Karlmennskuhugmyndir og afleiðingar þeirra á líf okkar og umhverfi eru viðfangsefni Þorsteins V. Einarssonar.
127. „Talaru íslensku?“ - Sara Cervantes
Sara Cervantes er hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum sem flutti til Íslands fyrir nokkrum árum. Sara gefur innsýn í reynsluheim einstaklings sem reynir að aðlagast íslensku samfélagi en mætir ýmsum kerfisbundnum hversdagslegum og formlegum hindrunum.
Við Sara hittumst fyrst á fræðslufundi á Landspítalanum þar sem umræðuefnið var forréttindi og jaðarsetning. Innlegg Söru var svo áhrifamikið að ég varð að leyfa ykkur að heyra. Við spjöllum um forréttindi, jaðarsetningu, inngildingu, útilokun, hver ber ábyrgð á inngildingu á vinnustöðum og almennt í samfélaginu og „two minute investment“-leiðina sem Sara telur mun gagnlegri en að spyrja „talaru íslensku?“.
Viðtalið fer fram á ensku.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Yipin, vinsælasta tófú Svíþjóðar, býður upp á þennan þátt ásamt bakhjörlum Karlmennskunnar.
10/28/2023 • 41 minutes, 10 seconds
126. „Held ég hafi akkúrat nægar áhyggjur af drengjum í skólakerfinu“ – Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er prófessor við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands og hefur stundað rannsóknir á kennslukonum og kennslukörlum, rýnt í stöðu drengja í skólum og ásamt mörgu öðru skrifað bókina Karlmennska og jafnréttisuppeldi sem er brautryðjendaverk um karlmennsku og karlafræði.
Við stöldrum að mestu við nýlegar rannsóknir Ingólfs og félaga á nýbrautskráðum kennslukörlum og hvernig þeim tekst að komast inn í kennarastarfið, ræðum um umhyggju sem Ingólfur horfir á sem faglegt gildi sem sé algjörlega óháð kyni. Við færum okkur í seinni hluta viðtals í umræður um karlmennsku, jákvæða og skaðlega, hvort karlmennskuhugtakið sjálft festi í sessi misréttið í gegnum tvíhyggjuna og þá hvort jákvæð karlmennska geri nokkurt gagn til að berja á feðraveldinu og kapítalismanum – sem Ingólfur segir að sé nátengt. Þema þáttarins er því að mestu kennslukarlar, skólakerfið, staða drengja, umhyggja sem faglegt gildi og karlmennska.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla – Naruto
OUMPH! býður upp á þáttinn ásamt Maríuklæðum og bakhjörlum Karlmennskunnar.
Þú getur gerst bakhjarl Karlmennskunnar og tryggt að þetta hlaðvarp sé alltaf opið og aðgengilegt öllum: karlmennskan.is/styrkja
9/21/2023 • 1 hour, 38 seconds
125. „Stjörnur hrapa en kúkurinn flýtur“ - Dóri DNA (Halldór Laxness Halldórsson)
Halldór Laxness Halldórsson, Dóri DNA, uppistandari og höfundur hefur komið víða við. Við höldum okkur þó á léttu nótunum eins og hægt er með áherslu á karlmennskuna, karllægni, gerendur og hliðverði dægurmenningar ungs fólks. Enda hafa mörg verka Halldórs skýra tengingu við karlmennsku eins og skáldverkið Kokkáll og sjónvarpsþættirnir Afturelding. Kryfjum aðeins baksvið sköpunarverkanna, persónulega sjálfsefann og veiku sjálfsmyndina sem dylst undir sjálfsörugga grínaranum.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) & Tom Deis - Green River
OUMPH! býður upp á þáttinn ásamt Maríuklæði og bakhjörlum Karlmennskunnar.
Þú getur gerst bakhjarl á karlmennskan.is
Samstarf og auglýsingar: thorsteinnv@karlmennskan.is
8/31/2023 • 48 minutes, 44 seconds
124 „Eins og það sé körlum ekki eðlislægt að sjá skít“ Ragnheiður Davíðsdóttir
„Hægt og rólega verður mylsna á borði til misskiptingar, sem [hann] tekur jafnvel ekki eftir“, er lýsandi setning úr ritgerð Ragnheiðar Davíðsdóttur sem rannsakaði hugræna vinnu meðal íslenskra para í meistararaverkefni sínu í kynjafræði við Háskóla Íslands. Líklega er þetta fyrsta íslenska rannsóknin sem mælir hugræna vinnu og niðurstöður eru í samræmi við reynslu sem ansi margar konur hafa lýst og erlendar rannsóknir hafa dregið ítrekað fram. Verkaskipting hugrænnar vinnu er bæði misskipt og kynjuð. Mæður í gagnkynhneigðum samböndum báru meiri hugræna byrði en feður. Mat viðmælenda á verkaskiptingu virtist bjagað, hefðbundin kvennastörf voru vanmetin en karlastörf ofmetin og pörin leituðust við að réttlæta misskiptinguna með ýmsum hætti og leituðust þannig við að falla að félagslega viðurkenndum jafnréttis- og réttlætishugsjónum.
Ragnheiður segir frá rannsóknarferlinu og fjallar nokkuð ítarlega um helstu niðurstöður sem vægast sagt eru afar áhugaverðar. Þá finnst mér við hæfi að draga fram að einkunn Ragnheiðar fyrir ritgerðina var 9,5 sem endurspeglar hversu vel þessi ritgerð var unnin, fræðilega vel undirbyggð og rannsóknarniðurstöður settar í fræðilegt samhengi. (Hægt er að ná á Ragnheiði í gegnum ragnheidurd96@gmail.com)
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Bakhjarlar karlmennskunnar bjóða upp á þáttinn og þú getur gerst bakhjarl á karlmennskan.is/styrkja
6/19/2023 • 1 hour, 7 minutes, 46 seconds
123. Þriðja vaktin - Q&A með Huldu Tölgyes og Þorsteini V.
Þriðja vaktin brennur ennþá á konum, einkum þegar þær eru í samböndum með körlum. Enda sýna rannsóknir að það sé meiri vinna fyrir konu að eiga börn og heimili með karlkyns maka en vera einstæð móðir.
Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn tóku þennan þátt upp í beinni útsendingu á Instagram hjá Huldu @hulda.tolgyes. Förum við yfir spurningar sem okkur bárust, í aðdraganda þáttarins og útskýrum ýmsa þætti sem snúa að þriðju vaktina, ábyrgðinni, lausnir og fleira.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði ykkar:
karlmennskan.is/styrkja
6/10/2023 • 1 hour, 9 seconds
122. „Ég er búin að taka valdið“ - Dilja Pétursdóttir
Dilja Pétursdóttir, fulltrúi okkar í Eurovision í ár, hefur ætlað sér að verða söngkona frá því hún tók þátt í Ísland got talent 12 ára gömul. Við spjöllum um Eurovision, strögglið við skuggana kvíða og þráhyggju, nýtilkomna frægð og fjölmiðlaumfjöllun um persónulegt líf hennar, tónlistarbransann og stóru plönin.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Hljóðbútar af youtube frá Ísland got talent og undanúrslitakvöldi Eurovision.
karlmennskan.is/styrkja
6/9/2023 • 40 minutes, 34 seconds
121. „Hlustaðu, horfðu og neyttu“ — Guðmundur Jóhannsson
121. „Hlustaðu, horfðu og neyttu“ — Guðmundur Jóhannsson
Guðmundur Jóhannsson hefur verið tíður gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 með innslög um tækni og stafræna heima og starfar sem samskiptafulltrúi hjá Símanum. Orðfæri og orðanotkun Guðmundar vakti athygli mína en iðulega notast hann við kynhlutlaust mál sem mér þykir áhugavert komandi úr jafn karllægum geira. Mig langaði að forvitnast nánar um þetta.
Við kryfjum stafræna heima með kynjagleraugunum í þessum þætti og snertum á heimskum lykilorðum, stóra gagnalekanum, blindu trausti okkar á tæknirisum sem þó eru eftirbátar í jafnréttismálum, algrímið sem þekkir okkur oft betur en við sjálf, gervigreind og Guðmundur útskýrir hvers vegna aldursviðmið samfélagsmiðla er 13 ár.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla – Naruto (án söngs)
Bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt, þú getur gerst bakhjarl inni á karlmennskan.is/styrkja og greitt frá 990 kr á mánuði.
5/10/2023 • 1 hour, 3 minutes, 24 seconds
120. „Mamma, hann er í kjól“ - Hólmsteinn Eiður Guðrúnarson
„Mamma, hann er í kjól“ - Hólmsteinn Eiður Guðrúnarson
Hann er næstum því sextugur, gagnkynhneigður, giftur í tæpa þrjá áratugi, með tvær háskólagráður, starfar í leikskóla og byrjaði að notast við varalit, naglalakk og kjóla fyrir nokkrum árum. Hólmsteinn Eiður Guðrúnarson segist beita sínum karllægu forréttindum á þennan hátt til að hafa jákvæð áhrif á börnin sem hann starfar með en fyrst og fremst vegna þess að honum líður vel þannig. Honum er nákvæmlega sama hvað fólki finnst um hann og segist almennt fá stuðning fyrir að rjúfa hefðbundinn ramma karlmennskunnar. Enda telur hann það vera karlmennsku að geta staðið utan við hina hefðbundnu ímynd.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, BM Vallá og ÖRLÖ ásamt bakhjörlum Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
. . .
Þú getur stutt við frekari hlaðvarpsþáttagerð og fræðslumiðlun á samfélagsmiðlum með því að gerast bakhjarl á karlmennskan.is/styrkja
4/27/2023 • 36 minutes, 54 seconds
119. „Þá þarf ég bara femínista sem er að pæla í píkum“ - Nanna Hlín Halldórsdóttir
Nanna Hlín Halldórsdóttir er doktor í femínískri heimspeki og kennari við Háskóla Íslands. Hún hefur kennt um eðlishyggju gegn mótunarhyggju, rannsakað á doktorsstigi hvort berskjöldun geti verið andsvar femínískrar heimspeki við nýfrjálshyggju og skrifað um iðrun, ábyrgð, tilfinningar, slaufun og fleira.
Við förum í örlítinn nördaskap um eðli (karl)mannsins og skilin á milli líkama og félagslegrar mótunar en snertum á ýmsu sem hefur verið í deiglunni eins og áherslum femínismans, áhrifum hans á samfélagið, iðrandi leikþátt manna sem nenna ekki að vinna neina tilfinningavinnu, förum inn í tilgang og svigrúm berskjöldunar, kryfjum eðlið með aðstoð Butler og fleira.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Viðmælandi: Nanna Hlín Halldórsdóttir doktor í femínískri heimspeki
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
VEGANBÚÐIN, ÖRLÖ og BM VALLÁ ásamt bakhjörlum Karlmennskunnar bjóða upp á þáttinn.
4/11/2023 • 56 minutes, 46 seconds
118. „Svona er ég bara“ - Biggi Veira
Birgir Þórarinsson eða Biggi Veira tónlistarmaður, sem mörg tengja líklega við GusGus, hefur ekki látið þröngan stakk karlmennskuhugmynda skilgreina sig, sérstaklega ekki fataval sitt og kyntjáningu. Enda er hann reglulega í sokkabuxum, blússum eða kjólum sem teljast almennt til kvenfatnaðar og vel farðaður, þótt hann sé stundum beðinn um að vera ekki of mikið málaður t.d.fyrir foreldraviðtöl.
Biggi lýsir því hvernig hann áttaði sig mjög snemma að hann hneygðist að hefðbundnum kvenfatnaði, þótt erfitt sé að lýsa því eða réttlæta enda byggt á djúpstæðum tilfinningum. Það var samt ekki fyrr en í kringum aldamótin sem hann kemur „út úr skápnum“, ekki sem kona eða hommi, heldur hann sjálfur. Miðaldra gagnkynhneigður sís karlmaður, ráðsettur faðir í sambúð með konu sem klæðir sig og farðar eins og kona en er hrútskýrari og hálfgert alpha male.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Viðmælandi: Birgir Þórarinsson (Biggi Veira)
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
ÖRLÖ, Veganbúðin, BM Vallá og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
3/23/2023 • 49 minutes, 43 seconds
117. „Það sem er mjúkt getur ekki brotnað“ - Spindrift, Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Tinna Þorvalds Önnudóttir
THEM er verk um karla að díla við eitraða karlmennsku og konur að díla við karla - og öll að reyna bara að fá að vera… bara vera! Fjórar konur frá Íslandi og Finnlandi kafa ofan í heim karla og segja sögur af ást, stolti, föðurhlutverkinu og óttanum við að vera öðrum byrði. Með því að heimsækja líf annarra leitast leikkonurnar við það að skilja sína eigin stöðu í heimi sem ekki er hannaður fyrir þær.
Leikverkið THEM er sýnt aðeins einu sinni í viðbót þann 14. mars í Tjarnarbíói (miðar á TIX) og er afrakstur af viðtalsrannsókn við fjölda karla á Íslandi og Finnlandi. Leitast leikarnir við að varpa ljósi á karlmennsku af mýkt og næmni, án þess að dæma en þó þannig að áhorfandinn geti speglað sig og sín eigin viðhorf.
Við spjöllum um leikverkið, tilurð þess, áhrif metoo byltingarinnar sem kemur inn í mitt sköpunarferlið og það hvort og hvers vegna konum leyfist að gera leiksýningu um karlmennsku.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Viðmælendur: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Tinna Þorvalds Önnudóttir leikkonur.
Veganbúðin, ÖRLÖ, BM Vallá og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þáttinn. Þú getur gerst bakhjarl á karlmennskan.is/styrkja
3/9/2023 • 48 minutes, 26 seconds
116. „Ég er ekki sammála því“ - Þórarinn Hjartarson
Þórarinn Hjartarson stjórnmálafræðingur og nemi í MPA í opinberri stjornsýslu, hnefaleikaþjálfari og starfsmaður á sambýli heldur úti hlaðvarpinu Ein pæling og sendir reglulega frá sér skoðanapistla sem hafa verið birtir á Vísi. Það má líklega segja að skoðanir, fullyrðingar og afstaða Þórarins í þessum pistlum séu í andstöðu við femíníska hugmyndafræði enda er hann oft að hæðast að málefnum jaðarsettra eða því sem hann kallar „woke-isma”. Ég tel að sjónarmið Þórarins endurspegli viðhorf ansi margra sem eru orðnir þreyttir á byltingum og baráttum sl ára, sem telja sig geta valið hlutleysi gagnvart samfélagsmálum í skjóli eigin forréttindafirringar og langar því að fá að forvitnast nánar um sjónarhorn og afstöðu manns sem er að mörgu leiti á skjön við mitt eigið.
Tilgangurinn með þættinum er að varpa ljósi á viðhorf einstaklings sem er gagnrýninn á femíníska baráttu og bjóða upp á samtal tveggja einstaklinga sem eru ósammála í flestum málum, þrátt fyrir líka félagslega stöðu. Ætli megi ekki segja að hér séu tveir bergmálshellar að mætast og eiga samtal um völd, fjármögnun hins opinbera, Woke-isma, jafnrétti, femínisma, tjáningarfrelsi, forréttindi og skoðanir.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, ÖRLÖ og BM Vallá ásamt bakhjörlum Karlmennskunnar bjóða upp á þáttinn.
2/23/2023 • 1 hour, 54 minutes, 42 seconds
115. „Klám er helsta kynfræðsla barna, sem vinnur gegn kynfrelsi“ - María, Kristín og Eygló
Bylting framhaldsskólanema gegn kynferðisofbeldi og gagnrýni á viðbragðsleysi skólastjórnenda ýtti undir kröfu um aukna kyn- og kynjafræðikennslu í skólum auk almennilegra viðbragða þegar kynferðisbrot koma upp. Skólameistarar ruku sumir hverjir upp og bundu vonir við að fram kæmu leiðbeiningar til að tækla slík mál.
Sérfræðingar í jafnréttis- og ofbeldisforvarnarmálum sögðu þó hægan hægan. Engin skyndilausn væri við jafn flóknum og útbreiddum vanda sem kynferðisofbeldi er, auk þess sem skólar geti ekki tekið að sér hlutverk réttarkerfisins. Finna þurfi aðra og betri nálgun. Í raun algjöra kerfisbreytingu.
María Hjálmtysdottir, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir og Eygló Árnadóttir hafa starfað við jafnréttismál, kynjafræðikennslu, sitja í stjórn félags kynjafræðikennara og mynda fagteymi utan um fræðslu og forvarnir framhaldsskóla vegna kynferðisofbeldis. Þær fara yfir ástæður þess að skyndilausnar-viðbragð við kynferðisofbeldis virkar ekki í skólakerfinu, útskýra hversu mikilvægt er að samþætta kyn- og kynjafræðikennslu og stórefla hana, ræða alvarleika kláms og áhrifamikilla karlrembna í samskiptum ungs fólks og gefa okkur innsýn í menningu ungmenna í dag.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, ÖRLÖ, BM Vallá ásamt bakhjörlum Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja) bjóða upp á þennan þátt.
ÖRLÖ er samstarfsaðili Karlmennskunar sem býður upp á hlaðvarpið og fræðslumiðlun á samfélagsmiðlum. Í þessum aukaþætti Karlmennskunnar ætlum við að fræðast um hvað ÖRLÖ er, hvað er svona merkilegt við þeirra vörur og framleiðslu og hvers vegna VAXA technologies (sem framleiða ÖRLÖ) vilja tengjast Karlmennskunni.
