Í þessum þætti ræðir Óli Jóns við frumkvöðulinn og athafnamanninn Friðrik Guðjónsson stofnanda Feed the Viking. Friðrik er athafnamaður og frumkvöðull og ótal margt til lista lagt. Hann hefur komið víða við á lífsleiðinni. Hann hefur kennt á brimbretti á Hawaii, bjargað fólki úr lífsháska sem meðlimur í björgunarsveit og stofnað nokkur farsæl fyrirtæki, hér segir Friðrik sögu sína og frá hans hugmyndafræði á bak við velgengni.
Friðrik vildi verða bankastarfsmaður eftir að hafa orðið fyrir miklum áhrifum af verðbréfamiðlurum Wall street.
Hann byrjaði í verkfræði í Hí til að geta farið þaðan að vinna í banka en það var of mikið stökk frá framhaldsskólanum, það átti ekki við Friðrki að sitja í Þjóðarbókhlöðu að diffra.
Friðrik segist svo hafa gefist upp á háskólanáminu keypt sér Playstation tölvu og ekki farið út úr húsi í tvær vikur.
Friðrik skráði sig í viðskiptafræði 2003 hjá Háskóla Reykjavíkur og hóf nám þar um áramót, uppgvötvaði þar að hann gæti lært.
Hafði gaman af að læra þar og kynntist mikið af góðu fólki.
Útskrifaðist 2006 og fór í fyrsta atvinnuviðtalið á ævinni, fékk vinnu í banka, svo í verðbréfamiðlun.
Friðrik er einnig með fyrirtækið the Optimistic food group sem framleiðir Happyroni eða vegan “pepperóní”.
Friðrik var búinn í tvö ár að reyna að koma Fish Jerky til Icelandair án árangurs en þá kom fram á fundi að þau hefðu lengi verið búin að leita að kjötsúpu til að hafa í vélunum.
“Við keyptum frostþurrkunarvél og fórum að framleiða frostþurrkaðar súpur meðal annars kjötsúpu sem Icelandair tók í sölu í vélunum sínum”
Til varð ný vörulína af frostþurrkuðum mat sem Friðrik þekkti mjög vel áður úr björgunarsveitastarfinu.
Eina sem þarf er heitt vatn, hræra og bíða í 8 mín.
Að frostþurrka mat er aðferð sem hefur verið notuð frá aldamótunum 1800/1900 og var notuð í fyrri heimstyrjöld og mun meira í seinni heimstyrjöld.
Allur matur sem fer í alþjóðlegu geimstöðina og allur hermannamatur er frostþurrkaður, þessi frostþurrkunar aðferð tekur langan tíma og er mjög kostnaðarsöm, en þetta er talin besta aðferð til varðveislu á mat í heiminum í dag.
Best til að varan haldi næringargildi sínu.
Varan missir rakann, en þegar þú bætir honum við er hún eins og hún var áður, eða ný.
Frostþurrkaður matur varðveitist í 20 ár mögulega 50 ár.
“Erum komin með 5 máltíðir, pakkaðar fyrir göngufólk og svo til að nota heima eða í vinnu, börn að koma svöng heim úr skóla, þetta á meðal annars að vera heilsusamlegur valkostur við núðlusúpuna.”
Hjá Feed The Viking eru einnig framleitt frostþurrkað nammi sem slegið hefur í gegn hér á landi. Regnbogasprengjur sem er frostþurrkað Skittles er fyrsta varan í þeirri línu, þær fást hjá N1, Krónunni og í vefverslun feedtheviking.is.
1/27/2024 • 1 hour, 4 minutes, 17 seconds
Gulli Aðalsteinsson Cirkus
Gestur minn í þessum þætti er Guðlaugur (Gulli) Aðalsteinsson hjá Cirkus.
Við fórum um víðan völl í viðtalinu allt frá hænsnabúum að ÍMARK.
Gulli hefur stússað ýmislegt í gegnum tíðina. Hann er alinn upp á hænsnabúi fyrstu ár ævinnar hjá mjög hugmyndaríkum foreldrum, hann hefur alltaf verið að teikna og eitthvað í tónlist, fór í nám í Bournemouth eftir að hafa valið skóla út frá töff brimbrettakappa.
Hann hefur unnið á fjölmörgum auglýsingastofum og viðskiptavinir hafa fylgt honum á milli stofa.
Hann stofnaði Cirkus ásamt þeim Hauki Viðari Alfreðssyni og Jens Nørgaard-Offersen árið 2020
Það voru settar þrjár reglur þegar Cirkus var stofnuð
1. Ætla ekki að vinna yfirvinnu
2. Taka ekki þátt í pitchum
3. Eftir hádegi á föstudögum eru alltaf frímínútur
Þú getur heyrt meira um þessar reglur og önnur Cirkus-trix í spjallinu okkar.
1/19/2024 • 51 minutes, 42 seconds
Hörður Harðarson - Landsstjóri - Entravision Ísland
Hörður kom í viðtal hjá Óla Jóns í nóvember 2017 í þætti númer 41.
Í þessu viðtali fer Hörður yfir hvað Entravision sem er vottaður sölu- og þjónustuaðili fyrir Meta er, hvað þjónustu þau bjóða upp á osfrv.
Hluti af þeim spurningum sem koma svör við í þessu viðtali.
Hvað er Entravision?
Hvað þjónusta er hjá Entravision?
Hvað þarf ég til að vera viðskiptavinur Entravision?
Þarf ég að verja lágmarksupphæð í birtingar?
Afhverju kostar þjónusta Entravision ekki neitt, fæ ég svo reikning í bakið seinna?
Tapa ég einhverju á að vera í viðskiptum við Entravision?
Dekkun og tíðni, hvað er það?
Á https://entravision-iceland.com/ segir um Entravision að þau séu Vottaðir sölu- og þjónustuaðilar Meta eru hluti af teymi Meta í völdum löndum á heimsvísu. Hjá þeim starfa sérfræðingar sem hafa verið sérstaklega valdir, þjálfaðir og vottaðir af Meta. Sérfræðingar okkar veita fyrirtækjum endurgjaldslausan stuðning og ráðgjöf, allt frá þarfagreiningu til stefnumótandi ráðgjafar. Vottaðir sölu- og þjónustuaðilar Meta hjálpa fyrirtækjum að ná markmiðum sínum, auka hæfni og árangur af markaðsstarfinu.
Við Hörður vorum líka með leynigest sem stóð sig virkilega vel og var með mjög sterka innkomu, þökkum Ronju fyrir hennar hlutverk í þessu viðtali.
10/5/2023 • 44 minutes, 20 seconds
Margeir Haraldsson Arndal Lýðskólanum Flateyri
Margeir Haraldsson Arndal
Verkefnastjóri markaðs- og tæknimála hjá Lýðskólanum á Flateyri
Í þessu viðtali ræðir Óli Jóns við Margeir Haraldsson Arndal um lífið á landsbyggðinni, um Lýðskólann á Flateyri, um skapandi hugsun, um markaðsmál og margt fleira.
Margeir sem býr á Flateyri með sinni fjölskyldu starfar hjá Lýðskólanum á Flateyri við markaðssmál ásamt því að sjá um tæknimál skólans. Margeir er líka með önnur járn í eldinum s.s. framleiðslufyrirtæki með tvíburabróður sínum.
Á vef Lýðskólans lydflat.is segir;
Hvað er lýðskóli?
Nám við lýðskóla er ólíkt því sem við eigum að venjast í hefðbundnum framhaldsskólum. Í lýðskóla fá nemendur og kennarar tækifæri til að vera við leik og störf og prófa sig við ólík viðfangsefni án þess að þurfa að sökkva sér niður í fræðilegar kenningar og skólabækur.
Samtöl og samvinna, verklegt nám og vettvangsferðir eru lykilorð. Námsmat og endurgjöf í lýðskólum er ekki fengið með hefðbundnum prófum og einkunnum heldur í gegnum fundi og samtöl. Þetta gefur lýðskólum frelsi til að mennta og þroska nemendur með óhefðbundnum en árangursríkum leiðum.
8/28/2023 • 55 minutes, 47 seconds
Inga Hlín Pálsdóttir Framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Inga Hlín Pálsdóttir
Framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Inga Hlín kom einnig í viðtal janúar 2021 þar sem við ræddum meðal annars áskoranir ferðaþjónustu fyrirtækja í Covid.
Inga Hlín hefur undanfarin ár starfað sem alþjóðlegur ráðgjafi og fyrirlesari. Helstu verkefni hafa snúið að samstarfi fyrirtækja og opinberra aðila, stefnumótun, markaðssetningu, breytingastjórnun og sjálfbærni í tengslum við svæði og borgir. Hún hefur starfað með ýmsum aðilum í tengslum við ráðgjöf og má þar helst nefna Austurbrú, Reykjavíkurborg og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða starfaði Inga Hlín hjá norrænu ráðgjafarfyrirtæki á sviði þróunar, nýsköpunar og markaðssetningar svæða.
Inga Hlín er með B.Sc. próf í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og M.Sc. próf í alþjóðamarkaðsfræði frá The University of Strathclyde í Skotlandi. Hún starfaði áður í yfir áratug hjá Íslandsstofu og Útflutningsráði, lengst sem forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina. Þar stýrði hún meðal annars kynningar- og markaðsstarfi á áfangastaðnum Íslandi í samstarfi við hagaðila og fór allt markaðsstarf fram undir merkjum Inspired by Iceland. Þá stýrði hún samstarfsverkefnunum Ísland allt árið og Iceland Naturally auk þess sem hún sat í stjórn NATA ferðamálasamstarfsins.
Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins ses. var stofnuð 3. apríl 2023. Stofnendur stofunnar eru Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins. Að undirbúningi stofunnar komu sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og atvinnulífið í gegnum Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðinu, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök verslunar og þjónustu, auk þess sem stjórnvöld studdu við verkefnið.
Eitt af hlutverkum Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins er að vera áfangastaðastofa fyrir höfuðborgarsvæðið. Skilgreining stjórnvalda á áfangastaðastofu er eftirfarandi: „Áfangastaðastofa (e. Destination Management Organisation) [er] svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila sem hefur það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi“.
8/8/2023 • 44 minutes, 50 seconds
Halldór Bachmann Kynningarstjóri hjá Almenna lífeyrissjóðnum
Halldór Bachmann
Halldór hefur frá mörgu áhugaverðu að segja og gerir það í þessu einlæga viðtali.
Persónulegar áskoranir í lífi og starfi, hindranir og sigrar.
Það er áhugavert að heyra Halldór segja frá vinnu sinni við vörumerki eins og MasterCard, IcelandAir, KEA, Sambandinu, Morgunblaðinu og mörgum fleirum.
8/2/2023 • 1 hour, 9 minutes, 20 seconds
Davíð Arnarson Datera SEO og Google Analytics
Davíð Arnarson hjá Datera spjallar ma. um SEO og Google Analytics.
7/10/2023 • 52 minutes, 21 seconds
Þorgils Sigvaldason
Hér eru 5 viðtöl sem Óli Jóns tók á árinu 2022 og fyrir annan hlaðvarpsþátt en eru nú endurbirt hér.
Guðrún Þórisdóttir, Gray Line Worldwide
Helgi Pjetur, Púls Media
Þorgils Sigvaldason, CrankWheel
Gísli S Brynjólsson, Icelandair
Arnar Gísli Hinriksson, Digido
6/30/2023 • 51 minutes, 16 seconds
Guðrún Þórisdóttir
Hér eru 5 viðtöl sem Óli Jóns tók á árinu 2022 og fyrir annan hlaðvarpsþátt en eru nú endurbirt hér.
Guðrún Þórisdóttir, Gray Line Worldwide
Helgi Pjetur, Púls Media
Þorgils Sigvaldason, CrankWheel
Gísli S Brynjólsson, Icelandair
Arnar Gísli Hinriksson, Digido
6/30/2023 • 32 minutes, 1 second
Helgi Pjetur
Hér eru 5 viðtöl sem Óli Jóns tók á árinu 2022 og fyrir annan hlaðvarpsþátt en eru nú endurbirt hér.
Guðrún Þórisdóttir, Gray Line Worldwide
Helgi Pjetur, Púls Media
Þorgils Sigvaldason, CrankWheel
Gísli S Brynjólsson, Icelandair
Arnar Gísli Hinriksson, Digido
6/30/2023 • 42 minutes
Gísli S Brynjólfsson
Hér eru 5 viðtöl sem Óli Jóns tók á árinu 2022 og fyrir annan hlaðvarpsþátt en eru nú endurbirt hér.
Guðrún Þórisdóttir, Gray Line Worldwide
Helgi Pjetur, Púls Media
Þorgils Sigvaldason, CrankWheel
Gísli S Brynjólsson, Icelandair
Arnar Gísli Hinriksson, Digido
6/30/2023 • 28 minutes, 5 seconds
Arnar Gísli Hinriksson
Hér eru 5 viðtöl sem Óli Jóns tók á árinu 2022 og fyrir annan hlaðvarpsþátt en eru nú endurbirt hér.
Guðrún Þórisdóttir, Gray Line Worldwide
Helgi Pjetur, Púls Media
Þorgils Sigvaldason, CrankWheel
Gísli S Brynjólsson, Icelandair
Arnar Gísli Hinriksson, Digido
6/30/2023 • 47 minutes, 25 seconds
Ásgeir Fannar Ásgeirsson CEO TripCreator
Ásgeir hefur starfað í ferðaþjónustunni síðan 2007, fyrst í 11 ár í DMC fyrirtæki við skipulagningu hvataferða og viðburða erlendra fyrirtækja til Íslands, þareftir í 2 ár í dagsferðarfyrirtæki sem framleiddi dagsferðir í rútum frá Reykjavík og nú í 4 ár sem framkvæmdastjóri TripCreator. Ásgeir hefur jafnframt 8 ára reynslu af þróun innanhússhugbúnaðar sem notaður var í tilboðs- og leiðarlýsingargerð fyrir DMC fyrirtækið og nýtir þá reynslu í vinnu sinni hjá TripCreator.
TripCreator er sölu- og umsjónarkerfi (e. Travel Management Solution) fyrir fagaðila í ferðaþjónustunni (B2B), fyrir þá sem útbúa leiðarlýsingar fyrir sína viðskiptavini, hvort heldur endaviðskiptavini eða aðra samstarfsaðila. Í lausninni er jafnframt reikningagerðarkerfi, rekstrarkerfi, bókunarvél, utanumhald um viðskiptavini, birgja og samstarfsaðila, og fleira sem leysir dagleg verkefni starfsfólks ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda.
6/28/2023 • 42 minutes, 51 seconds
Hans Júlíus Þórðarson hjá Vettvang Efnismarkaðssetning - Content Marketing
Hans Júlíus Þórðarson hjá Vettvangi ræðir um efnismarkaðssetningu við Óla Jóns
6/19/2023 • 1 hour, 15 minutes, 24 seconds
Bryndís Rún Baldursdóttir Markaðsstjóri heilsu - og íþróttasvið hjá Icepharma
Allt um markaðssetningu vörumerkja eins og Nike og Speedo með Bryndísi Rún hjá Icepharma.
Bryndís útskrifaðist með meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. 𝘔𝘚.𝘤. 𝘔𝘢𝘳𝘬𝘦𝘵𝘪𝘯𝘨 𝘢𝘯𝘥 𝘐𝘯𝘵𝘦𝘳𝘯𝘢𝘵𝘪𝘰𝘯𝘢𝘭 𝘉𝘶𝘴𝘪𝘯𝘦𝘴𝘴
Við ræðum lokaverkefnið hennar "Viðhorf markaðsfólks til faglegs markaðsstarfs" ásamt því að spjalla um námið í heild sinni.
3/8/2023 • 1 hour, 5 minutes, 9 seconds
148. Lokaþátturinn
í þessum lokaþætti af Hlaðvarpinu á Jóns farið yfir þessi ár og þessa þetta þætti sem komnir eru í loftið.
Virkilega skemmtilegt verkefni sem hefur kennt mér heilmikið, gefið mér fjölmörg tækifæri og síðast en ekki síst allt fólkið sem ég er búinn að kynnast.
Þakka öllum sem hafa komið, öllum sem hafa hlustað og öllum sem hafa hjálpað mér að halda þessu gangandi.
Þar fer að sjálfsögðu frú Katrín Kjartansdóttir Arndal (aka ljónið) konan mín, á hennar hugsa ég að lokaþáttur hefði verið ca 140 þáttum fyrr.
12/31/2021 • 37 minutes, 43 seconds
147. Heiðrún Arna og Guðrún Unnur hjá Siteimprove
Í nóvember kíkti ég í heimsókn til Siteimprove í Kaupmannahöfn og hitti þar Guðrúnu Unni Gústafsdóttur og Heiðrúnu Örnu Óttarrsdóttur. Þær sögðu mér frá þeirra lífi og starfi í Danmörku ásamt því að fara yfir hvað Siteimprove.
12/30/2021 • 34 minutes, 41 seconds
146. Styrmir Másson
Í nóvember síðastliðnum hitti ég í ásamt Agnari Frey Gunnarssyni samstarfsfélaga hjá Birtingahúsinu Styrmi Másson á vinnustað hans í Kaupmannahöfn.
Styrmir starfar sem "Performance Marketing Lead" hjá Planday.
Í þessu spjalli segir Styrmir okkur frá Planday, fyrir hverja það er og hvernig markaðssetningu er háttað.
"Planday is a technology company that was born in a Danish bar. We’ve come a long way since our cofounders first dreamed up a tool that would make scheduling and communicating more straightforward. With over 12 years of experience in the industry, we’re well-placed to provide businesses with a solution that meets their unique needs.
Powered by some of the smartest people in the world, and driven by a growth-centric business model, we’re not only changing the way businesses across the world operate, but also how managers and employees fundamentally interact with each other."
12/29/2021 • 38 minutes, 29 seconds
145.Anna Kristín Magnúsdóttir
Anna Kristín Magnúsdóttir hjá Kjólum & Konfekt sem kom í hlaðvarpið í nóvember 2016 kom aftur í spjall í október síðastliðnum. Ýmislegt hefur breyst á þessum tíma, m.a annars hefur Anna opnað aðra verslun Rokk & Rómantík sem er á Laugaveginum líkt og Kjólar & Konfekt. Anna hefur auk þess opnað vefverslun og auðvitað gengið í gegnum ýmislegt í sínum rekstri að undanförnum líkt og aðrir.
12/28/2021 • 48 minutes, 12 seconds
144. Tryggvi Hofland Sigurdsson
Tryggvi Hofland Sigurðsson á veitingastaðinn Hofland Eatery í Hveragerði. Í þessu spjalli sem ég átti við Tryggva í oktober síðastliðnum segir Tryggvi okkur frá tilkomu veitingastaðarins og hvernig honum tókst með elju, góðum vinum og fjölskyldu að koma þessum stað upp.
12/27/2021 • 39 minutes, 30 seconds
143. Stebbi Jak
íkt og aðrir sjálfstætt starfandi aðilar þarf tónlistarfólk og aðrir listamenn að huga að sölu og markaðssetningu á sinni vöru og þjónustu. Til að ræða þetta fékk Óli Jóns til sín Stefán Jakobsson eða Stebba Jak söngvara hljómsveitarinnar Dimmu. Stebbi fer yfir ferilinn frá söngkeppni framhaldsskólana til dagsins í dag. Í þessu spjalli er farið yfir víðan völl, kennarstarfið, ferðalögin, samfélagið í Mývatnssveit, framhaldsskólann á Laugum, hljómsveitir eins og Douglas Wilson og Alþingi.
11/7/2021 • 1 hour, 11 seconds
142. María Ögn Guðmundsdóttir
Viðmælandi Óla Jóns í þessum þætti er afrekskonan María Ögn Guðmundsdóttir. Að breyta áhugamálinu sínu í atvinnu er inntakið í þessum þætti þar sem við höldum áfram að huga að litlum fyrirtækjum og einstaklingum.Allt áhugafólk um keppnishjólreiðar þekkir Maríu en hún hefur unnið marga Íslandsmeistaratitla hjólreiðum og varð fyrst kvenna til að keppa fyrir Íslands hönd í hjólreiðum á erlendri grund. María hefur þjálfað mikin fjölda af reiðhjólafólki, farið með hópa erlendis í hjólaferðir ásamt því að stjórna sjálf keppnum líkt og WOW cyclothon og Gullhringnum. Það er virkilega skemmtilegt að heyra sögu Maríu, sem segist vera heppin að vera með hugarfarið að vera galopin fyrir lífinu.
10/28/2021 • 48 minutes, 6 seconds
141. Eva Ruza
Eva Ruza skemmtikraftur og blómakona er gestur Óla Jóns í þætti 141. Þemað í þessum þætti líkt og í undarförnum þáttum og næstu þremur er markaðssetning lítilla fyrirtækja. Lítil fyrirtæki geta verið og eru oft ein manneskja líkt og í tilfelli Evu.
Eva fór yfir það með okkur hvernig vörumerkið Eva Ruza varð til og hvernig það kom til að Eva fór að taka að sér alls konar verkefni. Við ræðum lika hvað þarf til þess að ná þessum árangri sem hún hefur náð, hvað er sérstaklega mikilvægt að hafa gott fólk í kringum sig sem styður mann í þeim verkefnum sem maður tekur sér fyrir hendur.
Það kemur örugglega ekki neinum á óvart sem þekkir eitthvað til Evu að þetta spjall er ótrúlega hresst og skemmtilegt, mikið hlegið og mikið gaman.
Hvet alla til að fylgjast með Evu hér á Instagram.
10/20/2021 • 45 minutes, 8 seconds
140. Anna Margrét og Vala Karen frá Women Power
Í þessum þætti er umræðuefnið félagasamtök, stofnun þeirra, markaðssetning og almennur rekstur. Þær Anna Margrét Hrólfsdóttir og Vala Karen Viðarsdóttir frá Women Power eru flestum hnútum kunnugar þegar kemur að þessum málum. Þær störfuðu báðar um árabil í hinum ýmsu störfum hjá UNICEF áður en þær gengu til liðs við Women Power.
10/14/2021 • 46 minutes, 47 seconds
139. Ólína Björk Hjartardóttir
Ólína Björk Hjartardóttir frumkvöðull, snyrtifræðimeistari og fyrirtækjaeigandi með meiru kíkti til mín í skemmtilegt og fróðlegt spjall þar sem við ræddum meðal annars um hvernig það er að reka fyrirtæki út á landi. En Ólína býr á Sauðarkróki, ásamt manni sínum og börnum, þar sem hún rekur snyrtistofuna og vefverslunina Eftirlæti. Við ræðum um það hvernig hún nær að sjá um flest allar hliðar fyrirtækisins á eigin spítur og hvernig hún snúi sér að markaðsetningu og stefnumótun. Ólína er einnig byrjuð á að flytja inn spennandi og áhugaverð snyrtivörumerki sem ekki hafa verið á markaði hér á landi áður.
