Winamp Logo
Morðskúrinn Cover
Morðskúrinn Profile

Morðskúrinn

Icelandic, Social, 1 season, 199 episodes, 6 days, 12 hours, 56 minutes
About
Spjöllum saman um morð og mannshvörf! Nýr þáttur kemur út alla miðvikudaga, svo lengi sem við lifum. Þú finnur Morðskúrinn á Instagram þar sem þú getur skoðað myndir og sönnunargögn af þeim málum sem við tökum fyrir hverju sinni.
Episode Artwork

Manndráp: Miya Marcano

Miya Marcano hafði ákveðið að búa á aðeins fínni háskólagörðum, í fínna og að hún taldi öruggara umhverfi á meðan námi hennar stóð. Hún ætlaði sér að verða sjúkraliði enda með íþróttadellu og mikla ástríðu fyrir að hjálpa fólki.  Miya fékk þó aldrei tækifæri til að klára námið sitt, og hún var ekki eins örugg eins og hún hélt, ekki einu sinni inn á sínu eigin heimili.  En það var einmitt þaðan sem hún hvarf einn september eftirmiðdag og átti aldrei aftur eftir að sjást á lífi.     Langar þig í fleiri þætti? Komdu í áskrift þar sem 120+ þættir bíða þín! ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
1/31/202443 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Daniel Mark Driver

Ellie Nesler var ein sú besta móðir sem fyrirfinnst í Jamestown og þegar hún komst að því sem sonur hennar hefði gengið í gegnum þá tók hún málin í sínar hendur.  Þátturinn er í boði PLAY! en það er 20% afsláttur út 26. janúar í tilefni af bóndadeginum.   www.pardus.is/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
1/23/202434 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Raðmorðingi: Kimberly Saenz

Kim var móðir, eiginkona, starfandi hjúkrunarfræðingur og vel liðin kona í sínu samfélagi. Það var alveg þar til að kom í ljós að hún var ofbeldisfull móðir og eiginkona og orðsporið hvarf hratt. Fólk hefur trúlegast haldið að hún kæmist ekki mikið lægra í lífinu þar til að skyndilega var hún handtekin fyrir að eitra fyrir sjúklingum, ekki bara einum heldur mörgum.   Þátturinn er í boði Play Bókið sumarferðina sem allra fyrst inn á www.flyplay.is   ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn  
1/17/202442 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Óupplýst: Tracey Ann Patient

Tracey var 13 ára gömul þegar hún hvarf sporlaust eftir að hafa gengið heim frá vinkonu sinni eitt kvöld. Það liðu ekki margir dagar þar til lík hennar fannst í um 15km fjarlægðar frá heimilinu hennar, og ljóst að einhver hafi rænt henni og drepið hana. Lögreglan var engu nær og biðluðu til almennings um upplýsingar. Það var svo maður sem hringdi inn tveimur árum síðar með upplýsingar um málið, en til að sanna deili á sér þá gaf hann upp vísbendingar sem enginn ætti að vita nema sá sem hafði drepið hana. Hann gaf einnig upp tölurnar 126040 og sagði lögreglu að muna þessar tölur og hingað til hafa komið ótal kenningar um það hvað þessar tölur gætu þýtt.  Þátturinn er í boði PLAY en við minnum á að í dag er síðasti dagurinn til að nýta sér flugfar á 35% afslætti inni á www.flyplay.is  Komdu í áskrift:  www.pardus.is/mordskurinn Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:  @mordskurinn 
1/10/202437 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Shakeylia Anderson

Shakeylia Anderson var 17 ára gömul harðdugleg stelpa, með drauma um að verða starfandi hjúkurnarfræðingur í Bandaríska hernum. Hún var með munnin fyrir neðan nefið, hrein og bein og hefði án efa komist langt í lífinu hefði Bo nokkur ekki komið í veg fyrir það.    Þátturinn er í boði:  Fly Play  Skellið ykkur erlendis í sólina, púðrið í Ölpunum eða verslunarferð í Bandaríkjunum!  www.flyplay.is   ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn   
1/3/202446 minutes, 1 second
Episode Artwork

Manndráp: Anne Karubin

Anne Karubin hafði ekki átt það auðvelt, en hún var einstæð þriggja barna móðir sem hafði nýverið misst vinnuna enda snérist líf hennar að mestu um að reyna að takast á við daglegt þunglyndi með drykkju. Dætur hennar voru fengnar til þess að sjá um yngsta bróður sinn og lífið var bara mjög erfitt heimafyrir. Þær systur fóru eitt kvöld út að borða með vinum sínum og þegar þær komu heim þá fundu þær móður sína látna í baðkarinu heima en krufning leiddi í ljós að móðir þeirra hafði drukknað af slysaförum. Var það samt raunverulega það sem gerðist?    www.pardus.is/mordskurinn 
12/27/202343 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Tanya Byrd

Tanya var þriggja barna móðir, mesti stuðpinninn og dugnaðarforkur. Hún var 45 ára gömul þegar tilkynning barst til lögreglu um að hún hafi gengið út heiman frá sér og ekki sést síðan. Sama dag hafði maður í göngu með hundinn sinn, gengið fram á íþróttatösku og gert þar skelfilega uppgötvun.  Fljótlega kom í ljós tenging á milli hvarfsins og töskunnar, en aldrei hefði nokkrum getað grunað hver tengdist málinu líka   ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
12/20/202337 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Henry McCabe

Henry McCabe hafði verið úti að skemmta sér með vinum sínum þar til að kvöldinu lauk og einn þeirra ætlaði að skutla honum heim. Í bílnum var Henry að rífast við einhvern í símann og að lokum bað hann vin sinn um að skutla sér að bensínstöð þar sem hann ætlaði að labba heim. Þegar þangað var komið hringdi hann skrítið símtal og hvarf svo sporlaust.    www.pardus.is/mordskurinn 
12/13/202342 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Tracy Gilpin

Tracy Gilpin var 15 ára gömul, sjálfstæð og uppátækjasöm ung kona sem hlakkaði til að verða fullorðin og eignast stóra fjölskyldu. Hún fékk því miður aldrei tækifæri til að láta draum sinn rætast. Tracy hafði átt það til að skila sér ekki heim á kvöldin og ekki vöknuðu upp neinar stórkostlegar áhyggjur þegar hún skilaði sér ekki eitt kvöldið 1986 en það skipti átti þó eftir að vera öðruvísi en öll hin.     ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
12/6/202349 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Óupplýst: Kenzie Houk

Kenzie Houk átti von á sínu þriðja barni með manni sínum, Chris Brown. Hún var langt komin og gátu þau ekki beðið eftir að verða sex manna fjölskylda en Kenzie hafði komið sér út úr ofbeldissambandi og var í fyrsta sinn hamingjusöm. Hún fékk hinsvegar aldrei að hitta ófædda son sinn því dag einn mættu garðyrkjumenn heim til hennar og fundu fjögurra ára dóttur hennar standandi fyrir utan. Þeir urðu áhyggjufullir og hringdu því í neyðarlínuna og í kjölfarið mættu lögreglumenn á heimilið. Þeir fundu Kenzie látna í rúminu sínu en ekki tók það langan tíma fyrir þá að komast að því hver árásarmaðurinn var, eða hvað?  www.pardus.is/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
11/29/202355 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Samantha Josephson

Elsku Samantha átti allt lífið framundan, laganámið sem hún hafði verið svo hörð á að hefja og klára og nýta til góðs í framtíðinni, lífið með dásamlega kærasta sínum og alls sem hún hafði hlakkað svo til að upplifa.  Samantha fór út eitt kvöld í mars, ákvað að taka sér smá pásu frá bókunum til að skemmta sér aðeins með vinkonunum. Kvöldið átti að vera í styttra lagi enda átti Samantha að mæta til vinnu morguninn eftir og hafði hún ákveðið öryggisins vegna að taka Uber heim, það átti eftir að verða það síðasta sem hún gerði.    ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn 
11/22/202354 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Natasha Ryan

Natasha Ryan var 14 ára gömul þegar hún hvarf sporlaust frá heimili sínu árið 1998. Ótal leitir voru gerðar og ætlaði fjölskylda hennar ekki að gefast upp, enda þráðu þau ekkert heitar en að fá dóttur sína aftur heim. Það var svo nokkrum árum síðar sem raðmorðingi játaði morðið á sig og á meðan hann beið réttarhalda fékk lögreglan ábendingu, ábendingu sem átti eftir að gera fleiri spurningar heldur en svör um hvað raunverulega varð um Natasha Ryan.  Yfir 100 þættir aðgengilegir inni á www.pardus.is/mordskurinn en áskrift kostar aðeins 990kr.- á mánuði!  Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn
11/14/202332 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Arlis Perry

Arlis Perry var 19 ára gömul, nýlega flutt til Kaliforníu og var að koma sér þar vel fyrir með sínum manni þegar hún var myrt á hrottalegan máta. Hún hafði rétt ætlað að skreppa inn í kirkju til að biðja eftir að hafa verði í einum af mörgum göngutúrm sínum.  Málið átti eftir að reynast erfitt að leysa og var það ekki fyrr en áratugum síðar sem að pússlin fóru að passa   ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
11/8/202348 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Erika Murray

Erika var ung þegar hún varð ólétt eftir kærastann sinn Ramon og í kjölfarið flutti hann inn á heimili foreldra hennar til þess að ala upp barnið með henni. Þegar Erika varð ólétt á ný ákváðu þau að nú væri kominn tími til þess að sjá um sig sjálf, svo þau fluttu út og hlutir breyttust verulega í kjölfarið. Eitt skilyrði sem Ramon setti var að honum langaði ekki í fleiri börn, en hvað gerðist þá þegar Erika varð ólétt á ný?  www.pardus.is/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
11/1/202346 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Nicole ”Nikki” VanderHeyden

Nikki VanderHeyden var ung kona í blóma lífsins, þriggja barna móðir, vel liðin allsstaðar sem hún fór en í erfiðum aðstæðum Yngsti sonur hennar var 6 mánaða gamall þegar hún var myrt á hrottalegan máta eftir kvöldstund út á lífinu. Samband hennar við sambýlismann sinn og föður yngsta sonarins hafði verið stormasamt, en var hann líklegur til að verða henni að bana?    ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn  
10/25/202351 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Melissa Norby

Aðfaranótt 22. júlí 2016 fékk slökkviliðið í Bemidji útkall þar sem eldur hafði kviknað á heimili. Þegar þangað var komið var eldurinn að mestu farinn, en inni í húsinu fannst lík hinnar 35 ára Melissu. Í ljós kom að hún hafði verið að passa 5 ára dóttur vinkonu sinnar og því hófst leit að henni, en án árangurs. Hvað kom eiginlega fyrir 5 ára Brittany?  www.pardus.is/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
10/18/202338 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Doug Benefield

Doug Benefield var ekkill og einstæður faðir þegar hann kynntist hinni glæsilegu 24 ára gömlu Ashely.  Það sem var ekki glæsilegt hinsvegar voru komandi tímar.  En innan tveggja vikna voru þau gift, farin að huga að því að stofan fyrirtæki og stutt var í vandræðin.    ÁSKRIFT: www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
10/11/202343 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Raðmorðingi: Hollywood Ripper

Árið 2001 fannst Ashley Ellerin myrt á heimili sínu en hún hafði gert plön um að hitta deitið sitt, Ashton Kutcher það kvöld. Við tók rannsókn lögreglu en engar vísbendingar voru til staðar til að finna út hver hefði drepið hana. Það var svo loksins sem rannsóknarteymið fékk símtal um annað morð sem hafði átt sér stað árið 1993 sem boltinn byrjaði að rúlla, en ekkert var gert í málinu og áttu aðrar konur eftir að tapa lífi sínu sökum þess.  www.pardus.is/mordskurinn Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:  www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
10/3/202355 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Fjöldamorð: Luby’s Massacre

Í hádeginu þann 16 október árið 1991 sátu um 80 manns inn á Luby's þegar pallbíll kom keyrandi inn um glugga. Það kom fljótt í ljós að um væri ekki að ræða neitt óhapp né slys þegar maður steig út úr bílnum vopnaður tvem byssum.  23 áttu eftir að deyja þennan dag, á örfáum mínútum - mannskæðasta skotárás Bandaríkjanna árið 1991 og hélt þeim titli í nokkur ár.    ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn    
9/27/202346 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Claudia Lawrence

Árið 2009 mætti Claudia heim eftir vinnu, hringdi í foreldra sína og fór að sofa. Daginn eftir átti hún svo að mæta á ný til vinnu en lét aldrei sjá sig og eftir tvo daga fóru áhyggjur að myndast meðal vina og fjölskyldu hennar.    www.pardus.is/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
9/20/202342 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Pravin Varughese

Pravin var 19 ára gamall nemandi við Southern Illinois háskólann þar sem hann ætlaði sér að klára gráðu til að geta starfað síðar sem lögreglumaður. Eitt febrúar kvöld var hann viðstaddur partý þaðan sem hann fékk síðar meir far heim - hann átti ekki eftir að sjást aftur á lífi eftir það. Fjölskylda Pravins þurfti að berjast fyrir réttlætinu og því miður hefur það ekki fengist í gegn ennþá daginn í dag.  Sagan er löng og flókin og lituð af fordómum og lélegum vinnubrögðum og hreint út sagt lygum.    Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland Kóðinn "morðskúrinn" veitir 20% afslátt af vörum inn á  www.scrubdaddyisland.is   ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
9/13/20231 hour, 1 minute, 6 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Jason Landry

Þann 13. desember árið 2020 spjallaði Jason við vin sinn á facetime rétt áður en hann gekk út úr húsinu sínu til þess að fara í þriggja tíma ferðalag heim til foreldra sinna. Hann komst þó ekki á áfangastað, þar sem á miðri leið fannst bíllinn hans allur klesstur en engin merki um Jason sjálfan. Hlutir sem fundust á vettvangi voru verulega skrítnir og margir hafa sett spurningarmerki við það hvað raunverulega varð um Jason Landry.  Þátturinn er í boði Scrub Daddy en með kóðanum morðskúrinn getið þið fengið 20% afslátt af öllum vörum inni á www.scrubdaddyisland.is  Komdu í áskrift! www.pardus.is/mordskurinn Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
9/7/202354 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Eurydice Dixon

Eurydice Dixon var ein hæfileikarík kona og átti sérlega auðvelt með að fá fólk til að hlæja, svo mikið svo að hún starfaði við það. Fyrir utan það, þá var hún mögnuð kona, átti góðan kærasta, góða fjölskyldu og vini og framtíðina fyrir sér í uppistandsheiminum. Hún fékk því miður ekki að lifa til að sjá þá framtíð.   Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland Kóðinn "morðskúrinn" veitir 20% afslátt af öllum vörum inn á  www.scrubdaddyisland.is    ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
8/30/202343 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Judy Malinowski

Judy var komin á gott ról eftir að hafa strögglað lengi í gegnum tíðina, en svo kynntist hún Michael. Hann var alls ekki góður við hana og þegar hún ákvað loksins að nú væri tíminn til þess að fara í meðferð, koma sér á gott ról á ný og losa sig við hann þá lét hann til skarar skríða. Afleiðingarnar voru hræðilegar og barðist Judy eins og hetja til þess að fá réttlætinu framgengt.  Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland en með kóðanum morðskúrinn fáið þið 20% afslátt af öllum vörum!  www.pardus.is/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
8/23/202333 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Siriyakorn ”Bung” Siriboon

Bung var 13 ára lífsglöð, dugleg stelpa og átti framtíðina svo sannarlega fyrir sér.  Hún gekk út heiman frá sér þann 2. júní árið 2011 og sást aldrei aftur. Hún hefði átt að mæta í skólann þennan morgun en sást hvorki þar né neinstaðar annarsstaðar það sem eftir var. Hnökrar áttu eftir að koma upp í rannsókn málsins sem erfitt er að sætta sig við, en það er nokkuð ljóst að dýrmætum tíma var eytt í algjöra óþarfir.   Þátturinn er eins og alltaf, í boði Scrub Daddy Ísland Kóðinn "morðskúrinn" veitir 20% afslátt af öllum vörum inná  www.scrubdaddyisland.is   ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
8/16/202345 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Óupplýst: Blair Adams

Þann 4. júlí 1996 byrjaði Blair að haga sér mjög furðulega en það kviknuðu svosem engar viðvörunarbjöllur hjá fjölskyldunni hans strax. Hann reyndi m.a. nokkrum sinnum að fara yfir til Bandaríkjanna frá Kanada en var stoppaður á landamærunum vegna gruns um að hann væri að smygla einhverju þar á milli, en að lokum tókst það og hélt þetta spontant ferðalag hans áfram alla leiðina til Knoxville í Tennesse þar sem hann að lokum fannst látinn eftir nokkuð undarlegt ferðalag.  www.pardus.is/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
8/9/202350 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Shao Tong

