Winamp Logo
Boltinn lýgur ekki Cover
Boltinn lýgur ekki Profile

Boltinn lýgur ekki

Icelandic, Basketball, 1 season, 103 episodes, 6 days, 14 hours, 41 minutes
About
Körfuboltaþátturinn Boltinn Lýgur Ekki, sem hefur verið leiðandi í körfuboltaumfjöllun á Íslandi, er kominn á Suðurlandsbrautina, heimili körfuboltans á Íslandi.Fjallað er um móður allra íþrótta á hispurslausan hátt. Íslenski boltinn í aðalhlutverki en NBA verður á sínum stað ásamt heitum tökum og góðum gestum.Það eru Véfréttin sjálf, Sigurður Orri og Tommi Steindórs sem stýra þættinum sem er í þráðbeinni á X977 alla fimmtudaga frá 16-18.
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Janúarmyrkur á Króknum

BLE bræður mættur aftur og nú einnig í hlaðvarpsformi eftir "The lost tape" í síðustu viku. Svokallaður vintage BLE, farið yfir allt. 
1/25/20241 hour, 19 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Hiti í botnbaráttunni og dómaravæl

BLE bræður vorum á sínum stað á fimmtudaginn og enginn annar en lýsandinn umdeildi, Heiðar Snær Magnússon, sem sat með þeim. 
1/12/20241 hour, 48 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Véfréttin gerist Völva

BLE bræður snéru tilbaka eftir mótmælin milli jóla og nýárs og þeir voru tvíefldir. Rýnt yfir farinn veg sem og kíkt í kristalskúluna. 
1/4/20241 hour, 32 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - NBA og íslenskt slúður

BLE í jólastuði þrátt fyrir körfuboltaleysi yfir jólin. NBA, íslenskt slúður og yfirferð á allar deildir.
12/22/20231 hour, 2 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Draymond þarf aðstoð, liðhlaupar og rekinn eftir 58 stiga leik

BLE bræður stóðu vaktina í dag. NBA, fréttir vikunnar og Ísland, allt á einum stað
12/14/20231 hour, 5 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Sú elsta og virtasta með Gunna Birgis

BLE í miklu stuði þennan fimmtudaginn. Fjölmiðlamaðurinn umdeildi Gunnar Birgisson aka Jagginn mætti í stúdíóið og fór yfir bikarinn og fleira sem er framundan. 
12/7/20231 hour, 7 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Leikmannaskipti og mest óþolandi leikmenn íslensks körfubolta

BLE í þráðbeinni þennan fimmtudaginn. Véfréttin og sá raunverulegi stóðu vaktina og fóru yfir landslagið og svo fór Véfréttin í skó þess slæma og valdi top 5 mest óþolandi leikmenn íslensks körfubolta. 
11/30/20231 hour, 27 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Calloway á Krókinn og fíllinn í herberginu

BLE bræður að vinna upp í skuld eftir fjarvist síðastliðin fimmtudag. Það var einfaldlega farið vítt og breytt yfir sviðið. 
11/27/202355 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Þeir þora og skora

Gestagangurinn var mikill í Boltinn Lýgur Ekki í dag. Ritstjórinn umdeildi, Davíð Eldur aka Sá Eldfimi mætti í Fiskabúrið til þeirra BLE bræðra og fór yfir NBA. Það voru síðan skipti, Véfrétt út og "Þræll Mammon" aka Siggeir Ævarsson kom inn en sá er Grindvíkingur og hann veitti okkur innsýn í körfubolta og líf Grindvíkinga á þessum óvissutímum. 
11/16/20231 hour, 23 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - BKS samur við sig og all star lið Subway spjallsins opinbert

Boltinn Lýgur Ekki í feiknastuði þennan fimmtudaginn. Ísland, NBA, subway spjallið. Farið yfir þetta allt saman. 
11/9/20231 hour, 31 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - ”Njarðvík komast ekki í úrslitakeppnina”

Þau voru stór orðin sem sá Höggþungi lét falla í þættinum í dag en hann stóð vaktina með Véfréttinni og þeim raunverulega. Klassísk vörutalning í flestum deildum sem skipta máli. 
11/2/20231 hour, 30 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Helga Viggós dagurinn og NBA er byrjað

Treyjan hans Helga Viggós verður hengd upp í rjáfur í Síkinu annað kvöld og það var þáttur honum til heiðurs. Heyrt var í fyrrum samherjum, mótherjum og mönnum sem ólust upp við að vera hræddir við hann áður en Helgi sjálfur mætti í símann. Það var líka farið yfir Subway, 1. deild og NBA. Stútfullur þáttur. 
10/26/20231 hour, 32 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Yfir/undir NBA og top 5 bestu íslensku leikmennirnir

Boltinn Lýgur Ekki í banastuði í dag. Farið vel yfir NBA, 1. deild karla tekin fyrir ásamt Subway. Boltinn Lýgur Ekki er í boði Viking Lite léttöl og Dynjanda. 
10/19/20231 hour, 27 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Tenorinn heim og sniðganga kki.is

Svokallaður vintage BLE. Véfrétt og sá Raunverulegi fóru yfir sviðið. 
10/12/20231 hour, 26 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - It´s showtime

Þetta er að bresta á. Véfréttin og sá raunverulegi í miklu stuði þennan fimmtudaginn. 
10/5/20231 hour, 18 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Streetball frá Asíu til Akureyrar

Véfréttin stóð vaktina í fjarveru Tómasar sem var upptekinn við að leika um landið. Subway kvenna farið af stað, Lillard til Bucks og svo kom hin virti NBA fjölmiðlamaður Leigh Ellis í heimsókn og fór yfir verkefnið sitt þar sem hann er að fara hringinn í kringum hnöttinn að spila streetball og verður á Akureyri um helgina. 
9/29/202341 minutes
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Opinbera BLE spáin í Subway deild karla

Boltinn Lýgur Ekki var ekki flókin í þetta skiptið. Véfréttin kíkti í kristalskúluna og spáði fyrir um Subway deild karla á meðan Sá raunverulegi og Sá Slæmi veittu honum aðhald.
9/22/20231 hour, 46 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Stóri 1. deildar þátturinn

