Ketócastið með Hönnu Þóru og Hrönn Bjarna fjallar um allt sem tengist ketó matarrræðinu. Spjall, fróðleikur, lífið á ketó og viðtöl við skemmtilega einstaklinga
Sjötti þáttur
Í þessum þætti kom hún Allý til okkar í viðtal en hún hefur náð afar góðum árangri með því að sleppa kolvetnum og sykri eftir að læknir tók af skarðið og hvatti hana til að prófa þetta lágkolvetna matarræði.
7/3/2020 • 50 minutes, 33 seconds
Fimmti þáttur
Í þessum þætti ræða Hanna Þóra og Hrönn um þà bættu líðan sem fylgir ketó matarræðinu og fara yfir öll þau fjölmörgu jákvæðu einkenni sem fólk finnur fyrir þegar það fer á þetta matarræði.
6/24/2020 • 58 minutes, 31 seconds
Fjórði þáttur
Hanna Þóra og Hrönn ræða um hvað er hægt að hafa í matinn á ketó matarræðinu. Eins koma þær með góð ráð fyrir útileguna og sumarfríið en það eru akkúrat mómentin þar sem auðvelt er að falla fyrir freistingum.
6/9/2020 • 40 minutes, 54 seconds
Þriðji þáttur
Hanna Þóra og Hrönn ræða um fyrstu skrefin í ketómatarræðinu og koma með allskyns góð ráð fyrir byrjendur. Þær fara einnig yfir hvernig best sé að skipuleggja matarinnkaupin og máltíðir vikunnar.
6/3/2020 • 45 minutes, 42 seconds
Annar þáttur
Gestur þáttarins að þessu sinni er Arna Engley og fer hún yfir sína mögnuðu upplifun og sinn árangur á ketó. Hún hefur náð góðum árangri í crossfit síðustu ár og fer yfir mýtur og góð ráð þegar kemur að ketó og æfingum.
5/25/2020 • 42 minutes, 33 seconds
Fyrsti þáttur
Fyrsti þáttur er kynningarþáttur með stjórnendum þáttarins Hönnu Þóru og Hrönn Bjarna. Hvað er framundan og ástæður þess að þær prófuðu ketó matarræðið