Skemmtilegt og hvetjandi viðtal svo ekki meira sé sagt.
10/6/2021 • 49 minutes, 4 seconds
138. Árni Reynir Alfredsson
Í lokaþætti fyrir sumarfrí fékk ég til mín markaðsstjóra BYKO Árna Reyni Alfredsson.
Við spjöllum að sjálfsögðu um markaðssmál, um störf og menntun Árna. Árni sem hefur starfað í mörg ár hjá BYKO segir okkur líka frá því hvernig það hefur verið að starfa í verslunargreiranum á Covid tímum, frá störfum sínum hjá ÍMARK og aðaláhugamálinu hestamennsku. Markaðsmál hjá Steypustöðinni og tilkoma MEST ásamt tímanum hjá auglýsingastofunni EXPO, "2008 hrunið" og margt annað í líflegu og skemmtilegu viðtali við einn reynslumesta markaðsstjóra landsins.
6/2/2021 • 39 minutes, 24 seconds
137. Vala Einarsdóttir & Elvar Páll Sigurðsson
Elvar Páll Sigurðsson, stafrænn markaðsstjóri og Vala Einarsdóttir, sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Men&Mice settust niður í spjall með Óla Jóns. Men&Mice sérhæfir sig í þróun og sölu hugbúnaðarlausna fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki og stofnanir sem reka flókna netinnviði. Um 70% af tekjum fyrirtækisins koma frá Bandaríkjunum og 29% frá Evrópu, en fyrirtækið hefur verið að leggja aukna áherslu á Evrópu og aðra markaði síðastliðina mánuði. Í hópi viðskiptavina þeirra eru fyrirtæki á borð við Microsoft, Xerox, IMF, FedEx, Unilever, Nestle og Harvard Business School. Í þessum hlaðvarpsþætti ræða þau mikilvægi samvinnu á milli sölu- og markaðssdeilar, hvernig það er að markaðssetja vöru sem er með mjög þröngan markhóp, stafræna markaðssetningu, þróun í söluaðferðum, hvað er framundan í hugbúnaðarheiminum og margt fleira.
5/26/2021 • 37 minutes, 49 seconds
136. Anna Signý Guðbjörnsdóttir
Anna Signý Guðbjörnsdóttir er ráðgjafi hjá Kolibri. Anna er með cand.it í digital design and communication frá IT háskólanum í Kaupmannahöfn ásamt því að hafa lokið námi í margmiðlunarhönnun og vefþróun.
Í þessu viðtali ræðum við mikilvægi viðmótshönnunar, hvað ber að hafa í huga bæði í undirbúning í stafrænum lausnum ss vefsíðum og öppum og eftir að verkefnin eru komin í gagnið.
5/19/2021 • 35 minutes, 12 seconds
135. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir
Ásta Kristín framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Í þessu viðtali segir Ásta okkur frá horfum í ferðaþjónustunni, hvað við höfum lært á undanförnum mánuðum í tengslum við Covid, frá Ratsjánni sem er "ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu." ásamt mörgu fleiru
5/12/2021 • 35 minutes, 15 seconds
134. Sveinn Waage
Sveinn býr yfir áratuga reynslu og ástríðu fyrir fræðslu og skemmtun. Hann hefur starfað í 12 ár sem kennari í Bjórskólanum ásamt námskeiðahaldi í heimabókhaldskerfi Meninga.
Sveinn hefur haft umsjón með samfélagsmiðlum fyrir Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands í framboðum hans 2016 og 2020.
Sveinn bæði meðeigandi, situr í stjórn og starfar sem markaðsstjóri hjá Svarið ehf, sem er fyrirtæki með framúrstefnulega framtíðarsýn.
Fyrirtæki sem Sveinn hefur unnið markaðsstörf fyrir eru ólík og reynslan því breið og fjölbreytt. Af fyrirtækjum má nefna Grey Line Iceland, Íslandsstofa - Inspired by Iceland, Meniga, Ölgerðin, 365 Birtingur og Credit info group.
5/6/2021 • 53 minutes, 10 seconds
133. Agnar Freyr Gunnarsson
Í þessum þætti fékk ég til mín Agnar Frey Gunnarsson en hann starfar hjá Birtingahúsinu sem sérfræðingur í öllu sem við kemur stafrænni markaðssetningu. Agnar hef mikla reynslu og þekkingu þegar kemur að því að auglýsa á leitarvélum og samfélagsmiðlum. Í þessu viðtali er farið aðeins dýpra í hlutina en oft áður og ræðum við meðal annars mismunandi "attribution model, conversion tracking, click trought rate, targeting" og fleira. Við förum einnig yfir þær breytingar sem framundan eru í heimi stafrænnar markaðssetningar líkt ný uppfærsla IOS 14.5 hjá Apple mun gera eins og lesa má um á vef SocialMediaToday frá 21. apríl
Við förum einnig yfir brotthvarf Cookies sem lesa má um í grein Birtingahússins um málið.
"Vefkökur (Cookies) munu brátt heyra sögunni til og auglýsendum munu verða settar þrengri skorður varðandi gagnaöflun og notkun á gögnum frá ótengdum aðilum í markaðsstarfi."
Agnar fræðir okkur líka um Twitch.tv og þau tækifæri sem liggja í að auglýsa þar.
4/28/2021 • 1 hour, 3 minutes, 11 seconds
132. Garbríela Rún Sigurðardóttir
Gabríela Rún er sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu og starfar hjá Petmark.
Gabríela hefur fjölmörg hlutverk hjá Petmark, hún tekur upp myndbönd og klippir, sér um dreifingu ásamt því að vinna að hugmyndavinnu og að áætlunum.
Í þessu spjalli ræðir hún hvað henni finnst mikilvægt að huga að í markaðssetningu á stafrænum miðlum svo sem Facebook, Instagram og Youtube. Við ræðum líka "email marketing" birtingaáætlanir og margt fleira.
4/20/2021 • 31 minutes, 15 seconds
131. Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir sölu og markaðsstjóri Kjörís. Guðrún spjallar við Óla Jóns og lífið og tilveruna, hvernig það kom til að hún var farin að stýra fjölskyldufyrirtækinu Kjörís aðeins 23 ára gömul. VIð ræðum einnig hvernig það er að búa á stað eins og Hveragerði, hvernig var að stýra fyrirtæki í bankahruninu og á covid tímum. Guðrún sem gefur kost á sér í fyrsta sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi ræðir einnig hvers vegna hún ákvað að fara í framboð og hverjar hennar áherslur verða nái hún kjöri.
Guðrún er fædd 9. febrúar 1970 og er dóttir hjónanna Laufeyjar Valdimarsdóttur og Hafsteins Kristinssonar. Guðrún er í sambúð með Hans Kristjáni Einarssyni Hagerup, gullsmið og eiga þau samtals sex börn.
Hún er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, B.A gráðu í mannfræði frá HÍ 2008 og þá hefur hún lokið diplóma námi í jafnréttisfræðum einnig frá HÍ. Hún hefur starfað nær allan sinn starfsferil hjá fyrirtæki fjölskyldunnar Kjörís ehf. í Hveragerði.
Guðrún hefur alla tíð verið virk í félagsmálum. Hún hefur setið í bæði fræðslunefnd og skipulags- og umhverfisnefnd Hveragerðisbæjar sem fulltrúi D-listans og þá á hún sæti í sóknarnefnd Hveragerðiskirkju. Árið 2004 stofnaði hún Sunddeild Íþróttafélagsins Hamars og var formaður deildarinnar til 2014.
Síðastliðinn áratug hefur Guðrún setið í stjórnum margra fyrirtækja og félaga. Hún var kjörin formaður Samtaka iðnaðarins árið 2014 og var þar formaður til 2020. Þá hefur hún einnig átt sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins, Háskóla Reykjavíkur, Bláa Lónsins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
4/8/2021 • 54 minutes, 19 seconds
130. Þórhildur Laufey Sigurðardóttir
Þórhildur Laufey bókmenntafræðingur, grafískur hönnuður og brandari er gestur Óla Jóns í þessum páskaþætti.
Þórhildur stofnaði fyrirtækið Kúper Blakk fyrir nokkrum árum, um fyrirtækið segir á kuperblakk.is
"Hvað er þetta Kúper Blakk?
Kúper Blakk er skapandi stofa sem eeeelskar að auka vörumerkjavirði fyrirtækja og færa brandið "heim í hús". Galdurinn liggur í að skapa heilsteypta sögu, einfalda skilaboð og setja sig í spor viðskiptavina.
Hvaða sögu segir brandið þitt? Gæti skapandi hugsun verið það sem vantar inn í jöfnuna við að byggja upp metnaðarfullt vörumerki?
Knúsum þetta saman - það ber árangur."
Þórhildur segir okkur frá hvað kom til að hún lærði bókmenntafræði og síðar grafíska hönnun. Við ræðum líka Branding, markaðsmál, skapandi hugsun og margt fleira.
Þórhildur hefur komið að branding verkefnim hjá Krónunni, Íslandsbanka og Orku náttúrunnar svo eitthvað sé nefnt.
3/31/2021 • 53 minutes, 49 seconds
129. Svanhildur Hólm Valsdóttir
Svanhildur Hólm er framkæmdastjóri Viðskiptaráðs sem er líkt og segir á vi.is "Sameiginlegur vettvangur íslensks viðskiptalífs í rúma öld Heildarsamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnulífi sem telja að heilbrigt og kraftmikið atvinnulíf skapi forsendur til framfara og bættra lífskjara hér á landi."
Í þessu spjalli segir Svanhildur okkur lítillega frá sér s.s. menntun og fyrri störf en hún lærði lögfræði í eftir menntaskóla. Svanhildur hefur starfað í fjölmiðlum, sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins og sem aðstoðamaður Bjarna Benediktssonar. Við ræðum einnig hlutverk og tilgang Viðskiptaráðs, helstu verkefni þess ásamt þeim áskorunum sem Covid hefur haft á starfsemina og aðila inn félagsins. Ferðaþjónusta, eldgos, veitingastaðir og kattarmyndbönd koma einnig við sögu í þessu viðtali.
3/24/2021 • 33 minutes, 31 seconds
128. Unnur & Sigrún Vefverðlaunin og Iceweb 2021
Þær Sigrún Tinna Gissurardóttir forritari hjá Sendiráðinu og Unnur Sól Ingimarsdóttir forritari hjá ORIGO og stjórnarmeðlimir SVEF kíktu í stutt spjall og ræddu m.a. Iceweb 2021 og Íslensku vefverðlaunin.
Á svef.is segir um samtökin "Hvað er SVEF? Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni, vera samræðuvettvangur félagsmanna og andlit stéttarinnar út á við. SVEF sér árlega um framkvæmd Vefverðlaunanna, en fyrsta verðlaunaafhendingin var haldin árið 2000. Félagið stendur árlega fyrir ráðstefnunni IceWeb, sem er metnaðarfull alþjóðleg ráðstefna um vefmál, auk fjölda smærri fyrirlestra, umræðufunda og mannfagnaða fyrir félagsmenn. Félagsmenn SVEF eru um 300 talsins en og koma úr ýmsum sviðum vefheima en meðal félagsmanna má m.a. finna vefara, ráðgjafa, forritara, hönnuði, vefstjóra, prófara, markaðsstjóra, framkvæmdastjóra, kennara o.s.frv."
Iceweb 2021 verður haldin á netinu þetta árið líkt og vefverðlaunin Dagskrá Iceveb: Mánudagur 22. mars: Valgerður Pétursdóttir – Reykjavíkurborg Þriðjudagur 23. mars: Hjörtur Hilmarsson – 14islands Miðvikudagur: 24. mars: Hjálmar Gísla – Grid Fimmtudagur: 25. mars: Erla María – Hvíta Húsið Föstudagur 26. mars: Pablo Stanley – Fyrrum yfirmaður hjá InVision, hönnuður hjá Lyft og einn stofnanda Blush hönnunartólsins
Á svef.is segir um vefverðlaunin „Vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.“
Um viðburðin segir; "Íslensku vefverðlaunin verða haldin með hátíðlegum hætti föstudaginn 26. mars kl 19. Við munum halda viðburðinn á live streymi þetta árið og hvetjum fyrirtæki og einstaklinga til að halda gleðskap (innan takmarkana þó) á meðan viðburði stendur. Við munum bjóða upp á að vera með live vefmyndavélar í samkvæmunum og getum skipt yfir á vinningshafa til að keyra upp stemninguna!Við lofum frábærri skemmtun þótt hún verði með öðrum hætti en áður hefur verið. Spennan er mikil gagnvart verðlaununum og er óhætt að segja að samkeppnin um bestu vefnina hafi sjaldan verið meiri.Sendur verður linkur á viðburðinn og honum streymt á vefnum okkar sem og á facebook.Hlökkum til að sjá þig og fyrirtækið þitt í banastuði."
3/17/2021 • 20 minutes, 21 seconds
127. Hjörvar Hermannsson
Hjörvar Hermannsson framkvæmdastjóri Smartmedia
Hermann er stúdent frá MK og kláraði síðan viðskiptafræði í HÍ með áherslu á markaðsmál. Eftir HÍ ákvað hann að leggja land undir fót og fór í mastersnám í markaðsfræðum í Gold Coast , Ástralíu.
Eftir það nám kom Hermann aftur til Íslands og hóf störf hjá auglýsingastofunni Pipar.
Hermann ásamt félaga sínum settur á laggirnar fjaroflun.is sem kveikti áhuga hans á vefverslunum og í framhaldi á því hóf hann störf hjá Smartmedia
Um fjaroflun.is segir
Með þjónustu okkar viljum við gera einstaklingum og hópum auðveldara fyrir að stofna fjáraflanir ásamt því að auðvelda skipulag og spara útgjöld fyrir vörum.
Aðstandendur síðunar hafa starfað umtalsvert að íþrótta og æskulýðrsmálum og þekkja því vel þær raunir sem fylgt geta fjáröflunum af þeim toga. Síðunni er ætlað að koma til móts við þarfir foreldra, kennara, þjálfara og annara sem þekkja til eða vilja styrkja ungt fólk til góðra verka.
Um SmartMedia Áratugareynsla í gerð vefverslana
SmartMedia hefur frá stofnun byggt upp góð og náin viðskiptasambönd við fjölda fyrirtækja. Í dag þjónustum við 156 íslensk fyrirtæki með sínar netverslanir og fer þeim fjölgandi
3/10/2021 • 34 minutes, 46 seconds
126. Jón Trausti Ólafsson
Jón Trausti er framkæmdastjóri Öskju, hann ólst upp við bíla á bílasölu sem pabbi hans á svo hann á ekki langt að sækja bílasöluáhugann þrátt fyrir að vera ekki svokallaður bíladellukall.
Jón Trausti starfaði sem fararstjóri og var í Portúgal eftir menntaskóla. En mömmu hans fannst hann farinn að vera full mikið í burtu og skráði hann því í skólann á Bifröst.
Jón Trausti hóf svo störf hjá Heklu 1998 sem sölustjóri í notuðum bílum og starfaði þar þangað til Askja var stofnuð.
Jón segir okkur frá hvernig það er að vinna með þekkt stór alþjóðleg vörumerki líkt og Mercedes Bens, KIA og Honda og hvaða áhrifa Covid hafði á þeirra rekstur.
Markaðssmál, mannauðsmál, rútur, rafmagnsbílar og félagsstörf hjá Bílgreinasambandinu bera einnig á góma.
3/3/2021 • 28 minutes, 31 seconds
125. Victor Pálmarsson
Victor Pálmarsson er einn af stofnendum 1819 og er markaðsstjóri fyrirtækisins, á 1819.is segir um fyritækið; "1819 er upplýsinga og þjónustufyrirtæki sem leitast við að aðstoða einstaklinga sem og fyrirtæki í upplýsingagjöf og aukins sýnileika. 1819 heldur uppi heimasíðu sem líkja má við rafræna símaskra, en í raun er heimasíðan leitarvél þar sem hægt er að finna ýmsar upplýsingar um fyrirtæki, opnunartíma, símanúmer og heimilisföng. Upplýsinganúmer 1819 hefur það markmið að veita hraða, hágæða þjónustu við upplýsingagjöf ásamt því að starfsfólk okkar sérhæfir sig í símsvörun og ritarastörfum fyrir allr stærðir fyrirtækja. Markmið okkar allra hjá 1819 er að auðvelda aðgengi að upplýsingum sem leiða til einfaldari samskipta einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi. Okkar hæfileikaríka starfsfólk gerir þitt daglega líf auðveldara."
Í þessu spjalli segir Victor okkur frá því hvað kom til að ráðist var í að stofna 1819 og hvaða áskoranir hópurinn stóð fyrir. Victor fer einnig yfir það með okkur hvernig fyrirtækið hefur þróast og hvaða vörur og þjónustu fyrirtækið bíður upp í dag.
2/24/2021 • 32 minutes, 52 seconds
124. Baldur Rafn Gylfason
Í þessum þætti ræðir Óli Jóns var Baldur Rafn Gylfason hjá Bpro.is
Baldur segir okkur frá því hvar hann lærði að vinna á Fellsströnd þar sem hann var vinnumaður í mörg sumur. Við fáum líka að vita hvernig það kom til að smiðssonurinn sem byrjaði að nema smíði í Iðnskólanum útskrifaðist svo af hárgreiðslubraut eða klippari eins og hann segir sjálfur úr sama skóla.
Baldur segir okkur líka frá Mojo tímanum hárgreiðslustofu sem hann rak og mörgum "markaðsstöntum" sem hann og félagar hans voru með. Í dag á Baldur með eiginkonu sinni Sigrúnu Bender Bpro en á bpro.is segir um fyrirtækið;
Bpro er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað af þeim hjónum Baldri Rafni Gylfasyni og Sigrúnu Bender árið 2010. Bpro er heildverslun með fagvörur fyrir hárgreiðslu- og snyrtistofur og leggjum við mikinn metnað í að bjóða einungis upp á hágæða vörur og setjum fagmennskuna í fyrsta sæti.
Baldur telur sérstaklega mikilvægt að byggja upp sterk viðskiptasambönd við sýna viðskiptavini og fer yfir það í þessu viðtali hvernig og afhverju.
Skemmtilegt og hressandi viðtal við Baldur svo ekki sé meira sagt.
2/17/2021 • 53 minutes, 11 seconds
123. Ása Tryggvadóttir
Í þessum þætti er það Ása Tryggvadóttir segir markaðsstjóri Bestseller okkur frá sinni vegerð. Ása fór í Versló og HR, þar á eftir réð hún sig í markaðsdeild Heklu. Ása sem er Ísfirðingur og mikil útivistarkona vann einnig á Hvíta húsinu sem tengill svo hún þekkir vel til markaðsmála frá flestum hliðum.
Í þessu viðtali fyrir Ása yfir það hvernig þau hjá Bestseller markaðssetja sýnar vörur með mikla áherslu á samfélagsmiðla og í samvinnu við markaðsfyrirtækið Digido.
2/10/2021 • 34 minutes, 37 seconds
122. Auður Inga Einarsdóttir
Í þessum þætti höldum við áfram að ræða það þegar fyrirtæki ráðast sjálf í að framleiða sitt markaðssefni.
Til þess að ræða það fékk ég til mín Auði Ingu Einarsdóttur hjá Advania.
Ég spurði hana meðal annars hvort Advania framleiðið mikið efni innanhúss og þá hvernig efni?
Hvernig þau ákveða hvaða efni á að gera s.s. myndbönd, hlaðvörp, "livestream" oþh.
Hvernig þau mæla árangur af þeirri vinnu til að sjá hvað á að gera meira af?
Við förum einnig í þjálfun starfsfólks, því ekki er sjálfgefið að það sé til starfsfólks sem er til í að tala í myndavél?
Ræðum einnig búnað og þekkingu á honum?
Advania hélt haustráðstefnu sýna alfarið á netinu 2020 og fer Auður einnig yfir þá vinnu, undirbúning, framkvæmd og eftirfylgnina af þeirri vinnu.
1/27/2021 • 38 minutes, 47 seconds
121. Sigurður Hannes Ásgeirsson
Í þessum þætti ræðir Óli Jóns við Sigurð Hannes Ásgeirsson en hann starfar við efnissköpun hjá Icepharma. Sigurður sem menntaði sig í kvikmyndagerð í New York hefur komið víða við á sínum ferli þar má meðal annars nefna heimildamyndagerð í Afríku, hjá sjónvarpsstöð í Canada ásamt því að hafa starfað hér á landi. Sigurður er eins og hann segir klippari í grunninn en er í starfi sínu í dag jafnt tökum bæði og ljósmyndum og myndböndum ásamt eftirvinnu. Sigurður talar líka um hversu mikilvægt það er fyrir fólk í hans starfi að fá að vera með frá upphafi á mótun hugmynda að markaðsefni eða herferðum. Þetta er að í annað sinn sem Sigurður kemur í þáttinn en hann kom í þátt 17 með Herði félaga sínum sem hann rak með framleiðslufyrirtækið Skuggaland.
1/20/2021 • 35 minutes, 56 seconds
120 Berglind Ósk Ólafsdóttir
Berglind Ósk Ólafsdóttir verkefnastjóri umhverfismála hjá BYKO er gestur Óla Jóns í þessum þætti. Við ræðum meðal annars um hvernig BYKO vinnur að umhverfismálum, hvaða skref hafa verið stigin í átt að sjálfbærni og hver ábyrgð BYKO er í virðiskeðjunni varðandi vistvænt vöruframboð.
Við förum einnig yfir Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en BYKO er í miðri innleiðingu á fjórum kjarnamarkmiðum sem fyrirtækið leggur þungann á og gerir grein fyrir þeim í sinni fyrstu samfélagsskýrslu sem var gefin út vorið 2020 fyrir rekstarárið 2019.
Berglind er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, með 14 ára stafsreynslu í markaðsmálum og hefur nú snúið sér að verkefnastjórn á viðskiptaþróunarsviði BYKO þar sem hún ber ábyrgð á að fylgja og þróa umhverfisstefnu fyrirtækisins. Berglind situr í stjórn faghóps um loftlags- og umhverfismál hjá Stjórnvísi og situr einnig í stjórn Neistans, félagi hjartveikra barna. Berglind er gift Steini Jóhannssyni, verkefnastjóra hjá fasteignafélaginu Smáragarði og eiga þau þrjá syni.
1/13/2021 • 35 minutes, 4 seconds
119. Inga Hlín Pálsdóttir
Inga Hlín Pálsdóttir sjálfstætt starfandi ráðgjafi og fyrrverandi forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu er gestur Óla Jóns í þessum fyrsta þætti ársins 2021. Við ræðum meðal annars vöxt ferðaþjónustunnar 2010 þær áskoranir og tækifæri sem voru þá, hvað gekk vel og hvað ekki. Hvaða áskoranir og hvaða tækifæri blasa við núna á Covid tímum og hvað ferðaþjónustu aðilar þurfa að hafa í huga á næstu misserum. Inga Hlín segir okkur líka frá nýju starfi sem ráðgjafi Inga Hlin Consulting og starfi sínu hjá Future Place Leadership.
