jórunni Tómasdóttur. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Gunnar Hansson
4/11/20220
Episode Artwork

Orð um hefðbundinn skáldskap, tilraunakennda afþreyingu og íslenska tu

Í þættinum heyrist upptaka gerð í útgáfuhófi Þórarins Eldjárn í tilefni að útgáfu kvæðabókarinnar Allt og sumt. Í þættinum heyrast nokkrar stökur og stuttlega er rætt við Þórarinn. Þá ræðir Magnús Guðmundsson við Eirík Rögnvaldsson um bókin Alls konar íslenska. 100 þættir um íslenskt mál á 21. Að lokum er rennt fingrum niður eftir hlaða nýútkomina þýddra skáldverka og sérlega staldrað við skáldsöguna Hvarf Jims Sullivans eftir Tangy Viel sem er nýkomin út hjá Uglu í þýðingu Jórunnar Tómasdóttur. Sagt er frá bókini, lesin brot úr henni og rætt í síma við Jórunni Tómasdóttur. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Gunnar Hansson
4/11/202254 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Orð um ljóð og leika í þykjestunni og alvöru

Í þættinum eru að þessu sinni skoðaðar tilhneigingar í barnabókmenntum á Norðurlöndunum út frá tilnefningum til Barna - og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Erling Kjærbö tilkynnir um tilnefningar Íslendinga á tilnefningarsamkomu í Norræna húsinu 29. mars 2022. Þá er rætt við Önu Staniscevic ritstjóra ljóðabókarinnar Eplaástøðið endurskoðað / Udvidet kartoffelteori / Kartöflukenningin endurskoðuð og eitt skáldanna sem eiga ljóða í bókinni, Guðrúnu Brjánsdóttur. Bókin er gefin út af Norðuratlanshafsbryggjunni í Kaupmannahöfn og hefur að geyma afrakstur ljóðaverkefnis sjö skálda frá Danmörku, Færeyjum og Íslandi. Að lokum ræðir Magnús Guðmundsson við Anton Helga Jónsson um nýja ljóðabók Antons Helga, Þykjestuleikana.
4/4/20220
Episode Artwork

Orð um ljóð og leika í þykjestunni og alvöru

Í þættinum eru að þessu sinni skoðaðar tilhneigingar í barnabókmenntum á Norðurlöndunum út frá tilnefningum til Barna - og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Erling Kjærbö tilkynnir um tilnefningar Íslendinga á tilnefningarsamkomu í Norræna húsinu 29. mars 2022. Þá er rætt við Önu Staniscevic ritstjóra ljóðabókarinnar Eplaástøðið endurskoðað / Udvidet kartoffelteori / Kartöflukenningin endurskoðuð og eitt skáldanna sem eiga ljóða í bókinni, Guðrúnu Brjánsdóttur. Bókin er gefin út af Norðuratlanshafsbryggjunni í Kaupmannahöfn og hefur að geyma afrakstur ljóðaverkefnis sjö skálda frá Danmörku, Færeyjum og Íslandi. Að lokum ræðir Magnús Guðmundsson við Anton Helga Jónsson um nýja ljóðabók Antons Helga, Þykjestuleikana.
4/4/202254 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Orð um glæpasögur, bók sem verður bíó og öll saman nú

Í þættinum er leikin upptaka frá afhendingu Blóðdropans, verðlaunum Hins íslenska glæpafélags 23. mars 2022. Foringi félagsins Ævar Örn Jósepsson ávarpar gesti, Helga Birgisdóttir formaður dómnefndar lýsir yfir nýjum handhafa Blóðdropans, sem er Ragnheiður Gestsdóttir. Magnús Guðmundsson ræðir við Ragnheiði um verðlaunabókina Farangur. Þá ræðir Jórunn við Auði Jónsdóttur og Tinnu Hrafnsdóttur um skáldsögu Auðar, Stóri skjálfti frá árinu 2015 og um kvikmynd Tinnu, Skjálfti, sem frumsýnd verður 31. mars 2022. Að lokum flytur Vera Knútsdóttir pistil um inngildingu, nýtt hugtak í bókmenntunum, eiinkum barnabókmenntum. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Þórhildur Ólafsdóttir
3/28/20220
Episode Artwork

Orð um glæpasögur, bók sem verður bíó og öll saman nú

Í þættinum er leikin upptaka frá afhendingu Blóðdropans, verðlaunum Hins íslenska glæpafélags 23. mars 2022. Foringi félagsins Ævar Örn Jósepsson ávarpar gesti, Helga Birgisdóttir formaður dómnefndar lýsir yfir nýjum handhafa Blóðdropans, sem er Ragnheiður Gestsdóttir. Magnús Guðmundsson ræðir við Ragnheiði um verðlaunabókina Farangur. Þá ræðir Jórunn við Auði Jónsdóttur og Tinnu Hrafnsdóttur um skáldsögu Auðar, Stóri skjálfti frá árinu 2015 og um kvikmynd Tinnu, Skjálfti, sem frumsýnd verður 31. mars 2022. Að lokum flytur Vera Knútsdóttir pistil um inngildingu, nýtt hugtak í bókmenntunum, eiinkum barnabókmenntum. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Þórhildur Ólafsdóttir
3/28/202254 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Orð um barnabækur og tvær útlendar bækur

Í þættinum heyrast brot úr erindum þeirra Sverris Norland og Þórdísar Gísladóttur sem þau fluttu á ráðstefnu um barnabækur sem haldin var í Gerðubergi 5/3 2022 undir yfirskriftinni Allskonar öðruvísi. Þá segir Magnús Guðmundsson frá skáldsöguni Dragðu plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir pólska Nóbelsdverðlaunahafann Olgu Tokarczuk sem er nýkomin út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar sem einnig er rætt við og lesin brot úr verkinu. Þá er þættinum sagt frá nýrri skáldsögu eftir franska leikskáldið Yasminu Reza, sem kom út í Frakklandi fyrir ári og í þýskri þýðingu fyrir fáeinum vikum. Vitnað er í viðtal þýsku blaðakonunar Irisar Raddich við Yasminu í þýska vikuritinu Die Zeit, sagt frá sögunni, sem heitir Serge, og lesin brot úr henni í snörun umsjónarmanns. Lesari: Halla Harðardóttir Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
3/21/20220
Episode Artwork

Orð um barnabækur og tvær útlendar bækur

Í þættinum heyrast brot úr erindum þeirra Sverris Norland og Þórdísar Gísladóttur sem þau fluttu á ráðstefnu um barnabækur sem haldin var í Gerðubergi 5/3 2022 undir yfirskriftinni Allskonar öðruvísi. Þá segir Magnús Guðmundsson frá skáldsöguni Dragðu plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir pólska Nóbelsdverðlaunahafann Olgu Tokarczuk sem er nýkomin út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar sem einnig er rætt við og lesin brot úr verkinu. Þá er þættinum sagt frá nýrri skáldsögu eftir franska leikskáldið Yasminu Reza, sem kom út í Frakklandi fyrir ári og í þýskri þýðingu fyrir fáeinum vikum. Vitnað er í viðtal þýsku blaðakonunar Irisar Raddich við Yasminu í þýska vikuritinu Die Zeit, sagt frá sögunni, sem heitir Serge, og lesin brot úr henni í snörun umsjónarmanns. Lesari: Halla Harðardóttir Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
3/21/202254 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Orð um alls konar í alls konar bókum og alls konar skáldskap

Í þættinum er að þessu sinni flengst víða.Á dagskrá er pistill frá Danmörku, pólsktt/íslenskt útgáfuhóf, hlerað inn á ráðstefnu um barnabókmenntir og kíktá nýjan samkomustað bókanna. Í þættinum er rætt við Dagnýju Maggýardóttur og Kikku KM Sigurðardóttur um Bókasamlagið sem þær opnuðu nýlega í Skipholti 19. Þar má drekka kaffi og fá sér hafragraut, skrifa bækur og gefa þær út, selja bækur og kaupa, lesa upp og búa til hlaðvörp og hljóðbækur. Þá heyrist upptaka frá hófi sem haldið var í Bókabúð Más&Menningar í tilefni útgáfu bókarinnar Ísland pólerað eftir Ewu Marcinek. Einnig hugað að árlegri ráðstefnu um barnabókmenntir, sem haldin varí Gerðubergi þann 5. mars síðastliðinn og bar yfirskriftina Alls konar öðruvísi. Í þessum þætti er hugað að tveimur fyrsrilestranna sem haldnir voru og leikin stutt brot úr þeim. Þetta voru annars vegar fyrirlestur Þórunnar Rakelar Gylfadóttur um þroskasögur skáldsagnapersóna og höfunda þeirra og tregðulögmáli og úr fyrirlestri Ötlu Hrafneyjar myndasöguhöfundar og formanns íslenska myndasögusamfélagsins um fjölbreytileika og myndasögur. Fyrirlestrar þeirra Wverris Norlands og Þórdísar Gísladóttur verða á dagskrá þáttarins að viku liðinni. Aö lokum er á dagskrá þáttarins pistill Veru Knútsdóttur bókmenntafræðings um dönsku skáldsöguna Tyveri eftir Thomas Korsgaard sem fékk gullna lárviðiinn verðlaun danskra bóksala. Umsjónarmaður: jórunn Sigurðardóttir
3/14/20220
Episode Artwork

Orð um alls konar í alls konar bókum og alls konar skáldskap

Í þættinum er að þessu sinni flengst víða.Á dagskrá er pistill frá Danmörku, pólsktt/íslenskt útgáfuhóf, hlerað inn á ráðstefnu um barnabókmenntir og kíktá nýjan samkomustað bókanna. Í þættinum er rætt við Dagnýju Maggýardóttur og Kikku KM Sigurðardóttur um Bókasamlagið sem þær opnuðu nýlega í Skipholti 19. Þar má drekka kaffi og fá sér hafragraut, skrifa bækur og gefa þær út, selja bækur og kaupa, lesa upp og búa til hlaðvörp og hljóðbækur. Þá heyrist upptaka frá hófi sem haldið var í Bókabúð Más&Menningar í tilefni útgáfu bókarinnar Ísland pólerað eftir Ewu Marcinek. Einnig hugað að árlegri ráðstefnu um barnabókmenntir, sem haldin varí Gerðubergi þann 5. mars síðastliðinn og bar yfirskriftina Alls konar öðruvísi. Í þessum þætti er hugað að tveimur fyrsrilestranna sem haldnir voru og leikin stutt brot úr þeim. Þetta voru annars vegar fyrirlestur Þórunnar Rakelar Gylfadóttur um þroskasögur skáldsagnapersóna og höfunda þeirra og tregðulögmáli og úr fyrirlestri Ötlu Hrafneyjar myndasöguhöfundar og formanns íslenska myndasögusamfélagsins um fjölbreytileika og myndasögur. Fyrirlestrar þeirra Wverris Norlands og Þórdísar Gísladóttur verða á dagskrá þáttarins að viku liðinni. Aö lokum er á dagskrá þáttarins pistill Veru Knútsdóttur bókmenntafræðings um dönsku skáldsöguna Tyveri eftir Thomas Korsgaard sem fékk gullna lárviðiinn verðlaun danskra bóksala. Umsjónarmaður: jórunn Sigurðardóttir
3/14/202253 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Oð um lnýja ljóðabók og gamalt skjalasafn

Í þættinum er rætt við Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur leikskáld um fyrstu ljóðabók hennar Skepna í eigin skinni og Hrafnhiuldur les nokkur ljóð úr bókinni. Þá ræðir Magnús Guðmundsson við Braga Þorgrím Ólafsson sem nýverið varði doktorsritgerð sína við HÍ um skjalasaöfnun Jóns Sigurðssonar forseta að lokum er sagt frá málþingi Óðfélagsins Boðnar sem haldið var í Salnum í Kópavogi 26/2 þar sem velt var upp þeirri spurningu hvort fríljóð og hefðbundinn kveðskapur tilheyri ólíkum heimum sem ekki ná saman. Í innslaginu heyrist í eftirsfarandi Antoni Helgi Jónsyni, Braai Valdimar Skúlasyni, Brynju Hjálmsdóttur, Hauki Ingvarssyni, Ragnari Helga Ólafssyni og Soffíu Bjarnadóttur. Lesari í þægginum va Erla Hrund Halldórsdóttir. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
3/7/20220
Episode Artwork

Oð um lnýja ljóðabók og gamalt skjalasafn

Í þættinum er rætt við Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur leikskáld um fyrstu ljóðabók hennar Skepna í eigin skinni og Hrafnhiuldur les nokkur ljóð úr bókinni. Þá ræðir Magnús Guðmundsson við Braga Þorgrím Ólafsson sem nýverið varði doktorsritgerð sína við HÍ um skjalasaöfnun Jóns Sigurðssonar forseta að lokum er sagt frá málþingi Óðfélagsins Boðnar sem haldið var í Salnum í Kópavogi 26/2 þar sem velt var upp þeirri spurningu hvort fríljóð og hefðbundinn kveðskapur tilheyri ólíkum heimum sem ekki ná saman. Í innslaginu heyrist í eftirsfarandi Antoni Helgi Jónsyni, Braai Valdimar Skúlasyni, Brynju Hjálmsdóttur, Hauki Ingvarssyni, Ragnari Helga Ólafssyni og Soffíu Bjarnadóttur. Lesari í þægginum va Erla Hrund Halldórsdóttir. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
3/7/202254 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Orð um tilnefningar og tvær erlendar skáldsögur að gefnu tilefni

Í þættinum sagt frá tilnefningum til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem kynntar voru í Gunnarshúsi af þeim Kristjáni Jóhanni Jónssyni og Silju Björk Huldudóttur 24. febrúar 2022. Ísland tilnefnir að þessu sinni skáldsögurnar Aprílsólarkulda eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur og Truflunina eftir Steinar Braga Guðmundsson. Einnig eru skoðaðar tilnefningar hinna Norðurlandanna. Þá ræðir Magnús Guðmundsson við Arnór Inga Hjartarson doktorsnema í Ulysses eftir James Joyce en um þessar mundir eru liðin 100 ár frá því sú merka skáldsaga kom út. Einnig er endurflutt viðtal Hauks Ingvarssonar við Áslaugu Agnarsdóttur þýðanda um skáldsöguna Dauðinn og mörgæsinn eftir úkraínska rithöfundinn Andrej Kurkov sem hún þýddi. Innslag úr Víðsjá frá 19/8 2005. Einnig flutt brot úr vitali Árna Bergmann við Andrej Kurkov ern hann var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2005. Innslagið á dagskrá Víðsjár 29/12 2005 Lesari er Marteinn Breki Helgason Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
2/28/20220
Episode Artwork

Orð um tilnefningar og tvær erlendar skáldsögur að gefnu tilefni

Í þættinum sagt frá tilnefningum til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem kynntar voru í Gunnarshúsi af þeim Kristjáni Jóhanni Jónssyni og Silju Björk Huldudóttur 24. febrúar 2022. Ísland tilnefnir að þessu sinni skáldsögurnar Aprílsólarkulda eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur og Truflunina eftir Steinar Braga Guðmundsson. Einnig eru skoðaðar tilnefningar hinna Norðurlandanna. Þá ræðir Magnús Guðmundsson við Arnór Inga Hjartarson doktorsnema í Ulysses eftir James Joyce en um þessar mundir eru liðin 100 ár frá því sú merka skáldsaga kom út. Einnig er endurflutt viðtal Hauks Ingvarssonar við Áslaugu Agnarsdóttur þýðanda um skáldsöguna Dauðinn og mörgæsinn eftir úkraínska rithöfundinn Andrej Kurkov sem hún þýddi. Innslag úr Víðsjá frá 19/8 2005. Einnig flutt brot úr vitali Árna Bergmann við Andrej Kurkov ern hann var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2005. Innslagið á dagskrá Víðsjár 29/12 2005 Lesari er Marteinn Breki Helgason Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
2/28/202250 minutes
Episode Artwork

Orð um verðlaun og verðlauna ljóð og skáldsögur um ást og ofbeldi

Í þættinum flytur nýr handhafi lljóðstafs Jóns úr Vör, Brynja Hjálmsdóttir, verðlaunaljóð sitt auk þess sem rætt er við skáldið. Einnig rætt við Anton Helga Jónsson ljóðskáld sem fylgst hefur með verðlaununum allt frá því þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2001. Síðari hluti þáttarins er svo helgaður skáldskap um ofbeldi en á síðasta ári komu að minnsta kosti út þrjár bækur sem einbeitt fjalla um þessa meinsemd í mannlegum samskiptum. Þetta eru skáldsögurnar Allir fuglar fljúga í ljósið eftir Auði Jónsdóttur, Konan hans Sverris eftir Valgerði Ólafsdóttur og sannsagan Meydómur eftir Hlín Agnarsdóttur. Í þættinum er rætt við alla þessa höfunda um bækur þeirra og um aðferðir skáldskaparins til að fjalla um ofbeldi. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
2/21/20220
Episode Artwork

Orð um verðlaun og verðlauna ljóð og skáldsögur um ást og ofbeldi

Í þættinum flytur nýr handhafi lljóðstafs Jóns úr Vör, Brynja Hjálmsdóttir, verðlaunaljóð sitt auk þess sem rætt er við skáldið. Einnig rætt við Anton Helga Jónsson ljóðskáld sem fylgst hefur með verðlaununum allt frá því þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2001. Síðari hluti þáttarins er svo helgaður skáldskap um ofbeldi en á síðasta ári komu að minnsta kosti út þrjár bækur sem einbeitt fjalla um þessa meinsemd í mannlegum samskiptum. Þetta eru skáldsögurnar Allir fuglar fljúga í ljósið eftir Auði Jónsdóttur, Konan hans Sverris eftir Valgerði Ólafsdóttur og sannsagan Meydómur eftir Hlín Agnarsdóttur. Í þættinum er rætt við alla þessa höfunda um bækur þeirra og um aðferðir skáldskaparins til að fjalla um ofbeldi. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
2/21/202254 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Orð um nýjar samískar bækur og ævintýri frá Kóreu og Japan

Í þættinum er sagt frá skáldsögunni Stuldur og höfundi hennar, Ann-Helén Laestadius en bókin er nýkomin út í íslenskri þýðingu Ísaks Harðarsonar. Í þættinum heyrist lítið brot úr viðtali við Ann-Helén Laestadius í bókmenntaþætti í sænska útvarpinu í tilefni að útgáfu bókarinnar árið 2021. Einnig er miinnt á heimildaverk Elinar Önnu Labba um þvingaða flutninga fjölda Sama ásamt hreindýrum frá Norður-byggðum sinum í nyrst í Skandinavíu suður til Nordbotten í Svíþjóð. Í síðasta hluta þáttarins er svo sagt frá nýrri bók með ævintýrum frá Kóreu og Japan með myndum eftir Elísabetur Rún Þorsteinsdóttur. Rætt er við Unni Bjarnadóttur sem valdi ævintýrin og endursagði fyrir bókina og skrifar einnig formála. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Hafdís Helga Helgadóttir
2/14/20220
Episode Artwork

Orð um nýjar samískar bækur og ævintýri frá Kóreu og Japan

Í þættinum er sagt frá skáldsögunni Stuldur og höfundi hennar, Ann-Helén Laestadius en bókin er nýkomin út í íslenskri þýðingu Ísaks Harðarsonar. Í þættinum heyrist lítið brot úr viðtali við Ann-Helén Laestadius í bókmenntaþætti í sænska útvarpinu í tilefni að útgáfu bókarinnar árið 2021. Einnig er miinnt á heimildaverk Elinar Önnu Labba um þvingaða flutninga fjölda Sama ásamt hreindýrum frá Norður-byggðum sinum í nyrst í Skandinavíu suður til Nordbotten í Svíþjóð. Í síðasta hluta þáttarins er svo sagt frá nýrri bók með ævintýrum frá Kóreu og Japan með myndum eftir Elísabetur Rún Þorsteinsdóttur. Rætt er við Unni Bjarnadóttur sem valdi ævintýrin og endursagði fyrir bókina og skrifar einnig formála. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Hafdís Helga Helgadóttir
2/14/202253 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Orð um lljóð og sögur, heima og heiman og nóbelsskáld, lífs og liðin

Í þættinum er að þessu sinni rætt við Reyni Eggertsson sendikennara í íslensku við Háskólann í Helsinki um hreysti - og lestrarátak íslenskrar sendikennara erlendis og Gljúfrasteins í tilefni 120 fæðingarafmælis Halldórs Laxness 23. apríl næstkomandi. Átakið felst í áskorun um að hlaupa, ganga eða stunda einhvers konar líkamsrækt og tengja við töluna 120 en einnig að lesa og/eða hlusta á eins mikið af verkum Nóbelsskáldsins. Átakið hefst á dánardegi skáldsinsi 8. febrúar og stendur til fæðingardags hans 23. apríl næstkomandi. Þá segir Tómas Ævar Ólafsson frá nýjasta handhafa Bókmenntaverðlauna Nóbels Abduhlrazak Gurnah og nýjustu skáldsögu hans Afterlives sem kom út árið 2020. Að lokum er rætt við Þórdísi Richardsdóttur um nýja ljóðabók hennar Eins og í kviksjá. Þetta er þriðja ljóðabók Þórdísar en fyrsta ljóðabók hennar Ljóð í lausaleik kom út árið 1976, 25 árum síðar svo bókin Úr bláu tjaldi og nú loks sú þriðja. Í þættinum heyrist Þórdís leika og syngja lag sitt og ljóð Hvar ertu félagi kona. Upptaka frá Kvennafrídeginum 24. október 1976. Umsjónarmaður þáttarins er Jórunn Sigurðardóttir
2/7/20220
Episode Artwork

Orð um lljóð og sögur, heima og heiman og nóbelsskáld, lífs og liðin

Í þættinum er að þessu sinni rætt við Reyni Eggertsson sendikennara í íslensku við Háskólann í Helsinki um hreysti - og lestrarátak íslenskrar sendikennara erlendis og Gljúfrasteins í tilefni 120 fæðingarafmælis Halldórs Laxness 23. apríl næstkomandi. Átakið felst í áskorun um að hlaupa, ganga eða stunda einhvers konar líkamsrækt og tengja við töluna 120 en einnig að lesa og/eða hlusta á eins mikið af verkum Nóbelsskáldsins. Átakið hefst á dánardegi skáldsinsi 8. febrúar og stendur til fæðingardags hans 23. apríl næstkomandi. Þá segir Tómas Ævar Ólafsson frá nýjasta handhafa Bókmenntaverðlauna Nóbels Abduhlrazak Gurnah og nýjustu skáldsögu hans Afterlives sem kom út árið 2020. Að lokum er rætt við Þórdísi Richardsdóttur um nýja ljóðabók hennar Eins og í kviksjá. Þetta er þriðja ljóðabók Þórdísar en fyrsta ljóðabók hennar Ljóð í lausaleik kom út árið 1976, 25 árum síðar svo bókin Úr bláu tjaldi og nú loks sú þriðja. Í þættinum heyrist Þórdís leika og syngja lag sitt og ljóð Hvar ertu félagi kona. Upptaka frá Kvennafrídeginum 24. október 1976. Umsjónarmaður þáttarins er Jórunn Sigurðardóttir
2/7/202250 minutes
Episode Artwork

Orð um fornar sögur og nýrri

Í þættinum er rætt Ásdísi Ingólfsdóttur um skáldsögu hennar Haust 82 sem kom út á síðasta ári. Einnig er rætt við Aðalheiði Guðmundsdóttur prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við háskóla íslands um tvö fyrri bindi ritraðar sem bera titilinn Arfur aldanna I; Handan Hindarfjalls og Arfur aldanna II; Norðurvegur þar sem Aðalheiður birtir niðurstöður víðfeðmra rannsókna sinna á uppruna, útbreiðslu og umbreytingum þess efniviðar sem svokallaðar Fornaldarsögur Norðurlanda byggja á. Þessar sögur hafa ferðast um hinn vestræna heim og tekið á síg ýmsar myndir á þessu ferðalagi. Í fyrri bindinu er útbreiðslu sagnanna og umbreytingum gerð skil, annars vegar í hinum germanska heimi og hins vegar hinum skandinavíska. Aðalheiður segir og lítillega frá sínum hlut í nýrri bókmenntasögu sem er nýkomin út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi. Umsjónarmenn: Jórunn Sigurðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
1/31/20220
Episode Artwork

Orð um fornar sögur og nýrri

Í þættinum er rætt Ásdísi Ingólfsdóttur um skáldsögu hennar Haust 82 sem kom út á síðasta ári. Einnig er rætt við Aðalheiði Guðmundsdóttur prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við háskóla íslands um tvö fyrri bindi ritraðar sem bera titilinn Arfur aldanna I; Handan Hindarfjalls og Arfur aldanna II; Norðurvegur þar sem Aðalheiður birtir niðurstöður víðfeðmra rannsókna sinna á uppruna, útbreiðslu og umbreytingum þess efniviðar sem svokallaðar Fornaldarsögur Norðurlanda byggja á. Þessar sögur hafa ferðast um hinn vestræna heim og tekið á síg ýmsar myndir á þessu ferðalagi. Í fyrri bindinu er útbreiðslu sagnanna og umbreytingum gerð skil, annars vegar í hinum germanska heimi og hins vegar hinum skandinavíska. Aðalheiður segir og lítillega frá sínum hlut í nýrri bókmenntasögu sem er nýkomin út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi. Umsjónarmenn: Jórunn Sigurðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
1/31/202252 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Börn og ungmenni, Farangur og réttlæti

Bækur fyrir börn og ungmenni sem eiga sviðið í þættinum. Rætt er við þær Dröfn Vilhjálmsdóttur skólabókavörð í Seljaskóla og formann Ibby á Íslandi og Ragnheiði Gestsdóttur höfund ótal barna og ungmennabóka um barnabókaútgáfu nýliðins árs. Ragnheiður hefur á allra síðustu árum einnig sent frá sér bækur ætlaðar fullorðnum og segir frá þeim í þættinum. þetta eru Úr myrkrinu (2019) og Farangur sem er tilnefnd til Blóðdropans, verðlauna Hins íslenska glæpafélags 2021. Þórunn Rakel Gylfadóttir heimsækir þáttinn og segir frá frumraun sinni ungmennabókinni Akam, ég og Annika sem er bæði tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna - og ungmennabóka. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
1/24/20220
Episode Artwork

Börn og ungmenni, Farangur og réttlæti

Bækur fyrir börn og ungmenni sem eiga sviðið í þættinum. Rætt er við þær Dröfn Vilhjálmsdóttur skólabókavörð í Seljaskóla og formann Ibby á Íslandi og Ragnheiði Gestsdóttur höfund ótal barna og ungmennabóka um barnabókaútgáfu nýliðins árs. Ragnheiður hefur á allra síðustu árum einnig sent frá sér bækur ætlaðar fullorðnum og segir frá þeim í þættinum. þetta eru Úr myrkrinu (2019) og Farangur sem er tilnefnd til Blóðdropans, verðlauna Hins íslenska glæpafélags 2021. Þórunn Rakel Gylfadóttir heimsækir þáttinn og segir frá frumraun sinni ungmennabókinni Akam, ég og Annika sem er bæði tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna - og ungmennabóka. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
1/24/202254 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Salka Valka, Millimál og milli mála, og nýþjóðernishyggja

Horft til tlbaka til nýliðins árs um leið og slóðin er fetuð fram á við. Í þættinum er sagt frá frétt þess efnis að á með vorinu sé von á nýrri ensksri þýðingu á SölkuVölku Laxness. Þá er rætt við Eirík Bergmann um bók hans Þjóðarávarpið, popúlísk þjóðernisumræða í hálfa öld. Einnig er rætt við Önu Stanicevic um nýtt tvöfalt hefti skandinavíska bókmenntatímaritsins Kritiker sem Ana og Jacob Ölgaard Nyboe ritstýr og ber titilinn Mellem mål og mellemmål - Millimál og milli mála. Í heftinu er í greinum, ritgerðum og skáldskap 24urra fræðimanna og skálda fjallað um margvíslegar hliðar þeirrar gerjunar og þróunar tungumálal, einkum á Norðurlöndunum, á 21. öld. Lesið er brot úr ljóði Fríðu Ísberg Að brjóta. Umsjónarmenn: Jórunn Sigurðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
1/17/20220
Episode Artwork

Salka Valka, Millimál og milli mála, og nýþjóðernishyggja

Horft til tlbaka til nýliðins árs um leið og slóðin er fetuð fram á við. Í þættinum er sagt frá frétt þess efnis að á með vorinu sé von á nýrri ensksri þýðingu á SölkuVölku Laxness. Þá er rætt við Eirík Bergmann um bók hans Þjóðarávarpið, popúlísk þjóðernisumræða í hálfa öld. Einnig er rætt við Önu Stanicevic um nýtt tvöfalt hefti skandinavíska bókmenntatímaritsins Kritiker sem Ana og Jacob Ölgaard Nyboe ritstýr og ber titilinn Mellem mål og mellemmål - Millimál og milli mála. Í heftinu er í greinum, ritgerðum og skáldskap 24urra fræðimanna og skálda fjallað um margvíslegar hliðar þeirrar gerjunar og þróunar tungumálal, einkum á Norðurlöndunum, á 21. öld. Lesið er brot úr ljóði Fríðu Ísberg Að brjóta. Umsjónarmenn: Jórunn Sigurðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
1/17/202253 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Tilfinningaborgir, óendanlegt hús og það sem er

Það sem er, nefnist skáldsaga eftir danska rithöfundinn Peter Asmussen frá árinu 2012 en um þessar mundir er verið að setja hana upp sem einleik í Tjarnarbíói. Verkið er Berlínarperíóda frá 9. Áratugnum og segir frá Renötu sem virðist lifa nokkuð venjulegu lífi í Austur Berlín en undir yfirborði hversdagslegs fjölskyldulífs geymir hún leyndarmál. Melkorka Gunborg Briansdóttir ræðir í þættinum við þau Maríu Ellingsen leikara verksins og Ólaf Egil Egilsson leikstjóra. Í nýafstöðnu jólabókaflóði kom út ljóðabókin Næturborgir eftir skáldið Jakub Stachowiak. Hann kemur frá Póllandi en lærði íslensku fyrir nokkrum árum og stundar nú nám í ritlist við Háskóla Íslands. Næturborgir er hans fyrsta ljóðabók á íslensku en hann birti einnig ljóð í ritinu Pólífónía af erlendum uppruna sem kom út fyrir jól. Skáldsagan Piranesi eftir breska rithöfundinn Susanne Clarke hlaut í haust hin alþjóðlegu verðlaun kvenna fyrir skáldskap eða á enskunni Women's prize for Fiction. Bókin segir frá Piranesi, sem myndi þó ekki sjálfur kalla sig Piranesi, hann býr nánast einn, fyrir utan Hinn, í óendanlega stóru húsi sem hefur sitt eigið vistkerfi, á neðstu hæðinni er haf en þeirri efstu ský og veggina þekja óendanlega margar styttur. Rithöfundurinn María Elísabet Bragadóttir las bókina bókina nú á dögunum og segir frá skáldsögunni Piranesi. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson
1/10/20220
Episode Artwork

Tilfinningaborgir, óendanlegt hús og það sem er

Það sem er, nefnist skáldsaga eftir danska rithöfundinn Peter Asmussen frá árinu 2012 en um þessar mundir er verið að setja hana upp sem einleik í Tjarnarbíói. Verkið er Berlínarperíóda frá 9. Áratugnum og segir frá Renötu sem virðist lifa nokkuð venjulegu lífi í Austur Berlín en undir yfirborði hversdagslegs fjölskyldulífs geymir hún leyndarmál. Melkorka Gunborg Briansdóttir ræðir í þættinum við þau Maríu Ellingsen leikara verksins og Ólaf Egil Egilsson leikstjóra. Í nýafstöðnu jólabókaflóði kom út ljóðabókin Næturborgir eftir skáldið Jakub Stachowiak. Hann kemur frá Póllandi en lærði íslensku fyrir nokkrum árum og stundar nú nám í ritlist við Háskóla Íslands. Næturborgir er hans fyrsta ljóðabók á íslensku en hann birti einnig ljóð í ritinu Pólífónía af erlendum uppruna sem kom út fyrir jól. Skáldsagan Piranesi eftir breska rithöfundinn Susanne Clarke hlaut í haust hin alþjóðlegu verðlaun kvenna fyrir skáldskap eða á enskunni Women's prize for Fiction. Bókin segir frá Piranesi, sem myndi þó ekki sjálfur kalla sig Piranesi, hann býr nánast einn, fyrir utan Hinn, í óendanlega stóru húsi sem hefur sitt eigið vistkerfi, á neðstu hæðinni er haf en þeirri efstu ský og veggina þekja óendanlega margar styttur. Rithöfundurinn María Elísabet Bragadóttir las bókina bókina nú á dögunum og segir frá skáldsögunni Piranesi. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson
1/10/202254 minutes
Episode Artwork

Bókmenntaárið 2021

Í þættinum er farið yfir það sem okkur þótti sérstakt á bókmenntaárinu sem nú er liðið og jafnvel líka vegvísandi fyrir hið nýbyrjaða ár. Jaðarsetning, undirokun, aðskilnaður og kerfisbundin mismunun voru í forgrunni bókmennta árið 2021. Það heyrðust brestir í veggjum og nýjar og fjölbreyttar raddir fengu að heyrast í gegnum skáldskapinn. Þeldökk stúlka steig á stokk við innsetningarathöfun nýs forseta Bandaríkjanna, grænlenskur rithöfundur hlaut í fyrsta sinn Bókmenntaverðlaun norðurlandaráðs, innflytjendur á Íslandi óðu fram á ritvöllinn og til landsins streymdi einnig fjölbreyttur hópur rithöfunda og átti í lifandi samræðu við bókmenntaáhugafólk á Íslandi. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
1/3/20220
Episode Artwork

Bókmenntaárið 2021

Í þættinum er farið yfir það sem okkur þótti sérstakt á bókmenntaárinu sem nú er liðið og jafnvel líka vegvísandi fyrir hið nýbyrjaða ár. Jaðarsetning, undirokun, aðskilnaður og kerfisbundin mismunun voru í forgrunni bókmennta árið 2021. Það heyrðust brestir í veggjum og nýjar og fjölbreyttar raddir fengu að heyrast í gegnum skáldskapinn. Þeldökk stúlka steig á stokk við innsetningarathöfun nýs forseta Bandaríkjanna, grænlenskur rithöfundur hlaut í fyrsta sinn Bókmenntaverðlaun norðurlandaráðs, innflytjendur á Íslandi óðu fram á ritvöllinn og til landsins streymdi einnig fjölbreyttur hópur rithöfunda og átti í lifandi samræðu við bókmenntaáhugafólk á Íslandi. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
1/3/202254 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Orð*um borgir, heima og Lólítur

Borg bróður míns nefnist nýtt smásagnasagn eftir Kristínu Ómarsdóttur gefið út af Benedikt bókaútgáfu. En það er safn sagna, ? skyndimynda ? skjáskota ? brota ? sem Kristín (skrifaði og) safnaði saman. Bókin er þematískt á svipuðum slóðum og skáldsagan Svanafólkið sem Kristín sendi frá sér árið 2019. Borg bróðir míns er í samræðu við vald, misrétti, sannleikan og lygarnar, svo fátt eitt sé nefnt. Kristín Ómarsdóttir segir frá verkinu í þætti dagsins. Gunnar Theódór Eggertsson gaf á dögunum út barna- og ungmennabókina Nornaseiður hjá Vaka-Helgafell, en sú bók er sú fyrsta í ævintýraseríu sem hann nefnir Furðufjall. Í bókinni fylgja lesendur persónunum Ímu og Andreasi sem opna ævintýraheiminn með forvitni sinni og hrakföllum. Íma er álfur sem dreymir um að verða norn. Andreas er manneskja sem dreymir um að verða riddari. Í bókinni hrinda þau af stað röð atburða sem leiðir saman mannheima og álfheima. Þorsteinn Vilhjálmsson, fornfræðingur, veltir í dag fyrir sér Lólítu, ekki aðeins persónunni úr skáldsögu Vladimirs Nabokovs heldur vísuninni ?Lólíta? sem virðist hafa öðlast sjálfstætt líf í samfélagsumræðunni okkar sem tákn ungrar stelpu sem tælir til sín eldri menn og rústar síðan lífi þeirra. Í innslagi sínu ræðir Þorsteinn við Kristínu Svövu Tómasdóttur, sagfræðing og skáld, um lólítufyrirbærið en styðst einnig við þrjár bækur til að varpa ljósi á það, Lólítu Nabakovs, bókina Vanessa mín myrka eftir Kate Elizabeth Russell og Samþykki eftir Vanessu Springora. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Jórunn Sigurðardóttir
12/20/20210
Episode Artwork

Orð*um borgir, heima og Lólítur

Borg bróður míns nefnist nýtt smásagnasagn eftir Kristínu Ómarsdóttur gefið út af Benedikt bókaútgáfu. En það er safn sagna, ? skyndimynda ? skjáskota ? brota ? sem Kristín (skrifaði og) safnaði saman. Bókin er þematískt á svipuðum slóðum og skáldsagan Svanafólkið sem Kristín sendi frá sér árið 2019. Borg bróðir míns er í samræðu við vald, misrétti, sannleikan og lygarnar, svo fátt eitt sé nefnt. Kristín Ómarsdóttir segir frá verkinu í þætti dagsins. Gunnar Theódór Eggertsson gaf á dögunum út barna- og ungmennabókina Nornaseiður hjá Vaka-Helgafell, en sú bók er sú fyrsta í ævintýraseríu sem hann nefnir Furðufjall. Í bókinni fylgja lesendur persónunum Ímu og Andreasi sem opna ævintýraheiminn með forvitni sinni og hrakföllum. Íma er álfur sem dreymir um að verða norn. Andreas er manneskja sem dreymir um að verða riddari. Í bókinni hrinda þau af stað röð atburða sem leiðir saman mannheima og álfheima. Þorsteinn Vilhjálmsson, fornfræðingur, veltir í dag fyrir sér Lólítu, ekki aðeins persónunni úr skáldsögu Vladimirs Nabokovs heldur vísuninni ?Lólíta? sem virðist hafa öðlast sjálfstætt líf í samfélagsumræðunni okkar sem tákn ungrar stelpu sem tælir til sín eldri menn og rústar síðan lífi þeirra. Í innslagi sínu ræðir Þorsteinn við Kristínu Svövu Tómasdóttur, sagfræðing og skáld, um lólítufyrirbærið en styðst einnig við þrjár bækur til að varpa ljósi á það, Lólítu Nabakovs, bókina Vanessa mín myrka eftir Kate Elizabeth Russell og Samþykki eftir Vanessu Springora. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Jórunn Sigurðardóttir
12/20/202156 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Orð*um umdeilda hvíldarlækningu, hvítan úlf og handrit að fegurð

Kóperníka heitir nýútkomin skáldsaga úr smiðju Sölva Björns Sigurðssonar hjá Sögur útgáfu. Bókin segir frá tilraunum Finns Kóperníkusar til að hafa uppi á óhugnanlegum morðingja sem nemur líffæri úr fólki. Sagan gerist í Kaupmannahöfn árið 1888, sífílísfaraldurinn geysar, íslenskir strákar rausa um kúgun danaveldis og konur í borginni hittast á stórum fundum og leggja drög að baráttu fyrir auknum réttindum. Sölvi Björn segir frá bókinni í þætti dagsins. Fyrir mánuði síðan fjallaði Melkorka Gunborg Briansdóttir um bókina Herland eftir bandaríska rithöfundinn Charlotte Perkins Gilman. Í þættinum flytur hún okkur annan pistil um verk Gilmans, að þessu sinni um smásöguna Gula veggfóðrið eða The Yellow Wallpaper. Sagan er skrifuð í lok nítjándu aldar og fjallar um upplifun ungrar konu á fæðingarþunglyndi og þeirri afar umdeildu meðferð sem læknirinn John stingur uppá. Soffía Bjarnadóttir sendi á dögunum frá sér sitt fimmta skáldverk. Ljóðabókinni Verði ljós, elskan, sem gefin er út af Angústúru, var fagnað með pompi og prakt í Bókabúðum máls og menningar í síðustu viku. Bókin er stórt ljóðverk þar sem kveður sannarlega við nýjan og spennandi tón hjá skáldinu. Við stingum inn eyra í Bókabúðinni í þætti dagsins og heyrum Soffíu segja frá og lesa upp úr verkinu ásamt harmonikkutónum og leiklestri. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Jórunn Sigurðardóttir
12/13/20210
Episode Artwork

