Hlaðvarp ADHD samtakanna í umsjón Karitasar Hörpu Davíðsdóttur. Góðir gestir miðla reynslu sinni af lífinu með ADHD. Gleði, sorgir, sigrar og óborganlegar lífsreynslusögur í bland við fróðleik um ADHD. Allt sem þú hélst að þú vissir um ADHD, en vissir í raun ekki...
Jóhanna Birna - Háskólastúdent á framabraut
Jóhanna Birna Bjartmarsdóttir hefur á síðustu misserum vakið þónokkra athygli en hún hélt nýlega fyrirlestra á ráðstefnu BUGL og málþingi ÖBÍ. Í fjórtánda þætti Lífið með ADHD settist hún niður með Bóasi Valdórssyni og þau töluðum um uppvaxtarár hennar og þá baráttu sem hún hefur háð til þess að komast á þann stað sem hún er nú á og þá sigra sem hún hefur náð og hvernig sýn hennar er á menntakerfið. Upptöku af fyrirlestrum hennar og greinar um efnið er að finna á heimasíðu Jóhönnu; https://www.johannabirnabjartmars.com/"Viðtal við Jóhönnu Birnu á HringbrautViðtal við Jóhönnu Birnu á mbl.is
3/3/2023 • 1 hour, 24 minutes, 51 seconds
Sólveig Ásgrímsdóttir - ADHD og eldra fólk
Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur settist niður með Guðna Rúnari Jónassyni verkefnastjóra ADHD samtakanna og þau ræddu málefni sem eru Sólveigu nærri en það er staða eldri borgara með ADHD og athuganir sem hún hefur verið að fást við tengt efninu.
1/12/2023 • 35 minutes, 23 seconds
Anna Tara Andrésdóttir
Í þættinum í dag kom Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi í viðtal og fjallaði vítt og breytt um ADHD, rannsóknir og um ýmislegt praktískt því tengdu. https://annatara.is/ Byggja skoðanir fólks á ADHD lyfjum á rannsóknum?Fólk með ADHD tvöfallt líklegra til að skilja„Áunninn athyglisbrestur er ekki til“
11/1/2022 • 56 minutes, 4 seconds
ADHD, teikningar og daglegt líf
Í þættinum í dag hitti ég Ara. H. G. Yates teiknar og rithöfund. Við spjölluðum m.a. um það hvernig það kom til að hann skrifaði bók með ungum vini sínum um dag í lífi drengs með ADHD. Einnig spjölluðum við um hvernig það kom til að Ari varð teiknari og ýmsar hliðar af ADHD í daglegu lífi. Elli - Dagur í lífi drengs með ADHD
5/21/2022 • 1 hour, 1 minute, 38 seconds
Gunnar Helgason
Gunnar Helgason barnabókarithöfund og leikari kom í spjall og sagði okkur frá mömmu sinni, facebook rannsóknum sínum og nýju bókinni sinni sem heitir Alexander Daníel Hermann Dawidsson (ADHD): Bannað að eyðileggja sem kom út núna fyrir jólin og fjallar um Alexander Daníel Hermann Dawidsson sem er með ADHD en það er allt í lagi - nema þegar lífið tekur upp á því að fara á hvolf. Bannað að eyðileggja er spennandi saga um Alexander og Sóleyju bekkjarsystur hans, litríku fjölskyldurnar þeirra, mömmuna sem er farin og kennarann sem ætti ekki að fá að vinna með börnum.
12/16/2021 • 34 minutes, 51 seconds
Glowie - tónlistarkona
Sara Pétursdóttir, betur þekkt undir listamannanafninu Glowie settist niður með Bóas Valdórssyni og ræddu hennar reynslu af því að alast upp með ADHD. Glowie gaf út í síðastliðnum mánuði nýtt lag og myndband sem hún tileinkaði ADHD sem hún kallar sinn ofurkraft. Ekki nóg með að hafa búið til þetta lag þá leikstýrði hún einnig myndbandinu sjálf auk þess að skrifa grein í tónlistartímaritið Clash Magazine og búa til myndasögu um sína reynslu. 1. https://open.spotify.com/track/1yGxXegHokxaCMkgVjcNco?si=4d68987a9ee14bcc 2. https://www.youtube.com/watch?v=TFCkfngAMM4 3. https://genius.com/Glowie-adhd-lyrics 4. https://www.facebook.com/photo/?fbid=307731161164207&set=pcb.307734931163830
11/12/2021 • 56 minutes, 49 seconds
Björn Þorfinnsson, skákmaður og ritstjóri
Lífið með ADHD kemur úr sumarfríi með glænýjan þátt og viðtal við Björn Þorfinnsson skákmann og ritstjóra DV. Björn fékk greiningu á fullorðinsaldri og talar meðal annars um það hvernig hann telur ADHD hafa verið honum styrkleiki í skákheimiinum.