Linkedin.com segir um Future Place Leadership "We are a Nordic management consultancy specialising in the development, innovation and marketing of places. Á ingahlin.is Inga Hlin Palsdottir has been an integral part of branding and promotion for Iceland for over a decade and has been involved with all aspects of the tourism industry. She led successful changes for the brand Iceland as a place and destination, both in crisis and in times of growth. She is the former director of Visit Iceland and the award winning campaign Inspired by Iceland. In her time the tourism industry in Iceland went from being the third largest revenue generating industry to the largest one. As well as becoming a whole year round destination in all regions. Her main emphasis has been on stakeholders’ engagement, integrated marketing, sustainability and responsibility in the industry. From 2020, she has been advising places and destinations on strategy, branding, stakeholders engagement, integrated marketing and crisis communication. She is also Senior Advisor with Future Place Leadership.
1/6/2021 • 37 minutes, 41 seconds
118 Guðmundur Bjarni Sigurðsson
"Er ást í þessu?"
Guðmundur Bjarni er stofnandi Kosmos og Kaos og er titlaður í dag CEO / Creative Director.
Í þessu viðtali segir Keflvíkingurinn Guðmundur okkur frá Ninjafélagi í Keflavík, BMX braut og stuttum körfuboltaferli.
Guðmundur segir okkur einnig frá því hvernig það kom til að hann fór í þann bransa sem hann starfar við í dag. Guðmundur kemur meðal annars inn á skemmtilegan vef sem hann setti í loftið gummisig.com og vakti mikla athygli á sínum tíma. Guðmundur fer inn á þau verkefni sem hans fyrirtæki kemur að í dag og hvað honum finnst mikilvægast að hafa í huga varðandi hönnun og rekstur.
12/30/2020 • 37 minutes, 3 seconds
117. Gunnlaugur Jónsson
Í þessum þorláksmessuþætti heyrðum við viðtal sem Óli Jóns tók við Gunnlaug Jónsson framkvæmdastjóra Fjártækniklasans.
Gunnlaugur segir okkur frá því hvað hann hefur verið að fást við undan farin ár allt frá því að setja upp söngleik ásamt því að koma að ófáum startup fyrirtækjum.
Á vef fjártækniklasans segir
"Tilgangur Fjártækniklasans er að efla nýsköpun í fjármálum og gera viðskipti af öllu tagi auðveldari og betri. Hann er samfélag þeirra sem starfa við fjártækni og vilja stuðla að aukinni verðmætasköpun, samkeppni og bættum lífskjörum. Við stöndum fyrir margvíslegu starfi auk þess að reka nýsköpunarsetur á 2. hæð í Grósku í Vatnsmýri."
12/23/2020 • 42 minutes, 25 seconds
116. Baldvin Þormóðsson
Baldvin Þormóðsson festi nýlega kaup á Íslensku auglýsingastofunni ásamt föður sínum Þormóði Jónssyni og fer þar með hlutverk Hugmyndastjóra.
Feðgarnir hafa víðtæka reynslu úr heimi auglýsinga, Þormóður átti og rak auglýsingastofuna Fíton um árabil en þar steig Baldvin einmitt sín fyrstu skref í bransanum. Þaðan lá leið hans til Bretlands þar sem hann stundaði BA-nám í auglýsingagerð við London College of Communication. Síðastliðin tvö ár hefur Baldvin starfað í Kaupmannahöfn hjá dönsku auglýsingastofunni THANK YOU þar sem hann vann meðal annars fyrir alþjóðleg vörumerki á borð við Carlsberg, Ferrari og Royal Copenhagen.
Í þættinum ræðir Baldvin breytt landslag auglýsingamarkaðarins og framtíðarsýn hans fyrir Íslensku auglýsingastofuna.
12/16/2020 • 27 minutes, 57 seconds
115. Ósk Heiða Sveinsdóttir
Í þessum þætti kom til mín hin eiturhressa Ósk Heiða Sveinsdóttir markaðsstjóri Póstsins.
Á mbl.is sagði þegar hún hóf störf þar;
"Ósk Heiða Sveinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts og hefur hún þegar hafið störf. Síðast starfaði Ósk sem markaðsstjóri Trackwell, þar á undan var hún markaðsstóri Krónunnar og Íslandshótela. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum.
Ósk er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands. Ósk Heiða er gift Magnúsi Frey Smárasyni, rafmagnsverkfræðingi hjá Eflu og eiga þau tvö börn."
12/9/2020 • 32 minutes, 17 seconds
114. Líf Lárusdóttir
Skagakonan Líf Lárusdóttir starfar sem markaðsstjóri Terra sem gekk í gegnum endurmörkunarferli á síðasta ári. Líf er með B.S. gráðu í viðskiptafræði og meistarapróf í markaðsfræði og samskiptum ásamt diplóma gráðu í viðburðarstjórnun.
12/2/2020 • 34 minutes, 52 seconds
113. Þóra Hrund Guðbrandsdóttir
Þóra Hrund er nýr framkvæmdastjóri ÍMARK, í fréttatilkynningu í Viðskiptablaðinu þann 16. september sagði;
"Þóra Hrund Guðbrandsdóttir hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi. ÍMARK eru samtök markaðsfólks á Íslandi, einstaklinga sem hafa áhuga á og/eða starfa við markaðsmál.
Áður starfaði Þóra Hrund sem sjálfstætt starfandi verkefnastjóri á sviðum markaðsmála, upplifunar- og viðburðahönnunar ásamt því að vera annar eigandi af útgáfufyrirtækinu MUNUM og upplifunarfyrirtækinu Já takk.
Þóra Hrund er með B.S. gráðu í viðskipta- og markaðsfræðum, og er að ljúka meistaranámi í stjórnun & stefnumótun og verkefnastjórn ásamt því að vera markþjálfi."
Í þessu viðtali segir Þóra okkur m.a. hvað er framundan hjá Ímark, frá fyrirækjunum hennar MUNUM og Já takk ásamt ýmsu fleiru.
11/25/2020 • 36 minutes, 18 seconds
112. Steinar Atli Skarphéðinsson
Steinar Atli er verkefna- og vörustjóri á ferðalausnasviði Origo.
Í þessu viðtali segir Steinar okkur frá þeirri vinnu sem Origo hefur verið í undanfarin misseri í þróunn lausna fyrir ferðaþjónustuna.
Þar má til dæmis nefna Booking Factory sem er "fullkomið hótelbókunarkerfi til að halda utan bókanir og verð í rauntíma á öllum sölurásum þ.m.t. á sölusíðum Booking, Expedia and Airbnb." og Caren "sem er heildarlausn fyrir bílaleigur. Allt frá bílaleigu- og flotakerfi í bókunarvefi og leiðsögu- og þjónustukerfi fyrir viðskiptavini bílaleiga."
11/19/2020 • 49 minutes, 38 seconds
111. Jóhann Þórsson
Hann var markaðsstjóri Dohop frá 2014-2017, markaðsstjóri Wedo (Heimkaup, Hópkaup og Bland.is) 2017-2018 og hefur starfað sem vefstjóri og sérfræðingur í stafrænum miðlum í markaðsdeild Sjóvá frá ársbyrjun 2019.
Jóhann er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í lífupplýsingafræði frá Royal Holloway, University of London.
11/11/2020 • 49 minutes, 44 seconds
110. Hjalti Már Einarsson
Hjalti Már Einarsson er forstöðumaður markaðssviðs Nordic Visitor. Hjalti er Vesturbæingur og KR-ingur en fæddist í Danmörku. Hjalti ætlaði alltaf að starfa við fjölmiðla þegar hann “yrði stór”, og eftir Versló starfaði hann sem útvarpsmaður í nokkur ár áður en hann flutti til Danmerkur þar sem hann nældi sér í þrjár háskólagráður: margmiðlunarhönnun, framleiðslu og stjórnun miðla og loks meistaragráðu í upplýsingatækni og rafrænum viðskiptum. Sumarið 2009, eftir að hafa varið meistararitgerð sína, flutti Hjalti ásamt fjölskyldu sinni aftur heim til Íslands og hóf hann störf hjá Nordic Visitor, þar sem hann hefur unnið allar götur síðan.
Nordic Visitor er ferðaþjónustufyrirtæki með skrifstofur í Reykjavík, Stokkhólmi og Edinborg, en Hjalti stýrir 8 manna alþjóðlegu markaðssviði sem er staðsett í tveimur löndum. Í þessu viðtali segir Hjalti okkur frá sínum ferli, markaðsstarfi Nordic Visitor og þeim áskorunum sem hann og hans teymi standa fyrir á tímum heimsfaraldurs.
11/4/2020 • 43 minutes, 20 seconds
109. Anya and Gil Gildner Discosloth
Fyrir nokkrum árum vantaði mig aðstoð við Google Ads fyrir stóran viðskiptavin sem ég var með í ferðaþjónustu. Eftir tölvuverða leit fann ég ungt fólk sem voru Google Ads sérfræðingar og voru nýbúin að opna stofu sem þau nefna Discosloth. Á þessum tíma voru þau að ferðast um heiminn og ekki með neina fasta búsetu. Í stuttu máli þá small þetta allt saman hjá okkur og það var og er frábært að vinna með þeim. Þau skila alveg frábærum árangri í Google Ads fyrir þá viðskiptavini sem við vinnum fyrir saman sem í dag eru orðnir fjölmargir þrátt fyrir að áherslan hafi breyst úr ferðaþjónustu yfir í netverslanir.
Í þessum þætti spjalla ég við þau Anya og Gil um Google Ads, fyrirtækið þeirra, hvernig er að búa í USA á þessum skrýtnu tímum ásamt mörgu fleira.
10/29/2020 • 27 minutes, 2 seconds
108. Smart finance Hrönn & Hildur
"Smart finance er fjármálaþjónustufyrirtæki sem veitir alhliða fjármálaþjónustu til millistórra og lítilla fyrirtækja sem kjósa að úthýsa fjármálastarfsemi að hluta eða að öllu leyti. Markmiðið er að veita viðskiptavinum áreiðanlegar og reglulegar upplýsingar um fjármál viðkomandi fyrirtækis auk þess að gefa kost á sérhæfðri ráðgjöf á sviði fjármála fyrirtækja. Við leggjum mikið upp úr persónulegri þjónustu og aðlögum okkar lausnir að þörfum viðskiptavina okkar."
10/21/2020 • 27 minutes, 20 seconds
107. Birgir Jónsson
Birgi Jónsson þarf líklega ekki að kynna fyrir mörgum í íslensku viðskiptalífi eða fyrir þeim sem fylgjast með íslensku rokki.
Birgir sem er úr Kópavoginum kallar sig Kópavogsvilling, hefur verið að tromma síðan hann man eftir sér. Birgir lærði að vera prentari á Íslandi en skellti sér svo erlendis í nám þegar hann var 22 ára og tók MBA nám í Englandi. Eftir að heim kom starfaði Birgir meðal annars hjá Össur og í því starfi flutti hann til Hong Kong. Eftir það var Birgi boðið starf hjá Iceland Express þar sem hann var með annars forstjóri. Í kjölfarið flytur Birgir sig aftur erlendis og verður forstjóri prenstmiðju í Rúmení og Búlgaríu.
Birgir sem er í dag forstjóri Íslandspósts ræðir í þessu viðtali um ferilinn bæði í viðskiptum og í tónlistinni. Við ræðum að sjálfsögðu verkefnin hjá Póstinum ásamt tímanum með hljómsveitinni Dimmu.
Hann segir okkur frá því hvað trommarar og góðir stjórnendur eiga sameiginlegt.
10/14/2020 • 32 minutes, 43 seconds
106.Sigrún Guðjónsdóttir
Í þessum þætti fáum við að kynnast einstakri konu, Sigrún Guðjónsdóttir er einsog segir á sigrun.com CEO turned entrepreneur, licensed architect, certified trainer, software engineer, executive MBA.
10/7/2020 • 1 hour, 15 minutes, 27 seconds
105. Hildur Arna Hjartardóttir
Hildur Hjartardóttir er makaðsstjóri indó, nýs áskorendabanka á Íslandi. Hún útskrifaðist með MSc gráðu frá HÍ í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum og hefur frá útskrift starfað sem vörustjóri hjá VÍS og Landsbankanum og rekið sína eigin markaðsstofu.
Hildur segir að hugmyndin á bakvið indó byggi á því að hafa áhrif til góðs en fólkið á bakvið indó hefur mikla reynslu af fjármálamarkaði og nýsköpun. indó leggur upp með það að hafa hlutina einfalda og gegnsæja með það að markmiði að viðskiptavinir skilji hvernig bankinn virkar og að þeir muni hafa gaman að því að nota hann. Til að byrja með mun indó bjóða upp á debetkortareikning þar sem allar innstæður verða lagðar beint inn til Seðlabankans og því 100% öruggar. Þjónusta indó er rafræn og því aðgengileg hvar og hvenær sem er í gegnum snjallsíma.
9/30/2020 • 27 minutes, 35 seconds
FKA Silja Mist Sigurkarlsdóttir
Silja Mist Sigurkarldóttir er markaðstrjóri Nóa Síríus. Í þessu viðtali segir Silja okkur frá því hvernig er að vera markaðsstjóri yfir einu af elstu vörumerkjum landsins. Við komum inn á vöruþróun, markaðsmál, starfsmannamál og auðvitað FKA.
9/30/2020 • 33 minutes, 29 seconds
FKA Eydís Rós Eyglóardóttir
Eydís Rós er býflugnabóndi, ferðaþjónustubóndi, nautgripabóndi, viðskiptafræðingur, förðunarfræðingu, FKA kona og nemi í bændaskólanum á Hvanneyri svo fátt eitt sé nefnt. Þessi kraftmikla konu segir okkur sögu sína og útskýrir fyrir okkur hvað felst í því að vera með býflugur á Íslandi.
9/22/2020 • 26 minutes, 42 seconds
104. Bjarni K. Thors
Bjarni stofnandi og eigandi Brandson kom í vital hjá Óla Jóns í sumar.Bjarni fer vel yfir hvernig ferlið er í sölu og markaðsmálum hjá honum, hvaða tól hann notar og hvernig.
9/16/2020 • 1 hour, 3 minutes, 45 seconds
FKA Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir
Sigríður Bylgja er 33 ára gamall frumkvöðull sem er búin að vera að vinna af öllu sínu hjarta að verkefni undanfarin fimm ár sem er Tré Lífsins. Í þessu viðtali sem var tekið í sumar segir Sigríður okkur frá Tré lífsins frá menntun sinni og þeim ævintýrum sem hún hefur lent í sem er fjölmörg þrátt fyrir ungan aldur.
9/15/2020 • 40 minutes, 49 seconds
103. Silja Thor
Silja Thor sem er Startup Coach hitti Óla Jóns í sumar í heimsókn sinni til Íslands. Silja hefur búið í 9 löndum en býr í núna í Hollandi. Hún hefur mikla reynslu í hinum stóra Startup heimi, hún segir okkur frá honum og sínu starfi. Silja segir okkur líka frá hjálparstarfi sem hún vinnur í Úganda ásamt ýmsu fleiru. Silja stendur einnig fyrir námskeiðum með Ellen Ragnars sem kom í þátt 73 á femalefounder.io
Inner Tribe er einnig eitt af fjölmörgum verkefnum sem Silja kemur að og hægt að nálgast allar upplýsingar um það hér.
Silja hvetur alla sem hafa áhuga á að hafa samband við sig í gegnum Linkedin.
9/11/2020 • 28 minutes, 26 seconds
FKA Ásta Guðmundsdóttir
Ásta Guðmundsdóttir er forstöðumaður Kerfisreksturs og Framlínuþjónustu hjá Origo.
Ásta segir okkur frá því að hún eignaðist barn áður en hún varð 18 ára eftir að hafa flosnað upp úr námi en svo kom vendipunktur þar sem hún ákvað að fara í meira nám og flutti á Bifröst. Þar kláraði hún viðskiptafræði og í kjölfarið fór hún svo til Bretlands í meistaranám í verkefnastjórnun.
Ásta segir okkur þessum tímum ásamt lífinu í dag, vinnunni og fjölskyldunni.
9/10/2020 • 30 minutes, 4 seconds
102. Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir
Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar er gestur Óla Jóns í þætti 102. Við ræddum markaðsmál, menntun, lífið og tilveruna.
Hulda kemur einnig inn á hvernig er hægt að nýta sér betur samfélagsmiðla til markaðsetningar og algeng mistök í því sambandi. Við ræðum golf og fótbolta en Hulda sem er frá Akranesi starfaði um tíma hjá ÍA og er einnig menntaður golfkennari.
9/2/2020 • 51 minutes, 54 seconds
FKA Rakel Lind Hauksdóttir
Rakel Lind Hauksdóttir er fjármála- og fjáröflunarstjóri hjá SOS barnaþorp. Í þessu einlæga viðtali segir Rakel okkur frá því meðal annars hvað varð til að hún hóf störf hjá SOS barnaþorp. Rakel segir okkur einnig frá starfseminni þar og sögunni.
Rakel sem nýlega var kjörin í stjórn FKA framtíð segir okkur frá því hvers vegna hún telur mikilvægt að taka þátt í félagsstörfum ásamt því að segja okkur frá því hvaða félagsstörfum hún hefur tekið þátt í.
9/2/2020 • 32 minutes, 32 seconds
101. Gréta María Grétarsdóttir
Gréta sem ólst upp úti á landi segir það forréttindi að alast upp upp þar. Íþróttir hafa alltaf átt stóran þátt í lífi Grétu en hún á að baki glæstan feril í körfuboltanum bæði sem leikmaður og þjálfari. Hún þjálfaði meistaraflokk KR og segir okkur frá því að það hafi í raun verið fyrsta alvöru stjórnunarstaðan. Bæði sem þjálfari og stjórnandi hefur Gréta lagt áherslu á að hjálpa fólki að hafa trú á sér. Gréta sem útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólinn í Hamrahlíð segist ekki hafa verið dæmigerður MHingur. Gréta lærði svo vélaverkfræði í háskóla. Meistarverkefnið hennar fjallaði svo um vöruþróun. Gréta starfaði meðal annars hjá Arionbanka í 6 ár, sem fjármálastjóri hjá Festi og svo sem framkævmdastjóri Krónunnar. Eins og áður segir lítur Gréta á sitt aðal hlutverk sem stjórnanda að hjálpa sínu fólki að vaxa.
Gréta leggur einnig mikla áherslu að fyrirtæki geri allt sem þau geta til að láta gott að sér leiða og nefnir sem dæmi í umhverfsimálum og í jafnréttisbaráttu. Að allir nýti sín tækifæri eins og þær geta til góðs. Hún telur einnig mikilvægt að þora að viðurkenna mistök og það er ekkert af því ef þú lærir af þeim, allir eru mannlegir. Listin að mistakast opinn hádegisfundur sem gréta hélt í HR kemur einmitt inn á það. Við ræðum einnig um konur í stjórnum og veltum upp spurningunni, hvers vegna þær séu ekki fleiri.
8/26/2020 • 47 minutes, 11 seconds
FKA Ragnheiður H Magnúsdóttir
Við höldum áfram að ræða við félagskonur FKA. Í þetta skiptið er það Ragnheiður H. Magnúsdóttir en hún er vélaverkfræðingur og master í framleiðsluverkfræði frá Álaborgarháskóla árið 2000.
Ragnheiður segir okkur frá námi sínu, starfsferli fram að þessu ásamt því að koma inn á hin ýmsu mál varðandi jafnrétti og baráttumál kvenna.
8/26/2020 • 40 minutes, 40 seconds
100. Óli Jóns
Þá er komið að þætti 100 af hlaðvarpinu með Óla Jóns. Þegar stefndi í að þessi þáttur væri á næsti leiti spurði ég á Linkedin hvern fólk vildi sjá í þessum hundraðasta þætti. Þórarinn Hjálmarsson stakk upp á því að tekið yrði viðtal við mig Óla Jóns og þessa vegferð. Þessi tillaga fékk góðan hljómgrunn og úr varð að hann tók viðtal við mig.
Þórarinn sem er markaðsstjóri Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands og stjórnarmaður í Félagi viðskipta- og hagfræðinga (FVH) ásamt því að vera stundarkennari í markaðsfræði.
Fyrir um sjö árum síðan ákvað hann og kona hans að fá sér hund og átti sú ákvörðun eftir að breyta lífi þeirra til hins betra. Með hundinum fylgdi mikil hreyfing en það gat þó verið erfitt að koma sér fram úr klukkan 5 á morgnana til að hreyfa hundinn. Óli byrjaði að hlusta á erlend hlaðvörp um sölu og markaðssetningu til að stytta sér stundir og skemmta sér í göngutúrunum. Hann les að jafnaði um eina bók um markaðsmál á viku, til að halda í við síbreytilegan markað og hlaðvörp var önnur leið til að bæta þá þekkingu.
8/12/2020 • 44 minutes, 56 seconds
99. Freyr Ólafsson
Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi og formaður frjálsíþróttasambandsins er gestur minn í þætti númer 99 af Hlaðvarpinu á Jóns. Freyr sem er fjögurra barna faðir, íþróttafræðingur, tölvunarfræðingur og pistlahöfundur svo fátt eitt sé nefnt segir okkur frá lífi í leik og starfi í þessu viðtali. Freyr fer líka yfir hvað honum finnst mikilvægt í stjórnun fyrirtækja, hvar tækifæri liggja oþh.
8/5/2020 • 35 minutes, 1 second
FKA Snjólaug Ólafsdóttir
Einn af síðustu viðmælendum mínum í þessari þáttaröð FKA og Jóns er dr. Snjólaug Ólafsdóttir.
Snjólaug er doktor í umhverfisverkfræði frá Háskóla Íslands og með BS gráðu í efnafræði frá sama skóla. Hún valdi námið sem hún fór í af því að hún vildi kynnast umhverfinu og auka skilning sinn og annarra á því. Snjólaug fór í efnafræði til að læra betur um umhverfismál, og síðan í umhverfisverkfræðina í framhaldinu. Í náminu lagði hún áherslu á endurnýjanlega orku og loftgæði og eyddi miklum tíma í að hugsa eins og gasmólíkúl.
8/5/2020 • 31 minutes, 12 seconds
FKA Erla Ósk Pétursdóttir
Erla starfar hjá fjölskyldufyrirtækinu Vísi hf í Grindavík. Í þessu spjalli segir hún okkur frá námi og starfi sínu í Bandaríkjunum, hvers vegna hún staldraði þar við eftir nám. Erla segir okkur líka frá því hvernig það er að alast upp við fiskinn og sjóinn og í fjölskyldurfyrirtæki. Einnig förum við inn á það hvernig viðhorf íslendinga hefur breyst gagnvart sjávarútvegsfyrirtækjum og öllum þeim breytingum sem hafa orðið á síðustu árum.