Shao Tong var kínversk, aðflutt til Bandaríkjanna og nemandi í Iowa State University með áætlanir um að verða efnaverkfræðingur. Til Bandaríkjanna fylgdi henni kærasti og var hún með honum í helgarferð þegar hún hvarf sporlaust.  Ekki kom í ljós strax að Shao væri raunverulega horfin fyrr en um tvem vikum seinna en þá fór lögreglan á fullt.    Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland Kóðinn "morðskúrinn" veitir 20% afslátt af öllum vörum inná  ww.scrubdaddyisland.is    ÁSKRIFT  www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
8/2/202339 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Bobbie Jo og Annette

Árið 1982 hurfu tvær konur sama dag í Breckenridge í Colarado. Lík annarar þeirra fannst daginn eftir en hitt átti ekki eftir að finnast fyrr en um 6 mánuðum síðar. Það var hlutur sem fannst á vettvangi sem tengdi þær saman og var lögreglan handviss um að þetta væri einn og sami morðinginn. Augu beindust strax að aðila sem stóð Bobbie næst  og það var ekki talin vera tilviljun þegar hlutur fannst á morðvettvangi Annette sem tengdist sama aðila. Það er þó ekki allt sem sýnist.  www.pardus.is/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
7/26/202341 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Jodi Huisentruit

Jodi Huisentruit var 27 ára farsæl og ofboðslega dugleg kona, sem vann hart að því að komast þangað sem hana langaði í lífinu.  Hún var samviskusöm og mætti ávalt á réttum tíma til vinnu þar til einn daginn að hún mætti alls ekki.  Í ljós kom ljótur raunveruleiki, og flókin atburðarrás tók við.  Enn í dag er ekki vitað hvað varð að Jodi, en nokkrar kenningar eru til staðar og þar á meðal hvort að mál Jodi og mál Michelle Martinko gætu tengst.   Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland  Kóðinn "morðskúrinn" veitir 20% afslátt af öllum vörum inná www.scrubdaddyisland.is   ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn    
7/19/202339 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Manndráp: House of Blood morðin

Edith var einstæð móðir að ala upp son sinn John en sökum fjárhagsvandræða þá bjó hún í athvörfum hér og þar. Það var þar sem hún kynntist ástinni á ný, manni að nafni David. Þau ákváðu að taka sig saman í lífinu og reyndu eftir fremsta megni að stofna gott og stöðugt líf fyrir sig, en það gekk ekki alveg eins og ætlað var þar sem Edith fékk 9 mánaða fangelsisdóm. Eftir afplánun ákvað hún að fagna því að vera laus með David og tveimur vinum þeirra en kvöldið fór aldeilis ekki eins og ætlað var.  www.pardus.is/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
7/12/202345 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Danny Barter

Danny Barter var fjögurra ára gamall í útilegu með fjölskyldu sinni við Perdido flóann þegar hann hvarf sporlaust. Grunu vaknaði strax um að hann hafi orðið fyrir krókódílaárás en þegar afar umfangsmiklar aðgerðir sönnuðu að svo væri ekki, þá þurfti aðeins að kafa dýpra. Í ljós kom að röð fremur grunsamlegra atvika höfðu átt sér stað bara skömmu áður en að Danny hvarf - en gat það varpað ljósi á málið?   Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland Kóðinn "morðskúrinn" veitir 20% afslátt inn á  www.scrubdaddyisland.is   ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn  
7/5/202337 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Teresita Basa

Teresita var ósköp venjuleg 48 ára kona sem hafði alla sína ævi dreymt um að vinna í tónlistarbransanum. Það hinsvegar gekk ekki eftir og fór hún að vinna á spítala sem henni líkaði vel við. Hún átti enga óvini, öllum líkaði vel við hana og kom það því fólki í opna skjöldu þegar hún fannst látin einn daginn. Lögreglan átti í erfiðleikum með að finna vísbendingar um hvað kom fyrir hana þar til að einn daginn fór vinkona hennar niður á lögreglustöð og sagði þeim frá ótrúlegri sögu, sögu sem flestir voru mjög skeptískir með að trúa þar til sannleikurinn kom svo sannarlega upp á yfirborðið.  www.pardus.is/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
6/28/202338 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Karen Styles

Karen Styles var 22 ára gömul þegar hún ákvað í sakleysi sínu að fara út að hlaupa eins og hún var vön. Munurinn þennan daginn var sá að vinkona hennar sem fór alltaf með henni, komst ekki. Karen hvarf þennan dag og átti ekki eftir að finnast fyrr en mánuði síðar, látin og illa farin.  Með góðum vinnubrögðum lögreglu fannst morðingi hennar og var dreginn fyrir dóm og þar dæmdur sekur en þar endaði sagan ekki.   Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland  Kóðinn "morðskúrinn" veitir 20% afslátt af vörum inn á  www.scrubdaddyisland.is    ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
6/21/202332 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Diane Augat

Diane Augat hafði lengi strítt við geðsjúkdóma og ekki alltaf verið tilbúin til að taka lyfin sem til þurfti til að halda niðri einkennum hennar.  Hún hafði misst flest sem henni þótti vænt um í kjölfar veikindanna og ekki skánaði ástandið þegar hún leiddist út í áfengis og fíkniefnaneyslu Fjölskylda hennar gafst þó aldrei upp á henni og tóku alltaf á móti henni með opnum örmum og hringdu allar aðvörunarbjöllur þegar Diane hafði ekki sést í sólahring árið 1998    Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland Kóðinn morðskúrinn veitir 20% afslátt af öllum vörum inn á  www.scrubdaddyisland.is   ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
6/14/202343 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Óupplýst: Kanika Powell

Kanika var búin að koma sér vel fyrir í lífinu og var spennt fyrir komandi tímum. Það var allt þar til að hún byrjaði að fá dularfullar heimsóknir. Eftir fyrstu heimsóknina þá fylgdi önnur, og Kanika var orðin mjög áhyggjufull enda fannst henni eins og hún væri eitthvað skotmark. Þann örlagaríka dag mætti hún heim til sín eftir stúss og á móti henni tóku þessir dularfullu menn sem ætluðu sér aðeins eitt.  Viltu meira efni? Áskrift kostar 990kr.- á mánuði og inniheldur allt eldra efni ásamt 4-5 nýjum þáttum á mánuði:  www.pardus.is/mordskurinn Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
6/14/202327 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Raðmorðingi: Hadden Clark

Hadden hafði búið hjá bróður sínum í einhvern tíma þar til bróðir hans fékk nóg og bað hann vinsamlegast um að flytja út. Sama dag og flutningurinn átti sér stað hvarf sex ára stúlka úr hverfinu sem þótti í fyrstu vera algjör tilviljun. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar sem lögregludeildin sem rannsakaði mál stúlkunnar fékk símtal frá annari rannsóknarlögregludeild með möguleg tengsl á mili tveggja mála og í ljós kom fremur óhugnalegur atburður sem hafði átt sér stað.   Viltu meira efni? www.pardus.is/mordskurinn Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
5/31/202348 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Adrian Jones

Adrian Jones var sjö ára gamall þegar hann lést. En af þessum sjö árum voru örfá sem mættu teljast góð.  Adrian bjó við gríðarlega vanrækslu, ofbledi og niðurlægingu inn á heimili föður síns, heimili sem hann hefði átt að upplifa sig elskaðann og öruggann.  Raunveruleikinn var allt, allt annar.    Við vörum við lýsingum í þættinum.    Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland  Kóðinn "morðskúrinn" veitir ykkur 20% afslátt af öllum vörum inn á  www.scrubdaddyisland.is   ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
5/24/202347 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Kimberly Antonakos

Þegar Kimberly skilaði sér ekki heim eftir djammið og mætti ekki til vinnu þá byrjuðu vinir og vandamenn að hafa miklar áhyggjur af henni. Á meðan leit af henni stóð yfir var fjölskylda hennar gjörsamlega grunlaus um þann hrylling sem var að eiga sér stað, en fengu þau nokkuð góða hugmynd um það eftir að hafa farið til miðils og fengið upplýsingar frá honum. Þátturinn er í boði Scrub Daddy en með kóðanum morðskúrinn fáið þið 20% afslátt af öllum vörum inni á www.scrubdaddyisland.is  Viltu meira efni? www.pardus.is/mordskurinn Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:  www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
5/16/202348 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Addie Hall

Í franska hverfinu í New Orleans bjuggu Addie Hall og Zack Bowen, en þau voru yfir sig ástfangin, eða svo hélt fólk. Það var svo einn dag sem lögreglan fékk símtal um mann sem hafði framið sjálfsvíg á hóteli og við skoðun á líkindu fundu þeir miða, miða sem sagði þeim að kíkja á heimili mannsins. Á heimilinu fann lögreglan veggjakrot sem ýmsum ábendingum, og að lokum ákváðu þeir að opna ofninn... www.pardus.is/mordskurinn 
5/10/202333 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Charlene Downes

Charlene var aðeins 14 ára gömul þegar hún hvarf sporlaust úr heimabæ sínum árið 2003. Erfitt reyndist fyrir fjölskyldu hennar að fá aðstoð við leit þar sem lögreglan taldi að hún hafi stungið af. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar sem lögreglan kom opinberlega fram með kenningu um hvað þeir töldu hafa komið fyrir Charlene og voru tveir menn handteknir. Það átti samt eftir að reynast þeim erfitt að fá réttlæti fyrir Charlene og fjölskyldu hennar.  P.s. ekki borða kebab við hlustun á þessum hætti þakkið mér seinna Viltu meira efni? www.pardus.is/mordskurinn Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
5/2/202344 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Daniel Pelka

Daniel Pelka var lítill strákur sem átti svo sannarlega skilið að vera elskaður, dýrkaður og dáður en þvert á móti upplifði hann allt sem barn ætti aldrei nokkurntíman að upplifa. Saga Daniels er saga drengs sem var brugðist og það heiftarlega.  Við vörum við sumum lýsingum þáttarins í dag.   Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland Kóðinn "morðskúrinn" veitir 20% afslátt inn á  www.scrubdaddyisland.is   ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
4/26/202339 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Doan fjölskyldan

Þann 30. september árið 2005 hringdi 10 ára Robin í neyðarlínuna og bað um aðstoð þar sem hún hafði heyrt skothljóð og vissi ekki hvað væri í gangi. Þegar lögreglan mætti þá tók á móti þeim hræðilegur vettvangur, sem átti eftir að breyta lífi Robin til frambúðar. Rannsókn hófst í kjölfarið, en af þeim ómeðvituðum var rannsóknardeild lögreglu í um 8 tíma fjarlægðar að rannsaka svipaðan vettvang.  Þátturinn er í boði Scrub Daddy en með kóðanum morðskúrinn fáið þið 20% afslátt af öllum vörum inni á www.scrubdaddyisland.is Viltu meira efni? Áskrift kostar 990kr.- á mánuði www.pardus.is/mordskurinn  Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum til þess að sjá myndir af vettvangi, upptökur, myndbönd og annað sem tengist málinu www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
4/19/202334 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Kimberly Diane Hill

Kimberly Diane Hill fannst látin þann 28 mars árið 2014, á það sem átti að vera 51. afmælisdagur hennar.  Aðkoman var hrottaleg enda hafði Kimberly hlotið tugi áverka á höfuð og var hamar notaður sem vopn. Það átti eftir að koma flestum í opna skjöldu þegar upp komst hver árásarmaður Kim hafði verið.   Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland kóðinn "morðskúrinn" veitir 20% afslátt af öllum vörum inn á  www.scrubdaddyisland.is   ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
4/12/202327 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Joseph Smedley

Einn mánudagsmorgun vaknaði Vivian við undarleg SMS skilaboð frá bróður sínum Joseph, þar sem hann sagðist vera að fara úr landi. Enginn heyrði frá honum eftir það og við rannsókn kom í ljós að hann hafði einnig skilið eftir dularfullt bréf heima hjá sér. Nokkrum dögum síðar fannst lík hans, og á mjög undarlegan hátt. Lítil sem engin rannsókn var gerð og fjölskyldan sat uppi með fleiri spurningar en svör hvað varðar andlát Joseph.  Með kóðanum mordskurinn fáið þið 20% afslátt af öllum vörum inni á www.scrubdaddyisland.is 🧽 Viltu meira efni?  www.pardus.is/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
4/5/202338 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Arpana Jinaga

Arpana Jinaga var einhver harðduglegasta unga kona sem sögur fara af. Hún virtist óhrædd við flest, hafði sett sér háleit markmið í gegnum lífið og tekist að ná þeim langflestum áður en hún var hrottalega myrt inn á heimili sínu eftir hrekkjavökupartý.  Morð Arpana átti eftir að vera lengi óleyst, en þegar loksins kom að því að réttarhöld í máli hennar fóru fram þá áttu klúðrin eftir að koma í ljós   Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland  Kóðinn "morðskúrinn" veitir 20% afslátt af öllum vörum inn á www.scrubdaddyisland.is    ÁSKRIFT www.pardus.com/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
3/29/20231 hour, 2 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Marlene Warren

Einn dag árið 1990 var bankað á heimili Warren hjónanna. Marlene fór til dyra og á móti henni tók aðili, klæddur trúðabúningi, með blóm og blöðrur. Marlene var yfir sig ánægð með eiginmann sinn um að koma sér á óvart með slíkum gjöfum, en ánægjunni lauk skyndilega þegar trúðurinn tók upp byssu og skaut Marlene. Trúðurinn gekk svo hægt og rólega í bílinn sinn og keyrði í burtu. Það skildi enginn hvað hafði gerst og tók það lögregluna ansi langan tíma að komast að sannleikanum.  Þátturinn er í boði Scrub Daddy á Íslandi og Play Airlines www.pardus.is/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
3/22/202346 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Lori Lee Malloy

Lori Lee var þrítug þegar hún fannst látin inn á heimili sínu og það undir fremur dularfullum kringumstæðum.  Lori hafði ekki verið hún sjálf dagana fyrir andlát sitt en fjölskylda hennar og vinir áttu erfitt að ná á hana og það sem þótti enn óvenjulegra var að Lori hafði fengið pössun fyrir 18 mánaða gömlu dóttur sína í marga daga.  Andlátið var að lokum úrskurðað sem náttúrulegt og engar ástæður eða rök til að grafa í málið frekar.  Það var ekki fyrr en dóttir Lori var orðin fullorðin sem hún fór að grafa í málið og kom því í þann farveg sem það er komið í í dag.    Þátturinn er í boði  Fly Play www.flyplay.com Scrubdaddy Ísland - www.scrubdaddyisland.is Kóðinn "morðskúrinn" veitir 20% afslátt af öllum vörum á vefsíðu Scrub Daddy.    ÁSKRIFT: www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
3/15/202359 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Sky Metalwala

Árið 2011 vaknaði Julia með börnum sínum tveimur, Sky og Maile. Fljótlega tók hún eftir því að Sky var veikur og ákvað í kjölfarið að bruna með hann upp á læknavakt. Á leiðinni þangað lenti hún í því að verða bensínlaus á þjóðveginum og tók ákvörðun sem hún átti eftir að sjá eftir alla sína ævi, eða hvað?  Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland og Play  Komdu í áskrift! Það eru 4-5 þættir í hverjum mánuði fyrir aðeins 990kr.- á mánuði og allt eldra efni aðgengilegt - yfir 70 þættir nú þegar mættir!  www.pardus.is/mordskurinn Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:  www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
3/8/202347 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Millbrook tvíburarnir

Dannette og Jeannette voru 15 að verða 16 ára gamlar þegar þær hurfu sporlaust eftir erindagjörðir í gamla hverfinu sínu. Hvarf þeirra var ekki tekið alvarlega, frá degi eitt og átti það eftir að lita rannsóknina og niðurstöðu málsins all verulega. Heimaborg stelpnanna var í lengri tíma þekkt fyrir lítið annað en að mismuna fólki eftir kynþáttum og er saga systrana skólabókadæmi þess.   Þátturinn er í boði  Fly Play www.flyplay.is Scrub Daddy Ísland  20% afsláttur með kóðanum "morðskúrinn"  www.scrubdaddyisland.is    ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
3/1/202347 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Casey White og Vicky White

Casey White var með langan glæpaferil að baki en sem dæmi má nefna var hann grunaður um fleiri en eitt manndráp og reyndi einnig að drepa fyrrverandi kærustuna sína. Fyrir þann verknað fékk hann 75 ár í fangelsi og sá fyrir sér að sitja inni það sem eftir var ævi sinnar. Það var ekki fyrr en hann kynntist ástinni í lífi sínu sem hann byrjaði að sjá sólina á ný og það sem þau tóku sér fyrir hendur var eitthvað sem engum grunaði.    Þátturinn er í boði Scrub Daddy en með kóðanum morðskúrinn fáið þið 20% afslátt af öllu inni á www.scrubdaddyisland.is  Viltu meira efni? www.pardus.is/mordskurinn Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:  www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
2/21/202345 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Chance Englebert

