Winamp Logo
Lestin Cover
Lestin Profile

Lestin

Icelandic, Social, 1 season, 1128 episodes, 3 days, 20 hours, 18 minutes
About
Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags alla virka daga kl. 17.03.
Episode Artwork

Looksmaxx, mogg og mew, Goodiepal-jafnan, Apex Anima

Hvað er að looksmaxxa? Er dónalegt að mogga? Virkar að mewa? Hvað þýða þessi orð? Við fáum Reyni Ólafsson, 16 ára nema við Fjölbrautarskólann í Breiðholti til að hjálpa okkur að skilja ný hugtök sem hafa náð vinsældum á TikTok. Katrín Helga Ólafsdóttir fjallar um tónlistarmanninn Goodiepal. Hann er ættaður frá Danmörku og Færeyjum og stofnaði nýverið hljóðfærabókasafn í Þórshöfn. Við förum í heimsók til Unnar Andreu Einarsdóttur, listakonu, en hún gefur út tónlist undir nafninu Apex Anima. Hún sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu í nóvember á síðasta ári, Elf FO.
1/10/202455 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Jelena Ciric, síðasti kexpakkinn, að lýsa kvikmynd

Sturla Sigurðarson, myndlistar- og tónlistarmaður, flutti til Berlínar síðasta sumar. Þar varð hann sér úti um sérkennilegt starf: að tæma dánarbú. Við heyrum sögur af vettvangi og veltum fyrir okkur hvað verður um alla hlutina sem við sönkum að okkur, hvort það sé hægt að finna merkingu í handahófskenndum munum af heimilum ókunnugra. Una María Magnúsdóttir er að vinna í því að verða gjaldgeng í samfélagi kvikmyndaáhugafólks. Í dag veltir hún því fyrir sér hvernig við lýsum kvikmyndunum sem við elskum. Jelena Ciric sendi frá sér stuttskífuna Shelters Two síðastliðið haust, í kjölfar Shelters One sem kom út árið 2020. Jelena segist á plötunum tveimur hafa gert tilraun til þess að búa sér til heimili þar sem hún tilheyrir alveg 100 prósent. En Jelena er fædd í Serbíu, uppalin í Kanada og bjó á Spáni og í Mexíkó áður en hún flutti til Íslands. Við ræðum tónlist, blaðamennsku og goðsagnir við Jelenu ?iri?. Lagalisti: Sun City Girls - Black Orchid Stirnir - A.I. Horse Jacob Tanaka - SIP Connie Converse - Chanson Innocent Arthur Russell - I Couldn't Say It To Your Face KUSK, Óviti - Loka augunum Jelena Ciric - Inside Weather Jelena Ciric - Other Girls Jelena Ciric - Rome
1/9/20240
Episode Artwork

Jelena Ciric, síðasti kexpakkinn, að lýsa kvikmynd

Sturla Sigurðarson, myndlistar- og tónlistarmaður, flutti til Berlínar síðasta sumar. Þar varð hann sér úti um sérkennilegt starf: að tæma dánarbú. Við heyrum sögur af vettvangi og veltum fyrir okkur hvað verður um alla hlutina sem við sönkum að okkur, hvort það sé hægt að finna merkingu í handahófskenndum munum af heimilum ókunnugra. Una María Magnúsdóttir er að vinna í því að verða gjaldgeng í samfélagi kvikmyndaáhugafólks. Í dag veltir hún því fyrir sér hvernig við lýsum kvikmyndunum sem við elskum. Jelena Ciric sendi frá sér stuttskífuna Shelters Two síðastliðið haust, í kjölfar Shelters One sem kom út árið 2020. Jelena segist á plötunum tveimur hafa gert tilraun til þess að búa sér til heimili þar sem hún tilheyrir alveg 100 prósent. En Jelena er fædd í Serbíu, uppalin í Kanada og bjó á Spáni og í Mexíkó áður en hún flutti til Íslands. Við ræðum tónlist, blaðamennsku og goðsagnir við Jelenu ?iri?. Lagalisti: Sun City Girls - Black Orchid Stirnir - A.I. Horse Jacob Tanaka - SIP Connie Converse - Chanson Innocent Arthur Russell - I Couldn't Say It To Your Face KUSK, Óviti - Loka augunum Jelena Ciric - Inside Weather Jelena Ciric - Other Girls Jelena Ciric - Rome
1/9/202453 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Golden Globes, geimveruteknó, tjaldbúðirnar, Katrín læknir

Við rennum yfir helstu sigurvegara Golden Globes verðlaunanna, sem fram fóru í Hollywood í gær. Barbie sem hlaut flestar tilnefningar, sópaði fáum verðlaunum að sér. Sigurvegarar gærkvöldsins voru Oppenheimer í leikstjórn Martin Scorsese og Poor Things úr smiðju Yorgos Lanthimos. Um helgina kom fjöldi fólks saman á Austurvelli og talið að á fimmta tug manna hafi varið aðfaranótt sunnudags í tjaldbúðunum sem þar hafa staðið í tæpar tvær vikur. Við höldum áfram að kynnast tjaldbúunum og ræðum við íslenska aðgerðasinna sem hafa tekið þátt í mótmælunum. Svo heyrum við annan þátt úr örseríunni Á samviskunni sem Anna Marsibil Clausen framleiddi 2022. Í þessum þætti verður fjallað um Katrínu Thoroddsen lækni. Hjalti Freyr Ragnarsson valdi bestu íslensku geimveruteknólögin frá árinu sem var að líða.
1/8/20240
Episode Artwork

Golden Globes, geimveruteknó, tjaldbúðirnar, Katrín læknir

Við rennum yfir helstu sigurvegara Golden Globes verðlaunanna, sem fram fóru í Hollywood í gær. Barbie sem hlaut flestar tilnefningar, sópaði fáum verðlaunum að sér. Sigurvegarar gærkvöldsins voru Oppenheimer í leikstjórn Martin Scorsese og Poor Things úr smiðju Yorgos Lanthimos. Um helgina kom fjöldi fólks saman á Austurvelli og talið að á fimmta tug manna hafi varið aðfaranótt sunnudags í tjaldbúðunum sem þar hafa staðið í tæpar tvær vikur. Við höldum áfram að kynnast tjaldbúunum og ræðum við íslenska aðgerðasinna sem hafa tekið þátt í mótmælunum. Svo heyrum við annan þátt úr örseríunni Á samviskunni sem Anna Marsibil Clausen framleiddi 2022. Í þessum þætti verður fjallað um Katrínu Thoroddsen lækni. Hjalti Freyr Ragnarsson valdi bestu íslensku geimveruteknólögin frá árinu sem var að líða.
1/8/202457 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Jól í Grindavík, norrænir rafstraumar, ársuppgjör Davíðs Roach

Síðan að Grindavík var rýmd þann 11. Nóvember höfum við flutt regluglega hljóðdagbækur nokkurra íbúa bæjarins hér. Í dag fáum við að heyra hvernig jól og áramót voru hjá þeim Siggeiri, Teresu og Andreu. Í gær var fyrsti þáttur nýrrar þáttarraðar, Nordic Beats eða norrænir rafstraumar, sýndur á Rúv. Þorsteinn Hreggviðsson, eða Þossi, útvarpsmaður á Rás 2, er þulur þáttarins. Davíð Roach, tónlistargagnrýnandi Lestarinnar, fer skýrt og skilmerkilega yfir árið 2023 í tónlist.
1/4/20240
Episode Artwork

Jól í Grindavík, norrænir rafstraumar, ársuppgjör Davíðs Roach

Síðan að Grindavík var rýmd þann 11. Nóvember höfum við flutt regluglega hljóðdagbækur nokkurra íbúa bæjarins hér. Í dag fáum við að heyra hvernig jól og áramót voru hjá þeim Siggeiri, Teresu og Andreu. Í gær var fyrsti þáttur nýrrar þáttarraðar, Nordic Beats eða norrænir rafstraumar, sýndur á Rúv. Þorsteinn Hreggviðsson, eða Þossi, útvarpsmaður á Rás 2, er þulur þáttarins. Davíð Roach, tónlistargagnrýnandi Lestarinnar, fer skýrt og skilmerkilega yfir árið 2023 í tónlist.
1/4/202455 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Stirnir, tjaldbúðirnar, lífin sem Íslendingar hafa á samviskunni

Stirnir Kjartansson hefur verið virkur í íslensku indí-senunni undanfarin ár. Hann er meðlimur í nokkrum fjölda hljómsveita, meðal annars Trailer Todd en gefur einnig út tónlist undir eigin nafni. Sóló-plötur Stirnis eru nú fjórar talsins og hafa aðallega komið út á bandcamp en nýjasta platan hans nefnist Apple pie and <3 the razor. Við höldum áfram að kynnast mótmælendum frá Palestínu sem dvelja um þessar mundir í tjaldbúðum beint á móti Alþingishúsinu við Austurvöll í svokölluðum kyrrsetumótmælum og krefjast þess að fjölskyldumeðlimum þeirra, sem enn eru á Gaza, verði veitt hæli á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Í kjölfarið heyrum við fyrsta þátt í örseríu Önnu Marsibil Clausen, Á samviskunni, sem var fyrst flutt hér í Lestinni í upphafi 2022 - serían fjallar um þann fjölda fólks á flótta frá Þýskalandi í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar sem reyndi að sækja um hæli á Íslandi en fékk iðulega neitun. Lagalisti: stirnir - yureioskdcvnbvcxsodifhdnsdkcmv stirnir - I Don't Know If I'm Gonna Get It Right stirnir - the brick wall Trailer Todd - ég vil ekki stirnir - Skjálfhent stirnir - fucales Riad Awwad, Hanan Awwad and Mahmoud Darwish - Palestinian Riad Awwad, Hanan Awwad and Mahmoud Darwish - Intifada
1/3/20240
Episode Artwork

Stirnir, tjaldbúðirnar, lífin sem Íslendingar hafa á samviskunni

Stirnir Kjartansson hefur verið virkur í íslensku indí-senunni undanfarin ár. Hann er meðlimur í nokkrum fjölda hljómsveita, meðal annars Trailer Todd en gefur einnig út tónlist undir eigin nafni. Sóló-plötur Stirnis eru nú fjórar talsins og hafa aðallega komið út á bandcamp en nýjasta platan hans nefnist Apple pie and <3 the razor. Við höldum áfram að kynnast mótmælendum frá Palestínu sem dvelja um þessar mundir í tjaldbúðum beint á móti Alþingishúsinu við Austurvöll í svokölluðum kyrrsetumótmælum og krefjast þess að fjölskyldumeðlimum þeirra, sem enn eru á Gaza, verði veitt hæli á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Í kjölfarið heyrum við fyrsta þátt í örseríu Önnu Marsibil Clausen, Á samviskunni, sem var fyrst flutt hér í Lestinni í upphafi 2022 - serían fjallar um þann fjölda fólks á flótta frá Þýskalandi í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar sem reyndi að sækja um hæli á Íslandi en fékk iðulega neitun. Lagalisti: stirnir - yureioskdcvnbvcxsodifhdnsdkcmv stirnir - I Don't Know If I'm Gonna Get It Right stirnir - the brick wall Trailer Todd - ég vil ekki stirnir - Skjálfhent stirnir - fucales Riad Awwad, Hanan Awwad and Mahmoud Darwish - Palestinian Riad Awwad, Hanan Awwad and Mahmoud Darwish - Intifada
1/3/202455 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Gervigreindar Hemmi Gunn, tjaldbúðir á Austurvelli, tónleikabrölt

Katrín Helga Ólafsdóttir gerði sér ferð á þrenna tónleika milli jóla og nýjárs, hún kíkti í Pipumessu í Tóma rýminu, Vetrarkyrrð á jólum í Landakotskirkju og Kickstart the new year með hljómsveitinni Rask. 'Þetta verður eins og skólaleikrit sem fjallar um vinsælustu krakkana í árganginum og er skrifað af þeim og leikið af þeim,' sagði Jón Trausti Reynisson á Heimildinni í gær. Við hefjum Lestina á nýju ári á fyrstu menningarátökum ársins, sem snúast iðulega um áramótaskaupið. Er nóg að það sé fyndið? Og hvað þarf það að vera annað? Nína Richter og Ásgeir Ingólfsson rýna í skaup ársins 2023, sem og gestir og gangandi á bókasafni Kringlunnar. Lestin heimsækir litlar tjaldbúðir sem reistar voru á Austurvelli milli jóla og nýjárs, beint á móti alþingishúsinu. Í tjöldunum hefur safnast saman flóttafólk frá Palestínu og stuðningsmenn þeirra, fólk sem á það sameiginlegt að hafa búið á Íslandi í einhvern tíma, en á fjölskyldu á Gaza.
1/2/20240
Episode Artwork

Gervigreindar Hemmi Gunn, tjaldbúðir á Austurvelli, tónleikabrölt

Katrín Helga Ólafsdóttir gerði sér ferð á þrenna tónleika milli jóla og nýjárs, hún kíkti í Pipumessu í Tóma rýminu, Vetrarkyrrð á jólum í Landakotskirkju og Kickstart the new year á vegum samlagsins Rask. 'Þetta verður eins og skólaleikrit sem fjallar um vinsælustu krakkana í árganginum og er skrifað af þeim og leikið af þeim,' sagði Jón Trausti Reynisson á Heimildinni í gær. Við hefjum Lestina á nýju ári á fyrstu menningarátökum ársins, sem snúast iðulega um áramótaskaupið. Er nóg að það sé fyndið? Og hvað þarf það að vera annað? Nína Richter og Ásgeir Ingólfsson rýna í skaup ársins 2023, sem og gestir og gangandi á bókasafni Kringlunnar. Lestin heimsækir litlar tjaldbúðir sem reistar voru á Austurvelli milli jóla og nýjárs, beint á móti alþingishúsinu. Í tjöldunum hefur safnast saman flóttafólk frá Palestínu og stuðningsmenn þeirra, fólk sem á það sameiginlegt að hafa búið á Íslandi í einhvern tíma, en á fjölskyldu á Gaza.
1/2/202456 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

28.12.2023

12/28/20230
Episode Artwork

28.12.2023

12/28/20230
Episode Artwork

Áramótauppgjör

Víðsjá og Lest fara saman yfir árið 2023
12/28/202352 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

27.12.2023

12/27/20230
Episode Artwork

21.12.2023

12/21/20230
Episode Artwork

Hugsurðurinn Antonio Negri allur, vondar jólagjafir

Bjarni Daníel fer á stúfanna í Kringlunni og veltir fyrir sér vondum jólagjöfum. Viðar Þorsteinsson, heimspekingur, segir frá ítalska heimspekingnum Antonio Negri, sem lést í desember. Hann er einn þeirra hugsuða sem hefur haft hvað mest áhrif á róttækar vinstrihreyfingar á seinni hluta tuttugustu aldar og upp úr aldamótum. Hann var umdeildur, á sér sérstaka sögu, sat í fangelsi og var sendur í útlegð.
12/21/202354 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Bestu plötur ársins, internet-heilinn, nótt við eldgosið

Í Lestinni í dag ætlum við að rýna í plötur ársins samkvæmd vefsíðunni Album of the year punktur org. Heyra hvaða plötur skora hæst á listum gagnrýnenda og tónlistartímarita. Við fáum pistil frá Sigríði Þóru Flygenring, listamanni. Hún er að pæla í internetinu, eða kóngulóarvefnum, og velta því fyrir sér hvort internetið sé mögulega einhverskonar framlenging á heilunum okkar. Undir lok þáttar sláumst við svo í för með Önnu Marsibil Clausen, ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV, en hún eyddi nóttinni með fréttastofu RÚV við gosstöðvarnar, nóttina sem eldgosið hófst við Sundhnúgsgíga. Innslagið er hluti af hlaðvarpsþáttaröðinni Grindavík sem er aðgengileg á spilara á RÚV.
12/20/20230
Episode Artwork

Bestu plötur ársins, internet-heilinn, nótt við eldgosið

Í Lestinni í dag ætlum við að rýna í plötur ársins samkvæmd vefsíðunni Album of the year punktur org. Heyra hvaða plötur skora hæst á listum gagnrýnenda og tónlistartímarita. Við fáum pistil frá Sigríði Þóru Flygenring, listamanni. Hún er að pæla í internetinu, eða kóngulóarvefnum, og velta því fyrir sér hvort internetið sé mögulega einhverskonar framlenging á heilunum okkar. Undir lok þáttar sláumst við svo í för með Önnu Marsibil Clausen, ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV, en hún eyddi nóttinni með fréttastofu RÚV við gosstöðvarnar, nóttina sem eldgosið hófst við Sundhnúgsgíga. Innslagið er hluti af hlaðvarpsþáttaröðinni Grindavík sem er aðgengileg á spilara á RÚV.
12/20/20230
Episode Artwork

Bestu plötur ársins, internet-heilinn, nótt við eldgosið

Í Lestinni í dag ætlum við að rýna í plötur ársins samkvæmd vefsíðunni Album of the year punktur org. Heyra hvaða plötur skora hæst á listum gagnrýnenda og tónlistartímarita. Við fáum pistil frá Sigríði Þóru Flygenring, listamanni. Hún er að pæla í internetinu, eða kóngulóarvefnum, og velta því fyrir sér hvort internetið sé mögulega einhverskonar framlenging á heilunum okkar. Undir lok þáttar sláumst við svo í för með Önnu Marsibil Clausen, ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV, en hún eyddi nóttinni með fréttastofu RÚV við gosstöðvarnar, nóttina sem eldgosið hófst við Sundhnúgsgíga. Innslagið er hluti af hlaðvarpsþáttaröðinni Grindavík sem er aðgengileg á spilara á RÚV.
12/20/202354 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Eldgosadagbækur, fyrirboðar um eldgos, Purrkur Pillnikk

Það er hafið eldgos á Reykjanesskaga! Seint í gærkvöldi hófst eldgos rétt fyrir norðaustan Grindavík. Frá því að bærinn var rýmdur höfum við reglulega fengið að fylgjast með tilfinningum og hversdagslífi þriggja Grindvíkinga. Teresa, Siggeir og Andrea sendu okkur hljóðdagbækur eftir að gosið hófst. Kona ælir yfir allan bílinn sinn, önnur byrjar á túr, sú þriðja getur ekki svæft börnin sín. Þetta er aðeins örfá dæmi um þá fyrirboða sem fólk upplifði í gær í aðdraganda eldgossins. Lóa Björk veltir fyrir sér fyrirboðum. Hin goðsagnakennda pönksveit Purrkur Pillnikk kom aftur saman á dögunum og spilaði á tónleikum í Smekkleysu til að fagna útgáfu á heildarsafni sveitarinnar. Sævar Andri Sigurðarson var ekki fæddur þegar hljómsveitin spilaði síðast en fann samt til nostalgíu þegar hann mætti á tónleikana.
12/19/20230
Episode Artwork

Eldgosadagbækur, fyrirboðar um eldgos, Purrkur Pillnikk

Það er hafið eldgos á Reykjanesskaga! Seint í gærkvöldi hófst eldgos rétt fyrir norðaustan Grindavík. Frá því að bærinn var rýmdur höfum við reglulega fengið að fylgjast með tilfinningum og hversdagslífi þriggja Grindvíkinga. Teresa, Siggeir og Andrea sendu okkur hljóðdagbækur eftir að gosið hófst. Kona ælir yfir allan bílinn sinn, önnur byrjar á túr, sú þriðja getur ekki svæft börnin sín. Þetta er aðeins örfá dæmi um þá fyrirboða sem fólk upplifði í gær í aðdraganda eldgossins. Lóa Björk veltir fyrir sér fyrirboðum. Hin goðsagnakennda pönksveit Purrkur Pillnikk kom aftur saman á dögunum og spilaði á tónleikum í Smekkleysu til að fagna útgáfu á heildarsafni sveitarinnar. Sævar Andri Sigurðarson var ekki fæddur þegar hljómsveitin spilaði síðast en fann samt til nostalgíu þegar hann mætti á tónleikana.
12/19/202351 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

IceGuys, gamlar jólabækur, bókstafurinn Ð

IceGuys seldu upp þrenna tónleika í Kaplakrika um helgina og eiga vinsælasta lagið í dag. Er IceGuys markaðsstönt eða brandari sem gekk of langt? Þeir Jón Jónsson og Hannes Þór Helgason, leikstjóri þáttanna um IceGuys voru gestir Lestarinnar í dag. Una María Magnúsdóttir, grafískur hönnuður, veltir fyrir sér letri, sérstöfum og bókakápum. Við förum í heimsókn í Bókina á Hverfisgötu og heyrum hvaða gömlu jólabækur seljast. Og hvort jólabókaflóðið nái inn fyrir dyr fornbókabúða.
12/18/20230
Episode Artwork

IceGuys, gamlar jólabækur, bókstafurinn Ð

IceGuys seldu upp þrenna tónleika í Kaplakrika um helgina og eiga vinsælasta lagið í dag. Er IceGuys markaðsstönt eða brandari sem gekk of langt? Þeir Jón Jónsson og Hannes Þór Helgason, leikstjóri þáttanna um IceGuys voru gestir Lestarinnar í dag. Una María Magnúsdóttir, grafískur hönnuður, veltir fyrir sér letri, sérstöfum og bókakápum. Við förum í heimsókn í Bókina á Hverfisgötu og heyrum hvaða gömlu jólabækur seljast. Og hvort jólabókaflóðið nái inn fyrir dyr fornbókabúða.
12/18/202354 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Netflix-tölfræði, Mengi 10 ára, Dream Scenario rýni

Á dögunum gaf Netflix streymisveitan áhorfstölur út í fyrsta sinn. Hrafn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður, rýnir í Netflix-tölfræði eða skort á henni. Og við veltum því fyrir okkur hvers vegna það er svona erfitt að nálgast áhorfstölur eftir tilkomu streymisins. Kolbeinn Rastrick rýnir í nýja mynd frá framleiðslufyrirtækinu A24, myndina Dream Scenario í leikstjórn hins norska Kristoffer Borgli.
12/14/20230
Episode Artwork

Netflix-tölfræði, Mengi 10 ára, Dream Scenario rýni

Á dögunum gaf Netflix streymisveitan áhorfstölur út í fyrsta sinn. Hrafn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður, rýnir í Netflix-tölfræði eða skort á henni. Og við veltum því fyrir okkur hvers vegna það er svona erfitt að nálgast áhorfstölur eftir tilkomu streymisins. Kolbeinn Rastrick rýnir í nýja mynd frá framleiðslufyrirtækinu A24, myndina Dream Scenario í leikstjórn hins norska Kristoffer Borgli.
12/14/202352 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Leið 4

Við vörðum heilum degi um borð í leið 4, strætó sem keyrir úr Mjódd niður á Hlemm um Breiðholtið. Í dag heyrum við sögur fólks sem ferðaðist með vagninum síðastliðin föstudag. Strákur á leið að fá sér drekatattú, stuðningsfulltrúi á leið heim úr vinnu, Venesúelskur söngvari á leið til sálfræðings og danskur kökuskreytingameistari situr undir stýri.
12/13/20230
Episode Artwork

Leið 4

Við vörðum heilum degi um borð í leið 4, strætó sem keyrir úr Mjódd niður á Hlemm um Breiðholtið. Í dag heyrum við sögur fólks sem ferðaðist með vagninum síðastliðin föstudag. Strákur á leið að fá sér drekatattú, stuðningsfulltrúi á leið heim úr vinnu, Venesúelskur söngvari á leið til sálfræðings og danskur kökuskreytingameistari situr undir stýri.
12/13/202351 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Spólað til baka: Vídjóleigan kvödd

Á föstudag fóru Lóa og Kristján í strætó-rúnt með upptökutæki meðferðis. Hugmyndin var að ræða við farþega strætó, komast að því hvert þau væru að fara, hvaðan þau voru að koma. Meðan sá þáttur verður til rifjum við upp vídjóleiguþáttinn frá því í vor.
12/12/20230
Episode Artwork

Spólað til baka: Vídjóleigan kvödd

Á föstudag fóru Lóa og Kristján í strætó-rúnt með upptökutæki meðferðis. Hugmyndin var að ræða við farþega strætó, komast að því hvert þau væru að fara, hvaðan þau voru að koma. Meðan sá þáttur verður til rifjum við upp vídjóleiguþáttinn frá því í vor.
12/12/20230
Episode Artwork

Spólað til baka: Vídjóleigan kvödd

Á föstudag fóru Lóa og Kristján í strætó-rúnt með upptökutæki meðferðis. Hugmyndin var að ræða við farþega strætó, komast að því hvert þau væru að fara, hvaðan þau voru að koma. Meðan sá þáttur verður til rifjum við upp vídjóleiguþáttinn frá því í vor.
12/12/202356 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Glimmer sem mótmæli, jólatónlist, Andkristnihátið

Á föstudag létu mótmælendur rauðu glimmeri rigna yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra til að andmæla afstöðuleysi ríkisins gagnvart framferði Ísraelshers á Gaza. Við pælum í glimmeri, eggjum, skóm og öðrum hlutum sem mótmælendur hafa kastað í stjórnmálafólk í gegnum tíðina. Lestin er komin í jólaskap og ætlar að velta fyrir sér nýjum og sígildum jólalögum. Iceguys, Prettyboichocco og Laddi koma meðal annars við sögu. Þungarokkshátíðin Andkristni hefur farið fram í kringum jólin frá árinu 2000. Við ræðum við einn aðstandendanna, Viktor Árna Veigarsson, sem tekur þátt í skipulagningunni í fyrsta skipti ár.
12/11/20230
Episode Artwork

Glimmer sem mótmæli, jólatónlist, Andkristnihátið

Á föstudag létu mótmælendur rauðu glimmeri rigna yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra til að andmæla afstöðuleysi ríkisins gagnvart framferði Ísraelshers á Gaza. Við pælum í glimmeri, eggjum, skóm og öðrum hlutum sem mótmælendur hafa kastað í stjórnmálafólk í gegnum tíðina. Lestin er komin í jólaskap og ætlar að velta fyrir sér nýjum og sígildum jólalögum. Iceguys, Prettyboichocco og Laddi koma meðal annars við sögu. Þungarokkshátíðin Andkristni hefur farið fram í kringum jólin frá árinu 2000. Við ræðum við einn aðstandendanna, Viktor Árna Veigarsson, sem tekur þátt í skipulagningunni í fyrsta skipti ár.
12/11/202354 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Sniðgöngum Lestina!

Mikil umræða um sniðgöngu um þessar mundir í tengslum við framferði Ísraelshers á gaza undanfarnar vikur. Stuðningsfólk Palestínu hér á landi hefur reynt að beita þrýstingi á fólk, fyrirtæki og stofnanir til að sniðganga Ísrael eða þá sem styðja árásir ísraelska hersins á Gaza. Þessi krafa nær inn á nánast öll svið samfélagsins: menntakerfið, íþróttir og menningu. Við tileinkum Lestina í dag hugtakinu sniðganga. Við fáum sjónarhorn frá Kristínu Sveinsdóttur, Ásgeiri Brynjari Torfasyni, Tómasi Þór Þórðarsyni, Oddnýju Eir Ævarsdóttur og Boris Grebenschikov.
12/7/20230
Episode Artwork

Sniðgöngum Lestina!

Mikil umræða um sniðgöngu um þessar mundir í tengslum við framferði Ísraelshers á gaza undanfarnar vikur. Stuðningsfólk Palestínu hér á landi hefur reynt að beita þrýstingi á fólk, fyrirtæki og stofnanir til að sniðganga Ísrael eða þá sem styðja árásir ísraelska hersins á Gaza. Þessi krafa nær inn á nánast öll svið samfélagsins: menntakerfið, íþróttir og menningu. Við tileinkum Lestina í dag hugtakinu sniðganga. Við fáum sjónarhorn frá Kristínu Sveinsdóttur, Ásgeiri Brynjari Torfasyni, Tómasi Þór Þórðarsyni, Oddnýju Eir Ævarsdóttur og Boris Grebenschikov.
12/7/20230
Episode Artwork

Sniðgöngum Lestina!

Mikil umræða um sniðgöngu um þessar mundir í tengslum við framferði Ísraelshers á gaza undanfarnar vikur. Stuðningsfólk Palestínu hér á landi hefur reynt að beita þrýstingi á fólk, fyrirtæki og stofnanir til að sniðganga Ísrael eða þá sem styðja árásir ísraelska hersins á Gaza. Þessi krafa nær inn á nánast öll svið samfélagsins: menntakerfið, íþróttir og menningu. Við tileinkum Lestina í dag hugtakinu sniðganga. Við fáum sjónarhorn frá Kristínu Sveinsdóttur, Ásgeiri Brynjari Torfasyni, Tómasi Þór Þórðarsyni, Oddnýju Eir Ævarsdóttur og Boris Grebenschikov.
12/7/202354 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Ertu greindari en grunnskólabarn? rappað um þjóðarmorð, samísk tónlist

40% fimmtán ára nem­enda á Íslandi búa ekki yfir grunn­hæfni í lesskiln­ingi. Þetta kem­ur fram í niður­stöðum úr PISA-könn­un­inni 2022 sem voru birt­ar í dag. Hvað er OECD? Hvað er PISA? Af hverju fengum við svona lága einkun í PISA? Og hverju er það að kenna? Og hverja erum við að bera okkur saman við og af hverju? Við fáum nokkra Rúvara til að taka PISA-prófið umrædda. Katrín Helga Ólafsdóttir heldur áfram að fjalla um listir og menningu nágrannaþjóða okkar á Norðurslóðum. Að þessu sinni fjallar hún um samíska tónlist. Við heyrum líka um vinsælasta lagið í Ísrael þessa stundina, Charbu Darbu með dúettnum Ness og Stilla. Umfjöllunarefnið er hefnd og hernaður. ?Í landi þar sem tónlistarmenn hafa yfirleitt nálgast átökin með skarpri greiningu, þá er óþægilegt að sjá þennan stríðsæsingasöng á toppi vinsældalistans,? skrifar blaðamaður ísraelska fréttamiðilsins Forward. Aðrir hafa gengið lengra og sagt það hvetja til þjóðarmorðs.
12/6/20230
Episode Artwork

Ertu greindari en grunnskólabarn? rappað um þjóðarmorð, samísk tónlist

40% fimmtán ára nem­enda á Íslandi búa ekki yfir grunn­hæfni í lesskiln­ingi. Þetta kem­ur fram í niður­stöðum úr PISA-könn­un­inni 2022 sem voru birt­ar í dag. Hvað er OECD? Hvað er PISA? Af hverju fengum við svona lága einkun í PISA? Og hverju er það að kenna? Og hverja erum við að bera okkur saman við og af hverju? Við fáum nokkra Rúvara til að taka PISA-prófið umrædda. Katrín Helga Ólafsdóttir heldur áfram að fjalla um listir og menningu nágrannaþjóða okkar á Norðurslóðum. Að þessu sinni fjallar hún um samíska tónlist. Við heyrum líka um vinsælasta lagið í Ísrael þessa stundina, Charbu Darbu með dúettnum Ness og Stilla. Umfjöllunarefnið er hefnd og hernaður. ?Í landi þar sem tónlistarmenn hafa yfirleitt nálgast átökin með skarpri greiningu, þá er óþægilegt að sjá þennan stríðsæsingasöng á toppi vinsældalistans,? skrifar blaðamaður ísraelska fréttamiðilsins Forward. Aðrir hafa gengið lengra og sagt það hvetja til þjóðarmorðs.
12/6/202354 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Andkristur, hnignun Spotify, Valur fær loksins listamannalaun

Friedrich Nietzsche er einhver alræmdasti hugsuður vestrænnar nútímasögu og alltaf virðast nýjar kynslóðir heillast af skrifum þessa þýska heimspekings, fólk verður heltekið. Nú á dögunum kom út íslensk þýðing á bókinni Andkristur frá árinu 1888, bók með ógnvænlegan titil, bók sem er skrifuð af knýjandi þörf, jafnvel heift gagnvart kristinni trú, en líka djúpu innsæi og mannskilningi. Andkristur er með því síðasta sem kom frá Nietzsche en aðeins nokkrum mánuðum síðar fékk hann taugaáfall, missti vitið, veiktist á geði. Sigríður Þorgeirsdóttir mætir í Lestina og ræðir um Jesú Krist og Andkrist Nietzsches. Við ræðum við Val Gunnarsson rithöfund sem fékk ánægjuleg skilaboð í gær, en hann fær ritlaun í fyrsta skipti, eftir einhverja tvo áratugi af ritstörfum og sjö útgefnar bækur. Nýlega var tilkynnt um þriðju hópuppsögnina í ár hjá Spotify, framleiðslu virtra hlaðvarpa hefur verið hætt, og greiðslumódeli tónlistarfólks hefur verið breytt. Fyrirtækið virðist nú gera allt til að byrja að skila hagnaði. Við ræðum við Árna Matthíasson um hagnaðarvon og hnignun Spotify.
12/5/20230
Episode Artwork

Andkristur, hnignun Spotify, Valur fær loksins listamannalaun

Friedrich Nietzsche er einhver alræmdasti hugsuður vestrænnar nútímasögu og alltaf virðast nýjar kynslóðir heillast af skrifum þessa þýska heimspekings, fólk verður heltekið. Nú á dögunum kom út íslensk þýðing á bókinni Andkristur frá árinu 1888, bók með ógnvænlegan titil, bók sem er skrifuð af knýjandi þörf, jafnvel heift gagnvart kristinni trú, en líka djúpu innsæi og mannskilningi. Andkristur er með því síðasta sem kom frá Nietzsche en aðeins nokkrum mánuðum síðar fékk hann taugaáfall, missti vitið, veiktist á geði. Sigríður Þorgeirsdóttir mætir í Lestina og ræðir um Jesú Krist og Andkrist Nietzsches. Við ræðum við Val Gunnarsson rithöfund sem fékk ánægjuleg skilaboð í gær, en hann fær ritlaun í fyrsta skipti, eftir einhverja tvo áratugi af ritstörfum og sjö útgefnar bækur. Nýlega var tilkynnt um þriðju hópuppsögnina í ár hjá Spotify, framleiðslu virtra hlaðvarpa hefur verið hætt, og greiðslumódeli tónlistarfólks hefur verið breytt. Fyrirtækið virðist nú gera allt til að byrja að skila hagnaði. Við ræðum við Árna Matthíasson um hagnaðarvon og hnignun Spotify.
12/5/20230
Episode Artwork

Andkristur, hnignun Spotify, Valur fær loksins listamannalaun

Friedrich Nietzsche er einhver alræmdasti hugsuður vestrænnar nútímasögu og alltaf virðast nýjar kynslóðir heillast af skrifum þessa þýska heimspekings, fólk verður heltekið. Nú á dögunum kom út íslensk þýðing á bókinni Andkristur frá árinu 1888, bók með ógnvænlegan titil, bók sem er skrifuð af knýjandi þörf, jafnvel heift gagnvart kristinni trú, en líka djúpu innsæi og mannskilningi. Andkristur er með því síðasta sem kom frá Nietzsche en aðeins nokkrum mánuðum síðar fékk hann taugaáfall, missti vitið, veiktist á geði. Sigríður Þorgeirsdóttir mætir í Lestina og ræðir um Jesú Krist og Andkrist Nietzsches. Við ræðum við Val Gunnarsson rithöfund sem fékk ánægjuleg skilaboð í gær, en hann fær ritlaun í fyrsta skipti, eftir einhverja tvo áratugi af ritstörfum og sjö útgefnar bækur. Nýlega var tilkynnt um þriðju hópuppsögnina í ár hjá Spotify, framleiðslu virtra hlaðvarpa hefur verið hætt, og greiðslumódeli tónlistarfólks hefur verið breytt. Fyrirtækið virðist nú gera allt til að byrja að skila hagnaði. Við ræðum við Árna Matthíasson um hagnaðarvon og hnignun Spotify.
12/5/202355 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Audible, ættfræði, John Wilson, Ísraelsfáni á Breiðabliksvelli

Við ræðum leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv við Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamann. Hefði Breiðablik getað sniðgengið, hætt við, neitað að keppa? Og hvaða afleiðingar hefði það haft í för með sér? Og hvenær mega íþróttir og pólitík blandast, hvenær ekki? Eiríkur Guðmundsson fór í heimsókn í Skerjafjörðinn árið 2018 og ræddi við Odd F. Helgason, ættfræðing. Oddur og kona hans Unnur Björg Pálsdóttir féllu frá í vikunni, til stóð að fá Odd í Lestina, en við huggum okkur við þetta viðtal sem leyndist í kistu Ríkisútvarpsins. Kristján vill segja upp Audible áskriftinni sinni, en getur það ekki, sama hvað hann reynir. Og Hjalti Freyr Ragnarsson, tónlistarmaður og pistlahöfundur í Lestinni hefur sérstakan áhuga á sjónvarpsþáttunum How To With John Wilson. Þættirnir koma úr smiðju Bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar HBO og eru á mörkum þess að vera vídjólist og sjónvarp.
12/4/20230
Episode Artwork

Audible, ættfræði, John Wilson, Ísraelsfáni á Breiðabliksvelli

Við ræðum leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv við Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamann. Hefði Breiðablik getað sniðgengið, hætt við, neitað að keppa? Og hvaða afleiðingar hefði það haft í för með sér? Og hvenær mega íþróttir og pólitík blandast, hvenær ekki? Eiríkur Guðmundsson fór í heimsókn í Skerjafjörðinn árið 2018 og ræddi við Odd F. Helgason, ættfræðing. Oddur og kona hans Unnur Björg Pálsdóttir féllu frá í vikunni, til stóð að fá Odd í Lestina, en við huggum okkur við þetta viðtal sem leyndist í kistu Ríkisútvarpsins. Kristján vill segja upp Audible áskriftinni sinni, en getur það ekki, sama hvað hann reynir. Og Hjalti Freyr Ragnarsson, tónlistarmaður og pistlahöfundur í Lestinni hefur sérstakan áhuga á sjónvarpsþáttunum How To With John Wilson. Þættirnir koma úr smiðju Bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar HBO og eru á mörkum þess að vera vídjólist og sjónvarp.
12/4/20230
Episode Artwork

Audible, ættfræði, John Wilson, Ísraelsfáni á Breiðabliksvelli

Við ræðum leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv við Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamann. Hefði Breiðablik getað sniðgengið, hætt við, neitað að keppa? Og hvaða afleiðingar hefði það haft í för með sér? Og hvenær mega íþróttir og pólitík blandast, hvenær ekki? Eiríkur Guðmundsson fór í heimsókn í Skerjafjörðinn árið 2018 og ræddi við Odd F. Helgason, ættfræðing. Oddur og kona hans Unnur Björg Pálsdóttir féllu frá í vikunni, til stóð að fá Odd í Lestina, en við huggum okkur við þetta viðtal sem leyndist í kistu Ríkisútvarpsins. Kristján vill segja upp Audible áskriftinni sinni, en getur það ekki, sama hvað hann reynir. Og Hjalti Freyr Ragnarsson, tónlistarmaður og pistlahöfundur í Lestinni hefur sérstakan áhuga á sjónvarpsþáttunum How To With John Wilson. Þættirnir koma úr smiðju Bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar HBO og eru á mörkum þess að vera vídjólist og sjónvarp.
12/4/202354 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Ástir og örlög Napóleons, költmyndin Foxtrot, samísk tónlist

Við heyrum um költ-hasarmyndina Foxtrot frá árinu 1988, en það stendur til að dusta rykið af henni í Bíó Paradís um helgina. Kolbeinn Rastrick fjallar um stórmynd Ridleys Scott um franska keisarann Napóleon, eina umdeildustu persónu evrópskrar sögu. Pabbar og sagnfræðinördar hafa flykkst á myndina og eru mjög mishrifnir. Það hefur verið fundið að ýmsum sagnfræðilegum rangfærslum. En Kolbeinn skemmti sér ágætlega þó að myndin væri langt því frá gallalaus. Katrín Helga Ólafsdóttir, tónlistarkona, hefur í vetur fjallað um tónlist og menningu nokkurra nágrannaþjóða okkar í Lestinni. Grænlenska tónlistarhefð og færeysku grasrótarsenuna. Nú er komið að menningu og tónlist Sama í norður Skandinavíu.
11/30/20230
Episode Artwork

Ástir og örlög Napóleons, költmyndin Foxtrot, samísk tónlist

Við heyrum um költ-hasarmyndina Foxtrot frá árinu 1988, en það stendur til að dusta rykið af henni í Bíó Paradís um helgina. Kolbeinn Rastrick fjallar um stórmynd Ridleys Scott um franska keisarann Napóleon, eina umdeildustu persónu evrópskrar sögu. Pabbar og sagnfræðinördar hafa flykkst á myndina og eru mjög mishrifnir. Það hefur verið fundið að ýmsum sagnfræðilegum rangfærslum. En Kolbeinn skemmti sér ágætlega þó að myndin væri langt því frá gallalaus. Katrín Helga Ólafsdóttir, tónlistarkona, hefur í vetur fjallað um tónlist og menningu nokkurra nágrannaþjóða okkar í Lestinni. Grænlenska tónlistarhefð og færeysku grasrótarsenuna. Nú er komið að menningu og tónlist Sama í norður Skandinavíu.
11/30/20230
Episode Artwork

Ástir og örlög Napóleons, költmyndin Foxtrot, samísk tónlist

Við heyrum um költ-hasarmyndina Foxtrot frá árinu 1988, en það stendur til að dusta rykið af henni í Bíó Paradís um helgina. Kolbeinn Rastrick fjallar um stórmynd Ridleys Scott um franska keisarann Napóleon, eina umdeildustu persónu evrópskrar sögu. Pabbar og sagnfræðinördar hafa flykkst á myndina og eru mjög mishrifnir. Það hefur verið fundið að ýmsum sagnfræðilegum rangfærslum. En Kolbeinn skemmti sér ágætlega þó að myndin væri langt því frá gallalaus. Katrín Helga Ólafsdóttir, tónlistarkona, hefur í vetur fjallað um tónlist og menningu nokkurra nágrannaþjóða okkar í Lestinni. Grænlenska tónlistarhefð og færeysku grasrótarsenuna. Nú er komið að menningu og tónlist Sama í norður Skandinavíu.
11/30/202355 minutes
Episode Artwork

Inn í kvikuna á Grindvíkingum, Að hugsa á íslensku

Nú er byrjað að grafa ofan í sprungur í Grindavík, fólk er mætt til vinnu í fiskvinnslunni, bæjarbúar fá meiri tíma heima hjá sér og einhverjir eru farnir að hugsa um að jólaskreyta. Við höldum áfram að heyra hljóðdagbækur Grindvíkinga sem við höfum fylgt eftir í tæpar þrjár vikur eða alveg frá því því að bærinn var rýmdur 10. nóvember. Siggeir Ævarsson, Teresa Bangsa og Andrea Ævarsdóttir leyfa okkur að fylgjast með hversdeginum sínu. Fyrir fimmtíu árum birtist grein Þorsteins Gylfasonar, ?Að hugsa á íslenzku? sem þar sem hann skrifar meðal annars: ?Í fæstum orðum virðist mér eina vonin til þess að Íslendingur geti hugsað og skrifað yfirleitt vera sú að hann geti hugsað og skrifað á íslenzku.? Við ræðum við Loga Gunnarsson, prófessor í heimspeki við Háskólann í Potsdam í Þýskalandi, um þessa klassísku grein Þorsteins, um það að hugsa á íslensku, og það hvernig ensk tunga er farin að móta hugsun heimspekinga um allan heim.
11/29/20230
Episode Artwork

Inn í kvikuna á Grindvíkingum, Að hugsa á íslensku

Nú er byrjað að grafa ofan í sprungur í Grindavík, fólk er mætt til vinnu í fiskvinnslunni, bæjarbúar fá meiri tíma heima hjá sér og einhverjir eru farnir að hugsa um að jólaskreyta. Við höldum áfram að heyra hljóðdagbækur Grindvíkinga sem við höfum fylgt eftir í tæpar þrjár vikur eða alveg frá því því að bærinn var rýmdur 10. nóvember. Siggeir Ævarsson, Teresa Bangsa og Andrea Ævarsdóttir leyfa okkur að fylgjast með hversdeginum sínu. Fyrir fimmtíu árum birtist grein Þorsteins Gylfasonar, ?Að hugsa á íslenzku? sem þar sem hann skrifar meðal annars: ?Í fæstum orðum virðist mér eina vonin til þess að Íslendingur geti hugsað og skrifað yfirleitt vera sú að hann geti hugsað og skrifað á íslenzku.? Við ræðum við Loga Gunnarsson, prófessor í heimspeki við Háskólann í Potsdam í Þýskalandi, um þessa klassísku grein Þorsteins, um það að hugsa á íslensku, og það hvernig ensk tunga er farin að móta hugsun heimspekinga um allan heim.
11/29/202355 minutes
Episode Artwork

Rauða Serían ei meir, Kaupaekkertbúðin, skilti í iðnaðarhverfum

Rauða serían hættir að koma út eftir 38 ár af starfsemi og 2300 titla. Rósa Vestfjörð er konan á bakvið örlagasögurnar, ástarsögurnar og sjúkrasögurnar. Við kíkjum í heimsókn til hennar í Grafarvoginn. Una María Magnúsdóttir, grafískur hönnuður, fer með okkur í skoðunarleiðangur um iðnaðarhverfi á Höfuðborgarsvæðinu og rýnir í skiltin með okkur. Og að lokum fer Kristján Guðjónsson í Kaupaekkertbúðina, þar sem allt er til sölu, og ræðir við Elínu Elísabetu Einarsdóttur og Rán Flygenring, listakonur.
11/28/20230
Episode Artwork

Rauða Serían ei meir, Kaupaekkertbúðin, skilti í iðnaðarhverfum

Rauða serían hættir að koma út eftir 38 ár af starfsemi og 2300 titla. Rósa Vestfjörð er konan á bakvið örlagasögurnar, ástarsögurnar og sjúkrasögurnar. Við kíkjum í heimsókn til hennar í Grafarvoginn. Una María Magnúsdóttir, grafískur hönnuður, fer með okkur í skoðunarleiðangur um iðnaðarhverfi á Höfuðborgarsvæðinu og rýnir í skiltin með okkur. Og að lokum fer Kristján Guðjónsson í Kaupaekkertbúðina, þar sem allt er til sölu, og ræðir við Elínu Elísabetu Einarsdóttur og Rán Flygenring, listakonur.
11/28/20230
Episode Artwork

Rauða Serían ei meir, Kaupaekkertbúðin, skilti í iðnaðarhverfum

Rauða serían hættir að koma út eftir 38 ár af starfsemi og 2300 titla. Rósa Vestfjörð er konan á bakvið örlagasögurnar, ástarsögurnar og sjúkrasögurnar. Við kíkjum í heimsókn til hennar í Grafarvoginn. Una María Magnúsdóttir, grafískur hönnuður, fer með okkur í skoðunarleiðangur um iðnaðarhverfi á Höfuðborgarsvæðinu og rýnir í skiltin með okkur. Og að lokum fer Kristján Guðjónsson í Kaupaekkertbúðina, þar sem allt er til sölu, og ræðir við Elínu Elísabetu Einarsdóttur og Rán Flygenring, listakonur.
11/28/202355 minutes
Episode Artwork

Íslensk andlit til sýnis, asískar goðsögur, glataðar ljósmyndir

Kristínu Loftsdóttur mannfræðingi leiddist á safni á Kanaríeyjum þangað til hún kom auga á brjóstmyndir sem voru nokkuð kunnuglegar. Gipsafsteypur af Íslendingum og öðrum þjóðarbrotum endurspegla þá kynþáttahyggju sem var forsenda ofbeldis og rányrkju nýlenduveldavelda á 19. öld. Brjóstmyndirnar urðu kveikjan að rannsókn hennar og nýrri bók, Andlit til sýnis, sem er gefin út af Sögufélaginu. Við heyrum um aðra bók sem kemur út fyrir jólin. Goðsögur frá Kóreu og Japan inniheldur 10 goðsögur auk inngangs og skýringa sem setja sögurnar í samhengi við samfélag og menningu Kóreu og Japan. Við ræðum við aðstandendur bókarinnar, en ein þeirra er einmitt stödd í Suður-Kóreu við fornleifauppgröft. Helgi Grímur Hermannsson flytur sinn fyrsta pistil hér í Lestinni um minningar sem renna út í sjó, snjallsíma, samfélagsmiðla og ljósmyndir. ?Notkun ljósmynda á samfélagsmiðlum gerir augnablikið einnota og fljótlega ómerkilegt, miðillinn krefst þess að þú framleiðir meira. Og við njótum, eða innbyrðum öllu heldur, í einrúmi.? sagði Helgi Grímur.
11/27/20230
Episode Artwork

Íslensk andlit til sýnis, asískar goðsögur, glataðar ljósmyndir

Kristínu Loftsdóttur mannfræðingi leiddist á safni á Kanaríeyjum þangað til hún kom auga á brjóstmyndir sem voru nokkuð kunnuglegar. Gipsafsteypur af Íslendingum og öðrum þjóðarbrotum endurspegla þá kynþáttahyggju sem var forsenda ofbeldis og rányrkju nýlenduveldavelda á 19. öld. Brjóstmyndirnar urðu kveikjan að rannsókn hennar og nýrri bók, Andlit til sýnis, sem er gefin út af Sögufélaginu. Við heyrum um aðra bók sem kemur út fyrir jólin. Goðsögur frá Kóreu og Japan inniheldur 10 goðsögur auk inngangs og skýringa sem setja sögurnar í samhengi við samfélag og menningu Kóreu og Japan. Við ræðum við aðstandendur bókarinnar, en ein þeirra er einmitt stödd í Suður-Kóreu við fornleifauppgröft. Helgi Grímur Hermannsson flytur sinn fyrsta pistil hér í Lestinni um minningar sem renna út í sjó, snjallsíma, samfélagsmiðla og ljósmyndir. ?Notkun ljósmynda á samfélagsmiðlum gerir augnablikið einnota og fljótlega ómerkilegt, miðillinn krefst þess að þú framleiðir meira. Og við njótum, eða innbyrðum öllu heldur, í einrúmi.? sagði Helgi Grímur.
11/27/20230
Episode Artwork

Íslensk andlit til sýnis, asískar goðsögur, glataðar ljósmyndir

Kristínu Loftsdóttur mannfræðingi leiddist á safni á Kanaríeyjum þangað til hún kom auga á brjóstmyndir sem voru nokkuð kunnuglegar. Gipsafsteypur af Íslendingum og öðrum þjóðarbrotum endurspegla þá kynþáttahyggju sem var forsenda ofbeldis og rányrkju nýlenduveldavelda á 19. öld. Brjóstmyndirnar urðu kveikjan að rannsókn hennar og nýrri bók, Andlit til sýnis, sem er gefin út af Sögufélaginu. Við heyrum um aðra bók sem kemur út fyrir jólin. Goðsögur frá Kóreu og Japan inniheldur 10 goðsögur auk inngangs og skýringa sem setja sögurnar í samhengi við samfélag og menningu Kóreu og Japan. Við ræðum við aðstandendur bókarinnar, en ein þeirra er einmitt stödd í Suður-Kóreu við fornleifauppgröft. Helgi Grímur Hermannsson flytur sinn fyrsta pistil hér í Lestinni um minningar sem renna út í sjó, snjallsíma, samfélagsmiðla og ljósmyndir. ?Notkun ljósmynda á samfélagsmiðlum gerir augnablikið einnota og fljótlega ómerkilegt, miðillinn krefst þess að þú framleiðir meira. Og við njótum, eða innbyrðum öllu heldur, í einrúmi.? sagði Helgi Grímur.
11/27/202355 minutes
Episode Artwork

Sam Altman rekinn og ráðinn, Panflautuplata André 3000, Grindvíkingar

Mörgum aðdáendum rapparans brá í brún þegar þau tóku eftir því að ný plata André 3000 innihélt einungis panflaututónlist. Davíð Roach var einn þeirra, hann rýnir í plötuna New Blue Sun. Við förum yfir kaosið í tækniheiminum, brottrekstur og endurráðningu Sam Altman, forstjóra gervigreindarfyrirtækisins OpenAi. Og að lokum heyrum við hljóðdagbækur þriggja Grindvíkinga, þeirra Teresu Bangsa, Siggeirs Ævarssonar og Andreu Ævarsdóttur.
11/23/20230
Episode Artwork

Sam Altman rekinn og ráðinn, Panflautuplata André 3000, Grindvíkingar

Mörgum aðdáendum rapparans brá í brún þegar þau tóku eftir því að ný plata André 3000 innihélt einungis panflaututónlist. Davíð Roach var einn þeirra, hann rýnir í plötuna New Blue Sun. Við förum yfir kaosið í tækniheiminum, brottrekstur og endurráðningu Sam Altman, forstjóra gervigreindarfyrirtækisins OpenAi. Og að lokum heyrum við hljóðdagbækur þriggja Grindvíkinga, þeirra Teresu Bangsa, Siggeirs Ævarssonar og Andreu Ævarsdóttur.
11/23/202355 minutes
Episode Artwork

Þjóðarpúls Lóu, rapptextar sem sönnunargögn, sungið á ísl-ensku

Það er dimmt og það er ömurlegt veður. Það er kominn vetur og skammdegi. Lóa fer í Smáralindina og tekur púlsinn á þjóðinni. Er þunglyndið að hellast yfir fólk, eða er það bara farið að hlakka til jólanna? Í dómssal í Atlanta í Georgíuríki Bandaríkjanna er nú réttað yfir einum þekktasta rappara heims. 31 árs grammíverðlaunahafanum og íslandsvininum Yung Thug. Hann er kærður fyrir að standa fyrir skipulagðri glæpastarfsemi í glæpagenginu Young Slime Life. Rapparinn á að hafa notað metsölutónlist sína, útgáfufyrirtæki og samfélagsmiðla til að auglýsa gengið - sem er sakað um ótal glæpi, meðal annars þjófnað, ofbeldi, skotárásir, morð. Nú er tekist á hvort og þá hvernig megi nota textabrot úr lögum rapparans sem sönnunargögn í málinu. Við pælum í rapplögum og lögfræði. Sævar Andri Sigurðarson veltir fyrir sér af hverju við Íslendingar, sem skiljum og elskum að tala ensku, sækjumst ennþá frekar í tónlist á íslensku frekar en ensku. Af hverju listamenn sem notast við íslensku snerta frekar við hjartastrengjum almennings. Við spilum svo nýja and-sjókvíaeldisins frá Björk og Rosaliu.
11/22/20230
Episode Artwork

Þjóðarpúls Lóu, rapptextar sem sönnunargögn, sungið á ísl-ensku

Það er dimmt og það er ömurlegt veður. Það er kominn vetur og skammdegi. Lóa fer í Smáralindina og tekur púlsinn á þjóðinni. Er þunglyndið að hellast yfir fólk, eða er það bara farið að hlakka til jólanna? Í dómssal í Atlanta í Georgíuríki Bandaríkjanna er nú réttað yfir einum þekktasta rappara heims. 31 árs grammíverðlaunahafanum og íslandsvininum Yung Thug. Hann er kærður fyrir að standa fyrir skipulagðri glæpastarfsemi í glæpagenginu Young Slime Life. Rapparinn á að hafa notað metsölutónlist sína, útgáfufyrirtæki og samfélagsmiðla til að auglýsa gengið - sem er sakað um ótal glæpi, meðal annars þjófnað, ofbeldi, skotárásir, morð. Nú er tekist á hvort og þá hvernig megi nota textabrot úr lögum rapparans sem sönnunargögn í málinu. Við pælum í rapplögum og lögfræði. Sævar Andri Sigurðarson veltir fyrir sér af hverju við Íslendingar, sem skiljum og elskum að tala ensku, sækjumst ennþá frekar í tónlist á íslensku frekar en ensku. Af hverju listamenn sem notast við íslensku snerta frekar við hjartastrengjum almennings. Við spilum svo nýja and-sjókvíaeldisins frá Björk og Rosaliu.
11/22/202355 minutes
Episode Artwork

Hugtakið þjóðarmorð, hárkolla kjörin forseti, ný plata frá Ex.Girls

Javier Milei, el loco, el peluca, klikkhausinn og hárkollan, öfga-hægrimaður sem er nýliði í Argentínskum stjórnmálum bar sigur úr býtum í forsetakosningum í vikunni. Felix Woelflin, Argentínumaður búsettur á Íslandi, ræddi þessar niðurstöður við okkur. Davíð Roach rýnir í nýja plötu hljómsveitarinnar Ex.Girls, Verk. Stöðvið þjóðarmorðin, er ákall stuðningsfólks Palestínu. Við ræddum þetta hugtak, þjóðarmorð, við hernaðarsagnfræðinginn Erling Erlingsson.
11/21/20230
Episode Artwork

Hugtakið þjóðarmorð, hárkolla kjörin forseti, ný plata frá Ex.Girls

Javier Milei, el loco, el peluca, klikkhausinn og hárkollan, öfga-hægrimaður sem er nýliði í Argentínskum stjórnmálum bar sigur úr býtum í forsetakosningum í vikunni. Felix Woelflin, Argentínumaður búsettur á Íslandi, ræddi þessar niðurstöður við okkur. Davíð Roach rýnir í nýja plötu hljómsveitarinnar Ex.Girls, Verk. Stöðvið þjóðarmorðin, er ákall stuðningsfólks Palestínu. Við ræddum þetta hugtak, þjóðarmorð, við hernaðarsagnfræðinginn Erling Erlingsson.
11/21/202355 minutes
Episode Artwork

Afsagnir vegna Gaza, Grindavík í biðstöðu, best skrifaða hjónarifrildi

Við rýnum í myndina sem fékk Gullpálmann í Cannes í ár, Anatomie d'une chute, Anatomy of a Fall, sem mætti kannski þýða sem Fallið er hátt. Mynd eftir Justine Triet sem inniheldur mögulega best skrifaða hjónarifrildi kvikmyndasögunnar. Kolbeinn Rastrick segir frá. Við höldum áfram að heyra hljóðdagbækur Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín fyrir 10 dögum. Reiði, sobril, Skopp, körfubolti og gasmengun koma meðal annars við sögu.
11/20/20230
Episode Artwork

Afsagnir vegna Gaza, Grindavík í biðstöðu, best skrifaða hjónarifrildi

Við rýnum í myndina sem fékk Gullpálmann í Cannes í ár, Anatomie d'une chute, Anatomy of a Fall, sem mætti kannski þýða sem Fallið er hátt. Mynd eftir Justine Triet sem inniheldur mögulega best skrifaða hjónarifrildi kvikmyndasögunnar. Kolbeinn Rastrick segir frá. Við höldum áfram að heyra hljóðdagbækur Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín fyrir 10 dögum. Reiði, sobril, Skopp, körfubolti og gasmengun koma meðal annars við sögu. Afsagnir og uppsagnir í listheiminum eru ein birtingamynd átákanna á Gaza. Við förum yfir nokkrar afsagnir og uppsagnir sem hafa gerst í kjölfar yfirlýsinga listamanna eða fólks í menningargeiranum í Evrópu og Bandaríkjunum.
11/20/202355 minutes
Episode Artwork

Iceland Noir sniðgengin, Trúbadorinn Stella Haux, Drif á Lækjartorgi

Við förum yfir menningarátökin sem standa nú yfir í bókmenntaheiminum. Þar er verið að ræða hvort rithöfundar eigi að sniðganga Iceland Noir, glæpasagnahátíð í Reykjavík, vegna þátttöku Hillary Clinton, fyrrum forsetaframbjóðanda og fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á hátíðinni. Stríðið á Gaza og afstaða Hillary Clinton til vopnahlés er ástæðan fyrir því að nokkrir hafa ákveðið að taka ekki þátt í ár. Er bókmenntahátíð vettvangur fyrir pólitísk átök og er Hillary Clinton meira en bara umdeild? Á morgun hefði Stella Haux, Guðný Stella Hauksdóttir, orðið sjötug. Rauðsokka, verkalýðsbaráttukona, trúbador, Stella var eldheit baráttukona. Á morgun verður hennar minnst á tónleikum á Dillon, í tilefni sjötugsafmælisins. Dagný Krisjtánsdóttir, prófessor emerítus í Íslenskum nútímabókmenntum, var vinkona hennar. Hún kom í Lestina og sagði frá Stellu.
11/16/20230
Episode Artwork

Iceland Noir sniðgengin, Trúbadorinn Stella Haux, Drif á Lækjartorgi

Við förum yfir menningarátökin sem standa nú yfir í bókmenntaheiminum. Þar er verið að ræða hvort rithöfundar eigi að sniðganga Iceland Noir, glæpasagnahátíð í Reykjavík, vegna þátttöku Hillary Clinton, fyrrum forsetaframbjóðanda og fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á hátíðinni. Stríðið á Gaza og afstaða Hillary Clinton til vopnahlés er ástæðan fyrir því að nokkrir hafa ákveðið að taka ekki þátt í ár. Er bókmenntahátíð vettvangur fyrir pólitísk átök og er Hillary Clinton meira en bara umdeild? Á morgun hefði Stella Haux, Guðný Stella Hauksdóttir, orðið sjötug. Rauðsokka, verkalýðsbaráttukona, trúbador, Stella var eldheit baráttukona. Á morgun verður hennar minnst á tónleikum á Dillon, í tilefni sjötugsafmælisins. Dagný Krisjtánsdóttir, prófessor emerítus í Íslenskum nútímabókmenntum, var vinkona hennar. Hún kom í Lestina og sagði frá Stellu. Danstónlistarútvarpið Drif hefur haldið út metnaðarfulli dagskrá allar helgar frá því í sumar. Heimili stöðvarinnar er nú í Hljómturninum á Lækjartorgi en þar þeyta plötusnúðar skífum og streymt er beint frá turninum á Yotutube. Atli James, betur þekktur sem Jamesendir, tekur á móti okkur í Hljómturninum og segir frá Drifinu og stöðunni í íslensku raftónlistarlífi.
11/16/20230
Episode Artwork

Iceland Noir sniðgengin, Trúbadorinn Stella Haux, Drif á Lækjartorgi

Við förum yfir menningarátökin sem standa nú yfir í bókmenntaheiminum. Þar er verið að ræða hvort rithöfundar eigi að sniðganga Iceland Noir, glæpasagnahátíð í Reykjavík, vegna þátttöku Hillary Clinton, fyrrum forsetaframbjóðanda og fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á hátíðinni. Stríðið á Gaza og afstaða Hillary Clinton til vopnahlés er ástæðan fyrir því að nokkrir hafa ákveðið að taka ekki þátt í ár. Er bókmenntahátíð vettvangur fyrir pólitísk átök og er Hillary Clinton meira en bara umdeild? Á morgun hefði Stella Haux, Guðný Stella Hauksdóttir, orðið sjötug. Rauðsokka, verkalýðsbaráttukona, trúbador, Stella var eldheit baráttukona. Á morgun verður hennar minnst á tónleikum á Dillon, í tilefni sjötugsafmælisins. Dagný Krisjtánsdóttir, prófessor emerítus í Íslenskum nútímabókmenntum, var vinkona hennar. Hún kom í Lestina og sagði frá Stellu. Danstónlistarútvarpið Drif hefur haldið út metnaðarfulli dagskrá allar helgar frá því í sumar. Heimili stöðvarinnar er nú í Hljómturninum á Lækjartorgi en þar þeyta plötusnúðar skífum og streymt er beint frá turninum á Yotutube. Atli James, betur þekktur sem Jamesendir, tekur á móti okkur í Hljómturninum og segir frá Drifinu og stöðunni í íslensku raftónlistarlífi.
11/16/202355 minutes
Episode Artwork

Skilnaður

Það getur fylgt því ný sjálfsmynd að skilja, það myndast gapandi tóm, sorgin er talin annars flokks, við erum öll að fylgja ósýnilegu handriti. Við ræðum þetta og meira við sviðslistakonurnar Evu Rún Snorradóttur og Vilborgu Ólafsdóttur í Kviss Búmm Bang. Þær eru að hefja rannsóknarvinnu fyrir nýtt sjálfsævisögulegt verk sem fjallar um menningu og arfleið hjónabandsins - og ekki síst algengnan fylgifisk þess, skilnað. Svo rifjum við upp ástarrannsóknir, viðtal við hjónabandsráðgjafa og framsögur frá 1958, þar sem ástæðum hjónaskilnaða var velt fyrir sér. Það er bara eitt mál á dagskrá í Lestinni í dag, algengur fylgifiskur hjónabandsins, skilnaður.
11/15/20230
Episode Artwork

Skilnaður

Það getur fylgt því ný sjálfsmynd að skilja, það myndast gapandi tóm, sorgin er talin annars flokks, við erum öll að fylgja ósýnilegu handriti. Við ræðum þetta og meira við sviðslistakonurnar Evu Rún Snorradóttur og Vilborgu Ólafsdóttur í Kviss Búmm Bang. Þær eru að hefja rannsóknarvinnu fyrir nýtt sjálfsævisögulegt verk sem fjallar um menningu og arfleið hjónabandsins - og ekki síst algengnan fylgifisk þess, skilnað. Svo rifjum við upp ástarrannsóknir, viðtal við hjónabandsráðgjafa og framsögur frá 1958, þar sem ástæðum hjónaskilnaða var velt fyrir sér. Það er bara eitt mál á dagskrá í Lestinni í dag, algengur fylgifiskur hjónabandsins, skilnaður.
11/15/202355 minutes
Episode Artwork

Fimm mínútur í Grindavík, ljósmynd í útvarpi, sigurvíma eftir Skrekk

Við hittum fimm unglinga í Hagaskóla sem sigruðu Skrekk í gær. Þau eru í sigurvímu og ætla að halda hópinn eftir stífar Skrekksæfingar haustsins. Atriðið þeirra fjallaði um símafíkn og heitir 'Líttu upp, taktu eftir'. Við höldum áfram að heyra hljóðdagbækur Grindvíkinga, sem fengu að fara heim til sín í fimm mínútur í gær. Una María Magnúsdóttir, grafískur hönnuður, veltir því fyrir sér hvernig væri hægt að lýsa ljósmynd í útvarpi.
11/14/20230
Episode Artwork

Fimm mínútur í Grindavík, ljósmynd í útvarpi, sigurvíma eftir Skrekk

Við hittum fimm unglinga í Hagaskóla sem sigruðu Skrekk í gær. Þau eru í sigurvímu og ætla að halda hópinn eftir stífar Skrekksæfingar haustsins. Atriðið þeirra fjallaði um símafíkn og heitir 'Líttu upp, taktu eftir'. Við höldum áfram að heyra hljóðdagbækur Grindvíkinga, sem fengu að fara heim til sín í fimm mínútur í gær. Una María Magnúsdóttir, grafískur hönnuður, veltir því fyrir sér hvernig væri hægt að lýsa ljósmynd í útvarpi.
11/14/202355 minutes
Episode Artwork

Flóttafólk í eigin landi, fréttaljósmyndun, dauðarokk í Botsvana

Eftir nokkrar vikur af jarðskjálftum og gosóróa á Reykjanesi gáfu Almannavarnir út tilmæli til íbúa Grindavíkur, seint á föstudagskvöld, að rýma bæinn samstundis. Þar með urðu tæplega fjögur þúsund íbúar bæjarins að flóttafólki í eigin landi. Á þrjá daga hafa nokkrir Grindvíkingar skrásett fyrir okkur atburðarásina, hugsanir sínar og tilfinningar: Sigríður Gunnarsdóttir, Siggeir Ævarsson og Teresa Birna Björnsdótir, Teresa Bangsa. Þórdís Nadia Semichat pistlahöfundur fjallaði fyrir stuttu síðan um suður-afrísku tónlistarstefnuna Amapiano. Í dag fáum við að heyra um dauðametal frá Botswana. Í gær setti fréttaljósmyndarinn Kjartan Þorbjörnsson, Golli, færslu inn á samfélagsmiðla, þar sem hann talaði um hlutverk fréttaljósmyndara í tengslum við mögulegt eldgos í Grindavík. Við hringdum í hann og náðum honum á leið til Grindavíkur, og ræddum drónabann Samgöngustofu og aðgengi fréttaljósmyndara.
11/13/20230
Episode Artwork

Flóttafólk í eigin landi, fréttaljósmyndun, dauðarokk í Botsvana

Eftir nokkrar vikur af jarðskjálftum og gosóróa á Reykjanesi gáfu Almannavarnir út tilmæli til íbúa Grindavíkur, seint á föstudagskvöld, að rýma bæinn samstundis. Þar með urðu tæplega fjögur þúsund íbúar bæjarins að flóttafólki í eigin landi. Á þrjá daga hafa nokkrir Grindvíkingar skrásett fyrir okkur atburðarásina, hugsanir sínar og tilfinningar: Sigríður Gunnarsdóttir, Siggeir Ævarsson og Teresa Birna Björnsdótir, Teresa Bangsa. Þórdís Nadia Semichat pistlahöfundur fjallaði fyrir stuttu síðan um suður-afrísku tónlistarstefnuna Amapiano. Í dag fáum við að heyra um dauðametal frá Botswana. Í gær setti fréttaljósmyndarinn Kjartan Þorbjörnsson, Golli, færslu inn á samfélagsmiðla, þar sem hann talaði um hlutverk fréttaljósmyndara í tengslum við mögulegt eldgos í Grindavík. Við hringdum í hann og náðum honum á leið til Grindavíkur, og ræddum drónabann Samgöngustofu og aðgengi fréttaljósmyndara.
11/13/202355 minutes
Episode Artwork

Birdnoise, aðeins meira Airwaves, hasar í kennaraverkföllum

Hljómsveitin Sucks to be you nigel kom með krafti inn í reykvísku grasrótarrokksenuna fyrir tveimur árum með plötunni sinni Tína Blóm. Þetta var hrátt og unggæðingslegt pönk, gítarriff klippt út úr íslensku 80s pönk bylgjunni, og textarnir súrir og hressir brandarar um það að skera börn í tvennt, um þrána eftir raflost og ljót blóm. Fyrir hana fengu þau Kraumsverðlaunin og hlutu einnig viðurkenningu á tónlistarverðlaunum Reykjavík Grapevine. Á morgun kemur svo önnur plata sveitarinnar, Birdnoise, fugla-hávaði. En á þessari plötu hefur hljómsveitin tekið algjörlega nýja stefnu. Kristján Guðjónsson ræðir við meðlimi hljómsveitarinnar. Á dögunum kom út ný íslensk heimildarmynd um kennaraverkföllin á Íslandi fram að aldarmótum. Það er mikill hasar, nokkuð um útskýringar á efnhagslegum hugtökum og Ólafur Ragnar Grímsson útskýrir valdatengsl í Íslensku þjóðfélagi. Leikstjóri og annar handritshöfunda myndarinnar, Einar Þór Gunnlaugsson, ræðir efnistök myndarinnar. Katrín Helga Ólafsdóttir lýkur Airwaves-yfirferð Lestarinnar í ár.
11/9/20230
Episode Artwork

Birdnoise, aðeins meira Airwaves, hasar í kennaraverkföllum

Hljómsveitin Sucks to be you nigel kom með krafti inn í reykvísku grasrótarrokksenuna fyrir tveimur árum með plötunni sinni Tína Blóm. Þetta var hrátt og unggæðingslegt pönk, gítarriff klippt út úr íslensku 80s pönk bylgjunni, og textarnir súrir og hressir brandarar um það að skera börn í tvennt, um þrána eftir raflost og ljót blóm. Fyrir hana fengu þau Kraumsverðlaunin og hlutu einnig viðurkenningu á tónlistarverðlaunum Reykjavík Grapevine. Á morgun kemur svo önnur plata sveitarinnar, Birdnoise, fugla-hávaði. En á þessari plötu hefur hljómsveitin tekið algjörlega nýja stefnu. Kristján Guðjónsson ræðir við meðlimi hljómsveitarinnar. Á dögunum kom út ný íslensk heimildarmynd um kennaraverkföllin á Íslandi fram að aldarmótum. Það er mikill hasar, nokkuð um útskýringar á efnhagslegum hugtökum og Ólafur Ragnar Grímsson útskýrir valdatengsl í Íslensku þjóðfélagi. Leikstjóri og annar handritshöfunda myndarinnar, Einar Þór Gunnlaugsson, ræðir efnistök myndarinnar. Katrín Helga Ólafsdóttir lýkur Airwaves-yfirferð Lestarinnar í ár.
11/9/202355 minutes
Episode Artwork

Inspector Spacetime + Airwaves yfirferð

Þau Vaka Agnarsdóttir og Egill Gauti Sigurjónsson úr hljómsveitinni Inspector Spacetime verða lestarstjórar í þætti dagsins ásamt Lóu Björk. Tilefnið er útkoma nýrrar stuttskífu hljómsveitarinnar, Extravaganza, sem kemur út föstudaginn næstkomandi. Við frumflytjum tvö glæný lög með hljómsveitinni, drekkum kaffi og ræðum málin. Er Airwaves komin af léttasta skeiði, eða má hún muna fífil sinn fegurri, einhvern veginn þannig mætti þýði titil skoðanapistil sem birtist í Reykjavík Grapevine í gær. Pistillin er eftir Jón Trausta Sigurðarson, útgefanda og einn stofnenda tímaritsins, en þar rekur hann þróun hátíðarinnar frá frá því að hún var fyrst haldin árið 1999 og til dagsins í dag. Hann veltir fyrir sér æ eldri tónleikagestum, hugmyndafræðinni á bakvið val á tónlistarfólki, og uppröðun þeirra. Kristján ræddi við Jónda um Airwaves og greinina hans Is Iceland Airwaves Past its prime? Þau Katrín Helga Ólafsdóttir og Davíð Roach Gunnarsson voru útsendarar Lestarinnar á Airwaves í ár, við fáum að heyra þeirra yfirferð á hátíðinni í þætti dagsins.
11/8/20230
Episode Artwork

Inspector Spacetime + Airwaves yfirferð

Þau Vaka Agnarsdóttir og Egill Gauti Sigurjónsson úr hljómsveitinni Inspector Spacetime verða lestarstjórar í þætti dagsins ásamt Lóu Björk. Tilefnið er útkoma nýrrar stuttskífu hljómsveitarinnar, Extravaganza, sem kemur út föstudaginn næstkomandi. Við frumflytjum tvö glæný lög með hljómsveitinni, drekkum kaffi og ræðum málin. Er Airwaves komin af léttasta skeiði, eða má hún muna fífil sinn fegurri, einhvern veginn þannig mætti þýði titil skoðanapistil sem birtist í Reykjavík Grapevine í gær. Pistillin er eftir Jón Trausta Sigurðarson, útgefanda og einn stofnenda tímaritsins, en þar rekur hann þróun hátíðarinnar frá frá því að hún var fyrst haldin árið 1999 og til dagsins í dag. Hann veltir fyrir sér æ eldri tónleikagestum, hugmyndafræðinni á bakvið val á tónlistarfólki, og uppröðun þeirra. Kristján ræddi við Jónda um Airwaves og greinina hans Is Iceland Airwaves Past its prime? Þau Katrín Helga Ólafsdóttir og Davíð Roach Gunnarsson voru útsendarar Lestarinnar á Airwaves í ár, við fáum að heyra þeirra yfirferð á hátíðinni í þætti dagsins.
11/8/20230
Episode Artwork

Inspector Spacetime + Airwaves yfirferð

Þau Vaka Agnarsdóttir og Egill Gauti Sigurjónsson úr hljómsveitinni Inspector Spacetime verða lestarstjórar í þætti dagsins ásamt Lóu Björk. Tilefnið er útkoma nýrrar stuttskífu hljómsveitarinnar, Extravaganza, sem kemur út föstudaginn næstkomandi. Við frumflytjum tvö glæný lög með hljómsveitinni, drekkum kaffi og ræðum málin. Er Airwaves komin af léttasta skeiði, eða má hún muna fífil sinn fegurri, einhvern veginn þannig mætti þýði titil skoðanapistil sem birtist í Reykjavík Grapevine í gær. Pistillin er eftir Jón Trausta Sigurðarson, útgefanda og einn stofnenda tímaritsins, en þar rekur hann þróun hátíðarinnar frá frá því að hún var fyrst haldin árið 1999 og til dagsins í dag. Hann veltir fyrir sér æ eldri tónleikagestum, hugmyndafræðinni á bakvið val á tónlistarfólki, og uppröðun þeirra. Kristján ræddi við Jónda um Airwaves og greinina hans Is Iceland Airwaves Past its prime? Þau Katrín Helga Ólafsdóttir og Davíð Roach Gunnarsson voru útsendarar Lestarinnar á Airwaves í ár, við fáum að heyra þeirra yfirferð á hátíðinni í þætti dagsins.
11/8/202355 minutes
Episode Artwork

Gaza í story, Íslandsklisjur listafólks, The Blind Side

Lóa veltir fyrir hvort hún eigi að pósta eða sleppa því að pósta í story um stríð. Undanfarna þrjá áratugi hafa óvenjulega margir íslenskir popptónlistarmenn notið vinsælda utan landsteinana. Björk ruddi brautina og í kjölfarið komu hljómsveitir eins og Sigur Rós og Múm, seinna Of monsters and Men og Kaleo, og núna síðast Laufey. Þessum listamönnum hefur mörgum hverjum verið troðið inn í ákveðnar þjóðarklisjur en hafa líka notfært sér þær. Við spjöllum við Þorbjörg Daphne Hall og Nína Hjálmarsdóttir um þessar ímyndir Íslands og birtingarmyndir þeirra í samtímalistum. Chanel Björk Sturludóttir horfir aftur á eina af sínum uppáhaldsmyndum úr barnæsku, The Blind Side, i ljósi nýrra upplýsinga Myndin fjallar um hvíta fjölskyldu frá suðurríkjunum í Ameríku sem tekur ungan svartan mann, Michael Oher, og undir sinn verndarvæng og gera hann að yfirburðar íþróttamanni í amerískum fótbolta. Nú hefur Oher kvartað yfir því hvernig saga hans var misnotuð.
11/7/20230
Episode Artwork

Gaza í story, Íslandsklisjur listafólks, The Blind Side

Lóa veltir fyrir hvort hún eigi að pósta eða sleppa því að pósta í story um stríð. Undanfarna þrjá áratugi hafa óvenjulega margir íslenskir popptónlistarmenn notið vinsælda utan landsteinana. Björk ruddi brautina og í kjölfarið komu hljómsveitir eins og Sigur Rós og Múm, seinna Of monsters and Men og Kaleo, og núna síðast Laufey. Þessum listamönnum hefur mörgum hverjum verið troðið inn í ákveðnar þjóðarklisjur en hafa líka notfært sér þær. Við spjöllum við Þorbjörg Daphne Hall og Nína Hjálmarsdóttir um þessar ímyndir Íslands og birtingarmyndir þeirra í samtímalistum. Chanel Björk Sturludóttir horfir aftur á eina af sínum uppáhaldsmyndum úr barnæsku, The Blind Side, i ljósi nýrra upplýsinga Myndin fjallar um hvíta fjölskyldu frá suðurríkjunum í Ameríku sem tekur ungan svartan mann, Michael Oher, og undir sinn verndarvæng og gera hann að yfirburðar íþróttamanni í amerískum fótbolta. Nú hefur Oher kvartað yfir því hvernig saga hans var misnotuð.
11/7/202355 minutes
Episode Artwork

Af hverju styðja Íslendingar Palestínu?, tölvuleikjatónlist, AI-Lestin

Það er mánuður frá því að átök blossuðu aftur upp fyrir botni miðjarðarhafs þegar liðsmenn Hamas frömdu fjöldamorð á ísraelskum borgurum og tóku nokkur hundruð gísla sem margir hverjir eru enn í haldi. Í kjölfarið hefur Ísraelsher haldið úti fordæmalausum loftárásum á Gaza-svæðið, sprengt íbúðabyggingar, ráðist á flóttamannabúðir. Lokað er fyrir vatn og rafmagn og heilbrigðisstofnanir geta illa starfað. Tala látinna hækkar hratt og nálgast 10 þúsund. Um helgina fór fram fjölmennur fundur í Háskólabíói þar sem margir komu saman og lýstu yfir stuðningi við Palestínu. Stuðningur við málstað Palestínu virðist vera nokkuð mikill meðal íslensks almennings og mörgum blöskrar að Ísland hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu í Sameinuðu þjóðunum þar sem kosið var um ályktun um vopnahlé á svæðinu. Sveinn Rúnar Hauksson mætir og ræðir afstöðu Íslendinga til Ísrael og Palestínu, bæði meðal almennings og stjórnvalda. Tengsl tölvuleikja og jungle-tónlistar eru meiri en marga grunar. Jungle var gríðarlega oft hluti af hljóðmynd tölvuleikja frá árunum 1995-2005. Og tveimur áratugum síðar njóta handvalin mix af þess konar tónlist mikilla vinsælda á Youtube. Hjalti Freyr Ragnarsson pælir í þessum óvæntu tengslum jungle og tölvuleikja. Við endurflytjum líka fyrsta þáttinn í seríunni Gervigreindar-Lestin sem við sendum út í sumar - ævintýralegt ferðalag Kristjáns og Lóu í tilraun til að gera fyrsta gervigreindarsmíðaða útvarpsþátt Íslandssögunnar.
11/6/20230
Episode Artwork

Af hverju styðja Íslendingar Palestínu?, tölvuleikjatónlist, AI-Lestin

Það er mánuður frá því að átök blossuðu aftur upp fyrir botni miðjarðarhafs þegar liðsmenn Hamas frömdu fjöldamorð á ísraelskum borgurum og tóku nokkur hundruð gísla sem margir hverjir eru enn í haldi. Í kjölfarið hefur Ísraelsher haldið úti fordæmalausum loftárásum á Gaza-svæðið, sprengt íbúðabyggingar, ráðist á flóttamannabúðir. Lokað er fyrir vatn og rafmagn og heilbrigðisstofnanir geta illa starfað. Tala látinna hækkar hratt og nálgast 10 þúsund. Um helgina fór fram fjölmennur fundur í Háskólabíói þar sem margir komu saman og lýstu yfir stuðningi við Palestínu. Stuðningur við málstað Palestínu virðist vera nokkuð mikill meðal íslensks almennings og mörgum blöskrar að Ísland hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu í Sameinuðu þjóðunum þar sem kosið var um ályktun um vopnahlé á svæðinu. Sveinn Rúnar Hauksson mætir og ræðir afstöðu Íslendinga til Ísrael og Palestínu, bæði meðal almennings og stjórnvalda. Tengsl tölvuleikja og jungle-tónlistar eru meiri en marga grunar. Jungle var gríðarlega oft hluti af hljóðmynd tölvuleikja frá árunum 1995-2005. Og tveimur áratugum síðar njóta handvalin mix af þess konar tónlist mikilla vinsælda á Youtube. Hjalti Freyr Ragnarsson pælir í þessum óvæntu tengslum jungle og tölvuleikja. Við endurflytjum líka fyrsta þáttinn í seríunni Gervigreindar-Lestin sem við sendum út í sumar - ævintýralegt ferðalag Kristjáns og Lóu í tilraun til að gera fyrsta gervigreindarsmíðaða útvarpsþátt Íslandssögunnar.
11/6/20230
Episode Artwork

Af hverju styðja Íslendingar Palestínu?, tölvuleikjatónlist, AI-Lestin

Það er mánuður frá því að átök blossuðu aftur upp fyrir botni miðjarðarhafs þegar liðsmenn Hamas frömdu fjöldamorð á ísraelskum borgurum og tóku nokkur hundruð gísla sem margir hverjir eru enn í haldi. Í kjölfarið hefur Ísraelsher haldið úti fordæmalausum loftárásum á Gaza-svæðið, sprengt íbúðabyggingar, ráðist á flóttamannabúðir. Lokað er fyrir vatn og rafmagn og heilbrigðisstofnanir geta illa starfað. Tala látinna hækkar hratt og nálgast 10 þúsund. Um helgina fór fram fjölmennur fundur í Háskólabíói þar sem margir komu saman og lýstu yfir stuðningi við Palestínu. Stuðningur við málstað Palestínu virðist vera nokkuð mikill meðal íslensks almennings og mörgum blöskrar að Ísland hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu í Sameinuðu þjóðunum þar sem kosið var um ályktun um vopnahlé á svæðinu. Sveinn Rúnar Hauksson mætir og ræðir afstöðu Íslendinga til Ísrael og Palestínu, bæði meðal almennings og stjórnvalda. Tengsl tölvuleikja og jungle-tónlistar eru meiri en marga grunar. Jungle var gríðarlega oft hluti af hljóðmynd tölvuleikja frá árunum 1995-2005. Og tveimur áratugum síðar njóta handvalin mix af þess konar tónlist mikilla vinsælda á Youtube. Hjalti Freyr Ragnarsson pælir í þessum óvæntu tengslum jungle og tölvuleikja. Við endurflytjum líka fyrsta þáttinn í seríunni Gervigreindar-Lestin sem við sendum út í sumar - ævintýralegt ferðalag Kristjáns og Lóu í tilraun til að gera fyrsta gervigreindarsmíðaða útvarpsþátt Íslandssögunnar.
11/6/202355 minutes
Episode Artwork

Dúskhúfuklæddir kanar eru mættir á Airwaves, nýja Scorcese-myndin

Þátturinn verður að miklu leyti tekinn undir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem hefst formlega í dag. Þriggja daga tónlistarhátíð í miðborg reykjavíkur. Við fáum til okkur tvær tónlistarkonur sem spila á hátíðinni í ár, Sölku Valsdóttur úr Cyber og Neonme, og Brynhildi Karlsdóttur úr Kvikindi. Þær ræða um bransa speed-dating, að spila á tónleikum með smábarn, og það að sleikja svitann af bringunni á bassaleikaranum í Vintage Caravan. Við kíkjum lika niður i Kolaport þar sem gestir eru byrjaðir að sækja armböndin sín. Þar rekumst við á Sindra Ástmarsson, dagskrárstjóra hátíðarinnar, hollenska aðdáendur Árnýjar Margrétar og nokkra dúskhúfklædda ameríkana - flesta frá Denver í Colorado. Undir lok þáttar rýnir Kolbeinn Rastrick í nýja kvikmynd Martins Scorcese, Killers of the flower moon.
11/2/20230
Episode Artwork

Dúskhúfuklæddir kanar eru mættir á Airwaves, nýja Scorcese-myndin

Þátturinn verður að miklu leyti tekinn undir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem hefst formlega í dag. Þriggja daga tónlistarhátíð í miðborg reykjavíkur. Við fáum til okkur tvær tónlistarkonur sem spila á hátíðinni í ár, Sölku Valsdóttur úr Cyber og Neonme, og Brynhildi Karlsdóttur úr Kvikindi. Þær ræða um bransa speed-dating, að spila á tónleikum með smábarn, og það að sleikja svitann af bringunni á bassaleikaranum í Vintage Caravan. Við kíkjum lika niður i Kolaport þar sem gestir eru byrjaðir að sækja armböndin sín. Þar rekumst við á Sindra Ástmarsson, dagskrárstjóra hátíðarinnar, hollenska aðdáendur Árnýjar Margrétar og nokkra dúskhúfklædda ameríkana - flesta frá Denver í Colorado. Undir lok þáttar rýnir Kolbeinn Rastrick í nýja kvikmynd Martins Scorcese, Killers of the flower moon.
11/2/202355 minutes
Episode Artwork

Dýrlingurinn Séra Friðrik, Skagamenn skoramörkin, Radar

Við kíkjum á nýjan klúbb sem opnar á morgun í Reykjavík. Staðurinn Radar opnar þar sem skemmtistaðurinn Húrra var áður til húsa. Á Radar verður áherslan á raftónlist, Séra Friðrik Friðriksson, stofandi KFUM og KFUK , er í hálfgerðri dýrlingatölu á Íslandi. Við ræðum við Jón Karl Helgason um eðli og tilgang dýrlinga, en bókin hans Ódáinsakur frá árinu 2013 fjallar um helgifestu þjóðardýrlinga. Heimildaþættirnir Skaginn fjalla um eitt besta fótboltalið íslandssögunnar. Handritshöfundur þáttanna, bolvíska stálið, Kristján Jónsson, kom og ræddi um þættina og vinsældir heimildaþátta um íþróttafólk og afrek þeirra.
11/1/20230
Episode Artwork

Dýrlingurinn Séra Friðrik, Skagamenn skoramörkin, Radar

Við kíkjum á nýjan klúbb sem opnar á morgun í Reykjavík. Staðurinn Radar opnar þar sem skemmtistaðurinn Húrra var áður til húsa. Á Radar verður áherslan á raftónlist, Séra Friðrik Friðriksson, stofandi KFUM og KFUK , er í hálfgerðri dýrlingatölu á Íslandi. Við ræðum við Jón Karl Helgason um eðli og tilgang dýrlinga, en bókin hans Ódáinsakur frá árinu 2013 fjallar um helgifestu þjóðardýrlinga. Heimildaþættirnir Skaginn fjalla um eitt besta fótboltalið íslandssögunnar. Handritshöfundur þáttanna, bolvíska stálið, Kristján Jónsson, kom og ræddi um þættina og vinsældir heimildaþátta um íþróttafólk og afrek þeirra.
11/1/20230
Episode Artwork

Dýrlingurinn Séra Friðrik, Skagamenn skoramörkin, Radar

Við kíkjum á nýjan klúbb sem opnar á morgun í Reykjavík. Staðurinn Radar opnar þar sem skemmtistaðurinn Húrra var áður til húsa. Á Radar verður áherslan á raftónlist, Séra Friðrik Friðriksson, stofandi KFUM og KFUK , er í hálfgerðri dýrlingatölu á Íslandi. Við ræðum við Jón Karl Helgason um eðli og tilgang dýrlinga, en bókin hans Ódáinsakur frá árinu 2013 fjallar um helgifestu þjóðardýrlinga. Heimildaþættirnir Skaginn fjalla um eitt besta fótboltalið íslandssögunnar. Handritshöfundur þáttanna, bolvíska stálið, Kristján Jónsson, kom og ræddi um þættina og vinsældir heimildaþátta um íþróttafólk og afrek þeirra.
11/1/202355 minutes
Episode Artwork

Rauða borðið X Lestin

Lestin er ekki eini þátturinn sem fagnar um þessar mundir. Rauða Borðið, viðtalsþáttur Gunnars Smára Egilssonar á Samstöðinni, hefur núna verið sent út 500 sinnum. Lóa heimsótti Gunnar Smára en hann hafði ekki tíma til að koma í viðtal nema hann mætti taka viðtal við Lóu um leið. Og þannig sameinuðust Lestin og Rauða borðið. Við fáum pistil frá Katrínu Helgu Ólafsdóttur, tónlistarkonunni K.óla, sem heldur áfram að fjalla um tónlistarsenurnar í löndunum í kringum okkur. Hún hefur kynnt okkur fyrir færeysku senunni, en nú færir hún sig til okkar næstu nágranna, Grænlendinga. Þetta er annar pistill af tveimur um grænlenska tónlistarlífið. Við kynnum til leiks nýjan pistlahöfund hér í Lestinni, Sigríður Þóra Flygenring er 24 ára grafiskur hönnuður, og hún er ekki bara með hugan við internetið heldur líka líkamann. Í sínum fyrsta pistli í Lestinni veltir hún fyrir sér hvað verður um líkamann þegar við förum á netið.
10/31/20230
Episode Artwork

Rauða borðið X Lestin

Lestin er ekki eini þátturinn sem fagnar um þessar mundir. Rauða Borðið, viðtalsþáttur Gunnars Smára Egilssonar á Samstöðinni, hefur núna verið sent út 500 sinnum. Lóa heimsótti Gunnar Smára en hann hafði ekki tíma til að koma í viðtal nema hann mætti taka viðtal við Lóu um leið. Og þannig sameinuðust Lestin og Rauða borðið. Við fáum pistil frá Katrínu Helgu Ólafsdóttur, tónlistarkonunni K.óla, sem heldur áfram að fjalla um tónlistarsenurnar í löndunum í kringum okkur. Hún hefur kynnt okkur fyrir færeysku senunni, en nú færir hún sig til okkar næstu nágranna, Grænlendinga. Þetta er annar pistill af tveimur um grænlenska tónlistarlífið. Við kynnum til leiks nýjan pistlahöfund hér í Lestinni, Sigríður Þóra Flygenring er 24 ára grafiskur hönnuður, og hún er ekki bara með hugan við internetið heldur líka líkamann. Í sínum fyrsta pistli í Lestinni veltir hún fyrir sér hvað verður um líkamann þegar við förum á netið.
10/31/20230
Episode Artwork

Rauða borðið X Lestin

Lestin er ekki eini þátturinn sem fagnar um þessar mundir. Rauða Borðið, viðtalsþáttur Gunnars Smára Egilssonar á Samstöðinni, hefur núna verið sent út 500 sinnum. Lóa heimsótti Gunnar Smára en hann hafði ekki tíma til að koma í viðtal nema hann mætti taka viðtal við Lóu um leið. Og þannig sameinuðust Lestin og Rauða borðið. Við fáum pistil frá Katrínu Helgu Ólafsdóttur, tónlistarkonunni K.óla, sem heldur áfram að fjalla um tónlistarsenurnar í löndunum í kringum okkur. Hún hefur kynnt okkur fyrir færeysku senunni, en nú færir hún sig til okkar næstu nágranna, Grænlendinga. Þetta er annar pistill af tveimur um grænlenska tónlistarlífið. Við kynnum til leiks nýjan pistlahöfund hér í Lestinni, Sigríður Þóra Flygenring er 24 ára grafiskur hönnuður, og hún er ekki bara með hugan við internetið heldur líka líkamann. Í sínum fyrsta pistli í Lestinni veltir hún fyrir sér hvað verður um líkamann þegar við förum á netið.
10/31/202355 minutes
Episode Artwork

Lestarfestival í þúsundasta Lestarþættinum

Lestin brunar af stað í þúsundasta skipti. Lestarþáttur númer nákvæmlega eitt þúsund. Um það bil 55 þúsund mínútum af Lest hefur verið útvarpað hérna á Rás 1, 916 klukkutímar, rúmlega 38 dagar af Kanye West, Netflix, gervigreind, Hegel, Húgó, MeToo, mannöldinni, uppistandi, raunveruleikasjónvarpi, samfélagsmiðlum, poppi og pólitík. Að þessu tilefni höldum við hátíð, litla sjálfshátíð eðða Lestarfestival. Við bjóðum gömlum vinum í partý og gerum það sem fólk gerir í öllum góðum partýum, förum í spurningaleik. Til okkar koma Þröstur Helgason, fyrrverandi dagskrárstjóri Rásar 1, og Anna Marsibil Clausen, ritjstóri hlaðvarpa á Ríkisútvarpinu og fyrrum Lestarstjóri. Við heyrum brot úr gömlum þáttum.
10/30/20230
Episode Artwork

Lestarfestival í þúsundasta Lestarþættinum

Lestin brunar af stað í þúsundasta skipti. Lestarþáttur númer nákvæmlega eitt þúsund. Um það bil 55 þúsund mínútum af Lest hefur verið útvarpað hérna á Rás 1, 916 klukkutímar, rúmlega 38 dagar af Kanye West, Netflix, gervigreind, Hegel, Húgó, MeToo, mannöldinni, uppistandi, raunveruleikasjónvarpi, samfélagsmiðlum, poppi og pólitík. Að þessu tilefni höldum við hátíð, litla sjálfshátíð eðða Lestarfestival. Við bjóðum gömlum vinum í partý og gerum það sem fólk gerir í öllum góðum partýum, förum í spurningaleik. Til okkar koma Þröstur Helgason, fyrrverandi dagskrárstjóri Rásar 1, og Anna Marsibil Clausen, ritjstóri hlaðvarpa á Ríkisútvarpinu og fyrrum Lestarstjóri. Við heyrum brot úr gömlum þáttum.
10/30/202355 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Markaðssnillingurinn Taylor Swift, Grænlenska tónlistarsenan, barnabíó

Nýjasta tónleikaferð bandarísku poppsöngkonunnar Taylor Swift er nú þegar komin í sögubækur tónlistariðnaðarins. Tekjuhæsta tónleikaferð konu frá upphafi og hún verður að öllum líkindum tekjuhæsta tónleikaferð allra tíma, óháð kyni tónlistarmanns. Kvikmynd unnin upp úr tónleikum hennar í Inglewood, í Kaliforníu í ágúst er orðin vinsælasta tónleikakvikmynd allra tíma. Eldheitir aðdáendur, Swifties, um allan heim, meðal annars hér á Íslandi, flykkjast á myndina, skreyttir glitrandi gervidemöntum og vinaböndum, og öskursyngja með einni allra stærstu poppstjörnu samtímans. Í Lestinni í dag ætlum við ekki að sökkva okkur í lögin eða textana heldur að rýna í markaðsvélina sem hefur spilað stóran þátt í velgengi Taylor Swift með Eydísi Blöndal. Við höldum í ferðalag um tónlistarsenuna í okkar næsta nágrannalandi, Grænlandi. Þar rekumst við meðal annars á sleðahunda, mosuxa, lengsta orð grænlensku og rokksveitin Sumé. Leiðsögumaður okkar er tónlistarkonan Katrín Helga Ólafsdóttir. Ef þú hefur ekki séð Duggholufólkið þá hefur þú ekki lifað, segir Hrönn Sveinsdóttir, en þessi sígilda barnamynd sem gagnrýndi snjallsímafíkn fyrir tíma snjallsímans er ein af þeim sem verður sýnd á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð í Reykjavík. Við hringjum í Bíó Paradís og heyrum um hátíðina.
10/26/20230
Episode Artwork

Markaðssnillingurinn Taylor Swift, Grænlenska tónlistarsenan, barnabíó

Nýjasta tónleikaferð bandarísku poppsöngkonunnar Taylor Swift er nú þegar komin í sögubækur tónlistariðnaðarins. Tekjuhæsta tónleikaferð konu frá upphafi og hún verður að öllum líkindum tekjuhæsta tónleikaferð allra tíma, óháð kyni tónlistarmanns. Kvikmynd unnin upp úr tónleikum hennar í Inglewood, í Kaliforníu í ágúst er orðin vinsælasta tónleikakvikmynd allra tíma. Eldheitir aðdáendur, Swifties, um allan heim, meðal annars hér á Íslandi, flykkjast á myndina, skreyttir glitrandi gervidemöntum og vinaböndum, og öskursyngja með einni allra stærstu poppstjörnu samtímans. Í Lestinni í dag ætlum við ekki að sökkva okkur í lögin eða textana heldur að rýna í markaðsvélina sem hefur spilað stóran þátt í velgengi Taylor Swift með Eydísi Blöndal. Við höldum í ferðalag um tónlistarsenuna í okkar næsta nágrannalandi, Grænlandi. Þar rekumst við meðal annars á sleðahunda, mosuxa, lengsta orð grænlensku og rokksveitin Sumé. Leiðsögumaður okkar er tónlistarkonan Katrín Helga Ólafsdóttir. Ef þú hefur ekki séð Duggholufólkið þá hefur þú ekki lifað, segir Hrönn Sveinsdóttir, en þessi sígilda barnamynd sem gagnrýndi snjallsímafíkn fyrir tíma snjallsímans er ein af þeim sem verður sýnd á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð í Reykjavík. Við hringjum í Bíó Paradís og heyrum um hátíðina.
10/26/202353 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Niðurgangur samfélagsmiðla, ný plata Hipsumhaps, Amapiano-tónlist

10/25/20230
Episode Artwork

Niðurgangur samfélagsmiðla, ný plata Hipsumhaps, Amapiano-tónlist

10/25/20230
Episode Artwork

Niðurgangur samfélagsmiðla, ný plata Hipsumhaps, Amapiano-tónlist

Við rýnum í hugtakið Enshittification sem er eitt af orðum ársins í tæknigeiranum. Davíð Roach rýnir í nýja plötu Hipsumhaps og Þórdís Nadia Semichat segir frá suðurafrísku danstónlistarstefnunni Amapiano
10/25/202351 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Tómur þáttur vegna kvennaverkfalls (+ græn landamæri)

Fjölmargar konur leggja niður störf í dag 24. október í kvennaverkfalli. Lestin er því fáliðuð í dag. Við höfum ekki einu sinni mannskap í að skrifa kynningartexta. Kristján þarf að sinna barnavaktinni en Kolbeinn Rastrick mætir og rýnir í pólsku myndina Grænu landamærin. Og svo spilum við tónlist eftir konur og kvára.
10/24/20230
Episode Artwork

Tómur þáttur vegna kvennaverkfalls (+ græn landamæri)

Fjölmargar konur leggja niður störf í dag 24. október í kvennaverkfalli. Lestin er því fáliðuð í dag. Við höfum ekki einu sinni mannskap í að skrifa kynningartexta. Kristján þarf að sinna barnavaktinni en Kolbeinn Rastrick mætir og rýnir í pólsku myndina Grænu landamærin. Og svo spilum við tónlist eftir konur og kvára.
10/24/202355 minutes
Episode Artwork

Foreldrar elska Blæju, Afi rússneskrar rokktónlistar, stafræn upprisa

Það er stór stund í Lestinni í dag. Kristján fær loksins að hitta átrúnaðargoð sitt, rússneska rokktónlistarmanninn Boris Grebenshchikov úr hljómsveitinni Aquarium. Boris, sem hefur verið kallaður afi rússneskrar rokktónlistar eða hinn sovéski Bob Dylan, er nú í útlegð eftir að hafa talað gegn stríðinu í Úkraínu og hefur verið settur á lista Putins yfir erlenda útsendara. Við ræðum rokk og pólitík við eina mestu goðsögn rússneskrar rokktónlistarsögu. Ástralski hundurinn Bluey, eða Blæja á íslensku, nýtur mikilla vinsælda meðal barna í dag. En það eru ekki síður foreldrarnir sem elska sjónvarpsþættina. Anna Marsibil Clausen rýnir í snilldina við Blæju og útskýrir af hverju þetta er besta barnaefnið í sjónvarpinu í dag. Í nútímanum býðst fólki að eiga stafrænt framhaldslíf. Ættingjar geta varðveitt einkenni ástvina eins og rödd, útlit og persónuleika inn í eilífiðina. Þetta er meðal þess sem María Guðjohnsen skoðar í nýrri sýningu í gallerí Þulu, Stafrænt framhaldslíf. Júlía Margrét Einarsdóttir kíkir við og spjallar við Maríu.
10/23/20230
Episode Artwork

Foreldrar elska Blæju, Afi rússneskrar rokktónlistar, stafræn upprisa

Það er stór stund í Lestinni í dag. Kristján fær loksins að hitta átrúnaðargoð sitt, rússneska rokktónlistarmanninn Boris Grebenshchikov úr hljómsveitinni Aquarium. Boris, sem hefur verið kallaður afi rússneskrar rokktónlistar eða hinn sovéski Bob Dylan, er nú í útlegð eftir að hafa talað gegn stríðinu í Úkraínu og hefur verið settur á lista Putins yfir erlenda útsendara. Við ræðum rokk og pólitík við eina mestu goðsögn rússneskrar rokktónlistarsögu. Ástralski hundurinn Bluey, eða Blæja á íslensku, nýtur mikilla vinsælda meðal barna í dag. En það eru ekki síður foreldrarnir sem elska sjónvarpsþættina. Anna Marsibil Clausen rýnir í snilldina við Blæju og útskýrir af hverju þetta er besta barnaefnið í sjónvarpinu í dag. Í nútímanum býðst fólki að eiga stafrænt framhaldslíf. Ættingjar geta varðveitt einkenni ástvina eins og rödd, útlit og persónuleika inn í eilífiðina. Þetta er meðal þess sem María Guðjohnsen skoðar í nýrri sýningu í gallerí Þulu, Stafrænt framhaldslíf. Júlía Margrét Einarsdóttir kíkir við og spjallar við Maríu.
10/23/20230
Episode Artwork

Foreldrar elska Blæju, Afi rússneskrar rokktónlistar, stafræn upprisa

Það er stór stund í Lestinni í dag. Kristján fær loksins að hitta átrúnaðargoð sitt, rússneska rokktónlistarmanninn Boris Grebenshchikov úr hljómsveitinni Aquarium. Boris, sem hefur verið kallaður afi rússneskrar rokktónlistar eða hinn sovéski Bob Dylan, er nú í útlegð eftir að hafa talað gegn stríðinu í Úkraínu og hefur verið settur á lista Putins yfir erlenda útsendara. Við ræðum rokk og pólitík við eina mestu goðsögn rússneskrar rokktónlistarsögu. Ástralski hundurinn Bluey, eða Blæja á íslensku, nýtur mikilla vinsælda meðal barna í dag. En það eru ekki síður foreldrarnir sem elska sjónvarpsþættina. Anna Marsibil Clausen rýnir í snilldina við Blæju og útskýrir af hverju þetta er besta barnaefnið í sjónvarpinu í dag. Í nútímanum býðst fólki að eiga stafrænt framhaldslíf. Ættingjar geta varðveitt einkenni ástvina eins og rödd, útlit og persónuleika inn í eilífiðina. Þetta er meðal þess sem María Guðjohnsen skoðar í nýrri sýningu í gallerí Þulu, Stafrænt framhaldslíf. Júlía Margrét Einarsdóttir kíkir við og spjallar við Maríu.
10/23/202355 minutes
Episode Artwork

Meðleigjandi óskast

Í þættinum í dag ætlum við að skoða leigumarkaðinn út frá sambandsstöðu, skömm, heterónormatívu, tengslarofi og forréttindum. Við ræðum við leigjendur, húseigendur, fólk sem er fætt á Íslandi og aðflutt. Hvers vegna er staða leigjenda svona slæm á Íslandi?
10/19/20230
Episode Artwork

Meðleigjandi óskast

Í þættinum í dag ætlum við að skoða leigumarkaðinn út frá sambandsstöðu, skömm, heterónormatívu, tengslarofi og forréttindum. Við ræðum við leigjendur, húseigendur, fólk sem er fætt á Íslandi og aðflutt. Hvers vegna er staða leigjenda svona slæm á Íslandi?
10/19/20230
Episode Artwork

Meðleigjandi óskast

Í þættinum í dag ætlum við að skoða leigumarkaðinn út frá sambandsstöðu, skömm, heterónormatívu, tengslarofi og forréttindum. Við ræðum við leigjendur, húseigendur, fólk sem er fætt á Íslandi og aðflutt. Hvers vegna er staða leigjenda svona slæm á Íslandi?
10/19/202355 minutes
Episode Artwork

Morgunball í Færeyjum, ástin er blind, stafræn hugvísindi

Björk Þorgrímsdóttir hefur verið að horfa á sjónvarpsþættina Love is Blind, en síðasti þáttur í fimmtu seríu þáttanna kom nú um helgina. Björk fékk til sín Hauk Inga Jónasson, sálgreini og kennara, til að velta fyrir sér blindri ást fyrir allra augum. Við förum í ferðalag um Færeyjar og spenanndi tónlistarlíf sem blómstrar þar. Fararstjórinn okkar er Katrín Helga Ólafsdóttir. Og að lokum veltum við fyrir okkur stafrænum hugvísindum, með Eiríki Smára Sigurðssyni, heimspeking og formanni miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista.
10/18/20230
Episode Artwork

Morgunball í Færeyjum, ástin er blind, stafræn hugvísindi

Björk Þorgrímsdóttir hefur verið að horfa á sjónvarpsþættina Love is Blind, en síðasti þáttur í fimmtu seríu þáttanna kom nú um helgina. Björk fékk til sín Hauk Inga Jónasson, sálgreini og kennara, til að velta fyrir sér blindri ást fyrir allra augum. Við förum í ferðalag um Færeyjar og spenanndi tónlistarlíf sem blómstrar þar. Fararstjórinn okkar er Katrín Helga Ólafsdóttir. Og að lokum veltum við fyrir okkur stafrænum hugvísindum, með Eiríki Smára Sigurðssyni, heimspeking og formanni miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista.
10/18/202355 minutes
Episode Artwork

Twitter ömurlegt, rekinn vegna skopmyndar um Gaza, Stop making sense

Prófessor í blaðamennsku við Stokkhólmsháskóla er staddur á Íslandi. Tilefnið er erindi hans um kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter í Háskóla Íslands, 'Elon Musk, goðsagnir um málfrelsið og daður við öfga-hægrið.' Við ræðum allar þær ólíku birtingarmyndir þess hversu lélegt og ömurlegt Twitter er orðið við Christian Christensen, og hvernig það hefur mögulega áhrif á upplifun okkar af stríðinu í Ísrael og Palestínu. Steve Bell hefur starfað í rúmlega 40 ár fyrir The Guardian en hefur núna misst vinnuna eftir að hafa deilt mynd á samfélagsmiðlum sem hann fékk ekki birta í blaðinu, mynd sem ritstjórar blaðsins álitu að notaðist við and-gyðinglegar klisjur. Við fengum Halldór Baldursson, skopmyndateiknara, til að kíkja á myndina með okkur. Í desember 1983 hélt hljómsveitin Talking Heads tónleika í Hollywood?s Pantages Theater. Tónleikarnir voru teknir upp og gefnir út sem tónleikakvikmynd, Stop Making Sense. Myndinni var leikstýrt af Jonathan Demme sem átti síðar eftir að gera The Silence of the Lambs og Philadelphia en myndin er talin sem ein allra besta tónleikamynd sögunnar. Í tilefni af því að 40 ár er frá tónleikunum verður nýuppgerð útgáfa af myndinni sýnd í Bió Paradís í vikunni. Davíð Roach Gunnarsson fjallaði um hana í Lestinni árið 2020 þegar mánuður var liðinn af samkomubanni vegna heimsaraldurs og Davið farinn að sakna lifandi tónleika.
10/17/20230
Episode Artwork

Twitter ömurlegt, rekinn vegna skopmyndar um Gaza, Stop making sense

Prófessor í blaðamennsku við Stokkhólmsháskóla er staddur á Íslandi. Tilefnið er erindi hans um kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter í Háskóla Íslands, 'Elon Musk, goðsagnir um málfrelsið og daður við öfga-hægrið.' Við ræðum allar þær ólíku birtingarmyndir þess hversu lélegt og ömurlegt Twitter er orðið við Christian Christensen, og hvernig það hefur mögulega áhrif á upplifun okkar af stríðinu í Ísrael og Palestínu. Steve Bell hefur starfað í rúmlega 40 ár fyrir The Guardian en hefur núna misst vinnuna eftir að hafa deilt mynd á samfélagsmiðlum sem hann fékk ekki birta í blaðinu, mynd sem ritstjórar blaðsins álitu að notaðist við and-gyðinglegar klisjur. Við fengum Halldór Baldursson, skopmyndateiknara, til að kíkja á myndina með okkur. Í desember 1983 hélt hljómsveitin Talking Heads tónleika í Hollywood?s Pantages Theater. Tónleikarnir voru teknir upp og gefnir út sem tónleikakvikmynd, Stop Making Sense. Myndinni var leikstýrt af Jonathan Demme sem átti síðar eftir að gera The Silence of the Lambs og Philadelphia en myndin er talin sem ein allra besta tónleikamynd sögunnar. Í tilefni af því að 40 ár er frá tónleikunum verður nýuppgerð útgáfa af myndinni sýnd í Bió Paradís í vikunni. Davíð Roach Gunnarsson fjallaði um hana í Lestinni árið 2020 þegar mánuður var liðinn af samkomubanni vegna heimsaraldurs og Davið farinn að sakna lifandi tónleika.
10/17/20230
Episode Artwork

Twitter ömurlegt, rekinn vegna skopmyndar um Gaza, Stop making sense

Prófessor í blaðamennsku við Stokkhólmsháskóla er staddur á Íslandi. Tilefnið er erindi hans um kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter í Háskóla Íslands, 'Elon Musk, goðsagnir um málfrelsið og daður við öfga-hægrið.' Við ræðum allar þær ólíku birtingarmyndir þess hversu lélegt og ömurlegt Twitter er orðið við Christian Christensen, og hvernig það hefur mögulega áhrif á upplifun okkar af stríðinu í Ísrael og Palestínu. Steve Bell hefur starfað í rúmlega 40 ár fyrir The Guardian en hefur núna misst vinnuna eftir að hafa deilt mynd á samfélagsmiðlum sem hann fékk ekki birta í blaðinu, mynd sem ritstjórar blaðsins álitu að notaðist við and-gyðinglegar klisjur. Við fengum Halldór Baldursson, skopmyndateiknara, til að kíkja á myndina með okkur. Í desember 1983 hélt hljómsveitin Talking Heads tónleika í Hollywood?s Pantages Theater. Tónleikarnir voru teknir upp og gefnir út sem tónleikakvikmynd, Stop Making Sense. Myndinni var leikstýrt af Jonathan Demme sem átti síðar eftir að gera The Silence of the Lambs og Philadelphia en myndin er talin sem ein allra besta tónleikamynd sögunnar. Í tilefni af því að 40 ár er frá tónleikunum verður nýuppgerð útgáfa af myndinni sýnd í Bió Paradís í vikunni. Davíð Roach Gunnarsson fjallaði um hana í Lestinni árið 2020 þegar mánuður var liðinn af samkomubanni vegna heimsaraldurs og Davið farinn að sakna lifandi tónleika.
10/17/202355 minutes
Episode Artwork

Snjallsími góða fólksins, hýr illmenni í hundrað ár, goth Atlanta rapp

Aðstæður verkafólks í Kína, kolefnisfótspor, barnaþrælar í kóbaltnámum í Kongó. Það er ýmislegt sem hönnuður siðferðilega þolanlegs snjallsíma þarf að hafa í huga. Nú er í fyrsta skipti hægt að kaupa siðlega snjallsímann, snjallsíma góða fólksins, Fairphone, á Íslandi. Við pælum í snjallsímum og siðferði með Bjartmari Oddi Þey Alexanderssyni blaðamanni. Í dag, 16. Október á Disney fyrirtækið 100 ára afmæli. Við ætlum að halda upp á það í þættinum í dag og rifja upp þætti fyrrum lestarstjórans Önnu Marsý frá árinu 2021 - Veröldin hans Walts. Í þriðja þætti í seríunni ræddi hún við Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing á leikminjasafni Íslands og leikhúsgagnrýnanda Fréttablaðsins. Þær íhuga Disney illmenni, sem virðast öll, þegar betur er að gáð, meira og minna hinsegin. Við spjöllum við rapparana Suavi Gualla og Lil Lowlife frá Atlanta, höfuðborg rappsins um þessar mundir, um stemninguna þar í borg, borið saman við nýja heimili þeirra Los Angeles. Þórður Ingi Jónsson ræðir við þessa meðlimi tónlistarhópsins Ball Hogg Records sem notið hefur mikillar athygli í heimi neðanjarðarrapps undanfarið.
10/16/20230
Episode Artwork

Snjallsími góða fólksins, hýr illmenni í hundrað ár, goth Atlanta rapp

Aðstæður verkafólks í Kína, kolefnisfótspor, barnaþrælar í kóbaltnámum í Kongó. Það er ýmislegt sem hönnuður siðferðilega þolanlegs snjallsíma þarf að hafa í huga. Nú er í fyrsta skipti hægt að kaupa siðlega snjallsímann, snjallsíma góða fólksins, Fairphone, á Íslandi. Við pælum í snjallsímum og siðferði með Bjartmari Oddi Þey Alexanderssyni blaðamanni. Í dag, 16. Október á Disney fyrirtækið 100 ára afmæli. Við ætlum að halda upp á það í þættinum í dag og rifja upp þætti fyrrum lestarstjórans Önnu Marsý frá árinu 2021 - Veröldin hans Walts. Í þriðja þætti í seríunni ræddi hún við Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing á leikminjasafni Íslands og leikhúsgagnrýnanda Fréttablaðsins. Þær íhuga Disney illmenni, sem virðast öll, þegar betur er að gáð, meira og minna hinsegin. Við spjöllum við rapparana Suavi Gualla og Lil Lowlife frá Atlanta, höfuðborg rappsins um þessar mundir, um stemninguna þar í borg, borið saman við nýja heimili þeirra Los Angeles. Þórður Ingi Jónsson ræðir við þessa meðlimi tónlistarhópsins Ball Hogg Records sem notið hefur mikillar athygli í heimi neðanjarðarrapps undanfarið.
10/16/202355 minutes
Episode Artwork

Vallarvörður sendur úr landi, Hreyfing hermir eftir, Ísafjarðar-PIFF

Við byrjum niðri í Laugardal þar sem við röltum í vindi og örlítilli snjókomu um íþróttasvæði Þróttar með vallarverðinum Isaac Kwateng, 28 ára Ganamanni. Isaac, sem hefur spilað fótolta með SR, varaliði Þróttar, og verið virkur í starfi félagsins nokkur undanfarin ár, verður að öllu óbreyttu sendur úr landi á mánudag. Við fáum að kíkja í heimsókn í hljóðver glænýrrar hljómsveitar. Hljómsveitin Hreyfing er skipuð þeim Elíasi Geir Óskarssyni (úr Inspector Spacetime) og Baldri Skúlasyni (úr Sameheads) og á fyrstu plötu þeirra herma þeir eftir völdum augnablikum úr danstónlistarsögunni Í dag hefst kvikmyndahátíðin Pigeon International Film Festival, sem fer fram núna um helgina. Júlía Margrét Einarsdóttir ræddi við Steingrím Rúnar Guðmundsson, Denna, sem er einn skipuleggjenda hátíðarinnar.
10/12/20230
Episode Artwork

Vallarvörður sendur úr landi, Hreyfing hermir eftir, Ísafjarðar-PIFF

Við byrjum niðri í Laugardal þar sem við röltum í vindi og örlítilli snjókomu um íþróttasvæði Þróttar með vallarverðinum Isaac Kwateng, 28 ára Ganamanni. Isaac, sem hefur spilað fótolta með SR, varaliði Þróttar, og verið virkur í starfi félagsins nokkur undanfarin ár, verður að öllu óbreyttu sendur úr landi á mánudag. Við fáum að kíkja í heimsókn í hljóðver glænýrrar hljómsveitar. Hljómsveitin Hreyfing er skipuð þeim Elíasi Geir Óskarssyni (úr Inspector Spacetime) og Baldri Skúlasyni (úr Sameheads) og á fyrstu plötu þeirra herma þeir eftir völdum augnablikum úr danstónlistarsögunni Í dag hefst kvikmyndahátíðin Pigeon International Film Festival, sem fer fram núna um helgina. Júlía Margrét Einarsdóttir ræddi við Steingrím Rúnar Guðmundsson, Denna, sem er einn skipuleggjenda hátíðarinnar.
10/12/202355 minutes
Episode Artwork

Baráttan um hrunsmyndina + Færeysk tónlist

Baráttan um sögu hrunsins hefur staðið yfir í fimmtán ár og heldur áfram. Á sunnudags og mánudagskvöld var frumsýnd ný heimildarmynd um íslenska bankahrunið á RÚV, Baráttan um Ísland. Myndin er framleidd af Sagafilm fyrir erlendan markað - Good banks, bad banks nefnist hún á ensku. Og þeir sem eru skráðir sem leikstjórar eru sænski verðlaunablaðamaðurinn Bosse Lindquist, Margrét Jónasdóttir og Jakob Halldórsson. Eins og flest allt sem tengist hruninu þá hefur myndin vakið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. Þá birtist grein á sósíalíska fréttamiðlinum Samstöðin.is þar sem því er haldið fram að einn þriggja leikstjóra myndarinnar. Bosse lindqvist og fleiri sem skráðir eru fyrir myndinni, svo sem Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður á Heimildinni, sem er titlaður ráðgjafi við gerð myndarinnar, séu ósáttir við að nöfn þeirra séu í kreditlista myndarinnar. Við ræðum við Bosse, Þórð Snæ og Margréti Jónasdóttur leikstjóra myndarinnar. Katrín Helga Ólafsdóttir, tónlistarkona, fjallar um Færeyjar og færeyska grasrótartónlistarsenu í tveimur pistlum.
10/11/20230
Episode Artwork

Baráttan um hrunsmyndina + Færeysk tónlist

Baráttan um sögu hrunsins hefur staðið yfir í fimmtán ár og heldur áfram. Á sunnudags og mánudagskvöld var frumsýnd ný heimildarmynd um íslenska bankahrunið á RÚV, Baráttan um Ísland. Myndin er framleidd af Sagafilm fyrir erlendan markað - Good banks, bad banks nefnist hún á ensku. Og þeir sem eru skráðir sem leikstjórar eru sænski verðlaunablaðamaðurinn Bosse Lindquist, Margrét Jónasdóttir og Jakob Halldórsson. Eins og flest allt sem tengist hruninu þá hefur myndin vakið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. Þá birtist grein á sósíalíska fréttamiðlinum Samstöðin.is þar sem því er haldið fram að einn þriggja leikstjóra myndarinnar. Bosse lindqvist og fleiri sem skráðir eru fyrir myndinni, svo sem Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður á Heimildinni, sem er titlaður ráðgjafi við gerð myndarinnar, séu ósáttir við að nöfn þeirra séu í kreditlista myndarinnar. Við ræðum við Bosse, Þórð Snæ og Margréti Jónasdóttur leikstjóra myndarinnar. Katrín Helga Ólafsdóttir, tónlistarkona, fjallar um Færeyjar og færeyska grasrótartónlistarsenu í tveimur pistlum.
10/11/202355 minutes
Episode Artwork

Besta afsögn ársins, Julie Byrne, goðsagnakenndir eyðimerkurtónleikar

Risafréttir úr íslenskum stjórnmálum. Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármálaráðherra. Snemma í morgun birtist álit umboðsmanns Alþingis á sölu ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka í fyrra. Pabbi Bjarna var meðal þeirra sem keyptu hlut í bankanum. Umboðsmaður segir Bjarna hafa verið vanhæfan. Og Bjarni bregst við með að segja af sér. Sumir hafa túlkað þetta sem snjallan pólitískan leik hjá teflon-Bjarna sem sé núna að setja pressu á Svandísi Svavarsdóttur og ætli svo bara að verða utanríkisráðherra, en margir aðrir hafa hrósað honum fyrir að axla ábyrgð, og fyrir virða lýðræðislegar stofnanir - þó hann sé ósammála þeim. Við ætlum hins vegar að rýna í sjálfa afsagnarræðuna, orðin. Árið 1983 voru haldnir þrennir tónleikar í Mojave eyðimörkinni í Kaliforníu þar sem margar af framsæknustu rokksveitum þess tíma komu fram: Sonic Youth, Einstürzende Neubauten og Minuteman. Þessi goðsagnalegu tónleikar, Mojave Exodus, eru oft sagðir hafa lagt grunninn að tónlistarhátíðum á borð við Burning Man og Coachella. Maðurinn á bakvið tónleikana var Stuart Swezey, en hann er viðfangsefni nýrrar heimildamyndar sem nefnist Desolation Center. Þórður Ingi Jónsson útsendari Lestarinnar í Los Angeles ræddi við Stuart um tónleikahald á pönkárunum. Hildur Maral Hamíðsdóttir fjallar um nýja plötu bandarísku indí-kassagítarsöngkonunnar Julie Byrne, The Greatest Wing. Plötu sem er kláruð í skugga fráfalls hennar helsta samstarfsmanns og kærasta Erics Littman.
10/10/20230
Episode Artwork

Besta afsögn ársins, Julie Byrne, goðsagnakenndir eyðimerkurtónleikar

Risafréttir úr íslenskum stjórnmálum. Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármálaráðherra. Snemma í morgun birtist álit umboðsmanns Alþingis á sölu ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka í fyrra. Pabbi Bjarna var meðal þeirra sem keyptu hlut í bankanum. Umboðsmaður segir Bjarna hafa verið vanhæfan. Og Bjarni bregst við með að segja af sér. Sumir hafa túlkað þetta sem snjallan pólitískan leik hjá teflon-Bjarna sem sé núna að setja pressu á Svandísi Svavarsdóttur og ætli svo bara að verða utanríkisráðherra, en margir aðrir hafa hrósað honum fyrir að axla ábyrgð, og fyrir virða lýðræðislegar stofnanir - þó hann sé ósammála þeim. Við ætlum hins vegar að rýna í sjálfa afsagnarræðuna, orðin. Árið 1983 voru haldnir þrennir tónleikar í Mojave eyðimörkinni í Kaliforníu þar sem margar af framsæknustu rokksveitum þess tíma komu fram: Sonic Youth, Einstürzende Neubauten og Minuteman. Þessi goðsagnalegu tónleikar, Mojave Exodus, eru oft sagðir hafa lagt grunninn að tónlistarhátíðum á borð við Burning Man og Coachella. Maðurinn á bakvið tónleikana var Stuart Swezey, en hann er viðfangsefni nýrrar heimildamyndar sem nefnist Desolation Center. Þórður Ingi Jónsson útsendari Lestarinnar í Los Angeles ræddi við Stuart um tónleikahald á pönkárunum. Hildur Maral Hamíðsdóttir fjallar um nýja plötu bandarísku indí-kassagítarsöngkonunnar Julie Byrne, The Greatest Wing. Plötu sem er kláruð í skugga fráfalls hennar helsta samstarfsmanns og kærasta Erics Littman.
10/10/202355 minutes
Episode Artwork

Besta stuttmyndin, Supersport selja út? og stóri hvalurinn

Ásdís Sól Ágústsdóttir fór að bera kennsl á rauðan þráð Í bókmenntum, bíómyndum og myndlist, hvalinn, hann virtist vera alls staðar. Hún ákvað að lesa Moby Dick eftir Herman Melville og varð stórhrifin, og prófar að setja hana í samhengi við umræðurnar um hvalveiðar á Íslandi. Bergur Árnason kvikmyndagerðarmaður hlaut verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina á RIFF, fyrir myndina Bókaskipti, síðsumar í Reykjavík, en hátíðinni lauk formlega í gær. Hann nefnir Hlyn Pálmason og Rúnar Rúnarsson sem áhrifavalda sína, en langar að gera myndir sem gerast í Reykjavík, frekar en í sveitinni Hljómsveitin Supersport! hefur undanfarin fjögur ár verið einhver mest áberandi sveitin í reykvísku indí-grasrótinni. Síðasta föstudag kom út önnur breiðskífa sveitarinnar, Húsið mitt, hjá Öldu Music. Platan er lágstemmdari en sú síðasta, Tveir Dagar frá 2021. og stuttskífan Dog Run sem kom út ári áður. Þetta er hin fullkomna haustplata, tónlistin melódísk og ljúfsár popptónlist, með þétt ofnum kassagítarfléttum og einkennandi falsettu söngvarans Bjarna Daníels sem syngur íslenska hversdagsljóðrænu um það að vökva blóm, kvöldmat hjá ömmu og hryggð vinnunnar. Við ræðum við Huga, Bjarna og Dag (Þóra var veik) um manifestó, sannleikann í söng, og útgáfusamninginn við Öldu Music
10/9/20230
Episode Artwork

Besta stuttmyndin, Supersport selja út? og stóri hvalurinn

Ásdís Sól Ágústsdóttir fór að bera kennsl á rauðan þráð Í bókmenntum, bíómyndum og myndlist, hvalinn, hann virtist vera alls staðar. Hún ákvað að lesa Moby Dick eftir Herman Melville og varð stórhrifin, og prófar að setja hana í samhengi við umræðurnar um hvalveiðar á Íslandi. Bergur Árnason kvikmyndagerðarmaður hlaut verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina á RIFF, fyrir myndina Bókaskipti, síðsumar í Reykjavík, en hátíðinni lauk formlega í gær. Hann nefnir Hlyn Pálmason og Rúnar Rúnarsson sem áhrifavalda sína, en langar að gera myndir sem gerast í Reykjavík, frekar en í sveitinni Hljómsveitin Supersport! hefur undanfarin fjögur ár verið einhver mest áberandi sveitin í reykvísku indí-grasrótinni. Síðasta föstudag kom út önnur breiðskífa sveitarinnar, Húsið mitt, hjá Öldu Music. Platan er lágstemmdari en sú síðasta, Tveir Dagar frá 2021. og stuttskífan Dog Run sem kom út ári áður. Þetta er hin fullkomna haustplata, tónlistin melódísk og ljúfsár popptónlist, með þétt ofnum kassagítarfléttum og einkennandi falsettu söngvarans Bjarna Daníels sem syngur íslenska hversdagsljóðrænu um það að vökva blóm, kvöldmat hjá ömmu og hryggð vinnunnar. Við ræðum við Huga, Bjarna og Dag (Þóra var veik) um manifestó, sannleikann í söng, og útgáfusamninginn við Öldu Music
10/9/202355 minutes
Episode Artwork

Tvífari Naomi Klein, GuðblessiÍsland.pdf, Segulmagnaða heimsálfan

Helga Ólafsdóttir var 26 ára og vann sem skrifta á Ríkisútvarpinu í október 2008. Hún fékk það hlutverk að færa hina íkonísku ræðu Geirs Haarde af USB-lykli yfir á textaskjáinn, prompterinn. Var beðin um að lesa hana ekki en sá þó þessi orð nokkrum mínútum áður en við hin heyrðum þau: Guð blessi Ísland. Anna Marsibil Clausen ræðir við Helgu um ræðuna dramatísku. RIFF klárast á sunnudag og gagnrýnendur Lestarinnar halda áfram að segja frá því sem þeir hafa séð á hátíðinni í ár. Gunnar Theodór Eggertsson fjallar um þrjár heimildarmyndir á RIFF: mynd um djasstrommuleikarann Max Roach, mynd eftir Jean Lucet um suðurskautslandið: Segulmagnaða heimsálfan, og Knit?s Island eða Eyja Knits sem fjallar um tölvuleikjaspilara sem lifa og hrærast í leiknum Day-Z. Við heyrum um nýja bók blaðakonunnar Naomi Klein sem nefnist Doppelgänger, en þar skoðar hún heim samfélagsmiðla og nútímastjórnmála út frá tvífara-hugtakinu. Jóhannes Ólafsson úr þættinum Bara Bækur kemur og útskýrir hvernig tvífarahugtakið varpar ljósi á samtímann.
10/5/20230
Episode Artwork

Tvífari Naomi Klein, GuðblessiÍsland.pdf, Segulmagnaða heimsálfan

Helga Ólafsdóttir var 26 ára og vann sem skrifta á Ríkisútvarpinu í október 2008. Hún fékk það hlutverk að færa hina íkonísku ræðu Geirs Haarde af USB-lykli yfir á textaskjáinn, prompterinn. Var beðin um að lesa hana ekki en sá þó þessi orð nokkrum mínútum áður en við hin heyrðum þau: Guð blessi Ísland. Anna Marsibil Clausen ræðir við Helgu um ræðuna dramatísku. RIFF klárast á sunnudag og gagnrýnendur Lestarinnar halda áfram að segja frá því sem þeir hafa séð á hátíðinni í ár. Gunnar Theodór Eggertsson fjallar um þrjár heimildarmyndir á RIFF: mynd um djasstrommuleikarann Max Roach, mynd eftir Jean Lucet um suðurskautslandið: Segulmagnaða heimsálfan, og Knit?s Island eða Eyja Knits sem fjallar um tölvuleikjaspilara sem lifa og hrærast í leiknum Day-Z. Við heyrum um nýja bók blaðakonunnar Naomi Klein sem nefnist Doppelgänger, en þar skoðar hún heim samfélagsmiðla og nútímastjórnmála út frá tvífara-hugtakinu. Jóhannes Ólafsson úr þættinum Bara Bækur kemur og útskýrir hvernig tvífarahugtakið varpar ljósi á samtímann.
10/5/20230
Episode Artwork

Tvífari Naomi Klein, GuðblessiÍsland.pdf, Segulmagnaða heimsálfan

Helga Ólafsdóttir var 26 ára og vann sem skrifta á Ríkisútvarpinu í október 2008. Hún fékk það hlutverk að færa hina íkonísku ræðu Geirs Haarde af USB-lykli yfir á textaskjáinn, prompterinn. Var beðin um að lesa hana ekki en sá þó þessi orð nokkrum mínútum áður en við hin heyrðum þau: Guð blessi Ísland. Anna Marsibil Clausen ræðir við Helgu um ræðuna dramatísku. RIFF klárast á sunnudag og gagnrýnendur Lestarinnar halda áfram að segja frá því sem þeir hafa séð á hátíðinni í ár. Gunnar Theodór Eggertsson fjallar um þrjár heimildarmyndir á RIFF: mynd um djasstrommuleikarann Max Roach, mynd eftir Jean Lucet um suðurskautslandið: Segulmagnaða heimsálfan, og Knit?s Island eða Eyja Knits sem fjallar um tölvuleikjaspilara sem lifa og hrærast í leiknum Day-Z. Við heyrum um nýja bók blaðakonunnar Naomi Klein sem nefnist Doppelgänger, en þar skoðar hún heim samfélagsmiðla og nútímastjórnmála út frá tvífara-hugtakinu. Jóhannes Ólafsson úr þættinum Bara Bækur kemur og útskýrir hvernig tvífarahugtakið varpar ljósi á samtímann.
10/5/202355 minutes
Episode Artwork

Átök um nýja útgáfu Dimmalimm, Tilverur (rýni), kryptísk ræða Geirs H.

Undanfarna daga hafa staðið yfir menningarátök um ævintýrið um þægu kóngsdótturina Dimmalimm. Nú í mánuðinum kemur út hjá bókaforlaginu Óðinsauga ný útgáfa af ævintýrinu þar sem hinar klassísku myndir Muggs hafa verið endurgerðar í nýjum stíl og nýjum myndum bætt við við upprunalega textann. Í tilkynningu frá forlaginu segir: Ný útgáfa er óður til sögunnar um Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, bæði textans og myndanna sem þessi stórsnjalli listamaður skóp. Fljótlega eftir að fréttist af útgáfunni sendu ættingjar Muggs frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir óánægju sinni með útgáfunni - og sögðu verkið brjóta gegn sæmdarrétti höfundar. í þætti dagsins ræðum við við Geir Rögnvaldsson, dótturson Guðrúnar, systur Muggs, Huginn Þór Grétarsson hjá Óðinsauga og Önnu Magnúsdóttur Eirúnardóttur, sem skilaði BA-ritgerð í vor um Samspil mynda og texta í nokkrum útgáfum Sögunnar af Dimmalimm eftir Mugg. Sigríður Regína Sigurþórsdóttir rýnir í þrjár myndir á RIFF, The Settlers, How To Have Sex og Tilverur, frumraun leikstjórans Ninnu Pálmadóttur. Við fáum að heyra áttunda og seinast þátt Guðna Tómassonar og Þorgerðar E. Sigurðardóttur, Nokkrir dagar í frjálsu falli, frá árinu 2018. Yfirskrift þessa þáttar er Ræðan.
10/4/20230
Episode Artwork

Átök um nýja útgáfu Dimmalimm, Tilverur (rýni), kryptísk ræða Geirs H.

Undanfarna daga hafa staðið yfir menningarátök um ævintýrið um þægu kóngsdótturina Dimmalimm. Nú í mánuðinum kemur út hjá bókaforlaginu Óðinsauga ný útgáfa af ævintýrinu þar sem hinar klassísku myndir Muggs hafa verið endurgerðar í nýjum stíl og nýjum myndum bætt við við upprunalega textann. Í tilkynningu frá forlaginu segir: Ný útgáfa er óður til sögunnar um Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, bæði textans og myndanna sem þessi stórsnjalli listamaður skóp. Fljótlega eftir að fréttist af útgáfunni sendu ættingjar Muggs frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir óánægju sinni með útgáfunni - og sögðu verkið brjóta gegn sæmdarrétti höfundar. í þætti dagsins ræðum við við Geir Rögnvaldsson, dótturson Guðrúnar, systur Muggs, Huginn Þór Grétarsson hjá Óðinsauga og Önnu Magnúsdóttur Eirúnardóttur, sem skilaði BA-ritgerð í vor um Samspil mynda og texta í nokkrum útgáfum Sögunnar af Dimmalimm eftir Mugg. Sigríður Regína Sigurþórsdóttir rýnir í þrjár myndir á RIFF, The Settlers, How To Have Sex og Tilverur, frumraun leikstjórans Ninnu Pálmadóttur. Við fáum að heyra áttunda og seinast þátt Guðna Tómassonar og Þorgerðar E. Sigurðardóttur, Nokkrir dagar í frjálsu falli, frá árinu 2018. Yfirskrift þessa þáttar er Ræðan.
10/4/202353 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Hver þarf Ritstjóra? RIFF: Tógólísa, Belonging, May December og Hrunið

Ritstjóri nefnist nýr fjölmiðill Snorra Mássonar, en hann hefur verið einn mest áberandi ungi fjölmiðlamaðurinn á Íslandi undanfarin ár. Við ræðum hvort að þetta sé raunverulega nýr fjölmiðill eða bara ný framsetning á Moggabloggi. Við pælum líka í einstaklingsfjölmiðlum og vinsældum þeirra í samtímanum. Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í þrjár kvikmyndir sem hann sá á RIFF. Þetta eru heimildarmyndirnar Tógólísa og Belonging, og ný kvikmynd Todd Haynes sem nefnist May December. Við heyrum svo í presti og sálgreini sem fylgdust með sálarheilsu Íslendinga á hrundögunum dramatísku í byrjun október 2008.
10/3/20230
Episode Artwork

Hver þarf Ritstjóra? RIFF: Tógólísa, Belonging, May December og Hrunið

Ritstjóri nefnist nýr fjölmiðill Snorra Mássonar, en hann hefur verið einn mest áberandi ungi fjölmiðlamaðurinn á Íslandi undanfarin ár. Við ræðum hvort að þetta sé raunverulega nýr fjölmiðill eða bara ný framsetning á Moggabloggi. Við pælum líka í einstaklingsfjölmiðlum og vinsældum þeirra í samtímanum. Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í þrjár kvikmyndir sem hann sá á RIFF. Þetta eru heimildarmyndirnar Tógólísa og Belonging, og ný kvikmynd Todd Haynes sem nefnist May December. Við heyrum svo í presti og sálgreini sem fylgdust með sálarheilsu Íslendinga á hrundögunum dramatísku í byrjun október 2008.
10/3/20230
Episode Artwork

Hver þarf Ritstjóra? RIFF: Tógólísa, Belonging, May December og Hrunið

Ritstjóri nefnist nýr fjölmiðill Snorra Mássonar, en hann hefur verið einn mest áberandi ungi fjölmiðlamaðurinn á Íslandi undanfarin ár. Við ræðum hvort að þetta sé raunverulega nýr fjölmiðill eða bara ný framsetning á Moggabloggi. Við pælum líka í einstaklingsfjölmiðlum og vinsældum þeirra í samtímanum. Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í þrjár kvikmyndir sem hann sá á RIFF. Þetta eru heimildarmyndirnar Tógólísa og Belonging, og ný kvikmynd Todd Haynes sem nefnist May December. Við heyrum svo í presti og sálgreini sem fylgdust með sálarheilsu Íslendinga á hrundögunum dramatísku í byrjun október 2008.
10/3/202355 minutes
Episode Artwork

Niðurlægjandi samband við Rannís, morðingi Tupac handtekinn, RIFFrýni

Í dag, 2. október, klukkan 15:00 rann út frestur hjá Rannís til að sækja um listamannalaun. Dagurinn í dag er því sérstaklega spennuþrunginn fyrir marga listamenn, dagur sem er fyrir flesta aðra ósköp venjulegur. Við ákváðum að trufla listafólk á lokamínútunu og fá innsýn inn í þetta, oft á tíðum, taugatrekkjandi, ferli sem umsóknarskrif eru. Maður var handtekinn á dögunum í tengslum við morðið á bandarísku rappgoðsögninni Tupac. Skotárás sem átti sér stað þann 7. september árið 1996, í Las Vegas, varð kveikja fjölda samsæriskenninga, en enginn morðingi fannst, fyrr en mögulega núna. Sigríður Regína Sigurþórsdóttir fjallar um þrjár kvikmyndir sem hún sá á RIFF seinustu daga. RIFF-yfirferðin hennar hefst á myndunum Queendom, Apolonia Apolonia og Mannvirki, Við flytjum 6. þátt af 8 af örþáttaröðinni Nokkrir dagar í frjálsu falli frá árinu 2018. Þættirnir eru úr smiðju Guðna Tómassonar og Þorgerðar E. Sigurðardóttur og fjalla um atburðina, dagana, stemminguna í kringum Íslenska bankahrunið. Viðmælendur þáttarins eru þær Fjóla Einarsdóttir og Móeiður Hlíf Geirlaugsdóttir, viðfangsefnið er hjálparsíminn í Hruninu.
10/2/20230
Episode Artwork

Niðurlægjandi samband við Rannís, morðingi Tupac handtekinn, RIFFrýni

Í dag, 2. október, klukkan 15:00 rann út frestur hjá Rannís til að sækja um listamannalaun. Dagurinn í dag er því sérstaklega spennuþrunginn fyrir marga listamenn, dagur sem er fyrir flesta aðra ósköp venjulegur. Við ákváðum að trufla listafólk á lokamínútunu og fá innsýn inn í þetta, oft á tíðum, taugatrekkjandi, ferli sem umsóknarskrif eru. Maður var handtekinn á dögunum í tengslum við morðið á bandarísku rappgoðsögninni Tupac. Skotárás sem átti sér stað þann 7. september árið 1996, í Las Vegas, varð kveikja fjölda samsæriskenninga, en enginn morðingi fannst, fyrr en mögulega núna. Sigríður Regína Sigurþórsdóttir fjallar um þrjár kvikmyndir sem hún sá á RIFF seinustu daga. RIFF-yfirferðin hennar hefst á myndunum Queendom, Apolonia Apolonia og Mannvirki, Við flytjum 6. þátt af 8 af örþáttaröðinni Nokkrir dagar í frjálsu falli frá árinu 2018. Þættirnir eru úr smiðju Guðna Tómassonar og Þorgerðar E. Sigurðardóttur og fjalla um atburðina, dagana, stemminguna í kringum Íslenska bankahrunið. Viðmælendur þáttarins eru þær Fjóla Einarsdóttir og Móeiður Hlíf Geirlaugsdóttir, viðfangsefnið er hjálparsíminn í Hruninu.
10/2/202355 minutes
Episode Artwork

Í beinni frá RIFF: Tilverur, meðmæli & gaurinn sem sá 39 myndir á RIFF

Við sendum út beint frá Háskólabíói þar sem Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, er um það bil að hefjast. Þetta er í 20 skipti sem hátíðin er haldin. Hún stendur yfir næstu 11 dagana. Í þættinum í dag fáum við til okkar kvikmyndaunnendur sem hafa stúderað dagskránna og benda okkur á nokkrar áhugaverðar myndir á hátíðinni. Sigríður Regína og Gunnar Theodór ræða um nýja mynd frá Yorgos Lanthimos, um hinsegin heimildarmyndir og Við grípum Ninnu Pálmadóttur leikstjóra opnunarmyndar Riff í ár: Tilverur eða Solitude. Við heyrum hvernig hún undirbýr sig fyrir frumsýningu með farða og Fleetwood Mac. Við munum pæla í tilgangi og áhrifum Riff á 20 ára afmæli hátíðarinnar með góðum gestum. Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndaframleiðandi segir frá erfiðleikunum við að sitja í dómnefnd og dæma listaverk, og Brúsi Ólason lektor við kvikmyndadeild LHÍ segir frá því þegar hann sá tæplega 40 bíómyndir á einni RIFF-hátíð ásamt félaga sínum.
9/28/20230
Episode Artwork

Í beinni frá RIFF: Tilverur, meðmæli & gaurinn sem sá 39 myndir á RIFF

Við sendum út beint frá Háskólabíói þar sem Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, er um það bil að hefjast. Þetta er í 20 skipti sem hátíðin er haldin. Hún stendur yfir næstu 11 dagana. Í þættinum í dag fáum við til okkar kvikmyndaunnendur sem hafa stúderað dagskránna og benda okkur á nokkrar áhugaverðar myndir á hátíðinni. Sigríður Regína og Gunnar Theodór ræða um nýja mynd frá Yorgos Lanthimos, um hinsegin heimildarmyndir og Við grípum Ninnu Pálmadóttur leikstjóra opnunarmyndar Riff í ár: Tilverur eða Solitude. Við heyrum hvernig hún undirbýr sig fyrir frumsýningu með farða og Fleetwood Mac. Við munum pæla í tilgangi og áhrifum Riff á 20 ára afmæli hátíðarinnar með góðum gestum. Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndaframleiðandi segir frá erfiðleikunum við að sitja í dómnefnd og dæma listaverk, og Brúsi Ólason lektor við kvikmyndadeild LHÍ segir frá því þegar hann sá tæplega 40 bíómyndir á einni RIFF-hátíð ásamt félaga sínum.
9/28/202355 minutes
Episode Artwork

Northern Comfort-rýni, Spacestation, döbbuð podköst, trend í hruni

Lag sumarsins var án vafa Hvítt vín með hljómsveitinni Spacestation. Að minnsta að mati Davíðs Roach Gunnarssonar tónlistargagnrýnanda Lestarinnar. Hann segir frá fyrstu EP plötu þeirra, Bæbæ, sem kom út í sumar og veltir fyrir sér hvaða eiturlyf þetta unga fólk er að taka, Northern Comfort er ný íslensk gamanmynd sem fjallar um hóp fólks á flughræðslunámskeiði í London þar sem lokaáfanginn er flugferð til Íslands. Kolbeinn Rastrick kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar rýnir í þessa nýju grínmynd úr smiðju leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. Við megum ekki gleyma að hér varð hrun! Við höldum áfram að rifja upp sögur fólks frá hrundögunum í september 2008. Að þessu sinni eru það trendin í hruninu sem eru til umfjöllunar. Streymisrisinn Spotify er kominn í samstarf við gervigreindarfyrirtækið Open AI og ætla að nota gervigreind til að þýða hlaðvörp. Amerískir þáttarstjórnendur geta farið að tala saman á spænsku eða þýsku eða rússnesku - og öfugt. Að þessu tilefni pælum við í sögu og framtíð döbb-talsetningar.
9/27/20230
Episode Artwork

Northern Comfort-rýni, Spacestation, döbbuð podköst, trend í hruni

Lag sumarsins var án vafa Hvítt vín með hljómsveitinni Spacestation. Að minnsta að mati Davíðs Roach Gunnarssonar tónlistargagnrýnanda Lestarinnar. Hann segir frá fyrstu EP plötu þeirra, Bæbæ, sem kom út í sumar og veltir fyrir sér hvaða eiturlyf þetta unga fólk er að taka, Northern Comfort er ný íslensk gamanmynd sem fjallar um hóp fólks á flughræðslunámskeiði í London þar sem lokaáfanginn er flugferð til Íslands. Kolbeinn Rastrick kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar rýnir í þessa nýju grínmynd úr smiðju leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. Við megum ekki gleyma að hér varð hrun! Við höldum áfram að rifja upp sögur fólks frá hrundögunum í september 2008. Að þessu sinni eru það trendin í hruninu sem eru til umfjöllunar. Streymisrisinn Spotify er kominn í samstarf við gervigreindarfyrirtækið Open AI og ætla að nota gervigreind til að þýða hlaðvörp. Amerískir þáttarstjórnendur geta farið að tala saman á spænsku eða þýsku eða rússnesku - og öfugt. Að þessu tilefni pælum við í sögu og framtíð döbb-talsetningar.
9/27/20230
Episode Artwork

Northern Comfort-rýni, Spacestation, döbbuð podköst, trend í hruni

Lag sumarsins var án vafa Hvítt vín með hljómsveitinni Spacestation. Að minnsta að mati Davíðs Roach Gunnarssonar tónlistargagnrýnanda Lestarinnar. Hann segir frá fyrstu EP plötu þeirra, Bæbæ, sem kom út í sumar og veltir fyrir sér hvaða eiturlyf þetta unga fólk er að taka, Northern Comfort er ný íslensk gamanmynd sem fjallar um hóp fólks á flughræðslunámskeiði í London þar sem lokaáfanginn er flugferð til Íslands. Kolbeinn Rastrick kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar rýnir í þessa nýju grínmynd úr smiðju leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. Við megum ekki gleyma að hér varð hrun! Við höldum áfram að rifja upp sögur fólks frá hrundögunum í september 2008. Að þessu sinni eru það trendin í hruninu sem eru til umfjöllunar. Streymisrisinn Spotify er kominn í samstarf við gervigreindarfyrirtækið Open AI og ætla að nota gervigreind til að þýða hlaðvörp. Amerískir þáttarstjórnendur geta farið að tala saman á spænsku eða þýsku eða rússnesku - og öfugt. Að þessu tilefni pælum við í sögu og framtíð döbb-talsetningar.
9/27/202355 minutes
Episode Artwork

Bíómyndin sem þú mátt ekki sjá, íslenskir tónlistarmenn í Berlín

Steindór Grétar Jónsson, útsendari Lestarinnar í Berlín, settist út kvöldblíðuna á svölunum hjá tónlistarmönnunum Haraldi Þrastarsyni og Gunnar Erni Tynes, sem er oft kenndur við múm. Þeir hafa unnið saman að tónlistarvinnslu og hljóðhönnun fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Nú síðast þýsku glæpaþættina Tatort, sem eru gríðarlega vinsælir þar í landi. Hálf þjóðin sest fyrir framan sjónvarpið á sunnudagskvöldum og ræðir þá svo á kaffistofunni á mánudögum. Margrét Adamsdóttir, fréttakona RÚV, segir frá grænu landamærunum, landamærum Póllands og Belarús. Á dögunum var kvikmyndin Zielona Granica, Grænu landamærin, frumsýnd í Póllandi. Leikstjóri myndarinnar er Agniezka Holland, sem er þekkt fyrir pólitískar kvikmyndir. Stjórnvöld í Póllandi hafa harðlega gagnrýnt myndina og líkja henni við áróður nasista, og ganga svo langt að hvetja fólk til að sniðganga hana. Það styttist í þingkosningar í Póllandi, og landamærin eru eitt stóru málanna. Við höldum áfram að rifja upp Hrunið, nú þegar fimmtán ár eru komin frá því að Glitnir var þjóðnýttur, neyðarlög voru sett á og Geir H. Haarde bað Guð að blessa Ísland. Guðni Tómasson og Þorgerður E. Sigurðardóttir settu saman þáttinn Nokkrir dagar í frjálsu falli árið 2018 og í þættinum í dag ræða þau við íslenska námsmenn sem staddir voru erlendis þegar Hrunið varð. Þau Ynda Gestsson og Sigríði Gísladóttur.
9/26/20230
Episode Artwork

Bíómyndin sem þú mátt ekki sjá, íslenskir tónlistarmenn í Berlín

Steindór Grétar Jónsson, útsendari Lestarinnar í Berlín, settist út kvöldblíðuna á svölunum hjá tónlistarmönnunum Haraldi Þrastarsyni og Gunnar Erni Tynes, sem er oft kenndur við múm. Þeir hafa unnið saman að tónlistarvinnslu og hljóðhönnun fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Nú síðast þýsku glæpaþættina Tatort, sem eru gríðarlega vinsælir þar í landi. Hálf þjóðin sest fyrir framan sjónvarpið á sunnudagskvöldum og ræðir þá svo á kaffistofunni á mánudögum. Margrét Adamsdóttir, fréttakona RÚV, segir frá grænu landamærunum, landamærum Póllands og Belarús. Á dögunum var kvikmyndin Zielona Granica, Grænu landamærin, frumsýnd í Póllandi. Leikstjóri myndarinnar er Agniezka Holland, sem er þekkt fyrir pólitískar kvikmyndir. Stjórnvöld í Póllandi hafa harðlega gagnrýnt myndina og líkja henni við áróður nasista, og ganga svo langt að hvetja fólk til að sniðganga hana. Það styttist í þingkosningar í Póllandi, og landamærin eru eitt stóru málanna. Við höldum áfram að rifja upp Hrunið, nú þegar fimmtán ár eru komin frá því að Glitnir var þjóðnýttur, neyðarlög voru sett á og Geir H. Haarde bað Guð að blessa Ísland. Guðni Tómasson og Þorgerður E. Sigurðardóttir settu saman þáttinn Nokkrir dagar í frjálsu falli árið 2018 og í þættinum í dag ræða þau við íslenska námsmenn sem staddir voru erlendis þegar Hrunið varð. Þau Ynda Gestsson og Sigríði Gísladóttur.
9/26/202355 minutes
Episode Artwork

25.09.2023

9/25/20230
Episode Artwork

Kristján snýr aftur! Murdoch hættir, Katrín Agnes Klar, hrunsbörn

Kristján Guðjónsson snýr aftur í Lestina eftir nokkurra mánaða dvöl í höfuðborg leðurstuttbuxna og stórra bjórkrúsa, München. Hann ræðir við þýsk-íslensku myndlistarkonuna Katrínu Agnesi Klar sem búsett í Bæjaralandi þar sem hún starfar við Myndlistarakademíuna, Akadmie der bildende Kunst. Við röltum um skólann með Katrínu og ræðum um listnám og listsköpun á Íslandi og í München, og mismunandi afstöðu til fegurðarinnar á þessum tveimur stöðum. Fjölmiðlamógúllinn Rubert Murdoch hefur stigið til hliðar úr stjórn fjölmiðlaveldis síns. Hann hefur átt og stýrt fjölda fjölmiðlai, The Sun, Fox News, The Times, New York Post, og þannig haft gríðarleg áhrif á þróun fjölmiðla undanfarna áratugi. Veldi Murdochs og barátta barna hans um hver tæki við var viðfangsefni sjónvarpsþáttanna Succession. Við ræðum um brotthvarf Murdochs og erfingja krúnunnar. Hvernig upplifðu börn hrunið? Eftir rétt rúma viku verðaliðin fimmtán ár frá því Glitnir var þjóðnýttur, svo voru sett neyðarlög, Guð átti að blessa Ísland og enginn vissi hvað kæmi næst. Óvissan var í hámarki þarna um mánaðamótin september/október 2008 en 2018 köfuðu þau Guðni Tómasson og Þorgerður E. Sigurðardóttir ofan í þetta tímabil í þáttunum Nokkrir dagar í frjálsu falli. Í þættinum sem við heyrum í dag heyrum við hvernig börn upplifðu þessa afdrifaríku daga.
9/25/202355 minutes
Episode Artwork

Ljósin í Stjórnarráðinu og GRÓA

Við hugum áfram að hruninu í Lestinni, það fara að verða komin 15 ár síðan, og rifjum upp annan þátt úr röðinni Nokkrir dagar í frjálsu falli frá 2018. Í þáttunum eru atburðir daganna í kringum mánaðarmótin september-október árið 2008 rifjaðir upp. Viðmælendur í þáttunum segja frá sýn sinni á hræingarnar og velta vöngum yfir óvissunni sem þá ríkti í samfélaginu. Í öðrum þættinum, Ljósin í Stjórnarráðinu er rætt við Golla og Þórdísi Arnljótsdóttur. Hljómsveitin GRÓA hringir svo út stelpupönk-umfjöllun vikunnar, þegar þær stofnuðu hljómsveitina voru þær unglingar í MH, höfðu varla snert hljóðfærin sem þær spiluðu á en komust í úrslit Músíktilrauna eftir sína fyrstu opinberu framkomu. Það var árið 2017 en síðan þá hafa þær gefið út nokkrar plötur, spilað víða í Evrópu og í vor er von á nýrri útgáfu frá þeim.
9/21/20230
Episode Artwork

Ljósin í Stjórnarráðinu og GRÓA

Við hugum áfram að hruninu í Lestinni, það fara að verða komin 15 ár síðan, og rifjum upp annan þátt úr röðinni Nokkrir dagar í frjálsu falli frá 2018. Í þáttunum eru atburðir daganna í kringum mánaðarmótin september-október árið 2008 rifjaðir upp. Viðmælendur í þáttunum segja frá sýn sinni á hræingarnar og velta vöngum yfir óvissunni sem þá ríkti í samfélaginu. Í öðrum þættinum, Ljósin í Stjórnarráðinu er rætt við Golla og Þórdísi Arnljótsdóttur. Hljómsveitin GRÓA hringir svo út stelpupönk-umfjöllun vikunnar, þegar þær stofnuðu hljómsveitina voru þær unglingar í MH, höfðu varla snert hljóðfærin sem þær spiluðu á en komust í úrslit Músíktilrauna eftir sína fyrstu opinberu framkomu. Það var árið 2017 en síðan þá hafa þær gefið út nokkrar plötur, spilað víða í Evrópu og í vor er von á nýrri útgáfu frá þeim.
9/21/202354 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Sóðaskapur, fólkið í bönkunum, Extreme Chill

Það er stelpupönk á dagskrá í Lestinni þessa vikuna og í dag kynnumst við hljómsveitinni Sóðaskapur. Hana skipa þær Lára, Sólbjört og Hildur. Í fyrra komust þær í úrslit Músíktilrauna en núna í byrjun September sendu þær frá sér sína fyrstu breiðskífu sem er samnefnd sveitinni. Grýlurnar svífa yfir vötnum sem og David Bowie í lögunum sem fjalla meðal annars um sjálfstæðismenn, loftslagsmál, fórstureyðingar, perra sem elta þær á djamminu og pasta. Bráðum eru 15 ár frá þjónýtingu Glitnis sem markað upphafið að Hruninu og næstu daga munum við rifja upp þáttaröðina Nokkrir dagar í frjálsu falli frá árinu 2008. Þættirnir eru úr smiðju Guðna Tómassonar og Þorgerðar E. Sigurðardóttur og eru atburðarásin í kringum mánaðamótin september/október 2008 rifjuð upp. Í fyrsta þættinum, fólkið í bönkunum er skyggnst bak við tjöldin og rætt við bankastarfsmenn. Tilrauna- og raftónlistarhátíðin Extreme Chill verður haldin í 14. sinn núna um helgina. Hátíðin byrjaði á Hellissandi, færðist til Víkur í Mýrdal og Berlínar en undanfarin ár hefur hún átt samastað í Reykjavik. Umlykjandi hljóðheimar mæta taktföstum tónum á hátíðinni þar sem íslenskir og erlendir listamenn koma fram á nokkrum stöðum í borginni. Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar segir okkur upp og ofan af Extreme Chill
9/20/20230
Episode Artwork

Sóðaskapur, fólkið í bönkunum, Extreme Chill

Það er stelpupönk á dagskrá í Lestinni þessa vikuna og í dag kynnumst við hljómsveitinni Sóðaskapur. Hana skipa þær Lára, Sólbjört og Hildur. Í fyrra komust þær í úrslit Músíktilrauna en núna í byrjun September sendu þær frá sér sína fyrstu breiðskífu sem er samnefnd sveitinni. Grýlurnar svífa yfir vötnum sem og David Bowie í lögunum sem fjalla meðal annars um sjálfstæðismenn, loftslagsmál, fórstureyðingar, perra sem elta þær á djamminu og pasta. Bráðum eru 15 ár frá þjónýtingu Glitnis sem markað upphafið að Hruninu og næstu daga munum við rifja upp þáttaröðina Nokkrir dagar í frjálsu falli frá árinu 2008. Þættirnir eru úr smiðju Guðna Tómassonar og Þorgerðar E. Sigurðardóttur og eru atburðarásin í kringum mánaðamótin september/október 2008 rifjuð upp. Í fyrsta þættinum, fólkið í bönkunum er skyggnst bak við tjöldin og rætt við bankastarfsmenn. Tilrauna- og raftónlistarhátíðin Extreme Chill verður haldin í 14. sinn núna um helgina. Hátíðin byrjaði á Hellissandi, færðist til Víkur í Mýrdal og Berlínar en undanfarin ár hefur hún átt samastað í Reykjavik. Umlykjandi hljóðheimar mæta taktföstum tónum á hátíðinni þar sem íslenskir og erlendir listamenn koma fram á nokkrum stöðum í borginni. Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar segir okkur upp og ofan af Extreme Chill
9/20/20230
Episode Artwork

Sóðaskapur, fólkið í bönkunum, Extreme Chill

Það er stelpupönk á dagskrá í Lestinni þessa vikuna og í dag kynnumst við hljómsveitinni Sóðaskapur. Hana skipa þær Lára, Sólbjört og Hildur. Í fyrra komust þær í úrslit Músíktilrauna en núna í byrjun September sendu þær frá sér sína fyrstu breiðskífu sem er samnefnd sveitinni. Grýlurnar svífa yfir vötnum sem og David Bowie í lögunum sem fjalla meðal annars um sjálfstæðismenn, loftslagsmál, fórstureyðingar, perra sem elta þær á djamminu og pasta. Bráðum eru 15 ár frá þjónýtingu Glitnis sem markað upphafið að Hruninu og næstu daga munum við rifja upp þáttaröðina Nokkrir dagar í frjálsu falli frá árinu 2008. Þættirnir eru úr smiðju Guðna Tómassonar og Þorgerðar E. Sigurðardóttur og eru atburðarásin í kringum mánaðamótin september/október 2008 rifjuð upp. Í fyrsta þættinum, fólkið í bönkunum er skyggnst bak við tjöldin og rætt við bankastarfsmenn. Tilrauna- og raftónlistarhátíðin Extreme Chill verður haldin í 14. sinn núna um helgina. Hátíðin byrjaði á Hellissandi, færðist til Víkur í Mýrdal og Berlínar en undanfarin ár hefur hún átt samastað í Reykjavik. Umlykjandi hljóðheimar mæta taktföstum tónum á hátíðinni þar sem íslenskir og erlendir listamenn koma fram á nokkrum stöðum í borginni. Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar segir okkur upp og ofan af Extreme Chill
9/20/202355 minutes
Episode Artwork

Eðlisfræði í klípu og Boob Sweat Gang

Í Lestinni þessa vikuna ætlum við að beina sjónum okkar að íslenskum stelpupönkhljómsveitum, við ræðum við meðlimi hljómsveitanna Sóðaskapur og Gróa, en við Byrjum á Boob Sweat Gang. Hljómsveitin var stofnuð árið 2019 á workshoppi hjá dansaranum og listakonunni Gígju Jónsdóttur, Wikihow to start a punk-band. Árið 2022 gáfu þær út sína fyrstu plötu, The Boob Sweat Gang The Album. Urður, Anna Guðrún og Eyrún komu í Lestina og sögðu sögur af Boob Sweat Gang. Er eðlisfræðin stöðnuð og á villigötum? Of upptekin af fallegum formúlum og furðulegum kenningum um fjölheima og fleiri víddir til að leggja eitthvað nýtt af mörkum? Þetta eru aðeins nokkrar af þeim spurningum sem þýski eðlisfræðingurinn Sabine Hossenfelder veltir upp í bók sem var að koma út í íslenskri þýðingu: Rammvillt í reikningskúnstum: hvernig fegurðin villir um fyrir eðlisfræðinni.
9/19/20230
Episode Artwork

Eðlisfræði í klípu og Boob Sweat Gang

Í Lestinni þessa vikuna ætlum við að beina sjónum okkar að íslenskum stelpupönkhljómsveitum, við ræðum við meðlimi hljómsveitanna Sóðaskapur og Gróa, en við Byrjum á Boob Sweat Gang. Hljómsveitin var stofnuð árið 2019 á workshoppi hjá dansaranum og listakonunni Gígju Jónsdóttur, Wikihow to start a punk-band. Árið 2022 gáfu þær út sína fyrstu plötu, The Boob Sweat Gang The Album. Urður, Anna Guðrún og Eyrún komu í Lestina og sögðu sögur af Boob Sweat Gang. Er eðlisfræðin stöðnuð og á villigötum? Of upptekin af fallegum formúlum og furðulegum kenningum um fjölheima og fleiri víddir til að leggja eitthvað nýtt af mörkum? Þetta eru aðeins nokkrar af þeim spurningum sem þýski eðlisfræðingurinn Sabine Hossenfelder veltir upp í bók sem var að koma út í íslenskri þýðingu: Rammvillt í reikningskúnstum: hvernig fegurðin villir um fyrir eðlisfræðinni.
9/19/202355 minutes
Episode Artwork

Kalt Stálbarn, Volruptus og Skeng, Ást Fedru

Þeir Bjargmundur Ingi Kjartansson, Volruptus, og Árni E. Guðmundsson, Skeng, eru í hópi íslenskra listamanna sem búsettir eru í Berlín. Báðir hafa þeir gert það gott á sviði raftónlistar. Steindór Grétar Jónsson kíkir í heimsókn í það sem kalla mætti félagsheimili íslenskra raftónlistarmanna í Berlín, eða íbúð Árna. Myndlistar- og tónlistarmaðurinn Karl Ställborn, sem einnig er söngvari rokksveitarinnar Skrattar, opnaði sýningu sína Kalt Stálbarn í Gallerí 1300° á Bergstaðastræti síðasta föstudag. Myndir Karls eru unnar með trélit á svartan pappír og þar mætast harka og mildi, rafmagn og fígúrur. Lestin leit við hjá honum þar sem hann var í óðaönn við að hengja upp verkin nokkrum tímum fyrir opnun. Við heyrum það hér á eftir. Katrín Guðbjartsdóttir skrifaði lokaritgerðina sína um ofbeldið í Ást Fedru, leikriti Söruh Kane frá árinu 1996. Verkið er í sýningu í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur. Við ræðum ofbeldið og sýninguna við Katrínu.
9/18/20230
Episode Artwork

Kalt Stálbarn, Volruptus og Skeng, Ást Fedru

Þeir Bjargmundur Ingi Kjartansson, Volruptus, og Árni E. Guðmundsson, Skeng, eru í hópi íslenskra listamanna sem búsettir eru í Berlín. Báðir hafa þeir gert það gott á sviði raftónlistar. Steindór Grétar Jónsson kíkir í heimsókn í það sem kalla mætti félagsheimili íslenskra raftónlistarmanna í Berlín, eða íbúð Árna. Myndlistar- og tónlistarmaðurinn Karl Ställborn, sem einnig er söngvari rokksveitarinnar Skrattar, opnaði sýningu sína Kalt Stálbarn í Gallerí 1300° á Bergstaðastræti síðasta föstudag. Myndir Karls eru unnar með trélit á svartan pappír og þar mætast harka og mildi, rafmagn og fígúrur. Lestin leit við hjá honum þar sem hann var í óðaönn við að hengja upp verkin nokkrum tímum fyrir opnun. Við heyrum það hér á eftir. Katrín Guðbjartsdóttir skrifaði lokaritgerðina sína um ofbeldið í Ást Fedru, leikriti Söruh Kane frá árinu 1996. Verkið er í sýningu í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur. Við ræðum ofbeldið og sýninguna við Katrínu.
9/18/20230
Episode Artwork

Kalt Stálbarn, Volruptus og Skeng, Ást Fedru

Þeir Bjargmundur Ingi Kjartansson, Volruptus, og Árni E. Guðmundsson, Skeng, eru í hópi íslenskra listamanna sem búsettir eru í Berlín. Báðir hafa þeir gert það gott á sviði raftónlistar. Steindór Grétar Jónsson kíkir í heimsókn í það sem kalla mætti félagsheimili íslenskra raftónlistarmanna í Berlín, eða íbúð Árna. Myndlistar- og tónlistarmaðurinn Karl Ställborn, sem einnig er söngvari rokksveitarinnar Skrattar, opnaði sýningu sína Kalt Stálbarn í Gallerí 1300° á Bergstaðastræti síðasta föstudag. Myndir Karls eru unnar með trélit á svartan pappír og þar mætast harka og mildi, rafmagn og fígúrur. Lestin leit við hjá honum þar sem hann var í óðaönn við að hengja upp verkin nokkrum tímum fyrir opnun. Við heyrum það hér á eftir. Katrín Guðbjartsdóttir skrifaði lokaritgerðina sína um ofbeldið í Ást Fedru, leikriti Söruh Kane frá árinu 1996. Verkið er í sýningu í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur. Við ræðum ofbeldið og sýninguna við Katrínu.
9/18/202355 minutes
Episode Artwork

Borgaraleg óhlýðni, leifar McDonalds og Kuldi

Borgaraleg óhlýðni er hugtak sem fór lítið fyrir fyrr en upp úr síðustu aldamótum þegar mótmælendur og aðgerðasinnar hlekkjuðu sig við vinnutæki og vélar við Kárahnjúka, eftir hrunið fór aftur að bera á því og nú síðast þegar tvær konur klifu möstur hvalveiðiskipa og komu í veg fyrir að veiðar gætu hafist. Til að átta okkurbetur á hugtakinu og sögu þess sem nær allavega 170 ár aftur í tímann mæltum við okkur mót við Ólaf Pál Jónsson heimspeking. Kolbeinn Rastrick, kvikmyndarýnir Lestarinnar, fór á nýjan íslenskan sálfræðitrylli í bíó. Það er Kuldi í leikstjórn Erlings Thoroddsen en myndin byggir á samnefndri spennusögu Yrsu Sigurðardóttur. Þegar Óðinn fer að rannsaka áratugagömul mál tengd unglingaheimili koma fram dularfull tengsl við sjálfsvíg fyrrum eiginkonu hans og undarlega hegðun táningsdóttur hans. Við heyrum rýni Kolbeins Lestarferðinni lýkur svo á fjórða og síðasta þætti af McBlessi Ísland, örseríu Önnu Marsibilar Clausen frá 2019 um McDonalds á Íslandi. 30 ár eru síðan hamborgararisinn opnaði sitt fyrsta útibú hér á landi, 14 ár síðan það síðasta skellti í lás. En það er ekki þar með sagt að sögunni ljúki endilega þar.
9/14/20230
Episode Artwork

Borgaraleg óhlýðni, leifar McDonalds og Kuldi

Borgaraleg óhlýðni er hugtak sem fór lítið fyrir fyrr en upp úr síðustu aldamótum þegar mótmælendur og aðgerðasinnar hlekkjuðu sig við vinnutæki og vélar við Kárahnjúka, eftir hrunið fór aftur að bera á því og nú síðast þegar tvær konur klifu möstur hvalveiðiskipa og komu í veg fyrir að veiðar gætu hafist. Til að átta okkurbetur á hugtakinu og sögu þess sem nær allavega 170 ár aftur í tímann mæltum við okkur mót við Ólaf Pál Jónsson heimspeking. Kolbeinn Rastrick, kvikmyndarýnir Lestarinnar, fór á nýjan íslenskan sálfræðitrylli í bíó. Það er Kuldi í leikstjórn Erlings Thoroddsen en myndin byggir á samnefndri spennusögu Yrsu Sigurðardóttur. Þegar Óðinn fer að rannsaka áratugagömul mál tengd unglingaheimili koma fram dularfull tengsl við sjálfsvíg fyrrum eiginkonu hans og undarlega hegðun táningsdóttur hans. Við heyrum rýni Kolbeins Lestarferðinni lýkur svo á fjórða og síðasta þætti af McBlessi Ísland, örseríu Önnu Marsibilar Clausen frá 2019 um McDonalds á Íslandi. 30 ár eru síðan hamborgararisinn opnaði sitt fyrsta útibú hér á landi, 14 ár síðan það síðasta skellti í lás. En það er ekki þar með sagt að sögunni ljúki endilega þar.
9/14/202355 minutes
Episode Artwork

Heimaleikurinn, Hamborgarahrunið og Marble Machine

McDonalds umfjöllun Önnu Marsibilar Clausen frá 2019 heldur áfram í dag. Við heyrum þriðja þátt örseríunnar McBlessi Íslands en þar er sjálft hamborgarahrunið tekið fyrir, þegar skyndibitarisinn riðaði til falls og íslenski hálfbróðirinn Metro kom í hans stað. Um helgina tekur heimildamyndahátíðin Skjaldborg yfir Bíó Paradís. Skjaldborgarhátíðin er haldin árlega á vorin á Patreksfirði en þeir sem komust ekki á hana gefst tækifæri til að sjá perlur hátíðarinnar um helgina. Við hittum leikstjóra myndarinnar Heimaleikurinn, sem vann Einarinn í ár, áhorfendaverðlaun hátíðarinnar, þá Loga Sigursveinsson og Smára Gunnarsson. Sænski tónlistarmaðurinn Martin Molin varð að óvæntri YouTube stjörnu árið 2016 þegar myndband af sjálfspilandi hljóðfæri hans fór á flug. Eftir hugljómun á spiladósasafni í Hollandi varði hann meira en ári í smíði vélarinnar en þegar hugmyndin um að fara í tónleikaferðalag kviknaði þurfti hann að byrja upp á nýtt, smíða nýja vél. Við heyrum af og heyrum í þessu forvitnilega hljóðfæri hér a eftir.
9/13/20230
Episode Artwork

Heimaleikurinn, Hamborgarahrunið og Marble Machine

McDonalds umfjöllun Önnu Marsibilar Clausen frá 2019 heldur áfram í dag. Við heyrum þriðja þátt örseríunnar McBlessi Íslands en þar er sjálft hamborgarahrunið tekið fyrir, þegar skyndibitarisinn riðaði til falls og íslenski hálfbróðirinn Metro kom í hans stað. Um helgina tekur heimildamyndahátíðin Skjaldborg yfir Bíó Paradís. Skjaldborgarhátíðin er haldin árlega á vorin á Patreksfirði en þeir sem komust ekki á hana gefst tækifæri til að sjá perlur hátíðarinnar um helgina. Við hittum leikstjóra myndarinnar Heimaleikurinn, sem vann Einarinn í ár, áhorfendaverðlaun hátíðarinnar, þá Loga Sigursveinsson og Smára Gunnarsson. Sænski tónlistarmaðurinn Martin Molin varð að óvæntri YouTube stjörnu árið 2016 þegar myndband af sjálfspilandi hljóðfæri hans fór á flug. Eftir hugljómun á spiladósasafni í Hollandi varði hann meira en ári í smíði vélarinnar en þegar hugmyndin um að fara í tónleikaferðalag kviknaði þurfti hann að byrja upp á nýtt, smíða nýja vél. Við heyrum af og heyrum í þessu forvitnilega hljóðfæri hér a eftir.
9/13/202355 minutes
Episode Artwork

Flughræðsla Dóra DNA, McDaginn, Skilti

Í kvöld verður grínmyndin Northern Comfort frumsýnd. Leikstjóri myndarinnar er Hafsteinn Gunnar Sigurðsson. Hann skrifaði einnig handritið, ásamt Halldóri Halldórssyni Laxnes og Tobias Munthe. Flughræðsla er meginstef myndarinnar og hana þekkir Dóri Dna, af eigin reynslu. Við höldum áfram að flytja seríuna McBlessi Ísland frá árinu 2019. Anna Marsibil Clausen rekur sögu McDonalds á Íslandi. Og við lítum við í skiltagerðinni Bræðurnir Baldursson en í samstarfi við listasafn Íslands stilltu þeir upp sýningu á textaverkum sem hluta af sýningunni Myndlistin okkar.
9/12/20230
Episode Artwork

Flughræðsla Dóra DNA, McDaginn, Skilti

Í kvöld verður grínmyndin Northern Comfort frumsýnd. Leikstjóri myndarinnar er Hafsteinn Gunnar Sigurðsson. Hann skrifaði einnig handritið, ásamt Halldóri Halldórssyni Laxnes og Tobias Munthe. Flughræðsla er meginstef myndarinnar og hana þekkir Dóri Dna, af eigin reynslu. Við höldum áfram að flytja seríuna McBlessi Ísland frá árinu 2019. Anna Marsibil Clausen rekur sögu McDonalds á Íslandi. Og við lítum við í skiltagerðinni Bræðurnir Baldursson en í samstarfi við listasafn Íslands stilltu þeir upp sýningu á textaverkum sem hluta af sýningunni Myndlistin okkar.
9/12/202355 minutes
Episode Artwork

Terminal X, McDonald's á Íslandi, Ásdís María

Við heimsækjum lítið sýningarrými sem stendur við Strandgötu í Hafnarfirði, Litla Gallerý. Þar taka á móti okkur Olivia Kwok, Borghildur Indriðadóttir og Freyja Eilíf en þær eru aðstandendur sýningarinnar Terminal X Tangibility and Waves - áþreifanleiki og bylgjur sem opnaði þann 7. september síðastliðinn. Anna Marsibil Clausen gerði fjögurra þátta seríu um sögu McDonalds, skyndibitakeðjunnar, hér á landi, árið 2019, þegar 10 ár voru liðin frá því að síðasti BicMacinn var framreiddur. Nú eru liðin 30 ár frá því að Davíð Oddson beit í fyrsta BicMacinn, við opnun staðarins í Skeifunni, og að því tilefni flytjum við seríuna Mc'Blessi Ísland á ný. Steindór Grétar Jónsson ræðir við tónlistarkonuna Ásdísi Maríu Viðarsdóttur sem hefur gert það gott í Þýskalandi og víðar upp á síðkastið. Þau ræða meðal annars starf lagahöfundarins en Ásdís María hefur samið fyrir nokkrar af þekktustu poppstjörnum í heimi.
9/11/20230
Episode Artwork

Terminal X, McDonald's á Íslandi, Ásdís María

Við heimsækjum lítið sýningarrými sem stendur við Strandgötu í Hafnarfirði, Litla Gallerý. Þar taka á móti okkur Olivia Kwok, Borghildur Indriðadóttir og Freyja Eilíf en þær eru aðstandendur sýningarinnar Terminal X Tangibility and Waves - áþreifanleiki og bylgjur sem opnaði þann 7. september síðastliðinn. Anna Marsibil Clausen gerði fjögurra þátta seríu um sögu McDonalds, skyndibitakeðjunnar, hér á landi, árið 2019, þegar 10 ár voru liðin frá því að síðasti BicMacinn var framreiddur. Nú eru liðin 30 ár frá því að Davíð Oddson beit í fyrsta BicMacinn, við opnun staðarins í Skeifunni, og að því tilefni flytjum við seríuna Mc'Blessi Ísland á ný. Steindór Grétar Jónsson ræðir við tónlistarkonuna Ásdísi Maríu Viðarsdóttur sem hefur gert það gott í Þýskalandi og víðar upp á síðkastið. Þau ræða meðal annars starf lagahöfundarins en Ásdís María hefur samið fyrir nokkrar af þekktustu poppstjörnum í heimi.
9/11/202354 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Burning Man, kveikjuviðvaranir, samkvæmisdans í L.A.