Á visirhf.is segir um fyritækið “Vísir er rótgróið, kröftugt og framsækið íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki þar sem öll áhersla er lögð á ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði. Fyrirtækið býr yfir góðum skipaflota útbúnum til línuveiða og rekur saltfiskvinnslu og frystihús í Grindavík. Afurðir Vísis eru fjölbreyttar, unnar úr fyrsta flokks hráefni, og framleiddar fyrir breiðan hóp kröfuharðra viðskiptavina vítt og breitt um heiminn. Vísir hefur í 50 ár notið mikillar gæfu og haft á að skipa metnaðarfullu og tryggu starfsfólki – mannauður fyrirtækisins er því lykillinn að farsælum rekstri þess. “
7/28/2020 • 33 minutes, 12 seconds
FKA Svana Jóhannsdóttir
Fyrir tæpum mánuði síðan koma í heimsókn til mín hún Svana Jóhannsdóttir eftir að hafa sent mér póst um að koma í spjall með þessari kynningu "Ég hef búið í Ecuador sem skiptinemi, í Argentínu til að læra að syngja tangó, í London sem aðstoðarleikstjóri og sýningarstjóri í fjórum leikhúsum á West End, í Barcelona sem viðskiptafræðinemi og seinna í spænskri sveit sem eiginkona sláturhússstjórans".
7/25/2020 • 41 minutes, 55 seconds
98. Harpa Guðmundsdóttir
Það var mér sönn ánægja og mikill heiður að fá að spjalla í stutta stund við kjarnakonuna og frumkvöðulinn Hörpu Guðmundsdóttur núna í júli.
Harpa sem er iðjuþjálfi tók þátt í því að stofan Vesturafl sem er "geðræktar og virknimiðstöð fyrir fólk sem vegna sjúkdóma, veikinda og/eða annarra tímabundinna aðstæðna býr við skert lífsgæði og getur því ekki tekið eins virkan þátt í samfélaginu og það óskar. Í Vesturafli er boðið uppá fjölbreytta þjónustu við hæfi hvers og eins. Í miðstöðinni er starfandi iðjuþjálfi sem aðstoðar fólk við að setja sér markmið og finna leiðir til að ná þeim"
Harpa segir okkur frá tilkomu Vesturafls, hvernig rekstrinum er háttað ásamt því hvernig það er að búa á Ísafirði.
Skemmtilegt viðtal við konu sem svo sannarlega lætur ekki sitt eftir liggja og lætur hendur standa fram úr ermum í öllu sem hún fæst við.
7/23/2020 • 32 minutes, 7 seconds
FKA Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
Það er óhætt að segja að Ágústa Sigrún sé með marga hatta. Hún er menntuð í og hefur starfað við markþjálfun, mannauðsstjórnun, sáttamiðlun, fararstjórn og söng svo eitthvað sé nefnt. Í þessu viðtalið fer Ágústa yfir þetta ásamt mörgu fleiru.
7/21/2020 • 27 minutes, 5 seconds
FKA Eva Magnúsdóttir
Ég hitti Evu Magnúsdóttur í júní síðast liðnum og þar ræddum við um hennar líf og störf. Hún sagði mér frá fyrirtækinu sínu Podium en það býður uppá sérfræðikunnáttu í stefnumótun, sjáfbærni og ímynd fyrirtækja. Eva sagði okkur líka frá Landvættinum sem hún er að taka þátt og frá FKA.
7/17/2020 • 39 minutes, 13 seconds
FKA Thelma Kristín Kvaran
Skemmtilegt viðtal við Thelmu Kristínu Kvaran þar sem hún segir okkur frá sínum náms og starfsferli, útskýrir fyrir okkur Jafnvægisvogina og ræðir um FKA framtíð og margt fleira.
7/15/2020 • 31 minutes, 22 seconds
97. Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson frumkvöðull og stofnandi Expluria er viðmælandi Óla Jóns í þætti 97.
Þór segir okkur frá startup verkefnum sem hann hefur komið að og kynnir okkur einnig fyrir Expluria.
Á expluria.com segir um fyrirtækið
"We believe connectivity and communication help create unforgettable travel experiences
Expluria empowers tour operators, guides and booking offices, helping them provide unrivalled customer service experiences to travellers.
Our app is powered by a rich feature set that includes real-time notifications, all designed to help tour operators to do what they do best."
7/15/2020 • 31 minutes, 34 seconds
96. Þóranna Jónsdóttir
Í þessum þætti fáum við að heyra í Þórönnu Jónsdóttir en hún er markaðs- og kynningarstjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Þóranna segir okkur frá SVÞ, og leiðinni frá leiklist og söng í störf við markaðsmál, hvað efnismarkaðssetning er og margt fleira.
7/8/2020 • 28 minutes, 11 seconds
FKA Lilja Bjarnadóttir
Í þessum þætti fáum við að kynnast Lilju Bjarnadóttur.
Lilja er með fyrirtækið Sáttaleiðin sem hún hefur rekið frá árinu 2015 og er ein af fáum starfandi sáttamiðlurum á landinu. Lilja hjálpar fólki að leysa ágreiningsmál af ýmsum toga, t.d. skilnaðarmál, umgengnismál, erfðamál, viðskiptadeilur, samskiptaerfiðleika á vinnustað og margt fleira.
7/7/2020 • 24 minutes, 5 seconds
FKA Hafdís Erla Bogadóttir
Við höldum áfram að ræða við skemmtilegar FKA konur í þetta skiptið er það frumkvöðullinn Hafdís Erla Bogadóttir. Þessa dagana er hún og hennar fólk að kynna nýtt Ratleikjaapp. Appið er unnið í samvinnu við sveitarfélög og er það Akranesbær sem ríður á vaðið í tengslum við Írska daga.
7/2/2020 • 28 minutes, 42 seconds
95. Einar Þór Gústafsson
Gestur minn í þetta sinn er Einar Þór Gústafsson meðstofnandi Getlocal sem er 4 ára sprotafyrirtæki sem hefur stækkað hratt. Í dag er Getlocal með 60 kúnna í 40 löndum. Einar segir að Getlocal sé einskonar Shopify fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu.
7/2/2020 • 33 minutes, 8 seconds
FKA Olga Björt Þórðardóttir
Olga Björt Þórðardóttir er útgefandi og ritstjóri bæjarblaðsins Hafnfirðingur. Hún er með BA gráðu í íslensku og MA í blaða- og fréttamennsku. Olga Björt segir frá því hvað varð til þess að hún valdi fjölmiðlun, eftir að hafa starfað víða á vinnumarkaði til að finna sína styrkleika og réttu fjalir. Hún kynntist fjölmiðlafræðum þegar hún kláraði „loksins“ stúdentspróf 32 ára í FB, eftir að hafa stefnt á guðfræði. Hún segir frá starfsumhverfi fjölmiðla í dag, hvernig rekstur bæjarblaðs gengur fyrir sig og hversu mikilvægt er að allir finni leiðina að skemmtilegasta starfi í heimi sem lætur okkur finnast við aldrei vera í vinnunni.
6/29/2020 • 29 minutes, 59 seconds
FKA Dísa Óskarsdóttir
Næst á dagskrá í þessari nýju þáttaröð þar sem Óli Jóns hittir FKA konur er Dísa Óskarsdóttir.
Ég heimsótti Dísu í Skjaldarvík rétt við Akureyri þar sem hún rekur gistiheimili. Dísa sem er grafískur hönnuður hefur skreytt gistiheimilið með verkum sem hún sjálf hefur gert. Á Skjaldarvík er líka hestaleiga og veitingastaður, þegar ég kom í heimókn var frekar rólegt yfir staðnum enda Kovid búið að hafa mikil áhrifa á íslenska ferðaþjónustu líka og annarsstaðar í heiminum. En það var engan bilbug að finna á Dísu enda með mörg járn í eldinum.
6/24/2020 • 27 minutes, 1 second
94. Magnús Hafliðason
Magnús er í dag forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Sýnar. Magnús starfaði í mörg ár hjá Dominos, einnig hjá Joe & the Juice ásamt því að sitja í stjórn ÍMARK og fjölda fyrirtækja.
Magnús segir okkur frá árunum hjá Dominos og muninum á því að starfa að markaðsmálum annars vegar á Íslandi svo hinum norðurlöndunum.
6/24/2020 • 36 minutes, 40 seconds
FKA Sigríður Hrund Pétursdóttir
Ný þáttaröð þar sem Óli Jóns tekur púlsinn á FKA konum.
Sigríður Hrund Pétursdóttir eigandi Vinnupalla ehf, fjárfestir og FKA kona ríður á vaðið í fyrsta þætti af þessari nýju þáttaröð.
Við ræðum meðal annars, lífið, menntun, fyrirtækjarekstur, fjölskyldulíf og jafnrétti. Áhugavert og skemmtilegt viðtal við Sigríði.
6/22/2020 • 47 minutes, 25 seconds
93. Haukur Jarl Kristjánsson
Haukur Jarl er titlaður hjá Performance Marketing Director hjá The Engine sem er hluti af Pipar/TBWA en hann hefur starfað að markaðsmálum í mörg ár.
Í þessu viðtali spjöllum við Haukur um ýmislegt sem snýr að SEM (searh engine marketing) um markmiðasetningu mælingar og margt fleira.
Haukur hefur starfað fyrir mörg stór vörumerki hér heima og erlendis ástamt því að vinna til verðlauna fyrir störf sýn.
6/19/2020 • 44 minutes, 29 seconds
92. Andri Jónsson
Andri Jónsson stofnaði Barnaloppuna ásamt Guðríði Gunnlaugsdóttur. Barnaloppan sem er að erlendri fyrirmynd er staður þar þú getur keypt og selt notaðar barnavörur.
Á barnaloppan.is segir;
"Í Barnaloppunni getur þú bæði keypt og selt notaða barnavöru, allt frá fötum og leikföngum til barnavagna og bílstóla. Sem seljandi leigir þú bás (erum með 205 bása til leigu) í eina viku að lágmarki og verðleggur sjálf/ur vörurnar þínar. Verðmiða með strikamerki munum við svo útvega í verslun okkar, og þegar vörurnar eru komnar í básinn sjáum við um restina. Við þjónustum viðskiptavini verslunarinnar og sjáum um söluna fyrir þig. Þú hefur möguleika á að fylgjast með sölunni þinni rafrænt, og við greiðum þér svo söluhagnaðinn með millifærslu samdægurs. Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt!"
6/10/2020 • 35 minutes, 10 seconds
91. Þórhildur Edda Gunnarsdóttir
Þórhildur Edda eigandi og ráðgjafi hjá Parallel er gestur Óla Jóns í þætti 91.
Parallel sérhæfir sig í greiningu og stjórnun stafrænna verkefna, innleiðingu nýrra verkferla og stefnumótun fyrir stafræna umbreytingu. Í þessu viðtalið kryfjum við hvað stafræn umbreyting er, afhverju hún er mikilvæg og fyrir hverja hún er. Þórhildur segir okkur frá ferlinu sem þau hjá Parallel fóru í gegnum með Kringlunni nýverið.
6/3/2020 • 22 minutes, 29 seconds
90. Ari Steinarsson
Ari Steinarsson er gestur þáttar númer 90, Ari kom líka í heimsókn til Óla Jóns í þætti 2. Margt hefur gerst hjá Ara síðan þá, helst ber auðvitað að nefna að hann er orðinn afi. Ari hefur einnig ásamt fleirum stofnað fyrirtækið YAY þar sem hann er framkvæmdastjóri.
5/26/2020 • 32 minutes, 47 seconds
89. Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar er gestur Óla í þætti 89. Umræðuefnið er verkefnið Stafrænt Ísland. á stafraent.island.is segir um verkefnið
"Við vinnum að margvíslegum verkefnum sem öll stuðla að því að gera opinbera þjónustu skilvirkari og notendavænni."
5/20/2020 • 27 minutes, 50 seconds
88. Leiry Seron
Í þessum þætti sem er frumraun Óla að taka viðtal í gegnum fjarfundabúnað ræðir hann við Leiry Seron en hún er frá Honduras.
Leiry kom til Íslands fyrir nokkrum árum og heillaðist alveg, hún hefur meðal annars búið í Reykjavík og á Þingeyri. Leiry er grafsíkur hönnuður og frá heimalandi sýnu en lagði einnig stund á nám við Listaháskóla Íslands. Leiry heldur úti hlaðvarpi sem hún kallar Creative Democracy um það hlaðvarp segir;
"We talk about creativity, challenge the way we think about things, and celebrate the joy of creating, as well as the risk and courage that inevitably come along."
5/13/2020 • 31 minutes, 24 seconds
87. Gunnar Þór Sigurjónsson
Gunnar Þór Sigurjónsson er gestur minn í þætti 87. Gunnar Þór er upplýsingaöryggisstjóri hjá samkeppniseftirlitinu og ljósmyndari.
Gunnar segir okkur frá starfi sýnu hjá samkeppniseftirlitinu og kemur með góð ráð varðandi upplýsingaöryggi. Hann segir okkur frá því hvað ber að varast til dæmis í sambandi við lykilorð og hvaða tölvupóstföng við erum að nota.
5/8/2020 • 27 minutes, 31 seconds
86. Edda Hermannsdóttir
Edda Hermannsdóttir kom í heimsókn og sagði okkur frá nýútkominni bók sinni Framkoma.
5/7/2020 • 30 minutes, 37 seconds
85 Jón Ingi Gunnarsson
Jón Ingi er verslunarstjóri hjá Iceland Engihjalla. Hann segir okkur frá áskorunum í sýnu starfi, kostina og gallana. Jón Ingi hefur starfað í 17 ár í matvöruverslunum og hefur því mikla reynslu á þessu sviði. Jón Ingi segir okkur líka frá því hvernig þau hafa þurft að bregðast við vegna Covid 19 hjá Iceland, hvernig starfsfólk og viðskiptavinir hafa brugðist við. Einnig segir Jón Ingi okkur frá því hvernig verslunarmynstur hefur breyst hjá fólki á þessum tímum.
4/30/2020 • 22 minutes, 2 seconds
84. Ólöf Rún Tryggvadóttir
Ólöf Rún Tryggvadóttir stofnaði Eylíf heilsuvörumerkið 2018, eftir að hafa selt fyrirtækið sitt, IceCare árið 2017. Hún segir frá sínum ferli fram að stofnun fyrirtækisins, hvers vegna hún seldi það og hvaða verkefni það eru sem hún er að fást við í dag með Eylíf og framtíðarplönin.
4/22/2020 • 37 minutes, 37 seconds
83. Fjóla Guðrún Friðriksdóttir
Fjóla G. Friðriksdóttir eigandi Spa of Iceland er gestur Óla í þætti 83. Fjóla rekur fyrir okkur sýna sögu í viðskiptalífinu á Íslandi. Fjóla rak ásamt manni sínum heildsölu sem seldi leikfangabíla til að byrja mér en þróaðist svo síðar út í snyrtivörur ofl.
Fjóla stofnaði með annars apótek og rak um tíma brugghús og veitingastað í í Grandagarði 8.
4/15/2020 • 48 minutes, 2 seconds
82. þáttur Paula Gould
Í þessum þætti spjöllum við Paula Gould í annað sinn. Hún kom til mín í þátt 30 í júlí 2017.
Við ræðum hvað á daga Paula hefur drifið síðan og þá helst nýja fyrirtækið hennar Float and Gather
Á floatandgather.com segir:
Founded by Paula Gould in the fall of 2019, Float and gather helps internationally-minded companies, entrepreneurs and artists strategize and execute on their go-to-market and growth initiatives between North America and Europe.
Float and gather works with brilliant companies and projects across Europe and North America. Float and Gather’s founder Paula Gould is a go-to-market and growth strategy consultant, speaker and MarComm executive. She previously served as Head of Brand Communications at Men&Mice (acqu. by Stefnir SÍA III), CMO at Greenqloud (acqu. by NetApp), Board Member at CLARA (acqu. by Jive Software) and Principal at Frumtak Ventures, where she led international growth, brand and marketing initiatives internationally. She has extensive experience working with growth and startup companies from the US and Europe. Paula has held additional C-level, interim C-level and advisory roles throughout her career.Prior to these appointments Paula owned PEG PR, a boutique Communications firm at the intersection of IT and entertainment, where she advised and nurtured the growth of an international roster of clients ranging from social media, video and gaming platforms to a fuel cell manufacturer and notable award-winning artists.
4/8/2020 • 50 minutes, 5 seconds
81. Ásgeir Höskuldsson
Ásgeir sem er markaðsstjóri Dohop kom í viðtal í byrjun mars. Hann fer yfir starfsferil sinn í þessu viðtali sem er mjög áhugaverður og skemmtilegur. Ásgeir hefur til dæmis starfað fyrir Niktia, Artic Adventures, West Tours og Cintamani. Við fáum að vita allt um starfsemi Dohop sem er tölvuvert meiri en margir vita.
3/26/2020 • 37 minutes, 24 seconds
80. Sturla Þórhallsson Splitti
Sturla stofnaði fyrirtæki Splitti með félaga sínum Hannesi Baldurssyni í upphafi árs 2019. Í þessu viðtali segir Sturla okkur frá Splitti, hversvegna það varð til og hvað þjónustu þeir bjóða uppá.
3/18/2020 • 36 minutes, 57 seconds
79. Jón Gunnar Geirdal
Gestur Óla Jóns í þætti 79 er athafnamaðurinn, námsmaðurinn, fjölmiðlamaðurinn og fjölskyldumaðurinn Jón Gunnar Geirdal.
Jón fer yfir í þessu viðtali hluta af þeim fjölmörgu verkefnum sem hann hefur komið að í gegnum tíðina. Í fjölbrautarskólanum í Garðabæ hófst útvarpsferill Jóns þegar hann fór á dagskrárgerðarnámskeið hjá Þorsteini Joð ásamt félaga sínum Þór Bæring (viðmælanda í þætti 5). Jón starfaði meðal annars á Útrás, Sólinni, Fm 957, Xinu og Mono. Jón starfaði hjá Skífunni við markaðsmál í 9 ár meðal annars við að markaðssetja bíómyndir og tónlist.
3/4/2020 • 59 minutes, 37 seconds
78. Ragnhildur Ágústsdóttir
Í þessu þætti spjallar Óli Jóns við Ragnhildi Ágústsdóttir sem er með þann skemmtilega titil Sölustjóri samstarfsaðila og SMB fyrirtækja hjá Microsoft á Íslandi.
Ragnhildur hefur hjá Microsoft í að verða 4 ár og hefur líkað mjög vel. Hún vinnur mest með samstarfsaðilum Microsoft á Íslandi, sem eru rétt ríflega 100 talsins ef allt er talið með. Starfið gengur í raun út á að ráðleggja samstarfsaðilunum í sölu á Microsoft lausnum, hvaða virði felst í lausnunum fyrir viðskiptavini og reyni eftir fremsta megni að aðstoða samstarfsaðilarnir í því að koma þessu virði á framfæri til viðskiptavina með skýrum og kraftmiklum hætti.
Ragnhildur er stofnandi að Icelandic Lava Show ásamt manninum sínum. Hann er framkvæmdastjóri og sér um allan daglegan rekstur og hún er stjórnarformaður og er einnig að “vasast í ýmsum málum þessu tengdu á kvöldin og um helgar þegar tími gefst”.
Ragnhildur segir okkur frá tilkomu þess að hún stofnaði á sínum tíma (2013) BLÁAN APRIL - styrktarfélag barna með einhverfu og var formaður þess í 6 ár. Það gerði hún að stórum hluta vegna þess að hún tók eftir því - verandi móðir tveggja drengja á einhverfu rófinu - að það skorti verulega á almennan skilning á einhverfu og það voru ofsalega miklir fordómar við lýði þegar fjölskyldan flutti heim frá Danmörku þar sem strákarnir hennar voru greindir.
2/26/2020 • 51 minutes, 52 seconds
77. Birkir Fannar Einarsson
Á dögunum fékk ég í heimsókn til mín Birkir Fannar Einarsson. Vestmanneyingurinn Birkir sem er nú ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og klikkar heldur ekki á því í þessu viðtali.
Hann er markaðsstjóri Godo í dag, Godo er fyrirtæki sem er með alhliða þjónustu fyrir gististaði.
Birkir rak auglýsingastofuna Verðandi í nokkur ár ásamt Steinþóri félaga sínum. Hann hefur sterkar skoðanir á starfsemi birtingahúsa og auglýsingastofa á Íslandi í dag, Birkir segir meðal annars;
"Ímark og fleiri mættu hugleiða að verðlauna frekar þá sem eru að hámarka fjárfestingu, frekar en þá sem eyða mest".
Hressandi viðtal við
2/19/2020 • 31 minutes, 11 seconds
76. Björgvin Pétur Sigurjónsson
Björgvin segir okkur í mjög opinskáu viðtali um hvernig það var að alast upp í körfuboltabænum Njarðvík án þess að hafa "íþróttagenin" í sér.
Hann hefur alltaf verið hrifinn af sköpun, tók aðeins í gítarinn sem unglingur og er ný byrjaður á því aftur. Eftir að hafa farið í grafíska miðlum opnaðist þessi heimur fyrir Björgvin og línan þannig lögð. Vann um tíma hjá Morgunblaðinu eftir útskrift. Í framhaldi fór hann í margmiðlunarhönnun í Danmörku.
2/12/2020 • 43 minutes, 25 seconds
75. Renata Sigurbergsdóttir Blöndal
Í þetta skiptið fékk ég til mín Renötu Sigurbergsdóttur hún starfar í dag hjá Krónunni og er yfir viðskiptaþróunn þar. Renata hefur einnig starfað hjá Landsbankanum, Meniga og CCP og segir hún okkur störfum sínum þar og ólíkri menningu þessara fyrirtækja.
2/5/2020 • 48 minutes, 41 seconds
74. Ólafur Örn Nielsen
Ólafur Örn kom í heimsókn til mín í nóvember síðastliðnum. Ólafur sagði okkur frá dögum sínum hjá Árvakri og Eddu útgáfu. Tíminn hjá WOW var líka ræddur þar sem Ólafur leiddi stafræna hlutann á upphafsárum WOW. Hann segir okkur líka frá því þegar hann og Steinar Ingi sem kom til mín í þátt 56 stofnuðu Form 5 sem síðar varð Kolibri.
1/20/2020 • 41 minutes, 41 seconds
73. Ellen Ragnars Sverrisdóttir
Í fyrsta þætti ársins 2020 er viðtal sem ég tók við Ellen Ragnars Sverrisdóttur í nóvember 2019.
