Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu.
Ljósmæður líta um öxl: Guðrún Guðbjarts
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legavarpinu. Þátturinn er hluti af syrpunni “Ljósmæður líta um öxl” sem er unnin í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands, þar sem rætt er við reynslubolta við starfslok. Gestur dagsins er Guðrún Guðbjartsdóttir ljósmóðir sem segir frá reynslu sinni af lífi og ljósmæðrastörfum á Suðurnesjum. Ferill Guðrúnar á Ljósmæðravakt HSS spannar 47 ár og fer hún yfir hápunkta og skemmtilegar sögur í viðtali dagsins. Ljósmæðra-áhuginn, námsárin, samblandan við einkalífið, uppáhalds ljósubarnið, sorgir og sigrar. Það er áhugavert að heyra frá breytingum og þróun á starfsháttum og menningu í kringum fæðingar á þessum tíma, og ekki síður magnað að heyra frá því sem ekki breytist í aldanna rás þegar ljósmæðralistin er annars vegar.
1/9/2024 • 56 minutes, 23 seconds
Þegar ljósmóðir eignast barn
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Í þetta sinn fá Legvörpur ekki til sín gest heldur beinist hljóðneminn að Stefaníu sem leysir frá skjóðunni. Hún segir sína reynslusögu af því að ganga með og fæða barn sem ljósmóðir. Hvernig er það að upplifa þetta sjálf á eigin skinni eftir að hafa fylgt ótal konum í gegnum ferlið? Hvað kom á óvart? Hvenær var ljósmæðraþekkingin gagnleg.. eða þvældist hún einhverntíman fyrir? Komið með í þetta magnaða ferðalag, allt frá tilfinningarússíbananum sem fylgir óráðgerðri þungun yfir í kraftmikla heimafæðingu með nágrannana á vorhreingerningardegi fyrir utan gluggann.
10/31/2023 • 1 hour, 31 minutes, 2 seconds
Sitjandi fæðingar með Kamillu
English below// Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Gestur þáttarins er danski fæðingarlæknirinn Kamilla Gerhard Nielsen sem fjallar af sinni fagmennsku og einstöku yfirvegun um sitjandi fæðingar og allskyns fróðleik sem tengist hinni sjaldgæfu sitjandi stöðu. Kamilla fræðir okkur um sérþekkingu sína og reynslu af “Upright breech” eða sitjandi fæðingum í uppréttri stöðu, útkomur, upplifun, fræðslu til foreldra og kennslu starfsfólks. Spjallið fer á flug um sögu, menningu, tölfræði og tilfinningar þegar sitjandi fæðingar eru annars vegar, sem einkennist af bæði trú og auðmýkt. // The midwives Stefanía and Sunna talk to the danish obstetrician and pioneer Kamilla Gerhard Nielsen about upright breech birth. In this episode, Kamilla shares with us her knowledge and experience of the upright breech concept along with statistics and outcomes. She also educates us on how health care staff is trained so everyone feels safe, the staff and the parents and how parents are informed about this rare presentation so they can take an informed decision about their birth. Kamilla also sheds light on spiritualism, culture and emotions regarding the fascinating breech birth. Come and listen to this episode with us about upright breech birth with the humble brilliant obstetrician, Kamilla Gerhard Nielsen
7/21/2023 • 50 minutes, 34 seconds
Kristbjörg og Amish konurnar í Pennsylvaníu
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Gestur þáttarins er Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir sem segir frá reynslu sinni af ljósmæðrastörfum með Amish fólki í Lancaster sýslu í Pennsylvania fylki Bandaríkjanna. Kristbjörg dregur upp mynd af lífi Amish fólksins sem einkennist af einfaldleika, sjálfbærni og nægjusemi, allt frá klæðaburði til farartækja. Einnig talar hún um viðhorfi kvennanna til barneigna og menninguna í kringum fæðingar, þar sem hin mikla trú á kvenlíkamanum og móður náttúru ræður ríkjum.
7/3/2023 • 1 hour, 13 minutes, 34 seconds
Icelandic maternity care for women of foreign origin
Íslenska neðar// The midwives Stefanía Ósk and Sunna María are back and for the first time in English, a language they aren't that great in but thankfully Edythe M. Mangindin, did most of the talking. In this episode, Edythe, a woman of many titles but first and foremost a Filipino-American-Icelandic wife, mother, nurse and midwife, talks about the outcomes and experience of
foreign women who receive maternity care in Iceland. How do we ensure respectful, safe and equal care for women of foreign origin? This and other important questions will be discussed in today's episode.
//Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu og spreyta sig í fyrsta sinn á ensku. Gestur þáttarins er hin reynslumikla og sprenglærða ljósmóðir Edythe Mangindin sem ræðir við Legvörpur um málefni erlendra kvenna í barneignarferlinu á Íslandi, og því er þátturinn að sjálfsögðu á ensku. Edythe fjallar um niðurstöður rannsókna og fer meðal annars yfir fæðingar-útkomu og upplifun kvenna af fæðingum og barneignarferlinu. Hverjar eru helstu hindranir tengdar aðstæðum og kerfinu og hvernig tryggjum við jafna, örugga og einstaklingsmiðaða þjónustu? Túlkaþjónusta, réttindamál, félagsleg tengsl, menningarhæfni og margt fleira með Edythe. Komið með og látum orðið berast til enskumǽlandi kvenna!
9/21/2022 • 1 hour, 32 seconds
Hulda Þórey í Hong Kong
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Þátturinn er hluti af syrpunni "Ljósmæðralíf" sem er unnin í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands. Gestur dagsins er Hulda Þórey Garðarsdóttir sem deilir með okkur sögunni af því hvernig leiðir hennar lágu frá Kópaskeri í ljósmóðurfræði og þaðan til Hong kong. Þar bjó Hulda Þórey ásamt fjölskyldu sinni í mörg ár og segir okkur skrautlegar sögur af þvi hvernig hún sigraðist á hinum ýmsu hindrunum sem nýútskrifuð ljósmóðir í þessari merkilegu borg þar sem fólk úr ólíkum áttum og allskyns menningarheimum mætast. Fljótlega tók Hulda yfir rekstur á fyrirtækinu Annerley og sinnti þar með ýmiskonar ljósmæðraþjónustu fyrir fjölskyldur á meðgöngu og eftir fæðingu. Hulda deilir með okkur stórskemmtilegum minningum og sögum, allt frá heimafæðingu í einstökum aðstæðum á aðfangadag yfir í fylgjuna í framsætinu sem bjargaði henni úr klóm lögreglunnar. Komið með í litríkt ferðalag til Hong Kong!
6/13/2022 • 1 hour, 25 minutes, 22 seconds
Kristín Rut á Fósturgreiningardeild
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Gestur þáttarins er Kristín Rut Haraldsóttir, sérfræðiljósmóðir á Fósturgreiningardeild Landspítalans.
Kristín segir skemmtilegar sögur af uppbyggingu fósturgreiningar-þjónustu á norðurhjara veraldar á tímum tækniframfara. Einnig ræðir hún við Legvörpur um fjölbreytta starfsemi deildarinnar, siðferðislegar vangaveltur í tengslum við fósturskimanir og framtíðardrauma. Það er erfitt að hrífast ekki með ástríðu þessarar ótrúlegu hugsjónarkonu. Hverjar eru þessar konur sem sitja dagana langa á kollum í myrkvuðum sónarherbergjum og rýna á skjáinn? Komiði með!
1/6/2022 • 1 hour, 11 minutes, 4 seconds
Vatnsfæðingar
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Gestur þáttarins er ljósmóðirin Sigurveig Ósk Pálsdóttir, betur þekkt sem Ósk og ræðir hún við Legvörpur um vatnsfæðingar. Ósk tekur okkur með inní draumkennt andrúmsloft vatnsfæðingarinnar þar sem ljósmæðra-listin fær að leika lausum hala. Vilt þú vita hver ávinningur vatnsbaða er á ólíkum stigum fæðinga, hvernig þetta allt saman virkar og hvers vegna í ósköpunum sumar konur kjósa að fæða börnin sín ofan í baðkörum? Þá ertu á réttum stað!