Boltinn Lýgur Ekki á sínum stað. Fréttir vikunnar krufnar áður en spáin fyrir 1. deild karla var opinberuð. 
9/14/20231 hour, 28 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Run it back

Boltinn Lýgur Ekki byrja sitt þriðja season á X977. Ákveðin general prufa átti sér stað í dag áður en allt fer á fullt. Nóg um að vera samt sem áður. HM í körfu. Dómarar á Íslandi. 2. deildin. Pétursmótið. Margt fleira
9/8/20231 hour, 22 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Íslenska uppgjörið og NBA finals í hámarki

BLE bræður í þráðbeinni þennan fimmtudaginn, loksins loksins segja einhverjir. Úrslitakeppnin gerð góð skil, mikið slúðrað og svo byrja NBA finals í nótt. 
6/1/20231 hour, 54 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Upphitun fyrir leik þrjú, ferðasaga af Króknum og Höggfjölskyldan í heimsókn

Stjörnuparið Heiðar Snær og Margrét Ósk mættu í BLE í fjarveru þess Raunverulega.  Yfirferð yfir NBA, leik tvö í einvígi Vals og Tindastóls, Véfréttin fór á Krókinn um daginn, spáð í spilin fyrir leik þrjú, Margrét fór yfir það hvers vegna Valskonur sendu Véfréttinni Pillu.  Svo var slúðrað í lokin. 
5/11/20231 hour, 1 minute, 51 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Ekki er kálið sopið þó í ausuna sé komið

Sá raunverulegi, Sá höggþungi og Sá slæmi stóðu vaktina í fjarveru Véfréttarinnar í BLE þennan fimmtudaginn. Allt í hámarki. NBA. Playoffs. Þeir félagar fóru yfir allar mögulegar sviðsmyndir. 
5/4/20231 hour, 17 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Upprisinn er hann, Haukur, Haukur og Véfréttin á Krókinn

BLE bræður hittust í Fiskabúrinu beint eftir leik Njarðvíkur og Tindastóls og fóru yfir stóra sviðið. 
4/26/202359 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Playoffs, playoffs, playoffs!

Það er úrslitakeppni alls staðar. Hringdum í Ástþór Óðinn, Teit Örlygs, Helga Sæmund og Hörð Unnsteins.
4/21/20231 hour, 46 minutes, 1 second
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Hamingjan er hér... Samt ekki

Úrslitakeppnin farin á fullt á öllum vígstöðum. Véfréttin, Sá raunverulegi, Sá slæmi og Höggið komu allir við sögu í dag og fóru yfir landslagið. 
4/13/20231 hour, 28 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - BLE verðlaunin 2023

After after dark. Véfrétt, Raunverulegi, Slæmi. Verði ykkur að góðu. 
4/5/20231 hour, 22 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - NBA með Ben Golliver frá Washington Post

Véfréttin hringdi til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til Kaliforníu þar sem Ben Golliver frá Washington post var til svara. Golliver er eitt allra stærsta nafnið í NBA umfjöllun vestanhafs.
3/31/20231 hour, 26 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Barist á banaspjótum, leikdagur í Þorlákshöfn og topp 5 chokerar.

Gamla bandið mætt. Véfréttin og Sá raunverulegi. Vintage BLE
3/24/20231 hour, 53 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Vörutalningardagur

Sá raunverulegi stóð vaktina í dag með Davíð Eld (þeim eldfima) og Steinari Aronssyni (þeim slæma).  Ólöf Helga mætti og fór yfir kvennaboltann. 1. deildin tekin var í kjölfarið tekin föstum tökum áður en vörutalning í Subway deild karla hófst. 
3/16/20231 hour, 30 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Boltinin Lýgur Ekki - Draumaland KJ, Stólarnir eru mættir og leikdagur á föllnum Meistaravöllum

Véfréttin stóð vaktina einsamall en tók símtal á Tómas sem var staddur í Vestmannaeyjum. Farið vítt yfir sviðið.
3/10/202348 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Jarðaför KR og Þór í þúsund ár

Boltinn Lýgur Ekki í þráðbeinni þennan fimmtudaginn. Véfréttinn heiðraði þáttinn með nærveru sinni fyrstu 20 mínúturnar og fór yfir NBA með þeim Raunverulega. Höggið leysti síðan Véfréttina af og kafað var djúpt í íslenska boltann, bæði karla og kvennamegin. 
3/2/20231 hour, 22 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Grátur og gnístran tanna

BLE bræður settust niður með Högginu beint eftir landsleik Íslands og Georgíu og stemmninginn eftir því. Leikurinn greindur, einkunnagjöf og svo var aðeins farið yfir neðri deildir. 
2/26/202344 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Stjörnuleikur, rauntal og fyndnasta leikhlé sögunnar.

Boltinn Lýgur Ekki bauð upp á all star leik í íslenska boltanum með allri umgjörð.  Leikvangur, dómarar, liðin, stuðningsmenn, þjálfarar og fleira. 
2/16/20231 hour, 38 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Vintage BLE

NBA og Íslenski boltinn. Ekkert rugl. 
2/16/20231 hour, 33 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Martin Hermanns á línunni, lokaséns KR og Séra Friðriks slagurinn

00:00 - Létt hjal og NBA 21:05 - Spjall við Martin Hermansson 39:00 - Íslenski boltinn með Heisa Högg
2/2/20231 hour, 38 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Pavel orðinn leikmaður Tindastóls

NEYÐARPOD. BLE bræður skulduðu þátt og fóru yfir gluggadaginn í Subway deild karla. Pavel er orðinn leikmaður Tindastóls. Raggi Nat er 100% þriggja stiga skytta. Þróttur Vogum ætla sér taplausir í gegnum 2. deildina og margt fleira. 
1/31/202338 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Top 10 vonbrigði tímabilsins

Boltinn Lýgur Ekki eins og hann gerist bestur. Ólöf Helga mætti og fór yfir landslagið kvennamegin áður en sá Slæmi mætti og tætti í sig allt og alla, sama hvaða deild var talað um.
1/19/20231 hour, 59 minutes
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Pavel á Krókinn, Arnar elskar bikarinn og Stofustóllinn pollrólegur