Orð*um umdeilda hvíldarlækningu, hvítan úlf og handrit að fegurð

Kóperníka heitir nýútkomin skáldsaga úr smiðju Sölva Björns Sigurðssonar hjá Sögur útgáfu. Bókin segir frá tilraunum Finns Kóperníkusar til að hafa uppi á óhugnanlegum morðingja sem nemur líffæri úr fólki. Sagan gerist í Kaupmannahöfn árið 1888, sífílísfaraldurinn geysar, íslenskir strákar rausa um kúgun danaveldis og konur í borginni hittast á stórum fundum og leggja drög að baráttu fyrir auknum réttindum. Sölvi Björn segir frá bókinni í þætti dagsins. Fyrir mánuði síðan fjallaði Melkorka Gunborg Briansdóttir um bókina Herland eftir bandaríska rithöfundinn Charlotte Perkins Gilman. Í þættinum flytur hún okkur annan pistil um verk Gilmans, að þessu sinni um smásöguna Gula veggfóðrið eða The Yellow Wallpaper. Sagan er skrifuð í lok nítjándu aldar og fjallar um upplifun ungrar konu á fæðingarþunglyndi og þeirri afar umdeildu meðferð sem læknirinn John stingur uppá. Soffía Bjarnadóttir sendi á dögunum frá sér sitt fimmta skáldverk. Ljóðabókinni Verði ljós, elskan, sem gefin er út af Angústúru, var fagnað með pompi og prakt í Bókabúðum máls og menningar í síðustu viku. Bókin er stórt ljóðverk þar sem kveður sannarlega við nýjan og spennandi tón hjá skáldinu. Við stingum inn eyra í Bókabúðinni í þætti dagsins og heyrum Soffíu segja frá og lesa upp úr verkinu ásamt harmonikkutónum og leiklestri. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Jórunn Sigurðardóttir
12/13/202151 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Orð*um hvalveiðar, borg skækjunnar og fjöru fulla af verksummerkjum

Skáldið Brynja Hjálmsdóttir heimsækir þáttinn og ræðir um ljóðabókina Kona lítur við sem kom út í október hjá Unu útgáfuhúsi. Bókin er önnur ljóðabók Brynju en árið 2019 gaf hún út bókina Ok fruman og hlaut hún mikið lof. Kona lítur við er í þremur köflum og sýnir lesendum Óramanninn í gegnum skrárgat, ásamt hinum ýmsu sjónarhornum kvenna sem líta við og í lokin er lesendum boðið í heimsókn í feminíska útópíu sem nefnist Borg Skækjunnar. Þann 10 nóvember síðastliðinn kom út skáldsagan Stórfiskur eftir Friðgeir Einarsson hjá Benedikt bókaútgáfu. Stórfiskur segir frá íslenska hönnuðinum Frans sem ferðast til Íslands, frá heimili sínu í Þýskalandi, til að sækja sér heilbrigðisþjónustu og hefja rannsókn á umdeildu hvalveiðifyrirtæki sem hefur beðið hann um að hanna fyrir það vörumerki. Rithöfundurinn Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson kíkir einnig í heimsókn til og segir frá smásagnasafninu Svefngarðurinn sem kom út hjá Dimmu í haust. Þetta er annað smásagnasafn Aðalsteins Emils en í fyrra gaf hann út bókina 500 dagar af regni og fékk hún góðar viðtökur. Í Svefngarðinum má finna fjölbreyttar sögur sem eiga það flestar sameiginlegt að hverfast um ónefnt þorp á íslandi þar sem finna má fjöru sem nefnist einmitt Svefngarðurinn. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Jórunn Sigurðardóttir
12/6/20210
Episode Artwork

Orð*um hvalveiðar, borg skækjunnar og fjöru fulla af verksummerkjum

Skáldið Brynja Hjálmsdóttir heimsækir þáttinn og ræðir um ljóðabókina Kona lítur við sem kom út í október hjá Unu útgáfuhúsi. Bókin er önnur ljóðabók Brynju en árið 2019 gaf hún út bókina Ok fruman og hlaut hún mikið lof. Kona lítur við er í þremur köflum og sýnir lesendum Óramanninn í gegnum skrárgat, ásamt hinum ýmsu sjónarhornum kvenna sem líta við og í lokin er lesendum boðið í heimsókn í feminíska útópíu sem nefnist Borg Skækjunnar. Þann 10 nóvember síðastliðinn kom út skáldsagan Stórfiskur eftir Friðgeir Einarsson hjá Benedikt bókaútgáfu. Stórfiskur segir frá íslenska hönnuðinum Frans sem ferðast til Íslands, frá heimili sínu í Þýskalandi, til að sækja sér heilbrigðisþjónustu og hefja rannsókn á umdeildu hvalveiðifyrirtæki sem hefur beðið hann um að hanna fyrir það vörumerki. Rithöfundurinn Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson kíkir einnig í heimsókn til og segir frá smásagnasafninu Svefngarðurinn sem kom út hjá Dimmu í haust. Þetta er annað smásagnasafn Aðalsteins Emils en í fyrra gaf hann út bókina 500 dagar af regni og fékk hún góðar viðtökur. Í Svefngarðinum má finna fjölbreyttar sögur sem eiga það flestar sameiginlegt að hverfast um ónefnt þorp á íslandi þar sem finna má fjöru sem nefnist einmitt Svefngarðurinn. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Jórunn Sigurðardóttir
12/6/202153 minutes
Episode Artwork

Orð um menningarfulltrúa, biðstofu dauðans og æskuslóðir

Þann 3. Nóvember síðastliðinn var blásið til veislu í Gunnarshúsi í tilefni útgáfu bókarinnar Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu eftir Hauk Ingvarsson en í því stóra verki er fjallað um landnám módernismans í íslenskum bókmenntum og bandarísku bylgjuna sem reið yfir bókmenntaheiminn á fjórða áratug 20. Aldar. Þessi fyrirbæri eru skoðuð í gegnum eina stóra aðalpersónu. Menningarfulltrúan sjálfan bandaríska rithöfundinn og Nóbelsverðlaunahafan William Faulkner. Jórunn Sigurðardóttir fór í útgáfufögnuðinn með hljóðnema, við leggjum við hlustir á það sem þar fór fram í þætti dagsins. Skriða bókaútgáfa hélt í nóvember sérstakan Haustfögnuð í tilefni útgáfu þriggja bóka. Það eru Hús og híbýli á Hvammstanga: Húsaskrá 1898-1972 eftir Þórð Skúlason, skáldsagan Efndir eftir Þórhildi Ólafsdóttur og nóvellan Snyrtistofan eftir Mario Bellatin í þýðingu Birtu Ósmann Þórhallsdóttur. Í þætti dagsins heyrum við lestra úr bókunum í fögnuðinum í Gröndalshúsi og tökum Þórhildi og Birtu tali um Efndir og Snyrtistofuna. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Jórunn Sigurðardóttir
11/29/20210
Episode Artwork

Orð um menningarfulltrúa, biðstofu dauðans og æskuslóðir

Þann 3. Nóvember síðastliðinn var blásið til veislu í Gunnarshúsi í tilefni útgáfu bókarinnar Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu eftir Hauk Ingvarsson en í því stóra verki er fjallað um landnám módernismans í íslenskum bókmenntum og bandarísku bylgjuna sem reið yfir bókmenntaheiminn á fjórða áratug 20. Aldar. Þessi fyrirbæri eru skoðuð í gegnum eina stóra aðalpersónu. Menningarfulltrúan sjálfan bandaríska rithöfundinn og Nóbelsverðlaunahafan William Faulkner. Jórunn Sigurðardóttir fór í útgáfufögnuðinn með hljóðnema, við leggjum við hlustir á það sem þar fór fram í þætti dagsins. Skriða bókaútgáfa hélt í nóvember sérstakan Haustfögnuð í tilefni útgáfu þriggja bóka. Það eru Hús og híbýli á Hvammstanga: Húsaskrá 1898-1972 eftir Þórð Skúlason, skáldsagan Efndir eftir Þórhildi Ólafsdóttur og nóvellan Snyrtistofan eftir Mario Bellatin í þýðingu Birtu Ósmann Þórhallsdóttur. Í þætti dagsins heyrum við lestra úr bókunum í fögnuðinum í Gröndalshúsi og tökum Þórhildi og Birtu tali um Efndir og Snyrtistofuna. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Jórunn Sigurðardóttir
11/29/202154 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Orð*um þungarokk, loddara og vörumerki

Tilfinningar eru fyrir aumingja nefnist önnur skáldsaga rithöfundarins Kamillu Einarsdóttur. Bókin segir frá Höllu sem á í sambandsslitum og nennir ekki að hlusta lengur á vinahópinn sinn ræða um stormjárn og pípulagnir og leggur því til að hópurinn stofni þungarokkshljómsveit. Við tökum Kamillu tali um bókina og heyrum jafnvel smá þungarokk í þætti dagsins. Þau eru ófá vörumerkin sem Kristín Þorkellsdóttir hannaði en nú á dögunum kom út bók sem gefur ítarlegt yfirlit yfir feril hennar og heitir einfaldlega Kristín Þorkellsdóttir. Jórunn Sigurðardóttir ræðir við höfunda bókarinnar. Þær Birnu Geirfinssdóttur bókahönnuð og Bryndísi Björgvinsdóttur rithöfund og þjóðfræðing. Og að lokum hugum við svo að loddaralíðan. En það er sú tilfinning að finnast maður ekki eins klár og aðrir halda að maður sé og óttast að það komist upp um mann. Berglind Ósk gaf nýverið út bók um þetta málefni sem samanstendur af smáprósum, örsögum og ljóðum. Berglind Ósk heimsækir þáttinn og segir frá Loddaralíðan. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Jórunn Sigurðardóttir
11/22/20210
Episode Artwork

Orð*um þungarokk, loddara og vörumerki

Tilfinningar eru fyrir aumingja nefnist önnur skáldsaga rithöfundarins Kamillu Einarsdóttur. Bókin segir frá Höllu sem á í sambandsslitum og nennir ekki að hlusta lengur á vinahópinn sinn ræða um stormjárn og pípulagnir og leggur því til að hópurinn stofni þungarokkshljómsveit. Við tökum Kamillu tali um bókina og heyrum jafnvel smá þungarokk í þætti dagsins. Þau eru ófá vörumerkin sem Kristín Þorkellsdóttir hannaði en nú á dögunum kom út bók sem gefur ítarlegt yfirlit yfir feril hennar og heitir einfaldlega Kristín Þorkellsdóttir. Jórunn Sigurðardóttir ræðir við höfunda bókarinnar. Þær Birnu Geirfinssdóttur bókahönnuð og Bryndísi Björgvinsdóttur rithöfund og þjóðfræðing. Og að lokum hugum við svo að loddaralíðan. En það er sú tilfinning að finnast maður ekki eins klár og aðrir halda að maður sé og óttast að það komist upp um mann. Berglind Ósk gaf nýverið út bók um þetta málefni sem samanstendur af smáprósum, örsögum og ljóðum. Berglind Ósk heimsækir þáttinn og segir frá Loddaralíðan. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Jórunn Sigurðardóttir
11/22/202157 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Orð um grímuball, skuggaskjól og strengi milli kynslóða

Höfuðverk kúrdíska rithöfundarins Mehmeds Uzuns, Skuggi ástarinnar hefur nú komið út í íslenskri þýðingu Einars Steins Valgarðssonar. Bókin segir frá ungum mennta- og frelsisbaráttumanni manni sem nefnist Memduh Selîm, en hann er gerður útlægur í heimalandi sínu. Í bókinni stendur hann á krossgötum lífshamingju og hugsjóna. Jórunn Sigurðardóttir ræðir við Einar Stein Valgarðsson um bókina. Við heyrum einnig nokkur orð úr viðtali Jórunnar við Mehmed Uzun frá Alþjóðlegri Bókmenntahátíð í Reykjavíkur árið 2005. Óskilamunir nefnist nýútkomin bók Evu Rúnar Snorradóttur. Hún hefur áður sent frá sér þrjár ljóðabækur en ein þeirra, Fræ sem frjóvga myrkrið hlaut ljóðaverðlaunin Maístjörnuna fyrir árið 2018. Óskilamunir er safn sagna sem fjalla meðal annars um skilnað, upphaf ástarsambands og um mótundaráhrif sársauka sem ekki er unnið úr. Eva Rún Snorradóttir verður tekin tali um bókina í þætti dagsins. Við hugum líka að sveitinni. Búandkerlingin, rithöfundurinn og þýðandinn Harpa Rún Kristjánsdóttir gerði sér ferð í borgina í vikunni og heimsótti okkur hingað upp í útvarpshús til þess að segja okkur frá sinni fyrstu skáldsögu, Kynslóð. Bókin segir frá breytingim í lífi Maríönnu Maístjörnu Helgudóttur eða Önnu. Anna er sveitarkona sem, ólíkt mörgu örðu sveitarfólki skáldsagna, vill ekki komast burt úr sveitinni og flytja í borgina. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Leifur Hauksson
11/15/20210
Episode Artwork

Orð um grímuball, skuggaskjól og strengi milli kynslóða

Höfuðverk kúrdíska rithöfundarins Mehmeds Uzuns, Skuggi ástarinnar hefur nú komið út í íslenskri þýðingu Einars Steins Valgarðssonar. Bókin segir frá ungum mennta- og frelsisbaráttumanni manni sem nefnist Memduh Selîm, en hann er gerður útlægur í heimalandi sínu. Í bókinni stendur hann á krossgötum lífshamingju og hugsjóna. Jórunn Sigurðardóttir ræðir við Einar Stein Valgarðsson um bókina. Við heyrum einnig nokkur orð úr viðtali Jórunnar við Mehmed Uzun frá Alþjóðlegri Bókmenntahátíð í Reykjavíkur árið 2005. Óskilamunir nefnist nýútkomin bók Evu Rúnar Snorradóttur. Hún hefur áður sent frá sér þrjár ljóðabækur en ein þeirra, Fræ sem frjóvga myrkrið hlaut ljóðaverðlaunin Maístjörnuna fyrir árið 2018. Óskilamunir er safn sagna sem fjalla meðal annars um skilnað, upphaf ástarsambands og um mótundaráhrif sársauka sem ekki er unnið úr. Eva Rún Snorradóttir verður tekin tali um bókina í þætti dagsins. Við hugum líka að sveitinni. Búandkerlingin, rithöfundurinn og þýðandinn Harpa Rún Kristjánsdóttir gerði sér ferð í borgina í vikunni og heimsótti okkur hingað upp í útvarpshús til þess að segja okkur frá sinni fyrstu skáldsögu, Kynslóð. Bókin segir frá breytingim í lífi Maríönnu Maístjörnu Helgudóttur eða Önnu. Anna er sveitarkona sem, ólíkt mörgu örðu sveitarfólki skáldsagna, vill ekki komast burt úr sveitinni og flytja í borgina. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Leifur Hauksson
11/15/202155 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Orð um verðlaunahafa, ljóð, feminíska útópíu og útgáfuhóf

Á þriðjudaginn voru hin mikilsvirtu bókmenntaverðlaun norðurlandaráðs veitt. Og var það Niviaq Korneliussen sem hlaut verðlaunin fyrir bók sína Naasuliardarpi eða Blómadalurinn. Bókin gefur lesendum innsýn inn í líf Grænlendinga í dag, hún skoðar áhrif nýlenduhyggjunnar og þau áföll sem henni fylgdu og samfélagið er enn að glíma við í dag. Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 hlaut sænski rithöfundurinn Elin Persson fyrir bókina De afghanska sönerna en sú bók þykir skapa alveg einstakt andrúmsloft og marglaga persónur sem auðvelt er að finna til samkenndar með en frásögnin þykir líka gera mörkin milli góðs og ills nokkuð óskýr. Í þætti dagsins ræðum við við skáldið Ragnheiði Lárusdóttur sem hlaut í fyrra bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bókina 1900 og eitthvað. Nú í haust gaf hún út ljóðabókina Glerflísakliður þar sem hún yrkir um sorg og missi. Melkorka Gunborg Briansdóttir fer með okkur rúm 100 ár aftur í tímann og rifjar upp skáldsögunna Herland eftir Charlotte Perkins Gilman sem kom upphaflega út sem framhaldssaga í tímaritinu The Forerunner. Sagan er feminísk útópía sem fylgir þremur karlmönnum sem ferðast á frumbyggjaslóðum og finna þar hið ógnvænlega og dularfulla landa kvenna. Undir lok þáttar leggjum við leið okkar niður í bæ. Í Bókabúðum máls og menningar á laugavegi fór á dögunum fram útgáfuhóf bókarinnar Guð leitar að Salóme eftir rithöfundinn Júlíu Margréti Einarssdóttur. Við heyrum hana kynna bókina og lesa uppúr henni á sviðinu í bókabúðinni. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson Lesarar: Kristján Guðjónsson og Anna Marsibil Clausen
11/8/20210
Episode Artwork

Orð um verðlaunahafa, ljóð, feminíska útópíu og útgáfuhóf

Á þriðjudaginn voru hin mikilsvirtu bókmenntaverðlaun norðurlandaráðs veitt. Og var það Niviaq Korneliussen sem hlaut verðlaunin fyrir bók sína Naasuliardarpi eða Blómadalurinn. Bókin gefur lesendum innsýn inn í líf Grænlendinga í dag, hún skoðar áhrif nýlenduhyggjunnar og þau áföll sem henni fylgdu og samfélagið er enn að glíma við í dag. Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 hlaut sænski rithöfundurinn Elin Persson fyrir bókina De afghanska sönerna en sú bók þykir skapa alveg einstakt andrúmsloft og marglaga persónur sem auðvelt er að finna til samkenndar með en frásögnin þykir líka gera mörkin milli góðs og ills nokkuð óskýr. Í þætti dagsins ræðum við við skáldið Ragnheiði Lárusdóttur sem hlaut í fyrra bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bókina 1900 og eitthvað. Nú í haust gaf hún út ljóðabókina Glerflísakliður þar sem hún yrkir um sorg og missi. Melkorka Gunborg Briansdóttir fer með okkur rúm 100 ár aftur í tímann og rifjar upp skáldsögunna Herland eftir Charlotte Perkins Gilman sem kom upphaflega út sem framhaldssaga í tímaritinu The Forerunner. Sagan er feminísk útópía sem fylgir þremur karlmönnum sem ferðast á frumbyggjaslóðum og finna þar hið ógnvænlega og dularfulla landa kvenna. Undir lok þáttar leggjum við leið okkar niður í bæ. Í Bókabúðum máls og menningar á laugavegi fór á dögunum fram útgáfuhóf bókarinnar Guð leitar að Salóme eftir rithöfundinn Júlíu Margréti Einarssdóttur. Við heyrum hana kynna bókina og lesa uppúr henni á sviðinu í bókabúðinni. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson Lesarar: Kristján Guðjónsson og Anna Marsibil Clausen
11/8/202155 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Orð um líklega handhafa Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Í þættinum í dag tekur Tómas Ævar Ólafsson saman efni um íslensku bækurnar sem tilnefndar eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna ráðsins eru að Íslands hálfu tilnefndar skáldsögurnar Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Bjarnadóttur og Grísafjörður; Ævintýri um vináttu og fjör eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur. Til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs eru hins vegar tilnefndar skáldsögurnar Tíminn og vatnið eftir Andra Snæ Magnason og Aðferður við að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Efnið að mestu tekið saman úr ýmsum þáttum þar sem fjallað var úm þessar bækur á sínum tíma: Víðsjá, Bók vikunnar, Orð um bækur og Krakkakiljan. Þá stjórnaði Jórunn umræðum þeirra, sem að umfjöllun um hinar tilnefndu bækur komu, en það varu þær Dagný Kristjánsdóttir (stúdíó), Marta Guðrún Jóhannesdóttir(í síma norðan að Drangsnesi) og Sunna Dís Másdóttir í bíl við Laugarnestenaga.i. Spáð var í spilin hvaða bækur þætti verðlaunalíklegastar og þótt Íslendingar og Finnar sigurstranglegastir. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í Skuespikhuset í Kaupmannahöfn, þriðjudaginn 2. nóveber sem og Kvikmyndaverðlaun, Tónlistarverðlaun og Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
11/1/20210
Episode Artwork

Orð um líklega handhafa Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Í þættinum í dag tekur Tómas Ævar Ólafsson saman efni um íslensku bækurnar sem tilnefndar eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna ráðsins eru að Íslands hálfu tilnefndar skáldsögurnar Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Bjarnadóttur og Grísafjörður; Ævintýri um vináttu og fjör eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur. Til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs eru hins vegar tilnefndar skáldsögurnar Tíminn og vatnið eftir Andra Snæ Magnason og Aðferður við að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Efnið að mestu tekið saman úr ýmsum þáttum þar sem fjallað var úm þessar bækur á sínum tíma: Víðsjá, Bók vikunnar, Orð um bækur og Krakkakiljan. Þá stjórnaði Jórunn umræðum þeirra, sem að umfjöllun um hinar tilnefndu bækur komu, en það varu þær Dagný Kristjánsdóttir (stúdíó), Marta Guðrún Jóhannesdóttir(í síma norðan að Drangsnesi) og Sunna Dís Másdóttir í bíl við Laugarnestenaga.i. Spáð var í spilin hvaða bækur þætti verðlaunalíklegastar og þótt Íslendingar og Finnar sigurstranglegastir. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í Skuespikhuset í Kaupmannahöfn, þriðjudaginn 2. nóveber sem og Kvikmyndaverðlaun, Tónlistarverðlaun og Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
11/1/202153 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Orð um útgáfuhóf og ferðalög milli heima, landa og til tunglsins

Í þættinum er skrensað í gegnum þrjú útgáfuhóf á síðustu vikum eb nú líður varls svo dagur að ekki sé haldið útgáfuhóf einhvers staðar. Litið er inn í útgáfuhóf Einars Steins Valgarðssonar í bókabúð forlagsins á Fiskislóð en Einar fagnaði útgáfu þýðingar sinnar á Skugga ástarinnar eftir Mehmed Uzun, einnig litið inn í útgáfuhóf á Lofthostel þar sem Auður Jónsdóttir fagnaði útkomu nýrrar skáldsögu Allir fuglar fljúga í ljósið og að endingu heyrum við Emil Hjörvar Pedersen sem fagnaði útkomu skáldsögunnar Hælið bæði sem bók og hljóðbók. Einnig heyrðist í útgefendum þessara bók Elísabetu Hafsteinsdóttur útgáfustjóra Storytell; Páli Valsyni ritstjóra Bjarts og Jakobi hjá Sögum. Þá er í þættinum sagt frá bókunum fjórum sem sjálfstjórnarsvæði Norðulandanna tilnefna til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. JS segir frá Aima mætir fjallsins móður eftir grænlenska myndlistarmanninn og rithhöfundinn myndlistakonan Bolatta Silis-Högh og frá Den vandrende stjerna eftir hina samísku Kersti Paillto. Dagný Kristjánsdóttir segir frá færeysku unglingabókinni Eins og rótarskot eftir Marjun Syderbö Kjelnæs og Sunna Dís Másdóttir segir frá tilnefningu Álendinga sem er skáldsagan Nattexpressen eftir Karin Erlandsson. Lesarar í þættinum eru Halla Harðardóttir og Þórhildur Ólafsdóttir Umsjónarmaður Jórunn Sigurðardóttir
10/25/20210
Episode Artwork

Orð um útgáfuhóf og ferðalög milli heima, landa og til tunglsins

Í þættinum er skrensað í gegnum þrjú útgáfuhóf á síðustu vikum eb nú líður varls svo dagur að ekki sé haldið útgáfuhóf einhvers staðar. Litið er inn í útgáfuhóf Einars Steins Valgarðssonar í bókabúð forlagsins á Fiskislóð en Einar fagnaði útgáfu þýðingar sinnar á Skugga ástarinnar eftir Mehmed Uzun, einnig litið inn í útgáfuhóf á Lofthostel þar sem Auður Jónsdóttir fagnaði útkomu nýrrar skáldsögu Allir fuglar fljúga í ljósið og að endingu heyrum við Emil Hjörvar Pedersen sem fagnaði útkomu skáldsögunnar Hælið bæði sem bók og hljóðbók. Einnig heyrðist í útgefendum þessara bók Elísabetu Hafsteinsdóttur útgáfustjóra Storytell; Páli Valsyni ritstjóra Bjarts og Jakobi hjá Sögum. Þá er í þættinum sagt frá bókunum fjórum sem sjálfstjórnarsvæði Norðulandanna tilnefna til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. JS segir frá Aima mætir fjallsins móður eftir grænlenska myndlistarmanninn og rithhöfundinn myndlistakonan Bolatta Silis-Högh og frá Den vandrende stjerna eftir hina samísku Kersti Paillto. Dagný Kristjánsdóttir segir frá færeysku unglingabókinni Eins og rótarskot eftir Marjun Syderbö Kjelnæs og Sunna Dís Másdóttir segir frá tilnefningu Álendinga sem er skáldsagan Nattexpressen eftir Karin Erlandsson. Lesarar í þættinum eru Halla Harðardóttir og Þórhildur Ólafsdóttir Umsjónarmaður Jórunn Sigurðardóttir
10/25/202150 minutes
Episode Artwork

Orð um ljóð um stígvélaðan kisu og sögur um illa gerð hús

Í þættinum er að þessu sinni rætt við Skúla Pálsson heimspeking og kennara sem nýlega sendi frá sér ljóðabókina Rímur af stígvélakisu með myndum eftir Karl Jóhann Jónsson. Inn í viðtalið fléttast upptökur úr útgáfuhófi bókarinnar 2. október 2021 þar sem hluti rímnabálksins var kveðinn af kveðöndum úr kveðandahópunum Rímþursar og frenjur sem hefur starfað um nokkra hríð undir strykri stjórn og leiðsögn Dr. Ragnheiðar Ólafsdóttur. Þeir sem hér aðallega heyrast kveða eru Ragnheiður Ólafsdóttir, Sigrún Hjartardottir, Aðalsteinn Eyþórsson og Hermann Stefánsson. Þá er í þættinum sagt frá skáldsögunum tveimur sem Norðmenn tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Marta Guðrún Jóhannesdóttir segir frá bókini, Det uferdige huset - Ófullgerða húsið eftir Lars Amund Vaage og Sunna Dís Másdóttir segir frá nýjjustu skáldsögu Vidisar Hjort Er mor död - Er mamma dáin. Lesarar eru: Rúnar Freyr Gíslason og Þórhildur Ólafsdóttir Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
10/18/20210
Episode Artwork

Orð um ljóð um stígvélaðan kisu og sögur um illa gerð hús

Í þættinum er að þessu sinni rætt við Skúla Pálsson heimspeking og kennara sem nýlega sendi frá sér ljóðabókina Rímur af stígvélakisu með myndum eftir Karl Jóhann Jónsson. Inn í viðtalið fléttast upptökur úr útgáfuhófi bókarinnar 2. október 2021 þar sem hluti rímnabálksins var kveðinn af kveðöndum úr kveðandahópunum Rímþursar og frenjur sem hefur starfað um nokkra hríð undir strykri stjórn og leiðsögn Dr. Ragnheiðar Ólafsdóttur. Þeir sem hér aðallega heyrast kveða eru Ragnheiður Ólafsdóttir, Sigrún Hjartardottir, Aðalsteinn Eyþórsson og Hermann Stefánsson. Þá er í þættinum sagt frá skáldsögunum tveimur sem Norðmenn tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Marta Guðrún Jóhannesdóttir segir frá bókini, Det uferdige huset - Ófullgerða húsið eftir Lars Amund Vaage og Sunna Dís Másdóttir segir frá nýjjustu skáldsögu Vidisar Hjort Er mor död - Er mamma dáin. Lesarar eru: Rúnar Freyr Gíslason og Þórhildur Ólafsdóttir Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
10/18/202154 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Orð um ljóð um missi og ábyrgð og sögur um missi og fjölbreytileika

Í þættinum er rætt við Ólaf Svein Jóhannesson sem nýverið sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, Klettur - ljóð úr sprungum. Einig er í þættinum sagt frá bókunum sem tilnefndar eru til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs af Svíum. JS segir frá bókinni Jag och alla eftir Ylvu Karlsson og Söru Lundberg og Dagný Kristjánsdóttir segir frá skáldsögunu Afgönsku synirnir eftir Elin Person. Þá er einnig sagt frá tilnefningu samíska málsvæðisins til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem og tilnefningu Grænlendinga. JS segir frá ljóða bókinni Vokterens Morgen eftir Inga Ravna Eira og Sunna Dís Másdóttir segir frá skáldsögunni Naasuliarddarpi eða Blómsturdalurinn eftir Niviaq Korneliussen. Lesarar eru Þórhildur Ólafsdóttir og Halla Harðardóttir Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
10/11/20210
Episode Artwork

Orð um ljóð um missi og ábyrgð og sögur um missi og fjölbreytileika

Í þættinum er rætt við Ólaf Svein Jóhannesson sem nýverið sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, Klettur - ljóð úr sprungum. Einig er í þættinum sagt frá bókunum sem tilnefndar eru til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs af Svíum. JS segir frá bókinni Jag och alla eftir Ylvu Karlsson og Söru Lundberg og Dagný Kristjánsdóttir segir frá skáldsögunu Afgönsku synirnir eftir Elin Person. Þá er einnig sagt frá tilnefningu samíska málsvæðisins til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem og tilnefningu Grænlendinga. JS segir frá ljóða bókinni Vokterens Morgen eftir Inga Ravna Eira og Sunna Dís Másdóttir segir frá skáldsögunni Naasuliarddarpi eða Blómsturdalurinn eftir Niviaq Korneliussen. Lesarar eru Þórhildur Ólafsdóttir og Halla Harðardóttir Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
10/11/202154 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Ljóð um ást og hákarla og sögur flóttabörn og sjóræningja

Í þættinum er rætt við skáldið og bókmenntafræðiginn Hauk Ingvarsson um nýja ljóðabók hans Menn se elska menn. Haukur les fáein ljóð úr öllum þremur bálkum bókarinnar. Þá eru í þættinum kynntar tilnefningar Norðmann til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Jórunn Sigurðardóttir segir frá skáldsöguni Min venn piraten eftir Ole Krstian Löynning og Dagný Kristjánsdóttir segir frá skáldsögunni Alexander den store eftir Peter Strassegger. Í því samhengi heyrist í Kristínu Helgu Gunnarsdóttur tala um innflytjendur og bækur um þá. Brotið úr þættinum Bók vikunnar þegar fjallað var um bók Kristínar Helgu Vertu ósýnilegur. Lesari: Rúnar Freyr Gíslason Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
10/4/20210
Episode Artwork

Ljóð um ást og hákarla og sögur flóttabörn og sjóræningja

Í þættinum er rætt við skáldið og bókmenntafræðiginn Hauk Ingvarsson um nýja ljóðabók hans Menn se elska menn. Haukur les fáein ljóð úr öllum þremur bálkum bókarinnar. Þá eru í þættinum kynntar tilnefningar Norðmann til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Jórunn Sigurðardóttir segir frá skáldsöguni Min venn piraten eftir Ole Krstian Löynning og Dagný Kristjánsdóttir segir frá skáldsögunni Alexander den store eftir Peter Strassegger. Í því samhengi heyrist í Kristínu Helgu Gunnarsdóttur tala um innflytjendur og bækur um þá. Brotið úr þættinum Bók vikunnar þegar fjallað var um bók Kristínar Helgu Vertu ósýnilegur. Lesari: Rúnar Freyr Gíslason Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
10/4/202154 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Orð um Vorvindar að hausti, ljóð á votum pappír og vesturfara

Í þættinum er sagt frá Vorvindaviðurkenningum Ibby (International Board on Books four Youth) á Íslandi sem afhentar voru 19/9 sl. og féllu í skaut þeim Arndísi Þórarinsdóttur, Áslaugu Jónsdóttur og Kristínu Rögnu Gunnarsdótturauk 7. bekkjar Fossvogsskóla ásamt foreldrum þeirra. Þá er Einnig segir Dagný Kristjánsdóttir frá skáldsögunni Broarna eftir Sebastian Johans sem Álandseying tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem og tilnefningu Færeyinga til sömu verðlauna og er ljóðabókin Ég skrivi á ett vátt pappír eftir Liv Mariu RóarsdótturJæger. Lesarar eru: Rúnar Freyr Gíslason og Aðalbjörg Árnadóttir Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
9/27/20210
Episode Artwork

Orð um Vorvindar að hausti, ljóð á votum pappír og vesturfara

Í þættinum er sagt frá Vorvindaviðurkenningum Ibby (International Board on Books four Youth) á Íslandi sem afhentar voru 19/9 sl. og féllu í skaut þeim Arndísi Þórarinsdóttur, Áslaugu Jónsdóttur og Kristínu Rögnu Gunnarsdótturauk 7. bekkjar Fossvogsskóla ásamt foreldrum þeirra. Þá er Einnig segir Dagný Kristjánsdóttir frá skáldsögunni Broarna eftir Sebastian Johans sem Álandseying tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem og tilnefningu Færeyinga til sömu verðlauna og er ljóðabókin Ég skrivi á ett vátt pappír eftir Liv Mariu RóarsdótturJæger. Lesarar eru: Rúnar Freyr Gíslason og Aðalbjörg Árnadóttir Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
9/27/202154 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

20.09.2021

Hugað er að handritasafnaranum Þormóði Torfasyni sem Bergsveinn Birgisson hefur nýlega sagt frá í verki sínu Mannen fra Middelalderen eða Manninum frá miðöldum og nýrri skáldsögu sem von er á úr smiðju Bergsveins seinna í haust. Umsjónarmaður ræðir við Bergsvein um bæði verkin og Bergsveinn les jafnframt upp úr skáldsögunni Kolbeinsey sem bókaútgáfan Bjartur gefur út fyrir jól. Tilnefningar Finna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2021 verða kynntar og lesarar þau Rúnar Freyr Gíslason og Þórhildur Ólafsdóttir lesa brot úr skáldsögunni Bolla eftir Pajtim Statovci og ljóðasafninu Autofiktiv dikt av Heidi von Wright eftir Heidi von Wright í þýðingu umsjónarmanns. Heidi von Wright heyrist lesa upp úr verkinu Autofiktiv dikt av Heidi von Wright en upptakan er fengin af síðu forlagsins Schildts & Söderströms. Brot úr laginu Love again af breiðskífunni Future Nostalgia í flutningi Bresk-Albönsku tónlistarkonunnar Dua lipa er flutt í þættinum ásamt titillaginu úr leiksýningunni Vertu úlfur í flutningi Emiliönu Torrini. Þættinum lýkur á stuttri umfjöllun um þær sex skáldsögur sem dómnefnd Booker verðlaunanna tilkynnti nýlega að hefðu ratað á svokallaðan stuttlista þeirra. Umsjónarmaður þáttarins er Marta Guðrún Jóhannesdóttir og lesarar með henni þau Rúnar Freyr Gíslason og Þórhildur Ólafsdóttir. Tæknimaður er Úlfhildur Eysteinsdóttir.
9/20/20210
Episode Artwork

Hugað er að handritasafnaranum Þormóði Torfasyni sem Bergsveinn Birgisson hefur nýlega sagt frá í verki sínu Mannen fra Middelalderen eða Manninum frá miðöldum og nýrri skáldsögu sem von er á úr smiðju Bergsveins seinna í haust. Umsjónarmaður ræðir við Bergsvein um bæði verkin og Bergsveinn les jafnframt upp úr skáldsögunni Kolbeinsey sem bókaútgáfan Bjartur gefur út fyrir jól. Tilnefningar Finna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2021 verða kynntar og lesarar þau Rúnar Freyr Gíslason og Þórhildur Ólafsdóttir lesa brot úr skáldsögunni Bolla eftir Pajtim Statovci og ljóðasafninu Autofiktiv dikt av Heidi von Wright eftir Heidi von Wright í þýðingu umsjónarmanns. Heidi von Wright heyrist lesa upp úr verkinu Autofiktiv dikt av Heidi von Wright en upptakan er fengin af síðu forlagsins Schildts & Söderströms. Brot úr laginu Love again af breiðskífunni Future Nostalgia í flutningi Bresk-Albönsku tónlistarkonunnar Dua lipa er flutt í þættinum ásamt titillaginu úr leiksýningunni Vertu úlfur í flutningi Emiliönu Torrini. Þættinum lýkur á stuttri umfjöllun um þær sex skáldsögur sem dómnefnd Booker verðlaunanna tilkynnti nýlega að hefðu ratað á svokallaðan stuttlista þeirra. Umsjónarmaður þáttarins er Marta Guðrún Jóhannesdóttir og lesarar með henni þau Rúnar Freyr Gíslason og Þórhildur Ólafsdóttir. Tæknimaður er Úlfhildur Eysteinsdóttir.
9/20/202151 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Orð um bókmenntahátíð, forlög og flugslys, ungar manneskjur og lífið

Í þættinum er litið til nýafstaðinnar Alþjóðlegrar bókmenntahátíðar í Reykjavík og rætt við Óttar Proppé bóksala sem lengi hefur fylgst með bókmenntahátíð og Önnu Hafþórsdóttur rithöfund sem sækir sína fyrstu bókmenntahátíð. Einnig er rætt við Einar Kárason um nýja bók hans Þung ský og Einar les brot úr sögunni. Að lokum er svo sagt frá tilnefningum Dana til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en Danir tilnefna skáldsögurnar Vulkan eftir Zakiu Ajimi og Den russtne verden 3 - Ukrudt eftir Adam O. Lesari: Þórhildur Ólafsdóttir Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
9/13/20210
Episode Artwork

Orð um bókmenntahátíð, forlög og flugslys, ungar manneskjur og lífið

Í þættinum er litið til nýafstaðinnar Alþjóðlegrar bókmenntahátíðar í Reykjavík og rætt við Óttar Proppé bóksala sem lengi hefur fylgst með bókmenntahátíð og Önnu Hafþórsdóttur rithöfund sem sækir sína fyrstu bókmenntahátíð. Einnig er rætt við Einar Kárason um nýja bók hans Þung ský og Einar les brot úr sögunni. Að lokum er svo sagt frá tilnefningum Dana til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en Danir tilnefna skáldsögurnar Vulkan eftir Zakiu Ajimi og Den russtne verden 3 - Ukrudt eftir Adam O. Lesari: Þórhildur Ólafsdóttir Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
9/13/202153 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Orð um ljóð, hátíð, fleiri ljóð, dónsk og skáldsögu um kapitalismann

Í þættinum heyrast fáein ljóð sem flutt voru á Freyðandi ljóðasíðdegi í Kringlusafni Borgarbókasafnsins 2. september. Vigdís Hafliðadóttir flytur ljóði Taugaboð á háspennulínu eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur. Þá flytja Brynja Hjálmsdóttir upphaf enn óútkominnar ljóðabókar sinnar Kona lítur við, Dagur Hjartarson flytur ljóðið Leiðbeiningar á dögum úr ljóðabók sinni Fjölskyldulíf á jörðinni og Júlía Margrét Einarsdótir ljóð sem hún birti í ljóðabréfi Tunglsins forlags. Þá var í þættinum stiklað á milli nokkurra þeirra höfunda sem árið 2021 eru gesti Alþjóðlegrar bókmenntahátíðar í Reykjavík 2021 stendur yfir frá 8.til 12. september 2021. Í þeim stiklum heyrist í Þórarni Eldjárn - upptaka frá útgáfuhófi bókarinnar Til í að vera til og brot úr viðtali við Þórarinn í tengslum við tilefnið sem var 70 ára afmæli skáldiins.Þá er lesið brot úr skáldsögunni Dauðinn er barningur eftir Kahlid Kahlini í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Einnig heyrist í eftirfarandi rithöfundum og skáldum sem eru gestir bókmenntahátíða. Þetta eru María Elísabet Bragadóttir, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Gerður Kristný. Upptökur þessar teknar úr ýmsum þáttum: Orð um bækur, Víðsjá og Svona er þetta. Að auki er í þættinum sagt frá tilnefningum Dana til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en Danir tilnefna annars vegar l skáldsöguna Scandinacvian Stsar. Del 1: Penge på lommen (Scandinavian Star, fyrsti hluti . Peningar í vasanum og ljóðabókina Mit smykkeskrin (Skartgripaskríði minn) eftir Ursulu Andkjær Olsen, sem Halla Þórlaug Óskarsdóttir fjallar um. Lesin eru brot úr báðum verkunum og sagt frá höfundunum. Lesara: Rúnar Freyr Gíslason og Þórhildur Ólafsdóttir. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir.
9/6/20210
Episode Artwork