Chance Englebert var 25 ára gamall þegar hann bara gékk frá fjölskyldynni sinni á máta sem var honum mjög ólíkt Það átti aldrei eftir að sjást né heyrast til Chance eftir það Þar sem Chance gekk í burtu sjálfviljugur hef lögreglan ekki haft mestan áhuga á að aðstoða en fjölskylda hans hefur gert sitt allra besta með von um að Chance annað hvort skili sér heim einn daginn eða einhver niðurstaða komi í málið   Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland  Kóðinn "morðskúrinn" veitir 20% afslátt af vörum inn á  www.scrubdaddyisland.is   ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
2/15/202355 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Jo, Michelle og Christe Rogers

Eftir erfiða tíma heima fyrir ákváðu mæðgurnar Jo, Michelle og Christe að fara í ferðalag til Flórída. Þegar þangað var komið skemmtu þær sér mjög vel og reyndu sitt allra besta í að skoða og sjá allt sem þær gátu. Þær fengu meira að segja tækifæri til þess að fara í bátsferð til að skoða sólsetrið, en gátu aldrei sagt neinum frá því hvernig það var þar sem nokkrum dögum síðar fundust þær látnar.  www.pardus.is/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
2/8/202344 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Jacks systurnar

Banita Jacks var sögð mjög góð móðir og fæstir höfðu eitthvað á hana út að setja á meðan allt leit út fyrir að vera í lagi  Annað átti þó eftir að koma í ljós þegar tveir alríkisfulltrúar bönkuðu upp á heima hjá henni en þangað voru þeir mættir til að bera hana og dætur hennar út Banita hafði átt leyndarmál í langa tíma, eitthvað sem engum hefði getað dottið í hug   Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland Kóðinn "morðskúrinn" veitir ykkur 20% afslátt inn á  www.scrubdaddyisland.is   ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
2/1/202336 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Joe Cinque

Joe Cinque hafði kynnst ástinni í lífi sínu, Anu, en þau enduðu á því að flytja inn saman eftir fjarsamband. Anu hafði verið að stríða við andleg og læknisfræðileg vandamál og ekki leið á löngu þar til hana langaði til þess að taka sitt eigið líf, en áður en það myndi gerast, langaði henni að halda kveðjupartý. Það partý fór samt sem áður ekki eins og áætlað var.  www.pardus.is/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
1/24/202341 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Óupplýst manndráp: Shana Jaros

Shana Jaros var ekki nema 18 ára gömul þegar hún var hrottalega myrt inn á heimili sínu - heimili sínu sem hún hafði nýlega fengið á leigu og var að stíga sín fyrstu skref sem sjálfstæð fullorðin kona. Hún hafði verið svo spennt fyrir því sem var framundan en fékk því miður aldrei að framkvæma eða upplifa allt sem hún ætlaði sér. Lögreglan gat með engu móti framfylgt rannsókninni og niðurstaða í máli Shönu er enn engin    Þátturinn er í boði Scrubdaddy Ísland Kóðinn "morðskúrinn" veitir 20% afslátt af öllum vörum inn á  www.scrubdaddyisland.is   ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
1/18/202340 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Denise Amber Lee

Denise var 21 árs þegar henni var rænt frá heimilinu sínu. Nokkur símtöl bárust lögreglu en það allra erfiðasta var þegar Denise sjálf hringdi á meðan ræningi hennar keyrði um með hana. Það tók lögreglu nokkra tíma að finna hana, en því miður var það orðið of seint.  Viltu meira efni? Hægt er að skrá sig í áskrift inni á www.pardus.is/mordskurinn en hún kostar 990kr.- á mánuði! Allt eldra efni er aðgengilegt.    www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
1/11/202353 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Danielle van Dam

Damon og Brenda nokkur fóru að sofa róleg vitandi að börnunum sínum í værum svefni inn í herbergunum sínum föstudag nokkrun árið 2002.  Morguninn eftir vakna þau tilbúin í að eiga góðan laugardag með fjölskyldunni sinni, grunlaus um að eitt barnanna þeirra hvarf um nóttina  Hin sjö ára gamla Danielle hafði horfið af heimilinu og var nú hvergi að finna    Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland  Kóðinn "morðskúrinn" veitir 20% afslátt af öllum vörum inn á  www.scrubdaddyisland.is    ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
1/4/202355 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Sean Daugherty

12 ára strákur finnst látinn fyrir utan heimilið sitt og eftir litla sem enga rannsóknarvinnu kemst lögreglan að þeirri niðurstöðu að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Það eru þó nokkur álitamál sem benda á annað og hefur fjölskylda Sean unnið hart síðustu mánuði að því að leiða réttlætið í ljós.  www.pardus.is/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
12/28/202248 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Dominique Dunne

Dominique Dunne var ung og upprennandi leikkona og átti allt lífið framundan þegar hún kynntist manni  Manni sem hún sjálf átti eftir að falla kylliflöt fyrir en vinir hennar og vandamenn ekki svo mikið Þessi maður átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á hennar persónulega líf sem og hennar faglega líf og var tilbúinn að ganga töluvert lengra en margur annar til að sjá til að draumakonan hans yrði einungis hans    Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland Með kóðanum "morðskúrinn" fáið þið 20% afslátt af öllum vörum inn á www.scrubdaddyisland.is    ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn   
12/21/202248 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Sharon Smith og Debra Helmick

Sharon eða Shari eins og hún var gjarnan kölluð, var á leið heim þegar hún stoppaði stutt til þess að sækja póstinn. Faðir hennar sá bílinn í heimreiðinni en þegar Shari skilaði sér ekki heim fór hann út að athuga með hana, og komst að því að hún var hvergi sjáanleg. Ekki leið á löngu þar til fjölskyldan byrjaði að fá símtöl frá aðila sem hafði áhugaverðar upplýsingar og með dögunum sem liðu byrjaði hann að kvelja fjölskylduna mjög með reglulegum símtölum. Það var svo nokkrum vikum síðar sem önnur ung stelpa hvarf frá sama stað, og aftur byrjuðu símtölin.  Þátturinn er í boði Scrub Daddy, en með kóðanum mordskurinn fáið þið 20% afslátt af öllu inni á www.scrubdaddyisland.is  www.pardus.is/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
12/14/202234 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Angela Green

Angela Green fæddist í Kína en hafði flutt til Bandaríkjanna til að elta ástina sína en þar átti hún eftir að eiga mjög gott líf lengi framan að.  En eitthvað gerðist árið 2019, eitthvað sem varð til þess að Angela hefur ekki séðst síðan. Hvað nákvæmlega gerðist, verður erfitt að komast að og hver nákvæmlega kom að því en dóttir Angelu grunar aðeins einn einstakling um að hafa orðið valdur að hvarfi móður sinnar.    Þátturinn er í boði ScrubDaddy Ísland Kóðinn "morðskúrinn" veitir ykkur 20% afslátt af öllum vörum inn á  www.scrubdaddyisland.is    ÁSKRIFT www.pardus.com/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
12/7/20221 hour, 1 minute, 40 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Brandon Embry

Þegar fjölskylda Brandon hafði ekki heyrt í honum í nokkra daga, þá ákvað móðir hans og systir að taka sig saman og keyra heim til hans. Þegar þangað var komið var ákveðið að hringja í lögreglu, sem fór inn og fann Brandon í mjög slæmu ástandi á gólfinu heima hjá sér. Honum var flýtt á bráðamóttöku, og gerðu læknar allt til þess að reyna að bjarga honum, en án árangurs. Íbúðin var í rúst, allt út í blóði og gífurlegir áverkar á Brandon. Dánarorsök voru ekki í neinu samhengi við vettvanginn, og síðar kom í dagsljósið upp kærasta Brandon sem reyndist vera mjög dularfull. Allar myndir sem tengjast málinu eru að finna inná grúbbunni: Morðskúrinn - umræðuhópur!    www.pardus.is/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
11/30/202258 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Linsey Wilson Quy

Linsey Wilson Quy var 17 ára gömul þegar hún var óvænt ófrísk, hún hafði verið í sambandi með ungum strák en það hafði ekki gengið þegar leið á meðgönguna og úr varð að Linsey var að horfa fram á það að hlutverk sem einstæð móðir.  Þetta hlutverk hræddi hana mikið og hún var kvíðin fyrir því sem koma skyldi þegar hún kynntist manni sem hún taldi í fyrstu að væri draumaprinsinn hennar,  Annað átti heldur betur eftir að koma í ljós þegar leið á sambandið og endaði það skelfilega.   Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland  Kóðinn "morðskúrinn" veitir 20% afslátt af öllum vörum inn á www.scrubdaddyisland.is    ÁSKRIFT: www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn   
11/23/202242 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Mannrán: Thad Phillips

Thad Phillips var þrettán ára gamall þegar hann vaknaði við það að einhver var að bera hann út úr sínu eigin húsi. Honum fannst það ekkert skrítið enda sofnaði hann oft í sófanum, en í þetta skipti var hann borinn út úr húsinu. Hann skildi lítið hvað var í gangi en hafði litlar áhyggjur, þar til hann var skyndilega mættur í hús til ókunnugs manns þar sem hann gat hvergi farið.  Þátturinn er að sjálfsögðu í boði Scrub Daddy Ísland en með kóðanum mordskurinn fáið þið 20% afslátt af öllum vörum inni á www.scrubdaddyisland.is  Viltu meira efni? Áskrift kostar 990kr.- á mánuði og það er engin binding: www.pardus.is/mordskurinn  Samfélagsmiðlar:  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
11/15/202232 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Fjöldamorð: Geronimo Bank Murders

Hvað taka menn upp á þegar þeir horfa fram á mikinn fjárhagsvanda?  Fæstir myndu taka upp á því sem Jay nokkur gerði í slagtogi við kærasta sinn Þeir höfðu verið staurblankir nánast allt sitt samband, orðnir ráðþrota enda komið að lokuðum dyrum hvert sem þeir fóru nú þegar þeir voru búnir að maxa alla lánaheimild sem þeir gátu fengið  Það sem þeir tóku upp á var ómannúðlegt svo ekki meira sé sagt   Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland  Kóðinn "morðskúrinn" gefur ykkur 15% afslátt af öllum vörum inn á  www.scrubdaddyisland.is   ÁSKRIFT:  www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn     
11/9/202246 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Stephen Hricko

Hjón fara á morðráðgátukvöld yfir valentínusarhelgi til þess að reyna að bjarga hjónabandinu, en aðeins eitt þeirra lifir nóttina af.    20% afsláttur af öllu inni á www.scrubdaddyisland.is með kóðanum morðskúrinn   www.pardus.is/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
11/2/202236 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Hugues de la Plaza

Hugues sem var upprunalega franskur, hafði flutt til Bandaríkjanna í leit að sínu draumalífi. Það hafði tekist stórkostlega hjá honum, hann var í góðri vinnu, átti góða vini og virkilega naut lífsins í botn Það var því sem þruma úr heiðskíru lofti þegar hann fannst látinn inn á heimilinu sínu einn morguninn og það sem verra var, lögreglan kærði sig lítið um að vinna að neinni rannsókn    Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland  Kóðinn "morðskúrinn" veitir hlustendum 20% afslátt af vörum inn á www.scrubdaddyisland.is    ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn    www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
10/26/202231 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Manndráp: MacDonald fjölskyldan

Aðfaranótt 17. febrúar árið 1970 vaknaði Jeffrey upp við öskur eiginkonu sinnar og dóttur. Yfir honum stóðu þrír karlmenn og ein kona, sem byrjuðu þá og þegar að lemja hann þar til hann varð meðvitundarlaus. Þegar hann rankaði við sér, þá hljóp hann um húsið en gerði skelfilega uppgötvun. Rannsókn lögreglu var bara alls ekki upp á sitt besta en með það litla sem hægt var að vinna með komust þeir að niðurstöðu, og var gerandinn, að þeirra sögn, að lokum ákærður og dæmdur fyrir morðin.  www.pardus.is/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
10/19/202253 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Heather Quan

Heather Quan var rétt rúmlega 21 árs þegar hún fannst látin inn á heimili sínu sem hún deildi með kærasta sínum. Heather hafði fundist látin þegar foreldrar kærasta hennar óskuðu eftir velferðareftirliti þann 25 desember, en þá höfðu parið ekki skilað sér í kvöldmat. Við velferðareftirlitið kom í ljós að ekki var allt í lagi innan íbúðarinnar og eftir mikinn hasar komust lögreglumenn inn Þá fór atburðarrás í gang sem fæstir geta skilið    Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland  Kóðinn "morðskúrinn" gefur hlustendum 20% afslátt af öllum vörum inn á  www.scrubdaddyisland.is    ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
10/11/202247 minutes, 1 second
Episode Artwork

Mannshvarf: Skelton bræðurnir

Tanya og John voru búin að stofna sína yndislegu fjölskyldu saman, en þau áttu bræðurna Andrew, Alexander og Tanner. Drengirnir höfðu eytt þakkargjörð með föður sínum árið 2010. Þegar móðir þeirra ætlaði að sækja þá daginn eftir, þá kom faðir þeirra með nokkrar útgáfur af sögum um hvar þeir væru niðurkomnir. Það var m.a. að aðili a vegum sértrúarsöfnuðar hafi sótt þá og að kona sem hann hafði kynnst væri með þá. Grunsamlegar ferðir voru raktar í gegnum GPS á símanum hans og einnig fannst ljóð sem hann hafði skrifað árum áður sem þótti hryllilegt í ljósi atvika. 
10/5/202244 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Óupplýst: Al Kite

Al Kite var einhver reglusamasti maður sem til var og það kom öllum gjörsamlega að óvörum þegar hann fannst látinn inn á sínu eigin heimili Hann hafði orðið fyrir fólskulegri árás og að virtist, algjörtlega tilefnislausri árás Enginn var undir grun einfaldlega vegna þess að eini maðurinn sem lögreglan hafði áhuga á virtist hreinlega ekki vera til Og það hefur verið ástæða þess að lausn hefur ekki fengist í mál Al   Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland Kóðinn "morðskúrinn" veitir 15% afslátt á öllum vörum inn á  www.scrubdaddyisland.is    ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn  
9/28/202247 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Bill McGuire

Þann 5. maí árið 2004 fannst fyrsta ferðataskan af þremur sem innihélt sundurskornar líkamsleifar. Rannsóknarlögreglumenn áttu tvö erfið verkefni framundan, að bera kennsl á líkamspartana og að finna út hver bar ábyrgð á morðinu. Það átti eftir að reynast þeim erfitt en þegar litið var á heimilislíf fórnarlambsins þá fór ákveðin atburðarrás að koma í ljós. Í kjölfarið hefur morðinginn fengið nafnið "The Suitcase Killer".    www.pardus.is/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
9/21/20221 hour, 3 minutes
Episode Artwork

Óupplýst: Jessica Easterly

Árið 2019 hringdi Jessica í vinkonu sína og tilkynnti henni um áætlanir sínar - hún ætlaði loksins að láta verða að því að fara frá eiginmanni sínum  Eiginmanni sem hafði alltaf reynt sitt besta að láta sig líta vel út en raunin var allt önnur  Jessica hvarf sporlaust sama dag og hún hringdi í vinkonu sína, hún átti ekki eftir að finnast fyrr en 10 dögum síðar, látin.  Rannsókn á andláti Jessicu var vægast sagt klúður og upptalning á þeim klúðrum koma fram í þessum þætti    Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland  Kóðinn "morðskúrinn" gefur 15% afslátt af öllum vörum inn á  www.scrubdaddyisland.is    ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
9/14/20221 hour, 7 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Lauren Giddings

Hin 27 ára Lauren var að undirbúa sig fyrir próf í laganáminu sínu yfir sumarið. Hún hafði lítinn tíma til þess að heyra í fjölskyldu og vinum en var vön að láta reglulega vita af sér, svo þegar enginn hafði heyrt í henni í einhvern tíma þá urðu allir áhyggjufullir. Eftir nokkra daga kom í ljós skelfileg atburðarrás sem átti eftir að breyta lífi margra.  Viltu meira efni:  www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn   Þátturinn er í boði Scrub Daddy en með kóðanum morðskúrinn fáið þið 15% afslátt af öllum vörum inni á www.scrubdaddyisland.is 
9/7/202241 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Tia Rigg

Tia Rigg var 12 ára gömul þegar hún fór að heiman og sást aldrei aftur á lífi.  Morðingi hennar var mjög veikur einstaklingur sem hafði mánuðina á undan fengið þráhyggjur fyrir í fullri hreinskilni, hrikalega viðbjóðslegum hlutum.  Saga Tiu er sorgarsaga að öllu leiti en það er sorglegt hve harkalega kerfið brást henni    Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland Með kóðanum "morðskúrinn" færðu 15% afslátt á öllum vörum inn á  www.scrubdaddyisland.is    ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn    www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
8/31/202233 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Leigh Occhi