Hörður Águstsson sölu- og markaðsstjóri og Kristinn Hafliðason framkvæmdastjóri VAXA Thecnologies útskýra þetta nánar.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þessi aukaþáttur er kostaður af ÖRLÖ. Þú færð 20% afslátt með kóðanum „karlmennskan“ inni á ÖRLÖ.IS
2/11/2023 • 31 minutes, 16 seconds
#113 „Réttlæti fyrir brotaþola er að geta haldið áfram að lifa í sínu samfélagi“ - Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir og Elín Björk Jóhannsdóttir
Recognising Sexual Violence: Developing Pathways to Survivor-Centred Justice hét ráðstefna sem haldin var í lok október sl. af RIKK (rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands) í samstarfi við háskólana í Lundi og Osló. Rannsóknir á reynslu og hugmyndum þolenda kynferðisbrota sýna að réttlæti er mun flóknara en svo að eingöngu sé hægt að styðjast við réttarkerfið; hegningarlög og refsirétt. Auk þess má réttilega segja að réttarkerfið nái afar illa utan um kynferðisbrot eins og reynsla þolenda hefur sýnt fram á. Markmið ráðstefnunnar var að draga fram hvernig þolendamiðað réttlæti getur litið út, sem krefst þess að við endurhugsum ólík réttlætiskerfi og þróum pólitískar, félagslegar og lagalegar leiðir að réttlæti.
Til þess að ræða þetta nánar spjallaði ég við Elínu Björk Jóhannsdóttur verkefnisstjóra hjá RIKK, skipuleggjanda ráðstefnunnar og Steinunni Gyðu og Guðjónsdóttur talskonu Stígamóta sem sat ráðstefnuna og hefur starfað með þolendum í rúman áratug. Á meðal spurninga sem við leitum svara við eru: Hvers vegna gengur ekki að vera með viðbragðsáætlun í skólum sem grípa má til þegar upp koma kynferðisbrot? Hvað er félagslegt réttlæti, uppbyggileg réttvísi og umbreytandi réttlæti? Hvernig geta skólar og vinnustaðir brugðist við þegar upp koma kynferðisbrot? Hvers vegna ættu gerendur að taka þátt í ábyrgðarferli og gangast við brotum sínum?
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, ÖRLÖ, BM Vallá ásamt bakhjörlum Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja) bjóða upp á þennan þátt.
2/1/2023 • 49 minutes, 41 seconds
#112 „Tilfinningar karla, er það ekki hot topic?“ - Ari Ísfeld Óskarsson
„Ég vonast til þess að karlar, ungir sem aldnir, byrji að tala saman meira um tilfinningar sínar og hvernig þeim líður.“ segir Ari Ísfeld Óskarsson leikari sem samdi og lék í How to make love to a man í tilraunaverkefninu Umbúðalaust í Borgarleikhúsinu sl. vor. Leikritið fjallaði á kómískan en raunsæan hátt um karlmennsku og karla, hvernig þeir eiga samskipti sín á milli og takast á við lífið. Ari var einmitt að gefa út lag sem samið var fyrir sýninguna sem er spilað í þættinum.
Við spjöllum um ástæður þess að fjórir vinir ákveða að gera leikrit um karlmennsku, hvernig það er að vera karlmaður í dag og sérstaklega hvernig er að vera mjúkur maður.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
ÖRLÖ, Veganbúðin og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
->Núna geturðu einnig horft á viðtalið á karlmennskan.is og þar geturðu einnig gerst bakhjarl
1/20/2023 • 27 minutes, 5 seconds
#111 „Það er alltaf einhver afstaða í gríni“ - Dóra Jóhannsdóttir
Áramótaskaupið hefur sennilega aldrei fengið jafn almennt sterk jákvæð viðbrögð frá flestum, nema kannski „nokkrum fótboltagrúbbum” eins og Saga Garðars orðaði í viðtali á dögunum og svo er spurning hvernig sumum meintum og vinum þeirra fannst skaupið.
Dóra Jóhannsdóttir leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins kryfur nokkra sketsana og gefur okkur innsýn í ferlið við skaupið. Hvernig kemur hún auga á fyndnina í gráum hversdagsleikanum og sárum kynferðisofbeldis og útlendingaandúðar? Förum inn í afstöðu grínsins og þerapjútíkina sem grínið getur gefið, veltum upp hvort gera megi grín að hverju sem er og hvernig sem er og hvað fær fólk til að hlæja.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Nartuo (án söngs)
Veganbúðin, ÖRLÖ og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða uppá þennan þátt.
1/13/2023 • 1 hour, 35 seconds
#110 „Gott að spá einhverju og geta svo látið það rætast“ - Miriam Petra og Sóley Tómasdóttir
Við lítum yfir árið, bæði persónulega og pólitískt. Leitum að hápunktum og lágpunktum og setjumst í Völvusætið fyrir árið 2023. Veltum fyrir okkur áhrifum baráttu á árinu og mögulegum afleiðingum ýmissa atvika sem áttu sér stað á árinu. Hefur baráttan fyrir jafnrétti og mannréttindum skilað einhverju eða erum við bara á leiðinni aftur á bak með þungu bakslagi?
Miriam Petra sérfræðingur hjá Rannís og inngildingarfulltrúi landsskrifstofu Erasmus plus og fyrirlesari um rasisma og menningarfordóma og Sóley Tómasdóttir jafnréttis- og fjölbreytileikafræðingur horfa í baksýnisspegilinn og setjast í femínískt Völvusæti fyrir árið 2023.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, ÖRLÖ fyrsta Omega-3 bætiefnið í heiminum með jákvætt kolefnisfótspor og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
12/28/2022 • 56 minutes, 53 seconds
#109 „Fólk verður bara að fyrirgefa hvað ég er lengi að fatta“ - Gísli Marteinn Baldursson
Gísli Marteinn Baldursson fyrrverandi borgarfulltrúi og þáttastjórnandi vinsælasta skemmtiþáttar landsins, Vikan með Gísla Marteini, var kallaður til viðtals til að létta aðeins á efnistökum hlaðvarpsins í aðdraganda jólanna. Reyndar slysaðist ég aðeins til að kveikja á borgar- og skipulagsmála Marteini en þaðan leiðumst við í umræðu um veganisma, femínisma, byltingar, meint hlutleysi í þögninni, vináttu og hvernig forréttindafullur kallavinahópur á sextugsaldri vinnur úr kröfum samtímans. Kannski ekkert brjálæðislegt léttmeti, en Gísli Marteinn var allavega í jólaskapi. Það er eitthvað.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
12/14/2022 • 59 minutes, 11 seconds
#108 „Maður er líka alltaf að gera grín að sjálfum sér“ - Helga Braga Jónsdóttir
Helga Braga Jónsdóttir er leikona og grínisti, leiðsögumaður, flugfreyja, magadansfrumkvöðull og kvenuppistandsfrumkvöðull. Helga Braga hefur skapað ódauðlega karaktera og skrifað og leikið í ódauðlegum senum t.d. með Fóstbræðrum. Auk þess hefur Helga auðvitað leikið í fjölmorgum þáttum, bíómyndum, áramótaskaupum og fleiru.
Við spjöllum um grínið, hvernig og hvort það hefur breyst, kryfjum nokkrar senur úr Fóstbræðrum og förum inn á persónulegri svið þegar talið berst að byltingum undanfarinna ára og mánaða.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Anamma og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
12/8/2022 • 52 minutes, 20 seconds
#107 „Hinseginleikinn minn trompar það ekki að ég sé barn“ Hinsegin félagsmiðstöðin - Hrefna, Nóam og Tinni
Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna 78 og frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar er fyrir öll ungmenni á aldrinum 10-17 ára sem eru hinsegin eða tengja við hinsegin málefni á einn eða annan hátt. Markmið starfseminnar er að vinna markvisst að því að bæta lýðheilsu hinsegin barna, unglinga og ungmenna og vinna gegn fordómum, mismunun og einelti sem beinist gegn hinsegin börnum í skóla og frístundastarfi.
Hrefna Þórarinsdóttir forstöðukona félagsmiðstöðvarinnar og Andreas Tinni og Nóam Óli sem eru 17 ára og hafa tekið virkan þátt í starfinu frá 13 ára aldri segja okkur frá reynslu sinni og upplifun, veita innsýn í reynsluheim hinsegin barna og ungmenna og hvaða þýðingu hinsegin félagsmiðstöðin hefur fyrir þá.
Hrefna lýsir sínum innri átökum við að taka að sér starf forstöðukonu félagsmiðstöðvarinnar og hvernig mætingin fór úr 10-15 börnum í 120 á hverja opnun. Þrátt fyrir blómlegt starf þá telja Tinni og Nóam að unglingar í dag séu jafnvel fordómafyllri en ungmenni og rekja það til áhrifa samfélagsmiðla og bakslags í baráttu hinsegin fólks.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Anamma og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
11/25/2022 • 58 minutes, 52 seconds
#106 Þegar þagnaði í víkingaklappinu - Valur Páll Eiríksson M.A. í íþróttasiðfræði
Sjö leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta voru sagðir hafa beitt eða kærðir fyrir heimilisofbeldi eða kynferðisofbeldi haustið 2021. Öll sem stigu fram voru konur og sögðust gera það innblásnar af metoo byltingunum. Mál sem hreyfði við íslensku samfélagi og leiddi m.a. til þess að formaður KSÍ og öll stjórn sagði af sér.
Valur Páll Eiríksson, íþróttafrettamaður, skrifaði meistararitgerð í íþróttasiðfræði frá háskólanum í Lueven í Belgíu, um málefni KSÍ í ritgerð sem heitir „The Viking-clap silenced - An ethical evaluation of the Icelandic football scandal” þar sem markmiðið var, í gegnum heimilda- og gagnarannsókn, að greina málið siðferðislega. Rekur hann þar áhættuþætti í umhverfi atvinnufótboltamanna, hvernig árangur innan vallar getur trompað almennt siðferði, karllægni og kvenfjandsamleg viðhorf innan fótboltans, skort á viðbragðsáætlunum innan KSÍ og slakra stjórnunarhátta sem mikilvægt sé að draga lærdóm af.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Anamma og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
11/9/2022 • 42 minutes, 16 seconds
#105 „Öfgahyggja er kynjaður vandi“ - Sema Erla Serdaroglu
Sema Erla Serdaroglu er stjórnmálafræðingur, tómstunda- og félagsmálafræðingur og evrópufræðingur, aðjúnkt á menntavísindasviði við Háskóla Íslands og aktívisti gegn útlendingaandúð og þjóðernis- og öfgahyggju. Sema hefur rannsakað öfgahyggju meðal ungs fólks en meistararannsókn hennar ber heitið „Ofbeldisfull öfgahyggja og ungt fólk : staða þekkingar og mikilvægi forvarna”.
Sema setur meinta hryðjuverkaógn í samhengi við hatursorðræðu og aukna andúð gegn sumum hópum samfélagsins, bendir á hvernig öfgahyggja er kynjaður vandi, lýsir ferlinu sem getur átt sér stað til þess að einstaklingar geti verið tilbúnir til að beita hryðjuverkum eða fremja hatursglæp og hvað þarf að eiga sér stað til að vinna gegn slíkri þróun.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Anamma og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
10/21/2022 • 40 minutes
#104 „Eitt glas af enska boltanum og þrjár teskeiðar af karlrembu“ - Dagur Hjartarson rithöfundur
Dagur Hjartarson er kennari og rithöfundur sem hefur meðal annars fengið hin virtu bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og Ljóðstaf Jóns úr Vör. Þá hefur Dagur einnig verið tilnefndur til bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins og er einn af þeim útvöldu sem hafa fengið listamannalaun til að sinna ritstörfunum.
Við Dagur ræddum um fyrirmyndir ungra drengja, hvað þurfi til svo skáld og rithöfundar taki við af fótbolta- og poppstjörnum sem fyrirmyndir, fjarveru drengja og karla í umræðu um samfélagslega knýjandi málefni, karlmennsku, karlrembu, prumpulykt og listina.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þáttur tekinn upp 6. september 2022.
Þátturinn er í boði:
Veganbúðin
Anamma
Bakhjarlar Karlmennskunnar
10/5/2022 • 52 minutes, 7 seconds
#103 „Hljómar eins og ég sé the bad guy“ - Kaupandi vændis
Kaupendur vændis eru duldir og í raun fjarverandi í umræðu um vændi og kynlífsvinnu. Átökin í orðræðu hafa að mestu hverfst um hugtök og nálganir er snýr að löggjöf í kringum vændi eða kynlífsvinnu og þá borin uppi af fólki sem almennt er sammála um að samfélagsgerð lituð af feðraveldi, karllægni, misskiptingu og fátækt geti ekki talist gott samfélag.
Í þessum þætti leitast ég hinsvegar við að varpa ljósi á viðhorf kaupenda vændis eða kynlífsþjónustu og þá sérstaklega hvernig virðing kaupenda fyrir þeim sem þeir kaupa „þjónustuna“ af birtist í orðræðu þeirra. Leitast ég við að teikna upp á viðtal við einn kaupanda vændis og set hans frásögn í stærra samhengi, ýmist við aðra kaupendur vændis og samfélagsgerðina.
Niðurstaðan í stuttu máli er sú að löggjöfin er ekki fráhrindandi fyrir kaupendur vændis heldur gera kaupin jafnvel meira spennandi. Kaupendur telja aðstæður, vilja og tilfinningar kvenna, jafnvel þótt þær virðast þolendur mansals, ekki koma sér við og í orðræðu þeirra má finna stæka kvenfyrirlitningu og hlutgervingu. Þeir telja vændi vera þjónustu sem þeir gera tilkall til, algjörlega óháð aðstæðum eða afleiðingum á seljendur.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarson
Veganbúðin, Anamma og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
9/21/2022 • 1 hour, 5 minutes, 31 seconds
#102 Dulinn sexismi, incel og narsissismi í hópum - Bjarki Þór Grönfeldt
Bjarki Þór Grönfeldt er doktorsnemi í stjórnmálasálfræði við Háskólann í Kent á Englandi en hann mun í haust skila doktorsritgerð sinni um sjálfhverfu, eða narsissisma, í hópum. Bjarki hlaut á dögunum Roberta Sigel verðlaun Alþjóðasamtaka stjórnmálasálfræðinga fyrir bestu vísindagreinina skrifaða af ungum fræðimanni. Greinin bar nafnið „A Small Price to Pay: National Narcissism Predicts Readiness to Sacrifice In-Group Members to Defend the In-Group’s Image”. Þar kom meðal annars í ljós að þeir Bandaríkjamenn sem eru narsissískir um sína þjóðarímynd voru tilbúnir til þess að fórna samborgurum sínum í COVID faraldrinum til þess að láta þjóðina líta betur út í samanburði við aðra, til dæmis með því að hætta að skima fyrir COVID. Við Bjarki ræddum doktorsrannsóknina hans um félagslegan narsisisma og incel, Jordan Peterson, sexisma, dulinn sexisma, þjóðernishyggju og föðurlandsást, svo fátt eitt sé nefnt.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Anamma og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir er framkvæmdastjóri, meðeigandi og meðstofnandi Veganmatar sem rekur Veganbúðina og Jömm. Hún er brautryðjandi í veganisma á Íslandi og reyndar á heimsvísu því Veganbúðin í Skeifunni er stærsta veganbúð í heiminum. En Sæunn hefur auk þess komið að stofnun Samtaka grænmetisæta á Íslandi, verið vegan í 10 ár og er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og löggiltur verðbréfamiðlari. Sæunn hefur þó lýst því að hún stundi andkapítalískan og femíniskan rekstur og með það markmið að gera heiminn betri (og meira vegan) og kallar sig bissnessaktívista.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, ANAMMA vegan valkostur fyrir þau sem vilja minnka kjötneyslu og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða þér upp á þennan þátt.
9/2/2022 • 57 minutes, 35 seconds
#100 Páll Óskar Hjálmtýsson
Brautryðjandinn, poppgoðið, homminn og hin ögrandi þjóðargersemi Páll Óskar Hjálmtýsson er heiðursgestur 100. hlaðvarpsþáttar Karlmennskunnar. Við kryfjum karlmennskuna og kvenleikann, leikritið sem kynhlutverkin og karlmennskan er, skápasöguna og kolröngu viðbrögð foreldra Palla, karlrembur, andspyrnuna og bakslag í baráttu hinsegin fólks.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóðar upp á þennan þátt.
8/12/2022 • 1 hour, 39 minutes, 48 seconds
#99 „Mig langaði ekkert að lifa“ - Lárus Logi Elentínusson (Eldgosi)
Lárus Logi Elentínusson hefur verið að glíma við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir frá því hann var unglingur. Lárus sem er 19 ára gamall, og þekktur sem Eldgosi á TikTok, deildi því með fylgjendum sínum að hann hefði gert sjálfsvígstilraun fyrir tæpum tveimur árum. Í einhverja mánuði voru viðbrögð fólks á TikTok, commentin og rauðu búbblurnar það sem hélt í honum lífinu. Lárus er ekki laus við vanlíðanina en með hjálp sálfræðings, þunglyndislyfja og því að tala opinskátt um líðan sína segist hann geta tekist betur á við erfiðar tilfinningar og hugsanir.
Lárus lýsir reynslu sinni að hafa glímt við þunglyndi, án þess að vita það, frá því í 6. bekk og hvernig það er að burðast með tilgangsleysi og vonleysi og upplifa sig sem „ónýta vöru sem mætti farga“. Hann segist hafa lært að hann þurfi ekki og það sé alls ekki sniðugt að burðast einn með vanlíðan, það sé alltaf einhver tilbúinn til að hjálpa.
Í þessum þætti er talað um þunglyndi, sjálfsskaða og sjálfvígshugsanir. Ef þú þekkir slíkt af eigin raun bendi ég á símanumerið 1717 og 1717.is sem er opið allan sólarhringinn, Píeta samtökin, Bergið (fyrir ungt fólk til 25 ára) og sálfræðinga víða um land.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
7/28/2022 • 1 hour, 2 minutes, 38 seconds
#98 Kynlífsverkafólk og Rauða regnhlífin - Logn og Renata
Rauða Regnhlífin er hagsmunasamtök sem berst fyrir öryggi og réttindum fólks í kynlífsvinnu á Íslandi. Þau styðja skaðaminnkun og vilja binda enda á fordóma gegn fólki sem selur kynlífsþjónustu.
Logn starfaði við kynlífsþjónustu í 3 til 4 ár en Renata bryjaði að strippa meðfram skólagöngu sinni í Berlín áður en hún fór svo að notast við Onlyfans, sem hún starfar við í dag. Logn og Renata vilja afglæpavæða kynlífsþjónustu og telja að kynlífsverkafólk búi við samfélagslega smánun og séu berskjaldaðar fyrir ofbeldi undir núverandi löggjöf. Telja þau ekki gerðan greinarmun á kynlífsþjónustu og síðan kynferðisofbeldi, og telja stjórnvöld hafa meiri áhuga á að stöðva kúnna heldur en þá sem beita kynlífsverkafólk ofbeldi.
Renata og Logn útskýra sjónarmið Rauðu reghlífarinnar, hver munurinn er á núverandi löggjöf, afglæpavæðingu og lögleiðingu kynlífsþjónustu, hvers vegna þau nota hugtökin kynlífsþjónusta en ekki vændi og hvaða máli það skiptir kynlífsverkafólk að öðlast aðgengi að stéttarfélögum og almennum vinnuréttindum.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Dominos og Veganbúðin ásamt bakhjörlum Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
7/14/2022 • 1 hour, 7 minutes, 55 seconds
#97 Vændi og Venjulegar konur - Brynhildur og Eva Dís
Venjulegar konur, vændi á Íslandi heitir nýlega útkomin bók eftir Brynhildi Björnsdóttur þar sem sex íslenskar konur lýsa sárri reynslu sinni af því að hafa verið í vændi. Í bókinni er auk þess fjallað um hugmyndafræðileg átök í tengslum við lagasetningar en kastljósinu er ekki síður beint að kaupendum, þeim sem bera uppi eftirspurnina sem er í langmestum meirihluta karlmenn.
Frumkvæðið að bókinni á Eva Dís Þórðardóttir sem hefur áður stigið fram og lýst reynslu sinni sem þolandi vændis. Eva og Brynhildur vilja vekja athygli á stöðu þolenda vændis með þá von að leiðarljósi að styðja þau sem vilja komast út úr vændi. Þá vilja þau einnig höfða til prufaranna, en þær segja að karlar sem prufa í 1-3 skipti beri uppi megin eftirspurnina eftir vændi.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Dominos og Veganbúðin ásamt bakhjörlum Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
7/14/2022 • 1 hour, 11 minutes, 9 seconds
#96 Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
„Það er erfitt fyrir mig að kjarna gagnrýni á Jordan Peterson því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það vanhæfni hans til að setja sig í spor jaðarsettra hópa eða kvenna.“ segir Unnur Gísladóttir mannfræðingur og framhaldsskólakennari. Unnur hefur lesið allar bækur Jordan Peterson og líklega innbyrt meira magn af efni eftir hann heldur en margur aðdáandinn. Unnur er hins vegar lítill aðdáandi og færir okkur gagnrýni sína þar sem hún varpar femínísku ljósi á málflutning Jordan Peterson.
Fyrir þau sem ekki kannast við manninn þá er hann afar umdeildur prófessor í sálfræði sem virðist ná sérstaklega vel til karlmanna og er vinsæll fyrirlesari um heim allan og kom m.a. fram í Háskólabíó um liðna helgi.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði bakhjarla Karlmennskunnar, Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop.
6/27/2022 • 42 minutes, 16 seconds
#95 „Plís, viljiði bregðast við þessum yfirlýsingum okkar“ - Líf án ofbeldis (Gabríela Bryndís og Sigrún Sif)
Sigrún Sif Jóelsdottir er með meistarargráðu í sálfræði og starfar við rannsóknir í Háskóla Íslands og Gabríela Bryndís Ernudóttir sjálfstætt starfandi sálfræðingur eru forsvarskonur Lífs án ofbeldis. Líf án ofbeldis er „baráttusamtök mæðra og uppkominna barna sem krefjast þess að börn séu vernduð gegn ofbeldi í umgengnis- og forsjármálum.” Gabríela og Sigrún Sif eru þolendur ofbeldis og þekkja þessi mál af eigin reynslu. Gabríela sem barn í kjölfar skilnaðar sem var þvinguð í umgengni og Sigrún Sif er þolandi heimilisofbeldis sem barn og fullorðin. Báðar upplifðu að yfirvöld hafi brugðist þeim og telja þær að kerfið sé gallað og verndi ekki börn fyrir ofbeldi.
Við ræðum ítarlega sjónarmið Lífs án ofbeldis út frá uppákomu á Barnaspítala Hringsins þar sem aðför var gerð að barni í lyfjagjöf, það fjarlægt úr höndum móður með aðkomu lögfræðingi föður, sýslumanni, lögreglu og barnavernd, gegn vilja barnsins. Markmiðið, að sögn Sigrúnar og Gabríelu, til að uppfylla umgengnisrétt föður, þrátt fyrir sögu um ofbeldi, en ekki vegna slælegs aðbúnaðar barns hjá móður.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, Dominos, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar.
6/15/2022 • 54 minutes, 54 seconds
#94 „Mestu persónunjósnir sem fram hafa farið á Íslandi“ - Alma Ómarsdóttir
„Ástandsárin“ hefur tíminn verið kallaður í sögubókunum okkar þegar Bretar hernámu Ísland í seinni heimsstyrjöldinni. Færri kannast þó kannski við að íslensk stjórvöld ofsóttu ungar konur, sviptu þær sjálfræði með því að hækka sjálfræðisaldur úr 16 ár í 20 ár til þess að geta dæmt þær í fangelsi fyrir að eiga í samskiptum við hermenn. Landlæknir, forsætisráðherra, Alþingi, lögreglan, fjölmiðlar og almenningur tóku þátt í einum mestu persónunjósnum sem fram hafa farið á Íslandi til þess að ná tökum á þeim „saurlifnaði“ að íslenskar konur sýndu breskum hermönnum áhuga. Tímabil sem aldrei hefur verið gert upp af íslenskum stjórnvöldum.
Alma Ómarsdóttir gerði heimildamyndina Stúlkurnar að Kleppjárnsreykjum um þennan tíma, sem vægast sagt er smánarblettur í sögu Íslands. Alma fer yfir hverskonar aðfarir áttu sér stað, hvernig njósnað var um íslenskar stúlkur, þær sendar í fangelsi eða upptökuheimili, smánaðar, útskúfaðar og lokaðar í gluggalausum rýmum svo dögum skipti. Allt með samþykki yfirvalda og stutt af almenningi og fjölmiðlum.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, The Body Shop, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
6/2/2022 • 53 minutes, 58 seconds
#93 „En Bjarni minn, við vissum þetta alltaf“ - Bjarni Snæbjörnsson
Bjarni Snæbjörnsson er leikari hjá Þjóðleikhúsinu og í þessu spjalli kryfjum við sjálfsævisögulega heimildasöngleikinn hans „Góðan daginn, faggi“ sem sýndur er í Þjóðleikhúskjallaranum. Við ræðum ferlið við sýninguna, viðbrögðin sem hafa verið vægast sagt áhrifamikil, sársaukann og gleðina, samkennd og skilningsleysi, gagnkynhneigðarhyggju, transfóbíu og kvenfyrirlitningu sem sameinast oft í samfélagslegri homofóbíu eða gagnkynhneigðarhyggju. Bjarni segir að sá tími sé liðinn sem karlar fái að segja sögur kvenna, alveg eins og sá tími er liðinn þar sem gagnkynhneigðir fái að segja sögur hinsegin fólks, hinsegin fólk þarf að fá rými til að gera það sjálft.
Umsjón: Þosteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
The Body Shop, Veganbúðin, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
5/27/2022 • 53 minutes, 20 seconds
#92 Konur í karlastörfum
Hver er reynsla kvenna af karlastörfum? Í þessum þætti er varpað ljósi á reynslu 13 kvenna sem eiga það sameiginlegt að hafað starfað á vettvangi þar sem karlar eru í meirihluta eða starfsvettvangi sem telst karllægur. Þótt nokkuð fari fyrir átökum og hvatningu til kvenna að sækja í karlastörf þá eiga flestar, ef ekki allar, þessar konur sameiginlegt að hafa einfaldlega áhuga og löngun til að starfa á sínu sviði.
Viðmótið og menningin sem flestar lýsa er þó vægast sagt fjandsamlegt sem litað er af fordómum, öráreiti, kynhyggju, smánun, hlutgervingu með þeim afleiðingum að flestar töldu sig þurfa að sanna sig, harka af sér, aðlaga sig en sumar þeirra hafa brunnið út. Þurft að hætta störfum eða einfaldlega misst allan áhuga eftir reynslu sína.
Þessi þáttur er sérstaklaga fyrir karla sem starfa á karllægum vinnustöðum, stjórnendur þeirra og öll sem hafa áhuga á að uppræta kynhyggju (sexisma) og inngróna karllægni, sem er að finna víða.
Viðmælendur:
2:49 Dagný Lind lagerstarfsmaður
10:15 Guðrún Margrét bílasali
16:50 Þórunn Anna bifvélavirki
23:50 Helga Dögg grafískur hönnuður
29:36 Hólmfríður Rut markaðs- og samskiptafræðingur
35:20 Sara Ísabel einkaflugmannsnám
41:45 Sigga Svala doktor í gagnaverkfræði
46:30 Ingunn verkfræðingur
54:09 Aníta Þula rennismiður
1:00:18 Fjóla Dís bifvélavirki
1:08:36 Helga Rós verslun fyrir iðnaðarmenn
1:23:47 Natalía rafvirkjanemi
1:27:40 Sædís Guðný viðskiptafræðingur í hugbúnaðargeira
1:31:57 Niðurlag
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Dominos, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
5/18/2022 • 1 hour, 41 minutes, 41 seconds
#91 „INCEL hugmyndafræðin er útum allt“ - Arnór Steinn Ívarsson
„Konur skulda okkur kynlíf - Kvenhatur einhleypra karlmanna á netinu“ er heiti á B.A. ritgerð í félagfræði eftir Arnór Stein Ívarsson þar sem samtöl meðlima INCEL (hópur karla sem upplifa sig svipta rétti sínum ti kynlífs með konum) voru orðræðugreind. Arnór fer yfir grunninn í hugmyndafræði INCEL, hvaðan þeir koma og hvert einkenni þessarar orðræðu er. Við tengjum hugmyndafræðina við þekkt stef í íslensku samfélagi, svo sem í commentakerfum, spjallsvæðum og á Alþingi Íslendinga. Í grunninn snýr INCEL hugmyndafræðin að því að frelsi kvenna sé ein helsta ógn við siðað samfélag og því þurfi að ná yfir þeim völdum.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
The Body Shop, Dominos, Veganbúðin og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
5/12/2022 • 47 minutes, 24 seconds
#90 „Samt var ég rosa skotinn í henni“ - Guðmundur Arnar Guðmundsson
Guðmundur Arnar Guðmundsson er handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndanna Hjartasteinn og Berdreymi. Í þessu spjalli notum við Berdreymi og æsku Guðmundar, sem er fóður handrits Berdreymis, til að kryfja karlmennsku, karlmennskuhugmyndir, vináttu stráka, kvenfyrirlitningu og hírarkíu milli stráka. Við veltum fyrir okkur hvað þurfi til að skapa jákvæðari karlmennsku, mikilvægi stuðnings í skólakerfinu og hvort félagsmiðstöðvastarf ætti að efla til að ná utan um krakka sem eiga erfitt með að fóta sig.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Dominos og The Body Shop bjóða upp á þennan þátt ásamt bakhjörlum Karlmennskunnar.
5/10/2022 • 53 minutes, 2 seconds
#89 „Af hverju má ég ekki vera bæði?“ - Lenya Rún Taha Karim
Lenya Rún Taha Karim er fimmti yngsti varaþingmaður í sögu Íslands og hefur verið nokkuð áberandi undanfarna mánuði eða frá því hún var kosin inn á þing en datt svo út eftir talningaklúður. Lenya á kúrdíska foreldra og hefur vegna þess og húðlitar síns fengið að upplifa fordóma, þjóðernishyggju og andúð á eigin skinni.
Við ræðum þó ekki bara rasisma heldur einnig stéttaskiptingu, pólitíkina, mikilvægi samtals milli grasrótar, aktívista og stjórnmála, kúrdíska blóðið og kröfuna sem Lenya hefur upplifað að þurfa að velja á milli hvaða hluta hún megi gangast við í sjálfri sér. Af hverju hún geti ekki fengið að vera bæði íslensk og kúrdísk og útensk og hinsegin. Eitthvað sem, að hennar sögn, hávær minnihluti þjóðarinnar elskar að hata.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
The Body Shop, Dominos, Veganbúðin og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
5/4/2022 • 1 hour, 40 seconds
#88 „Fólk elskar að hata konur“ - Öfgar
„Við erum komnar með nóg af ofbeldi sem fjórða valdið hefur verið að beita konur, þá sérstaklega aktívista og þolendur.“ segja Öfga-konurnar Þórhildur Gyða og Hulda Hrund í spjalli um ástæður þess að hópurinn ákvað að rita pistlaröð og beindi spjótum sínum m.a. að fjölmiðlum. Við spjöllum almennt um baráttuna, stöðuna, áhuga erlendra fjölmiðla á hópnum Öfgar, aðferðafræði og oddaflug, árangurinn sem hefur sést á sl. mánuðum eftir áratuga baráttu gegn þolendaskömmun og meðvirkni, yfirlætisfullar alhæfingar sumra karla um leiðir fyrir brotaþola að heilun og hvort gerendur séu að fara að taka frásagnarvaldið strax aftur til sín.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Þáttur í boði Veganbúðarinnar, The Body Shop, Dominos og bakhjarla Karlmennskunnar.
Viðtal við tónlistarmanninn Auður í Íslandi í dag 12. apríl sl. er ákveðið leiðarstef í þessum þætti þar sem við leitumst við að svara því hvernig gerendur geti axlað ábyrgð á ofbeldi, einkum kynferðisofbeldi, og hvort tímabært sé að gerendur stígi fram líkt og Auðunn. Munu raddir gerenda yfirgnæfa frásagnir þolenda og hannúðin yfirtaka umræðuna? Er tímabært að hlusta á gerendur?
Hildur Fjóla Antonsdóttir er doktor í réttarfélagsfræði og hefur rannskað réttlæti í hugum brotaþola kynferðisofbeldis og vann meðal annars skýrslu fyrir dómsmálaráðherra um úrbætur í réttarkerfinu. Við notum viðtal Auðunns sem leiðarstef í að ræða almennt um réttlæti þolenda, leiðir til réttlætis og mögulegar leiðir gerenda til að axla ábyrgð.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, The Body Shop, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan.
4/22/2022 • 51 minutes, 23 seconds
#86 „Samfélag án aðgreiningar er ekki til“ - Leifur Leifsson
Leifur Leifsson er aflraunamaður, crossfittari, fyrrverandi uppistandari og ræðumaður og starfsmaður í þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Leifur varpar ljósi á ráðandi karlmennskuhugmyndir út frá sínum reynsluheimi sem einstaklingur með hreyfihömlun sem notast við hjólastól. Á afskaplega kómískan hátt dregur Leifur fram krítískt sjónarhorn á able-ískt samfélagið, stéttaskiptingu innan hreyfihamlaðra einstaklinga, fordóma og staðalmyndir fólks gagnvart hreyfihömluðum. Hann telur skóla án aðgreiningar ekki vera til, ekki frekar en samfélag án aðgreiningar og finnst öll sértæku úrræðin sem hugsuð séu einkum og sérstaklega fyrir einstaklinga með fötlun minna óþægilega á aðskilnaðarstefnu.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson. Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs). Þátturinn er í boði: Dominos, Veganbúðarinnar, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar.
4/14/2022 • 1 hour, 1 minute, 45 seconds
#85 „Mín kynslóð er markalausa kynslóðin“ - Bubbi Morthens
Bubbi Morthens hefur sannarlega sveiflast með tíðaranda okkar samfélags fram og aftur, verið gagnrýndur fyrir tækifærismennsku og fyrir að sýna af sér karlrembu en er einn af fáum sem þó gengst oft við því þegar hann ruglast, sem myndi teljast gott fordæmi um jákvæða karlmennsku. Bubbi segist þó upplifa sig oft sem utangátta, utanvelta og steingert tröll enda alinn upp, að eigin sögn, í eitraðri karlmennsku og kvennakúgun. Við förum yfir sjálfsvinnuna, kynferðisofbeldið sem Bubbi varð fyrir 14 ára gamall, afleiðingar þess, úrvinnslu og leiðina til sáttar. Tölum um klám og hvernig Bubba tókst að afklámvæða sig, tölum um kynlíf og nánd, karlmennsku og hvað þurfi til svo að karlar axli ábyrgð á hegðun sinni og viðhorfum að mati Bubba.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
[Þáttur tekinn upp 25. mars 2022.]
Veganbúðin, The Body Shop, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan.
4/7/2022 • 1 hour, 2 minutes, 19 seconds
#84 „Of ungleg eða of gömul og með of djúpa rödd“ - Aldís Amah Hamilton
Aldís Amah Hamilton er leikkona og handritshöfundur sem meðal annars lék aðalhlutverkið og skrifaði þættina Svörtu sandar. Þá lék Aldís Amah einnig stórt hlutverk í netflix seríunum Katla og Brot eða The Valhalla Murders. Við tölum aðeins um veganisma og hvenær einhver er nógu vegan til að vera vegan, tækifæri og aldursfordóma, hvenær kona hættir að vera efnileg og verður öf gömul, tölum um líkamsímynd og fitufordóma, hvernig það er að leika í nándar og nektarsenum og hvernig samfélagsgerðin mótar hugsun manns og viðhorf.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði Dominos, Veganbúðarinnar, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar.
3/31/2022 • 53 minutes, 59 seconds
#83 „Halda kjafti og lifa til 42 ára aldurs“ - Gísli Kort sérfræðingur í geðhjúkrun
Dominos, Veganbúðin, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
Gísli Kort Kristófersson er sérfræðingur í geðhjúkrun á sjúkrahúsinu á Akureyri og dósent við Háskólann á Akureyri. Gísli fór af járnsmíðaverkstæði í vinnu á hjúkrunarheimili og hefur ekki litið til baka síðan eða í 23 ár. Í dag kennir Gísli við háskólann á Akureyri, stundar rannsóknir og sinnir auk þess meðferðastarfi, einkum með körlum sem glíma við geðrænar áskoranir.