Ellen segir okkur frá frumkvöðlaheiminum, frá sumarstörfum sínum í London á menntaskólaárunum, og fyrirtækinu hennar Ragnars.
1/6/2020 • 45 minutes, 26 seconds
72. Kristín Hrefna Halldórsdóttir FLOW
Í þessum þætti spjalla ég við Kristínu Halldórsdóttur framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá FLOW. Kristín Hrefna er með MBA frá Háskóla Íslands og var í viðskiptaþróunarteymi Meniga í 5 ár en síðast var hún sérfræðingur í gagnagreiningu hjá Valitor. Á árunum 2007-2010 var Kristín Hrefna framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.
12/5/2019 • 38 minutes, 17 seconds
71. B) Sigurður Úlfarsson Múlalundi taka 2
Þátturinn virðist ekki skila sér í fullri lengd á alla spilara svo við setjum hann inn aftur.
11/26/2019 • 46 minutes, 37 seconds
71. Sigurður Úlfarsson Múlalundi
Stór skemmtilegt spjall við Sigurð Úlfarsson framkvæmdastjóra Múlalundar.
Sigurður segir okkur frá sjálfum sér hvar hann hefur verið að vinna og sinni mentun. Einnig segir hann okkur frá sögu Múlalundar vinnustofu SÍBS, og þeim áskorunum sem hann rekst á í sinni vinnu.
11/20/2019 • 46 minutes, 37 seconds
70 .Bala Kamallakharana
Það þarf líklega ekki að kynna neinn sem hefur verið í íslenska startupheiminum undan farin ár fyrir Bala en hann hefur mikið látið að sé kveða þar. Meðal annars stofnaði hann Startup Iceland sem er árlega ráðstefna tileinkuð frumkvöðlum og frumkvöðla starfsemi.
Í þessu viðtali sem er á ensku segir Bala okkur frá Startup Iceland, af hverju hann er á Íslandi, ógnir og tækifæri í íslendkum frumkvöðla heimi ásamt mörgu öðru.
11/13/2019 • 34 minutes, 38 seconds
69. Inga Rós Antoníusdóttir
Nýr þáttur á jons.is Inga Rós Antoníusdóttir verkefnastjóri stafrænnar ferðaþjónustu hjá Ferðamálastofu er gestur minn í þessum þætti.
Við förum yfir víðan völl í markaðsmálum fyrir ferðaþjónustu á Íslandi.
10/30/2019 • 28 minutes, 50 seconds
68. Bergur og Andri Virkja
Bergur og Andri hjá Virkja er gestir mínir í þessum þætti. Þeir segja okkur frá þeirra fyrirtæki, þeirra hugsjónum ásamt því hvað þeir hafa verið að gera undanfarin ár. Um Virkja segir á virkja.is "Sprottið af ástríðuVirkja var stofnað af Laufeyju Haraldsdóttur í byrjun árs 2018. Laufey lærði markþjálfun hjá Evolvia og þekkir það af eigin reynslu hvað markþjálfun getur gert fyrir fólk sem vill ná lengra á sinn eigin mælikvarða. Laufey er frumkvöðull og hefur komið víða við í atvinnulífinu. Ástríða hennar fyrir markþjálfun hefur spilað stóran þátt í lífi hennar og í dag er hún starfandi ACC markþjálfi. Hún vinnur með einstaklingum, hópum og fyrirtækjum ásamt því að halda uppbyggjandi námskeið og fyrirlestra. Hún er einnig í frábæru kennara teymi Profectus og kennir þar gunnnám markþjálfunar."
Námskeið sem eru komin á dagskrá hjá Virkja er meðal annars byrjenda námskeið í Wordpress
"WordPress námskeið fyrir byrjendurVefsíða frá grunniÞetta námskeið er fyrir þá sem vilja komast hratt af stað í vefsíðugerð. Þátttakendur læra að setja upp eigin vefsíðu frá grunni í WordPress vefumsjónarkerfinu og enda á því að setja vefinn upp á eigin hýsingu. Vefsíðugerð er orðið mjög vítt hugtak í dag. Mikil þróun hefur átt sér stað síðasta áratuginn á því sviði og teygir vefsíðugerð anga sína margar áttir þ.á.m hönnun, forritun, umsjón, markaðssetningu o.fl. WordPress hefur staðist þolraunir þessarar þróunar með mikilli prýði og keyrir drjúgan hluta af vefsíðum internetsins í dag, og ekki af ástæðulausu. WordPress er mjög sveigjanlegt á þann hátt að hægt er að nota það sem umsjónarkefi fyrir vefsíður, vefverslanir, blogg, samfélagssíður og margt fleira. En það er einnig einfalt í notkun og gerir fólki kleyft að smíða alvöru vefsíður án þess að þurfa að kunna forritun eða vefkóðun. Mörg fyrirtæki leitast eftir því að ráða starfsfólk með almenna þekkingu á WordPress. Á þessu námskeiði grisjum við leiðina að því að læra uppsetningu og viðhald vefsíðna á mjög hnitmiðaðan hátt og án ónauðsynlegra útúrdúra."
10/23/2019 • 24 minutes, 19 seconds
67. Rúna Magnúsdóttir
Rúna Magnúsdóttir, alþjóðlegur fyrirlesari og leiðtogaþjálfi, stofnandi og framkvæmdastjóri The Change Makers,með-stofnandi #NoMoreBoxes Viðhorfsvakningarinnar, höfundur bókanna; Branding Your X-Factor og The Story of Boxes, The Good, The Bad and The Ugly, hefur frá árinu 2007 starfað á bæði innlandsmarkaði sem og alþjóðamarkaði við leiðtogaþjálfun, ráðgjöf og markþjálfun með það m.a. að leiðarljósi; Að hjálpa fólki að verða sú breyting sem það vill sjá í heiminum sínum í dag.
10/16/2019 • 31 minutes, 59 seconds
66. Steinar Þór Ólafsson Skeljungi
Steinar Þór Ólafsson markaðsstjóri Skeljungs er meðal annars menntaður íþróttakennari og rak Crossfitstöð í Lúxemburg.
Í þessu í viðtali segir hann okkur frá þeim áskorunum sem liggja fyrir hjá markaðsstjóra í fyrirtæki einsog Skeljung, sem reka sínar bensínstöðvar undir merkjum Orkunnar.
Steinar hefur líka verið mjög duglegur að nýta sér Linkedin, hans mat er að Linkedin sé einn vanmetnasti samfélagsmiðilinn. Hann segist vera óhræddur við að setja inn þar það sem honum finnst og að segja sýnar skoðanir. Mark Ritson barst líka í til en Steinar kláraði nýverið Mini MBA námskeið hjá honum sem hann mælir sérstaklega með.
Á Linkedin hjá Steinari segir um hann og Skeljung:
Ábyrgð á öllu markaðsstarfi Skeljungs á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði á Íslandi sem og hluta af alþjóðlegri sölu félagsins til skipa í N-Atlantshafi.
Skeljungur starfrækir 65 bensínstöðvar á Íslandi undir vörumerkinu Orkan. Á fyrirtækjamarkaði selur og dreifir Skeljungur skipaolíu, eldsneyti, efnavöru og áburði til fyrirtækja og einstaklinga í atvinnustarfsemi ásamt því að reka olíuprammann Bark sem þjónustar m.a. olíu til erlendra skemmtiferðaskipa í Reykjavíkurhöfn.
Skeljungur er móðurfélag Magn, fyrrum Shell í Færeyjum, með 135 starfsmenn og 690 milljón DKK í árlega veltu. En einnig á Skeljungur þriðjungshlut í WEDO eiganda vefverslunarinnar Heimkaup.is
10/2/2019 • 26 minutes, 57 seconds
65. Geirlaug Jóhannsdóttir Hagvangi
Um Geirlaugu segir í umfjöllun Viðskiptablaðsins vegna eigendaskipta hjá Hagvangi;"Geirlaug hefur lokið MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á mannauðsstjórnun og BS gráðu í rekstrarfræðum frá Háskólanum á Bifröst. Hún starfaði áður við Háskólann á Bifröst sem aðjúnkt á viðskiptasviði Háskólans á Bifröst og kenndi þar m.a. mannauðsstjórnun. Hún var um árabil forstöðumaður símenntunar Háskólans á Bifröst og síðar verkefnastjóri tilraunaverkefnis um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi. Áður starfaði Geirlaug sem fræðslustjóri hjá álverinu í Straumsvík. Geirlaug hefur reynslu af sveitarstjórnarstörfum og setið í ýmsum stjórnum, ráðum og nefndum. Geirlaug gekk til liðs við Hagvang árið 2015 og hefur unnið mikið fyrir sveitarfélög og setið í valnefndum vegna ráðninga stjórnenda og sérfræðinga hjá opinberum stofnunum og fjölmörgum fyrirtækjum.
Á hagvangur.is segir um fyrirtækið;"Hagvangur er ráðninga- og ráðgjafafyrirtæki sem býður þjónustu við flest það er snýr að mannauðsmálum. Hjá Hagvangi starfa 9 sérfræðingar, annars vegar við ráðningar og hins vegar við stjórnenda- og mannauðsráðgjöf. Hagvangur hefur alla tíð einbeitt sér að faglegum ráðningum og starfsmannaleit og árið 2013 var endurvakið ráðgjafasvið fyrirtækisins. Hagvangur þjónustar árlega hundruði viðskiptavina við ráðningar, ráðgjöf, persónuleika- og hæfnipróf og margt fleira. Starfsfólk Hagvangs hefur unnið mikið brautryðjendastarf í ráðningum og ráðgjöf á Íslandi. Áralöng þekking og reynsla af atvinnulífi á Íslandi, breytt tengslanet og gott orðspor eru meðal þeirra þátta sem við erum gríðarlega stolt af. Við höfum það að leiðarljósi að leggja stöðuga áherslu á nýjungar í þjónustu og áreiðanleika í öllum þeim störfum sem við tökum okkur fyrir hendur.Í upphafi beindust sjónir Hagvangs mest að ráðningum. Fyrst í stjórnunar- og sérfræðistörf en fljótlega fór Hagvangur að bjóða viðskiptavinum sínum alhliða þjónustu við ráðningar á öllum sviðum atvinnulífisins."
9/19/2019 • 29 minutes, 26 seconds
64. VigdísJóhannsdóttir Pipar/TBWA
Vigdís er gestur Óla Jóns í þessum þætti. Umræðuefnið er sú þjónusta sem Pipar/TBWA býður uppá ásamt því hvað Vigdís finnst hafa breyst í markaðsmálum á hennar ferli sem spannar nú um tuttugu ár. Við ræðum einnig Krossmiðlum sem er ráðstefna sem haldin er núna 13. september 2019.
Á þá ráðstefnu mæta meðal annara John Hunt og Mark Schafer, Bylgja Pálsdóttir, Stella Samúlesdóttir og Ólafur Steinarsson.
9/5/2019 • 24 minutes, 38 seconds
63. Arnar Gísli Hinriksson Digido
Arnar starfar hjá Digido, á vef Digido segir um fyrirtækið; DigiDo er netmarkaðsstofa sem hjálpar fyrirtækjum að ná betri árangri í netmarkaðsmálum með auknum sýnileika á leitarvélum, skilvirkari vefauglýsingum, bestunaraðgerðum á vefsíðu, nýtingu gagna í markaðsaðgerðum og vefmælingum. Okkar áhersla er árangursmarkaðssetning (e. Performance Marketing) þar sem gögn og mælingar eru notuð til árangurs í markaðsstarfi. Arnar sem starfaði hjá CCP og WOW segir okkur frá Growth Hacking er og hvernig það var nýtt hjá CCP og átti að gera hjá WOW. Við ræðum líka Google Ads, samfélagsmiðla, retargeting, vefborða, adblockers,youtube og fleira.
8/28/2019 • 43 minutes, 28 seconds
62. Valdimar Sigurðsson Háskólanum í Reykjavík
Viðtal við Dr. Valdimar Sigurðsson
Prófessor við viðskiptadeild HR. PhD
Dr. Valdimar Sigurðsson er prófessor í markaðsfræði og neytendasálfræði við viðskiptadeild HR. Valdimar lauk doktorsprófi sínu við Cardiff University.
Valdimar hefur birt fjölda greina og bókakafla og unnið til rannsóknarstyrkja. Hann hefur unnið með fjölmörgum fyrirtækjum í markaðsmálum bæði á Íslandi sem og erlendis.
7/11/2019 • 44 minutes, 27 seconds
61. Oddur & Ægir hjá Key Of Marketing
Í þessum þætti komu í spjall hjá Óla Jóns þeir Oddur Jarl Haraldsson og Ægir Hreinn Bjarnason en þeir eiga Key Of Marketing sem sérhæfir sig í að finna bestu leiðirnar fyrir fyrirtæki að markaðssetja sig á samfélagsmiðlum.
Á keyofmarketing.is segir; "Hvernig byrjaði þetta? „Þetta byrjaði allt fyrir um ári síðan þegar Oddur Jarl Haraldsson, sem sjálfur stóð í eigin sölurekstri ásamt mér, Ægi Hreini Bjarnasyni og öðrum félögum sínum, byrjaði að sjá um auglýsingar hjá öðru fyrirtæki meðfram eigin rekstri. Vinir Odds og vandamenn, sem sjálfir áttu fyrirtæki, sáu hversu vel gekk hjá Oddi að markaðssetja og réðu Odd til að sjá um markaðssetningu fyrir sig,“ segir Ægir. Eftir það fór markaðsfyrirtækið Key of Marketing á flug og fluttist eftir stutta starfsemi í glæsilega skrifstofuaðstöðu í Ármúlanum. Ægir kom inn sem sölustjóri fyrirtækisins og réðu þeir inn fleiri starfsmenn til þess að verða við vaxandi eftirspurn. Hvað gerum við? Við sjáum um auglýsingar á Facebook, Instagram, Google, Youtube og Email.Við notum Facebook Pixel-inn mjög mikið sem er hugbúnaður til að finna líklegustu kaupendur. Vefsíðugerð, auglýsingar, portrait myndir, logo, plaggöt, albúm cover, 3D vinnu, animation og fleira.Það eru auðvitað margar leiðir til að gera þetta, en við gerum þetta rétt :)
7/3/2019 • 30 minutes, 18 seconds
60. Friðrik Larsen Brandr
Friðrik Larsen hjá Brandr, Larsen Energy Branding og Háskóla Íslands í góðu spjalli um vörumerki.
Hvað er vörumerki og hvað er ekki vörumerki, starfsemi Brandr og kennslan hjá HÍ er meðal annars það sem við förum yfir.
Friðrik segir okkur líka frá bók sem hann skrifaði og er hægt að nálgast á Amazon Energy Branding: Harnessing Consumer Power.
6/20/2019 • 31 minutes, 13 seconds
59. Magnús Árnason - Nova
Það þarf líklega ekki að kynna Nova fyrir neinum á Íslandi í dag, stærsta skemmtistað í heimi. Sama má segja um Magnús Árnason sem er með titilinn CHIEF DIGITAL OFFICER hann þarf ekki að kynna fyrir markaðsfólki á Íslandi.
Magnús hefur unnið hjá fyrirtækjum einsog Íslandssíma, Latabæ, OZ og sat í stjórn Cintamani. Einnig stofnaði Magnús og rak auglýsingastofuna Vatíkanið ásamt félaga sínum.
Magnús segir okkur frá hvernig Nova stærsti skemmtistaður í heimi vinnur að sýnum markaðssmálum.
Mjög gott spjall sem enginn áhugamaður um markaðsmál má láta framhjá sér fara.
6/12/2019 • 36 minutes, 28 seconds
58. Sesselía Birgisdóttir Advania
Sesselía Birgisdóttir hjá Advania kom í spjall í þessum þætti. Við ræddum markaðsmálin hjá Advania, verkefnin sem hún var áður en hún kom til Advania ss Red Apple Apartments. Sesselía segir okkur líka frá tilkomu viðburðarins Þú sem vörumerki sem haldin var núna í vor og var fullt hús í bæði skiptin.
Á vef stjórnvísi segir um viðburðinn;,,Þú sem vörumerki - leiðir til að auka sýnileika og skara framúr"Faghópur um þjónustu og markaðsstjórnun hélt í morgun vel sóttan fund í HR þar sem á annað hundrað manns mættu.
Sesselía Birgisdóttir var fyrri fyrirlesari dagsins. Hún hefur mikla reynslu af sölu- og markaðsmálum, þá sérstaklega er viðkemur stafrænum heimi sem tekur sífelldum breytingum. Hún hefur hvað lengst starfað í Svíþjóð og er nú forstöðumaður markaðsmála og stafrænnar miðlunar hjá Advania.
6/5/2019 • 41 minutes, 32 seconds
57. Hugrún og Birgitta StudioYellow
Nú í vor útskrifuðust þær Hugrún Rúnarsdóttir og Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir úr Vefskólanum, Þær kíktu í viðtal til mín og sögðu frá hvað varð til þess að þær völdu að fara í Vefskólann, sögðu okkur frá náminu og síðast en ekki síst frá Studio yellow sem þær stofnuðu.
5/29/2019 • 32 minutes, 27 seconds
56. Steinar Ingi Kolibri
Steinar er hönnunarstjóri Kolibri. Hann hefur komið að fjölmörgum verkefnum í vef- og hugbúnaðarþróun á sínum ferli og hefur snertiflöt á flestum þeim verkefnum sem Kolibri kemur að. Hann leiðir framþróun hönnunaraðferða hjá Kolibri og hefur verið í lykilhlutverki í innleiðingu á þjónustuhönnun og hönnunarhugsun (e. design thinking) innan fyrirtækisins. Steinar er með BA gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og MA (Res) gráðu í týpógrafíu & grafískum samskiptum frá Háskólanum í Reading.
5/22/2019 • 39 minutes, 52 seconds
55. Pétur Arason & Maríanna Magnúsdóttir frá MANINO
Áhugavert spjall við Pétur og Maríönnu hjá Manino
Á manino.is segir um fyrirtækið
Við hjá MANINO sérhæfum okkur í stjórnendaráðgjöf, kennslu og að halda framúrskarandi ráðstefnur með fókus á nýsköpun! Við erum heppin að hafa sterkt tengslanet víða um heim og aðgengi að sérfræðingu sem vilja deila reynslu sinni
Maríanna Magnúsdóttir
Umbreytingaþjálfari
Maríanna er umbreytingaþjálfari og breytingaafl með ástríðu fyrir því að hjálpa öðrum að ná árangri. Maríanna hefur sérstakan áhuga á því að ná rekstrarlegum árangri með því að setja fókus á að þróa fólk, byggja upp árangursrík teymi og skapa vinnukerfi þar sem mannauður blómstrar. Maríanna er rekstrarverkfræðingur með M.Sc.gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
Pétur Arason Eigandi Manino og stofnandi Icelandic Lean Institute Arason er Chief Callenger of StatusQuo@Manino og stofnandi Icelandic Lean Institute. Pétur er MSc rekstrarverkfræðingur og sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf og kennslu, ásamt því að þýða fræðibækur. Pétur hefur leitt stefnumótun, stýrt stórum breytingaverkefnum og innleitt lean aðferðir í meira en 15 ár hér heima og erlendis. Pétur hefur í nokkur ár kennt lean í HR, bæði lengri vottuð námskeið fyrir sérfræðinga og styttri námskeið fyrir stjórnendur. Pétur kennir einnig í MBA námi í Háskóla Íslands.
5/15/2019 • 37 minutes, 42 seconds
54. Elvar Páll Sigurðsson Pipar\TBWA
Elvar Páll Sigurðsson er í forsvari fyrir DAN (Digital Arts Network) hjá Pipar\TBWA ásamt því að vera í forsvari fyrir The Engine eftir nýlega sameiningu Pipars/TBWA og The Engine.Elvar hélt skemmtilegan fyrirlestur um gögn og skapandi notkun þeirra ásamt því að sýna á skemmtilegan máta hvernig hann sjálfur bjó til gögn á meðan fyrirlestrinum stóð. Elvar fer líka yfir starfið sitt hjá Pipar, segir okkur muninn á Facebook auglýsingum og Facebook"statusum". Elvar útskýrir A/B testing ásamt því að fara yfir helstu samfélagsmiðla og hvernig er gott að nýta sér þá í markaðssetningu.
10/4/2018 • 26 minutes, 8 seconds
53. Ragnheiður Þorleifsdóttir - Hugsmiðjan
Ragnheiður Þorleifsdóttir framkvæmdarstóri hjá Hugsmiðjunni í fyrsta þætti vetrarins.
Við fáum að kynnast Ragnheiði sem og Hugsmiðjunni í þessum þætti.
Hugsmiðjan býður uppá margskonar þjónustu í starfænum lausnum, ásamt því að reka Vefakademínua:
Á hugsmidjan.is/akademian/ segir;
"Við viljum kenna þér allt sem við kunnum og gera þig um leið að verðmætari starfskrafti. Þróunin á netinu er gríðarlega hröð og mörg fyrirtæki sitja eftir án þess að nýta tækifærin sem eru til staðar."
9/26/2018 • 28 minutes, 54 seconds
52. Sigurður Ragnarsson Bifröst
Sigurður Ragnarsson lektor og forseti viðskiptafræðideildar háskólans á Bifröst kom í spjall í vor.
Við ræðum um stjórnun og forystu, markaðsmál, menntun og margt fleira.
Sigurður Ragnarsson Lektor og forseti viðskiptafræðideildar háskólans á Bifröst
Sigurður segir okkur meðal annars hvað er í boði á Bifröst, um viðskiptafræðina og fjarnámið sem er boði þar.
Flestir nemendur á Bifröst taka námið þar með vinnu enda er námskráin hönnuð með það í huga. Sigurður kemur einnig inná mikilvægi menntunar í íslensku atvinnulífi. Í haust er Bifröst að byrja að bjóða upp á BS nám í viðskiptagreind og fer Sigðurður einnig yfir það, mjög spennandi nám.
Sigurður vinnur nú að doktors verkefni sínu en í því verkefni rannsakar hann Þjónandi forysta eða Servent leadership.
Fyrirtæki einsog Southwest Airlines og Starbucks hafa meðal annars nýtt sér Þjónandi forystu Sigurður hefur heimsótt fyrirtæki í Bandaríkjunum í þeirri vinnu og stefnir hann á að klára þessa vinnu næsta vetur.
6/22/2018 • 46 minutes, 13 seconds
51 Lella Erludóttir Hey Iceland
Lella Erludóttir er markaðsstjóri Hey Iceland.
Lella segir okkur frá Hey Iceland sem er nýtt vörumerki fyrir Ferðaþjónustu bænda.
Á vefsíðu Hey Iceland segir um fyrirtækið
Við bjóðum upp á yfir 170 gististaði af ýmsu tagi um land allt, frá litlum og notalegum stöðum upp í stærri gististaði sem henta vel fyrir hópa.
