Winamp Logo
UT hlaðvarp Ský Cover
UT hlaðvarp Ský Profile

UT hlaðvarp Ský

Icelandic, Technology, 1 season, 32 episodes, 1 day, 15 hours, 1 minute
About
Podcast by UT hlaðvarp Ský
Episode Artwork

31 - Tækni og lýðræði - Helgi Hrafn Gunnarsson

Helgi Hrafn er fyrrverandi alþingismaður og forritari. Helgi ræðir við okkur um tækni og lýðræði og hvernig þessi tvö hugtök tvinnast saman í samtímanum. Við förum víða í spjallinu og snertum á ýmsu eins og rafrænum kosningum, samfélgsmiðlum, risastórum tæknifyrirtækjum, eftirliti, ritskoðun, lagarömmum fyrir tækninýjungar og opnum hugbúnaði. Þetta var virkilega áhugavert spjall sérstaklega á tímum þar sem lýðræðið gæti átt undir ákveðið högg að sækja.
1/17/20231 hour, 31 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

30 - Máltækni - Stefán Ólafsson

Stefán Ólafsson er lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Stefán ræðir við okkur um máltækni. Við reynum að kanna svið máltækninnar og snertum á helstu hugmyndum og skilgreiningum. Við ræðum helstu vandamál og möguleika sem máltækni hefur upp á að bjóða þar sem við snertum á hlutum eins og vélþýðingum, talgerflum, talgreinum og risastórum mállíkönum.
1/10/20231 hour, 35 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

29 - Aðgengi í tækni - Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir

Inga Björk er sérfræðingur hjá Þroskahjálp og aðjúnkt við menntavísindasvið hjá Háskóla Íslands. Inga ræðir við okkur um aðgengi og þá helst þegar kemur að aðgengi í tækni. Við snertum á mörgu, enda flókið mál, en meðal annars þá tölum við um hvernig fatlað fólk notar tækni, mikilvægi aðgengis í tækni, hindranir sem fatlað fólk glímir við og þær leiðir sem hægt er að fara til að stuðla að algildara aðgengi í tækniheiminum.
12/13/20221 hour, 31 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

28 - Róbotar - Kristinn Rúnar Þórisson

Kristinn R. Þórisson er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur vægast sagt farið víða og við ræðum hans vegferð í byrjun þáttar, allt frá LEGO yfir í NASA. Í þættinum ræðum við þó aðalega róbóta eða vélmenni eða þjarka. Við snertum á hlutum eins og framleiðslu róbóta, afleiðingum víðtækrar róbótanotkunnar og hvers konar róbótar verða algengir í framtíðinni. Einnig ræðum við aðeins um gervigreind.
12/6/20221 hour, 26 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

27 - Teymisdýnamík - Sigurhanna Kristinsdóttir

Sigurhanna Kristinsdóttir er reynslubolti í að þjálfa teymi í tæknigeiranum. Sinna ræðir við okkur um mikilvæga eiginleika teymi og hvernig er hægt að stuðla að góðri teymisdýnamík. Við ræðum einnig check-in og hvort það sé mikilvægt að þekkja teymismeðlimi sína. Í lokin förum við svo yfir áhugaverðar og krefjandi aðstæður sem geta komið upp á vinnustöðum.
11/22/20221 hour, 43 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

26 - Hugbúnaðarþróun - Guðjón Vilhjálmsson

Guðjón Vilhjálmsson leiðir hugbúnaðarþróun hjá Laki Power og hefur komið víða við á sínum ferli. Guðjón ræðir við okkur um bakgrunn sinn, störf og svo að sjálfsögðu um hugbúnaðaðarþróun. Hugbúnaðarþróun er vettvangur sem hefur stækkað og mótast gríðarlega hratt á síðustu áratugum og ekki hefur hægst á þeirri vegferð upp á síðkastið. Samræðurnar koma meðal annars inn á helstu hugtök og hvað hafa þarf í huga þegar kemur að þróun hugbúnaðar, hverjir eru þátttakendur og hlutverk þeirra, aðgengismál og framtíð hugbúnaðarþróunar.
11/16/20221 hour, 26 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

25 - 5G - Aron Heiðar Steinsson

Aron Heiðar Steinsson er rafmangstæknifræðingur og starfar hjá Nova sem séní í fjarskiptum eins og hann orðar þetta. Hann hefur komið að dreyfingu 5G nets á Íslandi og spjallar við okkur einmitt um þessa tækni. Við ræðum um muninn á 5G og eldri kynslóðum fjarskipta, tæknina bakvið þessi þráðlausu internet fjarskipti og bara hvað ber að hafa í huga í þessum málum á næstunni.
6/29/20221 hour, 16 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