Við spjöllum um geðrænar áskoranir, karlmennsku og hvernig það getur verið bylltingakennd uppgötvun fyrir karla að það að setja tilfinningar sínar í orð geti bætt líðan þeirra. Við ræðum djúpstæða kvenfyrirlitningu sem birtist í gildismati og viðhorfum til hefðbundinna kvennastarfa, reifum ástæður þess að karlar sækja ekki í hjúkrunarfræðina og hve mikilvægt er að sýna auðmýkt fyrir því sem maður ekki veit í ört breytandi heimi.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist. Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Hulda Tölgyes sálfræðingur og ein af höfundum átaksins um jákvæða karlmennsku útskýrir áföll, afleiðingar áfalla, birtingamyndir og leiðir til úrvinnslu á áföllum.
„Karlar og drengir í okkar samfélagi hafa ekki sama rými til þess að tala um og læra á tilfinningar sínar eins og stúlkur og konur. Ekki vegna þess hvernig þeir fæðast heldur vegna þess hvernig samfélagið er. Þeir leita sér síður aðstoðar og að vera litlir í sér, daprir eða hræddir samræmist ekki karlmennskuímyndinni sem getur haft skaðleg áhrif.“
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Átakið jákvæð karlmennska er fjármagnað af VÍS, BSRB, Íslandsbanka, forsætisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu.
Tómas Kristjánsson sálfræðingur útskýrir þunglyndi, sjálfsvígshugsanir og leiðir til að vinna úr erfiðum tilfinningum. Ef þú finnur þig vonlausan er vert að leita sér aðstoðar t.d. í símanumerinu 1717 og 1717.is sem er opið allan sólahringinn, hjá Píeta samtökunum, Berginu (fyrir ungt fólk til 25 ára), hjá sálfræðingum víða um land en mikilvægast er að segja einhverjum sem þú treystir að þér líði illa. „Stundum segist fólk vera þunglynt en er í raun að vísa til depurðar. En þunglyndi er röskun, vissulega er depurð og leiði einkennandi í þeirri röskun. Þunglyndi snýst um miklu meira og hefur áhrif á hegðun, líkamleg einkenni og er sambland af vítahringjum sem halda okkur föstum.“
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Átakið jákvæð karlmennska er fjármagnað af VÍS, BSRB, Íslandsbanka, forsætisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu.
Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur fer yfir óþægilegu og oft erfiðu tilfinninguna skömm, hvers vegna við upplifum skömm og hvað má gera ef skömmin er yfirþyrmandi. „Þegar við upplifum að einhver gerir lítið úr okkur, lítilllækkar eða niðurlægir, þá er skömmin viðbragð við þeirri upplifun. Það er kallað ytri skömm. Innri skömm er þegar við upplifum að við göngum á einhver gildi sem eru okkur mikilvæg.“
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Átakið jákvæð karlmennska er fjármagnað af VÍS, BSRB, Íslandsbanka, forsætisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu.
Henrietta Ósk Gunnarsdóttir sálfræðingur hjá fangelsismálastofnun fer yfir tilfinninguna reiði, hvers vegna við verðum reið og hvenær reiði er orðin of sterk svo hún veldur okkur og öðrum vandræðum. „Reiðin er í raun mjög góð, þetta er réttlætistilfinning. Við upplifum reiði þegar við finnum að brotið er á rétt okkar og hún getur verið mjög hjálpleg og þurfum á henni að halda. Gott dæmi er réttindabaráttur, þar er reiðin að kikka inn og hún er ákveðið drive sem við þurfum á að halda til að fara fram á við.“
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Átakið jákvæð karlmennska er fjármagnað af VÍS, BSRB, Íslandsbanka, forsætisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu.
3/14/2022 • 34 minutes, 45 seconds
#78 „Finnst þetta bara ofboðslegt ónæði“ - Bragi Páll Sigurðarson
Bragi Páll Sigurðarson er rithöfundur og sjómaður, tveggja barna faðir, maki Bergþóru Snæbjörnsdóttir rithöfundar og sonur fyrrverandi þingmanns Miðflokksins. Bragi Páll gaf út bókina Arnaldur Indriðason deyr fyrir síðustu jól sem naut töluverðra vinsælda. Við ræddum samt ekkert um bækur, heldur um karlmennskuna á sjónum, klórdrekkandi samsæriskenningasinna, heimilisstörf og glímuna við að vera karlmaður í jafnréttissamfélagi, Bjarna Ben og Sjálfstæðisflokkinn og hvernig það er að eiga pabba sem var þingmaður fyrir Miðflokkinn.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson / Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) / Viðmælandi: Bragi Páll Sigurðarson
Veganbúðin, The Body Shop, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan.
3/10/2022 • 1 hour, 54 seconds
#77 „Fljót að droppa prinsippum fyrir rétta hópinn“ - Andrés Ingi Jónsson og Sema Erla Serdar
Fátt annað er fjallað um í fjölmiðlum hérlendis og útum allan heim þessa dagana en innrás Rússa í Úkraínu. Hafa nánast allar þjóðir heimsins fordæmt aðgerðir Rússa og virðast þeir algjörlega einangraðir í sjálftitlaðri „friðargæslu sinni” og frelsun Úkraínsku þjóðarinnar en milljón manns hafa flúið heimili sín frá Úkraínu og er búist við að milljónir muni flýja í viðbót.
Andrés Ingi Jónsson alþingismaður og hernaðarandstæðingur og Sema Erla Serdar stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi setja þessa atburði í samhengi við málefni fólks á flótta, rasismann sem haldið er á lofti af ráðafólki á Íslandi og víðar og hvaða þýðingu stríðsrekstur Rússa hefur eða gæti haft á Íslandi.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson / Tónlist: Mr. Silla - Naruto
Viðmælendur: Andrés Ingi Jónsson alþingismaður og hernaðarandstæðingur og Sema Erla Serdar stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi
Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, Dominos, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja)
3/4/2022 • 54 minutes, 50 seconds
#76 „Þú lítur ekki út fyrir að vera hommi“ - Jafet Sigfinnsson
Jafet Sigfinnsson hefur heldur betur fengið að finna fyrir lífinu og upplifað röð áfalla sem hann hefur deilt með fylgjendum sínum á Twitter. Þar hefur hann sagt frá því þegar hann var staddur á æskuheimili sínu á Seyðisfirði þegar hann lenti í miðri aurskriðu, þeirri stærstu sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi. Jafet hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi og stafrænu einelti þegar trúnaðarsamtali var dreift um allan menntaskólann sem hann var í og hefur Jafet tjáð sig um þetta á einlægan hátt á Twitter.
Þetta er eitt magnaðasta viðtal sem ég hef tekið því Jafet er svo einlægur, opinn og kemur vel frá sér hverskonar áhrif það hefur að upplifa endurtekin áföll. Í ofanálag varpar Jafet svo sterku ljósi á áhrif staðalmynda, gagnkynhneigðarhyggju, fordóma og rótgróinna karlmennskuhugmynda.
Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, The Body Shop, Dominos og bakhjarla Karlmennskunnar.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson / Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
2/24/2022 • 45 minutes, 10 seconds
#75 „Ég hafði svo margar spurningar“ - Steinunn, Linda og Hafdís - Stígamót, Vettvangur glæps
Þolendur kynbundins ofbeldis eru meira en vettvangur glæps er yfirskrift átaks á vegum Stígamóta sem felst í að skora á dómsmálaráðherra að gera brotaþola að aðilum eigin máls, en ekki bara að vitnum. Átakið og ákall Stígamóta byggir á reynslu fimm kvenna af réttarkefinu - hvernig þær voru vitni að eigin ofbeldi og líkami þeirra þar með vettvangur glæps.
Í þessum þætti ræði ég við Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttir talskonu Stígamóta og Hafdísi Arnardóttur og Lindu Björg Guðmundsdóttur sem eru tvær af þeim fimm konum sem hafa lánað reynslu sína og andlit fyrir ákallið til dómsmálaráðherra.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Bodyshop, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan.
2/21/2022 • 42 minutes, 33 seconds
#74 „Er ekki eitthvað beef á milli ykkar?“ - Guðrún Ýr Eyfjörð (GDRN)
GDRN eða Guðrún Ýr Eyfjörð tónlistarkona og leikkona virðist gædd einhverri náðargáfu. Hún semur texta, lög, spilar á fiðlu og píanó og bar uppi heila þáttaseríu í frumraun sinni sem leikkona. Við spjöllum um fjárhagsleg áhrif covid á tónlistarfólk, Kötlu ævintýrið og að verða skyndilega burðarstykki í Netflix seríu, fullkomnunaráráttuna og sjálfsvinnuna, konur í tónlist og þá tilhneigingu fólks að etja GDRN og Bríet upp á móti hvor annarri.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, Dominos, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar.
2/17/2022 • 38 minutes, 39 seconds
#73 „Alltaf einhver sem borgar fyrir fréttirnar þínar“ - Ingibjörg Dögg og Jón Trausti stofnendur Stundarinnar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson hafa áratuga reynslu af blaðamennsku og eru stofnendur Stundarinnar. En Stundin var stofnuð árið 2015 af fyrrum fjölmiðlafólki hjá DV eftir „fjandsamlega yfirtöku á miðlinum vegna umfjallana“ eins og stendur á vef stundarinnar.
Fjölmiðlar, blaðamenn og ritstjórar fá reglulega yfir sig harða gagnrýni, ýmist frá valdafólki sem mislíkar umfjöllun þeirra eða frá valdalitlu fólki sem mislíkar skort á umfjöllun um tiltekin málefni. Þessa gagnrýni þekkja stofnendur Stundarinnar vel, enda hafa þau þurft að þola lögbann á umfjöllun sína og þurft reglulega að standa fyrir máli sínu fyrir dómstólum.
Markmið þessa þáttar er að öðlast innsýn í reynslu og störf stofnenda Stundarinnar, velta upp fyrirbærinu hlutleysi í fréttaumfjöllunum og valdi eða valdleysi fjölmiðla og blaðamanna.
2/10/2022 • 52 minutes, 42 seconds
#72 „Ég er frelsaður til femínismans“ - Árni Matthíasson
Árni Matthíasson er síðmiðaldra hvítur karlmaður, fyrrverandi togarasjómaður, blaðamaður á Mogganum til 40 ára, varaformaður stjórnar Kvennaathvarfsins og femínisti sem hefur reglulega skrifað pistla um jafnréttismál. Við ræðum um það að vera femínískir gagnkynhneigðir hvítir ófatlaðir karlmenn, lífsverkefnið sem það er að aflæra innrædda fordóma og gagnlitlar karlmennskuhugmyndir ásamt ýmsu því skátengdu.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, Domino´s, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar.
2/3/2022 • 31 minutes
Aukaþáttur: Trúnó í Veganúar 2022
Aukaþáttur með upptöku af Trúnó á vegum Veganúar í boði Landverndar, Saffran og Veganbúðarinnar.
Ég leiddi samtöl við fimm vegan einstaklinga og fræddist um vegferð þeirra í veganismanum í beinni útsendingu á Facebook síðu Veganúar. Viðmælendur eru Axel F. Friðriksson hreyfigrafíker og meðstjórnandi í samtökum grænkera, Raghneiður Gröndal tónlistarkona, Bjarni Snæbjörnsson leikari, Anna Hulda Ólafsdóttir íþróttakona og verkfræðingur og Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir vegan brautryðjandi og eigandi Veganmatar, Vegabúðarinnar og Jömm.
1/21/2022 • 1 hour, 54 minutes, 36 seconds
#70 „Það er verið að fylgjast með ykkur“ - Edda Falak og Ólöf Tara
Edda Falak stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur og Ólöf Tara stjórnarkona í Öfgum hafa verið ansi áhrifamiklar undanfarna mánuði og að mörgu leiti leitt aðra bylgju metoo og þær samfélagshræringar, ef svo má segja, sem orðið hafa undanfarna daga og vikur.
Við settumst niður og veltum fyrir okkur hvort nú værum við að horfa fram á raunverulegar breytingar, alvöru afstöðu valdafólks og fyrirtækja eða hvort meintir gerendur muni bara fara að rúlla til baka í makindum sínum og jafnvel með árásum á þolendur og baráttufólk.
Edda Falak og Ólöf Tara lýsa upplifun sinni af akívisma og tilraunum fólks til að þagga niður í þeim en þær lýsa líka væntingum sínum til þess að hið opinbera og fyrirtæki verji raunverulegu fjármagni í baráttu gegn ofbeldi, bæði til að mæta afleiðingum þess en einkum til að fyrirbyggja frekara ofbeldi.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Músík: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, The Body Shop, Dominos og bakhjarla Karlmennskunnar.
1/17/2022 • 58 minutes, 23 seconds
#69 Að vera drull, menga og kvæsa - Gyða Margrét Pétursdóttir
Gyða Margrét Pétursdóttir prófessor í kynjafræði í Háskóla Íslands rýnir í, skýrir og setur í samhengi vatnaskilin sem hafa átt sér stað undanfarna daga í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og tilkalli karla til líkama kvenna. Afleiðing áratuga baráttu kvenna gegn nauðgunarmenningu, feðraveldi og þolendaskömm en vatnaskilin má skammlaust tileinka frásögn Vítalíu í hlaðvarpsþættinum Eigin konur með Eddu Falak. Gyða Margrét lýsir undrun og feginleik og segir í raun ótrúlegt hve hröð þróun hafi orðið í að losa um þolenda- og drusluskömm, afstöðu fyrirtækja og í umfjöllun fjölmiðla.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Músík: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, The Body Shop, Dominos og bakhjarla Karlmennskunnar.
1/11/2022 • 50 minutes, 9 seconds
#68 „Feðraveldið hafnar ekki tækifæri til að sparka í konur“ - Hildur Lilliendahl
Hildur Lilliendahl er brautryðjandi í íslensku samfélagi og femínískur byltingaleiðtogi sem á stóran þátt í að varpa ljósi á og hreyfa við djúpstæðri kvenfyrirlitningu og karllægni. Það er engin spurning að hennar barátta hefur skapað aðstæður sem síðan hafa leitt af sér allskonar misstórar byltingar síðustu árin.
Þakkirnar sem Hildur hefur fengið fyrir sitt framlag til jafnréttis hafa þó aðallega verið í formi niðurlæginga, árása, hótana og fyrirlitningar. Óumbeðið varð Hildur hættulegasti óvinur feðraveldis á einni nóttu og í kjölfarið nokkurskonar holdgervingur femínismans í augum ansi margra Íslendinga. Ummæli sem hún lét aldrei frá sér, um tjaldhæl, hafa síðan verið eignuð henni og stöðugt notuð til að níða og niðurlægja.
Við ræðum málefnið sem triggerar Hildi hvað mest, áhrifin sem óumbeðin smellifréttamennska, hótanir og andúð hefur haft á líf hennar, konur sem hata konur, hvaða áskoranir eru mikilvægastar að yfirstíga í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og ýmislegt fleira.
Veganbúðin, Dominos, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Músík: Mr Silla - Naruto (án söngs)
1/6/2022 • 1 hour, 3 minutes, 28 seconds
#67 „Við látum ekki kúga okkur“ - Katrín Oddsdóttir, baráttukona fyrir nýrri stjórnarskrá
Katrín Oddsdóttir útskýrir í temmilega einfölduðu máli hvers vegna við sem samfélag þurfum nýja stjórnarskrá. Hún bendir á mikilvægi þess að líta á stjórnarskrána sem leiðarvísi og í senn leiðbeiningar. Við ræðum hvers vegna málefnið er umdeilt og af hverju ný stjórnarskrá birtist mörgum okkar sem einhverskonar togstreita um annað hvort eða. Við Katrín mætumst síðan í aktívismanum, metnaðnum og togstreitunni sem felst í því að reyna að hafa áhrif, breyta og bæta samfélagið.
Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)
Dominos, Veganbúðin, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan. Þátturinn er sá síðasti sem tekinn var upp í stúdíó Macland.
12/16/2021 • 34 minutes, 22 seconds
#66 „Menn eru hræddir við að konur taki valdið þeirra frá þeim“ - Reykjavíkurdætur (Steiney og Salka)
Reykjavíkurdætur urðu til upp úr rappkonukvöldum fyrir tæpum áratug, fyrst sem samkurl allskonar kvenna en síðar sem hljómsveit með ákveðnum fjölda og tilteknum einstaklingum. Þær mættu mikilli mótspyrnu til að byrja með, en yfirstigu andspyrnuna og hafa meikað það erlendis undir nafninu Daughters of Reykjavik. Þótt flestir Íslendingar hafi heyrt um hljómsveitina Reykjavíkurdætur hafa mun færri séð þær á tónleikum eða hlustað á plöturnar þeirra - eins og þær sjálfar hafa bent á. Er það vegna þess að þær eru konur, róttækar óþægilegar femínískar konur eða er músíkin ekki samboðin íslenskri menningu?
Steiney Skúladóttir og Salka Valsdóttir úr Reykjavíkurdætrum fara í gegnum grýttan feril hljómsveitarinnar á Íslandi, upphafið sem markaði þær djúpt og er í raun helsta ástæða þess að þær hafa einbeitt sér að erlendum markaði. Við ræðum upphafið, músíkina, förum inn í karllægni og karlasamstöðuna í tónlistarsenunni, feðraveldi og femínisma, ræðum um kynferðisofbeldi, Twitter og framtíðina í músíkinni.
Umsjón og eftirvinnsla: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)
Dominos, Veganbúðin, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan.
12/10/2021 • 49 minutes, 21 seconds
#65 „Hvað er meira sexý en jafnrétti inni á heimilinu?“ - Alma Dóra Ríkarðsdóttir og Hulda Tölgyes
Þriðja vaktin, hugræn byrði eða mental load kallast sú ólaunaða ábyrgð, yfirumsjón og verkstýring sem er órjúfanlegur hluti af heimilis- og fjölskylduhaldi. Ósýnileg verkefni sem eru vanmetin og jafnvel álitið sjálfsagt að konur sinni frekar en karlar. Enda fellur þriðja vaktin, þessi hugræna byrði, margfalt þyngra á konur þótt þær séu í sambandi (með körlum) eða í fullri vinnu. Konur standa þriðju vaktina og hugræna byrðin fellur á þær sem hindrar atvinnuþátttöku þeirra, framgang í starfi, veldur streitu, álagi og stuðlar að kulnun og er eitt helsta ágreiningsefni í gagnkynja parasamböndum.