Leigh Occhi var 13 ára gömul þegar hún hvarf við dularfullar aðstæður frá heimili sínu í Missisippi, en það var á þeim tíma sem fellibylurinn Andrew reið yfir. Blóð fannst inni á heimilinu en engin merki voru um Leigh. Stuttu eftir hvarf hennar fékk fjölskyldan send gleraugun hennar í pósti en ekki var vitað hver sendandinn væri. Málið hennar er mjög dularfullt, en móðir hennar telur sig vita nákvæmlega hver varð dóttur sinni að bana á meðan aðrir benda fingrum á hana sjálfa.  Þátturinn er í boði Scrub Daddy, en með kóðanum mordskurinn færðu 15% afslátt af öllu inni á www.scrubdaddyisland.is  Viltu meira efni:  www.pardus.is/mordskurinn Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:  www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
8/23/202242 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Sierah Joughin

Sierah Joughin bjó í litlu samfélagi, það sem átti að vera öruggt samfélag en annað átti eftir að koma á daginn Sierah hvarf á leiðinni heim til sín, sporlaust. Hún hafði hjólað langleiðina heim til sín með kærastann sinn sér við hlið þegar þau kvöddust og Josh, kærastinn hennar sá hana aldrei aftur  Það átti eftir að sannast hversu mikilvægt er að almenningur hafi greiðari aðgang að sumum gögnum lögreglunnar - gögnum sem segja til um hættulega menn í nágreninu til dæmis Sorglegt mál eins og öll önnur en úffff elsku Sierah    Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland  Kóðinn "morðskúrinn" gefur 15% afslátt af öllum vörum inn á www.scrubdaddyisland.is    ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn _____________________________________________________ www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn  
8/17/202252 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Mannrán: Shannon Matthews

Shannon var 9 ára gömul þegar hún hvarf skyndilega á leið sinni heim úr skólanum. Áhyggjufull móðir hennar tilkynnti hana týnda og rannsókn lögreglu leiddi ekkert í ljós, svo strax var hafist handa við að athuga hvort henni hafi einfaldlega verið rænt. Hún fannst svo að lokum um 24 dögum eftir mannránið. Ræningi hennar stóð fjölskyldunni nær en öllum grunaði.    Viltu meira efni:  www.pardus.is/mordskurinn Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:  www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
8/10/202244 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Amanda Cope

Amanda Cope var 12 ára gömul þegar hún fannst látin í rúminu sínu  Andlátið hafði borið að með saknæmum hætti og það var augljóst frá upphafi Það átti hinsvegar eftir að reynast mjög erfitt að komast að því hver aðdragandi morðins hafði verið og lögreglan snerist í ansi marga hringi og komst í raun aldrei að neinni eiginlegri niðurstöðu þó að dæmt hafi verið í máli Amöndu    Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland  Kóðinn "morðskúrinn" gefur 15% afslátt af öllum vörum inn á www.scrubdaddyisland.is   ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn  
8/3/202252 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Caffey fjölskyldan

Caffey hjónin voru mjög elskuleg og vel liðin í samfélaginu. Þau ólu upp þrjú börn og voru með strangar reglur inni á heimilinu. Einn dag brutust inn þrjú ungmenni og skutu fjóra fjölskyldumeðlimi af fimm og eitt barnanna var tekið í gíslingu heim til árásaraðilanna, eða hvað? Það var nefninlega vitni til staðar sem gat sagt lögreglu hvað hafði gerst þetta örlagaríka kvöld.  Þátturinn er í boði Scrub Daddy, en með kóðanum 'morðskúrinn' færðu 15% afslátt inni á www.scrubdaddyisland.is  Viltu meira efni?  www.pardus.is/mordskurinn Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn     
7/26/202240 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Yun Mi Hoy

Yun Mi Hoy hafði átt í ansi stormasömu sambandi við dóttur sína í gegnum árin  Isabella dóttir hennar hafði í grunninn verið mjög reið út í foreldra sína að hafa skilið þegar hún var ung en án vitund allra var Isabella með geðsjúkdóm sem hún fékk enga meðhöndlun við.  Því fór svo eitt ágúst kvöldið að Isabella myrti móður sína á hrottalegan máta   Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland Kóðinn "morðskúrinn" gefur 15% afslátt af öllum vörum  www.scrubdaddyisland.is   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn   ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn  
7/20/202228 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Raðmorðingi: Nathaniel Bar-Jonah

Nathaniel var ekkert eðlilegasta barnið. Hann var einungis 7 ára gamall þegar hann reyndi að kyrkja nágrannastelpu til dauða, en sem betur fer kom móðir hans að honum. Það var hinsvegar engin refsing og hélt hann ótrauður áfram, þar sem glæpir hans stigmögnuðust. Þegar lögreglan mætti heim til hans einn daginn þá blöstu við þeim sjón sem þeim grunaði bara alls ekki. Nathaniel hafði m.a. boðið nágrönnum sínum í mat og bauð hann upp á mannakjöt í þeirri veislu.    Kóðinn 'morðskúrinn' veitir þér 15% afslátt inni á www.scrubdaddyisland.is  Komdu í áskrift eða fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:  www.pardus.is/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
7/13/202246 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Yvette Pena & Luis Romero

Jaime Osuna var ekki orðinn árs gamall þegar það var orðið ljóst að lífið hans yrði erfiðara en hjá flestum en hann hlaut sínu fyrstu áverka bókstaflega í móðurkvið.  Þetta átti eftir að vera áhrifaþáttur í lífi Jaime en hann varð með öllu ónæmur fyrir tilfinningum í kjölfarið og það var akkúrat það sem ýtti honum út í alvarlega glæpastarfsemi og síðar morðæði.    Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland Kóðinn "morðskúrinn" gefur 15% afslátt af öllum vörum inn á www.scrubdaddyisland.is   ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn    
7/6/202254 minutes
Episode Artwork

Mannshvarf: Susan Powell

Susan Powell var gift tveggja barna móðir sem hvarf skyndilega eftir að hafa tekið kríu. Eiginmaður hennar og börnin fóru skyndilega í útilegu og þegar þau komu heim þá var hún horfin. Augu lögreglunnar beindust fljótt að eiginmanni hennar, sem og tengdaföður, en hann hafði verið mjög óviðeigandi við hana. Ekki leið á löngu þar til annað áfall dundi yfir fjölskylduna og aðrir meðlimir mættu örlögum sínum.   Viltu meira efni?  www.pardus.is/mordskurinn   Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
6/28/202254 minutes
Episode Artwork

Manndráp: Robert Limon

Robert Limon lifði hinu fullkomna lífi - konur öfunduðu eiginkonu hans Sabrinu og vildu að eiginmenn sínir væru eins og Robert sem var með eindæmum góður maður, góður faðir og fólk kepptist um að vera í kringum hann Eitt kvöldið skilaði Robert sér ekki heim úr vinnu og við vaktaskipti kom í ljós að Robert hafði verið myrtur af einhverjum áður  Lögreglan klóraði sér í hausnum í svolítinn tíma og var engu nær enda var morðið á Robert mjög svo tilviljunarkennt virtist vera, eða hvað?    Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland  Kóðinn "mordskurinn" veitir 15% afslátt á öllum vörum inn á www.scrubdaddyisland.is   ÁSKRIFT:  www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
6/22/202254 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Amber og Josh Hilberling

Hjónaband Amber og Josh var mjög stormasamt en þau voru ekki að eiga dagana sæla. Þau ákváðu að flytja aftur heim í von um að eitthvað myndi lagast og á meðan þau biðu eftir að húsið þeirra yrði klárt, þá settust þau að í íbúð móður Amber. Ekki leið á löngu þar til Josh var látinn, og miklar vangaveltur fóru af stað um hvað raunverulega gerðist.  Þátturinn er í boði Scrub Daddy en á heimasíðu þeirra fáið þið 15% afslátt með kóðanum: mordskurinn Viltu meira efni?  www.pardus.is/mordskurinn Skoðaðu myndir af vettvangi: www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn      
6/15/202249 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Rachel Burkheimer

Rachel Burkheimer var 18 ára gömul þegar líf hennar var tekið á ómannúðlegan máta Hún hafði verið peð í sjúkum leik fyrrverandi kærasta síns til lengri tíma gjörsamlega grunlaus um hvað væri í vændum  Sem betur fer var sjúki leikurinn fremur illa planaður og voru gerendur hennar handteknir innan skamms og réttlætinu var mætt    Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland Kóðinn "morðskúrinn" veitir 15% afslátt af öllum vörum    ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
6/8/202247 minutes
Episode Artwork

Manndráp: Irina Yarmolenko

Ira Yarmolenko fæddist upprunalega í Úkraínu en flutti með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna. Planið hennar var að læra hjúkrunarfræði og hafði hún einnig mikinn áhuga á ljósmyndun. Þann 20. maí árið 2008 kláraði hún lokaprófin sín, og fór svo að stússast. Nokkrum tímum síðar fannst hún látin hjá bílnum sínum nálægt Catawba ánni. Hún hafði klest bílnum sínum á tré, en lá fyrir utan bílinn og ljóst að hún hafði látist að völdum kyrkingar. Lögreglan var fljót að flokka andlátið sem sjálfsmorð þar til nýjar upplýsingar komu fram í málinu, en voru þær nógu sterkar til þess að úrskurða um hvað raunverulega gerðist?  Viltu meira efni? Allt eldra efni ásamt fjórum nýjum þáttum mánaðarlega á aðeins 990kr.- inná:  www.pardus.is/mordskurinn  Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum til að skoða uppfærslur af málum, myndir & annað efni:  www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
5/31/202253 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Raðmorðingi: Edward Edwards

Edward Edwards virtist vera fyrirmyndarmaður sem hafði tekið og snúið lífi sínu við og skilið glæpaferil sinn í fortíðinni Hann var komin á eftirlaun árið 2009 eftir að hafa starfað við forvarnarfyrirlestra í mörg mörg ár Sama ár hafði dóttir hans ákveðið að grúska aðeins í málum föður síns og þá átti eftir að koma eitthvað allt annað í ljós en þessi fyrirmyndarmaður sem fólk taldi föður hennar vera   Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland með kóðanum "mordskurinn" fáið þið 15% afslátt á öllum vörum inn á www.scrubdaddyisland.is    ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
5/25/202237 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Kyron Horman

Kyron Horman var 7 ára gamall þegar hann mætti í skólann sinn með stjúpmóður sinni, en þá var vísindasýning í gangi og hlakkaði honum til þess að sýna henni og öllum vinum sínum verkefnið sitt. Eftir vísindasýninguna átti hann að mæta í tíma, en hvarf sporlaust.  Viltu meira efni:  www.pardus.is/mordskurinn - 990kr.- á mánuði fyrir 4 auka þætti.  Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
5/18/202257 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Molly McLaren

Molly var fyrirmyndarnemandi við Háskólann í Kent þar sem hún lærði næringar og íþróttafræði en hún átti stóra drauma um að geta aðstoðað fólk sem væri í þeirri stöðu sem hún sjálf hafði verið í nokkrum árum áður Molly hafði tekist að sigrast á búlemíu og anorexíu og hafði komið sér upp rútínu til að halda sér góðri, rútínu sem hún fann að aðrir sóttust í að kynnast Hún deildi því sinni reynslu og ráðum áfram í gegnum blogsíðu og instagram aðganginn sinn  Molly fékk ekki að halda áfram að deila reynslu sinni áfram og aðstoða aðra en hún var myrt á hrottalegann hátt sumarið 2017  ________________________________________________________________________________ Kóðinn "morðskúrinn" gefur 15% afslátt af öllum vörum inn á www.scrubdaddyisland.is   ÁSKRIFT:  www.pardus.is/mordskurinn ________________________________________________________________________________ www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn      
5/11/202250 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Raðmorðingi: Peter Lundin

Þegar lögreglan í Kaupmannahöfn uppgötvaði hrottalegt morð á móður og tveimur sonum hennar urðu þau skelfingu lostin. Fljótlega komust þau að því að fórnarlambið, Marianne, var með dæmdum morðingja. Faðir hans sagði að það væri ekkert sem myndi stoppa hann, hann var einfaldlega fæddur til þess að drepa.  Fylgið okkur á samfélagsmiðlum til þess að sjá myndir og annað skemmtilegt:  www.pardus.is/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
5/4/202246 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Joe Pichler

Joe Pichler hafði verið barnastjarna í Hollywood á sínum yngri árum en hafði farið á heimaslóðir til að klára menntaskóla og bjó þar þegar hann hvarf sporlaust í janúar mánuði 2006  Samkvæmt fjölskyldu Joe hafði hann ekki neina ástæðu til að láta sig hverfa enda með áætlanir um að flytjast aftur til Hollywood til að hefja leiklistarferil sinn aftur Lögreglan var þó á allt annarri skoðun og sinnti máli Joes afar illa frá upphafi þó að margt grunsamlegt væri í málinu   Minnum á kóðann "mordskurinn" fyrir 15% afslátt inn á www.scrubdaddyisland.is    ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   Samfélagsmiðlar www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
4/27/202239 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Paulette Gebara Farah

Litla Paulette var með hreyfihömlum og talörðugleika, en hún aðeins 5 ára gömul þegar hún hvarf frá heimilinu sínu. Leit stóð yfir í 9 daga af henni þar sem strax var talið að henni hafi verið rænt af heimilinu, enda gat hún ekki gengið sjálf út. Það er margt undarlegt og dularfullt við málið sem við ræðum í þætti dagsins. Hægt er að kaupa áskrift fyrir 990kr.- á mánuði hér:  www.pardus.is/mordskurinn Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
4/20/202246 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Suzanne Capper

Suzanne Capper hafði hlotið fremur dapurt uppeldi Henni hafði aldrei verið sýnd nein virðing, hún hafði aldrei upplifað sig elskuð og sjaldan fengið neinar viðurkenningar Hún var því ung farin að reyna að leita að þessum atriðum annarsstaðar en inn á heimili sínum og það var það sem færði hana í aðstæður sem hún átti aldrei eftir að komast útúr og hlaut Suzanne hörmulegan og hryllilegan endi   Þátturinn er í boði Scrubdaddy Ísland  www.scrubdaddyisland.is  15% afsláttur með kóðanum "morðskúrinn"  ÁSKRIFT www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
4/12/202237 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Betsy Faria

Betsy fannst látin á heimili sínu einn slæman veðurdag af manninum sínum. Hann hringdi strax á neyðarlínuna og sagði þeim frá því að konan hans hafði framið sjálfsmorð. Það vakti grunsemdir lögreglu sem fór að rannsaka málið, enda hafði hún verið stungin yfir 50 sinnum. Réttlætinu var náð og var fjölskylda Betsyar mjög ánægð með það, en nýjar upplýsingar áttu eftir að koma fram sem breyttu öllu varðandi málið. 
4/6/202249 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Carol og Reggie Sumner

Carol og Reggie Sumner voru æskuástir hvors annars en leiðir þeirra höfðu skilið fljótlega eftir að samband þeirra hófst. Það var ekki fyrr en árið 2000 þegar Carol var orðin tvískilin einstæð móðir og búin að ganga í gegnum allskonar hremmingar sem hún og Reggie hittust aftur.  Þau voru ekki lengi að ákveða það að þau skyldu eyða ævinni saman grunlaus um að endalok þeirra yrðu skelfileg og töluvert fyrr en þau áttu von á    Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland  Minnum á afsláttarkóðann okkar "mordskurinn" fyrir 15% afslátt af öllum vörum!  www.scrubdaddyisland.is    ÁSKRIFT: www.pardus.is/mordskurinn Instagram  www.instagram.com/mordskurinn Facebook www.instagram.com/mordskurinn  
3/30/202258 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Raðmorðingi: John Bunting og félagar

Félagarnir áttu eitt sameiginlegt áhugamál, sem var hvíta kynþáttarhyggjan og vildu þeir útrýma öllum sem þeim fannst ekki eiga það skilið að lifa. Í Ástralíu byrjaði fólk að hverfa eitt af öðru, en það var ekki fyrr en að nokkur ár höfðu liðið þar til lögreglan fór að tengja þau saman.  Hægt er að skoða myndir inni á facebook og instagram!  www.pardus.is/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
3/22/202254 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Chris Lane

Chris Lane var 23 ára gamall þegar hann skrapp út í hlaupatúr Það átti eftir að vera það síðasta sem hann gerði  Í upphafi rannsóknar leit allt út fyrir að morðingja Chris yrði ekki náð en Chris var bara í heimsókn í Duncan, bænum sem hann lést í og því enginn í bæjarfélaginu sem ætti að eiga eitthvað vantalað við hann þess þá heldur ástæðu til að myrða hann  En mjög fljótt komst lögregla á sporið og lausn fékkst í mál Chris mjög hratt. ÁSKRIFT: www.pardus.is/mordskurinn   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
3/16/202255 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Óupplýst: Missy Bevers

Missy Bevers var að undirbúa æfingu þegar óprúttinn aðili kemur að henni og ber hana með kúbeini til dauða. Til er myndbandsupptaka af aðilanum og bíll aðilans næst einnig á upptöku en þrátt fyrir það kannast enginn við hann.
3/9/202242 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Alex Van Dalsen

Alex Van Dalsen var 23 ára þegar hann fannst látinn á útivistasvæði í heimabæ sínum. Hann hafði horfið nokkrum dögum áður, gengið út heiman frá sér án þess að tala við kóng né prest og enginn veit hvað hann ætlaði sér eða hvert hann fór.  Andlát Alex var strax sagt vera vegna sjálfsvígs en móðir hans er því ósammála og í þættinum förum við yfir gögn málsins og afhverju grunur móður hans gæti verið á rökum reistur.
3/2/202248 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Billy og Billie-Jean

Billy Payne og Billie-Jean Hayworth voru í blóma lífsins og höfðu nýverið eignast fyrsta barn sitt, soninn Tyler. Það hinsvegar breyttist skyndilega þegar óprúttnir aðilar brutu sér leið inn til þeirra og skutu þau til bana. Það sem átti síðar eftir að koma í ljós var að tilgangur morðanna var fáranlegri en maður getur mögulega ýmindað sér og átti sér engin stoð í raunveruleikanum.  SAMSTARF - 20% afsláttur af ROKA töskum inni á www.baejarbud.is með kóðanum morð. Gildir til 11. mars nk.  www.pardus.is/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
2/22/202247 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Claudia Kirschhoch

Claudia var 29 ára gömul þegar hún hvarf sporlaust í miðri vinnuferð á Jamaíka en hún starfaði sem rithöfundur Hún hafði verði í samfloti annarra rithöfunda og þar á meðal var ein sem varð mjög góð vinkona hennar, sú hét Tania.  Claudia sást síðar á vappi á ströndum Negril þann 27 maí og hefur ekki sést eftir það. Foreldrar hennar hafa lagt mikla leit af dóttur sinni en enn sem komið er hefur það reynst með öllu árángurslaust.  Einn maður hefur verið bendlaður við hvarfið en ekki tókst að sanna viðkomu hans að málinu með neinum hætti  
2/16/202248 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Mike Mansholt

Mike Mansholt fór til Möltu að heimsækja kærustuna sína og ákvað að framlengja ferðinni til þess að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Einn morgun leigði hann sér hjól, fór út að hjóla og sást ekki síðar. Nokkrum dögum síðar fannst líkið við Dingli kletta sem var vinsæll túristastaður. Rannsóknaraðilar úrskurðu um að hann hafi líklegast hjólað framyfir bjargbrún, en sönnunargögn bentu til annars. Var þetta hræðilegt slys, eða var eitthvað annað í gangi? 
2/8/202252 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Ann Maguire

Ann Maguire var farsæll kennari í Corpus Christi menntaskólanum í Leeds að starfa sitt lokaár þegar hún var myrt af nemanda sínum í miðri kennslustund.  Nemandinn umræddi er hinn 15 ára gamli Will Cornick, en hann hafði orðið fyrir áfalli nokkrum árum áður og hafði reiðin vegna þessa brotist út með reiði, reiði aðallega í garð Ann sem var spænskukennarinn hans.    ÁSKRIFT:  www.pardus.is/mordskurinn      www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn  
2/1/202243 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Theo Hayez

Theo Hayez var 18 ára strákur á bakpokaferðalagi um Ástralíu. Hann kemur til Byron Bay og ætlar að eyða síðustu fjóru dögunum sínum þar áður en hann heldur aftur heim til Belgíu. Þann 31. maí árið 2019 fer hann á Cheeky Monkeys næturklúbbinn en er að lokum hent út sökum ölvunar. Klukkan 23:07 setur hann inn Hostelið sitt í Google Maps og gengur svo af stað, en byrjar að ganga í kolvitlausa átt. Hann hefur ekki sést síðan og ótal margar spurningar sitja uppi í kjölfar hvarfsins hans.  Við mælum með því að skoða Instagram hjá okkur til að sjá kort af leiðinni sem hann fór!  www.pardus.is/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
1/26/202253 minutes
Episode Artwork

Manndráp: Barbara Woods

Barbara Woods og eiginmaður hennar Denis urðu fyrir árás inn á heimili sínu aðfaranótt 24 apríl árið 1987.  Barbara var stungin margsinnis og lamin með skiptilykli og Denis bæði stunginn og tilraun gerð til að kæfa hann.  Barbara lést því miður af sárum sínum þessa nótt en Denis lifði af með undraverðum hætti Morðingi Barböru var henni nærri en nokkur hefði getað ímyndað sér - en ekki bara það, hann bar fyrir sig ansi furðulega afsökun fyrir gjörðum sínum.    www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn ÁSKRIFT - www.pardus.is/mordskurinn 
1/19/202244 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Lars Mittank

Lars fór með nokkrum gömul vinum sínum í ferðalag til Búlgaríu sumarið 2014 en snéri aldrei til baka. Hann hafði lent í átökum við aðra menn, sem skemmdu hljóðhimnuna hans og gat hann því ekki flogið heim með vinum sínum. Hann var að haga sér mjög undarlega og erfitt er að segja til um hvað kom fyrir, en nokkrar kenningar hafa komið í kjölfar hvarfsins.  www.pardus.is/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
1/11/202257 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Manndráp: The Coleman Family

Coleman fjölskyldan stóð af foreldrunum Chris og Sheri og sonum þeirra, hinum 11 ára Garett og 9 ára gamla Gavin. Chris hafði vegnað mjög vel í starfi sínu sem lífvörður og getað veitt fjölskyldu sinni mjög gott líf - en að starfa sem lífvörður hafði líka sínar neikvæðu hliðar, þar á meðal voru hótunarbréf í garð yfirmanns síns.  Þegar hótunarbréfin fóru að snúast að honum sjálfum og hans fjölskyldu hætti honum að lítast á blikuna.  Og réttilega svo - því þann 5 maí fannst fjölskylda hans látin heima hjá þeim.  Það átti þó eftir að koma í ljós að sá sem stóð á bakvið hótanirnar var óþægilega nálægt Sheri, Garett og Gavin. 
1/5/20221 hour, 6 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Morðið í herbergi 1046

Árið 1935 fannst gestur Hotel President í Kansas City illa fyrirkallaður, hann hafði verið pyntaður og barinn. Nokkrum dögum síðar lést hann. Lögreglan átti erfitt með að bera kennsl á manninn til að tilkynna fjölskyldu um andlátið. Lögreglan fékk m.a. símtal frá fólki sem sagðist kannast við manninn, og aðrir hringdu og vildu borga fyrir útförina sem augljóslega höfðu eitthvað á samviskunni.  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn www.pardus.is/mordskurinn 
12/21/202159 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Janelle Patton

Janelle Patton hafði átt frekar stormasöm fullorðinsár og hafði litla ró fundið í líf sínu Hún ákvað því að flytja búferlum sínum til Norfolk eyju þar sem lífið varð loksins eins og hún hafði þráð, rólegt og yfirvegað  Nánast engin glæpasaga var til á Norfolk eyju þar til á páskasunnudag árið 2002 þegar Janelle fannst hrottalega myrt Um og yfir 60 áverka var að finna á henni og kom þetta öllum í opna skjöldu enda Norfolk ekki þekkt fyrir neitt annað en ró og næði  Það átti eftir að taka langan tíma að finna geranda Janelle og enn í dag er helling af spurningum ósvarað www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn 
12/15/20211 hour, 13 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Tara Grinstead

Tara Grinstead var kennari frá Ocilla í Georgíu sem hvarf sporlaust þann 22. október árið 2005. Þrír aðilar voru fastir á borði lögreglu enda höfðu þeir allir einhver persónuleg tengsl við hana en lítið kom úr því. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar, eða 2017, sem lögreglan fékk ítrekun á ábendingu sem hefði geta leyst málið 2005, sem þeir fóru að skoða aðeins betur í kringum sig og að lokum fundu út hvað hafði raunverulega gerst fyrir Töru.  www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn 
12/7/202148 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Sophie Lancaster

Sophie Lancaster var rúmlega tvítug þegar hún var að ganga heim með kærasta sínum eftir kvöldstund með vinum  Sophie og kærasti hennar voru það sem kallað er Goth og drógu því að sér athygli svona yfirleitt hvert sem þau fóru  Þetta kvöld varð engin breyting á. Sophie og Robert kærastinn hennar urðu fyrir hrottalegri líkamsárás sem endaði á versta veg  Parið var tekið fyrir, vegna þess eins að vera til fara eins og þeim langaði til.  ÁSKRIFT: www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn 
12/1/202145 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Raðmorðingi: Charlie Brandt

Árið 2004 fundust Teri, Charlie og Michelle látin á heimili Michelle í Flórída. Það tók rannsakendur ekki langan tíma að átta sig á hvað hefði gengið á, en spurningin sem þeir áttu erfitt með að svara var hvers vegna? Það var ekki fyrr en systir Charlie kom fram og sagði frá hörmulegum atburði sem hafði átt sér stað árið 1971.  www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn 
11/24/202156 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Óupplýst: Amy Renee Mihaljevic

Hinni 10 ára gamla Amy var rænt af ókunnugum manni við verslunarmiðstöð árið 1989 bókstaflega fyrir framan helling af fólki sem var grunlaust um hvað væri raunverulega í gangi Fljótlega eftir hvarf hennar kom í ljós að hún hafði fengið dularfullt símtal sem hún hafði ekki sagt neinum frá nema bróður sínum og bestu vinkonum. Hún hafði ákveðið að upplýsa ekki foreldra sína um símtalið því símtalið hafði snúið að móður hennar Amy fannst látin rúmum þrem mánuðum eftir hvarf sitt og málið er enn í dag óleyst en þó hafa verið einhverjar vendingar í málinu síðustu tvö ár sem við fáum að heyra af í dag www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn   
11/17/202145 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Renée Hartevelt

Renée Hartevelt fæddist árið 1955 og var upprunalega frá Hollandi. Hún bjó í París og lærði franskar bókmenntir við Sorbonne háskólann, þegar hún varð fórnarlamb samnemanda síns, Issei Sagawa, íbúð hans við 10 Rue Erlanger í París. Hún hafði mætt í mat til hans og var að taka upp ljóð á þýsku á kasettutækið hans þegar hann kom að henni og skaut hana í hálsinn. Það sem hann gerði í kjölfarið var hreint og beint ógeðfellt, og getið þið einnig skoðað myndirnar á samfélagsmiðlunum okkar:  www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn 
11/9/202145 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Sasha Samsudean

Sasha Samsudean var 27 ára gömul þegar hún fór út á lífið að skemmta sér eftir strembna vinnuviku Hún hafði byrjað fríhelgina sína á fótboltaleik þar sem hennar lið sigraði og því bar að fagna Sasha fór ásamt vinum sínum á skemmtistað og dönsuðu þau eitthvað fram yfir miðnætti þar til Sasha fékk nóg og vildi fara koma sér eitthvað annað  Það átti eftir að vera í síðasta skipti sem vinir hennar sáu hana á lífi Sasha fannst látin í rúmi sínu daginn eftir Lögreglan átti í erfiðleikum að finna þann seka og það var ekki fyrr en þeir tóku sig til og byrjuðu aftur á byrjunarreit þegar hjólin fóru loksins að snúast. www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn   
11/3/202141 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Bethany Deaton

Sumir þættir eru einfaldlega betri en aðrir, og það er þessi svo sannarlega ekki! Í október árið 2012 fannst lík ungrar konu á bílastæði fyrir utan Kansas City. Lögreglan taldi upphaflega að um sjálfsvíg væri að ræða, þar til ungur maður játaði aðild sína tæpum tveimur vikum síðar. Smáatriði fóru að koma í ljós um sértrúarsöfnuðinn sem gerandinn og fórnarlambið voru bæði partur af, ásamt sjarmerandi leiðtoga söfnuðarins, sem vildi svo skemmtilega til að vera giftur látnu konunni.  www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn 
10/27/20211 hour, 11 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Óupplýst: Jody LeCornu

Jody LeCornu hafði barist við áfengisfíkn til lengri tíma þegar hún fór í meðferð Meðferðinn gekk ekki eins og vonast var eftir og fór svo að Jody yfirgaf meðferðina áður en henni lauk  Hún náði þó að rífa sig upp og skráði sig í nám og sinnti vinnu samhliða því  Hún og kærastinn hennar höfðu því miður ekki mjög góð áhrif á hvortannað og var áfengisneysla farin að lita líf þeirra töluvert Þegar sambandi þeirra lauk hafði Jody ætlað að gera sér gott kvöld og kíkja út á barinn. Kvöldið endaði ekki betur en svo en að Jody var skotin í bakið þegar hún sat í bíl sínum á bílaplani  Fjöldi fólks varð vitni að atvikinu en það hefur þó ekki verið nóg fyrir lögreglu til að leysa málið og stendur málið enn í dag, 25 árum síðar óleyst www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn   
10/20/202154 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Rebecca Zahau

Rebecca Zahau fannst hengd árla morguns frá svölum á annari hæð sem leiddu úr svefnherberginu hennar, tveimur dögum eftir að Max stjúpsonur hennar lennti í alvarlegu slysi heima hjá þeim. Hún var bundin með fætur og hendur fyrir aftan bak, dulin skilaboð voru á hurðinni í svefnherberginu og ljóst var að búið var að þurrka fingraför af nokkrum hlutum hér og þar. Það fannst einnig blóðugur hnífur og fjölskyldan kannast ekki við rauða reipið sem hún var hengd með. www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn 
10/13/20211 hour, 25 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Polly Klaas

Árið 1993 var Polly Klaas 12 ára gömul og hafði ákveðið að gista með vinkonum sínum kvöld eitt - þær voru búnar að vera ákveða Hrekkjavökubúninga, spila tölvuleiki og borðspil og voru að gera sig til í háttinn þegar Polly var rænt af heimili sínu fyrir framan augu vinkvenna sinna Við tók mikil rannsókn á vegum sýslu lögreglunnar og FBI en sama hvað þeir lögðu sig mikið fram þá kom lítið upp á yfirborðið Það var ekki fyrr en tvem mánuðum eftir hvarf Polly að hiða sanna kom í ljós  www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn   
10/6/20211 hour, 1 minute, 21 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Paul, Sarah & Lorenzo

Paul hafði ráðið Lorenzo til starfa hjá sér í flutningarfyrirtæki sem hann hafði byggt upp. Dag einn mætti hann til vinnu ásamt Söruh, 9 ára dóttur sinni, og tók vakt með Lorenzo. Daginn eftir, mættu þeir hinsvegar ekki til vinnu, og Paul hafði ekki skilað Söruh til móður hennar eins og planið var. Það er margt mjög dularfullt við hvarfið, en lífssýni hafa fundist í fyrirtækinu sjálfu af Paul og Söruh, en aldrei neitt til að segja til um það hvort Lorenzo hafi verið með þeim þennan dag eður ei.  www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn 
9/28/20211 hour, 6 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Eastburn Family Morðin

Gary Eastburn var vanur að heyra í Katie, eiginkonu sinni og dætrum á hverjum fimmtudegi á meðan hann var í burtu á vegum hersins.  Fimmtudaginn 9 maí 1985 kom Katie ekki í símann, ekki heldur þann 10 maí né 11 maí. En það var einmitt 11 maí sem nágrannar Eastburn fjölskyldunnar fengu áhyggjur af þeim þegar þau sáu uppsöfnuð fréttablöð við útidyrnar þrátt fyrir að bíllinn væri heima Það átti eftir að koma í ljós að Katie eiginkona Gary ásamt Erin og Köru voru látnar, myrtar á hrottalegan máta.  Rannsókn málsins miðaði vel og sá seki var handsamaður fljótt en aðstæður áttu eftir að umturnast í málinu fljótlega eftir sakfellingu mannsins.  Við vörum við lýsingum í þættinum en sumar þeirra eiga við ung börn  www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn   
9/23/202149 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Alexis Murphy

Alexis Murphy var 17 ára gömul þegar hún hvarf þann 3. ágúst árið 2013, en þann dag hafði hún ætlað sér að fara að versla hárlengingar fyrir komandi skólamyndatöku. Hún sást síðast á bensínstöð í bænum Lovingston í Virginia. Eftirlitsmyndavélar komu fljótlega auga á dularfullan mann sem hafði verið í samskiptum við hana þar, og allt var sett á fullt í að finna hann.  www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn   
9/22/202141 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Gemma Hayter