24 - Gervigreind - Yngvi Björnsson

Yngvi Björnsson er prófessor við tölvunarfræðideildina í Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur beint athyggli sinni að gervigreind um langa hríð og var því heiður að fá að ræða við hann um einmitt það. Við spjöllum um gervigreind á almennum nótum svo þátturinn er aðgengilegur fólki óháð bakgrunni þess. Við förum vítt og breytt í samtalinu og snertum meðal annars á sögu gervigreindar, hvað gervigreind yfir höfuð er, hvað gervigreind er fær um að gera, gervigreind í tölvuleikjum og framtíð hennar. Við vonum að þið njótið þáttarinns jafn mikið og við nutum þess að taka hann upp.
6/3/20221 hour, 19 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

23 - UT-svar, viðureign 3 - Almannarómur, Sýslumenn og Aurbjörg

Í spurningakeppni UT hlaðvarps Ský, UT-svar, sitja til svara fulltrúar frá þremur af þeim níu fyrirtækjum sem tilnefnd voru til UT verðlauna Ský. Í þessum þætti keppa þau Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir fyrir Almannaróm, Davíð Thoroddsen Guðjónsson fyrir Sýslumenn og Richard Ottó O'Brien fyrir Aurbjörg.
5/25/20221 hour, 24 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

22 - UT-svar, viðureign 2 - Noona, Alfreð og Aha

Í spurningakeppni UT hlaðvarps Ský, UT-svar, etja kappi fulltrúar frá þremur af þeim níu fyrirtækjum sem tilnefnd voru til UT verðlauna Ský. Í þessum þætti keppa þau Ása Júlía fyrir Alfreð, Kjartan Þórisson fyrir Noona og Kristján Andri fyrir Aha.is
5/20/20221 hour, 11 minutes
Episode Artwork

21 - UT-svar, viðureign 1 - CERT-IS, Dineout og Awarego

Í spurningakeppni UT hlaðvarps Ský, UT-svar, etja kappi fulltrúar frá þremur af þeim níu fyrirtækjum sem tilnefnd voru til UT verðlauna Ský. Í þessum fyrsta þætti etja kappi Bryndís Bjarnadóttir fyrir CERT-Ís, Guðmundur Egill fyrir Dineout og Lee Roy Tipton fyrir AwareGO.
5/18/202254 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

20 - Framtíðin, Sævar Helgi Bragason - Seinni hluti

Sævar Helgi Bragason hefur verið sýnilegur í vísindamiðlun hér á landi um árabil. Í þessum seinni hluta höldum við áfram að ræða um framtíðina og spekúlerum um hvað við gætum séð gerast. Núna ræðum við um tækni og framfarir í læknavísindum og heilsu. Í lokin ræðum við svo einnig við Sævar um geiminn og jafnvel geimverur.
12/10/202152 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

19 - Framtíðin, Sævar Helgi Bragason - Fyrri hluti

Sævar Helgi Bragason hefur verið sýnilegur í vísindamiðlun hér á landi um árabil. Í þessum fyrri hluta ræðir hann við okkur um fútúrisma og framtíðina þar sem við einbeitum okkur að næstu 100 árum. Við ræðum um meðal annars um umhverfismál og samfélagsbreytingarnar, lífsstíl og heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna.
12/3/20211 hour, 9 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

18 - Rafíþróttir, Melína Kolka

Melína Kolka hefur verið virk í rafíþróttasenunni hér á landi og hefur meðal annars gengt stöðu varaformanns Rafíþróttasamtaka Íslands. Hún spjallar við okkur um tölvuleiki og þá sérstaklega rafíþróttir. Við ræðum meðal annars íþróttahlið tölvuleikja, ungmennastarf og rafíþróttamót. Mjög upplýsandi spjall um ört vaxandi grein íþróttanna.
11/26/20211 hour, 48 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

17 - Risafyrirtæki, Valur Þráinsson

Valur Þráinsson er aðalhagfræðingur samkeppniseftirlitsins. Hann ræðir við okkur um risafyrirtækin sem hafa sprottið upp í kringum tæknisenuna síðustu 50 ár en hafa farið á flug síðasta áratuginn. Þessi fyrirtæki eru orðin nýjar skepnur sem við höfum ekki séð áður. Valur spjallar með okkur um hvernig það gerðist, hlutverk þessarra fyrirtækja, ábyrgð, skyldur og hvað eiginlega sé í gangi?
11/19/20211 hour, 26 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