Hjá okkur finnur þú bændagistingu, svefnpokagistingu, sumarbústaði, íbúðir og sveitahótel
en gististaðir okkar eru staðsettir í fögru og friðsælu umhverfi sveitarinnar.
Lella sem hefur alltaf verið hrifin af sögu og sagnalist lærði fyrst sálfræði í háskóla og svo blaða og fréttamennsku.
Hún er svo ráðin í sprotafyrirtækið Tripcreator sem textamannseskja og content marketing (efnismarkaðssetning).
Þar hélt hún utan um samfélagsmiðlana, ritstýringu á vefnum, bloggið og fleira.
Byrjar svo sem sérfræðingur í vef og markaðsmálum hjá Hey Iceland þar á eftir og er nú orðinn markaðsstjóri.
Við Lella ræðum um hvaða markaðsleiðir Hey Iceland er að nota, Google Adwords, Content Marketing og samfélagsmiðla.
Einnig fékk ég Lellu til að segja mér hvaða ráð hún myndi gefa þeim sem eru að sjá um sýn markaðsmál sjálfir.
5/3/2018 • 37 minutes, 40 seconds
50. Alda Karen Hjaltalín #2
Tímamót hjá hlaðvarpinu á jons.is, þáttur númer 50 kemur nú í loftið.
Að því tilefni fékk ég til mín Öldu Karen Hjaltalín sem kom einnig í þátt númer 10.
Mikið hefur verið um að vera hjá Öldu síðan sá þáttur kom í loftið, hún er flutt til New York, hún er búin að fylla Eldborgarsal Hörpu,
koma að stofnun frumkvöðla fyrirtækja í New York, svo fátt eitt sé nefnt.
Er Alda Karen að verða bóndi?
Hvað er hægt að komast af með mikið marketing budget til að fylla Eldborg?
Hvað er mindgym?
Hvernig kynnist maður nýju fólk í stórri borg?
Hvað er Life masterclass?
Hvernig er að stofna fyrirtæki í USA?
Alda svarar þessum spurningum ásamt miklu fleiri í þessu spjalli okkar.
4/11/2018 • 55 minutes, 32 seconds
49. Fjalar Sigurðarson Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Fjalar Sigurðarson markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands er gestur Óla Jóns í þætti númer 49 á jons.is
Fjalar hefur starfað í fjölmörg ár að markaðssmálum og í fjölmiðlum.
Hann starfaði meðal annars á auglýsingastofunni Nonna og Manna og var einnig með sjálstæðan rekstur sem ráðgjafi í tíu ár.
Undan farinn tvö ár hefur Fjalar starfað hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Nýsköpunarmiðstöðin heldur úti fjölbreyttri starfsemi sem skiptist í megin þáttum í tvö svið
Tæknirannsóknir og ráðgjöf annarsvegar og stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki hinsvegar.
"Öflug stuðningsþjónusta og þekkingarmiðlun fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki"
Við Fjalar ræðum hvað er í boði hjá Nýsköpunarmiðstöðinni, til dæmis frumkvöðlasetur, námskeið sem í boði eru og
vefsíðuna nmi.is sem hefur að geyma mikið af upplýsingum sem nýtast aðilum í fyrirtækjarekstri.
Stafrænt forskot er verkefni sem Nýsköpunarmiðstöðin er nýbúin að koma á legg með aðstoð og að skoskri fyrirmyndi.
forskot.nmi.is
"Stafrænt forskot er safn af vefritum sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður fyrirtækjum til að hjálpa þeim að hagnýta vef,
samfélagsmiðla og aðra stafræna tækni í markaðsmálum og rekstri."
Fjalar segir okkur frá því ásamt því að ræða markaðsmál almennt, frá Kotler og Canvas businessmodel og að margumræddum facebook leikjum.
3/22/2018 • 45 minutes, 38 seconds
48. Andri Már Kristinsson Hugsmiðjunni
Í þessum þætti spjallar Óli Jóns við Andra Má Kristinsson hjá Hugsmiðjunni.
Andri segir okkur frá sinni starfsreynslu, frá námi í HR til Google í Dublin og nú sem ráðgjafi hjá Hugsmiðjunni.
Andri segir okkur líka hvernig er að búa í Dublin, frá akademíu Hugsmiðjunnar sem Andri er leiðbeinandi við ofl.
Á vef Hugsmiðjunnar segir um fyrirtækið;
Við hlustum á þig, á viðskiptavini þína og lærum að þekkja þá.
Við nærumst á metnaðarfullum áskorunum, höfum skoðanir og leysum úr einföldum sem krefjandi viðfangsefnum.
Og um Andra segir þar;
Andri starfar sem ráðgjafi hjá Hugsmiðjunni og margra ára reynslu í vefmælingum.
Á árunum 2010 og 2011 starfaði Andri hjá Google sem sérfræðingur og aðstoðaði marga af stærstu auglýsendum Noregs við notkun á Google Analytics.
Síðan þá hefur hann hjálpað mörgum fyrirtækjum hér á landi við vefmælingar.
3/15/2018 • 52 minutes, 11 seconds
47. Edda Blumenstein Ráðgjafi í Omni Channel stefnumótun
Edda er ráðgjafi í Omni Channel, þar með talið greiningum, stefnumótun og áætlanagerð til að aðstoða fyrirtæki við innleiðingu. Með innleiðingu á Omni Channel geta fyrirtæki gripið tækifæri stafrænu byltingarinnar (4 iðnbyltingarinnar) til að mæta væntingum nútíma viðskiptavina betur, bæta samkeppnishæfni og hámarka árangur.
Edda er með áralanga reynslu af sölu og markaðssetningu, markaðsgreiningum, markaðsáætlanagerð, stjórnun, og stefnumótun. Edda hefur einnig stofnað og rekið heimasíður og netverslanir fyrir alþjóðleg vörumerki og haldið fjölda námskeiða tengda markaðsmálum og Omni channel.
Edda er með B.Sc gráðu í International Marketing, Mastersgráðu í Fashion, Enterprise and Society frá Leeds University og er í dag að vinna að doktors rannsókn í innleiðingu fyrirtækja á Omni Channel Strategy við Leeds University Business School.
Sjá nánar á LinkedIn, Facebook og strategia.is
Netfang: edda@strategia.is
Símanúmer: 823-4564 eða +44 7448741086
2/28/2018 • 34 minutes, 47 seconds
46. Anna Fríða Gísladóttir Podcast markaðsstjóri Dominos
Í nýjasta þætti á jons.is mætir Anna Fríða Gísladóttir. Anna er 27 ára og er markaðsstjóri Domino’s ásamt því að sitja í framkvæmdarstjórn fyrirtækisins. Hún hóf störf þar á loka ári í námi í BS í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.
Við förum yfir hennar starfsferill sem er afar tengdur Dominos svo ekki sé meira sagt.
Einnig segir Anna Fríða okkur frá markaðsstarfi Dominos, hvernig starfið skiptist eftir árstíðum, samstarfið við körufboltann á Íslandi osfrv.
Verkefnin eru að sjálfsögðu misjafnlega mikið skemmtileg og krefjandi, allt frá gerð á markaðáætlun fyrir fyrirtæki og í það að smakka nýjar pizzur.
1/31/2018 • 36 minutes, 31 seconds
45. Salóme Guðmundsdóttir Icelandic Startups
Í þessum þætti Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups.
Salóme Guðmundsdóttir er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri Icelandic Startups frá árinu 2014.
Þar hefur hún fóstrað grasrót frumkvöðlastarfs á Íslandi og byggt upp starfsemi félagsins í kjölfar sameiningar Klak og Innovit árið 2013.
Salóme hefur lagt mikla áherslu á aukin alþjóðleg tengsl og síðustu tvö ár verið valin sem ein af hundrað áhrifamestu einstaklingunum í sprotaumhverfinu á Norðurlöndunum.
Hún segir okkur frá frumkvöðlastrafinu á Íslandi, Gullegginu, ásamt starfsemi Icelandic Startups.
1/16/2018 • 27 minutes, 2 seconds
44. Helga Valfells Crowberry Capital
Helga er Founding og Managing Partner hjá Crowberry Capital sem er fjárfestingarsjóður.
Hún stofnaði hann ásamt samstarfskonum sínum úr Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins,
þeim Jenný Ruth Hrafnsdóttur og Heklu Arnardóttur.
Á vefsíðunni þeirra crowberrycapital.com segir um sjóðinn
WE INVEST IN BOLD, CREATIVE & HARDWORKING ENTREPRENEURS
Crowberry Capital invests at seed and early stage in outstanding teams building global businesses around true technology advantages.
We work with our teams to build fast paced, international companies from the Nordics. We have a strong follow through philosophy.
We back the best from seed to exit in order to create maximum value for our investors.
Í samtali við Viðskiptablaðið í nóvember síðastliðnum sagði Helga meðal annars þegar hún var spurð út í hvað kæmi nýsköpunarfrumkvöðlum mest á óvart þegar þeir leggja af stað út í heiminn
„Mikilvægi þess að selja vöruna. Hugsunin „þetta selur sig sjálft“ er ótrúlega algeng. Maður hittir mjög mikið af góðu tækni- og vísindafólki sem finnst gaman að þróa vöru en leiðinlegt að þróa sölu. Það þarf að fara jafnmikill tími og fjármagn – ef ekki meira – í að þróa markaðinn og selja vöruna og láta heiminn vita af henni eins og fer í að þróa vöruna sjálfa. Þetta eru, held ég, mjög algeng mistök á Íslandi."
Ekkert selur sig sjálft.
Auk þess að segja okkur frá Crowberry Capital þá segir Helga okkur frá þeim fjölmörgu og spennadni verkefnum sem hún hefur tekið sér fyrir hendur.
Þar má nefna framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, starfað sem ráðgjafi, starfað hjá Estée LLauder, Merrill Lynch og fleira.
1/8/2018 • 31 minutes, 16 seconds
43. Hannes Agnarsson Johnson
Nú fyrir jólin hélt SVEF hádegisviðurð á Nauthól sem kallaðist "Í tólin fyrir jólin"
Þar héldu nokkrir sérfærðingar fyrirlestur um þau verkfæri sem þau nota í sínum störfum og þar á meðal var Hannes frá Tripcreator.
Hans fyrirlestur nefndist "Hvernig getur þú (löglega) njósnað um samkeppnina – stolið verkfærakistunni og markaðsherferðunum þeirra?"
Okkur langaði að vita meira og fengum því Hannes í smá spjall nú um miðjan desember.
12/29/2017 • 27 minutes, 52 seconds
42. Patrekur Maron Magnússon Ibot
Patrekur Maron Magnússon er meðstofnandi og CEO hjá Ibot.
Um Patrek segir á ibot.is
Patrekur einbeitir sér að bakenda forrituninni og að stækka iBot eins fljótt og auðið er.
Hann hefur gaman að skák ásamt öðrum nördalegum hlutum.
Í þessum þætti segir Patrekur okkur allt um fyrirtækið, startups og ævintýri þeirra í Þýskalandi.
Ibot er fyrirtæki sem er að þróa Chatbotta eða spjallþjarka
Á vefnum þeirra segir um fyrirtækið
Markmiðið okkar er að hjálpa fyrirtækjum að byggja frábæra Chatbotta.
Þegar við áttuðum okkur á því hversu mikil bylting innreið Chatbotta mun verða þá ákváðum við að stofna iBot. Við trúum því að fjöldamörg fyrirtæki munu vilja þróa Chatbotta á komandi árum, við erum hér til að hjálpa þér að búa til þinn eigin Chatbot!
12/6/2017 • 25 minutes, 3 seconds
41. Hörður Harðarson hjá VERT markaðsstofu
Hörður Harðarson hjá VERT markaðsstofu kom spjalli og sagði okkur frá sér, stofunni, frá nýju dagatali ásamt því að ræða um inbound marketing og Hubspot.
11/21/2017 • 37 minutes, 3 seconds
40. Einar og Kjartan frá Overcast
Kjartan og Einar frá Overcast kíktu í pjall og sögðu okkur frá hvað þeir eru að gera með sýnar vörur airdate og airserve.
Á vefsíðu Overcast segir um fyrirtækið
Overcast Software was founded in 2013.
We specialize in custom solutions for the web and develop custom cloud software, complex integrations, data visualizations, web front-ends, back-ends and everything in between.
In addition to software development services, we have access to highly qualified graphic designers which can be contracted on a per-project basis.
We provide consultation to our clients, making sure that they choose the best possible solution available that fits their needs.
Og um viðmælendur
Kjartan Sverrisson
Founder og CEO
Extensive experience in large scale web projects from leading firms in Iceland.
Past experience include airlines, media corporations, IT corporations and startups.
A full-stack Python programmer with passion for web development with an M.Sc. IT from the University of Liverpool.
Einar Jónsson
Owner og Developer
Since the time of loud modems and bulky monitors programming and creating websites has been his passion
and has since pulled out of his bag of many things everything ranging from small websites to raw socket libraries for hardware.
A true Jack of many trades and even amaster of some. Einar holds a M.Sc. in CSE from DTU.
11/9/2017 • 25 minutes, 53 seconds
39. Fannar Ásgrímsson Sjóvá
Fannar Ásgrímsson er vef og nýmiðlastjóri hjá Sjóva
Hann hefur komið að vef og markaðsmálum undanfarin ár.
Ég fékk Fannar í spjall meðal annars til þess að ræða ferlið á nýjum vef sem kom í loftið hjá Sjóvá fyrir um ári síðan.
Vefurinn fékk einnig verðlaun á íslensku vefverðlaununum 2017 sem besti fyrirtækjavefurinn í stærri fyrirtækjum.
Vefinn unnu þau í samvinnu með Kosmos & Kaos og Vettvang (Elmar hjá Vettvang var gestur minn í þætti númer 9).
Það sem við förum yfir er meðal annars hvernig þú færð allt starfsfólkið með þér í svona verkefni og hversu mikilvægt það er að fá alla með.
11/2/2017 • 45 minutes, 39 seconds
38. Jonathan Gerlach
Jonathan Gerlach hjá Kolibri og SVEF.
Jonathan starfar sem Digital product designer hjá Kolibri og er formaður SVEF samtaka vefiðnarins.
Hann hefur starfar mörg undanfarin ár að vefmálum og komið að mörgun verkefnum stórum og smáum.
Á vefsíðu Kolibri má fá frekari upplýsingar um hluta af þeim verkefnum sem Jonathan hefur komið að.
Við ræðum vefbransann, vefverðlaunin sem eru næst 26. janúar, fræðumst um starfsemi SVEF og ýmislegt fleira.
10/25/2017 • 37 minutes, 45 seconds
37. Lárus Halldórsson Actica
Í þessu þætti heyrum við viðtal sem ég tók við Lárus Halldórsson hjá Actica.
Á vef Actica segir um Lárus
Lárus Halldórsson er stofnandi og af ráðgjöfum Actica. Lárus hefur starfað í áratugi við sölu- og markaðsmál og þekkir þau mál frá öllum hliðum. Lárus hefur verið framkvæmdastjóri hjá ýmsum fyrirtækjum og verið í þeirri stöðu að semja við auglýsingastofur, birtingafyrirtæki og fjölmiðla. Lárus hefur einnig verið framkvæmdastjóri hjá fjölmiðlafyrirtækjum sem bjóða auglýsendum auglýsingaleiðir og Lárus hefur einnig stýrt öllum þáttum netmiðla, efnisgerð, markaðssetningu, og söluaðgerðum á fjölmörgum mörkuðum.
Páll Guðbrandsson fyrrverandi járnabindingamaður og núverandi framkvæmdastjóri.
Í þessum þætti fáum við að kynnast Páli og auglýsingastofunni Hype.
Hann segir okkur frá hvað honum finnstr um auglýsinga og hvernig er staðið að markaðssetningu fyrirtækja á Íslandi í dag og hvað hann sér fyrir sér í þeim málum á næstunni.
Páll tók nýverið við sem framkvæmdastjóri hjá Hype, það sem þeir leggja áherslu á meðal annars er að bjóða sínum viðskipta uppá það besta í boði er í hvert skipti.
Á vefsíðu Hype segir um Pál
"Páll hefur áralanga reynslu úr auglýsingabransanum og hefur unnið að öllum mögulegum og ómögulegum verkefnum með fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Páll hefur setið í fjölmiðlanefnd SÍA og sinnt dómnefndarstörfum fyrir Ímark – Lúðurinn og hefur sjálfur komið að ófáum verkefnum sem hafa unnið til verðlauna þar. Páll unir sér best með veiðistöng í hönd á fallegum árbakka og þarf ekki einu sinni að sjá fisk til að upplifa þar sitt Nirvana."
9/15/2017 • 40 minutes, 4 seconds
35. Þáttur Hlaðvarpið á jons.is Sófús Hafsteinsson
Sófús er verslunarstjóri hjá Elko í Lindum. Verslunarstjórastarf í stærstu raftækjaverslun á Íslandi er fjölbreytt og skemmtilegt starf en jafnframt krefjandi.
Sófús fer yfir með okkur hvernig þjálfun starfsfólks er háttað, helstu verkefni sem hann þarf að sinna áskoranir í starfi og fleira. Við ræðum einnig starf sölumanna og menntun fólks í verslunargeiranum almennt. Förum yfir hvernig Elko fundar með sýnum starfsmönnum, hvernig þau nota Workplace frá Facebook og margt fleira.
Ég spyr Sófús út í áhrif Coctco á Elko, áhugaverð viðbrögð í því.Fyrir þá sem eru að hugsa verlsunarstörf og þá sem reka fyrirtæki er þetta viðtal mjög nytsamlegt.
8/25/2017 • 25 minutes, 33 seconds
34. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Ragnar Bjartur Guðmundsson
Ragnar Bjartur Guðmundsson hjá vefgreining.com kíkti á mig til þess að ræða vefmælingar.
Afhverju að mæla, hvernig, afhverju og með hverju?
Ragnar hefur yfir 15 ára reynslu af vef- og markaðsmálum.
Hann hóf ferilinn sem vefstjóri Torg.is og fór í framhaldi af því í bankageirann þar sem hann starfaði til ársins 2007.
Þá flutti hann sig um set til Marel, þar sem hann stýrir greiningu á árangri af markaðsstarfi, auk þess að sinna framsetningu á fjármálalegum upplýsingum.
Ragnar heldur ennfremur úti vefnum Vefgreining.is og hefur komið að greiningu á vefmálum og uppsetningu stafrænna mælinga hjá fyrirtækjum á borð við Capacent, Húsgagnahöllina, Betra bak og Dorma. Þá hefur hann verið gestafyrirlesari í Háskóla Íslands.
8/16/2017 • 34 minutes, 9 seconds
33. Þáttur Hlaðvarpið á jons.is María Björk Ólafsdóttir
María Björk Ólafsdóttir er sölustjóri hjá TripCreator.
Hún hefur starfað m.a. hjá Grayline í markaðsmálum og hjá CP Reykjavík.
Hún segir okkur frá því hvað varð til þess að hún fór eftir að hafa tekið BS í líffræði og Master í líf og læknavísindum yfir í Master í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum.
María starfar líka við startup á Íslandi og leiðir hún okkur aðeins í þann heim.
Við ræðum um fyrirtækið sem hún starfar hjá í dag, söguna og hvað þau eru að gera í sölu og markaðsmálum.
Á vefsíðu TripCreator segir um fyrirtækið
How It All Began
Our journey began with one man’s frustration over the overwhelming task of travel planning.We all know the feeling of excitement when you have chosen your destination, only to be discouraged by the hassle of having a dozen tabs open on your computer, trying to mix and match everything together. There are so many things that need attention, the availability of your accommodation, how to get around, what to see and where to eat, to name a few.
All this led our founder and CEO to think: "This shouldn’t be this complicated!" The thought stuck with him until he decided to create a state of the art trip planner, making the whole process effortless and enjoyable, for both businesses and travellers.
And TripCreator was born.
8/9/2017 • 23 minutes, 41 seconds
32. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Kristín Guðmundsdóttir
Kristín Guðmundssdóttir hjá dóttir webdesign er gestur minn í þessum þætti og er umræðuefnið er Wordpress.
Wordpress vefumsjónarkerfið er vinsælasta vefumsjónarkerfi í heimi og er sérstaklega þægilegt að vinna með sérstaklega fyrir byrjendur.
Kristín hefur unnið að vefhönnun í mörg ár og sérhæft sig að vinna með Wordpress og Woocomerce netverslunarkerfið.
Í þessu spjalli kemur hún inná ferlið við gerð á vefsíðum, hvað henni finnst mikilvægt að hafa í huga og fleira.
Á vef Kristínar segir um hana
Ég heiti Kristín Guðmundsdóttir og er grafískur- og vefhönnuður og eigandi Dóttir vefhönnun.
Ég lærði margmiðlunarhönnun í Kaupmannahöfn og hef starfað í greininni sjálfstætt og sem ráðinn starfskraftur síðan 2008, bæði í Kaupmannahöfn og á Íslandi. Ég stofnaði Dóttir vefhönnun í október 2016 í Kaupmannahöfn eftir að hafa starfað þar sjálfstætt undir eigin nafni í nokkur ár. Frá og með júlí 2017 eru höfuðstöðvar mínar á Íslandi.
Ég bjó til mína fyrstu heimasíðu fyrir 20 árum síðan, hún bar nafnið Súperkisi.. ekki spyrja. Það liðu síðan þónokkuð mörg ár þangað til að ég gerði vefhönnun að starfi mínu og ég sé alls ekki eftir því. Að hanna, setja upp og sjá um vefi er eitt það skemmtilegasta sem ég geri.
Verkefnin sem ég tek að mér eru bæði stór og smá, ég kann mjög vel við áskoranir sem kalla á að ég fari út fyrir þægindarammann. Ég hef trú á að það geri mig að betri manneskju og færari vefhönnuði.
Fyrir þá sem vilja ná í Kristínu er best að senda póst á kristin@dottirwebdesign.is
8/2/2017 • 26 minutes, 26 seconds
31. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Magnús Magnússon
Í þrítugasta og fyrsta þætti sem tekinn var upp í mai hittum við fyrir
Magnús Magnússon sem er Head of online strategic planning hjá Íslensku auglýsingastofunni.
7/12/2017 • 37 minutes, 51 seconds
30. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Paula Gould
30. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Paula Gould by Óli Jóns
7/4/2017 • 33 minutes, 54 seconds
29. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Tryggvi Freyr Elínarson
Tryggvi Freyr Elínarson framkvæmdastjóri Innut ehf.
Tryggvi hefur alla tíð verið í sölu og markaðsmálum. Byrjaði að selja súkkulaðidagatöl, klósettpappír og ljósaperur fyrir Lions, þar fann hann sig strax í þessum geira. Í kjölfarið af því varð hann sölustjóri á unlingsárum og stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki nýskriðinn úr menntaskóla.