Boltinn Lýgur Ekki í þráðbeinni þennan fimmtudaginn. Það var slúðrað um þjálfaramál áður en undanúrslitin í bikarnum voru gerð upp. Eiki hljóðmaður aka Stofustóllinn settist svo í Fiskabúrið og fór yfir það sem mætti betur fara hjá Tindastól. Hörður Unnsteinsson var síðan á línunni og fór yfir 1. deild karla.
1/12/20231 hour, 12 minutes, 1 second
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Stjörnugalin félagaskipti og topp 5 slökustu atvinnumennirnir

Boltinn Lýgur Ekki heilsar ykkur á nýju ári með þéttpökkuðum þætti . Sá Raunverulegi var vant við látinn en BLE fjölskyldan stóð þétt við bakið á Véfréttinni og mættu Höggið og Sá Eldfimi í Fiskabúrið og fóru yfir málefni líðandi stundar.
1/5/20231 hour, 40 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - NBA með Kjartani Atla, síðasta hálmstrá KR og leikþáttur í Dalhúsum

Boltinn Lýgur Ekki vængbrotinnað þessu sinni því Véfréttin er í París að kynna sér franskan körfubolta. Sá raunverulegi stóð vaktina og fékk guðfaðirinn Kjarta Atla Kjartansson til sín fyrsta hálftímann. Síðan komu þeir kollegar, Sævar Sævarsson og Steinar "Sá Slæmi" Aronsson í Fiskabúrið og fóru um víðan völl. KR eru fallnir, Höttur fara í playoffs og fleiri sleggjudómar látnir vaða. 
12/15/20221 hour, 36 minutes, 1 second
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Top 5 undir 25, einn móralskur í Keflavík og Boston langbestir

BLE bræður loksins sameinaðir á ný. Stútfullur þáttur. Ólög Helga Pálsdóttir Woods mætti til okkar og fór yfir kvennaboltann á sinni kjarnyrtu íslensku. Smá NBA, smá neðri deildir áður en 1. deild karla og Subway deild karla tók yfir. Top 5 undir 25, eru KR að fara að spila við Þrótt Vogum og Hrunamenn á síðasta tímabili og Keflavík eru scary. 
12/8/20221 hour, 36 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Sá raunverulegi x Höggið

Engin véfrétt í þetta skiptið en kom ekki að sök því Heiðar Snær Magnússon, betur þekktur sem "Höggið", stóð vaktina í hans fjarveru. Tommi fann NBA lið fyrir Heisa í NBA umræðunni og svo var farið yfir allar deildir á Íslandi, bæði karla- og kvennamegin. 
12/2/20221 hour, 40 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Keflavík sýnir sitt rétta andlit og Valur langbestir

BLE bræður í miklu stuði þennan fimmtudaginn. Vintage BLE, NBA og Ísland. 
11/25/20221 hour, 34 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Stóridómur fellur, Hringt í Teit Örlygs, og dansað í draumalandi KJ

Mikið stuð á BLE bræðrum þennan fimmtudaginn.  Byrjuðum á að tala um nýfallinn dóm aganefndar í máli Hauka gegn Tindastól þar sem Haukum var dæmdur 0-20 sigur í VÍS bikarnum.  Svo var NBA tal. SGA, vesen á Warriors, Boston bestir í deildinni og Kings að vakna úr dvala. Hringdum svo í geitina í íslenskri deildarkeppni, Teit Örlygsson, og fórum yfir nýafstaðna landsleiki og mögleika Íslands á sæti á HM. Verður stuð í Manila eða Jakarta?  Fóru svo í fréttir vikunnar og íslenska boltann. neðri deildir og svo Subwaydeild karla. Dettur BLEðillinn loksins?
11/17/20221 hour, 25 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Dauðafæri á HM, síminn á lofti og sumir ráða illa við BLE hrósið

Véfréttin ein að þessu sinni enda sá Raunverulegi lítill lasarus.  Hringt í Gunnar Birgisson, en hann er á Tenerife. Farið yfir gengi Tindastóls, KKÍ og hvort hann hafi einhverjar áhyggjur.  Næst, mónólóg um NBA.  Hringdi svo í HUgsuðinn, Hörð Unnsteinsson. Farið yfir ítarlega yfir landsleikinn á morgun.  Næsta símtal var í þann Eldfima, Davíð Eld. Farið yfir 1. deildina þar sem BLE umfjöllunin hefur mögulega stigið mönnum til höfuðs og svo létt yfirferð yfir öll lið Subwaydeildar karla og hvort það þurfi að hafa áhyggjur. 
11/10/20221 hour, 49 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Sparkað í KKÍ, þrot í Þorló og vaskir Valsarar

BLE bræður í banastuði þennan fimmtudaginn. 360 gráðu greining á NBA fyrsta hálftímann áður en var farið yfir til Íslands. 2. deild, 1. deild, Subway, KKÍ, valsarar of góðir, Þórsarar of lélegir, margt margt fleira. 
11/3/20221 hour, 33 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Ömurlegir Lakers og er Viddi kannski bara að væla?

BLE bræður voru ekkert að flækja þetta þennan fimmtudaginn. NBA og Íslenski boltinn í brennidepli. Heiðar Snær, einnig þekktur sem Höggið, mætti og hélt vörnum fyrir Þórsara og fór svo yfir allar deildir með þeim BLE bræðrum.
10/27/20221 hour, 33 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Hættu Logi, hættu Axel og farðu í Ármann, Ástþór

Boltinn Lýgur Ekki í banastuði þennan fimmtudaginn í líklega þéttpakkaðasti þætti sögunnar.  Þátturinn byrjaði á NBA umræðu og svo mætti Ólöf Helga og fór yfir kvennaboltann. Í kjölfarið mætti Sá Slæmi til BLE bræðra og þar var farið yfir allan katalóginn. 2. deild karla, 1. deild karla, bikarfíaskóið á Sauðárkróki og svo brá Véfréttinn sér í líki jarðálfsins Láka og var reglulega vondur við öll deildarinnar og sendi einn eða fleiri leikmann heim úr hverju liði. 
10/20/20221 hour, 45 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Hversu heimskur er hægt að vera?

