Hlaðvarp um nám og kennslu í breyttum heimi menntunar.
Námskraftur nemenda og samfélag kennara: Hjördís Alda Hreiðarsdóttir (Framhaldsskólinn í heimsfaraldri)
Kæru hlustendur, verið velkomin á Kennarastofuna! Það var einkar gaman að spjalla við Hjördísi Öldu. Ekki aðeins vegna þess að hennar rödd og sýn á kennslu er mikilvæg, og vegna þess að hún er framhaldsskólakennari sem starfar tímabundið sem kennslustjóri og horfir því á sviðið úr báðum áttum, heldur líka vegna þess að við Hjördís kenndum mjög náið saman í ein sex ár og höfum þróað með okkur vináttu sem er mér mjög mikilvæg og kær, bæði faglega og persónulega. Hjördís hefur í mörg ár verið minn bandamaður, en í samtalinu segir hún frá bandamönnum innan Menntaskólans við Sund, hlutverki þeirra og mikilvægi.
Það er gaman að segja frá því að í doktorsverkefninu mínu er ég einmitt að rannsaka mikilvægi góðs og innilegs samstarf á tímum örra breytinga og óvissu í skólastarfi. Eins oig ég hef áður sagt er þessi rannsókn er mitt framlag til rannsóknarinnar Framhaldsskólinn og samkomubann á tímum COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun sem ég hef áður talað um og þessi þáttaröð Kennarastofunnar hverfist um.
Þó að niðurstöður rannsóknar minnar séu ekki enn útgefnar í formi vísindagreinar – en það styttist þó í það – get ég sagt ykkur að greining mín á gögnunum sýnir að bandamenn innan skóla gegna mikilvægu hlutverki þegar kennarar standa frammi fyrir skyndilegum breytingum í kennslu eins og Covid tímabilið var.
Og ég get vottað fyrir það sjálfur að kostir þess að eiga í slíku samstarfi eru gríðarlega miklir, óháð breytingum, og ekki aðeins faglega heldur líka persónulega, eins og samstarf og vinátta okkar Hjördísar hefur kennt mér.
Takk fyrir að hlusta á Kennarastofuna. Eins og hefur oft komið fram hér á Kennarastofunni þá er skóli samfélag. Ég yrði því afar þakklátur ef þið mynduð taka þátt í samtalinu á Twitter og Facebook en líka í raunheimum með því að spjalla við kollega og deila þættinum með öðrum sem þið teljið að gæti haft gagn og gaman af. Góðar stundir.
Það er rétt að það komi fram að þýðing mín á hugtakinu collegiality, samstarfskennd, fékk góða viðbót frá Berki Hansen við Menntavísindasvið, fagleg. Fagleg samstarfskennt. Það er nokkuð hljómfagur og nær nokkuð vel yfir þessa hugmynd um gott og náið samstarf innan skóla. Ég held áfram að máta þetta hugtak við starf kennara. Þið megið endilega gera það líka.
- - -
Ég vil þakka Fríðu Dís Guðmundsdóttur fyrir merki þáttarins og ómótstæðilegt bassastef og Smára Guðmundssyni hjá Smástirni fyrir upptökur og hljóðvinnslu á þáttunum og upptökur á stefinu sem þau útsettu í sameiningu og er nú orðið að útgefnu lagi, The Key to my Future Heart.
www.kennarastofan.is
#kennarastofan
4/4/2023 • 43 minutes, 53 seconds
„Námið á sér stað þegar ég er ekki að tala“: Ívar Valbergsson (Framhaldsskólinn í heimsfaraldri)
Verið velkomin á kennarastofuna. Við höldum áfram að fjalla um framhaldsskólann í heimsfaraldri og rannsóknina Framhaldsskólinn og samkomubann á tímum COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun. Og í þessum þætti snúum við okkur að verknámi og tölum við Ívar Valbergsson, kennara í vélstjórn við Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Við Ívar kynntumst fyrir rúmum tíu árum síðan þar sem hann tók snemma þátt í innleiðingu vendináms, sem ég hef áður talað um í þessum þætti. En fyrir hlustendur sem hafa ekki heyrt talað um þá kennsluaðferð þá snýst hún í grunninn um að nýta tíma kennara og nemenda innan kennslustofunnar sem mest í verkefnavinnu og samræður. Sem lið í því tekur kennarinn upp fyrirlestra og annað efni og sendir nemendum eða setur á kennslukerfið - fyrir kennslustundina - svo nemendur geti hlustað á efnið frá kennara, hvenær og hvar sem þeim hentar, og nýtt kennslustundina í verkefnavinnu undir handleiðslu kennara. Þetta er mjög gróf og einföld lýsing á kennsluaðferðinni en hún undirbýr ykkur allavega betur undir samtal mitt við Ívar sem hefur stuðst við aðferðina í nokkuð langan tíma.
Það eru eflaust ekki margir hlustendur Kennarastofunnar kennarar í vélstjórn en allir kennarar ættu þó að geta tengt við aðferðir Ívars að einhverju leyti og smitast af áhuga hans á kennslu og ástríðu. Því hún leynir sér ekki. En byrjum á að heyra hvað Elsa Eiríksdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og þátttakandi í rannsóknarverkefninu hefur að segja um rannsóknina, tilgang hennar og markmið. Við munum svo heyra meira frá Elsu í þessari þáttaröð en hennar sérsvið er starfsmenntun.
