Fyrir alla þá sem hafa gaman af hörmungum Íslandssögunnar, hvort sem það eru stórslys, morðmál, draugasögur, galdrar eða þjóðtrú.
Guðmundur góði
Hver kannast ekki við Gvendarbrunna hér og þar um landið? Þeir eru tilkomnir vegna blessunar Guðmundar Arasonar Hólabiskups, oftast kallaður Guðmundur góði. Hann spígsporaði um landið með staf og st ólu og blessaði vatnsból, vegi og björg, með hundruði förukvenna og fátæklinga í eftirdragi. Hann var furðufugl, meinlætamaður sem sennilega hefði aldrei átt að komast í stjórnunarstöðu og var jafnvel kennt um að hafa tapað sjálfstæðinu fyrir Íslands hönd. Hann lenti í deilum við mann og annan og jók enn á þá risastóru karlasápuóperu sem Sturlungaöldin var.
7/21/2023 • 1 hour, 31 minutes, 46 seconds
Skiptineminn Satan
Í tilefni af 66. myrka þættinum langaði mig að ræða við ykkur um Satan! Úr varð einhver samtíningur um komu Satans inn í líf Íslendinga og hvernig hann hvarf þaðan aftur eftir nokkur hundruð góð ár. Við förum um víðan völl, langt aftur í tímann, til útlanda, í kirkjudanspartý, löngu dauður biskup auglýsir óvart bæði nammi og bjór og við komumst loksins að því hvaðan lúsmýið er komið!
7/1/2023 • 1 hour, 14 minutes, 15 seconds
Strand Friedrich Alberts á Skeiðarársandi
Í janúar árið 1903 strandaði þýskur síldarbátur við Ísland með 12 manna áhöfn, á Skeiðarársandi. Skipverjar lifðu strandið í rauninni af en eftirleikurinn er eins og besta Hollywood handrit. Fátt sem gleður Sigrúnu eins mikið og að detta niður á svona góða hrakningasögu sem hefur upp á allt að bjóða; vonlaust íslenskt vetrarveður, vonleysi, læknaleysi, rúm á sleðum, limlestingar og almennan hetjuskap.
6/30/2023 • 57 minutes, 14 seconds
Særingar og forneskja
Hver kannast ekki við að þurfa að verja búfé sitt fyrir tófubiti, sefa óvini sína eða vanta peninga? Hér er lausnin komin; allt um hvernig þú getur létt þér lífið með hinum ýmsa galdri og særingum.
6/23/2023 • 1 hour, 5 minutes, 1 second
Dillons hús
Litla krúttlega húsið sem nú hýsir kaffisölu Árbæjarsafnsins á sér áhugaverða, rómatíska en á köflum ógeðfellda sögu. Sigrún og Anna keyrðu alla leið í Stykkishólm til að ræða það mál á Narfeyrarstofu fyrir framan áhorfendur á myrkum dögum í vetur.
6/23/2023 • 1 hour, 3 minutes, 38 seconds
Ólöf ríka
Það gleður okkur alltaf að finna góðar sögur af áhugaverðum konum og ekki verra ef það er frá 15. öld, sem er tímabil sem við höfum ekki fjallað mikið um vegna heimildafátæktar frá þeim tíma. Sögurnar af hirðstjórafrúnni og skörungnum Ólöfu ríku á Skarði á Skarðsströnd eru því sennilega stórlega ýktar, en skemmtilegar engu að síður!
6/9/2023 • 1 hour, 16 minutes, 26 seconds
Morðin á Sjöundá
Loksins kemur að þessum þætti! Ekki aðeins síðasta þætti sjöttu séríu og síðasta þætti ársins, heldur hunskaðist Sigrún loksins til að taka þetta mál fyrir sem hefur lengi staðið til og verið óskað eftir. Tvo dauðföll verða í Rauðasandshreppi á Vestfjörðum og sveitin logar í kjaftasögum. Við vitnum hægri vinstri í frásögn Gunnars Gunnarssonar í bókinni Svartfugl, sem fer ágætlega eftir heimildum og er alveg eins góð útgáfa af atburðunum og hver önnur.