BLE bræður í miklu stuði þennan fimmtudaginn Byrjuðu þáttinn á NBA umfjöllun með Prófessornum sjálfum, Herði Unnsteinssyni. Lögmál Leiksins fara af stað eftir helgi og farið yfir hverju menn væru spenntastir fyrir fyrir komandi tímabil.  Svo neðrideildarumfjöllun. Véfréttin loggaði inn leik í 2. deildinni, Herði Unnsteins hent út úr húsi í 1. deild kvenna og Álftanes á siglingu í þeirri fyrstu.  Svo var Subwaydeild karla tækluð. Öll liðin tekin fyrir og í anda kvikmyndarinnar 10 Things I Hate About You fóru strákarnir yfir hvað þeir fíluðu EKKI við hvert lið. Sérstök Eldræða frá Tómasi um ÍR liðið og allt fíaskóið í kringum bandarískan leikmann þeirra.  
10/13/20221 hour, 36 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Veislan hefst í Subway, sá besti í sögunni hættir og Véfréttin brýtur þremur yfir

Boltinn Lýgur Ekki fagnar eins árs afmæli á X977 með fjölbreyttum þætti. -Heiðar Snær mætti í heimsókn og fór yfir ferð Þórsara til Kosovo og Þórsliðið í vetur. Véfréttin fór svo yfir frægðarför sína og síns liðs á Pollamót Þórs á Akureyri um síðustu helgi. NBA deildin var á sínum stað þar sem var farið yfir mest spennandi leikmanninn sem hefur komið inn í deildina síðustu 19 árin og hnefasamloku frá Draymond Green. Álftanes fer vel af stað í BLE deildinni en Skallagrímur ekki. Lokuðum þessu á Subwaydeild karla sem er rétt í þann mund að hefjast. Spáðum í spilin alla leikina og bjuggum til BLEðil.
10/7/20221 hour, 38 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - KR falla, Keflavík vinna og Finnur sem ekkert finnur

Stóra BLE spáin (sem er töluvert faglegri en spá formanna og þjálfara) fyrir Subway deild karla. Véfréttinn og sá Raunverulegi fengu þann Slæma í Fiskabúrið og tekinn var 360 gráðu snúningur á tímabilinu sem er framundan. Sleggjudómar, mönnum hent fyrir rútuna á meðan aðrir voru hafðir upp til skýjana. Hver er lykilmaður? Hver er búðingur? Hver er 12. maðurinn? Þetta og margt fleira í þessum þætti.
9/29/20221 hour, 56 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Neðrideildarsprengja, rauntal í kvennaboltanum og mótvindur í Boston

Strákarnir í BLE í fantaformi þennan fimmtudaginn. Ólöf Helga Pálsdóttir Woods mætti til þeirra og fór yfir kvennaboltann og sparaði ekki stóru orðin. Þar á eftir fóru þeir bræður yfir neðri deildirnar eins og þær leggja sig og Tómas Steindórsson, sérfræðingur Stöðvar 2 í 1. deild karla opinberaði spána fyrir 1. deildina. 
9/22/20221 hour, 35 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Leiðinlegur Luka, undir/yfir NBA og Hákon snýr heim?

Véfréttin var á tökkunum að þessu sinni því Sá Raunverulegi var fjarri góðu gamni.  Sá Eldfimi, Davíð Eldur, hljóp í skarðið.  Eurobasket, yfir/undir NBA og íslenski boltinn í lokin
9/16/20221 hour, 48 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - We back

Strákarnir hressu, BLE bræðurnir Véfréttinn og Tommi Steindórs, eru mættir aftur. Svokallað soft opening, farið yfir Eurobasket, NBA og svo hverjir eru komnir og farnir í Subway deildinni.
9/9/20221 hour, 34 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Season Finale

BLE bræður mættu í síðasta sinn í bili í Fiskabúrið til þess að ræða körfuboltann. NBA finals, streetballmót Húrra, íslenski boltinn, orðið á götunni, nýr formaður KR og fleira. 
6/23/20221 hour, 31 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Götubolti, NBA Finals og ”ofur”lið í Höfninni

BLE bræður mættir aftur eftir einstakt messufall í síðustu viku.  360 gráðu greining á streetballmóti X977 sem var um síðustu helgi sem og yfirferð yfir leikplanið á streetballmótinu sem BLE bræður taka þátt í á 17. júní.  NBA á sínum stað. Leikmannaskipti milli Texasliða og þróun úrslitaseríunnar.  Íslenski boltinn, slúður, leikmannaskipti og hleypidómar. 
6/16/20221 hour, 20 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Ótímabæra spáin og NBA Finals veisla á Stöð 2 sport

BLE bræður voru glaðir þennan fimmtudaginn, enda kominn júní. Fjölluðu um Streetball mót X977 sem verður á Klambratúni 11. júní (miðar á tix.is) áður en þeir fóru yfir það sem skiptir málí, úrslitin í NBA.  Í seinni partinum rýndu þeir í slúðurpakka karfan.is og fóru svo í mjög svo ótímabæra spá fyrir Subway deild karla næsta tímabil. 
6/2/20221 hour, 36 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Finnur Freyr á línunni, úrslitakeppnisverðlaun og slúður

Boltinn Lýgur Ekki voru að sjálfsögðu í beinni á uppstigningardag. Byrjuðu á því að fara yfir NBA áður en þeir hringdu í Finn Freyr, þjálfara Íslandsmeistara Vals og fóru yfir vegferðina að titlinum. Síðan var farið í verðlaunaafhendingu fyrir úrslitakeppnina og smá slúðrað að lokin.
5/26/20221 hour, 37 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Oddaleiksneyðarupptaka, frægir gestir og greining

BLE bræður hentu í aukaþátt til þess að hita upp fyrir oddaleik íslandsmótsins sem fer fram í kvöld að Hlíðarenda.  Gestir þáttarins: Eiríkur Stefán, Jóhann Alfreð, Atli Fannar og Hörður Unnsteins.
5/18/20221 hour, 35 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Playoffs manía

Allt er á suðupunkti. Playoffs í NBA, Finals í Subway deildinni. BLE bræður voru á útopnu í tvo tíma þennan fimmtudaginn. NBA krufning, slúður, Valur vs Tindastóll krufning, sá Slæmi á línunni, fullt fleira. Tommi þurfti að drífa sig á Ölver og hafði þar af leiðandi ekki tíma í að klippa þennan þátt. Vona að þið sýnið þessu hliðarspori skilning.
5/12/20221 hour, 53 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Hilmar í Hauka, Hápunktinum náð og úrslitin hefjast á morgun.