Orð um ljóð, hátíð, fleiri ljóð, dónsk og skáldsögu um kapitalismann

Í þættinum heyrast fáein ljóð sem flutt voru á Freyðandi ljóðasíðdegi í Kringlusafni Borgarbókasafnsins 2. september. Vigdís Hafliðadóttir flytur ljóði Taugaboð á háspennulínu eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur. Þá flytja Brynja Hjálmsdóttir upphaf enn óútkominnar ljóðabókar sinnar Kona lítur við, Dagur Hjartarson flytur ljóðið Leiðbeiningar á dögum úr ljóðabók sinni Fjölskyldulíf á jörðinni og Júlía Margrét Einarsdótir ljóð sem hún birti í ljóðabréfi Tunglsins forlags. Þá var í þættinum stiklað á milli nokkurra þeirra höfunda sem árið 2021 eru gesti Alþjóðlegrar bókmenntahátíðar í Reykjavík 2021 stendur yfir frá 8.til 12. september 2021. Í þeim stiklum heyrist í Þórarni Eldjárn - upptaka frá útgáfuhófi bókarinnar Til í að vera til og brot úr viðtali við Þórarinn í tengslum við tilefnið sem var 70 ára afmæli skáldiins.Þá er lesið brot úr skáldsögunni Dauðinn er barningur eftir Kahlid Kahlini í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Einnig heyrist í eftirfarandi rithöfundum og skáldum sem eru gestir bókmenntahátíða. Þetta eru María Elísabet Bragadóttir, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Gerður Kristný. Upptökur þessar teknar úr ýmsum þáttum: Orð um bækur, Víðsjá og Svona er þetta. Að auki er í þættinum sagt frá tilnefningum Dana til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en Danir tilnefna annars vegar l skáldsöguna Scandinacvian Stsar. Del 1: Penge på lommen (Scandinavian Star, fyrsti hluti . Peningar í vasanum og ljóðabókina Mit smykkeskrin (Skartgripaskríði minn) eftir Ursulu Andkjær Olsen, sem Halla Þórlaug Óskarsdóttir fjallar um. Lesin eru brot úr báðum verkunum og sagt frá höfundunum. Lesara: Rúnar Freyr Gíslason og Þórhildur Ólafsdóttir. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir.
9/6/202153 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Orð um bókmenntahátíð, tálknamöndru og unglinga á indígóflugför

Í þættinum er rætt við Stellu Soffíu Jóhannesdóttur framkvæmdastjóra Bókmenntahátíðar í Reykjavík og Fanneyju Benjamínsdóttur verkefnisstjora um hátíðina sem hefst 8. september. Einnig er í þættinum sagt frá tilnefningum Finna til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Þetta eru annars vegar myndabókin Mitt bottenliv av en ensam axolotll eftir Lindu Bondestam og hins vegar unglingabókin Stormsumar eftir Siiri Enoranta. Lesarar: Gunnar Hansson og Rúnar Freyr Gíslason Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
8/30/20210
Episode Artwork

Orð um bókmenntahátíð, tálknamöndru og unglinga á indígóflugför

Í þættinum er rætt við Stellu Soffíu Jóhannesdóttur framkvæmdastjóra Bókmenntahátíðar í Reykjavík og Fanneyju Benjamínsdóttur verkefnisstjora um hátíðina sem hefst 8. september. Einnig er í þættinum sagt frá tilnefningum Finna til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Þetta eru annars vegar myndabókin Mitt bottenliv av en ensam axolotll eftir Lindu Bondestam og hins vegar unglingabókin Stormsumar eftir Siiri Enoranta. Lesarar: Gunnar Hansson og Rúnar Freyr Gíslason Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
8/30/202152 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Orð um bókmenntagagnrýni og skáldsögur um fólkið á jaðrinum

Í þættinum er fylgst með því þegar Auður Aðalsteinsdóttir fagnaði útkomu bókar sinnar Þvílíkar ófreskjur, vald og virkni ridóma á íslensku bókmenntasviði.Þar heyrist í Jóni Ólafssyni heimspekingi og prófessor við HI. Einnig les Auður féin brot úr bókinni og rætt er við hana. Þá er í þessum fyrsta þætti haustisins byrjað að kynna bókmenntaverkin sem tilnefnd eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og til Barna- og ungilingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og að þessu sinni hugað að tilnefningum Svía til fyrnefndu verðlaunanna. Sagt er frá nóvellunni Strega eftir Johanne Lykke Holm og frá smásagnasafninu Renhet eftir Andzej Tychí. Lesarar í þættinum eru Þórhildur Ólafsdóttir, Davíð Kjartan Gestsson og Kristjana Arnarsdóttir
8/23/20210
Episode Artwork

Orð um bókmenntagagnrýni og skáldsögur um fólkið á jaðrinum

Í þættinum er fylgst með því þegar Auður Aðalsteinsdóttir fagnaði útkomu bókar sinnar Þvílíkar ófreskjur, vald og virkni ridóma á íslensku bókmenntasviði.Þar heyrist í Jóni Ólafssyni heimspekingi og prófessor við HI. Einnig les Auður féin brot úr bókinni og rætt er við hana. Þá er í þessum fyrsta þætti haustisins byrjað að kynna bókmenntaverkin sem tilnefnd eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og til Barna- og ungilingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og að þessu sinni hugað að tilnefningum Svía til fyrnefndu verðlaunanna. Sagt er frá nóvellunni Strega eftir Johanne Lykke Holm og frá smásagnasafninu Renhet eftir Andzej Tychí. Lesarar í þættinum eru Þórhildur Ólafsdóttir, Davíð Kjartan Gestsson og Kristjana Arnarsdóttir
8/23/202154 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Orð um ljóð, skáldsögu um ást og vísindi og skáldsögu um transungling

Í þættinum er litið inn í útgáfufögnuð Bjarkar Þorgrímsdóttu sem þann 26. mai fagnaði útgáfu nýrrar ljóðabókar Hún sem stráir augum. Einnig er rætt við Ingibjörgu Hjartardóttur sem nýverið sendi frá sér fimmtu skáldsögu sínaJarðvísindakona deyr og síðast en ekki síst er rætt við Margréti Tryggvadóttur sem 27.mai 2021 tók við Verðlaunum Guðrúnar Helgadóttur fyrir fyrstu skáldsögu sín Sterk sem fjallar um transstelpuna Birtu sem nú er komin til Reykjavíkur til að vera hún sjálf og má komast að raun um að þau eru fleiri í kringum hana sem ekki og kannski aldrei fá tækifæri til að vera þau sjálf og lifa óhrædd og kvíðalaust. Birta flækist með öðrum orðum í alvarlegt sakamál. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
5/31/20210
Episode Artwork

Orð um ljóð, skáldsögu um ást og vísindi og skáldsögu um transungling

Í þættinum er litið inn í útgáfufögnuð Bjarkar Þorgrímsdóttu sem þann 26. mai fagnaði útgáfu nýrrar ljóðabókar Hún sem stráir augum. Einnig er rætt við Ingibjörgu Hjartardóttur sem nýverið sendi frá sér fimmtu skáldsögu sínaJarðvísindakona deyr og síðast en ekki síst er rætt við Margréti Tryggvadóttur sem 27.mai 2021 tók við Verðlaunum Guðrúnar Helgadóttur fyrir fyrstu skáldsögu sín Sterk sem fjallar um transstelpuna Birtu sem nú er komin til Reykjavíkur til að vera hún sjálf og má komast að raun um að þau eru fleiri í kringum hana sem ekki og kannski aldrei fá tækifæri til að vera þau sjálf og lifa óhrædd og kvíðalaust. Birta flækist með öðrum orðum í alvarlegt sakamál. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
5/31/202153 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Orð um nýja rödd og aðra framandi

Í þættinum er rætt við Friðrik Rafnsson um skáldsöguna Í landi annarra eftir marókóskfranska rithöfundinn Leilu Slimani einnig rætt ögn um bókmenntir höfunda frá fyrrum frönskum nýlendum og um Milan Kundera sem skrifar á frönsku þótt tékkneska sé hans móðurmál. Einnig er í þættinum rætt við annan af tveimur sigurvegurum í handritakeppni Forlagsins Nýjar raddir, Einar Lövdahl en í síðustu viku kom smásagnasafn hans Í miðju mannhafi út sem og bók hins verðlaunahafans.
5/17/20210
Episode Artwork

Orð um nýja rödd og aðra framandi

Í þættinum er rætt við Friðrik Rafnsson um skáldsöguna Í landi annarra eftir marókóskfranska rithöfundinn Leilu Slimani einnig rætt ögn um bókmenntir höfunda frá fyrrum frönskum nýlendum og um Milan Kundera sem skrifar á frönsku þótt tékkneska sé hans móðurmál. Einnig er í þættinum rætt við annan af tveimur sigurvegurum í handritakeppni Forlagsins Nýjar raddir, Einar Lövdahl en í síðustu viku kom smásagnasafn hans Í miðju mannhafi út sem og bók hins verðlaunahafans.
5/17/202154 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Orð um efnivið skáldskapar, umhverfið og orðin, staði og tungumál

Í þættinum er rætt við Rúnar Helga Vignisson prófessor við íslensku - og menningardeild Háskóla Íslands og umsjónarman námsleiðar í ritlist við Hí um stöðu íslenskunnar í skáldskap. Rúnar Helgi birti nýlega grein í bókinni The Place and the Writer þar sem 17 höfundar frá um það bil jafnmörgum þjóðlöndum skrifa um ritlist sem kennslugrein. Rúnar Helgi kallar grein sína Teaching Creative Writing in a Threatened Language eða að kenna skapandi skrif á tungumáli í hættu. Þá er í þættinum blaðað í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar en þar er að finna bæði skáldskap og greinar eftir íslenska höfunda sem eiga sér annað móðurmál en íslensku. Lesið er brot úr hugvekju Evu Marcnik og úr grein kúrdísk/sænska rithöfundarins Memed Uzun „Harmur aðskilnaðarins“ um það að endurfæðast sem rithöfundur á nýju tungumáli. Einnig heyrist eitt erendi úr ljóði Bergsveins Birgissonar sem hann flutti þegar lagður var hornsteinn að húsi íslenskra fræða. Lesarar: Katrín Ásmundsdóttir og Leifur Hauksson Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
5/10/20210
Episode Artwork

Orð um efnivið skáldskapar, umhverfið og orðin, staði og tungumál

Í þættinum er rætt við Rúnar Helga Vignisson prófessor við íslensku - og menningardeild Háskóla Íslands og umsjónarman námsleiðar í ritlist við Hí um stöðu íslenskunnar í skáldskap. Rúnar Helgi birti nýlega grein í bókinni The Place and the Writer þar sem 17 höfundar frá um það bil jafnmörgum þjóðlöndum skrifa um ritlist sem kennslugrein. Rúnar Helgi kallar grein sína Teaching Creative Writing in a Threatened Language eða að kenna skapandi skrif á tungumáli í hættu. Þá er í þættinum blaðað í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar en þar er að finna bæði skáldskap og greinar eftir íslenska höfunda sem eiga sér annað móðurmál en íslensku. Lesið er brot úr hugvekju Evu Marcnik og úr grein kúrdísk/sænska rithöfundarins Memed Uzun „Harmur aðskilnaðarins“ um það að endurfæðast sem rithöfundur á nýju tungumáli. Einnig heyrist eitt erendi úr ljóði Bergsveins Birgissonar sem hann flutti þegar lagður var hornsteinn að húsi íslenskra fræða. Lesarar: Katrín Ásmundsdóttir og Leifur Hauksson Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
5/10/202153 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Ný íslensk bók og gömul íslensk bók

Það er farið aldanna á milli um lendur bókmennta og skáldskapar í þættinum. Rætt er við Arndísi Þórarinsdóttur sem nýlega sendi frá sér skáldsöguna Bál tímans þar sem sjálf Möðruvallarbók, skinnhandrit frá þrettándu öld segir sögu sína. Arndís les líka brot úr sögu sinni. Þá er í þættinum rætt við Kjartan Ragnarsson sem nýlega sendi í eigin útgáfu frá sér sína fyrstu ljóðabók sem ber titilinn Here We Are og er eru ljóðin í bókinni öll ort á ensku. Í upphafi þáttarins má svo heyra Hauk Ingvarsson lesa brot úr ljóðabálki sínum Úr höfði himinn sem Haukur las á ljóðakvöldinu Apríl er ljúfastur mánaða sem Svikaskáld gengust fyrir í Gröndalshúsi á sumardaginn fyrsta. Ljóðabálkurinn birtist svo í heild sinni í Ljóðabréfi No 4 nýverið.
5/3/20210
Episode Artwork

Ný íslensk bók og gömul íslensk bók

Það er farið aldanna á milli um lendur bókmennta og skáldskapar í þættinum. Rætt er við Arndísi Þórarinsdóttur sem nýlega sendi frá sér skáldsöguna Bál tímans þar sem sjálf Möðruvallarbók, skinnhandrit frá þrettándu öld segir sögu sína. Arndís les líka brot úr sögu sinni. Þá er í þættinum rætt við Kjartan Ragnarsson sem nýlega sendi í eigin útgáfu frá sér sína fyrstu ljóðabók sem ber titilinn Here We Are og er eru ljóðin í bókinni öll ort á ensku. Í upphafi þáttarins má svo heyra Hauk Ingvarsson lesa brot úr ljóðabálki sínum Úr höfði himinn sem Haukur las á ljóðakvöldinu Apríl er ljúfastur mánaða sem Svikaskáld gengust fyrir í Gröndalshúsi á sumardaginn fyrsta. Ljóðabálkurinn birtist svo í heild sinni í Ljóðabréfi No 4 nýverið.
5/3/202154 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Orð um hamingjuna, kraftaskáldskap og rautt skáldahús

Í þættinum rifjaðar upp samkomur tvennra tíma. Annars vegar rifjuð upp útgáfuhátíð í tilefni endurútgáfu ævisögu Látra-Bjargar í nóvember síðastliðnum þar sem var kveðið, leikið á hljóðfæri og framkvæmdur galdur þrátt fyrir að enginn mætti mæta nema flytjendurnir. Í þættinum heyrist Ragnheiður Ólafsdóttir kveða tvær vísur Látra-Bjargar, Aðalsteinn Eyþórsson fremja galdur og barokkkvartett strengjasveitarinnar Reykjavík Barokk lék Largokaflann úr strengjakvartett Magdalenu Lombardini Siermen sem var samtímakona Bjargar suður á Ítalíu. Þá heyrum við upptöku sem gerð var þann 29. mars árið 2018. Þá var öldin önnur og hægt að halda fjölmenna búrlesk ljóðahátíð í Iðnó í Reykjavík. Í upptökunni heyrist í Gunnari Helgasyni, ljóðskáldunum Jóni Erni Loðmfjörð, Úlfi Fenri Lóusyni, söng - og blaðakonunni Brynhildi Björnsdóttur og Nönnu Gunnarsdóttur eiganda viðburðafyrirtækisins Huldufugl. Eftirfarandii lásu upp ljóð: Úlfur Fenrir Lóuson; Sjón sem las úr Dagbók eldgleypinsins úr bókinni Reiðhjól blinda mannsins frá 198 og ljóðin Sjálfsmynd ; Um gullgerðarmanninn úr sömu bók. Nanna Gunnarsdóttir sagði auk þess frá fyrirbærinu Rauða skáldahúsið. Þá flutti Ragnheiður Erla ljóðið Komdu og ljóðið Stefnumót. Friðrik Pedersen flutti ljóð sitt Myrkrabragur. Að lokum var í þættinum rætt við Sigurlaugu Diddu Jónsdóttur ljóðskáld með meiru og hún flutti nokkrar hendingar úr nýrri bók sinni Hamingjan. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
3/29/20210
Episode Artwork

Orð um hamingjuna, kraftaskáldskap og rautt skáldahús

Í þættinum rifjaðar upp samkomur tvennra tíma. Annars vegar rifjuð upp útgáfuhátíð í tilefni endurútgáfu ævisögu Látra-Bjargar í nóvember síðastliðnum þar sem var kveðið, leikið á hljóðfæri og framkvæmdur galdur þrátt fyrir að enginn mætti mæta nema flytjendurnir. Í þættinum heyrist Ragnheiður Ólafsdóttir kveða tvær vísur Látra-Bjargar, Aðalsteinn Eyþórsson fremja galdur og barokkkvartett strengjasveitarinnar Reykjavík Barokk lék Largokaflann úr strengjakvartett Magdalenu Lombardini Siermen sem var samtímakona Bjargar suður á Ítalíu. Þá heyrum við upptöku sem gerð var þann 29. mars árið 2018. Þá var öldin önnur og hægt að halda fjölmenna búrlesk ljóðahátíð í Iðnó í Reykjavík. Í upptökunni heyrist í Gunnari Helgasyni, ljóðskáldunum Jóni Erni Loðmfjörð, Úlfi Fenri Lóusyni, söng - og blaðakonunni Brynhildi Björnsdóttur og Nönnu Gunnarsdóttur eiganda viðburðafyrirtækisins Huldufugl. Eftirfarandii lásu upp ljóð: Úlfur Fenrir Lóuson; Sjón sem las úr Dagbók eldgleypinsins úr bókinni Reiðhjól blinda mannsins frá 198 og ljóðin Sjálfsmynd ; Um gullgerðarmanninn úr sömu bók. Nanna Gunnarsdóttir sagði auk þess frá fyrirbærinu Rauða skáldahúsið. Þá flutti Ragnheiður Erla ljóðið Komdu og ljóðið Stefnumót. Friðrik Pedersen flutti ljóð sitt Myrkrabragur. Að lokum var í þættinum rætt við Sigurlaugu Diddu Jónsdóttur ljóðskáld með meiru og hún flutti nokkrar hendingar úr nýrri bók sinni Hamingjan. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
3/29/202154 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Orð um tvær nýjar þýskar skáldsögur um minni og minningar

Í þættinum er að þessu sinni sagt frá tveimur þýskum skáldsögum sem eru nýkomnar út. Þetta er annars vegar skáldsagan Um endalok einsemdarinnar eftir þýsk/svissneska rithöfundinn Benedict Wells og hins vegar höfundur skáldsögunnar Uppruni eftir Sasa Stanisik báðar í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Sagt er frá bókunum og höfundum þeirra, lesin brot úr þeim og rætt við þýðandann Elísu Björgu. Lesarar í þættinum eru Gunnar Hansson og Kristján Guðjónsson. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
3/22/20210
Episode Artwork

Orð um tvær nýjar þýskar skáldsögur um minni og minningar

Í þættinum er að þessu sinni sagt frá tveimur þýskum skáldsögum sem eru nýkomnar út. Þetta er annars vegar skáldsagan Um endalok einsemdarinnar eftir þýsk/svissneska rithöfundinn Benedict Wells og hins vegar höfundur skáldsögunnar Uppruni eftir Sasa Stanisik báðar í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Sagt er frá bókunum og höfundum þeirra, lesin brot úr þeim og rætt við þýðandann Elísu Björgu. Lesarar í þættinum eru Gunnar Hansson og Kristján Guðjónsson. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
3/22/202154 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Ljóð um jarðskjálfta, Bráð og bandarísk ljóðlist með rætur í Afríku

Í þættinum flytur Sigurlín Bjarney Gísladóttir ljóð eftir sig um jarðskjálfta og önnur áföll sem birtist fyrir mánuði síðan í Ljóðabréfi Tunglsins númar 3. Einnig rætt við Yrsu Sigurðardóttur sem föstudaginn 12. mars tók við verðlaunum Hins íslenska glæpafélags fyrir skáldsöguna Bráð. Þættinum lýkur svo á viðtali við skáldið og þýðandann Garibalda sem nýlega sendi frá bókina Fuglar í búri sem inniheldur 68 ljóð eftir þrjátíu og eitt bandarískt ljóðskáld af afrískum uppruna. Garibaldi les þýðingu sína brot úr ljóði Roberts Haydens "Miðleiðin" og ljóðið Lexía eftir Caille T. Dungy. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
3/15/20210
Episode Artwork

Ljóð um jarðskjálfta, Bráð og bandarísk ljóðlist með rætur í Afríku

Í þættinum flytur Sigurlín Bjarney Gísladóttir ljóð eftir sig um jarðskjálfta og önnur áföll sem birtist fyrir mánuði síðan í Ljóðabréfi Tunglsins númar 3. Einnig rætt við Yrsu Sigurðardóttur sem föstudaginn 12. mars tók við verðlaunum Hins íslenska glæpafélags fyrir skáldsöguna Bráð. Þættinum lýkur svo á viðtali við skáldið og þýðandann Garibalda sem nýlega sendi frá bókina Fuglar í búri sem inniheldur 68 ljóð eftir þrjátíu og eitt bandarískt ljóðskáld af afrískum uppruna. Garibaldi les þýðingu sína brot úr ljóði Roberts Haydens "Miðleiðin" og ljóðið Lexía eftir Caille T. Dungy. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
3/15/202154 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Orð um sögur sem fjalla um sögur, lestur og ljóð

Orð um sögur sem fjalla um sögur, lestur og ljóð Í þættinum er kíkt inn á árlega Barna - og unglingabókaráðstefnu Síung og fleiri félaga og stofnana á svið barna - og unglingabókmennta sem haldin var í Gerðubergi 6. mars 2021 og var þar horft til lesturs sem sameiginlegrar upplifunar fjölskyldunnar. Fjögur erendi voru flutt og í þættinum heyrist brot úr erendi Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur mynd- og rithöfundar. Þá var í þættinum rætt við Jón Karl helgason prófessor við íslensku - og menningardeild HI og rithöfund um nýja bók hans Sögusagnir sem og við Bryjólf Þorsteinsson um ljóðabók hans Sonur Grafarans sem kom út árið 2020. Brynjólfur las fyrsta ljóð bókarinnar og ljóðin Kór, Söðlasmiður og Við draugarnir.
3/8/20210
Episode Artwork

Orð um sögur sem fjalla um sögur, lestur og ljóð

Orð um sögur sem fjalla um sögur, lestur og ljóð Í þættinum er kíkt inn á árlega Barna - og unglingabókaráðstefnu Síung og fleiri félaga og stofnana á svið barna - og unglingabókmennta sem haldin var í Gerðubergi 6. mars 2021 og var þar horft til lesturs sem sameiginlegrar upplifunar fjölskyldunnar. Fjögur erendi voru flutt og í þættinum heyrist brot úr erendi Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur mynd- og rithöfundar. Þá var í þættinum rætt við Jón Karl helgason prófessor við íslensku - og menningardeild HI og rithöfund um nýja bók hans Sögusagnir sem og við Bryjólf Þorsteinsson um ljóðabók hans Sonur Grafarans sem kom út árið 2020. Brynjólfur las fyrsta ljóð bókarinnar og ljóðin Kór, Söðlasmiður og Við draugarnir.
3/8/202154 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Orð um eftirmyndasögur, sögur Rómafólks og Röntgensól

Í þættinum má heyra Ingólf Eiríksson lesa upp úr nýrr bók sinni Klón, ljóðabók sem er eftirmyndasaga. Rætt er við Ingólf og Elínu Eddu Þorsteinsdóttur um texta og myndir bókarinnar. Eiríkur les 2 kafla úr bókinni Salvador og Alþýðuskýringar. Þá er rætt við Ásdísi Rósu Magnúsdóttur og Kristínu Guðrúnu Jónsdóttur sem ásamt Sofiyu Zahova ritstýrðu nýrri bók í einmálaritröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Bókin heitir Sunnudagsmatur og fleiri sögur Rómafólks. Einnig heyrist brot úr viðtali við Sofiyu Zahovu frá árinu 2014. Að lokum er rætt við Kristian Guttesen um ljóðabók hans Röntgensól sem kom út á síðasta ári og almennt um ljóðlist hans og útgáfu ljóða. Kristian Guttesen les þýðingu sína í ljóðinu Odysseifur eftir Giuseppi Napolitano og 2 ljóð eftir sjálfan sig „Röntgensól“ og „eins og hálfur draumur“. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
3/1/20210
Episode Artwork

Orð um eftirmyndasögur, sögur Rómafólks og Röntgensól

Í þættinum má heyra Ingólf Eiríksson lesa upp úr nýrr bók sinni Klón, ljóðabók sem er eftirmyndasaga. Rætt er við Ingólf og Elínu Eddu Þorsteinsdóttur um texta og myndir bókarinnar. Eiríkur les 2 kafla úr bókinni Salvador og Alþýðuskýringar. Þá er rætt við Ásdísi Rósu Magnúsdóttur og Kristínu Guðrúnu Jónsdóttur sem ásamt Sofiyu Zahova ritstýrðu nýrri bók í einmálaritröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Bókin heitir Sunnudagsmatur og fleiri sögur Rómafólks. Einnig heyrist brot úr viðtali við Sofiyu Zahovu frá árinu 2014. Að lokum er rætt við Kristian Guttesen um ljóðabók hans Röntgensól sem kom út á síðasta ári og almennt um ljóðlist hans og útgáfu ljóða. Kristian Guttesen les þýðingu sína í ljóðinu Odysseifur eftir Giuseppi Napolitano og 2 ljóð eftir sjálfan sig „Röntgensól“ og „eins og hálfur draumur“. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
3/1/202155 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Orð um draumasafnara, flugfreyjudrauma og lífsins ferðalag

Í þættinum er leikin upptaka frá fyrsta útgáfuhófinu í rauheimum í langan tíma, þar sem Margrét Lóa Jónsdóttir fagnaði útgáfu nýrrar ljóðabókar Draumasafnarar. Margrét Lóa sagði frá bókinni og las allmörg ljóð, m.a. Fréttatími - mótmæli og beinaflutningur; Íbúðin okkar í Vista-Alegre-götu úr fyrsta hluta bókarinnar sem heitir Allt sem lifir deyr sem og úr báðum hinum hlutulm bókarinnarVegurinn framundan og Draumasafnarar. Þá var í þættinum rætt við Sigríði Larsen á Akureyri sem í júní á síðasta ári sendi í Danmörku frá sér sína fyrstu skáldsögu, Crash Kalinka, sem er skrifuð á dönsku. Crash Kalinka er afar sérstök skáldsaga sem fjallar um samtím okkar og sögu allt frá örófi og fram á blómatíma lággjaldaflugfélaga en aðalpersónan er flugfreyja hjá einu slíku. Ættar - og samtímsaga sem gerist jafnt á Íslandi og í Danmörku. Að lokum er fyrsta ljóðabók Þórhildar Ólafsdóttur skoðuð en ljóðabókin Brot úr spegilflísum kom út hjá bókaútgáfunni Skriðu árið 2020. Rætt var við Þórhildi í gegnum síma og hún las ljóðin Óskastund í Antalya; Mállausa sorgin. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
2/22/20210
Episode Artwork

Orð um draumasafnara, flugfreyjudrauma og lífsins ferðalag

Í þættinum er leikin upptaka frá fyrsta útgáfuhófinu í rauheimum í langan tíma, þar sem Margrét Lóa Jónsdóttir fagnaði útgáfu nýrrar ljóðabókar Draumasafnarar. Margrét Lóa sagði frá bókinni og las allmörg ljóð, m.a. Fréttatími - mótmæli og beinaflutningur; Íbúðin okkar í Vista-Alegre-götu úr fyrsta hluta bókarinnar sem heitir Allt sem lifir deyr sem og úr báðum hinum hlutulm bókarinnarVegurinn framundan og Draumasafnarar. Þá var í þættinum rætt við Sigríði Larsen á Akureyri sem í júní á síðasta ári sendi í Danmörku frá sér sína fyrstu skáldsögu, Crash Kalinka, sem er skrifuð á dönsku. Crash Kalinka er afar sérstök skáldsaga sem fjallar um samtím okkar og sögu allt frá örófi og fram á blómatíma lággjaldaflugfélaga en aðalpersónan er flugfreyja hjá einu slíku. Ættar - og samtímsaga sem gerist jafnt á Íslandi og í Danmörku. Að lokum er fyrsta ljóðabók Þórhildar Ólafsdóttur skoðuð en ljóðabókin Brot úr spegilflísum kom út hjá bókaútgáfunni Skriðu árið 2020. Rætt var við Þórhildi í gegnum síma og hún las ljóðin Óskastund í Antalya; Mállausa sorgin. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
2/22/202153 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Orð um bækur til að hlusta á og glaðlega ljóðabók með nokkrum trega

Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni sagt frá líklega fyrstu íslensku skáldsögunni sem sérstaklega er samin fyrir hljóðbókastreymisveitu. Þetta er hrollvekjan ó Karítas eftir Emil Hjörvar Pedersen. Rætt er við Emil Hjörvar um söguna og um það að skrifa hljóðbók. Emil Hjörvar les lítið brot úr byrjun sögunnar. fyrir viðtalið við Emil er rætt við Gísla Sigurðsson rannsóknarprófessor við Árnastofnun um munnlegar frásagnir. Kveikjan að samtalinu var grein í þýska vikuritunu Die Zeit þar sem menningarblaðamaðurinn Alexander Camman heldur því fram að nú sé að halla undna fæti sigurgöngu myndmálsins, the iconic turn og hin munnlega frásögn og samtalið , the oral turn sæki á. Undir lok þáttarins er svo rætt við Hjördísi Kvarn Einarsdóttur sem á síðasta ári sendi frá sér ljóðabókina Urð. Rætt er við Hjördísi og hún les ljóðin Ef, Stundum og Sorg. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
2/15/20210
Episode Artwork

Orð um bækur til að hlusta á og glaðlega ljóðabók með nokkrum trega

Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni sagt frá líklega fyrstu íslensku skáldsögunni sem sérstaklega er samin fyrir hljóðbókastreymisveitu. Þetta er hrollvekjan ó Karítas eftir Emil Hjörvar Pedersen. Rætt er við Emil Hjörvar um söguna og um það að skrifa hljóðbók. Emil Hjörvar les lítið brot úr byrjun sögunnar. fyrir viðtalið við Emil er rætt við Gísla Sigurðsson rannsóknarprófessor við Árnastofnun um munnlegar frásagnir. Kveikjan að samtalinu var grein í þýska vikuritunu Die Zeit þar sem menningarblaðamaðurinn Alexander Camman heldur því fram að nú sé að halla undna fæti sigurgöngu myndmálsins, the iconic turn og hin munnlega frásögn og samtalið , the oral turn sæki á. Undir lok þáttarins er svo rætt við Hjördísi Kvarn Einarsdóttur sem á síðasta ári sendi frá sér ljóðabókina Urð. Rætt er við Hjördísi og hún les ljóðin Ef, Stundum og Sorg. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
2/15/202154 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Orð um persónuleg ljóð og sjálfævisögulegar skáldsögur

Í þættinum er rætt við Gunnþórunni Guðmundsdóttur prófessor í bókmenntafræði við HÍ. Einnig rætt við Rebekku Sif Stefánsdóttur um ljóðabók hennar Jarðvegur. Umsjónarmaður les ljóðið svarthvítur skjár og höfundur les ljóðin: nýr dagur; móðir og þyngdarafl. Þá er í þættinum rætt við Björn Halldórsson um splunkunýja skáldsögu hans Stol og Björn les upphaf bókarinnar og annað brot til viðbótar. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
2/8/20210
Episode Artwork

Orð um persónuleg ljóð og sjálfævisögulegar skáldsögur

Í þættinum er rætt við Gunnþórunni Guðmundsdóttur prófessor í bókmenntafræði við HÍ. Einnig rætt við Rebekku Sif Stefánsdóttur um ljóðabók hennar Jarðvegur. Umsjónarmaður les ljóðið svarthvítur skjár og höfundur les ljóðin: nýr dagur; móðir og þyngdarafl. Þá er í þættinum rætt við Björn Halldórsson um splunkunýja skáldsögu hans Stol og Björn les upphaf bókarinnar og annað brot til viðbótar. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
2/8/202150 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Orð um heimsfrægt amrískt ljóð og höfund þess sem og um heila íslensk

Í þættinum er skoðað ljóðið The Hill we Climb eftir Amöndu Gorman sem hún flutti við innsetningarathöfn Joe Bidens sem forseta Bandaríkjanna 20. janúar 2021. Rýnt er í innihald ljóðsins og form með Sveini Yngva Egilssyni prófessor í íslensku.Einnig skoðaður ferill hins 22ja ára gamla ljóðskálds og viðbrögð heimsins við ljóðinu. Amanda Gorman heldur mikið upp á hiphop söngleikjaskáldið Lin Manuel Miranda og í þættinum heyrist brot úr söngleik hans Hamilton. Einnig heyrast brot úr viðtölum og ljóðaupplestir Amöndu sjálfarar. Þá er í þættinum rætt við Ólöfu Rún Benediktsdóttur um ljóðaslamm sem og við Sverrir Norland um ljóðasenuna í New York á þeim tíma sem hann bjó þar fyrir fimm árum. Fastur liður þáttarins þessar vikurnar er svo ljóðabókin og er að þessu sinni flett í gegnum ljóðabókina Les birki eftir Karí Ósk Grétudóttur. Rætt er við Karí Ósk sem nú býr í Noregi. Umsjónarmaður Jórunn Sigurðardóttir
2/1/20210
Episode Artwork

Orð um heimsfrægt amrískt ljóð og höfund þess sem og um heila íslensk

Í þættinum er skoðað ljóðið The Hill we Climb eftir Amöndu Gorman sem hún flutti við innsetningarathöfn Joe Bidens sem forseta Bandaríkjanna 20. janúar 2021. Rýnt er í innihald ljóðsins og form með Sveini Yngva Egilssyni prófessor í íslensku.Einnig skoðaður ferill hins 22ja ára gamla ljóðskálds og viðbrögð heimsins við ljóðinu. Amanda Gorman heldur mikið upp á hiphop söngleikjaskáldið Lin Manuel Miranda og í þættinum heyrist brot úr söngleik hans Hamilton. Einnig heyrast brot úr viðtölum og ljóðaupplestir Amöndu sjálfarar. Þá er í þættinum rætt við Ólöfu Rún Benediktsdóttur um ljóðaslamm sem og við Sverrir Norland um ljóðasenuna í New York á þeim tíma sem hann bjó þar fyrir fimm árum. Fastur liður þáttarins þessar vikurnar er svo ljóðabókin og er að þessu sinni flett í gegnum ljóðabókina Les birki eftir Karí Ósk Grétudóttur. Rætt er við Karí Ósk sem nú býr í Noregi. Umsjónarmaður Jórunn Sigurðardóttir
2/1/202154 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Orð um sigurljóð, sanna skáldsögu og fyrstu ljóðabók

Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni rætt við nýja vörslumanneskju ljóðstafs Jóns úr Vör en 21. janúar var tilkynnt að Þórdís Helgadóttir hefði hlotið ljóðastaf Jóns úr Vör árið 2021 fyrir ljóð sitt Fasaskipti. Í þættinum heyrist Þórdís flytja ljóðið við hátíðlega athöfn í salnum 21/1 síðastliðinn, einnig er rætt við Þórdísi um ljóðið og líf skáldsins. Einnig heyrist frumflutningur lags Ingibjargar Ýrar Skarphéðinsdóttur við ljóðið Desember eftir Jón úr Vör. Þá er rætt við Ásdísi Höllu Bragadóttur um nýja bók hennar, skáldsöguna Ein og Ásdís Halla les bláupphaf sögunnar. Að lokum er á dagskrá þáttarins viðtal við Stefaníu Dóttur Páls um ljóðabók hennar Blýhjarta. Stefaníu les nokkur ljóða bókarinnar Þu-in og Þú-in tvö og Ullarböndin euk þess sem leikin er upptaka Stefaníu á hennar eigi flutningi á ljóðinu Úthöf á himni. Umsjónarmaður: jórunn Sigurðardóttir
1/25/20210
Episode Artwork

Orð um sigurljóð, sanna skáldsögu og fyrstu ljóðabók

Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni rætt við nýja vörslumanneskju ljóðstafs Jóns úr Vör en 21. janúar var tilkynnt að Þórdís Helgadóttir hefði hlotið ljóðastaf Jóns úr Vör árið 2021 fyrir ljóð sitt Fasaskipti. Í þættinum heyrist Þórdís flytja ljóðið við hátíðlega athöfn í salnum 21/1 síðastliðinn, einnig er rætt við Þórdísi um ljóðið og líf skáldsins. Einnig heyrist frumflutningur lags Ingibjargar Ýrar Skarphéðinsdóttur við ljóðið Desember eftir Jón úr Vör. Þá er rætt við Ásdísi Höllu Bragadóttur um nýja bók hennar, skáldsöguna Ein og Ásdís Halla les bláupphaf sögunnar. Að lokum er á dagskrá þáttarins viðtal við Stefaníu Dóttur Páls um ljóðabók hennar Blýhjarta. Stefaníu les nokkur ljóða bókarinnar Þu-in og Þú-in tvö og Ullarböndin euk þess sem leikin er upptaka Stefaníu á hennar eigi flutningi á ljóðinu Úthöf á himni. Umsjónarmaður: jórunn Sigurðardóttir
1/25/202155 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Orð um bóksölu, Hundagerðið og ljóð á nýársdag

Í þættinum heyrist upphaf nýársgjörnings Reykjavíkur Bókmenntaborgar Unesco í Gröndalshús sem kallaður hefur verið Nýársljóð. 1. janúar 2021 lásu fjöldi skálda upp ljóð í stofu Benedikts Gröndals frá sólarupprás til sólarlags og var atburðinum streymt á facebooksíðu bókmenntaborgar. Í þættinum heyrðist fyrsta ljóðskáld dagskrárinnar, Kristin Ómarsdóttir flytja ljóð eftir sig í minningu halldoru Thoroddsen sem lést á nýliðnu ári sem og ljóðið Nýársdágur. Þá var í þættinum hlaupið á sölutölum bóka á síðusta ári en talsverð aukning varð á sölu bóka bæði hér heima og í útlöndum. Í framhaldi af því var rætt við Áslaugu Óttarsdóttur bókavörð um hennar eftirlætisbækur frá síðasta ári. Þættinum lauk svo á viðtali við Erlu E. Völudóttur en nýlega kom út þýðing hennar á nýjustu skáldsögu finnska rithöfundarins sofi Oksanen og heitir bókin Hundagerðið. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
1/18/20210
Episode Artwork

Orð um bóksölu, Hundagerðið og ljóð á nýársdag

Í þættinum heyrist upphaf nýársgjörnings Reykjavíkur Bókmenntaborgar Unesco í Gröndalshús sem kallaður hefur verið Nýársljóð. 1. janúar 2021 lásu fjöldi skálda upp ljóð í stofu Benedikts Gröndals frá sólarupprás til sólarlags og var atburðinum streymt á facebooksíðu bókmenntaborgar. Í þættinum heyrðist fyrsta ljóðskáld dagskrárinnar, Kristin Ómarsdóttir flytja ljóð eftir sig í minningu halldoru Thoroddsen sem lést á nýliðnu ári sem og ljóðið Nýársdágur. Þá var í þættinum hlaupið á sölutölum bóka á síðusta ári en talsverð aukning varð á sölu bóka bæði hér heima og í útlöndum. Í framhaldi af því var rætt við Áslaugu Óttarsdóttur bókavörð um hennar eftirlætisbækur frá síðasta ári. Þættinum lauk svo á viðtali við Erlu E. Völudóttur en nýlega kom út þýðing hennar á nýjustu skáldsögu finnska rithöfundarins sofi Oksanen og heitir bókin Hundagerðið. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
1/18/202153 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Orð um nokkrar áhugaverðar erlendar bækur ársins 2020

Í síðari þætti endurlits til nýliðins árs í þættinum orð um bækur eru á dagskrá áhugaverðar erlendar bækur. Tvær þeirra hefur Ísak Harðarson þegar þýtt, annars vegar skáldsöguna Eldum björn eftir Mikael Niemi og hins vegar Sumarbókin eftir Tove Janson. Rætt er við Ísak um bækurnar og um þýðingar almennt. Þátturinn hefst hins vegar á umfjöllun um skáldsöguna Girl, Women, Other eftir Bernadine Evaristo sem fékk Bookerverðlaunin árið 2019 og náði í kjölfarið miklum vinsældum og hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál. þáttastórnandi segir frá bókinni og það heyrist í höfundinum í rafrænu viðtali í tengslum við bókmenntahátíðina í Edinborg árið 2020. Lesari: Eva Rún Þorgeirsdóttir
1/11/20210
Episode Artwork

Orð um nokkrar áhugaverðar erlendar bækur ársins 2020

Í síðari þætti endurlits til nýliðins árs í þættinum orð um bækur eru á dagskrá áhugaverðar erlendar bækur. Tvær þeirra hefur Ísak Harðarson þegar þýtt, annars vegar skáldsöguna Eldum björn eftir Mikael Niemi og hins vegar Sumarbókin eftir Tove Janson. Rætt er við Ísak um bækurnar og um þýðingar almennt. Þátturinn hefst hins vegar á umfjöllun um skáldsöguna Girl, Women, Other eftir Bernadine Evaristo sem fékk Bookerverðlaunin árið 2019 og náði í kjölfarið miklum vinsældum og hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál. þáttastórnandi segir frá bókinni og það heyrist í höfundinum í rafrænu viðtali í tengslum við bókmenntahátíðina í Edinborg árið 2020. Lesari: Eva Rún Þorgeirsdóttir
1/11/202151 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Orð um sérstæðar bækur og alþýðlegar á nýliðnu ári