16 - Tölvuöryggi, Guðrún Valdís Jónsdóttir

Guðrún Valdís starfar sem ráðgjafi hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis og vinnur í rauninni við að "hakka" á hverjum degi. Við ræðum við hana um starfið, tölvuöryggismál og tölvuárásirnar sem herjað hafa á íslensk fyrirtæki og áhrifavalda undanfarið. Spjallið var virkilega skemmtilegt og upplýsandi um þetta svið sem er að verða sífellt stærri partur af daglegu lífi okkar allra.
11/12/20211 hour, 38 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

15 - Vincent C. Müller, Ethics in technology and AI

In this episode we talk to Vincent Müller, professor in Ethics of Technology at the Technical University of Eindhoven. At the speed technology is evolving, one can not be surprised that many ethical dilemmas arise. We try to give an overview of what we consider some of the biggest dilemmas to give a feeling for the landscape of ethics of technology and AI. We talk about privacy and data collection, responsibility of AI, autonomy, deepfakes and the future of AI among other things. 00:25 - Intro 01:34 - Introduction of Vincent C. Müller 07:05 - Alan Turing Institute 11:45 - Data gathering and privacy 23:00 - How do we regulate the use of AI 29:19 - Responsibility of AI 32:00 - AI as a black box 35:10 - Is AI going to take over our jobs 42:40 - Bias in development of AI 49:50 - Autonomous weapons, shifting the responsibility of murder 59:05 - Deepfakes and voice synthesis, ownership of your identity 69:25 - Future of AI, human level machine intelligence
6/4/20211 hour, 15 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

14 - Jon Von Tetzchner, Vivaldi og heimur vafranna

Jón von Tetzschner er rótgróinn í vafra senunni í heiminum. Hann var meðstofnandi vafrans Opera á tíunda áratugnum en í dag er hann framkvæmdastjóri Vivaldi. Vivaldi er vafri sem leggur áherslu á mikla alögnarhæfni vafrans að þörfum notenda og friðhelgi gagna noandans. Jón fer yfir starfsferil sinn og þau verkefni sem hann hefur komið að í gegnum tíðina á borð við Innovation House sem hann stofnaði. Við ræðum hvernig vafrar hafa þróast, viðskiptamódel þeirra, gagnasöfnun um notendur og hvert hlutverk þeirra er í framtíðinni.
5/28/20211 hour, 19 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

13 - Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, Avo og gagnamenning

Stefanía Bjarney Ólafsdóttir er Íslendinga helsti vitringur um gagnasöfnun. Hún er stærðfræðingur og heimspekingur að mennt, innrædd af mikilli gleði og hvatvísi. Hún hefur starfað í nýsköpunarsenunni bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum í hæðum og lægðum. Við ræðum um gagnasöfnun, góða og slæma nýtingu gagna, ,,retention", Avo og gítarskala.
5/21/20211 hour, 42 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

12 - Sara Björk Másdóttir, Fractal5 og startup-senan

Sara Björk Másdóttir er ung en reynslumikil þegar kemur að frumkvöðlastarfi. Í þættinum talar hún um aðkomu sína að því að koma á fót hagsmunasamtökum kvenna í upplýsingatækni innan Háskóla Íslands, Reboot Hack og nýsköpunarfyrirtækinu Fractal5, sem voru að ganga frá fjármögnun. Hún talar líka um tíma sinn í San Fransico þar sem hún vann í bandarísku nýsköpunarsenunni. Við fáum að kynnast nýsköpunarsenunni almennt og hvað þarf að hafa í huga þegar þú stofnar nýtt tæknifyrirtæki.
5/14/20211 hour, 23 minutes
Episode Artwork

11 - Magnús Ólafsson, Smitten íslenska stefnumótaappið

Magnús Ólafsson er sennilega einn sá Íslendingur sem er ábyrgur fyrir flestum stefnumótum. Hann er stofnmeðlimur og fyrsti forritari stefnumótaforritsins Smitten sem einhleypir Íslendingar hafa sennilega tekið eftir á síðustu misserum. Hann segir okkur frá vegferð Smitten, stöðunni á stefnumótaforritamarkaðinum í dag og því sem þarf að huga að við gerð skemmtilegasta stefnumótaapps í heimi.
5/7/20211 hour, 32 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

10 - Tryggvi Gylfason, Spotify

Tryggvi Gylfason er sjóaður forritari hjá Spotify. Spotify er fyrirtæki sem kynna þarf fyrir fæstum enda appið þeirra í daglegri notkun hjá megin þorra þjóðarinnar. Tryggvi segir okkur frá umsóknarferlinu hjá Spotify og hvernig það var að komast í gegnum nokkra niðurskurði sem endaði með atvinnutilboði. Hann upplýsir okkur um hvernig vinnustaður Spotify er og segir frá verkefnum sínum sem voru meðal annars að endurvinna desktop útlit spotify.
5/2/20211 hour, 31 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