Einkar veglegur þáttur frá BLE bræðrum þennan fimmtudaginn. Fyrsti hálftíminn tileinkaður NBA deildinni.  Svo Íslenski boltinn þar sem þeir Heiðar Snær og Egill Birgis fara yfir úrslitin og stemmninguna. Þá kom Helgi Freyr Margeirsson, Tindastólsgoðsögn og einn af aðstoðarþjálfurum liðsins, í heimsókn sem og Samúel klippari.  Hringt í þann Slæma og hann tilkynnti um heimkomu Hilmars í Hauka ásamt því að spá í spilin fyrir komandi úrslit. 
5/5/20221 hour, 30 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Þrjár kúlur í kassann á Króknum, slúðrað án ábyrgðar og Kyrie Irving er búðingur

BLE bræður í feyknastuði þennan fimmtudaginn. Byrjuðu á því að rýna í úrslitakeppni NBA. Er Jayson Tatum besti kani NBA? Fara Warriors alla leið? Svo var það Íslenski boltinn. Rýnt í allar þær seríur sem eru eftir, karla og kvennamegin. Þórsarar jarðaðir, Valur hafðir upp til skýjanna, þurftu Stólar einfaldlega extra þrjár kúlur? Svo var slúðrað síðustu 20 mínútur án ábyrgðar. 
4/28/20221 hour, 24 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Ferðasaga úr Skagafirði, undanúrslitin og hringt í lagahöfunda

BLE bræður eldhressir þennan fyrsta sumardag.  Fyrst var farið í 360° greiningu á Sauðárkróksferðinni sem var farin um síðustu helgi. Molduxamótið, sveitaball og yfirprjón. Og auðvitað Oddaleikur.  Svo var farið í NBA, allar seríurnar í úrslitakeppninni og stóru sögulínurnar.  Síðasti klukkutíminn er svo íslenski boltinn. Hringt í höfunda tveggja bestu stuðningsmannalaga íslandssögunnar, þá Ástþór Óðinn og Helga Sæmund.  Fóru svo djúpt í undanúrslitin með þeim Slæma, Steinari Aronssyni.
4/21/20221 hour, 36 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - NBA, úrslitakeppnin og orð skulu standa

BLE bræður í feiknastuði þennan Skírdaginn. Allir í fríi og þá fara þeir að vinna.  Fyrsti hálftíminn er helgaður NBA, umspilið, úrslitakeppnin, All NBA liðin og fleira.  Svo er komið að Íslenska boltanum. Allar seríurnar teknar fyrir, 1. deildin líka og úrslitin þar sem eru að hefjast. Aðeins farið yfir þjálfarakapalinn sem er í uppsiglingu. Hringdum í tvo Keflvíkinga til þess að tékka á stöðunni fyrir leik 4 sem er í kvöld(fimmtudag). Þættinum lokað á frábærum nótum. Ferðin á Sauðárkrók er staðfest um helgina. Molduxamót, ball og kannski leikur 5. 
4/14/20221 hour, 31 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Verðlaun fyrir tímabilið, hringt í Dósina og greining á fyrstu umferðinni

BLE bræður fengu þann Eldfima og Þann Höggþunga til sín til þess að veita verðlaun fyrir tímabilið í alls konar flokkum.  -Leikmaður ársins í öllum deildum -Búðingur ársins -Ekkiferð ársins -Móment ársins -Skita ársins -Svissneskur vasahnífur ársins -Sneypuför ársins -Takk en nei takk ársins  og miklu fleiri flokkar.  í fyrri klukkutímanum var hringt í Dósina eftir frækinn sigur í 2. deildinni og fyrstu fjórir leikirnir í úrslitakeppninni greindir. 
4/7/20221 hour, 46 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Úrslitakeppnisbomba BLE, kúst og fæjó á Króknum og rekinn úr Vesturbænum

BLE bræður í það miklum ham að það var hent í aukaþátt.  Úrslitakeppnisbomban á sínum stað. Hver verður X-factorinn í einvígjunum? Hver verður búðingur? Hver verður óvænta stjarnan? Allt þetta og svo marg fleira í þætti dagsins. 
4/4/20221 hour, 6 minutes
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Coach K, Unnsteins under the lights, hringt til Spánar og lokaumferðin í Subway

BLE bræðir ferskir a fimmtudegi.  Í þessum þætti: -Hringt í Rúnar Inga Erlingsson, sérfræðing í háskolaboltanum vestanhafs en þar fara fram undanúrslit um helgina.  -Sá Slæmi fer yfir neðri deildirnar.  -Gunnar Birgisson um frabært gengi Tindastóls og framtíðina.  -Spáð fyrir um lokaumferðina, BLEðill og lofað upp í ermar
3/31/20221 hour, 39 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

All time lið Grindavíkur, BLE bræður í Skagafjörð og það verður úrslitakeppnis-Vorkvöld í Vesturbænum

BLE bræður voru í fáránlegu stuði þennan fimmtudaginn.  Fyrsta hálftíman fóru þeir yfir úrslitakeppni neðri deildanna og NBA deildina. Mun Sá Slæmi verða dósaður eins og allir aðrir í vetur eða verður þetta 2007 Patriots tímabil hjá Dósinni og Ármann? Fengu svo til sín frábæran gest til þess að velja besta Grindavíkurlið sögunnar, sjálfan Egil Birgisson. Fimm leikstöður, sjötti maður, handklæðaveifari og þjálfari. Hverja velur hann?  Svo var vaðið í Subwaydeild karla með Agli. BLE bræður eru á leiðinni á Krókinn í playoffs, Eru Njarðvík of gamlir? Valsmenn of leiðinlegir? Mun Hjalti í Keflavík láta besta leikmanninn sinn fá boltann og munum við ekki örugglega fá úrslitakeppnisbolta á Meistaravelli? 
3/24/20221 hour, 49 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Máté rífur þögnina og Þór Þorlákshöfn orðnir þrefaldir meistarar