Í þessum fyrsta þætti ársins 2021 eru ryfjuð upp umfjöllun um tvær bækur frá síðasta ári. Annars vegar er hér á ferðinni ein af fyrstu útgáfubókum ársins 2020, Árstíðir eftir Karítas Hrundar Pálsdóttur. Árstíðir er safn stuttra sagna sem einkum eru hugsaðar fyrir þá sem eru að læra íslensku og langar til að lesa áhugaverða bók sem ekki er allt of flókin en heldur ekki einfeldingsleg og býður upp á kynni við ýmislegt það sem áhugavert er og sérstakt í íslenskri hversdagsmenningu. Höfundurinn les upp úr bóki í útgáfuhófinu auk þess sem heyrist í Einari Kára Jóhannssyni einum að eigendum Unu útgáfu sem gefur út. Þá er í þættinum endurtekin samræða um vinsælustu bækurnar á Íslandi nefnilega glæpasöguna, en um hásumar 2020 ræddu þau katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur og forsætisráðherra, Lilja Sigurðardótttir glæpasagnahöfundur og Pétur Már Ólafsson útgefandi um eðli og inntak sem og viðtökur glæpasagna. Þættinum lýkur svo með tali og tónum afar fámenns útgáfuboðs nýrrar og endurbættrar útgáfu bókainnar Látra-Björg eftir Helga Jónsson. Þar heyrðist Ragnheiður Ólafsdóttir kveða tvær vísur Bjargar og Aðalsteinn Eyþjórsson fór með galdur. Einnig heyrðist í ritstjóra endurútgáfunnar Hermanni Stefánssyni og nokkrir tónar frá strengjakvartett Reykjavík Barokk hópsins sem lék largoþátt strengjakvartetts í a moll, op. 3 nr 3 eftir 18. aldar tónskáldið Magdalenu Lombardini Sirmen. Þá heyrast stutt viðtöl við Hermann, Heimi Frey Hlöðversson og Ólöfu Sigursveinsdóttur.
1/4/20210
Episode Artwork

Orð um sérstæðar bækur og alþýðlegar á nýliðnu ári

Í þessum fyrsta þætti ársins 2021 eru ryfjuð upp umfjöllun um tvær bækur frá síðasta ári. Annars vegar er hér á ferðinni ein af fyrstu útgáfubókum ársins 2020, Árstíðir eftir Karítas Hrundar Pálsdóttur. Árstíðir er safn stuttra sagna sem einkum eru hugsaðar fyrir þá sem eru að læra íslensku og langar til að lesa áhugaverða bók sem ekki er allt of flókin en heldur ekki einfeldingsleg og býður upp á kynni við ýmislegt það sem áhugavert er og sérstakt í íslenskri hversdagsmenningu. Höfundurinn les upp úr bóki í útgáfuhófinu auk þess sem heyrist í Einari Kára Jóhannssyni einum að eigendum Unu útgáfu sem gefur út. Þá er í þættinum endurtekin samræða um vinsælustu bækurnar á Íslandi nefnilega glæpasöguna, en um hásumar 2020 ræddu þau katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur og forsætisráðherra, Lilja Sigurðardótttir glæpasagnahöfundur og Pétur Már Ólafsson útgefandi um eðli og inntak sem og viðtökur glæpasagna. Þættinum lýkur svo með tali og tónum afar fámenns útgáfuboðs nýrrar og endurbættrar útgáfu bókainnar Látra-Björg eftir Helga Jónsson. Þar heyrðist Ragnheiður Ólafsdóttir kveða tvær vísur Bjargar og Aðalsteinn Eyþjórsson fór með galdur. Einnig heyrðist í ritstjóra endurútgáfunnar Hermanni Stefánssyni og nokkrir tónar frá strengjakvartett Reykjavík Barokk hópsins sem lék largoþátt strengjakvartetts í a moll, op. 3 nr 3 eftir 18. aldar tónskáldið Magdalenu Lombardini Sirmen. Þá heyrast stutt viðtöl við Hermann, Heimi Frey Hlöðversson og Ólöfu Sigursveinsdóttur.
1/4/202150 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Orð um bókmenntir og útvarp fyrir 90 árum og nú

Í tilefni að því að 90 ár eru liðin frá fyrstu reglulegu útsendingu íslensks Ríkisútvarps sem þá var kalla Útvarpsstöð Íslands í Reykjavík er litið til vennsla útvarpsins og bókmenntanna í upphafi þessarar vegferðar. Í því samhengi les Stefán Eiríksson útvarpsstjóri brot úr fyrsta erindinu sem flutt var í útvarpið, sem Sigurður Nordal flutti og nefndi Útvarpið og bækurnar en engin upptaka er til á flutningi Sigurðar. Einnig eru lesin brot úr hugleiðingum annsrs vegar Helga Hjörvars og hins vegar Alexanders Jóhannessonar um íslenskt útvarp en þeir voru báðir í fyrsta útvarpsráðinu. Einnig heyrarst upphafstónar Gotneskrar svítu eftir León Boällman. Haukur Guðlaugsson leikur á orgel Egilsstaðakirkju árið 1976 sem og upphaf ævintýrisins Þegar drottningin á Englandi fór í orlof sitt eftir Jónas Hallgrímsson, Hildur Kalman les, upptaka af lakkplötu frá árinu 1930. Þá heyrast í þættinum Guðmundur Friðjónsson frá Sandi flytja ljóð sinn "Nú fölnar lyngbrekku fögur kinn sem og upplestur Huldu, Unnar Benediktsdóttur Bjarklind á lokaerendi ljóðs hennar Morgunljóð, hvort tveggja afrit af lakkplötum frá árinu 1942. Þá heyrist Steinn Steinar lesa ljóð sitt Kolumbus. í síðari hluta þáttarins má heyra brot úr upptöku af streymisútsendingu frá alþjóðlegri ljóðahátíð, Suttungi, sem fram fór á alnetinu 12/12 2020. Þar heyrist í ítalska ljóðskáldinu alessandro Burbank, Brynjólfi Þorsteinssyni sem les úr bók sinni Sonur grafarans, Angela Rawlings flytur ljóði Jöklar, Luke Allan flytur nokkur ljóð og Brynjar Gunnarsson og Kristín Ómarsdóttir hvort sitt ljóðið. Að lokum er rætt við driffjöður hátíðarinnar Ástu Fanneyju Sigurðardóttur. Lesrar í þættinum: Stefán Eiríksson, Björn Þór Sigbjörnsson og Gunnar Hansson.
12/21/20200
Episode Artwork

Orð um bókmenntir og útvarp fyrir 90 árum og nú

Í tilefni að því að 90 ár eru liðin frá fyrstu reglulegu útsendingu íslensks Ríkisútvarps sem þá var kalla Útvarpsstöð Íslands í Reykjavík er litið til vennsla útvarpsins og bókmenntanna í upphafi þessarar vegferðar. Í því samhengi les Stefán Eiríksson útvarpsstjóri brot úr fyrsta erindinu sem flutt var í útvarpið, sem Sigurður Nordal flutti og nefndi Útvarpið og bækurnar en engin upptaka er til á flutningi Sigurðar. Einnig eru lesin brot úr hugleiðingum annsrs vegar Helga Hjörvars og hins vegar Alexanders Jóhannessonar um íslenskt útvarp en þeir voru báðir í fyrsta útvarpsráðinu. Einnig heyrarst upphafstónar Gotneskrar svítu eftir León Boällman. Haukur Guðlaugsson leikur á orgel Egilsstaðakirkju árið 1976 sem og upphaf ævintýrisins Þegar drottningin á Englandi fór í orlof sitt eftir Jónas Hallgrímsson, Hildur Kalman les, upptaka af lakkplötu frá árinu 1930. Þá heyrast í þættinum Guðmundur Friðjónsson frá Sandi flytja ljóð sinn "Nú fölnar lyngbrekku fögur kinn sem og upplestur Huldu, Unnar Benediktsdóttur Bjarklind á lokaerendi ljóðs hennar Morgunljóð, hvort tveggja afrit af lakkplötum frá árinu 1942. Þá heyrist Steinn Steinar lesa ljóð sitt Kolumbus. í síðari hluta þáttarins má heyra brot úr upptöku af streymisútsendingu frá alþjóðlegri ljóðahátíð, Suttungi, sem fram fór á alnetinu 12/12 2020. Þar heyrist í ítalska ljóðskáldinu alessandro Burbank, Brynjólfi Þorsteinssyni sem les úr bók sinni Sonur grafarans, Angela Rawlings flytur ljóði Jöklar, Luke Allan flytur nokkur ljóð og Brynjar Gunnarsson og Kristín Ómarsdóttir hvort sitt ljóðið. Að lokum er rætt við driffjöður hátíðarinnar Ástu Fanneyju Sigurðardóttur. Lesrar í þættinum: Stefán Eiríksson, Björn Þór Sigbjörnsson og Gunnar Hansson.
12/21/202053 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Orð um barnabækur

Í þættinum mæta í bókaspjall rithöfundarnir Ævar Þór Benediktsson, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir sem undanfarna tvo áratugi hafa einbeitt sér að því að skrifa bækur fyrir börn. Þau segja frá því hvernig þau byrjuðu að skrifa fyrir börn, hvað þau skrifa um, hvað er erfitt og hvað skemmtilegt við þeirra starf auk þess sem þau segja frá nýútkomnum bókum sínum sem í sumum tilvikum eru fleiri en ein og fleiri en tvær bara á yfirstandandi ári. Þau lesa líka úr bókunum Ævar Þór les úr skáldsögu sinn Þín eigin undirdjúp, Kristín Helga les úr Fíasól og furðusaga um krakka með kött í maga og Bergrún Íris les úr lofsöng sínum til bókarinnar en sú bók heitir Töfralandið. Áður en spjallið hefst er rætt við Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur um nýja skáldsögu hennar Nornasaga 2 Nýársnótt.
12/14/20200
Episode Artwork

Orð um barnabækur

Í þættinum mæta í bókaspjall rithöfundarnir Ævar Þór Benediktsson, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir sem undanfarna tvo áratugi hafa einbeitt sér að því að skrifa bækur fyrir börn. Þau segja frá því hvernig þau byrjuðu að skrifa fyrir börn, hvað þau skrifa um, hvað er erfitt og hvað skemmtilegt við þeirra starf auk þess sem þau segja frá nýútkomnum bókum sínum sem í sumum tilvikum eru fleiri en ein og fleiri en tvær bara á yfirstandandi ári. Þau lesa líka úr bókunum Ævar Þór les úr skáldsögu sinn Þín eigin undirdjúp, Kristín Helga les úr Fíasól og furðusaga um krakka með kött í maga og Bergrún Íris les úr lofsöng sínum til bókarinnar en sú bók heitir Töfralandið. Áður en spjallið hefst er rætt við Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur um nýja skáldsögu hennar Nornasaga 2 Nýársnótt.
12/14/202054 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Orð um ást og eyðileggingu, börn og jörð

Í þættinum er að þessu sinni rætt við tvær skádkonur. Annars vegar við Helen Cova sem fæddist í Venesúela en hefur síðan ferðast um heiminn og er nú sest að á Íslandi. Helen er ein af fjölmörgurm íslenskum rithöfundum sem skrifa skáldskap sinn ekki á íslensku og sendi nýlega frá sér örsagnasafnið Sjálfsát. Að éta sjálfan sig í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur. Rætt er við helen og Þórhildur Ólafsdóttir les tvær örsögur: Sveðjan og Geimfari. Í þættinum er svo líka rætt við Sigríði Hagalín Björnsdóttur sem fydrir stuttu sendi frá sér sína þriðju skáldsögu sem heitir Eldarnir og fjallar um elda bæða innra með manneskjunni og iðrum jarðar. Þá er minnst á þau gleðilegu tíðindi að í síðustu viku var harðspjaldabók með myndum eftir Áslaugu Jónsdóttur tilnend til Fjöruverðlaunanna. Sagt er lítillega frá bókinni og minnt á mikilvægi bóka fyrir yngsu bókaormana. Áslaug les örlítið bort úr texta bókarinnar, upptaka af youTube myndbandi.
12/7/20200
Episode Artwork

Orð um ást og eyðileggingu, börn og jörð

Í þættinum er að þessu sinni rætt við tvær skádkonur. Annars vegar við Helen Cova sem fæddist í Venesúela en hefur síðan ferðast um heiminn og er nú sest að á Íslandi. Helen er ein af fjölmörgurm íslenskum rithöfundum sem skrifa skáldskap sinn ekki á íslensku og sendi nýlega frá sér örsagnasafnið Sjálfsát. Að éta sjálfan sig í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur. Rætt er við helen og Þórhildur Ólafsdóttir les tvær örsögur: Sveðjan og Geimfari. Í þættinum er svo líka rætt við Sigríði Hagalín Björnsdóttur sem fydrir stuttu sendi frá sér sína þriðju skáldsögu sem heitir Eldarnir og fjallar um elda bæða innra með manneskjunni og iðrum jarðar. Þá er minnst á þau gleðilegu tíðindi að í síðustu viku var harðspjaldabók með myndum eftir Áslaugu Jónsdóttur tilnend til Fjöruverðlaunanna. Sagt er lítillega frá bókinni og minnt á mikilvægi bóka fyrir yngsu bókaormana. Áslaug les örlítið bort úr texta bókarinnar, upptaka af youTube myndbandi.
12/7/202051 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Orð um bókaumfjöllun á netinu, ljóð um tungumál og sögu ljóðelska konu

Í þættinum er vafrað á milli streyma á netinu þar sem jólabækurnar eru kynntar. Í þessari samantekt heyrist í Önnu Jóu sem les upp úr bók sinni Hamir í Hannesarholti; í Sverri Norland í streymi bókmenntaumræðna Reykjavíkur Bókmenntaborgar sem í ár koma í staðinn fyrir bókamessu bókmenntaborgarinnar. Það heyrist brot úr samtali Sverris við Ólaf Jóhann Ólafsson um skáldsögu hans Snerting og við Sólveigu Pálsdóttur um bók hennar Klettaborg. Þá heyrist frá streymi Svikaskálda úr Gröndalshúsi frá 19. nóvember síðastliðnum. Kynnir var var Þóra Hjörleifsdóttir og það heyrðist í Arndísi Lóu Magnúsdóttur sem kynnti sína fyrstu bók Taugaboð á háspennulínu; Vigdís Hafliðadóttir las fyrst 3 ljóð bókarinnar. Einnig heyrðiist brot úr í bókabílvarpi Sölku þar sem höfundar sátu í sófa innan við glugga verslunar Sölku. Hér heyrðist Freyr Eyjólfsson ræða við höfunda bókarinnar Vertu þú, þær Ingileif Friðriksdóttur og Maríu Rut Hjörleifsdóttur. Að lokum var rætt við Dögg Hjaltalín annan eiganda bókaútgáfunnar Sölku. Þá er í þættinum rætt við Arndísi Lóu Magnúsdóttur um bók hennar Taugaboð á háspennulínu og Vigdís Hafliðadóttir les nokkur ljóð úr bókinni sem Una útgáfu hefur einnig gefið út sem hljóðbók. Að lokum er rætt við Hlín Agnarsdóttur um nýja skáldsögu hennar Hilduleika og Hlín les tvö stutt brot úr bókinni.
11/30/20200
Episode Artwork

Orð um bókaumfjöllun á netinu, ljóð um tungumál og sögu ljóðelska konu

Í þættinum er vafrað á milli streyma á netinu þar sem jólabækurnar eru kynntar. Í þessari samantekt heyrist í Önnu Jóu sem les upp úr bók sinni Hamir í Hannesarholti; í Sverri Norland í streymi bókmenntaumræðna Reykjavíkur Bókmenntaborgar sem í ár koma í staðinn fyrir bókamessu bókmenntaborgarinnar. Það heyrist brot úr samtali Sverris við Ólaf Jóhann Ólafsson um skáldsögu hans Snerting og við Sólveigu Pálsdóttur um bók hennar Klettaborg. Þá heyrist frá streymi Svikaskálda úr Gröndalshúsi frá 19. nóvember síðastliðnum. Kynnir var var Þóra Hjörleifsdóttir og það heyrðist í Arndísi Lóu Magnúsdóttur sem kynnti sína fyrstu bók Taugaboð á háspennulínu; Vigdís Hafliðadóttir las fyrst 3 ljóð bókarinnar. Einnig heyrðiist brot úr í bókabílvarpi Sölku þar sem höfundar sátu í sófa innan við glugga verslunar Sölku. Hér heyrðist Freyr Eyjólfsson ræða við höfunda bókarinnar Vertu þú, þær Ingileif Friðriksdóttur og Maríu Rut Hjörleifsdóttur. Að lokum var rætt við Dögg Hjaltalín annan eiganda bókaútgáfunnar Sölku. Þá er í þættinum rætt við Arndísi Lóu Magnúsdóttur um bók hennar Taugaboð á háspennulínu og Vigdís Hafliðadóttir les nokkur ljóð úr bókinni sem Una útgáfu hefur einnig gefið út sem hljóðbók. Að lokum er rætt við Hlín Agnarsdóttur um nýja skáldsögu hennar Hilduleika og Hlín les tvö stutt brot úr bókinni.
11/30/202053 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Orð um ljóð og bestu skáldsöguna á ensku árið 2020

Í þættinum er að þessu sinni boðið til ljóðafundar með fjórum ljóðskáldum. Þetta eru þau Dagur Hjartarson sem nýlega sendi frá sér fjórðu ljóðabók sína, Fjölskyldulíf á jörðinni, Einar Már Guðmundsson en þrjár fyrstu ljóðabækur hans sem komu út árið 1980 -1982 (Er einhver í kórónafötum hér inni, Sendisveinninn er einmana og Róbinsona Krúsó snýr aftur), einnig mæta á ljóðafund þær Sigrún Björnsdóttir en ný ljóðabók hennar og sú fjórða í röðinni heitir Loftskeyti, ljóðskáldið Sigurbjörg Þrastardóttir sendir hins vegar frá sér sagnasafn að þessu sinni, örsagnasafnið Mæður Geimfara. Undir lok þáttar segir svo Fríða Ísberg frá velþykkri skáldsögu sem fékk ManBooker verðlaunin í síðustu viku. Shuggie Bain heitir bókin og er frumraun hins skoska Douglas Stewart. Lesari í þættinum er Tómas Ævar Ólafsson
11/23/20200
Episode Artwork

Orð um ljóð og bestu skáldsöguna á ensku árið 2020

Í þættinum er að þessu sinni boðið til ljóðafundar með fjórum ljóðskáldum. Þetta eru þau Dagur Hjartarson sem nýlega sendi frá sér fjórðu ljóðabók sína, Fjölskyldulíf á jörðinni, Einar Már Guðmundsson en þrjár fyrstu ljóðabækur hans sem komu út árið 1980 -1982 (Er einhver í kórónafötum hér inni, Sendisveinninn er einmana og Róbinsona Krúsó snýr aftur), einnig mæta á ljóðafund þær Sigrún Björnsdóttir en ný ljóðabók hennar og sú fjórða í röðinni heitir Loftskeyti, ljóðskáldið Sigurbjörg Þrastardóttir sendir hins vegar frá sér sagnasafn að þessu sinni, örsagnasafnið Mæður Geimfara. Undir lok þáttar segir svo Fríða Ísberg frá velþykkri skáldsögu sem fékk ManBooker verðlaunin í síðustu viku. Shuggie Bain heitir bókin og er frumraun hins skoska Douglas Stewart. Lesari í þættinum er Tómas Ævar Ólafsson
11/23/202054 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Orð um hetjur á ólíkum tímum og um bestu bækurnar á ensku árið 2020

Þar sem frumflutningur þáttarins ber upp á 16. nóvember 2020 hefst þátturinn á ljóði eftir afmælisbarn dagsins, Jónas Hallgrímsson. Sigurður Skúlason leikari les ljóðið Einbúinn. Upptaka úr safni frá árinu 2016. Þá er í þættinum rætt við Kristínu Svövu Tómasdóttur um nýja ljóðabók hennar Hetjusögur og les Kristín nokkur ljóð úr bókinni. Einnig er rætt við Yrsu Þöll Gylfadóttur um nýútkomna skáldsögu hennar Strendingar; Fjölskyldulíf í 7 töktum og Yrsa les 2 brot úr texta bókarinnar. Að lokum flytur Fríða Ísberg annan pistil sinn af þremur um Man Booker verðlaunin árið 2020.
11/16/20200
Episode Artwork

Orð um hetjur á ólíkum tímum og um bestu bækurnar á ensku árið 2020

Þar sem frumflutningur þáttarins ber upp á 16. nóvember 2020 hefst þátturinn á ljóði eftir afmælisbarn dagsins, Jónas Hallgrímsson. Sigurður Skúlason leikari les ljóðið Einbúinn. Upptaka úr safni frá árinu 2016. Þá er í þættinum rætt við Kristínu Svövu Tómasdóttur um nýja ljóðabók hennar Hetjusögur og les Kristín nokkur ljóð úr bókinni. Einnig er rætt við Yrsu Þöll Gylfadóttur um nýútkomna skáldsögu hennar Strendingar; Fjölskyldulíf í 7 töktum og Yrsa les 2 brot úr texta bókarinnar. Að lokum flytur Fríða Ísberg annan pistil sinn af þremur um Man Booker verðlaunin árið 2020.
11/16/202053 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Orð um hamingju og trega, hvunndag og barokk og Man Booker 2020

Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni rætt við Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur um nýja ljóðabók hennar Vél og Steinunn les ljóðin:Marianique;Vá; Veisla Napólerons þriðja til heiðurs Jóseppi keisara, Simone de Beauvoir og Stuð. Einnig er í þættinum rætt við Jón Kalman Stefánsson um nýja skáldsögu hans Fjarvera þín er myrkur. Að lokum flytur ljóðskáldið Fríða Ísberg fyrsta pistil sinn af þremur um Man Booker verðlaunin árið 2020 en verðlaunin verða afhent þann 19. nóvember næstkomandi.
11/9/20200
Episode Artwork

Orð um hamingju og trega, hvunndag og barokk og Man Booker 2020

Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni rætt við Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur um nýja ljóðabók hennar Vél og Steinunn les ljóðin:Marianique;Vá; Veisla Napólerons þriðja til heiðurs Jóseppi keisara, Simone de Beauvoir og Stuð. Einnig er í þættinum rætt við Jón Kalman Stefánsson um nýja skáldsögu hans Fjarvera þín er myrkur. Að lokum flytur ljóðskáldið Fríða Ísberg fyrsta pistil sinn af þremur um Man Booker verðlaunin árið 2020 en verðlaunin verða afhent þann 19. nóvember næstkomandi.
11/9/202052 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Orð um íhugul ljóð, harmglettnar smásögur og Látrabjörgu

Í þættinum verður sagt frá endurútgáfu bókar Helga Jónssonar um Látrabjörgu sem kom út árið 1949 og það heyrast brot úr upptöku sem gerð var í rafrænum útgáfuföguði bókarinnar. Þar kvað Ragnheiður Ólafsdóttir tvær af vísum Bjargar og Aðalsteinn Eyþjórsson fór með galdur. Einnig heyrðist í ritstjóra endurútgáfunnar Hermanni Stefánssyni og nokkrir tónar frá strengjakvartett Reykjavík Barokk hópsins sem lék largoþátt strengjakvartetts í a moll, op. 3 nr 3 eftir 18. aldar tónskáldið Magdalenu Lombardini Sirmen. Þáheyrast stutt viðtöl við Hermann, Heimi Frey Hlöðversson og Ólöfu Sigursveinsdóttur. Þá er í þættinum rætt við Mariu Ramos um nýja ljóðabók hennar Havana og við Kristján Hrafn Guðmundsson um nýtt smásagnasafn hans Þrír skilnaðir og jarðarför.
11/2/20200
Episode Artwork

Orð um íhugul ljóð, harmglettnar smásögur og Látrabjörgu

Í þættinum verður sagt frá endurútgáfu bókar Helga Jónssonar um Látrabjörgu sem kom út árið 1949 og það heyrast brot úr upptöku sem gerð var í rafrænum útgáfuföguði bókarinnar. Þar kvað Ragnheiður Ólafsdóttir tvær af vísum Bjargar og Aðalsteinn Eyþjórsson fór með galdur. Einnig heyrðist í ritstjóra endurútgáfunnar Hermanni Stefánssyni og nokkrir tónar frá strengjakvartett Reykjavík Barokk hópsins sem lék largoþátt strengjakvartetts í a moll, op. 3 nr 3 eftir 18. aldar tónskáldið Magdalenu Lombardini Sirmen. Þáheyrast stutt viðtöl við Hermann, Heimi Frey Hlöðversson og Ólöfu Sigursveinsdóttur. Þá er í þættinum rætt við Mariu Ramos um nýja ljóðabók hennar Havana og við Kristján Hrafn Guðmundsson um nýtt smásagnasafn hans Þrír skilnaðir og jarðarför.
11/2/202051 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Orð um ævintýrabækur og goðsögur, sem og um ást og missi

Í þættinum er sagt frá hvorki fleiri né færri en sex bókum sem tilnefndar eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2020 en verðlaunin verða afhent 24. október næstkomandi. Sagt er frá eftirtöldum bókum í þættinum. Ljóðabókinni När vändkrets läggs mot vändkrets eftir hina álensku Mikaelu Nyman og skáldsöguna Ekki fyrr en tá eftir Færeyinginn Oddríð Marni Rassmussen sem báðar eru tilnefndar til inna gamalgrónu Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þá er sagt frá eftirfrandi bókum sem tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en það eru Orpilissat nunarsuarmi kusanarnersaat eða hHeimsins fegursta jólatréð eftir hinn grænlenska Juaaka Lyberth og Maju-Lisu Kehlet; Loftar tú mér eða Grípurðu mig eftir Rakel Helmsdal; Guovssu Guovssahasat eða Norðurljósin hans Guovssu eftir Anne buljo með myndum eftir Ingu-Wiktoriu Påve og að síðustu einnig skáldsöguni Segraren eða Sigurvegarinn eftir Karinu Erlnadsson sem tilnefnd er af Álandseyjum. Sagt er lítilllega frá öllum þessum verkum og höfundum þeirra og lesin brot úr sumum þeirra í snörun umsjónarmanns. Undir lok þáttar er svo spáð ögn í hve bókanna 27 sem tilnefndar eru annars vegar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hins vegar til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en 13 verk eru tilnefnd til þeirra fyrrnefndu og 14 til þeirra síðarnefndu. Lesarar í þættinum eru Leifur Hauksson og Þórhildur Ólafsdóttir
10/24/20200
Episode Artwork

Orð um ævintýrabækur og goðsögur, sem og um ást og missi

Í þættinum er sagt frá hvorki fleiri né færri en sex bókum sem tilnefndar eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2020 en verðlaunin verða afhent 24. október næstkomandi. Sagt er frá eftirtöldum bókum í þættinum. Ljóðabókinni När vändkrets läggs mot vändkrets eftir hina álensku Mikaelu Nyman og skáldsöguna Ekki fyrr en tá eftir Færeyinginn Oddríð Marni Rassmussen sem báðar eru tilnefndar til inna gamalgrónu Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þá er sagt frá eftirfrandi bókum sem tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en það eru Orpilissat nunarsuarmi kusanarnersaat eða hHeimsins fegursta jólatréð eftir hinn grænlenska Juaaka Lyberth og Maju-Lisu Kehlet; Loftar tú mér eða Grípurðu mig eftir Rakel Helmsdal; Guovssu Guovssahasat eða Norðurljósin hans Guovssu eftir Anne buljo með myndum eftir Ingu-Wiktoriu Påve og að síðustu einnig skáldsöguni Segraren eða Sigurvegarinn eftir Karinu Erlnadsson sem tilnefnd er af Álandseyjum. Sagt er lítilllega frá öllum þessum verkum og höfundum þeirra og lesin brot úr sumum þeirra í snörun umsjónarmanns. Undir lok þáttar er svo spáð ögn í hve bókanna 27 sem tilnefndar eru annars vegar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hins vegar til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en 13 verk eru tilnefnd til þeirra fyrrnefndu og 14 til þeirra síðarnefndu. Lesarar í þættinum eru Leifur Hauksson og Þórhildur Ólafsdóttir
10/24/202053 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Orð um bækur um áföll og voðaverk og bækur um ferðalög í tíma og rúmi

Í þættinum er rætt við ljóðaskáldin Anton Helga Jónsson sem nýlega sendi frá sér ljóðabókina handbók um ómerktar gönguleiðir og Björgu Björnsdóttur sem á dögunum sendi frá sér sína fyrstu bók Árhringur. Þá er í þættinum fjallað um tilnefningar Finna til Bókmenntaverðalaun Norðurlandaráðs en það eru bækurnar Ihmettä Kaikki - Allt er undur eftir Juha Ihtkonen og Vem dödade bambi (Hver drap bamba) eftir Moniku Fagerholm. Sagt er frá þessum bókum báðum, lesin brot úr texta þeirra og sagt lítillega frá höfundunum.
10/17/20200
Episode Artwork

Orð um bækur um áföll og voðaverk og bækur um ferðalög í tíma og rúmi

Í þættinum er rætt við ljóðaskáldin Anton Helga Jónsson sem nýlega sendi frá sér ljóðabókina handbók um ómerktar gönguleiðir og Björgu Björnsdóttur sem á dögunum sendi frá sér sína fyrstu bók Árhringur. Þá er í þættinum fjallað um tilnefningar Finna til Bókmenntaverðalaun Norðurlandaráðs en það eru bækurnar Ihmettä Kaikki - Allt er undur eftir Juha Ihtkonen og Vem dödade bambi (Hver drap bamba) eftir Moniku Fagerholm. Sagt er frá þessum bókum báðum, lesin brot úr texta þeirra og sagt lítillega frá höfundunum.
10/17/202056 minutes
Episode Artwork

Orð um bækur um ósegjanlega hluti, grát, hlátur og skrítin orð

Í þættinum er rifjaður upp ferill Svövu Jakobsdóttur sem hefði orðið 90. ára 4. október síðastliðinn og gerð tilraun til að huga að samhengi í bókmenntasögunni. Rætt við Gerði Kristnýju skáld um verk Svövu og um nýútkomna barnabók Gerðar Kristnýjar Iðunn og afi pönk. Þá er í þættinum sagt frá tilnefningum Norðmanna til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem eru bækurnar Når er jeg gammel nok till å skyte faren min? (Hvenær verð ég nógu gamall til að skjóta pabba minn) eftir Åse Ombustvedt og Draumar betyr ingenting (Draumar hafa enga merkingu) eftir Ane Barmen. Einnig sagt frá tilnefningu samíska málsvæðisins til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, ljóðabókinni Såle eða Il eftir Niilas Holmberg. Lesarar í þættinum eru: Kristján Guðjónsson, Þórhildur Ólafsdóttir og Leifkur Hauksson.
10/10/20200
Episode Artwork

Orð um bækur um ósegjanlega hluti, grát, hlátur og skrítin orð

Í þættinum er rifjaður upp ferill Svövu Jakobsdóttur sem hefði orðið 90. ára 4. október síðastliðinn og gerð tilraun til að huga að samhengi í bókmenntasögunni. Rætt við Gerði Kristnýju skáld um verk Svövu og um nýútkomna barnabók Gerðar Kristnýjar Iðunn og afi pönk. Þá er í þættinum sagt frá tilnefningum Norðmanna til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem eru bækurnar Når er jeg gammel nok till å skyte faren min? (Hvenær verð ég nógu gamall til að skjóta pabba minn) eftir Åse Ombustvedt og Draumar betyr ingenting (Draumar hafa enga merkingu) eftir Ane Barmen. Einnig sagt frá tilnefningu samíska málsvæðisins til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, ljóðabókinni Såle eða Il eftir Niilas Holmberg. Lesarar í þættinum eru: Kristján Guðjónsson, Þórhildur Ólafsdóttir og Leifkur Hauksson.
10/10/202055 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Orð um bækur um sögu mankyns, ást og ofsóknir

Í þættinum er að þessu sinni rætt við Sanhildi Óskarsdóttur miðaldafræðing og rannsóknarprófessor við Stofnun Ána Magnússonar er hún er ásamt Guðrúnu Kvaran, Halga K. Grímssyni og Sverri Tómasson í ritstjórn fornra biblíuþýðinga en fyrstu tvær þýðingarnar komu út nýlega. Þetta eru Júdit annars vegar Makkabear hins vegar en báðar eru þessar bækur aðeins til í einu handriti. Svanhildur ræðir um sögurnar, íslensk handrit þeirra og þýðingarnar. Þá er í þættinum sagt frá tilnefningum Svía til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2020. Halla Þórlaug Óskarsdóttir segir frá unglingabókinni Trettonda sommaren eftir Gabriellu Skoldenberg og þáttastjórnandi segir frá skáldsögunnu Hästpojkarna eftir Johan Ehn. Lesqarar í þættinum eru Leifur Hauksson og Jóhannes Ólafsson.
10/3/20200
Episode Artwork

Orð um bækur um sögu mankyns, ást og ofsóknir

Í þættinum er að þessu sinni rætt við Sanhildi Óskarsdóttur miðaldafræðing og rannsóknarprófessor við Stofnun Ána Magnússonar er hún er ásamt Guðrúnu Kvaran, Halga K. Grímssyni og Sverri Tómasson í ritstjórn fornra biblíuþýðinga en fyrstu tvær þýðingarnar komu út nýlega. Þetta eru Júdit annars vegar Makkabear hins vegar en báðar eru þessar bækur aðeins til í einu handriti. Svanhildur ræðir um sögurnar, íslensk handrit þeirra og þýðingarnar. Þá er í þættinum sagt frá tilnefningum Svía til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2020. Halla Þórlaug Óskarsdóttir segir frá unglingabókinni Trettonda sommaren eftir Gabriellu Skoldenberg og þáttastjórnandi segir frá skáldsögunnu Hästpojkarna eftir Johan Ehn. Lesqarar í þættinum eru Leifur Hauksson og Jóhannes Ólafsson.
10/3/202056 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Orð um stráka sem reyna að finna út úr lífinu og stelpur sem lifa því

Í þættinum Orð um bækur er sagt frá smásagnasafninu Samhengi hlutanna eftir Eygló Jónsdóttur sem kom út snemma í sumar hjá bókaútgáfunni Björt. Eygló les brot úr tveimur sögum og segir frá aðdraganda bókarinnar og skrifum sínum en Eygló hefur áður sent frá sér ljóðabók og barnabók. Þá er í þættinum sagt frá tilnefningum Norðmanna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Sagt er frá skáldsögunni Den goda vennen (Vinurinn góði) eftir Björn Esben Almaas og Vi er fem (Við erum fimm) eftir Matias Feldbakken. Sagt er frá báðum þessum bókum og lítillega frá höfundum þeirra. En báðar sögurnar eru samtímasögur sem fjalla um karlmenn en eru gerólkar í nálgun sinni, frásagnarmáta og samfélagslegri rýni. Lesari: Leifur Hauksson
9/26/20200
Episode Artwork

Orð um stráka sem reyna að finna út úr lífinu og stelpur sem lifa því

Í þættinum Orð um bækur er sagt frá smásagnasafninu Samhengi hlutanna eftir Eygló Jónsdóttur sem kom út snemma í sumar hjá bókaútgáfunni Björt. Eygló les brot úr tveimur sögum og segir frá aðdraganda bókarinnar og skrifum sínum en Eygló hefur áður sent frá sér ljóðabók og barnabók. Þá er í þættinum sagt frá tilnefningum Norðmanna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Sagt er frá skáldsögunni Den goda vennen (Vinurinn góði) eftir Björn Esben Almaas og Vi er fem (Við erum fimm) eftir Matias Feldbakken. Sagt er frá báðum þessum bókum og lítillega frá höfundum þeirra. En báðar sögurnar eru samtímasögur sem fjalla um karlmenn en eru gerólkar í nálgun sinni, frásagnarmáta og samfélagslegri rýni. Lesari: Leifur Hauksson
9/26/202054 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Orð um bækur um lífsins stríð og önnur stríð fyrr og nú

Í þættinum er rætt við Guðrúnu Hannesdóttur ljóðskáld um ljóðbók hennar Spegilsjónir sem kom út síðsumars hjá bókaútgáfunni partus. guðrún les nokkur ljóð úr bókinni, „lúðurhljómur“; „leiðarvísir“; „afsökunarbréf til Jónasar“; „hér“ og titilljóðið „ spegilsjónir“. Einnig er sagt frá tilnefningum Svía til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020 sem eru skáldsagan W eftir Steve Sem-Sandberg sem fjallar um fótgönguliðann Woyseck sem árið 1821 varð ástkonu sinni að bana og síðar dæmdur til að hálshöggvast.Enn þann dga í dag eru réttarskjöl þessa máls aðgengileg og þau notfærði Steve Sem-Sandberg sér við gerð skáldsögu sinnar líkt og þýska leikritaskáldið Georg Büchner gerði við skrif leikrits síns Woyzeck tvö hundruð árum fyrr. Sagt er frá þessum viðamikla þætti fótgönguliðans Woyzecks í mennningarsögunni, einkum þó bók Steves Sem-Sandbergs. Hin bókin sem Svír tilnefna er í raun tvær bækur, tvöföld ljóðabók ljóðskáldsins Johann Jönson marginalia/exterminalia.Í þættinum er rætt við Eirík Örn Norðdahl ljóðskáld sem þekkir vel til sænskrar ljóðlistar og aukin heldur Johan Jönsson. Lesin eru brot úr báðum þessum verkum sem Svíar tilnefna. Lesari: Jóhannes Ólafsson
9/19/20200
Episode Artwork

Orð um bækur um lífsins stríð og önnur stríð fyrr og nú

Í þættinum er rætt við Guðrúnu Hannesdóttur ljóðskáld um ljóðbók hennar Spegilsjónir sem kom út síðsumars hjá bókaútgáfunni partus. guðrún les nokkur ljóð úr bókinni, „lúðurhljómur“; „leiðarvísir“; „afsökunarbréf til Jónasar“; „hér“ og titilljóðið „ spegilsjónir“. Einnig er sagt frá tilnefningum Svía til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020 sem eru skáldsagan W eftir Steve Sem-Sandberg sem fjallar um fótgönguliðann Woyseck sem árið 1821 varð ástkonu sinni að bana og síðar dæmdur til að hálshöggvast.Enn þann dga í dag eru réttarskjöl þessa máls aðgengileg og þau notfærði Steve Sem-Sandberg sér við gerð skáldsögu sinnar líkt og þýska leikritaskáldið Georg Büchner gerði við skrif leikrits síns Woyzeck tvö hundruð árum fyrr. Sagt er frá þessum viðamikla þætti fótgönguliðans Woyzecks í mennningarsögunni, einkum þó bók Steves Sem-Sandbergs. Hin bókin sem Svír tilnefna er í raun tvær bækur, tvöföld ljóðabók ljóðskáldsins Johann Jönson marginalia/exterminalia.Í þættinum er rætt við Eirík Örn Norðdahl ljóðskáld sem þekkir vel til sænskrar ljóðlistar og aukin heldur Johan Jönsson. Lesin eru brot úr báðum þessum verkum sem Svíar tilnefna. Lesari: Jóhannes Ólafsson
9/19/202057 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Orð um myndir og sögur og myndir sem segja sögur

Á hádegi 11/9 var Hörpu opnaður Bókamarkaður félags íslenskra bókaútgefenda sem vegna samkomutakmarkana ekkert varð af á heföbundnum tíma síðastliðið vor. Nú hefru aðeins rýmkast um og húsnæði fékkst í Hörpu. Í upphafi þáttar er rætt við Bryndísi Loftsdóttur framvkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda. Þá er rætt við Sigrúnu Eldjárn rithöfund og myndgeranda um feril hennar en um þessar mundir eru 40 ár liðin frá því fyrsta bók Sigrúnar Allt í plati kom út. Að auki er í þættinum sagt frá tilnefningum Finna til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en Finnar til nefna tvær myndabækur, annars vegar Sorsa Aaltonen ja lent¨misen oireet eftir Veeru Salmi og Matti Pikkujämsä um öndina Aaltonen sem er of hræddur til að geta flogið. Halla Þórlaug Óskarsdóttir segir svo frá bókinni Vi är Lajon, Við er líon eftir Jens Mattsson og Jenny Lucander.
9/12/20200
Episode Artwork