9 - UTmessan - Arnheiður Guðmundsdóttir

Arnheiður Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri segir okkur frá dagskrá UTmessunnar í ár og hvernig það er að halda rafræna ráðstefnu. Við fáum einnig innsýn inn í fæðingu UTmessunnar frá UTverðlaununum í tveggja daga ráðstefnu í Hörpu. Undir lokin spjöllum við um Ský og hvert hlutverk þess er í heimi sem sífellt reiðir sig meira á tölvur og skýrslugerðarvélar.
2/2/20211 hour, 10 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

8 - UTmessan: Fortinet - Jóhann Agnar Einarsson

Jóhann Agnar Einarsson rekur náms- og starfsferil sinn allt frá því að hann fiktaði við rafeindavirkjun til dagsins í dag þar sem hann er sölusvæðisstjóri Fortinet. Við ræðum öryggismál og hvaða lausnir Fortinet bjóða upp á.
1/30/202146 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

7 - UTmessan: Valka - Ívar Meyvantsson

Ívar Meyvantsson vöruþróunarstjóri hjá Völku útskýrir fyrir okkur starfsemi fyrirtækisins á mannamáli. Við rekjum vegferð fisksins í gegnum bestuð tauganet og róbóta sem starfsmenn Völku hafa hannað frá grunni. Ívar kemur sömuleiðis inn á vinnustaðinn og hvort fiskur sé algengur í mötneytinu á Kársnesinu.
1/29/202146 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

6 - UTmessan: Opin Kerfi - Guðmundur Guðmundsson og Magnús Þór Hallsson

Félagarnir Magnús Þór Hallson og Guðmundur Guðmundsson ræða störf sín hjá Opnum Kerfum. Umræðan tekur á því hvernig vinnustaður Opin kerfi er og hve mikilvægt það er að bæði fyrirtæki og einstaklingar hugi að öryggi þegar kemur að upplýsingatækni.
1/29/202142 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

5 - UTmessan: Stafræn Reykjavík - Þröstur Sigurðsson

Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar. Þröstur Sigurðsson skrifstofustjóri hjá Stafrænni Reykjavík ræddi við þáttastjórnendur um stafræna umbreytingu og áhuga sinn á jazzi. Við rekjum stafræna vegferð Reykjavíkurborgar ásamt því að ræða hvernig vinnustaður borgin er. Þröstur kemur einnig inn á þá eiginleika sem stafrænir leiðtogar þurfa að hafa og mikilvægi þess að fá fólk með sér í lið þegar kemur að breytingum og framþróun.
1/28/202155 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

4 - UTmessan: Rannís - Katrín Jónsdóttir

Fjármögnun til framúrskarandi nýsköpununar. Katrín er sérfræðingur hjá Rannís sem sérhæfir sig í Evrópustyrkjum og að hjálpa fyrirtækjum að finna næstu skref til að fara út fyrir landsteinana. Við hvetjum alla frumkvöðla og fyrirtæki sem hugsa stórt að hlusta á þáttinn.
1/28/202140 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

3 - UTmessan: Almannarómur - Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir

Almannarómur & framtíð máltækni. Jóhanna Vigdís spjallar við okkur um þau verkefni sem Almannarómur er að vinna að. Þar ber helst að nefna Samróm. Máltækni og íslensk tunga er fókus þáttarins en flestir ættu að geta haldið uppi samræðum um talgervla og talgreina eftir hlustunina.
1/27/202151 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

2 - UTmessan: Marel - Tryggvi Jónsson

Hugbúnaðarverkfræðingur segir frá lífinu í Marel. Í öðrum þætti UT hlaðvarps Ský spjalla þáttastjórnendur við Tryggva Jónsson sem er hugbúnaðarverkfræðingur hjá Marel. Í þættinum er saga Marel rekin allt frá því að nemendur við Háskóla Íslands hönnuðu brautryðjandi vigt til hátæknifyrirtækisins sem það er í dag. Tækifæri Marel þegar kemur að sjálfvirknivæðingu og stóru gagnalindinni eru einnig tekin fyrir. Tryggvi kemur sömuleiðis inn á námsferil sinn í Danmörku og svarar meira að segja forritunarpart hraðaspurninganna.
1/27/202152 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

1 - UTmessan: LEX - Lára Herborg Ólafsdóttir

Samspil tækni og lögfræði. Í þættinum ræða þáttastjórnendur við Láru Herborgu, lögmann og eiganda hjá LEX. Hún hefur sérhæft sig í hugverka- og tæknirétti sem er meðal annars umræðuefni þáttarins.
1/26/20211 hour, 5 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

0 - Kynning

Upplýsingatækni hlaðvarp Ský.
1/23/202111 minutes, 12 seconds