BLE bræður voru í góðu skapi þennan fimmtudaginn. Byrjuðu á því að fara yfir fjögurra tíma leikdag Sigga í Smáranum áður en NBA deildin var tekin föstum tökum sem endaði í Who he play for?. Síðan kom Máté Dalmay, þjálfari Hauka, sem tryggði sér sæti í deild þeirra bestu á mánudaginn og fóru þeir saman í gegnum íslenska boltann og Tommi hringdi óvænt í Ísak Mána Wiium og bað hann afsökunnar á köldum en nauðsynlegum aðgerðum síðastliðin föstudag.
3/17/20221 hour, 55 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Simmons snýr aftur, KR í krísu og Stólar á stríki

BLE í miklu stuði þennan fimmtudaginn.  NBA deildin á sviðið fyrsta hálftímann eða svo. Fyrst farið í heimkomu Ben Simmons til Philadelphia og hvort að Jokic sé búinn að tryggja sér MVP styttuna. Þá spilaðir Tommi leikinn: Who he play for?  Svo er farið í íslenska boltann, allar deildir en með mestum fókus á Subwaydeild karla. Er Mate Dalmay búinn að vinna BLE deildina? Er KR að missa af úrslitakeppninni? Hversu langt fara stólarnir?  Kláruðu þetta svo á því að spá í spilin fyrir umferðina sem er að hefjast. 
3/10/20221 hour, 34 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Hinn umdeildi Brynjar Karl, BLEinkunnir fyrir landsleiki og íslenski boltinn.

BLE bræður fengu hinn umdeilda þjálfara Brynjar Karl Sigurðsson í spjall í fyrri hlutanum. KKÍ, aðferðir og ásakanir.  Í síðari hlutanum kom Steinar Aronsson, Sá Slæmi, og sama gáfu þeir einkunnir fyrir landsleikina sem voru á dögunum, fóru aðeins í 1. deildina, slúðruðu um efstu deild og spáðu í umferðina sem er að fara af stað. 
3/3/20221 hour, 45 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - #FyrirLoga, stóra landsliðsdraftið og hringt í beinni

Tommi Steindórs, sá raunverulegi, stóð vaktina fyrir hönd BLE bræðra þennan fimmtudag. Hann var þó ekki einn því hann fékk lærifaðirinn, þann eldfima, Davíð Eld ritstjóra karfan.is og sá höggþungi, Heiðar Snær Magnússon, fyrrum fyrirliði Græna Drekans mætti einnig. Þeir fóru yfir landsliðið, brottrekstur Danna frá Grindavík, rönkuðu stuðningsmannasveitir, dröftuðu þrjú all time landsliðið, fóru yfir stórleikinn í 2. deildinni og svo var hringt. Fyrst hringdu þeir til Hollands þar sem Snorri Vignisson var á línunni og svo var 360 gráðu greining á fíaskóinu hjá Tindastól B og sat Þráinn Svan Gíslason fyrir svörum.
2/24/20221 hour, 56 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Landsliðsvalið, kýlt í gegnum rúðu og öskrandi Fannar Ólafs

BLE bræður hittust í fyrsta skipti í langan tíma á mánudegi. Fóru yfir komandi landsliðsverkefni, völdu nýjan og endurbættan landsliðshóp og svo var það íslenski boltinn. 
2/22/20221 hour, 2 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Jón Arnór, slagsmál á Selfossi og BLEðill

BLE bræður hressir að vanda í dag. Garðar Örn Arnarson mætti í Fiskabúrið og fór yfir þættina um Jón Arnór en fyrsti þáttur fór í loftið í gær á Stöð 2 Sport. Bræðurnir fóru fyrir neðri deildir áður en Siggi þurfti að fara í sjónvarpið en þá mætti Þvottakörfubróðirinn Heiðar Snær Magnússon í hús ásamt hinum eldfima, Davíð Eldi ritstjóra karfan.is. Þeir fóru yfir Subway deildina og hnoðuðu að lokum í einn BLEðil.
2/17/20221 hour, 58 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Top 5 efnilegustu leikmenn landsins

Góður andi yfir BLE bræðrum þennan fimmtudaginn. Byrjuðu á því að hringja Hrafn Kristjánsson, þjálfara Álftaness og veikasta Lakers aðdáanda landsins og fóru yfir þau vandamál sem Lakers glíma við þessa stundina og trade deadlineið var aldrei langt undan. Sá slæmi mætti stuttu síðar og þar var farið yfir íslenska boltann í 90 mínútur á extra slæman hátt. Slæmi fékk heimavinnu, sagði okkur frá top 5 efnilegustu leikmönnum landsins og spáði að lokum í spilin fyrir komandi umferð.
2/10/20221 hour, 58 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Ógeðslega leiðinlegir Keflvíkingar, faglegir Njarðvíkingar og útlendingahersveit í Vesturbænum

BLE bræður ferskir á fimmtudegi. Fóru fyrst yfir NBA deildina þar sem Tommi spilaði leikinn "Who he play for?"  Svo var vaðið í íslensku neðri deildirnar. Hvað er að gerast á Bessastöðum?  Svo átti Subwaydeild karla hug BLE bræðra. Vörutalning fyrir öll liðin og Tommi gaf hverju liði prósentu á hversu líkleg þau væru til þess að landa þeim stóra.
2/3/20221 hour, 58 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Besta ÍR lið allra tíma, neðri deildir og Njarðvík verður ekki Íslandsmeistari

BLE bræður í fádæma stuði á fimmtudegi. Fyrsti hálftíminn fór í neðri deildir, bras á Álftanesi og stórleik föstudagsins í BLE deildinni Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambandsins og ÍR-ingur mætti svo og valdi fyrir BLE bræður besta ÍR lið allra tíma.
1/27/20221 hour, 58 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Búnir að gefast upp á Stjörnunni, Westbrook á bekkinn og Dósin hlær að 2. deildinni