12/30/2022 • 1 hour, 23 minutes, 50 seconds
Jón Indíafari II
Við höldum aftur til Danborg á Sri Lanka þar sem við skildum við Jón Ólafsson í síðasta þætti. Þar dvaldi hann í eitt ár og lenti í hinum ýmsu skemmtunum, uppákomum og hrakförum. Hann var þarna orðinn viðförlasti Íslendingur allra tíma og við fylgjum honum heim á leið aftur þar sem hann hafði safnað saman upplýsingum og sögum sem síðar varð að hinni 400 blaðsíðna ferðabók sem hér hefur verið vitnað í.
12/20/2022 • 1 hour, 17 minutes, 42 seconds
Bróðurmorð
Ósvífna Anna reynir að stela þætti dagsins með tali um Disneymyndir, áramótaskaup og Eyjólf bróður sinn! Þegar ég loksins kemst að, segi ég ykkur frá Eyjólfi sem var myrtur í Reykjavík, árið 1913. Ekki bróðir Önnu samt, hann var hvorki fæddur, né myrtur á þessum tíma og er að ég held enn á lífi. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma enda íbúar smábæjarins Reykjavíkur ekki vanir morðmálum. Æsifréttasnepillinn Morgunblaðið kemur líka sterkt inn sem sögupersóna í þessu máli.
12/8/2022 • 59 minutes, 22 seconds
Galdra Loftur
Þótt við hættum að brenna grunað galdrafólk á báli, var ekki þar með sagt að við hættum að segja af þeim sögur eða finnast galdrar spennandi. Síður en svo! Á 18. öld náðu sögusagnir af galdrafólki hámarki og þar af er sennilega frægastur Loftur nokkur, kenndur við galdra. Við heyrum söguna af honum og hvort einhver fótur hafi verið fyrir henni yfirleitt.
12/1/2022 • 52 minutes, 10 seconds
Tilberi og margýgja
Við eigum svo mörg skemmtileg og falleg orð í íslensku, eins og þessi tvö; tilberi og margýgja! Því miður vill svo til að þau lýsa mjög ógeðfelldum fyrirbærum úr íslenskum þjóðsögum, sem er einmitt það sem gerir þau stórkosleg. Eða allavega í okkar augum.
11/3/2022 • 52 minutes, 21 seconds
Sumarauki 22
Til að sanna að við séum enn á lífi gerðum við þátt um ferðalög, lífið, baska og ekkert! Ég fann 20 ára gamalt háskólaverkefni sem ég varð að deila með Önnu og öðrum sem vilja heyra um samskipti Íslendinga við Baska. Haturspóstar vegna "á Bolungarvík" vinsamlegast afþakkaðir. Við vitum þetta en virðumst samt sem áður eiga erfitt með að gera þetta rétt...
7/15/2022 • 57 minutes, 29 seconds
Þorir þú til læknis?
Það er heldur betur flissþáttur í dag! Annað er varla hægt þegar kafað er ofan í kukl og kerlingabækur á Íslandi á 18. og 19.öld. Ég leyfi mér að efast um andlega og líkamlega heilsu landsmanna í ljós þeirra fráleitu hugmynda um lækningamátt hinna ýmsu saurtegunda og dýrainnyfla. Við skoðum allskonar hugmyndir um "lækningar" samkvæmt Jónasi frá Hrafnagili, hvort sem þær voru mikið eða lítið stundaðar, því það vitum við því miður alls ekki.
5/5/2022 • 1 hour, 13 minutes, 7 seconds
Fyrstu Íslandsvinirnir
Stundum er gestsaugað glöggt og í gegnum tíðina höfum við bæði elskað og hatað að lesa lýsingar erlendra gesta á landi og þjóð. Fátt gleður okkur og móðgar okkur jafn mikið og það sem sá mikilvægi hópur hefur að segja um okkur. Við skoðum nokkra af breskum fyrirmönnum sem komu hingað á 18. og 19. öld og höfðu skoðanir á lifnaðarháttum okkar og hvað það er sem helst hefur nýst nútíma sagnfræðingum af því efni sem þeir skildu eftir sig.