8/20/2021 • 32 minutes, 38 seconds
Bóas Valdórsson nýr meðlimur hlaðvarpsins
Að þessu sinni í hlaðvarpsþættinum Lífið með ADHD verður örlítið óhefðbundið spjall milli núverandi og nýs meðlims, og þáttastjórnanda, hlaðvarpsins. Bóas Valdórsson hefur komið að ADHD á mörgum sviðum, unnið með börnum og unglingum og var meðal annars einn af stofnendum sumarbúða fyrir börn með ADHD. Hann gengur nú til liðs við Karitas í þáttunum og spjalla þau um lífið með ADHD og framhald þáttanna.
6/7/2021 • 37 minutes, 27 seconds
Móðir barns með ADHD
Erfiðleikar barns með ADHD hafa ekki einungis áhrif á það heldur einnig umhverfið sem barnið lifir og hrærist í dags daglega. Í þessum þætti fáum við móður barns með ADHD sem glímir m.a. við það að beita ofbeldi. Við heyrum hennar upplifun og reynslu á því að vera móðir í þessum aðstæðum, samskipti við skólayfirvöld og hvað mætti betur fara.
4/16/2021 • 48 minutes, 52 seconds
Hildur Kristín Stefánsdóttir
Í þessum þætti af Lífið með ADHD mætir Hildur Kristín Stefánsdóttir tónlistarkona, sem hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðustu árin. Hún fékk greiningu á fullorðinsaldri og við spjöllum um hennar reynslu og upplifanir.
11/9/2020 • 31 minutes, 13 seconds
Hildur Öder og Björgvin Páll
Í þessum þætti af Lífið með ADHD mæta þau Hildur Öder Einarsdóttir og ólympíufarinn Björgvinn Páll Gústavsson. Bæði Hildur og Björgvin hafa stundað íþróttir frá barnsaldri og telja þau íþróttastarfið hafa gert þeim gott. Hildur skrifaði nýverið Meistara ritgerð um ADHD og íþróttir sem hún segir stuttlega frá ásamt því að fá reynslusögu frá Björgvini.
7/16/2020 • 48 minutes, 5 seconds
Lögreglan og ADHD
Undanfarin ár hafa sprottið reglulega upp umræður um lögregluna og ADHD. Í júlí 2019 var viðmiðum breytt varðandi nám við Mennta- og starfþróunarsetur lögreglunnar. En hvernig er umræðan innan lögreglustéttarinnar? Í þessum þætti af Lífið með ADHD fær Karitas Harpa annarsvegar rannsóknarlögreglumanninn Hall Hallsson í viðtal og hinsvegar er lesin upp frásögn annars lögreglumanns sem treysti sér ekki til að koma fram undir nafni.
5/31/2020 • 31 minutes
Vilhjálmur Hjálmarsson og Jón Gnarr
Viðmælendur þáttarins eru tveir að þessu sinni, annar er stjórnarmaður ADHD samtakanna og leikarinn Vilhjálmur Hjálmarsson. Sá síðari á það sameiginlegt með Vilhjálmi að vera leikari (og með ADHD) en það er fyrrum Borgarstjóri og þúsundþjalasmiðurinn Jón Gnarr, hann segir einlæglega frá skólagöngu sinni og síðan hvernig hann meðhöndlar sitt ADHD í dag.
4/30/2020 • 54 minutes, 25 seconds
Katrín Júlíusdóttir
Fyrsti viðmælandi seríunnar er fyrrum Alþingiskona, ráðherra og núverandi framkvæmdarstjóri SFF, Katrín Júlíusdóttir. Í þættinum heyrum við hvernig Katrín fékk ADHD greiningu á óhefðbundin hátt og hvernig það breytti lífi hennar til hins betra.