BLE bræður voru í fádæma stuði í þætti dagsins.  NBA átti hug og hjarta þáttarins fyrsta klukkutímann. Vanvirðing við MVP deildarinnar, Embiid skorar 50 á hálftíma og Russell Westbrook var sendur á bekkinn.  Véfréttin tók Tomma í smá leik. Who he play for? Íslenski boltinn var í aðalhlutverki síðari klukkutímann. Strákarnir byrjuðu á að hringja í Dósina, sem er að valta yfir 2. deildina, fóru aðeins yfir fyrstu deildina og spáðu svo í spilin fyrir leiki umferðarinnar í úrvalsdeild karla.
1/20/20221 hour, 58 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Tindastóll special: Hljómsveit Geirmundar Valtýs keypti Pétur Guðmunds

Véfréttin á Tenerife þannig að sá raunverulegi var við stjórnvöllinn í nýjasta BLE. Hann fékk þann slæma (Steinar Aronsson, leikmaður Leiknis) og þann eldfima (Davíð Eldur, ristjóri karfan.is) til þess að fara yfir fréttir vikunnar og slúður áður en Stofustóllinn sjálfur, Eiki hljóðmaður, mætti og gerði þetta að enn einu Tindastólshlaðvarpinu. Hann ásamt hinum faglega Gunnari Birgissyni völdu síðan All time lið Stóla og lögðu Tomma línurnar um hvernig skal heilla hin klassíska Stofustól. Þetta og margt fleira.
1/13/20221 hour, 59 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Project nothing í Hveragerði og argentískur tangó í Þorlákshöfn

BLE bræður voru í góðum fílíng á sunnudagskvöldi.  Fóru yfir Subwaydeildina, 1. deildina og neðstu deildirnar. Norðurlandsslagurinn, Richotti lék á alls oddi í Þorlákshöfn, Hamar virðist hafa gefist upp og á Egilsstöðum eru menn að drilla.  Gasað stanslaust þangað til að Óli Dóri rak BLE bræður út úr stúdíóinu. 
1/10/202244 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Hringt í Martin Hermannsson og notaðu bara PCR próf til að fresta leik.

BLE bræður mættir til leiks á nýju ári.  Fóru fyrst yfir NBA deildina þar sem Lance Stephenson er mættur til leiks á ný sem og Kyrie Irving. Tóku svo smá snúning á frestunaráráttu körfuknattleikssambandsins.  Hringdu svo til Valencia þar sem Martin Hermannsson sat fyrir svörum um lífið, boltann og tilveruna á Spáni.  Síðasti klukkutíminn fór í íslenska boltann. Farið yfir félagaskiptin sem áttu sér stað yfir hátíðarnar og spáð í spilin fyrir næstu umferð. 
1/6/20221 hour, 59 minutes, 1 second
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Stungið á KKÍ kýli, Hrannar í Hamri, pínulítill Hjalti

BLE veitti alls konar verðlaun í áramótabombunni. Leikmaður ársins, vesen ársins, ummæli ársins, lið ársins, 4+1 söknuður ársins og miklu fleira. Sá slæmi í heimsókn í fiskabúrinu og sá lét í sér heyra. BLE þorir að snerta á hlutum sem aðrir koma ekki nálægt.
12/30/20211 hour, 59 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Jólabomba BLE, hringt í BLE fjölskylduna og eru KR titlarnir með *?

BLE bræður hafa sjaldan verið betri. Jólin eru að koma og bæði Véfréttin og Sá Raunverulegi voru í jólaskapi. NBA, neðri deildir, símtöl í sagnfræðinginn, þann Hundtrygga og G. Birgis. En fyrst og fremst jólagleði.
12/23/20211 hour, 54 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Er búið að reka Baldur frá Tindastól?

BLEverjar voru í miklu jólaskapi eftir þessa síðustu aðventuhelgi. Síðasta umferðin í Subwaydeild Karla fyrir jól búinn og því gott að fara aðeins yfir hlutina.  Þá er skjálfti í Skagafirðinum. Fréttir um stöðu Baldurs sem aðalþjálfara Tindastóls hafa flogið fjöllum hærra. 360° greining á ástandinu fyrir norðan.  BLE, þorir þegar aðrir þegja. 
12/20/202159 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Hópuppsögn Véfréttarinnar og all time lið Blika

BLE bræður voru í sannkölluðu jólastuði í dag. Fóru fyrst yfir NBA þar sem þeir fóru m.a yfir bestu in game troðslur allra tíma og svo kom Hrafnkell Freyr Ágústsson (Kötturinn) í heimsókn. Hann hlustaði á Véfréttina reka einn leikmann úr hverju liði í Subway deild karla áður en hann þuldi síðan upp all time lið Blika.
12/16/20211 hour, 58 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Árni Helga velur sitt all time KR lið og niðurlæging í Hafnarfirði

BLE í beinni úr Fiskabúri X977. Fyrsti hálftíminn fór í NBA spjall áður en Árni Helgason mætti og fór yfir all time lið KR. Síðan vækluðu þeir bræður neðri deildirnar áður en spáð var í komandi umferð Subway.
12/9/20211 hour, 58 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Pínulitlir Þórsarar og galið rifrildi í Grindavík

BLE bræður hittust á heimavelli Rikka G, FM957 stúdíóinu, byrjuðu á rísandi sjónvarpsferli Sigga, fréttum vikunnar og fóru yfir liðna umferð í Subway deild karla auk þess að fara aðeins í neðri delldir.
12/6/202152 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Olíulaus togari og leikmaður svitnar fjórum lítrum í leik

BLE bræður voru í þráðbeinni úr Fiskabúrinu þennan fimmtudaginn. Farið var yfir víðan völl og góðir gestir komu í heimsókn, sá slæmi (Steinar Aronsson) og sá loftslagskvíðni (Guðmundur Auðunn)
12/2/20211 hour, 59 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Landsleikir, einkunnir og vel tímasettur 1. deildar leikur

BLE bræður hittust after dark í Fiskabúrinu og fóru yfir allar deildir nema Subway deild karla, landsleikjauppgjör þar sem svipan var ekki spöruð og enduðu þetta svo á smá NBA spjalli.
11/29/20211 hour, 1 minute, 55 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Véfréttakviss, refsingar og aukin harka í NBA deildinni