Orð um myndir og sögur og myndir sem segja sögur

Á hádegi 11/9 var Hörpu opnaður Bókamarkaður félags íslenskra bókaútgefenda sem vegna samkomutakmarkana ekkert varð af á heföbundnum tíma síðastliðið vor. Nú hefru aðeins rýmkast um og húsnæði fékkst í Hörpu. Í upphafi þáttar er rætt við Bryndísi Loftsdóttur framvkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda. Þá er rætt við Sigrúnu Eldjárn rithöfund og myndgeranda um feril hennar en um þessar mundir eru 40 ár liðin frá því fyrsta bók Sigrúnar Allt í plati kom út. Að auki er í þættinum sagt frá tilnefningum Finna til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en Finnar til nefna tvær myndabækur, annars vegar Sorsa Aaltonen ja lent¨misen oireet eftir Veeru Salmi og Matti Pikkujämsä um öndina Aaltonen sem er of hræddur til að geta flogið. Halla Þórlaug Óskarsdóttir segir svo frá bókinni Vi är Lajon, Við er líon eftir Jens Mattsson og Jenny Lucander.
9/12/202053 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Orð um ofsa og ofbeldi, tengsl og tjáningu

Í þættinum er sagt frá skáldsögunni Sjálfstýring eftir Guðrúnu Brjánsdóttur sem vann Handritasamkeppni Forlagsins Nýjar raddir 2020. Halla Þórlaug Óskarsdóttir ræðir við Guðrúnu um bókina og skriftir. Þá er í þættinum rætt við Höllu Kjartansdóttur en 1. september kom á markað þýðing hennar á nýjustu bók huldukonunnar Elenu Ferrante Lygalíf fullorðinna. Sagt er lítillega frá bókinni og lesið brot úr henni. Einnig kynntar tilnefningar Dana til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem tilnefna myndaskáldsöguna Min Ojesten eftir Mereta Pryds Helle og myndum eftir helle Vibeke Jensson og myndabókina Ud af det blå eftir Rebeccu Cach-Luristsen og Önnu Margrethe Kjærgaard. Lesarar í þættinum eru Eva Rún Þorgeirsdóttir og Snærós Sindradóttir
9/5/20200
Episode Artwork

Orð um ofsa og ofbeldi, tengsl og tjáningu

Í þættinum er sagt frá skáldsögunni Sjálfstýring eftir Guðrúnu Brjánsdóttur sem vann Handritasamkeppni Forlagsins Nýjar raddir 2020. Halla Þórlaug Óskarsdóttir ræðir við Guðrúnu um bókina og skriftir. Þá er í þættinum rætt við Höllu Kjartansdóttur en 1. september kom á markað þýðing hennar á nýjustu bók huldukonunnar Elenu Ferrante Lygalíf fullorðinna. Sagt er lítillega frá bókinni og lesið brot úr henni. Einnig kynntar tilnefningar Dana til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem tilnefna myndaskáldsöguna Min Ojesten eftir Mereta Pryds Helle og myndum eftir helle Vibeke Jensson og myndabókina Ud af det blå eftir Rebeccu Cach-Luristsen og Önnu Margrethe Kjærgaard. Lesarar í þættinum eru Eva Rún Þorgeirsdóttir og Snærós Sindradóttir
9/5/202053 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Orð um bækur og höfunda á jaðrinum

Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni sagt frá skáldsögunn Girl, Woman, Other eftir breska rithöfundinn Bernadine Evaristo sem ættir að rekja til Nígeríu. En Bernadine Evaristo fékk ásamt kandíska rithöfundinum Margaret Atwood bresku Bookerverðlaunin haustið 2019. Bókin segir sögu tólf svartra kvenna af ólíkum stéttum, menningarlegum uppruna, kynhneigð og svo framvegis. Sagt er frá höfundinum og innhald bókarinnar, sem orðið hefur ægivinsæl í kjölfar eflingar Black Lives Matter hreyfingarinnar á síðustu mánuðum. Þá er í þættinum byrjað að kynna bókmenntaverkin sem tilnefnd eru til Bóikmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Á dagskrá þáttarins að þessu sinni eru tilnefningar Dana, ljóðabókin Yahya Hassan2 eftir Yahya Hassan og skáldsagan HHV FRSHWN - Dödsknaldet í Amazonas eftir Hanne Höjgaard Viemose. Sagt er frá báðum þessum bókum. Nokkur ljóð Yahya Hassans í snörun umsjónarmanns eru lesin og einnig brot úr bók Hanne Höjgaard Viemose. Þá er leikið bort úr viðtali sem þáttastjórnandi átti við rithöfundinn Hanne Höjgaard Viemose árið 2016 í tengslum við skáldsögu hennar Mado. Einnig heyrist í Eiríki Erni Norðdahl sem Eiríkur Guðmundsson ræddi við í Víðsjá í apríl árið 2020 þegar frést hafði að Yahya Hassan hefði fundist látinn á heimili sínu. Í upphafi þáttar heyrist Kristin Ómarsdóttir flytja ljóð sitt Ullarhjarta úr ljóðabókinni ... lokaðu augunum og hugsaðu um mig frá árinu 1998. Upptaka úr rafrænu útgáfuboði í tilefni útgáfu á ljóðasafni Kristínar Ómarsdóttur KÓ í ritstjórn Valgerðar Þórodssdóttur, útgefandi Partus. Lesarar Eva Rún Þorgeirsdóttir og Jóhannes Ólafsson
8/29/20200
Episode Artwork

Orð um bækur og höfunda á jaðrinum

Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni sagt frá skáldsögunn Girl, Woman, Other eftir breska rithöfundinn Bernadine Evaristo sem ættir að rekja til Nígeríu. En Bernadine Evaristo fékk ásamt kandíska rithöfundinum Margaret Atwood bresku Bookerverðlaunin haustið 2019. Bókin segir sögu tólf svartra kvenna af ólíkum stéttum, menningarlegum uppruna, kynhneigð og svo framvegis. Sagt er frá höfundinum og innhald bókarinnar, sem orðið hefur ægivinsæl í kjölfar eflingar Black Lives Matter hreyfingarinnar á síðustu mánuðum. Þá er í þættinum byrjað að kynna bókmenntaverkin sem tilnefnd eru til Bóikmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Á dagskrá þáttarins að þessu sinni eru tilnefningar Dana, ljóðabókin Yahya Hassan2 eftir Yahya Hassan og skáldsagan HHV FRSHWN - Dödsknaldet í Amazonas eftir Hanne Höjgaard Viemose. Sagt er frá báðum þessum bókum. Nokkur ljóð Yahya Hassans í snörun umsjónarmanns eru lesin og einnig brot úr bók Hanne Höjgaard Viemose. Þá er leikið bort úr viðtali sem þáttastjórnandi átti við rithöfundinn Hanne Höjgaard Viemose árið 2016 í tengslum við skáldsögu hennar Mado. Einnig heyrist í Eiríki Erni Norðdahl sem Eiríkur Guðmundsson ræddi við í Víðsjá í apríl árið 2020 þegar frést hafði að Yahya Hassan hefði fundist látinn á heimili sínu. Í upphafi þáttar heyrist Kristin Ómarsdóttir flytja ljóð sitt Ullarhjarta úr ljóðabókinni ... lokaðu augunum og hugsaðu um mig frá árinu 1998. Upptaka úr rafrænu útgáfuboði í tilefni útgáfu á ljóðasafni Kristínar Ómarsdóttur KÓ í ritstjórn Valgerðar Þórodssdóttur, útgefandi Partus. Lesarar Eva Rún Þorgeirsdóttir og Jóhannes Ólafsson
8/29/202053 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Orð um loftslagsbókmenntir

Í þættinum er að þessu sinni sagt frá tveimur skáldsögum norska rithöfundarins Maju Lunde einkum þó Sögu býflugnanna en einnig örlítið rætt um Blá en báðar þessar bækur eru hluti af loftslagsfjórleik höfundarins og hefur Ingunn Ásdísardóttir þýtt þær báðar yfir á íslensku. Þá er í þættinum rætt við Ragnheiði Birgisdóttur sem á síðasta ári skirfaði BA ritgerð í bók menntafræði um loftslagsbreytingabókmenntir. Einnig er sagt frá grein Guðna Elísssonar Ljóðið á tímum loftslagsbreytinga sem birtist í 1. hefti tímarits Hugvísindastofnunar árið 2016 sem fjallaði um loftslagsbreytingar á breiðum fræðilegum grunni. Lesarar í þættinum eru Gunnar Hansson og Fanney Benónýsdóttir
8/1/20200
Episode Artwork

Orð um loftslagsbókmenntir

Í þættinum er að þessu sinni sagt frá tveimur skáldsögum norska rithöfundarins Maju Lunde einkum þó Sögu býflugnanna en einnig örlítið rætt um Blá en báðar þessar bækur eru hluti af loftslagsfjórleik höfundarins og hefur Ingunn Ásdísardóttir þýtt þær báðar yfir á íslensku. Þá er í þættinum rætt við Ragnheiði Birgisdóttur sem á síðasta ári skirfaði BA ritgerð í bók menntafræði um loftslagsbreytingabókmenntir. Einnig er sagt frá grein Guðna Elísssonar Ljóðið á tímum loftslagsbreytinga sem birtist í 1. hefti tímarits Hugvísindastofnunar árið 2016 sem fjallaði um loftslagsbreytingar á breiðum fræðilegum grunni. Lesarar í þættinum eru Gunnar Hansson og Fanney Benónýsdóttir
8/1/202053 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Orð um ljóð í núinu

Í þættinum er rætt við tvær ungar skáldkonur sem nýverið hafa sent frá sér nýjar ljóðabækur. Sjöfn Hauksdóttir sendi í síðasta mánuði frá sér aðra ljóðabók sína Úthverfablús en fyrir tveimur árum hafði hún sent frá sér bókin Ceci n´est pas une ljóðabók. Sjöfn les nokkur ljóð úr báðum bókum og segir frá tilurð bókanna, skrifum og áhrifavöldum. Í þættinum er einnig rætt við Viktoríu Blöndal sem sendi 10. júlí frá sér ljóðabókina 1,5/10,5 sem er fyrsta bók Viktoríu. Í tilefni útgáfunnar var hóf í Gröndalshúsi og í þættinum má heyra brot úr upptöku þaðan auk þess sem rætt er við Viktoríu um ljóðagerð, fágun og bersögli í ljóðum ungra kvenna. Í byrjun þáttar er hins vegar litið inn í ljóðakaffi í Bókakaffinu á Selfossi þar sem sem verðlaunaskáld frá fyrra þari þau Brynjólfur Þorsteinsson og Harpa Rún Kristjánsdóttir lásu óbirt ljóð og skáldnöfnurnar Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir lásu upp úr bókum sínum. Steinunn Arnbjörg úr Fugl/Bupl og Steinunn Sigurðardóttir úr Dimmumót auk þess sem Steinunn las óbirt ljóð sitt Femme fatale
7/18/20200
Episode Artwork

Orð um ljóð í núinu

Í þættinum er rætt við tvær ungar skáldkonur sem nýverið hafa sent frá sér nýjar ljóðabækur. Sjöfn Hauksdóttir sendi í síðasta mánuði frá sér aðra ljóðabók sína Úthverfablús en fyrir tveimur árum hafði hún sent frá sér bókin Ceci n´est pas une ljóðabók. Sjöfn les nokkur ljóð úr báðum bókum og segir frá tilurð bókanna, skrifum og áhrifavöldum. Í þættinum er einnig rætt við Viktoríu Blöndal sem sendi 10. júlí frá sér ljóðabókina 1,5/10,5 sem er fyrsta bók Viktoríu. Í tilefni útgáfunnar var hóf í Gröndalshúsi og í þættinum má heyra brot úr upptöku þaðan auk þess sem rætt er við Viktoríu um ljóðagerð, fágun og bersögli í ljóðum ungra kvenna. Í byrjun þáttar er hins vegar litið inn í ljóðakaffi í Bókakaffinu á Selfossi þar sem sem verðlaunaskáld frá fyrra þari þau Brynjólfur Þorsteinsson og Harpa Rún Kristjánsdóttir lásu óbirt ljóð og skáldnöfnurnar Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir lásu upp úr bókum sínum. Steinunn Arnbjörg úr Fugl/Bupl og Steinunn Sigurðardóttir úr Dimmumót auk þess sem Steinunn las óbirt ljóð sitt Femme fatale
7/18/202057 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Orð um glæpasögur fyrir börn og fyrir fullorðna

Í þættinum er rætt við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur um nýja bók hennar Kennarinn sem hvarf sporlaust en einnig rætt um fyrstu bók Bergrúnar Vinur minn vindurinn (2014) sem nú hefur verið endurútgefin á einni bók með myndabókinni Sumarið góða. Þá ræddi umsjónamaður einnig við Katrínu Jakobsdóttur bókmenntafræðing og forsætisráðherra, Lilju Sigurðardóttur rithöfund og Pétur Má Ólafsson útgefanda um eðli og einkenni glæpasagna, ástæður vinsælda þeirra og framtíðarhorfur.
7/4/20200
Episode Artwork

Orð um glæpasögu um ást, bók um móður og heimsástand og veiru

Í þættinum má heyra Valdimar Tómasson lesa nokkur ljóð úr nýrri bók sinni Veiurfangar og Veraldarharmur og segir frá tilurð hennar. Einnig segir Halla Kjartansdóttir frá fyrstu glæpasögu norska sálfræðingsins Helene Flood Þerapistinn sem er nýkomin út í hennar þýðingu. Að lokum er rætt við Árna Óskarsson um bókina Óskabarn ógæfunnar eftir Nóbelsverðlaunahafann Peter Handke sem kom fyrst út í Þýskalandi árið 1972, skrifuð á fáeinum mánuðum eftir að móðir hans féll fyrir eigin hendi aðeins rúmlega fimmtug.
6/27/20200
Episode Artwork

Orð um glæpasögu um ást, bók um móður og heimsástand og veiru

Í þættinum má heyra Valdimar Tómasson lesa nokkur ljóð úr nýrri bók sinni Veiurfangar og Veraldarharmur og segir frá tilurð hennar. Einnig segir Halla Kjartansdóttir frá fyrstu glæpasögu norska sálfræðingsins Helene Flood Þerapistinn sem er nýkomin út í hennar þýðingu. Að lokum er rætt við Árna Óskarsson um bókina Óskabarn ógæfunnar eftir Nóbelsverðlaunahafann Peter Handke sem kom fyrst út í Þýskalandi árið 1972, skrifuð á fáeinum mánuðum eftir að móðir hans féll fyrir eigin hendi aðeins rúmlega fimmtug.
6/27/202057 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Orð um bækur um glæpi

Orð um bækur um glæpi, fólk sem fremur þá, fólk sem rannsakar þá og fólk sem skrifar um þá Það eru glæpasögur á dagskrá þáttarins Orð um bækur að þessu sinni. Þann 10. júní 2020 tók Sólveig Pálsdóttir við Blóðdropanum, íslensku glæpasagnaverðlaununum árið 2020 fyrir bestu glæpasögu ársins 2019. 20 bækur voru tilnefndar og varð skáldsaga Sólveigr Fjörtrar hlutskörpust. Í þættinum er rætt við Solveigu m.a. um ástæður þess að hún fór skyndilega skrifa glæpasögur en einnig um glæpasögur almennt og hennar eigin sérstaklega en Fjötrar er fimmta glæpasagan sem Sólveig sendir frá sér. Þá er í þættinum rætt við Ármann Jakobsson en nýlega kom út þriðja glæpasaga hans þar sem sérstakt morðdeildarteymi tekst í hverri bók á við nýtt glæpamál. Í skáldsögunni Tíbrá segir frá veiðiferð þriggja félaga sem ekki endar eins og upp var lagt með enda fær morðdeildarteymi fljótlega afar snúið mál að fást við. Ármann er einnig þýfgaður um ástæður þess að miðaldafræðingu einhendir sér í að skrifa samtímaglæpasögur.
6/20/20200
Episode Artwork

Orð um bækur um glæpi

Orð um bækur um glæpi, fólk sem fremur þá, fólk sem rannsakar þá og fólk sem skrifar um þá Það eru glæpasögur á dagskrá þáttarins Orð um bækur að þessu sinni. Þann 10. júní 2020 tók Sólveig Pálsdóttir við Blóðdropanum, íslensku glæpasagnaverðlaununum árið 2020 fyrir bestu glæpasögu ársins 2019. 20 bækur voru tilnefndar og varð skáldsaga Sólveigr Fjörtrar hlutskörpust. Í þættinum er rætt við Solveigu m.a. um ástæður þess að hún fór skyndilega skrifa glæpasögur en einnig um glæpasögur almennt og hennar eigin sérstaklega en Fjötrar er fimmta glæpasagan sem Sólveig sendir frá sér. Þá er í þættinum rætt við Ármann Jakobsson en nýlega kom út þriðja glæpasaga hans þar sem sérstakt morðdeildarteymi tekst í hverri bók á við nýtt glæpamál. Í skáldsögunni Tíbrá segir frá veiðiferð þriggja félaga sem ekki endar eins og upp var lagt með enda fær morðdeildarteymi fljótlega afar snúið mál að fást við. Ármann er einnig þýfgaður um ástæður þess að miðaldafræðingu einhendir sér í að skrifa samtímaglæpasögur.
6/20/202054 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Orð um skáld í mótun og um rómantískar gamanbókmenntir

Í þættinum er fjallað um smásagnasafnið Möndulhalli sem Una útgáfa sendi frá sér í síðusut viku og hefur að geyma 20 smásögur eftir tíu höfunda sem allir stunda meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Rætt er við tvo af höfundunum, þau Hauk Hólmsteinsson og Rebekku Sif Stefánsdóttur og Fanneyju Benjamínsdóttur sem er einn af fimm ritstjórum bókarinnar. Þau Rebekka Sif og Haukur lesa einnig brot úr sögum sínum. Rebekka Sif úr sögunni Opið hús og Haukur úr sögunni Klórförin. Þá er í þættinum rætt við Maríu Rán Guðjónsdóttur og Þorgerði Öglu Magnúsdóttur eigendur bókaútgáfunnar Angústúru um rómantískar gamansögur eins og þær vilja kalla skáldsögur um ungar konur, ævintýri þeirra við að komast áfram í lífinu og finna ástina.
5/30/20200
Episode Artwork

Orð um skáld í mótun og um rómantískar gamanbókmenntir

Í þættinum er fjallað um smásagnasafnið Möndulhalli sem Una útgáfa sendi frá sér í síðusut viku og hefur að geyma 20 smásögur eftir tíu höfunda sem allir stunda meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Rætt er við tvo af höfundunum, þau Hauk Hólmsteinsson og Rebekku Sif Stefánsdóttur og Fanneyju Benjamínsdóttur sem er einn af fimm ritstjórum bókarinnar. Þau Rebekka Sif og Haukur lesa einnig brot úr sögum sínum. Rebekka Sif úr sögunni Opið hús og Haukur úr sögunni Klórförin. Þá er í þættinum rætt við Maríu Rán Guðjónsdóttur og Þorgerði Öglu Magnúsdóttur eigendur bókaútgáfunnar Angústúru um rómantískar gamansögur eins og þær vilja kalla skáldsögur um ungar konur, ævintýri þeirra við að komast áfram í lífinu og finna ástina.
5/30/202050 minutes
Episode Artwork

Orð um verðlaunabækur ætlaðar börnum og rauðar ástarsögur

Í þættinum er að þessu sinni hugað að nýafhentum verðlaunum fyrir barna - og ungmennabækur en í vikunni voru Íslensku barna bókaverðlaunin veitt í þremur flokkum, flokki frumsaminna barnabóka, flokki myndlýsinga og flokki þýðinga. Verðlaunin hlutu Margrét Tryggvadóttir fyrir frumsamið verk, bókina Kjarval, málarinn sem fór sínar eigin leiðir, bókin Vigdís, saga um fyrsta konuforsetinn eftir Rán Fýgenring fékk verðlaun fyrir myndlýsingar og Þórarinn Eldjárn fékk verðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni Hver vill hugga krílið eftir Tove Jansson. Þá var rætt við Arndísi Þórarinsdóttur sem ásamt meðhöfundi sínum Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur tók við verðlaunum Guðrúnar Helgadóttur fyrir bókina Blokkin á heimsenda sem voru afhent í vikunni öðru sinni. Þá er í þættinum hugað að afþreyingarbókmenntum sem haldið er fram að séu eftirsóttustu bókmenntaverkin yfir sumarmánuðina og eru gjarnan glæpasögur og ásarsögur nefndar í því samhengi. Glæpasögur hafa náð að skapa sér ákveðna virðingu ástarsögurna hafa hins vegar öllu lengur mátt þola að teljast billegar bókmenntir og ófínar og svo er jafnvel enn. Eigi að síður er Ásútgáfan með sínar rauðu ástarsögur ein af stærri bókaútgáfum landsins. Í þættinum er rætt við Rósu Guðmundsdóttur sem ásamt eiginmanni sínum Kára Þórðarsyni hefur gefið út svokallaðar rauðar ástarsögur, þ.e. þýðingar á hinum fjöldaframleiddu Harlekine Enterprize bókum í 35 ár. Einnig er rætt við Dagnýju Kristjánsdóttur bókmenntafræðing um eðli ástarsagna og rannsóknir á þeim.
5/23/20200
Episode Artwork

Orð um verðlaunabækur ætlaðar börnum og rauðar ástarsögur

Í þættinum er að þessu sinni hugað að nýafhentum verðlaunum fyrir barna - og ungmennabækur en í vikunni voru Íslensku barna bókaverðlaunin veitt í þremur flokkum, flokki frumsaminna barnabóka, flokki myndlýsinga og flokki þýðinga. Verðlaunin hlutu Margrét Tryggvadóttir fyrir frumsamið verk, bókina Kjarval, málarinn sem fór sínar eigin leiðir, bókin Vigdís, saga um fyrsta konuforsetinn eftir Rán Fýgenring fékk verðlaun fyrir myndlýsingar og Þórarinn Eldjárn fékk verðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni Hver vill hugga krílið eftir Tove Jansson. Þá var rætt við Arndísi Þórarinsdóttur sem ásamt meðhöfundi sínum Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur tók við verðlaunum Guðrúnar Helgadóttur fyrir bókina Blokkin á heimsenda sem voru afhent í vikunni öðru sinni. Þá er í þættinum hugað að afþreyingarbókmenntum sem haldið er fram að séu eftirsóttustu bókmenntaverkin yfir sumarmánuðina og eru gjarnan glæpasögur og ásarsögur nefndar í því samhengi. Glæpasögur hafa náð að skapa sér ákveðna virðingu ástarsögurna hafa hins vegar öllu lengur mátt þola að teljast billegar bókmenntir og ófínar og svo er jafnvel enn. Eigi að síður er Ásútgáfan með sínar rauðu ástarsögur ein af stærri bókaútgáfum landsins. Í þættinum er rætt við Rósu Guðmundsdóttur sem ásamt eiginmanni sínum Kára Þórðarsyni hefur gefið út svokallaðar rauðar ástarsögur, þ.e. þýðingar á hinum fjöldaframleiddu Harlekine Enterprize bókum í 35 ár. Einnig er rætt við Dagnýju Kristjánsdóttur bókmenntafræðing um eðli ástarsagna og rannsóknir á þeim.
5/23/202053 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Orð um bækur og bókaútgáfu utan alfaraleiðar

Í þættinum er að þessu sinni rætt við Hjört Pálsson um þýska þýðingu Gerts Kreutzer á stórum hluta ljóðasafns Hjartar frá árinu 2016 og ber safnið titlinn Jahreszeitengesänge eða Árstíðarsöngvar. Þá er í þættinum rætt við ítalska rithöfundinn Valerio Gargiulo sem hefur sent frá sér í íslenskri þýðingu Jakobs Fannars Stefánssonar fyrstu bók í þríleik um persónuna Valentino Voto. Bókin heitir Ótrúlegt ferðalag Lunda frá Napóli en hinar tvær bækur þríleiksins eru enn sem komið er aðeins fyrirliggjandi á ensku og heita Back to Thule og The Diabolical Miracles of Vesturbær. Að endingu er rætt við Ara Blöndal Eggertsson sem rekur bókaútgáfuna Hringaná auk þess að stunda þýðingar. Rætt er viið Ara um útgáfuna og um skáldsöguna Systir mín raðmorðinginn eftir nígeríska rithöfundinn Oyinkan Brathwaite. Lesari í þættinum er Gunnar Hansson
5/16/20200
Episode Artwork

Orð um bækur og bókaútgáfu utan alfaraleiðar

Í þættinum er að þessu sinni rætt við Hjört Pálsson um þýska þýðingu Gerts Kreutzer á stórum hluta ljóðasafns Hjartar frá árinu 2016 og ber safnið titlinn Jahreszeitengesänge eða Árstíðarsöngvar. Þá er í þættinum rætt við ítalska rithöfundinn Valerio Gargiulo sem hefur sent frá sér í íslenskri þýðingu Jakobs Fannars Stefánssonar fyrstu bók í þríleik um persónuna Valentino Voto. Bókin heitir Ótrúlegt ferðalag Lunda frá Napóli en hinar tvær bækur þríleiksins eru enn sem komið er aðeins fyrirliggjandi á ensku og heita Back to Thule og The Diabolical Miracles of Vesturbær. Að endingu er rætt við Ara Blöndal Eggertsson sem rekur bókaútgáfuna Hringaná auk þess að stunda þýðingar. Rætt er viið Ara um útgáfuna og um skáldsöguna Systir mín raðmorðinginn eftir nígeríska rithöfundinn Oyinkan Brathwaite. Lesari í þættinum er Gunnar Hansson
5/16/202054 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Orð um þrjár fínar þýðingar á framúrskarandi sögum

Í þættinum er rætt við Guðrúnu Hannesdóttur ljóðskáld um skáldsöguna Dyrnar eftir ungversku skáldkonuna Magda Szabó (1917-2007) sem er nýkomin út hjá dimmu í þýðingu Guðrúnar. Einnig rætt við Ísak Harðarson en þýðing hans á annars vegar skáldsögunni Elda björn eftir Mikael Niemi og hinsvegar Sumarbókinni eftir Tove Janson komu nýlega út hjá Forlaginu.
5/9/20200
Episode Artwork

Orð um þrjár fínar þýðingar á framúrskarandi sögum

Í þættinum er rætt við Guðrúnu Hannesdóttur ljóðskáld um skáldsöguna Dyrnar eftir ungversku skáldkonuna Magda Szabó (1917-2007) sem er nýkomin út hjá dimmu í þýðingu Guðrúnar. Einnig rætt við Ísak Harðarson en þýðing hans á annars vegar skáldsögunni Elda björn eftir Mikael Niemi og hinsvegar Sumarbókinni eftir Tove Janson komu nýlega út hjá Forlaginu.
5/9/202057 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Orð um fjölmenningu í bókmenntum og bækur fyrir börn

Í þættinum er að þessu sinni rætt við Fríðu Björk Ingvarsdóttur um fjölmenningu í bókmenntum og listum en sú umræða spratt ekki síst að hugleiðingum tveggja skáldkvenna þeirra Arundhati Roy og Olgu Tokarczuk um hættur sem geta verið fólgnar í lokun landamæra og annarri aðgreiningu þótt slíkt veiti vörn gegn veiru. Þá er í þættinum rætt við Sverri Norland um tvær barnabækur sem eru nýkomnar út hjá forlagi hans am forlagi. Þetta eru Þar sem Óhemjurnar eru eftir Maurice Sendak og Í morgunsárið eftir Junko Nakamura. Í upphafi er Maj Sjövall minnst, annars helmings rithöfundartvíeykisins Sjövall og Wahlöö, sem lést 20. apríl síðastliðinn. Rætt er við Ævar Örn Jósepsson um framlag Sjövall og lífsförunautar hennar sem lést árið 1975 til glæpabókmennta dagsins í dag. Lesari í þættinum: Þórhildur Guðrún Ólafsdóttir. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.
5/2/20200
Episode Artwork

Orð um fjölmenningu í bókmenntum og bækur fyrir börn

Í þættinum er að þessu sinni rætt við Fríðu Björk Ingvarsdóttur um fjölmenningu í bókmenntum og listum en sú umræða spratt ekki síst að hugleiðingum tveggja skáldkvenna þeirra Arundhati Roy og Olgu Tokarczuk um hættur sem geta verið fólgnar í lokun landamæra og annarri aðgreiningu þótt slíkt veiti vörn gegn veiru. Þá er í þættinum rætt við Sverri Norland um tvær barnabækur sem eru nýkomnar út hjá forlagi hans am forlagi. Þetta eru Þar sem Óhemjurnar eru eftir Maurice Sendak og Í morgunsárið eftir Junko Nakamura. Í upphafi er Maj Sjövall minnst, annars helmings rithöfundartvíeykisins Sjövall og Wahlöö, sem lést 20. apríl síðastliðinn. Rætt er við Ævar Örn Jósepsson um framlag Sjövall og lífsförunautar hennar sem lést árið 1975 til glæpabókmennta dagsins í dag. Lesari í þættinum: Þórhildur Guðrún Ólafsdóttir. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.
5/2/202056 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Orð um ljóð um líf, baráttu í bókum og bækur í bókabúðum

Í þættinum er hugað að degi bókarinnar á plágutímum. Farið er um miðbæinn og tekið hús á nokkrum bókabúðum. Litið við í Bókabúð Máls og menningar ot viðskiptavinur tekinn tali (Örn Svavarsson) einnig rætt við skáldið Brynjólf Þorsteinsson sem stóð vakt í búðinni. Í Bókabúð Pennans Eymundsson við Skólavörðustíg var rætt við Birgittu Björgu Guðmarsdóttur og í splunkunýrri bókabúð við Óðinsgötu 7, forlagsbúð bókaútgáfunnar Dimmu, var rætt við forleggjarann Aðalstein Ásberg Sigurðsson undir tónum Svavars Knúts sem skemmti gestum. Einnig var farið í bókabúð forlagsins á Fiskislóð þar sem rætt varð við Sesselíu Jónsdóttur um heimsendingarþjónustu á bókum og við þrjá viðskiptavini, hjónin Mörtu Ragnarsdóttur og Þorstein Eggertsson og Heimi. Þá er í þættinum rætt við Steinunni Ásmundsdóttir ljóðskáld sem á síðasta ári sendi frá sér ljóðabókina Í senn dropi og haf, Steinunn flytur nokkur ljóð úr bókinni og einnig splunkunýtt veiruljóð. Að lokum gagnrýnir Halla Þórlaug Óskarsdóttir skáldsöguna Fjallaverksmiðjan eftir Kristínu Halgu Gunnarsdóttur.
4/25/20200
Episode Artwork

Orð um ljóð um líf, baráttu í bókum og bækur í bókabúðum

Í þættinum er hugað að degi bókarinnar á plágutímum. Farið er um miðbæinn og tekið hús á nokkrum bókabúðum. Litið við í Bókabúð Máls og menningar ot viðskiptavinur tekinn tali (Örn Svavarsson) einnig rætt við skáldið Brynjólf Þorsteinsson sem stóð vakt í búðinni. Í Bókabúð Pennans Eymundsson við Skólavörðustíg var rætt við Birgittu Björgu Guðmarsdóttur og í splunkunýrri bókabúð við Óðinsgötu 7, forlagsbúð bókaútgáfunnar Dimmu, var rætt við forleggjarann Aðalstein Ásberg Sigurðsson undir tónum Svavars Knúts sem skemmti gestum. Einnig var farið í bókabúð forlagsins á Fiskislóð þar sem rætt varð við Sesselíu Jónsdóttur um heimsendingarþjónustu á bókum og við þrjá viðskiptavini, hjónin Mörtu Ragnarsdóttur og Þorstein Eggertsson og Heimi. Þá er í þættinum rætt við Steinunni Ásmundsdóttir ljóðskáld sem á síðasta ári sendi frá sér ljóðabókina Í senn dropi og haf, Steinunn flytur nokkur ljóð úr bókinni og einnig splunkunýtt veiruljóð. Að lokum gagnrýnir Halla Þórlaug Óskarsdóttir skáldsöguna Fjallaverksmiðjan eftir Kristínu Halgu Gunnarsdóttur.
4/25/202050 minutes
Episode Artwork

Orð um bækur eftir konur um konu sem verður forseti, stelpur og fleiri

Í þættinum er rætt við Guðrúnu Hannesdóttur sem nú hefur þýtt tvær bækur um Dinnu. Þetta eru bækurnar Hamingjudagar og Hjartað mitt skoppar og skellihlær eftir Rose Lagercrantz með teikningum eftir Evu Eriksson. Þá er endurflutt umfjöllun um bókina Ráðuneyti æðstu hamingju eftir Arundhati Roy sem var áður á dagskrá fyrir réttum tveimur árum og rætt við Árna Óskarsson þýðanda bókarinnar. Einnig rætt við Steinunni Sigurðardóttur skáld en bók hennar Ein á forsetavakt sem kom upphaflega út árið 1988 hefur nú verið endurútgefin í tilefni að níutíu ára afmæli Vigdísar. Að lokum flytur Sigurlín Bjarney Gísladóttir ljóð sitt Arfur. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.
4/18/20200
Episode Artwork

Orð um bækur eftir konur um konu sem verður forseti, stelpur og fleiri

Í þættinum er rætt við Guðrúnu Hannesdóttur sem nú hefur þýtt tvær bækur um Dinnu. Þetta eru bækurnar Hamingjudagar og Hjartað mitt skoppar og skellihlær eftir Rose Lagercrantz með teikningum eftir Evu Eriksson. Þá er endurflutt umfjöllun um bókina Ráðuneyti æðstu hamingju eftir Arundhati Roy sem var áður á dagskrá fyrir réttum tveimur árum og rætt við Árna Óskarsson þýðanda bókarinnar. Einnig rætt við Steinunni Sigurðardóttur skáld en bók hennar Ein á forsetavakt sem kom upphaflega út árið 1988 hefur nú verið endurútgefin í tilefni að níutíu ára afmæli Vigdísar. Að lokum flytur Sigurlín Bjarney Gísladóttir ljóð sitt Arfur. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.
4/18/202056 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Ljóðabækur frá síðustu öld, örsögur frá rómönsku Ameríku og barnabók s

Í þættinum er rætt við Jón Kalman Stefánsson um ljóðasafnið Þetta voru betu dagar lífs míns, enda man ég ekkert eftir þeim sem inniheldur allar þjrá ljóðabækur Jóns Kalmans sem komu út á árunum 1988-1994; Þá er í þættinum rætt við Guðrúnu Kristínu Jónsdóttur dósent í spænsku við HI um nýútkomna bók hennar Við kvikuna, sem inniheldur þýðingar Guðrúnar Kristínar á 156 örsögum eftir 59 höfunda rómönsku Ameríku. Kristín Guðrún les líka fáeinar sögur. Að lokum rýnir Halla Þórlaug Óskarsdóttir í skáldsögu Sigrúnar Eldjárn Kopareggið. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.
4/11/20200
Episode Artwork

Ljóðabækur frá síðustu öld, örsögur frá rómönsku Ameríku og barnabók s

Í þættinum er rætt við Jón Kalman Stefánsson um ljóðasafnið Þetta voru betu dagar lífs míns, enda man ég ekkert eftir þeim sem inniheldur allar þjrá ljóðabækur Jóns Kalmans sem komu út á árunum 1988-1994; Þá er í þættinum rætt við Guðrúnu Kristínu Jónsdóttur dósent í spænsku við HI um nýútkomna bók hennar Við kvikuna, sem inniheldur þýðingar Guðrúnar Kristínar á 156 örsögum eftir 59 höfunda rómönsku Ameríku. Kristín Guðrún les líka fáeinar sögur. Að lokum rýnir Halla Þórlaug Óskarsdóttir í skáldsögu Sigrúnar Eldjárn Kopareggið. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.
4/11/202056 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Ljóðabækur, nóvella og tilnefningar Barna- og unglingabókmennta

Rætt er við þær Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur og Melkorku Ólafsdóttur um ljóðabækur þeirra sem komu út á síðasta ári. Hérna eru fjöllin blá eftir Melkorku og Sítrónur og náttmyrkur eftir Ragnheiði Hörpu. Þá er rætt við Stefán Mána um nýja nóvellu hans Mörgæs með brostið hjarta. Einnig sagt frá tilnefningum til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og tilkynningu um handhafa ALMA verðlaunanna (Minningarverðlauna Astridar Lindgren) árið 2020 sem er kóreanski bókaskreytarinnn og rithöfundurinn Beak Heena.
4/4/20200
Episode Artwork

Ljóðabækur, nóvella og tilnefningar Barna- og unglingabókmennta

Rætt er við þær Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur og Melkorku Ólafsdóttur um ljóðabækur þeirra sem komu út á síðasta ári. Hérna eru fjöllin blá eftir Melkorku og Sítrónur og náttmyrkur eftir Ragnheiði Hörpu. Þá er rætt við Stefán Mána um nýja nóvellu hans Mörgæs með brostið hjarta. Einnig sagt frá tilnefningum til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og tilkynningu um handhafa ALMA verðlaunanna (Minningarverðlauna Astridar Lindgren) árið 2020 sem er kóreanski bókaskreytarinnn og rithöfundurinn Beak Heena.
4/4/202057 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Rafænt útgáfuboð og Jonas Eika

Í þættinum er „litið inn“ í rafrænt útgáfuboð í tilenfi útgáfu fyrstu ljóðabókar Arndísar Þórarinsdóttir, Innræti. Rætt er við Arndísi og hún les þrjú ljóð „Umönnun“, „Innræti“ og „Vinnuferð“. Þá er rætt við danska rithöfundinn Jonas Eika sem fékk árið 2019 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráð fyrir smásagnasafnið Efter solen og kom 11. mars sl. fram á höfundarkvöldi í Norræna húsinu. Þættinum lýkur á því að Halla Þórlaug Óskarsdóttir rýnir í skáldsöguna Daði eftir kynfræðinginn Siggu Dögg.
3/28/20200
Episode Artwork

Rafænt útgáfuboð og Jonas Eika

Í þættinum er „litið inn“ í rafrænt útgáfuboð í tilenfi útgáfu fyrstu ljóðabókar Arndísar Þórarinsdóttir, Innræti. Rætt er við Arndísi og hún les þrjú ljóð „Umönnun“, „Innræti“ og „Vinnuferð“. Þá er rætt við danska rithöfundinn Jonas Eika sem fékk árið 2019 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráð fyrir smásagnasafnið Efter solen og kom 11. mars sl. fram á höfundarkvöldi í Norræna húsinu. Þættinum lýkur á því að Halla Þórlaug Óskarsdóttir rýnir í skáldsöguna Daði eftir kynfræðinginn Siggu Dögg.
3/28/202055 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Dagur ljóðsins

Í þættinum flytur Anton Helgi Jónsson þrjú ljóð sem hann birti á vef sínum í dag, á alþjóðlegum degi ljóðsins 21. mars. Þá var rætt við þær Hrefnu Haraldsdóttur framkvæmdastjóra Íslenskrar bókmenntamiðstöðvar og Guðrúnu Vilmundardóttur um bókmenntakaupstefnurnar allar sem hafa fallið niður á síðustu vikum. Einnig heyrast brot úr fyrirlestrum sem þau Hildur Knútsdóttir rithöfundar og Sævar Helgi Bragason fluttu á Ráðstefnu um barna - og ungmennabókmenntir í Gerðubergi þann 7. mars síðastliðinn. Að lokum rýnir Halla Þórlaug Óskarsdóttir í tvær bækur, Kjarval eftir Margréti Tryggvadóttur og Vigdís, fyrsti konuforsetinn eftir Rán Flygenring.
3/21/20200
Episode Artwork

Dagur ljóðsins

Í þættinum flytur Anton Helgi Jónsson þrjú ljóð sem hann birti á vef sínum í dag, á alþjóðlegum degi ljóðsins 21. mars. Þá var rætt við þær Hrefnu Haraldsdóttur framkvæmdastjóra Íslenskrar bókmenntamiðstöðvar og Guðrúnu Vilmundardóttur um bókmenntakaupstefnurnar allar sem hafa fallið niður á síðustu vikum. Einnig heyrast brot úr fyrirlestrum sem þau Hildur Knútsdóttir rithöfundar og Sævar Helgi Bragason fluttu á Ráðstefnu um barna - og ungmennabókmenntir í Gerðubergi þann 7. mars síðastliðinn. Að lokum rýnir Halla Þórlaug Óskarsdóttir í tvær bækur, Kjarval eftir Margréti Tryggvadóttur og Vigdís, fyrsti konuforsetinn eftir Rán Flygenring.
3/21/202056 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Orð um ungmennabækur, bók um ungan mann og bók um lítinn strák