Eftir að hafa starfað hjá ýmsum fyrirækjum meðal annars Adidas, stofnaði hann ráðgjafafyrirtæki árið 2007 sem fljótlega tók stefnu í átt að digital marketing, í ljósi þess sem var að gerast þá.
Fyrir um einu og hálfu ári stofnaði Tryggvi svo Innút ásamt nokkrum öðrum.
Innút er í eðli sýnu ráðgjafa fyrirtæki sem sinnir ráðgjöf í stafrænni markaðssetningu og stýra birtingum. Innút vinna bæði með stórum og litlum aðilum í ferðaiðnaðinum og þá mest í Google Adwords. Tryggvi og félagar hjá Innút eru líka mikið að vinna með “business intelligence” deildum hjá stærri fyrirtækjum, oft eru til mikil og verðmæt gögn sem hægt er að nýta meira að sögn Tryggva.
5/31/2017 • 34 minutes, 27 seconds
28. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Þorsteinn sá um vefmálin hjá Ölgerðini um árið 2006, einnig hefur hanns starfað hjá Móberg að sjá um vefi einsog Bland og fleiri. Í dag er hann vefstjóri Iceland travel.
Þorsteinn fer yfir að á þessum tíma sem vefstjóri þá eru sömu vandamál sem þarf að leysa núna og fyrir tíu árum.
Það er að segja leitarvélabestun, fyrirtæki vilja en sem fyrr finnast á leitarvélum. Þorsteinn fer yfir það hvað leitarvélabestun er, hvernig hún virkar og hvað hefur breyst. Bæði tæknilega á vefnum og eins efnið sem sett er á vefinn sé gott.
Þorsteinn fer líka inn á það hversu mikilvægt er að hlúa að vefsíðum, setja inn gott efni og setja það inn á réttum tíma. Vefsíða er tilbúinn hún er sífellt í þróunn og þarf alltaf að hlúa að henni.
Varðandi spurningu mína um leitarorð/keywords taldi Þorsteinn mikilvægt að á vefsíðum væri leitast við að ekki eingöngu svara fyrstu spurningu sem slegið er inn í leitarvél, heldur líka næstu þarf á eftir. Hann vitnaði þar í fyrirlestur Nick Wilsdon hjá Vodafone Uk á RIMC ráðstefnu nú í vetur, þar sem hann talaði um að þarf væri farið að leggja en frekar á herslu á að svara fleiri spurningum í kjölfar fyrstu, og þá meðal annars vegna mikillar aukningar í Voice search.
Ég spurði Þorstein að því hvaða lesefni hann mælti með fyrir þá sem vilja elfla sig í þessum vefmálum og markaðssetningu á netinu.
Fyrst má nefna Bókina um vefinn sem Sigurjón Ólafsson hjá Funksjon ræddi um í þætti 15 hér í Viskavarpinu.
Einnig mælti hann með bókinni
Markaðssetning á netinu eftir Kristján Má Hauksson og Guðmund Arnar Guðmundsson
Að auki mætli Þorsteinn með
Growth Hacker Marketing eftir Ryan Holiday
SEO for growth eftir John Jantsch & Phil Singleton
5/17/2017 • 30 minutes, 34 seconds
27. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Jón Heiðar Þorsteinsson
Jón Heiðar Þorsteinsson markaðsstjóri Iceland Travel.
Ég ræddi við Jón um starf markaðsstjórans almennt, áherslur Iceland Travel í sýnu markaðsstarfi ásamt því að fara aðeins yfir starfsemi þeirra og sögu.
Á vefsíðu Iceland Travel segir um fyrirtækið
Since 1937 Iceland Travel has been the leading travel company, tour operator and destination management company (DMC) in Iceland, offering top-quality services. We take great pride in our diverse product categories that suit world-wide agents, such as escorted tours, daytours and self-drive tours.
Our active product development is built on cooperation with our licensed suppliers, on feedback from clients and guests and on ever-changing new trends. Our dedicated, hand-picked team are passionate about what they do and are constantly coming up with innovative ideas to tackle small and large scale projects. We have the expertise and flexibility to service high-volume clients. In addition, we appreciate that the success of our long running existence is based on our respect for the delicate and unique Icelandic nature.
Iceland Travel is a subsidiary of Icelandair group, which owns and operates profitable and dynamic travel and transport companies delivering safe, reliable and convenient services.
Iceland Travel is a member of many domestic and international associations, e.g. the Icelandic Travel Industry Association, the Iceland Convention and Incentive Bureau, the United States Tour Operators Association (USTOA), the Japan Association of Travel Agents (JATA), and many more.
Now that’s why Iceland Travel makes the ideal business partner!
What We Do Best
By effectively combining your passion and our expertise we create an unforgettable travel experience. Our travel and service portfolio includes the following:
FIT / Individual travelers
Special Interest Groups
Conference & Events
Incentive & Meetings
Luxury Travel with our Nine Worlds division
Charter Flights in cooperation with our sister company, Icelandair
Shore Excursions and Cruise Services
5/10/2017 • 34 minutes, 14 seconds
26. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Eygló Egilsdóttir
Við hjá jons.is höfum sérstakan áhuga á því þegar fólk stofnar fyrirtæki sem eru óhefðbundin ef svo má segja.
Eygló stofnaði fyrirtækið sitt jakkafatajoga 2013.
Hún og hennar fólk koma í heimsókn í fyrirtæki á skrifstofutíma og gera sem þau kalla jakkafata jóga, þeas jóga í vinnufötunum.
Hér má lesa nánar um hvernig jakkafatajoga virkar.
Á jakkafatajoga.is segir um Eygló
"
Eygló kynntist jóga fyrst í æsku í gegnum móður sína sem stóð fyrir því að fá þekkta íslenska jógakennara til að koma og halda námskeið úti á landi þar sem fjölskyldan bjó.
Það var þó ekki fyrr en sumarið 2008 sem Eygló fór sjálf að stunda jóga og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló.
Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillu.
Stofnandi og eigandi Jakkafatajóga á Íslandi, kennir tíma í Reykjavík.
Stofnandi og eigandi Yoga með Eygló: Thai yoga massage og Hatha jógatímar
Metabolicþjálfari hjá Spörtu – heilsurækt í Kópavogi
2012 ÍAK einkaþjálfari frá Íþróttaakademíu Keilis
2009 Jógakennari frá Guðjóni Bergmann
2006 Viðskiptafræðingur BSc frá Háskóla Íslands
Ýmis námskeið frá 2012 í þjálfun m.a.:
2014 Hraðaþjálfun hjá Ian Jeffries á vegum Keilis
2013 Training For Warriors level 1 og 2 hjá Martin Rooney
2013 Hraðaþjálfun hjá Martin Rooney
2012 REHAB traner essentials og master á vegum Kine Academy
Ýmis námskeið frá 2009 í jóga m.a.:
2014 Jóga fyrir börn, námskeið á vegum JKFÍ, kennari Eva Þorgeirsdóttir
2012 Stöðuleiðréttingar (Yoga Shala, Reykjavík)
2011 Thai yoga massage / jóganudd (Chang Mai, Thailandi)
Stjórnarmeðlimur Jógakennarafélags Íslands 2012-2014
Sjálfstætt starfandi einkaþjálfari frá 2012
Sjálfstætt starfandi jógakennari frá 2009"
18216143_10156123422574937_608305501_o
Til að hafa samband við Eygló og jakkafata jóga er best að senda á eyglo@jakkafatajoga.is. Allar nánari upplýsingar má finna á jakkafatajoga.is
5/3/2017 • 16 minutes, 22 seconds
25. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Ólafur Sveinn Jóhannesson
Nýr þáttur af hlaðvarpinu, þáttur númer 25.
Við höldum okkur en við Ólafsþemað og nú er það Ólafur Sveinn Jóhannesson Deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar hjá Tækniskólanum.
Ólafur segir okkur frá því hvernig það kom til að rafvirki frá Tálknafirði fór í það að sjá um markaðs og kynningarmál hjá Tækniskólanum.
Einnig segir hann okkur frá verkefninu #kvennastarf sem Tækniskólinn ásamt fleiri aðilum stendur að.
Á vefsíðunni kvennastarf.is má lesa um þetta verkefni ásamt því að skoða myndbönd og fleira.
4/26/2017 • 30 minutes, 40 seconds
24. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Ólafur Helgi Þorkelsson
Jonn.is óskar öllum gleðilegs sumars.
Nú er komið að þætti 24, í honum fáum við að kynnast Ólafi Helga Þorlákssyni hjá Data Dwell.
Data Dwell er hugbúnaðarfyrirtæki stofnað af Ólafi og Skarphéðni Steinþórssyni 2012.
Ólafur segir okkur frá hugmyndinni hvernig hún kom til, ferlinu á stofnun og þróunn fyrirtækisins ásamt stöðunni í dag og framtíðarsýn þeirra.
Á vefsíðu Data Dwell segir um fyrirtækið;
"Data Dwell is a cloud based centralised digital data solution designed to automate and streamline daily branding operations and reinforce brand consistency while having a positive financial impact on organisations. The SaaS solution was built to help organisations save time and money, and scale their brand globally while avoiding growing pains. Keeping data secure, organised and easily shareable in an easy-to-use setup is our priority. Your success is our business!"
Og um Ólaf Helga;
"Olafur is an experienced leader and expert in building solutions that enable companies to streamline their overall operations. He specialises in web development over a number of different platforms and has many years of experience in product design, consulting and execution to Data Dwell. As the CEO of Data Dwell, Olafur is taking on upcoming challenges in digital data storage and using his skills in advertising and partnership creation to position the company for future growth in the industry."
4/20/2017 • 30 minutes, 20 seconds
23. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Hrafnhildur Hafsteinsdóttir
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir er framkvæmdastjóri FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu.
Hrafnhildur segir okkur frá menntun sinni og störfum ásamt því að segja okkur frá FKA.
FKA er félag fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi og er með meira en 1000 félagskonur.
Á vefsíðunni fka.is segir um félagið
"Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) er öflugt tengslanet athafnakvenna úr öllum greinum atvinnulífsins. FKA er leiðandi hreyfiafl sem eflir fjölbreytileika atvinnulífsins. FKA styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameina þær til aukins sýnileika og þátttöku. FKA vinnur með aðilum á vinnumarkaði, fyrirtækjum, félagasamtökum og hinu opinbera að því að efla og benda á þátt kvenna í stjórnum eða stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Félagið stendur fyrir viðburðum, fræðslu, veitir ráðgjöf og knýr fram breytingar á lögum og venjum til að gæta jafnvægis og fjölbreytileika innan atvinnulífsins. Félagið var stofnað árið 1999.
4/11/2017 • 35 minutes, 58 seconds
22. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Árni Árnason
Árni Árnason hjá auglýsingastofunni Árnasynir er viðmælandinn í tuttugasta og öðrum þætti af Viskavarpinu.
Árni hefur mikla reynslu í auglýsinga og markaðssmálum. Hann hefur verið í kennslu,starfað sem markaðsstjóri, unnið við birtingar og á auglýsingastofum svo eitthvað sé nefnt.
Hann stofnaði auglýsingastofuna Árnasynir og er þar framkvændastjóri.
Á vefsíðunni arnasynir.is segir um fyrirtækið
VIÐ SEGJUM SÖGUR
Við elskum að segja sögur. Sögur sem tala til markhópsins þíns og hreyfa við honum. Af því að fólk hefur áhuga á sögum og við höfum áhuga á fólki.
Við erum þjónustufyrirtæki
Þjónusta er okkur í blóð borin, enda grunnurinn að okkar starfsemi. Það þýðir að:
– við sýnum 100% fagmennsku í öllu sem við gerum
– við uppfyllum væntingar eða förum framúr þeim
– við virðum tímamörk
– við verðleggjum okkur sanngjarnt
– við veitum faglega ráðgjöf og erum t.d. alveg óháð birtingaraðilum
– við náum árangri – á þínum forsendum
HUGMYNDAFRÆÐI
Hvert verkefni er einstakt og við nálgumst það út frá aðstæðum hverju sinni en árangur viðskiptavina okkar er alltaf okkar stærstu verðlaun. Við trúum því að skilningur á menningu og gildum, neytandanum, hvötum hans, löngunum og þrám sé lykilatriði árangursríkra samskipta og nálgumst því verkefnin okkar út frá sjónarhóli móttakandans.
4/5/2017 • 23 minutes, 15 seconds
21. Þáttur Hlaðvarpið á jons.is Jeremy Abbett
Nú vendum við okkar kvæði í kross og ræðum við Jeremy Tai Abbett en kom hér á dögunum til að taka þátt í ÍMARK deginum.
Hann er nú á leið aftur til landsins í lok mánaðarins til þess að tala á RIMC, 31. mars.
Á vefsíðu Ímark segir um Jeremy
"Abbett hefur lengi starfað og skapað þar sem tækni og hönnun mætast. Síðustu fjögur árin hefur hann verið það sem hann kallar "creative evangelist" hjá Google, hugmyndasmiður og „hvetjari“. Abbett hefur nú tekið saman við InsurTech.vc sem hugmyndasmiður/hönnuður auk þess sem hann ferðast um heiminn og ráðleggur fyrirtækjum um vörumerki hvað varðar umbreytingar, menningu og nýsköpun en hann er mjög vinsæll og reyndur ræðumaður á ráðstefnum og fundum.
Áður en Abbett hóf störf hjá Google hafði hann stofnað fyrirtækið Stuffle; mobile start-up sem hefur unnið til verðlauna í öllum helstu alþjóðlegu vefsamkeppnunum."
3/21/2017 • 20 minutes, 17 seconds
20. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Þór Matthíasson
Næstu þrír þættir af hlaðvarpinu á jons.is eru helgaðir RIMC Reykjavík Internet Marketing Confrence
sem haldin verður 31. mars.
Við fáum í heimsókn fyrirlesara af ráðstefnunni og fræðumst aðeins um dagskrána.
Fyrstur er Þór Matthíasson hjá The Eninge.
Hann segir okkur frá starfi sýnu hjá The Engine í dag,
hvað hann ætlar að ræða á RIMC og reynslu sinni í námi og við störf í Kína.
3/15/2017 • 19 minutes, 29 seconds
19. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Einar Ben
Hlaðvarpið á jons.is sendir út aukaþátt þessa vikuna í tilefni þess að föstudaginn 10. mars er Ímark dagurinn.
Einar Ben hjá Tjarnargötunni og stjórnarmeðlimur í Ímark kom í spjall. Hann segir okkur stuttlega frá framleiðslufyrirtækinu Tjarnargötunni ásamt því að ræða Ímark, Ímark daginn og íslensku auglýsingaverðlaunin Lúðurinn.
"ÍMARK dagurinn er að þessu sinni helgaður sköpun; sköpunargleði og árangri af kynningar- og auglýsingastarfi. Hvernig er sambúð skapandi agaðrar hugmyndavinnu og markaðsstarfs sem krefst árangurs sem fyrst? Frummælendur koma úr ýmsum áttum og eiga það sameiginlegt að vera í fremstu röð í heiminum í sínu fagi. Tveir úr heimi stefnumótunar, almannatengill og hugmyndamaður. Öll segja þau sögur af verkefnum sínum, og leggja þær í sameiginlegan pott til að komast að niðurstöðu um sambúð frumlegrar hugsunar og markaðarins.
Fyrirlesarar á ÍMARK deginum 2017 eru:
Russell Davies , Chief Strategic Officer of BETC.
Kevin Chesters, Chief Strategy Officer, Ogilvy & Mather Advertising London
Laura Wood, Head of Global PR Brand & Partnerships, Jaguar Land Rover
Jeremy Abbett, an American designer, entrepreneur, inspirational speaker, and creative evangelist at Google.
Fundarstjóri er: Katrín Olga Jóhannesdóttir, Formaður Viðskiptaráðs og stjórnarformaður Já
Húsið opnar kl. 08.15 og dagskrá hefst stundvíslega kl. 09.00.
Frjálst sætaval.
Dagskrá ÍMARK dagsins:
08.15 – 09.00 Skráning og afhending fundargagna
09.00 – 09.10 Ráðstefnan sett, Katrín Olga Jóhannesdóttir fundarstjóri
09.20 – 10.15 Laura Wood
10.15 – 10.30 Kaffihlé
10.30 – 11.15 Jeremy Abbett
11.15 – 11.30 MMR kynnir niðurstöður markaðskönnunar
11.30 – 13.00 Hádegishlé
13.00 – 13.45 ÁRA – verðlaunaafhending og kynning vinningshafa
13.45 – 14.45 Russell Davies
14.45 – 15.15 Hlé
15.15 – 16.00 Kevin Chesters
16.00 Ráðstefnulok
Síðar saman dag verða Íslensku auglýsingaverðlaunin afhent, en þau eru veitt í fjölmörgum flokkum til þeirra sem þótt hafa skarað framúr í auglýsinga- og markaðsmálum árið 2016.
Dagskrá Lúðrahátíðar
17.00 – 18.00 Fordrykkur
18.00 – 19.30 Lúðrahátíðin, afhending verðlauna
19.30 – 21.00 Eftirpartý
Kynnir er Erpur Eyvindarson
3/9/2017 • 26 minutes, 8 seconds
18. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Bára Ragnhildardóttir
Í átjánda þætti af hlaðvarpinu á jons.i kynnum við okkur þjónustur Greiðslumiðlunnar, Pei og Nóra.
Bára Ragnhildardóttir segir okkur frá því hvernig fyrirtæki, íþróttafélög og einstaklingar geta nýtt sér þessar þjónustur.
Á vefsíðu Pei segir:
"Pei býður greiðslulausnir sem auðvelt er að tengja við vefsíður og viðskiptahugbúnað.
Með Pei er einfalt að borga eða dreifa greiðslum með greiðsluseðlum og kortum á öruggan og þægilegan máta."
Á vefsíðu Greiðslumiðlunar segir um Nóra
"NÓRI er vefskráningar- og greiðslukerfi fyrir íþróttafélög, námskeið, skóla, líkamsræktarstöðvar, sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök ofl."
Nóri auðveldar utanumhald á uppsetningu námskeiða, skráningu þátttakenda, greiðslum, uppgjörum og býður að auki tengingar við ýmis kerfi sveitarfélaga og annarra.
Við ræðum líka hvað er framundan hjá þeim, og hvað ber að varast í föstudagskaffi vinnustaða þar sem Óli segir frá biturri reynslu sinni.
Létt og skemmtilegt viðtal við Báru.
3/8/2017 • 13 minutes, 27 seconds
17. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Siggi og Höddi hjá Skuggaland
Höddi og Siggi hjá framleiðslufyrirtækinu Skuggaland spjalla við Óla Jóns.
Um Skuggland
"Skuggaland er nýtt fyrirtæki með reyndu fólk innanborðs sem hefur verið lengi í framleiðslu, ljósmyndun, markaðssetningu og hönnun. Starfandi hjá fyrirtækinu í dag er leikstjóri og hugmyndasmiður, grafískur hönnuður, ljósmyndari og vefmarkaðssérfræðingur.
Teymið vinnur saman í hugmyndavinnu og er lögð mikil áhersla á skemmtilegar og viðeigandi hugmyndir fyrir hvern og einn viðskiptavin.
Skuggaland er með gott net af hæfileikaríku fólki í framleiðslu, textagerð, hreyfigrafík, stílístum, förðunarfræðingum og fleiri sem gerir okkur kleyft að takast á við stór verkefni."
3/2/2017 • 36 minutes, 9 seconds
16. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Ragnar Már Vilhjálmsson
RAGNAR MÁR VILHJÁLMSSON, hjá Manhattan Marketing.
Ragnar ræðir við okkur um mikilvægi markaðsáætlanna, hvað þarf að hafa í huga, uppbyggingu þeirra ofl.
Á vefsíðu Manhattan segir um Ragnar;
"M.Sc. Business Performance Management, Aarhus School of Business
B.B.A Marketing, University of Texas at San Antonio
Forstöðumaður og deildarstjóri á markaðssviði Íslandsbanka (7 ár) og sérfræðingur á markaðssviði Íslandsbanka (3 ár), rekstrarstjóri Rakel Hafberg Collection (4 ár), product marketing manager hjá OZ.COM (2 ár), kynningarstjóri hjá Sambíóunum (1 ár), auglýsingaframleiðandi fyrir útvarp (3 ár).
Kennsla í Markaðsfræði I, Markaðsfræði II, Boðmiðlun og birtingafræði, Stafræn markaðssetning, Nýir straumar í markaðsmálum, Markaðsrannsóknir og Neytendahegðun á B.Sc. stigi og Alþjóðamarkaðsfræði á M.Sc. stigi við Háskólann á Bifröst (10 ár), Markaðsáætlanagerð við Háskóla Íslands og Fjölbrautaskólann í Garðabæ (9 ár). Leiðbeining viðskiptafræðinemenda með skrif B.Sc. og M.Sc. lokaritgerða.
Stefnumótun, CRM og tryggðarkerfi, ánægja viðskiptavina, markaðs- og markhópagreining, vöruþróun, markaðsáætlanagerð, viðburðastjórnun, rekstrarstjórnun, rannsóknir, neytendahegðun.
2/22/2017 • 49 minutes, 25 seconds
15. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Sigurjón Ólafsson
Sigurjón Ólafsson er eigandi Fúnksjón vefráðgjöf og aðjúnkt hjá Háskóla Íslands. Sigurjón er einnig höfundur bókarinnar Bókin um vefinn.
Hann hefur starfað í um 20 ár að vefmálum, í vefstjórn og ráðgjöf. Sigurjón kemur að undirbúningi og skipulagi við endurgerð vefsíðna hjá fyrirtækjum og stofnunum.
Stefnumótun og samkeppnisgreining, notendarannsóknir er meðal annars það sem Sigurjón fæst við hjá Fúnsjón.
Bókinn um vefinn eftir Sigurjón er frábær bók fyrir alla sem koma að vefmálum. Á vefsíðunni funskjon.is segir um bókina:
“Bókin um vefinn er hugsuð sem handbók fyrir þá sem sinna vefstjórn, reynda vefstjóra sem og nýliða í vefumsjón.
Vefstjórar hafa orðið út undan þegar kemur að fræðslu í vefgeiranum, jafnt hér á landi sem erlendis. Þörfin er hins vegar mikil þar sem vefstjórnendur fá yfirleitt vefinn í fangið án nauðsynlegrar þjálfunar og fræðslu. Bókin um vefinn er viðleitni til að mæta þessari þörf”
Ef þú ert að fara að endurgera þinn vef eða gera alveg nýjann máttu ekki láta þennan þátt fara framhjá þér.
2/15/2017 • 32 minutes, 56 seconds
14. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Stefán Þór Helgason
Stefán Þór Helgason hjá KPMG
Í þessum þætti ræðir Óli Jóns við Stefán Þór Helgason hjá KPMG. Stefán hefur komið mikið að sprota og frumkvöðlastarfi á Íslandi. Stefán starfaði meðal annars hjá Innovit sem í dag er orðið Icelandic Startups . Hann hefur einnig komið að Gullegginu sem hugmyndasamkeppni frumkvöðla hjá Icelandic Startups.