4/29/2022 • 1 hour, 17 minutes, 10 seconds
Einar, Sólborg og Höfði
Málið er stórt í dag! Fáir menn hafa gnægt svo yfir þjóðlífinu á Íslandi eins og Einar Benediktsson var um aldamótin 1900. Hann var allstaðar og hafði skoðanir á öllu. Aflaði sér mikilla vina og mikilla óvina. Enda var hann stórbrotinn hæfileika maður á mörgum sviðum. En stórbrotið fólk er líka brothætt og það var Einar líka. Við skoðum hið svokallað Sólborgarmál í Þistilfirði sem hafði mikil áhrif á sálarheill Einars og sögurnar sem fylgdu þeim báðum og þjóðinni með draugasögum úr Höfða.
4/22/2022 • 1 hour, 11 minutes, 10 seconds
Sæmundur fróði
Þátturinn okkar í dag er tileinkaður minningu helstu klappstýru þessara þátta og vini okkar Önnu, honum Árna pípara sem lést fyrir stuttu. Til að við hefðum einhverja burði til að halda uppteknum hætti ákvað ég að taka fyrir létt efni, en það eru þjóðsögur af Sæmundi fróða sem uppi var á 11. og 12. öld. Helst segir frá viðureignum hans við kölska sjálfan sem ekki virtist nú vera skarpasta ljósaperan í ljósabekknum, blessaður.
4/7/2022 • 1 hour, 5 minutes, 9 seconds
Miklabæjar Solveig
Löng og flókin ástarsaga beinagrinda gæti verið ágætis lýsing á sögu Solveigar og séra Odds á hinni skelfilegu 18.öld. Þetta var harmsaga sem ásótti sveitir norðanlands í marga áratugi, jafnvel árhundruð. Hversu margar beinagrindur er hægt að finna óvænt í kirkjugarði og hver á hvaða bein?
3/18/2022 • 1 hour, 24 seconds
Myndskreytt sögustund Myrka Íslands
Enn einn aukaþátturinn á meðan beðið er eftir að þriðja sería fari í vinnslu. Þátturinn tengist myndlistarsýningu sem verður á ferðinni um Vesturland 2021 þar sem sýndar eru myndir sem gerðar voru fyrir kynningar á þáttunum. Við rifjum upp gamlar sögur og heyrum einhverjar nýjar líka. Anna Dröfn var því miður í veikindaleyfi en Sigrún fékk góðan gest í spjall, Sigurstein Sigurðsson arkitekt. Þáttinn er hægt að sjá í mynd á youtube rás Kvikborg eða með því að slá inn Myrka Ísland.
2/18/2021 • 1 hour, 29 minutes, 57 seconds
Föstudagurinn Dimmi
Aukaþáttur! Við fengum að vera í dómnefnd í sagnakeppni Föstudagsins Dimma því hann er rafrænn í ár! Lesum tvær góðar sögur sem okkur fannst eiga heima í þættinum og jafnvel tengjast okkur aðeins og því sem við höfum fjallað um. Varað er við innihaldi seinni sögunnar, sem innheldur lýsingar á kynferðisofbeldi.
1/13/2021 • 36 minutes, 53 seconds
Leitin að vorinu - á bakvið tjöldin
Öðruvísi þáttur að þessu sinni þar sem Sigrún gerist óforskömmuð í jólabókaflóðinu og kynnir sína eigin bók. Leitin að vorinu er að vísu síðan í fyrra en er fyrirrennari Týnda barnsins sem kemur fyrir þessi jól. Þar sem Sigrún er sjúk í þjóðsögur og goðsagnaverur langar hana að segja frá bakgrunni einhverra þeirra fyrirbæra sem koma fyrir í bókinni og hvaðan hugmyndirnar koma.