Gemma Hayter lenti á milli í kerfinu frá því hún var ung stelpa og fór svo að í gegnum líf sitt fékk hún aldrei viðeigandi úrræði  Í kjölfarið fór hún að hanga með hópi ungmenna sem í fyrstu áttu eftir að reynast henni vel en fljótlega fóru þau að sýna sínu réttu hliðar  Gemma vildi allt fyrir þennan nýja vinhóp sinn gera, hvað svo sem það kostaði og úr varð að hún glataði lífi sínu í kjölfarið  www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn 
9/15/202142 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Raðmorðingi: Charles Starkweather & Caril Ann Fugate

Charles Starkweather og Caril Ann Fugate höfðu planað að gifta sig og Charles var að blómstra í fyrsta skipti í lífi sínu. Foreldrar hennar voru þó ekki alveg parsátt við þetta samband, enda var Charles 18 ára og Caril ekki nema 13 ára. Eineltið sem hann varð fyrir í æsku gerði hann að mjög reiðum manni og siðferðiskenndin var engin. Á einungis 10 dögum voru allt að 11 manns látnir og situr spurningin eftir í dag, var Caril meðsek eða ekki?  www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn 
9/15/202159 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Teri Zenner

Teri Zenner var 27 ára gömul og starfaði sem félagsráðgjafi. Hún sinnti skjólstæðingum sem voru yfirleitt með mjög flókna geðsjúkdóma og áttu erfitt uppdráttar í lífinu  Hún var þekkt fyrir að gefa sig alla fram í öllu sem hún gerði og þar var enginn munur á þegar við kom starfi hennar Dag einn ákvað hún að stoppa við hjá ungum skjólstæðingi sínum til að tryggja það að hann tæki lyfin sín - það átti eftir að vera það síðasta sem hún gerði  www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn   
9/8/202123 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Becky Watts

Í maí árið 2014 hafði hin 16 ára Becky Watts verið að fá óhugnandi skilaboð, en það var aðili sem hótaði henni því að koma upp um kynferðisleg skilaboð sem voru þeirra á milli og var hún hrædd um að faðir hennar myndi henda henni út. Í nóvember árið 2015 hvarf hún sporlaust. Það tók lögreglu nokkra daga að rannsaka málið og óljóst hvort hún hafi stungið af sjálfviljug eða hvort einhver hafi rænt henni. Grunur lögreglu beindist fljótt að nákomnum aðila, en ekki er allt sem sýnist.  www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn 
9/8/202147 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Óupplýst: Lindsay Buziak

Lindsay var að feta sín fyrstu fótspor í fasteignabransanum þegar hún fær símtal frá mögulegum kaupanda sem býður allt að 1.000.000$ fyrir hús í Victoria. Allt í kringum parið sem hringdi var dularfullt og því var hún bæði hrædd og stressuð, enda stórt verkefni í vændum. Hún náði þó aldrei að landa samningnum.  www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn 
9/1/20211 hour, 13 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Óupplýst: Marilyn Sheppard

Undir morgun þann 4 júlí árið 1954 vaknaði Sam Sheppard upp við öskur og vein í eiginkonu sinni, Marilyn sem hafði farið að sofa á efri hæð húss þeirra hjóna Sam hljóp upp eins hratt og hann mögulega gat og tók þar á móti honum sem hann lýsir sem "form af manneskju" - Sam hlaut höfuðhögg og rotaðist og þegar hann rankaði við sér sá hann að kona hans var látin Sam Sheppard var dæmdur af samfélagi sínu, fréttablöðum og seinna við réttarhöld sem sekur í morði eiginkonu sinnar Við tók fjöldi ára þar sem fjölskylda hans og lögmannsteymi gerði sitt allra besta til að fá réttlætinu framgengt.  Það átti svo sannarlega ekki eftir að reynast nokkrum manni auðvelt www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn 
9/1/202140 minutes
Episode Artwork

Raðmorðingi: Honolulu Strangler

Á níunda áratugnum gekk um Honolulu einstaklingur sem batt, nauðgaði og kyrtki ungar konur.  Fórnalömbin áttu það öll sameiginlegt að vera smágerðar, lágvaxnar og hurfu allar af mjög opnum svæðum  Lögreglan átti erfitt með að komast að því hver væri á verki en þegar fimmta fórnalamb Honolulu Strangler hvarf kom maður fram með upplýsingar Sá maður varð fljótt efstur á list lögreglu yfir grunaða einstaklinga en það átti eftir að reynast erfitt að fella hann fyrir glæpi hans www.pardus.is/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn  www.facebook.com/mordskurinn 
8/25/202143 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Kristin Smart

Kristin Smart var 19 ára gömul þegar hún hvarf sporlaust frá heimavistinni þar sem hún bjó eftir að hafa verið úti að skemmta sér, árið 1995. Lítið var fyrir lögreglu að vinna með, en einnig tókst henni aldeilis að klúðra málinu m.a. með því að týna sönnuargögnum og lýta fram hjá leitarheimildinni sem þeim var úthlutað. Þrátt fyrir það, komu nýjar vendingar í málinu árið 2021 sem við förum yfir.  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn  www.pardus.is/mordskurinn 
8/25/202154 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Anita Cobby

Anita Cobby var hamingjusöm hjúkrunarfræðingur, margverðlaunuð fegurðardrottning, gift eiginmanni sínum John og naut lífsins  Hún hafði nýverið komin úr heimsreisu með eiginmanni sínum þegar þau ákváðu að taka örlitla pásu í sambandi sínu Anita eyddi því tímanum sínum mikið með vinum að skemmta sér og hafði lokið einum slíkum hitting þegar hún hvarf sporlaust.  Hún fannst tvem dögum síðar, látin og illa leikin út á túni í 10 km fjarlægð þaðan sem hún hvarf. Öll augu beindust að vitlausum aðila um stundarsakir en vegna sniðugra aðferða við rannsókn hafðist loks að hafa upp á þeim seku í máli Anitu.  Málið er mjög grafískt, gróft og við vörum við sumum lýsingum þáttarins www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn www.pardus.is/mordskurinn   
8/18/202154 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Mitrice Richardson

Mitrice Richardson var 24 ára þegar hún var handtekin þann 17. september árið 2009 eftir að neita að borga reikninginn sinn á veitingarstað í Malibu. Á lögreglustöðinni var móður hennar tjáð að henni yrði ekki sleppt fyrr en hún væri búin að sofa þetta af sér. Henni var hinsvegar sleppt fyrr en áætlað var. Eftir að hún gekk út af lögreglustöðinni, þá hvarf hún sporlaust og í kjölfarið vöknuðu margar spurningar.  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn www.pardus.is/mordskurinn 
8/17/20211 hour, 10 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Peter Porco

Þessi þáttur er í boði Covid og er hann því álíka mikill kúkur.  Þann 15. nóvember árið 2004 fannst Peter Porco látinn á neðri hæðinni heima hjá sér, og konan hans Joan var að berjast fyrir lífi sínu í rúminu þeirra á efri hæðinni. Óprúttinn aðili hafði gengið inn til þeirra og hoggið þau ítrekað með exi í andlitið. Exin var í eigu fjölskyldunnar og engu var stolið frá heimilinu. Báðir synir þeirra sluppu enda voru þeir í 300km+ fjarlægð, en þegar skoðað var allar hliðar máls þá kom í ljós mjög truflandi uppgötvun.   
8/4/202130 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Óupplýst: Monika Rizzo

Monika Rizzo var 44 ára gömul þegar hún gekk útaf vinnustað sínum og sást þar aldrei framar. Nokkrum dögum síðar var hún horfin fyrir fullt og allt og eiginmaður hennar allt annað en áhyggjufullur. Synir hennar og foreldar þó voru logandi hrædd um afdrif Moniku og lögðu allt í leit sína að henni.  Það átti eftir að koma í ljós að líkamsleifar væru að finna í bakgarði Rizzo fjölskyldunnar en lögreglan var nú samt frekar slök yfir þessu öllu saman.  Allt bendir til eins aðila en það fæst með engu sannað og því er mál Moniku Rizzo óleyst ennþá daginn í dag.    www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
8/4/20211 hour, 7 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Yuba County 5

Árið 1978 fóru fimm vinir saman á körfuboltaleik, þeir Ted 32 ára, Bill 29 ára, Jack 24 ára, Jackie, 30 ára og Gary Mathias 25 ára. Þeir áttu það allir sameiginlegt að vera með fötlun og bjuggu í foreldrahúsi, og því vakti það óhug þegar þeir mættu ekki heim til foreldra sinna eins og vaninn var á hverju kvöldi. Lögreglan var mjög skeptísk til að byrja með, enda taldi hún bara að nú væri sko tíminn sem þeir ætluðu sér að djamma og hafa gaman af lífinu. Dagarnir liðu og ekkert bólaði á þeim en það var ekki fyrr en þeir fengu símtal frá móturhjólagengi sem lögreglan fór að taka hluti aðeins alvarlegri.    Í þessum þætti kynnum við ykkur einnig fyrir nýju hlaðvarpi sem við stöllur erum að hefja, en í því munum við einmitt fjalla um dularfulla og óútskýranlega atburði, óvenjulegar frásagnir fólks og samsæriskenningar - allt það dularfulla sem í raun passar ekki beint í Morðskúrinn. Þetta mál var innblástur fyrir það hlaðvarp sem mun hefja göngu sína fyrr en síðar.  -> www.instagram.com/launrad www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
7/28/202148 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Leah Croucher

Leah Croucher var 19 ára þegar hún hvarf sporlaust á leið til vinnu í heimabæ sínum í Bretlandi. Hún vaknaði um morguninn, græjaði sig fyrir vinnu og hélt af stað gangandi en í vinnuna skilaði hún sér aldrei Leah hafði aldrei valdið foreldrum sínum áhyggjum eða gefið neinum einhverja ástæðu til að óttast um hana fram að þessu.  Hvað kom raunverulega fyrir Leuh er með öllu óútskýranlegt en maður sem við köllum Herra X gæti vitað eitthvað en hefur kosið að segja ekki orð.  Hann kemst upp með það og samkvæmt lögreglu er búið að hreinsa hann af öllum grun.    www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn   
7/27/202137 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Pela Atroshi

Jæja seint koma sumir en koma þó!  Hér er þátturinn sem vantaði síðasta miðvikudag En í þessum þætti fjöllum við um Pelu Atroshi. Pela var fædd í norður Írak og var ein af 10 börnum foreldra sinna. Vegna báglegra aðstæðna í Dohouk heimabæ Pelu fluttist fjölskyldan alla leið til Svíþjóðar. Þar braggaðist Pela verulega vel og aðlagaðist sínu nýja sænska lífi fljótt. Föður hennar til mikillar ama breyttist Pela mikið og tók hann ásamt afa Pelu afdrifaríka ákvörðun.  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn  
7/24/202131 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Óupplýst: Beatriz Mota

Við förum alla leiðina til Brasilíu í þetta sinn, en árið 2015 týndist 7 ára Beatriz í útskriftarveislu systur sinnar og á innan við klukkutíma fannst hún látin í kompu í skólanum þar sem athöfnin var haldin. Myndbandsupptökur frá fyrirtækjum í nágrenninu sýna meðal annars mann fyrir utan skólann kvöldið sem hún lést, að taka upp hníf frá yfirborðinu og stinga honum í sokkana sína. Hann labbar síðar inn í skólann - en sökum þess að slökkt var á ljósum á gögnum skólans og myndavélakerfið var með hreyfiskynjara, þá sást voða lítið um hvern var að ræða.  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
7/21/202153 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Mickey Hughes

Francine Hughes kynntist eiginmanni sínum þegar hún var bara rétt rúmlega 15 ára - hún var ekki nema 16 ára gömul þegar hún gekk í hjónaband sem hún taldi sig ekki komast hjá að ganga í.  Mickey, eiginmaður Francine var alla tíð mjög vondur við hana en andlegt og líkamlegt ofbeldi var ríkjandi inn á heimili þeirra. Mickey stóð á sama að börnin hans horfðu upp á ástandið og versnaði og versnaði með árunum. Það var svo árið 1977 sem Francine fékk endanlega nóg og við förum yfir atvikið í þessum þætti  www.sjukast.is www.facebook.com/mordskurinn  www.instagram.com/mordskurinn 
7/15/202153 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Cindy Anderson

Cynthia Jane Anderson var tvítug þegar hún hvarf sporlaust úr vinnunni sinni 10 dögum áður en hún ætlaði að fara á vit ævintýranna og hefja nám með kærastanum sínum í Biblíuskóla. Henni hafði verið búið að dreyma sl. árið, um að einn daginn yrði henni rænt, og einnig voru áreitandi símtöl í hennar garð sem flykktust inn á hennar borð, bæði heim til hennar og í vinnuna. Það var hádegi, í verslunarmiðstöð, að degi til sem hún hvarf, og ekki er vitað hvar hún er niðurkomin en nokkrar kenningar hafa myndast í kjölfar hvarfsins.  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
7/15/202151 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Óupplýst: Candace Hiltz

Þegar Candace Hiltz finnst myrt inn á heimili sínu gengur lögreglan út frá því að bróðir hennar sé sá seki.  Fjölskyldan hennar er þó mjög ósammála því enda umræddir lögregluþjónar menn sem Candice hefði átt í útistöðum við nokkrum dögum áður og meðal annars staðið í hótunum við þá - að koma upp um ekki mjög heiðarleg vinnubrögð að þeirra hálfu Morðið hefur aldrei verið upplýst en ég er nokkuð viss um að við séum öll sammála hver stendur að baki ástæðunnar að málið fær ekki að leysast.   www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn  
7/7/202149 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Wells Gray Park morðin

Í ágúst árið 1982 fara Bentley hjónin ásamt dóttur sinni Jackie, og hennar fjölskyldu í útilegu í Wells Gray héraðsgarðinn í Kanada. Eftir tvær vikur skila þau sér ekki heim, og strax hefst leit af þeim. Hvernig gat 6 manna fjölskylda horfið sporlaust og skilið engin ummerki eftir sig? Eftir víðamikla leit sem skilaði engum árangri fær lögreglan vísbendingu frá heimamanni, sem fann eitthvað óvenjulegt á svæðinu.  Við vörum við atriðum í þættinum, en tveir meðlimir þessarar 6 manna fjölskyldu eru 11 ára og 13 ára.  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
7/7/202153 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Fandel börnin

Margaret Fandel hafði treyst börnunum sínu fyrir að vera ein heima á meðan hún ætlaði að skreppa út á lífið ásamt systur sinni  Það átti eftir að umturna hennar veröld en það kvöld hurfu börnin sporlaust Engar áberandi ástæður hvarfsins liggja fyrir og allir sem lágu undir grun voru hreinsaðir jafn hratt af öllum grun En kenningarnar í kringum hvarf barnanna eru margvíslegar - sumar alveg út í hött og aðrar sem er eitthvað smá vit í Veit pabbinn meira? Var Mr. W tengdur málinu á einhvern hátt? Er Amy á lífi?  www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn
7/1/202152 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Jayna Murray

Jayna Murray var myrrt á hrottalegann hátt á vinnustaðnum sínum, en hún var að vinna í Lululemon búð sem selur íþróttafatnað. Samstarfskona hennar lifði árásina af og gat sagt lögreglu greinargóða lýsingu á gerandanum. Fólk var vitni af árásinni úr búðinni við hliðiná og lét ekki lögreglu vita af því sem ætti sér stað, enda voru þau alltof upptekin að græja fyrir forsölu á Ipod 2 sem var að koma út daginn eftir. Það tók lögregluna langan tíma að finna morðingjann, enda var ekki mikið að vinna úr, en á endanum tókst það og situr hann nú á bak við lás og slá!  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
6/30/202154 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Sarah Stern

Jæææja síðasti fyrir sumarfrí  Faðir Sarah Stern vaknaði við ljótan raunveruleika aðfaranótt 3 desember árið 2016, dóttir hans var horfin að virtist algjörlega sporlaust. Fljótt fóru að vakna upp spurningar um geðheilsu Söruh, hvort að hún hafi mögulega getað hafa fyrirfarið sér en hún hafði átt erfitt í kjölfar andlát móður sinnar nokkrum árum áður. Sannleikurinn var ljótur og gerendur stóðu Söruh ansi nærri og átti eftir að koma öllum að óvörum þegar sannleikurinn kom loksins í ljós.    www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn  
6/9/202147 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Phoebe Handsjuk

Phoebe Handsjuk var 24 ára gömul þegar hún fannst látin í ruslageymslu í blokkinni þar sem hún bjó með kærastanum sínum. Hún hafði framið sjálfsmorð emð því að troða sér í gegnum og láta sig falla frá 12 hæð í gegnum ruslarennuna, án þess að skilja eftir sig fingraför á víðavangi. 8 árum síðar finnst önnur kærasta sama manns látin sem framdi einnig sjálfsmorð með því að kyrkja sjálfa sig með snúru heima hjá sér. Pssst, foreldrar mannsins eru virtir og háttsettir dómarar í Melbourne. Er hann virkilega svona óheppin með kærustur eða er eitthvað annað í gangi? 
6/8/20211 hour, 45 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Noreen Boyle

Þeir sem stóðu Noreen næst vissu að lífið hennar var enginn dans á rósum en í augum þeirra sem minna vissu leit Boyle fjölskyldan út fyrir að vera fyrirmyndar amerísk fjölskylda. Farsæll fjölskyldufaðir, þessi flotta tveggja barna móðir sem Noreen var og börnin þeirra tvö, Collier og Elizabeth En raunin var sú að Jack var fjarri því að vera trúr eiginkonu sinni, hann var ekki svo góður faðir eins og fólk taldi og átti bráðlega von á barni með hjákonu sinni henni Sherri.  Aðfaranótt 31 desember árið 1989 vaknaði Collier þá 11 ára gamall við óhljóð og dynki og morgunin eftir var mamma hans, Noreen horfin.  Collier átti eftir að vera sá sem kom fram með upplýsingarnar sem áttu eftir að leysa málið að lokum og síðar koma föður sínum á bakvið lás og slá eftir hetjulegan vitnisburð.  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
6/2/202134 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Heather Elvis

Heather Elvis var tvítug stelpa í blóma lífsins sem kynntist giftum manni í vinnunni sinni. Konan hans komst síðar að því, og í kjölfarið hófst stanslaust áreiti frá henni. Þegar Heather hélt að lífið hennar væri loksins komið á gott ról eftir að hafa slitið samskiptum við manninn, hvarf hún sporlaust.  Líkamsleifar hafa aldrei fundist til dagsins í dag, en lögreglan telur sig vera nokkuð vissa um að hún sé ekki meðal oss í dag, en þó hafa myndast nokkrar kenningar sem við förum yfir ásamt handtökuskipunum.    www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
6/2/202144 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Sherri Rasmussen

Sherri Rasmussen var drepin á ofbeldisfullan hátt á heimili sínu í Kaliforníu árið 1986 en ekki tókst að handtaka morðingja hennar fyrr en mörgum mörgum árum síðar.  Morðinginn var nær en lögreglan vildi viðurkenna og ýtti öllum ábendingum frá sér og morðið stóð óupplýst en þeir töldu atburði morgunsins afdrifaríka hafa verið rán sem fór illa Réttlætið sigraði að lokum eftir að deild kaldra mála náðu að tippla á tánum svo allt færi nú vel  Í lok þáttarins fáum við svo stöðu plöntumála hjá Þórdísi okkar, plöntukona mikil www.facebook.com/mordskurinn wwww.instagram.com/mordskurinn  
5/26/202142 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Tamla Horsford

Tamla fannst látin einn morgun og var strax úrskurðað um að hún hafi annað hvort fallið til dauða eða hoppað sjálf niður af svölum.  Neyðarlínusímtalið er eins og það sé verið að panta dóminos pítzu, áverkar ekki í samræmi við fallið, myndbandsupptökur sem eyddust óvart, var búið að færa hana til áður en lögreglan mætti á svæðið, eiginlega bara mjög margir skrítið hlutir sem gefa til kynna að eitthvað allt annað hafi átt sér stað en slys! www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
5/26/20211 hour, 11 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Junko Furuta

Junko Furuta var nemi í Japan sem upplifði 44 daga af hreinu helvíti. Það er ekki hægt að ýminda sér hryllinginn, og því setjum við stórt TW við þátt dagsins. Hlustið á ykkar eigin ábyrgð.  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
5/19/202140 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Michael Rosenblum

Michael Rosenblum hvarf sporlaust um miðjan febrúar árið 1980 eftir að hafa nýverið fallið en hann hafði klárað fíkniefnameðferð nokkru áður.  Bíllinn hans fannst en vegna arfaslakrar lögregluvinnu kom seint í ljós hvað varð að Michael.  Í gegnum árin hafa vaknað upp grunsemdir um að lögreglan hafi jafnvel átt eitthvað með málið að gera og möguleika á spillingu innan lögreglunnar líka  Hvað ætli hafi komið fyrir Michael? www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
5/19/202141 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Joshua Maddux

Joshua Maddux bjó í Woodland Park. Árið 2008 sagði hann systur sinni að hann ætlaði í göngutúr, en kom aldrei aftur heim. Hann fannst 7 árum síðar, látinn í strompi í kofa nálægt heimilinu hans. Talið var að um slys væri að ræða, en eigandi kofans og fjölskylda hans voru þó alls ekki sammála því, einnig voru sönnunargögn sem benntu til annars, og er ekki alltaf sagt að sönnunargögnin ljúga ekki? www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
5/12/202137 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Heather Tell

Heather Tell var 17 ára gömul þegar hún skilaði sér ekki á leiðarenda þegar hún var búin að mæla sér mót við vinkonu sína í dansstúdíói nálægt heimili sínu.  Að öllum að óvörum fannst Heather kyrkt rétt við göngustíginn sem hún hafði svo oft gengið áður  Dóttir manns í bænum hafði áhyggjur af ferðum föður síns kvöldið sem Heather var myrt og vegna hugrekkis hennar að koma fram með áhyggjur sína náðist að handtaka morðingja Heather www.instagram.com/mordskurinn wwww.facebook.com/mordskurinn  
5/12/202125 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Óupplýst: Fjölskyldan í Setagaya

Miyazawa fjölskyldan bjó í Setagaya í Japan. Einn dag mætti óobðinn gestur heim til þeirra og endaði það með hræðilegum atburði. Þessi einstaklingur skildi eftir sig mörg ummerki á vettvangi, en þrátt fyrir það, hefur ekki tekist að finna út hver hann er til dagsins í dag. Það var meðal annars blóð, fingraför, skóför, föt og annað.  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
5/5/202148 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Michele Whitaker

Einn verulega stuttur með twisti í dag!  Michele Whitaker hvarf í ágúst byrjun árið 2002 gjörsamlega sporlaust Hún hafði átt óreglusamt líf fram að hvarfi sínu og taldi lögreglan mjög fljótlega að henni hafi verið ráðinn bani. Nokkrar vendingar urðu í málinu sem skiluðu að lokum engu en sú síðasta átti eftir að koma öllum í opna skjöldu  www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn
5/5/202126 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Anna & Gracie Sharpe

Seinni þáttur dagsins er þungur og erfiður en í honum fjöllum við um John Sharpe sem drap bæði eiginkonu sína Önnu og 20 mánaða gömlu dóttur sína Gracie.  Anna hafði verið svo spennt fyrir væntanlegum syni en hún var ófrísk þegar John drap hana.  Aðferðin sem hann notaði er vægast sagt ómannúðleg og viðbjóðsleg og gjörðir hans eftir morðin voru bara til að kóróna viðbjóðinn.  www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn    
4/28/202137 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Tiffany Daniels

Á mánudeginum 12. ágúst árið 2013 gékk hin 25 ára Tiffany Daniels úr vinnunni, en hún hafði beðið um að fá að fara fyrr heim. Hún sagði yfirmanni sínum frá því að hún myndi ekki mæta aftur fyrr en eftir viku því hún þyrfti smá tíma til að sjá um einhverja hluti. Það var í síðasta skipti sem einhver sá hana framar. Hún var ekki tilkynnt týnd fyrr en viku síðar, enda fannst vinnuveitanda hennar ekkert óvenjulegt að hún væri ekki að mæta í vinnuna og flestir vinir hennar gerðu bara ráð fyrir því að hún væri upptekin.  Óþekkt fingrafar fannst í bílnum hennar, hjólið hennar var í pörtum, hún sást mögulega í Lousiana á veitingarstað, böstað var mikið af fólki fyrir mannsal á þessu svæði.. Það er svo margt sem gæti hafa komið fyrir en svo rosalega fátt um svör.   www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
4/28/202146 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Kevin Bacon

Kevin Bacon var 25 ára samkynhneigður maður frá Michigan. Hann hafði ekkert átt síðustu daga sæla og átti hann það til að nota Grindr til þess að dreifa huganum. Hann einmitt gerði það á aðfangadagskvöld árið 2019, þegar hann fór að hitta mann sem hann hafði kynnst í gegnum stefnumótaforritið. Hann hinsvegar skilaði sér aldrei heim. Þið munið heyra af hinum 50 ára gamla Mark, sem var eitt óbermis pakk.  Hann pantaði sér meðal annars þurrkara til að þurrka kjöt... ég segi ekki meir!  www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
4/21/202132 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Óupplýst: The Cline Falls Axe Attack

Í dag bregðum við útaf vananum og segjum frá máli þar sem allir lifa af!  En í júní árið 1977 tóku tvær stelpur þær Terri og Avra af stað í leiðangur sem átti eftir að breyta lífi þeirra til frambúðar.  Keyrt var yfir tjald þeirra og exi notuð samhliða. Áverkar þeirra voru vægast sagt svakalegir og að þær hafi lifað af árásina er kraftaverkasaga útaf fyrir sig.  Árásarmaður þeirra hefur aldrei verið handtekinn né sóttur til saka þrátt fyrir að heilt samfélag viti hver hann er.  Við mælum með að hoppa yfir á instagram eða facebook og tengja andlitin við nöfnin ww.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn  
4/21/202131 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: The Somerton Man

Eitt dularfyllsta mál Ástralíu fyrr og síðar, stytt niður í klukkutíma, verði ykkur að góðu!  Maður fannst látinn á strönd í Adeleide, og ekki hefur tekist að finna út hver hann var. Búið var að klippa alla merkimiða af fötunum hans, hann skildi töskuna sína eftir á lestarstöð, miði fannst í vasanum hans með orðunum Tamam Shud sem þýðir endalok á persnesku. Ótrúlegustu atburðir gerast í kringum þetta mál og kenningarnar eru margar!    Ekki var hægt að nota fingraför til að auðkenna hann, tannlæknaskýrslur skiluðu engum árangri, enginn kom fram og þekkti hann.. Það var bara ekkert sem var hægt að gera!    www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
4/14/202159 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Raðmorðingi: John Norman Collins/Ypsilanti Ripper

Í þessum þætti fjöllum við um John Norman Collins eða The Ypsilanti Ripper og The Michigan Murders.  En John framdi ófá morðin en var einungis dæmdur fyrir eitt þeirra.  Kvennabósi, myndarlegur maður sem átti auðvelt með að næla sér í stelpur og nýtti sér það heldur betur.  Í þættinum erum við rosalega þreyttar og mikið talað í hringi í lokinn eins og okkur einum er lagið  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn
4/14/202146 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Bethany Decker

Þegar Bethany Decker var farin að birta á facebook síðu sinni óeðlileg skilaboð og vinkonu hennar fannst hún vera tala við einhvern allt annan en Bethany sjálfa á facebook spjallinu vöknuðu áhyggjur vina og fjölskyldu Átti þá eftir að koma í ljós að Bethany hafði hvorki sést né látið heyra í sér í heilar þrjár vikur, Bethany sem var ófrísk hafði horfið einhvern tíman á þessum tíma  Skoða þurfti flókinn ástarþríhyrning sem hún var í, grunsamlegan kærasta sem átti ljóta sögu um að meiða kvennfólk og atvikið sem varð til þess að hann var handtekinn fyrir hvarfið á Bethany  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn  
4/7/202134 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Raðmorðingi: Dean Corll

Dean Corll fékk viðurnefnið The Candy Man og var bandarískur raðmorðingi sem rændi, nauðgaði, pyntaði og myrti að minnsta kosti 28 unglingsdrengi frá árunum 1970-1973, mögulega fyrr. Hann naut aðstoðar tveggja vitorðsmanna sem voru á unglingsaldri, og er þetta mál þekkt sem Houston Mass Murders. Flest fórnarlömbin hans voru vinir eða kunningjar vitorðsmanna hans, en þeir buðu strákum að koma heim í partý með loforð um frítt áfengi og fíkniefni.  Við mælum með að þið skoðið myndir af hverju máli fyrir sig áður en hlustun hefst:  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
4/6/202159 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Christian Andreacchio

Þegar hinn 21 árs gamli Christan Andreacchio finnst látinn inn á baðherbergi í íbúð sinni er gert ráð fyrir að hann hafi fyrirfarið sér. Fjölskyldan hans keypti það nú ekki og ekki við Þórdís heldur og förum við yfir margt af því sem bendir til að kærasta Christians og vinur hafi átt eitthvað með atvikið að gera Mikið talað, mikið spáð, margir hringir og alltaf sama niðurstaðan www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn
4/1/202152 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Óupplýst: Judy Smith

Árið 1997 fór Judy Smith ásamt eiginmanni sínum á ráðstefnu þar sem hún ætlaði að njóta sín og skoða sig um í Philadelphiu á meðan hann sinnti vinnunni sinni. Hún hinsvegar skilaði sér aldrei aftur upp á hótel og óljóst var um afdrif hennar, þar til nokkrum mánuðum síðar, fannst lík í um 10klst akstursfjarlægð. Hvernig dó hún? Fór hún sjálfviljug þangað? Var henni rænt? Drap eiginmaðurinn hennar hana? Var henni haldið nauðugri þar til hún var á endanum drepin?  Ótrúlega margar spurningar, og eina sem við fáum eru kenningar og að heyra söguna hennar!  Í þessum þætti fáum við mjög skemmtilega gesti, en þar á meðal eru það þyrlurnar sem eiga sér leið á gossvæðið, konan á efri hæðinni sem tekur upp skúringarfötuna og uppáhalds vinkona mín og dóttir hennar Jóhönnu, Talía.    www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
3/30/202138 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Rachel Timmerman

Marvin Gabrion er nauðgari og morðingi sem drap hina 19 ára gömlu Rachel Timmerman, og er einnig bendlaður við mannshvarfið á Shannon, Wayne, John og Robert. Rachel og Shannon dóttir hennar hurfu eftir að Rachel var að fara að vitna gegn honum fyrir nauðgun sem hún varð fyrir að hálfu hans.   www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn  
3/24/202137 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Monique Daniels

Þegar hin 16 ára Monique hverfur sporlaust er gengið útfrá því að hún hafi hlaupið að heiman, hún átti smávegis sögu um það og því þótti ekkert óeðlilegt að hún hefði gert slíkt hið sama í þetta skiptið.  En foreldrar hennar voru þó eitthvað skrítnir og það vakti athygli frænku Monique sem hrinti af stað atburðarrás sem enn er í gangi í dag, mörgum árum síðar.  Upplýsingar systkina Monique eiga vonandi eftir að leysa málið einn daginn en þangað til höldum við í vonina! www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
3/24/202134 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Óupplýst: Tammy Jo Alexander

Óvenjulegur þáttur í dag að því leitinu til að lítið er um ógeð í honum  En við segjum hinsvegar frá röð tilviljana sem varð að því að hægt var að bera kennsl á Calidonia-Jane Doe. Hvernig samfélagsmiðlar og internetið getur stundum verið stór hjálp í lausn glæpamála. Vefsíðan sem við minnumst á í þættinum er engin önnur en  www.websleauts.com sem við mælum innilega til að gleyma sér í að skoða www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
3/17/202133 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Raðmorðingi: Belle Gunness

Belle Gunness var norskur-amerískur raðmorðingi sem hagnaðist á peningum annarra á mjög undarlegann og ógeðfelldan hátt. Staðfest fórnarlömb eru 14 manns, en talið er að þau hafi verið allt að 40 talsins, þess vegna fleiri. Belle fór ódæmigerðar leiðir til að koma sínu á framfæri, en hún lokkaði menn til að heimsækja sig með auglýsingu sem hún setti í blöðin, og lofaði fullkomnu lífi - sem endaði þó snökkt, en vinan var ekkert að minnast á það!  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum til að sjá myndir, sönnunargögn og fleira skemmtilegt tengt þeim málum sem við tökum fyrir! 
3/16/202135 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Óupplýst: Rhonda Hinson

Kvöldið 22. desember 1981, fór 19 ára Rhonda Hinson í jólapartý í vinnunni sinni. Að því loknu var ferðinni heitið til vinkonu sinnar þar sem hún ætlaði að gista um nóttina. Hún fékk símtal, og skyndilega yfirgaf svæðið til að fara, en komst aldrei á leiðarenda þar sem á leiðinni var hún skotin.  Skrítinn tengdafaðir, þráhyggjuhaldinn kærasti og dularfullir hlutir sem birtust í bílnum hennar. Þið fáið að heyra málið um hennar Rhondu með kvefuðustu manneskju Íslands í þessum þætti, njótið!  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
3/10/202145 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Raðmorðingi: The Giggling Granny