- - -
Ég vil þakka Fríðu Dís Guðmundsdóttur fyrir merki þáttarins og ómótstæðilegt bassastef og Smára Guðmundssyni hjá Smástirni fyrir upptökur og hljóðvinnslu á þáttunum og upptökur á stefinu sem þau útsettu í sameiningu og er nú orðið að útgefnu lagi, The Key to my Future Heart.
www.kennarastofan.is
#kennarastofan
2/2/2023 • 42 minutes, 35 seconds
Kennarar þurfa að geta treyst nemendum: Aðalbjörg Bragadóttir (Framhaldsskólinn í heimsfaraldri)
Verið hjartanlega velkomin á Kennarastofuna! Við höldum áfram samtalinu um nám og kennslu í breyttum heimi menntunar þar sem ég tek viðtöl við kennara og annað skólafólk um kennslu á tímum heimsfaraldurs og hugsanlegar varanlegar breytingar sem sú reynsla mun hafa í för með sér.
Í þessum þætti og þeim næstu mun ég einblína á framhaldsskólann þar sem Kennarastofan er kominn í eina sæng með rannsóknarverkefninu Framhaldsskólinn og samkomubann á tímum COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun. Ég er sjálfur hluti af rannsóknarhópnum sem doktorsnemi og það er Ómar Örn Magnússon einnig. Guðrún Ragnarsdóttir hefur umsjón með verkefninu ásamt Súsönnu Margréti Gestsdóttur en Amalía Björnsdóttir og Elsa Eiríksdóttir eru einnig þátttakendur af Menntavísindasviði – ásamt fleirum. Raddir sumra þátttakenda í þessu rannsóknarverkefnj munu heyrast í næstu þáttum eftir því sem við á.
Rannsóknarverkefnið hefur hlotið styrk frá Háskóla Íslands til að búa til hlaðvarpsþætti sem fjalla um viðfangsefni rannsóknarinnar en styrkurinn er liður í því að styðja við samfélagsvirkni og miðla rannsóknum háskólans til almennings. Og í þessum öðrum þætti í þeirri þáttaröð spjalla ég við Aðalbjörgu Bragadóttur, íslenskukennara við Menntaskólann á Akureyri.
Takk fyrir að hlusta á Kennarastofuna! Ég minni á alla hina þætti Kennarastofunnar sem má finna á heimasíðu þáttarins sem og á streymisveitum. Fylgist vel með því von er á fleiri þáttum í þessari þáttaröð næstu vikurnar – og takið þátt í samtalinu á Facebooksíðu þáttarins og á Twitter með myllumerkjunum Kennarastofan og menntaspjall.
- - -
Ég vil þakka Fríðu Dís Guðmundsdóttur fyrir merki þáttarins og ómótstæðilegt bassastef og Smára Guðmundssyni hjá Smástirni fyrir upptökur og hljóðvinnslu á þáttunum og upptökur á stefinu sem þau útsettu í sameiningu og er nú orðið að útgefnu lagi, The Key to my Future Heart.
www.kennarastofan.is
#kennarastofan
1/7/2023 • 42 minutes, 39 seconds
Leiðsagnarnám og fjarkennsla: Rödd að vestan (Framhaldsskólinn í heimsfaraldri)
Verið hjartanlega velkomin á Kennarastofuna! Við höldum áfram samtalinu um nám og kennslu í breyttum heimi menntunar þar sem ég tek viðtöl við kennara og annað skólafólk um kennslu á tímum heimsfaraldurs og hugsanlegar varanlegar breytingar sem sú reynsla mun hafa í för með sér.
Í þessum þætti og þeim næstu mun ég einblína á framhaldsskólann þar sem Kennarastofan er kominn í eina sæng með rannsóknarverkefninu Framhaldsskólinn og samkomubann á tímum COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun. Ég er sjálfur hluti af rannsóknarhópnum sem doktorsnemi og það er Ómar Örn Magnússon einnig. Guðrún Ragnarsdóttir hefur umsjón með verkefninu ásamt Súsönnu Margréti Gestsdóttur en Amalía Björnsdóttir og Elsa Eiríksdóttir eru einnig þátttakendur af Menntavísindasviði – ásamt fleirum. Raddir sumra þátttakenda í þessu rannsóknarverkefnj munu heyrast í næstu þáttum eftir því sem við á.
Rannsóknarverkefnið hefur hlotið styrk frá Háskóla Íslands til að búa til hlaðvarpsþætti sem fjalla um viðfangsefni rannsóknarinnar en styrkurinn er liður í því að styðja við samfélagsvirkni og miðla rannsóknum háskólans til almennings.
Og í þessum fyrsta þætti í þeirri þáttasyrpu spjalla ég við Guðjón Torfa Sigurðsson sem starfar sem kennari við Menntaskólann á Ísafirði. Hann kennir bæði stærðfræði og tölvugreinar og er einnig sviðstjóri á raungreina og stærðfræðisviði við skólann. Hann hefur ýmislegt áhugavert að segja um hvernig skólinn náði að aðlagast skyndilegum breytingum og hvernig fjarnámsreynsla skólans kom að góðum notum þegar skellt var í lás. Við spjölluym um samstarf kennara, veðrið fyrir vestan og fleira.
Takk fyrir að hlusta á Kennarastofuna! Ég minni á alla hina þætti Kennarastofunnar sem má finna á heimasíðu þáttarins sem og á streymisveitum. Fylgist vel með því von er á fleiri þáttum í þessari þáttasyrpu næstu vikurnar – og takið þátt í samtalinu á Facebooksíðu þáttarins og á Twitter með myllumerkjunum Kennarastofan og menntaspjall.
- - -
Ég vil þakka Fríðu Dís Guðmundsdóttur fyrir merki þáttarins og ómótstæðilegt bassastef og Smára Guðmundssyni hjá Smástirni fyrir upptökur og hljóðvinnslu á þáttunum og upptökur á stefinu sem þau útsettu í sameiningu og er nú orðið að útgefnu lagi, The Key to my Future Heart.
www.kennarastofan.is
#kennarastofan