Í þættinum er sagt frá 23. Barna - og ungmennabókaráðstefnu Gerðubergs sem fram fór 7. mars síðastliðinn. Leikin eru bort í fyrirlestrum þeirra Þóreyjar Lilju Benjamínsdóttur Wheat 13 ára nemanda í Kársnesskóla og Guðrúnar Láru Pétursdóttur bókmenntafræðings sem og brot úr ávarpsorðum Arndísar Þórarinsdóttur rithöfundar sem var fundarstjóri. Þá er í þættinum rætt við Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur um skáldsögu hennar Ólyfjan sem kom út hjá Sölku á síðasta ári. Að lokum rýnir Halla Þórlaug Óskarsdóttir í bókina Egill spámaður eftir Lani Yamamoto
3/14/20200
Episode Artwork

Orð um ungmennabækur, bók um ungan mann og bók um lítinn strák

Í þættinum er sagt frá 23. Barna - og ungmennabókaráðstefnu Gerðubergs sem fram fór 7. mars síðastliðinn. Leikin eru bort í fyrirlestrum þeirra Þóreyjar Lilju Benjamínsdóttur Wheat 13 ára nemanda í Kársnesskóla og Guðrúnar Láru Pétursdóttur bókmenntafræðings sem og brot úr ávarpsorðum Arndísar Þórarinsdóttur rithöfundar sem var fundarstjóri. Þá er í þættinum rætt við Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur um skáldsögu hennar Ólyfjan sem kom út hjá Sölku á síðasta ári. Að lokum rýnir Halla Þórlaug Óskarsdóttir í bókina Egill spámaður eftir Lani Yamamoto
3/14/202056 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Orð um líf sem mótar manneskju og manneskjan lifir þá mótun af

Í þættinumer minnt á að daginn eftir að hann er frumfluttur 7. mars rennur upp 8. mars og þar með alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Að því tilefni mátti heyra Lindu Vilhjálmsdóttur flyta ljóð sitt Frelsi og Björk Þorgrímsdóttir ljóð án titils en þær komu ásamt fleiri ljóðskáldum fram á ljóða- og tónlistarkvöldi Menningar - og fræðslusambands íslenskra kvenna þennan dag. Þá var í þættinum rætt við Jón Hall Stefánsson en nýlega kom út skáldsagn Valdimarsdagur eftir Kim Leine í þýðingu Jóns Halls. Að lokum var rætt við Rannveigu Einarsdóttur sem nýlega sendi frá sér ljósmyndabókin Provisonal Life (Líf til bráðabirgða) sem er afrakstur af ljósmyndatökum á flóttamannaheimili í Berlín á þriggja ára tímabili.
3/7/20200
Episode Artwork

Orð um líf sem mótar manneskju og manneskjan lifir þá mótun af

Í þættinumer minnt á að daginn eftir að hann er frumfluttur 7. mars rennur upp 8. mars og þar með alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Að því tilefni mátti heyra Lindu Vilhjálmsdóttur flyta ljóð sitt Frelsi og Björk Þorgrímsdóttir ljóð án titils en þær komu ásamt fleiri ljóðskáldum fram á ljóða- og tónlistarkvöldi Menningar - og fræðslusambands íslenskra kvenna þennan dag. Þá var í þættinum rætt við Jón Hall Stefánsson en nýlega kom út skáldsagn Valdimarsdagur eftir Kim Leine í þýðingu Jóns Halls. Að lokum var rætt við Rannveigu Einarsdóttur sem nýlega sendi frá sér ljósmyndabókin Provisonal Life (Líf til bráðabirgða) sem er afrakstur af ljósmyndatökum á flóttamannaheimili í Berlín á þriggja ára tímabili.
3/7/202055 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Orð um ný ljóð og sögur, íslenskar og erlendar fyrir unga og eldri

Svikaskáld stóðu fyrir ljóðakvöldi í Gröndalshúsi 20. febrúar 2019. Í þættinum heyrast eftirfarandi skáld flytja ljóð sína, Þórdís Helgadóttir, Ingólfur Eiríksson, Fríða Þorkelsdóttir og Björk Þorgrímsdóttir. Einnig litið inn á útgáfufögnuð 4. heftis Ós the journal, sem er fjöltyngt bókmenntatímarit. Í þættinum mátti heyra í eftirfarandi skáldum sem eiga efni í ritinu flytja ljóð sín Jo van Schalwyk, Hannah Corinne, Sofie Hermansen Eriksdatter,Clair Paugam, Ægir Þór Jahne og Juan Camilo Román Estrada.Randi Stebbins flutti stutta tölu og Lara Wihelmine Hoffman kynnti. Þá er í þættinum rætt við Önnu Ingólfsdótturá síðasta ári sendi frá sér bókina Þögn ljóð og sögur. að lokum flytur halla Þórlaug Óskarsdóttir bókmenntagagnrýni og fjallar um skáldsöguna Bölvun Múmíunnar eftir Ármann Jakobsson.
2/29/20200
Episode Artwork

Orð um ný ljóð og sögur, íslenskar og erlendar fyrir unga og eldri

Svikaskáld stóðu fyrir ljóðakvöldi í Gröndalshúsi 20. febrúar 2019. Í þættinum heyrast eftirfarandi skáld flytja ljóð sína, Þórdís Helgadóttir, Ingólfur Eiríksson, Fríða Þorkelsdóttir og Björk Þorgrímsdóttir. Einnig litið inn á útgáfufögnuð 4. heftis Ós the journal, sem er fjöltyngt bókmenntatímarit. Í þættinum mátti heyra í eftirfarandi skáldum sem eiga efni í ritinu flytja ljóð sín Jo van Schalwyk, Hannah Corinne, Sofie Hermansen Eriksdatter,Clair Paugam, Ægir Þór Jahne og Juan Camilo Román Estrada.Randi Stebbins flutti stutta tölu og Lara Wihelmine Hoffman kynnti. Þá er í þættinum rætt við Önnu Ingólfsdótturá síðasta ári sendi frá sér bókina Þögn ljóð og sögur. að lokum flytur halla Þórlaug Óskarsdóttir bókmenntagagnrýni og fjallar um skáldsöguna Bölvun Múmíunnar eftir Ármann Jakobsson.
2/29/202054 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Orð um klassískar barnabókmenntir, glæpi í samtíma Reykjavíkur

Í þættinum er sagt frá tilnefningum til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem tilkynnt voru samtímis á öllum Norðurlöndunum, fimmtudaginn 20. febrúar. Rætt er við Fríðu Ísberg sem tilnefnd var fyrir smásagnasafnið Kláði en ásamt Fríðu var Bergsveinn Birgisson tilnefndur fyrir skáldsöguna Lifandilífslækur. Einnig rætt við Sunnu Dís Másdóttur formann íslensku valnefndarinnar. Þá er í þættinum rætt við Ingva Þór Kormáksson sem nýlega sendi frá sér glæpasöguna Stigið á strik hjá bókaútgáfunni Sæmundur. Að lokum er hugað að því að hundrað ár eru síðan hinn vinsæli norski barnabókahöfundur Anne-Cath Vestly fæddist. Rifjað er upp viðtal sem Ingibjörg Hjartardóttir, þá kennari í norsku við Háskóla Íslands tók ásamt tveimur nemenda sinna, Jónu Pálsdóttur og Garðari Gíslasyni við Anne Cath og útvarpað var í menningarþættinum Sinnu árið 1988 og rætt við Maríönnu Clöru Lúthersdóttur um höfundarverk og áhrif Vestly.
2/22/20200
Episode Artwork

Orð um klassískar barnabókmenntir, glæpi í samtíma Reykjavíkur

Í þættinum er sagt frá tilnefningum til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem tilkynnt voru samtímis á öllum Norðurlöndunum, fimmtudaginn 20. febrúar. Rætt er við Fríðu Ísberg sem tilnefnd var fyrir smásagnasafnið Kláði en ásamt Fríðu var Bergsveinn Birgisson tilnefndur fyrir skáldsöguna Lifandilífslækur. Einnig rætt við Sunnu Dís Másdóttur formann íslensku valnefndarinnar. Þá er í þættinum rætt við Ingva Þór Kormáksson sem nýlega sendi frá sér glæpasöguna Stigið á strik hjá bókaútgáfunni Sæmundur. Að lokum er hugað að því að hundrað ár eru síðan hinn vinsæli norski barnabókahöfundur Anne-Cath Vestly fæddist. Rifjað er upp viðtal sem Ingibjörg Hjartardóttir, þá kennari í norsku við Háskóla Íslands tók ásamt tveimur nemenda sinna, Jónu Pálsdóttur og Garðari Gíslasyni við Anne Cath og útvarpað var í menningarþættinum Sinnu árið 1988 og rætt við Maríönnu Clöru Lúthersdóttur um höfundarverk og áhrif Vestly.
2/22/202054 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Orð um íslensku þýðingarverðlaunin, hækur og um Ég er svikari

Í þættinum er rætt við handhafa Íslensku þýðingarverðlaunanna 2020. Einnig rætt við Birgi Svan Símonarson ljóðskáld um bókina Aufúsugestir Hækur sem inniheldur íslenskar þýðingar úr ensku á hækum ýmissa japanskra höfunda sem David Cobb hefur þýtt yfir á ensku auk þess sem hann skrifar í bókina grein um hækur og sögu þeirra. Að lokum flytur Halla Þórlaug Óskarsdóttir fyrstu barna- og ungmennabókarýni sína og gagnrýnir íslenska þýðingur Höllu Sverrisdóttur á skáldsögu Sifjar Sigmarsdóttur Ég er svikari.
2/15/20200
Episode Artwork

Orð um íslensku þýðingarverðlaunin, hækur og um Ég er svikari

Í þættinum er rætt við handhafa Íslensku þýðingarverðlaunanna 2020. Einnig rætt við Birgi Svan Símonarson ljóðskáld um bókina Aufúsugestir Hækur sem inniheldur íslenskar þýðingar úr ensku á hækum ýmissa japanskra höfunda sem David Cobb hefur þýtt yfir á ensku auk þess sem hann skrifar í bókina grein um hækur og sögu þeirra. Að lokum flytur Halla Þórlaug Óskarsdóttir fyrstu barna- og ungmennabókarýni sína og gagnrýnir íslenska þýðingur Höllu Sverrisdóttur á skáldsögu Sifjar Sigmarsdóttur Ég er svikari.
2/15/202056 minutes
Episode Artwork

Orð um mat, málverk og ljóð

Í þættinum er rætt við Þórð Sævar Jónsson um ljóðabækur hans Blágil frá árinu 2015 og Vellankötlu frá árinu 2019 sem og pastelsmáritið 49 kílómetrar er uppáhaldsvegalengdin mín. Þórður Sævar les ljóðin 875 Örævi; sakbending; suddi; gjúggíborg og dumbungur. Þá er rætt við myndlistarkonuna Guðrúnu Arndísi Tryggvadóttur um bók hennar Lífsverk Þrettán kirkjkur Ámunda Jónssonar. Að lokum flytur Sunna Dís Másdóttir pistil um mat í barnabókum sem minnir okkur á að borða er til að muna og kannski er það að lesa líka að borða.
2/8/20200
Episode Artwork

Orð um mat, málverk og ljóð

Í þættinum er rætt við Þórð Sævar Jónsson um ljóðabækur hans Blágil frá árinu 2015 og Vellankötlu frá árinu 2019 sem og pastelsmáritið 49 kílómetrar er uppáhaldsvegalengdin mín. Þórður Sævar les ljóðin 875 Örævi; sakbending; suddi; gjúggíborg og dumbungur. Þá er rætt við myndlistarkonuna Guðrúnu Arndísi Tryggvadóttur um bók hennar Lífsverk Þrettán kirkjkur Ámunda Jónssonar. Að lokum flytur Sunna Dís Másdóttir pistil um mat í barnabókum sem minnir okkur á að borða er til að muna og kannski er það að lesa líka að borða.
2/8/202054 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Orð um ljóðaþýðingar og rannsóknir bókmennta

Nýlega varði Guðrún Steinþórsdóttir doktorsritgerð í íslenskum bókmennum. Ritgerðin nefnist „raunveruleiki hugans [er] ævintýri“. Þar eru valdar skáldsögur eftir Vigdísi Grímsdóttur teknar til nýrrar greiningar auk þess em viðtökur tveggja verkanna er rannsakaðar beint með eigindlegum rannsóknaraðferðum sem byggja á beinum viðtölum við þátttakendur. Í þættinum er rætt við Guðrúnu um riterð hennar og niðurstöðurnar. Þá er í þættinum fjallað um útgáfu þýddra ljóða, jafnvel heilla bóka eftir einn höfundd. Á síðasta ári komu út fimm bækur með þýddum ljóðum og þrjár þeirra komu út hjá bókaútgáfunni Dimmu. Í þættinum er rætt við Aðalstein Ásberg Sigurðsson eiganda og stjórnanda Dimmu og ljóðskáldið Sigurbjörgu Þrastardóttur sem þýðir eina bókin Þaðan sem við horfum eftir Simon Armitage. Einnig rætt við danska ljóðskáldið Piu Tafdrup en í lok sumars árið 2019 kom út hjá bókaútgáfunni Sæmundi Úrval ljóða hennar frá árum 1982-2012 í þýðingu Sigríðar helgu Sverrisdóttur.
2/1/20200
Episode Artwork

Orð um ljóðaþýðingar og rannsóknir bókmennta

Nýlega varði Guðrún Steinþórsdóttir doktorsritgerð í íslenskum bókmennum. Ritgerðin nefnist „raunveruleiki hugans [er] ævintýri“. Þar eru valdar skáldsögur eftir Vigdísi Grímsdóttur teknar til nýrrar greiningar auk þess em viðtökur tveggja verkanna er rannsakaðar beint með eigindlegum rannsóknaraðferðum sem byggja á beinum viðtölum við þátttakendur. Í þættinum er rætt við Guðrúnu um riterð hennar og niðurstöðurnar. Þá er í þættinum fjallað um útgáfu þýddra ljóða, jafnvel heilla bóka eftir einn höfundd. Á síðasta ári komu út fimm bækur með þýddum ljóðum og þrjár þeirra komu út hjá bókaútgáfunni Dimmu. Í þættinum er rætt við Aðalstein Ásberg Sigurðsson eiganda og stjórnanda Dimmu og ljóðskáldið Sigurbjörgu Þrastardóttur sem þýðir eina bókin Þaðan sem við horfum eftir Simon Armitage. Einnig rætt við danska ljóðskáldið Piu Tafdrup en í lok sumars árið 2019 kom út hjá bókaútgáfunni Sæmundi Úrval ljóða hennar frá árum 1982-2012 í þýðingu Sigríðar helgu Sverrisdóttur.
2/1/202055 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Orð um nístingssorg í ljóði og sögur úr austri

Í þættinum er rætt við Hönnu Óladóttur aðjunkt í faggreinakennslu við menntavísindasvið Háskóla Íslands en Hanna sendi í haust frá sér ljóðabókina Stökkbrigði. Hanna les nokkur ljóð úr bókinni og segir segir frá tilurð hennar og tilgangi. Þá er í þættinum sagt frá ferðum þáttastjornanda til suð-austurAsíu ekki alls fyrir löngu, nánar tiltekið til hins langa lands Víetnam austast á Indókínaskaga og borgríkisins Singapúr, sem sem stendur á lítilli eyju sunna undan Malasíu. Frá Vietnam er einkum sagt frá goðsögum og ævintýrum sem og hrekkjalómnum Trang Quinh. Frá Singapúr varð hins vegar glæpasaga fyrir valinu Dauði ráðuneytisstjórans, The Death of a Perm sec eins og hún heitir á en Wong Souk Yee sem er Singapúrsk en býr nú í Syney þar sem hún kennar skapandi skrif við Suður-velska háskólann. Inn í frásögnina af þessum sögum og bókum er sagt svolítið frá báðum þessum löndum út frá sjónarhóli ferðamannsins. Lesari: Leifur Hauksson
1/25/20200
Episode Artwork

Orð um nístingssorg í ljóði og sögur úr austri

Í þættinum er rætt við Hönnu Óladóttur aðjunkt í faggreinakennslu við menntavísindasvið Háskóla Íslands en Hanna sendi í haust frá sér ljóðabókina Stökkbrigði. Hanna les nokkur ljóð úr bókinni og segir segir frá tilurð hennar og tilgangi. Þá er í þættinum sagt frá ferðum þáttastjornanda til suð-austurAsíu ekki alls fyrir löngu, nánar tiltekið til hins langa lands Víetnam austast á Indókínaskaga og borgríkisins Singapúr, sem sem stendur á lítilli eyju sunna undan Malasíu. Frá Vietnam er einkum sagt frá goðsögum og ævintýrum sem og hrekkjalómnum Trang Quinh. Frá Singapúr varð hins vegar glæpasaga fyrir valinu Dauði ráðuneytisstjórans, The Death of a Perm sec eins og hún heitir á en Wong Souk Yee sem er Singapúrsk en býr nú í Syney þar sem hún kennar skapandi skrif við Suður-velska háskólann. Inn í frásögnina af þessum sögum og bókum er sagt svolítið frá báðum þessum löndum út frá sjónarhóli ferðamannsins. Lesari: Leifur Hauksson
1/25/202055 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Orð um bækur ársins 2019

Í þættinum er litið yfir síðasta bókaár á Íslandi og einkum hugað að frumsömdum, íslenskum bókum. Sjaldan erða aldrei hafa komi út jafnmargar bækur á einu ári, nýjar íslenskar skáldsögur og smásagnasöfn voru á sjöunda tuginn og og fjöldi nýrra ljóðabóka slagaði hátt um þann fjölda. Ti að ræða hvort einhver verk hefðu óumdeilanlega staðið upp úr og þá hver og hvort eitthvað sérstakt hafi einkennt umfjöllunarefni og aðferðir íslenskra rithöfunda árið 2019 mættu í hljóðstofu þau Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari, rithöfundur og blaðamaður, Katrín Lilja Jónsdóttir sagnfræðingur, bóksali og umsjónarmaður vefsins Lestrarklefinn og Sverrir Norland skáld og útgefandi sem í vetur hefur einnig verið einn af gagnrýnendum Kiljunnar. Í þættinum heyrist líka Steinunn Sigurðardóttir lesa ljóð sitt Sjónarsviptir 1 úr ljóðabókinni Dimmumót sem kom út árið 2019.
1/18/20200
Episode Artwork

Orð um bækur ársins 2019

Í þættinum er litið yfir síðasta bókaár á Íslandi og einkum hugað að frumsömdum, íslenskum bókum. Sjaldan erða aldrei hafa komi út jafnmargar bækur á einu ári, nýjar íslenskar skáldsögur og smásagnasöfn voru á sjöunda tuginn og og fjöldi nýrra ljóðabóka slagaði hátt um þann fjölda. Ti að ræða hvort einhver verk hefðu óumdeilanlega staðið upp úr og þá hver og hvort eitthvað sérstakt hafi einkennt umfjöllunarefni og aðferðir íslenskra rithöfunda árið 2019 mættu í hljóðstofu þau Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari, rithöfundur og blaðamaður, Katrín Lilja Jónsdóttir sagnfræðingur, bóksali og umsjónarmaður vefsins Lestrarklefinn og Sverrir Norland skáld og útgefandi sem í vetur hefur einnig verið einn af gagnrýnendum Kiljunnar. Í þættinum heyrist líka Steinunn Sigurðardóttir lesa ljóð sitt Sjónarsviptir 1 úr ljóðabókinni Dimmumót sem kom út árið 2019.
1/18/202053 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Orð nýjar bækur og ekki svo gamlar

Í þessum fyrsta þætti ársins er hugað að fyrstu bókum ársins 2020 en í vikunni komu út tvær nýjar bækur eftir tvo nýja höfunda. Í upphafi þáttar er farið í útgáfuhóf þar sem Karítas Hrundar Pálsdóttir fagnaði smásagnasafni sínu Árstíðir. Höfundur segir stuttlega frá bókinni sem ber undirtitilinn „sögur á einföldu máli" og les tvær sögur. Undir lok þáttar er svo rætt við Guðrúnu Ingu Ragnarsdóttir en fyrsta skáldsaga hennar Plan B kom einnig út í vikunni og er þar með fyrsta skáldsaga ársins 2020. Tvær ungar konur og tvær óivenjulegar bækur, eins og reyndar kannsk allar nýjar bækur. Í miðju þáttarins er svo gaumgæft hvaða athyglisverðu bækur litu dagsins ljós í upphafi nýliðins árs og heyrist í því samhengi í íslensk-palestínska rithöfundinum Mazen Maroug en íslensk þýðing smásagnasafns hans Brandarar handa byssumönnunum kom út í jánúarmánuði árið 2019, einnig í janúarmánuði kom út hjá Háskólaútgáfunn og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur út yfirlitsrit yfir allar þýðingar á ljóðum Pablo Neruda sem birst hafa í íslenskri þýðingu í gegnum tíðina. Í því samhengi heyrist í ritstjóra bókarinnar Hólmfríði Garðarsdóttur prófessors í spænsku við Háskóla Íslands að lokum er minnt á að ljóðabókin Undrarýmið eftir Sigurlín Bjarney Gísladóttur kom út á vormánuðum ársins 2019 og vakti talsverða athygli. Leifur Hauksson les tvo ljóð eftir Neruda "Ekkert Annað í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar og brot ú Canto general í þýðingu Dags Sigurðarsonar. Einnig heyrðist Hólmfríður Matthíasdóttir les brot úr sögunni Bíó úr samasagnasafninu Brandrar handa byssumönnunum eftir Mazen Marouf í þýðingu Ugga Jónssonar.
1/11/20200
Episode Artwork

Orð nýjar bækur og ekki svo gamlar

Í þessum fyrsta þætti ársins er hugað að fyrstu bókum ársins 2020 en í vikunni komu út tvær nýjar bækur eftir tvo nýja höfunda. Í upphafi þáttar er farið í útgáfuhóf þar sem Karítas Hrundar Pálsdóttir fagnaði smásagnasafni sínu Árstíðir. Höfundur segir stuttlega frá bókinni sem ber undirtitilinn „sögur á einföldu máli" og les tvær sögur. Undir lok þáttar er svo rætt við Guðrúnu Ingu Ragnarsdóttir en fyrsta skáldsaga hennar Plan B kom einnig út í vikunni og er þar með fyrsta skáldsaga ársins 2020. Tvær ungar konur og tvær óivenjulegar bækur, eins og reyndar kannsk allar nýjar bækur. Í miðju þáttarins er svo gaumgæft hvaða athyglisverðu bækur litu dagsins ljós í upphafi nýliðins árs og heyrist í því samhengi í íslensk-palestínska rithöfundinum Mazen Maroug en íslensk þýðing smásagnasafns hans Brandarar handa byssumönnunum kom út í jánúarmánuði árið 2019, einnig í janúarmánuði kom út hjá Háskólaútgáfunn og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur út yfirlitsrit yfir allar þýðingar á ljóðum Pablo Neruda sem birst hafa í íslenskri þýðingu í gegnum tíðina. Í því samhengi heyrist í ritstjóra bókarinnar Hólmfríði Garðarsdóttur prófessors í spænsku við Háskóla Íslands að lokum er minnt á að ljóðabókin Undrarýmið eftir Sigurlín Bjarney Gísladóttur kom út á vormánuðum ársins 2019 og vakti talsverða athygli. Leifur Hauksson les tvo ljóð eftir Neruda "Ekkert Annað í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar og brot ú Canto general í þýðingu Dags Sigurðarsonar. Einnig heyrðist Hólmfríður Matthíasdóttir les brot úr sögunni Bíó úr samasagnasafninu Brandrar handa byssumönnunum eftir Mazen Marouf í þýðingu Ugga Jónssonar.
1/11/202055 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Stelpur sem ljúga, Gullhringurinn, heimsendir á miðöldum og Sólardans

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað um bækur sem komu út á árinu. Þáttarstjórnandi flettir glæpasögunni Stelpur sem ljúga eftir Evu Björgu Ævarsdóttur, heimsendatryllinum The Second Sleep eftir Robert Harris og ljóðabókinni Sólardansinum eftir Þóru Jónsdóttur. Jórunn Sigurðardóttir ræðir við Þórarinn Leifsson um ferðasöguna Bekkurinn, dagbók í Gullhring 2018 - 2019. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og lesari með henni er Jóhannes Ólafsson.
12/21/20190
Episode Artwork

Stelpur sem ljúga, Gullhringurinn, heimsendir á miðöldum og Sólardans

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað um bækur sem komu út á árinu. Þáttarstjórnandi flettir glæpasögunni Stelpur sem ljúga eftir Evu Björgu Ævarsdóttur, heimsendatryllinum The Second Sleep eftir Robert Harris og ljóðabókinni Sólardansinum eftir Þóru Jónsdóttur. Jórunn Sigurðardóttir ræðir við Þórarinn Leifsson um ferðasöguna Bekkurinn, dagbók í Gullhring 2018 - 2019. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og lesari með henni er Jóhannes Ólafsson.
12/21/201953 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Orð um ljóð og ljóðabók, sögur í núinu og í framtíðinni

Í þættinum heyrist brot úr upptöku frá Ljóði og með því í Gröndalshúsi þann 11. desember 2019. Þar heyrist í ljóðskáldunum Þórdísi Gísladóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Melkorku Ólafsdóttur, Brynju Hjálmsdóttur,Fríðu Ísberg og Ástu Fanneyju Sigurðardóttur. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir segir frá fyrstu skáldsögu Braga Páls Sigurðarsonar, Austur, og lesin eru brot úr textanum. Þá er í þættinum rætt við Þórdísi Gísladóttur um bækur hennar Mislæg gatnamót sem er ljóðabók og barnabókina Randalín, Mundi og leyndarmálið og við Hildi Knútsdóttur um nýja skáldsögu hennar Nornina. Lesari: Jóhannes Ólafsson
12/14/20190
Episode Artwork

Orð um ljóð og ljóðabók, sögur í núinu og í framtíðinni

Í þættinum heyrist brot úr upptöku frá Ljóði og með því í Gröndalshúsi þann 11. desember 2019. Þar heyrist í ljóðskáldunum Þórdísi Gísladóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Melkorku Ólafsdóttur, Brynju Hjálmsdóttur,Fríðu Ísberg og Ástu Fanneyju Sigurðardóttur. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir segir frá fyrstu skáldsögu Braga Páls Sigurðarsonar, Austur, og lesin eru brot úr textanum. Þá er í þættinum rætt við Þórdísi Gísladóttur um bækur hennar Mislæg gatnamót sem er ljóðabók og barnabókina Randalín, Mundi og leyndarmálið og við Hildi Knútsdóttur um nýja skáldsögu hennar Nornina. Lesari: Jóhannes Ólafsson
12/14/201955 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Glæpasögur, ævisögur og jólasögur

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað um tvær nýjar þýðingar sem koma út um jólin, Menntuð eftir Töru Westover og Annabelle eftir Línu Bengtsdóttur, og spjallað við Línu. Einnig er sagt frá nýju greinasafni Soffíu Auðar Birgisdóttur um konur í íslenskum samtímabókmenntum, Maddama, kerling, fröken, frú, og rætt við Soffíu. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og lesari með henni er Jóhannes Ólafsson.
12/7/20190
Episode Artwork

Glæpasögur, ævisögur og jólasögur

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað um tvær nýjar þýðingar sem koma út um jólin, Menntuð eftir Töru Westover og Annabelle eftir Línu Bengtsdóttur, og spjallað við Línu. Einnig er sagt frá nýju greinasafni Soffíu Auðar Birgisdóttur um konur í íslenskum samtímabókmenntum, Maddama, kerling, fröken, frú, og rætt við Soffíu. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og lesari með henni er Jóhannes Ólafsson.
12/7/201948 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Jólasögur, Gröndal og sterkasta kona í heimi

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað um Reykjavíkurlýsingu Benedikts Gröndals og spjallað við Láru Aðalsteinsdóttur um Gröndalshús og bókmenntaborgina. Jórunn Sigurðardóttir ræðir við Steinunni G. Helgadóttur um skáldsöguna Sterkasta kona í heimi. Dögg Sigmarsdóttir og Hallveig Thorlacius segja svo frá Söguhring kvenna, jólasögum og jólagöngu kvenna í ár. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og lesari með henni er Kristján Guðjónsson.
11/30/20190
Episode Artwork

Jólasögur, Gröndal og sterkasta kona í heimi

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað um Reykjavíkurlýsingu Benedikts Gröndals og spjallað við Láru Aðalsteinsdóttur um Gröndalshús og bókmenntaborgina. Jórunn Sigurðardóttir ræðir við Steinunni G. Helgadóttur um skáldsöguna Sterkasta kona í heimi. Dögg Sigmarsdóttir og Hallveig Thorlacius segja svo frá Söguhring kvenna, jólasögum og jólagöngu kvenna í ár. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og lesari með henni er Kristján Guðjónsson.
11/30/201952 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Orð um bækur í beinni útsendingu klukkan þrjú frá Bókamessu í Hörpu

Klukkan fimmtán eða klukkan þrjú á morgun laugardag verður þátturinn Orð um bækur sendur út beint á Bókamessunni í Hörpu. 23. desember. Klukkan þrjú eða 15:00 í Rímu B verða pallborðsumræður með þremur ungum skáldum, þeim Pedro Gunnlaugi Garcia sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu Málleysingjarnir, Brynja Hjálmsdóttir var sömuleiðis að senda frá sér sína fyrstu bók, ljóðabókina Okfruman. Þeim til halds og traust í umræðunni um eigin verk verður reynsluboltinn Jónas Reynir Gunnarsson sem nýverið sendi frá sér sína fimmtu bók, ljóðabókina Þvottadagar. Klukkan hálf-fjögur eða kl. 15:30 setjast svo þrjár skáldkonur af þremur kynslóðum í nýtt pallborð og segja frá nýjum verkum sínum. Þetta eru Vigdís Grímsdóttir sem mætir með bókina Systu bernskunnar vegna, Soffía Bjarnadóttir hefur með sér Hunangsveiði og Fríða Ísberg mætir með Leðurjakkaveður. Inni á milli verður svo reynt að miðla stemningunni á Bókamessu í Flóanum í Hörpu laugardaginn 23. nóvember
11/23/20190
Episode Artwork

Orð um bækur í beinni útsendingu klukkan þrjú frá Bókamessu í Hörpu

Klukkan fimmtán eða klukkan þrjú á morgun laugardag verður þátturinn Orð um bækur sendur út beint á Bókamessunni í Hörpu. 23. desember. Klukkan þrjú eða 15:00 í Rímu B verða pallborðsumræður með þremur ungum skáldum, þeim Pedro Gunnlaugi Garcia sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu Málleysingjarnir, Brynja Hjálmsdóttir var sömuleiðis að senda frá sér sína fyrstu bók, ljóðabókina Okfruman. Þeim til halds og traust í umræðunni um eigin verk verður reynsluboltinn Jónas Reynir Gunnarsson sem nýverið sendi frá sér sína fimmtu bók, ljóðabókina Þvottadagar. Klukkan hálf-fjögur eða kl. 15:30 setjast svo þrjár skáldkonur af þremur kynslóðum í nýtt pallborð og segja frá nýjum verkum sínum. Þetta eru Vigdís Grímsdóttir sem mætir með bókina Systu bernskunnar vegna, Soffía Bjarnadóttir hefur með sér Hunangsveiði og Fríða Ísberg mætir með Leðurjakkaveður. Inni á milli verður svo reynt að miðla stemningunni á Bókamessu í Flóanum í Hörpu laugardaginn 23. nóvember
11/23/201956 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Orð um ljóð og ljóðabækur

Í þættinum er þeyst á milli útgáfufögnuða nýrra ljóðabók enda staðfest að útgáf ljóðabóka árið 2019 hefur aukist um fimmtíu og eitt prósent frá fyrra ári. Litið er inn í útgfufögnuð í Mengi 6. nóvember sl. þar sem Una útgáfuhús fagnaði útgáfu ljóðabókanna Þetta er ekki bílastæði eftir Brynjólf Þorsteinss Okfrumunni eftir Brynju Hjálmsdóttur. Brynjólfur les ljóðin: Fiskiflugur í kirkju afa míns, Við getum ekki öll verið berdreymin, Skrúfurnar sem ég finn og Vögguvísa. Brynja les stök ljóð úr bálki sínum. Einnig litið farið í Kornhlöðuna í Árbæ þar sem Harpa Rún bauð til fögnuðar í tilefni útgáfu ljóðabókarinnar Eddu. Þar heyrist einnig í Jóni Magnúsi Arnarsyni sem les bréf til sín frá ljóðskáldinu og Harpa Rún les ljóðin: Bergmál, Edda, Sama stað, Silfurvatn, Fræ. Einnig stuttlega rætt við Hörpu Rún. Þá er farið í Gunnarshús þar sem Gerður Kristný fagnaði ljóðabókinni Heimskaut 9. nóvember og les ljóðin Frank Curly á Suðurpólnum, Völuspá, Dehli, Skáld, Nöfnur. Að lokum er rætt við Steinnnu Sigurðardóttur um nýja ljóðabók hennar Dimmumót og Steinunn les ljóðin Sjónarsviptir 1 og Dagdraumaleið.
11/16/20190
Episode Artwork

Orð um ljóð og ljóðabækur

Í þættinum er þeyst á milli útgáfufögnuða nýrra ljóðabók enda staðfest að útgáf ljóðabóka árið 2019 hefur aukist um fimmtíu og eitt prósent frá fyrra ári. Litið er inn í útgfufögnuð í Mengi 6. nóvember sl. þar sem Una útgáfuhús fagnaði útgáfu ljóðabókanna Þetta er ekki bílastæði eftir Brynjólf Þorsteinss Okfrumunni eftir Brynju Hjálmsdóttur. Brynjólfur les ljóðin: Fiskiflugur í kirkju afa míns, Við getum ekki öll verið berdreymin, Skrúfurnar sem ég finn og Vögguvísa. Brynja les stök ljóð úr bálki sínum. Einnig litið farið í Kornhlöðuna í Árbæ þar sem Harpa Rún bauð til fögnuðar í tilefni útgáfu ljóðabókarinnar Eddu. Þar heyrist einnig í Jóni Magnúsi Arnarsyni sem les bréf til sín frá ljóðskáldinu og Harpa Rún les ljóðin: Bergmál, Edda, Sama stað, Silfurvatn, Fræ. Einnig stuttlega rætt við Hörpu Rún. Þá er farið í Gunnarshús þar sem Gerður Kristný fagnaði ljóðabókinni Heimskaut 9. nóvember og les ljóðin Frank Curly á Suðurpólnum, Völuspá, Dehli, Skáld, Nöfnur. Að lokum er rætt við Steinnnu Sigurðardóttur um nýja ljóðabók hennar Dimmumót og Steinunn les ljóðin Sjónarsviptir 1 og Dagdraumaleið.
11/16/201956 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Orð um furðusögur og skuggahlið jólanna

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað um furðusögur. Sagt er frá nýliðinni furðusagnahátíð, Æsing, sem haldin var í Norræna húsinu á dögunum, og rætt við skipuleggjendur hátíðarinnar, Júlíus Á Kaaber og Fjalar Sigurðarson. Umsjónarmaður flettir svo í tveimur nýútkomnum barnabókum sem báðar mætti flokka sem furðusögur. Ég er svikari eftir Sif Sigmarsdóttir er vísindaskáldsaga sem segir frá því þegar geimverur ráðast á jörðina og hvernig hin fjórtán ára gamla Amy Sullivan reynir að bjarga mannkyninu. Bölvun múmíunnar eftir Ármann Jakobsson segir frá dularfullri atburðarás sem hefst þegar múmía farósins Hóremhebs er flutt á fornminjasafn í ónefndri borg og hvernig þrír unglingar rannsaka málið. Í þættinum er einnig fjallað um Skuggahliðin jólanna, safn kvæða og sagna sem varðveitt eru í Stofnun Árna Magnússonar. Efnið var tekið saman af Evu Maríu Jónsdóttur og Rósu Þorsteinsdóttur og spjallar umsjónarmaður við Rósu um miðlun sagnaarfsins. Umsjónarmaður þáttarins er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir.
11/9/20190
Episode Artwork

Orð um furðusögur og skuggahlið jólanna

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað um furðusögur. Sagt er frá nýliðinni furðusagnahátíð, Æsing, sem haldin var í Norræna húsinu á dögunum, og rætt við skipuleggjendur hátíðarinnar, Júlíus Á Kaaber og Fjalar Sigurðarson. Umsjónarmaður flettir svo í tveimur nýútkomnum barnabókum sem báðar mætti flokka sem furðusögur. Ég er svikari eftir Sif Sigmarsdóttir er vísindaskáldsaga sem segir frá því þegar geimverur ráðast á jörðina og hvernig hin fjórtán ára gamla Amy Sullivan reynir að bjarga mannkyninu. Bölvun múmíunnar eftir Ármann Jakobsson segir frá dularfullri atburðarás sem hefst þegar múmía farósins Hóremhebs er flutt á fornminjasafn í ónefndri borg og hvernig þrír unglingar rannsaka málið. Í þættinum er einnig fjallað um Skuggahliðin jólanna, safn kvæða og sagna sem varðveitt eru í Stofnun Árna Magnússonar. Efnið var tekið saman af Evu Maríu Jónsdóttur og Rósu Þorsteinsdóttur og spjallar umsjónarmaður við Rósu um miðlun sagnaarfsins. Umsjónarmaður þáttarins er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir.
11/9/201951 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Orð um tungumálagagnrýni, sögu úr framtíðinni og ljóð úr núinu

Í þættinum eru höfð nokkur orð um verðlaunahátíð Norðurlandaráðs sem fram fór 29. okt 2019. Vitnað er í ræðu Jonas Eika handhafa bókmenntaverðlauna Norurlandaráðs árið 2019 og farið fáeinumorðum um Christine Roskift sem hlaut Bna - og unglingabókmenntaverðrlaun Norðurlandaráðs 2019. Þár er rætt við Kristján B. Jónasson bókaútgefanda og bókmenntafræðing um þær heitu umræður sem sprottið hafa af tilkynningu sænsku akademíunnar um að veita austuríska rithöfundinum Peter Handke Nobelsbverðlaunin í bókmenntum árið 2019. Einnig rætt við Sigrúnu Eldjárn um nýútkomnar bækur hennar Sigurfljóð í grænum hvelli og Kopareggið sem og við Höllu Margréti Jóhannesdóttur um nýja ljóðabók hennar Ljós og hljóðmerki.
11/2/20190
Episode Artwork

Orð um tungumálagagnrýni, sögu úr framtíðinni og ljóð úr núinu

Í þættinum eru höfð nokkur orð um verðlaunahátíð Norðurlandaráðs sem fram fór 29. okt 2019. Vitnað er í ræðu Jonas Eika handhafa bókmenntaverðlauna Norurlandaráðs árið 2019 og farið fáeinumorðum um Christine Roskift sem hlaut Bna - og unglingabókmenntaverðrlaun Norðurlandaráðs 2019. Þár er rætt við Kristján B. Jónasson bókaútgefanda og bókmenntafræðing um þær heitu umræður sem sprottið hafa af tilkynningu sænsku akademíunnar um að veita austuríska rithöfundinum Peter Handke Nobelsbverðlaunin í bókmenntum árið 2019. Einnig rætt við Sigrúnu Eldjárn um nýútkomnar bækur hennar Sigurfljóð í grænum hvelli og Kopareggið sem og við Höllu Margréti Jóhannesdóttur um nýja ljóðabók hennar Ljós og hljóðmerki.
11/2/201956 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Orð um að skrifa um hið ógeðfellda, um verðlaun með ljóði í lokin

Í þættinum er rætt við skáldið Sjón um nýja skáldsögu hans Korngult hár, grá augu. Síðan veltir umsjónarmaður fyrir sér hverjir hinna 13 norrænu höfunda sem tilnefndir eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hverjir hinna 14 sem tilnefndir eru til norrænu barna - og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hreppi þau. Bæði þessi verðlaun auk kvikmynda -, tónlistar - og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs verða afhent í tónlistarhúsinu í Stokkhólmi, þriðjudagiinn 29/10. Undir lok þáttar segir Halla Margrét Jóhannesdóttid ljóðskáld og leikari með meiru frá útgáfuhófi sem hún hélt í Listasafni Einars Jónssonar og skipti þar þar hlutverkum eftir verkefnum þ.e. ljóðskáldsins, útgefandans og góðu vinkonunnar. Halla Margrét les einnig ljóð sitt Heimkoma. Lesari: Anna Marsibil Clausen
10/26/20190
Episode Artwork

Orð um að skrifa um hið ógeðfellda, um verðlaun með ljóði í lokin

Í þættinum er rætt við skáldið Sjón um nýja skáldsögu hans Korngult hár, grá augu. Síðan veltir umsjónarmaður fyrir sér hverjir hinna 13 norrænu höfunda sem tilnefndir eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hverjir hinna 14 sem tilnefndir eru til norrænu barna - og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hreppi þau. Bæði þessi verðlaun auk kvikmynda -, tónlistar - og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs verða afhent í tónlistarhúsinu í Stokkhólmi, þriðjudagiinn 29/10. Undir lok þáttar segir Halla Margrét Jóhannesdóttid ljóðskáld og leikari með meiru frá útgáfuhófi sem hún hélt í Listasafni Einars Jónssonar og skipti þar þar hlutverkum eftir verkefnum þ.e. ljóðskáldsins, útgefandans og góðu vinkonunnar. Halla Margrét les einnig ljóð sitt Heimkoma. Lesari: Anna Marsibil Clausen
10/26/201955 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Orð um björgunaraðgerðir, samskipti, sorg og þrá

Ragna Sigurðardóttir segir frá smásagnasafni sínu Vetrargulrætur auk þess sem sagt er frá tilnefningum Dana til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en Danir tilnefna tvær mjög áhugaverðar bækur. Annars vegar smásagnasafnið Efter solen eftir hinn 28 ára gamla Jonas Eike og hins vegar nýja skáldsögu eftir eftir hina virtu skáldkonu Helle Helle og er það Halla Þórlaug Óskarsdóttir sem segir frá henni. Lesarar eru Gunnar Hansson og Eva Rún Þorgeirsdóttir
10/19/20190
Episode Artwork

Orð um björgunaraðgerðir, samskipti, sorg og þrá

Ragna Sigurðardóttir segir frá smásagnasafni sínu Vetrargulrætur auk þess sem sagt er frá tilnefningum Dana til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en Danir tilnefna tvær mjög áhugaverðar bækur. Annars vegar smásagnasafnið Efter solen eftir hinn 28 ára gamla Jonas Eike og hins vegar nýja skáldsögu eftir eftir hina virtu skáldkonu Helle Helle og er það Halla Þórlaug Óskarsdóttir sem segir frá henni. Lesarar eru Gunnar Hansson og Eva Rún Þorgeirsdóttir
10/19/201954 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Orð um ljóð og myndlist og fjölbreytilegan sögulegan skáldskap

Í þættinum er litið inn sýninguna Dauðabani vaktu yfir okkur sem jafnframt er ljóðabók eftir heiðurslistamann Sequencis myndlistarhátíðarinnar í Reykjavík árið 2019. Þá heyrist einnig eitt ljóð úr nýrri ljóðabók Fríðu Ísberg Leðurjakkaveður og örstutt brot úr nýrri skáldsögu Dags Hjartarsonar Við erum ekki morðingjar. Meira er að heyra úr útgáfuhófi þeirra Dags og Fríðu á heimasíðu þáttarins Orð um bækur frá og með mánudeginum 14/10 2019. Að lokum eru tilnefningar Finna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs á dagskrá. Erla E. Völudóttir segir frá bókinni Tristania eftir finnska ljóðskáldið og rithöfundinn Maríönnu Kurtto og Jórunn segir frá skáldsögu Lars Sund Där musiken började. Hvort tveggja eru sögulegar skáldsögur en gerólíkar. Lesarar: Guðni Tómasson og Eva Rún Þorgeirsdóttir.
10/12/20190
Episode Artwork

Orð um ljóð og myndlist og fjölbreytilegan sögulegan skáldskap

Í þættinum er litið inn sýninguna Dauðabani vaktu yfir okkur sem jafnframt er ljóðabók eftir heiðurslistamann Sequencis myndlistarhátíðarinnar í Reykjavík árið 2019. Þá heyrist einnig eitt ljóð úr nýrri ljóðabók Fríðu Ísberg Leðurjakkaveður og örstutt brot úr nýrri skáldsögu Dags Hjartarsonar Við erum ekki morðingjar. Meira er að heyra úr útgáfuhófi þeirra Dags og Fríðu á heimasíðu þáttarins Orð um bækur frá og með mánudeginum 14/10 2019. Að lokum eru tilnefningar Finna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs á dagskrá. Erla E. Völudóttir segir frá bókinni Tristania eftir finnska ljóðskáldið og rithöfundinn Maríönnu Kurtto og Jórunn segir frá skáldsögu Lars Sund Där musiken började. Hvort tveggja eru sögulegar skáldsögur en gerólíkar. Lesarar: Guðni Tómasson og Eva Rún Þorgeirsdóttir.
10/12/201955 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Orð um sögu um karlmann í leit að friði og hryllingssögu fyrir börn

Í þættinum er rætt við Þórdísi Þúfu Björnsdóttur sem nýlega sendi frá sér skáldsöguna Sólmundur. Einnig sagt frá tilnefningum Svía, Norðmanna og Álendinga til Barna - og unglingaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta eru bækurnar Risulven, Risulven eftirNinu Ivarson og Den förskräckliga historien om Lilla Hon eftir Lenu Ollmark og Per Gustavsson og rætt við Markús Má Efraím um hryllingssögur fyrir börn. Einnig sagt frá Det er ikke en busk eftir Eli Hovdenak og Alle sammen teller eftir Kristin Roskifte. Þá segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir frá bókinni På en trollsländas vingar eftir Ann-Christin Waller og Anni Wikberg. Lesari: Jóhannes Ólafsson
10/5/20190
Episode Artwork

Orð um sögu um karlmann í leit að friði og hryllingssögu fyrir börn

Í þættinum er rætt við Þórdísi Þúfu Björnsdóttur sem nýlega sendi frá sér skáldsöguna Sólmundur. Einnig sagt frá tilnefningum Svía, Norðmanna og Álendinga til Barna - og unglingaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta eru bækurnar Risulven, Risulven eftirNinu Ivarson og Den förskräckliga historien om Lilla Hon eftir Lenu Ollmark og Per Gustavsson og rætt við Markús Má Efraím um hryllingssögur fyrir börn. Einnig sagt frá Det er ikke en busk eftir Eli Hovdenak og Alle sammen teller eftir Kristin Roskifte. Þá segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir frá bókinni På en trollsländas vingar eftir Ann-Christin Waller og Anni Wikberg. Lesari: Jóhannes Ólafsson
10/5/201954 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Orð um þá pappírslausu í heiminum, átröskun og kraft ævintýranna

Í þættinum er að þessu sinni rætt við Bubba Morthens um nýja ljóðabók hans Velkomin. Einnig er fjallað um tilnefningar Svía til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Annars vegar fjallar Jórunn um skáldsöguna Människan er den vackrasta staden eftir Sami Said og hins vegar fjallar Halla Þórlaug Óskarsdóttir um ljóðabókina Nonsensprinsessan dagbok - en sjukskrivning eftir Isabellu Nilson. Einnig segir Brynhildur Heiðar - og Ómarsdóttir um bókina På trollsländes vingar eftir Ann Christin Waller og Anni Wikberg. Lesarar: Gunnar Hansson, Hafdís Helga Helgadóttir og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir.
9/28/20190
Episode Artwork

Orð um þá pappírslausu í heiminum, átröskun og kraft ævintýranna

Í þættinum er að þessu sinni rætt við Bubba Morthens um nýja ljóðabók hans Velkomin. Einnig er fjallað um tilnefningar Svía til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Annars vegar fjallar Jórunn um skáldsöguna Människan er den vackrasta staden eftir Sami Said og hins vegar fjallar Halla Þórlaug Óskarsdóttir um ljóðabókina Nonsensprinsessan dagbok - en sjukskrivning eftir Isabellu Nilson. Einnig segir Brynhildur Heiðar - og Ómarsdóttir um bókina På trollsländes vingar eftir Ann Christin Waller og Anni Wikberg. Lesarar: Gunnar Hansson, Hafdís Helga Helgadóttir og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir.
9/28/201953 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Orð um ljóð Svikaskálda og norrænar bækur frá jaðrinum, einkum í norðr

Í þættinum er farið í útgáfuhóf hjá Svikaskáldum sem í vikunnu sendu frá sér sína þriðju ljóðabók Ég sker netin mín. Í þættinum er rætt við þrjú skvikaskáldanna, þær Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Melkorku Ólafsdóttur og Þóru Hjörleifsdóttur auk þess sem leikið er brot úr upptöku á ljóðalestri þeirra sem og hinna þriggja svikaskáldanna, sem eru Sunna Dís Másdóttir, Þórdís Helgadóttir og Fríða Ísberg. Þá er í þættinum sagt frá bókunum sem samíska málsvæðið tilnefnir til bæði til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Barna - og unglingabókmenntaverðlauna ráðsins. Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir segir frá barnabókinni Siellaspeajal, verndargripaspegillinn eftir Karen Anne Buljo og Jórunn Sigurðardóttir frá Dette er ikke den Jorda eftir Inge Ravne Eira. Þá segir Brynhildur líka frá TuttuarannguaQ (Hreindýrskálfurinn) efti Camille Sommer & Pernille Kreutzmann sem Grænlendinga tilnefna til barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Jórunn segir frá Där finns inga monstrer eftir Lieselott Willen sem Álendiingar tinefna til Norrænu verðlaunanna og ætluð er fullorðnum. Lesarar eru Eva Rún Þórgeirsdóttir og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir
9/21/20190
Episode Artwork

Orð um ljóð Svikaskálda og norrænar bækur frá jaðrinum, einkum í norðr

Í þættinum er farið í útgáfuhóf hjá Svikaskáldum sem í vikunnu sendu frá sér sína þriðju ljóðabók Ég sker netin mín. Í þættinum er rætt við þrjú skvikaskáldanna, þær Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Melkorku Ólafsdóttur og Þóru Hjörleifsdóttur auk þess sem leikið er brot úr upptöku á ljóðalestri þeirra sem og hinna þriggja svikaskáldanna, sem eru Sunna Dís Másdóttir, Þórdís Helgadóttir og Fríða Ísberg. Þá er í þættinum sagt frá bókunum sem samíska málsvæðið tilnefnir til bæði til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Barna - og unglingabókmenntaverðlauna ráðsins. Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir segir frá barnabókinni Siellaspeajal, verndargripaspegillinn eftir Karen Anne Buljo og Jórunn Sigurðardóttir frá Dette er ikke den Jorda eftir Inge Ravne Eira. Þá segir Brynhildur líka frá TuttuarannguaQ (Hreindýrskálfurinn) efti Camille Sommer & Pernille Kreutzmann sem Grænlendinga tilnefna til barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Jórunn segir frá Där finns inga monstrer eftir Lieselott Willen sem Álendiingar tinefna til Norrænu verðlaunanna og ætluð er fullorðnum. Lesarar eru Eva Rún Þórgeirsdóttir og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir
9/21/201952 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Orð um rímur og nýja írska skáldsögu

Í tilefni að 90 ára afmæli Kvæðamannafélagsins Iðunnar er stiklað um tímalínu þessarar íslensku menningararfleifðar. Eftirfarandi heyrast kveða Guðríður B. Helgadóttir Auðna og þróttur oft má sjá, texti Ólína Jónasdótti ; úr disneyrímum eftir Þórarinn Eldjárn, Bára Grímsdóttir kveður, hljóðritun frá beinni útsendingu í franska ríkisútvarpinu 1988;tekið úr þættinum Þjóðarþel: Úr safni Handritadeildar : Rímnakveðskapur 1996; Steindór Andersen Bærinn minn eftir Stein Sigurðsson, lag: Hilmar Örn Hilmarsson. Steindór Andersen og Sigurrós, Á ferð til Breiðafjarðar. texti Jón S. Bergmann og börn í kvæðahóp Rósu Jóhannsdóttur kvæðakonu, upphaf Stúlluríma eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson. Þá er rætt við Rósu Þorsteinsdóttur þjóðfræðing og rannsóknarlektor við Stofnun Árna Magnússonar um Kvæðamannafélagið og tengsl Rósu við það. Í þættinum er einnig fjallað um skáldsöguna Eins og fólk er flest eftir írska rithöfundinn Sally Rooney en bókin er nýkomin út í þýðingu Bjarna Jónssonar. Sagt er frá bókinni, lesin brot úr textanum og rætt við Bjarna Jónsson. Lesari: Eva Rún Þorgeirsdóttir
9/14/20190
Episode Artwork

Orð um rímur og nýja írska skáldsögu

Í tilefni að 90 ára afmæli Kvæðamannafélagsins Iðunnar er stiklað um tímalínu þessarar íslensku menningararfleifðar. Eftirfarandi heyrast kveða Guðríður B. Helgadóttir Auðna og þróttur oft má sjá, texti Ólína Jónasdótti ; úr disneyrímum eftir Þórarinn Eldjárn, Bára Grímsdóttir kveður, hljóðritun frá beinni útsendingu í franska ríkisútvarpinu 1988;tekið úr þættinum Þjóðarþel: Úr safni Handritadeildar : Rímnakveðskapur 1996; Steindór Andersen Bærinn minn eftir Stein Sigurðsson, lag: Hilmar Örn Hilmarsson. Steindór Andersen og Sigurrós, Á ferð til Breiðafjarðar. texti Jón S. Bergmann og börn í kvæðahóp Rósu Jóhannsdóttur kvæðakonu, upphaf Stúlluríma eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson. Þá er rætt við Rósu Þorsteinsdóttur þjóðfræðing og rannsóknarlektor við Stofnun Árna Magnússonar um Kvæðamannafélagið og tengsl Rósu við það. Í þættinum er einnig fjallað um skáldsöguna Eins og fólk er flest eftir írska rithöfundinn Sally Rooney en bókin er nýkomin út í þýðingu Bjarna Jónssonar. Sagt er frá bókinni, lesin brot úr textanum og rætt við Bjarna Jónsson. Lesari: Eva Rún Þorgeirsdóttir
9/14/201955 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Orð um ljóð í götu, tungur ljóða og finnskar barna - og ungmennabækur

Í þættinum mátti heyra samklipp frá vísglu Hafnartorgs í miðbæ Reykjavíkur þar sem einnig Vilborg Dagbjartsdóttir var heiðruð með afhjúpun fyrsta ljóðsins, sem er greipt í götu bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur. Við athöfnina héldu ávörp Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sunna Dís Másdóttir ljóðskáld sem las ljóðið Nú hausar að úr Laufin á trjánum.Ljóðskáldið Gerður Kristný las ljóðið Vetur og ljóðið Reykjavíkurstemning úr Dvergliljum frá árinu, Ráðið úr Laufin á trjánum og Vör úr Fiskar hafa enga rödd. Þá heyrðist Vilborg sjálf flytja ljóðið Blessaðir veri fingurnir smáu. Þá var leikin samantekt frá þýðingarkvöldi Óspressunnar og Reykjavíkur Bókmenntaborgar á Tjarnarbar í Tjarnarbíói 22/8 2019. Þar komu fram Anna Valdís Kró,Mantas Balakauskas frá Litháen, Ewa Marcinek frá Póllandi, Helen cova frá Kolumbí sem öll lásu úr eigin verkum, Luciano Duarte, Anton Helgi Jónsson, Fríða Ísberg og Meg Matish. Umræðustjórar vor Kristín Svava Tómasdóttir og maxine Savage. Lesin voru ljóð eftir Claes Anderson í íslenskri þýingu AHJ og portugalskri þýðingu LD. Anton Helgi las einnig þýingar sínar á tveimur ljóðum eftir Mantas Balakauskas. Fríða Ísberg las ljóð úr bók sinni Slitförin og Meg Matish þýðingar sínar á þeim yfir á ensku. Kristín Svava Tómasdóttir ræddi við Anton Helga og Mantas Balakauskas um þýðingar þess fyrrnefnda á ljóðum þess síðarnefnda og maxine Savage ræddi við Fríðu Ísberg og Meg Mathish um þýðingar á ljóðum þeirrar fyrrnefndu. Þá sagði Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir frá tilnefningum Finna til Barna og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Annars vegar er það Ruusum Matka eða Ferðalag Rósu eftir Mariku Maijala og hins vegarBreven från Maresi eða Bréfin frá Maresu efti4r Maríu Turtschaninoff. lesari var Eva Rún Þorgeirsdóttir.
9/7/20190
Episode Artwork

Orð um ljóð í götu, tungur ljóða og finnskar barna - og ungmennabækur

Í þættinum mátti heyra samklipp frá vísglu Hafnartorgs í miðbæ Reykjavíkur þar sem einnig Vilborg Dagbjartsdóttir var heiðruð með afhjúpun fyrsta ljóðsins, sem er greipt í götu bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur. Við athöfnina héldu ávörp Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sunna Dís Másdóttir ljóðskáld sem las ljóðið Nú hausar að úr Laufin á trjánum.Ljóðskáldið Gerður Kristný las ljóðið Vetur og ljóðið Reykjavíkurstemning úr Dvergliljum frá árinu, Ráðið úr Laufin á trjánum og Vör úr Fiskar hafa enga rödd. Þá heyrðist Vilborg sjálf flytja ljóðið Blessaðir veri fingurnir smáu. Þá var leikin samantekt frá þýðingarkvöldi Óspressunnar og Reykjavíkur Bókmenntaborgar á Tjarnarbar í Tjarnarbíói 22/8 2019. Þar komu fram Anna Valdís Kró,Mantas Balakauskas frá Litháen, Ewa Marcinek frá Póllandi, Helen cova frá Kolumbí sem öll lásu úr eigin verkum, Luciano Duarte, Anton Helgi Jónsson, Fríða Ísberg og Meg Matish. Umræðustjórar vor Kristín Svava Tómasdóttir og maxine Savage. Lesin voru ljóð eftir Claes Anderson í íslenskri þýingu AHJ og portugalskri þýðingu LD. Anton Helgi las einnig þýingar sínar á tveimur ljóðum eftir Mantas Balakauskas. Fríða Ísberg las ljóð úr bók sinni Slitförin og Meg Matish þýðingar sínar á þeim yfir á ensku. Kristín Svava Tómasdóttir ræddi við Anton Helga og Mantas Balakauskas um þýðingar þess fyrrnefnda á ljóðum þess síðarnefnda og maxine Savage ræddi við Fríðu Ísberg og Meg Mathish um þýðingar á ljóðum þeirrar fyrrnefndu. Þá sagði Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir frá tilnefningum Finna til Barna og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Annars vegar er það Ruusum Matka eða Ferðalag Rósu eftir Mariku Maijala og hins vegarBreven från Maresi eða Bréfin frá Maresu efti4r Maríu Turtschaninoff. lesari var Eva Rún Þorgeirsdóttir.
9/7/201954 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Orð um líf og verk Jóhanns Sigurjónssonar

Leik - og ljóðskáldið Jóhann Sigurjónsson lést þann 31. ágúst árið 1919, því er í dag hundraðasta ártíð hans. Að því tilefni er þátturinn Orð um bækur helgaður lífi og verki Jóhanns. Í þættinum heyrast þekktar raddir Arnars Jónssonar, Helga Skúlasonar, Helgu Bachman og Þórhalls Sigurðssonar fara með ljóð Jóhanns og lesa úr bréfum hans og öðrum skrifum. Efnið er fengið úr þáttum Þórhalls Sigurðssonar „Væri ég einn af þessum fáu“ frá árinu 1989. Ljóðin sem lesin eru Fjólan og hrossataðshrúgan (AJ), Vorið (H.B), Ódysseifur hinn nýi. Þá les Atli Sigþórsson ljóðið Sorg og Jón Kalman Stefánsson ljóðið Sonetta. Einnig er leikið stutt bort úr uppfærslu útvarpsleikhússsins á Galdra-Lofti frá árinu 1947, Lárus Pálsson í hlutverki Lofts. Leikstjóri Haraldur Björnsson. Í þættinum er rætt við Mörtu Nordal leikstjóra um það hvað laðaði hana að leikriti Jóhanns Fjalla-Eyvindi en Marta setti eigin leikgerð þess á svið árið 2011 með leikhópnum Aldrei óstelandi auk þess sem verkið var hljóðritað fyrir útvarp. Einnig rætt við Pálínu Jónsdóttur leikstjóra sem undirbýr sviðsetningu eigin leikgerðar á Galdra-Lofti Jóhanns og við Jón Kalman Stefánsson um ljóð Jóhanns. Við gerð þáttarins var í mörgu stuðst við bókina Kaktusblómið og nóttin eftir Jón Viðar Jónsson og einnig vitnað í bókina Heimsókn minninganna eftir Ib Sigurjónsson. Lesarar: Leifur Hauksson og Brynhildur Björnsdóttir
8/31/20190
Episode Artwork

Orð um líf og verk Jóhanns Sigurjónssonar

Leik - og ljóðskáldið Jóhann Sigurjónsson lést þann 31. ágúst árið 1919, því er í dag hundraðasta ártíð hans. Að því tilefni er þátturinn Orð um bækur helgaður lífi og verki Jóhanns. Í þættinum heyrast þekktar raddir Arnars Jónssonar, Helga Skúlasonar, Helgu Bachman og Þórhalls Sigurðssonar fara með ljóð Jóhanns og lesa úr bréfum hans og öðrum skrifum. Efnið er fengið úr þáttum Þórhalls Sigurðssonar „Væri ég einn af þessum fáu“ frá árinu 1989. Ljóðin sem lesin eru Fjólan og hrossataðshrúgan (AJ), Vorið (H.B), Ódysseifur hinn nýi. Þá les Atli Sigþórsson ljóðið Sorg og Jón Kalman Stefánsson ljóðið Sonetta. Einnig er leikið stutt bort úr uppfærslu útvarpsleikhússsins á Galdra-Lofti frá árinu 1947, Lárus Pálsson í hlutverki Lofts. Leikstjóri Haraldur Björnsson. Í þættinum er rætt við Mörtu Nordal leikstjóra um það hvað laðaði hana að leikriti Jóhanns Fjalla-Eyvindi en Marta setti eigin leikgerð þess á svið árið 2011 með leikhópnum Aldrei óstelandi auk þess sem verkið var hljóðritað fyrir útvarp. Einnig rætt við Pálínu Jónsdóttur leikstjóra sem undirbýr sviðsetningu eigin leikgerðar á Galdra-Lofti Jóhanns og við Jón Kalman Stefánsson um ljóð Jóhanns. Við gerð þáttarins var í mörgu stuðst við bókina Kaktusblómið og nóttin eftir Jón Viðar Jónsson og einnig vitnað í bókina Heimsókn minninganna eftir Ib Sigurjónsson. Lesarar: Leifur Hauksson og Brynhildur Björnsdóttir
8/31/201957 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Orð um hljóðbók, afmælisbók og grænlenska bók

Í þættinum var velt vöngum yfir grein sænska rithöfundarins Jonasar Gardell í sænska blaðið Expressen og var deilt á samfélagsmiðlum á íslandi en greinin fjallaði um uppgang hljóðbókarinnar og möguleg áhrif. Var í þættinum rætt við Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóra Storytel á Íslandi um nýjustu áform þessarar stóru streymisveitu hljóðbóka. Einnig slegið á þráðinn til tithöfundanna Auðar Jónsdóttur og Hallgríms Helgasonar og þau spurð út í hljóðbókavæðinguna. Þá mátti heyra í þættinum brot úr upptöku sem gerð var í bókabúð Pennans Eymundsson þegar Þórarinn Eldjárn fagnaði þar 70 afmæli sínu og las upp úr nýrri ljóðabók Til í að vera til, líka var rætt við afmælisbarnið. Að lokum var gluggað í tilnefningu Grænlendingain til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en þeir tilnefna bókina Hvítir Hlaupaskór eftir Pivinnguaq Mörch sem inniheldur bæði ljóð og smásögur. Lesin brot úr tveimur sögum, titilsögunni og sögunni Mýflugan. Lesarar Eva Rún Þorgeirsdóttir og Leifur Hauksson.
8/24/20190
Episode Artwork

Orð um hljóðbók, afmælisbók og grænlenska bók

Í þættinum var velt vöngum yfir grein sænska rithöfundarins Jonasar Gardell í sænska blaðið Expressen og var deilt á samfélagsmiðlum á íslandi en greinin fjallaði um uppgang hljóðbókarinnar og möguleg áhrif. Var í þættinum rætt við Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóra Storytel á Íslandi um nýjustu áform þessarar stóru streymisveitu hljóðbóka. Einnig slegið á þráðinn til tithöfundanna Auðar Jónsdóttur og Hallgríms Helgasonar og þau spurð út í hljóðbókavæðinguna. Þá mátti heyra í þættinum brot úr upptöku sem gerð var í bókabúð Pennans Eymundsson þegar Þórarinn Eldjárn fagnaði þar 70 afmæli sínu og las upp úr nýrri ljóðabók Til í að vera til, líka var rætt við afmælisbarnið. Að lokum var gluggað í tilnefningu Grænlendingain til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en þeir tilnefna bókina Hvítir Hlaupaskór eftir Pivinnguaq Mörch sem inniheldur bæði ljóð og smásögur. Lesin brot úr tveimur sögum, titilsögunni og sögunni Mýflugan. Lesarar Eva Rún Þorgeirsdóttir og Leifur Hauksson.
8/24/201956 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Orð um samlíf við dýr, líf á öðrum stjörnuþokum og risadýr

Í þættinum er sagt frá nýrri íslenskri skáldsögu Sláturtíð eftir Gunnar Theódór Eggertsson. Rætt er við höfundinn um bókina og hann les brot úr sögunni. Þá er í þættinum kynntar bækurnar tvær sem Danir tilnefna til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en þetta eru bækurnar Styrke eftir Cecilie Eken og Da MumboJumbo blev kæmpestor eftir Jakob Martin Strid. Lesar: Eva Rún Þorgeirsdóttir
8/17/201953 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Orð um norrænt bókasafn, ævisögu og ljóð

Í þættinum er litið inn á bókasafnið í Norræna húsinu sem fagnar 50 ára afmæli, sunnudaginn 11/8. Rætt er við Ragnheiði Maríu upplýsingafræðing, Erling Kjærbö yfirbókavörð og Margréti I. Ásgeirsdóttur fyrrverandi yfirbókavörð. Þá er í þættinum byrjað að kynna þau bókmenntaverk sem tilnefnd eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2019 sem afhent verða í Stokkhólmi í lok október. Norsku tilnefningarnar eru til umfjöllunar að þessu sinni en það eru annars vegar ævisagan jeg lever et liv som ligner deres eftir Jan Grue og hins vegar ljóðabókin Det er berre ett spprsmål om tid eftir Eldride Lunde. Sagt er frá bókunum, höfundunum og lesin brot úr textunum í snörun umsjónarmanns. Lesari er Gunnar Hansson
8/10/201952 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Orð um bækur og ferðalög í og með bókum

Í þættinum er rennt í gegnum listaverkabókin Gjöfin til íslenskrar alþýðu og hvatt til ferðalags í Listasafn Árnesinga til að skoða sýningu á allmörgum verkanna sem bókin fjallar um. Þá er leikið brot úr upptöku sem gerð var í Mengi 26. júní 2019 þegar una útgáfuhús heiðraði minningu Arnfríðar Jónatansdóttur með ljóðakvöldi þar sem komu fram skáldkonurnar Vilborg Dagbjartsdóttir sem las ljóð Arnfríðar „Lát kvarma skýla,“ Linda Vilhjálmsdóttir sem las ljóðið „Sjólag“ og „Fyrirmæli höfundar" eftir sjálfa sig. Bergþór Snæbjörnsdóttir las tvö erendi úr ljóðinu „Læstir dagar" eftir Arnfríði ogupphaf ljóðabókar sinnar Flórida frá árinu 2017. Fríða Ísberg las og túlkaði ljóðið „Á strætum" eftir Arnfríði og síðan óbirt ljóð eftir sjálfa sig „Kelling". Brynja Hjálmsdóttir las ljóðið „kvöld" eftir Arnfríði og ljóð án titils eftir sjálfaa sig. Að lokum flutti Gerður Kristný ljóðið „Haust" eftir Arnfríði og brot úr eða af Sálumessu eftir sjálfa sig. Þá var í þessum pistli einnig flutt brot úr ljóði Arnfríðar „ Barn vildi byggja" og ljóðið "Draumur" eftir Vilborgu Dagnbjartsdóttur. Að lokum var spáð í svokallaðan langa lista Bookerverðlaunanna þar sem 13 bækur eru tilnefndar. Styttri listinn verður svo afhjúpaður í næst mánuði en verðlaunin sjálf verða veitt í október.
8/3/201957 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Orð um nýlátið skáld og menningarmann og smásögur leikara

Orð um bækur er að þessu sinni sagt frá finnlandssænska skáldsins Claes Andersson sem lést í vikunni, 82ja ára gamall. Rætt er við Steinunni Sigurðardóttur skáld sem þekkti Claes Andersson og verk hans nokkuð. Einnig rætt við Anton Helga Jónsson ljóðskáld um kynni hans af Claes Andersson auk þess sem Anton Helgi les tvö ljóð Claes Anderssons í eigin þýðingu. Þá er í þættinum rætt við Karl Ágúst Úlfsson um nýtt smásagnasafn hans Átta sár á samviskunni og Karl Ágúst les brot úr sögunni "Virgill fer línuvillt.".
7/27/201952 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Í þættinum er rætt við Berglindi Mari Valdimarsdóttur verkefnisstjóra á Amtsbókasafninu á Akureyri um sumarið á bókasafni úti á landi. Einnig er rætt við Eirík Stephensen um nýútkomna skáldsögu hans Boðun Guðmundar og Eiríkur les brot úr bókinni.
7/20/201956 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Orð um sögurnar og lífið

Í þættinum er rætt við Önnu Guðríði S. Sigurðardóttir, einn af fimm ritstjórum bókarinnar Það er alltaf eitthvað og við tvo af tólf höfundum þeirra þrjátíu og einnar smásögu sem buókin hefur að geyma, þær Jónu Kristjönu Hólmgeirsdótur og Sóveigu Eir Stewart. Einnig er í þættinum rætt við íransk sænska rithöfundinn Golnaz Hashemzadeh um bók hennar Þakkarskuld sem kom út í tilefni alþjóðlegrar bókmenntahátíðar í Reykjavík 2019 í þýiðngu Páls Valssonar.
6/1/201954 minutes, 1 second
Episode Artwork

Síðustu réttarhöld Franz Kafkas

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað um málaferli um handrit Franz Kafkas. Rithöfundurinn Franz Kafka lést langt um aldur fram árið 1924 og bað vin sinn að brenna öll skjöl sín. Í stað þess að brenna handritin, undirbjó Max Brod þau til útgáfu og starfaði alla ævi að því að kynna og upphefja skáldskap vinar síns. Þegar Brod lést komust handritin í hendur ritara hans, Esther Hoffe, og svo dóttur hennar Evu, allt þar til Landsbókasafn Ísraels krafðist yfirráða yfir skjölunum. Í þættinum er sagt frá vinskap Kafkas og Brods og baráttunni um handritin. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og lesari með henni er Jóhannes Ólafsson.
5/25/201950 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Þungunarrof í bókmenntasögunni

Fjallað er um hvernig rithöfundar hafa tekið á þungunarrofi í skáldsögum og leikverkum. Sagt er frá lýsingum á þungunarrofi í 18. aldar breskum skáldsögum, líkt og verkum Samuels Richardsons og Mary Wollstonecraft; sagt er frá þungunarrofi í skáldskap súffragetta um aldamótin 1900; og sagt frá þungunarrofi í íslenskum skáldskap, í skáldsögum eftir Halldór Laxness, Ragnheiði Jónsdóttur og Þórdísi Gísladóttur, meðal annarra. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og lesari með henni er Jóhannes Ólafsson.
5/18/201952 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Konan sem hvarf og glænýir íslenskir krimmar

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað um íslenskar glæpasögur. Sagt er frá tveimur nýútkomnum skáldsögum eftir höfunda sem gefa báðir út sína fyrstu glæpasögu. Röskun eftir Írisi Ösp Ingjaldsdóttur er sálfræðitryllir með yfirnáttúrulegum undirtón sem segir frá örlögum tveggja kvenna í Reykjavík. Hefndarenglar eftir Eirík P. Jörundsson er hefðbundin glæpasaga og spennutryllir í senn, þar sem söguhetjur kafa ofan í leyndarmál íbúa Súðavíkur og glíma við glæpagengi í undirheimum Reykjavíkur. Jórunn Sigurðardóttir ræðir einnig við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur sem nýlega hlaut barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem veitt er handriti að skáldverki fyrir börn eða unglinga. Bergrún Íris er sú fyrsta til að hljóta þessi verðlaun, fyrir handrit að bókinni Kennarinn sem hvarf. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir.
5/11/201951 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Orð um Meðgönguljóð

Í þættinum er fjallað um ljóðabókaseríun Meðgönguljóð. 2. maí 2019 kom út bókin Meðgönuljóð Úrval 2012 - 2018 sem hefur að geyma sýnishorn úr öllum þrjátíu og þremur ljóðabókunum sem út komu í seríunni. Í þættinum Orð um bækur hefur verið fylgst grannt með þessari útgáfu og þátturinn helgaður þessari tæplega sjö ára sögu. Gamlar upptökur ljóða og viðtala eru leikin í þættinum. M.a. úr Sídegisútvarpi rásar 2 árið 2012 viðtal hallgríms Thorsteinssonar og Lindu Blöndal við Valgerði Þóroddsdóttur og Kára Tuliníus. Einnig viðtöl úr þættinum Víðsjá um ljóðabíó sem og úr allmörgum þáttum Orða um bækur. Þá voru í þættinum leiknar upptökur sem gerðar voru í Listasafni Einars Jónssonar á 2/5 2019 þegar endahnút Meðgönguljóða var fagnað. Þar heyrist í Brynhildi Þórarinsdóttur, Kára Tuleníus Tryggva Steini Sturlusyni sem einnig les ljóð eftir sig. Þá heyrast Valgerður Þóroddsdóttir, Kári Túleníus, Arngunnur Árnadóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir lesa ljóð. Kynnir dagskrárinnar er Kristínu Svövu Tómasdóttur. Þættinum lýkur á samtali við þær Valgerði og Kristínu Svövu um það t.d. hvort meðgönguljóð hafi verið róttækt fyrirbæri en einnig um söguna og framtíð bókaútgáfunnar Partusar sem síðustu árin hélt utan um útgáfu Meðgönguljóða. Þrjátíu og tvö skáld sendu frá sér jóð sem Meðgönguljóð og fyrir flest þeirra var það fyrsta skrefið upp úr skúffunni í átt til lesenda.
5/4/201950 minutes
Episode Artwork

Orð um bækur og fólk á bókmenntahátíð

Í þættinum Orð um bækur er þvælst um á bókmenntahátíð sem haldin var24. -28. apríl 2019 í Reykjavík. að kvöldi sumardagsins fyrsta hitti þátturinn Nínu Helgadóttur, Védísi Skarphéðinsdóttur, Kristín Ólafsdóttir og systur rithöfundarins Steinunnar Helgadóttur. Einnig heyrðist í tyrkneska rithöfundinum Hakan Günday. Þá var komið við á skyndiviðburði í Bókabúð Pennans Eymundsson í Austurstræti þar sem bóksalinn og útgefandinn Einar Kári Jóhannsson átti samræðu við skáldin Merete Pryds Helle frá Danmörku, Friðgeir Einarsson frá Íslandi og Anuradha Roy frá Indlandi og var rætt sérstaklega í þættinum við þau síðarnefndu sem og við Elísabetu og Lydiu Ósk.Í Veröld þar sem stóð yfir Laxnesþing og afhending alþjóðlegara bókmenntaverðlauna tengdum Halldóri Lasnes var rætt við Einar Má Guðmundsson sem sat í dómnefnd verðlaunanna og Halldór Guðmundsson sem löngum hefur átt sæti stjorn bókmenntahátíðar og hefur fylgst með henni frá upphafi. Í lok þáttarins var svo spjallað við rithöfundana Halldór L. Halldórsson og Sigríði Hagalín Björnsdóttur sem bæði eru gestir bókmenntahátíðar í fyrsta sinn að þessu sinni.
4/27/201955 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

4/20/201955 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Orð um glæstan feril og almennan bóklestur

Steinunn Sigurðardóttir fagnar því að á þessu ári eru liðin fimmtíu ár frá því að hún sendi frá sér sina fyrstu bók, ljóðabókina Sífellur, sem sannarlega var upphaf glæsts ferils. Rætt er við Steinunni í þættinum um upphafið, um tilveru rithöfundarins, skáldun persóna og annarra aðstæðna í skáldsögum og ljóðin sem stöðugt leita á hana. Steinunn les í þættinum ljóðið „Vandræða“ úr ljóðabókinni Að ljóði munt þú verða og og fyrstu tvo hluta ljóðabálksins „Árstíðasöngl“ úr Kúaskítur og norðurljós. Í síðari hluta þáttarins er svo rætt við Helgu Birgisdóttur íslenskukennara í Tækniskóla Íslands, sem hefur brennandi áhuga á bóklestri unglinga og á íslenskri tungu.
4/13/201954 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Orð um börn og bækur

Í tilefni af degi barnabókarinnar sem haldinn var hátíðlegur á afmæli H.C. Andersens þann 2. apríl er í þættinum er hugað að bóklestri barna og aðgengi þeirra að bókum. Rætt er við Dröfn Vilhjálmsdótturbókasafnsfræðing á skólabókasafni Seljaskóla sem og Lúkas Myrkva Gunnarsson, Sölva Þór Jörundsson Blöndal, Rakel Emmu Róbertsdóttur og Eygló Kristinsdóttur lestrarhesta í sama skóla. Einnig er rætt við Ævar Þór Benediktsson rithöfund og höfund og útfæranda lestrarátaks Ævars vísindamanns sem nýlega lauk í fimmta og síðasta sinn. Þá er í þættinum sagt stuttlega frá því að á degi barnabókarinnar var tilkynnt í Norræna húsinu hvaða bækur eru tilnefndar til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Rætt við Erling Kjærbo forstöðumann bókasafns Norræna hússins og við Ragnheiði Eyjólfsdóttur höfund bókarinnar Rotturnar sem er önnu af tveimur bókum sem Íslendingar tilnefna en hin er Silfurlykillinn eftir Sigrúnu Eldjárn.
4/6/201957 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Orð um flóttamenn og nýtt forlag á Hvammstanga

Í þættinum er rætt við Birtu Þórhallsdóttur eiganda bókaútgáfunnar Skriðu á Hvammstanga og höfund bókarinnar Einsamræða sem Skriða sendi nýlega frá sér. Einnig rætt við Sigurbjörgu Friðriksdóttur sem á sama tíma sendi frá sér ljóðabókina Vínbláar varir. Þá er í þættinum sagt frá tyrknesku skáldsögunni Meira eftir hakan Günday en bókin kom nýlega út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Sagt er frá höfundinum og bókinni og lesið úr henni og rætt við þýðandann. Lesari er Gunnar Hansson
3/30/201956 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Orð um alþjóðlegan dag ljóðsins

Þátturinn er helgaður ljóðlistinni enda var ljóðinu fagnað á árlegum alþjóðlegum degi ljóðsins. Í þættinum heyrist Gerður Kristný flytja upphaf ljóðabókar sinnar Drápu, upptka Bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur á Youtube á alþjóðlegum degi ljóðsins. Þá var rætt við Anton Helga Jónsson sem á alþjóðlegum degi ljóðsins í vikunni opnaði formlega nýja heimasíðu https://www.anton.is þar sem nú má lesa allar bækur sem Anton Helgi hefur gefið út. Anton Helgi las eitt ljóð í tilefni dagsins „Samræða á degi ljóðsins" Þá var gerð tilraun til að miðla ljóðastund með svikaskáldum sem haldin var á Slippbarnum á degi ljóðsins. Svikaskáldin Þóra Hjörleifsdóttir, Þórdís Helgadóttir, Fríða Íslber og Sunna Dís Másdóttir. Þær lásu upp ljóðin Fullkomnun og Svik eftir sjálfa sig. Þóra Hjörleifsdóttir las þýðingu sína á tveimur ljóðum eftir Mario Oliver, Sumardagurinn; Ég þekki eina. Þórdís Helgadóttir las þýðingu sína á ljóði eftir Joe Shapcott: Um dauða. Sunna Dís Másdóttir las þýingu Olgu Holovinu á ljóði Evu Lipsku Hús. Fríða Íslber las ljóðið Aplicant eftir Silviu Plath á ensku og þýðingu sína á ljóðinu Króna eftir Paul Celan. Þá lásu Anton Helgi Jónsson, Sigrún Sigmarsdóttir, Sigrún Björnsdóttir og tvö skáld til viðbótar sem tóku þátt í þessari ljóðasköpunarstund svikaskálda eitt ljóð sem hvert sem orðið hafði til á þessu kvöldi. Að lokum mátti heyra Steinunni Sigurðardóttur lesa ljóð sitt Tvennt lengst að austan. Upptakan gerð í Reykholtskirkju árið 2017 þegar Steinunn tók við ljóðaverðlaunum Guðmundar Böðvarssonar.
3/23/201954 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Orð um vonda karla á 21. öld og fögur ljóð innblásin af sautjándu öld