Frú Nannie sem heillaði alla með nýbökuðum bökum, blíðu brosi og hlýju en var þó engin venjuleg frú.  Eiginmenn hennar létust hver á fætur öðrum, dularfull andlát barnabarna og annarra ættingja hennar og engum datt í hug hverslags manneskju frú Nannie var í raun og veru. Rottueitur, Arsenik, einkamáls auglýsingar og líftryggingar spila stóran þátt í máli dagsins! www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
3/9/202135 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Manndráp: April Millsap

April Millsap var lífsglöð ung stelpa sem var dugleg að fara út að skokka með hundinn sinn Penny Þegar hin 14 ára April finnst látin í skurði við vinsæla gönguleið fer í gagn flókin rannsókn á gangi mála. Bæði gekk hægt að finna muni April-ar sem hún hafði verið með á sér daginn sem hún var myrt, engar DNA sýni fundust á líkama hennar, þegar DNA sýnin fengust loksins voru engar samsvaranir og krefjandi var fyrir lögreglu að finna haldbær sönnunargögn til að koma gerandanum á bakvið lás og slá  Óhugnaleg sms, Nike Jordans, blá mótorhjól og eftirtektarsamir nágrannar  
3/3/202139 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Lauren Spierer

Lauren Spierer var tvítug þegar hún hvarf sporlaust eftir að hafa djammað með vinum sínum árið 2011. Einungis hefur verið gefin út ein mynd af henni úr eftirlitsmyndavélum frá þessu kvöldi en það var í byrjun kvölds! Mjög dularfullt mál sem inniheldur þónokkrar kenningar um hvað átti sér stað, en ekki hefur tekist að sanna neina þeirra!  Tvær aðrar stelpur drepnar á sama stað, Israel Keys kemur við sögu um að hafa verið á svæðinu daginn sem hún hvarf en getur það verið að hann hafi gert þetta? 
3/3/202147 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Cindy James

Í tilefni af nýja frumvarpinu hennar Áslaugar um umsáturseinelti fannst okkur tilvalið að taka einmitt slíkann þemaþátt, en í þættinum ræðum við um hana Cindy James. Hún bjó við slíkt einelti í 7 ár samfleytt, áreitandi og hótandi símtöl, miðar og bréf, fyrrverandi eiginmaður, dauðir kettir, eignarspjöll, árásir, íkveikja og fleira. Það var ekki fyrr en hún fannst látin sem fólk áttaði sig á hvað í raun og veru gekk á.  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
2/24/20211 hour, 18 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Óupplýst: Mary Morris og Mary Morris

Þegar þær Mary Morris og Mary Morris finnast báðar látnar undir mjög svipuðum kringumstæðum með þriggja daga millibili vakna spurningar hjá lögreglu og ættingjum þeirra - voru málin tvö tengd?  Röð tilviljanna? Leigumorðingi? Reiður eiginmaður eða samstarfsmaður? Hver var ástæðan fyrir andláti þessara tveggja kvenna?  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn   
2/24/202135 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Raðmorðingi: Jack Barron

Í þessum þætti heyrum við af Jack nokkrum Barron en hann virtist vera hinn venjulegasti fjölskyldufaðir en átti við þó mörg vandamál að stríða  En Jack missti eiginkonu og tvö börn á óútskýrðan máta og baðaði sig upp úr samúðinni sem hann fékk í kjölfarið og gjafmildi fólksins í kringum hann - á meðan voru aðstandendur grunlausir um hvað raunverulega kom fyrir.  Við heyrum af sjaldgæfu tilfelli Munchausen by Proxy og afleiðingum þess. Við setjum *TRIGGER WARNING* við þetta mál í ljósi þess að atburðir eru vægast sagt truflandi    www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
2/17/202140 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Russell Evans

Russell Evans var þrettán ára gamall og átti allt lífið eftir framundan. Honum var hinsvegar svipt rétti til lífs, þegar hann fannst liggjandi á götu eftir að einhver keyrði á hann og stakk af. Ótrúlega mikið af hlutum sem passa ekki saman við áverka og hvernig réttarmeinafræðingur taldi að dauða hans hefði borið að, og fjölskyldan eyddi næstu árum í að finna út hver drap son sinn, en þó ekki fyrir hit n run, heldur fyrir að hafa lamið hann til dauða.    www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
2/16/202131 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Katie Rackliff

Árið 1992 fannst hin 18 ára Katie Rackliff látin með fjölda stungusára - málið varð mjög fljótlega kalt enda lítið um áræðanleg sönnunargögn.  Gerandi í atviki í grunnskóla tvemur árum síðar átti þó eftir að tvinnast inn í mál Katie með ótrúlegum hætti og þannig kynnumst við Sharon eða The Devils Daughter  Sharon var ung stelpa með ömurlega æsku að baki og stórglæpaferil framundan. Stórir hnífar, ofbeldi, voodoo, dýrafórnir og annað eins í þessum þætti!  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.is/mordskurinn    
2/10/202128 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Brian Wells

Í þessum þætti fjöllum við um svokallað "Pizza Bomber" eða "Collar Bomber" mál og ræðum hvernig hinn 47 ára gamli pítsasendill endar með sprengju utan um hálsinn í fjársjóðsleit.    www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn    
2/9/202143 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Mark Kilroy

Mark Kilroy ætlaði aldeilis að njóta lífsins með þremur félögum loksins þegar kom að Springbreak fríi þeirra vina.  Ekki leið á löngu þegar langþráða draumafríið breyttist í martröð þegar þeir vinirnir skelltu sér til Mexíkó og Mark hvarf án alls fyrirvara Viðtók stór rannsókn og samstarf mexíkósku og bandarísku lögreglunnar - ekki voru mikið af vísbendingum og málið vannst hægt en átti þó eftir að taka algjöran snúning þegar kom í ljós hverjir komu að máli Sértrúarsöfnuðir, mannafórnir, dýrafórnir, djöfladýrkendur, sveðjur og vírar  www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
2/3/20211 hour, 5 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Natalee Holloway

Hin 19 ára Natalee hverfur sporlaust í útskriftarferð árið 2005. Hin ótrúlegasta rannsókn kemur í kjölfarið sem sýnir okkur það hvað sönnunargögn geta verið ansi mikilvæg þegar kemur að því að sakfella einstakling. 5 árum síðar, upp á dag, finnst önnur kona myrt og er bendluð við sama einstaklinginn. Hinsvegar, til dagsins í dag, hefur Natalee aldrei fundist og enginn verið dæmdur fyrir að eiga hlut að máli hvað varðaði hvarfið á henni.  Ein ótrúlegasta og misheppnaðasta rannsóknarvinna allra tíma, þar sem ungur heimalingur kemst upp með alltof margar lygar.    www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
2/3/20211 hour, 13 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Natalie Bollinger

Í desember 2017 hvarf hin 19 ára Natalie Bollinger frá heimili sem hún deildi með kærastanum sínum. Nokkrum dögum síðar finnst lík ungrar stúlku. Aðeins vikum áður en hún hvarf sótti hún um nálgunarbann gegn karlmanni sem var að áreita hana, faðir hennar rændi útfararpeningunum og fyrrverandi kærastinn hennar sendi skrítin skilaboð.    Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:  www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
1/27/202131 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Paige Doherty

Þegar hin 15 ára gamla Paige Doherty hafði ekki heyrt í kærasta sínum einn laugardagsmorgun og hafði ekki mætt til vinnu vöknuðu áhyggjur hjá vinum og vandamönnum hennar. Rannsókn málsins var ekki komin langt á leið þegar lík hennar fannst í skóglendi nálægt þaðan sem hún hafði sést síðast.  Overkill, samfélagsmiðlar, grunsamleg eftirlitsmyndbönd, opinber viðtöl gerandans og siðlaus hegðun hans   www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn  
1/26/202138 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Kurt Sova

Kurt Sova var 17 ára strákur sem hvarf sporlaust úr partýi í heimabæ sínum. Enginn vildi tjá sig um að hafa séð hann þar, né að yfir höfuð hafið verið partý þetta kvöldið. Sex dögum síðar fannst hann látinn, og var dauðinn hans flokkaður sem "óvitað". Ákveðnir hlutir bentu þó á að hann hafi ekki látist af slysaförum, og var fjölskyldan hans handviss um að hann hafi verið myrtur.   www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
1/20/202143 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Raðmorðingi: The Crossbow Cannibal

Í þessum þætti kynnumst við The Crossbow Cannibal, manni sem hefði strax átt að setja á bak við lás og slá þegar hann var unglingur Sem krakki átti hann vægast sagt ógeðslega draumóra sem hann síðar framkvæmdi - með siðlausari mönnum sem til eru! Hvarf þriggja kvenna, sláturhús, lásabogar og samúræj sverð svo eitthvað sé nefnt www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
1/19/202134 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Dularfullur dauði: Ellen Rae Greenberg

Þegar unnusti Ellie-ar kemur að henni látinni á eldhúsgólfi íbúðar þeirra tekur við ein lélegasta lögreglurannsókn sem sögur fara af  Þrátt fyrir fjölda stungursára og borðliggjandi manndrápsmál eru lögregla og rannsakendur ekki á sama máli  Arfaslök vinnubrögð, sálfsvíg, aukaverkanir lyfja, grunsamlegur unnusti og barátta fjölskyldunnar    www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn   
1/13/202150 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Manndráp: Yara Gambirasio

Unknown 1 - Yara Gambirasio var 13 ára stelpa sem bjó í úthverfi Bergamo á Ítalíu. Daginn einn mætti hún á fimleikaæfingu og hvarf svo sporlaust. Stærsta og víðamesta rannsókn Ítalíu hófst í von um að finna einhver ummerki um hana. DNA sýni, framhjáhald, sögusagnir, næturklúbbur, símahleranir, rangur maður handtekinn - þetta mál tekur okkur í eina ótrulegustu rannsóknarvinnu fyrr og síðar!  TW - um er að ræða dauða 13 ára stúlku og því vörum við ykkur hér með við áður en þið leggið í hlustirnar..    www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn 
1/13/202142 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Maura Murray

Við skoðum mál Mauru Murray sem hvarf nánast sporlaust eftir að hafa lent í óhappi á fjallavegi í New Hampshire í Bandaríkjunum  Hvað kom fyrir, hvað gekk á dagana á undan og hvað ætlaði hún sér?  Við förum yfir málið, pælum í kenningum og hendum okkar eigin fram!    www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn 
1/12/20211 hour, 1 minute, 16 seconds
Episode Artwork

Óupplýst: Faith Hedgepeth

Þegar 19 ára nemi finnst myrt á hrottalegann hátt heima hjá vinkonu sinni eftir kvöld á klúbbnum, þá vakna upp ákveðnar spurningar. Morðvopn, hótanir, neyðarlínusímtal, pocked dial upptaka úr símanum hennar, DNA, takeaway poki með skilaboðum! Maður myndi halda að það væri allt til staðar til þess að leysa málið og gefa Faith réttlætið sem hún á skilið, en það reynist þó ekki svo auðvelt..    Við erum á facebook og instagram: Morðskúrinn! 
1/7/20211 hour, 9 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Corrie McKeague

Í síðasta aukaþætti mánaðarins tökum við fyrir mál Corrie McKeague sem að týndist í september árið 2016.  Afdrif hans eru enn óljós og eftir að hafa skoðað málið sitjum við með fleiri spurningar en svör.   Við þökkum enn og aftur fyrir hlustanirnar síðustu mánuði og viðbrögðin og óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!    Við sjáumst hress í janúar!     
12/26/202044 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Los Feliz Murder Mansion og JonBenét Ramsey

Í þessum þætti verður sérstakt jólaþema þar sem bæði málin gerast í desember! Við byrjum á því að fjalla um Los Feliz Murder Mansion, en eftir að hræðilegt morð átti sér stað þar, stóð húsið ósnert með jólaskreytingum í mörg mörg ár.  Seinna málið sem við fjöllum um er JonBenét Ramsey, 6 ára fegurðardrottningin sem fannst látin á heimili sínu á jóladag. Mannránsbréf, brotinn gluggi, DNA, í raun böns af sönnunargögnum en ekkert sem að bendir á sekann aðila og þar með er málið enn í dag óleyst.  Þetta er næstsíðasti þátturinn okkar í desember, en næsti þáttur kemur út á laugardaginn! Gleðileg jól og farsælt komandi nýtt ár - og munið að koma og henda ykkur yfir á samfélagsmiðlana okkar til að lesa eitthvað gúrme dæmi á meðan jólafríinu stendur! 
12/23/20201 hour, 3 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Tara Calico

Þriðji aukaþáttur desember mánaðar!  Þórdís fer með okkur alla leið til Alberkjúrkjú og segir okkur frá dularfullu hvarfi Töru Calico en hún hvarf eftir hjólatúr í nágrenni við heimabæ sinn.  Málið varð kalt alltof alltof snöggt og vinnubrögðin eftir því.  Kenningarnar eru nokkrar þar á meðal The Toy Box Killer og jafnvel spilltar lögreglur Við erum eins og alltaf á instagram og facebook og hvetjum ykkur eindregið að koma þangað og spjalla um allt morð og glæpatengt!    https://www.facebook.com/mordskurinn/ https://www.facebook.com/groups/mordskurinn  https://www.instagram.com/mordskurinn/    
12/19/202049 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Michele Avila & Andrew Sadek

Í þessum níunda þætti byrjum við á að fara yfir mál Michele Avila, 17 ára stúlku sem fannst látin í skóglendi í Los Angeles. Það var ekki fyrr en fimm árum síðar sem morðingjarnir hennar voru handteknir og leiddir fyrir dóm, en mesta undrunin var sú hverjir þeir væru í raun og veru. Myndin A Killer Among Us er byggð á málinu hennar Missyar.  Seinna málið fjallar um Andrew Sadek, 20 ára, sem sást síðast yfirgefa heimavistina þar sem hann bjó með silufrlitaða tösku á bakinu. Hann hafði verið uppljóstrari fyrir lögregluna og er enn óvíst um hvort það tengdist afdrifum hans.  Við erum á instagram og facebook - komið og verið með okkur þar!
12/16/202055 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Mannshvarf: Bryce Laspisa

Fyrir rúmum 7 árum hvarf Bryce Laspisa eftir að hafa sýnt af sér undarlega hegðun dagana áður. Við förum yfir tímalínuna, dagana áður en hann hvarf og dagana eftir hvarfið. Rennum yfir kenningar, spjöllum og fleytum fram skoðunum okkar á málinu.
12/12/202038 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Ashley Freeman og Lauria Bible & Lin fjölskyldan

Í þessum þætti ætlum við að fjalla um Freeman og Bible fjölskyldurnar, en þar er sérstaklega fjallað um Ashley Freeman og Lauria Bible, sem voru að fagna sextán ára afmælinu hennar Ashley þegar óhugnanlegur atburður átti sér stað. Rúmum tuttugu árum seinna, hefur enn ekki náðst að staðsetja stelpurnar né vita fyrir vissu um afdrif þeirra. Í seinna málinu tökum við fyrir Lin fjölskylduna, en hún settist að í Ástralíu, stofnaði fjölskyldufyrirtæki og tryggði þar með öruggar tekjur inn á heimilið. Þeim leið mjög vel þar og eitt kvöldið breyttist ástralski draumurinn þeirra í martröð. Fyrir þá sem eru rooooosalega viðkvæmir þá setjum við TW við seinna málið þar sem einnig er um að ræða dauða barna.  Við minnum á auka þáttinn sem kemur út 12 desember!  & einnig á að við erum á Instagram og Facebook: Morðskúrinn og með grúbbu: Morðskúrinn - umræðuhópur en þar setjum við myndir og ræðum meðal annars önnur mega skemmtileg mál - ásamt því að setja inn uppfærslur og annað slíkt! 
12/9/202052 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Óupplýst morð: The Delphi Murders

Það eru rúm 4 ár síðan lík 13 ára Abigail Williams og 14 ára Liberty German fannst á söguslóðum í Delphi, Indiana. Miðað við sönnunargögn sem hægt er að finna í málinu er það í raun ótrúlegt að enn í dag hefur þetta mál ekki verið leyst, en meðal sönnunargagna eru myndbandsupptaka af geranda, hljóðbrot, tvær skissur frá vitnum og þrjú "significant" atriði sem fundust á morðvettvangnum sem ekki hefur verið greint frá. Í þessum þætti ætlum við að fara yfir málið og kynna einnig til leiks nýtt suspect, sem fyrir engri tilviljun á tenginu við málið en hefur þó aldrei verið handtekinn. 
12/5/20201 hour, 2 minutes, 4 seconds