Óli Hjörtur Ólafsson rifjar upp ævintýralega heimsókn sína á Burning Man hátíðina í Nevada eyðimörkinni árið 2011. Hátíðin var mikið í fjölmiðlum undanfarnar daga en 72 þúsund hátíðargestir voru innlyksa á hátíðinni sökum rigningar. Rigningin hafði breytt uppþornuðum vatnsbotninum sem kallaður er Playa af hátíðargestum, í forarsvað sem ómögulegt var að keyra í. Þórður Ingi Jónsson ræðir við samkvæmisdansarann Þorkel Jónsson sem búsettur í Los Angeles og við rifjum upp innslag frá því í ágúst í fyrra þegar Kristján Guðjónsson kynnti sér tilgang og virkni kveikjuviðvarana eða trigger warnings.
9/7/20230
Episode Artwork

Burning Man, kveikjuviðvaranir, samkvæmisdans í L.A.

Óli Hjörtur Ólafsson rifjar upp ævintýralega heimsókn sína á Burning Man hátíðina í Nevada eyðimörkinni árið 2011. Hátíðin var mikið í fjölmiðlum undanfarnar daga en 72 þúsund hátíðargestir voru innlyksa á hátíðinni sökum rigningar. Rigningin hafði breytt uppþornuðum vatnsbotninum sem kallaður er Playa af hátíðargestum, í forarsvað sem ómögulegt var að keyra í. Þórður Ingi Jónsson ræðir við samkvæmisdansarann Þorkel Jónsson sem búsettur í Los Angeles og við rifjum upp innslag frá því í ágúst í fyrra þegar Kristján Guðjónsson kynnti sér tilgang og virkni kveikjuviðvarana eða trigger warnings.
9/7/202355 minutes
Episode Artwork

Fiðluteknó Geigen, Rauða bókin hans Jung og Forest Swords

Fiðluteknótvíeykið Geigen sem er skipað þeim Gígju Jónsdóttur og Pétri Eggertssyni, þau fagna útgáfu tveggja platna með tónleikum í Iðnó annað kvöld. Tónlist Geigen verður til inni í skálduðum vísindasagnaheimi úr þeirra eigin ranni og flutningur hennar tekur oftar en ekki á sig mynd gjörnings eða sýningar, nú síðast með Íslenska dansflokknum, en samstarfssýning þeirra Geigengeist sem sett var upp í Borgarleikhúsinu í fyrra vann til þriggja Grímuverðlauna, meðal annars fyrir tónlist ársins. Rauða bókin er ferðalag eins merkasta geðlæknis 20. aldarinnar um eigin dulvitund. Rauða bókin er skrautskrifuð og myndskreytt bók sem Carl Gustav Jung dundaði sér við í 16 ár á fyrri hluta síðustu aldar. Anna Gyða Sigurgísladóttir skoðaði sögu þessa merka verks í Lestinni 2018 og við ræddi við Hallfríði J. Ragnheiðardóttur, sem þekkir vel til verka Jungs. Ný plata er væntanleg frá tónlistarmanninum Matthew Barnes sem kallar sig Forest Swords, sú fyrsta frá árinu 2017. Barnes sver sig í ætt við James Blake, Burial og Four Tet og tónlist hans kallar upp myndir af öllu og engu í senn, það er hægt að hlusta á hana aftur og aftur, í nýju samhengi og nýjum aðstæðum, með athygli eða fjarrænum eyrum. Í lok þáttar heyrum við nokkur lög af plötunni sem heitir Bolted og kemur út í október.
9/6/20230
Episode Artwork

Fiðluteknó Geigen, Rauða bókin hans Jung og Forest Swords

Fiðluteknótvíeykið Geigen sem er skipað þeim Gígju Jónsdóttur og Pétri Eggertssyni, þau fagna útgáfu tveggja platna með tónleikum í Iðnó annað kvöld. Tónlist Geigen verður til inni í skálduðum vísindasagnaheimi úr þeirra eigin ranni og flutningur hennar tekur oftar en ekki á sig mynd gjörnings eða sýningar, nú síðast með Íslenska dansflokknum, en samstarfssýning þeirra Geigengeist sem sett var upp í Borgarleikhúsinu í fyrra vann til þriggja Grímuverðlauna, meðal annars fyrir tónlist ársins. Rauða bókin er ferðalag eins merkasta geðlæknis 20. aldarinnar um eigin dulvitund. Rauða bókin er skrautskrifuð og myndskreytt bók sem Carl Gustav Jung dundaði sér við í 16 ár á fyrri hluta síðustu aldar. Anna Gyða Sigurgísladóttir skoðaði sögu þessa merka verks í Lestinni 2018 og við ræddi við Hallfríði J. Ragnheiðardóttur, sem þekkir vel til verka Jungs. Ný plata er væntanleg frá tónlistarmanninum Matthew Barnes sem kallar sig Forest Swords, sú fyrsta frá árinu 2017. Barnes sver sig í ætt við James Blake, Burial og Four Tet og tónlist hans kallar upp myndir af öllu og engu í senn, það er hægt að hlusta á hana aftur og aftur, í nýju samhengi og nýjum aðstæðum, með athygli eða fjarrænum eyrum. Í lok þáttar heyrum við nokkur lög af plötunni sem heitir Bolted og kemur út í október.
9/6/202355 minutes
Episode Artwork

Systur í bræðralaginu, Wayne Shorter og Blóðuga líf

Á dögunum leit bókin Sisters of the brotherhood: Alienation and Inclusion in Learning Philosophy, dagsins ljós hjá Springer forlaginu. Bókin fjallar um feminískar nálganir í heimspekikennslu en höfundur hennar, hin finnska Erika Ruonakoski, vann bókina meðal annars upp úr sumarskólum sem haldnir voru af samstarfsverkefninu Kyn og heimspeki. Elsa Haraldsdóttir, heimspekingur og verkefnastjóri verkefnisins segir frá bókinni og hugmyndunum sem þar koma fram. Heimildarmynd í þremur hlutum um bandaríska saxófónleikarann Wayne Shorter kom út á Amazon Prime á dögunum. Shorter lék meðal annars með seinni kvintett Miles Davis 63-68 og á tímamótaplötunni Bitches Brew frá 1970. En hann átti einnig farsælan sólóferil sem gerð eru skil í heimildaþáttunum Wayne Shorter: Zero Gravity. Shorter lék á Listahátíð í Reykjavík árið 2008 og í tilefni af því ræddi Guðni Tómasson við þá Óskar Guðjónsson og Jóel Pálsson í Víðsjá. Við rifjum upp spjall þeirra félaga. Við heyrum svo af sýningu the Gjörningaklúbbsins í Gallery Guðmundsdóttir í Berlín. Það er Steindór Grétar Jónsson sem mun gera íslensku listafólki í Berlín skil næstu vikurnar, svo fylgist með.
9/5/20230
Episode Artwork

Systur í bræðralaginu, Wayne Shorter og Blóðuga líf

Á dögunum leit bókin Sisters of the brotherhood: Alienation and Inclusion in Learning Philosophy, dagsins ljós hjá Springer forlaginu. Bókin fjallar um feminískar nálganir í heimspekikennslu en höfundur hennar, hin finnska Erika Ruonakoski, vann bókina meðal annars upp úr sumarskólum sem haldnir voru af samstarfsverkefninu Kyn og heimspeki. Elsa Haraldsdóttir, heimspekingur og verkefnastjóri verkefnisins segir frá bókinni og hugmyndunum sem þar koma fram. Heimildarmynd í þremur hlutum um bandaríska saxófónleikarann Wayne Shorter kom út á Amazon Prime á dögunum. Shorter lék meðal annars með seinni kvintett Miles Davis 63-68 og á tímamótaplötunni Bitches Brew frá 1970. En hann átti einnig farsælan sólóferil sem gerð eru skil í heimildaþáttunum Wayne Shorter: Zero Gravity. Shorter lék á Listahátíð í Reykjavík árið 2008 og í tilefni af því ræddi Guðni Tómasson við þá Óskar Guðjónsson og Jóel Pálsson í Víðsjá. Við rifjum upp spjall þeirra félaga. Við heyrum svo af sýningu the Gjörningaklúbbsins í Gallery Guðmundsdóttir í Berlín. Það er Steindór Grétar Jónsson sem mun gera íslensku listafólki í Berlín skil næstu vikurnar, svo fylgist með.
9/5/202355 minutes
Episode Artwork

Hrollvekjur, hvalveiðimótmæli, tónlist Góða hirðisins

Kolbeinn Rastrick, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar, fór í bíó á dögunum og sá tvær hrollvekjur, hina áströlsku Talk to me sem fjallar um hóp unglinga sem læra að kalla fram illa anda, en þegar ein í hópnum gengur of langt fer allt úr böndunum. Og svo norður-makedónsku myndina You won?t be alone um unglingsstúlku sem dvalið hefur í helli alla sína ævi en þegar henni er breytt í norn þarf hún að læra að fóta sig í heimi okkar mannanna. Við kíkjum niður á höfn og fylgjumst með aðgerðum hvalveiðiandstæðinga. Tvær konur höfðu komið sér fyrir í möstrunum á Hval 8 og Hval 9 til að hindra að skipin fari út að veiða. Að lokum förum við í nytjamarkaðinn Góða hirðinn, ekki til að finna fjársjóð innan um allt dótaríið heldur til að heyra hvernig allt dótaríið hljómar. Listamaðurinn Halldór Eldjárn dvaldi í Góða hirðinum allan laugardaginn og samdi tónlist á staðnum með hljóðum, hljóðfærum og hlutum sem hann fann í versluninni.
9/4/20230
Episode Artwork

Hrollvekjur, hvalveiðimótmæli, tónlist Góða hirðisins

Kolbeinn Rastrick, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar, fór í bíó á dögunum og sá tvær hrollvekjur, hina áströlsku Talk to me sem fjallar um hóp unglinga sem læra að kalla fram illa anda, en þegar ein í hópnum gengur of langt fer allt úr böndunum. Og svo norður-makedónsku myndina You won?t be alone um unglingsstúlku sem dvalið hefur í helli alla sína ævi en þegar henni er breytt í norn þarf hún að læra að fóta sig í heimi okkar mannanna. Við kíkjum niður á höfn og fylgjumst með aðgerðum hvalveiðiandstæðinga. Tvær konur höfðu komið sér fyrir í möstrunum á Hval 8 og Hval 9 til að hindra að skipin fari út að veiða. Að lokum förum við í nytjamarkaðinn Góða hirðinn, ekki til að finna fjársjóð innan um allt dótaríið heldur til að heyra hvernig allt dótaríið hljómar. Listamaðurinn Halldór Eldjárn dvaldi í Góða hirðinum allan laugardaginn og samdi tónlist á staðnum með hljóðum, hljóðfærum og hlutum sem hann fann í versluninni.
9/4/202355 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Fyrsti gervigreindarþáttur í íslenskri útvarpssögu

Í Lestinni í dag: Þróun tónlistarstreymiþjónustu, ljósmyndakonan Saga Sig og nýja plata Sigur Rósar, 'Átta' Við skoðum þróun tónlistarstreymiþjónustu og hvernig hún hefur haft áhrif á tónlistariðnaðinn og háttinn sem við njótum tónlistar í dag. Við ræðum bæði jákvæð og neikvæð hliðar þessara áhrifa. Við mælum með sérfræðingum um hvernig þessar þjónustur hafa mótað borgararéttindi listamanna, demókratiseringu tónlistarsköpunar og aðgang að henni, og hvernig þessi umhverfi mótar hlustunarvenjur okkar og menningu í tónlist. Í dag munum við kynna okkur Saga Sig, ljósmyndara sem hefur blandað saman myndlita og ljósmyndalist í sitt eigið, einkennandi verk. Saga lauk námi í London College of Fashion árið 2007, flutti til London frá Íslandi til að skoða heiminn í gegnum linsuna. Verk hennar hafa verið sýnd víðsvegar, frá London til New York, Paris og Tokyo, og hafa þau birtst í blöðum sem Dazed & Confused, i-D, Vogue Italia og The Guardian. Viðtalið mun snúast um Saga, hvernig hennar draumkennda ljósmyndun hefur mótast af bókmenntum, menningu og lífi í erlendum borgum. Hvernig skilja við nýjustu plötu Sigur Rósar, 'Átta'? Stormur Steinþór Sveinsson, tónlistarfræðingur, hefur nokkrar hugmyndir. Í pistli sínum í dag, skoðar Stormur Steinþór ítarlega nýjustu verk Sigur Rósar, veltir fyrir sér áhrifum þeirra á íslenska tónlistarmenningu og útskýrir hvernig Sigur Rós hafa þroskaðst sem listamenn.
6/29/20230
Episode Artwork

Fyrsti gervigreindarþáttur í íslenskri útvarpssögu

Í Lestinni í dag: Þróun tónlistarstreymiþjónustu, ljósmyndakonan Saga Sig og nýja plata Sigur Rósar, 'Átta' Við skoðum þróun tónlistarstreymiþjónustu og hvernig hún hefur haft áhrif á tónlistariðnaðinn og háttinn sem við njótum tónlistar í dag. Við ræðum bæði jákvæð og neikvæð hliðar þessara áhrifa. Við mælum með sérfræðingum um hvernig þessar þjónustur hafa mótað borgararéttindi listamanna, demókratiseringu tónlistarsköpunar og aðgang að henni, og hvernig þessi umhverfi mótar hlustunarvenjur okkar og menningu í tónlist. Í dag munum við kynna okkur Saga Sig, ljósmyndara sem hefur blandað saman myndlita og ljósmyndalist í sitt eigið, einkennandi verk. Saga lauk námi í London College of Fashion árið 2007, flutti til London frá Íslandi til að skoða heiminn í gegnum linsuna. Verk hennar hafa verið sýnd víðsvegar, frá London til New York, Paris og Tokyo, og hafa þau birtst í blöðum sem Dazed & Confused, i-D, Vogue Italia og The Guardian. Viðtalið mun snúast um Saga, hvernig hennar draumkennda ljósmyndun hefur mótast af bókmenntum, menningu og lífi í erlendum borgum. Hvernig skilja við nýjustu plötu Sigur Rósar, 'Átta'? Stormur Steinþór Sveinsson, tónlistarfræðingur, hefur nokkrar hugmyndir. Í pistli sínum í dag, skoðar Stormur Steinþór ítarlega nýjustu verk Sigur Rósar, veltir fyrir sér áhrifum þeirra á íslenska tónlistarmenningu og útskýrir hvernig Sigur Rós hafa þroskaðst sem listamenn.
6/29/202355 minutes
Episode Artwork

Gervigreindar-Lestin #5-6: Hversu greind er gervigreindin?

Kristján og Lóa fengu hugmynd: Að framleiða fyrsta íslenska útvarpsþáttinn sem er alfarið búinn til af gervigreind. Í þessum þætti tekur gervigreindin viðtöl við mennsku viðmælendurnar, Kristján og Lóa reyna að finna tónlist í þáttinn, sem þarf auðvitað að vera samin af gervigreind. Þau fá svör, ekki öll svörin kannski, en einhver svör, við stóru spurningum sínum um gervigreind. Og svo er ekkert eftir nema að senda þáttinn til yfirferðar hjá tæknimanni, Lydíu Grétarsdóttur. Í þessari seríu höfum við verið að nota tónlist eftir íslensku hljómsveitina Konsulat og bandarísku tónlistarkonuna Jlin.
6/28/20230
Episode Artwork

Gervigreindar-Lestin #5-6: Hversu greind er gervigreindin?

Kristján og Lóa fengu hugmynd: Að framleiða fyrsta íslenska útvarpsþáttinn sem er alfarið búinn til af gervigreind. Í þessum þætti tekur gervigreindin viðtöl við mennsku viðmælendurnar, Kristján og Lóa reyna að finna tónlist í þáttinn, sem þarf auðvitað að vera samin af gervigreind. Þau fá svör, ekki öll svörin kannski, en einhver svör, við stóru spurningum sínum um gervigreind. Og svo er ekkert eftir nema að senda þáttinn til yfirferðar hjá tæknimanni, Lydíu Grétarsdóttur. Í þessari seríu höfum við verið að nota tónlist eftir íslensku hljómsveitina Konsulat og bandarísku tónlistarkonuna Jlin.
6/28/202355 minutes
Episode Artwork

Gervigreindar-Lestin #3-4: Hver á raddirnar okkar?

Kristján og Lóa fengu hugmynd: Að framleiða fyrsta íslenska útvarpsþáttinn sem er alfarið búinn til af gervigreind. Vinnan er komin vel á veg þegar þau fá fréttir af því að amerískur hlaðvarspþáttur sé kominn út, þáttur sem er nákvæmlega eins upp byggður og þeirra þáttur. Þau ákveða að reyna að komast að því hvort hugmyndinni hafi verið stolið eða hvort allir séu að fá sömu hugmyndirnar. Vinna hefst við gerð talgervla með þeirra rödd og í kjölfarið vakna margar spurningar.
6/27/20230
Episode Artwork

Gervigreindar-Lestin #3-4: Hver á raddirnar okkar?

Kristján og Lóa fengu hugmynd: Að framleiða fyrsta íslenska útvarpsþáttinn sem er alfarið búinn til af gervigreind. Vinnan er komin vel á veg þegar þau fá fréttir af því að amerískur hlaðvarspþáttur sé kominn út, þáttur sem er nákvæmlega eins upp byggður og þeirra þáttur. Þau ákveða að reyna að komast að því hvort hugmyndinni hafi verið stolið eða hvort allir séu að fá sömu hugmyndirnar. Vinna hefst við gerð talgervla með þeirra rödd og í kjölfarið vakna margar spurningar.
6/27/202355 minutes
Episode Artwork

Gervigreindar-Lestin #1-2: Hvernig gerum við okkur óþörf?

Kristján og Lóa fengu hugmynd: Að framleiða fyrsta íslenska útvarpsþáttinn sem er alfarið búinn til af gervigreind. Það reynist flóknara mál en þau óraði fyrir, bæði hvað framkvæmdina varðar og siðferðislega svo nú eru þau í vandræðum. Getur þátturinn í alvöru orðið að veruleika? Hvað þýðir það að tölva geti talað með röddinni þeirra? Mun tæknin gera þau atvinnulaus? Í þessum fyrsta þætti reyna þau að komast að því hvar þau eiga að byrja. Hver eru fyrstu skrefin? Hvernig gera þau sig óþörf? Þau rekast á hindranir og þurfa að meta stöðuna alveg upp á nýtt.
6/26/20230
Episode Artwork

Gervigreindar-Lestin #1-2: Hvernig gerum við okkur óþörf?

Kristján og Lóa fengu hugmynd: Að framleiða fyrsta íslenska útvarpsþáttinn sem er alfarið búinn til af gervigreind. Það reynist flóknara mál en þau óraði fyrir, bæði hvað framkvæmdina varðar og siðferðislega svo nú eru þau í vandræðum. Getur þátturinn í alvöru orðið að veruleika? Hvað þýðir það að tölva geti talað með röddinni þeirra? Mun tæknin gera þau atvinnulaus? Í þessum fyrsta þætti reyna þau að komast að því hvar þau eiga að byrja. Hver eru fyrstu skrefin? Hvernig gera þau sig óþörf? Þau rekast á hindranir og þurfa að meta stöðuna alveg upp á nýtt.
6/26/202355 minutes
Episode Artwork

Besti sjónvarpsþáttur allra tíma

Við í Lestinni erum þessa dagana að vinna að því að klára seríu sem kemur út í næstu viku. Við höfum því verið að endurflytja nokkra af okkar uppáhalds þáttum hér í Lestinni á meðan. Í dag er þátturinn okkar frá því í júní í fyrra sem fjallaði allur um bestu sjónvarpsþætti allra tíma, The Wire.
6/22/20230
Episode Artwork

Besti sjónvarpsþáttur allra tíma

Við í Lestinni erum þessa dagana að vinna að því að klára seríu sem kemur út í næstu viku. Við höfum því verið að endurflytja nokkra af okkar uppáhalds þáttum hér í Lestinni á meðan. Í dag er þátturinn okkar frá því í júní í fyrra sem fjallaði allur um bestu sjónvarpsþætti allra tíma, The Wire.
6/22/202355 minutes
Episode Artwork

I Love Dick + sumarmelankólía

Þessa dagana er Lestin í nokkra daga hléi til að undirbúa seríu sem kemur út í næstu viku. Meðan á þessum undirbúningi stendur höfum við verið að endurflytja nokkra af okkar bestu þáttum. Í dag er það viðtal við nýsjálenska rithöfundinn Chris Kraus um bók hennar I Love Dick, og vangaveltur um sumarmelankólíu.
6/21/20230
Episode Artwork

I Love Dick + sumarmelankólía

Þessa dagana er Lestin í nokkra daga hléi til að undirbúa seríu sem kemur út í næstu viku. Meðan á þessum undirbúningi stendur höfum við verið að endurflytja nokkra af okkar bestu þáttum. Í dag er það viðtal við nýsjálenska rithöfundinn Chris Kraus um bók hennar I Love Dick, og vangaveltur um sumarmelankólíu.
6/21/202355 minutes
Episode Artwork

Strákasveitin orðin að minjagrip

Þessa dagana erum við í Lestinni að vinna að nýrri seríu sem fer í loftið í næstu viku. Við viljum ekki segja of mikið um innihald seríunnar, bara að við erum að vinna hörðum höndum og hlökkum til að kynna hlustendur fyrir útkomunni. Þessa vikuna ætlum við því að fá að endurflytja nokkra af okkar uppáhalds Lestarþáttum, og einbeita okkur alfarið að seríunni. Í dag rifjum við upp þátt sem fjallaði alfarið um strákasveitir, af tilefni komu Backstreet Boys til Íslands fyrr í vor.
6/20/20230
Episode Artwork

Strákasveitin orðin að minjagrip

Þessa dagana erum við í Lestinni að vinna að nýrri seríu sem fer í loftið í næstu viku. Við viljum ekki segja of mikið um innihald seríunnar, bara að við erum að vinna hörðum höndum og hlökkum til að kynna hlustendur fyrir útkomunni. Þessa vikuna ætlum við því að fá að endurflytja nokkra af okkar uppáhalds Lestarþáttum, og einbeita okkur alfarið að seríunni. Í dag rifjum við upp þátt sem fjallaði alfarið um strákasveitir, af tilefni komu Backstreet Boys til Íslands fyrr í vor.
6/20/202355 minutes
Episode Artwork

Lestin Mathöll

Þessa dagana erum við í Lestinni að vinna að nýrri seríu sem fer í loftið í næstu viku. Við viljum ekki segja of mikið um innihald seríunnar, bara að við erum að vinna hörðum höndum og hlökkum til að kynna hlustendur fyrir útkomunni. Þessa vikunna ætlum við því að fá að endurflytja nokkra af okkar uppáhalds Lestarþáttum, og einbeita okkur alfarið að seríunni. Í dag eru mathallir til umfjöllunar, þáttur frá því í nóvember, þegar að nýjasta mathöllin í Reykjavík opnaði, Pósthús mathöll.
6/19/20230
Episode Artwork

Lestin Mathöll

Þessa dagana erum við í Lestinni að vinna að nýrri seríu sem fer í loftið í næstu viku. Við viljum ekki segja of mikið um innihald seríunnar, bara að við erum að vinna hörðum höndum og hlökkum til að kynna hlustendur fyrir útkomunni. Þessa vikunna ætlum við því að fá að endurflytja nokkra af okkar uppáhalds Lestarþáttum, og einbeita okkur alfarið að seríunni. Í dag eru mathallir til umfjöllunar, þáttur frá því í nóvember, þegar að nýjasta mathöllin í Reykjavík opnaði, Pósthús mathöll.
6/19/202355 minutes
Episode Artwork

Nasískur lærifaðir, Beyoncé-verðbólgan, Bodies Bodies Bodies

Þessa dagana stendur yfir sýning í Ásmundarsafni þar sem stefnt er saman verkum Ásmundar Sveinssonar, myndhöggvara, og kennara hans, Svíans Carls Milles. Það sem kemur ekki fram í sýningartextanum er að Milles þessi var aðdáandi Adolfs Hitlers. Við pælum í því hvernig við eigum að nálgast verk gamalla listamanna sem höfðu nasískar tilhneigingar, og pælum hvort Milles hafi miðlað viðhorfum sínum til nemans, Ásmundar Sveinssonar, en einmitt núna stendur yfir dómsmál sem tengist verki hans, Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, en afsteypu verksins var stolið í fyrra og hún notuð í nýtt listaverk sem átti að draga fram innbyggða kynþáttahyggjuna í verkinu. Kolbeinn Rastrick fór að sjá nýjustu mynd úr smiðju framleiðslufyrirtækisins A24, sprennumyndina Bodies Bodies Bodies, í leikstjórn Halina Reijn. Vinahópur ríkra ungmenna kemur sér fyrir í stórri, afskekktri glæsivillu, á meðan þau fara í partíleik gengur fellibylur yfir. Og við pælum í áhrifum Beyonce tónleika á verðbólgutölur í Svíþjóð.
6/15/20230
Episode Artwork

Nasískur lærifaðir, Beyoncé-verðbólgan, Bodies Bodies Bodies

Þessa dagana stendur yfir sýning í Ásmundarsafni þar sem stefnt er saman verkum Ásmundar Sveinssonar, myndhöggvara, og kennara hans, Svíans Carls Milles. Það sem kemur ekki fram í sýningartextanum er að Milles þessi var aðdáandi Adolfs Hitlers. Við pælum í því hvernig við eigum að nálgast verk gamalla listamanna sem höfðu nasískar tilhneigingar, og pælum hvort Milles hafi miðlað viðhorfum sínum til nemans, Ásmundar Sveinssonar, en einmitt núna stendur yfir dómsmál sem tengist verki hans, Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, en afsteypu verksins var stolið í fyrra og hún notuð í nýtt listaverk sem átti að draga fram innbyggða kynþáttahyggjuna í verkinu. Kolbeinn Rastrick fór að sjá nýjustu mynd úr smiðju framleiðslufyrirtækisins A24, sprennumyndina Bodies Bodies Bodies, í leikstjórn Halina Reijn. Vinahópur ríkra ungmenna kemur sér fyrir í stórri, afskekktri glæsivillu, á meðan þau fara í partíleik gengur fellibylur yfir. Og við pælum í áhrifum Beyonce tónleika á verðbólgutölur í Svíþjóð.
6/15/202355 minutes
Episode Artwork

Kapítalismi í bleiser, óumbeðin ástarbréf, hvíld sem aktívismi

Við skoðum fyrirbærið Girlboss og úr hvaða samhengi það sprettur. Hugtakið nær vinsældum árið 2014, sama ár og félag nokkuð er stofnað hér á landi, Ungar Athafnakonur. Chanel Björk Sturludóttir rakst á færslu á samfélagsmiðlum þar sem fjallað var um hvíld sem aktívisma. Sem er algjör andstæða við það sem við tengjum almennt við pólitískar aðgerðir. En hugmyndin hefur setið í henni. Og í pistli í dag veltir hún fyrir sér gleði og hvíld í baráttunni gegn rasisma. Við heyrum um bókina Óumbeðin ástarbréf sem kemur út á morgun. Þetta er safn ljóða um ástina eftir fimm konur, en birtast nafnlaust. Höfundar bókarinnar eru spunahópur sem kallar sig Eldklárar og eftirsóttar. Við ræðum við tvo meðlimi hópsins.
6/14/20230
Episode Artwork

Kapítalismi í bleiser, óumbeðin ástarbréf, hvíld sem aktívismi

Við skoðum fyrirbærið Girlboss og úr hvaða samhengi það sprettur. Hugtakið nær vinsældum árið 2014, sama ár og félag nokkuð er stofnað hér á landi, Ungar Athafnakonur. Chanel Björk Sturludóttir rakst á færslu á samfélagsmiðlum þar sem fjallað var um hvíld sem aktívisma. Sem er algjör andstæða við það sem við tengjum almennt við pólitískar aðgerðir. En hugmyndin hefur setið í henni. Og í pistli í dag veltir hún fyrir sér gleði og hvíld í baráttunni gegn rasisma. Við heyrum um bókina Óumbeðin ástarbréf sem kemur út á morgun. Þetta er safn ljóða um ástina eftir fimm konur, en birtast nafnlaust. Höfundar bókarinnar eru spunahópur sem kallar sig Eldklárar og eftirsóttar. Við ræðum við tvo meðlimi hópsins.
6/14/202355 minutes
Episode Artwork

Storytel snuðar rithöfunda, Eþíópískur matur, íslensk nýlenda í USA

Flestir vita að Leifur heppni sigldi til Ameríku í kringum árið 1000 og norrænir menn stofnuðu þar nýlendu í kjölfarið. Þetta landnám varð frekar skammlíft enda lenti innflytjendunum saman við þá sem fyrir voru í landinu. En hvað ef landnámið hefði heppnast, hefðu norrænir menn einangrað sig á nýfundnalandi, blandast frumbyggjum álfunnar eða tekið yfir. Við pælum í þessum með Val Gunnarssyni sagnfræðingi og rithöfundi sem sendi nýlega frá sér hvað-ef-sagnfræðiritið What if Vikings Conquered the world. Við kynnum okkur matarmenningu Eþíópíu. Við höldum ekki til Addis Ababa heldur förum á Blönduós þar sem Liya Yirga Behaga rekur veitingastaðinn Teni. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir kíkir ofan í pottana hjá Liyu. Við ræðum við Auði Jónsdóttur um nýlega grein hennar í Heimildinni sem fjallar um stöðu bókaútgáfu á Íslandi og þá sérstaklega áhrifin sem innkoma streymisveitunnar Storytel hefur haft. Storytel hóf starfsemi hér á landi árið 2018 og mörgum rithöfundum finnst þeir hlunnfarnir af veitunni.
6/13/20230
Episode Artwork

Storytel snuðar rithöfunda, Eþíópískur matur, íslensk nýlenda í USA

Flestir vita að Leifur heppni sigldi til Ameríku í kringum árið 1000 og norrænir menn stofnuðu þar nýlendu í kjölfarið. Þetta landnám varð frekar skammlíft enda lenti innflytjendunum saman við þá sem fyrir voru í landinu. En hvað ef landnámið hefði heppnast, hefðu norrænir menn einangrað sig á nýfundnalandi, blandast frumbyggjum álfunnar eða tekið yfir. Við pælum í þessum með Val Gunnarssyni sagnfræðingi og rithöfundi sem sendi nýlega frá sér hvað-ef-sagnfræðiritið What if Vikings Conquered the world. Við kynnum okkur matarmenningu Eþíópíu. Við höldum ekki til Addis Ababa heldur förum á Blönduós þar sem Liya Yirga Behaga rekur veitingastaðinn Teni. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir kíkir ofan í pottana hjá Liyu. Við ræðum við Auði Jónsdóttur um nýlega grein hennar í Heimildinni sem fjallar um stöðu bókaútgáfu á Íslandi og þá sérstaklega áhrifin sem innkoma streymisveitunnar Storytel hefur haft. Storytel hóf starfsemi hér á landi árið 2018 og mörgum rithöfundum finnst þeir hlunnfarnir af veitunni.
6/13/202355 minutes
Episode Artwork

Umhverfis-terroristi deyr, bíólaust Háskólabíó, kínverskt mæðraveldi

Við skellum okkur í ferðalag í suðurhluta Kína, til Yunnan héraðsins. Innan um dropasteina sem minna helst á steinaskóg býr Mousou ættbálkurinn þar sem konur hafa sögulega haft valdið ólíkt karllæga Kína nútímans.Ömmur sitja við hásætið, hjónaband þekkist ekki og eldri karlar sjá um ungabörnin. Forlátt teppi og Yunnan te rataði heim til Íslands með Thelmu Hrönn Sigurdórsdóttur sem segir okkur betur frá Steinaskóginum í Kína. Í síðustu viku bárust þær fréttir að kvikmyndasýningum yrði hætt í Háskólabíói í lok mánaðarin, en kvikmyndahús hefur verið starfrækt í húsinu frá opnun þess árið 1961. Við rifjum upp brot úr sögu háskólabíós. Og við heyrum um hryðjuverkamanninn Unabomber, Ted Kazynsky sem lést á dögunum. Hann var and-tæknisinni sem myrti þrjár manneskjur í baráttu sinni gegn iðnsamfélaginu, en í 17 ár var hann eftirsóttur af bandarísku alríkislögreglunni. Við ræðum við Pontus Järvstad, sagnfræðing, um Unabomber.
6/12/20230
Episode Artwork

Umhverfis-terroristi deyr, bíólaust Háskólabíó, kínverskt mæðraveldi

Við skellum okkur í ferðalag í suðurhluta Kína, til Yunnan héraðsins. Innan um dropasteina sem minna helst á steinaskóg býr Mousou ættbálkurinn þar sem konur hafa sögulega haft valdið ólíkt karllæga Kína nútímans.Ömmur sitja við hásætið, hjónaband þekkist ekki og eldri karlar sjá um ungabörnin. Forlátt teppi og Yunnan te rataði heim til Íslands með Thelmu Hrönn Sigurdórsdóttur sem segir okkur betur frá Steinaskóginum í Kína. Í síðustu viku bárust þær fréttir að kvikmyndasýningum yrði hætt í Háskólabíói í lok mánaðarin, en kvikmyndahús hefur verið starfrækt í húsinu frá opnun þess árið 1961. Við rifjum upp brot úr sögu háskólabíós. Og við heyrum um hryðjuverkamanninn Unabomber, Ted Kazynsky sem lést á dögunum. Hann var and-tæknisinni sem myrti þrjár manneskjur í baráttu sinni gegn iðnsamfélaginu, en í 17 ár var hann eftirsóttur af bandarísku alríkislögreglunni. Við ræðum við Pontus Järvstad, sagnfræðing, um Unabomber.
6/12/202355 minutes
Episode Artwork

Stefnuyfirlýsing húsvarðar, klúður á Coachella, Apple skíðagleraugu

Gunnar Gunnsteinsson tónlistarmaður gaf út plötuna A Janitor?s Manifesto á dögunum. Þetta er önnur plata Gunnars og hún sprettur upp úr tímabil í lífi hans þegar hann starfaði sem húsvörður í Amsterdam. Platan átti átti upprunalega að vera poppplata um skúringar en þróaðist yfir í eitthvað annað - við ræðum við hann um þessa skemmtilegu plötu sem er full af húmor og vettvangsupptökum sem hann gerði í húsvarðarstarfinu. Og við heyrum um nýjustu vöruna frá Apple, Vision Pro, sýndarveruleika-gleraugunum, 500 þúsund króna skíðagleraugu sem tæknirisinn veðjar á verði næsta stóra byltingin í því hvernig við notum tæknin. En við byrjum á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum, við byrjum á Coachella. Þar sem Gunnar Jónsson fann sönnunargögn um það að klúbbamenningin sé æðri poppstjörnumenningunni.
6/8/20230
Episode Artwork

Stefnuyfirlýsing húsvarðar, klúður á Coachella, Apple skíðagleraugu

Gunnar Gunnsteinsson tónlistarmaður gaf út plötuna A Janitor?s Manifesto á dögunum. Þetta er önnur plata Gunnars og hún sprettur upp úr tímabil í lífi hans þegar hann starfaði sem húsvörður í Amsterdam. Platan átti átti upprunalega að vera poppplata um skúringar en þróaðist yfir í eitthvað annað - við ræðum við hann um þessa skemmtilegu plötu sem er full af húmor og vettvangsupptökum sem hann gerði í húsvarðarstarfinu. Og við heyrum um nýjustu vöruna frá Apple, Vision Pro, sýndarveruleika-gleraugunum, 500 þúsund króna skíðagleraugu sem tæknirisinn veðjar á verði næsta stóra byltingin í því hvernig við notum tæknin. En við byrjum á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum, við byrjum á Coachella. Þar sem Gunnar Jónsson fann sönnunargögn um það að klúbbamenningin sé æðri poppstjörnumenningunni.
6/8/202355 minutes
Episode Artwork

Hlekkjaður við hvalabyssu

Lestin í dag er tileinkuð hvölum. Við ætlum að kynna okkur hvalveiðar og hvalveiðimótmæli hér á Íslandi, í nútíð og fortíð. Við rifjum upp beinar aðgerðir og skemmdarverk, heyrum um miðilsfundi sem ólu af sér hvalafriðunarsinna og uppruna Hvals Hf. Meðal þeirra sem koma við sögu eru útvarpsstjóri, Benedikt Erlingsson, Rán Flygenring, Kristján Loftsson, Kristín Ingvarsdóttir, áhöfnin á Hval 7 og forseti Ungra umhverfissinna.
6/7/20230
Episode Artwork

Hlekkjaður við hvalabyssu

Lestin í dag er tileinkuð hvölum. Við ætlum að kynna okkur hvalveiðar og hvalveiðimótmæli hér á Íslandi, í nútíð og fortíð. Við rifjum upp beinar aðgerðir og skemmdarverk, heyrum um miðilsfundi sem ólu af sér hvalafriðunarsinna og uppruna Hvals Hf. Meðal þeirra sem koma við sögu eru útvarpsstjóri, Benedikt Erlingsson, Rán Flygenring, Kristján Loftsson, Kristín Ingvarsdóttir, áhöfnin á Hval 7 og forseti Ungra umhverfissinna.
6/7/202355 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Fótstallur Ingólfs Arnarsonar, Cocina Rodriguez, Óskarslöðrungur

Pálmi Freyr Hauksson veltir fyrir sér Óskarslöðrunginum fræga frá því í fyrra, þegar Will Smith rauk upp á svið og sló grínistann Chris Rock og áhorfendur vissu ekki hvort um væri að ræða þaulæft atriði eða raunverulega árás. Pálmi setur atvikið í samhengi við æsku, bakgrunn og feril þessa heimsfrægu manna. Atvik sem Chris Rock ræddi ekki opinberlega fyrr en hann flutti tíu mínútna langt reiði-rant um Will Smith í uppistandi, ári seinna. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir stendur við suðupottinn í dag, hún mældi sér mót við Evelyn Rodriguez sem rekur Cocina Rodriguez á annarri hæð í Gerðubergi. Í Suðupottinum kynnir Heiða sér veitingastaði á Íslandi sem eru reknir af fólki úr öðrum heimshornum, þar sem Íslendingar geta fengið að kynnast matarmenningu annara þjóða. Í dag er það matur frá Dóminíska lýðveldinu sem verður smakkaður. Við hægjum á okkur og förum aftur til ársins 1957, þegar það sem heyrðist í útvarpinu var í aðeins hægari takti. Þátturinn Um helgina var á dagskrá þann 7. apríl, 1957, í umsjón þeirra Björns Th. Björnssonar og Gests Þorgrímssonar. Gestur hafði með sér segulbandstæki og kíkti á tvo sögufræga staði í Reykjavík. Fyrst fór hann inn í fótstall styttunnar af Ingólfi Arnarssyni og því næst í þvottalaugarnar í Laugardal.
6/6/20230
Episode Artwork

Fótstallur Ingólfs Arnarsonar, Cocina Rodriguez, Óskarslöðrungur

Pálmi Freyr Hauksson veltir fyrir sér Óskarslöðrunginum fræga frá því í fyrra, þegar Will Smith rauk upp á svið og sló grínistann Chris Rock og áhorfendur vissu ekki hvort um væri að ræða þaulæft atriði eða raunverulega árás. Pálmi setur atvikið í samhengi við æsku, bakgrunn og feril þessa heimsfrægu manna. Atvik sem Chris Rock ræddi ekki opinberlega fyrr en hann flutti tíu mínútna langt reiði-rant um Will Smith í uppistandi, ári seinna. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir stendur við suðupottinn í dag, hún mældi sér mót við Evelyn Rodriguez sem rekur Cocina Rodriguez á annarri hæð í Gerðubergi. Í Suðupottinum kynnir Heiða sér veitingastaði á Íslandi sem eru reknir af fólki úr öðrum heimshornum, þar sem Íslendingar geta fengið að kynnast matarmenningu annara þjóða. Í dag er það matur frá Dóminíska lýðveldinu sem verður smakkaður. Við hægjum á okkur og förum aftur til ársins 1957, þegar það sem heyrðist í útvarpinu var í aðeins hægari takti. Þátturinn Um helgina var á dagskrá þann 7. apríl, 1957, í umsjón þeirra Björns Th. Björnssonar og Gests Þorgrímssonar. Gestur hafði með sér segulbandstæki og kíkti á tvo sögufræga staði í Reykjavík. Fyrst fór hann inn í fótstall styttunnar af Ingólfi Arnarssyni og því næst í þvottalaugarnar í Laugardal.
6/6/202355 minutes
Episode Artwork

Lokaþættir sjónvarpsþátta og Skjaldborg

Kolbeinn Rastrick flytur seinni pistil sinn um heimildamyndahátíðina Skjaldborg sem fór fram um hvítasunnuhelgina. Ragnar Kjartansson í Moskvu, eina barnið í Grímsey, ónotaður fótboltavöllur á Hellisandi, eru meðal viðfangsefna myndanna sem voru sýndar á hátíðinni. Við í Lestinni höfum verið í fráhvörfum eftir að sjónvarpsþættirnir Succession og Afturelding luku göngu sinni um hvítasunnuhelgina. Í Aftureldingu voru helstu endar hnýttir en samt ekki nógu fast til að loka fyrir möguleikann á framhaldi. Og Succession hefur fengið nánast einróma lof fyrir vel unninn lokaþátt þar sem áhorfendur fengu einhverskonar úrlausn. Í kjölfarið höfum við verið að velta fyrir okkur eftirminnilegum lokaþáttum og hvernig er best að ljúka sjónvarpsþáttaröðum. Davíð Már Stefánsson handritshöfundur og Elsa María Jakobsdóttir leikstjóri spjalla um það hvernig maður endar sjónvarpsseríu.
6/5/20230
Episode Artwork

Lokaþættir sjónvarpsþátta og Skjaldborg

Kolbeinn Rastrick flytur seinni pistil sinn um heimildamyndahátíðina Skjaldborg sem fór fram um hvítasunnuhelgina. Ragnar Kjartansson í Moskvu, eina barnið í Grímsey, ónotaður fótboltavöllur á Hellisandi, eru meðal viðfangsefna myndanna sem voru sýndar á hátíðinni. Við í Lestinni höfum verið í fráhvörfum eftir að sjónvarpsþættirnir Succession og Afturelding luku göngu sinni um hvítasunnuhelgina. Í Aftureldingu voru helstu endar hnýttir en samt ekki nógu fast til að loka fyrir möguleikann á framhaldi. Og Succession hefur fengið nánast einróma lof fyrir vel unninn lokaþátt þar sem áhorfendur fengu einhverskonar úrlausn. Í kjölfarið höfum við verið að velta fyrir okkur eftirminnilegum lokaþáttum og hvernig er best að ljúka sjónvarpsþáttaröðum. Davíð Már Stefánsson handritshöfundur og Elsa María Jakobsdóttir leikstjóri spjalla um það hvernig maður endar sjónvarpsseríu.
6/5/202355 minutes
Episode Artwork

Dansdagar, rjómi íslenskra heimildamynda, Eva808

Kolbeinn Rastrick fór á heimildamyndina Horfinn heimur í Bíó Paradís í leikstjórn Ólafs Sveinssonar og á heimildamyndahátíðina Skjaldborg á Patreksfirði. Við fáum pistil frá honum um rjóma íslenskrar heimildamyndagerðar. Við lítum við á Hjarðarhaga, á Dansverkstæðið og ræðum við Tinnu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Dansverkstæðisins. Við heyrum um dansdaga sem standa nú yfir og dansmaraþonið sem verður haldið í Borgarleikhúsinu í kvöld. Tónlistarmaðurinn Eva808 hefur getið sér gott orð í heimi teknósins. Hún er íslensk en hefur undanfarin ár verið búsett í Svíþjóð. Á dögunum sendi hún frá sér sína aðra breiðskífu, Öðruvísi, sem er stórt og persónulegt verk. Við ræðum við hana um djúpa bassa og úrvinnslu tilfinninga í gegnum tónlist.
6/1/20230
Episode Artwork

Dansdagar, rjómi íslenskra heimildamynda, Eva808

Kolbeinn Rastrick fór á heimildamyndina Horfinn heimur í Bíó Paradís í leikstjórn Ólafs Sveinssonar og á heimildamyndahátíðina Skjaldborg á Patreksfirði. Við fáum pistil frá honum um rjóma íslenskrar heimildamyndagerðar. Við lítum við á Hjarðarhaga, á Dansverkstæðið og ræðum við Tinnu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Dansverkstæðisins. Við heyrum um dansdaga sem standa nú yfir og dansmaraþonið sem verður haldið í Borgarleikhúsinu í kvöld. Tónlistarmaðurinn Eva808 hefur getið sér gott orð í heimi teknósins. Hún er íslensk en hefur undanfarin ár verið búsett í Svíþjóð. Á dögunum sendi hún frá sér sína aðra breiðskífu, Öðruvísi, sem er stórt og persónulegt verk. Við ræðum við hana um djúpa bassa og úrvinnslu tilfinninga í gegnum tónlist.
6/1/202355 minutes
Episode Artwork

Skúlagata 002, stólar úr Unuhúsi, gengið frá orðum um bækur

Á fyrri hluta síðustu aldar komu allir helstu listamenn þjóðarinnar, róttæklingar og jafnvel útigangsmenn saman í litlu rauðu viðarhúsi við Garðastræti og ræddu heimspeki, trúmál, listir og pólitík. Það var sannkölluð salon-stemning sem skapaðist þegar Þórbergur Þórðarson, Halldór Laxness, Nína Tryggvadóttir og fleiri komu saman, lásu upp úr nýútkomnum erlendum bókum, spiluðu plötur, rökræddu og dönsuðu. Og maðurinn á bak við þetta var Erlendur í Unuhúsi. Sunneva Kristín Sigurðardóttir hefur verið að sökkva sér ofan í ævi og áhrif Erlendar - sem fæddist einmitt á þessum degi fyrir 131 ári síðan. Við setjumst niður með Sunnevu í hægindastólum heima hjá mér, stólum sem voru líklega í Unuhúsi. Við ræðum við Jórunni Sigurðardóttur, sem vann sinn síðasta vinnudag sem fastur starfsmaður Ríkisútvarpsins í dag. Jórunn hefur verið viðloðandi útvarpsins frá 1979 þegar hún sá um umsjón unglingaþáttarins Gagns og gamans en frá árinu 1990 hefur hún verið fastráðinn dagskrárgerðarmaður á menningardeild, verið í Víðsjá, Skorningum og núna undanfarinn áratug séð um Orð um bækur. Jórunn hefur sankað að sér allskonar blöðum og bókum, og við fylgjumst með henni ganga frá bókaskápnum. Við kíkjum í heimsókn á vinnustofu tónlistarfólks sem stendur á bak við plötuútgáfuna Skúlagata. Á laugardaginn halda þau upp á útgáfu Skúlagata 002 í Kornhlöðunni á Bankastræti, sem er önnur safnplata þessarar tónlistarmannareknu plötuútgáfu. Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko og Arnljótur Sigurðsson helltu upp á kaffi og ræddu málin.
5/31/20230
Episode Artwork

Skúlagata 002, stólar úr Unuhúsi, gengið frá orðum um bækur

Á fyrri hluta síðustu aldar komu allir helstu listamenn þjóðarinnar, róttæklingar og jafnvel útigangsmenn saman í litlu rauðu viðarhúsi við Garðastræti og ræddu heimspeki, trúmál, listir og pólitík. Það var sannkölluð salon-stemning sem skapaðist þegar Þórbergur Þórðarson, Halldór Laxness, Nína Tryggvadóttir og fleiri komu saman, lásu upp úr nýútkomnum erlendum bókum, spiluðu plötur, rökræddu og dönsuðu. Og maðurinn á bak við þetta var Erlendur í Unuhúsi. Sunneva Kristín Sigurðardóttir hefur verið að sökkva sér ofan í ævi og áhrif Erlendar - sem fæddist einmitt á þessum degi fyrir 131 ári síðan. Við setjumst niður með Sunnevu í hægindastólum heima hjá mér, stólum sem voru líklega í Unuhúsi. Við ræðum við Jórunni Sigurðardóttur, sem vann sinn síðasta vinnudag sem fastur starfsmaður Ríkisútvarpsins í dag. Jórunn hefur verið viðloðandi útvarpsins frá 1979 þegar hún sá um umsjón unglingaþáttarins Gagns og gamans en frá árinu 1990 hefur hún verið fastráðinn dagskrárgerðarmaður á menningardeild, verið í Víðsjá, Skorningum og núna undanfarinn áratug séð um Orð um bækur. Jórunn hefur sankað að sér allskonar blöðum og bókum, og við fylgjumst með henni ganga frá bókaskápnum. Við kíkjum í heimsókn á vinnustofu tónlistarfólks sem stendur á bak við plötuútgáfuna Skúlagata. Á laugardaginn halda þau upp á útgáfu Skúlagata 002 í Kornhlöðunni á Bankastræti, sem er önnur safnplata þessarar tónlistarmannareknu plötuútgáfu. Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko og Arnljótur Sigurðsson helltu upp á kaffi og ræddu málin.
5/31/202355 minutes
Episode Artwork

Lokaþáttur Succession krufinn til mergjar + La Poblana

Einkaflug, eðalvagnar, pólitísk refskák, stjórnarfundir, orðfimi, andlegt ofbeldi og miskunnarlaust valdatafl. Bandarísku sjónvarspþættirnir Succession kláruðust um helgina. Lokaþátturinn var rosalegur! Við kryfjum Succession til mergjar með tveimur heitum aðdáendum þáttanna, Ernu Einarsdóttur fatahönnuði og Þórunni Sigurðardóttur leikstjóra. Við tölum um bisnesslingó, tísku, Greg frænda, Shakespeare og lokasenuna. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir heimsækir veitingastaði hér á landi sem sérhæfa sig í matarmenningu annara þjóða. Í Suðupottinum í dag heimsækir hún La poblana, mexíkóskan veitingastað á Laugavegi 2.
5/30/20230
Episode Artwork

Lokaþáttur Succession krufinn til mergjar + La Poblana

Einkaflug, eðalvagnar, pólitísk refskák, stjórnarfundir, orðfimi, andlegt ofbeldi og miskunnarlaust valdatafl. Bandarísku sjónvarspþættirnir Succession kláruðust um helgina. Lokaþátturinn var rosalegur! Við kryfjum Succession til mergjar með tveimur heitum aðdáendum þáttanna, Ernu Einarsdóttur fatahönnuði og Þórunni Sigurðardóttur leikstjóra. Við tölum um bisnesslingó, tísku, Greg frænda, Shakespeare og lokasenuna. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir heimsækir veitingastaði hér á landi sem sérhæfa sig í matarmenningu annara þjóða. Í Suðupottinum í dag heimsækir hún La poblana, mexíkóskan veitingastað á Laugavegi 2.
5/30/202355 minutes
Episode Artwork

Tina Turner látin, Ynja Blær, dauði illmenna

Sigga Beinteins segir frá einum stærsta áhrifavaldi í sínu lífi, bandarísku söngkonunni Tinu Turner, sem lést nú á dögunum 83 ára að aldri. Ynja Blær, myndlistakona, bíður okkur í Sílóam-húsið á Grundarstíg. Þar hefur hún búið síðastliðið ár og þar lærði hún að biðja. Og stofan hennar í þessu gamla trúboðshúsi varð efniviður að útskriftarverki hennar úr LHÍ, sem var blýantsteikning, í minni kantinum. Tómas Ævar Ólafsson, flutti pistil í Lestinni árið 2018, um dauða illmenna í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, sem við rifjum upp í dag. Alls ótengt fréttum af andláti Tinu Turner.
5/25/20230
Episode Artwork

Tina Turner látin, Ynja Blær, dauði illmenna

Sigga Beinteins segir frá einum stærsta áhrifavaldi í sínu lífi, bandarísku söngkonunni Tinu Turner, sem lést nú á dögunum 83 ára að aldri. Ynja Blær, myndlistakona, bíður okkur í Sílóam-húsið á Grundarstíg. Þar hefur hún búið síðastliðið ár og þar lærði hún að biðja. Og stofan hennar í þessu gamla trúboðshúsi varð efniviður að útskriftarverki hennar úr LHÍ, sem var blýantsteikning, í minni kantinum. Tómas Ævar Ólafsson, flutti pistil í Lestinni árið 2018, um dauða illmenna í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, sem við rifjum upp í dag. Alls ótengt fréttum af andláti Tinu Turner.
5/25/202355 minutes
Episode Artwork

Fegrun nýlendutímans, Þórir Georg, saga titrarans

Hvernig augum líta íslendingar nýlendutímann? Chanel Björk Sturludóttir flytur pisitl um fegrun nýlendutímans í íslensku menningarllífi, sem á sér ýmsar birtingarmyndir m.a. Í nafni á bar. Hvernig hefur þessi fegrun áhrif á þekkingu og kollektívar minningar okkar? Við ræðum við tónlistarmanninn Þóri Georg, sem gaf á dögunum út tvær plötur, safnplötuna Nokkur góð og blackmetal plötuna The Eternal. Og undir lok þáttar rifjum við upp umfjöllun Önnu Marsbilar Clausen um sögu titrarans, frá árinu 2019.
5/24/20230
Episode Artwork

Fegrun nýlendutímans, Þórir Georg, saga titrarans

Hvernig augum líta íslendingar nýlendutímann? Chanel Björk Sturludóttir flytur pisitl um fegrun nýlendutímans í íslensku menningarllífi, sem á sér ýmsar birtingarmyndir m.a. Í nafni á bar. Hvernig hefur þessi fegrun áhrif á þekkingu og kollektívar minningar okkar? Við ræðum við tónlistarmanninn Þóri Georg, sem gaf á dögunum út tvær plötur, safnplötuna Nokkur góð og blackmetal plötuna The Eternal. Og undir lok þáttar rifjum við upp umfjöllun Önnu Marsbilar Clausen um sögu titrarans, frá árinu 2019.
5/24/202355 minutes
Episode Artwork

Marokkóskur matur á Sigló, Mukka + Virgin Orchestra, saga kaffidrykkju

Við kynnum til leiks nýja pistlaröð hér í Lestinni, Suðupottinn. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir heimsækir veitingastaði hér á landi sem sérhæfa sig í matarmenningu annara þjóða, ræðir við kokkana, heyrir sögu þeirra og smakkar matinn. Hún byrjar á Siglufirði, á Hótel Siglunesi, þar sem reiddur er fram marokkóskur matur. Davíð Roach fjallar um nýja íslenska tónlist, nýjar plötur sveitanna Virgin Orchestra og Mukka. Að lokum fáum við okkur kaffibolla með sagnfræðingnum Má Jónssyni og kynnum okkur sögu kaffidrykkju á Íslandi.
5/23/20230
Episode Artwork

Marokkóskur matur á Sigló, Mukka + Virgin Orchestra, saga kaffidrykkju

Við kynnum til leiks nýja pistlaröð hér í Lestinni, Suðupottinn. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir heimsækir veitingastaði hér á landi sem sérhæfa sig í matarmenningu annara þjóða, ræðir við kokkana, heyrir sögu þeirra og smakkar matinn. Hún byrjar á Siglufirði, á Hótel Siglunesi, þar sem reiddur er fram marokkóskur matur. Davíð Roach fjallar um nýja íslenska tónlist, nýjar plötur sveitanna Virgin Orchestra og Mukka. Að lokum fáum við okkur kaffibolla með sagnfræðingnum Má Jónssyni og kynnum okkur sögu kaffidrykkju á Íslandi.
5/23/202355 minutes
Episode Artwork

Skjaldborg, Óráð + Napóelonsskjölin, Simone Weil

Föstudaginn næsta verður Skjaldborgarhátíðin sett, í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. Karna Sigurðardóttir, ein skipuleggjenda hátíðarinnar segir frá því sem er á dagskrá á hátíð íslenskra heimildamynda í ár. Kolbeinn Rastrick fór í bíó á tvær myndir í röð, tvær nýlegar íslenskar kvikmyndir sem takast á við Hollywood-mynda formúluna. Hasar og spennumyndina Napóleonsskjölin í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar, og hrollvekjuna Óráð í leikstjórn Arró Stefánssonar. Simone Weil var róttækur heimspekingur, dulspekingur, aðgerðarsinni og raunar ýmislegt fleira, Við skoðum líf hennar og skrif nánar í þætti dagsins. Erla Karlsdóttir, heimspekingur, guðfræðingur og kennari, þekkir vel til verka hennar, en hún var gestur Önnu Gyðu Sigurgísladóttur í Lestinni í Júní 2018. Við rifjum upp viðtalið.
5/22/20230
Episode Artwork

Skjaldborg, Óráð + Napóelonsskjölin, Simone Weil

Föstudaginn næsta verður Skjaldborgarhátíðin sett, í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. Karna Sigurðardóttir, ein skipuleggjenda hátíðarinnar segir frá því sem er á dagskrá á hátíð íslenskra heimildamynda í ár. Kolbeinn Rastrick fór í bíó á tvær myndir í röð, tvær nýlegar íslenskar kvikmyndir sem takast á við Hollywood-mynda formúluna. Hasar og spennumyndina Napóleonsskjölin í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar, og hrollvekjuna Óráð í leikstjórn Arró Stefánssonar. Simone Weil var róttækur heimspekingur, dulspekingur, aðgerðarsinni og raunar ýmislegt fleira, Við skoðum líf hennar og skrif nánar í þætti dagsins. Erla Karlsdóttir, heimspekingur, guðfræðingur og kennari, þekkir vel til verka hennar, en hún var gestur Önnu Gyðu Sigurgísladóttur í Lestinni í Júní 2018. Við rifjum upp viðtalið.
5/22/202355 minutes
Episode Artwork

Samherji iðrast ekki, heimsendir sem hljómar eins og ævintýri, Rafall

Fyrir viku síðan fór í loftið fölsuð heimasíða útgerðarfyrirtækisins Samherja. Á síðunni stendur stórum stöfum We?re sorry! Við biðjumst afsökunar. Þar má lesa formlega afsökunarbeiðni, þar sem útgerðarfyrirtækið axlar ábyrgð á gjörðum sínum í Namibíu, mútum og spillingu. Í dag kom svo í ljós að það er útskriftarnemi við myndlistadeild Listaháskólans sem ber ábyrgð á síðunni, og er hún hluti af lokaverkefni hans úr skólanum. Hann heitir Oddur Eysteinn Friðriksson, kallaður Odee og verður gestur okkar í Lestinni í dag. Hann er einn þeirra fjölmörgu listamanna sem sýna verk sín í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á morgun en þar verður útskriftarsýning nemenda á BA stigi í Listaháskóla Íslands. Á sýningunni, sem kallast heilt yfir Rafall, gefur að líta lokaverkefni rúmlega 70 nemenda í myndlist, grafískri hönnun, arkitektúr, fatahönnun og vöruhönnun. Við förum í heimsókn í Hafnarhúsið. Loks fáum við pistil frá Hauki Má Helgasyni, rithöfundi, sem hefur verið með pistla hér vikulega í þættinum um gervigreind og velt fyrir sér áhrifum og merkingu þessarar yfirstandandi tækniþróunar. Hann er að þessu sinni með hugan við heimsenda og þá sem undirbúa sig undir hann.
5/17/20230
Episode Artwork

Samherji iðrast ekki, heimsendir sem hljómar eins og ævintýri, Rafall

Fyrir viku síðan fór í loftið fölsuð heimasíða útgerðarfyrirtækisins Samherja. Á síðunni stendur stórum stöfum We?re sorry! Við biðjumst afsökunar. Þar má lesa formlega afsökunarbeiðni, þar sem útgerðarfyrirtækið axlar ábyrgð á gjörðum sínum í Namibíu, mútum og spillingu. Í dag kom svo í ljós að það er útskriftarnemi við myndlistadeild Listaháskólans sem ber ábyrgð á síðunni, og er hún hluti af lokaverkefni hans úr skólanum. Hann heitir Oddur Eysteinn Friðriksson, kallaður Odee og verður gestur okkar í Lestinni í dag. Hann er einn þeirra fjölmörgu listamanna sem sýna verk sín í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á morgun en þar verður útskriftarsýning nemenda á BA stigi í Listaháskóla Íslands. Á sýningunni, sem kallast heilt yfir Rafall, gefur að líta lokaverkefni rúmlega 70 nemenda í myndlist, grafískri hönnun, arkitektúr, fatahönnun og vöruhönnun. Við förum í heimsókn í Hafnarhúsið. Loks fáum við pistil frá Hauki Má Helgasyni, rithöfundi, sem hefur verið með pistla hér vikulega í þættinum um gervigreind og velt fyrir sér áhrifum og merkingu þessarar yfirstandandi tækniþróunar. Hann er að þessu sinni með hugan við heimsenda og þá sem undirbúa sig undir hann.
5/17/202356 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Raflost, friðarsinnar á stríðstímum, Orðskjálfti

Við ræðum við formann hernaðarandstæðinga, Guttorm Þorsteinsson. Samtök hernaðarandstæðinga stóðu fyrir mótmælum við Reykjavíkurhöfn sem hófust klukkan fimm í dag, Við veltum því fyrir okkur hvort afstaða samtakanna til Nató hafi breyst í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Sunna Dís Másdóttir og Sölvi Halldórsson koma og segja frá tveimur nýjum bókum, Ég drekk blekið og Væng við væng, sem eru ljóðasöfn, það besta á íslandi, Svíþjóð og Danmörku 2020 og 2021, að mati ungra ljóðaunnenda á Norðurlöndunum. Markmið Orðskjálfta er að hvetja ungt fólk til þess að taka virkan þátt í bókmenntalífinu og ny?ta bókmenntir og ritlist til tjáningar. Raflistahátíðin Raflost verður haldin í 17. sinn um helgina. Raflistamaðurinn Áki Ásgeirsson, einn stofnanda hátíðarinnar er gestur okkar í dag. Við heyrum um dagskrá hátíðarinnar, sögu hennar og við ræðum raflist í víðara samhengi, stöðu listgreinarinnar í Listaháskólanum og skapandi hakkara.
5/16/20230
Episode Artwork

Raflost, friðarsinnar á stríðstímum, Orðskjálfti

Við ræðum við formann hernaðarandstæðinga, Guttorm Þorsteinsson. Samtök hernaðarandstæðinga stóðu fyrir mótmælum við Reykjavíkurhöfn sem hófust klukkan fimm í dag, Við veltum því fyrir okkur hvort afstaða samtakanna til Nató hafi breyst í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Sunna Dís Másdóttir og Sölvi Halldórsson koma og segja frá tveimur nýjum bókum, Ég drekk blekið og Væng við væng, sem eru ljóðasöfn, það besta á íslandi, Svíþjóð og Danmörku 2020 og 2021, að mati ungra ljóðaunnenda á Norðurlöndunum. Markmið Orðskjálfta er að hvetja ungt fólk til þess að taka virkan þátt í bókmenntalífinu og ny?ta bókmenntir og ritlist til tjáningar. Raflistahátíðin Raflost verður haldin í 17. sinn um helgina. Raflistamaðurinn Áki Ásgeirsson, einn stofnanda hátíðarinnar er gestur okkar í dag. Við heyrum um dagskrá hátíðarinnar, sögu hennar og við ræðum raflist í víðara samhengi, stöðu listgreinarinnar í Listaháskólanum og skapandi hakkara.
5/16/202354 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Kvikmyndatónlist samin eftir á, Severance, Eurovision tölfræði

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd árið 2011, grínmyndinni Á annan veg. Það var listræn ákvörðun hjá leikstjóranum að hafa enga kvikmyndatónlist eða svo kallað score í myndinni, aðra en þá tónlist sem ómaði úr kasettutæki sögupersónanna. President Bongo, Stephan Stephensen, sá myndina í bíó og bauðst til þess að gera score sem varð síðan aukaefni á DVD-myndinni. Nú á miðvikudaginn, rúmum áratug eftir frumsýninguna, verður myndin sýnd í Bíó Paradís, með þessari eftir-á-gerðu kvikmyndatónlist. Þeir Stephan og Hafsteinn Gunnar eru gestir okkar í Lestinni í dag. Pálmi Freyr Hauksson, hefur verið að flytja pistla hér í Lestinni um sjónvarp frá ýmsum hliðum. Í dag heyrum við hugleiðingar hans um Apple TV þættina Severance, sem eru í leikstjórn Ben Stiller og tengingu þáttanna við bókina Homo Deus. Við gerum upp Eurovision-helgina. Það fór eins og spáð hafði verið, hin sænska Loreen bar sigur úr býtum og það voru atkvæði dómnefndar sem tryggðu henni sigurinn. Margir hafa tjáð skoðun sína á niðurstöðunum, rýnt í allskyns Eurovision tölfræði. Við heyrum í Viktori Orra Valgarðssyni sem bar saman atkvæði dómnefnda og símakosninga í Eurovision keppnum frá 1999-2019.
5/15/20230
Episode Artwork

Kvikmyndatónlist samin eftir á, Severance, Eurovision tölfræði

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd árið 2011, grínmyndinni Á annan veg. Það var listræn ákvörðun hjá leikstjóranum að hafa enga kvikmyndatónlist eða svo kallað score í myndinni, aðra en þá tónlist sem ómaði úr kasettutæki sögupersónanna. President Bongo, Stephan Stephensen, sá myndina í bíó og bauðst til þess að gera score sem varð síðan aukaefni á DVD-myndinni. Nú á miðvikudaginn, rúmum áratug eftir frumsýninguna, verður myndin sýnd í Bíó Paradís, með þessari eftir-á-gerðu kvikmyndatónlist. Þeir Stephan og Hafsteinn Gunnar eru gestir okkar í Lestinni í dag. Pálmi Freyr Hauksson, hefur verið að flytja pistla hér í Lestinni um sjónvarp frá ýmsum hliðum. Í dag heyrum við hugleiðingar hans um Apple TV þættina Severance, sem eru í leikstjórn Ben Stiller og tengingu þáttanna við bókina Homo Deus. Við gerum upp Eurovision-helgina. Það fór eins og spáð hafði verið, hin sænska Loreen bar sigur úr býtum og það voru atkvæði dómnefndar sem tryggðu henni sigurinn. Margir hafa tjáð skoðun sína á niðurstöðunum, rýnt í allskyns Eurovision tölfræði. Við heyrum í Viktori Orra Valgarðssyni sem bar saman atkvæði dómnefnda og símakosninga í Eurovision keppnum frá 1999-2019.
5/15/202355 minutes
Episode Artwork

'Ríða- og drekkudúkka' vex úr grasi: 20 ára rappferill Emmsjé Gauta

Gestur Lestarinnar þennan fimmtudaginn er Gauti Þeyr Másson, Emmsjé Gauti, tónlistarmaður og rappari. Hann heldur upp á 20 ára rappafmæli sitt á tónleikum í Gamla Bíói í næstu viku - rappferill sem hófst á Rímnaflæði í Miðbergi en hefur leitt hann upp á stærstu svið íslenskrar tónlistar. Slagarar eins Reykjavík, Malbik, Silfurskotta og Strákarnir eru orðnir hluti af íslenskri popptónlistarsögu. Gauti ætlar að sitja með okkur í þætti dagsins og fara yfir 20 ára feril í íslensku rappi.
5/11/20230
Episode Artwork

'Ríða- og drekkudúkka' vex úr grasi: 20 ára rappferill Emmsjé Gauta

Gestur Lestarinnar þennan fimmtudaginn er Gauti Þeyr Másson, Emmsjé Gauti, tónlistarmaður og rappari. Hann heldur upp á 20 ára rappafmæli sitt á tónleikum í Gamla Bíói í næstu viku - rappferill sem hófst á Rímnaflæði í Miðbergi en hefur leitt hann upp á stærstu svið íslenskrar tónlistar. Slagarar eins Reykjavík, Malbik, Silfurskotta og Strákarnir eru orðnir hluti af íslenskri popptónlistarsögu. Gauti ætlar að sitja með okkur í þætti dagsins og fara yfir 20 ára feril í íslensku rappi.
5/11/202355 minutes
Episode Artwork

Eurovision í Mjóddinni, nýfútúrismi, menningartölfræðingur talar

Eurovision í gær, Eurovision á morgun, og aftur á laugardag. Það eru, að því er virðist, allir að horfa og allir með skoðun. Við gerum okkur ferð niður í Mjódd og ræðum við fólk um Eurovision. Við heyrum um uppáhaldslög, umdeildar skoðanir og spáum í spilin fyrir helgina. Undanfarnar vikur hefur Haukur Már Helgason rithöfundur flutt pistla hér í Lestinni þar sem hann hefur pælt í gervigreind og velt fyrir sér merkingu og áhrifum þessarar yfirstandandi tækniþróunar. Í pistli dagsins beinir hann sjónum sínum að þeirri heimspeki og hugmyndaheimi sem drífur áfram marga af forsvarsmönnum þessarar tækni, langtímahyggju og nýfútúrisma. Listafólk og þau sem starfa í menningartengdum greinum eru ekki beint þekkt fyrir að liggja yfir hagtölum um sínar starfsgreinar og þær hafa hvort sem er lengst af ekki verið til, þar til núna. Erla Rún Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands sérhæfir sig í menningartölfræði og hún heimsækir lestina og útskýrir svokallaðan menningarvísi Hagstofunnar og uppfærðar tölur sem birtust í dag.
5/10/20230
Episode Artwork

Eurovision í Mjóddinni, nýfútúrismi, menningartölfræðingur talar

Eurovision í gær, Eurovision á morgun, og aftur á laugardag. Það eru, að því er virðist, allir að horfa og allir með skoðun. Við gerum okkur ferð niður í Mjódd og ræðum við fólk um Eurovision. Við heyrum um uppáhaldslög, umdeildar skoðanir og spáum í spilin fyrir helgina. Undanfarnar vikur hefur Haukur Már Helgason rithöfundur flutt pistla hér í Lestinni þar sem hann hefur pælt í gervigreind og velt fyrir sér merkingu og áhrifum þessarar yfirstandandi tækniþróunar. Í pistli dagsins beinir hann sjónum sínum að þeirri heimspeki og hugmyndaheimi sem drífur áfram marga af forsvarsmönnum þessarar tækni, langtímahyggju og nýfútúrisma. Listafólk og þau sem starfa í menningartengdum greinum eru ekki beint þekkt fyrir að liggja yfir hagtölum um sínar starfsgreinar og þær hafa hvort sem er lengst af ekki verið til, þar til núna. Erla Rún Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands sérhæfir sig í menningartölfræði og hún heimsækir lestina og útskýrir svokallaðan menningarvísi Hagstofunnar og uppfærðar tölur sem birtust í dag.
5/10/202355 minutes
Episode Artwork

Uppseldar hönnunarpítsur, verkfall handritshöfunda, Vitfús Blú

Um helgina kláruðust sýningar á einstaklingsverkum annars árs nema á sviðshöfundabraut Listaháskólans, ég að sjá nokkrar af þeim, þar á meðal söngleik eftir Egil Andrason, söngleikinn Vitfús Blú. Söngleikurinn gerist í fjarlægri dystópískri framtíð þar sem gervigreindinni hefur nánast tekist að útrýma mannkyninu, öll tónlistin í verkinu er frumsamin og að lang mestu leiti í lifandi flutningi 6 manna hljómsveitar. Ég hafði uppi á Agli og spurði hann hvernig honum tókst eiginlega að gera klukkustundarlangan söngleik á fimm vikum. Um þessar mundir stendur yfir verkfall handritshöfunda í Bandaríkjunum, tæplega tólf þúsund handritshöfundar lögðu niður störf sín 2. Maí. Engir daglegir spjallþættir fara í loftið, framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta hefur verið frestað og handritshöfundar skrifa ekki neitt nema slagorð á mótmælaskilti þangað til kröfum þeirra hefur verið mætt. Jóhannes Ólafsson segir frá verkfallinu og ræðir við Margréti Örnólfsdóttur handritshöfund, formann félags leikskálda og handritshöfunda. Við heyrum í Hrefnu Sigurðardóttur sem skipar hönnunarteymið Stúdíó Flétta ásamt Birtu Rós Brynjólfsdóttur. En þær stofnuðu pítsustað í gallerí Port um helgina ásamt Ýr Jóhannsdóttur, Ýrúrarí, og seldu um 300 þæfðar pítsur úr ullarafgöngum.
5/9/20230
Episode Artwork

Uppseldar hönnunarpítsur, verkfall handritshöfunda, Vitfús Blú

Um helgina kláruðust sýningar á einstaklingsverkum annars árs nema á sviðshöfundabraut Listaháskólans, ég að sjá nokkrar af þeim, þar á meðal söngleik eftir Egil Andrason, söngleikinn Vitfús Blú. Söngleikurinn gerist í fjarlægri dystópískri framtíð þar sem gervigreindinni hefur nánast tekist að útrýma mannkyninu, öll tónlistin í verkinu er frumsamin og að lang mestu leiti í lifandi flutningi 6 manna hljómsveitar. Ég hafði uppi á Agli og spurði hann hvernig honum tókst eiginlega að gera klukkustundarlangan söngleik á fimm vikum. Um þessar mundir stendur yfir verkfall handritshöfunda í Bandaríkjunum, tæplega tólf þúsund handritshöfundar lögðu niður störf sín 2. Maí. Engir daglegir spjallþættir fara í loftið, framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta hefur verið frestað og handritshöfundar skrifa ekki neitt nema slagorð á mótmælaskilti þangað til kröfum þeirra hefur verið mætt. Jóhannes Ólafsson segir frá verkfallinu og ræðir við Margréti Örnólfsdóttur handritshöfund, formann félags leikskálda og handritshöfunda. Við heyrum í Hrefnu Sigurðardóttur sem skipar hönnunarteymið Stúdíó Flétta ásamt Birtu Rós Brynjólfsdóttur. En þær stofnuðu pítsustað í gallerí Port um helgina ásamt Ýr Jóhannsdóttur, Ýrúrarí, og seldu um 300 þæfðar pítsur úr ullarafgöngum.
5/9/202358 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Rauðar heimsbókmenntir, ný plata JFDR, Prettyboitjokko

Poppstjarnan Prettyboitjokko sendi frá sér smáskífuna PBT á dögunum og á fjögur efstu lögin á íslenska topp-listanum á Spotify. Hver er þessi fáklædda, tanaða poppstjarna sem hefur náð miklum vinsældum á skömmum tíma? Á fyrri hluta síðustu aldar gerðu sósíalistar meðvitaða tilraun að skapa nýja heimsbókmenntahefð, nýja kanónu, fjarri evrópsku höfuðborgunum - þar sem hin borgaralega skáldsagnahefð átti sitt heimili. Þessar rauðu heimsbókmenntir, asískar, afrískar, suðuramerískar og íslenskar, verða til umfjöllunar á alþjóðlegu málþingi í Háskóla Íslands síðar í vikunni. Benedikt Hjartarson og Anna Björk Einarsdóttir segja frá. Við kíkjum á æfingu hjá Jófríði Ákadóttur og Joshua Wilkinson, sem eru að hefja tónleikaferð um Evrópu, til að fylgja eftir þriðju breiðskífu JFDR, Museum, sem kom út í lok apríl.
5/8/20230
Episode Artwork

Rauðar heimsbókmenntir, ný plata JFDR, Prettyboitjokko

Poppstjarnan Prettyboitjokko sendi frá sér smáskífuna PBT á dögunum og á fjögur efstu lögin á íslenska topp-listanum á Spotify. Hver er þessi fáklædda, tanaða poppstjarna sem hefur náð miklum vinsældum á skömmum tíma? Á fyrri hluta síðustu aldar gerðu sósíalistar meðvitaða tilraun að skapa nýja heimsbókmenntahefð, nýja kanónu, fjarri evrópsku höfuðborgunum - þar sem hin borgaralega skáldsagnahefð átti sitt heimili. Þessar rauðu heimsbókmenntir, asískar, afrískar, suðuramerískar og íslenskar, verða til umfjöllunar á alþjóðlegu málþingi í Háskóla Íslands síðar í vikunni. Benedikt Hjartarson og Anna Björk Einarsdóttir segja frá. Við kíkjum á æfingu hjá Jófríði Ákadóttur og Joshua Wilkinson, sem eru að hefja tónleikaferð um Evrópu, til að fylgja eftir þriðju breiðskífu JFDR, Museum, sem kom út í lok apríl.
5/8/202357 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Kim Gordon sjötug, Móri gengur aftur, tölva gerir skúlptúra

Á föstudaginn síðastliðinn varð, að mati okkar hér í Lestinni, ein allra svalasta tónlistarkona okkar tíma, Kim Gordon, sjötug. Bassaleikari og söngkona Sonic Youth, brautryðjandi og guðmóðir grunges-ins. Við mælum okkur mót við tónlistarkonuna Heiðu Eiríksdóttur á hárgreiðslustofu í grenndinni, en Kim Gordon er stór áhrifavaldur í hennar lífi. Heiða segir frá fyrstu kynnum sínum af tónlistarkonunni, við veltum fyrir okkur áhrifum Gordon og hvað það sé sem gerir hana svona ofursvala. Við höldum áfram að heimsækja viðburði á Hönnunarmars. Við kíkjum í Mengi þar sem Salóme Hollanders stendur fyrir sýningunni Computeroom. Þar kannar hún hugsjón tölvunnar sinnar um sinn fullkomna samastað og miðlar í skúlptúrum. Halla Þórlaug Óskarsdóttir ræðir við Salóme um tölvuherbergi, forritunartungumál og draumarými tölvunnar. Móri var frumkvöðull í íslensku bófarappi í upphafi aldarinnar, en á breiðskífunni Atvinnukrimmi sem kom út árið 2002 rappaði hann um dóp, spilltar löggur og ofbeldi, á annan og raunsærri hátt en áður hafði heyrst í íslenskri tónlist. Nú er þessi draugur úr íslenskri rappsögu genginn aftur, platan aðgengileg á Spotify og Móri tróð upp á tónleikum á Kex um helgina. Davíð Roach Gunnarsson segir frá tónleikunum og rifjar upp feril rapparans umdeilda.
5/4/20230
Episode Artwork

Kim Gordon sjötug, Móri gengur aftur, tölva gerir skúlptúra

Á föstudaginn síðastliðinn varð, að mati okkar hér í Lestinni, ein allra svalasta tónlistarkona okkar tíma, Kim Gordon, sjötug. Bassaleikari og söngkona Sonic Youth, brautryðjandi og guðmóðir grunges-ins. Við mælum okkur mót við tónlistarkonuna Heiðu Eiríksdóttur á hárgreiðslustofu í grenndinni, en Kim Gordon er stór áhrifavaldur í hennar lífi. Heiða segir frá fyrstu kynnum sínum af tónlistarkonunni, við veltum fyrir okkur áhrifum Gordon og hvað það sé sem gerir hana svona ofursvala. Við höldum áfram að heimsækja viðburði á Hönnunarmars. Við kíkjum í Mengi þar sem Salóme Hollanders stendur fyrir sýningunni Computeroom. Þar kannar hún hugsjón tölvunnar sinnar um sinn fullkomna samastað og miðlar í skúlptúrum. Halla Þórlaug Óskarsdóttir ræðir við Salóme um tölvuherbergi, forritunartungumál og draumarými tölvunnar. Móri var frumkvöðull í íslensku bófarappi í upphafi aldarinnar, en á breiðskífunni Atvinnukrimmi sem kom út árið 2002 rappaði hann um dóp, spilltar löggur og ofbeldi, á annan og raunsærri hátt en áður hafði heyrst í íslenskri tónlist. Nú er þessi draugur úr íslenskri rappsögu genginn aftur, platan aðgengileg á Spotify og Móri tróð upp á tónleikum á Kex um helgina. Davíð Roach Gunnarsson segir frá tónleikunum og rifjar upp feril rapparans umdeilda.
5/4/202356 minutes
Episode Artwork

Duftker í Epal, kynlífstæki úr íslenskum hráefnum, slóttugar vélar

Bálfarir hafa aukist undanfarin ár og áratugi og eru orðnar meira en helmingur af öllum útförum á Reykjavíkursvæðinu, og gera má ráð fyrir að aukningin eigi eftir að verða meiri á næstu áratugum. Á hönnunarmars sýnir íslenska fyrirtækið Aska Bio Urns nýja hönnun sína, á vistvænum niðurbrjótanlegum duftkerum úr endurunnum pappa. Við kíkjum í Epal og ræðum við stofnanda fyrirtækisins. Getur það verið unaðslegt að bjarga náttúrunni? Hvað ef við hugsuðum um jörðina sem elskhuga fremur en móður? Þær Antónía Bergþórsdóttir og Elín Margot hafa undanfarið ár verið að vinna að því að búa til unaðstæki úr íslenskum hráefnum. Í dag á fyrsta degi Hönnunarmars bjóða þær gesti velkomna inn í ferlið að skoða frumgerðir slíkra tækja og pæla með þeim hvernig slík unaðstæki gætu litið út. Verkefnið heitir Fró(u)n og er hluti af Hönnunarmars í ár - Við fáum vikulegan pistil frá Hauki Má Helgassyni rithöfundi, sem er þessa dagana, eins og svo margir með hugann við gervigreind. Í dag heyrum við um slóttugar vélar og sálfræðinginn og tölvunarfræðinginn Geoffry Hinton sem sagði starfi sínu lausu frá Google til þess að geta varað við þróun gervigreindar án þess að skaða fyrirtækið.
5/3/20230
Episode Artwork

Duftker í Epal, kynlífstæki úr íslenskum hráefnum, slóttugar vélar

Bálfarir hafa aukist undanfarin ár og áratugi og eru orðnar meira en helmingur af öllum útförum á Reykjavíkursvæðinu, og gera má ráð fyrir að aukningin eigi eftir að verða meiri á næstu áratugum. Á hönnunarmars sýnir íslenska fyrirtækið Aska Bio Urns nýja hönnun sína, á vistvænum niðurbrjótanlegum duftkerum úr endurunnum pappa. Við kíkjum í Epal og ræðum við stofnanda fyrirtækisins. Getur það verið unaðslegt að bjarga náttúrunni? Hvað ef við hugsuðum um jörðina sem elskhuga fremur en móður? Þær Antónía Bergþórsdóttir og Elín Margot hafa undanfarið ár verið að vinna að því að búa til unaðstæki úr íslenskum hráefnum. Í dag á fyrsta degi Hönnunarmars bjóða þær gesti velkomna inn í ferlið að skoða frumgerðir slíkra tækja og pæla með þeim hvernig slík unaðstæki gætu litið út. Verkefnið heitir Fró(u)n og er hluti af Hönnunarmars í ár - Við fáum vikulegan pistil frá Hauki Má Helgassyni rithöfundi, sem er þessa dagana, eins og svo margir með hugann við gervigreind. Í dag heyrum við um slóttugar vélar og sálfræðinginn og tölvunarfræðinginn Geoffry Hinton sem sagði starfi sínu lausu frá Google til þess að geta varað við þróun gervigreindar án þess að skaða fyrirtækið.
5/3/202355 minutes
Episode Artwork

Krakkar ritstýra Grapevine, íslensk menning er hvít, óskiljanlegt grín

Pálmi Freyr Hauksson heldur áfram að fjalla um sjónvarp frá ýmsum hliðum hér í Lestinni. Að þessu sinni fjallar hann um það hvernig nýstárlegir hlutir geta virst algjörlega óskiljanlegir, hvort sem það eru tónverk, menn á hestum eða grínþættir. Fóstbræður, The Office, Ali G og The Rehearsal koma meðal annars við sögu. Krakkaveldi eru samtök barna sem vilja breyta heiminum. Samtökin voru stofnuð árið 2019 og voru útskriftarverkefni Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur frá Listaháskóla Íslands. Síðan þá hafa krakkarnir í Krakkaveldi tekið sér margt fyrir hendur, æft sig í borgaralegri óhlýðni, tattúverað fullorðna og ögrað valdasambandi barna og fullorðinna. Þeirra nýjasta verkefni var að ritstýra apríl tölublaði Reykjavík Grapevine. Við ræðum við Brynju og Yrsu, meðlimi Krakkaveldis. Chanel Björk Sturludóttir var beðin um að lýsa íslenskri menningu þar sem hún var stödd á pöbb í London nýverið. Það fyrsta sem kom upp í huga hennar var hvít menning. En hvað er hvít menning?
5/2/20230
Episode Artwork

Krakkar ritstýra Grapevine, íslensk menning er hvít, óskiljanlegt grín

Pálmi Freyr Hauksson heldur áfram að fjalla um sjónvarp frá ýmsum hliðum hér í Lestinni. Að þessu sinni fjallar hann um það hvernig nýstárlegir hlutir geta virst algjörlega óskiljanlegir, hvort sem það eru tónverk, menn á hestum eða grínþættir. Fóstbræður, The Office, Ali G og The Rehearsal koma meðal annars við sögu. Krakkaveldi eru samtök barna sem vilja breyta heiminum. Samtökin voru stofnuð árið 2019 og voru útskriftarverkefni Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur frá Listaháskóla Íslands. Síðan þá hafa krakkarnir í Krakkaveldi tekið sér margt fyrir hendur, æft sig í borgaralegri óhlýðni, tattúverað fullorðna og ögrað valdasambandi barna og fullorðinna. Þeirra nýjasta verkefni var að ritstýra apríl tölublaði Reykjavík Grapevine. Við ræðum við Brynju og Yrsu, meðlimi Krakkaveldis. Chanel Björk Sturludóttir var beðin um að lýsa íslenskri menningu þar sem hún var stödd á pöbb í London nýverið. Það fyrsta sem kom upp í huga hennar var hvít menning. En hvað er hvít menning?
5/2/202355 minutes
Episode Artwork

Gunnur fer á Cannes, Beau is afraid, átök í húsfélaginu

Í gær var tilkynnt að stuttmyndin Fár verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í næsta mánuði, en það er fyrsta mynd leikstjórans og leiklistarnemans Gunnar Martinsdóttur Schlüter. Við fáum Gunni í heimsókn í Lest dagsins. Kolbeinn Rastrick rýnir í nýjustu mynd leikstjórans Ari Aster - sem hefur þótt einn sá framsæknasti og mest spennandi í bandaríkjunum undanfarin ár. Myndin nefnist Beau is afraid og skartar Joaquin Phoenix í titilhlutverkinu. Myndin þykir einstaklega skrítin og það er mjöög skiptar skoðanir á henni. Við heyrum hvað Kolbeinn segir um Beau. Um þessar mundir halda húsfélög aðalfundi sína með tilheyrandi átökum. Leikfélagið Hugleikur sem fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir gerir átök innan húsfélaga að viðfangsefni sínu í nýju gamanverki sem er sýnt í Kópavogi. Við forvitnumst um Húsfélagið og Hugleik síðar í þættinum.
4/27/20230
Episode Artwork

Gunnur fer á Cannes, Beau is afraid, átök í húsfélaginu

Í gær var tilkynnt að stuttmyndin Fár verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í næsta mánuði, en það er fyrsta mynd leikstjórans og leiklistarnemans Gunnar Martinsdóttur Schlüter. Við fáum Gunni í heimsókn í Lest dagsins. Kolbeinn Rastrick rýnir í nýjustu mynd leikstjórans Ari Aster - sem hefur þótt einn sá framsæknasti og mest spennandi í bandaríkjunum undanfarin ár. Myndin nefnist Beau is afraid og skartar Joaquin Phoenix í titilhlutverkinu. Myndin þykir einstaklega skrítin og það er mjöög skiptar skoðanir á henni. Við heyrum hvað Kolbeinn segir um Beau. Um þessar mundir halda húsfélög aðalfundi sína með tilheyrandi átökum. Leikfélagið Hugleikur sem fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir gerir átök innan húsfélaga að viðfangsefni sínu í nýju gamanverki sem er sýnt í Kópavogi. Við forvitnumst um Húsfélagið og Hugleik síðar í þættinum.
4/27/202355 minutes
Episode Artwork

Jóhannes Haukur í Succession, líkamleg fyrirbærafræði, orð í vegkanti

Heimspekingarnir Sigríður Þorgeirsdóttir og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir mæta í Lestina og segja frá nýjum nálgunum í fyrirbærafræði, en þing norræna fyribærafræðifélagsins hefst í Háskóla Íslands á morgun. Við kíkjum í heimsókn til Jóhannesar Hauks, leikara, en hann fer með hlutverk í fjórðu seríu HBO sjónvarpsþáttanna Succession. Þættirnir, sem fjalla um valdabaráttu innan ofurríkrar fjölskyldu sem stýrir bandarísku fjölmiðlaveldi, hafa notið mikilla vinsælda. Jóhannes Haukur, sem var sjálfur mikill aðdáandi þáttanna, segir okkur sögur af tökustað. Haukur Már Helgason flytur pistil í áframhaldi af umfjöllun sinni um tækniþróun og gervigreind, um orðin sem við notum of mikið, sem lýsa fyrirbærum sem eru svo alltumlykjandi að þau verða óþörf, þau þjóna engum tilgangi lengur.
4/26/20230
Episode Artwork

Jóhannes Haukur í Succession, líkamleg fyrirbærafræði, orð í vegkanti

Heimspekingarnir Sigríður Þorgeirsdóttir og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir mæta í Lestina og segja frá nýjum nálgunum í fyrirbærafræði, en þing norræna fyribærafræðifélagsins hefst í Háskóla Íslands á morgun. Við kíkjum í heimsókn til Jóhannesar Hauks, leikara, en hann fer með hlutverk í fjórðu seríu HBO sjónvarpsþáttanna Succession. Þættirnir, sem fjalla um valdabaráttu innan ofurríkrar fjölskyldu sem stýrir bandarísku fjölmiðlaveldi, hafa notið mikilla vinsælda. Jóhannes Haukur, sem var sjálfur mikill aðdáandi þáttanna, segir okkur sögur af tökustað. Haukur Már Helgason flytur pistil í áframhaldi af umfjöllun sinni um tækniþróun og gervigreind, um orðin sem við notum of mikið, sem lýsa fyrirbærum sem eru svo alltumlykjandi að þau verða óþörf, þau þjóna engum tilgangi lengur.
4/26/202355 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Tucker Carlson sparkað, tónleikar fyrir innflutta gesti, pólitískt hár

Hver má nota hvaða hárvörur? Eiga svartar konur einkarétt á hárvörum sem henta þeirra hári? Chanel Björk Sturludóttir verður með pistla hér í Lestinni næstu vikurnar og hún ætlar að byrja á því að fjalla um hárvörur svartra kvenna sem hafa orðið vinsælar eftir að hvítir áhrifavaldar uppgötvuðu þær. Ný aðferðafræði er að ryðja sér rúms í íslensku tónleikalíf. Þekktir erlendir tónlistarmenn koma og spila á tónleikum í Hörpu, en tónleikarnir eru ekki fyrst og fremst hugsaðir fyrir heimamenn heldur harða aðdáendur sem vilja gera sér ferð til Íslands og fá að sjá uppáhaldshljómsveitina sína nokkur kvöld í röð. Wilco, Pavement, Elvis Costello og svo hljómsveitir sem fáir Íslendingar þekkja. Við hringjum í tónleikahaldarana Ethan Schwarz og Larry Siegel sem hafa flutt inn nokkrar hljómsveitir og nokkur þúsund tónleikagesti með þeim. Tucker Carlson er langvinsælastur bandarískra þáttastjórnenda, en samt var hann rekinn á dögunum frá Fox news. Við veltum fyrir okkur mögulegum ástæðum þess og hvaða áhrif þetta hefur á bandarískt fjölmiðlalandslag og stjórnmál. Hallgrímur Indriðason, fréttamaður RÚV, hefur sett sig inn í málið.
4/25/20230
Episode Artwork

Tucker Carlson sparkað, tónleikar fyrir innflutta gesti, pólitískt hár

Hver má nota hvaða hárvörur? Eiga svartar konur einkarétt á hárvörum sem henta þeirra hári? Chanel Björk Sturludóttir verður með pistla hér í Lestinni næstu vikurnar og hún ætlar að byrja á því að fjalla um hárvörur svartra kvenna sem hafa orðið vinsælar eftir að hvítir áhrifavaldar uppgötvuðu þær. Ný aðferðafræði er að ryðja sér rúms í íslensku tónleikalíf. Þekktir erlendir tónlistarmenn koma og spila á tónleikum í Hörpu, en tónleikarnir eru ekki fyrst og fremst hugsaðir fyrir heimamenn heldur harða aðdáendur sem vilja gera sér ferð til Íslands og fá að sjá uppáhaldshljómsveitina sína nokkur kvöld í röð. Wilco, Pavement, Elvis Costello og svo hljómsveitir sem fáir Íslendingar þekkja. Við hringjum í tónleikahaldarana Ethan Schwarz og Larry Siegel sem hafa flutt inn nokkrar hljómsveitir og nokkur þúsund tónleikagesti með þeim. Tucker Carlson er langvinsælastur bandarískra þáttastjórnenda, en samt var hann rekinn á dögunum frá Fox news. Við veltum fyrir okkur mögulegum ástæðum þess og hvaða áhrif þetta hefur á bandarískt fjölmiðlalandslag og stjórnmál. Hallgrímur Indriðason, fréttamaður RÚV, hefur sett sig inn í málið.
4/25/202355 minutes
Episode Artwork

Pylsutónlist, glamúrgella verður nasisti, ilmandi systkini

Fyrstu 6 þættirnir af nýjum sjónvarpsþáttum sem heita Skúrinn eru nú aðgengilegir inni á Vísi.is. Um er að ræða einhverskonar raunveruleikaþátt og lagasmíðakeppni. Til þess að eiga möguleika á því að vera með í þættinum var tónlistarfólk beðið um að senda inn nýtt, frumsamið lag en einnig nýja útgáfu af SS-pylsulaginu. Dómnefnd hlustar svo á allar ólíku útgáfurnar af SS-pylsulögunum og áhorfendur kjósa síðan sitt eftirlætislag. Og eins góðum raunveruleikaþætti sæmir eru peningaverðlaun í boði. En hvort er þetta sjónvarpsþáttur eða auglýsing? Af hverju er það svona óljóst og fyrir hvern eru þessir þættir? Þórður Ingi Jónsson ræddi við þrjá aðstandendur ilmvatnsfyrirtækisins og listahópsins Fischersund, þau Lilju Birgisdóttur, Sindra Má Sigfússon og Jón Þór Birgisson, sem er sagður vera nef hópsins. Áður en kenningar um 11. september, bóluefni og QAnon grasseruðu á netinu veltu samsæriskenningasmiðir í Bandaríkjunum sér mikið upp úr Oklahóma-sprengingunni sem Timothy McVeigh stóð fyrir í apríl 1995 og myrti á annað hundrað manns. Við ræðum um The Debutante, nýja hlaðvarpsþáttaröð þar sem velski rithöfundurinn Jon Ronson sökkvir sér ofan í málið. Aðalsöguhetjan er forrík og falleg glamúrgella, Carole Howe, sem varð sanntrúaður nýnasisti og svo síðar uppljóstrari - sem bjó mögulega yfir mikilvægum upplýsingum um þetta mannskæðasta hryðjuverk 20. aldarinnar í Bandaríkjunum.
4/24/20230
Episode Artwork

Pylsutónlist, glamúrgella verður nasisti, ilmandi systkini

Fyrstu 6 þættirnir af nýjum sjónvarpsþáttum sem heita Skúrinn eru nú aðgengilegir inni á Vísi.is. Um er að ræða einhverskonar raunveruleikaþátt og lagasmíðakeppni. Til þess að eiga möguleika á því að vera með í þættinum var tónlistarfólk beðið um að senda inn nýtt, frumsamið lag en einnig nýja útgáfu af SS-pylsulaginu. Dómnefnd hlustar svo á allar ólíku útgáfurnar af SS-pylsulögunum og áhorfendur kjósa síðan sitt eftirlætislag. Og eins góðum raunveruleikaþætti sæmir eru peningaverðlaun í boði. En hvort er þetta sjónvarpsþáttur eða auglýsing? Af hverju er það svona óljóst og fyrir hvern eru þessir þættir? Þórður Ingi Jónsson ræddi við þrjá aðstandendur ilmvatnsfyrirtækisins og listahópsins Fischersund, þau Lilju Birgisdóttur, Sindra Má Sigfússon og Jón Þór Birgisson, sem er sagður vera nef hópsins. Áður en kenningar um 11. september, bóluefni og QAnon grasseruðu á netinu veltu samsæriskenningasmiðir í Bandaríkjunum sér mikið upp úr Oklahóma-sprengingunni sem Timothy McVeigh stóð fyrir í apríl 1995 og myrti á annað hundrað manns. Við ræðum um The Debutante, nýja hlaðvarpsþáttaröð þar sem velski rithöfundurinn Jon Ronson sökkvir sér ofan í málið. Aðalsöguhetjan er forrík og falleg glamúrgella, Carole Howe, sem varð sanntrúaður nýnasisti og svo síðar uppljóstrari - sem bjó mögulega yfir mikilvægum upplýsingum um þetta mannskæðasta hryðjuverk 20. aldarinnar í Bandaríkjunum.
4/24/202355 minutes
Episode Artwork

Tóta van Helzing, vélar sem þjást, fá ríkir makleg málagjöld, Dr AI ke

Litrík, loðin, lífleg, ósamhverf. Einhvernveginn þannig mætti lýsa listaverkum Tótu Van Helzing, einstökum prjónuðum peysum. Tóta lést í desember 2021 úr krabbameini rétt rúmlega þrítug, en verk hennar eru nú til sýnis í sýningarýminu Slökkvistöðunni í Gufunesi. Við ræðum við Valgerði Önnu Einarsdóttur, Völu, sýningarstjóra House of van Helzing og systur Tótu. Pálmi Freyr Hauksson flytur okkur sinn fyrsta pistil í Lestinni. Hann verður með okkur núna í vor og mun fjalla um sjónvarp frá ýmsum hliðum. Að þessu sinni fjallar hann um makleg málagjöld, martraðakennd örlög og ofurríka fólkið sem birtist okkur svo víða í sjónvarpi og bíómyndum um þessar mundir. Undanfarnar vikur höfum við fengið rithöfunduinn og heimspekinginn Hauk Má Helgason til að pæla upphátt í tækniþróun og gervigreind hér í útvarpinu. Í dag eru Hauki sársauki og sálar véla hugleiknar. Og hann segir frá Blake Lemoine, gaurnum sem Google rak fyrir að tala um sál -
4/18/20230
Episode Artwork

Tóta van Helzing, vélar sem þjást, fá ríkir makleg málagjöld, Dr AI ke

Litrík, loðin, lífleg, ósamhverf. Einhvernveginn þannig mætti lýsa listaverkum Tótu Van Helzing, einstökum prjónuðum peysum. Tóta lést í desember 2021 úr krabbameini rétt rúmlega þrítug, en verk hennar eru nú til sýnis í sýningarýminu Slökkvistöðunni í Gufunesi. Við ræðum við Valgerði Önnu Einarsdóttur, Völu, sýningarstjóra House of van Helzing og systur Tótu. Pálmi Freyr Hauksson flytur okkur sinn fyrsta pistil í Lestinni. Hann verður með okkur núna í vor og mun fjalla um sjónvarp frá ýmsum hliðum. Að þessu sinni fjallar hann um makleg málagjöld, martraðakennd örlög og ofurríka fólkið sem birtist okkur svo víða í sjónvarpi og bíómyndum um þessar mundir. Undanfarnar vikur höfum við fengið rithöfunduinn og heimspekinginn Hauk Má Helgason til að pæla upphátt í tækniþróun og gervigreind hér í útvarpinu. Í dag eru Hauki sársauki og sálar véla hugleiknar. Og hann segir frá Blake Lemoine, gaurnum sem Google rak fyrir að tala um sál -
4/18/202355 minutes
Episode Artwork

Strákasveit orðin að minjagrip

Strákasveitin Backstreet Boys er væntanleg til landsins í næstu viku eins og mörgum er orðið kunnugt enda verða þeir með tónleika í Nýju Laugardalshöllinni þann 28. apríl. Brian Littrell, meðlimur sveitarinnar ræddi við Lestina símleiðis um uppruna Backstreet Boys, hugtakið 'Boy Band' og fyrstu ár hans í hljómsveitinni. Við heyrum einnig í forföllnum aðdáendum ýmissa strákasveita, m.a. í Binna Glee fyrrum K-Pop ofuraðdáanda og Klöru Elias, sem rekur áhuga sinn á lagasmíð til Backstreet Boys og sænska lagasmiðsins Max Martin.
4/17/20230
Episode Artwork

Strákasveit orðin að minjagrip

Strákasveitin Backstreet Boys er væntanleg til landsins í næstu viku eins og mörgum er orðið kunnugt enda verða þeir með tónleika í Nýju Laugardalshöllinni þann 28. apríl. Brian Littrell, meðlimur sveitarinnar ræddi við Lestina símleiðis um uppruna Backstreet Boys, hugtakið 'Boy Band' og fyrstu ár hans í hljómsveitinni. Við heyrum einnig í forföllnum aðdáendum ýmissa strákasveita, m.a. í Binna Glee fyrrum K-Pop ofuraðdáanda og Klöru Elias, sem rekur áhuga sinn á lagasmíð til Backstreet Boys og sænska lagasmiðsins Max Martin.
4/17/202356 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Listamaður með hauspoka, vorverkin, kvikmyndarýni

Við heimsækjum listamanninn Egil Loga Jónasson í Gallerí Portfolio við Hverfisgötu. Sýningin hans 'Við erum vont fólk. Ég er vondur maður' opnaði í dag klukkan fimm. Egill, sem kemur reglulega fram sem hliðarsjálfið Drengurinn Fengurinn, er að þessu sinni ekki að flytja tónlist eða fremja gjörning, heldur sýnir hann einungis olíumálverk, sem mörg hver kallast á við lagatexta Drengsins. Kolbeinn Rastrick segir frá þremur kvikmyndum sem hann sá á Stockfish-hátíðinni, Medusa Deluxe og Close sem báðar verða sýndar áfram í Bíó Paradís og myndina Will-O'-the-Wisp. Það var sólríkur vordagur í dag, Kristján Guðjónsson nýtt tækifærið og gekk niður í Fossvogsdal og spurði vegfarendur, gangandi og hjólandi, hvernig vorverkin gengu og hvort þau væru nokkuð komin í vorskap.
4/13/20230
Episode Artwork

Listamaður með hauspoka, vorverkin, kvikmyndarýni

Við heimsækjum listamanninn Egil Loga Jónasson í Gallerí Portfolio við Hverfisgötu. Sýningin hans 'Við erum vont fólk. Ég er vondur maður' opnaði í dag klukkan fimm. Egill, sem kemur reglulega fram sem hliðarsjálfið Drengurinn Fengurinn, er að þessu sinni ekki að flytja tónlist eða fremja gjörning, heldur sýnir hann einungis olíumálverk, sem mörg hver kallast á við lagatexta Drengsins. Kolbeinn Rastrick segir frá þremur kvikmyndum sem hann sá á Stockfish-hátíðinni, Medusa Deluxe og Close sem báðar verða sýndar áfram í Bíó Paradís og myndina Will-O'-the-Wisp. Það var sólríkur vordagur í dag, Kristján Guðjónsson nýtt tækifærið og gekk niður í Fossvogsdal og spurði vegfarendur, gangandi og hjólandi, hvernig vorverkin gengu og hvort þau væru nokkuð komin í vorskap.
4/13/202355 minutes
Episode Artwork

Breyskar vélar, Sergei Loznitsa, Girls enduráhorf

Einn athyglisverðasti kvikmyndagerðarmaður Evrópu um þessar mundir er Úkraínumaðurinn Sergei Loznitsa. Hann hefur jafnt vakið athygli fyrir leiknar myndir sínar og heimildarmyndir, sem unnar eru upp úr gömlu myndefni frá Sovétríkjunum - myndefni sem oftar en ekki var hugsað í áróðurstilgangi fær nýtt hlutverk til að varpa ljósi á líf og dauða í landinu. Við heyrum meira um þennan kvikmyndagerðarmann sem nú er staddur á Íslandi og mun koma fram á meistaraspjalli á föstudag. Helga Brekkan segir frá. Haukur Már Helgason rithöfundur flytur sinn þriðja pistil um tækniþróunina sem hótar núna að gjörbylta samfélaginu, gervigreind og vitvélar, og málverk. Að þessu sinni veltir hann fyrir breyskum vélum. Af einhverri ástæðu hefur fjöldi fólks tekið upp á því að endurhorfa á þættina Girls frá árinu 2012. Við nýtum tækifærið og rifjum upp þessa þætti sem sýndir voru á HBO á árunum 2012-2017. Höfundur, leikstjóri og aðalleikkona þáttanna Lena Dunham hvarf úr sviðsljósinu um nokkurra ára skeið, en hún var af mörgum talin snillingur og kyndilberi nýrrar bylgju femínisma, af öðrum frekar sjálfhverf forréttindakona. Við veltum fyrir okkur upplifun kvenna af ólíkum kynslóðum af þessum þáttum sem fjalla um vinkonuhóp í stórborginni New York, Sex and the City aldamótakynslóðarinnar. Þó allt öðruvísi þættir, óheflaðri, gróteskari og umdeildari. Una Ragnarsdóttir, nemi í MH og Auður Jónsdóttir, rithöfundur spjalla um Girls.
4/12/20230
Episode Artwork

Breyskar vélar, Sergei Loznitsa, Girls enduráhorf

Einn athyglisverðasti kvikmyndagerðarmaður Evrópu um þessar mundir er Úkraínumaðurinn Sergei Loznitsa. Hann hefur jafnt vakið athygli fyrir leiknar myndir sínar og heimildarmyndir, sem unnar eru upp úr gömlu myndefni frá Sovétríkjunum - myndefni sem oftar en ekki var hugsað í áróðurstilgangi fær nýtt hlutverk til að varpa ljósi á líf og dauða í landinu. Við heyrum meira um þennan kvikmyndagerðarmann sem nú er staddur á Íslandi og mun koma fram á meistaraspjalli á föstudag. Helga Brekkan segir frá. Haukur Már Helgason rithöfundur flytur sinn þriðja pistil um tækniþróunina sem hótar núna að gjörbylta samfélaginu, gervigreind og vitvélar, og málverk. Að þessu sinni veltir hann fyrir breyskum vélum. Af einhverri ástæðu hefur fjöldi fólks tekið upp á því að endurhorfa á þættina Girls frá árinu 2012. Við nýtum tækifærið og rifjum upp þessa þætti sem sýndir voru á HBO á árunum 2012-2017. Höfundur, leikstjóri og aðalleikkona þáttanna Lena Dunham hvarf úr sviðsljósinu um nokkurra ára skeið, en hún var af mörgum talin snillingur og kyndilberi nýrrar bylgju femínisma, af öðrum frekar sjálfhverf forréttindakona. Við veltum fyrir okkur upplifun kvenna af ólíkum kynslóðum af þessum þáttum sem fjalla um vinkonuhóp í stórborginni New York, Sex and the City aldamótakynslóðarinnar. Þó allt öðruvísi þættir, óheflaðri, gróteskari og umdeildari. Una Ragnarsdóttir, nemi í MH og Auður Jónsdóttir, rithöfundur spjalla um Girls.
4/12/202355 minutes
Episode Artwork

Fréttabörn ræða dauða Fréttablaðsins og framtíð fjölmiðla

Síðasta tölublað Fréttablaðsins kom út í lok síðasta mánaðar, þar með er aðeins eitt dagblað prentað hér á landi, Morgunblaðið. Eru þetta endalok íslenskrar dagblaðaútgáfu? Er öllum alveg sama? Eru hlaðvörp með sterkri afstöðu, Tiktok-fréttir og algóryþminn framtíð fjölmiðlunar? Við ætlum að velta fyrir okkur dauða Fréttablaðsins og framtíð fjölmiðlunar, með þremur gestum, sem öll eru undir þrítugu en hafa engu að síður öll starfað í fjölmiðlum um nokkurra ára skeið. Þetta eru Snorri Másson, blaðamaður á Vísi og Íslandi í dag, Jón Þór Stefánsson, sem er atvinnulaus eftir að Fréttablaðið fór í þrot og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, sem hefur starfað á Fréttatímanum, 101 útvarpi auk þess sem hún stofnaði veftímaritið Blæ fyrir tæpum áratug.
4/11/20230
Episode Artwork

Fréttabörn ræða dauða Fréttablaðsins og framtíð fjölmiðla

Síðasta tölublað Fréttablaðsins kom út í lok síðasta mánaðar, þar með er aðeins eitt dagblað prentað hér á landi, Morgunblaðið. Eru þetta endalok íslenskrar dagblaðaútgáfu? Er öllum alveg sama? Eru hlaðvörp með sterkri afstöðu, Tiktok-fréttir og algóryþminn framtíð fjölmiðlunar? Við ætlum að velta fyrir okkur dauða Fréttablaðsins og framtíð fjölmiðlunar, með þremur gestum, sem öll eru undir þrítugu en hafa engu að síður öll starfað í fjölmiðlum um nokkurra ára skeið. Þetta eru Snorri Másson, blaðamaður á Vísi og Íslandi í dag, Jón Þór Stefánsson, sem er atvinnulaus eftir að Fréttablaðið fór í þrot og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, sem hefur starfað á Fréttatímanum, 101 útvarpi auk þess sem hún stofnaði veftímaritið Blæ fyrir tæpum áratug.
4/11/202357 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Bókin um vélarnar, slímugur vínyll, hvernig hljóma páskalög?

Síðasti Lestarþáttur fyrir páskafrí og ekki seinna vænna að ákveða hvað á að fara á fóninn um helgina. Kristján og Lóa velta fyrir sér páskatónlist. Mikið er til af klassískri páskatónlist en minna af popptónlist - eða hvað? Kanye West, Guðný María og Johnny Cash koma meðal annars við sögu Við heyrum líka viðtal frá því í fyrra við Graveslime, sem er að gefa út meistaraverk sitt, Roughness and Toughness, á vínyl - 20 árum eftir að hún kom út. Plata sem hefur öðlast költstatus í íslensku þungarokki. En við ætlum að byrja á pistli frá Hauki Má Helgasyni, rithöfundi. Í síðustu viku byrjaði hann pistlaröð sína um þá tækniþróun sem nú ryður sér rúms í samfélaginu, gervigreind og vitvélar. Þá fjallaði hann um lögmál Moores og sérstæðuna svokölluðu, singularity, en nú er hann með hugann við bók - sem strangt til tekið er ekki til - bókin um vélarnar, ímynduð bók inni í annarri gamalli bók.
4/5/20230
Episode Artwork

Bókin um vélarnar, slímugur vínyll, hvernig hljóma páskalög?

Síðasti Lestarþáttur fyrir páskafrí og ekki seinna vænna að ákveða hvað á að fara á fóninn um helgina. Kristján og Lóa velta fyrir sér páskatónlist. Mikið er til af klassískri páskatónlist en minna af popptónlist - eða hvað? Kanye West, Guðný María og Johnny Cash koma meðal annars við sögu Við heyrum líka viðtal frá því í fyrra við Graveslime, sem er að gefa út meistaraverk sitt, Roughness and Toughness, á vínyl - 20 árum eftir að hún kom út. Plata sem hefur öðlast költstatus í íslensku þungarokki. En við ætlum að byrja á pistli frá Hauki Má Helgasyni, rithöfundi. Í síðustu viku byrjaði hann pistlaröð sína um þá tækniþróun sem nú ryður sér rúms í samfélaginu, gervigreind og vitvélar. Þá fjallaði hann um lögmál Moores og sérstæðuna svokölluðu, singularity, en nú er hann með hugann við bók - sem strangt til tekið er ekki til - bókin um vélarnar, ímynduð bók inni í annarri gamalli bók.
4/5/202355 minutes
Episode Artwork

Listamenn taka yfir ráðuneyti, klósettsiðir, bremsa á tækniþróun

Við heimsækjum HafnarHaus, nýtt skapandi rými í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Gestgjafinn Arnar Sigurðsson tekur á móti okkur og sýnir okkur þetta rými sem áður hýsti ráðuneyti en er nú undirlagt skrifstofum skapandi fólks. Hvað gerist þegar óskað er eftir því að hlé verði gert á tækniþróun? Í síðustu viku sendu málsmetandi menn úr tæknigeiranum frá sér opið bréf þar sem þeir vöruðu við þeim hraða sem þróun gervigreindar er á. Er hægt að stöðva tækniþróun? Hefur það verið gert áður. Við ræðum við Stefán Pálsson, sagnfræðing. Patrekur Björgvinsson er nýfluttur til Hollands. Hann upplifði visst menningarsjokk þegar hann kom að klósettsiðum þar í landi og rifjar við tilefnið upp orð slóvenska heimspekingsins, Slavoj Zizkek.
4/4/20230
Episode Artwork

Listamenn taka yfir ráðuneyti, klósettsiðir, bremsa á tækniþróun

Við heimsækjum HafnarHaus, nýtt skapandi rými í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Gestgjafinn Arnar Sigurðsson tekur á móti okkur og sýnir okkur þetta rými sem áður hýsti ráðuneyti en er nú undirlagt skrifstofum skapandi fólks. Hvað gerist þegar óskað er eftir því að hlé verði gert á tækniþróun? Í síðustu viku sendu málsmetandi menn úr tæknigeiranum frá sér opið bréf þar sem þeir vöruðu við þeim hraða sem þróun gervigreindar er á. Er hægt að stöðva tækniþróun? Hefur það verið gert áður. Við ræðum við Stefán Pálsson, sagnfræðing. Patrekur Björgvinsson er nýfluttur til Hollands. Hann upplifði visst menningarsjokk þegar hann kom að klósettsiðum þar í landi og rifjar við tilefnið upp orð slóvenska heimspekingsins, Slavoj Zizkek.
4/4/202355 minutes
Episode Artwork

Lydia Tár, Fókus sigra Músíktilraunir, 100cecs

Sigurhljómsveit Músíktilrauna í ár kemur frá Hornafirði og Selfossi. Hljómsveitin Fókus var stofnuð síðasta haust og er skipuð Hornfirðingunum Amylee Trindade, Alexöndru Hernandez, Önnu Láru Grétarsdóttur, Pia Wrede, skiptinema frá Þýskalandi og Selfyssingnum Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir. Til að hljómsveitin geti æft þurfa þær iðulega að taka langar strætóferðir, 6-7 klukkustundalangar, til að komast á milli Selfoss og Hafnar. Kvikmyndin Tár hefur vakið töluverða athygli, enda viðfangsefni myndarinnar mikið til umræðu í samfélaginu eftir vitundarvakninguna #MeToo. Hljómsveitarstjóri sinfóníuhljómsveitar, Lydia Tár, verður uppvís að kynferðisofbeldi, misnotar valdastöðu sína og brýtur á ungum og efnilegum tónlistarkonum. Höfundur og leikstjóri myndarinnar er Todd Field og aðalleikonan, Cate Blanchett, er sannfærandi Maestra. Við ræðum kvikmyndina og hliðstæður hennar í klassíska tónlistarheiminum við manneskjur sem þekkja til, tónlistarkonurnar Unu Sveinbjarnardóttur og Þórdísi Gerði Jónsdóttur. Bandaríski dúettinn 100 gecs hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir brjálæðislega blöndu sína af fjölmörgum ólíkum tónlistarstefnum í yfirgengilegan hyper-pop hrærigraut. Fyrsta platan þeirra hét 1000 gecs og nýja platan bætir við enn öðru núlli, tíu þúsund gecs. Davíð Roach segir frá tíu þúsund gecs.
4/3/20230
Episode Artwork

Lydia Tár, Fókus sigra Músíktilraunir, 100gecs

Sigurhljómsveit Músíktilrauna í ár kemur frá Hornafirði og Selfossi. Hljómsveitin Fókus var stofnuð síðasta haust og er skipuð Hornfirðingunum Amylee Trindade, Alexöndru Hernandez, Önnu Láru Grétarsdóttur, Pia Wrede, skiptinema frá Þýskalandi og Selfyssingnum Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir. Til að hljómsveitin geti æft þurfa þær iðulega að taka langar strætóferðir, 6-7 klukkustundalangar, til að komast á milli Selfoss og Hafnar. Kvikmyndin Tár hefur vakið töluverða athygli, enda viðfangsefni myndarinnar mikið til umræðu í samfélaginu eftir vitundarvakninguna #MeToo. Hljómsveitarstjóri sinfóníuhljómsveitar, Lydia Tár, verður uppvís að kynferðisofbeldi, misnotar valdastöðu sína og brýtur á ungum og efnilegum tónlistarkonum. Höfundur og leikstjóri myndarinnar er Todd Field og aðalleikonan, Cate Blanchett, er sannfærandi Maestra. Við ræðum kvikmyndina og hliðstæður hennar í klassíska tónlistarheiminum við manneskjur sem þekkja til, tónlistarkonurnar Unu Sveinbjarnardóttur og Þórdísi Gerði Jónsdóttur. Bandaríski dúettinn 100gecs hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir brjálæðislega blöndu sína af fjölmörgum ólíkum tónlistarstefnum í yfirgengilegan hyper-pop hrærigraut. Fyrsta platan þeirra hét 1000 gecs og nýja platan bætir við enn öðru núlli, tíu þúsund gecs. Davíð Roach segir frá tíu þúsund gecs.
4/3/202356 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Vídjóleigan kvödd

Lestin í dag er tileinkuð vídjóleigum. Nú um mánaðarmót lokar Aðalvídjóleigan á Klapparstíg og þar með lýkur 45 ára sögu vídjóleigunnar á Íslandi. Við heyrum í fastagestum, eigendum og fyrrum starfsfólki vídjóleiga í tilraun til þess að kortleggja söguna og heiðra minningu vídjóleigunnar, sem var í senn menningarstofnun, félagsmiðstöð og kvikmyndaskóli.
3/30/20230
Episode Artwork

Vídjóleigan kvödd

Lestin í dag er tileinkuð vídjóleigum. Nú um mánaðarmót lokar Aðalvídjóleigan á Klapparstíg og þar með lýkur 45 ára sögu vídjóleigunnar á Íslandi. Við heyrum í fastagestum, eigendum og fyrrum starfsfólki vídjóleiga í tilraun til þess að kortleggja söguna og heiðra minningu vídjóleigunnar, sem var í senn menningarstofnun, félagsmiðstöð og kvikmyndaskóli.
3/30/202354 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Vinsældir skáks, Eþíópsk píanó-nunna, sérstæðan

Reykjavíkurskákmótið hófst í Hörpu í dag klukkan þrjú. Við veltum fyrir okkur vinsældum skáks og ræðum við ungan stórmeistara í skák. Vignir Vatnar Stefánsson er 16. stórmeistari Íslands í skák, og er þar með kominn á launaskrá hjá ríkinu, nýorðinn tvítugur. Eþíópíska nunnan Emahoy Tsegué-Maryam Guèbrou var orðin 99 ára gömul þegar hún lést á dögunum. Hún var menntuð í klassískri tónlist en snerist svo til trúar seinna á ævinni. Við kynnum okkur líf þessarar áhugaverðu konu. Haukur Már Helgason er nýr pistlahöfundur í Lestinni. Hann mun koma til með að fjalla um tækniþróun, ekki endilega tækniframfarir. Fyrsti pistill Hauks fjallar um sérstæðuna og lögmál Moore's.
3/29/20230
Episode Artwork

Vinsældir skáks, Eþíópsk píanó-nunna, sérstæðan

Reykjavíkurskákmótið hófst í Hörpu í dag klukkan þrjú. Við veltum fyrir okkur vinsældum skáks og ræðum við ungan stórmeistara í skák. Vignir Vatnar Stefánsson er 16. stórmeistari Íslands í skák, og er þar með kominn á launaskrá hjá ríkinu, nýorðinn tvítugur. Eþíópíska nunnan Emahoy Tsegué-Maryam Guèbrou var orðin 99 ára gömul þegar hún lést á dögunum. Hún var menntuð í klassískri tónlist en snerist svo til trúar seinna á ævinni. Við kynnum okkur líf þessarar áhugaverðu konu. Haukur Már Helgason er nýr pistlahöfundur í Lestinni. Hann mun koma til með að fjalla um tækniþróun, ekki endilega tækniframfarir. Fyrsti pistill Hauks fjallar um sérstæðuna og lögmál Moore's.
3/29/202355 minutes
Episode Artwork

Fullorðinsballett, bullandi spjallmenni, nýtt frá Fever Ray

Við pælum í ástæðum þess að gervigreindar spjallmenni á borð við ChatGPT skálda nýjar staðreyndir ef þær vita ekki þær réttu. Við ræðum við Stefán Ólafsson, lektor í HR, um bullandi spjallmenni. Davíð Roach Gunnarsson fjallar um nýjustu plötuna frá sænska tónlistarkvárnum Fever Ray, Radical Romantics. Í gær var dagur listdansskólanna, og fyrrum og núverandi dansnemendur minntu á mikilvægi þess að á Íslandi væri metnaðarfull danskennsla. Í byrjun mars tilkynnti Listdansskóli Íslands að öllu starfsfólki skólans hefði verið sagt upp og framtíð skólans í óvissu. Við ætlum í tíma í fullorðinsballett og ræða ballett og allt það góða og slæma sem honum fylgir við fyrrum og núverandi dansnemendur.
3/28/20230
Episode Artwork

Fullorðinsballett, bullandi spjallmenni, nýtt frá Fever Ray

Við pælum í ástæðum þess að gervigreindar spjallmenni á borð við ChatGPT skálda nýjar staðreyndir ef þær vita ekki þær réttu. Við ræðum við Stefán Ólafsson, lektor í HR, um bullandi spjallmenni. Davíð Roach Gunnarsson fjallar um nýjustu plötuna frá sænska tónlistarkvárnum Fever Ray, Radical Romantics. Í gær var dagur listdansskólanna, og fyrrum og núverandi dansnemendur minntu á mikilvægi þess að á Íslandi væri metnaðarfull danskennsla. Í byrjun mars tilkynnti Listdansskóli Íslands að öllu starfsfólki skólans hefði verið sagt upp og framtíð skólans í óvissu. Við ætlum í tíma í fullorðinsballett og ræða ballett og allt það góða og slæma sem honum fylgir við fyrrum og núverandi dansnemendur.
3/28/20230
Episode Artwork

Fullorðinsballett, bullandi spjallmenni, nýtt frá Fever Ray

Við pælum í ástæðum þess að gervigreindar spjallmenni á borð við ChatGPT skálda nýjar staðreyndir ef þær vita ekki þær réttu. Við ræðum við Stefán Ólafsson, lektor í HR, um bullandi spjallmenni. Davíð Roach Gunnarsson fjallar um nýjustu plötuna frá sænska tónlistarkvárnum Fever Ray, Radical Romantics. Í gær var dagur listdansskólanna, og fyrrum og núverandi dansnemendur minntu á mikilvægi þess að á Íslandi væri metnaðarfull danskennsla. Í byrjun mars tilkynnti Listdansskóli Íslands að öllu starfsfólki skólans hefði verið sagt upp og framtíð skólans í óvissu. Við ætlum í tíma í fullorðinsballett og ræða ballett og allt það góða og slæma sem honum fylgir við fyrrum og núverandi dansnemendur.
3/28/202355 minutes
Episode Artwork

Missögn á ferilskrá Eddu Falak, Lana Del Rey, barnaheimili í Naíróbí

Við sökkvum okkur ofan í sagnaheim bandarísku tónlistarkonunnar Lönu Del Rey en nú fyrir helgi kom út níunda breiðskífa hennar, sem ber hinn langa titil Did you know there is a tunnel under ocean blvd. Karítas Mörtu Bjarkadóttir forpantaði plötuna og hefur legið yfir þessari nýjustu plötu Lönu. Kristlín Dís er á ferðalagi í Kenýa þessa dagana. Hún leit inn á barnaheimili í Nairobi og ræddi við forstöðukonuna, rúmlega þrítuga íslenska konu, Önnu Þóru Baldursdóttur. Anna Marsibil Clausen fyrrum lestarstjóri hefur áður fjallað um svokallaða persónulega fjölmiðlun í hlaðvörpum hér í þættinum, til að mynda þegar Sölvi Tryggvason brást við ásökunum um ofbeldi með því að taka viðtal við sjálfan sig í hlaðvarpsþætti sínum. Anna Marsý flytur okkur pistil um nýjustu vendingar í máli Eddu Falak. Anna Marsý talar um hvernig hin persónulega fjölmiðlun Eddu - þar sem persóna hennar er vörumerkið - gerir óskaddaðan trúverðugleika hennar enn mikilvægari.
3/27/20230
Episode Artwork

Missögn á ferilskrá Eddu Falak, Lana Del Rey, barnaheimili í Naíróbí

Við sökkvum okkur ofan í sagnaheim bandarísku tónlistarkonunnar Lönu Del Rey en nú fyrir helgi kom út níunda breiðskífa hennar, sem ber hinn langa titil Did you know there is a tunnel under ocean blvd. Karítas Mörtu Bjarkadóttir forpantaði plötuna og hefur legið yfir þessari nýjustu plötu Lönu. Kristlín Dís er á ferðalagi í Kenýa þessa dagana. Hún leit inn á barnaheimili í Nairobi og ræddi við forstöðukonuna, rúmlega þrítuga íslenska konu, Önnu Þóru Baldursdóttur. Anna Marsibil Clausen fyrrum lestarstjóri hefur áður fjallað um svokallaða persónulega fjölmiðlun í hlaðvörpum hér í þættinum, til að mynda þegar Sölvi Tryggvason brást við ásökunum um ofbeldi með því að taka viðtal við sjálfan sig í hlaðvarpsþætti sínum. Anna Marsý flytur okkur pistil um nýjustu vendingar í máli Eddu Falak. Anna Marsý talar um hvernig hin persónulega fjölmiðlun Eddu - þar sem persóna hennar er vörumerkið - gerir óskaddaðan trúverðugleika hennar enn mikilvægari.
3/27/202359 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Opnun, Stockfish, Volaða land, Ylfa Þöll growl-ar

Systurnar Magga og Ragga setjast um borð í Lestina og segja frá væntanlegum sjónvarpsþáttum um íslenska samtímalist, sem verða sýndir í Ríkisjónvarpinu. Þættirnir heita Opnun og er önnur þáttarröð, sú fyrsta fór í loftið árið 2017, með öðrum þáttastjórnendum. Að þessu sinni eru það systurnar sem hafa umsjón með Opnun en þær hafa haldið úti veftímaritinu Hús og Hillbilly um nokkura ára skeið. Hús og Hillbilly hefur tekið á sig margar ólíkar myndir, sem veftímarit, hlaðvarp og blaðadálkur hjá Heimildinni. Stefna systranna er að fjalla um íslenska samtímalist útfrá sjónarhorni sveitalubbans, þ.e.a.s. á alþýðlegan hátt, þess vegna nafnið: Hús og Hillbilly. Kolbeinn Rastrick fór í bíó á Volaða land, nýja íslenska/danska kvikmynd í leikstjórn Hlyns Pálmasonar, hann rýnir í verkið. Og það er meira bíó í Lestinni, við stökkvum niður í Bíó Paradís og ræðum við Ragnar Bragason um Stockfish kvikmyndahátíð sem hefst í dag. Ein af þeim sem var tilnefnd sem besti söngvari á íslensku tónlistarverðlaununum var Ylfa Þöll Ólafsdóttir, söngkona harðkjarnapönksveitarinnar Dead Herring. Við ræðum við Ylfu um growl, rymjandi öskur og þungarokkssöng.
3/23/20230
Episode Artwork

Opnun, Stockfish, Volaða land, Ylfa Þöll growl-ar

Systurnar Magga og Ragga setjast um borð í Lestina og segja frá væntanlegum sjónvarpsþáttum um íslenska samtímalist, sem verða sýndir í Ríkisjónvarpinu. Þættirnir heita Opnun og er önnur þáttarröð, sú fyrsta fór í loftið árið 2017, með öðrum þáttastjórnendum. Að þessu sinni eru það systurnar sem hafa umsjón með Opnun en þær hafa haldið úti veftímaritinu Hús og Hillbilly um nokkura ára skeið. Hús og Hillbilly hefur tekið á sig margar ólíkar myndir, sem veftímarit, hlaðvarp og blaðadálkur hjá Heimildinni. Stefna systranna er að fjalla um íslenska samtímalist útfrá sjónarhorni sveitalubbans, þ.e.a.s. á alþýðlegan hátt, þess vegna nafnið: Hús og Hillbilly. Kolbeinn Rastrick fór í bíó á Volaða land, nýja íslenska/danska kvikmynd í leikstjórn Hlyns Pálmasonar, hann rýnir í verkið. Og það er meira bíó í Lestinni, við stökkvum niður í Bíó Paradís og ræðum við Ragnar Bragason um Stockfish kvikmyndahátíð sem hefst í dag. Ein af þeim sem var tilnefnd sem besti söngvari á íslensku tónlistarverðlaununum var Ylfa Þöll Ólafsdóttir, söngkona harðkjarnapönksveitarinnar Dead Herring. Við ræðum við Ylfu um growl, rymjandi öskur og þungarokkssöng.
3/23/202355 minutes
Episode Artwork

Tónlistarsamstarf á tímum tiktok, áhrif Kiljunnar, Eistnaflugi aflýst

Þær fréttir bárust í dag að tónlistarhátíðinni Eistnaflug verður aflýst í ár, sorgarfréttir fyrir þungarokkssamfélagið á Íslandi. Í tilkynningu sem birtist á facebook síðu hátíðarinnar í dag segir ?Þó að faraldrinum sé lokið, þá hefur COVID ennþá áhrif á framtíð okkar. Við reyndum allt sem við gátum en það dugði ekki til því miður. Ástæðurnar er nokkrar og flestar bein eða óbein afleiðing af COVID.? Við ræðum Svan Má Snorrason, sem að hefur velt fyrir sér sjónvarpsþættinum Kiljan og áhrifum hans á íslenskt bókmenntalíf. Svanur skrifaði um þessi áhrif í lokaritgerð sinni í bókmenntafræði sem hann kynnti á hugvísindaþingi fyrr í mánuðinum. Við heyrum um samstarf tónlistarfólks sem varð til á mjög nútímalegan hátt. Jóhannes Ólafsson ræðir við Ellu McRobb og Ólaf Arnalds um samstarf sem varð til á Tiktok og skilaði sér í nýju lagi sem við heimsfrumflytjum í dag.
3/22/20230
Episode Artwork

Tónlistarsamstarf á tímum tiktok, áhrif Kiljunnar, Eistnaflugi aflýst

Þær fréttir bárust í dag að tónlistarhátíðinni Eistnaflug verður aflýst í ár, sorgarfréttir fyrir þungarokkssamfélagið á Íslandi. Í tilkynningu sem birtist á facebook síðu hátíðarinnar í dag segir ?Þó að faraldrinum sé lokið, þá hefur COVID ennþá áhrif á framtíð okkar. Við reyndum allt sem við gátum en það dugði ekki til því miður. Ástæðurnar er nokkrar og flestar bein eða óbein afleiðing af COVID.? Við ræðum Svan Má Snorrason, sem að hefur velt fyrir sér sjónvarpsþættinum Kiljan og áhrifum hans á íslenskt bókmenntalíf. Svanur skrifaði um þessi áhrif í lokaritgerð sinni í bókmenntafræði sem hann kynnti á hugvísindaþingi fyrr í mánuðinum. Við heyrum um samstarf tónlistarfólks sem varð til á mjög nútímalegan hátt. Jóhannes Ólafsson ræðir við Ellu McRobb og Ólaf Arnalds um samstarf sem varð til á Tiktok og skilaði sér í nýju lagi sem við heimsfrumflytjum í dag.
3/22/202355 minutes
Episode Artwork

Volaða land Hlyns Pálmasonar

Lestarþáttur dagsins í dag verður helgaður kvikmyndinni Volaða land. Við ræðum við leikstjóra og handritshöfund myndarinnar, Hlyn Pálmason. Myndin er nú í kvikmyndahúsum hér landi næstum ári eftir að hún var frumsýnd á Cannes í maí í fyrra. Myndin sem öll er tekin upp á filmu segir sögu danska prestsins Lúkasar, sem fer í háskaför um hálendið undir lok 19. aldar. Ætlun hans er að reisa kirkju og mynda íbúa og náttúru Íslands. Það er hægt að lesa ýmislegt í myndina um samband nýlenduherra og hjálendu, manns og náttúru, um valdið sem felst í ljósmyndatækninni, því hvernig við horfum og skrásetjum. Við ræðum við Hlyn um allt þetta og meira í þætti dagsins.
3/21/20230
Episode Artwork

Volaða land Hlyns Pálmasonar

Lestarþáttur dagsins í dag verður helgaður kvikmyndinni Volaða land. Við ræðum við leikstjóra og handritshöfund myndarinnar, Hlyn Pálmason. Myndin er nú í kvikmyndahúsum hér landi næstum ári eftir að hún var frumsýnd á Cannes í maí í fyrra. Myndin sem öll er tekin upp á filmu segir sögu danska prestsins Lúkasar, sem fer í háskaför um hálendið undir lok 19. aldar. Ætlun hans er að reisa kirkju og mynda íbúa og náttúru Íslands. Það er hægt að lesa ýmislegt í myndina um samband nýlenduherra og hjálendu, manns og náttúru, um valdið sem felst í ljósmyndatækninni, því hvernig við horfum og skrásetjum. Við ræðum við Hlyn um allt þetta og meira í þætti dagsins.
3/21/202354 minutes
Episode Artwork

ChatGPT talar íslensku, ástin í Last of Us, lygar um Pompidou

Uppvakningaþættirnir Last of Us hafa notið mikilla vinsælda undanfarna mánuði, þættir sem byggja á samnefndum tölvuleik sem gerist 20 árum eftir heimsslit verða vegna óhugnalegrar farsóttar sem breytir fólki í blóðþyrsta zombía. Jóhannes Ólafsson ræðir við Hildi Knútsdóttur, rithöfund, og Baldvin Albertsson, hjá Vitar games um ástina í Last of Us. Kristlín Dís Ingilínardóttir er stödd á ferðalagi og hún sendi okkur pistil frá gömlu heimaborg sinni, París. Hún segir okkur frá kynnum sínum af Pompidou safninu. Mun gervigreind bjarga íslenskunni? Í Grósku í dag fór fram kynningarfundurinn 'Framtíðin svarar á íslensku'. Lestin kíkti á svæðið og ræddi við Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdarstjóra Almannaróms og Angelu Jiang, vörustjóra hjá OpenAi. Við fáum að heyra hvernig það kom til að íslenska varð annað tungumálið sem spjallmennið ChatGPT lærði, á eftir ensku.
3/20/20230
Episode Artwork

ChatGPT talar íslensku, ástin í Last of Us, lygar um Pompidou

Uppvakningaþættirnir Last of Us hafa notið mikilla vinsælda undanfarna mánuði, þættir sem byggja á samnefndum tölvuleik sem gerist 20 árum eftir heimsslit verða vegna óhugnalegrar farsóttar sem breytir fólki í blóðþyrsta zombía. Jóhannes Ólafsson ræðir við Hildi Knútsdóttur, rithöfund, og Baldvin Albertsson, hjá Vitar games um ástina í Last of Us. Kristlín Dís Ingilínardóttir er stödd á ferðalagi og hún sendi okkur pistil frá gömlu heimaborg sinni, París. Hún segir okkur frá kynnum sínum af Pompidou safninu. Mun gervigreind bjarga íslenskunni? Í Grósku í dag fór fram kynningarfundurinn 'Framtíðin svarar á íslensku'. Lestin kíkti á svæðið og ræddi við Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdarstjóra Almannaróms og Angelu Jiang, vörustjóra hjá OpenAi. Við fáum að heyra hvernig það kom til að íslenska varð annað tungumálið sem spjallmennið ChatGPT lærði, á eftir ensku.
3/20/202355 minutes
Episode Artwork

Upphafning á hinu siðspillta - White Lotus/Succession/Exit

Lestin í dag verður tileinkuð hinum ofurríku, eina prósentinu, sem ferðast um á einkaþotum og snekkjum, borða á flottustu Michelin-veitingastöðunum, drekka fínustu vínin, eru rannsökuð af efnahagsbrotadeildum lögreglunnar? en komast alltaf undan. Við ætlum að skoða þrjá vinsæla og verðlaunaða sjónvarpsþætti sem eiga það allir sameiginlegt að fjalla um ævintýralega ríkt fólk, þættina White Lotus, um morð á lúxus-hóteli, Succession sem fjalla um fjölskyldu sem stýrir fjölmiðlaveldinu Waystar Royco og norsku þættina Exit, sem eru byggðir á frásögnum norskra manna úr fjármálalífinu.
3/16/20230
Episode Artwork

Upphafning á hinu siðspillta - White Lotus/Succession/Exit

Lestin í dag verður tileinkuð hinum ofurríku, eina prósentinu, sem ferðast um á einkaþotum og snekkjum, borða á flottustu Michelin-veitingastöðunum, drekka fínustu vínin, eru rannsökuð af efnahagsbrotadeildum lögreglunnar? en komast alltaf undan. Við ætlum að skoða þrjá vinsæla og verðlaunaða sjónvarpsþætti sem eiga það allir sameiginlegt að fjalla um ævintýralega ríkt fólk, þættina White Lotus, um morð á lúxus-hóteli, Succession sem fjalla um fjölskyldu sem stýrir fjölmiðlaveldinu Waystar Royco og norsku þættina Exit, sem eru byggðir á frásögnum norskra manna úr fjármálalífinu.
3/16/202356 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

The Playlist, Iris Murdoch, Guðný Halldórsdóttir

Það eru komin þrjátíu ár síðan söngva- og grínmyndin, Karlakórinn Hekla var frumsýnd í Háskólabíói. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, Guðný Halldórsdóttir, segir okkur frá því hvernig gekk að leikstýra 30 manna karlakór um borð í skipi í Svíþjóð. Við veltum því fyrir okkur hvers vegna svona fáar grínmyndir eru gerðar á Íslandi og hvernig kvenkyns grínleikstjóra var tekið á sínum tíma. Ásdís Sól Ágústsdóttir, segir frá einum af sínum eftirlætishöfundum, heimspekingnum og rithöfundinum, Írisi Murdoch. Hvernig skáldsögur skrifar siðfræðingur og hvernig fjallar hún um muninn á góðu og illu? Og hvar liggja mörkin milli heimspeki og skáldskapar? Frey Sævarsson, gagnaverkfræðingur sem starfaði áður hjá Spotify og nýsköpunarkempan Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, ræða þættina The Playlist. The playlist eru nokkuð nýlegir Netflix-þættir sem rekja sögu tónlistarveitunnar Spotify, út frá nokkrum ólíkum sjónarhornum.
3/15/20230
Episode Artwork

The Playlist, Iris Murdoch, Guðný Halldórsdóttir

Það eru komin þrjátíu ár síðan söngva- og grínmyndin, Karlakórinn Hekla var frumsýnd í Háskólabíói. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, Guðný Halldórsdóttir, segir okkur frá því hvernig gekk að leikstýra 30 manna karlakór um borð í skipi í Svíþjóð. Við veltum því fyrir okkur hvers vegna svona fáar grínmyndir eru gerðar á Íslandi og hvernig kvenkyns grínleikstjóra var tekið á sínum tíma. Ásdís Sól Ágústsdóttir, segir frá einum af sínum eftirlætishöfundum, heimspekingnum og rithöfundinum, Írisi Murdoch. Hvernig skáldsögur skrifar siðfræðingur og hvernig fjallar hún um muninn á góðu og illu? Og hvar liggja mörkin milli heimspeki og skáldskapar? Frey Sævarsson, gagnaverkfræðingur sem starfaði áður hjá Spotify og nýsköpunarkempan Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, ræða þættina The Playlist. The playlist eru nokkuð nýlegir Netflix-þættir sem rekja sögu tónlistarveitunnar Spotify, út frá nokkrum ólíkum sjónarhornum.
3/15/202355 minutes
Episode Artwork

Stormur: (ó)tímabærir heimildaþættir um covid, Jakub finnur röddina #2

Þegar kynnt var að Ríkissjónvarpið ætlaði að sýna átta þátta heimildasjónvarpsseríu um kórónaveirufaraldurinn á Íslandi þá voru margir sem hváðu. Er þetta nú tímabært? Heimildaþættirnir Stormur á RÚV hafa hins vegar notið mikilla vinsælda enda veita þeir einstaka innsýn, bæði bakvið tjöldin hjá valdaaðilum og inn í líf og dauða almennra borgara á fordæmalausum tímum. Við ræðum við framleiðendur og leikstjóra þáttana, Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sævar Guðmundsson, um línudansinn milli blaðamennsku og kvikmyndagerðar. Við heyrum framhald af pistli Jakub Shachowiak sem við fluttum í Lestinni í gær. Þar rifjar hann upp minningar og mótandi augnablik í lífi sínu, æsku sína í Póllandi, þegar hann sagði frá því í skólanum að hann hafi lesið Brokeback mountain í sumarfríinu, þegar hann játaði ást sína á besta vini sínum. Jakub heldur áfram að rifja upp augnablik sem leiddu hann að því að finna röddina sína á íslensku.
3/14/20230
Episode Artwork

Stormur: (ó)tímabærir heimildaþættir um covid, Jakub finnur röddina #2

Þegar kynnt var að Ríkissjónvarpið ætlaði að sýna átta þátta heimildasjónvarpsseríu um kórónaveirufaraldurinn á Íslandi þá voru margir sem hváðu. Er þetta nú tímabært? Heimildaþættirnir Stormur á RÚV hafa hins vegar notið mikilla vinsælda enda veita þeir einstaka innsýn, bæði bakvið tjöldin hjá valdaaðilum og inn í líf og dauða almennra borgara á fordæmalausum tímum. Við ræðum við framleiðendur og leikstjóra þáttana, Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sævar Guðmundsson, um línudansinn milli blaðamennsku og kvikmyndagerðar. Við heyrum framhald af pistli Jakub Shachowiak sem við fluttum í Lestinni í gær. Þar rifjar hann upp minningar og mótandi augnablik í lífi sínu, æsku sína í Póllandi, þegar hann sagði frá því í skólanum að hann hafi lesið Brokeback mountain í sumarfríinu, þegar hann játaði ást sína á besta vini sínum. Jakub heldur áfram að rifja upp augnablik sem leiddu hann að því að finna röddina sína á íslensku.
3/14/202355 minutes
Episode Artwork

Óskarsverðlaunin, Tiktok-væðing Spotify, fundin rödd

Við kynnum okkur Óskarsverðlaunahátíðina sem fór fram í nótt og ræðum sigurmyndina, fjölheima-sýruna Everything, Everywhere, All at once. Í síðustu viku kynnti stofnandi Spotify, Daniel Ek, mestu nýjungarnar á notendaviðmóti og möguleikum Spotify í áratug - að eigin sögn. Spotify mun núna bjóða upp á skrunandi vegg með lifandi myndefni, í anda þess sem flestir tengja við samfélagsmiðilinn TikTok. Þar munu notendur fá ábendingar um tónlist, hlaðvörp, hljóðbækur sem gæti verið þeim að skapi með stuttum hljóðbrotum og myndskeiðum. Við ræðum um þessar og fleiri fyrirhuguðar breytingar á Spotify spjöllum við við ritstjóra hlaðvarpsins Tæknivarpið, Gunnlaug Sverri Reynisson. Jakub Stachowiak, skáld, flutti sinn fyrsta pistil í Lestinni síðastliðin mánudag þar sem hann sagði frá heimsókn sinni til Abú Dabí á tímum Covid, þar sem blasti við honum raunveruleiki sem minnti helst á vísindaskáldskap. Í dag og á morgun flytjum við pistil frá honum í tveimur hlutum þar sem hann segir frá því hvernig hann fann rödd sína á íslensku.
3/13/20230
Episode Artwork

Óskarsverðlaunin, Tiktok-væðing Spotify, fundin rödd

Við kynnum okkur Óskarsverðlaunahátíðina sem fór fram í nótt og ræðum sigurmyndina, fjölheima-sýruna Everything, Everywhere, All at once. Í síðustu viku kynnti stofnandi Spotify, Daniel Ek, mestu nýjungarnar á notendaviðmóti og möguleikum Spotify í áratug - að eigin sögn. Spotify mun núna bjóða upp á skrunandi vegg með lifandi myndefni, í anda þess sem flestir tengja við samfélagsmiðilinn TikTok. Þar munu notendur fá ábendingar um tónlist, hlaðvörp, hljóðbækur sem gæti verið þeim að skapi með stuttum hljóðbrotum og myndskeiðum. Við ræðum um þessar og fleiri fyrirhuguðar breytingar á Spotify spjöllum við við ritstjóra hlaðvarpsins Tæknivarpið, Gunnlaug Sverri Reynisson. Jakub Stachowiak, skáld, flutti sinn fyrsta pistil í Lestinni síðastliðin mánudag þar sem hann sagði frá heimsókn sinni til Abú Dabí á tímum Covid, þar sem blasti við honum raunveruleiki sem minnti helst á vísindaskáldskap. Í dag og á morgun flytjum við pistil frá honum í tveimur hlutum þar sem hann segir frá því hvernig hann fann rödd sína á íslensku.
3/13/202355 minutes
Episode Artwork

Madama Butterfly og Cracker Island

Á dögunum vakti Laura Liu, fiðluleikari Sinfóníuhljómsveit Íslands, athygli á uppsetningu íslensku óperunnar á Madama Butterfly eftir Puccini. Þar spurði hún hvort ?yellowface? væri að eiga endurkomu á Íslandi. Yellowface vísar til þess að klæða sig upp sem manneskja af asískum uppruna á hátt sem ýtir undir staðalímyndir. Óperuhús víða um heim hafa ýmist farið nýstárlegar leiðir í að setja Madama Butterfly upp eða forðast að setja verkið upp yfir höfuð. Í kjölfar sýningarinnar í Hörpu, sér í lagi vegna ljósmynda af leikurum og sviðsmynd sem fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum, hafa fjölmargir hafa lagt orð í belg og mikið rætt um menningarnám, rasisma og orientalisma. Lestin ræddi við Guðna Tómasson um baksögu þessarar rúmlega aldagömlu óperu. Einnig er rætt við Lauru Liu um hennar upplifun af atvikum og Jovönu Pavlovi? mannfræðing um þau fræðilegu hugtök sem hefur verið fleytt fram í umræðunni. Fyrir skemmstu kom út áttunda hljóðversplata teiknimyndarsveitarinnar Gorillaz, Cracker Island. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í plötuna.
3/9/20230
Episode Artwork

Madama Butterfly og Cracker Island

Á dögunum vakti Laura Liu, fiðluleikari Sinfóníuhljómsveit Íslands, athygli á uppsetningu íslensku óperunnar á Madama Butterfly eftir Puccini. Þar spurði hún hvort ?yellowface? væri að eiga endurkomu á Íslandi. Yellowface vísar til þess að klæða sig upp sem manneskja af asískum uppruna á hátt sem ýtir undir staðalímyndir. Óperuhús víða um heim hafa ýmist farið nýstárlegar leiðir í að setja Madama Butterfly upp eða forðast að setja verkið upp yfir höfuð. Í kjölfar sýningarinnar í Hörpu, sér í lagi vegna ljósmynda af leikurum og sviðsmynd sem fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum, hafa fjölmargir hafa lagt orð í belg og mikið rætt um menningarnám, rasisma og orientalisma. Lestin ræddi við Guðna Tómasson um baksögu þessarar rúmlega aldagömlu óperu. Einnig er rætt við Lauru Liu um hennar upplifun af atvikum og Jovönu Pavlovi? mannfræðing um þau fræðilegu hugtök sem hefur verið fleytt fram í umræðunni. Fyrir skemmstu kom út áttunda hljóðversplata teiknimyndarsveitarinnar Gorillaz, Cracker Island. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í plötuna.
3/9/202349 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Áköf mæðrun, skuggaskvísubókmenntir og A&W

Hvernig lítur hin fullkomna móðir út? Er hún hvít, ófötluð, gagnkynhneigð? Tilheyrir hún millistétt? Efri millistétt? Sendir hún öll börnin sín í Hjallastefnuna og fiðlunám? Heldur hún alltaf augnsambandi? Við ræðum við fræðikonurnar Auði Magndísi Auðardóttur og Önnudís Gretu Rúdólfsdóttur fræðikonur á menntavísindasviði Háskóla Íslands um hugtakið áköf mæðrun. Það sem þú þráir er ný skáldsaga eftir Sjöfn Asare sem kom út á hljóð- og rafbók hjá Storytel á dögunum. Sagan fjallar um unga konu á krossgötum, ástina, ranghugmyndir og þráhyggju en líka ljót leyndarmál og hið ósagða. Í upphafi er þetta saga af Gunnlöðu sem gerist au-pair á heimili Perlu og Sölva í London. Út á við eru þau farsæl, rík og hamingjusöm, eiga dásamleg börn og búa við vellystingar. Gunnlöð er leitandi, forvitin manneskja, hrifnæm - hún á flókið samband við sína fjölskyldu heima á Íslandi og byrja upp á nýtt en samt svona ung - held bara að flest rétt rúmlega tvítug tengi við það að vilja stöðugt endurnýja og prófa. En að sjálfsögðu er ekki allt sem sýnist. Við segjum líka frá nýju lagi Lönu Del Rey, A&W en söng- og tónlistarkonan gefur út nýja plötu í lok mars.
3/8/20230
Episode Artwork

Áköf mæðrun, skuggaskvísubókmenntir og A&W

Hvernig lítur hin fullkomna móðir út? Er hún hvít, ófötluð, gagnkynhneigð? Tilheyrir hún millistétt? Efri millistétt? Sendir hún öll börnin sín í Hjallastefnuna og fiðlunám? Heldur hún alltaf augnsambandi? Við ræðum við fræðikonurnar Auði Magndísi Auðardóttur og Önnudís Gretu Rúdólfsdóttur fræðikonur á menntavísindasviði Háskóla Íslands um hugtakið áköf mæðrun. Það sem þú þráir er ný skáldsaga eftir Sjöfn Asare sem kom út á hljóð- og rafbók hjá Storytel á dögunum. Sagan fjallar um unga konu á krossgötum, ástina, ranghugmyndir og þráhyggju en líka ljót leyndarmál og hið ósagða. Í upphafi er þetta saga af Gunnlöðu sem gerist au-pair á heimili Perlu og Sölva í London. Út á við eru þau farsæl, rík og hamingjusöm, eiga dásamleg börn og búa við vellystingar. Gunnlöð er leitandi, forvitin manneskja, hrifnæm - hún á flókið samband við sína fjölskyldu heima á Íslandi og byrja upp á nýtt en samt svona ung - held bara að flest rétt rúmlega tvítug tengi við það að vilja stöðugt endurnýja og prófa. En að sjálfsögðu er ekki allt sem sýnist. Við segjum líka frá nýju lagi Lönu Del Rey, A&W en söng- og tónlistarkonan gefur út nýja plötu í lok mars.
3/8/202355 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Kreppukvenhetjur, Á ferð með mömmu, arkitektar að heiman

Við hefjum þáttinn á því að huga að íslenskum arkítektúr en höldum samt út í heim. Fjöldi íslenskra arkitekta hafa getið sér gott orð erlendis fyrir framúrskarandi hönnun og húsagerðarlist. Í nýjum þáttum í sjónvarpi Símans, Að heiman, heimsækir Freyr Eyjólfsson fjölmiðlamaður valda íslenska arkítekta víðsvegar í heiminum, spjallar við þau, virðir fyrir sér byggingar þeirra og þau velta fyrir sér stílum, áherslum og áskorunum, ekki síst áskorunum framtíðar. Kolbeinn Rastrick, kvikmyndarýnir Lestarinnar fór að sjá myndina Á ferð með mömmu. Á ferð með mömmu er samkvæmt Kolbeini vegamynd með þurran húmor sem heldur í gegn og dregur fram nostalgíu á sannfærandi hátt. Við veltum fyrir okkur íslenskum hrunbókmenntum og kreppukvenhetjum. Á föstudag og laugardag fer fram hugvísindaþing Háskóla Íslands. Dagskráin er fjölbreytt í ár og á föstudaginn verður málstofa haldin í Árnagarði þar sem hetjur í samtímabókmenntum verða skoðaðar. Rósa Hjörvar og Gunnþórunn Guðmundsdóttir flytja þar erindi ásamt Veru Knútsdóttur, bókmenntafræðingi sem sagði okkur frá kreppukvenhetjum.
3/7/20230
Episode Artwork

Kreppukvenhetjur, Á ferð með mömmu, arkitektar að heiman

Við hefjum þáttinn á því að huga að íslenskum arkítektúr en höldum samt út í heim. Fjöldi íslenskra arkitekta hafa getið sér gott orð erlendis fyrir framúrskarandi hönnun og húsagerðarlist. Í nýjum þáttum í sjónvarpi Símans, Að heiman, heimsækir Freyr Eyjólfsson fjölmiðlamaður valda íslenska arkítekta víðsvegar í heiminum, spjallar við þau, virðir fyrir sér byggingar þeirra og þau velta fyrir sér stílum, áherslum og áskorunum, ekki síst áskorunum framtíðar. Kolbeinn Rastrick, kvikmyndarýnir Lestarinnar fór að sjá myndina Á ferð með mömmu. Á ferð með mömmu er samkvæmt Kolbeini vegamynd með þurran húmor sem heldur í gegn og dregur fram nostalgíu á sannfærandi hátt. Við veltum fyrir okkur íslenskum hrunbókmenntum og kreppukvenhetjum. Á föstudag og laugardag fer fram hugvísindaþing Háskóla Íslands. Dagskráin er fjölbreytt í ár og á föstudaginn verður málstofa haldin í Árnagarði þar sem hetjur í samtímabókmenntum verða skoðaðar. Rósa Hjörvar og Gunnþórunn Guðmundsdóttir flytja þar erindi ásamt Veru Knútsdóttur, bókmenntafræðingi sem sagði okkur frá kreppukvenhetjum.
3/7/202356 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Steypiboð, Closing Time 50 ára, heimsókn til Abú Dabí

Þann 6. mars árið 1973 fyrir sléttum fimmtíu árum kom út fyrsta plata tónlistarmannsins Tom Waits, Closing time. Barnum var þá auðvitað ekkert að loka á ferli söngvaskáldsins. Waits er enn sprækur, 73 ára og á að baki ógrynni af plötum og bíómyndir en hann hefur reglulega sýnt sig á hvíta tjaldinu í gegnum tíðina. Á þessari frumraun sinni frá 1973 var Waits bara 23 ára en hljómar eins og maður sem hefur lifað heila mannsævi og jafnvel nokkrar. Jóhannes Ólafsson ræddi við tónlistarmanninn og leikstjórann Eyvind Karlsson um þessa merkilegu plötu. Jakub Stachowiak er nýr pistlahöfundur í Lestinni. Að þessu sinni fer hann með okkur í ferðalag til Abú Dabí þar sem PCR-próf og rakningarúr koma við sögu. Ferðalag sem minnir á vísindaskáldskap. Við ætlum að kynna okkur nánar fyrirbærið steypiboð, eða svokölluð baby shower. Um er að ræða nýjan sið á Íslandi þar sem ófrískum mæðrum eru haldnar óvæntar veislur stuttu fyrir fæðingu. Við ræðum við Hugrúnu Snorradóttur, sem skrifaði BA-ritgerð sína í mannfræði um upptöku þessarar hefðar hér á landi, en steypiboð eiga rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna.
3/6/20230
Episode Artwork

Steypiboð, Closing Time 50 ára, heimsókn til Abú Dabí

Þann 6. mars árið 1973 fyrir sléttum fimmtíu árum kom út fyrsta plata tónlistarmannsins Tom Waits, Closing time. Barnum var þá auðvitað ekkert að loka á ferli söngvaskáldsins. Waits er enn sprækur, 73 ára og á að baki ógrynni af plötum og bíómyndir en hann hefur reglulega sýnt sig á hvíta tjaldinu í gegnum tíðina. Á þessari frumraun sinni frá 1973 var Waits bara 23 ára en hljómar eins og maður sem hefur lifað heila mannsævi og jafnvel nokkrar. Jóhannes Ólafsson ræddi við tónlistarmanninn og leikstjórann Eyvind Karlsson um þessa merkilegu plötu. Jakub Stachowiak er nýr pistlahöfundur í Lestinni. Að þessu sinni fer hann með okkur í ferðalag til Abú Dabí þar sem PCR-próf og rakningarúr koma við sögu. Ferðalag sem minnir á vísindaskáldskap. Við ætlum að kynna okkur nánar fyrirbærið steypiboð, eða svokölluð baby shower. Um er að ræða nýjan sið á Íslandi þar sem ófrískum mæðrum eru haldnar óvæntar veislur stuttu fyrir fæðingu. Við ræðum við Hugrúnu Snorradóttur, sem skrifaði BA-ritgerð sína í mannfræði um upptöku þessarar hefðar hér á landi, en steypiboð eiga rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna.
3/6/202355 minutes
Episode Artwork

Músíktilraunir, fingurdæld og Daddy

Frestur er að renna út til að skrá sig í Músíktilraunir. Við heyrum í Árna Matthíassyni, gamla manninum í Músíktilraunum. Við veltum einnig fyrir okkur þróun mannslíkamanum með Arnari Pálssyni prófessor í lífupplysingafræði og pælum svo í nýjasta Daddy internetsins.
3/2/20230
Episode Artwork

Músíktilraunir, fingurdæld og Daddy

Frestur er að renna út til að skrá sig í Músíktilraunir. Við heyrum í Árna Matthíassyni, gamla manninum í Músíktilraunum. Við veltum einnig fyrir okkur þróun mannslíkamanum með Arnari Pálssyni prófessor í lífupplysingafræði og pælum svo í nýjasta Daddy internetsins.
3/2/202355 minutes
Episode Artwork

Útlitsaðgerðir, fljúgandi furðuhlutir og Cracker Island

Þórður Ingi Jónsson horfir til himins í Kaliforníu með íslensku ljósmyndurunum Bergdísi Guðnadóttur og Önnu Grímsdóttur. Þær hafa verið að kanna fljúgandi furðuhluti þar vestra þar sem hugtakið UFO hefur verið mikið í deiglunni eins og endranær en hefur víst fengið nýja skammstöfun, UAP. Brynja Hjálmsdóttir flytur okkur lokapistil sinn í Lestinni. Í dag fjallar hún um fegrunar eða útlitslækningar, sögu þeirra og vandamál. Þær kosta víst bara sama og nokkrar klippingar, nokkur skipti út að borða, ekki meira en nokkrir fullir tankar á bílinn? Sumir eiga svo mikla peninga að þeir vita ekki hvað á að eyða þeim í, sumir eyða þeim í undirbúning fyrir það sem óljóst er hvort sé á leiðinni. Í tilefni af Lestarþætti gærdagsins, þar sem farið var rækilega ofan í saumana á heimsendafrásögnum þá og nú rifjum við um innslag Lóu Bjarkar Björnsdóttur um undirbúning hinna offurríka fyrir dómsdag. Við endum á að hlusta á smá brot úr plötunni Cracker Island, áttundu hljóðversplötu teiknihljómsveitinnar Gorillaz sem kom út fyrir helgi.
3/1/20230
Episode Artwork

Útlitsaðgerðir, fljúgandi furðuhlutir og Cracker Island

Þórður Ingi Jónsson horfir til himins í Kaliforníu með íslensku ljósmyndurunum Bergdísi Guðnadóttur og Önnu Grímsdóttur. Þær hafa verið að kanna fljúgandi furðuhluti þar vestra þar sem hugtakið UFO hefur verið mikið í deiglunni eins og endranær en hefur víst fengið nýja skammstöfun, UAP. Brynja Hjálmsdóttir flytur okkur lokapistil sinn í Lestinni. Í dag fjallar hún um fegrunar eða útlitslækningar, sögu þeirra og vandamál. Þær kosta víst bara sama og nokkrar klippingar, nokkur skipti út að borða, ekki meira en nokkrir fullir tankar á bílinn? Sumir eiga svo mikla peninga að þeir vita ekki hvað á að eyða þeim í, sumir eyða þeim í undirbúning fyrir það sem óljóst er hvort sé á leiðinni. Í tilefni af Lestarþætti gærdagsins, þar sem farið var rækilega ofan í saumana á heimsendafrásögnum þá og nú rifjum við um innslag Lóu Bjarkar Björnsdóttur um undirbúning hinna offurríka fyrir dómsdag. Við endum á að hlusta á smá brot úr plötunni Cracker Island, áttundu hljóðversplötu teiknihljómsveitinnar Gorillaz sem kom út fyrir helgi.
3/1/202355 minutes
Episode Artwork

Fast að heimsendi

Heimsendir er okkur hugleikinn í dag og við sökkvum okkur ofan í gullkistu Ríkisútvarpsins, þar sem ýmislegt fróðlegt mátti finna um dómsdag. Við veltum fyrir okkur hugmyndum fortíðar um heimsendi en einnig nútíðar. Hugmyndir um heimsslit hafa fylgt okkur frá örófi alda. Í textum allt aftur í fornöld er að finna sögur um það hver endalok þessa heims eða tilvistar okkar manna gæti orðið. En hvað er átt við með heimsendi? Endalokalýsingar í hinum ýmsu textum, bókmenntum og trúarritum, eru fjölbreyttar og misróttækar. Þær spanna allt frá tortímingu alls lífs á jörðinni, yfir í eyðingu þeirrar veraldar sem við þekkjum og lýsing á gjörbreyttum heimi. Við heyrum brot úr þættinum Í dag frá árinu 1971 þar sem Jökull Jakobsson spyr fólk á förnum vegi hvernig það myndi verja sínum síðasta degi ef dómsdagur kæmi á morgun. Í þeim efnum hefur lítið breyst og við berum það saman við svör fólks við sömu spurningu í Kringlunni árið 2023. Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki velti heimsendi fyrir sér í nokkrum pistlum í Víðsjá árið 2020. Það er nokkuð ljóst að einhvers konar heimsendir hangir yfir okkur. Ógnin er í það minnsta mikil og hvað gerum við þá? Gæti verið að í heimsendi felist ekki bara takmarkalaus eyðilegging heldur líka tækifæri til að skapa heiminn á ný?
2/28/20230
Episode Artwork

Fast að heimsendi

Heimsendir er okkur hugleikinn í dag og við sökkvum okkur ofan í gullkistu Ríkisútvarpsins, þar sem ýmislegt fróðlegt mátti finna um dómsdag. Við veltum fyrir okkur hugmyndum fortíðar um heimsendi en einnig nútíðar. Hugmyndir um heimsslit hafa fylgt okkur frá örófi alda. Í textum allt aftur í fornöld er að finna sögur um það hver endalok þessa heims eða tilvistar okkar manna gæti orðið. En hvað er átt við með heimsendi? Endalokalýsingar í hinum ýmsu textum, bókmenntum og trúarritum, eru fjölbreyttar og misróttækar. Þær spanna allt frá tortímingu alls lífs á jörðinni, yfir í eyðingu þeirrar veraldar sem við þekkjum og lýsing á gjörbreyttum heimi. Við heyrum brot úr þættinum Í dag frá árinu 1971 þar sem Jökull Jakobsson spyr fólk á förnum vegi hvernig það myndi verja sínum síðasta degi ef dómsdagur kæmi á morgun. Í þeim efnum hefur lítið breyst og við berum það saman við svör fólks við sömu spurningu í Kringlunni árið 2023. Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki velti heimsendi fyrir sér í nokkrum pistlum í Víðsjá árið 2020. Það er nokkuð ljóst að einhvers konar heimsendir hangir yfir okkur. Ógnin er í það minnsta mikil og hvað gerum við þá? Gæti verið að í heimsendi felist ekki bara takmarkalaus eyðilegging heldur líka tækifæri til að skapa heiminn á ný?
2/28/202355 minutes
Episode Artwork

6 sekúndur sem breyttu öllu, veggjakrot og leifturlýður

Lestin er á götunni í dag. Við kíkjum á uppruna hipphoppsins og Jungle tónlistar sem rekja má aftur til sex sekúndna trommusólós frá árinu 1969. Við hugum einnig að málefnum líðandi stundar. Vargur herjaði á vesturbæinn um helgina, fullorðinn maður fór um með spreybrúsa, merkti hús, verslanir og bílskúra, hlífði engu og engum. Þetta er auðvitað algjör vitleysa, en ekki er öll vitleysan eins og af því tilefni rifjum við upp pistil Tómasar Ævar Ólafssonar um veggjakrot. Og að lokum veltum við fyrir okkur fyrirbæri sem er ekki beint til íslenskt hugtak yfir en tilraunir hafa verið gerðar með, leifturlýður, skyndiskríll, skyndihópun og förum 20 ár aftur aftur í tímann til fyrsta flash mobsins.
2/27/20230
Episode Artwork

6 sekúndur sem breyttu öllu, veggjakrot og leifturlýður

Lestin er á götunni í dag. Við kíkjum á uppruna hipphoppsins og Jungle tónlistar sem rekja má aftur til sex sekúndna trommusólós frá árinu 1969. Við hugum einnig að málefnum líðandi stundar. Vargur herjaði á vesturbæinn um helgina, fullorðinn maður fór um með spreybrúsa, merkti hús, verslanir og bílskúra, hlífði engu og engum. Þetta er auðvitað algjör vitleysa, en ekki er öll vitleysan eins og af því tilefni rifjum við upp pistil Tómasar Ævar Ólafssonar um veggjakrot. Og að lokum veltum við fyrir okkur fyrirbæri sem er ekki beint til íslenskt hugtak yfir en tilraunir hafa verið gerðar með, leifturlýður, skyndiskríll, skyndihópun og förum 20 ár aftur aftur í tímann til fyrsta flash mobsins.
2/27/202355 minutes
Episode Artwork

Samlíðan sem valdatæki, Holy Spider og VHS velur vellíðan

Við fjöllum um samlíðan í upphafi þáttar. Alda Björk Valdimarsdóttir birti greinina Ég heyri það sem þú segir í Ritinu, tímariti hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Þar fjallar Alda um samlíðan sem valdatæki, skort á samlíðan og muninum á henni og samúð. Við förum í bíó með Kolbeini Rastrick kvikmyndarýni þáttarins sem segir okkur frá kvikmyndinni Holy Spider, skuggalega kvikmynd um voðaverk raðmorðingja í heilögu borginni Mashhad í Íran. Við lítum líka á björtu hliðarnar, hlæjum aðeins og veljum vellíðan. Sýningin VHS: velur vellíðan er að fara af stað í Tjarnarbíó og Lestin fylltist af grínistum. Vilhelm Neto, Stefán Ingvar Vigfússon og Hákon Örn Helgason komu í heimsókn og sögðu frá kjaraviðræðum grínista við áhorfendur og vali sínu á vellíðun fram yfir að krefjast og biðja.
2/23/20230
Episode Artwork

Samlíðan sem valdatæki, Holy Spider og VHS velur vellíðan

Við fjöllum um samlíðan í upphafi þáttar. Alda Björk Valdimarsdóttir birti greinina Ég heyri það sem þú segir í Ritinu, tímariti hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Þar fjallar Alda um samlíðan sem valdatæki, skort á samlíðan og muninum á henni og samúð. Við förum í bíó með Kolbeini Rastrick kvikmyndarýni þáttarins sem segir okkur frá kvikmyndinni Holy Spider, skuggalega kvikmynd um voðaverk raðmorðingja í heilögu borginni Mashhad í Íran. Við lítum líka á björtu hliðarnar, hlæjum aðeins og veljum vellíðan. Sýningin VHS: velur vellíðan er að fara af stað í Tjarnarbíó og Lestin fylltist af grínistum. Vilhelm Neto, Stefán Ingvar Vigfússon og Hákon Örn Helgason komu í heimsókn og sögðu frá kjaraviðræðum grínista við áhorfendur og vali sínu á vellíðun fram yfir að krefjast og biðja.
2/23/202356 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Vandræði J.K. Rowling og Roalds Dahl

Við veltum fyrir okkur rithöfundunum J.K. Rowling og Roald Dahl í Lestinni í dag því allhressilega hefur gustað um þessa frægu barnabókahöfunda undanfarna daga. Endurútgáfur á nokkrum af ástsælustu verkum Dahls hafa vakið verulegt umtal undanfarið. Svo mikið að höfundar á borð við Salman Rushdie hafa fordæmt útgáfurnar og forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak hefur einnig komið á framfæri gagnrýni. Í nýju útgáfunum hefur stórum textabrotum verið breytt og móðgandi orðalag fjarlægt eða mýkt all verulega. Barnabókaútgefandinn Puffin, undirforlag Penguin útgáfurisans stendur að þessum nýju útgáfum og er tilgangurinn sagður vera að gera sögurnar aðgengilegri nútímalesendum. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Roald Dahl hefur verið milli tannanna á fólki á gagnrýninn hátt - í seinni tíð hefur borið á umræðu um flókinn og oft vafasamann bakgrunn höfundarins. Ímynd J.K. Rowling, höfundar bókanna um galdrastrákinn hefur tekið miklum breytingum síðastliðin þrjú ár. Fram til ársins 2020 var hennar saga hetjusaga, eiginlega upprisa. Árið 1990 var hún ritari hjá Amnesty International þegar hún fékk hugmyndina að Harry Potter um borð í seinkaðri lest frá Manchester til London. Næstu sjö árin sat hún ekki eingöngu við skrif, hún missti móður sína, fæddi sitt fyrsta barn, skildi við eiginmannin sinn og bjó í frekar mikilli fátækt þar til fyrsta bókin kom ít 1997, og sló svona líka heldur betur í gegn. Síðan þá hefur Rowling gefið út fjöldann allan af bókum sem gerast bæði innan og utan Harry Potter heimsins, en sá heimur hefur einnig blásið út, ratað á hvíta tjaldið, orðið að skemmtigarði, viðskiptaveldi og nú síðast tölvuleik. En svo fór JK Rowling að tísta transfóbískum hugmyndum sínum og skoðunum á Twitter, og kveikti með því bál sem hún hefur ekkert reynt að slökkva í. Sumir segja jafnvel að henni skuli slaufað.
2/22/20230
Episode Artwork

Vandræði J.K. Rowling og Roalds Dahl

Við veltum fyrir okkur rithöfundunum J.K. Rowling og Roald Dahl í Lestinni í dag því allhressilega hefur gustað um þessa frægu barnabókahöfunda undanfarna daga. Endurútgáfur á nokkrum af ástsælustu verkum Dahls hafa vakið verulegt umtal undanfarið. Svo mikið að höfundar á borð við Salman Rushdie hafa fordæmt útgáfurnar og forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak hefur einnig komið á framfæri gagnrýni. Í nýju útgáfunum hefur stórum textabrotum verið breytt og móðgandi orðalag fjarlægt eða mýkt all verulega. Barnabókaútgefandinn Puffin, undirforlag Penguin útgáfurisans stendur að þessum nýju útgáfum og er tilgangurinn sagður vera að gera sögurnar aðgengilegri nútímalesendum. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Roald Dahl hefur verið milli tannanna á fólki á gagnrýninn hátt - í seinni tíð hefur borið á umræðu um flókinn og oft vafasamann bakgrunn höfundarins. Ímynd J.K. Rowling, höfundar bókanna um galdrastrákinn hefur tekið miklum breytingum síðastliðin þrjú ár. Fram til ársins 2020 var hennar saga hetjusaga, eiginlega upprisa. Árið 1990 var hún ritari hjá Amnesty International þegar hún fékk hugmyndina að Harry Potter um borð í seinkaðri lest frá Manchester til London. Næstu sjö árin sat hún ekki eingöngu við skrif, hún missti móður sína, fæddi sitt fyrsta barn, skildi við eiginmannin sinn og bjó í frekar mikilli fátækt þar til fyrsta bókin kom ít 1997, og sló svona líka heldur betur í gegn. Síðan þá hefur Rowling gefið út fjöldann allan af bókum sem gerast bæði innan og utan Harry Potter heimsins, en sá heimur hefur einnig blásið út, ratað á hvíta tjaldið, orðið að skemmtigarði, viðskiptaveldi og nú síðast tölvuleik. En svo fór JK Rowling að tísta transfóbískum hugmyndum sínum og skoðunum á Twitter, og kveikti með því bál sem hún hefur ekkert reynt að slökkva í. Sumir segja jafnvel að henni skuli slaufað.
2/22/202355 minutes
Episode Artwork

Kvikmyndahljóð, nytjaföll og spunaspil

Við kíkjum í heimsókn til Gunnars Árnasonar, hljóðmanns, og ræðum við hann um þróun hljóðmynda í kvikmyndagerð og hvers vegna fólk þarf í auknum mæli að styðjast við texta í bíó og sjónvarpi. Guðrún Svavarsdóttir, doktorsnemi við Hagfræðideild Háskóla Íslands flytur okkur seinni pistil sinn af tveimur um hvernig hagfræðin sér hamingjuna. Að lokum sökkvum við okkur í heim spunaspila með Ólafi Birni Tómassyni, bóksala.
2/21/20230
Episode Artwork

Kvikmyndahljóð, nytjaföll og spunaspil

Við kíkjum í heimsókn til Gunnars Árnasonar, hljóðmanns, og ræðum við hann um þróun hljóðmynda í kvikmyndagerð og hvers vegna fólk þarf í auknum mæli að styðjast við texta í bíó og sjónvarpi. Guðrún Svavarsdóttir, doktorsnemi við Hagfræðideild Háskóla Íslands flytur okkur seinni pistil sinn af tveimur um hvernig hagfræðin sér hamingjuna. Að lokum sökkvum við okkur í heim spunaspila með Ólafi Birni Tómassyni, bóksala.
2/21/202355 minutes
Episode Artwork

Tíðindalaust á BAFTA, hagfræði hamingjunnar og steinmeyjar á TikTok

Við hefjum þáttinn á að rýna í BAFTA verðlaunin sem veitt voru um helgina. Ótvíræður sigurvegari hátíðarinnar, All Quiet on the Western Front átti litlu fylgi að fagna á heimaslóðunum í Þýskalandi en sópaði að sér verðlaunum í London. Guðrún Svavarsdóttir, doktorsnemi við Hagfræðideild Háskóla Íslands flytur okkur nú fyrsta pistil af tveimur um hvernig hagfræðin sér hamingjuna. Stone Maidens eftir Lloyd Devereux Richards trónir nú á toppi metstölulista Amazon. Þetta er 11 ára gömul bók sem rauk upp í sölu eftir að dóttir Richards, setti myndband um skrif pabba síns á TikTok. Stella Soffía Jóhannesdóttir verkefnastjóri útgáfu hjá Storytel og framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem kíkir við hjá okkur og ræðir þetta athyglisverða svæði þar sem samfélagsmiðlar mæta bókmenntum.
2/20/20230
Episode Artwork