Hulda Tölgyes sálfræðingur og Alma Dóra Ríkarðsdóttir sérfræðingur í jafnréttismálum fara ofan í saumana á átakinu „Þriðja vaktin“ á vegum VR. Þær útskýra hugtökin fyrsta, önnur og þriðja vaktin og hvers vegna og hvernig einstaklingar í gagnkynja parasamböndum geta jafnað verkaskiptingu inni á eigin heimili.
Tónlist: Mr. Silla - Naruto
(instrumental)
Dominos, Veganbúðin, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan en þessi þáttur var auk þess unninn í samstarfi við VR.
12/7/2021 • 45 minutes, 26 seconds
#64 „Fyrirtæki mega kannski skammast sín“ - Þorbjörg Sandra Bakke sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
Hefur þú velt fyrir þér tengslum textíl og kyns? Sú staðreynd að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem framleiða, kaupa, nota, nýta, henda og þvo textíl krefst nánari skoðunar. Í þættinum fæ ég til mín Þorbjörgu Söndru frá Umhverfisstofnun sem teymir mig í gegnum virðiskeðju textíl, svo við getum betur áttað okkur á því hvernig þetta umhverfismál er í raun kynjað. Við fáum aðstoð við hvað við getum gert til að bæta heiminn og karlmenn fá góð ráð til að gera betur í þessum málaflokki.
Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
Tónlist: Mr. Silla - Naruto
(instrumental)
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja). Þessi þáttur var auk þess unninn í samstarfi við Umhverfisstofnun til þess að vekja athygli á samangegnsoun.is/textil.
Eftir alltof stuttan og ófókuseraðan seinni þátt Kveiks um hreinsunareld Þóris Sæm fékk ég viðmælendur pallborðs Kveiks til þess að dreypa á því sem helst fór fram og kannski einna helst beina sjónum að því sem vantaði í umræðuna.
Margir áhugaverðir og þarfir punktar komu fram sem er þess virði að hlusta á, til dæmis fjölluðum við um hvað er átt við þegar við tölum um handrit fyrir gerendur? Hvort það ætti ekki að koma á laggirnar nýjum dómstól á Íslandi sem fer með kynferðisbrotamál? Hvernig ætlum við að takast á við sársauka þolenda? Hver er hin raunverulega slaufunar menning? Við veltum fyrir okkur ólíkum sjónarmiðum þegar að kemur að því að umgangast gerendur og hvernig við getum beitt okkur fyrir þolendavænni samfélagi. Við eigum það sameiginlegt að líta á jafnréttisbaráttuna sem langhlaup sem er mikilvægt að vera vel nestuð í og að sérfræðingar, þolendur og aktívistar eigi að leiða þá umræðu.
Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).
11/25/2021 • 1 hour, 9 minutes, 3 seconds
#62 „Gerendur fá afslátt, en hvað fá þolendur?“ - Ólöf Tara Harðardóttir og Fjóla Heiðdal baráttukonur gegn kynbundnu ofbeldi
Við höldum áfram að rýna í umræðuna um ofbeldi, orðræðuna, sjónarhornið og hverjir fá pláss í fjölmiðlum. Undir hvaða sjónarmið er kynt og hvaða áhrif hefur einhliða umfjöllun um ofbeldi sem málar hóp þolenda sem gerendur á umræðuna? Ítrekað fáum við að heyra skilaboð um að þolendur og baráttufólk gegn ofbeldi þurfi að vanda sig, berjast á ábyrgan hátt og með rökfestu. Þetta fáum við að heyra frá almenningi og misjöfnum sérfræðingum sem telja sig vera á móti ofbeldi og vilja uppræta það. En hvert er fókusnum beint? Hvaða sjónarmið eru tekin til greina? Hvernig er hægt að efast um gerendameðvirkni eða tilvist feðraveldisins? Af hverju trúum við ekki þolendum? Hvernig getur baráttufólk fyrir réttlátu samfélagi orðið megin skotspónn gagnrýni? Þetta eru spurningar sem við veltum fyrir okkur í þættinum sem snýr að því að greina samfélagsumræðuna út frá sjónarhorni baráttukvennana Ólafar Töru Harðardóttur og Fjólu Heiðdal þolanda ofbeldis og aðstandanda þolanda.
Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).
11/18/2021 • 34 minutes, 18 seconds
#61 „Ekki hvenær, heldur hvernig gætu gerendur átt afturkvæmt“ - Gústav Adolf heimspekingur og Rannveig Ágústa kynjafræðingur
Hér er gerð frekari tilraun til þess að kryfja þá sviðnu jörð sem fréttaskýringaþátturinn Kveikur skildi eftir í kjölfar þáttarins „Hreinunareldur Þóris Sæmundssonar“. Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir kynjafræðingur og doktorsnemi sem er að rannsaka gerendur og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson heimspekingur og doktorsnemi sem er að rannsaka hvernig samskipti milli ólíkra reynsluheima eiga sér stað settust í stúdíóið.
Leitum við svara við af-skautun umræðunnar um ofbeldi, hvernig við getum nálgast vini og vinnufélaga sem eru gerendur eða meintir gerendur ofbeldis. Hvað þurfi til svo gerendur megi axla ábyrgð og hvernig spurningin „hvenær eiga gerendur afturkvæmt“ sé í sjálfu sér entitled og taki því sem gefnu að það sé bara spurning um tíma, en ekki hvort eða hvernig gerendur geti átt afturkvæmt.
Spjallið fer á stöku stundum í hyldýpi hugsana doktorsnemanna en við reyndum að halda umræðunni aðgengilegri og gagnlegri fyrir samtalið out there.
Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).
11/12/2021 • 1 hour, 4 minutes, 17 seconds
#60 Hreinsunareldur sem brenndi þolendur - Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks
„Núna langar mig aðeins að segja hver hugsunin var.“ segir Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks aðspurð hvers vegna ákveðið var að gera einhliða illa ígrundaða og meingallaða umfjöllun um ofbeldi sem málaði hóp þolenda sem gerendur. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um leikarann Þóri Sæm í síðustu viku sem vakti vægast sagt upp hörð viðbrögð þolenda og baráttufólks gegn ofbeldi. Engir sérfræðingar um ofbeldismál voru fengnir til viðtals og ýjaði þáttastjórnandi að því að ástæðan væri sú að enginn hefði fengist í þáttinn. Þátturinn, sem að sögn þáttastjórnanda, átti að hreyfa við umræðunni um ofbeldi fýraði í raun enn frekar upp í andstöðu við þolendur og mátti sjá gerendameðvirknina sullast yfir facebook-þráð Kveiks þar sem viðtalið var auglýst.
Í kjölfar þáttarins hafa þolendur stigið fram í hrönnum, einkum á Twitter, og lýst því hvernig þátturinn hafi verið eins og „hlandblaut tuska í andlitið á þolendum“. Raunar var það ung kona sem tók svo til orða og lýsti því á Twitter og í samtali við Stundina, að viðmælandi Kveiks hefði notfært sér aldur hennar til að sofa hjá sér, þegar hún var 16 ára og hann 34 ára. Og hún virðist ekki vera sú eina sem svíður undan viðmælanda Kveiks. En umfjöllun Kveiks var ekki um þjáningarnar sem viðmælandinn hefði ollið þolendum sínum og hvernig hann hefði axlað á þeim ábyrgð, heldur hvort að afleiðingarnar sem hann hefur mátt mæta vegna gjörða sinna „væri sanngjörn niðurstaða“.
Karlmennskan fær Þóru til að útskýra hugsunin á bakvið umfjöllunina, hvort þátturinn hafi verið mistök og í raun virkað sem vopn í höndum þeirra sem tala niður þolendur og baráttufólk gegn ofbeldi, hvort farið hafi verið í fullnægjandi rannsóknarvinnu í aðdraganda þáttarinns og hvernig Kveikur muni bregðast við í kjölfar gagnrýninnar.
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).
11/8/2021 • 58 minutes, 7 seconds
#59 „Síðastur í markið er hommi“ – Ástrós Anna Klemensdóttir, meistaranemi í félagsfræði
Í ljósi fregna að Josh Cavallo ástralskur fótboltamaður kom opinberlega út úr skápnum fékk ég Ástrósu Önnu meistaranema í félagsfræði til samtals við mig. Við ræddum um áberandi skort á samkynhneigðum fótboltamönnum. Þá fjallar Ástrós Anna um rannsókn sem hún gerði meðal íslenskra fótboltamanna sem varpar ljósi á þær hómófóbísku hugmyndir sem þekkjast innan greinarinnar, hvernig skaðleg orðræða, kvenfyrirlitning og ríkjandi karlmennsku er viðhaldið innan menningar fótboltans hér á landi. Vonin er þó að yngri kynslóðin sé færari í fjölbreytileikanum og hugsanlega að hún hreyfi við ríkjandi karlmennsku hugmyndum. Það eiga „allir að geta æft fótbolta“ eins og Ástrós Anna segir.
Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).
11/4/2021 • 35 minutes, 7 seconds
#58 „Gervikallar gráta ekki “ - Tómas Tómasson alþingismaður
Með sinn sérstaka stíl bauð Tómas Tómasson betur þekktur sem „Tommi“ sig fram til Alþingis. Eins og Tommi kemst sjálfur að orði þá hefur aldrei verið kosið svona „gamlan karl“ á þing, en hann hlaut efni sem erfiði og situr nú fyrir hönd Flokks fólksins á þingi. Karlmennskan fékk Tomma til þess að ræða aðdraganda kosninganna, áherslumál hans sem þingmanns, hvort hann sé „hinn góði kapítalisti“ og hver séu mikilvægu málefnin. Þá lýsti Tommi viðhorfum sínum til transumræðunnar, #metoo og hvernig hugsa mætti mörk og þá líka markaleysi. Að lokum var rætt hvernig skilgreina mætti karlmennskuna.
Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
Tónlist: On (Instrumental) - Jói P. og Króli
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).
10/28/2021 • 33 minutes, 31 seconds
#57 „Ísland er húsfélag“ - Svala, Hörður og Einar
Ég bað vini mína um að taka umræðu um umræðuna er sneri að karlmennsku og jafnrétti á meðan ég tók örstutt „sumarfrí“ með fjölskyldunni. Núverandi og fyrrverandi fótboltaáhugamenn rýna í áhugamálið sitt og menninguna í kringum það undir dyggri stjórn Svölu Hjörleifsdóttur. Svala Hjörleifsdóttir stýrði samtali við Einar Ómarsson og Hörð Ágústsson þar sem þau fara víða og ræða m.a. karlmennskuspjallið, fótboltamenningu og áhangendur hópíþróttaliða, vangetu íslensks samfélags til að gera fólk ábyrgt gjörða sinna, skrímslavæðingu gerenda ofbeldis, KSÍ og kvenleika og karlmennsku. Þau velta fyrir sér heilagleika í kringum fótboltann, hvort bergmálshellirinn þeirra eigin sé að stækka, hvort viðhorf karla séu að breytast og margt fleira temmilega kaótískt. Eins og húsfundur, nema um jafnrétti, ofbeldi og fótbolta.
Umsjón: Svala Hjörleifsdóttir
Intro: Futuregrapher
Outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).
„Í staðinn fyrir að líta á okkur sem heild eða hluta af mengi þá erum við farin að líta á okkur og börnin okkar sem einhverskonar frífljótandi einstaklinga og okkar hlutverk er að besta okkur sjálf og börnin okkar sem samkeppnishæfasta einstaklinginn sem fer út og skapar peninga.“ segir Auður Magndís Auðardóttir í samtali við Sunnu Símonardóttur og Þorstein V. Einarsson um foreldrahlutverkið. Auður Magndís og Sunna hafa báðar gert doktorsrannsókn á kröfur á foreldra og hvernig þær hafa aukist undanfarna áratugi sem þær tengja við stéttaskiptingu, markaðsvæðingu, nýfrjálshyggju og ákafa mæðrun.
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).
Intro: Futuregrapher
Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental)
10/14/2021 • 31 minutes, 45 seconds
#55 „Já, þetta er varaliturinn hennar mömmu“ - Jón Gnarr
„Ég hef alla tíð verið frekar ringlaður og svo er ég bullukollur og rugludallur. Ef það er einhver hæfileiki sem ég hef þá er það þvaður. Ég get þvaðrað endalaust.“ segir Jón Gnarr meðal annars í samtali sem átti að vera 30 til 45 mínútur um kallakalla og vináttu en leiddist út í 75 mínútna spjall um allskonar. Enda er ekki auðsótt að leiða samtal við Jón Gnarr inn á eina braut. Við ræðum um kallakallinn sem hefur stundum af honum völdin, hvernig það er að vera hvítur miðaldra karlmaður, afahlutverkið, foreldrahlutverkið, karllægni íslenskunnar, karlmennsku og upphandleggsvöða, móðurmissinn, borgarstjórnartímann og vináttu svo fátt eitt sé nefnt.
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).
Intro: Futuregrapher
Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental)
10/8/2021 • 1 hour, 18 minutes, 49 seconds
#54 „Sjáið þetta ógeð hérna“ - Aron Daði Jónsson og Arna Magnea Danks
„Þú sérð manneskju [í speglinum] og veist að þetta á að vera þú en þetta er ekki þú.“ segir Aron Daði þegar hann er beðinn um að lýsa þeirri upplifun að tilheyra ekki því kyni sem honum var úthlutað við fæðingu. Aron Daði Jónsson og Arna Magnea Danks veita innsýn í reynsluheim sinn, áskoranir og frelsið við að koma út sem trans. Þau segja kyn sitt ekki vera spurningu um val eða upplifun heldur það sem þau einfaldlega eru og orðræða um annað sé fordómafull, smættandi og meiðandi. Við ræðum baráttuna við að koma út, tilheyra og fitta inn í samfélag sem er mjög svo upptekið af kynjatvíhyggju og rótgrónum hugmyndum um karlmennsku.
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).
Intro/Outro: Futuregrapher
10/5/2021 • 44 minutes, 21 seconds
#53 „Stóra mómentið er núna“ - Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Í kjarasamningum upp úr 1900 eru launataxtar fyrir karla og svo fyrir konur og unglingsstráka, sem þóttu vera á pari.“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir ný-endurkjörin formaður BSRB um sögulegar rætur launamisréttis á Íslandi. Við Sonja ræðum kynbundinn launamun og hvernig störf eru metin á ólíkan hátt þannig að störf þar sem konur eru í meirihluta eru gjarnan metin lægra til launa. Sonja telur að nú sé tíminn til að hækka laun kvennastétta og vekur athygli á tillögum stjórnvalda til aðgerða sem nú eru í samráðsgátt.
Við ræðum norrænu velferðina sem byggð er á baki láglaunakvenna, launataxta og gildismat starfa og þær aðgerðir sem ráðast þarf í til að hækka laun og leiðrétta kynbundinn launamun.
Þátturinn er tekinn upp ú stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar, The Body Shop og bakhjarla á karlmennskan.is/styrkja.
Intro: Futuregrapher
Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental)
10/1/2021 • 29 minutes, 24 seconds
#52 „Það er ekkert gott að geta verið drulluhali“ - Kött Grá Pjé (Atli Sigþórsson)
„Það er ekkert gott að geta verið drulluhali í einrúmi með vinum þínum“ segir Atli Sigþórsson sem er þekktari undir listamannsnafninu Kött Grá Pjé. Atli segist hafa verið bældur maður og Kött Grá Pjé hafi verið alteregó sem hafi hjálpað honum að takast á við sviðsskrekkinn. Alteregóið hafi þó verið heiðarleg gríma því í gegnum hana hafi hluti af Atla komist fram og Kött Grá Pjé orðið að sönnum Atla, eða öfugt.
Við ræðum um tilfinningar, kvíða og þunglyndi sem Atli hefur talað opinskátt um. Við tölum um pólitík, prinsipp og málamiðlanir. Ræðum róttækan femínisma, feðraveldi, karlmennsku og naglalakk.
Intro: Futuregrapher
Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental)
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og bakhjarla karlmennskunnar, en þú getur stuðlað að frekari hlaðavarpsþáttagerð og efnissköpun á samfélagsmiðlum með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðili á karlmennskan.is/styrkja.
9/23/2021 • 35 minutes, 50 seconds
#51 „Hvaðan ertu?“ - Chanel Björk Sturludóttir
„Í staðinn fyrir að fara í vörn að fólk sé bara tilbúið til að hlusta, læra og aflæra þessar hugmyndir.“ segir Chanel Björk Sturludóttir umsjónarkona Mannflórunnar sem er útvarps- og hlaðvarpsþáttur á Rúv og Instagram, þar sem hún leitast við að svara djúpstæðum spurningum um fjölmenningu í íslensku samfélagi. Chanel er blandaður Íslendingur og kannast við á eigin skinni hvernig við flokkum fólk eftir ríkjandi hugmyndakerfi. Þótt enginn munur sé á fólki eftir uppruna og kynþætti þá verðum við að taka inn í myndina hvernig nýrasismi hefur félagsleg áhrif á fólk. Chanel gagnrýnir gerendafókus í umræðu um menningarnám og rasisma og telur fólk ekki nægjanlega meðvitað um eigin fordóma. Jafnvel upplýst róttækt fólk eigi til að nota orðfæri úr poppmenningunni án þess að tengja það við yfirtöku ráðandi hóps á menningareinkennum undirokaðra hópa. Chanel, ásamt Miriam Petru, bjóða skólum, félagsmiðstöðvum og vinnustöðum upp á fræðslu um kynþáttahyggju og menningarfodóma á Íslandi.
Í 51. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar fræðumst við um rasisma, nýrasisma, öráreitni, fordóma, menningarnám, AAVE og kynþáttahyggju í íslensku samfélagi.
Intro: Futuregrapher
Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental)
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop.