BLE bræður fengu fyrst til sín guðföðurinn, Kjartan Atla Kjartansson, til að renna yfir NBA deildina og svo kom sá ungverski, Máté Dalmay, í Fiskabúrið til að fara yfir Subway deildina auk þess að keppa í Kvissi við Tomma.
11/25/20211 hour, 59 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Blóðgaður, brjálaður og barnalegir Blikar

BLEverjar skiluðu uppgjöri fyrir síðustu daga.  Sturlaður Stewart í Detroit, skallamaðurinn spilar enn í 2. deildinni, Leikdagur hjá Tómasi á Ásvöllum og sigurvegarar og taparar í Subway deild karla.
11/22/20211 hour, 1 minute, 37 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Í landsliðinu til þess að mæta á æfingar

BLE bræður fengu til sín góðan gest í dag. Sá slæmi, Steinar Aronsson kom í stúdíóið. Yfirferð yrfir nývalið landslið karla fyrir undankeppni HM 2023 , agamál í neðri deildunum og fleira. Aðalmálið á dagskrá var svo Subway deild karla.Farið yfir öll liðin.  -Bestur hingað til?  -Mestu vonbrigðin?  -Hver á eitthvað inni?  -Hvaða leikmanni ætti að bæta í liðið?  Þetta, og margt fleira í BLE þætti dagsins.
11/18/20212 hours, 2 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Dómari skallar leikmann | Leikdagur í Vesturbænum

BLEverjar voru í sínu nátturulega umhverfi (tveir í lokuðu rými) á mánudegi og fóru yfir hlutina á mettíma. Leikdagur, Deadline day, 2. deild, 1. deild, winners, loosers og margt margt fleira.
11/15/202147 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Kokhraustir á Króknum | Búið að gleyma Baldri í Þorlákshöfn

BLE verjar fengu til sín tvo frábæra gesti í þessum þætti. Fyrir hönd Þorlákshafnar var Heiðar Snær mættur en fyrir hörðustu Tindastólsmenn landsins var Gunnar Birgisson á svæðinu. Fyrsti hálftíminn fór í NBA deildina en svo var Véfréttin mætt með kraftröðun fyrir Subway deild karla fyrir strákana að rífa í sig. Liðunum var raðað í styrkleikaröð eftir því hvernig þau eru að spila á þessari stundu.
11/11/20212 hours, 5 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Fleiri töp en sigrar eftir fyrsta Blikið | Agalausir Stjörnumenn

BLE menn tóku hlaðvarpsútgáfuna á sunnudagskvöldi í miklum gír. Farið í neðri deildirnar fyrst áður en Subway deild karla er tekin fyrir. 360° greining á Tómasi í Körfuboltakvöldi. 
11/7/20211 hour, 14 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Kíkt í kristalskúluna

BLE bræður byrjuðu tveir og fóru yfir NBA deildina ásamt því að gefa NBA League pass í beinni. Sá slæmi mætti síðan til þeirra bræðra og þeir kíktu í kristalskúluna ásamt því að fara aðeins yfir fall og ris Máté Dalmay hjá Haukum.
11/4/20211 hour, 59 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Kom af klósettinu í búningnum | Svartar skyrtur á svölunum á Sauðárkróki

Það var gestagangur hjá BLE mönnum eins og oftast áður. Kjartan Atli Kjartansson fór með þeim yfir NBA deildina fyrri klukkutímann. Umræða um Celtics, Lakers, nýjar reglur sem gera James Harden erfitt fyrir og fleira.  Í síðari hlutanum kom Matthías Orri Sigurðarson og leiddi landann í allan sannleika um Subway deildina á mannamáli. Stemmning í Grindavík, tæknivillukvart og hvor er harðari, Kristófer Acox eða Svenni Claessen? 
10/28/20211 hour, 59 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Hver tekur við ÍR og villa á dómarann

BLE í hlaðvarpsformi þennan sunnudaginn fór yfir þjálfaraleit ÍR-inga. Verður þetta sama gamla eða þora ÍR að fara í eitthvað ferskt? Snertu á neðri deildunum, góður leikur hjá þeim Slæma en ekkert frá Strætónum. Tæknivilla á dómarann og smávegis NBA í lokin. 
10/24/20211 hour, 2 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Vantar kannski bara pening?

BLE menn fengu til sín tvo góða í útvarpsþátt dagsins.  Davíð Eldur mætti og fór í undir/yfir í NBA deildinni. Svo kom Sá slæmi, Steinar Aronsson og farið var yfir Subway deildina. Er glasið hálf-fullt eða hálf-tómt?
10/21/20211 hour, 59 minutes
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki: Helgi Már 0 - 1 Helgi Viggós

BLE menn voru gestalausir þennan mánudaginn.  Farið yfir umferðina í Subway deild karla og leikdagsupplifanir Véfréttarinnar sem mætti á tvo leiki. KR- Tindastóll og Ármann-Valur. Snert á 1. deild karla í lokin ásamt leiðréttingum.
10/18/20211 hour, 7 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Trend eða Dead End og skakkt númer á Spáni.

BLE menn fengu til sín Hörð Unnsteinsson, NBA sagnfæðing og þjálfara KR í 1. deild kvenna til sín í þáttinn til þess að fara vítt og breitt yfir svið NBA deildarinnar sem fer af stað eftir tæpa viku. Fóru einnig í Subway deild karla og gerðu heiðarlega tilraun til þess að ræða við Martin Hermannsson í Valencia, með ófyrirséðum afleiðingum.
10/15/20211 hour, 59 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Guðsgjöfin á Sauðárkróki

BLE menn fengu til sín hinn hundtrygga Hraunar Guðmundsson. Fórum yfir nýliðna umferð í Subway deild karla.  Snúningur á fyrstu deild karla í lokin.
10/10/20211 hour, 23 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Boltinn Lýgur Ekki - Veturinn framundan og opinber spá BLE

Fyrsti þátturinn af útvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki er kominn í loftið. Tommi Steindórs og Siggi Orri fengu til sín Kjartan Atla Kjartansson til þess að fara yfir komandi vetur í Subway deild karla.  Svo var farið í opinbera spá BLE um deildina. Farið yfir öll liðin og spáð í spilin. Sá Slæmi, Steinar Aronsson kom og aðstoðaði þáttarstjórnendur við spána. 
10/7/20211 hour, 58 minutes, 23 seconds