Winamp Logo
Snæbjörn talar við fólk Cover
Snæbjörn talar við fólk Profile

Snæbjörn talar við fólk

Icelandic, Social, 1 season, 100 episodes, 4 days, 15 hours, 25 minutes
About
Snæbjörn talar vikulega við fólk sem hefur eitthvað skemmtilegt að segja.
Episode Artwork

#0064 Andri Freyr Viðarsson

S01E64  – Andri Freyr Viðarsson hefur haft ofan af fyrir landsmönnum með þáttagerð sinni í meira en tvo áratugi. Flesta daga vikunnar má finna hann á Rás 2 að fara yfir helstu málefni dagsins og spila tónlist fyrir landann. Það er þó ýmislegt sem margir vita ekki um Andra; til dæmis lærði hann að spila almennilega á gítar á tónleikaferðalagi með Botnleðju og um þessar mundir vinnur hann í hjáverkum að heimildarmynd um kántrítónlistarmanninn Johnny King. Eins og heyra má í þessu viðtali er ávallt stutt í bæði sprelligosann og control freak-ið sem býr til frábæran þann ófyrirsjáanleika sem einkennir Andra Frey. Gott spjall.    – Síminn Pay býður upp á STVF. Vertu á undan Bibba að borða á Duck and Rose. Pantaðu núna í Síminn Pay appinu.    – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku í sumar. Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.
8/5/20212 hours, 33 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

#0055 Anna Hildur Hildibrandsdóttir

S01E55  – Anna Hildur Hildibrandsdóttir er ekki þjóðþekkt andlit en áhrif vinnu hennar á íslenskt menningarlíf eru gífurleg. Hún tók þátt í að koma ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, á legg sem opnaði fyrir gífurlega verðmætasköpun í íslenskum tónlistariðnaði, hún var lengi fréttaritari í London og nú nýlega var frumsýnd hennar fyrsta heimildarmynd „A Song Called Hate“ sem fjallar um ferð hljómsveitarinnar Hatara í Eurovision í Ísrael árið 2019. Nú í vetur flutti hún heim til Íslands eftir langa búveru í Bretlandi og hóf kennslu við Háskólann á Bifröst, stofnaði listþróunarfyrirtækið Glimrandi ásamt eiginmanni sínum og er í stjórn sumarnámskeiðsins Tungumálatöfra, en þar fá fjöltyngd börn og unglingar tækifæri til að rækta íslenskuna í gegnum listsköpun á Ísafirði. Anna Hildur er hvergi nærri hætt og nýtur þess að takast á við nýjar áskoranir, en nú þegar hún nálgast sextugt er hún loksins búin að læra að segja nei. Gott spjall.      – Síminn Pay býður upp á STVF. Sumartilboðið er komið í Síminn Pay appið! Galaxy Tab A7 4G á 35.994,- kr. staðgreitt, lækkað verð frá 59.990,- kr.! Eftir hverju ertu að bíða? https://www.siminn.is/siminn-pay    – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
6/3/20213 hours, 10 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

#0052 Þorsteinn V. Einarsson

S01E52  – Flest þekkja andlitið þótt þau viti ekki endilega hvað hann heitir. Þorsteinn V. Einarsson er maðurinn á bakvið samfélagsmiðlana Karlmennskan, sem miðla upplýsingum um málefni tengd kynjahyggju samfélagsins og hinum ýmsu birtingarmyndum karlmennskunnar. Sjálfur er hann óvirkur alki, fyrrverandi fótboltastrákur og karlremba, pabbi og eiginmaður. Á daginn flytur hann fyrirlestra, heldur úti hlaðvarpi og vinnur sem jafnréttis- og karlmennskusérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Empower. Í þessu viðtali gefur Þorsteinn okkur innsýn í sitt starf, sína vegferð frá íhaldsamri karlrembu yfir í virkan femínista og hvernig við getum öll átt þýðingarmikil samtöl í okkar nærumhverfi. En þó svo að það líti út fyrir að málefnin þrjóti aldrei sem brýn nauðsyn er að ræða hefur Þorsteinn ekki áhyggjur af framtíðinni og heldur að þetta verði, að lokum, bara allt í lagi. Gott spjall.    – Síminn Pay býður upp á STVF. Þú getur borgað í stöðumælinn, pantað matinn og nælt þér í ýmis tilboð – allt á einum stað í Síminn Pay appinu. https://www.siminn.is/siminn-pay    – Hljóðkirkjan býður upp á 7 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.
5/13/20212 hours, 56 minutes, 1 second