9/16/2021 • 32 minutes, 19 seconds
#50 Plastlaus september: „Við getum gert svo margt“ - Kolbrún G. Haraldsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Landsátakið plastlaus september er hafið í fimmta sinn sem er að fyrirmynd Plastic free july frá ástralíu. Skipuleggjendur plastlauss september leggja aherslu á jákvæðni og lausnir með vitundavakningu um plastnotkun. Markmiðið sé ekki að útrýma plasti heldur að við reynum að takmarka notkun þess með aukinni meðvitund. Stjórnvöld hafa innleitt reglugerðir sem hafa svipað markmið og hafa t.d. plastpokarnir, plaströr og plastskeiðar fengið að fjúka við takmarkaðan fögnuð sumra.
Kolbrún G. Haraldsdóttir fræðir okkur um markmið plastlauss september með áherslu á einstaklingsframtakið en Guðmundur Ingi Guðbrandsson svarar fyrir aðgerðir og stefnu stjórnvalda hvað varðar plastleysi og umhverfisvernd. Hver á að bera ábyrgð á plastinu í sjónum, dreifingu plasts og takmörkun á plastnotkun? Er rétt að velta ábyrgðinni á einstaklinga eða ætti að beina spjótum enn frekar að fyrirtækjum og stóriðjunni? Og hvar eru karlarnir í umhverfisaktívismanum?
Intro: Futuregrapher
Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental)
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop.
9/11/2021 • 34 minutes, 30 seconds
#49 „Það er búið að þagga niður milljón svona mál“ - Pétur Marteinsson fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu
„Við vitum að yfir 10% kvenna er nauðgað og yfir 30% lenda í kynferðisofbeldi sem hefur áhrif á þær til framtíðar [...] samt erum við ekki tilbúnir til að trúa þolendum.“ segir Pétur Marteinsson fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu.
Í kjölfar frásagna af þöggun KSÍ um ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, afsagnar formannsins, afsagnar stjórnar og brotthvarf framkvæmdastjórans (allavega tímabundið) hefur verið töluverð umræða um eitraða íþróttamenningu, skaðlega karlmennsku og klefamenningu. Á síðustu dögum hefur þó meira farið fyrir skoðanapistlum miðaldra karlmanna, löglærðra manna, og annars málsmetandi fólks sem gefa í skyn að þolendur sem stigið hafa fram séu ótrúverðugir og í raun hafi ekki verið tilefni til afsagnar formanns og stjórnar KSÍ. Vararíkissaksóknari, sem aðstoðar ríkissaksóknara æðsta handhafa ákæruvalds í landinu, virðist deila þeim viðhorfum að brotaþolar sem stigið hafa fram séu ótrúverðugir. Þótt vararíkissaksóknari hafi sjálfur útskýrt læk og share, á facebook-pistli sem var síður en svo þolendavænn, sem stuðning við tjáningafrelsið.
Síðustu vikuna hef ég óskað eftir samtali við fyrrverandi formann KSÍ, landsliðsþjálfarann og nokkra karlkyns einstaklinga sem eru fyrrverandi knattspyrnumenn eða starfa við umfjöllun um fótbolta. Enginn sem ég leitaði til gaf kost á sér í spjall við mig, nema Pétur Marteinsson sem þó var aðeins tvístígandi.
Í 49. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar veltum við því fyrir okkur hvers vegna svo margir þora ekki að tjá sig eða forðast umræðuna um ofbeldi, fáum innsýn fyrrverandi atvinnumanns í knattspyrnu í klefamenninguna, karlasamstöðuna og forréttindi. Snertum á því hvernig umræðan sem hverfist núna um KSÍ og fótboltamenn er útbreiddur samfélagslegur vandi sem byltingar kvenna undanfarin ár hafi svo sannarlega varpað ljósi á og að karlar sem þráast við breytingunum muni tapa.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Intro/outro: Futuregrapher
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop.
9/8/2021 • 33 minutes, 2 seconds
#48 Ég veit ég hef rödd og ég ætla að beita henni - Hanna Björg Vilhjálmsdóttir
„Ég hef það ágætt, þetta er búið að vera stormur en ekki í versta skilningi“ segir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar KÍ. Hanna Björg skrifaði pistil sem birtist á Vísi 13. ágúst síðastliðin með fyrirsögninni „Um KSÍ og kvenfyrirlitningu“. Þar gagnrýndi hún KSÍ fyrir að þagga niður ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og bregðast þolendum. Í kjölfarið hefur formaður og síðan stjórn KSÍ sagt af sér og síðast í gær var tilkynnt um að framkvæmdastjórinn væri komin í leyfi. Hanna Björg segir að KSÍ sé höfuðvígi feðraveldis og íhaldssamra karlmennsku á Íslandi sem riði nú til falls. Hún ætlar að trúa því að ferlið sem komið er að af stað innan KSÍ og íþróttahreyfingarinnar muni skila árangri.
Við ræðum um hvaða breytingar hún vilji sjá innan KSÍ og íþróttahreyfingarinnar í heild, hvernig skaðleg karlmennska litar fótboltastráka, vonbrigðin yfir afstöðuleysi landsliðsjálfara og fyrirliða karlalandsliðsins, leitum skýringa og lausna.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Intro/outro: Futuregrapher
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop.
9/2/2021 • 33 minutes, 46 seconds
#47 Þegar barn er beitt kynferðisofbeldi - Aníta aðstandandi og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir
„Hvernig kemst maður yfir eða lifir með þeirri lifsreynslu að barnið mans hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu manns sem maður var í sambandi með?“ spyr Aníta sem er bæði brotaþoli sjálf og aðstandandi dóttur sinnar sem beitt var kynferðisofbeldi af hálfu sama manns og kallar hún eftir umræðu um aðstandendur brotaþola. Aníta, sem er dulnefni, lýsir áfallinu og sektarkenndinni sem það er að frétta að barnið hennar hefði orðið fyrir ofbeldi og upplifir Aníta að aðstandendur brotaþola fái lítinn sem engan stuðning. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta tekur undir með Anítu að betur þurfi að styðja við aðstandendur brotaþola vegna þess að það skipti svo miklu máli að bregðast rétt við þegar sagt er frá ofbeldi.
Aníta gefur innsýn í aðstæður sínar og reynslu af ofbeldi og Steinunn útskýrir algeng viðbrögð aðstandenda brotaþola, hvers vegna mikilvægt er að bregðast rétt við, hvaða þjónustu Stígamót bjóða aðstandendum og flækjurnar í umræðunni um gerendur, skrímsli og afleiðingar ofbeldis.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop.
8/26/2021 • 30 minutes
#46 „Ég er smá homophobic sjálfur“ - Bassi Maraj
„Það voru alveg margir sem hættu að vera vinir mínir en svo var ég bara okei bæ“ segir Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson betur þekktur sem Bassi Maraj um það þegar hann kom út úr skápnum í 10. bekk. Bassi er ein af stjörnunum í raunveruleikaþáttunum Æði sem gerði hann að áhrifavaldi á Instagram og poppstjörnu en fyrsta lagið hans fór beint á topplista Spotify. Ný sería af Æði fer að koma út og sömuleiðis er Bassi að fara að gefa út EP plötu á næstunni.
Við kryfjum frasana low key, living, sliving, slay og child (cheeld), rifjum upp unglingsár Bassa, fordóma og hómófóbíu, goons og pólitíska drauma Bassa. Sennilega einn kaótískasti hlaðvarpsþáttur sem ég hef gefið út þar sem ég reyndi stöðugt að fara á dýptina en vissi aldrei hvort Bassi væri að teyma mig í grín eða tala af alvöru. Hlustaðu á 46. hlaðvarpsþátt Karlmenskunnar með Bassa Maraj.
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli
8/20/2021 • 28 minutes, 41 seconds
#45 „Ég elska viðbrögð“ - Edda Falak
„Stundum er þetta bara skemmtilegt en stundum er það smá þreytandi sérstaklega þegar það er fjallað um hvað ég er að borða í morgunmat.“ segir Edda Falak fjármálafræðingur, hlaðvarpsstjórnandi og áhrifavaldur um nærgöngulan áhuga fjölmiðla á lífi hennar. Edda hefur verið ansi áhrifamikil í umræðunni undanfarana mánuði með 30 þúsund fylgjendur á Instagram, þúsundir á Twitter og með vinsælasta hlaðvarpið á Íslandi. Skoðanir Eddu og málefnin sem hún fjallar um vekja oft upp sterk viðbrögð og hreyfa við mörgum.
Í 45. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar ræðum við Edda um fyrirmyndir, fordóma, áhrifavalda, gillz-áhrifin og mini-gillzara og þau áhrif sem Edda vill hafa á íslenskt samfélag.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop.
8/13/2021 • 33 minutes, 57 seconds
#44 „Þetta er klárlega ekki komið“ - Hinsegin dagar, Ásgeir Helgi Magnússon
„Við erum að sjá börn og ungmenni koma snemma út úr skápnum í faðmi fjölskyldu og vina og geta áttað sig á tilfinningum sínum með þeim.“, segir Ásgeir Helgi Magnússon formaður Hinsegin daga sem fara fram dagana 3. til 8. ágúst með allskyns viðburðum, þrátt fyrir að ekkert verði af Gleðigöngunni vegna samkomutakmarkanna. Þótt Ísland standi framarlega í jafnréttismálum segir Ásgeir Helgi að enn vanti margt upp á í lagaumhverfinu, sem tengist hinsegin fólki og að við þurfum stöðugt að vera á varðbergi fyrir mannréttindum fólks. Það sjáist best á löndum á borð við Pólland og Ungverjaland þar sem verulega er vegið að hinsegin fólki.
Hinsegin dagar, árangur og bakslag í baráttu hinsegin fóks, hómófóbía, fordómar og leiðir sem gagnkynhneigt fólk getur farið til að styðja við mannréttindi og hinsegin fólk er umræðuefni 44. þáttar Karlmennskunnar.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson (Karlmennskan)
Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli
Þátturinn er í boði Macland, Veganbúðarinnar og The Body Shop.
8/6/2021 • 26 minutes, 58 seconds
#43 „Kvenlegir menn munu ekki erfa Guðs ríki“ - Birgir Fannar
„Ég er að reyna vernda grunngildi karlmennskunnar og er hérna í snákagryfjunni þinni“, segir Birgir Fannar sem hefur reglulega poppað upp á samfélagsmiðli Karlmennskunnar og lýst með athugasemdum andstöðu sinni við þau sjónarmið sem þar liggja til grundvallar. Telur hann femínisma það versta sem komið hafi fyrir íslenskt samfélag, telur Druslugönguna ala á framhjáhaldi og að samfélagsmiðilinn Karlmennskan stuðli að bælingu á eðli karlmanna. Viðmið Birgis Fannars koma úr Biblíunni og telur hann að sannkristið fólk geti ekki beitt ofbeldi. Þessi þáttur er tilraun mín til samtals við einstakling sem er á öndverðum meiði við sjálfan mig og tilraun til að skilja hans sjónarmið.
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson og Unnur Gísladóttir.
Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli
8/5/2021 • 1 hour, 18 minutes, 58 seconds
#42 No fucking way - Hulda Tölgyes
„Ég er alveg hrædd við að viðurkenna að ég sé buguð í sumarfríi með börnunum mínum,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur og móðir í samtali við maka sinn Þorstein V. Einarsson, þar sem þau gera upp sumarfríið með börnunum sínum og ómeðvitaða ójafna skiptingu ábyrgðar í foreldrahlutverkinu. Hið ósýnilega mental load, fjarverandi viðvera við morgunverðarborðið og ólíkar kröfur og væntingar heimsins til mæðra og feðra eru umtalsefni 42. þáttar hlaðvarpsins Karlmennskan.
7/30/2021 • 37 minutes, 4 seconds
#41 „Kynferðisofbeldi snýst oftast um vald en ekki kynlíf“ - DRUSLUGANGAN, Inga Hrönn Jónsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir
Inga Hrönn Jónsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir úr skipulagsteymi Druslugöngunnar eru viðmælendur í þessum þætti í tilefni þess að Druslugangan verður farin í Reykjavík laugardaginn 24. júlí nk. Fyrirmynd viðburðarins er erlend, þar sem fyrsta druslugangan eða Slut Walk, var farin í Toronto í Kanada árið 2011 eftir að lögreglustjórinn þar í borg sagði að „konur ættu ekki að klæða sig eins og druslur ef þær vildu ekki verða fyrir kynferðisofbeldi“. Druslugangan er því mótmæli gegn menningu sem nærir ofbeldi og því viðhorfi að það sé þolendum ofbeldis um að kenna að verða fyrir ofbeldi. Einnig er gangan, allavega á Íslandi, samstöðuviðburður með þolendum ofbeldis. Í ár verður sérstök áhersla á valdaójafnvægi og jaðarsetta einstaklinga sem vegna stöðu sinnar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir ofbeldi og hafa síður rödd til að tjá sig um það eða ná fram réttlæti.
Druslugangan, kynferðisofbeldi, berskjölduð staða kvenna í vímuefnaneyslu gagnvart ofbeldi, meiðandi viðhorf, fordómar, andspyrna og byltingar eru umfjöllunarefni 41. hlaðvarpsþáttar Karlmennskunnar.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli
Þátturinn er í boði Macland, Veganbúðarinnar og The Body Shop.
7/22/2021 • 38 minutes, 10 seconds
#40 „Ég er vegan fyrir dýrin“- Valli dordingull
„Ó þú ert vegan, þá er ég bara vegan líka“, segir Sigvaldi Ástríðarson, kallaður Valli dordingull, um ástæðu þess að hann varð vegan þegar hann sá að pönk fyrirmynd hans var vegan. Valli stofnaði dordingull.is fyrir 22 árum síðan, sem var grunnur þungarokks og pönkmenningar á Íslandi og selur brot- og borvélar í dag. Valli hefur verið vegan í 17 ár fyrir dýrin og var veganmanneskja fjölmiðla í „gamla daga“. Valli kannast því við margar mýtur sem fólk heldur fram um veganisma og hefur margoft fengið athugasemdir eða skot tengt veganismanum þótt fólki geri það sjaldan í dag. Hann kom að stofnun samtaka grænmetisæta á Íslandi, núna vegansamtakanna og hrinti Veganúar af stað enda telur hann bestu leiðina til að ginna fólk í veganisma í gegnum góðan mat.
Í 40. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar ræðum við um veganisma, karlmennsku, dýravernd, mýtur um soja, umhverfi sem er andsúið veganisma, hvernig á að gera tófú bragðgott og hvernig fólk geti byrjað að stíga inn í veganismann hafi það áhuga á því.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli
Þátturinn er í boði Macland, Veganbúðarinnar og The Body Shop.
7/15/2021 • 48 minutes, 49 seconds
#39 „Hvað eigum við að öskra þetta lengi!?“ - ÖFGAR, Huld Hrund og Ólöf Tara
„Við ætlum að fella feðraveldið,“ segja Hulda Hrund og Ólöf Tara um markmið hins nýstofnaða femíníska aðgerðahóps ÖFGAR í samtali við Þorstein V. Einarsson í nýjasta hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar. Hópurinn hefur hleypt krafti í seinni eða aðra bylgju metoo með nafnlausum frásögnum tugi kvenna af kynferðisofbeldi og áreitni þjóðþekkts tónlistarmanns. Þá sendi hópurinn frá sér yfirlýsingu, ásamt AGN (aðgerðahópur gegn nauðgunarmenningu), til þjóðhátíðarnefndar þar sem þess var krafist að Ingólfur Þórarinsson yrði afbókaður til að stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Í 39. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar er orðræða fólks í athugasemdakerfum fréttamiðla um afbókun Ingólfs krufin, skyggnst á bakvið markmið hópsins ÖFGAR, rætt um styðjandi og mengandi kvenleika og því velt upp hvað þurfi til svo konum sem eru þolendur kynferðisofbeldis verði trúað og þær njóti stuðnings samfélagsins.
Viðmælendur: f.h. Öfgar, Ólöf Tara og Hulda Hrund.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli
Þátturinn er í boði Macland, Veganbúðarinnar og The Body Shop.
7/8/2021 • 51 minutes, 2 seconds
#38 Guð gefi mér æðruleysi - Kalli, Rótin og Hörður
„Það er kannski ekkert valdeflandi þegar það er sagt við mann þegar maður er tvítugur að maður sé með ólæknandi heilasjúkdóm“ segir Kristín I. Pálsdóttir talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar í samtali við Hörð Ágústsson fyrrverandi meðlim AA samtakanna, Kalla (dulnefni) núverandi meðlim AA samtakanna og Þorstein V. Einarsson í hlaðvarpinu Karlmennskan. Ræða þau AA samtökin á gagnrýnin hátt byggt á eigin reynslu og rannsóknum sem sýnt hafa að fíknivandi er flóknari en svo að hann sé einungis líffræðilegur og megi lækna með trúarlegum leiðum. Hörður segist hafa getað sparað börnunum sínum og konu nokkur ár af þroti ef honum hefði strax verið bent á að leita aðstoðar sálfræðings og Kalli lýsir því hvernig AA samtökin virka, hvernig brugðist er við ofbeldi innan samtakanna og hvers vegna hann er búinn að vera viðloðandi samtökin frá tvítugsaldri. Þótt samtalið sé gagnrýnið á nálgun SÁÁ og AA samtökin telja þau öll að með gagnrýnum huga og fjölbreyttum leiðum til bata, geti félagsskapurinn hjálpað fólki að öðlast ágætis líf. Í 38. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar er rætt um AA samtökin, fíkn, áföll, ofbeldi og leiðir til bata við fíknivanda.
Viðmælendur: Hörður Ágústsson, Kalli (dulnefni) og Kristín I. Pálsdóttir talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli
Þátturinn er í boði Macland, Veganbúðarinnar og The Body Shop.
7/2/2021 • 1 hour, 4 minutes, 23 seconds
#37 „Það er ekkert til sem heitir hlutleysi“ - Andri Freyr Viðarsson og Anna Marsibil Clausen
„Við höfum bara ákveðið að hvítir karlkyns líkamar og þeirra vitund sé hlutlaus og það er marker sem við verðum að afbyggja, það að hvít karlmennska sé hlutleysi,“ segir Anna Marsý dagskrárgerðamaður hjá RÚV í samtali við Andra Frey Viðarsson dagskrárgerðamann hjá RÚV og Þorstein V. Einarsson. Skyggnst er á bakvið raddirnar sem hljóma reglulega í útvarpinu okkar, hver galdurinn er á bakvið góða hljóðmiðlun, rætt er um „hlutleysi“ og valdastöðu fjölmiðlafólks og óþægindin sem eru nauðsynleg gagnrýnu fólki. Þáttur númer 37 í hlaðvarpinu Karlmennskan er ekki um pólitískar skoðanir dagskrárgerðafólks á RÚV heldur um fjölmiðlun, hlutleysi og vald frá sjónarhorni og reynslu Andra Freys Viðarssonar og Önnu Marsibil Clausen.
6/25/2021 • 1 hour, 14 minutes, 27 seconds
#36 „Þótt við förum ekki áfram með málið þá þýðir það ekki að við trúum þér ekki“ - Kolbrún Benediktsdóttir
„Þótt við förum ekki áfram með málið þá þýðir það ekki að við trúum þér ekki,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, sem meðal annars sér um kynferðisbrotamál hjá embætti héraðssaksóknara. Hún hefur starfað í 16 ár hjá ákæruvaldinu og segir margt hafa breyst undanfarin ár meðal annars vegna gagnrýni á embættið. Nefnir hún sem dæmi að lögð hefur verið vinna í að bæta skýrslutökur því framburður er það sem ákæurvaldið liggur yfir til að meta sönnunarstöðuna og þá hefur þjónusta við brotaþola einnig verið bætt til dæmis með aukinni upplýsingagjöf og reynt að bæta upplifun fólks af kerfinu. Kolbrún tekur undir það að oft séu mál felld niður en gagnrýnir Landsrétt fyrir að lækka refsingar í kynferðisbrotamálum. Í 36. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar rekur Kolbrún Benediktsdóttir ákæruferlið, starfsemi og viðbrögð embættisins við háværri gagnrýni brotaþola og veitir innsýn í starf sitt sem varahéraðssaksóknari.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli
Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar og var tekinn upp í stúdíó Macland.
6/18/2021 • 39 minutes, 53 seconds
#35 „Tengslin skipta sköpum í topplaginu“ - Tinni Kári Jóhannesson
„Tengslanetið er stór áhrifaþáttur á það hvaða feril þú ferð og hvaða tækifærum þú heyrir af eða færð og verður að starfi.“ segir Tinni Kári Jóhannesson ráðningarstjóri hjá Góðum samskiptum í spjalli um ráðningamál, tengslanet á vinnumarkaði, matsvillur og ráðningaferli. Tinni segir að tengslanet skipti miklu máli í tækifærum og framgangi í störfum og um 50% starfa fari aldrei í auglýsingu. Í ráðningaferlum vegna auglýstra starfa, segir Tinni, að gjarnan gæti á matsvillum þar sem t.d. konur og karlar eru metin ólíkt. Karlar spili oftar hæfni sína og reynslu upp á meðan konur dragi frekar úr en hitt. Ráðningaraðilar þurfi að vera meðvituð um matsvillurnar til að gæta réttmætis við ráðningar. Tinni gefur okkur innsýn í ráðningarmálin og veitir nokkur hagnýt ráð fyrir fólk sem er að fara í eða að framkvæma ráðningarviðtöl. Í 35. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar er fjallað um ráðningarmál, þróun ráðninga og hæfniskrafna, tengslanet, mikilvægi undirbúnings fyrir ráðningarviðtöl og leigubílstjóra sem slysaðist í viðtal á röngum forsendum.
6/11/2021 • 1 hour, 9 minutes, 52 seconds
#34 Fimm kílóum frá því að vera hamingjusamur - Daníel Gunnarsson og Skúli Geirdal
„Að vera feitur og viðkvæmur í ofanálag þá er ég nú orðinn topplúði sko,“ segir Skúli Geirdal fjölmiðlamaður og lýsir gildismati og hugmyndum sem hann sjálfur upplifði sem ungur drengur. Skúli og Daníel Gunnarsson fyrrverandi smiður og verðandi meistaranemi í mannauðsstjórnun hafa upplifað fitufordóma á eigin skinni sem þeir ræddu opinskátt í 34. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar. Þeir höfðu báðir samband eftir þátt #29 um líkamsvirðingu drengja og karla, enda kom þar fram gagnrýni á fjarveru og þögn karla um fitufordóma og líkamsvirðingu. Þeir Skúli og Daníel fara yfir það hvernig holdafar skilgreindi sjálfsmynd og litaði reynsluheim þeirra á meiðandi og útilokandi hátt. Lýsa þeir hvernig það var að geta ekki fundið gallabuxur í sinni stærð því hún var hreinlega ekki til, vera óbeint ýtt út úr íþróttaæfingum sem ungir drengir og fá stöðugar athugasemdir um holdafarið. Þeir eru sannfærðir um að nauðsynlegt sé að vera meðvitaðir um að óraunhæfar staðalmyndir geta haft neikvæð áhrif á líkamsímynd drengja og fólk hætti að skilgreina feita út frá því að þeir séu feitir. Í 34. þætti í hlaðvarpinu Karlmennskan er rætt um fitufordóma, hamingjuna, líkamsímynd og sjálfsmynd drengja og karla.
6/4/2021 • 1 hour, 52 seconds
#33 „Ég veit hvernig það er að vera á glergólfinu“ - Sólveig Anna Jónsdóttir
„Ég veit hvernig það er að vera á glergólfinu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem hefur komið af krafti inn í verkalýðsbaráttuna með róttækni og beittri gagnrýni á íslenska samfélagsgerð. Sólveig Anna segir að feðraveldið og kapítalisminn hafi í sameiningu skapað stigveldi sem haldi konum á botninum eins og hún þekkir af eigin skinni.
„Það rann upp fyrir mér ljós þegar ég var búin að vinna í nokkur ár í leikskóla, svona hugljómunarmóment, að vera inni í þversögninni. Þar starfaði ég í kerfi sem er eitt það mikilvægasta í hinu mikla kvenfrelsi sem konur njóta, sem tryggir að þær geti að næstum fullu verið þátttakendur á vinnumarkaði með sama hætti og karlmenn. Ég er kona, næstum allt fólkið sem ég vinn með er konur samt erum við launalægstu manneskjurnar og eigum mest að fokka okkur. Og ef við mættum ekki í vinnuna myndi allt stoppa. Þetta er grunnurinn að minni femínísku gagnrýni á íslenskt samfélag og önnur arðránssamfélög,“ segir Sólveig Anna og lýsir nokkuð vel inntaki og umfjöllunarefni 33. hlaðvarpsþáttar Karlmennskunnar sem snertir á kapítalisma, arðráni, stéttaskiptingu, verkalýðsbaráttu og femínisma.
5/28/2021 • 46 minutes, 50 seconds
#32 Kerfisbundið ofbeldi gegn konum og útlendingum í „jafnréttisparadís”? - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Sara Mansour
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Sara Mansour laganemi og aktívisti ræddu nýja bylgju metoo á Íslandi, lagarammann og réttarkerfið sem virðist ekki ná nógu vel utan um kynferðisbrot og ofbeldi í nánum samböndum og hvernig byltingar og hávær umræða hefur áhrif á löggjafann sem þó mætti hreyfa sig hraðar. Meginþungi 32. þáttar var þó á málefni fólks á flótta og frumvarp sem Áslaug Arna ber ábyrgð á, sem mannréttindasinnar eins og Sara Mansour hafa gagnrýnt hástöfum. Sara upplifir orð en ekki gjörðir og finnst vegið að réttindum alls flóttafólks með því að þrengja að heimild og skyldu stjórnvalda til að meta aðstæður fólks. Sara Mansour kallar eftir meiri umræðu um frumvarpið og réttindi fólks sem flýr aðstæður sínar og vonast til þess að löggjafinn taki betur utan um þarfir hælisleitenda og flóttafólks. Áslaug Arna stóð fyrir svörum, sagðist vilja gera vel, vilja bregðast við athugasemdum mannréttindasinna en færði rök fyrir því kerfi sem Ísland gengst undir í málefnum fólks á flótta. Sara og Áslaug Arna voru ekki sammála um margt en þó eitthvað.
5/26/2021 • 55 minutes, 38 seconds
#31 „Hann hefði mátt vita það“ - Hildur Fjóla Antonsdóttir og Katrín Ólafsdóttir
„Hvernig axlar maður ábyrgð á gjörðum sínum þegar það er engin forskrift til?“ segir Hildur Fjóla Antonsdóttir doktor í réttarfélagsfræði í spjalli við Katrínu Ólafsdóttur doktorsnema og Þorstein V. Einarsson í hlaðvarpinu Karlmennskan. Ræddu þau aðra bylgju metoo á Íslandi, mögulegt réttlæti fyrir þolendur kynferðisofbeldis og ofbeldis og hvernig gerendur geti mögulega tekið ábyrgð á gjörðum sínum. Þær eru sammála um að skýr krafa sé um ábyrgð gerenda og gerendameðvirkninni sé ögrað með kröftugum hætti. Pressa sé á karla sem beitt hafa ofbeldi um að gangast við gjörðum sínum en ekki eru fordæmi fyrir því hvernig þeir ættu að gera það enda brotin ólík og hugmyndir brotaþola um réttlæti ólíkar. Hildur Fjóla og Katrín telja nauðsynlegt að útfæra og efla fleiri leiðir en réttarkerfið til að mæta réttlæti brotaþola og fjölbreyttari meðferðarúrræði þurfi að vera til staðar fyrir gerendur. Í 20 ár hafi verið kallað eftir aukinni kynjafræði- og kynfræðslukennslu og önnur bylgja metoo undirstriki enn á ný þörf þess. Önnur bylgja metoo, ábyrgð gerenda, skrímslavæðing, réttlæti fyrir þolendur og mögulegar lausnir til framtíðar var umræðuefni 31. þáttar í hlaðvarpinu Karlmennskan.
5/21/2021 • 1 hour, 10 minutes, 54 seconds
#30 „Bros before hoes“ - Einar Ómars og Sólborg Guðbrands
„Ég fékk ekki spjall eða fræðslu um hvað væri markalaust og hvað ekki. Það var bara bros before hoes, high five á kviðmága og hversu mörg gígabæt af klámi voru á flakkaranum.” segir Einar Ómarsson í spjalli með Sólborgu Guðbrandsdóttir stofnanda Instagramsíðunnar Fávitar.
Önnur bylgja metoo virðist hafin í kjölfar „slúðursagna” um ofbeldisbrot þjóðþekkts manns, sem Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður taldi eiga við um sig og sór af sér ásakanirnar í viðtali við sjálfan sig. Stuttu síðar tilkynnti lögfræðingur að hún hefði lagt fram kæru gegn Sölva, fyrir hönd tveggja kvenna.
Einar og Sólborg reyndu að greina hvað er að gerast í samfélaginu, ræddu karlakúltúr, strákamenningu, skrímslavæðingu, gerendameðvirkni, klám, forréttindafirringu karla og sekt þeirra sem kunni að skýra ótta þeirra við að taka afstöðu með þolendum.
Credit:
Intro&outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli
Tekið upp í Stúdíó Macland
5/8/2021 • 1 hour, 3 minutes, 6 seconds
#29 Líkamsvirðing drengja og karla - Elva Björk (Bodkastið) og Erna Kristín (Ernuland)
„Það er ekki eins samþykkt að strákar séu að segja frá átröskun eða segja frá því að þeim líki ekki vel við sig“ segja Elva Björk og Erna Kristín sem hafa lengi barist gegn fitufordómum og fyrir líkamsvirðingu. Í ljósi þess að fáir ef nokkur karlmaður er áberandi í umræðu um líkamsvirðingu drengja og karla, bað ég Elvu og Ernu um að svara því hverjar áskoranir drengja og karla eru og hvernig við, drengir og karlar, þurfum og getum tekið umræðu um líkamsvirðingu. Löngum hefur verið ljóst að margir drengir og karlar glíma við neikvæða líkamsímynd enda eru fyrirmyndir þeirra oft á tíðum að miðla óraunhæfum viðmiðum um útlit. Líkamsvirðing drengja og karla er viðfangsefni 29. þáttar í hlaðvarpinu Karlmennskan. Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli. Tekið upp í Stúdíó Macland.
4/30/2021 • 1 hour, 7 minutes, 10 seconds
#28 „Þetta mun ekki breytast af sjálfu sér“ - Ása Steinarsdóttir
„Þetta mun ekki breytast af sjálfu sér“, segir Ása Steinarsdóttir sem er komin með nóg af kynjamisrétti og úreltum birtingamyndum kvenna í auglýsingaefni. Hún hefur ákveðið að taka slaginn enda með 700 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlum og skapað sér nafn innan ævintýra- og ljósmyndageirans. Ása er ein sú stærsta af örfáum konum í Evrópu sem starfa við efnissköpun á samfélagsmiðlum og hraðast vaxandi kvenkyns ljósmyndarinn. Stofnaði Ása fyrirtækið Bell Collective, sem er samfélag fyrir kvenkyns ljósmyndara og efnisskapara en með því vill Ása brjóta upp staðalmyndina um að konur þurfi að ná árangri út á útlitið. Í 28. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar gefur Ása Steinarsdóttir innsýn í karllægni auglýsingabransans, hvað þurfi að breytast og hvernig hún vill vera fyrirmynd fyrir konur sem hafa áhuga á ljósmyndun.
4/23/2021 • 1 hour, 4 minutes, 46 seconds
#27 Ónýtasta ráðið er „ekki fara ósátt að sofa“ - Ólafur Grétar Gunnarsson
„Ónýtasta ráðið þarna út er „ekki fara ósátt að sofa“,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, sem hefur starfað lengi með verðandi og nýbökuðum feðrum. Ólafur Grétar starfar einnig á geðsviði Landspítalans. Hann brennur fyrir því að „þegar karlar eru að verða pabbar í fyrsta sinn að þeir fái að njóta þess eins mikið og lífið bíður upp á“. Hann segir að það hafi aldrei verið eins góð tækifæri til þess og á þeim tímum sem við lifum í dag.
4/16/2021 • 1 hour, 13 minutes, 41 seconds
#26 Bara ég og strákarnir - Ágúst, Árni, Hörður og Þorsteinn
„Það er ekkert svo langt síðan að við hættum að vera á yfirborðinu og fórum að tala um hvernig við erum í alvörunni“ er nokkuð lýsandi fyrir innihald samtals okkar fjögurra vina sem höfum verið að glíma við sjálfa okkur, sambönd og karlmennsku. Ég bauð nokkrum af mínum nánunustu vinum í spjall um það hvernig þeir eru að glíma við þá staðreynd að vera (hálf)miðaldra hvítir gagnkynhneigðir sís karlmenn. Persónulegt og oft á tíðum berskjaldað samtal sem snertir á upplifun af jafnréttisbaráttunni, karlmennsku, sjálfsvinnu, vináttu, ofbeldi og mental loadi. Geta miðaldra karlar verið nánir vinir án þess að næra misrétti, karlasamstöðuna og feðraveldið?
„Ég á mér fortíð sem gagnkynhneigður maður, var í hjónabandi með konu og ól upp dóttur en það sem ég þráði alltaf innst inni voru karlmenn,“ segir Þorvaldur Kristinsson rithöfundur sem kominn er á áttræðisaldur og hefur staðið framarlega í réttindabaráttu samkynhneigðra í nokkra áratugi. Þorvaldur fékk yfir sig skítkast úti á götu, átti erfitt á íbúðamarkaði og upplifði á eigin skinni andúð og fordóma fyrir kynhneigð sína. Mikil framför hefur átt sér stað í réttindabaráttu samkynhneigðra undanfarin 30 ár sem Þorvaldur skýrir með tilkomu frjálsrar fjölmiðlunar, íslenskra fjölskyldubanda, stuðnings háskólasamfélagsins, ferðalögum Íslendinga erlendis og tilkomu netmiðla. Þorsteinn ræðir við Þorvald Kristinsson í 25. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar um tilvistarbaráttu homma, áskoranir okkar samtíma í réttindabaráttu hinsegin fólks og hvernig synd, glæpur og sjúkdómur tengist orðræðu um samkynhneigð.
4/2/2021 • 59 minutes, 23 seconds
#24 Jákvæð karlmennska
Samfélagsmiðlinn Karlmennskan hefur staðið fyrir átaksverkefninu jákvæð karlmennska undanfarnar tvær vikur í samstarfi við Píeta samtökin, Stígamót, UN Women á Íslandi og námsbraut í kynjafræði í Háskóla Íslands. Í þessum þætti er hugtakið jákvæð karlmennska útskýrt nánar ásamt því sem fulltrúar samstarfsaðilanna gera grein fyrir snertirfleti þeirra starfsemi við karlmennsku og ástæður þess að þau ákváðu að taka undir átakið jákvæð karlmennska. Um er að ræða endurbirtar hljóðklippur úr viðtalsþættinum Karlmennskan á Hringbraut frá 15. mars þar sem Þorsteinn ræðir við Þorgerði Einarsdóttur prófessor í kynjafræði, Hjálmar Sigmarsson ráðgjafa hjá Stígamótum, Kristínu Ólafsdóttur framkvæmdastjóra Píeta samtakanna og Mörtu Goðadóttur kynningarstýru UN Women á Íslandi. Þorsteinn fer að lokum sjálfur ítarlega yfir innihald, uppbyggingu og hugmyndafræðina að baki jákvæðrar karlmennsku. Jákvæð karlmennska er þema 24. hlaðvarpsþáttar Karlmennskunnar.
3/26/2021 • 40 minutes, 18 seconds
#23 Drengir, testósterón og (náms)umhverfi - Hermundur Sigmundsson
„Öll þekking og færni þarnfast þjálfunar og reynslu til að verða góð,“ segir Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskólann í Þrándheimi. Nokkuð hefur verið talað um drengi í skólakerfinu og hefur Hermundur talað um að það ríki þöggun um málefni þeirra. Hann telur að börn byrji of snemma í skóla og skólakerfið taki ekki nægjanlegt tillit til þarfa barna. Hermundur segir að öll börn þurfi að vinna með réttar áskoranir og aðalmálið sé að við náum að skapa umhverfi sem sé gott og mæti þörfum þeirra.