Tíðindalaust á BAFTA, hagfræði hamingjunnar og steinmeyjar á TikTok

Við hefjum þáttinn á að rýna í BAFTA verðlaunin sem veitt voru um helgina. Ótvíræður sigurvegari hátíðarinnar, All Quiet on the Western Front átti litlu fylgi að fagna á heimaslóðunum í Þýskalandi en sópaði að sér verðlaunum í London. Guðrún Svavarsdóttir, doktorsnemi við Hagfræðideild Háskóla Íslands flytur okkur nú fyrsta pistil af tveimur um hvernig hagfræðin sér hamingjuna. Stone Maidens eftir Lloyd Devereux Richards trónir nú á toppi metstölulista Amazon. Þetta er 11 ára gömul bók sem rauk upp í sölu eftir að dóttir Richards, setti myndband um skrif pabba síns á TikTok. Stella Soffía Jóhannesdóttir verkefnastjóri útgáfu hjá Storytel og framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem kíkir við hjá okkur og ræðir þetta athyglisverða svæði þar sem samfélagsmiðlar mæta bókmenntum.
2/20/202355 minutes
Episode Artwork

Sending frá Los Angeles og skapandi gervigreind

Minnstu mátti muna að einn þekktasti samkvæmisdansari okkar Íslendinga, Þorkell Jónsson hefði verið á svæðinu þegar ellefu voru skotin til bana í dansstúdíói þar sem Þorkell kennir samkvæmisdans. Þórður Ingi Jónsson útsendari Lestarinnar í Los Angeles hitti Þorkel og ræddi við hann um þennan örlagaríka dag. Gervigreindin er víðar en mann grunar og hún er farin að framleiða fyrir okkur hluti. María Óskarsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason koma í heimsókn til að ræða stöðuna, nýjustu hreyfingar, framtíðina og hvernig fara skuli með þetta.
2/16/20230
Episode Artwork

Sending frá Los Angeles og skapandi gervigreind

Minnstu mátti muna að einn þekktasti samkvæmisdansari okkar Íslendinga, Þorkell Jónsson hefði verið á svæðinu þegar ellefu voru skotin til bana í dansstúdíói þar sem Þorkell kennir samkvæmisdans. Þórður Ingi Jónsson útsendari Lestarinnar í Los Angeles hitti Þorkel og ræddi við hann um þennan örlagaríka dag. Gervigreindin er víðar en mann grunar og hún er farin að framleiða fyrir okkur hluti. María Óskarsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason koma í heimsókn til að ræða stöðuna, nýjustu hreyfingar, framtíðina og hvernig fara skuli með þetta.
2/16/202355 minutes
Episode Artwork

The Ghost Choir, Decision to Leave og Óreiðumaskínan

Platan Cosmic Cedar með hljómsveitinni The Ghost Choir er bara rétt ókomin í búðir en við fáum að heyra aðeins um pælingarnar á bak við plötuna og samstarf þessara ólíku tónlistarmanna. Hannes Helgason hljómborðsleikari sem segir okkur frá spunatónlist, frídjassi og áhrifum frá fornum menningarheimum. Kolbeinn Rastrick flytur pistil um kvikmyndina Decision to Leave í leikstjórn Park Chan-wook sem er hvað þekktastur fyrir Hefndarþríleikinn og kvikmyndina Oldboy. Við kíkjum líka á bókina The Chaos Machine eftir Max Fisher og fáum Gauk Úlfarsson til okkar til að ræða djúpstæð áhrif samfélagsmiðla á heiminn.
2/15/20230
Episode Artwork

The Ghost Choir, Decision to Leave og Óreiðumaskínan

Platan Cosmic Cedar með hljómsveitinni The Ghost Choir er bara rétt ókomin í búðir en við fáum að heyra aðeins um pælingarnar á bak við plötuna og samstarf þessara ólíku tónlistarmanna. Hannes Helgason hljómborðsleikari sem segir okkur frá spunatónlist, frídjassi og áhrifum frá fornum menningarheimum. Kolbeinn Rastrick flytur pistil um kvikmyndina Decision to Leave í leikstjórn Park Chan-wook sem er hvað þekktastur fyrir Hefndarþríleikinn og kvikmyndina Oldboy. Við kíkjum líka á bókina The Chaos Machine eftir Max Fisher og fáum Gauk Úlfarsson til okkar til að ræða djúpstæð áhrif samfélagsmiðla á heiminn.
2/15/202355 minutes
Episode Artwork

Hálfleikssýning Rihönnu, kóreskt sjónvarp og ástin er ill

Rihanna tróð upp í hálfleik á Ofurskálinni um helgina, það er úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum og einn stærsti sjónvarpsviðburður vestanhafs á hverju ári. Til að ræða þetta mikla sjónarspil fengum við sviðslistagagnrýnanda Víðsjár yfir til okkar, hana Nínu Hjálmarsdóttir. Eyrún Lóa Eiríksdóttir segir Suður-kóresku sjónvarpsbylgjunni sem teygir anga sína alla leið hingað í gegnum Netflix og fjallar um þættina Crash Course in Romance sem eru um margt merkilegir. Að lokum er ekki annað hægt en að velta ástinni fyrir sér á valentínusardegi, hvaða form hún tekur og hvort hún sé kannski svolítið ill í eðli sínu.
2/14/20230
Episode Artwork

Hálfleikssýning Rihönnu, kóreskt sjónvarp og ástin er ill

Rihanna tróð upp í hálfleik á Ofurskálinni um helgina, það er úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum og einn stærsti sjónvarpsviðburður vestanhafs á hverju ári. Til að ræða þetta mikla sjónarspil fengum við sviðslistagagnrýnanda Víðsjár yfir til okkar, hana Nínu Hjálmarsdóttir. Eyrún Lóa Eiríksdóttir segir Suður-kóresku sjónvarpsbylgjunni sem teygir anga sína alla leið hingað í gegnum Netflix og fjallar um þættina Crash Course in Romance sem eru um margt merkilegir. Að lokum er ekki annað hægt en að velta ástinni fyrir sér á valentínusardegi, hvaða form hún tekur og hvort hún sé kannski svolítið ill í eðli sínu.
2/14/202355 minutes
Episode Artwork

Útvarpsmaðurinn Walter Benjamin, kvart og Don Pasquale

Í dag er alþjóðlegur dagur útvarpsins og af því tilefni leiðum við hugann að frægum útvarpsmanni, útvarpsmanni sem fæstir kannski vita að hafi unnið í útvarpinu, gefa því allavega ekki mikinn gaum. Sá sem um ræðir er þýski heimspekingurinn og menningarfræðingurinn Walter Benjamin. Við hugum líka að óperunni, aldrei þessu vant. Þó ekki óperum í stórum sal með flúruðum svölum og demantsskreyttum ljósakrónum heldur í dimmum kjallara Þjóðleikhússins. Don Pasquale, gamanópera eftir ítalska tónskáldið Gaetano Donizetti er sýnd af sviðslistarhópnum Óði í Þjóðleikhúskjallaranum um þessar mundir. Þau Sólveig Sigurðardóttir, Áslákur Ingvarsson og Þórhallur Auður Helgason úr hópnum komu til okkar og ræddu verkið og pönk og óformlegheit óperunnar. Patrekur Björgvinsson var með pistla hér í Lestinni á síðasta ári þar sem hann velti fyrir sér fyrirbærum í alþýðumenningu Íslendinga. Í ljósi þess að það er mánudagur og veðrið er eins og ætlum við að rifja upp pistil Patreks um listina að kvarta.
2/13/20230
Episode Artwork

Útvarpsmaðurinn Walter Benjamin, kvart og Don Pasquale

Í dag er alþjóðlegur dagur útvarpsins og af því tilefni leiðum við hugann að frægum útvarpsmanni, útvarpsmanni sem fæstir kannski vita að hafi unnið í útvarpinu, gefa því allavega ekki mikinn gaum. Sá sem um ræðir er þýski heimspekingurinn og menningarfræðingurinn Walter Benjamin. Við hugum líka að óperunni, aldrei þessu vant. Þó ekki óperum í stórum sal með flúruðum svölum og demantsskreyttum ljósakrónum heldur í dimmum kjallara Þjóðleikhússins. Don Pasquale, gamanópera eftir ítalska tónskáldið Gaetano Donizetti er sýnd af sviðslistarhópnum Óði í Þjóðleikhúskjallaranum um þessar mundir. Þau Sólveig Sigurðardóttir, Áslákur Ingvarsson og Þórhallur Auður Helgason úr hópnum komu til okkar og ræddu verkið og pönk og óformlegheit óperunnar. Patrekur Björgvinsson var með pistla hér í Lestinni á síðasta ári þar sem hann velti fyrir sér fyrirbærum í alþýðumenningu Íslendinga. Í ljósi þess að það er mánudagur og veðrið er eins og ætlum við að rifja upp pistil Patreks um listina að kvarta.
2/13/202355 minutes
Episode Artwork

Stigamet LeBron James, House of Heart og List í ljósi

Eftirvæntingin var mikil þegar LeBron James og félagar í Los angeles Lakers mættu Oklahoma City Thunder í NBA deildinni í gær. Þó var eftirvæntingin hvað mest vegna þess að líklega myndi LeBron James, langstærsta stjarna deildarinnar, skrá sig í sögubækurnar. Með tveggja stiga körfu í lok þriðja leikhluta skaut hann sér fram úr stigameti Kareem Abdul Jabbar. James hefur nú skorað 38,390 stig í venjulegum deildarleikjum. Leikurinn var stöðvaður, salurinn ærðist og hver einasti sími í húsinu á lofti. Fjölskylda LeBron fór inn á völlinn í fögnuði og fyrrum methafinn stóð upp og klappaði. Við ræðum við Hörð Unnsteinsson körfuboltaþjálfara um þetta augnablik og merkingu þess, tölfræðiblæti í íþróttum vestanhafs og pródúseruð söguleg augnablik. Drag sem listform verður sífellt meira áberandi í dægurmenningunni, ekki síst fyrir tilstilli raunveruleikaþáttanna RuPaul?s Drag Race. 15. þáttaröð stendur nú yfir, vinsældirnar fara síður en svo dvínandi en það er munur á því sem áhorfendum birtist á skjánum og því sem fram fer á dragsýningum um allan heim. Íslenska dragfjölskyldan House of Heart heldur mánaðarlega sýningu á skemmtistaðnum Kíkí og sú næsta fer fram núna á Laugardaginn, við tókum stöðuna á þeim Glóeyju Þóru Eyjólfsdóttur, eða Chardonnay Bublée og Magnúsi Degi Gottskálkssyni, eða Úllu la Delish. Seyðfirðingar fagna komu sólarinnar með hátíðinni List í ljósi sem fram fer dagana 10. og 11. febrúar. Þetta hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2016 og tilefnið er eins og nafnið gefur til kynna endurkoma langþráðs sólarljóss inn í fjörðinn. Fjöldi gesta víða að sýnir listaverk, innsetningar og gjörninga um allan bæ þar sem ljósið er í lykilhlutverki. Lestin hringdi austur til Seyðisfjarðar í Sesselju Hlín Jónasardóttur og fékk að vita aðeins meira um hátíðina í ár.
2/9/20230
Episode Artwork

Stigamet LeBron James, House of Heart og List í ljósi

Eftirvæntingin var mikil þegar LeBron James og félagar í Los angeles Lakers mættu Oklahoma City Thunder í NBA deildinni í gær. Þó var eftirvæntingin hvað mest vegna þess að líklega myndi LeBron James, langstærsta stjarna deildarinnar, skrá sig í sögubækurnar. Með tveggja stiga körfu í lok þriðja leikhluta skaut hann sér fram úr stigameti Kareem Abdul Jabbar. James hefur nú skorað 38,390 stig í venjulegum deildarleikjum. Leikurinn var stöðvaður, salurinn ærðist og hver einasti sími í húsinu á lofti. Fjölskylda LeBron fór inn á völlinn í fögnuði og fyrrum methafinn stóð upp og klappaði. Við ræðum við Hörð Unnsteinsson körfuboltaþjálfara um þetta augnablik og merkingu þess, tölfræðiblæti í íþróttum vestanhafs og pródúseruð söguleg augnablik. Drag sem listform verður sífellt meira áberandi í dægurmenningunni, ekki síst fyrir tilstilli raunveruleikaþáttanna RuPaul?s Drag Race. 15. þáttaröð stendur nú yfir, vinsældirnar fara síður en svo dvínandi en það er munur á því sem áhorfendum birtist á skjánum og því sem fram fer á dragsýningum um allan heim. Íslenska dragfjölskyldan House of Heart heldur mánaðarlega sýningu á skemmtistaðnum Kíkí og sú næsta fer fram núna á Laugardaginn, við tókum stöðuna á þeim Glóeyju Þóru Eyjólfsdóttur, eða Chardonnay Bublée og Magnúsi Degi Gottskálkssyni, eða Úllu la Delish. Seyðfirðingar fagna komu sólarinnar með hátíðinni List í ljósi sem fram fer dagana 10. og 11. febrúar. Þetta hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2016 og tilefnið er eins og nafnið gefur til kynna endurkoma langþráðs sólarljóss inn í fjörðinn. Fjöldi gesta víða að sýnir listaverk, innsetningar og gjörninga um allan bæ þar sem ljósið er í lykilhlutverki. Lestin hringdi austur til Seyðisfjarðar í Sesselju Hlín Jónasardóttur og fékk að vita aðeins meira um hátíðina í ár.
2/9/202355 minutes
Episode Artwork

Black Sabbath ballett, Hugarflug og Hringiða

Konunglegi Ballettinn í Birmingham vinnur nú að ballett byggðum á lögum þungarokkssveitarinnar Black Sabbath. Nýr listrænn stjórnandi Ballettsins leggur upp með að vinna með menninguna á svæðinu og hefur áður sett upp City of a Thousand Trades, sem fjallar um innflytjenda- og iðnarsögu borgarinnar. Hugarflug, ráðstefna Listaháskóla Íslands fer fram á föstudag 10. febrúar en opnunarhátíð er á fimmtudag. Yfirskrift ráðstefnunnar eða hátíðarinnar í ár er ?Margfeldi framtíða??. Í einum þessara fyrirlestra fjallar hópurinn Artists in Iceland Visa Action Group (AIVAG) um beitingu reglugerða varðandi vegabréfsáritanir og dvalarleyfi og áhrif þess á listræna starfsemi, menningarstofnanir og stöðu listamanna af erlendum uppruna á Íslandi. Bryndís Björnsdóttir og Megan Auður í AIVAG halda fyrirlesturinn en einnig verða einnig hvor með sína vinnustofu. Við heimsækjum Megan Auði á kaffistofu Höggmyndafélagsins. Við lítum svo við í Gallerí Þulu á Hjartatorgi, þar stendur yfir sýning myndlistarmannsins Þorvalds Jónssonar, Hringiða. Þetta er skemmtileg og svolítið skrípó sýning þar sem fylgst er með sjö fígúrum, ævintýrum þeirra og lífshlaupi.
2/8/20230
Episode Artwork

Black Sabbath ballett, Hugarflug og Hringiða

Konunglegi Ballettinn í Birmingham vinnur nú að ballett byggðum á lögum þungarokkssveitarinnar Black Sabbath. Nýr listrænn stjórnandi Ballettsins leggur upp með að vinna með menninguna á svæðinu og hefur áður sett upp City of a Thousand Trades, sem fjallar um innflytjenda- og iðnarsögu borgarinnar. Hugarflug, ráðstefna Listaháskóla Íslands fer fram á föstudag 10. febrúar en opnunarhátíð er á fimmtudag. Yfirskrift ráðstefnunnar eða hátíðarinnar í ár er ?Margfeldi framtíða??. Í einum þessara fyrirlestra fjallar hópurinn Artists in Iceland Visa Action Group (AIVAG) um beitingu reglugerða varðandi vegabréfsáritanir og dvalarleyfi og áhrif þess á listræna starfsemi, menningarstofnanir og stöðu listamanna af erlendum uppruna á Íslandi. Bryndís Björnsdóttir og Megan Auður í AIVAG halda fyrirlesturinn en einnig verða einnig hvor með sína vinnustofu. Við heimsækjum Megan Auði á kaffistofu Höggmyndafélagsins. Við lítum svo við í Gallerí Þulu á Hjartatorgi, þar stendur yfir sýning myndlistarmannsins Þorvalds Jónssonar, Hringiða. Þetta er skemmtileg og svolítið skrípó sýning þar sem fylgst er með sjö fígúrum, ævintýrum þeirra og lífshlaupi.
2/8/202355 minutes
Episode Artwork

Grammy-verðlaunin, mistök í myndlist og FLOTT

Við kíkjum á Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór um helgina og rifjum upp viðtal við plötusnúðinn Natalie Gunnarsdóttur um house tónlist og Renaissance, nýjustu plötu Beyoncé. Beyoncé hefur nú hlotið flest Grammy-verðlaun allra listamanna. Hallgrímur Árnason myndlistarmaður sem búsettur er í Vín opnar sína fyrstu einkasýningu um helgina þar sem hann sýnir abstrakt verk á óhefðbundinn hátt þar sem bakhlið málverkanna leikur jafnstórt hlutverk og framhliðin. Við sláum á þráðinn til Vinar til að forvitnast um sýninguna, sem hann kallar fehlerhaft [k?tl?ð]. Að lokum leit Vigdís Hafliðadóttir við í Lestinni, hún er söngkona hljómsveitarinnar FLOTT sem sendi frá sér lagið Hún ógnar mér á dögunum. Þura Stína Kristleifsdóttir, Reykjavíkurdóttir og leikstjóri tónlistarmyndbandsins við lagið var á línunni frá Mílan.
2/7/20230
Episode Artwork

Grammy-verðlaunin, mistök í myndlist og FLOTT

Við kíkjum á Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór um helgina og rifjum upp viðtal við plötusnúðinn Natalie Gunnarsdóttur um house tónlist og Renaissance, nýjustu plötu Beyoncé. Beyoncé hefur nú hlotið flest Grammy-verðlaun allra listamanna. Hallgrímur Árnason myndlistarmaður sem búsettur er í Vín opnar sína fyrstu einkasýningu um helgina þar sem hann sýnir abstrakt verk á óhefðbundinn hátt þar sem bakhlið málverkanna leikur jafnstórt hlutverk og framhliðin. Við sláum á þráðinn til Vinar til að forvitnast um sýninguna, sem hann kallar fehlerhaft [k?tl?ð]. Að lokum leit Vigdís Hafliðadóttir við í Lestinni, hún er söngkona hljómsveitarinnar FLOTT sem sendi frá sér lagið Hún ógnar mér á dögunum. Þura Stína Kristleifsdóttir, Reykjavíkurdóttir og leikstjóri tónlistarmyndbandsins við lagið var á línunni frá Mílan.
2/7/202355 minutes
Episode Artwork

Pamela: A Love Story, málnotkun á netinu og einkennisbúningar

Við pælum í Pamela: A Love Story, heimildarmynd um Pamelu Anderson sem kom út á Netflix á dögunum sem nokkurs konar svar við þáttunum Pam & Tommy sem komu út í fyrra í óþökk Pamelu. Fyrir nokkrum árum hófst doktorsrannsókn hér á landi þar sem markmiðið var að rannsaka málnotkun Íslendinga á samfélagsmiðlum. Í desember í fyrra fór fram doktorsvörn Vanessu Isenmann við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hennar í íslenskri málfræði fjallar um notkun íslenskunnar í óformlegum samskiptum á Facebook. Og Brynja Hjálmsdóttir flytur okkur pistil um einkennisbúninga og merkingu þeirra.
2/6/20230
Episode Artwork

Pamela: A Love Story, málnotkun á netinu og einkennisbúningar

Við pælum í Pamela: A Love Story, heimildarmynd um Pamelu Anderson sem kom út á Netflix á dögunum sem nokkurs konar svar við þáttunum Pam & Tommy sem komu út í fyrra í óþökk Pamelu. Fyrir nokkrum árum hófst doktorsrannsókn hér á landi þar sem markmiðið var að rannsaka málnotkun Íslendinga á samfélagsmiðlum. Í desember í fyrra fór fram doktorsvörn Vanessu Isenmann við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hennar í íslenskri málfræði fjallar um notkun íslenskunnar í óformlegum samskiptum á Facebook. Og Brynja Hjálmsdóttir flytur okkur pistil um einkennisbúninga og merkingu þeirra.
2/6/202355 minutes
Episode Artwork

Dr. Phil hættur, ísskápsþrif og ástin í raunveruleikasjónvarpi

Vetrarhátíð opnar í dag og stendur fram á laugardag, 150 viðburðir eru í boði fyrir fólk að kostnaðarlausu þar sem mikill fjöldi listamanna sýnir list sína. Einn viðburðurinn heitir Stríðið er raunverulegt / The struggle is real. Þar sýnir Curver Thoroddsen kvikmyndaverk í Höggmyndagarðinum við Nýlendugötu sem hann vann í samstarfi við rússneska kvikmyndagerðamenn. Ísskápurinn eru miðpunktur verksins og Curver sjálfur en hann er ekki í matarleit heldur bograr hann inn í skápinn vopnaður tusku og hreinsiefni. Verkið var gert í Moskvu skömmu fyrir Úkraínustríðið í kjölfar ritskoðunar á öðru verki listamannsins. Curver mætir um borð í Lestina í dag og segir betur frá. Ásdís Sól Ágústsdóttir hefur verið að horfa á raunveruleikasjónvarp um fólk í leit að ástinni og í pistli dagsins fjallar hún um það hvernig ástin birtist í slíkum þáttum, sem nóg er af á streymisveitum þessi misserin. Eftir 21 ár af æsingaráðgjöf um allt á milli himins og jarðar; megrun, vandræðaunglinga, missi, vímuefnanotkun, framhjáhald, og svo framvegis, hefur hinn vinalegi en strangi suðurríkjasálfræðingur Phil McGraw ákveðið að hætta með hina geysivinsælu þætti Dr. Phil. Við ræðum arfleifð þáttanna og sálgæslu í sjónvarpi við Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur og Ragnheiði Thorsteinsson.
2/2/20230
Episode Artwork

Dr. Phil hættur, ísskápsþrif og ástin í raunveruleikasjónvarpi

Vetrarhátíð opnar í dag og stendur fram á laugardag, 150 viðburðir eru í boði fyrir fólk að kostnaðarlausu þar sem mikill fjöldi listamanna sýnir list sína. Einn viðburðurinn heitir Stríðið er raunverulegt / The struggle is real. Þar sýnir Curver Thoroddsen kvikmyndaverk í Höggmyndagarðinum við Nýlendugötu sem hann vann í samstarfi við rússneska kvikmyndagerðamenn. Ísskápurinn eru miðpunktur verksins og Curver sjálfur en hann er ekki í matarleit heldur bograr hann inn í skápinn vopnaður tusku og hreinsiefni. Verkið var gert í Moskvu skömmu fyrir Úkraínustríðið í kjölfar ritskoðunar á öðru verki listamannsins. Curver mætir um borð í Lestina í dag og segir betur frá. Ásdís Sól Ágústsdóttir hefur verið að horfa á raunveruleikasjónvarp um fólk í leit að ástinni og í pistli dagsins fjallar hún um það hvernig ástin birtist í slíkum þáttum, sem nóg er af á streymisveitum þessi misserin. Eftir 21 ár af æsingaráðgjöf um allt á milli himins og jarðar; megrun, vandræðaunglinga, missi, vímuefnanotkun, framhjáhald, og svo framvegis, hefur hinn vinalegi en strangi suðurríkjasálfræðingur Phil McGraw ákveðið að hætta með hina geysivinsælu þætti Dr. Phil. Við ræðum arfleifð þáttanna og sálgæslu í sjónvarpi við Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur og Ragnheiði Thorsteinsson.
2/2/202355 minutes
Episode Artwork

Lúpína, Brian Jonestown Massacre og spæjarar í Vín

Við verðum á gráa svæðinu, á mörkum hins löglega og hins ólöglega, þess sem er leynilegt en samt uppi á borðinu, í njósnaborginni Vín. Brian Jonestown Massacre heldur tónleika á Íslandi í mars. Davíð Roach Gunnarsson flytur okkur pistil um hljómsveitina sem hann segir síðasta vígi sækadelíunnar. Tónlistarkonan Nína Solveig Andersen sem gengur undir listamannanafninu Lúpína hefur gefið frá sér sína fyrstu sólóplötu sem kallast Ringluð. Nína er búsett í Osló þar sem hún stundaði nám og vinnur að tónlist, Lestin sló á þráin til hennar og fékk að vita meira um plötuna.
2/1/20230
Episode Artwork

Lúpína, Brian Jonestown Massacre og spæjarar í Vín

Við verðum á gráa svæðinu, á mörkum hins löglega og hins ólöglega, þess sem er leynilegt en samt uppi á borðinu, í njósnaborginni Vín. Brian Jonestown Massacre heldur tónleika á Íslandi í mars. Davíð Roach Gunnarsson flytur okkur pistil um hljómsveitina sem hann segir síðasta vígi sækadelíunnar. Tónlistarkonan Nína Solveig Andersen sem gengur undir listamannanafninu Lúpína hefur gefið frá sér sína fyrstu sólóplötu sem kallast Ringluð. Nína er búsett í Osló þar sem hún stundaði nám og vinnur að tónlist, Lestin sló á þráin til hennar og fékk að vita meira um plötuna.
2/1/202355 minutes
Episode Artwork

Snúrusúpa, Sally Rooney og stéttarvitund

Myndlistarsýningin Snúrusúpa opnar á Vetrarhátíð í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á fimmtudag. Sjö listamenn taka þátt og fást við sama efniviðinn, rafmagn, sem er alltumlykjandi þáttur í lífi manna. Tilvistin er snúrusúpa, eins og segir í kynningu. Tveir úr listamannahópnum líta við í Lestina, þau Atli Bollason og Una Sigtryggsdóttir. Við förum líka til Írlands og veltum fyrir okkur húsnæðismarkaðinum, stéttavitund og menningarauðmagni í bókum írska rithöfundarins Sally Rooney. Við ræðum við Ingunni Snædal, þýðanda bókarinnar Fagri heimur, hvar ert þú, eftir Sally Rooney, sem kom út í íslenskri þýðingu árið 2022.
1/31/20230
Episode Artwork

Snúrusúpa, Sally Rooney og stéttarvitund

Myndlistarsýningin Snúrusúpa opnar á Vetrarhátíð í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á fimmtudag. Sjö listamenn taka þátt og fást við sama efniviðinn, rafmagn, sem er alltumlykjandi þáttur í lífi manna. Tilvistin er snúrusúpa, eins og segir í kynningu. Tveir úr listamannahópnum líta við í Lestina, þau Atli Bollason og Una Sigtryggsdóttir. Við förum líka til Írlands og veltum fyrir okkur húsnæðismarkaðinum, stéttavitund og menningarauðmagni í bókum írska rithöfundarins Sally Rooney. Við ræðum við Ingunni Snædal, þýðanda bókarinnar Fagri heimur, hvar ert þú, eftir Sally Rooney, sem kom út í íslenskri þýðingu árið 2022.
1/31/202355 minutes
Episode Artwork

Afnýlenduvæðing og Television

Við verðum með hugann við bandarískar bókmenntir og tónlist í dag. Tom Verlaine, söngvari, gítarleikari og lagasmiður bandarísku rokksveitarinnar Television lést um helgina 73 ára. Sveitin spratt upp úr pönksenu í New York á áttunda áratugnum í kringum staðinn CBGB ásamt hljómsveitum eins og Talking Heads, Patti Smith, Blondie og Ramones. Television var ekki langlíf en gríðarlega áhrifamikil, og fyrsta plata þeirra Marquee moon ratar á flesta lista yfir bestu og áhrifamestu plötur allra tíma. Við ræðum um þessa merkilegu hljómsveit og höfuðpaur hennar við Gunnar Jónsson tónlistarmann. Við kynnumst bandaríska rithöfundinum Nellu Larsen, sem skrifaði bækur og smásögur á þriðja áratug tuttugustu aldar. Larsen ólst upp í Chicago hjá danskri móður en faðir hennar var frá Jómfrúareyjum, fyrrum þrælanýlendu Dana. Bækur hennar lýsa þeirri upplifun að vera dökk, ekki hvít en ekki nógu svört til að tilheyra samfélagi svartra. Sólveig Ásta Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur heimsækir Lestina og segir frá þessum áhugaverða höfundi.
1/30/20230
Episode Artwork

Afnýlenduvæðing og Television

Við verðum með hugann við bandarískar bókmenntir og tónlist í dag. Tom Verlaine, söngvari, gítarleikari og lagasmiður bandarísku rokksveitarinnar Television lést um helgina 73 ára. Sveitin spratt upp úr pönksenu í New York á áttunda áratugnum í kringum staðinn CBGB ásamt hljómsveitum eins og Talking Heads, Patti Smith, Blondie og Ramones. Television var ekki langlíf en gríðarlega áhrifamikil, og fyrsta plata þeirra Marquee moon ratar á flesta lista yfir bestu og áhrifamestu plötur allra tíma. Við ræðum um þessa merkilegu hljómsveit og höfuðpaur hennar við Gunnar Jónsson tónlistarmann. Við kynnumst bandaríska rithöfundinum Nellu Larsen, sem skrifaði bækur og smásögur á þriðja áratug tuttugustu aldar. Larsen ólst upp í Chicago hjá danskri móður en faðir hennar var frá Jómfrúareyjum, fyrrum þrælanýlendu Dana. Bækur hennar lýsa þeirri upplifun að vera dökk, ekki hvít en ekki nógu svört til að tilheyra samfélagi svartra. Sólveig Ásta Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur heimsækir Lestina og segir frá þessum áhugaverða höfundi.
1/30/202355 minutes
Episode Artwork

Ásgrímur Sverrisson, Klapptré og rýni í Villibráð

Þátturinn í dag verður helgaður kvikmyndum. Guðrún Elsa Bragadóttir flytur gagnrýni um kvikmyndina Villibráð sem hefur verið að gera það gott í kvikmyndahúsum landsins undanfarið og við fáum til okkar Ásgrím Sverrisson, ritstjóra vefmiðilsins Klapptrés. Það eru fáir fróðari en Ásgrímur um íslenskar kvikmyndir, og hann ræðir við okkur um Klapptré, fagmiðil um íslenskar kvikmyndir og sjónvarp, sem stofnaður var haustið 2013 og fagnar 10 ára afmæli á árinu.
1/26/20230
Episode Artwork

Ásgrímur Sverrisson, Klapptré og rýni í Villibráð

Þátturinn í dag verður helgaður kvikmyndum. Guðrún Elsa Bragadóttir flytur gagnrýni um kvikmyndina Villibráð sem hefur verið að gera það gott í kvikmyndahúsum landsins undanfarið og við fáum til okkar Ásgrím Sverrisson, ritstjóra vefmiðilsins Klapptrés. Það eru fáir fróðari en Ásgrímur um íslenskar kvikmyndir, og hann ræðir við okkur um Klapptré, fagmiðil um íslenskar kvikmyndir og sjónvarp, sem stofnaður var haustið 2013 og fagnar 10 ára afmæli á árinu.
1/26/202354 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Mynd um Amy Winehouse, mýkt í glímu, umdeild ljósmyndasýning 1983

Mikil umræða hefur skapast um nýja leikna mynd sem fjallar um líf Amy Winehouse. Myndin, sem nýbyrjuð er í tökum, er nú þegar orðin umdeild. Eins og oft áður er tekist á um hvernig leikarar líta út og hver má segja söguna, og hvort það sé einfaldlega of snemmt að gera mynd um Amy Winehouse. Steinunn Sigþrúðar Jónsdóttir fjallar um sýninguna Grímur manneskjunnar, sem tveir ungir norskir listamenn komu með hingað til lands fyrir 40 árum. Til stóð að halda sýninguna í Norræna húsinu en listamennirnir héldu á brott skömmu áður en sýningin opnaði. Málið olli fjaðrafoki og rataði í fjölmiðla, en það var greint frá atburðum á afar ólíkan hátt í norskum fjölmiðlum. Við fáum Áslaugu Dungal í heimsókn í Lestina. Hún gaf út sína fyrstu plötu í fyrra, 6 laga plötuna Óviss. Við ræðum við hana um mýktina í tónlistinni og mýktina í glímunni, sem er önnur ástríða í lífi hennar.
1/25/20230
Episode Artwork

Mynd um Amy Winehouse, mýkt í glímu, umdeild ljósmyndasýning 1983

Mikil umræða hefur skapast um nýja leikna mynd sem fjallar um líf Amy Winehouse. Myndin, sem nýbyrjuð er í tökum, er nú þegar orðin umdeild. Eins og oft áður er tekist á um hvernig leikarar líta út og hver má segja söguna, og hvort það sé einfaldlega of snemmt að gera mynd um Amy Winehouse. Steinunn Sigþrúðar Jónsdóttir fjallar um sýninguna Grímur manneskjunnar, sem tveir ungir norskir listamenn komu með hingað til lands fyrir 40 árum. Til stóð að halda sýninguna í Norræna húsinu en listamennirnir héldu á brott skömmu áður en sýningin opnaði. Málið olli fjaðrafoki og rataði í fjölmiðla, en það var greint frá atburðum á afar ólíkan hátt í norskum fjölmiðlum. Við fáum Áslaugu Dungal í heimsókn í Lestina. Hún gaf út sína fyrstu plötu í fyrra, 6 laga plötuna Óviss. Við ræðum við hana um mýktina í tónlistinni og mýktina í glímunni, sem er önnur ástríða í lífi hennar.
1/25/202355 minutes
Episode Artwork

Weight Serie, Smá smár og alsæið í pönkbæn Pussy Riot

Sunna Svavarsdóttir myndlistarkona opnaði sýninguna Weight Serie í Gallerí Port á Laugavegi síðustu helgi - þar sem hún rannsakar hreyfiorku líkamans. Sunna er frá Akureyri og lærði við Konunglegu listaakademíuna í Den Haag og útskrifaðist þaðan árið 2019 en flutti svo til Íslands þegar Covid skall á. Við lítum inn á Gallerí Port í dag. Smá smár er nýtt lag frá leikaranum og tónlistarmanninum Ara Ísfeld Óskarssyni. Lagið var upphaflega hluti af sýningunni How to make love to a man sem sýnt var í Borgarleikhúsinu í fyrra, sem leikhópurinn Toxic kings setti upp. Þar glímdu þeir við ýmsa fleti karlmennskuhugmyndarinnar og í þessu lagi syngur Ari Ísfeld um hvað það er gott að fá að vera lítill í sér og sýna tilfinningar. Og Melkorka Gunborg Briansdóttir fjallar um sýningu Pussy Riot í Þjóðleikhúsinu út frá hugmyndum Foucault um alsæi.
1/24/20230
Episode Artwork

Weight Serie, Smá smár og alsæið í pönkbæn Pussy Riot

Sunna Svavarsdóttir myndlistarkona opnaði sýninguna Weight Serie í Gallerí Port á Laugavegi síðustu helgi - þar sem hún rannsakar hreyfiorku líkamans. Sunna er frá Akureyri og lærði við Konunglegu listaakademíuna í Den Haag og útskrifaðist þaðan árið 2019 en flutti svo til Íslands þegar Covid skall á. Við lítum inn á Gallerí Port í dag. Smá smár er nýtt lag frá leikaranum og tónlistarmanninum Ara Ísfeld Óskarssyni. Lagið var upphaflega hluti af sýningunni How to make love to a man sem sýnt var í Borgarleikhúsinu í fyrra, sem leikhópurinn Toxic kings setti upp. Þar glímdu þeir við ýmsa fleti karlmennskuhugmyndarinnar og í þessu lagi syngur Ari Ísfeld um hvað það er gott að fá að vera lítill í sér og sýna tilfinningar. Og Melkorka Gunborg Briansdóttir fjallar um sýningu Pussy Riot í Þjóðleikhúsinu út frá hugmyndum Foucault um alsæi.
1/24/202355 minutes
Episode Artwork

Fyrsti landsleikur Íslands í handbolta og drungalegur Gosi

Í fyrra kom út enn ein Gosa myndin, Guillermo Del Toro's Pinocchio á Netflix. Endurgerðir og aðlaganir af þessari frægu ítölsku barnasögu frá síðari hluta 19. aldar eru óteljandi en það er kannski ekki skrýtið að það sé dekkri og dularfyllri tónn en venjulega í þessari mynd furðusagnaleikstjórans Del Toro. Við ræðum um Gosa, dauðann, fasisma og völd við Hildi Ýr Ísberg. Við gerum upp þátttöku Íslands á HM í handbolta en lítum um leið til fortíðar á annað stórmót, þegar Ísland lék á HM í Austur-Þýskalandi 1958. Við tölum við afa Lóu, Val Benediktsson, fyrrum landsliðskappa í handbolta og heyrum hans hugleiðingar um sigrana, töpin, þjóðarhöllina og handboltann.
1/23/20230
Episode Artwork

Fyrsti landsleikur Íslands í handbolta og drungalegur Gosi

Í fyrra kom út enn ein Gosa myndin, Guillermo Del Toro's Pinocchio á Netflix. Endurgerðir og aðlaganir af þessari frægu ítölsku barnasögu frá síðari hluta 19. aldar eru óteljandi en það er kannski ekki skrýtið að það sé dekkri og dularfyllri tónn en venjulega í þessari mynd furðusagnaleikstjórans Del Toro. Við ræðum um Gosa, dauðann, fasisma og völd við Hildi Ýr Ísberg. Við gerum upp þátttöku Íslands á HM í handbolta en lítum um leið til fortíðar á annað stórmót, þegar Ísland lék á HM í Austur-Þýskalandi 1958. Við tölum við afa Lóu, Val Benediktsson, fyrrum landsliðskappa í handbolta og heyrum hans hugleiðingar um sigrana, töpin, þjóðarhöllina og handboltann.
1/23/202355 minutes
Episode Artwork

Marat/Sade, Drullumall 4, tannlæknaótti

Á morgun frumsýnir Lab Loki, leikritið Marat/Sade í leiksjtórn Rúnars Guðbrandssonar. Leikhópurinn er skipaður leikurum á aldrinum 70-90 ára. Við ræðum við leikstjórann og leikkonu í verkinu, Júlíu Hannan, um ferlið, verkið og erindi þess í samtímanum. Brynja Hjálmsdóttir, skáld, flytur hugleiðingu um tanntöku, tanntúrisma og tannlæknaótta. Post-dreifing er listahópur eða hreyfing, sem skipuð er ungu listafólki, úr ólíkum áttum grasrótarlistastarfs Reykjavíkur. Samkvæmt aðstandendum Post-dreifingar er markmiðið að tryggja sýnileika og sjálfsnægtir listamanna með samstarfinu. Á morgun kemur út fjórða safnplata undir merkjum Postdreifingar sem kallast drullumall, síðasta Drullumall plata kom út fyrir tæpum þremur árum þar sem haldið er áfram þar sem frá var horfið; að safna saman grasrótartónlistarfólki á einn stað og gefa pláss og sýna með því fjölbreytni tónlistarinnar sem ómar undir yfirborðinu. Rætt er við Einar Karl Pétursson og Simon Hirt.
1/19/20230
Episode Artwork

Marat/Sade, Drullumall 4, tannlæknaótti

Á morgun frumsýnir Lab Loki, leikritið Marat/Sade í leiksjtórn Rúnars Guðbrandssonar. Leikhópurinn er skipaður leikurum á aldrinum 70-90 ára. Við ræðum við leikstjórann og leikkonu í verkinu, Júlíu Hannan, um ferlið, verkið og erindi þess í samtímanum. Brynja Hjálmsdóttir, skáld, flytur hugleiðingu um tanntöku, tanntúrisma og tannlæknaótta. Post-dreifing er listahópur eða hreyfing, sem skipuð er ungu listafólki, úr ólíkum áttum grasrótarlistastarfs Reykjavíkur. Samkvæmt aðstandendum Post-dreifingar er markmiðið að tryggja sýnileika og sjálfsnægtir listamanna með samstarfinu. Á morgun kemur út fjórða safnplata undir merkjum Postdreifingar sem kallast drullumall, síðasta Drullumall plata kom út fyrir tæpum þremur árum þar sem haldið er áfram þar sem frá var horfið; að safna saman grasrótartónlistarfólki á einn stað og gefa pláss og sýna með því fjölbreytni tónlistarinnar sem ómar undir yfirborðinu. Rætt er við Einar Karl Pétursson og Simon Hirt.
1/19/202354 minutes
Episode Artwork

Fúskið kveður, reivið Buxur, handboltamenn í drykk fyrir leik

Fúskið er viðburðarrými og aðsetur listamanna í Gufunesi. Á dögunum birtist tilkynning þess efnis að þau hygðust leggja árar í bát, allavega í bili, allavega í núverandi mynd. Eftir tveggja ára starfsemi, eftir reiv, tónleika, rusl-fest og myndlistarsýningar sem hafa blásið lífi í reykvískt menningar og listalíf. Elsa Jónsdóttir, myndlistarkona, ein upphafsmanna Fúsksins, kom í Lestina til að segja frá þeirri ákvörðun að kveðja Gufunesið. Við rifjum upp reivið Buxur, sem haldið var í annað sinn í Fúskinu. Davíð Roach flutti pistil í Tengivagninum í júlí síðastliðið sumar, sem við endurflytjum. Annar þáttur af örséríunni Þegar Ísland hélt stórmót, frá árinu 2020. Anna Marsibil Clausen og Kristján Guðjónsson skoða umgjörð HM í handbolta sem haldið var á Íslandi árið 1995.
1/18/20230
Episode Artwork

Fúskið kveður, reivið Buxur, handboltamenn í drykk fyrir leik

Fúskið er viðburðarrými og aðsetur listamanna í Gufunesi. Á dögunum birtist tilkynning þess efnis að þau hygðust leggja árar í bát, allavega í bili, allavega í núverandi mynd. Eftir tveggja ára starfsemi, eftir reiv, tónleika, rusl-fest og myndlistarsýningar sem hafa blásið lífi í reykvískt menningar og listalíf. Elsa Jónsdóttir, myndlistarkona, ein upphafsmanna Fúsksins, kom í Lestina til að segja frá þeirri ákvörðun að kveðja Gufunesið. Við rifjum upp reivið Buxur, sem haldið var í annað sinn í Fúskinu. Davíð Roach flutti pistil í Tengivagninum í júlí síðastliðið sumar, sem við endurflytjum. Annar þáttur af örséríunni Þegar Ísland hélt stórmót, frá árinu 2020. Anna Marsibil Clausen og Kristján Guðjónsson skoða umgjörð HM í handbolta sem haldið var á Íslandi árið 1995.
1/18/202355 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Johnny Rotten í Eurovision, Bíó Paradís blómstrar, ljóð PJ Harvey

Um helgina verður Frönsk kvikmyndahátíð haldin í 23. sinn. Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri í Bío Paradís, kom í Lestina og sagði frá dagskránni. Auk þess fáum við fréttir af blómlegum rekstri bíósins, sem stóð til að loka fyrir skömmu. Breski söngarinn Johnny Rotten með hljómsveitinni Public image ltd hefur ákveðið að taka þátt í Eurovision í ár, með laginu Hawaii. Jóhannes Ólafsson fjallar um þessa ákvörðun gamla pönkarans. Ásdís Sól Ágústsdóttir segir frá ljóðum tónlistarkonunnar PJ Harvey, sem gaf út ljóðabókina Orlam í fyrra.
1/17/20230
Episode Artwork

Johnny Rotten í Eurovision, Bíó Paradís blómstrar, ljóð PJ Harvey

Um helgina verður Frönsk kvikmyndahátíð haldin í 23. sinn. Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri í Bío Paradís, kom í Lestina og sagði frá dagskránni. Auk þess fáum við fréttir af blómlegum rekstri bíósins, sem stóð til að loka fyrir skömmu. Breski söngarinn Johnny Rotten með hljómsveitinni Public image ltd hefur ákveðið að taka þátt í Eurovision í ár, með laginu Hawaii. Jóhannes Ólafsson fjallar um þessa ákvörðun gamla pönkarans. Ásdís Sól Ágústsdóttir segir frá ljóðum tónlistarkonunnar PJ Harvey, sem gaf út ljóðabókina Orlam í fyrra.
1/17/202353 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Macbeth og Dúna

Á föstudag var Shakespeare-leikritið Macbeth frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins. Leikstjórn annast Ur?ul? Barto, ungur og upprennandi leikstjóri frá Litháen sem leiðir yngsta listræna teymi sem hefur komið að slíkri sýningu á stóra sviði Borgarleikhússins. Macbeth þarf vart að kynna úr höfundaverki Williams Shakespeare, hin blóði drifna saga um skoska konunginn Macbeth. Ur?ul? Barto er gestur Lestarinnar í dag. Dune eftir bandaríska rithöfundinn Frank Herbert kom út í nýrri íslenskri þýðingu í lok síðasta árs og ber heitið Dúna. Dúna er einhver vinsælasta og áhrifamesta vísindaskáldsaga allra tíma og frá útgáfu hennar árið 1965 hefur þessi stórbrotni doðrantur sett svip sinn á vísindaskáldskap. Frásögnin er uppfull af afar sértækum orðaforða sem ramma inn þennan framtíðarheim. Með því skapaði Herbert einstaka veröld sem vísar til ýmissa trúarrita, og er einnig full af pælingum um vist- og mannfræði og stjórnmálaheimspeki. Í viðauka bókarinnar er langur hugtakalisti úr Keisaradæminu, þar sem farið er ítarlega ofan í hvert orð og hugtak sem nauðsynlegt er að þekkja við lesturinn. Þýðingu Dúnu unnu þau Kári Emil Helgason og Dýrleif Bjarnadóttir. Lestin ræðir við Kára um bókina og áhrif hennar.
1/16/20230
Episode Artwork

Macbeth og Dúna

Á föstudag var Shakespeare-leikritið Macbeth frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins. Leikstjórn annast Ur?ul? Barto, ungur og upprennandi leikstjóri frá Litháen sem leiðir yngsta listræna teymi sem hefur komið að slíkri sýningu á stóra sviði Borgarleikhússins. Macbeth þarf vart að kynna úr höfundaverki Williams Shakespeare, hin blóði drifna saga um skoska konunginn Macbeth. Ur?ul? Barto er gestur Lestarinnar í dag. Dune eftir bandaríska rithöfundinn Frank Herbert kom út í nýrri íslenskri þýðingu í lok síðasta árs og ber heitið Dúna. Dúna er einhver vinsælasta og áhrifamesta vísindaskáldsaga allra tíma og frá útgáfu hennar árið 1965 hefur þessi stórbrotni doðrantur sett svip sinn á vísindaskáldskap. Frásögnin er uppfull af afar sértækum orðaforða sem ramma inn þennan framtíðarheim. Með því skapaði Herbert einstaka veröld sem vísar til ýmissa trúarrita, og er einnig full af pælingum um vist- og mannfræði og stjórnmálaheimspeki. Í viðauka bókarinnar er langur hugtakalisti úr Keisaradæminu, þar sem farið er ítarlega ofan í hvert orð og hugtak sem nauðsynlegt er að þekkja við lesturinn. Þýðingu Dúnu unnu þau Kári Emil Helgason og Dýrleif Bjarnadóttir. Lestin ræðir við Kára um bókina og áhrif hennar.
1/16/202351 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Varaskeifan Harry, kláðamaur, HM á Íslandi '95

Þann 10. Janúar kom út ævisaga Harry bretaprins, sem ber titilinn Spare, sem mætti þýða sem Varaskeifa. Um miðjan desember komu út heimildarþættirnir Harry & Meghan á Netflix, sem hafa fengið mikið áhorf. Og nú er eins og önnur hver fyrirsögn fjalli um þessi hjón. Sylvía Hall, laganemi og fyrrum blaðamaður á Vísi, kom í Lestina til að ræða þessi umdeildu hjón. Brynja Hjálmsdóttir, skáld, sem rifjar upp plágu sem hún komst í kynni við árið 2020, svokallaðan mannkláðamaur sem er algenga plága um alla veröld. Við endurflytjum fyrsta þátt örseríunnar Þegar Ísland hélt stórmót, sem var flutt í janúar árið 2020 í Lestinni. Í henni rifjuðu Anna Marsibil Clausen og Kristján Guðjónsson upp sögu HM á Íslandi árið 1995.
1/12/20230
Episode Artwork

Varaskeifan Harry, kláðamaur, HM á Íslandi '95

Þann 10. Janúar kom út ævisaga Harry bretaprins, sem ber titilinn Spare, sem mætti þýða sem Varaskeifa. Um miðjan desember komu út heimildarþættirnir Harry & Meghan á Netflix, sem hafa fengið mikið áhorf. Og nú er eins og önnur hver fyrirsögn fjalli um þessi hjón. Sylvía Hall, laganemi og fyrrum blaðamaður á Vísi, kom í Lestina til að ræða þessi umdeildu hjón. Brynja Hjálmsdóttir, skáld, sem rifjar upp plágu sem hún komst í kynni við árið 2020, svokallaðan mannkláðamaur sem er algenga plága um alla veröld. Við endurflytjum fyrsta þátt örseríunnar Þegar Ísland hélt stórmót, sem var flutt í janúar árið 2020 í Lestinni. Í henni rifjuðu Anna Marsibil Clausen og Kristján Guðjónsson upp sögu HM á Íslandi árið 1995.
1/12/202356 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Golden Globe, Kaleidoscope og karníval í Vestmannaeyjum

Golden Globes - sjónvarps og kvikmyndaverðlaun samtaka erlendra blaðamanna í Hollywood, Hollywood Foreign Press - fóru fram í áttugasta skipti í gær. Í Beverly Hills á Beverly Hilton hótelinu. Nokkrar þakkarræður vöktu mikla athygli og við rýnum í þær. Eyrún Lóa Eiríksdóttir rýnir í sjónvarpsþættina Kaleidoscope sem sýndir eru á Netflix. Við hugum líka að hinu karnívalíska. Það fór eflaust ekki framhjá neinum að þrettándahátíð í Vestmannaeyjum síðastliðinn föstudag rataði í sviðsljósið fyrir umdeild tröllalíkneski sem þar gengu um. Hátíðarhöld tengd þrettándanum eiga sér langa og ríka hefð í Eyjum og lengi hefur það þekkst að skapa ófrýnilegar verur sem tákna þjóðþekktar persónur sem tengjast tíðarandanum, fólk sem gert er stólpagrín að. Við fengum til okkar þjóðfræðing sem segir okkur hvernig þessi hátíð tengist öðrum svokölluðum búninga- og heimsóknarhátíðum og hvernig karnívalið getur hjálpað okkur að setja atburðina í Vestmannaeyjum í skýrara samhengi.
1/11/20230
Episode Artwork

Golden Globe, Kaleidoscope og karníval í Vestmannaeyjum

Golden Globes - sjónvarps og kvikmyndaverðlaun samtaka erlendra blaðamanna í Hollywood, Hollywood Foreign Press - fóru fram í áttugasta skipti í gær. Í Beverly Hills á Beverly Hilton hótelinu. Nokkrar þakkarræður vöktu mikla athygli og við rýnum í þær. Eyrún Lóa Eiríksdóttir rýnir í sjónvarpsþættina Kaleidoscope sem sýndir eru á Netflix. Við hugum líka að hinu karnívalíska. Það fór eflaust ekki framhjá neinum að þrettándahátíð í Vestmannaeyjum síðastliðinn föstudag rataði í sviðsljósið fyrir umdeild tröllalíkneski sem þar gengu um. Hátíðarhöld tengd þrettándanum eiga sér langa og ríka hefð í Eyjum og lengi hefur það þekkst að skapa ófrýnilegar verur sem tákna þjóðþekktar persónur sem tengjast tíðarandanum, fólk sem gert er stólpagrín að. Við fengum til okkar þjóðfræðing sem segir okkur hvernig þessi hátíð tengist öðrum svokölluðum búninga- og heimsóknarhátíðum og hvernig karnívalið getur hjálpað okkur að setja atburðina í Vestmannaeyjum í skýrara samhengi.
1/11/202355 minutes, 1 second
Episode Artwork

Besti veitingastaður í heimi lokar, The Last of Us

Það styttist í frumsýningu sjónvarpsþáttanna The Last of us sem framleiddir eru af HBO. Þeir byggja á vinsælum hrollvekjutölvuleik frá 2013 og mikil spenna ríkir meðal aðdáenda, sérstaklega yfir því hvort þáttunum muni takast að aflétta vissri bölvun sem hvílir á mörgum aðlögunum tölvuleikja að kvikmynda- og sjónvarpsforminu. Við ræðum við Ingólf Guðmundsson hjá RVX, en fyrirtækið kemur að gerð þáttana. René Redzepi, yfirkokkur á Noma, tilkynnti á dögunum að margverðlaunaða, þriggja Michelin-stjörnu staðnum, besta veitingastað í heimi, verði lokað árið 2024. Eða að minnsta kosti í þeirri mynd sem hann er í núna. Ekki verður hægt að panta borð en þar verður tilraunastarfsemi og þróun, og hinir einstaka pop-up viðburðir. Noma, var opnaður árið 2003 í Kaupmannahöfn og þar er aðaláherslan á nýsköpun og hráefni úr nærumhverfinu. Það mætti kalla staðinn vöggu matargerðar sem kallast New Nordic cuisine. Veitingamaðurinn Ólafur Örn Ólafsson, mætti í Lestina til að ræða þessa lokunartilkynningu, Noma og yfirkokkinn heimsfræga, René Redzepi.
1/10/20230
Episode Artwork

Besti veitingastaður í heimi lokar, The Last of Us

Það styttist í frumsýningu sjónvarpsþáttanna The Last of us sem framleiddir eru af HBO. Þeir byggja á vinsælum hrollvekjutölvuleik frá 2013 og mikil spenna ríkir meðal aðdáenda, sérstaklega yfir því hvort þáttunum muni takast að aflétta vissri bölvun sem hvílir á mörgum aðlögunum tölvuleikja að kvikmynda- og sjónvarpsforminu. Við ræðum við Ingólf Guðmundsson hjá RVX, en fyrirtækið kemur að gerð þáttana. René Redzepi, yfirkokkur á Noma, tilkynnti á dögunum að margverðlaunaða, þriggja Michelin-stjörnu staðnum, besta veitingastað í heimi, verði lokað árið 2024. Eða að minnsta kosti í þeirri mynd sem hann er í núna. Ekki verður hægt að panta borð en þar verður tilraunastarfsemi og þróun, og hinir einstaka pop-up viðburðir. Noma, var opnaður árið 2003 í Kaupmannahöfn og þar er aðaláherslan á nýsköpun og hráefni úr nærumhverfinu. Það mætti kalla staðinn vöggu matargerðar sem kallast New Nordic cuisine. Veitingamaðurinn Ólafur Örn Ólafsson, mætti í Lestina til að ræða þessa lokunartilkynningu, Noma og yfirkokkinn heimsfræga, René Redzepi.
1/10/202352 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Leikstjórinn Elsa María, gervigreind les bækur, tækni og aðgreining

Fréttir af gervigreindartækni virðast vera næstum daglegt brauð um þessar mundir. Í síðustu viku tilkynnti tæknirisinn Apple nýja þjónustu, hljóðbækur sem lesnar eru með gervigreind Í frétt breska blaðsins The Guardian er talað um endalok mennskra sögumannaradda - sem er kannski full vel í lagt og óvíst hvort eftirspurn hlustenda eftir svona gervilestri sé svona mikil. Við heyrum í Jóni Guðnasyni dósent við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og einn forstöðumanna mál og raddtækni seturs skólans og einnig Sólu Þorsteinsdóttur framleiðslustjóra hjá Storytel. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir flytur sinn fjórða og síðasta pistil um samspil tækni og fötlunar og veltir fyrir sér raddstýringu og rafrænum skilríkjum, fyrirbærum sem einfalda sumum lífið en eru ekki aðgengileg öllum hópum. Elsa María Jakobsdóttir, leikstjóri, frumsýndi þann 6. janúar myndina Villibráð, sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Myndin sem er endurgerð ítalskrar kvikmyndar, eftir Paulo Genovese, sem á heimsmet í fjölda endurgerða. Handritið að myndinni skrifaði hún ásamt Tyrfingi Tyrfingssyni leikskáldi, og þau staðfærðu og gerðu söguna að sinni. Lestin heimsækir tökustað í Mosfellsbæ, þar sem Elsa María er að vinna að gerð nýrra íslenskra þátta. Við ræðum við hana um Villibráð og þættina Aftureldingu, sem eru í bígerð um þessar mundir. Við náum einnig stuttu tali af Hafsteini Gunnari Sigurðssyni, höfundi og leikstjóra þáttanna.
1/9/20230
Episode Artwork

Leikstjórinn Elsa María, gervigreind les bækur, tækni og aðgreining

Fréttir af gervigreindartækni virðast vera næstum daglegt brauð um þessar mundir. Í síðustu viku tilkynnti tæknirisinn Apple nýja þjónustu, hljóðbækur sem lesnar eru með gervigreind Í frétt breska blaðsins The Guardian er talað um endalok mennskra sögumannaradda - sem er kannski full vel í lagt og óvíst hvort eftirspurn hlustenda eftir svona gervilestri sé svona mikil. Við heyrum í Jóni Guðnasyni dósent við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og einn forstöðumanna mál og raddtækni seturs skólans og einnig Sólu Þorsteinsdóttur framleiðslustjóra hjá Storytel. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir flytur sinn fjórða og síðasta pistil um samspil tækni og fötlunar og veltir fyrir sér raddstýringu og rafrænum skilríkjum, fyrirbærum sem einfalda sumum lífið en eru ekki aðgengileg öllum hópum. Elsa María Jakobsdóttir, leikstjóri, frumsýndi þann 6. janúar myndina Villibráð, sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Myndin sem er endurgerð ítalskrar kvikmyndar, eftir Paulo Genovese, sem á heimsmet í fjölda endurgerða. Handritið að myndinni skrifaði hún ásamt Tyrfingi Tyrfingssyni leikskáldi, og þau staðfærðu og gerðu söguna að sinni. Lestin heimsækir tökustað í Mosfellsbæ, þar sem Elsa María er að vinna að gerð nýrra íslenskra þátta. Við ræðum við hana um Villibráð og þættina Aftureldingu, sem eru í bígerð um þessar mundir. Við náum einnig stuttu tali af Hafsteini Gunnari Sigurðssyni, höfundi og leikstjóra þáttanna.
1/9/202354 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Leikhús á táknmáli og fullmótaðar hugmyndir Gugusar

Leikritið Eyja var frumsýnt í Þóðleikhúsinu í nóvember sem sett er upp af sviðslistahópnum O.N. Hópurinn setur upp tvítyngdar sýningar, á íslensku og íslensku táknmáli. Þetta er fyrsta verk hópsins og jafnframt fyrsta sýning af þessu tagi sem sett er upp í þjóðleikhúsinu, sýning sem flutt er á íslenskri tungu til jafns við táknmál. Þetta er verk um tengsl og tengslaleysi, sorgarferli, samskipti og löngunina eftir því að öðlast hlutverk í lífi sinna nánustu. Tveir af aðstandendum sýningarinnar, Adda Rut Jónsdóttir og Hjördís Anna Haraldsdóttir eru gestir Lestarinnar. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í nýjustu plötu tónlistarkonunnar Gugusar sem kom út í nóvember síðastliðinn, 12:48. Davíð segir hana eina allra bestu íslensku plötu síðasta árs og með henni hafi Gugusar farið úr því að vera stórkostlega hæfileikaríkt og efnilegt ungstirni yfir í að vera fullskapaður listamaður með sína eigin sýn, á alþjóðlegan mælikvarða.
1/5/20230
Episode Artwork

Leikhús á táknmáli og fullmótaðar hugmyndir Gugusar

Leikritið Eyja var frumsýnt í Þóðleikhúsinu í nóvember sem sett er upp af sviðslistahópnum O.N. Hópurinn setur upp tvítyngdar sýningar, á íslensku og íslensku táknmáli. Þetta er fyrsta verk hópsins og jafnframt fyrsta sýning af þessu tagi sem sett er upp í þjóðleikhúsinu, sýning sem flutt er á íslenskri tungu til jafns við táknmál. Þetta er verk um tengsl og tengslaleysi, sorgarferli, samskipti og löngunina eftir því að öðlast hlutverk í lífi sinna nánustu. Tveir af aðstandendum sýningarinnar, Adda Rut Jónsdóttir og Hjördís Anna Haraldsdóttir eru gestir Lestarinnar. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í nýjustu plötu tónlistarkonunnar Gugusar sem kom út í nóvember síðastliðinn, 12:48. Davíð segir hana eina allra bestu íslensku plötu síðasta árs og með henni hafi Gugusar farið úr því að vera stórkostlega hæfileikaríkt og efnilegt ungstirni yfir í að vera fullskapaður listamaður með sína eigin sýn, á alþjóðlegan mælikvarða.
1/5/202356 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Guðmóðir pönksins og nostalgía í auglýsingum

Á dögunum bárust fréttir af fráfalli fatahönnuðarins Vivienne Westwood, sem var undir lok ævi sinnar orðin jafn mikill aktívisti og hún var fatahönnuður, þó að færa megi rök fyrir því að hún hafi kannski alltaf verið það. Westwood, sem stundum var kölluð guðmóðir pönksins, hóf feril sinn sem fatahönnuður á því að hanna föt á pönkhljómsveitina Sex Pistols. Við ræðum við Signýju Þórhallsdóttur, sem starfaði sem hönnuður hjá Vivienne Westwood í nokkur ár. Langstærsti hluti landsmanna settist niður fyrir framan sjónvarpið á gamlárskvöld í von um að skemmta sér og fara hlæjandi inn í nýtt ár. Fyrir og eftir eru sýndar auglýsingar í dýru plássi og ef það var eitthvað sem einkenndi þær í ár þá var það nostalgía. Mikið var um auglýsingar sem rifjuðu upp afrek fortíðar eða sviðsettu liðna tíð til að vekja minningar. Fróðar manneskjur segja jafnvel að nostalgía sé hugmynd okkar samtíma, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason og Lóa Hjálmtýsdóttir velta fyrir sér nostalgíu í Lestinni í dag.
1/4/20230
Episode Artwork

Guðmóðir pönksins og nostalgía í auglýsingum

Á dögunum bárust fréttir af fráfalli fatahönnuðarins Vivienne Westwood, sem var undir lok ævi sinnar orðin jafn mikill aktívisti og hún var fatahönnuður, þó að færa megi rök fyrir því að hún hafi kannski alltaf verið það. Westwood, sem stundum var kölluð guðmóðir pönksins, hóf feril sinn sem fatahönnuður á því að hanna föt á pönkhljómsveitina Sex Pistols. Við ræðum við Signýju Þórhallsdóttur, sem starfaði sem hönnuður hjá Vivienne Westwood í nokkur ár. Langstærsti hluti landsmanna settist niður fyrir framan sjónvarpið á gamlárskvöld í von um að skemmta sér og fara hlæjandi inn í nýtt ár. Fyrir og eftir eru sýndar auglýsingar í dýru plássi og ef það var eitthvað sem einkenndi þær í ár þá var það nostalgía. Mikið var um auglýsingar sem rifjuðu upp afrek fortíðar eða sviðsettu liðna tíð til að vekja minningar. Fróðar manneskjur segja jafnvel að nostalgía sé hugmynd okkar samtíma, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason og Lóa Hjálmtýsdóttir velta fyrir sér nostalgíu í Lestinni í dag.
1/4/202355 minutes
Episode Artwork

Möllet-æði í Ástralíu, nýjárstöfrar, BíóTvíó

Það er möllet-æði í Ástralíu. Allir og amma þeirra eru með sítt að aftan og ekkert lát á þessari tískubylgju. Þessi klipping, stutt að framan sítt að aftan er mjög einkennandi og í dag stendur hún út því gullöld þessarar greiðslu var fyrir 30-40 árum. En nýlega rakst ég á umfjöllun breska ríkisútvarpsins sem birt var milli jóla og nýárs. Það var stutt umfjöllun um þessi athyglisverðu hártísku í Ástralíu. Tísku sem hefur hreiðrað um sig þar, aftur, en eins og Ailsa Weaver tískusérfræðingur segir í umfjöllun BBC: 'Tísku möllet er klipping, ástralskt möllet er lífsstíll.' Hlaðvarpið BíóTvíó hóf göngu sína á Alvarpinu og er nú gefið út af Stundinni. Hlaðvarpinu er stjórnað af Andreu Björk Andrésdóttur og Steindóri Grétar Jónssyni, í þáttunum fara þau yfir eina íslenska kvikmynd í senn. Árið 2016 settu þau sér það metnaðarfulla markmið að horfa á allar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd. Nú hafa þau horft á alls 220 myndir. Ásdís Sól Ágústsdóttir fjallar um nýjárstöfra og tímaflakk og rifjar í leiðinni upp bókina Sláturhús fimm eftir Kurt Vonnegut.
1/3/20230
Episode Artwork

Möllet-æði í Ástralíu, nýjárstöfrar, BíóTvíó

Það er möllet-æði í Ástralíu. Allir og amma þeirra eru með sítt að aftan og ekkert lát á þessari tískubylgju. Þessi klipping, stutt að framan sítt að aftan er mjög einkennandi og í dag stendur hún út því gullöld þessarar greiðslu var fyrir 30-40 árum. En nýlega rakst ég á umfjöllun breska ríkisútvarpsins sem birt var milli jóla og nýárs. Það var stutt umfjöllun um þessi athyglisverðu hártísku í Ástralíu. Tísku sem hefur hreiðrað um sig þar, aftur, en eins og Ailsa Weaver tískusérfræðingur segir í umfjöllun BBC: 'Tísku möllet er klipping, ástralskt möllet er lífsstíll.' Hlaðvarpið BíóTvíó hóf göngu sína á Alvarpinu og er nú gefið út af Stundinni. Hlaðvarpinu er stjórnað af Andreu Björk Andrésdóttur og Steindóri Grétar Jónssyni, í þáttunum fara þau yfir eina íslenska kvikmynd í senn. Árið 2016 settu þau sér það metnaðarfulla markmið að horfa á allar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd. Nú hafa þau horft á alls 220 myndir. Ásdís Sól Ágústsdóttir fjallar um nýjárstöfra og tímaflakk og rifjar í leiðinni upp bókina Sláturhús fimm eftir Kurt Vonnegut.
1/3/202353 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Særandi bókadómar Goodreads

Við endurflytjum þátt frá því í nóvember um samfélagsmiðilinn Goodreads. Jólabókaflóðið er farið í gang og rithöfundar og útgefendur keppast við að sannfæra íslendinga um að þeirra bók sé einmitt sú sem þeir eigi að kaupa lesa og gefa í jólagjöf. Þeir setja andlit rithöfunda á strætóskýli, setja auglýsingar í blöðin, vonast til þess að gagnrýnendur Kiljunnar dásami verkið, það hljóti tilnefningu til verðlauna, eða að almennir lesendur hrósi henni á netinu, á samfélagsmiðlum eða sérstökum bókasíðum eins og Goodreads. Þátturinn er helgaður vefsíðunni Goodreads, þar sem notendur geta haldið utan um bókalestur sinn, skrifað ummæli og gefið bókum stjörnur, líkt og bókagagnrýnendur. Við heyrum í notendum Goodreads, bæði lesendum og höfundum, en milli þessara tveggja hópa getur skapast óþægileg spenna þegar dómar eru neikvæðir.
1/2/20230
Episode Artwork

Særandi bókadómar Goodreads

Við endurflytjum þátt frá því í nóvember um samfélagsmiðilinn Goodreads. Jólabókaflóðið er farið í gang og rithöfundar og útgefendur keppast við að sannfæra íslendinga um að þeirra bók sé einmitt sú sem þeir eigi að kaupa lesa og gefa í jólagjöf. Þeir setja andlit rithöfunda á strætóskýli, setja auglýsingar í blöðin, vonast til þess að gagnrýnendur Kiljunnar dásami verkið, það hljóti tilnefningu til verðlauna, eða að almennir lesendur hrósi henni á netinu, á samfélagsmiðlum eða sérstökum bókasíðum eins og Goodreads. Þátturinn er helgaður vefsíðunni Goodreads, þar sem notendur geta haldið utan um bókalestur sinn, skrifað ummæli og gefið bókum stjörnur, líkt og bókagagnrýnendur. Við heyrum í notendum Goodreads, bæði lesendum og höfundum, en milli þessara tveggja hópa getur skapast óþægileg spenna þegar dómar eru neikvæðir.
1/2/202355 minutes
Episode Artwork

Hvað einkenndi árið 2022?

Í sameiginlegum þætti Lestarinnar og Víðsjá í árslok förum við yfir menningarneysluna á árinu með góðum gestum. Þetta er árið sem samkomutakmörkunum var aflétt, styttum var stolið, drottningin dó og mathallir opnuðu. Þau Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, Unnsteinn Manuel Stefánsson, listamaður, Greipur Gíslason, ráðgjafi og Arndís Þórarinsdóttir, rithöfundur ræða hápunkta ársins og menningarumræðuna, velta fyrir sér spurningum um hvað einkenndi árið sem er að líða.
12/29/20220
Episode Artwork

Hvað einkenndi árið 2022?

Í sameiginlegum þætti Lestarinnar og Víðsjá í árslok förum við yfir menningarneysluna á árinu með góðum gestum. Þetta er árið sem samkomutakmörkunum var aflétt, styttum var stolið, drottningin dó og mathallir opnuðu. Þau Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, Unnsteinn Manuel Stefánsson, listamaður, Greipur Gíslason, ráðgjafi og Arndís Þórarinsdóttir, rithöfundur ræða hápunkta ársins og menningarumræðuna, velta fyrir sér spurningum um hvað einkenndi árið sem er að líða.
12/29/202255 minutes
Episode Artwork

Árið í Lestinni

Við lítum til baka yfir farinn veg í Lestinni í dag og rifjum upp þrjú innslög sem öll eiga það sameiginlegt að vera innlegg í menningarumræðuna. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir rýndi í raunveruleikaþættina LXS og velti fyrir sér hvort að um branded entertainment, svokallað markað skemmtiefni, væri að ræða. Í apríl bárust fréttir af stolinni bronsstyttu, styttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar Snorra, sem ber heitið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Kristján Guðjónsson hitti listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur og ræddi við þær um verk þeirra fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Styttuþjófnaðurinn og verkið voru sennilega með umdeildari listgjörningum á árinu sem er að líða. Davíð Roach flutti pistil í október um Fossora, nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur. Davíð var ekki hrifinn af plötunni og í kjölfarið spruttu upp umræður um tónlistargagnrýni og hvort þetta flokkaðist yfirhöfuð sem slík.
12/28/20220
Episode Artwork

Árið í Lestinni

Við lítum til baka yfir farinn veg í Lestinni í dag og rifjum upp þrjú innslög sem öll eiga það sameiginlegt að vera innlegg í menningarumræðuna. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir rýndi í raunveruleikaþættina LXS og velti fyrir sér hvort að um branded entertainment, svokallað markað skemmtiefni, væri að ræða. Í apríl bárust fréttir af stolinni bronsstyttu, styttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar Snorra, sem ber heitið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Kristján Guðjónsson hitti listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur og ræddi við þær um verk þeirra fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Styttuþjófnaðurinn og verkið voru sennilega með umdeildari listgjörningum á árinu sem er að líða. Davíð Roach flutti pistil í október um Fossora, nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur. Davíð var ekki hrifinn af plötunni og í kjölfarið spruttu upp umræður um tónlistargagnrýni og hvort þetta flokkaðist yfirhöfuð sem slík.
12/28/202255 minutes
Episode Artwork

Prins Póló minnst

Við endurflytjum viðtal við tónlistar og myndlistarmanninn Svavar Pétur Eysteinsson, sem féll frá í september eftir baráttu við krabbamein. Svavar Pétur, Prins Póló kom í viðtal í Lestina þann 25.ágúst síðastliðinn, en þá var sýningin Hvernig ertu? í Gerðubergi að klárast og samhliða henni hafði hann gefið út samnefnda 6 laga stuttskífu. Við ræddum fortíð, nútíð og framtíð Prinsins, inn á milli þess sem við heyrðum lög sem hann valdi.
12/27/20220
Episode Artwork

Prins Póló minnst

Við endurflytjum viðtal við tónlistar og myndlistarmanninn Svavar Pétur Eysteinsson, sem féll frá í september eftir baráttu við krabbamein. Svavar Pétur, Prins Póló kom í viðtal í Lestina þann 25.ágúst síðastliðinn, en þá var sýningin Hvernig ertu? í Gerðubergi að klárast og samhliða henni hafði hann gefið út samnefnda 6 laga stuttskífu. Við ræddum fortíð, nútíð og framtíð Prinsins, inn á milli þess sem við heyrðum lög sem hann valdi.
12/27/202255 minutes
Episode Artwork

Kysstu Messi, Jólablót, bækurnar sem eru alltaf til

Stysti dagur ársins var í gær og, vetrarsólhvörf, hin forna hátíð ljóssins. Alda Vala Ásdísardóttir Hvammsverjagoði lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á Jólablót Ásatrúarfélagsins sem fór fram í gær, hún kom í Lestina og við byrjuðum á því að fá hana til að útskýra hvernig þetta virkar með með goðana og goðorðin. Á sunnudaginn fögnuðu íbúar Argentínu, og heimsbyggðin með þeim, er þeir tryggðu sér sigur á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir, var stödd í Argentínu meðan mótið stóð yfir. Hún lýsir ógleymanlegum stundum frá mótinu og óþrjótandi fótboltaást íbúa Argentínu. Anna Gyða Sigurgísladóttir er með hugann við mergð sagna og sjónarhorna sem sveima í kringum okkur allan liðlangan daginn. Hún fer á stúfana og spyr gesti og gangandi: Hvað ertu að hugsa einmitt núna? Viðmælendi hennar að þessu sinni er Áróra Sif Sigurðardóttir.
12/22/20220
Episode Artwork

Kysstu Messi, Jólablót, bækurnar sem eru alltaf til

Stysti dagur ársins var í gær og, vetrarsólhvörf, hin forna hátíð ljóssins. Alda Vala Ásdísardóttir Hvammsverjagoði lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á Jólablót Ásatrúarfélagsins sem fór fram í gær, hún kom í Lestina og við byrjuðum á því að fá hana til að útskýra hvernig þetta virkar með með goðana og goðorðin. Á sunnudaginn fögnuðu íbúar Argentínu, og heimsbyggðin með þeim, er þeir tryggðu sér sigur á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir, var stödd í Argentínu meðan mótið stóð yfir. Hún lýsir ógleymanlegum stundum frá mótinu og óþrjótandi fótboltaást íbúa Argentínu. Anna Gyða Sigurgísladóttir er með hugann við mergð sagna og sjónarhorna sem sveima í kringum okkur allan liðlangan daginn. Hún fer á stúfana og spyr gesti og gangandi: Hvað ertu að hugsa einmitt núna? Viðmælendi hennar að þessu sinni er Áróra Sif Sigurðardóttir.
12/22/202255 minutes
Episode Artwork

Mæðraveldi, gotneskt raunsæi, jólakæró

Bókin Allt sem við misstum í eldinum, smásagnasafn argentínska rithöfundarins Mariana Enriquez, kom út hjá Angústúru á þessu ári. Í bókinni er að finna lýsingar á argentínsku lífi, sögur sem varpa ljósi fátækt, stéttaskiptingu, neyslu og heimilisleysi. Í bakgrunni eru ofbeldisverk fyrri kynslóða, og það liggur alltaf eitthvað drungalegt í loftinu. Ungt fólk glímir við óhugnanlegan innri og ytri veruleika, sér sýnir og verður vitni að hryllingi, ímynduðum eða raunverulegum, það er aldrei alveg víst hvort það er. Við sláum á þráðinn til þýðanda bókarinnar, rithöfundarins og útvarpsmannsins, Jóns Halls Stefánssonar. Hljómsveitin Mæðraveldið leikur grúvaða hip hop tónlist þar sem ýmislegt blandast saman, meðal annars suðræn áhrif og textar sem taka á mikilvægum málefnum. Meðlimir sveitarinnar eru rapparinn og taktasmiðurinn Eyjólfur Eyvindarson, betur þekktur sem Sesar A, Margrét Thoroddsen, söngkona og hljómborðsleikari og Þórdís Claessen sem leikur á bassa. Eyrún Lóa Eiríksdóttir rýnir í ítalska jólaþætti Ég hata jólin, Odio il Natale, þar sem viðfangið jólakærasti er í brennidepli.
12/21/20220
Episode Artwork

Mæðraveldi, gotneskt raunsæi, jólakæró

Bókin Allt sem við misstum í eldinum, smásagnasafn argentínska rithöfundarins Mariana Enriquez, kom út hjá Angústúru á þessu ári. Í bókinni er að finna lýsingar á argentínsku lífi, sögur sem varpa ljósi fátækt, stéttaskiptingu, neyslu og heimilisleysi. Í bakgrunni eru ofbeldisverk fyrri kynslóða, og það liggur alltaf eitthvað drungalegt í loftinu. Ungt fólk glímir við óhugnanlegan innri og ytri veruleika, sér sýnir og verður vitni að hryllingi, ímynduðum eða raunverulegum, það er aldrei alveg víst hvort það er. Við sláum á þráðinn til þýðanda bókarinnar, rithöfundarins og útvarpsmannsins, Jóns Halls Stefánssonar. Hljómsveitin Mæðraveldið leikur grúvaða hip hop tónlist þar sem ýmislegt blandast saman, meðal annars suðræn áhrif og textar sem taka á mikilvægum málefnum. Meðlimir sveitarinnar eru rapparinn og taktasmiðurinn Eyjólfur Eyvindarson, betur þekktur sem Sesar A, Margrét Thoroddsen, söngkona og hljómborðsleikari og Þórdís Claessen sem leikur á bassa. Eyrún Lóa Eiríksdóttir rýnir í ítalska jólaþætti Ég hata jólin, Odio il Natale, þar sem viðfangið jólakærasti er í brennidepli.
12/21/202255 minutes
Episode Artwork

Kúltúrbörn: Auður Jónsdóttir og Eiríkur Örn Norðdahl

Auður Jónsdóttir og Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundar ræða kúltúrbörn, menningarauðmagn og bókaútgáfu. Í vikunni hafa líflegar umræður átt sér stað á netinu í kjölfar bloggfærslu Berglindar Óskar, rithöfundar, sem gagnrýndi Bókablað Stundarinnar sem Auður ritstýrir. Ásdís Sól Ágústsdóttir segir frá bresk-mexíkósku listakonunni Leonora Carrington og bók hennar The Hearing Trumpet.
12/20/20220
Episode Artwork

Kúltúrbörn: Auður Jónsdóttir og Eiríkur Örn Norðdahl

Auður Jónsdóttir og Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundar ræða kúltúrbörn, menningarauðmagn og bókaútgáfu. Í vikunni hafa líflegar umræður átt sér stað á netinu í kjölfar bloggfærslu Berglindar Óskar, rithöfundar, sem gagnrýndi Bókablað Stundarinnar sem Auður ritstýrir. Ásdís Sól Ágústsdóttir segir frá bresk-mexíkósku listakonunni Leonora Carrington og bók hennar The Hearing Trumpet.
12/20/202253 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Messi í svartri skikkju, jólaálfur, áhrif gagnabjögunar á mannréttindi

Lið Argentínu stóð uppi sem sigurvegarar eftir æsispennandi leik á móti Frökkum og í leiðinni var ferill argentínska fótboltamannsins, Lionel Messi fullkomnaður. Við ræðum Messi og svörtu skikkjuna sem hann var klæddur í er hann tók á móti bikarnum við Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði. Assa Borg Þórðardóttir veltir því fyrir sér hvað það kosti að halda jól hátíðleg á Íslandi, nú þegar aðventudagatölum fer ört fjölgandi, 13 jólasveinar gefa í skóinn og glæný fígúra hefur bæst í hópinn, Elf on the shelf. Íslendingar hafa tekið upp bandarískan sið, þar sem lítill jólaálfur gerir prakkarastrik meðan börnin sofa. Og jólaundirbúningurinn verður fyrir vikið, flóknari fyrir foreldra. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir flytur sinn þriðja pistil um fötlun og tækni. Að þessu sinni skoðar hún áhrif gagnabjögunar á mannréttindi.
12/19/20220
Episode Artwork

Messi í svartri skikkju, jólaálfur, áhrif gagnabjögunar á mannréttindi

Lið Argentínu stóð uppi sem sigurvegarar eftir æsispennandi leik á móti Frökkum og í leiðinni var ferill argentínska fótboltamannsins, Lionel Messi fullkomnaður. Við ræðum Messi og svörtu skikkjuna sem hann var klæddur í er hann tók á móti bikarnum við Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði. Assa Borg Þórðardóttir veltir því fyrir sér hvað það kosti að halda jól hátíðleg á Íslandi, nú þegar aðventudagatölum fer ört fjölgandi, 13 jólasveinar gefa í skóinn og glæný fígúra hefur bæst í hópinn, Elf on the shelf. Íslendingar hafa tekið upp bandarískan sið, þar sem lítill jólaálfur gerir prakkarastrik meðan börnin sofa. Og jólaundirbúningurinn verður fyrir vikið, flóknari fyrir foreldra. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir flytur sinn þriðja pistil um fötlun og tækni. Að þessu sinni skoðar hún áhrif gagnabjögunar á mannréttindi.
12/19/202255 minutes
Episode Artwork

Ófáanleg Hringadróttinssaga, hefnd SZA, bestu kvikmyndir allra tíma

Hringadróttinssaga eftir J.R.R. Tolkien hefur ekki verið fáanleg í íslenskri þýðingu um árabil. Í þætti dagsins reynum við að komast að því hvað veldur því að þessar geysivinsælu bækur eru horfnar úr bókabúðum hér á Íslandi. Guðrún Elsa Bragadóttir, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar lá andvaka yfir nýjum lista, frá Sight and Sound yfir bestu myndir allra tíma. Hún veltir fyrir sér tilgangi slíkra lista, fyrir hvern þeir eru gerðir og hvaða hugmyndum, fagurfræði og hópum þeir hampa. Listinn hefur komið út með 10 ára fresti frá því árið 1952, þannig að þetta er alltaf svolítill viðburður. Nýi listinn hefur vakið miklar umræður vegna þess að það eru óvenju miklar breytingar á honum síðan síðast, meiri fjölbreytileiki og mynd eftir konu í fyrsta sæti. Bandaríska tónlistarkonan SZA hefur látið aðdáendur sína bíða lengi eftir nýrri plötu en komin eru 5 ár síðan platan CTRL kom út. Platan SOS kom út þann 9. desember síðastliðinn, og SZA syngur einlægt og opinskátt um mótsagnakenndan veruleika ungra sjálfstæðra kvenna.
12/15/20220
Episode Artwork

Ófáanleg Hringadróttinssaga, hefnd SZA, bestu kvikmyndir allra tíma

Hringadróttinssaga eftir J.R.R. Tolkien hefur ekki verið fáanleg í íslenskri þýðingu um árabil. Í þætti dagsins reynum við að komast að því hvað veldur því að þessar geysivinsælu bækur eru horfnar úr bókabúðum hér á Íslandi. Guðrún Elsa Bragadóttir, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar lá andvaka yfir nýjum lista, frá Sight and Sound yfir bestu myndir allra tíma. Hún veltir fyrir sér tilgangi slíkra lista, fyrir hvern þeir eru gerðir og hvaða hugmyndum, fagurfræði og hópum þeir hampa. Listinn hefur komið út með 10 ára fresti frá því árið 1952, þannig að þetta er alltaf svolítill viðburður. Nýi listinn hefur vakið miklar umræður vegna þess að það eru óvenju miklar breytingar á honum síðan síðast, meiri fjölbreytileiki og mynd eftir konu í fyrsta sæti. Bandaríska tónlistarkonan SZA hefur látið aðdáendur sína bíða lengi eftir nýrri plötu en komin eru 5 ár síðan platan CTRL kom út. Platan SOS kom út þann 9. desember síðastliðinn, og SZA syngur einlægt og opinskátt um mótsagnakenndan veruleika ungra sjálfstæðra kvenna.
12/15/202255 minutes
Episode Artwork

Glósur úr Hegel fyrirlestri, heimsókn á nytjamarkað

Við förum í ferðalag með Önnu Gyðu Sigurgísladóttur sem er um þessar mundir með hugann við mergð sagna og sjónarhorna sem sveima í kringum okkur allan liðlangan daginn. Hún fer á stúfana og spyr gesti og gangandi: Hvað ertu að hugsa einmitt núna? Í dag lítur hún inn á nytjamarkað í Austurveri og ræðir við forstöðumanninn þar, Karl Jónas Gíslason. Á dögunum fundust um 4000 blaðsíður af glósum nemanda við Heidelberg háskóla frá árunum 1816-1818. Nemi þessi sat fyrirlestra þýska heimspekingsins G. W. F. Hegel sem eru taldir vera með þeim fyrstu sem hann hélt. Hegel er einn nafntogaðasti heimspekingur evrópskrar hugmyndasögu, sennilega sá áhrifamesti og oft sagður sá torskildasti líka. Við ræðum við Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, um þessar ný-uppgötvuðu glósur og hvað þær gætu þýtt fyrir skilning okkar á Hegel.
12/14/20220
Episode Artwork

Glósur úr Hegel fyrirlestri, heimsókn á nytjamarkað

Við förum í ferðalag með Önnu Gyðu Sigurgísladóttur sem er um þessar mundir með hugann við mergð sagna og sjónarhorna sem sveima í kringum okkur allan liðlangan daginn. Hún fer á stúfana og spyr gesti og gangandi: Hvað ertu að hugsa einmitt núna? Í dag lítur hún inn á nytjamarkað í Austurveri og ræðir við forstöðumanninn þar, Karl Jónas Gíslason. Á dögunum fundust um 4000 blaðsíður af glósum nemanda við Heidelberg háskóla frá árunum 1816-1818. Nemi þessi sat fyrirlestra þýska heimspekingsins G. W. F. Hegel sem eru taldir vera með þeim fyrstu sem hann hélt. Hegel er einn nafntogaðasti heimspekingur evrópskrar hugmyndasögu, sennilega sá áhrifamesti og oft sagður sá torskildasti líka. Við ræðum við Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, um þessar ný-uppgötvuðu glósur og hvað þær gætu þýtt fyrir skilning okkar á Hegel.
12/14/202255 minutes
Episode Artwork

Angelo Badalamenti, Gervigreindarlist

Í gær bárust fréttir af andláti tónskáldsins Angelo Badalamenti sem átti afar langan og farsælan feril að baki. Við förum yfir feril hans og ræðum við tónlistarmanninn Úlf Eldjárn, sem er með hljómborðið með í för, og útskýrir hvers vegna Twin Peaks tónlistin, þemalag Lauru Palmer, er svona drungalegt. Við rifjum upp viðtal sem Kristján Guðjónsson tók í janúar fyrr á þessu ári ræðir við tölvunarfræðinginn Hafstein Einarsson, um gervigreindarlist, en nú hefur nánast önnur hver manneskja á samfélagsmiðlum sótt sér forritið Lensa AI og látið gervigreind teikna af sér andlitsmyndir í fantasíu-stíl.
12/13/20220
Episode Artwork

Angelo Badalamenti, Gervigreindarlist

Í gær bárust fréttir af andláti tónskáldsins Angelo Badalamenti sem átti afar langan og farsælan feril að baki. Við förum yfir feril hans og ræðum við tónlistarmanninn Úlf Eldjárn, sem er með hljómborðið með í för, og útskýrir hvers vegna Twin Peaks tónlistin, þemalag Lauru Palmer, er svona drungalegt. Við rifjum upp viðtal sem Kristján Guðjónsson tók í janúar fyrr á þessu ári ræðir við tölvunarfræðinginn Hafstein Einarsson, um gervigreindarlist, en nú hefur nánast önnur hver manneskja á samfélagsmiðlum sótt sér forritið Lensa AI og látið gervigreind teikna af sér andlitsmyndir í fantasíu-stíl.
12/13/202255 minutes
Episode Artwork

Margarethe von Trotta, fiðluteknó, jólalög sem eru ekki jólalög

Við kynnum okkur þýska kvikmyndaleikstjórann Margarethe von Trotta sem fékk á laugardag heiðursverðlaun evrópsku kvikmyndaakademíunnar á evrópsku kvikmyndahátíðinni sem haldin var í Hörpu. Von Trotta á langan og merkan feril í þýskri kvikmyndagerð og er þekkt fyrir femínískan undirtón í verkum sínum og fyrir að skapa sterkar kvenpersónur í þeim. Guðni Tómasson segir frá. Gígja Jónsdóttir og Pétur Eggertsson skipa fiðluteknó-gjörninga tvíeykið Geigen. Geigen hefur verið starfandi síðan 2018 og staðið fyrir fjölda tónleika og sýninga, en það nýjasta er samstarfsverkefni með Íslenska dansflokknum. Í Borgarleikhúsinu má sjá Litla sviðið umbreytast í dansklúbb í þáttökuverkinu Geigengeist sem var sýnt í haust, og verður sýnt einu sinni enn í lok vikunnar. Við förum til fundar við þau Gígju og Pétur í vinnurými þeirra í Skeljanesi. Ásdís Sól Ágústsdóttir setur Parsley, Sage, Rosemary and Thyme, með Simon & Garfunkel á fóninn og veltir fyrir sér jólalögum sem eru ekki jólalög.
12/12/20220
Episode Artwork

Margarethe von Trotta, fiðluteknó, jólalög sem eru ekki jólalög

Við kynnum okkur þýska kvikmyndaleikstjórann Margarethe von Trotta sem fékk á laugardag heiðursverðlaun evrópsku kvikmyndaakademíunnar á evrópsku kvikmyndahátíðinni sem haldin var í Hörpu. Von Trotta á langan og merkan feril í þýskri kvikmyndagerð og er þekkt fyrir femínískan undirtón í verkum sínum og fyrir að skapa sterkar kvenpersónur í þeim. Guðni Tómasson segir frá. Gígja Jónsdóttir og Pétur Eggertsson skipa fiðluteknó-gjörninga tvíeykið Geigen. Geigen hefur verið starfandi síðan 2018 og staðið fyrir fjölda tónleika og sýninga, en það nýjasta er samstarfsverkefni með Íslenska dansflokknum. Í Borgarleikhúsinu má sjá Litla sviðið umbreytast í dansklúbb í þáttökuverkinu Geigengeist sem var sýnt í haust, og verður sýnt einu sinni enn í lok vikunnar. Við förum til fundar við þau Gígju og Pétur í vinnurými þeirra í Skeljanesi. Ásdís Sól Ágústsdóttir setur Parsley, Sage, Rosemary and Thyme, með Simon & Garfunkel á fóninn og veltir fyrir sér jólalögum sem eru ekki jólalög.
12/12/202254 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Staupasteinn, rúnturinn, uppruni Kísildalsins

Efir fráfall leikkonunnar bandarísku Kirstie Alley í byrjun viku voru þættirnir Staupasteinn eflaust ofarlega í huga margra. Kirstie Alley lék framakonunna Rebeccu Howe sem er kynnt til sögunnar í sjöttu seríu Cheers, og margir telja þessa innkomu hennar í þættina hafa gert það að verkum að þeir lifðu svo lengi í viðbót. Við fengum dyggan Cheers aðdáanda, Bjarna Gaut Tómasson, til að segja frá Alley og þáttunum, sem hann kallaði vináttu-hermi. Við áhorf á Staupasteini líði manni eins og maður sé staddur á bar með vinum sínum. Við veltum fyrir okkur list og dreifingarleiðum listar og einokunarstöðu fyrirtækja á borð við Amazon. Jóhannes Ólafsson segir frá. Patrekur Björgvinsson býður okkur á rúntinn með sér á Akranesi og veltir því fyrir sér menningarfyrirbærinu, og manndómsvígslunni sem rúnturinn er. Viðar Freyr Guðmundsson segir söguna af William Shockley, manninum sem fann upp transistorinn og bjó óvart til Kísildalinn.
12/8/20220
Episode Artwork

Staupasteinn, rúnturinn, uppruni Kísildalsins

Efir fráfall leikkonunnar bandarísku Kirstie Alley í byrjun viku voru þættirnir Staupasteinn eflaust ofarlega í huga margra. Kirstie Alley lék framakonunna Rebeccu Howe sem er kynnt til sögunnar í sjöttu seríu Cheers, og margir telja þessa innkomu hennar í þættina hafa gert það að verkum að þeir lifðu svo lengi í viðbót. Við fengum dyggan Cheers aðdáanda, Bjarna Gaut Tómasson, til að segja frá Alley og þáttunum, sem hann kallaði vináttu-hermi. Við áhorf á Staupasteini líði manni eins og maður sé staddur á bar með vinum sínum. Við veltum fyrir okkur list og dreifingarleiðum listar og einokunarstöðu fyrirtækja á borð við Amazon. Jóhannes Ólafsson segir frá. Patrekur Björgvinsson býður okkur á rúntinn með sér á Akranesi og veltir því fyrir sér menningarfyrirbærinu, og manndómsvígslunni sem rúnturinn er. Viðar Freyr Guðmundsson segir söguna af William Shockley, manninum sem fann upp transistorinn og bjó óvart til Kísildalinn.
12/8/202255 minutes
Episode Artwork

Flugeldaræktun, tilviljanatré og slöngutemjari

Listamennirnir Halldór Eldjárn og Sigga Soffía eru bæði innblásin af plöntum og blómum í sinni sköpun. Halldór á sýningunni Flora Inorganica í gallerý STAK við Hverfisgötu og Sigga Soffía í verkinu Eldblóm - dansverk fyrir flugelda og flóru sem leiðir saman flugelda og blóm. Við ræðum við þau um plöntur, listsköpun og umhverfismál í Lest dagsins. Anna Gyða Sigurgísladóttir er með hugann við mergð þeirra sagna og sjónarhorna sem sveima í kringum okkur allan liðlangan daginn. Hún fer á stúfana og spyr gesti og gangandi: Hvað ertu að hugsa einmitt núna? Í dag kemur Anna við á á N1 Stóragerði og ræðir hún við Pétur Guðmundsson slöngutemjara, eins og hann kallar sig sjálfur. Og við heyrum upplestur úr bókinni Greni, jóla-örsögur ritlistarnema.
12/7/20220
Episode Artwork

Flugeldaræktun, tilviljanatré og slöngutemjari

Listamennirnir Halldór Eldjárn og Sigga Soffía eru bæði innblásin af plöntum og blómum í sinni sköpun. Halldór á sýningunni Flora Inorganica í gallerý STAK við Hverfisgötu og Sigga Soffía í verkinu Eldblóm - dansverk fyrir flugelda og flóru sem leiðir saman flugelda og blóm. Við ræðum við þau um plöntur, listsköpun og umhverfismál í Lest dagsins. Anna Gyða Sigurgísladóttir er með hugann við mergð þeirra sagna og sjónarhorna sem sveima í kringum okkur allan liðlangan daginn. Hún fer á stúfana og spyr gesti og gangandi: Hvað ertu að hugsa einmitt núna? Í dag kemur Anna við á á N1 Stóragerði og ræðir hún við Pétur Guðmundsson slöngutemjara, eins og hann kallar sig sjálfur. Og við heyrum upplestur úr bókinni Greni, jóla-örsögur ritlistarnema.
12/7/202255 minutes
Episode Artwork

Orð ársins, tungumál sértrúarhópa, Wednesday

Erum við öll í sértrúarsöfnuði? Við fjöllum um bókina Cultish: The Language of Fanaticism (Sértrúartal - Tungumál öfga) eftir Amöndu Montell frá 2021. Montell er rithöfundur og menntuð í málvísindum, búsett í LA. Hefur gert það mjög gott á ritvellinum í flokki óskáldaðra bóka. Bækurnar hennar Wordslut og Cultish hafa getið sér gott orð. Þar dregur Montell fram það sem einkennir költ eða sértrúarhóp, allt frá þeim hrikalegustu yfir í líkamsræktarhreyfingar. Grunnurinn að þessu öllu, segir Montell er tungumálið. Orðræða, kóðar og frasar sem heilla fólk í leit að einhversskonar griðarstað, í leit að samfélagi. Ef til vill býr þetta í okkur öllum og költ-myndun er sammannleg reynsla, bæði til góðs og ills. Eyrún Lóa Eiríksdóttir rýnir í hina vinsælu Netflix-þætti Wednesday, sem fjalla um Wednesday Addams, persónu í söguheim Addams fjölskyldunnar. Wednesday er í mennntaskóla. Wednesday þáttunum er lýst á Netflix sem gamanhrollvekju og eru skrifaðir inn í ákveðna satíru sem hefur einkennt Addams fjölskylduna frá upphafi. Það kveður við nýjan og nokkuð alvarlegri tón þar sem talað er undir rós um samfélagsástandið í Bandaríkjunum, þ.e. stöðu ungmenna á jaðrinum, fordóma, útskúfun, ofbeldi og einelti gagnvart þeim sem víkja frá því sem telst eðlilegt. Við kynnum okkur orð ársins samkvæmt Oxford-orðabókinni, goblin mode sem tilkynnt var um í gær, og ræðum val á orði ársins við málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins, Önnu Sigríði Þráinsdóttur.
12/6/20220
Episode Artwork

Orð ársins, tungumál sértrúarhópa, Wednesday

Erum við öll í sértrúarsöfnuði? Við fjöllum um bókina Cultish: The Language of Fanaticism (Sértrúartal - Tungumál öfga) eftir Amöndu Montell frá 2021. Montell er rithöfundur og menntuð í málvísindum, búsett í LA. Hefur gert það mjög gott á ritvellinum í flokki óskáldaðra bóka. Bækurnar hennar Wordslut og Cultish hafa getið sér gott orð. Þar dregur Montell fram það sem einkennir költ eða sértrúarhóp, allt frá þeim hrikalegustu yfir í líkamsræktarhreyfingar. Grunnurinn að þessu öllu, segir Montell er tungumálið. Orðræða, kóðar og frasar sem heilla fólk í leit að einhversskonar griðarstað, í leit að samfélagi. Ef til vill býr þetta í okkur öllum og költ-myndun er sammannleg reynsla, bæði til góðs og ills. Eyrún Lóa Eiríksdóttir rýnir í hina vinsælu Netflix-þætti Wednesday, sem fjalla um Wednesday Addams, persónu í söguheim Addams fjölskyldunnar. Wednesday er í mennntaskóla. Wednesday þáttunum er lýst á Netflix sem gamanhrollvekju og eru skrifaðir inn í ákveðna satíru sem hefur einkennt Addams fjölskylduna frá upphafi. Það kveður við nýjan og nokkuð alvarlegri tón þar sem talað er undir rós um samfélagsástandið í Bandaríkjunum, þ.e. stöðu ungmenna á jaðrinum, fordóma, útskúfun, ofbeldi og einelti gagnvart þeim sem víkja frá því sem telst eðlilegt. Við kynnum okkur orð ársins samkvæmt Oxford-orðabókinni, goblin mode sem tilkynnt var um í gær, og ræðum val á orði ársins við málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins, Önnu Sigríði Þráinsdóttur.
12/6/202255 minutes
Episode Artwork

Á ferð með mömmu, Randalín og Mundi, vinnumarkaður framtíðarinnar

Saga Garðarsdóttir, leikkona og Þórdís Gísladóttir, rithöfundur, skrifuðu jóladagatalið, Randalín og Mundi: Dagar í desember, ásamt Ilmi Kristjánsdóttur. Silja Hauksdóttir leikstýrði þessu fyrsta íslenska jóladagatali síðan 2008. Saga og Þórdís komu í heimsókn í Lestina og ræddu muninn á því að skrifa fyrir fullorðna og börn, jólaboðskapinn og prakkarastrik. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir mun flytja pistla næstu vikurnar sem fjalla um tækni og fötlun. Að þessu sinni veltir hún fyrir sér gervigreind, Amazon fyrirtækinu, vinnumarkaði framtíðarinnar og stöðu fatlaðs fólks á honum. Kvikmyndahátíðin Tallinn Black Nights Film Festival, eða Pöff, í Eistlandi fór fram á dögunum og hlaut íslensk kvikmynd aðalverðlaunin, Á ferð með mömmu í leikstjórn Hilmars Oddssonar. Með kvikmyndinni Á ferð með mömmu snýr Hilmar Oddsson aftur í leikstjórastólinn eftir langt hlé en síðasta kvikmynd sem hann sendi frá sér var Desember sem kom út árið 2009. Á ferð með mömmu er svört kómedía sem fjallar um umskipti í lífi manns eftir að móðir hans fellur frá. Hilmar kíkti í Lestina ásamt aðalleikara myndarinnar, Þresti Leó Gunnarssyni.
12/5/20220
Episode Artwork

Á ferð með mömmu, Randalín og Mundi, vinnumarkaður framtíðarinnar

Saga Garðarsdóttir, leikkona og Þórdís Gísladóttir, rithöfundur, skrifuðu jóladagatalið, Randalín og Mundi: Dagar í desember, ásamt Ilmi Kristjánsdóttur. Silja Hauksdóttir leikstýrði þessu fyrsta íslenska jóladagatali síðan 2008. Saga og Þórdís komu í heimsókn í Lestina og ræddu muninn á því að skrifa fyrir fullorðna og börn, jólaboðskapinn og prakkarastrik. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir mun flytja pistla næstu vikurnar sem fjalla um tækni og fötlun. Að þessu sinni veltir hún fyrir sér gervigreind, Amazon fyrirtækinu, vinnumarkaði framtíðarinnar og stöðu fatlaðs fólks á honum. Kvikmyndahátíðin Tallinn Black Nights Film Festival, eða Pöff, í Eistlandi fór fram á dögunum og hlaut íslensk kvikmynd aðalverðlaunin, Á ferð með mömmu í leikstjórn Hilmars Oddssonar. Með kvikmyndinni Á ferð með mömmu snýr Hilmar Oddsson aftur í leikstjórastólinn eftir langt hlé en síðasta kvikmynd sem hann sendi frá sér var Desember sem kom út árið 2009. Á ferð með mömmu er svört kómedía sem fjallar um umskipti í lífi manns eftir að móðir hans fellur frá. Hilmar kíkti í Lestina ásamt aðalleikara myndarinnar, Þresti Leó Gunnarssyni.
12/5/202255 minutes
Episode Artwork

Ástarkraftur, Balenciaga, Ungfrú Ísland

Við heyrum fyrstu tvær jóla-örsögur ritlistarnema, sem verða fluttar í Lestinni fram að jólum. Assa Borg Þórðardóttir kynnti sér samsæriskenningarnar sem hafa sprottið upp í sambandi við tískurisann Balenciaga. Þar sem koma fyrir börn, BDSM og bangsar. Þann 2. desember verður doktor Anna Guðrún Jónasdóttir áttræð. Af því tilefni flytur Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands pistil og les úr doktorsritgerð þessarar merku konu, sem fjallar um ástarkraftinn. Davíð Roach hlustaði á Ungfrú Ísland, nýju plötu hljómsveitarinnar Kvikindi.
12/1/20220
Episode Artwork

Ástarkraftur, Balenciaga, Ungfrú Ísland

Við heyrum fyrstu tvær jóla-örsögur ritlistarnema, sem verða fluttar í Lestinni fram að jólum. Assa Borg Þórðardóttir kynnti sér samsæriskenningarnar sem hafa sprottið upp í sambandi við tískurisann Balenciaga. Þar sem koma fyrir börn, BDSM og bangsar. Þann 2. desember verður doktor Anna Guðrún Jónasdóttir áttræð. Af því tilefni flytur Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands pistil og les úr doktorsritgerð þessarar merku konu, sem fjallar um ástarkraftinn. Davíð Roach hlustaði á Ungfrú Ísland, nýju plötu hljómsveitarinnar Kvikindi.
12/1/202253 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Telegram, Hatching, She Said og bjórsalar fyrri alda

Guðrún Elsa Bragadóttir rýnir í tvær kvikmyndir, hrollvekjuna Hatching og blaðamennskudramað She Said. Við kynnum okkur forritið Telegram og rýnum í það með tilliti til auglýsingagerðar og fagurfræði. Rætt er við Sigurð Oddson, grafískan hönnuð og Kristján Hjálmarsson, framkvæmdastjóra H:N markaðssamskipta. Steinunn Sigþrúðar Jónsdóttir segir frá bjórsölum fyrri alda.
11/30/20220
Episode Artwork

Telegram, Hatching, She Said og bjórsalar fyrri alda

Guðrún Elsa Bragadóttir rýnir í tvær kvikmyndir, hrollvekjuna Hatching og blaðamennskudramað She Said. Við kynnum okkur forritið Telegram og rýnum í það með tilliti til auglýsingagerðar og fagurfræði. Rætt er við Sigurð Oddson, grafískan hönnuð og Kristján Hjálmarsson, framkvæmdastjóra H:N markaðssamskipta. Steinunn Sigþrúðar Jónsdóttir segir frá bjórsölum fyrri alda.
11/30/202255 minutes
Episode Artwork

Ljósmyndarinn Viðar Logi, lokaorð um fótbolta, rappari í ástarsorg

Ljósmyndarinn Viðar Logi er búsettur í London um þessar mundir. Hann hefur vakið athygli fyrir listrænar og skemmtilegar myndir, sem hafa margar ratað á síður þekktra tískutímarita á borð við Vogue. Hann tók ljósmyndina sem prýðir plötuumslag nýjustu plötu Bjarkar, Fossora og leikstýrði tónlistarmyndbandi fyrir hana við lagið Atopos, af sömu plötu. Það er óhætt að segja að hann sé með tilkomumikla ferilskrá þrátt fyrir ungan aldur, við hringjum til London. Viktoría Blöndal flytur sinn síðasta pistil um fótboltaást, og veltir því fyrir sér hver megi taka pláss í umræðum um fótbolta. Við heyrum nýja tónlist með rapparanum breska Stormzy, sem sendi frá sér nýja plötu á dögunum, This is what I mean.
11/29/20220
Episode Artwork

Ljósmyndarinn Viðar Logi, lokaorð um fótbolta, rappari í ástarsorg

Ljósmyndarinn Viðar Logi er búsettur í London um þessar mundir. Hann hefur vakið athygli fyrir listrænar og skemmtilegar myndir, sem hafa margar ratað á síður þekktra tískutímarita á borð við Vogue. Hann tók ljósmyndina sem prýðir plötuumslag nýjustu plötu Bjarkar, Fossora og leikstýrði tónlistarmyndbandi fyrir hana við lagið Atopos, af sömu plötu. Það er óhætt að segja að hann sé með tilkomumikla ferilskrá þrátt fyrir ungan aldur, við hringjum til London. Viktoría Blöndal flytur sinn síðasta pistil um fótboltaást, og veltir því fyrir sér hver megi taka pláss í umræðum um fótbolta. Við heyrum nýja tónlist með rapparanum breska Stormzy, sem sendi frá sér nýja plötu á dögunum, This is what I mean.
11/29/202255 minutes
Episode Artwork

Hið ósagða, kámugur snertiskjár og sovéska rokksenan

Rætt er við myndlistarmanninn Sigurð Ámundason sem frumsýnir nýtt leikrit, Hið ósagða, í Tjarnarbíó þann 1. desember, og einn leikara í verkinu, Ólaf Ásgeirsson. Leikritið er óvenjulegt að því leiti að leikarar leika látbragðsleik á sviðinu meðan hljóðupptaka af texta þeirra er flutt. Leikmyndinni er varpað á stórt tjald fyrir aftan leikarana og er útkoman einskonar blanda af gjörningi, leikriti og kvikmynd. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, listfræðingur og starfsmaður Þroskahjálpar, flytur sinn fyrsta pistil í pistlaröð um tækni og fötlun. Að þessu sinni segir hún frá upplifun sinni af pósthúsinu. Við endurflytjum innslag frá apríl 2021 þar sem Kristján Guðjónsson kannar sögu sovésku neðanjarðarrokksenunnar og tilurð safnplötunnar Red Wave. Til að platan gæti orðið að veruleika smyglaði Bandaríska söngkonan Joanna Stingray hljóðfærum, græjum og upptökum yfir landamærin.
11/28/20220
Episode Artwork

Hið ósagða, kámugur snertiskjár og sovéska rokksenan

Rætt er við myndlistarmanninn Sigurð Ámundason sem frumsýnir nýtt leikrit, Hið ósagða, í Tjarnarbíó þann 1. desember, og einn leikara í verkinu, Ólaf Ásgeirsson. Leikritið er óvenjulegt að því leiti að leikarar leika látbragðsleik á sviðinu meðan hljóðupptaka af texta þeirra er flutt. Leikmyndinni er varpað á stórt tjald fyrir aftan leikarana og er útkoman einskonar blanda af gjörningi, leikriti og kvikmynd. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, listfræðingur og starfsmaður Þroskahjálpar, flytur sinn fyrsta pistil í pistlaröð um tækni og fötlun. Að þessu sinni segir hún frá upplifun sinni af pósthúsinu. Við endurflytjum innslag frá apríl 2021 þar sem Kristján Guðjónsson kannar sögu sovésku neðanjarðarrokksenunnar og tilurð safnplötunnar Red Wave. Til að platan gæti orðið að veruleika smyglaði Bandaríska söngkonan Joanna Stingray hljóðfærum, græjum og upptökum yfir landamærin.
11/28/202255 minutes
Episode Artwork

Svörtudagur, ný íslensk ljósmyndabók og þjóðlagasöfnun í nútímanum

Þakkargjörðarhátíðin haldin hátíðleg í dag og önnur innflutt amerísk hátíð haldin hátíðleg á morgun, neysluhátíðin Black Friday, eða Svörtudagur eins og einhverjir eru farnir að kalla hana á íslensku. Við hefjum þáttinn í Smáralindinni. Ný ljósmyndabók Orra Jónssonar "Fangið þitt er svo mjúkt það er eins og lambaull? er fjölskyldusaga, sögð í óræðum, innilegum, stundum abstrakt ljósmyndum, náttúra, borgarlandslag og portrettmyndir frá 30 ára tímabili. Við kíkjum í eldhúsið til Orra og ræðum nýstárlegar tilraunir með frásagnir í ljósmyndabókum. Derek Piotr er bandarískur tilraunatónlistarmaður sem hefur ferðast um heimaland sitt undanfarin ár til að taka upp gömul þjóðlög sem eru aðeins varðveitt í munnlegri geymd. Nú er hann að skipuleggja vinnuferð til Íslands því nú vill hann leggja sitt af mörkum til að varðveita íslenskar rímur og söngva. Þórður Ingi Jónsson jaðarfréttaritari Lestarinnar ræddi við Derek.
11/24/20220
Episode Artwork

Svörtudagur, ný íslensk ljósmyndabók og þjóðlagasöfnun í nútímanum

Þakkargjörðarhátíðin haldin hátíðleg í dag og önnur innflutt amerísk hátíð haldin hátíðleg á morgun, neysluhátíðin Black Friday, eða Svörtudagur eins og einhverjir eru farnir að kalla hana á íslensku. Við hefjum þáttinn í Smáralindinni. Ný ljósmyndabók Orra Jónssonar "Fangið þitt er svo mjúkt það er eins og lambaull? er fjölskyldusaga, sögð í óræðum, innilegum, stundum abstrakt ljósmyndum, náttúra, borgarlandslag og portrettmyndir frá 30 ára tímabili. Við kíkjum í eldhúsið til Orra og ræðum nýstárlegar tilraunir með frásagnir í ljósmyndabókum. Derek Piotr er bandarískur tilraunatónlistarmaður sem hefur ferðast um heimaland sitt undanfarin ár til að taka upp gömul þjóðlög sem eru aðeins varðveitt í munnlegri geymd. Nú er hann að skipuleggja vinnuferð til Íslands því nú vill hann leggja sitt af mörkum til að varðveita íslenskar rímur og söngva. Þórður Ingi Jónsson jaðarfréttaritari Lestarinnar ræddi við Derek.
11/24/202253 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Platmótmæli, Ethel Cain, bíómyndin sem er gerð aftur og aftur og aftur

Þegar myndir á öðrum tungumálum en ensku þykja vel heppnaðar er gjarnan farið í það að endurgera myndina á ensku í Hollywood. Ítalska kvikmyndin Perfetti sconosciuti sem kom út árið 2016 hefur hins vegar farið allt aðra leið, á aðeins sex árum hefur hún verið endurgerð á tugum tungumála og er nú orðin mest endurgerða mynd kvikmyndasögunnar. Eftir áramót verður frumsýnd íslensk endurgerð myndarinnar og nefnist hún Villibráð. Við endurflytjum viðtal við leikstjórann Elsu Maríu Jakobsdóttur og Tyrfing Tyrfingsson sem skrifa handritið. Ásdís Sól Ágústsdóttir rýnir í texta á nýrri plötu tónlistarkonunnar Ethel Cain, Preachers daughter. Salvör Gullbrá flytur hugleiðingu um mótmælaaðgerðir sem eru plat, í tengslum við HM í Katar og tómatsúpugjörning samtakanna Just Stop Oil.
11/23/20220
Episode Artwork

Platmótmæli, Ethel Cain, bíómyndin sem er gerð aftur og aftur og aftur

Þegar myndir á öðrum tungumálum en ensku þykja vel heppnaðar er gjarnan farið í það að endurgera myndina á ensku í Hollywood. Ítalska kvikmyndin Perfetti sconosciuti sem kom út árið 2016 hefur hins vegar farið allt aðra leið, á aðeins sex árum hefur hún verið endurgerð á tugum tungumála og er nú orðin mest endurgerða mynd kvikmyndasögunnar. Eftir áramót verður frumsýnd íslensk endurgerð myndarinnar og nefnist hún Villibráð. Við endurflytjum viðtal við leikstjórann Elsu Maríu Jakobsdóttur og Tyrfing Tyrfingsson sem skrifa handritið. Ásdís Sól Ágústsdóttir rýnir í texta á nýrri plötu tónlistarkonunnar Ethel Cain, Preachers daughter. Salvör Gullbrá flytur hugleiðingu um mótmælaaðgerðir sem eru plat, í tengslum við HM í Katar og tómatsúpugjörning samtakanna Just Stop Oil.
11/23/202255 minutes
Episode Artwork

Fótbolti og pólitík,fótbóltaást og Berglind Ágústsdóttir

Við skoðum pólitískar afstöður og afstöðuleysi, og siðferðislegar spurningar sem vakna þegar horft er á og fjallað um HM í fótbolta karla sem hófst í Katar þann 20. nóvember síðastliðinn. Tónlistar- og myndlistarkonan Berglind Ágústsdóttir hefur gefið út tilraunakennt diskó popp undir eigin nafni í árabil. Í september kom ný plata frá henni, Lost at war, sem hún tileinkar vinum sínum Hauki Hilmarssyni og Jóhanni Jóhannssyni. Við gerð plötunnar vann hún úr erfiðum tilfinningum, sorg og missi, og það kveður við nýjan tón. Lost at war er fyrsta plata Berglindar sem hún gefur út undir listamannsnafninu Siggi Ólafsson, sem er alter-egó listakonunnar. Viktoría Blöndal ræðir við fyrrum atvinnumann í fótbolta, sem glímdi við meiðlsi á ferli sínum, Garðar Gunnlaugsson. Hvað gera fótboltamenn þegar þeir mega ekki og geta ekki spilað. Innslagið er þriðja í röð fjögurra innslaga um fótboltaást.
11/22/20220
Episode Artwork

Fótbolti og pólitík,fótbóltaást og Berglind Ágústsdóttir

Við skoðum pólitískar afstöður og afstöðuleysi, og siðferðislegar spurningar sem vakna þegar horft er á og fjallað um HM í fótbolta karla sem hófst í Katar þann 20. nóvember síðastliðinn. Tónlistar- og myndlistarkonan Berglind Ágústsdóttir hefur gefið út tilraunakennt diskó popp undir eigin nafni í árabil. Í september kom ný plata frá henni, Lost at war, sem hún tileinkar vinum sínum Hauki Hilmarssyni og Jóhanni Jóhannssyni. Við gerð plötunnar vann hún úr erfiðum tilfinningum, sorg og missi, og það kveður við nýjan tón. Lost at war er fyrsta plata Berglindar sem hún gefur út undir listamannsnafninu Siggi Ólafsson, sem er alter-egó listakonunnar. Viktoría Blöndal ræðir við fyrrum atvinnumann í fótbolta, sem glímdi við meiðlsi á ferli sínum, Garðar Gunnlaugsson. Hvað gera fótboltamenn þegar þeir mega ekki og geta ekki spilað. Innslagið er þriðja í röð fjögurra innslaga um fótboltaást.
11/22/202255 minutes
Episode Artwork

Mormónasjónvarp, veggjakrot á Skaga, ósvífin markaðsherferð, latin-bíó

Þóra Tómasdóttir segir frá þáttum sem eiga það allir sameiginlegt að fjalla um mormóna í Bandaríkjunum, Keep Sweet: Pray and Obey, Three Wives, One Husband og Under the Banner of Heaven. Patrekur Björgvinsson hefur verið að pæla í listinni í nærumhverfi sínu, veggjakrotinu á Skipaskaga, sígildum skilaboðum á borð við "Look like Barbie, smoke like Marley". Við ræðum óhefðbundna markaðsherferð rapparanna Drake og 21 savage fyrir plötuna Her Loss. Og við kynnum okkur rómansk-ameríska kvikmyndahátíð í Bíó Paradís.
11/21/20220
Episode Artwork

Mormónasjónvarp, veggjakrot á Skaga, ósvífin markaðsherferð, latin-bíó

Þóra Tómasdóttir segir frá þáttum sem eiga það allir sameiginlegt að fjalla um mormóna í Bandaríkjunum, Keep Sweet: Pray and Obey, Three Wives, One Husband og Under the Banner of Heaven. Patrekur Björgvinsson hefur verið að pæla í listinni í nærumhverfi sínu, veggjakrotinu á Skipaskaga, sígildum skilaboðum á borð við "Look like Barbie, smoke like Marley". Við ræðum óhefðbundna markaðsherferð rapparanna Drake og 21 savage fyrir plötuna Her Loss. Og við kynnum okkur rómansk-ameríska kvikmyndahátíð í Bíó Paradís.
11/21/202255 minutes
Episode Artwork

Lestin Mathöll

Lestin Mathöll hefur opnað. Við kynnnum okkur sögu mathallar-fyrirbærisins á Íslandi. Við ræðum við einn stofnanda mathallarinnar á Hlemmi, sem opnaði á Menningarnótt 2017, sagnfræðiprófessor í Háskóla Íslands sem hefur rannsakað neysluhætti og matarsögu íslendinga, kokk sem hefur rekið veitingastað í mathöll og arkitekt. Við veltum þessu fyrirbæri fyrir okkur útfrá hugmyndum um almenningsrými, millistéttarvæðingu og matarmenningu.
11/17/20220
Episode Artwork

Lestin Mathöll

Lestin Mathöll hefur opnað. Við kynnnum okkur sögu mathallar-fyrirbærisins á Íslandi. Við ræðum við einn stofnanda mathallarinnar á Hlemmi, sem opnaði á Menningarnótt 2017, sagnfræðiprófessor í Háskóla Íslands sem hefur rannsakað neysluhætti og matarsögu íslendinga, kokk sem hefur rekið veitingastað í mathöll og arkitekt. Við veltum þessu fyrirbæri fyrir okkur útfrá hugmyndum um almenningsrými, millistéttarvæðingu og matarmenningu.
11/17/202252 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Yfirtaka ungmenna á RDF, Íslenskt-Indverskt letur, Grammy tilnefningar

Gunnar Vilhjálmsson, grafískur hönnuður rekur indversk-íslenska leturhönnunarfyrirtækið Universal Thirst. Fyrirtækið er tilnefnt til Íslensku Hönnunarverðlaunanna sem verða afhent á morgun. Ásrún Magnúsdóttir, danshöfundur, hefur oft sýnt verk á alþjóðlegu danshátíðinni, Reykjavík Dance Festival. Við hringdum í Ásrúnu, sem er stödd erlendis að leikstýra dansverki, og spurðum út í Litlu Systur, hóp ungmenna sem mun stýra dagskrá í Iðnó á RDF, sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Við rennum yfir Grammy-tilnefningar sem voru tilkynntar í gær og kynnum okkur íranska klifurkonu, Nasim Eshqi, en heimildarmyndin Climbing Iran frá árinu 2020 verður sýnd í Bíó Paradís á fimmtudag.
11/16/20220
Episode Artwork

Yfirtaka ungmenna á RDF, Íslenskt-Indverskt letur, Grammy tilnefningar

Gunnar Vilhjálmsson, grafískur hönnuður rekur indversk-íslenska leturhönnunarfyrirtækið Universal Thirst. Fyrirtækið er tilnefnt til Íslensku Hönnunarverðlaunanna sem verða afhent á morgun. Ásrún Magnúsdóttir, danshöfundur, hefur oft sýnt verk á alþjóðlegu danshátíðinni, Reykjavík Dance Festival. Við hringdum í Ásrúnu, sem er stödd erlendis að leikstýra dansverki, og spurðum út í Litlu Systur, hóp ungmenna sem mun stýra dagskrá í Iðnó á RDF, sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Við rennum yfir Grammy-tilnefningar sem voru tilkynntar í gær og kynnum okkur íranska klifurkonu, Nasim Eshqi, en heimildarmyndin Climbing Iran frá árinu 2020 verður sýnd í Bíó Paradís á fimmtudag.
11/16/202255 minutes
Episode Artwork

I love Dick ögrar feðraveldinu (+ smá fótbolti)

Skáldsagan I love dick eftir nýsjálenska rithöfundinn Chris Kraus kom út fyrir 25 árum og er skrifuð að stærstum hluta í formi bréfa - öll stíluð á sama manninn, Dick. Sögumaður bókarinnar Chris Kraus verður ástfangin af prófessornum Dick - sem hún þekkir varla. Ásamt eiginmanni sínum að skrifa ástarbréf til hans. Þetta er skáldsaga um þrá, ást, samskipti konur og karla, gagnkynhneigð, jaðarsetningu og list, völd og höfnun, þráhyggju og útrás. Bókin er umdeild enda er hún byggð á raunverulegu fólki og raunverulegum aðstæðum. Í Lestinni í dag hringjum við til Los Angeles og ræðum við uppáhalds rithöfund Lóu, Chris Kraus, um feminisma, ástina og Dick. Og í seinni hluta þáttar heldur Viktoría Blöndal áfram að fjalla um fótboltaást í samtímanum. Að þessu sinni pælir hún í Fantasy-fótbolta.
11/15/20220
Episode Artwork

I love Dick ögrar feðraveldinu (+ smá fótbolti)

Skáldsagan I love dick eftir nýsjálenska rithöfundinn Chris Kraus kom út fyrir 25 árum og er skrifuð að stærstum hluta í formi bréfa - öll stíluð á sama manninn, Dick. Sögumaður bókarinnar Chris Kraus verður ástfangin af prófessornum Dick - sem hún þekkir varla. Ásamt eiginmanni sínum að skrifa ástarbréf til hans. Þetta er skáldsaga um þrá, ást, samskipti konur og karla, gagnkynhneigð, jaðarsetningu og list, völd og höfnun, þráhyggju og útrás. Bókin er umdeild enda er hún byggð á raunverulegu fólki og raunverulegum aðstæðum. Í Lestinni í dag hringjum við til Los Angeles og ræðum við uppáhalds rithöfund Lóu, Chris Kraus, um feminisma, ástina og Dick. Og í seinni hluta þáttar heldur Viktoría Blöndal áfram að fjalla um fótboltaást í samtímanum. Að þessu sinni pælir hún í Fantasy-fótbolta.
11/15/202254 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Vinátta konu og hænu, fyrsta fangelsi á Íslandi, rýnt í Band og Brós

Við Lækjartorg stendur reisulegt hvítkalkað hús með gráu þaki, ein elsta og mest einkennandi bygging Reykjavíkurborgar. Þar fyrir utan stendur leiðsögumaður með hóp túrista og útskýrir, þetta er stjórnarráðshúsið, aðsetur æðsta ráðamanns íslensku þjóðarinnar, þarna á ríkisvaldið heima. En saga hússins er undarlegri og blóðugri en túristahópurinn fær að heyra, en það var upphaflega byggt sem fangelsi, fyrsta fangelsi á íslandi. Þessi saga er rakin í n+yrri skáldsögu eftir Hauk Má Helgason, Tugthúsið. Guðrún Elsa Bragadóttir kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar fjallar um tvær ólíkar kvikmyndir, Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur og hinsegin rómantísku gamanmyndina Bros. Svanhvít Júlíusdóttir er ein þeirra listamanna sem munu sýna verk á sviðslistahátíð RDF og Lókal sem hefst á miðvikudag og er fram á sunnudag. Í verkinu sínu Practicing Love gerir hún tilraun til þess að skapa heim byggðan á kærleik og gagnkvæmni í sambandi manns og kjúklings.
11/14/20220
Episode Artwork

Vinátta konu og hænu, fyrsta fangelsi á Íslandi, rýnt í Band og Brós

Við Lækjartorg stendur reisulegt hvítkalkað hús með gráu þaki, ein elsta og mest einkennandi bygging Reykjavíkurborgar. Þar fyrir utan stendur leiðsögumaður með hóp túrista og útskýrir, þetta er stjórnarráðshúsið, aðsetur æðsta ráðamanns íslensku þjóðarinnar, þarna á ríkisvaldið heima. En saga hússins er undarlegri og blóðugri en túristahópurinn fær að heyra, en það var upphaflega byggt sem fangelsi, fyrsta fangelsi á íslandi. Þessi saga er rakin í n+yrri skáldsögu eftir Hauk Má Helgason, Tugthúsið. Guðrún Elsa Bragadóttir kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar fjallar um tvær ólíkar kvikmyndir, Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur og hinsegin rómantísku gamanmyndina Bros. Svanhvít Júlíusdóttir er ein þeirra listamanna sem munu sýna verk á sviðslistahátíð RDF og Lókal sem hefst á miðvikudag og er fram á sunnudag. Í verkinu sínu Practicing Love gerir hún tilraun til þess að skapa heim byggðan á kærleik og gagnkvæmni í sambandi manns og kjúklings.
11/14/202255 minutes
Episode Artwork

Rapparinn Bassi Maraj, Airwaves-yfirferð, Aníta Briem skrifar þætti

Rapparinn Bassi Maraj gaf á dögunum út fimm laga plötu, Fake Bitch. Við ræðum við Bassa um gerð plötunnar, hvernig hann upplifir það að vera hinsegin rappari og meðferð íslenska ríkisins á hælisleitendum, en í laginu Áslaug Arna af plötunni er skotið fast á fyrrum dómsmálaráðherra. Davíð Roach Gunnarsson fór á Airwaves og segir frá því sem hann þar sá, heyrði og upplifði. Þann 12. September síðastliðinn heimsótti Lestin tökustað nýrra íslenskra sjónvarpsþátta. Þetta eru þættir skrifaðir af Aníta Briem auk þess fer hún með aðalhlutverk í þáttunum. Þættirnir eru sambandsdrama um langtímasamband og nefnist Svo lengi sem við lifum. Við fengum að labba um settið, skoða leikmyndina og spjalla við Anítu og leikstjórann Katrínu Björgvinsdóttur.
11/10/20220
Episode Artwork

Rapparinn Bassi Maraj, Airwaves-yfirferð, Aníta Briem skrifar þætti

Rapparinn Bassi Maraj gaf á dögunum út fimm laga plötu, Fake Bitch. Við ræðum við Bassa um gerð plötunnar, hvernig hann upplifir það að vera hinsegin rappari og meðferð íslenska ríkisins á hælisleitendum, en í laginu Áslaug Arna af plötunni er skotið fast á fyrrum dómsmálaráðherra. Davíð Roach Gunnarsson fór á Airwaves og segir frá því sem hann þar sá, heyrði og upplifði. Þann 12. September síðastliðinn heimsótti Lestin tökustað nýrra íslenskra sjónvarpsþátta. Þetta eru þættir skrifaðir af Aníta Briem auk þess fer hún með aðalhlutverk í þáttunum. Þættirnir eru sambandsdrama um langtímasamband og nefnist Svo lengi sem við lifum. Við fengum að labba um settið, skoða leikmyndina og spjalla við Anítu og leikstjórann Katrínu Björgvinsdóttur.
11/10/202255 minutes
Episode Artwork

Særandi bókadómar á Goodreads

Jólabókaflóðið er farið í gang og rithöfundar og útgefendur keppast við að sannfæra íslendinga um að þeirra bók sé einmitt sú sem þeir eigi að kaupa lesa og gefa í jólagjöf. Þeir setja andlit rithöfunda á strætóskýli, setja auglýsingar í blöðin, vonast til þess að gagnrýnendur Kiljunnar dásami verkið, það hljóti tilnefningu til verðlauna, eða að almennir lesendur hrósi henni á netinu, á samfélagsmiðlum eða sérstökum bókasíðum eins og Goodreads. Þátturinn er helgaður vefsíðunni Goodreads, þar sem notendur geta haldið utan um bókalestur sinn, skrifað ummæli og gefið bókum stjörnur, líkt og bókagagnrýnendur. Við heyrum í notendum Goodreads, bæði lesendum og höfundum, en milli þessara tveggja hópa getur skapast óþægileg spenna þegar dómar eru neikvæðir.
11/9/20220
Episode Artwork

Særandi bókadómar á Goodreads

Jólabókaflóðið er farið í gang og rithöfundar og útgefendur keppast við að sannfæra íslendinga um að þeirra bók sé einmitt sú sem þeir eigi að kaupa lesa og gefa í jólagjöf. Þeir setja andlit rithöfunda á strætóskýli, setja auglýsingar í blöðin, vonast til þess að gagnrýnendur Kiljunnar dásami verkið, það hljóti tilnefningu til verðlauna, eða að almennir lesendur hrósi henni á netinu, á samfélagsmiðlum eða sérstökum bókasíðum eins og Goodreads. Þátturinn er helgaður vefsíðunni Goodreads, þar sem notendur geta haldið utan um bókalestur sinn, skrifað ummæli og gefið bókum stjörnur, líkt og bókagagnrýnendur. Við heyrum í notendum Goodreads, bæði lesendum og höfundum, en milli þessara tveggja hópa getur skapast óþægileg spenna þegar dómar eru neikvæðir.
11/9/202254 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Óþolandi en vinsæl auglýsingalög, Kvikmyndskólinn 30 ára, fótboltaást

Á streymisveitunni Spotify er að finna EP-plötuna Reif í dæluna með listamanninum Atlantsolía , sem sagt olíufyrirtækinu og bensínstöðinni. Þessi fjögurra laga plata frá árinu 2021 inniheldur lögin Bið ekki um meira, Bensínhetjuna, Bensínlaus og Dælur víða. Það er Saga Garðarsdóttir, leikkona og grínisti, sem syngur og semur textana og Helgi Sæmundur Guðmundsson úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur sem semur tónlistina. Um miðjan október birtist frétt á vef fréttablaðsins með fyrirsögninni 'Olíufélag fær gullplötu fyrir pirrandi heilaorma,' en það var plötuútgáfan Alda Music sem veitti Atlantsolíu gullplötu, í tilefni þess að lögin af plötunni Reif í dæluna eru komin með yfir 60 þúsund spilanir á Spotify. Við skoðum íslenska tónlist sem er samin fyrir auglýsingar, en ná stundum vinsældum. Nú eru tæpar tvær vikur í heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla hefjist í Katar og margir með hugan við boltann. Meðal annars Viktoría Blöndal, skáld og sviðshöfundur, sem hefur spilað fótbolta frá barnsaldri og verið að skoða þessa vinsælu íþrótt. Hún mun flytja innslög í Lestinni næstu þriðjudaga í nóvember um fótboltann sem er elskaður og hataður en aldrei hunsaður. Kvikmyndaskóli Íslands fagnar 30 ára afmæli í mánuðinum. Að því tilefni fengum við að rölta um skólann með Berki Gunnarssyni sem hefur gegnt embætti rektors undanfarna mánuði frá því að Friðrik Þór Friðriksson hætti. Við kíktum niður á Suðurlandsbraut 18 í húsnæði kvikmyndaskólans.
11/8/20220
Episode Artwork

Óþolandi en vinsæl auglýsingalög, Kvikmyndskólinn 30 ára, fótboltaást

Á streymisveitunni Spotify er að finna EP-plötuna Reif í dæluna með listamanninum Atlantsolía , sem sagt olíufyrirtækinu og bensínstöðinni. Þessi fjögurra laga plata frá árinu 2021 inniheldur lögin Bið ekki um meira, Bensínhetjuna, Bensínlaus og Dælur víða. Það er Saga Garðarsdóttir, leikkona og grínisti, sem syngur og semur textana og Helgi Sæmundur Guðmundsson úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur sem semur tónlistina. Um miðjan október birtist frétt á vef fréttablaðsins með fyrirsögninni 'Olíufélag fær gullplötu fyrir pirrandi heilaorma,' en það var plötuútgáfan Alda Music sem veitti Atlantsolíu gullplötu, í tilefni þess að lögin af plötunni Reif í dæluna eru komin með yfir 60 þúsund spilanir á Spotify. Við skoðum íslenska tónlist sem er samin fyrir auglýsingar, en ná stundum vinsældum. Nú eru tæpar tvær vikur í heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla hefjist í Katar og margir með hugan við boltann. Meðal annars Viktoría Blöndal, skáld og sviðshöfundur, sem hefur spilað fótbolta frá barnsaldri og verið að skoða þessa vinsælu íþrótt. Hún mun flytja innslög í Lestinni næstu þriðjudaga í nóvember um fótboltann sem er elskaður og hataður en aldrei hunsaður. Kvikmyndaskóli Íslands fagnar 30 ára afmæli í mánuðinum. Að því tilefni fengum við að rölta um skólann með Berki Gunnarssyni sem hefur gegnt embætti rektors undanfarna mánuði frá því að Friðrik Þór Friðriksson hætti. Við kíktum niður á Suðurlandsbraut 18 í húsnæði kvikmyndaskólans.
11/8/202255 minutes
Episode Artwork

Twitter-tryllingur, fegurð sem andóf, Tímar tröllanna, Low

Kaup suðurafríska auðkýfingsins Elon Musk gekk í gegn á dögunum. Hann hefur nú þegar sagt upp um helmingi starfsfólks og boðar miklar breytingar á samfélagsmiðlunum. Við kíkjum á forritið. Við ræðum við Ásdísi Thoroddsen kvikmyndagerðarkonu um heimildarmyndina hennar Tímar tröllanna sem er sýnd í Bíó Paradís um þessar mundir. Gunnar Jónsson fjallar um fjögur mögnuð augnablik í tónlistarsögunni, fjögur augnablik þegar fegurðin hefur virkað sem andóf. Og við minnumst Mimi Parker úr hljómsveitinni Low.
11/7/20220
Episode Artwork

Twitter-tryllingur, fegurð sem andóf, Tímar tröllanna, Low

Kaup suðurafríska auðkýfingsins Elon Musk gekk í gegn á dögunum. Hann hefur nú þegar sagt upp um helmingi starfsfólks og boðar miklar breytingar á samfélagsmiðlunum. Við kíkjum á forritið. Við ræðum við Ásdísi Thoroddsen kvikmyndagerðarkonu um heimildarmyndina hennar Tímar tröllanna sem er sýnd í Bíó Paradís um þessar mundir. Gunnar Jónsson fjallar um fjögur mögnuð augnablik í tónlistarsögunni, fjögur augnablik þegar fegurðin hefur virkað sem andóf. Og við minnumst Mimi Parker úr hljómsveitinni Low.
11/7/202253 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Í beinni frá Iceland Airwaves

Í dag fimmtudaginn 3. nóvember hefst tónlistarhátíðin Iceland Airwaves sem snýr nú aftur eftir tveggja ára covid-hlé. Sex tónleikastaðir og eitthvað í kringum 80 hljómsveitir koma fram, auk fjölda hliðarviðburða - það sem er kallað off-venue. Við sendum þáttinn út beint frá Airwaves-miðstöðinni í Kolaportinu. Við heyrum meðal annars í tónlistarkonunum Sóleyju Stefánsdóttur og Kolbrúnu Óskarsdóttur, sem kallar sig Kusk. Við ræðum við Eldar Ástráðsson og Þorbjörgu Roach Gunnarsdóttur fastagesti, og tökum púlsinn á Sindra Ástmarssyni, bókunar- og dagskrástjóra hátíðarinnar.
11/3/20220
Episode Artwork

Í beinni frá Iceland Airwaves

Í dag fimmtudaginn 3. nóvember hefst tónlistarhátíðin Iceland Airwaves sem snýr nú aftur eftir tveggja ára covid-hlé. Sex tónleikastaðir og eitthvað í kringum 80 hljómsveitir koma fram, auk fjölda hliðarviðburða - það sem er kallað off-venue. Við sendum þáttinn út beint frá Airwaves-miðstöðinni í Kolaportinu. Við heyrum meðal annars í tónlistarkonunum Sóleyju Stefánsdóttur og Kolbrúnu Óskarsdóttur, sem kallar sig Kusk. Við ræðum við Eldar Ástráðsson og Þorbjörgu Roach Gunnarsdóttur fastagesti, og tökum púlsinn á Sindra Ástmarssyni, bókunar- og dagskrástjóra hátíðarinnar.
11/3/202255 minutes
Episode Artwork

R.I.P Takeoff, Snorri í vinsælli Netflix-mynd, sigur-Dýrið og Low Roar

Í þætti dagsins munum fjalla um rapparann Takeoff úr hljómsveitinni Migos, en hann lést í skotárás á dögunum - aðeins 28 ára gamall. Logi Pedro ræðir við Lóu um áhrif Migos á rapptónlist samtímans. Við ræðum við Snorra Hallgrímsson sem semur tónlistina í einni vinsælustu myndinni á Netflix þessa dagana, spænsku hrollvekjunni Jaula. Svo heyrum við um sigurför Dýrsins til Helsinki og minnumst Ryan Karazija forsprakka hljómsveitarinnar Low Roar sem lést á dögunum.
11/2/20220
Episode Artwork

R.I.P Takeoff, Snorri í vinsælli Netflix-mynd, sigur-Dýrið og Low Roar

Í þætti dagsins munum fjalla um rapparann Takeoff úr hljómsveitinni Migos, en hann lést í skotárás á dögunum - aðeins 28 ára gamall. Logi Pedro ræðir við Lóu um áhrif Migos á rapptónlist samtímans. Við ræðum við Snorra Hallgrímsson sem semur tónlistina í einni vinsælustu myndinni á Netflix þessa dagana, spænsku hrollvekjunni Jaula. Svo heyrum við um sigurför Dýrsins til Helsinki og minnumst Ryan Karazija forsprakka hljómsveitarinnar Low Roar sem lést á dögunum.
11/2/202255 minutes
Episode Artwork

Syngur um blómgandi getnaðarlim, venesúelsk menning, listin að kvarta

Salka Valsdóttir er meðlimur tónlistartvíeykisins Cyber, stofnmeðlimur RVK DTR og tónskáld í leikhúsi. Nýlega fór hún að gefa út tónlist undir listamannsnafninu Neonme. Við hlustum á nýju lögin hennar og heyrum söguna á bak við tónlistina. Patrekur Björgvinsson hefur verið með pistla í Lestinni undanfarnar vikur þar sem hann veltir fyrir sér fyrirbærum í alþýðumenningu Íslendinga. Í þætti dagsins veltir hann fyrir sér listinni að kvarta. Við lítum suður á bóginn og heyrum hvað er að frétta í dægurmenningunni í Venesúela. Kristján Guðjónsson ræddi við Helen Cova, venesúelskan rithöfund sem búsett er hér á landi. Viðtalið var fyrst flutt í Lestinni þann 17. maí fyrr á þessu ári.
11/1/20220
Episode Artwork

Syngur um blómgandi getnaðarlim, venesúelsk menning, listin að kvarta

Salka Valsdóttir er meðlimur tónlistartvíeykisins Cyber, stofnmeðlimur RVK DTR og tónskáld í leikhúsi. Nýlega fór hún að gefa út tónlist undir listamannsnafninu Neonme. Við hlustum á nýju lögin hennar og heyrum söguna á bak við tónlistina. Patrekur Björgvinsson hefur verið með pistla í Lestinni undanfarnar vikur þar sem hann veltir fyrir sér fyrirbærum í alþýðumenningu Íslendinga. Í þætti dagsins veltir hann fyrir sér listinni að kvarta. Við lítum suður á bóginn og heyrum hvað er að frétta í dægurmenningunni í Venesúela. Kristján Guðjónsson ræddi við Helen Cova, venesúelskan rithöfund sem búsett er hér á landi. Viðtalið var fyrst flutt í Lestinni þann 17. maí fyrr á þessu ári.
11/1/202255 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Drepleiðinleg Bjarkar-plata, verðlaunaútvarp, heimildamyndin Band

Heimildamyndin Band verður frumsýnd síðar í vikunni. Myndin er meiksaga óþekktrar íslenskrar hljómsveitar. The Post Performance Blues Band sest um borð í Lestina. *TW* Við skoðum nokkra útvarpsþætti og seríur sem hlutu verðlaun á Prix Europa, evrópsku ljósvakaverðlaununum sem fóru fram í síðustu viku: belgískt verk um umskurð kvenna, írskt verk um dauðann, sænsk sería um svindlara og þýsk sería um fyrirgefningu. Við vörum við innihaldi þessa innslags þar sem brot úr þáttunum heyrast. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í nýjustu plötu Bjarkar, Fossora, sem kom út á haustmánuðum. Davíð beið spenntur eftir plötunni en varð fyrir vonbrigðum - vægast sagt.
10/31/20220
Episode Artwork

Drepleiðinleg Bjarkar-plata, verðlaunaútvarp, heimildamyndin Band

Heimildamyndin Band verður frumsýnd síðar í vikunni. Myndin er meiksaga óþekktrar íslenskrar hljómsveitar. The Post Performance Blues Band sest um borð í Lestina. *TW* Við skoðum nokkra útvarpsþætti og seríur sem hlutu verðlaun á Prix Europa, evrópsku ljósvakaverðlaununum sem fóru fram í síðustu viku: belgískt verk um umskurð kvenna, írskt verk um dauðann, sænsk sería um svindlara og þýsk sería um fyrirgefningu. Við vörum við innihaldi þessa innslags þar sem brot úr þáttunum heyrast. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í nýjustu plötu Bjarkar, Fossora, sem kom út á haustmánuðum. Davíð beið spenntur eftir plötunni en varð fyrir vonbrigðum - vægast sagt.
10/31/202256 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Pönkarar pönkast á Fésbókinni, kvikmyndin Bros, uppruni Pítunnar

Í lok vikunnar verður rómantíska gamanmyndin Bros, sem við gætum kannski þýtt sem ?fellar.? frumsýnd. Myndin þykir nýstárleg vegna þess að hinar ástföngnu aðalpersónur eru ekki karl og kona, gagnkynhneigt par, heldur hommar. Þetta er í fyrsta skipti sem slík mynd er framleidd fyrir meginstrauminn af stóru Hollywood-kvikmyndafyrirtæki. Myndin hefur fengið nokkuð góða dóma en aðsóknin hefur hins vegar frekar dræm í Bandaríkjunum. Felix Bergsson var hins vegar einn af þeim sem mættu á myndina. Brauðhleifur beint frá miðjarðarhafi. Þannig var maturinn sem borinn var á borð meðal annars auglýstur þegar veitingastaðurinn Pítan, var opnaður á vetrarmánuðum 1982. Steinunn Sigþrúðar-Jónsdóttir rekur sögu Pítunnar, sem er í seinni tíð kennd við Skipholt. Innslagið var fyrst flutt í Lestinni 16. maí fyrr á árinu. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, pistlahöfundur, veltir fyrir sér hugmyndafræði pönkkynslóðarinnar, sem virðast vera einu eftirlifandi virku notendur samfélagsmiðilsins Facebook.
10/27/20220
Episode Artwork

Pönkarar pönkast á Fésbókinni, kvikmyndin Bros, uppruni Pítunnar

Í lok vikunnar verður rómantíska gamanmyndin Bros, sem við gætum kannski þýtt sem ?fellar.? frumsýnd. Myndin þykir nýstárleg vegna þess að hinar ástföngnu aðalpersónur eru ekki karl og kona, gagnkynhneigt par, heldur hommar. Þetta er í fyrsta skipti sem slík mynd er framleidd fyrir meginstrauminn af stóru Hollywood-kvikmyndafyrirtæki. Myndin hefur fengið nokkuð góða dóma en aðsóknin hefur hins vegar frekar dræm í Bandaríkjunum. Felix Bergsson var hins vegar einn af þeim sem mættu á myndina. Brauðhleifur beint frá miðjarðarhafi. Þannig var maturinn sem borinn var á borð meðal annars auglýstur þegar veitingastaðurinn Pítan, var opnaður á vetrarmánuðum 1982. Steinunn Sigþrúðar-Jónsdóttir rekur sögu Pítunnar, sem er í seinni tíð kennd við Skipholt. Innslagið var fyrst flutt í Lestinni 16. maí fyrr á árinu. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, pistlahöfundur, veltir fyrir sér hugmyndafræði pönkkynslóðarinnar, sem virðast vera einu eftirlifandi virku notendur samfélagsmiðilsins Facebook.
10/27/202255 minutes
Episode Artwork

Landnámsmenn árið 2022, endalok sápuóperunnar, bíórýni

LungA skólinn hefur verið starfræktur á Seyðisfirði í tíu ár. Lýðskólanum fylgir líf og fjör og nemar við skólann kærkomin viðbót við bæjarlífið, enda fá ungmenni búsett þar yfir veturinn. Signý Jónsdóttir er í hópi fólks sem hefur unnið að þróun nýrrar námsleiðar við skólann sem verður prófuð í fyrsta sinn í Janúar. Þar munu nemendur fá kennslu í því að kynnast landinu, eins og þeir væru landnámsmenn á Seyðisfirði árið 2022. Guðrún Elsa Bragadóttir kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar rýnir í tvær kvikmyndir, Triangle of sadness, þríhyrning sorgar, í leikstjórn Ruben Östlund og nýja íslenska kvikmynd, Sumarljós og svo kemur nóttin, mynd í leikstjórn Elfars Aðalsteinssonar. Guðni Tómasson menningarsagnfræðingur skoðar endalok sápuóperunnar, sem sumir segja yfirvofandi. Við byrjum þáttinn á því að hringja austur á Egilsstaði og heyra um residensíu pólskra tónlistamanna, Ragnhildur Ásvalsdóttir, Sláturhússtjóri, segir frá.
10/26/20220
Episode Artwork

Landnámsmenn árið 2022, endalok sápuóperunnar, bíórýni

LungA skólinn hefur verið starfræktur á Seyðisfirði í tíu ár. Lýðskólanum fylgir líf og fjör og nemar við skólann kærkomin viðbót við bæjarlífið, enda fá ungmenni búsett þar yfir veturinn. Signý Jónsdóttir er í hópi fólks sem hefur unnið að þróun nýrrar námsleiðar við skólann sem verður prófuð í fyrsta sinn í Janúar. Þar munu nemendur fá kennslu í því að kynnast landinu, eins og þeir væru landnámsmenn á Seyðisfirði árið 2022. Guðrún Elsa Bragadóttir kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar rýnir í tvær kvikmyndir, Triangle of sadness, þríhyrning sorgar, í leikstjórn Ruben Östlund og nýja íslenska kvikmynd, Sumarljós og svo kemur nóttin, mynd í leikstjórn Elfars Aðalsteinssonar. Guðni Tómasson menningarsagnfræðingur skoðar endalok sápuóperunnar, sem sumir segja yfirvofandi. Við byrjum þáttinn á því að hringja austur á Egilsstaði og heyra um residensíu pólskra tónlistamanna, Ragnhildur Ásvalsdóttir, Sláturhússtjóri, segir frá.
10/26/202255 minutes
Episode Artwork

Sturla Atlas og Ísleifur, Vintage Caravan, tíminn hleypur frá okkur

Sturla Atlas er sama um rapp. Tónlistarmennirnir Ísleifur Eldur Illugason og Sigurbjartur Sturla Atlason gáfu út fjögurra laga stuttskífuna Dag eftir dag þann 14. október. Við ræðum við þá um útþvæld umfjöllunarefni rapptexta, stöðu rappsins og pródúsentatögg. Assa Borg Þórðardóttir er í fæðingarorlofi og til að drepa tíman milli bleyjuskipta og göngutúra skoðar hún gamlar myndir. Hún veltir fyrir sér tímanum og aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Rokkhjómsveitin Vintage Caravan nýtur stöðugt meiri vinsælda víða um heim. Hún hefur verið á stöðugu tónleikaferðalagi undanfarinn mánuð og spilað á tónleikum í nýrri borg á nánast hverju einasta kvöldi. Kristján hringdi í Óskar Loga Ágústsson söngvara sveitarinnar í lok síðustu viku og forvitnaðist hvernig tónleikaferðina.
10/25/20220
Episode Artwork

Sturla Atlas og Ísleifur, Vintage Caravan, tíminn hleypur frá okkur

Sturla Atlas er sama um rapp. Tónlistarmennirnir Ísleifur Eldur Illugason og Sigurbjartur Sturla Atlason gáfu út fjögurra laga stuttskífuna Dag eftir dag þann 14. október. Við ræðum við þá um útþvæld umfjöllunarefni rapptexta, stöðu rappsins og pródúsentatögg. Assa Borg Þórðardóttir er í fæðingarorlofi og til að drepa tíman milli bleyjuskipta og göngutúra skoðar hún gamlar myndir. Hún veltir fyrir sér tímanum og aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Rokkhjómsveitin Vintage Caravan nýtur stöðugt meiri vinsælda víða um heim. Hún hefur verið á stöðugu tónleikaferðalagi undanfarinn mánuð og spilað á tónleikum í nýrri borg á nánast hverju einasta kvöldi. Kristján hringdi í Óskar Loga Ágústsson söngvara sveitarinnar í lok síðustu viku og forvitnaðist hvernig tónleikaferðina.
10/25/202255 minutes
Episode Artwork

Ný plata Taylor Swift, Líf og dauði, makaval ávaxtafluga

Ný plata Taylor Swift kom út síðastliðinn föstudag. Þetta er platan Midnights og útgáfunni fylgdi önnur plata með sjö lögum til viðbótar. Ásdís Sól Ágústsdóttir er svokallaður Swiftie en það er nafn yfir þá sem teljast dyggir aðdáendur tónlistarkonunnar. Ásdís Sól segir frá Midnights. Í næstu viku verður allrasálnamessa haldin hátíðleg víða um heim. Í Mexíkó nefnist hátíðin dagur hinna dauða og minnast landsmenn þá ástvina sem fallnir eru frá, reisa þeim altari, segja sögur og rifja upp líf þeirra og uppáhaldsmat og drykki. Söngkonan Svanlaug Jóhannsdóttir hefur mikið velt fyrir sér því hvernig við minnumst þeirra látnu og í matar og tónlistarveislunni Líf og dauði í Gamlabíói seinna í vikunni mun hún í anda mexíkóska hefða, segja sögur og syngja suðurameríska tónlist um líf og dauða. Fróði Jónsson dýraatferlisfræðingur flytur pistil um menningarsamfélög dýra, að þessu sinni skoðar hann makaval ávaxtafluga.
10/24/20220
Episode Artwork

Ný plata Taylor Swift, Líf og dauði, makaval ávaxtafluga

Ný plata Taylor Swift kom út síðastliðinn föstudag. Þetta er platan Midnights og útgáfunni fylgdi önnur plata með sjö lögum til viðbótar. Ásdís Sól Ágústsdóttir er svokallaður Swiftie en það er nafn yfir þá sem teljast dyggir aðdáendur tónlistarkonunnar. Ásdís Sól segir frá Midnights. Í næstu viku verður allrasálnamessa haldin hátíðleg víða um heim. Í Mexíkó nefnist hátíðin dagur hinna dauða og minnast landsmenn þá ástvina sem fallnir eru frá, reisa þeim altari, segja sögur og rifja upp líf þeirra og uppáhaldsmat og drykki. Söngkonan Svanlaug Jóhannsdóttir hefur mikið velt fyrir sér því hvernig við minnumst þeirra látnu og í matar og tónlistarveislunni Líf og dauði í Gamlabíói seinna í vikunni mun hún í anda mexíkóska hefða, segja sögur og syngja suðurameríska tónlist um líf og dauða. Fróði Jónsson dýraatferlisfræðingur flytur pistil um menningarsamfélög dýra, að þessu sinni skoðar hann makaval ávaxtafluga.
10/24/202255 minutes
Episode Artwork

Bullsíður, Mother Country Radicals, spilunarlistagerðarmenn

Hlaðvarpsþættirnir Mother Country Radicals fjalla um meðlimi hópsins The Weather Underground. Veðurmennirnir voru róttækir aðgerðarsinnar í baráttu gegn Víetnamstríðinu, heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og kynþáttaofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Við höfum verið að hlusta á þættina og það hefur doktorsneminn í sagnfræði, Pontus Järvstad, líka verið að gera. Pontus hefur sérhæft sig í andfasisma og vinstrihreyfingum. Gunnar Jónsson flytur pistil um ástandið í tónlistarbransanum, streymisveitur og spilunarlistagerðamenn virðast ráða örlögum listamanna. Eftir að hafa rekist stöðugt á bullsíður með óskiljanlegum texta sem virtist skrifaður af einhverri gallaðri gervigreind leituðum við svara hjá sérfræðing í markaðsmálum, algrímum og Google, Tryggva Frey Elínarsyni.
10/20/20220
Episode Artwork

Bullsíður, Mother Country Radicals, spilunarlistagerðarmenn

Hlaðvarpsþættirnir Mother Country Radicals fjalla um meðlimi hópsins The Weather Underground. Veðurmennirnir voru róttækir aðgerðarsinnar í baráttu gegn Víetnamstríðinu, heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og kynþáttaofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Við höfum verið að hlusta á þættina og það hefur doktorsneminn í sagnfræði, Pontus Järvstad, líka verið að gera. Pontus hefur sérhæft sig í andfasisma og vinstrihreyfingum. Gunnar Jónsson flytur pistil um ástandið í tónlistarbransanum, streymisveitur og spilunarlistagerðamenn virðast ráða örlögum listamanna. Eftir að hafa rekist stöðugt á bullsíður með óskiljanlegum texta sem virtist skrifaður af einhverri gallaðri gervigreind leituðum við svara hjá sérfræðing í markaðsmálum, algrímum og Google, Tryggva Frey Elínarsyni.
10/20/202255 minutes
Episode Artwork

The Bear kokkabrjálæðið (CHEF!), House of the Dragon, Í mynd gyðjunnar

Sjónvarpsþættirnir The Bear, sýndir á Disney+ hafa slegið í gegn nýlega og vakið mikið umtal og þykja sýna raunsanna mynd af starfi kokka og rekstri veitingastaða. Þættirnir fjalla um ungan mann, verðlaunakokkinn Carmy, sem erfir samlokustað í Chicago sem hefur verið í eigu fjölskyldu hans í áratugi. Meðan hann vinnur úr bróðurmissi reynir hann að greiða úr rekstrinum, borga skuldir og koma skipulagi á starfsemi eldhússins. Við ræðum við kokk sem hefur horft á þættina, Tómas Aron Jóhannsson, sem er vanur því að starfa í allskonar eldhúsum. Salvör Bergmann fjallar um House of the dragon, nýja þætti úr sagnaheimi Game of thrones. Hún segir að þættirnir séu ferskir en einnig kunnuglegir og ættu þannig að gleðja hvern þann sem notið hefur söguheimsins frá upphafi. Við veltum fyrir okkur hinni miklu fornsögulegu Gyðju og hvernig hún birtist í ljóðlist með Berglindi Gunnarsdóttur. Tónlist frá Van Morrison og Little Simz.
10/19/20220
Episode Artwork

The Bear kokkabrjálæðið (CHEF!), House of the Dragon, Í mynd gyðjunnar

Sjónvarpsþættirnir The Bear, sýndir á Disney+ hafa slegið í gegn nýlega og vakið mikið umtal og þykja sýna raunsanna mynd af starfi kokka og rekstri veitingastaða. Þættirnir fjalla um ungan mann, verðlaunakokkinn Carmy, sem erfir samlokustað í Chicago sem hefur verið í eigu fjölskyldu hans í áratugi. Meðan hann vinnur úr bróðurmissi reynir hann að greiða úr rekstrinum, borga skuldir og koma skipulagi á starfsemi eldhússins. Við ræðum við kokk sem hefur horft á þættina, Tómas Aron Jóhannsson, sem er vanur því að starfa í allskonar eldhúsum. Salvör Bergmann fjallar um House of the dragon, nýja þætti úr sagnaheimi Game of thrones. Hún segir að þættirnir séu ferskir en einnig kunnuglegir og ættu þannig að gleðja hvern þann sem notið hefur söguheimsins frá upphafi. Við veltum fyrir okkur hinni miklu fornsögulegu Gyðju og hvernig hún birtist í ljóðlist með Berglindi Gunnarsdóttur. Tónlist frá Van Morrison og Little Simz.
10/19/202255 minutes
Episode Artwork

Toro-púrrulaukssúpa, loftslagsbreytingatónlist, orðið Maður

Faðir ambient tónlistar Brian Eno sendi frá sér nýja plötu á dögunum, foreverandevernomore. Hann syngur djúpraddaður, fullur trega og framkallar gervifuglahljóð með hljóðgervlum á þessari nýju plötu sem fjallar um loftslagsvánna. Patrkur Björgvinsson fjallar um myrka tíma í matarsögu íslensku þjóðarinnar, þegar Púrrulaukssúpan frá norska fyrirtækinu Toro var tekin úr framleiðslu árið 2015. Sem betur fer varði þetta tímabil aðeins hálft ár, en mótmæli neytenda leiddu til þess að súpan sneri aftur í verslanir. Orðið ?maður? er algengasta nafnorðið í íslensku máli, orð sem hefur bæði almenna merkingu sem nær yfir allt mannfólk, en einnig þrengri merkingu og nær þá aðeins yfir karlmenn. Þessi tvöfalda merking hefur orðið til þess að orðið hefur verið gagnrýnt undanfarin ár af konum og kynsegin fólki, sem upplifir ekki að það nái yfir sig. Í viðleitni til að þróa tungumálið frá því að taka karlkyn og karlmenn sem normið hafa sum reynt að finna ný orð sem geta komið í stað orðsins maður: fólk, man, manneskja og menni. Um þetta fjallar Eiríkur Rögnvaldsson í fyrirlestri á vegum RIKK - Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum í Þjóðminjasafninu í hádeginu á morgun, fyrirlestur sem nefnist Maður, man, manneskja, menni.
10/18/20220
Episode Artwork

Toro-púrrulaukssúpa, loftslagsbreytingatónlist, orðið Maður

Faðir ambient tónlistar Brian Eno sendi frá sér nýja plötu á dögunum, foreverandevernomore. Hann syngur djúpraddaður, fullur trega og framkallar gervifuglahljóð með hljóðgervlum á þessari nýju plötu sem fjallar um loftslagsvánna. Patrkur Björgvinsson fjallar um myrka tíma í matarsögu íslensku þjóðarinnar, þegar Púrrulaukssúpan frá norska fyrirtækinu Toro var tekin úr framleiðslu árið 2015. Sem betur fer varði þetta tímabil aðeins hálft ár, en mótmæli neytenda leiddu til þess að súpan sneri aftur í verslanir. Orðið ?maður? er algengasta nafnorðið í íslensku máli, orð sem hefur bæði almenna merkingu sem nær yfir allt mannfólk, en einnig þrengri merkingu og nær þá aðeins yfir karlmenn. Þessi tvöfalda merking hefur orðið til þess að orðið hefur verið gagnrýnt undanfarin ár af konum og kynsegin fólki, sem upplifir ekki að það nái yfir sig. Í viðleitni til að þróa tungumálið frá því að taka karlkyn og karlmenn sem normið hafa sum reynt að finna ný orð sem geta komið í stað orðsins maður: fólk, man, manneskja og menni. Um þetta fjallar Eiríkur Rögnvaldsson í fyrirlestri á vegum RIKK - Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum í Þjóðminjasafninu í hádeginu á morgun, fyrirlestur sem nefnist Maður, man, manneskja, menni.
10/18/202255 minutes
Episode Artwork

Hótelsögur ritlistarnema, órangútanar, göngutúr með Kvikindi

Hótel Saga lokaði haustið 2020 og stendur húsið meira og minna tómt þessa dagana. Unglingadeild Hagaskóla hefur notað það undir kennslu, flóttamenn frá Úkraínu hafa dvalið þar en nýlega keyptu íslenska ríkið og félagsstofnun stúdenta húsið og mun það koma til með að hýsa Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hótel Saga er líka sögusvið, innblástur og útgangspunktur ritlistarnema við Háskóla Íslands, sem gáfu út á dögunum bókina Takk fyrir komuna. Bókin er gefin út af Unu útgáfuhúsi og er samstarf ritlistar-og ritstjórnarnema. Við ræddum við tvo ritlistarnema sem eiga sögur í bókinni, þær Berglindi Ernu Tryggvadóttur og Hildi Selmu Sigbertsdóttur. Fróði Jónsson, dýraatferlisfræðingur, gerir hreiðurgerð órangútana skil í nýjasta pistli sínum í pistlaröð sinni um menningu innan dýrasamfélaga. Hljómsveitin Kvikindi gaf út sína fyrstu breiðskífu núna á dögunum, Ungfrú Ísland. Þetta er 10 laga plata með hálf-rafrænni popptónlist sem ýmist stekkur beint í andlitið á manni eða kemur svolítið aftan að manni, ég er allavega búinn að vera með þónokkur af þessum lögum á heilanum undanfarna viku. Textarnir finnst mér mjög nútímalegir, gerast á tímum samfélagsmiðla, stöðugrar sjálfsbætingar, vellíðinariðnaðarins, og MeToo. Við förum í göngutúr með stofnmeðlimum hljómsveitarinnar Friðrik og Brynhildi, og þriggja mánaða dóttur Brynhildar í kerrunni.
10/17/20220
Episode Artwork

Hótelsögur ritlistarnema, órangútanar, göngutúr með Kvikindi

Hótel Saga lokaði haustið 2020 og stendur húsið meira og minna tómt þessa dagana. Unglingadeild Hagaskóla hefur notað það undir kennslu, flóttamenn frá Úkraínu hafa dvalið þar en nýlega keyptu íslenska ríkið og félagsstofnun stúdenta húsið og mun það koma til með að hýsa Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hótel Saga er líka sögusvið, innblástur og útgangspunktur ritlistarnema við Háskóla Íslands, sem gáfu út á dögunum bókina Takk fyrir komuna. Bókin er gefin út af Unu útgáfuhúsi og er samstarf ritlistar-og ritstjórnarnema. Við ræddum við tvo ritlistarnema sem eiga sögur í bókinni, þær Berglindi Ernu Tryggvadóttur og Hildi Selmu Sigbertsdóttur. Fróði Jónsson, dýraatferlisfræðingur, gerir hreiðurgerð órangútana skil í nýjasta pistli sínum í pistlaröð sinni um menningu innan dýrasamfélaga. Hljómsveitin Kvikindi gaf út sína fyrstu breiðskífu núna á dögunum, Ungfrú Ísland. Þetta er 10 laga plata með hálf-rafrænni popptónlist sem ýmist stekkur beint í andlitið á manni eða kemur svolítið aftan að manni, ég er allavega búinn að vera með þónokkur af þessum lögum á heilanum undanfarna viku. Textarnir finnst mér mjög nútímalegir, gerast á tímum samfélagsmiðla, stöðugrar sjálfsbætingar, vellíðinariðnaðarins, og MeToo. Við förum í göngutúr með stofnmeðlimum hljómsveitarinnar Friðrik og Brynhildi, og þriggja mánaða dóttur Brynhildar í kerrunni.
10/17/202255 minutes
Episode Artwork

Skáldkonan Didda iðkar japanska bogfimi

Sigurlaug Didda Jónsdóttir, oftast kölluð Didda skáldkona, hóf feril sinn sem textahöfundur í reykvísku pönksenunni. Hún er leikkona og rithöfundur, hún nam tösku-og veskjagerð í London og hefur unnið fjölbreytt verkamannastörf yfir ævina, sem ruslakona, nektarmódel, uppvaskari og við umönnun á elliheimili. Nú iðkar hún japanska bogfimi og tístir á Twitter. Didda sest um borð í Lestina, með fjögur lög í farteskinu.
10/13/20220
Episode Artwork

Skáldkonan Didda iðkar japanska bogfimi

Sigurlaug Didda Jónsdóttir, oftast kölluð Didda skáldkona, hóf feril sinn sem textahöfundur í reykvísku pönksenunni. Hún er leikkona og rithöfundur, hún nam tösku-og veskjagerð í London og hefur unnið fjölbreytt verkamannastörf yfir ævina, sem ruslakona, nektarmódel, uppvaskari og við umönnun á elliheimili. Nú iðkar hún japanska bogfimi og tístir á Twitter. Didda sest um borð í Lestina, með fjögur lög í farteskinu.
10/13/202255 minutes
Episode Artwork

Brennuvargur IKEA-geitar segir frá, PIFF, geisladiskurinn 40 ára

Fyrir jól ár hvert rís háreist hálmgeit í Kauptúni í Garðabæ. Sænska húsgagnakeðjan Ikea stendur fyrir því en álíka hálmgeit prýðir torg í sænska bænum Gävle. Þar hefur skapast hefð fyrir því að kveikja í geitinni. Við ræðum við manneskju sem kveikti eitt árið í geitinni hér á Íslandi. Við hringjum vestur á Ísafjörð í Fjölni Baldursson sem er þessa stundina á harðahlaupum að klára að undirbúa nýja íslenska kvikmyndahátíð. Það er hátíðin PIFF sem er haldin í annað sinn á Ísafirði og kemur beint í kjölfarið á RIFF. Í október 1982 kom á markað í Japan tæki sem átti eftir að gjörbylta tónlistarútgáfu næstu áratugina, Þetta var fyrsti geislaspilarinn Sony CDP-101 sem notaðist við nýja tegund hljómplötu: geisladisk. Við gröfum gömlum blaðagreinum í tilefni að 40 ára afmæli geisladisksins. Guðrún Elsa Bragadóttir tekur saman það besta sem hún sá á RIFF, sem lauk um helgina. Hún var einstaklega ánægð með tvær myndir, heimildamyndina Doc of the Dead og spænsku hryllingsmyndina Cerdita, eða Svínka.
10/12/20220
Episode Artwork

Brennuvargur IKEA-geitar segir frá, PIFF, geisladiskurinn 40 ára

Fyrir jól ár hvert rís háreist hálmgeit í Kauptúni í Garðabæ. Sænska húsgagnakeðjan Ikea stendur fyrir því en álíka hálmgeit prýðir torg í sænska bænum Gävle. Þar hefur skapast hefð fyrir því að kveikja í geitinni. Við ræðum við manneskju sem kveikti eitt árið í geitinni hér á Íslandi. Við hringjum vestur á Ísafjörð í Fjölni Baldursson sem er þessa stundina á harðahlaupum að klára að undirbúa nýja íslenska kvikmyndahátíð. Það er hátíðin PIFF sem er haldin í annað sinn á Ísafirði og kemur beint í kjölfarið á RIFF. Í október 1982 kom á markað í Japan tæki sem átti eftir að gjörbylta tónlistarútgáfu næstu áratugina, Þetta var fyrsti geislaspilarinn Sony CDP-101 sem notaðist við nýja tegund hljómplötu: geisladisk. Við gröfum gömlum blaðagreinum í tilefni að 40 ára afmæli geisladisksins. Guðrún Elsa Bragadóttir tekur saman það besta sem hún sá á RIFF, sem lauk um helgina. Hún var einstaklega ánægð með tvær myndir, heimildamyndina Doc of the Dead og spænsku hryllingsmyndina Cerdita, eða Svínka.
10/12/202255 minutes
Episode Artwork

Pólitískar fótboltatreyjur, sársaukalist, galtómt leikhús í London

Það verður ekki hægt að sjá neinar sýningar í New Diorama leikhúsinu í London í haust. Engir miðar til sölu. Ástæðan, samkvæmt listrænum stjórnanda leikhússins, David Byrne, er meðal annars sú að þau er einfaldlega komin með leið á því að sýna sömu verkin með sömu hópunum. Leikhúsið kallar þetta sína róttækustu uppsetningu hingað til, að hafa leikhúsið tómt. Þetta er fjárfesting í þróun á nýjum sviðslistaverkum, sviðslistaverkum sem eiga að vera áhættusæknari og djarfari en það sem hefur áður sést. En hvað þýða þessar aðgerðir fyrir sviðslistafólk í London? Assa Borg Þórðardóttir flytur pistil um óþægilega, sársaukafulla list frá tveimur ólíkum listamönnum: japanska hávaðalistamanninum Masonna og bandaríska grínistanum Eric Andre. Þann 30. október fer í Brasilíu fram seinni umferð forsetakosninga, þar sem eigast við hinn vinstrisinnaði Lula og íhaldsmaðurinn, þjóðernissinninn og popúlistinn Jair Bolsanaro. Sá síðarnefndi klæðist reglulega hinni kanarí-gulu keppnistreyju brasilíska fótboltalandsliðsins við ýmis tilefni og er búningurinn orðinn að einkennisklæðnaði stuðningsmanna hans í kröfugöngum og kosningafundum. Andstæðingar Bolsanaros gera nú allt til að hrifsa þetta sameiningartákn úr höndum popúlistans. En brasilíski búningurinn er ekki sá eini sem er orðinn að pólitísku bitbeini fyrir heimsmeistaramótið í Katar í lok ársins. Nú á dögunum kynnti danska landsliðið sinn búning fyrir mótið og er sá búningur hannaður til að mótmæla stöðu mannréttindamála í Katar. Við ræðum pólitík og fótboltatreyjur við Stefán Pálsson sagnfræðing.
10/11/20220
Episode Artwork

Pólitískar fótboltatreyjur, sársaukalist, galtómt leikhús í London

Það verður ekki hægt að sjá neinar sýningar í New Diorama leikhúsinu í London í haust. Engir miðar til sölu. Ástæðan, samkvæmt listrænum stjórnanda leikhússins, David Byrne, er meðal annars sú að þau er einfaldlega komin með leið á því að sýna sömu verkin með sömu hópunum. Leikhúsið kallar þetta sína róttækustu uppsetningu hingað til, að hafa leikhúsið tómt. Þetta er fjárfesting í þróun á nýjum sviðslistaverkum, sviðslistaverkum sem eiga að vera áhættusæknari og djarfari en það sem hefur áður sést. En hvað þýða þessar aðgerðir fyrir sviðslistafólk í London? Assa Borg Þórðardóttir flytur pistil um óþægilega, sársaukafulla list frá tveimur ólíkum listamönnum: japanska hávaðalistamanninum Masonna og bandaríska grínistanum Eric Andre. Þann 30. október fer í Brasilíu fram seinni umferð forsetakosninga, þar sem eigast við hinn vinstrisinnaði Lula og íhaldsmaðurinn, þjóðernissinninn og popúlistinn Jair Bolsanaro. Sá síðarnefndi klæðist reglulega hinni kanarí-gulu keppnistreyju brasilíska fótboltalandsliðsins við ýmis tilefni og er búningurinn orðinn að einkennisklæðnaði stuðningsmanna hans í kröfugöngum og kosningafundum. Andstæðingar Bolsanaros gera nú allt til að hrifsa þetta sameiningartákn úr höndum popúlistans. En brasilíski búningurinn er ekki sá eini sem er orðinn að pólitísku bitbeini fyrir heimsmeistaramótið í Katar í lok ársins. Nú á dögunum kynnti danska landsliðið sinn búning fyrir mótið og er sá búningur hannaður til að mótmæla stöðu mannréttindamála í Katar. Við ræðum pólitík og fótboltatreyjur við Stefán Pálsson sagnfræðing.
10/11/202255 minutes
Episode Artwork

Bruno Latour, áhaldanotkun kráka, Að elta fugla

Í gær lauk alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík og verðlaunahafar hátíðarinnar tilkynntir. Við kynnum okkur sigurmyndina í flokki íslenskra stuttmynda, teiknimyndina Að elta fugla eftir Unu Lorenzen. Fróða Jónssyni, dýraatferlisfræðingi, er menningarheimur dýra hugleikinn. Í seinustu viku flutti hann pistil um söng hnúfubaksins, að þessu sinni veltir hann fyrir sér áhaldanotkun kráka og því hvort krákur séu menn. Líklega hefur minnihluti hlustenda heyrt minnst á franska heimspekinginn Bruno Latour sem lést úr kabbameini nú um helgina, 75 ára gamall. En það eru hins vegar fáir hugsuðir sem hafa haft jafn mikil áhrif á undanförnum áratugum og Latour, áhrif á hugsun okkar á tímum upplýsingaóreiðu, loftslagsbreytinga og þess sem kallað hefur verið mannöldin - anthropocene.
10/10/20220
Episode Artwork

Bruno Latour, áhaldanotkun kráka, Að elta fugla

Í gær lauk alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík og verðlaunahafar hátíðarinnar tilkynntir. Við kynnum okkur sigurmyndina í flokki íslenskra stuttmynda, teiknimyndina Að elta fugla eftir Unu Lorenzen. Fróða Jónssyni, dýraatferlisfræðingi, er menningarheimur dýra hugleikinn. Í seinustu viku flutti hann pistil um söng hnúfubaksins, að þessu sinni veltir hann fyrir sér áhaldanotkun kráka og því hvort krákur séu menn. Líklega hefur minnihluti hlustenda heyrt minnst á franska heimspekinginn Bruno Latour sem lést úr kabbameini nú um helgina, 75 ára gamall. En það eru hins vegar fáir hugsuðir sem hafa haft jafn mikil áhrif á undanförnum áratugum og Latour, áhrif á hugsun okkar á tímum upplýsingaóreiðu, loftslagsbreytinga og þess sem kallað hefur verið mannöldin - anthropocene.
10/10/202255 minutes
Episode Artwork

Pólitísk nóbelsverðlaun, ofurríkir undirbúa heimsendi, Die Antwoord

Nýjasti nóbelsverðlaunahafinn sem var kynntur í morgun, er hin 82 ára Annie Ernaux frá Frakklandi. Hún er höfundur sem talar skýrt inn Metoo-tímana sem við lifum, höfundur sem talar inn á alþjóðlegar deilur um þungunarrof og rétt kvenna yfir eigin líkama. Við ræðum feminisma, stéttavitund og sjálfsævisögulegar bækur Annie Ernaux við Arndísi Hrönn Egilsdóttur og Torfa Tuliníus. Við ferðumst aftur í tímann með hjálp Gunnars Jónssonar, pistlahöfundar, sem er díónýsk losun hugleikin að þessu sinni. Hann rifjar upp viðburð sem átti sér stað í Laugardalshöllinni árið 2016, tónleika Die Antwoord. Hvað gerist þegar heimurinn endar? Hvað ætlar þú að gera? Hvert ferðu? Fæstir hugsa mikið um heimsendi, hvað þá undirbúa sig. Það gera hins vegar margir af ríkustu mönnum heims, og jafnvel væri hægt að ganga svo langt að segja að þeir búist við honum. Við kynnum okkur heimsendaundirbúning hinna ofurríku í Lest dagsins.
10/6/20220
Episode Artwork

Pólitísk nóbelsverðlaun, ofurríkir undirbúa heimsendi, Die Antwoord

Nýjasti nóbelsverðlaunahafinn sem var kynntur í morgun, er hin 82 ára Annie Ernaux frá Frakklandi. Hún er höfundur sem talar skýrt inn Metoo-tímana sem við lifum, höfundur sem talar inn á alþjóðlegar deilur um þungunarrof og rétt kvenna yfir eigin líkama. Við ræðum feminisma, stéttavitund og sjálfsævisögulegar bækur Annie Ernaux við Arndísi Hrönn Egilsdóttur og Torfa Tuliníus. Við ferðumst aftur í tímann með hjálp Gunnars Jónssonar, pistlahöfundar, sem er díónýsk losun hugleikin að þessu sinni. Hann rifjar upp viðburð sem átti sér stað í Laugardalshöllinni árið 2016, tónleika Die Antwoord. Hvað gerist þegar heimurinn endar? Hvað ætlar þú að gera? Hvert ferðu? Fæstir hugsa mikið um heimsendi, hvað þá undirbúa sig. Það gera hins vegar margir af ríkustu mönnum heims, og jafnvel væri hægt að ganga svo langt að segja að þeir búist við honum. Við kynnum okkur heimsendaundirbúning hinna ofurríku í Lest dagsins.
10/6/202254 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