12/24/2021 • 1 hour, 16 minutes, 7 seconds
Ljósmæðralíf: Anna Rut í Palestínu
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Þátturinn er hluti af syrpunni "Ljósmæðralíf" sem er unnin í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands. Gestur dagsins er hin eina sanna Anna Rut Sverrisdóttir sem deilir með okkur sögum af aðúnaði palestínskra ljósmæðra og fæðandi kvenna í Betlehem. Anna Rut dregur upp magnaða mynd af ljósmæðralífinu, allt frá ferð sinni til vinnu frá Jerúsalem í gegnum varðstöðvar ísraelshers, að frumlegum aðferðum við að laga rótsterkt arabískt kaffið sem var ómissandi á kaffistofu ljósmæðranna. Komið með í magnað ferðalag til Palestínu!
9/29/2021 • 1 hour, 8 minutes, 41 seconds
Ljósmæðralíf: Hólmfríður Garðarsdóttir á hamfara- og átakasvæðum í 27 ár
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Þátturinn er hluti af syrpunni "Ljósmæðralíf" sem er unnin í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands. Gestur dagsins er Hólmfríður Garðarsdóttir ljósmóðir eða Hófí eins og hún er kölluð. Í viðtalinu segir hún frá störfum sínum sem sendifulltrúi hjá Rauða Krossinum og reynslu sinni af því að vera ljósmóðir á hamfara- og átakasvæðum víðsvegar um heiminn auk þess að taka þátt í þróunarverkefnum. Meðal þeirra landa sem hún hefur starfað í síðastliðin 27 ár eru Afganistan, Bosníu-Hersegovína, Mósambík, Malaví, Suður-Súdan, Norður-Kórea, Úkraína, Íran og Írak. Það er ótrúlegt að heyra af lífi eða öllu heldur lífsstíl Hófíar sem er alltaf klár þegar kallið kemur, gjarnan með stuttum fyrirvara. Hún hefur vægast sagt magnaðar sögur að segja af aðstæðum kvenna í barneign þar sem oft þarf að beita útsjónarsemi til að yfirstíga hinar ýmsu hindranir. Hnetumauk í Súdan til þess að bæta upp fyrir blóðleysi, soðna ýsan á Íslandi til að kjarna sig þegar heim er komið og allt þar á milli með Hófí. Komið með!
5/29/2021 • 1 hour, 45 minutes, 13 seconds
Breytingaskeið kvenna
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Gestur þáttarins er ljósmóðirin Steinunn Zophoníasdóttir og ræðir hún við Legvörpur um breytingaskeið kvenna sem sveipað hefur verið dulúð og skömm. Steinunn fer meðal annars yfir helstu niðurstöður úr meistararannsókn sinni á upplifun kvenna af breytingaskeiðinu ásamt líkamlegum, andlegum og félagslegum breytingum sem konur ganga í gegnum á þessu tímabili, sem og einkenni og bjargráð.
5/16/2021 • 1 hour, 19 minutes, 21 seconds
Ljósmæðralíf: Björg Sigurðardóttir á Grænlandi
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legavarpinu. Þátturinn er hluti af syrpunni “Ljósmæðralíf” sem er unnin í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands. Gestur dagsins er Björg Sigurðardóttir ljósmóðir sem segir frá reynslu sinni af lífi og ljósmæðrastörfum í Grænlandi. Þangað hefur hún farið fjölmargar ferðir víðsvegar um landið og bjó hún og starfaði sem ljósmóðir í heilt ár í bænum Sisimiut á vesturströnd Grænlands. Björg lýsir fyrir okkur aðbúnaði og aðstæðum á fæðingarvaktinni og helstu ljósmæðraáskorunum. Einnig heyrum við sögur af grænlenskri menningu, samfélaginu og nálægðinni við stórbrotna náttúruna þar sem virðing og aðdáun Bjargar á landi og þjóð skín í gegn.
5/6/2021 • 1 hour, 22 minutes, 24 seconds
Einhverfar konur í barneignarferlinu
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar. Legvarpið snýr nú aftur í bættum hljóðgæðum úr stúdíói Landspítala Hlaðvarpsins. Voru legvarpskonur gripnar í smá yfirheyrslu í byrjun þáttar þar sem heyra má spjall um ljósmæðra-áhugann, lífið og tilveruna. Gestur dagsins er engin önnur en ljósmóðirin og Njarðvíkur/Blönduós-drottningin Rut Vestmann sem kemur sterk inn með efni þáttarins á 20.mínútu þar sem hún leiðir okkur í allan sannleikann um þarfir einhverfra kvenna í barneignarferlinu. Komiði með!