Þorsteinn ræðir við Hermund í 23. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar, fær skýringar á því í hverju hann telur að þöggunin felist, hvað þurfi að laga í skólakerfinu að hans mati og af hverju. Þetta er samtal um skólastarf, drengi og stúlkur, testósterón, karlmennskuhugmyndir, erfðir og umhverfi. Getur lífeðlisfræðin skýrt mun í námsárangri drengja og stúlkna eða spilar umhverfið, eins og karlmennskuhugmyndir, rullu í því samhengi?
3/19/2021 • 50 minutes, 21 seconds
#22 „Kviknar er ekki ég, Kviknar er samfélag“ - Andrea Eyland
„Pabbar þurfa að stíga upp og taka ábyrgð“ segir Andrea Eyland sem hefur tileinkað tíma sínum og starfskröftum í umfjöllun um barneignir og foreldra. Andrea gaf út bókina Kviknar, sjónvarpsseríurnar Líf kviknar og Líf dafnar auk þess að sjá um hlaðvarpið Kviknar og samnefnt Instagram sem er með tæplega 11 þúsund fylgjendur en aðeins 2% af þeim eru karlar. Þorsteinn spjallar við Andreu Eyland í 22. þætti hlaðvarpsins Karlmennskan um aðdragandann að því að Andrea fór á fullt með Kviknar, brennandi hugsjón hennar fyrir bættum aðbúnaði fyrir foreldra, virknina í Kviknar samfélaginu á Instagram, ódugnaði velviljaðra karla við heimilis- og fjölskylduhald og fjarveru feðra frá umræðum um barneignir.
3/12/2021 • 1 hour, 3 minutes, 55 seconds
#21 Líkamsvirðing og fitufordómar - Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
„Fitufordómarnir, mismununin, skömmin og smánunin sem feitt fólk þarf að þola [...] er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir öllum kvillum sem við tengjum venjulega við fituvefinn,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Vilja samtökin sjá skaðminni nálgun í heilbrigðisþjónustu því stríð við offitu endar alltaf á að vera stríð við feitt fólk. Tara Margrét útskýrir í hverju líkamsvirðing felst og hvernig hún felist ekki eingöngu í líkamlegu útliti. Miklir, meðvitaðir og ómeðvitaðir fordómar ríkja um holdafar fólks, jafnvel um granna líkama karla. Lýsir Tara því hvernig fjölmiðlar afmennska feitt fólk, afbaka málstað fólks sem berst fyrir bættri lýðheilsu út frá líkamsvirðingu og hvernig fordómar sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu virka sem andspyrna við bætta lýðheilsu fólks. Tara Margrét er viðmælandi Þorsteins í 21. þætti hlaðvarpsins Karlmennskan.
3/5/2021 • 53 minutes, 31 seconds
#20 Kennslukarl og femínisti - Þórður Kristinsson
„Þótt við gefum okkur út fyrir að vera framsækin þá erum við fáránlega föst í hugmyndum um kynhlutverkin, sérstaklega þegar kemur að körlum.“ segir Þórður Kristinsson kennslukarl, doktorsnemi og femínisti. Í 20. þætti í hlaðvarpinu Karlmennskan ræðir Þorsteinn við Þórð um hlutverk karla innan femínisma, hver munurinn á pro-femínista og femínista er, hvernig karlar eigi til að gusslast áfram og stela athygli frá konum. Þeir ræða doktorsverkefni Þórðar um samfélagsmiðlanotkun unglinga sem er ólík milli drengja og stúlkna og auk þess fer Þórður lauslega yfir efnistökin í fyrsta sérhannaða námsefninu í kynjafræði fyrir framhaldsskólanema, sem hann útbjó með Björk Þorgeirsdóttur. Umræðan leiðist líka inn á karlrembu drengja, stöðu þeirra í skólakerfinu og aðkallandi áskoranir er snýr að drengjum, körlum og jafnrétti.
„Það er engin spurning hverjir fá peningana“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir doktor í kynjafræði en doktorsrannsókn hennar fjallaði um kynjuð fjármál gegn kynjaslagsíðu háskóla í kjölfar markaðsvæðingar. Finnborg kynjagreindi efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna COVID með félaginu Femínísk fjármál og hefja þær vitundavakningu í næstu viku. Finnborg hefur ansi breiðan bakgrunn í rannsóknum og hefur að auki við doktorsrannsókn á stýringu fjármagns, rannsakað vinnumenningu innan lögreglunnar, nauðgunarmenningu í íslensku samfélagi og nýlega skilaði hún skýrslu til heilbrigðisráðherra út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Þemað í 19. podcastþætti Karlmennskunnar eru valdatengsl og kynjað sjónarhorn á ýmsar stoðir í íslensku samfélagi.
2/19/2021 • 1 hour, 9 minutes, 15 seconds
#18 Kynskiptur vinnumarkaður og kynbundinn launamunur - Víðir Ragnarsson
„Munur á launum karla og kvenna á Íslandi er 14% í dag og það er út af því að karlar hafa meiri ábyrgð og eru í störfum sem við metum verðmætari en störf kvenna.“ segir Víðir Ragnarsson verkefnastjóri í jafnréttis- og mannauðsmálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Árangur Orkuveitunnar í jafnréttismálum hefur vakið athygli, þá einkum erlendis en þó líka hérlendis. Leiðréttur launamunur milli karla og kvenna hjá Orkuveitunni fór úr 8% í 0% á nokkrum árum og hefur haldist þannig frá árinu 2017 vegna markvissra aðgerða sem hafa grundvallast á kyngreindum gögnum. Þá hefur starfsánægja og árangur fyrirtækisins aukist samhliða. Víðir útskýrir kynbundinn launamun, leiðréttan kynbundinn launamun, gildismat starfa, kynskiptan vinnumarkað og hve mikilvægt er að stjórnendur hafi skýran vilja til aðgerða í jafnréttismálum með áherslu á fólk í 18. podcast-þætti Karlmennskunnar sem er í umsjón Þorsteins V. Einarssonar.
2/12/2021 • 55 minutes, 24 seconds
#17 Kynjafræði, drengjaorðræða og femínismi - Þorgerður Einarsdóttir
„Við erum alltaf að endurskapa þessar hugmyndir [um karlmennsku og kvenleika] [...] það eru valdatengsl í þessum samskiptum og við erum alltaf að endurskapa kynin og valdatengslin í nýjum búningum. Við sjáum eina hindrun, ryðjum henni úr vegi en þá spretta upp aðrar hindranir.“ segir Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands í samtali við Þorstein V. EInarsson í 17. podcastþætti Karlmennskunnar. Þorgerður hefur starfað í 20 ár við kynjafræðirannsóknir og segist verða þreytt og vonlaus á „þreyttum málflutningi“ t.d. um drengi í skólakerfinu sem hún segir að sé oft byggður á holum grunni. Farið er yfir hina svokölluðu drengjaorðræðu, hvað gerir kynjafræði að fræðigrein, algengar mýtur og gagnrýni á kynjafræðileg sjónarhorn í rannsóknum, femínisma og mismunandi aðferðir til að vinna að jafnrétti.
2/5/2021 • 1 hour, 7 minutes, 34 seconds
#16 Parasambönd, triggerar og djöflatal - Hrefna Hrund Pétursdóttir
Hjónin Þorsteinn og Hulda ræða við parameðferðar sálfræðinginn sinn, Hrefnu Hrund Pétursdóttur, um parasambönd, samskipti og algeng vandamál í nánum samböndum í 16. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar.
1/29/2021 • 1 hour, 30 minutes, 13 seconds
#15 Hvít forréttindi, rasismi og fordómar - Sara Mansour
„Ég held að rót allra vandamála sé skortur á gagnrýnni hugsun. Að geta litið í eigin barm og séð samfélagið og ósýnilegar hindranir sem liggja ekki í augum uppi. Það er ekkert nema gagnrýnin hugsun.“ segir Sara Mansour laganemi og aktívisti fyrir mannréttindum og aukinni lýðræðisvitund. Sara hefur talað fyrir mannréttindum, málefnum flóttafólks og femínisma frá 13 ára aldri. Í þessum 15. podcast þætti Karlmennskunnar ræðum við um hvít forréttindi, rasisma, valdatengsl og fordóma sem sannarlega fyrirfinnast á Íslandi eins og víða.
1/22/2021 • 48 minutes, 56 seconds
#14 TikTok og gamer menningin - Dagný Halla
„Tölvuleikjaheimurinn er eins og sjúklega ýkt týpa af feðraveldinu.“ segir Dagný Halla Ágústdóttir læknanemi, tölvuleikjaspilari og TikTok-femínisti. Dagný hefur upplifað mikla fordóma sem „gamer“ fyrir það eitt að vera kvenkyns spilari og segir menninguna í tölvuleikjaheiminum vera litaða kvenfyrirlitningu, rasisma og ableisma. Unnið sé markvisst gegn stelpum, þær áreittar, krafðar um að vera léttklæddar og segir Dagný best að eiga samskipti skriflega, svo hún komi ekki upp um kyn sitt. Tengir hún þessa menningu við alt right pipe line, algorithma samfélagsmiðlanna og hvíta hryðjuverkamenn sem réðust inn í þinghús Bandaríkjanna. Dagný veitir sláandi en áhugaverða innsýn í menningu sem er líklega hulin flestum sem ekki spila tölvuleiki eða eru virk á TikTok.
1/15/2021 • 46 minutes, 36 seconds
#13 Sólborg kveður Fávita
„Aktívismi er ekki að spyrja hvernig líður þér núna. Þú þarft bara að fara af stað. Let´s fokking go! [...] Ég held að þetta hafi bara allt farið eins og það átti að fara,“ segir Sólborg Guðbrandsdóttir laganemi, formaður starfshóps menntamálaráðherra um endurskoðun á kynfræðslu og fyrrverandi umsjónarkona Fávitar á Instagram sem er enn með rúmlega 32 þúsund fylgjendur. Í þættinum ræðum við ferðalagið sem Fávitar hefur verið sl. 4-5 ár, samleið Karlmennskunnar og Fávita, andspyrnu karla, kennara og foreldra, starfshóp menntamálaráðherra og næstu verkefni Sólborgar.
1/8/2021 • 1 hour, 9 minutes, 4 seconds
#12 Meðganga og fæðingarorlof - Hjónin tala saman
„Þú gast bara lifað þínu lífi áfram á meðan ég var bara ein heima með barnið og kalt kaffi“. Hjónin Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson ræða saman í þessum þætti um reynslu þeirra og upplifun af meðgöngu og fæðingarorlofi. Hvað þau hefðu viljað vita fyrirfram, hverju þau hefðu viljað breyta og það sem heppnaðist ágætlega.
12/18/2020 • 1 hour, 10 minutes, 30 seconds
#11 Umgengnis- og forsjármál - Líf án ofbeldis
„Nei, börn eru ekki vernduð fyrir ofbeldi á Íslandi,“ segir Sigrún Sif Jóelsdóttir talskona Lífs án ofbeldis. Umgengnis- og forsjármál eru oft lituð andstæðum sjónarmiðum í opinberri umræðu þar sem feður og mæður virðast takast á og við, dómstóll götunnar, erum krafin um afstöðu. Sigrún Sif vill aðgreina mál þar sem um ofbeldi er að ræða frá öðrum umgengnis- og forsjármálum og segir að feður þurfi að berjast fyrir breytingum á kerfinu. Hver er að gæta hagsmuna barna og hvernig vinnum við saman að bættari ramma í kringum þessi viðkvæmu mál, sem umgengnis- og forsjármálin eru? Það skal tekið fram að Félag um foreldrajafnrétti, áður Félag ábyrgra feðra, var boðið að taka þátt í þessum þætti en stjórn félagsins hafnaði því og vildi ekki eiga samtal um umgengnis- og forsjármál á þessum vettvangi.
12/11/2020 • 53 minutes, 16 seconds
#10 Alkóhólismi og edrúmennska karla
„Gagnvart áfengi hef ég alltaf fúnkerað eins og bíll sem er bremsulaus, gleymdist að setja bremsurnar í mig?“ segir karlmaður á sextugsaldri sem hefur barist við alkóhólisma í 40 ár. Sá hefur núna verið edrú í 9 mánuði og lýsir baráttu sinni við edrúmennskuna. Auk þess heyrum við í karlmanni sem einnig er alkóhólisti en hefur haldið sér edrú í tæp 18 ár. Reynsla þeirra, edrúganga og lífssýn er umfjöllunarefni 10. hlaðvarpsþáttar Karlmennskunnar.
12/4/2020 • 1 hour, 19 minutes, 30 seconds
#9 Mental load: Hjónin Hulda og Þorsteinn
„Það eru hundrað þúsund hlutir sem þarf að hugsa um [...] og ég held að menn átti sig oft ekki á því“ segir Hulda og vísar til fyrirbærisins mental load. Mental load er umfjöllunarefni þessa þáttar þar sem hjónin, Þorsteinn V. Einarsson og Hulda Jónsdóttir Tölgyes, spjalla saman um það hvernig mental loadið hefur birst í þeirra lífi og hvaða leiðir þau hafa farið til að jafna byrðina sem til fellur í sambúðinni.
11/27/2020 • 56 minutes, 27 seconds
I aukaþáttur: Femínistafélag MH og Versló
„Rauðhærður vegan femínisti, hann myndi ekki fá lim [...] Já, MH-inga“ sagði viðmælandi í fyrirhuguðum podcast-þætti á vegum nemendafélags Verslunarskóla Íslands. Femínistafélag MH og femínistafélag Versló gagnrýndu þetta orðfæri, réttilega, og útskýra hér hvers vegna og hvaða áskoranir femínistar í framhaldsskólunum eru að takast á við. Typpa- og píkufýla eru hugtök sem koma fyrir og lýsa menningarfyrirbærunum ráðandi karlmennska og styðjandi kvenleiki á áhugaverðan hátt.
11/23/2020 • 48 minutes, 19 seconds
#8 Narsisismi
„Ef að einstaklingar eru ekki til í að gera neitt í sínum málum, þá er bara best að sætta sig við það og halda áfram með líf sitt“ segir nafnlaus kona sem bjó við ofbeldi narsisísks manns í 5 ár. Nafnlausa konan deilir reynslu sinni af ofbeldistaktík narsisista og Anna Kristín Newton sálfræðingur skýrir þessa persónuleikaröskun sem leggst frekar á karla en aðra einstaklinga.
11/20/2020 • 39 minutes, 27 seconds
#7 Sóley Tómasdóttir - Aktívismi
„Að passa sig er samofið femínískum aktívisma [...] útskýra að við hötum ekki karla og ég elski alveg son minn“. Sóley Tómasdóttir femínisti og fyrrverandi forseti borgarstjórnar í Reykjavík ræðir um það hvernig er að vera femínískur brautryðjandi og hafa verið gerð að holdgervingi femínismans á Íslandi. Förum yfir femíníska aktívismann, andspyrnuna og hvernig hún er að beita sér í dag.
11/13/2020 • 57 minutes, 14 seconds
#6 Bjarni Snæbjörnsson - Heterósexismi
„Ég bað til Guðs á hverju kvöldi um að ég væri ekki hommi“. Bjarni Snæbjörnsson leikari lýsir upplifun sinni af því að vera samkynhneigður karlmaður í samfélagi sem er gegnsýrt af gagnkynhneigðum viðmiðum. Í gegnum spjall við Bjarna verður leitast við að að svara hvað er homophobia og hvernig heterósexismi getur skýrt þöggun, útilokun og vanlíðan (ó)gagnkynhneigðra karla og hinsegin fólks.
11/6/2020 • 41 minutes, 11 seconds
#5 Klám
Klám fyrir sumum er ekki endilega það sama og klám er fyrir öðrum. Kynferðislega örvandi efni hefur þróast á síðustu árum og áratugum frá óaðgengilegum erótískum klámblöðum og rándýrum rauðum símalínum yfir í ókeypis og aðgengilegt internet klám. Sigga Dögg kynfræðingur, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir verkefnastýra hjá Stígamótum og Þórður Kristinsson doktorsnemi og framhaldsskólakennari útskýra klám og áhrif þess á líf barna og fullorðinna.
10/30/2020 • 56 minutes, 42 seconds
#4 Hlaðvarp: Nafnlausu skrímslin
Gerendur ofbeldis ganga huldu höfði í íslensku samfélagi í skjóli mýta um fólk sem beitir ofbeldi. Sérfræðingar í málefnum brotaþola og gerenda telja að nauðgunarmenningu og ofbeldi verði ekki útrýmt nema með því að varpa ljósi á gerendur og skapa menningu þar sem þeir geta og þurfa að axla ábyrgð.
10/23/2020 • 1 hour, 4 minutes, 1 second
#3 Feður og jafnrétti
Ísland mælist með mesta jafnrétti í heiminum, samkvæmt alþjóðlegum samanburði World Economic Forum, þrátt fyrir að hér ríki íhaldssöm viðhorf, meðal annars gagnvart foreldrahlutverkinu, sem hindra jafnrétti. Í þessum þætti er leitast svara við því hvernig foreldrahlutverkið er fyrirstaða jafnréttis og hver ábyrgð karla er í því samhengi? Viðmælendur eru Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir kynjafræðingur og doktorsnemi við menntavísindasvið Háskóla Íslands, Sunna Símonardóttir aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands og Magnús Már Guðmundsson framkvæmdastjóri BSRB.
10/16/2020 • 54 minutes, 37 seconds
#2 Karlar og tilfinningar
Karlar upplifa skömm og bæla og fela tilfinningar sínar fyrir öðrum. Sálfræðingar segja að karlar leiti sér síður aðstoðar vegna tilfinningavanda og þeir þurfi að sýna hugrekki til að gangast við tilfinningum sínum.
10/9/2020 • 49 minutes, 59 seconds
#1 Eðli karla
Klínískur sálfræðingur bendir á að heilinn þróast stöðugt og breytist í takt við lífsreynslu, en hún, sagnfræðingur og heimspekingur sammælast um að allt sem skipti máli hvað varðar kyn sé félagslega ákvarðað.