Í þættinum er sagt frá tveimur nýútkomnum þýðingum, sálfræðilegum glæpatrillum. Þetta eru annars vegar skáldsagan Þar sem ekkert ógnar þér eftir Simone von der Vlugt og hins vegar Dóttir mýrakóngsins eftir Karen Dionne en báðar bækurnar eru þýddar af Rögnu Sigurðardóttur rithöfundi. Í þættinum er rætt við Rögnu lesin nokkur brot úr báðum bókum. Þá er leikin upptaka frá útgáfuhófi Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur vegna útkomu ljóðabókar hennar Undrarýmið. Sigurlín Bjarney Gísladóttir les eftirfarandi ljóð úr bók sinni Undrarýmið: selva oscura; Mannhelgikvæði; Nokkur orð um fegurðina; Þú ert úthaf. Einnig er rætt við Sigurlín Bjarney og hún las ljóðið Gárur í sveigðu rúmi. Lesari: Hafdís Helga Helgadóttir
3/16/201953 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Orð um bækur þar sem karlmennska kemur við sögu

í þættinum heyrast nokkur brot úr dagskrá sem flutt var í Mengi 7. mars í tilefni af stofnun bókaforlagsins Una útgáfa. Þuríður BlærJóhannsdóttir las kafla úr frásögn Hallgríms Hallgrímssonar Undir fána lýðveldisins sem Una útgáfuhús hefur nýlega endurútgefið. Einnig las Brynja Hjálmsdóttir brot úr ljóði sínu Ok fruman, Elísabet Jökulsdóttir las úr ljóðabók sinni Sjáðu, sjáðu mig það er eina leiðin til að elska mig og Jónas Reynir las verk í vinnslu, Þvottadagar. Þá var í þættinum minnt á að AlÞjóðleg bókmenntahátíð hefst í Reykjavík 24. apríl og sagð frá ítalska rithöfundinum Domenico Starnone sem er gestur hátíðarinnar. Skáldsagan Bönd eftir Starnone er nýkomin út, sagt er frá henni og rætt við þýðandann Höllu Kjartansdóttur. Þá var sagt frá tveimur fyrirlestrum sem fluttir voru á svokölluðu karlakvöldi, kvöldstund um karlabókmenntir sem haldin var í Tryggvaskála á Selfossi af Bókabæjum Árborgar. Fyrirlesarar voru Ásta Kristín Benediktsdóttir og Einar Kári Jóhannsson.
3/9/201955 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Orð um Unu, Ingibjörgu og Ós

Í þættinum er rætt við tvo af fjórum forsvarsmönnum Unu útgáfuhúss, þau Kristínu Maríu Kristinsdóttur og Einar Kára Jóhannsson. Ung útgáfuhús er nýtt bókaforlag í Reykjavík sem ætlar að einbeita sér að því að gefa í bókmenntaverk sem ekki eru lengur fáanleg en eftirspurn er eftir en einnig verk ungra, óþekktra höfunda. Einnig er í þættinum rætt við Gunnar Þorra Pétursson og Katrínu Harðardóttur en þau héldu hvort sitt erendið á þingi um þýðingar Ingibjargar Haraldsdóttursem haldið var í Veröld þann 23. febrúar 2018. Þá er í þættinum rætt við Önnu Valdísi Kro, Helen Cova og Pedro Gunnlaug Garcia sem öll tengjast nýjasta hefti tímaritsins Ós Journal sem birtir einkum efni eftir höfunda sem ekki skrifa á íslensku en eru þó búsettir hér.
3/2/201955 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Orð um gamalt og nýtt og virt en þó fyrst og fremst ferskt

Í þættinum er litið yfir tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 sem upplýst var um fimmtudaginn 21. febrúar. Rætt er stuttlega við annan íslenska höfundinn sem tilnefndur er, Kristínu Eiríksdóttur sem tilnefnd er fyrir skáldsögu sína Elín Ýmislegt auk þess sem Kristín Ómarsdóttir er tilnefnd fyrir ljóðabók sína Kóngulær í sýningarglugga. Einnig rætt við Sofie Hermansen Eriksdatter skrifstofustjóra verðlaunanna í Norræna húsinu. Þá er í þættinum rætt við Þorvald Sigurbjörn Helgason sem í vikunni sendi frá sér ljóðabókina Gangverk. Tímarit Máls og menningar hefur nú komið út í 80 ár að því tilefni rætt við nýja ritstjóra tímaritsins Elínu Eddu Pálsdóttur og Sigþrúði Silju - og Gunnarsdóttur.
2/23/201954 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Orð um hljóðbækur, Kviku og Harry ptter á leiksviði

Í þættinum segir Brynhildur Heiðar - og Ómarsdóttir frá leiksýningunni Harry Potter og bölvun barnsins sem hún sá á leiksviði í Lundúnum. Þá er í þættinum rætt við Þóru Hjörleifsdóttur sem nýverið sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu Kviku. Einnig er rætt við Stefán Hjörleifsson landstjóra Storytell á Íslandi um uppgang hljóðbóka.
2/16/201953 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Orð*um kynusla og #MeToo á miðöldum

Í þættinum er fjallað um konur og bókmenningu á miðöldum. Sagt er frá nýlegri uppgötvun fornleifafræðinga í Þýskalandi, sem báru kennsl á konu sem líklegast hefur verið mikilsvirtur skrifari handrita á elleftu öldinni. Rætt er við Guðrúnu Ingólfsdóttur sem rannsakað hefur skrif og bókmenningu kvenna á Íslandi á miðöldum fram á átjándu öld og sagt frá miðaldarómönsunni Roman de Silence, frönsku söguljóði frá upphafi þrettándu aldarinnar sem segir frá riddara sem fæddur kona. Í sögunni er tekist á við spurningar sem við glímum enn við í dag um stöðu kvenna, kynvitund og #MeToo. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir.
2/9/201954 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Orð um skáldsögu og ljóð á annarri öld en samt núna

Í þættinum er rætt við Hallgrím Helgason sem þann 29. janúar 2019 tók við Íslensku bókmenntaverðlaununum í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsögu sína 50 kíló af sólskini. Einnig rætt við Hólmfríði Garðarsdóttur prófessor í spænsku og bókmenntum á spænsku um bókina Hafið starfar í þögn sem inniheldur öll ljóð síleanska skáldsins Pablo Neruda sem komið hafa út stök í blöðum og tímaritum. Leifur Hauksson les Óðinn um sokkana eftir Neruda í þýðingu Ásdísar Ingólfsdóttur og upphaf ljóðsins Jimenez de Quesada (1536) í þýðingu Ingibjargar Haraldsdótturog ljóðið ekkert annað úr bókinni Las Piedras de Chile frá árinu 1961 ogbirtist fyrst í Úr ríki samviskunnar árið 1992 ritstj. 1992.
2/2/201955 minutes, 1 second
Episode Artwork

Orð um ljóð á bókum og í stafrænum heimi

Í þættinum er að þessu sinni rætt við ljóðskáldið Eyþór Gylfason sem nýverið sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók Hvítt suð. Einnig er skautað yfir sögu rafbókarinnar og spáð í framtíð hennar sem og þau áhrif sem þetta form eigi eftir að hafa á skáldsagna og ljóðagerð og er jafnvel þegar farið að gera. Undir lok þáttar spáir svo þáttastjórnandi í ljóðabókaútgáfu síðasta árs á Íslandi ásamt þeim Antoni Helga Jónssyni ljóðskáldi og Brynju Hjálmsdóttur ritlistarmeistara frá HÍ og bóksölukonu.
1/26/201955 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Bækur stríð af margvíslegum toga

Í þættinum er rætt við palestínsk/íslenska rithöfundinn Mazen Maarouf en þýðing Ugga Jónssonar á smásagnasafni hans Brandarar fyrir byssumennina kom út í síðustu viku. Þá er rætt við líklega yngsta eiganda bókaforlags á landinu sem er Tanja Rasmussen sem á og rekur bókaforlagið Kallíópu sem hóf starfsemi árið 2016 og gaf út sína fyrstu bók í ágúst 2017 og hefur síðan sent frá sér tvær bækur til viðbótar. Í þættinum er rætt við höfund fyrstu bókarinnar sem Kallíópa gaf út en það er skáldsagan Skotheld eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur.
1/19/201956 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Orð um skáld á þessari öld og síðustu

Í þættinum er leikin upptaka á ljóðalestri frá upplestrarsíðdegi í Borgarbókasafninu í Grófinni 15. desember síðastliðinn. Höfundarnir sem heyrist í í þættinum eru Sjöfn Hauksdóttir sem les úr bók sinni Cecin´est pas une Ljóðabók, Ægir Þór Jähnke sem les úr Ódýrir endahnútar, Hörður Steingrímsson sem les úr bók sinni Blik og í Eyþóri Gylfasyni sem les úr bók sinni hvítt suð. Þá er í þættinum rætt við Ægir Thor Jähnke um ljóð hans og aðstæður ungra ljóðskálda hér og nú. Einnig rætt við Auði Övu Ólafsdóttur um snillinga og karllægni bókmenntalífsins hér á landi á síðustu öld en einnig um konu sem vil skrifa og strák sem vill sauma, um sagnfestu skáldskapar, Halldór Laxness og Ungfrú Ísland.
1/12/201956 minutes, 1 second
Episode Artwork

Orð um allar bækurnar árið 2018

Í þessum fyrsta þætti ársins er horft um öxl á nýliðið bókmenntaárið 2018 á Íslandi, Sunna Dís Másdóttir, Soffía Auður Birgisdóttir, Jón Yngvi Jóhannsson og Einar Kári Jóhannsson ræða um það sem hæst bar, það sem varð undir í flóðinu, um bækur sem nýliðna fortíð að sögusviði og bækur sem gerast einmitt hér og nú sem og svolítið um fræðibókaútgáfu og barnabækur. Einnig eru nokkrir vegfarendum í Kringlunni á fyrsta degi ársins spurðir út í jólabækur sínar.
1/5/201955 minutes, 1 second
Episode Artwork

Bækur um klám, ást og missi

Í þættinum er rætt við ljóðskáldið Sigurbjörgu Þrastardóttur um nýja ljóðabók hennar Hryggdýr og við Guðrúnu Evu Mínervudóttur sem nýlega sendi frá sér smásagnasafnið Ástin Texas sem fjallar um ómöguleika ástarinnar sem þó blómstrar stöðugt í lífinu. Að lokum ræðir svo Brynhildur Heiðar - og Ómarsdóttir við Kristínu Svövu Tómasdóttur sem hefur skrifað sögu kláms á Íslandi.
12/22/201850 minutes
Episode Artwork

12/15/20181 hour, 56 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Orð um galdrabrennur, bókabrennur og hjarta í björtu báli

Í þættinum koma að þessu sinni þrjár bækur við sögu. Ein söguleg skáldsaga, skrifuð á finnsku og þýdd á íslensku um atburði sem gerðust fyrir margt löngu norður á Ströndum. Finninn Tapio Koivukari kynnti fyrir nokkru í Bókabúð Máls og menningar skáldsögu sína Galdra-Möngu sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu Sigurðar Karlssonar. Þá er í þættinum rætt við Ragnar Helga Ólafsson sem nýlega sendi frá sér bókina Bókasafn föður míns, sem er bók um missi og söknuð, um umbreytingar og hverfulleika sem einkennir líf manneskjunnar öðru fremur. Einnig er rætt við Kamillu Einarsdóttur sem hefur sent frá sér sína fyrstu bók, stutta skáldsögu sem er sprottin beint út úr samtímanum í Kópavogi og heitir enda Kópavogskrónika.
12/8/201855 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Orð um bækur á fullveldisafmæli

Í þættinum er í tilefni dagsins rætt við þrjá unga rithöfunda, Dag Hjartarson, Fríðu Ísberg og Ævar Þór Benediktsson, um framtíð bókmenntanna í stöðugt háþróaðri stafrænum heimi, hvað verði skrifað um á annarri öld fullvalda Íslands og fleira. Einnig er rætt við skáldið Sjón um innflytjendabókmenntir og við Karl Ágúst Úlfsson formann Rithöfundasambands Íslands um framtíð bókmenntalífsins á Íslandi, samvinnu allra sem stunda skapandi skrif fyrir hvaða miðil sem er sem og um bókmenntir nýrra Íslendinga á nýrri fullveldisöld sem enn sem komið er einkennist m.a. af fjölmenningu.
12/1/201853 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað um ævintýri og ævintýralegar bækur, spjallað við furðusagnarithöfunda og þjóðfræðinga. Í þættinum er rætt við Alexander Dan, Emil Hjörvar Petersen og Naomi Novik, rithöfunda sem best eru þekktir fyrir skrif á furðusögum, sögum sem flétta minnum þjóðsagnanna saman við nútímafantasíur. Einnig er rætt við Bryndísi Björgvinsdóttur um nýútgefna bók sína um álfahefðina og hvernig álfatrú hefur markað íslenskt samfélag og byggð á landinu. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir.
11/24/201854 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Orð um barnabækur, fyrst og fremst þó ungmennabækur

Barna- og ungmennabækur eru umfjöllunarefni þáttarins. Rætt er við Helgu Birgisdóttur bókkmenntafræðing um það sem hæst ber í útgáfunni árið 2018 og skoða í samhengi útgáfunni síðustu ár sem og umræðunnar um dvínandi lestur barna og ungmenna. Þá er í þættinulm rætt við rithöfundana Hildi Knútsdóttur og Ragnheiði Eyjólfsdóttur um skáldsögur þeirra Ljónið eftir Hildi og Rotturnar eftir Ragnheiði.
11/17/201851 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Orð um bækur ungra höfunda

Þrír ungir höfundar eiga sviðið í þættinum Orð um bækur að þessu sinni. Rætt er við Fríðu Ísberg um nýtt smásagnasafn hennar, Kláði, og við Sverri Norland sem sendi frá sér fimm bækur í knippi á verði einnar, eins og það heitir gjarna í auglýsingum. Þau Fríða og Sverrir segja frá bókum sínum og lesa stutta kafla. Einnig heyrist í Hauk Ingvarssyni sem þann 24. október fagnaði verðlaunaljóðabók sinni Vistarverur í Bókabúð Pennans Eymundsson. Þátturinn Orð um bækur gerðist fluga á vegg.
11/10/201856 minutes, 1 second
Episode Artwork

Orð um ljóðabækur

Í þættinum er flett í allmörgum ný og nýlega útkomnum ljóðabókum m.a. Ellefta snert af yfirsýn eftir Ísak Harðarson, lesið brot úr einu ljóðanna;Að ljóði muntu verða eftir Steinunni Sigurðardóttur. Það heyrsist í Steinunni svara spurningu Soffíu Auðar Birgisdóttur bókmenntafræðings um það hvort þessi bók sé persónulegasta ljóðabók Steinunnar. Steinunn les ljóðið Kínversk tvenna. Einnig minnst á nýtt úrval ljóða Sigurðar Pálssonar og Inngvar E. Sigurðsson les ljóðið Húsið mitt sem er í bókinni. Þá er stuttlega sagt frá ljóðabókinni Sálumessa eftir Gerði Kristnýju og lesið brot úr bálknum. Í þættinum einnig rætt við Arngunni Árnadóttur klarinettuleikara og rithöfund um nýja ljóðabók hennar Ský til að gleyma og við Guðrúnu Hannesdóttur um nýja ljóðabók hennar Af þessum heimi. Báðar lesa þær nokkur ljóð úr bókum sínum.
11/3/201851 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Orð um bækur tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Í þættinum er að þessu sinni sagt frá fjölmörgum bókum sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta eru tilnefningar Svía sem og Færeyinga og Álendinga til hinna gamalgrónu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Einnig er sagt frá tilnefningum Finna og Álendinga til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Noðurlandaráðs. Þá er einnig lítillega fjallað um tilnefningar Íslendingar en um þær bækur allar hefur áður verið fjallað í þættinum Orð um bæku. Þetta eru Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur og ljóðabókin Ljóð muna rödd eftir Sigurð Pálsson. Til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandráðs tilnefna Íslendingar Vertu ósynilegur - Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Skrýmsli í vanda eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Svíar tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ljóðabókina Tapeshavet eftir Gunnar D. Hansson og skáldsöguna eða öllu heldur endurminningarnar eða sjálfsævisöguna Doften av en mann eftir Angete Pleijel. Álendingar tilnefna sögulega skáldsögu um glæp Algot eftir Carinu Carlsson og Færeyingar ljóðabókina Gudahovud eftir Jóanes Nielsen. Barnabækurnar sem Finnar tilnefna eru Kisan með garnirnar gaulandi eftir Magdalenu Hai og Teemu Juhani, sem teiknar myndirnar. Finnar tilnefna einnig Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson og er sú bók einnig tilnefnd af Állendingum. Umsjónarmenn þáttarins eru Jórunn Sigurðardóttir og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Lesarar: Þórhildur Ólafsdóttir og Jóhannes Ólafsson.
10/27/201856 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Orð um unglingsár, endurlit og stærstu bókakaupstefnu heims

Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni sagt frá nýafstaðinni, árlegri bókakaupstefnu í Frankfurt sem er sú stærst í heiminum. Sagt er frá heiðursgest hátíðarinnar sem var Georgía og georgískar bókmenntir sem og frá því að Norðmenn verða heiðursgestur að ári og er það halldór guðmundsson rithöfundur sem stjórnar því verkefni. Rætt er stuttlega við Halldór sem og við guðrúnu Vilmundar útgefanda sem nú sótti bókakaupstefnuna heim í tólft skiptið. Þá er í þættinum sagt frá tilnefningum Dana til Barna- og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en Danir tilnefna annars vegr skáldsöguna Lynkineser eftir Jesper Wung-Sung og hins vegar skáldsöguna Hes, Horse, Pferd, Cheval eftir Mette Vedsö. Sagt er frá höfundunum og bókunum og lesin stutt brot úr þeim. Einnig sagt frá tilnefningu Grænlendinga sem eru endurminningar prestsins Magnus Larsen sem kallar þetta annað bindi æviminninga sinni Mit livs slædespur. Lesarar í þættinum eru Kristján Guðjónsson, Berglind Pétursdóttir og Leifur Hauksson.
10/20/201850 minutes
Episode Artwork

Orð um ljóð á Íslandi og bestu bækurnar í Noregi árið 2017

Í þættinum Orð um bækur er litið inn á dagskrá Reykjavíkur Bókmenntaborgar í tilefni af opnun textasýningarinnar Lesum heiminn sem nú stenduryfir inni í og utan á Ráðhúsinu. Skáldin sem komu fram voru Ewa Marcinek, Meg Matich, Linda Vilhjálmsdóttir, Sofie Hermansen Eriksdatter og Mazen Maarouf. Einnig er í þættinum haldið áfram að kynna frábær bókmenntaverk frænda okkar á Norðurlöndunum en nú er aðeins tvær vikur þangið til Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt. Að þessu sinni eru tilnefningar Norðmanna á dagskrá. Skáldsagan Begynnelser eða Byrjanir er eftir einn vinsælasta og virtasta höfund Norðmanna nú um stunidr Carl Frode Tiller. Begynnelser er saga sögð af manni, sem liggur í dái eftir sjálfsmorðstilraun og rekur þaðan líf sitt aftur á bak. Hin bókin sem Norðmenn tilnefna er smásagnasafn Jeg har ennå ikke sett verden eða Ég hef enn ekki séð heiminn sem að sínu leyti fjallar líka um það hvernig ólíkindalegustu atvik hafa afgerandi áhrif á það hvernig við erum. Sjálfsmyndir og sjálfsstjórn í tveimur norskum skáldverkum í þættinum orð um bækur á laugardag. Lesarar með umsjónarmanni eru Leifur Hauksson og Þórhildur Ólafsdóttir.
10/13/201856 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Orð*um esperanto, Þórberg og afa

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað drauminn um hið fullkomna tungumál og íslenskar bókmenntir á esperantó. Í þættinum er farið yfir sögu tilbúinna mála og sagt frá íslenskum bókmenntum á esperantó. Sagt er frá ljóðum og þýðingum Baldurs Ragnarssonar á esperantó og rætt við Benedikt Hjartarson um Þórberg Þórðarsson og tengsl hans við alþjóðlegu esperantóhreyfinguna á fyrri hluta síðustu aldar. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og lesari er Jóhannes Ólafsson.
10/6/201855 minutes
Episode Artwork

Orð*um Svíþjóð... barnabækur og bókmenntaverðlaun

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað tilnefningar Svíþjóðar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs: Fuglinn í mér flýgur hvert sem hann vill eftir Söru Lundberg og Norra Latin eftir Söru Bergmark Elfgren. Einnig er rætt um ásakanir um kynferðislegt ofbeldi og áreitni í kjölfar #MeToo umræðunnar sem skekið hafa Sænsku akademíuna og leitt hafa til þess að Nóbelsverðlaunin í bókmenntum verða ekki afhent í ár. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og lesari er Jóhannes Ólafsson.
9/29/201853 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Orð*um norrænar barnabækur og indverskar

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað tilnefningar Færeyja, samíska málsvæðisins og Noregs til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs: Tréð eftir Bárð Óskarsson, Fyrirmyndar hreindýrahirðir eftir Anne-Grethe Leine Bientie, Alice og allt sem þú ekki veist og það er gott eftir Torun Lian og Ekkert verður eins og áður eftir Hans Petter Laberg. Einnig er rætt við indverska rithöfundinn Giti Chandra um furðusögur sínar sem gerast meðal annars á Íslandi. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og lesari er Jóhannes Ólafsson.
9/22/201850 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Orð*um Finnland, Shakespeare og Marsbúa

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað tilnefningar Finnlands til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, ljóðabókina Holur grár eftir Olli-Pekka Tennilä og prósasafnið Góðan daginn eftir Susanne Ringell. Í þættinum er farið um víðan völl, frá rauðum víðáttum reikistjörnunnar Mars til sviðs Globe leikhússins í Lundúnum á tímum Shakespeares. Jórunn Sigurðardóttir ræðir við bókmenntafræðinginn Odd Gare um sögu Norrænu bókmenntaverðlaunanna. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og lesari er Jóhannes Ólafsson.
9/15/201853 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

9/8/201855 minutes
Episode Artwork

Orð um þrjár skáldkonur af ólíkum kynslóðum og uppruna

Í þættinum les Arnar Jónsson ljóðið Mansöngur eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Upptakan gerð á Jakobínuvöku í Iðnó 25. ágúst 2018. Í þættinum er svo rætt við bresk-kínverska rithöfundinn Xiaolu Guo sem nýlega var stödd hér á landi. Nýjasta skáldsaga Xiaolu Einu sinni var í austri kom út í þýðingu Ingunnar Snædal hjá bókaútgáfunni Angústúrul síðastliðið vo. Að endingu er svo rætt við Júlíu Margréti Einarsdóttur sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu Drottningin á Júpíter Absúrdleikhús Lilla Löve. Júlía les einnig brot úr sögunni.
9/1/201854 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Orð um spássíur í bókum

Fjallað um spássíuskrif og sagt frá kroti og skrifum sem varðveist hafa á spássíum íslenskra miðaldahandrita. Farið er yfir sögu spássíuskrifa í prentuðum bókum á Bretlandseyjum, rætt um eðli spássíuskrifa og þróun í vestrænni hugmyndasögu. Sagt er frá frægum spássíuskrifurum, skálduðum og raunverulegum, þekktum og óþekktum. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og lesari er Jóhannes Ólafsson.
8/25/201854 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Orð*um ástríður, örlög og vindasamar heiðar

Í sumar fögnuðu Bretar að 200 ár eru liðin frá því Emily Brontë höfundur Wuthering Heights fæddist. Emily Brontë og systur hennar tvær, Charlotte sem skrifaði Jane Eyre og Anne Brontë, eru meðal þekktustu rithöfunda 19. aldarinnar, en bróðir þeirra Branwell drakk sig í hel. Öll systkinin dóu langt fyrir aldur fram en systurnar settu mark sitt á bókmenntasöguna. Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað um uppvöxt og ævi Brontë systkinanna, skáldskap þeirra, ástríður og örlög. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og lesari er Kristján Guðjónsson.
8/18/201850 minutes
Episode Artwork

Orð*um dauða bóka og framhaldslíf

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað um bækur sem ekki eru lesnar, um dauða bóka og framhaldslíf. Rætt er við fornbókasala og bókasafnsfræðinga, við sérfræðinga í endurvinnslu og verslunarstjóra í Góða hirðinum um hvað gerist við bækurnar sem við grisjum úr bókaskápunum okkar. Flett er í bókinni Bókasafn föður míns eftir Ragnar Helga Ólafsson sem segir frá reynslu höfundar af því að ganga frá bókasafni föður síns, Ólafs Ragnarssonar bókaútgefanda.
8/11/201850 minutes
Episode Artwork

Orð*um pláguna, Camus og Boccaccio

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað um drepsóttir í bókmenntum, um hetjuskap, hugrekki, hindurvitni, dauða og endurreisn. Fjallað er um Pláguna eftir Albert Camus og Tídægru eftir Giovanni Boccaccio. Litið er aftur til fimmtándu aldarinnar þegar svartidauði barst til Íslands á kaupskipum og farið yfir hvernig pestin hefur lifað með þjóðinni í þjóðsögum. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og lesari er Kristján Guðjónsson.
8/4/201850 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Orð um glænýjar glæpasögur

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað um nýjar glæpasögur á íslensku, Líkblómið eftir Anne Mette Hancock, Flúraða konan eftir Mads Peder Nordbo, Uglan drepur bara á nóttunni eftir Samuel Björk, Óvelkomni maðurinn eftir Jónínu Leósdóttur og Sólhvörf eftir Emil Hjörvar Petersen. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og lesari er Kristján Guðjónsson.
7/28/201853 minutes, 1 second
Episode Artwork

Orð um barna - og ungmennabækur, um Christine Nöstlinger og gullbooker

Í þættinum er gluggað í Vorbókatíðindi Félags íslenskra bókaútgefenda og þar einkum leitað að barna - og ungmennabókum. Gluggað í eina slíka Eldraun eftir lene Kaaberböl sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar og er ekki getið í Vorbókatíðindum. Þá er í þættinum minnst austuríska barna - og unglingabókahöfundarins Christine Nöstlinger sem lést 28. júní 2018. Sagt frá lífi hennar og höfundarverki og rætt við Hrafnhildi Halldórsdóttur sem átti sér nokkrar bækur Nöstlingar að eftirlætisbókum á sínum tíma. Að lokum er rifjuð upp umfjöllun um skáldsöguna The English patient - Enski sjúklingurinn eftir Michael Ondaatje sem fyrir hálfum mánuði var krýnd besta Bookerverðlaunabókin í fimmtíu ára sögu verðlaunanna. Þessi umfjöllun var áður á dagskrá þáttarins Víðsjá í marsmánuði árið 1997. Lesarar í þættinum eru Björn Sigbjörnsson og Halla Harðardóttir
7/21/201855 minutes
Episode Artwork

Orð um bókmenntir um vísindi, ástir og ævintýr á vettvangi

Í þættinum að þessu sinni sagt frá skáldsögunni Sæluvíma eftir Lili King í þýðingu Ugga Jónssonar. Sagt frá bókinni og keikjunni að skrifum hennar sem eru vettvangsrannsóknir Margareth Mead á Nýju Gíneu í byrjun síðustu aldar. Einnig rætt við Kristínu Loftsdóttur mannfræðing sem sjálf stundað mannfræðilegar vettvangsrannsóknir í Afríku undir lok síðustu aldar og skrifaði um það bókina Konan sem fékk spjót í höfuðið. Lesinn er kafli úr þeirri bók sem og úr Sæluvímu. Lesarar eru Gunnar Hansson og Halla Harðardóttir. Einnig sagt frá enskum þýðingum á ljóðum eftir Bjarna Bernharð Bjarnason en nýlega sendi forlag Bjarna frá sér bækurna Tracks of Time og Man to Dust eftir Bjarna í þýðingu Philips Roughton.
7/14/201855 minutes
Episode Artwork

Orð um þýðingar ljóða og slóðir skáldsagna í borgarlandslaginu

Í þættinum er að þessu sinni leikin brot úr upptöku frá Bókmenntagöngu Borgarbókasafnsins 5. júlí 2018 sem Ana Stanicevic leiddi á slóðir skáldsögunnar Mánasteinn eftir Sjón. Í þættinum heyrast lesin eru brot úr sögunni og listrænn bakgrunnur hennar, saga og heimspeki gaumgæfð. Þá er í þættinum rætt við Valgerði Þóroddsdóttur ljóðskáld og útgefanda um fyrstu bókina eftir íslenskan höfund sem út kemur í Bretlandi undir merkjum forlagsins partusar og Carcanet. Þetta er ljóðabókin Witress in fall, úrval ljóða eftir Kristínú Ómarsdóttur. Útgáfunni var fagnað í Iðnó þar sem hópur íslenskra skálda flutti sitt eftirlætisljóð eftir Kristínu auk þess sem Valgerður las nokkur ljóð úr þýðingu sinni. í þættinum heyrist Kristín Eiríksdóttir ljóðið Eftirrétt úr ljóðabókinni Lokaðu augunum og hugsaðu um mig. Kristín Ómarsdóttir las ljóðið Lofgjörð úr ljóðabókinni Sjáðu fegurð þina.
7/7/201855 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Orð um skrítna ferðabók, Jarðarberjatungl og Tunglbækur

Í þættinum er leikið samklipp frá upptöku sem gerð var í Listasafni Einars Jónssonar á fullu tungli 28. júní 2018 þegar Tunglið forlag fagnaði útgáfu tveggja tunglbóka Vör/Lip ljóðabók eftir Anne Carson í þýðingu Ingibjargar Sigurjónsdóttur með myndum eftir Robert Currie sem og Bókasafn föður míns eftir Ragnar Helga Ólafsson. Heyra má Ann Carson og Ingibjörgu flytja titiljóð bókarinnar og Ragnar Helgi les ásamt Þorleifi Haukssyni endurblöndun eins kafla bókar sinnar. Þá er í þættinum sagt frá bólk pólsku skáldkonunnar Olgu Tokarczuk Bieguni sem í enskri þýiðngu undir titlinum Flight hlaut alþjóðlegu man Booker verðlaunin í byrjun þessa mánaðar. Sagt er frá bókinni og lesin nokkur brot úr henni. Lesari er Þórhildur Ólafsdóttir. Að endingu er svo rætt við Júlíu Margréti Einarsdóttur sem nýlega gaf út ljóðabókina Jarðarblóm. Júlía les ljóðin Nornir á Bústaðavegi; Saudate og Næturmara jólanótt
6/30/201855 minutes
Episode Artwork

Orð um svikin og sannan skáldskap sem og glæpi

Í þættinum Orð um bækur má heyra 5 svikaskáld, þau Fríðu Ísberg, Þóru Hjörleifsdóttur, Sunnu Dís Másdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur og Melkorku Ólafsdóttur flytja nokkur ljóða sinna en upptakan var gerð þegar þær sögnuðu útgáfu nýrrar ljóðabókar Ég er fangaðarsöngur í Mengi við Óðinsgötu 18. júní 2018. Þá er í þættinum rætt við Lilju Sigurðardóttur en Lilja hlaut Blóðdropann, verðlaun hins íslenska glæpafélags árið 2018 fyrir bók sína Búrið. Að lokum er vætt við Valdimar Tómasson ljóðskálds en hann gaf út ljóðabókina Vetrarland í byrjun sumars og hafði árið 2017 gefið út bókina Dvlaið við Dauðalindir. Valdimar hefur áður gefið út ljóðabækurnar Enn sefur vatnið árið 2007 og Sonettugeigur árið 2013. Valdimar les og flytur ljóð úr öllum þessum bókum í þættinum.
6/23/201855 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Orð um eina 19. aldar skáldsögu og eina 21. aldar skáldsögu

Að þessu sinni er í þættinum er að þessu sinni fjallað um tvær skáldsögur sem eru nýútkomnar í íslenskri þýðingu. Annars vegar 21. aldar skáldsöguna Fjallið í Kaupmannahöfn eftir Danann Kaspar Colling Nielsen. Þýðandi Halla Sverrisdóttir og hins vegar 19. aldar skáldsöguna Hinir smánuðu og svívirtu erftir Fjodar Dostojevskí, þýðendur Gunnar Þorri Pétursson og Ingibjörg Haraldsdóttir. Sagt er frá báðum þessum bókum og höfundum þeirra og rætt við þýðendurna, þau Höllu Sverrisdóttur og Gunnar Þorra Pétusson. Þá er spiluð upptaka úr útgáfuhófu Hinna smánuðu og svívirtu þar sem Gunnar Þorri las upp úr bókinni. Lesari brota úr skáldsögunni Fjallið í Kaupmannahöfn er Leifur Hauksson.
6/16/201855 minutes
Episode Artwork

Orð*um Grænland... og fleiri lönd

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er rætt um skáldsögurnar Kalak eftir Kim Leine, Homo sapína eftir Niviaq Korneliussen og Fléttan eftir Laetitia Colombani. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Lesari með henni er Kristján Guðjónsson.
6/9/201855 minutes
Episode Artwork

Orð*um hjónabönd

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er rætt um hjónabönd og samskipti kynjanna, „Kreutzer sónötuna“ eftir rússneska rithöfundinn Leó Tolstoj og nóvelluna „Hverjum er um að kenna“ sem eiginkona hans Soffía Tolstaja skrifaði sem andsvar. Í þættinum er einnig rætt um eiginkonur rithöfunda sem aðstoða eiginmenn sína við ritstörfin. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Lesari með henni er Arndís Björk Ásgeirsdóttir.
6/2/201847 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Orð*um nasista og heima sem aldrei urðu

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er rætt um skáldsögur sem segja frá heimi sem ekki varð. Hvað ef fasistar hefðu ráðið Hvíta húsinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar? Hvað ef nasistar hefðu ráðist inn í Ísland í stað Bretanna? Í þættinum er fjallað um bækurnar Samsærið um Bandaríkin eftir Philip Roth og Örninn og fálkinn eftir Val Gunnarsson. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Lesari með henni er Jóhannes Ólafsson.
5/26/201851 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

5/19/201855 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Orð um innlenda og útlenda höfunda á Íslandi

Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni fjallað um útlendinga í bókmenntaverkum innlendra íslenskra höfunda sem og í verkum útlendra íslenskra höfunda. Rætt er við Stanislav Straburger, rithöfund sem fæddur er í Póllandi en skrifar jöfnum höndum á pólsku og þýsku. Einnig rætt við Ewu Marcinek, sem fædd er í Póllandi en búsett á Íslandi og starfar m.a. sem rithöfundur. Aukin heldur er rætt við Aðalstein Ásberg Sigurðsson rithöfund og tónlistarmann og eiganda bókaforlagsins Dimmu sem og Eirík Örn Norðdahl sem skrifað hefur bók þar sem aðfluttir Íslendingar eru persónur auk þess sem Eiríkur hefur búið og starfað sem rithöfundur utan Íslands. Þá heyrist í Sólveigu Ástu Sigurðardóttur í viðtali við Kristján Guðjónsson í þættinum Lestinni í tengslum við fyrirlestur Sólveigar um birtingarmyndir útlendinga í nokkrum íslenskum skáldsögum frá þessari öld. Lesarar í þættinum er Kristján Guðjónsson og Þórhildur Ólafsdóttir.
5/12/201855 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

5/5/201855 minutes
Episode Artwork

Orð um skrif yngstu rithöfunda þjóðarinnar

Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni fjallað um bókmenntir og skrif yngstu höfunda þjóðarinnar. Sölvi Martinsson Kollmar les brot úr sögu sinni Hættuspil sem birtist í rafbók menntamálastofnunar, Risastórar smásögur og Eybjört Ísól Torfadóttir las brot úr óbirtri skáldsögu sinni sem ekki hefur hlotið titil. Einnig er rætt við báða höfundana í þættinum sem og við Markús Má Efraím sem haldið hefur ótal námskeið í skapandi skrifum fyrir börn og Sigyn Blöndal um Söguverkefni Krakkaruv.
4/28/201855 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

4/14/201855 minutes
Episode Artwork

4/7/201855 minutes
Episode Artwork

Orð*um samfélagssviptingar og sjálfsrækt

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er rætt um samfélagssviptingar og sjálfrækt. Sagt er frá tveimur skáldsögum sem nýlega komu út í íslenskri þýðingu, "Það sem að baki býr" eftir Merete Pryds Helle og "Þitt annað líf hefst þegar þú uppgötvar að þú átt bara eitt" eftir Raphaëlle Giordano, og þremur nýjum íslenskum ljóðabókum, "Salt" eftir Maríu Ramos, "Freyja" eftir Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur og "Ódauðleg brjóst" eftir Ásdísi Ingólfsdóttur. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Lesari er Jóhannes Ólafsson og tæknimaður er Úlfhildur Eysteinsdóttir.
3/31/201855 minutes
Episode Artwork

Orð*um ástarsögur og karlmennsku

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er rætt um ástarsögur. Farið er yfir sögu ástarsögunnar í vestrænum bókmenntum, velt fyrir sér kenningum um vinsældum ástarsögunnar og sagt frá gagnrýni bókmenntafræðinga og femínista. Þáttarstjórnandi flettir nýlegum ástarsögum eftir Alex Beecroft og Marius Gabriel, en sú síðarnefnda hlaut árið 2018 RoNA bókmenntaverðlaunin fyrir bestu sögulegu ástarsöguna. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Lesari er Jóhannes Ólafsson og tæknimaður er Mark Eldred.
3/24/201846 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Orð um hinsegin rými, Ólaf og Elías

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er rætt um hinsegin rými í íslensku samfélagi. Rætt er við Þorstein Vilhjálmsson sem vinnur að útgáfu dagbókar Ólafs Davíðssonar þjóðsagnasafnara, en dagbókin var skrifuð undir lok 19. aldar þegar Ólafur stundaði nám í Lærða skólanum. Einnig er rætt við Ástu Kristínu Benediktsdóttur um verk Elíasar Marar rithöfunds og rannsóknir á hinsegin sögu á Íslandi. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Tæknimaður er Jón Þór Helgason.
3/10/201851 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Orð um yndislestur ungmenna... á ensku

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er rætt um skort á íslenskum bókum fyrir ungmenni. Rætt er við nemendur í Hagaskóla um lestur þeirra á bókum, við Hildi Knútsdóttur rithöfund og Ingibjörgu Ösp Óttarsdóttur og Sunnu Björk Þórarinsdóttur bókaverði í Borgarbókasafni Reykjavíkur. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Tæknimaður er Georg Magnússon.
3/3/201855 minutes
Episode Artwork

Orð um ástríður, byltingar og skrímsli

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er rætt við Eyju Margréti Brynjarsdóttur ritstjóra Lærdómsrita Bókmenntafélagsins um nýja þýðingu á tímamótaverkinu Til varnar réttindum konunnar eftir Mary Wollstonecraft. Einnig er sagt frá dóttur Wollstonecraft, Mary Shelley sem skrifaði skáldsöguna Frankenstein, en í ár eru 200 ár liðin frá því að hún kom fyrst út. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Lesari með henni er Jóhannes Ólafsson. Tæknimaður er Einar Sigurðsson.
2/24/201851 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Orð um vald, valdníðslu og #metoo

Sagt frá skáldsögunni The Power eftir Naomi Alderman og fjallað um stöðu kvenna í bókmenntum í kjölfar #metoo-umræðunnar. Rætt við Jónínu Leósdóttur um bókmenntaverðlaun kvenna. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Lesarar með henni eru Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson. Tæknimaður er Einar Sigurðsson.
2/17/201851 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Orð um blóðsugubanann Buffy

Fjallað um Buffy the Vampire Slayer sem birtist fyrst á hvíta tjaldinu 1997. Þáttastjórnandi segir sögu þessarar ofurhetju sem berst við vampírur og aðrar forynjur í smábænum Sunnydale, í kvikmyndum, sjónvarpi og bókum. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Lesari með henni er Leifur Hauksson. Tæknimaður er Lydía Grétarsdóttir.
2/18/201750 minutes
Episode Artwork

Orð um stjórnmál og bókmenntir

Rætt um stjórnmál og bókmenntir, skáldskap og stjórnlist. Fjallað um stjórnmálamenn sem yrkja og skáld sem álpast út í stjórnmál, og sagt er frá bókum sem hafa breytt heiminum. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Lesari með henni er Leifur Hauksson. Tæknimaður er Úlfhildur Eysteinsdóttir.
4/9/201652 minutes