Meðal þess sem er rætt um í þessum þætti er hvað þarf til að koma góðri hugmynd langt. Mikilvægi sölu og markaðsstarfs allra góðra frumkvöðla verka og að sjálfsögðu mikilvægi þess að hafa góða áætlun.
Atvinnu og nýsköpunarhelgi sem er nýafstaðinn á Akureyri bar á góma, en hún var haldin í samvinnu við Háskólann á Akureyri.
Stefán sagði okkur líka frá hvernig KPMG er að styðja við sprotastarf á Íslandi og þá þjónustu sem er boðið uppá hjá KPMG fyrir frumkvöðla.
2/8/2017 • 27 minutes, 52 seconds
13. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Freyr Hákonarson Klepp
Freyr Hákonarson hjá Klepp
Kleppur býður upp á sérhæfðar meðferðir í öllu sem viðkemur markaðssetningu.
Freyr hefur verið í auglýsingageiranum í meira en 15 ár.
Hann hefur komið að framleiðslu, markaðsráðgjöf, viðburðarstjórnun og snert á allskyns verkefnum í auglýsinga og markaðsmálum á Íslandi. Sjónvarp, útvarp, prent og skiltagerð ásamt fjölda uppákoma og gjörninga er meðal annars það sem Freyr hefur komið að.
Freyr starfaði lengst af hjá Expo sem var þá í eigu Norvik og unnu fyrir Byko, Elko, Krónunni, Vífilfell, Bílnaust og fleiri. Eftir Expo fór Freyr að starfa hjá Árnasonum í um eitt og hálft ár.
Í kjölfarið af því var til fyrirtækið Kleppur sem er meðferðarheimili fyrir fyrirtæki.
Kleppur er samsett af sérfræðingum í mannauðstjórnun, markaðsmálum, textagerð, hugmyndafólki.
Starfsmenn Klepps fara inní fyrirtæki og leysa verkefni með fyrirtækjum, greina vandamál, finna lausn og koma henni í farveg.
2/1/2017 • 22 minutes, 10 seconds
12. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Beggi Dan The Engine
Tólfti þáttur af hlaðvarpinuá jons.is kominn í loftið.
Beggi Dan sem er framkvæmdastjóri hjá The Engine sem sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu eða einsog segir á vefsíðunni þeirra theengine.is
"Við hrærum saman „gömlum“ og nýjum aðferðum, eldri og nýrri miðlum, innri og ytri gögnum ásamt klípu af nýrri tækni. Við þetta bætum við dash-i af góðum hugmyndum, framkvæmdagleði og eldmóði svo úr verður gómsætur stafrænn hafragrautur sem tryggir þér sýnileika og velgengni á Internetinu".
Beggi fer yfir hvað hann hefur verið að fást við, meðal annars starf sitt hjá Credit Info Group þar sem hann starfaði áður en hann byrjaði hjá The Engine.
Hann segir okkur líka stuttlega frá sögu fyrirtækisins og auðvitað starfseminni.
Við ræðum nokkur verkefni sem þau hafa tekið að sér, hvað felst í því að vera Google Premier partner, RIMC Reykjavík Internet Markering Confrence sem The Engine stendur fyrir og er nú haldin í 14 skiptið og margt fleira.
Skemmtilegt og hresst viðtal við Begga sem er ófeiminn við að segja sýnar skoðanir.
1/25/2017 • 29 minutes, 10 seconds
11. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Ása Steinarsdóttir
Ása Steinarsdóttir, áhrifavaldur, ferðabloggari og starfsmaður Sahara
1/18/2017 • 22 minutes, 14 seconds
10. þáttur Hla ðvarpið á jons.is Alda Karen Hjaltalín Ghostlamp
Alda Karen Hjaltalín
Sölu og markaðsstjóri hjá Ghostlamp semer leiðandi fyrirtæki í áhrifavalda markaðssetningu/ influencer marketing
Alda sem 23 ára fór að vinna hjá Saga film eftir að hún kláraði stúdentspróf, þarf starfaði hún meðal annars sem sölu og markaðsstjóri.
Eftir stutt stopp á háskóla hafið Jón Bragi stofnandi Ghostlamp samband við Öldu og fékk hana til starfa.
Jón Bragi stofnaði fyrirtækið 2014, með mikla trú á influencer marketing. Ghostlamp er í dag með leitarvél sem var byggð hjá þeim frá grunni. Það sem hún gerir er að finna áhrifavalda á samfélagsmiðlum, flokkar þá í hópa gefur þeim einkunn og verðleggur þá.
Þetta virkar þannig að viðskiptavinir fara inn á vefinn hjá Ghostlamp, hlaða leitarvélina með sýnum forsendum hvað áhrifavaldarnir eiga að gera og svo framvegis og leitarvélin finnur áhrifavalda sem passar fyrir það vörumerki.
Áhrifavaldarnir fá svo tilkynningu hvort þeir vilji taka þátt eða ekki. Þeir sem vilja svo taka þátt fá fyrirmæli um hvað þeir eiga að gera s.s pósta mynd á instagram eða þess háttar.
Í dag eru þau búin að keyra herferðir víða um heim. Niðurstöður birtast svo í rauntíma og hægt er að fylgjast með á “analyticssíðu” Ghostlamp.
Alda leggur líka áherslu á að áður ef farið er í svona herferð eða í raun hvaða herferð sem er að vefsíðan sé tipp topp, að vefverslun sé 100%, og að þú þekkir þinn markhóp. Alda Karen nefnir dæmi þar sem þeirra tól hefur virkað vel bæði fyrir veitingastað og matvöruverslun.
Starfsfólk Ghostlamp sem telur átta mann hafa mikla trú á framtíðinni og eru með hugann á útrás.
Þeir sem vilja kynna sé þetta frekar er bent á að skoða vefsíðuna ghostlamp.com eða senda póst beint á Öldu ak@ghostlamp.com
Þeir sem vilja hafa samband við mig Óla Jóns þá er ég með olijons@jons.is
1/11/2017 • 16 minutes, 47 seconds
9. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Elmar Gunnarsson Vettvang
Elmar Gunnarsson Viðskiptastjóri hjá Vettvang
Vettvangur starfar með Umbraco vefumsjónarkerfi sem er “open source” vefumsjónarkerfi.
Elmar ræðir kosti þess að vera með “open source” og segir okkur lítilega frá því hvað .NET er.
Einnig ræðum við mikilvægi þess að gera góða áætlun í upphafi þegar ráðist er í gerð á nýjum vef og hversu mikilvægt það er að viðhalda vefnum eftir að hann er kominn í loftið.
Starfsfólk Vettvangs er mjög ánægt með sitt samstarf við 66° Norður og leggur mikla áherslu að þetta sé samstarf á milli fyrirtækjanna við gerð og viðhald vefsíðna.
Til þess að vefsíður blómstri þurfa þær ást og umhyggju að sögn Elmars.
1/5/2017 • 20 minutes, 6 seconds
8. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Frosti Jónsson
Frosti Jónsson hjá Birtingahúsinu segir okkur allt um starfsemi Birtingahússins, birtingar, auglýsingar ofl.
12/28/2016 • 24 minutes, 9 seconds
7. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Agnes Gunnarsdóttir
Agnes Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Perlu norðursins
Agnes segir okkur frá verkefninu Perlu norðursins sem hún er að vinna að í dag.
Um stórt verkefni er að ræða þar sem sala og þjónustumál eiga eftir að skipa stórann sess.
Þetta mun verða stærsta náttúrusýning landsins, fyrsti fasi opnar núna í júni 2017 og annar fasi 2018 þar verða meðal annars Ísgöng og Planeterium.
Kaffitár og Rammagerðin verða einnig á staðnum.
Þegar talið berst að þjónustu segir Agnes að mikilkvægt sé að vera með skýra þjónustustefnu
Með því að efla starfsfólk, þjálfa það og vera til staðar nærðu því besta úr því.
Mikilvægt að efla hópinn utan vinnu segir Agnes.
Varðandi að veit góða þjónustu og hvað aðferðir er hægt að beita til að viðhalda góðri þjónustu sagði Agnes að viðskiptavinur sé í þriðja sæti,eigendur og starfsfólk í fyrsta og öðru. Án ánægðs starfsfólks er ekki hægt að veita viðskiptavininum góða þjónustu. Einnig er mikilvægt að veita starfsfólki frelsi og traust, ánægt starfsfólk smitar beint í viðskiptavininn
Mæling á þjónustu getur farið fram á ýmsan hátt, þjónustukannanir, kannanir á staðnum, vinsælt í dag er auðvitað að fylgjast með Tripadvisor og þess háttar.
Í sölumálum eru alltaf mikilvægt að skapa virði fyrir viðskiptavin sama hvort þú ert að selja, aðgang að ísgöngum eða selja ruslatunnur.
Sölumarkmið eiga að vera raunhæf, gott að gera bjartsýnis, raunsæis, svartsýnispá taka svo stöðuna mánaðarlega.
12/14/2016 • 35 minutes, 3 seconds
6. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Arna Þorsteinsdóttir
Arna Þorsteinsdóttir er viðmælandi Hlaðvarpsins í þessum 6.þætti. Hún er menntaður lögfræðingur og starfar sem framkvæmdastjóri hjá Silent.
Silent er framleiðslufyrirtæki sem framleiðir videoefni fyrir fyrirtæki. Þeirra vörur erum meðal annars að taka upp kynningarmyndbönd, árshátíðarefni, efni í innri markaðssetningu og efni fyrir samfélagsmiðla.
Um það bil einn þriðji af vinnu Silent er framleiðsla á efni fyrir innri markaðssetningu. Til dæmis kennsluefni, tilkynningar, öryggisatriði og dagur í lífi starfsmanns.
Enginn dagur er eins í vinnunni hjá Silent því það eru mismunandi ferli á hvernig myndbönd verða til. Stundum kemur hugmynd frá Silent sem er svo kynnt fyrir réttan viðskiptavin og oft koma hugmyndir frá viðskiptavinum sem eru svo mótaðar og unnar með Silent.
Fastir starfsmenn hjá Silent eru í dag 11 einnig vinna um það bil 8 verktakar hjá þeim.
Silent leggja áherslu á að fylgjast með nýjungum vera með nýjustu græjurnar og vel þjálfað starfsfólk.
Í sambandi við framleiðslu á efni og birtingar segir Arna að það skipti máli að gera áætlun og vera stöðugt að birta efni sem er áhugavert fyrir markhóp þíns fyrirtækis.
Vera ferskur og vakandi.
Einnig má hafa í huga að hægt er að nota sama videoið aftur og aftur þegar það á við.
Fyrir áhugasama er hér vefsíða Silent silent.is og tölvupóstur arna@silent.is
12/7/2016 • 31 minutes, 37 seconds
5. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Þór Bæring Ólafsson
Þór Bæring byrjaði snemma í fjölmiðlum var í útvarpi og sjónvarpi, sem var mjög skemmtilegt og ákvað þá að gera bara eitthvað skemmtilegt í lífinu.
Fór í kjölfarið að vinna í vefmiðlum og stofnaði ástamt Braga Magnússyni sport.is
Útfrá sport.is varð svo til ferðaskrifstofan Markmenn.
Þeir fóru í samstarf með Iceland Express sem þróaðist á þann hátt að Iceland Express keypti Markmenn og úr varð Express ferðir, þannig hefst innkoma Þórs í ferðabransann.
Þegar WOW air kemur svo inn á markaðinn sáu þeir félagar tækifæri til að komast aftur inn í þennan bransa og stofnuðu Gaman ferðir fyrir 5 árum síðan.
Það samstarf hefur gengið vel og það vel að WOW keypti 49% hlut í Gaman ferðum.
Þeir eru nýverið byrjaðir að bjóða uppá ferðir til landsins líka,og eru meðal annars að reyna að beina ferðamannastraumnum á fleiri staði um landið en gert er í dag.
Þór segir að maður verði að elta sannfæringuna þegar draumurinn um að fara að vinna sjálfstætt byrji að krauma. Hann var í skemmtilegu starfi hjá VÍS en vissi að hann langaði að vera sinn eiginn herra.
Gaman ferðir byrjaðu í eldhúsinu heima í blokk í Hafnarfirði og hafa þeir alltaf reynt að hafa litla yfirbyggingu. Í dag eru 12 starfmenn hjá Gaman ferðum. Fyrirtækið hefur vaxið mjög hratt og þetta verið krefjandi verkefni.
Gaman ferðir byrjuðu í sport ferðum en í dag þróast í allar gerðir af ferðum svo sem
árshátíðarferðir, fyrirtækjaferðir, eru einnig mikið í sólarferðum og bjóða uppá æfingaferðir, borgarferðir og skíðaferðir.
Þór og félagar eru nýkomni frá London á World travel market að kynna sig til leiks þar.
Mikill áhuga var í Bretlandi og í Evrópu á þeirra starfsemi og er einnig stefnan að nota mikið tenginguna við WOW air til að efla þann hluta.
Fyrstu árin voru Gaman ferðir nánast eingöngu að markaðssetja sig á samfélagsmiðlum, Facebook og Twitter hafa nýst þeim mjög vel og gerir enn.
Að sögn Þórs er gott að vera í samskiptum við kúnna á samfélagsmiðlum.
Gaman ferðir leggja áherslu á að hafa gaman í vinnunni, halda borðtennismót á hverjum föstudegi, fara saman út og reyna að hittast reglulega þó það sé stundum erfitt að ná öllum saman þar sem margir eru á ferð á flugi.
Áhugi og metnaður er ekki síður mikilvægt en menntun við ráðningu starfsfólks.
Í öllum viðskiptum kemur einhvern tíma eitthvað uppá og mikilvægt að reyna ekki að grafa það ekki heldur leysa málin segir Þór þegar talið berst að þjónustu málum.
11/29/2016 • 28 minutes, 45 seconds
4. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Erla Arnbjarnardóttir
Erla lærði markaðsfræði og alþjóðaviðskipti í Háskóla Íslands.Að námi loknu hóf hún í störf hjá fjölmiðlafyrirtækjum á Ísland og fór svo að vinna hjá auglýsingastofunni Pipar þar sem hún hefur starfað í 4 ár.
Í starfi sínu hjá Pipar var Erla fyrst um sinn mest í umsjón á Facebook-síðum fyrir fyrirtæki. Í því fólst s.s. að ákveða stefnu, tón, setja inn efni og auglýsa þegar við átti. Í því starfi er mikilvægt að setja sig inn í hvað fyrirtækið gerir, vera í góðu sambandi við það og þekkja vel til að geta svarað fyrirspurnum sem berast. Það eru fjölmörg fyrirtæki að nýta sér þessa þjónustuna hjá Pipar. Í dag starfar Erla sem vefbirtingaráðgjafi og mestmegnis í birtingum á Facebook, Instagram og Google.
Erla segir að Facebook sé yfirleitt betri í að matreiða upplýsingar og leiðbeiningar um sínar vörur og þjónustu fyrir notandann heldur en Google.
Aðspurð um hvernig auglýsingar á Facebook virka, þá segir Erla að flestir byrji að því að prófa að kostaðar færslur (boost), eða að borga undir færslur á tímalínunni. Möguleikarnir til að afmarka markhópinn eru takmarkaðir en það er flljótleg og einföld leið til að láta færslur birtast í mobile og desktop hjá völdum markhópi. Inni á auglýsingareikningnum (adverts manager) sjálfum er hægt að boosta eftir fleiri leiðum, afmarka markhópa mun betur og velja um fleiri staðsetningar (placements),. Sömuleiðis er hægt að miða á markhópa sem hægt er að búa til með ýmsum leiðum. Þeir kallast „custom audience“. Dæmi um slíka markhópa, er þegar við hlöðum netfangalistum inn og reynum að ná til þeirra sem eru með netföngin sín skráð á Facebook. Einnig er hægt að vera með uppsettan Facebook-pixel kóða á vefsíðu fyrirtæksisins og hægt að búa til hópa sem t.d. heimsóttu vefsíðuna á einhverju ákveðnu tímabili. Annar möguleiki er að búa til hóp sem svipar til hópsins sem nú þegar hefur lækað við Facebook-síðu fyrirtækisins, það kallast „lookalike audience“. Það er frekar einfalt að búa til Lookalike markhóp en nánari upplýsingar er auðvelt að finna á netinu.
Í Facebook auglýsingum skiptir höfuðmálið að vera með á hreinu hvert sé markmiðið með auglýsingunni og að vita hver markhópurinn er. Viltu auka vitund á vöruverkinu, viltu fá meiri viðbrögð (læk, deilingar, comment), fá heimsóknir á vefinn, fá fólk til að hlaða niður appi mæta á viðburð eða kaupa vöru á vefnum?
Við ræddum örlítið um Google Adwords auglýsingar. Þetta er í raun uppboð sem fer fram í hvert skipti þegar lykilorð (keyword) googlað er.
Ferðaþjónustan mikið að nýta sér þetta en fleiri líka svo sem verslanir, veitingastaðir ofl. Fyrir ferðaþjónustufyrirtæki er mikilvægt að hafa í huga að vera með textaauglýsingarnar á því tungumáli sem er talað í landinu sem auglýsingar eiga að birtast í. Best er að lendingarsíðan sé á sama tungumáli, en það er ekki alltaf hægt og því kannski ekki alveg eins mikilvægt.
Erla segir okkur að Facebook og Instagram sé sama batteríið og að Instagram auglýsingar séu gerðar einnig gerðar í Adverts Manager líkt og Facebook auglýsingarnar. Fyrirtæki sem eru að prófa að auglýsa á Facebook átta sig ekki alltaf á því að það þarf að taka út Instagram hakið í Facebook auglýsingum (ekki í boost) ef ekki á að láta efnið birtast þar. Því mikilvægt að skoða hvaða staðsetningar (placements) eru valdar.
Facebook og Instagram auglýsingar þurfa að vera hugsaðar út frá miðlinum og því alls ekki alltaf að myndefni henti fyrir báða miðla. Það þarf allavega að vega það og meta hverju sinni.
Varðandi myndefni og almennt um vöktun á Facebook-síðum, þá segir Erla að það sé ekki spurning um að hægt sé að nota snjallsíma til að búa til myndefni.
11/23/2016 • 36 minutes, 23 seconds
3. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Anna Kristín Magnúsdóttir
Anna Kristín Magnúsdóttir hjá Kjólar og Konfekt
Anna Kristín ákvað að stofna fyrirtækið Kjólar og konfekt fyrir 5 árum þegar hún var komin átta og hálfan mánuð á leið. Hún sagði upp vinnunni sem hún var í þegar hún komst að því að hún var með um 40% lægri laun en karlar sem voru í sambærilegum störfum og hún.
Viðtalið var tekið upp á kvennafrídaginn 24. október 2016.
Önnu Kristínu var búið að langa lengi að opna verslun henni fannst hún aftur á móti ekki hafa verið tilbúin í það verkefni fyrr hún hafði öðlast reynslu í t.d bókhaldi og markaðsmálum.
Það fóru allir peningarnir í að opna búðina og hún vildi frekar kaupa vörur en auglýsingar.
Kjólar og konfekt hafa alltaf verið til húsa á Laugavegi og hún er mjög ánægð með þá staðsetningu. Um 90% viðskiptavina Kjóla og konfekts eru íslendingar sem er öðruvísi en í flestum búðum á Laugavegi Anna Kristin segir að sig hafi alltaf langað að gera eitthvað öðruvísi en aðrir. Hún ákvað að flytja inn kjóla og einnig hafa sína eigin vörulínu.
Að hafa saumavél í búðinni og bjóða upp á konfekt var eitthvað sem hana hafði dreymt um.
Anna Kristín er með mikið og gott tengslanet. Í upphafi þá var send fréttatilkynning, bloggarar og pistlahöfundar vildu fá að fjalla um búðina. Hún setti strax upp Facebook-síðu sem fékk mikla athygli. Það hefur aldrei verið ,,kvittað og deila” leikir á Facebook-síðu Kjóla og konfekts en það hefur gerst að fólk byrjar að skrifa kvitt og deilt án þess að leikur hafi verið í gangi.
Samkvæmt Önnu Kristínu þá skiptir máli að vera persónulegur á Facebook. Til dæmis kom amma hennar til að hjálpa þegar var verið að undirbúa opnun og var að spartsla,Anna Kristín tók mynd af henni og setti á Facebook sem sló alveg í gegn.
Sem sagt mikilvægt að hafa gaman á vinnustað meðal annars vegna þess að það endurspeglast á samfélagsmiðlum.
Hvað er lykill að góðri þjónustu?
Gott starfsfólk sem ég hef verið mjög heppin með, að vera jafn starfsfólkinu gera sömu störf og allir hinir alls ekki hafa stéttarskiptingu.
Greiða eins góð laun og hægt er ekki bíða eftir að beðið sé um launahækkun.
Fríðindi og gjafir og að hittast utan vinnu og gera eitthvað skemmtilegt.
Halda starfsmannafundi og vera þakklátur starfsfólkinu.
Anna Kristín segir við starfsfólkið sitt: ,,Þú ert auglýsingin mín”.
Kjólar og konfekt eru með Snapchat sem hefur fylgjendur á öllu aldri og oft koma viðskiptavinir með mynd sem þeir sáu á Snapchat og biðja um þannig kjól.
Markmiðið er að hafa tvo Facebook statusa á dag en með Snapchatið er ekki eins mikið planað heldur fá þær bara flugu í höfuðið og framkvæma.
Þökkum Önnu Kristínu fyrir frábært spjall.
Þeir sem hafa áhuga að koma með ábendingar vegna þáttarins er bent á
olijons@viskavef.is eða 519-2887
11/15/2016 • 33 minutes, 14 seconds
2. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Ari Steinarsson
Ari Steinarsson
Vefráðgjafi og sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu.
Ari hefur verið viðloðin við markaðssetningu á netinu síðan 2007 þegar hann stofnaði Netráðgjöf og hefur mikið breyst síðan 2007.
Hann er nú að kenna þriðja árið í röð í HR markaðsetningu á netinu en finnst þó hálf skrítið að hafa þetta sér, ekki einsog það sé kennd sér markaðssetning í prenti.
Fólk sem er að sækja sér þekkingu er meira markaðsfólk í dag en ekki tæknifólk einsog var áður.
Ari hefur unnið mikið fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu seinustu ár bæði í ráðgjöf og einnig að sjá um til dæmis Google Adwords.
Einn af kostum Google Adwords er að það skiptir ekki mál hvað fyrirtækið er stórt og er fljótt að skila árangri
Efnismarkaðssetnig er hinsvegar langtíma verkefni.
Markaðssetning hefur í raun ekkert breyst, það þarf að greina markhópinn o.þ.h. Það er bara fleiri tól í boði núna.