MeToo-byltingin í MH, internet-skáldsagan, karaókí og eldfjallafræði

Við heimsækjum Menntaskólann við Hamrahlíð og kynnum okkur hræringar sem hafa átt sér stað innan veggja skólans undanfarna daga, lítil metoo-bylting sem nú hefur náð eyrum fjölmiðla. Guðrún Elsa Bragadóttir fjallar um tvær heimildarmyndir á Riff, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Ein fjallar um ástfangna eldfjallafræðinga en hin um nokkra Finna sem lifa fyrir karaókí: Fire of Love og Karaokeparatiisi. Á síðasta ári kviknuðu í hinum enskumælandi bókmenntaheimi umræður um eitthvað sem var kallað internet-skáldsagan ? the internet novel. Kveikjan var nánast samtímis útgáfa tveggja bóka eftir tvo bandaríska kvenrithöfunda. Bækur sem tókust báðar á við sítengda tilveru á skýran hátt. Lauren Oyler gaf út bókina Fake Accounts eða og Patricia Lockwood gaf út No One is talking about this. Við veltum fyrir okkur skáldskap á tímum samfélagsmiðla.
10/5/20220
Episode Artwork

MeToo-byltingin í MH, internet-skáldsagan, karaókí og eldfjallafræði

Við heimsækjum Menntaskólann við Hamrahlíð og kynnum okkur hræringar sem hafa átt sér stað innan veggja skólans undanfarna daga, lítil metoo-bylting sem nú hefur náð eyrum fjölmiðla. Guðrún Elsa Bragadóttir fjallar um tvær heimildarmyndir á Riff, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Ein fjallar um ástfangna eldfjallafræðinga en hin um nokkra Finna sem lifa fyrir karaókí: Fire of Love og Karaokeparatiisi. Á síðasta ári kviknuðu í hinum enskumælandi bókmenntaheimi umræður um eitthvað sem var kallað internet-skáldsagan ? the internet novel. Kveikjan var nánast samtímis útgáfa tveggja bóka eftir tvo bandaríska kvenrithöfunda. Bækur sem tókust báðar á við sítengda tilveru á skýran hátt. Lauren Oyler gaf út bókina Fake Accounts eða og Patricia Lockwood gaf út No One is talking about this. Við veltum fyrir okkur skáldskap á tímum samfélagsmiðla.
10/5/202255 minutes
Episode Artwork

Fyrsti kvenleikstjóri heims, hlutverk trúbadorsins, Sundlaugasögur

Við kynnum okkyur fyrsta kvenleikstjóra í heimi, Alice Guy, en nokkrar af myndum hennar verða sýndar á Bíótekinu á sunnudag, en það eru mánaðarlegar kvikmyndasýningar í Bíó Paradís á vegum Kvikmyndasafns Íslands. Við ræddum við Ester Bíbi og Gunnar Tómas Kristófersson. Patrekur Björgvinsson heldur áfram að fjalla um ýmis fyrirbæri í alþýðumenningu samtímans. Í síðasta pistli, fyrir tveimur vikum pældi hann í þeirri hefð að gefa húsbílum nöfn. En að þessu sinni veltir hann fyrir sér trúbadorum, hlutverki þeirra og stöðu í samfélaginu. Jón karl Helgason kvikmyndagerðarmaður hefur rannsakað sundmenningu Íslendinga í myndum sínum. Fyrst í mynd sem heitir Sundið sem fjallaði um sundkennslu á Íslandi og svo nú í myndinni Sundlaugasögur sem verður frumsýnd í kvöld. Þar kynnir hann sér ýmiskonar félagsstarf og sundmenningu í laugum landsins.
10/4/20220
Episode Artwork

Fyrsti kvenleikstjóri heims, hlutverk trúbadorsins, Sundlaugasögur

Við kynnum okkyur fyrsta kvenleikstjóra í heimi, Alice Guy, en nokkrar af myndum hennar verða sýndar á Bíótekinu á sunnudag, en það eru mánaðarlegar kvikmyndasýningar í Bíó Paradís á vegum Kvikmyndasafns Íslands. Við ræddum við Ester Bíbi og Gunnar Tómas Kristófersson. Patrekur Björgvinsson heldur áfram að fjalla um ýmis fyrirbæri í alþýðumenningu samtímans. Í síðasta pistli, fyrir tveimur vikum pældi hann í þeirri hefð að gefa húsbílum nöfn. En að þessu sinni veltir hann fyrir sér trúbadorum, hlutverki þeirra og stöðu í samfélaginu. Jón karl Helgason kvikmyndagerðarmaður hefur rannsakað sundmenningu Íslendinga í myndum sínum. Fyrst í mynd sem heitir Sundið sem fjallaði um sundkennslu á Íslandi og svo nú í myndinni Sundlaugasögur sem verður frumsýnd í kvöld. Þar kynnir hann sér ýmiskonar félagsstarf og sundmenningu í laugum landsins.
10/4/202255 minutes
Episode Artwork

Umdeildir þættir um Sex Pistols, sorglegt bíó, söngur hnúfubaka

RIFF hófst á fimmtudaginn, við kíktum í bíó og veltum fyrir okkur þeim sorglegu kvikmyndum sem við sáum þar. Fróði Jónsson, dýraatferlisfræðingur, mun næstu mánudaga flytja pistla hér í Lestinni um menningarheim dýra, fyrst fáum við að heyra um hvalasöng. SJónvarpsþættirnir Pistol, leiknir þættir um sögu pönksveitarinnar Sex Pistols, hafa víða verið til umræðu að undanförnu og sitt sýnist hverjum. Algjört flopp segir The Guardian og 'breitt yfir kjarna byltingar pönksins' er skrifað á Roger Ebert.com. En margir aðrir eru hrifnir af þáttunum. Flosi Þorgeirsson, mikill aðdáandi Sex Pistols, kom og spjallaði við okkur um þættina.
10/3/20220
Episode Artwork

Umdeildir þættir um Sex Pistols, sorglegt bíó, söngur hnúfubaka

RIFF hófst á fimmtudaginn, við kíktum í bíó og veltum fyrir okkur þeim sorglegu kvikmyndum sem við sáum þar. Fróði Jónsson, dýraatferlisfræðingur, mun næstu mánudaga flytja pistla hér í Lestinni um menningarheim dýra, fyrst fáum við að heyra um hvalasöng. SJónvarpsþættirnir Pistol, leiknir þættir um sögu pönksveitarinnar Sex Pistols, hafa víða verið til umræðu að undanförnu og sitt sýnist hverjum. Algjört flopp segir The Guardian og 'breitt yfir kjarna byltingar pönksins' er skrifað á Roger Ebert.com. En margir aðrir eru hrifnir af þáttunum. Flosi Þorgeirsson, mikill aðdáandi Sex Pistols, kom og spjallaði við okkur um þættina.
10/3/202255 minutes
Episode Artwork

Í beinni frá RIFF

Við ræðum við Hrönn Marínósdóttir, stjórnanda og stofnanda RIFF. Guðrún Elsa Bragadóttir rýnir í kvikmyndina Vera, opnunarmynd hátíðarinnar. Aldís Amah Hamilton, leikkona og Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri spjalla við okkur um hátíðina og kvikmyndabransann.
9/29/20220
Episode Artwork

Í beinni frá RIFF

Við ræðum við Hrönn Marínósdóttir, stjórnanda og stofnanda RIFF. Guðrún Elsa Bragadóttir rýnir í kvikmyndina Vera, opnunarmynd hátíðarinnar. Aldís Amah Hamilton, leikkona og Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri spjalla við okkur um hátíðina og kvikmyndabransann.
9/29/202253 minutes, 1 second
Episode Artwork

Endurkoma tónlistarmannsins Auðar, piparjónkur og Ari Árelíus

Siðasta föstudag kom út lagið Tárin falla hægt með Bubba Morthens og Auðuni Lútherssyni, sem kemur fram undir listamannsnafninu Auður. Þetta er fyrsta lagið sem Auður sendir frá sér eftir að hann dró sig í hlé um mitt síðasta ár í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi. Fjölda tónleika var aflýst, hann dró sig úr hlutverkum í leikhúsi og sjónvarpsþáttum auk þess sem tónlist, sem hann hafði gefið út, var tekin út af streymisveitum. Talað var um að honum hefði verið slaufað. Davíð Roach Gunnarsson tónlistargagnrýnandi fjallar um nýja plötu Ara Árelíusar, Hiatus Terræ. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir rýnir í þættina Piparjónkan.
9/28/20220
Episode Artwork

Endurkoma tónlistarmannsins Auðar, piparjónkur og Ari Árelíus

Siðasta föstudag kom út lagið Tárin falla hægt með Bubba Morthens og Auðuni Lútherssyni, sem kemur fram undir listamannsnafninu Auður. Þetta er fyrsta lagið sem Auður sendir frá sér eftir að hann dró sig í hlé um mitt síðasta ár í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi. Fjölda tónleika var aflýst, hann dró sig úr hlutverkum í leikhúsi og sjónvarpsþáttum auk þess sem tónlist, sem hann hafði gefið út, var tekin út af streymisveitum. Talað var um að honum hefði verið slaufað. Davíð Roach Gunnarsson tónlistargagnrýnandi fjallar um nýja plötu Ara Árelíusar, Hiatus Terræ. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir rýnir í þættina Piparjónkan.
9/28/202255 minutes
Episode Artwork

Mótmæli í Íran, hugtakið velferðarsamfélag, uppeldisaðferðir Juliu Fox

Við ræðum mótmælin í Íran, slæður og siðgæðislögregluna við íranska konu búsetta á Íslandi. Hún velur að koma fram nafnlaust, enda geti það haft afleiðingar í för með sér fyrir hana og fjölskyldu sína ef hún gagnrýnir írönsk stjórnvöld í fjölmiðlum. Leikkonan Julia Fox komst í fréttir fyrr á árinu þegar hún var um stutt skeið kærasta bandaríska rapparans Kanye West. Nú er hún samfélagsmiðla-fræg og orðin að hálfgerðu fyrirbæri. Margt sem hún segir og gerir á netinu vekur upp sterk viðbrögð netverja. Assa Borg Þórðardóttir kafaði ofan í umdeild ummæli hennar um barnavinnu en Fox vill endilega að börn taki þátt í því að halda hjólum atvinnulífsins gangandi. Nú í sumar kviknaði rökræða milli talsfólks stéttarfélagsins Eflingar og Viðskiptaráðs Íslands. Í Kjarabréfi Eflingar í lok júní voru skoðuð opinber útgjöld til ýmissa málaflokka bæði hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum - og niðurstaðan var sláandi að 'Ísland nái ekki máli sem norrænt velferðarríki.' Viðskiptaráð svaraði með sinni eigin grein þar sem tölurnar voru skoðaðar aftur og niðurstaðan var allt önnur: velferð á Íslandi stenst vel samanburð við Norðurlönd. Þessi ólíku samtök notuðu því hugtakið velferð og velferðarríki sem eftirsóknarverða mælikvarða á íslenskt samfélag, þó þær væru ósammála um hvort núverandi velferðarkerfi stæði undir nafni. Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði, hefur rannsakað þetta hugtak og sögu þess í íslenskri umræðu og flutti um það fyrirlestur í Háskóla Íslands fyrr í dag. Ég fór og hitti Guðmund og fékk hann til að segja mér hvenær þetta hugtak kemur inn í íslensku.
9/27/20220
Episode Artwork

Mótmæli í Íran, hugtakið velferðarsamfélag, uppeldisaðferðir Juliu Fox

Við ræðum mótmælin í Íran, slæður og siðgæðislögregluna við íranska konu búsetta á Íslandi. Hún velur að koma fram nafnlaust, enda geti það haft afleiðingar í för með sér fyrir hana og fjölskyldu sína ef hún gagnrýnir írönsk stjórnvöld í fjölmiðlum. Leikkonan Julia Fox komst í fréttir fyrr á árinu þegar hún var um stutt skeið kærasta bandaríska rapparans Kanye West. Nú er hún samfélagsmiðla-fræg og orðin að hálfgerðu fyrirbæri. Margt sem hún segir og gerir á netinu vekur upp sterk viðbrögð netverja. Assa Borg Þórðardóttir kafaði ofan í umdeild ummæli hennar um barnavinnu en Fox vill endilega að börn taki þátt í því að halda hjólum atvinnulífsins gangandi. Nú í sumar kviknaði rökræða milli talsfólks stéttarfélagsins Eflingar og Viðskiptaráðs Íslands. Í Kjarabréfi Eflingar í lok júní voru skoðuð opinber útgjöld til ýmissa málaflokka bæði hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum - og niðurstaðan var sláandi að 'Ísland nái ekki máli sem norrænt velferðarríki.' Viðskiptaráð svaraði með sinni eigin grein þar sem tölurnar voru skoðaðar aftur og niðurstaðan var allt önnur: velferð á Íslandi stenst vel samanburð við Norðurlönd. Þessi ólíku samtök notuðu því hugtakið velferð og velferðarríki sem eftirsóknarverða mælikvarða á íslenskt samfélag, þó þær væru ósammála um hvort núverandi velferðarkerfi stæði undir nafni. Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði, hefur rannsakað þetta hugtak og sögu þess í íslenskri umræðu og flutti um það fyrirlestur í Háskóla Íslands fyrr í dag. Ég fór og hitti Guðmund og fékk hann til að segja mér hvenær þetta hugtak kemur inn í íslensku.
9/27/202255 minutes
Episode Artwork

3D-prentaðar byssur, menn með bleika þríhyrninga, argentínskur dans

Þrívíddarprentuð skotvopn hafa verið nokkuð í umræðunni hér landi eftir að lögregla handtók menn sem höfðu smíðað slíkar byssur og eru sagðir hafa ætlað sér að fremja með þeim hryðjuverk. Við kynnum okkur sögu 3D-skotvopna og hugmyndafræðina sem drífur þróunina áfram en tæpur áratugur er frá því að fyrsta þrívíddarprentaða skotvopnið kom fram á sjónarsviðið. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir ritlistarnema sendir sinn fjórða og síðasta pistil frá Argentínu. Að þessu sinni reimar hún á sig dansskóna og fjallar um dansa Rómönsku Ameríku. Bókin Mennirnir með bleika þríhyrninginn kom fyrst út árið 1972, skrifuð undir dulnefninu Heinz Heger, höfundanafni Hans Neumann. Bókin segir sögu Josef Kohout, sem var fangi í fangabúðum nasista í 6 ár. Hvorugur þeirra vildi koma fram undir nafni, en ástir samkynhneigðra voru taldar glæpsamlegar þangað til árið áður en bókin kom út. Þessi frásögn varpaði ekki bara ljósi á þjáningar samkynhneigðra fanga í búðunum heldur einnig á skortinn á viðurkenningu og skaðabótum fyrir þennan hóp við lok stríðsins. Bókin í íslenskri þýðingu Guðjóns Ragnars Jónassonar kom fyrst út árið 2013 en er nú gefin út aftur af Sögufélaginu, með ítarlegum eftirmála Hafdísar Erlu Hafsteinsdóttur, enda telja þau að bókin eigi enn ríkt erindi. Guðjón og Hafdís setjast um borð í Lestina og segja frá.
9/26/20220
Episode Artwork

3D-prentaðar byssur, menn með bleika þríhyrninga, argentínskur dans

Þrívíddarprentuð skotvopn hafa verið nokkuð í umræðunni hér landi eftir að lögregla handtók menn sem höfðu smíðað slíkar byssur og eru sagðir hafa ætlað sér að fremja með þeim hryðjuverk. Við kynnum okkur sögu 3D-skotvopna og hugmyndafræðina sem drífur þróunina áfram en tæpur áratugur er frá því að fyrsta þrívíddarprentaða skotvopnið kom fram á sjónarsviðið. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir ritlistarnema sendir sinn fjórða og síðasta pistil frá Argentínu. Að þessu sinni reimar hún á sig dansskóna og fjallar um dansa Rómönsku Ameríku. Bókin Mennirnir með bleika þríhyrninginn kom fyrst út árið 1972, skrifuð undir dulnefninu Heinz Heger, höfundanafni Hans Neumann. Bókin segir sögu Josef Kohout, sem var fangi í fangabúðum nasista í 6 ár. Hvorugur þeirra vildi koma fram undir nafni, en ástir samkynhneigðra voru taldar glæpsamlegar þangað til árið áður en bókin kom út. Þessi frásögn varpaði ekki bara ljósi á þjáningar samkynhneigðra fanga í búðunum heldur einnig á skortinn á viðurkenningu og skaðabótum fyrir þennan hóp við lok stríðsins. Bókin í íslenskri þýðingu Guðjóns Ragnars Jónassonar kom fyrst út árið 2013 en er nú gefin út aftur af Sögufélaginu, með ítarlegum eftirmála Hafdísar Erlu Hafsteinsdóttur, enda telja þau að bókin eigi enn ríkt erindi. Guðjón og Hafdís setjast um borð í Lestina og segja frá.
9/26/202255 minutes
Episode Artwork

Hver má leika fatlaða?, hljóðheimur neyslumenningar

Í kjölfar leikhúsgagnrýni Nínu Hjálmarsdóttur um söngleikinn Sem á himni sem birtist í Víðsjá á þriðjudaginn hafa skapast líflegar, á köflum heitar, umræður um innihald hans, en þó aðallega einn ákveðinn punkt sem snýr að fatlaðri persónu í sýningunni. Nína álítur birtingarmynd persónunnar 'ýti undir neikvæðar staðalímyndir um fatlað fólk' - afstaða sem sumir aðrir eru þó ósammála. En það sem hefur vakið meiri athygli er að hún veltir upp réttmæti þess að þessi fatlaða persóna sé leikin af ófötluðum leikara. Í opna umræðuhópnum Menningarátökin á Facebook hafa fjölmargt fólk úr sviðslistageiranum tekið til máls og tekist á um þessa spurningu: ?þarf nauðsynlega fatlaðan leikara til að túlka fatlaða persónu?? Og í kjölfarið hafa kviknað umræður um birtingarmyndir fatlaðra á leiksviðinu, aðgengi fatlaðs listafólks að leiksviðinu og virðingu fyrir starfi leikara hverra fag er að setja sig spor ólíkra persóna. Til þess að ræða stöðu og birtingarmyndir fatlaða í leikhúsum á Íslandi komu þær Sólveig Arnarsdóttir, leikkona og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, listfræðingur og fötlunaraktivisti í Lestina. Gunnar Jónsson, tónlistarmaður, flytur sinn fyrsta pistil í Lestinni, en hann mun fjalla um ólíka anga tónlistar og menningarneyslu í haust. Að þessu sinni veltir hann fyrir sér hljóðheimi neyslumenningarinnar og einhverju sem hann kýs að kalla ?hinn póst móderníska draum?.
9/22/20220
Episode Artwork

Hver má leika fatlaða?, hljóðheimur neyslumenningar

Í kjölfar leikhúsgagnrýni Nínu Hjálmarsdóttur um söngleikinn Sem á himni sem birtist í Víðsjá á þriðjudaginn hafa skapast líflegar, á köflum heitar, umræður um innihald hans, en þó aðallega einn ákveðinn punkt sem snýr að fatlaðri persónu í sýningunni. Nína álítur birtingarmynd persónunnar 'ýti undir neikvæðar staðalímyndir um fatlað fólk' - afstaða sem sumir aðrir eru þó ósammála. En það sem hefur vakið meiri athygli er að hún veltir upp réttmæti þess að þessi fatlaða persóna sé leikin af ófötluðum leikara. Í opna umræðuhópnum Menningarátökin á Facebook hafa fjölmargt fólk úr sviðslistageiranum tekið til máls og tekist á um þessa spurningu: ?þarf nauðsynlega fatlaðan leikara til að túlka fatlaða persónu?? Og í kjölfarið hafa kviknað umræður um birtingarmyndir fatlaðra á leiksviðinu, aðgengi fatlaðs listafólks að leiksviðinu og virðingu fyrir starfi leikara hverra fag er að setja sig spor ólíkra persóna. Til þess að ræða stöðu og birtingarmyndir fatlaða í leikhúsum á Íslandi komu þær Sólveig Arnarsdóttir, leikkona og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, listfræðingur og fötlunaraktivisti í Lestina. Gunnar Jónsson, tónlistarmaður, flytur sinn fyrsta pistil í Lestinni, en hann mun fjalla um ólíka anga tónlistar og menningarneyslu í haust. Að þessu sinni veltir hann fyrir sér hljóðheimi neyslumenningarinnar og einhverju sem hann kýs að kalla ?hinn póst móderníska draum?.
9/22/202253 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Serial-sakborningur laus, nöfn húsbíla, gagnrýni um Abbababb og fleira

Guðrún Elsa Bragadóttir kvikmyndagagnrýnandni fjallar um þrjár íslenskar myndir sem eru í kvikmyndahúsum þessa dagana: barnamyndina Abbababb, heimildarmyndina Velkominn Árni og hrollvekjuna It Hatched. Við heyrum um nýjustu vendingar í morðmálinu sem var viðfangsefni þekktastu hlaðvarpsseríu heims Serial árið 2014. Á mánudag bárust þær fréttir að hinn 41 árs gamli Adnan Sayed hefði verið leystur úr haldi en hann hefur setið í fangelsi í Baltimore í Bandaríkjunum í meira en 20 ár fyrir morð á þáverandi kærustu sinni, Hae Min Lee. Við förum yfir málið og vinsældir Serial. Patrekur Björgvinsson flytur okkur nokkra pistla í haust þar sem hann sökkvir sér ofan í ýmsar hefðir og fyrirbæri í alþýðumenningu. Í sínum fyrsta pistli hér í Lestinni veltir hann fyrir sér þeirri hefð meðal húsbílaeigenda að gefa bílum sínum nöfn. Við höldum líka áfram umræðum frá því í gær um íslenskuna. Við hringjum til Ísafjarðar og spyrjum hvernig íslenskuvænt samfélag lítur út. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson svarar.
9/21/20220
Episode Artwork

Serial-sakborningur laus, nöfn húsbíla, gagnrýni um Abbababb og fleira

Guðrún Elsa Bragadóttir kvikmyndagagnrýnandni fjallar um þrjár íslenskar myndir sem eru í kvikmyndahúsum þessa dagana: barnamyndina Abbababb, heimildarmyndina Velkominn Árni og hrollvekjuna It Hatched. Við heyrum um nýjustu vendingar í morðmálinu sem var viðfangsefni þekktastu hlaðvarpsseríu heims Serial árið 2014. Á mánudag bárust þær fréttir að hinn 41 árs gamli Adnan Sayed hefði verið leystur úr haldi en hann hefur setið í fangelsi í Baltimore í Bandaríkjunum í meira en 20 ár fyrir morð á þáverandi kærustu sinni, Hae Min Lee. Við förum yfir málið og vinsældir Serial. Patrekur Björgvinsson flytur okkur nokkra pistla í haust þar sem hann sökkvir sér ofan í ýmsar hefðir og fyrirbæri í alþýðumenningu. Í sínum fyrsta pistli hér í Lestinni veltir hann fyrir sér þeirri hefð meðal húsbílaeigenda að gefa bílum sínum nöfn. Við höldum líka áfram umræðum frá því í gær um íslenskuna. Við hringjum til Ísafjarðar og spyrjum hvernig íslenskuvænt samfélag lítur út. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson svarar.
9/21/202255 minutes
Episode Artwork

Innflytjendur ræða stöðu íslenskunnar

Í Lest dagsins ætlum við að fjalla um mál málanna, tungumálið sjálft, íslenskuna. Miklar umræður hafa verið um stöðu og framtíð íslenskunnar undanfarnar vikur. Það eru ekki bara slanguryrði unglinga, matseðlar lagaðir að túristum og haframjólkurauglýsingar á ensku sem hafa verið til umræðu, heldur ekki síður aðstaða fólks til að læra málið. Innflytjendur eru tvöfalt hærra hlutfall af íbúum landsins en fyrir áratug, en í byrjun síðasta árs voru þeir rúmlega 57 þúsund, eða 15,5 prósent - og mun þetta hlutfalla að öllum líkindum halda áfram að aukast. Þátturinn í dag verður tekinn undir umræður um íslensku á tímum fjölmenningar. Þrír gestir setjast í hljóðver númer 9 í Efstaleiti: Jelena Ciric, tónlistarkona og blaðamaður Iceland Review, Jón Símon Markússon, aðjúnkt við íslensku og menningardeild háskóla íslands, og Aleksandra Kozimala, starfsmaður skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þar sem hún vinnur að málefnum fjölmenningar og tungumála.
9/20/20220
Episode Artwork

Innflytjendur ræða stöðu íslenskunnar

Í Lest dagsins ætlum við að fjalla um mál málanna, tungumálið sjálft, íslenskuna. Miklar umræður hafa verið um stöðu og framtíð íslenskunnar undanfarnar vikur. Það eru ekki bara slanguryrði unglinga, matseðlar lagaðir að túristum og haframjólkurauglýsingar á ensku sem hafa verið til umræðu, heldur ekki síður aðstaða fólks til að læra málið. Innflytjendur eru tvöfalt hærra hlutfall af íbúum landsins en fyrir áratug, en í byrjun síðasta árs voru þeir rúmlega 57 þúsund, eða 15,5 prósent - og mun þetta hlutfalla að öllum líkindum halda áfram að aukast. Þátturinn í dag verður tekinn undir umræður um íslensku á tímum fjölmenningar. Þrír gestir setjast í hljóðver númer 9 í Efstaleiti: Jelena Ciric, tónlistarkona og blaðamaður Iceland Review, Jón Símon Markússon, aðjúnkt við íslensku og menningardeild háskóla íslands, og Aleksandra Kozimala, starfsmaður skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þar sem hún vinnur að málefnum fjölmenningar og tungumála.
9/20/202255 minutes
Episode Artwork

Lokaþáttur The Crown, bækur í Buenos Aires, Dórófónn

Undanfarna tíu daga hafa fjölmiðlar verið mettaðir af umfjöllun um dauðsfall elísabetar bretlandsdrottningu, jarðaförina, Bresku konungsfjölskylduna, Karl, nýja konunginn. Fólkið sem fær vald sitt frá guði. Inn á milli er að finna fréttir sem varpa gagnrýnu ljósi á þetta allt saman, þessa stofnun, fjölskylduna, breska heimsveldið, illa fengnu demantana. Og svo framvegis. Í morgun fylgdist að því er virðist hálf jörðin með útförinni, frá Westminister Abbey, þar sem ungir kórdrengir sungu og fjölskylda og þjóðarleiðtogar syrgðu saman. Syrgðu konu, ömmu, tákmynd, mýþólógíu. Í athöfn sem er eins og vel æft leikrit. Vel æft, stíft, kalt en líka fallegt. Við hin fáum að vera með, í beinni útsendingu, fyllumst lotningu, syrgjum með, almúginn stendur fyrir utan. Lóa fór á fund Ragnheiðar Kristjánsdóttur, prófessors í sagnfræði við Háskóla Íslands - því að það er allt í einu eins og allir séu orðnir royalistar við fráfall þessarar krúttlegu gömlu konu. Dórófónn er elektró-akústískt selló hannað af Halldóri Úlfarssyni, upphaflega sem hálfgerður leikmunur í myndlistarverki. En 15 árum síðar hefur hljóðfærið verið notað í óskarsverðlaunatónlist og verður nú sýnt í hinni fornfrægu hljóðfæraborg Cremona á Ítalíu. Við hringjum í Halldór til Aþenu og fræðumst það hvernig maður kemur nýju og óhefðbundnu hljóðfæri í notkun hjá tónlistarfólki. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir flytur sinn þriðja pistil í Lestinni um sögu og menningu Argentínu. Að þessu sinni beinir hún sjónum sínum að bókum, Jorge Luis Borges og fleiri hetja argentískrar bókmenntasögu.
9/19/20220
Episode Artwork

Lokaþáttur The Crown, bækur í Buenos Aires, Dórófónn

Undanfarna tíu daga hafa fjölmiðlar verið mettaðir af umfjöllun um dauðsfall elísabetar bretlandsdrottningu, jarðaförina, Bresku konungsfjölskylduna, Karl, nýja konunginn. Fólkið sem fær vald sitt frá guði. Inn á milli er að finna fréttir sem varpa gagnrýnu ljósi á þetta allt saman, þessa stofnun, fjölskylduna, breska heimsveldið, illa fengnu demantana. Og svo framvegis. Í morgun fylgdist að því er virðist hálf jörðin með útförinni, frá Westminister Abbey, þar sem ungir kórdrengir sungu og fjölskylda og þjóðarleiðtogar syrgðu saman. Syrgðu konu, ömmu, tákmynd, mýþólógíu. Í athöfn sem er eins og vel æft leikrit. Vel æft, stíft, kalt en líka fallegt. Við hin fáum að vera með, í beinni útsendingu, fyllumst lotningu, syrgjum með, almúginn stendur fyrir utan. Lóa fór á fund Ragnheiðar Kristjánsdóttur, prófessors í sagnfræði við Háskóla Íslands - því að það er allt í einu eins og allir séu orðnir royalistar við fráfall þessarar krúttlegu gömlu konu. Dórófónn er elektró-akústískt selló hannað af Halldóri Úlfarssyni, upphaflega sem hálfgerður leikmunur í myndlistarverki. En 15 árum síðar hefur hljóðfærið verið notað í óskarsverðlaunatónlist og verður nú sýnt í hinni fornfrægu hljóðfæraborg Cremona á Ítalíu. Við hringjum í Halldór til Aþenu og fræðumst það hvernig maður kemur nýju og óhefðbundnu hljóðfæri í notkun hjá tónlistarfólki. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir flytur sinn þriðja pistil í Lestinni um sögu og menningu Argentínu. Að þessu sinni beinir hún sjónum sínum að bókum, Jorge Luis Borges og fleiri hetja argentískrar bókmenntasögu.
9/19/202255 minutes
Episode Artwork

Hreinsuð tónlist, FAMU og suðuramerísk matvöruverslun

Íslendingar elska suður- og miðameríska matargerð. Mexíkóostur, mexíkósk kjúklíngasúpa með dorítos út í, Serranos, tex-mex-takós og hveititortíllur frá sænsk-finnska matvælafyrirtækinu Santa Maria. Æ fleiri eru reyndar að átta sig á því að þetta er allt annað en þú myndir borða í Mexíkó eða annars staðar í Mið- eða Suður-Ameríku. En hvert fer maður þá til að finna mat sem er sannarlega rómansk-amerískur. Jú, í matvörubúðina Blóm í eggi. Núna á sunnudag verður í Bíó Paradís sérstök sýning á nokkrum skólaverkefnum íslenskra kvikmyndagerðarmanna frá kvikmyndaskólanum FAMU í Prag í Tékklandi. FAMU er einn elsti kvikmyndaskóli heims, stofnaður 1946, og einn sá virtasti. Þar lærðu meðal annars Milos Forman, Emir Kusturica, Agnieska Holland og rithöfundurinn Milan Kundera svo einhverjir séu nefndir. Það er athyglisvert að nokkur fjöldi íslenskra kvikmyndagerðarmanna hefur stundað nám við skólann. Sjö stuttmyndir eftir íslenska kvikmyndagerðarmenn frá FAMU verða sýndar um helgina og viðburðurinn er hluti af Arctic Festival í Reykjavík. Við ræðum við Grím Hákonarson og Eydísi Eiri Brynju Björnsdóttir, sem gengu bæði í FAMU og eiga myndir á Arctic Festival.
9/15/20220
Episode Artwork

Hreinsuð tónlist, FAMU og suðuramerísk matvöruverslun

Íslendingar elska suður- og miðameríska matargerð. Mexíkóostur, mexíkósk kjúklíngasúpa með dorítos út í, Serranos, tex-mex-takós og hveititortíllur frá sænsk-finnska matvælafyrirtækinu Santa Maria. Æ fleiri eru reyndar að átta sig á því að þetta er allt annað en þú myndir borða í Mexíkó eða annars staðar í Mið- eða Suður-Ameríku. En hvert fer maður þá til að finna mat sem er sannarlega rómansk-amerískur. Jú, í matvörubúðina Blóm í eggi. Núna á sunnudag verður í Bíó Paradís sérstök sýning á nokkrum skólaverkefnum íslenskra kvikmyndagerðarmanna frá kvikmyndaskólanum FAMU í Prag í Tékklandi. FAMU er einn elsti kvikmyndaskóli heims, stofnaður 1946, og einn sá virtasti. Þar lærðu meðal annars Milos Forman, Emir Kusturica, Agnieska Holland og rithöfundurinn Milan Kundera svo einhverjir séu nefndir. Það er athyglisvert að nokkur fjöldi íslenskra kvikmyndagerðarmanna hefur stundað nám við skólann. Sjö stuttmyndir eftir íslenska kvikmyndagerðarmenn frá FAMU verða sýndar um helgina og viðburðurinn er hluti af Arctic Festival í Reykjavík. Við ræðum við Grím Hákonarson og Eydísi Eiri Brynju Björnsdóttir, sem gengu bæði í FAMU og eiga myndir á Arctic Festival.
9/15/202255 minutes
Episode Artwork

Kvikmyndasjóði slátrað, The Sandman, krufning Þóru Sayaka

Salvör Bergmann rýnir í sjónvarpsþættina The Sandman á Netflix, sem byggja á samnefndum myndasögum eftir Neil Gaiman. Salvör naut þess að horfa en hefði viljað sjá meiri áhættu tekna í frásögninni, henni fannst stíllinn sem var valinn helst til krúttlegur og fjölskylduvænn, en það veldur því að útkoman fellur snyrtilega í formúlukenndan meginstrauminn. Fyrir tveimur vikum fengum við tvo plötusnúða, þá Johnny Blaze og Hakka Brakes til að kryfja til mergjar lag sem var í uppáhaldi hjá þeim. Og núna endurtökum við leikinn með plötusnúðinum Þóru Sayaka. Hún kemur með lagið Clear með Cybotron. Og við heyrum um minni framlög ríkisins til Kvikmyndasjóðs Íslands á sama tíma og endurgreiðslur til stórra erlendra kvikmyndaverkefna eru aukin. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru ósáttir. ?Ráðist að grunnstoðum og Kvikmyndasjóði slátrað,? segir Ragnar Bragason, leikstjóri á Facebook og ?Menningarlegt stórslys,? segir Reynir Lyngdal starfsbróðir hans á sama vettvangi. Við ræðum við þau Hilmar Sigurðsson framkvæmdastjóra Saga Film og Kristínu Andreu Þórðardóttur kvikmyndagerðarkonu og framleiðanda um málið.
9/14/20220
Episode Artwork

Kvikmyndasjóði slátrað, The Sandman, krufning Þóru Sayaka

Salvör Bergmann rýnir í sjónvarpsþættina The Sandman á Netflix, sem byggja á samnefndum myndasögum eftir Neil Gaiman. Salvör naut þess að horfa en hefði viljað sjá meiri áhættu tekna í frásögninni, henni fannst stíllinn sem var valinn helst til krúttlegur og fjölskylduvænn, en það veldur því að útkoman fellur snyrtilega í formúlukenndan meginstrauminn. Fyrir tveimur vikum fengum við tvo plötusnúða, þá Johnny Blaze og Hakka Brakes til að kryfja til mergjar lag sem var í uppáhaldi hjá þeim. Og núna endurtökum við leikinn með plötusnúðinum Þóru Sayaka. Hún kemur með lagið Clear með Cybotron. Og við heyrum um minni framlög ríkisins til Kvikmyndasjóðs Íslands á sama tíma og endurgreiðslur til stórra erlendra kvikmyndaverkefna eru aukin. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru ósáttir. ?Ráðist að grunnstoðum og Kvikmyndasjóði slátrað,? segir Ragnar Bragason, leikstjóri á Facebook og ?Menningarlegt stórslys,? segir Reynir Lyngdal starfsbróðir hans á sama vettvangi. Við ræðum við þau Hilmar Sigurðsson framkvæmdastjóra Saga Film og Kristínu Andreu Þórðardóttur kvikmyndagerðarkonu og framleiðanda um málið.
9/14/202255 minutes
Episode Artwork

Godard látinn, trúarleg þemu í popptónlist og Vegabréf: Íslenskt

Jean Luc Godard, fæddur 1930 í París, brautryðjandi í kvikmyndagerð, forsprakki frönsku nýbylgjunnar, áhrifamesti leikstjóri eftirstríðsárana, er látinn, 91 árs að aldri. Eftir hann standa hátt í 50 kvikmyndir, frá á ólíkum tímabilum í lífi listamanns sem var í stöðugri mótun, stöðugri endurskoðun og endurhugsun. Viðar Víkingsson, kvikmyndagerðarmaður, segir frá listamanninum Godard. Assa Borg Þórðardóttir flytur okkur sinn fyrsta pistil í Lestinni. Í dag er viðfangsefnið trúarleg þemu í tónlist Kanye West og Sufjan Stevens, tveggja ólíkra bandarískra popptónlistarmanna. Í dag kemur út bókin Vegabréf: Íslenskt eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur, bókin flakkar milli heimshorna eins og undirtitillinn gefur til kynna: Frá afganistan til Bosníu og Búrkína Fasó. Sigríður starfaði um árabil sem blaðamaður og skrifaði greinar og pistlar í íslenska fjölmiðla. Hún rekur sögu staða og þjóða í gegnum persónulegar sögur fólks sem hún finnur á ferðalögum sínum.
9/13/20220
Episode Artwork

Godard látinn, trúarleg þemu í popptónlist og Vegabréf: Íslenskt

Jean Luc Godard, fæddur 1930 í París, brautryðjandi í kvikmyndagerð, forsprakki frönsku nýbylgjunnar, áhrifamesti leikstjóri eftirstríðsárana, er látinn, 91 árs að aldri. Eftir hann standa hátt í 50 kvikmyndir, frá á ólíkum tímabilum í lífi listamanns sem var í stöðugri mótun, stöðugri endurskoðun og endurhugsun. Viðar Víkingsson, kvikmyndagerðarmaður, segir frá listamanninum Godard. Assa Borg Þórðardóttir flytur okkur sinn fyrsta pistil í Lestinni. Í dag er viðfangsefnið trúarleg þemu í tónlist Kanye West og Sufjan Stevens, tveggja ólíkra bandarískra popptónlistarmanna. Í dag kemur út bókin Vegabréf: Íslenskt eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur, bókin flakkar milli heimshorna eins og undirtitillinn gefur til kynna: Frá afganistan til Bosníu og Búrkína Fasó. Sigríður starfaði um árabil sem blaðamaður og skrifaði greinar og pistlar í íslenska fjölmiðla. Hún rekur sögu staða og þjóða í gegnum persónulegar sögur fólks sem hún finnur á ferðalögum sínum.
9/13/202255 minutes
Episode Artwork

Aníta Briem skrifar handrit, Unnsteinn snýr aftur, argentínsk mótmæli

Við komum við á tökustað nýrra íslenskra sjónvarpsþátta sem Anítu Briem skrifar og leikur aðalhlutverkið í. Þættirnir eru sambandsdrama um langtímasamband og nefnist Svo lengi sem við lifum, Við skoðum leikmyndina og spjöllum við Anítu og leikstjórann Katrínu Björgvinsdóttur. Við rennum til Argentínu og heyrum um mótmælamenningu landsins en undanfarið hafa farið fram kröfugögnur vegna banatilræðis gegn varaforseta landsins. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir fjallar um argentínska mótmælahefð. Og við spjöllum við Unnstein Manúel Stefánsson um nýja tónlist frá honum og hlaðvarp sem fylgir með.
9/12/20220
Episode Artwork

Aníta Briem skrifar handrit, Unnsteinn snýr aftur, argentínsk mótmæli

Við komum við á tökustað nýrra íslenskra sjónvarpsþátta sem Anítu Briem skrifar og leikur aðalhlutverkið í. Þættirnir eru sambandsdrama um langtímasamband og nefnist Svo lengi sem við lifum, Við skoðum leikmyndina og spjöllum við Anítu og leikstjórann Katrínu Björgvinsdóttur. Við rennum til Argentínu og heyrum um mótmælamenningu landsins en undanfarið hafa farið fram kröfugögnur vegna banatilræðis gegn varaforseta landsins. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir fjallar um argentínska mótmælahefð. Og við spjöllum við Unnstein Manúel Stefánsson um nýja tónlist frá honum og hlaðvarp sem fylgir með.
9/12/202256 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Í skóm drekans

Liðin eru 20 ár frá frumsýningu heimildarmyndarinnar Í skóm drekans. Sett var lögbann á myndina nokkrum dögum áður en til stóð að frumsýna hana. Aðstandendur myndarinnar, systkinin Hrönn og Árni Sveinsbörn, rekja söguna í þætti dagsins. Myndin er fyrsta karakterdrifna heimildarmyndin á Íslandi, unninn í anda svokallaðra Dogma-mynda. Í henni fylgjumst við með Hrönn taka þátt og reyna að sigra fegurðarsamkeppnina Ungfrú Ísland.is, hugmynd sem kviknaði á Kaffibarnum um miðja nótt.
9/8/20220
Episode Artwork

Í skóm drekans

Liðin eru 20 ár frá frumsýningu heimildarmyndarinnar Í skóm drekans. Sett var lögbann á myndina nokkrum dögum áður en til stóð að frumsýna hana. Aðstandendur myndarinnar, systkinin Hrönn og Árni Sveinsbörn, rekja söguna í þætti dagsins. Myndin er fyrsta karakterdrifna heimildarmyndin á Íslandi, unninn í anda svokallaðra Dogma-mynda. Í henni fylgjumst við með Hrönn taka þátt og reyna að sigra fegurðarsamkeppnina Ungfrú Ísland.is, hugmynd sem kviknaði á Kaffibarnum um miðja nótt.
9/8/202255 minutes
Episode Artwork

Svarbréfið til Helgu gagnrýnt, It Hatched, menningarátök í Skerjafirði

Kvikmyndin Svar við bréfi Helgu í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur var frumsýnd síðastliðin föstudag. Nýr kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar Guðrún Elsa Bragadóttir rýnir í Svarið. Hún fór í bíó, örlítið efins um að hægt væri að gera kvikmynd um bændur í dag, án þess að útkoman yrði klisjukennd. Framtíð tónleika og viðburðahalds í post-húsinu og tóma rýminu, gróskumiklum listarýmum í Skerjafirðinum, er í hættu. Tónleikum hefur verið frestað ótímabundið. Undanfarna daga hafa verið sagðar fréttir af því að kvartanir nágranna yfir hávaða séu ástæðan. Við hringjum í einn aðstandenda póst-hússins, Bjarna Daníel Þorvaldsson. Ný íslensk hrollvekja verður frumsýnd á föstudag. Myndin nefnist Mara á íslensku en á ensku ber hún titilinn It hatched. Við ræðum við leikstjóra myndarinnar Elvar Gunnarsson, um b-myndir, um áhrifin sem skilnaður hefur á eftirvinnslu bíómyndar og af hverju svona margar hrollvekjur fjalla um barnsburð.
9/7/20220
Episode Artwork

Svarbréfið til Helgu gagnrýnt, It Hatched, menningarátök í Skerjafirði

Kvikmyndin Svar við bréfi Helgu í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur var frumsýnd síðastliðin föstudag. Nýr kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar Guðrún Elsa Bragadóttir rýnir í Svarið. Hún fór í bíó, örlítið efins um að hægt væri að gera kvikmynd um bændur í dag, án þess að útkoman yrði klisjukennd. Framtíð tónleika og viðburðahalds í post-húsinu og tóma rýminu, gróskumiklum listarýmum í Skerjafirðinum, er í hættu. Tónleikum hefur verið frestað ótímabundið. Undanfarna daga hafa verið sagðar fréttir af því að kvartanir nágranna yfir hávaða séu ástæðan. Við hringjum í einn aðstandenda póst-hússins, Bjarna Daníel Þorvaldsson. Ný íslensk hrollvekja verður frumsýnd á föstudag. Myndin nefnist Mara á íslensku en á ensku ber hún titilinn It hatched. Við ræðum við leikstjóra myndarinnar Elvar Gunnarsson, um b-myndir, um áhrifin sem skilnaður hefur á eftirvinnslu bíómyndar og af hverju svona margar hrollvekjur fjalla um barnsburð.
9/7/202255 minutes
Episode Artwork

Nope, nýtt frá Björk, hljóðserían Skerið

Nope, nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Jordan Peele kom út í sumar. Geimverumynd sem gerist á hestabúgarði í Kaliforníu. Hingað í Lestina kemur Hrafn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður og spekúlant til að ræða Nope og þemu myndarinnar, sem varð til í miðjum heimsfaraldri. Hljóðbókaveitan Storytel er í auknum mæli að snúa sér að framleiðslu hlaðvarpa og útvarpsleikrita - það sem þau kalla reyndar hljóðseríur. Fyrsta íslenska hljóðserían frá Storytel fór í loftið í sumar: Skerið, sem fjallar um íslenskan sjomla sem vaknar upp í óþekktu hótelberbergi eftir djamm á Tenerife. Hann kemst ekki af eyjunni, símasamband er stopult og dularfullir atburðir byrja að eiga sér stað. Við ræðum við höfunda Skersins, parið Áslaugu Torfadóttur og Ragnar Egilsson. Og við ætlum að heyra nýja lagið frá Björk Guðmundsdóttur, Atopos, fyrsta lagið af væntanlegri plötu hennar Fossora, og ræða myndbandið sem inniheldur sveppi og sex bassaklarinett.
9/6/20220
Episode Artwork

Nope, nýtt frá Björk, hljóðserían Skerið

Nope, nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Jordan Peele kom út í sumar. Geimverumynd sem gerist á hestabúgarði í Kaliforníu. Hingað í Lestina kemur Hrafn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður og spekúlant til að ræða Nope og þemu myndarinnar, sem varð til í miðjum heimsfaraldri. Hljóðbókaveitan Storytel er í auknum mæli að snúa sér að framleiðslu hlaðvarpa og útvarpsleikrita - það sem þau kalla reyndar hljóðseríur. Fyrsta íslenska hljóðserían frá Storytel fór í loftið í sumar: Skerið, sem fjallar um íslenskan sjomla sem vaknar upp í óþekktu hótelberbergi eftir djamm á Tenerife. Hann kemst ekki af eyjunni, símasamband er stopult og dularfullir atburðir byrja að eiga sér stað. Við ræðum við höfunda Skersins, parið Áslaugu Torfadóttur og Ragnar Egilsson. Og við ætlum að heyra nýja lagið frá Björk Guðmundsdóttur, Atopos, fyrsta lagið af væntanlegri plötu hennar Fossora, og ræða myndbandið sem inniheldur sveppi og sex bassaklarinett.
9/6/202255 minutes
Episode Artwork

Svar við bréfi Helgu, Blár markaður í Buenos Aires, Brendan Fraser

Ástarþríhyrningur meðal bænda á Ströndum á stríðsárunum. Þannig væri hægt að lýsa efni nýrrar íslenskrar kvikmyndar sem var frumsýnd á föstudag, Svar við bréfi Helgu, í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur. Myndin er byggð á vinsælli skáldsögu Bergsveins Birgissonar sem kom út árið 2010. Við settumst niður með Bergsveini og Ásu Helgu til að ræða það hvernig bók verður að kvikmynd, um hvort kotbændur hafi verið jafn snoppufríðir og hollywood-leikarar, og af hverju ákveðið var að klippa út úr sögunni alræmt atriði þar sem aðalpersónan leggst með kind Heiða Vigdís Sigfúsdóttir er stödd í Argentínu, á bláa markaðnum , þar sem hún þarf að kaupa sér peninga, gjaldeyrismarkaðir eru lokaðir um helgar. Næstu fjórar vikur flytur Heiða pistla um suður-ameríska menningu og ómenningu hér í Lestinni. Og við kynnum okkur það helsta sem er í boði á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Standandi lófaklapp og endurkoma leikarans Brendans Fraiser er með þess sem hæst bar á opnunarhelgi hátíðarinnar.
9/5/20220
Episode Artwork

Svar við bréfi Helgu, Blár markaður í Buenos Aires, Brendan Fraser

Ástarþríhyrningur meðal bænda á Ströndum á stríðsárunum. Þannig væri hægt að lýsa efni nýrrar íslenskrar kvikmyndar sem var frumsýnd á föstudag, Svar við bréfi Helgu, í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur. Myndin er byggð á vinsælli skáldsögu Bergsveins Birgissonar sem kom út árið 2010. Við settumst niður með Bergsveini og Ásu Helgu til að ræða það hvernig bók verður að kvikmynd, um hvort kotbændur hafi verið jafn snoppufríðir og hollywood-leikarar, og af hverju ákveðið var að klippa út úr sögunni alræmt atriði þar sem aðalpersónan leggst með kind Heiða Vigdís Sigfúsdóttir er stödd í Argentínu, á bláa markaðnum , þar sem hún þarf að kaupa sér peninga, gjaldeyrismarkaðir eru lokaðir um helgar. Næstu fjórar vikur flytur Heiða pistla um suður-ameríska menningu og ómenningu hér í Lestinni. Og við kynnum okkur það helsta sem er í boði á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Standandi lófaklapp og endurkoma leikarans Brendans Fraiser er með þess sem hæst bar á opnunarhelgi hátíðarinnar.
9/5/202255 minutes
Episode Artwork

Hverjum er ekki sama um Húgó? + raunveruleikaþættirnir LXS

Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir horfði á nýja raunveruleikaþætti úr smiðju Ketchup Creative. Þætti sem stæra sig af því að vera ekki með neinu handriti og sýna frá raunveruleika vinkvennahóps sem var myndaður í kringum #samstarf á samfélagsmiðlum. Lestin kynnir sér tónlistarmanninn Húgó, huldumann sem hefur gefið út 3 lög en virðist vera vel úthugsuð markaðsherferð dulbúin sem tónlistarmaður.
9/1/20220
Episode Artwork

Hverjum er ekki sama um Húgó? + raunveruleikaþættirnir LXS

Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir horfði á nýja raunveruleikaþætti úr smiðju Ketchup Creative. Þætti sem stæra sig af því að vera ekki með neinu handriti og sýna frá raunveruleika vinkvennahóps sem var myndaður í kringum #samstarf á samfélagsmiðlum. Lestin kynnir sér tónlistarmanninn Húgó, huldumann sem hefur gefið út 3 lög en virðist vera vel úthugsuð markaðsherferð dulbúin sem tónlistarmaður.
9/1/202252 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Drungalegur sumarslagari, Beast, fangelsislist og Gorbachev

Undanfarnar viku fór hópur alþjóðlegra listamanna farið daglega inn á fangelsið á Litla Hrauni og unnið list með vistmönnum. Í gær og fyrradag sýndu listamennirnir, bæði fangar og frjálsir, á Litla Hrauni og svo Eyrarbakka. Verkefnið er á vegum Sögu listavinnuseturs og félagasamtakanna Múrar Brotnir. Við ræðum við þrjá skipuleggjendur verkefnisins. Drungalegur sumarslagari sem var saminn og tekinn upp á níunda áratugnum en kom ekki út fyrr en árið 2013 verður undir smásjánni í dag. DJarnir og hljómsveitin Johnny Blaze og Hakki Brakes komu með umrætt lag á USB-lykli og ræddu syntha, ölduhljóð og aðdáun sína á þessu lagi sem þeir spila á dj-settum, áður en gestir mæta, aðallega fyrir sjálfa sig. Baltasar Kormákur sendi nýlega frá sér kvikmyndina Beast, skepnuna, um morðótt ljón sem heldur Idris Elba og fjölskyldu í gíslingu. Ásgeir Ingólfsson skoðar samband manna og ljóna í Hollywood og rýnir í Beast.
8/31/20220
Episode Artwork

Drungalegur sumarslagari, Beast, fangelsislist og Gorbachev

Undanfarnar viku fór hópur alþjóðlegra listamanna farið daglega inn á fangelsið á Litla Hrauni og unnið list með vistmönnum. Í gær og fyrradag sýndu listamennirnir, bæði fangar og frjálsir, á Litla Hrauni og svo Eyrarbakka. Verkefnið er á vegum Sögu listavinnuseturs og félagasamtakanna Múrar Brotnir. Við ræðum við þrjá skipuleggjendur verkefnisins. Drungalegur sumarslagari sem var saminn og tekinn upp á níunda áratugnum en kom ekki út fyrr en árið 2013 verður undir smásjánni í dag. DJarnir og hljómsveitin Johnny Blaze og Hakki Brakes komu með umrætt lag á USB-lykli og ræddu syntha, ölduhljóð og aðdáun sína á þessu lagi sem þeir spila á dj-settum, áður en gestir mæta, aðallega fyrir sjálfa sig. Baltasar Kormákur sendi nýlega frá sér kvikmyndina Beast, skepnuna, um morðótt ljón sem heldur Idris Elba og fjölskyldu í gíslingu. Ásgeir Ingólfsson skoðar samband manna og ljóna í Hollywood og rýnir í Beast.
8/31/202255 minutes
Episode Artwork

*TW* virka ekki, reif í Buxur, snittur á kynningarfundi Borgarleikhúss

Leikárið er hafið - Lestin þáði boð á kynningarfund í Borgarleikhúsinu í hádeginu, hætti sér út úr húsi í óveðri og gerði tilraun til að rýna í áherslurnar í dagskránni. Við smökkum snittur og fáum meðmæli starfsfólks, hópsins sem er eflaust hvað duglegastur við að sækja leiksýningar, fólksins á gólfinu Davíð Roach Gunnarsson fór á reif í útjaðri Reykjavíkur í júlíbyrjun, Danstónlistarviðburðurinn Buxur var haldinn í gömlu iðnaðarhúsnæði í Gufunesi, en þetta er í annað skipti sem reifið er haldið þar. Við heyrum lýsingu Davíðs á partýinu sem er að hans mati einhver merkilegasti tónlistarviðburður ársins hér á landi. Váboði, áfallaviðvörun, hætta á hugarvíli, kveikjumerking. Allt þetta hefur verið notað sem íslenskar þýðingar yfir enska hugtakið Trigger Warning. Slíkar viðvaranir eru orðnar útbreiddar í menningarlandslaginu jafnt á streymisveitum sem og í leikhúsum og kennsluskrám háskólakúrsa. En hversu gagnlegar eru slíkar viðvaranir? Við skoðum nýlegar rannsóknir á gagnsemi - eða öllu heldur gagnleysi - slíkra váboða.
8/30/20220
Episode Artwork

*TW* virka ekki, reif í Buxur, snittur á kynningarfundi Borgarleikhúss

Leikárið er hafið - Lestin þáði boð á kynningarfund í Borgarleikhúsinu í hádeginu, hætti sér út úr húsi í óveðri og gerði tilraun til að rýna í áherslurnar í dagskránni. Við smökkum snittur og fáum meðmæli starfsfólks, hópsins sem er eflaust hvað duglegastur við að sækja leiksýningar, fólksins á gólfinu Davíð Roach Gunnarsson fór á reif í útjaðri Reykjavíkur í júlíbyrjun, Danstónlistarviðburðurinn Buxur var haldinn í gömlu iðnaðarhúsnæði í Gufunesi, en þetta er í annað skipti sem reifið er haldið þar. Við heyrum lýsingu Davíðs á partýinu sem er að hans mati einhver merkilegasti tónlistarviðburður ársins hér á landi. Váboði, áfallaviðvörun, hætta á hugarvíli, kveikjumerking. Allt þetta hefur verið notað sem íslenskar þýðingar yfir enska hugtakið Trigger Warning. Slíkar viðvaranir eru orðnar útbreiddar í menningarlandslaginu jafnt á streymisveitum sem og í leikhúsum og kennsluskrám háskólakúrsa. En hversu gagnlegar eru slíkar viðvaranir? Við skoðum nýlegar rannsóknir á gagnsemi - eða öllu heldur gagnleysi - slíkra váboða.
8/30/202254 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Fyrsta íslenska kvikmyndagerðarkonan, Trailer Todd, John McAfee

Fyrsta íslenska kvikmyndagerðakonan, Rut Hansson, var frumkvöðull í íþrótta og danskennslu á þriðja áratugi 20. aldarinnar. Rut vildi kynna landsmenn fyrir stefnum og straumum í dansi, ferðaðist um evrópu til að læra nýja dansa og lét svo gera dansmynd sem var sýnd í viku í desember 1927. Þangað til myndin var dregin fram í dagsljósið á ný var Svala Hannesdóttir talin fyrsta íslenska kvikmyndagerðakonan. Gunnar Tómas Kristófersson doktorsnemi segir okkur frá. Hávært gítardrifið rokk með flóknum töktum og taktskiptingum. Þannig mætti lýsa því sem kallast stærðfræðirokki. Reykvíska hljómsveitin Trailer Todd lofar endurkomu stærðfræðirokksins á plötunni Trukk Ópus sem kom út fyrir helgi. Þrír fjórði hluti Trailer Todd sest um borð í Lestina og ræðir meðal annars samnefndan hjólhýsasölumann í Missouri og aðdáun þeirra á hljómsveitinni Weezer. Heimildamyndin Running with the Devil kom út á streymisveitunni Netflix á dögunum, hún fjallar um skrautlegt lífshlaup John McAfee, mannsins sem fann upp McAfee vírusvörnina. Atli Fannar Bjarkason er búinn að horfa
8/29/20220
Episode Artwork

Fyrsta íslenska kvikmyndagerðarkonan, Trailer Todd, John McAfee

Fyrsta íslenska kvikmyndagerðakonan, Rut Hansson, var frumkvöðull í íþrótta og danskennslu á þriðja áratugi 20. aldarinnar. Rut vildi kynna landsmenn fyrir stefnum og straumum í dansi, ferðaðist um evrópu til að læra nýja dansa og lét svo gera dansmynd sem var sýnd í viku í desember 1927. Þangað til myndin var dregin fram í dagsljósið á ný var Svala Hannesdóttir talin fyrsta íslenska kvikmyndagerðakonan. Gunnar Tómas Kristófersson doktorsnemi segir okkur frá. Hávært gítardrifið rokk með flóknum töktum og taktskiptingum. Þannig mætti lýsa því sem kallast stærðfræðirokki. Reykvíska hljómsveitin Trailer Todd lofar endurkomu stærðfræðirokksins á plötunni Trukk Ópus sem kom út fyrir helgi. Þrír fjórði hluti Trailer Todd sest um borð í Lestina og ræðir meðal annars samnefndan hjólhýsasölumann í Missouri og aðdáun þeirra á hljómsveitinni Weezer. Heimildamyndin Running with the Devil kom út á streymisveitunni Netflix á dögunum, hún fjallar um skrautlegt lífshlaup John McAfee, mannsins sem fann upp McAfee vírusvörnina. Atli Fannar Bjarkason er búinn að horfa
8/29/202255 minutes
Episode Artwork

Nostalgía, núið og framtíð Prins Póló

Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, tónlistarmaður, grafískur hönnuður, myndlistarmaður, ferðaþjónustubóndi, bulsugerðarmaður og svo framvegis, er gestur Lestarinnar í dag. Senn klárast sýning hans í Gerðubergi í Breiðholti en þar sýnir hann grafíkverk, ljósmyndir og myndbandsverk. En samhliða sýningunni kom út samnefnd sex laga stuttskífa: Hvernig ertu? þar sem prinsinn veltir meðal annars fyrir sér tímanum og tilgangi lífsins.
8/25/20220
Episode Artwork

Nostalgía, núið og framtíð Prins Póló

Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, tónlistarmaður, grafískur hönnuður, myndlistarmaður, ferðaþjónustubóndi, bulsugerðarmaður og svo framvegis, er gestur Lestarinnar í dag. Senn klárast sýning hans í Gerðubergi í Breiðholti en þar sýnir hann grafíkverk, ljósmyndir og myndbandsverk. En samhliða sýningunni kom út samnefnd sex laga stuttskífa: Hvernig ertu? þar sem prinsinn veltir meðal annars fyrir sér tímanum og tilgangi lífsins.
8/25/202253 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Samfélagsmiðillinn BeReal, A24 og reivdrottning í Los Angeles

Dreifinga- og framleiðslufyrirtækið A24 hefur á undanförnum áratug stimplað sig inn sem eitthvað það framsæknasta og svalasta í kvikmyndabransanum. Nafn fyrirtækisins er kannski ekki endilega gæðastimpill, frekar loforð um að eitthvað óvenjulegt og óvænt muni eiga sér stað á skjánum. Við kynnum okkur A24 og ræðum tilraunakenndar kvikmyndir þeirra við Gunnar Theodór Eggertsson. Samfélagsmiðillinn BeReal nýtur mikilla vinsælda um allan heim, hann krefst ekki mikils af þér, bara að þú sért raunveruleg. Einu sinni á dag, á sama tíma og allir vinir þínir sem nota miðilinn, þarftu að taka mynd af því sem þú ert að gera einmitt þá stundina. Barir og skemmtistaðir í Los Angeles loka lögum samkvæmt klukkan tvö að nóttu en þá fyrst byrjar ballið þar vestra. Þórður Ingi jónsson ræðir við partýdrottninguna og plötusnúðinn Mapamota í L.A. sem stýrir fjörinu þegar kvölda tekur.
8/24/20220
Episode Artwork

Samfélagsmiðillinn BeReal, A24 og reivdrottning í Los Angeles

Dreifinga- og framleiðslufyrirtækið A24 hefur á undanförnum áratug stimplað sig inn sem eitthvað það framsæknasta og svalasta í kvikmyndabransanum. Nafn fyrirtækisins er kannski ekki endilega gæðastimpill, frekar loforð um að eitthvað óvenjulegt og óvænt muni eiga sér stað á skjánum. Við kynnum okkur A24 og ræðum tilraunakenndar kvikmyndir þeirra við Gunnar Theodór Eggertsson. Samfélagsmiðillinn BeReal nýtur mikilla vinsælda um allan heim, hann krefst ekki mikils af þér, bara að þú sért raunveruleg. Einu sinni á dag, á sama tíma og allir vinir þínir sem nota miðilinn, þarftu að taka mynd af því sem þú ert að gera einmitt þá stundina. Barir og skemmtistaðir í Los Angeles loka lögum samkvæmt klukkan tvö að nóttu en þá fyrst byrjar ballið þar vestra. Þórður Ingi jónsson ræðir við partýdrottninguna og plötusnúðinn Mapamota í L.A. sem stýrir fjörinu þegar kvölda tekur.
8/24/202254 minutes
Episode Artwork

Nýtt Game of Thrones, rymjandi svarthol, Hamraborg, norræn bíóverðlaun

Rúmum tveimur árum eftir að lokaþátturinn af Game of Thrones fór í loftið og 18 milljónir manns söfnuðust saman fyrir framan sjónvarpið er loks kominn nýr þáttur frá sömu höfundum. House of the Dragon á að gerast um það bil 200 árum áður en þættirnir Game of Thrones gerast og eru byggðir á bók George R.R. Martin, Fire and Blood. Þættirnir voru frumsýndir 21. Ágúst, 10 milljónir horfðu í Bandaríkjunum sem gerir það að vinsælustu frumsýningu þáttaraðar HBO. Það sem verra er, er að ekki er hægt með neinum löglegum hætti að sjá þessa þætti á Íslandi. Hamraborgin er menningamiðja Kópavogsbæjar en á sama tíma menningarfyrirbæri sem ungir listamenn hafa unnið með á undanförnum árum, hampað hverfinu með hæfilegu glotti. Við kíkjum upp í Kópavog og heyrum um listahátíðina Hamraborg Festival sem haldin er í annað sinn um helgina. Listafólk kemur sér fyrir í Euromarket, Gullsmiðju Óla og Kaffi Catalínu, svo einhverjir sýningarstaðir séu nefndir. Við spjöllum um rymjandi svarthol sem vakti athygli á netinu í byrjun vikunnar og förum yfir tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs sem voru kynntar í dag.
8/23/20220
Episode Artwork

Nýtt Game of Thrones, rymjandi svarthol, Hamraborg, norræn bíóverðlaun

Rúmum tveimur árum eftir að lokaþátturinn af Game of Thrones fór í loftið og 18 milljónir manns söfnuðust saman fyrir framan sjónvarpið er loks kominn nýr þáttur frá sömu höfundum. House of the Dragon á að gerast um það bil 200 árum áður en þættirnir Game of Thrones gerast og eru byggðir á bók George R.R. Martin, Fire and Blood. Þættirnir voru frumsýndir 21. Ágúst, 10 milljónir horfðu í Bandaríkjunum sem gerir það að vinsælustu frumsýningu þáttaraðar HBO. Það sem verra er, er að ekki er hægt með neinum löglegum hætti að sjá þessa þætti á Íslandi. Hamraborgin er menningamiðja Kópavogsbæjar en á sama tíma menningarfyrirbæri sem ungir listamenn hafa unnið með á undanförnum árum, hampað hverfinu með hæfilegu glotti. Við kíkjum upp í Kópavog og heyrum um listahátíðina Hamraborg Festival sem haldin er í annað sinn um helgina. Listafólk kemur sér fyrir í Euromarket, Gullsmiðju Óla og Kaffi Catalínu, svo einhverjir sýningarstaðir séu nefndir. Við spjöllum um rymjandi svarthol sem vakti athygli á netinu í byrjun vikunnar og förum yfir tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs sem voru kynntar í dag.
8/23/202255 minutes
Episode Artwork

Tekjublaðið, Aldous Harding, dansandi stjórnmálamenn,

Tekjublað Frjálsrar verslunar og Stundarinnar komu út í lok seinustu viku, við ræðum við Aðalstein Kjartansson blaðamann Stundarinnar um það hvað fer fram þessa daga sem gögn eru opinber á skrifstofu ríkisskattstjóra og kynnum okkur inntak metsölubókar frá árinu 1992 Davíð Roach Gunnarsson hlýddi á nýsjálensku tónlistarkonunnar Aldous Harding í Hljómahöllinni í Keflavík í síðustu viku. Davíð gefur okkur tónleikaskýrslu undir lok Lestarinnar í dag. Og við pælum í dansandi stjórnmálamönnum. Frá Boris Yeltsin til Sönnu Marín.
8/22/20220
Episode Artwork

Tekjublaðið, Aldous Harding, dansandi stjórnmálamenn,

Tekjublað Frjálsrar verslunar og Stundarinnar komu út í lok seinustu viku, við ræðum við Aðalstein Kjartansson blaðamann Stundarinnar um það hvað fer fram þessa daga sem gögn eru opinber á skrifstofu ríkisskattstjóra og kynnum okkur inntak metsölubókar frá árinu 1992 Davíð Roach Gunnarsson hlýddi á nýsjálensku tónlistarkonunnar Aldous Harding í Hljómahöllinni í Keflavík í síðustu viku. Davíð gefur okkur tónleikaskýrslu undir lok Lestarinnar í dag. Og við pælum í dansandi stjórnmálamönnum. Frá Boris Yeltsin til Sönnu Marín.
8/22/202255 minutes
Episode Artwork

Endurreisn Beyoncé, 40 ár af The Wire og Kristínarviska

Platan Renaissance kom út 29. Júlí síðastliðin, og hefur hún fengið góðar viðtökur hjá óvæntum hópi hlustenda, sem voru jafnvel ekki Beyoncé aðdáendur fyrir útkomu þessarar plötu. Beyoncé er lofuð af tónlistargagnrýnendum fyrir frábæra house tónlistog við ætlum að ræða hversu vel henni tókst til við Natalie Gunnarsdóttur, DJ Yamaho. Sölvi Halldórsson pistlahöfundur deilir með okkur sögum af samskiptum sínum við nokkrar konur sem eiga það eitt sameiginlegt að heita allar Kristín, samskiptum sem hann dró lærdóm af. Haustið nálgast og Sölvi er farinn að leiða hugann að sultugerð. Við segjum ykkur líka frá tónlistartímariti sem er orðið 40 ára, en hefur á því tímabili einbeitt sér að ýmis konar framsækinni og tilraunakenndri tónlist. Það heitir The Wire, Björk hefur tvisvar prýtt forsíðu þess og Sigur Rós einu sinni, en The Wire hóf göngu sína árið 1982 fyrst sem djasstímarit en síðar víkkuðu efnistökin, nema hvað vinsælustu tónlistina á hverjum tíma hefur tímaritið yfirleitt látið vera.
8/18/20220
Episode Artwork

Endurreisn Beyoncé, 40 ár af The Wire og Kristínarviska

Platan Renaissance kom út 29. Júlí síðastliðin, og hefur hún fengið góðar viðtökur hjá óvæntum hópi hlustenda, sem voru jafnvel ekki Beyoncé aðdáendur fyrir útkomu þessarar plötu. Beyoncé er lofuð af tónlistargagnrýnendum fyrir frábæra house tónlistog við ætlum að ræða hversu vel henni tókst til við Natalie Gunnarsdóttur, DJ Yamaho. Sölvi Halldórsson pistlahöfundur deilir með okkur sögum af samskiptum sínum við nokkrar konur sem eiga það eitt sameiginlegt að heita allar Kristín, samskiptum sem hann dró lærdóm af. Haustið nálgast og Sölvi er farinn að leiða hugann að sultugerð. Við segjum ykkur líka frá tónlistartímariti sem er orðið 40 ára, en hefur á því tímabili einbeitt sér að ýmis konar framsækinni og tilraunakenndri tónlist. Það heitir The Wire, Björk hefur tvisvar prýtt forsíðu þess og Sigur Rós einu sinni, en The Wire hóf göngu sína árið 1982 fyrst sem djasstímarit en síðar víkkuðu efnistökin, nema hvað vinsælustu tónlistina á hverjum tíma hefur tímaritið yfirleitt látið vera.
8/18/202253 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Æfing Nathan Fielder og endingargóð eldavél

Í sumar hóf HBO sjónvarpsstöðin sýningu á nýjum þáttum kanadíska grínistans Nathan Fielder. Þættirnir hafa vakið mikla athygli, jákvæða og neikvæða. Við ræðum umdeildar hliðar þátts sem er á mörkum gríns og raunveruleika við grínistana Sölku Gullbrá Þórarinsdóttur og Pálma Frey Hauksson. Gamla eldavélin hans Kristjáns er komin á eftirlaun en hún hefur verið í stöðugri notkun frá árinu 1948. Í dag endurflytjum við innslag Krisjáns frá því í desember í fyrra þar sem hann minnist Rafha-eldavélarinnar sinnar, kynnir sér sögu hennar, heyrir um hafnfirska fyrirtækið sem framleiddi vélina og fyrri eiganda sem bakaði margar sortir af smákökum fyrir hver jól í litla ofninum.
8/17/20220
Episode Artwork

Æfing Nathan Fielder og endingargóð eldavél

Í sumar hóf HBO sjónvarpsstöðin sýningu á nýjum þáttum kanadíska grínistans Nathan Fielder. Þættirnir hafa vakið mikla athygli, jákvæða og neikvæða. Við ræðum umdeildar hliðar þátts sem er á mörkum gríns og raunveruleika við grínistana Sölku Gullbrá Þórarinsdóttur og Pálma Frey Hauksson. Gamla eldavélin hans Kristjáns er komin á eftirlaun en hún hefur verið í stöðugri notkun frá árinu 1948. Í dag endurflytjum við innslag Krisjáns frá því í desember í fyrra þar sem hann minnist Rafha-eldavélarinnar sinnar, kynnir sér sögu hennar, heyrir um hafnfirska fyrirtækið sem framleiddi vélina og fyrri eiganda sem bakaði margar sortir af smákökum fyrir hver jól í litla ofninum.
8/17/202255 minutes
Episode Artwork

Taugaáföll og matreiðslubækur, nakin hús og lyklaverðir internetsins

Hvað ef sósan klikkar? Hvað ef allt fer úrskeiðis? Hvað ef einhver opnar inn í fataskápinn og sér óreiðuna? Gunnella Hólmarsdóttir rannsakaði tengsl matreiðslubóka við taugaáföll kvenna og vann heimildarverk upp úr viðtölum við ömmu sína, húsmóðurina Gunnellu. Útkoman er matreiðsluþáttur með áhorfendum og allt getur farið úrskeiðis. Sólbjört Vera Ómarsdóttir myndlistarkona veltir fyrir sér í ljóðrænum pistli muninum á því að búa í nöktu húsi og klæddu húsi. Hún kallar hús þar sem íbúar þess reykja í baði og lesa og þrífa tómatssósuslettur kvöldmatarins bara á morgun, nakin. Þannig gerir fólk ekki í klæddum húsum. Við heyrum í Íslendingi sem geymir einn af fjórtán lyklunum að internetinu. Nokkrum sinnum á ári þarf Ólafur Guðmundsson að mæta með lykilinn sinn í leikræna athöfn í hátæknilegu öryggisrými í Virginíu eða Los Angeles. Viðtalið tók Kristján Guðjónsson í febrúar fyrr á árinu.
8/16/20220
Episode Artwork

Taugaáföll og matreiðslubækur, nakin hús og lyklaverðir internetsins

Hvað ef sósan klikkar? Hvað ef allt fer úrskeiðis? Hvað ef einhver opnar inn í fataskápinn og sér óreiðuna? Gunnella Hólmarsdóttir rannsakaði tengsl matreiðslubóka við taugaáföll kvenna og vann heimildarverk upp úr viðtölum við ömmu sína, húsmóðurina Gunnellu. Útkoman er matreiðsluþáttur með áhorfendum og allt getur farið úrskeiðis. Sólbjört Vera Ómarsdóttir myndlistarkona veltir fyrir sér í ljóðrænum pistli muninum á því að búa í nöktu húsi og klæddu húsi. Hún kallar hús þar sem íbúar þess reykja í baði og lesa og þrífa tómatssósuslettur kvöldmatarins bara á morgun, nakin. Þannig gerir fólk ekki í klæddum húsum. Við heyrum í Íslendingi sem geymir einn af fjórtán lyklunum að internetinu. Nokkrum sinnum á ári þarf Ólafur Guðmundsson að mæta með lykilinn sinn í leikræna athöfn í hátæknilegu öryggisrými í Virginíu eða Los Angeles. Viðtalið tók Kristján Guðjónsson í febrúar fyrr á árinu.
8/16/202255 minutes
Episode Artwork

Bókverkagjörningur, streymisveitur og morð á blaðamanni

Myndlistarmennirnir Salka Rósinkranz og Tóta Kolbeinsdóttir hafa undanfarið mánuð eða svo verið að prenta myndir á hverjum degi, í Gryfjunni í Ásmundasal. Þær settu sér það markmið að prenta eina mynd hvor á dag. Útkoman verður svo gefin út í bókverki sem kemur út á næstu dögum. Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar, þetta kemur fram í grein Arnórs Steins Ívarssonar í Kjarnanum, við ætlum að ræða við hann um streymisveitur og velta fyrir okkur áhrifunum sem samruni tveggja fyrirtækja gæti haft á sjónvarpsþáttaframleiðslu. Ásgeir Ingólfsson flytur okkur pistil um heimildarmyndina The Killing of a Journalist, morðið á blaðamanni. Hann veltir fyrir sér hliðstæðu atburðanna sem myndin fjallar um og ákveðinna íslenskra fjölmiðlamála. Morðin sem myndin fjallar um urðu kveikjan að stærstu mótmælum Slóvakíu síðan Kommúnisminn féll.
8/15/20220
Episode Artwork

Bókverkagjörningur, streymisveitur og morð á blaðamanni

Myndlistarmennirnir Salka Rósinkranz og Tóta Kolbeinsdóttir hafa undanfarið mánuð eða svo verið að prenta myndir á hverjum degi, í Gryfjunni í Ásmundasal. Þær settu sér það markmið að prenta eina mynd hvor á dag. Útkoman verður svo gefin út í bókverki sem kemur út á næstu dögum. Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar, þetta kemur fram í grein Arnórs Steins Ívarssonar í Kjarnanum, við ætlum að ræða við hann um streymisveitur og velta fyrir okkur áhrifunum sem samruni tveggja fyrirtækja gæti haft á sjónvarpsþáttaframleiðslu. Ásgeir Ingólfsson flytur okkur pistil um heimildarmyndina The Killing of a Journalist, morðið á blaðamanni. Hann veltir fyrir sér hliðstæðu atburðanna sem myndin fjallar um og ákveðinna íslenskra fjölmiðlamála. Morðin sem myndin fjallar um urðu kveikjan að stærstu mótmælum Slóvakíu síðan Kommúnisminn féll.
8/15/202255 minutes
Episode Artwork

Við lifum í martröð Adorno

Í þessum seinasta Lestarþætti fyrir sumarfrí grandskoðum við nýja tegund auglýsinga. ?Branded entertainment? kallast það þegar fyrirtæki standa fyrir framleiðslu efnis sem er ætlað að auka velvild í garð fyrirtækisins. Fjölmargir íslenskir sjónvarpsþættir, hlaðvörp og tónlistarhátíðir hafa verið framleidd með þessum hætti. Berglind Rós Magnúsdóttir heldur áfram að fjalla um stéttaskiptingu í íslensku samfélagi og að þessu sinni beinir hún sjónum sínum að þorpum og hverfum.
6/23/20220
Episode Artwork

Við lifum í martröð Adorno

Í þessum seinasta Lestarþætti fyrir sumarfrí grandskoðum við nýja tegund auglýsinga. ?Branded entertainment? kallast það þegar fyrirtæki standa fyrir framleiðslu efnis sem er ætlað að auka velvild í garð fyrirtækisins. Fjölmargir íslenskir sjónvarpsþættir, hlaðvörp og tónlistarhátíðir hafa verið framleidd með þessum hætti. Berglind Rós Magnúsdóttir heldur áfram að fjalla um stéttaskiptingu í íslensku samfélagi og að þessu sinni beinir hún sjónum sínum að þorpum og hverfum.
6/23/202253 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Femínísk sjálfsvörn, Love Death and Robots og ljúfur gítarleikur

Á föstudag kemur tónskáldið og gítarleikarinn Brynjar Daðason fram á tónleikum í Mengi ásamt hljómsveit. Hann gaf út sína fyrstu plötu í desember, ?Pretty Late? sem kom út á vegum Mengi Records, en upptökum stýrði Skúli Sverrisson. Tónlistin er sveimandi tilraunatónlist þar sem gítarinn er í fyrirrúmi. Við ræðum við gítarleikarann unga. Eftir að hafa rekist á bók eftir konu sem hafði kennt femínska sjálfsvörn í 30 ár setti Elínborg Hörpu og Önundardóttir sig í samband við hana og óskaði eftir því að fá að læra af henni. Og nú um helgina standa félagasamtökin Slagtog fyrir námskeiði í femínskri sjálfsvörn fyrir konur og transfólk. Við ætlum að kynna okkur þetta fyrirbæri, sem er samkvæmt Elínborgu, öflug forvörn gegn ofbeldi. Þriðja þáttaröðin af teiknimyndaþáttunum Love Death and Robots er komin á streymisveituna Netflix. Hver þáttur er sjálfstæð saga teiknuð í sínum sérstaka stíl. En allir takast þættirnir á við framtíðina, tækni og vísindaskáldskap. Salvör Bergmann rýnir í þættina.
6/22/20220
Episode Artwork

Femínísk sjálfsvörn, Love Death and Robots og ljúfur gítarleikur

Á föstudag kemur tónskáldið og gítarleikarinn Brynjar Daðason fram á tónleikum í Mengi ásamt hljómsveit. Hann gaf út sína fyrstu plötu í desember, ?Pretty Late? sem kom út á vegum Mengi Records, en upptökum stýrði Skúli Sverrisson. Tónlistin er sveimandi tilraunatónlist þar sem gítarinn er í fyrirrúmi. Við ræðum við gítarleikarann unga. Eftir að hafa rekist á bók eftir konu sem hafði kennt femínska sjálfsvörn í 30 ár setti Elínborg Hörpu og Önundardóttir sig í samband við hana og óskaði eftir því að fá að læra af henni. Og nú um helgina standa félagasamtökin Slagtog fyrir námskeiði í femínskri sjálfsvörn fyrir konur og transfólk. Við ætlum að kynna okkur þetta fyrirbæri, sem er samkvæmt Elínborgu, öflug forvörn gegn ofbeldi. Þriðja þáttaröðin af teiknimyndaþáttunum Love Death and Robots er komin á streymisveituna Netflix. Hver þáttur er sjálfstæð saga teiknuð í sínum sérstaka stíl. En allir takast þættirnir á við framtíðina, tækni og vísindaskáldskap. Salvör Bergmann rýnir í þættina.
6/22/202255 minutes
Episode Artwork

Nýtt frá Beyoncé, Indversk snilld, Icedocs, Hold, sumarmelankólía

Gunnar Ragnarsson kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar upplifði þörf á einhvers konar kvikmyndalegu munnskoli eftir að hafa horft á og lofað Top Gun Maverick. Hann fann það sem hann leitaði að á streymisveitunni Netflix, Indversku hasarmyndina RRR, sem hann segir vera einstaka blöndu af hasar, söngleik, drama og gleði. Þetta er síðasti pistill Gunnars í Lestinni í bili, og er honum þakkað fyrir vel unnin störf. Ríkasta 1% Jarðarbúa flýja jörðina og nema land á plánetunni Hold eftir að hafa rústað fyrrum heimkynnum sínum. Þar búa saman vélmenni og menn. Söngleikurinn Hold fjallar um ást milli gervigreindar og manneskju og verður fluttur á sviðslistahátíðinni Reykjavík Fringe í Iðnó á föstudaginn næstkomandi. Kristín Mjöll segir frá. Í dag 21. júní er lengsti dagur ársins 2022, sumarsólstöður, og að því tilefni veltum við fyrir okkur melankólíu og formgerð íslenska sumarsins. Við heyrum um alþjóðlegu heimildamyndahátíðina IceDocs sem fer fram á Akranesi í vikunni. Ingibjörg Halldórsdóttir sest um borð í Lestina. Og já, svo hlustum við á nýja Beyoncé lagið, næntís-innblásna dansslagarann Break my Soul.
6/21/20220
Episode Artwork

Nýtt frá Beyoncé, Indversk snilld, Icedocs, Hold, sumarmelankólía

Gunnar Ragnarsson kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar upplifði þörf á einhvers konar kvikmyndalegu munnskoli eftir að hafa horft á og lofað Top Gun Maverick. Hann fann það sem hann leitaði að á streymisveitunni Netflix, Indversku hasarmyndina RRR, sem hann segir vera einstaka blöndu af hasar, söngleik, drama og gleði. Þetta er síðasti pistill Gunnars í Lestinni í bili, og er honum þakkað fyrir vel unnin störf. Ríkasta 1% Jarðarbúa flýja jörðina og nema land á plánetunni Hold eftir að hafa rústað fyrrum heimkynnum sínum. Þar búa saman vélmenni og menn. Söngleikurinn Hold fjallar um ást milli gervigreindar og manneskju og verður fluttur á sviðslistahátíðinni Reykjavík Fringe í Iðnó á föstudaginn næstkomandi. Kristín Mjöll segir frá. Í dag 21. júní er lengsti dagur ársins 2022, sumarsólstöður, og að því tilefni veltum við fyrir okkur melankólíu og formgerð íslenska sumarsins. Við heyrum um alþjóðlegu heimildamyndahátíðina IceDocs sem fer fram á Akranesi í vikunni. Ingibjörg Halldórsdóttir sest um borð í Lestina. Og já, svo hlustum við á nýja Beyoncé lagið, næntís-innblásna dansslagarann Break my Soul.
6/21/202255 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Love Island, Overtune og vaxandi óhamingja

Það krefst skuldbindingar að fylgjast með Love Island, ástareyjunni, það kemur nýr klukkutímalangur þáttur á hverjum degi í þær 6 vikur sem þáttarröðinni er tekin upp. Um þessar mundir er 8 þáttaröð í sýningu. Hvað er það við 20 breta fasta saman í glæsivillu á Mallorca sem gerir þetta að jafn vinsælum þáttum og raun ber vitni? Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur sinn annan pistil af þremur í Lestinni í sumar. Þó að við séum stödd á bjartasta tíma ársins er Halldór með hugan við nýlega könnun Gallup sem sýnir vaxandi óhamingju í heiminum. Já, það er víða pottur brotinn. MIsskipting, einmanaleiki og tíminn sem það tekur að laga innsláttarvillur. Við ræðum um muninn á tónlist og hljóðefni við Sigurð Ásgeir Árnason framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækisins Overtune sem framleiðir samnefnt app sem gerir taktlausum jafnt sem lagvissum kleift að búa til hljóðefni fyrir myndbönd á samfélagsmiðlum á örfáum sekúndum.
6/20/20220
Episode Artwork

Love Island, Overtune og vaxandi óhamingja

Það krefst skuldbindingar að fylgjast með Love Island, ástareyjunni, það kemur nýr klukkutímalangur þáttur á hverjum degi í þær 6 vikur sem þáttarröðinni er tekin upp. Um þessar mundir er 8 þáttaröð í sýningu. Hvað er það við 20 breta fasta saman í glæsivillu á Mallorca sem gerir þetta að jafn vinsælum þáttum og raun ber vitni? Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur sinn annan pistil af þremur í Lestinni í sumar. Þó að við séum stödd á bjartasta tíma ársins er Halldór með hugan við nýlega könnun Gallup sem sýnir vaxandi óhamingju í heiminum. Já, það er víða pottur brotinn. MIsskipting, einmanaleiki og tíminn sem það tekur að laga innsláttarvillur. Við ræðum um muninn á tónlist og hljóðefni við Sigurð Ásgeir Árnason framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækisins Overtune sem framleiðir samnefnt app sem gerir taktlausum jafnt sem lagvissum kleift að búa til hljóðefni fyrir myndbönd á samfélagsmiðlum á örfáum sekúndum.
6/20/202255 minutes
Episode Artwork

The Wire: besti sjónvarpsþáttur sögunnar er 20 ára

Fyrir 20 árum, í júní 2002 var fyrsti þátturinn í nýrri sjónvarpsþáttaröð um dópsala og löggur í Baltimore sýndur í Bandaríkjunum. Áhorfstölurnar voru ekki háar en þátturinn hefur smám saman verið samþykktur sem einn af hápunktum sjónvarpssögunnar, mögulega besti þáttur allra tíma. The Wire er miklu meira en einfaldur lögguþáttur, hann er gagnrýnin samfélagsstúdía, heimspekileg kenning um vald, mósaíkmynd af molnandi heimsveldi, en svo eru persónurnar, samtölin og senurnar líka bara svo fáránlega nettar. Lóa og Kristján halda dauðahaldi í vírinn í Lest dagsins: The Wire special í tilefni 20 ára afmælis þáttanna.
6/16/20220
Episode Artwork

The Wire: besti sjónvarpsþáttur sögunnar er 20 ára

Fyrir 20 árum, í júní 2002 var fyrsti þátturinn í nýrri sjónvarpsþáttaröð um dópsala og löggur í Baltimore sýndur í Bandaríkjunum. Áhorfstölurnar voru ekki háar en þátturinn hefur smám saman verið samþykktur sem einn af hápunktum sjónvarpssögunnar, mögulega besti þáttur allra tíma. The Wire er miklu meira en einfaldur lögguþáttur, hann er gagnrýnin samfélagsstúdía, heimspekileg kenning um vald, mósaíkmynd af molnandi heimsveldi, en svo eru persónurnar, samtölin og senurnar líka bara svo fáránlega nettar. Lóa og Kristján halda dauðahaldi í vírinn í Lest dagsins: The Wire special í tilefni 20 ára afmælis þáttanna.
6/16/202255 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Mjólkandi maður, Arnar Már Jónsson og stéttaskipting í framhaldsskólum

Þó að karlar séu með geirvörtur og mjólkurkirtla líkt og konur þá tíðkast það ekki að þeir gefi börnum sínum brjóst. Mjólkandi maður, Milking man, nefnist útskriftarverkefni Jón Sölva Walderhaug frá lIstaháskóla íslands, en þar gerði hann tilraun til að virkja mjólkurframleiðslu í brjóstum sínum. Ungur íslenskur fatahönnuður selur hönnun sína í yfir 50 hátískuverslunum, merkið sem áður hét Arnar Már Jónsson, breytti á dögunum um nafn, og kallast nú Ranra. Hönnuðirnir leggja höfuðáherslu á sjálfbærni og lita flíkurnar með íslenskum plöntum, er það er nánast óheyrt í heimi hátískunnar. Fötin eru gerð til að klæðast úti, en eru ekki eiginleg útivistarföt að sögn Arnars, en fatamerkið sló í gegn þegar Covid skall á og útivistarföt urðu að tískuvöru. Berglind Rós Magnúsdóttir heldur áfram að fjalla um hlutverk framhaldsskólanna í að viðhalda stéttaskiptingu í íslensku samfélagi, að þessu sinni tekur hún tvær dæmisögur.
6/15/20220
Episode Artwork

Mjólkandi maður, Arnar Már Jónsson og stéttaskipting í framhaldsskólum

Þó að karlar séu með geirvörtur og mjólkurkirtla líkt og konur þá tíðkast það ekki að þeir gefi börnum sínum brjóst. Mjólkandi maður, Milking man, nefnist útskriftarverkefni Jón Sölva Walderhaug frá lIstaháskóla íslands, en þar gerði hann tilraun til að virkja mjólkurframleiðslu í brjóstum sínum. Ungur íslenskur fatahönnuður selur hönnun sína í yfir 50 hátískuverslunum, merkið sem áður hét Arnar Már Jónsson, breytti á dögunum um nafn, og kallast nú Ranra. Hönnuðirnir leggja höfuðáherslu á sjálfbærni og lita flíkurnar með íslenskum plöntum, er það er nánast óheyrt í heimi hátískunnar. Fötin eru gerð til að klæðast úti, en eru ekki eiginleg útivistarföt að sögn Arnars, en fatamerkið sló í gegn þegar Covid skall á og útivistarföt urðu að tískuvöru. Berglind Rós Magnúsdóttir heldur áfram að fjalla um hlutverk framhaldsskólanna í að viðhalda stéttaskiptingu í íslensku samfélagi, að þessu sinni tekur hún tvær dæmisögur.
6/15/202255 minutes
Episode Artwork

Stopp í danskri sjónvarpsþáttaframleiðslu, Primavera, og spjallmenni

Á dögunum var forritari Google sendur í leyfi eftir að hann birti samtöl sín við spjallmenni á netinu. Hann telur spjallmennið hafa öðlast sjálfsmeðvitund en talsmenn Google þvertaka fyrir það. Við rekjum sögu forritarans Blake Lemoine og ræðum spjallmenni og sjálfsmeðvitund við lektor við Háskólann í Reykjavík, Stefán Ólafsson. Streymisveitur hóta nú hver af annarri að hætta framleiðslu leikins sjónvarpsefnis á dönsku. Ástæðan er nýlegur samningur sem tryggir starfsfólki í dönsjum kvikmyndaiðnaði aukin réttindi. Við hringjum til kaupmannahafnar í Þóri Snæ Sigurjónsson kvikmyndaframleiðanda. Davíð Roach Gunnarsson, tónlistargagnrýnandi Lestarinnar var segir frá tónlistarhátíðinni Primavera sem fór fram í Barcelona á dögunum.
6/14/20220
Episode Artwork

Stopp í danskri sjónvarpsþáttaframleiðslu, Primavera, og spjallmenni

Á dögunum var forritari Google sendur í leyfi eftir að hann birti samtöl sín við spjallmenni á netinu. Hann telur spjallmennið hafa öðlast sjálfsmeðvitund en talsmenn Google þvertaka fyrir það. Við rekjum sögu forritarans Blake Lemoine og ræðum spjallmenni og sjálfsmeðvitund við lektor við Háskólann í Reykjavík, Stefán Ólafsson. Streymisveitur hóta nú hver af annarri að hætta framleiðslu leikins sjónvarpsefnis á dönsku. Ástæðan er nýlegur samningur sem tryggir starfsfólki í dönsjum kvikmyndaiðnaði aukin réttindi. Við hringjum til kaupmannahafnar í Þóri Snæ Sigurjónsson kvikmyndaframleiðanda. Davíð Roach Gunnarsson, tónlistargagnrýnandi Lestarinnar var segir frá tónlistarhátíðinni Primavera sem fór fram í Barcelona á dögunum.
6/14/202255 minutes
Episode Artwork

9 evru lestarmiði, sýndarheimar Egils, Gríma, stærsta safn Skandinavíu

Í Þýskalandi var á dögunum tekinn í gagnið 9 evru miðinn, miði sem gildir í heilan mánuð um allt þýskaland í júní, júlí eða ágúst. Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson veltir verðbólgu og almenningssamgöngum, friðartíma og aperol spritz fyrir sér í nýjum pistli. Við hringjum til Osló og heyrum um nýtt þjóðarsafn Noregs fyrir list, arkitektúr og hönnun. Bergsveinn Þórsson safnafræðingur kíkti á þetta stærsta safn skandinavíu í morgun, en það opnaði um helgina. Við setjumst svo í kaffi með Agli Sæbjörnssyni fyrir utan Nýlistasafnið í reykjavík og ræðum saman um intenetlist og sýndarheima. Og við ræðum Grímuverðlaunin sem verða afhent á morgun.
6/13/20220
Episode Artwork

9 evru lestarmiði, sýndarheimar Egils, Gríma, stærsta safn Skandinavíu

Í Þýskalandi var á dögunum tekinn í gagnið 9 evru miðinn, miði sem gildir í heilan mánuð um allt þýskaland í júní, júlí eða ágúst. Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson veltir verðbólgu og almenningssamgöngum, friðartíma og aperol spritz fyrir sér í nýjum pistli. Við hringjum til Osló og heyrum um nýtt þjóðarsafn Noregs fyrir list, arkitektúr og hönnun. Bergsveinn Þórsson safnafræðingur kíkti á þetta stærsta safn skandinavíu í morgun, en það opnaði um helgina. Við setjumst svo í kaffi með Agli Sæbjörnssyni fyrir utan Nýlistasafnið í reykjavík og ræðum saman um intenetlist og sýndarheima. Og við ræðum Grímuverðlaunin sem verða afhent á morgun.
6/13/202255 minutes
Episode Artwork

Stéttaskipting í framhaldsskólum, Una Torfa, tónlistarleg sniðganga

Við hittum tónlistarkonuna Unu Torfa sem gefur út sína fyrstu plötu á miðnætti, stuttskífuna Flækt og ung og einmana. Við ræðum um Ed Sheeran, söngelskan ráðherra og hvaða áhrif lífshættulegt krabbamein hefur á unga listakonu. Næstu vikur mun Berglind Rós Magnúsdóttir skoða ýmsar birtingarmyndir stéttaskiptingar í íslensku samfélagi, og að þessu sinni veltur hún fyrir sér hlutverki framhaldsskóla í að viðhalda slíkri aðgreiningu. Og við heyrum hvernig tónleikahald í Ísrael heldur áfram að vera deilumál, en bandaríska indísveitin Big Thief hefur hætt við umdeilda tónleika sem áætlaðir voru í Tel Aviv í júlí.
6/9/20220
Episode Artwork

Stéttaskipting í framhaldsskólum, Una Torfa, tónlistarleg sniðganga

Við hittum tónlistarkonuna Unu Torfa sem gefur út sína fyrstu plötu á miðnætti, stuttskífuna Flækt og ung og einmana. Við ræðum um Ed Sheeran, söngelskan ráðherra og hvaða áhrif lífshættulegt krabbamein hefur á unga listakonu. Næstu vikur mun Berglind Rós Magnúsdóttir skoða ýmsar birtingarmyndir stéttaskiptingar í íslensku samfélagi, og að þessu sinni veltur hún fyrir sér hlutverki framhaldsskóla í að viðhalda slíkri aðgreiningu. Og við heyrum hvernig tónleikahald í Ísrael heldur áfram að vera deilumál, en bandaríska indísveitin Big Thief hefur hætt við umdeilda tónleika sem áætlaðir voru í Tel Aviv í júlí.
6/9/202255 minutes
Episode Artwork

Ruslfest, tölvuteiknað andlit Múhammeðs, Hu Dat

RUSL er lista- og hönnunarhátíð í Gufunesi, nýju skapandi hverfi Reykjavíkurborgar. Hátíðin leggur áherslu á hringrásahugsun í samhengi menninga, lista og hönnunar. Tveir af skipuleggjendum hátíðarinnar Elsa Jónsdóttir og Elín Margot koma og segja frá Ruslfest. The Lady of Heaven heitir nýtt epísk söguleg drama sem segir upprunasögu íslamstrúar, söguna af Fatímu dóttur spámannsins Múhammeðs. Kvikmyndin hefur fengið slæma dóma en það þykir hins vegar fréttnæmt að andlit spámannsins sést greinilega í myndinni - en eins og flestir vita eru slíkar myndbirtingar almennt litnar hornauga meðal múslima. Við ræðum við Kjartan Orra Þórsson um myndabann Múhammeðs og það hvort að mögulegt sé að komast hjá því með því að tölvuteikna andlit spámannsins. Plötusnúðurinn og umboðsmaðurinn Hu Dat, sem heitir réttu nafni Kim Hu, er rísandi stjarna í rappsenunni vestur í Bandaríkjunum. Þórður Ingi Jónsson spjallar við Kim um það hvernig dóttir íhaldsamra innflytjenda frá Tævan fór frá því að læra hótelstjórnun yfir í að þeyta skífum fyrir risastóra rappara.
6/8/20220
Episode Artwork

Ruslfest, tölvuteiknað andlit Múhammeðs, Hu Dat

RUSL er lista- og hönnunarhátíð í Gufunesi, nýju skapandi hverfi Reykjavíkurborgar. Hátíðin leggur áherslu á hringrásahugsun í samhengi menninga, lista og hönnunar. Tveir af skipuleggjendum hátíðarinnar Elsa Jónsdóttir og Elín Margot koma og segja frá Ruslfest. The Lady of Heaven heitir nýtt epísk söguleg drama sem segir upprunasögu íslamstrúar, söguna af Fatímu dóttur spámannsins Múhammeðs. Kvikmyndin hefur fengið slæma dóma en það þykir hins vegar fréttnæmt að andlit spámannsins sést greinilega í myndinni - en eins og flestir vita eru slíkar myndbirtingar almennt litnar hornauga meðal múslima. Við ræðum við Kjartan Orra Þórsson um myndabann Múhammeðs og það hvort að mögulegt sé að komast hjá því með því að tölvuteikna andlit spámannsins. Plötusnúðurinn og umboðsmaðurinn Hu Dat, sem heitir réttu nafni Kim Hu, er rísandi stjarna í rappsenunni vestur í Bandaríkjunum. Þórður Ingi Jónsson spjallar við Kim um það hvernig dóttir íhaldsamra innflytjenda frá Tævan fór frá því að læra hótelstjórnun yfir í að þeyta skífum fyrir risastóra rappara.
6/8/202255 minutes
Episode Artwork

Vitjanir, verðlaunamynd Skjaldborgar, merking Depp/Heard-málsins

Þrátt fyrir að einhverju mest áberandi dómsmáli áratugarins sé nú lokið, meiðyrðamáli leikaranna og fyrrum hjónanna Johnny Depp og Amber Heard, heldur fólk áfram að rífast um þýðingu dómsins og málsins. Hvað segir það okkur um Metoo, um stöðu þolenda heimilisofbeldi, um frjálsa tjáningu á 21. öldinni? Hledís Maren Guðmundsdóttir félagsfræðingur veltir fyrir sér hvort rétt sé að lesa hugmyndafræðilega merkingu í þetta einstaka dómsmál. Síðasti þátturinn af Vitjunum var sýndur á RÚV á dögunum. Salvör Bergmann hefur verið að horfa á þættina og segir hvað henni fannst. Nú um helgina fór heimildamyndahátíðin Skjaldborg fram á Patreksfirði. Þriggja daga hátíð með fjölda nýrra heimildarmynda, erlendum gestum og plokkfiskveislu svo eitthvað sé nefnt. Við ræðum við leikstjóra myndarinnar Velkominn Árni sem hlaut áhorfendaverðlaun hátíðarinnar.
6/7/20220
Episode Artwork

Vitjanir, verðlaunamynd Skjaldborgar, merking Depp/Heard-málsins

Þrátt fyrir að einhverju mest áberandi dómsmáli áratugarins sé nú lokið, meiðyrðamáli leikaranna og fyrrum hjónanna Johnny Depp og Amber Heard, heldur fólk áfram að rífast um þýðingu dómsins og málsins. Hvað segir það okkur um Metoo, um stöðu þolenda heimilisofbeldi, um frjálsa tjáningu á 21. öldinni? Hledís Maren Guðmundsdóttir félagsfræðingur veltir fyrir sér hvort rétt sé að lesa hugmyndafræðilega merkingu í þetta einstaka dómsmál. Síðasti þátturinn af Vitjunum var sýndur á RÚV á dögunum. Salvör Bergmann hefur verið að horfa á þættina og segir hvað henni fannst. Nú um helgina fór heimildamyndahátíðin Skjaldborg fram á Patreksfirði. Þriggja daga hátíð með fjölda nýrra heimildarmynda, erlendum gestum og plokkfiskveislu svo eitthvað sé nefnt. Við ræðum við leikstjóra myndarinnar Velkominn Árni sem hlaut áhorfendaverðlaun hátíðarinnar.
6/7/202255 minutes
Episode Artwork

Dómsmál í beinni, Indísveitir í útrás, költbandið Graveslime

Í gær komst niðurstaða í dómsmál fyrrum hjónanna Johnny Depp og Amber Heard. Málið var höfðað af leikaranum Johnny Depp gegn Amber Heard fyrir ærumeiðingar, en Heard skrifaði um að hafa orðið fyrir heimilisofbeldi árið 2018. Í gær féll dómur Depp í hag. Réttarhöldunum var streymt á netinu og hlutu þau mikið áhorf, og netverjar hafa verið duglegir að láta í ljós skoðanir sínar á því sem fer þar fram. Melkorka Gunborg Briansdóttir fjallar um dómsmálið, sem hún kallar skrípaleik. Hljómsveitir sem tilheyra allar listakollektívinu post dreifing eru á leið til Noregs og munu koma til með að spila bæði í Osló og Bergen. Ástæða ferðalagsins er vinasamband sem hefur myndast á milli tveggja indie-sena, hér í Reykjavík og í Bergen. Snæbjörn Helgi Arnarsson Jack segir okkur frá fyrirhugaðri Noregsreisu. Reykvíska rokkhljómsveitin Graveslime starfaði í stuttan tíma í upphafi árþúsundarins. Áður en fyrsta plata hennar, Roughness and Toughness, kom út árið 2003 hafði aðalsöngvarinn misst heyrnina og hljómsveitin splundrast á dramatískan hátt. Platan, sem hefur öðlast költstöðu í íslensku þungarokki, hefur verið illfáanleg undanfarin 19 ár, en er nú komin á streymisveitur í allri sinni dýrð. Við ræðum við Kolbein Huga og Aðalstein Möller úr Graveslime.
6/2/20220
Episode Artwork

Dómsmál í beinni, Indísveitir í útrás, költbandið Graveslime

Í gær komst niðurstaða í dómsmál fyrrum hjónanna Johnny Depp og Amber Heard. Málið var höfðað af leikaranum Johnny Depp gegn Amber Heard fyrir ærumeiðingar, en Heard skrifaði um að hafa orðið fyrir heimilisofbeldi árið 2018. Í gær féll dómur Depp í hag. Réttarhöldunum var streymt á netinu og hlutu þau mikið áhorf, og netverjar hafa verið duglegir að láta í ljós skoðanir sínar á því sem fer þar fram. Melkorka Gunborg Briansdóttir fjallar um dómsmálið, sem hún kallar skrípaleik. Hljómsveitir sem tilheyra allar listakollektívinu post dreifing eru á leið til Noregs og munu koma til með að spila bæði í Osló og Bergen. Ástæða ferðalagsins er vinasamband sem hefur myndast á milli tveggja indie-sena, hér í Reykjavík og í Bergen. Snæbjörn Helgi Arnarsson Jack segir okkur frá fyrirhugaðri Noregsreisu. Reykvíska rokkhljómsveitin Graveslime starfaði í stuttan tíma í upphafi árþúsundarins. Áður en fyrsta plata hennar, Roughness and Toughness, kom út árið 2003 hafði aðalsöngvarinn misst heyrnina og hljómsveitin splundrast á dramatískan hátt. Platan, sem hefur öðlast költstöðu í íslensku þungarokki, hefur verið illfáanleg undanfarin 19 ár, en er nú komin á streymisveitur í allri sinni dýrð. Við ræðum við Kolbein Huga og Aðalstein Möller úr Graveslime.
6/2/202255 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Mæðratips, Crypto-víkingar, Top Gun 2

Kona, móðir, bumba. Mæðratips, facebook hópur þar sem þú getur spurt íslenskar mæður að hverju sem er. Innleggin eru fjölbreytt og þar skapast líflegar umræður. Í hópnum eru tæplega 25 þúsund meðlimir og þar eru öll hugsanleg vandamál mæðra borin á borð. Síðbúna framhaldsmyndin Top Gun Maverick virðist ætla að verða einhver helsti bíósmellur sumarsins. Tom Cruise aftur á orrustuþotu í háloftunum eftir 35 ára hlé. Gunnar Ragnarsson rýnir í Top Gun 2 í þætti dagsins, og dregur saman hinar ýmsu túlkanir á fyrri myndinni, sem hefur ekki bara verið túlkuð sem áróðurstæki bandaríska hersins. Við sökkvum okkur svo ofan í heim crypto-víkinga og ræðum við stofnendur Valhalla Vacation Club sem var eitt fyrsta íslenska NFT verkefnið þar sem reynt var að búa til samfélag utan um hálfgerðar stafrænar skiptimyndir.
6/1/20220
Episode Artwork

Mæðratips, Crypto-víkingar, Top Gun 2

Kona, móðir, bumba. Mæðratips, facebook hópur þar sem þú getur spurt íslenskar mæður að hverju sem er. Innleggin eru fjölbreytt og þar skapast líflegar umræður. Í hópnum eru tæplega 25 þúsund meðlimir og þar eru öll hugsanleg vandamál mæðra borin á borð. Síðbúna framhaldsmyndin Top Gun Maverick virðist ætla að verða einhver helsti bíósmellur sumarsins. Tom Cruise aftur á orrustuþotu í háloftunum eftir 35 ára hlé. Gunnar Ragnarsson rýnir í Top Gun 2 í þætti dagsins, og dregur saman hinar ýmsu túlkanir á fyrri myndinni, sem hefur ekki bara verið túlkuð sem áróðurstæki bandaríska hersins. Við sökkvum okkur svo ofan í heim crypto-víkinga og ræðum við stofnendur Valhalla Vacation Club sem var eitt fyrsta íslenska NFT verkefnið þar sem reynt var að búa til samfélag utan um hálfgerðar stafrænar skiptimyndir.
6/1/202253 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Dragsýning á stóra sviðinu, kökumótmæli og ælupest eina prósentsins

Hópur af milljarðamæringum, olígörkum og ofurfyrirsætum fer saman út á lúxussnekkju. Þau eru yfirborðsleg, ógeðfelld og aumkunarverð og svo æla allir á alla. Þannig væri kannski hægt að lýsa bíómyndinni Triangle of Sadness, sem hlaut aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes um helgina. Við ræðum við Ara Gunnar Þorsteinsson um sænska leikstjórann Ruben Östlund og Þríhyrning sorgar. Næstu tvö kvöld mun bandaríska leikhússtjarnan Taylor Mac koma fram ásamt hljómsveit og vel völdum íslenskum listamönnum og framkvæma einhverskonar fórnarathöfn feðraveldisins á stóra sviði Þjóðleikhússins. Verkið er hluti af Listahátíð í Reykjavík sem hefst þann 1. júní. Gréta Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri, hefur fylgst með ferlinu og ræddi við okkur um Taylor Mac og listformið drag.
5/31/20220
Episode Artwork

Dragsýning á stóra sviðinu, kökumótmæli og ælupest eina prósentsins

Hópur af milljarðamæringum, olígörkum og ofurfyrirsætum fer saman út á lúxussnekkju. Þau eru yfirborðsleg, ógeðfelld og aumkunarverð og svo æla allir á alla. Þannig væri kannski hægt að lýsa bíómyndinni Triangle of Sadness, sem hlaut aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes um helgina. Við ræðum við Ara Gunnar Þorsteinsson um sænska leikstjórann Ruben Östlund og Þríhyrning sorgar. Næstu tvö kvöld mun bandaríska leikhússtjarnan Taylor Mac koma fram ásamt hljómsveit og vel völdum íslenskum listamönnum og framkvæma einhverskonar fórnarathöfn feðraveldisins á stóra sviði Þjóðleikhússins. Verkið er hluti af Listahátíð í Reykjavík sem hefst þann 1. júní. Gréta Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri, hefur fylgst með ferlinu og ræddi við okkur um Taylor Mac og listformið drag.
5/31/202254 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Stríðsáróður Hollywood, matur á leiðtogafundi, útskriftarsýning LHÍ

Top Gun 2 er vinsælasta kvikmynd heims um þessar mundir. Mynd sem fjallar um orrustuflugmenn í flottum einkennisbúningum, með sólgleraugu, hvítar tennur og breiða kjálka. Mynd sem varpar jákvæðu ljósi á bandaríkjaher og herþjónustu. Enda kemur herinn að gerð Top Gun eins og svo mörgum öðrum kvikmyndum í Hollywood. Við kynnum okkur söguna af samkrulli hernaðar og skemmtanaiðnaðar með Sveini Mána Jóhannessyni sagnfræðingi. Útskriftarsýning nemenda í myndlist, arkitektúr og hönnun úr Listahaskóla Íslands ber yfirskriftina Verandi Vera, við kíkjum á Kjarvalsstaði og kynnum okkur það sem framtíð íslensku listasenunnar er að velta fyrir sér. 1986 voru erlendir fréttamenn staddir á Íslandi til þess að flytja fréttir af leiðtogafundinum í Höfða, fundi Gorbachev og Reagan. Steinunn Sigþrúðar Jónsdóttir skoðar hvernig íslenskur matur var framreiddur fyrir blaðamennina, sem hafði verið komið fyrir í Hagaskóla.
5/30/20220
Episode Artwork

Stríðsáróður Hollywood, matur á leiðtogafundi, útskriftarsýning LHÍ

Top Gun 2 er vinsælasta kvikmynd heims um þessar mundir. Mynd sem fjallar um orrustuflugmenn í flottum einkennisbúningum, með sólgleraugu, hvítar tennur og breiða kjálka. Mynd sem varpar jákvæðu ljósi á bandaríkjaher og herþjónustu. Enda kemur herinn að gerð Top Gun eins og svo mörgum öðrum kvikmyndum í Hollywood. Við kynnum okkur söguna af samkrulli hernaðar og skemmtanaiðnaðar með Sveini Mána Jóhannessyni sagnfræðingi. Útskriftarsýning nemenda í myndlist, arkitektúr og hönnun úr Listahaskóla Íslands ber yfirskriftina Verandi Vera, við kíkjum á Kjarvalsstaði og kynnum okkur það sem framtíð íslensku listasenunnar er að velta fyrir sér. 1986 voru erlendir fréttamenn staddir á Íslandi til þess að flytja fréttir af leiðtogafundinum í Höfða, fundi Gorbachev og Reagan. Steinunn Sigþrúðar Jónsdóttir skoðar hvernig íslenskur matur var framreiddur fyrir blaðamennina, sem hafði verið komið fyrir í Hagaskóla.
5/30/202254 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Kendrick Lamar, Volaða land og Skjaldborg

Í dag opnar sýning á Listasafni ASÍ ?Það er gaman að lifa ? en það eru komin 61 ári síðan safnið var opnað og er sýningin haldin í tilefni þess. Á sýningunni munu 9 ungir listamenn sýna veggspjöld sem fjalla um helstu baráttumál samtímans. Við förum í heimsókn á verkstæði Grafíkfélagsins þar sem listamenn voru í óða önn að undirbúa sýningu á Listasafni ASÍ. Við ræðum við þær Elísabetu Gunnarsdóttur, safnstjóra og Megan Auði, myndlistarmann sem er ein þeirra sem taka þátt í sýningunni, Steindór Grétar Jónsson er staddur á kvikmyndahátíðinni Cannes, hann mælti sér mót við leikstjórann Hlyn Pálmason, sem frumsýnir þar myndina sína Volaða land, mynd sem fjallar um ungan danskan prest sem ferðast til Íslands undir lok 19. aldar með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Titill myndarinnar er fenginn úr ljóði eftir Matthías Jochumson Ný plata frá Kendrick Lamar kom út á dögunum, Mr. Morale & the Big Steppers. Plötunnar, sem er fimmta plata bandaríska rapparans, hefur verið beðið eftir af mikilli eftirvæntingu. Davíð Roach, tónlistargagnrýnandi Lestarinnar hlustaði á Mr. Morale og rýndi. Tveir af skipuleggjendum Skjaldborgarhátíðarinnar, Karna Sigurðardóttir og Kristín Andrea Þórðardóttir fara yfir dagskrá hátíðarinnar sem hefst í næstu viku á Patreksfirði.
5/25/20220
Episode Artwork

Kendrick Lamar, Volaða land og Skjaldborg

Í dag opnar sýning á Listasafni ASÍ ?Það er gaman að lifa ? en það eru komin 61 ári síðan safnið var opnað og er sýningin haldin í tilefni þess. Á sýningunni munu 9 ungir listamenn sýna veggspjöld sem fjalla um helstu baráttumál samtímans. Við förum í heimsókn á verkstæði Grafíkfélagsins þar sem listamenn voru í óða önn að undirbúa sýningu á Listasafni ASÍ. Við ræðum við þær Elísabetu Gunnarsdóttur, safnstjóra og Megan Auði, myndlistarmann sem er ein þeirra sem taka þátt í sýningunni, Steindór Grétar Jónsson er staddur á kvikmyndahátíðinni Cannes, hann mælti sér mót við leikstjórann Hlyn Pálmason, sem frumsýnir þar myndina sína Volaða land, mynd sem fjallar um ungan danskan prest sem ferðast til Íslands undir lok 19. aldar með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Titill myndarinnar er fenginn úr ljóði eftir Matthías Jochumson Ný plata frá Kendrick Lamar kom út á dögunum, Mr. Morale & the Big Steppers. Plötunnar, sem er fimmta plata bandaríska rapparans, hefur verið beðið eftir af mikilli eftirvæntingu. Davíð Roach, tónlistargagnrýnandi Lestarinnar hlustaði á Mr. Morale og rýndi. Tveir af skipuleggjendum Skjaldborgarhátíðarinnar, Karna Sigurðardóttir og Kristín Andrea Þórðardóttir fara yfir dagskrá hátíðarinnar sem hefst í næstu viku á Patreksfirði.
5/25/202255 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Margrét í Hússtjórnarskólanum og ungur íslendingur frumsýnir á Cannes

Steindór Grétar Jónsson er flytur pistil frá Cannes-kvikmyndahátíðinni þetta árið. Kvikmyndahátíðin hófst þann 17. maí og stendur yfir til 28. maí. Steindór hitti unga leikarann Magnús Maríuson sem fer með hlutverk í kvikmyndinni The Vagabonds eftir Doroteyu Dromevu, sem er frumsýnd á hátíðinni, Hin 75 ára gamla Margrét Sigfúsdóttir á aðeins örfáa daga eftir í starfi sínu sem skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík. Því hlutverki hefur hún gegnt í 24 ár. Það hefur margt breyst síðan Margrét fór sjálf í sitt nám, þegar hússtjórnarskólar voru starfræktir víðast hvar á landinu og konur skikkaðar af fjölskyldum sínum í slíka skóla. Með breyttum tímum og viðhorfum í samfélaginu hafa nánast allir slíkir skólar lokað dyrum sínum, fyrir utan þá tvo sem eru eftir, í Reykjavík og á Hallormsstað. Við ákváðum að setjast niður með Margréti og ræða við hana á þessum tímamótum, um skólann, kennsluna og lífshlaup hennar
5/24/202255 minutes
Episode Artwork

Doja Cat veipar um of, bjórsalar fyrri alda og húsið hans Harry Styles

Margir kannast við svokallaða bjórsala, bílstjóra sem skutla bjór og áfengi til kaupenda eftir að ríkið lokar. Launsala á áfengi hefur verið stunduð hér á landi lengi og þeir sem stunda slíka iðju tilheyra í raun afar gamalli starfsstétt. Steinunn Sigþrúðar Jónsdóttir fjallar um þessa bjórsala fyrri alda. Skæð sýking í hálsi tónlistarkonunnar Doja Cat kemur í veg fyrir að hún geti haldið tónleika í sumar, en hún er með vinsælustu tónlistarkonum heims um þessar mundir. Sýkingin á sér nokkuð óheppilega skýringu, svo virðist sem söngkonan hafi veipað of mikið. Við skoðum stöðu veipsins í dag, en hún er nokkuð breytt frá því veipið náði fyrst vinsældum. Harry Styles gaf á dögunum út nýja plötu, Harry?s house. Þetta er önnur sólóplata fyrrum One Direction meðlimsins en sú fyrsta kom út árið 2017. Strákahljómsveitin One Direction á sér gríðarlega marga aðdáendur, aðallega í ungum konum og stelpum. Karitas M. Bjarkadóttir er ein þeirra, hún rýnir í nýútkomna plötu Styles.
5/23/202252 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Píanóleikari íslensku poppsenunnar: Magnús Jóhann Ragnarsson

Gestur þáttarins í dag er aðeins einn, píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson, sem er einhver virkasti tónlistarmaður íslenskrar popptónlistar í dag, bæði sem sólólistamður og sem þátttakandi í verkum annarra, sem hljóðfæraleikari, pródúser og lagasmiður. Ef þú ert að hlusta íslenskt popp- eða rapplag og heyrir fallegan píanóundirleik, þá eru einhverjar líkur á því að það sé Magnús Jóhann. En hann hefur unnið fjölbreyttum hópi listafólks á borð við GDRN, Moses Hightower, Skúla Sverrisson, Bríet, Ingibjörgu Turchi, Friðrik Dór, Bjarna Frímann Bjarnason, Flóna, Birni, Hipsumhaps, svo einhverjir séu nefndir. Hann hefur samið, komið að, leikið inn á 400 útgefin lög og kemur fram á aragrúa tónleika á ári hverju.
5/19/202255 minutes
Episode Artwork

Spjallað um pedófílískar bækur, raddir kvennafangelsis, Nicolas Cage#2

Vinkonur hittast í íbúð í vesturbæ, sitja í hring og ræða bækur af fúlustu alvöru, en það var bókin Vanessa mín myrka eftir Kate Elizabeth Russel sem kallaði á að klúbburinn yrði stofnaður. Bók sem fjallar um ástar og ofbeldissamband unglingsstúlku við fullorðinn kennara sinn. Við Kópavogsbraut, við hliðina á leikskóla og sundlaugina, var starfrækt kvennafangelsi í rúm 25 ár. Í Lest dagsins heyrum við um nýtt tónverk sem byggir á frásögnum nokkurra þeirra sem afplánuðu í fangelsinu. Brotabrot - minningar úr kvennafangelsinu verður frumflutt í Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöld, en það verða einnig fjögur önnur hljóðverk sem spretta úr hljóðheimi Kópavogs. Í síðustu viku byrjaði Gunnar Ragnarsson að dýfa litlu tánni ofan í feril kvikmyndaleikarans Nicolas Cage, í tilefni nýrrar myndar hans, The Unbearable Weight of Massive Talent. Nú sekkur hann dýpra og dýpra og dýpra.
5/18/202255 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Tindastóll, venesúelsk poppmenning og Moon knight

Á morgun, miðvikudaginn 18. Maí munu liðin Valur og Tindastóll keppa til úrslita í körfubolta karla. MIkil spenna hefur skapast fyrir leiknum. Fólk sem áður fylgdist ekki með körfu hefur valið sér lið til að halda með og uppselt er á leikinn. Nýlega fékk Tindastóll nýtt stuðningsmannalag, við ræðum við einn höfund lagsins, Helga Sæmund Guðmundsson, um listina á bak við það að blása fólki byr í brjóst Við lítum suður á bóginn og heyrum hvað er að frétta í dægurmenningunni í Venesúela. Þessi 30 milljón manna þjóð nyrst í suður-Ameríku hefur ratað sorglega oft í fréttirnar undanfarin ár vegna pólitískrar spillingar, ólýðræðislegra stjórnarhátta og mótmæla. Helen Cova, rithöfundur sem er búsett hér á landi, ætlar hins vegar að segja okkur hvað venesúelabúar eru að hlusta á, lesa og horfa á. Smáserían Moon Knight er nýjasta afurðin sem kemur af ofurhetjufæribandinu frá Marvel. Salvör Bergmann rýnir í þættina.
5/17/202256 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Saga Pítunnar, crypto-hrun, sjálfboðaliðar í stríði

Brauðhleifur beint frá miðjarðarhafi. Þannig var maturinn sem borinn var á borð meðal annars auglýstur þegar veitingastaðurinn Pítan, var opnuð á vetrarmánuðum 1982. Steinunn Sigþrúðar-Jónsdóttir rekur sögu Pítunnar, sem er í seinni tíð kennd við skipholt. Í upphafi Úkraínustríðsins kallaði Volodimyr Zelensky forseti Úkraínu eftir því að erlendir sjálfboðaliður kæmu og berðust gegn innrás Rússa. Þúsundir evrópubúa hafa svarað kallinu, enda margir sem sjá stríðið í Úkraínu sem klassíska baráttu Davíðs og Golíats, góðs og ills. Þetta er langt því frá fyrsta skipti sem ungir hugsjónarmenn hafa ferðast yfir álfuna til að berjast fyrir hugsjónir sínar. Nokkrir Íslendingar fóru þannig og börðust í spænsku borgarastyrjöldinni í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar. Við ræðum við Ara Guðna Hauksson, sagnfræðing, um Íslendingana sem börðust á Spáni. En Ari flytur erindi um efnið á íslenska söguþinginu sem fer fram síðar í vikunni. Í síðustu viku hrundu rafmyntir í virði, sumir hafa gengið svo langt að segja að nú sé þetta búið, aðrir trúa enn heitt á þessa nýju peninga internetsins. Kristján Ingi Mikaelsson er einn helsti sérfræðingur í rafmyntum á Íslandi og ætlar að fara yfir það með okkur hvað gerðist sem olli þessu hruni og hvaða áhrif megi ætla að það hafi. Það eru eflaust ekki stór hópur íslendinga sem fann fyrir þessu hruni en þeir sem gerðu það fundu all hressilega fyrir því.
5/16/202255 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Nicolas Cage, líkræða iPodsins og goonlenska

Hvað þýðir að púlla upp? Við köfum ofan í tungutak unglinga, goona og gella og gerum óformlega könnun á þekkingu starfsfólks Ríkissútvarpsins. Nú í vikunni var tilkynnt að tæknifyrirtækið Apple ætli að hætta framleiðslu á tónlistarspilaranum iPod. Við rekjum sögu og áhrif tækisins Og að gefnu tilefni rýnir Gunnar Ragnarsson í kvikmyndina the unbearable weight of massive talent, óbærileg þyngd mikilla hæfileika, og nýtir tækifærið til að sökkva sér ofan í höfundaverk bandaríska leikarans Nicolas Cage - sem leikur sjálfan sig í kvikmyndinni.
5/12/202255 minutes
Episode Artwork

Daniil gleður goons, fínir drættir leturfræði, djúpfalsaður Kendrick

Hvað er goon? Ungi rapparinn Daniil er fyrrum goon en hann gaf á dögunum út lag, Ef þeir vilja beef, sem gladdi eflaust marga íslenska goons. Við rýnum í orðaforða ungu kynslóðarinnar í gegnum rapptexta Daniils. Þegar við lesum texta er það fyrst og fremst innihaldið sem við einbeitum okkur að. En til að merking orðanna komist hiklaust til skila þarf textinn að vera lesanlegur og læsilegur. Allt þarf að samsama sér: bókstafir, stafabil, orð, orðabil, línur, línubil og dálkar. Eitthvað sem venjulegt fólk veltir sjaldan fyrir sér. En nú getur þetta sama venjulega fólk lesið um þetta í lítilli fallegri bók sem kom út hjá Angústúru á dögunum, Fínir drættir leturfræðinnar eftir Svisslenska hönnuðinn Jost Hochuli. Bók sem var fyrst gefin út árið 1987 en hefur nú verið þýdd á íslensku af Birnu Geirfinnsdóttur, Marteini Sindra Jónssyni og Gunnar Þór Vilhjálmsson. Þau tvö fyrrnefndu segja frá í Lestinni. Og við pælum í nýju lagi og myndbandi frá Kendrick Lamar, The Heart part 5, sem kemur í aðdraganda nýrrar breiðskífu frá rapparanum og Pulitzer-verðlaunahafanum, plötu sem kemur út á föstudag og nefnist Mr. Morale & the Big Steppers.
5/11/202255 minutes
Episode Artwork

Nautnaaktivismi, konur í kammertónlist og Ruangrupa

Af hverju má ekki vera gaman að mótmæla? Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir hefur mætt undanfarnar helgar á mótmæli á Austurvelli og er þessi spurning hugleikin. Hún veltir fyrir sér nautnaaktivisma út frá hugmyndum Adrienne Maree Brown. Kammerklúbburinn Feima er tónlistarverkefni sem ætlar sér að setja kvenhöfunda og flytjendur í forgrunn. Fyrstu tónleikar þessa hóps sem sprottinn er upp frá hljómsveitinni Elju verða haldnir í Hörpu næsta fimmtudagskvöld. Steinunn Vala Pálsdóttir og Anna Gréta Sigurðardóttir segja okkur af hverju þeim þykir kammertónlist svona skemmtileg. Listahátíðin Documenta hefst í Þýskalandi í næsta mánuði, þetta er ein stærsta og mikilvægasta myndlistarhátið heims, en hún fer aðeins fram á fimm ára fresti. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru í fyrsta skipti frá landi utan Evrópu, en það er indónesíska listakollektífið Ruangrupa. Við spjöllum við tvo meðlimi hópsins í Lestinni í dag um hrísgrjónageymslur, aðferðafræði hangsins og Documenta 15.
5/10/202255 minutes
Episode Artwork

Heiðblá kosningamyndbönd, svartur Doctor og ömurlegar endurmarkanir

Þegar Bónus grísnum var breytt um daginn og skakka augað sem mörgum þótti vera krúttlegt karaktereinkenni á þjóðþekktum teiknimyndagrís mótmæltu margir. Við ætlum að ræða svipaða breytingu á öðru 50 ára gömlu vörumerki sem hefur þangað til núna fengið að standa óbreytt. Við fáum álit grafíska hönnuðarins Sigurðar Oddssonar á þessu máli sem þurfti að róa taugarnar áður en hann gat tjáð sig um þetta opinberlega. Doctor Who eru langlífustu vísindaskáldskaparþættir í sjónvarpssögunni. Þrettán leikarar hafa farið með hlutverk þessa tímaflakkara úr geimnum í 60 ára sögu þáttanna, en allir hafa verið hvítir á hörund. Um helgina var tilkynnt að skosk-rúandski leikarinn Ncuti Gatwa verði sá fjórtándi sem fer með hlutverkið, en sá fyrsti svarti. Við ræðum við einn aðdáanda þáttanna um nýja doktorinn. Það styttist í sveitastjórnarkosningar og Oddur Þórðarson, stjórnmálafræðinemi og blaðamaður, fjallar um kosningabaráttuna eins og hún hefur komið honum fyrir sjónir á netinu. Hann veltir fyrir sér frelsisborgurum og bláma í kosningamyndöndum.
5/9/202255 minutes
Episode Artwork

Þrándur í kirkjugarði, pappakjólar, uppruni átaka um fóstureyðingar

Í vikunni bárust þær fréttir að Hæstiréttur Bandaríkjanna íhugaði nú að draga úr rétti kvenna til þungunarrofs í landinu, þegar vinnuskjal frá einum hæstaréttadómara lak til fjölmiðla. Fóstureyðingar hafa lengi verið átakamál í bandarísku samfélagi og í Lestinni í dag ætlum við að rekja eina mögulega upprunasögu þeirra átaka, kannski var það 19 ára strákur og heimildarmynd um listheimspeki sem eru ástæðan fyrir þessum átökum Við kíkjum niður í Hólavallagarð í Vesturbæ reykjavíkur og hittum þar Þránd Þórarinsson listmálara sem hefur undanfarna mánuði málað myndir af kirkjugarðinum og fólkinu sem þar hvílir. HönnunarMars er genginn í garð og sýningarrými að opna um allan bæ, en það eru líka ennþá einhverjir á lokametrunum í undirbúningi á sýningunum sínum. Helga Björnsson, fatahönnuður og listakona er ein af þeim. Og hún er að búa til pappakjóla og pappaskartgripi.
5/5/202255 minutes
Episode Artwork

Almodóvar, örverubjór og Jóns Ásgeirs-skyrtan hennar Lóu

Það er ekki sama hverju maður klæðist. Lóa fann skyrtu á bás í Hringekjunni, búð sem selur notaðar flíkur, sem hafði verið áður í eigu umsvifamikils kaupsýslumanns. Þegar hún klæðist skyrtunni fær hún lánað brot af sjálfsöryggi hans. Í Lestinni í dag söfnum við saman svipuðum sögum fólks af flíkunum sem þau klæðast þegar mikið stendur til. Hönnunarhátíðin Hönnunarmars hófst í dag í Reykjavík. Það er margt um að vera og hönnuðir kynna afurðir sínar víða um borgina. Fatnaðar, nytjahlutir, hugmyndir og matur eru meðal þess sem boðið verður upp á. Við kíkjum í Ásmundarsal þar sem hönnunartvíeykið Grugg og Makk var að setja upp í hádeginu, en þeir ætla að kynna nýjan villibjór sem ræktaður er úr örverum úr nýju hrauni. Spænski kvikmyndagerðarmaðurinn Pedro Almodovar er einn dáðasti leikstjóri Evrópu. Um þessar mundir má sjá 23. kvikmynd Almodóvars, Madres Paralelas, Samhliða mæður, í Bíó Paradís. Kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar Gunnar Ragnarsson er forfallinn aðdáandi og var því spenntur að kíkja á ræmuna.
5/4/202255 minutes
Episode Artwork

Níðstöng við hippakommúnu, The Dropout, klæðnaður bankakvenna

Síðastliðinn föstudag bárust fréttir af því að níðstöng hafi verið reist við Skrauthóla, er lítil byggð við rætur Esjunnar. Óvíst var gegn hverjum níðstöngin var reist eða hvað hún átti að merkja. Að gefnu tilefni veltum við fyrir okkur níðstöngum, sögu þessa fyrirbæris og notkun í samtímanum. Við ræðum við Terry Gunnel prófessor í Þjóðfræði og rifjum upp skipti þegar níðsangir hafa verið reistar. Þegar Elizabeth Holmes var 19 ára stofnaði hún sprotafyrirtækið Theranos sem kynnti til sögunnar byltingarkennda blóðskimunartækni sem átti að geta greint margvíslega sjúkdóma með fáeinum blóðdropum. Holmes sannfærði fjöldan allan af fjárfestum að leggja stórfé í fyrirtækið, og var hún orðin að einni stærstu stjörnunni í kísildalnum þegar í ljós kom að fyrirtækið var byggt á lygum. Leiknu sjónvarpsþættirnir The Dropout sem eru aðgengilegir á Disney+ rekja sögu Holmes og Theranos. Salvör Bergmann segir frá þáttunum. Hönnunarmars hefst á morgun. Að því tilefni sest Linda Björg Árnadóttir um borð í Lestina og segir frá doktorsrannsókn sinni í félagsfræði, þar sem hún skoðar meðal annars tengsl fata og velgengni hjá konum í fjármálageiranum á árunum í kringum hrun.
5/3/202255 minutes
Episode Artwork

Andlitsblinda, Lil Binni er Þjóðþekktur einstaklingur í valdastöðu

Þjóðþekktur einstaklingur í valdastöðu, er nafnið á nýrri plötu Lil Binna, en það er sólóverkefni Brynjars Barkarssonar. Hann er annar meðlima hljómsveitarinnar ClubDub, en nafnið ClubDub merkir Klúbbasigur og hafa þeir gefið út vinsæla djammslagar á borð við Fokka upp klúbbnum, Deyja fyrir stelpurnar mínar, og Aquaman. Nýja platan er persónulegri og fer meira inn á tilfinningasviðið en en Lil Binni er vanur að gera en húmorinn, kaldhæðnin og hráleikinn eru samt sem áður til staðar eins og í eldri lögum hans. Lóa kíkti á Binna í gamalli verksmiðju í Gufunesinu og fékk að forvitnast aðeins um sköpunarferlið á bakvið plötuna, hvað trap queen er og hvaða merkingu það hefur þegar hann segir að sá sem sé stinnur vinni. Meðalmanneskja þekkir um 5000 andlit og geta ofurmannglöggir heilar jafnvel þekkt yfir 10000. En svo eru aðrir sem eru verri í því að greina og þekkja andlit samferðarfólks síns, þeir allra andlitsblindustu geta átt í erfiðleikum með að andlit náinna vina, fjölskyldumeðlima og sitt eigið. Við sökkvum okkur ofan í andlitslindu í Lest dagsins heyrum í þremur sérstakleha ómannglöggum manneskjum: Ragnari Jóni Ragnarssyni (Huma), Unni Birnu Björnsdóttur og Jónínu Leósdóttur en einnig Heiðu Maríu Sigurðardóttur, doktor í taugavísindum. Hún er ein þeirra sem stendur að rannsóknarmiðstöð um sjónskynjun, Icelandic Vision Lab. En þau eru um þessar mundir að rannsaka það hvernig fólk greinir andlit og fleira í netkönnun sem er aðgengileg á http://visionlab.is/thekkir-thu-andlit-og-hluti/
5/2/202255 minutes
Episode Artwork

Berdreymi, Skepta og Gunnar vegur The Northman

Bíomyndir eru fyrirferðarmiklar í Lest dagsins, ein ný íslensk mynd um unglingaofbeldi á tíunda áratugnum, önnur um hefnd á 10. öld. Í seinni hluta þáttarins heyrum við gagnrýni Gunnars Ragnarssonar um víkingamyndina The Northman sem við höfum gert ítarleg skil í þættinum alla þessa vikuna. Það verður spennandi að heyra hvort hann sé jafn ánægður með myndina og þáttarstjórnendur. Bróðurpartur þáttarins fer í aðra kvikmynd sem einnig var frumsýnd í íslenskum bíóhúsum í síðustu viku. Það er myndin Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson. Við heyrum bíódóm Ásgeirs Ingólfsson en svo mæta þrír gestir til að ræða um ákveðin þemu í myndinni, unglingamenningu, ofbeldi, vináttu og náttúrublæti íslenskra kvikmyndagerðarmanna svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru Ísold Uggadóttir, kvikmyndagerðarmaður, Valur Gunnarsson, sagnfræðingur, rithöfundur og fyrrverandi kvikmyndagagnrýnandi og Gissur Ari Kristinsson félagsmálafræðingur og forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar 105. Og breski grime-tónlistarmaðurinn Skepta ber einnig á góma.
4/28/202255 minutes
Episode Artwork

Bragðarefsvísitalan, löglegt/siðlaust, sagnfræðiráðgjöf í Hollywood

Halldór Armand flytur okkur sinn fjórða og síðasta pistil í apríl. Að þessu sinni heldur hann aftur til Forngrikklands og Persaveldis og veltir fyrir sér því þegar misræmi skapast milli siðferðis og lagabókstafar. Bragðarefur er nafn á ísrétti sem er búin til úr ís úr ísvél sem þeyttur er saman við nammi, sósur og ávexti að eigin vali. Nýleg verðhækkun á litlum bragðaref vakti athygli okkar í Lestinni. Lóa setti á sig neytendablaðamannahattinn, fór í Skeifuna og gerði óformlega könnun á verðvitund fólks. Það er ljóst að bragðarefsvísitalan hefur hækkað! Í gær fjallaði Lestin um víkingamyndina The Northman og það lof sem hún hefur fengið fyrir að vera sagnfræðilega rétt og setja áhorfendur inn í hugarheim miðaldanna. Við hringjum til Noregs og ræðum við Jóhönnu Katrínu Friðriksdóttur sem var sagnfræðilegur ráðgjafi leikstjórans og handritshöfundanna við gerð myndarinnar.
4/27/202255 minutes
Episode Artwork

The Northman, It's a sin og rapparinn Ezekiel Carl

Rapparinn Ezekiel Carl ólst upp í Breiðholti og Súðavík, hann á nígerískan föður sem er einnig tónlistarmaður. Ezekiel ólst því upp í kringum mikla tónlist en einnig mikla meðvitund um þá fordóma og kynþáttahyggju sem finna má á Íslandi, en faðir hans lenti oft í áreiti, stundum af hálfu lögreglunnar. Lagið hans V12 fjallar meðal annars um atvik úr æsku Ezekiels, sem hann segir vera alvarlegasta lögregluofbeldi sem hann hefur orðið fyrir. Synd og skömm, It?s a Sin, er ný smásería frá bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 sem gerist í samfélagi samkynhneigðra í Bretlandi í upphafi níunda áratugarins þegar alnæmisfaraldurinn lætur á fyrst á sér kræla. Salvör Bergmann rýnir í þættina. Og við fjöllum áfram um víkingamyndina The Northman sem við sögðum frá í gær. Þó að dómar um myndina hafi verið misjafnir þá hefur henni verið hampað fyrir nákvæmnislega sagnfræði. Við spjöllum við Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda, hvernig myndinni takist að miðla hugarheimi og menningu miðalda.
4/26/202253 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Rómantík, Daði fær BAFTA, Ísadóra í The Northman

Daði Einarsson, brellumeistari, hlaut í gær Bafta verðlaunin, verðlaun bresku sjónvarps og kvikmyndaakademíunnar fyrir myndibrellur í hinum vinsælu Netflix fantasíuþáttum The Witcher. Við hringjum í Daða sem er staddur í London þar sem hann bíður nú eftir flugvél á leið í næsta stóra sjónvarpsverkefni. Við ræðum við Ísadóru Bjarkardóttur sem þreytir frumraun sína á hvíta tjaldinu í víkingaaldar-kvikmyndinni The Northman. Þórður Ingi Jónsson kíkti á frumsýningu myndarinnar í Los Angeles og ræddi í kjölfarið við Ísadóru sem leikur írska þrælinn Melkorku. Er hægt að kenna rómantík? Anna Margrét Ólafsdóttir er meistaranemi i sviðslistum í Listaháskóla Íslands og hefur gert rómantíkina að viðfangsefni sínu þar. Hún býður upp á námskeið í því að komast í rómantískt skap í maí.
4/25/202255 minutes
Episode Artwork

Alþjóðlegur dagur hasshausa, þjófræði, klám á Netflix, Aldrei Fór Ég S

Tónlistarhátiðin Aldrei fór ég suður sem fór fram á Ísafirði um páskana, í fyrsta skipti frá því að heimsfaraldurinn hófst. Davíð Roach Gunnarsson var í moshpittnum og segir frá upplifun sinni af tónlistarhátíðinni og öðrum eftirminnilegum atburðum frá helginni á Íbízafirði.Við veltum fyrir okkur muninum á ljósbláum kynlífssenum í hinum vinsælu Netflix-períóðuþáttum Bridgerton og kláminu sem finna má á streymisveitunni PornHub í tilefni greinarskrifa Noelle Perdue. Hún er kanadískur klámhandritshöfundur og framleiðandi og telur vera tvískinnung í því hvernig fjallað er um það þegar kynlífssenur úr vinsælum sjónvarpsþáttaröðum rata inn á klámsíður. Halldór Armand Ásgeirsson býður upp á hugsanatilraun í þriðja pistli sínum í Apríl. Hann veltir fyrir sér hugtakinu kleptókrasíu eða þjófræði að gefnu tilefni. Og í dag er 20. 4. alþjóðlegur hátíðis- og baráttudagur áhugafólks um kannabismenningu.
4/20/202255 minutes
Episode Artwork

Dís fær uppreist æru, eignarhald á reynslusögum

Um aldamótin 2000 skrifuðu þrjár bestu vinkonur úr MH saman skáldsögu, Dís, sem fjallaði um um 23 ára stelpu sem stendur á krossgötum í lífinu. 4 árum seinna kom út kvikmynd upp úr bókinni sem fangaði andann og stemminguna í Reykjavík á þeim tíma. Núna um Páskana var myndin sýnd í Ríkissjónvarpinu, 18 árum eftir að hún kom út og hlaut hún góðar viðtökur. Við ræðum við Birnu Önnu Björnsdóttur, eina þriggja höfunda Dísar og Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur sem fór með aðalhlutverk myndarinnar. Fyrir áramót fjölluðum við um Tsjernobyl-bænina: Framtíðarannáll, en þessi magnaða bók hvítrússneska nóbelsskáldsins Svetlönu Alexievich var þá nýkomin út í íslenskri þýðingu Gunnars Þorra Péturssonar. Í bókinni safnar Alexievich saman frásögnum margra þeirra sem upplifðu og lifðu af kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í fjölradda sagnakór. Ein af spurningunum sem náðum ekki að ræða þegar Gunnar Þorri mætti var spurningin um eignarétt á persónulegum frásögnum og reynslusögum. Og í tilefni þess að í næstu viku hefst fjögurra vikna námskeið um Tsjernobyl-bænina í Safnaðarheimili Neskirkju kemur þýðandinn um borð í Lestina og ræðir sannleika og skáldskap.
4/19/202255 minutes
Episode Artwork

Karlmennska í sviðslistum og einkavæðing Íslandsbanka

Sviðsverkið How to make love to man? var frumsýnt í mars í tilraunarými Borgarleikhússins, Umbúðalaust. Sýning sem spyr hvernig karlmönnum tekst að kljást við þau fjölbreyttu vandamál sem hindrunarhlaup lífsins býður upp á. Það eru leikhópur sem kallar sig Toxic Kings sem semur og flytur verkið. Fjórir ungir sviðslistamenn, tveir útskrifaðir leikarar og tveir sviðshöfundar, Andrés P. Þorvaldsson, Ari Ísfeld Óskarsson, Helgi Grímur Hermannsson og Tómas Helgi Baldursson. Þeir þrír síðastnefndu setjast um borð í Lestina og ræða karlmennsku og sviðslistir. Halldór Armand Ásgeirsson flytur pistil um hjólalöggu í Berlín og einkavæðingu Íslandsbanka.
4/13/202255 minutes
Episode Artwork

Meira af stolinni styttu, plaköt og Vitjanir

Á Páskadag verður frumsýnd ný íslensk sjónvarpsþáttaröð í Ríkissjónvarpinu, lækna- og fjölskyldudramað Vitjanir. Eva Sigurðardóttir er leikstjóri, Kolbrún Anna Björnsdóttir og Valgerður Þórsdóttir skrifa handritið og leika í þáttaröðinni. Hugmyndin að þáttunum fæddist fyrir 8 árum og voru þeir að hluta til hugsaðir til að auka fjölbreytileika kvenkyns persóna í sjónvarpi. Við kíkjum í Gallerí Port á plaköt eftir pólsku listakonuna og hönnuðinn Nötku Klimowitz, sem gerir list undir nafninu Kosmonatka, en litrík teiknuð verk hennar hafa prýtt fjölda auglýsingaplakata fyrir teknóútgáfuna bbbbbbb, tónlistarsamlagið Post-dreifingu, Smeklkleysu og pólitíska mótmælafundi á vegum Andrýmis svo eitthvað sé nefnt. Í gær sögðum við frá því að bronsstytta eftir Ásmund sveinsson hafi horfið af stalli sínum við Laugarbrekku á fimmtudag. Styttan sem er af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar Snorra nefnist Fyrst hvíta móðirin í Ameríku. Tveimur dögum síðar kom styttan í leitirnar þegar nýtt útilistaverk var afhjúpað á bílastæði í Reykjavík, þar fannst Guðríður inni í brotajárnsgeimflaug í nýju listaverki eftir Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur, sem þær nefndu Fyrstu hvítu móðurina í geimnum. En þær sögðu stytt Ásmundar vera rasíska og best vera geymda með geimrusls á sporðbaug um jörðu. Kristinn Jónasson er bæjarstjóri Snæfellsbæjar og meðlimur í Guðríðar og Laugarbrekkuhópnum sem setti styttuna upp árið 2000. Við hringjum í hann og spyrjum hann hvernig honum varð um þegar styttan kom í leitirnar um helgina.
4/12/202254 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Má stela rasískum styttum? Sirkús deyr aldrei, Yung Lean

Á fimmtudag bárust þær fréttir að bronsstyttu eftir einn helsta myndhöggvara íslands Ásmund sveinsson hafi verið stolið af stalli sínum á Snæfellsnesi. Styttan sem er af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar Snorra nefnist Fyrst hvíta móðirin í Ameríku. Tveimur dögum síðar kom styttan í leitirnar þegar nýtt útilistaverk var afhjúpað á bílastæði í Reykjavík, þar fannst Guðríður inni í brotajárnsgeimflaug. Við ræðum við listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur um Fystu hvítu móðurina í geimnum. Skemmtistaðurinn Sirkús var opnaður á nýjan leik í Reykjavík þann 1.apríl á Lækjargötu 6, um 14 árum eftir að hann lokaði á Klapparstíg 30. Við ræðum við fyrrum fastagesti staðarins í von um að skilja betur goðsögnina um þennan stað sem er og var elskaður af fastagestum. Sænski rapparinn Yung Lean gaf á dögunum út blandspólu, mixteip sem ber titilinn Stardust. Nanna Kristjánsdóttir rýnir í þetta nýjasta verk Yung Lean.
4/11/202254 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Rómafólk og bíódómar: Skjálfti og Uglur

Gunnar Ragnarsson rýnir í tvær nýjar íslenskar kvikmyndir Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur og Uglur eftir Teit Magnússon. Alþjóðlegur dagur rómafólks fer fram 8. apríl. Að því tilefni tileinkum við stóran hluta þáttarins menningu rómafólks. Við ræðum við Sofiu Zahovu, Kristján E. Guðmundsson, heyrum brot úr útvarpsþætti Jóns Halls Stefánssonar um heimsókn til rómahljómsveitar í Rúmeníu og sögur úr bókinni Sunnudagsmatur og fleiri sögur rómafólks.
4/7/202255 minutes
Episode Artwork

Afró-dans, breytingar á Twitter og Halldór snýr aftur

Í gær tilkynnti samfélagsmiðillinn Twitter að hönnun stæði yfir á breytingarmöguleika - edit takka - sem gæfi notendum forritsins færi á að breyta tístum sínum eftir að þau eru komin í loftið. Við tökum púlsinn á íslenskum tístverjum og heyrum hvað þeim finnst um breytingatakkann. Í Kramhúsinu fara fram afró-danstímar nokkrum sinnum í viku undir lifandi trommuslætti. Hjónin Sandra og Mamady kenna þar Gíneskan afródans. Afródans kom fyrst til landsins á tíunda áratugnum og margir þeirra sem dansa vikulega í Kramhúsinu eru iðkendur til margra ára, jafnvel áratuga. Góðvinur þáttarins, rithöfundurinn og pistlahöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson snýr aftur í Lestina í apríl. Hann er með hugann við endurtekninguna og stríðið í Úkraínu. Hann veltir fyrir sér raunum rússnesks tennisspilara, stöðu frelsisins á vesturlöndum og því hvaða spurninga má spyrja í dag.
4/6/202253 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Sýndarveruleikhús, fréttaljósmynd ársins og dauðahvöt

Leikverkið Hliðstætt fólk eftir leikhópinn Huldufugl verður frumsýnt á Loftinu 7. apríl næstkomandi, og verður það í fyrsta sinn sem leikverk innan sýndarveruleika fer fram í Þjóðleikhúsinu.Við hittum þau Nönnu og Owen sem standa að baki sýningunni og ræddum möguleika þessarar tækni. Við kíkjum á bestu fréttaljósmyndir ársins 2021 með Vilhelm Gunnarssyni ljósmyndara á Vísi sem var um helgina verðlaunaður af félagi blaðaljósmyndara fyrir bestu mynd ársins.Við ræðum drónamyndir, íþróttir í vondu veðri og fótósjopp í fréttaljósmyndum Sölvi Halldórsson rifjar upp manninn sem stökk út úr brennandi húsi í miðbæ Reykjavíkur, því hann var ekki að fara að láta kveikja í sér í dag. Hann setur atvikið í samhengi við hugmyndir Freud um dauðahvötina.
4/5/202255 minutes
Episode Artwork

Sigurvegari Músíktilrauna 2022, Rosalia og stríðsræða á Grammy,

Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, flutti gestum Grammy-verðlaunahátíðarinnar, innblásna ræðu um stríðið í Úkraínu, þögnina og tónlist, og minnti gestina á að ekki allir tónlistarmenn geti klæðst kjólfötum og spilað á tónleikum.Við veltum fyrir okkur stjórnmálum og verðlaunahátíðum. Á laugardag fór úrslitakvöld hinnar rótgrónu hljómsveitakeppni Músíktilrauna fram. Þetta var í fertugasta skipti sem keppnin fer fram og í fyrsta skipti sem það er ekki hljómsveit sem sigrar heldur einstaklingur, sólólistamaður. Kolbrún Óskarsdóttir er 18 ára Verslingur sem semur, pródúserar og syngur sín eigin lög undir nafninu Kusk. Kolbrún mætir í Lestina í dag. Við heyrum svo um þriðju plötu spænsku tónlistarkonunnar Rosalia, plötuna Motomami. Nanna Kristjánsdóttir rýnir í tónlistina.
4/4/202255 minutes
Episode Artwork

Uglur, Hyd og stóra Spotify-spilunarlistasvindlið

Í fréttum undanfarna daga hefur verið fjallað um uppljóstranir sænska dagblaðsins Dagens Nyheter sem hafa varpað ljósi á tengsl fyrrum yfirmanns hjá Spotify og útgáfufufyrirtækisins Firefly Entertainment. Óþekktir (og uppskáldaðir) tónlistarmenn sem tengjast fyrirtækinu virðast hafa furðulega greiða leið inn á vinsæla og ábatasama spilunarlista á Spotify - með einfalda og endurtekningasama tónlist sína. Við hringjum í Linus Larsson, tækniblaðamann Dagens Nyheter, og fræðumst um málið. Páll er ungur ekkill sem hefur lokað sig frá samfélaginu. Allt breytist þó þegar ung kona fær hjá honum húsaskjól eftir að hafa flúið úr ofbeldisaðstæðum. Þannig hljómar upplegg nýrrar íslenskrar kvikmyndar Uglur sem verður frumsýnd í næstu viku. Leikstjórinn heitir Teitur Magnússon og vann myndina nánast upp á sitt einsdæmi. Tónlistar- og myndlistarkonan Hayden Dunham vakti athygli árið 2014 þegar hún kom fram sem sýndarstaðgengillinn QT í frægu lagi eftir tónlistarmennina A.G. Cook og Sophie en nú hefur þessi listamaður tekið sér nýjan ham, Hyd, og hefur hún tónleikaferðalag sitt um heiminn í Reykjavík á Húrra á laugardagskvöld. Þórður Ingi Jónsson hitti Hyd í Echo Park í Los Angeles og ræddi við hana um lífið og listina.
3/31/202255 minutes
Episode Artwork

Skrattar sóttir heim, Sviðshöfundar og Stockfish

VIð förum og hittum hættulegustu rokkhljómsveit Reykjavíkur, Skratta. Hljómsveit sem hefur verið hampað ítrekað í Lestinni og er tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir besta rokklag ársins og bestu rokkplötuna. Það er nóg að gera hjá þeim um þessar mundir en þeir munu spila á Aldrei fór ég suður um páskana og gítarleikarinn og söngvarinn Karl Torsten Ställborn sýnir myndlist sína í Gallerí Núll komandi helgi. Gunnar Ragnarsson, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar rýnir í þrjár myndir sem hann sá á kvikmyndahátíðinni Stockfish. Stockfish kvkimyndahátíðin fer fram um þessar mundir í Bíó Paradís og myndirnar sem Gunnar fjallar um heita Drive My Car, Bacurau og Aquarius. Anna Róshildur Benediktsdóttir Bøving og Magnús Thorlacius eru á sínu þriðja og síðasta ári í Listaháskólanum. Í námi sem gengur út á tilraunir á sviði, Sviðshöfundabraut. Við spjöllum við þau um það hvernig það gekk að gera sviðslist þegar ekki mátti koma saman. Einnig ræðum við útskriftaverkin þeirra, en sýningar á þeim fara fram um helgina.
3/30/202255 minutes
Episode Artwork

Silvurdrongur gerir bíó, andlegur löðrungur Sögu Garðars, Mrs. Maisel

Saga Garðarsdóttir þekkir það eins margir grínistar að uppistönd ganga ekki alltaf jafn vel, hvort sem það endar í löðrung eða framíkalli, getur verið áhætta að stíga á svið. Saga er með uppistand um helgina og við fengum hana til að rifja upp sín verstu augnablik á sviði. Við rýnum líka um leikna períóduþætti um uppistandara. Salvör Bergmann segir frá sjónvarpsþáttununum The Marvelous Mrs. Maisel en fjórða þáttaröðin er komin í loftið. Og við ræðum við færeyska rithöfundinn, tónlistarmanninn og kvikmyndagerðarmanninn Trygva Danielsen (sem einnig gengur undir rappnafninu Silvur Drongur), Hann sýnir sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd á Stockfish-kvikmyndahátíðinni í vikunni, 111 góður dagur. Þetta er tilraunakennd mynd um það að fullorðnast í Þórshöfn - mynd sem er aðeins fimmta leikna bíómyndin í fullri lengd í kvikmyndasögu Færeyja.
3/29/202254 minutes
Episode Artwork

Óskarsverðlaunalöðrungur, Viktor Weisshappel, mikilvægi andlitsfarða

Óskarverðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles í nótt. Dröfn Ösp Snorradóttir er búsett í borginni og sá um að lýsa verðlaununum á Stöð 2 og varð vitni að því þegar leikarinn Will Smith kýldi grínistann Chris Rock, sem hafði gert ósmekklegt grín að Jada Pinkett Smith eiginkonu hans. Nú á dögunum var tilkynnt um tilnefningar í FÍT keppninni. Þar er keppt um það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi. Þar er meðal annars veitt verðlaun fyrir plötuumslög, en af fimm tilnefndum umslögum er þrjú hönnuð af sama manninum, Viktori Weisshappel. Við kíkjum í kaffi til Viktors og ræðum plötuumslög á tímum þegar stór hluti tónlistar kemur út hvorki út á plötum né í umslögum. Og Sverrir Norland flytur sitt fjórða og síðasta brot úr sögu athyglinnar. Að þessu sinni veltir hann fyrir sér fallegum andlitum og því hvernig andlitsfarðinn öðlaðist pólitískt mikilvægi í fyrstu sjónvörpuðu forsetakappræðunum í Bandaríkjunum árið 1960. Þar sem Richard Nixon gerði þau grundvallarmistök að fúlsa við farðanum.
3/28/202255 minutes
Episode Artwork

Grínistar sem predika og félagsleg afstöðulist

Davíð Þór Jónsson er sóknarprestur í Laugarneskirkju en á öðru tímabili í lífi hans var hann grínisti. Við veltum því fyrir okkur hvers vegna grínistar, spjallþátta- og hlaðvarpsþáttastjórnendur eru í auknum mæli farnir að tjá sig á hátt sem svipar til predikana, Hvar heyrir fólk predikanir í dag og hlutverk hvers er það orðið að predika? Á undanförnum áratugum hefur átt sér stað ákveðin breyting í listheiminum. Æ fleiri listamenn reyna að færa sig út úr hefðbundnum rýmum listarinnar og beita sér með beinum hætti í samfélaginu, þeir nota listina sem hálfgert inngrip í ýmis önnur félagsleg rými, styðja við flóttamenn og undirokaða hópa, reyna að skapa samfélög og samfélagslegar breytingar frekar en bara listhluti. Við gætum kallað þetta þáttökulist, samvinnulist, samfélagslist eða félagslega afstöðulist. Um slíka afstöðulist verður rætt í Háskóla Íslands um helgina á málþingi þar sem erlendir og íslenskir fræði og listamenn koma saman.
3/24/202255 minutes
Episode Artwork

Ást og upplýsingar, grínmynd um veiði, Drive my car, sýningarstjórnun

Leikritið Ást og upplýsingar var frumsýnt árið 2012 í Royal Court leikhúsinu í London. Í leikritinu eru 100 persónur, leiknar af 15 manna leikhópi í mislöngum senum, sumar aðeins nokkrar sekúndur. Verkið er skrifað af Caryl Churchill sem er meðal helstu núlifandi leikskálda Bretlands. Una Þorleifsdóttir leikstjóri las leikritið þegar það kom út árið 2012. Nú á föstudaginn, 10 árum seinna, fer verkið á svið í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Lóa ræðir við Unu um Caryl. Við heimsækjum Listasafn Reykjanesbæjar þar sem nú stendur yfir sýningin Minningar morgundagsins sem nemendur í sýningarstjórn við Listaháskóla Íslands standa fyrir. Vefnaður tímans, nostalgískar ljósmyndir og draumar koma meðal annars við sögu. Gunnar Ragnarsson kíkti svo á tvær ólíkar bíómyndir. Annars vegar er það japanska myndin Drive My Car sem er tilnefnd sem besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudag og ný íslensk grinmynd: Allra síðasta veiðiferðin.
3/23/202255 minutes
Episode Artwork

Orðabók í almenningseigu, Gus Gus tónleikar og teiknimyndir

Í fimmtán ár hafði Sveinbjörn Þórðarsson hugbúnaðarsérfræðingur kvartað yfir því að allar ensk-íslenskar orðabækur væru lokaðar á bakvið greiðslugátt. Nú hefur hann loks tekið málin í eigin hendur, skannað inn 90 ára gamla orðabók, uppfært og gert aðgengilega ókeypis á netinu. Teiknimyndateiknarinn og myndlistarkonan Sara Gunnarsdóttir er ein af þeim sem á mynd á Stockfish kvikmyndahátíðinni. Það er teiknimyndin My Year of Dicks, eða Ár mitt af tittlingum, en hún fjallar um unglingsstúlku sem hefur gert það að markmiði sínu að missa meydóminn. 25 ára afmælistónleikar Gus Gus fóru fram í Hörpu um helgina, tveimur árum of seint. Umgjörðin var vegleg, gamlir hljómsveitarmeðlimir mættu og lög af öllum plötum sveitarinnar voru leikin. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í tónleikana og stöðu Gus Gus í íslensku menningarlandslagi.
3/22/202255 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Splitt-skífur, lyftutónlist og þrítugsafmæli

Þær Salóme Katrín Magnúsdóttir og Rakel Sigurðardóttir gáfu út svokallaða splitt-skífu á dögunum, ásamt dönsku tónlistarkonunni ZAAR. Þær útskýra fyrirbærið plitt-skífa, sem á rætur sínar að rekja til pönktónlistar. Þessa dagana eru Salóme og Rakel að undirbúa útgáfutónleika plötunnar While We Wait, sem verða haldnir í Fríkirkjunni, föstudaginn 25. mars næstkomandi. Sverrir Norland hefur flutt okkur pistla undanfarnar tvær vikur í pistlaröðinni Brot úr sögu athyglinnar. Að þessu sinni beinir Sverri athyglinni að lyftutónlist, Great British Bakeofff og hnakkanum á sér. Kristlín Dís Ingilínardóttir flytur okkur pistil um að verða fullorðin. Hún varð þrítug á árinu og veltir því fyrir sér hvenær hún og aðrir geta talist fullorðnir. Við endurflytjum viðtal frá því í mars í fyrra, en þá hitti Kristján Guðjónsson Elías Arnar ljósmyndara og landfræðinema í Hljómskálagarðinum og ræddi við hann landfræðiljósmyndun, klisjuna sem er íslensk náttúra er og verkefnið hans Árstíðir Birkis, þar sem hann skoðar tengsl manns og náttúru í gegnum birkitréð. Þessa dagana sýnir Elías Arnar þessar sömu myndir en sýningin Árstíðir Birkisins stendur yfir í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur til 27. mars.
3/21/202255 minutes
Episode Artwork

Donda 2, geðveiki í sviðsljósinu og draugahundur

Nanna Kristjánsdóttir rýnir í nýjustu plötu tónlistarmannsins Kanye West, Donda 2. Platan hefur vakið umtal, en ekki endilega fyrir gæði heldur frekar fyrir þær sakir að hana er einungis hægt að hlusta á í Stem-spilara, hönnuðum og seldum af rapparanum. Kanye West hefur þó ekki bara verið milli tannanna á fólki upp á síðkastið vegna tónlistarinnar heldur einnig vegna sífellt óþægilegri hegðunar sem á sér stað á samfélagsmiðlum. Trevor Noah, spjallþáttastjórnandi blandaði sér í málið og talaði um hegðun rapparans í þætti sínum og beindi athyglinni að þeirri staðreynd að konur sem geta ekki yfirgefið menn sína án þess að verða fyrir áreiti fyrirfinnast í öllum stéttum samfélagsins. Við veltum fyrir okkur umræðunni um hegðun Kanye West sem verður oft samtvinnuð umræðu um geðraskanir hans. Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar rýnir í málefnið með okkur og veitir áhugavert sjónarhorn. Á laugardag opnar sýningin Draugahundur í Gallerí Port. Þar sýnir Bjargey Ólafsdóttir listakona svarthvítar hundaljósmyndir sem eru hálfgert framhald af sýningunni Rófurass sem fór fram í Listasafni Árnesinga í fyrra. Bjargey kíkti um borð í Lestina og sagði frá áhuga sínum á hundum mætti með bókverk sem kom nýlega út hjá grískri útgáfu með Rófurass-verkunum,
3/17/202255 minutes
Episode Artwork

Skeleton Horse, Friðgeir á vinnustofunni, Severance

Í áratug hefur Frímann Ísleifur Frímannsson verið áberandi fígúra í íslensku jaðarlistalífi, plötusnúður, tónlistarmaður, kasettuútgefandi og maðurinn á bakvið smáritið Skeleton Horse. Nú um helgina kemur fjórtánda tölublað beinagrinda-hestsins út, að venju 20 svarthvítar síður uppfullar af verkum eftir fjölbreyttan hóp listafólks. Friðgeir Einarsson, sviðslistamaður og rithöfundur, meðlimur í sviðslistahópnum Kriðpleir, er höfundur leikrita á borð við Útlendingurinn og Club Romantica, sem hann hlaut Grímuverðlaun fyrir. Við fengum að heimsækja hann á vinnustofuna hans í Síðumúla og spjalla við hann um vinnuaðferðir sjálfstætt starfandi sviðslistamanns, sannleikan í sviðslistum og hvort hann þurfi að lúta einhverjum sérstökum siðareglum. Við heyrum um nýja sjónvarpsþætti, Severence í leikstjórn Bens Stiller. Salvör Bergmann rýnir í þættina sem eru vísindaskáldskapur sem veltir fyrir sér stöðu vinnunnar í lífi nútímafólks.
3/16/202255 minutes
Episode Artwork

Aðdáendur Ástu Sig, Turning Red, elstu hreyfingar mannsins

Skáldkonan Ásta Sigurðardóttir vakti athygli og umtal í lifanda lífi, bæði fyrir listaverk sín og útlit. En eftir stutta og harmræna ævi hefur hún haldið áfram að vekja aðdáun. Í Lestinni dag veltum við fyrir okkur stöðu Ástu í íslenskri menningarsögu og hvernig hún heldur áfram að hafa áhrif á nýjar kynslóðir ungra listakvenna. Lóa ræðir við Viktoríu Blöndal og Steinunni Ólínu Hafliðadóttur. Við heyrum um nýjustu Pixar-teiknimyndina Turning Red, Rauða breytingin, sem er fyrsta mynd fyrirtækisins sem er leikstýrt af konu. Myndin tekst á við upplifun kínverskra innflytjenda í Kanada, yfirþyrmandi pressu frá foreldrum, og breytingarnar sem eiga sér stað á kynþroskaskeiðinu. En líkami aðalpersónunnar fer skyndilega að taka miklum og vandræðalegum breytingum, í hvert sinn sem hún missir stjórn á tilfinningum sínum breytist hún í risastóra rauða pöndu. Snærós Sindradóttir, útvarpskona á Rás 2 spjallar við Kristján um myndina. Sölvi Halldórsson flytur pistil um það að opna mjöðmina og spenna rassinn. Hann er með hugann við líkamann og þær hreyfingar sem er manninum frumlægar, eftir að hann skellti sér á námskeið í Primal Movement.
3/15/202255 minutes
Episode Artwork

Ztonelove, Elden Ring, upphaf raunveruleikasjónvarps

Það er um lítið annað talað í tölvuleikjaheimum þessa dagana en Elden Ring. Leikurinn sem kom út í lok febrúar hefur selst í bílförmum og fengið nánast einróma lof gagnrýnenda er nýjasta afurðin frá fyrirtækinu FromSoftware og tövuleikjahönnuðinum Hidetaka Miyasaki sem er þekktur fyrir einstaklega erfiða leiki og þar er Elden Ring engin undantekning. Nú rökræðir fólk hvort tölvuleikir eigi að vera aðgengilegir öllum eða mega þeir vera svo strembnir að aðeins þeir geta notið þeirra sem gefa sér tugi ef ekki hundruði klukkustunda í spilunina. Davíð Kjartan Gestsson segir frá. Sverrir Norland kemur svo um borð í Lestina og flytur sinn annan pistil af fjórum um athyglisgáfuna og hvernig er stöðugt verið að grafa undan henni. Í dag skoðar hann hvernig tónlistarsjónvarpsstöðin MTV var brautryðjandi í því að selja aðgang að athygli okkar, þegar stöðin hætti að sýna bara tónlistarmyndbönd og hóf að framleiða höfundalausar sápuóperur, það sem hefur seinna fengið nafnið raunveruleikasjónvarp. Við ræðum við Steinunni María Bragadóttir, 25 ára rappara og vloggara frá Neskaupsstað. Steinunn sem kallar sig Ztonelove gerir plötukoverin sjálf, mamma hennar tekur upp myndböndin hennar, hún kaupir takta á netinu og hún er fullkomlega sjálfsstæð. Lóa spjallar við hana um tónlistina og lífið í Neskaupsstað
3/14/202255 minutes
Episode Artwork

Fyrsta tik-tok stríðið

Í dag eru tvær vikur frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Fréttirnir af stríðinu bárust mörgum fyrst með tik-tok myndböndum frá rússneskum hermönnum, og svo hefur heimsbyggðin nánast haft milliliðalausan aðgang að stríðssvæðinu í gegnum símamyndbönd sem er dreift á hinum ýmsu samfélagsmiðla. Stríðið hefur þannig verið nefnt fyrsta tik-tok stríðið. Í Lestinni í dag ætlum við að tala um hvernig stríðið birtist okkur á samfélagsmiðlum og netinu. Gestir eru Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari, myndlistarmaður og menningarritstjóri Morgunblaðsins. Þóra Tómasdóttir, fjölmiðlakona, og Jóhann Kristófer Stefánsson, tón og sviðslistamaður. Einnig er rætt við Victoriu Bakshina, nema við Háskóla Íslands.
3/10/202253 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Emó-Batman, Frostbiter, Pólverjar í leikhúsi, fjölmenning í Norræna

Í byrjun vikunnar ræddi Lóa við þau Jakub Ziemann og Wiolu Ujazdowska sem eru bæði aðstandendur sýningarninnar Tu Jest Za Drogo sem er í sýningu þessa dagana á litla sviði Borgarleikhússins. Sýningin er á pólsku og spjallið fór fram á ensku, sem er þægilegasta leiðin fyrir okkur til að ræða saman. Gunnar Ragnarsson rýnir í nýjustu kvikmyndina um leðurblökumanninn, Batman eftir Matt Reeves. Robert Pattinson fer með hlutverk Bruce Wayne í fyrsta skipti, og túlkar hann sem mjög þjakaðan emó-batman, með úfið hár og klessta andlitsmálningu að ?gothara?-sið Við hringjum á Akranes og heyrum um hryllingsmyndahátíðina Frostbiter sem er haldin í sjötta skipti um helgina. Meðal gesta verður leikstjórinn Greg Sestero sem er þó þekktastur sem leikari í myndinni sem er oft sögð versta kvikmynd allra tíma, The Room. Svo fáum við Sabinu Westerholm forstjóra Norræna hússins og Elham Fakouri verkefnastjóra fjölmenningarverkefnis hússins í heimsókn og þær ræða um fjölbreytileika og rasisma.
3/9/202255 minutes
Episode Artwork

Fyrsti stríðsljósmyndarinn og Euphoria-æðið

Við kynnum okkur manninn sem er oft sagður fyrsti stríðsljósmyndari sögunnar, Roger Fenton, og spurningar um hvort hans frægasta stríðsljósmynd sé mögulega sviðsett. Fenton ferðaðist austur á Krímskaga árið 1855 til að skrásetja stríð vesturveldanna gegn Rússlandi og sannfæra breskan almenning um að rétt væri að halda óvinsælum stríðsrekstrinum áfram. Um daginn kláraðist önnur þáttaröð HBO þáttana Euphoria. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og óhætt að fullyrða að stærstur hluti aðdáanda þáttana eru unglingar. Tala mætti um einskonar Euphoria æði. Hvað er það við þessa þætti sem fær unglinga til að vakna fyrir allar aldir til að horfa á þá? Við greinum Euphoria æðið með aðstoð poppfræðingsins Arnars Eggerts Thoroddsen og tveggja unglingsdætra hans, þeirra Ísoldar og Karólínu.
3/8/202255 minutes
Episode Artwork

K.Óla, Brot úr sögu athyglinnar og leikhús á pólsku

Tu jest za drogo, Úff hvað allt er dýrt hérna, er fyrsta leikverkið í stóru leikhúsunum hér á landi á pólsku og sérstaklega hugsað fyrir pólskumælandi áhorfendur. Jakub Ziemann leikari og Wiola Ujazdowska leikmynda og búningahönnuður ræða sína upplifun af því að vera pólskir listamenn á Íslandi. Við ræðum við tónlistarkonuna Katrínu Helgu Ólafsdóttur, sem kallar sig K.óla, en hún sendi nýlega frá sér stuttskífu á bandcamp sem hún vann í starfsnámi í Danmörku, og nefnist einfaldlega DK Recordings. Á plötunni reynir hún að yfirvinna sjálfsefa og fullkomnunaráráttu. Næstu vikar ætlar Sverrir Norland rithöfundur að rannsaka athyglina, athyglishagkerfið og athyglisbrestinn sem þjakar svo mörg okkar. Í fyrra gaf hann út bókina Stríð og kliður sem fjallaði að miklu leyti um stöðugan upplýsingakliðinn í kringum okkur. Í fjórum pistlum hér í Lestinni ætlar hann að halda áfram að skoða athyglisgáfuna og hvernig tækninýjungar hafa stöðugt verið að þrengja að henni. Og hann byrjar ferðalagið í kústaskáp í New York.
3/7/202255 minutes
Episode Artwork

Framleiðslupýramídi rappsins, útsölumyndlist, Berlinale

Fyrr í þessari viku ræddum við í Lestinni við Konráð Darra Birgisson, eða Kid Krono eins og hann kallar sig. En það vakti athygli að þessi 17 ára menntaskólanemi er einn höfunda lagsins Louie Bags á væntanlegri plötu Kanye West, Donda 2. Lýsing hans á aðkomunni að laginu vakti athygli mína, vikulega sendir hann lúppur, litlar melódíur eða lagabúta, sem hann hefur búið til á stóran lista af pródúserum, í von um að þeir nota melódíurnar í sína takta, sem þeir senda svo á frægari pródúsera sem koma þeim svo að lokum til stjarnanna. Arnar Ingi Ingason, lagasmiður og pródúsent, kemur við og útskýrir lagasmíðaiðnaðinn í hip-hop heiminum. Við heimsækjum sýningarrýmið Open úti á Granda, en um helgina fer þar fram útsala á myndlist, allt á að seljast á miklum afslætti á sýningu sem mögulega er um leið krítík á söluvöruvæðingu íslensks myndlistarlífs Ásgeir H. Ingólfsson flytur seinni pistil sinn frá kvikmyndahátíðinni í Berlín sem fór fram í síðasta mánuði. Hann rýnir í Svissnesku myndina Órói sem fjallar um rússneska anarkistann og kortagerðamanninn Kropotkin og sv tvær austurevrópskar myndir, Kjörbúðin og Verkalýðshetjur.
3/3/202255 minutes
Episode Artwork

Unglingar og stríðið á TikTok, Pam and Tommy, gervigreindarlist

Við heimsækjum tvo menntaskóla og heyrum hvað unglingum landsins finnst um stríðið í Úkraínu, hvernig stríðið birtist á samfélagsmiðlum og hvaða skilaboð þau hafa til Pútíns Rússlandsforseta Feðgarnir Sjón og Flóki Sigurjónsson heimsækja Lestina og segja frá samstarfi sínu en þeir hafa nýlega notað gervigreindartækni til að vinna myndbandsverk út frá ljóðum. Þeir segja mikilvægt að hætta að hugsa um upplifun mannsins sem einstaka og æðri en skynjun véla og tauganeta. Salvör Bergmann rýnir í sjónvarpsþættina Pam and Tommy sem nú er verið að sýna á Disney Plús, þættir sem fjalla um frægasta ástarsamband tíunda áratugarins og eflaust frægasta kynlífsmyndband sögunnar.
3/2/202253 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

17 ára og semur fyrir Kanye, listamannalaun og reiði

Við hringjum til New York og spjöllum við Konráð Birgisson, eða Kid Krono, 17 ára Íslending sem semur lag fyrir rapparann Kanye West, lagið Louie Bags sem kemur út á Donda 2. Rósa María Hjörvar flytur sinn þriðja og síðasta pistil um tilfinninguna reiði og hvernig hún birtist í menningu og stjórnmálum samtímans. Við ræðum svo um starfsumhverfi sviðslistafólks við Karl Ágúst Þorbergsson. í gær var tilkynnt hvaða sviðslistahópar fá listamannalaun og í kjölfarið hafa sprottið upp umræður og gagnrýni um fyrirkomulag starfslaunanna meðal sviðslistafólks.
3/1/202254 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Biðin, Tanja Björk, sjálfhverfir striðsfréttamenn?

Undanfarna daga hafa Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður og Ingvar Haukur Guðmundsson tökumaður flutt fréttir fyrir ríkisútvarpið frá Úkraínu. Fréttir þeirra hafa vakið mikla athygli, fyrst þegar Ingólfur Bjarni varð klökkur í beinni útsendingu daginn sem innrásin hófst, þegar hann lýsti viðbrögðum venjulegs fólks sem þeir hittu í höfuðborginni. Síðan þá hafa reglulega birst innslög frá þeim félögum, fyrst frá Kænugarði og síðan eftir að ástandið versnaði þar, úr bílalest á þjóðveginum frá borginni, og síðan frá landamærunum þar sem fjöldi Úkraínumanna reynir að komast úr landi. Nokkuð hefur borið á gagnrýni á samfélagsmiðlum að í stað þess að varpa ljósi á ástandið, beina myndavélunum að umhverfinu og hljóðnemanum að heimafólki, hafi bjarmalönds fréttamannanna sjálfra verið helsta umfjöllunarefnið. Við ræðum við Þóru Arnórsdóttur um stríðsfréttaritun og sjálfhverfa fréttamennsku. Við ræðum við Tönju Björk Ómarsdóttur leikkonu sem leikur íslensku kappaksturskonuna Aðalbjörgu í kvikmyndinni Vélarniður, Les Bruit des Moteurs, sem var lokamynd Franskrar kvikmyndahátíðar í Bíó Paradís. Tanja er tilnefnd til Kanadísku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna fyrir leik sinn í myndinni. Og við heyrum pistil frá Sölva Halldórssyni um þá frómu list að bíða.
2/28/202255 minutes
Episode Artwork

Daníel og Víkingur í LA, hýrir tónar frá Shamir og Anna Marsý hættir

Já, ég hef hætt ýmsu í gegnum tíðina. Hætt í samböndum, hætt að borða kjöt, hætt á pillunni og nú er ég að hætta í Lestinni. Ég hef svona eiginlega verið að reyna að hætta í Lestinni í mjög langan tíma, næstum því nákvæmlega tvö ár. Ekki svo að skilja að ég hafi viljað flýja Rás 1 nei, ég var að reyna að búa til barn. En það gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Davíð Roach Gunnarsson fjallar um Shamir, svartan, hýran og kynsegin tónlistarmann sem sendi nýlega frá sér sína áttundu breiðskífu á jafn mörgum árum, plötuna Heterosexuality eða gagnkynhneigð. Jaðarfréttaritari Lestarinnar, Þórður Ingi Jónsson, fjallar um villt svall-partý í L.A., nánar tiltekið tónverkið Veisla eða Feast sem var frumflutt í Disney tónleikahöllinni í síðustu viku. Þórður smyglaði sér baksviðs og spjallaði við tónskáldið Daníel Bjarnason og Víking Heiðar Ólafsson píanóleikara um þetta nýjan píanókonsert Daníels.
2/24/202255 minutes
Episode Artwork

Hausar 10 ára, Harmur, bosnískt bíó og veðrið

Drum and Bass plötusnúðahópurinn Hausar fagnar 10 ára afmæli í ár, en þeir hafa verið óþreytandi í að standa fyrir reglyulegum danstónlistarviðburðum um alla borg. Danni Croax og Bjarni Ben setjast um borð í Lestina og ræða sögu Drum and Bass tónlistarinnar, dans á tímum covid og aukna fjölbreytni í áheyrendahópnum undanfarinn áratug Gunnar Ragnarsson rýnir í tvær ólíkar kvikmyndir, hina bosnísku Hvert ferðu, Aida? sem hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besta mynd ársins 2021 og íslensku spennumyndina Harmur eftir tvo rétt rúmlega tvítuga kvikmyndagerðarmenn. Anna Marsibil ferðast ekki með Lestinni í dag en á þessum tímum fannfergis, veðurofsa og rauðra viðvarana er viðeigandi að endurflytja innslag frá 2019 þar sem hún velti fyrir sér ástæðum þess að við elskum að tala um veðrið.
2/23/202255 minutes
Episode Artwork

Kanye-fréttir, markaðsvæðing reiðinnar, Berlinale og Berdreymi

Kvikmyndahátíðin í Berlín, Berlinale er ein stærsta og virtasta kvikmyndahátíð heims, en henni lauk nú um helgina. Nokkrar íslenskar myndir og þættir voru sýndar á hátíðinni og Lestin var með útsendara á svæðinu. Ásgeir H. Ingólfsson sendir okkur berlínarpistil meðal annars um íslensku myndirnar Hreiðrið, Against the Ice og Berdreymi. Rósa María Hjörvar flytur annan pistil sinn af þremur um tilfinninguna reiði, að þessu sinni veltir hún fyrir sér reiðifantasíum millistéttarinnar og markaðsvæðingu reiðinnar. Og við heyrum hvað er að frétta í hinum klikkaða heimi Kanye West. Það er ekki bara ný plata sem kemur út í dag og nýir heimildaþættir á Netflix heldur einnig drama í einkalífinu og alvarlega ásakanir um ógnandi hegðun gagnvart fyrrum eiginkonu og kærasta hennar. GIssur Ari Kristinsson er einn af fjölmargra íslenskra aðdáenda sem fylgist með hverri hreyfingu rapparans.
2/22/202255 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Lucky 3: Dýrfinna, Darren og Melanie

Gestir Lestarinnar mánudaginn 21. febrúar eru Dýrfinna Benita Basalan, Darren Mark og Melanie Ubaldo. Þau hafa vakið athygli í íslensku listalífi bæði sitt í hvoru lagi - í tónlist, myndlist og fatahönnun - en einnig í sameiningu, en saman skipa þau listahópinn Lucky 3. Í verkum sínum hafa þau krufið hugmyndir okkar um þjóðerni og þjóðfélag, efnahagslegt og félagslegt misrétti, fordóma og stéttaskiptingu og vald.
2/21/202255 minutes
Episode Artwork

Rússneskur poppkúltúr, Jane Campion, bíódómur

Við kynnum okkur nýsjálensku kvikmyndagerðarkonuna Jane Campion sem skrifaði nafn sitt enn einu sinni í kvikmyndasögubækurnar á dögunum þegar hún varð fyrsta konan til að hljóta tilnefningu í annað sinn sem besti leikstjórinn á óskarsverðlaununum. Helga Rakel Rafnsdóttir kemur og spjallar um verk Jane Campion, m.a. The Piano sem hún elskar og The Power of the Dog sem hún elskar ekki jafn mikið. Gunnar Ragnarsson rýnir í kvikmyndina Bergman Island, mynd sem gerist á slóðum sænska kvikmyndarisans Ingmar Bergman. Undir lok þáttar spjöllum við svo upp rússneska dægurmenningu við Victoriu Bakshina, spjöllum um rapp, tik-tok, bíómyndir og emó-Stalín.
2/17/202255 minutes
Episode Artwork

Licorice Pizza, Ingibjörg Turchi, Frönsk kvikmyndahátíð

Ég efast um að nokkur bassaleikari hafi verið virkari undanfarinn áratug en Ingibjörg Elsa Turchi, hún hefur spilað með ótal hljómsveitum og tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum, frá tilraunadjassi til indípopps, frá Bubba Morthens og Stuðmönnum til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. En hún hefur einnig vakið mikla athygli og hlotið fjölda verðlauna fyrir sólótónlist sína. Ingibjörg Elsa Turchi sést um borð í Lestina, spjallar um eftirmiðdagstónleika í Mengi og nýja plötu sem hún ætlar að taka upp um helgina. Það er komið að uppáhaldsárstíma allra íslenskra frankófíla. Frönsk kvikmyndahátíð hefst um helgina í Bíó Paradís og Ása Baldursdóttir segir frá. Gunnar Ragnarsson sendir okkur pistil og rýnir í kvikmynd sem honum tókst að sjá áður en hann endaði í einangrun. Þrátt fyrir smit finnur Gunnar lyktina af lakkríspítsu, en bíómyndin Licorice Pizza eftir Paul Thomas Anderson lyktar reyndar aðallega af gráum fiðringi.
2/16/202255 minutes
Episode Artwork

Megas, reiði og Betty Davis

Eftir að ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Megasi birtust í Stundinni undir lok síðasta árs hefur styr staðið um listamanninn. Rætt hefur um stöðu hans sem heiðurslaunahafa, einhverjir hafa hætt að hlusta á tónlist hans sér til ánægju, en aðrir hafa farið í það að endurlesa textana með nýjum gleraugum. Í Lestinni í dag verður rætt við Þorstein Vilhjálmsson, doktorsnema í sagnfræði, sem nú á fimmtudag flytur fyrirlestur þar sem hann mun rýna í texta á þremur plötum Megasar frá 1987 og 88 og skoða viðbrögðin við þeim hér á landi, texta sem eru innblásnir af ferðum hans til Tælands þar sem hann komst í kynni við kynlífstúrisma, meðal annars með ungum tælenskum drengjum. Þórður Ingi Jónsson fjallar um dívuna og funk-drottningina Betty Davis sem lést í síðustu viku, 77 ára að aldri. Og við pælum í reiði, í samtímanum, í stjórnmálum og menningu. Rósa María Hjörvar flytur okkur sinni fyrsta pistil af þremur um þessa kraftmiklu tillfnningu.
2/15/202255 minutes
Episode Artwork

Verbúðar-gagnrýni, ástartíst, Ægisbraut Records

Í gærkvöldi fór í loftið áttundi og síðasti þátturinn í Verbúðinni, sjónvarpsþáttum sem hafa sameinað þjóðina í nostalgíu fyrir níunda áratugnum og karpi um áhrif og gildi kvótakerfisins. Í Lestinni í dag rýnir Salvör Bergmann í þættina. Í dag er Valentínusardagur, dagur helgaður ástinni og kapítalisma en hér í Lestinni kjósum við fremur að fagna ástinni og internetinu, nánar tiltekið Twitter þar sem nú stendur yfir niðurtalning undir myllumerkinu #regnus í fyrsta fund tveggja turtildúfna sem kynntust á forritinu. Magnús hinn færeyski sendir okkur línu og Regn, betur þekkt sem skvísumálaráðherra Twitter segir okkur ástarsöguna. Við höldum líka upp á Akranes og ræðum við Kristján og Berg hjá nýrri útgáfu Ægisbraut sem gefur út þungt skagarokk á segulbandsspólum og stendur fyrir mis-löglegum tónleikum.
2/14/202255 minutes
Episode Artwork

Borgen snýr aftur, Cate Le Bon, Fréttir Stöðvar 2

Tæpum áratug eftir að við sögðum skilið við fyrsta kvenforsætisráðherra Danmerkur Birgitte Nyborg snýr hún aftur í fjórðu þáttaröðinni af Borgen. Þetta stjórnmáladrama heltók dönsku þjóðina og síðar heimsbyggðina. Við spjöllum við Birtu Björnsdóttur, fréttamann, um hvað þættirnir segja okkur um danska stjórnmálamenningu. Í janúar 2021 skellti Stöð 2 í lás. Eða þannig upplifðu margir það, þegar ákveðið var að framvegis myndu aðeins áskrifendur geta horft á sjónvarpsfréttirnar sem fram að því höfðu verið í opinni dagskrá. Ákvörðunin vakti spurningar um lifibrauð fjölmiðla, um lýðræðishlutverk fjórða valdsins en þó kannski fyrst og fremst hvort þetta væri einu sinni góð hugmynd. Myndi Stöð 2 lifa þetta af? Ári síðar segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sýnar, að svarið sé já - og vel það. Davíð Roach fjallar um velsku tónlistarkonuna Cate Le Bon og nýja plötu hennar, sem ber titilinn Pompeii. Þetta er sjötta breiðskífan sem Le Bon sendir frá sér - titillinn hljómar heimsendalega en gagnrýnendur hafa hafið hana til skýjanna - Davíð Roach segir okkur frá þessum áhugaverða listamanni og af einhverjum ástæðum, geitinni hennar.
2/10/202255 minutes
Episode Artwork

Harmur, míkródósaðir Bítlar, Sprettfiskur með breyttu sniði

Í næstu vikur verður frumsýnd fyrsta kvikmyndin í fullri lengd eftir tvo rétt rúmlega tvítuga kvikmyndagerðarmenn. Dramatíska spennumyndin Harmur eftir þá Anton Karl Kristenssen og Ásgeir Sigurðsson er gerð fyrir lítinn pening en af mikilli ástríðu og útsjónarsemi. Og talandi um unga kvikmyndagerðarmenn. Við heyrum um breytt fyrirkomulag á stuttmyndakeppninni Sprettfisk sem er árlegur viðburður, hluti af kvikmyndahátíðinni Stockfish. Nú fer keppnin fram í fleiri flokkum en áður og verðlaunin veglegri. Marzibil Sæmundardóttir framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir frá. Heimildaþættirnir Get Back um frægustu hljómsveit 20. aldarinnar, Bítlana, vöktu mikla athygli og umtal þegar þeir komu út undir lok síðasta árs. Og síðan þá hefur fólk rökrætt hvort Paul sé óþolandi stjórnsamur, hvort stöðug nærvera Yoko sé þrúgandi, og af hverju George hætti tímabundið í bandinu. Gunnar Ragnarsson kvikmyndagagnrýnandi hefur hins vegar tekið þessa þætti í smáskömmtum, míkródósað bítlana undanfarnar vikur, og hann lýsir áhrifunum í Lest dagsins.
2/9/202255 minutes
Episode Artwork

Sjálfið, Óskarstilnefningar, Trúnó á sviði

Við röltum í kringum tjörnina í Reykjavík með Sigríði Eir Zophaníasdóttur, sviðslistakonu, og ræðum um berskjöldun á sviði og sviðssetningu hins persónulega. En um helgina sýnir hún í Tjarnarbíói verkið Engar flatkökur í erfidrykkjunni þar sem hún og móðir hennar eiga í trúnó á sviðinu. Þær ætla ekki að tala um krabbamein og dauða en munu þó ræða skipulag jarðarfararinnar, já og veitingarnar í erfidrykkjunni. Sölvi Halldórsson flytur okkur pistil um sjálfið í samtímanum: handbremsubeygjur, kæfugerð, Gísli Pálmi, Laddi og Shrek koma meðal annars við sögu. En við byrjum á Óskarstilnefningum.
2/8/202255 minutes
Episode Artwork

Pam & Tommy, hinsegin þjóðhverfa, myndlistarjaðar í L.A.

Í öðrum þætti Pam and Tommy - sem segir söguna af einni frægustu heimaklámmynd sögunnar - stígur óvænt stjarna myndarinnar á svið, nefnilega typpið á Tommy Lee. Atriðið er afar óvenjulegt og sumir áhorfendur hafa tekið það óstinnt upp en það er í það minnsta til þess fallið að endurvekja minninguna um einn frægasta reður Hollywood, Tommy Lee mögulega til nokkurrar gleði. En hvað með Pamelu? Þórður Ingi Jónsson jaðarfréttaritari Lestarinnar í Bandaríkjunum hefur verið að þefa uppi það athyglisverðasta á jaðrinum vestanhafs. Að þessu sinni heimsækir hann listagalleríið Superchief sem er með útibú í New York, Miami og Los Angeles - en það síðastnefnda opnaði nýlega aftur eftir gassprengingu sem rústaði sýningarýminu í upphafi faraldurs. Og við veltum fyrir okkur samtvinnun, öráreiti og hómó-nationalisma eða hinsegin þjóhverfu, með Hjörvari Gunnarssyni. En í mastersverkefni sínu tók hann viðtöl við og rannsakaði reynslu samkynhneigðra karla af asískum uppruna á Íslandi.
2/7/202255 minutes
Episode Artwork

Ný mannkynssaga, ?eðlilegt? kynlíf, lúkkið á ólympíuleikum

Við kynnum okkur nýja róttæka og ögrandi mannkynssögu sem er umtöluð og umdeild þessa dagana. Þetta er bókin The Dawn of everything, Dögun heila klabbsins, Ný saga mannkyns eftir mannfræðinginn David Graeber og fornleifafræðinginn David Wengrow. Meira um það á eftir. Ástalíf, rómantískt ástarlíf, hófstillt kynferðislíf og afbrigðilegt kynferðislíf.Þetta eru nokkur af þeim hugtökum sem notuð voru til að lýsa kynvitund og kynhegðun mannsins í sjálfshjálparbókum á fyrri hluta síðustu aldar - hugtök sem notuð voru áður en orðið kynlíf varð til - löngu áður en við tókum að má út hugmyndir um að til væri eitthvað sem héti afbrigðilegt kynferðislíf. Hvað breyttist? Hvernig fórum við frá því að roðna af minnsta tilefni í að kippa okkur ekki upp við þriggja stafa tölu fyrri rekkjunauta nýs maka - nú eða kynferðislegar kyrkingar? Katrín Ásmundsdóttir leitar svara hjá Sólveigu Önnu Bóasdóttur, prófessor í guðfræðilegri siðfræði í Háskóla Íslands. Á morgun hefjast vetrarólympíuleikarnir í Peking formlega. Á dagskránni eru hinar ýmsu vetraríþróttir: skíði, krulla og skautar - íþróttagreinar sem krefjast kannski mismikils af keppendum hvað útlitið varðar. Við endurflytjum brot úr innslagi frá sumarólympíuleikunum 2021 þar sem hár og naglatíska ólympíufara var til umfjöllunar.
2/3/202253 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Svörtu sandar, Börn, Nightmare Alley

Um helgina var sýndur tvöfaldur lokaþáttur spennuþáttaraðarinnar Svörtu Sandar á stöð 2. Baldvin Z leikstýrir þáttunum sem hefjast á því að lík ungrar erlendrar konu finnst á svartri íslenskri sandfjöru, Júlía Margrét Einarsdóttir rýnir í þættina. Hljómsveitin Börn særir fram frumorku pönksins í tónlist sinni, svartklædd, nælur, göt og gaddar,, ofursvalar einfaldar lagasmíðar þar sem naumhyggjulegur basso, vélrænn trommutaktur og skerandi gítarar fléttast saman undan feminísku reiðiöskri söngkonunnar. Í síðustu viku kom út ný plata frá Börnum, Drottningar Dauðans, fyrsta plata sveitarinnar í sjö ár. Við sökkvum okkur ofan í rökkurheima Martraðarsundsins, Nightmare Alley. Gunnar Ragnarsson fjallar um þessa nýjustu mynd mexíkanska leikstjórann Guillermo Del Toro,og rökkurmyndir sem hún stælir.
2/2/202255 minutes
Episode Artwork

Alnæmisfaraldurinn, pistill að norðan, lyklavörður internetsins

Við heyrum í Íslendingi sem geymir einn af fjórtán lyklunum að internetinu. Nokkrum sinnum á ári þarf Ólafur Guðmundsson að mæta með lykilinn sinn í leikræna athöfn í hátæknilegu öryggisrými Virginíu eða Los Angeles til að tryggja áframhaldandi öryggi og framgang internetsins. Allir geta fengið það en sumir meira en aðrir - þetta er yfirskrift opnunarfyrirlesturs Hafdísar Erlu Hafsteinsdóttur í fyrirlestrarröðinni Hinsegin Íslands í alþjóðlegu samhengi. Þetta ?það? sem allir geta fengið er alnæmi en í fyrirlestrinum fjallar Hafdís um alnæmisfaraldurinn á Íslandi í víðu sögulegu samhengi og rekur meðal annars orðræðu hans aftur til hernámsáranna. Við fáum sendan pistil frá Akureyri. Anna Dóra Gunnarsdóttir fer að venju um víðan völl. Að þessu sinni veltir hún fyrir sér árstíðunum, segir frá húsnæðiskaupum, heitum sumardögum, bónusferðum og fisléttri ermalausri blússu.
2/1/202256 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Kyrkingar og kvenréttindi, kínversk list, rómantísk fjallahetja

Undanfarnar vikur hafa deilur um kyrkingar og kynfræðslu klofið feministarhreyfinguna á íslandi. Hlédís Maren Guðmundsdóttir fjallar um hugmyndfræðilegar deilur og kvenréttindi í Lest dagsins. Við fjöllum um kanadíska klifrararann Marc-André Leclerc sem er viðfangsefni heimildarmyndarinnar The Alpinist. Á unga aldri skrifaði þessi hófsama hetja nafn sitt á spjöld klifursögunnar, en hann stundaði það að klífa þverhnípta tinda án nokkurrar tryggingar eða öryggisbúnaðar. Margrét Rún Rúnarsdóttir segir frá þessari rómantísku hetju og harmrænum örlögum hennar. Þórður Ingi Jónsson hefur verið að kynna sér það nýjasta í kínverskri jaðarmenningu. Hann hitti kínverska myndlsitarmanninn, Tianzhuo Chen að máli og ræddi við hann um kínverska framúrstefnu og partý á tímum kóvid.
1/31/202255 minutes
Episode Artwork

Bonobo, Hawkeye og Venjulegt fólk

Þættirnir Venjulegt Fólk sem fjalla um leikara-vinkonurnar Völu og Júlíönu og allt venjulega fólkið í kringum þær hafa notið mikilla vinsælda. Þættirnir hófu göngu sína árið 2018 og nú er fjórða serían komin á Sjónvarp Símans. Fannar Sveinsson, sem oft er kenndur við hraðfréttir, leikstýrir þáttunum. Hann sest um borð í Lestina í dag og útskýrir af hverju Venjulegt fólk eru ekki bara hreinræktað grín. Davíð Roach Gunnarsson sökkvir sér ofan í feril og hljóðheim breska raftónlistarmannsins Bonobo, en nú á dögunum kom út ný breiðskífa frá kappanum, platan Fragments. Við heyrum líka um nýjustu viðbótina í Marvel-söguheiminn, sjónvarpsþáttaröðina Hawkeye sem eru aðgengilegir á Disney Plús. Salvör Bergmann fjallar um Auga hauksins og hugmyndafræði ofurhetjumyndanna.
1/27/202255 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Handboltarokk, Sunneva Weisshappel, blóðugur Sunnudagur

Fyrr í dag lék karlalandslið Íslands í handknattleik við lið Svarfellinga, sigraði með 10 mörkum í síðasta leik sínum í milliriðli evrópumótsins. Þrátt fyrir fjölda kóvidsmita hefur hið unga og efnilega landslið heillað þjóðina og langt síðan að íslendingar hafa verið jafn spenntir fyrir stórmóti í handbolta. Í upphafi aldarinnar var handboltinn hins vegar vinsælasta íþróttin, svo vinsæl að ein tegund tónlistar var kennd við hann. Við kynnum okkur fyrirbærið Handboltarokk í Lest dagsins Listakonan Sunneva Ása Weisshappel veitir sjaldan viðtöl en hún mætir um borð í Lestina í dag og ræðir við Hlédísi Maren Guðmundsdóttur um myndlist á tímum pólitísks rétttrúnaðar, heimspeki, boxamenningu, sviðsetta góðmennsku og margt fleira. Nú á sunnudag eru 50 ár liðin frá sunnudeginum blóðuga, Bloody Sunday, þar sem breskir hermenn skutu fjölda óbreyttra borgara til bana í kröfugöngu í Derry í Norður-Írlandi. Sólveig Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur og rithöfundur fór af því tilefni til Norður Írlands ásamt dagskrárgerðarmanninum Gunnari Hanssyni og tók viðtöl, meðal annars við aðstandendur hinna látnu.
1/26/202255 minutes
Episode Artwork

Krepputíska, Spectral Assault Records, að besta og maxa

Breytist smekkur fólks í takt við sveiflur efnahagslífsins, sækir fólk í ákveðna tísku í efnahagskreppum. Birna Stefánsdóttir veltir þessum spurningum fyrir sér í innslagi í Lestinni í dag. Hún ræðir við þær Kristínu Höllu Helgadóttur, miðausturlandafræðing, og Maríu Elísabetu Bragadóttur, rithöfund, um krepputísku. Sölvi Halldórsson flytur okkur pistil, um tilhneigingu okkar til að vilja stöðugt bæta okkur, og hann veltir fyrir sér nokkrum nýyrðum í íslensku sem kristalla þetta, til dæmis að besta og maxa. Við kynnum okkur jaðarútgáfuna Spectral Assault Records sem að hefur vakið nokkra athygli undanfarið fyrir útgáfu á nokkrum ferskum og frumlegum plötum. Jón Múli og Guðmundur Arnalds mæta í Lestina og segja frá línudansinum sem þeir dansa milli pönks, ágengrar danstónlisar og popps.
1/25/202255 minutes
Episode Artwork

Sjokksíður, Haukur Hilmarsson, unglingamál

Hvaða hugsjónir eru það sem láta mann hlekkja sig við vinnuvél á hálendinu, hvað pólitík dregur hannn upp á þak alþingishússins vopnaðan bónusfána, hvaða sannfæring togar manneskju yfir hálfan hnöttinn til að taka þátt í blóðugu frelsisstríði? Að svara slíkum spurningum er eitt af markmiðum nýrrar heimildarmyndar sem nú er í hópfjármögnunarferli á karolinafund, mynd um pólitíska aðgerðasinnann og andófsmanninn Hauk Hilmarsson. Við ræðum við Jón Grétar Jónasson leikstjóra. Í starfi sínu gerist Helga Hilmisdóttir stundum fluga á vegg, hlustar á samtöl unglinga og skráir hvert einasta orð. Nýlega skráði hún rúmlega 20 þúsund slík sem flugu á milli tveggja 15 ára drengja, á meðan þeir spiluðu tölvuleikinn Grand Theft Auto - svo taldi hún hversu mörg þessara orða voru framandorð. Helga, sem er rannsóknardósent við árnastofnun, tekur sér far með Lestinni í dag og segir okkur frá því sem fyrir eyru bar. Þórður Ingi Jónsson lætur hugan reika til þess tíma þegar hann var lítill og saklaus drengur sem hætti sér inn á svokallaðar sjokksíður - vefsíður sem áttu að vekja ógeðfelld viðbrögð hjá áhorfandanum.Verður hann og hans kynslóð nokkurn tímann söm eftir að hafa ferðast um skuggasund internetsins í æsku?
1/24/202255 minutes
Episode Artwork

West Side Story, Villibráð, Hvað finnst vestfirðingum um Verbúð?

Sjónvarpsþáttaröðin Verbúðin hefur slegið í gegn undanfarnar vikur. Þættirnar fjalla um upphaf og áhrif kvótakerfisins á ónefnt sjávarþorp fyrir vestan. Eftir fyrsta þátt seríunnar steig þingmaður fram og sagði myndina sem dregin væri upp af sjávarþorpinu og verbúðarlífinu einkenndust af landsbyggðarrasisma. En hvað finnst íbúum á vestfjörðum um þættina. Við tókum púlsinn í Bónus á Ísafirði. Þegar myndir á öðrum tungumálum en ensku þykja vel heppnaðar er gjarnan farið í það að endurgera myndina á ensku í Hollywood. Ítalska kvikmyndin Perfetti sconosciuti sem kom út árið 2016 hefur hins vegar farið allt aðra leið, á aðeins sex árum hefur hún verið endurgerð á tugum tungumála og er nú orðin mest endurgerða mynd kvikmyndasögunnar. Fyrir áramót fóru fram tökur á íslenskri endurgerð myndarinnar og nefnist hún Villibráð. Við tölum við leikstjórann Elsu Maríu Jakobsdóttur og Tyrfing Tyrfingsson sem skrifar handritið með Elsu. Gunnar Ragnarsson rýnir í nýja kvikmyndaaðlögun Stevens Spielberg á söngleikjaklassíkinni West Side Story. Vesturbæjarsagan braut blað í söngleikjahefðinni á sínum tíma, en umdeilt er hvernig eldri kvikmyndun söngleiksins hefur enst. Gunnar er hrifinn af myndinni og ekki síst leikurunum.
1/20/202254 minutes, 1 second
Episode Artwork

Lestin X Veröldin Hans Walts X Söngleikir samtímans

Þáttur dagsins er svokallaður víxlþáttur (e. crossover episode) þar sem stjórnandi annars þáttar, af annarri útvarpsstöð hoppar um borð. Það er Karl Pálsson, stjórnandi Söngleikja samtímans á Rás 2 en fyrir einskæra Disney töfra umbreytist Lestin í þriðja þáttinn, Veröldina hans Walts þar sem rætt verður um 60 teiknimynd Disney kanónunnar: Encanto.
1/19/202255 minutes
Episode Artwork

Uppskriftin að Kanarí-gríni

Sketsahópurinn Kanarí frumsýnir á föstudag nýja seríu af gríni og glensi, einmitt því sem þjóðin þarf inn í grámyglulegan smitrekjanlegan hversdagsleikann. Guðmundur Felixson, Steiney Skúladóttir og Eygló Hilmarsdóttir meðlimir Kanarí taka sér far með Lestinni í dag.
1/18/202255 minutes
Episode Artwork

Betty White, algjör heimsendir, endurnýting og náttúruvernd

Leikkonan geðþekka Betty White lést á gamlársdag en hefði orðið hundrað ára í dag hefði hún lifað. Við lítum yfir feril White sem er að sögn heimsmetabókar guinnes sá lengsti í sögu bandarísks kvenskemmtikrafts í Hollywood. Við fáum sendan pistil frá Akureyri. Anna Dóra Gunnarsdóttir er að velta fyrir sér náttúruvernd og nýtingu. Hún veltir fyrir sér hvernig afstaða til endurnýtingar hefur breyst í gegnum tíðina. Og við höldum áfram pælingum frá síðustu viku um heimsendabíómyndir. Við veltum fyrir okkur af hverju myndir sem stimplaðar eru heimsendamyndir sýna þó sjaldnast algjör endalok mannkyns eða lífs á jörðinni.
1/17/202255 minutes
Episode Artwork

Að byggja kofa, FM Dögun og Gasljós

Sagnorðið að gaslýsa hefur rutt sér til rúms í íslenskri umræðu síðastliðin misseri. Sá sem beitir gaslýsingu gegn öðrum grefur undan trúverðugleika og skynjun þess síðarnefnda á raunveruleikanum með því að afneita upplifunum og tilfinningum viðkomandi. Hugtakið er nátengt valdi, þekkist úr stjórnmálaumræðu en þessa dagana ber það helst á góma í tengslum við kynbundið ofbeldi. Þessa dagana, og í upphafi, því orðið rekur uppruna sinn til leikrits um andlegt ofbeldi frá 1938. Sölvi Halldórsson pistlahöfundur er mættur aftur til leiks, ferskur á nýju ári. Í dag veltir hann fyrir sér smíðum fyrri tíðar, viðurkenningunni, því að búa um rúm og segir okkur sögu af kofa þar sem eitthvað hræðilegt átti sér stað. Og Davíð Roach tónlistarrýnir Lestarinnar setur spánýja plötu á fóninn - ja eða tengir spotify við heyrnartólin og hlustar á nýjustu plötu The Weeknd. Sú er fimmta breiðskífa kanadíska söngvarans, heitir Dawn FM - eða FM dögun ef við beinþýðum - og inniheldur ýmsa ólíka gesti, þeirra á meðal rapparann Lil Wayne og leikarann Jim Carrey.
1/13/202251 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Edda Falak: fjölmiðlakona eða aktívisti?

Edda Falak var einn af mest gúggluðu íslendingum síðasta árs samkvæmt auglýsingastofunni Sahara. Nafn hennar var slegið inn að meðaltali 2.380 sinnum á mánuði og skyldi engan undra; á þessum tíma í fyrra var hún svo til óþekkt í meginstraumnum en í mars tók hún þá afdrifaríku ákvörðun að stofna hlaðvarp. Eigin konur varð fljótt eitt allra vinsælasta hlaðvarp landsins og er án efa það áhrifamesta, hefur leikið stórt hlutverk í feminískri umræðu síðasta árið og þá sérstaklega síðustu vikuna. Edda Falak tekur sér far með Lestinni í dag og ræðir fjölmiðlun, aktívisma og skilin þar á milli.
1/12/202255 minutes
Episode Artwork

Hin raunverulega Svala - endurtekinn þáttur

Leið Lestarinnar er ekki eins greið og vanalega. Líkt og samfélagið allt finnur hún vel fyrir áhrifum veirunnar skæðu og þessa vikuna gengur einhvern veginn allt á afturfótunum. Við þurfum þó ekki að dvelja við sjúkravagninn því það er alltaf nóg til af gullmolum í farangursvagninum góða. Í dag seilumst við því aftur í tímann og finnum þátt frá því í nóvember 2021, sem fjallar alfarið um lag sem kom út 20 árum fyrr.
1/11/202255 minutes
Episode Artwork

Hamfaravæntingar, orðaforði #MeToo og neðanjarðarrapp

Tónlistarmaðurinn, myndlistarmaðurinn og fatahönnuðurinn Marcy Mane er áhrifamikill í neðanjarðarrappsenu Bandaríkjanna. Þórður Ingi Jónsson ræðir við Marcy um stafræna list í nútímanum en hann ber merkilegt nokk ættarnafnið Ölfus, sem er mögulega hægt að rekja til Ölfusár á Íslandi. Eins og klám mótar væntingar fólks til kynlífs, rómantískar gamanmyndir móta væntingar til ástarsambanda, þá móta hamfarabíómyndir væntingar okkar til tímalengdar heimsendis - og skapa mögulega lífshættulega skekkju. Kristján sendir okkur pistil úr einangrun um heimsendabíómyndir og tímaskynjun. Að fara yfir mörk einhvers. Einu sinni þýddi þetta orðasamband eitthvað meira en það þýðir í dag, þegar það er notað næstum því til að fyrra sig ábyrgð fremur en að gangast við henni. Annadís Gréta Rúdólfsdóttir, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands tekur sér far með lestinni þar sem við veltum fyrir okkur hugtakanotkun metoo hreyfingarinnar og gengisfellingu orðasambanda í höndum meintra ofbeldismanna.
1/10/202255 minutes
Episode Artwork

Harmageddon í hjónabandsráðgjöf

Honum var lýst sem endalokum Harmageddon - síðasta útvarpsþætti þeirra Frosta Logasonar og Þorkells Mána Péturssonar á X-inu 977 þann 24. September 2021 og það þóttu mikill tímamót. Harmageddon hafði eftir allt saman verið í loftinu í 14 ár og á þeim tíma unnið sér sess sem einn vinsælasti útvarpsþáttur landsins en jafnframt einn sá umdeildasti. Margir syrgðu brotthvarf þeirra Frosta og Mána, aðrir fögnuðu. En PC-fólkið var ekki lengi í paradís, í vikunni tilkynntu þeir félagar að Harmageddon hyggðist snúa aftur - nú sem hlaðvarpsþáttur í áskriftarformi. Frosti og Máni mæta í Lestina og spjalla um hlaðvarpsformið, pólitískan rétttrúnað, hlutverk fjölmiðla og hjónabandsráðgjöf.
1/6/202255 minutes
Episode Artwork

Dopesick, gervigreinarmyndlist og barist við vindmyllur

Á undanförnum árum og sérstaklega síðustu mánuðum hefur orðið gríðarlegt stökk í færni gervigreindar til að búa til myndir af nánast hverju sem er. Tæknin verður æ öflugri og aðgengilegri almenningi. Nú fyrir jólin gafst íslendingum til að mynda tækifæri á að setja merkimiða á jólapakkana með fallegum jólamyndum teiknuðum af gervigreind. Merkimiðarnir fögru eru samstarfsverkefni svokallaðs útbreiðslulíkans og tölvunafræðingsins Hafsteins Einarssonar. Árið 1996 setti fjölskyldufyrirtækið Purdue Pharma á markað glænýtt undralyf sem nefnist Oxycontin og átti að vera nokkurnveginn hættulaust og allra meina bót. Fljótt kom í ljós að lyfið væri afar ávanabindandi og stórhættulegt. Streymisveitan Hulu sendi í október frá sér glænýja þætti sem fjalla um þetta lyf og þær afleiðingar sem það hafði á bandarískt samfélag. Þættirnir eru aðgengilegir á Disney plus og Júlía Margrét Einarsdóttir horfði. Hún féll eins og einfættur maður á skautum, en það þurfti þó sex tilraunir til. Sprengjusveit landhelgisgæslunnar barðist við vindmylluna á suðurlandsundirlendinu og hafði betur að lokum, ólíkt hinum margrómaða Don Kíkóta sem taldi sig eftir allt ekki vera að berjast við vindmyllur heldur risa. En myllurnar unnu þó athygli lesenda vísis þennan daginn, þrátt fyrir að miðillinn birti aðra og nokkuð sláandi frétt. Getur verið að birtingar baráttufólks á vindmyllum veraldarvefsins spili þar inn í?
1/5/202256 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Áramótagleði, töfrar svepparíkisins og kynlaus tónlistarverðlaun

Aðstandendur Íslensku tónlistarverðlaunanna hafa tekið þá ákvörðun að fella út þá kyngreindu flokka sem eftir standa frá og með verðlaunahátíðinni 2022. Það verða því ekki sérverðlaun fyrir söngvara og/eða söngkonur. Flokkarnir verða sameinaðir og verðlaun veitt fyrir söng ársins, hvers kyns sem viðkomandi er. Hvers kyns ákvörðun er þetta? Við ræðum við Kristján Frey framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Við kynnum til leiks nýjan pistlahöfund í Lestinni Anna Dóra Gunnarsdóttir sendir okkur pistil frá höfuðstað norðurlands, Akureyri, en hún verður með okkur í nokkur skipti nú í janúar og febrúar. Anna Dóra er með hugann við áramót og þær miskræsilegu hefðir sem við höldum í á slíkum tímamótum. Og við förum í heimsókn til Þorsteins Úlfars Björnssonar áhugamanns um svepparíkið en hann hefur gefið út bók um þessa mögnuðu lífveru og sambúð manns og sveppa.
1/4/202255 minutes
Episode Artwork

Glæpatíðni, karlmennskuverðlaun og pólifónísk saga

Hvernig segir maður margradda sögu í gegnum tónlist. Þessu veltir tónlistar og myndlistarmaðurinn Bergur Anderson fyrir sér á hinni sérkennilegu hljómplötu Night Time Transmissions, plötu sem er meðal annars innblásin af húsnæðisvandræðum listafólks í Amsterdam. Glæpum í Bandaríkjunum hefur fjölgað til muna í faraldrinum, ekki síst í Kaliforníu þar sem glæpagengi sammælast um ráðast inn í búðir og láta greipar sópa. Umræðan um glæpatíðnina í Bandaríkjunum er þó svo samansúrruð af mismunandi hagsmunum að erfitt getur reynst að fá skýr svör um tölfræðina. Þórður Ingi talar frá Los Angeles. Eitt sinn hefðu karlmennskuverðlaun mögulega verið veitt fyrir loðnustu bringuna, flestum sviðakjömmum sporðrennt eða kílóum lyft - en fyrir áramót voru þau veitt nokkrum mönnum sem þóttu hafa skarað fram úr í svokallaðri jákvæðri karlmennsku, mönnum sem nýttu forréttindi sín með uppbyggilegum hætti í þágu jafnréttis.
1/3/202255 minutes
Episode Artwork

Áramótapallborð Lestarinnar og Víðsjár

Systurþættirnir Lestin og Víðsjá gera upp árið. Í fyrri hluta þáttarins var fjallað um bestu og athyglisverðustu listaverk ársins, en í síðari hlutanum velt upp spurningum um miðlun og samfélagsumræðu á árinu sem leið.
12/30/202155 minutes
Episode Artwork

Íslensku TikTok-stjörnurnar 2021

Þessa vikuna höfum við gert upp árið með því að rifja upp tónlistina sem stóð upp úr á árinu og svo stærstu menningarfréttir ársins eða kannski fremur menningarlega vinkilinn á stærstu fréttum ársins. Dagurinn í dag er hinsvegar tileinkaður markverðasta samfélagsmiðli ársins. í upphafi ársins 2021 var TikTok-forritið sá samfélagsmiðill sem óx hvað örast á heimsvísu, í lok ársins er það sú vefsíða heimsins sem fékk flestar heimsóknir. Jafnvel leitarvélin Google var ekki jafn tíður áfangastaður netverja. Með því að forgangsraða efni eftir áhuga, fremur en eftir vinatengslum eins og Instagram og Facebook, gerir TikTok algrímið framleiðendum kleift að koma fyrir mun fleiri augu en ella. Þannig hefur það á skömmum tíma skapað fjöldan allan af ungum stjörnum sem eru raunverulega heimsfrægar, en samt bara á TikTok. Forritið hefur einnig skapað nokkrar slíkar stjörnur á Íslandi og við upphaf árs tókum við fjórar þeirra tali. Í dag rifjum við upp hvað þær höfðu að segja um forritið góða og framtíðin
12/29/202155 minutes
Episode Artwork

Fréttir og fyrirbæri 2021

Í þættinum í dag ætlum við að skoða það sem einkenndi árið, ætlum að skoða nokkrar af stærstu menningarfréttunum eða menningarlega vinkilinn á stærstu fréttum ársins. Þetta eru ekki endilega bestu innslög ársins úr Lestinni, en þetta eru innslög sem tókust á við þessar fréttir eða fyrirbæri sem okkur finnst hvað mest einkennandi fyrir árið.
12/28/202155 minutes
Episode Artwork

Tónlistarár Lestarinnar

Nú þegar líður að áramótum lítur Lestin yfir farinn veg og sér að hann var góður, í það minnsta hvað tónlistina varðar. Tónlistarárið 2021 var gjöfult hvað sem heimsfaraldri líður og í þætti dagsins rifjum við upp bestu tónlistarinnslög ársins.
12/27/202155 minutes
Episode Artwork

Völvusspá, ársuppgjör sjónvarpsgagnrýnanda og Hvar er Völundur?

Fyrir aldarfjórðungi birtist jóladagatalið Hvar er Völundur í fyrsta á skjám landsmanna. Hvar er Völundur er einnig til sýninga í ár í ólínulegri dagskrá á spilara ríkisútvarpsins, en þar má sjá hina bráðungu Gunnar Helgason og Felix Bergsson leita að téðum Völundi, og jólagleðinni, í stærðarinnar Völundarhúsi. Júlía Margrét Einarsdóttir, sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar lítur um öxl á það sem staðið hefur upp úr í sjónvarpi og á streymisveitum síðastliðið ár. Júlía horfði auðvitað ekki á bókstaflega allt sem út kom á síðasta ári, en ef einhver ætti að vera komin með ferköntuð augu, þá er það hún. En við lítum einnig fram á við. Birna Stefánsdóttir kynnir sér sögu völvunnar. Völvuspá er árviss hluti af íslenskri fjölmiðlun um árámót en sló fyrst í gegn þegar Völva vikunnar spáði fyrir um komu Richard Nixon Bandaríkjaforseta til landsins árið 1976.
12/22/202155 minutes
Episode Artwork

Karlmennska, jólasögur, baráttan um breska jólasmellinn og Verbúðin

Á annan í jólum verða frumsýndir á RÚV nýjir íslenskir sjónvarpsþættir, Verbúðin sem er framleidd af Vesturport. Verbúðin fjallar um lítið sjávarþorp vestur á fjörðum og hóp fólks sem fer í útgerðarbransann um það leyti sem verið að koma kvótakerfinu á, á níunda áratugnum eða í áttunni eins og margir eru farnir að kalla áratuginn. María Reyndal, ein þriggja leikstjóra Verbuðarinnar og Björn Hlynur Haraldsson, einn leikstjóra, handritshöfunda og leikara þáttaraðarinnar segja frá. Lóa Björk Björnsdóttir flytur okkur sitt þriðja og síðasta innslag um karlmennsku og jólin. Hún veltir fyrir sér hlutverki karla í jólaundirbúningnum. Að þessu sinni ræðir hún við Halldór Halldórsson, Dóra DNA, sem finnst spurningar hennar um karla vera heldur ósanngjarnar. Við kíkjum á baráttuna um toppsætið á breska vinsældalistanum sem er sérstaklega hörð um þessar mundir, enda þykir sérstakur heiður að sitja á toppnum um jólin. En við byrjum á tveimur jólasögum eftir ritlistarnema við Háskóla Íslands.
12/21/202155 minutes
Episode Artwork

74 ára Rafha-eldavél, Foucault og BDSM, innflytjendastefna

Gamla eldavélin mín er loks komin á eftirlaun en hún hefur verið í stöðugri notkun frá árinu 1948, þar til nú um helgina. Í Lestinni í dag ætla ég að minnast Rafha-eldavélarinnar minnar og kynna mér sögu hennar, heyra um hafnfirska fyrritækið sem framleiddi vélina og fyrri eiganda sem bakaði margar sortir af smákökum fyrir hver jól í litla ofninum. Við fylgjum eftir örseríu Lestarinnar frá því í síðustu viku með einu aukainnslagi. Í síðustu viku fjölluðum við um innflytjendastefnu Íslands í kringum seinni heimsstyrjöld, um það hvernig íslensk stjórnvöld neituðu fjölmörgum gyðingum um hæli hér á landi. Að þessu sinni veltum við fyrir okkur stöðunni í samtímanum. Hvað segir BDSM kynlífsleikir okkur um vald í mannlegu samfélagi. Hlédís Maren Guðmundsdóttir flytur okkur pistil um franska heimspekinginn Michel Foucault og lærdómana sem hann dró af BDSM-kynlífi. Og við heyrum tvær jólasögur frá ritlistarnemum í HÍ.
12/20/202151 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Maðurinn sem sagði nei, Annette, Díana prinsessa, jólatími

Við höldum áfram örseríu okkar hér í Lestinni um innflytjendastefnu Íslands í aðdraganda seinna stríðs. Við höfum heyrt um flóttafólkið sem vildi koma, um fjölskyldu sem fékk að koma, um fólkið sem vildi hjálpa en í dag heyrum við fyrst og fremst um einn mann, manninn sem sagði nei. Gunnar Ragnarsson fjallar um tvær kvikmyndir. Skryngisöngleikinn Annette og kvikmyndina Spencer sem fjallar um þrjá daga í lífi Díönu Prinsessu. Gunnar er? ekkert sérstaklega hrifinn Jólin nálgast óðfluga með öllum sínum fjölskylduhefðum og jólasiðum. Gústav Adolf Bergmann sigurbjörnsson heimspekingur flytur okkur pistil um tímann og jólin, um endurtekningu og galdra. Og við heyrum tvær jólasögur frá meistaranemum í ritlist við háskóla íslands. Þetta eru örsögur, hver þeirra 91 orð og allar eru þær unnar út frá sama þemanu: Grautur.
12/16/202155 minutes
Episode Artwork

Tískujólagjafir, Kraumsverðlaunin, Þau sem fengu að vera

Við höldum áfram örseríu okkar hér í Lestinni um innflytjendastefnu Íslands í aðdraganda seinna stríðs. Við höfum heyrt um flóttafólkið sem vildi koma en fékk ekki og um fólkið sem vildi hjálpa en fékk ekki en í dag heyrum við sögu fjölskyldu sem bjargaðist. Íslendingar eru mikil hjarðdýr þegar kemur að jólagjöfum: Fótanuddtæki og sú-ví suðupottar eru meðal þeirra tækja sem hafa ratað í ótal íslenska jólapakka en sjaldnar verið notuð eftir jól. Gárungar segja Air Fryer-loftsteikingarpotta vera hjarðgjöfina í ár. En einhversstaðar hljóta þessir hlutir að enda. Birna Stefánsdóttir fer í Góða hirðinn og forvitnast. Við heyrum líka hvaða plötur hljóta Kraumsverðlaunin í ár, en verðlaunin verða afhent nú eftir örskamma stund í Mengi við Óðinsgötu. Við heyrum svo tvær jólasögur frá meistaranemum í ritlist við háskóla íslands.
12/15/202155 minutes
Episode Artwork

Fólkið sem vildi hjálpa, method-leikur í Succession, jólakarlar,

Í gær hófum við nýja örseríu í Lestinni um innflytjendastefnu Íslands í aðdraganda seinna stríðs. Þá fjölluðum við um umsóknirnar að utan, um fólkið sem vildi koma, gyðingana sem íslensk stjórnvöld neituðu um landvistarleyfi. Í dag fjöllum við um fólkið sem vildi hjálpa, Íslendinga sem reyndu að bjarga flóttafólki frá ofsóknum og dauða, fólk eins og Katrínu Thoroddsen. Lokaþáttur þriðju seríu Succession var frumsýndur á sunnudagskvöld í Bandaríkjunum og í gær á Stöð 2. Þættirnir njóta stöðugt meiri vinsælda og einhverjir vilja meina að þeir séu með þeim bestu sem gerðir hafa verið undanfarin ár. Í aðdraganda lokaþáttarins hófst upp mikil umræða um leikarann Jeremy Strong sem fer með eitt aðalhlutverkið og aðferðafræði hans í leiknum. Við ræðum við Ingvar E Sigurðsson sem lék á móti Strong í annarri seríu Succession. Lóa Björk Björnsdóttir heldur áfram að velta fyrir sér karlmennsku og jólunum. Að þessu sinni ræðir hún við afa sinn, Val Ben. Og við heyrum tvær jólasögur frá meistaranemum í ritlist við háskóla íslands. Þetta eru örsögur, hver þeirra 91 orð og allar eru þær unnar út frá sama þemanu: Grautur.
12/14/202155 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Robbie Shakespeare, þau sem vildu koma og framtíðarhljóð

Í þessari viku ætlum við að fjalla um innflytjendastefnu Íslands, fyrir og í seinna stríði, þegar fjölda gyðinga var neitað um landvistarleyfi eða vísað frá landi. Við kynnumst fólkinu sem ekki fékk að koma, fólkinu sem fékk að vera, fólkinu sem reyndi að hjálpa og fólkinu sem sagði nei, meðfram því sem við veltum fyrir okkur: hver bar ábyrgðina þá og hver ber ábyrgðina nú? Við minnumst eins áhrifaríkasta bassaleikara poppsögunnar sem lést á dögunum: Robbie Shakespeare úr sveitinni Sly and Robbie. En við byrjum á annars konar hljóði. Í nýjasta hefti Hugar, tímarits um heimspeki birtist athyglisverð grein eftir Njörð Sigurjónsson prófessor í menningarstjórnun við háskólanna á bifröst og áhugamann um hljóðheimspeki. Í greininni sem nefnist framtíðartónlist er spurt hvort hægt sé að nota tónlist til þess að skynja hvernig framtíðin hljómar. Við í nútímanum erum meira en lítið upptekin að þessu fyrirbæri framtíðinni,, spáum fyrir um hana, undirbúum okkur fyrir hana, semjum sögur um hana.
12/13/202150 minutes
Episode Artwork

Lesáskorun, óútgefin íslensk tónlist, pabbabrandarar, jólasögur

Æ fleiri setja sér markmið í upphafi árs um hversu margar bækur þeir ætli að lesa það árið og skrá svo lesturinn jafn óðum inn á bókavefinn Goodreads. Nú styttist í áramót og þar með komið að stund sannleikans eða skuldadögum hjá Hólmfríði Maríu Bjarnardóttur og öðrum lestrarhestum. Við fáum heimsókn frá forföllnum tónlistarunannda og grúskara. Hörður Gabríel hefur sankað að sér fágætum upptökum af óútgefinni íslenskri tónlist, ekki síst pönki og rokki frá níunda áratugnum. Anna Marsý veltir fyrir sér fyrirbærinu pabbabrandarar. Og við heyrum jólasögur frá meistaranemum í ritlist við Háskóla Íslands. Þetta eru örsögur, hver þeirra 91 orð og allar eru þær unnar út frá sama þemanu: Grautur.
12/9/202155 minutes
Episode Artwork

Leikhústónlist, heimsmeistaraeinvígi í Dubai, Deig

Júlía Margrét Einarsdóttir rýnir í sjónvarpsþættina Deig þar sem snemmmiðalda og framalaus sænsk kona Malú finnur tösku með 47 milljón sænskum krónum. Hún leigir sér bakarí til að þvo hina nýfundnu peningana og ræður til sín unga konu. Sú spurning er stundum sett fram í gríni hvort skák geti talist íþrótt. Við í Lestinni svörum því neitandi og segjum: skák er ekki íþrótt heldur list. Skáklistin er stunduð af krafti í Dubaí þessa dagana en þar fer heimsmeistaraeinvígið í skák fer fram. Norðmaðurinn Magnus Carlssen er hægt og örugglega að skrá nafn sitt í skáksögubækurnar. Björn Þorfinnson skákmaður og ritstjóri DV heimsækir Lestina og segir frá. Og við kíkjum á safnkost leikminjasafns Íslands eina ferðina enn með Sigríði Jónsdóttur, sérfræðingi og gullgrafara við safnið. Í þetta sinn færir hún okkur valin brot úr leikhústónlistarsögu Íslands en þar kennir ýmissa grasa.
12/8/202155 minutes
Episode Artwork

Jólin hjá Simma Vil, heiðursborgarinn Rihanna og Treble Technologies

Við heimsækjum íslenska sprotafyrirtækið Treble Technologies. Hópur tónlistarmanna stendur að fyrirtækinu sem sérhæfir sig í hugbúnaði á sviði hljóðhermunar, nýtir meðal annars sýndarveruleika til að hjálpa arkitektum að hanna betri hljóðvist í byggingar sínar. Þegar Barbados lýsti formlega yfir sjálfstæði, aðfararnótt mánudags við hátíðlega athöfn, nýttu ráðamenn einnig tækifærið og skráðu nýtt nafn á opinberan lista þjóðhetja landsins. Nafnið, er Robin Rihanna Fenti, en Rihanna hefur í gegnum tíðina tekið virkan þátt í að kynna eyríkið á alþjóðavettvangi, meðal annars með því að sækja innblástur til tónlistarsköpunar í menningararf sinn. Lóa Björk Björnsdóttir stígur um borð í Lestina í fyrsta innslagi sínu af þremur sem rannsaka karlmennsku og jólahaldið. Í dag ræðir hún við athafnamanninn og fyrrum sjónvarpsstjörnuna Sigmar Vilhjálmsson og þá meðal annars um það hvernig hann nálgast hátíðarnar sem fráskilinn faðir. En við byrjum á tveimur 91 orða jólasögum frá nemendum í ritlist við háskóla íslands.
12/7/202155 minutes
Episode Artwork

Regnbogadeildin, Burial, áhrifamest í listheiminum, jólasögur

Síðustu vikur hefur Alexander Laufdal Lund leitt okkur í gegnum þau meðferðarúrræði við fíknivanda sem í boði eru hér á landi, frá sjónarhorni hinsegin fólks. Í dag kynnir hann okkur fyrir eina meðferðarúrræðinu sem er gagngert sett upp fyrir þennan hóp, en það var búið til af hópnum sjálfum, hinsegin fólki með fíknivanda, fyrir aðeins tveimur árum síðan. Við rýnum í árlegan lista myndlistartímaritsins Art Review yfir þá áhrifamestu í listheiminum um þessar mundir. Jóhannes Helgason fjallar um breska hughrifa- og raftónlistarmanninn Burial. Eins ætlum við að heyra tvær örsögur, jólasögurfrá meistaranemum í ritlist við Háskóla Íslands,
12/6/202155 minutes
Episode Artwork

Lana Del Rey, Hver á internetið? Og Spotify wrapped

Ert þú hlustandi góður búinn að deila tölfræði Spotify um þá tónlist sem þú hlustaðir mest á á árinu? Telurðu þig nægilega vel á nótunum til að fá fullt hús stiga í heimsbyggðar-spotify prófi Lestarinnar? Og hvernig er hljóð-áran þín á litinn? Í október kom út áttunda breiðskífa bandarísku tónlistarkonunnar Lönu Del Rey, Blue Banisters. Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir, ritstjóri Stúdentablaðsins, beið plötunnar með eftirvæntingu. Hún rýnir í Blátt stigahandrið Lönu og rekur sögu þessarar einstöku tónlistarkonu. Undanfarnar vikur höfum við verið með hugan við internetið. Í nóvember ferðuðumst við um landið og reyndum að snerta internetið með misjöfnum árangri. Í síðustu viku rifjuðum við upp söguna af fyrstu skilaboðunum sem voru send yfir forvera internetsins, Arpanetið í kaliforníu. Og að þessu sinni spyrjum við Sæmund Þorsteinsson lektor í rafmagns- og tölvunarfræði um hver það er sem eigi internetið, spurning sem er ekki einfalt mál að svara:
12/2/202155 minutes
Episode Artwork

Tsjernobyl-bæn, Ógæfureið eða klikkað klám, Hinsegin fíklar #2

Í síðustu viku hittum við ungan mann, Alexander Laufdal Lund, sem er umhugað um úrræði fyrir hinsegin fíkla. Alexander, sem er tvítugur, er óvirkur fíkill en þegar hann leitaði sér hjálpar á sínum tíma fann hann engin úrræði ætluð fólki eins og honum: hinsegin fólki og þá sérstaklega transfólki. Í vikunni sem leið heyrðum við upplifun Ísabellu vinkonu hans af meðferð á Vogi, í dag kynnir hann okkur fyrir Sævari sem hefur mikla reynslu af svokölluðum eftirmeðferðum og áfangaheimilum, þar sem honum var meðal annars gert að sækja samkomur hjá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu. Tengsl trúarbragða og meðferðarrúrræða geta reynst fíklum mikil hindrun, kannski sérstaklega þeim sem eru hinsegin. Við ferðumst 35 ár aftur í tímann til ársins 1986. Í apríl það ár gerðist það óhugsandi, eldur kom upp í kjarnorkuverinu í Tsjernobyl í Sovétríkjunum. Hætta var á því að öll Evrópa yrði óbyggileg. En sem betur fer tókst að afstýra því. En slysið hafði gríðarleg áhrif á líf fjölda fólks sem bjó og lifði í námunda við kjarnorkuverið. Þessar sögur eru sagðar í bókinni Tsjernobyl bænin eftir nóbelsskáldið Svetlönu Alexievich sem kemur senn út í íslenskri þýðingu Gunnars Þorra Péturssonar. Gunnar Ragnarsson kvikmyndarýnir Lestarinnar fór í Bíó Paradís í vikunni og sá rúmenska kvikmynd eftir leikstjórann og handritshöfundinn Radu Jude. Myndin heitir Ógæfureið eða klikkað klám og vann Gullbjörninn, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Berlín, fyrr á árinu en myndin segir frá kennara sem kemst í hann krappann eftir að kynlífsmyndbandi er lekið á netið Og auðvitað tvær 91 orða jólasögur ritlistarnema.
12/1/202156 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Sagan af Svölu og The Real Me

Lagið The Real Me með söngkonunni Svölu Björgvinsdóttur kom út fyrir 20 árum. Þá hékk Svala með stjörnunum í Los Angeles, hitaði upp fyrir vinsæla strákasveit og var alveg að fara að gefa út sína allra fyrstu plötu þegar skyndilega var fallið frá öllum áætlunum um útgáfu. Hvað gerðist? Í dag heyrum við sögunna af því þegar Svala var, eitt augnablik, rísandi poppstjarna í Bandaríkjunum.
11/30/202153 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Síðasti söngur Sondheim, jólasögur Blekfjelagsins, Sölvaminni

Hann lést á föstudag, 91 árs að aldri og söngleikjaheimurinn syrgir. Fráfall Stephen Sondheim markar eftir allt einhvers konar tímamót, fáir ef einhverjir hafa haft viðlíka áhrif á vestræna leikritun síðustu áratugina enda má í söngbók Sondheim finna efni úr sýningum á við West Side Story, Gypsy, Into the Woods og Sweeny Todd. Undanfarnar vikur höfum við reglulega litið við hjá Sigríði Jónsdóttir, sérfræðingi á leikminjasafni íslands, en í dag kemur hún í heimsókn, með tárin í augunum. Í hverjum þætti fram að jólum ætlum við í Lestinni að útvarpa jólasögum frá meistaranemum í ritlist við Háskóla Íslands. Þetta eru örsögur, hver þeirra 91 orð og allar eru þær unnar út frá sama þemanu: Grautur. Við ætlum að hefja lesturinn í dag, og við fáum líka til okkar tvo ritlistarnema í spjall, þau Helga Grím og Berglindi Ósk. Gamalt fréttastef, flökkusaga um rifbein Marilyn Manson, torfbær og nýtt lag frá Taylor Swift kemur allt við sögu í pistli Sölva Halldórssonar í dag, en hann er að velta fyrir sér minninu.
11/29/202150 minutes
Episode Artwork

Tveggja gramma Óli Arnalds, Sly Stone, draumar vegfarenda

Ólafur Arnalds tónlistarmaður kemur í heimsókn undir lok þáttar, en hann er tilnefndur til tveggja Grammý-verðlauna í ár, Anna Gyða Sigurgísladóttir fer á stúfana og spyr vegfarendur um drauma þeirra undanfarnar nætur. En fyrsta stopp er sálartónlist. Davíð Roach Gunnarsson tónlistargagnrýnandi segir frá 50 ára meistaraverkinu There is a riot going og rekur sögu snillingsins Sly Stone.
11/25/202155 minutes
Episode Artwork

Nýtt blóð fyrir Dexter, gengin í Köben, Grammy, skammdegið

Danmörk á við gengjavanda að stríða, á því er enginn vafi, en reynst hefur erfitt að ná til þessa hóps og rannsaka hann, af hverju velja ungir menn að lifa glæpalífi á götum Kaupmannahafnar? Félagsfræðingurinn Hakan Kalkan vildi vita svarið. Hann varði níu árum meðal götudrengja í Norrebro og nú hefur hann gefið út bók byggða á rannsóknum sínum. Anna Gyða Sigurgísladóttir er með hugan við svefn þessa dagana. Nóvember er senn að klárast, dagarnir styttast. Sólin settist rétt um klukkan fjögur í dag. Já, skammdegið lætur meira á sér kræla . Anna Gyða spyr dómstól götunnar um svefn í skammdeginu. Dexter Morgan er líklega ástsælasti raðmorðingi sjónvarpssögunnar. Sérfræðingur í blóðferlagreiningum hjá lögreglunni í Miami á daginn en miskunnarlaus morðingi á kvöldin. Þættirnir um Dexter nutu mikilla vinsælda á árunum 2006 til 13. Nú átta árum eftir að hafa lagt hnífinn á hilluna er hann snúinn aftur í níundu seríunni: Dexter: new blood. Júlía Margrét Einarsdóttir er byrjuð að horfa á þættina. Og við pælum í tilnefningum til Grammy-verðlauna sem voru kunngjörðar í gær
11/24/202155 minutes
Episode Artwork

Adele, fyrstu internetskilaboðin, íslenskt sci-fi

Eggið nefnist stuttmynd eftir Hauk Björgvinsson kvikmyndagerðarmann sem hlaut verðlaun sem besta sci-fi stuttmyndin á kvikmyndahátíð í Bolton á dögunum. Myndin fjallar um samfélag sem vill útrýma ástarsorg og skapar hefðir í kringum makaval sem koma okkur spánskt fyrir sjónir. Haukur tekur sér far með Lestinni í dag. Í síðustu viku ferðuðumst við um landið og reyndum að snerta internetið. Næstu vikur ætlum við að halda að velta fyrir okkur ýmsum hliðum internetsins. Í dag rifjum við upp söguna af fyrstu skilaboðunum sem voru send yfir arpanetið í kaliforníu - forvera internetsins - fyrir 52 árum síðan. Nýjasta plata söngkonunnar Adele kom út síðastliðinn föstudag, aðdáendum hennar til mikillar gleði. Þeir höfðu beðið frá 2015 eftir ferskum skammti af ástarsorg og Adele bregst þeim ekki frekar en fyrri daginn. Platan 30 kafar djúpt ofan í skilnað Adele við eiginmann sinn og tilfinningar hennar til barnsins síns á þeim erfiðu tímum og á án efa eftir að verða eitt af helstu sambandsslitalistaverkum okkar tíma - svo lengi sem við hlustum á lögin í réttri röð
11/23/202150 minutes
Episode Artwork

Hinsegin fíklar, Bónusgrís og ekki-fólkið

Á Íslandi eru engin sértæk úrræði fyrir hinsegin fólk með fiknivanda. Er þeirra yfirhöfuð þörf? Næstu vikur deila hinsegin fíklar með okkur reynslu sinni af íslenskum meðferðarúrræðum. Nú á dögunum voru gerðar breytingar á einu allra þekktasta vörumerki íslenskrar verslunarsögu, Bónusgrísinum svokallaða, einkennismerki lágvöruverslanakeðjunnar Bónus. Við kíkjum í kaffi til Edithar Randý Ásgeirsdóttur sem hannaði merkið upprunalega árið 1989. Í fyrsta skipti í útvarpi segir Randý fæðingasögu Bónusgríssins. Ekki fjárfestir, ekki bóksali, ekki dönskukennari, ekki spákona. Hólmfríður Anna Bjarnardóttir veltir fyrir sér hvernig við skilgreinum okkur sjálf og hringir í nokkra af þeim sextíu sem skrá sig í símaskrána sem ekki eitthvað.
11/22/202155 minutes
Episode Artwork

Fyndnustu mínar og Kristján snertir internetið, fjórði og síðasti hlut

Ég held áfram í leiðangri mína að finna sjálft internetið, reyna að skilja hvernig það virkar og snerta það. Ég hef skoðað ljósleiðaranetið innanlands, snert sæstrenginn sem tengir ísland við umheiminn, kíkt inn í gagnaver og í dag skoða í fjarskiptamastur og internetsendi. En við ætlum að byrja á gríni. Á laugardaginn frumsýnir gamanhópurinn Fyndnustu mínar glænýtt uppistand undir yfirskriftinni Náttfatapartý í Þjóðleikhúskjallaranum, en fyrst komu þær sér fyrir með okkur í kjallaranum - eða svo gott sem - hér í Útvarpshúsinu.
11/18/202150 minutes
Episode Artwork

Eternals, Óorð Jóns Gnarr Wes Anderson og að snerta internetið 3

Við höldum áfram í leiðangri okkar að finna sjálft internetið, reynum að skilja hvernig það virkar og reynum að snerta það. Við höfum skoðað ljósleiðaranetið innanlands, snert sæstrenginn sem tengir ísland við umheiminn og í dag heimsækjum við gagnaver. Bókin Óorð er vissulega bók en hún er líka listi, settur saman af Jóni Gnarr yfir orð sem honum finnst af ýmsum ástæðum ?léleg?. Einhver orðanna eru að hans mati fúsk, önnur finnst honum hreinlega leiðinleg, en í öðrum tilfellum er hann hreinlega að berjast gegn því sem hann kallar kynjavanda íslenskunnar, og gildishlöðnum orðum yfir fólk, sjúkdóma og jafnvel dýr. Við kíkjum á tvær nýjar kvikmyndir. The French Dispatch sem er nýjasta mynd kvikmyndaleikstjórans Wes Anderson. Og Gunnar Ragnarsson kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar brýtur odd af oflæti sínu og fer kvikmyndina Eternals, en það er aðeins önnur Marvel-ofurhetjumyndin sem hann sér.
11/17/202154 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Að snerta internetið 2, íslensk listahátíð í Aþenu, Jónas Hallgrímsson

Í dag er dagur íslenskrar tungu, og þar með afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar. Á degi sem þessum er vert að ræða stöðu tungumálsins, en eins að minnast skáldsins og það gerði dagskrárgerðarmaðurinn Bergsteinn Sigurðsson fyrir nokkrum árum síðan svo eftir var tekið. Við skellum okkur til Aþenu í Grikklandi og heyrum í tveimur af skipuleggjendum listahátíðarinnar Head to head sem lauk um helgina en fjöldi íslenskra listamanna sýndi þar verk sín eða kom fram. Skýið, gervihnettir, 5g, þráðlaust. Í hugum okkar er internetið svo loftkennt og óefnislegt. En í raun og veru er það bara ein stór flækja af snúrum, þráðum, strengjum, köplum, sendum, tölvum. Í gær lögðum við af stað í leiðangur að finna internetið, og í dag höldum við áfram að reynda að sjá það með eigin augum og athuga hvort við getum snert það. Í gær var það ljósleiðaranetið innanlands, en nú leitum við uppi sæstrenginn sem tengir íslenska internetið við umheiminn.
11/16/202153 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Að snerta internetið, jöklarannsóknir, cow og kötturinn Maggi

Skýið, gervihnettir, 5g, þráðlaust. Í hugum okkar er internetið svo loftkennt og óefnislegt. En í raun og veru er það bara ein stór flækja af snúrum, þráðum, strengjum, köplum, sendum, tölvum. Í nýrri örseríu í Lestinni ætlum við að reyna að finna internetið, fá að sjá það með eigin augum og athuga hvort við getum snert það. Í fyrsta innslaginu ætlum við að skoða grunnnetið hér á landi, ljósleiðarann. Jöklarannsóknarfélag Íslands varð sjötugt í fyrra, eins og við fjölluðum ítarlega um hér í Lestinni. Félagið hugðist halda sýningu í Perlunni í samstarfi við Náttúruminjasafn Íslands en frestaði henni um ár vegna samkomutakmarkana en nú á föstudag var loksins komið að stóru opnuninni. Hlustendur geta getið sér til hvað varð um partýið en sýningin hefur þó loksins verið opnuð, og deilir sérsýningarrými vatnasýningar Náttúruminjasafnsins sem ber yfirskriftina Vatnið í náttúru Íslands. Sölvi Halldórsson flytur okkur pistil um sambýlismann sinn af kattarkyni, þeir kötturinn Maggi eiga ekki skap saman. En þegar Sölvi sá kvikmyndina Cow fór hann að velta fyrir sér tengslum sínum við Magga og greinarmun eða líkindum manna og dýra.
11/15/202154 minutes, 1 second
Episode Artwork

Lessuklipping, pólsk kvikmyndahátíð, Mosh-pytturinn og Teitur

Nú á dögunum kom út þriðja breiðskífa Teits Magnússonar, plata sem nefnist 33. Okkar mótþróaþrjóskuraskaði tónlistargagnrýnandi Davíð Roach Gunnarsson rýnir í plötuna. Við hringjum þvert yfir landið, alla leið í Eskifjörð, þar sem fram fer Pólsk kvikmyndahátíð um helgina. Kvikmyndahátíðin er skipulögð af pólskri kvikmyndagerðar konu og spennandi viðbót í menningarlíf íbúa austfjarða, segir forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar. Við veltum einnig fyrir okkur nýlegum upphrópunum íslenskra karlmanna um lessulegar hárgreiðslur. Átta manns tróðust undir og létust á Astroworld-tónlistarhátíð rapparans Travis Scott í Houston fyrir helgi. Í kjölfarið hefur nokkuð verið rætt um ágenga stemninguna sem ríkir á tónleikum rapparans og mosh-pyttina sem þar myndast. En moshpytturinn er sögulega mun tengdari rokki en rapptónlist. Við sökkvum okkur ofan í sögu mosh-pyttsins í Lest dagsins. Og þar koma þessir meðal annars við sögu.
11/11/202155 minutes
Episode Artwork

Maid, hugtakið ofbeldi og dularfull taska

Sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar Júlía Margrét Einarsdóttir hefur setið yfir Netflix, í þetta sinn eru það þættirnir Maid sem eru á skjánum. Við förum í okkar þriðju heimsókn á leikminjasafn íslands þar sem Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur við safnið, er enn í óða önn að fara í gegnum skjöl, upptökur og aðra muni úr fórum þjóðleikhússins. Í dag sýnir hún okkur forláta tösku úr fórum stórleikarans Róberts Arnfinnssonar. Síðasta vika var stór fréttavika í íslenskum fjölmiðlum. Þrjú fréttamál, þrjú deilumál, klufu þjóðina eftir þremur gjörólíkum ásum. Það sem þessi þrjú ólíku mál eiga þó sameiginlegt er orðræðan, orðanotkunin, í öllum tilvikunum snúast málin (að minnsta kosti í huga þeirra sem um það deila) um ofbeldi. Við spjöllum um hugtakið ofbeldi við Jón Ingvar Kjaran prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
11/10/202155 minutes
Episode Artwork

Ástin á skrifstofunni, vínylplötusnark, Leyni-pc-lögga?

Áður en hasarmynd Hannesar Þórs Halldórssonar kom fyrir augu íslendinga hlaut hún mikið lof erlendra gagnrýnenda, ekki síst fyrir fjölbreytni. Raunar var gagnrýnendum svo tíðrætt um þessa fjölbreytni og það hvernig myndin tæki á staðalímyndum karlmennskunnar að margir íslenskir femínistar sperrtu eyrun. Gat það verið, í kvikmynd þar sem Gillzenegger fer með aðalhlutverk? Við lítum nánar á þessar hugmyndir í þætti dagsins. Í hverju felst fyrirbærið ást? Kristín Anna Hermannsdóttir er ekki viss, en veit það fyrir víst að ástin hlýtur að fela í sér einhvers konar grín. Síðustu vikur hefur hún leitað í brasilíska listasögu, þjóðsögur og uppistand, en nú einbeitir hún sér að grínþáttunum The Office, sem fjalla um hinn vonlausa millistjórnanda Michael. Taktlausir brandarar Michaels fara yfirleitt langt yfir markið? þangað til hann hittir mannauðsstjórann Holly. Og við heyrum um nýja íslenska tónlist sem er innblásin af og unnin út frá vínilplötusnarki. Ægir Sindri Bjarnason, tónlistarmaður er heillaður af plötusnarkinu. Hann heimsækir þáttinn á eftir og segir frá nýrri plötu sinni Tem End Lopo.
11/9/202150 minutes
Episode Artwork

Þáttur nr. 666

Þáttur dagsins er númer 666, nafn dýrsins, og þannig andskoti gott tækifæri til að vera með þemaþátt, alfarið tileinkaðan djöflinum. Helvíti, nöfn kölska, Sæmundur Fróði, Devil wears Prada, svartigaldur, embættismaðurinn Satan og maðurinn sem vill heita Lúsifer. Allt þetta og meira til kemur fyrir í þætti dagsins, sex hundruð-sextugasta og sjötta þætti Lestarinnar frá upphafi.
11/8/202150 minutes
Episode Artwork

Inspector Spacetime, Bushido-rýni, ábyrgð fjölmiðla

Tónlistarmaðurinn Birnir gaf út sína aðra breiðskífu Bushido fyrir þremur vikum. Platan vakti mikla athygli og lög af henni sitja enn ofarlega á listum yfir mest streymdu lög á Íslandi. ÍDavíð Roach Gunnarsson tónlistargagnrýnandi er einn þeirra sem hefur verið að hlusta og flytur okkur pistil um plötuna í Lest dagsins. hljómsveitin Inspector Spacetime heimsækir okkkur undir lok þáttar. Tríóið byrjaði að gera sína skankaskekjandi dans-og-bánstónlist í fyrsta covid-samkomubanninu, og hefur notið sífellt meiri vinsælda. Þau eru nýbúin að gefa frá sér enn eitt stuðlagið, Bára, spila á tvennum tónleikum um helgina, og það eru bókstaflega allir að reyna að ná í þau. Og við heyrum sögu af ríkismiðli sem vann ekki heimavinnuna sína.
11/4/202150 minutes
Episode Artwork

Elham fær að vera, Birta, Last night in Soho, ástarrannsóknir

Í september sögðum við frá ungri íranskri tónlistarkonu, Elham Fakouri sem var synjað um atvinnuleyfi á Íslandi, þrátt fyrir að hafa fundið sérhæft starf í sínu fagi hér á landi. Margt getur gerst á mánuði og einhvern veginn, er allt breytt. Hvernig er tilhugalíf fráskyldra framakvenna á íslandi í dag, hvernig upplifa þær konur sem er talinn standa best í samfélaginu og ætti að geta notið ásta á jafningjagrundvelli. Þetta er rannsakar Berglind Rós Magnúsdóttir í grein í Ritinu sem kemur út á næstunni. Berglind Rós er einn stofnenda hins íslenskra ástarrannsóknafélags og einn ritstjóra væntanlegs sérheftis Ritsins sem er tileinkað er rómantískri ást í íslensku samfélagi ástinni og þeim breytingum sem við erum að upplifa. Birta nefnist ný íslensk barnamynd sem verður frumsýnd á morgun. Myndin fjallar um hina kraftmiklu en auðtrúa Birtu sem tekur málin í sínar eigin hendur þegar hún heyrir móður sína segja í hálfkæringi að það verði engin jól vegna blankheita. Gunnar Ragnarsson rýnir í Birtu sem og kvikmyndina Last night in soho eftir Edgar Wright
11/3/202154 minutes
Episode Artwork

Heimsendatónlist, húmorslausar prinsessur, Love on the spectrum

Á dögunum kom út önnur sería af óvenjulegustu stefnumótaþáttum síðasta árs, Love on the Spectrum eða ást á rófinu. Í þáttunum er fylgst með ungu áströlsku fólki á einhverfurófinu stíga sín fyrstu skref í ástarlífinu og kolfella þá staðhæfingu að einhverft fólk hafi ekki áhuga á nánd, hlýju og rómantískri ást. Í tilefni nýrrar þáttaraðar rifjum við upp viðtal frá því í ágúst í fyrra við einhverfa konu, Elínu Sigurðardóttur, um hennar upplifun af þáttunum. Í hverju felst fyrirbærið ást? Kristín Anna Hermannsdóttir er ekki viss, en veit það fyrir víst að ástin hlýtur að fela í sér einhvers konar grín. Í öðrum pistli sínum af þremur leitar hún í þjóðsögur fortíðar og uppistand í nútímanum, en meðal þess sem ber á góma eru þunglyndir grínistar og prinsessa sem hlær ekki. Hvernig hljómar heimsendir. Það er spurning sem drífur áfram tónlistarsköpun þeirra Tómasar Manoury og Daníels Friðriks Böðvarssonar. Við kíkjum á æfingu hjá dúettinum Okuma, sem segist gera póst-apokalyptíska tónlist, heimsendatóna.
11/2/202155 minutes
Episode Artwork

Meta-veröld, gjörbreyttar Sugababes, Senjórítur syngja Bubba

Á fimmtudag tilkynnti Mark Zuckerberg um nýtt nafn og stefnu hjá tæknirisanum sem áður hét Facebook. Nú mun fyrirtækið heita Meta og leggja sérstaka áherslu á að skapa nýjan hliðarheima, sýndarveruleikaheim, meta-veröldina, meta-verse. Gunnlaugur Reynir Sverrisson ritstjóri Tæknivarpsins útskýrir hvað í fjáranum þetta er. Flestir meðlimir Senjórítu kórsins eru komnir nokkuð yfir sjötugt, sá elsti er yfir nírætt. Þó getur kórinn, sem kallaður hefur verið gráa gullið, alveg verið í poppaðri kantinum þegar sá gállinn er á honum, eins og til dæmis á Laugardaginn þegar senjóríturnar troða upp í Langholtskirkju með lögum Bubba Morthens, já og Bubba sjálfum. Við kynnum til leiks nýjan pistlahöfund, Sölva Halldórsson, sem í dag er að velta fyrir sér breytingum. Jörð í mótum, nýjum hárgreiðslum, endurnýjuðum frumum en þó einna helst umskiptum breskur stúlknasveitarinnar Sugababes.
11/1/202155 minutes
Episode Artwork

Fjölmiðlar á krossgötum, ómyndarsögur, hrekkjavökusjónvarp

Nú um helgina fer fram bresk-ameríska hátíðin sem á íslenskri tungu nefnist hrekkjavaka. Katrín Guðmundsdóttir sjónvarpsgagnrýnandi er algjörlega forfallin aðdáandi þess myrkurs og annarleika sem er hampað á hrekkjavökunni og horfir helst ekki á neitt annað en hrollvekjur í októbermánuði. Í þætti dagsins rýnir Katrín í Netflix-þætti, leikstjórans Mikes Flanegans, Midnight Mass. Myndasagnaformið hentar vel í að miðla drungalegri stemningu hrekkjavökunnar og mishryllilegum furðuverum sem henni tengjast. Ómyndarsögur er nýútkomið blað með safni af myndum og sögubrotum frá íslenskum myndhöfundum sem sækja í ýmiskonar hrylling. Blaðið kemur út á vegum tímaritsins MyndaRsögur sem var komið á fót fyrr á þessu ári. Aron Daði Þórisson útgefandi blaðsins heimsækir lestina og ræðir hryllilegar teikningar, myndasögusenuna og ástæður þess að hann ákvað að koma á fót myndasögutímariti. Færri blaðamenn, fleiri almannatenglar og upplýsingafulltrúar. Þannig hefur þróunin verið en hún vekur upp ýmis álitaefni varðandi grundvallar stöðu og hlutverk fjölmiðla annars vegar og svo opinberra starfsmanna. Skiptir máli hver færir okkur fréttir? Skiptir máli hver fær, að færa okkur fréttir? Við ræðum við Ingibjörgu Sigríðar Elíasdóttur um málfrelsi opinberra starfsmanna og um stöðu dagskrárvaldsins í íslenskri fjölmiðlun.
10/28/202155 minutes
Episode Artwork

Leynilögga, Titane, vígsluathafnir íþróttaliða, Björk (aftur)

Hjá mörgum íþróttafélögum tíðkast inntökuvígslur af einhverju tagi. Yfirleitt er nýliði þá látinn gera eitthvað sem honum er erfitt eða er niðurlægjandi. Í samfélagsumræðunni hefur áherslan einna helst verið á slíkar vígsluathafnir hjá karlmönnum en Ingólfur Vilhjálmur Gíslason - prófessor í félagsfræði við háskóla Íslands, hefur verið að rannsaka busanir kvennaliða. Tónleikaröðin Björk Orkestral fer fram þessa dagana í Hörpu en þar flytur Björk Guðmundsdóttir berstrípaðar útgáfur af lögum sínum. Í dag flytjum við okkur seinni hluta viðtals okkar við Björk, þar sem við ræddum meðal annars samstarf, útsetningar, metoo og birtingarmyndir kvenna í tónlistarbransanum. Gunnar Ragnarsson kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar tekur fyrir tvær myndir í dag. Annars vegar sigurvegara kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, Titane eftir Juliu Ducournau og hinsvegar Leynilöggu, sem átti á dögunum stærstu frumsýningarviku Íslandssögunnar. Myndin hefur hlotið góða dóma erlendis, meðal annars fyrir afbökun á heterónormatívum hasarmyndarstílnum, en Gunnari þykja ástarsenurnar fremur dauflegar.
10/27/202155 minutes
Episode Artwork

DAO, ást og húmor, dansað um ekkert

Við förum niður í Tjarnarbíó og kynnum okkur Neind Thing - dansverk eftir Ingu Huld Hákonardóttur, framið af 3 sviðslistakonum og einum trommara og leitast við að umbreyta ástandi óreiðu og ömurleika í rými til að tengjast, dreyma, íhuga, dansa og leika. Leikurinn er: Neitið og þér munið finna. Í hverju felst fyrirbærið ást? Kristín Anna Hermannsdóttir er ekki viss, en veit það fyrir víst að ástin hlýtur að fela í sér einhvers konar grín. Í dag ræðir hún um ljóð eftir brasilíska ljóðskáldið Oswald de Andrade, sem er í einfaldari kantinum. Það heitir Amor, og inniheldur bara eitt orð, humor. Við dýfum svo tánni ofan í crypto-samfélagið og kynnum okkur fyrirbærið DAO, nýtt fyrirbæri sem nýtur aukinna vinsælda í sniðmengi framúrstefnulistafólks, tölvunörda og áhættufjárfesta.
10/26/202155 minutes
Episode Artwork

Ástin á Kaffi Vest, slysaskot í Hollywood, vínylsöfnun Hermigervils

Um lítið annað hefur verið rætt á kvikmyndamiðlum um helgina en slysaskotið í Hollywood. Á fimmtudag lést kvikmyndatökukonan Halyna Hutchins auk þess sem leikstjórinn Joel Souza slasaðist þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin við tökur á vestranum Rust. Öryggisaðstæður á kvikmyndatökustað virðast hafa verið óviðunandi, tökuliðið hafði gengið út og slysið því engin tilviljun.Við hringjum til London og spjöllum við bardagalekarann Hallvarð Jes Gíslason um öryggi í kvikmyndabransanum. Tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarensen eða Hermigervill hefur safnað vínylplötum frá unga aldri. Gamalt rykfallið íslenskt rokk, fönk og diskó, svo ekki sé talað um öll gömlu trommusólóin. Tónlistin á þessum gömlu plötum hafa svo verið byggingarefni í tónlist Sveinbjörns. Við kíkjum í heimsókn til Hermigervils, sem vinnur nú að yfirgripsmiklu verkefni sem snýr að endurútgáfu á gömlum og oft á tíðum gleymdum gullmolum. Og við hugum að ást og ólíkum lestri á Facebook færslu í hverfishóp Vesturbæjar, um eitt augnarráð, örstutt samskipti, sem toga í rómantískt minni okkar en kannski einnig í nýrra minni, um óumbeðna athygli.
10/25/202155 minutes
Episode Artwork

Blökkubeita, hálf-félagsleg sambönd og Björk

Björk Guðmundsdóttir sest um borð í Lestina í dag.Tónleikaröðin Björk Orkestral fer fram þessa dagana í Hörpu en þar flytur hún berstrípaðar útgáfur af lögum sínum. En markmiðið er ekki síst að draga fram og leggja áherslu á útsetningarnar sem hún hefur unnið á undanförnum áratugum. Björk spjallar okkur við tónleikana og áhrifin sem kófið hefur haft á væntanlega plötu hennar. Við heyrum um hugtakið Blackfishing sem hefur fengið aukna athygli síðustu daga vegna frumraunar Little Mix söngkonunnar Jesy Nelson á Bandaríkjamarkaði. Lag hennar, Boyz, byggir á sampli úr P.Diddy smellinum Bad Boys 4 Life og líkir eftir myndbandi hans auk þess sem hún sækir menningararf og útlit svartra bandaríkjamanna - meira að segja húðlitinn. Laufey Haraldsdóttir flytur okkur pistil um pistil um vinn sinn, bandaríska uppistandarann John Mulaney. Reyndar veit Mulaney ekkert hver Laufey er - en samband hennar við grínistann er hálf-félagslegt.
10/21/202155 minutes
Episode Artwork

Sýningin okkar, Squid Game, Succession og auðæfalist

Í Lestinni í dag fjöllum við um umtöluðustu þætti dagsins dag, þætti sem eru orðnir þeir vin­sæl­ustu sem streym­isveit­an Net­flix hef­ur nokk­urn tím­ann fram­leitt. Suður-kóresku þættirnir Squid Game hafa farið sigurför um heiminn. Eins og á annað hundrað milljón jarðarbúa hefur Júlía Margrét Einarsdóttir verið að horfa. Á föstudaginn verður frumsýnd nýtt sviðsverk á Loftinu í Þjóðleikhúsinu. Verkið nefnist Sýningin okkar og er sköpun leikhópsins Konserta sem hellti sér út hugmyndir um hið stafræna sjálf þar sem fagurfræði snallsímans er allsráðandi. En við ætlum að byrja á list sem fjallar um ævintýraleg auðæfi, list sem dregur fram aðlaðandi en spillandi eðli ofur-ríkidæmis.
10/20/202155 minutes
Episode Artwork

Vellíðan og víma, leikminjar, Ekki einleikið

Steindór Grétar Jónsson sökkvir sér ofan í vellíðunariðnaðinn svokallaða og skoðar hvernig hugbreytandi efni hafa náð þar vinsældum og útbreiðslu. Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur við Leikminjasafn Íslands hefur í mörg horn að líta. Í dag sýnir hún okkur einstakt einkaskjalasafn Indriða Einarssonar. Edna er fædd og uppalin í Mexíkó en búsett í Vesturbæ Reykjavíkur. Í nýrri heimildarmynd, Ekki einleikið, Acting out, fylgjumst við með því hvernig hún vinnur úr andlegum veikindum sínum með því að endurleika og sviðsetja erfið atriði af ævi sinni ásamt atvinnuleikurum á sviði Tjarnarbíós.
10/19/202155 minutes
Episode Artwork

Ófærð, beðmál í borginni og samtímamenning Frakka

Við höldum áfram að spjalla um samtímamenningu ólíkra þjóða. Að þessu sinni höldum við til Evrópu. Anna Gyða Sigurgísladóttir segir okkur hvað ungir hinsegin parísarbúar eru að hlusta á og horfa á - jahh.. Eða ekki horfa á. Þriðja þáttaröð Ófærðar eftir Baltasar Kormák hófst í gær. Heitfengi lögreglubangsinn Andri er mættur aftur norður á land til að rannsaka morð. Að þessu sinni þarf hann að sökkva sér ofan í skuggalegan heim mótorhjólagengja og ásatrúar-kakókölts. Sérstakt Ófærðarhlaðvarp er nú framleitt af RÚV en eftir því sem við best vitum er þetta í fyrsta skipti sem opinbert hlaðvarp fylgir leikinni sjónvarpsþáttaröð hér á landi. Við heyrum brot úr hlaðvarpinu Með Ófærð á heilanum í þætti dagsins. Kristlín Dís Ingilínardóttir tekur sér far með Lestinni í dag. Í haust hefur hún flutt okkur pistla sem gætu gengið undir yfirskriftinni Beðmál í borginni.
10/18/202155 minutes
Episode Artwork

Lífsreglur samúræjans Birnis

Á morgun kemur út önnur breiðskífa rapparans Birnis, plata sem íslenskt rappáhugafólk hefur beðið eftir um nokkurt skeið, en það eru þrjú ár frá því að síðasta plata hans, Matador kom út. Þetta er 15 laga plata sem nefnist Bushido, unnin af landsliði íslenskra rapppródúsenta. Birnir Sigurðarson sest um borð í Lestina og ræðir berskjöldun, fíkinefni og lífsreglur samúræja.
10/14/202153 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

James Bond, Skrattar, Kef Lavík, furðusaga af stolnum bassa

Hann er svartur, með bleikum og bláum köntum og neðarlega á hann stendur stórum bleikum stöfum Smutty. Hann er kontrabassi, stolinn kontrabassi, sem bassaleikarinn og útvarpsmaðurinn Smutty Smiff spilaði á við tökur á fyrstu plötu sveitarinnar The Rockats í NewYork. Smutty gafst upp á því að leita bassans fyrir 29 árum, en hefur saknað hans í 39. En, bassinn virðist ekki bara kominn í leitirnar, hann er hreinlega kominn í heimsfréttirnar. Það eru liðin sex ár frá því að síðasta mynd um njósnara hennar hátignar, drykkjurútinn og kvennabósann James Bond kom út. En Daniel Craig er snúinn aftur í síðasta sinn í hlutverki Bond. Gunnar Ragnarsson nýr kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar rýnir í No Time to Die í þætti dagsins. Davíð Roach Gunnarsson fór á stúfana um helgina og kíkti á tónleikalíf Reykjavíkur. Í þætti dagsins fjallar um tvenna útgáfutónleika, en tvær sveitir sem hann hefur fjallað um hér í Lestinni héldu slíka tónleika um helgina. Skrattar fögnuðu útkomu plötunnar Hellraiser IV og Kef Lavík héldu upp á útgáfu Eilífur Snjór í augunum.
10/13/202155 minutes
Episode Artwork

Hjólabretti, #Metoo í fyrirbærafræðilegu ljósi og rúllukraginn

Þeir eru sígildur klæðnaður, þrunginn merkingu, rúllukragabolirnir.Svartur rúllukragabolur er allt í senn fáguð og afslöppuð flík og hefur verið einkennisbúningur ólíkustu hópa og einstaklinga. Við ræðum við Jóhannes Ólafsson rúllukragaunnanda Samskipti og samkennd: #MeToo á mörkum reynsluheima nefnist fyrirlestur sem fer fram á vegum RIKK - Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á fimmtudag, en það er Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson doktorsnemi og stundakennari í heimspeki sem beitir greiningartækjum fyrirbærafræðinnar á samfélagsbyltinguna. Á Ólympíuleikunum í sumar var í fyrsta skipti í sögu leikanna keppt á hjólabrettum. Þar með eru hjólabrettaiðkun opinberlega orðin húsum hæf, orðin að ólympíuíþrótt, en listin að renna sér á hjólabretti á sér athyglisverða sögu. Steindór Grétar Jónsson sökkvir sér í sögu hjólbrettanna frá jaðarmenningu til redbull og mcdonalds auglýsinga.
10/12/202155 minutes
Episode Artwork

Wolka, bensínstöðvar, Hvunndagshetjur og Björk Orkestral

Í kvöld fara fram fyrstu tónleikarnir í tónleikaseríu Bjarkar Guðmundsdóttur, Björk Orkestral. Upprunalega áttu tónleikarnir að fara fram í Frakklandi, Englandi, Rússlandi, Finnlandi og Þýskalandi - sumarið 2020. Eðli málsins samkvæmt, varð lítið úr því ferðalagi en þess meiri er ávinningur Íslendinga sem njóta órafmagnaðrar tónlistar Bjarkar í Hörpu, og í beinum útsendingum á Rás 1 og RÚV 2 næstu vikurnar. Viktor Orri Árnason, stjórnar strengjasveit Sinfóníunnar á tónleikum kvöldsins og segir okkur frá því sem í vændum er. Borgarlína, reiðhjólabylting, rafhlaupahjól og rafbílar, samgöngur eru að taka stakkaskiptum. Enn um sinn munum við nýta innviðina sem bensínbílarnir krefjast, götur, hraðbrautir, umferðarfléttur og bílastæði, en þau mannvirki sem munu kannski helst verða gagnslaus á rafbílatímum eru bensínstöðvarnar. Við veltum fyrir okkur sögu og framtíð bensínstöðva í lestinni í dag, við heimsækjum minjastofnun íslands og reiðhjólaverslunina Berlín sem hefur komið sér fyrir í gamalli bensínstöð við Háaleitisbraut. Ásgeir H Ingólfsson rýnir í tvær kvikmyndir á Riff, reykjavík international film festival, sem lauk um helgina. Myndirnar eiga það sameiginlegt að fjalla um konur af erlendum uppruna á Íslandi. Sú fyrri er heimildarmyndin Hvunndagshetjur um fjórar konur sem eiga það sameiginlegt að hafa búið á Íslandi í tuttugu ár. Fæddar í Bosníu, Jamaíku, Póllandi og Tyrklandi og sú seinni er Wolka, síðasta mynd leikstjórans Árna Ólafs Ásgeirssonar sem lést fyrr á árinu, og fyrsta leikna íslenska myndin sem gefur nána innsýn í pólskt samfélag hér á landi.
10/11/202155 minutes
Episode Artwork

Extreme Chill, TikTok Meme, Wolka og Leikminjasafnið

Í kjallaranum á Þjóðarbókhlöðunni er Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur við Leikminjasafn Íslands, í óða önn að fara í gegnum upptökur úr safni Þjóðleikhússins. Allar þær upptökur, nánar tiltekið, sem varðveist hafa úr sýningum leikhússins frá upphafi. Við tökum lyftuna niður, lítum á VHS spólurnar, filmurnar, hljóðsnældurnar og DVD diskana og komumst að því að verkið er ærið. Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival hefst í dag, í Reykjavík, en þetta er 11. árið sem hátíðin fer fram. Við tökum stöðuna á skipuleggjanda hátíðarinnar, Pan Thorarensen, sem hefur verið á þönum í allan dag, en þar setti gul viðvörun strik í reikninginn. Og meme fréttaritari Lestarinnar, Laufey Haraldsdóttir flytur okkur pistil. Í dag er hún að velta fyrir sér birtingarmynd þessa fyrirbæris - internet gríns og táknmynda - á samfélagsmiðlinum TikTok. Og við nefnum nýja íslenska kvikmynd sem var frumsýnd í gær, mynd sem er öll á pólsku.
10/7/202155 minutes
Episode Artwork

Stella Blómkvist, sýndarveruleikabíó, erlendir listamenn á Íslandi

Í síðustu viku fjölluðum við um mál Elham Fakouri, íranskrar tónlistarkonu sem sem sótti um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi en var hafnað, á grundvelli þess að starfið sem henni bauðst - við stjórnun viðburðaraðar um miðausturlenska menningu - sé ekki nógu sérhæft. Við fáum til okkar Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor listaháskóla íslands, og ræðum stöðu alþjóðlegra listamanna á Íslandi, starfsumhverfi listanna, hugmyndina um sérhæfingu og hver eigi að dæma um hana. Stjörnulögfræðingurinn Stella Blómkvist er einhver dularfyllsta persóna íslenskrar bókmenntasögu - eða öllu heldur, hefur ráðgátan um hver það sé sem skrifi bækurnar um ævintýri Stellu heillað íslenska lesendur í meira en tvo áratugi. Og vinsældir Stellu hafa ekki minnkað með sjónvarpsþáttum um hana. Önnur þáttaröðin er nú komin á Sjónvarp Símans og Katrín Guðmundsdóttir hefur verið að horfa. Við fræðumst um sýndarveruleikakvikmyndir sem sýndar verða á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF um helgina sem hluti af nýjum flokki á hátíðinni, Nýjasta tækni og kvikmyndir. Nanna Gunnars sest um borð í Lestina og spjallar um bíó í sýndarveruleika.
10/6/202155 minutes
Episode Artwork

Montero, Satanistar, Afsakið Facebook-hlé

Tónlistarmaðurinn Lil Nas X gaf út sína fyrstu stúdíó plötu í september við mikinn fögnuð aðdáenda. Einn þeirra aðdáenda er plötusnúðurinn og myndlistakonan Sunna Ben sem hreinlega elskar plötuna, myndheiminn í kringum hana og nýjabrumið í hýryrðum rapparans. Hér í Lestinni, erum við svolítið skeptískari - svo við buðum Sunnu í heimsókn til að sannfæra okkur. Steindór Grétar Jónsson fer með okkur á djöfullegar slóðir bandaríska trúfélagsins Musteris Satans í umfjöllun um heimildarmyndina Hail Satan? Í gær lágu allir samfélagsmiðlar og þjónustur í eigu Facebook niðri í heila sex klukkutíma, ekki bara fésbókin heldur einnig Instagram og Whatsapp. Þetta var mesta truflun á starfsemi fyrirtækisins í 13 ár og vakti fólk um allan heim til meðvitundar um hversu mikilvægt fyrirtækið er orðið í margskonar samskiptum fólks í dag. Við flytjum sjö vangaveltur úr miðju feisbúkkhruninu.
10/5/202154 minutes
Episode Artwork

Marklaus stjörnugjöf, RIFF, deilihagkerfi ástarlífsins

Það fór ekki hátt en glöggir lesendur menningarsíðanna tóku kannski eftir því í byrjun september að hinar alræmdu stjörnur hættu að birtast með listgagnrýni í Fréttablaðinu. Stjörnukvarðinn á gæði listaverka hefur verið vægast sagt umdeildur meðal lesenda, listafólks og gagnrýnenda en þeir sem munu eflaust helst syrgja þessa mælistiku eru kynningardeildur bókaforlaga og menningarstofnana. Kolbrún Bergþórsdóttir menningarritstjóri Fréttablaðsins heimsækir Lestina og útskýrir af hverju þessi ákvörðun var tekin. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hófst í síðustu viku. 10 daga kvikmyndaveisla í Bíó Paradís. Ásgeir H. Ingólfsson kvikmyndagagnrýnandi rýnir í tvær myndir á hátíðinni. Annars vegar hina makedónísku Systralag og hins vegar kvikmynd eftir einn heiðursgest hátíðarinnar Miu Hansen Löve, sjálfsævisögulega mynd sem nefnist Bergman Island, og skartar þeim Tim Roth og Vicky Krieps í aðalhlutverkum. Og við fáum pistil frá Kristlíni Dís Ingilínardóttur um stefnumótamenningu, deilihagkerfið sem ríkir í ástarlífi Íslendinga, og hvernig kröfurnar minnka með aldrinum.
10/4/202155 minutes
Episode Artwork

Berghain opnar á ný, The Low End Theory, álfar Kópavogs

Í nágrenni við Ostbahnhof lestarstöðina í Berlín, í gömlu orkuveri er starfræktur þekktasti og líklega goðsagnakenndasti næturklúbbur dagsins í dag, Berghain. Staðurinn er mekka teknótónlistar í heiminum en einnig sveipaður mikilli dúlúð, það líklega auðveldara fyrir úlfalda að komast í gegnum nálarauga en aðkomumann að komast framhjá ógnvænlegum dyravörðunum. Eins og aðrir skemmtistaðir hefur Berghain ekki farið varhluta af heimsfaraldrinum, en nú um helgina opnar hann dyr sínar aftur eftir eins og hálfs árs lokun. Við ræðum við Kristinn Kerr Wilson, plötusnúð um það hvernig klúbbasenan í berlín hefur lifað af heimsfaraldurinn. 24. September 1991, fyrri þrjátíu árum síðan kom út í Bandaríkjunum plata sem hafði ómetanleg áhrif á sinn geira tónlistarinnar. Nei, ég er ekki að tala um Nevermind með gruggrokksveitinni Nirvana heldur The Low End Theory með rappsveitinni A Tribe Called Quest. Davíð Roach Gunnarsson rifjar upp snilldina. Magnús Thorlacius notaði sumarið í að rannsaka sjálfsmynd Kópavogs. Hann skoðaði atburði í sögu bæjarfélagsins og kennileiti þess út frá óvæntum sjónarhornum og hefur sagt frá niðurstöðum sínum í pistlaröð hér í lestinni í haust. Nú fjallar hann um íbúa bæjarins af álfakyni
9/30/202155 minutes
Episode Artwork

Nei við ney, Y: the last man, týnt menningarefni

Elham Fakouri er írönsk tónlistarkona sem spilar á persneska tréblásturshljóðfærið ney.Hún var í meistaranámi við Listaháskóla Íslands og að námi loknu sótti hún um tímabundið atvinnuleyfi í sínu fagi. Það getur verið gríðarlega flókið fyrir listamenn utan Evrópu að uppfylla kröfur vinnumálastofnunar um sérþekkingu og kunnáttu, næstum því ógerlegt. En Fakouri tókst það! Svo fékk hún nei. Skyndilega og af óútskýrðum ástæðum gefa allar lífverur jarðar með Y-litninga upp öndina. Karldýr jarðarinnar drepast öll nema einn maður, 27 ára forréttindaaulinn Yorick. Þannig hefst myndasagan Ypsilon, síðasti maðurinn, Y: the last man, sem nú hefur verið löguð að sjónvarpsskjánum af sjónvarpsstöðinni FX. Eins og í heiminum eftir þessar hamfarir er framleiðsluteymi þáttanna að langmestu leyti skipað konum, ein þeirra er Herdís Stefánsdóttir sem semur tónlistina. Og Þórður Ingi Jónsson heldur áfram að kanna þá dýrgripi menningarinnar sem hafa týnst eða glatast í tímans rás. Hann fer yfir sögu þöglu kvikmyndanna og hvers vegna svona fáar þessara kvikmynda hafa varðveist en aðrir þekktir Hollywood-karakterar frá 20. öldinni koma einnig við sögu svo sem Orson Welles og Jerry Lewis.
9/29/202155 minutes
Episode Artwork

Frosnir dumplings og Michelin-stjörnufræði

Fyrr í mánuðinum var tilkynnt að veitingastaðurinn Dill hlyti Michelin-stjörnu annað árið í röð. Staðurinn varð árið 2017 fyrsta íslenska veitingahúsið til að hljóta þessa miklu viðurkenningu, missti hana reyndar í eitt ár 2019 en hefur endurheimt hana og rígheldur í stjörnuna. Gunnar Karl Gíslason, stofnandi og yfirkokkur á veitingastaðnum Dill, sest um borð í Lestina og spjallar um Nýja norræna eldhúsið, um það hvernig veiking íslensku krónunnar leiddi til nýsköpunar í eldhúsinu, um frosna dumplings og Mark Lanegan.
9/28/202155 minutes
Episode Artwork

RIFF byrjar, (næstum því) kvennaþing, tölvuleikjabann í Kína

Tölvuleikir eru andlegt ópíum sagði í ríkisreknum fjölmiðli í Kína ekki alls fyrir löngu. Og neyslu þessa stafræna ópíum fólksins vill kínverski kommúnistaflokkurinn lágmarka. Í lok ágúst bárust fréttir af því að til stæði að takmarka þann tíma sem kínversk ungmenni mega spila tölvuleiki niður í þrjár klukkustundir á viku. Guðbjörg Rikey Thoroddsen Hauksdóttir fræðir okkur um það sem liggur á bakvið kínverska tölvuleikjabannið. Um helgina eignuðust Íslendingar í fyrsta skipti Alþingi sem samanstóð af fleiri konum en körlum - næstum því. Við áttum hugmyndina um kvennaþingið í fáeinar klukkustundir áður en endurtalning í Norðvesturkjördæmi gerði úti um þær, endurtalning sem reyndar er mjög umdeild. Frambjóðendum sem töldu sig komna á þing brá í brún við fregnir af hrókeringum þingsæta, og einn fréttamaður, hljóp frá fiskisúpu tengdamóður sinnar á Húsavík til að leiðrétta heimsfréttirnar sem hann hafði fáeinum klukkutímum áður sent út í kosmósinn. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst á fimmtudag. Hátíðin fór fram með breyttu sniði á síðasta ári - eins og svo margir aðrir menningarviðburðir - en nú snýr hún aftur: stórstjörnur heimsækja landið, erlendir sjálfboðaliðar verða í miðasölunni, dagskrárbæklingurinn er kominn úr prentun og veitir valkvíðnum kvikmyndaunnendum leiðbeiningar um kvikmyndaveisluna. Ritstjóri bæklingsins, Gunnar Ragnarsson, heimsækir Lestina í dag.
9/27/202155 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Kosningameme, greinarmerki, gamlir karlar og blóm

Ljósmyndir Sigurðar Unnars Birgissonar hafa ratað víða, enda hefur hann tekið passamyndir í ökuskírteini og vegabréf ófárra Íslendinga. Uppáhaldsmyndefni Sigurðar eru eldri karlmenn, til að mynda þeir sem mæta í kringum sjötugsafmæli sitt og þurfa mynd í endurnýjað ökuskírteini. Um helgina opnar hann ljósmyndasýninguna Hilmir snýr heim með passamyndum rúmlega áttatíu eldri herramanna sem hann stillir upp við hlið ljósmynda af blómum. Það styttist í kosningar, en kosið verður til alþingis á laugardag. Að þessu tilefni fáum sérfræðing til að koma og rýna í kosningabaráttuna, ekki stjórnmálafræðing heldur mím-greinanda lestarinnar Laufeyju Haraldsdóttur. Og svo veltum við fyrir okkur greinarmerki, einu pennastriki - ef það - hvers fjarvera hafði úrslitaáhrif á nýlegt dómsmál í bandaríkjunum og leiddi til fimm milljón bandaríkjadala bótagreiðslu. Þetta fyrirbæri er afar umdeilt og kallast oxford komman.
9/23/202155 minutes
Episode Artwork

Linkynning, finnsk menning og Bachelor

Hjónavígslutilkynningar í blöðum og sambandandsskráningar á Facebook eru úr móð. Síðasta rúma árið hafa meðvituðustu Instagram notendurnir nýtt sér nýja, mun varfærnislegri aðferð til að ljóstra upp um nýjar ástir. Á ensku hefur verið gripið til markaðshugtaksins soft launch, hér í Lestinni kjósum við að kalla það: linkynningu. Við fræðumst um það sem er að gerast í finnskri samtímamenningu.Erla Elíasdóttir Völudóttir, þýðandi, segir okkur meðal annars frá bókum, sjónvarpi, bíó og deilum í finnska rappheiminum. Júlía Margrét Einarsdóttir, sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar, hefur fylgst með raunveruleikaþáttunum Bachelor síðan þeir hófu göngu sína árið 2002. Styr hefur staðið um framleiðendur þáttanna eftir að stjórnandi þeirra varði rasíska fortíð eins keppanda og var rekinn í kjölfarið. Margir aðdáendur mótmæltu brottvísun hans, en þættirnir halda áfram og nú með tveimur kvenkyns þáttastjórnendum. Nýjasta þáttaröðin hefur göngu sína í haust og þá er það grunnskólakennarinn Michelle, sem er fjórða svarta manneskjan í aðalhlutverki þáttanna, sem velur úr hópi föngulegra vonbiðla.
9/22/202150 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Nýr íslenskur tölvuleikur, Buena Vista, Kópavogsborg

Við höldum niður í Skeifu þar sem tölvuleikjafyrirtækið Parity er staðsett, en nú fyrir helgi sendi fyrirtækið frá sér fyrstu kitluna fyrir tölvuleikinn Island of Winds, eyja káranna, sem kemur út á næsta ári. Kitlan hefur fengið yfir 120 þúsund áhorf á fjórum dögum og góðar viðtökur. Við ræðum við stofnanda Parity, Maríu Guðmundsdóttur, um galdra tölvuleikjanna og mikilvægi þess að konur taki pláss í hönnun þeirra. Magnús Thorlacius notaði sumarið í að rannsaka sjálfsmynd Kópavogs. Hann skoðaði atburði í sögu bæjarfélagsins og kennileiti þess út frá óvæntum sjónarhornum og hefur sagt frá niðurstöðum sínum í pistlaröð hér í lestinni í haust. Hann hefur fjallað um skítalækinn svokallaða, vinabæinn Wuhan og í dag veltir hann fyrir sér tilraunum Kópavogs til að kallast borg. Við heyrum líka um plötu sem fagnar aldarfjórðungs upptökuafmæli, Buena Vista Social Club. Tónlistarmaðurinn Tómas R. Einarsson segir okkur frá plötunni, listamönnunum á bakvið hana og listfengi hennar.
9/21/202155 minutes
Episode Artwork

Dune, makleg málagjöld og Gametíví

Á föstudag var frumsýnd framtíðar-geimmyndin Dune í leikstjórn Denis Villeneuve. Það hefur verið beðið eftir myndinni með mikilli eftirvæntingu, ekki aðeins er þetta rándýr stórmynd frá einum heitasta kvikmyndagerðarmanni Hollywood, heldur er bók Frank Herberts frá 1965 sem myndin byggir á einhver mest selda og þekktasta vísindaskáldsaga seinni ára, margrómuð, haft gríðarleg áhrif í dægumenningunni, og alræmd fyrir að erfitt sé að aðlaga hana að kvikmyndaforminu. Við hringjum til New York í Lestinni í dag og ræðum við Kára Emil Helgason en íslensk þýðing hans á Dúnu er væntanleg. Ólafur Þór Jóelsson, stjórnandi sjónvarpsþáttarins GameTíví lítur líka við. Hann hóf feril sinn í ötölvuleikjaumfjöllun í útvarpi, gerði garðinn frægan á PoppTíví hinu sáluga og fór þaðan á Stöð tvö og á streymisveitur. En það er ekki bara vettvangur umfjöllunarinnar sem hefur breyst heldur einnig eðli hennar, því einn helsti starfi tölvuleikjablaðamannsins Ólafs þessa dagana er að bókstaflega spila tölvuleiki í beinni útsendingu - öðrum til skemmtunar. Og Kristlín Dís Ingilínardóttir flytur okkur pistil um ábyrgð, ástarævintýri með Dana og það sem hún kallar makleg málagjöld.
9/20/202155 minutes
Episode Artwork

Hin tilgerðarlega drottning listanna

Í kvöld er höfundarverk Halldórs Laxness Haldórssonar, Þétting hryggðar, frumsýnt á litla sviði Borgarleikhúsins. Við ræðum við Dóra um leikhúsdrauminn, móðgunarmenningu, sviðshöfundabraut Listaháskólans og sitthvað fleira.
9/16/202155 minutes
Episode Artwork

Nöfnur, mannlífsþættir, Met Gala, og spjallað um böll

Fjöldatakmarkanir voru rýmkaðar á miðnætti, 500 manns mega koma saman, og 1500 ef allri framvísa hraðprófi, notast við grímur eða halda fjarlægð. Undantekning á þessu eru skólaskemmtanir, framhaldsskólaböllin, en þar mega framhaldsskólanemar loksins dansa í þvögu og jafnvel detta í góðan ballsleik. Við ræðum böll í Lest dagsins. Við rýnum í þrjár nýjar íslenskar þáttaraðir á Stöð 2. Allt léttir og hressandi mannslífsþættir með skvettu af raunveruleikasjónvarpi, gamanleik og fræðslu. Þetta eru Fyrsta blikið, Allskonar kynlíf og #Samstarf. Hvað á barnið að heita? Þetta er stór spurning í lífi verðandi foreldris og þar getur verið gott að grípa í fyrirmyndir. Í dag fáum við heimsókn frá móður ungrar stúlku með sterkt, feminískt, nígerískt nafn. Og við ræðum um klæðaburð stjarnanna á Met Gala-glamúrhátíðinni sem fór fram í vikunni
9/15/202155 minutes
Episode Artwork

Sóley, Róska og Chimamanda

Kvikmyndin Sóley frá 1982 eftir róttæku myndlistarkonuna Rósku og eiginmann hennar Manrico Pavalettoni verður sýnd í fyrsta skipti í áraraðir í Bíó Paradís á sunnudaginn. Það hefur hreinlega ekki sést til Sóleyjar um langa hríð en kvikmyndagerðarmennirnir og hjónin Þorbjörg Jónsdóttir og Lee Lorenzo Lynch hafa unnið hörðum höndum seinustu ár við að koma eina eintakinu sem vitað er um í heiminum í sýningarhæft ástand. Við ræðum svo við nígeríska rithöfundinn og feministann Chimamöndu Ngozi Adiche, sem heimsótti Ísland nú á dögunum. Adichie er einhver þekktasti rithöfundur heims um þessar mundir, skrifar stórar epískar sögur um ástir, örlög, stíð og upplifun innflytjenda, en hún hefur einnig vakið athygli sem talskona fyrir jafnrétti kynjanna, ekki síst í TED-fyrirlestrinum Við ættum öll að vera feministar. Við setjumst niður með Chimamöndu Ngozi Adichie og ræðum bókmenntir, feminisma og þrúgandi andrúmsloft samfélagsmiðla.
9/14/202155 minutes
Episode Artwork

Afrópean, rafíþróttir, ofríki Kínverja í Tíbet

Blaðakonan Barbara Demick hefur ferðast um heiminn undanfarinn aldarfjórðung og fjallað um nokkur af lokuðustu samfélögum heims. Í nýjustu bók sinni fjallar hún um bæinn Ngaba í Tíbet sem er einn allra lokaðasti staður í Kína. Við ræddum við Barböru á bókmenntahátíð í Reykjavík í síðustu viku, um starf erlenda fréttaritarans, um ofríki kínverja í Tíbet, og hvað gæti gerst eftir að andlegur leiðtogi Tíbeta, hinn áttræði Dalai Lama, fellur frá. Í október fer eitt stærsta rafíþróttamót heims fram í laugardagshöll þar sem stjörnur í heimi tölvuleiksins League of Legends takast á. Mótið er stærðarinnar skrautfjöður í hatt Rafíþróttasamtaka íslands sem einblína þó ekki á peningana, heldur setja heilsu og velferð ungs fólks í miðið í sinni vinnu. Og Steindór Grétar Jónsson flytur okkur pistil um bókina Afropean: Notes from Black Europe eftir Johny Pitts. Pitts þessi nýtir þetta hugtak, afrópean eða afrópskur, til að lýsa sjálfum sér og öðrum svörtum evrópumönnum í bókinni sem er allt í senn ferðabók og djúpköfun hvað það þýðir að vera svartur í Evrópu.
9/13/202155 minutes
Episode Artwork

Æði, Slay, Living

Tveir meðlima þríeykisins úr sjónvarpsþáttunum Æði, þeir Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, og Patrekur Jamie taka sér far með Lestinni. Þeir spjalla um lífið sem raunveruleikastjörnur, slangurskotið tungutak sitt og pólitík.
9/9/202155 minutes
Episode Artwork

Laxveiðiljósmyndir, bíó og R. Kelly

Nú standa yfir réttarhöld í New York yfir manni sem kallar sig ?the Pied Piper of RnB?. Nafngiftin er óþægileg, í ljósi þeirra ásakana sem R.Kelly situr undir, óþægilega viðeigandi. Ásgeir H. Ingólfsson sendir okkur seinni pistil sinn um kvikmyndahátíðina í Karlovy Vary í Tékklandi, en hátíðin er ein sú virtasta sem fer fram ár hvert. Hann segir okkur frá þremur myndum, hina frönsku Les Olympiades, dönsku Verdens Verste Menneske og finnsku Klefa númer 6. Laxveiðiljósmyndin er orðin að þekktu minni í sjónrænni menningu íslensks samtíma. Íslenskri karlmenn hafa verið duglegir að nota þessar myndir á samfélagsmiðlum og ekki síst á stefnómótaforritinu Tinder, kannski til að sýna að þeir séu ævintýragjarnir útivistarmenn, eða kannski til að séu raunverulegir karlmenn, geti fært björg í bú. Við ræðum við myndlistarkonuna Rakel McMahon sem rannsakar karlmennsku og laxveiðiljósmyndir í sýningu sem opnar um helgina.
9/8/202155 minutes
Episode Artwork

Gróa, vinabæir, bíræfni bókaþjófurinn snýr aftur

Í febrúar greindum við frá því að bíræfinn bókaþjófur herjaði á íslenska rithöfunda, og raunar rithöfunda um allan heim, og rændi frá þeim óútgefnum handritum. Nú hefur þrjóturinn látið aftur til skarar skríða hér á landi. Fríða Ísberg segir okkur sögu sína auk þess sem við köfum dýpra í blekkingarheim bókaþjófsins með hjálp blaðamanna New Yorker tímaritsins. Magnús Thorlacius notaði sumarið í að rannsaka sjálfsmynd Kópavogs. Hann skoðaði atburði í sögu bæjarfélagsins og kennileiti þess út frá óvæntum sjónarhornum og hann segir frá niðurstöðum sínum í pistlaröð hér í lestinni í haust. Í síðustu viku fjallaði hann um hinn svokallaða Skítalæk og í dag fjallar hann um vinabæi Kópavogs. Og hljómsveitin Gróa heimsækir okkur undir lok þáttar, en tríóið gaf nýlega út sína þriðju plötu, What I like to do. Karólína, Hrafnhildur og Fríða setjast um borð í Lestina og ræða plötuna, tónlistarmyndbönd, post-dreifingu, Berlín og lagasmíðar á tímum samkomutakmarkana.
9/7/202155 minutes
Episode Artwork

Týndar minningar, Aaliyah og löggiltur elskhugi (CLB)

Certified Lover Boy nefnist sjötta breiðskífa rapparans Drake sem kom út nú á föstudag. Drake er kanadamaður af gyðingaættum og hóf ferilinn sem barnastjarna í sjónvarpi en hefur tekist að verða vinsælasti rapptónlistarmaður samtímans. Við spjöllum um Drake, nýju plötuna og ríginn við Kanye West við Bergþór Másson, skoðanabróður og rappspekúlant. Í ágúst voru 20 ár síðan þá upprennandi óskastjarna RnB tónlistarinnar, Aaliyah, fórst ásamt átta öðrum í flugslysi á Bahama eyjum, aðeins 22 ára gömul. Síðustu vikur hefur dánarbú hennar gefið út eldri tónlist á streymisveitum og tilkynnt um nýja plötu með óútgefinni tónlist, meðal annars í von um að hrifsa minningu hennar úr fangi harmleiksins. En á sama tíma eiga sér stað réttarhöld sem rífa upp önnur, eldri sár. Við minnumst söngkonunnar Aaliyuh í Lestinni í dag. Gamlar perlur kvikmyndasögunnar og stórmerkilegt menningarefni leynist oft á netinu þó fólk hafi talið það týnt og tröllum gefið. Þórður Ingi Jónsson skyggnist um á háalofti netheima í leit að fjársjóðum.
9/6/202155 minutes
Episode Artwork

Írönsk menning, eldað með Paris, Airwaves frestað

Við kynnum okkur hvað er að gerast í íranskri samtímamenningu. Kjartan Orri Þórsson segir okkur frá írönskum sjónvarpsþáttum, bókum og tónlist Við rýnum í nýja raunveruleikaþætti þar sem hótelerfinginn Paris Hilton sýnir matreiðsluhæfileika sína, Júlía Margrét er búin að horfa á Cooking with Paris Og við fáum sorgarfréttir úr tónleikalífinu, Iceland Airwaves hefur verið frestað (AFTUR!). Við spjöllum við Ísleif Þórhallsson, framkvæmdastjóra Senu Live.
9/2/202152 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Dýrið, Drífa Líftóra, Skítalækurinn og sótthreinsaðir Sex Pistols

Við förum í skoðanaferð um vinnustofu fata-og textílhönnuðarinns Drífu Líftóru. Hún sýnir okkur græjurnar sínar og fatalínuna sem hún sérsaumar eftir pöntunum í mynstri sem hún þrykkir sjálf, en þar sækir hún innblástur í eigin myrkfælni og, af einhverjum ástæðum, kvikmyndina Hellraiser. Við förum til Tékklands, á kvikmyndahátíðina Karlovy Vary þar sem Ásgeir H Ingólfsson sá íslensku kvikmyndina Dýrið og nýjustu mynd ísraelska leikstjórans Nadav Lapid, hnéskeljar Ahed. Magnús Thorlacius eyddi sumrinu í að rannsaka sjálfsmynd Kópavogs. Hann skoðaði atburði í sögu bæjarfélagsins og kennileiti þess út frá óvæntum sjónarhornum og ætlar að setja niðurstöður sínar í samhengi fyrir okkur í pistlaröð á næstu vikum. Magnús byrjar á að velta sér upp úr skítalæknum. Og nýir sjónvarpsþættir um pönksveitina Sex Pistols bera á góma.
9/1/202155 minutes
Episode Artwork

Kanye, klósettmenning og konan sem þrífur

Það er alltaf stórviðburður í poppheiminum þegar ný plata kemur frá rapparanum Kanye West, enda er hann einhver skærasta og útreiknanlegasta stjarnan í dægurtónlist samtímans. Tvö ár eru frá síðustu plötu hans Jesus is King, en Kanye hefur ekki setið auðum höndum því á sunnudag kom út 27 laga platan Donda. Davíð Roach Gunnarsson sökkvir sér ofan í Dondu. Við pælum í mannaskít og klósettmenningu í Lestinni í dag. Ferðumst frá fyrstu salernum Mesópótamíu og yfir í gömlu almenningsklósettin í Bankastræti Núll þar sem Hannes Agnarson Johnson sýndi um helgina ljósmyndir sem hann hefur tekið af hundruðum klósetta undanfarinn áratug. Og við veltum fyrir okkur 40 ára gömlu ljóði sem á af einhverjum ástæðum óþægilega vel við enn í dag.
8/31/202157 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Má ég sparka?

Lestin snýr aftur úr sumarfríi og veður beint í boltann. Þáttur dagsins er tileinkaður fótbolta, þeirri fögru íþrótt, en þó alls ekki íþróttinni sjálfri heldur því sem gengur á hjá fólkinu allt í kringum hana, menningu og ómenningu íslensku fótboltahreyfingarinnar. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri Enska boltans í Sjónvarpi Símans, Sævar Pétursson framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, og stjórnarmeðlimur í Íslenskum toppfótbolta, ÍTF, og Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ sem bauð sig fram til formanns KSÍ árið 2007 setjast með okkur í hljóðstofu og kryfja stöðuna sem upp er komin í efstu röðum Knattspyrnusambands Íslands.
8/30/202155 minutes
Episode Artwork

Fótbolti og fórnarkostnaður, kínverski kommúnistaflokkurinn, þreyta

Þetta er seinasti þáttur Lestarinnar fyrir sumarfrí og, við erum svolítið þreytt. Ekki á ykkur, elsku hlustendur, bara á því að sitja við skrifborðið og á öllu þessu erfiða sem er í fréttum og við reynum að fjalla um og okkur finnst við eiga að fjalla um og trúum því ekki að við þurfum ennþá að fjalla um... svo í dag tölum við við Nönnu Hlín Halldórsdóttur, doktor í heimspeki og nýbakaða móður sem rannsakar þreytu, bæði í vinnunni og einkalífinu, sem nýbökuð móðir. Mikil hátíðarhöld hafa farið fram í alþýðulýðveldinu Kína í dag, því er fagnað að fyrir nákvæmlega öld var kommúnistaflokkur landsins stofnaður í Sjanghæ. Á hundrað árum hefur fámennur hópur róttæklinga orðið að einhverjum valdamesta afli á jörðinni. Við kynnum okkur kínverska kommúnistaflokkinn og heyrum um viðhorf kínverja til hans. Ingólfur Eiríksson flytur okkur sitt sjötta bréf til Birnu. Meðal þess sem ber á góma eru starfsumsóknir, samkennd og evrópumeistaramót í fótbolta - en eins og álfan sat Ingólfur í losti ásamt föður sínum fyrir framan sjónvarpið þegar danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen hneig niður.
7/1/202155 minutes
Episode Artwork

Biskup yfir sjálfum sér, Lexi Picasso, og Frjálsir menn á Cannes

Við hringjum til Nairobi í Kenýa og ræðum við rapparann Lexa Picasso sem er þar búsettur um þessar mundir. Lexi bjó lengi í Atlanta höfuðborg rappsins í Bandaríkjunum og vakti mikla athygli þegar hann flaug í einkaþyrlu inn á sviðið í íslensku rappi árið 2016. Við ræðum við Lexa um lífið í afríku, um föðurhlutverkið og nýja plötu sem hann er að leggja lokahönd á, þar sem hann rappar í fyrsta skipti á hinu ástkæra ylhýra. Frie mænd nefnist útskritftarverkefni leikstjórans Óskars Kristins Vignissonar úr danska kvikmyndaskólanum. Þessi hálftíma grínmynd um tvo lánlausa starfsmenn í fiskvinnslu í danmörku hefur verið valin til sýninga á kvikmyndahátíðinni í Cannes, en þetta er í fyrsta skipti í 18 ár sem nemandi úr skólanum fær inni á hátíðinni með útskriftarverkefni sitt. Við ræðum við Óskar í Lestinni í dag um Cannes, um danska kvikmyndaskólann og kúnstina að gera kómedíur. Og við köfum ofan í eina af yfirstandandi sýningum safnasafnsins: sýningu tengda manni sem var ?biskup? yfir sjálfum sér, sýningu sem inniheldur bæði frímerkja mósaík og HM 95 trefil, sýningu sem fylgir dularfull ráðgáta sem safnstjórinn leitar svara við.
6/30/202155 minutes
Episode Artwork

Britney, grafin tónlist, óumbeðnar kvittanir og Góðan daginn faggi

Góðan daginn faggi er einleikur þar sem fertugur söngleikjahommi, Bjarni Snæbjörnsson leikari, leitar skýringa á skyndilegu taugaáfalli sem hann fékk upp úr þurru einn blíðviðrisdag. Og já, verkið er að sjálfsögðu söngleikur. Ég er ekki hamingjusöm, sagði Britney Spears við dómarann í Los Angeles sem hefur sjálfræðismál hennar á sínum snærum. Skyldi engann undra. Á síðustu misserum hafa aðstæður hennar sem líkja má við vinnuþrælkun, smám saman orðið almenningi ljósar, en í vitnisburði Spears kom einnig fram að hún hafi verið svipt frjósemi sinni með hormónalykkjunni, nauðug viljug. Við heyrum svo í Hildi Maral sem fer fyrir plötuútgáfunni Mercury KX, sem er undirfyrirtæki Decca. Útgáfan fer óhefðbundna leið við útgáfu á nýrri plötu skoska tónlistarmannsins Erlands Coopers en eina eintak plötunnar verður grafið í jörð á Orkneyjum og látin óhreifð næstu þrjú árin, ef enginn hefur rambað á hana fyrr verður hún gefin út nákvæmlega eins og jörðin skilar henni af sér. En við ætlum að byrja á sannri sögu úr samtímanum. Jónas Reynir Gunnarsson, rithöfundur, flytur fyrir okkur færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum twitter í gær.
6/29/202154 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Safnasafnið, Chaplin tvíburarnir og hugarheimur Jóhanns Jóhannsson

Tónskáldið og kvikmyndagerðarmaðurinn Jóhann Jóhannsson lést langt fyrir aldur fram árið 2018. Indí, diskó, rafrænar hljóðtilraunir og kvikmyndatónlist, allt þetta og meira tók hann þessi fjölhæfi listamður sér fyrir hendur á meira en þriggja áratugalöndum tónlistarferli. The creative space of Jóhann Jóhannsson er umfangsmikið verkefni þar sem sköpunaraðferðum og listferli Jóhanns verða gerð skil í heimildarmynd, veglegu bókverki og gagnasafni. Orri Jónsson kemur og segir frá verkefninu og ástæðum þess að farið var af stað. Við rennum úr höfuðborginni norður á bóginn, inn á Safnasafnið á Svalbarðsströnd þar sem við fáum leiðsögn um nokkrar af sýningum ársins og ræðum við safnstjórann Níels Hafstein um íslenska alþýðulist. Og Melkorka Gunborg Briansdóttir segir okkur sérkennilega sögu bresku tvíburanna Fridu og Gretu Chaplin sem lifðu algjörlega samhæfðu lífi, klæddu sig eins og töluðu samtímis.
6/28/202155 minutes
Episode Artwork

Skrattar. tónlist fyrir kindur og N-fjórir

Við lítum við hjá einu sjónvarpsstöð landsins með höfuðstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins. N fjórir skilgreinir sig sem landsbyggðamiðil og dagskráin ber þess svo sannarlega merki en digurbarkaleg borgarbörn ættu að fara varlega í að kalla N fjóra ?lítin? fjölmiðil. Við ræðum við tónskáldið og gítarleikarann Hafdísi Bjarnadóttur um nýtt verkefni hennar og Passepartout Dúósins.En þau vinna nú að tónlist sem á að höfða til sauðkindarinnar ekki síður en mannfólksins. Og við tökum forskot á sæluna og rýnum í nýja plötu Skratta, plötuna Hellraiser IV sem kemur út á næstunni. Davíð Roach Gunnarsson sekkur sér í djöfullegan tónheim sveitarinnar.
6/24/202151 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Daníel Laxness, Powerhouse/Spennistöð, Feminísk heimspeki

Nú á dögunum kom út mikið og þykkt safnrit, Handbók Oxford um Feminíska heimspeki, þar sem reynt er að ná utan um ýmsar stefnur og strauma, já og spurt hvað það eiginlega er, feminísk heimspeki. Annar ritstjóranna er Ásta Kristjana Sveinsdóttir prófessor í heimspeki við ríkisháskólann í San Francisco. Ásta sest um borð í Lest dagsins. Við hringjum til Seyðisfjarðar og ræðum við tónlistarmanninn og plötuútgefandann Daníel Laxness, sem kallar sig Daníel Ness. Eins og nafnið gefur til kynna er Daníel barnabarnabarn nóbelsskáldsins en hann hefur alist upp og er allrajafna búsettur í London. Og Lestin brunar svo til Hjalteyrar þar sem sýniningin Powerhouse/Spennistöð opnar um helgina. Þar koma saman verk ólíkra listamenn sem ekki hafa mæst áður: Vídeóverk, teikningar og skúlptúrar sem tendra vélarafl umhverfisins að nýju: Þenja strengi, byggja upp spennu, umbreyta, hreyfa og keyra áfram.
6/23/202155 minutes
Episode Artwork

Katla gagnrýnd, Holy Hrafn, Icedocs og Kaktus

Við rýnum í Kötlu, nýja sjónvarpsþætti Baltasars Kormáks og Netflix. Júlía Margrét Einarsdóttir sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar spændi í gegnum þættina átta um helgina eins og svo margir aðrir, og hún segir okkur hvað henni finnst. Við heimsækjum grasrótargalleríið Kaktus á Akureyri þar sem norðlenskir listamenn rækta andann. Og tónlistarmaðurinn Holy Hrafn sest um borð í Lestina og segir frá nýrri plötu sem hann gaf út á dögunum, S.S. Tussunæs. En við byrjum á heimildarmyndum. Ingibjörg Halldórsdóttir frá heimildarmyndahátíðinni Icedocs sem hefst á morgun á Akranesi, og stendur yfir fram á sunnudagskvöld, mætir og segir okkur frá því helsta á hátíðinni í ár.
6/22/202153 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Vofufræði, líkamsvirðing á youtube, síðasta kvöldið í Hannesarholti

Á laugardagskvöldið var afrísk menning allsráðandi við Grundarstíg í Reykjavík. Björk Guðmundsdótti þeytti skífum með taktföstum afrískum tónum og gambíski kokkurinn Alex Jallow galdraði fram dýrindis kvöldverð. Allt átti þetta sér stað í skugga þeirrar vitneskju að daginn eftir myndi rýmið - Hannesarholt - loka dyrum sínum. Melkorka Gunborg Briansdóttir fjallar um Youtube-rásina Style like you, þar sem bandarískar mæðgur með áhuga á tísku og stíl spyrja fjölbreytta viðmælendur sínar spjörunum úr, bókstaflega, en í lok situr viðmælandann varnarlaus og hálfnakinn á nærfötunum einum fata. Og við veltum fyrir okkur vofum með Veru Knútsdóttur sem varði fyrir helgi doktorsritgerð sína um vofulegar minningar í íslenskri menningu.
6/21/202155 minutes
Episode Artwork

Konur/menn, Vináttuvél, Skuggahverfið, A Quiet Place II, Koddahjal

Eftir því sem tölvuleikjaiðnaðurinn hefur stækkað hafa áhrif hans orðið víðtækari, efnahagslega, menningarlega og ekki síst á persónuleg samskipti fólks. Einstaklingar spjalla, þeir kynnast, verða vinir, fella hugi saman í gegnum stafræna hliðarheima tölvuleikjanna. Tölvuleikir geta á vissan hátt virkað eins og vináttuvélar. Það er að minnsta kosti kenningin sem liggur að baki nýju netnámskeiði Háskóla Íslands sem er unnið í samstarfi við tölvuleikjaframleiðandann CCP. Annar kennara námskeiðsins, Ársæll Arnarson, heimsækir Lestina í dag og ræðir vináttuna. Við rýnum í tvær nýjar kvikmyndir í þætti dagsins, hryllingsmyndina A Quiet Place 2 eða Þöglavík, eins og Ásgeir H. Ingólfsson kvikmyndagagnrýnandi þýðir það, og nýja íslenska kvikmynd á ensku, Shadow Town, Skuggahverfið. Við gerum okkur ferð á Borgarbókasafnið í grófinni þar sem innsetningin Koddahjal - Endurhlaða eftir Sonju Kova?evi? var opnuð á dögunum. Framsetningin er einföld ; hátalarar hafa verið settir á samanbrjótanlega bedda, eins og notaðir eru sem rúm fyrir hælisleitendur og úr hátölurum heyrast síðan frásagnir flóttamanna á Íslandi. Í tilefni kvenréttindadagsins 19. júní veltum við fyrir okkur staðhæfingu Vigdísar Finnbogadóttur frá 1980 að þjóðin ætti ekki að kjósa hana vegna þess að hún væri kona heldur af því að hún væri maður.
6/16/202155 minutes
Episode Artwork

Súpersport!, afturfætur fíls, Að-liggja-út-af-ismi, hvíta Hollywood

Við fáum þriðja og síðasta pistilinn frá Xinyu Zhang bókmenntafræðing í pistlaröð sem hefur yfirskriftina Formsatriði. Að þessu sinni veltir hann fyrir sér andstæðunum að standa upp og leggjast út af, og segir meðal annars frá hreyfingu og hugmyndafræði sem mætti kalla ?að-liggja-út-af-isma" en sífellt fleiri kínversk ungmenni nota þá athöfn eða athafnaleysi sem felst í að liggja út af sem andspyrnu gegn væntingum samfélagsins um virkni og velgengni. Melkork Gunborg Briansdóttir flytur innslag byggt á viðtölum hennar við þrjár ungar konur um stöðu kvenna í heimalöndum þeirra. Viðtalið var tekið árið 2017, en á enn vel við. Ein er frá Eistlandi, önnur frá Pakistan og sú þriðja frá Tælandi, en þar er hlutverki kvenna líkt við afturfætur fíls. Við höldum svo áfram að rýna í það hvernig ýmis konar annarleg sjónarmið hafa haft áhrif á framleiðslu Hollywood-kvikmynda í gegnum tíðina. Að þessu sinni fjallar Steindór Grétar Jónsson um hugmyndafræði hvitrar kynþáttahyggju og hvernig hún hefur mótað kvikmyndasöguna. Og við fáum til okkar hljómsveitina Súpersport sem var að gefa út fyrsta lagið af væntanlegri fyrstu breiðskífu sinni, Tveir dagar. Þau ætla að spjalla við okkur og leika lifandi tónlist hér í útvarpshúsinu, troða sér inn í hljóðver númer 9.
6/15/202151 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Baltasar Kormákur: Katla og Idris Elba, Hollywood og heima

Við hringjum til Suður Afríku og ræðum við Baltasar Kormák, kvikmyndaleikstjóra. Hann er þar staddur við tökur á kvikmyndinni Beast með Idris Elba í aðalhlutverki. Á sama tíma er verið að frumsýna eitthvað stærsta sjónvarpsverkefni íslandssögunnar, náttúruvísindafantasíuna Kötlu, sem Baltasar á heiðurinn af. Baltasar ræðir einnig um vísindi og þjóðtrú, Hollywood og íslenskan-kvikmyndaiðnað.
6/14/202155 minutes
Episode Artwork

Plötubúðir, fyrsta platan, nýja Gusgus platan (og skemmdarverk)

Við einbeitum okkur að plötum og plötubúðum í tilefni af alþjóðlega plötubúðadeginum sem verður haldinn hátíðlegur nú á laugardag. Þó að hægt sé að nálgast endalaust magn tónlistar á streymisveitum á borð við Spotify er enn margir sem kaupa plötur og geisladiska, og eldhugar eru meira að segja enn að opna nýjar plötubúðir. Plötubúðin.is opnaði sem netverslun í byrjun síðasta árs en hefur nú opnað verslun í Trönuhrauni í Hafnarfirði. Við heimsækjum búðina í Lest dagsins. Í meira en aldarfjórðung hefur GusGus verið í framvarðasveit danstónlistarinnar. Meðlimaskipan hefur breyst reglulega í gegnum tíðina og nú hefur sveitin bætt við sig Margréti Rán Magnúsdóttur söngkonu úr hljómsveitinni Vök. Hún spilar stórt hlutverk á nýjustu plötu Gus Gus, Mobile Home, en Davíð Roach Gunanrsson rýnir í plötuna í þættinum. Það eru margir tengdir sterkum tilfinningaböndum þeirri plötu, kasettu eða geisladisk sem þeir keyptu fyrst. Í Lestinni í dag fáum við nokkra vel valda tónlistarunnendur í útvarpshúsinu til að segja okkur frá fyrstu plötunni sem þeir keyptu. En við byrjum á örstuttu símtali um skemmdarverk á listasýningu í Gerðubergi.
6/10/202155 minutes
Episode Artwork

Haki, Sweet Tooth og listsköpun með jaðarhópum

Síðastliðin tvö ár hefur listkennsludeild Listaháskólans unnið að uppbyggingu nýrrar námslínu við deildina, sniðna að listamönnum sem vilja vinna með jaðarhópum, og nýta listina til að stuðla að velferð, tengslamyndun og valdeflingu. Verkefnið verður kynnt á sérstakri málstofu á morgun en við fáum forsmekkinn í Lestinni í dag, þar sem þær Kristín Valsdóttir og Halldóra Arnardóttir segja okkur meðal annars frá vinnu sinni með Alzheimer sjúklingum. Við horfum inn í heim þar sem samfélagið hefur þurrkast út vegna banvænnar veiru, þar sem öll börn fæðast sem einvherskonar krúttlegir blendingar af mönnum og dýrum. Katrín Guðmundsdóttir rýnir í sjónvarpsþættina Sweet Tooth á Netflix. Tónlistarmaðurinn Haki heimsækir Lestina á eftir, en það styttist í aðra breiðskífu þessa 19 ára rappara, Undrabarnið, sem kemur út á næstu vikum. Við ræðum samstarf við Bubba, Hverfisgötuna og hvort ný kynslóð íslenskra rappara sé að stíga fram á sjónarsviðið um þessar mundir.
6/9/202153 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Svefnhöfgaskynjun, aðvaranir, Emoji-hrun og stríðsáróður í bíó

Við höldum áfram að sökkva okkur ofan í sögu annarlegra hagsmuna við gerð Hollywood-kvikmynda. Að þessu sinni ræðir Steindór Grétar Jónsson um samkrull skemmtanaiðnaðarins og Bandaríkjahers, eða það sem kallað hefur verið á ensku ?the military-entertainment complex?. Líklega hafa konur alltaf haft leiðir til að vara hvora aðra við óþægilegum, ágengum eða hættulegum karlmönnum, alltaf getað hvíslað sín á milli og vonað að skilaboðin berist réttum eyrum áður en það er.. um seinan. Á síðustu árum hafa boðleiðirnar orðið styttri, fundið sér leiðir í svokölluðum hvíslkerfum á veraldarvefnum en stundum líkur hvísluleiknum með því að einhver segir nafn þess sem rætt er um stundarhátt. Það gerðist í gær, þegar nafn lansþekkts listamanns var loks sagt í fjölmiðlum eftir margra vikna hvísl. Við skoðum aðvaranir og afsakanir. Við sláum á þráðinn til Ástralíu og ræðum við eitt heitasta númerið í neðanjarðardanstónlist í dag, hinn tvítuga pródúsent Mutant Joe, sem segir okkur frá upplifunum sínum af svokölluðum svefnhöfgaskynjunum, ofsjónum milli svefns og vöku, og nýju plötunni hans Draumspilli ? Dream corruptor - sem byggir á þessum upplifunum. Við byrjum hins vegar á internetinu. Í morgun var ég að flakka milli vefsíða í leit að erlendu umfjöllunarefni fyrir þátt dagsins, fór á milli fréttamiðla og samfélagsmiðla þegar eitthvað byrjaði að klikka. ?Error 503 service unavailable? stóð á skjánum þegar ég reyndi að opna fréttasíðu á eftir fréttasíðu. Eftir að hafa slökkt og kveikt á ráternum heima hjá mér sá ég að vandamálið var ekki mín megin. Gat þetta verið stór netárás, hugsaði ég? New York Times, Guardian, BBC, CNN lágu allar niðri auk netsíða eins og Reddit og Twitch, og svo voru undarlegir hluti í gangi á Twitter, þar birtust engin lyndistákn, emojis. Þetta var ekki bara fréttahrun heldur líka emoji-hrun. Hvaða hakkarar væru svo andstyggilegir að taka frá okkur lyndistáknin. Það var allavegana útséð að ég myndi örugglega ekki finna neitt umfjöllunarefni fyrir þáttinn á fréttasíðunum. Þess í stað ákvað ég að reyna að skilja hvað hafði átt sér stað og bauð sérfræðingi hingað í hljóðverið.
6/8/202153 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

List í frumskógi, skiptinám, Curious og höfundarréttur gervigreindar

Í síðustu viku ræddi Lára Herborg Ólafsdóttir lögfræðingur við okkur um reglugerðardrög evrópusambandsins um gervigreind og þau tækifæri og hindranir sem felast í að setja skorður á sköpun hennar. Í dag segir hún okkur frá einni hindruninni, álitamálum um höfundarrétt þar sem mögulegur höfundarréttur apa gæti verið fordæmisgefandi. Melkorka Gunborg Briansdóttir mun flytja okkur pistla hér í Lestinni næstu mánudaga og pistli sínum í dag frá óvenjulegu skiptinámi í London á tímum heimsfaraldurs, mannlausar götur og súrrealískar messur koma meðal annars við sögu. Við heyrum líka um nýja kvikmynd hollenska listamannsins og pólitísku broddflugunnar Renzo Martens, mynd sem nefnist White Cube, en þar gerir hann tilraun til að tengja saman tvo gjörólíka en þó tengda heima, pálmaolíuplantekrur stórfyrirtækisins Unilever í einu fátækasta ríki heims, og listasöfn í stórborgum Evrópu sem eru styrkt af þessu sama stórfyrirtæki. En við ætlum að byrja á djamminu. Síðasti þáttur Lestarinnar, nú á fimmtudag var tileinkaður djamminu. Við ræddum næturhagkerfið, röktum sögu djammtónlistar og kíktum á röltið um hinsegin skemmtistaðasögu Reykjavíkur með Guðjóni Ragnari Jónssyni. Þegar við settumst niður, fótalúin eftir labbið, rákumst við á annan einstakling með sterk tengsl við samtíma sögu hinsegin djammsins. Hún er þáttastjórnandi á KissFM, hún er rappari og meðlimur Reykjavíkurdætra og hún rak til skamms tíma, hinsegin skemmtistað.
6/7/202155 minutes
Episode Artwork

Lifi djammið!

Í þætti dagsins veltum við fyrir okkur samlífi og gagnvirkum áhrifum skemmtanalífs og nýsköpunar í tónlist. Við fræðumst um rannsóknir á næturhagkerfinu, við röltum milli sögufrægra hinsegin skemmtistaða og við skellum okkur á skrallið í Reykjavík. Milli innslaga í dag heyrum við stutt brot úr íslensku næturlífi í gegnum árin: Könnun útvarpsmannsins Páls Heiðars Jónssonar á skemmtanalífinu í Reykjavík 1973, göngutúr Markúsar Arnar Antonssonar þáverandi borgarstjóra um miðbæinn eftir lokun árið 1990, heimsókn nokkurra kvenna á skemmtistaði árið 1993 á vegum sjónvarpsþáttarins Dagsljóss, og goðsagnakennda þjóðfélagsgreiningu Páls Óskars Hjálmtýssonar úr heimildarmyndinni Popp í Reykjavík frá árinu 1998.
6/3/202155 minutes
Episode Artwork

Master of None, gervigreindarlögfræði, Hraunborgir

Í þætti dagsins veltum við fyrir okkur möguleikanum á því að nota hraunrennsli úr eldgosum á borð við það sem nú stendur yfir á Reykjanesi til þess að búa til undirstöður nýrra og umhverfisvænni borga. Þetta hljómar kannski fjarstæðukennt en arkitektarnir og mæðginin Arnhildur Pálmardóttir og Arnar Skarphéðinsson segja það þó ekkert fáránlegra en mengandi byggingariðnaður dagsins í dag. Við heyrum um þriðju þáttaröð rómantísku gaman-seríunnar Master of None en hún er sú fyrsta sem kemur út eftir að ung kona sagði nafnlaust frá stefnumóti með skapara og aðalleikara þáttanna Aziz Ansari og sagði hann hafa verið ágengan, óþægilegan og fara langt yfir mörk hennar. Júlía Margrét Einarsdóttir er hins vegar ánægð með nýju seríuna og hvernig höfundar þáttanna vinna úr málinu. Veraldarvefurinn er á einhvern máta eitt villtasta vestur samtímans sem erfitt er að koma böndum á. Þó freistar evrópusambandið þess ítrekað, fyrst svo eftir var tekið, með persónuverndarreglugerð og nú með nýjum reglum um gervigreind. Við fáum Láru Herborgu Ólafsdóttur lögmann til þess að útskýra fyrir okkur um hvað málið snýst.
6/2/202155 minutes
Episode Artwork

Gjörningur til sölu, litir gamalla húsa, annarleg sjónarmið í bíó

Ef þú kíkir inn á vefsíðu Gallerí Foldar hlustandi góður þá getur þú ekki bara boðið í olímálverk, prent eða skúlptúra, þú getur freistað þess að eignast gjörning sem hófst í nóvember í fyrra og stendur enn yfir. Það er listamaðurinn Odee sem býður til sölu stafrænt upprunavottvorð fyrir gjörninginn Mom Air, en í lok síðasta árs blekkti hann fjölda fólks og fjölmiðla með falskri ásýnd nýs flugfélags. Við sökkvum okkur ofan í sögu duldar markaðssetningar í Hollywood kvikmyndum. Þetta er fyrsti pistillinn af þremur þar sem Steindór Grétar Jónsson veltir fyrir sér annarlegum sjónarmiðum við framleiðslu kvikmynda. James Bond og Josie and the Pussycats koma meðal annars við sögu. Og við veltum fyrir okkur híbýlanna litadýrð. Húsaverndarstofa vinnur nú að útgáfu leiðbeiningabæklings sem aðstoða á fólk við viðeigandi val á litum á húsamálningu eftir aldri og hönnun bygginganna. Alma Sigurðardóttir og Hjörleifur Stefánsson hjá Húsverndarstofu ræða um húsamálningu og val á réttu hefðbundnu litunum á hús
6/1/202155 minutes
Episode Artwork

Réttarlæknisfræði fyrir rithöfunda, talað við vegg og Ólafur Kram

Í síðustu viku fór hin árlega hljómsveitakeppni Músíktilraunir fram eftir að hafa fallið niður í fyrra. Úrslitakvöldið fór fram í Hörpu á laugadag og þá kepptu 12 hljómsveitir og listamenn um sigurinn. Hljómsveitin Grafnár lenti í þriðja sæti, Eilíf sjálfsfróun var í öðru sæti en sigurvegarinn var kvintettinn Ólafur Kram. Þau stíga um borð í Lestina undir lok þáttar og segja okkur hvernig tilfinning það er að vinna Músíktilraunir. Pétur Guðmannsson réttarlæknir hefur á síðustu árum orðið var við mikinn áhuga á störfum sínum, ekki síst frá rithöfundum sem vilja vera vissir um að lýsingar þeirra á morðrannsóknum standist skoðun. Því ákvað Pétur að halda námskeið í haust, í réttarlæknisfræði fyrir rithöfunda. Og við fáum pistil númer tvö frá Xinyu Zhang (Sinn-juu Djang) bókmenntafræðing og þýðanda í pistlaröð sem hefur yfirskriftina Formsatriði. Að þessu sinni talar hann um veggi og gagnsemi þess að tala við veggi.
5/31/202155 minutes
Episode Artwork

Krufning á sjálfsmorði, Ash Walker, Yung Lean og Friends endurfundir

Það hafa margir beðið með eftirvæntingu eftir sérstökum Friends-endurfundaþætti sem kom út í dag. Vinir nutu áður óséðra vinsælda þegar þeir voru sýndir á árunum 1994 til 2004, og halda áfram að draga til sín nýja og nýja áhorfendur. Í Lestinni í dag veltum við fyrir okkur áhrifum og arfleifð Friendsþáttanna með Grétu Kristínu Ómarsdóttur, leikstjóra. Ash Walker hefur getið sér gott orð í danstónlistarsenu Lundúna með því að blanda saman sál, jazz, rhythma & blús, og latínusmellum. Davíð Roach gunnarsson segir frá þessum taktvissa tónlistarmanni og plötusnúð í Lestinni í dag. Við kíkjum svo á leiklistarnema sem undirbúa nú útskriftarsýningu sína, Krufning á sjálfsmorði nefnist verkið sem verður frumsýnt um helgina. Meira um það á eftir. En við byrjum á emórappi.
5/27/202155 minutes
Episode Artwork

BSÍ, hljóðgervlar, Apausalypse, Sprettfiskur á Stockfish

Á laugardag fögnuðu áhugamenn um hljóðgervilinn, synthesizerinn, alþjóðlegum degi hljóðfærisins. Dagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim á fæðingardegi Roberts Moog sem fann upp fyrsta hljóðgervilinn. Hér á landi var deginum fagnað með hljóðgervlamessu í borgarbókasafni Reykjavíkur. Lestin kíkti við, prófaði græjurnar og ræddi við syntha-áhugafólk. Kvikmyndahátíðin Stockfish fer fram þessa dagana í Bíó Paradís. Í þættinum í dag rýnir Ásgeir Ingólfsson í nýja íslenska heimildarmynd Apausalypse sem er frumsýnd á hátíðinni og segir frá myndum í stuttmyndahluta hátíðarinnar, Sprettfisknum svokallaða, sem fór fram um helgina. Indípoppsveitin BSÍ gaf út sína fyrstu breiðskífu á dögunum, plata sem skiptist í tvennt eftir takti og viðfangsefnum, Fyrri parturinn nefnist Stundum þunglynd... og sá síðari En Alltaf andfasískt. Við ræðum við tvíeykið BSÍ um pólitíska texta og hvað það þýðir að spila pönk.
5/26/202155 minutes
Episode Artwork

Rappettur í fjölmiðlum, bandamenn gegn undirokun, Hjartasteinn

Óli Valur Pétursson meistaranemi í fjölmiðla- og boðskiptafræði við Háskólann á Akureyri skilaði lokaritgerð sinni á dögunum: viðtalsrannsókn um upplifun rappara ? og þá sérstaklega kvenkyns rappara - á fjölmiðlaumfjöllun. Hann deilir með okkur nokkrum af sínum megin niðurstöðum og sögunum sem hann fékk að heyra við gerð rannsóknarinnar. Hvernig stöndum við með undirokuðum og minnihlutahópum, hvernig sýnum við samstöðu og hvernig erum við bandamenn hópa í réttindabaráttu? Chanel Björk Sturludóttir ræðir um samstöðu og bandamenn við Hjalta Vigfússon og Miriam Petru Awad. Á sunnudag lauk heimildaþáttaröðinni Ísland Bíóland eftir Ásgrim Sverrisson, sem má vafalaust segja að sé brautryðjendaverk, 10 þátta röð um sögu íslenskra kvikmynda. Það hefur verið halfgerð kvikmyndaveisla á RÚV undanfarna mánuði þar sem fjöldi íslenskra mynda hafa verið sýnda og gerðar aðgengilegar í spilara RÚV. Við í lestinni höfum tekið þátt með því að ræða við Ásgrím um þær myndir, þá íslensku bíóklassík, sem hefur verið sýnd á eftir þættinum hvert sunnudagskvöld og nú ræðum við um kvikmyndina Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson.
5/25/202154 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Kristín Þorkels drottning grafískrar hönnunar

Sumir myndu kalla fimmtudagsviðtölin í Lestinni drottningarviðtöl og það er svo sannarlega nafn með rentu í þetta skiptið. Fimmtudagsgestur Lestarinnar þessa vikuna er Kristín Þorkelsdóttir, myndlistarkona og einn helsti brautryðjandi landsins á sviði grafískrar hönnunar. Hún á ótal þjóðþekkt verk sem voru og eru hvað mest áberandi í hversdagsleikanum: matarumbúðir, bækur, vörumerki, og peningaseðla - en nú stendur yfir sýning í Hönnunarsafni Íslands, þar sem gefur að líta verkin sjálf og í sumum tilvikum, skissur og uppköst að þeim.
5/20/202155 minutes
Episode Artwork

Eikonomics, Kolkrabbakennari og þöggunarsamningar

Metoo bylgja síðustu vikna fleytti sumum sögum upp á yfirborðið. Aðrar mara enn í undiröldunni. Undanfarið hefur ein slík risið hærra og hærra, saga af þjóðþekktum einstakling sem sagður er krefja fólk sem hann sængar með um undirritun NDA samnings ? nokkurs konar loforð um trúnað. En ef slíkir samningar eru gerðir, standast þeir lög? Við ræðum NDA samninga við Védísi Evu Guðmundsdóttur lögmann. Á dögunum kom út bókin Eikonomics, hagfræði á mannamáli, þar sem Eiríkur Ragnarsson notar tæki hagfræðinnar til að velta fyrir sér hver á að vaska upp eftir matinn, af hverju fleiri atvinnuíþrótta eru fæddir í janúar en aðra mánuði, og af hverju tónlistarmenn verða óvinsælli með aldrinum. Katrín Guðmundsdóttir sjónvarpsrýnir kemur svo við í Lestinni og segir frá heimildarmyndinni My Octupus Teacher, Kolkrabbakennarinn minn, sem fjallar um stórmerkilega vinátta manns og kolkrabba, mynd sem hlaut óskarsverðlaunin sem besta heimildarmyndin nú á dögunum.
5/19/202155 minutes
Episode Artwork

Stepbrothers með Will Ferrell, Sideproject ogg útlendingaandúð

Veiran kom fyrst yfir landamærin snemma árs 2020, kannski með skíðafólki úr efri lögum samfélagsins, kannski eitthvað fyrr. Á síðustu mánuðum hafa augu samfélagsins hinsvegar beinst að öðrum hópum: farandverkafólki og innflytjendum, og umræðan varð á tíma svo hatrömm að þríeykinu þótti ástæða til að vara við henni. Chanel Björk Sturludóttir grípur hljóðnemann í Lestinni í dag og ræðir við mannfræðinginn Önnu Wojty?ska um útlendingaandúð í orðræðu og athöfnum íslendinga í heimsfaraldri. Ingólfur Eiríksson flytur okkur sitt fimmta og síðasta bréf til Birnu. Að þessu sinni er það ábyrgð og alvara fullorðinsáranna sem er viðfangsefnið, atvinnuviðtöl og húsnæðislán, og lífsviskan og náungakærleikurinn í grínmyndinni Stepbrothers með Will Ferrell. Og raftónlistartríóið Sideproject heimsækir Lestina, en nokkuð suð hefur verið í kringum sveitina í tilraunakenndari kimum reykvísku jaðartónlistarsenunnar. Þeir ræða um nýjustu plötu sína Radio Vatican EP og það hvernig best er að tala um raftónlist og hvernig þeir sjá fyrir sér hljóðin.
5/18/202155 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Eygló x Hugleikur, Vonarstræti, að kunna ekkert annað og Hönnunarmars

Hin árlega hönnunarhátíð Hönnunarmars hefst á miðvikudag, tveimur mánuðum á eftir áætlun. Alfrun Palsdóttir kynningarstjóri heimsækir lestina í síðari hluta þáttarins og segir frá hátíðinni. Og meira af hönnun. Hún var fatahönnuður, hann teiknaði myndasögur. Gæti einu sinni Avril Lavigne gert þetta nokkuð augljósara? Jú kannski, því í fyrstu virðast Eygló og Hugleikur Dagsson ekki augljós samsetning listamanna en nú hafa þau engu að síður unnið saman að fatalínu sem sýnd verður á hönnunarmars. En hvernig föt eru þau eiginlega að sýna? Xinyu Zhang (Sinn-ju Dhjang), bókmenntafræðingur og þýðandi, flytur okkur pistil í Lestinni í dag um það ?að kunna ekkert annað? og hvað þetta þýðir í raun og veru. En við byrjum vikuna eins og alltaf þessa dagana á íslenskri bíóklassík. Í þetta sinn er það Vonarstræti.
5/17/202155 minutes
Episode Artwork

Nightclubbing, Gagnamagns-búningar, AR-tækni, íslenskufasismi

Tæknin er að breyta raunveruleika okkar. Hin svokallaða AR-tækni, augmented reality eða breyttur veruleiki felst í því að færa stafrænar upplýsingar úr snjalltækjum og inn á sjónsvið okkar. Í gegnum snjallgleraugu og í náinni framtíð jafnvel í linsur. Við ræðum um viðbættan veruleika við Þorgeir F. Óðinsson, framkvæmdastjóra tölvuleikjafyrirtækisins Directive Games. Í gær voru 40 ár síðan fimmta stúdíó plata jamaísku tónlistarkonunnar Grace Jones kom út. Sú heitir Nightclubbing og er í miklu uppáhaldi hjá tónlistargagnrýnanda Lestarinnar, Davíð Roach Gunnarssyni. Lovísa Tómasdóttir ólst upp í næstu sveit við Árný Fjólu Ásmundsdóttur og núna er hún fatahönnuður Gagnamagnsins. Við hringjum til Rotterdam þar sem Lovísa lifir í draumi. Í síðustu viku birtist umslag á skrifborði Nichole Leigh Mosty, forstöðumanns Fjölmenningarseturs á Ísafirði. Umslagið bar nafnið hennar ? skrifað vitlaust ? og innihélt geisladiska með námsefni í íslensku fyrir byrjendur. Jelena Ciric er hugsi yfir þessu atviki og tengir það við eigin upplifanir, þar sem áhyggjur af stöðu íslenskunnar voru nýttar sem yfirvarp fyrir fordóma.
5/12/202155 minutes
Episode Artwork

Karlar og ábyrgð á MeToo-tímum

Nýjasta bylgjan í Metoo-hreyfingunni svokölluðu á Íslandi hefur skollið á okkur undanfarna viku, enn eitt uppgjör samfélagsins við rótgróið kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi, Nú birtir fólk, að mestu leyti konur, frásagnir sínar undir nafni á samfélagsmiðlinum Twitter, sögur sem segja stundum frá alvarlegum nauðgunum og kynferðisofbeldi og stundum frá áreitni eða atvikum þar sem mörkin eru óljósari. Í þessari bylgju hefur umræðan ekki síst snúist um það hvernig samfélagið á það til að trúa og taka afstöðu með gerendum í slíkum málum. Og hún verður stöðugt háværari krafan um að karlar þurfi að taka ábyrgð á sjálfum sér, sinni hegðun og skorist ekki undan samtalinu við vini og vandamenn sem gerast brotlegir. En hvernig gerum við þetta, hvernig taka karlar ábyrgð sem hópur og sem einstaklingar, hvernig getur maður tekið þátt í að breyta þessari menningu. Í Lest dagsins verður boðað til pallborðsumræða með þremur körlum þar sem ábyrgð karla verður rædd, gestir eru Matthías Tryggvi Haraldsson, sviðshöfundur og Hatari, Árni Matthíasson, blaðamaður og fyrrverandi bátsmaður, og Garðar Gunnlaugsson, knattspyrnumaður og innréttingamógúll. Í lok þáttar verður svo rætt við Hjálmar G. Sigmarsson ráðgjafa hjá Stígamótum um námskeiðið Bandamenn þar sem hann aðstoðar karlmenn að taka ábyrgð og stuðla að breytingum.
5/11/202152 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Ásta, Alma, Last Black man in San Francisco og Land og Synir

Í síðustu viku kom út fyrsta lagið af væntanlegri breiðskífu tónlistarkonunnar Ástu Kristínar Pjetursdóttur. Hún hlaut íslensku tónlistarverðlaunin í fyrra, frumraun hennar Sykurbað var valin besta platan í flokki þjóðlagatónlistar. Ásta sest um borð í Lestina, stærri og bjartari hljóðheiminn á nýju plötunni, um listræna úrvinnslu á andlegu ofbeldissambandi og það hvernig draumar sem rætast geta skilið mann eftir í lausu lofti. Ásgeir H Ingólfsson, menningarsmyglari og kvikmyndarýnir Lestarinnar, tekur fyrir tvær myndir. Annars vegar mynd frá 2019 sem nú er í sýningum í Bíó Paradís, um síðasta svarta manninn í San Francisco, og hinsvegar glænýja íslenska mynd, Ölmu, örlagagasögu ungrar konu sem er lokuð inni á réttargeðdeild. Og við kynnum okkur íslensku bíóklassíkina á RÚV þessa vikuna, Land og synir eftir Ágúst Guðmundsson.
5/10/202155 minutes
Episode Artwork

Loji saumar út og skrifar ástarbréf til Sigvalda

Myndlistarmaðurinn, tónlistarmaðurinn og arkitektúrunnandinn Loji Höskuldsson er fimmtudagsgestur Lestarinnar í dag. Loji hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir útsaumsverk sín sem sýna oftar en ekki íslensk borgarblóm, pottaplöntur og hluti úr íslenskum hversdagsleika. En hann er líka tónlistarmaður, hefur gert meðal annars garðinn frægan með rokksveitinni Sudden Weather Change og tökulagabandinu Björtum Sveiflum, og hann hefur haldið úti vinsælli Instagramsíðu þar sem hann ljósmyndar og skrifar texta um hús arkitektsins Sigvalda Thordarsonar - en á næstunni kemur út bók byggð á þessari áralöngu rannsóknarvinna.
5/6/202155 minutes
Episode Artwork

Nýja Aron Can-myndbandið, fjallamennska á filmu, bréf úr bústað

Tónlistarmaðurinn Aron Can gaf út nýtt tónlistarmyndband á dögunum eða kannski öllu heldur tónlistarmynd: sögu sem leiðir áhorfandann í gegnum dystópíska útgáfu af Reykjavík þar sem undir hljóma lögin Flýg upp og Varlega af væntanlegri plötu söngvarans. Myndbandið er þannig í lengra lagi fyrir athyglisbrostinn samtímann en það er enda mikið í það lagt. Erlendur Sveinsson, kvikmyndagerðarmaðurinn á bakvið verkið tekur sér far með Lestinni. Ingólfur Eiríksson pistlahöfundur fór í bústað um helgina og skrifaði þar sitt fjórða bréf til Birnu, bréf sem upprunalega átti að fjalla um andstyggð hans á fjallamennsku. En það eru aðrir sem elska fjallamennsku og þeir munu eflaust flykkjast í Bíó Paradís í kvöld og á fimmtudag enda fer þá fram BANFF-fjallakvikmyndahátíðin. Védís Ólafsdóttir, einn skipuleggjenda sest um borð í Lestina og segir frá aukinni fjölbreytni í heimi fjallamennskumynda, þó enn séu þar auðvitað sagðar hetjusögur af ofurmannlegum afrekum
5/4/202155 minutes
Episode Artwork

Mýrin, hárskerar, íslensk fatahönnun, nýtt frá Billie Eilish

Einhverjir kunna að gantast með að H&M hafi opnað rétt svo í tæka tíð á Íslandi til að verja tískurisann hruni, því Íslendingar hafa ekki komist til útlanda að versla í háa herrans tíð. Það er þó kannski einmitt ein af fáum sannlega jákvæðu hliðum heimsfaraldursins því það er ekki bara skynditískan sem selst vel hér á landi: íslensk hönnun blómstrar sem aldrei fyrr, meðal annars í versluninni Kiosk niðri á Granda. Bíóklassík dagsins er Mýrin sem var sýnd í sjónvarpinu í gærkvöldi á eftir heimildarþáttunum Ísland Bíóland. Mýrin er sakamálatryllir byggður á samnefndri bók Arnaldar Indriðasonar, og það er lopapeysklæddi sviðakjammaétandi lögreglumaðurinn Erlendur sem er í aðalhlutverki, einmitt í miðju góðæri þegar margir Íslendingar vildu gleyma fortíð þjóðarinnar. Við heyrum fjórða og síðasta innslagið af blaðlauknum frá Jón Torfa Arasyni og Þórdísi Claessen. Í þessum innslögum sínum flysja þau lögin af ýmsum hversdagslegum fyrirbærum, sloppar, kaffi og húsfélög hafa meðal annars borið á góma. Og í dag er það hárskeri sem verða heimsóttur og spurður út í samband klippara og kúnna. Og við kíkjum á nýtt myndband frá Billie Eilish.
5/3/202155 minutes
Episode Artwork

Forseti Smartlands í einkaviðtali

Í Lestinni þennan fimmtudaginn setjumst við niður með Mörtu Maríu Jónasdóttur, ritstjóra Smartlands á mbl.is. Smartlandið ættu flestir Íslendingar að þekkja. Það er í senn einn vinsælasti vefur landsinsen hann er jafnframt einn sá umdeildasti. Í næstu viku eru 10 ár frá því að smart-landamærin opnuðust hið fyrsta sinni og út flóðu fréttir af fólki, fötum og fasteignum.Við ætlum að kynnast þessum áhrifamikla vef betur í Lestinni í dag en einnig sýn ritstjóra hans á blaðamennsku.
4/29/202155 minutes
Episode Artwork

Ritstífla, La Femme, Them, bindingar

Að vefja kaðla og reipi er handverk sem hefur fylgt mannkyninu í gegnnum aldirnar. Í hafnarhúsinu á laugardag opna þrír hönnuðir sýningu sem byggir á rannsóknum þeirra á handverki kaðlagerðar og táknrænni vídd reipisins í norrænni samtímamenningu, frá íslenskri veiðafæragerð að danskri skrautkaðlagerð fyrir stássstofur borgaralegra heimila á 19. Og 20. Öld. Við hringjum líka í vin, nánar tiltekið í skáldkonuna Elísabetu Jökulsdóttur sem búsett er í Hveragerði og fáum hjá henni góð ráð við ritstíflu. Hún kallar það raunar ekki stíflu heldur stopp, og fékk sjálf eitt sinn góð ráð um efnið frá bankamanni. Katrín Guðmundsdóttir heldur með okkur á slóðir brottflutninganna miklu, þegar um sex milljónir svartra Bandaríkjamanna hröktust frá suðurríkjunum til annarra hluta landsins á síðustu öld. Frá þeim er sagt í hrollvekjuþáttunum Them. Og Davíð Roach Gunnarsson tekur snúning með frönsku listapönk sveitinni La Femme sem gaf á dögunum út sína þriðju breiðskífu, Paradigmes.
4/28/202155 minutes
Episode Artwork

Scott Rudin, Manndýr, pennavinir og fangi í raunveruleikaþætti

Það er stundum talað um að börn séu fæddir heimspekingar. Það er kannski ekki svo að þau geti skrifað ritrýndar fræðigreinar um sögu heimspekinnar en þau eru fordómalaus, óhrædd við að spyrja og búa yfir þeim stórkostlega eiginleika að vera forvitin og undrast í sífellu yfir umhverfi sínu. Í nýju barnaleikhúsverki, Manndýr, reynir Aude Busson að rækta þessa heimspekingslegu hegðun barna. Aude heimsækir Lestina í dag og segir frá. Una Björk Kjerúlf flytur okkur pistil í Lestinni á þriðjudegi. Að þessu sinni rifjar hún upp pennavini úr æsku og gildi þess að pára með blýanti á blað frekar en að skrifa með því hamra á lyklaborð eða pikka með fingrum á skjá. Kvikmynda- og leikhúsframleiðandinn Scott Rudin er einn valdamesti maður Hollywood og Broadway en varla mikið lengur. Eftir tugi ásakana um ofbeldi á vinnustað, sem fyrst komu fram í rannsókn Hollywood Reporter í byrjun mánaðarins, virðist fullljóst að ógnarstjórn Rudin eigi sér hliðstæðu í kynferðisbrotum Harvey Weinstein - hún var opinbert leyndarmál sem enginn þorði að hafa hátt um af ótta við afleiðingarnar. Og við heyrum um ungan rússa sem festist gegn eigin vilja í raunveruleikaþætti þar sem keppst var um að komast í dansandi og syngjandi boy-band.
4/27/202155 minutes
Episode Artwork

Gísli Darri á Óskarnum, Góði hirðirinn og formaður húsfélags

Síðar í vikunni verður frumsýnd heimildarmyndin Góði Hirðirinn eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur, mynd sem er tekin á Garðstöðum við Ísafjarðardjúp, þar sem Þorbjörn Steingrímsson hefur sankað að sér hundruðum bílhræja. Við heyrum þriðja innslagið af blaðlauknum frá Jón Torfa Arasyni og Þórdísi Claessen. Í þessum innslögum sínum flysja þau lögin af ýmsum hversdagslegum fyrirbærum, og í dag eru það húsfélög sem þau ætla að fjalla um. Þau ræða við Helga Eirík Eyjólfsson, félagsfræðing sem er formaður í stóru húsfélagi í Laugardalnum. Og við hringjum í Gísla Darra Halldórsson sem er staddur í Los Angeles þar sem hann mætti á Óskarsverðlaunahátíðina en hann var tilnefndur til verðlaunanna fyrir bestu stuttu teiknimyndina.
4/26/202155 minutes
Episode Artwork

Svartur Messías, The Father, Ofurdeild, Hver drap Friðrik Dór?

Við rýnum í tvær af þeim myndum sem tilnefndar eru til Óskarsverðlaunanna í ár sem besta kvikmyndin. Júdas og hinn svarti Messías og Faðirinn, þar sem Anthony Hopkins leikur aldraðan mann með heilabilun. Hver Drap Friðrik Dór nefnist nýir íslenskir grínþættir á Sjónvarpi Símans. Júlía Margrét Einarsdóttir hefur verið að horfa og segir okkur henni finnst. Og við ræðum tengsl fjármálavalds og fótbolta af gefnu tilefni. Stefán Pálsson sagnfræðingur heimsækir Lestina í síðari hluta þáttarins.
4/21/202155 minutes
Episode Artwork

Leikhúsplágur, litáísk listakona, móðgaður Morrissey, bréf um vináttu

Hinar ýmsu lifandi sviðslistir hafa þurft að laga sig að fordæmulausum tímum covidflensunnar. Það hefur svo sannarlega reynt á þolmörk þeirra, hvort þær standi og falli með líkamlegri nálægð áhorfenda, eða hvort hægt sé að laga þær að tímum fjarlægðartakmarkana og fjarfunda. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem plágur hafa áhrif á leikhúslífið, við spjölum við Magnús Þór Þorbergsson leiklistarfræðing um áhrif plága á leikhús í gegnum tíðina. Ingólfur Eiríksson flytur okkur sitt þriðja bréf til Birnu í Lestinni í dag. Að þessu sinni hverfur hann aftur til barnæskunnar, einmanaleiki og vinátta koma meðal annars við sögu, pílagrímsför á Old Trafford og hljóðlátt diskótek í eldfimum ipod nano. Og við kíkjum upp í Gerðarsafn í Breiðholti þar sem listakonan og Jurgitta Mojti-jún-eijte sýnir verk sín unnin úr ýmiskonar neysluumbúðum. Við ræðum umbúðir sjálfsins, neyslumenningu og stöðu litháa á íslandi í heimsfaraldri. Við kynnum okkur einnig hvernig alheimurinn níðist statt og stöðugt á söngvaranum þjakaða Morrissey. Nýjasta dæmið er hvernig gert er grín af söngvaranum í nýjasta sjónvarpsþættinum um Simpsons-fjölskylduna
4/20/202155 minutes
Episode Artwork

Hljóðhernaður, kaffisnobb, Djöflaeyjan og Íslensku tónlistarverðlaunin

Í síðustu viku heyrðum við fyrsta innslagið af svokölluðum blaðlauk frá Jón Torfa Arasyni og Þórdísi Claessen. Í þessum innslögum sínum flysja þau lögin af ýmsum hversdagslegum fyrirbærum, og í dag er það hversdagsdrykkurinn sjálfur. Kaffi, sem þau ætla að fjalla um. Þau kíkja í kaffi til Lukaszar Stencel sem rekur kaffibrennsluna Kvörn Bíóklassík dagsins er Djöflaeyjan sem var sýnd í sjónvarpinu í gærkvöldi á eftir heimildarþáttunum Ísland Bíóland. Djöflaeyjan var risastór og dýr mynd um líf stórfjölskyldu í braggahverfi um miðja síðustu öld. Við veltum meðal annars fyrir okkur af hverju sögulegar períóðumyndir á borð við Djöflaeyjuna eru jafnt fátíðar á Íslandi og raun ber vitni. Hljóð getur haft ýmsa virkni í samskiptum dýra þau synga til að laða að sér maka, þau öskra og æpa til að hræða andstæðinga. Við mannfólkið erum engin undantekning, við njótum þess að hlusta á fallega tónlist en hávær og skerandi hljóð geta verið sársaukafull. Þetta gerir hljóð að vænlegu vopni til að stýra fólki. Þórður Ingi Jónsson skoðar hvernig hljóði hefur verið beitt í hernaði bæði í samtíð og sögu. Við förum svo yfir það helsta sem gerðist á íslensku tónlistarverðlaununum um helgina
4/19/202155 minutes
Episode Artwork

Bjarmalandsför Vals

Síðustu tvær vikur hafa Sovétríkin borið óvenjulega oft á góma hér í Lestinni. Í þætti dagsins ætlum við að halda áfram að horfa til austurs en fimmtudagsgestur Lestarinnar er Valur Gunnarsson rithöfundur, sagnfræðingur og blaðamaður. Valur hefur dvalist í Rússlandi, Eistlandi og Úkraínu og heimsótt flest hinna fyrrum Sovétríkjanna og í nýrri bók sinni Bjarmalönd, sem kemur út í dag, notar hann ferðasögur sinar frá þessum slóðum til að lýsa ástandinu í nokkrum fyrrum austantjaldslöndum og segja sögu þeirra.
4/15/202155 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Kirkjan og kynlíf, Andi, óviðeigandi bros

Hvernig á kirkjan að ná til ungu kynslóðarinnar? Þessi spurning er nánast samgróin starfi þjóðkirkjunnar sem hefur undanfarið leitað ýmissa leiða til að boða ungum eyrum fagnaðarerindið. Séra Dagur Fannar Magnússon, prestur í Heydal í Austfjarðaprestakalli hefur sjálfur reynt ýmislegt í þeim efnum, haldið uppi stuði á TikTok og stýrt hlaðvarpinu Kirkjukastið. Nýjasti þátturinn hefur raunar vakið mikla athygli, þrátt fyrir að vera enn ekki kominn út - en hann fjallar um kristni og kynlíf. Davíð Roach Gunnarsson segir frá raftónlistarmanninum Andra Eyjólfsson sem gengir undir listamannsnafninu Andi, Nú á dögunum gaf hann út tveggja laga stuttskífinu Á meðan, sem fylgir á eftir hinni frábæru breiðskífu, Allt í einu, sem kom út árið 2018. En við ætlum að byrja á deilum um ljósmyndir. Kambódíumenn eru margir hverjir ósáttir við írskan listamann sem hefur undanfarið unnið að því að lita svarthvítar ljósmyndir frá Kambódíu og bæta við brosi á andlit fólks sem er ekki alveg nógu glaðlegt að hans mati.
4/14/202156 minutes, 1 second
Episode Artwork

Ólíkur húmor kynslóðanna, RomCom, nýfundin gömul hringadróttinssaga

Við kynnum okkur 30 ára gamla rússneska sjónvarpsmynd byggða á Hringadróttinssögu, mynd sem hefur slegið í gegn á Youtube, þrátt fyrir - eða kannski einmitt vegna þess - hversu hrá og heimagerð hún er. Við hringjum á Blönduós og ræðum rússnesku hringadróttinssögu við Rúnar Þór Njálsson, einhvern mesta Lord of the rings aðdáanda landsins. Þær tröllriðu tíunda áratugnum en hurfu svo nánast með öllu. Núna virðast þær hinsvegar loksins vera að sækja í sig veðrið að nýju. Við spyrjum okkur hvað olli andláti rómantísku gamanmyndanna og hvað það var sem vakti þær upp frá dauðum. Og Una Björk Kjerúlf flytur okkur pistil um djók og ólíkan húmor kynslóðanna. Um þessar mundir fara átök um það hvað telst gott grín ekki síst fram á Twitter, þar sem hinir yngri grilla en talsmenn eldri kynslóðanna græða sár sín.
4/13/202154 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Einkennisbúningur íslensku húsmóðurinnar, Sódóma og geimkapphlaup

Í dag eru nákvæmlega 60 ár liðin frá því að hinn sovéski Yuri Gagarín varð fyrsti maðurinn í geimnum, fór hringinn í kringum jörðina á klukkutíma og 48 mínútum. Við nýtum tilefnið og kíkjum með Atla Þór Fanndal á kaffihús en Atli er verkefnastjóri hjá geimvísinda- og tækniskrifstofunni Space Iceland. Við höldum áfram að horfa á íslenska bíóklassík meðfram heimildarþáttunum Ísland: Bíóland sem eru sýndir um þessar mundir á RÚV. Í dag spjallar Ásgrímur Sverrisson leikstjóri þáttanna um stemningsmyndina Sódóma Reykjavík sem hefur öðlast stóran sess í dægurmenningu þjóðarinnar. Og við heyrum um einkennisbúning íslensku húsmóðurinnar á seinni hluta 20. Aldarinnar, Hagkaupssloppinn sem var til á nánast hverja einasta heimili hér á landi.
4/12/202155 minutes
Episode Artwork

Systrabönd Silju

Silja Hauksdóttir, leikstjóri, sest um borð í Lestina þennan fimmtudaginn. Silja hefur í hátt í tvo áratugi skrifað handrit, leikstýrt kvikmyndum og sjónvarpsseríum: Dís, Stelpurnar, Ríkið, Ástríður, Agnes Joy, Kópavogskrónika og nú síðast Systrabönd, sex þátta sería á Sjónvarpi Símans um þrjár miðaldra æskuvinkonur sem þurfa að takast á við gamlar syndir þegar lík unglingsstúlku finnst í námu á Snæfellsnesi nálægt bænum þar sem þær ólust upp. Við ræðum við Silju um kvenlæga leikstjórn, fjölbreytileika á skjánum og konur sem beita ofbeldi.
4/8/202155 minutes
Episode Artwork

Töfrar svepparíkisins, Lil Nas X og ein villa á stafsetningarprófi

Ingólfur Eiríksson flytur okkur sitt annað bréf til Birnu hér í Lestinni á miðvikudegi, að þessu sinni koma nördar, augnlæknar og stafsetningapróf meðal annars við sögu. Anna Marsibil kynnur sér deilur um nýjasta myndband og lag rapparans Lil Nas X, en í mynbandi við lagið Montero dansar suðurríkjarapparinn við sjálfan djöfullinn í tilraun til að hneyksla góðborgara heimsins. Og við förum í heimsókn til Þorsteins Úlfars Björnssonar áhugamanns um svepparíkið en hann hefur gefið út bók um þessa mögnuðu lífveru og sambúð manns og sveppa.
4/7/202153 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Systrabönd, Síð-sovéska nýbylgjan, fötluð Disney-illmenni

Yfir hátíðarnar hljómuðu þættir um heim Walt Disney teiknimynda hér á Rás 1, þættir sem nefnast Veröldin hans Walts. Þeir fóru um víðan völl, veltu fyrir sér hvort fataskápar gætu verið kynæsandi og afhverju disney dýr eru með ofvaxin augu auk þess sem sitthvor þátturinn tók fyrir illmenni og fatlanir. En hvað þá með fötluð illmenni? Við heyrum það sem út af stóð af samtali við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, barnabókahöfund og Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur, listfræðing og baráttukonu. Sjónvarpsþættirnir Systrabönd rötuðu inn á Sjónvarp Símans fyrir páska og sjónvarpsrýnir Lestarinnar, Katrín Guðmundsdóttir sá þá alla. Þættirnir fjalla um þrjár æskuvinkonur sem þurfa að horfast í augu við drungalega fortíð. Og við kynnum okkur athyglisverða söguna á bakvið safnplötuna Red Wave, sem kom út fyrir 35 árum, árið 1986. Á plötunni heyrðu vesturlandabúar í fyrsta skipti tónlist úr sovésku neðanjarðarrokksenunni, en rokktónlist hafði verið bönnuð að mestu leyti þar í landi. Til að gera útgáfuna að veruleika smyglaði ung amerísk tónlistarkona, Joanna stingray, græjum og upptökum yfir landamærin. Við heyrum um Jóhönnu Stingskötu og síð-sovésku nýbylgjuna.
4/6/202156 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Skipið í Eyðimörkinni, einkennisbúningar og hin eina sanna

Júlía Margrét Einarsdóttir rýnir í Netflix-sjónvarpsþættina The One, vísindatrylli sem fjallar um leitina að hinum fullkomna maka, hina einu sönnu ást, með hjálp erfðatækni. Í upphafi vikunnar tókst eftir mikla vinnu að losa risavöruflutningaskipið Ever Given sem sat strandað í Súes-skurðinum í miðri eyðimörkinni í Egyptalandi í tæpa viku. Við veltum því fyrir okkur Lindu Björg Árnadóttur, fatahönnuður, dósent við Listaháskóla Íslands og eigandi textíl merkisins Scintilla hoppar um borð í Lestina í dag. Við ræðum við Lindu um hennar daglegu störf en spjöllum einnig við hana um einkennisbúninga: hvíta kraga, bláa kraga og kragaleysi.
3/31/202150 minutes
Episode Artwork

Nektarsjálfur, hljóðbankatónlist og Eydís Evensen

Eydís Evensen, píanóleikari og tónskáld, er upprennandi stjarna í heimi samtímaklassíkur. Bylur nefnist hennar fyrsta plata sem kemur út á næstunni. Við heimsækjum Eydísi í dag, spjöllum um nýju plötuna og heyrum hvernig það gerðist að hún landaði samning hjá útgáfurisanum Sony. Nekt hefur verið vinsælt þema í listsköpun mannskepnunnar frá örófi alda. Stundum er hún blátt áfram, stundum er hún kynferðisleg, stundum er hún list. En hvenær er hún list? Við veltum fyrir okkur sköpum og listsköpun á nektarsjálfum samtímans. Og við heimsækjum hljómsveitin Hvörf sem gerir tónlist innblásna af svokallaðri Library Music hljóðbankatónlist, sem var fjöldaframleidd fyrir bíómyndir, sjónvarpsþætti og auglýsingar á seinni hluta 20. aldar. Önnur platan frá Hvörf, Music Library 02 kemur út á fimmtudag.
3/30/202150 minutes
Episode Artwork

Hrafninn flýgur, leikhús í lokunum, Bassi gegn Bjarna Ben

Ungur maður að nafni Bassi Maraj skapaði mikla ólgu á netheimum um helgina, eftir að hafa svarað tísti frá fjármálaráðherra Íslands fullum hálsi. Stjórnmálafræði prófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson blandaði sér í málin en uppskar einnig væna - ef glettnislega - pillu úr ranni Bassa. Bassi þessi á vinsælt lag um þessar mundir, nefnt eftir honum sjálfum, en hann er þó best þekktur úr raunveruleikaþáttunum Æði, þar sem áhrifavaldarnir Binni Glee, Patrekur Jaimie (Hæme) og auðvitað Bassi eiga sviðið. Við fáum leikstjóra þáttanna, Jóhann Kristófer Stefánsson, til að kryfja atburði helgarinnar. Við rifjum upp snilldina Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson, víkingamynd sem sækir jafnt í íslenskan sagnaarf sem ítalskra spagettívestra og japanskra samúræjamyndir. Við heyrum um ástæður þess að nánast hver einasti skandinavi þekkir þessa línu úr myndinni. Og Gígja Sara Björnsson heldur áfram að kynna sér sviðslistir í samkomubanni. Fyrir tveimur vikum ræddi hún við Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóra Tjarnarbíós, en nú sest hún niður með Hallfríði Þóru Tryggvadótttur, listrænum stjórnanda, amerísk-skandinavíska sviðslistahópnum í New York sem hefur þurft að fara nýjar leiðir til að kynna sviðslistir norðurlanda í heimsfaraldri.
3/29/202150 minutes
Episode Artwork

Lest við stofuhita

Bergur Ebbi Benediktsson sest um borð í Lestina í þætti dagsins. . Nýir sjónvarpsþættir hans, Stofuhiti, hefjast á Stöð 2+ í dag. Þar ætlar hann að fara með áhorfendur í hugmyndaferðalag um tækni og samtímamálefni og setja í óvænt samhengi. Þetta eru nýstárlegir þættir í sjónvarpi, hálfgerðir fyrirlestrar byggðir á bókum sem hann hefur gefið út undanfarin árið, Skjáskot og Stofuhiti. Við ræðum við Berg Ebba um samtímann, framtíðina, tæknina og hjartað.
3/25/202150 minutes
Episode Artwork

Eldgosa-meme, eldfjallahljóð, Nomadland, Þorpið í bakgarðinum

Gunnar Theodór Eggertsson flytur gagnrýni um tvær myndir sem sýndar eru í íslenskum kvikmyndahúsum þessa dagana, hina óskarstilnefndu Nomadland eftir Chloé Zhao og nýja íslenska mynd Þorpið í bakgarðinum eftir Martein Þórisson. Við veltum líka fyrir okkur internetvídd eldgossins í Geldingadölum, er gosið að eiga sér stað í raun og veru eða bara á samfélagsmiðlum? Við sláumst í för með eldri og yngri jarðfræðingum á leið að gosstöðvunum. Með í för eru einnig þrír mismunandi hljóðnemar sem velta fyrir sér: hvernig hljómar eldfjall?
3/24/202153 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Landfræðiljósmyndun, bréf til Birnu og hinn mexíkóski Tupac

Mexíkóski tónlistarmaðurinn og söngvarinn Chalino Sanchez er mikil alþýðuhetja í Mexíkó, Bandaríkjunum og víðar, eins konar mexíkóskur Tupac segir Þórður Ingi Jónsson. Tónlist þeirra er kannski ólík en í báðum tilvikum skrásetja textarnir ofbeldi sem var alltumlykjandi í nærumhverfi tónlistarmannanna. Chalino var ráðinn af dögunum í Mexíkó árið 1992 og er líf hans í rauninni ennþá eitt stórt spurningarmerki. Þórður Ingi segir frá merkilegu og blóði drifni lífshlaupi og dauða söngvarans Chalino Sanchez. Við kynnum nýjan pistlahöfund Ingólf Eiríksson til leiks og pistaröðina Bréf til Birnu. Ingólfur mun fara um víðan völl í bréfum sínum í lestinni. Í þessu fyrsta bréfi koma meðal annars við sögu: timburhús, steypa, myspace, aristóteles og hnakkar. Og við setjumst niður í Hljómskálagarðinum með Elíasi Arnari ljósmyndara og landfræðinema og spjöllum um landfræðiljósmyndun, um klisjuna sem er íslensk náttúra og verkefni hans Árstíðir Birkis, þar sem hann skoðar tengsl manns og náttúru í gegnum birktréð.
3/23/202152 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Shatner níræður, 79 af stöðinni og guðlast í Póllandi

Við kynnum okkur deilur þungarokkarans Nergal úr hljómsveitinni Behemoth og stjórnvalda í heimalandi hans Póllandi. Hann hefur verið ákærður fyrir guðlast fyrir mynd sem hann deildi á instagram-síðu sinni, en stöðugt fleiri guðlastsmál eru eitt dæmið um íhaldssamari stefnu stjórnvalda Laga og Réttlætisflokksins þar í landi. Við heimsækjum Ásgrím Sverrisson kvikmyndagerðarmann og spjöllum við hann um íslenska bíóklassík 79 af stöðinni sem var sýnd í sjónvarpinu í gær á eftir heimildarþættinum Ísland Bíóland. Og Star Trek leikarinn William Shatner er níræður. Hvort hann sé geymdur í formalíni, bótoxi eða einhverju þaðan af sterkara er óljóst en hann er í það minnsta enn í fullu fjöri: leikur í kvikmyndum og kemur fram á ráðstefnum. Það var einmitt á einni slíkri sem Sveinn Ólafur Lárusson hitti hann í eigin persónu.
3/22/202150 minutes
Episode Artwork

Hálfur Álfur, Altin Gun og tíbetskar búddanunnur

Heimildarmyndin Hálfur Álfur segir sögu manns sem undirbýr hundrað ára afmælið sitt en einnig eigin jarðarför. Í myndinni má merkja mikla nánd milli kvikmyndagerðarmannsins, Jóns Bjarka Magnússonar og viðfangsins, Trausta Breiðfjörð Magnússonar - en Trausti var afi Jóns Bjarka. Þar er nándinni þó ekki lokið, því eftir hverjar tökur kom Jón Bjarki heim til sambýliskonu sinnar, Hlínar Ólafsdóttur, og krufði daginn ? enda er hún meðframleiðandi myndarinnar og þess utan, tónskáld: spilar á gamlar og móðar harmonikkur sem kallast á við 100 ára þanin lungu Trausta. Við heimsækjum ljósmyndagalleríið Ramskram við Njálsgötu en þar opnar um helgina ljósmyndasýningin Rökræður. Jóna Þorvaldsdóttir, ljósmyndari, var viðstödd árlegan rökræðufund tíbetskra búddanunna í Indlandi árið 2012 og skrásetti á svarthvítar filmuljósmyndir. Og Davíð Roach Gunnarsson, tónlistargagnrýnandi Lestarinnar, rýnir í nýjustu plötu tyrknesk-hollensku þjóðalagasíkadelíupartýsveitarinnar Altin Gun.
3/18/202150 minutes
Episode Artwork

Útrás 2, Chloé Zhao og sítt að aftan

Það er að riðja sér til rúms, enn eina ferðina, hárið sem fólk elskar að hata. Greiðslan sem gerir fólk geðveikt, klippingin sem sem er svo hallærisleg að hún er kúl. Hér er að sjálfsögðu mælt um möllettið - hártísku sem kemur aftur og aftur og rekur uppruna sinn aftur til áttunda áratugarins. ?En lágum hlífir hulinn verndarkraftur // hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur?, en hvað ætli hlífi þá sviðinni jörðu norsku útrásarvíkinganna í Exit? Katrín Guðmundsdóttir rýnir í aðra seríu norsku sjónvarpsþattanna útrás. Kínverski leikstjórinn Chloé Zhao varð á dögunum fyrsta konan af asískum uppruna og önnur konan yfirhöfuð til að hljóta Golden Globe verðlaunin fyrir leikstjórn. Hún var aftur sett á sögulegan pall á mánudag þegar hún hlaut tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir leikstjórn, en hingað til hefur aðeins karlmönnum og hvítum konum hlotnast sá heiður. Kínverjar voru ánægðir með Chloe sína, en fagnaðarlætin voru fljót að breytast í baul eftir að gömul ummæli hennar um upprunalandið voru dregin upp af þjóðernissinnuðum netverjum á dögunum.
3/17/202150 minutes
Episode Artwork

Spóla(fsfjörður), Skrekkur og svartsýnar sviðsmyndir

Úrslitakvöld Skrekks fór fram í gær, en þar keppa grunnskólar Reykjavíkur í gamalgróinni hæfileikakeppni. Fjöldi unglinga tekur þátt í atriðunum sem innihalda frumsaminn hópdans og söng, oftar en ekki með heilnæmum boðskap. Að þessu sinni var það Langholtsskóli sem sigraði í keppninni með atriðið Borðorðin 10. Við heimsækjum skólann og spyrjum hvaða boðorð það eru sem íslenskir unglingar þurfa að fylgja í dag - og lærum örlítið um ný hugtök í unglingaorðaforðanum. Una Björk Kjerúlf er eins og svo margir búnir að rifja upp menntaskólajarðfræðinai. Hún hefur rifjað upp jarðhræringar fyrri tíma og veltir fyrir sér sviðsmyndum þess sem gæti átt sér stað síðar, hún skoðar bjartsýnustu sviðsmyndir veðurstofunnar en pælir þó aðallega í þeim svartsýnustu. Og við heyrum um segulbandaframleiðslu á Ólafsfirði á tíunda áratugnum.
3/16/202150 minutes
Episode Artwork

Salka Valka, kassettur, Tjarnarbíó og Grammy/Óskar

Í gær hófst heimildaþáttaröðin Ísland: Bíóland eftir Ásgrím Sverrisson, 10 þátta röð þar sem saga íslenskrar kvikmyndagerðar er rakin í máli og myndum. Á eftir þættinum á sunnudagskvöldum sýnir sjónvarpið svo eina sígilda bíómynd sem tengist efni þáttarins á undan. Við í Lestinni ætlum að taka þátt í þessari kvikmyndasöguveislu og á mánudögum næstu vikur ætlum við að kíkja í kaffi til Ásgríms og fáum hann til að segja okkur aðeins nánar frá klassík vikunnar. Að þessu sinni er það hin sænsk-íslenska Salka Valka frá 1954. Faðir segulbandsins, uppfinningamaðurinn Lou Ottens lést í síðustu viku 94 ára að aldri. Kassettann átti sinn blómatíma á áttunda og níunda áratugnum, en allar yfirlýsingar um andlát segulbandsins eru hins vegar ótímabærar. Þrátt fyrir að muna fífil sinn fegurri lifir kasettann enn ágætu lífi á jaðri tónlistarlífsins. Gígja Björnsson ætlar á næstu vikum að taka púlsinn á íslensku leikhúsi fyrir okkur í Lestinni. Í fyrsta innslagi sínu heimsækir hún Tjarnarbíó og ræðir þar við Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóra um lífróður leikhúsanna í heimsfaraldri og hvernig sviðslistin skoðanir þennan undarlega samtíma. Við heyrum líka um Grammy-verðlaunahátíðina og tilnefningar til óskarsverðlauna sem voru opinberaðar í dag.
3/15/202150 minutes
Episode Artwork

Eurovisionleki, fitusmánun, Space odyssey, þýskir kvikmyndadagar

Mikil leynd hefur ríkt yfir framlagi Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, en tónlistarmaðurinn Daði Freyr, sigurvegari undankeppinnar í fyrra, var fenginn til að semja lag fyrir keppnina í ár. Seint í gærkvöldi bárust þær fréttir að hinu leyndardómsfulla lagi hafi verið lekið á netið en sérfræðingarnir í Fáses segja að raunar hafi nær öllum lögum ársins hingað til verið lekið á rússnenskan samfélagsmiðil. Við heimsækjum tilraunarýmið Space Oddyssey sem opnaði nú um helgina. Það eru tónlistarmaðurinn Pan Thorarensen og fatahönnuðurinn Guðrún Lárusdóttir sem halda rýminu úti við laugarveg, þar sem þau verða með allt í senn plötubúð, fataskipti og tónleikarými fyrir sveimandi tilraunatónlist. Leikarinn Jonah Hill hefur mátt þola mikið aðkast frá fjölmiðlum vegna líkama síns síðasta rúma áratuginn en segist nú í fyrsta sinn sáttur í eigin skinni. Við kynnum okkur málið og fjöllum um fitusmánun í Hollywood. Og við heyrum um þýska kvikmyndadaga sem hefjast í Bíó Paradís um helgina.
3/11/202150 minutes
Episode Artwork

Æði, Frostbiter, haturssöngur, Raya og síðasti drekinn

Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í tvær kvikmyndir sem eru í bíó þessa dagana, Disneymyndina Raya og síðasti drekinn og heimildarmyndina A Song Called Hate þar sem skyggnst er bakvið tjöldin í umdeildri Eurovision-þátttöku Hatara í Ísrael fyrir rétt um tveimur árum síðan, mynd sem tekst á við mótsagnirnar í list hatara og flækjurnar í pólitískri listsköpun Við ræðum líka við hjónin Ársæl Rafn og Lovísu Láru um afkvæmi þeirra, hryllingsmyndahátíðina Frostbiter, sem fer fram í fimmta skipti á Akranesi um helgina. Auk nýrra og sígildra mynda í fullri lengd verða hátt í fjörtíu stuttmyndir verða sýndar á hátíðinni í ár, bæði erlendar og íslenskar - en hrollvekjur hafa að mati þeirra hjón ekki verið nógu áberandi í íslensku kvikmyndalandslagi. Það hefur lítið verið um íslenska framleiðslu á raunveruleikaþáttum undanfarin ár, en það gæti breyst með vinsældum sjónvarpsþáttanna Æði en þar er fylgt eftir vinunum og samfélagsmiðladívunum Patreki Jamie, Binna Glee og Bassa. Önnur þáttaröð Æði var sýnd á stöð 2 á dögunum, Júlía Margrét Einarsdóttur hefur skemmt sér yfir hámhorfi á þættina, en mælir hins vegar frekar með að fólk taki þá í smærri skömmtum
3/10/202150 minutes
Episode Artwork

Er ást, rétturinn til að mótmæla og Adam Curtis

Halldór Armand hefur verið að horfa á nýjustu þáttaröð breska heimildarmyndagerðarmannsins Adam Curtis, sem nefnist Can?t Get you out of my head. Þessi 8 klukktutíma vídjóesseyja Curtis gerir tilraun til að greina tilurð samtímans í gegnum tilfinningar og persónulegar sögur fólks. Halldór Armand tengir hana við klassísk þemu um sjálfið og farsæld Við pælum í borgaralegri óhlýðni og réttinum til að mótmæla. Hópur aðgerðasinna vill nú vekja athygli á því sem þau vilja meina að sé misnotkun íslenskra yfirvalda á 19. Grein lögregluyfirvalda, það er greinin sem segir að hlýða beri fyrirmælum lögreglu. Þau vilja meina að með víðri túlkun á greininni, handtökum, ákærum og dómum á grundvelli hennar, sé í raun búið að glæpavæða friðsöm mótmæli. Kvikmyndargerðarmaðurinn Kristín Andrea Þórðardóttir tekur sér far með Lestinni í dag. Hún segir okkur frá heimildarmyndinni Er ást, sem hlaut áhorfendaverðlaunin Einarinn á Skjaldborgarhátíðinni í fyrra en verður loks tekin til almenna sýninga í Bíó Paradís á fimmtudag. Er ást segir söguna af sambandi tveggja listamanna, þeirra Þorvaldar Þorsteinssonar og Helenu Jónsdóttur, og staðsetur sig í sorginni sem fylgdi fráfalli Þorvaldar.
3/9/202150 minutes
Episode Artwork

Avókadó-kynslóðin, viðskipti með mím og twitterfærslur, Windrush

Kvikmyndabálkurinn Small Axe, eða lítil þúfa, eftir Steve McQueen hefur verið sýndur undafarin sunnudagskvöld hér á Rúv. Fimm kvikmyndir sem fjalla um líf, samfélag og reynslu Breta af karabískum uppruna. Síðasta myndin í bálkinum var sýnd í sjónvarpi í gærkvöldi og í tilefni af því ræðir Chanel Björk við plötusnúðinn Cörlu Rose, sem er búsett á Íslandi en hún er afkomandi fólks af windrush-kynslóðinni, fyrstu kynslóð innflytjenda frá vestur-indíum. Smjörávöxtur, Avokadó, lárpera, . Allt er þetta nafn yfir sama græna gómsæta ávöxtinn sem hefur skipað sér menningarlegan sess sem uppáhaldsfæða aldamótakynslóðarinnar. Ávöxturinn er einna helst fluttur hingað til lands frá suður-ameríku, mexíkó, kaliforníu en nú hyggja tveir meðlimir hennar, Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir á innflutning á þeirra eigin avókadó uppskeru á Kanaríeyjum. Og við heyrum um Einstök stafræn skírteini, non-fungible tokens eða NFT, en það er spánýtt fyrirbæri byggt á bálkakeðjutækninni sem á að gera fólki kleift að eiga í viðskiptum með stafræn listaverk jafnt sem gamlar twitterfærslur og internetmím eins og þetta
3/8/202153 minutes
Episode Artwork

Konsúlat, töfrastrákur, hljóðtenging og gamall geisladiskur

Við skilum inn 14 ára gömlum heimabrenndum geisladisk í hljóð- og myndsafn Landsbókasafns Ísland. Við hittum þar Bryndísi Vilbergsdóttur sem starfar við það að leita uppi alla tónlist sem kemur út á landinu, bæði á efnislegu og stafrænu formi, og skrásetja í hljóðsafnið. Og talandi um nýja íslenska tónlist. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í sjöundu plötu Konsúlat, en hann segir þessa síkadelísku rafsveit vera eitt best geymda leyndarmál íslenskrar raftónlistar. Julius Pollux flytur okkur pistil í Lestinni á fimmtudegi um hljóðmenningu heimsins og að þessu sinni veltir hann fyrir sér hvernig fólk tengist í gegnum hljóð, hvort sem það eru ASMR-hljóðupptökur, fagnaðarlæti eða klósettferðir nágranna í hljóðbærum fjölbýlishúsum. Og við heyrum af nýjustu vandræðinum í galdraheimi Harry Potter þar sem skoðanir höfundar á transfólki þvælast nú fyrir tölvuleikjaframleiðendum.
3/4/202153 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Skýjaborgir og jarðskjálftar

Sýningin Skýjaborgir opnar í Gerðasafni nú um helgina og inniheldurá verkum fjögurra samtímalistamanna sem spretta úr sameiginlegum grunni: Kópavogi. Listamennirnir eru þau Eirún Sigurðardóttir, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bjarki Bragason og Unnar Örn Auðarson. En áður en við höldum upp í skýjaborgirnar sökkvum við okkur ofan í jarðskorpuna, við byrjum á nötrandi jörð í goðsögum, bókmenntum, bíó og myndlist.
3/3/202150 minutes
Episode Artwork

Hreinn hryllingur, rottufangari Erlings og öskudagsmenningarnám

Erlingur Óttar Thoroddsen, kvikmyndagerðarmaður og handritshöfundur hefur lengi gengið með mynd í maganum sem byggir að hluta til á sögunni af rottufangaranum í Hamel og nú er hún að verða að veruleika, frá því greinir Hollywood Reporter. Heimsfaraldur settu samninga úr skorðum í fyrstu en þegar upp var staðið gat hann valið úr samstarfsaðilum. Við ræðum við svo Jón B.K. Ransú myndlistarmann um bók hans Hreinn hryllingur, bók sem kom út fyrir þar síðustu jól en hvarf algjörlega í bókaflóðinu þá. Við gröfum upp þessa athyglisverðu bók og ræðum við Ransú um hrylling í kvikmyndum og myndlist, spyrjum hann meðal annars hvað það er sem laðar okkur að hinu hræðilega. Una Björk Kjerúlf er hins vegar fyrst á mælendaskrá, og hún er með hugan við nýliðinn öskudag, menningarnám og próf á lesskilningi íslenskra ungmenna.
3/2/202150 minutes
Episode Artwork

MBS Skífur, Golden Globe, hjólaskautaat og uppþvottavélar

Hún er kölluð Roller Derby á frummálinu, íþróttin sem á íslensku hefur verið þýdd sem hjólaskauta-at. Hjólaskautabanarnir Forynjur hafa verið á vergangi síðastliðin tíu ár, en eru nú loks komnar með eigið húsnæði. Við kíkjum í heimsókn og fræðumst um atið og atarana. Við heimsækjum Gúlagið, æfingahúsnæði sem er heimili akureysku plötuútgáfunnar MBS Skífur. Við ræðum við tvo liðsmenn útgáfuhópsins um grasrótartónlistarsenuna fyrir norðan. Tómas Ævar Ólafsson lýkur rannsókn sinni á leiðinlegasta húsverkinu, uppvaskinu. Hann veltir því fyrir sér hvort uppþvottavélin leysi vandamálið. Og við ætlum að fara yfir helstu sigurvegara Golden Globe verðlaunanna sem voru afhent í gær.
3/1/202155 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

The Stand, silki og tískustríð Z- og aldamótakynslóðanna

Rakel Leifsdóttir hefur verið búsett á Grandavegi síðustu mánuði hjá ömmu sinni, Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu. Rakel er söngkona bresku indie-pop sveitarinnar Dream Wife, en sökum heimsfaraldursins er lítið um að vera í tónlistinni. Neyðin kennir naktri konu að spinna, og í stað þess að láta sér leiðast hefur Rakel tekið upp saumavélina. Undir nálina setur hún silki, innblásin af ömmu sinni, sem hefur sterkar skoðanir á tísku og klæðaburði. Katrín Guðmundsdóttir sjónvarpsrýnir Lestarinnar hefur verið að horfa á veiruhryllinginn The Stand á sjónvarpi Símans en þeir byggja á skáldsögu Stephens Kings. En við ætlum að byrja á átökum tveggja kynslóða á tik-tok. Z-kynslóðin og aldamótakynslóðin heyja þar stríð um tísku og fagurfræði.
2/25/202150 minutes
Episode Artwork

Golden Globe, hljóðkort af Íslandi og Daft Punk

Þær fréttur bárust í vikunni að grímuklæddi franski danstónlistardúettinn Daft Punk væri hættur eftir 28 ár samstarf. Gríðarlega vinsæl og áhrifamikil sveit, sem hefur sent frá sér nokkra af vinsælli dansslögurum síðustu áratuga. Davíð Roach Gunnarsson flytur minningarorð um sveitina í Lest dagsins. Við ræðum við pólska tónlistarfræðinginn Kössju Palúch en undanfarið ár hefur hún ferðast um Ísland og tekið upp hljóðmyndir af Íslandi og sett inn á gagnvirkt landakort á netinu þar sem má heyra hljóðin í landinu. Og við kynnum okkur deilur um spillingu á Golden Globe verðlaununum sem verða veitt í á sunnudag.
2/24/202150 minutes
Episode Artwork

Afmælissöngvar, borgað fyrir bónorð og óheilbrigð skynsemi

Halldór Armand Ásgeirsson flytur okkur pistil í Lestinni í dag og að þessu sinni fjallar hann þá undarlegu trú mannsins að heilbrigð skynsemi sé gagnlegt leiðarljós í tilverunni. Hann segir þetta bábylju, þvert á móti eigum við að reyna að fylgja óheilbrigðri skynsemi. Í afmælisveislum hér landi er oftar en ekki sunginn söngur fyrir afmælisbarnið. Ólíkt hinum norðurlöndunum, sem eiga sína eigin sérþjóðlegu söngva, þá notast íslendingar fyrst og fremst við hinn ameríska afmælissöng Happy Birthday to you - með íslenskum texta. Í Lestinni í dag heyrum við um sögu afmælislagsins og ræðum við Sigurð Ámundason myndlistarmann sem hefur samið söng sem hann vonast til að geti breiðst út og orðið að hinu nýja afmælislagi. Og við kynnum okkur falsfrétt sem hefur angrað íslenskar konur í nokkurn tíma, kjaftasögu um að íslensk stjórnvöld borgi erlendum mönnum fyrir að giftast íslenskum piparmeyjum.
2/23/202154 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Aðferðir í uppvaski, stjörnuskilnaður og Magnús Jóhann

Magnús Jóhann Ragnarsson, píanóleikari og tónskáld, er á mikilli siglingu um þessar mundir. Önnur sólóplata hans, Without Listening, kom út undir lok síðasta árs. Ásamt því að vera virkur í djasssenunni hefur hann tekið þátt í að skapa margar vinsælustu plötur undanfarinna ára í íslensku poppi. Í Lestinni í dag heimsækjum við Magnús Jóhann í hljóðverið hans og spjölluðum um nýju plötuna. Leirtauið hrúast nú upp á heimili Tómasar Ævars Ólafssonar. Uppvaskið er leiðinlegasta húsverkið að hans mati og í stað þess að ráðast á hrúguna með burstann á lofti hefur hann ákveðið að vinna þrjú innslög fyrir lestina um uppvask. Í síðustu viku fjallaði hann um uppvask sem hluta af kynjaðri vinnu á heimilinu. En nú er komið að aðferðafræðinni, Margrét Dórótea Sigfúsdóttir, skólameistari hússtjórnarskólans, gefur Tómasi leiðbeiningar um hvernig best er að bera sig að við uppvaskið. Og við heyrum um sambandsslit í stjörnuheimum, ein frægustu hjónakorn heims virðast hafa gefist upp á hvoru öðru. Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur sótt um skilnað frá rapparnum Kanye West. Meira um það á eftir. En við ætlum að byrja Lestina þessa vikuna á smá hlýju í hjartað, við byrjum á tónlist.
2/22/202150 minutes
Episode Artwork

Framing Britney Spears, Bicep og saknæmt rapp

Spænski rapparinn Pablo Havél var handtekinn og honum hent í steininn þar sem hann þarf að dúsa næstu mánuði ? ekki fyrir byssueign, ofbeldi eða eiturlyfjasölu - heldur fyrir að móðga konungsfjölskylduna og hvetja til hryðjuverka, eins og það er kallað. Mótmæli geysa um allan spán til stuðnings rapparanum og Amnesty International hafa fordæmt dóminn. Við ræðum Pablo Havél við afa íslenska rappsins, Sesar A. Norður-írski raftónlistardúettinn Bicep gaf út sína aðra plötu á dögunum en þeir slógu í gegn með sinni fyrstu skífu, og þá sérstaklega laginu Glue, fyrir þremur árum síðan. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í plötuna Isles með Bicep og hvaða þýðingu það hefur að skapa danstónlist í heimi þar sem er bannað að dansa Og svo er það Britney, tík. Með Free Britney hreyfingunni hefur staða stórstjörnunnar - sem svipt var sjálfræði og fjárráði ung að aldri - komist í hámæli en nú hefur New York Times í samstarfi við streymisveituna Hulu gefið út heimildarmynd sem varpar ljósi vegferð hennar og það hvernig samfélagið braut Britney niður. Gréta Þorkellsdóttir hönnuður, tók einmitt þetta efni fyrir í lokaverkefni sínu frá LHÍ og er nú þegar búin að horfa á myndina tvisvar.
2/18/202153 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Danskt DNA, hin cherdeilis cherstaka Cher og tónheimur framtíðarinnar

Hvað finnst okkur hljómar framtíðarlega og af hverju? Hvernig mun framtíðin hljóma? Verður hún hávær og vélræn, eða þvert á móti lágvær og lífræn? Í seinni hluta Lestarinnar í dag ætlum við að velta upp spurningum um hljóm framtíðarinnar og framtíðartónlist með þeim Pétri Eggertssyni og Þórönnu Dögg Björnsdóttur. Og Júlía Margrét Einarsdóttir er með ferköntuð augu af sjónvarpsglápi að vanda. Í þetta sinn hefur hún verið að horfa á dönsku sakamálaþættina DNA. Ber er hver að baki nema cher Cher eigi. Það kann að þykja cherkennilegt en við ætlum samt að tileinka hluta úr þætti dagsins cherlegra merkilegri poppgyðju, af engu cherstöku tilefni.
2/17/202150 minutes
Episode Artwork

Konfekt 20 ára, rasískur piparsveinn, sjálfsrækt í Bónus

Sjónvarpsþátturinn Konfekt fór í loftið á sjónvarpsstöðinni Skjá Einum í febrúar 2001, fyrir nákvæmlega 20 árum síðan. Þátturinn sem var kynntur sem menningarlegur þáttur með listrænum leikþáttum fékk hræðilegar viðtökur, en hefur í seinni tíð öðlast stöðu sem hálfgerður költþáttur í íslensku gríni. Við rifjum upp 20 ára gamalt Konfekt í Lest dagsins. Nýjasta þáttaröð raunveruleikaþáttanna um piparsveininn, þar sem hópur kvenna keppir um hönd álitlegs karlmanns, hefur tekið óvænta stefnu eftir ásakanir um rasisma í garðs eins keppenda. Nú hefur þáttastjórnandinn Chris Harrison stigið inn í umræðuna og tekist að klúðra málum enn frekar. Við ræðum við Unni Eggertsdóttur um nýjasta dramað í Bachelor heiminum og veltum fyrir okkur, af hverju það skiptir máli. Þá skellum við margnota burðarpokanum í innkaupakerruna og hittum Unu Björk Kjerúlf einhvers staðar á milli grænmetisdeildarinnar og mjólkurkælisins. Hún flytur okkur pistil um hugleiðslu og sjálfsrækt í bónusferðum.
2/16/202150 minutes
Episode Artwork

Psychomagic, uppvask og kynþáttahygja í byggðu umhverfi

Við veltum fyrir okkur hvernig kynþáttahyggja, rasismi, birtist í hinu byggða umhverfi í gegnum söguna. Chanel Bjo?rk Sturludóttur ræðir við O?skar O?rn Arno?rsson arkitektúrsagnfræðing, meðal annars um miðste?ttarvæðingu - það sem er kallað gentrification a? ensku - hugtak sem hefur verið mikið rætt um meðal annars i? Bandari?kjunum og Bretlandi. Chanel spyr hvort miðste?ttarvæðing sé eitthvað sem við eigum að hafa a?hyggjur af á Íslandi, með aukinni fjo?lmenningu og auknum fjölda innflytjenda.? Tómas Ævar Ólafsson flytur okkur sitt fyrsta innslag af þremur um þá athöfn sem honum leiðist meira en allar aðrar, það er að vaska upp. Tómas ræðir um uppvask og andlega vinnu við Kristlínu Dís Ingilínarsdóttur, blaðamann. Frönsk kvikmyndahátíð hefur staðið yfir síðustu daga en henni lauk í gær. Örvæntið ekki, frankófílar, nokkrar af vinsælli myndum hátíðarinnar verða sýndar áfram í Bíó Paradís á næstunni, og ein þeirra er ný heimildarmynd eftir síleska költ-leikstjórann Alejandro Jodorowsky, Sálgaldrar eða Psychomagic, heimildarmynd um heilunaraðferð sem hann hefur þróað undanfarna áratugi byggt á sálgreiningu og ýmiskonar dulspekilegum töfralækningum.
2/15/202150 minutes
Episode Artwork

14 ára Tik-tokari, bílaniður, amerískir draumar, #Actout

Síðustu daga höfum við rætt við þrjá framleiðendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Einn er aktívisit, annar förðunarfræðingur og sá þriðji glensar en þar sem þau eru öll á aldrinum 18 til 23 ára eru þau hreinlega, allt of gömul til þess að teljast raunsannir fulltrúar helstu notenda miðilsins. TikTok er nefnilega einna vinsælast meðal yngra fólks, barna og unglinga, svo í dag gerum við okkur ferð upp í Langholtsskóla og hittum TikTokkara á besta aldri: Önnu Maríu Sonde. Við heimsækjum Gallerí Port við Laugarveg þar sem ljósmyndasýningin Amerískir draumar, American Dreams, eftir Snorra Sturluson stendur yfir. Snorri bjó um 16 ára skeið í borginni og á sýningunni varpar hann upp litlum smámyndum af lífinu í stærstu borg Bandaríkjanna, frá falli tvíburaturnanna að kjöri Donalds Trump. Julius Pollux heldur áfram að rannsaka hljóðmyndir heimsins í Lestinni í dag. Að þessu sinni veltir hann fyrir sér hljóðunum sem einkenna íslenskt bæjarlandslag, niðinn í bílum. Og við ræðum um eftirtektarverða forsíðu þýska dagblaðsins Suddeutsche Zeitung í síðustu viku þar sem 185 leikarar komu saman út úr skápnum undir myllumerkinu #Actout.
2/11/202154 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Já-fólkið, TikTok aktívisti, bensínstöðvar, Múttan og klassa drusla

Borgarlína, reiðhjólabylting, rafhlaupahjól og rafbílar. Samgöngur eru að taka stakkaskiptum um þessar mundir. Enn um sinn munum við nýta innviðina sem bensínbílarnir kröfðust: götur, hraðbrautir, umferðafléttur og bílastæði - en þau mannvirki sem munu kannski helst verða gagnslaus á rafbílatímum eru bensínstöðvarnar. Við veltum fyrir okkur sögu og framtíð bensínstöðva í Lestinni í dag. Við heimsækjum Minjastofnun Íslands og Reiðhjólaverslunina Berlín sem hefur komið sér fyrir í gamalli bensínstöð við Háaleitisbraut Við höldum áfram að kynnast notendum eða kannski frekar framleiðendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Í dag hittum við Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur sem nýtir miðilinn einna helst í baráttu fyrir málefnum sem henni þykja brýn, en þar má nefna umhverfisvernd og nýju stjórnarskrána. Gunnar Theodór Eggertsson, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar, stekkur um borð og færir okkur fregnir úr kvikmyndahúsum. Hann rýnir annars vegar í gamanmyndina Múttuna, La Daronne, sem sýnd er á franskri kvikmyndahátíð í Bíó Paradís og hinsvegar í nýja íslenska gamanmynd: Hvernig á að vera klassa drusla. Og við heyrum hljóðið í Gísla Darra Halldórssyni en stuttmynd hans, Já-fólkið, er á stuttlista fyrir Óskarsverðlaun ársins; er tilnefnd til tilnefningar.
2/10/202154 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Stóra bóluefnatilraunin, Tik-tok förðun, Reddit vs. Wall Street

Í þessari viku kynnum við okkur nokkra íslenska TikTok-ara. Í gær kynntumst við TikTok stirninu LilCurly en í dag komum við okkur fyrir í förðunarstól Emblu Wigum. Embla er með yfir 840 þúsund fylgjendur á forritinu þar sem hún deilir stuttum myndböndum af sér að farða sig og sýnir svo útkomuna sem er yfirleitt ævintýri líkust. Um lítið annað er rætt á Íslandi þessa dagana en mögulega samninga við bandaríska lyfjarisann Pfizer um að Íslendingar fái mikið magn bóluefnaskammta sem hluti af vísindarannsókn á hjarðónæmi. Við pælum í siðferði þess að Íslendingar fái hjarðónæmi gegn kórónaveirunni fyrst allra þjóða. Undir lok þáttar fáum við pistil frá Halldóri Armand Ásgeirsson sem fylgdist náið með hinni stór-undarlegu atburðarás þegar smáfjárfestar á umræðusíðunni Reddit fóru í hart við vogunarsjóði á Wallstreet - og vörpuðu um leið ljósi á það hvernig stjórnmál samtímans hafa tekið 90 gráðu snúning.
2/9/202154 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Algríms-trapp, LilCurly á Tiktok og Brett Easton Ellis-bókaklúbbur

Bandaríski rithöfundurinn Bret Easton Ellis er meðal áhrifamestu rithöfunda seinni tíma í Bandaríkjunum en hann er hvað þekktastur fyrir bókina Americvan Psycho sem var síðar gerð að kvikmyndinni. Á Íslandi er rekinn bókaklúbbur á fjarskiptaforritinu Zoom þar sem verk Ellis eru krufin til mergjar en við ræðum við mennina á bak við klúbbinn, York Underwood sem búsettur er hér á landi og Todd Michael Schultz, sem er kærasti og samstarfsmaður Ellis. Í Lestinni í þessari viku ætlum við að kynnast nokkrum íslenskum tik-tokkurum, fólki sem hefur vakið athygli og náð vinsældum á samfélagsmiðlinum TikTok. Í dag fáum við tik-tok grínistann Lil Curly í heimsókn. Og við kynnum okkur algóryþmatrap en Nökkvi Gíslason, tónlistarforritari, sem hefur forritað algrím sem býr til trapptónlist frá grunni án nokkurrar aðstoðar frá mannlegum tónlistarmanni.
2/8/202153 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Disney mínus íslenska, Madvillain, listaskrifstofur

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur skorað á streymisveituna Disney plús að gera teiknimyndir sínar aðgengilegar á íslensku en lmenn samstaða virðist meðal almennings, stjórnmálamana og fræðafólks um mikilvægi þess að börn geti horft á þetta sívinsæla efni á okkar ástkæra ylhýra. Enn hafa engin svör borist frá Disney en við grípum tækifærið og fáum Ólaf Hauk Símonarson, þýðanda gullaldar disneymyndarinnar Konungur ljónanna, í heimsókn. Bandaríski pródúserinn, plötusnúðurinn, hljóðfæraleikarinn og rapparinn Madlib hefur undanfarna tvo áratugi verið í fremstu röð utangarðslistamanna sem láta reyna á þanþol hipphoppsins. Hann hefur þó aldrei gefið út sólóskífu undir sínu aðallistamannsnafni fyrr en nú, en breiðskífan Sound Ancestors sem var sett saman af breska raftónlistarmanninum Four Tet kom út nú fyrir helgi. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í feril taktútsetjarans Madlib og hans nýjustu skífu hér á eftir. Í gær heimsóttum við listamannatvíeykið Krot og Krass, en þau vinna nú að því koma á fót skapandi gámarými í gamalli áburðarskemmu í Gufunesinu. Þetta verksmiðjuhverfi er óðum að umbreytast í þorp skapandi greina, með kvikmyndaverum og vinnustofum listafólks. Í kjölfarið fór Kristján að velta fyrir sér hvernig listamenn hafa nýtt sér mannvirki gamalla atvinnuhátta hingað til og hvernig þær gætu gert það í framtíðinni.
2/4/202153 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Bling Empire, Blown Away, skapandi gámahverfi, ályktanir google

Stóru netrisarnir vita allt um okkur. Hver við erum, hvað við gerum, hvað okkur líkar við og hvað ekki... eða hvað? Við fundum síðu á vefnum sem sýnir okkur hvað Google telur sig vita um okkur og niðurstöðurnar komu á óvart. Við heimsækjum gamla 1200 fermetra áburðarskemmu í Gufunesi sem er um þessar mundir að breytast í skapandi gámahverfi, þar sem listamenn, hönnuðir og frumkvöðlar munu getað komið fyrir vinnustofum og skapandi rýmum í gámum. Það er tvíeykið Krot og Krass, Björn Loki og Elsa, sem helst eru þekkt fyrir risastórar veggmyndir sínar sem standa fyrir verkefninu. Sjónvarpsrýnir Lestarinnar, Katrín Guðmundsdóttir, elskar raunveruleikasjónvarp. Hún hefur þó stundum farið leynt með þessa ást sína þar sem það þykir ekki endilega sérlega fínt að njóta slíks efnis. Í dag útskýrir hún fyrir okkur afhverju neikvætt viðhorf til raunveruleikaþátta er kannski í raun frekar yfirborðskenndur lestur, með því að rýna í tvær nýjar Netflix seríur: Bling empire - um ríkt fólk í Los Angeles af austur asískum uppruna og glerlistakeppnina Blown away.
2/3/202150 minutes
Episode Artwork

Landvættirnar fjórar, birtingarmyndir raunveruleikans, nafn háns látna

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir flytur sinn síðasta pistil í Lestinni í bili. Að þessu sinni veltur hún fyrir sér dauðunum og hvernig við minnumst transfólks eftir andlátið. Við ræðum við Guðmund Stein Gunnarsson tónskáld um landvættirnar fjórar, nýtt tónvverk innblásið af deilum prests og trúleysingja um uppruna sögunnar um Landvættirnar fjórar. En við ætlum að byrja á raunveruleikanum, hvernig hann birtist okkur í sjónvarpi, á samfélagsmiðlum og í valdaránum.
2/2/202155 minutes
Episode Artwork

SOPHIE, Frönsk kvikmyndahátíð og bíræfnir bókaþjófar

Síðastliðin þrjú ár hafa höfundum, umboðsmönnum og bókaútgefendum um allan heim borist undarlegir tölvupóstar. Við fyrstu sýn virðast skeytin koma frá kollegum þeirra í bransanum sem vilja ólmir fá að sjá hin ýmsu óútgefnu handrit, en þegar betur er að gáð eru tölvupóstföngin tómt fals. Íslenskir höfundar, meðal annars Björn Halldórsson sem í vikunni gefur út sína fyrstu skálfsögu, hafa ekki farið varhluta af þessum tilraunum til handritaþjófnaðs. Ástæða þeirra er á huldu. Stærsta spurningin er þannig ekki hver heldur af hverju? Áhugafólk um framúrstefnupopp er harmi slegið eftir helgina. Á laugardaginn lést skoski músíkantinn, upptökustjórinn og transíkonið SOPHIE 34 ára að aldri. Nafnið er kannski ekki á allra vitorði en áhrifin eru óumdeild, enda er tilraunakenndur rafrænn hljóðheimur SOPHIE algjörlega einstakur, framtíðarlegur og nánast áþreifanlegur. Ana Stanicevic sest um borð í Lestina og ræðir um tónlist og persónu SOPHIE. Einnig verður rætt um Franska kvikmyndahátíð sem hefst í vikunni í tuttugasta og fyrsta sinn.
2/1/202155 minutes
Episode Artwork

Einn fermetri af þögn, Þykjó og kraftballöður

Tik Tok power ballaðan Driver?s Licence - Ökuskírteinið - svífur í hæstu hæðum streymisveitna og vinsældalista um þessar mundir. Sú var tíðin að slík tónlist átti fast sæti á slíkum listum en gullöld kraftvæmninnar virðist þó löngu liðin, eða hvað? Við kynnum okkur magnþrungna tregasöngva, meðal annars með hjálp kraft söngkonunnar Heru Bjarkar Þórhallsdóttur. Julius Pollux heldur áfram að rannsaka hljóðmyndir heimsins. Að þessu sinni veltir hann fyrir sér þögn í vélvæddum mannheimi, og segir meðal annars frá hljóðvistfræðingnum Gordon Hempton sem berst fyrir því að halda í svæði á jörðinni þar sem manngerðum hljóðum er haldið í burtu. Og við heimsækjum hönnunarteymið Þykjó sem hafa verið titlaðir staðarlistamenn kópavogs í ár. Hópurinn sérhæfir sig í búningum, innsetningum og listasmiðjum fyrir börn, vilja örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í gegnum opinn leik. Núna er Þykjó að undirbúa innsetninguna Skríðum í skel sem er víst innblásin af skjaldbökum, sniglum, kuðungum og fleiri skeldýrum.
1/28/202155 minutes
Episode Artwork

Bad Bunny, Lupin og tímaflakk í söngleik,

Við kynnum okkur slæma kanínu: einn allra vinsælasta tónlistarmann heims um þessar mundir, hinn 26 ára Benito Antonio Martínez Ocasio frá Puerto Rico, sem þekktari er undir listamannsnafninu Bad Bunny. Við förum niður í Hörpu, sem lengi hefur staðið lokuð og læst en er óðum að glæðast lífi, t.d. með söngleiknum Fimm ár sem frumsýndur var um helgina. Uppbygging hans er fremur óvenjuleg en sagan er sögð bæði í réttri og öfugri tímaröð. Júlía Margrét Einarsdóttir flytur okkur sjónvarpspistil. Hún hefur haft augun á franska Netflix tryllinum Lupin.
1/27/202155 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Pólsk-íslenskt leikfélag, píkusleikingar, glæpir borga sig

Leikfélagið Pólis frumsýnir nýtt verk í Tjarnarbíóí byrjun febrúar - Co Za Poroniony Pomysl eða Úff, hvað þetta er slæm hugmynd! Tveir af leikurum verksins, Ólafur Ásgeirsson og Jakub Ziemann, setjast um borð í Lestina og ræða grín, tungumál og dualingo. Í pistli sínum rifjar Halldór Armand Ásgeirsson upp dularfullt atvik frá unglingsárum sínum, atvik sem sannfærði hann um að glæpir borgi sig. Og við veltum fyrir okkur ferðum suður á bóginn, förum norður og niður og gælum við þá hugmynd að mögulega fari munnmökum við píkur fjölgandi í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
1/26/202155 minutes
Episode Artwork

Lopavettlingar, einhverf ást, líkamshreimur, Last and First men

Þú stendur á Strikinu, á Times Square, við Notre Dame, á pínu litlu kaffihúsi í Kuala Lumpur og þú sérð annan Íslending. Þú þarft ekki að þekkja hann, þarft ekki að heyra hann tala. Þú bara veist að þetta er Íslendingur. En hvernig? Í Lest dagsins veltum við fyrir okkur hvort líkamar, rétt eins og raddir, hafi hreim. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir lýkur pistlaröð sinni um málefni einhverfra. Í dag er hún að hugsa um ástina og birtingarmyndir hennar í lífum einhverfs fólks. Við heyrum umfjöllun um Last and First men, eftir Jóhann Jóhannsson, sem er loksins komin í íslensk kvikmyndahús. Við rýnum í merkingu umtöluðustu lopavettlinga heims um þessar mundir, prjónalúffur Bernie Sanders.
1/25/202155 minutes
Episode Artwork

Nándarþjálfi, Inspector Spacetime, Ýrúrarí

Við fáum heimsókn frá Kristínu Leu Sigríðardóttur sem hefur gengið í ýmis störf innan kvikmyndageirans. Hún er leikkona og rekur fyrirtækið Doorway Casting með eiginmanni sínum en einnig hefur hún tekið að sér nándarþjálfun: þ.e. umsjón með kynlífssenum í kvikmyndum. Davíð Roach Gunnarsson segir frá fyrstu plötu hljómsveitarinnar Inspector Spacetime sem kom út á dögunum. Rætt verður við textíllistakonuna Ýr Jóhannsdóttir, sem er betur þekkt sem Ýrúrarí. Hún er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands fyrir verkefnið sitt Peysur með öllu þar sem hún lífgar upp á götóttar eða blettóttar notaðar peysur með sinni galgopalegu hönnun.
1/21/202155 minutes
Episode Artwork

Enskuslettur, dulminni, Pieces of a woman og The Midnight Sky

Í Lestinni í dag heyrum við kvikmyndagagnrýni um tvær nýjar myndir. Pieces of a woman og Midnight Sky, heimsendadrama sem stórstjarnan George Clooney leikstýrir og leikur eitt aðalhlutverkið í. Við fræðumst um hugtakið dulminni, Og við veltum fyrir okkur hvernig enskar slettur lauma sér inn í íslenskuna, bæði í ritmáli unglinga og talmáli gesta í Lestinni. Við ræðum við Ragnheiði Jónsdótur sem nýlega vann mastersritgerð í íslenskum fræðum um enskt slangur í íslensku unglingamáli.
1/20/202155 minutes
Episode Artwork

Elsta dýralífsmynd heims, Wellerman, „kynáttunarvandi", stafræn tíska

Vestrænum neytendum er loks að verða ljóst þau áhrif sem skammvinnar tískubylgjur og tilheyrandi kaup og farganir klæða hafa í för með sér, á fólkið sem saumar fötin og á umhverfið. Á sama tíma gerir menning samfélagsmiðla miklar kröfur til útlits og klæðaburðar þar sem sömu fötin eiga helst ekki að sjást oftar en einu sinni. Hvað er til ráða? Eitt svarið, er stafræn tíska en sitt sýnist hverjum. Við heyrum fréttir af hellamálverkum frá Indónesíu sem má segja að séu elstu dýralífsmyndir heims. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir flytur okkur pistil í Lestinni á þriðjudegi. Undanfarnar vikur hefur hún fjallað um ýmis mál sem tengjast réttindabaráttu hinsegin og transfólks, kynrænt sjálfræði og kynjaða sundklefa. Að þessu sinni fer hún með okkur í fyrsta tímann sinn hjá geðlækni og rifjar upp misþægilegar spurningar sem hún fékk frá honum. Og við kynnum okkur baksögu vinsælasta lags ársins sem er ekki á neinum vinsældalistum: Soon May the Wellerman Come.
1/19/202155 minutes
Episode Artwork

Ljósmóðir, einhverfa á hvíta tjaldinu og Phil Spector

Mögulega þekktasti upptökustjóri allra tíma, Phil Spector, er látinn 81 árs að aldri. Hann er ekki mörgum harmdauði, var þekktur fyrir reiðistjórnun og andlegt ofbeldi, og lést I fangaklefa þar sem hann sat inni fyrir morð. En áhrif hans á tónlistarsöguna eru þó óumdeilanleg, hann var brjálaði vísindamaðurinn í hljóðverinu, frumkvöðull og áhrif hans lifa áram í hljóðveggnum í fjölbreyttri tónlist enn þann dag í dag. Við spjöllum við Curver Thoroddsen um Phil Spector. Guðlaug Kristjánsdóttir flytur okkur sinn annan pistil í Lestinni á mánudegi. Að þessu sinni skoðar hún birtingarmyndir einhverfu í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, tekur meðal annars fyrir Netflix þáttaröðina Queen?s Gambit og kvikmyndina Music. Og við veltum fyrir okkur orði sem árið 2013 var valið fallegasta orð íslenskrar tungu. Orðið er ljósmóðir og Páll Bjarnason íslenskufræðingur hefur grafið í sögu þessu.
1/18/202155 minutes
Episode Artwork

Hegel, siðareglur, Tenet og Bill & Ted Face the Music

Í Lestinni í dag verður rætt um gagn eða gagnleysi siðareglna, en í gær kærði sjávarútvegsfyrirtækið Samherji 11 starfsmenn ríkisútvarpsins til siðanefndar stofnunarinnar. Blaðamenn og fræðimenn á sviði fjölmiðla ræða málið í þættinum. Í tilefni að 250 ára afmæli þýska heimspekingsins Georg Wilhelm Friedrich Hegel reyna þáttarstjórnendur að ná utan um hugmyndir hans - en fáir heimspekingar þykja jafn erfiðir aflestrar og Hegel. Rætt verður við Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki. Gunnar Theodór Eggertsson kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar rýnir í tvær nýjar Hollywood-myndir sem fjalla um tímaflakk. Þetta eru spennumyndin Tenet eftir Christopher Nolan og grínmyndin Bill & Ted Face the Music.
9/2/202053 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Upphafsstef, frumrannsókn og fyrsti skóladagurinn

Lestin leggur úr hlaði haustið 2020 og í dag eru lestarstjórarnir að hugsa um upphafið. Hvernig skal byrja. Við skoðum upphafsstef hinna ýmsu þátta Rásar 1, þýðingu þeirra og eðli og veltum fyrir okkur hvort Lestin eigi mögulega að finna sér nýtt forspil. Við fylgjum eftir nýnema, á nýnemakynningu við Verzlunarskóla Íslands og kynnumst því hvernig er að byrja í menntaskóla á tímum þar sem allt félagslíf er óvissu háð. Guðrún Elsa Bragadóttir lítur við. Hún var beðin um að skrifa kafla um stöðu kvenna innan íslenska kvikmyndageirans en til þess að svo mætti verða þurfti hún að leggjast í frumrannsóknir.
9/1/202055 minutes
Episode Artwork

Skólarapp, kreditlistar, tölvuleikjatónlist og reif

Í þætti dagsins verður rýnt í skemmtanahald á Íslandi undanfarna mánuði. Davíð Roach Gunnarsson segir frá því hvernig samkomubannið hefur blásið nýju lífi í reifin, ólögleg danspartý sem eru oftar en ekki haldin úti í guðsgrænni náttúru. Fanney Benjamínsdóttir sökkvir sér ofan í sögu hins vinsæla Skólarapps sem naut gríðarlegra vinsælda þegar það kom út fyrir 25 árum. Hún hringir til að mynda til Ítalíu í höfund lagsins Umberto Napolitano Við ræðum við tónlistarmanninn Hermigervil um tónsmíðar fyrir tölvuleiki, en hann hannar hljóðheim spurningaleiksins Tri­via Royale sem er framleiddur af íslenska fyrirtækinu Teatime. Og í þessum síðasta þætti Lestarinnar fyrir sumarfrí veltum við fyrir okkur endinum, og kreditlistum sem renna upp skjáinn í lok kvikmynda, sjónvarpsþátta, tölvuleikja og jafnvel útvarpsþátta. Meira um það undir lok þáttar, en við byrjum á reifi.
6/25/202055 minutes
Episode Artwork

Rjómi, Da 5 bloods, enn fleiri minnisvarðar og hvað er íslensk hönnun?

Hönnunarmars hefst í dag og Lestin heldur áfram að ræða við hönnuði sem taka þátt í hátíðinni í ár. Í þætti dagsins kynnumst við hönnunarmerkinu Fólk Reykjavík og heimsækjum sýninguna Norður Norður þar sem hönnuðir merkisins velta upp spurningunni hvað skilgreinir íslenska hönnun á nytjahlutum. Kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í Da Five Bloods, nýja mynd bandaríska leikstjórans Spike Lee og heimildarmynd Freyju Kristinsdóttur um hundinn Rjóma og baráttu eiganda hans fyrir því að fá að flytja hundinn með sér inn til landsins. Þann 20. júní lagði Vilhjálmur Bjarnason fram tvær þingsályktunartillögur. Aðra um minnisvarða en hina um minningarskjöld. Í gær fjölluðum við um Hans Jónatan, manninn sem minnisvarðinn varðar, en í dag tekur Vilhjálmur sér far með Lestinni og segir okkur frá hinni tillögunni, um manninn sem gaf Bessastaði, og ræðir um leið þýðingu og ástæður þess að minnast opinberlega.
6/24/202055 minutes
Episode Artwork

Stytta af Hans Jónatani, Plöntugarðurinn, Borges og Stonehenge

Nú liggur frammi tillaga til þingsályktunar um minnisvarða á Djúpavogi til minningar um Hans Jónatan, svartan mann sem settist að á Íslandi eftir að hafa flúið þrældóm í Danmörku. Við rifjum upp sögu Hans Jónatans með aðstoð Gísla Pálssonar mannfræðings og íhugum hvernig minnisvarði væri viðeigandi um mann hnepptan í þrældóm, nú þegar styttur af þrælahöldurum falla. Í gær var sagt frá því í fjölmiðlum að fornleifafræðingar hafi uppgötvað það sem er líklega stærsta forna mannvirki sem fundist hefur á Bretlandi, 4500 ára gamlir pyttir sem grafnir voru í stóran hring í nágreni við Stonehenge. Hönnunarmars hefst seinn í vikunni og í Ásmundarsal mætast hið vélræna og lífræna í glænýrri uppfinningu Halldórs Eldjárns: vél sem hegðar sér og vex eins og hengiplanta. Hún er útbúin örtölvu, strimlaprentara og ljósnema, en í stað þess að þarfnast aðhalds, vökvunar og moldar gengur hún fyrir rafmagni og er stjórnað af ljósi. Halldór Armand Ásgeirsson flytur sinn vikulega pistil. Í pistli dagsins kemur argentínski rithöfundurinn Jorge Luis Borges við sögu og skoðanir hans á lífinu, upplifunum og endurminningum.
6/23/202055 minutes
Episode Artwork

Mannveran og ástin, mistök á Hönnunarmars, Og hverra manna ert þú?

Spurningin kann að virðast hversdagsleg en undirniðri er hún eitt af tækjunum sem Íslendingar nota til að kortleggja samfélagið, okkur sjálf og náungann. Við köfum ofan í þessa spurningu með mannfræðingnum Dr. Hallfríði Þórarinsdóttur. Manneskjan er nafli alheimsins. Að minnsta kosti hefur slík mannmiðjukenning verið undirliggjandi forsenda í allri hugmyndasögu vesturlanda undanfarnar aldir. Í þriðja pistli sínum af fjórum um stöðu mannsins í heiminum veltir Karl Ólafur Hallbjörnsson, heimspekinemi við Háskólann í Warwick, fyrir sér einum helsta drifkrafti mannverunnar, ástinni. Hönnunarmars fer fram á óvenjulegum tíma vegna heimsfaraldursins, hefst seinna í þessari viku. Hönnunarsamfélagið iðar því að lífi, undirbúningur í fullum gangi. Í Lestinni í dag tökum við púlsinn á hönnunarteyminu Are we studio? sem frumsýnir ný verk á hátíðinni, verk sem eru innblásin af mistökum.
6/22/202055 minutes
Episode Artwork

Fjallkona handtekin, Shabazz Palaces, umdeildar styttur, Hljóðkirkjan.

Í meira en tvær aldir hefur ein helsta táknmynd íslensku þjóðarinnar verið ung og fríð kona, faldbúningsklædd Fjallkona. Og frá því um miðja síðustu öld hafa skrautklæddar fjallkonur flutt ávarp á þjóðhátíðardaginn. Fjölbreytileiki samfélagsins hefur aukist undanfarna áratugi og samhliða því hafa fjallkonurnar orðið fjölbreyttari í útliti og uppruna. En enn hefur það aldrei gerst að sú manneskja sem valin er fjallkonan í Reykjavík hefur verið karlmaður. Snorri Ásmundsson, listamaður, vill breyta þessu, og í gær hafði lögregla afskipti af Snorra vegna fjallkonuávarps hans á Austurvelli. Við ræðum við Snorra um gjörninginn. Davíð Roach Gunnarsson segir frá hljómsveitinni Shabazz Palaces og nýju lagi frá þessari tilraunkenndu rappsveit, Mega Church. Og við förum líka í annars konar í kirkju. Eða raunar kemur kirkjan til okkar. Þeir bræður Baldur og Snæbjörn Ragnarssynir taka sér far með Lestinni í dag en þeir hafa stofnað nýjan söfnuð, Hljóðkirkjuna, sem er þó ekki trúfélag heldur hlaðvarpsstöð. Fanney Benjamínsdóttir hefur verið að velta fyrir sér verum sem standa kyrrar í borgarmyndinni, steinrunnar, allan ársins hring. Hvaða þýðingu hafa styttur af breiskum hetjum í samtímanum?
6/18/202055 minutes
Episode Artwork

Afsökunarbeiðnin, viskan og þjáningin og Beðið eftir barbörunum

Þegar orðrómur berst um barbara utan bæjarmúra á mærum heimsveldisins, grípa yfirvöld til stöðugt harðari aðgerða gegn meintum innrásarmönnum og bæjarbúum. Þetta er sögusvið skáldsögunnar Beðið eftir barbörunum eftir suður-afríska nóbelsskáldið J.M. Coetzee (koúdsee) sem kom út í íslenskri þýðingu nú á dögunum. Við ræðum við þýðendurna tvo, Sigurlínu Davíðsdóttur og Rúnar Helga Vignisson. Halldór Armand veltir fyrir sér viskunni og þjáningunni í pistli sínum þessa vikuna. Æskilos, Job og Bobby Kennedy koma meðal annars við sögu í pistlinum. Og við veltum fyrir okkur þeirri athöfn að biðjast afsökunar og hvað þarf til svo afsökunarbeiðni sé vel tekið. Í vikunni baðst grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon afsökunar á óviðeigandi og fordómafulli gríni sem var tekið á myndband og dreift á samfélagsmiðlum. Andrés Jónsson, almannatengill, kemur í þáttinn og Sema Erla Serdar leggur orð í belg.
6/16/202051 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Rappferill George Floyd, Spurningar mannverunnar, Grímuverðlaunin, og

Um þessar mundir eru 40 ár frá skotárásinniá J.R. Ewing Junior í sjónvarpsþáttaröðinni Dallas. Áhorfendur um allan heim sátu eftir með stærstu ráðgátu sjónvarpssögunnar: Hver skaut J.R? Við köfum ofan í þessa spurningu og áhrif hennar í Lestinni í dag með aðstoð Dallas-sérfræðingsins Karls Ferdinands Thorarensen. Nú á dögunum var George Floyd borinn til grafar í heimabæ sínum Houston í Texas. Dauði hans af hendi hvíts lögreglumanns í Minneapolis hefur kveikt mótmælaöldu gegn kynþáttahatri og lögregluofbeldi í Bandaríkjunum og víðar. Á sínum tíma tók Floyd virkan þátt í rappsenu Houston ásamt einum frægasta plötusnúði allra tíma, DJ Screw. Við könnum í dag stuttan rappferil Big Floyd eins og hann var kallaður. Manneskjan er nafli alheimsins. Að minnsta kosti hefur slík mannmiðjukenning verið undirliggjandi forsenda í allri hugmyndasögu vesturlanda undanfarnar aldir. Í öðrum pistli sínum af fjórum um stöðu mannsins í heiminum veltir Karl Ólafur Hallbjörnsson, heimspekinemi við Háskólann í Warwick, fyrir sér spurningum mannverunnar. Við fylgjumst líka með kapphlaupi ungs sviðslistamanns við tímann þar sem hann flýtir sér heim frá Svíþjóð, í gegnum sóttvarnarsvæði og skimanir, til að mæta á Grímuverðlaunahátíðina í kvöld þar sem hann er tilnefndur.
6/15/202055 minutes
Episode Artwork

Hvað getur Ísland lært af mótmælunum?

Þátturinn verður með óvenjulegu sniði að þessu sinni. Lestin verður tekin undir pallborðsumræður þar sem spurt verður hvernig íslenskt samfélag geti best brugðist við þeirri mótmælaöldu sem nú geisar um allan heim í kjölfar morðsins á George Floyd. Hvernig vandinn endurspeglast hér á landi, hvaða lexíur við þurfum að læra, hvert við eigum að stefna?
6/11/202053 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Svarthol, rasismi og kvikmyndir og enskumælandi fjölmiðlar

Í dag kemur tímaritið Iceland Review út á íslensku í fyrsta sinn í 57 ára sögu blaðsins. Útgáfan er viðbrögð við fordæmalausum tímum, þar sem engir túristar eru eftir á landinu til að lesa sér til um land og þjóð. Tímaritið Reykjavík Grapevine hefur eins fundið fyrir breyttu árferði og hefur brugðist við því með aukinni sókn á veraldarvefnum. Gréta Sigríður Einarsdóttir, ritstjóri Iceland Review og Valur Grettisson, ritstjóri Reykjavík Grapevine, taka sér far með Lestinni í dag. Við höldum inn í miðju svartholsins, sérstæðuna, örlítinn punkt þar sem tímarúmið er óendanlega sveigt. Fjórir reykvískir hönnuðir hafa skapað slíka sérstæðu í hátíðarsal Iðnó en þessi gagnvirka innsetning er einskonar miðja Listahátíðar í Reykjavík sem fer fram með óvenjulegu sniði í ár. Og Marta Sigríður Pétursdóttir gerir heimsmálin, og málin hér heima fyrir, að umtalsefni sínum í örlítið óvenjulegum kvikmyndapistli.
6/10/202052 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Þöggun, yfirlestur og rettan sem hvarf

Þöggun hefur verið umtalsvert í umræðunni undanfarin ár. En hvað er þöggun? Þessu veltir heimspekingurinn Elmar Geir Unnsteinsson fyrir sér í nýjasta hefti Hugar, tímarits áhugafólks um heimspeki. Rætt verður við Elmar í Lestinni í dag. Það líður ekki sá dagur að Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður Vísis, sé ekki beðinn um að senda viðmælanda viðtal til yfirlestrar fyrir birtingu. Jakob segir þessa hugmynd, um að yfirlestur sé sjálfsögð krafa, vera vitleysu og brjóta gegn trúnaðarsambandi blaðamanns og lesenda. Halldór Armand Ásgeirsson veltir fyrir sér sígarettunni sem er horfin úr kjafti Bubba Morthens á mynd af tónlistarmanninum á vegg Borgarleikhússins.
6/9/202055 minutes
Episode Artwork

Nýir rithöfundar, mannmiðjukenningin, áróðursgildi lögguþátta

Kröfur mótmælenda í Bandaríkjunum eru allt í senn einfaldar og flóknar. Barist er fyrir jafnrétti, því að svört líf séu metin til jafns við hvít, en uppi eru ýmsar róttækar hugmyndir um leiðina að þessu markmiði. Ein vinsælasta hugmyndin snýr að því að skera niður hjá lögreglunni. Önnur, snýr að því að skera niður lögregluþætti. Við rýnum í síðarnefndu kröfuna. Manneskjan er nafli alheimsins. Að minnsta kosti hefur slík mannmiðjukenning verið undirliggjandi forsenda í allri hugmyndasögu vesturlanda undanfarnar aldir. Loftslagsbreytingar, kjarnorkuvopn og verksmiðjubúskapur á dýrum væri hægt að taka sem dæmi um þessa mannmiðjuhugsun. Í lestinni í dag veltir Karl Ólafur Hallbjörnsson, heimspekinemi við Háskólann í Warwick, fyrir sér stöðu mannsins og lífum annarra vera. Það eru ekki margir styrkir sem bjóðast nýjum rithöfundum sem eru að stíga sín fyrstu skref í útgáfu. Nýræktarstyrkir Miðstöðvar Íslenskra bókmennta, sem voru afhentir í síðustu viku, gegna því mikilvægu hlutverki í að rækta nýjabrumið í ritlistarsenunni. Við fáum tvo nýbakaða nýræktarstyrkþega í heimsókn í Lestinni í dag og ræðum um bækur og líf ungskáldsins.
6/8/202055 minutes
Episode Artwork

Tölfræði í Harmageddon, Run The Jewels og plöntublinda

Við kynnum okkur hugtakið plöntublinda, en það er notað yfir hvernig við nútímafólkið tökum æ verr eftir plöntunum í umhverfi okkar og eigum erfiðara með að þekkja ólíkar tegundir gróðurs í sundur. Bryndís Snæbjörnsdóttir, myndlistarkona, kemur við sögu og Sverrir Norland, rithöfundur, útskýrir hvernig plöntur eða hverfa úr orðabókum. Rappdúettinn Run the Jewels gaf út sína fjórðu breiðskífu í gær en annar helmingur hans, Atlanta-rapparinn Killer Mike, vakti mikla athygli í vikunni fyrir innblásna ræðu þar sem hann útlistaði reiði sína vegna dráps lögreglunnar á George Floyd. Útgáfu RTJ4 var í raun flýtt um tvo daga vegna ástandsins í Bandaríkjunum. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í gripinn. En við ætlum að byrja á sláandi fyrirsögn sem birtist í gær en sagði ekki alla söguna.
6/4/202055 minutes
Episode Artwork

Áhorfendalausir íþróttaleikir, Exos og K-pop mótmæli

Í byrjun vikunnar kom út platan Indigo með tónlistarmaðnninum og plötusnúðinum Exos. Þetta er fyrsta plata hans í 20 ár, en Exos er gamalreyndur í hinni alþjóðlegu teknósenu. Við heyrum í Adda Exos sem er fastur í Víetnam vegna Covid-19 ástandsins, þar sem hann stoppaði í miðju tónleikaferðalagi um Asíu. Áhorfendur spila stórt hlutverk í að skapa stemningu og rafmagnað andrúmsloft á íþóttavöllum. Nú þegar íþróttakeppnir hefjast aftur víða um heim eftir covid-hlé er hins vegar leikið fyrir tómum leikvöngum vegna sóttvarna. Á völlunum hljóma því engir söngvar, enginn trommusláttur, ekkert baul, engin vonbrigðaandvörp, engin fagnaðarlæti. Hins vegar reyna nú margir að finna nýjar leiðir til að skapa stemningu án áhorfenda. Við ræðum við Guðjón Má Guðjónsson, framkvæmdastjóra OZ, sem vinnur að einni slíkri lausn. Síðustu dagar og nætur hafa reynst mótmælendum í Bandaríkjunum erfiðir. Mörg hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi af hendi lögreglu og hvítra ofstækismanna, verið lamin með bareflum, sprautuð með táragasi, skotin með gúmmíkúlum og fangelsuð. Í gær þurftu skipuleggjendur síðan að draga andann djúpt þegar samfélagsmiðlaherferðin #blackouttuesday tók á sig óumbeðna mynd er velmeinandi stuðningsmenn svartra Bandaríkjamanna drekktu upplýsingagjöf undir myllumerkinu #blacklivesmatter í svörtu tómarúmi. En fyrir hvert skref aftur á bak skulu tvö tekin fram á við og málstaðnum hefur borist liðsinni úr óvæntri átt. Nefnilega, frá unnendum K-Pops.
6/3/202055 minutes
Episode Artwork

8 mín og 46 sek, myrkvaður þriðjudagur og framtíð hlaðvarps

Við veltum fyrir okkur framtíð hlaðvarps í ljósi nýlegs risasamnings streymisveitunnar Spotify við viðtalsþáttastjórnandann Joe Rogan. Gestir verða Gunnlaugur Reynir Sverrisson, einn stjórnenda tæknivarpsins og myrkraverka-hjónin Svandís Sigurðardóttir og Jóhann Már Ævarsson Halldór Armand Ásgeirsson flytur sinn vikulega pistil á þriðjudegi og veltir fyrir sér máli málanna. Víðtækum mótmælum um gjörvöll bandaríkin og myndbandið sem kveikti reiðiölduna, myndbandi af því þegar hvítur lögreglumaður þrýstir hné að hálsi svarts borgara George Floyd í 8 mínútur og 46 sekúndur. Við heyrum líka um hvernig tónlistarbransinn hefur tekið þátt í svokölluðum myrkvuðum þriðjudegi þar sem nánast allri tónlistarútgáfu hefur verið frestað og fyrirtæki hafa sent starfsfólk heim til að rækta eigin nærsamfélag og stuðla að breytingum í kjölfar morðsins á George Floyd. Dyggðaflöggun eða leið að raunverulegum umbótum?
6/2/202055 minutes
Episode Artwork

Fordæmalausir tímar #12

Í þættinum í dag verður meðal annars rætt við íslenska nemendur í erlendum háskólum. Margir þeirra hafa flúið heim til Íslands á meðan á ástandið gengur yfir. Þeir lýsa breyttum aðstæðum í náminum, fjar-fyrirlestrum á nóttunni, dansæfingum á stofugólfinu og hópavinnu tímabelta á milli. Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, ræðir um covid-kennslu og áhrif faraldursins á framtíð menntunar. Við heyrum um hjón sem hafa bæði þurft að skrá sig á atvinnuleysisbætur, í fyrsta skipti á ævinni, nú þegar þau nálgast sextugt En við byrjum á nafnlausri frásögn sem við fengum senda inn í gegnum vefinn okkar, sögur úr kófinu.
5/28/202052 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Doja Cat, Næturgalinn, Joe Rogan og Spotify og Roisin Murphy

Hún hefur notið stöðugt aukinna vinsælda meðal ungra tónlistarunnenda og trónir á toppi Billboard listans ásamt Nicki Minaj en hún er einnig sökuð um kynþáttafordóma. Við kynnumst tónlistarkonunni Doja Cat. Við heyrum um samning sem gerir Joe Rogan að best launaða útvarpsmanni heims. Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í hryllingsmyndina Nightingale eftir Jennifer Kent, sem gerist í blóðugu stríði frumbyggja og enskra nýlenduherra í Tasmaníu árið 1825. Og írska nýdiskódívan Roisin Murphy kemur við sögu.
5/27/202055 minutes
Episode Artwork

CIA og íslensk list, tístað um línulega dagskrá og mannát í Kópavogi

Samfélagsmiðlar elska línulega dagskrá. Það vita meira að segja streymisveiturnar og á tímum hámhorfs hafa þær brugðist við með því að dagskrársetja ákveðnar þáttaraðir eins og um línulega dagskrá væri að ræða. Við rýnum í þetta ástarsamband í Lestinni í dag. Halldór Armand flytur sinn reglubundna þriðjudagspistil og að þessu sinni veltir hann fyrir sér ólíkum siðum mismunandi mannlegra samfélaga, meðal annars ólíkum greftrunarsiðum. Í framhaldi af umræðum okkar í gær um hlaðvarpið Wind of Change, menningarlega kaldastríðið og meintar lagasmíðar bandarísku leyniþjónustunnar verður rætt við Hauk Ingvarsson, rithöfund og bókmenntafræðing, um áhrif CIA á íslenskt menningarlíf.
5/26/202052 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Covid-grín, Wind of Change og krullur

Í Lestinni í dag sökkvum við okkur ofan í hlaðvarpsþættina Wind of Change, en þar er rannsökuð sú samsæriskenning að samnefnd kraftballaða með þýsku hármetalsveitinni Scorpions hafi verið samin af bandarísku leyniþjónustunni CIA, til að grafa undan Sovétríkjunum. Rætt verður við Frey Eyjólfsson, samskiptastjóra Terra, um hlaðvarpsþættina. Við veltum fyrir okkur húmor á tímum kórónaveirunnar. Laufey Haraldsdóttir ræðir við nokkra grínista og spyr hvort gera megi grín að þessum fordæmalausum tímum. Og við kynnum okkur nýstárlegt fyrirbæri í hármenningu kvenna, aðferð til að lokka fram náttúrulega lokka: Curly Girl Method.
5/25/202053 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Normal People, Special-K, Mikilvægar ítranir og orðavírus

Tónlistarkonan Katrín Helga Andrésdóttir hefur ekki slegið slöku við síðustu vikur. Hún gaf út stuttskífu í síðustu viku undir nafninu Special-K og í þessari viku kemur út fyrsta lag samnorrænu “súpergrúppunnar“ Ultraflex sem og önnur breiðaskífa Reykjavíkurdætra. Katrín stígur um borð í Lestina í dag og ræðir þessa miklu uppskeru. Við rýnum í sjónvarpsþættina Eins og fólk er flest, eða Normal People, sem byggja á samnefndri skáldsögu írska rithöfundarins Sally Rooney. Þættirnir hafa hlotið talsverða athygli áhorfenda víðs vegar um heim, meðal annars fyrir óvenju margar og langar kynlífssenur. Og við sökkvum okkur ofan í orðaforða kófsins, nýyrðin sem hafa smitast manna á milli undanfarna mánuði: samskiptafjarlægð, smitskömm, kóviti svo einhver dæmi séu nefnd. Rætt verður við Jón Helga Hólmgeirsson, hönnuð, en á laugardag opnar hann sýninguna Mikilvægar ítranir í Ásmundarsal en þar leggur hann fram tillögur að nýjum merkingum orða sem komust í óvenju mikla umferð í kjölfar Covid-19.
5/20/202055 minutes
Episode Artwork

Olíuvinnsla RuPaul, Skoffín og poppsnillingur bakvið tjöldin

Dragdrottning alheimsins, Ru Paul, er ekki ein af þessum stjörnum sem liggur á skoðunum sínum. Hann er ötull talsmaður réttindabaráttu hinsegin fólks og innflytjenda og í hinum ýmsu útgáfum sjónvarpsþáttanna Ru Paul's Drag Race er forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, oftar en ekki skotspónn harðrar og niðrandi gagnrýni. En eins framsækin, frjálslynd og feminísk og Mama Ru virðist vera á yfirborðinu leynist stór svartur blettur undir niðri: Olíublettur. Halldór Armand Ásgeirsson flytur að venju pistil í Lestinni á þriðjudegi. Að þessu sinni minnist hans tónlistarmann sem þú hefur örugglega aldrei heyrt nefndan, tónlistarmanns sem var alltaf bakgrunni en með puttana í mörgu. Manns sem var svo fær lagasmiður að hann gat samið ódauðlega poppslagara eftir pöntun. Og við setjumst á bekk með tveimur meðlimum hljómsveitarinna Skoffín. Í lok vikunnar kemur út sjö laga plata með sveitinni: Skoffín hentar íslenskum aðstæðum. Ísland kaldastríðsins er gegnumgangandi þema plötunni: gjaldeyrishöft, mótmæli gegn varnarliðinu og alltumlykjandi óttinn við kjarnorkustyrjöld.
5/19/202055 minutes
Episode Artwork

Síðustu vídeóleigurnar, örtröð í Sundhöllinni, Trotskí og svikin bylti

Í ár eru 80 ár frá því að einn af forsprökkum rússnesku byltingarinnar Leon Trotsky var myrtur í Mexíkó af launmorðingja á vegum erkióvinar hans, einræðisherrans Jósefs Stalín. Trotsky hafði verið einn helsti keppinautur Stalíns um leiðtogahlutverkið í Sovétríkju og eftir að hann var gerður útlægur var hann hávær gagnrýnandi Stalíns. Enn í dag líta margir róttæklingar til hugmynda Trotskys og nú á dögunum kom út í íslenskri þýðingu bók hans Byltingin svikin - þýðing sem hefur reyndar legið í skúffu þýðandans í um fjörtíu ár. Við ræðum við Erling Hansson, þýðanda bókarinnar, um Trotsky og byltingarstjórnmál. Vídeóleigan var í eina tíð stór hluti af menningarlífinu. Eftir að Netflix fór að bjóða fólki að streyma kvikmyndum árið 2007 var fótunum kippt undan leigunum. Hratt og örugglega hafa vídjóleigurnar horfið ein af annarri. Ótrúlegt en satt lifa þó örfáar vídjóleigur enn þann dag í dag. Þórður Ingi Jónsson leitar uppi síðustu móhíkana íslensku vídeóleigunnar. Og svo ætlum við að kíkja í sund, eins og hundruð Reykvíkinga reyndu í nótt eftir langa eyðimerkurgöngu. Það gekk þó misvel og í Sundhöllinni við Barónsstíg setti óvænt uppákoma allt úr skorðum fyrsta klukkutímann.
5/18/202055 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Ljósmynd ársins, Florian Schneider, óvenjulegir miðasölulistar, rapp o

Í Lestinni í dag verður rætt við ljósmyndarann Golla, en í síðustu viku hlaut hann viðurkenningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands fyrir mynd ársins 2019, mynd tekin á Vatnajökli í vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands. Við hittum Golla og ræðum jökulinn, loftslagsbreytingar og vandamálin sem blaðaljósmyndun stendur frammi fyrir á tímum. Við minnumst tónlistarmannsins Florians Schneider sem var einn af stofnendum þýsku rafpoppsveitarinnar Kraftwerk. Áhrif hljómsveitarinnar verða seint ofmetin, á danstónlist jafnt sem rapp og rokktónlist - Davíð Roach Gunnarsson er að minnsta kosti sannfærður um mikilvægi Kraftwerks. Víða um heim eru kvikmyndahús lokuð, kvikmyndahátíðum hefur verið frestað, og kvikmyndaver hafa lagst í dvala. Framboðið á nýjum myndum er því umtalsvert minna en venjulega, eða í rauninni nánast ekkert. Þetta hefur leitt til þess að kvikmyndir sem myndu yfirleitt ekki ná til margra verma nú topp vinsælda- og sölulista víða um heim. Við kynnum okkur óvenjulega miðasölulista. Oft er sagt að af brenndum áfengistegundum sé koníak „göfugasta“ tegundin. Það er franskt og fínt, það rennur ljúflega niður með góðum osti eða dökku súkkulaði og það er dýrt og flókið í framleiðslu. Það er líka uppáhaldsdrykkur þrjótarappara og þeir eru duglegir að láta vita af því.
5/14/202055 minutes
Episode Artwork

The Expanse, tvöfaldur regnbogi, minningar úr paradís og Jean Seberg

Framtíð Bíó Paradísar er enn óljós. Kvikmyndahúsið er lokað en stjórnendur vonast enn til þess að ríki og borg bjargi bíóinu, en reksturinn getur ekki staðið undir hækkandi leigu. Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum sínum á undanförnum mánuðum og nýlega hefur fjöldi fólks deilt persónulegum minningum sínum frá bíóinu. Við heyrum minnningar frá Bíó Paradís. Við heyrum um andlát einnar fyrstu Youtube-stjörnunnar, manns sem vakti athygli og aðdáun fyrir barnslega undrun sína og hrifnæmi. Kvikmyndin Seberg sem kom út á dögunum hefur vakið gríðarlega athygli en hún fjallar meðal annars um ofsóknir bandarísku alríkislögreglunnar á hendur kvikmyndaleikkonunni Jean Seberg. Hún framdi sjálfsmorð í kjölfar ofsókna FBI. Þórður Ingi Jónsson rýnir í sögu þessarar gleymdu stórleikkonu. Og Marta Sigríður Pétursdóttir rýnir í sjónvarpsþættina The Expanse, sem byggja á vísindaskáldsögum eftir James SA Corey. Þættirnar gerast á 24. Öldinni en geta þó varpað áhugaverðu ljósti á okkar eigið þjóðfélag og samfélagsskipulag.
5/13/202055 minutes
Episode Artwork

Upplýsingaóreiða, Skopmynda-Kalli, Bjarki á BBC, Ballet

Við kynnum okkur ævintýralegt lífshlaup vestur-íslenska skopmyndateiknarans Karls Gústafs Stefánsson, eða Cartoon Charlie. Hann er sagður hafa skapað nokkrar af þekktustu teiknimyndapersónum 20. aldarinnar, meðal annars Kalla kanínu og Mjallhvíti eins og hún birtist í kvikmynd Disney. Ævi Karls er innblásturinn að nýrri kvikmynd sem nú er í vinnslu. Við ræðum við Björn Þorfinnsson, blaðamann, um Teiknimynda-Kalla. Við hringjum í Helga Tómasson, stjórnanda San Francisco balletsins sem hafði nýlokið við að frumsýna Draum á Jónsmessunótt þegar samkomubann skall á í borginni. Frumsýningin varð því jafnframt sú síðasta. Dansarar Helga eru fastir heima en hafa þó fundið ýmsar leiðir til að halda áfram að deila dansinum með umheiminum. Við fall Sovétríkjanna voru vestrænir blaðamenn sendir til fyrrum sovétríkjanna til kenna kollegum sínum að umgangast sannleikann. Halldór Armand Ásgeirsson telur að skynsamlegra hefði verið að snúa dæminu við. Teknótónlistarmaðurinn Bjarki varð á dögunum fyrsti Íslendingurinn til að spila í einum virtasta danstónlistarþætti heims, Essential Mix á BBC1. Við kynnum okkur grundvallarmix Bjarka.
5/12/202055 minutes
Episode Artwork

Kynusli Little Richards, Umer Consumer, Covid-meme

Ein af áhugaverðari plötum sem hefur komið út á þessu ári í íslensku rokki er Late Night Noises, önnur plata tónlistarmannsins Ýmis Gyðusonar Gíslasonar, sem gefur út tónlist undir listamannsnafninu Umer Consumer. Platan inniheldur rokktónlist fyrir rökkvuð síðkvöld og er innblásin af svæðinu á milli svefns og vöku. Tónlistarmaðurinn Little Richard féll frá á laugardaginn, 87 ára að aldri. Hann hefur verið kallaður arkitekt rokksins en hans fordæmi fólst do ekki aðeins í tónlistinni sjálfri heldur einnig í uppreisn hans gegn stöðluðum ímyndum kynjanna. Við kynnum okkur kynusla Little Richard í Lestinni í dag. Laufey Haraldsdóttir heldur áfram að rýna í nýleg meme (lesist: mím) og internetgrín þar sem unnið er úr og gert grín að covid-19 heimsfarladrinum. Bangsar, Bubbi Morthens og Milton Friedman koma meðal annars við sögu.
5/11/202055 minutes
Episode Artwork

Fordæmalausir tímar #11

Í dag ætlum við að rýna í framtíðina. Við heyrum af atvinnulausum leiðsögumanni, förum í fámennt brúðkaup og ræðum við Björn Þorsteinsson heimspeking um heiminn eftir covid.
5/7/202050 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Jarðarförin mín, like-takkinn og kolefnisfargari

Það hafa sennilega flestir staðið sjálfan sig að því að velta fyrir sér eigin jarðarför á einhverjum tímapunkti í lífinu. Sú hugmynd liggur að baki þáttaröðinni Jarðarförin mín sem sjónvarpsmálaráðherra Lestarinnar, Katrín Guðmundsdóttir, rýnir í. Í símaskránni má finna þrjá einstaklinga sem gefa upp starfsheitið „kolefnisfargari.“ Þetta er starfsfólk hjá CarbFix verkefni Orkuveitu Reykjavíkur, tilraunaverkefni sem vinnur að því að festa í bergi koldíoxíð sem annars færi út í andrúmsloftið. Við heimsækjum Hellisheiðarvirkjun og forvitnumst um Carbfix aðferðina hjá Söndru Ósk Snæbjörnsdóttur, kolefnisfargara. Og Halldór Armand Ásgeirsson flytur okkur sinn vikulega pistil. Í þetta sinn er honum hugsað til fjölmiðla og like-takkans.
5/6/202055 minutes
Episode Artwork

Fordæmalausir tímar #10

Í þætti dagsins skoðum við upphaf lífsins og endalok. Við fylgjumst með ungu pari eignast sitt fyrsta barn í miðju kófi. Við heyrum sögu Bjarna Líndal sem missti konuna sína, Ágústu Ragnhildi Benediktsdóttur úr Covid-19 í byrjun apríl. Og við ræðum við séra Sigurð Jónsson um mikilvægi táknrænna athafna á borð við útfarir og hvað gerist þegar hefðum og venjum er raskað á okkar erfiðustu stundum.
5/5/202053 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Covid-meme, The Last Dance, bannaðar kvikmyndir og Tony Allen

Það eru fáir taktsmiðir sem hafa haft jafn mikil áhrif og nígeríski tónlistarmaðurinn og trommarinn Tony Allen. Hann lék lengi með hljómsveit Fela Kuti, en þar blandaði hann saman afrískum töktum og vestrænni djass og fönktónlist. Úr þessum bræðingi varð til tónlistarstefnan Afrobeat. Í Lestinni í dag minnumst við "besta trommara í heimi", Tony Allen, en hann lést nú fyrir helgi 79 ára að aldri. Á meðan stór hluti heimsbyggðarinnar hefur haldið sig heima í sóttkví eða samkomubanni hefur internetnotkun aukist og brandarar og "meme" tengd heimsfaraldrinum sprottið upp eins og gorkúlur. Laufey Haraldsdóttir, sérstakur meme-málasérfræðingar Lestarinnar, skoðar hvernig brandara og internet-mím um farsóttina hafa þróast á undanförnum vikum. Þann 23. mars 1983 voru lög um bann við ofbeldismyndum samþykkt. Tveimur árum síðar var birtur svonefndur bannlisti, með 67 kvikmyndum, sem ólöglegt var með öllu að dreifa eða sýna á Íslandi. Rassía var gerð á vídeóleigum og Páll Óskar Hjálmtýsson var kallaður til lögreglu. Við kynnum okkur bannlistann svokallaða og heyrum um íslensku kvikmyndina Ágirnd sem rataði meðal annars á listann. ESPN heimildarþáttaröðin The Last dance hefur hlotið mikið lof fyrir þá innsýn sem hún veitir áhorfendum í síðasta leiktímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Hún þykir þó ekki dæmi um áreiðanlega blaðamennsku.
5/4/202055 minutes
Episode Artwork

Fordæmalausir tímar #9

Í þætti dagsins skoðum við upphaf lífsins og endalok. Við fylgjumst með ungu pari eignast sitt fyrsta barn í miðju kófi. Við heyrum sögu Bjarna Líndal sem missti konuna sína, Ágústu Ragnhildi Benediktsdóttur úr Covid-19 í byrjun apríl. Og við ræðum við séra Sigurð Jónsson um mikilvægi táknrænna athafna á borð við útfarir og hvað gerist þegar hefðum og venjum er raskað á okkar erfiðustu stundum.
4/30/202055 minutes
Episode Artwork

Erró, skattar og lýðræði, sótthreinsað rapp og flatneskja jarðar

Undanfarin ár hefur sú skoðun orðið furðulega útbreidd að jörðin sé ekki hnöttur, eins og vísindin hafa haldið fram í nokkrar aldir, heldur flöt. Nokkur hópur fólks heldur því fram að vísindamenn sé þátttakendur í stóru samsæri eða hafi hreinlega rangt fyrir sér. Tómas Ævar Ólafsson hefur verið að kynna sér deilurnar og er hættur að vita hverju hann á að trúa. Rapparar eru þekktir fyrir að nýta sér hinar ýmsu neysluvörur sem fylgihluti og áhersluauka. Í miðjum heimfaraldri er eftirsóttur hlífðarbúnaður og hinar ýmsu hreinlætisvörur farnar að skjóta upp kollinum í rappmyndböndum. Við rýnum í nokkur rappmyndbönd úr kófinu Og við rifjum upp heimsókn Önnu Gyðu Sigurgísladóttur á vinnustofu Erró í París en við byrjum á Halldóri Armand Ásgeirssyni. Í dag er hann að hugsa um skatta, lýðræði og hagkerfi sem riðar til falls.
4/29/202055 minutes
Episode Artwork

Fordæmalausir tímar #8

Áttundi þátturinn af sérútgáfu Lestarinar, Fordæmalausir tímar. Í þessum þáttum reyna dagskrárgerðarmenn Lestarinnar að skrásetja hina undarlegu tíma sem við erum að upplifa, það hvernig fólk er að takast á við lífið í miðjum Covid-19 heimsfaraldri.Þar eru sagðar persónulegar sögur úr kófinu, við heimsækjum framlínuna í baráttunni við faraldurinn og veltum fyrir okkur framtíðinni. Í þætti dagsins beinum við sjónum okkar að fréttum og upplýsingamiðlun. Við fylgjum blaðamanni Stöðvar 2 á daglegan upplýsingafund Almannavarna. Rætt verður við Kristjönu Ásbjörnsdóttur faraldursfræðing við háskólann í Washington, en hún hefur þurft að rökræða um faraldurinn við sjálfskipaða sérfræðinga á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur. Og við ræðum um upplýsingaóreiðu og áreiðanleika frétta við þá Finn Dellsén, heimspeking, og Hauk Má Helgason, rithöfund og blaðamann.
4/28/202055 minutes
Episode Artwork

Platform, Ghost Town Anthology, Roedelius, fjar-stæðan, loftslagsverkf

Gunnar Theodór Eggertsson fjallar um tvær ólíkar streymisveitur, risann sjálfan Netflix og listrænu streymisveituna Mubi. Báðar geta nýst til að halda bíokvöld með vinum þar sem fjarfundarbúnaður og streymisveitur renna í eitt. Þýski raftónlistarmaðurinn og súrkálsfrömuðurinn Hans-Joachim Roedelius var væntanlegur hingað til landsins á dögunum. Hann átti að spila á tónleikum á vegum Extreme Chill félagsskaparins í lok mars en Covid-19 faraldurinn setti strik í þann reikning eins og svo marga aðra. En það gefur okkur þó tilefni til að rifja upp frábærar plötur með Cluster og Harmoniu sem hann átti þátt í. Áður en heimsfaraldurinn skall á var helsta áhyggjumál mannkyns loftslagsbreytingar. Umræður um loftslagsmál hafa fallið í skuggann af veirunni, og vikulegt loftslagsverkfall skólabarna hefur verið fært yfir í netheima á meðan stór hluti heimsbyggðarinnar býr við samkomu- eða útgöngubann. Við lítum til baka og rifjum upp loftslagsmótmælin sem fóru fram á hverjum föstudegi í vetur Og við veltum fyrir okkur tíma fjarstæðunnar
4/27/202055 minutes
Episode Artwork

Unorthodox, Laugardalsvöllur, Hal Wilner og Patreon

Netflix þáttaröðin Unorthodox segir sögu ungrar konu sem flýr hjónaband sitt og samfélag rétttrúaðra gyðinga og kynnist nýjum lifnaðarháttum í Berlín. Marta Sigríður Pétursdóttir rýnir í þættina. Tónlistarframleiðandinn Hal Willner, einn af mönnunum á bak við tjöld sjónvarpsþáttanna vinsælu Saturday Night Live er allur. Þórður Ingi Jónsson minnist Willners og framlags hans til bandarísks sjónvarps og tónlistarheims. Við kynnum okkur nýjasta tekjumódel listamanna, föst laun hópfjármögnuð af listunnendum í gegnum síður á borð við Patreon og Karolinafund Og Halldór Armand Ásgeirsson flytur okkur sinn vikulega pistil. Í þetta sinn ræðir hann um grasið græna á Laugardalsvellinum.
4/22/202055 minutes
Episode Artwork

Fordæmalausir tímar #7

Sjöundi þáttur sérútgáfu Lestarinnar: Fordæmalausir tímar. Í þessum þáttum höfum við verið við skrásetja hina undarlegu tíma sem við erum að upplifa, það hvernig fólk er að takast á við lífið í miðjum Covid-19 heimsfaraldri. Persónulegar sögur úr faraldrinum, heimsóknir í framlínuna og vangaveltur um framtíðina. Í þættinum í dag fáum við innsýn í störf framlínustarfsfólks á Landspítalanum. Við heyrum í hjúkrunarfræðingi, geislafræðingi, lækni og sjúkraliða svo eitthvað sé nefnt. Heyrum um hlífðarbúninga og handþvott, ótta, samstöðu, andlát og bata. Og undir lok þáttar verður rætt við Örnu Hauksdóttur, prófessor við læknadeild háskóla íslands, um heilsufarsleg áhrif samfélagslegra áfalla.
4/21/202055 minutes
Episode Artwork

Heimþrá, Stop making sense, Banksy og aktívistinn Jane Fonda

Nú þegar stór hlut heimsbyggðarinnar neyðist til að halda sig heima er mikilvægt að velta fyrir sér hugtakinu heimili. Undanfarnar vikur hefur Tómas Ævar Ólafsson fjallað um heimili og heimþrá. Að þessu sinni rannsakar hann þá þversagnakenndu tilfinningu að upplifa heimþrá á eigin heimili. Á tímum samkomubanns finnur lifandi tónlist sér farveg í streymi á samfélagsmiðlum og efnisveitum. Áður en vef-streymið ruddi sér rúms var nokkuð um það að tónlistarmenn kvikmynduðu tónleika sína og framleiddu sérstakar tónleikakvikmyndir. Davíð Roach Gunnarsson fjallar um kvikmyndaða tónleika í Lestinni í dag. Við rifjum upp feril hinnar óviðjafnanlegu Jane Fonda, ekki sem leikkonu eða líkamsræktarfrömuðar heldur sem aðgerðarsinna. Og við fáum fregnir af nýjasta listaverki götulistamannsins Banksy - en eins og aðrir þarf hann að vinna heima um þessar mundir.
4/20/202053 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Fordæmalausir tímar #6

Sjötti þáttur sérútgáfu Lestarinnar: Fordæmalausir tímar. Í þetta sinn beinum við sjónum okkar stöðu listanna í heimsfaraldrinum. Við fylgjumst meðal annars með meðlimum Vesturports taka niður sett sem aldrei var notað, þar sem ekki er hægt að halda tveggja metra reglunni við tökur á sjónvarpsþáttum. Við heyrum sögur af listamönnum sem misst hafa lífsviðurværið vegna veirunnar. Og við ræðum áhrif faraldursins á listsköpun og miðlun við þau Margrét Elísabetu Ólafsdóttur, listfræðing, og Ásgeir Ingólfsson, menningarblaðamann.
4/16/202055 minutes
Episode Artwork

Ísalög, furðugripasafn, Platón og íslenskur sjávarútvegur, klónaður hu

Sænsk-íslenska spennuþáttaröðin Ísalög er dýrasta sjónvarpsþáttaröð sem framleidd hefur verið á Íslandi. Þættirnir fjalla um átök tengd umfhverfispólitík, olíuvinnslu og hryðjuverk á Grænlandi. Katrín Guðmundsdóttir, sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar, veltir fyrir sér skorti á grænlendingum í framleiðsluteyminu. Við heimsækjum Júratæknisafnið í Los Angeles, eitt undarlegasta safn Bandaríkjanna. Við rannsökum töfraraunsæi þessa sérstaka furðugripasafns með eigandanum, David Hildebrand Wilson og Þórði Inga Jónssyni Halldór Armand flytur sinn vikulega pistil, að þessu sinni veltir hann fyrir 2500 ára gömlu heimspekiriti Ríkinu eftir Platón og setur í samhengi við bótakröfur í íslenskum sjávarútvegi og skilaboð til þingmanna. Í desember 2019 hittust Dorrit Moussaief og klónaði hundurinn Samson í fyrsta skipti og var það "ást við fyrstu sýn," að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrum forseta. Dorrit fékk að taka klónið sitt, Samson, með sér heim, en það fékk eigandi fyrsta klónaða hundsins ekki. Sú reyndist nefnilega vera mannræningi.
4/15/202050 minutes
Episode Artwork

Fordæmalausir tímar #5

Í þessum fimmta þætti sérútgáfu Lestarinnar: Fordæmalausir tímar, tökum við þátt í samfélagslega ábyrgu stórafmæli, 90 ára afmælisveislu sem breyttist úr fjölmennu partýi í bíltúr um borgina. Þrátt fyrir samkomubann hefur grunn- og leikskólum landsins verið haldið opnum undanfarnar vikur. Við heimsækjum leikskólann Kvistaborg og fræðumst um hvernig tekist er á við faraldurinn þar. Og Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki, spjallar um tengsl og umhyggju á tímum samskiptafjarlægðar.
4/14/202050 minutes
Episode Artwork

Auður, heimur í handbremsu, Tiger King og spjallþjarkinn Tay

Fyrir síðustu helgi gaf tónlistarmaðurinn Auður út stuttskífuna Ljós, en útgáfan inniheldur eitt lag í fjórum köflum, hálfgerða svítu að sögn tónlistarmannsins. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í Ljós eftir Auð. Í pistli sínum þessa vikuna veltir Halldór Armand fyrir sér heimi í handbremsu og fuglasöngn í háskerpu. Heimildarþættirnir Tiger King hafa slegið í gegn á streymisveitunni Netflix að undanförnu. Þættirnir fjalla um dýragarðseigandann Joe Exotic, sem sérhæfir sig í stórum kattardýrum, og illvígar deilur hans við dýraverndunarsinnann Carole Baskin. Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í þættina. Og við rifjum upp hótun Taylor Swift gegn Microsoft, um málsókn vegna spjallþjarkans Tay sem gerðist nasisti.
4/8/202055 minutes
Episode Artwork

Fordæmalausir tímar #4

Fjórði þátturinn í sérútgáfu Lestarinnar: Fordæmalausir tímar. En um þessar mundir helgar Lestin tvo þætti í viku sögum úr faraldrinum. Í dag ræðum við um tækni, um það hvernig stjórnvöld og einstaklingar hafa notað tæknina til að berjast gegn veirunni og veltum fyrir okkur hvort langvarandi samkomubann muni breyta tækninotkun almennings til frambúðar. Við ræðum við Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóra netöryggisfyrirtækisins Syndis, og Thamar Melanie Heijstra, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands Við sláumst í för með meðlimi smitrakningarteymis Ríkislögreglustjóra og fylgjumst með vinnu þess bakvið tjöldin. Og svo heyrum við samtal ungs pars sem hefur verið aðskilið í þrjár vikur vegna veirunnar og heldur sambandinu gangandi í gegnum fjarskiptabúnað.
4/7/202055 minutes
Episode Artwork

Bill Withers, Hvítrússneska tónlistarsenan, heimþrá og kynsjúkdómar

Við minnumst sálarsöngvarans Bill Withers sem lést í síðustu viku, 81 árs að aldri. Jónas Þór Guðmundsson flytur okkur tónlistarpistil um tónlistarsenuna í Hvítarússlandi, sem er einstaklega gróskumikil um þesasr undir. Nú þegar stór hlut heimsbyggðarinnar neyðist til að halda sig heima er mikilvægt að velta fyrir sér hugtakinu heimili. Tómas Ævar Ólafsson heldur áfram að fjalla um heimili og heimþrá og mikilvægi þess að eiga sér samastað . Hann ræðir við Elínu Jónasdóttur, sálfræðing. Við spjöllum um kynsjúkdóma í Reykjavík fyrr á tímum og sagnfræðilegar rannsóknir á kynheilbrigði við Þorstein Vilhjálmsson, fornfræðing.
4/6/202055 minutes
Episode Artwork

Fordæmalausir tímar #3

Ást, stríð og einmanaleiki kemur við sögu í þættinum í dag þar sem samskipti eru rauði þráðurinn. Við heimsækjum hjálparsíma Rauða krossins, en aukið álag er á starfsfólk vinalínunnar á tímum fordæmalausrar innilokunar og einangrunar. Við kynnumst frumlegum leiðum sem eldri hjón hafa fundið til að tjá ást sína í sóttkví. Og við ræðum um orðræðu stjórnmálanna á tímum faraldurs við Guðmund Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði.
4/2/202056 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Britney, kaffi, American Factory, One Child Nation og göngutúr í kví

Halldór Armand flytur pistil úr sóttkví. Hann segir frá einum af sínum daglegu sóttkvíargöngutúrum eftir Sæbrautinni, en þar varð hann vitni að handahreyfingu sem reif gat í tjald tímans. Marta Sigríður Pétursdóttir rýnir í tvær heimildarmyndir sem varpa ljósi á hið vaxandi stórveldi á sviði stjórn- og efnahagsmála, Kína. Þetta eru American Factory og One Child Nation. Við kynnum okkur sögu kaffidrykkju í heiminum og hér á Íslandi. Rætt er við Már Jónsson, sagnfræðing. Og við segjum frá persónulegri baráttu poppsöngkonunnar Britney Spears. Hún var svipt sjálfræðinu eftir ítrekuð taugaáföll fyrir rúmum áratug og hefur ekki enn endurheimt það aftur.
4/1/202055 minutes
Episode Artwork

Fordæmalausir tímar #2

Annar þátturinn í sérútgáfu Lestarinnar: Fordæmalausir tímar. En um þessar mundir helgar Lestin tvo þætti í viku sögum úr faraldrinum. Að þessu sinni verða tómir ferðamannastaðir heimsóttir, erlent hótelstarfsfólk og einmana ferðalangur verða meðal annars á vegi Lestarinnar. Við fylgjumst með fjölskyldu sem púslar æskuminningum fjölskylduföðurins saman í gegnum fjarfundabúnað. Og rætt verður um samfélagsleg áföll og minningar við Gunnþórunni Guðmundsdóttur bókmenntafræðing.
3/31/202055 minutes
Episode Artwork

Heimþrá, Four Tet, 200 landa ferðalangur og Persona non grata

Nú þegar stór hlut heimsbyggðarinnar neyðist til að halda sig heima er mikilvægt að velta fyrir sér hugtakinu heimili. Í nýrri pistlaröð fjallar Tómas Ævar Ólafsson um heimili og heimþrá og mikilvægi þess að eiga sér samastað Ferðalög koma einnig við sögu í Lestinni í dag. Katrín Sif Einarsdóttir er líklega einhver víðförlasti Íslendingur sögunnar, að minnsta kosti ef talið er í heimsóttum löndum, en hún hefur komið til meira en 200 lönd. Í Lestinni í dag verður flutt viðtal við Katrínu Sif. Sixteen Oceans nefnist ný plata frá breska raftónlistarmanninum Kieran Hebden, sem kallar sig yfirleitt Four Tet. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í plötuna. Nú á dögunum kom út fyrsta lagið í níu ár frá hljómsveitinni Bright Eyes. Lagið nefnist Persona Non Grata og er það fyrsta sem heyrist af væntanlegri plötu indísveitarinnar.
3/30/202055 minutes
Episode Artwork

Fordæmalausir tímar #1

Í dag hefur göngu sína sérútgáfa Lestarinnar: Fordæmalausir tímar, sem verður á dagskrá tvisvar í viku á meðan samkomubanni stendur. Við heyrum persónulegar sögur, förum í vettvangsferðir og veltum fyrir okkur þeim spurningum sem upp koma um samfélagið nú og í framhaldi faraldursins. Í þætti dagsins heyrum við m.a. sögu Pálma Gunnlaugs Hjaltasonar matreiðslumanns og alkóhólista og ræðum um þá stöðu sem faraldurinn setur fólk með fíknivanda í. Við tókum einnig púlsinn á nokkrum samkomustöðum örfáum klukkustundum áður en hert samkomubann gekk í gildi á miðnætti síðastliðinn þriðjudag. Við heimsækjum hverfisbarina Moe?s og Álfinn í Breiðholti, hárgreiðslustofuna Blanco og skemmtistaðinn Röntgen
3/26/202050 minutes
Episode Artwork

Kófið í Hollywood, AJ og drottningin, JFDR

Fræga fólkið. Það er alveg eins og við! Sjáið myndir af þeim hundleiðast í sóttkví og samkomubanni alveg eins og okkur hinum - Nema, þeim leiðist í lítilli höll í Kaliforníu með sundlaug og tennisvöll í bakgarðinum á meðan þér leiðist í 65 fermetra blokkaríbúð í Árbænum með svalirnar fullar af klósettpappír. Lestin rennir til Hollywood í dag þar sem viðbrögð stjarnanna við covid-19 hafa mætt blendnum viðtökum hjá almenningi. Á sama tíma og íhaldssemi og fordómar hafa aukist í valdatíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hálfgert dragæði gripið landið. Ekki síst í kjölfar vinsælda raunveruleikaþáttaraðarinnar RuPaul?s Drag Race. Nýjasta útspil RuPaul eru leiknir sjónvarpsþættir, AJ and the queens. Þættirnir eru svipmynd af þjóðfélagi sem brýtur niður staðalímyndir og samþykkir fjölbreytileika. Katrín Guðmundsdóttir rýnir í AJ og drottningarnar. Fyrr í mánuðinum kom út platan New Dreams, önnur sólóplata Jófríðar Ákadóttur, sem kallar sig yfirleitt JFDR. Jófríði hefði líklega ekki dreymt um að fylgja plötunni eftir í sóttkví í Ástralíu, en þangað flýtti hún sér þegar ljóst var að öllu tónleikahaldi til kynningar á plötunni. Við hringjum til Ástralíu og ræðum við Jófríði um nýja drauma.
3/25/202055 minutes
Episode Artwork

Kófið, satíra Tom Lehrer og sjónvarpsmálarinn Bob Ross

Halldór Armand flytur okkur pistil að venju á þriðjudegi. Eins og stærstur hluti heimsbyggðarinnar er hann með hugann við Covid-19. Smitsjúkdómar eru ekkert gamanmál. Það var atómsprengjan ekki heldur. En píanistanum Tom Lehrer var nokk sama og henti gaman að hverju sem honum sýndist á þvers og kruss yfir siðprútt samfélag sjötta og sjöunda áratugarins. Við rifjum upp verk Lehrer í Lestinni í dag sem sum öðlast nýja merkingu í samtímanum. Við kynnumst líka bandaríska sjónvarps-málaranum Bob Ross sem kenndi bandaríkjumönnum að mála í sjónvarpinu á níunda og tíunda áratugnum. Einkennandi útlit hans og seiðandi rödd hafa gert hann að hálfgerðri költhetju. Við spjöllum við Sigurð Mikael Jónsson, upplýsingafulltrúa Unicef, sem hefur tekist á við stress og lært að mála með Bob Ross.
3/24/202055 minutes
Episode Artwork

Framtíð tölvuleikja, Heppni og hetjudáðir, heimspekin og kófið

Ítalía hefur orðið verst úti allra landa vegna Covid-19-veirunnar. Að undanförnu hafa heimspekingar þar í landi rökrætt faraldurinn og tekist á um merkingu hans og áhrif. Miklar umræður hafa meðal annars sprottið út frá skrifum hins virta stjórnmálaheimspekings Giorgio Agamben í febrúar, en mörgum þykir hann hafa gert of lítið úr faraldrinum og mislesið aðstæður alvarlega. Í viku hverri hittist fjögurra manna hópur í Hveragerði og grípur í spil, hlutverkaspilið Dungeons and Dragons þar sem ímyndunaraflið og teningakastið ræður þeim ævintýrum sem leikmenn rata í. Í þeirra ævintýraheimi er engin veira - bara drekar og djöflar í yfirvigt - og hópurinn leyfir almenningi að fylgjast með í gegnum hlaðvarpið Heppni og hetjudáðir. Og Bjarki Þór Jónsson heldur áfram að fræða okkur um heim tölvuleikja. Í þessum síðasta pistli sínum af fjórum fjallar hann um sýndarveruleika og framtíð tölvuleikja.
3/23/202055 minutes
Episode Artwork

Stóri bróðir, þjóðarkórinn og KR stólar

Fátt annað kemst að á frétta- og samfélagsmiðlum þessa dagana en veiran sem nú herjar á heimsbyggðina. Hvort sem fólk er í sóttkví eða ekki er almenningi ráðlagt að loka sig af frá umheiminum og margir finna fyrir miklum kvíða og ótta. En svo er hópur fólks, í Þýskalandi, sem hefur lifað í sjálfskipaðri einangrun og óttaleysi frá því áður en faraldurinn hófst - keppendur í raunveruleikaþættinum Big Brother sem fengu fyrst fregnir af ástandinu í fyrradag, og það í beinni útsendingu. Það eru til margar leiðir til að finna gleði og samkennd í erfiðum aðstæðum. Ein þeirra er að syngja. Á síðustu dögum hafa myndbönd af sönglandi Ítölum á svölum flogið manna á milli og í kjölfarið hefur fólk um allan heim hafið upp raust sína. En þetta er auðvitað ekki í fyrsta skipti sem söngur hefur sameinað fólk. Jelena Ciric flettir í dag sögubókunum og segir okkur frá þjóðarkór seinni heimstyrjaldarinnar. Við heimsækjum líka tóman KR-völlinn og spjöllum við ítalska innanhúshönnuðinn Tobia Zambotti hefur endurnýtt gömul stúkusæti í litríka stólalínu.
3/19/202055 minutes
Episode Artwork

Söngvakeppni aflýst, síðdegisleikfimi, hnattvæðing í krísu

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefur verið blásin af í fyrsta skipti í sögunni. Eðlilega ríkir mikil sorg meðal unnenda keppninnar og við fengum tvo dygga áhangendur til að ræða stöðuna. Við höldum áfram að ræða áhrif Covid-19 á hnattvætt samfélag í Lestinni í dag, en á undanförnum dögum höfum við séð fordæmalausar lokanir á landamærum og takmarkað flæði fólks og vara milli heimshluta. Við ræðum við Kristínu Loftsdóttir, mannfræðing, um hnattvæðingu, kófið og krísur. Á þessum síðustu og verstu eiga margir landsmenn erfiðara með að sækja líkamsrækt. Ríkisútvarpið sinnir þeim hópi sem endranær með morgunleikfiminni á Rás 1 en í dag býður Lestin upp á sérstaka síðdegisleikfimi: kennslu í hristum og twerk-listum með Margréti Erlu Maack.
3/18/202055 minutes
Episode Artwork

Dream Wife, dómsdagsprepp í Berlín, hnattvæðing og covid-19

Allt flug hefur verið stöðvað milli heimsálfa, landamærum hefur verið lokað, flæði fólks og vara þvert yfir hnöttinn hefur verið heft verulega vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Nú spá því sumir að einangrunarsinnaðir þjóðarleiðtogar muni grípa tækifærið og festa slíkt fyrirkomulag í sessi til frambúðar. Við veltum fyrir okkur framtíð hnattvædds samfélags í Lestinni í dag. Rætt verður við Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðing. Halldór Armand Ásgeirsson sendir okkur svipmyndir frá Berlín á tímum Covid-19. Þar eru upplýsingamiðar á veggjum, myllumerki á samfélagsmiðlum, og dómsdagsprepparar hlaupa um stórmarkaði að undirbúa sig fyrir heimsendi. Bresk/íslensku indie pönkararnir í Dreamwife gefa út sína aðra plötu í sumar og gáfu út nýtt lag í síðustu viku af því tilefni. Við heyrum í söngkonu sveitarinnar Rakel Leifsdóttur og ræðum við hana um vegferð Dreamwife sem var stimplað sem stúlknaband í fyrstu en hefur nú öðlast einskonar „költ-status
3/17/202055 minutes
Episode Artwork

Klósettkúltúr, áhrif tölvuleikja, og Genesis P.Orridge

Um helgina lést einn helsti frumkvöðull iðnaðar-tónlistarinnar Genesis Breyer P-Orridge, 70 ára að aldri. Genesis stofnaði hljómsveitirnar Throbbing Gristle og Psychic-TV sem báðar léku háværa og tilraunakennda tónlist, og vakti athygli fyrir ágenga framkomu, óvenjulegan persónuleika og óvenjulegar lýtaaðgerðir. Við ræðum þennan sérstæða tónlistarmann í Lestinni í dag. Gestir eru Curver Thoroddsen og Hilmar Örn Hilmarsson, fyrrum meðlimur Psychic TV Bjarki Þór Jónsson heldur áfram að flytja okkur pistla úr heimi tölvuleikjanna. Í sínum þriðja pistli veltir hann fyrir sér hvort skilgreina megi tölvuleiki sem menningarverðmæti og skoðar áhrif þeirra á menningu okkar og samfélag. Nokkuð hefur borið á því síðustu daga að landsmenn hamstri klósettpappír í verslunum. Eins og margir hafa bent á kemur klósettpappír ekki í veg fyrir veirusmit en að einhverju leyti kann að vera um sálfræðileg viðbrögð að ræða þar sem mannskepnan bregst við hættu með því að huga að sínum helstu grunnþörfum. Ef Íslendingar væru lengra komnir í klósettmenningu þyrfti hinsvegar enginn að hamstra. Klósettáhugakonurnar Marta Sigríður Pétursdóttir og Dröfn Ösp Snorradóttir taka sér far með Lestinni.
3/16/202055 minutes
Episode Artwork

Íslensku tónlistarverðlaunin, Gettu betur, haldið ró ykkar og haldið á

Við kynnum okkur uppruna breska mottósins Keep calm and carry on sem er prentað á nánast allar gerðir söluvarnings í dag í hvítum stöfum á rauðum bakrunni. Skiltið vinsæla var fyrst hannað í seinni heimsstyrjöldinni en mottóið á sér mögulega lengri og banvænni sögu sem tengist meðal annars skæðum inflúensufaraldi. Fjölmörgum viðburðum og samkomum hefur verið aflýst vegna nýju kórónaveirunnar og Covid-19 sjúkdómsins. Kappleikir víða um Evrópu fara fram fyrir luktum dyrum. Úrslitarimman í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu Betur er einn þeirra viðburða sem mun fara fram fyrir tómum sal á föstudag. Við ræðum við stjórnendur Gettu Betur um ákvörðunina og áhrif hennar. Ílensku tónlistarverðlaunin fóru fram í Hörpu í gærkvöldi. Davíð Roach Gunnarsson fylgdist með og flytur okkur greiningu á úrslitunum og ræðunum, en meðal verðlaunahafa í ár voru Vök,, Hildur Guðnadóttir, Grísalappalísa þessi hér.
3/12/202055 minutes
Episode Artwork

Persónulegur aktívisimi, spunadjass, Síðasta veiðiferðin, Onward

Á UAK deginum um helgina ræddi Hrefna Björg Gylfadóttir, loftslagsbaráttukona, um þá viðleitni sína að lifa án sóunar, án þess að skapa rusl. Fjölmargt baráttufólk hefur tileinkað sér slíkan lífstíl en í máli Hrefnu kom fram að þar væru konur í áberandi meirihluta. Hví skyldi það vera? Við ræðum við Hrefnu og skoðum sálfræðina á bakvið persónulegan aktívisma. Gunnar Theodór Eggertsson kvikmyndagagnrýnandi segir frá tölvuteiknimyndinni Áfram sem er framleidd af Pixar og rýnir í nýja íslenska kvikmynd Síðasta veiðiferðin. Íslensku tónlistarverðlaunin fara fram í kvöld. Meðal þeirra tónlistarmanna sem hlýtur flestar tilnefningar í ár er djasspíanóleikarinn Ingi Bjarni Skúlason, en hann er tilnefndur til fimm verðlauna fyrir sína þriðju plötu Tenging. Við setjumst niður með Inga Bjarna og ræðum djasstónlist og listina að skapa spunatónlist.
3/11/202055 minutes
Episode Artwork

Studio Ghibli, handþvottur og gervigreind klárar sinfóníu

Árið 1822 hóf austurríska tónskáldið Franz Schubert að semja sína áttundu sinfóníu. Hann veiktist hins vegar af sárasótt og lagði verkið til hliðar og kláraði það aldrei. 40 árum síðar var það grafið upp og flutt óklárað. Nú rétt tæplega 200 árum hefur þessi vinsæla ókláraða sinfónía Schuberts verið fullgerð með hjálp gervigreindarforrits. Þórður Ingi Jónsson ræðir við bandaríska tónskáldið Lucas Cantor sem stendur fyrir verkefninu. Við sökkvum okkur ofan í heim japanska kvikmyndagerðarmannsins Hayao Miyazaki, sem hefur stundum verið kallaður hinn japanski Walt Disney. Í byrjun þessa árs urðu nokkrar af bestu myndum frá framleiðslufyrirtæki Miyazakis, Studio Ghibli, aðgengilegar á Netflix. Við ræðum við Hilmar Finsen, en hann stýrir sérstakri Studio Ghibli-spurningakeppni annað kvöld. Hann segir okkur meðal annars hvað það er sem einkennir myndir frá kvikmyndaverinu. Mörgum er handþvottur hugleikinn um þessar mundir. Það er þó merkilega skammt síðan að slíkar athafnir voru umdeildar innan læknisfræðinnar. Við skoðum uppruna handþvottar í Lestinni í dag.
3/10/202051 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Hugvekjuleikir, Herdís á HBO, Stockfish í skugga Covid

Stöðugt fleiri stórviðburðum og samkomum er aflýst um þessar mundir eða skotið á frest vegna kórónuveirunnar og Covid-19. En þó það hafi kannski hægst eitthvað á hjólum menningarlífsins rúlla þau enn. Einn þeirra viðburða sem fer fram í skugga veirunnar er kvikmyndahátíðin Stockfish sem hefst á fimmtudag. Við heimsækjum Tjarnarbíó þar sem undirbúningur er nú í fullum gangi og ræðum við Marzibil Sæmundardóttur framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Bjarki Þór Jónsson flytur annan pistil af fjórum um tölvuleiki, að þessu sinni segir hann frá svokölluðum hugvekjuleikjum, en það eru tölvuleikir sem taka fyrir flókin efni og fá spilarann til að staldra við og hugsa. Og við heyrum í tónskáldinu Herdísi Stefánsdóttir. Síðustu vikur hefur hún unnið hörðum höndum að tónlist við nýja þætti HBO sjónvarpsstöðvarinnar um dragsýningar í bandarískum smábæjum.
3/9/202055 minutes
Episode Artwork

Tame Impala, Dixie Chicks og gæludýratískusýning

Í byrjun febrúar ár hvert fer fram á efstu hæð Pennsylvania Hótelsins í New York einhver yfirgengilegasta, litríkasta og hárugasta tískusýning heims, New York Pet Fashion Show. Margir þátttakendur eyða þúsundum dollara og mörgum mánuðum í undirbúning, og eru búningar gæludýranna jafnvel sérhannaðir af sérstökum gæludýrafatahönnuðum. Ljósmyndarinn Kári Björn Þorleifsson hefur fylgst með sýningunni undanfarin ár. Þeir segja að tíminn græði öll sár og Dixie Chicks hafa beðið nógu lengi. Tríóið gaf í gær út lag af nýrri plötu, þeirri fyrstu sem sveitin sendir frá sér allt frá því að þær gerðu upp útskúfun sína úr kántrí-heiminum á Taking the Long Way árið 2006. Á þeim 14 árum sem liðin eru, án nýrrar tónlistar, hefur bandið orðið áhrifameira en nokkru sinni fyrr. The Slow rush nefnist nýjasta plata áströlsku sýrurokksveitarinnar Tame Impala. Þessi einsmannssveit hefur verið einhver vinsælasta rokksveit heims undanfarin ár, í stöðugri framþróun. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í plötuna og veltir fyrir sér hvort sveitin stefni enn áfram - eða hvort hún sé föst í sama farinu.
3/5/202052 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Kvikmyndahátíðin í Berlín, Sjónleikar og Love is Blind

Love is Blind nefnast raunveruleikaþættir sem njóta mikla vinsælda á Netflix um þessar mundir. Þættirnir bjóða upp á nýjan snúning á hefðbudna stefnumótaþætti, tilhugalíf þátttakenda fer fram án þess að þeir fái að hittast í eigin persónu. Nokkur hópur íslendinga hefur tekið ástfóstri við þáttunum, við ræðum við eina þeirra Evu Ruza í Lestinni í dag. Kvikmyndahátíðin í Berlín fór fram í sjötugasta skipi á dögunum. Það var íranska kvikmyndin There is no evil hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar í ár, en Ásgeir Ingólfsson tíðindamaður Lestarinnar í mið-Evrópu, fjallar um þrjár aðrar kvikmyndir sem sýndar for á hátíðinni: Shirley, Last and First men og svo myndina sem honum fannst bera höfuð og herðar yfir aðrar myndir á hátíðinni First Cow. Sjónleikar er tilraun til þýðingar á hugtakinu audio-visual performans, lifandi flutningur á myndefni og tónum. Tvíeykið Unfiled, sem er skipað þeim Atla Bollasyni og Guðmundi Úlfarssyni, hefur haldið úti hálfgerðri tilraunastofu um sjónleika undanfarna mánuði. En á föstudag opna þeir sýninguna Skjáskot í Ásmundarsal þar sem þeir leika sér með afrakstur vinnunnar.
3/4/202053 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Kvíðaröskun, eldur á Klambratúni, gallafata-Barbie og ritskoðaðar reyk

Í gegnum tíðina hafa sígarettur verið tákn um töffaraskap, frelsisþrá og óttaleysi andspænis dauðanum. En nú eiga þær undir högg að sækja. Unga fólkið reykir færri sígarettur en áður, kvikmyndaver vilja stroka reykingar út af hvíta tjaldiu og Facebook ritskoðar auglýsingaefni sem inniheldur sígarettur - jafnvel þó það sé bara fyrir íslenskan söngleik byggðan á ævi og tónlist Bubba Morthens. Heimildarmyndin Chasing the Present verður frumsýnd á Íslandi á sunnudag. Myndin segir frá leit James Sebastiano að lausn við kvíðaröskun sinni en sýningin fagnar einnig útgáfu tónlistarinnar úr myndinni, sem er eftir íslenska tónlistarmanninn Snorra Hallgrímsson.Við ræðum við Snorra og James í Lestinni í dag. Halldór Armand Ásgeirsson flytur pistil að venju á þriðjudegi. Í dag rifjar hann upp sögu af því þegar það kviknaði í á Klambratúni. En við byrjum á því að sökkva okkur djúpt ofan í safn Ríkisútvarpsins hér í Efstaleiti.
3/3/202055 minutes
Episode Artwork

Minningartattú, tölvuleikir, Söngvakeppnin og Korter í flog

Í síðustu viku var tilkynnt að hljómsveitin Korter í flog væri ein þeirra sveita sem kæmi fram á Hróarskelduhátíðinni í sumar. Sveitin hefur verið iðin við kolann í íslensku neðanjarðarrokksenunni undanfarin ár. Nýjasta plata þeirra Anna & Bernhard Blume (drepa alla fasista) er uppfull af kaotískri leikgleði, pönkuðu súrkálsrokki og meinfyndinni textagerð. Korter í flog heimsækja Lestina í dag. Næstu fjórar vikur verður fjallað um tölvuleiki í Lestinni á mánudögum. Bjarki Þór Jónsson flytur fyrsta pistil sinn af fjórum úr heimi tölvuleikjanna. Að þessu sinni stiklar hann á stóru í sögu þessarar menningargreinar. Um helgina kom saman hópur fólks og fékk sér húðflúr. Hér var um heldur óhefðbundna flúrun að ræða því ekki aðeins rann allur ágóðinn til góðgerðarmála heldur er það ætlað til minningar um ungan mann sem kvaddi alltof snemma. Og við spjöllum lauflétt um söngvakeppnina og tæknivandræðin sem henni fylgdu.
3/2/202055 minutes
Episode Artwork

„Frumlegasta sci-fi mynd síðustu ára,“ slúðursögur frá Hollywood og In

Er Chromo Sapiens Instagramvænsta sýning listasögunnar? Þessari spurningu varpaði mbl.is upp í fyrirsögn eftir opnun sýningar Hrafnhildar Arnardóttur/ Shoplifter í Hafnarhúsinu í janúar. Síðan þá hafa sjálfur á skærbleikum, loðnum bakgrunni flætt um samfélagsmiðla - allir verða að eiga mynd af sér og barninu sínu í Shoplifter frumskógunum. í Lestinni í dag veltum við fyrir okkur þeim áhrifum sem Instagram hefur á list og það hvernig við upplifum listina. Við flettum hinni umdeildu bók, Hollywood Babylon frá árinu 1965, sem inniheldur gróuslögur og slúður um kvikmyndastjörnur frá gullaldarárum Hollywood. Það er kvikmyndaleikstjórinn Kenneth Anger sem skrifaði bókina á sínum tíma en með útgáfunni áleit h+ann sig vera að skrásetja þjóðsagnaarf borgarinnar. Á þriðjudag var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín, kvikmyndin Last and first men eftir Jóhann Jóhannsson tónskálds. Myndin er fyrsta leikstjórnarverkefni Jóhanns í fullri lengd, en honum auðnaðist ekki að klára myndina áður en hann lést í febrúar 2018. Við heyrum um viðtökur myndarinnar á Berlinale og ræðum við Þóri Snæ Sigurjónsson, framleiðanda, sem er staddur í Berlín.
2/27/202055 minutes
Episode Artwork

Fertugasta þáttaröð Survivor, Raggi Bjarna, Duffy snýr aftur og Plat

Við ræðum við Eyjólf Kjalar Emilsson, prófessor í heimspeki við háskólann í Osló, um nýja þýðingu hans á samræðunni Fædros eftir gríska heimspekinginn Platón. Þessi 2400 ára samræða er stórskemmtileg og í henni tekst söguhetjan Sókrates á við ýmis krassandi viðfangsefni, popúlíska ræðulist, gagnsleysi ritmálsins og samkynhneigðar ástir. Það hefur ekki farið mikið fyrir söngkonunni Duffy undanfarið. Hún átti eina vinsælustu plötu fyrsta áratugarins gerði aðra minni plötu, og hvarf svo. Fyrir 24 tímum var hún þó skyndilega komin á Instagram, þar sem hún útskýrði afhverju hún þurfti að hverfa úr sviðsljósinu. Brynhildur Bolladóttir tekur sér svo far með Lestinni í dag. Hún segir okkur frá raunveruleikaþættinum Survivor sem hefur verið á skjánum í 20 ár um þessar mundir, öllum að óvörum. Hún ræðir langl
2/26/202055 minutes
Episode Artwork

Weinstein, Erlingur í LA og ítalska óhamingjan

Í gær var kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og -áreitni gegn tveimur konum og á líklega yfir höfði sér fangelsisvist. Mál Weinstein varð kveikjan að Metoo-hreyfingunni fyrir rúmlega tveimur árum. Menningarleg úrvinnsla á þeim atburðum er nú í fullum gangi í bókum, kvikmyndum og sjónvarpi. Rætt verður við Þóru Tómasdóttur, fjölmiðlakonu, um Metoo og menningarlega úrvinnslu. Við röltum um kirkjugarð í Los Angeles með kvikmyndagerðarmanninum Erlingi Óttari Thoroddsen. Við ræðum um nýja mynd hans Midnight Kiss sem hann skrifaði fyrir streymisveituna Hulu og hugmyndina að elta drauma sína. Og Halldór Armand Ásgeirsson flytur okkur pistil að venju á þriðjudegi. Í þetta sinn fjallar hann um óhamingjusömustu þjóð Evrópu.
2/25/202055 minutes
Episode Artwork

Heimsfaraldur, grínhlaðvarp og K-pop hneyksli.

K-pop-sérfræðingur Lestarinnar Hulda Hólmkelsdóttir lýkur fjögurra pistla ferð sinni um heim kóreiskrar popptónlist. Í þetta sinn kafar hún í hneykslismál tengdum kóreisku poppstjörnunum, ædolunum svokölluðu, en þau geta verið af ýmsum toga. Við tökum upp þráðinn þar sem frá var horfið í umfjöllunum okkar um íslensk hlaðvörp. Tinna Björk Krist­ins­dótt­ir, Ingólf­ur Grét­ars­son og Tryggvi Freyr Torfa­son eiga líklega eitt vinsælasta hlaðvarp landsins sem ekki fjallar um morð eða fótbolta: Þarf alltaf að vera grín? Síðan í desember hafa á þriðja þúsund manns látist úr sjúkdómum tengdum hinni nýju Corona-veiru, Covid-19 eins og hún er kölluð. Óttinn við veirur, smitsjúkdóma, faraldur og pláguna er djúpstæður í menningu okkar og skilningur okkar á atburðum og hræðsla sprettur úr þessu sameiginlega minni okkar. Í Lestinni í dag skoðum við veirur og nokkur dæmi um hvernig faraldur birtist í skáldskap.
2/24/202050 minutes
Episode Artwork

Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV?

Fyrr í vikunni sendi hópur kvenna opið bréf til útvarps- og dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins undir yfirskriftinni Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV. Þar var gagnrýnt að kvikmyndin Elle eftir hollenska leikstjórann Paul Verhoueven hafi verið sýnd í sjónvarpinu á sunnudagskvöld. Myndin er umdeild, hefur hlotið mikið lof en einnig gagnrýni, ýmist verið sögð feminísk ádeila á feðraveldið eða nauðgunarfantasía. Lestin í dag verður tekin undir pallborðsumræður um hlutverk og rými listarinnar, um ofbeldi og ritskoðun. Gestir eru Sjón, Kristín I. Pálsdóttir, Guðrún Elsa Bragadóttir, Skarphéðinn Guðmundsson og Marta Sigríður Pétursdóttir.
2/20/202055 minutes
Episode Artwork

Persónuleikapróf, norskir útrásarvíkingar og sjálfsvíg á Ástareyju

Sjónvarpsþættirnir Love Island eru einstaklega léttvægt sjónvarpsefni - raunveruleikasjónvarp af ódýrari gerðinni þar sem hópar karla og kvenna leysa þrautir og finna ástina. Dramatíkin er aldrei langt undan en afþreyingin er þægileg, fyndin - þess eðlis að hægt er að slökkva bara á heilanum og horfa. Nú, í kjölfar andláts þáttastjórnandans Caroline Flack, hefur umræða um þáttinn hinsvegar tekið á sig myrkari mynd - en kannski, var það einmitt myrka umræðan sem leiddi til andlátsins. Sjónvarpsþættirnir Exit, eða Útrás, byggja á sönnum sögum úr norska fjármálaheiminum. Þættirnir hafa vakið mikið umtal í Noregi enda innihalda þeir góðan skammt af ofbeldi, firringu, siðblindu og standpínu. Katrín Guðmundsdóttir rýnir í þættina. Tugir þúsund Íslendinga hafa tekið persónuleikapróf Íslenskrar Erfðagreiningar frá því á föstudag. Fjölmargir hafa svo deilt niðurstöðunum á samfélagsmiðlum, opinberað persónuleika sinn fyrir vinum og vandamönnum. Við ræðum við Daníel Þór Ólason, prófessor í sálfræði, um persónuleika, sjálfsþekkingu og persónuleikapróf.
2/19/202055 minutes
Episode Artwork

Chelsea Manning, kvenljósmyndarar, hækkuð leiga og Stikilsberjafinnur

Alþjóðlegar tölur sýna að konur eru mun færri en karlmenn í stétt atvinnuljósmyndara. Ýmislegt bendir hins vegar til þess að þær fangi viðfangsefnið með öðrum hætti en karlmenn. Þær dragist fremur að því að segja sögur og fanga tilfinningar. En hverskonar sögur fanga konur í ljósmyndun? Við ræðum við Heiðu Helgadóttir en hún er ein þriggja kvenljósmyndara sem koma fram á málþingi um efnið í kvöld. Halldór Armand Ásgeirsson flytur sinn vikulega pistil frá Berlínarborg, en að þessu sinni fjallar hann um hækkaða húsnæðisleigu og sorgarferli í blokkinni þar sem hann býr. Í dag eru 10 ár frá því að Chelsea Manning lak fyrstu skjölunum til wikileaks. Leki sem vakti mikla athygli á sínum tíma og hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir líf Manning. Við höldum líka upp á annað afmæli, 135 ára afmæli sögunnar um Stikilsberjafinn, Huckleberry finn, eftirMark Twain Tónlist í þættinum: Astrud Gilberto - Photograph Lady Gaga - Million Reasons Destiny's Child - Bills, bills, bills The Strokes - At the door
2/18/202055 minutes
Episode Artwork

Drullumall, genabankar og skuggahliðar K-Poppsins

Tónlistarbandalagið og útgáfuhópurinn Post-dreifing hefur komið eins og stormsveipur inn í Reykvískt rokktónlistarlíf á undanförnum tveimur árum, með ungæðislegri tilraunamennsku og pönkuðu viðhorfi. Nú um helgina kom út þriðja safnplata hópsins, Drullumall 3. Við ræðum við tvo meðlimi Post-dreifingar um þessa nýjustu útgáfu. Á laugardag höfðu tæplega 50 þúsund einstaklingar tekið persónuleikapróf íslenskrar erfðagreiningar. Um leið veittu þessir tæplega 50 þúsund einstaklingar stórfyrirtæki aðgang að persónulegum heilsufars-upplýsingum sínum. Möguleikunum í notkun og misnotkun persónuupplýsinga fleygir fram og það er erfitt að sjá afleiðingarnar fyrir. Í dag heyrum við sögu af einum slíkum óvæntum afleiðingum, sögu af genabanka sem leiddi til handtöku raðmorðingja. Hulda Hólmkelsdóttir heldur áfram að leiða okkur um heim K-poppsins. Í dag ræðir hún meðal annars skuggahliðar suður kóreyska tónlistarbransans.
2/17/202055 minutes
Episode Artwork

Íslensk falsfréttasíða, list í ljósi, netljóð, og styttan af Óskari fr

Meira en 2500 íslendingar fylgjast með falsfréttasíðunni Fréttirnar á Facebook. Nokkrum sinnum í viku birtast þar skjáskot af fréttamiðlum landsins, Vísi, Rúv og Bændablaðinu, með upprunalegum fréttaljósmyndum en nýjum og spaugilegri fyrirsögnum. Við ræðum við ritstjórann, Pál Ivan frá Eiðum. Hátíðin List í ljósi fer fram í kvöld á Seyðisfirði. Þetta er listaviðburður sem fer fram í febrúar ár hvert og fagnar endurkoma sólar inn í fjörðinn. Lestin slær á þráðinn til Seyðisfjarðar og ræðir við skipuleggjanda hátíðarinnar Sesselju Hlín Jónasardóttir. Ljóð, myndlist og tónlist eftir listamenn sem nota netið í sköpun sinni er helsta viðfangsefni smátímaritsins Mid Magazine. Þórður Ingi Jónsson, tíðindamaður Lestarinnar í Bandaríkjunum, ræddi við útgefandann Zachary Swezy um stöðu ljóðsins á internetinu. Anna Marsibil hefur verið úti í Bandaríkjunum að fylgjast með Óskarsverðlaunahátíðinni og tók stórt viðtal við Hildi Guðnadóttur fyrr í vikunni. Við það tilefni fékk Anna að handleika Óskarsstyttuna og fór í kjölfarið að velta fyrir sér reglunum um þessa fornfrægu styttu. Tónlist: Hjálmar - Lýsi ljós Konsúlat - Mobarley Black Pumas - Black Moon Rising
2/13/202055 minutes
Episode Artwork

Stéttastríð í kvikmyndum, ástarljóð og Notebook, Uncut Gems, ofurhetju

"Eru kvikmyndirnar í stríði við hina ríku?" spyr kvikmyndagagnrýnandi BBC í nýlegri grein. Hann nefnir til að mynda óskarsverðlaunakvikmyndirnar Parasite og Jóker, sem bjóða báðar upp á harða gagnrýni á misskiptingu í kapítalísku samfélagi. Við veltum fyrir okkur stéttastríði í kvikmyndum með Önnu Björk Einarsdóttur, nýdoktor og sérfræðingi í öreigabókmenntum. Afmæli ástarinnar nálgast! Valentínusardagurinn verður haldin hátíðlegur þann 14. febrúar. Að gefnu tilefni ræðir Lestin við Eyrúnu Ósk Jónsdóttir, skáld, um ástarljóð og Sigríði Þorgeirsdóttir um rómantísku gamanmyndina Notebook. Gunnar Theodór Eggertsson, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar, rýnir í tvær nýjar bandarískar kvikmyndir: Uncut Gems og Birds of Prey
2/12/202055 minutes
Episode Artwork

Hildur Guðna í viðtali, lífssögur útigangsfólk, fortíðarþrá nútímans

Hildur Guðnadóttir varð á sunnudag fyrst íslendinga til að hljóta Óskarsverðlaunin, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jóker. Anna Marsibil gerði sér sérstaka ferð til Los Angeles til að fylgjast með verðlaunahátíðinni. Henni tókst að hafa upp á Hildi á mánudagsmorgun. Við ræðum við nýkrýndan Óskarsverðlaunahafa Hildi Guðnadóttur í Lestinni í dag. En rauði dregillinn og Hollywood eru ekki einu staðirnir sem Lestin heimsækir í Los Angeles í dag. Stoppað verður stutt í skuggahverfi borgarinnar, Skid Row, og skoðaðar verða lífssögur útigangsfólks í gegnum myndbandsverkefnið Soft White Underbelly. Viðmælendur voru: Snorri Rafn Hallson, Silvía Sif Ólafsdóttir, Pétur Ingi Jónsson og Fríða Ísberg. Halldór Armand Ásgeirsson flytur okkur svo pistil að venju á þriðjudegi. Í pistli sínum í dag heldur Halldór Armand því fram að nútíminn sé tími fortíðarinnar. Nútímastjórnmál sjá fortíðina í rósrauðum bjarma og samskiptamiðlar þrífast á fortíðinni.
2/11/202054 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Óskarinn, Hildur Guðna, K-pop, mökunarkall útdauðra fugla

Óskarsverðlaunin fóru fram í Los Angeles í gærkvöldi. Suðurkóreiska kvikmyndin Parasite kom sá og sigraði - fyrsta myndin á öðru tungumáli en ensku sem hlýtur verðlaun sem besta myndin. Hildur Guðnadóttir varð svo fyrsti Íslendingurinn til að hljóta Óskarsverðlaunin, en hún var verðlaunuð fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jóker. Við ræðum um kvikmyndatónlist Hildar við Kristínu Jóhannesdóttur, leikstjóra, og Pétur Ben tónlistarmann. Lestin kemur við í Sundlaugin Studio í Mosfellsbæ og ræðir við tónlistarmennina Tuma Árnason og Magnús Tryggvason Eliassen sem glíma við það stóra verkefni að túlka loftslagsbreytingar, vistdauða og söngva útdauðra fugla á væntanlegri plötu. Kóreisk popptónlist, K-Pop, er það allra heitasta í tónlistarbransanum í dag. Hulda Hólmkelsdóttir flytur annan pistil af fjórum um það af hverju stúlkna- og drengjabönd frá Suður Kóreu eru að taka yfir heiminn. Að þessu sinni veitir hún leiðbeiningar um hvernig áhugasamir geta skapað sér feril sem K-pop stjörnur.
2/10/202055 minutes
Episode Artwork

Vetrarhátíð, reif, Joe Meek, pólskt bíó á íslandi

Um helgina verður haldið upp á Vetrarhátíð á höfuðborgarsvæðinu í 19. sinn. Lestin kemur við í ráðhúsinu og veltir fyrir sér dagskránni með Aðalheiði Santos Sveinsdóttur, viðburðarfulltrúa. Einnig verður rætt við Atla Bollason sem segir frá Vetrarblóti, reifi sem haldið verður í Hörpu sem hluti af hátíðinni. Meira en 1500 manns hafa skrifað undir áskorun þar sem hvatt er til þess að Bíó Paradís verði bjargað. Nokkur hluti þeirra sem skrifa undir eru Pólverjar, enda hefur kvikmyndahúsið verið duglegt að sýna nýjar vinsælar pólskar bíómyndir. Við ræðum við Mörtu Magdalenu, ritstjóra Iceland News Polska, um pólskt bíó og Bíó Paradís. Þrátt fyrir að vera hálfgerður utangarðsmaður í bresku tónlistarsenunni hafði upptökustjórinn Joe Meek lúmsk áhrif á popptónlist og upptökutækni á sjöunda áratugnum. Á sínum tíma þóttu aðferðir hans furðulegar, en tæknin sem hann þróaði hefur orðið viðtekin í hljóðverum samtímans. Þórður Ingi Jónsson skoðar skrautlegt líf og feril Joe Meek í dag.
2/6/202055 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

The Sims, Frostbiter, orgelverk um loftslagið, Björk+Microsoft

Gunnar Theodór Eggertsson segir frá íslensku hryllingsmyndahátíðinni Frostbiter sem fór fram um helgina. Myndirnar voru auðvitað misgóðar, sumar léku sér að klisjunum en aðrar hættulega snjallar. Um þessar mundir eru tuttugu ár frá því að tölvuleikurinn The Sims kom fyrst út. Við rifjum upp stafræna hliðartilveru í Sims-heiminum. Við höldum niður í Hallgrímskirkju þar sem organistinn Kristján Hrannar Pálsson undirbýr tónleika þar sem hann leikur frumsamið verk í tuttugu hlutum um loftslagsbreytingar, en orgelið er sérstaklega viðeigandi hljóðfæri til að takast á við málefnið. Í hótelanddyri í New York má heyra nýja kóratónlist frá Björk Guðmundsdóttur. Tónlistin er unnin af gervigreindarforriti Microsoft og túlkar í hljóðum himininn yfir borginni. Við kynnum okkur Kórsafn Bjarkar og Microsoft.
2/5/202055 minutes
Episode Artwork

Gugusar, dýrtíðin, feminísk sjálfsvörn og ímynduð umferðarteppa

Á föstudögum hittist hópur fólks í Háskóla Íslands og æfir sjálfsvörn. Stundum snúast æfingarnar um að brynja líkamann, öðrum stundum um að brynja andann. Hugmyndin er að þær séu í eðli sínu feminískar. Lestin leit við á æfingu og ræddi við forsprakka hópsins, Elínborg Hörpu Önundardóttur. Við kynnumst 16 ára raftónlistarkonu, Guðlaugu Sóley Höskuldsdóttur, sem kallar sig Gugusar. Hún var valinn rafheili Músíktilrauna 2019, vann til Kraumsverðlaunanna fyrir sína fyrstu þriggja laga útgáfu. Hún vinnur nú að breiðskífu sem kemur út síðar í mánuðinum. Halldór Armand Ásgeirsson flytur pistil að venju á þriðjudegi. Hann heldur sig á svipuðum slóðum og í síðustu viku, þegar hann ræddi um dýrasta land í heimi, en í dag fjallar hann um þá hugmyndafræði sem hlúir að dýrtíðinni. Og við heyrum um listamanninn sem blekkti Google Maps til að skapa ímyndaða umferðarteppu í Berlín.
2/4/202055 minutes
Episode Artwork

Myndbönd mánaðarins, Gang of Four og K-Pop

K-Pop er það allra heitasta í tónlistarbransanum í dag. Hulda Hólmkelsdóttir er með hana á heilanum og tekur sér far með Lestinni næstu vikur til að útskýra fyrir okkur hinum af hverju kóreysk stúlkna- og drengjabönd eru að taka yfir heiminn. Bergur Ísleifsson stendur á tímamótum. Ævistarf heyrir sögunni til: fór sömu leið og myndbandaleigurnar, VHS spólan, DVD-diskarnir....og kannski var kominn tími til. Það sem kom almenningi mest á óvart - þegar tilkynnt var að Myndir mánaðarins myndi ekki koma út framar - var eftir allt það að blaðið hefði ennþá verið að koma út. En Bergur elskaði að skrifa um kvikmyndir og í dag rifjar hann upp hvernig það sem var í grunninn auglýsingabæklingur varð að ástríðu. Það eru fáir tónlistarmenn sem mótuðu hljóm hins svokallaða síðpönks jafn mikið og breski gítarleikarinn Andy Gill úr hljómsveitinni Gang of Four, en hann lést um helgina 64 ára að aldri. Hrykkjóttur, krampakenndur ásláttur, skær bjagaður hljómur, leikur að enduróm og hálfgerð and-gítarsóló einkenndu gítarleik hans og urðu einkennismerki þessarar stefnu. Við minnumst Andy Gill í Lestinni í dag, og ræðum við tvo einstaklinga sem þekktu hann úr ólíkum áttum Höllu gunnarsdóttur og Trausta Júlíusson.
2/3/202053 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Umdeildur slúðurfréttamiðill, Chromatics og Bíó Paradís lokar

Í morgun bárust fréttir af því að Bíó Paradís hefði sagt upp öllu starfsfólki og framtíð kvikmyndahússins væri óljós. Óvissan virðist að einhverju leyti snúast um framtíð húsnæðisins. Fréttirnar hafa vakið upp sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum enda hefur kvikmyndahúsið mikla sérstöðu á íslenskum bíómarkaði. Við ræðum við Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra um framtíð Bíó Paradísar Slúðurvefsíðan TMZ hefur mætt mikilli reiði síðustu daga vegna fréttaflutnings síns á andláti Kobe Bryant. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem síðan kemst í kast við almenningsálitið en alltaf heldur hún þó velli. Í síðustu viku kom út nýtt lag með rökkurdiskósveitinni Chromatics. Þau gáfu út sína fyrstu breiðskífu í sjö ár í október síðastliðnum en það var þó ekki platan sem fólk var að bíða eftir. Davíð Roach segir okkur upp og ofan af Chromatics í Lestarferð dagsins.
1/30/202055 minutes
Episode Artwork

Saga titrarans, Little Women, frönsk kvikmyndahátíð og Dreyfus-málið

Marta Sigríður Pétursdóttir rýnir í kvikmyndirnar Little Women og Portrait of a Lady on Fire. Í tilefni að sýningu nýjustu kvikmyndar Romans Polanski, J'accuse, eða Ég ákæri, sem sýnd er á franskri kvikmyndahátíð rifjum við upp eitt frægast dómsmál sögunnar, Dreyfus-málið, sem tvístraði frönsku samfélagi um aldamóin 1900. Liðsforingi í franska hernum, gyðingurinn Alfreð Dreyfus var dæmdur fyrir njósnir og landráð en reyndist saklaus. Og við kynnum okkur upplýsingar sem varpa nýju ljósi á sögu titrarans.
1/29/202051 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Dýrasta land í heimi, Benni Hemm Hemm, Hlaðvörp og Grandi 101

Síðar í vikunni sendir tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm frá sér sína áttundu breiðskífu, Kast spark fast. Undanfarin ár hefur Benni gefið út lágstemmt svefnherbergispoppið sem hefur ekki alltaf ratað í útvarp eða á tónleika. En nú snýr hann aftur endurnærður með hljómsveit skipaðri stórskotaliði íslenskra indítónlistarmanna. Benni Hemm Hemm heimsækir Lestina í dag. Halldór Armand Ásgeirsson flytur pistil að venju á þriðjudegi. Í þetta sinn er hann að hugsa um hversu óafsakanlega dýrt er að búa á Íslandi og einhvern veginn kemur Ódysseifur við sögu. Á síðustu misserum hafa hlaðvörp rutt sér til rúms í hinni íslensku fjölmiðlaflóru. Þau fjalla um allt milli himins og jarðar, frá morðum yfir í meðgöngu og koma í ýmsum formum - geta verið spjallþættir, einræður eða jafnvel leikin. Næstu vikur hyggst Lestin kynna sér þessa nýju ólínulegu dagskrárflóru landsins, eitt hlaðvarp í einu. Við byrjum á hlaðvarpi Granda 101.
1/28/202053 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Kobe Bryant, Grammy verðlaun, ár rottunnar og veggjakrotarinn

Fyrst birtist fréttin á slúðurvefnum TMZ. Svo barst staðfesting frá fleiri miðlum, ESPN, CNN, LA Times: Ein skærasta stjarna körfuknattleiksheimsins er öll. Kobe Bryant, 13 ára dóttir hans og sjö aðrir létust í hörmulegu þyrluslysi í Kaliforníu í gær. Lestin fer yfir feril hans og menningarlegt gildi með blaðamanninum Kjartani Atla Kjartanssyni. Andlát Kobe setti mark sitt á Grammy verðlaunahátíðina sem haldin var í gærkvöldi. Þrátt fyrir harmi þrungið yfirbragð tókst tónlistarfólkinu þó að deila út grammófónum og í sumum flokkum mörkuðu þeir jafnvel tímamót. Við lítum yfir hápunktanna. Í skugga hinnar skæðu Kóróna-veiru héldu Kínverjar áramót nú um helgina. Ár svínsins leið undir lok og ár rottunnar gekk í garð. Við sökkvum okkur ofan í kínverska tímatalið og heyrum hvernig fólk fagnar nýárinu í þessu fjölmennasta ríki heims. Hafliði Sævarsson heimsækir Lestina og segir frá. Tómas Ævar Ólafsson flytur síðasta hlutann í þriggja pistla röð sinni um veggjakrot.
1/27/202055 minutes
Episode Artwork

Myrkraverk, Grammy, afleiðingar stórmóts og tvær virðulegar konur

Í vikunni höfum við litið um öxl á Heimsmeistaramótið í handknattleik 1995. Við höfum skoðað aðdraganda þess, hvernig tíðarandinn tók það föstum tökum og slakt gengi íslenska landsliðsins. Í síðasta innslagi örseríunnar Þegar Ísland hélt stórmót, skoðum við hvað læra má af mótshaldinu og ræða nákvæmlega hvað það var sem fór úrskeiðis. Júlía Margrét Einarsdóttir tekur sér far með Lestinni. Hún fjallar um Hollywood myrkurs og dauða, fjöldamorðingja og safn dauðans á þessum annars lauflétta fimmtudegi. Og tónlistargagnrýnandi Lestarinnar, Davíð Roach Gunnarsson, veltir fyrir sér Grammy verðlaununum sem afhent verða um helgina. En við byrjum á sannri sögu af tveimur virðulegum konum á ferð og flugi. Anna Kristjánsdóttir segir frá
1/23/202055 minutes
Episode Artwork

Eltihrellir, kynlífsdúkka og handboltadraumurinn sem dó

Gengi íslenska karlalandsliðsins í handknattleik gegn Noregi í gær rímar ágætlega við innslag dagsins í örseríunni Þegar Ísland hélt stórmót. Í dag rifjum við upp sjálfan handboltann og skoðum hvernig lið sem stefndi á pall endaði nær botninum. Áslaug Torfadóttir rýnir í sjónvarpsþættina You. Þeir segja frá sætum en siðblindum eltihrelli og hafa vakið mikla athygli. Og við leggjum leið okkar með Gráum ketti í kynlífstækjaverslunina Adam og Evu og finnum fyrir forláta dúkku.
1/22/202055 minutes
Episode Artwork

Ástralskt pöbbapönk, næntís handboltamót og mikilvægi vanþekkingar

Lestin heldur áfram för sinni, aldarfjórðung aftur í tímann í örseríunni þegar Ísland hélt stórmót en að þessu sinni skoðum við menninguna í kringum HM í handknattleik 1995 - þann svip sem staður og stund setti á mótið. Við sögu koma meðal annars Diddú, Davíð Oddson, Kringlan, Café Reykjavík og svo lukkudýrið Mókollur. Það er kannski skrítið að segja að ferskir vindar leiki um ástralska pönk tónlist, svona miðað við það hamfaraveður og elda sem geysa í álfunni, en engu að síður gerir Jóhannes Ólafsson þessa vinda og þróun þeirra að umfjöllunarefni sínu í dag. Síðasti áratugur hófst með hljómsveitum eins og Tame Impala og Pond sem ruddu sækadelíska braut fyrir rokkið og í dag hefur þróast þar „geggjað pöbbapönk“, eins og Jóhannes orðar það, með tilheyrandi möllettum og stælum. Og Halldór Armand Ásgeirsson flytur okkur pistil að venju á þriðjudegi.
1/21/202052 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Veggjakrot, Silfur epli, Einfaldur maður og þegar Ísland hélt stórmót

Nú þegar heimsmeistaramótið í handknattleik stendur yfir er viðeigandi að líta um öxl og minnast þess þegar sama mót var haldið á Íslandi fyrir aldarfjórðung. Næstu daga flytjur Lestin örseríuna Þegar Ísland hélt stórmót og í fyrsta þætti ætlum við að skoða aðdragandan að HM '95, þar sem gekk á ýmsu og jafnvel kom til greina að hætta við mótið. Ein áhrifamesta plata allra tíma er ein fyrsta raftónlistarplata sögunnar, Silver Apples of the Moon frá árinu 1967 eftir bandaríska tónskáldið Morton Subotnick. Subotnick braut blað í tónlistarsögunni með því að búa til algjörlega nýtt listform en platan var eins konar auglýsing fyrir Buchla hljóðgervilinn, sem átti eftir að móta hvernig raftónlist hljómaði næstu áratugina. Þórður Ingi Jónsson skoðar magnað líf og brautryðjandi feril tónlistarmannsins Morton Subotnick í dag. Marta Sigríður Pétursdóttir rýnir í heimildarmyndina Ég er einfaldur maður, ég heiti Gleb. Og Tómas Ævar Ólafsson flytur okkur annan pistil sinn af þremur um veggjakrot.
1/20/202052 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Geimskot frá Íslandi, tónleikarými í Breiðholti, Tyler the creator,

Geimvísinda- og tækniskrifstofa Íslands hefur ekki farið hátt með störf sín síðastliðin misseri. Nú verður hinsvegar breyting þar á, þar sem stofnunin hefur hafið samstarf við Skyrora, ungt frumkvöðlafyrirtæki með höfuðstöðvar í Skotlandi sem sérhæfir sig í smíðum og skotum á eldflaugum fyrir gervihnetti. Vonast er til að Ísland geti verið skotpallur fyrir þrjár tilraunaeldflugar á næstu tólf mánuðum. Atli Þór Fanndal, ráðgjafi og Owain Hughes, viðskiptastjóri Skyrora, taka sér far með Lestinni í dag. Davíð Roach flytur okkur fimmtudagspistil. Í þetta sinn rýnir hann í rapparann Tyler the Creator. Sá átti að margra mati eina bestu plötu síðasta árs en hans fyrri verk eru síst síðri að mati Davíðs. Á föstudag verður haldið opnunarpartý nýrrar tónlistarmiðstöðvar Stelpur rokka! í Völvufelli í Breiðholti. Þar munu samtökin halda úti tónleikasal og kennslurými. Við kíkjum í tónlistarmiðstöðina í Breiðholti og ræðum við Önnu Sæunni Ólafsdóttir frá Stelpur Rokka. Og við heyrum um fyrstu beinu útvarpsútsendinguna sem fór fram fyrir 110 árum síðan.
1/16/202055 minutes
Episode Artwork

Gullregn, Tindersticks, ljósmyndanemar og 150 ára asni

Í rúman aldarfjórðung hefur breska hljómsveitin Tindersticks verið að móta sinn sérstaka hljóðheim, dramtískt kammerpopp með melankólískum textum og einkennandi baritónsöng Stuarts Staple. Þessi virta sveit kemur fram á tónleikum í Hljómahöllinni í Keflavík í febrúar og leikur meðal annars lög af nýútkominni tólftu plötu sinni, No Treasure but hope. Við hringjum til Frakklands og ræðum við Stuart Staple úr Tindersticks. Marta Sigríður Pétursdóttur rýnir í kvikmyndina Gullregn eftir Ragnar Bragason Húsnæði Ljósmyndaskólans á Granda hefur stækkað um heilan sýningarsal á síðustu vikum. Í rýminu má nú finna verk sex útskriftarnema, sem veita gestum innsýn inn í fjölbreytt umfjöllunarefni, allt frá fósturmissi til eyðibýla í kartöfluþorpi. Útskriftarneminn Hrafna Jóna Ágústsdóttir leiðir okkur um sýninguna. Og við kynnum okkur 150 ára gamlan, bandarískan asna
1/15/202055 minutes
Episode Artwork

Haltu áfram, ástir og kynlíf unglinga og örsögur

Textar í kennslubókum fyrir tungumálanema eru misskemmtilegir. Þessu kynntist Karítas Hrundar Pálsdóttir þegar hún lærði japönsku þar í landi fyri rnokkrum árum. Nú hefur hún sent frá sér örsagnasafnið Árstíðir, en bókin er sérstaklega hugsuð fyrir lesendur sem eru að læra íslensku sem annað mál. Halldór Armand Ásgeirsson flytur okkur þriðjudagspistil. að þessu sinni fjallar hann um fortíðina, minningar og skilaboðin um að „halda áfram“. Skilaboð sem hann er ekki viss um að hafi verið gagnleg fyrir þebversku drottninguna Níóbe eftir að börn hennar voru myrt af guðunum. Um þessar mundir má heyra kór táninga flytja söngvasafn í Tjarnarbíói undir heitinu The Teenage Songbook of Love and Sex eða söngbók táningsins um ást og kynlíf. Söngvarnir eru samdir af unglingunum sjálfum um þeirra eigin reynslu af rómantískum samböndum og kynlífi, fjalla um ástina, forvitni, misnotkun, að koma út úr skápnum, fyrstu kynlífsupplifunina og ástarsorgina. Lestin lítur við á frumsýningu hjá hópnum og skyggnist inn í heim unglingsins.
1/14/202050 minutes
Episode Artwork

Veggjakrot, MC Hammer, Óskarsverðlaunin og samþykki

MeToo-bylgjan sem hefur skekið heiminn undanfarin ár hefur loksins náð inn í franskan bókmenntaheim með nýrri bók "Le Consentement" eða Samþykkið. Þar lýsir Vanessu Springora misnotkun sem hún varð fyrir af hendi hins virta rithöfundar Gabriels Matzneff þegar hún var aðeins 14 ára gömul. Matzneff hefur ekki farið í felur með kynferðislegan áhuga sinn á ungmennum í gegnum tíðina en sjaldan verið gagnrýndur. Í dag eru 30 ár liðin frá útgáfu lags MC Hammer, „Can't Touch This“. Ósnertanlegar danshreyfingar hamarsins í tónlistarmyndbandi lagsins hafa verið uppspretta gleði allar götur síðan og eins er dægurmenningin þrungin af vísunum í texta þess. Samt er það eini smellur MC Hammer á heimsvísu. Við lítum á lagið og feril hamarsins í Lestinni í dag. Þá rennir Lestin yfir tilnefningar til Óskarsverðlauna sem afhjúpaðar voru í dag og Tómas Ævar Ólafsson flytur fyrsta pistilinn í þriggja pistla seríu um veggjakrot.
1/13/202053 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Prjónað fyrir pokadýr, Mikael Lind, besta plata ársins 2019

Á tímum hamfarahlýnunnar og loftslagskvíða fallast mörgum hendur gagnvart ástandinu í Ástralíu þar sem skógareldar geysa af miklum ofsa. Sumir kjósa að breiða sængina yfir höfuðið, signa sig og vona það besta en aðrir grípa sér prjóna í hönd. Lestin leit við á Kex Hostel í gær þar sem hátt í hundrað manns sóttu viðburðinn „Prjónað fyrir Ástralíu.“ Sænski tónlistarmaðurinn Mikael Lind hefur verið búsettur á Íslandi í meira en áratug og hefur verið virkur þátttakandi í íslensku tónlistarlífi. Um helgina fagnar hann útgáfu nýrrar plötu, Spaces in Between, með tónleikum í Mengi við Óðinsgötu. Plötuna vinnur Mikael með japanska fiðluleikaranum Hoshiko Yamane úr hinni goðsagnakenndu rafsveit Tangerine Dream. Nú er rykið farið að setjast á hinum ýmsu ársuppgjörum fjölmiðla og listum yfir bestu listaverk ársins 2019. Við skoðum þá tónlist sem þykir hafa staðið upp úr á árinu , og rifjum upp pistil Davíðs Roach Gunnarssonar um þá plötu sem þykir hvað best. En hún er með Lönu Del Rey.
1/9/202055 minutes
Episode Artwork

Stjörnustríð, Classic, minjagripir og Elizabeth Wurtzel

Eitt af yfirlýstum markmiðum Útvarp 101 er að vera stökkpallur fyrir næstu kynslóð tónlistarmanna. Eldri kynslóðir fá þó að þvælast með og í einu tilfelli löngu dauðar kynslóðir. Sú tónlist er í höndum Nönnu Kristjánsdóttur, umsjónarmanns, hlaðvarpsþáttarins Classic sem fjallar um hina ýmsu meistara klassískrar tónlistar á kumpánlegum nótum. Við rýnum í nýjustu Stjörnustríðskvikmyndina, Star Wars: The Rise of Skywalker, en það er níunda og síðasta myndin í heildarsögunni um Geimgengla-fjölskylduna. Gunnar Theodór Eggertsson er ekki hrifinn af myndinni. Í grein í nýjasta hefti Ritsins skrifa Guðrún Steinþórsdóttir, doktorsnemi í bókmenntum, og Bergljót Soffía Kristjánsdóttir um ferðamannavörur, minjagripi og þá sjálfsmynd sem Íslendingar draga upp af sjálfum sér og landinu slíkum varningi. Við ræðum við Guðrúnu í lundabúð við Laugarveg. Og við minnumst bandaríska rithöfundarins Elizabeth Wurtzel sem lést í gær 52 ára gömul. Wurtzel var ein mest áberandi rödd X-kynslóðarinnar svokölluðu og vakti athygli fyrir opinská sjálfsævisöguleg skrif sín um þunglyndi og eiturlyfjafíkn.
1/8/202055 minutes
Episode Artwork

Endalok tímans, morðið á Qasem Soulemani og The Bachelor

Sú var tíðin að áhorfendur þurftu að bíða eftir því að fylgjast með uppáhalds sjónvarpsþáttunum sínum viku eftir viku. Streymisveitur og hámhorf hafa útrýmt þessari bið að miklu leyti en örfáir þættir frá fyrri tíð hafa blómstrað í línulegu áhorfi. Þeirra á meðal eru þættir um piparsveina og piparmeyjar og í dag skyggnumst við í 2000 manna Facebook grúppu sem meltir örlög þeirra í viku hverri. Í síðustu viku varpaði mannlaus dróni frá bandaríkjaher sprengju sem grandaði íranska hershöfðingjanum Qasem Souleimani. Síðan þá hefur gríðarleg spenna verið í samskiptum Bandaríkjanna og Íran, og stríð jafnvel yfirvofandi. Í pistli sínum í dag fjallar Halldór Armand Ásgeirsson og setur í samhegi við forláta gólfmottu sem honum áskotnaðist fyrir nokkrum árum. Og við höldum áfram að velta fyrir okkur tímaskynjun nútímamannsins. Í dag skoðum við muninn á hringrásartíma og línulegum tíma, og tengsl þess síðarnefnda við hugmyndi um heimsendi. Einmitt þar byrjum við þennan þriðjudaginn
1/7/202055 minutes
Episode Artwork

Golden Globe, Watchmen, tíminn og dagatöl

Í nótt braut Hildur Guðnadóttir blað í sögu Golden Globe verðlaunanna þegar hún hlaut verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Við fjöllum um verðlaunin og þýðingu þeirra, fyrir Hildi og aðra, og rennum yfir atburði næturinnar. Nú í upphafi árs fjárfesta margir í almanaki fyrir árið 2020. Í árþúsundi hafa menn notað ýmis konar dagatöl og tímamælingatæki til að ná utan um tímann. Elsta íslenska almanakið sem enn er gefið út er almanak háskóla íslands - það hefur komið út í meira en eina og hálfa öld. Við ræðum við Þorsteinn Sæmundsson hefur unnið við útgáfu almanaksins um áratugaskeið í Lestinni í dag. Áslaug Torfadóttir rýnir í Watchmen, nýja sjónvarpsþætti sem byggja á frægri myndasögu Alans Moore frá árinu 1987. Þættirnir gerast þremur áratugum síðar í sama sagnaheimi og myndasagan sem tókst á við kjarnorkuótta kaldastríðsáranna og afbyggði hina hefðbundnu ofurhetjumynd.
1/6/202055 minutes
Episode Artwork

Hugmyndafræði ójöfnuðar, Sunna Margrét og Brennifer snýr aftur

Fyrsta sólóplata tónlistarkonunnar Sunna Margrétar, sem áður söng með hljómsveitinni Bloodgroup, kom út á dögunum. Stuttskífan Art of History inniheldur tilraunakennt rafpopp sem hefur strax vakið nokkra athygli, hlaut meðal annars Kraumsverðlaunin í desember áður en hún var komin út opinberlega. Auðmagn og hugmyndafræði, Capital et idéologie, nefnist ný bók franska hagfræðingsins Thomas Picketty, en hann varð alþjóðlega stjarna í heimi fræðanna árið 2013 eftir að hann gaf út stórvirkið Auðmagnið á 21. öldinni. Við heyrum um nýjstu bók Picketty í Lestinni í dag. Áður en árið var úti bárust mikilvægar fréttir úr heimi fræga fólksins: Brad Pitt og Jennifer Aniston elska hvort annað aftur. Hvað það þýðir nákvæmlega skiptir kannski ekki öllu máli. Aðdáendur þeirra grafa gömlu Brennifer bolina upp úr skápum og skúffum á meðan stuðningsmenn Brangelinu gráta söltum tárum. Í dag ferðast Lestin aftur í tímann, rifjar upp skilnaðinn sem skók Hollywood og skoðar ást okkar á frægum pörum.
1/2/202055 minutes
Episode Artwork

Pistlahöfundar gera upp menningarárið 2019

Í síðustu Lest ársins líta lestarstjórarnir um öxl á menningarárið sem er að líða. Pistlahöfundar síðustu mánaða leggja orð í belg, velja sín uppáhalds listaverk og skoða það sem einkennt hefur menningarumræðuna. Gestir þáttarins eru Anna Gyða Sigurgísladóttir, Ásgeir H. Ingólfsson, Áslaug Torfadóttir, Davíð Roach Gunnarsson, Gunnar Theodór Eggertsson, Jelena Ciric, Laufey Haraldsdóttir, Marta Sigríður Pétursdóttir, Tómas Ævar Ólafsson og Þórður Ingi Jónsson.
12/30/201955 minutes
Episode Artwork

Jólaplata morðingja, kettir, jólakveðjur og sníkjulist

Myndlist getur verið sníkjudýr á vef-vettvangi á borð við Facebook, E-bay og Amazon. Það er að minnsta kosti kenningin sem drífur áfram sýningarhald í netgalleríinu Cosmos Carl. Galleríið fær listamenn til að nýta sér fjölbreyttan vefvang í sköpun og sýningu listaverka sinna. Við ræðum við annan eigenda þessa sérstaka sýningarýmis, Sæmund Þór Helgason, í Lestinni í dag. Davíð Roach Gunnarsson flytur okkur pistil um eina bestu jólaplata allra tíma. Sú var sett saman af manni sem nú situr í fangelsi fyrir morð. Upptökustjórinn, lagahöfundurinn og annálaði ofbeldismaðurinn Phil Spector gaf heiminum jólagjöf árið 1963, plötuna A Christmas Gift For You. Hún vakti hins vegar minni athygli en hún átti skilið því hún kom út sama dag og annað alræmt morð var framið. Og við flytjum ykkur jólakveðju í þessum síðasta þætti fyrir jól - eða kannski sendið þið okkur kveðjurnar. Jólakveðjum almennings hefur verið útvarpað hér á Rás 1 frá 1932 og eru þær órjúfanlegur hluti af jólahaldi margra Íslendinga. En við byrjum á kvikmynd um ketti.
12/19/201955 minutes
Episode Artwork

Endurtekning, innblástur, Geiri Sæm og metnaðarfullur ferðalangur

Katrín Sif Einarsdóttir er líklega einhver víðförlasti Íslendingur sögunnar, að minnsta kosti ef talið er í heimsóttum löndum, en hún hefur komið til meira en 200 lönd. Katrín heimsækir Lestina í dag og segir frá ferðalífstílnum. Listamaðurinn Loji Höskulds situr fyrir svörum hjá Önnu Gyðu Sigurgísladóttur sem hefur leitað innblásturs meðal viðmælenda sinna síðastliðna mánuði. Tómas Ævar Ólafsson flytur okkur sinn þriðja og síðasta pistil um myrkari hliðar jólahátíðarinnar. Hann hefur fjallað um neyslumókið, barna- og dýraslátrun en í dag fjallar hann um endurtekninguna. En við byrjum á andlátsfregn sem barst í vikunni. Tónlistarmaðurinn, Ásgeir Magnús Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm, lést á heim­ili sínu í Reykja­vík 15. des­em­ber síðastliðinn, 55 ára að aldri.
12/18/201950 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Meðmæli á bókakápum, Maxím Gorkí, álitsgjafar, óskarstilnefningar

Nú flæða bækur sem aldrei fyrr. Margar eru þær kirfilega merktar í bak og fyrir með tilvitnunum - meðmælum sem væntanlega nýtast lesendum í leit sinni að réttu bókinni í jólapakkann. En hvaðan koma þessar tilvitnanir og hvað þýða þær í raun? Áramótin eru tími sjálfsskoðunar. Fólk gerir upp árið, lítur yfir farinn veg og veltir fyrir sér stöðu sinni í alheiminum. Halldór Armand Ásgeirsson er í þess konar naflaskoðun þennan þriðjudaginn, endurkoma saturnúsar og hlutverk álitsgjafans eru viðfangsefni Halldórs í dag. Prósaljóðið Mannveran eftir rússneska skáldið Maxim Gorkí fjallar um lífskraft mannlegrar tilvistar. Ljóðið var meðal fyrstu útgefnu verka Gorkís sem átti síðar eftir að verða áberandi stuðningsmaður rússnesku byltingarinnar, og frumkvöðull í félagslegum raunsæisbókmenntum. Við ræðum við þýðandann, myndlistarkonuna Freyju Eilífi um Rússland, skáldskap og mannveruna. Og við heyrum fréttir úr óskarskapphlaupinu.
12/17/201950 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Kaffidrykkja, förðunarfræðingur Tarantinos, vampíran Nos4a2

Fólk um allan heim hóf þennan mánudag með einum rótsterkum kaffibolla og Íslendingar eru þar síst undanskildir. Hvort sem hann er svartur, sætur eða með örlítilli mjólkurlögg er kaffisopinn fastur liður í rútínunni - koffínkikkið sem þarf til að keyra daginn í gang. En hvenær skolaði þessum dökkia ódáinsdrykk á fjörur vorar? Már Jónsson sagnfræðingur leiðir okkur í allan sannleikann um kaffiþamb Íslendinga á öldum áður. Heba Þórisdóttir, förðunarfræðingur, er tilnefnd til Critics Choice verðlaunanna fyrir förðun í kvikmynd Quentin Tarantio, Once Upon a Time in Hollywood. Við sláum á þráðinn vestur um haf og ræðum við Hebu um þennan heiður í Lestinni í dag. Og Áslaug Torfadóttir flytur okkur sjónvarpspistil. Að þessu sinni fjallar hún um Nosferatu - skrifað “NOS4A2“ - sem eru óhefðbundnir vampíruþættir með örlitlum en óþægilegum jólakeim. Og einmitt þar ætlum við að byrja þennan máanudaginn.
12/16/201950 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Caribou, eftirlitskapítalismi, Kraumsverðlaunin og melgresi

Í kvöld opnar splunkunýr veitingastaður í Reykjavík en reyndar lokar hann aftur aðeins fáeinum tímum síðar. Er einnar nætur gaman. Staðurinn mun bjóða fjögurra rétta matseðil þar sem aðalhetjan er melgresi. Lestin brunar niður í Hafnarhús og brögðum á þessu sérlega stórgerða og harðgerða grasi. Kanadíski raftónlistarmaðurinn Caribou gaf nýlega frá sér tvö ný lög, hið síðara í síðustu viku, sem eru það fyrsta sem heyrist frá kappanum síðan rómantíska húsplatan Our Love kom út fyrir meira en fimm árum síðan. Laginu You and I fylgdi svo tilkynning um að von væri á breiðskífunni Suddenly í lok febrúar. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í fyrirboðann sem og fjölþættan feril Caribou í Lestinni í dag. Fáar bækur hafa vakið jafn miklar umræður og viðbrögð á árinu og Öld eftirlitskapítalismans eftir bandaríska félagssálfræðinginn Shoshana Zuboff. Í bókinni heldur hún því fram að mannleg upplifun sé orðin að mikilvægustu auðlind 21. aldarinnar. Hún lýsir því hvernig tæknirisar á borð við Google og Facebook svífast einskis í stöðugt ítarlegri söfnun upplýsinga um alla okkar reynslu, og setur svo fram þær hættur sem ótæpileg gagnasöfnun og nýting getur haft í för með sér - ógn við sjálft eðli mannsins. Við rýnum í Öld eftirlitskapítalismans í Lestinni í dag. Og við ræðum þá sex listamenn sem hljóta þóttu eiga framúrskarandi plötur í ár að mati Kraumsverðlaunanna.
12/12/201949 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Marie Fredrikssen, innflytjendur og leikhús, Jólamyrkur, Saga Sig

Á undanförnum árum hefur Ísland breyst úr einsleitu þjóðfélag yfir í marbreytilegt fjölmenningarsamfélag. Innflytjendur eru orðnir meira en 50 þúsund. Eitt af markmiðum hins nýstofnaða alþjóðlega sviðslistahóps Reykjavík Ensemble er að auka sýnileika þessa hluta þjóðarinnar í íslensku leikhúsi, en stofnhátíð hópsins fer fram í Tjarnarbíói í kvöld. Við ræðum við Pálínu Jónsdóttur og Ewu Marcinek um þennan nýja leikhúshóp Við förum yfir feril sænsku poppsöngkonunnar Marie Fredriksson úr hljómsveitinni Roxette en hún lést á mánudag 61 árs gömul. Saga Sigurðardóttir ljósmyndari segir frá því sem fyllir hana innblæstri um þessar mundir. Hún segir skilningarvit sín þurfa stöðugan innblástur. Tómas Ævar Ólafsson flytur annan pistil sinn af þremur um myrkari hliðar jólahátíðarinnar.
12/11/201955 minutes
Episode Artwork

Veðrið, eyðimörk, Krot&krass, Golden Globe

Fréttir af yfirvofandi stormi hafa tröllriðið fréttum sem og samræðum í dag en það er svo sem ekkert nýtt að Íslendingar láti sig veðrið varða. Af hverju tölum við svona mikið um veðrið? Hvað erum við í rauninni að segja? Við lítum til veðurs í Lestinni í dag. Kuldaljóð nefnist ný sýning vegglistateymisins Krot&krass, þar eru verk innblásin af íslensku höfðaletri og íslenskum veðurorðum. Við ræðum við Elsu og Björn Loka, um kuldaljóð og ferðalög, en á undanförnum árum hafa þau ferðast um landið og heiminn í húsbíl og málað leturlistaverk sín á auða gafla og hvíta veggi. Við höldum út í eyðimörkina með Halldóri Armand Ásgeirssyni. Meðal þess sem kemur við sögu í pistli hans þennan þriðjudaginn er meinlætamaður í frumkristni, geðlæknir í útrýmingabúðum nasista og eyðimerkurgangan sem við þurfum öll að leggja á okkur. Og við kíkjum á tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna.
12/10/201951 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Íslenska geimferðastofnunin, árið á Spotify, Factfulness

Í síðustu viku fylltust samfélagsmiðlar af listum tónlistarunnenda yfir þá listamenn og lög sem þeir hlustuðu mest á á tónlistarstreymisveitunni Spotify árið 2019. Listarnir voru hluti af Spotify Wrapped ársyfirlitinu sem birtist í byrjun desember ár hvert og er nánast orðinn fastur liður í dagatali tónlistarunnandi. Við veltum fyrir okkur tónlist, Spotify og gagnasöfnun. Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði og forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, mælir með bók sem varpar ljósi á heiminn. Hún segir frá bókinni Factfulness eftir sænska lækninn og talnasérfræðinginn Hans Rosling. Skjannahvítir jöklar, eldgos og glæringar, skvísa í geimbúning. Já, Helga Kristín Torfadóttir er óvenjulegur áhrifavaldur en hún fræðir fylgjendur sína minna um fæði og fatnað og meira um jarðfræði. En það var þetta með geimbúninginn. Spjallið við Helgu leiddi okkur á aðrar slóðir, frá jöklum og setbergslögum á jörðu niðri og út í geim, eða hér um bil. Við fræðumst um íslensku geimferðastofnunina og stofnanda hennar Daniel Leeb.
12/9/201955 minutes
Episode Artwork

Íslensk „meme“, JPEGMAFIA, kynsjúkdómar, Dagur íslenskrar tónlistar

Undir lok nítjándu aldar vöknuðu miklar áhyggjur um flutning íslenskra kvenna frá sveitum til kaupstaða. Var þessi „kaupstaðasótt“ talin einkennast af kynferðislegu lauslæti og jafnvel vændi með erlendum mönnum. Þetta var talið ýta undir kynsjúkdómasmit og þar með ógna heilbrigði þjóðarinnar. Orðræða um kynheilbrigði og kynsjókdóma í kringum síðustu aldamót er umfjöllunarefni nýrrar greinar Þorsteins Vilhjálmssonar, fornfræðings, í Sögu, tímarits sögufélagsins. Þorsteinn tekur sér far með Lestinni í dag. Laufey Haraldsdóttir, leikkona og uppistandari, heldur áfram að skoða grínmenningu internetsins og menningarfyrirbærið meme (lesist: mím). Í síðasta pistli sínum af fjórum fjallar hún um íslensk meme. New Yok-rapparinn JPEGMAFIA hefur vakið athygli að undanförnu fyrir framsæknar taktsmíðar og sérstakar rímur sínar. Davíð Roach Gunnarsson fjallar um rapparann og nýja plötu hans All my heroes are cornballs. Í dag hélt Samtónn, samtök rétthafa íslenskrar tónlistar, dag íslenskrar tónlistar hátíðlegan. Aðeins hefur verið tekist á um lagaval Samtóns í tilefni dagsins en svo virðist sem tónmenntakennurum þyki textar þeirra óviðeigandi til samsöngs grunnskólanema. Hér á Lestinni látum við það liggja á milli hluta en við báðum málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins þess í stað að velja fyrir okkur nokkur íslensk lög með sérlega vel sömdum íslenskum textum.
12/5/201953 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Framtíð ökuskírteina, Kraumslistinn, Mount Eerie og Jólin og dauðinn

Hlutfall reiðufjár í umferð hér á landi er með því lægsta sem þekkist. Um árabil hafa Íslendingar skilið klinkið eftir í bauknum og straujað greiðslukortið þess í stað en nú er kortið að úreltast. Því hver þarf kort ef hann hefur síma? Frá því í maí mánuði hafa iPhone notendur á Íslandi getað nýtt sér greiðsluþjónustu Apple Pay og skilið veskið eftir heima. En - það er annað kort sem býr í veskinu og vill stundum gleymast: ökuskírteinið. Getur það kannski orðið rafrænt líka? Munum við einn daginn sækja ökuskírteinis-appið? Við kveikjum einu kerti á og ornum okkur við jólaljósin en sumum verður starsýnt á skugganna sem þau varpa. Tómas Ævar Ólafsson er einn þeirra. Hann hefur í dag þriggja pistla röð um þá tilgátu sína að jólin séu í raun hátíð dauðans. Árið 2016 lést Genvieve Castrée eiginkona og barnsmóðir bandaríska tónlistarmannsins Phil Elvirum, sem notar listamannsnafnið Mount Eerie. Á þremur plötum listamannsins eftir andlátið hefur hann gefið hlustendum hispurslausa innsýn í sorgarferlið, átakanlega og berskjaldaða. Við skoðum nýjustu plötu Mount Eerie í Lestinni í dag. Við kynnum okkur hvaða tuttugu og fimm plötur eru tilnefndar til Kraumsverðlaunanna í ár, en þau eru veitt árlega íslenskum plötum sem þykja hafa borið af á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika
12/4/201955 minutes
Episode Artwork

Draumar, neyslumenning, Markús og fornbækur

Senn fer í hönd hátíð ljóss og friðar og samhliða því á sér stað eitt stærsta jólabókaflóð í manna minnum. Það streymir fram af krafti. Frá útgefendum skvettist það í hillur verslanna og þaðan í jólapakkana eða freyðir jafnvel til jólasveina sem láta það gossa í valda skó í gluggum. Svo hægist á flóðinu. Eftir áramót gutlar það rólega áfram í skilum og skiptum þar til það nánast staðnæmist. Seinna, löngu seinna, rekur það á fjörur bókabúðar einnar við Hverfisgötu. Þangað brunar Lestin í dag. Óhófleg neyslumenning og offramleiðsla hefur reglulega borið á góma undanfarin ár í umræðum um loftslagsbreytingar. Þetta er helsta viðfangsefni hóps ungra listamanna sem eiga verk á sýningunni Af stað sem stendur yfir í Norræna húsinu alla aðventuna. Við ræðum við annan sýningarstjórann, Önnu Andreu Winther, um neysluhyggju og myndlist. Við lifum í heimi þar sem við stöðugt hvött til að elta drauma okkar. Halldór Armand Ásgeirsson er hins vegar ekki sannfærður um gildi þessa eltingaleiks. Í pisli dagsins fjallar hann um ástríður mannsins og drauma. Og Markús Bjarnason, tónlistarmaður tekur sér far með Lestinni og flytur lag af nýrri þröngskífu sinni, Counting Sad Songs.
12/3/201950 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

The Crown, 81 árs aktívisti, Þjóðarbókhlaðan

Þjóðarbókhlaðan er annað heimili margra háskólastúdenta um þessar mundir, enda jólaprófin um það bil að skella á. Þessi sérstæða bygging á sér langa og merkilega sögu - þjóðargjöfin sem tafðist. En í gær, 1. Desember, voru liðin 25 ár frá því Þjóðarbókhlaðan var opnuð. Við kíkjum niður á Birkimel og röltum um ranghala bókhlöðunnar. Hún er líkamsræktarfrömuður, fyrirsæta, leikkona og aðgerðasinni. Á hverjum föstudegi tekur hún þátt í mótmælum gegn aðgerðarleysi bandarískra stjórnvalda í loftslagsmálum. Á síðustu mánuðum hefur hún margsinnis verið handtekin fyrir óspektir. Hún er 81 árs og hún heitir Jane Fonda. Og Áslaug Torfadóttir rýnir í þriðju þáttaröð krúnunnar, The Crown, sem fjallar um ævi Elísabetar Englandsdrottningar, fjölskyldu hennar og samferðafólk. Fyrstu tvær seríunnar nutu gríðarlegrar velgengni en í þeirri þriðju hefur nær öllum upprunalegu leikurunum verið skipt út.
12/2/201955 minutes
Episode Artwork

Bannlistinn, fyndni, Já takk! og William Blake

Þann 23. mars 1983 voru lög um bann við ofbeldismyndum samþykkt. Tveimur árum síðar var birtur svonefndur bannlisti, með 67 kvikmyndum, sem ólöglegt var með öllu að dreifa eða sýna á Íslandi. Aðgerðirnar, ástæður þeirra og umgjörð voru róttækt inngrip í menningarneyslu þjóðarinnar að sögn Björns Þórs Vilhjálmssonar lektors sem fjallar um bannlistann og Kvikmyndaeftirlit ríkisins í nýjustu útgáfu Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunnar. Laufey Haraldsdóttir, leikkona og uppistandari, heldur áfram að skoða menningarfyrirbærið meme í þriðja pistli af fjórum um grínmenningu internetsins veltir hún fyrir sér: af hverju eru meme fyndin? Já, takk! nefnist nýjasta plata rafpoppsveitarinnar Sykur. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í tónlist sveitarinnar í Lestinni í dag. En við byrjum á hvolfþaki dómkirkju heilags Páls í London.
11/28/201951 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Innblástur, kóalabirnir og kolefnisfargarar

Já, í símaskránni má finna þrjá einstaklinga sem gefa upp starfsheitið „kolefnisfargari.“ Þetta er starfsfólk hjá CarbFix verkefni Orkuveitu Reykjavíkur, tilraunaverkefni sem vinnur að því að festa í bergi koldíoxíð sem annars færi út í andrúmsloftið. Við heimsækjum Hellisheiðarvirkjun og forvitnumst um Carbfix aðferðina hjá Söndru Ósk Snæbjörnsdóttur, kolefnisfargara. Miklir eldar geysa í Ástralíu. Skógar brenna, hús og jafnvel votlendi. Fuglar forða sér á flugi, kengúrur skoppa í burt á ógnarhraða en eina vörn hægfara kóalabjarna er að klifra hærra upp í gúmmítrén, sem síðan brenna. Fyrirsagnir um að eldurinn sé að útrýma kóalabjörnum eru þó ýktar. Það er eftir allt svo margt annað sem er að útrýma kóalabjörnum, svo sem lægra næringargildi í fæðu þeirra og klamydía. Við tökum fyrir hinar mörgu krísur kóalabjarna í Lestinni í dag. Og Anna Gyða Sigurgísladóttir heldur áfram leit sinni að andagiftinni. Viðmælandi hennar í dag er Elísabet Elma Líndal, nemandi í kvikmyndaskóla í Prague. Hún grípur sig stundum við að stara á fólk.
11/27/201951 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Frosinn 2, The Irishman, Hnútapúði, H.P. Lovecraft og kosmískur hrylli

Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í tölvuteiknimyndina Frozen 2 og nýjustu kvikmyndin Martins Scorcese The Irishman. Við sökkvum okkur svo ofan í heim bandaríska hryllingssagna-höfundarins H.P. Lovecraft með Úlfhildi Dagsdóttur en hún skrifar grein í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar um áhrif Lovecrafts á afþreyingarmenningu samtímans, allt frá íslenskum myndasögum til bandarískra sjónvarpsþáttaraða. Við fjöllum um flækjupúðann, Notknot eftir hönnuðinn Ragnheiði Ösp Sigurðardóttur, sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu misseri, og yfirvofandi breytingar á framleiðslu hans.
11/26/201955 minutes
Episode Artwork

K-pop og „molka“, heimspeki, ljósaganga og tónlistamaður áratugarins

Áratugurinn milli fyrri heimsstyrjaldar og valdatöku nasista var mikill óvissutími í Þýskalandi, en á sama tími mikill gerjunartími í hugsun og heimspeki. Í bókinni Tími töframanna er rakin saga fjögurra frumlegustu hugsuða þessara ára í þýskalandi og hvernig þeir tókust á við ólguna og tilvistarlegt uppnámið sem fylgdi í kjölfar heimsstyrjaldarinnar. Arthúr Björgvin Bollason þýðandi segir frá bókinni - og svo heyrum við líka í þessum töframanni. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra landsnefndar UN Women á Íslandi leit við í Efstaleitið og ræddi um ljósagönguna sem nú er að hefjast á Arnarhóli. Og við lítum yfir lista sigurvegara á AMA tónlistarverðlaununum sem veitt voru í nótt en þar féll meðal annars gamalt met Michael Jackson. Þá skoðum við fyrirbærið „molka“ - faraldur í Suður Kóreu þar sem kynferðisleg myndbönd eru tekin af konum án þeirrar vitneskju. Um helgina fannst K-Pop söngkonan Goo Hara látin á heimili sínu en ýmislegt bendir til að „molka“ hafi átt þátt í að draga hana til dauða.
11/25/201955 minutes
Episode Artwork

Lizzo, Bergmál, Magdalene og meme

Bergmál nefnist ný kvikmynd Rúnars Rúnarssonar sem var frumsýnd í vikunni. Í gegnum fimmtíu og átta sjálfstæðar senur, dregur myndin fram húmor, sorg og fegurð í nútíma samfélagi í aðdraganda jóla. Marta Sigríður Pétursdóttir rýnir í Bergmál í Lestinni í dag. Margir hafa beðið spenntir eftir nýjust breiðskífu tónlistarkonunnar FKA Twigs, plötu sem er nefnd eftir biblíupersónunni Maríu Magdalenu. Þessi breska tónlistarkona, dansari og fjöllistakona hefur á undanförnum árum sannað sig sem einn framsæknasti popptónlistarmann samtímans. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í plötuna Magdalene með FKA Twigs. Laufey Haraldsdóttir, leikkona og uppistandari, heldur áfram að skoða menningarfyrirbærið meme í öðrum pistli af fjórum um grínmenningu internetsins. Tilnefningar til Grammy verðlauna ársins voru kynntar í gær og þar fékk nýliðinn Lizzo átta - flestar allra. Velgengnin byggist þó ekki á nýju lagi, svona tæknilega séð, heldur öllu fremur nýju appi. Við kynnum okkur ferðalag Lizzo á toppinn.
11/21/201950 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Andy Svarthol, Dagur þagnarinnar og klón, en samt ekki

Klónaðir hundar hafa nokkuð verið í umræðunni hér á landi eftir að fyrrverandi forsetahjón létu klóna sjálfan forsetahundinn Sám. Við ætluðum að kafa í sögu fyrsta klónaða hvuttans í einkaeigu en þess í stað festumst við í sögu eiganda hans. Sú er nokkuð æsileg og inniheldur meðal annars fegurðadrottningu og mannrán. Við höldum áfram að skoða fyrirbærið innblástur hér í Lestinni. Að þessu sinni ræðir Anna Gyða Sigurgísladóttir við Ólaf Arnalds, tónlistarmann. Þögnin er meðal þess sem fyllir hann innblæstri, en henni er fagnað á árlegum degi þagnarinnar þar sem hann er búsettur hluta ársins í Indónesíu. Og við ræðum við bræðurnar Egil og Bjarka Viðarssyni úr hljómsveitinni Andy Svarthol, en þeir halda útgáfutónleika til að fagna fyrstu breiðskífu sinni Mörur, á Hressingarskálanum á föstudag.
11/20/201951 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Leynifélög, 50' snjallsjónvarp, Doritos og Samherji

68% bandaríkjamanna eru með snjallsjónvarp eða snjalltæki tengt við sjónvarpið sitt til að ná efnisveitum á borð við Netflix. Snjalltæki eru að verða stöðugt fyrirferðameiri í hversdagslífi okkar. En nánast öll slík tækni safna fjölþættum upplýsingum um notendur. Við þetta bjóðum við ýmsum öryggishættum heim, en einnig kvikna siðferðilegar spurningar um hver á rétt á að safna og hagnast á upplifunum okkar. Við ræðum um snjallsjónvörp í þættinum í dag við Theodór Gíslason, hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis. Við köfum ofan í launhelgar og leynifélög með Mark Booth sem skrifaði vinsæla bók um efnið, The Secret history of the world - Hin leynlega saga heimsins. Þórður Ingi Jónsson ræðir við rithöfundinn. Halldór Armand Ásgeirsson flytur pistil að venju í Lestinni á þriðjudegi og að þessu sinni er það Doritos, frelsið og Samherji sem honum er sértaklega hugleikið.
11/19/201950 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Arkitektúr, The Politician, ósýnilegir kraftar, jarðafarasöngvar

Hvernig verður maður að stjórnmálamanni? Það er löng og ströng leið upp í efstu metorðastiga stjórnmálanna. Þessi leið er rakin í í bandarísku gamanþáttaröðinni The Politician, Stjórnmálamaðurinn, sem eru framleiddir af Netflix. Í fyrstu þáttaröðinni tekur aðalpersónan þátt í hörðum kosningaslag í stúdentapólitíkinni. Áslaug Torfadóttir rýnir í þættina í Lestinni í dag. Eldhús, Baðherbergi, Stofa, Borðstofa, svefnherbergi, bílskúr. Einkaheimili kjarnafjölskyldunannar, íbúðin, er það búsetuform sem þykir eðlilegt í samtímanum. En þannig hefur það ekki alltaf verið og þarf ekki að vera í framtíðinni. Um þetta fjallar þýski arkitektafræðingurinn Niklas Maak í bókinni Living Complex. Anna María Bogadóttir, arkitekt, segir frá bókinni sem henni finnst varpa sérstaklega áhugaverðu ljósi á heiminn sem við lifum í. Sambandið milli orsaka og afleiðinga, þess lífræna og ólífræna, milli lifandi og dauðra, er hverfandi í nýju dansverki Rósu Ómarsdóttur, Spills, sem verður frumsýnt á Reykjavík Dance Festival í vikunni. Sviðið umbreytist í einskonar vistkerfi þar sem ósýnileg öfl eru hreyfiaflið: raki, bylgjur, rafsegulsvið og þyngdarafl. Við spjöllum við Rósu um orsakasamband og ósýnilega krafta. Við heyrum um það sem er ábyggilega átakanlegasta aukavinna margra íslenskra popptónlistarmanna, að syngja í jarðarförum. Ingó Veðurguð segir frá sinni reynslu í endurfluttu innslagi úr útvarpsþættinum Grár Köttur.
11/18/201955 minutes
Episode Artwork

Kveikur, eftirlendur, meme og Doctor Sleep

Hvernig kemur maður upp um margra milljarða króna spillingarmál sem teygir anga sína til annarrar heimsálfu? Lestin skyggnist á bakvið tjöldin og kynnir sér hlaðvarp fréttaskýringarþáttarins Kveiks. Mím (meme) hafa alltaf verið til þó maðurinn hafi ekki vitað það. Svo segir Laufey Haraldsdóttir sem í dag hefur pistlaröð sína um þetta menningarfyrirbæri. Hún byrjar á að skoða sögu mímsins það hvernig fyrirbærið hefur stökkbreyst með tilkomu veraldarvefsins. Við kynnum okkur hugtökin eftirlenda, síðnýlendufræði og ný-nýlendustefna. Kristín Loftsdóttir, mannfræðingur, hjálpar okkur að skilja þessi margslungnu hugtök. Og við rýnum í kvikmyndina Doctor Sleep sem er byggð á samnefndri bók Stephens King. Þetta er framhald af bókinni The Shining sem Stanley Kubrick lagaði að hvíta tjaldinu með eftirminnilegum hætti fyrir rétt tæplega 40 árum.
11/14/201949 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Harkhagkerfið, Gunnlaðar saga og frelsi íþróttafréttamanna

Í fyrradag greindi fotbolti.net frá því að íþróttafréttamönnum sem fylgja landsliðinu eftir í Tyrklandi hefði verið bannað að að spyrja Kolbein Sigþórsson ákveðinna spurninga. Það er oft talað um fréttamenn sem fjórða valdið, en er þessi þörf á aðhaldi líka til staðar þegar kemur að íþróttafréttum? Í Lestinni í dag veltum við fyrir okkur fjölmiðlafrelsi á vettvangi íþróttanna. Harkhagkerfið hefur það verið kallað hið nýja samband atvinnurekanda og starfsmanns þar sem verkafólkið ræður sig ekki beint í vinnu heldur gerist það sjálfstæðir undirverktakar á vegum fyrirtækja á borð við Uber, Deliveroo eða Amazon og fær verkefni, gigg, í gegnum stafrænan vettvang. Þessi nýja tegund vinnu er viðfangsefni kvikmyndarinnar Sorry we missed you, nýjustu kvikmyndar eins helsta meistara breska sósíalrealismans, Ken Loach. Við rýnum í kvikmyndina og orðaforða harkhagkerfisins. Við höldum áfram að skoða fyrirbærið innblástur hér í Lestinni á miðvikudögum. Að þessu sinni ræðir Anna Gyða Sigurgísladóttir við Xinyu Zhang, bókmenntafræðinema um Gunnlaðar sögu eftir Svövu Jakobsdóttur.
11/13/201955 minutes
Episode Artwork

Makalausi dagurinn, Vasulka-áhrifin, Rauður, Öreigar á mannöld

Dagur einhleypra var haldin hátíðlega í gær og það einna helst á vefverslunum. Dagurinn er talinn rekja uppruna sinn til háskóla í Nanjing þar sem hópur ungra karlmanna vildi fagna því að vera piparsveinar. Markaðsöflin gripu hugmyndina á lofti og á skömmum tíma er dagur einhleypra orðinn stærsti verslunardagur heims. Í gegnum tíðina hafa konur verið fyrirferðarminni en karlar á tæknilegri sviðum tónlistarsköpunar - framleiðslu, taktsmíðum og raftónlist. Þessu vill Auður Viðarsdóttir, sem gefur út tónlist undir listamannsnafninu Rauður, breyta - hún hefur tekið þátt í skipulagninu Stelpur Rokka, Synth Babes og skrifað meistararitgerð um efnið. Nú á dögunum kom svo fyrsta sólóplata Rauðar út, Semilunar. Við ræðum við Auði um plötuna í þættinum . Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í heimildarmyndina Vasulka-áhrifin, mynd um ömmu og afa vídjólistarinnar, hina íslensku Steinu og eiginmann hennar Woody Vasulka. Halldór Armand Ásgeirsson flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi. Að þessu sinni skoðar hann suður kóreisku kvikmyndina Parasite, gluggar í kafka og veltir fyrir sér eilífri synd öreigans á mannöld - sekt sem er hægt að reikna út á vefsíðunni Kolefnisreiknir.is
11/12/201952 minutes
Episode Artwork

King Kong-kenningin, Kesha, Social Unrest, Airwaves-uppgjör

Iceland Airwaves fór fram í 21. skipti um helgina. Þó hátíðin hafi verið smærri í sniðunum en oft áður var þar mikið um dýrðir. Davíð Roach Gunnarsson tónlistargagnrýnandi Lestarinnar hlýddi á gamlar kempur, gerði nýjar uppgötvanir, sá rokk, rapp, dans og svo líka þetta. Harðkjarnapönkið þróaðist fyrst í suðurhluta Kaliforníu undir lok áttunda áratugarins. Þar spiluðu menn enn hraðar og harðar en kollegar þeirra í New York og Bretlandi. Í Lestinni í dag ræðir útsendari Lestarinnar í Los Angeles, Þórður Ingi Jónsson, við einn þátttakanda í þessari merkilegu tónlistarsenu, Jason Honea, söngvara hljómsveitarinnar Social Unrest. Að venju á mánudegi fáum við til okkar fólk til að segja frá bók sem að þeirra mati varpar áhugaverðu ljósi á heiminn sem við búum í. Elínborg Harpa Önunardóttir, aðgerðasinni, segir frá bókinni King Kong-kenningin eftir franska feministann, rithöfundinn og kvikmyndagerðarkonuna Virginie Despentes. Viðfangsefnin eru kvenleikinn, nauðgunarmenningu og klám en nálgun hennar er nokkuð óvenjuleg í íslensku samhengi. Þegar rætt er um leiðandi raddir innan tónlistarheimsins síðastliðinn áratug er poppsöngkonan Kesha ekki endilega ofarlega á lista. En ætti hún að vera það? Frá því Kesha rumskaði fyrst í baðkarinu árið 2009 hefur ferill hennar farið ótal kollhnísa, og það yfirleitt augnablikum áður en dægurtónlistin hélt í sömu átt. Er það kannski Kesha sem slær taktinn? Við veltum fyrir okkur sögu Keshu, stöðu poppsins og framtíð í Lestinni í dag.
11/11/201952 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Airwaves, Hystería og tónlistarborgin Reykjavík

Íslenskt tónlistarlíf verður í fyrirrúmi í Lestinni í dag. Iceland Airwaves sigldi inn í sitt tuttugasta aldursár í gærkvöldi og útsendari Lestarinnar var að sjálfsögðu á staðnum. Davíð Roach lítur við og fer yfir fyrsta kvöld hátíðarinnar og það sem koma skal. Nú í haust fengu níu litlir tón­leik­astaðir og menn­ing­ar­hús sem sinna lif­andi tón­listar­flutn­ingi styrk úr nýj­um úr­bóta­sjóði tón­leik­astaða í Reykja­vík. Sjóður­inn er runn­inn und­an rifj­um Tón­list­ar­borg­ar­inn­ar í Reykja­vík og hlut­verk hans að styðja við til­vist minni og miðlungs­stórra tón­leik­astaða í borginni. Við ræðum um mikilvægi þess að styðja við innviðina til að skapa hagstæð skilyrði fyrir gróskumikið tónlistarlíf við Maríu Rut Reynisdóttur verkefnastjóra Tónlistarborgarinnar Reykjavík. Fyrr á tímum var orðið móðursýki læknisfræðilegt hugtak. Orðið var síður en svo hjálplegt, enda kynjapólitískt í eðli sínu og notað gegn jafnréttisbaráttu kvenna, þær gætu eftir allt ekki stjórnað tilfinningum sínum fyrir móðursýki, hysteríu. Fyrr á tíðum voru „hysterískar“ konur oft lagðar inn á geðspítala gegn sínum vilja og leg þeirra jafnvel fjarlægt. Þó orðið sé í dag síður notað í læknisfræðinni lifir það enn í félagslegu samhengi, oft sem einskonar skammaryrði. Rapparinn Countess Malaise hefur upplifað slíka skömm á eigin skinni og er hún viðfang hennar fyrstu plötu, Hysteríu, sem út kom á dögunum. Greifynjan, sem heitir réttu nafni Dýrfinna Benita, tekur sér far með Lestinni í dag.
11/7/201955 minutes
Episode Artwork

Jesus is King, galdralækningar, innblástur og tvítugur Harry Potter

Í þessari viku eru 20 ár frá því að íslensk þýðing á fyrstu Harry Potter bókinni var gefin út á Íslandi. Við ræðum við þýðanda bókarinnar, Helgu Auðardóttur. Og það verður meiri fjölkynngi í þætti dagsins. Tómas Ævar Ólafsson pistlahöfundur Lestarinnar er handviss um að langvinn flensa sem hann lagðist í á dögunum sé til komin vegna bölvunar sem lögð var á hann. Í pistli dagsins prófar Tómas sig áfram með galdra - hann er kominn í kuklið. Við höldum áfram að skoða fyrirbærið innblástur hér í Lestinni á miðvikudögum. Að þessu sinni ræðir Anna Gyða við Hjalta Jón Sverrisson, prest í laugarneskirkju, sem fær innblástur frá skjólstæðingum sínum, til að mynda verðandi brúðhjónum. En við byrjum á tónlist. Hún inniheldur ekkert blót eða klámyrði en þess meira af guði og gospel. Hún er níunda plata Kanye West til að komast í fyrsta sæti Billboard listans strax við útgáfu en hún er gríðarlega umdeild, ekki síst meðal annarra trúrækinna svartra Bandaríkjamanna. Hún átti að heita Yhandi en heitir þess í stað Jesus is King.
11/6/201952 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Ókeypis drasl, Perú og flóttamenn á Norðurlöndum

Við heimsækjum sýningu myndlistarkonunnar Berglindar Ágústsdóttur, La Luna es mi Amiga - Tunglið er vinkona mín - sem hún vinnur út frá ævintýralegu ferðalagi um Perú í Suður Ameríka. Kaþólsk gleði, töfralyf og brosandi fjöll koma meðal annars við sögu Halldór Armand Ásgeirsson flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi, og fjallar að þessu sinni um ókeypis drasl. Miklar deilur hafa sprottið upp vegna beinskeyttrar ræðu danska rithöfundarins Jonas Eika þegar hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í síðustu viku. Þar gagnrýndi hann stefnu danmerkur og annarra norðurlanda í flóttamannamálum. Við kynnum okkur Eika og flóttamannamálin í Lestinni í dag
11/5/201951 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Paul Rudd x2, neðanjarðarmyndasögur, Tilgangur lífsins, blandaðir tónl

Í bókinni Leitin að tilgangi lífsins segir austurríski sálfræðinginn og geðlækninn Viktor Frankl frá upplifnum sínum sem fangi í útrýmingarbúðum nasista og þeim lærdómum sem hann dró af reynslunni um mannssálina og tilgang tilverunnar. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdatjóri Fjártækniklasans, segir frá bókinni, sem hann álítur að varpi áhugaverðu ljósi á heiminn. Klónanir hafa verið í umræðunni undanfarnar vikur vegna frétta um klónun fyrrverandi forsetahunds þjóðarinnar, Sáms. Klónanir eru einmitt viðfangsefni nýrra gamanþátta frá Netflix, Living with yourself, Paul Rudd leikur meðaljón sem ákveður að verða að betri manni - með því að láta klóna sig. Áslaug Torfadóttir rýnir í tvöfaldan Paul Rudd í þætti dagsins. Lestin rennir líka við á gömlu almenningssalerni og ræðir við myndasöguhöfunduna Ægi Má og Björn Heimi Önundarson, um nýútgefna bók Áskell Jónsson tekst á við tæpa frændann, og stöðuna í íslensku myndasögusenunni Tónlistarkonan Jelena Ciric flytur sitt fjórða og síðasta innslag um tónlistarfólk sem er staðsett á milli tveggja menningarheima, blandað tónlistarfólk. Að þessu sinni spjallar hún við Loga Pedro Stefánsson, en þau eiga að ýmislegt sameiginlegt.
11/4/201955 minutes
Episode Artwork

Une Misère, Airwaves, 10 ára hamborgari, Þorsti og Addams-fjölskyldan

Það er hrekkjavökustemning í Lestinni í dag. Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í tvær nýjar kvikmyndir í þætti dagsins, annars vegar nýja tölvuteiknimynd um Addams-fjölskylduna ,og hins vegar gay-splatter-vampírumyndina Þorsta eftir Steinda Jr., Gauk Úlfarsson og leikhópinn X. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst í næstu viku. Tugir erlendra listamanna koma fram á hátíðinni auk fjölmargra heimamanna. Það er ærið verkefni að kynna sér alla þá tónlistarmenn sem koma fram og finna það besta og áhugaverðasta. Davíð Roach Gunnarsson, tónlistargagnrýnandi, sparar hlustendum vinnuna og segir frá nokkrum af mest spennandi listamönnunum sem koma fram á Iceland Airwaves í ár. Á morgun kemur út fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Une Misére, Sermon, plata sem þungarokksaðdáendur hafa beðið eftir með öndina í hálsinum. Jón Már Ásbjörnsson, söngvari, og Gunnar Ingi Jones, gítarleikari, stíga um borð í Lestina í dag og ræða um fegurðina í eymdinni. Og Lestin heldur áfram að rifja upp ris og fall McDonald's í örseríunni Mc' blessi Ísland. Tilefnið er sá áratugur sem liðinn er frá því að skyndibitarisinn yfirgaf landið. Í dag höldum við í ferðalag í leit að 10 ára gömlum hamborgara.
10/31/201950 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Flóttabörn, galdrakennsla, innblástur og Mc' Blessi Íslands

633 börn, þar af 66 ein síns liðs sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi á árunum 2016 til 2018. Að undanförnu hafa Unicef og vöruhönnuðrinn Búi Bjarmar Aðalsteinsson, skoðað hvernig staðið er að móttöku flóttabarna hér á landi út frá sjónarhóli barnanna sjálfra. Búi Bjarmar verður í Lestinni í dag. Galdrar og álög eru allt í kringum okkar. Tómas Ævar Ólafsson pistlahöfundur Lestarinnar er til að mynda handviss um að langvinn flensa sem hann lagðist í á dögunum sé til komin vegna bölvunar sem var lögð á hann. Við höldum áfram að skoða fyrirbærið innblástur hér í Lestinni á miðvikudögum. Að þessu sinni ræðir Anna Gyða Sigurgísladóttir við Sunnu Ástþórsdóttur, verkefnastjóra hjá Nýlistasafninu um hvað fyllir hana innblæstri og hvernig þetta merkilega fyrirbæri lýsir sér. Þá er þriðji hluti örseríunnar Mc'blessi Ísland að sjálfsögðu á sínum stað í tilefni af 10 ára ártíð McDonald's. Í dag er sjálft hamborgarahrunið tekið fyrir, þar sem skyndibitarisinn riðaði til falls og íslenskur hálfbróðir, Metro, kom í hans stað.
10/30/201955 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Fæðing internetsins, Kaupmaðurinn í Feneyjum, Jesus is King og starfsm

Þann 29. október 1969, fyrir nákvæmlega 50 árum síðan, voru fyrstu skilaboðin send milli tveggja tölva á vesturströnd Bandaríkjanna yfir hið svokallaða ARPAnet. Þetta tölvunet á vegum Bandaríkjahers var forveri og fyrsti vísirinn að því interneti sem við þekkjum í dag. Í Lestinni í dag kynnum við okkur söguna af upphafi internetsins. Sæmundur Þorsteinsson, lektor við rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands, hjálpar okkur að skilja þessa áhugaverðu sögu. Lestin heldur áfram að rifja upp ris og fall McDonald's í örseríunni Mc' blessi Ísland. Tilefnið er sá áratugur sem liðinn er frá því að skyndibitarisinn yfirgaf landið en að þessu sinni verður litið til tímabilsins inn á milli upphafs og endis, þar sem reksturinn gekk sinn vanagang. Við beinum kastljósinu að starfsfólkinu. Ný plata Kanye West, Jesus is King, er komin út eftir langa bið. Platan tók óvænta stefnu, átti upprunalega að heita Yhandi en þegar trúarhiti tók að færast í rapparann breyttist hún í óð til almættisins. Og Halldór Armand Ásgeirsson flytur að venju pistil á þriðjudegi, og að þessu sinni fjallar hann um 400 ára gamalt skáldverk, grátklökkann forsætisráðherra og tekur til varna fyrir depurðina.
10/29/201953 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Grísalappalísa hættir, Mc' blessi Ísland, In Touch, Empress of

Á föstudag eru 10 ár liðin frá því að McDonald?s lagði upp laupana á Íslandi. Ástæðan var sögð bág staða krónunnar í kjölfar hruns og almenningur tók brotthvarf skyndibitarisans nærri sér - upplifði það sem enn annað höggið í þá þegar laskað þjóðarstoltið. Við gátum ekki rekið banka, og nú gátum við ekki einu sinni rekið McDonald?s! Margir vonuðu eflaust að aðeins væri um tímabundin aðskilnað að ræða en nú, tíu árum síðar hafa Big Mac og félagar enn ekki snúið aftur. Á næstu dögum lítur Lestin yfir söguna, upprunan, áhrifin og endalokin í fjögurra hluta örseríunni Mc?blessi Ísland. Rokkhljómsveitin Grísalappalísa kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf árið 2012 með hreissilegum súrkálsrokkbræðingi og bókmenntalegum textum um óheflaðar tilfinningar og villt líferni. Síðar í vikunni kemur út þriðja hljóðversplata septetins, Týnda Rásin, en hún verður sú síðasta áður en Grísalappalísa leggur upp laupana. Lestin brunar inn á týndu rásina með Grísalappalísu, Gunnar Ragnarsson, söngvari, og Tumi Árnason, saxófónleikari, verða leiðsögumenn okkar. Marta Sigríður Pétursdóttir rýnir í pólsk-íslensku heimildamyndina In Touch, sem gefur okkur merkilega innsýn í líf fólks í litlum bæ í norðaustur Póllandi, en um þriðjungur íbúanna, 400 manns, hefur flust búferlum til Íslands á undanförnum árum og áratugum. Það er ekki síst tengslin og tengslaleysið við hina brottfluttu sem fjallað er um í þessari athyglisverðu heimildarmynd. Jelena Ciric heldur áfram að fjalla um tónlistarmenn af blönduðum uppruna en þennan mánudaginn tekur hún fyrir Lorely Rodriguez. Rodriguez er alin upp í Bandaríkjunum en móðir hennar er frá Hondúras. Þessir ólíku menningarheimar mætast í raftónlist hennar sem hún semur undir listamannsnafninu Empress of
10/28/201955 minutes
Episode Artwork

Agnes Joy, Lana Del Rey, keisarakrýning í Japan, Zuckerberg í yfirheyr

Fyrr í vikunni var nýr keisari krýndur í Japan. Aki­hito keis­ari, sagði sig frá völd­um í apríl síðastliðnum og sonur hans Naruhito tekur nú við. Hátíðin fór fram eftir árþúndagömlum hefðum með ýmis konar táknum og ritúölum. Sakauppgjöf, umræður um kynjajafnrétti og frestaðar skrúðgöngur vegna fellibyls hefur verið meðal þess sem hefur einkennt krýninguna að þessu sinni. Í Lestinni í dag hringjum við til Japan og fræðumst um japanska keisarann og þessa veglegu athöfn. Kristín Ingvarsdóttir, lektor í japönskum fræðum við Háskóla Íslands, er í Tokyo. Við kynnum okkur deilur um Libra, nýjan gjaldmiðil sem Facebook ætlar að setja í loftið á næstunn, og athyglisverðar umræður í þingnefnd Bandaríkjaþings um málið. Tilvistarkreppa mæðgna á Akranesinu er viðfangsefni nýrrar íslenskrar kvikmyndar, Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur. Kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar, Marta Sigríður Pétursdóttir, rýnir í myndina. Bandaríska tónlsitarkonan Lana Del Rey gaf út nýja plötu nú í haust. Norman Fucking Rockwell heitir platan og hefur fengið prýðilegar viðtökur. Davíð Roach Gunnarsson hefur verið að hlusta og fjallar um plötuna í þætti dagsins.
10/24/201952 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Hæfishroki, útvarpsskáldskapur, bölvanir og álög, innblástur

Persóna Freyju Haraldsdóttur hefur tekið á sig ýmsar myndir í fjölmiðlum. Henni hefur verið stillt upp sem fórnarlambi. Henni hefur verið hampað fyrir það að vera "dugleg". Hún er einnig reglulega máluð litum frekjunnar. Mál hennar gegn Barnaverndarstofu, um rétt hennar til að fá hæfi sitt sem mögulegt fósturforeldri meta, var flutt fyrir hæstarétti í dag. Hún lítur á afstöðu Barnaverndarstofu sem hæfishroka, og það gerir líka hópur fatlaðra mæðra sem mætti í dómssal í dag til að sýna henni stuðning. En hvað er hæfishroki og hvernig birtist hann í fjölmiðlum? Tómas Ævar Ólafsson pistlahöfundur hefur ekki verið með okkur hér í Lestinni undanfarnar vikur. Hann hefur verið með flensu, verið með ýmsa dularfulla kvilla sem hann finnur engar skýringar á - nema kollegi hans hafi rétt fyrir sér og þetta er hreinlega bölvun sem hefur verið lögð á hann. Og við höldum áfram að fræðast um það sem fyllir fólk eldmóði og innblæstri þessa dagana. Viðmælandi Önnu Gyðu Sigurgísladóttur þessa vikuna er Viðar Eggertsson, leikstjóri, leikari, útvarpsmaður og eldri borgari í þjálfun. Hann segir frá því hvernig hann upplifir innblástur þessa dagana. En við byrjum í Evrópu. Allt það besta og áhugaverðasta sem er að gerast í útvarpi og hlaðvarpi í Evrópu var verðlaunað á evrópsku ljósvakahátíðinni Prix Europa sem fór fram í Þýskalandi fyrr í mánuðinum. Íslenska útvarpsleikritið Sol hlaut meðal annars þriðju verðlaun í flokki útvarpsskáldsskapar. Þorgerður E. Sigurðardóttir, útvarpsleikhússtjóri, er gestur Lestarinnar í dag.
10/23/201953 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Niðurskurður, Hressingarskálinn og Marvel-rifrildið

Halldór Armand Ásgeirsson flytur að venju pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar í dag um niðurskurð og hagræðingu. Meðal þess sem hann snertir á pistlinum er Jókerinn, Thomas Picketty og niðurskurður á stafrófinu. „Kvikmyndahús eru orðin að skemmtigörðum,“ sagði hinn virti bandaríski kvikmyndaleikstjóri Martin Scorcese á dögunum og gagnrýndi bíómyndir Marvel-myndasögurisans harkalega. Orð leikstjórans hafa kveikt heitar umræður á netinu um gildi og gæði ofurhetjukvikmynda sem hafa verið áberandi í kvikmyndahúsum undanfarinn áratug. Í Lestinni í dag verður spurt hvort Scorcese hafi eitthvað til síns máls, eða hvort þetta sé bara nöldur í gömlum karli? Ásgrímur Sverrisson og Gísli Einarsson takast á um gildi og gæði Marvel-kvikmyndanna - og þeim er heitt í hamsi. Og við höldum á söguslóðir. Hressingarskálinn við Austurstræti var reistur árið 1805 og var þá kallað „svenska húsið.“ Síðan þá hefur ýmisstarfssemi verið rekin í húsinu - það hefur verið embættisbústaður, kaffihús og McDonalds - en nú vonast nýjir eigendur til að það muni glæða íslenska tónleikamenningu lífi.
10/22/201951 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Leðurjakkaveður, post-kolónískur kvíði, Twilight Zone, Tamino

Því hefur stundum verið haldið fram að Íslendingar þjáist af sérstaklega slæmum kvíða, póst-kólónískum kvíða. Vegna nýlendasögu landsins kvíða Íslendingar því að tilheyra ekki hinum svonefnda fyrsta heimi og eru þess vegna uppteknir af því að sanna stöðu sína með því að stilla sér upp sem algjörri andstæðu vanþróaðra landa. Þetta birtist í athöfnum og sköpun Íslendinga, allt frá popptónlist til kvikmynda og bókmennta. Í grein í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar rýnir kínverski bókemnntafræðingurinn Xinyu Zhang í verðlaunabókina Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttir og greinir hvernig sagan mótast af þessu kvíðaástandi Íslendinga. Xinyu Zhang verður gestur Lestarinnar í dag. Twilight Zone - Í ljósaskiptunum - eru einhverjir þekktustu og goðsagnakenndustu fantasíu-þættir síðustu aldar. Áslaug Torfadóttir fjallar um nýja útgáfu sjónvarpsþáttanna, þar sem leikstjórinn vinsæli Jordan Peele sem fer með rödd sögumannsins. Við gluggum í ljóðabók Fríðu Ísberg, Leðurjakkaveður. Bókin lýsir ljóðmælanda sem vegur salt milli viðkvæmni og töffaraskaps - brynjar sig með leðurjakka en notar sársaukann sem gjaldmiðil. Og kannski er ljóðmælandinn leðurjakki líka. Við spyrjum skáldið spjörunum úr í Lestinni í dag. Jelena Ciric heldur áfram að fjalla um tónlistarmenn sem eru staðsettir á milli ólíkra menningarheima, blandaða tónlistarmenn. Að þessu sinni fjallar hún um belgíska tónlistarmanninn Tamino sem á ættir að rekja til Egyptalands.
10/21/201955 minutes
Episode Artwork

Í beinni frá LHÍ

Bein útsending frá Listaháskóla Íslands. Lestin og Víðsjá leiða saman hesta sína í dag og mæta í heimsókn í Listaháskóla Íslands í Laugarnesi. Tuttugu ár eru nú liðin síðan kennsla hófst í skólanum og því tímabært að spyrja hvernig til hafi tekist. Gestir ræða meðal annars um lífið í skólanum, listnám og eðli þess, háskólavæðingu listanna, líf eftir námið og áhrif skólans á menningarlífið í heild. Fylgst verður með kennslu í ýmsum listgreinum og sköpun nemenda sem einnig stíga á stokk. Meðal gesta verða stjórnendur, nemendur og kennarar við skólann. Umsjón: Anna Marsibil Clausen, Kristján Guðjónsson, Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.
10/17/201950 minutes
Episode Artwork

Rapp og Hennessy, Erró um innblástur, tölvuleikjamyndskeið

Myndskeið eða sýnishorn í tölvuleikjum, það sem er kallað á ensku Cutscenes, eða Full motion videos, FMW, eru oft svo vel útfærð og framleidd atriði að þau gætu vel sæmt sér í kvikmyndum. Það eru þó ekki allir á einu máli um gildi þessara uppbrota í tölvuleikjum, en óskarsverðlaunaleikstjórar á borð við Steven Spielberg og Guillerme Del Toro hafa lýst yfir vanþóknun sinni á þessu fyrirbæri. Við spjöllum við Nökkva Jarl Bjarnason, doktorsnemi í menningarfræði, um hlutverk myndskeiða í tölvuleikjum. Við köfum ofan í poppsöguna og kynnum okkur áhugavert samband rapptónlistar og áfengisframleiðandans Hennessy, en drykkurinn er vinsælt umfjöllunarefni bandarískra rappara. Við lítum við á vinnustofu Errós í París, þar ræðir Anna Gísla Sigurgísladóttir við þennan 87 ára meistara íslenskrar myndlistar - sem er enn í fullu fjöri - og spyr hann hvaðan hugmyndirnar og innblásturinn kemur.
10/16/201953 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Maraþon undir tveimur, Poco Apollo, lagaleg réttindi náttúrunnar

Lestin heldur til tunglsins með Halldóri Eldjárn, tónlistarmanni og tölvunarfræðingi. Í þrjú ár hefur hann haldið úti veftónverkinu Poco Apollo. Það er vefsíða sem sækir handahófskenndar myndir úr safni NASA, myndir sem geimfarar tóku í Apollo tunglferðunum, og umbreytir þeim í tónverk. Blæbrigði tónverksins breytast og verða til út frá innihaldi myndarinnar. Nú hefur Halldór svo unnið heila plötu út frá þessum litlu mynd-tónverkum. Langhlauparinn Eliud Kipchoge sló met um helgina - eða ekki. Maraþon-hlaup hans undir tveimur tímum fæst ekki viðurkennt sem heimsmet þar sem aðstæðum var stjórnað um of - voru of fullkomnar. Hlaupið er engu að síður sögulegt og mun hafa mikil áhrif á langhlaupara um allan heim. Kannski hefur það nú þegar haft sitt að segja í heimi heimsmetanna. Hlaupagarparnir Bjartmar Örnuson og Vilhjálmur Þór Svansson hoppa um borð í Lestina og skýra afrek Kipchoge. Í vikulegum pistli sínum heldur Halldór Armand Ásgeirsson áfram að velta fyrir sér lagalegum réttindum náttúrufyrirbæra. Hann sér fyrir sér hvernig menningarfræðingur af fjarlægri plánetu myndi greina menningu og sjálfsmynd mannkynsins.
10/15/201951 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Jóker, Stórskáldið, Hannah Gatsby, blandaðir tónlistarmenn, For Sama

Um helgina kemur tasmaníski grínistinn Hannah Gatsby fram í Hörpu með uppistandssýninguna Douglas. Gatsby setti uppistandsheiminn á hliðina eftir að sýning hennar Nanette varð aðgengileg á Netflix í fyrra og gerði hana að stórstjörnu á einni nóttu. Sýningunni var lýst sem hinu fullkomna uppistandi fyrir tíma #metoo, með því að berskjalda sjálfa sig spurði hún spurninga um tilgang og virkni gríns og hvernig það tengist fordómum og ofbeldi í samtímanum. Við kynnumst Hönnuh Gatsby í Lestinni í dag, og ræðum meðal annars við Nönnu Hlín Halldórsdóttur, um grín og viðkvæmni. Nóbelskáldið Benedikt er dauðvona. Dóttir hans Rakel og tengdasonur eru stödd í niðurníddum iðnaðarbæ, djúpt í amazon-frumskóginum, að vinna að heimildarmynd um þetta sérvitra stórskáld. Feðginin hafa ekki hist í áratugi og geta ómögulega komið sér saman um hvernig Benedikt á að birtast í heimildamyndinni. Þannig er atburðarásinu í nýju leikriti, Stórskáldið, eftir Björn Leó Brynjarsson, sem var leikskáld Borgarleikhússins síðasta vetur. Við ræðum við Björn Leó um hinar mörgu hliðar sannleikans. Í dag hefur göngu sína pistlaröð serbnesku tónlistarkonunnar Jelenu Ciric um blandaða tónlistarmenn - tónlistarfólk sem stendur á einn eða annan hátt á milli menningarheima og nýtir sér þá togstreitu í verkum sínum. Í þessum fyrsta pistli fjallar Jelena um bandarísk-japanska indie-rokkarann Mitski. Marta Sigríður Pétursdóttir rýnir svo í umtöluðustu kvikmynd ársins, Jóker, og sýrlensku heimildarmyndina For Sama.
10/14/201955 minutes
Episode Artwork

Bakhjarlar, Danny Brown og það sem ekki má

Auðugir velunnarar, svokallaðir patrónar, hafa í gegnum tíðina verið einir mikilvægustu bakhjarlar vísinda og listsköpunar. En að undanförnu hefur nýtt kerfi velunnara sprottið upp á vefsíðum á borð við Patreon.com, þar sem aðdáendur geta styrkt skapandi einstaklinga með mánaðarlegum greiðslum. Í Lestinni í dag kynnum við okkur smá-patróna internetsins. Einu sinni mátti allt - nema kannski pissa bakvið hurð. Í dag virðist staðan flóknari. Ný kynslóð kallar eftir breytingu á gildum, hegðun og tjáningu og stundum stendur sú eldri eftir með góðar meiningar en sárt ennið. Hefur pólitískur rétttrúnaður „gengið of langt“? Má ekkert lengur? Við köfum í kynslóðabil og „það sem ekki má" í Lestinni í dag. Og Davíð Roach Gunnarsson rýnir í nýja plötu bandaríska rapparans Danny Brown, U Know what I'm sayin?
10/10/201951 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Mannöld, innblástur, ljótar kartöflur og saga kartöfluflögunnar

Íslenska kartaflan stendur á tímamótum. Hingað til hefur hún ekki ratað í verslanir, þyki hún ekki nógu löguleg í útliti. Henni hefur verið kastað til hliðar, sóað fyrir það eitt að vera ófríð, en ekki lengur. Lítið fyrirtæki í Mosfellsbæ hefur tekið að sér ljótu kartöflurnar og ætlar að gera þær að vinsælasta partýsnarli hins vestrænaheims - kartöfluflögum. Lestin lagði leið sína í Mosó og aftur í tímann, til að fræðast um framleiðslu og sögu kartöfluflaga. Við fræðumst um hugtakið mannöld sem hefur orðið sífellt meira áberandi í fræðilegri orðræðu á síðustu tveimur áratugum. Mannöld er íslenskun á enska hugtakinu anthropocene sem á að tákna það jarðsögulega tímabil sem við lifum um þessar mundir. Samkvæmt þeim sem nota hugtakið hafa áhrif einnar dýrategundar, mannskepnunnar, orðið svo afgerandi á þessu tímabili að það réttlætir að kenna tímaskeiðið við hana. Við fræðumst um hugtakið mannöld hjá Gísla Pálssyni, prófessor í mannfræði. Anna Gyða Sigurgíslasóttir heldur áfram að ræða við allra hana fólk um það sem fyllir það eldmóði þessa stundina. Í þætti dagsins ræðir hún við Jökul Sólberg Auðunsson, ráðgjafa hjá Parallel ráðgjöf.
10/9/201955 minutes
Episode Artwork

Sjálfsfróun kvenna, svartþröstur í dómsmáli, Gattaca og erfðahönnun

Á undanförnum árum hefur orðið stórstíg þróun í erfðatækni sem gerir vísindamönnum kleift að klippa út og breyta eiginleikum í genamengi lífvera. Margir hafa áhyggjur af þessari þróun og telja að innan skamms muni vísindamenn geta farið að hanna einstaklinga, skapa erfðabreytt börn. Hollywood-kvikmyndin Gattaca sló í gegn árið 1997 með því að varpa upp slíkri framtíðarsýn. Myndin fjallar um framtíðarsamfélag þar sem erfðamengi einstaklingsins segir allt um stöðu hans í samfélaginu, tækifæri og örlög. Í Lestinni í dag verður rætt við Ernu Magnúsdóttur, líffræðing, um þær hugmyndir sem eru settar fram í kvikmyndinni með hliðsjón af þeim möguleikum sem nú virðast handan við hornið í erfða- og líftækni. Sjálfið og sjálfsfróun verður einnig til umræðu í Lestinni. Rætt verður við Írisi Stefaníu Skúladóttur, sviðslistakonu, sem hefur unnið ýmis verkefni tengd sjálfsfróun og flytur þátttöku gjörning á Akureyri um helgina sem og á listahátíðinni Sequenses. Halldór Armand Ásgeirsson veltir fyrir sér því hvort kirsuberjatréð í garðinum hans gæti kært þresti himinsins fyrir að gæða sér á ávöxtum þess.
10/8/201951 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Undone, vísindamenn deila, óþolandi trymbill, taktlausir íslendingar,

Á mánudögum í haust munu ólíkir einstaklingar úr ýmsum kimum íslensks samfélags setjast um borð í Lestina og segja frá bók sem þeim finnst varpa sérstaklega áhugaverðu eða gagnlegu ljósi á veröldina. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ríður á vaðið í dag og segir frá bók sem skýrir heiminn. Hann velur bókina Quantum: Einstein, Bohr, og deilan mikla um eðli veruleikans eftir Manjit Kumar. Áslaug Torfadóttir rýnir í sjónvarpsþættina Undone. Í þáttunum ferðast aðalhetjan, Alma, um í tíma og rúmi í kjölfar bílslyss þar sem hún lætur næstum því lífið. Við minnumst trommugoðsagnarinnar Gingers Baker sem lést í gær, en hann gerði meðal annars garðinn frægan með hljómsveitinni Cream. Kristján Frímann Kristjánsson segir frá manni sem var magnaður trommari, en umdeildur persónuleiki. Og við ræðum um taktlausa Íslendinga.
10/7/201955 minutes
Episode Artwork

Ungir mótmælendur, umdeilt tíst, myndasögur og Blautt heitt langt vont

Fyrir nokkrum vikum síðan bauðst 14 ára tvíburasystkinunum Idu og Elís að stroka út allt skróp sem þau hafa safnað í kladdann síðustu mánuði. Þau höfnuðu því með látum. Skrópið, er eitt fárra verkfæra sem unglingar hafa til að beita yfirvöld þrýstingi í loftslagsmálum. Innblásin af Gretu Thunberg hafa systkinin mætt mánuðum saman niður á Austurvöll til að mótmæla. Stundum tekst þeim að draga vini sína með sér, stundum ekki. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið enn lítilfjörlegri en í síðustu viku dró til tíðinda, þegar mótmælendur fengu fund með forsætisráðherra. Lestin fylgdist með degi í lífi ungra loftslagsmótmælenda, síðasta föstudag. Davíð Roach Gunnarsson flytur tónlistarpistil að venju á fimmtudegi. Í dag sökkvir hann sér ofan í heim hornfirsku hljómsveitarinnar Kef Lavík og rýnir í nýja plötu þeirra, Blautt heitt langt vont sumar. Við heyrum síðasta hlutann í pistla röð Ásgeirs Ingólfssonar þar sem hann skoðar mannkynssögu síðustu 250 ára út frá því hvernig hún birtist í nokkrum vel völdum myndasögum frá ýmsum heimshornum. Í þessum fjórða pistla Ásgeirs rýnir hann í myndasögurnar Palestine eftir Joe Sacco og Persepolis eftir Marjane Satrapi sem báðar fjalla um bakgrunn átakanna á í Mið-Austurlöndum. Síðast en ekki síst lítum við á umdeilt tíst og spyrjum: hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur?
10/3/201958 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Kína, Banksy, innblástur og meira RIFF

Í gær fögnuðu Kínverjar því að 70 ár voru frá því að Mao Tse-tung lýsti yfir stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins undir einræðisstjórn kommúnistaflokksins. Síðan þá hefur landið farið frá því að vera bláfátækt landbúnaðarland yfir í það að vera heimsveldi með ævintýralegan hagvöxt. Vel æfðar fjöldamarseringar, hátæknivopn og Maó-jakkar voru meðal þess sem voru áberandi í herskrúðgöngu í Peking en á sama tíma kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu í Hong Kong. Við rýnum í þjóðhátíðarfögnuð Kínverja í Lestinni í dag með Hafliða Sævarssyni, sem hefur búið og starfað í alþýðulýðveldinu Anna Gyða Sigurgísladottir skoðar fyrirbærið innblástur hér hjá okkur í Lestinni á miðvikudögu. Andagift! Þessi hvatningarörvun sem kann að blása lífi í stíflað, venjugjarnt, síendurtekið, oft og tíðum leiðigjarnt, hversdegið. Hún ræðir við allra handa fólk um það sem fyllir það eldmóði þessa stundina. Í þætti dagsins ræðir hún við Maríu Elísabetu Bragadóttur, skáld. Við höldum áfram að rýna í Riff. Að þessu sinni var það Marta Sigríður Pétursdóttir sem skellti sér á hátíðina. Í pistli sínum í dag fjallar hún um kvikmyndirnar Varda by Agnés, Burning Cane og Ivana the Terrible. Götulistamaðurinn Banksy hefur opnað verslun, nauðbeygður, að eigin sögn vegna lagadeilna við fyrirtæki sem selur tækifæriskort. Deilan snýst um vörumerkjarétt og segist Banksy hafa staðið í ströngu síðustu mánuði við að framleiða gjafavöru til að tryggja rétt sinn á eigin verkum.
10/2/201955 minutes
Episode Artwork

RIFF, tattúfjarlæging, dauðaóttinn, kristilegur Kanye

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF hófst með pompi og prakt í síðustu viku. Gunnar Theodór Eggertsson kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar lét sig ekki vanta. Og í þættinum í dag rýnir hann í myndirnar Dead Don't Die, Síðasta haustið og Space Dogs. Undanfarnar vikur hafa bandarískir popptónlistarmiðlar fjallað ítarlega um réttarhöldin yfir rapparanum Tekashi Six-Nine, en til að forðast langan fangelsisdóm vegna ýmissa glæpa hefur hann samþykkt að veita lögreglu upplýsingar um félaga hans úr alræmdu glæpagengi. Honum býðst að hverfa í fjöldann í vitnavernd. Vandamálið er að hann er auðþekkjanlegur vegna fjölda húðflúra í andliti og á líkamanum. En væri hægt að losa hann við tattúin? Við kynnum okkur húðflúra-fjarlægingar í Lestinni í dag. Útgáfu nýjustu plötu Kanye West hefur verið frestað í þriðja skipti en að þessu sinni virðist hún engu að síður yfirvofandi. Um helgina húrraði hann hópi frelsaðra Kanye fylgjenda inn í United Palace leikhúsið á Manhattan og spilaði fyrir þá hráa útgáfu af því sem koma skal - gospel þrunginni og blótlausri plötu, Jesus is King. Og Halldór Armand flytur okkur að venju pistil á þriðjudegi. Að þessu sinni veltir hann fyrir sér ofurmannlegu afreki klettaklifrarans Alex Hannolds.
10/1/201953 minutes
Episode Artwork

Hornkaupmenn, Spotify og Fight Club

Lestin rennir við í kunnulegt umhverfi sem er óðum að hverfa, til kaupmannsins á horninu. Sigríður Rut Marrow hefur verið að skrásetja þennan menningarkima í ljósmyndum en frá því hún hóf verkefnið hafa í það minnsta fimm hornkaupmenn lagt upp laupana. Tónlistarmaðurinn Oddur Klemenzson hefur farið miklum á Spotify undanfarið en þrátt fyrir að hafa aðeins gefið út eitt einasta lag hlusta yfir 600 þúsund manns á það í mánuði hverjum. Það er ekki síst áhugavert í því ljósi að Oddur lést 12 ára að aldri, árið 1882. Rætt verður við Loga Pedro Stefánsson um dulnefni og gervilistamenn á streymisveitunni. Og 20 ár eru liðin frá útgáfu kvikmyndarinnar Fight Club - hvers fyrsta regla er að ekki skal talað um Fight Club. Engu að síður ætlum við að ræða myndina og þær karlmennsku hugmyndir sem í henni birtast og litað hafa kynjapólitík samtímans.
9/30/201953 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Kef Lavík, Channel Tres, kaldastríðið, Alexa,

Blautt heitt langt vont sumar nefnist nýjasta plata hornfirska dúettsins Kef Lavík, fjórða platan en sú fyrsta í fullri lengd. Hljómsveitin er kannski ekki allra vitorði en hefur eignast þéttan hóp heitra hlustenda, hálfgerðan költ-aðdáendahóp. Hljómur sveitarinnar og ekki síst textar eru einstakir í íslensku rapp og r'n'b senunni, flóknari og margræðari. Lestin brunar til Kef Lavíkur í dag. Sýndaraðstoðarmaðurinn Alexa mun brátt geta rætt við notendur sína með kunnuglegum röddum fræga fólksins. Í gær tilkynnti Amazon að samningar væru í höfn við fyrstu stórstjörnuna og fleiri eru væntanlegar árið 2020. Við heyrum annan hlutann í fjögurra pistla röð Ásgeirs Ingólfssonar þar sem hann skoðar mannkynssögu síðustu 250 ára út frá því hvernig hún birtist í nokkrum vel völdum myndasögum frá ýmsum heimshornum. Að þessu sinni skoðar hann tíma kaldastríðsins og meðal þess sem kemur við sögu er Vínarborg, hundurinn Laika, Graham Greene og Norður Kórea. Rapparinn og raftónlistarmaðurinn Channel Tres hefur með tveimur þröngskífum á einu ári skotist langleiðina út fyrir himinhvolfið. Pumpandi húsgrúvin hans með nötrandi bassa og vælandi vesturstrandarhljómborðum hafa hrist rassa frá Compton til London, og djúp röddin fullvissar alla um að hann er við stjórnvölinn, The Controller.
9/26/201955 minutes
Episode Artwork

Fosse/Verdon, pólitík ofurhetja, Hugleikur, Kenýa... eða Úganda

"Son Of The Day" - sonur dagsins, nú eða bara Dagsson, var yfirskrift Evrópuferðalags Hugleiks Dagsonar vorið 2019. Hann var með uppistand í alls átján borgum og lauk leiknum í Helsinki þar sem glensið var kvikmyndað. Útkoman er fyrsta íslenska "uppistands-specialið" af erlendri grundu en það verður einmitt frumsýnt í kvöld í Bíó Paradís. Hugleikur tekur sér far með Lestinni í dag og segir frá uppistandinu í Evrópu og streyminu sem koma skal. Pólitík seinni heimsstyrjaldarinnar mótaði hinar grímuklæddu ofurhetjur myndasagnanna þegar þær stigu fyrst fram á sjónarsviðið. Súperman barðist gegn ójafnrétti og Kapteinn Ameríka kýldi nasista kalda. Þessari gullöld myndasögunnar er gerð góð skil í nýrri og veglegri bók sem innheldur safn af sögum frá Marvel-útgáfunni frá fimmta áratug 20. aldarinnar. Hins vegar var ákveðið að kippa inngangi myndasöguhöfundarins Art Spiegelmans úr bókinni því hann þótti of pólitískur. Við skoðum pólitík myndasagna í Lestinni í dag. Áslaug Torfadóttir rýnir í þættina Fosse/Verdon, sem fjalla um goðsagnir úr heimi söngleikjanna, leikkonuna og dansarann Gwen Verdon og leikstjórann og danshöfundinn Bob Fosse. Og við ræðum nýlegt lag frá Ingó Veðurguð sem er innblásið af för hans til Kenýa.... eða Úganda.
9/25/201955 minutes
Episode Artwork

Fleabag, Notorious RBG, ferðalög og stolnir draumar

Bresku grínþættirnir Fleabag hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu og sönkuðu meðal að sér verðlaunum á nýafstaðinni Emmy verðlaunahátíð, og er höfundurinn og aðalleikkonan Phoebe Waller-Bridge ein hraðast rísandi stjarna sjónvarps og kvikmyndaheimsins. Þættirnir eru drepfyndnir en með virkilega myrkum undirtónum, takast á við dauðann, sorg, sjálfsásakanir, tengslaleysi og kynlífsfíkn. Við sökkvum okkur ofan í Flóabælið með Laufeyju Haraldsdóttur, leikkonu og Fleabag-aðdáanda. Um helgina fór fram stofnfundur aðdáendafélags stórstjörnunnar Notorious RBG. Stjarna þessi er hvorki rappari né leikari, né heldur er hún listamaður í nokkrum hefðbundnum skilningi. Hún heitir réttu nafni Ruth Bader Ginsburg og er hæstaréttadómari í Bandaríkjunum en á engu að síður miklu fylgi að fagna hér á landi. „Þið hafið stolið draumum mínum og æsku með innantómum orðum ykkar," sagði Greta Thunberg, í tilfinningaþrunginni ræðu í gær á loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna. Ræðunnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu og gæti skráð sig á spjöld sögunnar - það er ef sagan endist mikið lengur. Að venju flytur Halldór Armand Ásgeirsson pistil í Lestinni í þriðjudegi, og að þessu sinni fjallar hann um ferðalög - og sækir meðal annars í brunn heimspekingsins heimakæra Ralps Waldo Emerson.
9/24/201952 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Skjáskot Bergs Ebba, hægvarp, Don Kíkóti og Kaf, straumar

Í Lestinni í dag hittum við Berg Ebba Benediktsson í rúllustiga í Kringlunni og ræðum þar við hann um nýja bók hans Skjáskot, þar sem hann gerir tilraun til að greina hvaða áhrif hinn sítengdi og snjallvæddi samtími hefur á hug okkar og hjörtu. Hvernig á að íslenska hugtakið „Slow Television"? Hægt sjónvarp? Hægvarp? Í öllu falli, þá hefur sólarhringsútsending sjónvarpsþáttarins Landans verið bendluð við þetta hugtak. Það passar einhvern veginn ekki alveg enda er lítil ró yfir Landanum þennan sólarhringinn. Þar er þó eitthvað töfrum slungið í gangi - Anna Marsibil rannsakar málið. Gunnar Theodór Eggertsson rýnir tvær kvikmyndir og ástríðuverkefni, annars vegar kvikmynd Terry Gilliams, The man who killed Don Quixote, og hins vegar nýja íslenska heimildarmynd Kaf. Rætt verður um Emmy sjónvarpsverðlaunin sem voru afhent um helgina Og í pistli sínum í dag skoðar Tómas Ævar Ólafsson þessa einkennilegu strauma, hrif eða bylgjur sem geta skapast á milli fólks og valdið óútskýranlegum óþægindum. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Anna Marsibil Clausen.
9/23/201955 minutes
Episode Artwork

Sækadelískt synþafönk, millistríðs-myndasögur, geðveikur göngutúr og L

Í dag hefst "Klikkuð Menningarhátíð" í tilefni 40 ára afmælis Geðhjálpar. Það verður mikið um dýrðir á hátíðinni, listasýningar, uppistand, tónleikar. Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðingur ætlar hinsvegar að fara með fólk í göngutúr. Hann ætlar að leiða áhugasama um miðbæinn og segja sögur af geiðveiku fólki í Reykjavík. Við bregðum okkur á röltið með Sigurgeir í þættinum í dag og heyrum klikkaðar sögur. Hollensk-tyrkneska sækadelíska synþafönksveitin Altin Gun er dásamlegt móteitur við beljandi síbyljunni sem rennur af færiböndum tónlistarbransans - ekki síst fyrir fólk með smekk fyrir sandbörnum hljómum og austurlenskum grúvum sem er búið að ofspila Khruangbin og langar í eitthvað aðeins exótískara. Við heyrum annan hlutann í fjögurra pistla röð Ásgeirs Ingólfssonar þar sem hann skoðar mannkynssögu síðustu 250 ára út frá því hvernig hún birtist í nokkrum vel völdum myndasögum frá ýmsum heimshornum. Að þessu sinni er hann staddur í Þýskalandi millistríðsáranna og nasismans, í tveimur myndrænum skáldsögum: Berlin eftir Jason Lutes og Maus eftir Art Spiegelman. Og við kveðjum Listastofuna, sérstakt listarými í JL-húsinu í Reykjavík sem hefur verið starfrækt undanfarin fjögur ár, en lokar dyrum sínum í kvöld.
9/19/201955 minutes
Episode Artwork

Metoo, samfélagsmiðlar, Hungur og réttlæti

Aðgerðarsinninn Marai Larasi ræðir rót #metoo byltingarinnar og hvernig áratuga vinna svartra kvenna fékk flugið þegar hvítar stjörnur tóku hana upp á sína arma. Hungur - endurminninar um líkama (minn) nefnist endurminningbók bandaríska rithöfundarins Roxane Gay sem er einn aðalfyrirlesara ráðstefnunnar í Hörpu. Í bókinni segir Gay frá því hvernig það er að vera feit svört kona í heiminum í dag. En upphafega þyngdi hún sig meðvitað til að brynja sig eftir nauðgun sem hún varð fyrir aðeins 12 ára gömul.Katrín Hjartardóttir þýðandi segir frá bókinni. Hlutverk samfélagsmiðla í þessari leiðtogalausu byltingu verður síst ofmetið en er það raunverulega til gagns? Eru samfélagsmiðlar uppspretta sannrar réttindabaráttu eða bergmálshellir? Þær Rannveig S. Sigurvinsdóttir aðstoðarprófessor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og Ingibjörg Þórðardóttir ritstjóri CNN Digital taka sér far með Lestinni. Réttlæti og ábyrgð eru stór og flókin hugtök sem við ætlum að reyna að kryfja undir lok þáttar. Hvað þarf til að þolendur kynbundins ofbeldis upplifi að réttlætinu sé fullnægt og hvað þarf til að gerendur og samfélagið allt líti í eigin barm og gangist við sinni ábyrgð í ofbeldinu. Hildur Fjóla Antonsdóttir og Jón Ingvar Kjaran ræða þessi mál síðar í þættinum. Allt þetta í beinni útsendingu frá Bryggjunni úti á Granda þar sem gestir eru að gera sér glaðan dag eftir fyrirlestra og umræður dagsins á ráðstefnunni #MeToo - Moving Forward í Hörpu.
9/18/201955 minutes
Episode Artwork

Vegan vöðvatröll, andlitshakkarar, sögur og Angela Davis

Hulda B. Waage er á meðal sterkustu kvenna landsins en hún bætti eigið Íslandsmet í bekkpressu um helgina þegar hún lyfti 150 kílóum og tryggði sér þátttöku rétt í heimsmeistaramótinu í greininni. Hún deildi árangrinum með fylgjendum sínum á Instagram, eins og hún gerir reglulega, en þar, inn á milli lyftingamyndskeiða og vöðvasjálfa er allt út í matarmyndum. Vegan matarmyndum. Hnausþykkir vöðvar Huldu eru nefnilega alfarið reknir án dýra og dýraafurða. Við fjöllum um afrek Huldu og kraftlyftingar á vegan fæði í Lestinni í dag. Við rýnum líka í hönnun sem hefur það að markmiði að dulbúa notendur fyrir sjálfvirkum andlitsgreiningartækjum og eftirlitsmyndavélum, föt fyrir þá sem vilja aftengjast eftirlitssamfélaginu með stíl. Í pistli sínum í dag fjallar Halldór Armand Ásgeirsson um sögurnar sem við segjum okkur sjálfum, og þar koma meðal annars við sögu lasagna, Joan Didion og áætluð viðbygging við Stjórnarráðshúsið. Og við heyrum örstutt um bandarísku fræðikonuna og aðgerðasinnann Angelu Davis.
9/17/201951 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Endurkoma Björns Braga, umdeild sparnaðarherferð, Emmy og ruglvinna

Stéttavitund var nokkuð til umræðu í síðustu viku í samhengi við umdeilda auglýsingaherferð Landsbankans „Ungt fólk og peningar“ - þar sem ungu fólki voru gefin ýmis konar sparnaðarráð. Þeir sem voru í forgrunni í herferðinni voru margir hverjir úr efstu lögum samfélagsins, börn forstjóra, stjórnenda úr fjármálageiranum og áhrifamanna úr þjóðfélaginu. Einn montaði sig á samfélagsmiðlum af því að hafa haft fjögurra milljón króna armbandsúr á hendinni í auglýsingunni. Við ræðum um stéttir og stéttavitund við Guðmund Ævar Oddsson, dósent við Háskólann á Akureyri, í Lestinni í dag. Björn Bragi Arnarsson dró sig i hlé úr sviðsljósinu á síðasta ári eftir að myndband af honum að káfa á unglingsstúlku fór í dreifingu á netinu. Nú, er hann snúinn aftur. Lestin lítur á hvernig grínistinn vinnur úr reynslu sinni í sýningu hvers titill og innihald vísar sterklega í umrætt hneykslismál. Vinnur þú við að stjórna fólki sem stjórnar sér samt að mestu sjálft? Vinnuru við að finna upp ónauðsynleg verkefni? Eyðiru kannski mestum vinnutímanum þínum á samfélagsmiðlum og fréttaveitum? Í pistli sínum í dag skoðar Tómas Ævar Ólafsson kjaftæði á vinnustað og styðst við nýlega kenningu bandaríska mannfræðingsins David Graeber um störf sem eru í eðli sínu tilgangslaus. Og við rifjum upp viðtal við Hildi Guðnadóttur sem í nótt vann Emmy verðlaun fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl.
9/16/201956 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Daniel Johnston, hinsegin konukvöld, myndasögur, Peggy Gou

Við minnumst hins sérstæða og einræna tónlistarmanns Daniels Johnston sem lést í gær 58 ára að aldri. Við ræðum við Ágúst Garðarson sem er mikill aðdáandi Johnston og skipulagði meðal annars tónleika hans í Fríkirkjunni árið 2013 Einu sinni í mánuði, í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu, er partý. Það er reyndar ekkert Framsóknarpartý og hreint ekkert venjulegt partý ef út í það er farið. Það er hinsegin partý. Bara fyrir kynsegin fólk og konur sem elska konur. Lestin leit við á Hinsegin Ladies Night í gærkvöldi. Við heyrum fyrsta hlutann í fjögurra pistla röð Ásgeirs Ingólfssonar þar sem hann skoðar mannkynssögu síðustu 250 ára út frá því hvernig hún birtist í nokkrum vel völdum myndasögum frá ýmsum heimshornum. Í þessum fyrsta þætti ferðumst við til Ástralíu, Alsír og í samfélag kínverskættaðra Bandaríkjamanna. Suður-Kóreska raftónlistarkonan, plötusnældan, fatahönnuðurinn og instagram-áhrifavaldurinn Peggy Gou hefur farið sigurför um dansgólf heimsins síðustu misseri og breytt yfir þau stjörnubjarta nótt - en lag hennar Starry Night er eitt af lögum ársins hingað til. Davíð Roach Gunnarsson skautar yfir feril Peggy Gou hér á eftir en hún er búsett í Berlín og hefur á þremur árum tekist að koma sér í raðir eftirsóttustu plötusnúða í heiminum.
9/12/201950 minutes
Episode Artwork

Arkitektúr valdsins, Birgir Hákon, ljósmyndun, Taylor Swift chatbot

Í breska þinginu standa stjórnarflokkar og stjórnarandstaða andspænis hvorum öðrum og þingmann standa upp í sætum sínum til að halda ræður. Á Íslandi draga Alþingismenn um sæti, þeir sitja í hálfhring og vísa allir í átt að ræðupúltinu. í Slóveníu mynda þingmenn heilan hring til að tákna jafnrétti en í NorðurKóreu sitja þingmenn og horfa allir í eina átt, eins og börn í skólastofu, í átt að leiðtoganum. Í Lestinni í dag veltum við fyrir okkur arkitektúr valdsins með Andrési Inga Jónssyni þingmanni. Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari lítur við. Hann segir frá ljósmyndaranum Robert Frank sem lést í gær, 94 ára að aldri. Bók Frank, The Americans, er tímamótaverk sem olli straumhvörfum í ljósmyndun. Rapparinn Birgir Hákon hefur vakið nokkra athygli í íslensku rappsenunni að undanförnu en hann braust fram á sjónarsviðið í fyrra með laginu Sending. Í dag kemur út nýtt myndband við lagið Starmýri eftir Birgi Hákon og breiðskífa er væntanleg á næstu dögum. Þórður Ingi Jónsson hitti rapparann í hljóðveri í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann opnaði sig örlítið um vafasama fortíð sína. Taylor Swift hótaði að fara í mál við Microsoft vegna spjallþjarkans Tay þar sem hún taldi sig hafa eignarrétt á nafninu. Full dramatísk viðbrögð gætu sumir sagt en annað kom á daginn. Spjallþjarkinn gerðist nefnilega nasisti.
9/11/201954 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Andlitsgreining, nördar í Miðgarði, athyglisviðskipti og hýrir kossar

Um helgina flykkjast furðuverur í Fífuna, Kópavogi. Undir niðri - undir búningunum það er - eru verurnar auðvitað venjulegt fólk - ósköp venjulegir nördar, myndu einhverjir segja. Þær eru á leið á Midgard ráðstefnuna að spila borðspil og tölvuleiki, LARPA og kynna sér allt það besta sem njarðheimar hafa upp á að bjóða. Í Lestinni í dag fræðumst við um Midgard-ráðstefnuna. Við veltum líka fyrir okkur sjálfvirkri andlitsgreiningu með breska listamanninum Jake Laffoley. En hann stendur fyrir sýningunni Biometric Exit í sýningarrýminu Midpunkt um þessar mundir. Halldór Armand Ásgeirsson flytur pistil um hinsegin athyglisviðskipti og það sem kallað hefur verið "woke-washing" Borgarstjóri í Brasilíu reyndi á dögunum að banna teiknimyndasögu af því að hún sýnir tvo karlmenn kyssast. Uppátækið þykir ekki aðeins lýsa miklum fordómum og fáfræði heldur einnig algjörri vanþekkingu á kristinni listasögu þar sem allt úir og grúir í samkynhneigðri ástleitni.
9/10/201955 minutes
Episode Artwork

Hljómur framtíðarinnar, Jókerinn, Veronica Mars og Timothy Morton

Hvernig hljómar framtíðin á Íslandi? Hvernig hljómar hnattræn hlýnun og yfirgefnar og sokknar borgir? Þetta eru þær spurningar sem Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill, veltir fyrir sér á nýtti plötu, The Future Sound of Iceland sem kom út í sumar. Hermigervill tekur sér far með Lestinni í dag. Dauðinn er kósý en kraftmikill, lífið hráslagalegt og brothætt skrifar breski heimspekingurinn Timothy Morton í nýlegri bók sinni Being Ecological. Tómas Ævar Ólafsson skoðar bókina og pælir í kenningu Mortons um vist-veruna. Framleiðslu samnefndrar þáttaraðar um táningsspæjarann Veronicu Mars var hætt árið 2007 en árið 2014 var gerð kvikmynd um kvenhetjuna. Sú hlaut heldur dræma dóma en aðdáendur þyrsti í meira og nú hefur fjórða serían litið dagsins ljós. Áslaug Torfadóttir rýnir í Veronicu fyrr og nú. The Joker, Jókerinn, upprunasaga illmennisins síglottandi úr sagnaheimi Leðurblökumannsins, Batman, hlaut um helgina gullljónið, aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Þetta er í fyrsta skipti sem kvikmynd byggð á sagnaheimi ofurhetjanna hlýtur aðalverðlaun á A-lista kvikmyndahátíð - einni af virtustu kvikmyndahátíðum heims. Við heyrum fréttir frá Feneyjum.
9/9/201952 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Úlfapiss, Hvítur hvítur dagur og heilarinn Hilarion

Þegar maðurinn drepur dýr skapast tómarúm í fæðukeðjunni sem þarf að fylla. Úlfar eru nauðsynlegir hræætum sem nærast á afgöngum þeirra og halda líka öðrum óværum í skefjum - en þeir eru manninum til ama og því skotnir í hundraðavís. Og hvað gera bændur þá við tómarúmið? Í Stúdíó Open úti á Granda hefur rándýrinu verið tappað á flösku. Um helgina býður Snorri Ásmundsson til hugleiðslustundar í Egilshöll þar sem hann hyggst stofna nýja jógahreyfingu, Sana Ba Lana, og umbreytast í óræða veru, meistara Hilarion - heilara og prest í musteri sannleikans. Hilarion, birtist tortryggnum og trúlausum í Lestinni í dag. Og Marta Sigríður Pétursdóttir gleður okkur með nærveru sinni - hún fór á kvikmyndina Hvítur hvítur dagur í vikunni og setti upp gleraugu rýnisins.
9/5/201955 minutes
Episode Artwork

Rúnasápa, Hlökk og lestarstjórar

Uppi á Höfða, fyrir utan gamalt verkstæði, kúra tveir sólstólar undir skilti sem á stendur Studio Sol. Þar mætti ætla að fyrir innan sé að finna sólbekki - sérlega gerðarlegar brúnkuvélar - en í staðinn er þar sápa. Bleik, útskorin, í neti. Það verk listamannsins Arnars Ásgeirssonar en sýning á verkum hans stendur yfir í Studio Sol, sem er ekki sólbaðsstofa heldur listagallerí. Við tökum lestina upp á Höfða í þættinum í dag. Listhópurinn Hlökk kíkti til okkar í stúdíóið en hópurinn blæs til útgáfuhófs í Mengi á föstudaginn. Tilefnið er platan Hulduhljóð sem skartar samruna ýmissa listgreina sem þær stöllur Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Lilja María Ásmundsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir ætla að segja okkur betur frá. Þá lítur lestin einnig inn á við þar sem nýjir þáttastjórnendur spyrja sig - hvað er gott útvarp? Þau Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson, lestarstjórar fyrri tíma svara þeirri spurningu.
9/4/201951 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Lotukerfið, Nick Cave, bangsanöfn og Strange fruit

Lotukerfið er eins og landakort af alheiminum, þar er öllum frumefnum heimsins raðað upp eftir eiginleikum sínu. Kerfið var fundið upp af rússneska vísindamanninum Dimitri Mendeleev fyrir 150 árum og að því tilefni verður rætt við Ágúst Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði við Háskóla Íslands. Ástralski tónlistarmaðurinn Nick Cave heimsótti Ísland um síðustu helgi og hélt sérstaka samtalstónleika í Eldborgarsal Hörpu. Davíð Roach Gunnarsson fór á þessa sérstöku tónleika og segir frá upplifun sinni í Lest dagsins. 80 ár eru liðin frá því að jazz söngkonan óviðjafnanlega Billie Holiday steig inn í stúdíó með átta anna hljómsveit og tók upp sinn allra stærsta smell - lag um undarlega ávexti sem hanga á trjám með blóðugum laufum. Við rýnum í sögu "Strange Fruit". Og bangsanöfn og frelsið eru umfjöllunarefni Halldórs Armands sem snýr nú aftur eftir sumarfrí
9/3/201955 minutes
Episode Artwork

Heilaþvottur, fangelsi, Dr. Seuss og áhrif plötusnúða

Plötusnúðar þurfa að svara eftirspurn dansgólfsins með endalausu framboði á nýjum tegundum tónlistar. Reggí, diskó, teknó og hip-hop, allar þessar stefnur eru sköpunarverk DJ-a sem hefur fannst eitthvað vanta í tónlistarlandslagið. Í Lestinni í dag skoðum við hvernig plötusnúðar hafa mótað popptónlist samtímans. Við heimsækjum Ívar Pétur Kjartansson, tónlistarmann og plötusnúð, sem hefur verið að sökkva sér ofan í sögu skífuþeytinga að undanförnu fyrir útvarpsþáttaröðina Snúðarnir sem breyttu heiminum. Þær Anna Hallin og Olga Bergman fóru í fangelsi; ekki til betrunar- eða refsivistar heldur til þess að skapa listaverk, einskonar innsetningu í heim fanga á Hólmsheiði. Eðli verksins samkvæmt geta aðeins fangar notið þess. Verkið og vinnan innan fangelsisins varð hinsvegar uppspretta annars verks sem nú er til sýningar í Hafnarborg þar sem gestir geta gengið inn í fangaklefa í raunstærð. Við kíkjum í klefann og veltum fyrir okkur frelsinu, fangelsum og eftirlitssamfélaginu í Lestinni í dag. Tómas Ævar Ólafsson flytur pistil um heilaþvotti. En hann veltir því fyrir sér hvort hann hafi sloppið naumlega undan heilaþvottabragði þriggja miðaldra karlmanna á götum Reykjavíkurborgar.
9/2/201955 minutes
Episode Artwork

6/27/201955 minutes
Episode Artwork

Dystópíur, rafíþróttir og lægstu mörk vitundarinnar

Manneskjan býr yfir þeim eiginleika að geta ímyndað og séð fyrir sér allt það sem mögulega gæti gerst í framtíðinni, hún getur skapað mögulegar framtíðir. Á undanförnum árum hafa slíkar framtíðarpælingar verið áberandi í skáldskap og poppmenningu. Oftar en ekki er það svartsýnin sem ræður för og sá framtíðarheimur sem við sjáum fyrir okkur er ógnvekjandi og hryllilegur. Slík dystópísk framtíðarsýn einkennir meðal annars tvær nýjar seríur sjónvarpsþáttanna Black Mirror og Handmaid's Tale sem komu út í byrjun júní. Í Lestinni í dag veltum við því fyrir okkur af hverju við erum sérstaklega móttækileg fyrir dystópíum í dag með Eyju Margréti Brynjarsdóttur, heimspekingi. Í kvöld mætast FH og Dusty í úrslitum Lenovo deildarinnar í tölvuleiknum League of Legends. Lið FH er raunar eiginlega nýtt af nálinni en það hét áður Frozty og var sjálfstætt starfandi. Ákvörðun FH að taka svokallaðar rafíþróttir upp á arma sína er umdeild enda er hreinlega umdeilt hvort tölvuleikir geti eða eigi að taljast sem íþróttir yfirhöfuð. Hallsteinn Arnarsson verkefnastjóri hjá FH eSports segir nálgun félagsins á fyrirbærið þó eiga augljósa rót í íþróttum. Rætt verður við Hallstein og Counterstrike leikmanninn Gísla Geir Gíslason í Lestinni í dag. Í pistli sínum í dag fjallar Karl Ólafur Hallbjörnsson um minnið og lægstu mörk vitundarinnar.
6/26/201955 minutes
Episode Artwork

Secret Solstice, Kvikmyndaferðamennska, Kate Tempest og náttsloppur

Black Eyed Peas, Robert Plant, Pusha T og Patti Smith voru meðal þeirra sem komu fram á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fór fram í Laugardalnum um helgina. Davíð Roach Gunnarsson var útsendari Lestarinnar á hátíðinni og flytur pistil um upplifun sína. Við kynnum okkur hina vaxandi grein kvikmyndaferðamennsku á Íslandi, en á undanförnum árum hafa æ fleiri kvikmyndir og sjónvarpsþættir notast við íslenska náttúru sem sviðsmynd. Rætt verður við Lindu Katrínu Elvarsdóttur sem skrifað hefur lokaritgerð í ferðamálafræði um markaðssetningu, væntingar og upplifun ferðamanna í kvikmyndaferðamennsku á Íslandi. Þann 14. júní síðastliðinn gaf breska skáldið og tónlistarkonan Kate Tempest frá sér plötuna The Book of Traps and Lessons. Tómas Ævar Ólafsson hlustaði á plötuna og segir frá henni í Lestinni í dag. Halldór Armand Ásgeirsson flytur okkur pistil um rándýran náttslopp sem varpar ljósi á hina duldu gæsku hversdagsins. Umsjón: KG og AMC
6/25/201955 minutes
Episode Artwork

Ferðadagbækur, Vinsæl Misþyrming og Good omen

Við leitum uppi ferðadagbækur sem komið hefur verið fyrir á bekkjum í almenningsrýminu í Reykjavík Önnur plata svartmálmsrokksveitarinnar Misþyrmingar, Algleymi kom út í lok maí. Misþyrming hefur á undanförnum árum orðið ein þekktasta íslenska þungarokksveitin á hinum alþjóðlega vettvangi. Þetta er svartmálmur, blakkmetall, eins og hann gerist bestur. Hávær og harður, ómstrýður og groddalegur. En líka á köflum melódískur. Platan hefur hlotið góðar viðtökur og komst meðal annars á Billboard-metsölulistann í Bandaríkjunum yfir mest seldu erlendu plöturnar í byrjun júní. Við ræðum við forsprakka sveitarinnar í Lestinni í dag. Djöflar og englar koma svo við sögu í sjónvarpspistli dagsins. En Áslaug Torfadóttir fjallar um sjónvarpsþættina Good Omen, en nýlega var gerð sjónvarpsþáttaröð byggð á samnefndri bók, guðfræðilegri grínfantasíu, eftir þá Terry Pratchett og Neil Gaiman.
6/24/201955 minutes
Episode Artwork

Reðurmyndir, Rafmynt frá Facebook, Chernobyl, Bonobo og Kiasmos

Fyrr í vikunni tilkynnti tæknirisinn Facebook að hann stefndi á útgáfu sinnar eigin rafmyntar á næsta ári. Libra nefnist þetta sýndarfé sem stofnandi Facebook Mark Zuckerberg segir að muni að valdefla almenning um allan heim. Um leið hafa komið fram háværar gagnrýnisraddir sem vara við þessar tilraun Facebook. Við ræðum við Gísla Kristjánsson, einn stofnanda rafeyrisfyrirtækisins Monerium, um sýndarfé og Libra. Í gær komst fjallakrot í fréttir þar sem óprúttnir aðilar hafa krassað nöfn sín í Helgafell. Þykja þeir hafa unnið mikil umhverfisspjöll en verst þykir sumum að í kringum nöfnin má einnig finna fallíska fjöld typpamynda. Reðurtáknin eru víða og í Reykjavík er auðvitað heilt safn tileinkað typpum. En afhverju finnur fólk þessa þörf á að teikna þau? Lestin gáir til reðurs í dag. Davíð Roach Gunnarsson segir frá tónleikum Bonobo og Kiasmos sem fóru fram í Iðnó á dögunum. Áslaug Torfadóttir rýnir í sjónvarpsþættina Chernobyl, sem eru byggðir á frásögnum frá kjarnorkuslysinu í Tjernobyl í Úkraínu árið 1986. Umsjón: KG og AMC
6/20/201951 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Djúpvefurinn, kláði, kynlífsatriði og framtíð skáldskaparins

Við greiðum fyrir góða veðrið með blóði okkar. Lúsmýið ætlar að éta Íslendinga lifandi og því seljast flugnafælur, ofnæmispillur og sterakrem eins og heitar lummur víða um land, seljast jafnvel upp. Bitum flugnanna fylgir nefnilega kláði, óbærilegur, sársaukafullur kláði og hann er í ofanálag smitandi. Við fjöllum um félagslegan og líkamlegan kláða í lestinni í dag. Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar um framtíð skáldskaparins, vísindi og fantasíu, í pistli sínum í dag. Djúpvefurinn er sá hluti veraldarvefsins sem er óaðgengilegur almennum leitarvélum. Þórður Ingi Jónsson hefur sökkt sér ofan í djúpvefinn að undanförnu. Í pistli sínum í dag heyrir hann í kerfisfræðingi og nafnlausum viðmælanda sem þekkir til verslunar með vímuefni á dökkvefnum - þeim hluta djúpvefsins sem falinn er almenningi. Við beinum sjónum okkar að kynlífsatriðum í bíómyndum og skoðum nýlega grein eftir kvikmyndagagnrýnanda Washington Post þar sem hann spyr hvort kynlífssenur séu á undanhaldi í Hollywood. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Anna Marsibil Clausen
6/19/201952 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Blandaðir Íslendingar, D.I.Y., heimsendir og hafa gaman.

Í nýjum hlaðvarpsþáttum fjallar þýski blaðamaðurinn Phil Uwe Widiger um íslensku grasrótarsenuna í Reykjavík, og þá sérstaklega þann kima hennar sem byggir á svokallaðri D.I.Y. lífsspeki, gerðu-það-sjálfur. Phil tekur sér far með Lestinni og segir frá kortlagningu sinni á reykvísku jaðarrokksenunni. Daria Andrews er hálf-íslensk, hálf-bandarísk, hálf svört, hálf hvít og talar hálffullkomna íslensku. Hún býr í limbó - tilheyrir aldrei fullkomlega, er aldrei alveg nóg. Margir Íslendingar af blönduðum uppruna þekkja þá tilfinningu vel. Hún sprettur af öráreiti, hegðun eða athugasemdum sem oft eru settar fram í hugsunarleysi, fremur en illum hug gagnvart fólki sem sker sig úr meginstraumnum. Aftast í hugum flestra er nefnilega enn samnefnari milli þess að vera Íslendingur og að vera hvítur. Daria skrifaði um þessa upplifun, að heyra hvergi til, í lokaverkefni sínu frá Stokkhólmsháskóla. Hún segir sögur úr limbóinu í Lestinni í dag. Árið 1975 átti að rigna eldi og brennisteini yfir heimsbyggðina, hafið átti að breytast í blóð og að loks átti myrkrið gleypa jörðina - en hér erum við enn. Í pistli sínum í dag skoðar Tómas Ævar Ólafsson gamla heimsendaspá ónefnds trúfélags og veltir fyrir sér hvort heimsendir hafi í raun átt sér stað árið 1975. Í pistli sínum í dag fjallar Halldór Armand Ásgeirsson um listina að hafa gaman. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Anna Marsibil Clausen.
6/18/201955 minutes
Episode Artwork

Rocket Man, Saklaus á dauðadeild, Primavera, Godard á Hjalteyri,

Í síðustu viku fjallaði Lestin um baráttu raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian í þágu fanga í Bandaríkjunum. Tilefnið var heimsókn hennar á dauðadeild Kaliforníu en í kjölfar hennar lýsti hún því yfir að hún teldi fangan sem hún heimsótti saklausan. En er hann það? Í dag, kafar lestin í sönnunargögnin með og á móti Kevin Cooper. Davíð Roach Gunnarsson segir frá Primavera Sound tónlistarhátíðinni sem fór fram í Barcelona um síðustu helgi. Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndagagnrýni segir frá myndunum Beautiful Boy og Rocket Man. Við hringjum norður til Hjalteyrar og fræðumst um nýja sýningu á kvikmyndum og myndbandsverkum í Verksmiðjunni þar í bæ. Sýning sem nefnist "Hvernig hefurðu það? og tekur nafn sitt og innblástur frá kvikmynd eftir franska framúrstefnuleikstjórann Jean-Luc Godard. Gústaf Geir Bollason, annar sýningarstjóra sýningarinnar, verður við símann. Umsjón: KG og AMC
6/13/201955 minutes
Episode Artwork

Ágætis byrjun, undirskriftir, afrískar kasettur, Immanuel Kant

Í dag eru 20 ár frá því að önnur breiðskífa Sigur Rósar Ágætis Byrjun kom út. Plata sem var meðal annars valin besta plata Íslandssögunnar árið 2009. Í tilefni af afmælinu ræðum við um áhrif þessarar merkilegu plötu. Ingi Vífill rekur líklega einu alvöru “skrif“stofuna á stórreykjavíkur svæðinu en hann kennir fólki að skrautskrifa á efri hæð Eiðistorgs. Ingi tekur að sér ýmis störf tengd þessari iðn en meðal annars hefur hann hjálpað fólki að hanna undirskriftir, og svo verða stundum veggir fyrir barðinu á honum enda stundar hann einnig caligraphiti. Við heinsækjum Inga á Eiðistorg í lestinni í dag. Í pistli sínum í dag skoðar Tómas Ævar Ólafsson tónlistarbloggsíðuna Awesome Tapes from Africa, en þar má hlusta á ógrynnin öll af gömlum afrískum kasettum sem hafa verið færðar yfir á stafrænt form. Karl Ólafur Hallbjörnsson flytur okkur heimspekilega vangaveltu um skynjun og hugmyndir þýska heimspekingsins. Immanuel Kant Umsjón: Kristján Guðjónsson og Anna Marsibili Clausen
6/12/201955 minutes
Episode Artwork

Uppþvottabursti, Upphaf íslenskrar dægurtónlistar, Góð list og slæm

Áhangendur tyrkneska karlalandsliðslins í knattspyrnu eru ævareiðir og þeir eru ekki hræddir við að sýna það. Þeirra menn þurftu að bíða lengi á Keflavíkurflugvelli, það var ekki töluð tyrkneska á blaðamannafundi Íslenska liðsins og síðast en ekki síst gerðist íslenskur íþróttafréttamaður svo grófur að ota klósettbursta að fyrirliða liðsins. Nema, þetta var auðvitað ekki íslenskur íþróttafréttamaður. Og þetta var ekki klósettbursti. Hvað sem því liður hafa tyrkneskir netverjar tekið málið óstinnt upp eins og íslenskir íþróttafréttamenn hafa mátt finna fyrir. Við fjöllum um fótbolta og ofbeldi á netinu í Lestinni í dag. Við ætlum líka að fjalla um popptónlist í þætti dagsins, fyrstu íslensku dægurtónlistina. Upphaf íslenskrar dægurtónlistar er hulið nokkurri þoku, en henni léttir ekki fyrr en í kringum 1930 þegar fyrstu lögin birtust á nótum og voru gefin út á hljómplötum. Fyrir þann tíma eru áþreifanlegar heimildir afskaplega óljósar. En hvernig hljómaði íslenskt popp fyrir hundrað árum. Til að greina einhverjar útlínur í þessari þoku tímans, til að svipast um eftir upphafi íslenskrar dægurtónlistarhefðar, fáum við til okkar Trausta Jónsson veðurfræðin og tónlistaráhugamann. hann hefur um árabil leitað að upphafi íslenkrar dægurtónlistar. En nú í vikunni stendur hann fyrir tónleikum þar sem hann gefur fólki innsýn í þessa leit. Og í pistli sínum í dag fjallar Halldór Armand Ásgeirsson um listaverk sem eru bæði góð og slæm á sama tíma.
6/11/201955 minutes
Episode Artwork

Kim Kardashian, Eden, BlaKkKlansman og All Points East

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West hefur látið til sín taka í fangelsismálum á síðustu misserum. Mörgum þykir það skjóta skökku við, að kona sem ýtir undir neysluhyggju og útlitsdýrkun beiti sér fyrir einn undirokaðasta hóp Bandaríkjanna. Hún hefur þó átt beina aðild að frelsi 17 fyrrum fanga og fundaði í vikunni með fanga á dauðadeild San Quentin fangelsisins. Ingibjörg Friðriksdóttir, tónlistarmaður, starfaði í fangelsinu um tíma. Hún ræðir Kim og fangelsismál og réttarkerfi Bandaríkjanna í lestinni í dag. Marta Sigríður Pétursdóttir tekur fyrir tvær kvikmyndir. Önnur er ný íslensk kvikmynd um par sem leiðist út í sölu fíkniefna í íslenskum undirheimum en hin segir frá því þegar svartur löglreglumaður kom sér inn í Ku Klux Klan á áttunda áratugnum. Við heyrum af Eden og BlackkKlansman. Útsendari Lestarinnar lagði land undir fót síðustu vikur, ferðaðist til London og Barcelona og fór á tónlistarhátíðir í báðum borgum. Davíð Roach Gunnarsson segir okkur frá All Points East sem haldin var í Victoria Park í London þar sem fyrir augu bar hljómsveitir og listamenn eins og Chemical Brothers, Roisin Murphy, The Strokes og Danny Brown.
6/6/201955 minutes
Episode Artwork

Dauði iTunes, Edouard Louis, trú og átrúnaður

Apple forritið iTunes mun deyja drottni sínum með nýjustu uppfærslu Apple á stýrikerfi sýnu fyrir Mac tölvur, MacOS Catalinu, sem verður gefin út í haust. iTunes kom fyrst út árið 2001 og var í upphafi einöld tónlistarveita en óx svo fiskur um hrygg og þykir hafa haft gríðarleg áhrif á hvernig við neytum tónlistar. Í dag þykir það engu að síður eitt versta forrit Apple - hvað kom fyrir? Við förum yfir málið með hjálp Gunnlaugs Reynis Sverrissonar. Við kynnum okkur líka eina hraðast rísandi stjörnu í bókmenntaheimi Evrópu, hinn 26 ára gamla Edouard Louis. Í bókum sínum skrifar hann á opinskáan hátt um uppeldi sitt sem samkynhneigður drengur í harkalegu umhverfi fátæktar í smábæ í Norður-Frakklandi. Í kjölfarið er hann orðinn að einum helsta málsvara hinna undirokuðu í Frakklandi. En við byrjum á trúnni, þeirri hversdagslegu og þeirri hátíðlegu. Karl Ólafur Hallbjörnsson dýfir sér í hringiðuna.
6/5/201955 minutes
Episode Artwork

Sýrurokk, Instagram og umhverfisspjöll, Atvinnuviðtöl og íhaldssemi

Rússnesk samfélagsmiðlastjarna skyldi eftir sig djúp sár í landslagið þegar hann ók jeppa utanvega skammt frá jarðböðunum í Mývatni á sunnudag. Umhverfisspjöllin eru augljós en svo virðist sem þau hafi verið með vilja gerð - allt fyrir ljósmyndamiðilinn Instagram. Instagram á einmitt lykilþátt í uppbyggingu ferðaþjónustunnar hér á landi og víðar. Þó svo að meðal-grammarinn ætli sér ekkert illt, hefur miðillinn haft slæmar afleiðingar á viðkvæm svæði víða um heim. Fjallað er um umhverfis áhrif Instagram í Lestinni í dag. Tómas Ævar Ólafsson heldur áfram að skoða atvinnu-umsóknarferlið. Að þessu sinni spyr hann viðmælendur sína út í atvinnuviðtalið sem er einn miklivægasti hluti starfsumsóknar. Á föstudag lést einn af frumkvöðlum sýrurokksins í Bandaríkjunum, Roky Erickson úr hljómsveitinni The 13th Floor Elevators. Erickson er hálfgerð költhetja, goðsagnakenndur töffari sem sökk djúpt ofan í heim vímuefna og glímdi í kjölfarið við alvarlega andleg veikindi. Í Lestinni í dag köfum ofan í feril Roky Erickson með Arnari Eggerti Thoroddsen, poppfræðingi. Í pistli sínum í dag fjallar Halldór Armand Ásgeirsson um hvernig sumir hlutir virðast eldast afturábak. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Anna Marsibil Clausen
6/4/201955 minutes
Episode Artwork

Puttaferðalangar, What if og fótbolti sem trúarbrögð

Í Lestinni í dag rýnir Áslaug Torfadóttir í Netflix-sjónvarpsþættina What if með René Zellwegger í aðalhlutverki. Að húkka sér far er góð leið til að kynnast fólki, kynnast samfélagi og jafnvel að læra tungumál. Við ræðum við listamennina Ant Hampton og Ritu Pauls sem hafa ferðast á puttanum víðs vegar um Evrópu og viðað að sér frásögnum fólks og lært utan að. Undanfarnar vikur hafa þau ferðast um Ísland með nemendum í Listaháskóla Íslands og safnað sögum. Um helgina sigraði Liverpool meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Að því tilefni veltum við fyrir okkur fótbolta og trúarbrögðum, fótbolta sem trúarbrögðum. Gestur þáttarins er Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson.
6/3/201955 minutes
Episode Artwork

Skjaldborg, Útlendingurinn, David Hume

Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, verður haldin í þrettánda sinn dagana 7. til 10. júní. Skjaldborg sýnir heimildamyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings og ber jafnan virðingu fyrir hinu smáa, stóra, skrýtna og fokdýra. Helga Rakel Rafnsdóttir og Janus Bragi Jakobsson, skipuleggjendur hátíðarinnar, taka sér far með Lestinni í dag. Spurt verður: Hver er staða íslenskrar heimildarmyndagerðar árið 2019? Kirkjulistahátíð verður haldin í Hallgrímskirkju dagana fyrsta til tíunda júní. Listvinafélag kirkjunnar stendur fyrir hátíðinni, þetta er í fimmtánda sinn sem hún er haldin og þar verður metnaðarfull og fjölbreytt dagskrá í boði. Á mánudag verður þar flutt verkið Útlendingurinn: Verk í hljóðum, tali og tónum, eftir Halldór Hauksson. Halldór heimsækir Lestina í dag og segir nánar frá verkinu. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli dagsins um skoska heimspekinginn David Hume, hugtak orsakarinnar og mannlegan vana.
5/29/201955 minutes
Episode Artwork

Melankólía, Bender, Le Bon, Kynningarbréf

Efni Lestarinnar í dag: Ef ferilskrá er hnitmiðuð auglýsing og staðreynda-skáldskapur, hvað er þá kynningarbréfið sem gjarnan fylgir atvinnu-umsóknum? Er það sjálfspeglun, áhuga-manifestó eða bara enn ein brellan í umsóknarferlinu? Tómas Ævar Ólafsson kannar málið í Lestinni í dag. Velska tónlistarkonan Cate Le Bon gaf út sína fimmtu breiðskífu á föstudag, platan nefnist Reward og hefur hlotið góðar viðtökur. Sagt verður frá plötunni í þættinum í dag. Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur að venju pistil í Lestinni á þriðjudegi og flytur í dag varnarræðu fyrir melankólíuna. Og sagt verður frá yfirlitssýningu á verkum bandarísku listakonunnar Gretchen Bender sem nú stendur yfir í New York.
5/28/201955 minutes
Episode Artwork

Sigurður Árni, Morrissey, Slowthai, Bjarmi

Breski söngvarinn og byssukjafturinn Morrissey gaf nýverið út nýja plötu, California Son, sem inniheldur 12 ábreiður af lögum eftir ýmsa tónlistarmenn. Platan kemur út í skugga umdeildra athafna Morrissey. Söngvarinn sýndi öfgahægri-flokknum Britain First táknrænan stuðning í sjónvarpssal. Fjallað verður um alræmda hegðun Morrisseys og möguleg endalok ferilsins í Lestinni í dag. Við komum líka við í Hverfisgalleríi þar sem Sigurður Árni Sigurðsson opnaði sýninguna Leiðréttingar á laugardag, þar notar listamaðurinn ýmsan efnivið sem hann hefur fundið - nafnlausar ljósmyndir og póstkort - og framlengir með blýanti ýmis atriði, bætir inn í eða eykur ákveðnum atriðum við það sem er á upprunalegu myndinni. Samhliða sýningunni kemur út vegleg bók sem helguð er þessari skemmtilegu seríu sem Sigurður hefur unnið að í hjáverkum í um það bil 30 ár. Rapparinn Slowthai frá Northampton á Englandi er um þessar mundir að slá í gegn með fyrstu plötu sinni, Nothing Great About Britain eða Ekkert Stórfenglegt við Bretland. Platan toppar alla helstu listana og stefnir í að hún verði plata ársins í Bretlandi en þetta er í senn persónuleg og pólitísk plata, þar sem breska ríkisstjórnin og jafnvel Drottningin sjálf fá það óþvegið. Við tölum um Slowthai í Lestinni í dag og heyrum nokkur vel valin lög af plötunni. Bjarmi er heiti á nýrri plötu með raftónlistartríóinu Stereo Hypnosis, plata sem unnin er í samvinnu við mann sem heitir Christopher Chaplin, sem er tónlistarmaður og leikari, og já yngsti sonur Charlies Chaplin, hvorki meira né minna. Þetta er raftónlist í hæsta gæðaflokki, plata sem tekin var upp á Hvammstanga á einum degi, í júlí á síðasta ári. Við heyrum í tveimur af meðlimum Sterio Hypnosis í þættinum í dag, gestir okkar verða þeir Pan Thoroddsen og Þorkell Atlason. Og vinasambönd meðleigjenda eru klassískt viðfangsefni gamanþátta enda ýmsar hlægilegar aðstæður sem geta komið upp þegar fólk býr saman. Bandarísku sjónvarpsþættirnir What We Do in the Shadows bæta þó um betur og gefa áhorfendum innsýn í sambúð og daglegt líf hinna lifandi dauðu, sem virðist engu minna flókið og hlægilegt. Áslaug Torfadóttir fjallar um þættina í Lestinni í dag.
5/27/201955 minutes
Episode Artwork

Chernobyl, Ferilskrár, Vampire Weekend

Stuttsjónvarpsþáttaröðin Chernobyl frá framleiðendum HBO og Sky hóf göngu sína í byrjun mánaðar. Eins og nafnið bendir til er hér um að ræða þáttaröð um alvarlegasta kjarnorkuslys sögunnar og eftirmála þess. Þetta er dramatísering á sannsögulegum heimildum. Áhorfendur skyggnast inn í heim þeirra sem áttu hlutdeild í slysinu sjálfu, þeirra sem bjuggu í nálægð við kjarnorkuverið, og þeirrra sem unnu að því að sporna við frekari eyðileggingu í kjölfarið. Í Lestinni í dag verður rýnt í sjónvarpsþættina Chernobyl og Geislavarnir ríkisins heimsóttar að gefnu tilefni. Menningarfyrirbærið ferilskrá kemur við sögu í þættinum í dag, hún birtist í öllum stærðum og gerðum, svart-hvít eða í mörgum mismunandi litum. Ferilskráin dregur fram ýmsa eiginleika manneskjunnar en sleppir því kannski að minnast á aðra. Í þættinum í dag skoðar Tómas Ævar Ólafsson þetta margbreytilega fyrirbæri ásamt fríðu föruneyti.
5/23/201955 minutes
Episode Artwork

Skandali, ljósmyndir af látnum, Borges, Textasy

Eftirlífsljósmyndun eða sorgarportrett, þar sem látinn einstaklingur er ljósmyndaður, hófst sennilega með tilkomu ljósmyndatækninnar, í kringum 1850. Hefðin fjaraði víða út fyrir miðja síðust öld en í Litháen lifði hún hins vegar mun lengur. Leifur Wilberg Orrason, ljósmyndari og grafískur hönnuður, hefur í nokkur ár safnað eftirlífsljósmyndum frá Litháen. Leifur Wilberg verður gestur Lestarinnar í dag. Hann fræðir hlustendur nánar um jarðarfaraljósmyndir. Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Textasy frá Dallas í Texas er eitt heitasta nafnið í raftónlistarheiminum um þessar mundir en hann er þekktur fyrir að blanda Suðurríkja-rappi saman við danstónlist úr ýmsum áttum. Textasy er nú búsettur í Berlín, þar sem hann gefur meðal annars út tónlist eftir íslenska raftónlistarmenn. Rætt verður í þættinum í dag við Textasy um tónlistarsenuna í Dallas boðið verður upp á tóndæmi. Einnig verður í Lestinni í dag sagt frá nýju menningartímariti, Skandala. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli sínum í dag um argentínska rithöfundinn Jorge Luis Borges, Júdas Ískaríot og kristindóminn.
5/22/201955 minutes
Episode Artwork

Lodger, Armand, Hunter S. Thompson

rið 1969 kynnti blaðamaðurinn Hunter S. Thompson framboð sitt til bæjarfógeta í Aspen, Colorado undir yfirskriftinni Viðundursaflið - Freak Power. Ætlun framboðsins var að hrista upp í stjórnmálaumhverfi borgarinnar og snúa öllu á hvolf. Fjallað verður um þennan undarlega pólitíska gjörning í Lestinni í dag. Á laugardag, 18. maí, voru fjörutíu ár frá útkomu hljómplötunnar Lodger með breska tónlistarmanninum David Bowie. Platan var sú þriðja í Berlínar-trílógíunni svokölluðu og á henni blandar Bowie saman áhrifum frá ólíkum heimshornum. Platan þótt á sínum tíma ekki eins góð og næstu tvær plötur Bowie's á undan, meistaraverkin Low og Heroes, en hefur í seinni tíð notið sannmælis. Í Lestinni í dag verður fjallað um Lodger, gestur þáttarins verður Sindri Freysson rithöfundur. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar í dag um það sem gerist þegar umheimurinn er ekki til.
5/21/201955 minutes
Episode Artwork

The National, Euro-uppgjör, Quicksand, Eva Rún

Hljómsveitin The National hefur verið ein af athyglisverðustu rokkhljómsveitum síðustu 20 ára eða svo. Sveitin hefur sent frá sér átta plötur og fjórar þeirra voru á lista sem breska tónlistartímaritið NME birti yfir 500 bestu plötur sögunnar. Sú nýjasta í röðinni, I Am Easy to Find, kom út nú fyrir helgi og þykir af mörgum sú metnaðarfyllsta og tilraunakenndasta hingað til. Rætt verður um nýju plötuna við Margréti Helgu Erlingsdóttur, bókmenntafræðing og blaðamann Vísis, og Atla Fannar Bjarkason, fjölmiðlamann og fréttaskýranda í Vikunni með Gísla Marteini. Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva fór fram eins og allir vita í Tel Aviv í Ísrael um helgina. Í Lestinni í dag verður fjallað um frammistöðu Hatara og sitthvað fleira sem tengist þátttöku þeirra í keppninni, gestir þáttarins verða þeir Sölvi Blöndal tónlistarmaður, útgefandi og hagfræðingur og Jónatan Garðarsson, sem þekkir keppnina og sögu hennar betur en flestir aðrir. Og sænsku þættirnir Quicksand fjalla á óvæginn hátt um málefni eins og byssuofbeldi, stéttskiptingu og málefni innflytjenda en eru á sama tíma spennandi réttardrama sem heldur áhorfendum við efnið. Áslaug Torfadóttir fjallar um þættina í Lestinni í dag.
5/20/201955 minutes
Episode Artwork

Afleggjari, Hatari, Kviðbelti, The Wild Pear Tree

Afleggjarinn er færanleg vinnustofa, heimili og sýningarrými myndlistarmannsins Viktors Péturs Hannessonar. Listamaðurinn leggur brátt í ferðalag um landið á umræddum húsbíl, en í honum hyggst hann vinna grasagrafík, þ.e.a.s. listaverk úr íslenskri flóru. Viktor tekur sér far með Lestinni í dag. Í pistli sínum í dag rifjar Tómas Ævar Ólafsson upp vinsælt græjuæði sem gekk yfir heiminn í byrjun aldar. Á markað kom svokallað kviðbelti sem sendi rafstuð í magann og gerði notanda kleift að byggja upp vöðvamassa án þess að fara í líkamsrækt og erfiða. The Wild Pear Tree er nýjasta kvikmynd tyrkneska leikstjórans Nuri Bilge Ceylan. Kvikmyndin fjallar um ungan mann, Sinan, sem snýr aftur til heimabæjar síns eftir háskólanám en hann elur með sér draum um að verða rithöfundur. The Wild Pear Tree er húmorísk og draumkennd kvikmynd sem dansar sérkennilegan dans á mærum töfraraunsæis og sósíalrealisma og má lýsa sem bókmenntalegri kvikmynd. Marta Sigríður Pétursdóttir segir frá í Lestinni í dag. Og Davíð Roach Gunnarsson rýnir í framgöngu Hatara í Tel Aviv.
5/16/201955 minutes
Episode Artwork

Tinder, Hatari, Hátíðni, Loftslagsmál

Tilhugalífið hefur breyst töluvert á síðustu árum en stefnumótasmáforritið Tinder spilar stóran þátt í þeirri þróun. Fyrirbærið verður skoðað nánar í þættinum í dag. Heimildarmaður Lestarinnar verður Fanney Svansdóttir en hún skrifaði nýverið meistararitgerð í menningarfræði um framsetningu sjálfsins á Tinder. Atli Bollason fjallar í dag að gefnu tilefni um Hatara og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og hugað verður að nýrri kvikmynd. Sagt verður frá athyglisverðri tónlistarhátíð sem haldin verður á Borðeyri við Hrútafjörð, af öllum stöðum, í sumar. Hátíðin nefnist HÁTÍÐNI og það er listasamlagið og útgáfufélagið POST - DREIFING sem stendur að henni, þar koma fram fjölmargar hljómsveitir og tónlistarmenn sem eru að hasla sér völl á íslensku tónlistarsenunni um þessar mundir. Gestur þáttarins verður Bjarni Daníel Þorvaldsson tónlistarmaður og einn af forsprökkum POST - DREIFINGAR, og raunar meðlimur í einni af skemmtilegustu hljómsveit landsins um þessar mundir. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli sínum í dag um vitundarvakningu og loftslagsbreytingar.
5/15/201955 minutes
Episode Artwork

Björk, Like-takkinn, Listin og listamaðurinn

Í Lestinni í dag er meðal annars fjallað um Cornucopia-tónleikaröð Bjarkar Guðmundsdóttur sem nú stendur yfir í menningarmiðstöðinni The Shed í New York. Hér er á ferðinni mikið sjónarspil sem vakið hefur mikla athygli, sjálf hefur Björk kallað viðburðinn stafrænt leikhús. Fyrstu tónleikarnir fóru fram fyrir viku en þeir síðustu verða 1. júní. Útsendari Lestarinnar, Freyr Eyjólfsson, var í The Shed á mánudagskvöld, og gefur skýrslu í Lestinni í dag. Í þriðju útgáfa veftímaritsins Flóru er að finna 11 greinar, um brennandi og áleitin málefni, allt frá höfuðklútanotkun yfir í núvitund á tímum loftslagsröskunnar. Er hægt að aðskilja list frá listamanni? heitir ein grein útgáfunnar. Þar skrifar Steinunn Ólína Hafliðadóttir um mörk listaverka og listamanna og veltir því fyrir sér hvort hægt sé að njóta listar án tenginga við bakgrunn og athafnir listamannsins sjálfs. Rætt verður við Steinunni í Lestinni í dag. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar um like-takkann.
5/14/201955 minutes
Episode Artwork

Joy Division, Hnallþóran, I am the Night, Mælginn

Hnallþóran er yfirskrift sýningar sem nýlega var opnuð í galleríinu Midpunkt í Kópavogi. Þar vinna þær Sigurrós Guðbjörg Björnsdóttir og Berglind Erna Tryggvadóttir með hina íslensku hnallþóru, sem stundum er kölluð stríðsterta, sem listhlut og reyna að finna henni nýtt hlutverk í síbreytilegu landslagi íslenskrar matarmenningar. Lestin heimsækir Midpunkt í dag og rætt verður við Sigurrós um hina sjónrænu þjóðargersemi, hnallþóruna, í þætti dagsins. Fjörutíu ár verða í júní líðin síðan platan Unknown Pleasures, Óþekktar nautnir, með hljómsveitinni Joy Division kom út. Ian Curtis og félagar áttu aðeins örfá starfsár en náðu þó að hafa mikil áhrif á síðpönkið í Bretlandi og líklega um heim allan. Rýnt verður í merkilega plötu með merkilegri hljómsveit í Lestinni í dag. Rapparinn Mælginn er einn sá gamalreyndasti í reykvísku senunni en hann hefur gefið út tónlist seinustu 17 árin. Hann hefur vakið verðskuldaða athygli í borginni seinustu ár eftir að hafa stigið oft á stokk með hljómsveit sinni Mælginn Big Band. Þórður Ingi Jónsson ræðir í þættinum í dag við Mælginn um rappið, feril hans og hvernig upplifun það var að brjóta ísinn fyrir rappsenuna í Reykjavík, áður en hún varð “kúl“, innan gæsalappa, eitursvöl. Og Áslaug Torfadóttir fjallar í dag um bandarísku sjónvarpsþættina I Am the Night sem veita skemmtilega innsýn í neonlitað lífið í Los Angeles í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum, þótt farið sé ansi frjálslega með fullyrðinguna ,,byggt á sannri sögu."
5/13/201955 minutes
Episode Artwork

Camp, Tangerine Dream, Vampire Weekend

Síðasta föstudag kom út fjórða breiðskífu bandarísku indísveitarinnar Vampire Weekend, Father of the Bride, sem er jafnframt þeirra fyrsta í sex ár. Platan er leitandi, bæði inn á við í sálarlíf söngvarans Ezra Koenig, en líka út á við í tónlist annarra heimsálfa, og er með allra bestu plötum sem komið hafa út í ár. Davíð Roach Gunnarsson hellir sér ofan hyldjúpan hljóðheim Föðurs Brúðarinnar í Lestinni í dag. Met Gala, viðburðurinn sem er gjarnan kallaður Óskar tískuheimsins, átti sér stað síðasta mánudag. Þemað var að þessu sinni Camp. Í þættinum í dag verður fjallað um viðburðinn og að gefnu tilefni rifjuð upp ritgerð bandarísku fræðikonunnar Susan Sontag um költ hugtakið Camp. Og á dögunum var tilkynnt að ein áhrifamesta raftónlistar-hljómsveit í heimi, þýska hljómsveitin Tangerine Dream, myndi halda tónleika í Gamla-bíói í september. Hljómsveitin var stofnuð árið 1967, hefur sent frá sér ríflega hundrað hljómplötur, samið tónlist við fjölda kvikmynda og tölvuleikja og sjö sinnum verið tilnefnd til Grammy-verðlauna. Fjallað verður um Tangerine Dream í Lestinni í dag, gestir þáttarins verða Ingvar Víkingsson grafískur hönnuður og Árni Matthíasson blaðamaður.
5/9/201955 minutes
Episode Artwork

Eurovision, Converse, Nietzsche, Avengers

Connie Converse er bandarísk tónlistarkoma sem samdi hugljúfa, háðslega og afar persónulega tónlist fyrir miðbik síðustu aldar. Tónlist hennar leit þó ekki dagsins ljós fyrr en rúmum fimmtíu árum eftir upptökur. Er áhugi óx á lífi hennar og list kom í ljós að tónlistarkonan hafi látið sig hverfa árið 1974. Ekkert hefur til hennar spurst síðan. Við skoðum málið nánar hér í þætti dagsins. Eurovision á Þjóðminjasafninu, hvernig hljómar það ágætu hlustendur? Það er ekki fjarstæða heldur staðreynd, Þjóðminjasafnið kemur víða við, það safnar ekki aðeins gömlum munum, heldur líka siðum og hefðum, og horfir í þeim efnum til samtímans. Þjóðminjasafn Íslands leitar nú eftir aðstoð almennings við að safna upplýsingum um Eurovision hefðir. Ágúst Ó. Georgsson sérfræðingur þjóðháttasafns Þjóðminjasafnsins segir frá í Lestinni í dag. Marta Sigríður Pétursdóttir fjallar í dag um bandrísku ofurhetjumyndina Avengers: Endgame eftir Anthony Russo og Joe Russo sem slegið hefur rækilega í gegn, en um er að ræða eina dýrustu kvikmynd sem nokkurn tímann hefur verið gerð. Og þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche og kenning hans um eilífa endurtekningu hins sama er viðfangsefni Karls Ólafs Hallbjörnssonar í pistli dagsins.
5/8/201955 minutes
Episode Artwork

Ingibjörg, leyfðu því að gerast, dýratónlist

Ingibjörg Þorbergs, tónskáld, söngkona og fyrrverandi dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins andaðist í gær, hún var 91s árs að aldri, fædd í Reykjavík 25. október árið 1927. Ingibjörg var brautryðjandi í laga- og textasmíðum og var til dæmis fyrst allra íslenskra kvenna til að syngja eigið lag inn á hljómplötu. Ferill hennar var langur og glæsilegur og framlag hennar til íslensks tónlistarlífs verður seint ofmetið. Lestin minnist Ingibjargar í dag, gestir þáttarins verður tónlistarfólkið Sigríður Thorlacius og Bubbi Morthens. Samkvæmt dýratónvísindum eru það ekki aðeins manneskjur sem framleiða tónlist. Hvalir, fílar, apar, fuglar og skordýr eru líka fær um að senda frá sér margslungin tónverk. Í pistli sínum í dag veltir Tómas Ævar Ólafsson fyrir sér tónlist dýra og hinum hugmyndafræðilega múr sem sagður er liggja á milli manns og náttúru. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur að venju pistil í Lestinni á þriðjudegi, og verður á persónulegu nótunum, yfirskrift Halldórs í dag: Leyfðu því að gerast!
5/7/201955 minutes
Episode Artwork

Stjörnustríð, Vampire Weekend, Babylon, Ramy

Tvær sólir í heimi nördamenningar röðuðust upp um helgina þegar Alþjóðlegi Stjörnustríðsdagurinn og ókeypis myndasögudagurinn lentu á sömu dagsetningunni, 4. maí. Í ofanálag höfðu þær sorgarfréttir borist úr Stjörnustríðsheiminum að einn úr upprunalegu leikarateyminu, Peter Mayhew, hefði fallið frá 74 ára gamall. Það var við því að búast að mikið yrði um að vera í verslunum Nexus og sú var raunin, Lestin kom þar við og hlustendur heyra meira af þeirri heimsókn í þætti dagsins. Á föstudag kom út nýja plata með bandarísku hljómsveitinni Vampire Weekend, sem stofnuð var í New york árið 2006. Platan nefnist Father of the Bride, um er að ræða fjórðu plötu sveitarinnar, og hefur hún hlotið lofsamlega dóma. Breska kvikmyndin Babylon, eftir ítalska leikstjórann Franco Rosso er oft kölluð besta reggí-mynd allra tíma en myndin, sem frumsýnd var árið 1980, fjallar á félagslega raunsæjan hátt um líf innflytjenda frá Jamæka í Lundúnum á Thatcher-tímabilinu og tónlistarkúltúrinn sem þessir innflytjendur fluttu með sér. Myndin er nú loksins sýnd í bíó í Bandaríkjunum, tæpum 40 árum eftir að hún kom fyrst út en Babylon var á sínum tíma afar umdeild. Þórður Ingi Jónsson segir frá í þættinum í dag. Við hugum líka að tónleikum sem fram fara í New York í kvöld, mjög athyglisverðum, þetta er upphaf tónleikaraðar sem stendur yfir næstu fjórar vikurnar eða svo. Fara fram í splúnkunýrri menningarmiðstöð á Manhattan, miðstöð sem opnuð var fyrir mánuði eða svo. Og gamanþættir um líf og störf múslima eru ekki á hverju strái en nýju, bandarísku sjónvarpsþættirnir Ramy benda til að hér sé um auðugan garð að gresja. Áslaug Torfadóttir fjallar um þættina í Lestinni í dag.
5/6/201955 minutes
Episode Artwork

Joey Christ, Strandir, Kemistry & Storm

Joey Christ gaf nýverið út breiðskífuna Joey 2. Joey, sem er hliðarsjálf Jóhanns Kristófers Stefánssonar, vann plötuna í samstarfi við Martein Hjartarson, BNGR BOY, og er þetta fyrsta platan sem hann gefur út hjá útgáfufyrirtækinu Sony. Jóhann Kristófer er gestur Lestarinnar í dag. Vatn gegnir þýðingarmiklu hlutverki í lífi hans - að gefnu tilefni verður hlustendum Lestarinnar boðið í votan göngutúr í rigningunni í þætti dagsins. Breska plötusnúðatvíeykið Kemistry og Storm ruddi brautina fyrir drum & bass tónlistarsenuna á tíunda áratugnum. Senan þróaðist út úr reif-tímabilinu í Bretlandi en þær Kemistry og Storm stofnuðu útgáfuna frægu Metalheadz ásamt Íslandsvininum Goldie. Kemistry lést í hræðilegu bílslysi fyrir 20 árum síðan og hefur raftónlistarheimurinn minnst Kemistry og framlags hennar á undanförnum vikum. Saga Kemistry & Storm er rakin í Lestinni í dag. Einnig er komið við í Þjóðminjasafninu, þar verður opnuð á laugardag ljósmyndasýningin Lífið fyrir umbreytinguna þar sem Yrsa Roca Fannberg sýnir myndir frá Árneshreppi á Ströndum.
5/2/201955 minutes
Episode Artwork

Atlas, þrá, kettir, Beckett

Atlas, fyrsta breiðskífa tónlistarmannsins Marteins Sindra Jónssonar, kemur út þann 16. maí næstkomandi á stafrænum miðlum og á vínylplötu um miðjan september 2019 samhliða útgáfutónleikum í Iðnó. Platan var um það bil fjögur ár í smíðum og afraksturinn er víðfeðmur hljóðheimur með kjölfestu í einföldum lagasmíðum þar sem gjarnan bregður fyrir ljóðrænum landslagsmyndum sem sveipaðar eru goðsagnakenndum blæ. Marteinn Sindri verður gestur Lestarinnar í dag og segir frá verkinu. Andi írska leikskáldsins Samuels Becketts hefur svifið yfir vötnum undanfarnar vikur í litlu leikhúsi á Garðatorgi í Garðabæ. Stutt leikrit eftir nóbelskáldið hafa þar lifnað þar við í leikstjórn Trausta Ólafssonar sem einnig þýddi verkin. Rætt verður við Trausta um jaðarleikhús á Íslandi, stutt-leikhús og Beckett-bylgjuna í Garðabæ. Til er tónlist fyrir mannfólk, til er tónlist fyrir plöntur og til er tónlist fyrir ketti. Í pistli sínum í dag fjallar Tómas Ævar Ólafsson um tónsmiðinn og sellóleikarann David Teie sem fyrir þremur árum gaf út plötuna Music for Cats, með tónverkum sem eru sérstaklega ætluð köttum. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi.
4/30/201955 minutes
Episode Artwork

Laxnessverðlaun, Homecoming, The Act, podcast

Það var tilkynnt í síðustu viku að breski rithöfundurinn Ian McEwan hlyti Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness, en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Þessi verðlaun verða veitt annað hvert ár en tilefnið er að hundrað er eru liðin frá því að Halldór Laxness gaf út sína fyrstu skáldsögu, Barn náttúrunnar. Verðlaunin nema 15.000 evrum og þau eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi sem stuðlað hefur að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum. Nokkur umræða hefur orðið um valið á Ian McEwan á samfélagsmiðlum, málið verður rætt í Lestinni í dag, gestir þáttarins verða þau Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listaháskóla Íslands og Kristján B. Jónasson, bókaútgefandi. Marta Sigríður Pétursdóttir fjallar í dag um kvikmyndina Yuli sem sýnd er í BíóParadís um þessar mundir. Myndin er eftir spænska kvikmyndaleikstjórann Icíar Bollain, og byggir á ævi kúbverska ballettdansarans og stórstjörnunnar Carlosar Costa, en myndin byggir á sjálfsævisögu Costa, Now Way home, engin leið heim, frá árinu 2007, þar sem hann greinir frá erfiðri bernsku í Havana og því hvernig hann dansaði sig upp á stærstu svið Vesturlanda og varð að goðsögn í dansheiminum. Marta fjallar einnig um kvikmyndina Homecoming sem er nýjasta gjöf ofurstjörnunnar Beyoncé til aðdáenda sinna, um er ræða tónleika- og heimildamynd sem fjallar um sögulega stjórtónleika hennar á Coachella-tónlistarhátíðinni í fyrra, myndin var frumsýnd þann 17. apríl síðastliðinn og samhliða kom út tónleikaplata sem er aðgengileg á spotify. Beyoncé leikstýrir myndinni sjálf, sem er óður til fjölskyldu, samfélags og réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum. Eitt vinsælasta hlaðvarp heimsins er bandaríski þátturinn Last Podcast on the Left. Þetta kallast sakamálagrín eða “true crime comedy“ en í þættinum er fjallað á glettinn hátt um allt hið dökka og dimma í lífinu svo sem hrylling, raðmorðingja, sértrúarsöfnuði og samsæriskenningar. Heilinn á bak við þáttinn er útvarpsmaðurinn Marcus Parks, rætt verður við Parks í Lestinni í dag um aukinn áhuga almennings á sönnum sakamálum og rugluðum samsæriskenningum. Saga Blanchard-mæðgna er svo sannarlega ótrúleg en bandarísku sjónvarpsþættirnir The Act dansa eigi að síður á línunni milli þess að vera skemmtiefni og óskammfeilin tilraun til þess að velta sér upp úr eymd annarra. Áslaug Torfadóttir segir frá þáttunum í þætti dagsins.
4/29/201955 minutes
Episode Artwork

Setning bókmenntahátíðar

Eftir fréttir klukkan fjögur hófst bein útsending frá Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Bókmenntahátíð í Reykjavík var sett. Umsjónarmenn Víðsjár og Lestarinnar tóku þar á móti góðum gestum í tilefni dagsins, og eftir fréttir klukkan fimm var setningarathöfninni útvarpað. Á meðal gesta í Ráðhúsinu voru Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík, bókaútgefendurnir María Rán Guðjónsdóttir og Páll Valsson, Fríða Ísberg rithöfundur og Gauti Kristmannsson prófessor í þýðingafræðum við Háskóla Íslands og bókmenntagagnrýnandi. Einnig var rætt við Óttar Proppé verslunarstjóra í Bóksölu stúdenta.
4/24/201955 minutes
Episode Artwork

Prince, endurminning, dagur bókar, plöntur

Alþjóðlegur dagur bókarinnar er í dag, 23. apríl. Honum er fagnað um veröld víða en hvergi kannski eins og í Katalóníu þar sem dagurinn er einnig bæði þjóðhátíðardagur og dagur elskenda. Brynhildur Björnsdóttir, bókaunnandi, var á Sant Jordi í Katalóníu fyrir nákvæmlega ári síðan og segir frá í Lestinni í dag. Á sumarsólstöðum 2019 kemur út plata fyrir plöntur. Um er að ræða endurútgáfu verksins Mother Earth's Plantasia eftir kanadíska tónlistarmanninn Mort Garson, sem kom fyrst út árið 1976. Að gefnu tilefni fjallar Tómas Ævar Ólafsson um plötuna sem samin er sérstaklega fyrir plöntur og fólkið sem ann þeim. Einnig verður í Lestinni í dag sagt frá endurminningum bandaríska tónlistarmannsins Prince sem kemur út hjá útgáfufyrirtækinu Random House síðar á þessu ári, en frá þessu var greint í gær. Bókin nefnist The Beautiful Ones og er sögð einstaklega persónuleg. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar í dag um endurminninguna.
4/23/201955 minutes
Episode Artwork

Mjallhvít, heilagt rými, Netflix, hverfulleiki

Í Lestinni í dag er meðal annars rætt við séra Gunnar Kristjánsson um heilagt rými, og samspil listar og trúarbragða, tilefnið er bruninn í Notre Dame í fyrradag. Myndlistarkonan Anna Margrét Ólafsdóttir klæddist Mjallhvítarbúningi í 100 daga en gjörningurinn er hluti af útskriftarverki hennar úr Listaháskóla Íslands. Anna segir nánar frá verkinu í þætti dagsins. Marta Sigríður Pétursdóttir fjallar í dag um kvikmyndaúrvalið á Netflix með áherslu á þær myndir sem eru einungis í dreifingu á streymisveitunni Netflix og/eða eru framleiddar af Netflix. Marta fjallar einnig um bresku kvikmyndina The Boy Who Harnessed the Wind sem var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni fyrr á þessu ári og fór svo beint í sýningar á Netflix. Kvikmyndin er leikstjórnarfrumraun breska leikarans Chiwetel Ejiofor sem leikur annað aðalhlutverkið í þessari hugljúfu kvikmynd sem gerist í Malaví og byggir á sönnum atburðum, þegar hinn ungi og snjalli William Kamkwamba byggði vindmyllu fyrir þorpið sitt upp á eigin spýtur. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli sínum í dag að gefnu tilefni um það sem varir.
4/17/201955 minutes
Episode Artwork

Notre dame, Assange, klósettskál, Sansevero

Í Lestinni í dag er meðal annars fjallað um Notre dame kirkjuna í París þar sem upp kom eldur í gær. Kirkjan var reist á árunum 1163 til 1345, geymir mikla menningarsögu og skipar stóran sess í hjörtum Frakka. Gestur Lestarinnar verður Ragnheiður Gyða Jónsdóttir sem bjó lengi í París og þekkir sögu Kirkju vorrar frúar mjög vel. Fontain, Uppsprettan, er listaverk sem margir hafa klórað sér í hausnum yfir. Árituð klósettskál úr öllu samhengi. Lengst af hefur verkið verið eignað listamanninum Marcel Duchamp en spurningar hafa vaknað um það hver raunverulegur upphafsmaður þess sé. Mögulega er það listakonan Baroness Elsa von Freytag-Loringhoven. Rætt verður um þetta dularfulla listaverk og eignaréttinn á því í Lestinni í dag, gestur þáttarins verður Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur. Í pistli sínum í dag heldur Tómas Ævar Ólafsson áfram Evrópu-ferðalagi sínu og endar að þessu sinni í Sansevero-kapellunni í Napólí sem reist var á 16. öld. Í kjallara byggingarinnar rekst hann á óhugnanlega fyrirboða um framtíðarmanneskjuna og segir frá í þætti dagsins. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar í dag um handtökuna á ástralska blaðamanninum Julian Assange, stofnanda Wikileaks.
4/16/201955 minutes
Episode Artwork

Hank & Tank, Idles, Fleabag, Poppins

Hljómplatan Last Call for Hank & Tank er komin í allar betri plötubúðir Reykjavíkur. Hljómsveitina skipa þeir Þorgeir Guðmundsson og Henrik Baldvin Björnsson og þeir verða gestir Lestarinnar í dag. Breskt pönk og hvítir strákar hljómar eins og kunnuleg vindátt í heimi rokksins og ef til vill tónlist almennt. En stundum er eitthvað nýtt í gömlu rokki eins og því sem hljómsveitin Idles frá Bristol á Englandi bjóða upp á. Iðjuleysingjar er ekki réttnefni á hljómsveit sem er í þessum töluðu orðum á tónleikaferðalagi um allan heim með tvær plötur í farteskinu og tilnefnd bjartasta vonin á Brit awards verðlaunahátíðinni í ár. Nú í haust kom út nýjasta platan úr þeirra smiðju, Joy as an act of resistance - Gleðin sem andóf. Rætt verður við Árna Þór Árnason tónlistarmann um Idles, útrásina og hugsanlega nýja pönkbylgju frá Bretlandi. Rapparinn og listakonan Slim Poppins er eitt heitasta nafnið í New York um þessar mundir. Slim fékk nýlega stuðning frá Rihönnu, einni vinsælustu tónlistarkonu heimsins og hefur það komið henni upp á hærra plan í bransanum. Rætt verður við Slim Poppins í þættinum í dag um tónlistina hennar og hvernig það hefur verið að fá stuðning frá þvílíku stórstirni. Og Áslaug Torfadóttir fjallar um bresku sjónvarpsþættina Fleabag sem eru að hennar mati skylduáhorf fyrir alla sjónvarpsaðdáendur, enda einhverjir bestu og ferskustu þættir sem sést hafa lengi.
4/15/201955 minutes
Episode Artwork

Svarthol, Póst-dreifing, ljósmyndir

Vísindamönnum hefur í fyrsta skipti í sögunni tekist að ná ljósmynd af svartholi. Verkefnið er afrakstur áratuga vinnu við að tengja saman sjónauka víðsvegar um jörðina. Ljósmyndin var birt opinberlega á vefsíðu ESO, Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, í gær, og þykir sæta tíðindum. Rætt verður við Helga Frey Rúnarsson eðlisfræðing um þessi tímamót og svarthol í víðu samhengi í Lestinni í dag. ,,Ljósmyndir Sonju eru blátt áfram og jafnvel örlítið hversdagslegar en hafa þó yfir sér einhverja óvænta dulúð,'' segir listheimspekingurinn Jón Proppé um verk Sonju Margrétar Ólafsdóttur en hún opnar sýningu í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavikur í dag. Listakonan tekur sér far með Lestinni í dag, segir nánar frá verkum sínum. Og hljómsveitin Bagdad Brothers hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu fyrir slípað og draumkennt indírokk sitt og hefur áður komið við sögu í Lestinni. Færri vita hins vegar að þeir eru hluti af tónlistarbandalaginu póst-dreifingu sem inniheldur margar hljómsveitir og einyrkja sem deila ákveðinni hugmyndafræði, þó hljómurinn sé margbreytilegur. Á dögunum komu til að mynda út stórgóðar skífur á vegum póst-dreifingar með sveitunum Gróu og Skoffíni. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í nýleg verks hópsins í Lestinni í dag.
4/11/201955 minutes
Episode Artwork

Girl, Wikithons, prentlist, fjölmiðlar

Samtökin '78 efna til Wikithons annað kvöld en skipuleggjendur kvöldsins segja að nánast engar Wikipedia-síður finnist um hinsegintengd málefni á Íslandi. Í Lestinni í dag verður fjallað nánar um viðburðinn sem og fyrirbærið Wikithons að gefnu tilefni. Í gær var opnuð í Þjóðarbókhlöðunni sýningin Sjónarfur en hún er helguð prentlistamanninum Sigmundi Guðmundssyni sem var talinn listfengsti og smekkvísasti prentari landsins undir lok 19. aldar, og átti mikinn þátt í þeim endurbótum sem urðu á prentiðn hér á landi fyrir aldamótin 1900. Á sýningunni má sjá sýnishorn af prentlist Sigmundar sem Unnar Örn myndlistarmaður og Guðmundur Oddur Magnússon rannsóknaprófessor við Listaháskóla Íslands hafa tekið saman. Guðmundur Oddur verður gestur Lestarinnar í dag. Marta Sigríður Pétursdóttir fjallar í dag um belgísku kvikmyndina Girl sem er frumraun leikstjórans Lukasar Dhont. Myndin byggir á sannri sögu og fjallar um unglingsstúlkuna Láru sem er hæfileikaríkur ballettdansari en einnig trans. Myndin, sem var frumsýnd á Cannes í fyrra, hefur hlotið marga lofsamlega dóma en þó sætt harðri gagnrýni frá transfólki. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli sínum í dag um siðferðilega ábyrgð blaðamanna og fjölmiðla.
4/10/201955 minutes
Episode Artwork

Traust, fréttir, The Shaggs, höfuð í Lissabon

Í Lestinni í dag er meðal annars fjallað um fyrirsagnir og fréttir, þá sýn á heiminn sem fyrirsagnir dagblaðanna birta okkur á hverjum degi. Í pistli sínum í dag heldur Tómas Ævar Ólafsson áfram ferðalagi sínu um Portúgal og heimsækir Santa Maríu sjúkrahúsið í Lissabon í leit að varðveittu höfði raðmorðingja. En svo vill til að höfuðið er ekki eini varðveitti líkamsparturinn á þessu sjúkrahúsi. Pólski rithöfundurinn og aðgerðarsinninn Olga Tokarczuk verður samferða, höfundur skáldsögunnar Flights, en fyrir það verk hlaut Olga Man Booker verðlaunin í fyrra. Bandaríska költ-hljómsveitin The Shaggs kemur við sögu í þættinum. Og Halldór Armand Ásgeirsson flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar í dag um rómverskan konsúl sem eyðilagði sitt eigið hús og hvað það segir okkur um traust til Alþingis.
4/9/201951 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Cobain, The Order, heimsendajazz, Weyes Blood

Í dag, 8. apríl, eru nákvæmlega 25 ár liðin síðan bandaríski tónlistarmaðurinn Kurt Cobain fannst látinn á heimili sínu í Seattle. Cobain var aðeins 27 ára gamall, en hafði sigrað heiminn ásamt hljómsveitinni Nirvana, sem gaf árið 1991 út eina áhrifamestu hljómplötu rokksögunnar, Nevermind. Cobain varð að talsmanni og tákni heillar kynslóðar, spurt verður í Lestinni í dag: Hvers vegna? Gestir þáttarins verða Ásdís Egilsdóttir bókmenntafræðingur og Þorsteinn Hreggviðsson dagskrárgerðarmaður á Rás 2. Þann 15. mars síðastliðinn gaf hljómsveitin breska hljómsveitin The Comet is Coming út plötuna Trust in the Lifeforce of the Deep Mystery. Platan er í samtali við loftslagsbreytingar, jazz-hefðina, óreiðuna og sjálfan Guð. Tómas Ævar Ólafsson leggur við hlustir og veltir fyrir sér skilaboðum plötunnar. Og ný tónlist kemur nánar við sögu hjá okkur í Lestinni í dag, við fáum tóndæmi af plötunni Titanic Rising, fjórðu hljómplötu Weyes Blood, öðru nafni Natalie Mering, platan kom út á föstudag, og hefur hlotið góða dóma, platan sögð sú metnaðarfyllsta á ferli hingað til. Heyrum brot í þættinum í dag. Áslaug Torfadóttir fjallar síðan í dag um sjónvarpsþættina The Order sem eru skemmtilegt innlegg í bandarísku háskóla/galdraþáttaflóruna sem er merkilega gróskumikil um þessar mundir.
4/8/201955 minutes
Episode Artwork

Billie Eilish, nekt, Stewart Copeland

Það er mikið fjallað um eina ákveðna unga tónlistarkonu þessar vikurnar. Hún heitir Billie Eilish og er aðeins sautján ára gömul. Fyrsta breiðskífa hennar, WHEN WE ALL FALL ASLEEP, WHERE DO WE GO?, kom út síðasta föstudag og rauk samdægurs á toppinn á 96 markaðssvæðum Apple Music. Í þættinum í dag verður fjallað ítarlega um þessa ungu poppstjörnu. Heimildarmenn verða Lovísa Rut Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur og útvarpskona hjá RÚV Núll, og Matthías Már Magnússon, tónlistarstjóri Rásar 2. Einnig verður í Lestinni í dag fjallað að gefnu tilefni um nekt í listum, viðhorf til nektar, hvernig þau breytast frá einum tíma til annars, og rætt við Ólaf Gíslason listfræðing. Og trommuleikarinn Stewart Copeland úr hljómsveitinni The Police kemur við sögu í Lestinni í dag, að gefnu tilefni.
4/4/201955 minutes
Episode Artwork

Hamur, Todos lo saben, kvenfyrirlitning

Hamur er heitið á fimmtu einkasýningu listakonunnar Hildar Ásu Henrýsdóttur. Sýningin var opnuð um helgina í Listasal Mosfellsbæjar, en hún er uppgjör listakonunnar við feðraveldið og tilraun til þess að endurheimta og endurskapa viðteknar hugmyndir okkar um kvenlíkamann. Hildur Ása verður gestur Lestarinnar í dag. Marta Sigríður Pétursdóttir fjallar um kvikmyndina Todos lo saben eða Everybody knows (Allir vita), nýjustu kvikmynd hins margverðlaunaða íranska leikstjóra Asghar Farhadi. Spænsku stórstjörnurnar Javier Bardem og Penélope Cruz fara með aðalhlutverk í þessum sálfræðitrylli sem fjallar um mannrán og djúpt grafin leyndarmál í spænskum smábæ. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli sínum í dag um kvenfyrirlitningu.
4/3/201955 minutes
Episode Artwork

Loftslagsmál, Vienna, verðleikasamfélagið, Lissabon

Húsið brennur en við höldum bara áfram að slá blettinn. Umræðan um loftslagsbreytingar hefur varla breyst í gegnum árin en hún er flókin og full af örvæntingu og kvíða. En það glittir í sólstafi við sjóndeildarhringinn. “Veröld sem var,“ skrifaði Stefan Zweig. “Veröld sem verður,“ segir sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg. Lína langsokkur holdi klædd, tilbúin til þess að taka í lurginn á fullorðna fólkinu sem er bara forpokað og þykist gera eitthvað en situr í raun aðgerðarlaust. Í Lestinni í dag verður fjallað um nýja dögun loftslagsaðgerða og rætt við Hildi Knútsdóttur, rithöfund, einnig verður spurt hvort breyttir tímar komi með skrópandi krökkum og hvort þetta sé mögulega allt of seint? Í pistli sínum í dag skoðar Tómas Ævar Ólafsson Lissabon-borg, alræmt glæpagengi, höfuðlagsfræði og bókina Flights eftir pólska rithöfundinn og aðgerðarsinnann Olgu Tokarczuk, en hún hlaut hin Alþjóðlegu Man Booker verðlaun árið 2018. Lestin fer einnig tæp fjörutíu ár aftur í tímann og nemur staðar í Vínarborg, við sögu í þættinum í dag kemur frægt lag sem hafði mikil áhrif og kennt er við þá borg. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar í dag um hugmyndina um verðleikasamfélagið.
4/2/201952 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Kristín Anna, falsanir, Stefán Hörður, The OA

Kristín Anna Valtýsdóttir gefur út hljómplötuna I Must Be the Devil á föstudag, 5. apríl, en platan kemur út hjá Bel-Air Glamour Records útgáfunni - Ragnari Kjartanssyni og Ingibjörgu Sigurjónsdóttur - í samstarfi við The Vinyl Factory. Á plötunni má heyra tónlist sem samin var fyrir píanó og rödd á árunum 2005-2017, en Kristín Anna vann plötuna í samstarfi við tónskáldið Kjartan Sveinsson. Í tilefni af útgáfunni gefur hún út myndband við lagið Forever Love sem leikstýrt er af Ragnari Kjartanssyni og Allan Sigurðssyni, útgáfutónleikar verða síðan í Dómkirkjunni á fimmtudag. Kristína Anna verður gestur Lestarinnar hér rétt á eftir.Við ætlum að ræða um plötuna og minnast kannski aðeins á mynd sem prýðir plötualbúmið og hefur nú þegar vakið nokkra athygli. Eftirlíkingar, falsanir, svik og prettir. Falsanir geta haft margvíslegan tilgang, en tilgangur þeirra beinist þó alltaf í einhverjum skilningi að verðgildi hlutar eða persónu. Málverkafölsun er tilraun til að auka verðgildi málverks: Málverk er einskis virði, sama hve gott það er, ef það er ekki eftir neinn. Kjarvalsverk er dýrt, sama hversu misheppnað það er. Falsarinn, að minnsta kosti ef fölsun hans er vísvituð, hefur einhverja mótaða hugmynd um verðgildi hennar og þessa hugmynd byggir hann á hinu almennt viðtekna. Á Netflix er að finna heimildarmyndina Súru berin // Sour Grapes sem segir frá vínfalsara í Búrgúndí héraðinu í Frakklandi sem hafði af fólki stórfé með því að falsa verðmæti vína. Við veltum fyrir okkur fölsunum og markaðsbraski í Lestinni í dag, 1. apríl, spyrjum hvernig falsar maður vín og hvers vegna við fölsum yfir höfuð. Í gær, 31. mars, voru hundrað ár liðin frá fæðingu Stefáns Harðar Grímssonar, sem var í hópi merkustu ljóðskálda þjóðarinnar á síðustu öld. Stefán vakti fyrst athygli með bókinni Svartálfadansi, sem kom út árið 1951, og var hann fyrstur skálda til að hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin, þegar þau voru afhent í fyrsta sinn árið 1990, verðlaunin hlaut Stefán fyrir síðustu bók sína, Yfir heiðan morgun. Stefáns verður minnst í Lestinni í dag, gestir þáttarins verða skáldin Sigurbjörg Þrastardóttir og Anton Helgi Jónsson. Og The OA eru sannarlega einhverjir frumlegustu þættir sem Netflix hefur framleitt. Þó að ímyndunaraflið eigi það stundum til að hlaupa með höfundana í gönur þá er aldrei leiðinlegt að horfa á þá. Áslaug Torfadóttir fjallar um þættina í Lestinni í dag.
4/1/201953 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Ozu, fatahönnun, strompur, Walker

Í Lestinni í dag er meðal annars fjallað um japanska kvikmyndaleikstjórann Yasujiro Ozu en í dag hefjast kvikmyndadagar í Bíóparadís þar sem fjórar myndir hans verða sýndar. Ozu er álitinn einn af merkustu leikstjórum kvikmyndasögunnar. Þekktasta kvikmynd hans, Tokyo Story, frá árinu 1953, er gjarnan valin ein af bestu kvikmyndum allra tíma. Gestir Lestarinnar í dag verða Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri hjá BíóParadís. HönnunarMars er haldinn í ellefta sinn næstu daga. Hátíðin verður formlega sett í dag klukkan 17:15 og stendur fram á sunnudag. Rætt verður í Lestinni í dag við fatahönnuðinn Helgu Láru Halldórsdóttur sem sýnir í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld. Verk hennar, Cornered Compsitions, er afrakstur rannsóknar hennar á hversdagslegum vandræðaleika, þar sem sambandi líkama, fatnaðar og rýmis er breytt í skúlptúra sem hægt er að klæðast. Lestin nemur staðar í Ráðhúsi Reykjavíkur og fræðist nánar um sýningu Helgu Láru. Í þættinum á þriðjudag var fjallað um bresk/bandaríska tónlistarmanninn Scott Walker, sem andaðist á föstudag, sjötíu og sex ára gamall. Áfram verður fjallað um þennan merka listamann í þætti dagsins, dánarorsök er enn ókunn, og það er kannski viðeigandi þegar í hlut á tónlistarmaður sem sagði skilið við poppstjörnufrægðina í upphafi ferils síns og dró sig lengra og lengra inn í skel framúrstefnunnar og þoku einsetumannsins eftir því sem leið á lífshlaupið, og gaf fáum færi á sér. Davíð Roach Gunnarsson talar um Scott Walker í Lestinni í dag. Og það fellur strompur í þættinum í dag, síðastliðinn föstudag ríkti mikil sprengjugleði á Akranesi og bærinn fylgdist með einu helsta einkennismerki sínu, strompi Sementsverksmiðjunnar, falla til jarðar. Í pistli sínum í dag fjallar Tómas Ævar Ólafsson um þá einkennilegu sorg sem fylgdi þessum viðburði.
3/28/201955 minutes
Episode Artwork

3/27/201955 minutes
Episode Artwork

Scott Walker, gull, óæskileg list

Bresk / bandaríski tónlistarmaðurinn Scott Walker andaðist á föstudag, 76 ára gamall. Walker átti að baki stórbrotinn feril og var einhver merkasti og frumlegasti lagahöfundur síðustu aldar. Breska ríkisútvarpið BBC lýsti honum í gær sem einhverjum dularfyllsta og áhrifamesta tónlistarmanni rokksögunnar. Víst er að ferill hans var einstakur, og þróaðist í mjög athyglisverðar áttir. Gestir Lestarinnar í dag verða tónlistarmennirnir Borgar Magnason og Sigurður Guðmundsson. Við ætlum að tala um þennan mikla meistara, Scott Walker í Lestinni í dag, og segja takk fyrir okkur. Ekki er allt gull sem glóir segir málshátturinn og það er hverju orði sannara. Í gulliðnaðinum í Afríku er víða pottur brotinn, þeir sem grafa það upp starfa oft við ömurlegar aðstæður fyrir lítil sem engin laun og í sumum námum starfa jafnvel ung börn. Gull fengið úr slíkum aðstæðum er auðvitað engu betra en glópagull - fegurðinnar er ekki hægt að njóta ef hugsað er til ósanngirninnar sem að baki býr, braskarar ofar í keðjunni maka krókinn á meðan að gullgrafarnir sitja eftir slippir, snauðir og heilsuveilir. Þess vegna hafa sumir framleiðendur snúið sér að sanngirnisvottuðu gulli. Þeirra á meðal er skartgripahönnuðurinn Maria Ericsson sem kynnir fyrstu línu sína á Hönnunarmars í vikunni en hún segir línuna vera þá fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Lestin leggst í námagröft og ræðir við Maríu í þætti dagsins. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar í dag um tvöþúsund ára gamlar rökræður um að banna óæskilega list. Mál sem nokkuð hefur verið rætt að undanförnu, eins og menn þekkja.
3/26/201955 minutes
Episode Artwork

Fatahönnun, Jón Sigurðsson, Sóley, Catastrophe

Í litlu húsi við Skólavörðustíg er setið og saumað eins og lífið eigi að leysa. Með reglulegu millibili streyma inn litlar mýs í formi fyrirsætna, og máta vor- og sumarlínu fatahönnuðarins Hildar Yeoman fyrir árið 2019. „My witness is the empty sky" - „Auður himinninn er vitni mitt," er yfirskrift línunnar sem ber titilinn The Wanderer eða flækingurinn og verður kynnt í Hafnarhúsinu á föstudag. Lestin kemur við í stúdíóinu í dag og skoða undirbúning tískusýningarinnar; undirbúning ferðalags um auðnir og svartar strendur. Í þættinum verður einnig hugað að mótmælum á Austurvelli í fortíð og samtíð og spurt hvort og þá hvernig mótmælendur virkja arfleifð Jóns Sigurðssonar til að vekja athygli á málstað sínum. Það er hefð fyrir því að mótmæla á Austurvelli, og alltaf skal Jón vera á staðnum, standmynd sem steypt er í eir, grafkyrr, og þögull, og stundum er engu líkara en að þessi táknmynd verði með einhverjum hætti þátttakandi í því sem fram fer á vellinum. Við ræðum við sagnfræðingana Guðmund Hálfdanarson og Pál Björnsson, í þættinum í dag, en báðir þekkja þeir vel til þess hvernig sambandinu milli Jóns Sigurðssonar við þjóðina hefur verið háttað í áranna rás, og hvernig það er nú. Við tölum um virkni Jóns Sigurðssonar í Lestinni í dag. Áslaug Torfadóttir fjallar í þætti dagsins um bresku sjónvarpsþættina Catastrophe. Þættirnir kasta rósrauðu gleraugunum út í hafsauga, segir Áslaug, og skoða lífið, hjónabandið og barnauppeldi í öllum sínum vandræðalega og fyndna fáránleika. Kvikmyndin Sóley eftir listakonuna Rósku og Manrico Pavolettoni, verður sýnd í Iðnó í kvöld. Þetta er einskonar huldumynd, sem frumsýnd var árið 1982, gerist á átjándu öld og fjallar um bónda sem heldur út í óbyggðirnar til að leita að hestum, og kemst þar í tæri við álfkonuna Sóley. Þetta er mynd um draum og þetta er mynd um veruleika, þjóðsagan skammt undan, og jafnvel töfraraunsæið. Þorbjörg Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona stendur að sýningu myndarinnar í kvöld, ásamt Lee Lorenzo Lynch, Þorbjörg verður gestur Lestarinnar í dag.
3/25/201955 minutes
Episode Artwork

Berklar, kirkjutónlist, besta lag ársins - hingað til!

Á laugardag verður haldið málþing á vegum Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar þar sem fjallað verður um berkla og menningu, sögu berkla og berklahæla á Íslandi og áhrif berkla á menningarsöguna, sem voru með margvíslegum hætti. Tilefni þingsins er að á þessu ári verða hundrað ár liðin frá andláti skáldsins Jóhanns Sigurjónssonar skálds, en hann andaðist úr berklum í Kaupmannahöfn þann 31. ágúst árið 1919. Berklar höfðu gífurleg áhrif á íslenskt samfélag á síðustu öld. Þeir lögðu að velli fjölmargt ungt fólk og sú fjölskylda var vandfundin sem ekki átti um sárt að binda vegna þessa sjúkdóms. Á málþinginu, sem fram fer í Þjóðminjasafninu á laugardag, og haldið er í samvinnu við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, verður þessari flóknu sögu gerð skil og varpað ljósi á þau gífurlegu áhrif sem berklarnir höfðu á mannlíf og menningu. Á meðal frummælenda á málþinginu er Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor í íslenskum bókmenntum síðari alda, en hann flytur erindi sem nefnist ,,Berklar og deyjandi skáld," Sveinn verður gestur þáttarins í dag. Dagur kirkjutónlistar verður haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn hér á landi á laugardaginn í Hjallakirkju. Áhugafólki um trúartónlist stendur þá til boða að kynna sér nótnaútgáfu Skálholtsútgáfunnar, hlýða á söng nýrra sálma og áhugaverða fyrirlestra um efnið. Að gefnu tilefni verður hugað að kirkjutónlist í þætti dagsins. Spurt verður: Hvað er kirkjutónlist og hvernig hefur hún þróast í gegnum aldirnar? Raf-, hiphop- og rapptónlist samtímans hafa á sér einhver merki sem rekja má til trúartónlistar - rýnt verður nánar í þau áhrif með Kristjáni Hrannari, organista. Og haldið ykkur fast, besta lag ársins fram að þessu er fundið, það er mannlegt, og samið af fjarkanum sjálfum, breska raftónlistarmanninum Four Tet. Only Human er snaggaraleg teknóveisla með latínsku ívafi þar sem krókurinn er súpa af raddsnifsum sem eru fengin að láni frá Nelly Furtado ársins 2006. Davíð Roach Gunnarsson segir hlustendum undan og ofan af mögulega besta lagi ársins fram að þessu.
3/21/201955 minutes
Episode Artwork

Svikaskáld, Renée Vivien, Capernaum

Í tilefni af alþjóðlegum degi ljóðsins á morgun, fimmtudaginn 21. mars, efna Svikaskáld til ljóðastundar þar sem verður ort, lesið, ruplað og rænt, í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Svikaskáldin bjóða til ljóðaviðburðar sem fram fer á Slippbarnum annað kvöld, þar sem þátttakendur yrkja saman að hætti Svikaskálda. Kvöldið byrjar með stuttum ljóðalestri, úr ljóðum þekktra skálda frá öllum heimshornum. Síðan er skrifað í 10 mínútur og þátttakendur eru loks hvattir til að stela línum og/eða hugmyndum úr því sem lesið var á undan. Tvö svikaskáld taka sér far með Lestinni í dag, þær Sunna Dís Másdóttir og Þóra Hjörleifsdóttir. Fleiri skáldkonur koma við sögu í Lestinni í dag, þeirra á meðal skáldið Renée Vivien, og Karl Ólafur Hallbjörnsson ræðir í þættinum í dag við heimspekinginn Finn Ulf Dellsén, dósent við Háskóla Íslands, sem hlaut hin virtu norrænu Nils Klim fræðaverðlaun á dögunum. Verðlaunin hlýtur Finnur fyrir rannsóknir sínar á þekkingarfræði og vísindaheimspeki, en hann er fyrstur Íslendinga til að hljóta verðlaunin sem eru veitt árlega norrænum fræðimanni yngri en 35 ára. Og Marta Sigríður Pétursdóttir fjallar í dag um tvær kvikmyndir, Capernaum eftir líbanska kvikmyndaleikstjórann Nadine Labaki sem fjallar um 12 ára dreng sem lögsækir foreldra sína fyrir vanrækslu. Myndin hefur slegið í gegn á kvikmyndahátíðum út um allan heim, en aðalhlutverk myndarinnar er í höndum hins unga leikara, Zain Al Rafeea, sem var sjálfur flóttamaður frá Sýrlandi í Líbanon. Marta fjallar einnig um kvikmyndina Taka 5 sem er ný íslensk gamanmynd eftir Magnús Jónsson.
3/20/201955 minutes
Episode Artwork

7. boðorðið, Dick Dale, vofufræði, Stendhal-heilkenni

Þú skalt ekki drýgja hór. Svo segir 7. boðorðið en hvað þýðir það? Í predikun sinni á sunnudag ræddi séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir hvernig þetta boðorð hefur verið misnotað í gegnum aldirnar, til að kúga konur og gera kynlíf að tabú. Ákveðið nýjabrum er yfir slíkum lestri á Biblíunni, í það minnsta fyrir þau okkar sem sjaldan sjást á kirkjubekk, en hann rímar vel við tíðarandann. Í Lestinni í dag verður rætt um Biblíuna á breyttum tímum og mikilvægi nýrra sjónarhorna þegar kemur að nýliðun í kirkjunni í tengslum við fermingar. Bandaríski gítarleikarinn Dick Dale andaðist á laugardag, áttatíuogeins árs að aldri. Dale var löngum kallaður konungur brimbrettarokksins, og hafði mikil áhrif sem slíkur. Ferill hans spannaði sextíu ár og gítarleikur hans hafði áhrif á fjölmarga gítarleikara í hinum ýmsu greinum tónlistarinnar. Gestur Lestarinnar verður listamaðurinn Curver Thoroddsen sem þekkir vel til Dicks Dale og brimbrettarokksins. Og í pistli sínum í dag fjallar Tómas Ævar Ólafsson um ferð sína á afar sérstakan pítsustað sem staðsettur er í fjallaþorpinu Caiazzo á Ítalíu og er af mörgum talinn vera besti pítsustaður í heimi.
3/19/201955 minutes
Episode Artwork

Virkir í athugasemdum, Flugur, The Passage

Þegar upp koma ritdeilur manna og trölla á milli í athugasemdakerfum netmiðla er því jafnan varpað fram að "kommentakerfin logi". Úr slíkum logum getur oft orðið mikið bál og á síðustu misserum hafa stjórnendur téðra netmiðla stundum tekið upp á því að slökkva eldana áður - og stundum eftir - að illa fer með því að loka fyrir athugasemdir á ákveðnar fréttir. Það gerðist til að mynda á á föstudag, þegar nokkrir lesendur fóru jákvæðum orðum um hryðjuverkaárás hægri öfgamanns á mosku í Christchurch, Nýja Sjálandi, við fréttir á vef Vísis. Hvers vegna að vera með kommentakerfi þegar virkir í athugasemdum eru þekktastir fyrir gegndarlausan rasisma, hómófóbíu og fordóma þar fram eftir götunum? Bera fréttamiðlar ábyrgð á orðum lesenda sinna? Þarf samfélagið að vera meðvitað um sjónarmið fólks á jaðrinum eða á að slökkva á tröllunum? Tinni Sveinsson, vefþróunarstjóri Vísis og Lára Ómarsdóttir, fréttamaður Ríkissjónvarpsins, stíga um borð í Lestina og ræða málið. Árið 1922 gaf Jón Thoroddsen út fyrstu íslensku bókina sem eingöngu hafði að geyma prósaljóð. Bókin nefnist Flugur og skipar sérstakan sess í íslenskri bókmenntasögu. Höfundurinn andaðist í Kaupmannahöfn tveimur árum eftir útkomu bókarinnar, aðeins tuttugu og sex ára gamall, en við hann voru bundnar miklar vonir, bæði á sviði skáldskapar og stjórnmála. Nú er útlit fyrir að Flugurnar séu á leið út fyrir landsteinana, tæpum hundrað árum eftir að Jón Thoroddsen sleppti þeim lausum í bók sinni. Rithöfundarnir Guðmundur Andri Thorsson og Ármann Jakobsson rifja upp þetta heillandi verk í Lestinni í dag. Hugtakið hauntology eða vofufræði er stundum notað til að greina stöðu vestrænnar menningar í dag. Vofufræðin lýsir söknuði eftir framtíð sem kom aldrei, þökk sé nýfrjálshyggjunni og síðkapítalismanum. Við erum sem sagt stödd í menningarlegri blindgötu, þar sem aldrei er hægt að búa til neitt alveg nýtt. Þórður Ingi Jónsson fjallar í dag um þetta flókna hugtak út frá tónlist og poppmenningu samtímans. Og bandaríska sjónvarpsþáttaröðin The Passage er miðlungsgóð aðlögun á fantagóðum bókum en standa eigi að síður ágætlega fyrir sínu sem ferskt innlegg í vampíruþáttaflóruna. Áslaug Torfadóttir fjallar um þættina í Lestinni í dag.
3/18/201955 minutes
Episode Artwork

Solange Knowles, Jackson, vorið

Fortíðarþrá, æskuslóðir, innra tillfinningalíf og það að vera til hér og nú. Svo hljóða meginþemu nýjustu breiðskífu Solange Knowles - When I Get Home, Þegar ég kem heim. Platan er ekki jafn pólitísk og sú síðasta en hún talar inn í okkar samtíma, og til fólks á annan máta í þetta sinn. Lestin rýnir í plötuna í þætti dagsins með hjálp kenninga franska heimspekingsins Anne Dufourmantelle. Er konungur poppsins alfallinn eða mun hann rísa upp eins uppvakningarnir í Thriller-myndbandinu? Hvernig eiga árshátíðir Tryggingamiðstöðvarinnar eftir að virka án þess að Bogga í bókhaldinu öskursyngi með Billie Jean? Er hægt að innkalla fegurð sem hefur verið sleppt út í heiminn vegna misgjörða skapara hennar? Davíð Roach Gunnarsson ræðir um listir og hreinsunarelda í Lestinni í dag. Og spurt verður hvort það séu aðeins þrjár árstíðir á Íslandi, í þættinum verður fjallað um vorið.
3/14/201955 minutes
Episode Artwork

Istan, Los Angeles, The Wife

Pálmi Freyr Hauksson, sviðshöfundur og spunaleikari, flytur verk sitt Istan í Tjarnabíói um helgina. Verkið fjallar um Istam, lítinn bæ á Bretlandseyjum. Pálmi verður gestur Lestarinnar í dag og segir frá. Marta Sigríður Pétursdóttir fjallar um tvær kvikmyndir í þættinum í dag. The Wife eftir sænska leikstjórann Björn Runge, drama sem fjallar um rithöfund sem vinnur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum og eiginkonu hans sem leikin er af Glenn Close. Og Óskarsverðlaunamyndina Free Solo, heimildarmynd sem fjallar um ofurhugann Alex Honnold sem kleif fyrstur manna klettavegginn El Capitan í Yosemite-þjóðagarðinum í Kaliforníu, án öryggisbúnaðar. Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli dagsins um líkamlega hugsun og lýðræði, og rætt verður við Þorbjörgu Jónsdóttur kvikmyndaleikstjóra um kvikmyndina Communion Los Angeles sem kvikmyndaklúbburinn Í myrkri sýnir í Kling og Bang við Grandagarð á morgun, en myndin fjallar hraðbraut 110 í Los Angeles, sem er elsta hraðbrautin í Kaliforníu. Brautin liggur frá San Gabríel-fjallgarðinum að Kyrrahafinu, og fer í gegnum hin ýmsu hverfi þar sem fólk af ólíkum stéttum býr og starfar.
3/13/201955 minutes
Episode Artwork

Anna Kristín Newton, alþjóðavæðing, lúserar, fasta

Ásakanirnar komu fyrst fram á níunda áratugnum en við vildum ekki heyra þær. Hummuðum þær fram af okkur. Núna, stíga tveir menn - James Safechuck og Wade robson - fram í heimildarmyndinni Leaving Neverland og segja okkur frá því hvernig Michael Jackson braut ítrekað gegn þeim kynferðislega þegar þeir voru börn. Sum okkar vilja enn ekki hlusta. Fjölmenn mótmæli hafa farið fram vegna myndarinnar, margir aðdáendur Jackson eru reiðir og sárir út í Safechuck og Robson. Þeir eru enda, í augum mótmælenda, að reyna að sverta mannorð sem þeir elska, manneskju sem hefur gefið heiminum svo margt fallegt að hann getur ekki hafa gert neitt svona ljótt. Anna Kristín Newton, sálfræðingur, hefur í starfi sínu unnið með bæði þolendum, gerendum og ástvinum gerenda. Í Lestinni í dag ræðir hún um það þegar hugmyndir okkar um ástvin stangast á við raunveruleikann, skrímslavæðingu og hvaða áhrif hún hefur á upplifanir af kynferðisofbeldi. Í pistli sínum í dag skoðar Tómas Ævar Ólafsson hugtakið flökkusjálf sem lýsir ákveðnum veruhætti eða lífsstíl sem einkennist og mótast af millibilsástandi, það er háþróaður kapítalismi sem laðar fram þetta fyrirbæri þó að nafn þess sé dregið af gamalkunnum hirðingjum. Rætt verður við Svan Kristjánsson stjórnmálafræðing að gefnu tilefni um alþjóðahyggju, kosti hennar og galla, og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur að venju pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar um sjónvarpsþætti sem fjalla um lúsera, Samtök atvinnulífsins, föstuna og krossfestinguna.
3/12/201955 minutes
Episode Artwork

Verkalýðsbaráttan og orðræðan, Vísindavefurinn, I'm sorry

Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að menn standa þessa dagana í kjaraviðræðum, verkföll hafa verið boðuð, og raunar hafin nú þegar, og samninganefndir sitja sveittar á fundum frá morgni til kvölds, alla daga vikunnar. Það hefur líka varla farið framhjá þeim sem fylgjast með fréttum að orðræðan í verkalýðsbaráttunni hefur breyst. Menn nota nú orð og hugtök sem þóttu sjálfsögð fyrir einhverjum áratugum, en fóru síðan einhverra hluta vegna úr tísku. Nú nota forkólfar verkalýðshreyfingarinnar orð á borð við stéttabaráttu, auðvald, sósíalismi, stéttavitund og þar fram eftir götunum. Í Lestinni í dag verður rýnt í þessa orðræðu, spurt hvers vegna hún vaknar úr dvala nákvæmlega nú, og hverju hún getur mögulega skilað. Gestir þáttarins verða Friðjón R. Friðjónsson framkvæmdastjóri og Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur og höfundur Sögu Alþýðusambands Íslands. Fimm mislingatilfelli hafa verið staðfest á landinu á síðustu vikum og eðli málsins samkvæmt eru margir áhyggjufullir. Um 2.000 einstaklingar fengu bólusetningu gegn mislingum um helgina á heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins en heilbrigðisstofnanir eru þó ekki þær einu sem finna fyrir auknum ágangi þegar smitsjúkdómar koma upp - síðustu daga hefur grein frá árinu 2005 trónað á toppi listans yfir mest lesnu svör vísindavefsins, en greinin sú svarar spurningunni ,,Hvað eru mislingar?" Mislingarnir eru þó ekki eini sjúkdómurinn sem notendur vísindavefsins hafa áhyggjur af; svör um ristil, millirifjagigt og lungnabólgu fylgja í humátt á eftir en svör um blóðþrýsting, berkjubólgu og gyllinæð komast einnig á topp tíu lista dagsins. Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri Vísindavefsins, ræðir hlutverk hans í íslensku samfélagi á tímum þar sem sjúkdómseinkennum er gjarnan slegið upp í leitarvél áður en leitað er til læknis. Og Áslaug Torfadóttir fjallar um bandarísku sjónvarpsþættina I'm Sorry.
3/11/201955 minutes
Episode Artwork

Keith Flint, tímatalsfræði, tævanskir kvikmyndadagar

Vikan byrjað með hvarfi andlits heillar kynslóðar, Keith Flint úr ensku hljómsveitinni Prodigy var allur á mánudaginn. Hann var dansarinn með djöfullega andlitið, djókerinn með eiturgrænu bartana, pönkaði rapparinn með róttæka lífsstílinn, sá sem bar eld að heilli kynslóð. Davíð Roach Gunnarsson fer á hundavaði yfir feril The Prodigy og minnist Keith Flint í Lestarferð dagsins. Tímatalsfræði á sér langa sögu á Íslandi og handrit með tímatali, svonefndum páskatöflum, eru varðveitt allt frá þjóðveldisöld. Í Lestinni í dag verður rýnt í sögu almanaka með Davíði Ólafssyni, sagnfræðingi, og einnig spurt: er tími almanaka liðinn? Einnig verður hugað að tævönskum kvikmyndadögum sem hefjast í Bíóparadís á morgun og rætt við Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra.
3/7/201955 minutes
Episode Artwork

Michael Jackson, íslenska rappsenan, Burning og Star Trek

Heimildarmyndin Leaving Neverland eftir breska kvikmyndagerðarmanninn Dan Reed hefur vakið mikla athygli en í henni er fjallað um meint kynferðislegt ofbeldi bandaríska tónlistarmannsins Michaels Jackson gegn ungum drengjum. Myndin, sem var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í lok janúar, hefur vakið mikið umtal og neytt aðdáendur til að horfast í augu við arfleifð poppgoðsins. Í Lestinni verður þetta mál skoðað út frá ýmsum sjónarhornum, gestir þáttarins verða tónlistarkonan Berglind María Tómasdóttir, Jón Proppé listfræðingur og Davíð Kjartan Gestsson, ritstjóri Mennningarvefs RUV. Helga Þórey Jónsdóttir er ein þeirra fyrirlesara sem halda erindi á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands í ár. Í erindi sínu beinir hún sjónum að íslensku rappsenunni og fjallar um uppgjör og andóf í fagurfræði aldamótakynslóðarinnar. Hlustendur fræðast nánar um vangaveltur hennar í þætti dagsins. Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndarýnir fjallar um kvikmyndina Burning eftir Suður-kóreanska leikstjórann Lee Chang-dong sem byggð er á smásögu eftir japanska rithöfundinn Haruki Murakami. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli sínum í dag um Star Trek og vandamál mennskunnar.
3/6/201955 minutes
Episode Artwork

Hvers vegna eru allir að deyja? Högni Egilsson og svefnvenjur mikilmen

Þátturinn hefur kastað hinstu kveðju á marga mæta menn það sem af er ári, raunar virðast minningarorð af einhverju tagi nánast vikulegur viðburður hér á bæ. Á síðustu árum er einhvern veginn eins og frægir einstaklingar, listamenn og önnur átrúnaðargoð, hafi fallið í valinn með hærri tíðni en áður og því er ekki furða að einhverjir spyrji sig: ,,Hvers vegna eru allir að deyja?" Í Lestinni í dag verður leitað svara við þessari spurningu auk þess sem grafið verður í myrkustu afkima internetsins þar sem enn stærri spurning hefur hreiðrað um sig: ,,Hver deyr næst?" Sjávarútvegsráðherra hefur heimilað áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu næstu fimm árin, til ársins 2023. Eins og svo oft áður eru skiptar skoðanir um hvalveiðar við Íslands strendur, á meðal þeirra sem hafa blandað sér í umræðuna er Högni Egilsson tónlistarmaður sem skrifaði grein í Fréttablaðið í síðustu viku þar sem hann nefnir meðal annars að við höfum skýr merki og teikn á lofti um það að hvalveiðar skaði ímynd Íslands á alþjóðavettvangi. Högni verður gestur Lestarinnar í dag og ræðir um hvalveiðar og mögulega vitundarvakningu meðal listamanna þegar kemur að umhverfismálum í víðum skilningi. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar í dag um svefnvenjur mikilmenna.
3/5/201951 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Kind of Blue, True Detective, dömubjór

Í Lestinni í dag er meðal annars fjallað um hljómplötuna Kind of Blue með bandaríska trompetleikaranum Miles Davis. Platan er stundum sögð vera einhver albesta jazzplata allra tíma, talað er um að hún hafi breytt tónlistarsögunni, og engin jazzplata hefur selst betur en Kind of Blue. Nákvæmlega sextíu ár voru á laugardag liðin síðan Davis hóf ásamt félögum upptökur á plötunni í hljóðveri Columbia-útgáfufyrirtækisins í New York, upptökudagarnir urðu aðeins tveir, 2. mars og 22. apríl, hljómplatan kom síðan út þann 17. ágúst árið 1959, hlaut frábæra dóma og hafði mikil áhrif á tónlistarmenn úr ólíkum greinum. Í Lestinni í dag verður þessum tímamótum fagnað, gestir þáttarins verða þeir Jakob Frímann Magnússon og Vernharður Linnet. Á föstudaginn verður alþjóðlegur bruggdagur kvenna haldinn hátíðlegur en þá koma konur út um allan heim saman og brugga bjór. Íslensk bruggkvendi komu saman af þessu tilefni í fyrsta skipti í fyrra og varð þá til bjórinn Bríet, nefndur eftir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, en í ár mun nafn bjórsins hafa skírskotun til umhverfisverndar. Bjór er gjarnan tengdur við karlmenn og karlmennsku en hann á sér þó áhugaverða sögu meðal kvenna, eða öllu heldur norna. Þær Ragnheiður “Raxel“ Axel og Þórey Björk Hall­dórs­dótt­ir vita allt um það mál en þær standa á bakvið flökkubrugghúsið Lady Brewery. Og Áslaug Torfadóttir fjallar í dag um bandarísku sjónvarpsþættina True Detective eftir bandaríska rithöfundinn, handritshöfundinn og leikstjórann, Nic Pizzolatto.
3/4/201955 minutes
Episode Artwork

Beðið eftir Godot, Maria Callas, Agzilla, Allt er ómælið

Nikulás Stefán Nikulásson og Leikhópurinn X munu setja upp 12 tíma langa uppfærslu af leikritinu Beðið eftir Godot eftir írska skáldið Samuel Beckett í sýningarrýminu Open við Grandagarð í Reykjavík um helgina. Leikhópurinn Ert´ekki að grínast í mér er að hittast á fyrstu æfingu fyrir 12 tíma uppsetningu á Beðið eftir Godot. Hópurinn ætlar sér að notast við sjálflærða spunaaðferð til að vinna uppsetninguna og mun þessi fyrsta æfing vera tilraun til þess að renna í gegnum leikritið á 12 tímum, finna út hver á að leika hvern, rýna í leikritið og kryfja það til mergjar. Nikulás verður gestur Lestarinnar í dag. ,,Í mínum augum er söngur ekki mikilmennska heldur tilraun til að ná til himna þar sem ríkir fullkominn samhljómur," sagði óperusöngkonan Maria Callas. Í þættinum í dag verður sagt frá nýlegri heimildarmynd um grísku goðsögnina; Maria by Callas eftir ljósmyndarann Tom Volf. Tónlistarmaðurinn Agnar Gunnar Agnarsson sem kallar sig Agzilla er þungavigtarmaður í raftónlistarsenu Reykjavíkur en hann tók þátt í að skapa íslensku reiv-senuna snemma á tíunda áratugnum. Agzilla gaf nýlega út plötu hjá útgáfunni Metalheadz, sem lagði línurnar í danstónlist á sínum tíma. Þórður Ingi Jónsson ræðir við Agzilla í þættinum dag um gullöld raftónlistarinnar á Íslandi, reiv-tímabilið goðsagnakennda. Og á föstudaginn gáfu tónlistarmennirnir Tumi Árnason og Magnús Trygvason Eliassen út plötuna „Allt er ómælið.“ Tómas Ævar Ólafsson heimsækir þá félaga á hljómsveitaræfingu og spjallar við þá um verkið, en tvennir útgáfutónleikar eru fyrirhugaðir um helgina. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson.
2/28/201955 minutes
Episode Artwork

Mark Hollis, Green Book, tilvist, mannleiki og hið ómannlega

Lestin minnist í dag enska tónlistarmannsins Marks Hollis sem andaðist á mánudag, 64ra ára að aldri. Hollis var forsprakki hljómsveitarinnar Talk Talk sem naut mikilla vinsælda en ekki síður virðingar á níunda áratug síðustu aldar. Hljómsveitin var starfrækt í tíu ár og gaf á ferli sínum út fimm plötur, á þeim tíma þróaðist tónlistin frá aðgengilegu synta-poppi til tilraunakenndrar tónlistar þar sem saman komu áhrif úr ýmsum áttum, meðal annars frá jazztónlist og klassískri tónlist. Síðustu tvær plötur hljómsveitarinnar hafa löngum þótt marka upphaf tónlistarstefnu sem kennd er við post-rokk, plöturnar voru lítt til vinsælda fallnar á sínum tíma, en hafa í seinni tíð verið hafnar til skýjanna af tónlistaráhugafólki út um allan heim. Mark Hollis gaf út eina sólóplötu árið 1998, plötu sem margir hafa miklar mætur á, en yfirgaf síðan sviðsljósið. Í Lestinni í dag verður fjallað um feril Marks Hollis og hljómsveitarinnar Talk Talk, gestir þáttarins verða tónlistarmennirnir Borgar Magnason og Úlfur Eldjárn. Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndarýnir fjallar um kvikmyndina Green Book eftir bandaríska kvikmyndaleikstjórann Peter Farrelly, en myndin var valin besta mynd ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór um helgina. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli sínum í dag um tilvistina, mannleika og hið ómannlega. Umsjón: Eiríkur Guðmundsson.
2/27/201955 minutes
Episode Artwork

Elstu ljósmyndir Íslands, Studio Sol, Halldór Armand

Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að elstu ljósmyndum okkar Íslendinga, „ógeðslegu samfélagi“ innan gæsalappa, og hinu guðlega, hinu forna og hinu kvenlega. & again it descends to the earth, og aftur stígur það niður til jarðar, er yfirskrift sýningar listakonunnar Kathy Clark sem hefst í Stúdíó Sol um helgina. Í innsetningunni vinnur listakonan með hið forna, guðlega og kvenlega, allt í nýju sýningarrými Dariu Andrews sem jafnframt er heimili hennar. Lestin lítur við í Studio Sol í dag. Nú eru 180 ár frá því að Dagúerreótýpan var kynnt heiminum - með þeirri tækni breiddist ljósmyndin út meðal almennings og síðan þá hefur miðillinn hægt og rólega þróast yfir í það sem við þekkjum mætavel í dag - meðal annars þessa laufléttu myndavél í snjallsímum okkar. Í þætti dagsins verður hugað að því hvernig við lesum í og nálgumst ljósmyndir almennt. Við heimsækjum Ljósmyndasafn Íslands, stofnun sem hefur að geyma sex og hálfa milljón ljósmynda úr íslensku þjóðlífi, og má rekja elstu ljósmynd okkar Íslendinga til sirka 1850. Meira um það hér á eftir. Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur fjallar um hvort og þá hvers vegna Ísland er „ógeðslegt samfélag“? Umsjónarmenn: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Anna Marsibil Clausen.
2/26/201955 minutes
Episode Artwork

Að eigna sér baráttu annarra - Hatari í Eurovision, Óskarsverðlaunin,

Efni Lestarinnar í dag: Framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fer í Tel Aviv í Ísrael í maí, verður valið á laugardag. Óhætt er að segja að lag Hatara, Hatrið mun sigra, hafi vakið mesta athygli af þeim fimm lögum sem koma til greina. Sitt sýnist hverjum um lagið og atriðið, sem og það hvort yfir höfuð sé rétt að taka þátt í keppninni, í ljósi ítrekaðra mannréttindabrota Ísraelsstjórnar í samskiptum hennar við Palestínumenn. Á föstudag birtist í Stundinni grein eftir Nínu Hjálmarsdóttur, sviðslistakonu, listgagnrýnanda og framleiðanda, sem ber yfirskriftina: ,,Að eigna sér baráttu annarra - Hatari í Eurovision." Í greininni segist Nína meðal annars ekki efast um að meðlimir hljómsveitarinnar séu einlægir í stuðningi sínum við málstað Palestínu, en hún heldur því fram að með gjörningi sínum vinni þeir gegn málstaðnum, þeir eigni sér baráttu annarra. Og hún staðhæfir að mikill meirihluti Palestínumanna (rithöfundar, listamenn, menningarstofnanir meðtalin) líti svo á að það besta sem fólk og stofnanir frá öðrum þjóðum geti gert til að hjálpa, sé að sniðganga Ísrael, þar með talið menningarviðburði. Meðlimir Hatara hafa sagt að fráleitt sé að taka þátt í Söngvakeppni sem haldin er í ríki sem traðkar á mannréttindum, en úr því sem komið sé, verði Íslendingar að nýta dagskrárvald sitt til að vekja athygli á pólitísku inntaki keppninnar og framgöngu Ísraelsríkis. Í Lestinni í dag verður rætt við Þórunni Ólafsdóttur sem starfað hefur að mannúðarmálum í Palestínu og víðar, um ýmsar hliðar þessa flókna máls. Óskarsverðlaunin voru afhent Kaliforníu í nótt. Aldrei þessu vant var enginn kynnir á hátíðinni en að öðru leyti gekk lífið nokkurn veginn sinn vanagang; fötin voru fín, ræðurnar voru tilfinningaþrungnar og einhver datt af sviðinu. Lestin rennir í hápunkta Óskarsins með aðstoð Ingu Söru Guðmundsdóttur, Óskarssérfræðings Rúv Núll. Og ekkert lát virðist á vinsældum ofurhetja ýmiss konar en systkinin í The Umbrella Academy slá nýjan tón með því að setja fjölskylduerjur og systkinaríg í forgrunn í þessum skemmtilegu þáttum sem sýndir eru á Netflix. Áslaug Torfadóttir fjallar um The Umbrella Academy í Lestinni í dag. Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Eiríkur Guðmundsson.
2/25/201954 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Bauhaus, Roy Anderson, The Roots

Efni Lestarinnar í dag: Á þessu ári eru hundrað ár liðin frá því að hinn áhrifamikli skóli Bauhaus var stofnaður í Weimar í Þýskalandi. Þar var lögð áhersla á að sameina margar greinar, arkitektúr, hönnun og iðngreinar. Stofnandi skólans var þýski arkitektinn Walter Gropius og var hann starfræktur í þremur borgum á árunum 1919 til 1933, og hafði mikil víða um heim. Í Lestinni í dag verður fjallað um sögu, hugmyndafræði og áhrif Bauhaus, gestir þáttarins verða þau Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, og Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur. Norræn kvikmyndahátíð hefur göngu sína í Norræna húsinu í dag og stendur yfir til sunnudags. Þema hátíðarinnar í ár er húmorískur realismi og sænski kvikmyndaleikstjórinn Roy Anderson. Fjallað verður um Anderson í þætti dagsins og rætt við Arnbjörgu Mariu Danielsen, dagskrárstjóra Norræna hússins. Og á laugardaginn verða tuttugu ár liðin frá útgáfu plötunnar Things Fall Apart, allt sundrast - sem er krúnudjásnið í höfundarverki rappsveitarinnar The Roots - og Lestin fagnar því af lífs og sálar kröftum. Platan sækir titil sinn í bók nígeríska höfundarins Chinua Achebe og var tekin upp í Electric Lady-hljóðveri Jimi Hendrix, og stendur fyllilega undir sögulegu vigtinni sem því fylgir. Davíð Roach Gunnarsson fræðir hlustendur um Things Fall Apart og The Roots í Lestarferð dagsins. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson.
2/21/201955 minutes
Episode Artwork

Derek Jarman, Alita, Ken Nordine, stórsagnig og frásagnir

Efni Lestarinnar í dag: Í gær voru 25 ár liðin síðan breski kvikmyndagerðarmaðurinn Derek Jarman lést af völdum HIV. Í þættinum í dag verður rifjuð upp áhrifarík bók eftir þennan merka listamann. Marta Sigríður Péturdóttir fjallar um bandarísku kvikmyndina Alita: Battle Angel sem er byggð á vinsælli Manga-teiknimyndasögu eftir japanska listamanninn Yukito Kishiro. Um er að ræða cyber-pönk vísindaskáldsögutrylli úr smiðju kanadíska leikstjórans James Cameron, sem framleiðir myndina og skrifar handritið en leikstjórnin er hins vegar í höndum bandaríska kvikmyndaleikstjórans Roberts Rodriguez. Bandaríska ljóðskáldið, þulurinn og djasstónlistarmaðurinn Ken Nordine er látinn, hann andaðist á laugardaginn, 98 ára gamall. Nordine er talinn einn besti þulur frá upphafi í útvarpi og sjónvarpi. Hann var frægur fyrir auðþekkjanlega og djúpa bassarödd sína sem margir þekktu í gegnum auglýsingar og stiklur, sem og djasstónlist hans, sem kennd var við orðadjass. Þórður Ingi Jónsson fjallar um líf og störf þessa merka manns í þættinum dag. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli dagsins um frásagnir, stórsagnir og póstmódernisma. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson.
2/20/201955 minutes
Episode Artwork

Brun Ganz, fjölmiðlafrumvarp, Sergo Bisquets

Efni Lestarinnar í dag: Svissneski leikarinn Bruno Ganz andaðist á föstudag, 77 ára gamall. Ganz var einhver þekkasti kvikmyndaleikari Evrópu, átti að baki feril sem spannaði hálfa öld, í leikhúsi, kvikmyndum og sjónvarpi. Á ferli sínum lék hann í ríflega hundrað kvikmyndum og var margverðlaunaður. Þekktastur var Ganz fyrir hlutverk sín í myndum á borð við Himinn yfir berlín, eftir þýska kvikmyndaleikstjórann Wim Wenders, frá árinu 1987, og Downfall frá árinu 2004, þar sem Ganz lék Adolf Hitler afar eftirminnilega. Ganz verður minnst í Lestinni í dag, gestir þáttarins verða Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi. Fjölmiðlar um allan heim eiga undir högg að sækja en líklega er það ekkert nýtt. Valgerður Jóhannsdóttir, aðjúnkt í blaða- og fréttamennsku tekur sér far með Lestinni í dag og fer yfir fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla, og svarar spurningum um það hvers vegna það kann að vera þarft og af hverju svo margir forráðamenn einkarekinna fjölmiðla fetta fingur út í það. Í pistli sínum í dag leiðir Tómas Ævar Ólafsson hugann að Holu íslenskra fræða vestur á melum í Reykjavík og spyr hvort endilega þurfi að byggja þetta blessaða Hús íslenskra fræða. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur að venju pistil í Lestinni á þriðjudegi, og fjallar í dag um fótboltamann og afdrífaríka ákvörðun sem hann tók í gær. Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Eiríkur Guðmundsson.
2/19/201955 minutes
Episode Artwork

Dj flugvél og geimskip, Herdís Stefánsdóttir, Berlinale, Luther

Í Lestinni í dag verður meðal annars rætt við dj flugvél og geimskip, sem er listamannsnafn Steinunnar Harðardóttir, en hún sendi á dögunum frá sér sína þriðju plötu, sem ber heitið Our Atlantis! Steinunn er nýkomin úr tónleikaferðalagi um Evrópu og heldur útgáfutónleika í Iðnó á miðvikudag, Steinunn verður gestur Lestarinnar í dag. Önnur tónlistarkona kemur við sögu í þættinum í dag, en ferill Herdísar Stefánsdóttur kvikmyndatónskálds tók skyndilegan og óvæntan vaxtarkipp á síðasta ári þegar hún var beðin um að semja tónlist fyrir Warner Brothers-kvikmyndina The Sun is Also a Star. Á þeim tíma var Herdís einnig að upplifa persónulegan vaxtarkipp, aðallega um sig miðja þar sem hún bar barn undir belti; var komin 30 vikur á leið. Í þættinum í dag verður rætt við Herdísi um feril hennar, frá rafpoppi sveitarinnar East of My Youth, inn í heim kvikmyndanna, og um skörun tveggja stærstu verkefna hennar til þessa. Einnig verður hugað að kvikmyndum í þættinum í dag, en kvikmyndahátíðinni í Berlín lauk núna um helgina og í pistli frá hátíðinni segir Ásgeir H Ingólfsson frá sigurmyndinni, Samheiti, sem fjallar um Ísraelsmann í Frakklandi og erfitt samband hans við föðurlandið. Einnig fjallar Ásgeir um hneykslismál sem skekur frönsku kirkjuna, ferðasögu ensku tónlistarkonunnar P.J. Harvey um Afganistan, Kósóvu og Washington, og rússneska barnahermenn í fyrri heimstyrjöldinni. Og Áslaug Torfadóttir fjallar í dag um bresku sjónvarpsþáttaröðina Luther. Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Eiríkur Guðmundsson.
2/18/201955 minutes
Episode Artwork

Margerite Duras, umhverfiskvíði, Robyn

Efni Lestarinnar í dag: Á Frönsku kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir í Háskólabíói er sýnd myndin La Douleur, eða Kvölin, en hún byggir á samnefndri sögu eftir franska nýsögu-höfundinn Marguerite Duras. Sögusvið bókarinnar er París í júní árið 1944. Aðalpersóna er hún sjálf og segir sagan frá því þegar þáverandi eiginmaður hennar, Robert Antelme, rithöfundur og forystumaður í andspyrnuhreyfingunni, var handtekinn og fluttur í útrýmingabúðir. Marguerite berst við óttann um að heyra aldrei frá honum aftur. Frásagnir byggja á meintri dagbók sem Duras segist hafa skrifað á þessum tíma. Lestin skoðar La Douleur og frásagnarstíl Duras í þætti dagsins. Rætt verður við Torfa Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands, en hann þekkir vel til verka Duras. Einnig verður í Lestinni í dag rætt við Sólu Þorsteinsdóttur menningarfræðing um umhverfiskvíða og fleira sem tengist orðræðunni um áhrif loftslagsbreytinga, en hún skrifaði meistararitgerð sem nefnist: ,,Fögur orð og fyrirheita duga okkur ekki lengur." Íslensk loftslagsorðræða greind í ljósi kenninga um loftsslagssinnuleysi." Og hugað verður að nýrri tónlist í þætti dagsins: Sænska súperpoppskvísan Robyn gaf út sína áttundu breiðskífu seint á síðasta ári, eftir átta ára hlé. Robyn verður fertug í sumar, en er búin að vera poppstjarna frá því áður en hún komst á unglingsaldur, þó hún hafi fyrst virkilega fundið fjölina sína fyrir rúmum áratug. Sérgrein hennar er hárnákvæma og ljúfsára melankólían sem gefur annars venjulegu popplagi þessa auknu vigt sem það þarf til að lifa lengur og dýpra í meðvitund aðdáenda en ella. Davíð Roach Gunnarsson segir frá Robyn og plötunni Honey í Lestinni í dag. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson.
2/14/201955 minutes
Episode Artwork

Floni, Le Grand Bain, Vice, J Dilla, lýðræðishugtakið

Tónlistarmaðurinn Floni vakti fyrst athygli innan hiphop og rappsenunnar með útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar árið 2017. Í síðustu viku gaf hann út aðra breiðskífu sína, Floni 2. Lestin kynnir sér plötuna nánar í þætti dagsins - Floni tekur sér far með Lestinni og leyfir hlustendum að skyggnast inn í hugarheim sinn og tónlistarsköpun. Marta Sigríður Pétursdóttir fjallar um opnunarmynd Franskrar kvikmyndahátíðar, Le Grand Bain, Að synda eða sökkva, gamanmynd sem fjallar um átta miðaldra karlmenn í tilvistarkreppu sem stunda samhæfða sundfimi og stefna á heimsmeistaramót. Marta fjallar einnig um kvikmyndina Vice eftir leikstjóra kvikmyndarinnar The Big Short, Adam McKay, mynd sem fjallar um ævi og störf valdamesta varaforseta Bandaríkjanna, Dick Cheney. Bandaríski upptökustjórinn, taktsmiðurinn og rapparinn J Dilla hefði orðið 45 ára á dögunum en hann lést árið 2006. Dilla hefur verið kallaður Mozart rappsins en aðdáendur hans og fylgjendur fagna svokölluðum Dilla degi þann 6. febrúar. Stiklað verður á stóru um feril J Dilla og rætt við Magnús Tryggvason Eliassen, trommara í Dillalude, íslenskri hljómsveit sem tileinkuð er meistaranum. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli dagsins um mörk lýðræðishugtaksins og hvort unnt sé að víkka þau út og gera hið efnahagslega að hinu pólitíska. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
2/13/201955 minutes
Episode Artwork

Pólitík í Söngvakeppninni, hljóðmengun, Albert Finney

Efni Lestarinnar í dag: Pólitískar stimpingar eru nær óumflýjanlegar þegar fulltrúar 42 þjóðríkja koma saman enda er yfirleitt eitthvert hitamál á borðinu í kringum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Réttindi hinsegin fólks, átök á Krímsskaga og þjóðarmorð eru allt dæmi um málefni sem sett hafa svip sinn á keppnir fortíðar og eins þykir mörgum mikið fara fyrir frændhyglinni í kosningunum um besta lagið. Í ár er pólitíkin komin til Íslands jafnvel áður en sjálf aðalkeppnin hefst. Lagið "Hatrið mun sigra" er komið í lokaumferð Söngvakeppni sjónvarpsins en það vísar í deilur Ísraela og Palestínumanna. Í Lestinni í dag er rætt við sérfræðinga FÁSES - Félag áhugamanna um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva - um pólitík í söngvakeppninni og það hvort fleiri mótmælalög finnist í erlendum undankeppnum þetta árið. Í pistli sínum í dag hlustar Tómas Ævar Ólafsson á Reykjavíkurborg og veltir því fyrir sér hvort finna megi þögnina sjálfa innan borgarmúranna. Er þagnarvænt í Reykjavík eða er hljóðmengunin búin að leggja höfuðborgina undir sig, spyr Tómas í dag. Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og enska leikarans Alberts Finney verður minnst, en hann andaðist í síðustu viku, 82ja ára gamall. Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Eiríkur Guðmundsson
2/12/201955 minutes
Episode Artwork

Grammy-verðlaunin, Hatari, Russian Doll, Berlinale

Efni Lestarinnar í dag: Það var mikið um dýrðir í Staples Center í Los Angeles í nótt þar sem Grammy-verðlaunin voru afhent með pompi, prakt og fullt, fullt af pæjum. Konur komu sáu og sigruðu í flestum stóru flokkunum og sömuleiðis sem skemmtikraftar kvöldsins þar sem þær voru í yfirgnæfandi meirihluta. Í Lestinni í dag verður fjallað um Grammy-verðlaunin og rýnt í há- og lágpunkta hátíðarinnar. Fyrra undanúrslitakvöld fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Tel Aviv í maí fór fram um helgina. Tvö lög komust áfram, Eitt andartak, í flutningu Heru Bjarkar og Hatrið mun sigra í flutningi Hatara, þessi lög tryggðu sér sæti í úrslitum Söngvakeppninnar árið 2019. Það er óhætt að segja að atriði Hatara hafi vakið mikla athygli, rýnt verður í atriðið í Lestinni í dag. Ásgeir H Ingólfsson segir frá mongólskum hirðingjum, amerískum kvikmyndagagnrýnendum og úkraínsku hungursneiðinni í pistli frá kvikmyndahátíðinni í Berlín sem stendur nú sem hæst, þar sem spurningar vakna meðal annars um framtíð blaðamennsku. Og bandarísku sjónvarpsþættirnir Russian Doll eru einhverjir frumlegustu og skemmtilegustu þættir síðustu missera og bjóða áhorfendum að uppgötva eitthvað nýtt við hvert enduráhorf. Áslaug Torfadóttir fjallar um þættina í Lestinni í dag. Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Eiríkur Guðmundsson
2/11/201955 minutes
Episode Artwork

Staða prentverks á Íslandi, Beirút, Toro Y Moi og Chillwave-stefna

Efni Lestarinnar í dag: Á morgun verður opnuð í Listasafni Íslands sýningin Beirút, Beyrut, Beyrouth, Beyrout þar sem saga félagslega flókins samfélags verður dregin fram og skoðuð með skerpu og hlýju. Heiti sýningarinnar vísar til þess menningarlega fjölbreytileika sem Líbanon og Austurlönd nær búa yfir en þau eiga sér langa sögu sem fjöltyngt fjölmenningarsvæði. Fjallað verður um þessa áhugaverðu sýningu í Lestinni í dag. Einnig verður í þættinum hugað að stöðu prentverks á Íslandi, Hallgrímur Helgason rithöfundur lýsti í viðtali við Lestina á dögunum áhyggjum sínum af því að Íslendingar væru hættir að prenta bækur. Gestur þáttarins í dag verður Haukur Már Haraldsson, hann er menntaður setjari, hefur fengist við blaðamennsku, ritstjórn, útlitshönnun og kennslu, og er höfundur bókarinnar Frá Hólum til Reykjavíkur - Fyrstu 300 árin í prentsögu Íslendinga, sem kom út árið 1992. Haukur talar um stöðuna eins og hún er nú, og merka prentsögu Íslendinga. Og á dögunum kom út sjötta hljóðversplata bandaríska tónlistarmannsins Toro Y Moi, hún nefnis Ytri friður, Outer Peace. Toro þessi framreiðir lágstemmt grúví raftónlist og kom upp úr senu sem hefur verið kölluð Chillwave, og var áberandi seint á óþekka áratugnum (noughties, fyrsta áratug þessara aldar). Davíð Roach Gunnarsson fjallar um plötuna Outer Peace og fræðir hlustendur um Chillwave-stefnuna í Lestinni í dag. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
2/7/201955 minutes
Episode Artwork

Hljómplötusafn Sigurjóns Samúelssonar, USEE STUDIO, Simone de Beauvoir

Í Lestinni í dag verður meðal annars fjallað um hljómplötusafn Sigurjóns Samúelssonar, bónda á Hrafnabjörgum við Ísafjarðardjúp. Sigurjón hóf hljómplötusöfnun um miðja síðustu öld, hann andaðist árið 2017 og skildi eftir sig merkilegt safn hljómplatna, alls um það bil 7000 plötur, sem nú hefur verið afhent Landsbókasafni Íslands. Af því tilefni verður opnuð í Þjóðarbókhlöðunni í dag sýning sem helguð er safni Sigurjóns, komið verður við í Þjóðarbókhlöðunni í þætti dagsins og rætt við Ólaf Engilbertsson og Bryndísi Vilbergsdóttur. Halla Hákonardóttir og Helga Björg Kjerúlf eru hönnuðirnir á bakvið USEE STUDIO en hönnunarstofan sendi nýverið frá sér fatalínuna Egaleo. Línan er þróuð og unnin út frá róttækum sjálfbærum sjónarmiðum, til að mynda er megin efniviður flíkanna gamlir efnalagerar og rekjanlegur lífrænn bómull. Þær Halla og Helga framleiddu línuna í Grikklandi, en Aþena hefur að geyma ríka textíl- og fata- framleiðslusögu sem hefur orðð undir eftir að evrópsk framleiðsla fluttist að mestu til Suðaustur-Asíu, vegna ódýrs vinnuafls þar. Þær Halla og Helga segja hlustendum Lestarinnar nánar frá fatalínunni Egaleo í þætti dagsins. Marta Sigríður Pétursdóttir fjallar í þættinum í dag um kvikmyndirnar Tryggð eftir Ásthildi Kjartansdóttir, þýsku nornamyndina Hakazussa eftir Lukas Feigelfeld, og Transit eftir Christian Petzold, en tvær síðarnefndu myndirnar eru sýndar á Þýskum kvikmyndadögum sem nú standa yfir í BíóParadís. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli sínum um franska heimspekinginn Simone de Beauvoir og bók hennar, Pyrrhos og Kíneas, sem var hennar fyrsta heimspekiverk, kom út árið 1944, Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir þýddi ritið á íslensku, og kom þýðing hennar út í Lærdómsritaröð Hins íslenska bókmenntafélags á síðasta ári. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
2/6/201955 minutes
Episode Artwork

The Specials, andfætlur hugans,

Lestinni í dag verður meðal annars fjallað um ensku hljómsveitina The Specials sem stofnuð var í Coventry á Englandi árið 1977 og naut á sínum tíma töluverðra vinsælda fyrir tónlist sem kennd er við tónlistarstefnuna ska. Á föstudag kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar í tæp tuttugu ár, hún nefnist Encore og hefur hlotið góðar viðtökur. Rætt verður í þættinum í dag við Kjartan Guðmundsson blaðamann um The Specials og tónlistarstefnuna ska sem á rætur að rekja til Jamaika. Aftarlega í hugum okkar búa furðuverur sem við verðum lítið vör við nema við sérstakar aðstæður. Í pistli sínum í dag velti Tómas Ævar Ólafsson fyrir sér svokölluðum andfætlum hugans og tengir þær við flugþreytu, ofskynjanir og trúarbrögð. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi. Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Eiríkur Guðmundsson
2/5/201955 minutes
Episode Artwork

Á Ísland að taka þátt í Eurovison?, Ofurskálin, A Very English Scandal

Efni Lestarinnar í dag: Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Tel Aviv í Ísreal í maí. Íslendingar verða sem kunnugt er á meðal þátttakenda í keppninni, en ekki eru allir á eitt sáttir með það að keppnin skuli vera haldin í Ísrael í ljósi framferði þeirra gagnvart Palestínumönnum til margra ára. Fyrir helgi barst til dæmis yfirlýsing frá fimmtíu þekktum breskum listamönnum sem hvöttu til þess að keppnin yrði haldin annarsstaðar, af pólitískum ástæðum, við getum ekki litið framhjá kerfisbundnum mannréttindabrotum Ísraelsmanna í Palestínu, segir meðal annars í yfirlýsingunni. Breska Ríkisútvarpið, BBC, hefur svarað áskorun listamannanna á þann veg að Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sé ekki með nokkrum hætti pólitískur viðburður og feli hvorki í sér pólitísk skilaboð ná baráttu. Íslendingar taka eins og áður segir þátt í keppninni og hér, líkt og víðar, hafa heyrst gagnrýnisraddir þeirra sem segja að við eigum að hundsa keppnina í Ísrael. Undirskriftum hefur verið safnað og tónlistarfólk hvatt til þess að við sniðgöngum keppnina. Á meðal þeirra er tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson, sem verður gestur Lestarinnar í dag, ásamt Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra sjónvarps. Íslenskir aðdáendur amerísks fótbolta vöktu í alla nótt til að fylgjast með New England Patriots bera sigur af hólmi í viðureign gegn Los Angeles Rams í Ofurskálinni svokölluðu. Leikurinn reyndist einstaklega óspennandi. Hann var sá stigalægsti frá upphafi Ofurskálarinnar og aðeins eitt snertimark var skorað allan tímann en leikurinn var þó hátíð miðað við hálfleiksskemmtiatriði hljómsveitarinnar Maroon Five. Mikill styr hefur staðið um téð skemmtiatriði síðastliðna mánuði og reyndist NFL-deildinni erfitt að manna gleðskapinn. Fjölmargir listamenn höfnuðu þátttöku af stuðningi við Colin nokkur Kaepernick, sem var ekki vært innan NFL-deildarinnar eftir að hann neitaði að standa hnarreistur við flutning á bandaríska þjóðsöngnum við upphaf leikja. Fjallað verður um þjóðerniskennd og rasisma, sniðgöngu listamanna á Ofurskálinni og þá listamenn sem hefðu betur sniðgengið, í Lestinni í dag. Og Áslaug Torfadóttir fjallar í Lestinni í dag um bresku sjónvarpsþættina A very English Scandal sem byggja á samnefndri bók eftir enska rithöfundinn og blaðamanninn John Preston. Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Eiríkur Guðmundsson
2/4/201954 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Pálmar, merkingamunur orðanna gleðikona og gleðimaður, SOPHIE

Lestinni í dag verður meðal annars rætt við Ólöfu K. Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, um list í almennings rými, tilefnið er uppsetning á listaverkinu Pálmar eftir þýsku listakonuna Karin Sander sem áformað er að koma fyrir í nýju hverfi, Vogabyggð, í Reykjavík, en óhætt er að segja að málið sé mjög umdeilt. Þriðja hefti Ritsins 2018 er komið út og er þemað að þessu sinni kynbundið ofbeldi. Það ofbeldi á sér ýmsar birtingarmyndir og af nógu að taka vilji menn skoða það með fræðilegum augum eins og skýrt kemur fram í inngangi þemaritstjóra heftisins. Í grein sinni rýnir Guðrún Þórhallsdóttir, dósent í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, í sögulega þróun orðanna gleðimaður og gleðikona. Guðrún tekur sér far með Lestinni í dag og fræðir hlustendur nánar um rannsókn sína. Og á síðasta ári kom út plata með þeim einkennilega titli Oil of Every Pearl's Un-Insides, með skosku raftónlistartranskonunni SOPHIE. Hún hún vakti fyrst athygli árið 2013 með laginu BIPP og sem hluti af útgáfu og tónlistarhreyfingu sem kallast PC Music, og aðhyllist mjög einkennandi fagurfræði, tónlist sem er fake, en fagnar því í stað þess að fela. Davíð Roach Gunnarsson segir frá Sophie og PC Music í Lestinni í dag. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
1/31/201951 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Hallgrímur Helgason, The Favourite, Reykjavík Record Shop

Í Lestinni í dag verður meðal annars rætt við Hallgrím Helgason rithöfund sem í gær tók við íslensku bókmenntaverðlaununum fyrir skáldsögu sína Sextíu kíló af sólskini. Marta Sigríður Pétursdóttir fjallar um kvikmyndina The Favorite eftir gríska leikstjórann Yorgos Lanthimos, einnig verður í þættinum í dag fjallað um stjórnskipulag fyrirtækja og alræði forstjórans, og Lestin brunar líka niður í miðborg Reykjavíkur og kemur við í Reykjavík Record Shop, mælir sér mót við Reyni Berg Þorvaldsson, sem svarar spurningunni: Hvað eiga hlustendur að setja á fóninn í kvöld? Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
1/30/201955 minutes
Episode Artwork

Morðið á Dag Hammarskjöld, umræða um HIV, stjörnustríðsmyndir, landamæ

Efni Lestarinnar í dag: Um helgina var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni ný heimildamynd um morðið á Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í Ródesíu árið 1961. Á meðal þess sem fram kemur í myndinni er að dauðasveit frá Suður-Afríku hafi vísvitandi dreift HIV-smiti í sunnanverðri Afríku á níunda og tíunda áratugnum, þetta fullyrðir fyrrverandi yfirmaður í sveitinni. Heill her rannsóknarblaðamanna hefur undanfarin sex ár unnið að myndinni undir forystu danska leikstjórans Mads Brügger og sænska rannsóknarblaðamannsins Göran Björkdahl. Í Lestinni í dag verður rætt við Viðar Hákon Gíslason, hljóðmann, sem vann að gerð þessarar athyglisverðu myndar. „Mesti óvinur mannkyns, hórsótt eða eyðni?" er yfirskrift fyrirlesturs Ástu Kristínar Benediktsdóttur íslenskufræðings og Hafdísar Erlu Hafsteinsdóttur sagnfræðings. Í Lestinni í dag ræða þær hvernig orðræða um kynvillu eða samkynhneigð sem smitandi, erlenda úrkynjun, birtist í umræðum um HIV og eyðni og hvernig hún mótaði baráttu samkynhneigðra og hinsegin fólks fyrir lagalegu og félagslegu jafnrétti. Í pistli sínum í dag veltir Tómas Ævar Ólafsson fyrir sér fortíðarþrá og Stjörnustríði. Væntingar aðdáenda til nýrra stjörnustríðsmynda byggja á ljúfsárri fortíðarþrá og þar af leiðandi er nánast ómögulegt að koma til móts við þær. Bankað verður uppá hjá danska heimspekingnum Søren Kierkegaard í viðleitni til að skilja þetta tilfinningaþrungna ástand Stjörnustríðs-sagnaheimsins. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar í dag um landamæri. Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Eiríkur Guðmundsson
1/29/201955 minutes
Episode Artwork

Róttæk list, nánd og breytingar í kvikmyndaheiminum, Horror Noire, Der

Í Lestinni í dag verður meðal annars fjallað að gefnu tilefni um list sem ögrar, list sem fer yfir einhver ákveðin mörk, siðferðileg eða menningarleg, og bregður ljósi á þau mörk um leið. Gestir Lestarinnar í dag verða listfræðingarnir Jón Proppé og Ólafur Gíslason. Með vefvæðingu sjónvarpsþáttagerðar færist í hana aukinn hiti. Veraldarvefurinn er laus við margar þær siðgæðishömlur sem sjónvarpsstöðvar búa við og efnisveitur á borð við Netflix geta því leyft sér fleiri og jafnvel grafískari kynlífssenur en áhorfendur eiga að venjast. Á tímum #metto hreyfingarinnar er meiri meðvitund um framleiðslu þessa atriða og fólkið sem í þeim leikur. Þannig hafa gamanþættir Netflix, Sex Education, svokallaðan nándarráðgjafa í setti hjá sér, til að sjá til að allt fari vel fram. Í Lestinni í dag verður fjallað um slíka nánd og breytingar í kvikmyndaheiminum, og rætt við leikkonuna Önnu Hafþórsdóttur. Heimildarmyndin Horror Noire verður frumsýnd á streymisveitunni Shudder í febrúar og hefur myndin strax vakið mikla athygli og umtal. Horror Noire segir sögu blökkumanna í bandarískum hryllingsmyndum frá upphafi og er fyrirbærið skoðað út frá fræðilegu og sögulegu sjónarmiði. Lestin á stefnumót við framleiðenda myndarinnar, Ashlee Blackwell, og rætt verður við hana um svartar hryllingsmyndir, sem hafa nú verið festar í sessi í Hollywood. Og stelpurnar í Derry, í Norður-írsku sjónvarpsþáttaröðinni Derry Girls, kalla ekki allt ömmu sína þrátt fyrir að hafa meiri áhyggjur af strákum, prófum og partýum en sprengjuhótunum og átökum kaþólikka og mótmælenda í vel heppnuðum gamanþáttum á Netflix. Áslaug Torfadóttir segir frá í þættinum í dag. Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Eiríkur Guðmundsson
1/28/201955 minutes
Episode Artwork

Jonas Mekas, endurkoma blekpennans, The Internet

Í Lestinni í dag verður meðal annars fjallað um litáíska kvikmyndaleikstjórann og ljóðskáldið Jonas Mekas, sem andaðist í New York í gær, 96 ára að aldri. Mekas var oft kallaður guðfaðir bandarískrar framúrstefnukvikmyndagerðar en hann flutti ungur til New york og varð mikilvægur þátttakandi í listasenu borgarinnar á sjöunda áratugnum. Mekas var meðal annars þekktur fyrir ,,dagbókarmyndir sínar," og starfaði með fjölda heimsþekktra listamanna á borð við Salvador Dali, Andy Warhol, John Lennon, og Allen Ginsberg. Lestin minnist þessa merka listamanns í dag, gestur þáttarins verður Helga Rakel Rafnsdóttir, kvikmyndaleikstjóri. Ritföng hafa ekki verið jafn vinsæl á síðustu árum og þau voru hér áður fyrr. Blað og penni hafa lotið í lægra haldi fyrir tölvuskjá og lyklaborði enda hefur bróðurpartur daglegra skrifa færst yfir á stafrænt form. New York Times greindi hins vegar nýlega frá því að sala og vinsældir blekpenna hefðu færst í aukana á síðustu árum og ýjað er að eins konar endurkomu sjálfblekunganna. Fyrirbærið verður skoðað nánar í þætti dagins og rætt verður við Árna Sigurðsson, sérlegum áhugamann um blekpenna. Og tónlist kemur við sögu í Lestinni í dag. Platan Hive Mind eftir RogB hljómsveitina The Internet erfist í beinan svartan karl- og kvennlegg frá fönk- og sálarhetjum fortíðarinnar, og svo er sáldrað veglega yfir með tilraunakenndari nútímakryddum. Davíð Roach Gunnarsson segir hlustendum upp og ofan af Internetinu, The Internet, í þættinum í dag. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
1/24/201952 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Búsáhaldabyltingin, popúlismi, Munstur, Shoplifters

Efni Lestarinnar í dag: Hljómsveitin og fjöllista-tvíeykið Munstur gaf út sína fyrstu breiðskífu 15. janúar. Platan ber heitið MMMM og er nú aðgengileg á Spotify, liðsmenn bandsins, Kristinn Arnar Sigurðsson og Atli Arnarsson, fræða hlustendur nánar um plötuna í þætti dagsins. Marta Sigríður Pétursdóttir fjallar í dag um kvikmyndina Shoplifters, eða Búðaþjófa, eftir japanska leikstjórann Hirokazu Kore-eda. Einnig verður þess minnst í Lestinni í dag að um þessa dagana eru tíu ár liðin frá búsáhaldabyltingunni, í janúar árið 2009. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli dagsins um popúlisma, eða lýðskrum. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
1/23/201955 minutes
Episode Artwork

Mary Oliver, Womens March, La Borde og Ör

Efni Lestarinnar í dag: Um helgina fór kvennagangan "The Women's March" fram í þriðja skipti. Gangan sú var fyrst farin árið 2017, daginn eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sór embættiseið. Viðburðurinn varð að stærstu einstöku mótmælum í sögu Bandaríkjanna, þar sem konur og stuðningsmenn þeirra úr öllum ríkjum fordæmdu orð, gjörðir og stefnumál nýja þjóðhöfðingjans í garð kvenna og annarra undirokaðra hópa. En jafnvel þá, í fyrstu göngunni, var komið babb í bátinn. Í Lestinni í dag verður fjallað um hvernig sameiningartáknið kvennagangan leiddi til sundrungar. Lestin minnist einnig í dag bandaríska skáldsins Mary Oliver, sem andaðist í síðustu viku. Oliver, sem var fædd árið 1935, var á meðal virtustu og vinsælustu ljóðskálda Bandaríkjanna. Magnús Sigurðsson ritöfundur hefur þýtt ljóð eftir þessa merku skáldkonu, og hann verður gestur Lestarinnar í dag. Í pistli sínum í dag leitar Tómas Ævar Ólafsson að tilgangi lífsins á geðsjúkrahúsinu La Borde og í skáldsögunni Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur ávarpar hlustendur að venju í Lestinni á þriðjudegi. Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Eiríkur Guðmundsson
1/22/201953 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Pawel Adamowicz, blóðrauður tunglmyrkvi, Caroline Calloway, Dirty John

Efni Lestarinnar í dag: Pawel Adamowicz, borgarstjóri í G-dansk í Póllandi, var borinn til grafar um helgina, en hann andaðist á mánudag eftir að hafa orðið fyrir hnífstunguárás á góðgerðarsamkomu, þar sem hann flutti ávarp, á sunnudag fyrir rúmri viku. Þúsundir manna komu saman í G-dansk um helgina til að kveðja borgarstjórann og heiðra minningu hans, og þjóðarsorg var lýst yfir í Póllandi. Adamowicz hafði verið borgarstjóri í G-dansk í rúm tuttugu ár, eða frá árinu 1998, hann var frjálslyndur í skoðunum, og hafði meðal annars gagnrýnt mjög stjórnarflokkinn í landinu, sem kennir sig við Lög og réttlæti, hann var andvígur áherslu núverandi valdhafa í Póllandi á þjóðernishyggju og hafði staðið vörð um réttindi innflytjenda og samkynhneigðra á tímum sem einkennast af íhaldsemi og þjóðernishyggju. Lestin minnist Adamowicz í dag, og rýnir í voðaverkið G-dansk fyrir rúmri viku, gestur þáttarins verður Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi og fyrrverandi alþingismaður. Í nótt átti sér stað stór stund í lífi stjörnuspekúlanta, magnþrungið sjónarspil þar sem himintunglin röðuðust einhvern veginn hárrétt svo út varð blóðrauður tunglmyrkvi. Rætt verður í Lestinni í dag við Sævar Helga Bragason um tunglmyrkva næturinnar, en einnig verður rýnt í ýmsar þjóðsögur og mýtur sem tengjast ,,blóðmánanum." Caroline Calloway, sem hefur verið kölluð fyrsti Instagram-áhrifavaldurinn, sætir nú mikilli gagnrýni eftir að notandi á Twitter sakaði hana um svik. Calloway seldi upp á fjölda fjögurra stunda námskeiða í „sköpun“ og rukkaði hvern þáttakanda um andvirði 20.000 króna. Nína Richter segir nánar frá í Lestinni í dag. Og Áslaug Torfadóttir fjallar í dag um bandarísku sjónvarpsþættina Dirty John. Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Eiríkur Guðmundsson
1/21/201955 minutes
Episode Artwork

Helgi Grímsson, Leshringurinn 101, James Blake, eggið og #10yearchalle

Efni Lestarinnar í dag: Eftir tæpan mánuð fer af stað nýr leshringur í Borgarbókasafninu; Leshringurinn 101. Á fyrsta starfsári hringsins verða lesnar bækur sem allar gerast í miðbæ Reykjavíkur; Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurðardóttur, Konur eftir Steinar Braga, smásögur eftir Ástu Sigurðardóttur og Táningabók eftir Sigurð Pálsson. Umsjónarmaður er Guðrún Baldvinsdóttir, verkefnastjóri á safninu en rætt verður við hana í Lestinni í dag, og rýnt nánar í fyrirbærið leshringur. Einnig verður komið við í Gallerí göngum í Háteigskirkju en þar stendur nú yfir sýningin Málað með þræði og orðum, þar sem Helgi Grímsson sýnir útsaumsmyndir og ljóð. Hljómsveitin kef lavík er einstakt fyrirbæri á íslensku tónlistarsenunni. Í tónlist sinni kanna þeir ystu mörk sjálfseyðandi karlmennsku þúsaldarkynslóðarinnar með augum sem eiga sér ekki hliðstæðu. Hljómsveitin heldur tónleika á Kex hostel á laugardag, og af því tilefni verður rifjuð upp umfjöllun Davíðs Roach Gunnarssonar um kef lavík í Lestinni í dag. Og enski tónlistarmaðurinn James Blake kemur við sögu í þættinum í dag, en á morgun kemur út hans fjórða breiðskífa sem nefnist Assume Form. Nína Richter verður einnig gestur okkar, hún segir okkur fréttir af vefnum og samfélagsmiðlum Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
1/17/201955 minutes
Episode Artwork

Hræðsla við myndavélina, Tommasi, heimspekilegt sjónarhorn kvikmynda

Efni Lestarinnar í dag: Honoré de Balzac, einn merkasti rithöfundur 19.aldar, var logandi hræddur við ljósmyndavélina. Hann taldi líkamann samsettan úr lögum draugalegra smásæja himna sem myndavélin gæti lagt hald á, aðskilið og fjarlægt. Hann óttaðist sumsé að ljósmyndin gæti rænt hann hluta af sjálfinu. Ljósmyndun hefur breyst töluvert á síðustu tveimur öldum - með hliðsjón af Instagram og sjálfu-kúltúr samtímans verður spurt í Lestinni í dag hvort hræðsla skáldsins hafi kannski ekki verið alveg ástæðulaus. Tómas Stankiewicz hefur verið að gera það gott bæði hér heima og erlendis en hann gerir tónlist undir nafninu Tommasi. Ásamt því að vinna með tónlistarfólki frá þekktum plötuútgáfum eins og Brainfeeder og Stones Throw er hann með sinn eiginn útvarpsþátt á tónlistarstöðinni virtu, NTS Radio, sem starfrækt er í Lundúnum, Los Angeles, Shanghai og Manchester. Tómas er mikill áhugamaður um svokallaða safnatónlist, sem hann segir frá í þættinum í dag. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli dagsins um heimspekilegt sjónarhorn kvikmyndarinnar. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
1/16/201955 minutes
Episode Artwork

Ljóðasetur Íslands, endalok heimsins, nýyrði í íslenskum handbolta, sj

Í Lestinni í dag verður meðal annars rætt við Þórarin Hannesson, stofnanda og forstöðumann Ljóðaseturs Íslands, sem starfrækt er á Siglufirði en aðsókn þar hefur stóraukist að undanförnu, eftir að breska ferðaskrifstofan Super Break fór að bjóða upp á beint flug frá Bretlandi til Akureyrar yfir vetrartímann. Erlendir ferðamenn sýna íslenskri ljóðlist mikinn áhuga og heimsækja setrið þar sem þeir fræðast um ljóðlistina og hlusta á ljóð. Á tímum loftslagsbreytinga, kjarnavopna og misskiptingar virðist vera auðveldara að hugsa sér endalok heimsins heldur en endalok kapítalismans. Handbolti kemur að gefnu tilefni við sögu í Lestinni í dag, rætt verður við Guðmund Marínó Ingvarsson sem hefur fjallað um nýyrði í íslenskum handbolta. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar í dag um sjálfsstjórnarforrit og dómsdag. Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Eiríkur Guðmundsson
1/15/201955 minutes
Episode Artwork

Seinkun klukkunnar, Marie Kondo og tiltekt, Escape at Dannemora

Í Lestinni í dag verður meðal annars fjallað um tímann, en það hefur varla farið framhjá neinum að undanfarið hafa menn mjög rætt um það hvort seinka eigi klukkunni á Íslandi. En hvernig hugsum við um tímann og hvernig skiljum við hann? Viðmælandi þáttarins verður Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur, sem skrifað hefur um tímann og eðli hans. Þessa dagana svolgra áhorfendur um allan heim í sig Netflix-þætti minimalisma-sérfræðingsins Marie Kondo um tiltekt. Okkur finnst fæstum gaman að þrífa, en af hverju finnst okkur þá gaman að horfa á aðra gera það? Meira um þetta í Lestinni í dag. Og Áslaug Torfadóttir fjallar í dag um bandarísku sjónvarpsþættina Escape at Dannemora, sem bandaríski leikarinn Ben Stiller leikstýrir, þar sem í aðalhlutverkum eru meðal annarra Benicio del Toro, Patricia Arquette og Paul Dano. Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Eiríkur Guðmundsson
1/14/201955 minutes
Episode Artwork

Giacomo Leopardi, Eurosonic, Khruangbin

Giacomo Leopardi var ítalskt ljóðskáld, ritgerðahöfundur og heimspekingur. Það er gjarnan talað um hann sem eitt af höfuðskáldum Ítala á 19. öld, og sagt að ekkert ítalskt skáld hafi verið jafn ástælt meðal þjóðar sinnar og Leopardi. Hann er kallaður skáld bölsýnisins, klökkvaskáld, enda myrkrið, nóttin, endalok, dauði og tilgangsleysi fyrirferðarmikil þemu í kvæðaskap hans og skrifum. Við æltum að fjalla um eina af ritgerðum hans í þætti dagsins, hún nefnist Samtal Náttúrunnar og Íslendingsins, og er að finna í þekktu Siðferðispistla-safni Leopardis. Ólafur Gíslason listfræðingur þýddi ritgerðina og hann verður gestur Lestarinnar í dag. Tónlistarhátíðin Eurosonic fer fram í Groningen í Hollandi í næstu viku. Þetta er tónlistarráðstefna og hátíð þar sem helstu útvarpsstöðvar og fulltrúar tónlistarhátíða víðsvegar um Evrópu koma saman til að ráða ráðum sínum og kynnast nýrri og athyglisverðri tónlist frá hinum ýmsu evrópulöndum. Sigtryggur Baldursson er framkvæmdastjóri ÚTÓN - Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar - hann verður gestur okkar hér rétt á eftir. Og tónlist kemur meira við sögu í þættinum í dag. Hljómsveitin Khruangbin er skipuð þeim Mark Speer, Lauru Lee, og Donald Johnson, hljóðfæraskipan er hefðbundin, gítar, bassi og trommur, en hljómsveitin er þó eins langt frá staðlaðri rokkhljómsveit og hugsast getur. Á plötunni Con Todo El Mundo leggja þau heiminn að fótum sér í útsýnisferð um exótískar strandir og eyðimerkur, og tilbiðja grúvið á öllum áningarstöðum. Davíð Roach Gunnarsson segir frá Khruangbin í Lestinni í dag.
1/10/201955 minutes
Episode Artwork

Pete Shelley, Spiderman, First Reformed, ferðalög og útþrá

Efni Lestarinnar í dag: Pete Shelley, höfuðpaur bresku hljómsveitarinnar Buzzcocks andaðist í byrjun desembermánaðar, 63ja ára að aldri. Buzzcocks var ein aðal pönksveitin á gullöld stefnunnar í Bretlandi en sveitin var þekkt fyrir einlæga og skemmtilega tónlist. Stiklað verður á stóru í þættinum dag um feril þessa merka söngvara, Pete Shelley, og rætt við Einar Örn Benediktsson tónlistarmann, sem þekkti vel til Shelley og ólst upp við tónlist hans. Marta Sigríður Pétursdóttir rýnir í kvikmyndirnar Spiderman: Into the Spiderverse, nýjustu aðlögunina á ævintýrum köngulóarmannsins, og First Reformed, sálfræðitrylli eftir leikstjórann og handritshöfundinn Paul Schrader með Ethan Hawke í aðalhlutverki. Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli sínum í dag um ferðalög og útþrá íslensku þjóðarinnar. Og tunglið kemur við sögu í þættinum í dag, að gefnu tilefni. Umsjón: Eiríkur Guðmundsson
1/9/201955 minutes
Episode Artwork

Houllebecq, Bara góðar, Gil-Scott Heron

Í Lestinni í dag verður meðal annars sagt frá nýjustu skáldsögu franska rithöfundarins Michels Houllebecqs, Seratonin, sem kom út á föstudag, og hefur nú þegar vakið mikla athygli. Einni verður rætt við þær Karen Björgu Þorsteinsdóttur og Maríu Guðmundsdóttur, en þó það muni 58 árum á þeim í aldri eru þær eru báðar hluti af uppistandshópnum Bara góðar sem fram kemur í Þjóðleikhúskjallaranum nú í janúar. ,,Byltingin verður ekki endursýnd. Byltingin verður í beinni. Byltingunni verður ekki sjónvarpað.“ Rappaði Gil-Scott Heron árið 1970 og hélt því fram að allar tilraunir til að fara í auglýsingahlé, endurspila ákveðin atriði eða lýsa byltingunni yrðu lufsulegar og misstu marks í fjölmiðlinum. Í pistli sínum í dag skoðar Tómas Ævar Ólafsson byltingarviðburði í sjónvarpi og spyr hvort byltingunni geti, eftir allt saman, verið sjónvarpað. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi. Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Eiríkur Guðmundsson
1/8/201955 minutes
Episode Artwork

Golden Globe, þjóðsögur og ævintýri, Sorry For Your Loss, Hitlers Holl

Golden Globe kvikmyndaverðlaunahátíðin fór fram í Hollywood í nótt, og þar kom ýmislegt á óvart. Við skoðum markverðustu tíðindin í Lestinni í dag. Við ætlum líka í þætti dagsins að fjalla um Jón Árnason þjóðsagnasafnara og bókavörð, en í ágúst á þessu ári, nánar tiltekið þann 17. ágúst, verða 200 ár liðin frá fæðingu hans. Ýmislegt verður gert til að minnast Jóns á þessu ári, ráðstefnuhald og fleira, gestur okkar verður Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi Alþingismaður, en hann er mikill áhugamaður um það mikilvæga starf sem Jón Árnason vann á sinni tíð, þegar hann safnaði þjóðsögum sem komu út í tveimur bindum í Leipzig á árunum 1862 og 1864, undir yfirskriftinni Íslenskar þjóðsögur og æfintýri, og síðar í sex bindum í Reykjavík á árunum 1954-1961. Áslaug Torfadóttir fjallar í sjónvarpspistli dagsins um þáttaröðina Sorry for your Loss sem frumsýnd var í september og hefur vakið mikla athygli gagnrýnenda. Sorry for your loss eru dramaþættir um sorgina sem hafa vakið bæði athygli og aðdáun og hægt er að horfa á ókeypis á facebook. Meira um það í þættinum í dag. Og heimildarmyndin Hitler's Hollywood fjallar um kvikmyndagerð nasista á árunum 1933 til 1945 og það hvernig nasistar földu áróður sinn oftar en ekki í Hollywood-legu léttmeti. Þórður Ingi Jónsson segir frá myndinni í Lestinni í dag. Heimildarmaður hans verður Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. Fjallað verður um áróður og fjölmiðlalæsi í þættinum í dag.
1/7/201954 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Tóbakspípur, dáleiðsla, Marie Davidson

Efni Lestarinnar í dag: Ása Dýradóttir, listakona og bassaleikari Mammút, kynnti nýlega nýtt verkefni. Verkefnið nefnist LoTide en þar vinnur hún með allt að 400 ára gömul tóbakspípubrot úr Thames ánni. Lestin heimsækir Ásu Dýradóttur í þætti dagsins og kynnir sér umrædd tóbakspípubrot nánar. Alþjóðlegi dáleiðsludagurinn er á morgun, og af því tilefni verða dáleiðslutæknar með opið hús milli klukkan 17 og 19 á Stórhöfða 15 í Reykjavík þar sem gestir verða fræddir um dáleiðslu og það sem í henni felst. Hlustendur fræðast um dáleiðslu í þættinum í dag, gestur Lestarinnar verður Jón Víðis Jakobsson, dáleiðslutæknir. Og kanadíska teknóskáldkonan Marie Davidson framleiðir prósaljóð fyrir dansgólfið og takta fyrir tilvistarkreppur, um leið og hún afhjúpar myrkari kima plötusnúða- og klúbbamenningar samtímans með nístandi íróníu. Hennar fjórða skífa, Working Class Woman, kom út síðastliðið haust við standandi lófaklapp gagnrýnenda. Davíð Roach Gunnarsson segir frá Marie Davidson og tónlist hennar hljómar í hljóðkerfi Lestarinnar. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
1/3/201955 minutes
Episode Artwork

Áramót, Tími til að segja bless, Mortal Engines

Á meðal efnis í Lestinni í dag: Sýningin Tími til að segja bless verður sett á svið í Þjóðleikhúskjallaranum föstudaginn 4. janúar. Verkið á að vera einhvers konar mótsvar við kapítalísku þunglyndi. Höfundur verksins, Lóa Björk Björnsdóttir, verður gestur Lestarinnar í dag. Spurt er á nýju ári: Hvað er kapítalískt þunglyndi? Marta Sigríður Pétursdóttir fjallar um kvikmyndina Mortal Engines eftir nýsjálenska leikstjórann Christian Rivers. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í fyrsta pistli sínum á nýju ári um áramót, endurtekningu og hugsun hins nýja. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
1/2/201952 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Jane Austen og ferð lesandans, stytting vinnuvikunnar

Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að tveimur vinsælum hugðarefnum; styttingu vinnuvikunnar og Jane Austen. Vinsældir bresku skáldkonunnar hafa verið töluverðar á síðustu 150 árum, en þó sérstaklega miklar á síðustu tveimur áratugum. Í bókinni „Jane Austen og ferðalag lesandans“ kannar Alda Björk Valdimarsdóttir, dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, hvernig ímynd Austen lifir áfram og þá einkum innan þriggja bókmenntagreina sem löngum hafa verið tengdar konum; þ.e. í ástarsögum, skvísusögum og sjálfshjálparritum. Alda Björk verður gestur Lestarinnar í dag. Krafan um styttingu vinnuvikunnar er að verða stöðugt meira áberandi og verður eitt helsta keppikefli verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. Í Lestinni í dag veltum við fyrir okkur af hverju við vinnum átta klukkustundir á dag og hvort styttri vinnudagur sé mögulegur og æskilegur. Gestur þáttarins er Guðmundur D. Haraldsson, meðlimur í Öldu, félagi um lýðræði og sjálfbærni. Umsjónarmenn: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Kristján Guðjónsson
12/27/201853 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Sarah Bernhardt, Jólaplata Phil Spector

Efni Lestarinnar í dag: Sarah Bernhardt var ekki aðeins frægasta leikkona Frakka á 19. öld heldur þekktasta leikkona heims á sínum tíma. Áhrifamikil list og fjölskrúðugt, ævintýralegt líf hennar hefur mótað þá goðsagnakennda mynd sem við þekkjum í af henni í dag, enda stundum kölluð hin guðlega Sarah Bernhardt. Goðsögn hennar lifir í skrifum, sögubókum, bíómyndum, styttum, á plakötum, og á Youtube en hér á Íslandi lifir nafn hennar kannski einna helst sem heiti á smáköku, í ljúffengu Sörunum. En hvers vegna eru kökurnar skírðar í höfuðið á Söruh Bernhardt? Þetta er saga sem á rætur að rekja til upphafs 9. áratugarins. Lestin skoðar málið nánar í þætti dagsins. Heimildamaður verður Ástríður Guðmundsdóttir. Einnig verður í þættinum í dag rifjuð upp hljómplatan A Christmas Gift for You from Phil Spector, sem margir telja einhverja bestu jólaplötu allra tíma. Platan kom út árið 1963 og lifir góðu lífi enn þann dag í dag. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
12/20/201848 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Roma, ROK, tölvuleikir og íþróttir

Efni Lestarinnar í dag: Íslendingar eru ekki þeir einu sem fagna stórafmæli í ár. Á meðan þjóðin fagnar 100 ára fullveldi fagna Pólverjar 100 ára sjálfstæði. Að gefnu tilefni hafa þær Marta Magdalena og Justyna, pólskar konur sem eru búsettar hér á landi, gefið út tímaritið ROK með það að markmiði að brúa bilið milli Íslendinga og Pólverja enda nú um 10% landsmanna af pólskum uppruna. Lestin kynnir sér tímaritið ROK nánar í þætti dagsins. Marta Sigríður Pétursdóttir fjallar í dag um kvikmyndina Roma eftir mexíkóska leikstjórann Alfonso Cuarón. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar um tölvuleiki og íþróttir í pistli dagsins. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
12/19/201855 minutes
Episode Artwork

12/18/201855 minutes
Episode Artwork

Bestu plötur ársins, Little Drummer Girl, Guðrún Hannesdóttir

Efni Lestarinnar í dag: Undanfarna daga hafa tónlistarfjölmiðlar um allan heim verið að gera upp árið og birta lista yfir þær plötur og útgáfur sem hafa staðið upp úr á árinu 2018. Í Lestinni í dag verður rennt yfir árslistana og skoðað hvaða plötur og listamenn skjóta upp kollinum hvað víðast, bestu poppplötur ársins 2018. Í þættinum í dag verður einnig haldið áfram að fá fólk til mæla með bókum sem tala inn í okkar samtíma, með einum eða öðrum hætti, mæla með bókum sem við eigum einhverra hluta vegna að lesa hér og nú. Í dag er röðin komin að Sigurbjörgu Þrastardóttur rithöfundi, hún velur bók og rökstyður val sitt. Áslaug Torfadóttir fjallar um bresk-bandarísku sjónvarpsþættina Little Drummer Girl sem byggja á samnefndri skáldsögu eftir breska rithöfundinn John le Carré, og hlotið hafa góðar viðtökur. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
12/17/201855 minutes
Episode Artwork

Afsakanir, Susan Sontag, Bagdad brothers, myndlistarmarkaðir

Hljómsveitin Bagdad brothers hefur vakið athygli að undanförnu fyrir tónlist sína og á dögunum hlaut hljómsveitin Kraums-verðlaunin fyrir plötuna Jæja. Þeir Bjarni Daníel Þorvaldsson og Sigurpáll Viggó Snorrason verða gestir Lestarinnar í dag. Myndlistarmarkaður í Ásmundarsal verður heimsóttur, en slíkir jólamarkaðir verða, að því er virðist, fleiri og vinsælli með ári hverju. Sigurður Atli Sigurðsson, myndlistarmaður og markaðshaldari, svarar því hvort myndlistin hafi tekið við af bókinni sem menningarlegasta gjöfin undir íslenska jólatrénu. Á Afsökunum, annarri sólóplötu Auðar, er að finna ástarsorg, maníu, eiturlyfjaneyslu og geðrof yfir spólgröðum gítargrúvum og dúnmjúkum RogB tónum. Platan er mikil framför frá hans fyrstu og ein sú allra besta á íslenska tónlistarárinu. Davíð Roach Gunnarsson fjallar um plötuna í Lestinni í dag. Einnig verður í þætti dagsins fjallað um bandaríska rithöfundinn Susan Sontag og túlkun listaverka. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
12/13/201849 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Mosar á Íslandi, Suspiria, staða blaðamennsku í samtímanum

Bandaríska tímaritið Time velur að þessu sinni hóp fréttafólks víða um heim, sem hefur lagt líf sitt í hættu við að upplýsa almenning um sannleikann, manneskjur ársins 2018. Þeirra á meðal Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl í október, þegar hann fór inn á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í borginni, en margt bendir til þess að ráðamenn í Sádi-Arabíu hafi fyrirskipað morðið á honum, Khashoggi hafði skrifað á gagnrýnan hátt um stjórnvöld þar í landi fyrir bandaríska stórblaðið Washington Post. Einnig koma hér við sögu blaðamenn Reuters, þeir Wa Lone og Kyaw Soe Oo, sem eru í fangelsi í Mjanmar, fyrir að hafa skrifað um meðferð stjórnvalda þar í landi á Róhingjum. Og þannig mætti áfram telja. Time kallar þetta fólk verðina, fólkið sem stendur vörð um sannleikann, fólkið sem leggur líf sitt í sölur við að upplýsa almenning um sannleikann. Í Lestinni í dag verður rætt um stöðu og mikilvægi blaðamennsku í samtímanum, gestur þáttarins hér verður Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. Út er komin bókin Mosar á Íslandi eftir Ágúst H. Bjarnason, grasafræðing. Þetta er greiningarlykill að öllum tegundum mosa sem vaxa hér á landi. Lestin heimsækir Ágúst og fræðist nánar um mosa í þætti dagsins. Bandaríski grasafræðingurinn Robin Wall Kimmerer heldur því meðal annars fram að töfrandi heimur mosa geymi lykil að alvöru eftirtektar- og athyglisgáfu mannsins - við skoðum líka hvort eitthvað sé til í þeirri staðhæfingu í þætti dagsins. Og Marta Sigríður Pétursdóttir fjallar í dag um kvikmyndina Suspiria eftir ítalska leikstjórann Luca Guadagnino, mynd sem er innblásin af hrollvekju frá árinu 1977, mynd eftir annan ítalskan leikstjóra, Dario Argento. Danslistin er mikilvægur þáttur í myndinni og atvinnudansarar leika stór hlutverk, meðal annars Halla Þórðardóttir, dansari úr Íslenska dansflokknum, og við heyrðum í henni hér í Lestinni í síðustu viku. En Marta Sigríður fjallar sumsé um þessa mynd, Suspiria í þættinum í dag.
12/12/201855 minutes
Episode Artwork

Kraumsverðlaun, George Bush eldri, Stefán í Vallanesi, trúboði deyr

Kraumsverðlaunin verða afhent í ellefta skipti klukkan 5 í dag. Sex plötur hljóta verðlaunin en þeim er ætlað að kynna og styðja útgáfustarfsemi íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi - og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Árni Matthíasson, blaðamaður og formaður dómnefndar Kraumsverðlaunanna, tekur sér far með Lestinni í dag og ræðir um sigurplöturnar sex. Á þessu ári eru 400 ár liðin frá fæðingu Stefáns Ólafssonar, eins þekktasta skálds þjóðarinnar á 17. öld. Af því tilefni hefur Kristján B. Jónasson, bókaútgefandi og bókmenntafræðingur, birt að undanförnu pistla um Stefán og skáldskap hans á facebook-síðu sinni. Kristján verður gestur Lestarinnar í dag. „Draumurinn er að kynnast þeim, búa með þeim, læra tungumál þeirra, snúa þeim til kristinnar trúar og þýða fyrir þau biblíuna.“ Svona hljómuðu markmið trúboðans John Chau sem myrtur var af frumbyggjum Norður Sentinel eyju, þann 17. nóvember síðastliðinn. Í pistli sínum í dag skoðar Tómas Ævar Ólafsson þetta misheppnaða trúboð og skuggahliðar ritmálsins. Og Halldór Armand Ásgeirsson flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar um George Bush eldri og söguskoðun fjölmiðla. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
12/11/201855 minutes
Episode Artwork

Framtíð Iðnsamfélagsins, Svarti Laxness, Dietland og George Saunders

Iðnsamfélagið og framtíð þess er viðfangsefnið á fyrstu breiðskífu ROHT sem kom út nú á dögunum. Tónlistin er hreinræktað iðnaðarpönk: hávær, skítug og illa þjökuð af samfélagslegri bölsýni og tilvistarangist. Sveitina skipa hjónin Þórir Georg og Júlía Aradóttir en þau hafa lengi verið virk á pönkjaðri Reykvísku tónlistarsenunnar. Hljómsveitin ROHT tekur sér far með Lestinni í dag. Og í þættinum í dag verður einnig haldið áfram að fá fólk til mæla með bókum sem tala inn í okkar samtíma, með einum eða öðrum hætti, mæla með bókum sem við eigum að lesa hér og nú. Í dag er röðin komin að Fríðu Ísberg, rithöfundi, en hún mælir með bókinni The Brief and Frightening Reign of Phil eftir bandaríska rithöfundinn George Saunders. Davíð Þór Katrínarson, sem kallar sig Svarta Laxness, var fenginn til að yrkja hátíðarljóð - fullveldisljóð, í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. En hvernig fullveldi? Hvernig Ísland er það sem Svarti Laxness sér í ljóði sínu? Þórður Ingi Jónsson ræðir í þættinum í dag við Davíð Þór Katrínarson, leikara og rappara. Og Áslaug Torfadóttir fjallar um sjónvarpsþættina Dietland. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson.
12/10/201855 minutes
Episode Artwork

Bubbi fær heiðurslaun, Gróa, McCartney í Köben

Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt fram breytingartillögu sína við fjárlagafrumvarp næsta árs um heiðurslaun listamanna samkvæmt ákvörðun Alþingis. Leggur nefndin til að 25 einstaklingar fái heiðurslaun listamanna á næsta ári. Listinn er sá sami og í fyrra að öðru leyti en því að Bubbi Morthens kemur nýr inn, og það eru tíðindi. Bubbi Morthens verður gestur okkar á degi íslenskrar tónlistar, hann spjallar við okkur og frumflytur splúnkunýtt lag, sem er svo nýtt að það hefur ekki einu sinni hlotið nafn. Og já, það er dagur íslenskrar tónlistar í dag, íslensk tónlist kemur meira við sögu hjá okkur í dag, að gefnu tilefni kíkjum við á hljómsveitaræfingu hjá pönkrokk-sveitinni GRÓU. Bandið skipa þær Karólína Einarsdóttir, Hrafnhildur Einarsdóttir og Fríða Björg Pétursdóttir, 16 og 17 ára menntskælingar. „Það er ákveðinn hópur sem sækir mjög mikið á tónleikana okkar, segja þær, 50 til 60 ára gamalt fólk,“ en hljómsveitin þykir minna á nýbylgju-póstpönk-hljómsveitir 8. og 9. áratugarins. Og við förum líka til Kaupmannhafnar í þættinum í dag. Lestin flúði fullveldisafmælið um síðustu helgi og kom við í gamla höfuðstaðnum. Þar spilaði - söraði og háaldraði bítillinn Paul McCartney, Davíð Roach Gunnarsson var á staðnum og hann gefur okkur skýrslu frá Royal Arena.
12/6/201850 minutes, 1 second
Episode Artwork

Sindri Freysson, jólagjafainnpökkun, hátíðarofngóttir, The Ballad of B

Efni Lestarinnar í dag: Borgarbókasafnið hefur opnað innpökkunarstöðvar fyrir jólagjafir í Grófinni og Kringlunni. Þar er að finna gamlar bækur og afskrifuð blöð sem gestir geta endurnýtt sem gjafapappír. Rætt verður við Esther Ýr Þorvaldsdóttur, verkefnastjóra kynningar- og markaðsmála hjá Borgarbókasafninu. Og að gefnu tilefni fá hlustendur að heyra af skapandi jólagjafainnpökkun frá tónlistarmanninum Óskari Guðjónssyni. Rætt verður við Sindra Freysson rithöfund um nýja ljóðabók hans, sem nefnist Skuggaveiði. Marta Sigríður Pétursdóttir fjallar um nýjustu mynd Coen bræðra, The Ballad of Buster Scruggs, sex stuttmyndir um grimman heim villta vestursins sem mynda eitt heildstætt verk. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli dagsins um hátíðarofgnóttir. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
12/5/201855 minutes
Episode Artwork

Suspiria, Dansað í Odessa, frelsun og endajaxlar

Nú í vikunni verður frumsýnd í Bíó Paradís endurgerð ítölsku költ-hryllingsmyndarinnar Suspiria frá árinu 1977, en það er leikstjóri hinnar óskarstilnefndu Call me by your name, Luca Guadagnino, sem stendur á bak við nýju útgáfuna. Myndin fjallar um bandaríska stúlku sem flytur til þýskalands til að leggja stund á dansnám, en kemst fljótt að því að skólinn er ekki allur þar sem hann er séður. Danslistin er mikilvægur þáttur í myndinni og atvinnudansarar leika stór hlutverk, meðal annars Halla Þórðardóttir, dansari úr Íslenska dansflokknum. Halla heimsækir Lestina í dag og spjallar um dans, Hollywood-leikara og hrylling. Endajaxlar eða vísdómstennur? Lengi vel voru öftustu tennur manneskjunnar kenndar við visku og skynsemi en í dag eru þær taldar vera þróunargalli. Í pistli sínum í dag skoðar Tómas Ævar Ólafsson endajaxla, tanndrátt og viskuskort. Ljóðabókin Dansað í Odessa eftir úkraínska skáldið Ilya Kaminsky kemur við sögu, en hún er komin út í íslenskri þýðingu Sigurðar Pálssonar og Sölva Björns Sigurðssonar. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi. Hann fer frá Ísraelum í ánauð, til Páls postula og inn í sjónvarpsfréttir RÚV. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
12/4/201852 minutes
Episode Artwork

Erfðabreytt börn, Sabrina, J.K. Huysmans og stólar

Í síðustu viku bárust þær ótrúlegu fréttir af því að fyrstu erfðabreyttu börnin hefðu fæðst í Kína. Daginn eftir að vísindamaðurinn He Juankui tilkynnti um byltingarkennda og gríðarlega umdeilda tilraun sína, hélt vöruhönnuðurinn Búi Bjarmar Aðalsteinsson fyrirlestur í Listaháskóla Íslands undir formerkjum ímyndaðs framtíðarfyrirtækis, Temper Genetics, en fyrirtækið býður foreldrum framtíðarinnar upp á hönnun og erfðabreytingu barna þeirra. Búi tekur sér far með Lestinni í dag og ræðir um hlutverk hönnuða í þessari nýju og ógnvænlegu veröld. Og í þættinum í dag verður einnig haldið áfram að fá fólk til mæla með bókum sem tala inn í okkar samtíma, með einum eða öðrum hætti, mæla með bókum sem við eigum að lesa hér og nú. Í dag er röðin komin að Braga Ólafssyni, rithöfundi. Táningsnornin Sabrina hefur snúið aftur á skjáinn eftir langt hlé. Áslaug Torfadóttir kynnti sér þessa nýju og myrkari útgáfu og segir frá í Lestinni. Og karlmenn sem færa stóla koma við sögu að gefnu tilefni í þættinum í dag. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
12/3/201853 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Hleranir, UK drill, 48 klst innilokun, Moon Safari

Í Lestinni í dag verður hugað að myndlist, tónlist og hlerunum. Siðafár hefur oft fylgt tónlist á tuttugustu öldinni en í tilfelli rappsins segja sumir að raunveruleikinn hermi eftir listinni. Í Bretlandi hefur ný tónlist verið að ryðja sér til rúms, svokallað UK drill en um er að ræða grjóthart rapp um gengjastríð og götulíf. Þessi tónlist er mikið á milli tannanna hjá breskum yfirvöldum en sumum röppurum þar hefur einfaldlega verið bannað að gera tónlist. Þórður Ingi Jónsson ræðir í dag við skoska tónlistarblaðamanninn Bob Cluness um þessa nýju stefnu gangsterrapps. Listakonurnar Annar Margrét Ólafsdóttir og Eygló Hilmarsdóttir verða gestir þáttarins en í gær sýndu þær gjörningaverk í Kubbnum sem var afrakstur 48 klukkustunda innilokunar í sýningarýminu sjálfu. Virðing Alþingis kemur við sögu að gefnu tilefni. Og Davíð Roach Gunnarsson þurrkar rykið af 20 ára gömlu meistaraverki, hljómplötunni Moon Safari með frönsku hljómsveitinni Air. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
11/29/201855 minutes
Episode Artwork

Kynhlutlaus barnafatalína Celine Dion, Arnbjörg María Danielsen, Widow

Tónlistarkonan Celine Dion kynnti nýlega kynhlutlausa barnafatalínu. Herferðin þaut eins og eldur í sinu um internetið. Fatalínan verður skoðuð nánar í þætti dagsins. Rætt verður við Jóhönnu Guðrúnu, söngkonu og sérlegan Celine Dion aðdáanda. Einnig verður í þætti dagsins rætt við Arnbjörgu Maríu Danielsen, listrænan stjórnanda viðburðar sem fram fer á laugardag, 1. desember, í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldisins. Viðburðurinn ber yfirskriftina Íslendingasögur en um er að ræða nýstárlega sýningu í tali og tónum sem byggð er á sögum Íslendinga fyrr og nú. Arngunnur segir nánar frá viðburðinum í Lestinni í dag. Marta Sigríður Pétursdóttir fjallar um nýjustu kvikmynd leikstjórans Steve McQueen, Ekkjur, sem fjallar um eiginkonur glæpamanna sem láta lífið í misheppnuðu ráni og skilja eftir stóra skuld. Einnig tekur hún fyrir kvikmyndina Erfingjana sem gerist í Paragvæ og fjallar um líf yfirstéttarinnar þar í landi og roskið lesbíupar sem einnig þarf að horfast í augu við skuldir. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson flytur pistil um að sjá það sem koma skal, eða lesa framtíðina úr fortíðinni. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
11/28/201855 minutes
Episode Artwork

Framtíð hinna dauðu, Hnotubrjóturinn, flökkusjálf

Efni Lestarinnar í dag: Hnotubrjóturinn og músakóngurinn, sígild saga E.T.A. Hoffmanns er jólaævintýri sem flestir kannast eflaust við enda saga sem hefur margoft verið aðlöguð að hvíta tjaldinu, sjónvarpsskjám, leikhús- og balletthúsum um víða veröld. Ævintýrið birtist fyrst á prenti fyrir meira en 200 árum en hefur aldrei komið út í íslenskri þýðingu fyrr en nú. Hulda Vigdísardóttir þýddi verkið úr frumtexta Hoffmanns og verður bókin gefin út í næstu viku. Hulda er gestur Lestarinnar í dag. Nokkuð hefur verið rætt að undanförnu um hótelbyggingu sem fyrirhugað er að reisa á svokölluðum Landsímareit í hjarta Reykjavíkurborgar. Ástæðan er einföld: á reitnum er gamall kirkjugarður, sá elsti í Reykjavík, svokallaður Víkurgarður. Sitt sýnist hverjum um framkvæmdirnar og á dögunum birti Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur grein undir yfirskriftinni Framtíð hinna dauðu þar sem hún fjallar meðal annars um þau lög sem gilda um kirkjugarða, grafarhelgi og friðhelgi hinna látnu. Lára verður gestur Lestarinnar í dag. Í pistli sínum í dag skoðar Tómas Ævar Ólafsson hugtakið flökkusjálf sem lýsir ákveðnum veruhætti eða lífstíl sem einkennist og mótast af millibilsástandi. Það er háþróaður kapítalismi sem laðar fram þetta fyrirbæri þó að nafn þess sé dregið af gamalkunnum hirðingjum. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
11/27/201850 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Stjörnuspá, Homecoming, Bertolucci

Efni Lestarinnar í dag: Stjörnuspeki og stjörnufræði; greinar af sama meiði í skilningi hugmyndasögunnar. Stjörnufræðin byggist á vísindalegum staðreyndum, stjörnuspekin... ekki, en það breytir því þó ekki að stjörnuspár eru vinsælt lestrarefni víða um veröld. Stjörnuspeki og spá verður skoðuð nánar í þætti dagsins. Spurt er: Hvers vegna höfum við svo mikinn áhuga á stjörnuspeki? Og hvað segir það um mannveruna? Rætt verður við Sigríði Klingenberg og fræðst nánar um iðju stjörnuspákonunnar. Ítalski kvikmyndaleikstjórinn Bernardo Bertolucci andaðist í Róm í morgun, 77 ára gamall. Bertolucci var einn af risum ítalskrar kvikmyndagerðar, þekktur fyrir myndir á borð við Last Tango in Paris og The Last Emperor, en sú síðarnefnda landaði hvorki fleiri né færri en níu óskarsverðlaunum árið 1987. Lestin rifjar upp feril Bertoluccis, og rætt verður við Ásgrím Sverrisson kvikmyndaleikstjóra. Og í þættinum í dag verður einnig haldið áfram að fá fólk til mæla með bókum sem tala inn í okkar samtíma, með einum eða öðrum hætti, mæla með bókum sem við eigum að lesa hér og nú. Í dag er röðin komin að Þóru Arnórsdóttur sjónvarpskonu. Hlustendur heyra í þættinum í dag hvaða bók varð fyrir valinu hjá henni, og hvers vegna. Og Áslaug Torfadóttir fjallar í dag um bandarísku sjónvarpsþættina Homecoming, eða Heimkomu. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
11/26/201855 minutes
Episode Artwork

Rottuleiðir, Gusgus, Snorri Sturluson og Guðmundur Kamban

Efni Lestarinnar í dag: The Ratline er ný hlaðvarpsþáttaröð frá breska ríkisútvarpinu, BBC. Yfirskrift þáttar hljóðar einhvern veginn svona: nasistar, njósnarar, ást, dauði, leyndardómar og lygar. Í þessari tíu þátta seríu er kafað ofan í sögu Ottos von Wächter, háttsetts liðsforinga í SS-sveitunum, sem náði að flýja réttarhöldin í Nürnberg. Wachter nýtti sér flóttakerfi sem kom fjölda stórglæpamönnum nasista undan réttvísinni, sér í lagi til Suður-Ameríku. Flóttakerfi þetta er gjarnan nefnt rottuleiðir (Ratline). Nánar verður fjallað um fyrirbærið í þætti dagsins með hjálp sagnfræðingsins Þórs Whitehead, sem og hlaðvarpssþáttaröðina The Ratline frá BBC. Einnig verður rætt við Jón Karl Helgason, prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, en í erindi sem hann heldur í Reykholti um helgina mun hann leitast við að tengja saman dauða skáldanna Snorra Sturlusonar og Guðmundar Kambans, og virða um leið fyrir sér hugsanleg tengsl þeirra við árið 1918 og skrif Sigurðar Nordals. Erindið nefnir Jón: „Eigi skal höggva: Jeg er ligeglad“. Lausbeislaðar hugleiðingar um fullveldið og karlveldið. Hljómsveitin Gusgus er danstónlistarmekka, tekknó-ráðuneyti og æðsta húsið í íslenskri danstónlist. Gusgus lék fyrir tveimur fullum húsum í Eldborgarsal Hörpu síðasta laugardagskvöld og útsendari Lestarinnar var á svæðinu. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
11/22/201849 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Richard Brautigan, Lauryn Hill, tímaflakk, Litla Moskva,

Efni Lestarinnar í dag: Þórður Sævar Jónsson segir frá skáldsögunni Hawkline-skrímslið eftir bandaríska rithöfundinn Richard Brautigan, en bókin er nýlega komin út í íslenskri þýðingu Þórðar. Bandaríski rapparinn og söngkonan Lauryn Hill túrar nú um heiminn í tilefni 20 ára afmæli fyrstu og einu sólóplötu sinnar; The Miseducation of Lauryn Hill. Platan sló í gegn á sínum tíma og er löngum orðin klassík í sögu hiphopsins. Í Lestinni í dag verður fjallað um eitt lag af plötunni í þætti dagsins; lag sem skiptir tónlistarkonuna miklu máli enda lag sem fjallar um fæðingu Zions, fyrsta barns hennar og Rohans Marley. Marta Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndarýnir Lestarinnar, fjallar í dag um nýja heimildarmynd eftir Grím Hákonarsonar, Litlu Moskvu, sem fjallar um Neskaupsstað og ítök sósíalista og Alþýðubandalagsins þar í 52 ár. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli sínum í dag um tímaflakk og hugtök tímans. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
11/21/201855 minutes
Episode Artwork

Kvikmyndaheimur nasista, Orgón lækningar, kvikmynd dagsins

Efni Lestarinnar í dag: Heimildarmyndin Hitler's Hollywood fjallar um kvikmyndaheim nasista frá árinu 1933 til ársins 1945 og það hvernig nasistar földu áróður sinn oft og tíðum í Hollywood-legu léttmeti. Þórður Ingi Jónsson segir frá myndinni í Lestinni í dag. Heimildarmaður hans verður Benedikt Hjartarson, prófessor við Háskóla Íslands. Veturinn er kominn og híðishegðun mannsins nú auðséðari en áður. Á tímum sem þessum er gott að verja kvöldstund fyrir framan sjónvarpsskjáinn með eina vel valda kvikmynd í tækinu. Lestin kynnir nýjan vetrardagskrárlið í þætti dagsins þar sem þáttarstjórnendur fá gesti til að mæla með kvikmyndum til að horfa á. Spurt er: Hvaða kvikmynd eigum við að horfa á í kvöld? Og hvers vegna. Í dag er það Una Björg Magnúsdóttir, listakona, sem velur mynd. Í byrjun 20. aldar taldi sálgreinandinn Wilhelm Reich sig hafa náð að mæla sjálfa lífsorkuna og gaf henni hið fallega nafn, Orgón. Í pistli sínum í dag skoðar Tómas Ævar Ólafsson þessi djörfu gervivísindi og veltir fyrir sér hvort eitthvað vit sé að finna í Orgón lækningum. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
11/20/201850 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Alexander McQueen, Bodyguard

Efni Lestarinnar: McQueen nefnist ný heimildarmynd um breska listamanninn Alexander McQueen. Myndin er sýnd á hátíðinni FFF - Fashion Film Festival sem fer fram í Bíó Paradís dagana 20.-24. nóvember. Að gefnu tilefni verður fjallað um líf og list McQueens í þætti dagsins. Viðmælendur verða Álfrún Pálmadóttir og Ása Bríet Brattaberg, umsjónarkonur Fashion Film Festival. Og í þættinum í dag verður einnig haldið áfram að fá fólk til mæla með bókum sem tala inn í okkar samtíma, með einum eða öðrum hætti, mæla með bókum sem við eigum að lesa hér og nú. Í dag er röðin komin að Guðrúnu Nordal, forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Og bresku sjónvarpsþættirnir Bodyguard hafa verið mikið á milli tannana á fólki undanfarið enda þykja þeir einhverjir þeir mest spennandi sem komið hafa fram lengi. Áslaug Torfadóttir fjallar um þættina í Lestinni í dag. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
11/19/201855 minutes
Episode Artwork

Íslenskur vestri, Bang Gang, Wu Tang Clan, Blindspotting

Í Lestinni í dag verður meðal annars rætt við Barða Jóhannsson tónlistarmann sem fagnar um þessar mundir afmæli þriggja platna með hljómsveitinni Bang Gang. Af því tilefni verður efnt til boðs í Rokksafni Íslands í Hljómahöll í Reykjanesbæ á morgun. Þar verður nýtt myndband Bang Gang frumsýnt, hljómsveitin Bang Gang tekur nokkur af bestu lögum sveitarinnar, auk þess sem Rokksafni Íslands verður formlega afhend stytta af Barða sem upprunalega var framleidd og sýnd í Triennale sem er hönnunarsafn í Milano á Ítalíu. Styttan er komin til landsins og kemur til með að standa í Rokksafni Íslands. Barði verður gestur Lestarinnar í dag. Kári Valtýsson, lögmaður, sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu á dögunum. Sagan nefnist Hefnd og fjallar um Íslending sem gerist byssubófi í villta vestrinu í Bandaríkjunum um miðja nítjándu öld. Kári verður gestur Lestarinnar í dag. Marta Sigríður Pétursdóttir fjallar í dag um kvikmyndirnar Blindspotting og The Girl in the Spider's Web. Og hugað verður að merkilegri plötu: Wu-Tang Clan er rapp-stórveldi, hip hop-heimsálfa, fatalína, íkonógrafía, lífstíll, fagurfræði og söguheimur út af fyrir sig. En allt hófst það með plötu sem kom út fyrir aldarfjórðungi síðan, Enter The Wu Tang (36 chambers). Davíð Roach Gunnarsson spilar Wu Tang Clan í hljóðkerfi lestarinnar í dag og hækkar svo um munar. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
11/15/201855 minutes
Episode Artwork

Listaverk og fjöldaframleiðsla, Jóel Pálsson, Instagram

Efni Lestarinnar í dag: Jóel Pálsson saxófónleikari gefur á morgun út plötuna Dagar koma en hún inniheldur lög sem samin voru við ljóð nokkurra íslenskra samtímaskálda. Jóel heldur ásamt fríðu föruneyti útgáfutónleika í Norræna húsinu á morgun, og hann verður gestur Lestarinnar í dag. Fyrr í vikunni var rætt í Lestinni við liðskonur rappsveitarinnar CYBER, þær Sölku Vals og Jóhönnu Rakel, um nýja plötu sveitarinnar. Fleira var rætt sem ekki komst fyrir í þeim þætti. Og í dag heyra hlustendur brot úr spjallinu; rætt var um skáldaðar persónur og sjálf, væntingar og Instagram-kúltúr samtímans. Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í heimspekipistli í dag um verufræðilega skilgreiningu listaverka, áru þeirra og fjöldaframleiðslu. Og hlustendur kynnast bandaríska myndlistarhópnum og hljómsveitinni The Residents, og forsprakka hennar, tónlistarmanninum Hardy Fox. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
11/14/201855 minutes
Episode Artwork

Stan Lee, Litla Moskva, African Rhythms

Efni Lestarinnar í dag: ,,Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð,'' segir köngulóamaðurinn, en ofurhetjan er meðal fjölmargra hugarsmíða myndasöguhöfundarins Stans Lee. Lee lést í gær, 95 ára að aldri. Hans verður minnst í Lestinni í dag. Heimildarmaður er Hugleikur Dagsson, teiknimyndahöfundur með meiru. Einnig verður í Lestinni í dag rætt við kvikmyndaleikstjórann Grím Hákonarson um heimildamyndina Litlu Moskvu sem frumsýnd verður á morgun en hún fjallar um Neskaupstað og það hvernig bærinn hefur breyst í tímans rás, frá því að sósíalistar réðu ríkjum í bænum og til dagsins í dag. Sósíalistar komust til valda í bænum árið 1946 og stýrðu bænum í 52 ár, í myndinni er sú saga rakin og skoðuð frá ólíkum sjónarhornum. Í pistli sínum í dag skoðar Tómas Ævar Ólafsson plötuna African Rhythms frá 8. áratug síðustu aldar en á plötunni fléttast saman straumar úr mörgum áttum, allt frá sagnfræðilegri endurskoðun til skáldaðra handanheima í geimnum. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
11/13/201855 minutes
Episode Artwork

CYBER, Ferðabók Eggerts & Bjarna, Wanderlust, Iceland Airwaves

Efni Lestarinnar í dag: Rappsveitin CYBER gaf út nýverið út nýja breiðskífu. Platan nefnist Bizness og er fjórða útgefna efni sveitarinnar. Platan verður skoðuð nánar í þætti dagsins, rætt verður við tvær liðskonur bandsins, þær Sölku Vals og Jóhönnu Rakel. Í þættinum verður einnig haldið áfram að fá fólk til mæla með bókum sem tala inn í okkar samtíma, með einum eða öðrum hætti, mæla með bókum sem við eigum að lesa hér og nú. Í dag er röðin komin að Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi. Fólk er oft tilbúið til þess að leggja ýmislegt á sig til þess að bjarga hjónabandinu. Bresku sjónvarpsþættirnir Wanderlust fjalla um hjónin Joy og Alan sem leita nýstárlegra leiða til þess að finna neistann á ný. Áslaug Torfadóttir fjallar um Wanderlust í Lestinni í dag. Og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var haldin um helgina, en henni lauk á laugardag. Spurt verður í þættinum, hvernig tókst til að þessu sinni. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
11/12/201855 minutes
Episode Artwork

Hvíta albúmið, Serbneskir kvikmyndadagar, Iceland Airwaves

Efni Lestarinnar í dag: Þann 22. nóvember næstkomandi verða 50 ár liðin frá útgáfu Hvíta Albúmsins með Bítlunum. Á morgun kemur út viðhafnarútgáfa sem hefur að geyma endurhljóðblandanir og fjölmargar upptökur frá gerð plötunnar sem ekki hafa heyrst áður. Platan hefur löngum þótt endurspegla með dularfullum hætti tíðaranda hins viðburðaríka árs, 1968, og nú er skrifað um það að hún tali líka með beinum hætti inn í okkar samtíma, árið 2018. Í Lestinni í dag verður fjallað um Hvíta albúmið, gestur þáttarins verður Einar Már Guðmundsson, rithöfundur. Serbneskir menningardagar verða haldnir í Bíó Paradís um helgina. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin hér á landi og er hún nú tileinkuð serbneskri kvikmyndagerð. Svetlana Markovic, fræðir hlustendur nánar um hátíðina, Serbnesku menningarmiðstöðina á Íslandi, sem og serbneska kvikmyndagerð, í þætti dagsins. Og hugað verður að tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem hófst í gær, Davíð Roach Gunnarsson gefur skýrslu. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
11/8/201855 minutes
Episode Artwork

Samtíminn & sambandsleysi, af hverju að skapa list?, Cold War, Queen,

Í Lestinni í dag verður meðal annars fjallað um samtímann og sambandsleysið sem honum fylgir. Spurt verður: Hvers vegna sköpum við list? Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndagagnrýnandi fjallar um kvikmyndirnar Bohemian Rapsody, sem fjallar um bresku hljómsveitina Queen, og kvikmyndina Cold War eftir pólska leikstjórann Pawel Pawlikowski. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson flytur pistil um hugtakatvennd heildar og hluta í samhengi pólitískrar orðræðu. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
11/7/201855 minutes
Episode Artwork

Stelpur í barnabókmenntum, Rögnvaldur Skúli, Hrekkjavaka, haust

Efni Lestarinnar í dag: Rögnvaldur Skúli Árnason hefur verið iðinn við olíumálun í um það bil áratug. Hann hefur haldið þónokkrar einkasýningar hérlendis og tekið þátt í ótal sýningum með öðrum listamönnum. Um helgina opnaði hann einkasýningu á narratívum landslagsverkum í Gallery Port á Laugaveginum. Verkin upphefja íslenska náttúru en þau varpa einnig fram spurningum um hvort landslag íslenskrar myndlistar hafi burði til að bera hin alvarlegri umfjöllunarefni okkar tíma. Rögnvaldur Skúli verður gestur Lestarinnar í dag. Og sterkar stelpur koma við sögu í þætti dagsins. Þær eru fordæmdar fyrir útlit sitt, eiga ekki foreldra og lifa í einstaklega regluföstum aðstæðum sem beita þær refsingum, en þrátt fyrir allt skín af þeim gleðin. Í pistli sínum í dag skoðar Tómas Ævar Ólafsson freknóttu og rauðhærðu stelpurnar sem skjóta svo oft upp kollinum í barnabókmenntum. Hrekkjavakan hefur sett svip á samtímann síðustu daga en það mætti þó segja að aðdáendur hryllingsmynda fagni þessari hátíð á hverjum degi. Íslenska hljómsveitin Malneirophrenia er undir miklum áhrifum frá tónlist úr frægum hrollvekjum en sveitin tekur sinn eigin snúning á kvikmyndatónlist. Meðlimir sveitarinnar ræða í dag við Þórð Inga Jónsson um þeirra uppáhalds-stef úr heimi hryllingsmyndanna. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur að venju pistil í Lestinni á þriðjdegi. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
11/6/201855 minutes
Episode Artwork

Eva Rún Snorradóttir, Making A Murderer, Töfrafjallið, Blood on the Tr

,,Núna þurfum við, á góðlátlegan hátt, að hætta að bera virðingu fyrir ákveðnum leiðum, ákveðnum hugsunum, hefðum, og huga að því sem við höfum þaggað niður'' segir Eva Rún Snorradóttir, sviðslistakona og ljóðskáld um karllæga skekkju og feðraveldið. Eva gaf nýverið út sína þriðju ljóðabók; Fræ sem frjóvga myrkrið. Við heimsóttum Evu eldsnemma í morgun, fengum að skyggnast inn í hugarheim hennar. Við ræddum meðal annars niðursoðna snáka, gamalgróna siði og hefðir, reiði, og margt margt fleira. Meira um það í þætti dagsins. Heimildaþættirnir Making a Murderer ullu miklum usla með fyrstu þáttaröð sinni þar sem fjallað var um gölluð réttarhöld yfir Steven Avery og Brendan Dassey. Nú hefur önnur þáttaröð þessarar seríu verið frumsýnd. En hefur hún einhverju við að bæta? Áslaug Torfadóttir skoðar málið í Lestinni í dag. Birna Bjarnadóttir bókmenntafræðingur mælir með bók sem hlustendur ættu að lesa hér og nú og fallegasta lag í heimi hljómar í hljóðkerfi Lestarinnar í dag. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
11/5/201853 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Raftæki, kvennastörf, vetur & Iceland Airwaves

Efni Lestarinnar: Tuttugasta Iceland Airwaves hátíðin verður gangsett í næstu viku, sú fyrsta síðan nýir rekstraraðilar tóku við festivalinu, og sú stærsta hingað til. Davíð Roach Gunnarsson stiklar á stóru í sögu hátíðarinnar og mælir með nokkrum listamönnum sem vert er að gefa gaum á Airwaves í Lestinni í dag. Raftæki endast skemur og skemur, við vitum öll hvers vegna, við heyrum í Lestinni í dag sögu af dyntóttum síma, sem er ekki ýkja gamall en samt farinn að bila. Við fjöllum um súrrealískan síma og endingartíma raftækja í þættinum í dag. Veturinn kemur við sögu. Og Eydís Blöndal ljóðskáld heldur áfram að fjalla um kvennastörf og hvetur í dag til breytinga.
11/1/201855 minutes
Episode Artwork

Matthías Johannessen, Halloween, #fallingstars, ríkisvald og auðvald

Í Lestinni í dag verður meðal annars rætt við Matthías Johannessen skáld og fyrrverandi ritstjóra sem var að senda frá sér ljóðabókina Enn logar jökull. Lestin skoðar líka nýjustu tískubóluna á interneti hinna ofurríku í Rússlandi, Bandaríkjunum og Kína. Hrasandi stjörnur, eða #Fallingstars, felst í því að dreifa myndum á samfélagsmiðlum þar sem maður liggur kylliflatur á jörðinni með andlitið niður eins og maður hafi hrasað með fangið fullt af verðmætum varningi - skartgripum, merkjavöru, handtöskum og peningaseðlum. Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndagagnrýnandi fjallar í dag um dönsku kvikmyndina Den Skyldige eftir Gustave Möller, sem er framlag Dana til Óskarsverðlauna að þessu sinni, og bandarísku kvikmyndina Halloween eftir David Gordon Green með Jamie Lee Curtis og Judy Greer í aðalhlutverkum. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli sínum í dag um samspil ríkisvalds og auðvalds. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
10/31/201855 minutes
Episode Artwork

Litla hafpulsan, gereyðingarvopn, norrænar kvikmyndir, brauðrist/rista

Í norðausturhluta Reykjavíkurtjarnar situr nú óvenjuleg kynjavera, plaststytta sem sýnir hnarreista fölbleika pylsu með hafmeyjusporð sitjandi á gulri brauðbollu. Litla hafpulsan, sem er framlag listakonunnar Steinunnar Gunnlaugsdóttur til 100 ára fullveldisafmælis Íslendinga og hluti af Cycle-listahátíðinni, hefur vakið blendin viðbrögð. Sumum þykir hún argasta smekkleysa en aðrir segja hana frábært verk og hvetja til þess að hún fái varanlegan sess í tjörninni. Lestin heimsækir Litlu hafpulsuna í dag. Tómas Ævar Ólafsson fjallar í pistli sínum um síendurtekið rifrildi um ristavélar og brauðristar sem skýtur gjarnan upp kollinum í fermingarveilsum og jólaboðum. Tómas spyr: Á maður að segja brauðrist eða ristavél? Sigríður Pétursdóttir flytur tíðindi frá kvikmyndahátíðinni í Lundúnum sem fram fór á dögunum, í dag hugar hún að norrænum hluta hátíðarinnar. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi. Í dag fjallar hann meðal annars um klónaðan hund og gereyðingavopnaráðstefnu Nato sem fer fram á Íslandi um þessar mundir. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
10/30/201853 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Mesópótamía, Airwaves-ráðstefna, Harry Bosch, Schitt's Creek

Fyrsta ritmál mannkyns varð til í hinu merkilega menningarsamfélagi Mesópótamíumanna, á svæði sem nú tilheyrir Írak. Þessi uppfinning var fyrst notuð til að halda bókhald og skrásetja varning en fljótlega varð til ríkuleg bókmenntahefð sem er ennþá tiltölulega lítið rannsökuð. Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir, bókmenntafræðingur, hefur rannsakað og vinnur nú að þýðingum á nokkrum mikilvægum bókmenntaverkum frá Mesópótamíu. Í þætti dagsins ferðast Lestin fimm þúsund ár aftur í tímann með Kolbrúnu Lilju. Einnig verður rætt við Sigtrygg Baldursson, framkvæmdastjóra Útóns, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, um ráðstefnuhald í tengslum við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem hefst í næstu viku. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi og ljóðskáld, mælir með bók sem að hans mati lýsir samtímanum betur en aðrar bækur. En það eru bækur um leynilögreglumanninn Harry Bosch. Og Áslaug Torfadóttir fjallar um kanadísku sjónvarpsþættina Schitt's Creek.
10/29/201855 minutes
Episode Artwork

Danska nýbylgjan, ljósmæður, Matthew Dear og London Film Festival

Í Lestinni í dag verður meðal annars rætt við Dag Kára Pétursson kvikmyndaleikstjóra um dönsku nýbylgjuna í kvikmyndagerð en á morgun efna Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Norræna Húsið til málþings um nýsköpun í danska kvikmyndageiranum í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Bandaríski rafbarítónninn Matthew Dear óx úr grasi í fæðingarborg tekknósins og hefur gert tilraunir á eigin rödd í ríflega áratug. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í hans nýjustu afurð, breiðskífuna Bunny, í Lestinni í dag. Eydís Blöndal ljóðskáld fjallar áfram um kvennastörf og hlustendur frá tíðindi frá kvikmyndahátíðinni í Lundúnum, London Film Festival, en henni lauk á sunnudag. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
10/25/201851 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Ödipus, umdeild klerkakvikmynd, bíó byggt á bókum, ritsmiðja í Árbæ

Í Lestinni í dag verður meðal annars rætt við Ásu Helgu Hjörleifsdóttur kvikmyndaleikstjóra um listina að aðlaga skáldsögur að kvikmyndaforminu en hún heldur á næstunni námskeið um efnið hjá Endurmenntun HÍ. Á námskeiðinu læra þátttakendur að skrifa handrit byggt á bók að eigin vali, og fá einstaka innsýn í þetta listform, aðlögun. Ása segir nánar frá í Lestinni í dag. Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndagagnrýnandi fjallar um tvær kvikmyndir í þætti dagsins, pólsku myndina Kler eftir Wojciech Smarzowski og Gräns, eða Mæri, eftir íransk/sænska kvikmyndaleikstjórann Ali Abbasi. Tvisvar í mánuði hittist hópur kvenna á besta aldri í Borgarbókasafninu í Árbæ, þær skrifa, lesa upp textana sína og gefa hverri annarri gagnrýni og ábendingar. Skrifstofan er opin og ókeypis ritsmiðja á vegum Borgarbókasafnsins í Árbæ en sams konar smiðja er einnig starfrækt í Kringlunni. Þátttakendur nýta smiðjuna ýmist til að skrásetja endurminningar sínar, vinna úr sárri lífsreynslu í ljóðum, eða virkja ímyndunaraflið og skrifa skáldsögur. Lestin brunar upp í Árbæ og heimsækir ritsmiðju borgarbókasafnsins. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í miðvikudagspistli um hugtök væntingar og ætlunar með hliðsjón af sögunni um Ödipus konung.
10/24/201855 minutes
Episode Artwork

Klám, Bjartar sveiflur, listin að vera alveg sama, St. Vincent,

Á tímum kynlífsbyltingarinnar á sjöunda og áttunda áratugnumr jókst sýnileiki nektar og kynlífs í vestrænni menningu. Í kvikmyndum og sjónvarpi, bókum og blöðum, leikhúsi og ljósmyndum var kynlíf ekki aðeins gefið í skyn heldur var því lýst af sívaxandi nákvæmni. Hér á landi eins og víðar var á þessum tíma hart deilt um klám, hvernig skyldi skilgreina það, hvers konar sviðsetning á kynlífi þætti æskileg og hvað skyldi bannað. Þetta er umfjöllunarefni nýrrar bókar eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur, Stund klámsins, en bókin er fyrsta fræðilega verkið um sögu kláms á Ísland - tímamótaverk. Kristín Svava tekur sér far með Lestinni í dag. Hljómsveitin Bjartar sveiflur gefur á morgun út plötu sem hefur að geyma endurgerðir nokkurra þekktra íslenskra dægurlaga. Tveir meðlimir sveitarinnar taka sér far með Lestinni í dag. Tómas Ævar Ólafsson fjallar um hljómplötuna MassEducation með bandarísku tónlistarkonunni St. Vincent en um er að ræða endurgerð plötunnar Masseduction sem kom út í fyrra og vakti mikla athygli. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar í dag um sjálfshjálparbók frá árinu 2016 og stóuspekinginn Epíktetus. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
10/23/201850 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Kvennafrí, Sapiens, Travis Scott, The Haunting of Hill House,

Í Lestinni í dag verður meðal annars rætt við Maríönnu Clöru Lúthersdóttur um kvennafrí, en stundvíslega klukkan 14:55 eru konur hvattar til að ganga úr vinnu og ganga síðan fylktu liði niður á Arnarhól þar sem haldinn verður samstöðufundur. Maríanna er verkefnisstjóri kvennafrís og segir frá í þættinum í dag. Halldór Björnsson, veðurfræðingur, segir frá bók sem að hans mati á meira erindi við samtímann en aðrar bækur, bók sem við eigum að lesa hér og nú. Bókin sem hann velur er metsölubókin Sapiens, eftir ísraelska sagnfræðinginn Yuval Noah Harari, bók sem varpar áhugaverður og óvæntu ljósi á sögu mannkyns. Við kíkjum á nýtt tónlistarmyndband með rapparanum Travis Scott, en myndbandið við Sicko Mode er ofhlaðið og gallsúrt ferðalag um heimaborg hans, Houston í Texas. Og sjónvarpsþátturinn The Haunting of Hill House þykir ekki aðeins draugalegasti sjónvarpsþáttur ársins, heldur líka einn sá besti. Áslaug Torfadóttir hættir sér inn í Hill House í Lestinni í dag. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
10/22/201855 minutes
Episode Artwork

Hraðlest: Mandý, Swing Time, róf, gervigreind, kvennastörf, aflandsfél

Hraðlestin leggur af stað 17:03. Á meðal farþega í dag eru Kjartan Hólm, Auður Jónsdóttir, Oktavía Hrund Jónsdóttir, Þórhallur Magnússon, Pálmi Hlöðversson, Halldór Armand Ásgeirsson, Eydís Blöndal og Haraldur Jónsson.
10/19/201855 minutes
Episode Artwork

Kurt Vile, Karíbahafið, kvennastörf og Haraldur Jónsson

Í Lestinni í dag verður meðal annars rætt við Harald Jónsson myndlistarmann en á laugardag verður opnuð á Kjarvalsstöðum yfirlitssýning á verkum hans. Sýningin nefnist Róf og spannar þrjátíu ára feril Haraldar. Í byrjun árs ferðaðist Halldór Ragnarsson, myndlistarmaður, um eyjar Suður-Karíbahafsins í tvo mánuði. Hann dvaldist á fáförnum eyjum og ljósmyndaði þar fólk og staði og útkoman kemur nút út í ljósmyndabók sem nefnist Leit að lífi. Bókin inniheldur einnig brot úr ferðadagbók Halldórs, hugleiðingar sem varpa ljósi á hið innra tilvistarlega ferðalag listamannsins. Halldór tekur sér far með Lestinni og ræðir um ferðalög, ljósmyndir og leitina að lífi. Á fimmtudögum í októbermánuði flytur Eydís Blöndal, ljóðskáld, pistla um kvennastörf, hlustendur heyra annan pistil hennar í þættinum í dag. Og Davíð Roach Gunnarsson fjallar um nýútkomna plötu með bandaríska tónlistarmanninum Kurt Vile. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
10/18/201850 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Nýtt íslenskt bíó, stafræn fótspor, Blood on the tracks, bréf til Evró

Stafræni heimurinn birtist okkur yfirleitt sem loft- og óefniskenndur. Því gerum við okkur illa grein fyrir þeim ummerkjum sem við skiljum eftir okkur, greinileg fótspor og skýr slóð sem fyrirtæki og stjórnvöld geta rakið, safnað saman og notað í ýmsum tilgangi. En geta einstaklingar á einhvern hátt falið slóð sína eða minnkað stafræna fótsporið sitt? Oktavía Hrund Jónsdóttir, öryggisráðgjafi og baráttukona fyrir stafrænum réttindum, tekur sér far með Lestinni í dag og ræðir um friðhelgi einkalífsins í netheimum. Vefútgáfa breska blaðsins The Guardian greindi frá því í gær að ítalski kvikmyndaleikstjórinn Luca Guadagnino, höfundur mynda á borð við Call me by your Name og Suspira, hyggist gera kvikmynd eftir hljómplötunni Blood on the Tracks með Bob Dylan. Platan kom út árið 1975 og þykir ein albesta plata Dylans. Einnig var tilkynnt á dögunum að væntanlegur væri pakki frá Columbia-útgáfufyrirtækinu, 14. pakkinn í bootleggseríunni svokölluðu, sem helgaður verður þessari frægu plötu og hefur meðal annars að geyma upptökur sem ekki hafa heyrst áður. Lög af plötunni Blood on the Tracks hljóma í hljóðkerfi Lestarinnar í dag, og rætt verður við Guðmund Andra Thorsson, rithöfund og Alþingismann sem hefur miklar mætur á plötunni. Í Lestinni í dag verður flutt opið bréf til Evrópu. Þetta er brot úr ljóðinu “Bréf til Evrópu“ eftir sænska ljóðskáldið Athenu Farrokhzad sem var frumflutt á ljóðahátíðinni Dagar ljóða og víns í Berlín í ágúst. En á hverju ári fá hátíðarhaldarar er eitt ljóðskáld fengið til að ávarpa Evrópu, stöðu hennar og vandamál. Bréfið hefur verið þýtt af Eiríki Erni Norðdahl og er hér lesið upp af Sönnu Magdalenu Mörtudóttur. En ljóðið verður hluti af Cycle Music and Art Festival sem fer fram í Kópavogi 25 til 28. október og verður þar flutt í heild sinni, en þema hátíðarinnar í ár er inclusive nation - “Þjóð meðal þjóða.“ Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndagagnrýndi fjallar í þættinum um dag um kvikmyndina Undir halastjörnu eftir Ara Alexander Ergis Magnússon sem frumsýnd var á dögunum, og nýja íslenska heimildamynd, Bráðum verður bylting. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
10/17/201855 minutes
Episode Artwork

Aflandsfélög, gervigreindartónlist, varðskipið Óðinn og bíóillmenni

Gervigreind er farin að leika stórt hlutverk í tónlistarsköpun í nútímanum á öllum stigum sköpunarinnar. Gervigreindin aðstoðar ekki bara mannlega tónsmiði við að semja og ná fram áhugaverðum hljóðum heldur er hún jafnvel farin að geta samið sína eigin tónlist. Í Lestinni í dag verður spáð í gervigreind, tækni og tónlist með Þórhalli Magnússyni, lektor, við Háskólann í Sussex í Bretlandi. Varðskipið Óðinn er eitt sögufrægasta skip landsins. Það tók þátt í þorskatríðunum auk þess sem skipið á sér merka sögu þegar kemur að björgunarafrekum. Í febrúar á þessu ári voru 50 ár síðan skipverjar á Óðni björguðu átján sjómönnum af breska togaranum Notts County í foráttuveðri í Ísafjarðardjúpi, alls fórust 26 sjómenn í því veðri. Óðinn hefur verið einn helsti sýningargripur Sjóminjasafnsins í Reykjavík en var dreginn í slipp í gær. Í Lestinni í dag verða fáein brot úr sögu Óðins rifjuð upp með Pálma Hlöðverssyni sem var stýrimaður á skipinu dagana örlagaríku í febrúarbyrjun árið 1968. Tómas Ævar Ólafsson kannar í dag skilvirka formúlu ævintýrakvikmynda til að koma illmennum fyrir kattarnef án þess að fórna sakleysi hetjunnar, formúlu sem kalla mætti hinn gerandalausa dauðdaga illmennisins. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi. En í dag veltir hann fyrir sér aflandsfélögum og peningalandi. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
10/16/201850 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Jóhann Jóhanns og Mandy, Swing time, Bach, hinsegin grasrót

Nú um helgina var frumsýnd hér á landi síðasta kvikmyndin sem Jóhann Jóhannsson, tónskáld, vann tónlistina við. Mandy er tilraunakennd hryllingsmynd eftir Panos Cosmatos og með Nicolas Cage í aðalhlutverki. Tónlistin hefur vakið mikla athygli enda er hún óvenjuleg og ágeng, en þar eru nostalgískir hljóðgervlar og níðþungur gítarhljómur í aðalhlutverki. Einn þeirra sem starfaði með Jóhanni að gerð tónlistarinnar er Kjartan Holm, tónlistarmaður og tónsmiður. Kjartan tekur sér far með Lestinni í dag og lýsir frá því hvernig var að vinna með Jóhanni við gerð myndarinnar. Auður Jónsdóttir rithöfundur segir frá bók sem að hennar mati á meira erindi við samtímann en aðrar bækur, bók sem við eigum að lesa hér og nú. Bókin sem hún velur er Swing time eftir Zadie Smith. Sjónvarpsþættirnir Pose fjalla um merkilega tíma í grasrótarmenningu hinsegin fólks í New York á níunda áratugnum. Áslaug Torfadóttir rýnir í ballmenninguna og segir frá þátttakendum hennar. Og Johann Sebastian Bach kemur við sögu að gefnu tilefni í Lestinni í dag. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
10/15/201855 minutes
Episode Artwork

Hraðlest: Banksy, Rax, sjónvarpsgrínistar, nábrækur, Einstein kynferði

Hraðlestin leggur af stað 17:03. Við sögu í þættinum í dag koma meðal annars Banksy, Ragnar Axelsson og Einar Geir Ingvarsson, Eydís Blöndal, Guðjón Ragnar Jónasson og þýski læknirinn og kynfræðingurinn Magnus Hirschfeld, Ármann Jakobsson og Gísla saga Súrssonar, Þrándur Þórarinsson og skollabuxur Bjarna Benediktssonar, Svavar Knútur, Ísleifur Þórhallsson og Off-venue, og Halldór Armand Ásgeirsson og sjónvarpspredikarar dagsins í dag.
10/12/201857 minutes
Episode Artwork

Tónlist í almannarými, A Star is Born, kvennastörf, Marie Davidson

Það er tónlist út um allt. Í stórmörkuðum, verslunarmiðstöðvum, veitingastofum, hjá rakaranum, á flugvöllum og á hótelum. En hvernig er þessi tónlist valin? Hvað liggur til grundvallar og hvaða markmið eru höfð í huga? Við fjöllum um tónlist í almannarými í Lestinni í dag. Gestur okkar verður Kristinn Pálsson sem hefur unnið í nokkur ár fyrir fyrirtæki sem heitir AtmoSelect við nákvæmlega það að setja saman lagalista. Í októbermánuði ætlar Eydís Blöndal, ljóðskáld og heimspekinemi, að taka sér far með Lestinni og flytja nokkra pistla um kvennastörf. Í fyrsta pistli sínum veltir Eydís fyrir sér óútskýrðum launamun kynjanna. Og Kanadíska teknóskáldkonan Marie Davidson framleiðir prósaljóð fyrir dansgólfið og takta fyrir tilvistarkreppur, um leið og hún afhjúpar myrkari kima plötusnúða- og klúbbamenningar samtímans með nístandi íróníu. Hennar fjórða skífa, Working Class Woman, kom út dögunum við standandi lófaklapp gagnrýnenda. Davíð Roach Gunnarsson segir frá Marie Davidson og setur tónlist hennar í hljóðkerfi Lestarinnar í dag. Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndagagnrýnandi fjallar um kvikmyndirnar A Star is Born eftir bandaríska leikstjórann Bradley Cooper og Lazzaro felice (eða Happy as Lazzaro) eftir ítalska leikstjórann Alice Rohrwacher.
10/11/201857 minutes
Episode Artwork

Skammir á netinu, RAX og jökullinn, endalok Off-venue?

Í huga margra er hin svokallaða Off venue dagskrá, óopinberir og ókeypis tónleikar samhliða Iceland Airwaves, stór hluti af sjarmanum við tónlistarhátíðina. Nú á 20 ára afmæli Airwaves hafa nýir aðilar tekið við rekstrinum og óttast margir að þeir ætli skera upp herör gegn þessari ókeypis hliðardagskrá, en þeir vilja meina að minnka miðasölu á sjálfa hátíðina. Við veltum fyrir okkur Off-venue í Lestinni í dag og ræðum meðal annars við Svavar Knút, söngvaskáld og off-venue áhugamann, og Ísleif Þórhallsson, framkvæmdastjóra Iceland Airwaves. Ragnar Axelsson ljósmyndari gefur á laugardag út nýja ljósmyndabók sem nefnist Jökull en bókin hefur að geyma jöklamyndir sem Ragnar hefur tekið á undanförnum tíu árum. Sama dag verður opnað í Ásmundarsal sýning þar sem sýnt verður úrval mynda úr bókinni. Bókin er fyrsta bókin sem kemur út hjá nýju forlagi, Querndu, þar sem ætlunin er að beina sjónum að norðurslóðum. Ragnar segir frá í Lestinni í dag, en einnig verður rætt við hönnuð bókarinnar, Einar Geir Ingvarsson. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson, fjallar í heimspekilegu spjalli á miðvikudegi um skömm og skammir á netinu.
10/10/201857 minutes
Episode Artwork

Banksy, sjónvarpsgrínistar, sovéskir hippar og vampíruteknó

Huldulistamaðurinn og ólíkindatólið Banksy hefur enn einu sinni sett listheiminn í uppnám með prakkaralegum gjörningi. Um leið og eitt hans frægasta verk, Stelpa með blöðru, var slegið á 150 milljónir króna á uppboði í Sothebys í London virkjaðist tætari sem komið hafði verið fyrir inni í rammanum og eyðilagði verkið verðmæta. Nú deilir fólk um hvort Banksy hafi tekist að setja fram beinskeytta gagnrýni á listmarkaðinn eða hvort þetta hafi bara verið innihaldslaus auglýsingabrella, gerð til þess að auka verðgildi verksins? Arnór Kári , listamaður, tekur sér far með Lestinni í dag og ræðir um þennan athyglisverða gjörning. Á kvikmyndahátíðinni RIFF sem lauk um helgina mátti meðal annars sjá heimildamynd um sérkennilega menningarfyrirbærið Sovéska Hippa. Myndin skoðar sögu þeirra og samtíð og afhjúpar athyglisverðan hulduheim innan járntjalds Sovétríkjanna. Tómas Ævar Ólafsson hefur kynnt sér málið og segir frá í þættinum í dag. Þórður Ingi Jónsson fjallar um bandaríska raftónlistarmanninn Pictureplane sem gaf nýlega frá sér plötuna Degenerate. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar um sjónvarpspredikara dagsins í dag. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
10/9/201855 minutes
Episode Artwork

Umdeildar nábrækur, Einstein kynferðisins, Unforgotten, Gísla saga Súr

List­málaranum Þrándi Þórarins­syni var meinað að sýna mál­verk sitt af Bjarna Bene­dikts­syni fjármálaráðherra að klæða sig í ná­brók á af­mælis­sýningu sem opnuð var í Hannesarholti á laugar­daginn, þegar Þrándur fagnaði fertugsafmæli sínu, en staðarhaldari gaf Þrándi þá skýringu að verkið ætti ekki heima í Hannesarholti. Þrándur verður gestur Lestarinnar í dag. Þýski læknirinn og kynfræðingurinn Magnus Hirschfeld var einn ötulasti baráttumaðurinn fyrir mannréttindum samkynhneigðra á fyrri hluta 20. aldarinnar. Hann rannsakaði fjölbreytileika kynferðisins og reyndi að skýra hann læknisfræðilega með kenningu sinni um kynferðislegt millistig. Guðjón Ragnar Jónasson, framhaldsskólakennari, hefur nú þýtt litla bók sem segir frá ævi og kenningum Hirschfeld. Guðjón tekur sér far með Lestinni í dag og segir frá þessum merka baráttumanni. Áslaug Torfadóttir rýnir í bresku glæpaþættina Unforgotten. Og Ármann Jakobsson prófessor og rithöfundur segir frá bókinni sem að hans mati lýsir tímum okkar betur en aðrar. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
10/8/201857 minutes
Episode Artwork

Hraðlest: Snertu mig ekki, algóryþmar, hrunbókmenntir, þeramín, Ísak H

Hraðlest leggur af stað 17:03. Á meðal efnis í þættinum í dag Ástráður Eysteinsson og Kristnihald undi jökli. Alaric Hall og íslenskar hrunbókmenntir. Hekla Magnúsdóttir og hljóðfærið Þeramín. Ísak Harðarson og ný ljóðabók hans, Ellefti snertur af yfirsýn, Halldór Armand Ásgeirsson og frelsið, Lilja Birgisdóttir og skynjunarveisla í Fischer. Kristrún Heimisdóttir og Weapons of Math Destruction, og Marta Sigríður Pétursdóttir og rúmenska kvikmyndin Snertu mig ekki. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
10/5/201857 minutes
Episode Artwork

Ísak Harðarson, kvenleg þrá á RIFF, þeremín og Hekla Magnúsdóttir

Ísak Harðarson hefur sent frá sér sína fyrstu ljóðabók í heil níu ár. Bókin nefnist Ellefti snertur af yfirsýn, rætt verður við Ísak um bókina í Lestinni í dag. Þeremín var eitt fyrsta rafhljóðfærið sem var smíðað. Tvö loftnet gefa frá sér rafsegulsvið og hendur tónlistarmannsins stjórna styrk og tíðni hljóðsins þrátt fyrir að snerta aldrei hljóðfærið. Tónlistarkonan Hekla Magnúsdóttir hefur undanfarin ár samið og flutt tónlist á þetta sérstaka hljóðfæri. Nú er komin út fyrsta breiðskífu Heklu, Á. Tónlistin er allt í senn drungaleg og dáleiðandi, fíngerð og loftkennd. Hekla tekur sér far með Lestinni í dag. Marta Sigríður Pétursdóttir heldur áfram að fjalla um kvikmyndir sem sýndar eru á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF. Í dag rýnir hún í verðlaunamyndina Touch me not og hina þýsku Þrír dagar í Queberon. Og hugað verður að raftónlist: Bandaríski raftónlistarmaðurinn Pictureplane gaf út nýja plötu á dögunum sem ber heitið Degenerate eða Úrkynjaður. Pictureplane, sem heitir réttu nafni Travis Egedy, missti húsnæði sitt í Denver í kjölfar harmleiksins í Oakland um jólin, þar sem 36 manns létust í eldi sem geisaði á meðan tónleikar fóru fram í húsnæðinu. Rætt verður í þættinum í dag við Pictureplane um neðanjarðarsenuna þar vestra og menningarstríðið sem kom upp í kjölfar brunans. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
10/4/201857 minutes
Episode Artwork

Áhrifavaldar, hrunbókmenntir, Kristnihald undir jökli, Geoff Emerick

Á þessu ári eru fimmtíu ár liðin frá útkomu skáldsögunnar Kristnihald undir jökli eftir Halldór Laxness. Verkið hefur mikla sérstöðu í höfundarverki Laxness, kom út á ólguskeiði í íslenskri skáldsagnaritun og skartar litríkum persónum sem lifað hafa með þjóðinni. Í tilefni af afmæli verksins ætlar Ástráður Eysteinsson prófessor í bókmenntum við Háskóla Íslands að fjalla það á Gljúfrasteini í kvöld, í erindi sem hann nefnir Að steypa sér í jökulinn. Rætt verður við Ástráð í Lestinni í dag um þetta mikla furðuverk, Kristnihald undir jökli. Á þeim 10 árum sem liðin eru frá hruni íslenska fjármálakerfisins hefur fjöldi skáldsagna komið út þar sem atburðir hrunsins eru í bakgrunni eða spila stórt hlutverk. En hvað einkennir þessar bókmenntir, hver var gagnrýni þeirra og útópísk sýn á hið nýja Ísland? Á næsta ári kemur út bók breska miðaldafræðingsins Alaric Hall um íslenskar hrunbókmenntir. Hringt verður til Leeds og spjallað við Hall um hrun og gagnrýnar bókmenntir. Við minnumst líka upptökustjórans Geoff Emerick, sem andaðist í gær, 72 ára gamall. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson flytur pistil í Lestinni á miðvikudegi og fjallar í dag um auglýsingar, áhrifavald og skáldsöguna LoveStar eftir Andra Snæ Magnason. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
10/3/201857 minutes
Episode Artwork

Berndsen, frelsi, Kerouac, lykt og skynjun

Mannveran býr yfir fimm skilningarvitum sem gera henni kleift að vera í tengslum við heiminn í kringum sig, upplifa og skynja veruleikann sem hún er hluti af. Hún snertir, horfir, lyktar, bragðar, heyrir. Öll skilningarvitin verða virkjuð í skynjunarveislu sem stendur nú yfir í hinni óvenjulegu verslun, Fischer í Reykjavík. Í Lestinni í dag verður farið niður í Fischersund, og skynjað með Lilju Birgisdóttur, myndlistarkonu. Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen sendi á dögunum frá sér nýja plötu sem nefnist Alter Ego, Davíð verður gestur þáttarins í dag. Í skáldsögu bandaríska rithöfundarins Jacks Kerouacs, Á vegum úti, birtist einkennilegt fyrirbæri sem persónur sögunnar nefna einfaldlega ÞAÐ. Erfitt er að koma orðum að því hvað þetta ÞAÐ er en hægt er að laumast í kringum það með dæmum og tónlist. Tómas Ævar Ólafsson kannar málið í þætti dagsins. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
10/2/201857 minutes
Episode Artwork

Ógnarvald algóryþmans, Maniac, RIFF-gagnrýni, útilistaverk og vindur

Útilistaverk hafa gegnt ýmsu hlutverki í reykvísku borgarlífi frá því undir lok 19. aldarinnar. Þau hafa verið notuð til að festa ríkjandi söguskilning og þjóðernishugmyndir í sessi með styttum, til að göfga almúgann með fögru umhverfi og myndum, og að setja umdeild pólitísk mál á dagskrá með óræðu inngripi í almannarýmið. Rætt verður við Æsu Sigurjónsdóttur, lektor í listfræði, um virkni útilistaverka í Reykjavík fyrr og nú. Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndagagnrýnandi stendur vaktina á RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, og gefur skýrslu í þætti dagsins. Að þessu sinni rýnir hún í opnunarmyndina Donbass eftir Sergei Loznitsa og kvikmyndina Styx eftir Wolfgang Fischer. Nýr dagskrárliður verður kynntur til sögunnar, en í Lestinni á næstu vikum fá umsjónarmenn valda einstaklinga úr ólíkum áttum til að fjalla um bækur sem að þeirra mati skýra betur en aðrar þá tíma sem við lifum nú. Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur ríður á vaðið og segir frá bókinni Weapons of Math Destruction eftir bandaríska stærðfræðinginn Cathy O'Neil. Kvikmyndastjörnurnar Jonah Hill og Emma Stone reyna fyrir sér í sjónvarpi í Netflix þáttunum Maniac sem kanna leynstu fylgsni mannshugans. Áslaug Torfadóttir segir frá þáttunum í dag. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
10/1/201857 minutes
Episode Artwork

Hraðlest: Dickens, SiGRÚN, Virilio, glæpaskáld, RIFF, Massive Attack o

Lestin yfirgefur brautarpallinn 17:03, og fer hratt í dag. Við sögu í þætti dagsins koma meðal annars Charles Dickens og Þórdís Bachmann, Paul Virilo og Björn Þór Vilhjálmsson, hljómsveitin Massive Attack og Davíð Roach Gunnarsson, tónlistarkonan SiGRÚN, danska skáldið Yahya Hassan, skáld og glæpir, Halldór Armand Ásgeirsson og andófið í bóklestrinum, Erla Björnsdóttir og svefn, Margrét Erla Maack og kabarett, og Marta Sigríður Pétursdóttir og Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF í Reykjavík. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
9/28/201855 minutes
Episode Artwork

Svefnmenning, túlkur Tarkovsky, RIFF-meðmæli, Guðmundar- og Geirfinnsm

Þriðjung sólarhringsins liggja manneskjur og sofa, á bakinu eða hliðinni, í mjúku rúmi eða hörðu fleti, einar eða í faðmlögum. Þær eiga erfitt með svefn, sofa eins og börn, sofa yfir sig og fá sér lúr. En af hverju sofum við, sofum við öðruvísi en forfeður okkar og hvernig getum við tryggt okkur sem bestan nætursvefn? Í Lestinni í dag verður rýnt í svefnmenningu samtímans með Erlu Björnsdóttur, sálfræðingi. Einnig verður rætt við Laylu Alexander-Garrett sem stödd var hér á landi nú á dögunum, en hún starfaði á sínum tíma sem túlkur og sérlegur aðstoðarmaður rússneska kvikmyndaleikstjórans Andreis Tarkovskys við gerð síðustu myndar hans, Fórnarinnar, frá árinu 1986. Guðmund­ar- og Geirfinns­málið kemur við sögu í þættinum í dag, mál sem heltók íslenskt samfélag á áttunda áratugnum og hafa áhrif þess verið mikil, og birtingarmyndur verið mýmargar í íslenskri menningu. Í fjórum pistlum í septembermánuði fjallar Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson um þetta alræmdasta sakamál Íslandssögunnar í skáldskap - og sem skáldskap. Snorri flytur fjórða og síðasta pistil sinn um þetta efni í Lestinni í dag, en dómur verður kveðinn upp í Hæstarétti í dag. Og Marta Sigríður Pétursdóttir rýnir dagskrá kvikmyndahátíðarinnar RIFF sem hefst í dag. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
9/27/201857 minutes
Episode Artwork

Slangur, Mezzanine, ódauðleikinn, kabarett og jaðarsviðslistir

Í Lestinni í dag verður meðal annars fjallað um slangur, en í dag er evrópski tungumáladagurinn haldinn hátíðlegur meðal 45 Evrópuþjóða. Rætt verður við Einar Björn Magnússon íslenskufræðing sem hélt á sínum tíma, ásamt Guðlaugi Jóni Árnasyni, úti vefsíðunni slangur.is, þar sem slanguryrðum var safnað og hlaut síðan góðar viðtökur. Á undanförnum árum hefur skemmtanalíf Reykjavíkurborgar orðið æ fjölbreyttara og má segja að hálfgerður jaðarskemmtanaiðnaður hafi orðið til á öldurhúsum og knæpum miðborgarinnar. Hinar ýmsu sviðslistir sem ekki hafa komist fyrir í virðulegum menningarstofnunum hafa fundið sér stað og laða að gesti kvöld eftir kvöld. Spunaleikhópar, uppistandarar, sirkúsar, börlesk-skemmtanir, ljóðagleðihús, þátttökubíó, drag-keppnir og svo framvegis. Reykjavík Kabarett er ein stoðin í þessari nýju senu en kabarettinn verður með reglulegar sýningar í Þjóðleikhúskjallarnum í vetur. Margrét Erla Maack annar stofnenda Kabarettsins tekur sér far með Lestinni í dag. Í ár eru tveir áratugir liðnir frá útgáfu einnar dimmustu plötu poppsögunnar, Mezzanine, eftir trip-hop frumkvöðlana í Massive Attack. Í þættinum í dag verður varpað ljósi á myrkraverkið sem gripurinn er, í orðsins fyllstu og bestu merkingu, og stiklað á stóru í sögu Massive Attack og Bristol-senunnar. Og fjallað verður um rússneska heimspekinginn Nikolai Fyodorov og hugmyndir hans um ódauðleikann.
9/26/201857 minutes
Episode Artwork

Skáld og glæpir, SiGRÚN, bóklestur sem andóf og hverfastríð ungmenna

Tilraunakenndur rafrænn hljóðheimur og ómþýðar sungnar laglínur einkenna nýjustu plötu Sigrúnar Jónsdóttur, Onælan, sem kom út um helgina. Sigrún hefur ferðast um heiminn og leikið með heimsþekktum listamönnnum á borð við Björk, Sigur Rós og Florence and the Machine en einbeitir hún sér að tilraunakenndari tónsmíðum undir eigin nafni. SiGRÚN - allt skrifað með stórum stöfum nema i-ið - tekur sér far með Lestinni í dag. Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar um það hvernig bóklestur er hið eina sanna andóf. Öldungar braggahverfisins leggja á ráðin og ákveða að stofna fótboltafélag til að sporna við hverfastríðum ungmenna. En hvernig kemur fótbolti í veg fyrir stríð? Í pistli dagsins verður bók Einars Kárasonar, Þar sem Djöflaeyjan rís, skoðuð ásamt gömlu dönsunum í gegnum póst-strúktúralíska valdaspeki. Og fjallað verður að gefnu tilefni um skáld, og glæpi.
9/25/201855 minutes
Episode Artwork

Paul Virilio, Saga tveggja borga, rapp frá L.A., Succession

Franski heimspekingurinn Paul Virilio er látinn, 86 ára að aldri. Virilio var áhrifamikill hugsuður þegar kemur að menningarlegri greiningu á háhraða samfélagi samtímans, tækni, nýmiðlum, arkitektúr og stríði. Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í almennri bókmenntafræði og kvikmyndafræði við Háskóla Íslands, tekur sér far með Lestinni í dag, en hann þekkir vel til verka Virilio. Einnig verður rætt við Þórdísi Bachmann sem þýtt hefur eitt af stórvirkjum heimsbókmenntanna, skáldsöguna Tale of two Cities eða Sögu tveggja borga eftir enska rithöfundinn Charles Dickens. Tónleikaröðin Ham on Everything er eitt helsta batteríið í rappsenu Los Angeles en margar stórstjörnur rappsins hafa fetað sín fyrstu fótspor á sviði þar. Kvöldin eru vanalega haldin í vöruhúsum eða gömlum samkomuhúsum með stuttum fyrirvara. Rætt verður við Adam Weiss, einn stofnanda Ham on Everything-kvöldanna, um rappsenuna í Los Angeles. Og fjallað verður um sjónvarp í Lestinni á mánudegi: Roy-fjölskyldan í sjónvarpsþáttunum Succession þarf sannarlega á sálfræðingi að halda enda hefur græðgi og valdafíkn fyrir löngu eitrað fjölskylduböndin. Áslaug Torfadóttir heimsækir fjölskylduna í pistli sínum í dag.
9/24/201857 minutes
Episode Artwork

Hraðlest: Andi, Útey, Nietzsche, bíó, styttur, endurupptaka, Aphex Twi

Lestin leggur af stað 17:03. Hraðlest á föstudegi, við sögu í þættinum koma meðal annars Sigtryggur Ari Jóhannsson og Aphex Twin, kvikmyndirnar Útey 22. júlí og Marta Sigríður Pétursdóttir, Andi, Guðjón Bjarnason og stytturnar á Indlandi, Arnar Eggert Thorodden og Spirit of Eden, kvikmyndin Sorry to bother you og Boots Riley, Tómas Ævar Ólafsson, Friedrich Nietzsche og Lína Langsokkur, og Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson og Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
9/21/201857 minutes
Episode Artwork

Stærsta stytta í heimi, Hafdís Bjarnadóttir, Útey, Kanema og enduruppt

Um þessar mundir er verið að reisa tvær himinháar styttur í Indlandi, styttur sem verða þegar þær eru tilbúnar stærstu styttur heims. Stytturnar gegna pólitísku hlutverki og eru langt frá því óumdeildar í landinu. Lestin brunar alla leið til Indlands í dag og skoðar stórar styttur, ferðafélaginn er Guðjón Bjarnason, arkitekt og myndlistarmaður, sem þekkir vel til indversks samfélags. Marta Sigríður Pétursdóttir fjallar um heimildamyndina Söng Kanemu eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur, sem vann áhorfenda- og dómnefndarverðlaun á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg sem fram fór í sumar, og kvikmyndina Útey: 22. júlí, eftir norska kvikmyndaleikstjórann Erik Poppe. Guðmund­ar- og Geirfinns­málið kemur við sögu í þættinum í dag, mál sem heltók íslenskt samfélag á áttunda áratugnum og hafa áhrif þess verið mikil, og birtingarmyndur verið mýmargar í íslenskri menningu. Í fjórum pistlum í septembermánuði fjallar Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson um þetta alræmdasta sakamál Íslandssögunnar í skáldskap - og sem skáldskap. Snorri flytur þriðja pistil sinn um þetta efni í dag og rýnir nú í endurupptöku málsins í síðustu viku. Og rætt verður við tónlistarkonuna Hafdísi Bjarnadóttir, nýtt verk eftir hana, Romsa, verður frumflutt á tónleikum tónlistarhópsins Stirni Ensemble í Hafnarborg á sunnudag, en verkið byggist á útvarpsauglýsingum og veðurfréttum.
9/20/201857 minutes
Episode Artwork

And-kapítalísk grínmynd, Talk talk, Jesús og Good girls

“Er þetta yfirgengilegasta and-kapítalíska mynd allra tíma?“ Þannig var spurt í grein breska dagblaðinu The Guardian í síðasta mánuði en umfjöllunarefnið var kvikmyndin Sorry to bother you. Þetta er fyrsta kvikmyndin eftir tónlistarmanninnn og aktívistann Boots Riley og hefur hún vakið verðskuldaða athygli. Ragnar Egilsson, kvikmyndaáhugamaður, kemur í þáttinn í dag og ræðir um myndina og nýja bylgju hip-hop súrrealisma sem skekur kvikmyndaheiminn. Á sunnudag voru 30 ár liðin frá útkomu hljómplötunnar Spirit of Eden með bresku hljómsveitinni Talk Talk. Platan markaði tímamót á ferli hljómsveitarinnar, en á henni mátti heyra mun tilraunkenndari tónlist en á fyrri plötum sveitarinnar. Platan fékk blendnar viðtökur á sínum tíma, en þykir nú með merkari plötum níunda áratugarins. Lestin heimsækir aldingarðinn, Spirit of Eden hljómar í þættinum dag. K arl Ólafur Hallbjörnsson spyr í pistli sínum í dag: Hvað myndi Jesús gera? og fjallar um anda kristninnar. Og hugað verður að sjónvarpi: Settlegar úthverfahúsmæður fá meira í sinn hlut en þær ætluðu sér þegar þær ákveða að ræna matvörubúð í hverfinu. Áslaug Torfadóttir rýnir í sjónvarpsþættina Good Girls. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
9/19/201857 minutes
Episode Artwork

Lýsing, Andi, Nietzsche og Britney Spears

Raftónlistarmaðurinn Andi gaf nýlega út sína aðra breiðskífu, Allt í einu. Tónlistin er melódísk raftónlist sem vísar í íslenska dægurtónlist níunda áratugarins jafnt sem ítaló-diskó - og hefur því verið kölluð íslandó-diskó. Andi tekur sér far með Lestinni í dag. Við veltum líka fyrir okkur lýsingu, ljósabúnaði og mikilvægi þess að vera vel upp lýstur. Harkaleg og tilgangslaus heimssýn þýska heimspekingins Friedrich Nietzsche er enn að plaga okkur í dag og sérstaklega unga karlmenn á tilvistarlegu mótþróaskeiði. Hættulegur misskilningur á þessari heimspeki getur átt sér stað sem dregur lesendur ofan í svað tómhyggjunnar. Tómas Ævar Ólafsson skoðar hugmyndir Nietzches um tómhyggjuna og ofurmennið í Lestinni í dag. Og Halldór Armand Ásgeirsson rifhöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
9/18/201857 minutes
Episode Artwork

Aphex Twin, hagkerfi hinna heimakæru, Happy og borgarsamfélagið

Breski raftónlistarmaðurinn Aphex Twin gaf á föstudag út EP-plötuna Collapse. Það sætir ævinlega tíðindum þegar plata kemur frá þessum einstaka listamanni, sem margir telja einhvern frumlegasta raftónlistarmann samtímans. Lestin rýnir í plötuna í dag og gestur þáttarins verður Sigtryggur Ari Jóhannsson, blaðamaður, ljósmyndari og tónlistarmaður. Tilkoma borgarsamfélagsins hefur gjörbreytt allri tilveru mannsins á undanförnum öldum. Lestin brunar inn í stórborgina með Hólmfríði Garðarsdóttttur ritstjóra nýjasta tölublaðs Ritsins - tímarits Hugvísindasviðs, en að þessu sinni er þema ritsins ógnir og undur borgarsamfélagsins. Við heyrum líka um hvernig æ fleiri ungmenni nenna ekki út úr húsi í Bandaríkjunum og markaðinn sem er að spretta upp í kringum þessi letidýr, það sem kallað er í nýlegri blaðagrein "hagkerfi hinna heimakæru." Áslaug Torfadóttir rýnir í sjónvarp eins og ævinlega í Lestinni á mánudögum, í dag fjallar hún um sjónvarpsþáttaröðina Happy.
9/17/201857 minutes
Episode Artwork

Hraðlest: Lof mér að falla, Mac Miller, Nike-auglýsing, Somnium, fjárl

Lestin leggur af stað laust eftir klukkan fimm og það er hraðlest í dag! Við sögu koma meðal annars: Theresa Himmer og Johannes Kepler, Paul McCartney og nýja platan hans, Halldór Armand Ásgeirsson og ný auglýsing frá Nike, María Guðmundsdóttir, konur og tölvuleikir, Kate Bush og textarnir, Heimir Bjarnason og rapparinn Mac Miller, Marta Sigríður Pétursdóttir og Lof mér að falla, Gauti Kristmannsson og George Monbiot, Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson og Guðmundar - og Geirfinnsmálið, og fjárlögin. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
9/14/201857 minutes
Episode Artwork

Norður-amerísk ljóð, Mac Miller, aYia og Guðmundar- og Geirfinnsmálið

Það ríkir mikil eftirvænting fyrir fyrstu breiðskífu drungarafsveitarinnar Ayia. Fyrsta myndband sveitarinnar við lagið Sparkle kom út í vikunni og í kvöld stígur sveitin á stokk í Iðnó og mun leika plötuna í heild sinni. Í Lestinni í dag verður rætt við einn meðlim þessarar huldusveitar. Rætt verður við Magnús Sigurðsson rithöfund sem sendi nýlega frá sér bókina Að lesa ský en hún hefur að geyma safn ljóða frá Bandaríkjum Norður-Ameríku sem Magnús hefur þýtt. Lestin minnist einnig rapparans Mac Miller sem lést í síðustu viku, aðeins 26 ára gamall. Heimir Björnsson, framhaldsskólakennari og rappari, tekur sér far með Lestinni og rifjar upp stuttan en farsælan feril tónlistarmannsins. Guðmund­ar- og Geirfinns­málið kemur við sögu í þættinum dag, mál sem heltók íslenskt samfélag á áttunda áratugnum og hafa áhrif þess verið mikil, og birtingarmyndur verið mýmargar í íslenskri menningu. Í fjórum pistlum í septembermánuði fjallar Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson um þetta alræmdasta sakamál Íslandssögunnar í skáldskap - og sem skáldskap. Og gamall ítalskur baráttusöngur, í nýjum búningi, hljómar í Lestinni í dag.
9/13/201857 minutes
Episode Artwork

Nýtt bókaforlag, skuldir, loftslagsbreytingar og sundraður heimur

Nú á dögunum kom út skáldsagan Skotheld eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttir. Bókin er sú fyrsta sem kemur út hjá nýstofnuðu bókaforlagi Kallíópa, en yfirlýst markmið útgáfunnar er að hjálpa ungum rithöfundum að koma verkum sínum út. Stofnandi forlagsins, hin 20 ára gamla Tanja Rasmussen, tekur sér far með Lestinni í dag. Rætt verður við Gauta Kristmannsson, prófessor í þýðingafræðum við Háskóla Íslands um grein eftir breska rithöfundinn og aktívistann George Monbiot, sem birtist á vef breska blaðsins The Guardian í síðustu viku, þar sem hann fjallar um það hvað við getum gert til að bjarga jörðinni. Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í dag um hugtök skuldar og skyldu í ljósi skrifa þýska heimspekingsins Friedrichs Nietzsches. Og í Lestinni í dag verður líka fjallað um samfélög sem líða undir lok og heimum sem sundrast. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
9/12/201857 minutes
Episode Artwork

Vanilla Ice, Konur í tölvuleikjum, Gulleggið og gerviaugu réttlætisins

Skortur á fjölbreytni hefur lengi verið vandamál í tölvuleikjum. Stelpur skortir fyrirmyndir í bransanum, of fáir tölvuleikir höfða til kvenna og umhverfið er jafnvel kvenfjandsamlegt. Þessu öllu vill María Guðmundsdóttir breyta. María, sem er stofnandi tölvuleikjafyrirtækisins Parity, tekur sér far með Lestinni í dag. Kvikmyndin Cool as Ice frá 1990 var tilraun Hollywood til að græða á rapparanum Vanilla Ice en hún er almennt talin ein versta mynd allra tíma. Hún er þó orðin að költ-klassík í dag og nú stendur til að endurútgefa myndina í lúxusútgáfu. Í þættinum í dag verður fjallað um sjarmerandi lélegar kvikmyndir og stjörnuhrap Vanilluíssins alræmda. Einnig verður sagt frá Gullegginu, frumkvöðlakeppni sem ætluð er ungu fólki en verkefnið er nú að fara af stað í tólfta sinn, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir verkefnisstjóri verður gestur Lestarinnar í dag. Textar ensku tónlistarkonunnar Kate Bush koma við sögu að gefnu tilefni. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur að venju pistil í Lestinni á þriðjudegi, og fjallar í dag um það þegar réttlætið setur upp gerviaugu, og nýja auglýsingu fyrir strigaskó. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
9/11/201857 minutes
Episode Artwork

Lof mér að falla, vísindaskáldskapur, Paul og yfirstéttasjónvarp

Lestin svífur út fyrir gufuhvolfið í dag, og alla leið til tunglsins. Þar verður á vegi hennar myndlistarkonan Theresa Himmer sem segir frá forvitinilegri bók sem nefnist Somninum og er eftir þýska stjörnufræðinginn Johannes Kepler. Sagan, sem nefnist Draumurinn á íslensku, er mögulega ein fyrsta hreinræktaða vísindaskáldsagan en var skrifuð árið 1608. Sagan gerist á Íslandi, í Danmörku og á tunglinu og hefur Theresa notað hana sem innblástur fyrir ný ljósmynda- og myndlistarverk sem hún sýnir um þessar mundir í Hverfisgallerí. Marta Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndagagnrýnandi, rýnir síðan í nýja íslenska mynd, Lof mér að falla, eftir Baldvin Z, sem var frumsýnd um helgina. Ævintýri bresku yfirstéttarinnar hafa sjaldan verið vinsælla sjónvarpsefni en síðustu ár, með þáttum eins og Downton Abbey og The Crown. Nýjasta innleggið er míní-serían Patrick Melrose. Áslaug Torfadóttir kynnti sér málið og segir frá í þættinum í dag. Og fjallað verður í Lestinni í dag um hljómplötuna Egypt Station með Paul McCartney sem kom út á föstudag og hefur nú þegar hlotið frábæra dóma.
9/10/201855 minutes
Episode Artwork

Hraðlest: Útey, Úganda, JFDR, Wagner, safnbruni, plötuumslög, Guðmundu

Hraðlestin leggur af stað laust eftir klukkan fimm, föstudaginn 7. september. Á meðal farþega eru Þóra Tómasdóttir, Jófríður Ákadóttir, Egill Bjarnason, Selma Guðmundsóttir, Þráinn Hauksson, Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, Halldór Armand Ásgeirsson, Ragnar Fjalar Lárusson, og fleiri.
9/7/201857 minutes
Episode Artwork

Kvikmyndir um Útey, JFDR, loftslagsganga, Guðmundar- og Geirfinnsmálið

Á morgun verður frumsýnd í Bíó Paradís norsk kvikmynd byggð á fjöldamorðunum í Útey þann 22. júlí 2011. Þetta er þó ekki eina leikna kvikmyndin um atburðina sem kemur út um þessar mundir, því breski leikstjórinn Paul Greengrass, frumsýnir mynd um fjöldamorðin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem stendur nú yfir. Þóra Tómasdóttir, blaðamaður, tekur sér far með Lestinni í dag og ræðir um viðbrögð við þessum eldfimu kvikmyndum í norsku samfélagi. End­urupp­taka í Guðmund­ar- og Geirfinns­málinu verður tek­in fyr­ir í Hæsta­rétti í næstu viku. Málin heltóku íslenskt samfélag á áttunda áratugnum og hafa áhrif þess verið mikil og birtingarmyndur verið mýmargar í íslenskri menningu. Í fjórum pistlum í septembermánuði fjallar Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson um þetta alræmdasta sakamál Íslandssögunnar í skáldskap, og sem skáldskap. Rætt verður við tónlistarkonuna Jófríði Ákadóttur en hún kemur fram ásamt strengjasveit í Iðnó í kvöld í tilefni af útkomu EP-plötunnar, White Sun Live, Part I: Strings. Og Magnús Örn Sigurðsson flytur pistil í Lestinni í dag í tilefni af Loftslagsgöngunni sem fram fer í Reykjavík á laugardag. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
9/6/201857 minutes
Episode Artwork

Plötuumslög, Castle Rock, göngugötur og vofa dauðans í daglegu lífi

Á undanförnum árum hefur Ragnar Fjalar Lárusson vakið athygli fyrir líflega, litríka og listilega hönnun sína á plötuumslögum. Plötuumslög sem hann gerði fyrir Ojba Rasta vöktu mikla lukku og nú er það hönnun sem hann vann fyrir nýja plötu Teits Magnússonar, Orna, sem gleður auga tónlistarunnenda. Í þættinum í dag verður rætt við Ragnar Fjalar um hvað það er sem einkennir gott plötuumslag. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær að fela umhverfis- og skipulagssviði að útfæra Laugaveg og Bankastræti sem göngugötur allt árið, ásamt götum í Kvosinni sem koma til greina sem göngugötur. Í Lestinni í dag verður af þessu tilefni fjallað um götur og almenningsrými, og rætt við Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt. Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar um vofu dauðans í hinu daglega lífi í ljósi rannsókna félagssálfræðinnar og Áslaug Torfadóttir segir frá sjónvarpsþáttunum Castle Rock. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
9/5/201857 minutes
Episode Artwork

Spjallsímar, bókmenntasaga, andsemitísk tónlist, safnbruni í Ríó

Í Lestinni í dag verður meðal annars rætt við íslenskufræðingana Guðrúnu Ingólfsdóttur og Þórunni Sigurðardóttur sem hafa búið til prentunar bókmenntasögu Jóns Ólafssonar Grunnvíksins, en verkið var skrifað á fyrri hluta átjándu aldar, og kemur út í fyrsta sinn í vikunni. Snjallsímar verða stöðugt mikilvægari hluti af lífi fólks, það talar saman, ljósmyndar, hugsar, man og ratar með hjálp símanna - svo eitthvað sé nefnt. En því fylgir einnig áreiti og er kvíðavaldandi að hafa allan heiminn stöðugt við höndina. Sumir hafa brugðið á það ráð að segja skilið við snjallsímann og grafið upp gamla netlausa spjallsímann úr skúffunni til að losna við áreitið. Símafyrirtæki eru svo farin að bregðast við þessu með framleiðslu nýrra gamalla síma. Í Lestinni í dag veltum við fyrir okkur takkasímum og heimsækjum meðal annars skrifstofu Íslandsdeildar Amnesty International þar sem starfsmenn hafa tekið sig saman um að hverfa aftur til fortíðar. Frá því var greint í gær að ísraelska Ríkisútvarpið hefði beðið hlustendur afsökunar eftir að tónlist eftir Richard Wagner var leikin í útvarpinu, en tónskáldið er enn afar umdeilt í Ísrael sökum þess að honum var í nöp við gyðinga og naut á sínum tíma aðdáunar Adolfs Hitlers. Lestin skoðar málið í dag með Selmu Guðmundsdóttur píanóleikara, en hún er formaður Íslenska Wagnerfélagsins. Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi, og í dag veltir hann fyrir sér bruna þjóðminjasafnsins í Ríó í Brasilíu. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
9/4/201857 minutes
Episode Artwork

Draugaskip, Bobi Wine, The Innocents, og nýtt íslenskt leikverk

Popptónlistarmaðurinn Bobi Wine er nú orðin ein helsta ógn við spilltan og þaulsetinn forsetann í Úganda. Hann ólst upp í sárri fátækt, sló í gegn með glaðlegu afrópoppi en hefur nú náð inn á þing og er orðinn að helstu táknmynd stjórnarandstöðunnar í landinu. Hann hefur verið handtekinn og pyntaður og sakaður um landráð. Egill Bjarnason, blaðamaður, bjó um tíma í Úganda og heimsækir Lestina til að ræða nýjustu vendingar í stjórnmálum landsins. Árni Kristjánsson leikstjóri segir frá nýju, íslensku leikverki, sem verður leiklesið í Hannesarholti í kvöld. Verkið nefnist Fáir, fátækir, smáir, og er eftir höfund sem óskar nafnleyndar, en það er Vonarstrætisleikhúsið sem stendur að uppákomunni. Haldið verður áfram að fylgjast með fullveldismaraþoni Reykjavíkurakademíunnar sem fram fór á dögunum. Björg Árnadóttir veltir fyrir sér hvað við eigum að gera við það sem við skrifum, eigum við að birta það eða brenna það? Áslaug Torfadóttir segir frá sjónvarpsþáttunum The Innocents og við höldum til hafs, í leit að draugaskipi. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
9/3/201857 minutes
Episode Artwork

Hraðlest

8/31/201857 minutes
Episode Artwork

García Lorca, #MeToo, vinnukerfi og Kanye-sumarið mikla

Jörðin skelfur ennþá undir fótum okkar vegna þeirra ótrúlegu hræringa sem kenndar hafa verið við MeToo. Byltingar sem hefur haft gríðarleg áhrif á hugmyndir, orðræðu og hegðunarreglur í kynferðislegum samskiptum fólks. Nú nýlega hafa komið upp tvö merkileg mál í Bandaríkjunum þar sem tvær konur, feministar og þátttakendur í MeToo-hreyfingunni hafa verið sakaðar, í sitt hvoru lagi, um kynferðislega áreitni af yngri karlmönnum. Í Lestinni í dag ræðir Nanna Hlín Halldórsdóttir, heimspekingur, hvernig þessu flóknu og margslungnu mál varpa ljósi á eitrað valdamisræmi í hinum ýmsu vinnukerfum Áður en Lestin fór í sumarfrí ferðaðist hún til Wyoming og fjallaði um Kanye-sumarið mikla, en upptökustjórinn Kanye West var áberandi í vor með glæfralegum yfirlýsingum um stjórnmál, auk þess að gefa út fimm plötur með sjálfum sér og öðrum listamönnum þar sem hann var potturinn og pannan í upptökum og lagasmíðum, en plöturnar komu með viku millibili í júnímánuði. Í dag fjallar Davíð Roach Gunnarsson um tvær síðustu plöturnar í þessum fimmleik, Nasir með rapparanum Nas, og K.T.S.E. með söngkonunni Teyönu Taylor. Lestin minnist þess einnig að í sumar voru 120 ár liðin frá fæðingu spænska skáldsins Federico Garca Lorca, sem var eitt fremsta ljóðskáld Evrópu á síðustu öld, gestur þáttarins verður Örnólfur Árnason. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
8/30/201857 minutes
Episode Artwork

Dauðinn, tónleikar, Merleau-Ponty og japönsk tölvuleikjatónlist

Heimspeki; Hegel og Maurice Merleau-Ponty, japönsk tölvuleikjatónlist, Hávamál og tónleikar sem fram fóru í gærkvöld, á dagskrá hjá okkur í dag. "Heimur skynjunarinnar virðist í fyrstu vera sá heimur sem við þekkjum best. [...] En þetta er blekking." Svo komst franski heimspekingurinn Maurice Merlau-Ponty að orði í útvarpserindi fyrir sjötíu árum síðan. Í sjö útvarpserindum sem hann flutti árið 1948 setti hann fram margar meginhugmyndir sínar á óvenjulega aðgengilegan hátt, og nú eru þessu erindi orðin enn aðgengilegri fyrir okkur, enda komin út í íslenskri þýðingu. Við ræðum við Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki og annan þýðendanna, um Merlau-Ponty og Heim skynjunarinnar. Það var funheitt og ekkert gefið eftir í Elborgarsal Hörpu í gærkvöldi þegar senagalski tónlistarmaðurinn Youssau N'Dour hélt ásamt stórri hljómsveit. Hitinn fór á köflum upp undir fjörutíu gráður. Lestin var að sjálfsögðu á staðnum, og við segjum frá í þættinum í dag. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson flytur heimspekipistil í Lestinni á miðvikudegi, og fjallar í dag um dauðann, og framhaldslíf í Hávamálum og hjá Hegel. Japönsk tölvuleikjatónlist hefur haft gríðarleg áhrif á tónlist og poppkúltúr nútímans en nú er fjallað um tölvuleikjatónlist níunda og tíunda áratugsins sem háklassa list. Verið er að endurskoða þessa tónlist sem eitthvað meira en bara bakgrunnstónlist og eru jafnvel haldnir sinfóníutónleikar víðs vegar um heim með tónlist úr frægum tölvuleikjum frá Japan. Lestin kannar tilurð og sögu japanskrar tölvuleikjatónlistar í dag
8/29/201857 minutes
Episode Artwork

Merki og form, góðgerðamaraþon og besta Bítlalagið

Merki og form, góðgerðarmaraþon og besta Bítlalagið verða meðal umfjöllunarefna Lestarinnar í dag. Merki og form eru Gísla B. Björnssyni, grafískum hönnuði, ávallt jafn hugleikin. Á áratuga löngum starfsferli sínum hannaði hann fjölmörg af þeim óteljandi merkjum sem við sjáum daglega og tengjum tilfinningalegum böndum við tiltekna hópa, fyrirtæki eða stofnanir. Við kíkjum í heimsókn til Gísla og fræðumst um merkjagerð, form og þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað á vinnu auglýsingateiknarans frá miðri 20.öldinni. Og við spyrjum, er endalaust hægt að tala með ástríðufullum hætti um Bítlana? Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og Alþingismaður, hefur að undanförnu birt á Facebook lista fyrir 60 bestu Bítlalögin, að hans mati, með tilheyrandi greinargerðum, mjög fræðandi og skemmtilegum. Fjörugar umræður hafa skapast um listann og auðvitað ekki allir á eitt sáttir, en menn eru að minnsta kosti mjög ánægðir með framtakið. Guðmundur Andri verður gestur Lestarinnar í dag ásamt Þorgeiri Tryggvasyni, gagnrýnanda, sem er einn af þeim sem hafa blandað sér í umræðuna. Halldór Armand Ásgeirsson flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi, Reykjavíkurmaraþon kemur við sögu hjá Halldóri í dag, hugmyndin um að hlaupa til góðs í nafni fjármálastofnunar.
8/28/201857 minutes
Episode Artwork

GDRN, Húsfreyjur, Youssoue N'Dour og bakaralistin

Í Lestinni í dag er tónlist fyrirferðarmikil, bæði frá Íslandi og Senegal. Þá koma húsfreyjur og bakaralistin við sögu - þó í sitt hvoru lagi. Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, sem kallar sig GDRN, hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarna mánuði með trega- og sálarfullri R'n'B tónlist sinni. Nú er komin út 11 laga plata, fyrsta breiðskífan, Hvað ef? Í Lestinni í dag verður rætt við GDRN um tónlistina, tregann og allt það sem gæti hafa orðið. Senegalski tónlistarmaðurinn Youssou N'Dour, heldur tónleika ásamt fríðu föruneyti í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. N'Dour er einn þekktasta tónlistarmaður Afríku, og á að baki langan og glæsilegan feril. Við ætlum að fjalla um Youssoue N'Dour í Lestinni í dag, gestir á fyrsta farrými verða tónlistarmennirnir Jakob Frímann Magnússon, Samúel Jón Samúelsson, og tónleikahaldarinn Þorsteinn Stephensen, sem stendur í ströngu þessa dagana, í síðustu viku stóð hann fyrir tónleikum kanadísku hljómsveitarinnar Arcade Fire . Raunveruleikaþættir sem miða að því að láta bæði þátttakendum og áhorfendum líða vel verða sífellt meira áberandi. Forsprakki þessarar stefnu eru án efa bresku bökunarþættirnir The Great British Bake Off sem snúa aftur á skjáinn í vikunni. Áslaug Torfadóttir fjallar um þá í þættinum í dag. Og Lestin heldur áfram að taka þátt í fullveldismaraþoni Reykjavíkurakademíunnar, sem fram fór á dögunum, þar var fjallað um fullveldið, sögu Íslands og samfélag í fortíð og nútíð. Mjög fjölbreytt dagskrá þar á ferð. Og í dag heyrum við í Lönu Kolbrúnu Eddudóttur, sagnfræðinema og dagskrárgerðarmanni, þema hennar: Kvennasaga í húsfreyjunni.
8/27/201857 minutes
Episode Artwork

Hraðlest

8/24/201857 minutes
Episode Artwork

Djass, jaðarsetning, David Crosby og draugalegir samfélagsmiðlar

Í Lestinni í dag, 23. ágúst, verður meðal annars fjallað um djöfullegan djass, jaðarsetningu, David Crosby og draugakennda nærveru samfélagsmiðla Í stjórnmálum í dag er sífellt meira rætt um jaðarsetta hópa og hvernig megi gefa þeim pláss og gera kleift að verða hluti af meginstraumnum. Í Lestinni í dag verður fjallað um jaðarsetningu í hinum hnattræna listheimi. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, nemi í listfræði, ræðir um jaðarsetningu, aðgengi og afstöðu til listamanna sem tilheyra ekki norminu. Gamall maður stígur á stokk í Háskólabíói í kvöld. Hann er 77 ára gamall, og eiginlega fyrir löngu orðinn að einskonar goðsögn. Feril hann spannar um það svo sem eins og 60 ár, og hann hefur haft mikil áhrif með tónlist sinni. Hann heitir David Crosby, og stofnaði vinsælar hljómsveitir á borð við The Byrds og Crosby, Stills, Nash og Young, en sú síðarnefnda var einhver sú vinsælasta í öllum heiminum uppúr árinu 1970. Og nú segja menn að Crosby hafi gengið í endurnýjun lífdaga, með þremur plötum sem komið hafa út á síðustu árum og hlotið góða dóma. Já, David Crosby í Háskólabíói í kvöld, við ætlum að fræðast um hann í Lestinni í dag. Gestur okkar verður Árni Matthíasson. Karl Ólafur Hallbjörnsson flytur pistil í Lestinni í dag og fjallar um draugakennda nærveru samfélagsmiðlanna. Dr. Ólafur Rastrick dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands fjallar um djass og menningarangist, en hann flutti erindi um þetta efni í fullveldismaraþoni Reykjavíkurakademíunnar sem fram fór um helgina. En þar fjallaði Ólafur meðal annars um það hvernig menn skrifuðu um djassinn fyrir hundrað árum, og það var ekki allt fallegt, öðru nær, meira um það í Lestinni í dag.
8/23/201857 minutes
Episode Artwork

Fómó, Bónusferðin, þjóðernisvitund og tónleikarýni

Í sítengdum snjallsíma- og samfélagsmiðlavæddum samtíma getum við stöðugt fylgst með vinum okkar og kunningjum, hvað þeir eru að gera og hvað er að gerast á þessu tiltekna augnabliki. Það er augljóst að við erum stöðugt að missa af einhverju stórmerkilegu sem er að eiga sér stað, einhvers staðar annars staðar - þar sem við erum ekki. Meðal ungs fólks hefur hugtakið ,,fómó" fest sig í sessi og táknar kvíðann sem þetta veldur, óttann við að missa af. Í Lestinni í dag verður fjallað um fyrirbærið ,,fómó". Fullveldismaraþon Reykjavíkurakademíunnar kemur við sögu, en það fór fram um síðustu helgi, þar var fjallað í fjömörgum örfyrirlesturum um fullveldið, sögu Íslands og samfélag í fortíð og nútíð. Við ætlum að grípa niður í erindi sem Kolbeinn Óttarsson Proppé sagnfræðingur og alþingismaður flutti, en hann spurði Sleit þjóðernisvitundin barnsskónum? Og hann staldraði þar við umdeildan fund Alþingis sem fram fór á Þingvöllum fyrir mánuði. Kanadíska hljómsveitin Arcade fire spilaði í Laugardalshöll í gær, Lestin var auðvitað á staðnum, og við heyrum viðbragð Davíðs Roach Gunnarssonar. Við lítum einnig við í útvarpsleikhúsinu, og ræðum við Ragnar Ísleif Bragason og Friðgeir Einarsson, úr leikhópnum Kriðpleir, en þeir vinna að nýju útvarpsleikriti sem frumflutt verður hér á Rás 1 í september og ber vinnuheitið Bónusverðin. Við fáum í heimsókn tvo meðlimi hljómsveitarinnar Grúska babúska, sem spilar draumkennda og gáskafulla tónlist, og heldur tónleika í Hannesarholti á morgun. Gestir okkar verða þær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Erla Stefánsdóttir.
8/22/201857 minutes
Episode Artwork

Kristur, Arcade Fire, fótboltadómari og Evripídes

Jesús Kristur, Arcade Fire, fótboltadómari og Evripídes. Þannig hljómar leiðarlýsing Lestarinnar í dag, 21. ágúst. Jesús Kristur er vafalaust einn allra áhrifamesti einstaklingur í sögu mannkyns, en alveg frá upphafi hefur átt sér stað hörð barátta um arfleifð hans. Hugmyndir fólks um það hver Jesú var hafa tekið stöðugum breytingum í tímans rás, eðli hans og gjörðir túlkaðar og endurtúlkaðar. Í Lestinni í dag verður rætt við Sverri Jakobsson, sagnfræðing, um sögu Kristshugmyndarinnar. Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur tekur til máls í Lestinni í dag, á nýjan leik, og fjallar um enskan fótboltadómara og óréttlætið sem hann varð fyrir um helgina. Í kvöld heldur kanadíska hljómsveitin Arcade Fire tónleika í Laugardalshöll. Margir hafa beðið eftir þessum tónleikum, enda þykir hljómsveitin einstaklega gott tónleikaband. Við hitum upp fyrir kvöldið í Lestinni í dag, og rifjum upp feril Arcade Fire. ,,Tíminn mun milda harm þinn. Hinn látni er horfinn og að engu orðinn." ,,Set sorg þinni takmörk." ,,Gerir þú þér grein fyrir hlutskipti dauðlegra manna, hvernig því er háttað?" ,,Ein ævi er oss gefin, ekki tvær" (117) ,,Dauðlegir menn verða að ala hugsanir í brjósti í samræmi við sitt dauðlega eðli. Forn-gríska harmleikjaskáldið Evripídes kemur við sögu í Lestinni í dag.
8/21/201855 minutes
Episode Artwork

Deilihagkerfið, Aretha Franklin og upphaf rappsins.

Tónli, sálartónlist, rapptónlist og deilihagkerfið er á dagskrá Lestarinnar í dag. Deilihagkerfið teygir anga sína æ víðar þessa dagana. Nú hefur hópur fólks tekið sig saman og stofnað Tólatek Reykjavíkur, Reykjavík Tool Library, félagsskapur sem safnar og lánar út ýmis konar smíða- og handverkfæri. Við kíkjum við á opnun Reykjavík Tool Library úti á Granda og ræðum við stofnendurna um deilihagkerfið, sameignarfyrirkomulag og viðgerðakaffi. Lestin minnist einnig bandarísku söngkonunnar Arethu Franklin sem andaðist á fimmtudag, 76 ára gömul, en Franklin var einhver vinsælasta söngkona í heimi. Hún byrjaði kornung að syngja gospeltónlist, fyrir guð og fleiri. Ferill hennar spannaði ríflega 60 ár, og hún seldi ógrynni platna. Aretha Franklin var gjarnan kölluð drottning sálartónlistarinnar. Gestur þáttarins í dag verður Sigríður Thorlacius, söngkona, en hún útskýrir fyrir okkur hvað gerði Arethu Franklin svo stóra sem raun ber vitni. Og þann 11. ágúst síðastliðinn fögnuðu menn stórafmæli rappsins víða um heim en þá voru 45 ár liðin frá fyrsta rappteitinu, sem haldið var af plötusnúðinum Kool Herc. Þórður Ingi Jónsson fjallar í þættinum í dag um upphaf rappsins, sem er nú vinsælasta tónlistarstefna heimsins
8/20/201857 minutes