4/19/2021 • 1 hour, 6 minutes, 53 seconds
Ljósmæðralíf: Birna Gerður í Eþíópíu
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legavarpinu. Þátturinn er hluti af syrpunni “Ljósmæðralíf” sem er unnin í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands. Gestur dagsins er reynsluboltinn og ljósmóðirin Birna Gerður Jónsdóttir sem segir frá reynslu sinni af lífi og ljósmæðrastörfum í Eþíópíu þar sem hún bjó og starfaði á 10. áratugi síðustu aldar. Birna Gerður dregur upp ljóslifandi mynd af lífi og aðstæðum eþíópískra kvenna í barneign á þessum tíma og fáum við að heyra vægast sagt ótrúlegar og áhrifamiklar sögur.
2/24/2021 • 1 hour, 22 minutes, 4 seconds
Sjálfræði kvenna og siðferðilegar flækjur
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar. Í þessum þætti Legvarpsins verður fjallað um siðferðileg álitamál sem tengjast barneignarferlinu. Rætt verður um þá flóknu stöðu sem myndast þegar tveir einstaklingar tilheyra sama líkama, ásamt öðrum eldheitum siðferðilegum flækjum. Slík umfjöllun er í eðli sínu margslungin og viðkvæm en gestur þáttarins er Dr. Berglind Hálfdánsdóttir, ljósmóðir og lektor sem hefur kannað hugtök siðfræðinnar á borð við sjálfræði kvenna, upplýst val og forræðishyggju. Í forrétt eru örlítið léttvægari pælingar á borð við of lítil föt, kitl í biðröðum og hvar Stefanía og Sunna hafa nú haldið sig í alla þessa Legvarps-lausu mánuði. Komiði með!
10/11/2020 • 1 hour, 34 minutes, 42 seconds
Sængurlegan
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar. Í þessum þætti Legvarpsins spjalla þær um fyrstu dagana eftir fæðingu sem kallast sængurlega en er það viðburðarríkur tími þar sem foreldrar stíga sín fyrstu skref í nýju hlutverki og kynnast barninu sínu. Farið verður yfir líkamlega og andlega þætti varðandi heilsu móður eftir fæðingu, upphaf brjóstagjafar og hegðu nýburans. Þátturinn er stútfullur af fróðleiksmolum og góðum ráðum sem ættu að nýtast verðandi og nýjum foreldrum vel við að spjara sig í þessum stórmerkilega tilfinningarússíbana sem fyrstu dagarnir eftir fæðingu geta verið.
Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
4/7/2020 • 1 hour, 27 minutes, 44 seconds
Typpa-Pælingar
Hver man ekki eftir Píku-Pælingum sem slógu í gegn í Legvarpinu á sínum tíma?! Í tilefni af Mottumars ætla ljósmæðranemarnir Stefanía og Sunna og skipta um gír og gægjast yfir í karlaklefann. Þar tekur enginn annar en Lárus Jón Björnsson eða Lalli, vel á móti þeim. Lalli er sjúkraþjálfari sem hefur sérhæft sig í neðanbeltisvandamálum karla. Hann heldur úti Facebook- og instagram-reikningnum Neðanbeltis-Karlaheilsa þar sem nálgast má stórskemmtilega fræðslupistla. Í þættinum segir Lalli frá vegferð sinni inní neðanbeltis-bransann og fræðir um karlaheilsu, helstu einkenni frá neðanbeltissvæði karla, mögulegar orsakir, meðferð og hvert hægt er að leita með slíkan vanda. Þátturinn er hlaðinn sprenghlægilegum sögum og gríni svo hér er í raun á ferðinni eitt stórt og bráðsmitandi hláturskast. Hlustið, hlægið, fræðist!
Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
3/15/2020 • 1 hour, 24 minutes, 46 seconds
Notkun mænurótardeyfingar í fæðingu
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar. Í þessum þætti Legvarpsins verður fjallað um mænurótardeyfingu í góðum félagsskap ljósmóðurinnar Katrínar Sifjar Sigurgeirsdóttur. Hvers vegna hefur orðið veruleg aukning á notkun mænurótardeyfinga í fæðingum? Hverjar eru afleiðingarnar? Og eru konur í raun að taka UPPLÝSTA ákvörðun um þessa verkjameðferð? Komið með í eldheitar umræður um þetta umdeilda fyrirbæri sem virðist hreyfa við tilfinningum á þann hátt að það er freistandi að hlaupa undan umræðum um málið, eða í það minnsta tipla á tánum.
Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
2/23/2020 • 1 hour, 46 seconds
Stærri brjóst, betra líf?
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar. Viðfangsefni Legvarpsins að þessu sinni er áhrif brjóstastækkunar með ígræðslu brjóstapúða á heilbrigði kvenna og er gestur þáttarins ljósmæðraneminn Kristín Georgsdóttir. Í þættinum deilir Kristín sinni eigin reynslu af því að vera með brjóstapúða, áhrif þeirra á brjóstagjöf sína en einnig þegar hún lét fjarlægja þá. Fjallað verður um Breast Implant Illness eða BII sem fjölmargar konur með brjóstapúða hafa tengt við vegna ýmissa sérkennilegra og óljósra einkenna. Komið með í áhugaverða umræðu um allt frá líkamsímynd kvenna og útlitskröfum að ábyrgð skurðlækna sem framkvæma brjóstastækkun.
Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
2/13/2020 • 1 hour, 5 seconds
Val á fæðingarstað
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar. Viðfangsefni Legvarpsins að þessu sinni er val kvenna á fæðingarstað og er gestur þáttarins Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, ljósmóðir og prófessor í ljósmóðurfræði við HÍ. Farið verður lauslega yfir þróunina hér á landi síðustu áratugina en fæðingar hafa á skömmum tíma færst úr heimahúsum yfir á sjúkrahús. Þá berum við saman valmöguleika höfuðborgarsvæðisins við landsbyggðina en veruleiki margra fjölskyldna er því miður sá að ekki er fæðingarstaður eða ljósmæðravakt í þeirra heimabyggð. Að auki verður leitast við að svara spurningum um hvers vegna það er mikilvægt að konur hafi val og afhverju þetta er í raun sjóðheitt, feminískt og oft á tíðum hápólitískt hitamál. Njótið kæru vinir!
Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
2/5/2020 • 1 hour, 12 minutes, 42 seconds
Pabbi Í Orlofi
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Í þessum þætti fjalla þær um fæðingarorlof feðra og þátttöku þeirra í umönnun barna sinna fyrsta árið og árin. Umræðan teygist yfir í hinar ýmsu pælingar um staðalímyndir kynjanna, jafnrétti og menningu þegar kemur að barnauppeldi. Gestur þáttarins að þessu sinni er Keflvíkingurinn snjalli, Björn Geir Másson. Hann er búsettur í Bandaríkjunum ásamt eiginkonu sinni og 16 mánaða dóttur. Hann leiðir okkur í allan sannleikann um hlutverk sitt og daglegt líf sem heimavinnandi húsfaðir fjarri stuðningsneti vina og fjölskyldu. Björn Geir lumar á ýmsum góðum sögum og pælingum sem hann færir hlustendum með sínum einstaklega skemmtilega hætti.
Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
1/16/2020 • 1 hour, 13 minutes, 1 second
Fæðingarhjálp fortíðar
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Gestur þáttarins að þessu sinni er hjúkrunar-og sagnfræðingurinn Erla Dóris Halldórsdóttir. Hún hefur tvinnað þessar tvær fræðigreinar saman á skemmtilegan hátt og hefur meðal annars rannsakað sögu lækna-og ljósmæðrastéttarinnar á Íslandi. Hún skrifaði doktorsritgerð sína um fæðingarhjálp á Íslandi á árunum 1760-1880 og gaf nýlega út bók um sögu karla í ljósmæðrastörfum. Erla tekur okkur í stórmerkilegt ferðalag til fortíðar og fræðir okkur meðal annars um aðstæður, aðbúnað og menntun yfirsetukvenna- og manna hér á landi.
Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
12/23/2019 • 1 hour, 14 minutes, 59 seconds
Áhrif kynferðisofbeldis á barneignarferlið
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Í þessum þætti verður fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignarferlið. Ása Kristín Einarsdóttir kíkti í Legvarps-köku og kaffi en hún eignaðist sitt fyrsta barn fyrir tæplega tveimur árum. Ásamt því að vera mamma er Ása ein af skipuleggjendum Druslu-göngunnar, frístundasnillingur og mikil brandarakona. Hún segir okkur frá upplifun sinni af barneignarferlinu með erfiða reynslu í bakpokanum, og vegferð sinni í átt að bata.
Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
11/29/2019 • 1 hour, 24 minutes, 50 seconds
Sársaukaupplifun kvenna í fæðingu
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Í þessum þætti Legvarpsins verður fjallað um sársaukaupplifun kvenna í fæðingu og veltum við fyrir okkur ýmsum þáttum eins og viðhorfi, menningu og orðræðu varðandi sársauka í fæðingu. Sigfríður Inga Karlsdóttir ljósmóðir, eða Inga eins og hún er oftast kölluð, er gestur þáttarins og fræðir okkur betur um þessi mál. Hún er mikill reynslubolti auk þess að hafa komið að fjöldamörgum rannsóknum um málefnið. í forrétt verður boðið uppá heimspekilegar vangaveltur um áreynslulausan lífsstíl nútímamannsins og samband hans við sársauka og áskoranir.
Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
10/28/2019 • 1 hour, 29 minutes, 48 seconds
Píku-Pælingar 2/2
Ljósmæðranemarnir Stefanía og Sunna halda dróna-útsýnisferðinni áfram og í þetta sinn um innri kvenlíffærin. Þátturinn er framhald af fyrri þætti sem nefnist Legvarpið -Píku-Pælingar 1/2. Við byrjum á eggjastokkunum og þræðum okkur niður eggjaleiðarana, þaðan í legið og um leghálsinn og niður leggöngin. Í leiðinni verða sagðar allskonar sögur og skemmtilegar staðreyndir eins og að baka megi brauð með hjálp flórunnar í leggöngunum. Fjallað verður um hið eðlilega eins og egglos, frjóvgun og tíðahringinn ásamt því sem getur farið úr-skeiðis (haha!) s.s. kvillar sem geta hrjáð konur eins og PCOS, utanlegsfóstur, leghálskrabbamein, sveppasýking og skeiðarsýklun. Einnig verður farið í tegundir útferðar og hversu frábært súrt umhverfi er fyrir leggöngin okkar. Komið með!
10/16/2019 • 1 hour, 31 minutes, 24 seconds
Píku-Pælingar 1/2
Ljósmæðranemarnir Stefanía og Sunna fjalla um tabúið mikla, píkuna. Þær fara yfir orðræðuna, bleika skattinn og píku-pólitík og taka hlustendur í æsispennandi dróna-útskýnisferð um hin mögnuðu kynfæri kvenna. Þær fara yfir uppsetningu og virkni píkunnar og er umræðan stútfull af ótrúlegum staðreyndum og sögum sem margir tengja við. Þessi þáttur gagnast öllum þeim sem eru með píku, eiga einhver samskipti við hana eða eru almennt forvitnir um þetta magnaða líffæri sem hefur verið haldið úti í kuldanum of lengi. Komiði með!
10/2/2019 • 1 hour, 28 minutes, 23 seconds
Mömmupressan
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Í þessum þætti fjalla þær um pressuna sem mömmur verða fyrir í nútímasamfélagi. Hér má finna margar góðar pælingar um mömmuhópa, samanburð, kynjaveislur, áhrifavalda og kerru-meting svo eitthvað sé nefnt. Með í pælingum dagsins er hún Eva Sigrún Guðjónsdóttir, sem eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra. Hún deilir sögum og vangaveltum á sinn einstaklega fyndna hátt og tekur umræðuna á óvæntar slóðir. Komiði með!
-Hljóðvinnslu-ráðgjafi og upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
8/29/2019 • 1 hour, 28 minutes, 13 seconds
Feður í barneignarferlinu
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Í þessum fyrsta þætti fjalla þær um feður í barneignarferlinu og fá til sín góðan gest, Þorleif Örn Gunnarsson, betur þekktur sem Tobbi. Hann eignaðist son í fyrra með kærustu sinni, henni Thelmu Sif Sævarsdóttur. Tobbi ræðir reynslu sína af barneignarferlinu á stórskemmtilegan hátt og ferðast umræðan um heima og geima. Komiði með!
-Hljóðvinnsla og upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir