Winamp Logo
Samfélagið Cover
Samfélagið Profile

Samfélagið

Icelandic, Social, 1 season, 1318 episodes, 6 days, 5 hours, 33 minutes
About
Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.
Episode Artwork

1/9/202459 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Þráðaþon, Neanderdalsmaðurinn í herberginu og gamalt lakkplötuviðtal

Um helgina fór fram óvenjulegt mót, lausnamót gegn textílsóun sem bar yfirskriftina þráðaþon. Aðsóknin fór langt fram úr væntingum mótshaldara, fjöldi teyma lagði nótt við dag í þann rúma sólarhring sem mótið stóð og þróaði hugmyndir sem eiga að taka á textílvanda heimsins, eða í það minnsta einhverjum hluta hans. Aðstandendur þráðaþonsins koma til okkar hér rétt á eftir og með í för fulltrúi úr sigurteyminu, Textílendurvinnslunni, sem ætlar sér stóra hluti hér á Íslandi. Við ætlum svo að ræða við Gísla Pálsson mannfræðing um Neanderdalsmenn. En Gísli skrifaði grein í Náttúrufræðinginn sem ber titilinn ?Er einhver Neanderdalsmaður hér inni?? Málfarsmínútan verður á sínum stað og Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV kemur til okkar með gamla upptöku úr safninu. Lakkplötuviðtal við Júlíus Geirmundsson, bónda í Fljótavík.
1/8/20240
Episode Artwork

Þráðaþon, Neandertalsmaðurinn í herberginu og lakkplötuviðtal við bónda úr Fljótavík.

Um helgina fór fram óvenjulegt mót, lausnamót gegn textílsóun sem bar yfirskriftina þráðaþon. Aðsóknin fór langt fram úr væntingum mótshaldara, fjöldi teyma lagði nótt við dag í þann rúma sólarhring sem mótið stóð og þróaði hugmyndir sem eiga að taka á textílvanda heimsins, eða í það minnsta einhverjum hluta hans. Aðstandendur þráðaþonsins koma til okkar hér rétt á eftir og með í för fulltrúi úr sigurteyminu, Textílendurvinnslunni, sem ætlar sér stóra hluti hér á Íslandi. Við ætlum svo að ræða við Gísla Pálsson mannfræðing um Neanderdalsmenn. En Gísli skrifaði grein í Náttúrufræðinginn sem ber titilinn “Er einhver Neanderdalsmaður hér inni?” Málfarsmínútan verður á sínum stað og Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV kemur til okkar með gamla upptöku úr safninu.
1/8/202458 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

05.01.2024

1/5/20240
Episode Artwork

1/5/202455 minutes
Episode Artwork

Litið um öxl með Jóni Björgvinssyni, nýárspistill um umhverfismál.

Hann hefur flutt okkur fréttir frá víglínunni í Úkraínu, frá hamfarasvæðum í Marokkó og Tyrklandi og þegar hann byrjar að lýsa aðstæðum á íslensku, vopnaður hljóðnema merktum RÚV færast fjarlægir atburðir nær okkur. Við lítum í dag yfir farinn veg með Jóni Björgvinssyni, hann er frétta- og kvikmyndagerðarmaður, hefur lengi verið búsettur í Sviss og flytur okkur oft fréttir frá stríðs- og hamfarasvæðum. Á síðasta ári dvaldi hann meðal annars langdvölum í Úkraínu og flutti fréttir þaðan. Við heyrum svo nýárspistil frá Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi. Hann veltir því upp hvort tilefni sé til bjartsýni eða svartsýni í umhverfismálum í upphafi árs og fjallar sérstaklega um hræringar tengdar réttindum dýra og lífríkis.
1/4/20240
Episode Artwork

Litið um öxl með Jóni Björgvinssyni, nýárspistill um umhverfismál.

Hann hefur flutt okkur fréttir frá víglínunni í Úkraínu, frá hamfarasvæðum í Marokkó og Tyrklandi og þegar hann byrjar að lýsa aðstæðum á íslensku, vopnaður hljóðnema merktum RÚV færast fjarlægir atburðir nær okkur. Við lítum í dag yfir farinn veg með Jóni Björgvinssyni, hann er frétta- og kvikmyndagerðarmaður, hefur lengi verið búsettur í Sviss og flytur okkur oft fréttir frá stríðs- og hamfarasvæðum. Á síðasta ári dvaldi hann meðal annars langdvölum í Úkraínu og flutti fréttir þaðan. Við heyrum svo nýárspistil frá Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi. Hann veltir því upp hvort tilefni sé til bjartsýni eða svartsýni í umhverfismálum í upphafi árs og fjallar sérstaklega um hræringar tengdar réttindum dýra og lífríkis.
1/4/202458 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Jarðskjálfti, Flugskóli Reykjavíkur, málfar og vísindaspjall

Jarðskjálfti gerði mörgum bylt við á höfuðborgarsvæðinu í morgun, og starfsfólk Veðurstofunnar tók strax til við að fara yfir hann. Við ræðum við Benedikt Halldórsson, jarðskjálftaverkfræðing, sem í dag stendur vaktina þar. Við kynnum okkur flugnám. Flugskóli Reykjavíkur útskrifaði í síðasta mánuði 16 manns frá bóklegu námi til undirbúnings fyrir atvinnuflugmannsréttindi. Hjörvar Hans Bragason er skólastjóri Flugskólans, en sá skóli hefur stækkað mjög hratt á stuttum tíma. Hann ræðir við okkur á eftir. Málfarsmínúta. Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur.
1/3/20240
Episode Artwork

Jarðskjálfti, Flugskóli Reykjavíkur, málfar og vísindaspjall

Jarðskjálfti gerði mörgum bylt við á höfuðborgarsvæðinu í morgun, og starfsfólk Veðurstofunnar tók strax til við að fara yfir hann. Við ræðum við Benedikt Halldórsson, jarðskjálftaverkfræðing, sem í dag stendur vaktina þar. Við kynnum okkur flugnám. Flugskóli Reykjavíkur útskrifaði í síðasta mánuði 16 manns frá bóklegu námi til undirbúnings fyrir atvinnuflugmannsréttindi. Hjörvar Hans Bragason er skólastjóri Flugskólans, en sá skóli hefur stækkað mjög hratt á stuttum tíma. Hann ræðir við okkur á eftir. Málfarsmínúta. Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur.
1/3/202459 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Rafbátar, ný lyf við Alzheimer og pistill Páls Líndal

Við ræðum um orkuskipti í fiskibátum. Tölum við Kolbein Óttarsson Proppé sem er framkvæmdastjóri Grænafls á Siglufirði en Grænafl vinnur nú í samstarfi við fyrirtæki í Suður Kóreu að því að útbúa strandveiðibáta þannig að þeir geti gengið fyrir rafmagni. Við kynnum okkur nýjungar í meðferð við Alzheimersjúkdóminum en ný lyf hafa vakið vonir um að hægt verði að meðhöndla sjúkdóminn með nýjum hætti. Jón Snædal öldrunarlæknir ræðir við okkur. Við fáum líka pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi í lok þáttar.
1/2/20240
Episode Artwork

Rafbátar, ný lyf við Alzheimer og pistill Páls Líndal

Við ræðum um orkuskipti í fiskibátum. Tölum við Kolbein Óttarsson Proppé sem er framkvæmdastjóri Grænafls á Siglufirði en Grænafl vinnur nú í samstarfi við fyrirtæki í Suður Kóreu að því að útbúa strandveiðibáta þannig að þeir geti gengið fyrir rafmagni. Við kynnum okkur nýjungar í meðferð við Alzheimersjúkdóminum en ný lyf hafa vakið vonir um að hægt verði að meðhöndla sjúkdóminn með nýjum hætti. Jón Snædal öldrunarlæknir ræðir við okkur. Við fáum líka pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi í lok þáttar.
1/2/202459 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Þórhildur Ólafsdóttir, málfar, dýraspjall

Við fáum góðan gest til okkar sem tengist Samfélaginu sterkum böndum en hélt um mitt ár á vit nýrra ævintýra í rúmlega átta þúsund kílómetra fjarlægð. Þetta er Þórhildur Ólafsdóttir sem var annar umsjónarmaður Samfélagsins svo árum skipti og býr nú tímabundið í Kampala, höfuðborg Úganda. Ýmislegt ber á góma, til dæmis ávexti, sorphirðumál, þróunarstarf og engisprettuát. Málfarsmínúta með áramótaívafi. Endurflutt dýraspjall frá því í janúar á þessu ári. Þar ræddi Þórhildur Ólafsdóttir við Aðalbjörgu Jónsdóttur, líffræðing hjá Hafrannsóknastofnun, um aldursgreiningar á fiskum.
12/29/20230
Episode Artwork

Þórhildur Ólafsdóttir, málfar, dýraspjall

Við fáum góðan gest til okkar sem tengist Samfélaginu sterkum böndum en hélt um mitt ár á vit nýrra ævintýra í rúmlega átta þúsund kílómetra fjarlægð. Þetta er Þórhildur Ólafsdóttir sem var annar umsjónarmaður Samfélagsins svo árum skipti og býr nú tímabundið í Kampala, höfuðborg Úganda. Ýmislegt ber á góma, til dæmis ávexti, sorphirðumál, þróunarstarf og engisprettuát. Málfarsmínúta með áramótaívafi. Endurflutt dýraspjall frá því í janúar á þessu ári. Þar ræddi Þórhildur Ólafsdóttir við Aðalbjörgu Jónsdóttur, líffræðing hjá Hafrannsóknastofnun, um aldursgreiningar á fiskum.
12/29/202355 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Á rúntinn með sjúkraflutningamönnum, borholubruni, málfar

Við kynnum okkur störf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, förum í heimsókn í björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í Reykjavík, spjöllum við fólk og förum svo í óvissuferð í forgangsakstri. Málfarsmínúta - romhelg. Rifjum upp bruna sem varð í heitavatnsborholu í Mosfellsdal í byrjun árs, þar sem hús brann til kaldra kola. Heyrum endurflutt viðtal Guðmundar Pálssonar við Egil Maron Þorbergsson, sérfræðing hjá Veitum.
12/28/20230
Episode Artwork

Á rúntinn með sjúkraflutningamönnum, borholubruni, málfar

Við kynnum okkur störf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, förum í heimsókn í björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í Reykjavík, spjöllum við fólk og förum svo í óvissuferð í forgangsakstri. Málfarsmínúta - romhelg. Rifjum upp bruna sem varð í heitavatnsborholu í Mosfellsdal í byrjun árs, þar sem hús brann til kaldra kola. Heyrum endurflutt viðtal Guðmundar Pálssonar við Egil Maron Þorbergsson, sérfræðing hjá Veitum.
12/28/202354 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Árið 2023 gert upp í vísindum

Í dag verðum við með með hugann við ýmis vísindi; stofnfrumur, geimvísindi, gervigreind. Hvað gerðist í heimi vísindanna á þessu ári sem innan skamms líður í aldanna skaut? Við byrjum á að spjalla við Eddu Olgudóttur sem hefur haldið okkur við efnið í ár, komið hingað í Samfélagið í vikulegt vísindaspjall á miðvikudögum og alltaf með eitthvað spennandi í farteskinu. Edda fer yfir það sem henni fannst markverðast í heimi vísindanna á þessu ári, 2023. Svo koma þau Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Erna Magnúsdóttir, dósent í sameindalíffræði og fósturfræði við læknadeild Háskóla Íslands, og halda áfram að gera upp þetta vísindaár, ræða stórar uppgötvanir á sínum fræðasviðum, vísindaumhverfið á Íslandi og framtíðina.
12/27/20230
Episode Artwork

Grýla og jólafólin, möndlugrautur og jólablót

Við ætlum að fjalla um heiðin jól. Jólablót Ásatrúarfélagsins fara fram víða um land í dag, við ræðum þessa hefð og heiðnina almennt við Ragnar Elías Ólafsson Þveræingagoða. Ævar Örn Jósepsson fjallar um Grýlu og hennar hyski, öll jólafólin sem eru víst hátt í tvö hundruð talsins þegar allt er talið. Grýla hefur fylgt Íslendingum um aldir og er sennilega alræmdasta mannæta Íslandssögunnar. Í dag er hún þó líklega þekktust sem móðir jólasveinanna þrettán sem nú tínast til byggða, einn af öðrum. Þeir eru þó aðeins lítið brot af öllum þeim aragrúa afkvæma sem Grýla hefur eignast á langri ævi og með mörgum tröllkörlum, enda sérlega frjósöm og fönguleg skessa. Dagrún Ósk Jónsdóttir segir frá Grýlu og jólafólaskaranum öllum. Jórunn Sigurðardóttir þylur nöfn fólanna og Atli Sigþórsson les brot úr Grýlukvæði Stefáns Ólafssonar frá Vallanesi. Við heyrum líka eina málfarsmínútu þar sem Anna Sigríður Þráinsdóttir fjallar um möndlugraut.
12/22/20230
Episode Artwork

Grýla og jólafólin, möndlugrautur og jólablót

Við ætlum að fjalla um heiðin jól. Jólablót Ásatrúarfélagsins fara fram víða um land í dag, við ræðum þessa hefð og heiðnina almennt við Ragnar Elías Ólafsson Þveræingagoða. Ævar Örn Jósepsson fjallar um Grýlu og hennar hyski, öll jólafólin sem eru víst hátt í tvö hundruð talsins þegar allt er talið. Grýla hefur fylgt Íslendingum um aldir og er sennilega alræmdasta mannæta Íslandssögunnar. Í dag er hún þó líklega þekktust sem móðir jólasveinanna þrettán sem nú tínast til byggða, einn af öðrum. Þeir eru þó aðeins lítið brot af öllum þeim aragrúa afkvæma sem Grýla hefur eignast á langri ævi og með mörgum tröllkörlum, enda sérlega frjósöm og fönguleg skessa. Dagrún Ósk Jónsdóttir segir frá Grýlu og jólafólaskaranum öllum. Jórunn Sigurðardóttir þylur nöfn fólanna og Atli Sigþórsson les brot úr Grýlukvæði Stefáns Ólafssonar frá Vallanesi. Við heyrum líka eina málfarsmínútu þar sem Anna Sigríður Þráinsdóttir fjallar um möndlugraut.
12/22/202354 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Hjálpræðisherinn, neytendajól og umhverfispistill

Neysla nær vissu hámarki fyrir jól, fólk þræðir búðir eða vefverslanir og eyðir peningum í gríð og erg, í allri ösinni er miklvægt að huga að réttindum sínum og það á svo sem ekkert síður við eftir jól, þegar það á að fara að skila eða nýta gjafabréf. Við ræðum neytendamál sem snúa að jólunum við Brynhildi Pétursdóttur hjá neytendasamtökunum. Nú þegar þrír dagar eru til jóla er í nógu að snúast hjá Hjálpræðishernum á Íslandi. Stór jólamáltíð á morgun, þúsund jólagjafir í innpökkun og sjálfboðaliðar að safna framlögum og selja Herópið. Hjördís Kristinsdóttir er svæðisforingi Hjálpræðishersins á Íslandi. Við fáum svo umhverfispistil frá Finni Ricart Andrasyni í lok þáttar.
12/21/20230
Episode Artwork

Hjálpræðisherinn, neytendajól og umhverfispistill

Neysla nær vissu hámarki fyrir jól, fólk þræðir búðir eða vefverslanir og eyðir peningum í gríð og erg, í allri ösinni er miklvægt að huga að réttindum sínum og það á svo sem ekkert síður við eftir jól, þegar það á að fara að skila eða nýta gjafabréf. Við ræðum neytendamál sem snúa að jólunum við Brynhildi Pétursdóttur hjá neytendasamtökunum. Nú þegar þrír dagar eru til jóla er í nógu að snúast hjá Hjálpræðishernum á Íslandi. Stór jólamáltíð á morgun, þúsund jólagjafir í innpökkun og sjálfboðaliðar að safna framlögum og selja Herópið. Hjördís Kristinsdóttir er svæðisforingi Hjálpræðishersins á Íslandi. Við fáum svo umhverfispistil frá Finni Ricart Andrasyni í lok þáttar.
12/21/202357 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

20.12.2023

12/20/20230
Episode Artwork

Prís, kirkjugarðar um jól, hugheilar kveðjur og mannsheilinn

Alþýðusamband Íslands kannar reglulega verðlag á matvöru og birti fyrr í vikunni könnun á verði á jólamat. Samkvæmt henni hefur jólakarfan hækkað um 6 til 17% milli ára. Og í dag kynnti ASÍ nýtt app í farsíma, Prís, þar sem hægt er að skoða mismunandi verðlagningu vara á milli verslana með því að skanna strikamerki. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ segir okkur frá þessu. Við förum í stuttan göngutúr um Fossvogskirkjugarð, margir hafa það fyrir sið að huga að leiðum látinna ástvina fyrir jólin, setja jafnvel ljós og skreytingu, og smám saman byrja garðarnir að ljóma - eða í það minnsta nýrri hlutar þeirra. Við ræðum verkefnin í desember við Helenu Sif Þorgeirsdóttur, sviðsstjóra umhirðu hjá kirkjugörðum reykjavíkurprófastsdæma. Við heyrum jólalega málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vikulegt vísindaspjall. Hún ætlar að tala um mannsheilann.
12/20/202358 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

19.12.2023

12/19/20230
Episode Artwork

Eldgos, DNA varpar ljósi á útbreiðslu hafíss, umhverfispistill

Eldgos hófst norður af Grindavík í gærkvöldi. Og það hófst með miklu meiri krafti en fyrri gos undanfarið á Reykjanesi. Mikið dró úr kraftinum þegar leið á nóttina og virknin afmarkast nú við 300 til 500 metra langa rein um miðbik upphaflegu gossprungunnar. Brennisteinslosun á tímaeiningu var sögð tífalt meiri en var í síðustu þremur gosum á Reykjanesi. Við ætlum að tala um gös, gufur og móðu við Þorstein Jóhannsson sérfræðing í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun og velta fyrir okkur hvort útlit sé fyrir loftmengun vegna gossins. En við tölum ekki bara um eldgos. Við fjöllum líka um DNA-rannsóknir á steingervðum svifþörungum. Sara Harðardóttir, doktor í þörungafræði hjá Hafrannsóknastofnun, ætlar að segja okkur frá rannsóknum sínum, en hún hefur rannsakað plöntu- og dýrasvif á norðurhveli jarðar í um áratug og rannsóknir hennar varpa meðal annars ljósi á áhrif loftslagsbreytinga sem koma hraðast fram á pólunum. Páll Líndal umhverfissálfræðingur flytur pistil - sinn síðasta fyrir jól.
12/19/202355 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Próf og námsmat, verkefnið eitt barn - öll börn, upptaka frá 1957

Próf hafa verið svolítið í umræðunni undanfarið; niðurstöður PISA-könnunar, mikilvægi samræmds námsmats og svo er prófatíð margra skóla nýlokið. Við fjöllum um próf og námsmat, eru próflausir skólar framtíðin eða eru próf nauðsynleg? Hvað er leiðsagnarmat? Við tökum púlsinn á fólki á Háskólatorgi og ræðum við Berglindi Gísladóttur, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Benedikt Hallgrímsson, prófessor við háskólann í Calgary í Kanada, kynnti í síðustu viku rannsóknir sínar tengdar heilsu barna. Hann hefur búið þar ytra í um 40 ár og telst nú með fremstu vísindamönnum Kanada. Í fyrirlestrinum sagði hann frá verkefninu One child, every child eða Eitt barn, öll börn sem skoðar heilsu barna í víðu samhengi. Verkefnið fékk stóran, margra ára styrk frá kanadíska ríkinu, þann stærsta sem Calgary-háskóli hefur hlotið. Við ræðum við Benedikt um efni fyrirlestursins. Við bregðum okkur aftur til ársins 1957, hlustum á upptöku úr safni Ríkisútvarpsins um jólaskreytingar í kirkjugörðum.
12/18/20230
Episode Artwork

Próf og námsmat, verkefnið eitt barn - öll börn, upptaka frá 1957

Próf hafa verið svolítið í umræðunni undanfarið; niðurstöður PISA-könnunar, mikilvægi samræmds námsmats og svo er prófatíð margra skóla nýlokið. Við fjöllum um próf og námsmat, eru próflausir skólar framtíðin eða eru próf nauðsynleg? Hvað er leiðsagnarmat? Við tökum púlsinn á fólki á Háskólatorgi og ræðum við Berglindi Gísladóttur, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Benedikt Hallgrímsson, prófessor við háskólann í Calgary í Kanada, kynnti í síðustu viku rannsóknir sínar tengdar heilsu barna. Hann hefur búið þar ytra í um 40 ár og telst nú með fremstu vísindamönnum Kanada. Í fyrirlestrinum sagði hann frá verkefninu One child, every child eða Eitt barn, öll börn sem skoðar heilsu barna í víðu samhengi. Verkefnið fékk stóran, margra ára styrk frá kanadíska ríkinu, þann stærsta sem Calgary-háskóli hefur hlotið. Við ræðum við Benedikt um efni fyrirlestursins. Við bregðum okkur aftur til ársins 1957, hlustum á upptöku úr safni Ríkisútvarpsins um jólaskreytingar í kirkjugörðum.
12/18/202357 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Mansal og tækni, heimsókn á bílaverkstæði, málfar og jólatré

Mansal, hvernig birtist það? Hvernig nýta glæpamenn tæknina til að selja fólk mansali og hvað stendur helst í vegi fyrir því að yfirvöldum takist að uppræta þessi mál? Nú stendur yfir stór ráðstefna um þessi mál, að henni standa norræna ráðherranefndin, háskólinn í Reykjavík, mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneytið. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjvík og Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum ræða þetta. VIð lítum inn á bílaverkstæðið við Ægisíðu, fáum tilfinningu fyrir stemningunni meðal starfsmanna þar og litumst um í þessu forvitnilega kringlótta húsi sem séð úr lofti líkist helst hjálmi. Málfarsmínúta. Jólatré og jólatrjáasala. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, fræðir okkur um jólatré og sögu þeirra.
12/15/20230
Episode Artwork

Mansal og tækni, heimsókn á bílaverkstæði, málfar og jólatré

Mansal, hvernig birtist það? Hvernig nýta glæpamenn tæknina til að selja fólk mansali og hvað stendur helst í vegi fyrir því að yfirvöldum takist að uppræta þessi mál? Nú stendur yfir stór ráðstefna um þessi mál, að henni standa norræna ráðherranefndin, háskólinn í Reykjavík, mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneytið. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjvík og Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum ræða þetta. VIð lítum inn á bílaverkstæðið við Ægisíðu, fáum tilfinningu fyrir stemningunni meðal starfsmanna þar og litumst um í þessu forvitnilega kringlótta húsi sem séð úr lofti líkist helst hjálmi. Málfarsmínúta. Jólatré og jólatrjáasala. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, fræðir okkur um jólatré og sögu þeirra.
12/15/202357 minutes
Episode Artwork

Útflutningur á sorpi, jólamarkaður Virknimiðstöðvar, krossfiskar

Sorpa hefur sent út fyrstu gámana með rusli til Svíþjóðar þar sem það verður nýtt til orkuframleiðslu. Þetta er rusl sem annars hefði farið í urðun er hluti af áætlunum Sorpu um að hætta nær allri urðun á Álfsnesi á næstunni og alveg árið 2030. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri, Sorpu ætlar að segja okkur allt um þetta. Við bregðum okkur á jólamarkað Virknimiðstöðvar Reykjavíkur á Borgarbókasafninu í Spönginni, þar stendur Árni Elvar H. Guðjohnsen við afgreiðsluborð sem hann smíðaði sjálfur. Við ræðum við Árna og fleiri um markaðinn og starf Virknimiðstöðvarinnar. Við fáum svo glóðvolgar fréttir úr heimi vísindanna. Nýjar rannsóknir á krossfiskum hafa leitt í ljós stórmerkilegar og æsispennandi uppgötvanir á líffræði þeirra og þróun. Arnar Pálsson erfðafræðingur gerir grein fyrir þessum nýju uppgötvunum.
12/14/20230
Episode Artwork

Útflutningur á sorpi, jólamarkaður Virknimiðstöðvar, krossfiskar

Sorpa hefur sent út fyrstu gámana með rusli til Svíþjóðar þar sem það verður nýtt til orkuframleiðslu. Þetta er rusl sem annars hefði farið í urðun er hluti af áætlunum Sorpu um að hætta nær allri urðun á Álfsnesi á næstunni og alveg árið 2030. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri, Sorpu ætlar að segja okkur allt um þetta. Við bregðum okkur á jólamarkað Virknimiðstöðvar Reykjavíkur á Borgarbókasafninu í Spönginni, þar stendur Árni Elvar H. Guðjohnsen við afgreiðsluborð sem hann smíðaði sjálfur. Við ræðum við Árna og fleiri um markaðinn og starf Virknimiðstöðvarinnar. Við fáum svo glóðvolgar fréttir úr heimi vísindanna. Nýjar rannsóknir á krossfiskum hafa leitt í ljós stórmerkilegar og æsispennandi uppgötvanir á líffræði þeirra og þróun. Arnar Pálsson erfðafræðingur gerir grein fyrir þessum nýju uppgötvunum.
12/14/202357 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Hringvangur, símað til suðurskautslandsins, málfar og vísindaspjall

Í dag verður haldinn stofnfundur félagasamtakanna Hringvangs - en það er vettvangur fyrir samskipti um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði. Samtökin Grænni byggð og Húsnæðis og mannvirkjastofnun koma að þessum samtökum ásamt fleirum. Við ætlum að forvitnast um Hringvang á eftir þegar þær setjast hjá okkur Áróra Árnadóttir hjá Grænni byggð og Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Við hringjum langlínustímtal. Ekki alla leið á Suðurpólinn en langleiðina. Friðrik Rafnsson leiðsögumaður og þýðandi hefur undanfarnar tvær vikur verið á siglingu við suðurskautslandið og er núna staddur um borð í skipi sem kennt er við franska vísindamanninn Jean-Baptiste Charcot. Friðrik hefur frætt farþega um Charcot og notið þess að ferðast um þessar framandi slóðir. Við heyrum eina málfarsmínútu í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Edda Olgudóttir kemur til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar að fjalla um nýjar rannsóknir á heilsufari og vegan mataræði.
12/13/20230
Episode Artwork

Hringvangur, símað til suðurskautslandsins, málfar og vísindaspjall

Í dag verður haldinn stofnfundur félagasamtakanna Hringvangs - en það er vettvangur fyrir samskipti um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði. Samtökin Grænni byggð og Húsnæðis og mannvirkjastofnun koma að þessum samtökum ásamt fleirum. Við ætlum að forvitnast um Hringvang á eftir þegar þær setjast hjá okkur Áróra Árnadóttir hjá Grænni byggð og Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Við hringjum langlínustímtal. Ekki alla leið á Suðurpólinn en langleiðina. Friðrik Rafnsson leiðsögumaður og þýðandi hefur undanfarnar tvær vikur verið á siglingu við suðurskautslandið og er núna staddur um borð í skipi sem kennt er við franska vísindamanninn Jean-Baptiste Charcot. Friðrik hefur frætt farþega um Charcot og notið þess að ferðast um þessar framandi slóðir. Við heyrum eina málfarsmínútu í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Edda Olgudóttir kemur til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar að fjalla um nýjar rannsóknir á heilsufari og vegan mataræði.
12/13/202358 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

12.12.2023

12/12/20230
Episode Artwork

COP28, matseðillinn 2050 og orð ársins

Síðasti dagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er runninn upp - eða hvað? Í dag átti allt að vera klárt, lokayfirlýsingin undirrituð af hátt í 200 þjóðum en eins og svo oft áður virðist ráðstefnan ætla að dragast á langinn, fundað fram á nótt og þreyttir samningamenn rýna í tyrfinn texta. Utan við fundarherbergin mótmæla svo langþreyttir fulltrúar félagasamtaka og bauka ýmislegt annað. Við tökum púlsinn á einum slíkum, Finni Ricart Andrasyni, forseta Ungra umhverfissinna, sem hefur verið í Dúbaí í tvær vikur. Hvað verður í matinn á þriðjudegi árið 2050? Þannig spurði Birgir Örn Smárason fagstjóri hjá Matís í fyrirlestri á Matvælaþingi á dögunum. Hann lagði þessa spurningu meðal annars fyrir gervigreind og fékk bara býsna trúverðug svör. Við förum yfir matseðil framtíðarinnar með Birgi. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpið kemur svo til okkar - við ætlum að ræða um orð ársins 2023.
12/12/202359 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Átök Hamas og Ísraels, leikskólabörn og skjöl úr móðuharðindunum

Við ætlum að fjalla um átökin milli Hamas og Ísraelsríkis. Hvers vegna er ekki einhugur meðal ríkja heims um að styðja vopnahlé, hvers vegna eru viðbrögð vesturveldanna við þessu stríði gerólík viðbrögðum þeirra við stríðinu í Úkraínu? Eru hörmungarnar sem almenningur á Gaza býr við án fordæma, er hægt að tala um þjóðarmorð? Magnea Marínósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, ræðir þetta við okkur. Við leitum að ljósi í myrkrinu og kíkjum í heimsókn í leikskólann Öskju, heyrum hljóðið í þriggja og fjögurra ára drengjum í jólaskapi og fræðumst aðeins um Hjallastefnuna í leiðinni, ræðum við Ásthildi Hönnu Ólafsdóttur, leikskólakennara á gula kjarna. Við förum einnig í heimsókn á Þjóðskjalasafn Íslands þar sem Margrét Gunnarsdóttir, skjalavörður, sýnir okkur merkileg skjöl úr dönsku sendingunni svokölluðu, rentukammersskjöl frá tímum móðuharðindanna.
12/11/20230
Episode Artwork

Átök Hamas og Ísraels, leikskólabörn og skjöl úr móðuharðindunum

Við ætlum að fjalla um átökin milli Hamas og Ísraelsríkis. Hvers vegna er ekki einhugur meðal ríkja heims um að styðja vopnahlé, hvers vegna eru viðbrögð vesturveldanna við þessu stríði gerólík viðbrögðum þeirra við stríðinu í Úkraínu? Eru hörmungarnar sem almenningur á Gaza býr við án fordæma, er hægt að tala um þjóðarmorð? Magnea Marínósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, ræðir þetta við okkur. Við leitum að ljósi í myrkrinu og kíkjum í heimsókn í leikskólann Öskju, heyrum hljóðið í þriggja og fjögurra ára drengjum í jólaskapi og fræðumst aðeins um Hjallastefnuna í leiðinni, ræðum við Ásthildi Hönnu Ólafsdóttur, leikskólakennara á gula kjarna. Við förum einnig í heimsókn á Þjóðskjalasafn Íslands þar sem Margrét Gunnarsdóttir, skjalavörður, sýnir okkur merkileg skjöl úr dönsku sendingunni svokölluðu, rentukammersskjöl frá tímum móðuharðindanna.
12/11/202359 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Minjastofnun um útburðarmál í Heiðmörk, framtíð Kringlunnar og málfar

Verslunarmiðstöðvar. Þetta eru stórar byggingar með stóru bílastæði, rúllustigum, raflýsingu, ótal verslunum. Við ætlum að skoða eina ákveðna verslunarmiðstöð, þá elstu á Íslandi, Kringluna. Tökum púlsinn á Baldvinu Snælaugsdóttur markaðsstjóra Kringlunnar, ræðum jólaverslun, áhrif netsins og framtíð verslunarmiðstöðva almennt. Orkuveitan hefur höfðað útburðarmál á hendur eigendum nokkurrra sumarhúsa á svokölluðum Elliðavatnsblettum í Heiðmörk, einni elstu sumarhúsabyggð landsins. Orkuveitan vill láta rífa húsin í nafni vatnsverndar og almannahagsmuna. Eigendur húsanna eru ósáttir, við heyrum í nokkrum þeirra og ræðum sömuleiðis við fulltrúa Minjastofnunar, þá Pétur H. Ármannsson sviðsstjóra húsverndar-, umhverfis-, og skipulagssviðs og Gísla Óskarsson, lögfræðing, en þetta óvenjulega mál er komið inn á borð stofnunarinnar. Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur.
12/8/20230
Episode Artwork

Minjastofnun um útburðarmál í Heiðmörk, framtíð Kringlunnar og málfar

Verslunarmiðstöðvar. Þetta eru stórar byggingar með stóru bílastæði, rúllustigum, raflýsingu, ótal verslunum. Við ætlum að skoða eina ákveðna verslunarmiðstöð, þá elstu á Íslandi, Kringluna. Tökum púlsinn á Baldvinu Snælaugsdóttur markaðsstjóra Kringlunnar, ræðum jólaverslun, áhrif netsins og framtíð verslunarmiðstöðva almennt. Orkuveitan hefur höfðað útburðarmál á hendur eigendum nokkurrra sumarhúsa á svokölluðum Elliðavatnsblettum í Heiðmörk, einni elstu sumarhúsabyggð landsins. Orkuveitan vill láta rífa húsin í nafni vatnsverndar og almannahagsmuna. Eigendur húsanna eru ósáttir, við heyrum í nokkrum þeirra og ræðum sömuleiðis við fulltrúa Minjastofnunar, þá Pétur H. Ármannsson sviðsstjóra húsverndar-, umhverfis-, og skipulagssviðs og Gísla Óskarsson, lögfræðing, en þetta óvenjulega mál er komið inn á borð stofnunarinnar. Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur.
12/8/202358 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

07.12.2023

12/7/20230
Episode Artwork

Staðan við Svartsengi, heimsókn í skólphreinsistöð, umhverfispistill

Veðurstofan birti í gær uppfært stöðumat vegna jarðhræringanna við Svartsengi og Grindavík og þar kemur fram að nýr kafli sé að hefjast í þeirri atburðarás með auknum líkum á nýju kvikuhlaupi. Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofunni, er vakin og sofin yfir þessu öllu ásamt hópi vísindamanna, með línurit og gröf fyrir augunum daginn út og inn. Kröfur um skólphreinsun verða stórhertar á næstunni - tæknilegustu skólphreinsistöðvar á Íslandi uppfylla varla kröfur um eins þreps hreinsun, og bráðum verður farið fram á fjögurra þrepa hreinsun. Við heimsækjum hreinsistöð Veitna við Klettagarða í Reykjavík og ræðum fráveitumálin í víðu samhengi, meðal annars gullfiska, fituhnykla og plast, við Jón Trausta Kárason, forstöðumann vatns og fráveitu hjá Veitum. Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur flytur okkur umhverfispistil.
12/7/202358 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

06.12.2023

12/6/20230
Episode Artwork

12/6/202358 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Hlutdeildarlán, nýr heitavatnstankur og umhverfissálfræði

Við forvitnumst um svokölluð hlutdeildarlán sem Húsnæðis og mannvirkjastofnun veitir fyrstu kaupendum í lægri tekjuhópum. Í ár barst metfjöldi umsókna um slík lán og við ætlum að biðja Einar Georgsson verkefnisstjóra hlutdeildarlána hjá HMS að segja okkur frá því hvernig þessi lán eru hugsuð, hverjir geta tekið þau og ýmislegt fleira. Við förum í bíltúr upp á Reynisvatnsheiði. Þar rís nú mikið gímald - glænýr heitavatnstankur sem á að taka í gagnið síðar í mánuðinum. Við mæltum okkur mót við Hákon Gunnarsson hjá Veitum sem segir okkur frá þessu mannvirki og leyfir okkur jafnvel að kíkja inn í tankinn. Svo fáum við pistil í lok þáttar frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.
12/5/20230
Episode Artwork

Hlutdeildarlán, nýr heitavatnstankur og umhverfissálfræði

Við forvitnumst um svokölluð hlutdeildarlán sem Húsnæðis og mannvirkjastofnun veitir fyrstu kaupendum í lægri tekjuhópum. Í ár barst metfjöldi umsókna um slík lán og við ætlum að biðja Einar Georgsson verkefnisstjóra hlutdeildarlána hjá HMS að segja okkur frá því hvernig þessi lán eru hugsuð, hverjir geta tekið þau og ýmislegt fleira. Við förum í bíltúr upp á Reynisvatnsheiði. Þar rís nú mikið gímald - glænýr heitavatnstankur sem á að taka í gagnið síðar í mánuðinum. Við mæltum okkur mót við Hákon Gunnarsson hjá Veitum sem segir okkur frá þessu mannvirki og leyfir okkur jafnvel að kíkja inn í tankinn. Svo fáum við pistil í lok þáttar frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.
12/5/20230
Episode Artwork

Hlutdeildarlán, nýr heitavatnstankur og umhverfissálfræði

Við forvitnumst um svokölluð hlutdeildarlán sem Húsnæðis og mannvirkjastofnun veitir fyrstu kaupendum í lægri tekjuhópum. Í ár barst metfjöldi umsókna um slík lán og við ætlum að biðja Einar Georgsson verkefnisstjóra hlutdeildarlána hjá HMS að segja okkur frá því hvernig þessi lán eru hugsuð, hverjir geta tekið þau og ýmislegt fleira. Við förum í bíltúr upp á Reynisvatnsheiði. Þar rís nú mikið gímald - glænýr heitavatnstankur sem á að taka í gagnið síðar í mánuðinum. Við mæltum okkur mót við Hákon Gunnarsson hjá Veitum sem segir okkur frá þessu mannvirki og leyfir okkur jafnvel að kíkja inn í tankinn. Svo fáum við pistil í lok þáttar frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.
12/5/202359 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Staðan í Grindavík, sendinefnd Íslands á COP28, jólahald í gamladaga

Rúmar þrjár vikur eru síðan Grindavík var rýmd í snatri - það hefur ýmislegt gengið á síðan, ýmis vandamál sem hefur þurft að leysa, Grindvíkingar fá nú að fara heim yfir daginn, fyrirtæki hafa fengið að hefja starfsemi á ný - en foreldrar leikskólabarna eru enn bundnir, og sumir Grindvíkingar enn í húsnæðiskröggum. Við förum yfir stöðuna núna með Fannari Jónassyni, bæjarstjóra í Grindavík. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP28, er að komast á fullt skrið, fulltrúar sendinefnda hlaupa funda á milli, þar á meðal er Helga Barðadóttir, formaður íslensku sendinefndarinnar. Hún var á línunni. Málfarsmínúta. Við fáum heimsókn frá safni RÚV. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri kemur til okkar með skemmtilega upptöku frá árinu 1958 þar sem verið er að velta fyrir sér jólahaldi og hvort því þurfi að breyta.
12/4/20230
Episode Artwork

Staðan í Grindavík, sendinefnd Íslands á COP28, jólahald í gamladaga

Rúmar þrjár vikur eru síðan Grindavík var rýmd í snatri - það hefur ýmislegt gengið á síðan, ýmis vandamál sem hefur þurft að leysa, Grindvíkingar fá nú að fara heim yfir daginn, fyrirtæki hafa fengið að hefja starfsemi á ný - en foreldrar leikskólabarna eru enn bundnir, og sumir Grindvíkingar enn í húsnæðiskröggum. Við förum yfir stöðuna núna með Fannari Jónassyni, bæjarstjóra í Grindavík. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP28, er að komast á fullt skrið, fulltrúar sendinefnda hlaupa funda á milli, þar á meðal er Helga Barðadóttir, formaður íslensku sendinefndarinnar. Hún var á línunni. Málfarsmínúta. Við fáum heimsókn frá safni RÚV. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri kemur til okkar með skemmtilega upptöku frá árinu 1958 þar sem verið er að velta fyrir sér jólahaldi og hvort því þurfi að breyta.
12/4/20230
Episode Artwork

Staðan í Grindavík, sendinefnd Íslands á COP28, jólahald í gamladaga

Rúmar þrjár vikur eru síðan Grindavík var rýmd í snatri - það hefur ýmislegt gengið á síðan, ýmis vandamál sem hefur þurft að leysa, Grindvíkingar fá nú að fara heim yfir daginn, fyrirtæki hafa fengið að hefja starfsemi á ný - en foreldrar leikskólabarna eru enn bundnir, og sumir Grindvíkingar enn í húsnæðiskröggum. Við förum yfir stöðuna núna með Fannari Jónassyni, bæjarstjóra í Grindavík. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP28, er að komast á fullt skrið, fulltrúar sendinefnda hlaupa funda á milli, þar á meðal er Helga Barðadóttir, formaður íslensku sendinefndarinnar. Hún var á línunni. Málfarsmínúta. Við fáum heimsókn frá safni RÚV. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri kemur til okkar með skemmtilega upptöku frá árinu 1958 þar sem verið er að velta fyrir sér jólahaldi og hvort því þurfi að breyta.
12/4/202358 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Eiturefnalausir leikskólar, skrímsli í náttúru Íslands, dýraspjall.

Í haust rataði inn í aðalnámskrá leikskóla klausa um að leikskólar skyldu vera eins eiturefnalausir og hægt er. Í átta ár hefur leikskólinn Aðalþing í Kópavogi verið í fararbroddi í þessu og stjórnendur, þau Hörður Svavarsson og Agnes Gústafsdóttir, búin að leggjast í mikla rannsóknir og losa sig við alls konar dót sem inniheldur skaðleg efni. Við kíkjum í heimsókn þangað. Svo höldum við á skrímslaslóðir. Þorvaldur Friðriksson, fornleifafræðingur og fyrrum fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur gefið út bókina Skrímsli í sjó og vötnum á Íslandi - þar er meðal annars að finna teikningar, frásagnir og lýsingar sjónarvotta á rammíslenskum skrímslum eins og faxaskrímsli, fjörulalla, nykri, lyngbak og hafmanni, bæði nýjar og gamlar. Dýraspjall með Veru Illugadóttur, rækjur í trjám og fleiri skepnur.
12/1/20230
Episode Artwork

Eiturefnalausir leikskólar, skrímsli í náttúru Íslands, dýraspjall.

Í haust rataði inn í aðalnámskrá leikskóla klausa um að leikskólar skyldu vera eins eiturefnalausir og hægt er. Í átta ár hefur leikskólinn Aðalþing í Kópavogi verið í fararbroddi í þessu og stjórnendur, þau Hörður Svavarsson og Agnes Gústafsdóttir, búin að leggjast í mikla rannsóknir og losa sig við alls konar dót sem inniheldur skaðleg efni. Við kíkjum í heimsókn þangað. Svo höldum við á skrímslaslóðir. Þorvaldur Friðriksson, fornleifafræðingur og fyrrum fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur gefið út bókina Skrímsli í sjó og vötnum á Íslandi - þar er meðal annars að finna teikningar, frásagnir og lýsingar sjónarvotta á rammíslenskum skrímslum eins og faxaskrímsli, fjörulalla, nykri, lyngbak og hafmanni, bæði nýjar og gamlar. Dýraspjall með Veru Illugadóttur, rækjur í trjám og fleiri skepnur.
12/1/202355 minutes
Episode Artwork

Lagnir í hættu, kennsla á Listasafni, neytendaspjall - skrópgjöld.

Lagnir, þær eru þarna, þjóna sínum tilgangi svo lítið beri á, en svo kemur eitthvað upp á sem beinir sjónum okkar að þessum földu en nauðsynlegu innviðum - hvort sem það eru skemmdir á heitavatnslögnum vegna jarðhræringa, akkeri sem rústaði kaldavatnslögn Vestmannaeyinga eða skólplagnirnar sem víða á landinu skila skólpinu óhreinsuðu út í sjó. Snæbjörn R. Rafnsson, pípulagningameistari, hefur brennandi áhuga á lögnum, lagnakerfum og sögu þeirra. Hann er gestur Samfélagsins. Við ætlum að ræða um nýtingu Listasafns Íslands í kennslu en kennarar allra skólastiga og allra skóla fá bráðlega tækifæri til að hittast reglulega á safninu og kanna hvernig hægt er að nýta það og fjársjóði þess sem efnivið í kennslu og safnahúsin þrjú sem námsvettvang. Ingibjörg Hannesdóttir verkefnastjóri fræðslu og miðlunar hjá Listasafni Íslands kemur til okkar að ræða þetta verkefni. Neytendaspjall. Rætt við Einar Bjarna Einarsson, lögfræðing hjá Neytendasamtökunum, um skrópgjöld og mætingarskyldu en Neytendasamtökin hafa lengi gert athugasemdir við skilmála fyrirtækja sem þeim finnst ganga of hart fram í þessu.
11/30/20230
Episode Artwork

Lagnir í hættu, kennsla á Listasafni, neytendaspjall - skrópgjöld.

Lagnir, þær eru þarna, þjóna sínum tilgangi svo lítið beri á, en svo kemur eitthvað upp á sem beinir sjónum okkar að þessum földu en nauðsynlegu innviðum - hvort sem það eru skemmdir á heitavatnslögnum vegna jarðhræringa, akkeri sem rústaði kaldavatnslögn Vestmannaeyinga eða skólplagnirnar sem víða á landinu skila skólpinu óhreinsuðu út í sjó. Snæbjörn R. Rafnsson, pípulagningameistari, hefur brennandi áhuga á lögnum, lagnakerfum og sögu þeirra. Hann er gestur Samfélagsins. Við ætlum að ræða um nýtingu Listasafns Íslands í kennslu en kennarar allra skólastiga og allra skóla fá bráðlega tækifæri til að hittast reglulega á safninu og kanna hvernig hægt er að nýta það og fjársjóði þess sem efnivið í kennslu og safnahúsin þrjú sem námsvettvang. Ingibjörg Hannesdóttir verkefnastjóri fræðslu og miðlunar hjá Listasafni Íslands kemur til okkar að ræða þetta verkefni. Neytendaspjall. Rætt við Einar Bjarna Einarsson, lögfræðing hjá Neytendasamtökunum, um skrópgjöld og mætingarskyldu en Neytendasamtökin hafa lengi gert athugasemdir við skilmála fyrirtækja sem þeim finnst ganga of hart fram í þessu.
11/30/202355 minutes
Episode Artwork

LJósvist á Íslandi, rústabjörgun, málfar og vísindaspjall

Undanfarna 17 daga hefur staðið yfir mikil björgunaraðgerð í Himalayafjöllunum þar sem 41 verkamaður festist í jarðgöngum sem féllu saman. Mennirnir náðust allir út úr göngunum heilir á húfi í gær og voru dregnir á börum eftir 90 sentímetra breiðu röri. Rætt við Magnús Örn Hákonarson björgunarsveitarmann og sérfræðing á sviði rústabjörgunar. Ólíkt því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum eru litlar sem engar kröfur gerðar um góða ljósvist í íslenskum byggingum - jú, samkvæmt byggingareglugerð þurfa að vera gluggar en það er ekkert því til fyrirstöðu að byggja annað hús beint fyrir utan þá. Þessu vill vinnuhópur sem hefur unnið að tillögum til breytinga á byggingareglugerðinni breyta. Við ræðum lýsingu og ljósvist við Ástu Logadóttur, verkfræðing og lýsingarsérfræðing hjá Lotu en hún á sæti í nefndinni og kynnti tillögurnar í dag. Við heyrum eina málfarsmínútu og endurflytjum svo vísindaspjall við Eddu Olgudóttur frá því fyrr á árinu.
11/29/20230
Episode Artwork

LJósvist á Íslandi, rústabjörgun, málfar og vísindaspjall

Undanfarna 17 daga hefur staðið yfir mikil björgunaraðgerð í Himalayafjöllunum þar sem 41 verkamaður festist í jarðgöngum sem féllu saman. Mennirnir náðust allir út úr göngunum heilir á húfi í gær og voru dregnir á börum eftir 90 sentímetra breiðu röri. Rætt við Magnús Örn Hákonarson björgunarsveitarmann og sérfræðing á sviði rústabjörgunar. Ólíkt því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum eru litlar sem engar kröfur gerðar um góða ljósvist í íslenskum byggingum - jú, samkvæmt byggingareglugerð þurfa að vera gluggar en það er ekkert því til fyrirstöðu að byggja annað hús beint fyrir utan þá. Þessu vill vinnuhópur sem hefur unnið að tillögum til breytinga á byggingareglugerðinni breyta. Við ræðum lýsingu og ljósvist við Ástu Logadóttur, verkfræðing og lýsingarsérfræðing hjá Lotu en hún á sæti í nefndinni og kynnti tillögurnar í dag. Við heyrum eina málfarsmínútu og endurflytjum svo vísindaspjall við Eddu Olgudóttur frá því fyrr á árinu.
11/29/202355 minutes
Episode Artwork

Steypireyður, Jæja og nýyrði

Við ætlum að tala um stærsta dýr jarðar í Samfélaginu í dag, það er vitaskuld steypireyður. Nú er ýmislegt sem bendir til þess að sú tegund sé sumstaðar að ná sér á nokkurt strik eftir djúpa lægð vegna ofveiði á árum áður. Ný rannsókn á Steypireyðum við Seychelles eyjar í Indlandshafi bendir til þess að þar sé þeim að fjölga. Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur ætlar að segja okkur allt um steypireyðar. Svo kemur til okkar doktorsnemi í umhverfisfræði, Guðmundur Steingrímsson en í dag birtist í spilara RÚV þáttaröðin Jæja, sem hann hefur gert um umhverfismál. Guðmundur er líka að pakka fyrir ferð á loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna - COP28 í Dubai. Hann segir okkur frá öllu þessu. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur kemur svo til okkar í lok þáttar í málfarsspjall. Við ætlum að velta fyrir okkur spurningunni um hver, ef einhver, ákveður hvaða orð við notum - í framhaldi af samkeppni um hýryrði sem Samtökin ?78 stóðu fyrir en niðurstöðurnar voru kynntar á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember síðastliðinn.
11/28/20230
Episode Artwork

Steypireyður, Jæja og nýyrði

Við ætlum að tala um stærsta dýr jarðar í Samfélaginu í dag, það er vitaskuld steypireyður. Nú er ýmislegt sem bendir til þess að sú tegund sé sumstaðar að ná sér á nokkurt strik eftir djúpa lægð vegna ofveiði á árum áður. Ný rannsókn á Steypireyðum við Seychelles eyjar í Indlandshafi bendir til þess að þar sé þeim að fjölga. Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur ætlar að segja okkur allt um steypireyðar. Svo kemur til okkar doktorsnemi í umhverfisfræði, Guðmundur Steingrímsson en í dag birtist í spilara RÚV þáttaröðin Jæja, sem hann hefur gert um umhverfismál. Guðmundur er líka að pakka fyrir ferð á loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna - COP28 í Dubai. Hann segir okkur frá öllu þessu. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur kemur svo til okkar í lok þáttar í málfarsspjall. Við ætlum að velta fyrir okkur spurningunni um hver, ef einhver, ákveður hvaða orð við notum - í framhaldi af samkeppni um hýryrði sem Samtökin ?78 stóðu fyrir en niðurstöðurnar voru kynntar á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember síðastliðinn.
11/28/202355 minutes
Episode Artwork

Viðlagasjóðshúsin í Keilufelli, skjalafals fortíðar og málfarsmínúta

Við kynnum okkur Viðlagasjóðshúsin í Keilufelli í Reykjavík, eða Vestmannaeyjahúsin eins og þau eru stundum kölluð. Ræðum við Ágústu Óskars Kettler og Ernst Kettler, sem fluttu inn 1974 og Dagnýju Bjarnadóttur, landslagsarkítekt,sem býr í næsta húsi við frumbyggjana. Húsin voru reist á örskotsstundu eftir gosið í Heimaey, og við spyrjum íbúana út í þau og hvort þeim fyndist góð hugmynd að endurtaka leikinn? Heimsókn á Þjóðskjalasafn Íslands. Við fáum að þessu sinni að vita allt um stóra skjalafölsunarmálið frá árinu 1724. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skjalavörður leiðir okkur í allan sannleikann um það dularfulla mál. Málfarsmínúta.
11/27/20230
Episode Artwork

Viðlagasjóðshúsin í Keilufelli, skjalafals fortíðar og málfarsmínúta

Við kynnum okkur Viðlagasjóðshúsin í Keilufelli í Reykjavík, eða Vestmannaeyjahúsin eins og þau eru stundum kölluð. Ræðum við Ágústu Óskars Kettler og Ernst Kettler, sem fluttu inn 1974 og Dagnýju Bjarnadóttur, landslagsarkítekt,sem býr í næsta húsi við frumbyggjana. Húsin voru reist á örskotsstundu eftir gosið í Heimaey, og við spyrjum íbúana út í þau og hvort þeim fyndist góð hugmynd að endurtaka leikinn? Heimsókn á Þjóðskjalasafn Íslands. Við fáum að þessu sinni að vita allt um stóra skjalafölsunarmálið frá árinu 1724. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skjalavörður leiðir okkur í allan sannleikann um það dularfulla mál. Málfarsmínúta.
11/27/202355 minutes
Episode Artwork

24.11.2023

11/24/20230
Episode Artwork

24.11.2023

11/24/20230
Episode Artwork

11/24/202355 minutes
Episode Artwork

Efsta hillan í ísskápnum, plastmengun í norðri, umhverfispistill

Leikhópurinn Kriðpleir stóð fyrir áhugaverðri vinnustofu um síðustu helgi undir yfirskriftinni Efsta hillan. Þátttakendur vinnustofunnar voru beðnir um að taka með sér fjórar krukkur eða sósutúbur sem hefðu dagað uppi í ísskápnum. Fortíð og uppruni krukknanna voru rannsökuð, og leitast við að skapa kringumstæður sem miðla sögu þeirra. Ragnar Ísleifur Bragason ætlar að kafa í krukkurnar með okkur á eftir. Nú stendur yfir alþjóðleg ráðstefna í Hörpu um plastmengun á norðurslóðum á vegum utanríkisráðuneytisins í samvinnu við matvælaráðuneytið og umhverfis- orku og loftlagsráðuneytið. Ein þeirra sem þar talaði er Ásta Margrét Ásmundsdóttir, efnafræðingur og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Hennar erindi fjallaði um örplast í kræklingi. Hún sest hjá okkur á eftir og ræðir við okkur um örplast. Umhverfispistill frá ungum umhverfissinna; Báru Örk Melsted.
11/23/20230
Episode Artwork

Efsta hillan í ísskápnum, plastmengun í norðri, umhverfispistill

Leikhópurinn Kriðpleir stóð fyrir áhugaverðri vinnustofu um síðustu helgi undir yfirskriftinni Efsta hillan. Þátttakendur vinnustofunnar voru beðnir um að taka með sér fjórar krukkur eða sósutúbur sem hefðu dagað uppi í ísskápnum. Fortíð og uppruni krukknanna voru rannsökuð, og leitast við að skapa kringumstæður sem miðla sögu þeirra. Ragnar Ísleifur Bragason ætlar að kafa í krukkurnar með okkur á eftir. Nú stendur yfir alþjóðleg ráðstefna í Hörpu um plastmengun á norðurslóðum á vegum utanríkisráðuneytisins í samvinnu við matvælaráðuneytið og umhverfis- orku og loftlagsráðuneytið. Ein þeirra sem þar talaði er Ásta Margrét Ásmundsdóttir, efnafræðingur og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Hennar erindi fjallaði um örplast í kræklingi. Hún sest hjá okkur á eftir og ræðir við okkur um örplast. Umhverfispistill frá ungum umhverfissinna; Báru Örk Melsted.
11/23/202355 minutes
Episode Artwork

Réttlát umskipti, veirur og pestir, málfar og vísindaspjall

Er hægt að ráðast í harðar loftslagsaðgerðir án þess að það bitni á almenningi? Í hverju felast réttát umskipti? Við ræðum þetta við Auði Ölfu Ólafsdóttur, sérfræðing í umhverfis og neytendamálum hjá ASÍ. Allskyns veirusýkingar herja nú á landsmenn. Þetta eru gamlir kunningjar eins og RS-vírus, ýmsar kvefpestir og auðvitað Covid sem er í nokkrum ham þessa dagana. Og svo er inflúensan að banka á dyrnar. Og við ætlum einmitt að ræða flensuna. Hvernig hún breiðist út og hvernig gengur að bólusetja gegn henni. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, yfirlæknir bólusetninga hjá Sóttvarnalækni, ætlar að fræða okkur um inflúensu. Málfarsmínúta. Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur - rætt um bakteríur og krabbamein.
11/22/20230
Episode Artwork

Réttlát umskipti, veirur og pestir, málfar og vísindaspjall

Er hægt að ráðast í harðar loftslagsaðgerðir án þess að það bitni á almenningi? Í hverju felast réttát umskipti? Við ræðum þetta við Auði Ölfu Ólafsdóttur, sérfræðing í umhverfis og neytendamálum hjá ASÍ. Allskyns veirusýkingar herja nú á landsmenn. Þetta eru gamlir kunningjar eins og RS-vírus, ýmsar kvefpestir og auðvitað Covid sem er í nokkrum ham þessa dagana. Og svo er inflúensan að banka á dyrnar. Og við ætlum einmitt að ræða flensuna. Hvernig hún breiðist út og hvernig gengur að bólusetja gegn henni. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, yfirlæknir bólusetninga hjá Sóttvarnalækni, ætlar að fræða okkur um inflúensu. Málfarsmínúta. Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur - rætt um bakteríur og krabbamein.
11/22/20230
Episode Artwork

Réttlát umskipti, veirur og pestir, málfar og vísindaspjall

Er hægt að ráðast í harðar loftslagsaðgerðir án þess að það bitni á almenningi? Í hverju felast réttát umskipti? Við ræðum þetta við Auði Ölfu Ólafsdóttur, sérfræðing í umhverfis og neytendamálum hjá ASÍ. Allskyns veirusýkingar herja nú á landsmenn. Þetta eru gamlir kunningjar eins og RS-vírus, ýmsar kvefpestir og auðvitað Covid sem er í nokkrum ham þessa dagana. Og svo er inflúensan að banka á dyrnar. Og við ætlum einmitt að ræða flensuna. Hvernig hún breiðist út og hvernig gengur að bólusetja gegn henni. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, yfirlæknir bólusetninga hjá Sóttvarnalækni, ætlar að fræða okkur um inflúensu. Málfarsmínúta. Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur - rætt um bakteríur og krabbamein.
11/22/202355 minutes
Episode Artwork

Segulhitari, sorpbrennsla og umhverfissálfræði

Við hringjum vestur á firði og tölum við Þorstein Másson framkvæmdastjóra Bláma í Bolungarvík en Blámi einbeitir sér að nýsköpun í orkumálum og orkuskiptum sérstaklega. Hann ætlar að segja okkur frá verkefni sem snýst um að nota svokallaðan segulhitara til að framleiða heitt vatn í Súðavík. Stefnt er að því að koma upp sorpbrennslustöðvum á suðvesturhorninu og á norðurlandi og nýta orkuna sem verður til við bruna úrgangs sem ella væri urðaður, til þess að framleiða rafmagn eða heitt vatn. Enn er þó mörgum spurningum ósvarað. Valgeir Páll Björnsson, umhverfis- og orkutæknifræðingur hjá Sorpu, fjallaði um vinnuna við að koma hér upp sorpbrennslu á degi verkfræðinnar á föstudaginn var. Hann er gestur Samfélagsins. Páll Líndal umhverfissálfræðingur flytur okkur svo pistil í lok þáttar.
11/21/20230
Episode Artwork

Segulhitari, sorpbrennsla og umhverfissálfræði

Við hringjum vestur á firði og tölum við Þorstein Másson framkvæmdastjóra Bláma í Bolungarvík en Blámi einbeitir sér að nýsköpun í orkumálum og orkuskiptum sérstaklega. Hann ætlar að segja okkur frá verkefni sem snýst um að nota svokallaðan segulhitara til að framleiða heitt vatn í Súðavík. Stefnt er að því að koma upp sorpbrennslustöðvum á suðvesturhorninu og á norðurlandi og nýta orkuna sem verður til við bruna úrgangs sem ella væri urðaður, til þess að framleiða rafmagn eða heitt vatn. Enn er þó mörgum spurningum ósvarað. Valgeir Páll Björnsson, umhverfis- og orkutæknifræðingur hjá Sorpu, fjallaði um vinnuna við að koma hér upp sorpbrennslu á degi verkfræðinnar á föstudaginn var. Hann er gestur Samfélagsins. Páll Líndal umhverfissálfræðingur flytur okkur svo pistil í lok þáttar.
11/21/202355 minutes
Episode Artwork

Loftgæðaspár, staðan í aðdraganda COP28, hugvitsmaður úr fortíðinni

Við veltum fyrir okkur loftgæðum í höfuðborginni, vöktun á þeim og leiðum til að spá fyrir um loftgæði - jafnvel í einstökum hverfum. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir okkur frá aðferðum sem stofnunin beitir til þess. Þetta er árið sem farið var að tala um hnattræna stiknun, haustið hefur verið óvenjulegt og hitamet fallið. Ástandið í loftslagsmálum er alvarlegt. Markmið, lausnir og skortur á þeim verða rædd í þaula á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í Dúbaí í lok nóvember. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands fer yfir vísindin, stöðuna og væntingar til ráðstefnunnar. Málfarsmínúta. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV leyfir okkur að heyra upptöku úr safninu. Að þessu sinni viðtal við hugvitsmanninn Magnús K. Guðnason sem hannaði merkileg hljóðfæri á borð við strokhörpu.
11/20/20230
Episode Artwork

Loftgæðaspár, staðan í aðdraganda COP28, hugvitsmaður úr fortíðinni

Við veltum fyrir okkur loftgæðum í höfuðborginni, vöktun á þeim og leiðum til að spá fyrir um loftgæði - jafnvel í einstökum hverfum. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir okkur frá aðferðum sem stofnunin beitir til þess. Þetta er árið sem farið var að tala um hnattræna stiknun, haustið hefur verið óvenjulegt og hitamet fallið. Ástandið í loftslagsmálum er alvarlegt. Markmið, lausnir og skortur á þeim verða rædd í þaula á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í Dúbaí í lok nóvember. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands fer yfir vísindin, stöðuna og væntingar til ráðstefnunnar. Málfarsmínúta. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV leyfir okkur að heyra upptöku úr safninu. Að þessu sinni viðtal við hugvitsmanninn Magnús K. Guðnason sem hannaði merkileg hljóðfæri á borð við strokhörpu.
11/20/202355 minutes
Episode Artwork

Viðbrögð við hamförum í Noregi, sláturbóla og súnur, dýraspjall

Jarðfallið í Gjerdrum í Noregi er mörgum minnisstætt, þetta var í lok desember 2020, mörg hús gjöreyðilögðust og tíu létust. Þessar hamfarir eru um margt ólíkar þeim sem nú standa yfir í Grindavík - en í báðum tilfellum hafa yfirvöld þurft að bregðast við - tryggja öryggi og afkomu íbúa. Við ræðum viðbrögð yfirvalda hér og í Noregi við náttúruhamförum við Herdísi Sigurgrímsdóttur, stjórnmálafræðing, hún er nýflutt heim frá Noregi og starfaði þar sem sviðsstjóri umhverfis- og loftslagsmálahjá héraðs yfirvöldum í Stafangri. Flestir smitsjúkdómar sem hrjá okkur mannfólkið berast úr dýrum, þannig sjúkdómar eru kallaðir súnur og meðal þeirra er sláturbóla, hvimleið veirusýking sem borist getur úr sauðfé í menn. Þóra Sverrisdóttir, sjúkraliði, rekstrarfræðingur og sauðfjárbóndi á Stóru Giljá í Húnavatnssýslu, sýktist af sláturbólu á dögunum og batinn dróst á langinn vegna þess að læknir sem hún leitaði til skar í bóluna. Fleiri bændur hafa fengið þetta nýverið og deilt myndum af bólum, ýmist á höndum eða andliti. Við ræðum við Þóru um reynslu hennar, en líka við Pétur Skarphéðinsson lækni á eftirlaunum sem oft fékkst við svona sýkingar í gamla daga og Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómalækni. Fugl aldarinnar var á dögunum kosinn á Nýja-Sjálandi og úrslitin óvænt. Vera Illugadóttir segir frá.
11/17/20230
Episode Artwork

Viðbrögð við hamförum í Noregi, sláturbóla og súnur, dýraspjall

Jarðfallið í Gjerdrum í Noregi er mörgum minnisstætt, þetta var í lok desember 2020, mörg hús gjöreyðilögðust og tíu létust. Þessar hamfarir eru um margt ólíkar þeim sem nú standa yfir í Grindavík - en í báðum tilfellum hafa yfirvöld þurft að bregðast við - tryggja öryggi og afkomu íbúa. Við ræðum viðbrögð yfirvalda hér og í Noregi við náttúruhamförum við Herdísi Sigurgrímsdóttur, stjórnmálafræðing, hún er nýflutt heim frá Noregi og starfaði þar sem sviðsstjóri umhverfis- og loftslagsmálahjá héraðs yfirvöldum í Stafangri. Flestir smitsjúkdómar sem hrjá okkur mannfólkið berast úr dýrum, þannig sjúkdómar eru kallaðir súnur og meðal þeirra er sláturbóla, hvimleið veirusýking sem borist getur úr sauðfé í menn. Þóra Sverrisdóttir, sjúkraliði, rekstrarfræðingur og sauðfjárbóndi á Stóru Giljá í Húnavatnssýslu, sýktist af sláturbólu á dögunum og batinn dróst á langinn vegna þess að læknir sem hún leitaði til skar í bóluna. Fleiri bændur hafa fengið þetta nýverið og deilt myndum af bólum, ýmist á höndum eða andliti. Við ræðum við Þóru um reynslu hennar, en líka við Pétur Skarphéðinsson lækni á eftirlaunum sem oft fékkst við svona sýkingar í gamla daga og Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómalækni. Fugl aldarinnar var á dögunum kosinn á Nýja-Sjálandi og úrslitin óvænt. Vera Illugadóttir segir frá.
11/17/202355 minutes
Episode Artwork

Pallborðsumræður á degi íslenskrar tungu

Samfélagið helgar þáttinn degi íslenskrar tungu. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur á Ríkisútvarpinu, er gestaumsjónarmaður og auk hennar eru í pallborði góðir gestir þau; Grace Ochieng, íslenskunemi, fatahönnuður og eigandi tískuvörumerkisins Gracelandic, Sóley Anna Jónsdóttir, forseti Mímis, félags stúdenta í íslensku, almennum málvísindum og táknmálsfræði og Jón Oddur Guðmundsson, yfirtexta og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg. Við ræðum það sem á þeim brennur; hreintungustefnu og enskuslettur, aðgengi innflytjenda að íslensku málsamfélagi, mikilvægi þess að samfélagið ákveði hvaða tungumál skuli talað í landinu, börn sem leika sér á ensku og hvort íslenskan eigi sér framtíð. Í lok þáttar heyrum við umhverfispistil frá Stefáni Gíslasyni - hann er farinn að hugsa um jólin.
11/16/20230
Episode Artwork

Pallborðsumræður á degi íslenskrar tungu

Samfélagið helgar þáttinn degi íslenskrar tungu. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur á Ríkisútvarpinu, er gestaumsjónarmaður og auk hennar eru í pallborði góðir gestir þau; Grace Ochieng, íslenskunemi, fatahönnuður og eigandi tískuvörumerkisins Gracelandic, Sóley Anna Jónsdóttir, forseti Mímis, félags stúdenta í íslensku, almennum málvísindum og táknmálsfræði og Jón Oddur Guðmundsson, yfirtexta og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg. Við ræðum það sem á þeim brennur; hreintungustefnu og enskuslettur, aðgengi innflytjenda að íslensku málsamfélagi, mikilvægi þess að samfélagið ákveði hvaða tungumál skuli talað í landinu, börn sem leika sér á ensku og hvort íslenskan eigi sér framtíð. Í lok þáttar heyrum við umhverfispistil frá Stefáni Gíslasyni - hann er farinn að hugsa um jólin.
11/16/202359 minutes
Episode Artwork

Varnargarðarnir rísa, breytingaskeið, líffræðileg fjölbreytni

Ríkisstjórnin samþykkti á dögunum að reisa varnargarða til að verja orkuverið í Svartsengi. Þetta er tröllvaxin aðgerð, garðarnir eiga að verða allt að átta metra háir, og teygja sig nokkurra kílómetra leið. Samfélagið ræðir þetta við Ara Guðmundsson, byggingarverkfræðing og sviðsstjóra hjá Verkís, en hann fer fyrir hópi stjórnvalda og almannavarna um varnir mikilvægra innviða. Breytingaskeiðið hefur verið mikið til umræðu undanfarin ár. Eiga allar konur á því skeiði að taka hina heilögu þrenningu? Eiga konur að geta sloppið alveg við einkenni breytingaskeiðsins? Er það hægt? Ebba Margrét Magnúsdóttir, kvensjúkdómalæknir til margra ára, ræðir þetta við okkur en hún hefur áhyggjur af því sem hún kallar aukna markaðsvæðingu og sjúkdómsvæðingu breytingaskeiðsins. Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttir, málfarsráðunauts. Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur; veirur, misröskuð búsvæði og líffræðileg fjölbreytni.
11/15/20230
Episode Artwork

Varnargarðarnir rísa, breytingaskeið, líffræðileg fjölbreytni

Ríkisstjórnin samþykkti á dögunum að reisa varnargarða til að verja orkuverið í Svartsengi. Þetta er tröllvaxin aðgerð, garðarnir eiga að verða allt að átta metra háir, og teygja sig nokkurra kílómetra leið. Samfélagið ræðir þetta við Ara Guðmundsson, byggingarverkfræðing og sviðsstjóra hjá Verkís, en hann fer fyrir hópi stjórnvalda og almannavarna um varnir mikilvægra innviða. Breytingaskeiðið hefur verið mikið til umræðu undanfarin ár. Eiga allar konur á því skeiði að taka hina heilögu þrenningu? Eiga konur að geta sloppið alveg við einkenni breytingaskeiðsins? Er það hægt? Ebba Margrét Magnúsdóttir, kvensjúkdómalæknir til margra ára, ræðir þetta við okkur en hún hefur áhyggjur af því sem hún kallar aukna markaðsvæðingu og sjúkdómsvæðingu breytingaskeiðsins. Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttir, málfarsráðunauts. Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur; veirur, misröskuð búsvæði og líffræðileg fjölbreytni.
11/15/202355 minutes
Episode Artwork

14.11.2023

11/14/20230
Episode Artwork

Tjón eftir gliðnun og skjálfta, heimsókn til grindvískrar fjölskyldu

Benedikt Halldórsson jarðskjálftaverkfræðingur ræðir ólíkt tjón eftir gliðnun og skjálfta í Grindavík. Við ræðum við grindvíska fjölskyldu sem nú dvelur í orlofsíbúð í Reykjavík; mæðgurnar Guðrúnu Kristjönu Jónsdóttur og Ingveldi Kristjönu Eiðsdóttur.
11/14/202355 minutes
Episode Artwork

Grindavík í brennidepli; viðbrögð RKÍ, gamlar lexíur og dýrabjörgun.

Samfélagið beinir sjónum sínum að ástandinu á Reykjanesi og yfirvofandi náttúruvá. Yfirvöld standa frammi fyrir ótal verkefnum - það þarf að greiða úr húsnæðismálum, skólamálum, atvinnumálum og afkomu íbúa, greiða úr ýmsu praktísku, veita stuðning og upplýsingar Alþingi kom saman til fundar í dag til að ræða frumvarp um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga, frumvarp til neyðarlaga. Við hlýðum á brot úr ræðu Katrínar Jakobsdóttir og ræðum við Höskuld Kára Schram, fréttamann. Kristjana Aðalgeirsdóttir, er arkítekt, starfsmaður Rauða krossins í Úkraínu og sérfræðingur í því hvernig tryggja má húsnæðisöryggi fólks í kjölfar náttúruhamfara eða stríðsátaka. Við ræðum við hana um ástandið í Grindavík, reynsluna frá tímum Vestmannaeyjagossins af Viðlagasjóðshúsunum svokölluðu og mikilvægi þess að hugsa strax bæði til skemmri og lengri tíma litið. Við ræðum líka við Aðalheiði Jónsdóttur, teymisstjóra neyðarvarna hjá Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu, um viðbúnað Rauða krossins. Hún segir þetta stærstu aðgerð Rauða krossins á síðari tímum. Anna Margrét Áslaugardóttir, ráðgjafi og sjálfboðaliði hjá samtökunum Dýrfinnu var svo á línunni hjá okkur með góð ráð til dýraeigenda, en samtökin hafa verið í viðbragðsstöðu, útvegað búr og aðstoðað fólk sem freistar þess nú að bjarga gæludýrum sínum af rýmdum svæðum.
11/13/20230
Episode Artwork

Grindavík í brennidepli; viðbrögð RKÍ, gamlar lexíur og dýrabjörgun.

Samfélagið beinir sjónum sínum að ástandinu á Reykjanesi og yfirvofandi náttúruvá. Yfirvöld standa frammi fyrir ótal verkefnum - það þarf að greiða úr húsnæðismálum, skólamálum, atvinnumálum og afkomu íbúa, greiða úr ýmsu praktísku, veita stuðning og upplýsingar Alþingi kom saman til fundar í dag til að ræða frumvarp um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga, frumvarp til neyðarlaga. Við hlýðum á brot úr ræðu Katrínar Jakobsdóttir og ræðum við Höskuld Kára Schram, fréttamann. Kristjana Aðalgeirsdóttir, er arkítekt, starfsmaður Rauða krossins í Úkraínu og sérfræðingur í því hvernig tryggja má húsnæðisöryggi fólks í kjölfar náttúruhamfara eða stríðsátaka. Við ræðum við hana um ástandið í Grindavík, reynsluna frá tímum Vestmannaeyjagossins af Viðlagasjóðshúsunum svokölluðu og mikilvægi þess að hugsa strax bæði til skemmri og lengri tíma litið. Við ræðum líka við Aðalheiði Jónsdóttur, teymisstjóra neyðarvarna hjá Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu, um viðbúnað Rauða krossins. Hún segir þetta stærstu aðgerð Rauða krossins á síðari tímum. Anna Margrét Áslaugardóttir, ráðgjafi og sjálfboðaliði hjá samtökunum Dýrfinnu var svo á línunni hjá okkur með góð ráð til dýraeigenda, en samtökin hafa verið í viðbragðsstöðu, útvegað búr og aðstoðað fólk sem freistar þess nú að bjarga gæludýrum sínum af rýmdum svæðum.
11/13/202355 minutes
Episode Artwork

Borea adventures, léttum á umferðinni og dýraspjall

Við ræðum við Nannýju Örnu Guðmundsdóttur, eiganda ferðþjónustufyrirtækisins Borea adventures. Þau eru að undirbúa veturinn en undanfarið hafa þau tekið á móti hópum allstaðar að úr heiminum og farið með þeim á Hornstrandir til að taka myndir af refum. Heyrum meira af því á eftir, og fyrirhugaðri ferð þeirra sjálfra til Suðurskautslandsins. Í morgun fór fram ráðstefna á vegum borgarinnar sem bar yfirskriftina Léttum á umferðinni. Þar stigu ýmsir á stokk og ræddu samgöngumálin og umferðarþunga frá ýmsu hliðum. Við ræðum við tvo af fyrirlesurunum, þau Brynhildi Bolladóttur, lögfræðing og Reykvíking á hjóli og Þorstein R Hermannsson, hjá Betri Samgöngum. Dýraspjall með Veru Illugadóttir - mörgæsir.
11/10/20230
Episode Artwork

Borea adventures, léttum á umferðinni og dýraspjall

Við ræðum við Nannýju Örnu Guðmundsdóttur, eiganda ferðþjónustufyrirtækisins Borea adventures. Þau eru að undirbúa veturinn en undanfarið hafa þau tekið á móti hópum allstaðar að úr heiminum og farið með þeim á Hornstrandir til að taka myndir af refum. Heyrum meira af því á eftir, og fyrirhugaðri ferð þeirra sjálfra til Suðurskautslandsins. Í morgun fór fram ráðstefna á vegum borgarinnar sem bar yfirskriftina Léttum á umferðinni. Þar stigu ýmsir á stokk og ræddu samgöngumálin og umferðarþunga frá ýmsu hliðum. Við ræðum við tvo af fyrirlesurunum, þau Brynhildi Bolladóttur, lögfræðing og Reykvíking á hjóli og Þorstein R Hermannsson, hjá Betri Samgöngum. Dýraspjall með Veru Illugadóttir - mörgæsir.
11/10/202355 minutes
Episode Artwork

Vinnustaðamenning, búseta á hjólum og kolefnismerkingar

Vinnueftirlitið ýtti í gær úr vör átaki, eða aðgerðavakningu eins og þau kalla það, á baráttudegi gegn einelti. Markmiðið er að vekja athygli á því að heilbrigð vinnustaðamenning stuðli að öryggi og vellíðan starfsfólks og sé ein áhrifaríkasta forvörnin gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað. En hvað er þá heilbrigð vinnustaðamenning? Við komumst að því þegar Sara Hlín Hálfdanardóttir, verkefnastjóri hjá Vinnueftirlitinu sest hjá okkur. Á iðnaðarplani við gamla verksmiðju á Sævarhöfða býr hópur fólks í hjólhýsum og húsbílum, áður voru þau á tjaldsvæðinu í Laugardal en nú eru þau þarna - og verða í vetur, þvert á loforð pólitíkusa. Við förum á svæðið, hittum meðal annars Geirdísi Hönnu Kristjánsdóttur, einn íbúa og formann samtakanna Hjólabúa, og Dóru Björt Guðjónsdóttir, formann skipulagsráðs borgarinnar sem var þar að taka út aðstöðuna, í fyrsta sinn. Við fáum líka neytendaspjall að norðan. Brynhildur Pétursdóttir ræðir við okkur um kolefnismerkingar.
11/9/20230
Episode Artwork

Vinnustaðamenning, búseta á hjólum og kolefnismerkingar

Vinnueftirlitið ýtti í gær úr vör átaki, eða aðgerðavakningu eins og þau kalla það, á baráttudegi gegn einelti. Markmiðið er að vekja athygli á því að heilbrigð vinnustaðamenning stuðli að öryggi og vellíðan starfsfólks og sé ein áhrifaríkasta forvörnin gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað. En hvað er þá heilbrigð vinnustaðamenning? Við komumst að því þegar Sara Hlín Hálfdanardóttir, verkefnastjóri hjá Vinnueftirlitinu sest hjá okkur. Á iðnaðarplani við gamla verksmiðju á Sævarhöfða býr hópur fólks í hjólhýsum og húsbílum, áður voru þau á tjaldsvæðinu í Laugardal en nú eru þau þarna - og verða í vetur, þvert á loforð pólitíkusa. Við förum á svæðið, hittum meðal annars Geirdísi Hönnu Kristjánsdóttur, einn íbúa og formann samtakanna Hjólabúa, og Dóru Björt Guðjónsdóttir, formann skipulagsráðs borgarinnar sem var þar að taka út aðstöðuna, í fyrsta sinn. Við fáum líka neytendaspjall að norðan. Brynhildur Pétursdóttir ræðir við okkur um kolefnismerkingar.
11/9/202355 minutes
Episode Artwork

Fjölmenning og útfararsiðir, hönnun í sýndarveruleika, vísindaspjall

Aukin fjölmenning á Íslandi hefur leitt til breytinga á starfi útfararstjóra sem þurfa að laga sig að siðum og venjum ýmissa trúfélaga. Nýlega hélt samráðsvettvangur trúar- og lífsskoðunarfélaga ráðstefnu þar sem fjallað var um útfararsiði. Rúnar Geirmundsson er með þrjátíu ára reynslu í faginu, við heimsækjum útfararstofu hans og ræðum breytta tíma. Við ætlum að setja upp sýndarveruleikagleraugu á eftir og kynna okkur nýjan hugbúnað sem er kallaður Arkio. Með honum er hægt að hanna allskyns rými og umhverfi eins og maður sé í raun hluti af hönnuninni. Hilmar Gunnarsson stofnandi og forstjóri Arkio segir okkur frá þessu og leiðir okkur inni í sýndarveruleikann. VIð heyrum málfarsmínútu. Edda Olgudóttir kemur til okkar í vísindaspjall í lok þáttar.
11/8/20230
Episode Artwork

Fjölmenning og útfararsiðir, hönnun í sýndarveruleika, vísindaspjall

Aukin fjölmenning á Íslandi hefur leitt til breytinga á starfi útfararstjóra sem þurfa að laga sig að siðum og venjum ýmissa trúfélaga. Nýlega hélt samráðsvettvangur trúar- og lífsskoðunarfélaga ráðstefnu þar sem fjallað var um útfararsiði. Rúnar Geirmundsson er með þrjátíu ára reynslu í faginu, við heimsækjum útfararstofu hans og ræðum breytta tíma. Við ætlum að setja upp sýndarveruleikagleraugu á eftir og kynna okkur nýjan hugbúnað sem er kallaður Arkio. Með honum er hægt að hanna allskyns rými og umhverfi eins og maður sé í raun hluti af hönnuninni. Hilmar Gunnarsson stofnandi og forstjóri Arkio segir okkur frá þessu og leiðir okkur inni í sýndarveruleikann. VIð heyrum málfarsmínútu. Edda Olgudóttir kemur til okkar í vísindaspjall í lok þáttar.
11/8/202355 minutes
Episode Artwork

Íþróttarannsóknabylting, stytturnar á Rapa Nui og umhverfissálfræði

Aðbúnaður afreksíþróttafólks á Íslandi er nú með því besta sem gerist á heimsvísu. Ástæðan er ný rannsóknastofa í íþrótta- og heilsufræðum sem var opnuð á dögunum. Við skoðum rannsóknastofuna, prófum sérhæfð tæki og ræðum við Milos Petrovic, forstöðumann rannsóknastofunnar og Þórdísi Lilju Gísladóttur, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Við ætlum að tala um frægar styttur sem standa á eyjunni Rapa Nui, sem flestir þekkja sem Páskaeyju. Og ef hlustendur muna ekki í svipinn hvernig þessar styttur líta út, gæti verið ráð að fletta upp Rapa Nui í leitarvél á netinu og þá blasa þær við í allri sinni dýrð. Við heimsækjum Svein Eggertsson, dósent í mannfræði á skrifstofu hans í Gimli í Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað þessar styttur og heimsótt Rapa Nui. Pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.
11/7/20230
Episode Artwork

Íþróttarannsóknabylting, stytturnar á Rapa Nui og umhverfissálfræði

Aðbúnaður afreksíþróttafólks á Íslandi er nú með því besta sem gerist á heimsvísu. Ástæðan er ný rannsóknastofa í íþrótta- og heilsufræðum sem var opnuð á dögunum. Við skoðum rannsóknastofuna, prófum sérhæfð tæki og ræðum við Milos Petrovic, forstöðumann rannsóknastofunnar og Þórdísi Lilju Gísladóttur, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Við ætlum að tala um frægar styttur sem standa á eyjunni Rapa Nui, sem flestir þekkja sem Páskaeyju. Og ef hlustendur muna ekki í svipinn hvernig þessar styttur líta út, gæti verið ráð að fletta upp Rapa Nui í leitarvél á netinu og þá blasa þær við í allri sinni dýrð. Við heimsækjum Svein Eggertsson, dósent í mannfræði á skrifstofu hans í Gimli í Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað þessar styttur og heimsótt Rapa Nui. Pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.
11/7/202355 minutes
Episode Artwork

Kolsýrður sjór, ofþyngd, málfarsmínúta og Eilífðin

Carbfix hóf nýverið tilraunir á niðurdælingu á koltvísýringi með sjó, meðal annars í samstarfi við svissneska aðila. En aðferð Carbfix og niðurdæling við Hellisheiðarvirkjun hefur vakið heimsathygli. Þessar tilraunir fara núna fram við Helguvík á Reykjanesi. Við ætlum að forvitnast um þessar tilraunir með Ólafi Teiti Guðnasyni upplýsingafulltrúa Carbfix og Einari Magnúsi Einarssyni verkefnisstjóra. Við tölum líka við Rafn Benediktsson yfirlækni á innkirtladeild Landspítalans í framhaldi af fréttum nýverið um mann sem var neitað um sjúkraflug vegna þyngdar. Við fáum eina málfarsmínútu og svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV til okkar með mjög áhugaverða upptöku úr safninu.
11/6/20230
Episode Artwork

Kolsýrður sjór, ofþyngd, málfarsmínúta og Eilífðin

Carbfix hóf nýverið tilraunir á niðurdælingu á koltvísýringi með sjó, meðal annars í samstarfi við svissneska aðila. En aðferð Carbfix og niðurdæling við Hellisheiðarvirkjun hefur vakið heimsathygli. Þessar tilraunir fara núna fram við Helguvík á Reykjanesi. Við ætlum að forvitnast um þessar tilraunir með Ólafi Teiti Guðnasyni upplýsingafulltrúa Carbfix og Einari Magnúsi Einarssyni verkefnisstjóra. Við tölum líka við Rafn Benediktsson yfirlækni á innkirtladeild Landspítalans í framhaldi af fréttum nýverið um mann sem var neitað um sjúkraflug vegna þyngdar. Við fáum eina málfarsmínútu og svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV til okkar með mjög áhugaverða upptöku úr safninu.
11/6/202355 minutes
Episode Artwork

Þjóðarspegillinn 2023

Samfélagið sendir út beint frá Háskólatorgi í tilefni af Þjóðarspeglinum. Guðbjört Guðjónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Félagsvísindastofnun segir okkur upp og ofan af þessari viðamiklu ráðstefnu sem er nú haldin í 24. sinn. Og hér eru flutt hátt í 200 erindi um allt milli himins og jarðar sem tengist fræðilegri umræðu um það sem efst er á baugi innan félagsvísinda. Á að taka tillit til minja sem tengjast þjóðtrú og þjóðsögum við vegagerð, hvað um steina sem einhver einhvern tímann taldi að í byggju álfar? Við ræðum við Jón Jónsson, hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum um vegagerð, fornminjar og menningarminjar, og sérstaklega um Topphól, meinta álfakirkju, sem sprengdur var upp á árinu. Einhverfar konur sem fengið hafa greiningu á fullorðinsárum hafa sumar endurskilgreint fortíð sína og hætt að kenna sjálfum sér um mótlæti sem þær hafa mætt. Snæfríður Þóra Egilsdóttir prófessor og Kremena Nikolova-fontaine, hjá rannsóknasetri í fötlunarfræðum, gerðu viðtalsrannsókn þar sem þær ræddu við nokkrar einhverfar konur á miðjum aldri sem varpa ljósi á reynslu þeirra fyrir og eftir greiningu. Og svo ræðum við um matarmenningu og hlutverk hennar í mótun sjálfsmyndar, Kristinn Schram, þjóðfræðingur, hefur rannsakað það. Málfarsmínútan verður líka á sínum stað.
11/3/20230
Episode Artwork

Neyðarástand á Gaza, orkusjóður og umhverfisáhrif matreiðsluþátta

UNICEF á Íslandi hefur sett af stað neyðarsöfnun fyrir börn á Gaza. Við höfum undanfarið heyrt og séð sláandi fréttir af börnum í neyð þar og barnahjálp Sameinuðu þjóðanna rær nú öllum árum að því að koma aðstoð á svæðið eins hratt og hægt er. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi ræðir þetta við okkur. Orkusjóður er samkeppnissjóður sem á að styðja við orkuskipti á Íslandi. Í ár nam úthlutun úr sjóðnum tæplega milljarði og fengu miklu færri en vildu, áður hefur mikið verið lagt upp úr innviðum fyrir rafbíla en nú er áherslan einkum á að styðja við fyrirtæki sem vilja skipta tækni sem nýtir olíu út fyrir tækni sem nýtir endurnýjanlegri orkugjafa. Við ræðum við Ragnar Ásmundsson, forstöðumann Orkusjóðs um þennan sjóð og áhrif hans. Við heyrum pistil frá Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi. Hann ætlar að fjalla um matreiðsluþætti og umhverfisáhrif þeirra, sem eru margslungin.
11/2/20230
Episode Artwork

Neyðarástand á Gaza, orkusjóður og umhverfisáhrif matreiðsluþátta

UNICEF á Íslandi hefur sett af stað neyðarsöfnun fyrir börn á Gaza. Við höfum undanfarið heyrt og séð sláandi fréttir af börnum í neyð þar og barnahjálp Sameinuðu þjóðanna rær nú öllum árum að því að koma aðstoð á svæðið eins hratt og hægt er. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi ræðir þetta við okkur. Orkusjóður er samkeppnissjóður sem á að styðja við orkuskipti á Íslandi. Í ár nam úthlutun úr sjóðnum tæplega milljarði og fengu miklu færri en vildu, áður hefur mikið verið lagt upp úr innviðum fyrir rafbíla en nú er áherslan einkum á að styðja við fyrirtæki sem vilja skipta tækni sem nýtir olíu út fyrir tækni sem nýtir endurnýjanlegri orkugjafa. Við ræðum við Ragnar Ásmundsson, forstöðumann Orkusjóðs um þennan sjóð og áhrif hans. Við heyrum pistil frá Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi. Hann ætlar að fjalla um matreiðsluþætti og umhverfisáhrif þeirra, sem eru margslungin.
11/2/202355 minutes
Episode Artwork

Gögn í gíslingu, vegandagur og meðgöngueitrun

Fjarskiptastofa hélt í gær málþing undir yfirskriftinni Gögn í gíslingu. Einn þeirra sem þar talaði er Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS, en hann fjallaði um sögu og þróun netárása þar sem gögn eru tekin í gíslingu. Við ræðum við Valgerði Árnadóttur, formann Samtaka grænkera á Íslandi, því það er ekki bara Allraheilagramessa í dag heldur líka alþjóðlegi vegandagurinn. Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur.
11/1/20230
Episode Artwork

Gögn í gíslingu, vegandagur og meðgöngueitrun

Fjarskiptastofa hélt í gær málþing undir yfirskriftinni Gögn í gíslingu. Einn þeirra sem þar talaði er Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS, en hann fjallaði um sögu og þróun netárása þar sem gögn eru tekin í gíslingu. Við ræðum við Valgerði Árnadóttur, formann Samtaka grænkera á Íslandi, því það er ekki bara Allraheilagramessa í dag heldur líka alþjóðlegi vegandagurinn. Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur.
11/1/20230
Episode Artwork

Gögn í gíslingu, vegandagur og meðgöngueitrun

Fjarskiptastofa hélt í gær málþing undir yfirskriftinni Gögn í gíslingu. Einn þeirra sem þar talaði er Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS, en hann fjallaði um sögu og þróun netárása þar sem gögn eru tekin í gíslingu. Við ræðum við Valgerði Árnadóttur, formann Samtaka grænkera á Íslandi, því það er ekki bara Allraheilagramessa í dag heldur líka alþjóðlegi vegandagurinn. Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur.
11/1/202355 minutes
Episode Artwork

Rannsóknir á bólusetningum, þriðja vaktin og feðraveldi

Við fjöllum um nýjar rannsóknir á bólusetningum á Íslandi. Íris Kristinsdóttir læknir varði á dögunum doktorsritgerð þar sem þrjár rannsóknir lágu til grundvallar. Á hagkvæmni og ávinningi bólusetninga gegn rótaveiru, útbreiðslu og bólusetningum gegn meningókokkum og bólusetningum barnshafandi kvenna gegn inflúensu. Íris segir okkur frá þessum rannsóknum og með henni er Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir og lektor, sem var leiðbeinandi Írisar. Þriðja vaktin hefur verið mikið milli tannanna á fólki í framhaldi af Kvennaverkfallinu í síðustu viku. Talað er um fyrstu vaktina, aðra vaktina, þriðju og jafnvel fjórðu. Hvernig birtist þessi þriðja vakt? Hvaða áhrif hefur hún á þann sem ber hitann og þungann af henni og hvernig má deila henni jafnar á heimilismeðlimi? Alma Dóra Ríkarðsdóttir, telur að hægt sé að útvista þriðju vaktinni til tækninnar, í það minnsta að einhverju leyti og hefur ásamt fleiri konum hannað app til þess. Svo kemur Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur til okkar í málfarsspjall. Hún fjallar um hugtakið feðraveldi.
10/31/20230
Episode Artwork

Rannsóknir á bólusetningum, þriðja vaktin og feðraveldi

Við fjöllum um nýjar rannsóknir á bólusetningum á Íslandi. Íris Kristinsdóttir læknir varði á dögunum doktorsritgerð þar sem þrjár rannsóknir lágu til grundvallar. Á hagkvæmni og ávinningi bólusetninga gegn rótaveiru, útbreiðslu og bólusetningum gegn meningókokkum og bólusetningum barnshafandi kvenna gegn inflúensu. Íris segir okkur frá þessum rannsóknum og með henni er Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir og lektor, sem var leiðbeinandi Írisar. Þriðja vaktin hefur verið mikið milli tannanna á fólki í framhaldi af Kvennaverkfallinu í síðustu viku. Talað er um fyrstu vaktina, aðra vaktina, þriðju og jafnvel fjórðu. Hvernig birtist þessi þriðja vakt? Hvaða áhrif hefur hún á þann sem ber hitann og þungann af henni og hvernig má deila henni jafnar á heimilismeðlimi? Alma Dóra Ríkarðsdóttir, telur að hægt sé að útvista þriðju vaktinni til tækninnar, í það minnsta að einhverju leyti og hefur ásamt fleiri konum hannað app til þess. Svo kemur Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur til okkar í málfarsspjall. Hún fjallar um hugtakið feðraveldi.
10/31/202355 minutes
Episode Artwork

Matarsóun verslana, minjar tengdar herspítala og styttan af Leifi

Hvað geta verslanir gert til að minnka matarsóun? Fer mikið til spillis - við förum í hálfgerða eftirlitsferð í verslun Bónus við Skútuvog í Reykjavík og hittum þar Baldur Ólafsson, markaðsstjóra. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafðist fjöldi breskra og bandarískra hermanna við í Eyjafirði og ótal munir og minjar frá þessum tíma grafnir í jörðu. Brynjar Karl Óttarsson, sagnfræðingur, kennari og grúskari tilheyrir hópi fólks sem grefur þessa hluti upp, gúgglar þá og skoðar. Brynjar sagði okkur frá ýmsum munum á föstudag og nú ætlum við að heyra seinni hluta þess viðtals, þar sem meðal annars er fjallað um muni sem fundist hafa á Hrafnagili þar sem var stór herspítali; til dæmis naglabandaolíu, varalit og bollastell. Við heimsækjum líka Þjóðskjalasafn Íslands eins og svo oft á mánudögum. Að þessu sinni ætlum við að skoða bréfaskipti frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar vegna styttunnar af Leifi Eiríkssyni heppna. Indriði Svavar Sigurðsson, skjalavörður ætlar að sýna okkur bréfin og rekja fyrir okkur söguna.
10/30/20230
Episode Artwork

Matarsóun verslana, minjar tengdar herspítala og styttan af Leifi

Hvað geta verslanir gert til að minnka matarsóun? Fer mikið til spillis - við förum í hálfgerða eftirlitsferð í verslun Bónus við Skútuvog í Reykjavík og hittum þar Baldur Ólafsson, markaðsstjóra. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafðist fjöldi breskra og bandarískra hermanna við í Eyjafirði og ótal munir og minjar frá þessum tíma grafnir í jörðu. Brynjar Karl Óttarsson, sagnfræðingur, kennari og grúskari tilheyrir hópi fólks sem grefur þessa hluti upp, gúgglar þá og skoðar. Brynjar sagði okkur frá ýmsum munum á föstudag og nú ætlum við að heyra seinni hluta þess viðtals, þar sem meðal annars er fjallað um muni sem fundist hafa á Hrafnagili þar sem var stór herspítali; til dæmis naglabandaolíu, varalit og bollastell. Við heimsækjum líka Þjóðskjalasafn Íslands eins og svo oft á mánudögum. Að þessu sinni ætlum við að skoða bréfaskipti frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar vegna styttunnar af Leifi Eiríkssyni heppna. Indriði Svavar Sigurðsson, skjalavörður ætlar að sýna okkur bréfin og rekja fyrir okkur söguna.
10/30/202355 minutes
Episode Artwork

Grenndargralið, hamfarir í jarðsögunni, málfar og svín á golfvelli

Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafðist fjöldi breskra og bandarískra hermanna við í Eyjafirði. Þar voru skotæfingasvæði, braggabyggð, flugvöllur og spítali svo dæmi séu nefnd og ótal munir og minjar frá þessum tíma grafnir í jörðu. Brynjar Karl Óttarsson, sagnfræðingur, kennari og grúskari tilheyrir hópi fólks sem grefur þessa hluti upp, gúgglar þá og skoðar og heldur úti vefsíðunni grenndargral.is. Sævar Helgi Bragason, rithöfundur með meiru, ræðir um tunglið, árekstra loftsteina við jörðina og ýmsar hamfarir. Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Vera Illugadóttir ræðir um svín sem valda vandræðum á golfvelli í Arizona.
10/27/20230
Episode Artwork

Grenndargralið, hamfarir í jarðsögunni, málfar og svín á golfvelli

Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafðist fjöldi breskra og bandarískra hermanna við í Eyjafirði. Þar voru skotæfingasvæði, braggabyggð, flugvöllur og spítali svo dæmi séu nefnd og ótal munir og minjar frá þessum tíma grafnir í jörðu. Brynjar Karl Óttarsson, sagnfræðingur, kennari og grúskari tilheyrir hópi fólks sem grefur þessa hluti upp, gúgglar þá og skoðar og heldur úti vefsíðunni grenndargral.is. Sævar Helgi Bragason, rithöfundur með meiru, ræðir um tunglið, árekstra loftsteina við jörðina og ýmsar hamfarir. Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Vera Illugadóttir ræðir um svín sem valda vandræðum á golfvelli í Arizona.
10/27/202355 minutes
Episode Artwork

Launamunur kynjanna, bransaveisla og umhverfispistill um sjókvíaeldi

Alls konar launamunur kynjanna er staðreynd. En hvað er á bak við allar prósenturnar? Hvernig er launamunur metinn og hvernig metur samfélagið virði ólíkra starfa? Virkar jafnlaunavottun eða festir hún einfaldlega kynbundinn launamun og vanmat á störfum kvenna í sessi? Helga Björg Ragnarsdóttir framkvæmdastýra Jafnlaunastofu ræðir um þetta. Hrefna Helgadóttir, kynningarstjóri ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, segir okkur frá svokallaðri bransaveislu sem verður haldin í aðdraganda tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem hefst í næstu viku og ræðir þróun tónlistarbransans og útrás íslenskrar tónlistar. Umhverfispistil frá Sæunni Júlíu Sigurjónsdóttur í Ungum umhverfissinnum, hún fjallar um eldisáform í Seyðisfirði.
10/26/20230
Episode Artwork

Launamunur kynjanna, bransaveisla og umhverfispistill um sjókvíaeldi

Alls konar launamunur kynjanna er staðreynd. En hvað er á bak við allar prósenturnar? Hvernig er launamunur metinn og hvernig metur samfélagið virði ólíkra starfa? Virkar jafnlaunavottun eða festir hún einfaldlega kynbundinn launamun og vanmat á störfum kvenna í sessi? Helga Björg Ragnarsdóttir framkvæmdastýra Jafnlaunastofu ræðir um þetta. Hrefna Helgadóttir, kynningarstjóri ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, segir okkur frá svokallaðri bransaveislu sem verður haldin í aðdraganda tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem hefst í næstu viku og ræðir þróun tónlistarbransans og útrás íslenskrar tónlistar. Umhverfispistil frá Sæunni Júlíu Sigurjónsdóttur í Ungum umhverfissinnum, hún fjallar um eldisáform í Seyðisfirði.
10/26/202355 minutes
Episode Artwork

Virkjanaviðhorf, ný skip og gömul, málfar og ræktun líffæra

Helmingur landsmanna telur að íslenskt samfélag þurfi að nýta sem flesta virkjunarkosti en ekki hvaða kosti sem er og ekki í hvaða tilgangi sem er. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Félagsvísindastofnunar þar sem aðaláherslan var á vindorkuver og alveg skýrt að fólk vill fáa stóra vindorkugarða í stað margra lítilla - ef það vill virkja vindinn yfirleitt. Við ræðum við Kjartan Ólafsson, félagsfræðing hjá stofnuninni, um könnunina. Nýtt hafrannsóknaskip er nú í smíðum í Vigo á Spáni. Nýja skipið, sem mun heita Þórunn Þórðardóttir, tekur við af elsta skipi stofnunarinnar; Bjarna Sæmundssyni. Við heimsækjum Bjarna í Hafnarfjarðarhöfn í Samfélaginu í dag og ræðum við forstjóra Hafrannsóknastofnunar, Þorstein Sigurðsson um þau Þórunni og Bjarna. Málfarsmínútan verður á sínum stað í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Edda Olgudóttir kemur svo til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar að velta fyrir sér ræktun á líffærum.
10/25/20230
Episode Artwork

Virkjanaviðhorf, ný skip og gömul, málfar og ræktun líffæra

Helmingur landsmanna telur að íslenskt samfélag þurfi að nýta sem flesta virkjunarkosti en ekki hvaða kosti sem er og ekki í hvaða tilgangi sem er. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Félagsvísindastofnunar þar sem aðaláherslan var á vindorkuver og alveg skýrt að fólk vill fáa stóra vindorkugarða í stað margra lítilla - ef það vill virkja vindinn yfirleitt. Við ræðum við Kjartan Ólafsson, félagsfræðing hjá stofnuninni, um könnunina. Nýtt hafrannsóknaskip er nú í smíðum í Vigo á Spáni. Nýja skipið, sem mun heita Þórunn Þórðardóttir, tekur við af elsta skipi stofnunarinnar; Bjarna Sæmundssyni. Við heimsækjum Bjarna í Hafnarfjarðarhöfn í Samfélaginu í dag og ræðum við forstjóra Hafrannsóknastofnunar, Þorstein Sigurðsson um þau Þórunni og Bjarna. Málfarsmínútan verður á sínum stað í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Edda Olgudóttir kemur svo til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar að velta fyrir sér ræktun á líffærum.
10/25/202355 minutes
Episode Artwork

Kvennaverkfall, Tómas á toppnum og umhverfissálfræði

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að konur og kvár leggja niður störf í dag. Tugir samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks standa að verkfallinu. Þar á meðal eru Stígamót og fyrir hönd þeirra er Drífa Snædal í framkvæmdastjórn Kvennaverkfallsins. Við hringdum í Drífu sem var að gera sig klára fyrir stóran útifund við Arnarhól. Kynbundinn launamunur verður þar í forgrunni og ólaunuð störf kvenna, en einnig baráttan gegn kynbundnu ofbeldi. Við hringjum líka langlínusímtal til Himalaya-fjallanna. Þar er Tómas Guðbjartsson skurðlæknir að venjast loftinu í nærri fimm þúsund metra hæð áður en hann heldur á tind fjallsins Imja Tse. Hann segir okkur frá því og læknastörfum í 5000 metra hæð. Við fáum svo pistil frá Páli Líndal umhverfisálfræðingi.
10/24/20230
Episode Artwork

Kvennaverkfall, Tómas á toppnum og umhverfissálfræði

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að konur og kvár leggja niður störf í dag. Tugir samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks standa að verkfallinu. Þar á meðal eru Stígamót og fyrir hönd þeirra er Drífa Snædal í framkvæmdastjórn Kvennaverkfallsins. Við hringdum í Drífu sem var að gera sig klára fyrir stóran útifund við Arnarhól. Kynbundinn launamunur verður þar í forgrunni og ólaunuð störf kvenna, en einnig baráttan gegn kynbundnu ofbeldi. Við hringjum líka langlínusímtal til Himalaya-fjallanna. Þar er Tómas Guðbjartsson skurðlæknir að venjast loftinu í nærri fimm þúsund metra hæð áður en hann heldur á tind fjallsins Imja Tse. Hann segir okkur frá því og læknastörfum í 5000 metra hæð. Við fáum svo pistil frá Páli Líndal umhverfisálfræðingi.
10/24/202355 minutes
Episode Artwork

Áhrif kvennaverkfalls, greining strokulaxa, málfar og kvennafrí 1975

Samfélagið verður áfram með hugann við kvennaverkfallið og áhrif þess á Samfélagið og lykilstarfsemi. Við ræðum við bæjarstjóra, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítalanum, formann Flugfreyjufélagsins og mannauðsstjóra Ísavía. Hafró og Matís hafa undanfarið staðið í ströngu við að erfðagreina meinta strokulaxa, magnið er svona á við tvær þrjár meðalfrystikistur, og þau eru rúmlega hálfnuð með verkið. Þetta eru tímafrekar rannsóknir sem vonandi segja okkur ýmislegt. Við ræðum þessa vinnu, áhættu af fiskeldi og visst landnámseðli laxa við Guðna Guðbergsson, sviðsstjóra ferskvatnssviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Málfarsmínúta. Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV. Rifjar upp dagskrá fyrsta Kvennafrídagsins en dagskráin var metnaðarfull og henni var útvarpað á þessum degi fyrir 48 árum.
10/23/20230
Episode Artwork

Áhrif kvennaverkfalls, greining strokulaxa, málfar og kvennafrí 1975

Samfélagið verður áfram með hugann við kvennaverkfallið og áhrif þess á Samfélagið og lykilstarfsemi. Við ræðum við bæjarstjóra, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítalanum, formann Flugfreyjufélagsins og mannauðsstjóra Ísavía. Hafró og Matís hafa undanfarið staðið í ströngu við að erfðagreina meinta strokulaxa, magnið er svona á við tvær þrjár meðalfrystikistur, og þau eru rúmlega hálfnuð með verkið. Þetta eru tímafrekar rannsóknir sem vonandi segja okkur ýmislegt. Við ræðum þessa vinnu, áhættu af fiskeldi og visst landnámseðli laxa við Guðna Guðbergsson, sviðsstjóra ferskvatnssviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Málfarsmínúta. Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV. Rifjar upp dagskrá fyrsta Kvennafrídagsins en dagskráin var metnaðarfull og henni var útvarpað á þessum degi fyrir 48 árum.
10/23/202355 minutes
Episode Artwork

Tímavél til 24. október 1975, ferðasumarið 2023 og sindraskel.

Við bregðum okkur í tímavél, rifjum upp Kvennafrídaginn árið 1975 og ræðum við tvær konur sem eiga ljóslifandi minningar frá þessum degi. Önnur var í vinnubúðum uppi í sveit, hin stóð á sviðinu á Lækjartorgi. Ferðasumarið 2023. Ferðamálastofa tók saman ýmis gögn og upplýsingar sem tengjast komu og veru erlendra ferðamanna hér á landi. Oddný Þóra Óladóttir sérfræðingur hjá Ferðamálastofu er með þessar tölur í kollinum. Sindraskel er ný og hugsanlega ágeng tegund við Ísland, eins og hnífur í laginu. Sindri Gíslason líffræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands mætir til okkar með skel til að sýna okkur og segja frá.
10/20/20230
Episode Artwork

Tímavél til 24. október 1975, ferðasumarið 2023 og sindraskel.

Við bregðum okkur í tímavél, rifjum upp Kvennafrídaginn árið 1975 og ræðum við tvær konur sem eiga ljóslifandi minningar frá þessum degi. Önnur var í vinnubúðum uppi í sveit, hin stóð á sviðinu á Lækjartorgi. Ferðasumarið 2023. Ferðamálastofa tók saman ýmis gögn og upplýsingar sem tengjast komu og veru erlendra ferðamanna hér á landi. Oddný Þóra Óladóttir sérfræðingur hjá Ferðamálastofu er með þessar tölur í kollinum. Sindraskel er ný og hugsanlega ágeng tegund við Ísland, eins og hnífur í laginu. Sindri Gíslason líffræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands mætir til okkar með skel til að sýna okkur og segja frá.
10/20/202355 minutes
Episode Artwork

Aðstæðuvitund, ráðherra loftslagsmála og félagsþjónustan um bruna

Fyrirtækið Snjallgögn ehf. hefur búið til hugbúnað sem nýtir gervigreind með aðstæðuvitund, eins og það er kallað, þar sem upplýsingar um atburði, veður, komur skemmtiferðaskipa og fleira eru nýttar til að bæta söluspár og bregðast við ytri aðstæðum - sem geta verið óvæntar. Stefán Baxter framkvæmdastjóri Snjallgagna segir okkur meira. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, telur að lausnanna við loftslagsvandanum sé að leita í fortíðinni. Við fengum hans viðbrögð við skýrslu Vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi og ræðum einnig við Ölmu Möller, landlækni um viðbrögð heilbrigðiskerfisins. Aðalbjörg Jóhanna Bárudóttir, félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg, segir að borgin hafi fylgt sumum þeirra sem lentu í brunanum á Bræðraborgarstíg eftir í mörg ár. Borgin á erfitt með að aðstoða fólk sem missir allt sitt í bruna í iðnaðarhúsnæði við að finna langtímahúsnæði - oftast fer það aftur iðnaðarhúsnæði.
10/19/20230
Episode Artwork

Aðstæðuvitund, ráðherra loftslagsmála og félagsþjónustan um bruna

Fyrirtækið Snjallgögn ehf. hefur búið til hugbúnað sem nýtir gervigreind með aðstæðuvitund, eins og það er kallað, þar sem upplýsingar um atburði, veður, komur skemmtiferðaskipa og fleira eru nýttar til að bæta söluspár og bregðast við ytri aðstæðum - sem geta verið óvæntar. Stefán Baxter framkvæmdastjóri Snjallgagna segir okkur meira. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, telur að lausnanna við loftslagsvandanum sé að leita í fortíðinni. Við fengum hans viðbrögð við skýrslu Vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi og ræðum einnig við Ölmu Möller, landlækni um viðbrögð heilbrigðiskerfisins. Aðalbjörg Jóhanna Bárudóttir, félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg, segir að borgin hafi fylgt sumum þeirra sem lentu í brunanum á Bræðraborgarstíg eftir í mörg ár. Borgin á erfitt með að aðstoða fólk sem missir allt sitt í bruna í iðnaðarhúsnæði við að finna langtímahúsnæði - oftast fer það aftur iðnaðarhúsnæði.
10/19/202355 minutes
Episode Artwork

Umbyltingar þörf í loftslagsmálum, bruni á Funahöfða og vísindaspjall

Í morgun kom út fjórða skýrsla Vísindanefndar um loftslagsbreytingar. Þar segir meðal annars að skýrslan staðfesti, svo ekki verður um villst, að loftslagsbreytingar séu byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi með vaxandi áskorunum fyrir efnahag, samfélag og náttúru. Það þurfi umbyltingu í lífsháttum og umgengni við náttúruna í hér á landi og draga þurfi úr losun eins hratt og unnt er. Við ætlum að ræða við tvo höfunda þessarar skýrslu; Önnu Huldu Ólafsdóttur og Gígju Gunnarsdóttur. Á mánudag lést maður í eldsvoða á Funahöfða 7, við kynnum okkur fortíð þessa atvinnuhúsnæðis þar sem lengi hefur verið herbergjaleiga og heyrum í Aðalheiði Jónsdóttur, verkefnastjóra neyðarvarna hjá Rauða krossinum, um sálrænan stuðning við fólk sem lendir í svona áfalli. Edda Olgudóttir ræðir nýjar rannsóknir á meðferð við heyrnarskerðingu í vísindaspjalli.
10/18/20230
Episode Artwork

Umbyltingar þörf í loftslagsmálum, bruni á Funahöfða og vísindaspjall

Í morgun kom út fjórða skýrsla Vísindanefndar um loftslagsbreytingar. Þar segir meðal annars að skýrslan staðfesti, svo ekki verður um villst, að loftslagsbreytingar séu byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi með vaxandi áskorunum fyrir efnahag, samfélag og náttúru. Það þurfi umbyltingu í lífsháttum og umgengni við náttúruna í hér á landi og draga þurfi úr losun eins hratt og unnt er. Við ætlum að ræða við tvo höfunda þessarar skýrslu; Önnu Huldu Ólafsdóttur og Gígju Gunnarsdóttur. Á mánudag lést maður í eldsvoða á Funahöfða 7, við kynnum okkur fortíð þessa atvinnuhúsnæðis þar sem lengi hefur verið herbergjaleiga og heyrum í Aðalheiði Jónsdóttur, verkefnastjóra neyðarvarna hjá Rauða krossinum, um sálrænan stuðning við fólk sem lendir í svona áfalli. Edda Olgudóttir ræðir nýjar rannsóknir á meðferð við heyrnarskerðingu í vísindaspjalli.
10/18/202355 minutes
Episode Artwork

17.10.2023

10/17/20230
Episode Artwork

10/17/202355 minutes
Episode Artwork

Tækjaþon, viðhaldsmeðferð á Vogi og heimsókn á Þjóðskjalasafnið.

Saman gegn sóun, Úrvinnslusjóður, Sorpa og Tækniskólinn stóðu um helgina fyrir svokölluðu tækjaþoni þar sem nokkur teymi öttu kappi og reyndu að finna leiðir til að nýta raftæki betur - en raftækjasóun hér á landi er með því mesta sem gerist. Við ræðum við Birgittu Steingrímsdóttur og Hildi Mist Friðjónsdóttur, sérfræðinga í teymi hringrásarhagkerfis á Umhverfisstofnun um tækjaþonið og verðlaunatillöguna. Samfélagið hefur undanfarið fjallað um ópíóíðafaraldurinn, og við höldum því áfram. Í dag heyrum við í Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi. Málfarsmínúta - víla og díla. Heimsókn á Þjóðskjalasafnið.
10/16/20230
Episode Artwork

Tækjaþon, viðhaldsmeðferð á Vogi og heimsókn á Þjóðskjalasafnið.

Saman gegn sóun, Úrvinnslusjóður, Sorpa og Tækniskólinn stóðu um helgina fyrir svokölluðu tækjaþoni þar sem nokkur teymi öttu kappi og reyndu að finna leiðir til að nýta raftæki betur - en raftækjasóun hér á landi er með því mesta sem gerist. Við ræðum við Birgittu Steingrímsdóttur og Hildi Mist Friðjónsdóttur, sérfræðinga í teymi hringrásarhagkerfis á Umhverfisstofnun um tækjaþonið og verðlaunatillöguna. Samfélagið hefur undanfarið fjallað um ópíóíðafaraldurinn, og við höldum því áfram. Í dag heyrum við í Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi. Málfarsmínúta - víla og díla. Heimsókn á Þjóðskjalasafnið.
10/16/202355 minutes
Episode Artwork

Líffræðiráðstefnan - bjór, uppruni landnámsmanna og óvinsælir fuglar

Samfélagið sendir út frá líffræðiráðstefnu Líffræðifélagsins. Þessi stóra og fjölmenna ráðstefna fer fram annað hvert ár og er nú haldin í 11. skipti í Öskju - náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands og húsi Íslenskrar erfðagreiningar. Á ráðstefnunni er fjallað um allt milli himins og jarðar; vísindi og sögu bjórs - drykkjarins, ekki dýrsins, mannerfðafræði og óvinsæla fugla. Ásthildur Erlingsdóttir er situr í stjórn líffræðifélagsins og er í hópi þeirra sem skipuleggja ráðstefnuna. Við ræðum við hana um erindin á ráðstefnunni, veggspjöld og stefnur og strauma í líffræðirannsóknum á Íslandi. Sigríður Sunna Ebenesersdóttir, doktor í líffræðilegri mannfræði hjá Íslenskri Erfðagreiningu, er ein öndvegisfyrirlesaranna á ráðstefnunni í ár, hún hefur verið að rannsaka genamengi hópa sem byggt hafa norðurslóðir síðustu árþúsundin. Rannsóknir hennar hafa meðal annars varpað nýju ljósi á uppruna og einsleitni íslensku þjóðarinnar. Bjarni K. Kristjánsson frá Bjórsetri ræðir um sögu bjórsins, bjórgerðarlist og villiger, svo dæmi séu nefnd. Róbert A Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, ræðir við okkur um óvinsæla fugla, en níu fuglategundir er heimilt, samkvæmt villidýralögunum frá 1994, að skjóta, vegna tjóns sem þeir valda - en sumar tegundanna valda nær engu tjóni og flestir standa stofnarnir höllum fæti.
10/13/20230
Episode Artwork

Líffræðiráðstefnan - bjór, uppruni landnámsmanna og óvinsælir fuglar

Samfélagið sendir út frá líffræðiráðstefnu Líffræðifélagsins. Þessi stóra og fjölmenna ráðstefna fer fram annað hvert ár og er nú haldin í 11. skipti í Öskju - náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands og húsi Íslenskrar erfðagreiningar. Á ráðstefnunni er fjallað um allt milli himins og jarðar; vísindi og sögu bjórs - drykkjarins, ekki dýrsins, mannerfðafræði og óvinsæla fugla. Ásthildur Erlingsdóttir er situr í stjórn líffræðifélagsins og er í hópi þeirra sem skipuleggja ráðstefnuna. Við ræðum við hana um erindin á ráðstefnunni, veggspjöld og stefnur og strauma í líffræðirannsóknum á Íslandi. Sigríður Sunna Ebenesersdóttir, doktor í líffræðilegri mannfræði hjá Íslenskri Erfðagreiningu, er ein öndvegisfyrirlesaranna á ráðstefnunni í ár, hún hefur verið að rannsaka genamengi hópa sem byggt hafa norðurslóðir síðustu árþúsundin. Rannsóknir hennar hafa meðal annars varpað nýju ljósi á uppruna og einsleitni íslensku þjóðarinnar. Bjarni K. Kristjánsson frá Bjórsetri ræðir um sögu bjórsins, bjórgerðarlist og villiger, svo dæmi séu nefnd. Róbert A Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, ræðir við okkur um óvinsæla fugla, en níu fuglategundir er heimilt, samkvæmt villidýralögunum frá 1994, að skjóta, vegna tjóns sem þeir valda - en sumar tegundanna valda nær engu tjóni og flestir standa stofnarnir höllum fæti.
10/13/202355 minutes
Episode Artwork

Ópíóíðafaraldurinn, brot á vinnumarkaði og eitruð tíska.

Fíkniefnaheimurinn er orðinn harðari og breytist hratt. Inga Hrönn Jónsdóttir þekkir þennan heim af eigin raun, hún er edrú í dag og ræðir við okkur um sína reynslu og sýn á hvað megi betur fara þegar kemur að meðferðarúrræðum, heilbrigðisþjónustu og stuðningi við fólk í neyslu - en líka um forvarnir og mikilvægi þess að hlúa vel að börnum og ungmennum. mál hafa verið í deiglunni eftir þátt Kveiks um ópíóíðafaraldurinn. Við kynnum okkur niðurstöður úttektar ASÍ á vinnumarkaðnum. Þar var sérstaklega hugað að erlendu launafólki og brotum sem það verður fyrir. Þar kemur meðal annars fram að 56% innflytjenda telja sig hafa orðið fyrir vinnumarkaðsbrotum á síðustu 12 mánuðum. Steinunn Bragadóttir hagfræðingur og Saga Kjartansdóttir verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ segja okkur meira. Neytendaspjall við Brynhildi Pétursdóttur um eiturefni í fatnaði.
10/12/20230
Episode Artwork

Ópíóíðafaraldurinn, brot á vinnumarkaði og eitruð tíska.

Fíkniefnaheimurinn er orðinn harðari og breytist hratt. Inga Hrönn Jónsdóttir þekkir þennan heim af eigin raun, hún er edrú í dag og ræðir við okkur um sína reynslu og sýn á hvað megi betur fara þegar kemur að meðferðarúrræðum, heilbrigðisþjónustu og stuðningi við fólk í neyslu - en líka um forvarnir og mikilvægi þess að hlúa vel að börnum og ungmennum. mál hafa verið í deiglunni eftir þátt Kveiks um ópíóíðafaraldurinn. Við kynnum okkur niðurstöður úttektar ASÍ á vinnumarkaðnum. Þar var sérstaklega hugað að erlendu launafólki og brotum sem það verður fyrir. Þar kemur meðal annars fram að 56% innflytjenda telja sig hafa orðið fyrir vinnumarkaðsbrotum á síðustu 12 mánuðum. Steinunn Bragadóttir hagfræðingur og Saga Kjartansdóttir verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ segja okkur meira. Neytendaspjall við Brynhildi Pétursdóttur um eiturefni í fatnaði.
10/12/202355 minutes
Episode Artwork

11.10.2023

10/11/20230
Episode Artwork

Grænir skátar, matjurtaræktun við fjölbýlishús og vísindaspjall

Við kynnumst starfsemi Grænna skáta, þið kannist kannski við flöskugáma þeim merktum, starfsemin er umfangsmikil, tvær móttökustöðvar, þrjátíu starfsmenn flestir með skerta starfsgetu og milljónir dósa, að sjálfsögðu - þetta er ógurlegt umstang en fer langt með að fjármagna skátastarf á Íslandi. Við ræðum við Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóra, Júlíus Aðalsteinsson, rekstrarstjóra og fleiri. VIð ræðum við Auði Ottesen á Selfossi. Hún er garðyrkjufræðingur og smiður og formaður samtakanna Umhverfi og vellíðan. Auður ætlar að segja okkur frá áhugaverðu verkefni sem snýr að lóðum fjölbýlishúsa. Möguleikum á matjurtaræktun við fjölbýlishús og rannsóknir sem tengjast þeim. Við heyrum eina málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall.
10/11/202355 minutes
Episode Artwork

10.10.2023

10/10/20230
Episode Artwork

10/10/202355 minutes
Episode Artwork

Tóm Laugardalslaug, Dofri, Seðlabanka mótmælt 1973 og málfar

Laugardalslaugin er tóm. Þar er hvorki vatn né fólk þessa dagana vegna endurbóta. Árni Jónsson er forstöðumaður laugarinnar og hann tók á móti Samfélaginu þar í morgun og sagði frá því sem þar stendur til. Og það er margt. Svo ætlum við að rifja upp viðtal sem við áttum við Bjarna Bjarnason snemma á þessu ári. Hann var þá við það að hætta störfum sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. En hann sagði okkur þá allt um gufuborinn Dofra sem var verið að gera upp. Þessa afkastamiklu og mikilvægu vinnuvél sem hefur borað ófáar holurnar í leit að heitu vatni og gufu - og þar áður olíu, eins og Bjarni segir okkur frá. Þegar við ræddum við Bjarna var borinn í skemmu í Hafnarfirði en nú eru fram­kvæmd­ir hafn­ar við að koma Gufu­born­um Dof­ra fyr­ir á nýju fræðslu-, upp­lif­un­ar- og úti­vist­ar­svæði við Elliðaár­stöð. Svo rifjum við upp 50 ára gamla upptöku úr safni RÚV með Helgu Láru Þorsteinsdóttur. Málfarsmínútan er líka á sínum stað.
10/9/202355 minutes
Episode Artwork

06.10.2023

10/6/20230
Episode Artwork

Loftslagsaðlögun, Sundabraut, málfar og Guð blessi Ísland

Loftslagsbreytingar ógna innviðum, náttúru og mannslífum á Íslandi og við því þarf að bregðast. Stjórnvöld kynntu á dögunum tillögur að aðlögunaráætlun, Loftslagsþolið Ísland. Hlutverk sveitarfélaganna er stórt í því samhengi. Við ræðum það við Hrönn Hrafnsdóttur, sérfræðing í loftslagsmálum hjá Reykjavíkurborg. Við tölum um Sundabraut. Vegagerðin heldur þessa dagana opna kynningarfundi um þá risastóru framkvæmd. Helga Jóna Jónasdóttir verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni fer yfir áætlanir, stöðuna og framkvæmdirnar. Við heyrum málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur og í lok þáttar ræðum við ákveðin tímamót, afmæli fyrirbæris sem komið er á unglingsaldur og rótum aðeins í sameiginlegum minningasjóði vegfarenda sem við rákumst á í grennd við Efstaleiti 1 í Reykjavík. Það eru nefnilega 15 ár frá frægu ávarpi Geirs H. Haarde sem lauk með orðunum Guð blessi Ísland.
10/6/20230
Episode Artwork

Loftslagsaðlögun, Sundabraut, málfar og Guð blessi Ísland

Loftslagsbreytingar ógna innviðum, náttúru og mannslífum á Íslandi og við því þarf að bregðast. Stjórnvöld kynntu á dögunum tillögur að aðlögunaráætlun, Loftslagsþolið Ísland. Hlutverk sveitarfélaganna er stórt í því samhengi. Við ræðum það við Hrönn Hrafnsdóttur, sérfræðing í loftslagsmálum hjá Reykjavíkurborg. Við tölum um Sundabraut. Vegagerðin heldur þessa dagana opna kynningarfundi um þá risastóru framkvæmd. Helga Jóna Jónasdóttir verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni fer yfir áætlanir, stöðuna og framkvæmdirnar. Við heyrum málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur og í lok þáttar ræðum við ákveðin tímamót, afmæli fyrirbæris sem komið er á unglingsaldur og rótum aðeins í sameiginlegum minningasjóði vegfarenda sem við rákumst á í grennd við Efstaleiti 1 í Reykjavík. Það eru nefnilega 15 ár frá frægu ávarpi Geirs H. Haarde sem lauk með orðunum Guð blessi Ísland.
10/6/202355 minutes
Episode Artwork

05.10.2023

10/5/20230
Episode Artwork

Skaðaminnkun og mismunandi aðferðir við moltugerð

Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun, var meðal þeirra sem horfðu á innslag Kveiks á þriðjudaginn var, um ópíóíðafaraldurinn á Íslandi og aðstæður fólks í mikilli neyslu. Við ræðum við Svölu um stöðuna og það sem henni finnst þurfa að breytast til þess að fólk eigi séns. Við fjöllum um moltugerð og tilraunaverkefni á vegum Reykjavíkurborgar en í framleiðslueldhúsinu á Vitatorgi - þar sem meðal annars eru þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk, er verið að framleiða moltu í sérstakri vél - en borgin er líka að framleiða moltu í stórum stíl uppi í Álfsnesi. Við ræðum við Eyjólf Einar Elíasson, matreiðslumann og forstöðumann eldhússins á Vitatorgi - og Gunnar Dofra Ólafsson, samskiptastjóra hjá Sorpu. Stefán Gíslason flytur loftslagspistil.
10/5/202355 minutes
Episode Artwork

Skaðaminnkun og mismunandi aðferðir við moltugerð

Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun, var meðal þeirra sem horfðu á innslag Kveiks á þriðjudaginn var, um ópíóíðafaraldurinn á Íslandi og aðstæður fólks í mikilli neyslu. Við ræðum við Svölu um stöðuna og það sem henni finnst þurfa að breytast til þess að fólk eigi séns. Við fjöllum um moltugerð og tilraunaverkefni á vegum Reykjavíkurborgar en í framleiðslueldhúsinu á Vitatorgi - þar sem meðal annars eru þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk, er verið að framleiða moltu í sérstakri vél - en borgin er líka að framleiða moltu í stórum stíl uppi í Álfsnesi. Við ræðum við Eyjólf Einar Elíasson, matreiðslumann og forstöðumann eldhússins á Vitatorgi - og Gunnar Dofra Ólafsson, samskiptastjóra hjá Sorpu. Stefán Gíslason flytur loftslagspistil.
10/4/20230
Episode Artwork

Bólusetningar, gámadýfingar, málfar og vísindaspjall um nóbelsverðlaun

Við tölum um bólusetningar og bóluefni. Nú hefur verið ákveðið að bjóða öllum börnum í 7. Bekk bóluefnið Gardasil sem er notað sem vörn gegn hpv veirum, sem geta meðal annars valdið krabbameinum. Áður var annað bóluefni aðeins gefið stúlkum. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir yfirlæknir bólusetninga hjá sóttvarnalækni ætlar að útskýra þetta fyrir okkur og ræða við okkur almennt um bólusetningar barna og ungmenna. Hvernig standa verslanir sig í að koma í veg fyrir sóun? Getur verið að lausnin við rýrnandi kaupmætti heimilisins liggi í ruslagámi við næstu matvöruverslun? Við ræðum við Hlyn Steinsson, gámadýfingamann, um framboðið í gámunum - en líka um ruslahagkerfið, deilihagkerfið og sóun í víðara samhengi. Málfarsmínútan verður á sínum stað og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall.
10/4/202355 minutes
Episode Artwork

Miðtaugakerfislyf, mannkostamenntun og matarsóun

Við fjöllum um lyfjarannsóknir með aðstoð zebrafiska og hvernig Karl Ægir Karlsson prófessor við Háskólann í Reykjavík og félagar í 3Z ehf. eru að búa til nýja þekkingu á því sviði. Við höfum áður fjallað um rannsóknir þeirra á ADHD og lyfjum sem gagnast við því en nýverið var birt grein sem fjallar um hvernig stökkbreytingar í ákveðnu geni sem áður hefur verið sýnt fram á að leiða til ofvirkni í zebrafiskum leiði einnig til hvatvísi. Karl Ægir sest hér eftir smástund. Í menntavísindum er nú mikið fjallað um farsæld. Liður í því að auka farsæld barna er sérstök námsgrein, mannkostamenntun. Hvað felst í henni? Á skólakerfið markvisst að kenna börnum það að vera góðar manneskjur? Við ræðum við Önnu Halldórsdóttur um lokaverkefni hennar í listkennslufræðum sem ber yfirskriftina leitin að týnda tónskáldinu. Umhverfisstofnun hefur birt niðurstöður nýrra rannsókna á matarsóun á Íslandi. Þar kemur meðal annars fram að tæpur helmingur allrar matarsóunar á sér stað í frumframleiðslu matvæla en um 40% á heimilum. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir okkur allt um þessar rannsóknir.
10/3/20230
Episode Artwork

Miðtaugakerfislyf, mannkostamenntun og matarsóun

Við fjöllum um lyfjarannsóknir með aðstoð zebrafiska og hvernig Karl Ægir Karlsson prófessor við Háskólann í Reykjavík og félagar í 3Z ehf. eru að búa til nýja þekkingu á því sviði. Við höfum áður fjallað um rannsóknir þeirra á ADHD og lyfjum sem gagnast við því en nýverið var birt grein sem fjallar um hvernig stökkbreytingar í ákveðnu geni sem áður hefur verið sýnt fram á að leiða til ofvirkni í zebrafiskum leiði einnig til hvatvísi. Karl Ægir sest hér eftir smástund. Í menntavísindum er nú mikið fjallað um farsæld. Liður í því að auka farsæld barna er sérstök námsgrein, mannkostamenntun. Hvað felst í henni? Á skólakerfið markvisst að kenna börnum það að vera góðar manneskjur? Við ræðum við Önnu Halldórsdóttur um lokaverkefni hennar í listkennslufræðum sem ber yfirskriftina leitin að týnda tónskáldinu. Umhverfisstofnun hefur birt niðurstöður nýrra rannsókna á matarsóun á Íslandi. Þar kemur meðal annars fram að tæpur helmingur allrar matarsóunar á sér stað í frumframleiðslu matvæla en um 40% á heimilum. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir okkur allt um þessar rannsóknir.
10/3/202355 minutes
Episode Artwork

Líffræðileg fjölbreytni, slóðar á hálendinu og ungmennaeftirlitið

Líffræðilegur fjölbreytileiki á alls staðar undir högg að sækja og hnignun tegunda er bæði hröð og ógnvekjandi. Fyrir þremur árum skipaði hópur líffræðinga samráðsvettvanginn Biodice og hefur síðan unnið að því að auka skilning, rannsóknir, umræðu og aðgerðir í tengslum við líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi. Ragnhildur Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Náttúruminjasafni ætlar að ræða við okkur um lífríkið í kringum okkur og málstofu sem fer fram RIFF kvikmyndahátíðinni á morgun. Fréttir af 14 tonna trukki sem tætti upp land í Þjórsárverum hafa vakið mikla athygli enda sláandi myndir sem við sáum af því í sjónvarpsfréttum í gær. Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur í náttúruverndarteymi Umhverfisstofnunar, sagði í hádegisfréttum að ferðamaðurinn hafi ekki ekið utan vegar - þarna séu slóðar. Aksturslag hans sé þó langt frá því að vera til fyrirmyndar. En hvenær er slóði slóði og hvenær eru menn utan vegar? Við ræðum nánar við Daníel á eftir. Akstur utan vega á sinni könnu Málfarsmínúta. Við bregðum okkur á Þjóðskalasafnið eins og við gerum reglulega. Að þessu sinni tekur Benedikt Eyþórsson á móti okkur í lestrarsal safnsins en hann er fagstjóri upplýsingaþjónustu. Ástandsárin og unmennaeftirlitið til umfjöllunar.
10/2/20230
Episode Artwork

Líffræðileg fjölbreytni, slóðar á hálendinu og ungmennaeftirlitið

Líffræðilegur fjölbreytileiki á alls staðar undir högg að sækja og hnignun tegunda er bæði hröð og ógnvekjandi. Fyrir þremur árum skipaði hópur líffræðinga samráðsvettvanginn Biodice og hefur síðan unnið að því að auka skilning, rannsóknir, umræðu og aðgerðir í tengslum við líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi. Ragnhildur Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Náttúruminjasafni ætlar að ræða við okkur um lífríkið í kringum okkur og málstofu sem fer fram RIFF kvikmyndahátíðinni á morgun. Fréttir af 14 tonna trukki sem tætti upp land í Þjórsárverum hafa vakið mikla athygli enda sláandi myndir sem við sáum af því í sjónvarpsfréttum í gær. Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur í náttúruverndarteymi Umhverfisstofnunar, sagði í hádegisfréttum að ferðamaðurinn hafi ekki ekið utan vegar - þarna séu slóðar. Aksturslag hans sé þó langt frá því að vera til fyrirmyndar. En hvenær er slóði slóði og hvenær eru menn utan vegar? Við ræðum nánar við Daníel á eftir. Akstur utan vega á sinni könnu Málfarsmínúta. Við bregðum okkur á Þjóðskalasafnið eins og við gerum reglulega. Að þessu sinni tekur Benedikt Eyþórsson á móti okkur í lestrarsal safnsins en hann er fagstjóri upplýsingaþjónustu. Ástandsárin og unmennaeftirlitið til umfjöllunar.
10/2/202355 minutes
Episode Artwork

Sæsnigillinn svartserkur, refsilaus dómur og Ig nóbelsverðlaunin

Við fræðumst um nýjan landnema, sæsnigil sem nýlega fannst í fjöru við innanverðan Breiðafjörð og hefur ekki fundist áður í Norður-Atlantshafi. Snigillinn er um margt sérstakur og ýmsar spurningar sem brenna á þeim Svanhildi Egilsdóttur, sérfræðingi hjá Hafrannsóknastofnun sem fyrst uppgötvaði kvikindið og Áka Jarli Lárussyni, stofnerfðafræðingi hjá sömu stofnun. Dómur yfir manni sem mun ekki sæta neinni refsingu fyrir heimilisofbeldi vakti athygli í vikunni. Maðurinn játaði brot sín en er talinn ósakhæfur þegar hann framdi þau. Hann var þó ekki dæmdur í neins konar geðræna meðferð og þolandinn gengur um með öryggishnapp. María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra kemur til okkar til að ræða þennan málaflokk í aðeins víðara samhengi. Vera Illugadóttir kemur svo til okkar, eins og oft á föstudögum að vísu ekki að ræða um dýr, heldur rannsóknir sem unnið hafa til verðlauna.
9/29/20230
Episode Artwork

Sæsnigillinn svartserkur, refsilaus dómur og Ig nóbelsverðlaunin

Við fræðumst um nýjan landnema, sæsnigil sem nýlega fannst í fjöru við innanverðan Breiðafjörð og hefur ekki fundist áður í Norður-Atlantshafi. Snigillinn er um margt sérstakur og ýmsar spurningar sem brenna á þeim Svanhildi Egilsdóttur, sérfræðingi hjá Hafrannsóknastofnun sem fyrst uppgötvaði kvikindið og Áka Jarli Lárussyni, stofnerfðafræðingi hjá sömu stofnun. Dómur yfir manni sem mun ekki sæta neinni refsingu fyrir heimilisofbeldi vakti athygli í vikunni. Maðurinn játaði brot sín en er talinn ósakhæfur þegar hann framdi þau. Hann var þó ekki dæmdur í neins konar geðræna meðferð og þolandinn gengur um með öryggishnapp. María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra kemur til okkar til að ræða þennan málaflokk í aðeins víðara samhengi. Vera Illugadóttir kemur svo til okkar, eins og oft á föstudögum að vísu ekki að ræða um dýr, heldur rannsóknir sem unnið hafa til verðlauna.
9/29/202355 minutes
Episode Artwork

Upplýsingaóreiða, andúð á hinsegin fólki og eldri loftslagsaktivistar

Við ætlum að ræða við einn fyrirlesaranna, Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor í fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands, um fjölmiðlun, - nánar tiltekið um helstu rannsóknir á stöðunni í upplýsingaheiminum með tilliti til lýðræðisumræðu, samfélagsmiðla, upplýsingaóreiðu og gervigreindar. Í vikunni varð gestur á ráðstefnu um hinsegin málefni fyrir grófri líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. Málið er rannsakað sem hugsanlegur hatursglæpur. Við ræðum við Álf Birki Bjarnason, formann samtakanna 78 um þetta atvik og aukna andúð á hinsegin fólki í samfélaginu og hvernig hún birtist. Ljúkum svo þættinum á því að bregða okkur á málstofu um eldra fólk og loftslagsmál á Norðurlöndunum, en þar eru staddir aðgerðasinnar úr hópi eldri borgara sem hafa tengslanet, tíma og þekkingu og vilja leggja unga fólkinu lið í baráttunni fyrir aðgerðum í loftslagsmálum.
9/28/20230
Episode Artwork

Upplýsingaóreiða, andúð á hinsegin fólki og eldri loftslagsaktivistar

Við ætlum að ræða við einn fyrirlesaranna, Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor í fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands, um fjölmiðlun, - nánar tiltekið um helstu rannsóknir á stöðunni í upplýsingaheiminum með tilliti til lýðræðisumræðu, samfélagsmiðla, upplýsingaóreiðu og gervigreindar. Í vikunni varð gestur á ráðstefnu um hinsegin málefni fyrir grófri líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. Málið er rannsakað sem hugsanlegur hatursglæpur. Við ræðum við Álf Birki Bjarnason, formann samtakanna 78 um þetta atvik og aukna andúð á hinsegin fólki í samfélaginu og hvernig hún birtist. Ljúkum svo þættinum á því að bregða okkur á málstofu um eldra fólk og loftslagsmál á Norðurlöndunum, en þar eru staddir aðgerðasinnar úr hópi eldri borgara sem hafa tengslanet, tíma og þekkingu og vilja leggja unga fólkinu lið í baráttunni fyrir aðgerðum í loftslagsmálum.
9/28/202355 minutes
Episode Artwork

Vistkjöt, hermisetur, málfar og vísindaspjall

Hvað er vistkjöt og hvernig tengist íslenskt líftæknifyrirtæki framleiðslu á slíku kjöti? Við komumst að því í þætti dagsins þegar Berglind Rán Ólafsdóttir forstýra ORF líftækni kemur til okkar. Vel þess virði að sperra eyrun og hlusta á það. Við heimsækjum svo færni- og hermisetur í Eirbergi, þar sem kennsla fer fram í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði. Við skoðum aðstöðuna hátt og lágt, fáum að taka púlsinn á sýndarsjúklingi og forvitnast um það sem er framundan. Og það er margt. Við fáum málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur málfarsráðunauti og Edda Olgudóttir kemur til okkar í vísindaspjall.
9/27/20230
Episode Artwork

Vistkjöt, hermisetur, málfar og vísindaspjall

Hvað er vistkjöt og hvernig tengist íslenskt líftæknifyrirtæki framleiðslu á slíku kjöti? Við komumst að því í þætti dagsins þegar Berglind Rán Ólafsdóttir forstýra ORF líftækni kemur til okkar. Vel þess virði að sperra eyrun og hlusta á það. Við heimsækjum svo færni- og hermisetur í Eirbergi, þar sem kennsla fer fram í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði. Við skoðum aðstöðuna hátt og lágt, fáum að taka púlsinn á sýndarsjúklingi og forvitnast um það sem er framundan. Og það er margt. Við fáum málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur málfarsráðunauti og Edda Olgudóttir kemur til okkar í vísindaspjall.
9/27/202355 minutes
Episode Artwork

FHAM, vandamál umhverfismenntunar og pistill frá Páli Líndal

Við kynnum okkur foreldramiðaða hugræna atferlismeðferð þar sem foreldrum barna með kvíðaröskun eru kenndar aðferðir til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíða. Heilsugæslan og Háskólinn í Reykjavík vinna nú að því að koma á fót slíkri þjónustu yfir netið, með stuðningi frá heilbrigðisráðuneytinu. Tölum við Brynjar Halldórsson dósent í sálfræði og Önnu Sigríði Íslind dósent í tölvunarfræði. Bæði frá Háskólanum í Reykjavík. Hver eru vandamál umhverfismenntunar og hvaða lausnir eru í boði? Unnur Björnsdóttir kafaði ofan í þetta í lokaverkefni sínu í listkennslufræði og byggði á landsfundi sem samtökin Ungir umhverfissinnar héldu og buðu öllum framhaldsskólanemum landsins á - út úr því komu ýmsir umræðupunktar og ljóst að unga fólkið vill vera haft meira með í ráðum. Við fáum svo pistil í lok þáttar frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.
9/26/20230
Episode Artwork

FHAM, vandamál umhverfismenntunar og pistill frá Páli Líndal

Við kynnum okkur foreldramiðaða hugræna atferlismeðferð þar sem foreldrum barna með kvíðaröskun eru kenndar aðferðir til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíða. Heilsugæslan og Háskólinn í Reykjavík vinna nú að því að koma á fót slíkri þjónustu yfir netið, með stuðningi frá heilbrigðisráðuneytinu. Tölum við Brynjar Halldórsson dósent í sálfræði og Önnu Sigríði Íslind dósent í tölvunarfræði. Bæði frá Háskólanum í Reykjavík. Hver eru vandamál umhverfismenntunar og hvaða lausnir eru í boði? Unnur Björnsdóttir kafaði ofan í þetta í lokaverkefni sínu í listkennslufræði og byggði á landsfundi sem samtökin Ungir umhverfissinnar héldu og buðu öllum framhaldsskólanemum landsins á - út úr því komu ýmsir umræðupunktar og ljóst að unga fólkið vill vera haft meira með í ráðum. Við fáum svo pistil í lok þáttar frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.
9/26/202355 minutes
Episode Artwork

Rjúpur, seðlaver, málfar og Laufskálinn

Við tölum um rjúpuna í þætti dagsins. Staða rjúpnastofnsins hefur ekki verið góð undanfarin ár. Í sumar var viðkoma rjúpu mæld um allt land og ungar taldir. Niðurstaðan bendir til þess að ástand stofnsins sé síst að batna. Við ætlum að ræða þetta við Ólaf Karl Nielsen fuglafræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Frá árinu 2017 hafa bankarnir rekið sameiginlegt seðlaver á háleynilegum stað á höfuðborgarsvæðinu. Þar er höndlað með háar fjárhæðir, tekið við peningum, þeir taldir og svo sendir aftur út í hringrásina. Við fengum að skoða starfsemina og ræddum við Ragnhildi Geirsdóttur forstjóra reiknistofu bankanna, Eystein Jónsson sem er yfir seðlaveri og fleiri starfsmenn. Málfarsmínútan er á sínum stað og við fáum heimsókn úr safni RÚV. Það er Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri sem rifjar upp spennandi upptökur úr safninu.
9/25/20230
Episode Artwork

Rjúpur, seðlaver, málfar og Laufskálinn

Við tölum um rjúpuna í þætti dagsins. Staða rjúpnastofnsins hefur ekki verið góð undanfarin ár. Í sumar var viðkoma rjúpu mæld um allt land og ungar taldir. Niðurstaðan bendir til þess að ástand stofnsins sé síst að batna. Við ætlum að ræða þetta við Ólaf Karl Nielsen fuglafræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Frá árinu 2017 hafa bankarnir rekið sameiginlegt seðlaver á háleynilegum stað á höfuðborgarsvæðinu. Þar er höndlað með háar fjárhæðir, tekið við peningum, þeir taldir og svo sendir aftur út í hringrásina. Við fengum að skoða starfsemina og ræddum við Ragnhildi Geirsdóttur forstjóra reiknistofu bankanna, Eystein Jónsson sem er yfir seðlaveri og fleiri starfsmenn. Málfarsmínútan er á sínum stað og við fáum heimsókn úr safni RÚV. Það er Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri sem rifjar upp spennandi upptökur úr safninu.
9/25/202355 minutes
Episode Artwork

22.09.2023

9/22/20230
Episode Artwork

9/22/202355 minutes
Episode Artwork

21.09.2023

9/21/20230
Episode Artwork

9/21/202355 minutes
Episode Artwork

Mustang-klúbbur Íslands, ný sýn á skólastarf og vísindaspjall með Eddu

Við förum á fund hjá Mustang-klúbbi Íslands, kynnumst fólki sem brennur fyrir bíla, sem brenna miklu eldsneyti og hafa hátt. Hvað er það við Mustanginn sem vekur svona mikla aðdáun? Getur verið að skólakerfið brjóti sum börn niður í stað þess að byggja þau upp? Íris Friðmey Sturludóttir kynnti á dögunum lokaverkefni sitt í meistaranámi í listkennslufræði við Listaháskóla Íslands. Hún var eitt þeirra barna sem fann sig ekki í grunnskólakerfinu og vill að börn hafi meira um það að segja hvað þau læra og hvenær. Edda Olgudóttir kemur í Vísindaspjall og ræðir um ónæmismeðferð gegn heilaæxlum.
9/20/20230
Episode Artwork

Mustang-klúbbur Íslands, ný sýn á skólastarf og vísindaspjall með Eddu

Við förum á fund hjá Mustang-klúbbi Íslands, kynnumst fólki sem brennur fyrir bíla, sem brenna miklu eldsneyti og hafa hátt. Hvað er það við Mustanginn sem vekur svona mikla aðdáun? Getur verið að skólakerfið brjóti sum börn niður í stað þess að byggja þau upp? Íris Friðmey Sturludóttir kynnti á dögunum lokaverkefni sitt í meistaranámi í listkennslufræði við Listaháskóla Íslands. Hún var eitt þeirra barna sem fann sig ekki í grunnskólakerfinu og vill að börn hafi meira um það að segja hvað þau læra og hvenær. Edda Olgudóttir kemur í Vísindaspjall og ræðir um ónæmismeðferð gegn heilaæxlum.
9/20/202355 minutes
Episode Artwork

Minnihlutatungumál, reiðufé og málfarsspjall

Samíska og fleiri minnihlutatungumál eru í brennidepli á ráðstefnu sem nú stendur yfir í Hveragerði. Eydís Inga Valsdóttir verkefnastjóri Nordplus á Íslandi veit meira um málið. Við fjöllum um reiðufé og hvort það borgi sig að nota seðla í dag, þetta er seinni hluti af viðtali við Gunnar Jakobsson, seðlabankastjóra. Anna Sigríður Þráinsdóttir kemur svo til okkar í málfarsspjall um nýyrði og tökuorð.
9/19/20230
Episode Artwork

Minnihlutatungumál, reiðufé og málfarsspjall

Samíska og fleiri minnihlutatungumál eru í brennidepli á ráðstefnu sem nú stendur yfir í Hveragerði. Eydís Inga Valsdóttir verkefnastjóri Nordplus á Íslandi veit meira um málið. Við fjöllum um reiðufé og hvort það borgi sig að nota seðla í dag, þetta er seinni hluti af viðtali við Gunnar Jakobsson, seðlabankastjóra. Anna Sigríður Þráinsdóttir kemur svo til okkar í málfarsspjall um nýyrði og tökuorð.
9/19/202355 minutes
Episode Artwork

Hverfið mitt, undanþágulyf og skjöl Tryggva Gunnarssonar

Frisbígolfvöllur, hundagerði, vatnsrennibraut, nú eða endurbætur á körfuboltavellinum í hverfinu. Í gegnum verkefnið hverfið mitt geta íbúar Reykjavíkur haft áhrif á nærumhverfi sitt og kosið framkvæmdir sem þeir vilja að borgin ráðist í. 450 milljónum króna er skipt milli hverfa og svo er kosið og vinsælasta verkefninu væntanlega hrint í framkvæmd. Eiríkur Búi Halldórsson, stýrir þessu verkefni og segir okkur frá því. Undanþágulyf eru miklu algengari hér en annars staðar á Norðurlöndunum - og ekki vegna lyfjaskorts. Um þetta er fjallað í nýjasta tímariti Læknablaðsins. Anna Bryndís Blöndal, lyfjafræðingur ræðir þetta við okkur. Svo lítum við í nokkra kassa á Þjóðskjalasafninu með Hansi Hreinssyni, skjalaverði. Kassarnir eru að þessu sinni úr einkaskjalasafni Tryggva Gunnarssonar, fyrrum alþingismanns, bónda og bankastjóra og ýmislegt sem kemur upp úr krafsinu, meðal annars pípureykjandi apar og nítjándualdardrama af bestu gerð.
9/18/20230
Episode Artwork

Hverfið mitt, undanþágulyf og skjöl Tryggva Gunnarssonar

Frisbígolfvöllur, hundagerði, vatnsrennibraut, nú eða endurbætur á körfuboltavellinum í hverfinu. Í gegnum verkefnið hverfið mitt geta íbúar Reykjavíkur haft áhrif á nærumhverfi sitt og kosið framkvæmdir sem þeir vilja að borgin ráðist í. 450 milljónum króna er skipt milli hverfa og svo er kosið og vinsælasta verkefninu væntanlega hrint í framkvæmd. Eiríkur Búi Halldórsson, stýrir þessu verkefni og segir okkur frá því. Undanþágulyf eru miklu algengari hér en annars staðar á Norðurlöndunum - og ekki vegna lyfjaskorts. Um þetta er fjallað í nýjasta tímariti Læknablaðsins. Anna Bryndís Blöndal, lyfjafræðingur ræðir þetta við okkur. Svo lítum við í nokkra kassa á Þjóðskjalasafninu með Hansi Hreinssyni, skjalaverði. Kassarnir eru að þessu sinni úr einkaskjalasafni Tryggva Gunnarssonar, fyrrum alþingismanns, bónda og bankastjóra og ýmislegt sem kemur upp úr krafsinu, meðal annars pípureykjandi apar og nítjándualdardrama af bestu gerð.
9/18/202355 minutes
Episode Artwork

Símtal til Marokkó, skrautmunaskiptimarkaður og PFAS-efni

Við byrjum þáttinn á því að spjalla við Birtu Árdal Bergsveinsdóttur, hún hefur búið í Marokkó í um áratug, er hluti af samfélaginu þar og hún og fjölskylda hennar leggja nú allt kapp á að koma fólkinu sem missti allt sitt í jarðskjálftanum fyrir viku til hjálpar. Sólheimasafn er stundum kallað litla vinalega safnið og þar hafa grænar áherslur lengi ráðið ríkjum. Við förum á skrautmunaskiptimarkað á safninu og ræðum við Guðríði Sigurbjörnsdóttur, deildarstjóra Borgarbókasafnsins í Sólheimum, um ýmislegt fleira sem þar er á döfinni. Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur, málfarsráðunauts. Neytendaspjall. PFAS efni eru skaðleg og að finna víða, svo sem í ýmsum gerðum af pönnum, tannþræði, regnfötum og matvælaumbúðum. Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum ræddi við við okkur um þau.
9/15/20230
Episode Artwork

Símtal til Marokkó, skrautmunaskiptimarkaður og PFAS-efni

Við byrjum þáttinn á því að spjalla við Birtu Árdal Bergsveinsdóttur, hún hefur búið í Marokkó í um áratug, er hluti af samfélaginu þar og hún og fjölskylda hennar leggja nú allt kapp á að koma fólkinu sem missti allt sitt í jarðskjálftanum fyrir viku til hjálpar. Sólheimasafn er stundum kallað litla vinalega safnið og þar hafa grænar áherslur lengi ráðið ríkjum. Við förum á skrautmunaskiptimarkað á safninu og ræðum við Guðríði Sigurbjörnsdóttur, deildarstjóra Borgarbókasafnsins í Sólheimum, um ýmislegt fleira sem þar er á döfinni. Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur, málfarsráðunauts. Neytendaspjall. PFAS efni eru skaðleg og að finna víða, svo sem í ýmsum gerðum af pönnum, tannþræði, regnfötum og matvælaumbúðum. Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum ræddi við við okkur um þau.
9/15/202355 minutes
Episode Artwork

Menguð jörð, áherslur nýs forstjóra, vígahnöttur og umhverfispistill.

Umhverfisstofnun er að fara af stað með átaksverkefni sem snýr að menguðum jarðvegi. Fólk sem veit af svæðum þar sem úrgangur var brenndur eða olíu hellt niður er beðið að láta stofnunina vita. Kristín Kröyer, sérfræðingur í teymi mengunareftirlits hjá Umhverfisstofnun ræðir þetta verkefni við okkur. Sigríður Dóra Magnúsdóttir var í gær skipuð nýr forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Við ætlum að ræða við hana um hennar sýn á þróun heilsugæslunnar til framtíðar og hvernig hún sér fyrir sér að taka á manneklu og öðrum vandamálum sem hafa plagað stofnunina. Við hringjum í Sævar Helga Bragason, stjörnufræðikennara sem segir okkur frá vígahnetti sem hann sá við Raufarhöfn í vikunni. Stefán Gíslason flytur okkur umhverfispistil á lögfræðilegum nótum. Loftslagsmálaferli eru umfjöllunarefni dagsins og einkum væntanleg fyrirtaka Mannréttindadómstóls Evrópu á máli portúgalskra ungmenna sem hafa stefnt fjölda ríkja fyrir að standa ekki við loforð sín í loftslagsmálum.
9/14/20230
Episode Artwork

Menguð jörð, áherslur nýs forstjóra, vígahnöttur og umhverfispistill.

Umhverfisstofnun er að fara af stað með átaksverkefni sem snýr að menguðum jarðvegi. Fólk sem veit af svæðum þar sem úrgangur var brenndur eða olíu hellt niður er beðið að láta stofnunina vita. Kristín Kröyer, sérfræðingur í teymi mengunareftirlits hjá Umhverfisstofnun ræðir þetta verkefni við okkur. Sigríður Dóra Magnúsdóttir var í gær skipuð nýr forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Við ætlum að ræða við hana um hennar sýn á þróun heilsugæslunnar til framtíðar og hvernig hún sér fyrir sér að taka á manneklu og öðrum vandamálum sem hafa plagað stofnunina. Við hringjum í Sævar Helga Bragason, stjörnufræðikennara sem segir okkur frá vígahnetti sem hann sá við Raufarhöfn í vikunni. Stefán Gíslason flytur okkur umhverfispistil á lögfræðilegum nótum. Loftslagsmálaferli eru umfjöllunarefni dagsins og einkum væntanleg fyrirtaka Mannréttindadómstóls Evrópu á máli portúgalskra ungmenna sem hafa stefnt fjölda ríkja fyrir að standa ekki við loforð sín í loftslagsmálum.
9/14/202355 minutes
Episode Artwork

Reiðufé, skipsstrand við Grænland, málfar og örplast

Eru seðlar og mynt á útleið? Ætti fólk að eiga reiðufé heima hjá sér? Við ræðum þetta við vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur og Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóra. Í gær bárust fréttir af farþegaskipinu Ocean Explorer, sem tók niðri í Alpafirði við Austur-Grænland. Þarna eru meira 200 manns um borð og skipið situr enn sem fastast. Inga Dóra Guðmundsdóttir í Nuuk hefur fylgst með fréttum af strandinu og ætlar að spjalla við okkur um það á eftir. Koma skemmtiferðaskipa til Grænlands er umdeild þar í landi og mörgum þykir nóg um þá miklu aukningu sem hefur orðið. Við heyrum eina málfarsmínútu í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur málfarsráðunautar. Edda Olgudóttir kemur til okkar í vísindaspjall. Hún fjallar um örplast í sjávarspendýrum.
9/13/20230
Episode Artwork

Reiðufé, skipsstrand við Grænland, málfar og örplast

Eru seðlar og mynt á útleið? Ætti fólk að eiga reiðufé heima hjá sér? Við ræðum þetta við vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur og Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóra. Í gær bárust fréttir af farþegaskipinu Ocean Explorer, sem tók niðri í Alpafirði við Austur-Grænland. Þarna eru meira 200 manns um borð og skipið situr enn sem fastast. Inga Dóra Guðmundsdóttir í Nuuk hefur fylgst með fréttum af strandinu og ætlar að spjalla við okkur um það á eftir. Koma skemmtiferðaskipa til Grænlands er umdeild þar í landi og mörgum þykir nóg um þá miklu aukningu sem hefur orðið. Við heyrum eina málfarsmínútu í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur málfarsráðunautar. Edda Olgudóttir kemur til okkar í vísindaspjall. Hún fjallar um örplast í sjávarspendýrum.
9/13/202355 minutes
Episode Artwork

Rauði krossinn í viðbragsstöðu og pistill frá Páli Líndal

Samfélagið var stutt þennan daginn vegna beinnar útsendingar frá setningu Alþingis. Nú er talið að nærri 3000 hafi látist í jarðskjálftanum stóra sem varð í Marokkó á föstudag. Þetta eru miklar hamfarir og afleiðingarnar eru grafalvarlegar. Rauði krossinn bregst alltaf við þegar svona áföll verða og við ræðum það við Sólrúnu Maríu Ólafsdóttur teymisstjóra alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum á Íslandi. Páll Líndal umhverfissálfræðingur flytur sinn reglubundna pistil.
9/12/20230
Episode Artwork

Rauði krossinn í viðbragsstöðu og pistill frá Páli Líndal

Samfélagið var stutt þennan daginn vegna beinnar útsendingar frá setningu Alþingis. Nú er talið að nærri 3000 hafi látist í jarðskjálftanum stóra sem varð í Marokkó á föstudag. Þetta eru miklar hamfarir og afleiðingarnar eru grafalvarlegar. Rauði krossinn bregst alltaf við þegar svona áföll verða og við ræðum það við Sólrúnu Maríu Ólafsdóttur teymisstjóra alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum á Íslandi. Páll Líndal umhverfissálfræðingur flytur sinn reglubundna pistil.
9/12/202355 minutes
Episode Artwork

Hamfarir í Marokkó, tækjakostur Vegagerðarinnar og gömul óskalög

Það er ljóst að jarðskjálftinn stóri sem varð í Marokkó fyrir helgi olli miklu tjóni. Meira en 2000 eru látin og þúsundir slösuðust. Byggingar hrundu, vegir fóru í sundur, skriður féllu og nú er allt kapp lagt á að bjarga fólki. Við ætlum að ræða við Kristínu Jónsdóttur jarðskjálftafræðing um þá krafta sem voru þarna að verki. Vegagerðin hefur líklega aldrei verið betur tækjum búin en nú. Í sumar kom ný sending af alls konar afar sérhæfðum tækjum sem eiga að gera stofnuninni betur kleift að meta ástand vega og viðhaldsþörf. Þar á meðal er nýtt falllóð, jarðsjárdróni og kúlnakvörn. Birkir Hrafn Jóakimsson, forstöðumaður stoðdeildar Vegagerðarinnar, segir okkur frá tækjakosti í skemmu og á rannsóknarstofu Vegagerðarinnar í Suðurhraunin í Garðabæ. Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV til okkar. Hún ætlar að dusta rykið af 70 ára gamalli upptöku úr óskalagaþættinum ?Þetta vil ég heyra? þar sem Gunnar Thoroddsen var gestur.
9/11/20230
Episode Artwork

Hamfarir í Marokkó, tækjakostur Vegagerðarinnar og gömul óskalög

Það er ljóst að jarðskjálftinn stóri sem varð í Marokkó fyrir helgi olli miklu tjóni. Meira en 2000 eru látin og þúsundir slösuðust. Byggingar hrundu, vegir fóru í sundur, skriður féllu og nú er allt kapp lagt á að bjarga fólki. Við ætlum að ræða við Kristínu Jónsdóttur jarðskjálftafræðing um þá krafta sem voru þarna að verki. Vegagerðin hefur líklega aldrei verið betur tækjum búin en nú. Í sumar kom ný sending af alls konar afar sérhæfðum tækjum sem eiga að gera stofnuninni betur kleift að meta ástand vega og viðhaldsþörf. Þar á meðal er nýtt falllóð, jarðsjárdróni og kúlnakvörn. Birkir Hrafn Jóakimsson, forstöðumaður stoðdeildar Vegagerðarinnar, segir okkur frá tækjakosti í skemmu og á rannsóknarstofu Vegagerðarinnar í Suðurhraunin í Garðabæ. Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV til okkar. Hún ætlar að dusta rykið af 70 ára gamalli upptöku úr óskalagaþættinum ?Þetta vil ég heyra? þar sem Gunnar Thoroddsen var gestur.
9/11/202357 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Óvinur birkiþélu, orkuskipti í dreifbýli, málfar og dýraspjall

Náttúrulegur óvinur birkiþélunnar er kominn til landsins - Brynja Hrafnkelsdóttir, skógfræðingur, var í skoðunarferð í skógi við Rauðavatn í fyrradag þegar hún varð vör við glænýja tegund sem enn er ekki ljóst hvað heitir, sníkjudýr sem lifir á birkiþélunni sem plagar birkið síðsumars. Framtíð birkisins virðist töluvert bjartari með tilkomu þessara nýju landnema. Hvernig er best að takast á við orkuskipti á landsbyggðinni, hverjar eru áskoranirnar og sóknarfærin og hvernig geta dreifbýl svæði í Evrópu unnið saman? Ottó Elíasson, rannsókna- og þróunarstjóri hjá Eimi,hefur velt þessu mikið fyrir sér en nýlega fengu hann og fleiri stóran Evrópustyrk til að vinna orkuskiptaáætlanir fyrir fimm dreifbýl svæði í Evrópu. Við ræðum við Ottó. Málfarsmínútan verður á sínum stað. Vera Illugadóttir kemur svo til okkar í lok þáttar með dýraspjall. Fjölbreytt fána dýra sem þar verður rædd eða allavega hljóðin sem þau gefa frá sér.
9/8/20230
Episode Artwork

Óvinur birkiþélu, orkuskipti í dreifbýli, málfar og dýraspjall

Náttúrulegur óvinur birkiþélunnar er kominn til landsins - Brynja Hrafnkelsdóttir, skógfræðingur, var í skoðunarferð í skógi við Rauðavatn í fyrradag þegar hún varð vör við glænýja tegund sem enn er ekki ljóst hvað heitir, sníkjudýr sem lifir á birkiþélunni sem plagar birkið síðsumars. Framtíð birkisins virðist töluvert bjartari með tilkomu þessara nýju landnema. Hvernig er best að takast á við orkuskipti á landsbyggðinni, hverjar eru áskoranirnar og sóknarfærin og hvernig geta dreifbýl svæði í Evrópu unnið saman? Ottó Elíasson, rannsókna- og þróunarstjóri hjá Eimi,hefur velt þessu mikið fyrir sér en nýlega fengu hann og fleiri stóran Evrópustyrk til að vinna orkuskiptaáætlanir fyrir fimm dreifbýl svæði í Evrópu. Við ræðum við Ottó. Málfarsmínútan verður á sínum stað. Vera Illugadóttir kemur svo til okkar í lok þáttar með dýraspjall. Fjölbreytt fána dýra sem þar verður rædd eða allavega hljóðin sem þau gefa frá sér.
9/8/202355 minutes
Episode Artwork

Saga pillunnar, ruslamenning og eldur í rafhjólum

VIð kynnum okkur sögu getnaðarvarnarpillunnar á Íslandi. Sú saga er stórmerkileg en hefur lítið verið rannsökuð fyrr en nýlega. Sagnfræðingurinn Ása Ester Sigurðardóttir gerði meistararannsókn sína um pilluna og á dögunum kom út grein eftir hana í Sögu, tímariti Sögufélagsins. Hún segir okkur frá áhrifum pillunnar á líf íslenskra kvenna, eftir að hún kom fyrst á markað í upphafi sjöunda áratugarins. Og svo er það ruslið. Það er um allt og verður sífellt meira. Við ætlum að kynna okkur ruslmenningu þjóðarinnar í sögulegu samhengi. Ágústa Edwald Maxwell fornleifafræðingur hefur rannsakað rusl og meðal annars grafið upp gamla ruslahauga. Síðastliðinn sólarhring hefur slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í tvígang verið kallað út vegna elds í rafhlaupahjóli. Þetta er vaxandi vandamál víða um heim og tengist ekki bara rafhjólum heldur ótal hlutum sem fólk notar dagsdaglega og innihalda lithíum-rafhlöður. Einar Bergmann Sveinsson, fagstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, kemur til okkar.
9/7/20230
Episode Artwork

Saga pillunnar, ruslamenning og eldur í rafhjólum

VIð kynnum okkur sögu getnaðarvarnarpillunnar á Íslandi. Sú saga er stórmerkileg en hefur lítið verið rannsökuð fyrr en nýlega. Sagnfræðingurinn Ása Ester Sigurðardóttir gerði meistararannsókn sína um pilluna og á dögunum kom út grein eftir hana í Sögu, tímariti Sögufélagsins. Hún segir okkur frá áhrifum pillunnar á líf íslenskra kvenna, eftir að hún kom fyrst á markað í upphafi sjöunda áratugarins. Og svo er það ruslið. Það er um allt og verður sífellt meira. Við ætlum að kynna okkur ruslmenningu þjóðarinnar í sögulegu samhengi. Ágústa Edwald Maxwell fornleifafræðingur hefur rannsakað rusl og meðal annars grafið upp gamla ruslahauga. Síðastliðinn sólarhring hefur slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í tvígang verið kallað út vegna elds í rafhlaupahjóli. Þetta er vaxandi vandamál víða um heim og tengist ekki bara rafhjólum heldur ótal hlutum sem fólk notar dagsdaglega og innihalda lithíum-rafhlöður. Einar Bergmann Sveinsson, fagstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, kemur til okkar.
9/7/202355 minutes
Episode Artwork

06.09.2023

9/6/20230
Episode Artwork

Sameining MA og VMA, Litla saumastofan og bóluefni við malaríu

Í gær boðaði Ásmundur Einar Daðason, skóla- og barnamálaráðherra til fundar með framhaldsskólunum á Akureyri í menningarhúsinu Hofi, nær fyrirvaralaust, þar sem hann kynnti þá ákvörðun sína að sameina skólana. Ákvörðunin hefur vakið mikil viðbrögð, sérstaklega meðal nemenda MA sem hafa boðað til mótmæla á Ráðhústorginu nú á eftir. Við ræðum við skólameistara skólanna tveggja, Sigríði Huld Jónsdóttur, skólameistara VMA og Karl Frímannsson, skólameistara MA. Að vísu í tvennu lagi því Sigríður var á leið til útlanda. Við höldum okkur á Akureyri því við kíkjum í heimsókn á Litlu saumastofuna þar í bæ, þar sem endurnýting er í hávegum höfð. Svava Daðadóttir og Anna Guðný Helgadóttir reka stofuna. Málfarsmínúta. Mikil þróun hefur verið í þróun bóluefnis við Malaríu sem er landlæg víða í Afríku sunnan Sahara. Edda Olgudóttir fer yfir þetta í vísindaspjalli dagsins.
9/6/202355 minutes
Episode Artwork

Fjarskiptatruflanir, dagbækur Sveins og Rauði krossinn tilnefndur

Í gær bárust fréttir af því að ekkert símasamband væri sumstaðar í Eddu, húsi íslenskunnar. Ástæðan er sögð koparklæðning utan á húsinu sem hindrar að fjarskiptamerki berist inn í húsið. Við ætlum að forvitnast um þetta, hvað veldur og hvað annað getur valdið því að fjarskipti truflist. Þorleifur Jónasson fjarskiptatæknifræðingur og sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu sest hjá okkur eftir smástund. Við kynnum okkur dagbækur Sveins Þórarinssonar, amtskrifara á Akureyri. Hann hélt dagbók frá því hann var unglingur fram á dánardag árið 1869 og þykja bækurnar einstakur aldarspegill. Rithöfundurinn Jón Sveinsson, Nonni, var sonur Sveins. Una Haraldsdóttir, sagnfræðinemi, hefur rannsakað dagbækur Sveins í sumar og unnið að því að koma þeim yfir á stafrænt form. Rauði krossinn á Íslandi er tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Í ár beinir dómnefndin sjónum sínum að þeim miklu áskorunum sem fólgnar eru í framleiðslu og notkun á textíl. Árið 2021 söfnuðust tæplega 2300 tonn af textílefnum í gegnum fatasöfnunarkerfi Rauða krossins og þetta viðamikla verkefni er semsagt eitt af sjö verkefnum á Norðurlöndunum sem er tilnefnt. Guðbjörg Rut Pálmadóttir hjá Rauða krossinum segir okkur frá þessu á eftir.
9/5/20230
Episode Artwork

Fjarskiptatruflanir, dagbækur Sveins og Rauði krossinn tilnefndur

Í gær bárust fréttir af því að ekkert símasamband væri sumstaðar í Eddu, húsi íslenskunnar. Ástæðan er sögð koparklæðning utan á húsinu sem hindrar að fjarskiptamerki berist inn í húsið. Við ætlum að forvitnast um þetta, hvað veldur og hvað annað getur valdið því að fjarskipti truflist. Þorleifur Jónasson fjarskiptatæknifræðingur og sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu sest hjá okkur eftir smástund. Við kynnum okkur dagbækur Sveins Þórarinssonar, amtskrifara á Akureyri. Hann hélt dagbók frá því hann var unglingur fram á dánardag árið 1869 og þykja bækurnar einstakur aldarspegill. Rithöfundurinn Jón Sveinsson, Nonni, var sonur Sveins. Una Haraldsdóttir, sagnfræðinemi, hefur rannsakað dagbækur Sveins í sumar og unnið að því að koma þeim yfir á stafrænt form. Rauði krossinn á Íslandi er tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Í ár beinir dómnefndin sjónum sínum að þeim miklu áskorunum sem fólgnar eru í framleiðslu og notkun á textíl. Árið 2021 söfnuðust tæplega 2300 tonn af textílefnum í gegnum fatasöfnunarkerfi Rauða krossins og þetta viðamikla verkefni er semsagt eitt af sjö verkefnum á Norðurlöndunum sem er tilnefnt. Guðbjörg Rut Pálmadóttir hjá Rauða krossinum segir okkur frá þessu á eftir.
9/5/202355 minutes
Episode Artwork

Gagnýrni á heimildakaup, hollvinir SAK og gamlar dómabækur

Samfélagið heldur áfram að fjalla um valkvæðan markað með kolefniseiningar. Guðmundur Sigbergsson, framkvæmdastjóri Loftslagsskrár Íslands, hefur verið leiðandi á þessum markaði hér. Á sama tíma og hann hefur trú á sölu kolefniseininga er hann gagnrýninn á þá ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfisráðherra, að kaupa losunarheimildir af Slóvakíu til að gera upp síðara skuldbindingatímabil Kyoto-bókunarinnar. Við kynnum okkur starfsemi Hollvinasamtaka Sjúkrahússins á Akureyri sem nýlega áttu tíu ára afmæli og gáfu spítalanum, sem á bráðum 150 ára afmæli, nýja hryggsjá. Jóhannes G. Bjarnason, íþróttakennari og fyrrum bæjarfulltrúi Framsóknar er formaður stjórnar samtakanna. Ólafur Valdimar Ómarsson, skjalavörður á Þjóðskjalasafninu, hefur rýnt í gamlar dómabækur og hefur fundið ýmislegt mjög áhugavert.
9/4/20230
Episode Artwork

Gagnýrni á heimildakaup, hollvinir SAK og gamlar dómabækur

Samfélagið heldur áfram að fjalla um valkvæðan markað með kolefniseiningar. Guðmundur Sigbergsson, framkvæmdastjóri Loftslagsskrár Íslands, hefur verið leiðandi á þessum markaði hér. Á sama tíma og hann hefur trú á sölu kolefniseininga er hann gagnrýninn á þá ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfisráðherra, að kaupa losunarheimildir af Slóvakíu til að gera upp síðara skuldbindingatímabil Kyoto-bókunarinnar. Við kynnum okkur starfsemi Hollvinasamtaka Sjúkrahússins á Akureyri sem nýlega áttu tíu ára afmæli og gáfu spítalanum, sem á bráðum 150 ára afmæli, nýja hryggsjá. Jóhannes G. Bjarnason, íþróttakennari og fyrrum bæjarfulltrúi Framsóknar er formaður stjórnar samtakanna. Ólafur Valdimar Ómarsson, skjalavörður á Þjóðskjalasafninu, hefur rýnt í gamlar dómabækur og hefur fundið ýmislegt mjög áhugavert.
9/4/202355 minutes
Episode Artwork

Afmæli blóðbankans, losunarbókhald og langreyðar

Blóðbanki snýst um miklu meira en að taka fólki blóð. Blóðbanki Landspítalans á sjötíu ára afmæli og því er fagnað þessa dagana, meðal annars með ráðstefnuröð þar sem meðal annars er fjallað um vefjaverkfræði og stofnfrumur. Við ræðum við Ólaf E. Sigurjónsson en hann stýrir rannsóknum og nýsköpun hjá Blóðbankanum. Bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar um losun Íslands benda til þess að losunin hafi staðið í stað árið 2022, allt útlit er hins vegar fyrir að hún aukist í ár og heljarinnar átak framundan ætli stjórnvöld að standa við loftslagsloforð. Rafn Helgason, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun ræðir við okkur um þetta. Málfarsmínúta. Dýraspjall. Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalafræðingur, fræðir okkur um langreyðar - að gefnu tilefni.
9/1/20230
Episode Artwork

Afmæli blóðbankans, losunarbókhald og langreyðar

Blóðbanki snýst um miklu meira en að taka fólki blóð. Blóðbanki Landspítalans á sjötíu ára afmæli og því er fagnað þessa dagana, meðal annars með ráðstefnuröð þar sem meðal annars er fjallað um vefjaverkfræði og stofnfrumur. Við ræðum við Ólaf E. Sigurjónsson en hann stýrir rannsóknum og nýsköpun hjá Blóðbankanum. Bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar um losun Íslands benda til þess að losunin hafi staðið í stað árið 2022, allt útlit er hins vegar fyrir að hún aukist í ár og heljarinnar átak framundan ætli stjórnvöld að standa við loftslagsloforð. Rafn Helgason, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun ræðir við okkur um þetta. Málfarsmínúta. Dýraspjall. Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalafræðingur, fræðir okkur um langreyðar - að gefnu tilefni.
9/1/202355 minutes
Episode Artwork

Græni lykillinn, Úkraínuverkefnið og matsveppir

Íslandshótel reka 17 hótel víða um land. Þar af 7 í höfuðborginni. Nýlega var sagt frá því að hótelin sjö í Reykjavík væru komin með umhverfisvottun, auk 6 hótela á landsbyggðinni. Vottunin er kölluð Green Key og er alþjóðlega viðurkennt vottunarkerfi í ferðaþjónustu. Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela segir okkur hvað felst í þessu. Við kynnum okkur Úkraínuverkefni Háskóla Íslands en fjöldi fólks kemur að því að fjalla um Úkraínu frá ýmsum hliðum og halda ýmsa viðburði. Ræðum við Val Gunnarsson og Helgu Brekkan. Nú er runninn upp tími matsveppa og rétti tíminn til að fylla körfurnar og safna forða til vetrarins. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur, gefur góð ráð um sveppatínslu fyrir byrjendur.
8/31/20230
Episode Artwork

Græni lykillinn, Úkraínuverkefnið og matsveppir

Íslandshótel reka 17 hótel víða um land. Þar af 7 í höfuðborginni. Nýlega var sagt frá því að hótelin sjö í Reykjavík væru komin með umhverfisvottun, auk 6 hótela á landsbyggðinni. Vottunin er kölluð Green Key og er alþjóðlega viðurkennt vottunarkerfi í ferðaþjónustu. Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela segir okkur hvað felst í þessu. Við kynnum okkur Úkraínuverkefni Háskóla Íslands en fjöldi fólks kemur að því að fjalla um Úkraínu frá ýmsum hliðum og halda ýmsa viðburði. Ræðum við Val Gunnarsson og Helgu Brekkan. Nú er runninn upp tími matsveppa og rétti tíminn til að fylla körfurnar og safna forða til vetrarins. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur, gefur góð ráð um sveppatínslu fyrir byrjendur.
8/31/202355 minutes
Episode Artwork

Veggjalýs, skynmat og músarannsóknir

Veggjalús á sér langa og stormasama sögu á Íslandi Karl Skírnisson, doktor og sníkjudýrasérfræðingur skrifaði ritrýnda grein í nýjasta tölublað Náttúrufræðingsins þar sem saga þessa kvikindis er rakin. Á Matís er starfrækt sérstök skynmatsdeild þar sem þjálfaðir starfsmenn smakka á hinu og þessu og meta bragð, lykt og áferð. Við ræðum við Aðalheiði Ólafsdóttur, skynmatsstjóra Matís um hvernig þessari aðferð er beitt og til hvers. Vísindaspjall: Edda Olgudóttir segir frá rannsóknum á ólíkum áhrifum streitu á kvenmýs og karlmýs.
8/30/20230
Episode Artwork

Veggjalýs, skynmat og músarannsóknir

Veggjalús á sér langa og stormasama sögu á Íslandi Karl Skírnisson, doktor og sníkjudýrasérfræðingur skrifaði ritrýnda grein í nýjasta tölublað Náttúrufræðingsins þar sem saga þessa kvikindis er rakin. Á Matís er starfrækt sérstök skynmatsdeild þar sem þjálfaðir starfsmenn smakka á hinu og þessu og meta bragð, lykt og áferð. Við ræðum við Aðalheiði Ólafsdóttur, skynmatsstjóra Matís um hvernig þessari aðferð er beitt og til hvers. Vísindaspjall: Edda Olgudóttir segir frá rannsóknum á ólíkum áhrifum streitu á kvenmýs og karlmýs.
8/30/202355 minutes
Episode Artwork

Skaftárhlaup, sýndarveruleiki og Páll Líndal

Nú er hafið Skaftárhlaup. Aukið rennsli mælist í ánni og aukin leiðni auk þess sem brennisteinslykt hefur fundist. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni má búast við hefðbundnu hlaupi - sem vonandi gefur fyrirheit um að engin vá sé fyrir dyrum. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins. Við ætlum að fræðast um Skaftárhlaup á eftir þegar Þorsteinn Þorsteinsson sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofunni sest hjá okkur. Ímyndaðu þér að geta verið hvað sem þú vilt, flakkað í tíma og rúmi og talað við hvern sem er. Bergur Kári Björnsson er tvítugur og hefur frá fermingu verið hluti af sýndarveruleikaheimi í gegnum tölvuleikinn VR Chat, kynnst fólki frá öllum heimshornum og hannað sýna eigin hliðarheima. Hann segir okkur frá reynslunni af lífinu og samskiptum í sýndarveruleikanum. Svo fáum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi sem snýr aftur eftir sumarleyfi.
8/29/20230
Episode Artwork

Skaftárhlaup, sýndarveruleiki og Páll Líndal

Nú er hafið Skaftárhlaup. Aukið rennsli mælist í ánni og aukin leiðni auk þess sem brennisteinslykt hefur fundist. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni má búast við hefðbundnu hlaupi - sem vonandi gefur fyrirheit um að engin vá sé fyrir dyrum. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins. Við ætlum að fræðast um Skaftárhlaup á eftir þegar Þorsteinn Þorsteinsson sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofunni sest hjá okkur. Ímyndaðu þér að geta verið hvað sem þú vilt, flakkað í tíma og rúmi og talað við hvern sem er. Bergur Kári Björnsson er tvítugur og hefur frá fermingu verið hluti af sýndarveruleikaheimi í gegnum tölvuleikinn VR Chat, kynnst fólki frá öllum heimshornum og hannað sýna eigin hliðarheima. Hann segir okkur frá reynslunni af lífinu og samskiptum í sýndarveruleikanum. Svo fáum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi sem snýr aftur eftir sumarleyfi.
8/29/202355 minutes
Episode Artwork

Fréttir af dómsmálum, COP, málfar, ruslarabb og Ævar á Akranesi

Við ætlum að forvitnast um Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna, sem er oftast kallað COP og svo fylgir tala. Í fyrra var COP 27 og í haust fer COP 28 fram. Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagráðs kemur til okkar og segir okkur allt um COP. Við ætlum að skoða hvert frelsi fjölmiðla er til fréttaflutnings við meðferð sakamála, eftir fréttabann sem héraðsdómur skellti á við aðalmeðferð stóra kókaínsmálsins í byrjun þessa árs. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður kemur til okkar og veltir upp öllum hliðum þessa máls. Við fáum góða heimsókn úr safni RÚV. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri kemur hingað með skemmtilega upptöku. Að þessu sinni rifjar hún upp heimsókn Ævars Kjartanssonar á Akranes árið 1986. Við heyrum málfarsmínútu og svo dustum við rykið af ruslarabbinu í umsjón Þórhildar okkar Ólafsdóttur.
8/28/20230
Episode Artwork

Fréttir af dómsmálum, COP, málfar, ruslarabb og Ævar á Akranesi

Við ætlum að forvitnast um Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna, sem er oftast kallað COP og svo fylgir tala. Í fyrra var COP 27 og í haust fer COP 28 fram. Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagráðs kemur til okkar og segir okkur allt um COP. Við ætlum að skoða hvert frelsi fjölmiðla er til fréttaflutnings við meðferð sakamála, eftir fréttabann sem héraðsdómur skellti á við aðalmeðferð stóra kókaínsmálsins í byrjun þessa árs. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður kemur til okkar og veltir upp öllum hliðum þessa máls. Við fáum góða heimsókn úr safni RÚV. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri kemur hingað með skemmtilega upptöku. Að þessu sinni rifjar hún upp heimsókn Ævars Kjartanssonar á Akranes árið 1986. Við heyrum málfarsmínútu og svo dustum við rykið af ruslarabbinu í umsjón Þórhildar okkar Ólafsdóttur.
8/28/202355 minutes
Episode Artwork

Stýrivextir, rafskútuslys og geitungar

Stýrivextir voru í vikunni hækkaðir í fjórtánda skipti í röð og fólk er farið að finna fyrir háu vaxtastigi og verðbólgu. Við ræðum við Kristínu Eir Helgadóttur ráðgjafa hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, sem í ár hefur aðstoðað áttatíu manns í skuldavanda og horfir sjálf á afborganirnar af húsnæðisláninu hækka og hækka. Frásögn konu á Akureyri sem lenti í slysi á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis hefur vakið nokkra athygli. Konan sagði frá slysinu á Facebook og þar kom fram að hún reyndist höfuðkúpubrotin, kinnbeinsbrotin og kjálkabrotin eftir skoðun á sjúkrahúsi. Hún sagðist skammast sín fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun og vonast til að enginn þurfi að lenda í því sama. En er eitthvað hægt að gera til að koma í veg fyrir að fólk geti leigt sér slík hjól undir áhrifum? Eða takmarka virkni hjólanna þannig að minni líkur séu á alvarlegum slysum? Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Hopp ætlar að ræða það við okkur á eftir. Svo fáum við dýraspjall í lok þáttar. Á þessum árstíma verða geitungar oft ágengari en hvers vegna? Og hafa þeir einhvern tilgang í vistkerfinu? Ragnhildur Guðmundsdóttir, líffræðingur og sérfræðingur hjá Náttúruminjasafni Íslands ræðir við okkur um þá.
8/25/20230
Episode Artwork

Stýrivextir, rafskútuslys og geitungar

Stýrivextir voru í vikunni hækkaðir í fjórtánda skipti í röð og fólk er farið að finna fyrir háu vaxtastigi og verðbólgu. Við ræðum við Kristínu Eir Helgadóttur ráðgjafa hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, sem í ár hefur aðstoðað áttatíu manns í skuldavanda og horfir sjálf á afborganirnar af húsnæðisláninu hækka og hækka. Frásögn konu á Akureyri sem lenti í slysi á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis hefur vakið nokkra athygli. Konan sagði frá slysinu á Facebook og þar kom fram að hún reyndist höfuðkúpubrotin, kinnbeinsbrotin og kjálkabrotin eftir skoðun á sjúkrahúsi. Hún sagðist skammast sín fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun og vonast til að enginn þurfi að lenda í því sama. En er eitthvað hægt að gera til að koma í veg fyrir að fólk geti leigt sér slík hjól undir áhrifum? Eða takmarka virkni hjólanna þannig að minni líkur séu á alvarlegum slysum? Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Hopp ætlar að ræða það við okkur á eftir. Svo fáum við dýraspjall í lok þáttar. Á þessum árstíma verða geitungar oft ágengari en hvers vegna? Og hafa þeir einhvern tilgang í vistkerfinu? Ragnhildur Guðmundsdóttir, líffræðingur og sérfræðingur hjá Náttúruminjasafni Íslands ræðir við okkur um þá.
8/25/202355 minutes
Episode Artwork

Tilfinningar tengdar skólabyrjun og vistun ungs fólks á elliheimilum

Skólabyrjun og tilfinningar sem henni tengjast. Samfélagið fór í heimsókn í Lindaskóla í Kópavogi og ræddi við Nönnu Hlín Skúladóttur kennara og Ásu Margréti Sigurjónsdóttur skólasálfræðing. Það hefur lengi tíðkast að vista ungt fólk með fötlun á hjúkrunarheimilum og Atli Þór Kristinsson, sagnfræðinemi, er að skoða þessa tilhneigingu sem teygir sig aftur til þriðja áratugarins þegar fyrstu heimilin fyrir aldraða voru stofnuð. Stefán Gíslason flytur umhverfispistil um áhyggjur og andvaraleysi í loftslagsmálum.
8/24/20230
Episode Artwork

Tilfinningar tengdar skólabyrjun og vistun ungs fólks á elliheimilum

Skólabyrjun og tilfinningar sem henni tengjast. Samfélagið fór í heimsókn í Lindaskóla í Kópavogi og ræddi við Nönnu Hlín Skúladóttur kennara og Ásu Margréti Sigurjónsdóttur skólasálfræðing. Það hefur lengi tíðkast að vista ungt fólk með fötlun á hjúkrunarheimilum og Atli Þór Kristinsson, sagnfræðinemi, er að skoða þessa tilhneigingu sem teygir sig aftur til þriðja áratugarins þegar fyrstu heimilin fyrir aldraða voru stofnuð. Stefán Gíslason flytur umhverfispistil um áhyggjur og andvaraleysi í loftslagsmálum.
8/24/202355 minutes
Episode Artwork

Þroskunarerfðafræði, íslenskunám, málfar og vísindaspjall

Benedikt Hallgrímsson hefur nokkra titla, en einn þeirra er þroskunarerfðafræðingur. Benedikt var hér á landi í síðustu viku og talaði á málþingi um þróun, líffræðilega fjölbreytni og sjúkdóma. Við heyrum í honum og Arnari Pálssyni einum skipuleggjenda málþingsins. Matseðlar á ensku, starfsfólk sem talar ensku og áhyggjur af því að ferðaþjónustan grafi undan íslenskunni - þetta hefur verið töluvert í deiglunni í sumar. Flavio Spadavecchia er frá Ítalíu. Hann vann í ferðaþjónustu á Suðurlandi í nokkur ár og hefur upplifað hvernig það er að reyna að læra íslensku samhliða löngum vöktum. Málfarsmínútan verður á sínum stað í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Edda Olgudóttir kemur svo í lok þáttar í vísindaspjall.
8/23/20230
Episode Artwork

Þroskunarerfðafræði, íslenskunám, málfar og vísindaspjall

Benedikt Hallgrímsson hefur nokkra titla, en einn þeirra er þroskunarerfðafræðingur. Benedikt var hér á landi í síðustu viku og talaði á málþingi um þróun, líffræðilega fjölbreytni og sjúkdóma. Við heyrum í honum og Arnari Pálssyni einum skipuleggjenda málþingsins. Matseðlar á ensku, starfsfólk sem talar ensku og áhyggjur af því að ferðaþjónustan grafi undan íslenskunni - þetta hefur verið töluvert í deiglunni í sumar. Flavio Spadavecchia er frá Ítalíu. Hann vann í ferðaþjónustu á Suðurlandi í nokkur ár og hefur upplifað hvernig það er að reyna að læra íslensku samhliða löngum vöktum. Málfarsmínútan verður á sínum stað í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Edda Olgudóttir kemur svo í lok þáttar í vísindaspjall.
8/23/202355 minutes
Episode Artwork

Kolefnismarkaðir, snjallsímar í skólum og umhverfissálfræði

Við kynnum okkur kolefnismarkaði sem eru alls konar, og í sókn bæði hér á landi og erlendis. Hrafnhildur Bragadóttir aðjúnkt við Lagadeild HÍ, er vel heima í því máli og skipuleggur málþing sem fer fram á Þjóðminjasafninu á morgun. Hvers vegna vill UNESCO, ásamt ýmsum öðrum, svo gott sem banna snjalltæki í skólum? Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði fer yfir hvaða áhrif snjalltæki hafa á börnin okkar, hvað gerist raunverulega í heilanum á þeim við notkun slíkra tækja og hvernig best er fyrir kennslusamfélagið og foreldra að bregðast við í ljósri nýjustu rannsókna. Fanney Birna Jónsdóttir ræðir við hann. Í lok þáttar heyrum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi, þetta er endurtekinn pistill frá síðastliðnu hausti en Páll mætir hér með glænýja pistla frá og með næsta þriðjudegi.
8/22/20230
Episode Artwork

Kolefnismarkaðir, snjallsímar í skólum og umhverfissálfræði

Við kynnum okkur kolefnismarkaði sem eru alls konar, og í sókn bæði hér á landi og erlendis. Hrafnhildur Bragadóttir aðjúnkt við Lagadeild HÍ, er vel heima í því máli og skipuleggur málþing sem fer fram á Þjóðminjasafninu á morgun. Hvers vegna vill UNESCO, ásamt ýmsum öðrum, svo gott sem banna snjalltæki í skólum? Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði fer yfir hvaða áhrif snjalltæki hafa á börnin okkar, hvað gerist raunverulega í heilanum á þeim við notkun slíkra tækja og hvernig best er fyrir kennslusamfélagið og foreldra að bregðast við í ljósri nýjustu rannsókna. Fanney Birna Jónsdóttir ræðir við hann. Í lok þáttar heyrum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi, þetta er endurtekinn pistill frá síðastliðnu hausti en Páll mætir hér með glænýja pistla frá og með næsta þriðjudegi.
8/22/202355 minutes
Episode Artwork

Auðlindagarðurinn, barnabókasafn, málfar og Þjóðskjalasafnið

Í Svartsengi starfrækir HS Orka jarðvarmavirkjun eins og flestir vita. En þar er líka unnið að því að fullnýta það sem fellur til við orkuvinnsluna, varma, koltvísýring, ylsjó og margt fleira, í Auðlindagarðinum sem svo er kallaður. Bláa lónið er líklega augljósasta dæmið um hvernig þetta fer saman. Við heimsóttum Svartsengi fyrr í sumar og ræddum þar við Dagnýju Jónsdóttur, hún er deildarstjóri Auðlindagarðsins. Við kynnum okkur Félag um barnabókasafn, þar eru nokkrar hugsjónakonur sem sumar hafa unnið að því í tugi ára að láta drauminn um íslenskt barnabókasafn verða að veruleika. Það hafa ýmsar hindranir verið í veginum - sú stærsta lítur að fjármagni til þess að koma bókunum úr pappakössunum í framtíðarhúsnæði. Svo heimsækjum við Þjóðskjalasafn Íslands eins og hefð er fyrir. Þar tekur á móti okkur Ragnhildur Anna Kjartansdóttir, skjalavörður. Hún ætlar að sýna okkur merkileg skjöl frá upphafi átjándu aldar og rýna í þau með okkur. Málfarsmínútan verður svo á sínum stað.
8/21/20230
Episode Artwork

Auðlindagarðurinn, barnabókasafn, málfar og Þjóðskjalasafnið

Í Svartsengi starfrækir HS Orka jarðvarmavirkjun eins og flestir vita. En þar er líka unnið að því að fullnýta það sem fellur til við orkuvinnsluna, varma, koltvísýring, ylsjó og margt fleira, í Auðlindagarðinum sem svo er kallaður. Bláa lónið er líklega augljósasta dæmið um hvernig þetta fer saman. Við heimsóttum Svartsengi fyrr í sumar og ræddum þar við Dagnýju Jónsdóttur, hún er deildarstjóri Auðlindagarðsins. Við kynnum okkur Félag um barnabókasafn, þar eru nokkrar hugsjónakonur sem sumar hafa unnið að því í tugi ára að láta drauminn um íslenskt barnabókasafn verða að veruleika. Það hafa ýmsar hindranir verið í veginum - sú stærsta lítur að fjármagni til þess að koma bókunum úr pappakössunum í framtíðarhúsnæði. Svo heimsækjum við Þjóðskjalasafn Íslands eins og hefð er fyrir. Þar tekur á móti okkur Ragnhildur Anna Kjartansdóttir, skjalavörður. Hún ætlar að sýna okkur merkileg skjöl frá upphafi átjándu aldar og rýna í þau með okkur. Málfarsmínútan verður svo á sínum stað.
8/21/202355 minutes
Episode Artwork

Hernámsárin, zebrafiskar, málfar og syngjandi lemúrar

Við ræðum við tvo grúskara sem hafa mikinn áhuga á seinni heimstyrjöldinni og hernámsárunum á Íslandi. Þeir hafa báðir skoðað dauðsföll tengd veru setuliðsins hér á landi. Gauti Páll Jónsson hefur skoðað sérstaklega bílslys tengd hernum, þau voru furðumörg og það dóu bæði fullorðnir og börn. Gísli Jökull Gíslason lögreglumaður hefur legið yfir gömlum málum, meðal annars máli ungrar stúlku sem lést í kjölfar árásar hermanns. Við tölum við sameindalíffræðinginn Söru Sigurbjörnsdóttur í dýraspjalli dagsins. Hún vinnur með sebrafiskum, sem geta víst gefið okkur mikilvægar upplýsingar sem gætu nýst við þróun á lyfjum við slitgigt. Við fáum eina málfarsmínútu í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Svo kemur hin eina sanna Vera Illugadóttir til okkar í lok þáttar. Hún ætlar að segja okkur frá frændum okkar lemúrum.
6/16/20230
Episode Artwork

Rannsóknarstofa Vegagerðarinnar, blóðgjafir, ruslarabb og Stefán Gísla

Það er ekkert tilviljanakennt við vegagerð, eins og komast má að þegar rannsóknarstofa Vegagerðarinnar er heimsótt - þar eru gerðar að því er virðist endalausar prófanir á steinefnum, allt gert til að örugglega verði settur saman hinn fullkomni vegur sem standist álag umferðar og veðurs. Jarðfræðingurinn Erla María Hauksdóttir tók á móti Samfélaginu sýndi græjurnar og grjótið og vísindin að baki. Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn var í gær og ýmislegt gert í tilefni af honum til að minna á mikilvægi þess að gefa blóð og hvetja nýja blóðgjafa til að drífa sig í blóðbankann. Við ætlum að ræða blóðgjöf og blóðgjafa við formann blóðgjafafélags Íslands, Davíð Stefán Guðmundsson Við fáum svo í lok þáttar umhverfispistil frá Stefáni Gíslasyni.
6/15/20230
Episode Artwork

Rannsóknarstofa Vegagerðarinnar, blóðgjafir, ruslarabb og Stefán Gísla

Það er ekkert tilviljanakennt við vegagerð, eins og komast má að þegar rannsóknarstofa Vegagerðarinnar er heimsótt - þar eru gerðar að því er virðist endalausar prófanir á steinefnum, allt gert til að örugglega verði settur saman hinn fullkomni vegur sem standist álag umferðar og veðurs. Jarðfræðingurinn Erla María Hauksdóttir tók á móti Samfélaginu sýndi græjurnar og grjótið og vísindin að baki. Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn var í gær og ýmislegt gert í tilefni af honum til að minna á mikilvægi þess að gefa blóð og hvetja nýja blóðgjafa til að drífa sig í blóðbankann. Við ætlum að ræða blóðgjöf og blóðgjafa við formann blóðgjafafélags Íslands, Davíð Stefán Guðmundsson Við fáum svo í lok þáttar umhverfispistil frá Stefáni Gíslasyni.
6/15/202355 minutes
Episode Artwork

Veðurathuganir um allan heim, meindýr, málfar, ruslarabb og streita

Íslendingar hugsa mikið um veður, skoða spár og fréttir - enda veður hér válynd og óútreiknanleg. Íbúar heimsbyggðarinnar eru allajafna ekki svona upptekin af veðrinu, en það er líka meðal annars vegna þess að víða skortir einfaldlega rannsóknartæki til að safna upplýsingum og vinna úr þeim, vara við þegar hættur steðja að. Nú er unnið að því að þétta net veðurathugunarstöðva meðal annars í Afríku og karabíska hafinu - þetta hjálpar auðvitað fólki á þessum svæðum mjög - en þetta skiptir allan heimin líka máli - líka okkur Íslendinga - til dæmis er viðstöðulaus rigningatíð hér sunnanlands möglega afleiðing sandstorma í Sahara eyðimörkinni. Já veður og veðurkerfi tengjast og virða engin landamæri. Jórunn Harðardóttir rannsóknarstjóri hjá Veðurstofu Íslands sest hjá okkur. Við heimsækjum Skógræktina við Mógilsá. Þar hittum við Brynju Hrafnkelsdóttur skordýrafræðing. Hún ætlar að fræða okkur um hvernig meindýrin koma undan hörðum vetri og hráslagalegu vori. Málfarsmínúta Ruslarabb um brauðpokafestingar. Vísindaspjallið með Eddu Olgudóttur, hún segir okkur frá rannsóknum um hvaða áhrif streita hefur á heilastöðvarnar sem stjórna áti.
6/14/20230
Episode Artwork

Veðurathuganir um allan heim, meindýr, málfar, ruslarabb og streita

Íslendingar hugsa mikið um veður, skoða spár og fréttir - enda veður hér válynd og óútreiknanleg. Íbúar heimsbyggðarinnar eru allajafna ekki svona upptekin af veðrinu, en það er líka meðal annars vegna þess að víða skortir einfaldlega rannsóknartæki til að safna upplýsingum og vinna úr þeim, vara við þegar hættur steðja að. Nú er unnið að því að þétta net veðurathugunarstöðva meðal annars í Afríku og karabíska hafinu - þetta hjálpar auðvitað fólki á þessum svæðum mjög - en þetta skiptir allan heimin líka máli - líka okkur Íslendinga - til dæmis er viðstöðulaus rigningatíð hér sunnanlands möglega afleiðing sandstorma í Sahara eyðimörkinni. Já veður og veðurkerfi tengjast og virða engin landamæri. Jórunn Harðardóttir rannsóknarstjóri hjá Veðurstofu Íslands sest hjá okkur. Við heimsækjum Skógræktina við Mógilsá. Þar hittum við Brynju Hrafnkelsdóttur skordýrafræðing. Hún ætlar að fræða okkur um hvernig meindýrin koma undan hörðum vetri og hráslagalegu vori. Málfarsmínúta Ruslarabb um brauðpokafestingar. Vísindaspjallið með Eddu Olgudóttur, hún segir okkur frá rannsóknum um hvaða áhrif streita hefur á heilastöðvarnar sem stjórna áti.
6/14/202355 minutes
Episode Artwork

Fiskveiðiráðgjöf, loftmengun og að lifa eins og kóngur í eggi

Hafrannsóknastofnun kynnti fyrir helgi úttekt sína á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Og þar er sjálfbær nýting lykilhugtak. Ákveðnar tegundir eru í aðalhlutverki þarna sem fyrr, þorskur og ýsa eru t.d. í betra standi en í fyrra - það er lögð til aukning um 1% í aflamarki þorsks og heil 23% í ýsu. En líka samdráttur í ýmsum öðrum tegundum. Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar ætlar að ræða við okkur um ráðgjöfina, vísindin þar að baki og markmiðið um sjálfbæra nýtingu. Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor í umhverfisrétti og Gunnlaug Helga Einarsdóttir efnafræðingur hafa kært heilbrigðisnefnd Reykjavíkur til innviðaráðuneytisins fyrir aðgerðaleysi í tengslum við mikla loftmengun í Reykjavík - við ræðum við Aðalheiði í þættinum og heyrum hvaða leiðir þær eru að þræða til að koma málinu í farveg en það er óhætt að segja að ekki sé verið að gera almennum borgurum einfalt að bregðast við ógn gegn lýðheilsu. Málfarsráðunautur RÚV kemur svo til okkar í spjall um orðatiltæki, sem fólk ruglast oft á, til dæmis algengt að tveimur orðatiltækjum sé slegið saman - það getur verið fyndið - og vandræðalegt, en stundum kemur bara eitthvað nýtt og fallegt út úr þessu öllu saman.
6/13/20230
Episode Artwork

Fiskveiðiráðgjöf, loftmengun og að lifa eins og kóngur í eggi

Hafrannsóknastofnun kynnti fyrir helgi úttekt sína á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Og þar er sjálfbær nýting lykilhugtak. Ákveðnar tegundir eru í aðalhlutverki þarna sem fyrr, þorskur og ýsa eru t.d. í betra standi en í fyrra - það er lögð til aukning um 1% í aflamarki þorsks og heil 23% í ýsu. En líka samdráttur í ýmsum öðrum tegundum. Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar ætlar að ræða við okkur um ráðgjöfina, vísindin þar að baki og markmiðið um sjálfbæra nýtingu. Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor í umhverfisrétti og Gunnlaug Helga Einarsdóttir efnafræðingur hafa kært heilbrigðisnefnd Reykjavíkur til innviðaráðuneytisins fyrir aðgerðaleysi í tengslum við mikla loftmengun í Reykjavík - við ræðum við Aðalheiði í þættinum og heyrum hvaða leiðir þær eru að þræða til að koma málinu í farveg en það er óhætt að segja að ekki sé verið að gera almennum borgurum einfalt að bregðast við ógn gegn lýðheilsu. Málfarsráðunautur RÚV kemur svo til okkar í spjall um orðatiltæki, sem fólk ruglast oft á, til dæmis algengt að tveimur orðatiltækjum sé slegið saman - það getur verið fyndið - og vandræðalegt, en stundum kemur bara eitthvað nýtt og fallegt út úr þessu öllu saman.
6/13/202355 minutes
Episode Artwork

Unnin matvæli, málstol, málfar og roðskór fortíðar

Við ætlum að kynna okkur það sem upp á ensku hefur verið kallað ?ultra processed foods? - það eru mjög mikið unnin matvæli sem innihalda allskyns efni sem vissulega eru æt, en flokkast kannski ekki endilega sem matur í eiginlegum skilningi. Undanfarið hafa komið í ljós ýmsar vísbendingar um að þessi meðferð á matnum okkar sé heilsuspillandi og í nýrri bók eftir breska lækninn Chris Van Tulleken eru nýjustu rannsóknir um matvæli af þessu tagi teknar saman og því lýst hvernig risafyrirtæki markaðssetja vörur sem geymast lengi, eru bragðgóðar og allt að því ávanabindandi. Við ræðum þetta við Bryndísi Evu Birgisdóttur, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Málstol er máltruflun sem getur haft áhrif á máltjáningu og málskilning, lestur og skrift. Talmeinafræðingar geta aðstoðað þau sem þjást af málstoli sem er talið að séu yfir 100 á ári á Íslandi - og nú ætla talmeinafræðingar allsstaðar að úr heiminum að koma saman á næstunni og rýna í málstol meðferðir við því og rannsóknir. Við ræðum við Ester Sighvatsdóttur yfirtalmeinafræðing á Landspítalanum. Við heyrum eina málfarsmínútu og fáum svo heimsókn frá safni RÚV. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri ætlar að leyfa okkur að heyra áhugaverða upptöku úr safninu.
6/12/20230
Episode Artwork

Unnin matvæli, málstol, málfar og roðskór fortíðar

Við ætlum að kynna okkur það sem upp á ensku hefur verið kallað ?ultra processed foods? - það eru mjög mikið unnin matvæli sem innihalda allskyns efni sem vissulega eru æt, en flokkast kannski ekki endilega sem matur í eiginlegum skilningi. Undanfarið hafa komið í ljós ýmsar vísbendingar um að þessi meðferð á matnum okkar sé heilsuspillandi og í nýrri bók eftir breska lækninn Chris Van Tulleken eru nýjustu rannsóknir um matvæli af þessu tagi teknar saman og því lýst hvernig risafyrirtæki markaðssetja vörur sem geymast lengi, eru bragðgóðar og allt að því ávanabindandi. Við ræðum þetta við Bryndísi Evu Birgisdóttur, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Málstol er máltruflun sem getur haft áhrif á máltjáningu og málskilning, lestur og skrift. Talmeinafræðingar geta aðstoðað þau sem þjást af málstoli sem er talið að séu yfir 100 á ári á Íslandi - og nú ætla talmeinafræðingar allsstaðar að úr heiminum að koma saman á næstunni og rýna í málstol meðferðir við því og rannsóknir. Við ræðum við Ester Sighvatsdóttur yfirtalmeinafræðing á Landspítalanum. Við heyrum eina málfarsmínútu og fáum svo heimsókn frá safni RÚV. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri ætlar að leyfa okkur að heyra áhugaverða upptöku úr safninu.
6/12/202355 minutes
Episode Artwork

Útskriftarnemar, brotið og bramlað, málfar og dýrasvif

Flestir framhaldsskólar hafa útskrifað sitt fólk. Útskriftarárgangurinn í ár á að baki athyglisverð ár - covid setti tóninn í byrjun en hvernig endaði þetta allt saman og hvað ber framtíðin í skauti sér? VIð setjumst niður með tveimur nýútskrifuðum, það eru þau Erla Rúrí Sigurjónsdóttir úr Flensborg og Egill Breki Scheving úr Borgarholtsskóla. Sumarið er gjarnan tími fyrir ýmis konar leiki og sprell. Eitt af því sem býðst í Skemmtigarðinum í Grafarvogi er svokölluð Útrás þar sem fólk getur fengið brjóta og bramla alls kyns hluti, svo sem diska, glös og annað postulín, jólaskraut, sjónvörp, borð og bekki og svo mætti lengi telja. En hvaðan koma þessir hlutir og hvernig endurspegla þeir samfélag okkar og neysluhyggjuna sem oft virðist allsráðandi? Samfélagið bregður sér upp í Grafarvog hér á eftir og ræðir við Snorra Helgason framkvæmdastjóra Skemmtigarðsins. Málfarsmínúta er á sínum stað og svo er Dýraspjall, að þessu sinni er rætt við Hildi Pétursdóttur, sérfræðing hjá Hafró en hún er sérfróð um svokallað dýrasvif, sem eru smá en mikilvæg öllu lífríki hafs.
6/9/20230
Episode Artwork

Útskriftarnemar, brotið og bramlað, málfar og dýrasvif

Flestir framhaldsskólar hafa útskrifað sitt fólk. Útskriftarárgangurinn í ár á að baki athyglisverð ár - covid setti tóninn í byrjun en hvernig endaði þetta allt saman og hvað ber framtíðin í skauti sér? VIð setjumst niður með tveimur nýútskrifuðum, það eru þau Erla Rúrí Sigurjónsdóttir úr Flensborg og Egill Breki Scheving úr Borgarholtsskóla. Sumarið er gjarnan tími fyrir ýmis konar leiki og sprell. Eitt af því sem býðst í Skemmtigarðinum í Grafarvogi er svokölluð Útrás þar sem fólk getur fengið brjóta og bramla alls kyns hluti, svo sem diska, glös og annað postulín, jólaskraut, sjónvörp, borð og bekki og svo mætti lengi telja. En hvaðan koma þessir hlutir og hvernig endurspegla þeir samfélag okkar og neysluhyggjuna sem oft virðist allsráðandi? Samfélagið bregður sér upp í Grafarvog hér á eftir og ræðir við Snorra Helgason framkvæmdastjóra Skemmtigarðsins. Málfarsmínúta er á sínum stað og svo er Dýraspjall, að þessu sinni er rætt við Hildi Pétursdóttur, sérfræðing hjá Hafró en hún er sérfróð um svokallað dýrasvif, sem eru smá en mikilvæg öllu lífríki hafs.
6/9/202355 minutes
Episode Artwork

Tilraunastöðin að Keldum, fjallasögur og umhverfispistill.

Starfsemi Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er umfangsmikil, hún kemst helst í fréttirnar þegar grunur leikur á riðusmiti í sauðfé en það er ótal margt annað sem þar fer fram og margt sem sem fyrir augu ber. Ýmsir sérfræðingar á sviði líffærafræði, örverufræði, ónæmisfræði, sníkjudýrafræði, sameindalíffræði, veirufræði og fisksjúkdóma starfa þar við þjónustu og rannsóknir í þágu heilbrigðiseftirlits. Við bregðum okkur upp í botn Grafarvogs í þættinum og hittum þar fyrir Sigurð Ingvarsson forstöðumann Keldna. Meðlimir íslenska alpaklúbbsins eru almennt að gera frekar svala hluti þegar kemur að útivist og fjallamennsku, bæði heima og erlendis. En til hvers að gera svala hluti ef það er ekki hægt að segja frá þeim - til þess er ársrit alpaklúbbsins sem er að koma út og hefur aldrei verið veglegra - fjöldi greina um sigra, og ósigra, áföll, slys, lærdóm og lífsstíll. Við ætlum að ræða við Ágúst Kristján Steinarsson, ritstjóra ársritsins Svo er umhverfispistilinn á sínum stað, það er Bryndís Marteinsdóttir plöntuvistfræðingur sem flytur okkur hann að þessu sinni.
6/8/20230
Episode Artwork

Tilraunastöðin að Keldum, fjallasögur og umhverfispistill.

Starfsemi Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er umfangsmikil, hún kemst helst í fréttirnar þegar grunur leikur á riðusmiti í sauðfé en það er ótal margt annað sem þar fer fram og margt sem sem fyrir augu ber. Ýmsir sérfræðingar á sviði líffærafræði, örverufræði, ónæmisfræði, sníkjudýrafræði, sameindalíffræði, veirufræði og fisksjúkdóma starfa þar við þjónustu og rannsóknir í þágu heilbrigðiseftirlits. Við bregðum okkur upp í botn Grafarvogs í þættinum og hittum þar fyrir Sigurð Ingvarsson forstöðumann Keldna. Meðlimir íslenska alpaklúbbsins eru almennt að gera frekar svala hluti þegar kemur að útivist og fjallamennsku, bæði heima og erlendis. En til hvers að gera svala hluti ef það er ekki hægt að segja frá þeim - til þess er ársrit alpaklúbbsins sem er að koma út og hefur aldrei verið veglegra - fjöldi greina um sigra, og ósigra, áföll, slys, lærdóm og lífsstíll. Við ætlum að ræða við Ágúst Kristján Steinarsson, ritstjóra ársritsins Svo er umhverfispistilinn á sínum stað, það er Bryndís Marteinsdóttir plöntuvistfræðingur sem flytur okkur hann að þessu sinni.
6/8/202355 minutes
Episode Artwork

Neytendur blekktir, steinkista Páls biskups, málfar og heilahrörnun

Enn og aftur upplifa neytendur og almenningur sig blekkt þegar kemur að sorphirðumálum og umbúðum - mjólkufernurnar okkar sem allir héldu að væru endurunnar, enda merktar sem slíkar, eru svo ekkert endurunnar. Og það er bara eins og þetta sé að koma öllum á óvart, Sorpu og hinum úrvinnslufyrirtækjunum, Mjólkursamsölunni og Úrvinnslusjóði. Úrvinnslusjóði sem borgar öllum hinum fyrir að endurvinna og endurnýta og á að hafa eftirlit með að það sé gert. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna ræðir við Samfélagið. Í gær var steinkista Páls biskups Jónssonar opnuð og beinin úr henni flutt á Þjóðminjasafnið til frekari rannsókna. Páll biskup hefur hvílt í þessari kistu öldum saman, síðan árið 1211 en hún fannst við fornleifauppgröft í Skálholti árið 1954. Þá var kistan opnuð og beinum Páls komið fyrir í litlum trékistli sem svo var látinn aftur ofan í steinkistuna. Tækninni hefur svo fleygt fram og fornleifafræðingar Þjóðminjasafnsins vilja nú kanna ástand beinanna og gera rannsóknir á þeim áður en það verður of seint því núverandi aðstæður eru jú ekki kjöraðstæður fyrir varðveislu jarðneskra leifa. Beinunum verður svo skilað aftur í Skálholt en þá stendur til að betrumbæta geymsluaðstæður. Kristján Björnsson vígslubiskup og Joe Walser fornleifafræðingur segja frá. Málfarsmínúta. Vísindaspjallið er svo á sínum stað, Edda Olgudóttir kemur til okkar og segir okkur frá nýjum rannsóknum um vítamín og heilahrörnun
6/7/20230
Episode Artwork

Neytendur blekktir, steinkista Páls biskups, málfar og heilahrörnun

Enn og aftur upplifa neytendur og almenningur sig blekkt þegar kemur að sorphirðumálum og umbúðum - mjólkufernurnar okkar sem allir héldu að væru endurunnar, enda merktar sem slíkar, eru svo ekkert endurunnar. Og það er bara eins og þetta sé að koma öllum á óvart, Sorpu og hinum úrvinnslufyrirtækjunum, Mjólkursamsölunni og Úrvinnslusjóði. Úrvinnslusjóði sem borgar öllum hinum fyrir að endurvinna og endurnýta og á að hafa eftirlit með að það sé gert. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna ræðir við Samfélagið. Í gær var steinkista Páls biskups Jónssonar opnuð og beinin úr henni flutt á Þjóðminjasafnið til frekari rannsókna. Páll biskup hefur hvílt í þessari kistu öldum saman, síðan árið 1211 en hún fannst við fornleifauppgröft í Skálholti árið 1954. Þá var kistan opnuð og beinum Páls komið fyrir í litlum trékistli sem svo var látinn aftur ofan í steinkistuna. Tækninni hefur svo fleygt fram og fornleifafræðingar Þjóðminjasafnsins vilja nú kanna ástand beinanna og gera rannsóknir á þeim áður en það verður of seint því núverandi aðstæður eru jú ekki kjöraðstæður fyrir varðveislu jarðneskra leifa. Beinunum verður svo skilað aftur í Skálholt en þá stendur til að betrumbæta geymsluaðstæður. Kristján Björnsson vígslubiskup og Joe Walser fornleifafræðingur segja frá. Málfarsmínúta. Vísindaspjallið er svo á sínum stað, Edda Olgudóttir kemur til okkar og segir okkur frá nýjum rannsóknum um vítamín og heilahrörnun
6/7/202355 minutes
Episode Artwork

Verðbólguaðgerðir, matvælaumbúðir, pistillinn Páls

Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerðir til að takast á við verðbólguna sem nú mælist 9,5%. Samkvæmt áætluninni á að skera niður útgjöld og hækka skatta til að vinna gegn verðbólgunni og samtals á viðsnúningurinn að bæta afkomu ríkissjóðs um rúma 36 milljarða króna á næsta ári. Við ætlum að ræða þessar aðgerðir og ástandið við Jón Bjarka Bentsson aðalhagfræðing Íslandsbanka. Matvælaumbúðir verða sífellt flóknari - sem gerir flokkun á þeim flóknari, jafnvel ómögulega. Eins og nýverið mál tengt mjólkufernum sem eru brenndar til orkunýtingar til framleiðslu sements í Evrópu eins og Heimildin fletti ofan af fyrir skemmstu. Þær fara semsagt ekki í pappirsendurvinnslu fernurnar - eru víst ekki nógu góður pappír. Við ætlum að ræða við Búa Bjarmar Aðalsteinsson vöruhönnuð um þennan frumskóg umbúða, þar sem kröfur um arðsemi, einfaldleika og umhverfisvernd fara eiginlega bara aldrei saman. Páll Líndal umhverfissálfræðingur er svo með sinn pistil í lok þáttar.
6/6/20230
Episode Artwork

Verðbólguaðgerðir, matvælaumbúðir, pistillinn Páls

Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerðir til að takast á við verðbólguna sem nú mælist 9,5%. Samkvæmt áætluninni á að skera niður útgjöld og hækka skatta til að vinna gegn verðbólgunni og samtals á viðsnúningurinn að bæta afkomu ríkissjóðs um rúma 36 milljarða króna á næsta ári. Við ætlum að ræða þessar aðgerðir og ástandið við Jón Bjarka Bentsson aðalhagfræðing Íslandsbanka. Matvælaumbúðir verða sífellt flóknari - sem gerir flokkun á þeim flóknari, jafnvel ómögulega. Eins og nýverið mál tengt mjólkufernum sem eru brenndar til orkunýtingar til framleiðslu sements í Evrópu eins og Heimildin fletti ofan af fyrir skemmstu. Þær fara semsagt ekki í pappirsendurvinnslu fernurnar - eru víst ekki nógu góður pappír. Við ætlum að ræða við Búa Bjarmar Aðalsteinsson vöruhönnuð um þennan frumskóg umbúða, þar sem kröfur um arðsemi, einfaldleika og umhverfisvernd fara eiginlega bara aldrei saman. Páll Líndal umhverfissálfræðingur er svo með sinn pistil í lok þáttar.
6/6/202355 minutes
Episode Artwork

Stafrænn útivistartími, heyrnarskerðing, málfar, sellófan og hagamýs

Við ræðum hér á eftir við Margréti Lilju Guðmundsdóttur þekkingarstjóra hjá Planet youth um skjátíma og nauðsyn þess að setja á stafrænan útivistartíma á börn og ungmenni, jafnvel fullorðna. En eins og aðrar rammar sem foreldrar og skólar og samfélagið hafa komið upp tekur ákveðinn tíma að ná lendingu og finna út úr þessu, en tæknihraðinn er slíkur að það er nú ærið tilefni til að bregðast hratt við. Við endurflytjum efni frá því síðasta vetur hér í Samfélaginu. Kristbjörg Gunnarsdóttir og Kristbjörg Pálsdóttir eru báðar heyrnarfræðingar og leiða okkur í gegnum nokkrar upptökur sem leyfa hlustendum að heyra hvernig mismunandi heyrnarskerðingar hljóma. Málfarsmínúta er á sínum stað og ruslarabb Svo fáum við að heyra aftur pistil frá Ester Rut Unnsteinsdóttur spendýravistfræðingi en þar sagði hún okkur athyglisverðar fréttir af landnámi hagamúsa í Vestmannaeyjum.
6/5/20230
Episode Artwork

Stafrænn útivistartími, heyrnarskerðing, málfar, sellófan og hagamýs

Við ræðum hér á eftir við Margréti Lilju Guðmundsdóttur þekkingarstjóra hjá Planet youth um skjátíma og nauðsyn þess að setja á stafrænan útivistartíma á börn og ungmenni, jafnvel fullorðna. En eins og aðrar rammar sem foreldrar og skólar og samfélagið hafa komið upp tekur ákveðinn tíma að ná lendingu og finna út úr þessu, en tæknihraðinn er slíkur að það er nú ærið tilefni til að bregðast hratt við. Við endurflytjum efni frá því síðasta vetur hér í Samfélaginu. Kristbjörg Gunnarsdóttir og Kristbjörg Pálsdóttir eru báðar heyrnarfræðingar og leiða okkur í gegnum nokkrar upptökur sem leyfa hlustendum að heyra hvernig mismunandi heyrnarskerðingar hljóma. Málfarsmínúta er á sínum stað og ruslarabb Svo fáum við að heyra aftur pistil frá Ester Rut Unnsteinsdóttur spendýravistfræðingi en þar sagði hún okkur athyglisverðar fréttir af landnámi hagamúsa í Vestmannaeyjum.
6/5/202355 minutes
Episode Artwork

Gervigreind, lexíur leiðtogafundar, málfar og rottukengúra

Við tölum um gervigreind og siðferðislegar og samfélagslegar áskoranir sem fylgja þeirri byltingu sem er hafin. Páll Rafnar Þorsteinsson, verkefnisstjóri við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands er einn þeirra sem ætla að taka til máls á málþingi um akkúrat þetta efni á mánudaginn í Háskóla Íslands. Leiðtogafundurinn skall á íslensku samfélagi af fullum þunga. Og nú þegar allt er yfirstaðið eru þau sem höfðu veg og vanda af skipulagningu þessa fundar að taka saman hvað gekk vel, hvað var óvænt og hvað kom út úr þessu. Að öðrum ólöstuðum stóð lögreglan í ströngu, viðlíka öryggisráðstafanir hafa aldrei verið gerðar á Íslandi, þó að hér á landi hafi mikilvægir fundir áður verið haldnir og þjóðarleiðtogar kíkt við. Við ræðum við Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn ræðir um lexíur leiðtogafundarins. Málfarsmínúta. Í lok þáttar kemur hin eina sanna Vera Illugadóttir í dýraspjall og segir okkur frá upprisu rottukengúrunnar.
6/2/20230
Episode Artwork

Gervigreind, lexíur leiðtogafundar, málfar og rottukengúra

Við tölum um gervigreind og siðferðislegar og samfélagslegar áskoranir sem fylgja þeirri byltingu sem er hafin. Páll Rafnar Þorsteinsson, verkefnisstjóri við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands er einn þeirra sem ætla að taka til máls á málþingi um akkúrat þetta efni á mánudaginn í Háskóla Íslands. Leiðtogafundurinn skall á íslensku samfélagi af fullum þunga. Og nú þegar allt er yfirstaðið eru þau sem höfðu veg og vanda af skipulagningu þessa fundar að taka saman hvað gekk vel, hvað var óvænt og hvað kom út úr þessu. Að öðrum ólöstuðum stóð lögreglan í ströngu, viðlíka öryggisráðstafanir hafa aldrei verið gerðar á Íslandi, þó að hér á landi hafi mikilvægir fundir áður verið haldnir og þjóðarleiðtogar kíkt við. Við ræðum við Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn ræðir um lexíur leiðtogafundarins. Málfarsmínúta. Í lok þáttar kemur hin eina sanna Vera Illugadóttir í dýraspjall og segir okkur frá upprisu rottukengúrunnar.
6/2/202355 minutes
Episode Artwork

Grænt mötuneyti, safnarasýning, ruslarabb og umhverfispistill

Við heimsækjum mötuneyti Vínbúðarinnar, en Friðrik Hraunfjörð, líka kallaður Friðrik fimmti, ræður þar ríkjum og leiðir sitt fólk áfram í umhverfismálum og grænum skrefum. Þau vigta allt rusl, nýta afganga, reyna að áætla upp á gramm hvað hver borðar - það á ekki að vera nein matarsóun, eða umframkaup. Hvernig fá þau þetta til að ganga upp, eru allir ánægðir og saddir og hverju skilar þetta? Við heimsækjum íþróttahúsið við Ásgarð í Garðabæ þar sem verið er að undirbúa stóru safnarasýninguna Nordia 2023. Frímerkjasöfn, póstkort, merki, seðlar, munir tengdir sögu lögreglunnar og margt fleira er þar hægt að skoða. Og þarna eru sagðar sögur - eins og Gísli Geir Harðarson formaður sýningarnefndarinnar segir okkur betur frá á eftir. Ruslarabbið verður á sveimi einhverntíman í þættinum og svo verður umhverfispistilinn á sínum stað með Stefáni Gíslasyni.
6/1/20230
Episode Artwork

Grænt mötuneyti, safnarasýning, ruslarabb og umhverfispistill

Við heimsækjum mötuneyti Vínbúðarinnar, en Friðrik Hraunfjörð, líka kallaður Friðrik fimmti, ræður þar ríkjum og leiðir sitt fólk áfram í umhverfismálum og grænum skrefum. Þau vigta allt rusl, nýta afganga, reyna að áætla upp á gramm hvað hver borðar - það á ekki að vera nein matarsóun, eða umframkaup. Hvernig fá þau þetta til að ganga upp, eru allir ánægðir og saddir og hverju skilar þetta? Við heimsækjum íþróttahúsið við Ásgarð í Garðabæ þar sem verið er að undirbúa stóru safnarasýninguna Nordia 2023. Frímerkjasöfn, póstkort, merki, seðlar, munir tengdir sögu lögreglunnar og margt fleira er þar hægt að skoða. Og þarna eru sagðar sögur - eins og Gísli Geir Harðarson formaður sýningarnefndarinnar segir okkur betur frá á eftir. Ruslarabbið verður á sveimi einhverntíman í þættinum og svo verður umhverfispistilinn á sínum stað með Stefáni Gíslasyni.
6/1/202355 minutes
Episode Artwork

Fundnar fornminjar, Hvaldimir njósnamjaldur, málfar og hnetuofnæmi

Hvað áttu að gera ef þú rekst á mögulegar fornminjar á víðavangi? Það gerist nefnilega frekar reglulega á Íslandi að almenningur gangi fram á fornleifar, þekkt dæmi eru til að mynda rjúpnaskytturnar sem fundu sverð frá víkindaöld og göngufólkið sem fann skrautprýddar líkamsleifar konu frá 10. öld uppi á heiði. Þór Hjaltalín sviðstjóri hjá Minjastofnun Íslands fer yfir þetta með okkur, kemur með ráðleggingar og sögur og ýmsar vangaveltur. Mjaldurinn Hvaldimir, sem hefur verið grunaður um að vera rússneskur njósnahvalur, sást nýlega á sundi við strendur Svíþjóðar. Áður hafði hann sóst eftir félagsskap sjómanna við Noreg. Við vitum ekki hvaðan hann kemur eða hvert hann er að fara blessaður, en hann hefur augljóslega alist upp í haldi manna. Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur og lektor við Háskóla Íslands ætlar að segja okkur frá Hvaldimir, mjöldrum og sjávarspendýrum sem hafa verið í haldi manna. Við fáum málfarsmínútu að hætti hússins og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar að fræða okkur um leiðir til að veita ungum börnum með hnetuofnæmi meðferð. Svokallaða afnæmingu.
5/31/20230
Episode Artwork

Fundnar fornminjar, Hvaldimir njósnamjaldur, málfar og hnetuofnæmi

Hvað áttu að gera ef þú rekst á mögulegar fornminjar á víðavangi? Það gerist nefnilega frekar reglulega á Íslandi að almenningur gangi fram á fornleifar, þekkt dæmi eru til að mynda rjúpnaskytturnar sem fundu sverð frá víkindaöld og göngufólkið sem fann skrautprýddar líkamsleifar konu frá 10. öld uppi á heiði. Þór Hjaltalín sviðstjóri hjá Minjastofnun Íslands fer yfir þetta með okkur, kemur með ráðleggingar og sögur og ýmsar vangaveltur. Mjaldurinn Hvaldimir, sem hefur verið grunaður um að vera rússneskur njósnahvalur, sást nýlega á sundi við strendur Svíþjóðar. Áður hafði hann sóst eftir félagsskap sjómanna við Noreg. Við vitum ekki hvaðan hann kemur eða hvert hann er að fara blessaður, en hann hefur augljóslega alist upp í haldi manna. Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur og lektor við Háskóla Íslands ætlar að segja okkur frá Hvaldimir, mjöldrum og sjávarspendýrum sem hafa verið í haldi manna. Við fáum málfarsmínútu að hætti hússins og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar að fræða okkur um leiðir til að veita ungum börnum með hnetuofnæmi meðferð. Svokallaða afnæmingu.
5/31/202355 minutes
Episode Artwork

Tegundir í útrýmingarhættu, garðurinn fokinn burt, málfar og netsvindl

Við ætlum að forvitnast um Samninginn um alþjóðverslun með tegundir í útrýmingarhættu - CITES. Ísland hefur verið aðili að samingnum síðan árið 2000. Sigurður Þráinsson deildarstjóri hjá umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu þekkir samninginn í hörgul. Hann sest hjá okkur eftir smástund. Garðeigendum og öðru áhugafólki um trjágróður og plöntur er öllu lokið og gerði nýafstaðin Hvítasunnuhelgi útslagið að því er virðist, í það minnsta suðvestanlands. Laufblöð, blóm og brum hefur fokið af trjám og runnum og þau standa eftir ber, blóm og garðagróður hefur visnað, allt er brúnt eða dautt og bara fátt sem minnir á vor eða sumar. Hefur þetta vor vinda vætu og kulda drepið allt og er sumrinu í garðinum aflýst? Guðríður Helgadóttir garðyrkjusérfræðingur kemur til okkar. Málfarsmínúta er svo á sínum stað og við fáum svo Brynhildi Pétursdóttur ritstjóra neytendablaðsins í spjall um netsvindl, en sífellt fleiri svikahrappar virðast útbúa auglýsingar á facebook með tilboðum sem eru of góð til að vera sönn - en fjölmörg falla engu að síður fyrir.
5/30/20230
Episode Artwork

Tegundir í útrýmingarhættu, garðurinn fokinn burt, málfar og netsvindl

Við ætlum að forvitnast um Samninginn um alþjóðverslun með tegundir í útrýmingarhættu - CITES. Ísland hefur verið aðili að samingnum síðan árið 2000. Sigurður Þráinsson deildarstjóri hjá umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu þekkir samninginn í hörgul. Hann sest hjá okkur eftir smástund. Garðeigendum og öðru áhugafólki um trjágróður og plöntur er öllu lokið og gerði nýafstaðin Hvítasunnuhelgi útslagið að því er virðist, í það minnsta suðvestanlands. Laufblöð, blóm og brum hefur fokið af trjám og runnum og þau standa eftir ber, blóm og garðagróður hefur visnað, allt er brúnt eða dautt og bara fátt sem minnir á vor eða sumar. Hefur þetta vor vinda vætu og kulda drepið allt og er sumrinu í garðinum aflýst? Guðríður Helgadóttir garðyrkjusérfræðingur kemur til okkar. Málfarsmínúta er svo á sínum stað og við fáum svo Brynhildi Pétursdóttur ritstjóra neytendablaðsins í spjall um netsvindl, en sífellt fleiri svikahrappar virðast útbúa auglýsingar á facebook með tilboðum sem eru of góð til að vera sönn - en fjölmörg falla engu að síður fyrir.
5/30/202355 minutes
Episode Artwork

Verðmætir aldraðir, svansvottun og sandlóa, málfar og skötuselur

Í gær var kynnt heildarendurskoðun og aðgerðaráætlun vegna þjónustu við eldra fólk undir yfirskriftinni Gott að eldast. Þá var líka sagt frá greiningu sem KPMG vann fyrir stjórnvöld þar sem kemur fram að eldra fólk leggur mikið til samfélagsins og að það er mikilvægt að stuðla að auknu heilbrigði þessa hóps. Það er líka efnahagslega ábatasamt. Þetta er verðmætur hópur. Endurskoðunin og aðgerðaáætlunin voru unninn í samstarf stjórnvalda, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands eldri borgara. Helgi Pétursson er formaður Landssambandsins. Við heimsækjum svo framkvæmdasvæði á Seltjarnarnesi þar sem verið er að reisa svansvottaðar byggingar - og forvitnumst um hvað í því felst með Sigrúnu Melax gæðastjóra Já Verks - og sjáum líka húsið sem starfsfólkið þarna er búið er að reisa yfir sandlóu og hreiður hennar, það er óheppilega staðsett á svæðinu miðju við vegaslóða stórvirkra vinnuvéla - en allt er reynt til að sambýlið gangi upp. Fallegt. Málfarsmínúta í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Við fáum svo dýraspjall í lok þáttar, Magnús Thorlacius sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun kemur til okkar og segir okkur allt um sitt helsta hugðarefni, skötuselinn.
5/26/20230
Episode Artwork

Verðmætir aldraðir, svansvottun og sandlóa, málfar og skötuselur

Í gær var kynnt heildarendurskoðun og aðgerðaráætlun vegna þjónustu við eldra fólk undir yfirskriftinni Gott að eldast. Þá var líka sagt frá greiningu sem KPMG vann fyrir stjórnvöld þar sem kemur fram að eldra fólk leggur mikið til samfélagsins og að það er mikilvægt að stuðla að auknu heilbrigði þessa hóps. Það er líka efnahagslega ábatasamt. Þetta er verðmætur hópur. Endurskoðunin og aðgerðaáætlunin voru unninn í samstarf stjórnvalda, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands eldri borgara. Helgi Pétursson er formaður Landssambandsins. Við heimsækjum svo framkvæmdasvæði á Seltjarnarnesi þar sem verið er að reisa svansvottaðar byggingar - og forvitnumst um hvað í því felst með Sigrúnu Melax gæðastjóra Já Verks - og sjáum líka húsið sem starfsfólkið þarna er búið er að reisa yfir sandlóu og hreiður hennar, það er óheppilega staðsett á svæðinu miðju við vegaslóða stórvirkra vinnuvéla - en allt er reynt til að sambýlið gangi upp. Fallegt. Málfarsmínúta í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Við fáum svo dýraspjall í lok þáttar, Magnús Thorlacius sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun kemur til okkar og segir okkur allt um sitt helsta hugðarefni, skötuselinn.
5/26/202355 minutes
Episode Artwork

Kuldabrýr, rannsóknarsetur skapandi greina og umhverfispistill

Veistu hvað kuldabrú er? Hún er að öllum líkindum í fasteigninni þinni. Og það er ágætt að vita hvar hún er og sérstaklega hversu stór og yfirgripsmikil - því kuldabrýr geta, ef ekki er passað upp á þær, skapað skilyrði sem eyðileggja hús og veggi og valda myglu. Við ræðum við Ágúst Pálsson, B.Sc. í vélaverkfræði og lagnahönnuð hjá Verkís sem hefur rosalegan áhuga á kuldabrúm og hann ætlar að reyna að skýra þetta allt fyrir okkur - en hann var einmitt að flytja fyrirlestur um þessi mál í morgun á fundi um nýsköpun í mannvirkjaiðnaði. Við forvitnumst um nýtt rannsóknasetur skapandi greina sem hefur verið komið á fót. Þetta er samstarfsverkefni fimm háskóla og markmiðið er að ?stuðla að samráði á milli háskóla, stofnana, stjórnvalda, Hagstofu Íslands og atvinnulífs menningar og skapandi greina, efla samstarf sem styrkt getur innviði og vöxt atvinnugreinanna og bæta gagnaöflun og greiningu sem nýtist svo aftur rannsóknum og þekkingarmiðlun innan þessa ört vaxandi geira,? eins og segir í umfjöllun á vef háskólans á Bifröst. Anna Hildur Hildibrandsdóttir er stjórnarformaður þessa nýja rannsóknaseturs. Umhverfispistill dagsins í höndum Stefáns Gíslasonar.
5/25/20230
Episode Artwork

Kuldabrýr, rannsóknarsetur skapandi greina og umhverfispistill

Veistu hvað kuldabrú er? Hún er að öllum líkindum í fasteigninni þinni. Og það er ágætt að vita hvar hún er og sérstaklega hversu stór og yfirgripsmikil - því kuldabrýr geta, ef ekki er passað upp á þær, skapað skilyrði sem eyðileggja hús og veggi og valda myglu. Við ræðum við Ágúst Pálsson, B.Sc. í vélaverkfræði og lagnahönnuð hjá Verkís sem hefur rosalegan áhuga á kuldabrúm og hann ætlar að reyna að skýra þetta allt fyrir okkur - en hann var einmitt að flytja fyrirlestur um þessi mál í morgun á fundi um nýsköpun í mannvirkjaiðnaði. Við forvitnumst um nýtt rannsóknasetur skapandi greina sem hefur verið komið á fót. Þetta er samstarfsverkefni fimm háskóla og markmiðið er að ?stuðla að samráði á milli háskóla, stofnana, stjórnvalda, Hagstofu Íslands og atvinnulífs menningar og skapandi greina, efla samstarf sem styrkt getur innviði og vöxt atvinnugreinanna og bæta gagnaöflun og greiningu sem nýtist svo aftur rannsóknum og þekkingarmiðlun innan þessa ört vaxandi geira,? eins og segir í umfjöllun á vef háskólans á Bifröst. Anna Hildur Hildibrandsdóttir er stjórnarformaður þessa nýja rannsóknaseturs. Umhverfispistill dagsins í höndum Stefáns Gíslasonar.
5/25/202355 minutes
Episode Artwork

Framtíð íþróttakennslu, fornleifar í Árbæ, málfar og stökkbreytingar

Það þarf að endurskoða skólaíþróttir sem námsgrein. Kennslan snýst of mikið um keppni, hefðbundnar íþróttir og líkamlegt atgervi fengið utan skólastofunnar. Þörf er á faglega uppbyggðri íþróttakennslu sem nær til allra nemenda þar sem áhersla er lögð á fjölbreyttar hreyfingar og lærdóm um heilsu. Eftir þessu kallar meðal annarra Sveinn Þorgeirsson háskólakennari í íþróttafræði við HR. Við ræðum við hann um framtíð námsgreinar sem flestir nemendur annað hvort hata eða elska. Við heimsækjum Árbæjarsafn og kynnum okkur fornleifauppgröft þar en undanfarið hefur verið grafið í bæjarhólinn við gamla Árbæinn. Sólrún Inga Traustadóttir fornleifafræðingur stjórnar aðgerðum þar og nýtur liðsinnis nemenda í fornleifafræði. Við fáum að heyra eina málfarsmínútu í boði Önnu Sigríðar Þráinsdóttur málfarsráðunautar og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í lok þáttar í sitt vikulega vísindaspjall.
5/24/20230
Episode Artwork

Framtíð íþróttakennslu, fornleifar í Árbæ, málfar og stökkbreytingar

Það þarf að endurskoða skólaíþróttir sem námsgrein. Kennslan snýst of mikið um keppni, hefðbundnar íþróttir og líkamlegt atgervi fengið utan skólastofunnar. Þörf er á faglega uppbyggðri íþróttakennslu sem nær til allra nemenda þar sem áhersla er lögð á fjölbreyttar hreyfingar og lærdóm um heilsu. Eftir þessu kallar meðal annarra Sveinn Þorgeirsson háskólakennari í íþróttafræði við HR. Við ræðum við hann um framtíð námsgreinar sem flestir nemendur annað hvort hata eða elska. Við heimsækjum Árbæjarsafn og kynnum okkur fornleifauppgröft þar en undanfarið hefur verið grafið í bæjarhólinn við gamla Árbæinn. Sólrún Inga Traustadóttir fornleifafræðingur stjórnar aðgerðum þar og nýtur liðsinnis nemenda í fornleifafræði. Við fáum að heyra eina málfarsmínútu í boði Önnu Sigríðar Þráinsdóttur málfarsráðunautar og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í lok þáttar í sitt vikulega vísindaspjall.
5/24/202355 minutes
Episode Artwork

Afhverju hlustar enginn, raftækjasóun, ruslarabb og pistillinn Páls

Afhverju hlustar enginn á mig?, spyr Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður stjórnar Landverndar umhverfissamtaka, en spurningin er einnig yfirskrift fyrirlesturs sem hún heldur síðar í dag þar sem hún veltir fyrir sér afhverju við höldum endlaust áfram í sama farinu þó allar rannsóknir sýni fram á að við erum að ganga fram af plánetunni okkar, náttúrunni og verðmætum hennar. við erum að skerða rétt og lífsgæði komandi kynslóða. Þorgerður vill að félagsvísindin skoði þessi mál betur, og verði með sem ein mikilvægustu vísindi náttúruverndar. Við tölum um raftæki í þætti dagsins. Nánar tiltekið hvað við eigum að gera við öll þessi tæki sem fylla skápa og skúffur, vasa og töskur - þegar þau hætta að þjóna tilgangi sínum. Hvernig er hægt að gefa þessum tækjum öllum framhaldslíf og tryggja að þeim verðmætum sem felast í þeim sé ekki sóað? Við ræðum þessi mál við tvo sérfræðinga hjá Umhverfisstofnun sem eru þátttakendur í verkefninu Saman gegn sóun og ætla að funda um raftæki á morgun. Birgitta Steingrímsdóttir og Þorbjörg Sandra Bakke koma til okkar. Ruslarabb um spreybrúsa (e) Páll Líndal umhverfissálfræðingur verður svo með sinn pistill.
5/23/20230
Episode Artwork

Afhverju hlustar enginn, raftækjasóun, ruslarabb og pistillinn Páls

Afhverju hlustar enginn á mig?, spyr Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður stjórnar Landverndar umhverfissamtaka, en spurningin er einnig yfirskrift fyrirlesturs sem hún heldur síðar í dag þar sem hún veltir fyrir sér afhverju við höldum endlaust áfram í sama farinu þó allar rannsóknir sýni fram á að við erum að ganga fram af plánetunni okkar, náttúrunni og verðmætum hennar. við erum að skerða rétt og lífsgæði komandi kynslóða. Þorgerður vill að félagsvísindin skoði þessi mál betur, og verði með sem ein mikilvægustu vísindi náttúruverndar. Við tölum um raftæki í þætti dagsins. Nánar tiltekið hvað við eigum að gera við öll þessi tæki sem fylla skápa og skúffur, vasa og töskur - þegar þau hætta að þjóna tilgangi sínum. Hvernig er hægt að gefa þessum tækjum öllum framhaldslíf og tryggja að þeim verðmætum sem felast í þeim sé ekki sóað? Við ræðum þessi mál við tvo sérfræðinga hjá Umhverfisstofnun sem eru þátttakendur í verkefninu Saman gegn sóun og ætla að funda um raftæki á morgun. Birgitta Steingrímsdóttir og Þorbjörg Sandra Bakke koma til okkar. Ruslarabb um spreybrúsa (e) Páll Líndal umhverfissálfræðingur verður svo með sinn pistill.
5/23/202355 minutes
Episode Artwork

Söfn á Íslandi, Vísindavefur og framtíðin, málfar og þjóðlendur

Það eru miklu fleiri söfn á Íslandi en flesta grunar og við ætlum í tilefni alþjóðlega safnadagsins sem haldin var hátíðlegur í síðustu viku að ræða söfn okkar Íslendinga, stöðu þeirra, tilgang og sjálfbærni - sem greiningardeildir vilja meta mjög litla, að minnska kosti þegar kemur að fjárhag. Hólmar Hólm formaður Íslandsdeildar ICOM, sem er alþjóðaráð safna, hittir Samfélagið á safni. Vísindavefurinn hefur verið starfræktur í meira en tvo áratugi og þar er að finna fróðleik um allt milli himins og jarðar. Við ætlum að heyra hvernig þessi vefur hefur vaxið og dafnað undanfarið Jón Gunnar Þorsteinsson ritstjóri kemur í heimsókn Málfarsmínúta Við heimsækjum svo Þjóðskjalasafn Íslands og kynnum okkur viðamiklar rannsóknir á skjölum sem tengjast þjóðlendum. Ólafur Arnar Sveinsson, fagstjóri fræðslu og rannsókna ræðir við okkur.
5/22/20230
Episode Artwork

Söfn á Íslandi, Vísindavefur og framtíðin, málfar og þjóðlendur

Það eru miklu fleiri söfn á Íslandi en flesta grunar og við ætlum í tilefni alþjóðlega safnadagsins sem haldin var hátíðlegur í síðustu viku að ræða söfn okkar Íslendinga, stöðu þeirra, tilgang og sjálfbærni - sem greiningardeildir vilja meta mjög litla, að minnska kosti þegar kemur að fjárhag. Hólmar Hólm formaður Íslandsdeildar ICOM, sem er alþjóðaráð safna, hittir Samfélagið á safni. Vísindavefurinn hefur verið starfræktur í meira en tvo áratugi og þar er að finna fróðleik um allt milli himins og jarðar. Við ætlum að heyra hvernig þessi vefur hefur vaxið og dafnað undanfarið Jón Gunnar Þorsteinsson ritstjóri kemur í heimsókn Málfarsmínúta Við heimsækjum svo Þjóðskjalasafn Íslands og kynnum okkur viðamiklar rannsóknir á skjölum sem tengjast þjóðlendum. Ólafur Arnar Sveinsson, fagstjóri fræðslu og rannsókna ræðir við okkur.
5/22/202355 minutes
Episode Artwork

Gæti Last of us gerst í alvörunni? Strandhreinsun og kræklingur

Byrjum á að ræða um afar aðkallandi mál við Pétur Henry Petersen prófessor í taugavísindum, nefnilega hvort heimsfaraldur af völdum sveppa sem breyta mannfólki í uppvakninga geti gerst í alvörunni. Í sjónvarpsþáttunum Last of us sem njóta gríðarlegra vinsælda geysar slíkur sveppafaraldur og hefur lagt heiminn í rúst - og þessir uppvakningasveppir: þeir eru til í alvörunni! Hafa hingað til bara lagst á skordýr - EN erum við næst?! Við verðum líka beint frá Geldinganesi en þar var Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra ásamt forstjóra Umhverfisstofnunar að opna nýja vefsíðu, strandhreinsun.is sem eins og nafnið bendir til snýst um hreinsun á strandlengjunni. Þarna verður t.d. hægt að taka frá svæði til að hreinsa, fyrir einstaklinga, stofnanir og félagasamtök. Og þetta er allt saman hluti af átaki sem umhverfisráðuneyti réðist í árið 2021. Rætt við Guðlaug og Katrínu Sóley Bjarnadóttur sérfræðing hjá Umhverfisstofnun. Málfarsmínúta. Svo er dýraspjallið á sínum stað, Halldór Pálmar Halldórsson er náttúruvísindamaðurinn sem fær að sitja fyrir svörum í dag. Halldór er sérfræðingur í kræklingi - sem flestir vita að er gómsætur, en það er svo margt fleira algerlega magnað við þessa lífveru - og Halldór segir okkur allt um það.
5/19/20230
Episode Artwork

Gæti Last of us gerst í alvörunni? Strandhreinsun og kræklingur

Byrjum á að ræða um afar aðkallandi mál við Pétur Henry Petersen prófessor í taugavísindum, nefnilega hvort heimsfaraldur af völdum sveppa sem breyta mannfólki í uppvakninga geti gerst í alvörunni. Í sjónvarpsþáttunum Last of us sem njóta gríðarlegra vinsælda geysar slíkur sveppafaraldur og hefur lagt heiminn í rúst - og þessir uppvakningasveppir: þeir eru til í alvörunni! Hafa hingað til bara lagst á skordýr - EN erum við næst?! Við verðum líka beint frá Geldinganesi en þar var Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra ásamt forstjóra Umhverfisstofnunar að opna nýja vefsíðu, strandhreinsun.is sem eins og nafnið bendir til snýst um hreinsun á strandlengjunni. Þarna verður t.d. hægt að taka frá svæði til að hreinsa, fyrir einstaklinga, stofnanir og félagasamtök. Og þetta er allt saman hluti af átaki sem umhverfisráðuneyti réðist í árið 2021. Rætt við Guðlaug og Katrínu Sóley Bjarnadóttur sérfræðing hjá Umhverfisstofnun. Málfarsmínúta. Svo er dýraspjallið á sínum stað, Halldór Pálmar Halldórsson er náttúruvísindamaðurinn sem fær að sitja fyrir svörum í dag. Halldór er sérfræðingur í kræklingi - sem flestir vita að er gómsætur, en það er svo margt fleira algerlega magnað við þessa lífveru - og Halldór segir okkur allt um það.
5/19/202355 minutes
Episode Artwork

Árhringir trjáa, stúdendaíbúðir, málfar og heilraðgreining á DNA

Árhringjafræði er ákveðin undirgrein í skógarfræði, allsérstök fræðigrein en í miklum vexti. Úr árhringjum trjáa og gróðurs má lesa svo margt, langt aftur í tímann. Ólafur Eggertsson hjá Skógræktinni er nýkomin heim af evrópskri árhringjaráðstefnu í Portúgal og því ærið tilefni til að þinga hann um helstu atriði sem þar komu fram og hvað árhringir íslenskra plantna eru að segja okkur. Hótel Saga hefur fengið nýtt hlutverk þar sem meira en hundrað íbúðir fyrir stúdenta hafa verið innréttaðar. Það er Félagsstofnun stúdenta sem stóð í þessum stórræðum fyrir Stúdentagarðana sem stofnunin rekur. Við kíkjum í heimsókn á Sögu, fáum að skoða nýju íbúðirnar og ræðum við Heiði Önnu Helgadóttur þjónustustjóra Stúdentagarða. Við heyrum eina málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall í lok þáttar. Hún ætlar að spjalla við okkur um heilraðgreiningu á mannaerfðaefni.
5/17/20230
Episode Artwork

Árhringir trjáa, stúdendaíbúðir, málfar og heilraðgreining á DNA

Árhringjafræði er ákveðin undirgrein í skógarfræði, allsérstök fræðigrein en í miklum vexti. Úr árhringjum trjáa og gróðurs má lesa svo margt, langt aftur í tímann. Ólafur Eggertsson hjá Skógræktinni er nýkomin heim af evrópskri árhringjaráðstefnu í Portúgal og því ærið tilefni til að þinga hann um helstu atriði sem þar komu fram og hvað árhringir íslenskra plantna eru að segja okkur. Hótel Saga hefur fengið nýtt hlutverk þar sem meira en hundrað íbúðir fyrir stúdenta hafa verið innréttaðar. Það er Félagsstofnun stúdenta sem stóð í þessum stórræðum fyrir Stúdentagarðana sem stofnunin rekur. Við kíkjum í heimsókn á Sögu, fáum að skoða nýju íbúðirnar og ræðum við Heiði Önnu Helgadóttur þjónustustjóra Stúdentagarða. Við heyrum eina málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall í lok þáttar. Hún ætlar að spjalla við okkur um heilraðgreiningu á mannaerfðaefni.
5/17/202358 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Leiðtogafundurinn, skjátími og myndbreytingar bannaðar

Það hefur varla farið framhjá hlustendum að leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram í Reykjavík í dag og á morgun. Viðbúnaðurinn er mikill og hingað mæta á fimmta tug þjóðarleiðtoga Evrópu. Leiðtogarnir funda í dag og á morgun fara fram allskyns viðræður og málefnastarf sem lýkur með blaðamannafundi síðdegis. En hvað gerir Evrópuráðið og hvert er hlutverk þess? Og hvaða þýðingu hefur fundur af þessu tagi? Eiríkur Bergmann Einarsson prófessor við Háskólann á Bifröst ætlar að ræða það við okkur á eftir. Málfarsráðunautur RÚV Anna Sigríður Þráinsdóttir kemur svo til okkar og fjallar um málfar tengdu þessu máli málanna, leiðtogafundi Evrópuráðsins. VIð ætlum líka að heyra af nýrri rannsókn um hvernig börn upplifa þegar foreldrar þeirra og forráðafólk eru að skerða skjátíma þeirra, en þetta er barátta margra heimila. Freyja Ósk Þórisdóttir og Unnur Elva Reynisdóttir hjúkrunarfræðinemar koma og segja okkur af því. Við heyrum svo í ritstjóra neytendablaðsins og fræðumst um nýjar reglur í Noregi sem banna auglýsendum að myndbreyta fólki, eða fótósjoppa það. Eins og við þekkjum þá er hægt að nota allskonar forrit til að breyta fólki þannig að það er ekkert raunverulegt eða raunhæft við útlit þeirra. Það má semsagt ekki lengur í Noregi, ætti að banna það líka hér?
5/16/20230
Episode Artwork

Leiðtogafundurinn, skjátími og myndbreytingar bannaðar

Það hefur varla farið framhjá hlustendum að leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram í Reykjavík í dag og á morgun. Viðbúnaðurinn er mikill og hingað mæta á fimmta tug þjóðarleiðtoga Evrópu. Leiðtogarnir funda í dag og á morgun fara fram allskyns viðræður og málefnastarf sem lýkur með blaðamannafundi síðdegis. En hvað gerir Evrópuráðið og hvert er hlutverk þess? Og hvaða þýðingu hefur fundur af þessu tagi? Eiríkur Bergmann Einarsson prófessor við Háskólann á Bifröst ætlar að ræða það við okkur á eftir. Málfarsráðunautur RÚV Anna Sigríður Þráinsdóttir kemur svo til okkar og fjallar um málfar tengdu þessu máli málanna, leiðtogafundi Evrópuráðsins. VIð ætlum líka að heyra af nýrri rannsókn um hvernig börn upplifa þegar foreldrar þeirra og forráðafólk eru að skerða skjátíma þeirra, en þetta er barátta margra heimila. Freyja Ósk Þórisdóttir og Unnur Elva Reynisdóttir hjúkrunarfræðinemar koma og segja okkur af því. Við heyrum svo í ritstjóra neytendablaðsins og fræðumst um nýjar reglur í Noregi sem banna auglýsendum að myndbreyta fólki, eða fótósjoppa það. Eins og við þekkjum þá er hægt að nota allskonar forrit til að breyta fólki þannig að það er ekkert raunverulegt eða raunhæft við útlit þeirra. Það má semsagt ekki lengur í Noregi, ætti að banna það líka hér?
5/16/202357 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Vistmorð, hjúkrunarfræðingar mótmæla, málfar, snakkpokar og konungur

Íslandsdeild samtakanna stöðvum vistmorð standa frammi fyrir málþingi síðar í dag og vonast til þess að vekja athygli leiðtogafundar evrópuráðsins á mikilvægi þess að skilgreina vistmorð og setja í alþjóðalög, þau benda á að Úkraínustríðinu fylgi meðal annars mikil eyðilegging vistkerfa sem hafi áhrif í nútíð og framtíð á velferð bæði heimamanna sem og heimsbyggðarinnar allrar - fyrir það eigi að vera hægt að sækja Rússa til saka fyrir - við ræðum við tvo fulltrúa samtakanna hér á eftir, þau heita Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í sjálfbærnivísindum við Háskóla Íslands og Magnús Hallur Jónsson landvörður. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á aðalfundi sínum fyrir helgi þar sem félagið lýsir þungum áhyggjum af hópi hjúkrunarfræðinga sem leita til annarra starfa vegna aukins álags og skorar á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga með því að tryggja mönnunarviðmið, bæta vinnuaðstöðu og öryggi á vinnustað. Halla Eiríksdóttir er varaformaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Við heyrum í henni á eftir. Málfarsmínútan verður á sínum stað, líka ruslarabbið og svo kemur til okkar Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV. Hún ætlar að rifja upp heimsókn Svíakonungs hingað til lands árið 1957.
5/15/20230
Episode Artwork

Vistmorð, hjúkrunarfræðingar mótmæla, málfar, snakkpokar og konungur

Íslandsdeild samtakanna stöðvum vistmorð standa frammi fyrir málþingi síðar í dag og vonast til þess að vekja athygli leiðtogafundar evrópuráðsins á mikilvægi þess að skilgreina vistmorð og setja í alþjóðalög, þau benda á að Úkraínustríðinu fylgi meðal annars mikil eyðilegging vistkerfa sem hafi áhrif í nútíð og framtíð á velferð bæði heimamanna sem og heimsbyggðarinnar allrar - fyrir það eigi að vera hægt að sækja Rússa til saka fyrir - við ræðum við tvo fulltrúa samtakanna hér á eftir, þau heita Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í sjálfbærnivísindum við Háskóla Íslands og Magnús Hallur Jónsson landvörður. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á aðalfundi sínum fyrir helgi þar sem félagið lýsir þungum áhyggjum af hópi hjúkrunarfræðinga sem leita til annarra starfa vegna aukins álags og skorar á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga með því að tryggja mönnunarviðmið, bæta vinnuaðstöðu og öryggi á vinnustað. Halla Eiríksdóttir er varaformaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Við heyrum í henni á eftir. Málfarsmínútan verður á sínum stað, líka ruslarabbið og svo kemur til okkar Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV. Hún ætlar að rifja upp heimsókn Svíakonungs hingað til lands árið 1957.
5/15/202355 minutes
Episode Artwork

Landamæralausar loftlagsbreytingar, samningatækni, málfar og plöntur

Við ætlum að ræða við íslenskan sérfræðing í loftlagsbreytingum þvert á landamæri, Mikael Allan Mikaelsson vinnur hjá alþjóðlegri hugveitu í Stokkhólmi á sviði umhverfismála og rannsókna. Hann skoðar meðal annars hvaða efnahagslegu áhrif loflagsbreytingar hafa á innviði landa og kemur einnig að fyrsta loftlagsáhættumatinu fyrir Evropusambandið Lið nemenda við Háskólann í Reykjavík er komið í undanúrslit alþjóðlegrar keppni í samningatækni sem fer fram í Róm síðar í mánuðinum. Við erum forvitin um þetta - hvað þarf að hafa í huga og hvernig maður æfir sig fyrir slíka keppni í samningatækni? Landsliðið í samningatækni sest hjá okkur á eftir. Liðið er skipað þeim Andra Örvari Baldvinssyni, Halldóri Ægi Halldórssyni og Soffíu Ósk Kristinsdóttur. Málfarsmínúta Endurflutt dýraspjall við Vigdísi Freyju Helmútsdóttur plöntuvistfræðing sem sinnir afar forvitnilegum rannsóknum á því hvernig plöntum líður í hlýnandi heimi.
5/12/20230
Episode Artwork

Landamæralausar loftlagsbreytingar, samningatækni, málfar og plöntur

Við ætlum að ræða við íslenskan sérfræðing í loftlagsbreytingum þvert á landamæri, Mikael Allan Mikaelsson vinnur hjá alþjóðlegri hugveitu í Stokkhólmi á sviði umhverfismála og rannsókna. Hann skoðar meðal annars hvaða efnahagslegu áhrif loflagsbreytingar hafa á innviði landa og kemur einnig að fyrsta loftlagsáhættumatinu fyrir Evropusambandið Lið nemenda við Háskólann í Reykjavík er komið í undanúrslit alþjóðlegrar keppni í samningatækni sem fer fram í Róm síðar í mánuðinum. Við erum forvitin um þetta - hvað þarf að hafa í huga og hvernig maður æfir sig fyrir slíka keppni í samningatækni? Landsliðið í samningatækni sest hjá okkur á eftir. Liðið er skipað þeim Andra Örvari Baldvinssyni, Halldóri Ægi Halldórssyni og Soffíu Ósk Kristinsdóttur. Málfarsmínúta Endurflutt dýraspjall við Vigdísi Freyju Helmútsdóttur plöntuvistfræðing sem sinnir afar forvitnilegum rannsóknum á því hvernig plöntum líður í hlýnandi heimi.
5/12/202355 minutes
Episode Artwork

Enduvinnsla á veiðarfærum, eftir krabbamein og umhverfispistill

Við forvitnumst um endurvinnslu á veiðarfærum í Samfélaginu í dag. Hampiðjan sendir árlega nokkur mikið magn af veiðarfærum sem ekki eru lengur ?notkun úr landi í endurvinnslu. Þetta eru að miklu leyti veiðarfæri úr nælonefnum en líka málmar og gúmmí. Georg Haney er, umhverfisstjóri Hampiðjunnar segir okkur betur frá þessu. Þegar krabbameinsmeðferð lýkur gera sjúklingar og aðstandendur oft ráð fyrir að heilsan verði aftur eins og hún var áður en krabbameinið greindist. Það er þó ekki raunin hjá öllum. Margir búa við andlegar og líkamlegar aukaverkanir af völdum krabbameinsins eða meðferðarinnar sem geta haft mikil áhrif á líðan fólks. Krabbameinsfélagið vill taka betur utan um þennan hóp og við ræðum við sérfræðing hjá þeim, Vigdísi Guðmundsdóttur, um áskoranir þessa hóps og hvaða eftirfylgni þau þurfa. Bryndís Marteinsdóttir flytur okkur svo umhverfispistil í lok þáttar.
5/11/20230
Episode Artwork

Enduvinnsla á veiðarfærum, eftir krabbamein og umhverfispistill

Við forvitnumst um endurvinnslu á veiðarfærum í Samfélaginu í dag. Hampiðjan sendir árlega nokkur mikið magn af veiðarfærum sem ekki eru lengur ?notkun úr landi í endurvinnslu. Þetta eru að miklu leyti veiðarfæri úr nælonefnum en líka málmar og gúmmí. Georg Haney er, umhverfisstjóri Hampiðjunnar segir okkur betur frá þessu. Þegar krabbameinsmeðferð lýkur gera sjúklingar og aðstandendur oft ráð fyrir að heilsan verði aftur eins og hún var áður en krabbameinið greindist. Það er þó ekki raunin hjá öllum. Margir búa við andlegar og líkamlegar aukaverkanir af völdum krabbameinsins eða meðferðarinnar sem geta haft mikil áhrif á líðan fólks. Krabbameinsfélagið vill taka betur utan um þennan hóp og við ræðum við sérfræðing hjá þeim, Vigdísi Guðmundsdóttur, um áskoranir þessa hóps og hvaða eftirfylgni þau þurfa. Bryndís Marteinsdóttir flytur okkur svo umhverfispistil í lok þáttar.
5/11/202355 minutes
Episode Artwork

Tunnurnar gerðar klárar, viðarvinnsla, málfar og heilinn afhjúpaður

Matarleifar, plast, pappír og blandaður úrgangur. Þetta eru flokkarnir fjórir sem allt sorp á flokkast í og verður tekið upp á höfuðborgarsvæðinu og suðurnesjum nú á næstunni - aðrir landshlutar sumir löngu byrjaðir á þessu auðvitað. Og þetta mun þýða að við flest heimili bætist í það minnsta ein tunna - sem er jafnvel tvískipt - útfærslurnar fara auðvitað eftir umfangi úrgangs og fjölda íbúa - og svo kemur karfa með bréfpoka inn til okkar þar sem í fara matarleifar. Við fórum í morgun að skoða nýju tunnurnar, það er verið að setja þær saman og merkja vandlega á risastóru vinnusvæði á Gufunesi - ekkert sem jafnast á við ónotaðar ruslatunnur - en við skoðuðum samt hvernig á að nota þær með Guðmundi B. Friðrikssyni verkefnisstjóra hjá Reykjavíkurborg. Við heimsækjum Skógræktarfélag Reykjavíkur í Heiðmörk. Þar er viðarvinnsla í fullum gangi enda töluvert af timbri sem fellur til vegna grisjunar. Þar eru framleidd viðarborð úr ýmsum trjátegundum, eldiviður, viðarkurl og fleira. Auður Elva Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur tekur á móti okkur og segir frá viðarvinnslunni og ræktunarstarfinu. Málfarsmínútan er á sínum stað og svo er Vísindaspjallið með Eddu Olgudóttur í lok þáttar.
5/10/20230
Episode Artwork

Tunnurnar gerðar klárar, viðarvinnsla, málfar og heilinn afhjúpaður

Matarleifar, plast, pappír og blandaður úrgangur. Þetta eru flokkarnir fjórir sem allt sorp á flokkast í og verður tekið upp á höfuðborgarsvæðinu og suðurnesjum nú á næstunni - aðrir landshlutar sumir löngu byrjaðir á þessu auðvitað. Og þetta mun þýða að við flest heimili bætist í það minnsta ein tunna - sem er jafnvel tvískipt - útfærslurnar fara auðvitað eftir umfangi úrgangs og fjölda íbúa - og svo kemur karfa með bréfpoka inn til okkar þar sem í fara matarleifar. Við fórum í morgun að skoða nýju tunnurnar, það er verið að setja þær saman og merkja vandlega á risastóru vinnusvæði á Gufunesi - ekkert sem jafnast á við ónotaðar ruslatunnur - en við skoðuðum samt hvernig á að nota þær með Guðmundi B. Friðrikssyni verkefnisstjóra hjá Reykjavíkurborg. Við heimsækjum Skógræktarfélag Reykjavíkur í Heiðmörk. Þar er viðarvinnsla í fullum gangi enda töluvert af timbri sem fellur til vegna grisjunar. Þar eru framleidd viðarborð úr ýmsum trjátegundum, eldiviður, viðarkurl og fleira. Auður Elva Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur tekur á móti okkur og segir frá viðarvinnslunni og ræktunarstarfinu. Málfarsmínútan er á sínum stað og svo er Vísindaspjallið með Eddu Olgudóttur í lok þáttar.
5/10/202355 minutes
Episode Artwork

Leiðtogafundur. Kolefnhlutleysi á kostnað náttúru? Ruslarabb. Pistill.

Það styttist í leiðtogafund Evrópuráðsins - hann fer fram í Hörpu 16. til 17. maí næstkomandi og þá koma hingað um 900 erlendir gestir. Leiðtogum 46 ríkja er boðið og auk þeirra hefur fulltrúum frá áheyrnarríkjunum fimm, Bandaríkjunum, Páfagarði, Japan, Kanada og Mexíkó, verið boðið að taka þátt á fundinum. Þá hefur leiðtogum Sameinuðu Þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og Evrópusambandsins verið boðið, auk þess sem æðstu stjórnendur allra helstu stofnana Evrópuráðsins sækja fundinn. Öllu þessu fólki fylgir fjölmennt lið. Nokkur hundruð fjölmiðlamenn verða hér líka til að flytja fréttir af fundinum. Þessum fundi fylgir gríðarleg öryggisgæsla á skala sem við þekkjum ekki hér í okkar fámenna samfélagi. Undirbúningurinn er viðamikill og hvílir að stórum hluta á herðum Ríkislögreglustjóra, Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur. Hún verður gestur okkar rétt á eftir. Við ætlum svo að ræða um kolefnishlutleysi Íslands og þýðingu þeirrar vegferðar fyrir islenska náttúru - þetta er vandrataður stígur þar sem eitt má helst ekki vera á kostnað annars. Hingað kemur forstjóri Náttúrufræðistofnunar Eydís Líndal Finnbogadóttir og Snorri Sigurðsson sviðstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun. Ruslarabb um límmiða, plástra og límband. Svo fáum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi í lok þáttar.
5/9/20230
Episode Artwork

Leiðtogafundur. Kolefnhlutleysi á kostnað náttúru? Ruslarabb. Pistill.

Það styttist í leiðtogafund Evrópuráðsins - hann fer fram í Hörpu 16. til 17. maí næstkomandi og þá koma hingað um 900 erlendir gestir. Leiðtogum 46 ríkja er boðið og auk þeirra hefur fulltrúum frá áheyrnarríkjunum fimm, Bandaríkjunum, Páfagarði, Japan, Kanada og Mexíkó, verið boðið að taka þátt á fundinum. Þá hefur leiðtogum Sameinuðu Þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og Evrópusambandsins verið boðið, auk þess sem æðstu stjórnendur allra helstu stofnana Evrópuráðsins sækja fundinn. Öllu þessu fólki fylgir fjölmennt lið. Nokkur hundruð fjölmiðlamenn verða hér líka til að flytja fréttir af fundinum. Þessum fundi fylgir gríðarleg öryggisgæsla á skala sem við þekkjum ekki hér í okkar fámenna samfélagi. Undirbúningurinn er viðamikill og hvílir að stórum hluta á herðum Ríkislögreglustjóra, Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur. Hún verður gestur okkar rétt á eftir. Við ætlum svo að ræða um kolefnishlutleysi Íslands og þýðingu þeirrar vegferðar fyrir islenska náttúru - þetta er vandrataður stígur þar sem eitt má helst ekki vera á kostnað annars. Hingað kemur forstjóri Náttúrufræðistofnunar Eydís Líndal Finnbogadóttir og Snorri Sigurðsson sviðstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun. Ruslarabb um límmiða, plástra og límband. Svo fáum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi í lok þáttar.
5/9/202355 minutes
Episode Artwork

Hitaveitur, sköpunargleði, málfar og hundrað ára gömul gerðarbók

Núna fyrir helgi var kynnt úttekt á stöðu hitaveitna og nýtingu jarðhita til húshitunar. Og það var umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sem fól Íslenskum orkurannsóknum að gera þessa úttekt vegna erfiðrar stöðu hjá mörgum hitaveitum í kuldanum síðasta vetur. Og meðal þess sem kemur fram í þessari úttekt er að tveir þriðju hitaveitna sjá fram á aukna eftirspurn og telja að það geti orðið vandi að mæta henni. Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá ÍSOR er einn þeirra sérfræðinga sem unnu þessa úttekt og hún ætlar að fara yfir það helsta með okkur. Við ræðum svo við sköpunargleði sérfræðing. Birna Dröfn Birgisdóttir rannsakar í doktorsnámi sínu hvernig sköpunargleði getur nýst fólki í leik og starfi. Hún rekur líka hún fyrirtæki þar sem hún þjálfar fólk í sköpunargleði og hefur líka þróað forrit sem eflir sköpunargleði Við fáum eina málfarsmínútu og svo heimsækjum við Þjóðskjalasafn Íslands þar sem við hittum Árna Jóhannsson skjalavörð. Hann ætlar að fletta með okkur meira en hundrað ára gamalli gerðarbók Keflavíkurhrepps og segja okkur frá því hvernig eftirliti með skilaskyldu til safnsins er háttað.
5/8/20230
Episode Artwork

Hitaveitur, sköpunargleði, málfar og hundrað ára gömul gerðarbók

Núna fyrir helgi var kynnt úttekt á stöðu hitaveitna og nýtingu jarðhita til húshitunar. Og það var umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sem fól Íslenskum orkurannsóknum að gera þessa úttekt vegna erfiðrar stöðu hjá mörgum hitaveitum í kuldanum síðasta vetur. Og meðal þess sem kemur fram í þessari úttekt er að tveir þriðju hitaveitna sjá fram á aukna eftirspurn og telja að það geti orðið vandi að mæta henni. Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá ÍSOR er einn þeirra sérfræðinga sem unnu þessa úttekt og hún ætlar að fara yfir það helsta með okkur. Við ræðum svo við sköpunargleði sérfræðing. Birna Dröfn Birgisdóttir rannsakar í doktorsnámi sínu hvernig sköpunargleði getur nýst fólki í leik og starfi. Hún rekur líka hún fyrirtæki þar sem hún þjálfar fólk í sköpunargleði og hefur líka þróað forrit sem eflir sköpunargleði Við fáum eina málfarsmínútu og svo heimsækjum við Þjóðskjalasafn Íslands þar sem við hittum Árna Jóhannsson skjalavörð. Hann ætlar að fletta með okkur meira en hundrað ára gamalli gerðarbók Keflavíkurhrepps og segja okkur frá því hvernig eftirliti með skilaskyldu til safnsins er háttað.
5/8/202355 minutes
Episode Artwork

Katla, bráðamóttaka Landspítalans og páfagaukar hringjast á

Ríkislögreglustjóri og Lögreglustjórinn á Suðurlandi lýstu í gær yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Það var gert í kjölfar jarðskjálftahrinu í öskju Kötlu þar sem þrír skjálftar mældust yfir 4 að stærð. Rólegt hefur verið síðan síðdegis í gær og nú fyrir hádegi kom fram á vef Veðurstofunnar að virknin í Kötluöskju teljist nú til eðlilegrar bakgrunnsvirkni eldstöðvarinnar. En óvissustigið er enn og ástæða til að fylgjast náið með og kannski dusta rykið af viðbragðsáætlunum. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra er aðalmaðurinn í þessu - eins og svo mörgu öðru. Hann ætlar að ræða við okkur um viðbragð, áætlanir, sviðsmyndir og eftirlit vegna hræringa í og við Kötlu. Af bráðamóttöku Landspítalans berast oft vondar og erfiðar fréttir; langir biðtímar, skortur á starfsfólki, veikt fólk liggur á göngunum, það er fráflæðivandi og aðstöðuleysi. Fólkið sem vinnur á þessari deild er í framlínusveit spítalans og veit aldrei hvað vinnudagurinn ber í skauti sér. Hvers vegna vill það vera þarna? Hvernig er bráðamóttakan sem vinnustaður? Samfélagið hitti sérnámslækninn Unni Ósk Stefánsdóttur og náði að ræða við hana þó það væri ys og þys, hávaði og bíb og töluverðar líkur á að sjá blóð. Vera Illugadóttir ætlar svo að koma í heimsókn til okkar með dýrasögur eins og henni einni er lagið.
5/5/20230
Episode Artwork

Katla, bráðamóttaka Landspítalans og páfagaukar hringjast á

Ríkislögreglustjóri og Lögreglustjórinn á Suðurlandi lýstu í gær yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Það var gert í kjölfar jarðskjálftahrinu í öskju Kötlu þar sem þrír skjálftar mældust yfir 4 að stærð. Rólegt hefur verið síðan síðdegis í gær og nú fyrir hádegi kom fram á vef Veðurstofunnar að virknin í Kötluöskju teljist nú til eðlilegrar bakgrunnsvirkni eldstöðvarinnar. En óvissustigið er enn og ástæða til að fylgjast náið með og kannski dusta rykið af viðbragðsáætlunum. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra er aðalmaðurinn í þessu - eins og svo mörgu öðru. Hann ætlar að ræða við okkur um viðbragð, áætlanir, sviðsmyndir og eftirlit vegna hræringa í og við Kötlu. Af bráðamóttöku Landspítalans berast oft vondar og erfiðar fréttir; langir biðtímar, skortur á starfsfólki, veikt fólk liggur á göngunum, það er fráflæðivandi og aðstöðuleysi. Fólkið sem vinnur á þessari deild er í framlínusveit spítalans og veit aldrei hvað vinnudagurinn ber í skauti sér. Hvers vegna vill það vera þarna? Hvernig er bráðamóttakan sem vinnustaður? Samfélagið hitti sérnámslækninn Unni Ósk Stefánsdóttur og náði að ræða við hana þó það væri ys og þys, hávaði og bíb og töluverðar líkur á að sjá blóð. Vera Illugadóttir ætlar svo að koma í heimsókn til okkar með dýrasögur eins og henni einni er lagið.
5/5/202355 minutes
Episode Artwork

Loftlagsdagurinn, umhverfisvænn arkitektur, umhverfispistill

Samfélagið verður í Hörpu og kynnir sér Loftslagsdaginn og þá dagskrá sem er í gangi þar í dag. Ragna Benedikta Garðarsdóttir prófessor í félagssálfræði við HÍ er ein þeirra sem tekur til máls á Lofslagsdeginum. Hún ætlar að svara því hvernig maður breytir samfélagi. Við spjöllum við Rögnu. Við ætlum svo að ræða um byggingariðnaðinn og beina sjónum okkar að því hvernig hægt er að hanna hús og svæði á umhverfisvænan hátt með sjálfbærni og hringrásarhagkerfið að leiðarljósi. Arkitektar gegna lykilhlutverki í þessu - og við ætlum að ræða við einn slíkan, Arnhildi Pálmadóttur, sem vinnur á stofu sem leggur sig sérstaklega eftir því að hanna undir umhverfisvænum formerkjum. Umhverfispistilinn er svo á sínum stað, endurfluttur pistill frá Ingu Huld Ármann í ungum umhverfissinnum
5/4/20230
Episode Artwork

Loftlagsdagurinn, umhverfisvænn arkitektur, umhverfispistill

Samfélagið verður í Hörpu og kynnir sér Loftslagsdaginn og þá dagskrá sem er í gangi þar í dag. Ragna Benedikta Garðarsdóttir prófessor í félagssálfræði við HÍ er ein þeirra sem tekur til máls á Lofslagsdeginum. Hún ætlar að svara því hvernig maður breytir samfélagi. Við spjöllum við Rögnu. Við ætlum svo að ræða um byggingariðnaðinn og beina sjónum okkar að því hvernig hægt er að hanna hús og svæði á umhverfisvænan hátt með sjálfbærni og hringrásarhagkerfið að leiðarljósi. Arkitektar gegna lykilhlutverki í þessu - og við ætlum að ræða við einn slíkan, Arnhildi Pálmadóttur, sem vinnur á stofu sem leggur sig sérstaklega eftir því að hanna undir umhverfisvænum formerkjum. Umhverfispistilinn er svo á sínum stað, endurfluttur pistill frá Ingu Huld Ármann í ungum umhverfissinnum
5/4/202355 minutes
Episode Artwork

Gróðureldar, lúpína sem byggingarefni, málfar og hjálpsemi

Á þessum tíma árs er langmest hætta á gróðureldum á Íslandi, þetta gerist þegar snjóa hefur leyst en gróðurinn er ekki farinn af stað, það er því þurrt á og ef úrkoma er lítil er mikið eldsneyti í gróðrinum frá síðasta sumri. Vorið 2021 var mikið óvissustig á stórum hluta landsins, það urðu miklir gróðureldar í Heiðmörk en í fyrra var sem betur fer næg úrkoma. Já það er hægt að blessa rigninguna ef maður sinnir brunavörnum eins og Lárus Kristinn Guðmundsson varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu sem var viðmælandi í Samfélaginu. Hönnunarmars er hafinn og viðburðir um allar trissur tengdir þeirri miklu hátíð. Meðal annars í Norræna húsinu þar sem aðstandendur verkefnisins Lúpína í nýju ljósi, trefjaefni framtíðar hafa komið sér fyrir. Þær hafa rannsakað hvernig nýta má Alaskalúpínu við framleiðslu á trefjaefnum - t.d. byggingarefnum og umbúðum. Rætt við Ingu Kristínu Guðlaugsdóttur og Elínu Sigríði Harðardóttur, eigendur Efnasmiðjunnar. Málfarsmínútan í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur Edda Olgudóttir kemur í vísindaspjall um rannsókn um hjálpsemi.
5/3/20230
Episode Artwork

Gróðureldar, lúpína sem byggingarefni, málfar og hjálpsemi

Á þessum tíma árs er langmest hætta á gróðureldum á Íslandi, þetta gerist þegar snjóa hefur leyst en gróðurinn er ekki farinn af stað, það er því þurrt á og ef úrkoma er lítil er mikið eldsneyti í gróðrinum frá síðasta sumri. Vorið 2021 var mikið óvissustig á stórum hluta landsins, það urðu miklir gróðureldar í Heiðmörk en í fyrra var sem betur fer næg úrkoma. Já það er hægt að blessa rigninguna ef maður sinnir brunavörnum eins og Lárus Kristinn Guðmundsson varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu sem var viðmælandi í Samfélaginu. Hönnunarmars er hafinn og viðburðir um allar trissur tengdir þeirri miklu hátíð. Meðal annars í Norræna húsinu þar sem aðstandendur verkefnisins Lúpína í nýju ljósi, trefjaefni framtíðar hafa komið sér fyrir. Þær hafa rannsakað hvernig nýta má Alaskalúpínu við framleiðslu á trefjaefnum - t.d. byggingarefnum og umbúðum. Rætt við Ingu Kristínu Guðlaugsdóttur og Elínu Sigríði Harðardóttur, eigendur Efnasmiðjunnar. Málfarsmínútan í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur Edda Olgudóttir kemur í vísindaspjall um rannsókn um hjálpsemi.
5/3/202359 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Landspítali rís, náttúrulæsi og málstefna RÚV

Við tökum stöðuna á byggingu nýs Landspítala. Það er risastórt verkefni sem hefur lengi verið í gangi og framkvæmdir eru nú á fullu. Það sem er núna mest áberandi er svokallaður meðferðarkjarni sem hefur risið nokkuð hratt undanfarið en nýlega var sagt frá því að magn þeirrar steypu sem notuð er í hann væri komið yfir 40 þúsund rúmmetra. Sem okkur skilst að sé dágott. Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri verkefnisins um Nýjan Landspítala fer yfir málið með okkur. Við ætlum svo að ræða um náttúrlæsi Íslendinga. Það er líklega fáum öðrum þjóðum eins mikilvægt að vera læs á náttúru sína og umhverfi, í landi hættulegra veðra, eldgosa, jarðskjálfta og skriðufalla. En mögulega hefur náttúrulæsi og skilningi farið aftur. Hvernig birtist það og hvað er hægt að gera við því? Við ræðum við tvo sérfræðinga, annars vegar Hauk Arason dósent í eðlisfræði og náttúrufræðimenntun við Háskóla íslands og hins vegar Hauk Hauksson samskiptastjóra Veðurstofunnar. Svo kemur Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins til okkar í lok þáttar. Hún segir okkur frá málstefnu RÚV sem er verið að endurskoða.
5/2/20230
Episode Artwork

Landspítali rís, náttúrulæsi og málstefna RÚV

Við tökum stöðuna á byggingu nýs Landspítala. Það er risastórt verkefni sem hefur lengi verið í gangi og framkvæmdir eru nú á fullu. Það sem er núna mest áberandi er svokallaður meðferðarkjarni sem hefur risið nokkuð hratt undanfarið en nýlega var sagt frá því að magn þeirrar steypu sem notuð er í hann væri komið yfir 40 þúsund rúmmetra. Sem okkur skilst að sé dágott. Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri verkefnisins um Nýjan Landspítala fer yfir málið með okkur. Við ætlum svo að ræða um náttúrlæsi Íslendinga. Það er líklega fáum öðrum þjóðum eins mikilvægt að vera læs á náttúru sína og umhverfi, í landi hættulegra veðra, eldgosa, jarðskjálfta og skriðufalla. En mögulega hefur náttúrulæsi og skilningi farið aftur. Hvernig birtist það og hvað er hægt að gera við því? Við ræðum við tvo sérfræðinga, annars vegar Hauk Arason dósent í eðlisfræði og náttúrufræðimenntun við Háskóla íslands og hins vegar Hauk Hauksson samskiptastjóra Veðurstofunnar. Svo kemur Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins til okkar í lok þáttar. Hún segir okkur frá málstefnu RÚV sem er verið að endurskoða.
5/2/202358 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Netvarnir, kolefnisbinding, málfar og dýraspjall

Undirbúningur fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins fer að ná hámarki, en sá stóri fundur fer fram 16.-17. maí í Hörpu. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands eru gestgjafar fundarins enda gegnir Ísland formennsku í Evrópuráðinu. Það er mikil og ströng öryggisgæsla vegna fundarins og eitt sem hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarið er auknar líkur á hvers kyns netárásum. Og þá borgar sig að vera undirbúinn. Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður Cert-ís, netöryggissveitar Fjarskiptastofu. Við ætlum að velta fyrir okkur kolefnisbindingu og kolefnisjöfnun og hverju það a að skila. Það er töluvert deilt um þessi mál, þau tengjast mikið inn í umræður um skógrækt og landgræðslu og hvaða stefnu Íslendingar eiga að taka í þeim efnum. Árni Finnsson formaður náttúruverndarsamtaka Íslands og einn stofnfélaga VÍN - sem eru vinir íslenskrar náttúru og Hreinn Óskarsson hjá skógræktinni, skógfræðingur og sviðsstjóri þjóðskóga líta þessi mál ólíkum augum. Við tölum við þá. Málfarsmínútan verður á sínum stað og sömuleiðis dýraspjallið. Að þessu sinni ætlum við að ræða við Vigdísi Freyju Helmútsdóttur plöntuvistfræðing sem sinnir afar forvitnilegum rannsóknum á því hvernig plöntum líður í hlýnandi heimi.
4/28/20230
Episode Artwork

Netvarnir, kolefnisbinding, málfar og dýraspjall

Undirbúningur fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins fer að ná hámarki, en sá stóri fundur fer fram 16.-17. maí í Hörpu. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands eru gestgjafar fundarins enda gegnir Ísland formennsku í Evrópuráðinu. Það er mikil og ströng öryggisgæsla vegna fundarins og eitt sem hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarið er auknar líkur á hvers kyns netárásum. Og þá borgar sig að vera undirbúinn. Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður Cert-ís, netöryggissveitar Fjarskiptastofu. Við ætlum að velta fyrir okkur kolefnisbindingu og kolefnisjöfnun og hverju það a að skila. Það er töluvert deilt um þessi mál, þau tengjast mikið inn í umræður um skógrækt og landgræðslu og hvaða stefnu Íslendingar eiga að taka í þeim efnum. Árni Finnsson formaður náttúruverndarsamtaka Íslands og einn stofnfélaga VÍN - sem eru vinir íslenskrar náttúru og Hreinn Óskarsson hjá skógræktinni, skógfræðingur og sviðsstjóri þjóðskóga líta þessi mál ólíkum augum. Við tölum við þá. Málfarsmínútan verður á sínum stað og sömuleiðis dýraspjallið. Að þessu sinni ætlum við að ræða við Vigdísi Freyju Helmútsdóttur plöntuvistfræðing sem sinnir afar forvitnilegum rannsóknum á því hvernig plöntum líður í hlýnandi heimi.
4/28/202355 minutes
Episode Artwork

Brýr á Íslandi nú og þá, rafskútuöryggi og myrkar hliðar fataiðnaðar

VIð förum á brúarráðstefnu sem var haldin í gær á vegum vegagerðarinnar. Það er næstum 1200 brýr á Íslandi, 229 á hringveginum. Á ráðstefnunni var farið yfir sögu brúa, hvernig fækkun einbreiðra brúa gengur, litið til brúa sem eru í framkvæmd eða á plani og rætt um áskoranir og breytingar. Semsagt, algerlega tilvalið umræðuefni fyrir Samfélagið, sem var auðvitað á staðnum og rak hljóðneman undir nefið á tveimur sérfræðingum sem tóku til máls á ráðstefnunni, Hrein Haraldsson fv vegamálastjóra og Reyni Georgsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni. Svo forvitnumst við um átak í öryggismálum vegna notkunar á rafskútum. Alvarlegum slysum á slíkum farartækjum hefur fjölgað og ekki allir notendur þeirra sem fylgja reglum. Við tölum við Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóra öryggis og fræðslu hjá Samgöngustofu. Hann segir okkur meðal annars frá átakinu ?Ekki skúta upp á bak,? sem fer af stað í dag. Stefán Gíslason er svo með umhverfispistilinn í dag. Hann ætlar meðal annars að skoða stöðu verkafólks sem vinnur á lúsarlaunum eða engum við að búa til föt fyrir okkur vesturlandabúa.
4/27/20230
Episode Artwork

Brýr á Íslandi nú og þá, rafskútuöryggi og myrkar hliðar fataiðnaðar

VIð förum á brúarráðstefnu sem var haldin í gær á vegum vegagerðarinnar. Það er næstum 1200 brýr á Íslandi, 229 á hringveginum. Á ráðstefnunni var farið yfir sögu brúa, hvernig fækkun einbreiðra brúa gengur, litið til brúa sem eru í framkvæmd eða á plani og rætt um áskoranir og breytingar. Semsagt, algerlega tilvalið umræðuefni fyrir Samfélagið, sem var auðvitað á staðnum og rak hljóðneman undir nefið á tveimur sérfræðingum sem tóku til máls á ráðstefnunni, Hrein Haraldsson fv vegamálastjóra og Reyni Georgsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni. Svo forvitnumst við um átak í öryggismálum vegna notkunar á rafskútum. Alvarlegum slysum á slíkum farartækjum hefur fjölgað og ekki allir notendur þeirra sem fylgja reglum. Við tölum við Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóra öryggis og fræðslu hjá Samgöngustofu. Hann segir okkur meðal annars frá átakinu ?Ekki skúta upp á bak,? sem fer af stað í dag. Stefán Gíslason er svo með umhverfispistilinn í dag. Hann ætlar meðal annars að skoða stöðu verkafólks sem vinnur á lúsarlaunum eða engum við að búa til föt fyrir okkur vesturlandabúa.
4/27/202355 minutes
Episode Artwork

Lýðheilsurannsóknir, umhverfisviðurkenning, málfar og vísindaspjall

Í síðustu viku voru íslensku lýðheilsuverðlaunin veitt í fyrsta sinn, fyrir mikilsvert framlag til eflingar lýðheilsu á Íslandi. Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands hlaut þessi verðlaun í flokki starfsheilda, en þar er umfangsmikil starfsemi, kennsla og rannsóknir sem miða að því að efla þekkingu á lýðheilsu. Og kannski helst rannsóknir á áhrifaþáttum heilsu, ekki síst áhrifum áfalla. Arna Hauksdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum ætlar að segja okkur frá starfi Lýðheilsumiðstöðvar á eftir. Við ræðum svo við tvo framkvæmdastjóra, sem báðir tóku á móti Kuðungnum umhverfisviðurkenningu í gær, þeir eru annars vegar hjá byggingarfyrirtækinu Já verk og hinsvegar Gefn sem nýtir úrgangs og aukaafurðafitu til að búa til umhverfisvænar efnavörur - skemmtilega ólík fyrirtæki en á sömu grænu brautinni. Gylfi Gíslason og Ásgeir Ívarsson kíkja til okkar. Við fáum málfarsmínútu og í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar að segja okkur frá nýjum rannsóknum á tengslum veirusýkinga við Alzheimersjúkdóminn og taugahrörnun.
4/26/20230
Episode Artwork

Lýðheilsurannsóknir, umhverfisviðurkenning, málfar og vísindaspjall

Í síðustu viku voru íslensku lýðheilsuverðlaunin veitt í fyrsta sinn, fyrir mikilsvert framlag til eflingar lýðheilsu á Íslandi. Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands hlaut þessi verðlaun í flokki starfsheilda, en þar er umfangsmikil starfsemi, kennsla og rannsóknir sem miða að því að efla þekkingu á lýðheilsu. Og kannski helst rannsóknir á áhrifaþáttum heilsu, ekki síst áhrifum áfalla. Arna Hauksdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum ætlar að segja okkur frá starfi Lýðheilsumiðstöðvar á eftir. Við ræðum svo við tvo framkvæmdastjóra, sem báðir tóku á móti Kuðungnum umhverfisviðurkenningu í gær, þeir eru annars vegar hjá byggingarfyrirtækinu Já verk og hinsvegar Gefn sem nýtir úrgangs og aukaafurðafitu til að búa til umhverfisvænar efnavörur - skemmtilega ólík fyrirtæki en á sömu grænu brautinni. Gylfi Gíslason og Ásgeir Ívarsson kíkja til okkar. Við fáum málfarsmínútu og í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar að segja okkur frá nýjum rannsóknum á tengslum veirusýkinga við Alzheimersjúkdóminn og taugahrörnun.
4/26/202355 minutes
Episode Artwork

Lesblinda, snjalltunnur, málfar og pistillinn Páls

Nýjar rannsóknir sýna að líklega er fimmta, jafnvel fjórða hver manneskja á Íslandi, er með einhverskonar lesblindu. Félag lesblindra gagnrýnir skólakerfið fyrir að mæta ekki þörfum þessara nemenda, sem oft eru álitnir tregir eða áhugalausir. VIð ræðum við Guðmund Skúla Johnsen formann félags lesblindra. Við kynnum okkur nýjar flokkunartunnur sem hafa verið að dúkka upp undanfarið í borginni. Borgartunnan er hún kölluð og hún er snjöll. Baldur Snorrason arkitekt segir okkur allt um þær. Málfarsmínúta er á sveimi og svo er pistill frá umhverfissálfræðingnum Páli Líndal í lok þáttar.
4/25/20230
Episode Artwork

Lesblinda, snjalltunnur, málfar og pistillinn Páls

Nýjar rannsóknir sýna að líklega er fimmta, jafnvel fjórða hver manneskja á Íslandi, er með einhverskonar lesblindu. Félag lesblindra gagnrýnir skólakerfið fyrir að mæta ekki þörfum þessara nemenda, sem oft eru álitnir tregir eða áhugalausir. VIð ræðum við Guðmund Skúla Johnsen formann félags lesblindra. Við kynnum okkur nýjar flokkunartunnur sem hafa verið að dúkka upp undanfarið í borginni. Borgartunnan er hún kölluð og hún er snjöll. Baldur Snorrason arkitekt segir okkur allt um þær. Málfarsmínúta er á sveimi og svo er pistill frá umhverfissálfræðingnum Páli Líndal í lok þáttar.
4/25/202355 minutes
Episode Artwork

Barnaspítalinn 20 ára, nemendagarðar á Flateyri og lénsreikningar

Við ætlum að heimsækja Barnaspítala Hringsins sem fagnaði því fyrr í þessum mánuði að 20 ár eru liðin frá því að starfsemi hófst í þá glænýju húsi. Við spjöllum þar við Ingibjörgu Pálmadóttur sem var heilbrigðisráðherra í aðdraganda þess að spítalinn var reistur, Önnu Björk Eðvarsdóttur formann Hringsins sem hefur lagt til mörg hundruð milljónir í rekstur hans og Ásgeir Haraldsson prófessor og yfirlækni. Samfélagið var um helgina statt á Vestfjörðum, þar á meðal á Flateyri, þar sem nú er risið nýtt hús. Það eru nemendagarðar fyrir Lýðskólann þar. Runólfur Ágústsson formaður stjórnar skólans sýnir okkur húsið og segir okkur frá. Svo heimsækjum við í lok þáttar Þjóðskjalasafn Íslands eins við gerum reglulega. Að þessu sinni ræðum við við Kristjönu Kristinsdóttur skjalavörð sem hefur rannsakað lénsreikninga frá 17. öld sem safnið varðveitir. Hún dregur fram forn skjöl og sýnir okkur þau.
4/24/20230
Episode Artwork

Barnaspítalinn 20 ára, nemendagarðar á Flateyri og lénsreikningar

Við ætlum að heimsækja Barnaspítala Hringsins sem fagnaði því fyrr í þessum mánuði að 20 ár eru liðin frá því að starfsemi hófst í þá glænýju húsi. Við spjöllum þar við Ingibjörgu Pálmadóttur sem var heilbrigðisráðherra í aðdraganda þess að spítalinn var reistur, Önnu Björk Eðvarsdóttur formann Hringsins sem hefur lagt til mörg hundruð milljónir í rekstur hans og Ásgeir Haraldsson prófessor og yfirlækni. Samfélagið var um helgina statt á Vestfjörðum, þar á meðal á Flateyri, þar sem nú er risið nýtt hús. Það eru nemendagarðar fyrir Lýðskólann þar. Runólfur Ágústsson formaður stjórnar skólans sýnir okkur húsið og segir okkur frá. Svo heimsækjum við í lok þáttar Þjóðskjalasafn Íslands eins við gerum reglulega. Að þessu sinni ræðum við við Kristjönu Kristinsdóttur skjalavörð sem hefur rannsakað lénsreikninga frá 17. öld sem safnið varðveitir. Hún dregur fram forn skjöl og sýnir okkur þau.
4/24/202355 minutes
Episode Artwork

Orkuskiptaþekking, selir, málfar og vestjarðasumar

Við verðum á Vestfjörðum í dag. Byrjum í Bolungarvík, þar sem ég er staddur núna. Hér ætlum við að tala við Þorstein Másson. Hann er framkvæmdastjóri Bláma sem vinnur að því að finna leiðir í orkuskiptum í samgöngum og iðnaði. Ræðum meðal annars um þekkinguna á þeim vélum og búnaði sem þarf að vera til staðar og veltum fyrir okkur hvort sú þekking sé til staðar. Við ræðum svo við Söndru Magdalenu Granquist selasérfræðing í dýraspjalli dagsins en hún er á hvammstanga þar sem selasetur íslands er statt. Sandra segir okkur allt um rannsóknir sínar á selum og hvernig staða þeirra er við Ísland - og svo útskýrir hún kannski fyrir okkur afhverju kópar eru sætasta ungviði dýraríkisins. Málfarsmínúta Svo rennum við inn á Ísafjörð og hittum þar Nanný Örnu Guðmundsdóttur bæjarfulltrúa og framkvæmdastjóra ferðþjónustufyrirtækisins Borea Adventures. Spyrjum hana aðeins út í sumarið sem hófst í gær - bæði frá sjónarhorni bæjarfulltrúans og framkvæmdastjórans.
4/21/20230
Episode Artwork

Orkuskiptaþekking, selir, málfar og vestjarðasumar

Við verðum á Vestfjörðum í dag. Byrjum í Bolungarvík, þar sem ég er staddur núna. Hér ætlum við að tala við Þorstein Másson. Hann er framkvæmdastjóri Bláma sem vinnur að því að finna leiðir í orkuskiptum í samgöngum og iðnaði. Ræðum meðal annars um þekkinguna á þeim vélum og búnaði sem þarf að vera til staðar og veltum fyrir okkur hvort sú þekking sé til staðar. Við ræðum svo við Söndru Magdalenu Granquist selasérfræðing í dýraspjalli dagsins en hún er á hvammstanga þar sem selasetur íslands er statt. Sandra segir okkur allt um rannsóknir sínar á selum og hvernig staða þeirra er við Ísland - og svo útskýrir hún kannski fyrir okkur afhverju kópar eru sætasta ungviði dýraríkisins. Málfarsmínúta Svo rennum við inn á Ísafjörð og hittum þar Nanný Örnu Guðmundsdóttur bæjarfulltrúa og framkvæmdastjóra ferðþjónustufyrirtækisins Borea Adventures. Spyrjum hana aðeins út í sumarið sem hófst í gær - bæði frá sjónarhorni bæjarfulltrúans og framkvæmdastjórans.
4/21/202355 minutes
Episode Artwork

Alþjóðasamvinna og áskoranir, byggingarefni úr hampi, málfar og blinda

Við ætlum að byrja á ráðstefnu sem stendur nú yfir í Veröld húsi Vigdísar um alþjóðasamvinnu á krossgötum og stefnu Íslands - þar eru saman komnir fjölmargir sérfræðingar sem sitja á pallborði og ræða um aðsteðjandi áskoranir meðal annars í í umhverfismálum, öryggismálum og alþjóðasamstarfi. Samfélagið kíkti á svæðið og ræddi við eftirtalin: Áslaug Ásgeirsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Bates College í Maine og Fulbright Arctic-NSF fræðimaður við Háskóla Íslands 2022-23, Þórunn Wolfram PhD, framkvæmdastjóri Loftslagsráðs Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, yfirmaður samvinnuverkefna hjá Evrópuráðinu Við heimsækjum Lúdika arkitekta og forvitnumst um verkefni sem þau hafa undanfarið unnið að og snýst um þróun á byggingarefni úr hampi. Anna Karlsdóttir arkitekt tekur á móti okkur í Slökkvistöðinni í Gufunesi þar sem þau hafa aðstöðu og ætla að meðal annars að sýna það sem þau hafa verið að vinna að á Hönnunarmars, sem hefst 3. maí. Við fáum eina málfarsmínútu og Edda Olgudóttir kemur svo til okkar í hefðbundið vísindaspjall um stofnfrumurannsóknir á blindu.
4/19/20230
Episode Artwork

Alþjóðasamvinna og áskoranir, byggingarefni úr hampi, málfar og blinda

Við ætlum að byrja á ráðstefnu sem stendur nú yfir í Veröld húsi Vigdísar um alþjóðasamvinnu á krossgötum og stefnu Íslands - þar eru saman komnir fjölmargir sérfræðingar sem sitja á pallborði og ræða um aðsteðjandi áskoranir meðal annars í í umhverfismálum, öryggismálum og alþjóðasamstarfi. Samfélagið kíkti á svæðið og ræddi við eftirtalin: Áslaug Ásgeirsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Bates College í Maine og Fulbright Arctic-NSF fræðimaður við Háskóla Íslands 2022-23, Þórunn Wolfram PhD, framkvæmdastjóri Loftslagsráðs Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, yfirmaður samvinnuverkefna hjá Evrópuráðinu Við heimsækjum Lúdika arkitekta og forvitnumst um verkefni sem þau hafa undanfarið unnið að og snýst um þróun á byggingarefni úr hampi. Anna Karlsdóttir arkitekt tekur á móti okkur í Slökkvistöðinni í Gufunesi þar sem þau hafa aðstöðu og ætla að meðal annars að sýna það sem þau hafa verið að vinna að á Hönnunarmars, sem hefst 3. maí. Við fáum eina málfarsmínútu og Edda Olgudóttir kemur svo til okkar í hefðbundið vísindaspjall um stofnfrumurannsóknir á blindu.
4/19/202355 minutes
Episode Artwork

Tímarannsóknin, flóttabörn og ráðgátan um dularfullu sporin í Surtsey

Hagstofan undirbýr nú stóra rannsókn sem er kölluð íslenska tímarannsóknin. Og með þessari rannsókn á að mæla hvernig fólk ver tíma sínum. Sjónir rannsakenda beinast að ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum, sem stundum nefnast önnur og þriðja vaktin. Anton Örn Karlsson deildarstjóri hjá Hagstofunni segir okkur meira um málið. Við ræðum við formann inflytjendaráðs. Hún heitir Paola Cardenas sálfræðingur og hefur nýverið skilað af sér doktorsverkefni þar sem hún ræddi við flóttabörn- og ungmenni sem hingað koma og rannsakaði hvernig þeim reiðir af, hvernig erfiðleikarnir sem þau hafa upplifað marka þau og hvaða leiðir þau hafa til að ná góðri lendingu og lífi. Svo heimsækjum við Náttúrufræðistofnun Íslands og hittum þar fyrir Birgi Vilhelm Óskarsson jarðfræðing. Hann hefur rannsakað dularfull steingerð spor eftir menn, sem fundust í Surtsey, eyjunni sem myndaðist í eldgosi fyrir rétt tæpum 60 árum. Hann hefur velt þessum sporum mikið fyrir sér og er með kenningu um hver hefur verið þar á ferð.
4/18/20230
Episode Artwork

Tímarannsóknin, flóttabörn og ráðgátan um dularfullu sporin í Surtsey

Hagstofan undirbýr nú stóra rannsókn sem er kölluð íslenska tímarannsóknin. Og með þessari rannsókn á að mæla hvernig fólk ver tíma sínum. Sjónir rannsakenda beinast að ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum, sem stundum nefnast önnur og þriðja vaktin. Anton Örn Karlsson deildarstjóri hjá Hagstofunni segir okkur meira um málið. Við ræðum við formann inflytjendaráðs. Hún heitir Paola Cardenas sálfræðingur og hefur nýverið skilað af sér doktorsverkefni þar sem hún ræddi við flóttabörn- og ungmenni sem hingað koma og rannsakaði hvernig þeim reiðir af, hvernig erfiðleikarnir sem þau hafa upplifað marka þau og hvaða leiðir þau hafa til að ná góðri lendingu og lífi. Svo heimsækjum við Náttúrufræðistofnun Íslands og hittum þar fyrir Birgi Vilhelm Óskarsson jarðfræðing. Hann hefur rannsakað dularfull steingerð spor eftir menn, sem fundust í Surtsey, eyjunni sem myndaðist í eldgosi fyrir rétt tæpum 60 árum. Hann hefur velt þessum sporum mikið fyrir sér og er með kenningu um hver hefur verið þar á ferð.
4/18/202355 minutes
Episode Artwork

Seigla Seyðfirðinga, vetnisskip, málfar og safnaspjall

VIð ætlum að rýna í rannsókn sem skoðar upplifanir og líðan Seyðfirðinga í kjölfar aurskriðanna sem þar urðu fyrir þremur árum. Mikið áfall fyrir bæinn og íbúa hans, ótti, ringulreið og óvissa gripu um sig - en það fannst líka einstakur baráttuhugur, samstaða, seigla og kærleikur. Við ræðum við Tinnu Halldórsdóttur yfirverkefnastjóra og Ernu Rakel Baldvinsdóttur verkefnastjóra, báðar hjá Austurbrú. Samskip hafa samið um að láta smíða fyrir sig tvö vetnisknúin skip til siglinga á styttri leiðum í Evrópu. Við ætlum að forvitnast um þetta og skref í átt að orkuskiptum í skipaflutningum og ræða við Þórunni Ingu Ingjaldsdóttur sem er forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa. Málfarsmínútan verður á sínum stað og svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV með eitthvað bitastætt til okkar úr safninu.
4/17/20230
Episode Artwork

Seigla Seyðfirðinga, vetnisskip, málfar og safnaspjall

VIð ætlum að rýna í rannsókn sem skoðar upplifanir og líðan Seyðfirðinga í kjölfar aurskriðanna sem þar urðu fyrir þremur árum. Mikið áfall fyrir bæinn og íbúa hans, ótti, ringulreið og óvissa gripu um sig - en það fannst líka einstakur baráttuhugur, samstaða, seigla og kærleikur. Við ræðum við Tinnu Halldórsdóttur yfirverkefnastjóra og Ernu Rakel Baldvinsdóttur verkefnastjóra, báðar hjá Austurbrú. Samskip hafa samið um að láta smíða fyrir sig tvö vetnisknúin skip til siglinga á styttri leiðum í Evrópu. Við ætlum að forvitnast um þetta og skref í átt að orkuskiptum í skipaflutningum og ræða við Þórunni Ingu Ingjaldsdóttur sem er forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa. Málfarsmínútan verður á sínum stað og svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV með eitthvað bitastætt til okkar úr safninu.
4/17/202355 minutes
Episode Artwork

Náttúrutengin og aftenging, malbik og kóngulær

Auður Aðalsteinsdóttir, doktor í bókmenntafræði og ritstjóri við Háskólaútgáfuna og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, heimspekingur og dósent við listkennsludeild Listaháskóla Íslands flytja báðar erindi á málþingi með yfirskriftinni Náttúrusýn á 21 öldinni: fjölbreytni samfélags og náttúru. Málþingið er liður í Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni, viðburðaröð BIODICE árið 2023, sem miðar að því að miðla sýn og þekkingu á fjölbreytni náttúru og menningar til samfélagsins á upplýsandi hátt. Rætt við Auði og Guðbjörgu um tengsl listar, umhverfis, náttúru og upplifana. Svo tölum við um malbik. Heimsækjum Malbikstöðina á Esjumelum en þar á bæ segjast menn stefna að því að framleiða umhverfisvænasta malbik í heimi. Vilhjálmur Þór Matthíasson framkvæmdastjóri og eigandi Malbikstöðvarinnar tekur á móti okkur þar. Ingi Agnarsson kóngulóarsérfræðingur er gestur okkar dýraspjallinu.
4/14/20230
Episode Artwork

Náttúrutengin og aftenging, malbik og kóngulær

Auður Aðalsteinsdóttir, doktor í bókmenntafræði og ritstjóri við Háskólaútgáfuna og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, heimspekingur og dósent við listkennsludeild Listaháskóla Íslands flytja báðar erindi á málþingi með yfirskriftinni Náttúrusýn á 21 öldinni: fjölbreytni samfélags og náttúru. Málþingið er liður í Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni, viðburðaröð BIODICE árið 2023, sem miðar að því að miðla sýn og þekkingu á fjölbreytni náttúru og menningar til samfélagsins á upplýsandi hátt. Rætt við Auði og Guðbjörgu um tengsl listar, umhverfis, náttúru og upplifana. Svo tölum við um malbik. Heimsækjum Malbikstöðina á Esjumelum en þar á bæ segjast menn stefna að því að framleiða umhverfisvænasta malbik í heimi. Vilhjálmur Þór Matthíasson framkvæmdastjóri og eigandi Malbikstöðvarinnar tekur á móti okkur þar. Ingi Agnarsson kóngulóarsérfræðingur er gestur okkar dýraspjallinu.
4/14/202355 minutes
Episode Artwork

Rafeldsneyti, skýrsla um náttúruvá og hættumat og viðkvæm jörð

Við ræðum um rafeldsneyti og möguleikana sem felast í framleiðslu á því hér á landi við Ríkarð Ríkarðsson framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun, en Landsvirkjun hefur gengið til samstarfs við alþjóðlega stórfyrirtækið Linde um þróun vetnis- og rafeldsneytisverkefna til að stuðla að orkuskiptum. Síðustu ár hafa dunið yfir okkur hver náttúruváratburðurinn á fætur öðrum - og samkvæmt nýrri skýrslu sem birt var í dag um náttúruvá og hættumat er mikil þörf á að efla þekkingu og vöktun og undirbúa rétt viðbrögð til að draga úr tjóni vegna náttúruvár. Við erum einfaldlega bara ekki nógu vel undirbúin. Við ætlum að rýna í helstu atriði þessarar skýrslu með sérfræðingum, Árna Snorrasyni forstjóra Veðurstofunnar og náttúruvársérfræðingi hjá umhverfisráðuneytinu, Elísabetu Pálmadóttur. Við fáum svo umhverfispistil frá Bryndísi Marteinsdóttur í lok þáttar.
4/13/20230
Episode Artwork

Rafeldsneyti, skýrsla um náttúruvá og hættumat og viðkvæm jörð

Við ræðum um rafeldsneyti og möguleikana sem felast í framleiðslu á því hér á landi við Ríkarð Ríkarðsson framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun, en Landsvirkjun hefur gengið til samstarfs við alþjóðlega stórfyrirtækið Linde um þróun vetnis- og rafeldsneytisverkefna til að stuðla að orkuskiptum. Síðustu ár hafa dunið yfir okkur hver náttúruváratburðurinn á fætur öðrum - og samkvæmt nýrri skýrslu sem birt var í dag um náttúruvá og hættumat er mikil þörf á að efla þekkingu og vöktun og undirbúa rétt viðbrögð til að draga úr tjóni vegna náttúruvár. Við erum einfaldlega bara ekki nógu vel undirbúin. Við ætlum að rýna í helstu atriði þessarar skýrslu með sérfræðingum, Árna Snorrasyni forstjóra Veðurstofunnar og náttúruvársérfræðingi hjá umhverfisráðuneytinu, Elísabetu Pálmadóttur. Við fáum svo umhverfispistil frá Bryndísi Marteinsdóttur í lok þáttar.
4/13/202355 minutes
Episode Artwork

Förgun fjár, símanotkun, málfar og kjöt ræktað á rannsóknarstofu

Um 700 kindur voru aflífaðar í Vestur-Húnavatnssýslu eftir að upp kom riðusmit. Aðgerðir vegna þessa dapurlega máls hafa verið afar umfangsmiklar - og framundan er enn meiri vinna. Það er ekki hlaupið að því að farga svona mörgum dýrahræum svo vel og rétt sé. VIð ætlum að tala við Höllu Einarsdóttur teymisstjóra hjá Umhverfisstofnun en þau eru ein af þeim stofnunum sem komu að málum, sérstaklega förguninni, og forvitnast um hvernig á að gera þetta - og hvernig ekki. Við tölum um umferðaröryggi í þætti dagsins. Sérstaklega þegar kemur að notkun farsíma í umferðinni - sem er auðvitað stórhættuleg. Það vitum við öll. En engu að síður er mjög algengt að fólk geti ekki látið símann í friði undir stýri. Og kannski er einhver hlustandi Samfélagsins einmitt að fikta við símann undir stýri núna og ætti þá að hætta því snarlega. En á sama tíma og tæknin er að stefna fólki í hættu undir stýri og á vegum landsins hefur öryggi í bílum aukist mjög mikið, t.d. með aukinni sjálfvirkni og þar kemur tæknin líka til skjalanna. Við tölum við sérfræðing í forvörnum um þessi mál. (Sigrún A. Þorsteinsdóttir) Málfarsmínúta verður á sínum stað og svo kemur Edda Olgudóttir í sitt reglubundna vísindaspjall.
4/12/20230
Episode Artwork

Förgun fjár, símanotkun, málfar og kjöt ræktað á rannsóknarstofu

Um 700 kindur voru aflífaðar í Vestur-Húnavatnssýslu eftir að upp kom riðusmit. Aðgerðir vegna þessa dapurlega máls hafa verið afar umfangsmiklar - og framundan er enn meiri vinna. Það er ekki hlaupið að því að farga svona mörgum dýrahræum svo vel og rétt sé. VIð ætlum að tala við Höllu Einarsdóttur teymisstjóra hjá Umhverfisstofnun en þau eru ein af þeim stofnunum sem komu að málum, sérstaklega förguninni, og forvitnast um hvernig á að gera þetta - og hvernig ekki. Við tölum um umferðaröryggi í þætti dagsins. Sérstaklega þegar kemur að notkun farsíma í umferðinni - sem er auðvitað stórhættuleg. Það vitum við öll. En engu að síður er mjög algengt að fólk geti ekki látið símann í friði undir stýri. Og kannski er einhver hlustandi Samfélagsins einmitt að fikta við símann undir stýri núna og ætti þá að hætta því snarlega. En á sama tíma og tæknin er að stefna fólki í hættu undir stýri og á vegum landsins hefur öryggi í bílum aukist mjög mikið, t.d. með aukinni sjálfvirkni og þar kemur tæknin líka til skjalanna. Við tölum við sérfræðing í forvörnum um þessi mál. (Sigrún A. Þorsteinsdóttir) Málfarsmínúta verður á sínum stað og svo kemur Edda Olgudóttir í sitt reglubundna vísindaspjall.
4/12/202355 minutes
Episode Artwork

Jöklastika, einkaskjöl, mengandi bílaþvottur og staðurinn þinn

Við ætlum við að fá að vita allt um stórmerkilegt verkfæri, sem kallast jöklastika. Í hvað var jöklastikan notuð? Við ræðum við mann sem er eiginlega óvart helsti sérfræðingur heimsins í þessum dularfulla og eldgamla hlut, Arngrímur Borgþórsson heitir hann. Við ætlum, eins og við höfum gert reglulega undanfarið, að kynnast starfsemi Þjóðskjalasafns Íslands. Að þessu sinni ætlar Njörður Sigurðsson aðstoðarþjóðskjalavörður að fræða okkur um einkaskjalasöfn og skoða með okkur áhugaverð skjöl. Vorið er komið, að minnsta kosti á næsta leiti, og þá sér maður að sífellt fleiri fara að þvo bílana sína af miklum móð - en það er ekki sama hvernig það er gert - og hversu oft - Umhverfisstofnun hefur í það minnsta ákveðnar skoðanir á þessu og við ætlum að heyra í þeim í þættinum Svo fáum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.
4/11/20230
Episode Artwork

Jöklastika, einkaskjöl, mengandi bílaþvottur og staðurinn þinn

Við ætlum við að fá að vita allt um stórmerkilegt verkfæri, sem kallast jöklastika. Í hvað var jöklastikan notuð? Við ræðum við mann sem er eiginlega óvart helsti sérfræðingur heimsins í þessum dularfulla og eldgamla hlut, Arngrímur Borgþórsson heitir hann. Við ætlum, eins og við höfum gert reglulega undanfarið, að kynnast starfsemi Þjóðskjalasafns Íslands. Að þessu sinni ætlar Njörður Sigurðsson aðstoðarþjóðskjalavörður að fræða okkur um einkaskjalasöfn og skoða með okkur áhugaverð skjöl. Vorið er komið, að minnsta kosti á næsta leiti, og þá sér maður að sífellt fleiri fara að þvo bílana sína af miklum móð - en það er ekki sama hvernig það er gert - og hversu oft - Umhverfisstofnun hefur í það minnsta ákveðnar skoðanir á þessu og við ætlum að heyra í þeim í þættinum Svo fáum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.
4/11/202355 minutes
Episode Artwork

Mold, nánd, málfar og sýklalyf

Við ætlum að tala um mold hér í byrjun þáttar - við helsta sérfræðing okkar í því fyrirbæri, Ólaf Gest Arnalds prófessor, en hann gaf nýverið út heljarinnar ritverk sem er tileinkað íslenskum jarðvegi og náttúru. Mold er svo mögnuð, undirstaða alls, áhrifavaldur í öllu okkar umhverf, en hún er líka afskaplega viðkvæm - og jafnvel hættuleg. Svo er hún okkar mikilvægasta og að mörgu leiti vanmetnasta auðlind. Hvaða væntingar hefur fólk á aldrinum 18-25 ára þegar kemur að ást og nánd? Katrín Pálma og Þorgerðardóttir er nýbyrjuð á doktorsverkefni þar sem hún kannar m.a. hverju byltingar eins og MeToo hafa skilað sér til ungmennin sem þau svo nýta í eigin lífi og samböndum. Ungt fólk býr eðli málsins samkvæmt oft ekki yfir mikilli reynslu af ástarsamböndum og því er áhugavert að heyra hvaða hugmyndir það hefur um nánd og ást og ekki síður að skoða hvaðan slíkar hugmyndir koma. Málfarsmínútan er á sínum stað og í lok þáttar kemur svo Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjallið og ætlar að ræða við okkur um mikinn og alvarlegan ófögnuð; sýklalyfjaónæmi.
4/5/20230
Episode Artwork

Mold, nánd, málfar og sýklalyf

Við ætlum að tala um mold hér í byrjun þáttar - við helsta sérfræðing okkar í því fyrirbæri, Ólaf Gest Arnalds prófessor, en hann gaf nýverið út heljarinnar ritverk sem er tileinkað íslenskum jarðvegi og náttúru. Mold er svo mögnuð, undirstaða alls, áhrifavaldur í öllu okkar umhverf, en hún er líka afskaplega viðkvæm - og jafnvel hættuleg. Svo er hún okkar mikilvægasta og að mörgu leiti vanmetnasta auðlind. Hvaða væntingar hefur fólk á aldrinum 18-25 ára þegar kemur að ást og nánd? Katrín Pálma og Þorgerðardóttir er nýbyrjuð á doktorsverkefni þar sem hún kannar m.a. hverju byltingar eins og MeToo hafa skilað sér til ungmennin sem þau svo nýta í eigin lífi og samböndum. Ungt fólk býr eðli málsins samkvæmt oft ekki yfir mikilli reynslu af ástarsamböndum og því er áhugavert að heyra hvaða hugmyndir það hefur um nánd og ást og ekki síður að skoða hvaðan slíkar hugmyndir koma. Málfarsmínútan er á sínum stað og í lok þáttar kemur svo Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjallið og ætlar að ræða við okkur um mikinn og alvarlegan ófögnuð; sýklalyfjaónæmi.
4/5/202355 minutes
Episode Artwork

Frumuþjálfun og mismunandi upplifanir gerenda og þolenda

Vísindahópur undir forystu Péturs Orra Heiðarssonar, dósents í lífefnafræði við Háskóla Íslands fékk í haust einn hæsta styrk sem Evrópska rannsóknaráðið veitir. Styrkurinn er til rannsóknaverkefnis sem miðar að því að að öðlast betri skilning á þeim þáttum sem ráða því hvernig hægt er að breyta einni tegund frumu í aðra. Rannsóknin getur fært með sér gríðarmikil tækifæri fyrir heilbrigðisvísindi og framþróun læknavísinda og Pétur Orri mætir til okkar á eftir. VIð ræðum svo við Katrínu Ólafsdóttur nýdoktor um rannsóknir hennar á hvernig fólk í ofbeldissamböndum upplifir aðstæður á ólíkan máta, þolendur og gerendur sjá hlutina ekki sömu augum, orðræðan og tilfinningar eru mismunandi - hvernig stendur á því og er hægt að samrýma þessar tvær hliðar? Rannsóknir Katrínar varpa ákveðnu ljósi á það sem hefur verið kallað menningarstríð á Íslandi, hvernig samfélagsumræður og skautun hefur þróast í kjölfar me too byltingarinnar.
4/4/20230
Episode Artwork

Frumuþjálfun og mismunandi upplifanir gerenda og þolenda

Vísindahópur undir forystu Péturs Orra Heiðarssonar, dósents í lífefnafræði við Háskóla Íslands fékk í haust einn hæsta styrk sem Evrópska rannsóknaráðið veitir. Styrkurinn er til rannsóknaverkefnis sem miðar að því að að öðlast betri skilning á þeim þáttum sem ráða því hvernig hægt er að breyta einni tegund frumu í aðra. Rannsóknin getur fært með sér gríðarmikil tækifæri fyrir heilbrigðisvísindi og framþróun læknavísinda og Pétur Orri mætir til okkar á eftir. VIð ræðum svo við Katrínu Ólafsdóttur nýdoktor um rannsóknir hennar á hvernig fólk í ofbeldissamböndum upplifir aðstæður á ólíkan máta, þolendur og gerendur sjá hlutina ekki sömu augum, orðræðan og tilfinningar eru mismunandi - hvernig stendur á því og er hægt að samrýma þessar tvær hliðar? Rannsóknir Katrínar varpa ákveðnu ljósi á það sem hefur verið kallað menningarstríð á Íslandi, hvernig samfélagsumræður og skautun hefur þróast í kjölfar me too byltingarinnar.
4/4/202355 minutes
Episode Artwork

Þjóðleg stjörnufræði, máltækni, málfar og aprílgabb úr fortíðinni

Við ætlum að horfa til himins í þætti dagsins og kynna okkur forvitnilega fræðigrein sem kallast þjóðleg stjörnufræði - en einn helsti fræðimaður á því sviði heimsótti Ísland nýverið og kynnti rannsóknir sínar sem snúa meðal annars að því að skoða hvaða þekkingu frumbyggjasamfélög víða um heim hafa í gegnum tíðina haft á stjarnhimninum. Og það er heilmikið, en vitneskjan var ekki geymd í flóknum og erfiðum fræðigreinum stjarneðlisfræðinga - nei oftar en ekki í munnlegri geymd og skáldlega fram sett - eins og Gylfaginning Snorra Eddu er dæmi um. Máltækni er á allra vörum þessa dagana en hún getur haft sínar skuggahliðar, tæknin byggir á gríðarlegu magni texta sem taka ekki endilega mið af nútíðinni eða því samfélagi sem við viljum skapa í dag. Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir, sérfræðingur í máltækni hjá Miðeind hefur velt þessum málum fyrir sér. Málfarsmínútan er svo á sínum stað og í lok þáttar heimsækir okkur safnstjóri RÚV og leyfir okkur að heyra eitthvað úr fortíðinni - safn RÚV geymir marga gimsteinana.
4/3/20230
Episode Artwork

Þjóðleg stjörnufræði, máltækni, málfar og aprílgabb úr fortíðinni

Við ætlum að horfa til himins í þætti dagsins og kynna okkur forvitnilega fræðigrein sem kallast þjóðleg stjörnufræði - en einn helsti fræðimaður á því sviði heimsótti Ísland nýverið og kynnti rannsóknir sínar sem snúa meðal annars að því að skoða hvaða þekkingu frumbyggjasamfélög víða um heim hafa í gegnum tíðina haft á stjarnhimninum. Og það er heilmikið, en vitneskjan var ekki geymd í flóknum og erfiðum fræðigreinum stjarneðlisfræðinga - nei oftar en ekki í munnlegri geymd og skáldlega fram sett - eins og Gylfaginning Snorra Eddu er dæmi um. Máltækni er á allra vörum þessa dagana en hún getur haft sínar skuggahliðar, tæknin byggir á gríðarlegu magni texta sem taka ekki endilega mið af nútíðinni eða því samfélagi sem við viljum skapa í dag. Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir, sérfræðingur í máltækni hjá Miðeind hefur velt þessum málum fyrir sér. Málfarsmínútan er svo á sínum stað og í lok þáttar heimsækir okkur safnstjóri RÚV og leyfir okkur að heyra eitthvað úr fortíðinni - safn RÚV geymir marga gimsteinana.
4/3/202355 minutes
Episode Artwork

Fuglavöktun, stafræn heilbrigðistækni, málfar og hagamýs nema land

Við röltum um friðland fugla í Vatnsmýri, með Ólafi Karli Nielsen fuglafræðingi, sem hefur ásamt fleirum í áratugi vaktað bæði þar sem og í kringum Reykjavíkurtjörn. Það hafa orðið töluverðar breytingar í gegnum tíðina, fuglategundir sem áður flykktust að þessum svæðum í miðbæ höfuðborgarinnar sjást þar ekki lengur - hvað veldur? Við ætlum að velta fyrir okkur nýjungum í heilbrigðistækni. Háskólinn í Reykjavík mun næsta haust bjóða upp á nýtt nám í stafrænni heilbrigðistækni þar sem leitast verður við að að mennta sérfræðinga með þekkingu í að nýta gögn úr heilbrigðiskerfinu til góðs eins og það er orðað. Til okkar kemur Anna Sigríður Islind dósent við tölvunarfræðideild skólans og forstöðukona nýja meistaranámsins. Málfarsmínúta er á sínum stað og við fáum líka dýraspjall, sem er í formi pistils í dag, en Ester Rut Unnsteinsdóttir dýravistfræðingur segir okkur stórfréttir úr heimi músanna - en hagamýs eru víst að nema land í Vestmannaeyjum. Missið ekki af því.
3/31/20230
Episode Artwork

Fuglavöktun, stafræn heilbrigðistækni, málfar og hagamýs nema land

Við röltum um friðland fugla í Vatnsmýri, með Ólafi Karli Nielsen fuglafræðingi, sem hefur ásamt fleirum í áratugi vaktað bæði þar sem og í kringum Reykjavíkurtjörn. Það hafa orðið töluverðar breytingar í gegnum tíðina, fuglategundir sem áður flykktust að þessum svæðum í miðbæ höfuðborgarinnar sjást þar ekki lengur - hvað veldur? Við ætlum að velta fyrir okkur nýjungum í heilbrigðistækni. Háskólinn í Reykjavík mun næsta haust bjóða upp á nýtt nám í stafrænni heilbrigðistækni þar sem leitast verður við að að mennta sérfræðinga með þekkingu í að nýta gögn úr heilbrigðiskerfinu til góðs eins og það er orðað. Til okkar kemur Anna Sigríður Islind dósent við tölvunarfræðideild skólans og forstöðukona nýja meistaranámsins. Málfarsmínúta er á sínum stað og við fáum líka dýraspjall, sem er í formi pistils í dag, en Ester Rut Unnsteinsdóttir dýravistfræðingur segir okkur stórfréttir úr heimi músanna - en hagamýs eru víst að nema land í Vestmannaeyjum. Missið ekki af því.
3/31/202355 minutes
Episode Artwork

Jarðgöng, vestfirðir og covid, umhverfispistill

Við ætlum að forvitnast um jarðgangagerð í tilefni af því að innviðaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem á að kanna möguleikana á gerð jarðganga til Vestmannaeyja. Freyr Pálsson sérfræðingur Vegagerðarinnar í jarðgangagerð ætlar að spjalla við okkur um jarðgöng á eftir. Við ræðum líka við Láru Jóhannsdóttur prófessor í umhverfis og auðlindafræði við viðskiptafræðideild háskóla Íslands um rannsókn sem hún og fleiri gerðu á áhrifum covid 19 faraldursins á vestfjörðum. Covid geysaði þar eins og annars staðar, óvenjulega skæð veira á því svæði um tíma, en þessi fámennu samfélög sem þar eru tóku áskorunum og erfiðleikunum á eftirtektarverðan hátt leiddi rannsóknin í ljós, seigla og aðgangur að náttúru urðu að lykilatriðum til að koma sér yfir þennan erfiða hjalla - fræðumst meira um það hér á eftir Svo er umhverfispistill, og það er Inga Huld Ármann hjá ungum umhverfissinnum sem flytur okkur hann.
3/30/20230
Episode Artwork

Jarðgöng, vestfirðir og covid, umhverfispistill

Við ætlum að forvitnast um jarðgangagerð í tilefni af því að innviðaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem á að kanna möguleikana á gerð jarðganga til Vestmannaeyja. Freyr Pálsson sérfræðingur Vegagerðarinnar í jarðgangagerð ætlar að spjalla við okkur um jarðgöng á eftir. Við ræðum líka við Láru Jóhannsdóttur prófessor í umhverfis og auðlindafræði við viðskiptafræðideild háskóla Íslands um rannsókn sem hún og fleiri gerðu á áhrifum covid 19 faraldursins á vestfjörðum. Covid geysaði þar eins og annars staðar, óvenjulega skæð veira á því svæði um tíma, en þessi fámennu samfélög sem þar eru tóku áskorunum og erfiðleikunum á eftirtektarverðan hátt leiddi rannsóknin í ljós, seigla og aðgangur að náttúru urðu að lykilatriðum til að koma sér yfir þennan erfiða hjalla - fræðumst meira um það hér á eftir Svo er umhverfispistill, og það er Inga Huld Ármann hjá ungum umhverfissinnum sem flytur okkur hann.
3/30/202355 minutes
Episode Artwork

Metan og heitt vatn, heimilisofbeldi og verklag, málfar og megrun

Við forvitnumst um stöðuna á metan- og heitavatnsmálum á Akureyri og nágrenni í Samfélaginu í dag. Það hefur komið fram í fréttum að heitavatnsnotkun á Akureyrarsvæðinu hefur aukist mikið auk þess sem metansöfnun á svæðinu virðist vera komin á ákveðna endastöð. Við fjöllum um þennan viðbúna skort á metani og heitu vatni fyrir norðan og fáum til okkar í spjall Eyþór Björnsson forstjóra Norðurorku. Árið 2022 voru tæplega 1.100 heimilisofbeldismál tilkynnt lögreglu. Fæst þessara mála rata til lögreglunnar. Stjórnvöld vilja breyta verkreglum svo hægt sé að grípa inn í aðstæður og fækka alvarlegum afleiðingum heimilisofbeldis með því að gefa heilbrigðisstarfsfolki heimildir til að tilkynna mál sem koma inn á borð til þeirra til lögreglunnar, að höfðu samráði við þolanda. Frumvarp um þetta hefur verið lagt fram og við rýnum betur í það og þessi mál með Drífu Jónasdóttur sérfræðingi hjá heilbrigðisráðuneytinu. Málfarsmínúta er svo á sínum stað og í lok þáttur er vísindaspjallið með Eddu Olgudóttur - og hún ætlar að segja okkur frá nýrri rannsókn á því hvers vegna við fitnum aftur eftir megrun.
3/29/20230
Episode Artwork

Metan og heitt vatn, heimilisofbeldi og verklag, málfar og megrun

Við forvitnumst um stöðuna á metan- og heitavatnsmálum á Akureyri og nágrenni í Samfélaginu í dag. Það hefur komið fram í fréttum að heitavatnsnotkun á Akureyrarsvæðinu hefur aukist mikið auk þess sem metansöfnun á svæðinu virðist vera komin á ákveðna endastöð. Við fjöllum um þennan viðbúna skort á metani og heitu vatni fyrir norðan og fáum til okkar í spjall Eyþór Björnsson forstjóra Norðurorku. Árið 2022 voru tæplega 1.100 heimilisofbeldismál tilkynnt lögreglu. Fæst þessara mála rata til lögreglunnar. Stjórnvöld vilja breyta verkreglum svo hægt sé að grípa inn í aðstæður og fækka alvarlegum afleiðingum heimilisofbeldis með því að gefa heilbrigðisstarfsfolki heimildir til að tilkynna mál sem koma inn á borð til þeirra til lögreglunnar, að höfðu samráði við þolanda. Frumvarp um þetta hefur verið lagt fram og við rýnum betur í það og þessi mál með Drífu Jónasdóttur sérfræðingi hjá heilbrigðisráðuneytinu. Málfarsmínúta er svo á sínum stað og í lok þáttur er vísindaspjallið með Eddu Olgudóttur - og hún ætlar að segja okkur frá nýrri rannsókn á því hvers vegna við fitnum aftur eftir megrun.
3/29/202355 minutes
Episode Artwork

Upprunamerkingar, Rauði Krossinn í Eyjafirði og útsýni

Katrín Guðjónsdóttir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun ræðir um upprunamerkingar matvæla, atriði sem skiptir neytendur sífellt meira máli - en því miður virðist sem hvorki löggjöf né framsetning margra söluaðila mæti kröfum almennings. Til mynda þarf kjöt í kryddlegi ekki að vera upprunamerkt, og við vitum sjaldnast hvaðan fiskurinn okkar er. Við förum í heimsókn í húsakynni Eyjafjarðardeildar Rauða krossins og fræðumst um starfið sem þar fer fram, en Rauði kross Íslands starfrækir nokkrar deildir í hverjum landshluta. Það er deildarstjórinn Ingibjörg Halldórsdóttir sem tekur á móti okkur og segir frá öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem Rauði krossinn við Eyjafjörð sinnir. Páll líndal umhverfissálfræðingur er svo með sinn pistill.
3/28/20230
Episode Artwork

Upprunamerkingar, Rauði Krossinn í Eyjafirði og útsýni

Katrín Guðjónsdóttir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun ræðir um upprunamerkingar matvæla, atriði sem skiptir neytendur sífellt meira máli - en því miður virðist sem hvorki löggjöf né framsetning margra söluaðila mæti kröfum almennings. Til mynda þarf kjöt í kryddlegi ekki að vera upprunamerkt, og við vitum sjaldnast hvaðan fiskurinn okkar er. Við förum í heimsókn í húsakynni Eyjafjarðardeildar Rauða krossins og fræðumst um starfið sem þar fer fram, en Rauði kross Íslands starfrækir nokkrar deildir í hverjum landshluta. Það er deildarstjórinn Ingibjörg Halldórsdóttir sem tekur á móti okkur og segir frá öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem Rauði krossinn við Eyjafjörð sinnir. Páll líndal umhverfissálfræðingur er svo með sinn pistill.
3/28/202355 minutes
Episode Artwork

Vöðvarýrnun, lífræn ræktun, málfar og 12 km af skjölum

Við ætlum að ræða um vöðvarýrnun, sem er eitthvað sem kemur fyrir okkur öll með hækkandi aldri, en er líka eitthvað sem við getum og eigum að sporna gegn ef því verður mögulega við komið. Arnar Hafsteinsson íþróttafræðingur er með meistaragráðu í heilbrigðisvísindum og vann rannsókn um vöðvarýrnun og hversu algengt þetta ástand, þessi sjúkdómur, er hér á landi. Við rýnum í rannsóknina. Mikil fjöldi eldri Íslendinga þjáist af vöðvarýrnun sem veldur miklu álagi á heilbrigðiskerfið - svo ekki sé talað um skert lífsgæði. Við förum í heimsókn í garðyrkjustöðina Sólbakka sem er staðsett á jörðinni Ósi í Hörgársveit. Þar er stunduð lífræn ræktun og undanfarið hefur verið lögð áhersla á að ræktun gulróta. En hvernig er að koma upp lífrænni garðyrkjustöð og hverjar hafa helstu áskoranirnar verið? Við fáum svör við þessum spurningum og fleiri til þegar við setjumst niður í létt kaffispjall með mæðgunum og garðyrkjubændunum Nönnu Stefánsdóttur og Sunnu Hrafnsdóttur. Við höldum áfram að kynna okkur leyndardóma Þjóðskjalasafns Íslands og að þessu sinni förum við og skoðum risa vöruskemmu með fjöldanum öllum af vörumbrettum sem eru hlaðin endalausu magni kassa með skjölum og bókum og möppum, sumt er búið að fara yfir, öðru á eftir að sinna. Og þarna leynast sko fjársjóðir, og upplýsingar, misathyglisverðar auðvitað, en allt skiptir máli í stóra samhenginu. Gunnar Örn Hannesson er fagstjóri skráninga hjá Þjóðskjalasafninu.
3/27/20230
Episode Artwork

Vöðvarýrnun, lífræn ræktun, málfar og 12 km af skjölum

Við ætlum að ræða um vöðvarýrnun, sem er eitthvað sem kemur fyrir okkur öll með hækkandi aldri, en er líka eitthvað sem við getum og eigum að sporna gegn ef því verður mögulega við komið. Arnar Hafsteinsson íþróttafræðingur er með meistaragráðu í heilbrigðisvísindum og vann rannsókn um vöðvarýrnun og hversu algengt þetta ástand, þessi sjúkdómur, er hér á landi. Við rýnum í rannsóknina. Mikil fjöldi eldri Íslendinga þjáist af vöðvarýrnun sem veldur miklu álagi á heilbrigðiskerfið - svo ekki sé talað um skert lífsgæði. Við förum í heimsókn í garðyrkjustöðina Sólbakka sem er staðsett á jörðinni Ósi í Hörgársveit. Þar er stunduð lífræn ræktun og undanfarið hefur verið lögð áhersla á að ræktun gulróta. En hvernig er að koma upp lífrænni garðyrkjustöð og hverjar hafa helstu áskoranirnar verið? Við fáum svör við þessum spurningum og fleiri til þegar við setjumst niður í létt kaffispjall með mæðgunum og garðyrkjubændunum Nönnu Stefánsdóttur og Sunnu Hrafnsdóttur. Við höldum áfram að kynna okkur leyndardóma Þjóðskjalasafns Íslands og að þessu sinni förum við og skoðum risa vöruskemmu með fjöldanum öllum af vörumbrettum sem eru hlaðin endalausu magni kassa með skjölum og bókum og möppum, sumt er búið að fara yfir, öðru á eftir að sinna. Og þarna leynast sko fjársjóðir, og upplýsingar, misathyglisverðar auðvitað, en allt skiptir máli í stóra samhenginu. Gunnar Örn Hannesson er fagstjóri skráninga hjá Þjóðskjalasafninu.
3/27/202355 minutes
Episode Artwork

Auðlind flokkunarstöð, fornminjar, málfar og miðsjávarlag

Við byrjum á að heimsækja líklega eina fallegustu flokkunaraðstöðu landsins, sem er í kjallaranum á Grósku hugmyndahúsi. Þar er mannmargt í húsi, fjölbreytt starfsemi til staðar og því fellur auðvitað til úrgangur þar eins og annars staðar þar sem fólk heldur sig. Í flokkunaraðstöðunni, sem kallast Auðlind, er stefnt að því að flokka allt sem mest og best og nákvæmast - því úrgangur er verðmæti. Snyrtimennska, aðgengi og leiðbeiningar eru hafðar að leiðarljósi í þessari sorpgeymslu, móttöku og flokkunarstöð. Spjallað við Börk Smára Kristinsson nýsköpunar- og þróunarstjóri hjá Pure North rekur Auðlind. Svo göngum við út á Blikastaðanes í Mosfellsbæ með tíkinni Flugu sem veit fátt betra en að fá að spóka sig þar. Á Blikastaðanesi er golfvöllur og fjölfarinn göngu- og hjólreiðastígur. Þar eru líka friðlýstar fornminjar sem okkur langaði að forvitnast um. Kristinn Magnússon fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands hitti Samfélagið og tíkina Flugu á Blikastaðanesi og sagði frá fornminjum sem þar er að finna. Málfarsmínúta er á sínum stað og svo er dýraspjallið, sem að þessu sinni fjallar um hið svokallaða miðsjávarlag sem Klara Jakobsdóttir fiskifræðingur veit allt um og segir okkur af.
3/24/20230
Episode Artwork

Auðlind flokkunarstöð, fornminjar, málfar og miðsjávarlag

Við byrjum á að heimsækja líklega eina fallegustu flokkunaraðstöðu landsins, sem er í kjallaranum á Grósku hugmyndahúsi. Þar er mannmargt í húsi, fjölbreytt starfsemi til staðar og því fellur auðvitað til úrgangur þar eins og annars staðar þar sem fólk heldur sig. Í flokkunaraðstöðunni, sem kallast Auðlind, er stefnt að því að flokka allt sem mest og best og nákvæmast - því úrgangur er verðmæti. Snyrtimennska, aðgengi og leiðbeiningar eru hafðar að leiðarljósi í þessari sorpgeymslu, móttöku og flokkunarstöð. Spjallað við Börk Smára Kristinsson nýsköpunar- og þróunarstjóri hjá Pure North rekur Auðlind. Svo göngum við út á Blikastaðanes í Mosfellsbæ með tíkinni Flugu sem veit fátt betra en að fá að spóka sig þar. Á Blikastaðanesi er golfvöllur og fjölfarinn göngu- og hjólreiðastígur. Þar eru líka friðlýstar fornminjar sem okkur langaði að forvitnast um. Kristinn Magnússon fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands hitti Samfélagið og tíkina Flugu á Blikastaðanesi og sagði frá fornminjum sem þar er að finna. Málfarsmínúta er á sínum stað og svo er dýraspjallið, sem að þessu sinni fjallar um hið svokallaða miðsjávarlag sem Klara Jakobsdóttir fiskifræðingur veit allt um og segir okkur af.
3/24/202356 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Afkoma jökla, ástand vatns, risarækjur

Við rýnum í afkomu íslenskra jökla með félögum úr Jöklarannsóknarfélagi Íslands, þeim Andra Gunnarssyni formanni félagsins og Hrafnhildi Hannesdóttur jöklafræðingi. En þessi jöklafélagsskapur mælir og skoðar jökla árlega og hefur safnað miklu magni upplýsinga um þessi stórbrotnu og ægifögru náttúrufyrirbæri. Jöklunum okkur líður ekki nógu vel í þeim loftlagsbreytingum sem eru að eiga sér stað, þeir breytast og mikill hluti þeirra mun hverfa endanlega, fyrr heldur en seinna því miður. Við ætlum í tilefni af alþjóðlegum degi vatns, sem var í gær, að fjalla um vatn á Íslandi. Vöktun á vatni, mengun í vatni og mikilvægi þess að gera þær ráðstafanir sem hægt er að gera til að tryggja að vatn sé heilnæmt, gott og ómengað - eins og kostur er. Hólmfríður Þorsteinsdóttir sérfræðingur hjá Umhversisstofnun í teymi vatns og hafs ætlar að ræða þau mál við okkur. Svo fáum við í lok þáttar umhverfispistil frá Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi, sem ætlar að segja okkur meira frá risarækjum - og hversu mengandi framleiðsla á þeim er.
3/23/20230
Episode Artwork

Afkoma jökla, ástand vatns, risarækjur

Við rýnum í afkomu íslenskra jökla með félögum úr Jöklarannsóknarfélagi Íslands, þeim Andra Gunnarssyni formanni félagsins og Hrafnhildi Hannesdóttur jöklafræðingi. En þessi jöklafélagsskapur mælir og skoðar jökla árlega og hefur safnað miklu magni upplýsinga um þessi stórbrotnu og ægifögru náttúrufyrirbæri. Jöklunum okkur líður ekki nógu vel í þeim loftlagsbreytingum sem eru að eiga sér stað, þeir breytast og mikill hluti þeirra mun hverfa endanlega, fyrr heldur en seinna því miður. Við ætlum í tilefni af alþjóðlegum degi vatns, sem var í gær, að fjalla um vatn á Íslandi. Vöktun á vatni, mengun í vatni og mikilvægi þess að gera þær ráðstafanir sem hægt er að gera til að tryggja að vatn sé heilnæmt, gott og ómengað - eins og kostur er. Hólmfríður Þorsteinsdóttir sérfræðingur hjá Umhversisstofnun í teymi vatns og hafs ætlar að ræða þau mál við okkur. Svo fáum við í lok þáttar umhverfispistil frá Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi, sem ætlar að segja okkur meira frá risarækjum - og hversu mengandi framleiðsla á þeim er.
3/23/202355 minutes
Episode Artwork

Loftlagsbreytingar, kynjafræði í Afríku, málfar og örverur á Everest

Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, IPCC, um loftslagsbreytingar kom út í fyrradag. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur líkt henni við leiðarvísi að því hvernig hægt er að aftengja þá tifandi tímasprengju sem hann kallar loftslagsvána. En til þess þurfi mikið átak og samstilltar aðgerðir þjóða heims. Og þetta þarf að gera hratt. Við ætlum ræða þessa skýrslu við Halldór Þorgeirsson formann Loftslagsráðs og Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing. Við ræðum við tvo íslenska kynjafræðikennara sem fóru til Afríku til að kenna þarlendum kennurum um kynjajafnrétti og skólaumhverfi - hvernig gekk það fyrir sig, hverju á jafnréttiskennsla og jafnréttismeðvitund að skila innan afrískar skóla - og er það sambærilegt við það sem tekist er á við innan íslenska skólakerfisins? Þórður Kristinsson og María Hjálmtýsdóttir segja okkur allt um það. Við heyrum eina málfarsmínútu og ræðum svo um vísindi við Eddu Olgudóttur. Överur og Everest koma við sögu hjá henni í dag.
3/22/20230
Episode Artwork

Loftlagsbreytingar, kynjafræði í Afríku, málfar og örverur á Everest

Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, IPCC, um loftslagsbreytingar kom út í fyrradag. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur líkt henni við leiðarvísi að því hvernig hægt er að aftengja þá tifandi tímasprengju sem hann kallar loftslagsvána. En til þess þurfi mikið átak og samstilltar aðgerðir þjóða heims. Og þetta þarf að gera hratt. Við ætlum ræða þessa skýrslu við Halldór Þorgeirsson formann Loftslagsráðs og Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing. Við ræðum við tvo íslenska kynjafræðikennara sem fóru til Afríku til að kenna þarlendum kennurum um kynjajafnrétti og skólaumhverfi - hvernig gekk það fyrir sig, hverju á jafnréttiskennsla og jafnréttismeðvitund að skila innan afrískar skóla - og er það sambærilegt við það sem tekist er á við innan íslenska skólakerfisins? Þórður Kristinsson og María Hjálmtýsdóttir segja okkur allt um það. Við heyrum eina málfarsmínútu og ræðum svo um vísindi við Eddu Olgudóttur. Överur og Everest koma við sögu hjá henni í dag.
3/22/202355 minutes
Episode Artwork

Vindmyllur og fuglar, nýjar skrifstofur á Alþingi, rusl og afmæli

Það er litið sífellt meira til vindorkuvera, vindmyllugarða, þegar kemur að rafmagnsframsleiðslu á Íslandi og mikið rætt um að þarna sé á ferðinni umhverfisvænni raforkukostur. Í dag verður haldið málþing á vegum Fuglaverndar þar sem þetta er skoðað, hvaða áhrif hafa vindorkuver á fuglalíf á Íslandi? Eru vindorkuver áhættunar virði? Við ræðum við Aðalstein Örn Snæþórsson og Kristinn Hauk Skarphéðinsson fuglafræðinga um rannsóknir á þessum málum. Við klæðum okkur í sýnileikavesti og setjum á okkur hjálm í Samfélaginu því við ætlum að heimsækja nýtt skrifstofuhús Alþingis í þættinum. Þar er verið að slípa gólf og reisa milliveggi - og auðvitað allt þar á millli. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis ætlar að leiða okkur um húsið. Ruslarabb um gluggaumslög Neytendaspjall við Brynhildi Pétursdóttur ritstjóra Neytendablaðsins um 70 ára afmæli samtakanna. Þau hafa mæðst í mörgu í gegnum tíðina og unnið mál sem hafa verið til mikilla bóta fyrir neytendur á Íslandi. Brynhildur rifjar nokkur upp.
3/21/20230
Episode Artwork

Vindmyllur og fuglar, nýjar skrifstofur á Alþingi, rusl og afmæli

Það er litið sífellt meira til vindorkuvera, vindmyllugarða, þegar kemur að rafmagnsframsleiðslu á Íslandi og mikið rætt um að þarna sé á ferðinni umhverfisvænni raforkukostur. Í dag verður haldið málþing á vegum Fuglaverndar þar sem þetta er skoðað, hvaða áhrif hafa vindorkuver á fuglalíf á Íslandi? Eru vindorkuver áhættunar virði? Við ræðum við Aðalstein Örn Snæþórsson og Kristinn Hauk Skarphéðinsson fuglafræðinga um rannsóknir á þessum málum. Við klæðum okkur í sýnileikavesti og setjum á okkur hjálm í Samfélaginu því við ætlum að heimsækja nýtt skrifstofuhús Alþingis í þættinum. Þar er verið að slípa gólf og reisa milliveggi - og auðvitað allt þar á millli. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis ætlar að leiða okkur um húsið. Ruslarabb um gluggaumslög Neytendaspjall við Brynhildi Pétursdóttur ritstjóra Neytendablaðsins um 70 ára afmæli samtakanna. Þau hafa mæðst í mörgu í gegnum tíðina og unnið mál sem hafa verið til mikilla bóta fyrir neytendur á Íslandi. Brynhildur rifjar nokkur upp.
3/21/202355 minutes
Episode Artwork

Hvar er best að búa, kváradagurinn, málfar og hubba húlle húlle húlle

Hvort er betra að búa á landsbyggðunum eða á höfuðborgarsvæðinu? Við þessari spurningu fæst örugglega ekkert endanlegt svar, sitt sýnist hverjum og margt í mörgu eins og sagt er. Það stöðvar okkur sem þjóð þó ekki í að takast reglulega á um þetta og það er rætt um launamun, og láglauna- og hálaunasvæði, rafmagns- og kyndingarkostnað, leikskólagjöld- og biðtíma, leigu- og húsnæðisverð, vegalengdir og samgöngur og þjónustustig og matvælaverð- og framboð og hvaðeina. Við ræðum við Sigríði Elínu Þórðardóttur forstöðumann þróunarsviðs Byggðastofnunar og Sigurður Árnason sérfræðingur við sama svið, en þar má finna gögn og samatektir um hvaðeina sem tengist þessum eilífðar átökum. Á morgun verður kváradeginum fagnað. Það er dagur kynsegin fólks, kannski dálítið í anda bóndadags og konudags. Hingað koma þau Regn Sólmundur Evu, sem starfar með Q-félagi hinsegin stúdenta og Ólöf Bjarki Antons, sem er formaður Trans Ísland. Þau ætla að ræða við okkur um ýmis mál sem snúa að samfélagi kynsegin fólks og auðvitað um þennan dag - kváradaginn. Málfarsmínúta Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV með upptöku frá 1987 þegar ísraelsku listamennirnir Datner og Kushnir heimsóttu Ísland eftir að hafa slegið í gegn með lag sem er almennt kallað Hubbahulle.
3/20/20230
Episode Artwork

Hvar er best að búa, kváradagurinn, málfar og hubba húlle húlle húlle

Hvort er betra að búa á landsbyggðunum eða á höfuðborgarsvæðinu? Við þessari spurningu fæst örugglega ekkert endanlegt svar, sitt sýnist hverjum og margt í mörgu eins og sagt er. Það stöðvar okkur sem þjóð þó ekki í að takast reglulega á um þetta og það er rætt um launamun, og láglauna- og hálaunasvæði, rafmagns- og kyndingarkostnað, leikskólagjöld- og biðtíma, leigu- og húsnæðisverð, vegalengdir og samgöngur og þjónustustig og matvælaverð- og framboð og hvaðeina. Við ræðum við Sigríði Elínu Þórðardóttur forstöðumann þróunarsviðs Byggðastofnunar og Sigurður Árnason sérfræðingur við sama svið, en þar má finna gögn og samatektir um hvaðeina sem tengist þessum eilífðar átökum. Á morgun verður kváradeginum fagnað. Það er dagur kynsegin fólks, kannski dálítið í anda bóndadags og konudags. Hingað koma þau Regn Sólmundur Evu, sem starfar með Q-félagi hinsegin stúdenta og Ólöf Bjarki Antons, sem er formaður Trans Ísland. Þau ætla að ræða við okkur um ýmis mál sem snúa að samfélagi kynsegin fólks og auðvitað um þennan dag - kváradaginn. Málfarsmínúta Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV með upptöku frá 1987 þegar ísraelsku listamennirnir Datner og Kushnir heimsóttu Ísland eftir að hafa slegið í gegn með lag sem er almennt kallað Hubbahulle.
3/20/202355 minutes
Episode Artwork

Skógrækt, framandi sjávarlífverur og matjurtagarðar

Það er deilt töluvert um skógrækt á Íslandi, um umfang og tegundir trjáa sem er plantað. Við ætlum að reyna að skilja betur helstu átakalínur í þessari umræðu, fáum til okkar Þóru Ellen Þórhallsdóttur, plöntuvistfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands og Eddu Sigurdís Oddsdóttur sviðstjóri rannsóknasviðs hjá Skógræktinni Rætt við Sindra Gíslason forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands. Hann hélt í gær erindi um framandi sjávarlífverur sem berast hingað, t.d. Með kjölfestuvatni skipa, á ráðstefnu um aðlögun að loftslagsbreytingum. Hann segir okkur frá mikilvægi þess að bregðast við þessu. Svo heimsækjum við matjurtagarða Reykjavíkurborgar en fyrr í vikunni var opnað fyrir umsóknir um þá. Guðný Arndís Olgeirsdóttir er allt í öllu þar.
3/17/20230
Episode Artwork

Skógrækt, framandi sjávarlífverur og matjurtagarðar

Það er deilt töluvert um skógrækt á Íslandi, um umfang og tegundir trjáa sem er plantað. Við ætlum að reyna að skilja betur helstu átakalínur í þessari umræðu, fáum til okkar Þóru Ellen Þórhallsdóttur, plöntuvistfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands og Eddu Sigurdís Oddsdóttur sviðstjóri rannsóknasviðs hjá Skógræktinni Rætt við Sindra Gíslason forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands. Hann hélt í gær erindi um framandi sjávarlífverur sem berast hingað, t.d. Með kjölfestuvatni skipa, á ráðstefnu um aðlögun að loftslagsbreytingum. Hann segir okkur frá mikilvægi þess að bregðast við þessu. Svo heimsækjum við matjurtagarða Reykjavíkurborgar en fyrr í vikunni var opnað fyrir umsóknir um þá. Guðný Arndís Olgeirsdóttir er allt í öllu þar.
3/17/202355 minutes
Episode Artwork

Líforkuver, lyfjabylting og umhverfispistill

Við fjöllum um skýrslu sem nýlega kom út á vegum Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, en skýrslan er svokallað frumhagkvæmnismat á byggingu líforkuvers á Norðurlandi eystra. Staður eða verksmiðja sem mun taka við úrgangi og breyta honum í orku, úrgangi sem í dag er að mestu urðaður. Til að segja okkur frá þessu verkefni og stöðu þess kemur til okkar Kristín Helga Schiöth verkefnastjóri hjá SSNE. Hingað kemur svo framkvæmdastjóri Frumtaka, Jakob Falur Garðarsson, en Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Hann ætlar meðal annars að tala við okkur um kostnað við nýjar meðferðir við alvarlegum sjúkdómum sem munu valda byltingu í heilbrigðisþjónustu á næstu árum. Við fáum svo í lok þáttar umhverfispistil frá Bryndísi Marteinsdóttur.
3/16/20230
Episode Artwork

Líforkuver, lyfjabylting og umhverfispistill

Við fjöllum um skýrslu sem nýlega kom út á vegum Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, en skýrslan er svokallað frumhagkvæmnismat á byggingu líforkuvers á Norðurlandi eystra. Staður eða verksmiðja sem mun taka við úrgangi og breyta honum í orku, úrgangi sem í dag er að mestu urðaður. Til að segja okkur frá þessu verkefni og stöðu þess kemur til okkar Kristín Helga Schiöth verkefnastjóri hjá SSNE. Hingað kemur svo framkvæmdastjóri Frumtaka, Jakob Falur Garðarsson, en Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Hann ætlar meðal annars að tala við okkur um kostnað við nýjar meðferðir við alvarlegum sjúkdómum sem munu valda byltingu í heilbrigðisþjónustu á næstu árum. Við fáum svo í lok þáttar umhverfispistil frá Bryndísi Marteinsdóttur.
3/16/202355 minutes
Episode Artwork

Jarðvegsmengun, Amtsbókasafnið, málfarsmínúta og gláka

Við fjöllum um mengaðan jarðveg. Hingað koma Guðjón Ingi Eggertsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir, sérfræðingur hjá Isavia. Þau ætla að fjalla um það þegar notkun svæða breytist og vitað er af mengun á morgunverðarfundi á vegum Verkís í fyrramálið. Annars vegar Ártúnshöfða í Reykjavík og flugvallarsvæðið í Keflavík. Sjálfbærni og hringrásarhagkerfi hefur verið leiðarljós í starfsemi Amtsbókasafnsins á Akureyri að undanförnu. Þar er hægt að fá lánað margskonar hluti aðra en bækur og þar eru starfræktir ýmsir klúbbar og haldnir viðburðir þar sem hægt er að skiptast á kunnáttu, fatnaði og ýmsu. Hrönn Björgvinsdóttir verkefnastjóri á Amtsbókasafninu kemur í Samfélagið og segir okkur frá hvernig sjálfbærni og hringrásarhagkerfið mótar starfsemi safnsins. Málfarsmínútan verður á sínum stað í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur og í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir í vísindaspjall um rannsóknir á gláku.
3/15/20230
Episode Artwork

Jarðvegsmengun, Amtsbókasafnið, málfarsmínúta og gláka

Við fjöllum um mengaðan jarðveg. Hingað koma Guðjón Ingi Eggertsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir, sérfræðingur hjá Isavia. Þau ætla að fjalla um það þegar notkun svæða breytist og vitað er af mengun á morgunverðarfundi á vegum Verkís í fyrramálið. Annars vegar Ártúnshöfða í Reykjavík og flugvallarsvæðið í Keflavík. Sjálfbærni og hringrásarhagkerfi hefur verið leiðarljós í starfsemi Amtsbókasafnsins á Akureyri að undanförnu. Þar er hægt að fá lánað margskonar hluti aðra en bækur og þar eru starfræktir ýmsir klúbbar og haldnir viðburðir þar sem hægt er að skiptast á kunnáttu, fatnaði og ýmsu. Hrönn Björgvinsdóttir verkefnastjóri á Amtsbókasafninu kemur í Samfélagið og segir okkur frá hvernig sjálfbærni og hringrásarhagkerfið mótar starfsemi safnsins. Málfarsmínútan verður á sínum stað í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur og í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir í vísindaspjall um rannsóknir á gláku.
3/15/202355 minutes
Episode Artwork

Lögreglufræði, Ölfusárbrú og umhverfissálfræði

Við forvitnumst um hvernig námi í lögreglufræðum er háttað hér á landi. Hver eru inntökuskilyrðin, hvað eru margir nemendur teknir inn, hvernig eru kynjahlutföllin og hvar og hvernig fer kennsla fram? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem við í Samfélaginu munum leita svara við í dag. Og sú sem svarar þessum spurningum okkar er Eyrún Eyþórsdóttir, brautarstjóri í lögreglufræðum. Svo fáum við að vita allt um nýja Ölfusárbrú sem gert er ráð fyrir að reisa norður af Selfossi innan skamms. Brúin er hluti af miklum vegabótum sem staðið hafa yfir á Suðurlandsvegi undanfarið og verður heilmikið mannvirki. Við tölum við Guðmund Val Guðmundsson sem stjórnar þessu verkefni fyrir Vegagerðina. Að lokum endurflytjum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi um fagið umhverfissálfræði.
3/14/20230
Episode Artwork

Lögreglufræði, Ölfusárbrú og umhverfissálfræði

Við forvitnumst um hvernig námi í lögreglufræðum er háttað hér á landi. Hver eru inntökuskilyrðin, hvað eru margir nemendur teknir inn, hvernig eru kynjahlutföllin og hvar og hvernig fer kennsla fram? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem við í Samfélaginu munum leita svara við í dag. Og sú sem svarar þessum spurningum okkar er Eyrún Eyþórsdóttir, brautarstjóri í lögreglufræðum. Svo fáum við að vita allt um nýja Ölfusárbrú sem gert er ráð fyrir að reisa norður af Selfossi innan skamms. Brúin er hluti af miklum vegabótum sem staðið hafa yfir á Suðurlandsvegi undanfarið og verður heilmikið mannvirki. Við tölum við Guðmund Val Guðmundsson sem stjórnar þessu verkefni fyrir Vegagerðina. Að lokum endurflytjum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi um fagið umhverfissálfræði.
3/14/202355 minutes
Episode Artwork

Netöryggi, gróðurróbótar, málfar og stafrænt Þjóðskjalasafn

Í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi kom fram hjá ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar að Ísland stæði verr að vígi en aðrar þjóðir þegar kemur að netöryggi og að það gæti ógnað þjóðaröryggi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á greiningardeild ríkislögreglustjóra sagði í sömu frétt að yfirvöld yrðu að vera viðbúin netárás á mikilvæga innviði. Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS en sú sveit er hluti af viðbragði yfirvalda við öryggisógn á netinu. Hann ræðir þessi mál við okkur. Við kynnum okkur róbótavæðingu í Samfélaginu í dag. Við könnumst flest við róbótafjós, en færri hafa kannski heyrt um róbótagróðrarstöð. En nú verður breyting þar á. Við skruppum í heimsókn í gróðrastöðina Sólskóga sem er staðsett í Kjarnaskógi við Akureyri, en þau munu bráðlega taka í notkun róbót sem mun gjörbreyta starfseminni. Við forvitnuðumst um þessar breytingar hjá Katrínu Ásgrímsdóttur, framkvæmdastjóra Sólskóga. Málfarsmínútan er á sínum stað og við fáum líka heimsókn frá Þjóðskjalasafni Íslands en undanfarið höfum við reglulega fjallað um starfsemina þar og fengið að skoða safnkostinn. Að þessu sinni kemur til okkar Unnar Ingvarsson, fagstjóri stafrænnar endurgerðar. Hann ætlar að segja okkur frá því hvernig skjöl eru gerð stafræn, meðal annars til birtingar á vefnum og sýna okkur áhugaverð skjöl sem þar er að finna.
3/13/20230
Episode Artwork

Netöryggi, gróðurróbótar, málfar og stafrænt Þjóðskjalasafn

Í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi kom fram hjá ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar að Ísland stæði verr að vígi en aðrar þjóðir þegar kemur að netöryggi og að það gæti ógnað þjóðaröryggi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á greiningardeild ríkislögreglustjóra sagði í sömu frétt að yfirvöld yrðu að vera viðbúin netárás á mikilvæga innviði. Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS en sú sveit er hluti af viðbragði yfirvalda við öryggisógn á netinu. Hann ræðir þessi mál við okkur. Við kynnum okkur róbótavæðingu í Samfélaginu í dag. Við könnumst flest við róbótafjós, en færri hafa kannski heyrt um róbótagróðrarstöð. En nú verður breyting þar á. Við skruppum í heimsókn í gróðrastöðina Sólskóga sem er staðsett í Kjarnaskógi við Akureyri, en þau munu bráðlega taka í notkun róbót sem mun gjörbreyta starfseminni. Við forvitnuðumst um þessar breytingar hjá Katrínu Ásgrímsdóttur, framkvæmdastjóra Sólskóga. Málfarsmínútan er á sínum stað og við fáum líka heimsókn frá Þjóðskjalasafni Íslands en undanfarið höfum við reglulega fjallað um starfsemina þar og fengið að skoða safnkostinn. Að þessu sinni kemur til okkar Unnar Ingvarsson, fagstjóri stafrænnar endurgerðar. Hann ætlar að segja okkur frá því hvernig skjöl eru gerð stafræn, meðal annars til birtingar á vefnum og sýna okkur áhugaverð skjöl sem þar er að finna.
3/13/202352 minutes, 1 second
Episode Artwork

Viðskipti og vísindi, fiskur og kaffi og dýraspjall

Lára Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði hjá viðskiptafræðideild HÍ og Þórey Þórisdóttir doktorsnemi og stundakennari við viðskiptafræði deild koma í heimsók í tilefni af ráðstefnunni Viðskipti og vísindi. Dagskráin þar sýnir glögglega hversu fjölbreytt þessi fræðigrein er. Þar verður meðal annars fjallað um skattsvik, nýsköpun, sölu banka, kulnun, forystu og síðast en ekki síst; siðferði og sjálfbærni. En viðmælendur okkar hafa skoðað þau mál vandlega, sérstaklega þegar kemur að tískuiðnaðinum. Svo tölum við um fisk og kaffi. Páll Gunnar Pálsson matvælafræðingur starfaði í áratugi við rannsóknir á meðhöndlun, geymslu og meðferð sjávarafurða. Hann heldur núna úti heimasíðunni Fiskur og kaffi þar sem hann skrifar pistla um mál þessu tengd. Hann kemur í kaffi. Svo er það dýraspjall. Hingað kemur sviðsstjóri Botnasjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Hún heitir Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir og tók við stöðunni í haust, en sinnir að auki rannsóknum og leiðsögn framhaldsnema. Við ræðum við Guðbjörgu Ástu um friðun hafsvæða, vöktun og rannsóknir og hvernig hægt er að auka samstarf hagsmunaaðila og vísindafólks.
3/10/20230
Episode Artwork

Viðskipti og vísindi, fiskur og kaffi og dýraspjall

Lára Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði hjá viðskiptafræðideild HÍ og Þórey Þórisdóttir doktorsnemi og stundakennari við viðskiptafræði deild koma í heimsók í tilefni af ráðstefnunni Viðskipti og vísindi. Dagskráin þar sýnir glögglega hversu fjölbreytt þessi fræðigrein er. Þar verður meðal annars fjallað um skattsvik, nýsköpun, sölu banka, kulnun, forystu og síðast en ekki síst; siðferði og sjálfbærni. En viðmælendur okkar hafa skoðað þau mál vandlega, sérstaklega þegar kemur að tískuiðnaðinum. Svo tölum við um fisk og kaffi. Páll Gunnar Pálsson matvælafræðingur starfaði í áratugi við rannsóknir á meðhöndlun, geymslu og meðferð sjávarafurða. Hann heldur núna úti heimasíðunni Fiskur og kaffi þar sem hann skrifar pistla um mál þessu tengd. Hann kemur í kaffi. Svo er það dýraspjall. Hingað kemur sviðsstjóri Botnasjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Hún heitir Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir og tók við stöðunni í haust, en sinnir að auki rannsóknum og leiðsögn framhaldsnema. Við ræðum við Guðbjörgu Ástu um friðun hafsvæða, vöktun og rannsóknir og hvernig hægt er að auka samstarf hagsmunaaðila og vísindafólks.
3/10/202355 minutes
Episode Artwork

Strandveiðar, mæðradauði og sjálfbærni

Við ræðum um strandveiðar við nýkjörinn formann félags strandveiðimanna Kjartan Pál Sveinsson. Hann er doktor í félagsfræði en aðallega trillukarl. Við ætlum að ræða við Reyni Tómas Geirsson prófessor emiritus og fyrrverandi forstöðulækni á kvennadeild Landspítalans en hann ásamt fleirum lagðist yfir gögn á Íslandi um mæðradauða - og tók saman yfirlit yfir 40 ára tímabil. Mæðradauði er sem betur fer ekki algengur á Íslandi, en gögnin gefa okkur mikilvægar upplýsingar um hvernig og hvar má betur gera þegar kemur meðal annars að mæðravernd og stuðning við konur. Umhverfispistillinn er í höndum Tinnu Hallgrímsdóttur forseta ungra umhverfissinna, en hún ræðir um hinar mörgu og flóknu hliðar sjálfbærni.
3/9/20230
Episode Artwork

Strandveiðar, mæðradauði og sjálfbærni

Við ræðum um strandveiðar við nýkjörinn formann félags strandveiðimanna Kjartan Pál Sveinsson. Hann er doktor í félagsfræði en aðallega trillukarl. Við ætlum að ræða við Reyni Tómas Geirsson prófessor emiritus og fyrrverandi forstöðulækni á kvennadeild Landspítalans en hann ásamt fleirum lagðist yfir gögn á Íslandi um mæðradauða - og tók saman yfirlit yfir 40 ára tímabil. Mæðradauði er sem betur fer ekki algengur á Íslandi, en gögnin gefa okkur mikilvægar upplýsingar um hvernig og hvar má betur gera þegar kemur meðal annars að mæðravernd og stuðning við konur. Umhverfispistillinn er í höndum Tinnu Hallgrímsdóttur forseta ungra umhverfissinna, en hún ræðir um hinar mörgu og flóknu hliðar sjálfbærni.
3/9/202355 minutes
Episode Artwork

Endurkoma í íþróttum, Dýrfinna, málfar og sykursýki

Hingað til okkar í gær kom Guðmundur Stephensen borðtennisleikari og goðsögn, sem gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistaratitillinn aftur, eftir að hafa ekki spilað í áratug. Mögnuð endurkoma í íþrótt, og við ætlum að rýna í endurkomur í íþróttum almennt með háskólakennara í íþróttafræðideildinni í Háskólanum í Reykjavík, Sveini Þorgeirssyni. Eru endurkomur algengar, hvað hefur helst áhrif; líkamlegt atgervi eða andlegt - eða kannski bara eðli íþróttarinnar sjálfrar? Dýrfinna er félagsskapur sem sérhæfir sig í leit og björgun gæludýra. Mest er um að leitað sé að hundum sem hafa af einhverjum ástæðum sloppið frá eigendum sínum og ekki fundist. En oft finnast þeir reyndar, með hjálp sjálfboðaliða á vegum Dýrfinnu. Anna Margrét Áslaugardóttir er formaður Dýrfinnu. Heyrum í henni. Málfarsmínúta er á sinum stað, og við ætlum líka að fræðast aðeins um endurnýtingu á óvæntum hlutum sem falla til á heimilinu - en leikskólakennarar standa öðrum framar þegar kemur að því að endurnýta rusl - og við ræðum við eina á eftir, Mariu Ösp Ómarsdóttur. Svo er vísindaspjallið með Eddu Olgudóttur, hún ætlar að ræða um briseyja ígræðslu til að lækna sykursýki.
3/8/20230
Episode Artwork

Endurkoma í íþróttum, Dýrfinna, málfar og sykursýki

Hingað til okkar í gær kom Guðmundur Stephensen borðtennisleikari og goðsögn, sem gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistaratitillinn aftur, eftir að hafa ekki spilað í áratug. Mögnuð endurkoma í íþrótt, og við ætlum að rýna í endurkomur í íþróttum almennt með háskólakennara í íþróttafræðideildinni í Háskólanum í Reykjavík, Sveini Þorgeirssyni. Eru endurkomur algengar, hvað hefur helst áhrif; líkamlegt atgervi eða andlegt - eða kannski bara eðli íþróttarinnar sjálfrar? Dýrfinna er félagsskapur sem sérhæfir sig í leit og björgun gæludýra. Mest er um að leitað sé að hundum sem hafa af einhverjum ástæðum sloppið frá eigendum sínum og ekki fundist. En oft finnast þeir reyndar, með hjálp sjálfboðaliða á vegum Dýrfinnu. Anna Margrét Áslaugardóttir er formaður Dýrfinnu. Heyrum í henni. Málfarsmínúta er á sinum stað, og við ætlum líka að fræðast aðeins um endurnýtingu á óvæntum hlutum sem falla til á heimilinu - en leikskólakennarar standa öðrum framar þegar kemur að því að endurnýta rusl - og við ræðum við eina á eftir, Mariu Ösp Ómarsdóttur. Svo er vísindaspjallið með Eddu Olgudóttur, hún ætlar að ræða um briseyja ígræðslu til að lækna sykursýki.
3/8/202355 minutes
Episode Artwork

Áreitni gagnvart stjórnmálafólki, Sæbjörg og Guðmundur í borðtennis

Seint beint út frá Háskóla Íslands að loknum viðburði á vegum félags stjórnmálafræðinga og stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um orðræðu og áreitni gagnvart stjórnmálafólki. Yfirskriftin er Ótímabært sáðlát, svikarar og frekjur - allt eitthvað sem pólitíkusar hafa verið kallaðir í opinberri umræðu Rætt við tvær sem voru með framsögu á fundinum, Bríet B Einarsdóttur fjölmiðla og boðskiptafræðing og Evu Marín Hlynsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði. Svo heimsækjum við líka Sæbjörgu, skip slysavarnaskóla sjómanna, sem rekinn er af Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Hilmar Snorrason er skólastjóri þar - hann ætlar að sýna okkur skipið og segja frá starfinu. Guðmundur Stephensen, borðtennisspilari kemur svo til okkar, en hann gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistaratitilinn í borðtennis um helgina, en hann lagði spaðann á hilluna fyrir tíu árum, hafandi þá verið Íslandsmeistari margoft og verið í atvinnumennsku erlendis.
3/7/20230
Episode Artwork

Áreitni gagnvart stjórnmálafólki, Sæbjörg og Guðmundur í borðtennis

Seint beint út frá Háskóla Íslands að loknum viðburði á vegum félags stjórnmálafræðinga og stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um orðræðu og áreitni gagnvart stjórnmálafólki. Yfirskriftin er Ótímabært sáðlát, svikarar og frekjur - allt eitthvað sem pólitíkusar hafa verið kallaðir í opinberri umræðu Rætt við tvær sem voru með framsögu á fundinum, Bríet B Einarsdóttur fjölmiðla og boðskiptafræðing og Evu Marín Hlynsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði. Svo heimsækjum við líka Sæbjörgu, skip slysavarnaskóla sjómanna, sem rekinn er af Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Hilmar Snorrason er skólastjóri þar - hann ætlar að sýna okkur skipið og segja frá starfinu. Guðmundur Stephensen, borðtennisspilari kemur svo til okkar, en hann gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistaratitilinn í borðtennis um helgina, en hann lagði spaðann á hilluna fyrir tíu árum, hafandi þá verið Íslandsmeistari margoft og verið í atvinnumennsku erlendis.
3/7/202355 minutes
Episode Artwork

Verndun hafsvæða, lífsviljaskrá, málfar og söngvakeppnin 1986

Við ætlum að ræða aðeins samkomulag sem náðist á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í gær um verndun hafsvæða. Þetta samkomulag hefur ekki verið endanlega útfært en það snýr að hafsvæðum utan landhelgi ríkja og var lengi í vinnslu. Það er stefnt að því að á þessum áratug náist að vernda 30% þessara svæða. Við förum yfir þetta betur með Lísu Anne Libungan sérfræðingui í vistkerfi hafs hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. VIð ræðum við Ingrid Kuhlman sem er formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi - við ætlum að ræða svokallaða lífsviljaskrá, sem stóð íslendingum til boða um tíma en var svo aflögð. Félagið vill fá hana aftur í gagnið. Við ræðum líka um dánaraðstoð og hvar umræða um þau mál standa á Íslandi í dag, en vísbendingar eru um að heilbrigðisstarfsfólk líti slíkt sífellt jákvæðari augum. Við fáum heimsókn frá Helgu Láru Þorsteinsdóttur safnstjóra RÚV og málfarsmínútan verður líka á sínum stað.
3/6/20230
Episode Artwork

Verndun hafsvæða, lífsviljaskrá, málfar og söngvakeppnin 1986

Við ætlum að ræða aðeins samkomulag sem náðist á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í gær um verndun hafsvæða. Þetta samkomulag hefur ekki verið endanlega útfært en það snýr að hafsvæðum utan landhelgi ríkja og var lengi í vinnslu. Það er stefnt að því að á þessum áratug náist að vernda 30% þessara svæða. Við förum yfir þetta betur með Lísu Anne Libungan sérfræðingui í vistkerfi hafs hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. VIð ræðum við Ingrid Kuhlman sem er formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi - við ætlum að ræða svokallaða lífsviljaskrá, sem stóð íslendingum til boða um tíma en var svo aflögð. Félagið vill fá hana aftur í gagnið. Við ræðum líka um dánaraðstoð og hvar umræða um þau mál standa á Íslandi í dag, en vísbendingar eru um að heilbrigðisstarfsfólk líti slíkt sífellt jákvæðari augum. Við fáum heimsókn frá Helgu Láru Þorsteinsdóttur safnstjóra RÚV og málfarsmínútan verður líka á sínum stað.
3/6/202355 minutes
Episode Artwork

Krabbameinsskráning, fræbanki á Svalbarða, málfar og lífupplýsingar

Sigríður Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagins kemur til okkar en nýverið var gefin út spá um fjölgun nýrra krabbameinstilfella til ársins 2040 og þar kom í ljós að gert er ráð fyrir yfir fimmtíu prósent hlutfallslegri aukningu hér á landi. Þetta er unnið upp úr gögnum eins og þeim sem meðal annars Sigríður og hennar fólk safnar. Við fáum að vita allt um fræbanka norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar, NordGen á Svalbarða. Þessi frægeymsla er stundum kölluð dómsdagshvelfingin - sem hljómar dálítið eins og mannvirki í James Bond mynd. Árni Bragason landgræðslustjóri, starfaði um árabil sem forstjóri NordGen og hefur margoft heimsótt Svalbarða og hvelfinguna. Hann verður á línunni. Malfarsmínútan er á sínum stað - og svo er dýraspjall í dag - og við ætlum að ræða við Arnar Pálsson erfðafræðing og prófessor í lífupplýsingafræði
3/3/20230
Episode Artwork

Krabbameinsskráning, fræbanki á Svalbarða, málfar og lífupplýsingar

Sigríður Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagins kemur til okkar en nýverið var gefin út spá um fjölgun nýrra krabbameinstilfella til ársins 2040 og þar kom í ljós að gert er ráð fyrir yfir fimmtíu prósent hlutfallslegri aukningu hér á landi. Þetta er unnið upp úr gögnum eins og þeim sem meðal annars Sigríður og hennar fólk safnar. Við fáum að vita allt um fræbanka norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar, NordGen á Svalbarða. Þessi frægeymsla er stundum kölluð dómsdagshvelfingin - sem hljómar dálítið eins og mannvirki í James Bond mynd. Árni Bragason landgræðslustjóri, starfaði um árabil sem forstjóri NordGen og hefur margoft heimsótt Svalbarða og hvelfinguna. Hann verður á línunni. Malfarsmínútan er á sínum stað - og svo er dýraspjall í dag - og við ætlum að ræða við Arnar Pálsson erfðafræðing og prófessor í lífupplýsingafræði
3/3/202355 minutes
Episode Artwork

Opni leikskólinn, grænir iðngarðar og umhverfispistill

Við ætlum að kíkja í heimsókn í opna leikskólann svokallaða, en þetta er gjaldfrjáls úrræði, þar sem foreldrum gefst kostur á að koma saman nokkrum sinnum í viku með ung börn sín til að leika, fræðast og njóta samveru. Það eru memmm play félagasamtök sem halda utan um þessar stundir og við ræðum við Maríu Ösp Ómarsdóttur, eina þeirra sem stýrir þessum leikskóla, við spjöllum líka við foreldra sem sækja þangað. Við forvitnumst um græna iðngarða sem munu innan margra ára hefja starfsemi í mannvirkjum sem reist voru yfir fyrirhugað álver við Helguvík á Reykjanesi. Mannvirki sem risu fyrir 15 árum en hafa aldrei verið nýtt. Þarna eru áætlanir um fjölbreytta starfsemi sem grundvallast á grænni hringrás ef svo má segja. Kjartan Eiríksson er framkvæmdastjóri iðngarðanna. Hann tók á móti okkur þar í morgun Svo er umhverfispistill á sínum stað eins og alltaf á fimmtudögum, að þessu sinni er það Stefán Gíslason sem heldur utan um hann
3/2/20230
Episode Artwork

Opni leikskólinn, grænir iðngarðar og umhverfispistill

Við ætlum að kíkja í heimsókn í opna leikskólann svokallaða, en þetta er gjaldfrjáls úrræði, þar sem foreldrum gefst kostur á að koma saman nokkrum sinnum í viku með ung börn sín til að leika, fræðast og njóta samveru. Það eru memmm play félagasamtök sem halda utan um þessar stundir og við ræðum við Maríu Ösp Ómarsdóttur, eina þeirra sem stýrir þessum leikskóla, við spjöllum líka við foreldra sem sækja þangað. Við forvitnumst um græna iðngarða sem munu innan margra ára hefja starfsemi í mannvirkjum sem reist voru yfir fyrirhugað álver við Helguvík á Reykjanesi. Mannvirki sem risu fyrir 15 árum en hafa aldrei verið nýtt. Þarna eru áætlanir um fjölbreytta starfsemi sem grundvallast á grænni hringrás ef svo má segja. Kjartan Eiríksson er framkvæmdastjóri iðngarðanna. Hann tók á móti okkur þar í morgun Svo er umhverfispistill á sínum stað eins og alltaf á fimmtudögum, að þessu sinni er það Stefán Gíslason sem heldur utan um hann
3/2/202355 minutes
Episode Artwork

Friðlýst svæði og þjóðgarðar, fjarkennsla, málfar og vísindaspjall

Við ætlum að ræða friðlýst svæði og þjóðgarða, en starfshópur skilaði inn fyrir áramót skýrslu þar sem stöðu þessara svæða og áskorunum er lýst. Árni Finnsson hjá náttúruverndarsamtökum Íslands var formaður starfshópsins, og hann ætlar að ræða við okkur um helstu lykilþætti sem þarna komu fram, meðal annars hvað varðar mögulega fjölgun og stækkun friðlýstra svæða, þanþol svæðanna hvað varðar ágang, skipulag og umsjón - sem og fýsileika gjaldtöku. Svo veltum við fyrir okkur fjarkennslu og möguleikum hennar við Háskóla Íslands. Nú eru boðið upp á nokkur hundruð námskeið í fjarkennslu við skólann og áform um að fjölga þeim. Hólmfríður Árnadóttir, er verkefnisstýra fjarnáms við Háskóla Íslands. Hún ætlar að ræða þessi mál við okkur á eftir. Málfarsmínúta verður á sínum stað og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í sitt reglubundna vísindaspjall.
3/1/20230
Episode Artwork

Friðlýst svæði og þjóðgarðar, fjarkennsla, málfar og vísindaspjall

Við ætlum að ræða friðlýst svæði og þjóðgarða, en starfshópur skilaði inn fyrir áramót skýrslu þar sem stöðu þessara svæða og áskorunum er lýst. Árni Finnsson hjá náttúruverndarsamtökum Íslands var formaður starfshópsins, og hann ætlar að ræða við okkur um helstu lykilþætti sem þarna komu fram, meðal annars hvað varðar mögulega fjölgun og stækkun friðlýstra svæða, þanþol svæðanna hvað varðar ágang, skipulag og umsjón - sem og fýsileika gjaldtöku. Svo veltum við fyrir okkur fjarkennslu og möguleikum hennar við Háskóla Íslands. Nú eru boðið upp á nokkur hundruð námskeið í fjarkennslu við skólann og áform um að fjölga þeim. Hólmfríður Árnadóttir, er verkefnisstýra fjarnáms við Háskóla Íslands. Hún ætlar að ræða þessi mál við okkur á eftir. Málfarsmínúta verður á sínum stað og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í sitt reglubundna vísindaspjall.
3/1/202355 minutes
Episode Artwork

Verðbólga, vinnsla kynferðisafbrotamála og pistillinn Páls

Verðbólga mælist nú 10,2 prósent og hefur ekki verið svo mikil síðan haustið 2009. Þetta er umfram það sem greiningaraðilar, sem svo eru kallaðir, höfðu spáð og það virðist ætla að verða þrautin þyngri að hemja verðbólguna, sem er auðvitað mikill skaðvaldur. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka og því einn þessara greiningaraðila - hann sest hér eftir augnablik. VIð ræðum við verkefnastjóra gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, Eygló Harðardóttur hér á eftir - en meðferð þessara mála, ekki hvað síst þeirra sem tengjast kynbundnu ofbeldi og kynferðisofbeldi, hefur tekið töluverðum breytingum síðustu misserin. Á hvaða hátt og með hvaða árangri? Að hverju er stefnt? Eygló fer yfir þetta með okkur. Svo er Páll Líndal umhverfissálfræðingur með sinn pistil í lok þáttar.
2/28/20230
Episode Artwork

Verðbólga, vinnsla kynferðisafbrotamála og pistillinn Páls

Verðbólga mælist nú 10,2 prósent og hefur ekki verið svo mikil síðan haustið 2009. Þetta er umfram það sem greiningaraðilar, sem svo eru kallaðir, höfðu spáð og það virðist ætla að verða þrautin þyngri að hemja verðbólguna, sem er auðvitað mikill skaðvaldur. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka og því einn þessara greiningaraðila - hann sest hér eftir augnablik. VIð ræðum við verkefnastjóra gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, Eygló Harðardóttur hér á eftir - en meðferð þessara mála, ekki hvað síst þeirra sem tengjast kynbundnu ofbeldi og kynferðisofbeldi, hefur tekið töluverðum breytingum síðustu misserin. Á hvaða hátt og með hvaða árangri? Að hverju er stefnt? Eygló fer yfir þetta með okkur. Svo er Páll Líndal umhverfissálfræðingur með sinn pistil í lok þáttar.
2/28/202355 minutes
Episode Artwork

Umhverfisvæn þróunaraðstoð, framburður, málfar og rokkskjal

Við ætlum að forvitnast um sprotafyrirtækið So Green sem framleiðir og selur kolefniseiningar sem miða að því að styðja við menntun stúlkna í þróunarlöndum. Þetta er kolefnisjöfnun - en þarna eru ekki gróðursett tré eða mokað í skurði, heldur er menntun stúlkna tryggð. Guðný Nielsen stofnandi So Green kemur til okkar. Við ræðum svo við Finn Friðriksson dósent við Háskólann á Akureyri sem við annan mann er að hefja rannsókn á framburði fólks á Íslandi, hvernig einstaklingar breyta framburði sínum og viðhorf til ýmissa svæðisbundinna málýskna. Það er ýmislegt sem bendir til þess að raddaði framburðurinn sé að hverfa, sá vestfirski er nánast alveg horfinn - en skaftfellski einhljóða framburðurinn er að styrkja sig. Málfarsmínútan er á sínum stað og við heimsækjum Þjóðskjalasafnið og ræðum við Heiðar Lind Hansson skjalavörð og fáum að skoða merkilegt skjal sem tengist rokksögu Íslands.
2/27/20230
Episode Artwork

Umhverfisvæn þróunaraðstoð, framburður, málfar og rokkskjal

Við ætlum að forvitnast um sprotafyrirtækið So Green sem framleiðir og selur kolefniseiningar sem miða að því að styðja við menntun stúlkna í þróunarlöndum. Þetta er kolefnisjöfnun - en þarna eru ekki gróðursett tré eða mokað í skurði, heldur er menntun stúlkna tryggð. Guðný Nielsen stofnandi So Green kemur til okkar. Við ræðum svo við Finn Friðriksson dósent við Háskólann á Akureyri sem við annan mann er að hefja rannsókn á framburði fólks á Íslandi, hvernig einstaklingar breyta framburði sínum og viðhorf til ýmissa svæðisbundinna málýskna. Það er ýmislegt sem bendir til þess að raddaði framburðurinn sé að hverfa, sá vestfirski er nánast alveg horfinn - en skaftfellski einhljóða framburðurinn er að styrkja sig. Málfarsmínútan er á sínum stað og við heimsækjum Þjóðskjalasafnið og ræðum við Heiðar Lind Hansson skjalavörð og fáum að skoða merkilegt skjal sem tengist rokksögu Íslands.
2/27/202355 minutes
Episode Artwork

Heilbrigðismál, matarsóun, málfar og Eimur

Samfélagið heimsækir húsnæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hér á Ísafirði og ætla á eftir að spjalla við Gylfa Ólafsson forstjóra þeirrar góðu stofnunar um starfið , áskoranir fyrir heilbrigðisþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins og ýmislegt fleira. Við ætlum svo að kíkja í ráðhúsið á Akureyri, hitta fyrir matreiðslumeistarann Svein Thorarensen sem ræður öllu í mötuneytinu þar, Sveinn hefur tileinkað sér í störfum sínum ýmsar leiðir til að berjast gegn matarsóun - og þetta hefur gengið vel, það er ekki mikið sem fellur til eða fer til spillist hjá okkar manni - við fáum að vita hvernig hann fer að Svo er það Sesselja Ingibjörg Barðdal, hún er framkvæmdastjóri hjá afar athyglisverðu verkefni sem heitir Eimur - og snýst um bætta nýtingu orkuauðlinda, sjálfbærni og nýsköpun í orkumálum á norðausturlandi. Við röltum með henni um miðbæinn á Akureyri og ræðum um tækifæri og áskoranir. Svo er málfarsmínútan á sínum stað
2/24/20230
Episode Artwork

Heilbrigðismál, matarsóun, málfar og Eimur

Samfélagið heimsækir húsnæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hér á Ísafirði og ætla á eftir að spjalla við Gylfa Ólafsson forstjóra þeirrar góðu stofnunar um starfið , áskoranir fyrir heilbrigðisþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins og ýmislegt fleira. Við ætlum svo að kíkja í ráðhúsið á Akureyri, hitta fyrir matreiðslumeistarann Svein Thorarensen sem ræður öllu í mötuneytinu þar, Sveinn hefur tileinkað sér í störfum sínum ýmsar leiðir til að berjast gegn matarsóun - og þetta hefur gengið vel, það er ekki mikið sem fellur til eða fer til spillist hjá okkar manni - við fáum að vita hvernig hann fer að Svo er það Sesselja Ingibjörg Barðdal, hún er framkvæmdastjóri hjá afar athyglisverðu verkefni sem heitir Eimur - og snýst um bætta nýtingu orkuauðlinda, sjálfbærni og nýsköpun í orkumálum á norðausturlandi. Við röltum með henni um miðbæinn á Akureyri og ræðum um tækifæri og áskoranir. Svo er málfarsmínútan á sínum stað
2/24/202355 minutes
Episode Artwork

Orkubú vestfjarða, bændageð, umræður um orð og umhverfispistill

Þáttur dagsins er sendur út frá tveimur stöðum, frá Akureyri og Flateyri. Á Vestfjörðum er ekki mikið af heitu vatni en hér er engu að síður hitaveita. Orkubú Vestfjarða rekur kerfi sem notar rafmagn til að hita vatn sem svo er dreift til íbúa á svæðinu. Samfélagið tók hús á Elíasi Jónatanssyni Orkubússtjóra í morgun og fékk að vita allt um fjarvarmaveitu. Við ætlum að fræðast um verkefnið bændageð en andleg vanlíðan, streita og kvíði er algeng meðal bænda hér á landi segir í kynningu á verkefninu og hafa síðustu ár reynst mörgum bændum erfið. Því var ákveðið að bregðast við með forvörnum, fræðslu og aðgengi að upplýsingum og samtali um andlega heilsu Guðrún Birna Brynjarsdóttir, sérfræðingur hjá bændasamtökunum segir okkur frá þessu. Og svo er það mál málanna síðustu daga - þessar breytingar á enskum verkum Roald Dahls þar sem móðgandi orðalag er fjarlægt eða breytt. Þessu hefur verið misjafnlega tekið eins og við var að búast, en munu þau viðbrögð og umræðan sem á sér stað vera gagnleg og skipta máli? Það er spurning, sem meðal annarra, við leggjum fyrir Eirík Rögnvaldsson prófessor emiritus í íslenskri málfræði hér á eftir, en á facebook síðu hans Málspjallið, sköpuðust líflegar og upplýsandi umræður. Svo er umhverfispistill á sínum stað, að þessu sinni er hann í höndum Bryndísar Marteinsdóttur.
2/23/20230
Episode Artwork

Orkubú vestfjarða, bændageð, umræður um orð og umhverfispistill

Þáttur dagsins er sendur út frá tveimur stöðum, frá Akureyri og Flateyri. Á Vestfjörðum er ekki mikið af heitu vatni en hér er engu að síður hitaveita. Orkubú Vestfjarða rekur kerfi sem notar rafmagn til að hita vatn sem svo er dreift til íbúa á svæðinu. Samfélagið tók hús á Elíasi Jónatanssyni Orkubússtjóra í morgun og fékk að vita allt um fjarvarmaveitu. Við ætlum að fræðast um verkefnið bændageð en andleg vanlíðan, streita og kvíði er algeng meðal bænda hér á landi segir í kynningu á verkefninu og hafa síðustu ár reynst mörgum bændum erfið. Því var ákveðið að bregðast við með forvörnum, fræðslu og aðgengi að upplýsingum og samtali um andlega heilsu Guðrún Birna Brynjarsdóttir, sérfræðingur hjá bændasamtökunum segir okkur frá þessu. Og svo er það mál málanna síðustu daga - þessar breytingar á enskum verkum Roald Dahls þar sem móðgandi orðalag er fjarlægt eða breytt. Þessu hefur verið misjafnlega tekið eins og við var að búast, en munu þau viðbrögð og umræðan sem á sér stað vera gagnleg og skipta máli? Það er spurning, sem meðal annarra, við leggjum fyrir Eirík Rögnvaldsson prófessor emiritus í íslenskri málfræði hér á eftir, en á facebook síðu hans Málspjallið, sköpuðust líflegar og upplýsandi umræður. Svo er umhverfispistill á sínum stað, að þessu sinni er hann í höndum Bryndísar Marteinsdóttur.
2/23/202355 minutes
Episode Artwork

Hvalaskoðun, skaðabótaskylda sjálfboðaliða, málfar og saxendalyfið

Við gerum tilraun til hvalaskoðunar í Samfélaginu dagsins. Fréttir og myndskeið af hnúfubökum við Hafnarfjarðarhöfn urðu til þess að við byrjuðum daginn á þeim slóðum með Eddu Elísabetu Magnúsdóttur sjávarlíffræðingi og lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Störðum út á sjó í þeirri von að sjá hnúfubak blása og spjölluðum um þessar áhugaverðu skepnur. Heyrum það eftir smástund. Við ætlum svo að skoða um skaðabótaskyldu- og ábyrgð fólks sem sinnir sjálfboðaliðastörfum. Hoppukastalaslys á Akureyri og ákærur í kjölfar þess eru tilefnið þó við dveljum ekki við það einstaka mál, heldur skoðum almennt ábyrgð einstaklinga annars vegar og félagasamtaka hverskonar hinsvegar með prófessor við lagadeild HR, Guðmundi Sigurðssyni. Málfarsmínúta verður á sínum stað og Edda Olgudóttir ætlar svo að spjalla við okkur um vísindi eins og alltaf á miðvikudögum.
2/22/20230
Episode Artwork

Hvalaskoðun, skaðabótaskylda sjálfboðaliða, málfar og saxendalyfið

Við gerum tilraun til hvalaskoðunar í Samfélaginu dagsins. Fréttir og myndskeið af hnúfubökum við Hafnarfjarðarhöfn urðu til þess að við byrjuðum daginn á þeim slóðum með Eddu Elísabetu Magnúsdóttur sjávarlíffræðingi og lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Störðum út á sjó í þeirri von að sjá hnúfubak blása og spjölluðum um þessar áhugaverðu skepnur. Heyrum það eftir smástund. Við ætlum svo að skoða um skaðabótaskyldu- og ábyrgð fólks sem sinnir sjálfboðaliðastörfum. Hoppukastalaslys á Akureyri og ákærur í kjölfar þess eru tilefnið þó við dveljum ekki við það einstaka mál, heldur skoðum almennt ábyrgð einstaklinga annars vegar og félagasamtaka hverskonar hinsvegar með prófessor við lagadeild HR, Guðmundi Sigurðssyni. Málfarsmínúta verður á sínum stað og Edda Olgudóttir ætlar svo að spjalla við okkur um vísindi eins og alltaf á miðvikudögum.
2/22/202355 minutes
Episode Artwork

Rafjeppar, vatnsbólin í Heiðmörk og bambusgrænþvottur

Við ætlum að huga að rafbílum, sérstaklega rafjeppum. Rafbílar njóta mikilla vinsælda hérlendis, en fyrir þjóð sem ferðast gjarnan um á fjöllum í vetrarfærð þykja smábílar ekki vera nóg. Hvaða rafjeppar eru komnir fram, hvernig virka þeir og hvað eru bílaframleiðendur og bílaspekulantar að veðja á? Jóhannes Reykdal ritstjóri og blaðamaður á Bílablogginu kíkir til okkar. Við heimsækjum vatnsbólin í Heiðmörk. Setjumst upp í lekaprófaðan bíl og fáum að skoða það sem leynist handan rammgerðra girðinganna sem loka af það allraheilagasta á vatnsverndarsvæðinu; sjálfa Gvendarbrunna. Sigrún Tómasdóttir jarðfræðingur hjá Orkuveitunni tekur á móti okkur og fræðir okkur um vatn og mikilvægi þess að passa vel upp á það. Við ræðum svo um neytendamál í lok þáttar, Brynhildur Pétursdóttir ritstjóri neytendablaðsins rýnir í bambus sem er gjarnan auglýstur sem umhverfisvænni kostur þegar kemur að textíl og fötum - jafnvel sem tannburstar. En er bambusinn grænni, betri, umhverfisvænni? -Það er málum blandið.
2/21/20230
Episode Artwork

Rafjeppar, vatnsbólin í Heiðmörk og bambusgrænþvottur

Við ætlum að huga að rafbílum, sérstaklega rafjeppum. Rafbílar njóta mikilla vinsælda hérlendis, en fyrir þjóð sem ferðast gjarnan um á fjöllum í vetrarfærð þykja smábílar ekki vera nóg. Hvaða rafjeppar eru komnir fram, hvernig virka þeir og hvað eru bílaframleiðendur og bílaspekulantar að veðja á? Jóhannes Reykdal ritstjóri og blaðamaður á Bílablogginu kíkir til okkar. Við heimsækjum vatnsbólin í Heiðmörk. Setjumst upp í lekaprófaðan bíl og fáum að skoða það sem leynist handan rammgerðra girðinganna sem loka af það allraheilagasta á vatnsverndarsvæðinu; sjálfa Gvendarbrunna. Sigrún Tómasdóttir jarðfræðingur hjá Orkuveitunni tekur á móti okkur og fræðir okkur um vatn og mikilvægi þess að passa vel upp á það. Við ræðum svo um neytendamál í lok þáttar, Brynhildur Pétursdóttir ritstjóri neytendablaðsins rýnir í bambus sem er gjarnan auglýstur sem umhverfisvænni kostur þegar kemur að textíl og fötum - jafnvel sem tannburstar. En er bambusinn grænni, betri, umhverfisvænni? -Það er málum blandið.
2/21/202355 minutes
Episode Artwork

Tíska, djúpríki, málfar og verkalýðsforkólfur fortíðar

Rætt um tísku og hvernig samfélagsbreytingar og umrót speglast í henni. Fatahönnuðurinn og spekúlantinn Guðmundur Jörundsson sest niður hjá okkur og segir okkur hvernig við endum á að klæðast því sem er efst á baugi í fréttum, ber hæst í hugmyndafræði og pælingum. Erík Bergmann prófessor ætlar að vera á línunni hér á eftir og ræða við okkur um samsæriskenningar um svokallað djúpríki og leynileg samtök sem sumir telja að stjórni bak við tjöldin. Raunar bendir ný könnun Maskínu fyrir fjölmiðlanefnd til þess að um þriðjungur trúi slíkum kenningum hér á landi. Málfarsmínúta Svo er safnaspjall í lok þáttar með safnstjóra okkar, Helgu Láru Þorsteinsdóttur. Gullmolinn sem hún veiðir upp úr safni RÚV í dag kallast á við atburði dagsins - tengist semsagt verkalýðsbaráttu.
2/20/20230
Episode Artwork

Tíska, djúpríki, málfar og verkalýðsforkólfur fortíðar

Rætt um tísku og hvernig samfélagsbreytingar og umrót speglast í henni. Fatahönnuðurinn og spekúlantinn Guðmundur Jörundsson sest niður hjá okkur og segir okkur hvernig við endum á að klæðast því sem er efst á baugi í fréttum, ber hæst í hugmyndafræði og pælingum. Erík Bergmann prófessor ætlar að vera á línunni hér á eftir og ræða við okkur um samsæriskenningar um svokallað djúpríki og leynileg samtök sem sumir telja að stjórni bak við tjöldin. Raunar bendir ný könnun Maskínu fyrir fjölmiðlanefnd til þess að um þriðjungur trúi slíkum kenningum hér á landi. Málfarsmínúta Svo er safnaspjall í lok þáttar með safnstjóra okkar, Helgu Láru Þorsteinsdóttur. Gullmolinn sem hún veiðir upp úr safni RÚV í dag kallast á við atburði dagsins - tengist semsagt verkalýðsbaráttu.
2/20/202355 minutes
Episode Artwork

Fyrirtækin sem menga mest græða mest. Hvað er hamstur? Ávaxtaflugur

Stærstu losunarfyrirtækin á Íslandi, þau sem menga lang lang mest, eru ekki að standa sig og sýna litla ábyrgð í loftlagsmálum. VIð ætlum að ræða við Sigurpál Ingibergsson gæðastjóra sem hefur skoðað sjálfbærniskýrslur og farið yfir alla losun, allan hagnað og kolefnisbindingu yfir 90 fyrirtækja og stofnana á Íslandi. Niðurstaðan er svört (ekki græn). Margir hafa hamstrað undanfarið vegna verkfalls Eflingar, sem nú hefur verið frestað. Fólk hefur hamstrað elsdneyti eins og við ræddum aðeins í gær hér í Samfélaginu en líka mat og jafnvel lyf. En hvaðan kemur þetta orð ?hamstra?? og er það kannski eitthvað tengt vinalega nagdýrinu sem við þekkjum svo vel? Við hittum Önnu Sigríði Þráinsdóttur málfarsráðunaut áðan við kaffivélina og spurðum hana út í hamstur og fleira. Svo er Dýraspjallið: Það er Sigríður Rut Frandóttir líffræðingur, sérfræðingur í flugum, sérstaklega ávaxtaflugum, sem segir okkur allt um þessi mögnuðu viðfangsefni sín.
2/17/20230
Episode Artwork

Fyrirtækin sem menga mest græða mest. Hvað er hamstur? Ávaxtaflugur

Stærstu losunarfyrirtækin á Íslandi, þau sem menga lang lang mest, eru ekki að standa sig og sýna litla ábyrgð í loftlagsmálum. VIð ætlum að ræða við Sigurpál Ingibergsson gæðastjóra sem hefur skoðað sjálfbærniskýrslur og farið yfir alla losun, allan hagnað og kolefnisbindingu yfir 90 fyrirtækja og stofnana á Íslandi. Niðurstaðan er svört (ekki græn). Margir hafa hamstrað undanfarið vegna verkfalls Eflingar, sem nú hefur verið frestað. Fólk hefur hamstrað elsdneyti eins og við ræddum aðeins í gær hér í Samfélaginu en líka mat og jafnvel lyf. En hvaðan kemur þetta orð ?hamstra?? og er það kannski eitthvað tengt vinalega nagdýrinu sem við þekkjum svo vel? Við hittum Önnu Sigríði Þráinsdóttur málfarsráðunaut áðan við kaffivélina og spurðum hana út í hamstur og fleira. Svo er Dýraspjallið: Það er Sigríður Rut Frandóttir líffræðingur, sérfræðingur í flugum, sérstaklega ávaxtaflugum, sem segir okkur allt um þessi mögnuðu viðfangsefni sín.
2/17/202355 minutes
Episode Artwork

Geymsla eldsneytis, félagsleg tengsl og flóttafólk

Svo virðist sem nokkur fjöldi fólks hafi ákveðið að hamstra eldsneyti. En þetta er hættulegt efni. Rætt við umhverfisstofnun og slökkviðliðið. Jódís Bjarnadóttir félagráðgjafi og sérfræðingur í málefnum flóttaólks hjá FJölmenningarsetri og Arnbjörg Jónsdóttir félagsfræðingur og stundakennari við HÍ; Fjallað um félagsleg tengsl og flóttafólk, þessi mál hafa verið rannsökuð og gefa leiðbeinandi niðurstöður. Umhverfispistill fimmtudagsins er að þessu sinni í höndum Evlalíu Kolbrúnar Ágústsdóttur, sem er meðstjórnandi í loflagsnefnd ungra umhverfissinna
2/16/20230
Episode Artwork

Geymsla eldsneytis, félagsleg tengsl og flóttafólk

Svo virðist sem nokkur fjöldi fólks hafi ákveðið að hamstra eldsneyti. En þetta er hættulegt efni. Rætt við umhverfisstofnun og slökkviðliðið. Jódís Bjarnadóttir félagráðgjafi og sérfræðingur í málefnum flóttaólks hjá FJölmenningarsetri og Arnbjörg Jónsdóttir félagsfræðingur og stundakennari við HÍ; Fjallað um félagsleg tengsl og flóttafólk, þessi mál hafa verið rannsökuð og gefa leiðbeinandi niðurstöður. Umhverfispistill fimmtudagsins er að þessu sinni í höndum Evlalíu Kolbrúnar Ágústsdóttur, sem er meðstjórnandi í loflagsnefnd ungra umhverfissinna
2/16/202355 minutes
Episode Artwork

Hönnun leiksvæða, Þjóðskjalasafnið heimsótt, málfar og föstur

Hvað vilja börn gera þegar þau fara út að leika á leikskólanum? Hvað vilja leikskólakennararnir að sé til staðar á leiksskólalóðinni? Verður að vera róla? Er sandkassinn nauðsynlegur? Til hvers er hólarnir, má vera drullusvæði og þarf þessi rosalegu leiktæki út um allt? Við ræðum hér á eftir við Karen Lind Árnadóttur sem er með BS í landlagsarkitektur og rannsakaði hönnun leikskólalóða og hvaða hlutar þeirra eru vinsælastir og mikilvægastir og hvers vegna. Við heimsækjum Þjóðskjalasafn Íslands í þætti dagsins og kynnum okkur starfið þar. Komumst meðal annars að því hvað er elst í því góða safni. Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður tekur á móti okkur. Málfarsmínútan Edda Olgudottir er með vísindaspjallið og ætlar að ræða um föstur og rannsóknir á þeim.
2/15/20230
Episode Artwork

Hönnun leiksvæða, Þjóðskjalasafnið heimsótt, málfar og föstur

Hvað vilja börn gera þegar þau fara út að leika á leikskólanum? Hvað vilja leikskólakennararnir að sé til staðar á leiksskólalóðinni? Verður að vera róla? Er sandkassinn nauðsynlegur? Til hvers er hólarnir, má vera drullusvæði og þarf þessi rosalegu leiktæki út um allt? Við ræðum hér á eftir við Karen Lind Árnadóttur sem er með BS í landlagsarkitektur og rannsakaði hönnun leikskólalóða og hvaða hlutar þeirra eru vinsælastir og mikilvægastir og hvers vegna. Við heimsækjum Þjóðskjalasafn Íslands í þætti dagsins og kynnum okkur starfið þar. Komumst meðal annars að því hvað er elst í því góða safni. Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður tekur á móti okkur. Málfarsmínútan Edda Olgudottir er með vísindaspjallið og ætlar að ræða um föstur og rannsóknir á þeim.
2/15/202355 minutes
Episode Artwork

Eru grænmetisolíur eitur? Grænþvottur og borgarlína í Saudi Arabíu

Grænmetisolíur hafa verið töluvert áberandi í umræðunni á samfélagsmiðlum að undanförnu þar sem allskonar aðilar, áhrifavaldar oftar en ekki eru að halda fram skaðsemi þeirra. Næringarfræðingar hafa séð sig knúna til að svara þessari umræðu og til okkar kemur Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur hjá embætti landlæknis og fer yfir þetta mál, bæði hvers vegna grænmetisolíur eru vísindalega taldar vera betri og hollari og hvernig svona hugmyndir og rangfærslur ná flugi. Við fjöllum um norræna umhverfismerkið Svaninn í þætti dagsins. Veltum fyrir okkur framtíðinni og heyrum af stórri viðhorfskönnun þar sem meðal annars var spurt sérstaklega um grænþvott. Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Svansins á Íslandi sest hjá okkur á eftir. Páll Líndal umhverfissálfræðingur les okkur svo pistilinn í lok þáttar.
2/14/20230
Episode Artwork

Eru grænmetisolíur eitur? Grænþvottur og borgarlína í Saudi Arabíu

Grænmetisolíur hafa verið töluvert áberandi í umræðunni á samfélagsmiðlum að undanförnu þar sem allskonar aðilar, áhrifavaldar oftar en ekki eru að halda fram skaðsemi þeirra. Næringarfræðingar hafa séð sig knúna til að svara þessari umræðu og til okkar kemur Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur hjá embætti landlæknis og fer yfir þetta mál, bæði hvers vegna grænmetisolíur eru vísindalega taldar vera betri og hollari og hvernig svona hugmyndir og rangfærslur ná flugi. Við fjöllum um norræna umhverfismerkið Svaninn í þætti dagsins. Veltum fyrir okkur framtíðinni og heyrum af stórri viðhorfskönnun þar sem meðal annars var spurt sérstaklega um grænþvott. Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Svansins á Íslandi sest hjá okkur á eftir. Páll Líndal umhverfissálfræðingur les okkur svo pistilinn í lok þáttar.
2/14/202355 minutes
Episode Artwork

Ferðaþjónustan og framlegð, vísindaleg aðferð, málfar og Grænland

Er ferðaþjónustan láglaunagrein í hálaunalandi hér á Íslandi og fer það illa saman? Hvers vegna? Við ætlum að ræða við hagfræðinginn Sigríði Mogensen sem er sviðstjóri iðnaðar og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins Svo ætlum við á bólakaf í vísindin, því hingað kemur Arnar Pálsson erfðafræðingur. Hann ætlar ræða við okkur hina vísindalegu aðferð og hvað felst í henni. Málfarsmínútan er svo á sínum stað. Við ætlum, eins og við gerum stundum hér í Samfélaginu, að tala við Ingu Dóru Guðmundsdóttur í Nuuk á Grænlandi. Hún ætlar að fara yfir ýmis mál sem hafa verið ofarlega á baugi í grænlensku samfélagi undanfarið.
2/13/20230
Episode Artwork

Ferðaþjónustan og framlegð, vísindaleg aðferð, málfar og Grænland

Er ferðaþjónustan láglaunagrein í hálaunalandi hér á Íslandi og fer það illa saman? Hvers vegna? Við ætlum að ræða við hagfræðinginn Sigríði Mogensen sem er sviðstjóri iðnaðar og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins Svo ætlum við á bólakaf í vísindin, því hingað kemur Arnar Pálsson erfðafræðingur. Hann ætlar ræða við okkur hina vísindalegu aðferð og hvað felst í henni. Málfarsmínútan er svo á sínum stað. Við ætlum, eins og við gerum stundum hér í Samfélaginu, að tala við Ingu Dóru Guðmundsdóttur í Nuuk á Grænlandi. Hún ætlar að fara yfir ýmis mál sem hafa verið ofarlega á baugi í grænlensku samfélagi undanfarið.
2/13/202355 minutes
Episode Artwork

Starlink, insels, málfar og gömul dýr

Starlink, háhraða netþjónusta Space X og Elons Musk um gervihnetti er nú aðgengileg hér á landi. Þetta tilkynnti Space X á Twitter í gær. En hvað þýðir það fyrir íslenska netnotendur og hvað er Starlink? Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður Certís, netöryggissveitar fjarskiptastofu segir okkur allt um málið. Insels svokallaðir er hópur manna sem finnst ósanngjarnt að þeir fái ekki kynlíf og kenna konum um alla sína óhamingju er viðfangsefni stjórnmálasálfræðingsins Bjarka Grönfeldt. Hvað verður til þess að þessir ungu menn finna sig í svona hugmyndafræði, hvað felst í henni, hvernig tengist hún annarri kvenhatursmenningu sem grasserar helst á internetinu og er þetta hættulegt? Málfarsmínúta Okkar eina sanna Vera Illugadóttir sest svo hjá okkur á eftir. Hún ætlar að segja okkur frá elstu mús í heimi og öðrum háöldruðum dýrum.
2/10/20230
Episode Artwork

Starlink, insels, málfar og gömul dýr

Starlink, háhraða netþjónusta Space X og Elons Musk um gervihnetti er nú aðgengileg hér á landi. Þetta tilkynnti Space X á Twitter í gær. En hvað þýðir það fyrir íslenska netnotendur og hvað er Starlink? Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður Certís, netöryggissveitar fjarskiptastofu segir okkur allt um málið. Insels svokallaðir er hópur manna sem finnst ósanngjarnt að þeir fái ekki kynlíf og kenna konum um alla sína óhamingju er viðfangsefni stjórnmálasálfræðingsins Bjarka Grönfeldt. Hvað verður til þess að þessir ungu menn finna sig í svona hugmyndafræði, hvað felst í henni, hvernig tengist hún annarri kvenhatursmenningu sem grasserar helst á internetinu og er þetta hættulegt? Málfarsmínúta Okkar eina sanna Vera Illugadóttir sest svo hjá okkur á eftir. Hún ætlar að segja okkur frá elstu mús í heimi og öðrum háöldruðum dýrum.
2/10/202355 minutes
Episode Artwork

Alþjóðlegt sveitarfélag, skyndhjálp, sjálfbærni og rafbílar

Nýjar tölur frá Byggðastofnun sýna að hlutfallslega flestir íbúar með erlent ríkisfang eiga heima í Mýrdalshreppi, eða 51,5%. Íbúar með erlent ríkisfang eru semsagt í meirihluta þar. Við hringjum austur og tölum við sveitarstjórann Einar Frey Elínarson. Samfélagið kynnir sér skyndihjálp í dag. Það styttist nefnilega í 112 daginn, sem fer fram á laugardaginn, 11.2. Á þeim degi er vakin athygli á skyndihjálp og því starfi sem fer fram hjá neyðarlínunni og fleiri viðbragðsaðilum og því sem almenningur getur gert. Þar gegnir skyndihjálp lykilhlutverki. Og þema dagsins er ?Hvað get ég gert?? Við ætlum að tala við Hildi Vattnes Kristjánsdóttur sérfræðing í skyndihjálp hjá Rauða krossinum á eftir. Við spjöllum við Auði Hrefnu Guðmundsdóttur nýráðinn svæðisstjóra Samtaka sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti. Þetta er sáttmáli sem fyrirtæki og aðilar í atvinnulífinu geta gert við sameinuðu þjóðirnar og snýst um að tileinka sér sjálfbærni, berjast gegn spillingu, stunda og stuðla að umhverfisvernd, vanda mannauðsmál og fleira. Stefán Gíslason er svo með umhverfispistilinn í dag og hann ætlar í honum meðal annars að ræða um rafbíla
2/9/20230
Episode Artwork

Alþjóðlegt sveitarfélag, skyndhjálp, sjálfbærni og rafbílar

Nýjar tölur frá Byggðastofnun sýna að hlutfallslega flestir íbúar með erlent ríkisfang eiga heima í Mýrdalshreppi, eða 51,5%. Íbúar með erlent ríkisfang eru semsagt í meirihluta þar. Við hringjum austur og tölum við sveitarstjórann Einar Frey Elínarson. Samfélagið kynnir sér skyndihjálp í dag. Það styttist nefnilega í 112 daginn, sem fer fram á laugardaginn, 11.2. Á þeim degi er vakin athygli á skyndihjálp og því starfi sem fer fram hjá neyðarlínunni og fleiri viðbragðsaðilum og því sem almenningur getur gert. Þar gegnir skyndihjálp lykilhlutverki. Og þema dagsins er ?Hvað get ég gert?? Við ætlum að tala við Hildi Vattnes Kristjánsdóttur sérfræðing í skyndihjálp hjá Rauða krossinum á eftir. Við spjöllum við Auði Hrefnu Guðmundsdóttur nýráðinn svæðisstjóra Samtaka sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti. Þetta er sáttmáli sem fyrirtæki og aðilar í atvinnulífinu geta gert við sameinuðu þjóðirnar og snýst um að tileinka sér sjálfbærni, berjast gegn spillingu, stunda og stuðla að umhverfisvernd, vanda mannauðsmál og fleira. Stefán Gíslason er svo með umhverfispistilinn í dag og hann ætlar í honum meðal annars að ræða um rafbíla
2/9/202355 minutes
Episode Artwork

Hampolía með kannabis, félagsvísindi í HÍ, málfar, rusl og örþræðir

Í gær var gefin út tilkynning um innköllun á ákveðinni tegund af hampolíu sem reyndist innihalda efnið thc, en það efni finnst í kannabisplöntunni og er álitið fíkniefni hér á landi. Hampolía þessi var til sölu í matvöruverslunum og thc mældist við eftirlit vera yfir leyfilegum mörkum. Annað efni sem unnið er úr kannabis er cbd sem ýmsir telja að geti verið afar heilsusamlegt. T.d. sem fæðubótarefni. Við ætlum aðeins að ræða þessi mál við Þórhall Inga Halldórsson, prófessor í matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands. Við ræðum við Rannveigu Traustadóttur prófessor emiritus í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands. Um þessar mundir er loks verið að fagna því að hálf öld er liðin síðan námsbraut í þjóðfélagsfræðum var stofnuð innan háskólans, innan hennar var félagsfræðin, mannfræðin og stjórnmálafræðin - þetta var semsagt fyrirveri félagsvísindadeildar sem hefur auðvitað þróast og stækkað, sálfræðin kom til dæmis inn og svo hefur þarna verið fjöldi þverfaglegra baráttugreina eins og kynjafræði, fötlunarfræði og hinsegin fræði. Hvað var háskólinn áður en þessi deild var stofnuð - og hverju breytti hún, fyrir skólann sem og samfélagið - Rannveig rifjar þetta og ýmislegt fleira upp með okkur. Við heyrum málfarsmínútu og Edda Olgudóttir kemur svo til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar að segja okkur frá mælingum á mengun af völdum örþráða í fötum.
2/8/20230
Episode Artwork

Hampolía með kannabis, félagsvísindi í HÍ, málfar, rusl og örþræðir

Í gær var gefin út tilkynning um innköllun á ákveðinni tegund af hampolíu sem reyndist innihalda efnið thc, en það efni finnst í kannabisplöntunni og er álitið fíkniefni hér á landi. Hampolía þessi var til sölu í matvöruverslunum og thc mældist við eftirlit vera yfir leyfilegum mörkum. Annað efni sem unnið er úr kannabis er cbd sem ýmsir telja að geti verið afar heilsusamlegt. T.d. sem fæðubótarefni. Við ætlum aðeins að ræða þessi mál við Þórhall Inga Halldórsson, prófessor í matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands. Við ræðum við Rannveigu Traustadóttur prófessor emiritus í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands. Um þessar mundir er loks verið að fagna því að hálf öld er liðin síðan námsbraut í þjóðfélagsfræðum var stofnuð innan háskólans, innan hennar var félagsfræðin, mannfræðin og stjórnmálafræðin - þetta var semsagt fyrirveri félagsvísindadeildar sem hefur auðvitað þróast og stækkað, sálfræðin kom til dæmis inn og svo hefur þarna verið fjöldi þverfaglegra baráttugreina eins og kynjafræði, fötlunarfræði og hinsegin fræði. Hvað var háskólinn áður en þessi deild var stofnuð - og hverju breytti hún, fyrir skólann sem og samfélagið - Rannveig rifjar þetta og ýmislegt fleira upp með okkur. Við heyrum málfarsmínútu og Edda Olgudóttir kemur svo til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar að segja okkur frá mælingum á mengun af völdum örþráða í fötum.
2/8/202355 minutes
Episode Artwork

Jarðskjálftar í Tyrklandi og Sýrlandi og viðbrögð, býflugnabjörgun ESB

Að minnsta kosti 5000 eru látin í Tyrklandi og Sýrlandi eftir öfluga jarðskjálftahrinu sem hófst aðfararnótt 6. febrúar. Óttast er að miklu fleiri hafi látist og mjög margir slasast. Þúsundir húsa hrundu í skjálftunum og björgunarfólk leggur allt kapp á að ná til fólks sem er fast í rústum mannvirkja. Tveir stórir skjálftar urðu, sá fyrri snemma á mánudagsmorgun 7.8 að stærð og sá seinni um kl. 13.30. Sá var af stærðinni 7.5. Að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er líklegt að skjálftarnir hafi áhrif á um 23 milljónir manna í Tyrklandi og Sýrlandi. Við ætlum að tala um þessar hamfarir við Kristínu Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunnijarðskjálftafræðing og fá að vita betur hvað gerðist þarna. Og núna á eftir mun hópur Íslendinga fljúga með flugvél Landhelgisgæslunnar til Tyrklands og taka þátt í björgunarstörfum. Slysavarnarfélagið Landsbjörg og utanríkisráðuneytið hófu þegar að undirbúa slíka aðstoð í gærmorgun. Um 80 alþjóðlegar sveitir taka þátt í björgunaraðgerðum vegna jarðskjálftanna. Við heyrum meira af þessu og ræðum við Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúa Landsbjargar Það blasir við að þessum öflugu jarðskjálftum í Tyrklandi og Sýrlandi fylgir mikil neyð og mikilvægt að bregðast hratt við. Það hefur Rauði krossinn gert, eins og jafnan þegar slík áföll dynja yfir. Samtökin hér á landi hafa þegar hafið neyðarsöfnun. Atli Viðar Thorstensen er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi. Atli kemur til okkar. VIð ræðum líka um býflugur, því Evrópusambandið hefur gefið tilskipun til sinna aðildaríkja sinna um að nú sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að bjarga þeim, en þeim hefur fækkað mjög vegna landbúnaðarhátta og eiturefnanotkunar. Þau í Brussel hafa líka reiknað út að býflugurnar koma með hundruði miljarða inn í evrópskan landbúnað með sínu vinnuframlagi - sem er auðvitað sjálfboðastarf. Hvaða aðgerðir getur Evrópa gripið til og ætti Ísland að gera eitthvað líka? Við ræðum við Tómas Óskar Guðjónsson líffræðing og býflugnabónda.
2/7/20230
Episode Artwork

Jarðskjálftar í Tyrklandi og Sýrlandi og viðbrögð, býflugnabjörgun ESB

Að minnsta kosti 5000 eru látin í Tyrklandi og Sýrlandi eftir öfluga jarðskjálftahrinu sem hófst aðfararnótt 6. febrúar. Óttast er að miklu fleiri hafi látist og mjög margir slasast. Þúsundir húsa hrundu í skjálftunum og björgunarfólk leggur allt kapp á að ná til fólks sem er fast í rústum mannvirkja. Tveir stórir skjálftar urðu, sá fyrri snemma á mánudagsmorgun 7.8 að stærð og sá seinni um kl. 13.30. Sá var af stærðinni 7.5. Að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er líklegt að skjálftarnir hafi áhrif á um 23 milljónir manna í Tyrklandi og Sýrlandi. Við ætlum að tala um þessar hamfarir við Kristínu Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunnijarðskjálftafræðing og fá að vita betur hvað gerðist þarna. Og núna á eftir mun hópur Íslendinga fljúga með flugvél Landhelgisgæslunnar til Tyrklands og taka þátt í björgunarstörfum. Slysavarnarfélagið Landsbjörg og utanríkisráðuneytið hófu þegar að undirbúa slíka aðstoð í gærmorgun. Um 80 alþjóðlegar sveitir taka þátt í björgunaraðgerðum vegna jarðskjálftanna. Við heyrum meira af þessu og ræðum við Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúa Landsbjargar Það blasir við að þessum öflugu jarðskjálftum í Tyrklandi og Sýrlandi fylgir mikil neyð og mikilvægt að bregðast hratt við. Það hefur Rauði krossinn gert, eins og jafnan þegar slík áföll dynja yfir. Samtökin hér á landi hafa þegar hafið neyðarsöfnun. Atli Viðar Thorstensen er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi. Atli kemur til okkar. VIð ræðum líka um býflugur, því Evrópusambandið hefur gefið tilskipun til sinna aðildaríkja sinna um að nú sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að bjarga þeim, en þeim hefur fækkað mjög vegna landbúnaðarhátta og eiturefnanotkunar. Þau í Brussel hafa líka reiknað út að býflugurnar koma með hundruði miljarða inn í evrópskan landbúnað með sínu vinnuframlagi - sem er auðvitað sjálfboðastarf. Hvaða aðgerðir getur Evrópa gripið til og ætti Ísland að gera eitthvað líka? Við ræðum við Tómas Óskar Guðjónsson líffræðing og býflugnabónda.
2/7/202355 minutes
Episode Artwork

TF-Sif skoðuð, útrýming mannskyns, málfar og safnaspjall

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF hefur mikið verið í fréttum undanfarið vegna fyrirætlana um að selja hana. Þær hugmyndir mættu mikilli andstöðu úr ýmsum áttum og nú virðast þær hafa verið settar á ís - eða hætt við þær. Við heimsækjum flugskýli Gæslunnar á eftir og skoðum þessa umtöluðu flugvél. Rætt við VIggó Sigurðsson stýrimaður hjá Gæslunni. Við ræðum líka útrýmingu mannkyns. Er hún yfirvofandi? Hvernig þá og getum við komið í veg fyrir slíkt? Stórt er spurt. Við ræðum við Hlyn Orra Stefánsson heimspeking við Stokkhólmsháskóla sem vinnur innan nýrrar rannsóknarstofnanar í Svíþjóð sem skoðar hamfaraáhættur og kynnir stjórnvöldum heimsins hvernig þau geti brugðist við. Minnir þau á þörf þess að hætta að hugsa í kjörtímabilum og fara að spá í árhundruðum. Það eru tæknimilljarðarmæringar sem fjármagna þessar rannsóknir, hvers vegna? Málfarsmínuta um skrípi. Safnaspjall með safnstjóra RÚV, Helgu Láru Þorsteinsdóttur: Viðtal sem Margrét Indriðadóttir tók við dr. Sigurð Þórarinsson jarðfræðing í apríl árið 1949 um Náttúrugripasafnið í Reykjavík.
2/6/20230
Episode Artwork

TF-Sif skoðuð, útrýming mannskyns, málfar og safnaspjall

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF hefur mikið verið í fréttum undanfarið vegna fyrirætlana um að selja hana. Þær hugmyndir mættu mikilli andstöðu úr ýmsum áttum og nú virðast þær hafa verið settar á ís - eða hætt við þær. Við heimsækjum flugskýli Gæslunnar á eftir og skoðum þessa umtöluðu flugvél. Rætt við VIggó Sigurðsson stýrimaður hjá Gæslunni. Við ræðum líka útrýmingu mannkyns. Er hún yfirvofandi? Hvernig þá og getum við komið í veg fyrir slíkt? Stórt er spurt. Við ræðum við Hlyn Orra Stefánsson heimspeking við Stokkhólmsháskóla sem vinnur innan nýrrar rannsóknarstofnanar í Svíþjóð sem skoðar hamfaraáhættur og kynnir stjórnvöldum heimsins hvernig þau geti brugðist við. Minnir þau á þörf þess að hætta að hugsa í kjörtímabilum og fara að spá í árhundruðum. Það eru tæknimilljarðarmæringar sem fjármagna þessar rannsóknir, hvers vegna? Málfarsmínuta um skrípi. Safnaspjall með safnstjóra RÚV, Helgu Láru Þorsteinsdóttur: Viðtal sem Margrét Indriðadóttir tók við dr. Sigurð Þórarinsson jarðfræðing í apríl árið 1949 um Náttúrugripasafnið í Reykjavík.
2/6/202355 minutes
Episode Artwork

Sorpflokkun, gervigreind, málfar og dýraspjall

Við fjöllum gjarnan um sorp og endurvinnslu hér í Samfélaginu og í dag ætlar að kíkja til okkar mikill áhugamaður um þessi mál, heimilisfaðir í Vesturbænum sem er að velta þessu fyrir sér - eins og svo margir - og hefur verið virkur á spjall síðu á fb í umræðum um þessi mál, Teitur Atlason heitir hann og talar hér á eftir um ruslið sitt og annarra. Upplýsingatæknimessan eða UT-messan fer fram í Hörpu í dag og á morgun. Í dag fer fram ráðstefna fyrir fagfólk í upplýsingatækni og á morgun er tæknidagur þar sem almenningur getur kynnt sér það nýjasta í tækninni. Samfélagið leit við í Hörpu í morgun og hitti Stefán Gunnlaug Jónsson sérfræðing í gervigreind, rétt áður en hann steig á svið í Eldborg og hélt fyrirlestur um siðferðisleg álitaefni og gervigreind. Málfarsmínúta er á sveimi og í lok þáttar verður rætt við Áka Jarl Lárusson þróunarlíffræðing um rannsóknir hans á dýrum til sjós og lands, allt frá krossfiskum, sæstjörnum það er að segja til hafarna
2/3/20230
Episode Artwork

Sorpflokkun, gervigreind, málfar og dýraspjall

Við fjöllum gjarnan um sorp og endurvinnslu hér í Samfélaginu og í dag ætlar að kíkja til okkar mikill áhugamaður um þessi mál, heimilisfaðir í Vesturbænum sem er að velta þessu fyrir sér - eins og svo margir - og hefur verið virkur á spjall síðu á fb í umræðum um þessi mál, Teitur Atlason heitir hann og talar hér á eftir um ruslið sitt og annarra. Upplýsingatæknimessan eða UT-messan fer fram í Hörpu í dag og á morgun. Í dag fer fram ráðstefna fyrir fagfólk í upplýsingatækni og á morgun er tæknidagur þar sem almenningur getur kynnt sér það nýjasta í tækninni. Samfélagið leit við í Hörpu í morgun og hitti Stefán Gunnlaug Jónsson sérfræðing í gervigreind, rétt áður en hann steig á svið í Eldborg og hélt fyrirlestur um siðferðisleg álitaefni og gervigreind. Málfarsmínúta er á sveimi og í lok þáttar verður rætt við Áka Jarl Lárusson þróunarlíffræðing um rannsóknir hans á dýrum til sjós og lands, allt frá krossfiskum, sæstjörnum það er að segja til hafarna
2/3/202355 minutes
Episode Artwork

Krabbameinsgreiningar, geislavirkt hylki týnt og dagur votlendis

Það var sagt frá því í Morgunblaðinu fyrr í vikunni að miklar vonir væru bundnar við nýja aðferð við að greina krabbamein af mikilli nákvæmni með blóðprufu. Þar kom fram að aðferðin gæti verið bylting í greiningu krabbameins. Við ætlum að ræða á eftir við Sigurdís Haraldsdóttur, yfirlækni krabbameinslækninga á Landspítala og dósent við Háskóla Íslands um öra þróun í aðerðum til að greina og skima eftir krabbameinum. Agnarsmátt hylki sem innihélt geislavirkt efni, cesium-137, er fundið eftir sex daga dauðaleit að því í óbyggðum vestur Ástralíu. Efnið var notað við námuvinnslu og féll af flutningabíl fyrirtækisins Rio Tinto. Cesium 137 er stórhættulegt efni, eins og geislavirk efni eru gjarnan. Við ætlum að tala við Sigurð M. Magnússon, forstjóra Geislavarna ríkisins um þetta mál og hvaða geislavirku efni eru notuð hér á landi. Þau eru nefnilega fleiri en marga grunar. Bryndís Marteinsdóttir flytur okkur svo umhverfispistil í lok þáttar, dagur votlendis er í dag og pistilinn tileinkaður honum og Ramsarsvæðum Íslands, sem eru vernduð votlendissvæði.
2/2/20230
Episode Artwork

Krabbameinsgreiningar, geislavirkt hylki týnt og dagur votlendis

Það var sagt frá því í Morgunblaðinu fyrr í vikunni að miklar vonir væru bundnar við nýja aðferð við að greina krabbamein af mikilli nákvæmni með blóðprufu. Þar kom fram að aðferðin gæti verið bylting í greiningu krabbameins. Við ætlum að ræða á eftir við Sigurdís Haraldsdóttur, yfirlækni krabbameinslækninga á Landspítala og dósent við Háskóla Íslands um öra þróun í aðerðum til að greina og skima eftir krabbameinum. Agnarsmátt hylki sem innihélt geislavirkt efni, cesium-137, er fundið eftir sex daga dauðaleit að því í óbyggðum vestur Ástralíu. Efnið var notað við námuvinnslu og féll af flutningabíl fyrirtækisins Rio Tinto. Cesium 137 er stórhættulegt efni, eins og geislavirk efni eru gjarnan. Við ætlum að tala við Sigurð M. Magnússon, forstjóra Geislavarna ríkisins um þetta mál og hvaða geislavirku efni eru notuð hér á landi. Þau eru nefnilega fleiri en marga grunar. Bryndís Marteinsdóttir flytur okkur svo umhverfispistil í lok þáttar, dagur votlendis er í dag og pistilinn tileinkaður honum og Ramsarsvæðum Íslands, sem eru vernduð votlendissvæði.
2/2/202355 minutes
Episode Artwork

Konur í nýsköpun, gufuborinn Dofri, málfar og skjátími

Elínóra Inga Sigurðardóttir, formaður KVENN, félags kvenna í nýsköpun kemur til okkar og ræðir meðal annars um alþjóðlega ráðstefnu sem ber yfirskriftina Women for solutions and sustainability sem haldin verður hér á landi í haust og nýsköpunarumhverfið á Íslandi. Gufuborinn Dofri hefur verið sagður verðmætasta vinnuvél Íslandssögunnar. Hann var notaður til að bora eftir heitu vatni um allar trissur hér á landi frá árinu 1957 til 1991, frá Nóatúni í Reykjavík að Kröflu. Nú er verið að gera borinn upp svo hægt verði að sýna hann almenningi við Elliðaárstöð. Samfélagið fékk að skoða borinn þar sem verið er að gera hann upp í VHE vélsmiðjunni í Hafnarfirði og ræddi við Bjarna Bjarnason forstjóra OR um sögu borsins. Anna Sigríður Þráinsdóttir bauð upp á málfarsmínútu. Edda Olgudóttir sagði frá rannsókn á áhrifum skjátíma og hreyfingar á börn.
2/1/20230
Episode Artwork

Konur í nýsköpun, gufuborinn Dofri, málfar og skjátími

Elínóra Inga Sigurðardóttir, formaður KVENN, félags kvenna í nýsköpun kemur til okkar og ræðir meðal annars um alþjóðlega ráðstefnu sem ber yfirskriftina Women for solutions and sustainability sem haldin verður hér á landi í haust og nýsköpunarumhverfið á Íslandi. Gufuborinn Dofri hefur verið sagður verðmætasta vinnuvél Íslandssögunnar. Hann var notaður til að bora eftir heitu vatni um allar trissur hér á landi frá árinu 1957 til 1991, frá Nóatúni í Reykjavík að Kröflu. Nú er verið að gera borinn upp svo hægt verði að sýna hann almenningi við Elliðaárstöð. Samfélagið fékk að skoða borinn þar sem verið er að gera hann upp í VHE vélsmiðjunni í Hafnarfirði og ræddi við Bjarna Bjarnason forstjóra OR um sögu borsins. Anna Sigríður Þráinsdóttir bauð upp á málfarsmínútu. Edda Olgudóttir sagði frá rannsókn á áhrifum skjátíma og hreyfingar á börn.
2/1/202358 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

#metoo, Reykjavíkurleikar, hliðarafurðir og umhverfissálfræði

Rúm sex ár eru síðan #metoo byltingin skók heimsbyggðina en hvergi er útséð um þau áhrif sem hún mun hafa. Eða hefur kannski allt of lítið breyst miðað við ólguna sem ríkti í þessum málaflokki haustið 2017? Nanna Hlín Halldórsdóttir, nýdoktor á hugvísindasviði Háskóla Íslands segir frá verkefninu ?Flæðandi siðfræði. Feminísk siðfræði og #metoo? sem nýverið hlaut styrk frá Rannís. Reykjavíkurleikarnir standa nú yfir en það er vettvangur fyrir íslenskt íþróttafólk til að hitta annað íþróttafólk víða að úr heiminum og keppa í fjölbreyttum íþróttagreinum, allt frá handbolta til klifurs og pílukasti til tölvuleikja. Silja Úlfarsdóttir upplýsingafulltrúi leikanna ætlar að segja okkur meira. Við forvitnumst líka um verkefni hjá Matís, sem miðar að því að kanna möguleikana á verðmætaaukningu hliðarafurða frá garðyrkju. Eva Margrét Jónudóttir er sérfræðingur hjá Matís. Pistill frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi í lok þáttar.
1/31/20230
Episode Artwork

#metoo, Reykjavíkurleikar, hliðarafurðir og umhverfissálfræði

Rúm sex ár eru síðan #metoo byltingin skók heimsbyggðina en hvergi er útséð um þau áhrif sem hún mun hafa. Eða hefur kannski allt of lítið breyst miðað við ólguna sem ríkti í þessum málaflokki haustið 2017? Nanna Hlín Halldórsdóttir, nýdoktor á hugvísindasviði Háskóla Íslands segir frá verkefninu ?Flæðandi siðfræði. Feminísk siðfræði og #metoo? sem nýverið hlaut styrk frá Rannís. Reykjavíkurleikarnir standa nú yfir en það er vettvangur fyrir íslenskt íþróttafólk til að hitta annað íþróttafólk víða að úr heiminum og keppa í fjölbreyttum íþróttagreinum, allt frá handbolta til klifurs og pílukasti til tölvuleikja. Silja Úlfarsdóttir upplýsingafulltrúi leikanna ætlar að segja okkur meira. Við forvitnumst líka um verkefni hjá Matís, sem miðar að því að kanna möguleikana á verðmætaaukningu hliðarafurða frá garðyrkju. Eva Margrét Jónudóttir er sérfræðingur hjá Matís. Pistill frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi í lok þáttar.
1/31/202355 minutes
Episode Artwork

Hugsun, læknar og umhverfismál, grænkerar um hvalveiðar og málfar

Mannkynið skilgreinir sig oft frá öðrum dýrategundum sem svo að við séum hugsandi verur. En hvað er hugsun? Þessi spurning var yfirskrift fræðslufundar á vegum Íslenskrar erðagreiningar sem haldinn var á laugardaginn. Jörgen Pind, prófessor emeritus í sálfræði við Háskóla Íslands ræðir við okkur um hugsun og rannsóknir sálfræðinnar á henni. Fyrir nokkrum dögum var stofnað félag lækna gegn umhverfisvá. Markmiðin eru meðal annars að standa vörð um lýðheilsu, hvetja til sjálfbærrar þróunar, hvetja til upplýstrar umræðu um náttúru og umhverfismál byggða á vísindalegum grunni og fræða fólk um áhrif umhverfis á heilsu. Hjalti Már Björnsson læknir er einn stofnenda þessa félagsskapar. Veganúar rennur sitt skeið á morgun en í tilefni af þessum vitundarvakningarmánuði um dýra- og umhverfisvernd var haldið málþing síðasta fimmtudag á vegum Samtaka grænkera á Íslandi undir yfirskriftinni Hvalveiðar og áhrif þeirra á dýralíf, vistkerfi og ímynd Íslands. Við fáum Valgerði Árnadóttur, formann samtaka grænkera til okkar. Málfarsmínútan verður líka á sínum stað í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur.
1/30/20230
Episode Artwork

Hugsun, læknar og umhverfismál, grænkerar um hvalveiðar og málfar

Mannkynið skilgreinir sig oft frá öðrum dýrategundum sem svo að við séum hugsandi verur. En hvað er hugsun? Þessi spurning var yfirskrift fræðslufundar á vegum Íslenskrar erðagreiningar sem haldinn var á laugardaginn. Jörgen Pind, prófessor emeritus í sálfræði við Háskóla Íslands ræðir við okkur um hugsun og rannsóknir sálfræðinnar á henni. Fyrir nokkrum dögum var stofnað félag lækna gegn umhverfisvá. Markmiðin eru meðal annars að standa vörð um lýðheilsu, hvetja til sjálfbærrar þróunar, hvetja til upplýstrar umræðu um náttúru og umhverfismál byggða á vísindalegum grunni og fræða fólk um áhrif umhverfis á heilsu. Hjalti Már Björnsson læknir er einn stofnenda þessa félagsskapar. Veganúar rennur sitt skeið á morgun en í tilefni af þessum vitundarvakningarmánuði um dýra- og umhverfisvernd var haldið málþing síðasta fimmtudag á vegum Samtaka grænkera á Íslandi undir yfirskriftinni Hvalveiðar og áhrif þeirra á dýralíf, vistkerfi og ímynd Íslands. Við fáum Valgerði Árnadóttur, formann samtaka grænkera til okkar. Málfarsmínútan verður líka á sínum stað í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur.
1/30/202355 minutes
Episode Artwork

Rafbyssur, Árnastofnun, málfar og halastjarna

Reglum um valdbeitingu lögreglu hefur verið breytt þannig að nú má lögreglan nota rafbyssur. Það mun þó ekki gerast fyrr en að lokinni þjálfun lögreglumanna og kaupum á slíkum tækjum. Þessi mögulega rafvopnavæðing mælist misvel fyrir og ýmsar gagnrýnisraddir hafa heyrst í umræðunni. Landsamband lögreglumanna fagnar hinsvegar þessari breytingu. Við ætlum að tala við formanninn, Fjölni Sæmundsson. Hús íslenskunnar verður afhent Árnastofnun í næsta mánuði og starfsfólk stofnunarinnar er byrjað að pakka niður. Nafnasamkeppni um húsið fer af stað næstu daga. Árnastofnun fær fjölmargar fyrirspurnir um íslensku handritin ekki síst frá ferðamönnum sem stundum banka upp á og vilja fá að sjá þau ekki síst Konungsbók Eddukvæða. Við heimsækjum Guðrúnu Nordal, forstöðumann Árnastofnunar í þættinum í dag. Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Sævar Helgi Bragason til okkar, hann ætlar að segja okkur frá halastjörnunni ZTF E3 sem nú má sjá milli stjörnumerkjanna Litla- og Stórabjarnar.
1/27/20230
Episode Artwork

Rafbyssur, Árnastofnun, málfar og halastjarna

Reglum um valdbeitingu lögreglu hefur verið breytt þannig að nú má lögreglan nota rafbyssur. Það mun þó ekki gerast fyrr en að lokinni þjálfun lögreglumanna og kaupum á slíkum tækjum. Þessi mögulega rafvopnavæðing mælist misvel fyrir og ýmsar gagnrýnisraddir hafa heyrst í umræðunni. Landsamband lögreglumanna fagnar hinsvegar þessari breytingu. Við ætlum að tala við formanninn, Fjölni Sæmundsson. Hús íslenskunnar verður afhent Árnastofnun í næsta mánuði og starfsfólk stofnunarinnar er byrjað að pakka niður. Nafnasamkeppni um húsið fer af stað næstu daga. Árnastofnun fær fjölmargar fyrirspurnir um íslensku handritin ekki síst frá ferðamönnum sem stundum banka upp á og vilja fá að sjá þau ekki síst Konungsbók Eddukvæða. Við heimsækjum Guðrúnu Nordal, forstöðumann Árnastofnunar í þættinum í dag. Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Sævar Helgi Bragason til okkar, hann ætlar að segja okkur frá halastjörnunni ZTF E3 sem nú má sjá milli stjörnumerkjanna Litla- og Stórabjarnar.
1/27/202355 minutes
Episode Artwork

Keldnaland, aðgerðarsinnar og myndlist, umhverfispistill

Í gær var sagt frá því að efna ætti til alþjóðlegrar samkeppni um þróun Keldnalands, sem er víðfemt landsvæði hér í höfuðborginni. Landið er í eigu Betri samgangna ohf og þetta tengist allt saman samkomulagi um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn R. Hermannsson forstöðumaður þróunar hjá Betri samgöngum ætlar að spjalla við okkur um þetta. Hvenær eru myndlistarmenn aðgerðarsinnar og hvenær ekki? Við veltum því fyrir okkur í þættinum í dag og ræðum við Sigtrygg Bjarna Baldvinsson, myndlistarmann. Hér á landi er vaxandi hópur myndlistarmanna sem lætur sig náttúruna varða og Sigtryggur hefur ásamt fleirum staðið fyrir vinnustofu um náttúruna og myndlistina á hjara veraldar. Við tökum hús á Sigtryggi. Svo fáum við pistil frá ungum umhverfissinna; Finni Ricart Andrasyni.
1/26/20230
Episode Artwork

Keldnaland, aðgerðarsinnar og myndlist, umhverfispistill

Í gær var sagt frá því að efna ætti til alþjóðlegrar samkeppni um þróun Keldnalands, sem er víðfemt landsvæði hér í höfuðborginni. Landið er í eigu Betri samgangna ohf og þetta tengist allt saman samkomulagi um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn R. Hermannsson forstöðumaður þróunar hjá Betri samgöngum ætlar að spjalla við okkur um þetta. Hvenær eru myndlistarmenn aðgerðarsinnar og hvenær ekki? Við veltum því fyrir okkur í þættinum í dag og ræðum við Sigtrygg Bjarna Baldvinsson, myndlistarmann. Hér á landi er vaxandi hópur myndlistarmanna sem lætur sig náttúruna varða og Sigtryggur hefur ásamt fleirum staðið fyrir vinnustofu um náttúruna og myndlistina á hjara veraldar. Við tökum hús á Sigtryggi. Svo fáum við pistil frá ungum umhverfissinna; Finni Ricart Andrasyni.
1/26/202355 minutes
Episode Artwork

Háfjallakvillar, Alzheimersamtökin, málfar og rannsóknir á heilanum

Tómas Guðbjartsson læknir er staddur við rætur hæsta fjalls Suður-Ameríku, Aconcagua í Argentínu, sem hann hyggst klífa næstu tvær vikurnar. Tómas var að gefa út, ásamt nokkrum læknum, út bækling um þá kvilla sem geta hrjáð fólk í mikilli hæð. Fjölmagir binda vonir við það að þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk verið samþykkt á Alþingi og farið verði í framkvæmdir samkvæmt henni. Alzheimerssamtökin sendu inn umsögn um tillöguna en umsagnarfrestinum lauk núna í byrjun vikunnar. Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna kemur til okkar í dag og segir okkur frá stöðu mála og umsögn samtakanna. Við heyrum málfarsmínútu og Edda Olgudóttir kemur líka til okkar í sitt reglubundna vísindaspjall. Hún ætlar að tala um heilann.
1/25/20230
Episode Artwork

Háfjallakvillar, Alzheimersamtökin, málfar og rannsóknir á heilanum

Tómas Guðbjartsson læknir er staddur við rætur hæsta fjalls Suður-Ameríku, Aconcagua í Argentínu, sem hann hyggst klífa næstu tvær vikurnar. Tómas var að gefa út, ásamt nokkrum læknum, út bækling um þá kvilla sem geta hrjáð fólk í mikilli hæð. Fjölmagir binda vonir við það að þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk verið samþykkt á Alþingi og farið verði í framkvæmdir samkvæmt henni. Alzheimerssamtökin sendu inn umsögn um tillöguna en umsagnarfrestinum lauk núna í byrjun vikunnar. Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna kemur til okkar í dag og segir okkur frá stöðu mála og umsögn samtakanna. Við heyrum málfarsmínútu og Edda Olgudóttir kemur líka til okkar í sitt reglubundna vísindaspjall. Hún ætlar að tala um heilann.
1/25/202355 minutes
Episode Artwork

Fúsk, upprunavottorð og torfær leið á ÓL

Í gær fór fram í Háskólanum í Reykjavík ráðstefna um rakaskemmdir og myglu; byggingargalla og fúsk í nýjum byggingum. Þessi ráðstefna var til heiðurs Dr. Ríkharði Kristjánssyni, sem er sjálfstætt starfandi ráðgjafaverkfræðingur og á að baki langan feril. Hann talaði sjálfur á þessari ráðstefnu um fúsk. Ríkharður verður gestur okkar. Landsvirkjun seldi upprunavottorð fyrir tvo milljarða á síðasta ári og á næsta ári gætu tekjur af þessari sölu orðið á milli 8 - 15 milljarðar króna. Upprunavottorðin hafa verið til umræðu undanfarið því nýlega fréttist að öll raforka sem Landsvirkjun selur teljist nú vera framleidd með kolum, olíu og kjarnorku vegna þessara vottorða. Við reynum að komast til botns í þessu í þættinum í dag og ræðum við Hönnu Björgu Konráðsdóttur, lögfræðing og deildarstjóra hjá Orkustofnun og Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðing. Íslenska landsliðið lendir í 12. sæti á HM í handbolta, sem lýkur um næstu helgi. Liðinu tókst ekki að greiða sér leið á ólympíuleika eins og margir höfðu vonað en ekki er öll nótt úti - það er von. En það getur verið flókið mál. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður ætlar að gera tilraun til að útskýra það fyrir okkur.
1/24/20230
Episode Artwork

Fúsk, upprunavottorð og torfær leið á ÓL

Í gær fór fram í Háskólanum í Reykjavík ráðstefna um rakaskemmdir og myglu; byggingargalla og fúsk í nýjum byggingum. Þessi ráðstefna var til heiðurs Dr. Ríkharði Kristjánssyni, sem er sjálfstætt starfandi ráðgjafaverkfræðingur og á að baki langan feril. Hann talaði sjálfur á þessari ráðstefnu um fúsk. Ríkharður verður gestur okkar. Landsvirkjun seldi upprunavottorð fyrir tvo milljarða á síðasta ári og á næsta ári gætu tekjur af þessari sölu orðið á milli 8 - 15 milljarðar króna. Upprunavottorðin hafa verið til umræðu undanfarið því nýlega fréttist að öll raforka sem Landsvirkjun selur teljist nú vera framleidd með kolum, olíu og kjarnorku vegna þessara vottorða. Við reynum að komast til botns í þessu í þættinum í dag og ræðum við Hönnu Björgu Konráðsdóttur, lögfræðing og deildarstjóra hjá Orkustofnun og Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðing. Íslenska landsliðið lendir í 12. sæti á HM í handbolta, sem lýkur um næstu helgi. Liðinu tókst ekki að greiða sér leið á ólympíuleika eins og margir höfðu vonað en ekki er öll nótt úti - það er von. En það getur verið flókið mál. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður ætlar að gera tilraun til að útskýra það fyrir okkur.
1/24/202355 minutes
Episode Artwork

Forn-DNA, Viðlagasjóðshús, málfar og safn RÚV

Forn vinnslustaður þar sem hvalbein voru unnin fannst nýlega á Höfnum á Skaga og á Ströndum í fornleifauppgreftri. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur vinnslustaður hefur fundist á norðuratlantshafssvæðinu. Fundurinn hefur vakið það mikla athygli að bandarísk stofnun hefur ákveðið að styrkja dna rannsókn á staðnum. Lísabet Guðmundsdóttir, fornleifafræðingur kemur til okkar á eftir en hún er að rannska hvalbeinavinnslustaðinn og sat nýlega alþjóðlegt málþing um fornDNA sem sumir segja að eigi eftir að breyta sögunni. Í dag eru 50 ár síðan gos hófst í Heimaey og þess er minnst með margvíslegum hætti. Í kjölfar goss voru flutt inn og reist svokölluð viðlagasjóðshús. Alls vel á fimmta hundrað hús sem stóðu, og standa víða um land: 155 hús á höfuðborgarsvæðinu, 132 á Reykjanesi, 10 á Vesturlandi, 10 á Norðurlandi, 8 á Austurlandi og 164 á Suðurlandi - alls 479 hús. Við ætlum að tala við Kristjönu Aðalgeirsdóttur arkitekt í Helsinki um þessi hús. Hún hefur rannsakað þau sérstaklega og segir þau um margt mjög merkileg. Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV í heimsókn með áhugaverða upptöku úr safninu.
1/23/20230
Episode Artwork

Forn-DNA, Viðlagasjóðshús, málfar og safn RÚV

Forn vinnslustaður þar sem hvalbein voru unnin fannst nýlega á Höfnum á Skaga og á Ströndum í fornleifauppgreftri. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur vinnslustaður hefur fundist á norðuratlantshafssvæðinu. Fundurinn hefur vakið það mikla athygli að bandarísk stofnun hefur ákveðið að styrkja dna rannsókn á staðnum. Lísabet Guðmundsdóttir, fornleifafræðingur kemur til okkar á eftir en hún er að rannska hvalbeinavinnslustaðinn og sat nýlega alþjóðlegt málþing um fornDNA sem sumir segja að eigi eftir að breyta sögunni. Í dag eru 50 ár síðan gos hófst í Heimaey og þess er minnst með margvíslegum hætti. Í kjölfar goss voru flutt inn og reist svokölluð viðlagasjóðshús. Alls vel á fimmta hundrað hús sem stóðu, og standa víða um land: 155 hús á höfuðborgarsvæðinu, 132 á Reykjanesi, 10 á Vesturlandi, 10 á Norðurlandi, 8 á Austurlandi og 164 á Suðurlandi - alls 479 hús. Við ætlum að tala við Kristjönu Aðalgeirsdóttur arkitekt í Helsinki um þessi hús. Hún hefur rannsakað þau sérstaklega og segir þau um margt mjög merkileg. Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV í heimsókn með áhugaverða upptöku úr safninu.
1/23/202355 minutes
Episode Artwork

Hljómflutningsgræjur, frumkvöðullinn Friðrik og mörgæsir með Veru

Við fjöllum um hljómflutningstæki í þættinum í dag. Dæmi eru um það að fólk hafi sótt niður í kjallara gömlu steríogræurnar sínar, magnara, plötuspilara og stóru hátalarana og komið þeim fyrir í stofunni á nýjan leik. Vínílplatan er gengin aftur og ofan á allt þá hefur sala á geisladiskum aukist. Er fólk búið að fá nóg af streymisveitum. Afhverju er fólk að leita í gamla tækni, er ekki til neitt nýtt? Við ræðum við Guðmund Jóhannsson tæknisérfræðing um gömul og ný hljómflutningstæki og gamla og nýja tækni . Svo kemur til okkar Friðrik R. Jónsson frumkvöðull, hann er stofnandi Carbon Recycling International svo dæmi sé nefnt. Hann hefur undanfarin ár komið víða við í rekstri tengdum umhverfismálum og loftslagsmálum. Málfarsmínútan verður á sínum stað og Vera Illugadóttir kemur til okkar í lok þáttar í spjall. Okkur skilst nefnilega að það sé ekki bara bóndadagur í dag ? heldur sé dagurinn líka tileinkaður mörgæsum.
1/20/20230
Episode Artwork

Hljómflutningsgræjur, frumkvöðullinn Friðrik og mörgæsir með Veru

Við fjöllum um hljómflutningstæki í þættinum í dag. Dæmi eru um það að fólk hafi sótt niður í kjallara gömlu steríogræurnar sínar, magnara, plötuspilara og stóru hátalarana og komið þeim fyrir í stofunni á nýjan leik. Vínílplatan er gengin aftur og ofan á allt þá hefur sala á geisladiskum aukist. Er fólk búið að fá nóg af streymisveitum. Afhverju er fólk að leita í gamla tækni, er ekki til neitt nýtt? Við ræðum við Guðmund Jóhannsson tæknisérfræðing um gömul og ný hljómflutningstæki og gamla og nýja tækni . Svo kemur til okkar Friðrik R. Jónsson frumkvöðull, hann er stofnandi Carbon Recycling International svo dæmi sé nefnt. Hann hefur undanfarin ár komið víða við í rekstri tengdum umhverfismálum og loftslagsmálum. Málfarsmínútan verður á sínum stað og Vera Illugadóttir kemur til okkar í lok þáttar í spjall. Okkur skilst nefnilega að það sé ekki bara bóndadagur í dag ? heldur sé dagurinn líka tileinkaður mörgæsum.
1/20/202355 minutes
Episode Artwork

Loftslagsviðhorf, öryggi ferðamanna, vegir í hláku og Stefán Gíslason

Síðar í dag verða í Veröld kynntar niðurstöður könnunar þar sem borin voru saman viðhorf Íslendinga til umhverfismála og loftslagsbreytinga með 10 ára millibili. Og það kemur á daginn að viðhorfin í samfélaginu breyttust talsvert milli áranna 2010 og 2020. Sigrún Ólafsdóttir prófessor og Sóllilja Bjarnadóttir, doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands ætla að fara yfir niðurstöðurnar. Félag fjalaleiðsögumanna hyggst setja af stað herferð um mikilvægi menntunar fjallaleiðsögumanna. Þetta kom fram á málþingi Félags fjallaleiðsögumanna og Ferðamálastofu um öryggi ferðamanna í gær. Við heyrum í Garðari Hrafni Sigurjónssyni varaformanni Félags Fjallaleiðsögumanna. Búast má við miklum vatnavöxtum og asahláku næsta sólarhringinn vegna veðrabrigðanna sem eru í vændum. Ýmsar aðgerðir eru í gangi hjá Vegagerðinni vegna þessa. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar hjá vegagerðinni verður á línunni. Við fáum svo í lok þáttar pistil frá Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi.
1/19/20230
Episode Artwork

Loftslagsviðhorf, öryggi ferðamanna, vegir í hláku og Stefán Gíslason

Síðar í dag verða í Veröld kynntar niðurstöður könnunar þar sem borin voru saman viðhorf Íslendinga til umhverfismála og loftslagsbreytinga með 10 ára millibili. Og það kemur á daginn að viðhorfin í samfélaginu breyttust talsvert milli áranna 2010 og 2020. Sigrún Ólafsdóttir prófessor og Sóllilja Bjarnadóttir, doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands ætla að fara yfir niðurstöðurnar. Félag fjalaleiðsögumanna hyggst setja af stað herferð um mikilvægi menntunar fjallaleiðsögumanna. Þetta kom fram á málþingi Félags fjallaleiðsögumanna og Ferðamálastofu um öryggi ferðamanna í gær. Við heyrum í Garðari Hrafni Sigurjónssyni varaformanni Félags Fjallaleiðsögumanna. Búast má við miklum vatnavöxtum og asahláku næsta sólarhringinn vegna veðrabrigðanna sem eru í vændum. Ýmsar aðgerðir eru í gangi hjá Vegagerðinni vegna þessa. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar hjá vegagerðinni verður á línunni. Við fáum svo í lok þáttar pistil frá Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi.
1/19/202355 minutes
Episode Artwork

Fornleifar, asahláka, svansvottun gegn myglu, málfar og D-vítamín

Landnámsskálinn á Stöð í Stöðvarfirði er fyrsti skálinn af því tagi sem rannsakaður hefur verið eins og glæpavettvangur. Tekin voru dna sýni á vettvangi sem mögulega eiga eftir draga upp nákvæma mynd af lífinu sem þar var í kringum landnámið. Við ræðum við Bjarna F Einarsson fornleifafræðing um rannsóknirnar og líka um bátinn í Þingvallavatni sem hann óttast að liggi nú undir skemmdum. Það á að hlýna á landinu í lok vikunnar og það heldur hressilega. Það má gera ráð fyrir meira en 20 gráðu hitasveiflu sumstaðar og rigningu eftir langan kuldakafla með brunagaddi víða. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku ætlar að fara betur yfir það sem er í vændum. Og svo ætlum við aðeins að tala um Svansvottun nýbygginga með tilliti til rakaskemmda og myglu. Bergþóra Kvaran er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Við spjöllum við hana. Málfarsmínútan verður á sínum stað og svo kemur hingað Edda Olgudóttir eins og alltaf á miðvikudögum. Að þessu sinni ætlar hún að fjalla um D-vítamín.
1/18/20230
Episode Artwork

Fornleifar, asahláka, svansvottun gegn myglu, málfar og D-vítamín

Landnámsskálinn á Stöð í Stöðvarfirði er fyrsti skálinn af því tagi sem rannsakaður hefur verið eins og glæpavettvangur. Tekin voru dna sýni á vettvangi sem mögulega eiga eftir draga upp nákvæma mynd af lífinu sem þar var í kringum landnámið. Við ræðum við Bjarna F Einarsson fornleifafræðing um rannsóknirnar og líka um bátinn í Þingvallavatni sem hann óttast að liggi nú undir skemmdum. Það á að hlýna á landinu í lok vikunnar og það heldur hressilega. Það má gera ráð fyrir meira en 20 gráðu hitasveiflu sumstaðar og rigningu eftir langan kuldakafla með brunagaddi víða. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku ætlar að fara betur yfir það sem er í vændum. Og svo ætlum við aðeins að tala um Svansvottun nýbygginga með tilliti til rakaskemmda og myglu. Bergþóra Kvaran er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Við spjöllum við hana. Málfarsmínútan verður á sínum stað og svo kemur hingað Edda Olgudóttir eins og alltaf á miðvikudögum. Að þessu sinni ætlar hún að fjalla um D-vítamín.
1/18/202355 minutes
Episode Artwork

Langlífi, ferðamannalandið Ísland og Páll Líndal

Til okkar kemur Sigurður Guðmundsson læknir en hann tók þátt í umræðum um langlífi á læknadögum í Hörpu í morgun. Þar var meðal annars spurt: hvað ræður langlífi? Stór spurning. Horft er á ferðamenn hér á landi sem einangraða hagræna stærð en mennskan hefur verið tekin út úr ferðaþjónustunni. Hún er ekki bara mikilvægur hluti af íslensku hagkerfi heldur líka hluti af íslenskri menningu. Þetta segir Katrín Anna Lund, professor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands sem telur að breyta þurfi hvernig hugsað er um Ísland sem ferðamannaland. Við fáum svo pistil í lok þáttar frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.
1/17/20230
Episode Artwork

Langlífi, ferðamannalandið Ísland og Páll Líndal

Til okkar kemur Sigurður Guðmundsson læknir en hann tók þátt í umræðum um langlífi á læknadögum í Hörpu í morgun. Þar var meðal annars spurt: hvað ræður langlífi? Stór spurning. Horft er á ferðamenn hér á landi sem einangraða hagræna stærð en mennskan hefur verið tekin út úr ferðaþjónustunni. Hún er ekki bara mikilvægur hluti af íslensku hagkerfi heldur líka hluti af íslenskri menningu. Þetta segir Katrín Anna Lund, professor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands sem telur að breyta þurfi hvernig hugsað er um Ísland sem ferðamannaland. Við fáum svo pistil í lok þáttar frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.
1/17/202355 minutes
Episode Artwork

Uppbygging í Bolungarvík, ilmur af Vestfjörðum og Náttúruhús

Við hittum Jón Pál Hreinsson bæjarstjóra í Bolungarvík, en þar á að rísa nýtt hverfi á næstunni. Við bönkum líka upp á í Kertahúsinu á Ísafirði, þar er Sædís Ólöf Þórsdóttir allt í öllu en hún og maðurinn hennar reka líka ferðaþjónustufyrirtækið Fantastic Fjords. Beinagrind af íslandssléttbaki sem veiddur var við Ísland árið 1891 verður aðalsýningagripur á nýrri sýningu Náttúruminjasafns Íslands sem verður opnuð í Náttúruhúsinu á Seltjarnarnesi. Geirfuglinn verður einnig hluti af sýningunni. Nú stendur yfir samkeppni um hönnun grunnsýningarinnar og hafa þrír þátttakendur verið valdir eftir forval sem haldið var á evrópska efnahagssvæðinu. Við heimsækjum Náttúruhúsið úti á Nesi.
1/16/20230
Episode Artwork

Uppbygging í Bolungarvík, ilmur af Vestfjörðum og Náttúruhús

Við hittum Jón Pál Hreinsson bæjarstjóra í Bolungarvík, en þar á að rísa nýtt hverfi á næstunni. Við bönkum líka upp á í Kertahúsinu á Ísafirði, þar er Sædís Ólöf Þórsdóttir allt í öllu en hún og maðurinn hennar reka líka ferðaþjónustufyrirtækið Fantastic Fjords. Beinagrind af íslandssléttbaki sem veiddur var við Ísland árið 1891 verður aðalsýningagripur á nýrri sýningu Náttúruminjasafns Íslands sem verður opnuð í Náttúruhúsinu á Seltjarnarnesi. Geirfuglinn verður einnig hluti af sýningunni. Nú stendur yfir samkeppni um hönnun grunnsýningarinnar og hafa þrír þátttakendur verið valdir eftir forval sem haldið var á evrópska efnahagssvæðinu. Við heimsækjum Náttúruhúsið úti á Nesi.
1/16/202355 minutes
Episode Artwork

Bókabúð á Flateyri, skessur, málfar og fiskakvarnir

Við verðum með annan fótinn hér á Vestfjörðum, nánar tiltekið á Flateyri við Önundarfjörð. Við höfum komið okkur fyrir í bókabúðinni þar, en hún er sögð vera elsta upprunalega verslun á Íslandi. Við ætlum að spjalla við kaupmanninn, Eyþór Jóvinsson, sem er langafabarn stofnanda verslunarinnar ?Bræðranna Eyjólfsson?. Við ætlum svo að ræða um tröll, sérstaklega skessur, birtingarmyndir þeirra, hvað þær geta táknað, hver merking þeirra er og hvernig henni er beitt. Það mættu tröll, sérstaklega ein skessa, á þrettándahátíð Eyjamanna fyrir viku - og það er búið að kýta töluvert yfir því hvað hún táknaði, hvort þarna var á ferð húmor eða rasismi, kvenfyrirlitning, persónuníð. Til að rýna í allar þessar ólíku og flóknu táknmyndir kemur til okkar skessufræðingur, þjóðfræðingurinn Dagrún Ósk Jónsdóttir, og ræðir um rasisma, kvenfyrirlitningu, vald, húmor - og tröll. Málfarsmínúta Rætt við sérfræðing hjá Hafrannsóknarstofnun sem les í kvarnir til aldursgreina fiska, frekar flókið ferli en afskaplega forvitnilegt, og það mun koma ykkur á óvart hvað sumir fiskar verða gamlir, Aðalbjörg Jónsdóttir heitir hún og er í dýraspjallinu í dag.
1/13/20230
Episode Artwork

Bókabúð á Flateyri, skessur, málfar og fiskakvarnir

Við verðum með annan fótinn hér á Vestfjörðum, nánar tiltekið á Flateyri við Önundarfjörð. Við höfum komið okkur fyrir í bókabúðinni þar, en hún er sögð vera elsta upprunalega verslun á Íslandi. Við ætlum að spjalla við kaupmanninn, Eyþór Jóvinsson, sem er langafabarn stofnanda verslunarinnar ?Bræðranna Eyjólfsson?. Við ætlum svo að ræða um tröll, sérstaklega skessur, birtingarmyndir þeirra, hvað þær geta táknað, hver merking þeirra er og hvernig henni er beitt. Það mættu tröll, sérstaklega ein skessa, á þrettándahátíð Eyjamanna fyrir viku - og það er búið að kýta töluvert yfir því hvað hún táknaði, hvort þarna var á ferð húmor eða rasismi, kvenfyrirlitning, persónuníð. Til að rýna í allar þessar ólíku og flóknu táknmyndir kemur til okkar skessufræðingur, þjóðfræðingurinn Dagrún Ósk Jónsdóttir, og ræðir um rasisma, kvenfyrirlitningu, vald, húmor - og tröll. Málfarsmínúta Rætt við sérfræðing hjá Hafrannsóknarstofnun sem les í kvarnir til aldursgreina fiska, frekar flókið ferli en afskaplega forvitnilegt, og það mun koma ykkur á óvart hvað sumir fiskar verða gamlir, Aðalbjörg Jónsdóttir heitir hún og er í dýraspjallinu í dag.
1/13/202355 minutes
Episode Artwork

Má gleymast? Norrænt samstarf á tímamótum. Umhverfispistill.

Persónuvernd hefur komist að niðurstöðu í máli manns sem óskaði eftir því að fá leitarniðurstöður um sig fjarlægðar úr leitarvélum google. Niðurstaða Persónuverndar var sú að gengist væri við því að maðurinn ætti rétt á að gleymast. Eða að minnsta kosti að ákveðnar niðurstöður hyrfu. En hvernig ganga þessi mál fyrir sig og hversu sterkur er þessi réttur? Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ræðir við okkur. Ísland tók um áramótin við formennsku í norrænu ráðherranefndinni. VIð ætlum af því tilefni að ræða norrænt samstarf. Sumir vilja meina að blikur séu á lofti með það, í því sé minni slagkraftur og valdið lítið, norðurlöndin enda að halla sér í átt til annarra þjóða og alþjóðasamtaka. Er það gott eða slæmt og er tilefni hjá Íslandi til að nýta formennskuna í að snúa þessari þróun við? Ræðum við Hrannar B Arnarson formann Norræna félagsins á Íslandi Umhverfispistilll frá Bryndísi Marteinsdóttir
1/12/20230
Episode Artwork

Má gleymast? Norrænt samstarf á tímamótum. Umhverfispistill.

Persónuvernd hefur komist að niðurstöðu í máli manns sem óskaði eftir því að fá leitarniðurstöður um sig fjarlægðar úr leitarvélum google. Niðurstaða Persónuverndar var sú að gengist væri við því að maðurinn ætti rétt á að gleymast. Eða að minnsta kosti að ákveðnar niðurstöður hyrfu. En hvernig ganga þessi mál fyrir sig og hversu sterkur er þessi réttur? Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ræðir við okkur. Ísland tók um áramótin við formennsku í norrænu ráðherranefndinni. VIð ætlum af því tilefni að ræða norrænt samstarf. Sumir vilja meina að blikur séu á lofti með það, í því sé minni slagkraftur og valdið lítið, norðurlöndin enda að halla sér í átt til annarra þjóða og alþjóðasamtaka. Er það gott eða slæmt og er tilefni hjá Íslandi til að nýta formennskuna í að snúa þessari þróun við? Ræðum við Hrannar B Arnarson formann Norræna félagsins á Íslandi Umhverfispistilll frá Bryndísi Marteinsdóttir
1/12/202355 minutes
Episode Artwork

Heilsutækni, úrræði fyrir ofbeldisfólk, málfar og erfðatækni

Við forvitnumst um heilsutækniklasann, sem er samstarfsvettvangur í heilsu- og líftækni á Íslandi. Í morgun var kynnt skýrsla á vegum þeirra þar sem staðan í heilsutækni er tekin saman. Freyr Hólm Ketilsson framkvæmdastjóri ætlar að setjast hjá okkur á eftir og ræða þessi mál. Við höldum áfram umræðu okkar um stöðu gerenda ofbeldis, í gær ræddum við við Katrínu Ólafsdóttur sem gerði doktorsrannsókn sína á um hvernig og hvers vegna ofbeldi þrífst í nánum samböndum. Í dag ætlum við að heyra betur af hvaða úrræði standa til boða gerendum ofbeldis, Anna Kristín Newton sálfræðingur er ein fárra sem sérhæfa sig í að aðstoða þau sem sýna af sér ofbeldishegðun eða vilja breyta kynferðislegri hegðun sinni. Við fáum að heyra eina málfarsmínútu og svo kemur hingað lok þáttar Edda Olgudóttir og fer yfir glóðvolgar fréttir úr heimi vísindanna.
1/11/20230
Episode Artwork

Heilsutækni, úrræði fyrir ofbeldisfólk, málfar og erfðatækni

Við forvitnumst um heilsutækniklasann, sem er samstarfsvettvangur í heilsu- og líftækni á Íslandi. Í morgun var kynnt skýrsla á vegum þeirra þar sem staðan í heilsutækni er tekin saman. Freyr Hólm Ketilsson framkvæmdastjóri ætlar að setjast hjá okkur á eftir og ræða þessi mál. Við höldum áfram umræðu okkar um stöðu gerenda ofbeldis, í gær ræddum við við Katrínu Ólafsdóttur sem gerði doktorsrannsókn sína á um hvernig og hvers vegna ofbeldi þrífst í nánum samböndum. Í dag ætlum við að heyra betur af hvaða úrræði standa til boða gerendum ofbeldis, Anna Kristín Newton sálfræðingur er ein fárra sem sérhæfa sig í að aðstoða þau sem sýna af sér ofbeldishegðun eða vilja breyta kynferðislegri hegðun sinni. Við fáum að heyra eina málfarsmínútu og svo kemur hingað lok þáttar Edda Olgudóttir og fer yfir glóðvolgar fréttir úr heimi vísindanna.
1/11/202355 minutes
Episode Artwork

Fuglar, gerendur ofbeldis, kolefnisjöfnun flugferða

Við tölum um fugla í Samfélagi dagsins. Nú er hart í ári, mikið frost víða löngum stundum og maður ímyndar sér að lífsbaráttan sé hörð hjá smávinum okkar fuglunum. Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands ætlar að ræða við okkur um lífsbaráttu fugla á landi og sjó um hávetur á norðurslóðum. Katrín Ólafsdóttir sem nýverið varði doktorsritgerð sína í menntavísindum þar sem hún rannsakaði hvernig og hversvegna ofbeldi þrífst í nánum samböndum kemur til okkar. Hún byggði rannsóknina meðalan annars upp á viðtölum við bæði þolendur og gerendur ofbeldis - sem og hópviðtölum við ungt fólk um sambönd og samþykki. Við höfum stundum hér í samfélaginu rætt við meistaranema um verkefni þeirra og í dag ætlum við einmitt að gera það. Andrea Hanna Þorsteinsdóttir ætlar síðar í vikunni að verja meistaraverkefni sitt við Háskólann í Reykjavík sem fjallar um vilja fólks til að greiða fyrir kolefnisjöfnun flugferða og mögulegar leiðir til að hafa áhrif á vilja fólks til að gera það af fúsum og frjálsum vilja.
1/10/20230
Episode Artwork

Fuglar, gerendur ofbeldis, kolefnisjöfnun flugferða

Við tölum um fugla í Samfélagi dagsins. Nú er hart í ári, mikið frost víða löngum stundum og maður ímyndar sér að lífsbaráttan sé hörð hjá smávinum okkar fuglunum. Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands ætlar að ræða við okkur um lífsbaráttu fugla á landi og sjó um hávetur á norðurslóðum. Katrín Ólafsdóttir sem nýverið varði doktorsritgerð sína í menntavísindum þar sem hún rannsakaði hvernig og hversvegna ofbeldi þrífst í nánum samböndum kemur til okkar. Hún byggði rannsóknina meðalan annars upp á viðtölum við bæði þolendur og gerendur ofbeldis - sem og hópviðtölum við ungt fólk um sambönd og samþykki. Við höfum stundum hér í samfélaginu rætt við meistaranema um verkefni þeirra og í dag ætlum við einmitt að gera það. Andrea Hanna Þorsteinsdóttir ætlar síðar í vikunni að verja meistaraverkefni sitt við Háskólann í Reykjavík sem fjallar um vilja fólks til að greiða fyrir kolefnisjöfnun flugferða og mögulegar leiðir til að hafa áhrif á vilja fólks til að gera það af fúsum og frjálsum vilja.
1/10/202355 minutes
Episode Artwork

Nýjasta tækni, lífmassi í heiminum, málfar og áramótaávarp frá 1951

Við ætlum að velta fyrir okkur nýjustu tækni og hvað ber þar hæst á nýju ári. Hjálmar Gíslason forstjóri Grid, birtir árlega svokallaða tæknispá þar sem hann fer yfir það helsta sem vænta má að sjá í tækni. Við rýnum í nýjustu spá Hjálmars. Við ætlum að rýna í tölur um lífmassa í heiminum og hvernig hlutdeildin skiptist á milli lífvera. Hvað er mannkyn mikill hluti lífmassa á jörðinni? Og hvaða áhrif hefur maðurinn á lífmassa annarra lífvera? Það kemur kannski ekki á óvart að villtum spendýrum fækkar viðstöðulaust og það er helst út af útþenslu mannsins, sem ræktar endalaust af búfénaði til manneldis á kostnað villtra dýra og plönturíkisins. Sigurður Loftur Thorlacius umhverfisverkfræðingur hjá Eflu fer yfir þetta með okkur Málfarsmínúta Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri kíkir til okkar með gamla upptöku í farteskinu að þessu sinni heyrum við brot úr áramótaávarpi Sveins Björnssonar forseta árið 1951
1/9/20230
Episode Artwork

Nýjasta tækni, lífmassi í heiminum, málfar og áramótaávarp frá 1951

Við ætlum að velta fyrir okkur nýjustu tækni og hvað ber þar hæst á nýju ári. Hjálmar Gíslason forstjóri Grid, birtir árlega svokallaða tæknispá þar sem hann fer yfir það helsta sem vænta má að sjá í tækni. Við rýnum í nýjustu spá Hjálmars. Við ætlum að rýna í tölur um lífmassa í heiminum og hvernig hlutdeildin skiptist á milli lífvera. Hvað er mannkyn mikill hluti lífmassa á jörðinni? Og hvaða áhrif hefur maðurinn á lífmassa annarra lífvera? Það kemur kannski ekki á óvart að villtum spendýrum fækkar viðstöðulaust og það er helst út af útþenslu mannsins, sem ræktar endalaust af búfénaði til manneldis á kostnað villtra dýra og plönturíkisins. Sigurður Loftur Thorlacius umhverfisverkfræðingur hjá Eflu fer yfir þetta með okkur Málfarsmínúta Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri kíkir til okkar með gamla upptöku í farteskinu að þessu sinni heyrum við brot úr áramótaávarpi Sveins Björnssonar forseta árið 1951
1/9/202359 minutes, 1 second
Episode Artwork

Jarðgerðar líkamsleifar, þrettándahátíð í Eyjum, málfar og síld

New York ríki í Bandaríkjunum hefur bæst í hóp nokkurra ríkja þar sem hafa leyft jarðgerð eða moltugerð líkamsleifa fólks. Þá er líkamanum komið fyrir á ákveðinn hátt þannig að náttúrulegt niðurbrot á sér stað tiltölulega hratt og eftir verður næringarrík molta sem aðstandendur fá afhenta í lok ferlisins. Við spyrjum: hvernig er þetta ferli og væri þetta hægt hér? Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir mannvistfræðingur er stofnandi Trés lífsins, sem hefur það markmið að setja á fót bálstofu og minningargarð þar sem gróðursett yrðu tré með ösku látinna. Hún ætlar að spjalla við okkur um þetta á eftir. Við ætlum svo að fræðast um þrettándahátíðir - sérstaklega þessa sem er í Vestmannaeyjum, því að öðrum uppákomum ólöstuðum annars staðar á landinu þá er sú sem er haldin í Eyjum, og er í kvöld, algerlega einstök, Í Eyjunni hafa skapast hefðir sem fyrirfinnast hvergi annars staðar og sjálfboðaliðar leggja mikið á sig til að skapa töfrandi stemmningu sem situr eftir í hugum og minningum allra sem það upplifa. Þjóðfræðingurinn Hrefna Díana Viðarsdóttir eyjakona og sérfræðingur og aðdáandi þrettándans kemur til okkar. Málfarsmínútan verður í þrettánda gír og við ræðum svo við Lísu Anne Libungen síldarsérfræðing frá Hafró um þessa skemmtilegu fisktegund í dýraspjallinu svokallaða.
1/6/20230
Episode Artwork

Jarðgerðar líkamsleifar, þrettándahátíð í Eyjum, málfar og síld

New York ríki í Bandaríkjunum hefur bæst í hóp nokkurra ríkja þar sem hafa leyft jarðgerð eða moltugerð líkamsleifa fólks. Þá er líkamanum komið fyrir á ákveðinn hátt þannig að náttúrulegt niðurbrot á sér stað tiltölulega hratt og eftir verður næringarrík molta sem aðstandendur fá afhenta í lok ferlisins. Við spyrjum: hvernig er þetta ferli og væri þetta hægt hér? Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir mannvistfræðingur er stofnandi Trés lífsins, sem hefur það markmið að setja á fót bálstofu og minningargarð þar sem gróðursett yrðu tré með ösku látinna. Hún ætlar að spjalla við okkur um þetta á eftir. Við ætlum svo að fræðast um þrettándahátíðir - sérstaklega þessa sem er í Vestmannaeyjum, því að öðrum uppákomum ólöstuðum annars staðar á landinu þá er sú sem er haldin í Eyjum, og er í kvöld, algerlega einstök, Í Eyjunni hafa skapast hefðir sem fyrirfinnast hvergi annars staðar og sjálfboðaliðar leggja mikið á sig til að skapa töfrandi stemmningu sem situr eftir í hugum og minningum allra sem það upplifa. Þjóðfræðingurinn Hrefna Díana Viðarsdóttir eyjakona og sérfræðingur og aðdáandi þrettándans kemur til okkar. Málfarsmínútan verður í þrettánda gír og við ræðum svo við Lísu Anne Libungen síldarsérfræðing frá Hafró um þessa skemmtilegu fisktegund í dýraspjallinu svokallaða.
1/6/202359 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Svansvottuð Harpa, virðismat starfa og umhverfispistill

Við heimsækjum Hörpu, sem hlaut Svansvottun á dögunum. Ræðum þar við Ástu Ólafsdóttur og Rakel Lárusdóttur um vottunarferlið og hverju það breytir fyrir tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Við ætlum að ræða virðismat starfa, en þá er í mjög einfaldri mynd metið hvort er mikilvægara, eða öllu heldur verðmætara: að passa peninga eða börn? Að fljúga flugvélum eða hjúkra fólki? Að vinna í vaktavinnu eða dagvinnu? Þetta er aðferð sem á að beita, og er að einhverju leyti gert, þegar kemur að launasamningum, en samt er launamunur til staðar, sérstaklega þegar kemur að kynjuðum starfsvettvöngum. En þetta er nefnilega líka flókið mál, og það er mikilvægt að reyna að skilja þetta. Helga Björg Ragnarsdóttir framkvæmdastýra Jafnlaunastofu útskýrir þetta fyrir okkur hér á eftir Umhverfispistilinn er svo á sínum stað, Finnur Ricart Andrason hjá ungum umhverfissinnum er með hann þessa vikuna
1/5/20230
Episode Artwork

Svansvottuð Harpa, virðismat starfa og umhverfispistill

Við heimsækjum Hörpu, sem hlaut Svansvottun á dögunum. Ræðum þar við Ástu Ólafsdóttur og Rakel Lárusdóttur um vottunarferlið og hverju það breytir fyrir tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Við ætlum að ræða virðismat starfa, en þá er í mjög einfaldri mynd metið hvort er mikilvægara, eða öllu heldur verðmætara: að passa peninga eða börn? Að fljúga flugvélum eða hjúkra fólki? Að vinna í vaktavinnu eða dagvinnu? Þetta er aðferð sem á að beita, og er að einhverju leyti gert, þegar kemur að launasamningum, en samt er launamunur til staðar, sérstaklega þegar kemur að kynjuðum starfsvettvöngum. En þetta er nefnilega líka flókið mál, og það er mikilvægt að reyna að skilja þetta. Helga Björg Ragnarsdóttir framkvæmdastýra Jafnlaunastofu útskýrir þetta fyrir okkur hér á eftir Umhverfispistilinn er svo á sínum stað, Finnur Ricart Andrason hjá ungum umhverfissinnum er með hann þessa vikuna
1/5/202358 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Bílafjöldi, jafnlaunavottun, málfar og lyktarskyn

Við ætlum að tala um bíla í Samfélaginu í dag. Bílgreinasambandið hefur tekið saman tölur um bílasölu á árinu 2022 og þar kemur fram töluverð aukning. Við skoðum þessar tölur með Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Við ætlum svo að rýna í rannsókn um jafnlaunavottun og árangur hennar - hluti þeirra niðurstaðna sem út eru komnar sýna að jafnlaunavottun hafi ekki bein áhrif á launamun kynjanna. Er þá jafnlaunstaðall og lögfesting hans húmbukk og óþarfi? Er til einhvers að vinna með þessu verkfæri? Við ræðum við tvær þeirra sem koma að rannsókninni, .þær eru Ragna Kemp Haraldsdóttir, lektor í upplýsingafræði og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir kemur í sitt fyrsta vísindaspjall á árinu 2023. Að þessu sinni ætlar hún að ræða við okkur um rannsóknir á lyktarskyni og covid.
1/4/20230
Episode Artwork

Bílafjöldi, jafnlaunavottun, málfar og lyktarskyn

Við ætlum að tala um bíla í Samfélaginu í dag. Bílgreinasambandið hefur tekið saman tölur um bílasölu á árinu 2022 og þar kemur fram töluverð aukning. Við skoðum þessar tölur með Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Við ætlum svo að rýna í rannsókn um jafnlaunavottun og árangur hennar - hluti þeirra niðurstaðna sem út eru komnar sýna að jafnlaunavottun hafi ekki bein áhrif á launamun kynjanna. Er þá jafnlaunstaðall og lögfesting hans húmbukk og óþarfi? Er til einhvers að vinna með þessu verkfæri? Við ræðum við tvær þeirra sem koma að rannsókninni, .þær eru Ragna Kemp Haraldsdóttir, lektor í upplýsingafræði og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir kemur í sitt fyrsta vísindaspjall á árinu 2023. Að þessu sinni ætlar hún að ræða við okkur um rannsóknir á lyktarskyni og covid.
1/4/202359 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Bruni í borholu, ferðaþjónusta, flugvélarusl og breytingar

Svo förum við á vettvang bruna í Mosfellsdal, þar sem húsið yfir heitavatnsborholuna MG 29 brann til kaldra kola á föstudaginn var. Við hittum sérfræðing frá Veitum þar sem segir okkur betur frá því sem þar gerðist og hvað það þýðir. Egill Maron Þorbergsson. Við ætlum að taka stöðuna á ferðaþjónustunni sem er að koma út úr hátíðardagskránni sinni eins og við öll, en það reyndi mikið á þau vegna ófærðar og veðurs - Bjarnheiður Hallsdóttir formaður stjórnar samtaka ferðaþjónustunnar sest hjá okkur, við ræðum um tapið sem varð vegna vegalokana, hvert ferðafólk var að stefna og hvort vetrarríkið Ísland henti ferðamennsku Hvað á að gera við rusl frá flugvélum? Flugfarþegar þekkja það eflaust flestir að í háloftunum eru engar flokkunartunnur sem bætist við flugviskubit einhverra. En rusl sem skapast í alþjóðlegum ferðalögum, og ekki aðeins frá farþegum, hefur hingað til ekki verið flokkað, það er brennt eða urðað. Umhverfisstofnun og Matvælastofnun hafa gefið út nýjar leiðbeiningar um það hvernig mætti breyta þessu þannig hægt sé að flokka úrgang frá flugvélum og skipum - við ræðum um flugvélarusl seinna í þættinum. Páll Líndal umhverfissálfræðingur er svo með sinn pistil og ætlar að velta fyrir sér ástæðum þess að við frestum því gjarnan að taka ákvörðun, gæti það verið vegna þess að við óttumst breytingar?
1/3/20230
Episode Artwork

Bruni í borholu, ferðaþjónusta, flugvélarusl og breytingar

Svo förum við á vettvang bruna í Mosfellsdal, þar sem húsið yfir heitavatnsborholuna MG 29 brann til kaldra kola á föstudaginn var. Við hittum sérfræðing frá Veitum þar sem segir okkur betur frá því sem þar gerðist og hvað það þýðir. Egill Maron Þorbergsson. Við ætlum að taka stöðuna á ferðaþjónustunni sem er að koma út úr hátíðardagskránni sinni eins og við öll, en það reyndi mikið á þau vegna ófærðar og veðurs - Bjarnheiður Hallsdóttir formaður stjórnar samtaka ferðaþjónustunnar sest hjá okkur, við ræðum um tapið sem varð vegna vegalokana, hvert ferðafólk var að stefna og hvort vetrarríkið Ísland henti ferðamennsku Hvað á að gera við rusl frá flugvélum? Flugfarþegar þekkja það eflaust flestir að í háloftunum eru engar flokkunartunnur sem bætist við flugviskubit einhverra. En rusl sem skapast í alþjóðlegum ferðalögum, og ekki aðeins frá farþegum, hefur hingað til ekki verið flokkað, það er brennt eða urðað. Umhverfisstofnun og Matvælastofnun hafa gefið út nýjar leiðbeiningar um það hvernig mætti breyta þessu þannig hægt sé að flokka úrgang frá flugvélum og skipum - við ræðum um flugvélarusl seinna í þættinum. Páll Líndal umhverfissálfræðingur er svo með sinn pistil og ætlar að velta fyrir sér ástæðum þess að við frestum því gjarnan að taka ákvörðun, gæti það verið vegna þess að við óttumst breytingar?
1/3/202355 minutes
Episode Artwork

Eitt og annað frá liðnu ári

Þáttastjórnendur Samfélagsins, Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson rifja upp nokkur eftirminnileg efni úr þáttum ársins 2022. Fjallað verður um veður, sníkjudýr, hrosshausa, skringileg hljóð og mikilvægi góðra útvarpsstefja.
1/2/20230
Episode Artwork

Eitt og annað frá liðnu ári

Þáttastjórnendur Samfélagsins, Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson rifja upp nokkur eftirminnileg efni úr þáttum ársins 2022. Fjallað verður um veður, sníkjudýr, hrosshausa, skringileg hljóð og mikilvægi góðra útvarpsstefja.
1/2/202355 minutes
Episode Artwork

Veirufræði og náttúruvernd: Ólafur S Andrésson

Í þættinum verður rætt við Ólaf S. Andrésson prófessor emiritus um rannsóknarstörf hans í gegnum áratugina, sem spanna allt frá veirufræði til náttúruverndar.
12/30/20220
Episode Artwork

Veirufræði og náttúruvernd: Ólafur S Andrésson

Í þættinum verður rætt við Ólaf S. Andrésson prófessor emiritus um rannsóknarstörf hans í gegnum áratugina, sem spanna allt frá veirufræði til náttúruverndar.
12/30/202255 minutes
Episode Artwork

Sjálfboðaliðar og umhverfismál

Rætt við Heiðrúnu Hauksdóttur og Birgit Raschofer - sem hafa báðar sinnt sjálfaboðastörfum af krafti á árinu, sérstaklega í þágu flóttafólks frá Úkraínu. Þær segja frá því sem þær hafa upplifiað, og sýn sinni á sjálfboðastörf. Málfar Umhverfispistill Stefáns Gíslasonar
12/29/20220
Episode Artwork

Sjálfboðaliðar og umhverfismál

Rætt við Heiðrúnu Hauksdóttur og Birgit Raschofer - sem hafa báðar sinnt sjálfaboðastörfum af krafti á árinu, sérstaklega í þágu flóttafólks frá Úkraínu. Þær segja frá því sem þær hafa upplifiað, og sýn sinni á sjálfboðastörf. Málfar Umhverfispistill Stefáns Gíslasonar
12/29/202255 minutes
Episode Artwork

Áramótaannálar, fækkun flugelda, málfar og vísindafréttir ársins

Áramótin nálgast, þetta eru tímamót sem kalla gjarnan á endurlit, uppgjör. Helstu sérfræðingar slíkra upprifjanna hér á RÚV setjast niður með okkur í Samfélaginu, fólkið sem setur saman ánnála sem birtast annars vegar í sjónvarpi og hinsvegar í útvarpi, fréttahaukarnir Alma Ómarsdóttir og Höskuldur Kári Schram. Krafan um færri flugelda verður háværari um hver áramót, flugeldar menga og eru skaðlegir. En nákvæmlega hvers vegna menga þeir og hvernig er það skaðlegt? Við ætlum að skoða þau mál með gestum frá Umhverfisstofnun, það eru Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðing í teymi hringrásarhagkerfis og Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í teymi loftgæða. Málfarsmínútan Í vísindaspjalli kemur Edda Olgudóttir með samantekt af öllum helstu vísindaafrekum ársins - sem er ótal mörg, sérstaklega vegna þess að veirufræðirannsóknir fóru á flug í kjölfar Covid.
12/28/20220
Episode Artwork

Áramótaannálar, fækkun flugelda, málfar og vísindafréttir ársins

Áramótin nálgast, þetta eru tímamót sem kalla gjarnan á endurlit, uppgjör. Helstu sérfræðingar slíkra upprifjanna hér á RÚV setjast niður með okkur í Samfélaginu, fólkið sem setur saman ánnála sem birtast annars vegar í sjónvarpi og hinsvegar í útvarpi, fréttahaukarnir Alma Ómarsdóttir og Höskuldur Kári Schram. Krafan um færri flugelda verður háværari um hver áramót, flugeldar menga og eru skaðlegir. En nákvæmlega hvers vegna menga þeir og hvernig er það skaðlegt? Við ætlum að skoða þau mál með gestum frá Umhverfisstofnun, það eru Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðing í teymi hringrásarhagkerfis og Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í teymi loftgæða. Málfarsmínútan Í vísindaspjalli kemur Edda Olgudóttir með samantekt af öllum helstu vísindaafrekum ársins - sem er ótal mörg, sérstaklega vegna þess að veirufræðirannsóknir fóru á flug í kjölfar Covid.
12/28/202255 minutes
Episode Artwork

Tíminn

Leifur Hauksson, sem lést síðastliðið vor, stjórnaði þáttunum Í tíma og ótíma 2001-2, þar sem hann ræddi við ýmsa viðmælendur um tímann. Leikin eru valin brot úr nokkrum þáttum. Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.
12/27/20220
Episode Artwork

Tíminn

Leifur Hauksson, sem lést síðastliðið vor, stjórnaði þáttunum Í tíma og ótíma 2001-2, þar sem hann ræddi við ýmsa viðmælendur um tímann. Leikin eru valin brot úr nokkrum þáttum. Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.
12/27/202255 minutes
Episode Artwork

Rusl í kirkjugörðum, umhverfisvænir jólapakkar og samfélagsmiðlar

Jólin nálgast og mörg hafa það fyrir sið að heimsækja látna ástvini yfir hátíðarnar, jafnvel með skraut og ljós. Starfsfólk kirkjugarðanna er í óða önn að greiða aðgengi að görðunum, sem margir eru á kafi í snjó eftir veðurhvellinn um daginn. Eins yndislegur og þessi tími er þá fylgir honum hinsvegar gríðarmikið magn af rusli sem safnast fyrir í görðunum, það fýkur um og tekur langan tíma að safna saman og því miður er fæst af því flokkanlegt. Það er því ljóst að nú þurfum við endurhugsa kerti og leiðaskreytingar og við ræðum Kára Aðalsteinsson garðyrkjustjóra hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur um hvernig best sé að vera umhverfisvænn kirkjugarðsgestur. Og talandi um umhverfismál - sem við gerum nú mikið af hér í þessum þætti - síðasti umhverfispistill fyrir jól er í höndum Bryndísar Marteinsdóttur og hún ætlar að fara yfir hvernig umhverfisvæn jólagjafainnpökkun fer fram. Svo er síðasti þáttur í örþáttaséríu Þorgeirs Ólafssonar um samfélag og samfélagsmiðla - að þessu sinni ræðir hann við varafréttastjóra RÚV Valgeir Örn Ragnarsson um hlutverk ríkismiðla og viðbrögð RÚV við upplýsingaóreiðu og hvernig stofnunin notfærir sér samfélagsmiðlanna til að koma efni sínu á framfæri.
12/22/20220
Episode Artwork

Rusl í kirkjugörðum, umhverfisvænir jólapakkar og samfélagsmiðlar

Jólin nálgast og mörg hafa það fyrir sið að heimsækja látna ástvini yfir hátíðarnar, jafnvel með skraut og ljós. Starfsfólk kirkjugarðanna er í óða önn að greiða aðgengi að görðunum, sem margir eru á kafi í snjó eftir veðurhvellinn um daginn. Eins yndislegur og þessi tími er þá fylgir honum hinsvegar gríðarmikið magn af rusli sem safnast fyrir í görðunum, það fýkur um og tekur langan tíma að safna saman og því miður er fæst af því flokkanlegt. Það er því ljóst að nú þurfum við endurhugsa kerti og leiðaskreytingar og við ræðum Kára Aðalsteinsson garðyrkjustjóra hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur um hvernig best sé að vera umhverfisvænn kirkjugarðsgestur. Og talandi um umhverfismál - sem við gerum nú mikið af hér í þessum þætti - síðasti umhverfispistill fyrir jól er í höndum Bryndísar Marteinsdóttur og hún ætlar að fara yfir hvernig umhverfisvæn jólagjafainnpökkun fer fram. Svo er síðasti þáttur í örþáttaséríu Þorgeirs Ólafssonar um samfélag og samfélagsmiðla - að þessu sinni ræðir hann við varafréttastjóra RÚV Valgeir Örn Ragnarsson um hlutverk ríkismiðla og viðbrögð RÚV við upplýsingaóreiðu og hvernig stofnunin notfærir sér samfélagsmiðlanna til að koma efni sínu á framfæri.
12/22/202255 minutes
Episode Artwork

Líffræðileg fjölbreytni, litbrigði bjarna, málfar, rusl og vísindi

Nýverið lauk ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni - þetta er annars konar dæmi en loftlagsráðstefnan en ekki minna mikilvæg mál undir - vistkerfin okkar, landsvæði, plöntur og dýrategundir deyja út, hverfa, daglega. Stefnt er að því að 30 prósent land og hafsvæða heimsins verið vernduð fyrir 2030. Rætt við Snorra Sigurðsson sem er sviðsstjóri hjá náttúruverndarsviði Náttúrufræðistofnunar Íslands og Þórdísi Björt Sigþórsdóttur, teymisstjóra náttúruverndar, Umhverfisstofnun. Við segjum ykkur líka frá björnum í ameríku en nýjar rannsóknir skýra fjölbreytta litadreifingu svartbjarna, þeir eru ekki bara svartir nefnilega. Málfarsmínútan er svo á sínum stað - og loks kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjallið. Hún ætlar að segja okkur frá nýjum rannsóknum sem gera mögulega snemmgreiningu á alzheimers - og það væri þá gert með blóðprufu.
12/21/20220
Episode Artwork

Líffræðileg fjölbreytni, litbrigði bjarna, málfar, rusl og vísindi

Nýverið lauk ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni - þetta er annars konar dæmi en loftlagsráðstefnan en ekki minna mikilvæg mál undir - vistkerfin okkar, landsvæði, plöntur og dýrategundir deyja út, hverfa, daglega. Stefnt er að því að 30 prósent land og hafsvæða heimsins verið vernduð fyrir 2030. Rætt við Snorra Sigurðsson sem er sviðsstjóri hjá náttúruverndarsviði Náttúrufræðistofnunar Íslands og Þórdísi Björt Sigþórsdóttur, teymisstjóra náttúruverndar, Umhverfisstofnun. Við segjum ykkur líka frá björnum í ameríku en nýjar rannsóknir skýra fjölbreytta litadreifingu svartbjarna, þeir eru ekki bara svartir nefnilega. Málfarsmínútan er svo á sínum stað - og loks kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjallið. Hún ætlar að segja okkur frá nýjum rannsóknum sem gera mögulega snemmgreiningu á alzheimers - og það væri þá gert með blóðprufu.
12/21/202255 minutes
Episode Artwork

Byggðaþróun, líðan ungmenna í netheimun, pistillinn Páls.

Þóriddur Bjarnason og Gréta Bergrún Jóhannesdóttir: Nýverið kom út á vegum Byggðastofnunar rit þar sem niðurstöður úr rannsóknarverkefninu Byggðafesta og búferlaflutningar eru kynntar. Þar má kynna sér mannfjöldaþróun eftir svæðum, þróun byggðarlaga og landsvæða og skoðaðir eru helstu áhrifaþættir, sögur bæði fyrirliggjandi gagna sem og einstaklinganna sem mynda samfélögin. Afhverju búum við þar sem við búum og hvað gæti breytt því? Við fáum svo áttunda hluta örþáttaséríu Þorgeirs Ólafssonar um samfélag og samfélgasmiðla - að þessu sinni er það líðan ungs fólks í netheimun sem hann kannar sérstaklega í spjalli við Ingibjörgu Evu Þórisdóttur doktor í sálfræði. Pistill umhverfissálfræðingsins Páls Líndals er svo í þætti dagsins.
12/20/20220
Episode Artwork

Byggðaþróun, líðan ungmenna í netheimun, pistillinn Páls.

Þóriddur Bjarnason og Gréta Bergrún Jóhannesdóttir: Nýverið kom út á vegum Byggðastofnunar rit þar sem niðurstöður úr rannsóknarverkefninu Byggðafesta og búferlaflutningar eru kynntar. Þar má kynna sér mannfjöldaþróun eftir svæðum, þróun byggðarlaga og landsvæða og skoðaðir eru helstu áhrifaþættir, sögur bæði fyrirliggjandi gagna sem og einstaklinganna sem mynda samfélögin. Afhverju búum við þar sem við búum og hvað gæti breytt því? Við fáum svo áttunda hluta örþáttaséríu Þorgeirs Ólafssonar um samfélag og samfélgasmiðla - að þessu sinni er það líðan ungs fólks í netheimun sem hann kannar sérstaklega í spjalli við Ingibjörgu Evu Þórisdóttur doktor í sálfræði. Pistill umhverfissálfræðingsins Páls Líndals er svo í þætti dagsins.
12/20/202255 minutes
Episode Artwork

Matarmarkaður Íslands, öryggiskerfi bíla, netnotkun barna og ruslarabb

Matarmarkaður Íslands fór fram um helgina í Hörpu. Slagorð markaðarins voru uppruni, umhyggja og upplifun. Þarna voru ýmsir smáframleiðendur samankomnir sem lokkuðu til sín gesti og gangandi, fólk gat smakkað, heyrt upprunasögur og verslað beint frá býli. Samfélagið brá sér í Hörpu í gær en sú heimsókn tók reyndar óvænta stefnu við heyrum betur af því hér rétt á eftir? Við ræðum síðan við Brynhildi Pétursdóttur ritstjóra neytendablaðsins um einn helsta neytendafrömuð okkar tíma, Ralp Nader lögfræðing sem á stóran þátt í því að auka umferðaröryggi þegar hannt ókst á við bílaframleiðendur um að hanna bæila með öryggi frekar en útlit og sparnað í fyrirrúmi - við förum af þessu tilefni í gegnum sögu margra helstu öryggistækja sem nú eru staðalbúnaður í bifreiðum - en fyrir hverju einu og einasta skrefi sem var tekið í átt að því að vernda fólk og bjarga mannslífinum þurfti að berjast hatrammlega. Í sjöunda örþætti Þorgeirs Ólafssonar um samfélagsmiðla er áfram rætt við Skúla B. Geirdal verkefnisstjóra hjá Fjölmiðlanefnd. Í dag ræða þær um börn og netmiðla. Málfarsmínútan og ruslarabb er líka á sínum stað.
12/19/20220
Episode Artwork

Matarmarkaður Íslands, öryggiskerfi bíla, netnotkun barna og ruslarabb

Matarmarkaður Íslands fór fram um helgina í Hörpu. Slagorð markaðarins voru uppruni, umhyggja og upplifun. Þarna voru ýmsir smáframleiðendur samankomnir sem lokkuðu til sín gesti og gangandi, fólk gat smakkað, heyrt upprunasögur og verslað beint frá býli. Samfélagið brá sér í Hörpu í gær en sú heimsókn tók reyndar óvænta stefnu við heyrum betur af því hér rétt á eftir? Við ræðum síðan við Brynhildi Pétursdóttur ritstjóra neytendablaðsins um einn helsta neytendafrömuð okkar tíma, Ralp Nader lögfræðing sem á stóran þátt í því að auka umferðaröryggi þegar hannt ókst á við bílaframleiðendur um að hanna bæila með öryggi frekar en útlit og sparnað í fyrirrúmi - við förum af þessu tilefni í gegnum sögu margra helstu öryggistækja sem nú eru staðalbúnaður í bifreiðum - en fyrir hverju einu og einasta skrefi sem var tekið í átt að því að vernda fólk og bjarga mannslífinum þurfti að berjast hatrammlega. Í sjöunda örþætti Þorgeirs Ólafssonar um samfélagsmiðla er áfram rætt við Skúla B. Geirdal verkefnisstjóra hjá Fjölmiðlanefnd. Í dag ræða þær um börn og netmiðla. Málfarsmínútan og ruslarabb er líka á sínum stað.
12/19/202255 minutes
Episode Artwork

Hálkumælingar, hafsbotninn, málfarsmínúta og upplýsingaöflun

Í kuldakastinu sem nú gengur yfir eru eflaust margir bílstjórar sem uppfæra vef Vegagerðarinnar reglulega, þótt færðin hafi reyndar verið ágæt hingað til víðast hvar. En það þarf einhver að sjá um að uppfæra þessi gögn, eftirlitsbílar Vegagerðarinnar keyra um götur og vegi um allt land og mæla veggripið. Við förum á hálkurúntinn með Andra Sigurgeirsson hjá vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Rannsóknir á hafsbotni segja okkur afar mikilvæga hluti um lífríki sjávar, hafstrauma og umhverfisbreytingar - ein þeirra sem sinnir slíkum rannsóknum er Steinunn Hilma Ólafsdóttir hjá Hafrannsóknarstofnun og hún kemur í dýraspjall til okkar í þætti dagsins og segir meðal annars frá rannsóknarleiðangri á grænlandssundi, en hafsbotnin þar getur verið mjög djúpur, þar er fögur fjöll og djúp gil, nýjar og ógreindar og stórfurðulegar tegundir - semsagt algert himnaríki fyrir fróðleiksfúst náttúruvísindafólk. Málfarsmínúta og ruslarabb er svo á sínum stað og í lok þáttar er sjötti þáttur örþáttaseríu Þorgeirs Ólafssonar en í innslagi dgsins ræðir hann við Skúla B. Geirdal verkefnastjóra fjölmiðlanefndar um niðurstöður rannsókna um hvernig fólk aflar sér upplýsinga.
12/16/20220
Episode Artwork

Hálkumælingar, hafsbotninn, málfarsmínúta og upplýsingaöflun

Í kuldakastinu sem nú gengur yfir eru eflaust margir bílstjórar sem uppfæra vef Vegagerðarinnar reglulega, þótt færðin hafi reyndar verið ágæt hingað til víðast hvar. En það þarf einhver að sjá um að uppfæra þessi gögn, eftirlitsbílar Vegagerðarinnar keyra um götur og vegi um allt land og mæla veggripið. Við förum á hálkurúntinn með Andra Sigurgeirsson hjá vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Rannsóknir á hafsbotni segja okkur afar mikilvæga hluti um lífríki sjávar, hafstrauma og umhverfisbreytingar - ein þeirra sem sinnir slíkum rannsóknum er Steinunn Hilma Ólafsdóttir hjá Hafrannsóknarstofnun og hún kemur í dýraspjall til okkar í þætti dagsins og segir meðal annars frá rannsóknarleiðangri á grænlandssundi, en hafsbotnin þar getur verið mjög djúpur, þar er fögur fjöll og djúp gil, nýjar og ógreindar og stórfurðulegar tegundir - semsagt algert himnaríki fyrir fróðleiksfúst náttúruvísindafólk. Málfarsmínúta og ruslarabb er svo á sínum stað og í lok þáttar er sjötti þáttur örþáttaseríu Þorgeirs Ólafssonar en í innslagi dgsins ræðir hann við Skúla B. Geirdal verkefnastjóra fjölmiðlanefndar um niðurstöður rannsókna um hvernig fólk aflar sér upplýsinga.
12/16/202255 minutes
Episode Artwork

Kjarnasamruni, landtenging og umhverfispistill

VIð ætlum að rýna í það sem hefur verið kallað mikilvægasta vísindaafrek það sem af er öldinni. Í gær staðfesti vísindafólk í Bandaríkjunum að þau hefðu náð kjarnasamruna á tilraunarstofu. Kjarnasamruni er í mjög einföldu máli næstum endalaus hrein orka - við erum að tala um lausnin við stærstu vandamálum mannkyns og jarðar. En, er þetta endastöð - eða bara ein varða á langri vegferð? Dr Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur fer yfir þessi mál með okkur Við heimsækjum líka höfuðstöðvar Eimskips við Sundahöfn en í gær var tekin í notkun landtenging fyrir tvö af stærstu skipum félagsins. Það gerir þeim kleift að nota rafmagn meðan skipin liggja við höfn í stað mikils magns af olíu. Við ræðum við Vilhelm Þorsteinsson forstjóra Eimskips. Við fáum svo umhverfispistil eins og venjan er hér á fimmtudögum - hann er að þessu sinni í höndum Elísabetar Herdísar Brynjarsdóttur sem situr í stjórn ungra umhverfissinna.
12/15/20220
Episode Artwork

Kjarnasamruni, landtenging og umhverfispistill

VIð ætlum að rýna í það sem hefur verið kallað mikilvægasta vísindaafrek það sem af er öldinni. Í gær staðfesti vísindafólk í Bandaríkjunum að þau hefðu náð kjarnasamruna á tilraunarstofu. Kjarnasamruni er í mjög einföldu máli næstum endalaus hrein orka - við erum að tala um lausnin við stærstu vandamálum mannkyns og jarðar. En, er þetta endastöð - eða bara ein varða á langri vegferð? Dr Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur fer yfir þessi mál með okkur Við heimsækjum líka höfuðstöðvar Eimskips við Sundahöfn en í gær var tekin í notkun landtenging fyrir tvö af stærstu skipum félagsins. Það gerir þeim kleift að nota rafmagn meðan skipin liggja við höfn í stað mikils magns af olíu. Við ræðum við Vilhelm Þorsteinsson forstjóra Eimskips. Við fáum svo umhverfispistil eins og venjan er hér á fimmtudögum - hann er að þessu sinni í höndum Elísabetar Herdísar Brynjarsdóttur sem situr í stjórn ungra umhverfissinna.
12/15/202255 minutes
Episode Artwork

Meðferð við hvítblæði, meira um sorpflokkun, málfar og vísindi

Þær fréttir bárust í vikunni að 13 ára stúlka í Bretlandi að nafni Alyssa, hefði þegið tilraunameðferð við hvítblæði, sem aðrar meðferðir höfðu ekki náð að vinna bug á. Það blasti við að frekari meðferðir kæmu að litlu eða engu gagni og því var ráðist í byltingarkennda meðferð sem byggir á erfðatækni. Og nú, hálfu ári síðar, greinist sjúkdómurinn ekki. En hvað felst í þessari meðferð og hvað þýðir þetta fyrir læknavísindin og fólk sem glímir við lífshættulega sjúkdóma á borð við hvítblæði? Arnar Pálsson erfðafræðingur fer yfir það með okkur á eftir. VIð höldum svo áfram með umfjöllun okkar um sorpflokkun, en nýtt og ítarlegra flokkunarkerfi og innheimta verður tekin upp um land allt á næsta ári - í gær heyrðum við hvernig hefur gengið hjá Ísfirðingum og í dag tökum við stöðuna á Borgarbyggð og Norðurlandi eystra - á öllum þessum stöðum hefur lífrænt sorp verið flokkað sér - en höfuðborgarbúar byrja á því um áramótin og geta því eflaust lært eitt og annað af samlöndum sínum. Viðmælendur: Hrafnhildur Tryggvadóttir deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála í Borgar byggð og Smári Jónas Lúðvíksson verkefnastjóri umhverfismála við Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Við fáum málfarsmínútu og í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall um nýjar rannsóknir á Huntingsdons sjúkdómnum.
12/14/20220
Episode Artwork

Meðferð við hvítblæði, meira um sorpflokkun, málfar og vísindi

Þær fréttir bárust í vikunni að 13 ára stúlka í Bretlandi að nafni Alyssa, hefði þegið tilraunameðferð við hvítblæði, sem aðrar meðferðir höfðu ekki náð að vinna bug á. Það blasti við að frekari meðferðir kæmu að litlu eða engu gagni og því var ráðist í byltingarkennda meðferð sem byggir á erfðatækni. Og nú, hálfu ári síðar, greinist sjúkdómurinn ekki. En hvað felst í þessari meðferð og hvað þýðir þetta fyrir læknavísindin og fólk sem glímir við lífshættulega sjúkdóma á borð við hvítblæði? Arnar Pálsson erfðafræðingur fer yfir það með okkur á eftir. VIð höldum svo áfram með umfjöllun okkar um sorpflokkun, en nýtt og ítarlegra flokkunarkerfi og innheimta verður tekin upp um land allt á næsta ári - í gær heyrðum við hvernig hefur gengið hjá Ísfirðingum og í dag tökum við stöðuna á Borgarbyggð og Norðurlandi eystra - á öllum þessum stöðum hefur lífrænt sorp verið flokkað sér - en höfuðborgarbúar byrja á því um áramótin og geta því eflaust lært eitt og annað af samlöndum sínum. Viðmælendur: Hrafnhildur Tryggvadóttir deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála í Borgar byggð og Smári Jónas Lúðvíksson verkefnastjóri umhverfismála við Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Við fáum málfarsmínútu og í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall um nýjar rannsóknir á Huntingsdons sjúkdómnum.
12/14/202255 minutes
Episode Artwork

Reynsla af sorpflokkun, snjór og skíði, hvað þýðir að nenna?

Sorp er samfélagslegt mál. Hvert eitt og einasta okkar hendir einhverju daglega, og samkvæmt lögum og reglum sem taka gildi um áramótin eigum við að bæta flokkunina, sérstaklega þegar kemur að lífrænum úrgangi. Fyrir sum sveitarfélög, eins og þau á höfuðborgarsvæðinu, er þetta mikið stökk - en önnur eru komin lengra og við ætlum forvitnast um hvernig þetta hefur gengið hjá Ísafjarðarbæ. Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður umhverfisnefndar Ísafjarðabæjar. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opnað á föstudaginn. Og það þrátt fyrir að lítið hafi snjóað. Við forvitnumst um snjóframleiðslu og undirbúning opnunar Hlíðarfjalls á eftir og spjöllum við Brynjar Helga Ásgeirsson forstöðumann skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Svo er málfarsspjall. Ef við nennum. Hvað þýðir það að nenna? Er það að vera latur og áhugalaus? Og hvaða leiðindi eru þetta þá í jólalaginu kunna Ef ég nenni sem Helgi Björns syngur. Eða er kannski eitthvað meira við þetta orð? Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur fer yfir það með okkur.
12/13/20220
Episode Artwork

Reynsla af sorpflokkun, snjór og skíði, hvað þýðir að nenna?

Sorp er samfélagslegt mál. Hvert eitt og einasta okkar hendir einhverju daglega, og samkvæmt lögum og reglum sem taka gildi um áramótin eigum við að bæta flokkunina, sérstaklega þegar kemur að lífrænum úrgangi. Fyrir sum sveitarfélög, eins og þau á höfuðborgarsvæðinu, er þetta mikið stökk - en önnur eru komin lengra og við ætlum forvitnast um hvernig þetta hefur gengið hjá Ísafjarðarbæ. Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður umhverfisnefndar Ísafjarðabæjar. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opnað á föstudaginn. Og það þrátt fyrir að lítið hafi snjóað. Við forvitnumst um snjóframleiðslu og undirbúning opnunar Hlíðarfjalls á eftir og spjöllum við Brynjar Helga Ásgeirsson forstöðumann skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Svo er málfarsspjall. Ef við nennum. Hvað þýðir það að nenna? Er það að vera latur og áhugalaus? Og hvaða leiðindi eru þetta þá í jólalaginu kunna Ef ég nenni sem Helgi Björns syngur. Eða er kannski eitthvað meira við þetta orð? Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur fer yfir það með okkur.
12/13/202255 minutes
Episode Artwork

Geimrusl og geimhelgi, tenging við jólasveinin, málfar og traust

Það er ekki hlaupið að því að skilgreina svæði í geimnum sem ríki heims, hér á jörðu niðri hafa ráð yfir. En þar svífa allskyns tól og tæki sem auðvelda okkur lífið en valda mörgum vísindamönnum vandræðum - og þar er líka fullt af geimrusli. Við ætlum að horfa út í geim hér rétt á eftir og skoða þessi mál með Bjarna Má Magnússyni prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst. VIð fáum svo heimsókn frá safni RÚV, safnstjóri, Helga Lára Þorsteinsdóttir, kemur hingað til okkar og kippir með sér gullmola úr safinu, að þessu sinni ætlar hún koma með efni frá okkar elsku bestu rás 2, afmælisbarnið okkar góða, og rifja upp innslag frá árinu 1994 - þegar hið glænýja og flókna internet var notað til að komast í samband við jolasveininn. Málfarsmínúta Svo verður fimmti þáttur Þorgeirs Ólafssonar um samfélagsmiðla og samfélag fluttur, þetta er örþáttasería þar sem hann skoða áhrif, rannsóknir, álitaefni og framtíð tengdum samfélagsmiðlum - og í dag ræðið Þorgeir við Elfu Ýr framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar um hvort og hvenrig þessir miðlar hafa áhrif á traust fólks til helstu samfélagsstofnanna.
12/12/20220
Episode Artwork

Geimrusl og geimhelgi, tenging við jólasveinin, málfar og traust

Það er ekki hlaupið að því að skilgreina svæði í geimnum sem ríki heims, hér á jörðu niðri hafa ráð yfir. En þar svífa allskyns tól og tæki sem auðvelda okkur lífið en valda mörgum vísindamönnum vandræðum - og þar er líka fullt af geimrusli. Við ætlum að horfa út í geim hér rétt á eftir og skoða þessi mál með Bjarna Má Magnússyni prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst. VIð fáum svo heimsókn frá safni RÚV, safnstjóri, Helga Lára Þorsteinsdóttir, kemur hingað til okkar og kippir með sér gullmola úr safinu, að þessu sinni ætlar hún koma með efni frá okkar elsku bestu rás 2, afmælisbarnið okkar góða, og rifja upp innslag frá árinu 1994 - þegar hið glænýja og flókna internet var notað til að komast í samband við jolasveininn. Málfarsmínúta Svo verður fimmti þáttur Þorgeirs Ólafssonar um samfélagsmiðla og samfélag fluttur, þetta er örþáttasería þar sem hann skoða áhrif, rannsóknir, álitaefni og framtíð tengdum samfélagsmiðlum - og í dag ræðið Þorgeir við Elfu Ýr framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar um hvort og hvenrig þessir miðlar hafa áhrif á traust fólks til helstu samfélagsstofnanna.
12/12/202255 minutes
Episode Artwork

Pabbaheilar, dýraspjall, málfar, traust og samfélagsmiðlar

Pétur Henry Petersen prófessor í taugavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands: Minnkar heilinn í nýbökuðum feðrum? Ný rannsókn sem gerð var á Spáni og í Bandaríkjunum bendir að minnsta kosti til þess að heilabörkurinn skreppi saman og starfsemi hans breytist. Vitað var að sambærilegar breytingar ættu sér stað í mæðrum en nú hefur komið í ljós að heili feðra sem taka þátt í frumuppeldinu breytist líka, þó ekki eins mikið. Þetta er allt til þess að tryggja tengslamyndun og auka getu foreldra að lesa í þarfir barnsins. Í Dýraspjalli dagsins verður rætt við Ingibjörgu G Jónsdóttur sjávarvistfræðing en hún sinnir meðal annars merkingu á þorski hjá Hafró til að kanna göngur og fleira - sérdeilis gott að afla þeirra upplýsinga til að þekkja þessa mikilvægustu nytjategund okkar Íslendinga. Málfarsmínúta Lýðræðið og traustið: Þorgeir Ólafsson ræðir við Jón Gunnar Ólafsson nýdoktor við Háskóla Íslands um hvaða áhrif samfélagsmiðlarnir hafa á traust almennings á stofnanir samfélagsins, fjölmiðla og samfélagsmiðla.
12/9/20220
Episode Artwork

Pabbaheilar, dýraspjall, málfar, traust og samfélagsmiðlar

Pétur Henry Petersen prófessor í taugavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands: Minnkar heilinn í nýbökuðum feðrum? Ný rannsókn sem gerð var á Spáni og í Bandaríkjunum bendir að minnsta kosti til þess að heilabörkurinn skreppi saman og starfsemi hans breytist. Vitað var að sambærilegar breytingar ættu sér stað í mæðrum en nú hefur komið í ljós að heili feðra sem taka þátt í frumuppeldinu breytist líka, þó ekki eins mikið. Þetta er allt til þess að tryggja tengslamyndun og auka getu foreldra að lesa í þarfir barnsins. Í Dýraspjalli dagsins verður rætt við Ingibjörgu G Jónsdóttur sjávarvistfræðing en hún sinnir meðal annars merkingu á þorski hjá Hafró til að kanna göngur og fleira - sérdeilis gott að afla þeirra upplýsinga til að þekkja þessa mikilvægustu nytjategund okkar Íslendinga. Málfarsmínúta Lýðræðið og traustið: Þorgeir Ólafsson ræðir við Jón Gunnar Ólafsson nýdoktor við Háskóla Íslands um hvaða áhrif samfélagsmiðlarnir hafa á traust almennings á stofnanir samfélagsins, fjölmiðla og samfélagsmiðla.
12/9/202255 minutes
Episode Artwork

Malaví, tvítyngd börn og umhverfispistill

Íslendingar hafa í meira en 30 ár komið að þróunarsamvinnu í Malaví í Afríku. Kristjana Sigurbjörnsdóttir verkefnastjóri sendiráðs Íslands í Lilongwe segir frá þróunarsamvinnu og vinnuheimsókn utanríkisráðherra. Ný rannsókn þriggja vísindakvenna við Háskóla Íslands bendir til að tvítyngd börn með íslensku sem annað mál læri takmarkaða íslensku í leikskólum. Rætt við Jóhönnu Einarsdóttur prófessor í talmeinafræði. Stefán Gíslason flytur umhverfispistil í aðdraganda jóla.
12/8/20220
Episode Artwork

Malaví, tvítyngd börn og umhverfispistill

Íslendingar hafa í meira en 30 ár komið að þróunarsamvinnu í Malaví í Afríku. Kristjana Sigurbjörnsdóttir verkefnastjóri sendiráðs Íslands í Lilongwe segir frá þróunarsamvinnu og vinnuheimsókn utanríkisráðherra. Ný rannsókn þriggja vísindakvenna við Háskóla Íslands bendir til að tvítyngd börn með íslensku sem annað mál læri takmarkaða íslensku í leikskólum. Rætt við Jóhönnu Einarsdóttur prófessor í talmeinafræði. Stefán Gíslason flytur umhverfispistil í aðdraganda jóla.
12/8/202255 minutes
Episode Artwork

Rauðvínsspjall í heilsuveru, jarðvegur og bakteríur, málfar og vísindi

Samskipti milli lækna, sem og annars heilbrigðisstarfsfólks og almennings hafa aldrei verið eins auðveld, enda hafa þau aukist mjög. Sem er gott upp að vissu marki, en líka slæmt segja sumir heimilislæknar. Þau ergja sig mörg á því sem þau kalla rauðvínsskilaboð, sem birtast stundum til þeirra úr heilsuverunni á síðkvöldum. Það á ekki allt erindi við lækna. En hvort er heilsuveran bölvun eða blessun? Og hvernig er hægt að sía út skilaboð svo þau sem eiga raunverulegt erindi komist að. Rætt við Odd Steinarsson sérfræðing í heimilislækningum og varaformann Læknafélagsins. Við ætlum að kíkja ofan í jörðina og spjalla aðeins um það smáa í jarðveginum. Nú bendir allt til þess að ástæðu alvarlegrar sýkingar í hrossastóði fyrir nokkrum dögum megi rekja til eiturmyndandi jarðvegsbakteríu. Við ætlum að ræða um örverur í jarðvegi, slæmar og góðar, við Úlf Óskarsson skógvísindamann. Málfarsmínúta Og við ræðum líka um bakteríur í vísindaspjalli dagsins með Eddu Olgudóttur.
12/7/20220
Episode Artwork

Rauðvínsspjall í heilsuveru, jarðvegur og bakteríur, málfar og vísindi

Samskipti milli lækna, sem og annars heilbrigðisstarfsfólks og almennings hafa aldrei verið eins auðveld, enda hafa þau aukist mjög. Sem er gott upp að vissu marki, en líka slæmt segja sumir heimilislæknar. Þau ergja sig mörg á því sem þau kalla rauðvínsskilaboð, sem birtast stundum til þeirra úr heilsuverunni á síðkvöldum. Það á ekki allt erindi við lækna. En hvort er heilsuveran bölvun eða blessun? Og hvernig er hægt að sía út skilaboð svo þau sem eiga raunverulegt erindi komist að. Rætt við Odd Steinarsson sérfræðing í heimilislækningum og varaformann Læknafélagsins. Við ætlum að kíkja ofan í jörðina og spjalla aðeins um það smáa í jarðveginum. Nú bendir allt til þess að ástæðu alvarlegrar sýkingar í hrossastóði fyrir nokkrum dögum megi rekja til eiturmyndandi jarðvegsbakteríu. Við ætlum að ræða um örverur í jarðvegi, slæmar og góðar, við Úlf Óskarsson skógvísindamann. Málfarsmínúta Og við ræðum líka um bakteríur í vísindaspjalli dagsins með Eddu Olgudóttur.
12/7/202255 minutes
Episode Artwork

Unicef, líffræðilegur fjölbreytileiki, ruslarabb og pistillinn Páls

Verkefni UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, eru mörg og virðast því miður óþrjótandi. Samtökin hafa sent frá sér ákall þar sem kemur fram að stefnt sé að því að ná til 110 milljóna barna á næsta ári. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi sest hjá okkur á eftir. Svo ætlum við að tala við tvo unga umhverfissinna, þær Sigrúnu Perlu Gísladóttur og Helgu Hvanndal. Þær eru að fara á Ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um samninginn um líffræðilegan fjölbreytileika, COP 15 sem var sett í dag. Þær segja okkur frá markmiðum og viðfangsefnum þeirrar stóru ráðstefnu sem fer fram í Montreal í Kanada. Svo verður ruslasrabbið á sínum stað og við fáum líka pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi í lok þáttar.
12/6/20220
Episode Artwork

Unicef, líffræðilegur fjölbreytileiki, ruslarabb og pistillinn Páls

Verkefni UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, eru mörg og virðast því miður óþrjótandi. Samtökin hafa sent frá sér ákall þar sem kemur fram að stefnt sé að því að ná til 110 milljóna barna á næsta ári. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi sest hjá okkur á eftir. Svo ætlum við að tala við tvo unga umhverfissinna, þær Sigrúnu Perlu Gísladóttur og Helgu Hvanndal. Þær eru að fara á Ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um samninginn um líffræðilegan fjölbreytileika, COP 15 sem var sett í dag. Þær segja okkur frá markmiðum og viðfangsefnum þeirrar stóru ráðstefnu sem fer fram í Montreal í Kanada. Svo verður ruslasrabbið á sínum stað og við fáum líka pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi í lok þáttar.
12/6/202255 minutes
Episode Artwork

Klór - tilgangur og eðli, hlýindi, málfar og hatursorðræða

Nú í lok síðasta mánaðar bárust fréttir af klórslysi í Grafarvogslaug þar sem fimm þurftu að leita til bráðamóttöku eftir að hafa andað að sér klórgasi. Þetta efni - klór - sem er sett í laugar og potta stuðlar að hreinlæti baðgesta og mörg okkar tengjum jafvel klórlykt við það. En klór er vandmeðfarið eins og sýndi sig í Grafarvogslaug og í Samfélaginu í dag spyrjum við hvað er þetta efni og af hverju er það í sundlaugum? Rætt við Kristján Erling Jónsson tæknistjóra ÍTR og Ágúst Kvaran efnafræðing Það var annar í aðventu í gær, og í fyrsta sinn í vetur þurfti ég að skafa smá af bílnum mínum í morgun - því veturinn hefur verið óvenjulega mildur um allt land - skíðafólk er eðlilega að fara á límingunum - og í náttúrunni, umhverfinu okkar, er allt aðeins öðruvísi, það fréttist af mýflugum á sveimi, mýs eru allsstaðar, fuglar syngja, sumarblóm standa keik, Er mildur vetur góður eða slæmur fyrir gróður og dýr? Við ætlum að setjast niður og ræða við náttúrufræðinginn og prófessorinn Bjarna Diðrik Sigurðsson hjá Landbúnaðarháskólanum. Málfarsmínútan er á sínum stað - og í við fáum svo þriðja viðtalið í örþáttaséríu Þorgeirs Ólafssonar um samfélag og samfélagsmiðla - í dag ræðir hann við Maríu Rún Bjarnadóttur lögfræðing um hatursorðræðu.
12/5/20220
Episode Artwork

Klór - tilgangur og eðli, hlýindi, málfar og hatursorðræða

Nú í lok síðasta mánaðar bárust fréttir af klórslysi í Grafarvogslaug þar sem fimm þurftu að leita til bráðamóttöku eftir að hafa andað að sér klórgasi. Þetta efni - klór - sem er sett í laugar og potta stuðlar að hreinlæti baðgesta og mörg okkar tengjum jafvel klórlykt við það. En klór er vandmeðfarið eins og sýndi sig í Grafarvogslaug og í Samfélaginu í dag spyrjum við hvað er þetta efni og af hverju er það í sundlaugum? Rætt við Kristján Erling Jónsson tæknistjóra ÍTR og Ágúst Kvaran efnafræðing Það var annar í aðventu í gær, og í fyrsta sinn í vetur þurfti ég að skafa smá af bílnum mínum í morgun - því veturinn hefur verið óvenjulega mildur um allt land - skíðafólk er eðlilega að fara á límingunum - og í náttúrunni, umhverfinu okkar, er allt aðeins öðruvísi, það fréttist af mýflugum á sveimi, mýs eru allsstaðar, fuglar syngja, sumarblóm standa keik, Er mildur vetur góður eða slæmur fyrir gróður og dýr? Við ætlum að setjast niður og ræða við náttúrufræðinginn og prófessorinn Bjarna Diðrik Sigurðsson hjá Landbúnaðarháskólanum. Málfarsmínútan er á sínum stað - og í við fáum svo þriðja viðtalið í örþáttaséríu Þorgeirs Ólafssonar um samfélag og samfélagsmiðla - í dag ræðir hann við Maríu Rún Bjarnadóttur lögfræðing um hatursorðræðu.
12/5/202255 minutes
Episode Artwork

Hvernig hljómar heyrnarskerðing? Algóritmar, málfar og plöntusvif

Hvernig hljómar heyrnarskerðing? Kristbjörg Gunnarsdóttir og Kristbjörg Pálsdóttir eru báðar heyrnarfræðingar og leiða okkur í gegnum nokkrar upptökur sem leyfa hlustendum að heyra hvernig mismunandi heyrnarskerðingar hljóma. Hvað er átt við þegar talað er um algóritma. Í innslaginu í dag um samfélagsmiðlana ræðir Þorgeir Ólafsson við Elfu Ýr Gylfadóttur framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar um algóritmana, hvernig þeir virka, til dæmis til að selja okkur vörur og þjónustu og hins vegar til að beina til okkar efni sem forritið telur okkur hafa áhuga á, þar á meðal efni sem samfélaginu stafar hugsanlega hætta af. Þau ræða einnig hvaða áhrif svokölluð skautun getur hugsanlega haft á samfélagið og lýðræðisumræðu. Málfarsmínúta Dýraspjall: Sara Harðardóttir plöntusvifsfræðingur hjá Hafró. Sara rannsakar smáþörunga, og hefur sérstakan áhuga á þörungi sem býr á hafís og getur sagt okkur margt um ferðalag ísjaka árhundruðir aftur í tímann.
12/2/20220
Episode Artwork

Hvernig hljómar heyrnarskerðing? Algóritmar, málfar og plöntusvif

Hvernig hljómar heyrnarskerðing? Kristbjörg Gunnarsdóttir og Kristbjörg Pálsdóttir eru báðar heyrnarfræðingar og leiða okkur í gegnum nokkrar upptökur sem leyfa hlustendum að heyra hvernig mismunandi heyrnarskerðingar hljóma. Hvað er átt við þegar talað er um algóritma. Í innslaginu í dag um samfélagsmiðlana ræðir Þorgeir Ólafsson við Elfu Ýr Gylfadóttur framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar um algóritmana, hvernig þeir virka, til dæmis til að selja okkur vörur og þjónustu og hins vegar til að beina til okkar efni sem forritið telur okkur hafa áhuga á, þar á meðal efni sem samfélaginu stafar hugsanlega hætta af. Þau ræða einnig hvaða áhrif svokölluð skautun getur hugsanlega haft á samfélagið og lýðræðisumræðu. Málfarsmínúta Dýraspjall: Sara Harðardóttir plöntusvifsfræðingur hjá Hafró. Sara rannsakar smáþörunga, og hefur sérstakan áhuga á þörungi sem býr á hafís og getur sagt okkur margt um ferðalag ísjaka árhundruðir aftur í tímann.
12/2/202255 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Skógrækt og lífríki, endurflutningur, málfar, leðurblökur og pistill

Tómas Grétar Gunnarsson vistfræðingur og forstöðumaður Rannsóknarseturs HÍ á Suðurlandi og Sunna Áskelsdóttir verkefnastjóri Landgræðslunnar: Skógrækt, loftlagsmál og lífriki Íslands. Málþing með þessari yfirskrift var haldið en þar kom fólk saman úr ólíkum áttum og tók stöðuna. Krafa um samvinnu ólíkra sérhæfðra greina er gerð í samræmdri áætlun í landsgræðslu og skógrækt. Sunna og Tómas ræddu um þau mál sem farið var yfir á málþinginu. Endurflutt efni: Maurar á Íslandi. Málfsarsmínúta. Ruslarabb. Raddsvið í leðurblökum - sagt frá nýrri rannsókn. Umhverfispistill frá Bryndísi Marteinsdóttur um jarðveg.
12/1/20220
Episode Artwork

Skógrækt og lífríki, endurflutningur, málfar, leðurblökur og pistill

Tómas Grétar Gunnarsson vistfræðingur og forstöðumaður Rannsóknarseturs HÍ á Suðurlandi og Sunna Áskelsdóttir verkefnastjóri Landgræðslunnar: Skógrækt, loftlagsmál og lífriki Íslands. Málþing með þessari yfirskrift var haldið en þar kom fólk saman úr ólíkum áttum og tók stöðuna. Krafa um samvinnu ólíkra sérhæfðra greina er gerð í samræmdri áætlun í landsgræðslu og skógrækt. Sunna og Tómas ræddu um þau mál sem farið var yfir á málþinginu. Endurflutt efni: Maurar á Íslandi. Málfsarsmínúta. Ruslarabb. Raddsvið í leðurblökum - sagt frá nýrri rannsókn. Umhverfispistill frá Bryndísi Marteinsdóttur um jarðveg.
12/1/202255 minutes
Episode Artwork

Matvælastefna, verðbólgusaga og smálíffæri

Verðbólgusaga Íslands á 20. Öld. Helgi Skúli Kjartansson prófessor emiritus. Ný matvælastefna var kynnt á dögunum. Jóhannes Sveinbjarnarson og Ólafur Ögmundarson. Vísindaspjall um rannsóknir þar sem ræktun á smáum líffærum koma við sögu. Edda Olgudóttir.
11/30/20220
Episode Artwork

Matvælastefna, verðbólgusaga og smálíffæri

Verðbólgusaga Íslands á 20. Öld. Helgi Skúli Kjartansson prófessor emiritus. Ný matvælastefna var kynnt á dögunum. Jóhannes Sveinbjarnarson og Ólafur Ögmundarson. Vísindaspjall um rannsóknir þar sem ræktun á smáum líffærum koma við sögu. Edda Olgudóttir.
11/30/202255 minutes
Episode Artwork

ADHD lyf, áhrifarík umhyggja, það góða og slæma á COP27

Við tölum við Dr. Karl Ægi Karlsson, prófessor í taugavísindum við Háskólann í Reykjavík og einn stofnanda sprotafyrirtækisins 3Z. Þau hafa þróað erfðabreytt líkan af ADHD í sebrafiskum með það markmið að finna ný lyf. Og það tókst. Áhrifarík umhyggja er ný siðfræðistefna og hreyfing sem miðar að því að bæta heiminn á sem skilvirkastan hátt. Áhrifarík umhyggja hvetur til góðgerðarstarfsemi sem skilar mælanlegum árangri og á meðal þeirra sem aðhyllast stefnuna er margt ríkasta fólk heims, til að mynda Elon Musk. En það eru ekki bara milljarðamæringar sem geta lagt sitt af mörkum, hér á Íslandi hafa einnig verið stofnuð samtök og rætt verður við Elías Bjart Einarsson meðlim í Samtökum um áhrifaríka umhyggju á Íslandi. VIð fáum síðan pistil frá Finni Ricart Andrasyni loftlagsfulltrúa ungra umhverfissinna, en hann er búinn að melta aðeins allt sem fram kom á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Egyptalandi á dögunum og ætlar að segja okkur frá upplifunum sínum af ráðstefnunni og draga það helsta markvert, slæmt og gott, saman
11/29/20220
Episode Artwork

ADHD lyf, áhrifarík umhyggja, það góða og slæma á COP27

Við tölum við Dr. Karl Ægi Karlsson, prófessor í taugavísindum við Háskólann í Reykjavík og einn stofnanda sprotafyrirtækisins 3Z. Þau hafa þróað erfðabreytt líkan af ADHD í sebrafiskum með það markmið að finna ný lyf. Og það tókst. Áhrifarík umhyggja er ný siðfræðistefna og hreyfing sem miðar að því að bæta heiminn á sem skilvirkastan hátt. Áhrifarík umhyggja hvetur til góðgerðarstarfsemi sem skilar mælanlegum árangri og á meðal þeirra sem aðhyllast stefnuna er margt ríkasta fólk heims, til að mynda Elon Musk. En það eru ekki bara milljarðamæringar sem geta lagt sitt af mörkum, hér á Íslandi hafa einnig verið stofnuð samtök og rætt verður við Elías Bjart Einarsson meðlim í Samtökum um áhrifaríka umhyggju á Íslandi. VIð fáum síðan pistil frá Finni Ricart Andrasyni loftlagsfulltrúa ungra umhverfissinna, en hann er búinn að melta aðeins allt sem fram kom á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Egyptalandi á dögunum og ætlar að segja okkur frá upplifunum sínum af ráðstefnunni og draga það helsta markvert, slæmt og gott, saman
11/29/202255 minutes
Episode Artwork

Saman gegn sóun á textíl, upplýsingaóreiða, málfar og safn RÚV

Íslendingar eru komnir í neyslugírinn nú í aðdraganda jólanna, afsláttardagar og auglýsingar dynja á okkur, allt miðar að því að kaupa og missa ekki af æðislegum hlutum á stórkostlegum afslætti. Þorbjörg Sandra Brakke er ein þeirra sem kemur að verkefninu Saman gegn sóun, sem tilheyrir Umhverfisstofnun, og þau vilja reyna að mynda ákveðið mótvægi gegn þessu með fræðslu og ábendingum um hvernig má gera jólin umhverfisvænni með breyttum áherslum þegar kemur að gjöfum og innkaupum. Við höldum svo áfram í svipuðum takti og ræðum við stofnendur Spjara fataleigunnar, sem vilja breyta því hvernig við notum og kaupum föt, vilja leggja áherslur á endurnýtingu, fataleigur og nýja hönnun. Krist­ín Edda Óskars­dótt­ir og Sig­ríður Guðjóns­dótt­ir koma í heimsókn. VIð fáum svo fyrsta innslagið af nokkrum sem fjalla um samfélagsmiðla áhrif þeirra á fólk og samfélag, rannsóknir á þeim og fleira. Þorgeir Ólafsson sér um þessa örþætti sem verða á dagskrá í Samfélaginu næstu vikurnar og í dag ræðir hann við Jón Gunnar Ólafsson nýdoktor við Háskóla Íslands um upplýsingaóreiðu, falsfréttir og upplýsingastríð. Þeir ræða meðal annars hvað átt er við með þessum hugtökum, mismunandi aðferðum við að dreifa röngum upplýsingum og aðferðum við að sía þær út. Málfarsmínútan er á sínum stað og svo fáum við heimsókn frá safni RÚV - að þessu sinni heyrum við viðtal frá miðri síðustu öld við Katrínu Thoroddsen lækni.
11/28/20220
Episode Artwork

Saman gegn sóun á textíl, upplýsingaóreiða, málfar og safn RÚV

Íslendingar eru komnir í neyslugírinn nú í aðdraganda jólanna, afsláttardagar og auglýsingar dynja á okkur, allt miðar að því að kaupa og missa ekki af æðislegum hlutum á stórkostlegum afslætti. Þorbjörg Sandra Brakke er ein þeirra sem kemur að verkefninu Saman gegn sóun, sem tilheyrir Umhverfisstofnun, og þau vilja reyna að mynda ákveðið mótvægi gegn þessu með fræðslu og ábendingum um hvernig má gera jólin umhverfisvænni með breyttum áherslum þegar kemur að gjöfum og innkaupum. Við höldum svo áfram í svipuðum takti og ræðum við stofnendur Spjara fataleigunnar, sem vilja breyta því hvernig við notum og kaupum föt, vilja leggja áherslur á endurnýtingu, fataleigur og nýja hönnun. Krist­ín Edda Óskars­dótt­ir og Sig­ríður Guðjóns­dótt­ir koma í heimsókn. VIð fáum svo fyrsta innslagið af nokkrum sem fjalla um samfélagsmiðla áhrif þeirra á fólk og samfélag, rannsóknir á þeim og fleira. Þorgeir Ólafsson sér um þessa örþætti sem verða á dagskrá í Samfélaginu næstu vikurnar og í dag ræðir hann við Jón Gunnar Ólafsson nýdoktor við Háskóla Íslands um upplýsingaóreiðu, falsfréttir og upplýsingastríð. Þeir ræða meðal annars hvað átt er við með þessum hugtökum, mismunandi aðferðum við að dreifa röngum upplýsingum og aðferðum við að sía þær út. Málfarsmínútan er á sínum stað og svo fáum við heimsókn frá safni RÚV - að þessu sinni heyrum við viðtal frá miðri síðustu öld við Katrínu Thoroddsen lækni.
11/28/202255 minutes
Episode Artwork

Endurfluttur þáttur

11/23/20220
Episode Artwork

Endurfluttur þáttur

11/23/202255 minutes
Episode Artwork

Steinagreining, klósett og fráveita, ruslarabb og pistillinn Páls

Um helgina buðu Náttúruminjasafn Íslands og Náttúrufræðistofnun gestum og gangandi upp á aðstoðu og tæki til að greina helstu steintegundir á ÍSlandi undri dyggri leiðsögn sérfræðinga stofnananna. Bæði voru steinar á staðnum, en fólk kom líka með sína eigin. Svo virðist vera sem steinasafnarar séu víða og steinasöfn inn á mörgum heimilum. 19. nóvember er alþjóðlegur klósettdagur Sameinuðu Þjóðanna. Tæplega helmingur mannkyns býr við óviðunandi salernisaðstæður sem ógnar bæði heilsu þeirra og umhverfi. Hér á Íslandi erum við svo heppin að hafa bæði rennandi vatn og góða fráveitu en það hefur ekki alltaf verið raunin. Til okkar kemur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sem skrifaði fráveitusögu landsins en klukkan 5 í dag býður hann gestum í sögugöngu um ræsi miðborgarinnar. Ruslarabb - bökunarpappír. Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur verður svo með sinn pistil
11/22/202255 minutes
Episode Artwork

Gervigreind, leigjendamál, málfar og samfélagsmiðlar

Gervigreind er allt í kringum okkur án þess að við gerum okkur alltaf grein fyrir því. Símarnir, tölvurnar og tækin sem við notum safna upplýsingum og hafa áhrif á hegðun okkar. Því er mikilvæg að vanda til verka og huga jafnvel að siðferði slíkrar tækni. Þetta og fleiri ræðum við við Maríu Óskarsdóttur, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. VIð ætlum svo að huga að neytendamálum, að þessu sinni heyrum við af tveimur nýlegum úrskurðum í kærunefnd húsamála sem þykja góð tíðindi og skýra betur og ramma inn réttindi og skyldur leigusala annars vegar og leigjenda hinsvegar þegar kemur að viðhaldi og frágangi íbúða sem og leigukostnaði og hvernig hann má og getur breyst. Stjórnandi leigjendaaðstoðarinnar, Kolbrún Arna Villadsen lögfræðingur, kemur til okkar og fer yfir þessi mál Málfar Þá ætlum við að heyra af nýrri pistlaröð sem verður á dagskrá hér í Samfélaginu næstu vikurnar og fjallar um samfélasmiðla, áhrif þeirra á fólk og samfélag, helstu rannsóknir á þeim og fleira - Þorgeir Ólafsson hefur unnið að gerð þessa örþáttaraðar og kemur til okkar og fer yfir hverju við er að búast.
11/21/202255 minutes
Episode Artwork

Sýklalyf, dýraspjall, málfar og lok COP27

Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir: Málþing um sýklalyfjaónæmi og sýklalyf var haldin í höfuðstöðvum Landlæknisembættisins í morgun, Samfélagið var á staðnum. Dýraspjall, rætt við Guðjón Már Sigurðsson sjávarlíffræðing hjá Hafró. Guðjón segir okkur frá sínum helstu rannsóknarefnum en hann sinnir hvalarannsóknum fyrir Hafró, telur hvalina, rannsakar hegðun þeirra og fleira. Guðjón er líka sérfræðingur í marglyttum. Málfarsmínúta Finnur Ricart Andrason: Loftlagsráðstefna COP27 er að ljúka, sumir segja hana hafa verið gagnslausa, aðrir eru bjartsýnni. Finnur fer yfir það góða og slæma með okkur í þættinum
11/18/202255 minutes
Episode Artwork

Dagsbirta byggðar, sæeyrnaeldi, ruslarabb og jólagjafakaup

Það er stundum sagt enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta á við um dagsbirtuna, hún er að hverfa og söknurinn að sliga marga, held mér að sé óhætt að segja. En eitt er að missa af birtu fyrir náttúrulegar sakir, það er bara þannig á Íslandi, annað og verra er að hanna birtuna í burt - sem er því miður eitthvað sem er alltof oft gert þegar kemur að skipulagi byggðar og íverurýma. Við ræðum við Önnu Sigríði Jóhannsdóttur arkitekt sem hefur sérhæft sig í dagsbirtu í íbúabyggð. Við ætlum að heimsækja eldisfyrirtækið Sæbýli í Grindavík. Þar er starfrækt ungviðaeldisstöð fyrir sæeyru, sem mörgum þykir herramannsmatur. Við ræðum þar við Ásgeir Guðnason sem er frumkvöðull í slíku eldi. Við tölum líka við Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóra Auðlindagarðs HS-Orku, en hugmyndir eru uppi um samstarf þeirra á milli um umfangsmikið áframeldi á sæeyrum. Ruslarabb Við fáum svo umhverfispistil frá Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi í lok þáttar.
11/17/202255 minutes
Episode Artwork

Kolefnisspor framkvæmda, líknarmiðstöðvar, málfar og býflugur

VIð kíkjum á fund um kolefnisspor framkvæmda, ræðum við fulltrúa frá þremur stórum framkvæmdaaðilum á Íslandi um hvaða leiðir þau fara til að lágmarka losun gróðurhúsalofttegunda í sinni starfsemi og hvaða áskoranir eru við grænu skrefin. Rætt við: Stefán Kári Sveinbjörnsson, verkefnisstjóri í sjálfbærni hjá Isavia Páll Valdimar Kolka, verkefnastjóri umhverfismála hjá Vegagerðinni Ívar Kristinn Jasonarson, sérfræðingur hjá Loftslagi og grænum lausnum hjá Landsvirkjun Við ætlum einnig að kynna okkur starfsemi líknarmiðstöðva sem eiga að styrkja líknarþjónustu innan heilbrigðisþjónustunnar um land allt . Sérhæfing í líknarþjónustu hefur aukist, en frekari þróunar er þörf auk þess sem kallað er eftir meiri stuðningi, þá bæði við heilbrigðisstarfsfólk, sjúklinga og aðstandendur. Við ræðum við Svandísi Írisi Hálfdánardóttur sem er verkefnisstjóri líknarmiðstöðvar landspítalans. Þá er málfarsmínútan á sínum stað og svo ræðum við afdrif býflugna í vísindaspjalli dagsins með Eddu Olgudóttur
11/16/202255 minutes
Episode Artwork

Murtur hrynja niður, B teymið á COP27 og Íðorðabankinn

Við heyrðum fréttir af því um helgina að murtustofninn í Þingvallavatni væri í afar slæmu ástandi. Við ætlum að tala um Þingvallamurtuna við Finn Ingimarsson forstöðumann Náttúrustofu Kópavogs, sem hefur vaktað Þingvallavatn undanfarin ár. Halla Tómasdóttir, forstjóri The B-Team, er komin heim til New York eftir að hafa sótt loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27 í Sharm El Sheik í Egyptalandi. Hún verður á línunni hjá okkur og segir okkur frá því sem hún var að gera þar. Við ætlum svo að ræða við Ágústu Þorbergsdóttur ritstjóra Íðorðabankans, sem var settur á laggirnar fyrir aldarfjórðungi síðan, bankinn er uppflettisafn orða innan ákveðinna starfs- eða fræðigreina, sum orð þekkir almenningur vel, önnur eru svakalega sérhæfð, sum ná flugi og önnur ekki. Það er nefnilega bæði list og vísindi að finna upp orð sem þjált, stutt og lýsandi fyrir efnið.
11/15/202255 minutes
Episode Artwork

Heimilisofbeldi, minnisleysi, málfar og hringt í fólk í sjöunni

Því miður hefur ákveðinn vandræðagangur gjarnan fylgt því hvernig heimilisofbeldismál eru meðhöndluð innan kerfisins, hvort þau eru skráð, hver viðbrögðin eiga að vera og á hverra forræði. Nýverið var útbúin skýrsla um samræmt verklag innan heilbrigðisþjónustunnar þegar kemur að móttöku þolenda heimilisofbeldis. Þetta er eitthvað sem heilbrigðisstarfsfólk hefur kallað lengi eftir, enda sýna rannsóknir að nánast daglega leita fólk sér heilbrigðisþjónustu vegna heimilisofbeldis. Við ræðum við skýrsluhöfund og formann starfshóps um málið, Drífu Jónasdóttir afbrotafræðing. Það birtist áhugaverð grein í Læknablaðinu nýlega þar sem fjallað er um það sem kallað er skyndilegt góðkynja tímabundið minnisleysi. Það er þegar fólk lendir í því undarlega ástandi að mynda ekki nýjar minningar, oftast í nokkrar klukkustundir í senn, er illa áttað og man ekki jafnvel nokkrar vikur aftur í tímann. Það lagast svo yfirleitt á 4-6 klukkustundum. Og það eru nokkrir tugir slíkra tilvika skráðir á hverju ári á bráðamóttöku Landspítalans. Auður Gauksdóttir læknanemi er annar höfunda þessarar greinar og hún ætlar að segja okkur meira um þetta. Við tökum einnig stöðuna á loftlagsráðstefnunni í Egyptalandi sem er nú í fullum gangi, Málfarsmínúta er á sínum stað og svo kemur safnstjóri RÚV, Helga Lára Þorsteinsdóttir til okkar, og við heyrum úr þættinum Eftir hádegið sem var á dagskrá í sjöunni, þar sem þáttastjórnandi hringdi af handahófi í fólk, spjallaði við það og leyfði því að velja óskalag.
11/14/202255 minutes
Episode Artwork

Pestir, sorp, líffræðiljósmyndun og málfar

Það er margt sem bendir til þess að ýmsar pestir herji nú af meiri krafti á samfélög sem gripu til sóttvarnaraðgerða þegar covid faraldurinn var í hámæli. Undanfarin tvö ár fækkaði t.d. mjög tilfellum inflúensu og RS vírus svo dæmi séu tekin. En nú virðast hinar og þessar pestir vera á fleygiferð - kannski eðlilega. Og svo virðist covid vera mallandi í samfélaginu líka. Sigríður Dóra Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Hún fer yfir þessi mál með okkur. VIð ræðum svo við líffræðiljósmyndarann Svanhildi Egilsdóttur í dýraspjalli dagsins, hún starfar hjá Hafró og eitt hennar hlutverka er einmitt að mynda þær fjölbreyttu lífverur sem tengjast hafinu, ekki auðvelt verkefni enda þurfa lífverurnar helst að vera lifandi og ferskar - sem þýðir að Svanhildur þarf oft að vinna sín ljósmyndastörf út á rúmsjó. Svanhildur elskar líka fjörurferðir og segir fjöruferðir vera allra meina bót - og vill auka veg þeirra með aukinni fræðslu og þekkingarmiðlun. Hingað kemur líka Gunnar Dofri Ólafsson hjá Sorpu. Hann ætlar að segja okkur allt um stóru húsasorpsrannsóknina sem er í gangi núna. Þá er kafað djúpt í heimilissorpið og það greint í smæstu smáatriði. Svo verður málfarsmínútan á sínum stað.
11/11/202255 minutes
Episode Artwork

Heimilisverk og lífsánægja, Grænlandsfréttir, COP27 og votlendi

Flest hafa þrætt við maka sinn um hver á að ganga frá þvottinum, ryksuga, kaupa og elda matinn, hver er að vinna of mikið eða gera annað utan heimilisins meðan hitt situr eftir með börn og húsverk. Hvaða áhrif hefur þessi núningur um verkaskiptingu á lífsánægjuna? Tengsl heimilisverka og lífsánægju er einmitt viðfangsefni rannsóknar sem hagfræðidoktorsneminn Anna Guðrún Ragnarsdóttir fer fyrir og við ræðum við hana. Við símum til Grænlands og tölum þar við Ingu Dóru Guðmundsdóttur í Nuuk. Tölum aðeins um nýafstaðnar kosningar og nýjan alþjóðaflugvöll. Við tengjum okkur líka við Loftlagsráðstefnuna í Egyptalandi í þættinum og fáum af henni helsti tíðindi. Svo fáum við umhverfispistilinn eins og alltaf á fimmtudögum, það er plöntuvistfræðingurinn Bryndís Marteinsdóttir sem flytur okkur hann og fjallar um votlendi og endurheimt þess.
11/10/202255 minutes
Episode Artwork

Vatnshreinsiverkefni í Pakistan, skaðaminnkandi nálgun og malaría

Við ræðum við tvo íslenska hjálparstarfsmenn sem eru nýkomnir heim eftir að hafa tekið þátt í vatnshreinsiverkefni í Pakistan þar sem kröftugar rigningar höfðu valdið einhverjum mestu flóðum í manna minnum, neyðarástandi var lýst yfir, tíu milljón manns hafa hrakist á flótta og tvö þúsund farist - hamfarirnar raktar til loftlagsbreytinga, landið fjölmennt og innviðir hrundu - að koma á hreinu vatni lífsnauðsyn - meira um þetta hér á eftir. Skaðaminnkandi nálgun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Nýlega voru stofnuð samtökin Matthildur - skaðaminnkun sem hafa það að markmiði að auka þekkingu og vinna að framgangi skaðaminnkandi inngripa og úrræða á Íslandi auk þess að standa vörð um mannréttindi jaðarsetts fólks á Íslandi. Þá einkum þeirra sem glíma við vímuefnavanda og/eða heimilisleysi. Svala Jóhannesdóttir er sérfræðingur í skaðaminnkun og ein af stofnendum samtakanna. Málfarsmínútan er svo á sínum stað og Edda Olgudóttir ræðir um mótefni gegn malaríu í vísindaspjallinu.
11/9/202255 minutes
Episode Artwork

Tíðindi af COP27, göngustígar og tónmenntakennsla

Við byrjum á að tengja okkur stuttlega inn á Loftlagsráðstefnuna í Egyptalandi sem er nú í fullum gangi, Finnur Ricart Andrason, hjá Ungum umhverfissinum og pistlahöfundur Samfélagsins er staddur þar og fer yfir helst markvert sem þar hefur átt sér stað hingað til. Við ræðum um göngustíga og leiðir, og hönnun þeirra. Gunnar Óli Guðjónsson landlagsarkitekt hefur sérhæft sig í göngustígagerð og komið að gerð leiðarvísis fyrir öll þau sem setja slíkt upp, hvort sem er á ferðamannastöðum, sumarhúsa- eða landeigendur og stjórnvöld. Það er nefnilega ákveðin kúnst og vísinda við að leggja göngustíg - ef stígurinn er settur bara niður einhversstaðar getur hann hæglega eyðilagst eða þá að fólk einfaldlega notar hann ekki, því hann liggur bara ekki rétt. Við ræðum við Gunnar Óla. Tónmenntakennara vantar til starfa í fjöldamarga grunnskóla, tónmennt er skyldugrein samkvæmt námskrá - hvernig stendur á því að þessi staða er komin upp og hvernig á að bregðast við henni? Við ræðum við Dr Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar Listaháskóla Íslands og sérfræðing í tónmenntakennslu um þetta Páll Líndal umhverfissálfræðingur verður svo með sinn pistil í lok þáttar, og fjallar þar meðal annars um listina (og spennuna) við að stytta sér leið.
11/8/202255 minutes
Episode Artwork

Hvað á að gerast á COP27? Loftlagsmál í Marel, málfar, neyslulosun

Árleg loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í gær. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands er á leiðinni, en hann hefur sótt þessar samkomur oft í gegnum tíðina. Hvaða væntingar hefur hann til þessa fundar - og hvað eigum við að vera að hlusta eftir? Þorsteinn Kári Jónsson, forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel: Marel hefur ásamt nokkrum íslenskum fyrirtækjum unnið með aðferðafræði sem sett er upp fyrir fyrirtæki sem vilja vinna sín loftslagslagmarkmið út frá vísindum Parísarsáttmálans og kallast Science Based Targets. Við fáum að forvitnast um hvernig svona vinna gagnast atvinnulífinu og samfélaginu öllu. Málfarsmínúta Við tökum svo neytendaspjall í lok þáttar, og ræðum við ritstjóra Neytendablaðsins, Brynhildi Pétursdóttur, um þau áform Svíþjóðar að reikna ?alla? neysludrifna losun inn í losunarbókhald landsins. Á Íslandi er það þannig að ef þú kaupir bíl, eða flík, eða hvaðeina sem er innflutt - eins og flest hér nú er - þá verður kolefniskostnaðurinn við framleiðsluna eftir í upprunalandinu. Þannig að mælingarnar taka í raun ekki fyllilega á allir neyslu okkar. Þetta hefur verið gagnrýnt, bent á að rík lönd axla í raun ekki fyllilega ábyrgð á neyslu sinni og því sé ekki gætt að loftlagsréttlæti. Kæmi til greina að breyta þessu hér á landi - og þar með neysluhegðun landans?
11/7/202255 minutes
Episode Artwork

Loftlagsráðstefna COP27 í Egyptalandi að hefjast, túndrur og málfar

Hin árlega loftslagsráðstefna Sþ. hefst á sunnudaginn, hún fer að þessu sinni fram í Egyptalandi, nánar tiltekið Sharm el Sheikh. Þessar ráðstefnur þykja mikilvægur vettvangur til að ríki heims geti unnið að loftlagsaðgerðum í sameiningu, markmiðið sagt sameiginlegt og því ættu leiðirnar að vera það líka. Rætt annarsvegar við Helgu Barðadóttur sem fer fyrir sendinefnd íslenskra stjórnvalda - og hinsvegar Tinnu Hallgrímsdottur, sem verður á svæðinu sem formaður Ungra umhverfissina. Málfarsmínúta Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor í vistfræði við Háskóla Íslands er gestur í dýraspjallinu svokallaða, hún hefur rannsakað dýr og gróður á túndrum heimsins, sérstaklega við norðurheimskaut. Ruslarabb endurflutt, um flokkun sápupumpa og pilluspjaldna.
11/4/202255 minutes
Episode Artwork

Umhverfisvæn steypa, Kvennaathvarfið, hringrásarhagkerfi

Við ræðum þróun nýrra uppskrifta á steypu. Ræðum við Sigríði Ósk Bjarnadóttur sem er framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Hornsteini, Hornsteinn er eignarhaldsfélag í eigu Björgunar, BM Vallá og Sementsverksmiðjunnar - semsagt allt byggingarfyrirtæki sem eru þá að reyna að koma sér upp umhverfisvænni og grænni starfsháttum, vera með í hringrásarhagkerfinu. Og svosem ekki vanþörf á, íslenski byggingariðnaðurinn með stærsta kolefnisfótsporið og steypan mengandi óþverri, því miður, eins og hún er gagnleg. Samtök um Kvennaathvarf eru 40 ára um þessar mundir og ætla að reisa nýtt hús yfir starfsemina. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er formaður stjórnar samtakanna. Hún ætlar að segja okkur frá Kvennaathvarfinu og nýju húsi. Svo er umhverfispistill á sínum stað eins og alltaf á fimmtudögum, og hann tekur á máli málanna: hringrásarhagkerfinu, Það er Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir hringrásarhagkerfið fulltrúi Ungra umhverfissinna sem flytur okkur pistilinn í dag.
11/3/202255 minutes
Episode Artwork

Læknaskortur, hellarannsóknir, málfarsmínúta og vísindaspjall

Rætt við forseta læknadeildar um leiðir til að fjölga læknanemum. Þórarinn Guðjónsson. Rætt við tvo stjórnarmenn í Hellarannsóknarfélagi Íslands. Í Kveik í gær voru íslenskir hraunhellar skoðaðir en þeir geta sem kunnugt er verið afar viðkvæmir. Guðni Gunnarsson formaður Hellarannsóknarfélagsins og Þórir Már Jónsson sem situr í stjórn félagsins. Málfarsmínútan er svo á sínum og Edda Olgudóttir kemur í vísindaspjall.
11/2/202255 minutes
Episode Artwork

Hringrásarhagkerfið, umhverfisvænar framkvæmdir og nafnið á vargsnigli

Við ætlum að ræða um hringrásarhagkerfið og þá sérstaklega hvernig okkur Íslendingum gengur að endurnýta þau hráefni sem náttúran gefur af sér - ný meistararannsókn frá háskóla íslands í umhverfis og auðlinda fræðum afhjúpar stöðu Íslands í þessum efnum - höfundurinn, Guðmundur Steingrímsson sest niður hjá okkur hér á eftir. Og meira þessu tengt. Bergþóra Kvaran sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun kemur til okkar. Hún var að ljúka við að halda fyrirlestur um Umhverfisvænni framkvæmdir fyrir heilsusamlegra heimili. Þar velti hún fyrir sér hvernig gera má heimilin umhverfisvænni, hvaða umhverfismerkjum má treysta og ýmsu öðru. Meira um það á eftir. Svo kemur Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur til okkar í lok þáttar í stutt málfarsspjall.
11/1/202255 minutes
Episode Artwork

Útflutningur á tónlist, hraðtíska og SheIn, spámiðill í útvarpi

ÚTÓN stendur fyrir svokallaðri bransaveislu í aðdraganda Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar sem hefst í vikunni. Þar gefst tónlistarfólki og öðrum áhugasömum, tækifæri til að hitta fagfólk í tónlistarbransanum og ræða málin. Við ræðum við Sigtrygg Baldursson framkvæmdastjóra ÚTÓN og Hrefnu Helgadóttur samskipta- og markaðsstjóra. Við ræðum um hraðtísku og umhverfisáhrif þeirra, en tískufatarisinn og vefverslunin SheIn þykir vera langverstur meðal jafninga í þeim efnum. Málfarsmínúta Helga Lára Þorsteinsdóttir kíkir svo til okkar með brot úr safni útvarpsins, Lóa spákona spáði í bolla fyrir hlustendur og aðra í beinni útsendingu árið 1991.
10/31/202255 minutes
Episode Artwork

Sorg, hennar rödd og dýrspjall

Sorg er sammannleg tilfinning sem tekur á sig ýmsar myndir. Enginn kemst í gegnum lífið án þess að upplifa sorg. Sorgarmiðstöð er staður sem styður við syrgjendur. Þau Karólína Helga Símonardóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar og Gísli Álfgeirsson stjórnarmeðlimur ræða sorgina og það starf sem fram fer í Sorgarmiðstöðinni. Hennar rödd eru félagasamtök sem starf með það að markmiði að auka vitund meðal almennings á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Samtökin hlutu í vikunni jafnréttisviðurkenningu á jafnréttisþingi. Þær Chanel Björk Sturludóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir segja okkur meira frá Hennar rödd. Málfarsmínútan er svo á sínum stað. Í lok þáttar fáum við dýraspjallið svokallaða, dagskrárliður sem fjallar ekkert endilega alltaf um dýr, heldur eru vistkerfin öll jafnan undir og við fáum þá gjarnan til okkar náttúruvísindafólk og forvitnumst um þeirra störf og sérfræðiþekkingu - að þessu sinni er það Rakel Guðmundsdóttir líffræðingur hjá Hafró sem kom til okkar, hún sérhæfir sig meðal annars í útreikningum á burðarþoli íslenskra fjarða - getur þá reiknað út hvort og hversu mikið af sjókvíaeldi þeir þola - en eldisræktun er umdeilt hitamál á Íslandi og því eflaust fróðlegt að heyra af störfum Rakelar.
10/28/202255 minutes
Episode Artwork

Mannréttindi geðfatlaðra, aldursfordómar á vinnumarkaði og lauf

Er geðfötluðu fólki mismunað í íslenskum lögum? Þurfa þeir sem glíma við geðrænar áskoranir fjölbreyttari stuðning og meðferð heldur en nú er veitt? Við ræðum þessi mál við Helgu Baldvins Bjargardóttir mannréttindalögmann og þroskaþjálfa. Hún var í áhugaverðu viðtali í Geðhjálparblaðinu sem kom út í mánuðinum þar sem hún ræddi meðal annars úreltar nálganir í þessum málaflokki. Við fáum að vita meira um það. Við ræðum við Kára Kristinsson prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, en hann hefur rannsakað aldursfordóma á íslenskum vinnumarkaði, og þá hvort eldri umsækjendur séu metnir öðruvísi en þau sem yngri eru þegar kemur að ráðningum í störf. Við fáum svo eitt ruslarabb, þar verður tekið fyrir hvernig rétt sé að farga dún-koddum og sængum. Stefán Gíslason flytur okkur svo umhverfispistilinn í lok þáttar.
10/27/202255 minutes
Episode Artwork

Flóttafólk, endurunninn koltvísýringur og svefn

Jasmina Vajzovic Crnac er yfir alþjóðateymi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir okkur frá hlutverki teymisins og helstu verkefnunum sem hefa aukist mikið undanfarið í takt við aukinn straum flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Við forvitnumst um starfsemi íslenska fyrirtækisins Carbon Recycling International sem hefur þróað aðferð og tækni til að endurvinna koltvísýring og umbreyta honum í Metanól. Björk Kristjánsdóttir forstjóri fyrirtækisins ræðir við okkur og segir meðal annars frá starfsemi þess í Kína. Málfarsmínútan er svo á sínum stað og í lok þáttar . Edda Olgudóttir kom í vísindaspjall og ræddi um nýja rannsókn á svefni.
10/26/202255 minutes
Episode Artwork

Sundabraut, uppeldisaðferðir og pistillinn Páls

Verkefnisstjórn um Sundabraut er tekin til starfa og það er stefnt að því að framkvæmdir geti hafist árið 2026. Við tölum við formann verkefnisstjórnarinnar um þessa stóru framkvæmd sem hefur verið rætt um í áratugi. Ertu RIE foreldri eða veistu ekkert hvað þú ert að gera? Við ræðum uppeldisaðferðir en í gegnum tíðina hafa verið allskonar hugmyndir um réttu leiðirnar til að koma börnum til manns, það eru tískustraumar í þessu eins og öðru og Ragný Þóra Guðjohnsen lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur rannsakað uppeldisaðferðir sem hafa verið notaðar á Íslandi í áranna rás og skoðað fræðilegan grunn þeirra. Páll Líndal umhverfissálfræðingur flytur okkur svo pistil í lok þáttar.
10/25/202255 minutes
Episode Artwork

Fuglaferðamennska, súrdeigsmóðir, málfar og neysla

Ferðamenn sem koma hingað til lands til að skoða fugla hefur fjölgað - íslenskt leiðsögufólk hefur sumt hvert sérhæft sig í fuglaleiðsögn, og við tölum við einn slíkan hér á eftir, Trausta Gunnarsson, og forvitnumst starfið, fuglaferðamennina og þarfir þeirra og möguleika svona sérhæfðar ferðamennsku á Íslandi. Við tölum um súrdeig og súrdeigsbrauð í þætti dagsins. Ragnheiður Maísól Sturludóttir vinnur núna meistaraverkefni í þjóðfræði við Háskóla Íslands þar sem hún skoðar tengingu reyndra súrdeigsbakara við deigið sitt og brauðið. Tilfinningatengsl og líkamleg tengsl. Ragnheiður Maísól sest hjá okkur á eftir. Málfarsmínútan verður á sínum stað og í lok þáttar spjöllum við um neytendamál við Brynhildi Pétursdóttur.
10/24/202255 minutes
Episode Artwork

Sérstakur hafragrautur, jarðhiti, málfar og stofnlíffræði

Nú stendur fyrir dyrum að kanna möguleikana á að bora eftir heitu vatni á Kjalarnesi. Við ætlum að tala um heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu við tvo sérfræðinga sem koma að kortlagningu svæða í og við höfuðborgina þar sem jarðhita er að finna. (Egill Maron Þorbergsson Veitur og Þráinn Friðriksson OR) Björk Bjarnadóttir kom til okkar fyrir skemmstu, þá var hún á leið í alþjóðlega hafragrautskeppni í Skotlandi. Hún er búin að keppa, við fáum að vita hvernig gekk - og fáum líka að vita uppskriftina af sérstaka hafragrautnum hennar - sem er getum við staðfest verulega gómsætur. Það munu allir sem hlusta á þetta samtal vilja prófa sig áfram í hafragrautsgerð, sannið til. Málfarsmínúta Svo fáum við dýraspjall í lok þáttar, við leitum gjarnan til okkar besta náttúruvísindafólks og gefum þeim lausan tauminn, að þessu sinni er það Snæbjörn Pálsson sem er prófessor í stofnlíffræði við Háskóla Íslands sem kemur og segir okkur meðal annars af breytileika dýrategunda hér á Íslandi og rannsóknir á þeim.
10/21/202255 minutes
Episode Artwork

Kólnun fasteignamarkaðar, nýr forstjóri Menntamálast. og umhverfismál

Við tölum aðeins um fasteignamarkaðinn. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fylgist grannt með þróuninni þar og samkvæmt nýrri greiningu þeirra fyrir októbermánuði eru augljós merki um kólnun á þeim markaði. Kári Friðriksson hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer yfir þau mál með okkur. Þórdís Jóna Sigurðardóttir nýr forstjóri Menntamálastofnunar kemur svo til okkar, hún á að leggja stofnunina niður - og reisa hvað hennar í stað? Við fáum að vita það ásamt ýmsu fleiru, það gustar oft um skólamálin - er hún tilbúin í vindhviðurnar? Við fáum líka umhverfispistil í lok þáttar eins og ávallt á fimmtudögum, Bryndís Marteinsdóttir flytur okkur hann.
10/20/202255 minutes
Episode Artwork

Lestur barna, orkuskipti, málfar og stofnfrumumeðferð

Það er tekist á um lestur barna, einu sinni sem oftar, en kannski af meiri hörku en áður - manni finnst það kannski. Nú eru lestrarfimiprófin í brennidepli, eru þau mælitækið sem við þurfum til að vinna með og bæta lestrarhæfni barnanna okkar - sitt sýnist hverjum, en hvað er þá rétta leiðin, þarf að kollvarpa öllu, eða fínstilla eitthvað aðeins. Við ræðum við lestrarsérfræðing hér í byrjun þáttar, Svövu Þórhildi Hjaltalín, sem vill breyta töluvert um stefnu og segir okkur ástæðuna fyrir því. Í gær var settur í loftið vefur um orkuskipti hér á landi - orkuskipti.is. Það eru Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun, Samorka og Efla sem standa að vefnum sem er ætlað að veita upplýsingar um orkunotkun, orkuskipti og efnahagslegan ávinning Íslands af orkuskiptum. Sigríður Mogensen frá Samtökum iðnaðarins ætlar að fara yfir þessi mál með okkur á eftir. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir kemur í vísindaspjall. Hún ætlar að segja okkur frá rannsókn á stofnfrumumeðferð á fóstrum, til að laga klofinn hrygg.
10/19/202255 minutes
Episode Artwork

Krabbar, Iceland Restaurant í New York og háar tölur

Jónas Páll Jónasson, fiskifræðingur: Þau sem fylgjast með fréttum vestra og samfélagsmiðlum hafa mögulega tekið eftir því að það er mikið rætt um krabba. Það er vegna þess að krabbastofnar eru að hrynja, með agalegum afleiðingum fyrir efnahagslíf og fjölda samfélaga, sérstaklega í Alaska. Hvað veldur því að kröbbunum hefur fækkað svona, koma þeir aftur - og eru þetta sömu krabbar og búist er við að finnist hér við Ísland? Við ræðum við sérfræðing um málið. Í gær kom Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV færandi hendi með upptöku úr safninu þar sem Benedikt Gröndal lýsti heimsókn til New York. Meðal þess sem hann sagði frá var heimsókn á veitingastaðinn Iceland restaurant sem var rekinn á Broadway um miðja síðustu öld. Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur ætlar að segja okkur eitt og annað um þann dularfulla stað. Við fáum málfarsráðunaut, Önnu Sigríði Þráinsdóttur til okkar í spjall, til að útskýra fyrir okkur tölur. Háar tölur.
10/18/202255 minutes
Episode Artwork

10/17/202255 minutes
Episode Artwork

Orkuskipti í flugi, yfirnáttúrufræði, málfar og nýsjálenskir fuglar

Orkuskipti í flugi eru innan seilingar, upp að vissu marki að minnsta kosti. Við höfum áður fjallað um hvernig innanlandsflug á litlum flugvélum gæti verið knúið áfram af rafmagni en það er töluvert lengra í land þegar kemur að millilandaflugi með breiðþotum. Heiða Njóla Guðbrandsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hún ætlar að spjalla við okkur þessi mál. Inga Þóra Ingvarsdóttir: Við ætlum að forvitnast um kennslugrein í Réttarholtsskóla, sem kallast yfirnátturufræði. Þar geta ungmenni lært um vampírur, geimverur, drauga, skrímsli og álfa meðal annars - algerlega eitthvað sem fellur vel að áhugasviði unglinga - við heimsækjum kennararn sem skóp námskeiðið og kennir það og fáum að vita meira Málfarsmínútan fær að hljóma hér á eftir og svo kemur Vera Illugadóttir til okkar. Við þurfum mjög nauðsynlega að heyra af úrslitum kanadísku keppninnar um feitasta björnin sem og nýsjálensku keppninnar um fugl ársins, þar sem minna frægum og forvitnilegum fuglum er hampað sérstaklega að þessu sinni
10/14/202255 minutes
Episode Artwork

Byltur, sjónverndardagur, umhverfismál

Bergþóra Baldursdóttir PhD, verkefnastjóri byltuvarna á Landspítalanum og sérfræðingur í sjúkraþjálfun og Sigrún Sunna Skúladóttir PhD, aðjúnkt við hjúkrunarfræðideild HÍ: Það er fullt tilefni til að óttast byltur, það að detta og meiða sig, fólk verður líklegra til þess að detta illa eftir því sem það eldist, og afleiðingarnar geta verið hrikalegar, verulega skert lífsgæði, brot sem leiða fólk jafnvel til dauða. En þó byltur ógni heilsufari okkar álíka og krabbamein og hjartasjúkdómar veit fæst fólk, og kannski sérstaklega ekki þau sem yngri eru, af þeim. Það er hægt að vinna gegn byltum, þjálfun og uppbygging er nauðsynleg. Í dag er alþjóðlegur sjónverndardagur og síðar í vikunni, á laugardag, er dagur hvíta stafsins. Og þessir viðburðir gefa tilefni til að velta fyrir sér aðgengi blindra og sjónskertra í víðu samhengi, tækifærum og stöðunni - eins og maður segir. Sigþór Hallfreðsson er formaður Blindrafélagsins. Við tölum við hann á eftir. Umhverfispistilinn, Finnur Ricart Andrason loftlagsfulltrúi ungra umhverfissinna flytur hann
10/13/202255 minutes
Episode Artwork

Grænbók, heyrnarheilsa í hættu, málfar og kvöldát

Við ræðum líffræðilega fjölbreytni. Nú er til umsagnar í samráðsgáttinni svokölluð grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa. Snorri Sigurðsson er sviðsstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands hann ætlar að fjalla um grænbókina á Hrafnaþingi á eftir. En fyrst sest hann hjá okkur. Yfir milljarður unglinga og ungs fólks eru í hættu á að tapa heyrn vegna langvarandi tónlistarhlustunar með heyrnartólum. Heyrnarheilsa verður verulega skert í framtíðinni verði ekkert að gert - við ætlum að ræða við Kristján Sverrisson forstjóra heyrnar og talmeinastöðvar Íslands Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínúta Í vísindaspjalli dagsins kemur Edda Olgudóttir og svarar spurningunni um hvort það sé óhollt að borða á kvöldin.
10/12/202255 minutes
Episode Artwork

Persónuvernd, persónuleg ábyrgð, ruslarabb og umhverfissálfræði

Persónuvernd og tengd mál verða sífellt mikilvægari þegar þjónusta og samskipti færast í síauknum mæli á netið og notendahópurinn færist sífellt neðar í aldri. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ræddi þau mál. Við ræðum persónulega ábyrgð þegar kemur að loftslagsmálum. Ágústa Loftsdóttir, eðlisfræðingur og sérfræðingur í orkumálum. Í ruslarabbi dagsins var rætt við Eirík Örn Þorsteinsson um hvert maður á að fleygja snýtibréfi og eldhúspappír. Páll Líndal umhverfissálfræðingur flutti sinn reglulega pistil.
10/11/202255 minutes
Episode Artwork

Twitterkaup, máltækni, málfar og leigjendaaðstoð

Fyrirætlanir frumkvöðulsins og auðkýfingsins Elon Musk um að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter virðast aftur vera komnar á dagskrá eftir að hann dró til baka tilboð sitt upp á meira en 40 milljarða dala. Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri greiningardeildar Íslandsbanka hefur fylgst rækilega með þessu máli. Við tölum um máltækni og leiðir til að gera íslenskunni hærra undir höfði í ört vaxandi tæknisamfélagi. Vilhjálmur Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Miðeindar, sem sérhæfir sig í máltækni og gervigreind. Málfarsmínútan er á sínum stað í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Í neytendaspjallinu ræðum við um málefni leigjenda. Kolbrú Villadsen lögfræðingur hjá leigjendaaðstoðinni ræðir málin.
10/10/202255 minutes
Episode Artwork

Hafnir á Snæfellsnesi, málfar og Hringborð norðurslóða

Samfélagið sendir út frá Snæfellsnesi í dag. Við ræðum við tvo hafnarstjóra þar; Kjartan Karvelson í Stykkishólmi og Hafstein Garðarsson í Grundarfirði. Málfarsmínútan í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Arctic Circle, Hringborð norðurslóða, fer fram í Hörpu 13.-16. október. Ólafur Ragnar Grímsson er stofnandi og formaður Hringborðsins.
10/7/202255 minutes
Episode Artwork

Menntakvika, loftslagsfræðsla, félagslegt óréttlæti og risarækjur

Bein útsending frá Menntakviku. Kristín Erla Harðardóttir, forstöðumaður Menntavísindastofnunar um Menntakviku. Ásta Olga Magnúsdóttir hjá hönnunarfyrirtækinu Gagarín og Ragna Benedikta Garðarsdóttir prófessor í félagssálfræði um Astrid loftslagsfræðslu. Kolbeinn Hólmar Stefánsson, dósent við félagsvísindasvið HÍ og Elsa Eiríksdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ ræða um félagslegt óréttlæti í skólum. Stefán Gíslason flytur umhverfispistil um risarækjur.
10/6/202255 minutes
Episode Artwork

Forvarnardagurinn, regnbogavottun, málfar og erfðabreytileiki

Í dag er forvarnardagurinn haldinn í mörgum skólum, í sautjánda sinn. Á þessum degi er athygli sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk grunnskóla og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Í ár er yfirskrift forvarnadagsins: Hugum að verndandi þáttum ? áskoranir í lífi barna og ungmenna. Við ætlum ræða forvarnir í grunnskólum við Ingibjörgu Guðmundsdóttur verkefnastjóra heilsueflandi grunnskóla hjá embætti Landlæknis. Svandís Anna Sigurðardóttir, sérfræðingur í hinsegin- og kynjajafnréttismálum: Við ætlum svo að fræðast um svokallaða regnbogavottun, þetta kemur frá Reykjavíkurborg og snýst um að starfstaðir og stofnanir uppfylli ákveðnar kröfur um að vera hinseginvæn, þetta á við til dæmis um sundlaugar, sem bjóða þá meðal annars upp á ókynbundna búningsaðstöðu - og skólana, hvers hlutverk auðvitað er að mæta þörfum allra nemenda, en þannig er að málefni hinsegin barna sem sækja skóla hafa verið lítið sem ekkert tekin fyrir. Málfarsmínúta o Edda Olgudóttir kemur til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar í dag að fjalla um erfðabreytileika sem gæti haft áhrif á hversu veikt fólk verður af Covid 19.
10/5/202255 minutes
Episode Artwork

Læknisfræðinóbell, rannsóknir í afbrotafræði og aðskotaorð íslenskunna

Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði og læknisfræði í ár fyrir fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. Þess á geta að faðir Svantes, lífefnafræðingurinn Sune Bergström hlaut sömu verðlaun árið 1982 Kollegi Svantes, Arnar Pálsson erfðafræðingur segir okkur allt um nóbelsverðlaunahafann og rannsóknir hans. Við ætlum svo að skoða nýjustu strauma og stefnur í lögreglu og afbrotafræðum. Eyrún Eyþórs­dótt­ir, lektor í lög­reglu­fræðum við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Margrét Valdimarsdóttir dósent við HA í afbrotafræði voru að koma af árlegri ráðstefnu afbrotafræðinga í Evrópu. Þar voru fjölbreyttar rannsóknar kynntar, Margrét og Eyrún kynntu eina slíka sem þær hafa unnið að sem snýst um rannsókn á fordómum lögreglunema. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur: Skoðum greinar sem voru skrifaðar rétt undir lok áttunda áratugarins þar sem Sigurður Skúlason magister telur upp aðskotaorð í íslensku tungumáli. Og hver eru þessi aðskotaorð? Jú, halló, til dæmis. Baktería. Drama. Dama. Sósa - og svo fleiri og fleiri. Skellur fyrir hreintungusinna - eða hvað?
10/4/202255 minutes
Episode Artwork

Fellibylir, sveppamót, málfar og geirfugl

Fellibylurinn Ian hefur valdið miklu tjóni þar sem hann hefur komið á land, sérstaklega í Florida og óttast er að fjölmargir hafi látist í kjölfarið. En það hafa nokkrir stórir fellibylir valdið usla undanfarið - enda er tímabil fellibylja enn í gangi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku ætlar að ræða við okkur um fellibylji. Guðriður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur kemur til okkar, hún er nýkomin af norræna sveppamótinu í Höör á Skáni í Svíþjóð. Málfarsmínútan Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV: geirfuglinn heim
10/3/202255 minutes
Episode Artwork

Blábanki, hafragrautskeppni, plastleysi og feitir birnir

Birta Bjargardóttir bankastjóri: Við í Samfélaginu verðu með annan fótinn vestur á fjörðum. Við ætlum að heimsækja Blábankann á Þingeyri við Dýrafjörð. Þar er starfrækt samfélags- og nýsköpunarmiðstöð sem gegnir fjölmörgum hlutverkum. Við fáum að vita allt um það. Björk Bjarnadóttir: Björk er á leið í alþjóðlega keppni í hafragrautsgerð í Skotlandi, já þessi grái vellingur sem fólk annað hvort elskar eða hatar er keppnisefni, það er meiri að segja keppt í tveimur flokkum, annars vegar hefðbundinn hafragrautur, þá eru bara þrjú innihaldsefni leyfð, vatn, hafrar salt og svo sérstakur hafragrautur - þá geta keppendur látið ljós sitt skína því takmörk á innihaldsefnum eru engin. Björk notar meðal annars indversk krydd í sinn graut. Fjölskyldan sem hefur leyft okkur í Samfélaginu að fylgjast með vegferð sinni í átakinu plastlaus september kemur svo til okkar og fer yfir hvernig hefur gengið í mánuðinum - og hvernig þau haldi að gangi áfram. Svo fáum við sérstakan gest til okkar í lok þáttar, sjálf Vera Illugadóttir kemur til okkar og segir okkur frá feitum björnum.
9/30/202255 minutes
Episode Artwork

Öryggi ljósleiðara, brothættar byggðir, ruslarabb og umhverfispistill

Skemmdarverk eru talin líklegasta ástæðan fyrir skyndilegum gasleka á sjávarbotni á fjórum stöðum í sænskri og danskri lögsögu. Þá er talið líklegt að útsendarar erlends ríkis hafi verið að verki. Í sjónvarpsfréttum í gær sagði utanríkisráðherra það vera áhyggjuefni fyrir Íslendinga hvort skemmdir verði unnar á sæstrengjum til og frá landinu. Áhyggjurnar minnki ekki við skemmdarverkin á gasleiðslurnar í Eystrasalti. En hvað gerist hér ef gagnaflutningar um ljósleiðara sem liggja á hafsbotni milli Íslands og Evrópu rofna skyndilega? Til hvaða ráða þyrfti að grípa? Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður netöryggissveitarinnar Certís ræðir við okkur. Helga Harðardóttir og Kristján Þ. Halldórsson, verkefnastjórar hjá Byggðastofnun: Rætt um byggðaverkefnið brothættar byggðir, fleiri sveitarfélög hafa bæst við meðan önnur eru útskrifuð. Ruslarabb um límband og límmiða. Bryndís Marteinsdóttir plöntuvistfræðingur flytur umhverfispistilinn.
9/29/202255 minutes
Episode Artwork

Réttlæti í kynferðisafbrotamálum, föngun koltvísýrings í hafi, málfar

Við sendum beint út frá ráðstefnu í Háskóla Íslands þar sem fjöldi sérfræðinga er saman kominn og rýnir það í hvernig hugmyndir um réttlæti í kynferðisbrotamálum hafa þróast og hvernig það samsvarar þeim stefnum sem finna má innan dómsstólanna, í refsirétti og hegningarlögum. Viðmælendur: Hildur Fjóla Antonsdóttir nýdoktor við HÍ og skipuleggjandi ráðstefnunnar og María Rún Bjarnadóttir, doktor í lögfræði og verkefnastjóri hjá lögreglunni: Við höfum hér í Samfélaginu fjallað um föngun og förgun koltvísýrings, aðallega í samhengi við carbfix og tengd mál. En það er fleira að gerast. Bandaríska fyrirtækið Running tide er með starfsemi hér á Íslandi, en fyrirtækið vinnur meðal annars að því að finna leiðir til að binda koltvísýrings á hafi úti, meðal annars með þörungum. Við fáum að vita meira um málið á eftir, þegar við tölum við Kristin Árna Lár Hróbjartsson framkvæmdastjóra Running tide á Íslandi. Við fáum líka málfarsmínútu og vísindaspjall með Eddu Olgudóttur í lok þáttar. ????????
9/28/202255 minutes
Episode Artwork

Iceland vs Ísland, aðþjóðleg fuglaverndarráðstefna og pistill

Íslenska ríkið hefur árum saman átt í deilum og málaferlum vegna notkunar breskrar verslanakeðju á heitinu Iceland. Ísland hafði betur eftir að hafa stefnt versluninni en Iceland foods áfrýjaði og munnlegur málflutningur fór fram fyrr í þessum mánuði. Þetta er um margt mjög undarlegt mál og sérstakt. Ásdís Magnúsdóttir lögmaður flutti málið fyrir hönd landsins Íslands. Við ræðum við hana. Hólmfríði Arnardóttur framkvæmdastjóri Fuglaverndar kemur í spjall, hún er nýkomin af aðalfundi Alþjóðlegu fuglaverndunarsamtakanna, sem fögnuðu þar 100 ára afmæli. Við ætlum að forvitnast um hvað er helst að frétta af heilsu og líðan fugla út um allan heim, hvernig verndunarverkefni hafa gengið og hvaða tegundir eiga undir högg að sækja og afhverju. Íslendingar bera ábrygð á mörgum tegundum - erum við að standa okkur? Páll Líndal umhverfissálfræðingur með pistil
9/27/202255 minutes
Episode Artwork

Smáfarartæki, jarðfræði, málfar og heyrnartól

Litlum rafknúnum farartækjum hefur fjölgað mikið undanfarið. Þar eru rafhlaupahjólin kannski mest áberandi hér á höfuðborgarsvæðinu að minnsta kosti. Og nú á að breyta umferðarlögum, meðal annars þeim hluta sem snýr að slíkum farartækjum og öðrum svipuðum - smáfarartækjum eins og þau eru kölluð. Við tölum við lögfræðing hjá innviðaráðuneytinu, sem sat í starfshópi um smáfarartæki, en niðurstöður þess hóps voru hafðar til hliðsjónar við gerð frumvarps um breytingar á umferðarlögum sem núna er til umsagnar í samráðsgáttinni. Freystein Sigmundsson jarðeðlisfræðingur: maðurinn með gps tækin og í lopapeysunum fallegu. Freysteinn var nýverið valinn heiðursfélagi hjá Sambandi bandarískra jarðvísindamanna fyrir rannsóknir og framlag sitt á sviði jarðeðlisfræðinnar, hann leggur sig eftir því að skilja hvað jörðin er að segja okkur og skrifaði grein nýverið þar sem hann er að túlka ásamt félögum sínum hvað hún sagði áður en gaus við Fagradalsfjall Málfarsmínúta Brynhildur Pétursdóttir, neytendaspjall. Rætt um hvaða áhrif sífelld heyrnartólanotkun hefur á heyrnarheilsu.
9/26/202255 minutes
Episode Artwork

Talað með hreim á RÚV, stærðfræðitölvuleikur, málfar og plastáskorun

Íslenskukennsla, tungumálið okkar og útlendingar, er mikið til umræðu þessa dagana, og við ætlum að ræða við tvær manneskjur sem heyrist reglulega í hér á RÚV, þau tala íslensku með erlendum hreim - annar les veðurfréttir reglulega og hin er fréttakona á Fréttastofunni - hvernig hefur þeim verið tekið, er áskorun að tala íslensku í vinnu sem krefst þess að þau geri það opinberlega og finna þau að það sé mikilvægt að raddir eins og þeirra heyrist? Við ætlum að forvitnast um íslenskt sprotafyrirtæki sem hefur þróað nýjar leiðir til að kenna grunnskólabörnum stærðfræði meðal annars með aðstoð tölvuleiks. Mathieu Skúlason framkvæmdastjóri Evolytes segir okkur allt um málið. Málfarsmínúta er svo á sínum stað og svo kemur fjölskyldan sem er í átakinu plastlaus september til okkar og segir okkur frá því hvernig hefur gengið í síðustu viku
9/23/202255 minutes
Episode Artwork

Menn og örverur,

Birna Guðrún Ásbjörnsdóttir, doktorsnemi í heilbrigðisvísindum og Áki Guðni Karlsson, verkefnisstjóri og doktorsnemi í þjóðfræði: Hvernig er samskiptum manna og örvera háttað? Í aðra röndina erum við að þrífa og spritta og sótthreinsa allt i kring um okkur, gerilsneyða matvæli og geyma í kæli - en í hina erum við á fullu að dekstra við súr fyrir súrdeigsbrauðið, búa til súrkál og kimchi og kombucha, erum í moltugerð og tökum endalaus bætiefni fyrir þarmaflóruna. Hvað eru örverur fyrir okkur? Það er rannsóknarefni sem þverfaglegur hópur úr ólíkum deildum háskólans hefur tekið að sér að kanna - og við ætlum að forvitnast um það verkefni. Þrátt fyrir illdeilur, viðskiptaþvinganir, hótanir og átök tekst Bandaríkjunum og Rússlandi að halda friðinn í geimnum. Þrír geimfarar, tveir Rússar og einn Bandaríkjamaður héldu af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í gær þar sem þeir munu vinna saman, ásamt öðrum sem þar eru , næstu mánuði. Sævar Helgi Bragason ætlar að ræða við okkur um þessi mál á eftir. Finnur Ricart Andrason, loftlagsfulltrúi hjá ungum umhverfissinnum með loftlagspistil þar sem hann rýnir í hvernig stjórnvöldum er að mistakast hrapalega að framfylgja sínum eigin markmiðum í loftlagsmálum.
9/22/202255 minutes
Episode Artwork

Blóðferlar og DNA í sakamálum, umferðarslys, málfar og hreyfingarpilla

Rætt við Ragnar Jónsson blóðferlasérfræðing en hann ásamt Björgvini Sigurðssyni DNA sérfræðingi og félaga sinum hjá tæknideild lögreglunnar er höfundur greinar í einu þekktasta fræðibókaflokki meinafræðinnar. Þar segja þeir frá rannsókn á manndrápi við Hringbraut í Reykjavík árið 2007 þar sem blóðsummerki voru slík að hægt var að lesa í atburðarásina - og að lokum upplýsa málið. Í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi var fjallað um mjög alvarlegt bílslys sem varð á brúnni yfir Núpsvötn fyrir nokkrum árum. Tvær konur og lítil stúlka létust í þessu slysi. Aðrir farþegar í bílnum slösuðust alvarlega. Við ætlum að ræða við höfund bókarinnar Harður skellur, sem fjallar um margvísleg áhrif alvarlegra umferðarslysa; Svanhvíti Vatnsdal Jóhannsdóttur. Hún hefur sjálf lent í tveimur alvarlegum slysum. Málfarsmínúta Visindaspjall með Eddu Olgudóttur, hún segir frá hreyfingu í pillu.
9/21/202255 minutes
Episode Artwork

Skólp, vistvottað hverfi og islenskur málstaðall

Nú er verið að skipta um síur í skólphreinsistöðinni við Klettagarða og það er ekkert áhlaupaverk. Við heimsækjum hreinsistöðina og spjöllum við Pál Ragnar Pálsson hjá Veitum um þetta verkefni og spyrjum hann út í kerfin sem taka við, hreinsa og dæla burt skólpi. Urriðaholt í Garðabæ er fyrsta vistvottaða hverfið á Íslandi, þar voru innleiddar svokallaðar blágrænar ofanvatnslausnir, sem viðhalda þá vatni og lífríki hins fagra Urriðavatns sem er þarna rétt við. Það eru um hálfur annar áratugur síðan uppbygging þarna hófst og við ætlum að fara yfir skilvirkni þessara innviða, reynslu og áskoranir með Hrund Ólöf Andradóttur prófessor í umhverfisverkfræði sem hefur leitt rannsóknir á hverfinu. Svo fáum við málfarsspjall í dag, ekki málfarsmínútu - það þarf lengri tíma til að velta fyrir sér íslenskum málstaðli og hvort eigi að breyta honum, og hverjir eigi að gera það og þá hvernig - við fáum málfarsráðunaut RÚV, Önnu Sigríði Þráinsdóttur og Eirík Rögnvaldsson prófessor emiritus til okkar en þau leiða umræður um þetta hitamál á fræðakvöldi í neskirkju í kvöld.
9/20/202255 minutes
Episode Artwork

Reynsla innflytjenda, málfar, ungfrú heimur og gull

Maya Staub, starfandi framkvæmdastjóri: Rýnt í rannsókn sem gerð var á upplifunum og reynslu innflytjenda á Íslandi þar sem ljósi var varpað á þær hindranir sem þau standa frammi fyrir - ekki hvað síst þegar kemur að íslenskunni. Málfarsmínúta Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV: Ólöf Rún Skúladóttir fréttakona ræðir við Lindu Pétursdóttur áriða 1988, rétt áður en Linda keppir í Ungfrú heimur. Við endurflytjum svo viðtal sem var fyrst flutt í Samfélaginu í vor, við íslenskan jarðfræði, Eld Ólafsson, sem fer fyrir námafyrirtæki sem leitar að gulli á Grænlandi - og gott betur en það, hefur fundið það, því fyrr í mánuðinum birtust fréttir um að tíu tonn af gulli hafi fundist í námu sem fyrirtækið vinnur í.
9/19/202255 minutes
Episode Artwork

Náttúra Ísland og fólkið sem selur hana og heimsækir. Fornleifar.

Dagur íslenskrar náttúru er í dag. Samfélagið fór að pæla í fólkinu sem leggur mikið á sig til að nálgast náttúruna okkar og í þeim sem eru að selja, markaðssetja og sýna náttúruna. Þetta er ferðafólkið annarsvegar og ferðaþjónustufólkið hinsvegar. Við ræddum við mægðurnar Ragnheiði Önnu Róbertsdóttur og Sigrúnu Elsu Smáradóttur sem reka ferðaþjónustufyrirtæki sem bíður upp á sérsniðnar ferðir um Ísland, við Perlu Magnúsdóttur sem hefur selt túristum ferðir um árabil og er nú farin að leiðsegja þeim og svo var rætt við nokkra ferðamenn við Hallgrímskirkju og þeir þingaðir um ferðalagið um landið. Á leiðinni í vinnuna eftir Vesturlandsveginum í morgun sá umsjónarmaður Samfélagsins fólk í gulum jökkum vera að grafa. Þetta var neðan við veginn við mörk Blikastaðalands og lands Korpúlfsstaða. Mosfellsbæjarmegin semsagt. Og þegar betur var að gáð kom í ljós að þarna var í gangi fornleifauppröftur. Rétt fyrir neðan þessa alfaraleið sem er Vesturlandsvegurinn. Hermann Hjartarson fornleifafræðingur tók vel í að spjalla við Samfélagið og leiddi okkur í allan sannleika um hvað er þarna á seyði. Málfarsmínúta Eððvarð Atli og Gunnella: fjölskyldan leyfir okkur fylgjast með hvernig gengur í átakinu plastlaus september.
9/16/202255 minutes
Episode Artwork

Plastvandinn, áhrif skóga á fugla, fýlsungar og umhverfispistill

Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í hringrásarhagkerfinu hjá Umhverfisstofnun er ein þeirra sem þar tekur til máls síðar í dag þegar Bláskelin verður afhent, en það er viðurkenning fyrir framúrskarandi plastlausa lausn sem stuðlar að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Að afhendingunni lokinni verður haldið málþingið ?Plastvandinn. Reddast þetta?? í Veröld, húsi Vigdísar. Birgitta sest hjá okkur og fer yfir hvernig gengur að leysa plastvandann. Aldís Erna Pálsdóttir, nýdoktor og fuglafræðingur: áhrif skógræktar, mannvirkja, raflína og vega á vaðfugla. Mun söngur sumarsins hverfa? Erpur Snær Hansen, fýlsungabjörgun. Stefán Gíslason flytur okkur svo umhverfispistil í lok þáttar.
9/15/202255 minutes
Episode Artwork

Rusl á hafsbotni, stéttamunur í námsvali, nýtt orgel málfar og vísindi

Leiðangrar sem farnir hafa verið á vegum Hafrannsóknastofnunar til að mynda hafsbotninn allt frá árinu 2004 hafa leitt í ljós talsvert af rusli á hafsbotninum í kringum landið. Aðallega veiðarfæri sem flest eru úr plastefnum. Petrún Sigurðardóttir líffræðingur hefur rannsakað þetta. Samhliða framþróun í menntamálum hefur meðal menntunarstig aukist töluvert, semsagt fleiri eru með háskólagráður en áður. Þrátt fyrir það er töluverður munur á menntunarstöðu ólíkra félagshópa og þau sem tilheyra hærri stéttum líklegust til að ljúka meiri menntun. VIð ætlum að ræða við Öddu Guðrúnu Gylfadóttur félagsfræðing sem rannsakaði stéttamun í námsvali á Íslandi meistararitgerð sinni í Oxford skóla. Við fræðumst um nýtt orgel í Grafarvogskirkju. Það verður vígt næsta sunnudag en söfnun hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Svona orgel kostar nefnilega skildinginn. Svo verður málfarsmínútan á sínum stað og Edda Olgudóttir spjallar um vísindi. Að þessu sinni um hreyfingu og Parkinson sjúkdóminn.
9/14/202225 minutes
Episode Artwork

Þingsetning og umhverfissálfræði

Þingsetning er í dag og Samfélagið heimsótti Alþingi og ræddi við starfsfólk sem var á þönum út um allt hús að undirbúa. Páll Líndal umhverfissálfræðingur flutti pistil.
9/13/202255 minutes
Episode Artwork

Staðlar á kolefnisjöfnun, svefnbylting, málfar og kvartanir ferðafólks

Við erum alltaf að heyra meira og meira um kolefnisjöfnun, en þessu fyrirbæri er haldið á lofti víða í samfélaginu, hjá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum, og því haldið fram að með kolefnisjöfnun sé verið að þurrka út kolefnissporið sem fylgir nánast öllum mannanna verkum. En kolefnisjöfnun er hinsvegar flókið dæmi og það er ekki endilega samasemmerki á milli kolefnisjöfnunar og raunverulegar kolefnisbindingar. Áður en farið er í að rýna í raunverulega virkni kolefnisjöfnunar þarf að skilgreina hana betur - og Staðlaráð Íslands vinnur hörðum höndum að því. Viðmælendur: Helga Sigrún Harðardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs og Haukur Logi Jóhannsson verkefnastjóri loftslagsverkefna Svefnbyltingin er hafin í Háskólanum í Reykjavík en þar stendur nú yfir rannsókn á lífstíl fólks á aldrinum 18-40 ára og mögulegum áhrifum á kæfisvefn. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir doktorsnemi við íþróttafræðideild skólans segir okkur meira um þetta. Málfarsmínúta VIð fáum svo neytendaspjall við ætlum að ræða við Ívar Halldórsson stjórnanda evrópsku neytendavaktarinnar um helstu umkvörtunarefni ferðalanga sem rata inn á þeirra borð.
9/12/202255 minutes
Episode Artwork

Læknar án landamæra, lögga í Finnlandi, málfar og plastlaus sept

Helena Jónsdóttir sálfræðingur hefur starfað á ýmsum vettvangi fyrir samtökin Lækna án landamæra. Við ætlum að forvitnast um störf hennar og þeirra, en verið er að auglýsa eftir fólki. Við sláum svo á þráðinn til Finnlands og heyrum hljóðið í Guðmundi Fylkissyni lögreglumanni sem starfar þessa dagana með lögreglunni í Helsinki. Málfarsmínúta Gunnella Hólmarsdóttir og Eððvarð Birgisson: Plastlaus september, Gunnella og Ebbi ætla að taka þátt í átakinu.
9/9/202255 minutes
Episode Artwork

Grímsey skelfur, Sýrland og umhverfispistill

Jörð skalf í nótt við Grímsey. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, fræðir okkur um skjálftana og hvað er þarna á seyði. Vorið 2011 brutust út blóðug átök í Sýrlandi. Og enn er barist. Ólöf Ragnarsdóttir fréttamaðir ræðir við okkur um stríð í Sýrlandi. Nýr pistlahöfundur flytur sinn fyrsta umhverfispistil - Bryndís Marteinsdóttir, plöntuvistfræðingur.
9/8/202255 minutes
Episode Artwork

Straumsvík, hjúkkan á Tene, ruslarabb, málfar og alsheimers

Lúðvík Geirsson hafnarstjóri í Hafnarfirði: Það eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar við höfnina í Straumsvík vegna áforma um niðurdælingu á koltvísýringi fyrir Carbfix verkefnið. . Svana Andrea Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur: Svana starfar á landspítalanum, en ætlar að söðla um og verða hjúkkan á Tene - flytja til Tenerife og bjóða þar upp á hjúkrunarþjónustu fyrir Íslendinga, sem dvelja þar í þúsundatali, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Ruslarabbið Málfarsmínúta Vísindaspjallið með Eddu Olgudóttir - hún ætlar að ræða um tengsl frunsu og hlaupabólu við alsheimers.
9/7/202255 minutes
Episode Artwork

Makríll, skattsvik og framburður

Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafró: Í sumar var farinn umfangsmikill rannsóknarleiðangur þar sem magn uppsjávarfiska í norðaustur Atlantshafi var metið. Í leiðangrinum í sumar mældist útbreiðsla makríls mun meiri við Ísland samanborið við síðustu tvö ár. Arna Laufey Steinarsdóttir: Við heyrum um áhugaverða meistarannsókn í viðskiptafræði sem kannaði áhrif persónuleika fólks á skattasiðferði og áform um skattsvik. Hvað er það við persónueinkenni fólks sem hefur mótandi áhrif á skattasiðferði þeirra, það er hversu líkleg þau eru til að borga skattana sína með glöðu geði eða hvort þau reyna að skjóta undan skatti við hvert tækifæri. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur: Má kalla pizzu pissu? Og fleiri pælingar um framburð á til að mynda kaffidrykkjum, bakkelsi og réttum sem koma erlendis frá.
9/6/202255 minutes
Episode Artwork

Loftlagsáhrif á byggðir landsins, pönk í Kóp, málfar og safn

Ragnhildur Friðriksdóttir sérfræðingur hjá Byggðastofnun: Ættu og ætla byggðir landsins að búa sig undir loftlagsbreytingar? Hvaða áhrif hefur loftlagsváin á þéttbýli Íslands? Hagsmunaaðilar hafa komið saman og skoðað hvernig aðlaga má innviði okkar, atvinnuvegi og samfélög að því sem vænta má. Við gerðum okkur ferð suður í Kópavog í morgun og hittum þar einn af kyndilberum pönks á Íslandi, Gunnar Lárus Hjálmarsson; Dr. Gunna. Hann mun leiða göngu á miðvikudaginn næsta um slóðir pönksins í Kópavogi. Hann rekur fyrir okkur pönksöguna. Málfarsmínúta Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV: úr safni rúv fannst gamall bútur úr síðdegisþætti frá fyrstu árum Rásar 2, þar sem Margrét Blöndal og Broddi Broddason áttu sviðið.
9/5/202255 minutes
Episode Artwork

Matvælasvindl, ritver HÍ, Grímsey, málfar og fuglar sem fljúga á rúður

Rætt um matvælasvindl og leiðir til að stemma stigu við því. Sæmundur Sveinsson fagstjóri hjá Matís beitir erfðatækni til að staðfesta uppruna og tegund matvæla. Mörg sem hafa farið í gegnum nám, sérstaklega í háskóla, þekkja hversu erfitt og flókið og stundum óyfirstíganlegt það er að gera ritgerðir. Rætt við forstöðukonu Ritvers HÍ, Emmu Björg Eyjólfsdóttur, um hvernig þau taka á móti nemendum með ritstíflu og hvað þau gera til að koma þeim áfram með verkið. Fyrir rétt tæpu ári brann kirkjan í Grímsey til grunna sem var mikið áfall fyrir samfélagið þar. Nú er risin ný kirkja og styttist í að hún verði tekin í gagnið. Ragnhildur Hjaltadóttir í Grímsey var á línunni. Málfarsmínúta. Algengt er að fuglar fljúgi á rúður í húsum, oft þannig að þeir stórslasast eða drepast. Það er erfitt að finna fuglshræ í umvörpum fyrir neðan sama gluggann og því reyna vonandi flestir að grípa til ráðstafana til að draga úr fugladauða. En hvaða leiðir virka best? Rætt við Tómas Grétar Gunnarsson vistfræðing.
9/2/202255 minutes
Episode Artwork

Sláturtíð, leynileg skjöl, ruslarabb og sökkvandi eyjur

Ágúst Torfi Hauksson stjórnarformaður landssamtaka sláturleyfishafa og framkvæmdastjóri Kjarnafæði Norðlenska: Brátt verður fé rekið af fjalli, og flest þaðan og í sláturhúsin. Það er komin sláturtíð, rætt um afurðaverð og framboð, fallþunga dilka, mönnun í komandi vertíð og ýmislegt fleira. Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú hvort, og í hvaða mæli, Donald Trump fyrrverandi forseti hélt eftir ýmsum skjölum tengdum embættinu eftir að hann hætti sem forseti. Birta Björnsdóttir fréttamaður ætlar að segja okkur frá rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar sem bendir til þess að sum þessara skjala hafi verið háleynileg. Ruslarabb Finnur Ricart Andrason: Umhverfispistill um eyjur sem sökkva í sæ.
9/1/202255 minutes
Episode Artwork

Útrýming riðu, fækkun máva, málfar og vísindaspjall

Vonin um að útrýma eða takmarka verulega tilfelli riðu í sauðfé hér á landi hefur aukist mjög eftir að verndandi arfgerðir fundust í fé hér á landi. En hvernig er það gert? Eyþór Einarsson ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ætlar að segja okkur allt um málið. Mávar eiga undir högg að sækja á höfuðborgarsvæðinu, Garðbæingar vilja stinga á eggin þeirra og í borgarstjórn hefur verið lögð fram tillaga um fækka þeim. Við ætlum nálgast þetta efni á heimspekilegu nótunum í þætti dagsins, ræðum við Ólaf Pál Jónsson heimspeking um tegundahyggju, tilvistarrétt, sambýli manna og dýra og það hvort það sé rangt að þykja mávurinn kannski bara vera ljótur og leiðinlegur fugl. Málfarsmínútan verður á sínum stað og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vikulegt vísindaspjall.
8/31/202255 minutes
Episode Artwork

Rjúpur, andfélagsleg nethegðun, ruslarabb og Páll Líndal

Fyrr í þessum mánuði var sagt frá því að viðkoma rjúpu hefði verið slök sumstaðar á landinu en útlitið í vor þótti býsna gott. Ólafur Karl Nielsen vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun hefur rannsakað stöðu rjúpnastofnsins og horfur og kemur með nýjustu fréttir. Hrafnhildur Sigmarsdóttir ráðgjafi á Stígamótum var kölluð kolklikkuðkunta á kommentakerfinu eftir að hafa skrifað grein um kynferðisofbeldi. Hún ákvað að í stað þess að leiða þetta hjá sér, að skrifa aðra grein og orðræðu- og atferlisgreina niðrandi upphrópanir og dónaskap sem er svo algengur á samfélagsmiðlum. Ruslarabb Páll Líndal umhverfissálfræðingur með pistil.
8/30/202255 minutes
Episode Artwork

Nýr þjóðminjavörður, rannsóknir í hafi, málfar og loftlagsvænn matur

Nú fyrir helgi skipaði menningar- og viðskiptaráðherra í stöðu þjóðminjavarðar, en Harpa Þórsdóttir verður flutt úr embætti safnstjóra Listasafns Íslands í embætti þjóðminjavarðar. Sú aðferð að færa til embættismann en ekki auglýsa stöðuna hefur verið töluvert gagnrýnd síðustu daga. Harpa Þórsdóttir ræðir þetta við okkur, en líka um starf þjóðminjavarðar, sín fyrri störf og hvernig það var að eiga heima á Þjóðminjasafninu sem barn - en Harpa er dóttir Þórs Magnússonar fyrrverandi þjóðminjavarðar. Sigrún Huld Jónasdóttir doktor í sjávarlíffræði:Sigrún er var að koma í land í morgun, hefur alið manninn á rannsóknarskipi við Grænland síðustu vikurnar. Hún skoðaði sérstaklega hvernig loftlagsáhrif breyta afkomu átunnar - sem er undirstaða flestra okkar helstu nytjastofna. Fleiri rannsóknir voru gerðar um borð og við ætlum að forvitnast um þær og ferðina. Málfarsmínúta Brynhildur Pétursdóttir ritstjóri neytendablaðsins: Neytendaspjall um þá ákvörðun danskra stjórnvalda að hafa meira vistkerafæði, loftlagsvænt fæði, á boðstólnum í opinberum mötuneytum.
8/29/202255 minutes
Episode Artwork

Ljósleiðarar, kostnaður loftlagsaðgerða og örverur

Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur: verkefni um ljósleiðara á Vatnajökli sem er notaður sem jarðskjálftamælir. Ljósleiðarar liggja víða um land og milli landa. Það gæti verið tækifæri til jarðskjálftavöktunar á áður óþekktum skala. Sigurð Jóhannesson forstöðumann Hagfræðistofnunarinnar: Afhverju borgar það sig að rafvæða hafnir en ekki að niðurgreiða kaup á rafbílum? Hagfræðistofnun hefur gefið út skýrslu þar sem kostnaður og ábati af nokkrum helstu aðgerðum stjórnvalda í loftlagsmálum er metinn - og það kemur eitt og annað forvitnilegt í ljós. Dýraspjall (e) Guðný Vala Þorsteinsdóttir, örverusérfræðingur/ grjótætusérfræðingur/geimlíffræðingur kemur í dýraspjallið til okkar og segir frá hinum mögnuðu og lífseigu örverum.
8/26/202255 minutes
Episode Artwork

Viðhorf til aðgerða gegn loftlagsvá, sjáfvirkni matjurta, gosreglur

SIgrún Ólafsdóttir prófessor í félagsfræði og Sóllilja Bjarnadóttir doktorsnemi í félagsfræði: Við ætlum að skoða viðhorf Íslendinga til aðgerða í loftlagsmálum, hvað heldur almenningur að aðgerðirnar skili - er fólk almennt til í að fórna eigin hægindum og lífsstíl fyrir framtíð jarðar, treystum við stjórnmálum og stofnunum til að breyta rétt? Við ætlum líka að forvitnast um sjálfvirknivæðingu við ræktun matjurta. Sprotafyrirtækið Surova fékk á dögunum styrk úr Matvælasjóði til að fullgera tækni sem gerir slíka ræktun alsjálfvirka - allt frá sáningu til pakkningar. Tómas Helgi Hjartarson er framkvæmdastjóri Surova og hann segir okkur meira. Þó engin virkni sé á gosstöðvunum í Meradölum vilja margir berja nýja hraunið augum og leggja leið sína þangað. Og þrátt fyrir enga virkni eru ýmis tilmæli og reglur í gildi á svæðinu. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir okkur frá þeim. (891 7090) Svo fáum við umhverfispistil frá Stefáni Gíslasyni. Þ
8/25/202255 minutes
Episode Artwork

8/24/202255 minutes
Episode Artwork

Skólabyrjun, þurrkar, ruslarabb og utanvegaakstur

Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins: Skólarnir eru farnir af stað, grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar byrja lang flestir í þessari viku. Við ætlum að taka stöðuna svona í byrjun skólaárs með formanni kennarasambandsins, hvernig er með námskrána og prófin, verður hörð kjarabarátta, um hvað verður rifist innan skólakerfisins í ár, hvað ef covid fer aftur af stað, er lúsin mætt - það er af nógu að taka. Við höfum heyrt fréttir af miklum þurrkum í Evrópu þetta sumarið og raunar víða um heim. Hitabylgjur hafa verið tíðar og lítil úrkoma - nema þá úrhelli samhliða þrumuveðrum. Þetta veldur vitaskuld miklum vanda; neysluvatn verður af skornum skammti, vandamál við matvælaframleiðslu aukast og hætta á gróðureldum er gríðarleg. Og það er talað um að þurrkarnir nú stefni í að verða þeir mestu í 500 ár. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur ætlar að ræða þessi mál við okkur og líka aðgerðir kínverskra yfirvalda til að framkalla rigningu, en þar hafa sumstaðar verið miklir þurrkar. Ruslarabb Jón Garðar Helgason, formaður austurlandsdeildar 4x4 jeppaklúbbsins: félagar í honum gerðu sér ferð upp á Kverkfjallasvæði þar sem mikill utanvegaakstur hafði nýverið orðið og skilið eftir sig djúp og mikil sár í þessu viðkvæma eldfjalla landslagi. Jeppafólkið tók hrífurnar sínar og fór hamförum við að laga og við ætlum að heyra af ferðinni og ræða um viðhorf íslenskra eigenda risajeppa til utanvegaaksturs.
8/23/202255 minutes
Episode Artwork

Carbfix, metan, málfar og hvalir

Ólafur Teitur Guðnason samskiptastjóri Carbfix: Við ætlum að forvitnast um Carbfix verkefnið sem gengur út á að dæla niður koltvísýringi í jarðlögin. Verkefni sem hefur vakið heimsathygli. Og það er ýmislegt að frétta af Carbfix og margt í pípunum, bókstaflega. Nýlega fékkst risastyrkur til að þróa niðurdælingu á innfluttum koltvísýringi frá iðnaði erlendis. Það á að reisa miðstöð við Straumsvík. Við fáum líka að heyra af tilraunum með niðurdælingu á sjó í stað ferskvatns og fyrirhugaðri hlutafélagavæðingu Carbfix, sem er eigu Orkuveitunnar. Til okkar kemur Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Eftirspurn eftir metani hefur aukist töluvert þó minna fari fyrir metan á fólksbílum en sumir vonuðust eftir. Málfarsmínúta Eva Björk Káradóttir framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík: hvalir skipta máli, sérstaklega á Húsavík, en fjöldinn allur sem sækir þorpið heim til að skoða þá, bæði úti á flóa sem og í hvalasafninu: Hvernig hefur gengið að taka á móti fólki og hvað er það að sjá.
8/22/202255 minutes
Episode Artwork

Skógarnet, bambahús og illvígir apar

Það er alltaf að koma betur í ljós hvernig vistkerfi og lífverur í skógum tengjast, senda boð og virka sem heild. Sum ganga svo langt að telja slík kerfi hafa ákveðna greind til að bera. Að minnsta kosti eru flestir vísindamenn sammála um að undir yfirborðinu leynist afar umfangsmikið samspil lífvera - einskonar net, sem tengir saman lífverurnar í skóginum. Og þar gegna sveppir lykilhlutverki. Úlfur Óskarsson skógvísindamaður þekkir þessi mál vel. Við ætlum líka að forvitnast um svokölluð bambahús, sem eru gróðurhús, gerð úr stórum umbúðum fyrir vökva sem hingað er fluttur - aðallega í iðnaði hverskonar. Þessar umbúðir eru kallaðar bambar. Jón Hafþór Marteinsson hugvitsmaður hefur nýtt þessar umbúðir til að smíða úr þeim gróðurhús. Hann segir okkur allt um það. Í lok þáttar rifjum við upp frásögn Veru Ilugadóttur af óknyttaöpum á Indlandi, hún heimsótti Samfélagið í október árið 2018 og sagði frá öpum sem ollu miklum usla.
8/19/202255 minutes
Episode Artwork

Umhverfisstofnun, Grænland og ferðaþjónusta

Við ætlum að forvitnast um starfsemi Umhverfisstofnunar, sem er stór stofnun meða afar vítt starfssvið. Forstjórinn Sigrún Ágústsdóttir sest hjá okkur. Svo ætlum við að heyra fréttir frá Grænlandi. Af hreindýraveiðum, ferðaþjónustu, ráðstefnuhaldi og sterkasta manni Grænlands, svo eitthvað sé nefnt. Inga Dóra Guðmundsdóttir í Nuuk verður á línunni. Við veltum líka fyrir okkur ferðasumrinu 2022 hér á landi og hvernig haustið og veturinn líta út. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir okkur allt um það.
8/18/202255 minutes
Episode Artwork

Fardagar fugla, þjóðlegar deilur um hjónabandssælu og leðurblökur

Tómas Grétar Gunnarsson, vistfræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi: Fardagar fugla standa sem hæst, margar tegundir löngu búnar að hypja sig af landi burt, aðrar í startholunum - það er eftirsjá að þeim, þarna eru fuglar sem koma með vorið og sumarið til okkar, kyrja undir sólinni - og nú eru þeir að fara. En afhverju og hvert? Hvernig fór sumarið í ár með þá, og koma þeir ekki örugglega aftur? Jóna Símonía Bjarnadóttir: Jóna rekur ásamt vinkonum sínum kaffihúsið Þjóðlegt með kaffinu í félgasheimilinu í Ögri í Ísafjarðardjúpi. Og eins og gefið er til kynna er þjóðlegt meðlæti á boðstólnum. Rætt við Jónu um reksturinn og framleiðsluna og deilurnar um hjónabandssæluna. Hversu mikið af sultu, hvernig sultu, hversu stökk á hún að vera og hvernig munstur á að vera ofan á. Sitt sýnist hverjum og vinkonurnar skipa sér hvert í sitt horn þegar kemur að því hvernig hjónabandssælan á að vera - eins og Íslendingar allir að þvi er virðist. Endurfluttur pistill frá Ester Rut Unnsteinsdóttur spendýravistfræðingi um leðurblökur.
8/17/202255 minutes
Episode Artwork

Vöktunarreitir um land allt, konur í Afganistan, ljóðakeppni í talstöð

Rán Finnsdóttir líffræðingur er í Jökuldal, er þar að setja upp svokallaða vöktunarreiti, en tilgangur þeirra er að vakta ástand gróðurs og jarðvegs á Íslandi. Þeir verða þúsund talsins þessir reitir - og með tíma og tíma gefa þeir okkur ítarlegar upplýsingar um gróðurvistkerfi Íslands og landnýtingu. Stella Samúelsóttir framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi: Hvernig hefur staða kvenna í Afganistan breyst frá því talibanar tóku yfir stjórn landsins fyrir ári síðan. Endurfluttur pistill frá Fjallabaki, þar sem sagt er af ljóðakeppni sem er haldin öll kvöld í talstöðinni. Þátttakendur eru landverðir, skálaverðir, hálendisbjörgunarsveitarfólk og annað fjallafólk með aðgang að góðu radíói.
8/16/202255 minutes
Episode Artwork

Þjóðkirkjan og hinsegin fólk, grænmetisbændur og hænusagnfræði

Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður Samtakanna '78 og Hildur Björk Hörpudóttur sóknarprestur í Reykholti: Verkefnið Ein saga, eitt skref er samvinnuverkefni Þjóðkirkjunnar og Samtakanna '78 sem miðar að því að skoða sögur af misrétti gagnvart hinsegin fólki í kirkjunni. Vefsíða verkefnisins verður formlega opnuð á viðburði í Skálholti 25. júní. Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna: Um miðjan júní var kynnt skýrsla Spretthópsins svokallaða, en þar er alvarleg staða matvælaframleiðslu í landinu skoðuð. Hver er afstaða grænmetisbænda? Tvær nýjar rannsóknir gjörbylta skilningi okkar á sögu hænunnar. Svo segja altjént vísindamennirnir sem að þeim stóðu, en þessar rannsóknir birtust í mætum vísindaritum í byrjun mánaðar. En hver er skilningur okkar á sögu hænunnar, hversu lengi hefur þessi góði fugl fylgt mannkyninu?
6/24/202255 minutes
Episode Artwork

Pikkolo, Jónsmessunæturganga, sprittkerti og sjálfbærni

Ragna Margrét Guðmundsdóttir frumkvöðull: Pikkolo er verkefni sem snýst um að koma upp afhendingarstöðvum við stóra vinnustaði og í hverfum borgarinnar, þangað sem fólk getur sótt matvörur sem það kaupir á netinu. Prófanir eru í gangi þessa dagana og fyrsta stöðin verður opnuð með haustinu. Skúli Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar: Það er mikið um að vera hjá Útivist í tengslum við Jónsmessunótt, meðal annars Jónsmessunæturganga á Fimmvörðuháls. Skúli segir frá sumrinu hjá Útivist. Ruslarabb um sprittkerti. Hafdís Hanna Ægisdóttir flytur umhverfispistil um sjálfbærni.
6/23/202255 minutes
Episode Artwork

Gott gras, matartúrismi, málfar og áhrif streitu á ónæmiskerfið

Guðni Þorvaldsson. jarðræktarfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands: Hvernig vita bændur hvenær grasið er tilbúið fyrir slátt? Hvað gerir gott hey? Hvað gerir góð tún? Hvernig ræktar fólk gott gras? Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir: Guðný gerði meistarverkefni um matartúrisma og matarferðalög á Íslandi og rannsakaði upplifun ferðamanna og fann meðal annars út hvaða sóknarfæri liggja í þessari tegund ferðamennsku. Málfarsmínúta Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur: Áhrif streitu á ónæmiskerfið.
6/22/202255 minutes
Episode Artwork

Kolefnisfótspor fisks, lekahljóð í lögnum, einnota hanskar og umhverfi

Helga Jóhanna Bjarnadóttir sviðstjóri hjá Eflu: Hvaða fiskur er með mesta kolefnisfótsporið og hvað veldur? Er hægt að draga úr mengun þegar kemur að fiskveiðum- og fiskeldi? Rætt um kolefnisfótspor matvæla. Olgeir Gunnsteinsson sérfræðingur í lekaleit hjá Veitum: Hvaða dulurfulla hljóð er þetta? Hvaðan kemur það og hvað þýðir það? Ef eitthvað? Við komumst að því síðar í þættinum. Ruslarabb um einnota hanska Páll Líndal umhverfissálfræðingur með pistil.
6/21/202257 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Gervigreindarkennsla, flug, lömb, málfar og safnaheimsókn

Þórður Víkingur Friðgeirsson og Helgi Þór Ingason úr Háskólanum í Reykjavík: Við forvitnumst um gervigreind í þætti dagsins og hvernig má nýta þá ört vaxandi tækni í kennslu. Hingað koma lektor og prófessor við HR sem vinna nú að rannsóknum á því hvernig má innleiða gervigreind til að kenna verkefnastjórnun. Einar Bjarni Einarsson lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum: hvað á að gera þegar flugi er seinkað eða því aflýst? Tiltölulega einfalt á að vera að sækja bætur án kostnaðar - þó það blasi ekkert endilega við þegar litið er á upplýsingar hjá flugrekstarfélögunum Ragnar Þorsteinsson í Sýrnesi, sauðfjárbóndi og lambaljósmyndari: listin að mynda lömb Málfarsmínúta Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV kemur með gamla klippu úr safni útvarpsins. Í mörg ár var Búnaðamannafélag Íslands með dagskrá í útvarpi tileinkaða Jónsmessunni. Þátturinn hét Jónsmessuhátíð bænda og var oft með nokkuð hátíðlegum blæ. Við ætlum að heimsækja bæinn Hrafnkellsstaði í Hrunamannahreppi þar sem Helgi Haraldsson heiðursfélagi í búnaðamannafélagi íslands ? sauðfjárbóndi alla ævi, fæddur undir lok þarsíðustu aldar segir frá.
6/20/202255 minutes
Episode Artwork

Líkami fyrir vísindi, verndarsvæði i hafi, spreybrúsar og umhverfismál

Pétur Henry Petersen, prófessor í taugalíffærafræði við Háskóla Íslands: Í vísindaspjalli hér í Samfélaginu á dögunum sagði hún frá erlendri rannsókn á parkinsonsjúkdóminum þar sem til rannsóknar voru heilar sem fólk hafði gefið til rannsókna að sér látnu. Við fórum að velta fyrir okkur hvort þetta væri hægt hér; þ.e.a.s. að gefa líkama sinn og líffæri í þágu vísindanna. Pétur Henry ætlar að ræða við okkur aðeins um hvernig rannsóknum á líffærum, vefjum og lífsýnum er háttað og ætli við spyrjum hann ekki líka sérstaklega út í mannsheilann sem er hans sérsvið. Evelyn Bunter: Við skoðum áfram áhugaverð lokaverkefni í háskóla og að þessu sinni kíkjum við á meistaraverkefni í umhverfis? og auðlindafræði við HÍ um verndarsvæðin í hafi við Ísland. Evelyn, sem vann verkefnið varð afar hissa þegar hún kafaði ofan í málið og áttaði sig á hversu lítið af hafsvæði Íslands er undir formlegri vernd. Ísland er langt frá því að standa við sínar skuldbindingar tengdum þróunarmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna. Evelyn segir okkur betur frá stöðunni í þættinum, hvers vegna vernda þurfi hafið, hvað felist í því og hvað sé mögulega að koma í veg fyrir að það sér gert. Ruslarabb um spreybrúsa. Stefán Gíslason með umhverfispistil.
6/16/202255 minutes
Episode Artwork

Rafvæðing hafna, þolendur vændi, loftlagsblekkingar og d-vítamín

Við ræðum aðeins um rafvæðingu hafna á eftir. Nýtt háspennu-landtengingarkerfi var tekið í notkun á tveimur stærstu hafnarbökkunum í Hafnarfjarðarhöfn á sjómannadaginn og fyrsta farþegaskipið landtengt. Áður hafði togarinn Baldvin Njálsson verið tengdur við þetta nýja kerfi. Þau skip sem geta tengst með þessum hætt sleppa við að brenna olíu, með tilheyrandi útblæstri, mengun og hávaða. Í ræðum þetta við Lúðvík Geirsson hafnarstjóra - á hafnarbakkanum. VIð ætlum svo að ræða við Önnu Þóru kristinsdóttur sálfræðing og ráðgjafa hjá stígamótum en hún leiðir þar hóp fólks sem eru þolendur vændis - en nývereið kom ??ut bókin venjulegar konur í vændi á íslnadi sem veitir einstaka innsýn í þeirra upplifanir Óhætt er að segja að ungir umhverfissinnar séu verulega óánægðir með íslensk stjórnvöld, ekki aðeins tóku þau í gær þátt ásamt fleiri náttúruverndarhópum að mótmæla rammaáætlun og færslu náttúrugersema úr verndarflokki í biðflokk - heldur gefa þau stjórnvöldum algera falleinkun þegar kemur að loftlagsmálunum og segja þau blekkja og beita villandi aðferðum tengdum loftlagsmarkmiðum Íslands - við fáum að vita meira af því í þætti dagsins þegar rætt verður við Finn Ricart Andrason. Málfarsmínútan verður á sínum stað og Edda Olgudóttir kemur í lok þáttar - hún ætlar að tala um D-vítamín.
6/15/202255 minutes
Episode Artwork

Hliðarvindur beislaður, í liði með náttúrunni, klósetthreinsir

Hjónin Óskar Svavarsson og María Kristín Þrastardóttir reka nýsköpunarfyrirtækið Sidewind sem vinnur nú að þróun á búnaði sem framleiðir raforku með því að beisla hliðarvind á stórum flutningaskipum og framleiða rafmagn. Þau ætla að segja okkur betur frá þessu hér rétt á eftir. Eru Íslendingar náttúrubörn? Eða erum við orðin fullkomlega aftengd henni vegna tækniframfara og ofurtrúar á eigin getu, við höfum jú tekið náttúruna nánast alfarið í okkar þjónustu. Hvernig fæst mannskepnan til að vera í liði með náttúrunni - er hægt að snúa aftengingunni við? Þetta er stórar spurningar sem Skúli Skúlason prófessor í vist- og þróunarfræði við háskólann á hólum og náttúruminjasafn Íslands fær að svara. Brynhildur Pétursdóttir ritstjóri Neytendablaðsins: innihaldsefni morgunkorns, eins og kókó puffs hafa orðið til þess að það var tekið af markaði hér á landi og víðar - en sneri svo aftur og þá uppfull af hverju? Við förum líka yfir könnun á gæðum klósetthreinsa - þeir skipta máli, þurfa að virka, annars er maður bara að sturta peningum niður klósettið.
6/14/202255 minutes
Episode Artwork

Áhrif stærsta fíkniefnamálsins, Guðmundur Felix, málfar og kreditkort

Víðir Sigrúnarson yfirlæknir á Vogi: Nýverið var sagt frá stærsta fíkniefnamáli Íslands þegar lögreglan haldlagði fíkniefni og efni til framleiðslu þeirra að verðmæti hátt í 2 miljarða króna. Við ætlum að reyna að átta okkur á þýðingu þessarar lögregluaðgerðar á undirheimana á Íslandi, er þetta skellur fyrir hagkerfið sem þar ræður ríkjum, breytir þetta einhverju um framboð og eftirspurn, fælir þetta frá glæpamenn sem framleiða og selja eiturlyf, og hvað þýðir þetta fyrir þau sem eru háð efnum, fólk með fíknisjúkdóma? Fyrir 24 árum lenti Guðmundur Felix Grétarsson í mjög alvarlegu slysi þegar hann var að vinna við háspennulínu. Hann hlaut marga alvarlega áverka og missti báða handleggi. Hlustendur þekkja þessa sögu, enda hefur þjóðin fylgst með Guðmundi og ótrúlegri þrautseigju hans í gegnum árin og ekki síst frá árinu 2013 þegar hann flutti til Frakklands með það markmið að fá grædda á sig handleggi. Fyrir um einu og hálfu ári undirgekkst hann svo gríðarlega flókna aðgerð sem þykir hafa heppnast með ólíkindum vel. Guðmundur er á Íslandi í stuttri heimsókn þar sem hann talar á læknaráðstefnu í Hörpu í dag og við ætlum að ræða við hann hér rétt á eftir. Málfarsmínúta og ruslarabb eru svo á sínum stað
6/13/202255 minutes
Episode Artwork

Veiðar með ljós, grænkerar og spretthópur, Jón Björnsson og málfar

Halla Jónsdóttir stofnandi Optitog: Veiðar með ljósi er nýsköpun sem felst í því að botnvörpur eru notaðar til veiða en ekki dregnar eftir botninum heldur ljós þess í stað notað til að reka fiskinn, í þessu tilviki rækju, inn í nótina. Þetta þýðir umhverfisvænni veiðar, bæði fyrir hafsbotn sem og í eldsneyti skipa. Halla segir okkur frá hugmyndinni. Valgerður Árnadóttir formaður Grænkera: Grænkerar hafa ýmislegt við tillögur spretthóps landbúnaðarráðherra að athuga. Jón Björnsson var pistlahöfundur í Samfélaginu um árabil. Hann hefur nú komið pistlum sínum á aðgengilegt form hjá hljóðbókasafninu Málfarsmínúta
6/10/202255 minutes
Episode Artwork

Mengandi mannvirki, sjálfbærniskýrsla og sparnaður til efri áranna

Sigríður Ósk Bjarnadóttir dósent við Háskóla Íslands í umhverfis- og byggingaverkfræði: Það er talið að mannvirkjageirinn losi um 30-40% gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Hér á landi hefur Mannvirkjastofnun metið það sem svo að árleg losun bygginga reiknað í koltvísýringsígildum, sé um 360 þúsund tonn. Í dag var kynntur vegvísir eða aðgerðaáætlun til að draga úr losun í byggingariðnaði. Sigríður fór yfir tillögurnar og aðgerðirnar sem koma þar fram. Reynir Smári Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar hvatningarverðlauna um sjálfbærniskýrslu ársins 2022 og Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu- miðstöð um sjálfbærni: Sjálfbærniskýrsla ársins var valin í vikunni en fyrirtæki, stofnanir, lífeyrissjóðir og sveitarfélög gefa frá sér upplýsingar sem snúa að sjálfbærni á ábyrgan og gagnsæjan hátt, þannig að almenningur og markaðurinn hafi tök á að vera upplýstur um þá aðila sem þau eiga viðskipti við á einn eða annan hátt. Úlf Níelsson prófessor í Viðskiptafræði: Fólki eldra en 65 ára hér á landi hefur fjölgað um 70% frá aldamótum og sú þróun mun halda áfram. Þá er mikilvægt að huga að sparnaði til efri áranna - þar eru líffeyrissjóðir vissulega í lykilhlutverki en hvað annað er mikilvægt að hafa í huga og eru Íslendingar almennt í aðstöðu til að leggja fyrir og búa sig undir gott líf eftir vinnu? Úlf hefur rannsakað þessi mál og borið Ísland saman við önnur lönd.
6/9/202255 minutes
Episode Artwork

Umhverfismál í borginni, kyn og vinnustaðir, málfar og Parkinson

Nýr meirihluti er tekinn við í Reykjavíkurborg með nýjan sáttmála um verkefni næsta kjörtímabils. Þar er meðal annars nokkuð rætt um umhverfis- og loftslagsmál. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata og formaður Umhverfis- og skipulagsráðs. Niðurstöður nýrrar könnunar gefa til kynna að enn vanti töluvert upp á í jafnréttismálum á vinnustöðum. Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir sér um málfarsmínútuna. Edda Olgudóttir segir frá nýjum rannsóknum á orsökum Parkinsonsjúkdómsins.
6/8/202255 minutes
Episode Artwork

Gæludýr frá Úkraínu, stafræn menning, snakkpokar og veður

Matvælaráðherra heimilaði innflutning á gæludýrum fólks á flótta undan stríðinu í Úkraínu í mars og nú tekur Matvælastofnun við umsóknum frá þeim sem vilja koma með gæludýr frá Úkraínu til Íslands. Hrund Hólm deildarstjóri hjá MAST. Hvernig er hægt að nýta stafræna tækni til miðlunar, skráningar og varðveislu menningararfsins? Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður Gunnarsstofnunar skipuleggur málþing um stafrænan menningararf. Eiríkur Örn Þorsteinsson hjá Sorpu segir okkur hvert við eigum að fleygja snakkpokunum í ruslarabbi dagsins. Páll Líndal umhverfissálfræðingur flytur okkur pistil um áhrif veðurs á sálarlífið.
6/7/202255 minutes
Episode Artwork

Fagurfræði keppnisbúninga, skipulag sumarfrís, málfar og hljóðheimur

Sitt sýnist hverjum um nýjan keppningsbúning sem Knattspyrnusamband Íslands kynnti á dögunum. Viðbrögð netverja voru flest afar neikvæð. En það er eitt að hafa skoðun á hlutunum og annað að hafa vit á þeim, og hér í Samfélaginu tökum við slíka hluti alvarlega og ákváðum að komast til botns í þessu máli. Í þættinum í dag fáum við því til okkar þá Guðmund Jörundsson fatahönnuð og Einar Örn Jónsson íþróttafréttamann til að fara í saumana á nýju treyjunni. VIð hugum líka að öðru: Skólaslit eru á næsta leiti, ferðatakmörkunum hefur verið aflétt og góða veðrið þegar látið gert vart við sig. Það er kominn tími á sumarfrí en áður en lagt er af stað er að mörgu að huga. Snorri Rafn Hallsson tók upp símann og kannaði hvernig fara skal að til að gera fríið sem best - og ræddi við fjölda sérfræðinga sem gefa okkur mörg góð ráð - Rætt er við Svölu Guðmundsdóttur, Ragnheiði Kristínu Björnsdóttur, Maríu Björg Tamimi, Villa Goða og Tómas Ævar Ólafsson. Málfarsmínútan Edda Elísabet Magnúsdóttir aðjúnkt í líffræði við HÍ með pistil um hljóðheim Norðurskautsins.
6/3/202255 minutes
Episode Artwork

Nýstúdentar, orkuleki og axlarmeiðsl, ruslarabb og taugatækni

Mímir Mixa og Bryndís Ásta Magnúsdóttir nýstúdentar: Rætt við Mími og Bryndísi um menntaskólaárin, covidáhrifin á nám og félagslíf og hvernig framtíðin horfi við þeim. Kári Árnason sjúkraþjálfari og doktorsnemi: Kári segir frá rannsókn sinni á tengslum axlarmeiðsla við svokallaðann orkuleka í neðri hluta líkama, en hann rannsakar hvernig þetta hefur áhrif á íþróttafólk, sérstaklega í kastíþróttum eins og handbolta. Ruslarabb um túss- og blekpenna Ragnhildur Helgadóttir rektor HR: Taugatækni, hvað er það og hvernig ætlar HR að nota sér fagið innan sinnar kennslu og starfsemi.
6/2/202255 minutes
Episode Artwork

Mannfjöldi og fæðingartíðni, lestur barna, málfar og microRNA

Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í félagssögu: Árið 2021 fæddust tæplega 5000 börn hér á landi. Sá fjöldi hefur ekki verið hærri í áratug en engu að síður fer fæðingartíðni lækkandi. Konur á Íslandi eignast færri börn og seinna en áður fyrr. Ólöf rýnir í tölurnar og segir okkur ýmislegt um mannfjöldarannsóknir og fólksfjölgun í víðu samhengi. Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari: Fjallað um lestur og lesskilning, áskoranir, hindranir og sigra, en Rakel þekkir af eigin raun úr sínum störfum hvað við stöndum frammi fyrir í þessum efnum. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir í vísindaspjalli um micro RNA
6/1/202255 minutes
Episode Artwork

Móttaka flóttafólks, fjártækniklasinn, unglingamál

Gylfi Þór Þorsteinnsson aðgerðarstjóri fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu: Heimsókn í móttökumiðstöð flóttafólks í Reykjavík. Rætt við Gylfa um bresti, áskoranir og vandamál sem hafa komið upp við móttökuna sem og ávinning og gengi. Nýsköpunarsamfélagið á Íslandi er í hraðri þróun og hinir ýmsu klasar hafa verið settir á laggirnar. Fyrir tæpum fjórum árum bættist Fjártækniklasinn í hópinn. Spjallað við Gunnlaug Jónsson, framkvæmdastjóra Fjártækniklasans og fræðst um fjártækni og starfsemi klasans. Anna Sigríður Þráinsdóttir í málfarsspjalli um unglingamál, eðli þess og réttmæti.
5/31/202255 minutes
Episode Artwork

Utanvegaakstur og auglýsingar, hnippingar, málfar og verðmerkingar

Davið Arnar Stefánsson, sérfræðingur hjá Landgræðslunni: Stuðla auglýsingar þar sem bílum er keyrt utan vega og ofan í ár að því að fólk geri slíkt í raun og veru? Landgræðslan hefur um árabil gagnrýnt það hvernig íslensk náttúra birtist sem svæði sem má gera hvað sem er á í hverskyns auglýsingum og kynningarefni - við skoðun tengingunum þarna á milli og veltum því upp hvort og þá hverju væri hægt að breyta. Rannsóknir hafa sýnt að þegar kemur að vali á sjálfbærum og umhverfisvænum vörum er kauphegðun okkar Íslendinga ekki alltaf í samræmi við yfirlýst viðhorf okkar. Snorri Rafn Hallsson tók Dóru Sóldísi Ásmundardóttur, verðandi umhverfis- og auðlindafræðing tali og fræddist um hvernig hnippingar geta hjálpað okkur að taka betri ákvarðanir og hvernig matvöruverslanir geta lagt sitt á vogarskálarnar. Málfarsmínúta á sínum stað. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir sá um. Rætt við Einar Bjarni Einarsson lögfræðingur Neytendasamtakanna: Fjallað um verðmerkingar, en tvö mál hafa verið tekin fyrir og úrskurðað í þar sem seljandi og kaupandi tókust á um verðmerkingar. Hvenær stendur gefið verð og hvenær ekki?
5/30/202255 minutes
Episode Artwork

Óvinir meindýra, neðansjávardýr, málfar, rusl og trjáskortur

Brynja Hrafnkelsdóttir skordýrafræðingur hjá Skógræktinni: náttúrulegir óvinir meindýra, hverjir eru þeir og hvað gera þeir. Á að eitra og úða í görðum? Hrönn Egilsdóttir sviðstjóri og sjávarvistfræðingur hjá Hafró: dýraspjallið í dag tekur okkur neðansjávar þar sem við veltum fyrir okkur ótrúlegum dýrum sem þar búa. Ruslarabbið fjallar um hvað eigi að gera við ónýt kort, eins og kreditkort. Málfarsmínúta Endurflutt: Það er mikil eftirspurn eftir trjám til gróðursetningar og útlit fyrir að það vanti mjög mikið af plöntum á næstunni í þau mörgu skógræktarverkefni sem liggur fyrir að ráðist verði í. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri.
5/27/202255 minutes
Episode Artwork

Þurrmjólkurþurrð, Íris, málfar og apabóla

Mikill skortur á þurrmjólk fyrir ungabörn er orðinn að stóru og aðkallandi vandamáli í Bandaríkjunum. Birna Anna Björnsdóttir rithöfundur í New York hefur fylgst vel með þessu máli. Farice er félag í eigu ríkisins sem rekur gagnaflutningakerfin til og frá landinu um tvo sæstrengi; Farice og Danice. Nú er sá þriðji; Íris, að bætast við en lagning hans hófst fyrr í vikunni. Þorvarður Sveinsson, framkvæmdastjóri Farice. Málfarsmínútan verður á sínum stað í umsjón Guðrúnar Línberg Guðjónsdóttur. Edda Olgudóttir fjallar um apabólu.
5/25/202255 minutes
Episode Artwork

Trjáskortur, hamingja, reiðhjólauppboð, ruslarabb og blá svæði

Það er mikil eftirspurn eftir trjám til gróðursetningar og útlit fyrir að það vanti mjög mikið af plöntum á næstunni í þau mörgu skógræktarverkefni sem liggur fyrir að ráðist verði í. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri. Ný meistararannsókn nema í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands leiddi í ljós að einmanaleiki og hamingja eykst með hækkandi aldri. Þröstur Hjálmarsson. Reiðhjólauppboð Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu er fastur liður og fer fram á netinu. Þórir Ingvarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hvað eigum við að gera við tóm pilluspjöld? Eiríkur Örn Þorsteinsson hjá Sorpu svarar því. Páll Líndal umhverfissálfræðingur fjallar um blá svæði.
5/24/202255 minutes
Episode Artwork

Aðstandendur í ofbeldi, Hringrásarsafnið, málfar og H-dagurinn

Diljá Ámundadóttir, sálgætir: Mörg finna sig í mikill klemmu þegar einhver þeim tengdur er ásakaður um ofbeldi, eða þegar einhver nákominn verður fyrir ofbeldi. Það myndast togstreita, á að taka afstöðu, sýna hlutekningu og hvernig þá? Er kannski betra að segja ekkert, þagga niður og þegja, láta eins ekkert hafi gerst? Hvað er meðvirkni og hvað er stuðningur? Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir deildarstjóri: Heimsókn í Borgarbókasafnið í Grófarhúsinu í Reykjavík þar sem komið hefur verið upp Hringrásarsafni - en þar má t.d. fá lánaðan myndvarpa, heftibyssu, háþrýstidælu, borvél, garðverkfæri, útilegudót? ísvél. Hringrásarsafnið er tilraunaverkefni í samstarfi við Munasafnið RVK Tool Library. Við skoðum þetta á eftir og forvitnumst líka um fyrirhugaðar breytingar á Grófarhúsinu. Málfarsmínúta úr smiðju Guðrúnar Línberg Guðjónsdóttur. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV: litið aftur til ársins 1968, til H dagsins svokallaða - þegar umferð á Íslandi var færð af vinstri akgrein yfir á þá hægri og fréttafólk útvarpsins fylgdist vel með þessum sögulega atburði.
5/23/202255 minutes
Episode Artwork

Enginn rekaviður, stef, málfar og dýraspjall

Ólafur Eggertsson sérfræðingur hjá Skógræktinni: Enginn rekaviður á Íslandi eftir 2060. Andri Freyr Viðarsson dagskrárgerðarmaður og Sigurður Gunnarsson tónlistarstjóri: stef og hljóðheimur í fjölmiðlum. Kristinn Haukur Skarphéðinsson hjá Náttúrufræðistofnun Íslands: Dýraspjall um arnarflug og leit.
5/20/202255 minutes
Episode Artwork

Tæknifrjóvgun, land í fóstur, gluggaumslög og innkaupareglur

Nú hefur verið lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum sem er ætlað að einfalda regluverkið í kringum tæknifrjóvgun. Það er Hildur Sverrisdóttir sem er fyrstu flutningsmaður þessa frumvarps, en með henni eru þingmenn úr öllum flokkum. Hildur ætlar að segja okkur meira frá þessu. Atli Jósefsson lífeðlisfræðingur: Atli ættleiddi land, stundar semsagt jarðrækt á skika á mosfellsheiði, skika sem hann á ekki sjálfur, en með leyfi landeiganda vinnur hann þar að því að endurheimta vistkerfi fyrri tíma, þetta segist hann gera í einhverskonar miðaldrakrisu - en þó aðallega af virðingu og þakklæti til náttúrunnar. Ruslarabbið í dag er um gluggaumslög Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingur er með umhverfispistil.
5/19/202255 minutes
Episode Artwork

Skólamál, krabbameinsáætlun, fleirtala, kassakvittanir og bakteríur

Nemendur eru þessa dagana að klára önnina og þreyta próf, þó þau séu reyndar á undanhaldi í grunnskólum. Rætt við tvo kennara: Björn Kristjánsson og Huldu Dögg Proppé. Við heimsækjum Krabbameinsfélagið og tölum um krabbameinsáætlun sem er í gildi til ársins 2030. Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri. Eiríkur Örn Þorsteinsson hjá Sorpu fjallar um hvernig maður á að losa sig við kassakvittanir. Þær eiga ekki að fara í pappírstunnuna. Í málfarsmínútu dagsins fjallar Guðrún Línberg Guðjónsdóttir um fleirtöluorð. Edda Olgudóttir fjallar um bakteríur og sýklalyfjaónæmi.
5/18/202255 minutes
Episode Artwork

Manngerðir skjálftar, Grasagarðurinn, pítsukassar og kynhlutlaust mál

Hvaða umsvif fólks geta leyst úr læðingi jarðskjálfta? Sigríður Kristjánsdóttir jarðskjálftafræðingur. Við heimsækjum Grasagarðinn á þessum fallega vordegi. Björk Þorleifsdóttir verkefnastjóri fræðslu og miðlunar í Grasagarðinum. Hvað eigum við að gera við olímettaða pítsukassa ef við viljum vera dugleg að endurvinna? Eiríkur Örn Þorsteinsson hjá Sorpu. Kynhlutlaust mál er til umræðu í málfarsspjalli dagsins. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
5/17/202255 minutes
Episode Artwork

Netsvik, fuglar og kettir, málfar og neytendamál

Brynja María Ólafsdóttir í Regluvörslu Landsbankans ræðir um algengar aðferðir til netsvika og hvernig má varast þær. Anna María Lind Geirsdóttir, Fuglavernd: kettir og fuglar búa í borgum mannanna, heitfeng umræða er um hvað eigi að gera til að stemma stigu við veiðum katta. Á að leysa þetta og hvernig? Málfarsmínúta Brynhildur Pétursdóttir ritstjóri neytendablaðsins: fjallar um áskriftir sem ekki er hægt að segja upp og falsaðar umsagnir.
5/16/202255 minutes
Episode Artwork

Mold, Oddarannsókn, málfar, rusl og plöntur

Hvað er mold? Er mold bara mold? Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur. Við fornleifarannsóknir við Odda á Rangárvöllum hafa meðal annars fundist manngerðir hellar. Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur stjórnar rannsókninni. Málfarsmínúta. Umsjón: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir Ruslarabb við Eirík Örn Þorsteinsson hjá Sorpu. Pawel Wasowicz plöntufræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands fræðir okkur um plöntur.
5/13/202255 minutes
Episode Artwork

Áreitni við störf, Súrefni, ruslarabb og rautt kjöt

Fiskistofa og Matvælastofnun hafa leitað til lögreglu vegna mála þar sem veist er að þeirra fólki við störf með ofbeldi og áreitni. Hvað er til ráða hjá fyrirtækjum og stofnunum sem lenda í slíku? Rætt við Fríðu Ólafsdóttur og Söru Hlín Hálfdánardóttur, sérfræðinga hjá Vinnueftirlitinu. Súrefni er eitt af þeim fyrirtækjum sem býður upp á leiðir til kolefnisjöfnunar. Rætt við Aríel Jóhann Árnason og Egil Örn Magnússon. Eiríkur Þorsteinsson hjá Sorpu mætir í ruslarabb. Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur flytur pistil um rautt kjöt.
5/12/202255 minutes
Episode Artwork

Reykjanesskjálftar, náms- og starfsráðgjöf, málfar og vísindaspjall

Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur: Reykjanesskaginn skelfur og skelfur. Hvers vegna og hvað er að gerast í iðrum jarðar þar? Annað gos á leiðinni? María Dóra Björnsdóttir deildartjóri náms- og starfsráðgjafar HÍ og Jónína Ólafsdóttir Kárdal formaður félags starfs- og námsráðgjafa: Prófatíð er í gangi og margir farnir að huga að framtíðinni, hvort sem er í atvinnulífinu eða í námi. Þar koma náms- og starfsráðgjafar sterkir inn. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir, vísindaspjall: gen sem vekur vonir um meðferð við heyrnarskerðingu.
5/11/202255 minutes
Episode Artwork

Orkuskipti, jarðvarmi, ráðgáta, rusl og umhverfissálfræði

Sigurður Ingi Friðleifsson sviðstjóri Orkuseturs: markmið stjórnvalda í orkuskiptum og staðan almennt í þeim málum. Dagný Jónsdóttir hjá HS Orku og Kolbrún Ragna Ragnarsdóttir hjá Orku náttúrunnar: nýsköpun og fjölnýting við virkjun jarðvarma. Ráðgátan um fæturnar sem skolaði á land Ruslarabb Pistill frá Páli Líndal
5/10/202255 minutes
Episode Artwork

Samorkuþing, málfar og tvöþúsundvandinn

Samfélagið sendir meðal annars út frá Hofi á Akureyri þar sem fram fer fjölmenn ráðstefna Samorku, Samorkuþing. Þar hittast fulltrúar félaga og fyrirtækja í orkugeiranum og veitustarfsemi og skiptast á skoðunum og upplýsingum. Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku og Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri í Hofi ræða um þingið og tilgang þess. Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir frá framtíðarsýn Landsvirkjunar Sunna Mjöll Sverrisdóttir sérfræðingur í hitaveitu hjá Veitum lýsir áskorunum tengdum þéttingu byggðar og uppbyggingu íbúðarsvæða. Málfarsmínúta Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV: Flutt veðrur innslag frá árinu 1998 um tvöþúsundvandann sem margir sem óttuðust á sínum tíma, mikil óvissa var tengd hvernig tölvukerfi tækju við aldamótunum og ráðstafanir voru töluverðar.
5/9/202255 minutes
Episode Artwork

Leifur Hauksson kvaddur

Leifur Hauksson, útvarpsmaður, sem hafði umsjón með samfélaginu í áraraðir verður í dag borinn til grafar. Hann lést 22. apríl. Síðari hluti þáttarins er helgaður minningu hans. Rætt við Hrafnhildi Halldórsdóttur, Magnús R. Einarsson, Stefán Jón Hafstein, Þóru Arnórsdóttur, Þórhildi Ólafsdóttur, Lísu Pálsdóttur, Veru Illugadóttur og Björn Þór Sigbjörnsson. Við heyrum eina málfarsmínútu í umsjón Guðrúnar Línberg Guðjónsdóttur. Ruslarabb - Eiríkur Örn Þorsteinsson hjá Sorpu. Við heimsækjum seglskútu í Gautaborg í Svíþjóð , en um borð í henni á heima íslenskur verkfræðinemi, Karl Birkir Flosason. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir ræðir við hann.
5/6/202255 minutes
Episode Artwork

Ábyrg ferðaþjónusta, leitað að hrosshaus, lífplasthúð

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans: Það er í mörg horn að líta í ferðaþjónustu hér á landi nú þegar heimsfaraldrinum er lokið og tími til kominn að taka á nýjan leik á móti þeim aragrúa ferðamanna sem hingað leggja leið sína. Ferðaklasinn er vettvangur sem leitast við að tengja fólk og fyrirtæki í ferðaþjónustu og þar á bæ er mikið hugsað um það sem kallað er ábyrg ferðaþjónusta. Nágrannaerjur á Kjalarnesi hafa vakið athygli meðal annars vegna þess að þar kom fyrirbærið níðstöng við sögu. Níðstöng er semsagt tréstöng með afskornum hrosshaus á toppnum og á að kasta bölvun yfir þau sem hún er reist gegn. En - hvernig reddar maður hrosshaus? Þessi spurning sótti svo á okkur umsjónarfólk Samfélagsins að við ákváðum að hringja nokkur símtöl og athuga hvort við gætum fundið út úr þessu. Julie Encausse, framkvæmdastjóri Marea og Svavar Halldórsson, markaðsstjóri Algalífs: Lífplasthúð úr þörungahrati - hvað í ósköpunum er það? Og hvernig nýtist hún til að draga úr plastnotkun, minnka matarsóun og auka geymsluþol matvæla?
5/5/202254 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Loftlagsmót, gróðureldar og slökkviliðsfólk, málfar og hamfaraldrar

Samfélagið kíkti á loftlagsmót á Grand Hótel og forvitnaðist um hvað þar fór fram. Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu: gróðureldar, viðbúnaður við þeim og staða slökkviliðsfólks. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir: vísindaspjall um hvernig hamfarahlýnun eykur líkurnar á fleiri heimsfaröldrum.
5/4/202255 minutes
Episode Artwork

Rannsókn á gróðureldum, tölvuleikur, ruslarabb og spjalla um slettur

Þröstur Þorsteinsson prófessor í umhverfis- og auðlindaverkfræði HÍ rannsakar gróðurelda á Íslandi, hættuna á þeim, útbreiðslu og viðbrögð. Brynja Ingadóttir dósent í hjúkrunarfræðingTölvuleikur til að undirbúa börn fyrir svæfingu eða aðgerð á spítala Ruslarabb um kertavax Málfarsspjall um slettur, Anna Sigríður Þráinsdóttir
5/3/202255 minutes
Episode Artwork

Hafréttur og hækkandi sjávarborð, veiðikort, málfar og neytendaaðstoð

Hvaða áhrif hefur það á tilkall ríkis til hafsvæðis þegar yfirborð sjávar hækkar og landsvæði færist á kaf? Dr. Snjólaug Árnadóttir lektor við Háskólann í Reykjavík. Veiðikortakerfið íslenska er 25 ára um þessar mundir - Áki Ármann Jónsson formaður Skotvís. Málfarsmínútan - Guðrún Línberg Guðjónsdóttir. Evrópska neytendaaðstoðin veitir hollráð á ferðalögum erlendis - Ívar Halldórss stjórnandi evrópsku neytendaaðstoðarinnar.
5/2/202255 minutes
Episode Artwork

Börn og netið, Ásdís Thoroddsen, málfarsmínúta og verndun villtra dýra

Umboðsmaður barna kynnti í morgun nýjar leiðbeiningar til foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi sem varða netið, samfélagsmiðla og börn - Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Þrjátíu ár eru nú síðan kvikmyndin Ingaló var frumsýnd - Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður segir frá myndinni og heimildamyndum sem hún hefur gert síðan. Málfarsmínúta - Guðrún Línberg Guðjónsdóttir. Dýraspjall um verndun villtra dýra á Íslandi - Snorri Sigurðsson sviðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
4/29/202255 minutes
Episode Artwork

Bændablaðið, inngilding, lífrænn úrgangur og ruslarabb

Bændablaðið nýtur mikilla vinsælda og er dreift víða. Nýr ritstjóri tekur við blaðinu 1. júní - Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri. Inngilding er þýðing á enska orðinu inclusion og nær yfir þær aðferðir og aðgerðir sem miða að því að sem flestir hópar og einstaklingar séu virkir þátttakendur í samfélaginu - Snorri Rafn Hallsson ræðir við Björgu Árnadóttur og Miriam Petru Ómarsdóttur Awad. Hafdís Hanna Ægisdóttir flytur pistil um lífrænan úrgang og jarðgerð. Eiríkur Örn Þorsteinsson hjá Sorpu ræðir um hvernig maður losar sig við gömul segulbönd; videospólur og hljóðsnældur.
4/28/202255 minutes
Episode Artwork

Íþróttir fyrir alla, erfðanefnd, málfar og ljóstillífun

Hvernig er hægt að mæta þeim sem vilja æfa íþróttir án þess að þurfa að beygja sig undir kröfur um afreksmennsku og verðlaun? Sveinn Þorgeirsson doktorsnemi og kennari í íþróttafræði við HR. Hvað gerir Erfðanefnd landbúnaðarins og hvers vegna er mikilvægt að standa vörð um erfðaauðlindir? Halldór Runólfsson formaður Erfðanefndar landbúnaðarins. Málfarsmínúta - Guðrún Línberg Guðjónsdóttir. Ljóstillífun og erfðir - Edda Olgudóttir.
4/27/202255 minutes
Episode Artwork

Hús íslenskunnar, rafbílaferðalög og snyrtilegt umhverfi

Hús íslenskunnar rís nú við Arngrímsgötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Samfélagið heimsótti húsið - Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hvað blasir við rafbílaeigendum þegar haldið verður út á vegi landsins ferðasumarið 2022? Tómas Kristjánsson formaður Rafbílasambandsins. Páll Líndal umhverfissálfræðingur flytur pistil.
4/26/202255 minutes
Episode Artwork

Umhverfisverðlaun, Vestfjarðastofa, málfar og strætó 1956

Minningarorð vegna andláts Leifs Haukssonar Sigurður Brynjar Pálsson - forstjóri Byko: Byko fékk Kuðunginn umhverfisverðlaun. Heimsókn á Vestfjarðastofu Málfarsmínúta Úr safni RÚV: strætó 25 ára 1956
4/25/202255 minutes
Episode Artwork

Kolefnislosun, vegaframkvæmdir á Vestfjörðum, rusl, málfar og fléttur

Þóróddur Sveinsson jarðræktarfræðingur og deildarforseti við Landbúnaðarháskólann og Jóhann Þórsson, vistfræðingur hjá Landgræðslunni: Er losun kolefnis frá landbúnaði, þar sem land er ræst fram með skurðum, ofmetin? Ný rannsókn Landbúnaðarháskólans virðist benda þess - en Landgræðslan segir það ekki vera svo. Hvort er það? Hulda Birna Albertsdóttir deildarstjóri og starfandi forstöðumaður: Nú standa yfir miklar vegaframkvæmdir á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem meðal annars á að þvera þrjá firði. Þessu fylgir mikið rask fyrir umhverfið og mikilvægt að fylgjast með og tryggja að umhverfisáhrifin verði ekki meiri en lagt er upp með - og raunar bara sem minnst. Náttúrustofa Vestfjarða gegnir þar lykilhlutverki. Ruslarabb um frágang á rafmagnsplastleikföngum Málfarsmínúta Starri Heiðmarsson fléttufræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands með pistil um samband fléttusveppa við ljóstillífandi félaga.
4/22/202255 minutes
Episode Artwork

Ráðstefna um Alþjóðasamvinnu, málfar og stökklar

Samfélagið sendir beint út frá ráðstefnu í Norræna húsinu sem ber heitið Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland. Rætt var við tvö þeirra sem fluttu framsögu á ráðstefnunni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Albert Jónsson. Fjallað um öryggismál á norðurslóðum og stöðu alþjóðastofnana- og samstarfs. Málfarsmínúta Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur.
4/20/202255 minutes
Episode Artwork

Fiskroð á sár, verkefni vélaverkfræðinema og eftirnöfn í Andabæ

Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri Kerecis: Kerecis framleiðir og vinnur með fiskroð sem er notað til að græða upp sár. Nýverið fór fyrirtækið í samstarf með egypsku sjúkrahúsi sem sérhæfir sig í sjúklingum með brunasár, en brunaslys er tíð í Egyptalandi vegna bágra aðstæðna og lélegs aðbúnaðar í eldhúsum. Magnús, Aron, Axel, Hákon, Huldar, Sæmundur, Ingi, Kristján, Leon, kennari og nemendur í Vélaverkfræði: Heimsókn í háskóla Íslands og rætt við nemendur í vélaverkfræði sem eru að kynna fjölbreytt verkefni, meðal annars sjálfvirkan blómapott, sjálfstýrandi seglbát og nýja tegund af vindmyllu Guðrún Línberg Guðjónsdóttir, málfarsráðgjafi RÚV: málfarsspjall, meðal annars um hvort það eigi að vera stór ö í Andrés Önd/önd.
4/19/202255 minutes
Episode Artwork

Jafnlaunavottun, Vistorka, málfar og vísindaspjall

Við setjumst niður með framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu og tökum stöðuna á jafnlaunavottun - mál sem hefur verið lengi í framkvæmd - en hvað - klárast þetta verkefni aldrei? Katrín Björg Ríkharðsdóttir. Við ætlum svo að rölta um Akureyri með framkvæmdastjóra Vistorku. Guðmundur Haukur Sigurðarson. Málfarsmínútan. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir. Vísindaspjall. Edda Olgudóttir.
4/13/202255 minutes
Episode Artwork

Hryðjuverkaæfing, orkukrísa og brunavarnir

Sérsveit Ríkislögreglustjóra hélt ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslunni og fleirum mikla æfingu þar sem æfð voru viðbrögð við ímyndaðri hryðjuverkaógn. Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Orkukrísan í Evrópu er orðin grafalvarleg eftir innrás Rússa í Úkraínu - en hvernig bitnar þessi orkukrísa á hinum almenna Evrópubúa? Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, efnisverkfræðingur og dósent hjá HR. Ný könnun bendir til þess að brunavarnir séu bara í nokkuð góðu lagi almennt á heimilum. Guðjón S. Guðjónsson hjá Landssambandi slökkviðliðs- og sjúkraflutningamanna.
4/12/202255 minutes
Episode Artwork

Ójöfnuður og heilsa, hundaæði, happdrætti, málfar og ruslarabb

Hver eru áhrif félagslegrar stöðu og ójöfnuðar á heilsufar? Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður félags íslenskra heimilislækna. Refur beit fólk við þinghúsið í Washington á dögunum en sá reyndist smitaður af hundaæði. Hvað er það? Anna Karen Sigurðardóttir dýralæknir. Happdrætti Fjáreigendafélags Reykjavíkur 1956. Upptaka úr safni RÚV. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri. Málfarsmínútan. Guðrún Línberg. Ruslarabb. Eiríkur Örn Þorsteinsson sérfræðingur hjá Sorpu.
4/11/202255 minutes
Episode Artwork

Slys í umferðinni, Roller Derby, málfar og örverur sem lifa allt af

Gunnar Geir Gunnarsson, Deildarstjóri Öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu: Rýnt í Slysaskýrslu Samgöngustofu, samantekt frá síðasta ári þar sem eðli slysa í umferðinni er tekið saman og greint. Lena og Aníta, Roller Derby iðkendur: Svo kynnum við okkur áhugaverða íþrótt; Roller Derby, eða hjólaskautaat á íslensku. Við heimsækjum höfuðstöðvar íþróttafélagsins Roller Derby Iceland og keppnisliðsins Ragnaraka. Málfarsmínúta Guðný Vala Þorsteinsdóttir, örverusérfræðingur/ grjótætusérfræðingur/geimlíffræðingur kemur í dýraspjallið til okkar og segir frá hinum mögnuðu og lífseigu örverum.
4/8/202254 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Bensínhreinsun, félagslíf humra, flokkun lyfja og síðasta viðvörunin

Kristín Kröyer sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun: Hvernig er bensínmengaður jarðvegur hreinsaður? Ráðgert er að hreinsa jarðveg á Hofsósi eftir að í ljós kom að bensíntankur neðanjarðar hafði lekið í langan tíma með þeim afleiðingum að hús í nágrenni hans urðu óíbúðarhæf. Það er ekki beinlínis hlaupið að því að laga svona mengun, en búið er að setja upp búnað til þess. Jónas P. Jónasson fiskifræðingur: Við heimsækjum Hafrannsóknastofnun og spjöllum við sérfræðing í atferli og félagslífi humra sem hefur notað hljóðmerki við rannsóknir sínar. Eiríkur Þorsteinsson sérfræðingur hjá Sorpu: ruslarabb um lyf, flokkun og förgun Stefán Gíslason með umhverfispistil þar sem hann rýnir í 6. stöðuskýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, eða, eins og skýrslan hefur verið kölluð: síðasta viðvörunin.
4/7/202255 minutes
Episode Artwork

Jöfnuður í íþróttum, sjálfbær áburður, málfar, ruslarabb og erfðamengi

Hvernig á að jafna tækifærin þegar kemur að íþróttum og aðgengi barna að þeim? Dr. Ingi Þór Einarsson, íþróttafræði HR. Hvaða möguleikar felast í í sjálfbærri áburðarframleiðslu hér á land? Jónas Baldursson, verkefnisstjóri hjá Matís. Ruslarabb; flokkun raftækjar - Eiríkur Þorsteinsson sérfræðingur hjá Sorpu. Málfarsmínúta - Guðrún Línberg Guðjónsdóttir. Vísindaspjall um erfðamengi mannsins - Edda Olgudóttir.
4/6/202255 minutes
Episode Artwork

Leitað að gulli, farsæl öldrun, ruslarabb og vindmyllur

Eldur Ólafsson forstjóri AEX gold námafyrirtækis: Íslenskur jarðfræðingur fer fyrir fer fyrir námafyrirtæki sem leitar að gulli á Grænlandi, og hefur fundið það - með ærnum undirbúningi. Hvernig og hvað gerist svo? Eldur fer yfir ferlið. Ólöf Guðný Geirsdóttir, dósent í næringarfræði: slendingar eru að eldast. Lífslíkur eru hér rúmlega áttatíu ár, sem er með því mesta í heimi og barn sem fæðist núna á mjög góðar líkur á að verða hundrað ára - og rúmlega það. Það er gott en því fylgja áskoranir fyrir samfélagið og mikilvægt að lífsgæði fólks séu tryggð. Við ætlum að forvitnast um stóra rannsókn við Háskóla Íslands sem miðar meðal annar að því að leita að lífstílsþáttum sem hafa áhrif á farsæla öldrun. Eiríkur Þorsteinsson í ruslarabbi dagsins um textíl. Páll Líndal umhverfissálfræðingur með pistil um margvísleg umhverfisáhrif vindorkuvera og vindmyllna.
4/5/202255 minutes
Episode Artwork

Netárásir, skátahöfðingi, málfar og leigjendaaðstoð

Netárásir og tölvuglæpir tengjast stríðsrekstri Rússa í Úkraínu - Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður Netöryggissveitarinnar Cert-Ís. Um helgina fór fram skátaþing á Bifröst og þar var kjörinn nýr skátahöfðingi - Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi ræðir um skátastarf. Málfarsmínútan - Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur. Við ræðum um leigumarkaðinn við Kolbrúnu Örnu Villadsen lögfæðingur leigjendaaðstoðar Neytendasamtakanna.
4/4/202255 minutes
Episode Artwork

Kvikmyndabransi í kreppu, Rússar úr Evrópuráði, málfar og dýraspjall

Ásgrímur Sverrisson ritstjóri Klapptrés: Á sama tíma og við höfum aldrei horft meira á bíó og þætti hefur áhorf á Óskarsverðlaunahátíðina dregist verulega saman síðastliðin ár. En hvað veldur? Rússlandi var á dögunum vikið úr Evrópuráðinu vegna innrásarinnar í Úkraínu og er því ekki lengur aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu. Við sláum á þráðinn til Hildar Hjörvar í Strassborg þar hún starfar sem lögfræðingur við Mannréttindadómstólinn. Hún ætlar að segja okkur frá þessum vendingum og hvaða þýðingu þær hafa. Málfarsmínúta Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur kemur í Dýraspjallið og segir okkur frá sveppum sem nærast á keratíni og hafa lagst á dýr og valdið miklum óskunda.
4/1/202255 minutes
Episode Artwork

Skógrækt til framtíðar, Lífsgæðasetur, úrgangur og umhverfisspjall

Bjarni Diðrik Sigurðsson skógfræðingur og prófessor við LbhÍ Edda Sigurdís Oddsdóttir sviðstjóri rannsóknarsviðs hjá Skógræktinni: Síðustu daga hefur skógræktin haldið fagráðstefnu, heljarinnar uppskeruhátíð aðila úr öllum áttum sem saman koma með upplýsingar, rannsóknir og framtíðarsýn. St. Jósefsspítali í Hafnarfirði tók til starfa árið 1926 en hefur undanfarin áratug staðið auður. Húsið hefur nú fengið nýtt líf sem Lífsgæðasætur þar sem hinir ýmsu aðilar bjóða þjónustu sem snertir með einum eða öðrum hætti á þessu víðfeðma hugtaki "lífsgæði". Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, verkefnastjóri Lífgæðasetursins kemur til okkar segir frá húsinu, starfseminni og hugmyndinni sem liggur að baki. Ruslarabb um hvernig draga má úr úrgangi. Stefán Gíslason með umhverfispistil.
3/31/202255 minutes
Episode Artwork

Hjólandi á landsbyggðinni, þungunarrof, málfar og lyf gegn covid

Nýleg könnun sýnir að Akureyringar stóla á bílana sína meira en aðrir landsmenn. Það er enda oft sagt að því minni sem plássinn eru, því styttri vegalengdir - því meira sé bílinn notaður. Þetta er bílamenning var sagt í umfjöllun um málið í fréttum RÚV á dögunum, menning sem þarf að stíga út úr. Í þættinum er rætt við tvær manneskjur sem hafa einmitt gert það, velja annan faramáta en flest samferðarfólk sitt. Pétur Halldórsson á Akureyri og Tinna Ólafsdóttir á Ísafirði. Í næstu viku hefjast réttarhöld yfir pólska aðgerðasinnanum Justynu Vidsjinsku). Henni er gert að sök að hafa útvegað barnshafandi konu þungunarrofslyf, en lagaramminn þar í landi er sá strangasti í Evrópu þegar kemur að þungunarrofi. Í þættinum í dag heimsækjum við samtök í Austurríki sem aðstoða pólska einstaklinga við að undirgangast þungunarrof í Vín, heyrum af máli Justynu og hvernig formleg og óformleg samtök í nágrannalöndum Póllands hjálpa þeim sem ekki geta reitt sig á eigið heilbrigðiskerfi til að sinna grunnþörfum. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir: Vísindaspjall um rannsóknir sem mögulega verða til þess að hægt verði að búa til fyrirbyggjandi lyf fyrir covid.
3/30/202251 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Rafíþróttir, kynbótaræktun plantna og málvísindaspjall

Rafíþróttir njóta síaukinna vinsælda hérlendis sem og erlendis. En rafíþróttir eru meira en bara tölvuleikjaspil og getur fólk jafnvel haft atvinnu af því að keppa í rafíþróttum eins og þeir Aron Ólafsson framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtakanna og Bjarni Guðmundsson leikmaður Dusty segja okkur frá. Snorri Rafn Hallsson tilraunastjóri jarðræktarmiðstöðvar Landbúnaðarháskólans. Yfirferð á ræktun og kynbótum á plöntum og möguleikar á Íslandi. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur heimsækir okkur og fer yfir verkefni sín, meðal annars hvað varðar umritun af úkraínsku yfir á íslensku.
3/29/202255 minutes
Episode Artwork

Reiði, málfar, grænir dagar í HÍ, ruslarabb og ökumaður ársins 1978

Það brá mörgum þegar kvikmyndastjarnan Will Smith snöggreiddist og sló aðra kvikmyndastjörnu, Chris Rock, í andlitið á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Rósa María Hjörvar doktorsnemi í bókmenntafræði rannsakar reiði í bókmenntum. Hún ræðir við okkur um þetta atvik og almennt um reiði. Við heyrum eina málfarsmínútu í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Við lítum við í Öskju þar sem meistaranemar í umhverfis- og auðlindafræðum undirbúa Græna daga og ræðum þar við Emmu Soffíu Emilsdóttur varaformann Gaia Iceland, sem er félag nema í umhverfis- og auðlindafræðum. Við hleypum af stokkunum nýjum dagskrárlið; ruslarabbi. Ræðum við Eirík Þorsteinsson sérfræðing hjá Sorpu. Svo rifjum við upp gullmola úr safni útvarpsins með Helgu Láru Þorsteinsdóttur safnstjóra. Að þessu sinni heyrðum við umfjöllun um ökumann ársins árið 1978.
3/28/202255 minutes
Episode Artwork

Hitabylgjur á pólunum, lofstlagsverkfall, málfar og leðurblökum

Við sáum fréttir af því í vikunni að hitastig á Suðurskautslandinu hefði mælst langt yfir venjulegu hitastigi á þessum árstíma. Á einni stöð munaði hvorki meira né minna en 40 gráðum. Og það er svipað uppi á teningnum við Norður heimskautið - methiti sumstaðar þar sem munar allt að 30 gráðum. Hvað er á seyði? Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir okkur það. Enn og aftur mótmælir ungt fólk á Austurvelli. Alsherjarverkföll fyrir loftslagið eru haldin víða um heim í dag . Íslensk ungmenni verða með og krefja stjórnvöld og stórfyrirtæki um alvöru loftlagsaðgerðir. Finnur Ricart Andrason er ungur umhverfissinni. Málfarsmínútan er á sínum stað í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Dýraspjallið er nýr dagskrárliður í Samfélaginu. Að þessu sinni segir Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, okkur frá leðurblökum.
3/25/202255 minutes
Episode Artwork

Grjótkrabbi, vatn og umhverfisspjall

Grjótkrabbi er ný tegund hér við land sem fannst fyrst árið 2006 og hefur síðan náð að dreifa sér hratt um landið. Þetta er framandi og ágeng tegund hér. Sindri Gíslason forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands er okkar fremsti sérfræðingur í rannsóknum á grjótkrabba. Fyrr í vikunni var alþjóðlegur dagur vatnsins. Hann er notaður til að minna á mikilvægi vatnsverndar og að það sem við gerum ofan jarðar getur haft alvarleg áhrif neðan jarðar. Hrund Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands ætlar að tala við okkur um vatn. Svo mætir hingað Emilía Borgþórsdóttir sem er reglulegur gestur í Samfélaginu. Hún er að velta fyrir sér ábyrgð fyrirtækja í umhverfismálum.
3/24/202255 minutes
Episode Artwork

Umhverfisvæn hús, fiðrildavöktun, málfar og áhrif áfengis á heilann

Við ætlum að forvitnast um hús sem eru byggð úr endurunnum viði. Þetta eru kubbar úr kurluðu timbri sem eru meðhöndlaðir á ákveðinn hátt og fluttir inn af fyrirtækinu Pago. Ólöf Salmon Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri þess fyrirtækis og hún ætlar að segja okkur meira um þessa aðferð við húsbyggingar. Svo fjöllum við um fiðrildi á Íslandi - nánar tiltekið fiðrildavöktun sem fer fram hér á landi, þar á meðal hjá Náttúrustofu Norðausturlands á Húsavík. Heyrum í Aðalsteini Erni Snæþórssyni líffræðingi, sem kemur að þeirri vöktun. Málfarsmínútan verður á sínum stað og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar að þessu sinni að segja okkur frá rannsóknum á áhrifum áfengis á mannsheilann - og það eru víst ekkert alltof góðar fréttir fyrir áfengisunnendur.
3/23/202254 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Ferðasumarið, rafmyntir og heilsufarslegt gildi náttúrunnar

Ferðaþjónustan býr sig nú undir komu fjölda erlendra ferðamanna í sumar - Rætt við Arnheiði Jóhannsdóttur talsmann markaðsstofa landshlutanna. Endurmenntun ætlar að bjóða upp á námskeið þar sem fjallað er um bitcoin og annan rafeyri - Kjartan Ragnars regluvörður hjá Myntkaupum ræðir við okkur um rafeyri. Dvöl í náttúrulegu umhverfi hefur jákvæð áhrif á heilsufar fólks - Pistill frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.
3/22/202255 minutes
Episode Artwork

Óligarkar, ávaxtaflugur, málfar og deilibílar

Við ætlum að byrja á því að fjalla aðeins um ólígarka, þennan hóp rússneskra auðkýfinga sem hefur verið í umræðunni undanfarið í tengslum við refsiaðgerðir Vesturlanda gegn Rússum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Hverjir eru ólígarkarnir? Hvaðan koma þeir og hvað vilja þeir? Erla María Markúsdóttir blaðamaður á Kjarnanum tók saman eitt og annað um það og skrifaði um það grein. Við ætlum líka að fræðast um ávaxtaflugur, sem eru merkileg kvikindi og hafa nýst sem rannsóknarviðfang líffræðinga og erfðafræðinga sérstaklega í langan tíma. Arnar Pálsson erfðafræðingur kemur til okkar - og gott ef hann tekur ekki með sér nokkrar sprækar ávaxtaflugur. Við fáum líka eina málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur málfarsráðunauti. Í lok þáttar tökum við okkur far með nýjum deilibíl frá Hopp, sem hefur hingað til leigt fólki rafskútur, en býður núna upp á rafbíla sem hægt er að leigja með appi fyrirtækisins. Förum í bíltúr með Sæunni Ósk Unnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Hopp.
3/21/202255 minutes
Episode Artwork

3/18/202255 minutes
Episode Artwork

Sjávarfallavirkjanir, hreinsun við El Grillo, umhverfispistill

Við ætlum að forvitnast um virkjun sjávarfalla og tæknina sem liggur þar að baki. Er t.d. raunhæft að koma upp slíkum virkjunum hér við land? Valdimar Össurarson er það sem einu sinni var kallað uppfinningamaður en nú frumkvöðull, hann er framkvæmdastjóri Valorku ,sem sérhæfir sig í nýsköpun og þróun sjávarhvefla til orkuframleiðslu en fyrirtækið fékk nýverið styrk frá uppbyggingarsjóði Vestfjarða til að kanna raunhæfi sjávarfallavirkjana við Vestfirði. El Grillos Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur les okkur svo umhverfispistilinn hér á eftir.
3/17/202255 minutes
Episode Artwork

Ylja neyslurými, upprunamerkingar, málfar og erfðatækni

Hafrún Elísa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri: Samfélagið heimsótti í Ylju, skaðaminnkunarúrræði og neyslurými fyrir þau sem nota fíkniefni. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna: Upprunamerking íslenskra vara málfarsmínúta Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur.
3/16/202255 minutes
Episode Artwork

Garðyrkjuskólinn, plöntuvistfræði og óráð

Flutningur Garðyrkjuskólans frá Landbúnaðarháskólanum til FSU á Selfossi næsta haust hefur valdið óvissu hjá nemendum og starfsmönnum - Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur. Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur segir frá fjölbreyttum verkefnum sínum á langri starfsævi. Hvað er óráð? - Elva Þöll Grétarsdóttir sérfræðingur í öldrunarhjúkrun.
3/15/202255 minutes
Episode Artwork

Börn á flótta, staða fatlaðs fólks í stríði, kollagenlygar og réttir

Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Unicef: Um þrjár milljónir hafa flúið Úkraínu vegna innrásar Rússa og milljónir eru á flótta innan Úkraínu. Þar á meðal eru að sjálfsögðu fjölmörg börn. Unicef, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hér á landi hefur sett af stað neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ: Hvatngu hefur veirð komið á framfæri við stjórnvöld að þau taki sérstaklega vel á móti fötluðu fólki sem er að flýja stríðið í Úkraínu. Þetta er afskaplega viðkvæmur hópur, sem oft kemst ekki á burt á eigin vegum, þarf á hjálpartækjum og lyfjum að halda og er oft skilið eftir þegar stríð geisa. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands: Nýleg grein læknis og næringarfræðings á Vísindavefnum hefur vakið mikla athygli - en þar bent á að kollagen sé ekki jafn hollt og gagnlegt og matvælaframleiðendur og söluaðilar vilja vera láta - það er amk ekki að fara að gera neinn liðugri og minna hrukkóttann að taka inn slík fæðubótarefni. Málfarsmínúta Helga Lára Þorsteinsdóttir safstjóri RÚV kemur svo með viðtal úr fortíðinni, að þessu sinni úr réttum árið 1959.
3/14/202255 minutes
Episode Artwork

Læknar safna, Svansvottaðar íbúðir, Grænland og þvottabirnir

Læknafélag íslands hefur brugðist við ákalli frá kollegum sínum í Úkraínu og hafið söfnun vegna stríðsins þar - Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins. Þorpið vistfélag ætlar að reisa 300 Svansvottaðar íbúðir á Ártúnshöfða - Áslaug Guðrúnardóttir verkefnastjóri hjá Þorpinu segir okkur hvað það þýðir. Danir hafa beðist formlega afsökunar á því að hafa árið 1951 flutt 22 grænlensk börn frá sínum nánustu til Danmerkur - Inga Dóra Guðmundsdóttir í Nuuk. Við rifjum upp spjall Leifs Haukssonar við Veru Illugadóttur í Samfélaginu árið 2017.
3/11/202255 minutes
Episode Artwork

Mataræði Íslendinga, svefnvenjur ungmenna og fuglar og andleg heilsa

Jóhanna E Torfadóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir verkefnisstjórar næringar hjá Landlæknisembættinu: Niðurstöður landskönnunar á mataræði landsmanna 2019?2021 voru birtar í dag. Mataræði landsmanna hefur tekið breytingum frá síðustu landskönnun 2010-2011. Það hefur bæði þokast í átt að ráðleggingum um mataræði og fjær þeim, allt eftir því hvaða fæðuflokkar og næringarefni eru skoðuð. Mikill breytileiki er í mataræði á milli kynja og aldurshópa. Við ætlum að fá að heyra allt um doktorsverkefni Rúnu Sifjar Stefánsdóttur sem varði doktorsritgerð sína í gær við Háskóla Íslands. Verkefni fjallar um svefnvenjur ungmenna og áhrif á hugræna þætti eins og námsárangur og einbeitingu. Hafdís Hanna Ægisdóttir kemur til okkar og ætlar að fara yfir nokkrar rannsóknir sem allar koma niður á sama stað - að fuglar, fugla skoðun, það að heyra í fuglum, bætir líðan okkar umtalsvert.
3/10/202255 minutes
Episode Artwork

Fjarheilbrigðisþjónusta, borkjarnasafn Íslands, krabbameinsrannsókn

Díana Óskarsdóttir forstjóri heilbrigðisstofnunar Suðurlands: Reynsla af fjarheilbrigðisþjónustu og möguleikar til framtíðar María Helga Guðmundsdóttir sér um borkjarnasafn Íslands á Breiðdalsvík og segir okkur frá safninu og tilgangi þess. Málfarsmínúta Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur, fjallað um tækni til að meðhöndla krabbamein staðbundið við æxli.
3/9/202255 minutes
Episode Artwork

Fjarskiptastríð, matseðillinn á Grænlandsjökli og umhverfissálfræði

Stór hluti af aðgerðum Rússa eftir innrásina í Úkraínu snýst um að taka yfir fjarskipti í landinu - Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar. Hvernig undirbýr maður fjögurra vikna ferð gangandi á skíðum yfir Grænlandsjökul og hvernig lítur matseðillinn út? - Brynhildur Ólafsdóttir og Steinn Hrútur Eiríksson. Pistill frá Páli Líndal umhverssálfræðingi.
3/8/202255 minutes
Episode Artwork

Móttaka flóttafólks, markaðir, sjálfbært hús á Spáni og málfar

Nú er talið að um 1,7 milljónir hafi flúið Úkraínu til Evrópu vegna stríðsins og búist er við að minnsta kosti öðrum eins fjölda á næstunni. Langflestir fara yfir landamærin í vestri; til Póllands, Ungverjalands, Moldóvu, Slóvakíu og Rúmeníu. Þaðan halda margir áfram til Evrópu. Formaður flóttamannanefndar sagði um helgina að búast mætti við að hingað gætu komið um 2000 manns á flótta undan stríðinu. Gylfi Þór Þorsteinsson, sem áður var umsjónarmaður sóttvarnarhúsanna hér hefur tekið að sér aðgerðastjórn í sérstöku teymi sem sér um móttöku fólks hér á flótta undan stríðinu. Við ræðum við hann. Það er titringur á mörkuðum víða vegna ástandsins í heimsmálunum og stríðsins í Úkraínu. Verð á orku og hrávöru rýkur upp og hlutabréf lækka. Við ætlum að reyna að átta okkur á stöðunni og tala við Jón Bjarka Bentsson aðalhagfræðing Íslandsbanka. Við Íslendingar tökum því gjarnan sem gefnu að hafa öll ljós kveikt, öll rafmagnstæki í gangi og hleðslu, getað hækkað hitann upp úr öllu valdi og farið í langar sjóðandi heitar sturtur. Við ætlum að heyra af ungri íslenskri konu sem býr í húsi þar sem þetta er ekki gefið - Anna Tara Andrésdóttir flutti nýverið í hús í sveitarsælu Spánar sem hvorki er tengt við rafmagn, hita eða vatn. Það þarf að safna vatni, eldivið og sólargeislum til að keyra allt áfram - og við ætlum að forvitnast um hvernig það gengur. Já og svo er málfarsmínútan á sveimi hjá okkur líka.
3/7/202255 minutes
Episode Artwork

Rannsókn á stríðsglæpum, ferðaþjónusta og örvloppa kettir

Ísland er eitt þeirra 39 ríkja sem hafa farið fram á rannsókn Alþjóðlega sakamáladómstólsins á stríðsglæpum vegna innrásar Rússa í Úkraínu - Rætt við doktor Þórdísi Ingadóttur sérfræðing í alþjóðalögum. Er betri tíð í vændum í ferðaþjónustu hér á landi? Það lítur út fyrir það - Rætt við Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Málfarsmínúta - Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur. Við rifjum líka upp áhugavert spjall Leifs Haukssonar og Veru Illugadóttur um rannsóknir á því hvora loppuna kettir nota heldur; hvort þér séu örvloppaðir eða réttloppaðir.
3/4/202255 minutes
Episode Artwork

Starfsfólki MAST hótað, útivistarmengun, mjúkhús og umhverfispistill

Matvælastofnun hefur tilkynnt til lögreglu atvik þar sem veist var að starfsmanni stofnunarinnar - Rætt við Hrönn Jörundsdóttur forstjóra MAST. Rusl og mengun í útivist - Rætt við Vilborgu Örnu Gissurardóttur. Það vakti athygli á dögunum þegar Hamarshöllin í Hveragerði sprakk í óveðrinu sem þá gekk yfir. Hamarshöllin var mjúkhús, en hvað er það? Rætt við Ara Magnússon byggingarverkfræðing. Umhverfispistillinn fjallaði að þessu sinni um lífrænt vottaðar vörur - Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur.
3/3/202255 minutes
Episode Artwork

Falsfréttir, stríð í Úkraínu, málfar og sýkladrepandi sag

Það ber töluvert á röngum upplýsingum, falsfréttum og myndskeiðum og ljósmyndum sem slitin eru úr samhengi vegna innrásar Rússlands í Úkraínu - Rætt við Hallgrím Indriðason fréttamann og fyrrverandi starfsmann Nató í Litháen. Samfélagið sendir út frá opnum fundi í Öskju um innrás Rússa í Úkraínu - Rætt við Rósu Magnúsdóttur, prófessor í sagnfræði og Guðbjörgu Ríkey Hauksdóttur doktorsnema í stjórnmálafræði. Málfarsmínúta - Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur. Vísindaspjall um sótthreinsandi efni sem vinna má úr viðarsagi - Edda Olgudóttir.
3/2/202255 minutes
Episode Artwork

Flóttafólk, geislavarnir- og mælingar, Kintsugi viðgerðir

Björg Kjartansdóttir, Sviðsstjóri fjáröflunar og kynningarmála hjá Rauða Kross Íslands: Yfir milljón manns eru á vergangi innan Úkraínu, samkvæmt nýjustu samantekt flóttamannastofnunar Sameinuðu Þjóðanna. Fyrr í dag var greint frá því að yfir 660 þúsund manns hefðu flúið til annarra Evrópuríkja eftir innrásina. Mikil örtröð hefur verið við landamærastöðvar um landið allt. Rauði krossinn, eins og aðrar hjálparstofnanir eru í óða önn að reyna að ná utan um ástandið - hvernig gengur það og við hverju má búast? Geislavarnastofnanir í Evrópu fylgjast grannt með gangi mála í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Aukin geislun mældist fyrir nokkrum dögum við Chernobyl kjarnorkuverið þar sem miklar hamfarir dundu yfir árið 1986 - þessi aukning er talin hafa orðið vegna umsvifa Rússa þar. Í landinu eru nokkur kjarnorkuver og Pútín hefur aukið viðbragðið í kringum kjarnorkuvopnabúr Rússa. Við ætlum að ræða á eftir við Sigurð M. Magnússon forstjóra Geislavarna ríkisins um þessi mál. Maarit Kaipainen, nemi í umhverfis- og auðlindafræði: Uppáhalds bollinn þinn brotnar - eða það kemur gat á olnbogann á eftirlætispeysunni þinni. Hvað gerirðu? Alltof oft þýðir þetta bara að við notum þessa hluti aldrei framar - hendum þeim jafnvel - álítum þá ónýta. Það sést jú alltaf brotið ef þú límir krús saman - og það er oft erfitt að sauma göt svo vel sé. En hvað ef við hættum að hugsa um að viðgerðir megi ekki sjást? Hvað ef við förum að líta á viðgerðina sem fallega áberandi og verðmæta viðbót? Drögum athygli að henni. Aldagömul japönsk aðferð gengur einmitt út á þetta - aðferðin kallast Kintsugí - og með henni eru til dæmis brotin bollastell límd aftur saman og svo er lökkuð gylling í brotin.
3/1/202255 minutes
Episode Artwork

Kaup á joði eykst, matvælaframleiðsla, aðlögun loftlagsbreytinga

VIlborg Halldórsdóttir, varaformaður félags lyfjafræðinga og lyfsali: Við höfðum fregnir af því að fólk væri að fara í apótek til að kaupa joð. Já joð - og ástæðan er kjarnorkuvopnaótti - sem vissulega og eðlilega hefur aukist mjög í átökunum í Úkraníu og hótunum Rússa. Joð kemur í veg fyrir að skjaldkirtill fólks safni í sig geislavirku efni. Rætt við lyfsala um málið. Hörður G. Kristinsson, doktor í matvælalífefnafræði: Miklar breytingar eru að verða í matvælaframleiðslu í heiminum og ýmsar áskoranir sem þarf að mæta. Þar má nefna loftslagsbreytingar, mikla fólksfjölgun og tækniframfarir. Þetta mun allt meðal annars birtast í aukinni sjálfvirkni. Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumann loftlagsþjónustu og aðlögunnar hjá Veðurstofunni: Hvernig er hægt að aðlagast þeim breytingum sem hafa nú þegar orðið af völdum loftlagsbreytinga? Ótalmörg samfélög um heim allan búa við slík aftakaveður að þau þurfa hreinlega að breyta því hvernig þau lifa og komast af - ímyndum okkur bara ef rauðar veðurviðvaranir væru stanslausar hér hjá okkur - við ætlum að rýna í nýútkomna skýrslu frá Samneinuðu þjóðunum um loftlagsbreytingar og viðbrögð samfélaga við þeim. Málfarsmínúta Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV kom með 65 ára gamalt útvarpsinnslag um bolludaginn.
2/28/202255 minutes
Episode Artwork

Lokanir á Hellisheiði, kynbætur, málfar og hjólakeppni

Urður Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur: Hellisheiði hefur verið lokað fjórtán sinnum það sem af er ári og í dag í ellefta sinn bara í febrúar. Hvaða áhrif hefur þetta á fólk sem getur ekki unnið heima þann daginn heldur verður að komast til vinnu? Eða frá vinnu? Við heyrum í hjúkrunarfræðingi sem er búsett á Selfossi en þarf einmitt að komast á kvöldvakt á Bráðamóttökunni í Fossvogi í dag. Þórdís Þórarinsdóttir, sérfræðingur í kynbótum hjá ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins: Kynbætur í dyrum, búgripum, eru fræði sem hefur fleygt fram - bændur sem framleiða afurðir úr skepnum stóla langflestir á kynbætur til að fá sem mest út úr dýrunum. En hvað þýðir það, hvernig er þetta gert, hvaða áhrif hefur þetta á dýrin og hver er nýjasta tæknin sem er verið að nota? Og er hægt að kynbæta út í hið óendanlega? Málfarsmínúta Halldóra Björk Norðdhal: Forvitnast um hjólakeppnina Áskorun Vestfjarðarleiðarinnar, eða Westfjords way Challenge, og hjólaleikinn Hjólað á Vestfjörðum. Skólaverkefni sem vatt upp á sig. Í júní er von á um hundrað manns sem ætla sér að hjóla í kringum Vestfirði 960 kílómetra leið á fimm dögum.
2/25/202255 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Vegagerðin, Góði hirðirinn og hagkerfi í þágu umhverfis

Kristinn, Jónas Gunnlaugsson og Sverri Unnsteinsson, starfsmenn Vegagerðarinnar á Ísafirði: Við kynnum okkur þjónustuverið og vaktstöð Vegagerðarinnar á Ísafirði í þættinum í dag. Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins og Gunnar Dofri Ólafsson samskiptastjóri Sorpu: Góði hirðirinn flytur í tvöfalt stærra húsnæði og bætir við sig starfsemi. Emilía Borgþórsdóttir kom í umhverfisspjall um deili- og hringrásarhagkerfi.
2/24/202255 minutes
Episode Artwork

Mengun íslensks byggingariðnaðar, Fjölmenningarsetur, örveruflóra

Sigríður Ósk Bjarnadóttir, dósent við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ: Áætlað er að mannvirkjageirinn sé ábyrgur fyrir um 40% af heildarkolefnislosun á heimsvísu. Og það á líka við hér á Íslandi, en ekki hefur verið vita nákvæmlega hversu mikið og hvernig. En nú er búið að reikna saman hversu mikil mengunin er á ári - og það á að nota það sem viðmið, nokkurs konar grunn, til að spyrna sér við frá - við ætlum að skoða þessi mál með Sigríði sem stýrði þessari vinnu og útreikningum öllum. Nicole Leigh Mosty: Fjölmenningarsetur á Ísafirði heimsótt. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir með vísindaspjall um áhrif örveruflórunnar og baktería á geðheilsu, sérstaklega kvíða
2/23/202255 minutes
Episode Artwork

Rok á veðurstofunni, heimsókn í 3X, málfar og pistill

Heimsókn á veðurstofuna í rauðri veðurviðvörun, rætt við: Elín Björk Jónasdóttir hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvársérfræðingur í þjálfun Böðvar Sveinsson (veðurathuganir) náttúruvársérfræðingur Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur Karl Ásgeirsson: Sjávarútvegurinn er einn af lykilatvinnuvegum þjóðarinnar og hann snýst um fisk, skip og kvóta en líka svo margt fleira. Hvaðan koma tækin og tólin sem eru notuð í sjávarútvegi? Sum þeirra koma t.d. frá fyrirtæki á Ísafirði sem hét áður 3x en sameinaðist svo Skaganum á Akranesi fyrir nokkrum árum og heitir nú Skaginn 3x. Málfarsmínúta Páll Líndal umhverfissálfræðingur með pistil
2/22/202255 minutes
Episode Artwork

Gönguskíði, sjávarbyggðafræði, málfar og tjaldurinn sem kom snemma

Einar Ólafsson, gönguskíðakennari: Saga gönguskíðaíþróttarinnar á Íslandi, hvenær byrjaði fólk að nota svona skíði, hvenær, hvar og hvers vegna og hvað gerir það að verkum að þau njóta gífurlegrar vinsælda í dag? Mathias Kokorsch fagstjóri í Sjávarbyggðafræði hjá Háskólasetri Vestfjarða: Sjávarbyggðafræði er ný námsleið á meistarastigi hjá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði en fyrstu nemendurnir útskrifuðust í fyrra. Nú sérstaklega þegar þættirnir Verbúðin hafa vakið athygli á sjávarþorpum landsins er tilvalið að halda í Háskólasetrið og forvitnast aðeins um þessa nýju námsleið. Málfarsmínúta Böðvar Þórisson, hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurlandi: Nýlega voru fluttar fréttir af nýju farflugsmeti, en tjaldur sem hafði vetursetu á Ermasundseyjum við England var kominn í Kjós nú á miðvikudaginn, 16. febrúar, en það er ekki vitað til þess að íslenskur landfugl sem sannarlega dvaldist erlendis yfir vetur hafi sést svo snemma á Íslandi.
2/21/202255 minutes
Episode Artwork

Suðupottur, fornleifarusl og hreinsun blóðs

Suðupottur sjálfbærra hugmynda: Vettvangur fólks sem lætur sig umvherfismál varða Fornleifafræðingur rannsakar rusl sem hún grefur upp í Hljómskálagarðinum Hreinsun blóðs - heimsókn á skilunardeild Landspítalans
2/18/202255 minutes
Episode Artwork

Sníkjudýr, blóð og umhverfismál

Karl Skírnisson, sníkjudýrasérfræðingur: Karl gerir upp starfsferil sinn þessa dagana og hefur tekið saman hversu mörg sníkjudýr hafa greinst á Íslandi. Hann segir að þau séu samt líklega bara toppurinn á ísjakanum. Rætt við Karl um rannsóknir hans. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir á fæðingardeild Landspítala Íslands: Við ætlum að velta aðeins fyrir okkur blóði, flest þekkjum við ABO blóðflokkakerfið en til eru fleiri flokkunarkerfi eins og Rhesus-kerfið sem byggir á mismunandi mótefnavökum. Gangi kona sem er með rhesus pósitívt blóð með barn sem er með rhesus negatívt hætta á að hún geti myndað mótefni gegn blóði barnsins, sem augljóslega getur leitt til ýmissa vandræða. Hér áður fyrr leiddu slík tilfelli oft til þess að skipta þurfti um blóð í nýfæddum börnum. Stefán Gíslason með umhverfisspistil
2/17/202255 minutes
Episode Artwork

Byssumenning, björgunarleiðangur, málfar og bakteríur

Áki Ármann Jónsson formaður Skotvís, skotveiðifélags Íslands og JónasiHafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,skotleyfadeild: Byssumenning og notkun á Íslandi, viðhorf, og afleiðingar aukinnar notkunar skotvopna í undirheimum. Ingólfur Guðni Einarsson björgunarsveitarmaður Höfn í Hornafirði segir frá björgun þegar tugir fólks fóru í snarvitlausu veðri upp á Vatnajökul í gær að sækja tvo tékka sem höfðu komist í hann krappann. Málfarsmínúta Vísindsspjall með Eddu Olgudóttur og um flókna byggingu bakteríusamfélaga
2/16/202255 minutes
Episode Artwork

Heimsókn til Controlant, nýsköpunarfyrirtækis og spálíkanagerð

Heimsókn í starfstöðvar Controlant HF í Norðurturninum í Smáralind og í Miðhrauni í Hafnarfirði en þetta íslenska fyrirtæki sem hlaut nýsköpunarverðlaunin Gulleggið árið 2009 hefur verið í gríðarlegum vexti undanfarin ár sem skýrist einna helst af því að tækni þeirra nýtist m.a. við flutning á bóluefnum. Á tveimur árum hefur starfsmönnum fjölgað úr 50 í 350 og tekjurnar tuttugufaldast milli 2019 og 2021 úr 400 milljónum í 8 milljarða króna. Þar spilar stærsta rullu samningur fyrirtækisins við Pfizer, stærsta lyfjaframleiðanda heims, og bandaríska ríkið, um eftirlit með dreifingu bóluefna við Covid. Svo kemur til okkar Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá BSRB - sérfræðingur í að spá fyrir um framtíðina - ekki með kristalskúlum, heldur gögnum - og þannig getur hann lesið í horfur á vinnumarkaði og menntamálum - til dæmis getur hann séð með sínum aðferðum nokkurn veginn hversu marga sjúkraliða þurfi til starfa árið 2035 Hvernig virka samt þessi spáfræðilíkön, hversu áreiðanleg eru þau. Karl fer yfir það með okkur hér í lok þáttar.
2/15/202255 minutes
Episode Artwork

Hand- og fótkuldi, lýsingar á ölvun, málfar og Valentínusardagurinn

Pétur Henrý Petersen prófessor í taugalíffræði: Afhverju verður okkur kalt á fótum og höndum? Valgerður Húnbogadóttir leiðsögukona: Hvað er hægt að gera við hand- og fótkulda í útivist? Helga Lára Þorsteinsdóttir: heyra bút úr þætti frá 1979, Í vikulokin, þar sem fjallað er um stigbreytingar á ástandi fólks þegar það fær sér í glas. Málfarsmínúta Samantekt um Valentínusardaginn.
2/14/202255 minutes
Episode Artwork

Álag og slys á Vetrarólympíuleikum, húðvörur, málfar og silfurberg

Elís Þór Rafnsson, sjúkraþjálfari: Vetrarólympíuleikarnir, íþróttir, íþróttafólk, álagsmeiðslu og slys. Guðrún Marteinsdóttir prófessor í fiskavistfræði í Háskóla Íslands hefur undið sínu kvæði í kross og stofnað húðvörufyrirtæki. Hvað leiddi hana á þá braut og hvernig tengist það vísindastarfi hennar? Við komumst að því hér á eftir. Málfarsmínútan er svo á sínum stað Kristján Leósson vísindamaður kemur til okkar og ræðir um silfurberg en hann er annar höfunda bókarinnar Silfurberg - íslenski kristallinn sem breytti heiminum en með henni fylgdi hann eftir ævistarfi föður síns og meðhöfundar bókarinnar, Leó Kristjánssonar.
2/11/202255 minutes
Episode Artwork

Köfun í Þingvallavatni, bobsleðabrautir, kyn og textíll, umhverfismál

Anna María Einarsdóttir: Það mæðir mikið á köfurum við björgunarstörf í Þingvallavatni þar sem flugvél með fjórum fórst fyrir nokkrum dögum. Hvernig er að athafna sig í Þingvallavatni, hvaða aðstæður mæta köfurunum og hvernig búa þeir sig? Anna María eins og aðrir í kafarasamfélaginu fylgjast grannt með aðgerðum. Ingólfur Hannesson: Vetrarólympíuleikarnir standa sem hæst og við í Samfélaginu hnutum um athyglisverðan punkt í umræðum um leikana í sjónvarpinu - þar sagði Ingólfur af því að bobsleðabrautirnar væru einkar umdeildar sérstaklega vegna umhverfisáhrifa. VIð fræddumst nánar um það. Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands: umhverfisáhrif textíliðnaðarins í kynjafræðilegu ljósi. Hafdís Hanna Ægisdóttir vistfræðingur með umhverfispistilinn um náttúrumiðaðar lausnir
2/10/202255 minutes
Episode Artwork

Réttarkerfið og kommentakerfið, samfélagsmiðlanotkun, sykursýki

Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor í lögfræði við HR: Við höldum áfram að ræða um kommentakerfin, og það sem þar fer fram, ræðum við lögfræðing hér á eftir um hvaða augum réttarkerfið lítur á tjáningu á netinu, eins og í kommentakerfum, ýmis mál þessu tengdu rata inn á þeirra borð - og ýmsir dómar hafa fallið, og eiga eftir að falla - hvaða ramma skapa þeir? Þórður Kristinsson: Í næstu viku fara fram jafnréttisdagar í Háskóla Íslands í næstu viku og verður Þórður þar meðal annars á mælendaskrá. Í erindi sínu fer Þórður yfir slaufunarmenningu og helstu hugmyndir tengdar því hugtaki en hann vinnur um þessar mundir að doktorsverkefni sínu sem snýr að áhrifum samfélagsmiðlanotkunar á tilfinningalíf og sjálfsmynd unglinga. Vísindaspjall Eddu Olgudóttir, rannsókn um að covid geti ýtt undir sykursýki
2/9/202255 minutes
Episode Artwork

Nýr forstjóri Landspítala, kommentakerfin, áhrif hönnunar á vind

Runólfur Pálsson hefur verið skipaður forstjóri Landspítala, til fimm ára, og tekur til starfa1. mars. Runólfur hefur verið einn þeirra sem er í forsvari fyrir covid göngudeildina, er einnig pró­fessor við Háskóla Íslands og vara­for­seti lækna­deildar Háskóla Íslands - sérfræðiréttindi hans eru í lyf­lækn­ingum og nýrna­lækn­ingum. Runólfur lítur til okkar eftir skamma stund og við ræðum um það sem framundan er, en Landspítalinn stendur frammi fyrir mörgum áskorunum eins og heyra má í fréttum, og það er spurning hvernig nýji forstjórinn ætlar að takast á við þær. Tinni Sveinnson ritstjori visi.is og Þorsteinn Ásgrímsson Melén, aðstoðarfréttastjóri mbl.is: Kommentakerfin, þau er umdeild, enda oft margt miður fallegt sem þar fer oft fram. En eru þau líka gagnleg, hvaða tilgangi þjóna þau, skapa þau góðan vettvang fyrir samfélagsumræðu? Kommentakerfin fara mikin helst undir fréttum af vefmiðlum, og við ætlum að ræða við forsvara tveggja vefmiðla og sjá hvað augum þau líta kommentakerfinu. Páll Líndal umhverfissálfræðingur fjallar svo um vind í sínum pistli.
2/8/202255 minutes
Episode Artwork

Snjómokstur, Gulleggið, málfar og fötlunaraktivisti

Jón Hansen verkstjóri hjá Akureyrarbæ og Hjalti Jóhannes Guðmundsson skrifstofustjóri skrifstofustjóri skipulags- og umhverfissviðs Reykjavíkurborgar: Það þarf að moka innanbæjar í kjölfar hressilegrar vetrarlægðar eins og þeirra sem gekk yfir landið í nótt. Slegið á þráðinn til manna sem tókust á við það verkefni að hreinsa götur innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og á Akureyri hinsvegar. Frumkvöðlakeppnin Gulleggið fór fram 14. árið í röð á föstudaginn var og í þetta sinn bar teymi bak við TVÍK, tæknivædda íslenskukennarann, sigur úr býtum. Hugmyndasmiðirnir í því liði eru Atli Jasonarson, Gamithra Marga og Safa Jemai en við fáum heimsókn frá þeim. Málfarsmínúta Alexandra Sif Herleifsdóttir: Alexandra hefur farið af stað með átak, eða verkefni, á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu RAUNIR FATLAÐRA. Það sem ýtti henni út í þetta verkefni er að móðir hennar, Margrét Guðmundsdóttir, greindist með taugahrörnunarsjúkdóm og er hægt og bítandi að missa máttinn í líkamanum og notast við hjólastól.
2/7/202255 minutes
Episode Artwork

Alþjóðlegur dagur krabbameins, samíska og Hússtjórnarskólinn

Krabbameinsfélagið vil í tilefni af alþjóðlega krabbameinsdeginum vekja athygli á ójöfnuði sem tengist krabbameini - Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fjallaði á málþingi fyrr í vikunni um samísku og menningu Sama. Ann-Sofie Nielsen Gremaud stjórnarformaður Vigdísarstofnunar segir frá því og alþjóðlegum áratugi frumbyggjatungamála. Hússtjórnarskólinn í Reykjavík á 80 ára afmæli 7. febrúar. Við heimsækjum skólann og ræðum við Margréti Dórótheu Sigfúsdóttur skólameistara, sem lætur af störfum í vor. Málfarsmínútan er líka á sínum stað í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur málfarsráðunautar.
2/4/202255 minutes
Episode Artwork

Forseti ASÍ, vetrarólympíuleikar, votlendi og Learncove

ASÍ krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna vaxandi verðbólgu - Drífa Snædal forseti ASÍ. Vetrarólmympíuleikarnir verða settir í Peking í Kína á morgun, fimm íslenskir keppendur taka þátt - Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ og fararstjóri íslenska hópsins. Í gær var alþjóðlegur dagur votlendis - Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur flutti pistil um votlendi. Learncove er íslenskt sprotafyrirtæki sem hefur vakið athygli undanfarið fyrir þjálfunar- og fræðsluhugbúnað - Aðalheiður Hreinsdóttir er framkvæmdastjóri og einn stofnenda Learncove.
2/3/202255 minutes
Episode Artwork

Hafís, Genki, málfar og froskalappir

Hafísröndin er nú 17 sjómílur norður af Kögri og stórir ísjakar að fikra sig nær Íslandi - Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir okkur allt um hafís. Raftónlistargræjan Genki gerir fólki kleift að skapa tónlist með handarhreyfingum - Við sláum á þráðinn til Ólafs Bjarka Bogasonar forstjóra og annars stofnanda nýsköpunar tónlistartæknifyrirtækisins Genki instruments. Í vísindaspjallinu er að þessu sinni rætt um rannsóknir á froskum og eiginleikum þeirra til að láta sér vaxa útlimi eftir aflimun - Edda Olgudóttir. Málfarsmínúta - Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur.
2/2/202255 minutes
Episode Artwork

Kvennaframboð 40 ára, sorphirða og matvendni

Í gær voru 40 ár liðin frá stofnun Samtaka um kvennaframboð í Reykjavík - Kristín Ástgeirsdóttir fyrrverandi þingmaður og einn stofnenda samtakanna. Hvaða breytinga er að vænta í sorphirðumálum á Höfuðborgarsvæðinu? - Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri SORPU og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH. Hvernig kennum við börnum að borða fjölbreytta fæðu? - Sigrún Þorsteinsdóttir barnasálfræðingur, heilsusálfræðingur og doktorsnemi í heilsueflingu rannsakar það.
2/1/202255 minutes
Episode Artwork

Covid breytist, tæki gegn þunglyndi, Davíð Oddsson 1982 og málfar

Er Covid að verða eins og hver önnur umgangspest? Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði. TMS er ný tækni sem notuð er til að meðhöndla þunglyndi - Dagur Bjarnason geðlæknir. Í maí 1982 tók Davíð Oddsson við sem borgarstjóri - Helga Lára Þorsteinsdóttir segir frá upptöku úr safni RÚV. Málfarsmínútua - Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur.
1/31/202255 minutes
Episode Artwork

Kynfræðsla í skólum, þverfagleg rannsókn á hafi og loftslagi, björgun

Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, kynfræðikennari á Kleppjárnsreykjum, Grunnaskóla Borgarfjarðar: Það hafa verið fjörugar umræður á samfélagsmiðlum, í greinaskrifum og svo í gær í Kastljósi, þar sem fjallað er um kynfræðslu ungmenna. Er kynfræðsla almennt kennd í skólum, hverjir kenna hana og hvernig. Þóra þekkir stöðuna og fagið vel enda hefur hún kennt öðrum að kenna. Arndís Bergsdóttir, doktor í safnafræði: ROCS-rannsóknarsetrið er rannsóknarsetur um haf, loftslag og samfélag sem kennt er við Margréti danadrottingu og Vigdísi Finnbogadóttur. Þverfræðilegur hópur vísindafólks á þeirra vegum hélt síðasta sumar í leiðangur um borð í Árna Friðrikssyni, rannsóknarskipi Hafrannsóknarstofnunar, þar sem safnað var sýnum úr setlögum sjávarbotnsins. Með nýrri tækni er nú hægt að greina veðurfar þúsund ár aftur í tímann með nákvæmari hætti. Málfarsmínúta Nú þegar hætt er að gjósa og ferðamennirnir eru færri en ella heyrum við í augnablikinu aðeins minna af störfum björgunarsveitanna. Tíðindi bárust þó nýlega að vestan af frækilegu hundabjörgunarafreki sem krafðist meðal annars ísklifurs. Þessar fréttir kveiktu þá hugmynd að kynna okkur betur inntökuferlið og þjálfunina sem krefst til þess að verða gjaldgengur í björgunarsveit. Við fáum til okkar Kristjönu Ósk Birgisdóttur og Rögnu Láru Ellertsdóttur, nýliðaþjálfara hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík til að fræða okkur um þetta.
1/28/202255 minutes
Episode Artwork

Covid afbrigði, lífrænn úrgangur, sjálfbærni í lög og orkunotkun

Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu: Fá þau sem eru með covid að vita hvort afbrigðið það er? Við höldum áfram að velta fyrir okkur lífrænum úrgangi og fáum til okkar Friðrik Gunnarsson sérfræðing á skipulags- og umhverfissviði Reykjavíkurborgar til að segja okkur hver væri staðan á söfnun lífræns úrgangs í höfuðborginni en síðastliðið haust fór auglýsingaherferð af stað þar sem borgarbúum var bent á að nú væri loks hægt að panta brúna sorptunnu fyrir lífrænan úrgang. Frá og með 1. janúar 2023 verður urðun lífbrjótanlegs úrgangs ólögleg og við veltum meðal annars fyrir okkur hvernig undirbúningi fyrir þá lagasetningu miðar hjá borginni. Hrund Gunnsteinsdóttur framkvæmdastjóri Festu og Tómas Möller stjórnarformaður: Ráðstefnu á vegum Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Þar komu fram fræðimenn og leiðtogar og ræddu um loftlagsmálefni, sérstök áhersla lögð á hagvöxt innan þolmarka jarða fyrir atvinnustarfsemi hverskonar og fjárfestingar. Emilía Borgþórsdóttir í umhverfisspjalli: Kolefnisfótspor orkunotkunnar.
1/27/202255 minutes
Episode Artwork

Alþjóðateymi, jarðgerðarfélagið, málfar og ct gildi

Jasmina Vajzovi? Crnac nýráðin leiðtogi alþjóðateymis velferðarsviðs Reykajvíkurborgar: Teymið hennar ber ábyrgð á þjónustu við fólk af erlendum uppruna, flóttafólk og hælisleitendur - Jasmina þekkir þennan málaflokk mjög vel því hún flúði sjálf stríð í heimalandi sínu Bosníu Hersegóvínu - kom hingað til Íslands sextán ára gömul um miðjan tíunda áratuginn - og það er áhugavert að ræða þessi málefni við manneskju sem þekkir þau svo vel á eigin skinni - hafandi sjálf verið á flótta og þurft að setjast að og skapa sér líf í ókunnugu landi. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur boðað að frá og með árinu 2023 verði urðun lífbrjótanlegs úrgangs ólögleg með öllu. Ruslaflokkun er í dag afar mismunandi eftir sveitarfélögum og ýmsar aðferðir í boði þegar kemur að meðferð lífræns úrgangs. Björk Brynjarsdóttir verkefnastjóri Jarðgerðarfélagsins kemur í heimsókn til okkar á eftir en hún stofnaði félagið ásamt Juliu Brenner jarðvegsfræðingi og hafa þær síðastliðin tvö ár meðal annars unnið að því að stækka Bokashi aðferðina til moltugerðar svo hún nýtist heilu sveitarfélagi. Þær leggja áherslu á laga aðferðina að þörfum íbúa og taka mið af upplifun þeirra. Við fáum að fræðast betur um Bokashi moltugerð með hjálp Björk Brynjarsdóttur. Málfarsmínúta. Edda Olgudóttir vísindaspjall: ct gildi í PCR prófum
1/26/202255 minutes
Episode Artwork

Umræðan um bólusetningar, týndu börnin og brislingur finnst við Ísland

Vilhjálmur Árnason prófessor í heimsspeki við Háskóla Íslands spjallar um það á hvaða hátt hann telur æskilegt að tækla umræðuna um bólusetningar, en hann sendi frá sér grein sem birtist í Kjarnanum þar sem hann varar við sleggjudómum og staðhæfingum opinberra aðila sem kynda undir reiði fólks í garð meðborgara sinna. Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður: 158 beiðnir bárust til lögreglunnar á síðasta ári vegna týndra ungmenna sem er töluvert færra en síðustu árin - Guðmundur hefur sinnt því verkefni að leita þeirra og ræddi um hvað valdi fækkuninni og hvernig vandinn sem þessi börn glíma við hefur breyst. Jón Sólmundsson hjá Hafrannsóknarstofnun: Það telst alltaf til tíðinda þegar nýjar fiskitegundir gera sig heimakomnar við Íslandsstrendur, sérstaklega þegar þetta eru góðir matfiskar og líklegir til nytja - einn slíkur, Brislingur svokallaður hefur verið að finnast í meira mæli síðustu ár - það hefur gert fiskifræðinga afar spennta. Páll Líndal umhverfissálfræðingur er svo með pistil.
1/25/202255 minutes
Episode Artwork

Skólasund og bólusetningar

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara ræðir um sundkennslu en skólasund verður frá og með næsta skólaári að valfagi á unglingastigi grunnskóla í Reykjavík, gegn því að nemendur standist hæfnispróf fyrir tíunda bekk. Um ræðir ákveðinn sveigjanleika í aðalnámskrá grunnskólanna sem sumir skólar hafa þegar nýtt sér í einhvern tíma en hugsanlega er þetta merki um víðtækari breytingar. Sund hefur verið lögbundið skyldufag í grunnskólum síðan 1936 og að vissu leyti samofin ímynd þjóðarinnar en í seinni tíð hefur reglulega verið kallað eftir breytingum þar sem margir nemendur upplifa vanlíðan í skólasundi, sérstaklega á eldri stigum. Haraldur Briem fv sóttvarnarlæknir heimsóttur og rætt við hann um ástandið, Covid 19 veiruna og bólusetningar, sögu þeirra og helstu áfanga Málfarsmínúta
1/24/202255 minutes
Episode Artwork

Með allt á bakinu, hagfræði og moldvörpurottur

Valgerður Húnbogadóttir leiðsöðgumaður og fararstjóri hjá FÍ: útivistaráhugi Íslendinga, fjallaverkefni og námskeið um hvernig bera á allt á bakinu. Enduflutt efni: Viðtal við Ólaf Margeirsson hagfræðing um kleinuhringjahagfræði. Málfarsmínúta Endurflutt efni: Vera Illugadóttir segir frá moldvörpurottunni og rannsóknum á hljóðunum í henni.
1/21/202255 minutes
Episode Artwork

Börn og Covid, athyglisverð dýr og umhverfispistil

Covid 19 faraldurinn virðist vera orðinn að faraldri barnanna. Þar sem um helmingur þeirra sem smitast nú eru börn. Ásgeir Haraldsson prófessor í barnalækningum og yfirlæknir á Barnaspítala hringsins ætlar að ræða þessa þróun við okkur á eftir. Við forvitnumst líka um merkilega rannsókn á dularfullum kvikindum á Álandseyjum. Þar fannst baktería í sníkjudýri í vespu í fiðrildi. Arnar Pálsson erfðafræðingur segir okkur allt um málið. Stefán Gíslason verður svo með umhverfispistilinn sinn og fjallar um heimsmet sem slegið var á síðasta ári - af verri gerðinni - því mannkyninu tókst að nota auðlindir jarðar sem aldrei fyrr - og það þrátt fyrir heimsfaraldur.
1/20/202255 minutes
Episode Artwork

Björgun flóttafólks, langtímaveðurspá og MS sjúkdómurinn.

Brynja Dögg Friðriksdóttir sendifulltrúi: segir frá vinnu sinni fyrir Rauða krossinn, en hún eyddi hátíðunum um borð í Ocean Viking sem fer um Miðjarðarhaf og bjargar flóttafólki. Elín Björk Jónsdóttir, veðufræðingur: langtímaveðurspá, sérstaklega hvað varðar rigningar og hlýnun Edda Olgudóttir, vísindaspjall um nýjar rannsóknir sem tengjast MS sjúkdómnum.
1/19/202255 minutes
Episode Artwork

Riða, me too og Djokovic

Verndandi arfgerð gegn riðu hefur fundist í íslensku sauðfé í fyrsta skipti. Það gæti markað upphafið á endalokum þessa skæða sjúkdóms sem hefur leikið íslenskt sauðfé og samfélög bænda grátt í á annað hundrað ár hér á landi. Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Hverju er hægt að breyta í löggæslu- og dómskerfinu til að mæta betur þolendum í kynferðisbrotamálum? Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögfræðingur fer fyrir máli níu kvenna sem hafa kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir óréttláta málsmeðferð. Serbinn Novak Djokovic er einn besti, ef ekki besti, tennisleikari heims um þessar mundir. Hann var rekinn úr landi þegar hann hugðist keppa á opna ástralska tennismótinu, þar sem hann hafði ekki þegið bólusetningu gegn covid 19 eins og reglur gerðu ráð fyrir. Hallgrímur Indriðason fréttamaður fer yfir málið.
1/18/202255 minutes
Episode Artwork

Gos við Tonga, blóðskimun, gamla Reykjavík og málfar

Kröftugt neðansjávareldgos í Tongaeyjaklasanum varð um helgina - Evgenia Ilyinskaya eldfjallafræðingur. Rannsóknin Blóðskimun til bjargar hefur verið í gangi frá árinu 2016 - Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor í blóðsjúkdómum. Brot úr viðtali Guðjóns Friðrikssonar við Sólveigu Hjörvar frá árinu 1984, en hún var alin upp í Fjalakettinum í Reykjavík - Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV. Málfarsmínúta - Anna Sigríður Þráinsdóttir.
1/17/202255 minutes
Episode Artwork

Vestfjarðaheimsókn í Bláma og Örnu, málfar og hestanafnanefnd

Samfélagið verður með annan fótinn á Vestfjörðum í dag. VIð heimsækjum Bláma sem einbeitir sér að því að efla nýsköpun í orkuskiptaverkefnum á Vestfjörðum - ræðum við Þorsteinn Másson framkvæmdastjóra Bláma. Og tölum við Hálfdán Óskarsson framkvæmdastjóra mjólkurvinnslunnar Örnu, sem hefur stækkað mjög hratt á nokkrum árum. Framundan er frekari þróun í matvælaframleiðslu sem tengist meðal annars berjarrækt og vegan mjólkurvörum á borð við skyr. Málfarsmínúta. Vinsælustu hestanöfnin eru Perla og Blesi. Falleg og sígild nöfn. En vissuð þið að ekki má nefna hrossin þín bara hvað sem er - eins og Euphoria og Apótek? Það er til hestanafnanefnd, svipar að smá til mannanafnanefndar. Það gilda semsagt reglur um hestanöfn, en hvers vegna? Við fræðumst allt um þetta með Elsu Albertsdóttur sem situr í hestanafnanefnd.
1/14/202255 minutes
Episode Artwork

Foreldrasamvinna, hvernig er svínshjarta grætt í mann og fjölbreytni

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir félagsfræðingur: Í byrjun árs tóku í gildi lög um skipta búsetu barns. Lögunum er ætlað að styrkja stöðu foreldra sem eiga í foreldrasamvinnu á tveimur heimilum og hvetja foreldra til foreldrasamstarfs. Hvað leysa þessi lög, hver er helstu deilumál foreldra sem ekki eru saman og hvað er hægt að bæta enn frekar? Runólfur Pálsson læknir og framkvæmdastjóri meðferðarsviðs hjá Landspítalanum: erfðabreytt svínshjarta hefur verið grætt í mann. Það eru heilmikil tíðindi og tímamót í heilbrigðisvísindum. Runólfur kafar ofan í málið með okkur. Hafdís Hanna Ægisdóttir fjallar um líffræðilega fjölbreytni.
1/13/202255 minutes
Episode Artwork

Smittölur og álag, vinnuslys þá og nú, málfar og svínshjarta

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn: Það var nokkuð þungur tónn í þríeykinu, sem svo er kallað, á upplýsingafundi Almannavarna áðan. Sóttvarnalæknir sagði að það liti út fyrir að hann legði til harðari aðgerðir í vikunni til að koma smittölum niður, en undanfarið hafa meira en þúsund manns verið að greinast daglega- það þyrfti að helminga þá tölu. Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi og álagið á heilbrigðiskerfið og Landspítalann sérstaklega er gríðarlegt. Kristinn Tómasson fv yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu: Vinnuslysin í sjónvarpsþáttunum Verbúðinni eru ansi tíð, en þar segir af lífi og störfum fólks sem starfar við fiskvinnslu og sjó í áttunni á Íslandi. En var þetta bara svona? Kristinn man tímana tvenna og þekkir sögu og þróun vinnuslysa á Íslandi. Málfarsmínútan Edda Olgudóttir mætir svo í sitt vikulega vísindaspjall og fjallar um ígræðslur líffæra úr dýrum í menn - en nýlega var erfðabreytt svínshjarta grætt í mann í Bandaríkjunum.
1/12/202255 minutes
Episode Artwork

Kröfur um samfélagslega ábyrgð, tæknispá og umhverfissálfræði

Miklar samfélagsbreytingar eru að verða í kjölfar Me too-byltingarinnar og undanfarið hafa nokkrir stjórnendur í atvinnulífinu mátt taka pokann sinn vegna hegðunar sinnar. Hvaða breytingar eru að verða í viðskipta- og atvinnulífinu? Kristbjörg Kristinsdóttir stjórnarformaður Iceland SIF. Hvernig verður tækniárið 2022? Hjálmar Gíslason stofnandi og framkvæmdastjóri Grid fer yfir tæknispá sína. Pistill um umhverfissálfræði - Páll Líndal umhverfissálfræðingur.
1/11/202255 minutes
Episode Artwork

Langtímaáhrif Covid 19, Brasilíufarar og stafrænar breytingar

Niðurstöður nýrrar finnskrar rannsóknar benda til þess að langtímaáhrif Covid 19 geti verið alvarleg og íþyngjandi - Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Síðar í vikunni ver fram doktorsvörn vegna rannsóknarinnar Afkomendur Brasilíufaranna: Íslensk sjálfsmyndasköpun í Brasilíu - Eyrún Eyþórsdóttir segir frá niðurstöðum sínum. Þjónustuvefurinn Heilsuvera hefur reynst íþyngjandi fyrir starfsfólk heilsugæslunnar. Þetta kom fram í máli framkvæmdastjóra lækninga hjá heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins - Arna Ýr Sævarsdóttir skrifstofustjóri Reykjavíkurborg fjallar um áskoranir sem fylgja stafrænum breytingum. Málfarsmínútan er líka á sínum stað.
1/10/202255 minutes
Episode Artwork

Áhlaðningur, apple auður, málfar og veðurhræddir fornleifafræðingar

Guðmundur Birkir Agnarsson sjómælingamaður hjá Gæslunni: Djúp lægð gekk yfir landið í vikunni. Forvitnast um hvernig sjávarstöður, djúpar lægðir og áhlaðandi virkar hvaða afleiðingar þetta hefur og hvar þá helst. Björn Berg Gunnarsson Íslandsbanka: Þær fréttir bárust á dögunum að markaðsvirði tæknifyrirtækisins Apple hefði rofið þriggja trilljóna dollara múrinn - þá er átt við það sem Bandaríkjamenn kalla trilljón, en við hér köllum billjón. Þetta jafngildir hátt í 400.000 milljörðum króna. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið gríðarlegur á mjög stuttum tíma, enda fór virðið yfir tvær trilljónir í ágúst 2020. Við reynum að setja þetta í samhengi með Birni Berg. Málfarsmínúta Lísabet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur: Óveður hefur margvíslegar afleiðingar, og eðlilegt að ýmsar starstéttir séu veðurhræddari en aðrar - eins og til dæmis sjómenn. En vitið þið hvaða starfsstétt er líka rosaleg veðurhrædd? Það eru fornleifafræðingar. Og þau eru ekki að hugsa um sjálfa sig. Nei þau eru að spá í öllum minjastöðunum sem skemmast þegar veður eru vond. Við ætlum í lok þáttar að setjast niður með fornelifafræðingi og ræða þetta, hvaða staðir eru í hættu vegna veðurs - og hvað fornminjar hafa nú þegar glatast í einhverri lægðinni.
1/7/202255 minutes
Episode Artwork

Foreldrasamstarf, bólusetning barna, kolefnisspor mataræðis

Auður Magndís Auðardóttir nýdoktor: upplifun mæðra af verkalýðsstétt af foreldrasamstarfi í skólum Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur : bólusetning barna, skipulag og áskoranir Þórhallur Ingi Halldórsson: Kortlagning kolefnisspors mataræðis Íslendinga Umhverfispistill frá Stefán Gíslasyni
1/6/202255 minutes
Episode Artwork

Almennir læknar, raunfærni og vísindaspjall

Stór hluti almennra lækna upplifir einkenni kulnunar og hefur íhugað að hætta störfum á Landspítalanum skv. nýrri könnun - Berglind Bergmann varaformaður Félags almennra lækna. Er hægt að meta reynslu úr skóla lífsins til eininga? Og hvað er raunfærnimat? - Fjóla María Lárusdóttir þróunarstjóri hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Málfarsmínútan - Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur RÚV. Nýjar rannsóknir benda til þess að hægt sé að greina þunglyndi og leggja mat á meðferð með blóðprufu - Edda Olgudóttir segir frá.
1/5/202255 minutes
Episode Artwork

Forseti ASÍ, punktaletur og bókin How to live Icelandic

Þúsundir eru í sóttkví eða einangrun og þeim fjölgar dag frá degi með tilheyrandi áhrifum á vinnumarkaðinn - Drífa Snædal forseti ASÍ. Í dag er alþjóðlegur dagur punktaleturs - Íva Marín Adrichem. Í bókinni How to live icelandic er farið yfir allar helstu leiðir til að lifa á íslenskan hátt, hvort sem er í hegðun, á hátíðum, mataræði, viðhorfi og menningu - Nína Björk Jónsdóttir og Edda Magnús.
1/4/202255 minutes
Episode Artwork

Slökkviliðsstjóri, svanahvíslari, málfar og skemmtanalíf 1960

Brjálað að gera um áramótin - Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri SHS Svanurinn Tumi var frosinn fastur en var bjargað - Rebecca Ostenfeld Fjörugt skemmtanalíf árið 1960, úr safni RÚV - Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri Málfarsmínúta - Anna Sigríður Þráinsdóttir
1/3/202255 minutes
Episode Artwork

Grænlandsfréttir, flugeldar og músafaraldur

Við hringjum til Grænlands og fáum nýjustu fréttir þaðan, en ómikrónafbrigði kórónuveirunnar er farið að láta á sér kræla í Nuuk eins og annarsstaðar. Inga Dóra Guðmundsdóttir sem býr og starfar verður til svara. Umhverfisspjallið með Emilíu Borþórsdóttur verður á sínum stað og að þessu sinni beinum við sjónum okkar að flugeldum, enda styttist í áramótin og sprengingarnar sem þeim fylgja. Svo ætlum við að rifja upp umfjöllun hér í Samfélaginu frá því í maí á þessu ári, þegar vera Illugadóttir ræddi við Leif Hauksson og Höllu Harðardóttur um músafaraldur í Ástralíu.
12/30/202155 minutes
Episode Artwork

Sjúklingar sendir vestur, smáfuglar, málfar og árið í vísindum

Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða: Landspítalinn var í gær settur á neyðarstig og meðal ráðstafana sem þarf að grípa til vegna þess, er að senda sjúklinga sem liggja á spítalanum á aðrar heilbrigðisstofnanir. Þar á meðal til Ísafjarðar. Björk Þorleifsdóttir fræðslustjóri Grasagarðsins og Einar Þorleifsson fuglafræðingur: Umhirða smáfugla yfir vetrartímann, fæða, aðstaða og fróðleikur. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir: Vísindaárið gert upp.
12/29/202155 minutes
Episode Artwork

Sögur af sögu: Hótel Saga stendur á tímamótum

Ingibjörg Ólafsdóttir fv hótelstjóri á Hótel Sögu leiðir hlustendur um húsakynni hótelsins og rifjar upp sögur af gestum, uppákomum og arkitektúr.
12/28/202155 minutes
Episode Artwork

Covid á Þingeyri, afganskir flóttamenn og alþjóðatungumálið enska

Á Þingeyri kom upp hópsmit rétt fyrir jól og margir íbúar vörðu því jólunum ýmist í einangrun eða sóttkví. Við hringjum í Ernu Höskuldsdóttur, skólastjóra á Þingeyri. Rétt fyrir jól komu 22 Afganar til landsins, þeir eru í hópi flóttafólks sem ríkisstjórnin samþykkti að taka á móti. Við setjumst niður með Lindu Rós Alfreðsdóttur, sérfræðingi hjá Félagsmálaráðuneytinu, sem er ein þeirra sem hefur unnið að komu hópsins. Huga verður að því hvaða tungumál ung börn heyra það er að segja ef við ætlum að halda í íslenskuna. Nokkur umræða hefur verið um stöðu enskrar tungu hér á landi og hafa rannsóknir sýnt að íslensk börn tala stundum saman á ensku. Staða ensku sem alþjóðlegt samskiptamál er mjög sterk og hlutverk hennar á alþjóðavísu hefur vaxið. Við ræðum þessi mál við Birnu Arnbjörnsdóttur.
12/27/202155 minutes
Episode Artwork

Jólaskreytingar, jólaverslun, málfar og sýklalyfjaónæmi

Hjalti Jóhannes Guðmundsson skrifstofustjóri skrifstofustjóri skipulags- og umhverfissviðs Reykjavíkurborgar: jólaskreytingar: þróun, sýn, áskoranir og kostnaður. Jólaborgin Reykjavík skartar sínu fegursta. Guðrún Jóhannesdóttir, varaformaður Samtaka verslunar og þjónustu: Spádómar um dauða miðbæjarins hafa ekki ræst ef marka má iðandi lífið í bænum fyrir þessi jól. Um 270 verslanir eru í miðbænum. En þrátt fyrir stemminguna er sagt að ef verslun er ekki á netinu þá er hún ekki til. Bylting hefur orðið í netverslun hér á landi. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir, vísindaspjall: sýklalyfjaónæmi, hvernig er hægt að bregðast við því. Edda segir frá rannsóknum á bakteríuveirum.
12/22/202155 minutes
Episode Artwork

Öldrun, rusl frá Landspítala, málfar og jólahefðir

Ólafur Helgi Samúelsson öldrunarlæknir: Afhverju eldumst við - og hvað áhrif hefur það á samfélagið? Hulda steingrímsdóttir umhverfisstjóri Landspítala: Sirka fjögur tonn af rusli koma frá Landspítalanum á hverjum degi og spítalinn losar heilmikið af gróðurhúsalofttegundum. Stærsta kolefnisspor spítalans er vegna glaðlofts og svæfingagasa. Glaðloft í einni fæðingu losar álíka mikið af kolefnum eins og sparneytinn bíll losar sem ekið er hringinn í kringum landið. Málfarsmínúta Páll Líndal umhverfissálfræðingur með pistil um jól og hefðir.
12/21/202155 minutes
Episode Artwork

Traust til plastendurvinnslu, póstsendingar, málfar og jól fortíðar

Karl Eðvaldsson, varaformaður FENÚR og forstjóri ReSource International :Fagráð um endurnýtingu og úrgang - FENÚR - hafa lýst yfir áhyggjum af því að neytendur missi tiltrú á flokkunar- og sorpkerfinu vegna frétta um að íslenskt plast finnist óunnið í vöruskemmu í Svíþjóð. Við ræðum við Sigríði Heiðar forstöðumann sölusviðs hjá Póstinum og Kristínu Ingu Jónsdóttur, forstöðumanni markaðsdeildar en mikið álag hefur verið á alla póstþjónustu á Íslandi því aldrei hafa fleiri pakkasendingar verið póstlagðar. Við heyrum orð eins og pósbox og pakkaport sem eru notuð í auknum mæli til að hægt sé að taka á móti þessu mikla magni af bögglum. Á sama tíma og póstsendingum fjölgar hafa nettröllin og svikhrappar farið á stjá og senda fólki svikatölvupósta um pakkasendingar. Málfarsmínúta Helga Lára Þorsteinsdóttir safni RÚV kemur færandi hendi með gersamir úr safninu. Við hlýðum á innslag úr Fréttaaukanum sem var flutt árið 1949. Þar segir fréttamaðurinn Margrét Indriðadóttir almennt frá jólaundirbúningi og fer síðan á vettvang í miðbæ Reykjavíkur. Hún lýsir jólaösinni í Reykjavík og talar við bóksala; ungan 11 ára vegfarenda og húsmóður í jólainnkaupum.
12/20/202155 minutes
Episode Artwork

Bjöllurnar klingja, dýraþjónusta Reykjavíkur og strompar

Karen Jane Sturlaugsson, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans Reykjanesbæjar, kennari og stjórnandi Bjöllukórsins: Að öllum öðrum hljóðfærum ólöstuðum þá er ekkert eins jólalegt og bjalla, enda klingja jólabjöllurnar ótt og títt þessa dagana, á jólatónleikum og í jólalögum og hvaðeina. Karen leiddi hlustendur Samfélagsins inn í töfraheim bjöllunnar sem hljóðfæris og klingdi í nokkrum fyrir okkur. Þorkell Hreiðarsson, deildarstjóri húsdýragarðsins og yfirmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur: Dýraþjónusta Reykjavíkur sem er í húsdýragarðinum tekur við fjölda kvartanna vegna hunda á hverju ári. En hún veitir líka ýmsa þjónstu vegna dýrahalds í borginni og fer í útköll. Hún þurfti t.d. um daginn að sækja álft sem ekki vildi yfirgefa leikskólalóð. Dýraþjónustan er ný og er í þróun. Magnús Heiðar Þorgeirsson blikksmiður: það er brjálað að gera í strompunum í desember. Magnús er ekki jólasveinn samt. En fólk vill kveikja upp í kamínu, arin, eldstæðum á jólunum og þá er eins gott að allt virki. Og Magnús sér til þess.
12/17/202155 minutes
Episode Artwork

Konur og vinnumarkaður, hundasveitin og jákvæðar umhverfisfréttir

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við HÍ: Hvað segir það okkur um íslenskan vinnumarkað að eldri konur með mikla reynslu í flottum stjórnunarstörfum velji að hætta? Er vandamálið konurnar eða vinnumenning og fyrirtækjabragur hérlendis? Guðfinna Kristinsdóttir: Að meðaltali týnast 3 hundar á dag á Höfuðborgarsvæðinu og búast má við að um áramótin hverfi um 25 hundar vegna þess að þeir eru hræddir við flugelda. Hundasamfélagið á Facebook og hundasveitin eru þá oft kölluð til. Guðfinna er í hundasveitinni og hún er framkvæmdastjóri Dýrfinnu sem er að þróa nýtt smáforrit sem auðveldar fólki að skipuleggja leit að týndum dýrum. Hún segir okkur frá hundasveitinni og Dýrfinnu í þættinum í dag. Hafdís Hanna Ægisdóttir: jákvæðar fréttir af vistkerfum og náttúru jarðarinnar
12/16/202155 minutes
Episode Artwork

Sorpbrennsla, loðnueldi, málfar og bólusetningar

Helgi Þór Ingason, verkefnastjóri verkefnis um byggingu sorpbrennslustöðvar á Íslandi ræðir um þörf, eðli og áhrif slíkrar stöðvar. Agnar Steinarsson, sjávarlíffræðingur: Nýlega tókst í fyrsta skipti sem vitað er að ala upp loðnu við tilraunaaðstæður og var það gert í tilraunastöðinni í Grindavík. Vonast er til að þetta verði til þess auka þekkingu okkar á loðnu og hegðun hennar ekki síst eftir að hún tók upp á því að láta sig hverfa í tvö ár. Agnar segir okkur frá mikilvægi loðnunnar og hvernig tókst að ala hana upp í tilraunastöðinni. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir í vísindaspjalli um bólusetningar við HIV veirunni
12/15/202155 minutes
Episode Artwork

Plastendurvinnsla, afkimar samfélagsmiðla og hjálparkokkar

Sigurður Halldórsson, stofnandi og framkvæmdastjóri íslenska endurvinnslufyrirtækisins Pure North Recycling: Sigurður segir það ekki koma sér á óvart að plast frá Íslandi hafi endað í vöruskemmu í Svíþjóð og hafi verið þar óhreyft í fimm ár. Pure North Recycling endurvinnur plast með umhverfisvænum orkugjöfum og endurvinnur plastið að fullu hér á landi. Þórður Kristinsson, doktorsnemi og kennari: Rannsóknir sýna að börn og unglingar sjá gjarnan ýmislegt miður fallegt á samfélagsmiðlum - og þau hegða sér líka oft illa á þeim. Rætt um áhrif og afleiðingar þessa út frá rannsóknum Þórðs. Hildur Oddsdóttir hjálparkokkur: ólasveinahjálparkokkarnir er verkefni sem miðar að því að uppfylla jólagjafaóskir barna sem koma frá efnaminni fjölskyldum.
12/14/202155 minutes
Episode Artwork

Netöryggi ógnað, kolefnismarkaðir, málfar og menningarhlutverk sunds

Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisisn Syndis: Alvarlegur veikleiki hefur komið upp í tölvukóða sem getur orðið til þess að skemmdarvargar komist í stýrikerfi fyrirtækja. Varað var við þessu í öllum fréttatímum í gær. Hafið er kapphlaup milli hugbúnaðarsérfræðinga og tölvuþrjóta og er spurning hvort hægt sé að gera við villuna áður en tölvuþrjótar ná að skemma mikið. Guðmundur Sigbergsson, framkvæmdastjóri Loftslagsskrár Íslands og Gunnar S. Magnússon meðeigandi og sviðsstjóri sjálfbærni hjá EY ehf: Kolefnismarkaðir, hvað eru þeir, hvernig virka þeir og hvaða tækifæri felast í þeim fyrir Ísland Málfarsmínúta Elín Hreiðarsdóttir fornleifafræðingur: Heitir pottar og sundlaugar hafa gengt stóru hlutverki í íslenskri menningu frá upphafi byggðar, stærra hlutverki en ætla mætti því þær hafa oft verið samkomuhúss hreppanna. Fornleifastofnun Íslands er að rannsaka sundlaugar á Íslandi bæði fornar og nýjar og svo virðist sem fyrstu íbúar landsins hafi áttað sig fljótt á því hve gott það er að liggja í heitum potti.
12/13/202155 minutes
Episode Artwork

Heimsókn í þjóðminjasafnið, æskuminningar, jólasveinar og jólatré

Samfélagið sendir beint út frá Þjóðminjasafninu. Sigrún Eldjárn rithöfundur og myndlistarmaður er alin er upp í Þjóðminjasafninu. Fjölskylda hennar bjó í safnahúsinu þegar pabbi hennar Kristján Eldjárn var safnvörður og síðar þjóðminjavörður áður en hann var kjörinn forseti Íslands. Anna Leif Auðar Elídóttir, - safnkennari sér um jólasveinadagskrána Í þjóðminjassafnsins segir okkur frá klækjum sveinanna og öðru sem tengist þeim uppákomum og Eva Kristín Dal verkefnastjóri fræðir okkur um sýnunga á jólatrjám sem eru í safninu. Málfarsmínúta Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands: rölt í Öskjuhlíðinni og fræðst grenitré sem eru jólatré og almennt um þennan sið að skreyta grenitré um jólin.
12/10/202155 minutes
Episode Artwork

Mannréttindi og loftlagsbreytingar, Covid og börn, umhverfispistil

Kári Hólmar Ragnarsson lektor í lagadeild HÍ: mannréttindi og loftlagsbreytingar, hvernig þau skarast, og hvort og hverju það skilar að nota mannréttindahugtakið til að berjast gegn loftlagsbreytingum. Steinunn Jakobsdóttir. Kynningarstjóri Unicef: Eftir að Covid skall á hafa aðstæður barna um allan heim breyst til hins verra. Fleiri börn eru fátæk og svelta, hafa ekki getað sótt skóla, verið send út að vinna eða látin giftast . Og ofbeldi gagnvart börnum hefur aukist. Þetta er meðal þess sem kemur fram í kolbikasvartri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem var birt í morgun í tilefni af 75 ára afmæli samtakanna. Við kynnum okkur skýrsluna með aðstoð kynningastjóra UNICEF á Íslandi. Stefán Gíslason með umhverfispistil um rafbíla gagn þeirra og galla
12/9/202155 minutes
Episode Artwork

Endurhæfing, nám um loftlagsvandan, málfar og lömun

Emil Harðarson er einn af stofnendum Heilabrota: Dæmi eru um að fólk, sem hefur verið lokað inni í áratugi vegna hegðunarvanda eftir framheilaskaða, hafi getað hafið nýtt líf eftir að hafa fengið rétta endurhæfingu. Slík endurhæfing er ekki í boði hér á landi en vitað er að fjölmargir Íslendingar stríða við þennan vanda. Rætt um nýtt endurhæfingarúrræði. Rannveig Björk Þorkelsdóttir, dósent við HÍ, og Jóna Guðrún Jónsdóttir, aðjunkt við HÍ: forvitnast um verkefni sem á hvetja nemendur til að fræðast um og grípa til róttækra aðgerða gegn loftlagsvandanum. Málfar Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur, sem ætlar í dag að fjalla um meðferð sem gæti komið í veg fyrir og lagað lömun.
12/8/202155 minutes
Episode Artwork

Framheilaskaði, fjármálalæsi, málfar og jólalitir

Karl Fannar Gunnarsson sérfræðingur í atferlistengdri taugaendurhæfingu: Fjallað var um framheilaskaða í fréttaskýringaþættinum Kveik fyrir rúmri viku og var rætt við Karl hefur starfað í Bandaríkjunum og Kanada við að endurhæfa fólk með framheilaskaða. Hann lærði sálfræði við Háskólann á Akureyri en sérhæfði sig síðan í atferlisfræði og er doktorsritgerð hans um endurhæfingu og meðferð. Örn Valdimarsson, kennari við MS: Örn kennir fjármálalæsi og segir frá kennslunni og eðli hennar og hvað má betur fara. Málfarsmínúta Páll Líndal, umhverfissálfræðingur: Áhrif jólalegsumhverfis, sérstaklega lita, á líðan fólks.
12/7/202155 minutes
Episode Artwork

Huldufólk, plantað fyrir menntun, málfar og bláuggatúnfiskur

Helga Lára Þorsteinsdóttir kom í heimsókn með brot úr gömlum þætti, nánar tiltekið Margrét frá Öxnafelli 1908-1989 úr þættinum Efst á baugi. Við heyrum í Margréti frá Öxnafelli sem var skyggn og lýsir hún í þættinum, sem er frá 30. Desember 1960 eða fyrir rúmlega 60 árum, huldufólki og álfum. Guðný Nielsen, verkfræðingur og ein af stofnendum SoGreen: SoGreen verkefnið gerir fyrirtækjum kleift að kolefnisjafna, ekki með því að planta trjám, heldur með því að styðja við menntun stúlkna. Aðstandendur verkefnisins hafa búið til reiknilíkan sem reiknar út hversu mikinn útblástur er hægt að koma í veg fyrir til ársins 2050 með því að tryggja menntun stúlkna í fátækari löndum. Málfarsmínúta Guðmundur J Óskarsson sviðstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar: Bláuggatúnfiskur er stór fiskur og þykir lostæti. Hann finnst við Íslandsstrendur og er veiddur, ekki af Íslendingum þó þó kvóti sé í boði, heldur aðallega af japönum sem leggja mikið á sig til að ná í þennna eftirsótta fisk.
12/6/202155 minutes
Episode Artwork

Græn skref, forrit sem vinnur gegn fíkn og bílastæðavandi

Már Vilhjálmsson fv. rektor MS: rætt um hvernig stofnanir og fyrirtæki geta stigið græn skref í átt að umhverfisvænni starfsemi, stöðu framhaldsskólanna á Íslandi og sitthvað fleira. Þórdís Rögn Jónsdóttir, sem starfar hjá Sidekick Health og Stefán Ólafsson sem er með doktorspróf í heilbrigðistækni og lektor við Háskólann í Reykjavík vinna að gerð forritsins sem stefnt er að því að hjálpi þeim sem stríða við fíkn. Hugmyndin Electra fékk Nýsköpunarverðlaun Forseta Ísalnds á árinu. Stefán Gíslason með umhverfispistil um bílastæðavanda
12/3/202155 minutes
Episode Artwork

Smáforrit fyrir heimilishald, ófaglærð störf og hringrásarjólahald

Alma Dóra Ríkarðsdóttir og Sigurlaug Guðrún Jóhannesdóttir, stofnuðu fyrirtækið Heima sem vinnur nú að gerð apps sem aðstoðar fólk við að skipuleggja heimilishaldið. Mikill áhugi er forritinu sem meðal annars hjálpar fjölskyldum að jafna ábyrgðina á heimilisstörfum og að deila hugrænni byrði heimilishaldsins. Fimmhundruð manns eru á biðlista hjá nýsköpunarfyrirtækinu sem er að hanna það. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands: Spáð er að ófaglærðum störfum muni fækka mjög á komandi árum. Guðbjörg hefur rannsakaða stöðu ungs fólks sem stundar slík störf og fór yfir niðurstöður rannsóknarinnar með okkur. Guðmundur Tryggvi Ólafsson rekstrarstjóri endurvinnslustöðva SORPU og Freyr Eyjólfsson Þróunarstjóri hringrásarhagkerfisins: Rætt um um hringrásarhagkerfi og enduvinnslu í aðdraganda jólanna, en mikið er unnið að því að skapa vettvang til að auka endurnotkun - og til dæmis verður skiptimarkaður með Jólaskraut um helgina.
12/2/202155 minutes
Episode Artwork

Dónaskapur í garð afgreiðslufólks, handritafundur, málfar og vísindi

Nokkuð hefur borið á því að starfsfólki verslana sé sýndur dónaskapur og að fólk skeyti skapi sínu á því. VR hefur borist töluvert af kvörtunum vegna þess og dæmi eru um að kalla hafi þurft til lögreglu. Oft bitnar þetta á afgreiðslufólki af erlendum uppruna. Við ræðum við Ragnar Þór Ingólfsson formann VR og Bryndísi Guðnadóttur, forstöðumann kjaramálasviðs um álagið sem er á starfsfólki verslana vegna framkomu fólks og vegna Covid-19. Svanhildur Óskarsdóttir prófessor við Árnastofnun kemur til okkar og segir okkur frá lygilegum fundi skinnhandrita í safni í Lundúnum sem íslenskur fræðimaður rakst nýverið á fyrir tilviljun. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir kom til okkar í vísindaspjall í lok þáttar og hræddi um áhrif félagslegs tengslanets á mögulegar sjúkdómsmyndanir.
12/1/202155 minutes
Episode Artwork

Loftlagsmál, atvinnulíf, áhrif umhverfis og rjúpur

Tinna Hallgrímsdóttir formaður Ungra umhverfissinna: Ný ríkisstjórn tók við völdum á sunnudaginn sem hyggst leggja áherslu á loftslagsmál. Ungir umhverfissinnar hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi og Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur nýja umhverfisráðherrans fékk ekki háa einkunn hjá þeim fyrir kosningar. Rætt og rýnt í nýjan stjórnarsáttmála. Íris Hrönn Guðjónsdóttir, innviðastjóri Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands: Afhverju eiga konur, sem hafa klifið metorðastigann, og eru um miðjan aldur komnar í æðstu stjórnendastöður það til að hætta alfarið í vinnunni, og fara að gera eitthvað allt annað? Við ætlum að rýna í einkar forvitnilega rannsókn sem birtist nýlega og skoðar þetta - rannsóknin dregur ekki bara fram mismunandi stöðu og upplifun kynjanna af atvinnulífinu, heldur beinir sjónum að því hve nauðsynlegt það er að atvinnulífið þrói með sér gildi sem dregur að og heldur í þroskaðan og fjölbreittan starfshóp. Páll Líndal umhverfissálfræðingur með pistil Steingrímur Birkir Björnsson rjúpnaveiðimaður: Síðasti dagur rjúpnaveiði er í dag, rætt við veiðimann sem um hvernig veiðarnar í haust hafa gengið.
11/30/202155 minutes
Episode Artwork

Afsláttardagar, gaslýsing, málfar og bólusetning í fátækum ríkjum

Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu: það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að afsláttardagar hafa tekið mikið pláss síðustu vikurnar, aðdragandi jólaverslunarinnar er langur ? en geta neytendur treyst því að afslættirnir séu raunverulegir? Hrafnhildur Sigmarsdóttir ráðgjafi hjá Stígamótum og með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði: Gaslýsing, hvað er það, hvernig lýsir það sér og hvaðan kemur orðið? Málfarsmínúta Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi og Steinunn Jakobsdóttir, kynningastjóri UNICEF: Ríkustu þjóðir heims hafa fengið fimmtán sinnum fleiri skammta af bóluefnum við Covid-19 á hvern íbúa heldur en fátækari ríkin. Á meðan ekki er búið að bólusetja fleiri í fátækari ríkjum heims má búast við að heimsbyggðin verði í stöðugu kapphlaupi við ný afbrigði veirunnar
11/29/202155 minutes
Episode Artwork

Fjármálalæsi, Gísla saga og frjósemislækningar

Er mikilvægara að kenna eitt fremur en annað? Er fjármálakennsla gagnlegri en fornar bókmenntir? - Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri fjármálafræðslu hjá Samtökum fjármálafyrirtækja og Aðalheiður Guðmundsdóttir prófessor í íslensku við HÍ. Málfarsmínúta í boði Önnu Sigríðar Þráinsdóttur málfarsráðunautar. Samfélagið heimsækir frjósemisklíníkina Livio - Snorri Einarsson læknir.
11/26/202155 minutes
Episode Artwork

Farsóttarhús, loftslagssiðferði og umhverfisspjall

Heimsókn í farsóttarhús - Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður Siðferðislegar skyldur í loftslagsmálum - Hlynur Orri Stefánsson, dósent í heimspeki Umhverfisspjall - Emilía Borgþórsdóttir
11/25/202155 minutes
Episode Artwork

Blóðmerar, lyf gegn Covid, græn jól, málfar og svefnrannsóknir

Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun: Myndband af illri meðferð á blóðmerum er til rannsóknar hjá Matvælastofnun, rætt um málið og önnur slík, meðferð þeirra og eðli rannsóknarinnar. Agnar Bjarnason smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum: fjallað um lyfjaþróun þegar kemur að meðferð við Covid 19. Þróunin er hröð og nokkur lyf lofa mjög góðu. Jóhannes Bjarni Urbancic Tómasson og Þorbjörg Sandra Bakke sérfræðingar hjá Umhverfisstofnun: umhverfisvænn jólaundirbúningur og hátíðahöld. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir í vikulegu vísindaspjalla um svefnrannsóknir.
11/24/202155 minutes
Episode Artwork

Aðdragandi þingsetningar

Þingsetningarupphitun: Rætt við Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis, starfsfólk mötuneytis Alþingis og tvo þingmenn, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Jóhann Friðrik Friðriksson.
11/23/202155 minutes
Episode Artwork

Brusselmótmæli, framtíðin árið 2000, fasteignamarkaður og flóttabörn

Þorfinnur Ómarsson: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaraðgerðum í Brussel um helgina. Helga Lára Þorsteinsdóttir með gamla upptöku ur útvarpinu frá 1950 en þar er endursagður pistill úr New York Times þar sem greinarhöfundur ímyndar sér hvernig framtíðin verður árið 2000. Una Jónsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum: Fasteignaverð er í hæstu og hæðum um þessar mundir og hefur hækkað hratt undanfarið. Á sama tíma fjölgar fyrstu kaupendum, sem aldrei hafa verið fleiri á markaði og þeir kaupa dýrari íbúðir; meðalverð fyrstu íbúðar er nú um 50 milljónir á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er nú líka yngra þegar það kaupir fyrstu íbúð. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti sem aftur hækka vexti húsnæðislána sem hækka afborganirnar af þeim - það gæti þyngt róðurinn hjá mikið skuldsettu ungu fólki. Málfarsmínúta Ljiridona Osmani, kennari í Stapaskóla: Ljiridona kemur ung til Íslands ásamt fjölskyldu sinni sem er á flótta undan stríði og erfiðleikum í gömlu Júgóslavíu. Hún hefur notað reynslu sína í kennslu og til að uppfræða nemendur sína um stöðu barna á flótta.
11/22/202155 minutes
Episode Artwork

Vindmyllur, Star Trek, málfar og hrútaskráin

Friðjón Friðjónsson, talsmaður Kára energy verkefnisins: Verkefnið snýst um að setja upp vindmyllugarða við strendur Ísland og framleiða raforku sem hægt sé að flytja úr landi Sveinn Guðmundsson mannfræðingur: Star Trek og aðdáendurnir Málfarsmínúta Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson fv formaður Bændasamtakanna: Hrútaskránni 2021-22 flett
11/19/202155 minutes
Episode Artwork

Landselur, jarðgöng og líður að jólum

Stofn landsela hér við land hefur minnkað um nærri 70% frá árinu 1980 - Sandra Granquist deildarstjóri hjá Selasetri Íslands og sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Jarðgöng í Færeyjum og hér á landi - Björn A. Harðarson jarðverkfræðingur. Umhverfisjólahugleiðing - Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur.
11/18/202155 minutes
Episode Artwork

Sameininga sveitarfélaga, stafrænt Ísland, málfar og vísindaspjall

Guðjón Bragason, viðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs: Sameining sveitarfélaga, hvað er framundan Andri Heiðar Kristinsson stafrænn leiðtogi ræðir um Stafrænt Ísland. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir með vísindaspjall um þunglyndislyf sem rannsóknir sýna að virðist draga úr líkum á að fólk veikist alvarlega og deyi úr COVID-19
11/17/202155 minutes
Episode Artwork

Samantekt Loftlagsráðstefnu og dagur íslenskrar tungu

Halldór Þorgeirsson, formaður Loftlagsráðs, Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastýra ON og Tinna Hallgrímsdóttir formaður ungra umhverfissinna: yfirferð loftlagsráðstefnunnar COP26, niðurstöður, markmið og eðli ráðstefnunnar Halldóra Björt Ewen og Hugrún R. Hólmgeirsdóttir, íslenskukennarar í MH
11/16/202155 minutes
Episode Artwork

Metan, menntun, málfar og minimalismi

Sigurður Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs: Hvar eru metanbílarnir? Er metan ekki lengur talið mikilvægt þegar kemur að orkuskiptunum? Eva Harðardóttir aðjúnkt við menntavísindasvið HÍ og Valgerður S Bjarnadóttir nýdoktor við sama svið; Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna ? UNESCO ýtti úr vör fyrir skemmstu yfirgripsmiklu verkefni sem snýr að framtíð menntunar í heiminum. Þetta er viðbragð við versnandi ástandi heimsins, bæði plánettunnar sjálfrar vegna loftlagsbreytinga ? og svo ástandi heimsins, þar sem stríðsátök, ójafnrétti, fátækt og hamfarir ógna lífum fólks. UNESCO bendir á að þekking sé sjálfbærasta leiðin upp á við, menntun sé kraftmesta verkfærið til að breyta heiminum. Til þess þurfi þá að endurhugsa bæði viðtekin kerfi og hugmyndafræði menntunar. Kolbrún Ósk Skaftadóttir er í nóvember átaki. Mínimalísku átaki sem í felst að losa sig við hátt í 500 hluti út af heimilinu. Rætt við Kolbrúnu um eðli átaksins, gengi, sigra og ósigra. Málfarsmínúta
11/15/202157 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Framvinda covid, rektor HR, verslunarhegðun og málfar

Hvernig vindur covid faraldrinum fram og hvað er til ráða? - Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Hvers vegna endar súkkulaðistykkið oft í matarkörfunni þarna alveg undir lok verslunarferðar þinnar? - Birna Þórisdótir nýdoktor í næringarfræði. Nýr rektor Háskólans í Reykjavík tók við á krefjandi tímum - Ragnhildur Helgadóttur ræðir nýja starfið, starfsumhverfi háskólanna og árás tölvuþrjóta sem segjast hafa tekið afrit af tölvupóstum starfsmanna og hóta að birta þá, fái þeir ekki greitt. Svo heyrum við málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur.
11/12/202155 minutes
Episode Artwork

Kolefnishlutleysi ISAVIA, votlendi, málfar og umhverfispistill

ISAVIA hefur sett sér það markmið að ná kolefnishlutleysi árið 2030 í starfsemi sinni á Keflavíkurflugvelli. Það verður einkum gert með orkuskiptum í tækjabúnaði - Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Isavia. Endurheimt votlendis hefur verið eitt af stóru umræðuefnunum á loftlagsráðstefnunni í Glasgow - Einar Bárðarson framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Við heyrum málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur. Og svo fáum við í lok þáttar umhverfispistil frá Hafdísi Hönnu Ægisdóttur.
11/11/202155 minutes
Episode Artwork

RVK á COP26, sálfræðiþjónusta, akademía og atvinnulíf, vísindaspjall

Borgarstjórinn í Reykjavík er mættur á loftslagsráðstefnuna í Glasgow - Dagur B. Eggertsson. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta enn einu sinni gildistöku reglugerðarákvæðis um verklega þjálfun sálfræðinga sem á að vera skilyrði fyrir útgáfu starfsleyfis - Tryggvi Guðjón Ingason formaður Sálfræðingafélags Íslands. Hvernig eru tengsl atvinnulífs og akademíunna? - Þorsteinn Loftsson prófessor emeritus í lyfjafræði. Hver eru tengsl hreyfingar og kvíða? - Edda Olgudóttir spjallar um þau vísindi.
11/10/202155 minutes
Episode Artwork

Grænvangur á COP26, skyndihjálp, þriðja vaktin og Páll Líndal

Grænvangur er meðal þáttakenda á COP26 lofslagsráðstefnunni - Eggert Benedikt Guðmundsson forstöðumaður Grænvangs talar frá Glasgow. Allir geta lært skyndihjálp - Ólafur Ingi Grettisson varðstjóri hjá SHS og skyndihjálparkennari. Þriðja vaktin er verkefni á vegum VR til að vekja athygli á jafnréttismálum innan heimilanna - Þorsteinn Einarsson kynjafræðingur og Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur. Pistill frá umhverfissálfræðingi - Páll Líndal.
11/9/202155 minutes
Episode Artwork

Bakverðir, umhverfisráðstefna, áfengisómenning og málfar

Hvað gera bakverðir í heilbrigðisþjónustu? - Guðmundur Vikar Einarsson læknir Það sárvantar bakverði í heilbrigðisþjónustu - Alma D. Möller landlæknir Ungir umhverfissinnar láta til sín taka á COP26, líka í Finnlandi - Sigrún Perla Gísladóttir er ungur umhverfissinni Málfarsmínúta - Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur
11/8/202155 minutes
Episode Artwork

Faraldur, vöruskortur, málfar og kötturinn Snabbi

Covid19 faraldurinn minnir enn og aftur hressilega á sig. Sóttvarnaraðgerðir hafa verið hertar og aldrei fleiri greinst á einum sólarhring - Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði. Tafir hafa orðið á afhendingu og framleiðslu á ýmsum vörum og íhlutum - Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Ævintýrakötturinn Snabbi var frægur fyrir svaðilfarir sínar og sérstöku lund - Hildur Knútsdóttir, eigandi Snabba. Málfarsmínútan - Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur.
11/5/202155 minutes
Episode Artwork

Kol, orkuskipti í flugi, byggingarefni og umhverfispistill

Hvað eru kol? - Sigurður Steinþórsson, prófessor emiritus í jarðfræði. Orkuskipti í flugi - Jens Þórðarson rekstrarstjóri flugrekstrarsviðs Icelandair. Umhverfisáhrif í byggingariðnaði - Arnhildur Pálmadóttir arkitekt. Umhverfispistill: Stefán Gíslason
11/4/202155 minutes
Episode Artwork

Skógareyðing, orkudrykkir, málfar og peptíð

Aðalsteinn Sigurgeirsson fagmálastjóri hjá Skógræktinni: Fyrsti stóri samningurinn hefur verið undirritaður á Loftlagslagsráðstefnunni í Glasgow COP 26, það er samningur sem um 100 þjóðarleiðtogar skrifuðu undir þar sem binda á endi á eyðingu skóga - sem og að endurheimta skóglendi sem hefur verið eyðilagt. Þórhallur Halldórsson, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands: Íslensk ungmenni drekka meira af orkudrykkjum sem innihalda koffín en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum með tilheyrandi áhrifum - ekki hvað síst á svefn - það er mat áhættumatsnefndar að takmarka eigi aðgengið að þessum drykkjum - en hversu langt á að ganga? Málfarsmínúta Edda Olgudóttir í vísindaspjalli um peptíð sem er mögulega hægt að nota til að koma í veg fyrir Covid 19 smit
11/3/202155 minutes
Episode Artwork

Loftslagráðstefna, covid í framhaldsskólum og hvalbein

Við verðum áfram í tengingu við Loftlagsráðstefnuna í Glasgow - Þórey Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða er þar. Við ætlum líka að forvitnast um stóra rannsókn á áhrifum covid faraldursins á framhaldsskólana - Ómar Örn Magnússon doktorsnemi við menntavísindasvið er einn rannsakenda. Í gær bárust fréttir af því að beinagrind af hval, sem rak á land á Snæfellsnesi fyrir nokkrum árum hefði verið stolið - Hilmar Malmquist forstöðumaður náttúruminjasafns Íslands ræðir framboð á og eftirspurn eftir hvalbeinum.
11/2/202155 minutes
Episode Artwork

COP26, losun fiskveiðiflotans, Atvinnufjelagið og málfarsmínúta

Við byrjum á að tengja okkur við Loftlagsráðstefnuna, COP26, í Glasgow og heyrum í Tinnu Hallgrímsdóttur formanni ungra umhverfissinna sem er á ráðstefnunni - eða í það minnsta í röðinni inn á hana. Hvað geta fyrirtæki í sjávarútvegi gert til að draga úr losun og hvað hafa þau gert? Er raunhæft að búast við orkuskiptum í fiskveiðiflotanum á næstunni? Hildur Hauksdóttir er sérfræðingur í umhverfismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Í gær var haldinn stofnundur Atvinnufjelagsins, sem er félag atvinnulífsins fyrir einyrkja, lítil og meðalstór fyrirtæki. Við tölum við tvo stjórnarmenn í þessu nýja félagi, Ómar Þorgils Pálmason og Þorkel Sigurlaugsson. Svo er Málfarsmínúta Önnu Sigríðar Þráinsdóttur á sínum stað.
11/1/202155 minutes
Episode Artwork

Dauðramannasögur, verkalýðspúsl, hrekkjavaka, málfar og umhverfismál

Bjarni Harðarson: Sagðar verða dauðramannasögur í Skálholti á morgun, Bjarni þekkir góðar og hrollvekjandi frásagnir og fór yfir þær og draugatrú á Íslandi. Kristín Róbertsdóttir, formaður húsfélags alþýðu í verkamannabústöðunum við Hringbraut: Heimsókn í ný húsakynni félagsins sem opnuðu nýverið, en í tilefni þess var íbúum boðið að koma og leggja hönd á plóg við að púsla heljarstóru púsluspili. Spjall um söguna að baki Hrekkjavöku Málfarsmínúta Emilía Borgþórsdóttir í umhverfisspjalli.
10/29/202155 minutes
Episode Artwork

Flatnefja gæludýr, meðafli og væringjar

Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir: evrópskir dýralæknar hafa sent út ákall til fólks um að það kaupi ekki né fái sér flatnefja gæludýr, en hundar og kettir sem eru með flatt eða klesst andlit verða sífellt eftirsóttari. Þetta útlit, sem er vinsælt því það þykir svo krúttlegt, gerir dýrunum hins vegar mjög erfitt fyrir og skerðir lífsgæði þeirra. Guðjón Már Sigurðsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun: Hvernig koma má í veg fyrir að spendýr, eins og hvalir, flækist í net við veiðar á fiski. Þórir Jónsson Hraundal, lektor í mið-austurlandafræðum og arabísku við mála- og menningardeild Háskóla Íslands: Nýlega var haldið málþing um víkinga í austurvegi til heiðurs Sigfúss Blöndal sem árið 1954 gaf út bókina Væringjasögu: sögu norrænna, rússneskra og enskra hersveita í þjónustu Miklagarðskeisara á miðöldum.
10/28/202155 minutes
Episode Artwork

Sjófuglar, doktorsrannsókn, málfar og heilahrörnun

Erpur Snær Hansen, fuglafræðingur: Risastórt svæði í miðju Atlantshafi hefur fundist þar sem fimm miljónir sjófugla dvelja hluta vetrar í fæðuöflun. Svæðið fannst eftir að dægurritagögn sýndu ferðir sjófugla á veturna og hefur komið í ljós að fæðan sem fuglarnir afla sér er lífsnauðsynleg og alger forsenda fyrir stærð fjölmargra stofna. Rætt um þessa uppgötvun og fjöldamargar fleiri rannsóknir sem hún hefur leitt af sér. Eva Dögg Sigurðardóttir skilaði nýverið doktorsritgerð sinni í félagsfræði þar sem hún rannsakaði hvernig börn af erlendum uppruna finna sig í íslensku skólakerfi og hvernig þau upplifa að þau tilheyri því og íslenskri menningu. Málfarsmínúta. Edda Olgudóttir: vísindaspjall um hamingju og heilahrörnun.
10/27/202155 minutes
Episode Artwork

Jarðvarmi, Kvennathvarfsheimsókn og pistill umhverfissálfræðings

Alexander Richter, framkvæmdastjóri Orkuklasa Íslands og íslenska jarðvarmaklasans: Stærsti jarðhitaviðburður heims fer nú fram í Hörpu ? ráðstefna sem er haldin á nokkurra ára fresti en nú í fyrsta sinn á Íslandi. Rætt um hvaða hlutverki og hversu stóru jarðvarmi getur gengt í orkuskiptum og við kyndingu hýbýla, hversu langt ýmis lönd eru komin með nýtingu jarðvarma, sérstaklega á láhitasvæðum, tækniframfarir og áskoranir. Sigþrúður Guðmundsdóttir hjá Kvennaathvarfinu: nýverið flutti athvarfið í nýtt húsnæði sem tekur betur utan um þarfir þeirra kvenna og barna sem þangað leita. Húsið var heimsótt og skoðað. Páll Líndal umhverfissálfræðingur með pistil.
10/26/202155 minutes
Episode Artwork

Byrlanir, virk hlustun og brot úr safni RÚV

Steinunn Gyða og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta og Hrönn Stefánsdóttir verkefastjóri Neyðarmóttöku Landspítalans: Mikið hefur verið rætt um byrlanir á skemmtistöðum og kallað eftir vitundarvakningu. Fjöldi manns sem telja sig hafa verið byrlað hafa stigið fram með sínar sögur á samfélagsmiðlum og er ljóst að aðferðunum og lyfjunum sem er beitt er mismunandi - en leikurinn ljótur sem og tilgangurinn. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur: gildi virkrar hlustunnar Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV: Helga kemur með gimstein úr safni RÚV, fréttaauka frá 10.febrúar 1964 þar sem fjallað er um rafmagnsheilann IBM 70-90.
10/25/202155 minutes
Episode Artwork

Samfélagið í Skarfakletti: Gufubað, Veitur, Hampiðjan og varðskip

Samfélagið sendi beint út frá Skarfakletti í Reykjavík. Hafdís Hrund Gísladóttir gufubaðseigandi: Hafdís á og rekur fargufuna svokölluðu, færanlegt hjólhýsi með innbyggðri gufu. Samfélagið hitti á Hafdísi við Skarfaklett þar sem hún var að klára gufubaðstíma með hópi fólks. Rætt við Hafdísi um gufu, afhverju hún velur svo oft að vera við Skarfaklett og um þara - en hann lætur hún gufubaðsgesti bæði smakka á og bera á sig. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúi Veitna: Viðgerðir á skolphreinsistöð gera það að verkum að óhreinsað skolpvatn mun flæða frá höfuðborgarsvæðinu norðanfrá í Faxaflóa. Af þeim sökum er ekki ráðlagt að stunda sjóböð eða týna þara næstu vikurnar. Hjörtur Erlendsson forstjóri Hampiðjunnar: Hampiðjan starfar út um allan heim, hannar og selur veiðarfæri. Rætt við Hjört um nýsköpun, áskoranir í umhverfisverndarmálum og framþróun fyrirtækisins. Auðunn Kristinsson Landhelgisgæslunni: Varðskipið Ægir liggur við höfn rétt hjá Skarfakletti, hann er til sölu og verður líklega settur í brotajárn. Farið yfir ævi þessa gamla jálks, frækna sigra og fjallað um arftakann Freyju sem er væntanleg í heimahöfn sína í Siglufirði í byrjun næsta mánaðar.
10/22/202155 minutes
Episode Artwork

Landnám í vesturheimi, matarsóunarapp, vetrar- dagur og dekk

Orri Vésteinsson prófessor í fornleifafræði: Við höfum vitað lengi að norrænir menn gerðu strandhögg í vesturheimi fyrir um þúsund árum en nú hefur komið til sögunnar ný tækni sem ekki bara staðfestir þetta enn betur heldur líka sýnir nákvæmari tímasetningu en áður hefur fengist, Rætt um það og hvort þessi tækni geti hjálpað okkur Íslendingum eitthvað við að tímasetja enn betur okkar eigin sögu.. Hlynur Guðmundsson, frumkvöðull: Eitt af verkefnum heimsbyggðarinnar er að sporna gegn matarsóun,við hendum allt of miklum mat. Sem betur fer leitar fólk víða lausna, þeirra á meðal eru þrír vinir af Seltjarnarnesinu sem vinna nú að því að þróa smáforrit til að draga úr matarsóun. Einn þremenninganna, sem er að ljúka við meistaranám í stjórnun nýsköpunar við Háskólann í Reykjavík sagði okkur frá smáforritinu Humble. Rætt við Þorgerði Ásu Aðalsteinsdóttur um vetrardaginn fyrsta. Stefán Gíslason með umhverfispistilinn um vetrardekkin - negld og ónegld?.
10/21/202155 minutes
Episode Artwork

Orkuskiptin í Evrópu, sjávarbotninn, málfarsmínúta og e-efni

Guðrún Sævarsdóttir, efnisverkfræðingur og aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík: Rætt um orkustöðu í Evrópu, hvernig ætlar Evrópa að klára orkuskiptin, skiptir sæstrengur frá Íslandi máli í því samhengi, hvað með kjarnorkuverin og hvenær verður kjarnasamruni staðreynd? Steinunn Hilma Ólafsdóttir, sjávarvistfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun: Á sjávarbotninum umhverfis landið leynast ýmis búsvæði kórala, svampa og annað landslag sem er okkur landkröbbunum nokkuð framandi. Atvinnuvega? og nýsköpunarráðuneytið hefur hafið vinnu við mótun stefnu varðandi verndun viðkvæmra botnvistkerfa innan íslenskrar efnahaglögsögu. Steinunn kom að þeirra vinnu og fer yfir stöðuna. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir í Vísindaspjalli um e-efni í mat.
10/20/202155 minutes
Episode Artwork

Erindi forseta á sjávarútvegsdeginum, leikskólabörn og bálfarir

Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands og sagnfræðingur: Guðni var á fræðimannaskónum í morgun á fundi í tilefni Sjávarútvegsdagsins sem er í dag og fjallaði um hvernig sjávarútvegur nútíðar og framtíðar getur lært af fortíðinni. Anna Magnea Hreinsdóttir aðjúnkt við MVS HÍ og Kristín Dýrfjörð dósent við HA: Ummæli forstjóra álversins í Straumsvík um sólarhrings leikskóla hafa vakið hörð viðbrögð - en hvað ætli leikskólabörnum sjálfum finnist um að vera í leikskóla og dvalartíma sinn þar? Anna og Kristín hafa rannsakað þetta með viðtölum við leikskólabörn. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, stofnandi Trés lífsins: Það dróg til tíðinda fyrir nokkrum dögum þegar sýslumaðurinn á Höfuðborgarsvæðinu veitti frumkvöðlaverkefnið Tré lífsin leyfi fyrir staðsetningu og skipulagi bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ. Ef allt gengur upp verður þetta önnur bálstofan sem reist verður hér á landi - en fyrir er bálstofa við Fossvogskirkju sem hefur verið starfrækt í 73 ár.
10/19/202155 minutes
Episode Artwork

Koltvísýringur, skógrækt og konur, buxur og óhlýðni

Útblástur koltvísýrings eykst þrátt fyrir aukna þekkingu og meðvitund um afleiðingar þess. Rætt er við Júlíus Sólnes, prófessor emeritus í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands, sem hefur skoðað þessi mál í áratugi. Á líffræðiráðstefnunni fór fram málstofa um loftslagsbreytingar og skógrækt. Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknarsviðs hjá Skógræktinni, kemur til okkar en hún var málstofustjóri. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, doktorsnemi í sagnfræði, hefur skoðað buxnasögu Íslands og segir okkur aðeins frá konum, buxum og óhlýðni.
10/18/202155 minutes
Episode Artwork

Líffræðiráðstefnan 2021

Samfélagið sendir út frá Líffræðiráðstefnunni 2021. Helena Gylfadóttir er líffræðinemi og formaður Haxa, hagsmunafélags líffræðinema. Hún sat í skipulagsnefnd fyrir ráðstefnuna. Helena segir frá ráðstefnunni, mikilvægi hennar, fjölbreytni, fyrirlesurum en líka frá líffræðináminu í dag og örlítið um sinn áhuga og viðfangsefni. Salvör Rafnsdóttir, er læknir og doktorsnema í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands. Hún skoðar í sínu doktorsverkefni áhrif kælingar á fólk og hvers konar ferli fer af stað í frumum mannslíkamans við kælingu. Þóra Ellen Þórhallsdóttir er prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands og ein öndvegisfyrirlesara líffræðiráðstefnunnar. Á ráðstefnunni fjallar hún um rannsóknir sínar á birkiskóginum á Skeiðarársandi, um breytingar á vistkerfinu þar og hvernig er hægt að draga lærdóm af þróuninni. Þá fjallar hún um breytingar sem hafa orðið í á umhverfi og náttúru í hennar kennslutíð og alfarlegar afleiðingar breytinganna. Albína Huld Pálsdóttir er dýrabeinafornleifafræðingur og hefur rannsakað uppruna og erfðir íslensku sauðkindarinnar. Hún fjallar um erfðarannsóknir á gömlum kindabeinum og hvað þær geta sagt okkur. Jónas Páll Jónasson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, hefur rannsakað atferli humra með því að merkja þá með hljóðmerkjum sem var svo hægt að hlusta á með hlustunarduflum. Jónas segir frá framkvæmd verkefnisins og hvers rannsakendur urðu vísari.
10/15/202155 minutes
Episode Artwork

Kynferðisofbeldi í stríði, græn umskipti og loftlagsráðstefna SÞ

Í dag fer fram málþing á vegum UN Women um kynferðisofbeldi í stríði en nauðgunum hefur í auknum mæli verið beitt sem stríðsvopni víða um heim. Við töluðum við Írisi Björgu Kristjánsdóttur, sérfræðing í friðar, öryggis- og mannúðarmálum hjá svæðisskrifstofu UN Women í Evrópu og Mið-Asíu, en hún tekur þátt í pallborðsumræðum á málþinginu í dag. Allt sem við gerum þarf að verða umhverfisvænna, okkar eigin hegðun sem og atvinnulífið, þetta eru nauðsynleg græn umskipti. En græn umskipti þurfa líka að vera réttlát; það þýðir ekki að loka mengandi verksmiðjum, sem kannski heilu bæjarfélögin sækja vinnu til og taka engan þátt í að byggja upp eitthvað annað í staðinn. Rætt við Önnu Karlsdóttur, rannsóknarstjóra hjá Norræni rannsóknarstofnun, norðurslóðasérfræðingur í landsbyggðarmálum Norðurlandanna um þessi mál sem og önnur rannsóknarefni á hennar borði. Stefán Gíslason flytur svo umhverfispistilinn fjallar meðal annars um hvaða framtíð gæti beðið okkar að lokinni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í lok október. Það fer allt eftir markmiðum - og efndum...
10/14/202155 minutes
Episode Artwork

Hvítt heilaefni, rafíþróttir og vísindaspjall

Mikilvægi hvíta efnisins í heilanum: Ragnhildur Þóra Káradóttir prófessor í taugalífeðlisfræði segir frá rannsóknum sínum og nýjum uppgötvunum. Rafíþróttir og tölvuleikir velta gríðarlegum fjárhæðum. Heimsmeistaramótið í töluvuleiknum League of Legends fer nú fram í Laugardalshöll og þar er spilað um hundruð milljóna króna í verðlaunafé: Björn Berg Gunnarsson hjá Íslandsbanka hefur skoðað þessi mál í kjölinn. Við fáum líka eina málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur og í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir í sitt reglulega vísindaspjall. Að þessu sinni talar hún um tengsl næringar og geðheilbrigðis barna.
10/13/202155 minutes
Episode Artwork

Dekkjaverkstæði, máltækni, umhverfissálfræði

Edilon Hellertsson, eigandi Nesdekkja: Um vetrardekkjavertíðina og farandsstarfsfólk frá Litháen. Gestur Svavarsson, sem er verkefnisstjóri SÍM og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms: Hvernig er hægt að tryggja framgang íslenskrar tungu í síbreytilegu tækniumhverfi? Er það hægt? Páll Líndal, umhverfissálfræðingur: um yfirsýn-skjól kenninguna sem segir að fólk kjósi helst umhverfi sem samtímis veitir okkur yfirsýn og skjól.
10/12/202155 minutes
Episode Artwork

Drangaskörð, Nagladekk, Glíma, Andrés prins

Ágústa Þóra Jónsdóttir, varaformaður Landverndar: Nagladekk eru umdeild. Ágústa er ein af þeim sem vill nagladekkin burt af götum borgarinnar. Svana Hrönn Jóhannsdóttir, formaður Glímusambands Íslands: íslenska glíman vill komast á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Ferlið getur tekið mörg ár, en fyrsta skrefið í þá átt var tekið í liðinni viku. Birta BJörnsdóttir, fréttakona: segir frá málaferlunum gegna Andrési Bretaprins. Heimsókn frá safni: við rifjum upp viðtal við Eirík Guðmundsson sem var fæddur árið 1895 á Dröngum á Hornströndum og bjó þar fram á fullorðinsár.
10/11/202155 minutes
Episode Artwork

Pandóruskjölin, hvatar, húsnæðismál og málfar

Enn einn gagnalekinn um peninga í aflandsfélögum hefur verið í fréttum undanfarið. Við munum eftir Panamaskjölunum fyrir nokkrum árum þar sem fjöldi Íslendinga var tengdur slíkum félögum, þar á meðal ráðherrar. Þessi nýju skjöl eru kölluð Pandóruskjölin og meðal þeirra sem hafa fengið þau afhent er Stundin - sem birtir umfjöllun um þau í dag. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður þar ætlar að ræða þennan leka við okkur, en hann vann líka úr Panamaskjölunum á sínum tíma. Verkefnið Húsnæðiskostur & híbýlaauður hlaut styrk úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar fyrir skemmstu. Að baki verkefninu stendur fjölbreyttur hópur fólks, sem eiga þau sameiginlegt að láta sig rannsóknir á húsnæðismálum varða. Hópurinn kynnti hugmyndir sínar í Grósku í vikunni og ein þeirra, Anna María Bogadóttir, arkitekt og menningarfræðingur, kemur til okkar og segir frá áætlunum þeirra og markmiðum. Nóbelsverðlaunin í efnafræði hafa verið veitt tveimur vísindamönnum vegna uppgötvana þeirra sem hafa með svokallaða hvata að gera. Þetta er dálítið flókið og þess vegna báðum við Ágúst Kvaran prófessor í efnafræði að útskýra málið fyrir okkur. Við fáum líka málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur.
10/8/202155 minutes
Episode Artwork

Norðurslóðir, heilbrigð ungmenni og listræn umhverfismál

Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands og stofnandi Hringborðs norðurslóða, Arctic circle ætlar að segja okkur allt um þann stóra vettvang og risaviðburð sem verður í Hörpu í næstu viku. Sum okkar muna eftir áfengis- og vímuefnaneyslu íslenskra ungmenna hér bara fyrir tveimur áratugum síða, en það er af sem áður var - sem betur fer. Það gerðist ekki að sjálfu sér. Þessi breytti veruleiki unglinga kemur til vegna átaks sem var víðfeðmt og sett saman í kjölfar mikilla rannsókna og skipulags. Átakið gekk upp og nú er þetta átak í útrás, lönd um allan heim vilja tileinka sér hið íslenska forvarnamódel til að sporna við vímuefnaneyslu ungmenna. Við ræðum við eina þeirra sem er í forsvari fyrir það verkefni, Ingu Dóru Sigfúsdóttur, prófessor. Og svo sest Hafdís Hanna Ægisdóttir vistfræðingur niður með okkur í umhverfisspjalli dagsins og hún ætlar að ræða samstarf lista og vísinda til að fjalla um og vekja athygli á umhverfismálum.
10/7/202155 minutes
Episode Artwork

Heimilislækningar, uppljóstranagátt, málfar og vísindaspjall með Eddu

Við ætlum að tala um heimilislækningar í þætti dagsins því nú hafa þær jákvæðu fréttir borist að aldrei hafi fleiri stundað sérgreinanám í heimilislækningum. Margrét Ólafía Tómasdóttir er heimilislæknir og á sæti í stjórn félags heimilislækna. Hún ætlar að tala við okkur um fagið, skort á heimilislæknum og þróun heimilislækninga. KSÍ málið og fleiri sambærileg mál hafa beint sjónum okkar að því að mögulega skorti almennilegt utanumhald og vel skilgreind ferli sem umkvartanir, ásakanir og ábendingar fara í; hvort sem er innan stjórnsýslunnar, einkageirans eða á öðrum vettvangi. Vandinn hefur verið sá að oft daga svona mál uppi og þolendur hafa því oft fundið sig knúna til að opinbera hluti á samfélagsmiðlum. En hvernig á að tryggja vernd, friðhelgi og sjá til þess að mál séu sannarlega kláruð á réttan og löglegan hátt? Við setjumst niður með með Einari Bergmundi Þorgerðarsyni Bóassyni, hugbúnaðarsérfræðingi sem hefur skoðað bæði lög, ferla og kerfi sem taka á svona aðstæðum hér heima og erlendis. Edda Olgudóttir spjallar við okkur um vísindi og við fáum eins og eina málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur.
10/6/202155 minutes
Episode Artwork

Loðna, nóbelsverðlaun og umhverfissálfræðipistill

Fréttir af góðu ástandi loðnustofnsins hafa kætt marga enda mikil verðmæti í húfi. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til veiðar á meira en 900.000 tonnum af loðnu fiskveiðiárið 2021-2022. Það er margfalt meiri veiði en undanfarin ár. Þorsteinn Sigurðsson er forstjóri Hafrannsóknastofnunar, við tölum um þetta og fleira við hann. Nóbelsverðlaunum er útdeilt í allar áttir þessa dagana og í læknisfræði fóru þau til tveggja manna sem uppgötvuðu hvernig líkaminn nemur hita, kulda og þrýsting. Þetta eru víst stórmerkileg vísindi og uppgötvanir, sérstaklega þegar kemur að þekkingu okkar á sársauka, helstu ástæðu þess að fólk leitar jú til læknis. Pétur Henry Peterson prófessor í taugalíffræði útskýrir þessi mál fyrir okkur. Svo í lok þáttar kemur umhverfissálfræðingur Páll Líndal Jakobsson til okkar með sinn reglulega pistil.
10/5/202155 minutes
Episode Artwork

Aurskriður, villidýr í miðbænum og loftslagsleiðtogar

Mikil úrkoma hefur verið á norðanverðu landinu um helgina og hafa skriður fallið í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit. Tólf bæir voru rýmdir um helgina og áfram verður rýming í gildi á svæðinu þar til Almannavarnir endurmeta stöðuna síðar í dag. En hvernig stendur á því að fjöll fara svona á flot og svo á skrið? Það hefur með vatn að gera, vitum við, en það er ýmislegt fleira þarna á ferli. Við ætlum að fá jarðfræðing til að útskýra það betur fyrir okkur, sá heitir Þorsteinn Sæmundsson. Sambúð ungs manns og refs í miðborg Reykjavíkur hefur vakið athygli undanfarið. Ungi maðurinn segist halda refinn heima hjá sér og birtir t.d. myndir á samfélagsmiðlum af gönguferðum og annarri skemmtun refsins. Matvælastofnun hefur gert athugasemdir við athæfið og hefur ásamt Húsdýragarðinum hvatt manninn til að láta dýrið í hendurnar á sérfræðingum þar, enda eigi villt dýr ekki heima í híbýlum fólks, heldur í náttúrunni eða í umsjón þeirra sem kunna að fara með villt dýr. Maðurinn hefur neitað að láta frá sér dýrið. Við fórum í Húsdýragarðinn í morgun og hittum þar Þorkel Heiðarsson, deildarstjóra, sem hefur umsjón með dýraþjónustunni. Við setjumst svo niður með tveimur ungum manneskjum sem eru loftslagsleiðtogar og fóru á námskeið til þess; útivistar og fræðslunámskeið ætlað ungu fólki sem vill láta til sín taka með beinum og óbeinum aðgerðum í baráttunni við loftslagsvána. Ræðum við Ísak Ólafsson og Alexöndru Kristjánsdóttur.
10/4/202155 minutes
Episode Artwork

Hvalreki, sýklalyfjanotkun og uppstoppuð dýr

Á norðanverðu Álftanesi liggur nú hræ af hrefnutarfi sem rak þar á land. Hann er talinn fullvaxinn, tæpir átta metrar og virðist hafa drepist á hafi úti. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar hafa rannsakað hvalinn og nú þarf að ákveða hvað verður um dýrið - það er nefnilega ekki sama hvað maður gerir við slíkar skepnur. Örlög hræsins verða ráðin í samráði Umhverfisstofnunar, sveitarfélagsins Garðabæjar, heilbrigðiseftirlits og landeiganda og það eru nokkrir möguleikar í stöðunni. Við fórum suður á Álftanes í rokinu í morgun, skoðuðum dýrið og spjölluðum við Rakel Sigurveigu Kristjánsdóttur, sérfræðing hjá umhverfisstofnun. Á undanförnum fjórum árum hefur heildarnotkun sýklalyfja í íslensku heilbrigðiskerfi dregist saman um nær þriðjung. Þetta eru góðar fréttir vegna þess að mikil og óþörf notkun sýklalyfja getur gert bakteríur ónæmar fyrir þessum lífsnauðsynlegu lyfjum. Hinsvegar er notkun sýklalyfja enn alltof mikil og miklu meiri hér en í löndunum í kringum okkur. Valtýr Thors barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins ætlar að ræða sýklalyf, noktun þeirra og baráttuna við ónæmar bakteríur. Við heimsækjum svo Gerðarsafn - þar fer fram athyglisverð sýning, þar sem samspil manna og dýra er skoðað - meðal annars út frá uppstoppun dýra. Og við ræðum við konu sem er hamskeri - uppstoppari - og ræðum um fagið, bæði út frá ýmsum aðferðum og hugmyndum sem því tengjast en líka út frá náttúrunni, hvort og hvernig það að stoppa upp dýr tengist náttúru- og dýravernd. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur fræðir okkur líka um íslenskt mál í málfarsmínútunni.
10/1/202155 minutes
Episode Artwork

Reykjanes skelfur, umhverfishegðun og svifryk

Margir urðu varir við jarðskjálfta í nótt. Skjálftinn mældist 3,7 og varð milli Keilis og Litla Hrúts á Reykjanesi skömmu fyrir klukkan tvö. Mörg hundruð skjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti og í gær voru þeir 700. Flestir litlir en nokkrir um og yfir 3 að stærð. Þessi aukna skjálftavirkni kemur í kjölfarið á miklum jarðhræringum á Reykjanesi, allt frá því að land tók að rísa við fjallið Þorbjörn og jörð að skjálfa. Sú atburðarás leiddi svo af sér eldgos í Geldingadölum sem stendur enn - því hefur að minnsta kosti ekki verið aflýst þó virknin hafi dottið niður. Er að byrja nýr kafli í því gosi? Eða er líklegt að gjósi nær Keili? Nær höfuðborgarsvæðinu jafnvel? Eða er ekkert frekara gos í vændum? Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur situr fyrir svörum í Samfélaginu. Við setjumst niður með Áróru Árnadóttur. Hún varði í gær doktorsritgerð sína um umhverfislega mikilvæga hegðun. Við vitum að vegna hegðunar okkar mannfólksins fer hættulega mikið magn gróðurhúsaloftegunda út í andrúmsloftið - og við ofnýtum auðlindir jarðarinnar. Áróra kannar í því samhengi hvernig borgarform hefur áhrif á hegðun. Ýtir til dæmis höfuðborgarsvæðið okkur til umhverfisvænni hegðunnar? Eða eru það viðhorf okkar sjálfra sem gera það? Áróra kannar sérstaklega hvernig við ferðumst og hvaða hvatar, réttlætingar og drifkraftar liggja þar að baki. Hvers vegna ferðumst við eins og við ferðumst? Emilía Borgþórsdóttir kemur svo til okkar í umhverfisspjall. Og það er blessað svifrykið sem er á málaskránni hennar í dag.
9/30/202155 minutes
Episode Artwork

Matargjafir til að sporna við matarsóun, kosningaskandalar og æxli

Silja Björk, rekstarstýra Barr kaffihús í Hofi á Akureyri: Silja hefur tekið upp á því að útbúa matarpakka úr matvælum sem verða afgangs á kaffihúsinu og skilja eftir fyrir utan kaffihúsið fyrir þá sem þurfa á því að halda. Þessu hefur verið vel tekið, matarpakkarnir hafa allir verið farnir að morgni dags. Silja segir allt of mikla matarsóun eiga sér stað innan veitingahúsageirans, í kaffihúsum og bakaríum og vildi leggja sitt af mörkum. Hún bendir á að mögulega sé þörf á samstarfsvettvangi eða miðstýringu frá hinu opinbera til að koma hráefni sem annars yrði hent í betri farveg. Rannsóknir sýna að um þriðjungar allra matvæla sem er framleidd og keypt sé hent. Stefán Pálsson sagnfræðingur: Voru kosningarnar um síðustu helgi sögulegar? Fyrstu úrslit bentu til þess, þegar leit út fyrir að konur væru í meirihluta á Alþingi. Svo var talið aftur í Norðvesturkjördæmi eftir að mistök komu í ljós - og nú er það Alþingis að ákveða hvort úrslitin standa eða hvort fara þurfi í uppkosningar í kjördæminu. Stefán rifjar upp kosningasöguna og fer yfir ýmislegt sem hefur misfarist í kosningum. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir: vísindaspjall um æxli og æxlisbælingargen.
9/29/202155 minutes
Episode Artwork

Talningafólk, jafnrétti, kosningaskjálfti og fyrsti jarðfræðingurinn

Flest allir landsmenn eru með hugann við talningar, það er að segja atkvæðatalningar, sem hafa verið aðalatriði frétta síðustu daga. Eitt sem við hér í samfélaginu höfum komist að er að það er kúnst að telja. Þess vegna reyna kosningastjórnir að fá til þess verks sérhæft fólk, sem kann á pappír, er með næma fingurgóma og góðan heila. Við fræðumst hér á eftir um besta talningafólkið. Þórir Haraldsson er formaður yfirkjörstjórnar í suðurkjördæmi. Við ætlum svo að tala við Tatiönu Latinovic, formann Kvenréttindafélags Íslands en það góða félag sendi frá sér ályktun í gær vegna endurtalningar á atkvæðum í Alþingiskosningunum, sem leiddi til þess að konum fækkaði um þrjár frá fyrri talningu og konur voru ekki lengur meirihluti þingmanna. Vonbrigði, segir Kvenréttindafélagið og ítrekar kröfu um að flokkarnir tryggi jöfn kynjahlutföll. Við sáum fréttir af því í gær að verð á hlutabréfum hefði hækkað verulega í Kauphöllinni eftir að hafa lækkað nokkuð dagana á undan. Kosningaskjálfti er hugtakið sem notað var til að skýra þessar sveiflur. Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka ræðir þetta við okkur. Merkasti jarð- og náttúrufræðingur sem Íslendingar hafa átt lést fyrir 100 árum síðan. Þetta var Þorvaldur Thoroddsen, sem ferðaðist um land allt rannsakaði það og skrifaði um uppgötvanir sínar - í lok þáttar fáum við Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðing á Náttúruminjasafninu til okkar.
9/28/202155 minutes
Episode Artwork

Gullmoli úr safni RÚV, landsbyggðarþingmenn, Alþingi, málfar og plast

Helga Lára Þorsteinsdóttir kom með viðtalsbrot úr þáttaröðinni Í sjónhending sem var á dagskrá RÚV um 1970. Þar ræddi Sveinn Sæmundsson við Einar Magnússon fyrrum rektor í MR sem keyrði fyrstur manna yfir Sprengisan ásamt félaögum sínum í águst 1933. Ásgerður Gylfadóttir, formaður bæjarráðs og formaður samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um að enginn þingmaður sé búsettur á svæðinu frá Flúðum til Fáskrúðsfjarðar Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis: tekur á móti nýjum þingmönnum og breyttum þingflokkum. Málfarsmínúta Heiður Magný Herbertsdóttir: tekur þátt í plastlausum september og leyfir hlustendum að fylgjast með
9/27/202155 minutes
Episode Artwork

Kosningar, kosningavaka, hnúðlax og útlensk blóm

Ingi Tryggvason formaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi: skipulag kosninga og talning atkvæða í þessu víðfeðma kjördæmi Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri kosningavöku RÚV: hvað gerist og hvernig á að gera það? Hjörleifur Finnsson gerði meistaraverkefni í haf og strandsvæðastjórnun um hnúðlax og greindi hvort hann væri vágestur eða velkominn. EInar Þorleifsson, hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra: útlensk blóm vaxa á íslenskum ferðamannstöðum, svo virðist sem ferðamenn flytji með sér frjókorn frá heimalöndum sínum.
9/24/202155 minutes
Episode Artwork

Ísland og Póllands, Samfélagshús, risarækjur

Gréta Ingþórsdóttir: í starfshópi utanríkisráðherra, sem skilaði nýverið skýrslu um hvernig efla megi samstarf og vináttu á milli Íslands og Póllands enn frekar. Helga Ösp Jóhannsdóttir: um starfið í Samfélagshúsinu Aflagranda, en þar mætast kynslóðir í hinum ýmsu áhugamálum, yfir mat eða kaffi. Umhverfispistill: Stefán Gíslason fjallar um risarækjur.
9/23/202154 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Kosningar í Kringlunni, veður á kjörstað, þarmaflóran

Kringlan heimsótt og rætt við gangandi vegfarendur um kosningarnar. Agnar Freyr Helgason, stjórnmálafræðingur: vengaveltur um áhrif veðurs á hegðun kjósenda. Vísindaspjall: Edda Olgudóttir kemur með nýjustu fregnir af rannsóknum á þarmaflóru í fyrirburum.
9/22/202155 minutes
Episode Artwork

Upplýsingaóreiða, fjósakennsla, umhverfisvænar framkvæmdir

Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor í fjölmiðlafræði: um muninn á falsfréttum og upplýsingaóreiðu og íslenskar rannsóknir því tengdar. Egill Gunnarsson, bústjóri í Hvanneyrarbúinu, kennslu og rannsóknarbúi Landbúnaðarháskólans: um kennslufjósið á Hvanneyri. Plastlaus september: Heiður Magný Herbertsdóttir segir frá áskorunum tengdar því að gera upp hús á umhverfisvænan máta.
9/21/202155 minutes
Episode Artwork

Kosningar, bragðefni, rostungar

Bergþóra Sigmundsdóttir, sér um utankjörfunda-atkvæðagreiðslu og Covid-kosningar: Um starfið, framkvæmdina og áskoranir. Rósa Jónsdóttir, matvælafræðingur: Um rannsókn Matís á bragðefnum unnum úr þara og þörungum. Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands: Um sögu rostunga hér við land.
9/20/202155 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Launajafnrétti og jafnverðmæt störf, Biskupsbeygjan og dýr með Veru

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BRSB: Alþjóðlegi jafnlaunadagurinn er á morgun. Rætt um nýja skýrslu Hagstofunnar þar sem kemur fram að launamunur kynjanna mælist enn nokkur hér á landi. Fjallað líka um leiðir og aðgerðir til að ná honum niður, þá með mælingum og mati á virði og gildi starfa. Reynir Georgsson, verkfræðingur Vegagerðarinnar á tæknideild Vestursvæðis: biskupsbeygjan á Holtvörðuheiði, tilurð hennar og framkvæmdin við að breyta henni. Vera Illugadóttir: ignobel-verðlaunin
9/17/202155 minutes
Episode Artwork

Landvarsla, Grasagarðurinn, líffræðilegur fjölbreytileiki

Rakel Anna Boulter og Nína Aradóttir, landverðir: segja frá landvarðafélaginu, mikilvægi starfsins og lífinu á fjöllum Björk Þorleifsdóttir, fræðslustjóri Grasagarðsins: um sögu og tilgang garðsins, þá og nú. Umhverfisspjall: Hafdís Hanna Ægisdóttir fjallar um líffræðilegan fjölbreytileika.
9/16/202155 minutes
Episode Artwork

Höfrungadráp, Bandamenn, hamfarahlýnun

Baldvin Þór Harðarson í Færeyjum: Um höfrungadráp í Færeyjum og viðhorfi til þess innan og utan eyjanna. Hjálmar G. Sigmarsson, ráðgjafi hjá Stígamótum: segir frá Bandamönnum, námskeiði fyrir karla til að skilja baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi betur. Vísindaspjall: Edda Olgudóttir segir frá nýrri rannsókn á áhrifum hamfarahlýnunar á útlit dýrategunda.
9/15/202155 minutes
Episode Artwork

Riða, Frásagnarlæknisfræði, Árstíðir

Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður landssambands Suðfjárbænda: um riðutilfelli sem upp hafa komið í Skagafirði, afleyðingar og áhrif á bændur. Dagný Kristjánsdóttir, prófessor emeritus: segir frá Frásagnarlæknisfræði og samstarfi bókmennta og heilsugæslu. Helga Ögmundardóttir, mannfræðingur: um tímatal og einstaklingsbundnar upplifanir á tímann.
9/14/202155 minutes
Episode Artwork

Kolaflutningar í Reykjavík, Matarlandslag, bleyjulaust líf

Safnainnlit: Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstýra RÚV, segir frá viðtali við Pál Ásmundsson lestarstjóra í Reykjavík. Rakel Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Matís: segir frá Matarlandslaginu og uppbyggingu gagnragrunns um matvælaframleiðslu á netinu. Plastlaus september: Heiður Magný Herbertsdóttir segir frá lífi án plasts og þá sérstaklega bleyjulausum lífstíl.
9/13/202155 minutes
Episode Artwork

Græn svæði í þéttbýli, fornritasýning og áhrif lita á líðan

Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðingur frá Umhverfisstofnun og Katrín Karlsdóttir, MSc í skipulagsverkfræði og umhverfissálfræði: lýðheilsa og græn svæði í þéttbýli. Rannsóknir syna að græn svæði og ósnortin náttúra hefur jákvæð áhrif á líðan fólks, getur dregið úr streitu og kvíða, vöðvaspennu og fleira. Jóhannes og Katrín flytja erindi á málþingi um þetta og þekkja vel til. Sigrúnu Kristjánsdóttur, nýráðin sýniningastjóra Árnastofnunar: Hafinn er vinna við að undirbúa sýningu á íslensku fornritunum sem verður opnuð um leið og Hús íslenskunnar árið 2023. Fjallað um að hverju þarf að huga þegar sett er upp sýning á þessum íslensku þjóðargersemum Árný Helga Reynisdóttir: í fréttum var fjallað um að liturinn gulur sem er ríkjandi á Kleppi hafi vond áhrif á sjúklinga þar. Rætt við Árnýju um áhrif lita á líðan og bata.
9/10/202155 minutes
Episode Artwork

Orkuskipti, ylrækt, innkaup og umhverfi

Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri hjá Grænni orku og íslenskri nýorku: um orkuskipti skipaflotans, staða mála, áskoranir og stefna. Hjördís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Aldin biodome: um tilraunaverkefni í ræktun með affallsvatni úr Breiðholti og stöðuna á Aldin biodome. Umhverfispistill: Stefán Gíslason fjallar um innkaup og umhverfi.
9/9/202155 minutes
Episode Artwork

Barnabarinn, endurvinnsla, kaffi og svefn

Salvör Gullbrá Þórarnisdóttir og Hrefna Lind Halldórsdóttir: um Krakkaveldi og Barnabar í Norræna húsinu. Hvað ef krakkar tækju völdin og réðu öllu? Sara Jónsdóttir og María Kristín Jónsdóttir: segja frá On to Something, en það er nýsköpunarfyrirtæki sem hefur milligöngu um að koma afgangsefnum í fulla nýtingu. Vísindaspjall: Edda Olgudóttir segir frá rannsóknum á gæðum svefns og tengslum við kaffineyslu.
9/8/202155 minutes
Episode Artwork

Ofbeldi og börn, nýting sjávarafurða og viðbrögð við Skaftárhlaupi

Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi hjá Hugrekki: rætt um ofbeldi og börn, birtingarmyndir þess og hvernig hægt er að tala um það við börn. Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans: Sífellt er verið að nýta sjávarafurðir betur - rætt um hvort og þá hvernig hundrað prósent nýting á sjávarafurðum sé möguleg. Guðfinnur Þór Pálsson einn rekstraraðila Hólaskjóls: Skaftárhlaup hefur valdið því að íbúar og aðrir sem eru um í við Skaftá þurfa að gripa til ráðstafanna. Rætt við Guðfinn um stöðu mála og viðbrögð þar.
9/7/202155 minutes
Episode Artwork

Vanlíðan tengd íþróttaiðkun, heimildarmynd og plastleysi

Kristín Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Pieta samtakanna: Ungu fólki sem leita til Pieta samtakanna hefur fjölgað síðustu misserin og meðal þeirra er fólk úr íþróttahreyfingunni. Rætt við Kristínu um álag og vanlíðan ungs fólks í framhaldi af umræðu um ofbeldi í fótboltahreyfingunni og slæmri íþróttamenningu. Ingi Þór Jónsson, verkefnastjóri heimildarmyndar og markaðstjóri Heilsustofnunarinnar i Hveragerði: Í fyrra hefði Jónas Kristjánsson læknir orðið 150 ára - en Jónas stofnaði Náttúrlækningafélag Íslands og Heilsuhælið í Hveragerði sem heitir Heilsustofnun NLFÍ í dag. Á næstunni verður frumsýnd heimildarmynd um þennan merka frumkvöðul. Heiður Magný Herbertsdóttir og fjölskylda eru að taka þátt í plastlausum september. Heiður ræddi um áskoranirnar sem þau takast á við, meðal annars hversu gott sé að notfæra sér bændamarkaði til að kaupa umbúðalaus matvæli.
9/6/202155 minutes
Episode Artwork

Fundur fólksins

Samfélagið sent beint út frá Fundi fólksins í Norræna húsinu. Tinna Hallgrímsdóttir formaður ungra umhverfissinna: Sólin - Einkunnagjöf ungra umhverfissinna Anna Sonde, fulltrúi ungmenna um lýðræði: lýðræðisþátttaka ungs fólks Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara og Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga: Samtal kynslóðanna.
9/3/202155 minutes
Episode Artwork

Geðheilbrigði, Skaftárhlaup, plastmengun

Sonja Rún Magnúsdóttir, verkefnastjóri og jafningjaráðgjafi hjá Grófinni geðhúsi Akureyri: um geðheilbrigði ungs fólks og mikilvægi samtals og fræðslu. Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur: segir frá upptökum og eðli hlaups í Skaftá Umhverfispjall: Emelía Borgþórsdóttir um áskoranir að hausti og plastlausan september
9/2/202155 minutes
Episode Artwork

Verkferlar, geðheilbrigði ungmenna, öldrun

María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur; um lagalegt umhverfi íþrótta með hliðsjón af kynjajafnréttissjónarmiðum, verkferlum og möguleikum til úrbóta. Sigvaldi Sigurðarson, verkefnastjóri hjá SÍF; um geðheilbrigði framhaldsskólanema og málþing þar sem kallað er eftir betra aðgengi að sálfræðiþjónustu. Vísindaspjall: Edda Olgudóttir um erfðaefni og öldrun.
9/1/202155 minutes
Episode Artwork

Umhverfisstofnun, vistfræði í HÍ og saga kjörkassans

Bjarni Pálsson er teymisstjóri lífríkis og veiðisstjórnunar hjá Umhverfisstofnunnar: fræðst um verkefnin sem teymið tekst á við. Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor í vistfræði við Háskóla Íslands: útikennsla háskólanema, tilgangur og ávinningur, náttúrlæsi og þekking. VIð ræðum svo við Ingibjörgu Svölu Jónsdóttir prófessor í vistfræði við Háskóla Íslands m miðbik þáttar háskólinn er byrjaður og nemendurnir flykkjast að - sumir þeirra Þorir Haraldsson formaður kjörstjórnar Suðurkjördæmis: Fræðst um ómissandi hlut allra kosninga - kjörkassann! Hvað eru þeir elstu gamlir, úr hverju eru þeir, hvar eru þeir geymdir og fleira og fleira forvitnilegt.
8/31/202155 minutes
Episode Artwork

Jafnréttisskólinn, fræðsla hjá Vistorku og Kanaríeyjarannsókn

Rætt við Védísi Sigrúnar Ólafsdóttir hjá Alþjóðlega jafnréttisskólanum, en afgangskir nemendur þess skóla eru meðal þeirra sem reynt er að koma úr Afganistan eftir að Talibanar tóku þar yfir og koma hingað til lands sem flóttamenn. Mikil óvissa í gangi hvort og hvernig þetta gangi upp, einhverjir eru þó komnir. Fræðst um um þennan nemendahóp og skólann sjálfan Loftslagsmálin eru ofarlega á baugi í samfélagsumræðunni um þessar mundir og sérstaklega núna í aðdraganda kosninga. Hér á landi eru fjölmargar stofnanir sem vinna að því að veita fræðslu til einstaklinga, stofnana og fyrirtkæja um hvað má betur gera í loftlags- og umhverfismálum í víðu samhengi. Vistorka er eitt þeim félögum sem sinnir fræðslu á þessu sviði. Eyrún Gígja Káradottr, verkefnastjór fræðslumála hjá Vistorku, kom í Samfélagið og sagði frá þeim margbreytilegu verkefnum sem hún er með á sinni könnu. Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla rannsakar ferðir Íslendinga til Kanaríeyja - hvað einkennir ferðirnar síðustu áratugina og hvers vegna Íslendingar sækja þarna suður eftir ? búið er að birta hluta af rannsókninni og Kristín kom í Samfélagið og sagði niðurstöðum þess og verkefninu í heild
8/30/202155 minutes
Episode Artwork

Britney Spears, Kína, Þjóðminjasafnið

Ása Baldursdóttir: Segir okkur allt fa létta í málefnum poppdívunnar sem biðlar nú til dómstóla um að fá sjálfræði sitt á ný. Helgi Steinar Gunnlaugsson, alþjóðastjórnmálafræðingur: RÝnt í reglur um barneignir í Kína og afleiðingar þeirra. Helga Vollertsen, sérfræðingur hjá Þjóðminjasafni: um muni sem tengjast hamförum og farsóttum í safninu.
6/25/202155 minutes
Episode Artwork

Loftlagsvegvísir, fjárhús í borg og umhverfismál

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs: loftlagsvegvísir atvinnulífsins var gefinn út í gær. Tilgangur vegvísisins er að skilgreina stöðu loftslagsmála í hverri atvinnugrein, móta stefnu og tillögur til úrbóta. Endurflutt efni úr Sumarmálum árið 2020: Ólafur Dýrmundsson heldur 12 kindur, og forystusauðinn Hring,í fjárhúsi við heimili sitt í Breiðholti. Ólafur býr efst í Seljahverfinu, þar sem hann og fjölskylda hans voru frumbyggjar á sínum tíma. Hluti hverfisins var byggður upp með stórum lóðum með það fyrir augum að íbúar gætu haldið hesta og jafnvel önnur dýr, og þar hefur Ólafur stundað fjárbúskap, eða það sem hann kallar örbúskap. Stefán Gíslason, umhverfispistill um hvernig haga má sumrinu án þess að taka toll af náttúrunni
6/24/202155 minutes
Episode Artwork

Einkunnagjöf, Litla kaffistofan, bóluefni

Linda Heiðarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla: um námsmat og einkunnir Katrín Hjálmarsdóttir og Svanur Gunnarsson, rekstraraðilar Litlu kaffistofunnar: segja frá því afhverju þau ætla að skella í lás, lífinu við veginn, krummum og fastakúnnum. Edda Olgudóttir, vísindaspjall vikunnar: um gerðir bóluefna
6/23/202155 minutes
Episode Artwork

Verðlaunaafhendingar, kol úr sauðataði og skálavörður

Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði við HÍ: Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum, eru þær upphafningar sumra á kostnað annarra? Ársæll Markússon, frumkvöðull og kartöflubóndi í Þykkvabæ. Ársæll þróar meðal annars kol úr sauðataði og sinnir fjölbreyttum og forvitnilegum störfum. Oddný Þorbergsdóttir skálavörður í Hrafntinnuskeri: mikill snjór er á svæðinu og göngufólk hefur lent í vandræðum, spjallað við Oddný um staðinn, starfið og áskoranir sumarsins.
6/22/202155 minutes
Episode Artwork

Útskriftir, Barnaefni, nónólæknisfræði

Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstýra RÚV: kemur í þáttinn með barnaefni frá 1961. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands: um útskritir, háskólanám og það sem tekur við að útskrift lokinni. Már Másson, prófessor í lyfjaefnafræði og vísindamaður vikunnar: um rannsóknir í nanólæknisfræði og þróun nýrra lyfja og tækni í lækningum.
6/21/202155 minutes
Episode Artwork

Fornleifar, hvítlaukur, stjórnarskrá

Jónas Erlendsson, bóndi Í Fagradal í Mýrdalssveit: segir frá fornleifafundi, en steinn sem vegur mörg tonn og sem talinn er líkja eftir skipi fannst í vikunni í nágrenni við heimahaga Jónasar. Hörður Bender: fyrsti og eini hvítlauksbóndi landsins segir ferðalaginu sem hvítlauksræktunin hefur verið. Árný Elinborg Ásgeirsdóttir og Gréta Ósk Óskarsdóttir: Félag kvenna um nýja stjórnarskrá og dagskrá þann 19. júní.
6/18/202155 minutes
Episode Artwork

Úrgangur, Það þarf þorp, bóluefni

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra: ný stefna í meðhöndlun úrgangs á Íslandi Gyða Guðmundsdóttir, leikskólastjóri á Borg í Bakkahverfi: segir frá verkefninu Það þarf þorp, sem miðar að því að efla félagsfærni barna og bæta hverfisbraginn. Edda Olgudóttir, vikulegur vísindapistill: um misjafnar tegundir bóluefna.
6/16/202155 minutes
Episode Artwork

Skógrækt, örmögnun, umhverfissálfræði

Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri: um nýja landsáætlun í skógrækt til næstu 10 ára. Guðbjörg Björnsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir :segja frá starfsemi Sögu Story House og úrræði fyrir fólk af erlendum uppruna sem glímir við streitu eða örmögnun. Páll Líndal, umhverfissálfræðingur: vikulegur pistill um samband okkar við umhverfið
6/15/202154 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Listkennsla, mRNA-bóluefni, áföll í æsku

Kristín Valsdóttir, deildarforseti LHÍ, og Halldóra Arnardóttir, listfræðingur: segja frá nýrri námsbraut við LHÍ fyrir listamenn til að vinna með jaðarhópum. Örn Almarsson efnafræðingur hjá lyfjafyrirtækinu Moderna: segir frá þróun bóluefna með nýju mRNA-tækninni gegn krabbameinum og mörgu öðru. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir prófessor í sálfræði og vísindamaður vikunnar: um rannsóknir á áföllum í æsku, afleiðingum og forvarnarstarfi.
6/14/202155 minutes
Episode Artwork

Ferðafélag Íslands, sjálfbær áburðavinnsla, Fyrstu fimm

Anna Dóra Sæþórsdóttir, nýr forseti Ferðafélags Íslands: hefur tengst félaginu frá æsku og rannsakað ferðamennsku og hálendisupplifun. Marvin Ingi Einarsson, hjá Matís: segir frá tilraunaverkefni sem snýr að sjálfbærri áburaðvinnslu. Ólafur Grétar Gunnarsson og Árni Kristjánsson, í stjórn Fyrstu fimm: um málþing barnanna sem fer fram í Kaffi Dal á sunnudag
6/11/202153 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Svengæði. Bóluefnisdreifing. Umhverfisspjall

Anna Bára Unnarsdóttir Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ: Í stórri rannsókn sem byggir á gögnum úr rannsókninni Áfallasaga kvenna er niðurstaðan sú að um 65% íslenskra kvenna greindu frá skertum svefngæðum Birna Þórarinsdóttir framkvstj. Unicef á Íslandi: Dreifing bóluefnis í heiminum og staða fátækari ríkja. Stefán Gíslason : Umhverfisspjall.
6/10/202154 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Fornleifar á Bessastöðum, aðgengismál í borginni, ónæmiskerfið

Hreinn S. Hákonarson, guðfræðingur: um jarðneskar leifar fyrrum forsetahjóna sem hvíla í kórvegg Bessastaðakirkju. Haraldur Þorleifsson, hönnuður og stofnandi Aðgengissjóðs Reykjavíkur: samtal um átakið Römpum upp Reykjavík og aðgengismál í hinum ýmsu borgum. Edda Olgudóttir, vikulegur gestur í vísindaspjalli: allt um ónæmiskerfið.
6/9/202155 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Grænland, gistiskýlið, Kerlingafjöll

Hjörtur Smárason, forstjóri Visit Greenland: um ferðaþjónustu og uppbyggingu hennar og lærdómin sem Grænlendingar ætla að draga af íslensku ferðamanna sprengingunni. Ingi Þór Eyjólfsson, forstöðumaður gistiskýlisins við Lindargötu: nýlega var endurnýjaður samningur við Barka, pólsk samtök sem aðstoða við heimilislausa af pólskum uppruna. Aníta BJörk Jóhannesar og Ranndíardóttir, landvörður í Kerlingafjöllum: um starfið og ferðasumarið framundan.
6/8/202155 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Kolefniseiningar, útfarir í útvarpi, skapandi greinar

Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstýra RÚV: kemur með upptöku úr safni frá 1961, upptöku af útför Sr. Friðriks Friðrikssonar. Haukur Logi Jóhannsson, Staðlaráði og Guðný Káradóttir, Loftlagsráði: kaup og sala á kolefniseiningum á Íslandi, hvernig á að byggja upp markaðinn og hvernig á hann að vera, vinnuhópur hefur unnið að þessu síðustu misseri. Margrét Sigrún Sigurðardóttir, dósent við viðskiptafræðideild HÍ og vísindamaður vikunnar: um togstreitu milli skapandi greina og viðskipta, ímynd íslenskrar tónlistar og greiningu á gögnum um nemendur háskólans.
6/7/202155 minutes
Episode Artwork

Geðræktarhús, Þeirra Ísland, Reykhólar

Anna Elísabet Ólafsdóttir, lýðheilsusérfræðingur Kópavogsbæjar: segir frá nýju Geðræktarhúsi fyrir ungt fólk og innleiðingu Barnasáttmála Varði Mastantuoni Morbilli, höfundur nýrrar þáttaraðar um innflytjendur í Reykjavík: um íslenskunám, þáttagerð, Reykjavík og Napólí Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitastjóri Reykhólahrepps: um nýtingu heita vatnsins og ferðasumarið framundan
6/4/202155 minutes
Episode Artwork

Fæðingar. Afsakanir. Vistheimt

Berglind Hálfdánsdóttir dósent í ljósmóðurfræðum HÍ: Útkoma í fæðingum mæðra í ljómæðrastýrðum einingum. Lára Magnúsdóttir sagnfræðingur: Söguleg yfirferð á opinberum afsökunum. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Umhverfispistill um vistheimt.
6/3/202155 minutes
Episode Artwork

Tvíburar. Landgræðslan. Vísindaspjall

Kári Stefánsson Íslenskri erfðagreiningu: Af hverju virðast svo margir tvíburar dúxa? Eru tvíburar greindari en aðrir? Árni Bragason forstjóri Landgræðslunnar: SDrög að nýrriLandgræðsluáætlun til tíu ára er í kynningu þessa dagana. Edda Olgudóttir: Vísindaspjall um Melanín og hlutverk þess.
6/2/202155 minutes
Episode Artwork

Tvíburar og dúxar, vistheimt, skipulagsmál

Sigurbjörg Erla Pétursdóttir Biering úr Menntaskólanum í Kópavogi, Óskar Atli Magnússon úr Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og Elísa Sverrisdóttir úr Verzlunarskóla Íslands: eru öll útskriftarnemar og dúxar í sínum árgöngum. Þau komu Samfélagið í spjall um lífið og tilveruna og komust að því að þau eru öll tvíburar! Halldóra Björk Bergþórsdóttir og Pétur Halldórsson úr stjórn Landverndar: Hvað er endurheimt vistkerfa og hvers vegna hafa SÞ sett vistheimt í forgang næsta áratuginn? Páll Líndal, umhverfissálfræðingur: um skipulagsmál á Akureyri og Djúpavogi.
6/1/202155 minutes
Episode Artwork

Atvinnumál, sykursýki, þorskur

Sara S. Öldudóttir, vinnumarkaðssérfræðingur ASÍ: um stöðu á vinnumarkaði, eftirspurn eftir vinnuafli og umræðu um bótaþega Bolli Þórsson, innkirtla- og efnaskiptalæknir: um fjölgun Íslendinga sem eru með áunna sykursýki. Bergljót Baldursdóttir tók saman. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum: vísindamaður vikunnar hefur byggt upp þverfræðilegar rannsóknir á auðlindum- og auðlindanýtingu strandsvæða.
5/31/202155 minutes
Episode Artwork

Þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna, hælisleitendur, sandfok

Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna og ungmennafulltrúi Íslands á sviði sjálfbærrar þróunar: um nýja þrónarskýrslu Sameinuðu þjóðanna Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur Rauða krossins: um lagatúlkun á því hvenær megi taka mál hælistleitenda til efnislegrar meðferðar Rannveig Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands: um sandfok og uppgræðslu lands
5/28/202155 minutes
Episode Artwork

Hafró. Djúpið. Umhverfispistill

Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar: Þorsteinn er nýtekinn við starfi forstjóra Hafrannsóknarstofnunnar. Hann segir frá bakgrunni sínum og eðli starfseminnar. Gunnar Ólafsson, Djúpinu: Djúpið er frumkvöðlasetur eða -skjól sem staðsett er í Bolungavík. Hann ræðir m.a. um möguleika í þörungaeldi o.fl. Stefán Gíslason: Umhverfispistill um áhrif loftslagsbreytinga á geðheilsu.
5/27/202155 minutes
Episode Artwork

Bóluefni, ostagerð, áhrif sykurneyslu

Birgir Hrafn Hafsteinsson, umsjónarmaður vöruhúsa hjá Distica: Fylgst með pökkun og undirbúningi flutninga bólefnis gegn Covid 19. Dominique Pledel Jónsdóttir, formaður Slow Food samtakanna á Norðurlöndum: um smáframleiðendur og ógerilsneidda osta. Edda Olgudóttir: vísindaspjall um tilraunir á rottum sem snúa að áhrifum sykurneyslu á þroska og örveruflóru.
5/26/202155 minutes
Episode Artwork

Menntaskólinn á Covid-tímum, grímulaus Kringluferð, Palestína

Ingunn Marta Þorsteinsdóttir og Júlía Pálsdóttir, menntaskólanemar: ræða sinn fyrsta vetur í menntaskóla, böll og árshátíðir sem aldrei urðu, pabbapeninga í Versló og nörda í MR. Þórhildur Ólafsdóttir fer á stjá í Kringlunni, með enga grímu, og spyr gesti og gangandi um nýtt líf án grímunnar. Friðrik Páll Jónsson: Stríð Ísraels og Hamas-samtakanna á Gaza breytir engu um stöðuna í Palestínudeilunni, og skilar aðeins dauða og eyðileggingu eins og fyrri átök. En þeir eru til sem telja að eitthvað hafi breyst og sjá vonarglætu.
5/25/202155 minutes
Episode Artwork

Gerendameðvirkni, æðarvarp, músafaraldur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands: um gerendameðvirkni, hannúð og samúð með þolendum og gerendum Vignir Sveinsson, æðarbóndi á Höfnum Skagaströnd: skildi kuldatíðin þetta vorið hafa áhrif á varp æðarfuglsins Vera Illugadóttir: segir frá músafaraldri í Ástralíu
5/21/202156 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Uppbygging á Seyðisfirði, mæðgnasamband

Gauti Jóhannesson formaður verkefnisstjórnar Seyðisfjarðarverkefnisins: Uppbygging Seyðisfjarðar er þriggja ára verkefni sem stjórnvöld, Múlaþing og Austurbrú hafa sett af stað til að byggja upp atvinnulíf á Seyðisfirði eftir hamfarirnar í desember. Hluti þess er Hvatasjóður og fyrsta úthlutun úr honum hefur þegar farið fram. Maria Finster Úlfarsson: Marie gerði meistaraverfni og rannsakaði reynslu dætra á að eiga aldraða móður á hjúkrunarheimili og áhrif þess á mæðgnasambandið. Emilía Borgþórsdóttir, umhverfisspjall um að rækta garðinn á umhverfisvænan hátt.
5/20/202155 minutes
Episode Artwork

Varmaflutningur hafsins. Umönnun maka með heilabilun. Vísindaspjall

Steingrímur Jónsson haffræðingur: Hitinn í hafinu á norðurslóðum hækkar en er hægt að greina hvort orsakanna er að leita í hnattrænni hlýnun eða náttúrulegu jafnvægi? Olga Ásrún Stefánsdóttir, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri: Reynsla eldri karlmanna af umönnun maka með heilabilun. Edda Olgudóttir: Vísindaspjall, geislavirkni og heilsufar.
5/19/202155 minutes
Episode Artwork

Nauðgunarkærur, áfallastjórnun, umhverfissálfræði

Eva Huld Ívarsdóttir, lögmaður og aktivisti: segir frá verkefninu Handmótuð áhrif; 1600 niðurfelld nauðgunarmál, auk þess að ræða gerendameðvirkni og yfirstandandi #metoo bylgju. Ásthildur Bernharðsdóttir, fagstjóri í áfallastjórnun hjá Háskólanum Bifröst: segir frá nýrri námsbraut í áfallastjórnun. Páll Líndal, umhverfissálfræðingur: pistill um samband okkar við umhverfi okkar.
5/18/202156 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Kvenréttindi, málefni norðurslóða, gervigreind og máltækni

Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstýra RÚV: kemur með upptöku úr safni: ?Maddama, kerling fröken frú? er þáttur sem fluttur var á kvenréttindadaginn 19.júní 1969. Flutt var hljóðbrot í flutningi Guðfinnu Ragnarsdóttur jarðfræðings. Eyjólfur Guðnason, rektor Háskólans á Akueyri: um árlega ráðstefnu norðurslóða sem sett var á laugardag og stendur yfir fram á þriðjudag. Jón Guðnason, dósent við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Mál- og raddtæknistofu HR: vísindamaður vikunnar um máltækni og stafrænt umhverfi íslenskunnar.
5/17/202155 minutes
Episode Artwork

Bonn-áskorunin, hönnun heilsu, þyrlur í friðlandi

Hreinn Óskarsson, skógræktinni: Stjórnvöld vilja taka svokallaðri Bonn-áskorun í þeim tilgangi að auka landgæði, efla jarðvegsauðlindina og styrkja byggð í landinu. Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, innanhúsarkitekt og lýsingahönnuður: um mikilvægi góðrar lýsingar í mannvirkjum fyrir heilsuna Eva B. Sólan Hannesdóttir, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun: um þyrluumferð í friðlandi Hornastranda
5/14/202155 minutes
Episode Artwork

Líkamsfjötrar, matvælaframleiðsla, sauðburður, bóluefni

Sigríður Ósk Ólafsdóttir, sálfræðinemi: um líkamsfjötra á íslenskum hjúkrunarheimilum, - líkamsfjötrar og notkun þeirra er umdeild og almennt talið að draga eigi mjög úr notkun þeirra, eða stöðva algerlega. Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla: flutti ásamt fjölskyldu sinni frá Reykjavík til Gautavíkur í Berufirði fyrir þremur árum síðan. Edda Olgudóttir í vísindaspjalli: um bóluefni gegn Covid-19
5/12/202155 minutes
Episode Artwork

Landbúnaðarstefna, vegir á hálendinu, Afganistan

Hlédís Sveinsdóttir, verkefnastjóri Ræktum Ísland: um nýtt umræðuskjal sem ætlað er að vísa veginn við gerð landbúnaðarstefnu til framtíðar. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar: um framtíð þjóðvega á hálendinu Friðrik Páll Jónsson, vikulegur pistill: um stöðu mála í Afganistan.
5/11/202155 minutes
Episode Artwork

Aðgerðasinni Amnesty, krabbameinsdeild, franskar bókmenntir, gosið

Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International: um leit að aðgerðasinna Íslandsdeildarinnar í tilefni 60 ára afmælis. Vilhelmína Haraldsdóttir læknir og Ragna Gústafsdóttir, deildarstjóri á blóð- og krabbameinsdeild Landsspítala: um söfnun hundrað og þrjátíu kvenna til handa deildinni. Ásdís Rósa Magnúsdóttir, prófessor í frönskum bókmenntum: vísindamaður vikunnar um franskar miðaldabókmenntir, smásögur og þýðingar. Geldingadalir: Urður Ýrr Brynjólfsdóttir, nemi í blaða-og fréttamennsku við HÍ, heimsækir Geldingadali.
5/10/202155 minutes
Episode Artwork

Menntamál, sauðburður, kattarannsóknir

Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra Nýsköpunarsmiðju menntamála hjá borginni: um Menntastefnumót sem haldið verður 10.maí Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnasjóri atvinnu, markaðs og ferðamála í Dalabyggð: um sauðburð í Dalabyggð Vera Illugadóttir, dýrasérfræðingur Samfélagsins: um rannsóknir á atferli katta
5/7/202156 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Gróðureldar. Landsvirkjun. Umhverfisspjall

Eyrún Viktorsóttir á brunavarnarsviði Húnæðis- og mannvirkjastofnunnar: Eyrún ræðir eðli gróðurelda og þörfina á aukinni viðbragðsgetu þegar þeir kvikna. Kristín Linda Árnadóttir aðst.forstjóri Landsvirkjunar: Vegna jöklabráðnunar hefur rennsli jökuláa aukist um ein átta prósent sem ekki nýtast að fullu til rafmagnsframleiðslu í dag. Landsvirkjun vinnur að langtímaáætlun með það að markmiði að nýta þau. Umhverfisspjall: Hafdís Hanna Ægisdóttir ræðir um Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og markmið og starfsemi hennar.
5/6/202155 minutes
Episode Artwork

Farsóttarhús, Ufsaklettur, heimilið

Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa: lýsir störfum sínum síðustu fjórtán mánuði, sem áttu í upphafi að vera þrír. Helgi Þorláksson, sagnfræðingur: um Ufsaklett, stóran stein með mikla sögu, sem vinahópur úr Vesturbæ Reykjavíkur fékk friðaðan. Páll Líndal, umhverfissálfræðingur: umhverfispistill um heimilið sem griðarstað.
5/4/202155 minutes
Episode Artwork

Ferðaþjónusta, fæðingar, fornleifar

Helga Lára Þorsteindóttir, safnstjóri RÚV: rifjar upp frétt um fækkun ferðamannna frá 1980 Sunna Símonardóttir, félagsfræðingur og aðjúnkt við HÍ: Sunna gerði félagsfræðilega greiningu og tók viðtal við konur um viðhorf til barnsfæðinga og rýndi í reipitogið milli læknisfræðilegra nálgana annarsvegar og náttúrulegra hinsvegar um yfirráð þegar kemur að fæðingum og verkjastillingu. Orri Vésteinsson, fornleifafræðingur og vísindamaður vikunnar: Um rannsóknir sínar,hér á landi og á Grænlandi.
5/3/202155 minutes
Episode Artwork

Andleg heilsa þjóðarinnar, klóak, límtré

Svandís Nína Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Virk: umfang geðraskana og lyfjanotkunar hefur stóraukist á síðustu árum. Hvað veldur? Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur: segir frá sínu nýjasta verki, Cloacinu, bók sem rekur skólpsögu höfuðborgarinnar. Einar Bjarnason, gæðastjóri hjá Vírnet límtré: fyrstu límtrésbitarnir úr íslensku timbri nýtast nú í göngubrú yfir Þjórsá.
4/30/202155 minutes
Episode Artwork

Erfðafræði. Stafrænt ofbeldi. Matarsóun

Hans Tómas Björgvinsson yfirlæknir LSH: Hversu langt er í að þekking mannsins á raðmengi sínu leiði til meðferðar í heilbrigðiskerfunum? Hvaða þýðingu hefur það að sú þekking er að mestu leyti fengin úr raðmengi fólks af evrópskum uppruna? María Rún Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Ríkislögreglustjóra: Stafrænt kynferðislegt ofbeldi hefur færst í aukana undanfain ár. Nú stendur til að bæta stöðu þeirra sem verða fyrir því og auka vernd þeirra, ekki síst barna. Stefán Gíslason: Í umhverfisspjalli er rætt um nýja skýrslu SÞ um matarsóun í heiminum.
4/29/202155 minutes
Episode Artwork

Sorpa, kynjafræðikennsla, svefn

Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu: um árangurinn í umhverfismálum á 30 ára afmæli Fjórir nemendur sem stunda iðnnám í Borgarholtsskóla segja frá upplifun sinni af kynjafræðitímum, sem nýverið voru settir sem skylda í náminu. Vísindaspjall: Edda Olgudóttir ræðir svefnrannsóknir og mikilvægi svefns.
4/28/202155 minutes
Episode Artwork

Sálfræðiþjónusta, vöruhönnun, Ungverjaland

Tryggvi Guðjón Ingason, formaður sálfræðingafélagsins: um biðlista og stóraukna eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu Agnes Freyja Björnsdóttir og Silvía Sif Ólafsdóttir, vöruhönnuðir: að vera hönnuður á tímum hringrásarhagkerfis og loftslagskvíða Covid-19 í Ungverjalandi: Friðrik Páll Jónsson fer yfir stöðuna í Ungverjalandi þar sem dánartíðni vegna faraldursins er nú hæst í heimi.
4/27/202155 minutes
Episode Artwork

Taprekstur hjúkrunarheimila, heilbrigðisrannsóknir, femenísk guðfræði

Gísli Páll Pálsson, formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðaþjónustu: rætt um nýja skýrslu um rekstur hjúkrunarheimila. Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir á Landspítalanum: segir of lítið fjármagn fara í rannsóknir í samtali við Bergljótu Baldursdóttur. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands: vísindamaður vikunnar segir frá rannsóknum á sviði femenískrar guðfræði.
4/26/202155 minutes
Episode Artwork

Plast, kynjafræðsla, Ungmennavefur Alþingis

Gró Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun: segir frá nýjum lögum sem snúa að plastnotkun, og sem taka gildi þann 3.júlí Hanna Björg Valdimarsdóttir, kynjafræðinkennari: segir frá kynjafræðikennslu í framhaldsskólum. Margrét Sveinbjörnsdóttir, vefritstjóri Ungmennavefs Alþingis: Um nýjan vef sem ætlað er að kynna starfsemi Alþingis fyrir ungu fólki.
4/23/202155 minutes
Episode Artwork

Rafræn þreyta, unglingar í Codiv, umhverfissálfræði

Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar: um rafræna þreytu vinnandi fólks og námsmanna Þorsteinn Stefánsson, Mikael Köll Guðmundsson, Heiðar Dagur Hafsteinsson og Dhanus Madea: Um líðan í Covid, snjallsíma og lestur. Páll Líndal, umhverfisálfræðingur: pistill um börn, náttúruupplifun og umhverfismál.
4/20/202155 minutes
Episode Artwork

Þari og þang, Óskalög sjúklinga, tilfinningar í miðaldabókmenntum

Lilja Gunnarsdóttir, líffræðingur á botnsjávarsviði hjá Hafrannsóknarstofnun: segir frá lífríki þara og rannsóknum á þangi Sif Ríkharðsdóttir, bókmenntafræðingur: Vísindamaður vikunnar segir frá rannsóknum á tilfinningum í miðaldabókmenntum Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV: kemur með gamla upptöku úr Óskalögum sjúklinga
4/19/202155 minutes
Episode Artwork

Gullsmíði, Stafavísur og risakanínan Darius

Fríða Jensína Jónsdóttir, gullsmiður: Heimsókn á verkstæðið en Fríða fékk nýverið styrk úr Hönnunarsjóði til að þróa línu með innblæstri úr Strandasýslu. Ragnar Ingi Aðalsteinsson, hagyrðingur: Segir frá nýrri lestrarbók, Stafavísum Vera Illugadóttir: segir frá dularfullu hvarfi Daríusar, stærstu kanínu í heimi.
4/16/202155 minutes
Episode Artwork

Notkunarmöguleikar á þara, réttlát umskipti og kolefnisfótspor eldogsa

Elísabet Eik Guðmundsdóttir, verkefnastjóri á líftæknisviði hjá Matís: Þang og þari - notkunarmöguleikar og framtíð. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB: Hvernig tryggja má hagsmuni launafólks og almennings með réttlátum umskiptum Stefán Gíslason með umhverfispistil um kolefnisfótspor eldgosa
4/15/202156 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Fugl ársins, Hjálparstarf kirkjunnar, vísindaspjall

Fugl ársins: Guðrún Jónsdóttir, kosningastýra heiðlóunnar, og Snorri Valsson, kosningastjóri músarrindilsins, tala máli sinna fugla Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar: um áhrif Covid-19 á þeirra umbjóðendur Vísindaspjall: Edda Olgudóttir um erfðabreyttar moskítóflugur
4/14/202155 minutes
Episode Artwork

Fráveituhreinsun og gróðurhúsalofttegundir, líðan unglinga og erlent

Ragnhildur Gunnarsdóttir umhverfisverkfræðingur hjá Eflu: Hvernig má bæta fráveituhreinsun? Útreikningar á losun gróðurhúsalofttegunda vegna aukinnar seyrusöfnuna. Ársæll Már Arnarsson, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands: Líðan unglinga, áskoranir í nútíma og covid. Friðrik Páll Jónsson með erlendan pistil: Grunngildin í utanríkisstefnu Bidens Bandaríkjaforseta verða lýðræði og mannréttindi, en hvernig verða þá samskipti Bandaríkjanna við Kína og aðrar vald- og einræðisstjórnir.
4/13/202155 minutes
Episode Artwork

Íslensk ull, næring aldraðra, vísindamaður vikunnar

Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex: Um meðhöndlun, útflutning og möguleika íslensku ullarinnar Heilsupistill: Bergljótar Baldursdóttir ræðir við Ólöfu Guðný Geirsdóttur næringarfræðing um vannæringu aldraðra. Vísindamaður vikunnar: Ólafur Sigmar Andrésson, prófessor í erfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, um losun gróðurhúsalofttegunda úr jarðvegi
4/12/202155 minutes
Episode Artwork

Hvalir, Stríð og kliður, landamærasmit

Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalafræðingur: um hvalreka í Grenivík, hvalasöng og helstu ógnir við líf hvala. Sverrir Norland: um nýútkomna bók sína, Stríð og klið Már Örlygsson, forritari: misræmi í túlkun á nýgengi smita á landamærum
4/9/202155 minutes
Episode Artwork

Öfgahyggja, bólusetningarfrelsi og farfuglar

Sema Erla Serdar: Öfgahyggja og ungt fólk Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara: Frelsið sem fylgir bólusetningu og niðurstöður könnunar um hagi og líðan eldri borgara. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Umhverfisspjall um farfuglana sem stefna nú í hrönnum til landsins.
4/8/202155 minutes
Episode Artwork

Farsóttarhótel. Refir. Vísindaspjall.

Áslaug Ellen Yngvadóttir og Örvar Þorri Rafnsson starfsfólk í farsóttarhóteli: Farið í heimsókn á farsóttarhótelið í Þórunnartúni og rætt við starfsfólk. Ester Rut Unnsteinsdóttir, Náttúrufræðistofnun: Ester er nýkomin úr árlegum síðstrandarleiðangri á Hornstrandir til að fylgjast með ástandi refastofnsins. Edda Olgudóttir : Í vísindaspjalli ræðir Edda um þau löngu og mörgu skref sem stigin eru í rannsóknumáður en lyf verða til.
4/7/202155 minutes
Episode Artwork

Björgunarsveitin Þorbjörn, vísindamaður vikunnar, umhverfispistill

Ásdís Marí Kristjánsdóttir og Karín Ósk Eiríksdóttir úr björgunarsveitinni Þorbirni: lýsa undanförnum dögum, bæði af vettvangi goss og í Grindavík. Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, doktor í efnisverkfræði, er vísindamaður vikunnar: um varmafræði og orkuskipti á Íslandi fyrir 2040. Páll Líndal, umhverfissálfræðingur: umhverfispistill
4/6/202155 minutes
Episode Artwork

Kynbundið ofbeldi, útivistarfatnaður, vísindaspjall

Marta Goðadóttir, aðgerðarstýra UN Women: Um áhrif Covid-19 Anna Lára Þorsteinsdóttir, leiðsögumaður: Um útivistarfatnað þá og nú Eddu Olgudóttir: Vísindaspjall um rannsóknir á heila
3/31/202155 minutes
Episode Artwork

Kjarnasamfélagið, páskar á Akureyri, bandarísk stjórnmál

Anna María Björnsdóttir, talskona Kjarnasamfélagsins: segir frá draumum Kjarnasamfélagsins um umhverfisvænt og tenglsaríkt samfélag. Þórgnýr Dýrsson, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu: rætt um fyrirséð fámenni á Akureyri um páskana og afleiðingar þess. Friðrik Páll Jónsson: um fyrstu skref og áherslur Joe Biden í forsetaembættinu.
3/30/202155 minutes
Episode Artwork

Smit í Laugarnesskóla, vísindamaður vikunnar, lög unga fólksins

Björn Gunnlaugsson, aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla: Björn ræðir viðbrögð skólans við Covid-smitum sem upp komu í síðustu viku. Sigríður Kristjánsdóttir, jarðeðlisfræðingur: Vísindamaður vikunnar segir frá jarðskjálftum sökum niðurdælingar á Hellisheiði og rannsóknum henni tengdri. Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV: Að þessu sinni kemur Helga með brot úr Lögum unga fólksins, upptaka frá 1983.
3/29/202155 minutes
Episode Artwork

Hafið. Sprotar. Vera.

Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur Hafrannsóknarstofnun : Rætt er við Hrönn um djúpsjávargoshveri og rannsóknir á hafi. Helga Gunnlaugsdóttir , Orkideu: Helga segir frá þeim 5 verkefnum sem valn voru í startup Orkidea til frekari þróunar. Vera Illugadóttir: Hvernig Covidfaraldurinn hefur skapað nýja nálgun í dýrahaldi.
3/26/202155 minutes
Episode Artwork

Landsvirkjun og loftslag. Eldgos og drónar. Umhverfisspjall.

Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri umhverfis og samfélags hjá Landsvirkjun: Landsvirkjun hefur sett fram metnaðarfulla loftslagsstefnu og stefnir á að hafa kolefnisjafnað starfssemina 2025. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu: Rætt um drónaflug yfir gosstöðvum og reglur um drónaflug. Emilía Borgþórsdóttir: Umhverfisspjall um hringrásarhagkerfið.
3/25/202155 minutes
Episode Artwork

Umhverfiskönnun. Örnefni. Vísindaspjall

Ólafur Elínarson sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallup: Ólafur fer yfir helstu niðurstöður úr nýrri umhverfiskönnun Gallups 2021 þar sem viðfangsefnið er viðhorf íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála. Bergur Þorgeirsson form örnefnanefndar: Í tengslum við eldgosið í Geldingadölum verða til ný náttúrufyrirbæri sem kalla á nöfn. En hver ræður nöfnum og hvenær er tímabært að koma með þau? Edda Olgudóttir: Í vísindaspjallinu ræðir Edda um hvatbera og hreyfingu.
3/24/202155 minutes
Episode Artwork

Viðhorf til alþjóðamála, Spánn og Ísland og umhverfissálfræði

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ: viðhorf Íslendinga til alþjóðamála. Ný könnun leiðir ýmislegt forvitnilegt í ljós um viðhorf Íslendinga til alþjóðamála. Silja fór yfir helstu atriðin. Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir: Erla og Kristín voru að gefa út nýtt rit; Á fjarlægum ströndum, tengsl Spánar og Íslands í tímans rás og fara meðal annars yfir fjölbreytt samskipti landanna í gegnum tímans rás. Páll Jakob Líndal umhverfissálfræðingur með pistil um samspil náttúru, umhverfis, bygginga og mannsins.
3/23/202155 minutes
Episode Artwork

Vísindasystur, fullorðnir með ADHD, vísindamaður vikunnar

Elín Björk og Sigurdís Björg Jónasdætur: Systur og vísindakonur, veðurfræðingur og jarðfræðingur og vinna báðar á Veðurstofunni. Sérhæfðar í veðri og jörð fylgjast þær með náttúrunni sem hefur látið til sína taka síðustu misserin. Elín og Sigurdís segja frá hasarnum sem fór af stað á vinnustað þeirra fyrir helgina þegar ljóst var að gos væri hafið við Fagradalsfjall, þær ræða vísindin og starfið og eldgosið sem á hug þjóðarinnar allrar þessa dagana. Heilsupistill: Allt að þriggja ára bið er eftir að komast að hjá ADHD-teymi Landspítalans sem sinnir fullorðnu fólki. Biðlistinn var langur fyrir COVID en hefur nú lengst verulega og nú bíða 700 manns eftir því að komast að. Fjögur hundruð tilvísanir berast teyminu að meðaltali á hverju ári. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Unni Jakobsdóttur Smára, sálfræðing og teymisstjóra um stöðuna. Guðfinnu Aðalgeirsdóttir jöklafræðingur er vísindamaður vikunnar. Guðfinna er prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, þar sem hún rannsakar jökla og hvernig þeir bregðast við loftslagsbreytingum. Guðfinna vinnur með jöklafræðingum um allan heim, er einn af höfundum nýjsutu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna og á Suðurskautslandinu er tindur nefndur eftir henni.
3/22/202155 minutes
Episode Artwork

Grímsey. Móðir Jörð. Pritzker-verðlaun.

Ragnhildur Hjaltadóttir Grímsey: Mannlíf og fuglalíf í Grímsey. Eymundur Magnússon bóndi Vallanesi: Lífræn ræktun hjá Móður jörð hefur verið stunduð í 25 ár. Hildigunnur Sverrisdóttir, deildarforseti arkitektúrs við LHÍ: Pritzker- verðlaunin og breyttar áherslur í arkitektúr.
3/19/202155 minutes
Episode Artwork

Steinsteypa. Heilsa. Umhverfisspjall

Börge Johannes Wigum form. stjórnar Steinsteypufélagsins: Umhverfisáhrif steinsteypu og þróun á nýjum efnum. Vigdís Tryggvadóttir sérgreinadýralæknir, MAST: Matarbornir sjúkdómar í Evrópu og hugmyndafræðin um heilsu lífkerfisins í heild . Stefán Gíslason: Umhverfispjall um rannsókn á áhrifum botnvörpuveiðafæra á kolefnislosun hafsbotnsins.
3/18/202155 minutes
Episode Artwork

Jákvæð karlmennska, útinám, einstakar mæður

Þorsteinn V. Einarsson upphafsmaður #karlmennskan: Um skaðlega og jákvæða karlmennsku og karlrembur í bata. Jakob Frímann Þorsteinsson, kennari á menntavísindasviði og talsmaður Áhugahóps um útinám: um málþing þar sem sjónum er beint að útinámi í skólastarfi. Einstakar mæður: Fjórði þáttur af fjórum um konur sem kjósa að eiga börn án maka. Umsjón: Helena Rós Sturludóttir.
3/17/202155 minutes
Episode Artwork

Stafræn orðabók, heimafæðingar, valdabarátta Bandaríkjanna og Kína

Steinþór Steingrímsson, verkefnastjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar: ræðir um stafræna yfirfærslu Orðabókar Sigfúsar Blöndal og máltækni sem fræðigrein. Dögg Mósesdóttir, kvikmyndagerðakona: ræðir Aftur heim, heimildamynd sem fjallar um heimafæðingar. Friðrik Páll Jónsson: pistill um baráttu Bandaríkjanna og Kína um völd og áhrif í heiminum.
3/16/202155 minutes
Episode Artwork

Helga og safnið, ungmenni án atvinnu, heimspeki menntunar

Helga Lára Þorsteinsdóttir: Kemur með efni úr safni; viðtal tekið í júlí 1959 við Maríu Andrésdóttur en hún var fædd í Flatey á Breiðafirði 1859. Björk Vilhelmsdóttir: Um úrræði fyrir ungmenni sem eru hvorti virk í starfi né námi Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur á Menntavísindasviði HÍ: Vísindamaður vikunnar ræðir mikilvægi gagnrýnnar og skapandi hugsunar, gildi menntunar og hæglætis í hröðum heimi.
3/15/202156 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Íslensk kvikmyndasaga, Munasafnið, Fugl ársins og dýrin í Hvíta húsinu

Ásgrímur Sverrisson: Segir frá nýrri íslenskri sjónvarpsseríu, Ísland:Bíóland Guðrún Lára Pálmadóttir: kosningastjóri Fugls ársins 2021 Anna de Matos: um Munasafnið, Reykjavík Tool Library Vera Illugadóttir: um dýrin í Hvíta húsinu
3/12/202155 minutes
Episode Artwork

Ungmenni sem hvorki eru í skóla né starfi, Ástráður, umhverfispistill

Jóhanna Rósa Arnardóttir félagsvísindamaður: ungmenni sem eru hvorki í skóla né starfi. Jóhanna hefur rannsakað, meðal annars í doktorsverkefni sínu, fólk í þessari stöðu og rætt var við hana um ástæður og aðgerðir. Hugrún Lilja Ragnarsdóttir og Snædís Inga Rúnarsdóttir, læknanemar: Ástráður kynfræðsluverkefni læknanema fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Rætt um breytingar á starfinu í gegnum tíðina og áskoranir á tímum covid. Hafdís Hanna Ægisdóttir, umhverfispistill um hvernig konur geta tekið þátt í að vinna gegn loftlagsvandanum.
3/11/202155 minutes
Episode Artwork

Plastmengun. Ullareinangrun. Vísindaspjall

Magnús Jóhannesson sérfræðingur í utanríkisráðuneyti: Magnús stýrði ráðstefnu á vegum norrænu ráðherranefndarinnar um plastmengun á norðurslóðum. Megin tilgangur ráðstefnunnar var að varpa ljósi á fyrirliggjandi þekkingu á plastmengun í norðurhöfum. Magnús Skúlason arkitekt: Kindaull hefur lítt verið notuð hérlendis til húsaeinangrunar en það er gert víða annarsstaðar. Magnús segir frá gömlu húsi á norðurlandi sem var einangrað með ull og rekur kosti ullarinnar til þessarar notkunar. Edda Olgudóttir : Í vísindapjallinu segir Edda frá umfangsmikilli rannsókn á gildi þess að neyta 5 ávaxta á dag eða 2ja ávaxta auk grænmetis.
3/10/202155 minutes
Episode Artwork

Skógarnytjar, einstakar mæður, framtíð olíuvinnslu

Sigríður Óladóttir, húsgagnasmíðameistari og Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur: Fjalla um nýtt samstarf milli Skógræktar Reykjavíkur og Tækniskólans. Einstakar mæður : Þriðji þáttur í útvarpsþáttaröð Helenu Rós Sturludóttur um einstakar mæður, sem velja ap eignast börn einar án maka, með aðstoð tæknifrjóvgana. Í þessum þriðja þætti er rætt við Rakel Snorradóttur um val á sæðisgjafa. Friðrik Páll Jónsson: Olían er á útleið á næstu árum og áratugum vegna orkuskipta. Olíuríkin við Persaflóa eru farin að huga að því sem kemur í stað olíunnar, og efst á listanum er sólarorka.
3/9/202155 minutes
Episode Artwork

Fæðuöryggi, fjölveikindi, vísindamaður vikunnar

Gunnar Þorgeirsson, formaður sambands garðyrkjubænda: Um fæðuöryggi landsins Þóra Árnadóttir, jarðeðlisfræðingur: Vísindamaður vikunnar um jarðskjálfta, líkanagerð og konur í vísindum. Heilsupistill: Bergljót Baldursdóttir ræðir við Margréti Ólafíu Tómasdóttur, heimilislækni og lektor við læknadeild Háskóla Íslands, um fjölveikindi.
3/8/202155 minutes
Episode Artwork

Landssamband ungmennafélaga, lestur barna, villuráfandi sauðir

Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga: ræðir tilgang og stefnu félagsins Jón Thoroddsen, grunnskólakennari: Segir frá lestir með börnum og heimspekilegri samræðutækni Vera Illugadóttir: Um villuráfandi sauði í Ástralíu og Nýja-Sjálandi
3/5/202150 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Lífrænar afurðir, fötlunaraktivismi og dagur villtrar náttúru

Ólafur Dýrmundsson,Lífrænt Ísland: Farið er yfir niðurstöður rannsókna úr stóru gagnasafni þar sem bornar eru saman lífrænt ræktaðar afurðir og aðrar. Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Jana Birta Björnsdóttir meðlimir í Tabú,feminiskri förlunarhreyfingu: Hreyfingin er sjö ára og er að fara af stað með valdeflandi námskeið. Stefán Gíslason: Umhverfispistill dagsins helgast af degi villtrar náttúru sem var í gær.
3/4/202155 minutes
Episode Artwork

Snæfellsnes, Einstakar mæður, vísindaspjall

BJörg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar: Ræðir plön um að koma Svæðisgarði Snæfellsness á á skrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), yfir svokölluð mann- og lífhvolfssvæði. Einstakar mæður: Annar þáttur af fjórum um konur sem kjósa að eiga börn einar. Umsjón: Helena Rós Sturludóttir Vísindaspjall: Edda Olgudóttir ræðir um raðgreiningarferli.
3/3/202155 minutes
Episode Artwork

Jarðhræringar, atvinnuleysi, skattaskjól í Lúxemburg

Andri Stefánsson prófessor í jarðefnafræði: Gös og snefilefni sem fylgja eldgosi, möguleg áhrif ef gýs á Reykjanesi Hrefna Guðmundsdóttir, ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun: Um atvinnuleit á krepputímum Friðrik Páll Jónsson: Um skattaskjól í Lúxemburg
3/2/202155 minutes
Episode Artwork

Jarðskjálftakvíði, Helga og safnið, Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson

Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, segir frá viðtali við Guðmund Jónsson fyrrverandi baðvörð í Reykjavík, tekið á Elliheimilinu Grund á kosningadag 28.júní 1959 Rætt við Sigurbjörgu Jónu Ludvigsdóttur, sálfræðing hjá Kvíðameðferðarstöðinni, um jarðskjálftakvíða. Vísindamaður vikunnar: Kes, ara Margrét Anamthawat-Jónsson, prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við Háskóla Íslands.
3/1/202155 minutes
Episode Artwork

Jarðskjálftar. Loftslagsmál. Ópera.

Bjarni Bessason jarðskjálftaverkfræðingur: VIð erum sennilega flest með hugann við jarðskjálftana á Reykjanesskaga, og eflaust margir sem velta því fyrir sér hvernig framhaldið verður og hvort mannvirki myndu standast mikið öflugri skjálfta. Bjarni segir frá því hvenær var farið að huga að jarðskjálftum við hönnun húsa hér á landi, og hvernig hús þola skjálfta betur en önnur. Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri: Stofnanir sveitarfélagsins Hornafjarðar og 20 stofnanir undirrita loftslagdyfirlýsingu í dag. Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld: Nk. sunnudag verður frumflutt kammeróperan Traversing the void efftir Hildigunni.
2/26/202155 minutes
Episode Artwork

Ungar athafnakonur. Heimaþjónusta. Umhverfisspjall.

Kristjana Björk Barðdal og Andrea Gunnarsdóttir , Félag ungra athafnakvenna: UAK var stofnað 2014 og helsta markmið þeirra að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu. Sigrún Ingvarsdóttir félagsráðgjafi og deildarstjóri á velferðarsviði Rvk.borgar: Heimaþjónusta , hvers eðlis og fyrir hverja? Emelía Borgþórsdóttir: Umhverfisspjall um þörunga og nýtingu þeirra.
2/25/202155 minutes
Episode Artwork

Tungumál. Fordómar. Vísindaspjall

Renata Emilson Peskova og Kristín Vilhjálmsdóttir: Samkvæmt nýrri könnun er fjöldi tungumála í íslenskum leikskólum og grunnskóum 109. Hvaða gildi hefur þessi tungumálaauður og hvernig er hægt að viðhalda kunnáttunni? Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Intercultural Iceland: Guðrún hefur stundað rannsóknir á fjölmenningu og fordómum um árabil og kennt námskeið til að kenna fólki að koma auga á hversdagsfordóma. Rannsókn sem Guðrún framkvæmdi á íslenskum vinnustöðum sýndi að 93% fólks af erlendum uppruna upplifir fordóma á vinnustaðnum. Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli er rætt um einkvæni.
2/24/202155 minutes
Episode Artwork

Verslun í dreifbýli. Einstakar mæður. Friðrik Páll.

Emil B Karlsson: Emil kynnir skýrslu sem hann vann um verslun í dreifbýli. Hann rannsakar sérstaklega 22 verslanir vítt um landið, greinir vandann og kemur með sjö tillögur að lausn vandans. Helena Rós Sturludóttir: 1. þáttur í þáttaröðinni Einstakar mæður sem fjallar um mæður sem eignast börn einar, án maka. í þessum ætti er rætt við fræðimenn um ýmis siðferðileg álitamál m.a. rétt barna til að þekkja uppruna sinn. Viðmælendur í þessum þætti: Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, Salvör Nordal, umboðsmaður barna, Ástríður Stefánsdóttir dósent við Háskóla Íslands og Henry Alexander Henrysson, heimspekingur. Friðrik Páll Jónsson: Elon Musk, stofnandi Tesla og geimferðafyrirtækisins Space-X, sér fyrir sér að hægt verði að senda þúsundir manna til dvalar á Mars um miðja öldina. En hversu raunhæft er það? Mörg vandamál eru óleyst, og líklegra þykir að það verði ekki fyrr en á síðari hluta aldarinnar að menn stígi fæti á Mars. Fyrst verða menn að líkindum sendir í hringferð um plánetuna, án þess að lenda, og heim aftur
2/23/202155 minutes
Episode Artwork

Kirkjugarðar. Listhugleiðsla. Vísindamaður vikunnar

Þórsteinn Ragnarsson forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma: Nú eru liðlega 155.400 nöfn í lagstaðaskránni gardur.is. Bálförum fjölgar jafnt og þétt og þörf er á að endurnýja ofna í bálstofu. Halla Margrét Jóhannesdóttir, safnvörður og jógakennari : Listasafn Einars Jónssonar hefur víkkað út starfsemi sína og býður nú upp á listhugleiðslu einu sinni í viku. Nýlega fékk safnið styrk úr Lýðheilsusjóði til að vera með beina útsendingu á netinu frá hugleiðslunni. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Höllu um listhugleiðslu og hvernig hún er lýðheilsumál. Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor í næringarfræði: Ingibjörg er vísindamaður vikunnar að þessu sinni en störf hennar síðastliðin 20 ár hafa einkum snúið að heilsu móður og barns á meðgöngu.
2/22/202155 minutes
Episode Artwork

Velferðarstörf og Covid. Blómaræktandinn. Gæludýr.

Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkur: Síðasta ár með Cocid 19 ástandinu var mikil áskorun fyrir velferðarþjónustuna. Auk þess sem margir starfsmenn þurftu á ákveðnu tímabili að vera í sóttkví þá þurfti að finna lausnir á ótal vandamálum. Regína fer yfir það og hvaða lærdóm megi draga af því. Gísli Jóhannsson blómaræktandi í Dalsgarði: Það er háannatími hjá blómabændum þessa dagana. En það er ekki bara háannatími þessa dagana, heldur nær alla daga og það er ekkert lát á vinsældum blóma. Blóm eru ekki lengur bara til hátíðabriðgða heldur hluti af hversdeginum og bændur hafa ekki undan við að anna eftirspurn. Sabine Leskopf,borgarfulltrúi og formaður stýrihóps: Sabine er formaður stýrihóps sem var skipaður til að koma með tillögur um þjónustu við gæludýr í Reykjavík. Miklar breytingar verða á öllu utanumhaldi gæludýra hjá Reykjavíkurborg.
2/19/202155 minutes
Episode Artwork

Kvennaathvarf. Vísindi. Umhverfisspjall.

Signý Valdimarsdóttir verkefnastýra Kvennaathvafs á Norðurlandi: Nú eru nokkrir mánuðir síðan Kvennaathvarfið á norðurlandi var sett á stofn. Signý segir frá stafseminni. Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir sviðsstjóri hjá MATÍS: Ásta Heiðrún er ung vísindakona og nýtekin við starfi sviðsstjóra lýðheilsu- og matvælaöryggis. Hún segir hér frá rannsóknum sínum og rannsóknaáhuga. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Í umhverfisspjalli dagsins er fjallað um nýja rannsókn þar sem fram kemur að rekja má allt að 8.7 milljónir dauðsfalla til loftmengunar frá jarðefnaeldsneyti.
2/18/202155 minutes
Episode Artwork

Kolefnisfótspor, öskudagsbúningar og menningarnám og vísindi

Kristján Rúnar Kristjánsson og Stella Soffía Jóhannesdóttir: Stella og Kristján eru ein þeirra fjölskyldna sem tóku þótt í Loftlagsdæminu, útvarpsþáttum þar sem fjallað erum áhrif lífstíls okkar á loftslagið og hvernig hægt er að skora vanan á hólm og minnka kolefnisspor heimila. Rætt við þau um hvernig gekk að taka þátt í verkefninu, Kristín Loftsdóttir, mannfræðingur: öskudagsbúningar - afhverju má ekki klæðast eftir kynþætti eða þjóðhætti. Edda Olgudóttir með vísindahorn vikunnar og fjallaði um lyf við offitu.
2/17/202155 minutes
Episode Artwork

Covid í Malaví, 3000 grímur plokkaðar, rússneska bóluefnið

Guðný Nielsen verkefnastjóri hjá RK: Rauði Krossinn efnir til neyðarsöfnunnar vegna COVID-19 í Malaví. Ástandið þar er hrikalegt, ekkert bóluefni og vanmáttugt heilbrigðiskerfi ræður ekki við ástandið. Afleiðingarnar eru meðal annar aukið heimilisofbeldi fjölgun barnahjónabanda vegna fátæktar. Örlygur Steinn Sigurjónsson leiðsögumáru og plokkari: Örlygur hefur tekið sér fyrir hendur að hreinsa upp notaðar Covidgrímur þar sem þær eru fjúka um á víðavangi. Friðrik Páll: Rússneska bóluefnið Spútnik V kann að verða eftirsótt um allan heim vegna góðrar virkni, vegna verðs og vegna þess að framleiðsla viðurkenndra lyfja er ekki eins mikil og vonast var til. Fólk er óþolinmótt og vill aukið framboð á bóluefni. Rússnesk stjórnvöld vænta þess að bóluefnið bæti ímynd Rússlands á alþjóðavettvangi, ekki síst eftir harða gagnrýni á þau fyrir fangelsisdóm yfir stjórnarandstæðingnum Navalny.
2/16/202155 minutes
Episode Artwork

Helga og safnið, hreindýr í umferðinni og vísindamaður vikunnar

Helga Lára Þorsteinsdóttir frá safni RÚV kemur með áhugaverða hljóðbúta úr fortíðinni. Að þessi sinni fáum við að heyra umfjöllun um skipulag og þrif á geymslum úr Húsmæðraþættinum um miðbik síðustu aldar. Skarphéðinn Þórisson hreindýrasérfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands: hreindýr hafa sum hver hrakist til byggða og flækjast um á vegum. 11 slys á vegum hafa orðið vegna hreindýra það sem af er ári. Þá er búið að gefa út veiðikvóta ársins. Vísindamaður vikunnar Guðlaugur Jóhannesson, stjarneðlisfræðingur: geim- og háorkugammageislar.
2/15/202152 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Netöryggi. Fiskikör. Lífljómun

Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður CERT-IS: Netöryggissveit Fjarskiptastofnunnar sinnir mikilvægu hlutverki í netvörnum landsins. Guðmundur rekur helstu ógnanir og ráð til varnar. Halldór Pétur Þorsteinsson fagsviðsstjóri fiskeftirlits hjá MAST: Matvælastofnun hefur birt tilkynningu um mikilvægi þess að fiskikör með fiski séu lokuð til að forðast ágang fugla. Ríkey Hlín Sævarsdóttir, Náttúrustofu Kópavogs: Heimsókn í Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem sýningin Lífljómun stendur nú yfir. Ríkey segir frá starfsemi safnsins og sýningunni.
2/12/202155 minutes
Episode Artwork

112. Sorpa. Umhverfisspjall

Þórhallur Ólafsson framkvst. 112 og Þóra Jónasdóttir aðst.yfirlögregluþjónn: 112 dagurinn er í dag og nú er sjónum einkum beint að öryggi og velferð barna og ungmenna. Jón Viggó Gunnarsson forstjóri Sorpu: Miklar breytingar fylgja því þegar GAIA, gas- og jarðgerðarstöðin verður komin á fullt skrið og orka og næringarefni úr lífrænum heimilisúrgangi verður endurheimt. Stefán Gíslason: Í umhverfisspjalli er rætt um manngerða eyju sem Danir ætla að búa til þar sem safnað verður orlu frá frá fjölmörgum vindmyllum á sjó.
2/11/202155 minutes
Episode Artwork

Ábendingalína. Mannúðarstarf. Húsfélög

Þóra Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Barnaheill: Nú eru 20 ár síðan Barnaheill settu upp ábendingasíðu þar sem fólk getur bent á óviðeigandi efni á netinu svo sem ofbeldi gegn börnum. Barnaheill eru í alþjóðlegum samtökum um ábendingalínur sem tryggja hraða úrvinnslu ábendinga, Lára Jónasdóttir: Lára hefur starfað með Læknum án Landamæra í mannúðarstarfi víða um heim, í löndum eins og Afganistan, Jemen, Suður - Súdan og víðar. Lára er nú komin heim til Íslands, í bili að minnsta kosti, og lítur yfir farin veg, lærdóminn, löndin og ástandinu þar, og lýsir menningar- og forréttindasjokkinu sem fylgir því að koma heim til Íslands. Elísa Arnarsdóttir lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu: Í undirbúningi er frumvarp um að húsfundir húsfélaga megi vera rafrænir en slíkt er ekki leyfilegt samkvæmt núgildandi lögum.
2/10/202155 minutes
Episode Artwork

Bóluefnarannsókn. Loftslagsvænn landbúnaður. Friðrik Páll.

Vilhjálmur Árnason stjórnarformaður Siðfræðistofnunnar HÍ: Í blaðagrein í dag varpa fjórir heimspekingar fram áleitnum spurningum um að Ísland verði tilraunaland í rannsókn á bóluefni Pfizer. Þeir segja enga umræðu hafa átt sér stað varðandi þessi áform. Sigurbjörn Hjaltason bóndi Kiðafelli: Sigurbjörn ræðir aðgerðaráætlun sína í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður sem er hluti af aðgerðaáætlun ríkisins í loftslagsmálum. Friðrik Páll: Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði á fyrsta degi í embætti að baráttan gegn loftslagsbreytingum yrði forgangsmál hjá nýju stjórninni, og fyrir nokkrum dögum barst honum óvæntur stuðningur. GM, General Motors, stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna, tilkynnti þá að fyrirtækið stefndi að því að framleiða eingöngu rafbíla frá árinu 2035.
2/9/202155 minutes
Episode Artwork

Kók í endurunnið plast, vísindamaður vikunnar og lágkolvetnamataræði

Einar Snorri Magnússon forstjóri Coca Cola á Íslandi: fyrirtæið stefnir að því að hafa allar plastumbúðir um gos og drykki úr hundrað prósent endurunni plasti. Rætt við Einar um grænu skrefin, áskoranirnar og framtíðina. Jón Gunnar Bernburg: Við höldum áfram að kynna rannsóknarstarfið í Háskóla Íslands í samstarfi við Vísindavefinn. Að þessu sinni er Jón Gunnar Bernburg vísindamaður vikunnar hér í Samfélaginu. Jón Gunnar er prófessor í félagsfræði sem hefur hann komið víða við í rannsóknum sínum, en síðustu ár hefur hann beint sjónum sínum að fjöldamótmælum á Íslandi. Afhverju mótmælir fólk, hvað kenndi búsáhaldabyltingin og Panama-hneykslið okkur og hvað segja viðbrögð okkar við sóttvarnarreglum um okkur sem samfélag? Heyrum af því hér á eftir. Sigríður Lára Guðmundsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur: Sigríður er ein af sex sérfræðingum sem skrifa í nýjasta tölublað Læknablaðsins og lýsa yfir áhyggjum sínum af því að fólk sem er að hreyfa sig taki út heilu fæðuflokkana eins og þegar fólk kýs háfitu-lágkolvetna fæði. Það geti haft slæm áhrif á heilsufar fólks og nýjar rannsóknir bendi til þess að háfitu-lágkolvetna mataræði geti dregið úr árangri í íþróttum.
2/8/202155 minutes
Episode Artwork

Amnesty. Vetrarganga. Vera.

Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International: Anna segir baráttu samtakanna og fjallar sérstaklega um þau mál sem efst eru á baugi núna. Einar Skúlason leiðsögumaður á Vetrarhátíð: Einar leiðir göngu á Vetrarhátíð sem hann kallar berklagöngu. Vera Illugadóttir: Veðurspá múrmeldýrsins.
2/5/202155 minutes
Episode Artwork

Úrgangur. Snjór. Votlendi.

Emil Sævarsson framkv.stjóri Blikksmiðju Guðmundar: Í Blikksmiðjunni hefur flokkun úrgangs skilað frábærum árangri en aðkoma sveitarfélaga að úrgangsflokkun fyrirtækja mætti fela í sér meiri hvata. Finnur Aðalbjarnarson verktaki í snjómokstri: Rætt um starfið í snjómokstrinum, snjóinn, tæknina og vísindin. Stefán Gíslason: Í umhverfispistli fjallar Stefán um mikilvægi votlendis en alþjóðlegur votlendisdagur var í fyrradag.
2/4/202155 minutes
Episode Artwork

Blóðleysi, karlar og kynbundið ofbeldi, vísindaspjall

Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild HÍ og vísindamaður hjá ÍE: blóðleysi af völdum járnskorts, ný rannsókn leiðir í ljós erfðabreytileika sem hefur verið áhrif á tíðni blóðleysis sem er landlægt víða um heim Hjálmar Sigmarsson, ráðgjöf og fræðsla hjá Stígamótum: Þátttaka karla í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Edda Olgudóttir með vísindaspjall um prótín sem einu sinni gengdi hlutverki í ofnæmiskerfinu en virðist nú auka líkur á krabbameini
2/3/202155 minutes
Episode Artwork

Fuglar. Skrýmsli. Veira

Guðmundur A Guðmundsson dýravistfræðingur: Hvar eru farfuglarnir núna? Guðmundur fer yfir farflug helstu tegundanna og tímasetningar. Gunnella Þorgeirsdóttir lektor HÍ: Á japönsku dögum í HÍ flytur Gunnella fyrirlestur um japanska skrýmslið Amabie sem hefur notið vinsælda í baráttunni gegn Covid 19. Friðrik Páll: Kórónasmitum hefur fækkað í Danmörku, en uggur er í mönnum vegna þess að ekki hefur tekist að stöðva útbreiðslu bresks afbrigðis veirunnar, sem nefnt er B117. Yfir eitt þúsund hafa greinst með það í Danmörku. Þetta veiruafbrigði er meira smitandi, og breiðist hraðar út en önnur í Danmörku, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar.
2/2/202155 minutes
Episode Artwork

Konur í útvarpi, svansvottun og vísindamaður vikunnar

Arnheiður Steinþórsdóttir, sagnfræðingur: Arnheiður sagði frá lokaverkefni sínu sem fjallaði um aðkomu kvenna að útvarpinu á síðustu öld. Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Svansins á Íslandi: Svansvottun nær yfir mikið meira en margur heldur, rætt við Elvu um eðli vottunarinnar og möguleikum til framtíðar Árný Erla Sveinbjörnsdóttir er vísindamaður vikunnar og fjallar um vísindarannsóknir á Grænlandi.
2/1/202155 minutes
Episode Artwork

Kleinuhringjahagfræði. Íþróttir. Vera.

Ólafur Margeirsson hagfræðingur: Ólafur útskýrir og ræðir svokallað kleinuhrigjahagfræði. Anna Soffía Víkingsdóttir: Anna vinnur að doktorsritgerð við Háskóla Íslands um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi í keppnisíþróttum kvenna, bæði hóp- og einstaklingsíþróttagreinum. Vera Illugadóttir: Viðfangsefni Veru að þessu sinni er nýjar rannsoknir á moldvörpurottunni m.a. hljóðum hennar.
1/29/202156 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Spilling, næring og neyslumynstur

Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency international: Spillingarvísitalan á Íslandi. Könnun sýnir að spilling eykst á Íslandi. Jóhanna Eyrún Torfadóttir, hjá Embætti landslæknis: Næringar og umhverfisviðmið fyrir mötuneyti og skóla, neyslubreytingar síðustu árin, átök og deilur um mat. Emilía Borgþórsdóttir, umhverfispistill. Emilía ræðir um mikilvægi þess að breyta hegðun okkar, frekar en að skipta út einu fyrir annað, eins og að nota pappírspoka frekar en plastpoka.
1/28/202155 minutes
Episode Artwork

Samfélagsábyrgð. Villikettir. Vísindaspjall.

Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu: Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fagnar 10 ára afmæli í ár og heldur netráðstefnu undir yfirskriftinni Nýtt upphaf þar sem ræddar eru þær umbreytingar sem þurfa að verða á viðskipta- og stjórnarháttum á heimsvísu. Arndís Björg Sigurgeirsdóttir formaður Villikatta: Félagið Villikettir er með starfsemi um land allt. Á síðastliðnu ári kom félagið til aðstoðar rúmlega 600 köttum, þar af fóru um 400 á framtíðarheimili. Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli að þessu sinni fjallar Edda um Ketósa.
1/27/202155 minutes
Episode Artwork

Villt dýr. Gervitungl. Friðrik Páll

Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun: Frumvarp um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og spendýrum var lagt fram á Alþingi í síðustu viku. Kristinn fer yfir helstu breytingar frá núgildandi lögum. Hann saknar þess að selir skuli standa utan laganna. Sævar Helgi Bragason : Gervitunglum á braut um jörðu fjölgar hratt um leið og þau verða smærri. Talað er um nýtt geimkapplaup. Sævar ræðir jákvæðar og neikvæðar hliðar aukins fjölda gervitungla. Friðrik Páll Jónsson: Ísraelsmönnum hefur gengið miklu betur en öðrum þjóðum að bólusetja fólk við kórónaveikinni og það er skýring á því. Yfirvöld birtu í síðustu viku samkomulag við bandaríska lyfjarisann Pfizer, þar sem kveðið er á um greiðan aðgang Ísraelsmanna að bóluefni gegn því að Pfizer fái ítarlegar heilbrigðisupplýsingar um þá sem eru bólusettir, en þær eiga þó ekki að vera persónugreinanlegar.
1/26/202155 minutes
Episode Artwork

Húsmæðraþátturinn, sjálfsát fruma og heilsuvera.is

Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV: gamalt efni úr safni RÚV skoðað, að þessu sinni er hlustað um bút úr Húsmæðraþættinum, en þar flutti Anna Gísladóttir húsmæðrakennari og húsmóðir erindi um melónur. Vísindamaður vikunnar er Margrét Helga Ögmundsdóttir, dósent við læknadeild Háskóla Íslands, en hún hefur rannsakað sjálfsát í frumum. Heilsupistill: Bergljót Baldursdóttir hitti Inga Steinar Ingason, sviðstjóra miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna hjá embætti landlæknis til að ræða um Heilsuveru og framtíð hennar. Metaðsókn var á Heilsuveru vef sem embætti landlæknis og heilsugæslan reka á síðasta ári 2020. Tæplega tvö hundruð þúsund manns notuð vefinn og farið var þrisvar sinnum oftar á síðuna árið 2020 heldur en árið á undan. Lang flestar innskráningar á einum mánuði voru í september þegar hátt í fimm hundruð þúsund manns notuðu hann. Það nýjasta á Heilsuveru eru bólusetningavottorðin sem voru að detta þar inn í fyrsta sinn núna fyrir helgi.
1/25/202155 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Ókeypis súpermarkaður. Heilsanir. Dýranammi.

Christina Milscha einn sjálfboðalið Andrýmis: Andrými er staðsett við Bergþórugötu í Reykjavík og er róttækt félagsrými sem skipuleggur ýmiskonar grasrótarstarfsemi s.s. ókeypis súpermarkað. Jón Björgvinsson, fréttamaður Sviss: Jón fjallar í pistli sínum um þá mismunandi máta sem við heilsum og kveðjum á. Vera Illugadóttir: Sagt frá hunda- og kattagóðgæti .
1/22/202156 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Kuldinn. Maturinn. Umhverfið

Björn Rúnar Lúðvíksson læknir: Tilefni viðtalsins er erindi sem Björn hélt á Læknadögum 2021 sem bar heitið: Kuldinn gælir við okkur innan sem utan: Hvað segja vísindin. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur: Hvað er íslenskur matur? Rætt um matarviðhorf þjóðarinnar og umbreytingar á mataræði. Stefán Gíslason: Umhverfispistill um hvð muni breytast með nýjum forseta í Bandaríkjunum.
1/21/202155 minutes
Episode Artwork

Sjóbjörgun, fornleifar og börn, melatónín.

Jón Svanberg Hjartarson framkvæmdastjóri Slysvarnarfélagsins Landsbjargar og Örn Smárason verkefnisstjóri sjóbjörgunar: Stefnt er að kaupum á nýjum bátum fyrir félagið til að sinna fjölbreyttum störfum í þágu öryggis og björgunnar víðs vegar um land. Lísabet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur og Marta Guðrún Jóhannesdóttir kennari, Drangsnesi: Rætt er um fornleifauppgröft í Sandvík Kaldrananeshreppi og heimsókn nemenda grunnskólans á Drangsnesi á vettvang og vinnu nemenda með umhverfi sitt. Edda Olgudóttir með vísindaspjall um melatónín.
1/20/202155 minutes
Episode Artwork

Sorpbrennsla. Áföll. Bandaríkin.

Karl Eðvaldsson forstjóri Resource int. ehf: Farið er yfir skýrslu sem fyrirtækið vann fyrir Umhverfisstofnun um þörfina á sorpbrennslustöð á Íslandi. Agnes Björg Tryggvadóttir teymisstjóri áfallateymis: Efla á geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi í þágu íbúa Seyðisfjarðar í kjölfar hamfarana þar. Rætt er um áföll og hvernig unnið er úr þeim. Friðrik Páll Jónsson: Árásin á þinghúsið í Washington verður það minnisstæðasta frá forsetatíð Donalds Trumps, að mati margra stjórnmálaskýrenda og sagnfræðinga, sem telja að hans verði minnst sem eins versta forseta Bandaríkjanna. Hópur þingmanna repúblikana hefur snúist gegn honum, þótt flestir þeirra styðji hann enn, og taki undir þá lygi að hann hafi verið sigurvegari forsetakosninganna. En hvað verður um Trump og repúblikanaflokkinn sem logar í illdeilum eftir atburði undanfarinna vikna?
1/19/202155 minutes
Episode Artwork

Heimspekilegar áskoranir Covid, finnska gufan friðuð og olía úr plasti

Vigdís Hafliðadóttir og Victor Karl Magnússon, heimspekinemar: Skýrsla um heimspekilegar áskoranir á farsóttartímum. Vigdís og Victor ásamt tveimur öðrum heimspekinemum unnu að skýrslu þar sem rýnt var í ákvarðanatöku og þankagang íslenskra stjórnvalda vegna kórónaveiru faraldursins. Satú Ramö, rithöfundur: Finnska gufan er komin á heimsminjaskrá Unesco. Rætt við Satú sem er finnsk og notar gufu heimikið með sinni fjölskyldu til að endurnæra líkama og sál. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri PVd: Stefnt er að því að vinna olíu úr plasti, en PVD hefur undirritað viljayfirlýsingu til þróunarsamstarfs við Sorpu bs um slíka endurvinnslu. Rætt við Hauk um ferlana sem liggja að baki.
1/18/202157 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Tímatalið. Pósturinn. Vera.

Jón Gunnar Þorsteinsson Vísindavefurinn: Rætt um tímatalið og sögu þess. Hörður Jónsson framkv.stjóri rekstrarsviðs Íslandspósts: Covid 19 hefur truflað póstþjónustu víða um heim og svo er líka hér þar sem fólk er enn að fá jólapakka að utan. Vera Illugadóttir : Vera segir frá keppni í Japan um hverrsu lengi flóðsvín dvelja í heitum pottum.
1/15/202151 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Plastpokar. Loftslagsvænn landbúnaður. Umhverfispistill

Þórhildur Ólafsdóttir, Inga Dóra Björnsdóttir mannfræðingur og Ragna Gestsdóttir Minjasafni Akureyri: Plastpokabannið í verslunum hefur nú tekið gildi og af því tilefni er forvitnast um sögu plastpokans , viðhorfið til plastpokans áður fyrr og pokasafn Minjasafns Akureyrar. Berglind Ósk Alfreðsdóttir, Ráðgjafastöð landbúnaðarins: Fjallað um verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður og skýrslu Ráðgjafamiðstöðvarinnar um plastnotkun í landbúnaði. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Umhverfispistill
1/14/202155 minutes
Episode Artwork

Heimskautahvirfillinn. Öráreitni. Krókódílar

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur: Skyndileg hlýnun í heiðhvolfinu hefur mikil áhrif á veðurfarið hjá okkur niður á jörðu. Einar fjallar um hin svokallaða heimskautahvirfil og afleiðngar þess að hlýnun á sér stað í hveiðhvolfinu. Embla Guðrúnar Ágústsdóttir talskona Tabú og Ásta Jóhannsdóttir lektor: Fjallað er um öráreitni og stöðu fatlaðra . Edda Olgudóttir: Vísindaspjall um þróunarfræði þar sem dæmi er tekið af krókódílnum.
1/13/202155 minutes
Episode Artwork

Vísindarannsóknir. Útivist. Friðrik Páll

Henry A Henrysson heimspekingur, varaform.vísindasiðanefndar: Vísindasiðanefnd heldur málþing um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði á tímum Covid-19. Hentar núverandi regluumhverfi slíkum aðstæðum? Hvernig er hjagsmunum þátttakenda bests borgið? Kjartan Long fjallaleiðsögumaður: Slys á útivistarfólki undanfarið hafa vakið upp umræður um hversu vel almenningur er undirbúinn til útivistar þegar bæði veður og færi getur verið tvísýnt. Friðrik Páll: Bretar eru fremstir þjóða í nýtingu vindorku til rafmagnsframleiðslu, og þeir stefna að því á næstu árum að stórauka orkuframleiðslu með þessu hætti, ekki síst með vindmyllum úti í sjó. Boris Johnson forsætisráðherra kvaðst í nóvember í haust vilja fjórfalda vindmyllufjöldann fram til ársins 2030, á aðeins einum áratug.
1/12/202155 minutes
Episode Artwork

Fegurð lamba, upplýsingaóreiða í kosningum og fjallastelpur.

Ragnar Þorsteinsson, sauðfjárbóndi og ljósmyndara í Sýrnesi í Aðaldal: Rætt við Ragnar um sauðkindina og fegurð ungviðis þess, en Ragnar tekur myndir af lömbum og gefur út sérstakt lambadagatal. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur: María tekur þátt í rannsókn á áhrifum upplýsingaóreiðu á kosningar. Nýskeði atburðir í Bandaríkjunum eru lýsandi dæmi og gefur tilefni til enn frekari rannsókna og viðbragða almennings og yfirvalda. Vala Húnbogadóttir: Vala stofnaði ásamt fleirum Fjallastelpur, síðu á Facebook sem fjallar um útivist og lífstílin sem fylgir.
1/11/202156 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Innrás. Heimahjúkrun. Vera.

Hulda Þórisdóttir stjórnmálafræðingur: Rætt um mótmælin í þinghúsi Bandaríkjanna. Sérstaklega er rætt um samsæriskenningahópinn QAnon. Berglind Magnúsdóttir skrifstofustjóri á velferðarsviði Reykjavíkuborgar og Margrét Guðnadóttir verkefnisstjóri SELMU: Rætt er um eflingu heimahjúkrunar í Reykjavík og tilkomu sérhæfðs öldrunarteymis sem nefnist SELMA. Vera Illugadóttir: Vera segir frá árásum íllvígra íkorna á mannfólkið.
1/8/202157 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Ritstjóri. Frumkvöðlasetur. Umhverfisspjall.

Helga Ágústa Sigurjónsdóttir læknir og ritstjóri Læknablaðsins: Helga tók nýverið við ritstjórastólnum en hún er fyrsta konan til að gegna þeirri stöðu. Rætt við Helgu um ritstjórnaráherslur, glerþök innan læknavísindanna og mikilvægi samtals milli almennings og lækna. Karl Friðriksson Nýsköpunarmiðstöð: Út er komið rit um sögu frumkvöðlasetra á Íslandi sem Nýsköpunarmiðstöð hefur fóstrað, annaðhvort ein eða í samstarfi við aðra. Rætt er um reynsluna og hver viðhorf notendanna, fyrirtækjanna eru til setranna. Stefán Gíslason: Í umhverfisspjalli að þessu sinni er rætt um loftslagsmál og árið framundan.
1/7/202155 minutes
Episode Artwork

Neytendamál. Bitcoin. Sýklalyf

Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu: Rætt um hlutverk Neytendastofu og verkefnin sem hún sinnir sem eru af margvíslegum toga. Viðskipoti á netinu og staða áhrifavalda eru þar á meðal. Björgvin Ingi Ólafsson hagfræðingur: Fjallað um bitcoin rafmyntina. Edda Olgudóttir: Vísindaspjall um rannsókn á virkni nýrrar tegundar sýklalyfja.
1/6/202155 minutes
Episode Artwork

Spilling á Íslandi, geðlyfjanotkun á hjúkrunarheimilum og bólusetning.

Guðrún Johnsen form. Íslandsdeildar Tranceparency Intenational og Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri: spilling á Íslandi og álit erlendra sérfræðinga á stöðunni hér Gísli Páll Pálsson formaður stjórnar samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og framkvæmdastjóri Grunarheimilanna: geðlyfjanotkun á hjúkrunarheimilum og bólusetning vistfólks. Friðrik Páll Jónsson með erlendan pistil: Bólusetning við kórónaveirunni gengur misvel eftir löndum og í flestum þeirra er hún ekki einu sinni hafin. Ísraelsmenn eru langfremstir í bólusetningum. Í gær höfðu 15 prósent þeirra verið bólusett, en eftir viku verður bóluefnið uppurið, nema síðari skammtur fyrir þá sem þegar hafa verið bólusettir.
1/5/202155 minutes
Episode Artwork

Skriðuföll, stytting vinnuvikunnar og jöklarannsóknir á síðustu öld

Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur: Skriðuföll heima og erlendis. Hvað olli skriðunni í Ask í Noregi? Hver er staðan á eftirliti og rannsóknum á skriðuföllum á Íslandi? Sonja Ýr Þorbergsdóttir, BSRB: Stytting vinnuvikunnar, áskoranir og aðlögun. Unnur Birna Karlsdóttir, sagnfræðingur og forstöðumaður rannsóknarseturs HÍ á Austurlandi: Við horfum til jöklarannsókna sem stundaðar voru hér um miðja síðustu öld af Dr Emely Todman, en hún var þýskur jarðfræðingur og fyrsta konan til að stunda rannsóknir á jöklum hér á landi. Í mörg sumur ferðaðist hún ein um hálendi Íslands, fyrst í byrjum fjórða áratugarins. Unnur Birna rannsakar sögu Dr Todman.
1/4/202155 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Fjarnám og fjar-veruleiki í fræðasamfélaginu. Árið í vísindum.

Samfélagið sendir fyrri hluta þáttar út frá Akureyri. Gígja Hólmgeirsdóttir ræddi við Auðbjörgu Björnsdóttur, forstöðumann kennslumiðstöðvar og Þórodd Bjarnason, prófessor í félagsfræði. Spjallað um fjarnám og hvað þessi "tæknihraðall" á stafrænum samskiptum í covid hafi að segja með þróun fjarnáms. Einnig rætt um hvernig áhrif þetta hefur haft á landsbyggðina, og spá í hvað mun taka við, nú þegar er byrjað að bólusetja og þessi fjar-veruleiki fer að líða undir lok. Edda Olgudóttir fer yfir árið í vísindum. Gleðilegt ár!
12/30/202055 minutes
Episode Artwork

Náttúruminjasafnið heimsótt. Tregða kínverja til samstarfs vegna Covid

Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, Ester Rut Unnsteinsdóttir formaður Hins íslenska náttúrufræðiféla og Helena Óladóttir fræðslustjóri félagsins: Húsnæði á Seltjarnarnesi heimsótt, þar átti að vera Læknaminjasafn, áform sem duttu upp fyrir og hefur húsið staðið autt síðan 2007. Svo var ákveðið að færa Náttúruminjasafnið þangað. Hilmar, Ester og Helena segja frá húsinu, umhverfinu, safnakostinum, fræðunum og fræðslunni. Friðrik Páll Jónsson með erlendan pistil um tregðu kínverska stjórnvalda til samstarfs við alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og vísindaheimin vegna kórónaveirunnar.
12/29/202055 minutes
Episode Artwork

Farsóttir fyrr og nú, endurhæfing fyrir krabbameinssjúka og pistill um

Gunnar Þór Bjarnason, sagnfræðingur: Gunnar er höfundur bókarinnar um Spænsku veikina, sem var á toppi allra sölulista fyrir jólin. Rætt við hann um samslátt bókaskrifa um drepsótt á tímum covid, hvort og hvernig farsóttirnar speglast og árið 2020 sem framtíðar úrlausnarefni sagnfræðinga. Erna magnúsdóttir stofnandi og forstöðukona Ljóssins og iðjuþjálfi: Ljósið endurhæfingastöð fyrir krababmeinssjúka og aðstandendur heimsótt og fræðst um starfið. Páll Líndal umhverfissálfræðingur með pistil um samspil umhverfis og sálarlífs.
12/28/202055 minutes
Episode Artwork

Sjálfboðaliðar Rauða krossins, Svíþjóð og covid, hænufet og fátækraþur

Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða Kross Íslands: samkennd, náungakærleikur og sjálfboðastarf heima og heiman. Friðrik Páll Jónsson með erlendan pistil um gagnrýni á viðbrögð sænskra stjórnvalda við kórónaveirufaraldrinum. Fræðst um fyrirbærin hænufet og fátækraþurrk.
12/22/202055 minutes
Episode Artwork

Útvarpið 90 ára

Útsending frá Klapparstíg 26 þar sem hluti af starfsemi Ríkisútvarpsins var um tíma. Í þættinum eru leiknar klippur úr upptökum frá hinum ýmsu tímum . Viuðmælendur: Kári Jónasson fyrrverandi fréttastjóri Páll Bergþórsson fyrrverandi veðurstofustjóri.
12/21/202055 minutes
Episode Artwork

Nýsköpun. Mexíkó. Vera.

Arnar Sigurðsson, Austan mána: Háskólasetur Vestfjarða og frumkvöðlafyrirtækið Austan mána hafa hlotið styrk frá Rannís fyrir verkefnið “Að rækta vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum.“ Rætt við Arnar um nýsköpunarumhverfið á Íslandi. Orri Þórsson og Þórdís Eyvör Valdimarsdóttir: Þau hjón fóru með fjögur börn, til Mexíkó og bjó þar í litlu þorpi í fjóra mánuði. Hugmyndin var að ráðast í tilraunakennt námsverkefni, endurhugsa nálgun á nám, búa til svigrúm til að vera saman, skapa og upplifa. Þau hafa nú opnað sýningu um verkefnið. Vera Illugadóttir: Vera segir frá rannsókn á gáfnafari hrafna.
12/18/202055 minutes
Episode Artwork

Alþjóðaefnahagsráðið og covid, sprautufælni og matarsóun á jólunum

Karl Friðriksson, nýsköpunarmiðstöð: Um nýju Covid skýrslu alþjóðaefnahagsráðsins Sigurbjörg Ludvigsdóttir, sálfræðingur á Kvíðameðferðarmiðstöðinni: Sprautufælni, heilsukvíði og ótti við blóð: Hefur þetta áhrif á bólusetningar? Emilía Borgþórsdóttir: Umhverfisspjall um aðdraganda jólanna, neyslu og matarnotkun og sóun.
12/17/202055 minutes
Episode Artwork

Hafsbotninn. Raddgreining. Vísindaspjall.

Davíð Þór Óðinsson jarðfræðingur Hafró: Kortlagning hafsbotnsins umhverfis Ísland með fjölgeislamælingum er langtímaverkefni sem á að ljúka 2029. Davíð segir frá verkefninu og framvindu þess. Elsa Eiríksdóttir Dósent HÍ: Rætt um þróun á raddgreiningartækni sem greinir hvort viðkomandi hafi sýkst af Covid-19. Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli fjallar Edda um líftæknilyf.
12/16/202055 minutes
Episode Artwork

Vetrarstríðið. Stytting vinnuviku. Friðrik Páll

Andri Jónsson sagnfræðingur Þjóðskjalasafni : Íslendingar sýndu mikinn samhug og stuðning við Finna þegar Vetrarstríðið stóð yfir milli Finna og Sovétríkjanna. Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri hjá Sameyki: Um áramótin gengur í gildi ákvæði kjarasamnings BSRB og aðildarfélaga um styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki. En hvernig gengur innleiðingin? Friðrik Páll: Það hefur orðið mikill afturkippur í efnahagslífi heimsins vegna kórónafaraldursins, en hann er mismikill eftir löndum. Búist er við öflugri viðreisn að lokinni bólusetningu á næsta ári. - En hver er staða Evrópu. Tölur sýna að vægi álfunnar í heimsframleiðslunni fer minnkandi.
12/15/202055 minutes
Episode Artwork

Jólabókaflóðið, Grænland og umhverfi og andleg líðan.

Bryndís Loftsdóttir, félagi íslenskra bókaútgefenda: fyrirbærið jólabókaflóðið, áhrif þess, þróun og áskoranir samtímans, staða höfunda og vilji lesenda. Kristjana Motzfeldt: Börnin á Grænlandi og afsökunarbeiðni Dana. Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur með pistil um áhrif umhverfisins á andlega líðan.
12/14/202055 minutes
Episode Artwork

Breiðafjörður. Þorpið. Vera.

Runólfur Ágústsson verkefnastjóri hjá Þorpinu vistfélagi :Við horn Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Reykjavík standa brunarústir sem minnisvarði um brunann hryllilega í sumar, þar sem þrír létust. Brátt mun hefjast niðurrif rústanna og í kjölfarið uppbygging á svæðinu. TIl stendur að reisa fjölbýlishús fyrir konur yfir sextugt sem hafa feminísk lífsgildi að leiðarljósi. Erla Friðriksdóttir formaður Breiðafjarðarnefndar: Breiðafjarðarnefnd hefur skilað af sér skýrlsu um framtíð Breiðafjarðar. Vera Illugadóttir: Vera segir frá rannsókn á pöndum og ásókn þeirra í ferskan hrossaskít.
12/11/202055 minutes
Episode Artwork

Mannréttindi. Hreyfing. Mannöldin

Margre?t Steinarsdóttir framkv.stj. Mannre?ttindaskrifstofu Íslands: Rætt við Margréti í tilefni af alþjóðlega mannréttindadeginum sem ér í dag. Hafrún Kristjánsdóttir deildarstj. HR: Hreyfing í Covid; rannsókn heima og erlendis. Stefán Gíslason: Umhverfisspjall um mannödlina og fyrirferð manngerðra hluta í heiminum.
12/10/202055 minutes
Episode Artwork

Íbúagreining á Suðurnesjum, almenningur og loftlagsumræðan og áhrif kó

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri: rætt um samning við hagstofuna um íbúagreiningu á samfélaginu á suðurnesjum. Jökull Sólberg ráðgjafi: fer hagvöxtur saman með grænum skrefum? Það eru margskonar stefnur og ólík hugmyndafræði í gangi þegar kemur að því hvað er rétt að gera til að draga úr loftlagsáhrifum en viðhalda á sama tíma almennri velmegun og framþróun. Almenningur á oft erfitt mað að hafa yfirsýn, draga ályktanir og finna sig innan umræðunnar. Jökull hefur mikinn áhuga á þessum málum, hefur kynnt sér ólíkar stefnur og segist oft skipta um skoðun. Það sé gott, upplýsingar breytist hratt - aðal málið sé að fylgjast með og ekki taka sér bara eina stöðu eða sjónarhól. Umræðan eigi ekki eingöngu að vera í höndum sérfræðinga. Edda Olgudóttir með vísindaspjall og útskýrði hvernig kórónuveiran sýkir lungnafrumur.
12/9/202055 minutes
Episode Artwork

Kirkjugarðar. Lifandi hefðir. Friðrik Páll.

Þórsteinn Ragnarsson forstöðumaður Kirkjugarðanna: Rætt við Þorstein um Covid og kirkjugarða, jólaheimsóknir og umgengni um garðana almennt. Vilhelmína Jónsdóttir verkefnastjóri Árnastofnun: Vefurinn Lifandi hefðir var settur á laggirnar fyrir tveimur árum. Nú er safnað, i samstarfi við Þjóðminjasafnið, upplýsingum um laufabrauðsgerð sem lifandi hefðar. Friðrik Páll: Kína er mjög neðarlega á lista samtakanna Fréttamanna án landamæra um fjölmiðlafrelsi. Það er ekki lýðræði í Kína, og kínverskir fjölmiðlar mega ekki víkja frá hinni opinberu pólitísku línu kommúnistaflokksins. - En hvernig skyldu fréttirnar vera? - Francois Bougon, franskur blaðamaður, ákvað að kynna sér aðalkvöldfréttatíma kínverska ríkissjónvarpsins í heila viku.
12/8/202055 minutes
Episode Artwork

Skrif- og lesblinda Bubba og fleiri, grannaheimsókn og pistill um umhv

Heiða María Sigurðardóttir dósent í sálfræði við Háskóla Íslands, doktor í taugavísindum og ein forsvarsmanna Rannsóknamiðstöðvar um sjónskynjun: Hvað er les- og skrifblinda? Hvers vegna hrjáir það fólk og er eðlilegt að það verði fyrir aðkasti vegna þess? Nýverið gaf Bubbi Morthens út textaverk sem hann kallar: Veggur hinna skrifblindu, en þar má sjá búta úr glósubók sem hann samdi marga af sínum frægustu textum í. Mikið er um stafsetningarvillur í textunum, enda Bubbi les- og skrifblindur, en hann segist ekki skammast sín lengur fyrir það og því fái allar villur að standa óbreyttar. Heiða útskýrir hvernig slík blinda virkar og hvort hún segi til um getu fólks á einhverju öðru sviði. Elín Agla Briem: Grannaheimsókn. Elín flutti nýlega úr strandasýslu til reykjavíkur, úr gamla kaupfélagshúsinu í norðurfirði, og í gömlu hverfisbúðina í skjólunum í vesturbæ. Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur flytur pistil um áhrif umhverfis á fólk og líðan þess.
12/7/202050 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Konukot. Nytjaviður. Vera

Kristín Helga Guðmundsdóttir, Konukoti: Konukot er með flóamarkað á fimmtudögum í desember til styrktaar starfsseminni. Rætt um markaðinn og starfsemi Konukots. Eiríkur Þorsteinsson trétæknir: Rætt við eirík um íslenskan við sem nytjavið. Hver eru gæðin, í hvað má nota hann og í hvað er hann notaður nú. Vera Illugadóttir: Segir frá nýjum myndtáknum eða tjáknum hjá símfyrirtækjunum.
12/4/202055 minutes
Episode Artwork

Innflytjendur og ótti. Vinnustaðurinn. Umhverfisspjall

Margrét Valdimarsdóttir afbrota- og félagsfræðingur: Margrét segir frá íslenskri rannsókn á viðhorfi til innflytjenda og hvernig það tengist löndum þar sem múslimar eru í meirihluta. Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur: Þórkatla ræðir frásögn dóttur af föður sínum sem lent hafði í slysi, reyndi að stunda vinnu en mætti ekki miklum skilningi hjá vinnufélögum. Emilía Borgþórsdóttir: Umhverfisspjall um jólahaldið.
12/3/202055 minutes
Episode Artwork

Kennarstarfið, reiðin í íslenskum skáldskap og gylltir bananar

Karen Rut Gísladóttir dósent við menntavísindasvið HÍ: kennarastarfið, eðli þess, rammi og framgangur. Karen kom að skrifum á nýrri bók um kennarastarfið, verkefnin sem þeir standa frammi fyrir og þau áhrif sem þau hafa á þá sjálfa og nemendur. Rósa María Hjörvar segir frá doktorsverkefni sínu í bókmenntafræði þar sem hún kannar hvaða tilgangi reiði þjónar í íslenskum samtímabókmenntum - en margar íslenskar skáldsögur einkennast af og eru drifnar áfram af reiði sögupersóna. Edda Olgudóttir fjallar um gyllta banana í vísindaspjalli dagsins.
12/2/202055 minutes
Episode Artwork

Nýsköpun, viðhorf til mannúðaraðstoðar og erlend málefni

Aðalheiður Hreinsdóttir, frumkvöðull: Fyrirtæki Aðalheiðar LearnCove hlaut nýsköpunarverðlaun Arctic Future Challenge á dögunum, þar er um að ræða hugbúnaðarlausn í kennslu sem gagnast bæði kennurum og nemendum. Geir Gunnlaugsson prófessor í hnattrænni heilsu og Elín Broddadóttir aðstoðarmaður við rannsóknir hjá HR: Viðhorf Íslendinga til mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu. Nýverið birtist rannsókn á þessu, en þar kemur fram að um fjórðungur Íslendinga hafði neikvætt viðhorf til þess þegar íslensk stjórnvöld settu þróunaraðstoð til vestur - Afríku vegna ebólufaraldurs sem þar geisaði. Friðrik Páll Jónsson: Frönsk stjórnvöld létu í gær undan þrýstingi almennings og fjölmiðla og ákváðu að umdeild grein í frumvarpi um öryggis- og lögreglumál skyldi endursamin. Helstu fjölmiðlar Frakklands höfðu harðlega gagnrýnt 24.grein laganna og krafist þess að hún yrði tekin út, og tugir þúsunda manna mótmæltu lögunum og lögregluofbeldi á útifundum á laugardag
12/1/202055 minutes
Episode Artwork

Félagsstarf barna og ungmenna, grannaheimsókn og umhverfispistill.

Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés. Starfsemi ungmennahúsa og félagsmiðstöðva hefur breyst töluvert vegna Covid en nú er mikil áhersla lögð á vefviðburði og hittinga, eitthvað sem mörg börn og ungmenni finna sig vel í. Margrét Ágústa Sigurðardóttir, lögfræðingur og tveggja barna móðir í Vesturbænum: Á síðustu mánudögum hefur Samfélagið heimsótt fólk, Halla Harðardóttir fer til nágranna sinna og ræðir við þá um ýmislegt. Að þessu sinni sækir hún Margréti nágrannakonu sína heim og ræðir við hana um Einarsbúð, hverfisbúðinna sem fjölskylda hennar verslaði í þegar hún var að alast upp. Páll Líndal, umhverfissálfræðingur með pistil um áhrif umhverfis á sálarlíf, upplifun og líðan.
11/30/202053 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Bílattryggingar. Jólalýsing. Vera

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB: Samkvæmt úttekt FÍB eru bílatryggingar 50 - 100 prósent dýrari hér en á hinum Norðurlöndunum. Hversvegna er það svo? Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður: Samfélagið fer niður í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið í Fógetagarðinn að einu elsta tré Reykjavíkur, sem er upplýst þessa dagana með bláum ljósaperum, og forvitnast þar um jólaskraut en borgin hefur aldrei skreytt jafn mikið og í ár. Með aukinni lýsingu og skrauti vill borgin létta lund íbúanna á tímum farsóttarinnar. Vera Illugadóttir: Segir frá kalkúnuanáðun í Bandaríkjunum og kalkúninum Gerald.
11/27/202055 minutes
Episode Artwork

Frú Ragnheiður. Salthús. Jólasveinahjálparkokkar. Umhverfispistill

Elísabet Herdís Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastýra Frú Ragnheiðar: Elísabet var nýlega valin framúrskarandi ungur Íslendingar en hún hefur vakið athygli á aðstöðu fólks með fíknivanda og mikilvægi þess að bjóða upp á örugg neyslurými og skaðaminnkandi úrræði. Aníta Elefsen :Salthúsið í Síldarminjasafninu á Siglufirði á að baki langt ferðalag í tíma og rúmi en gengur nú í endurnýjun lífdaga í anda endurnýtingar og sjálfbærni. Hildur Oddsdóttir: Hildur heldur úti félagi sem hjálpar fátækum jólasveinum með skógjafir. Stefán Gíslason : Stefán hugar að þessu sinni að jólaneyslu og kaupum tengdum tilboðsdögum eins og svörtum föstudegi.
11/26/202055 minutes
Episode Artwork

Flugbjörgunarsveitin, kirkjan í covid og áhrif mannsins á þróun blóma

Hjalti Björnsson fráfarandi formaður Flugbjörgunarsveitarinnar: Flugbjörgunarsveitin er 70 ára, rætt um starfið og útivistina sem á hug Hjalta Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogskirkju: Kirkjan í covid og jólahátíðin framundan. Edda Olgudóttur með vísindaspjall um áhrif mannsins á þróun blóma
11/25/202055 minutes
Episode Artwork

Náttúrufræðingurinn, 20 mínútna bærinn og úrslit forsetakosninga í BNA

Álfheiður Ingadóttir líffræðingur og ritstjóri Náttúrufræðingsins Náttúrufræðingurinn er alþýðlegt fræðirit um náttúrufræði og fagnar 90 ára afmæli í ár. Rætt við Álfheiði um fræðilegan framgang fræðigreinarinnar, erindi náttúruvísinda við almenning og framtíð miðlunnar á þekkingu úr þeim ranni. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar: Rætt verður um skipulagshugmyndir um 20 mínútna bæinn og hvaða ávinningar fylgja þeim og hvernig loftslagsmál, landslag og lýðheilsa verða hluti af skipulagsákvörðunum. Friðrik Páll Jónsson með pistil um erlenf málefni: Michigan-ríki í Bandaríkjunum tilkynnti formleg úrslit forsetakosninganna í gær, og þar með virðist endi bundinn á tilraunir Trumps Bandaríkjaforseta til þess að snúa úrslitunum sér í hag. En hann hefur ekki enn viðurkennt sigur Bidens
11/24/202055 minutes
Episode Artwork

Göngufundir, grannaheimsókn og áhrif umhverfis.

Karl Guðmundsson forstöðumaður hjá Íslandsstofu: Karl og samstarfsfólk hans hefur tekið upp á því að taka göngufundi, þar sem þau hittast utandyra og ræða um vinnu, en líka allt hitt sem áður var rætt á vinnustaðnum þegar allir máttu vera þar saman. Karl ræddi líka hvernig málefni útflutnings og fjárfestinga erlendis standa á covid tímum. John Karel Birgisson, eigandi efnalaugarinnar Hraða við Ægissíðu. Síðustu mánudaga hefur Halla Harðardóttir heimsótt nágranna sína. Nú tekur hún hús á John, en hann hefur upplifað ýmisslegt frá því að hann tók við efnalauginni árið 2007. Halla ræðir við hann um hvernig sé að reka efnalaug á tímum þegar stór hluti fólks vinnur heima og enginn heldur veislur. Páll Líndal umhverfissálfræðingur: Páll flytur pistil um sálræn áhrif umhverfis og hvernig það mótar líðan okkar og upplifun.
11/23/202053 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Minkar og covid. Götulýsing og LED. Vera.

Vilhjálmur Svansson dýralæknir og veirufr. Keldum: Rætt um kórónaveiru og minka. Afhverju þurfum við að hafa áhyggjur af smitum í minkum og hvernig nákvæmlega smitast minkar af veirunni? Guðjón L Sigurðsson lýsingarhönnuður: 3400 nýir lampar með LED perum eru í uppsetningu á ljósastaurum í Breiðholti. Þetta á að auka ljósgæði. En er eitthvað til í því að blái liturinn í LED perum sé neikvæður fyrir heilsu dýra og manna? Vera Illugadóttir: Vera segir frá kappflugsdúfum og ævintýralegum greiðslum fyrir þær á uppboðum
11/20/202055 minutes
Episode Artwork

Iðnnám. Hamfarir. Umhverfisspjall.

Ragnhildur Berta Bolladóttir Menntamálastofnun: Rætt við hana um tilraunaverkefni sem miðar að því að laða fleiri að iðnnámi. Atli Viðar Thorarensen Rauða krossinum: Fjallað er um nýja skýrslu Rauða kross hreyfingarinnar um hamfarir og hörmungar í heiminum árið 2019 og hvaða lærdóm megi draga af þeim. Hafdís Hanna Ægisdóttir: í umhverfisspjalli er rætt um grænar lausnir í kjölfar Covid 19 faraldursins og hvaða breytinga megi vænta í loftslagsmálum þegar nýr forseti tekur við völdum í Bandaríkjunum.
11/19/202055 minutes
Episode Artwork

Handhafi nýsköpunarverðlauna, könnun á líðan barna og bóluefnisgerðir

Stefán Karlsson, rekstrarstjóri Controlant: Nýsköpunarverðlaun 2020 voru veitt í dag og handhafi er fyrirtækið Controlant, sem sérhæfir sig í upplýsingum í rauntíma á hitastigi í flutningum. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsókn og Greiningu og kennari við íþróttafræðideild HR: nýleg könnun á líðan barna á gagnfræðiskólaaldri, niðurstöður sýna meðal annars verri andlega heilsu og aukna notkun niktínpúða Edda Olgudóttir með vísindaspjall um bóluefni, mismunandi gerðir þeirra og virkni.
11/18/202055 minutes
Episode Artwork

Atvinnumál, lofræstikerfi og fátækt

Drífa Snædal forseti ASÍ: skýrsla OECD um samkeppnistakmarkanir og staða í atvinnumálum og horfur Hermann Þórðarson efnaverkfræðingur: loftræstikerfi og virkni þeirra Friðrik Páll Jónsson pistill um erlend málefni. Í dag fjallar hann um fátækt í heiminum sem hefur aukist síðustu misserin, einnig í ríku löndunum.
11/17/202055 minutes
Episode Artwork

Bókasafnsheimsókn, jólaverslun, grannagarður og umhverfi

Kristín Bergljótar og Arnþórsdóttir, menningarmiðlari á bókasafni Seltjarnarness: dagur íslenskrar tungu og útlán í covid Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Jólaverslun, biðraðir og frjáls opnunartími Magnea Guðlaugsdótt: kíkt í heimsókn til Magneu sem hefur ræktað garðinn sinn í 30 ár og gefur byrjendum góð ráð. Páll Líndal umhverfissálfræðingur: pistill um umhverfi, skipulag og áhrif þess á fólk.
11/16/202055 minutes
Episode Artwork

Textíl. Kveðskapur, Fuglar

Þorgerður Einarsdóttir prófessor HÍ: Nýverið var kynnt um 130 milljón króna styrk Evrópusambandsins til Háskóla Íslands, Textílmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Upphæðin á að styrkja við samevrópskt verkefni sem snýr að því að endurvekja gömul iðnaðarsvæði í Evrópu. Ragnar Ingi Aðalsteinsson : Rætt um kveðskap og nýtt tölublað Stuðlabergs sem Ragnar gefur út. Vera Illugadóttir: Enn er sagt frá framvindu í kosningunum á Nýja Sjálandi um fugl ársins.
11/13/202055 minutes
Episode Artwork

Samfélagsábyrgð. Fyrirmyndir: Verslunarhegðun

Gréta María Grétarsdóttir verkfræðingur: Rætt um samfélagsábyrgð í rekstri en Gréta hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Soffía Valdimarsdóttir aðjúnkt í starfs og námsráðgjöf við Háskóla Íslands : Rætt um fyrirmyndir og áhrif þeirra á fólk og samfélag. Stefán Gíslason: í umhverfisspjalli er horft til verlsunar á degi einhleypra sem var í gær og litið á nokkrar tölur.
11/12/202055 minutes
Episode Artwork

Skipdagsdagbók. Fangar. Sótthreinsun.

Árni Bjarnason form. Félags skipstjórnarmanna: Hvaða hlutverki gegna skipsdagbækur og hver er staðan með skipsdagbókina í Júlíusi Geirmundssyni sem útgerðin neitaði að afhenda? Steinunn Bergmann félagsráðgjafi: Hvernig kemur Covid 19 faraldurinn við fanga og aðstandendur fanga? Edda Olgudóttir: Í vísindaspjallinu þennan mánudag ræðir Edda um sótthreinsun. Hvað er það sem á sér stað annarsvegar við handþvott og svo við t.d. sprittun.?
11/11/202055 minutes
Episode Artwork

Loftlagsbókhald Íslands, fæðingarorlof og klofningur bandarísku þjóðar

Guðmundur Sigbergsson, framkv.stj. iCert: rætt um loftslagsbókhald Íslands og hvernig hægt er að gera kolefnisjöfnun marktæka. Inga María Hlíðar Thorsteinsson, varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands: félagið hefur gert athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi Friðrik Páll Jónsson: fallað um þá áskorun verðandi Bandaríkjaforseta að sameina þjóðina og hvað það er sem klýfur hana.
11/10/202055 minutes
Episode Artwork

Skák, hundar og áhrif umhverfis

Gunnar Björnsson, forseti skáksambands Íslands: Queens gambit þættirnir á Netflix og staða skákíþróttarinnar fyrr og nú. Herdís Hallmarsdóttir, formaður stjórnar hundræktarfélags Íslands: Mikil ásókn er í hunda sem gæludýr eftir að covid kom til. Herdís segir hunda yndislegan og gefandi félagsskap en það þurfi langan og mikinn undirbúning og sjálfskoðun áður en rokið er til og fengið sér slíkt dýr. Páll Líndal umhverfissálfræðingur flytur pistil um áhrif umhverfis, byggðar og skipulags á vitund okkar og skynfæri, meðal annars afhverju sumar götur og svæði höfða meira til fólks en önnur.
11/9/202055 minutes
Episode Artwork

Fuglar. Orkidea. Bæjarstjórakosning

Ólafur Karl Nielssen, fuglafræðingur og formaður Fuglaverndar: Rætt um smáfuglana í borginni, og um rjúpuna. Veiðistofn rjúpu er nú einn sá minnsti síðan mælingar hófust árið 1995, og hefur fuglavernd bent neytendum á að kannski sé komin tími á að gefa jólarjúpunni jólafrí í ár. Sveinn Aðalsteinsson framkv.stjóri Orkideu: Orkidea er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi og snýst um uppbyggingu orkutengdra tækifæra framtíðarinnar á Suðurlandi, til dæmis við matvælaframleiðslu og líftækni og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Vera Illugadóttir: Vera segir frá einni þeirra fjölmörgu kosninga sem fram fóru í Bandaríkjunum. Þetta er kosning bæjarstjóra í í smábæ og er sá franskættaður bolabítur. Hundar sitja alltaf í þessum stól í í Rabbit Hash.
11/6/202055 minutes
Episode Artwork

Jöklar. Hákarlar. Umhverfi.

Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir jöklafræðingur: Farið er yfir helstu breytingar á jöklum á 20. öld og hvað líkön segja um framvinduna, annarsvegar við 2ja gráðu hlýnun og svo við 4 gráðu hlýnun. Klara Jakobsdóttir sérfræðingur Hafró: Hákarlar verða ansi gamlir, Klara fjallar um hákarlategundir , aldur og lífshætti. Emelía Borgþórsdóttir: Í umhverfisspjalli dagsins er fjallað um jákvæð áhrif þess að lífa í grænu nærumhverfi.
11/5/202055 minutes
Episode Artwork

Verslunarfólk á covidtímum, blóðhundar og aðrir leitarhundar og príon

Samfélagið heimsótti verslun Krónunnar á Granda og ræddi við starfsfólk um hvernig gangi með að minna viðskiptavini á grímuskyldu og hvernig álagið sem fylgi covid lýsi sér. Rætt við Geir Magnússon verslunarstjóra, Baldur Benjamínsson starfsmann og tvo viðskiptavini verslunarinnar. Þórir Sigurhansson hundaþjálfari: Þórir þjálfar blóðhunda, sporhunda og aðra leitarhunda og hefur mikla reynslu og hefur upplifað margt í samstarfi við þessa ferfættu vini mannsins. Edda Olgudóttir mætti í vísindaspjall og fjallaði um Príon (e. proteinacious infectuous particles), einnig nefnd prótínsýklar, sem eru sérstök prótín sem finnast í eðlilegum frumum en geta í vissum tilfellum valdið sjúkdómum, eins og riðu.
11/4/202055 minutes
Episode Artwork

Veðurviðvaranakerfi Veðurstofu Íslands, covid og framhaldsskólinn, for

Elín Björk Jónsdóttir veðurfræðingur: Veðurviðvaranakerfi Veðurstofunnar, litakerfið svokallaða, er þriggja ára um þessar mundir. Rætt við Elínu um kerfið, hvernig því hefur verið tekið og hvernig það hefur virkað og mögulegar viðbætur. Kristjana Stella Blöndal dósent við HÍ: rannsókn um áhrif covid á framhaldsskólanemendur og nám þeirra. Friðrik Páll Jónsson flytur pistil um erlend málefni og beinir sjónum að Bandaríkjunum og forsetakosningunum.
11/3/202055 minutes
Episode Artwork

Áhrif fæðingarorlofs á fjölskyldu og atvinnu, útfararstjóri heimsóttur

Ásdís A. Arnalds og Guðný Björk Eydal prófessor í félagsráðgjöf: Hvaða áhrif hafa lög um fæðingar- og foreldraorlof haft á foreldra, fjölskylduna og atvinnuþáttöku? Ásdísi A. Arnalds sem ver brátt doktorsritgerð sína um þetta efni, leibeinandi hennar er Guðný Björk Eydal prófessor. Rýnt var í kannanir sem hafa verið gerðar og rannsókn Ásdísar tekur saman. Magnús Sævar Magnússon hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna heimsóttur og rætt við hann um lífið og dauðan. Páll Líndal doktor í umhverfissálfræði flytur pistil um mikilvægi þess að ríkari áhersla sé lögð á samspil fólks og umhverfis og að sálfræðileg sjónarmið fái sitt rými í hönnunar- og skipulagsferlum.
11/2/202055 minutes
Episode Artwork

Samskipti á tímum Covid 19. Yemen. Vera.

Sigrún Ólafsdóttir prófessor HÍ: Ein málstofa á Þjóðarspegli í HÍ 2020 fjallaði um rannsóknir á hegðun fólks og samskipum á tímum COVID 19. Sigrún segir frá rannsókn á því hvort og hvernig samskiptin hafa breyst,. Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri Unicef: Rætt um ástandið í Jemen. Ný greining alþjóðlegra hjálparstofnana sýnir að almenningur þar í landi er að upplifa mestu mannúðarkrísu veraldar í dag. Vera Illugadóttir: Í dag koma við sögu rottuhvelfing í New York og árleg fuglakosning í Nýja Sjálandi.
10/30/202055 minutes
Episode Artwork

Hafstraumar. Fjölmiðlar. Umhverfispistill

Steingrímur Jónsson haffræðingur: Fjallað um öflugan hafstraum sem nýlega var uppgötvaður við landgrunnsbrúnina norður af Íslandi og almennt um hafstrauma og AMOC færibandið Birgir Guðmundsson dósent við Háskólann á Akureyri : Rætt er um viðbrögð við aðgangshörku og gagnrýnum spurningum fjölmiðla. Stefán Gíslason : Í umhverfispistli dagsins fjallar Stefán um rannsókn á því hvort náttúrulegt umhverfi í leiksvæðum barna hafi jákvæð áhrif á ónæmiskerfi þeirra.
10/29/202055 minutes
Episode Artwork

Plastendurvinnsla. Staða kvenna. Vísindaspjall.

Sigurður Halldórsson ,Purenorth recycling: Nýleg úttekt Stundarinnar sýnir að tölur um endurvinnslu plasts frá Íslandi eru alrangar og magnið mun minna í raun. Til staðar er kerfislægur vandi þar sem tölur eru ekki uppfærðar. Ekki er heldur neinn hvati til innlendrar endurvinnslu heldur eingöngu til útflutnings á plastinu. Purenorth recycling er eina fyrirtækið hérlendis sem endurvinnur plast að fullu. Rætt er við Sigurð um hvata, úrvinnslugjöld og fleira. Stella Samúelsdóttir, UN women: Í ár eru 25 ár frá Pekingsáttmálanum þar sem samþykkt var aðgerðaráætlun til að bæta stöðu kvenna í heiminum. En mörgum þykir lítið hafa áunnist. Edda Olgudóttir: Vísindaspjall um serotonin og heilann.
10/28/202055 minutes
Episode Artwork

Riða. Umferðarmengun. Friðrik Páll

Jón Kolbeinn Jónsson hérðasdýralæknir:Riðuveiki hefur verið staðfest í Skagafirði,Jón lýsir því starfi sem fylgir því að upp kemur grunur um riðusmit og samskiptum við bændur. Sólveig Halldórsdóttir Umhverfisstofnun: Sólveig rannsakaði í meistaraverkefni samband milli skammtímahækkunnar á umferðarmengun og bráðakoma á spítalana vegna hjartasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma og heilablóðfalla. Friðrik Páll Jónsson: Frakkar fylltust óhugnaði og reiði, þegar íslamskur öfgamaður myrti Samuel Paty, kennara, fyrir að hafa sýnt nemendum skopmyndir af spámanninum Múhammeð í kennslustund um tjáningarfrelsi.
10/27/202055 minutes
Episode Artwork

Vinnumenning til sjós, geitur og skordýr að vetri

Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins: vinnumenning til sjós, málefni skipverja í Júlíusi Geirmundssyni og úrvinnsla þess máls. Anna María Flygering, bóndi og formaður Geitfjárræktarfélags Íslands: Anna María segir frá áhuga sínum á íslensku geitinni sem enn er í útrýmingarhættu, fordómum gagnvart geitinni og þeim áskorunum sem blasa við geitfjárbændum. Erling Ólafsson: Vetrardvali skordýra - hvar eru smádýrin í kuldanum?
10/26/202055 minutes
Episode Artwork

Rekjanleiki fisks. Fiskilykt. Vera

Valur Norðri Gunnlaugsson Matis: Fjallað um rekjanleika fisks, frá veiðum til neytanda en það ferðalag getur verið býsna flókið. Fiskur er ekki merktur þannig í dag að neytandi geti séð hvert ferlið var. Rósa Gísladóttir, Ísl.erfðagreiningu: Ný rannsókn íslenskrar erfðagreiningar á lyktarskyni staðfestir að sumir finna ekki sterka fiskilykt og að það eru erfðir sem stjórna því. Vera Illugadóttir: Sagt frá þunglyndum fiski í sædýrasafni og sigurvegara mörgæsakosninganna í Nýja-Sjálandi.
10/23/202055 minutes
Episode Artwork

Geðheilsan og Covid. Ungmennin og Covid. Umhverfispistill

Unnur Anna Valdimarsóttir prófessor HÍ: Rannsóknarhópur undir forystu Unnar Önnu Valdimarsdóttur, prófessors í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, hefur hlotið stóran styrk til rannsóknar sem tengist áhrifum kórónuveirufaraldursins á geðheilsu í fjórum norrænu ríkjanna og Eistlandi. Margrét Lilja Guðmundsdóttir kennari HR og Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri hjá Heimili og skóla: Rætt um stöðu ungmenna á tímum covid, þar sem félagslíf, tómstundir og skóli hefur hætt eða dregist verulega saman, rætt verður um afleiðingar þessa fyrir aldurshópin og möguleg viðbrögð og viðspyrnu. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Umhverfispistill um loftslagsmál.
10/22/202055 minutes
Episode Artwork

Iðnaðarmenn. Refir. Forsetakosningar

Elmar Hallgríms Hallgrímsson framkv.stjóri Samiðnar: Rætt um það um hvort framkvæmdir og eftirspurn eftir iðnaðarmönnum hafi aukist mjög á tímum covid. Ester Rut Unnsteinsdóttir Náttúrufræðistofnun Íslands: Náttúrufræðistofnun Íslands hóf skráningu og kortlagningu refagrenja árið 2016 og birtir nú í ársskýrslu Íslandskort sem sýnir útbreiðsluna. Friðrik Páll: Joe Biden verður 78 ára þegar hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna 30. janúar, ef hann vinnur sigur í forsetakosningunum. Hann hefur gefið í skyn að hann ætli aðeins að gegna embættinu í eitt kjörtímabil, fjögur ár. - Kamala Harris, varaforsetaefni hans, gæti boðið sig fram til forseta eftir fjögur ár.
10/20/202055 minutes
Episode Artwork

Norðurslóðir og ungt fólk, endurskilgreining á ofurkonunni og munur á

Í Samfélaginu í dag verður hugað að málefnum ungs fólks á Akureyri og í Eyjafjarðasveit, en á morgun hefst röð viðburða í Norræna húsinu þar sem varpað verður ljósi á áskoranir og framtíðarsýn ungs fólks á Norðurslóðum. Rætt verður við Ölfu Aradóttur, deildarstjóra forvarna og frístunda hjá Akureyrarbæ í þættinum. Ingveldur María Hjartardóttir samfélagsmiðlastjóri UAK og Kristín Rós Sigurðardóttir frá Hugrúnu Geðfræðslufyrirtæki: Rætt við ungar athafnakonur um hugtakið ofurkonuna, endurskilgreiningu þess og endurheimt. Tótla I Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78: muninn á því að vera trans, stunda klæðskipti eða vera í dragi.
10/19/202055 minutes
Episode Artwork

Málþroski. Snerting. Vera

Tinna Sigurðardóttir talmeinafræðingur: Í dag er alþjóðlegur dagur málþroskaröskuna. Talið er að á bilinu 7-10% barna séu með málþroskaröskun. Tinna ræðir greiningar og og meðferð. Árni Kristjánsson prófessor HÍ: Snerting er mmikilvæg bæði möffum og dýrum. Árni fjallar um þetta og rannsóknir á snertingu og mikilvægi hennar. Vera Illugadóttir: Fuglinn skjór og árásargirni hans er viðfangsefni Veru að þessu sinni.
10/16/202055 minutes
Episode Artwork

Ofbeldi barna og ungmenna, Terra fær umhverfisverðlaun og nanóagnir í

Guðrun Ágústa Ágústsdóttir fjölskyldufræðingur í Foreldrahúsi: ofbeldi barna og ungmenna gagnvart jafnöldrum sem dreyft er á samfélagsmiðlum, áhrif, orsakir og afleiðingar Jónína Guðný Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Terru: Umhverfisverðlaun atvinnulífsins fóru til Terra, spjallað um fyrirtæki og markmið þess. Stefán Gíslason með umhverfispistil um nanóagnir sem falla til í umferðinni
10/15/202055 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Smálánastarfsemin. Bóluefni. Vísindaspjall

Breki Karlsson form.Neytendasamtakanna: Smálánafyrirtækin halda áfram starfsemi sinni og nú skuldfæra þau meintar skuldir beint af reikningum skuldunauta. Nú hafa þau hafa stefnt Neytendasamtökunum og formanni þess. Már Kristjánsson yfirlæknir: Kapphlaupið um bóluefnið við covid 19 veirunni, hvaða lyf, lækningaaðferðir og bóluefni þykja líkleg til að ná í mark. Edda Olgudóttir: í vísindaspjalli segir Edda frá rannsókn þar sem ensím brjóta niður plast.
10/14/202055 minutes
Episode Artwork

Mannanafnalög, framtíð verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar og viðbrögð í Evr

Eiríkur Rögnvaldsson Prófessor emiritus í íslenskri málfræði: mannanafnanefnd og lög, fyrirhugaðar eru gagngerar breytingar samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra. Kjartan Due Nielsen, verkefnastjóri: Um fyrirhugaða lokun Nýsköpunarmiðstöðvar og framtíð mála sem þar voru í gangi. Friðrik Páll Jónsson með pistil um erlend málefni: viðbrögð ríkisstjórna í Evrópu, sérstaklega Frakklandi, við seinni bylgjum kórónaveirufaraldursins.
10/13/202055 minutes
Episode Artwork

Ákall um verndun hvala, menningarverðmæti í hættu og rándýr eftirlikin

Edda Elísabet Magnúsdóttir, líffræðingur og sérfræðing í vistkerfi sjávar: Ákall 350 vísindamanna frá 40 löndum til stjórnmálamanna, vísindamanna og almennings um verndun hvala. Guðmundur Hálfdánarson prófessor við HÍ: varðveisluaðstaða í söfnun landsins sem er víða afar bágborin. Þá var sagt frá eftirlíkingu af uppstoppuðum Geirfugli, sem seldist nýlega á uppsprengdu verði á uppboði, og rifjað upp af því tilefni viðtal við Gísla Pálsson mannfræðing en hann lauk nýverið við bók um Geirfuglinn og samband okkar mannanna við hann.
10/12/202055 minutes
Episode Artwork

Öræfameðferðin. Ræktunarstöðin. Skógarbirnir

Björn Vilhjálmsson kennari: Björn var í Hálendishópnum sem á árunum 1989 til 2008 hélt úti meðferðarúrræðinu Öræfameðferð fyrir unglinga í sálfélagslegum vanda. Nú er að koma út bók eftir hann um verkefnið. Auður Jónsdóttir ræktunarstöð Reykjavíkur í Fossvogsdal: Auður segir frá starfseminni, lífríkinu og fegurðinni í Fossvogsdalnum.+ Vera Illugadóttir: Hér segir frá úrslitum í skógarbjarnakeppninni vestan hafs og Samfélagið hefur fylgst náið með.
10/9/202055 minutes
Episode Artwork

Svefn og einkunnir. Stafræn markaðssetning. Umhverfispistill

Rúna Sif Stefánsdóttir doktosrnemi HÍ: Hluti af doktorsverkefni hennar var arannsókn á tengslum svefns við einkunnir á samræmdum prófum meðal 15 ára reykvískra ungmenna. Marktækar niðurstöður fengust úr rannsókninni. Þór Matthíasson þróunarstjóri hjá Svartagaldri: Rætt um markaðssetningu á netinu og hvers vegna auglýsingar þar vita alltaf nákvæmlega hvað það er sem maður er að leita að. Emilía Borgþórsdóttir: Umhverfisspjall um áhrif Covid 19 á umhverfið.
10/8/202055 minutes
Episode Artwork

Ástralía og kórónuveiran, ernir og fleiri fuglar, málfar og efnafræðin

Páll Þórðarson efnafræðingur og prófessor við háskólann í Sidney Ástralíu: Staðan á kórónaveirunni í Ástralíu og þróun og framleiðsla bóluefnis Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Náttúrufræðistofnun Íslands: Haförnin og fleiri fuglar á Íslandi - hvernig koma þeir undan sumri? Málfarsmínúta Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur um Nóbelsverðlaunin í efnafræði
10/7/202059 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Nýsköpunarkeppnir, Íslendingar á Spáni og mannréttindabrot í Kína

Íris Cristersdóttir fjármálaráðuneyti og Hildur Sif Arnarsdóttir nýsköpunarmiðstöð: Fjallað um nýsköpunarkeppnir og hverju þær skila Bjarni Sigurðsson, framkvæmdastjóri Spánarheimila: hátt í þrjúhundruð Íslendingar fóru í leiguflugi á vegum Spánarheimila til Spánar á dögunum, flest fasteignaeigendur á svæðinu. Rætt við Bjarna um stöðu mála á Spáni. Friðrik Páll Jónsson með pistil um erlend málefni: Á Vesturlöndum eru kínversk stjórnvöld gagnrýnd harðlega fyrir gróf mannréttindabrot gagnvart vígúrum, múslimum í Xinjiang héraði í Vestur-Kína. Gagnrýnin hefur færst í aukana að undanförnu, en kínversk stjórnvöld vísa henni á bug.
10/6/202055 minutes
Episode Artwork

Áhrif styttingar námstíma, haustlitir og grímur

María Jónasdóttir, doktorsnemi á menntavísindasviði við HÍ og Guðrún Ragnarsdóttir, lektor á menntavísindasviði hafa gert rannsókn á viðhorfi kennara inna háskóla Íslands á áhrifum styttingu námstíma í framhaldsskólum, en nú eru liðin 6 ár frá því að breytingin gekk í gegn og námstími varð 3 ár í stað fjögurra. Fyrsti árgangurinn sem fór allur í gegnum þriggja ára kerfið útskrifaðist í fyrra, vorið 2019. Kesara Anamthawat -Jónsson, prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við HÍ: Haustlitir - hvernig verða þeir til? Ása Steinunn Atladóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti Landlæknis: Grímuskyldan, reglur og notkun.
10/5/202056 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Matvendni. Fæðingarhjálp. Feitasti skógarbjörninn

Ásgeir Valur Flosason og Sigurjón Hendriksson hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins: Stundum þurfa slökkviliðsmenn að aðstoða við fæðingar og þeir félagar segja hér frá nýlegri fæðingu í Skógarhlíðinni. Sigrún Þorsteinsdóttir doktorsnemi HÍ og Helga Guðný Þorsteinsdóttir meistaranemi: Sagt er frá rannsókninni Bragðlaukaþjálfun og rannsókn á því hvort finna megi samhengi milli matvendni barna og foreldra þeirrra. Vera Illugadóttir: Hér segir frá kosningu vestanhafs í "Fat bear week".
10/2/202055 minutes
Episode Artwork

Vöktun náttúruverndarsvæða. Umhverfisspjall

Rannveig Anna Guicharnaud jarðvegsfr. NÍ: Meginmarkmið verkefnisins er að setja á laggirnar heildstæða vöktunaráætlun á landsvísu til vöktunar náttúruminja á náttúruverndarsvæðum og öðrum svæðum sem eru undir álagi vegna ágangs ferðamanna. Vöktunaráætlunin er samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands, náttúrustofa á landinu og fleiri stofnanna. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Í umhverfispjalli segir Hafdís frá kvikmynd Davids Attenborough, A life on our planet.
10/1/202055 minutes
Episode Artwork

Plastnotkun framleiðanda, einstæðingar, málfar og bólusetningar

Sunna Gunnars Marteinsdóttir frá MS og Kristín Linda Sveinsdóttir frá sölufélagi Garðyrkjubænda: Áskoranir sem framleiðendur og seljendur standa frammi fyrir til að minnka plastnotkun og auka endurvinnslu á því. Kristína Erna Hallgrímsdóttir verkefnastjóri félagsverkefna hjá Rauða Krossinum: Einstæðingar, bakgrunnur, afleiðingar og aðstæður. Málfarsmínúta Óskar Reykadalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins: Bólusetningar gegn inflúensu og hvernig það tengist kórónufaraldrinum.
9/30/202055 minutes
Episode Artwork

Börn skrifa skýrslu til SÞ, álitamál í sögukennslu og dreifing bóluefn

Þorsteinn Helgason, prófessor emiritus: Kennslubækur í sögu hafa oft vakið deilur. Rætt verður um það í Samfélaginu og sagt frá nýútkomnu riti um álitamál og deilur um sögukennslu í 57 löndum um allan heim, þ.á m. á Íslandi. Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Eiður Welding: Skýrsla sem börn frá ungmennaráðum um landa allt unnu um málefni sem á þeim brenna hefur verið kynnt fyrir Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn sem börn senda eigin skýrslu en í henni er farið yfir stöðu mannréttinda barna á Íslandi og hvernig Íslandi gengur að uppfylla barnasáttmálann. Það kennir ýmissa grasa þegar kemur að málefnum sem börnin vildu skerpa á - sjónarhorn þeirra er eðli málsins samkvæmt annað, því þau upplifa sjálf og á eigin skinni hvar kreppir að - rætt var við Kristbjörgu og Eið, tvö ungmennu æyr ungmennaráði sem komu að gerð skýrslunnar. Friðrik Páll Jónsson með erlendan pistil um dreifingu bóluefnis við Covid 19 veirunni en hætt er við að fátæk lönd verði síðust í röðinni.
9/29/202055 minutes
Episode Artwork

Borgríkið Reykjavík, saga þýsks verkafólks á Íslandi og örveruflóran o

Rætt við Magnús Skjöld dósent við háskólann á Bifröst um nýja bók hans, Borgríkið sem fjallar um Reykjavík sem framtíð þjóðar en í bókinni tekst Magnús á við ýmsar spurningar eins og Hverskonar borg er Reykjavík? Hvaða áhrif hefur hún haft á sögu og sjálfsmynd þeirra þjóðar sem byggir þetta land? Hver gæti framtíð hennar orðið? Eftir seinni heimstyrjöld komu hingað til lands hópar þýsks verkafólks, mestmegnis konur, í leit að atvinnutækifærum og mögulega betra lífi. Þetta fólk kom hingað að frumkvæði Íslendinga í leit að ódýru vinnuafli, enda skortur á fólki sérstaklega í sveitum landsins. Nína Rós Ísberg, skrifaði doktorsritgerð sína í mannfræði um þetta efni við Lundúnaháskóla, og hún ræddi málið í Samfélaginu Edda Olgudóttir með vísindaspjall og fjallar þar um áhrif örveruflórunnar á þroskun taugakerfisins í músaungum
9/28/202055 minutes
Episode Artwork

Ástuhús. Losunarbókhald. Vera

Kristín I. Pálsdóttir, Rótinni: Nýverið veitti heilbrigðisráðuneytið Rótinni, félagi áhugakvenna um konur, áföll og vímugjafa, 10 milljóna króna styrk til uppbyggingar Ástuhúss, en húsið er hugsað sem ný tegund af meðferðarúrræði fyrir konur. Sigríður Rós Einarsdóttir, Umhverfisstofnun: Farið yfir bráðabirgðatölur frá Umhverfisstofnun um losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum en þar má sjá örlítinn samdrátt í losun frá vegasamgöngum. Vera Illugadóttir: Framhaldsumfjöllun um Ig Nobelverðlaunin.
9/25/202055 minutes
Episode Artwork

Kvosin, hjólauppboð, umhverfismál og býflugur

Edda Ívarsdóttir og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir: tillaga um Kvosina Reynir Þór Guðmundsson, framkv.stj. Vöku: Hjólauppboð fyrir lögreglunnar. Stefán Gíslason í umhverfisspjalli Anna Guðmundsdóttir í Reykhúsum, býflugnabóndi: endunýting óvenjulegra hluta í býflugnarækt og undirbúningur fyrir veturinn
9/24/202055 minutes
Episode Artwork

Samvinna í sveitarstjórnum, hinsegin tónlistarfólk og plastlausa fjöls

Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur: Samvinna á sveitarstjórnarstigi, áhrif, kostir, gallar og fræði. Bæjarstórnin á Akureyri ákvað í gær að vera með engan meirihltua eða minnihluta heldur að allir bæjarfulltrúar starfi saman út kjörtímabilið. Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari : Á hinsegin nótum“ er yfirskrift tónleika þar sem koma saman fjórir íslenskir tónlistarmenn og flytja þeir verk höfunda sem eiga það sameiginlegt að vera hinsegin. Eyrún Pétursdóttir og Snæbjörn Helgi Emilsson: plastlaus september. Samfélagið fylgist með fjölskyldu takast á við áskoranir í plastlausum september. Þetta er fjórða og síðast heimsókn Eyrúnar og Snæbjörns.
9/23/202055 minutes
Episode Artwork

Covid og heimilin. Framhaldsfræðslan. Friðrik Páll

Andrea Hjálmsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir fræðikonur: Þær segja frá niðurstöðum rannsóknar um líðan fjölskyldunnar á tímum kórónaveirunnar. Vigdís Þyrí Ásmundsdóttir framkvstj.v Framvegis, miðstöð símenntunar: Framhaldsfræðsla fyrir þá sem einungis hafa grunnnám að baki var lögfest 2010 en þrátt fyrir mikla eftirspurn hjá símenntunarmiðstöðvum fæst ekki það fjármagn sem til þarf. Friðrik Páll: Hvað gæti gerst í Bandaríkjunum, ef úrslit forsetakosninganna verða ekki ljós að kvöldi kjördags, og hugsanlega ekki næstu daga eða vikur á eftir?
9/22/202055 minutes
Episode Artwork

Arfleið Ginsburg í lögfræði, uppgræðsla með ull og ný meðferð við syku

María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur: arfleið bandaríska hæstaréttardómarans nýlátna Ruth Bader Ginsburgh innan lögfræðinngar Hulda Brynjólfsdóttir sauðfjárbóndi að Lækjartúni: Hulda kom á tilraunaverkefni en um að græða landið með ull, í samstarfi við Landgræðsluna og Hekluskóga. Og í lok þáttar mætti Edda Olgudóttir í vísindaspjall og fjallaði um meðferð við sykursýki sem hefur núna sýnt sig að getur virkað vel fyrir börn.
9/21/202055 minutes
Episode Artwork

Lýðræði. Kórstarf. Ig-Nobel

Sævar Finnbogasons, doktorsnemi í heimspeki: Erindi af hugvísindaþingi um lýðræðið á tímum samfélagsmiðla og algríma. Kári friðriksson stjórnandi Gerðubergskórs eldriborgara og fleiri: Rætt um kórstarfið og gildi þess að syngja í kór. Vera Illugadóttir: Sjóðheitar fréttir af veitingu Ig-Nobelverðlaunanna
9/18/202055 minutes
Episode Artwork

Fólk vill ferðast öðruvísi, mat á umhverfisáhrifum og umhverfispistill

Birgir Þór Baldursson viðskiptatengill hjá Maskínu: Vilji til breyttra ferðavenja. Ný rannsókn sýnir að fólk ferðast til og frá vinnu á annan hátt en það langar til. Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir lagaprófessor og sérfræðingur í umhverfis- og auðlindarétti: kvörtun Landverndar til til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna ófullnægjandi innleiðingar á EES tilskipun um lög um mat á umhverfisáhrifum . Stefán Gíslason með umhverfispistil um lyf og umhverfi.
9/17/202051 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Erlendar konur. Hornstrandir. Plast í lágmarki

Nicole Leigh Misty formaður samtaka kvenna af erlendum uppruna : Staða erlendra kvenna á Íslandi Rúnar Karlsson, Borea Adventures: Ferðaskrifstofan Borea Adventures er tilnefnd til umhverfisverðlauna norðurlandaráðs og þykir með starfsemi sinni hafa sýnt að verndun líffræðilegrar fjölbreytni og sjálfbær ferðamennska geta farið saman. Eyrún Pétursdóttir og Snæbjörn Helgi Emilsson: Vikuleg skýrsla frá fjölskyldunni sem spreytir sig á plastlausum september.
9/16/202055 minutes
Episode Artwork

Engir ferðamenn, norðurslóðir og Belarús

Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar: staða og horfur þegar það eru engir ferðamenn Sóley M Rafnsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur: Kína og Japan hafa sýnt málefnum norðurslóða vaxandi áhuga á liðnum árum. En er munur á stefnu þessara ríkja og hvernig fara saman orð og gjörðir ? Friðrik Páll Jónsson með pistil um erlend málefni um Hvíta Rússlandi, Belarús, og tengslin við Rússland.
9/15/202055 minutes
Episode Artwork

Samgöngur og hreyfihamlaðir, dagþjónusta fyrir aldraða heimsótt og tæk

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar: samgöngumál og hreyfihamlaðir Þorrasel, dagþjónusta fyrir aldraða heimsótt. Rætt við Ingibjörgu Aðalsteinsdóttur, sem stundar félagslífið þar, Ásu Kolbrúnu Hauksdóttur, hjúkrunarfræðing og forstöðukonu, Ásdísi Ármannsdóttur iðjuþjálfa og hundinn Kringlu. Edda Olgudóttir, vísindaspjall um PCR skimun og tæknina þar að baki.
9/14/202055 minutes
Episode Artwork

Félagsfærni. Skólamál. Birkifræ

Hervör Alma Árnadóttir dósent í félagsráðgjöf: Nýverið bárust fréttir af því að íslensk börn upplifi sig einangruð og að þau eigi erfitt með að eignast vini. Hervör telurað jöfnuður, frjáls leikur og góðar fyrirmyndir skipti sköpun þegar kemur að félagsfærni barna. Hermnundur Sigmundsson prófessor í sálfæði: Rætt er um nýjustu rannsóknir á tengslum heila og náms og þá þætti sem mikilvægir eru til að auka þekkingu og færni. Og þar koma við sögu mismunur kynjanna, mikilvægi kennarans og fleira. Guðmundur Halldórsson sérfræðingur hjá Landgræðslunni: Landgræðslan og Skógræktin standa fyrir söfnunarátaki á birkifræjum.
9/11/202055 minutes
Episode Artwork

Plastlaus búð. Brottkast.Umhverfisspjall

Sigurður Magnússon og Guðbjörg Lára Sigurðardóttir: Þau reka verslunina Nándin í Hafnarfirði þar sem plastleysi ræður ríkjum. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu: Brottkast í fiskveiðum við Ísland tíðkast enn og er töluvert samkvæmt nýjustu mælingum fyrir árin 2016-2018. Rætt við Áslaugu um ástæður, umfang og eftirlit. Emilía Borgþórsdóttir: Umhverfisspjall.
9/10/202055 minutes
Episode Artwork

Kvef og heilsugæsla. Handrit og konur. Plast og fjölskyldan.

Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðb.svæðisins: Rætt við Óskar um seinni bylgu kórónaveirunnar, kvefið sem hefru fengið meiri athygli en áður í ljósi covid. Einnig er rætt um þróun í leghálsskimunum. Arnheiður Steinþórsdóttir MA nemi í sagnfræði: Arnheiður hefur verið að vinna að skráningu á handritum kvenna hér í handritasafni Landsbókasafns í sumar á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Verkefninu er ætlað að gera þátt kvenna í handritamenningu síðari alda sýnilegri. Snæbjörn Helgi Emilsson og Eyrún Péturdóttir: Vikulegt samtal við fjölskylduna sem reynir að lifa plastlausan september.
9/9/202055 minutes
Episode Artwork

Hleðslurannsókn. Paradís og Skjaldborg. Svefnvandamál.

Kjartan Rolf Árnason, RARIK: Samorka ásamt fleirum gerði rannsókn á fyrirkomulagi hleðslu rafbíla hér á landi, fyrirkomulagi og hleðsluhegðun rafbílaeigenda. Áslaug Torfadóttir, Bíó Paradís og Karna Sigurðardóttir, Skjaldborg: Áæatlað er að opna Bíó Paradís um miðjan sept. Og í ár verður Skjaldborg-hátíð íslenskra heimildakvikmynda sem venjulega er haldin á Patreksfirði, opnunarhátíð Bíó Paradísar. Friðrik Páll: Svefnvandamálum hefur fjölgað í kórónaveikifaraldrinum. Þeim fjölgar sem sofa ekki vel, of lítið eða alls ekki neitt. Fólk óttast kórónaveikina, hefur áhyggjur af vinnunni, af fjölskyldu sinni og fjármálastöðu. Daglegt líf er ekki í föstum skorðum, eins og var, og margir þjást af kvíða.
9/8/202055 minutes
Episode Artwork

Gull, japönsk minningarhátíð og vísindaspjall

Gylfi Magnússon prófessor í hagfræði: Gull, sala og kaup Gunnella Þorgeirsdóttir doktor í japanskri Þjóðfræði: Japan og heiðrun minninar látinna forfeðra Vísindaspjall með Eddu Olgudóttir
9/7/202055 minutes
Episode Artwork

Sláturhús. Smáframleiðendur. Mörgæsir

Steinþór Skúlason fosrstjóri SS: Sláturhúsin hafa verið í viðbragðsstöðu síðan Covid 19 farsóttin hófst en þau stóla að langmestu leiti á erlent farandverkafólk í sláturtíðinni. Flestir koma frá Nýja Sjálandi en þetta árið kemur enginn þaðan til að vinna hjá SS. Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla: Ddný ræðir markmið og tilgang samtakanna og vaxandi eftirspurn eftir vörum smáframleiðenda matvæla. Vera Illugadóttir: Þægar og óþekkar smámörgæsir í Nýja-Sjálandi eru viðfangsefni Veru að þessu sinni.
9/4/202058 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Norrænar matjurtir. Fornleifar. Tækninýjungar

Fanney Karlsdóttir verkefnastjóri Norræna Húsinu: Sent út frá gróðurhúsi við Norræna húsið þar sem upp vaxa plöntur af fræjum úr sameiginlegum genabanka Norðurlanda. Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur: Rætt um fornleifauppgröft við Stjórnarráðið og víðar í miðborginni og hvernig samfélag landnámsmanna byggðist upp þar. Stefán Gíslason: Í umhverfisspjalli er fjallað um tækninýjungar í í rafhlöðum og fleira.
9/3/202055 minutes
Episode Artwork

Vísindaráð, kolefnisreiknirinn og plastlaus september

Ragnhildur Helgadóttir formaður vísindaráðs: vísinda- og tæknistefna vísindaráðs, fjármögnun og markmið Sigurður Loftur Thorlacius umhverfisverkfræðingur hjá Eflu og Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri OR: kolefnisreiknirinn Eyrún Pétursdóttir og Snæbjörn Helgi Emilsson eru hjón með þrjú börn sem taka þátt í plastlausum september og leyfa hlustendum að fylgjast með.
9/2/202055 minutes
Episode Artwork

Ofbeldi, ungt umhverfisfréttafólk og offita í Mexíkó

Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarsérfræðingur í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu: ofbeldi, hópslagsmál, unglingar og rafstuðtæki. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Ungs umhverfisfréttafólks hjá Landvernd, Axel Bjarkar Sigurjónsson, Hálfdán Helgi Matthíahsson og Sölvi Bjartur Ingólfsson, heimildargerðar og umhverfisfréttamenn: Keppni hjá Landvernd fyrir ungt fólk að miðla upplýsingum til almennings um umhverfismál og heimildarmyndin Mengun með miðlum sem bar situr úr býtum í keppninni í ár. Friðrik Páll Jónsson með pistil um erlend málefni: Offita í Mexíkó og kórónaveiran.
9/1/202055 minutes
Episode Artwork

Hringrásarhagkerfið. Sjávarakademían. Vísindaspjall

Freyr Eyjólfsson, Terra: Innleiðing hringrásarhagkerfisins í Ástralíu. Sara Björk Guðmundsdóttir verkefnisstjóri Húsi sjávarklasans: Sjávarklasinn í samvinnu við Fisktækniskólann býður nú upp á nýtt nám við Sjávarakademíuna. Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli dagsins fjallar Edda um heilraðgreiningu á HIV-veirunni.
8/31/202055 minutes
Episode Artwork

Kennarar. Menntun. Ljósabúnaður

Ragnar Þór Pétursson form. KÍ: Rætt um skólabyrjun í skugga covid og fyrirhugaðar breytingar á aðalnámskrá. Birna Þórarinsdóttir framkvstj. UNICEF: Fjallað um nýja skýrslu UNICEF um stöðu menntamála í heiminum en þegar skólar þurftu að loka til að hefta útbreiðslu COVID-19 í vor hafði það áhrif á menntun 1,5 milljarðs barna í 190 löndum. Gunnar Geir Gunnarsson , Samgöngustofu: Hvaða lög gilda um um ljósanotkun í skammdeginu .
8/28/202055 minutes
Episode Artwork

Gagnaþon. Ilmur. Umhverfispistill

Íris Huld Christersdóttir, Þórður Ágústsson Róbert Ingi Huldarsson: Rætt við sérfræðing úr fjármálaráðuneyti og vinningshafa í nýsköpunarkeppninni Gagnaþon fyrir umhverfið. Andrea Maack ilmhönnuður: Skyggnst í vellyktandi heim ilmvatna. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Umhverfispistill um auðlindanotkun mannsins og þolmarkadag jarðar
8/27/202055 minutes
Episode Artwork

Kolefnisförgun. Ástandsskoðun. Loftslagsdæmið.

Edda Sif Pind Aradóttir , Carbfix og - Berglind Rán Ólafsdóttir ON :Hvernig er hægt að fanga 4 þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinuog breyta því í grjót? Orka náttúrunnar og Carbfix hafa samið við svissneskt nýsköpunarfyrirtæki um að þetta verði gert í nýrri verksmiðju hér. Sigmundur Grétar Hermannsson, Simmi smiður: Fjallað um ástandsskoðun fasteigna -Simmi smiður hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir að sýna frá störfum sínum og en hann segir fasteignamarkaðin og byggingariðnaðinn á Íslandi líkjast villta vestrinu - grátlega algengt sé að fólki kaupi eignir án þess að vita neitt um stöðu þeirra og ástand. Stefán Gíslason ;Þá er fjallað um Loftlagsdæmið nýja þætti sem verða á Rás 1 innan skamms en þeir leita eftir fjölskyldum sem vilja taka venjur sína í gegn og lækka kolefnisspor heimilisins verulega.
8/26/202055 minutes
Episode Artwork

Fósturbörn. Réttir. Hjálparstarf. Bannon

Hlynur Már Vilhjálmsson frá félagi fósturbarna: Hlynur segir frá starfsemi félagsins. Unnsteinn Snorri Snorrason form. félags sauðfjárbænda: Göngur og réttir verða með öðru móti nú en venjulega vegna COVID 19. Farið er yfir hlestu leiðbeiningar og reglur. Kristín Ólafsdóttir Hjálparstarfi kirkjunnar: Hjálparstarfið safnar nú fötum og fé til úthlutunar sem að þessu sinni nær eingöngu til grunnskólabarna. Friðrik Páll Jónsson: Steve Bannon, einn helsti arkitekt kosningasigurs Donalds Trumps í Bandaríkjunum 2016, og síðar hugmyndafræðingur hans og aðalráðgjafi í Hvíta húsinu, var handtekinn á fimmtudag, ákærður fyrir fjárdrátt
8/25/202055 minutes
Episode Artwork

Fjöruhreinsun. Þórsmörk. Vísindaspjall

Hrafn Jökulsson: Hrafn hefur í sumar staðið fyrir hreinsun á fjörum við Kolgrafarvík í Árneshreppi og víðar. Hann hefur skuldbundið sig til fjögurra ára í verkið. Heiðrún Ólafsdóttir skálavörður í Þórsmörk: Heiðrún segir frá lífi og starfi í Þórsmörkinni. Edda Olgudóttir : Í vísindaspjalli þessa mánudags fjallar Edda um erfðabreyttar moskítóflugur.
8/24/202055 minutes
Episode Artwork

Fjárhagslegir hvatar í atvinnuleysi og áhrif covid á banalegu, jarðarf

Kolbeinn H Stefánsson félagsfræðingur: Fjárhagslegir hvatar og atvinnuleysisbætur Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, Rúnar Geirmundsson útfararstjóri og Hjaltí Jón Sverrisson prestur: áhrif covid á aðdraganda og eftirmála dauðans, banalega og jarðafarir og úrvinnsla sorgar.
8/21/202055 minutes
Episode Artwork

Vegaskrá. Þingeyrar. Umhverfispistill

Guðmundur Valur Guðmundsson og Einar Pálsson hjá Vegagerðinni: Vegaskrá, hvernig vegir verða til og hverfa. Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur: uppgröftur við Þingeyrar Stefán Gíslason með umhverfispistil
8/20/202055 minutes
Episode Artwork

Nýting jarðhita á höfuðborgarsvæðinu, fjölbreytileiki sveppa og síðast

Gretar Ívarsson jarðfræðingur hjá OR: Ástæða þess að lokað var fyrir heita vatnið á hluta höfðuborgarsvæðisins er að tryggja þarf að nýting á borholum sé sjálfbær. Álagið á jarðhitageyminn sem fæðir borholurnar hefur aukist með stækkkandi byggð. Í Samfélaginu verður rætt við sérfræðing um ástandið á jarðhitageyminum undir höfuðborgarsvæðinu og nýtingu okkar á jarðhitanum. Guðríður Gyða sveppafræðingur: Sveppatínslutíminn stendur sem hæst - og margir sem fara á stúfana og ná sér í góðgæti. En matsveppir eru bara afskaplega lítill hluti tegundarinnar - sveppategundir skipta miljónunum, þær eru fjölbreyttar útbreiddar og margskonar - og notkun þeirra til margskonar hluta nýtilegra annarra en átu lofar afar góðu en er stutt á veg komin. Nína Hara og Smári Róbertsson, skálaverðir í Emstrum: Pistill
8/19/202055 minutes
Episode Artwork

Listalíf og Covid. Sjúkrabílar. Kosningar í USA

Karl Ágúst Úlfsson leikari og formaður rithöfundasambandsins og Auður Jörundsdóttir forstöðumaður kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar: Fjallað um framtíð lista og menningarlífs ef COVID veiran verður varanlegur fylgifiskur mannanna. Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri: 25 nýir sjúkrabílar voru formlega afhentir af Rauða krossinum fyrir stuttu. Birgir útskýrir hverju það breytir fyrir bæði sjúklinga og sjúkraflutningsfólk. Friðrik Páll Jónsson: Það er ekki víst að úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum verði ljós að kvöldi kjördags þriðja nóvember, eins og oftast er. Það gæti dregist í einn dag eða fleiri, jafnvel vikur, að fá það staðfest hvor verður forseti næstu fjögur árin, Trump eða Biden. - Ekki þarf þó að bíða úrslitanna, ef annar þeirra vinnur með yfirburðum.
8/18/202055 minutes
Episode Artwork

Gagnaþon, róttæk feminísk fjölmiðlun og loðnashyrningar

Kristjana Björg Barðdal: Gagnaþon. Rætt um nýsköpunarkeppnina Stafrænt gagnaþon sem nú stendur yfir þar sem unnið er með gögn hinna ýmsu stofnana með lausnir fyrir umhverfið að leiðarljósi. Elínóra Guðmundsdóttir ritstjýra Flóru Veftímarits: Flóra er róttækt feminískt veftímarit sem hefur vakið athygli fyrir efnistök sem sjaldan er ljáð máls á í fjölmiðlum. Edda Olgudóttir er með vísindaspjalli og þar koma rannsóknir á loðnashyrningum við sögu.
8/17/202055 minutes
Episode Artwork

Matvælasjóður, kaupmaðurinn á horninu, phonograph og snjóþyngsli í Flj

Gréta María Grét­ars­dótt­ir, formaður Matvælasjóðs: Til að efla nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu verður settur á fót svokallaður Matvælasjóður og verður 500 milljónum króna úr ríkissjóði varið til stofnunar hans. Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ragna Guðmundsdóttir og Vilborg Guðjónsdóttir, hönnuðir: Verslun og kauphegðun neytenda hefur heldur betur tekið breytingum frá því að kaupmaðurinn á horninu var okkar helsti þjónustuaðili. Við höfum séð allskyns keðjur og vöruhús, innlend og erlend, bjóða upp á sífellt meira úrval og oftar en ekki kemur þetta úrval langt að og sömuleiðis við neytendurnir, því verslun hefur færst úr kjarna hverfanna yfir í jaðarinn. Rætt við hönnuði sem vilja breyta þessu og endurvekja kaupmannsstefmningua í hverfunum. Málfarsmínúta um íslenskuna á orðinu phonograph. Stefanía Hjördís Leifsdóttir á Brúnastöðum í Fljótum. Þar er síðasta snjóskaflinn við húsið að hverfa, en veturinn var einstaklega þungur og erfiður, snjóþyngsli mikið og sér víða á.
6/26/202058 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Samar, húsbílar, lissköpun og fjöll.

Sölvi Sveinson, fv skolameistari: fjallað um Sama, þennan ævaforna þjóðflokk sem hefur byggt nyrstu héruð Skandinavíu og Rússlands frá ómunatíð. Elín Fanndal, formaður félags húsbílaeigenda: starfsemi félagsins, bílarnir, nöfnin og fólkið Smári Róbertsson og Nína Harra, skálverðir í Emstrum og listafólk: Tengsl listsköpunar og náttúru, fegurð fjallanna og eðli skálavarðarstarfsins.
6/25/202055 minutes
Episode Artwork

Náttúruhamfaratrygging, karlmennskan, skíra og nefna og vistvæn hegðun

Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri náttúruhamfaratrygginga Íslands Þorsteinn V. Einarsson: Fyrir rúmum tveimur árum hrinti Þorsteinn af stað samfélagsmiðlabyltingu undir myllumerkinu #karlmennskan. Tilgangurinn var að uppræta úreltar hugmyndir um karlmennsku og staðalímyndir. Þorsteinn fékk á dögunum 8 milljón króna styrk úr jafnréttissjóði til að halda áfram með verkefnið. Málfarsmínútan fjallar um það að skíra og gefa nafni Emelía Borgþórsdóttir vistvæn hegðun og lausnir
6/24/202055 minutes
Episode Artwork

Ísbjarnasögur, sauðaostar, þrastarhreiður í beinni og bók um kórónavei

Kristinn Schram og Alice Bower þjóðfræðingar ætla í sumar að taka viðtöl við fólk sem hefur séð ísbjörn (lifandi eða ei), talið sig sjá ísbjarnarspor/heyrt bjarndýrsöskur, eða kann sögur, brandarar eða sagnir um slíkt. Anne Marie Schlutz sauðfjárbóndi á Egilsstöðum í Fljótsdal er frumkvöðull í framleiðslu sauðamjólkur hér á landi. Hún fékk nýverið kindamjaltavél frá Tyrklandi og býr til bæði osta og konfekt úr sauðamjólkinni. Heiða Björg Hilmisdóttir og fjölskylda fékk óvænt þrastarhreiður í gluggan hjá sér og gat því fylgst með varpi og uppeldi unganna í miklu návígi. Friðrik Páll Jónsson með pistil um erlendi málefni: Richard Horton, aðalritstjóri breska læknaritsins Lancet, gagnrýnir vestrænar ríkisstjórnir harðlega fyrir að hafa brugðist seint við kórónafaraldrinum, og segir að þær hafi gert gríðarleg mistök, og það hafi kostað marga lífið. Hann hefur nú gefið út bók um faraldurinn og viðbrögðin við honum.
6/23/202055 minutes
Episode Artwork

Áhrif covid á hugmyndir um vistvæna byggð, kattaskortur, metrakerfið o

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur og framkvæmdastjóri Grænni byggðar: vistvænn byggingariðnaður og áhrif Covid 19 á hugmyndir okkar um vistvænni byggð og samgöngur. Hanna Evensen, rektstarstjóri Kattholts: kattaskortur á landinu Málfarsmínúta um metrakerfið Edda Olgudóttir í vísindaspjalli um áhrif koffeins og hreyfingar.
6/22/202055 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

19 júní, GróLind, feminismi og Hornstrandir

Í dag er Kvenrettindadagur okkar Íslendinga, 19.júni, dagurinn sem íslenskar konur fengu í fyrsta sinn kosningarétt. Rakel Adolphsdóttir, safnstjóri Kvennasögusafns Íslands, sagði frá safninu og þessum merkisdegi. Bryndís Marteinsdóttir verkefnastjóri GróLindar: GróLind er ný kortavefsjá sem sýnir ástand landsins og áhrif sauðfjárbeitar á gróður. Málfarsmínúta um feminisma Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun: Hornstrandir og ferðalangarnir sem þangað sækja
6/19/202055 minutes
Episode Artwork

Geirfuglinn, Stjörnu-Oddi og ruslatunnan

Gísli Pálsson doktor í mannfræði: Endalok geirfuglsins, Gísli er að leggja lokahönd á bók um fuglinn og örlög hans. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor: Stjörnu Oddu, reisa á minnismerki um hann á Norðurlandi og halda málþing um hann. Friðrik Gunnarsson, sérfræðingur hjá RVK borg hjá skrifstofu umhverfisgæða: sorphirða að loknu samkomubanni, umhirða ruslatunna og fl.
6/18/202053 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Keflavíkurflugvöllur, leiðsögufólk, Sigríður frá Brattholti og Afganis

Ágúst Guðbjartsson, vöru og innkaupastjóri á veitingastöðu á Keflavíkurflugvelli: ferðamennirnir eru smátt og smátt að mæta aftur - og það þýðir að starfsfólk Keflavíkurflugvallar gerir það líka - við heyrum í einum starfsmanni sem er ánægður að fá að þjóna og leiðbeina ferðafólki að nýju. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður félags leiðsögumanna: Leiðsögumenn eru framvarðasveit eftir COVID, hvernig undirbúa þeir sig fyrir að koma aftur til vinnu og hvernig hefur atvinnuástandið verið. Einnig munum vi[ huga að pílagrímsgöngu frá Brattholti í Biskupstungum sem mun enda í Reykjavík á morgun, 17 júni. Gengi[ er til þess að minnast baráttu Sigríðar frá Brattholti gegn virkjun á Gullfossi. Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur segir frá göngunni og Sigríði í þættinum. Friðrik Páll Jónsson flytur pistil um erlend málefni og fjallar um brottflutning bandarískra hermanna frá Afganistan.
6/16/202055 minutes
Episode Artwork

Opnun landamæra og ferðaþjónustan, endurmenntun í sumar og stöðugleiki

Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar: átta vélar lenda á Keflavíkurflugvelli í dag, ferðaþjónustan er tilbúin í að fá ferðafólk til landsins og bíður spennt. Emelía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður:Í dag líkur líka skráningu í mörg námskeið sem sett voru af stað sem sumarúrræði stjórnvalda hjá Endurmenntunarstofnun Háskólans. En það eru mörg fjölbreytt námskeið þar í boði langt fram á haust og við ætlum að forvitnast um eitt þeirra sem snýr að umhverfisvænni lífsstíl. Edda Olgudóttir með vísindaspjall: Bóluefni og stöðugleiki þeirra.
6/15/202055 minutes
Episode Artwork

Strandabyggð. Lausavasar.

Jón Jónsson þjóðfræðingur: Strandabyggð hóf þátttöku í verkefninu Brothættar byggðir um síðustu áramót. Nú er blásið til tveggja daga íbúaþings þar sem heimamönnum gefst kostur á að koma með hugmyndir og ræða hvernig hægt er að efla samfélagið í Strandabyggð. Oddný Kristjánsdóttui klæðskeri: Oddný er sérfræðingur í íslenska þjóðbúningnum en þessutan heldur hún sérstök námskeið í gerð lausavasa, en lausavasinn var fagurlega skreyttur vasi sem konur af öllum stéttum báru innanklæða til að geyma sínar helstu nauðsynjar. Málfarsmínútan fjallar um fluguna ediksgerlu. Vera Illugadóttir: Vera segir frá löngu tímabæru saurláti japönsku risajafnfætlunnar
6/12/202055 minutes
Episode Artwork

Hjúkrunarheimili. Farsóttir. Umhverfisspjall

María Fjóla Harðardóttir framkv.stjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu: María ræðir stöðuna hjá eldra fólki á hjúkrunar- og dvalarheimilum nú þegar létt er á samkomutakmörkunum. Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur: Farsóttir og sóttvarnir á vettvangi miðbæjarins í Reykjavík í tímans rás eru viðfangsefnið í kvöldgöngu sem Kristín Svava leiðir. Þar koma meðal annars við sögu handþvottur lækna og varasamir vettlingar. Stefán Gíslason: Í umhverfisspjalli dagsins er hugað að umhverfisvænum tækninýjungum sem gætu breytt kerfinu okkar til hins betra á næstu árum.
6/11/202055 minutes
Episode Artwork

Fasteignir. Barnahjálp. Seljabúskapur

Kjartan Hallgeirsson form.félags fasteignasala: Öfugt við það sem við var búist hefur viðspyrna á fasteignamarkaði styrkst að undanförnu. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi: Farið er yfir helstu þætti starfseminnar á síðasta ári. Íslendingar eru enn á ný meðal stærstu styrktaraðila UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, á heimsvísu miðað við höfðatölu. Þá hefur nnanlandsstarfið aukist að undanförnu. Árni Daníel Júlíusson, sérfræðingur hjá Sagnfræðistofnun Íslands: Árni stundar nú rannsóknir á sögu seljabúskaps hér á landi, og fékk verkefnið nýverið samöevrópskan styrk til áframhaldandi rannsókna.
6/10/202055 minutes
Episode Artwork

Matvælaöryggi, feðraorlof og ofbeldi gegn fjölmiðlafólki

Hrönn Ólína Jörundsdóttir sviðsstjóri Mæliþjónustu og rannsóknarinnviða hjá Matís: matvælaöryggi Herdís Steingrímsdóttir prófessor í Hagfræði við viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn: feðraorlofið og áhrif þess á sambönd foreldra Friðrik Páll Jónsson fjallar um handtökur og ofbeldi gegn fjölmiðlafólki í mótmælunum í Bandaríkjunum.
6/9/202055 minutes
Episode Artwork

Samanburður á líkamsástandi barna, réttindabarátta, greinir og heilast

Linda Björk Valbjörnsdóttir, sjúkraþálfi: rannsókn á gögnum um líkamsástand grunnskólabarna á fyrri hluta síðustu aldar og samanburði við grunnskólabörn í dag. Tatjana Latinovich: Tengingar milli baráttu litaðra í Bandaríkjunum og innflytjendamála á Íslandi Málfarsmínúta um greini. Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur um samspil heilastarfsemi og svefns.
6/8/202055 minutes
Episode Artwork

Útskriftarnemar úr Grunnskóla, grisjunarviður í handverk og áfengisþol

Júlía Pálsdóttir, Ingunn Marta Þorsteinsdóttir og Álfrún Hanna Gissurardóttir: Rætt við þrjár ungar stúlkur sem útskrifuðust úr Hagaskóla í gær. Stúlkurnar segja frá upplifun sinni af þessum tímamótum, lærdómi og fjölskyldustundum á Covid tímum og stemningunni fyrir menntaskólaárunum framundan. Jón Guðmundsson plöntulífeðlisfræðingur: Hvernig er hægt að nýta grisjunarvið í handverk? Vera Illugadóttir : Segir frá rannsókn á áfengisþoli fíla
6/5/202055 minutes
Episode Artwork

Innlytjendur og háskólanám, plastleiðangur og ferðalög í sátt við nátt

Artëm Ingmar Benediktsson doktor við menntavísindasvið Háskóla Íslands: Reynsla innflytjenda í háskólanámi af námsumhverfi og kennsluaðferðum í íslenskum háskólum Helena Óladóttir aðjúnkt: plastleiðangur um heimshöfin Hafdís Hanna Ægisdóttir með umhverfisspjall um ferðalög innanlands í sátt og samlyndi við náttúruna.
6/4/202055 minutes
Episode Artwork

Kynþáttafordómar. Vöruþróun. Blómaræktun

Kristín Loftsdóttir mannfræðingur: Rætt um kynþáttafordóma Þórhildur M J'onsdóttir verkefnastjóri Vörusmiðjunnar, Skagaströnd: Í Vörusmiðjunni er aðstaða fyrir bændur og smáframleiðendur til að þróa vörur sínar og vinna að nýjum hugmyndum. Axel Sæland garðyrkjubóndi: Á Espiflöt í Reykholti er stunduð blómarækt og hún tók á sig nýja mynd á tímum faraldursins.
6/3/202055 minutes
Episode Artwork

Bandaríkin og lögreglan, heimaslátrun og mótmæli um heim allan

Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur: Margrét ræðir mótmælin og óeirðirnar í Bandaríkjunum, stöðu litaðs fólks og viðhorfið innan lögreglunnar. Sveinn Margeirsson verkfræðingur: Í bígerð er tilraunaverkefni með heimaslátrun bænda sem landbúnaðarráðuneytið kemur að. Fyrir tveimmur árum stóð Sveinn fyrir heimaslátrun á einum bæ með svipuðum hætt en var ákærður í kjölfarið. Friðrik Páll: Mótmæli gegn rasisma og lögregluofbeldi hafa staðið í viku í Bandaríkjunum, og breiðst út til fjölda borga um allt land, og samstöðufundir hafa verið í Evrópu, Ástralíu og víðar. - Trump Bandaríkjaforseti telur vinstri hópa standa á bak við mótmælin og hefur hótað að kalla út herinn.
6/2/202055 minutes
Episode Artwork

Metan. Kvikmyndir. Rottur

Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkusetri: Metan hefur verið minna í umræðu en oft áður. Sigurður ræðir möguleikana á nýtingu metans . Stefanía Thors klippari og leikstjori: Stefanía hafði ákveðnar hugmyndir um Húsmæðraskólann þegar hún ákvað að gera þar heimildamynd. Hugmyndirnar breyttust um leið og hún steig inn í skólann og á Covid-tímum dreymir hana um að kunna að gera sviðasultu og verða húsmóðir. Málfarsmínútan fjallar um orðin auðmýkt og auðmýking Vera Illugadóttir: Rottur á tímum kórónufaraldurs er umfjöllunarefni Veru þennan föstudaginn
5/29/202055 minutes
Episode Artwork

Menntun og fjölmenning. Hrísey. Umhverfisspjall

Jóhanna Einarsdóttir prófessor HÍ: Starfshópur hefur skilað mennta- og menningarmálaráðherra drögum að stefnu um menntun barna og ungmenna með annað móðurmál en íslensku. Jóhanna stýrði hópnum sem setti fram sjö tillögur og fjölda aðgerða sem grípa má til. Linda María Ásgeirsdóttir íbúi í Hrisey: Hriseyingar vöknuðu í morgun við að frystihúsið logaði. Rætt er við Lindu um samfélagið í Hrísey og þetta áfall sem á þeim dundi. Stefán Gíslason: Í Umhverfisspjalli eru reifaðar þær hugmyndir sem nú eru ræddar víða, þ.e. hvernig samfélag viljum við byggja upp í kjölfar faraldurs sem lamaði svo margt.
5/28/202055 minutes
Episode Artwork

Nagladekk. Rafskútur. Æðarfuglinn

Þorsteinn Jóhannesson sérfr. Umhverfisstofnun: Notkun nagladekkja eykst enn eitt árið. Rætt er um slitið, en hver bíll á nöglum veldur tuttugu sinnum meira yfirborðssliti en bíll á ónegldum dekkjum, kostnaðinn, gjaldtöku og heilsufarleg áhrif svifryks . Jökull Sólberg Auðunsson samgönguráðgjafi: Kaup og notkun á svokölluðum rafskútum hefur snaraukist undanfarið. Jökull rekur helstu kosti þessa farartækis . Edda Waage land- og ferðamálafræðingur: Edda er ein höfunda greinar sem fjallar um æðarfuglinn, þennan stórmerkilega fugl sem var fyrsti fuglinn til að vera friðaður á Íslandi og sem hefur, líklegast allt frá landnámi, átt í eintaklega sérstöku hagsmunasambandi við mennina.
5/27/202055 minutes
Episode Artwork

Stafrænt Ísland, framkvæmd kosninga og réttarhöld yfir forsætisráðherr

Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaraðuneytinu: Stafrænt Ísland Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu: utankjörfundaatkvæðagreiðsla og framkvæmd kosninga Friðrik Páll Jónsson: íðan nasistinn Adolf Eichmann var dæmdur og hengdur í Ísrael í byrjun sjöunda áratugarins hafa engin réttarhöld í Ísrael vakið jafnmikla athygli og réttarhöldin yfir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra. Þau hófust í fyrradag. Ef hann verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér að verða dæmdur í allt að 10 ára fangelsi.
5/26/202055 minutes
Episode Artwork

Myndræn ímyndun. Húsdýragarðurinn. Vísindaspjall

Heiða María Sigurðardóttir Rannsóknamiðstöð um sjónskynjun: Vísindamenn við Sálfræðideild Háskóla Íslands eru nú að hefja afar athyglisverða rannsókn á myndrænni ímyndun fólks, þ.e. hversu vel fólk getur séð hluti fyrir sér. Til er fólk sem telur sig aldrei hafa haft neina getu til myndrænnar ímyndunar. Sömuleiðis virðist vera til fólk á hinum enda rófsins sem sér hlutina ljóslifandi fyrir sér í huganum . Unnur Sigurþórsdóttir verkefnastjóri Húsdýragarðsins: Húsdýragarðurinn opnar brátt eftir faraldurslokun. Samfélagið heimsækir garðinn, litast um og spjallar við starfsfólk. Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli dagsins ræðir Edda hvað hunangsflugur gera þegar skortur er á frjókornum.
5/25/202055 minutes
Episode Artwork

Örnefni í Surtsey, eðli flugfreyjustarfsins og einmana dýr í dýragörðu

Í Samfélaginu í dag verður ferðast út í Surtsey með Birnu Lárusdóttur fornleifafræðingi, en hún stundar rannsóknir á Örnefnum við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Birna segir frá ferð sinni í eynna með hópi vísindamanna og rannsóknum sínum á nöfnum í eynni. Þá verður fræðst um eðli flugfreyjustarfsins, rætt verður við Guðmundu Jónsdóttur flugfreyju sem hefur unnið sem slík síðan 1984. Og í lok þáttar verður fræðst um skrítna og forvitnilega hluti með Veru Illugadóttur.
5/22/202056 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Bílaviðgerðir, poppmenning og ferðaþjónusta og fornbókaverslun.

María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins: Rætt um stöðu bílgreinarinnar, endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna bílviðgerða og fleira. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála: Sífellt algengara er að nýir áfangastaðir líti dagsins ljós vegna tengsla þeirra við poppmenningu: sjónvarp, kvikmyndir og tónlist. Rætt um um rannsókn um áhrif og nýtingu poppmenningar í ferðaþjónustu. Eiríkur Ágúst Guðjónsson bóksali: Þegar Eiríkur flutti til Reykjavíkur árið 1981 voru 14 fornbókaverslanir í miðbænum, nú starfar hann í þeirri einu sem eftir er, Bókinni við Hverfisgötu. Samfélagið kíktií heimsókn og ræddi við bóksalann um stöðu bókabúða hér í bæ og útí heimi, covid, amazon, uppskrift að góðu kvöldi og fleira og fleira.
5/20/202055 minutes
Episode Artwork

Auglýsa kvikmyndir Ísland? Moltugerðin heima. Baráttan um bóluefnið.

Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu: Áhrif skapandi greina á ferðamannaiðnað - mun Júróvisjón mynd Wills Ferrels hafa góð áhrif til að koma Íslandi aftur á kortið sem ferðamannastað? Hjörtur Þorbjörnsson, forstöðumaður Grasagarðsins: Moltugerðin heimavið - hvaða leiðir eru í boði? Friðrik Páll Jónsson með erlendan pistil um baráttuna um bóluefnið. Hvaða þjóðir eiga forgang að bóluefni við kórónaveirunni þegar og ef það verður tilbúið? Er það sameign heimsins alls?
5/19/202055 minutes
Episode Artwork

Sundlaug. Molta. Vísindaspjall

Sundlaugagestir og starfsfólk: Samfélagið var í Vesturbæjarlaug á miðnætti þegar sundlaugar voru opnaðar aftur og tók starfsfólk og gesti tali. Arngrímur Sverrisson rekstrarstjóri Terra: Terra hefur framleitt Moltu í fjölda ára og ní í fyrsta sinn varð moltan uppseld. Rætt um moltuáhuga og framleiðslu. Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli dagsins er sagt frá rannsókn á áhrifum kannabis á utangenaerfðir.
5/18/202055 minutes
Episode Artwork

Spilafíkn. Manngert umhverfi, samband manns við náttúru. Nakta moldvör

Alma Hafsteins formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn: Samkvæmt nýrri könnun samtakanna eru um 85% landsmanna mótfallin því að spilakassar og salir verði opnaðir að nýju efir lokun vegna kórónufaraldursins. Rætt við Ölmu um könnunina og vanda spilafíklanna. Páll Líndal umhverfissálfræðingur: Fjallað er um samband mannsins við umhverfið sem við búum í og hvernig skipulagsfræðingar og hönnuðir geta nýtt sér tækni sálfræðarinnar til að bæta manngert umhverfi. Vera Illugadóttir: Nakta moldvörpurottan er umfjöllunarefni dagsins.
5/15/202055 minutes
Episode Artwork

Gjörgæslan og Covid. Reynsla af íslenskum útlendingalögum. Skordýrin o

Martin Ingi Sigurðsson yfirlæknir á gjörgæslu: Covid reynsla og áskoranir og Sidekick gagnabankinn. Vera Knútsdóttir ræddi um áhrif útlendingalaga á stöðu hennar og eiginmanns hennar, en hann er íraskur kúrdi sem vinnu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Afríku, og kemur heim til hennar og stelpnanna þeirra inn á milli verkefna. En vegna útlendingalaga lendir hann milli skips og bryggju er varða réttindi og ferðafrelsi. Hafdís Hanna Ægisdóttir flutti umhverfispistil og beindi sjónum sínum að mikilvægi skordýra fyrir lífríki og umhverfi jarðarinnar.
5/14/202055 minutes
Episode Artwork

Ferðalög innanlands: þeir sem fara alltaf til útlanda, hvað á að gera

Friðrik Pálsson hóteleigandi og Felix Bergsson Evrópuáhugamaður: Ferðast innanlands - Ferðalög fólksins sem er alltaf erlendis, hvað gerir það nú? Rætt um möguleika á afþreyingu gistingu og mat á Íslandi, hvernig hægt er að gera vel við sig og lifa ljúfa lífinu innanlands. Þórólfur Jónsson deildarstjóri náttúru og garða: Borgarblómahreyfingin og stefna Reykjavíkur gagnvart villtum blómum. Hulda B Kjernested Baldursdóttir Nýsköpunarmiðstöð og Kristjana Barðdal: Hakkaþon er haldið í maí undir yfirskriftinni Hack the crisis Iceland og miðar að því að vinna að áskorunum sem steðja að íslensku samfélagi vegna Covid veirunnar hvað varðar heilsu, velferð, menntamál og efnahag.
5/13/202055 minutes
Episode Artwork

Ferðasumarið: hringvegur og tjaldstæði. Veggjöld. Sökudólgar og samsær

Samfélagið 12 maí 2020 Sólmundur Hólm skemmtikraftur og Daði Þór Einarsson húsbílaeigandi: Rætt um ferðasumarið framundan og sjónum beint að ferðalögum á hringveginum og gistingu á tjaldstæðum, ekki hvað síst fyrir ferðavagna hverskonar og húsbíla. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB: Vegir bílar og gjöld. Félag íslenska bifreiðaeigenda leggst gegn hugmyndum um að fjármagna vegaframkvæmdir með veggjöldum með tilheyrandi kostnaði og bendir á kílómetragjald í staðinn Friðrik Páll Jónsson flutti pistil: Leit að sökudólgum er einn af fylgifiskum kóróna-faraldursins, en er ekki til þess fallin að efla samstöðu þjóða heims þegar baráttan við veiruna stendur sem hæst. Trump Bandaríkjaforseti hefur verið sakaður um að leita að sökudólgum til þess að beina athyglinni frá sjálfum sér og mistökum sem hann hefur gert. - - Samsæriskenningar virðast einnig lifa góðu lífi.
5/12/202055 minutes
Episode Artwork

Ferðasumar: útivist og fjallgöngur, gróðurhúsin í hveragerði og læknin

Sigrún Valbergsdóttir formaður ferðanefndar Ferðafélags Íslands og GUðrún Sóley Gestsdóttir dagskrárgerðarkona: ferðasumarið framundan - útvivist og fjallgöngur Svanhildur Gunnlaugsdóttir landslagsarkitekt: Gróðurhúsin i Hveragerði og menningarsögulegt gildi þeirra Edda Olgudóttir í vísindahorni dagsins fjallar um möguleg lyf við timburmönnum
5/11/202055 minutes
Episode Artwork

Lífrænt. Rauðasandshreppur. Dýr.

Berlind Häsler verkefnisstjóri: Berglind sem stundar lífrænan búskap í Berufirði er verkefnisstjóri átaksverkefnisins Lífrænt ísland, en markmið þess er að kynna og efla lífræna framleiðslu hér á landi. Það eru Vor, félag framleiðenda í lífrænum búskap, Bændasamtök Íslands og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sem standa að átakinu. Gísli Már Gíslason vatnalíffræðingur: Gísli er annar tveggja höfunda árbókar Ferðafélags Íslands 2020. Hún fjallar um Rauðasandshrepp hin forna. Rætt er við Gísla um svæðið. Vera Illugadóttir: Vera segir frá viðbrögðum dýra og starfsmanna í dýragörðum við samkomubanni.
5/8/202055 minutes
Episode Artwork

Reiðhjól. Húsaviðgerðir. Meiri hjól. Umhverfisspjall

Emil í hjólaversluninni Kríunni: Rætt við um gríðarlega aukningu í sölu reiðhjóla og reiðhjól á ýmsum verðbilum. Elísa Arnarsdóttir og Tinna Andrésdóttir lögfræðingar hjá Húseigendafélaginu: Farið er yfir mikilvæg atriði sem húseigendur þurfa að hafa í huga þegar ráðist er í viðhaldsframkvæmdir á komandi mánuðum, ekki síst ef um húsfélög er að ræða. Haukur Erlingsson verslunarstj. í Erninnum: Fjallað um hjólaeftirspurnina, ásókn í viðgerðaþjónustu og reiðhjól almennt. Stefán Gíslason: Í umhverfisspjalli er fjallað um athyglsiverða stöðu sem komin er upp í Hollandi. Hollenska ríkið neyðist til að grípa til róttækra aðgerða til að draga hastarlega úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok yfirstandandi árs og það ekki síst vegna dóms sem féll árið 2015.
5/7/202055 minutes
Episode Artwork

Sundlaugarmenning og söknuður, bráðinn hafís og Ramadan.

Örn D Jónsson, prófessor í HÍ hefur rannsakað sundlaugar á Íslandi og sundlaugarmenningu. Rætt var við hann um sundstaðina og stemmninguna þar, sem Íslendingar sakna svo mjög, enda hafa þær verið lokaðar í margar vikur. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við Jarðvísindastofnun HÍ. Hafís og bráðnun: Hvað verður um Grænlandsísinn sem fer í sjó? Salman Tamimi hjá félagi múslima á Íslandi. Rætt við hann um Ramadan, helgasta trúarmánuð múslima og áhrif COVID-19.
5/6/202055 minutes
Episode Artwork

Hárgeriðslustofan. Reynslubankinn. Snyrtistofan. Ferðaþjónustan

Helena, Magnea og viðskiptavinir á hárgreiðslustofunni Gossip: Loksins kemst fólk í klippingu og litun eftir langvarandi lokanir. Í heimsókn Samfélagsins leyndi sér ekki að mikil gleði ríkti á Gossip hjá bæði starfsfólki og kúnnum. Guðmundur G Hauksson, Reynslubankanum : Reynslubankinn er nýstofnaður og hefur það að markmiði að nýta reynslu og þekkingu fyrrum stjórnenda í atvinnulífinu til að aðstoða frumkvöðla og fyrirtæki sem þess óska . Bakvarðasveit bankans kemur úr ýmsum áttum og þjónusta bankans er ókeypis. Ágústa Kristjánsdóttir snyrtistofunni Ágústu: Samfélagið í heimsókn á snyrtistofu og þangað koma núna viðskiptavinir með uppsafnaðan vanda eftir lokanir. Friðrik Páll: Ferðaþjónusta í heiminunum er hrunin, og á þessu stigi er engin leið að vita hvenær hún kemst í fyrra horf. Thierry Breton, framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins, telur að greinin verði einna síðust í röðinni að ná sér aftur á strik, og ekki sé útilokað að hún skreppi saman um 70 prósent í Evrópusambandslöndunum.
5/5/202055 minutes
Episode Artwork

Leikskólinn. Strandveiðar. Strætó. Vísindaspjall

Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri: Rætt við hana í leikskóla Seltjarnarness þar sem börn eru mætt í skólann eftir langa fjarveru vegna lokunar. Örn Pálsson framkv.stj. Landssamb. smábátaeigenda: Grásleppuveiðar voru stöðvaðar með mjög stuttum fyrirvara 2.maí og voru margir ósáttir með hvernig að því var staðið . Einnig er rætt við Örn um strandveiðar sem hefjast í dag og mikilvægi þeirra. Jóhannes Rúnarsson frmkv.stj. Strætó: Talað við jóhannes í umferðinni við Hlemm um aðlögun Strætós að samkomutakmörkunum og hvort það hilli undir að þær komist í samt lag bráðlega. Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli er fjallað um rannsókn á því hversu raunhæft það sé að borða bara fæðu úr héraði, sé hún úr jurtaríkinu.
5/4/202055 minutes
Episode Artwork

Skordýravor. Smálánainnheimta. Græn uppbygging

Erling Ólafsson skordýrafræðingur: Skordýrin eru vorboðar ekki síður en farfuglar. Rætt um hinar ýmsu tegundir s.s. humlur, lúsmý og köngulær. Breki Karlsson form. Neytendasamtakanna: Neytendasamtökin hafa lengi barist fyrir því að stöðvuð verði innheimta fyrir smálánafyrirtækin enda séu lánin ólögmæt. Samtökin fóru fram á lögbann en því var hnekkt ,að því er virðist vegna klúðurs í reglusetningum. Innheimtan heldur því áfram. Stefán Gíslason: í í umhverfisspjalli errætt um mikilvægi þess að í uppbyggingunni eftir kórónufaraldurinn verði ekki haldið áfram á sömu braut og áður heldur teknar upp grænni áherslur.
4/30/202055 minutes
Episode Artwork

Réttindi transfólks. Klúbbur ljótleikans. Neysla landans

Ugla Stefanía Jónsdóttir Kristínardóttir: Rætt um bakslag í réttindum transfólks í Bretlandi og víðar í Evrópu. Halla Harðardóttir: Sagt frá klúbbi hinna ljótu sem fyrirfinnst í fögru fjallaþorpi á Ítalíu. Árni Sverrir Hafsteinsson forst.m. Rannsóknaseturs verlsunarinnar: Litið á tölur um neyslu og neyslubreytingar landans síðustu vikur.
4/29/202057 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Hreyfing. Heiðmörk. Kosningabarátta

Helgi Gíslason framkv.stjóri Skógræktarfélags Rvk: Heiðmörkin er 70 ára í ár. Afmælisdagskráin er í uppnámi en fólk flykkist hins vegar í Heiðmörkina sem aldrei fyrr undanfarnar vikur. Helgi segir líka frá nýjum stíg í Esjuhlíðum og verklefnum starfsmanna Heiðmerkur. Sveinn Þorgeirsson íþróttafræðingur: Fjallað er um hreyfingu á tímum Covid, þegar skipulögðum æfingum og mótum sleppir, hvernig viðheldur bæði afreksíþróttafólk og almenningur árangri sínum? Friðrik Páll: Hálft ár er til forsetakosninga í Bandaríkjunum. -Kosningabaráttan hefur horfið í skuggann af kórónafaraldrinum, en það kann að breytast fljótlega, þegar byrjað verður að rýmka reglur um lokanir
4/28/202055 minutes
Episode Artwork

Líðan í Covid, íslenskir bændur og heimsfaraldur, örverur og krabbamei

Unnur Anna Valdimarsdóttu-ir, prófessors við Læknadeild Háskóla Íslands: líðan í covid faraldri Gunnar Þorgeirsson, formaður bændasamtakanna: Covid áhrif á bændastétt, tækifæri og áskoranir. Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur um örveruflóru og krabbamein.
4/27/202055 minutes
Episode Artwork

Barnavernd, spritt, Íslendingar í Níger og upprifjun

Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndar: vanræksla og ofbeldi gegn börnum á tímum kórónafarsóttarinnar Richard Kristjánsson, framkvæmdastjóir hjá Mjöll Frigg: Sótthreinsiefni, spritt og fleira - framleiðsla, eftirspurn, notkun og innihald. Geir Konráð Theódórsson sendir pistil frá Níger í Afríku en hann hitti annan Íslending á förnum vegi í landinu og tók hann tali Upprifjun úr Samfélaginu síðan fyrir tveimur árum. Rifjað upp viðtal við Ölmu Möller landlækni sem þá var nýtekin við embætti og ræddi meðal annars um áskoranir framundan, hvað henni fyndist um að vera fyrsta konan í embættinu og hvort hún kviði því að þurfa að takast á við þau mál sem upp á gæti komið.
4/24/202056 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Heimilisofbeldi. Sveppir. Plokk

Drífa Jónasdóttir doktorsnemi: Í doktorsvekefni sínu rannsakar Drífa umfang og eðli heimilisofbeldis á Íslandi og segir frá því hér í Samfélaginu. Sigrún Thorlacius: Lokaverkefni Sigrúnar sem vöruhönnuðar sneri að því að finna íslenska sveppi sem hægt væri að nota sem vopn gegn mengun. Sigrún segir frá rannsóknum sínum . Árni plokkari: Rætt við Árna á vettvangi í Vatnsmýrinni um plokk, mikilvægi þess fyrir umhverfið og heilsuna.
4/22/202055 minutes
Episode Artwork

4/21/202055 minutes
Episode Artwork

Hjúkrunarfræði. Ferðaþjónustan. Vísindaspjall

Vilborg Ingólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur: Vilborg er formaður starfshóps sem skilaði tillögum um fjölgun útskrifaðra hjúkrunarfræðinga. áhugasamir nemendur eru til staðar en háskólarnir og heilbrigðisstofnanirnar geta ekki mætt þeim áhuga við óbreytt fyrirkomulag. Bjarnheiður Hallsdóttir , formaður Samtaka ferðaþjónustunnar: Rætt um stöðu og horfur í greininni og það markaðsátak sem hafið er til að auglýsa Ísland sem ákjósanlegan stað til að heimsækja að loknum COVID faraldri. Edda Olgudóttir : Vísindaspjall um rannsókn á því hvernig hægt er að vinna efni út Taranúlum til að koma í stað ópíóðalyfja til verkjastillinga.
4/20/202055 minutes
Episode Artwork

Geðheilsa. Umhyggjuhagkerfið. Lemúralykt.

Kristín Hulda Gísladóttir form. Hugrúnar geðfræðslufélags: Hugrún er rekið í sjálfboðaliðastarfi á vegum háskólanema og stafsemin snýr að því að bæta geðheilsu ungmenna með fræðslut.d. í skólaheimsóknum og núna síðast með vefsíðunni gedfraedsla.is. Berglindi Rós Magnúsdóttur, dósent á Menntavísindasviði HÍ: Berglind ræðir um það sem hún vill kalla umhyggjuhagkerfið. Hún segir umhyggjuhagkerfið ósýnilegt þrátt fyrir að halda uppi heilu samfélögunum, þökk sé því sem hún kallar ástarkraftinum. Vera Illugadóttir: Vera segir frá rannsókn á hlutverki lyktar í ástarlífi lemúra og lyktarskyni lemúra.
4/17/202059 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Eyjafjallajökulsgos. Losun gróðurhúsalofttegunda. Dagur jarðar.

Elvar Eyvindsson og Inga Hlín Pálsdóttir: 10 ár eru liðin frá gosinu í Eyjafjallajökli. Fulltrúar bænda og ferðaþjónustu rifja upp atburðinn, astandið og afleiðingarnar. Nicole Keller ,Umhverfisstofnun: Í gær var birt nýjasta skýrsla Umhverfisstofnunnar um losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Farið er yfir helstu tölur og þróun. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Umhverfisspjall um Dag jarðar sem er í næstu viku.
4/16/202055 minutes
Episode Artwork

Dýrahald. Flóttamannabúðir. Vinnan

Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur: Fjallað er um dýrahald, sérstaklega á stórum villtum og jafnvel sjaldgæfum dýrum, eins og sjá má í hinum vinsælu þáttum Tiger King. Hvernig er það löglegt og forsvaranlegt að halda stór kattardýr í útrýmingarhættu í þéttbýli á vesturlöndum? Héðinn Halldórsson upplýsingafulltrúi Alþjóða heilbrigðismálastofunarinnar: Flóttafólk í flottamannabúðum er berkjaldaður hópur. Enn er lítið um smit í búðum í Grikklandi og Sýrlandi en óttast er að það eigi eftir að breytast. Héðinn segir frá veikum innviðum og stöðunni í þessum búðum. Steinar Þór Ólafsson, íþróttafræðingur og markaðsstjóri: Vinnustaðamenning fyrir og eftir Covid-19. Rætt um heimavinnu, umgengnisreglur í vinnurými, opin rými og fleira í þeim dúr.
4/15/202055 minutes
Episode Artwork

Endurheimt votlendis. Samræður um það óvænta. Að lokinni einangrun

Árni Bragason landgræðslustjóri: Endurheimt votlendis var í fyrra meiri en það land sem ræst var fram. Landgræðslan hefur gert rannsóknir á þeim mikla breytileika sem er í losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi. Guðríður K Þórðardóttir sérfræðingur í hjúkrun: Hún og kollegar hennar hafa sent fólki hvatningu um að eiga samræður um það óvænta og erfiða í lífinu eins og alvarleg veikindi og dauðann. Friðrik Páll: Hvað gerist þegar einangrun vegna kórónaveirunnar lýkur? Er hægt að sameina það að bjarga sem flestum mannslífum, og færa þjóðlífið í eðlilegt horf? Þessi vandi blasir nú við stjórnvöldum um allan heim, og engin einföld svör.
4/14/202055 minutes
Episode Artwork

Fuglar.Borgaraþjónustan. Niger

Kristinn Haukur Skarphéðinsson vistfræðingur: Fuglalífið við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Þurý BjörkBjörgvinsdóttir, sendiráði Íslands í London, María Mjöll Jónsdóttir,utanríkisráðuneyti og Guðbjörg Lára Másdóttir: Það hefur verið í nógu að snúast hjá Borgaraþjónnustu utanríkisráðuneytisins við að aðstoða Íslendinga erlendis að komast heim. Geir Konráð Theódórsson: Pistill Geirs frá Niger um samveru og fjarveru.
4/8/202055 minutes
Episode Artwork

Kringlan. Rannsóknastöð. Grímur

Í þættinum er m.a. sent beint út úr Kringlunni í Reykjavík. Andrés Magnússon, Samtökum verlsunar og þjónustu: Staðan í versluninni er alvarleg og horfur ekki sérlega góðar . Andrés ræðir samdráttinn og atvinnuleysið sem spáð er. Hrönn G Guðmundsdóttir forstöðum. Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Melrakkasléttu: Rannsóknastöðin var sett á laggirnar fyrir 6 árum og þar er sköpuð aðstaða fyrir vísindafólk havanæva að til að sinna rannsóknum, ekki síst nátturufarsrannsóknum. Verslanir í Kringlunni heimsóttar og rætt við tvær verslunarkonur um stöðuna.: Jónína Salóme Jónsdóttir , Lyf og heilsa Arna Ólafsdóttir , Maia Kringlunni Friðrik Páll: Fjallað er um mismunandi afstöðu til notkunar á grímum til varnar nú um stundir.
4/7/202055 minutes
Episode Artwork

Vinnustellingar. Garðyrkjan. Ónæmiskerfið

Þórhallur Guðmundsson sjúkraþjálfari: Breytt vinnuumhverfi og líkamsbeiting. Hvernig er heimavinnan að fara með skrokkinn á okkur, hvaða ráð gefur sjúkraþjálfarinn? Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur: Í Garðyrkjuskólanum að Reykjum hefur tvisvar í vetur orðið stórtjón af völdum óveðurs. Það og lokun skólans vegna veirufaraldurs hefur mikil áhrif á verklegt nám. Edda Olgudóttir : Í vísindaspjalli dagsins ræðir Edda um rannsóknir á því hvernig hægt er að fá líkama til að samþykkja nýtt líffæri.
4/6/202055 minutes
Episode Artwork

Breyttir tímar. Lyktarskyn. Mýs

Ólafur Andri Ragnarsson, tölvunarfræðingur og aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík: Rætt um þær tæknibreytingar sem við erum að upplifa á tímum Covid og hugað að breytingum á vinnumarkaði og kennslu, og hvort breyttir tímar séu komnir til að vera. Hannes Petersen læknir: Eitt af einkennum Covid er að margir missa lyktarskynið. Hannes útskýrir hvað sé á ferðinni. Vera Illugadóttir: Vera segir frá rannsóknum vísindamanna á svipbrigðum músa.
4/3/202055 minutes
Episode Artwork

Matarsóun. Sorp. Jarðskjálftar. Umhverfispistill

Birgitta Stefánsdóttir Umhverfisstofnun: Kynntar niðurstöður úr könnun á matarsóun heimila og fyrirtækja árið 2019. Samkvæmt þeim bendir allt til að íslensk heimili hendi um 7 þúsund tonnum af nýtanlegum mat á ári hverju. Guðmundur B Friðriksson, Sorpu: Samkomubann, sóttkvíar og fleira hefur áhrif á sorpsöfnun og flokkun sorps í landinu. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni: Rúmlega 6 þúsund skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaga frá upphafi árs. Búast má við fleiri skjálftum og stærri. Núverandi virkni verður mæld og rannsökuð heildstætt og borin saman við eldri atburði. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Í umhverfispistli er komið inn á þann veirufaraldur sem nú hrellir heimsbyggðina og tengt við aðra ógn sem yfir vofir en það eru loftslagsbreytingar.
4/2/202055 minutes
Episode Artwork

Vefráðstefna um úrgang. Skíðasvæðið í Ischl. Bygg og brugg.

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings: Í dag er haldin vefráðstefna um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi, hvernig draga megi úr urðun og hvernig nýta megi úrganginn. Grétar Theódórsson ,sérfræðingur í krísustjórnun: Rýnt er í stöðu mála á skíðasvæðinu í Ischl í Austurríki, en þangað eru flest Covidsmit á Norðurlöndum rakin. Rætt er um hvort og þá hvernig Ischl geti horfið aftur til fyrri vinsælda og virðingar sem einn helsti skíðastaður Evrópu. Lísabet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur: Við fornleifauppgröft í Lækjargötu í Reykjavík fundust meðal annars byggkorn sem urðu tilefni til umhugsunar um notkun byggsins og þá hvort það væri innflutt eða ræktað hér. Í glænýrri greiningu kom í ljós að byggkornin sem fundust voru ræktuð hér á landi.
4/1/202055 minutes
Episode Artwork

Spálíkan. Spjaldtölvur. Veiran og tíminn.

Thor Aspelund prófessor í líftölfræði og Jóhanna Jakobsdóttir lektor í líftölfræði: Bæði eru þau í því teymi H.Í. sem hefur þróað spálíkanið vegna Covid 19. Rætt er um gildi líkansins og hvernig það virkar. Helga Atladóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Landakoti: Starfsfólk öldrunardeildarinnar hafið söfnun fyrir spjaldtölvum á karolinafund svo skjólstæðingar þeirra geti haft samband við sína nánustu daglega. Friðrik Páll Jónsson: Víða hafa stjórnvöld verið of sein á sér að bregðast við veirufaraldrinum. Útbreiðsla veirunnar í rómönsku Ameríku er nú einna hröðust í Brasilíu.
3/31/202055 minutes
Episode Artwork

Áfengiog ofbeldi. Lífríki Hornstranda. Veirur

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir uppeldis- og fjölskyldufræðingur; Yfirvöld hafa áhyggjur af aukinni áfengisneyslu og heimilisofbeldi nú þegar fjölskyldur dvelja meira heima við í félagslegri einangrun. Ester Rut Unnsletinsdóttir: Hvernigkoma refurinn og lífríkið á Hornströndum undan vetri. Nýlokið er rannsóknarferð þangað og Ester segir frá því sem fyrir augu og eyru bar. Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli fræðire Edda okkur um fyrirbærið veirur.
3/30/202055 minutes
Episode Artwork

Innkaup. Leiklist. Vegir. Flóðhestar

Ragna Benedikta Garðarsdóttir dósent HÍ: Hvernig hefur innkaupahegðun okkar breyst á tímum veirunnar? Margrét Bjarnadóttir danshöfundur: Ávarp á alþjóðlegum degi leiklistar. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegarðarinnar: Rætt um holur í vegum, snjómokstur og aukið framkvæmdafé. Vera Illugadóttir: Vera segir frá hinum frægu flóðhestum Escobars í Kólumbíu.
3/27/202055 minutes
Episode Artwork

Helgar lindir. Smitskömm. Umhverfispistill

Gylfi Helgason fornleifafræðingur: Helgar lindir eru þekktar víða um heim, hér á landi þekkjum við þær helst sem kenndar eru við Guðmund góða. Gylfi segir frá rannsóknum sínum á helgum lindum á Vesturlandi. Andrea Sigurðardóttir: Fjallað um fyrirbærið smitskömm og rætt við Andreu sem greindist með Covidsmit og hefur verið i sóttkví. Stefán Gíslason: Umhverfispistill um umhverfisáhrif Covid faraldursins.
3/26/202055 minutes
Episode Artwork

Ferðavenjukönnun 2109. Vísindavefurinn

Þorsteinn R Hermannsson samgöngustjóri Rvkborgar: Farið yfir helstu tölur í Ferðavenjukönnun 2109 fyrir höfuðborgarsvæðið. Ferðum á dag fækkar, notkun almenningssamgangna eykst sem og hjólreiðar. Jóna Árný Þórðardóttir framkv.stjóri Austurbrúar: Ferðavenjukönnunin 2019 og hvað hún segir um ferðavenjur fólks á landsbyggðinni. Jón Gunnar Þorsteinsson ritstjóri Vísindavefsins: Rætt um nýja vefsíðu tileinkaða Covid-19 og veirum almennt. Síðan var opnuð fyrir skemmstu til að svara mikilli eftirspurn almennings á traustum upplýsingum á tímum heimsfaraldursins.
3/25/202055 minutes
Episode Artwork

Smdráttur í umferð. Barnaspítali Hringsins. Efnahagsáhrif Covid 19

Björg Helgadóttir verkefnisstjóri Reykjavíkurborg: Síðan samkomubann hófst hefur dregið úr umferð um 25-30 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Björg fer yfir helstu tölur úr nýjustu umferðartalningu. Ragnar Grímur Bjarnason læknir Barnaspítala Hringsins: Viðbrögð við Covid 19 og afleiðingar fyrir starfsemi spítalans. Friðrik Páll: Milljónir manna hafa þegar misst vinnuna og milljónir missa hana á næstu vikum og mánuðum. Samdráttur er í efnahagslífi heimsins, en hvenær land rís á ný veit enginn.Það fer eftir því hversu fljótt tekst að útrýma veirunni, hugsanlega strax í sumar, en mögulega ekki fyrr en um næstu áramót, jafnvel ekki fyrr en á næsta ári.
3/24/202055 minutes
Episode Artwork

Kongó. Grænmetisframleiðsla. Örverur

Jón Eggert Víðisson, sendifulltrúi: Jón starfar með læknum án landamæra í Austur-Kongó. Landið er nýbúið að takast á við Ebóluveiruna, og nú vofir Kórónaveiran yfir. Jón Eggert valdi að verða eftir í landinu þrátt fyrir óvissutíma. Gunnar Þorgeirsson form. Bændasamtakanna: Getur matvælaframleiðsla í landinu geti orðið skilvirkari? Hvernig er hægt að auka við grænmetisframleiðslu og hvaða möguleikar eruí ylrækt? Edda Olgudóttir: Í Vísindaspjalli dagsins er fjallað um rannsókn a örveruflóru munnsins.
3/23/202055 minutes
Episode Artwork

Veira. Hnúfubakar.Steingervingar

Veira eða vírus? Sagt frá nýyrðinu veira sem Vilmundur Jónsson landlæknir átti hugmyndina að sem þýðingu á vírus. Rifjuð upp grein Vilmundar " Vörn fyrir veiru". Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur: Rætt við hana um nýlega hvalreka og breytingar á farháttum hnúfubaka. Málfarsmínúta um faraldur. Vera Illugadóttir: Vera segir frá merkilegum steingervingum sem fundist hafa.
3/20/202055 minutes
Episode Artwork

Afbókanirl. Aðlaðandi sveitarfélög. Náttúruskoðun

Breki Karlsson form. Neytendasamtakanna: Flugferðir sem felldar eru niður, afbókanir pakkaferða, inneignarnótur. Neytendasamtökunum berast ótal fyrirspurnir um þessi mál þessa dagana . Hjördís Rut Sigurjónsdóttir sérfr. hjá Nordregio: Af hverju gengur sumum sveitarfélögum betur að nýta auðlindir sínar, laða til sín fólk og skapa ný störf? Þetta var lykilspurningin sem fjallað var um í greiningu á aðdráttarafli fjórtán sveitarfélaga á Norðurlöndum. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Umhverfisspjall um náttúruskoðun af ýmsu tagi
3/19/202055 minutes
Episode Artwork

Hrafnista. Fæðufrmleiðsla. Innflytjendur

María Fjóla Harðardóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna: Eldra fólk er í áhættuhópi þegar kemur að Covid 19 veirunni. María segir frá þeim breytingum sem gera varð á starfseminni og viðbrögðum heimilisfólks og aðstandenda. Ragnheiður I Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarhaáskólans: Nýgerður samningur skólans og ráðuneytis snýst m.a. um rannsóknir og greiningu á fæðufræamleiðslu í landinu s.s sauðfjárrækt og ylrækt. Joanna Marcinkowska - Sérfræðingur í málefnum innflytjenda hjá mannréttinda og lýðræðisskrifstofu rvk borgar: Innflytjendur eru í viðkvæmri stöðu núna varðandi miðlun og móttöku upplýsinga,
3/18/202055 minutes
Episode Artwork

Rauði krossinn og covid, sjálfbærni og fæðuöryggi, heilbrigðiskerfi þj

Kristín Hjálmtýsdóttir framkv.stj. Rauða Krossins: Hvaða þættir í starfsemi RK liggja niðri núna og hvað heldur áfram. Rætt um stöðu innflytjenda gagnvart upplýsingagjöf og þjónustu heimsóknavina. Oddný Anna Björnsdóttir, Berufirði: Hvernig getum við verið sjálbærari í fæðubúskap okkar. Friðrik Páll: Kórónaveiran og heilbrigðiskerfin
3/17/202055 minutes
Episode Artwork

Fjarkennsla, rafrænt rokk og hormónið sem lætur okkur hika.

Ingileif Ástvaldsdóttir aðjúnkt við menntavísindasvið HÍ og stundakennari við HA: Möguleikar í fjarkennslu í skólastarfi og staða Kristján Freyr Halldórsson rokksstjóri: Aldrei fór ég suður tónlistahátíðin verður haldin. En hún verður rafræn, streymt á netinu án gesta. Edda Olgudóttir: Vísindaspjall um hormónið sem lætur okkur hika í augnablik þegar okkur bregður við.
3/16/202055 minutes
Episode Artwork

Útsýnispallur. Ungir vísindamenn. Rostungar

Einar Hlér Einarson arkitekt: Í vikunni var nokkrum styrkjum úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, en styrkjunum er ætlað að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða um allt land. Hæsta styrkinn að þessu sinni hlaut hugmynd að útsýnispalli í 600 metra hæð. Einar er einn af hugmyndasmiðunum að baki pallsins. Þórir Einarsson Long lækisfræðikandídat og Guðrún Höskuldsdóttir BS-nemi í verkfræðilegri eðlisfræði við HÍ: Þau voru valin úr stórum hópi ungra vísindamanna víða um heim til þess að sækja vikulanga dagskrá með hátt í 70 Nóbelsverðlaunahöfum í Þýskalandi í sumar. Hilmar Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafnsins: Náttúruminjasafnið setur nú upp sýninguí framhaldi af nýlegri rannsókn á rostungum við Ísland, líffræði þeirra , afurðanýtingu og afdrifum.
3/13/202055 minutes
Episode Artwork

Verslun og snertilaus viðskipti.Repjuolía sem elsdneyti.Umhverfisspjal

Gunnar Egill Sigurðsson, Samkaupum: Rætt um aðgerðir í verslunum til að verjast veirusmiti. Netverlsun hefur vaxið mikið undanfarið og Gunnar telur að það muni haldast. Helgi T Helgason ,Landsbankanum: Það er flókið að hækka hámarksupphæð sem leyfð er með kortum í snertilausum posaviðskiptum en ef snjalltæki t.d. símar eru notaðir er ekkert hámark. Gylfi Árnason aðjúnkt við HR: Skipaður hefur verið starfshópur um ræktun og nýtingu orkujurta s.s. repju. Gylfi ræðir möguleikana, kostina og umfang slíkrar ræktunar. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Umhverfispistill um konur og loftslagsbreytingar.
3/12/202055 minutes
Episode Artwork

Afbókanir. Íslenska og innflytjendur. Málfar. Matur i sóttkví

Halldóra Þorsteinsdóttir lektor í lögfræði: Rætt um reglur og viðmið er varða afbókanir á þjónustu, hver er staða kaupenda og seljanda. Sólborg Jónsdóttir verkefnisstjóri Mímir símenntun: Hvernig er háttað íslenskukennslu fyrir innflytjendur? Hvernig gengur og hvað má gera betur. Sigurjón Bragi Geirsson kokkur: Rýnt í ráðgefandi lista almannavarna um birgðaþörf heimila í sóttkví.
3/11/202055 minutes
Episode Artwork

Efnafræði handþvotts. Uppbygging innviða. Eldar í Ástralíu

Páll Þórðarson efnafræðingur: Handþvottur er mikilvægur þegar vírusar ganga lausir. Páll útskýrir hvaða ferli fer í gang þegar sápa leggur til atlögu við vírusa. Dagný Arnarsdóttir sérfræðingur ,Umhverfisráðuneyt: Rætt um úthlutanir úr framkvæmdasjóði ferðamanna og landsáætlun til uppbyggingar innviða næstu þrjú árin. Friðrik Páll: Eldarnir hafa slokknað í Ástralíu. Þeir jafa logað í átta mánuði og eru mestu eldar sem um getur
3/10/202055 minutes
Episode Artwork

Flóttabörn. Jarðhræringar. Von og vísa. Föstur.

Sema Erla Serdar hjá hjálparsamtökunum Solaris: barnafjölskyldum vísað aftur til Grikklands, staða barna á flótta Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur: staða mála á Reykjanesskaga, jarðhræringum lokið og eldgosahætta búin? Málfarsmínúta um orðasambandið von og vísa. Edda Olgudóttir: Vísindaspjall um virkni fastna á líkamann.
3/9/202055 minutes
Episode Artwork

Héraðsfréttamiðlar og bæjarblöð. Svipbrigði katta

Birgir Guðmundsson dósent við HA, Olga Björt Þórðardóttir ritstjóri og útgefandi Hafnfirðings og Magnús Magnússon ritstjóri Skessuhorns: Umræða um stöðu héraðsfréttamiðla og bæjarblaða um þessar mundir og hvaða þýðingu fjölmiðlafrumvarpið hefur fyrir útgáfu þeirra. Vera Illuadóttir: Þennan föstudaginn segir Vera frá stórri rannsókn á því hversu vel fólki tekst að ráða í svipbrigði katta.
3/6/202055 minutes
Episode Artwork

Loftslagsmál og vinnumarkaður. Kvíði og Covid. Engisprettufaraldur.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur: Loftlagsmál og vinnumarkaðurinn Sóley Dröfn Davíðsdóttir og Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingar á Kvíðameðferðarstöðinni: Kvíði og Covid veiran, áhrif á andlega heilsu einstaklinga og samfélags. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Umhverfispistill dagsins fjallar um engisprettufaraldur sem geysar í Afríku.
3/5/202055 minutes
Episode Artwork

Grænir skattar. Veikindaréttur. Slangur. Skipulag og lýðheilsa.

Daði Már Kristófersson prófessor í auðlindahagfræði HÍ: Grænir skattar, hver er tilgangur þeirra, hverjir greiða þá og hverjir eru kostirnir og gallarnir. Lára V Júlíusdóttir  lögfræðingur : Hver er veikindaréttur fólks í sóttkví? Málfarsmínúta um slangur. Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsfræðingur: Tengsl skipulags og lýðheilsu sem hluti af landsskipulagsstefnu.
3/4/202055 minutes
Episode Artwork

Veirugreining. Barna- og unglingabókmenntir. Assange.

Karl G Kristinsson, Ólafía Fannhvít Grétarsdóttir, Máney Sveinsdóttir, starfsfólk sýkla-og veirufræðideildar Lsp.: Farið í heimsókn á deildina og forvitnast um hvernig greiningarvinnan á sýnum vegna COVID 19 fer fram. Marianna Clara Lúthersdóttir: "Vá- Bækur, lesendur þeirra og allt hið voðalega í heiminum" er yfirskrift málþings um barna og unglingabókmenntir þar sem fjallað er um birtingarmyndir erfiðra viðfangsefna samtímans í bókmenntum fyrir ungmenni. Friðrik Páll: Hvað verður um Julian Assange, stofnanda Wikileaks? Í byrjun síðustu viku tók dómstóll í Bretlandi til meðferðar kröfu bandarískra stjórnvalda um að hann verði framseldur til Bandaríkjanna, þar sem hann á yfir höfði sér að verða dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. Ef svo fer skerðist tjáningarfrelsi fjölmiðla og rannsóknarblaðamönnum verður hætta búin
3/3/202055 minutes
Episode Artwork

Ólíumengun. Loftslagskvíði. V'isindaspjall

Sigurrós Friðriksdóttir Umhverfisstofnun: Allt frá áramótum hafa verið að finnast olíublautir fuglar í Vestmannaeyjum og víðar. Umhverfisstofnun annast rannsókn á því hver uppruni olíunnar er. Daðey Albertsdóttir sálfræðinemi: Daðey er mastersnemi í klínískri sálfræði við HR og segir frá rannsóknum sínum á loftslagskvíða, fyrirbæri sem hrjáir sífellt fleira fólk. Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli ræðir hún annarsvegar um erfðafræði og svo Covid 19 veiruna.
3/2/202055 minutes
Episode Artwork

Þorpið. Skjaldborg. Apar og engisprettur.

Hulda Björk Finnsdóttir og Birgir Örn Guðjónssson lögregluvarðstjóri Hafnarfirði: Þorpið er nýtt samstarfsverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Hafnarfjarðarbæjar. Verkefnið er hugsað sem forvarnarstarf til að vernda börn gegn ofbeldi og vanrækslu, sporna gegn áhættuhegðun og til að huga að jaðarsettum hópum. Kristín Andrea Þórðardóttir og Helga Rakel Rafnsdóttir aðstandendur Skjaldborgar: Skjaldborg -hátíð íslenskra heimildakvikmynda hlaut Eyrarrósina í ár. Rætt um hátíðina og gildi hennar. Vera Illugadóttir: Tvær árásargjarnar dýrategundir teknar fyrir, Rhesusapar á Indlandi sem herja bæði á fólk og byggingar og engisprettur í Pakistan.
2/28/202055 minutes
Episode Artwork

Svefn. Listmeðferð. Umhverfisspjall

Vaka Rögnvaldsdóttir doktorsnemi HÍ: Tengsl svefns og holdafars hjá ungu fólki. Unnur Óttarsdóttir listmeðferðarfræðingur: Samkvæmt rannsóknum hennar gekk börnum fimm sinnum betur að festa í minni til lengri tíma með teikningu en með skrift. Hún ræðir einnig notkun teikningar sem meðferðarúrræðis hjá börnum sem þurfa að vinna úr tilfinningum tengdum áföllum. Stefán Gíslason: Í Umhverfisspjalli dagsins ræðir Stefán um eldi villtra dýra sem tengist COVID19 veriunni, losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og vinnslu koldíoxíðs úr andrúmslofti.
2/27/202055 minutes
Episode Artwork

Ofbeldismál og úrræði. Vistfræði og náttúruvernd. Raftækjaúrgangur

Sólveig Fríða Kærnested, Fangelsismálastofnun: Það þarf að gera betur þegar kemur að úrræðum fyrir gerendur í ofbeldismálum og þá sem eru í hættu á að fremja ofbeldisbrot. Sólveig fræðir okkur um tillögur sem lagðar hafa verið fram um viðeigandi úrræði og eflingu fræðslu og forvarna. Gísli Már Gíslason prófessor emeritus HÍ: Gísli lætur af störfum eftir 40 ára starf við kennslu og rannsóknir . Talað við hann um vistkerfi ferskvatna sem hann hefur rannsakað undanfarin 40 ár og svo náttúruvernd á Íslandi sem hann hefur ríkar skoðanir á. Rætt um raftækjaúrgang og fyrirhugaðar reglur Evrópusambandsins sem eiga að draga úr honum og auka orkunýtingu.
2/26/202055 minutes
Episode Artwork

Erlendar konur á Íslandi. Jákvæð heilsa. Fjarskiptakapphlaup

Krisín Loftsdóttir og Unnur Dís Skaptadóttir prófessorar við HÍ: Fjallað er um skýrsluna Staða kvenna af erlendum uppruna - hvar kreppir að? sem Krisín og Unnur Dís unnu fyrir félagsmálaráðuneytið Guðjón Hauksson forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Austurlands: Heilbrigðisstofnunin innleiða í samvinnu við þrjú austfirsk sveitarfélög hollenska hugmyndafræði um jákvæða heilsu. Friðrik Páll: Táknmynd tæknikapphlaups Kína og Bandaríkjanna er kínverski tæknirisinn Huawei, sem bandarísk stjórnvöld reyna nú með öllum ráðum að útiloka.
2/25/202055 minutes
Episode Artwork

Vinnumarkaðurinn. Veðurfræði. Vísindaspjall

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent: Fjórði hver launþegi á Íslandi er án samnings. Á innlendum vinnumarkaði grasserar nú líklega mesta ólga frá því fyrir Þjóðarsáttina árið 1990. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur: Veðurfregnir háloftanna. Heimskautahvirfill, skotvindar, hringrás í háloftunum. Hvað segir þetta okkur? Einar útskýrir og tengir við veðurfarið á jörðu niðri. Edda Olgudóttir: Í Vísindaspjalli dagsins segir hún frá rannsókn þar sem CRISPR tæknin var notuð á krabbameinssjúklinga.
2/24/202055 minutes
Episode Artwork

Umhverfissinninn. Eldhúsúrgangurinn. Letilóran

Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur: Hvernig getur önnum kafið fólk í dag haft tíma til að sinna umhverfismálum ? Hvernig fer saman að vera umhverfissinni og njóta lífsins í neyslusamfélagi. Friðrik Gunnarsson , Reykjavíkurborg: Forvitnast um árangur tilraunaverkefnis sem stendur yfir á Kjalarnesi um sérsöfnun eldhúsúrgangs en núna fer um helmingur heimilisúrgangs á höfuðborgarsvæðinu í urðun. Vera Illugadóttir: Eitraða letilóran og spádómsdýr í Rússlandi
2/21/202055 minutes
Episode Artwork

Áskoranir margbreytileikans. Streita og kulnun. Fatasóun

Hilma H Sigurðardóttir og Jóhanna Vilborg Ingvarsdóttir félagsráðgjafar: Hvernig má skapa aukin tækifæri til samfélagslegrar þátttöku fyrir fólk af erlendum uppruna? Hvers vegna er samfélagsleg þátttaka mikilvæg? Er félagsleg þátttaka grundvöllur þess að tilheyra samfélaginu? Ólafur Örn Ævarsson geðlæknir: Kulnun og streita. Hvað segja nýjustu rannsóknir um orsakir streitu í samskiptum fólks. Stefán Gíslason: Umhverfisspjall dagsins snýst um umhverfisáhrif textíliðnaðarins og fatasóun.
2/20/202055 minutes
Episode Artwork

Umhverfiskönnun. Skólabörn.Matarmenning

Ólafur Elínarson, Gallup: Fjallað um nýjar niðurstöður umhverfiskönnunar Gallup og farið yfir viðhorf og hegðun Íslendinga í tengslum við umhverfismál og loftslagsbreytingar. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur: Óljóst er hvort eða hvar 179 börn með lögheimili í Reykjavík stunda grunnskólanám. Helgi ræðir hvað verið er að gera til að hafa upp á þeim og hvaða úrbóta sé þörf. Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður: Einn veitingastaður á Íslandi er með svokallaða Michelin stjörnu. Rætt er um hágæða veitingageirann hér á landi og víðar og hvernig hægt er að missa stjörnu og ná henni aftur á einu ári.
2/19/202055 minutes
Episode Artwork

Landverðir. Kjarval. Boeing

Anna Þorsteinsdóttir form. Landvarðafélagsins: Landvörðum fjölgar í landinu,ekki síst heilsársstörfum. Störf landvarða eru fjölbreytt og starfsvettvangurinn sömuleiðis. Nú vinna landverðir fyrir fleiri en eina stofnun en slíkt myndi breytast ef þjóðgarðar færu allir undir eina stofnun. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur: Halla Harðardóttir fer í heimsókn í Landsbankann í Austurstræti þar sem stendur yfir sýning á verkum eftir Jóhannes S. Kjarval og ræðir við Aðalstein um Kjarvalssafn Landsbankans og samband þessa ástsæla listamanns við bankann. Friðrik Páll: Boeing 737 Max þoturnar voru kyrrsettar fyrir ellefu mánuðum, eftir tvö flugslys sem urðu 346 mönnum að bana. Slysin voru rakin til galla á stýribúnaði. Nú segist Boeing vænta þess að þoturnar verði aftur teknar í notkun um mitt ár.
2/18/202055 minutes
Episode Artwork

Listir og níðingar. Vatnsræktun fyrir vestan. Vísindaspjall

Arnar Eggert Thoroddsen: Má njóta níðinga? var yfirskrift málþings þar sem tekist var á við þá spurningu hvort það sé siðferðilega rétt að njóta verka eftir listamenn sem hafa breytt rangt í lífi sínu. Gunnar Ólafsson frumkvöðlasetrinu Djúpið í Bolungarvík: Fræ til framtíðar er verkefni sem unnið er með nemendum 3ja bekkjar í grunnskólum á Vestfjörðum þar sem þau kynnast matjurtaræktun með vatnsræktun. Málfarsmínúta fjallaði um orðið faraldur Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli dagsins fræðumst við um sestron, prótínið sem miðlar góðum áhrifum hreyfingar.
2/17/202055 minutes
Episode Artwork

Svartolía. Kynferðisleg friðhelgi. Rottur

'Arni Finnsson Náttúruverndarsamtökum Íslands: Aælþjóðasiglingamálastofnunin fundar í næstu viku um bann við notkun svartolíu í siglingum á norðurslóðum. María Rún Bjarnadóttir, doktorsnema í lögfræði: Breyta þarf lögum til að tryggja kynferðislega friðhelgi einstaklinga og mæta nýrri tækni og samskiptamátum einstaklinga. Vera Illugadóttir: Rottuárásir á bíla í Bandaríkjunum
2/14/202055 minutes
Episode Artwork

Reboot Hack. Snjallúr. Umhverfisspjall

Kristjana Björk Barðdal: Reboot Hack er nýsköpunarkeppni háskólanema þar sem þátttakendur með fjölbreyttan bakgrunn keppa saman í hópum og vinna í sólarhring að lausn að áskorunum sem ákveðnar eru fyrir fram. Davíð O Arnar hjartalæknir: Davíð fræðir hvernig snjalltækni eins og t.d. í snjallúrum getur nýst í heilbrigðisþjónustunni. Stefán Gíslason: Í umhverfisspjalli er rætt um loftslagskvíða og hvernig best sé fyrir foreldra að ræða loftslagsmálin við ung börn.
2/13/202054 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Blokkarsamfélag. Áskoranir iðnaðarins. Táknmál

Úlfhildur Eysteinsdótttir, Vignir Hafsteinsson og Hjörtur Jóhann Jónsson: Þrjár fjölskyldur hjálpast að þegar leikskólar loka í verkfalli. En þess utan eru fjölskyldurnar í töluverðum samskiptum sem hófust í gegnum börnin og foreldrarnir fóru að venja komur sínar í garðinn þegar vel viðraði eftir vinnu. Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Marel og Guðlaug Kristinsdóttir stjórnarformaður, Límtré Virnet: Þær ræða hvernig þeirra fyrirtæki mæta þeim áskorunum og tækifærum sem framleiðsluiðnaðurinn stendur frammi fyrir, ekki síst í nýsköpun í umhverfis- og loftslagsmálum. Hólmfríður Þóroddsdóttir Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnarskertra: Dagur íslenska táknmálsins var í gær og Hólmfríður segir frá viðburðum dagsins, ræðir stöðu táknmálsins og útskýrir nafnatákn.
2/12/202055 minutes
Episode Artwork

Nýir Íslendingar. Slys. Kína

Guðrun M Guðmundsdóttir mannfræðingur hjá Rauða Krossinum: Guðrún er ein þriggja kvenna sem heldur utan um þær níu sýrlensku fjölskyldur sem fluttu á norður á hvammstanga og blönduós í fyrravor. Hún segir aðlögun ganga ótrúlega vel, bæði hjá nýju íbúunum og samfélaginu sem tók á móti þeim, en ýmis atriði þurfi þó almennt að skoða betur, þá sérstaklega mennta og atvinnumál flóttafólks. Gísli Nils Einarsson, VÍS: Á hverju ári verða þúsundir íslendinga fyrir slysum af ýmsu tagi. Hvers konar slys eru það og hvað er hægt að gera til að fækka þeim. Gísli segir frá forritinu ATVIK sem auðveldar verkefnið. Friðrik Páll: Tugir milljóna manna hafa verið í sjálfskipaðri eða fyrirskipaðri einangrun í Kína vegna 2019-kórónaveirunnar, og enn er fólk hvatt til þess að halda sig heima. Víða hefst skólahald ekki fyrr en í lok mánaðarins. Fólk utan Hubei-héraðs er farið að snúa aftur til vinnu en í minna mæli en búist var við. - Stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd fyrir að hafa brugðist seint við farsóttinni og þar með gert illt verra.
2/11/202055 minutes
Episode Artwork

Heimajarðgerð. Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur. Vísindaspjall

Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður Grasagarðsins í Laugardal: Hvað er hægt að gera við lífræna úrganginn á heimilinu þegar ekki er til staðar garður fyrir safnhaug? Halldór Þ Haraldsson form. Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur: Iðnaðarmannafélagið er með elstu félögum á landinu og tilgangur þess er að efla menningu og menntun iðnaðarmanna. Konum fjölgar í iðnnámi og sífellt fleiri greinar bætast við. Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli dagsins fjallar Edda um stressið og gráu hárin.
2/10/202055 minutes
Episode Artwork

Plastendurvinnsla. Harkhagkerfið. Dýrahljóð

Sigurður Halldórsson framkv,stjóri Pure North Recycking: Fyrirtækið Pure North Recycling endurvinnur mest allt heyrúlluplast á landinu og nú hefur verið hleypt af stokkunum átakinu "Þjóðþrif" þar sem tíu stór fyrirtæki skuldbinda sig til að senda allt plast sem frá þeim kemur í endurvinnslu þar. Andri Valur Ívarsson lögmaður BHM : Harkhagkerfið. Það eykst sífellt bæði hér á landi og alþjóðlega að fólk velji eða neyðist til að sinna frekar verktöku en að vera í launuðum störfum. Þetta hefur verið kallað harkhagkerfið og hefur ýmsar áskoranir í för með sér, ekki síst út frá sjónarhorni verkalýðsfélaga. Málfarsmínúta um högg Vera Illugadóttir: Hljóðarannsóknir hjá selum og mörgæsum
2/7/202055 minutes
Episode Artwork

Falsfréttir og vísindi. Hússtjórnarskólinn. Risaskjaldbökur

Erna Magnúsdóttir dósent í sameindalíffræði og Finnur Dellsén dósent í heimspeki: Falsfréttir og vísindi er yfirskrift málþings í tilefni af 20 ára afmæli Vísindaverfsins. Þau Finnur og Erna ræða hvernig falsfréttir birtast oft fjölmiðlum sem hálfsannleikur án þess að um beina lygi sé að ræða . En þótt þær fréttir séu kveðnar í kútinn þá lifa þær gjarnan áfram í huga fólks. Margrét Sigfúsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans í Rvk: Hússtjórnarskólinn hefur starfað frá árinu 1942 og eftirspurn í námið haldist nokkuð stöðug þó tíðarandinn hafi alltaf haft nokkuð þar um að segja. eftir nokkra niðursveiflu í ásókn virðist skólinn vera að sækja í sig veðrið aftur, nemendur aukast aftur jafnt og þétt. í fyrra voru þar 14 nemendur en þetta árið sækir 21 nemandi þar nám. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Í Umhverfisspjalli segir Hafdís frá Galapagoseyjum og risakajaldbökunum sem þar búa. Af þeim hafa greinst fimmtán undirtegundir en fjórar eru útdauðar.
2/6/202055 minutes
Episode Artwork

Þvinguð hjónabönd. Lögmenn. Réttvísin gegn RÚV.

Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UNWomen á Íslandi: Hjón sem vísa átti úr landi til Pakistan óskuðu alþjóðlegrar verndar hér óttuðust um líf sitt því þau höfðu gifst þrátt fyrir að fjölskylda konunnar hefði samið um brúðkaup hennar og annars manns. Rætt er við Stellu um þvínguð hjónabönd og stöðu Íslands í þeim efnum. Berlind Svavarsdóttir formaður Lögmannafélags Íslands: Berglind ræðir um endurskoðun á siðareglum lögmanna og breytt umhverfi eftir mikla fjölgun í stéttinni undanfarin ár og áratugi. Árni Hjartarson jarðfræðingur: Réttvísin gegn Rúv nefnist leikþáttur sem saminn var og leiklesinn í kjölfar Tangenmálsins svokallaða árið 1989. Upptaka af honum verður sýnd á Safnanótt.
2/5/202055 minutes
Episode Artwork

Jafnréttisdagar. Ilmbanki. "Samningur aldarinnar"

Arnar Gíslason jafnréttisfulltrúi HÍ: Jafnréttisdagar standa nú yfir í öllum háskólum landsins. Arnar ræðir um viðfangsefni jafnréttisdaganna og hvaða áhrif þeir hafa. Elín Þorgeirsdóttir hönnuður: Halla Harðardóttir ræðir við Elínu um starf hennar og Sonju Bent en þær hafa eimað angan úr íslenskri náttúru og safnað saman í ilmbanka. Friðrik Páll: „Samningur aldarinnar“, eins og Trump Bandaríkjaforseti kallar hann, var kynntur í Washington í síðustu viku, og er ætlað að leysa deilur Ísraelsmanna og Palestínumanna. Ísraelsstjórn fær flestar óskir sínar uppfylltar, en Palestínumenn fæstar ef nokkrar. Ísraelsmenn geta nú með samþykki og stuðningi Bandaríkjaforseta innlimað stóran hluta Vesturbakkans í andstöðu við alþjóðalög.
2/4/202055 minutes
Episode Artwork

Stafræn samskipti. Velferðartækni. Frumur og krabbamein

Andri Heiðar Kristinsson stafrænn leiðtogi í Stjórnarráðinu: Stafræn samskipti eiga að vera meginsamskiptaleið almennings við hið opinbera í lok þessa árs. Til þess þarf að byggja frekar upp stafræna innviði landsins og mun Andri leiða þá vinnu. Þórunn Sveinbjörnsdóttir form. LEB: Landssamband eldri borgara kynnir velferðartækni sem felst í tæknilausnum til að auka öryggi fólks í daglegu lífi, ýta undir sjálfstæði einstaklinga og bæta lífsgæði. Edda Olgudóttir: Segir frá rannsókn á ákveðinni tegund af frumu sem virðist geta ráðið niðurlögum krabbameinsfrumna
2/3/202055 minutes
Episode Artwork

Vöktun refa. Áhrif dönsku. Njálurefillinn.

Ester Rut Unnsteinsdóttir líffræðingur: Vöktun refa á Hornströndum síðastliðið sumar. Viðkoma refanna var með slakasta móti. Auður Haukssdóttir prófessor: Mismunandi áhrif dönsku á vestnorræn tungumál. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan. Christina Margareta Bengtsson: Njálurefillinn 7 ára.
1/31/202055 minutes
Episode Artwork

Friðlýsingar. Vanlíðan foreldra. Umhverfispistill

Hildur Vésteinsdóttir Umhverfisstofnun: Rætt um friðlýsingar Geysissvæðisins og Þjórsárdals og friðlýsingarferli einstakra svæða. Guðrún Kristjánsdóttir prófessor HÍ: Guðrún segir frá rannsókninni "Vanlíðan meðal íslenskra foreldra". Fyrstun niðurstöður sýna að huga þarf betur að geðheilbrigði foreldra, sem virðast of oft vera undir of miklu álagi og við sem samfélag verðum að minnka álag á foreldra. Stefán Gíslason: Umhverfispistill um hvað felst í því að "svana".
1/30/202055 minutes
Episode Artwork

Kolefnisjöfnun. Persónuvernd. Wuhan-veiran. Pólskir Grindvíkingar.

Hrönn Ingólfsdóttir formaður Festu og Ásdís Nína Magnúsdóttir sjálfboðaliði: Rætt um janúarráðstefnu Festu, samfélagsábyrgð og kolefnisjöfnun. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar: Gervigreind og persónuvernd. Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínútan: Wuhan-veiran. Magdalena Filimonow íbúi í Grindavík: Pólskir Grindvíkingar eru hræddir við jarðhræringarnar rétt utan við bæinn.
1/29/202055 minutes
Episode Artwork

Búferlaflutningar. Gufubíllinn. Fjölgun aldraðra

Vífill Karlsson hagfræðingur: Greining á þeim þáttum sem eru líklegastir til að ýta undir flutning fólks úr sveitum landsins. og spurt hvort þeir þættir séu ólíkir í sveitum annarsvegar og svo í þorpum og bæjum. Hafdís Hrund Gísladóttir: Húnrekur gufubílinn sem er farandgufubað á hjólum. Friðrik Páll: Áskoranir Evrópuríkja þar sem konur eignast að meðaltali 1,6 börn, en þyrftu að eignast 2,1 barn til þess að halda óbreyttri íbúatölu. Evrópubúum fækkar því, en í mörgum löndum er það jafnað með innflytjendum.
1/28/202055 minutes
Episode Artwork

Eldgos á Reykjanesskaga. Kínverskir ferðamenn. Kórónaveiran.

Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði: Eldgosasaga Reykjanesskagans. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri: Kínverskir ferðamenn, þarfir þeirra og móttökur. Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínútan: Reykjanes eða Reykjanesskagi. Edda Olgudóttir: Bólusetningar vegna kórónaveirusýkingar í Kína og víðar.
1/27/202055 minutes
Episode Artwork

Gervigreindar og veðurspár. Ungmennaráð Þroskahjálpar. Kattaglæpir.

Sveinn Gauti Einarsson: Notkun gervigreindar við gerð veðurspáa. Anna Lára Steindal, Haukur Hákon Loftsson og Magnfríður Jóna Kristjánsdóttir: Nýstofnað ungmennaráð Þroskahjálpar. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Útsynningur. Vera Illugadóttir: Kattaglæpir.
1/24/202055 minutes
Episode Artwork

Flóttamenn á Lesbos. Hvað varð um humarinn? Menn, ísbirnir og lundar.

Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins: Aðstæður flóttamanna á grísku eyjunni Lesbos. Jónas Páll Jónasson fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun: Hvað hefur orðið um humarinn við Íslandsstrendur? Kristinn Schram dósent í þjóðfræði og Katla Kjartansdóttir doktorsnemi í safnafræði: Samband hvítabjarna, lunda og mannsins á norðurslóðum.
1/23/202055 minutes
Episode Artwork

Nýsköpun. Saudi Arabia. Flexitarian

Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar: Nýsköpun CarbFix verkefnisinsog heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ólöf Ýrr Atladóttir: Uppbygging umfangsmikils ferðaþjónustuverkefnis í Saudi Arabíu og lífið í landinu. Jóhanna Torfadóttir næringarfræðingur: Mataræði sem hópur vísindamanna lagði til svo hægt sé að framfleyta mannkyninu í framtíðinni á sjálfbæran hátt. Það kallast flexitarian.
1/22/202058 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Offita. Sandfok.Pútín

Hildur Thors læknir Reykjalundi: Klínískar leiðbeiningar um meðferð fullorðinna einstaklinga með offitu. Ólafur Arnalds prófessor LBHÍ: Rannsóknir á umfangi, uppsprettu og áhrifum sandfoks og ryks á Íslandi. Friðrik Páll: Hveð gerir Pútín þegar kjörtímabil hans rennur út?
1/21/202055 minutes
Episode Artwork

Úthlutun vísindastyrkja. Offita og sykursýki 2. Gefa frá sér. Kíghósti

Erna Magnúsdóttir formaður Vísindafélags Íslands: Úthlutun vísindastyrkja úr Rannsóknarsjóði. Thor Aspelund prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ og tölfræðingur hjá Hjartavernd: Efnaskiptadúettinn offita og sykursýki 2. Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínútan: Munurinn á að gefa frá sér og gefa út. Edda Olgudóttir: Bakterían sem veldur kíghósta er að breytasta, sem gæti haft áhrif á bólusetningu gegn sjúkóminum.
1/20/202055 minutes
Episode Artwork

Barna- og unglingageðlækningar. 40 þúsund gervihnettir. TJákn. Fallbir

Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir BUGL: Barna- og unglingageðlækningar í hálfa öld. Sævar Helgi Bragason: Hvernig líst stjörnuskoðurum á að 40 þúsund gervihnettir verði á sporbaug um jörðu. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Tjákn. Vera Illugadóttir: Árásargjarnir fallbirnir.
1/17/202055 minutes
Episode Artwork

Svefn á meðgöngu. Heimsmarkmið SÞ. Davos fundurinn.

Kristín Georgsdóttir: Áhrif lítils og lélegs svefns á móður og barn á meðgöngu. Darri Eyþórsson hjá Hagstofunni: Hvernig stendur Ísland sig í að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Stefán Gíslason: Árlegur fundur Alþjóðaviðskiptaráðsins í Davos í Sviss.
1/16/202055 minutes
Episode Artwork

Áfallahjálp. Störf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra. Glitský.

Jóhann Thoroddsen sálfræðingur hja RKÍ mætir: Hvernig er best að vinna úr áföllum. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Berglind Hálfdánsdóttir ljósmóðir og lektor við HÍ: Áskoranir í starfi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í framtíðinni. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan - glitský.
1/15/202055 minutes
Episode Artwork

Hópslys - þolmörk LSH. Snjóalög og snjóflóð. Miðausturlönd.

Guðrún Lísbet Níelsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri fyrir viðbragðsáætlanir LSH: Rannsókn á þolmörkum Landspítalans í hópslysum, eftir alvarleg rútuslys 2016 og 2017. Harpa Grímsdóttir fagstjóri ofanflóðavaktar Veðurstofunnar: Snjósöfnun, snjóflóð og snjóalög. Friðrik Páll Jónsson: Hver er staðan í Miðausturlöndum eftir atburði síðustu vikna, og einkum eftir morð Bandaríkjamanna á Suleimani, hershöfðingja, næstæðsta valdamanni Írans? Íranskir áróðursmiðlar halda því fram að Suleimani verði þeim hættulegri dauður en lifandi?
1/14/202055 minutes
Episode Artwork

Huldukonur. Gervigreind. Hamfarahlýnun. Glútenóþol

Ásta Kristín Benediktsdóttir og Íris Ellenberger: Huldukonur - Hinsegin kynverund kvenna í íslenskum heimildum 1700-1960. Kristinn Rúnar Þórisson: Fjallar um gervigreind. Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínútan. Hamfarahlýnun. Edda Olgudóttir: Glútenóþol - erfðir og umhverfi.
1/13/202055 minutes
Episode Artwork

Varðveisla muna. Bókabæir. Ártíð. Dýraríkið.

Sandra Sif Einarsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir forverðir á Þjóðminjasafni Íslands: Hvernig á að varðveita gamla skírnarkjólinn og lampann hennar langömmu? Harpa Rún Kristjánsdóttir: Bókabæirnir austanfjalls. Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínútan - Ártíð. Vera Illugadóttir: Nýjustu tíðindi úr dýraríkinu.
1/10/202055 minutes
Episode Artwork

Hjálparstarf í 50 ár. Jöfn búseta barna. Skógareldar.

Kristín Ólafsdóttir fræðslustjóri: Hjálparstarf kirkjunnar í hálfa öld. Jónína Rut Matthíasdóttir félagsráðgjafi: Jöfn búseta barna í stjúpfjölskyldum. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Skógareldarnir í Ástralíu.
1/9/202055 minutes
Episode Artwork

Tryggingar á vélsleðum. Þolmörk björgunarsveita. Rafeindaúrgangur.

Óðinn Elísson lögmaður hjá Fulltingi: Skylduábyrgðatryggingar á vélsleðum hafa verið felldar niður. Jón Svanberg Hjartarson - framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar: Þolmörk björgunarsveita gagnvart ferðaþjónustu. Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínútan: Janus og janúar. Íris Gunnarsdóttir rekstrarstjóri vöruflokka hjá Úrvinnslusjóði: Skil á rafækjum og rafeindaúrgangi á Íslandi.
1/8/202055 minutes
Episode Artwork

Minni úrgangur. Marsáratugurinn. Skógareldar.

Guðmundur Tryggvi Ólafsson rekstrarstjóri endurvinnslustöðva SORPU: Heldur dró úr úrgangi árið 2019. Sævar Helgi Bragason: Marsáratugurinn. Friðrik Páll Jónsson: Skógareldar í Ástralíu, kolavinnsla og stjórnmál.
1/7/202055 minutes
Episode Artwork

Dropsteinshellir. Myglusveppaeitur. Að rota jólin. Niðurbrot á erfðaef

Árni B. Stefánsson hellarannsóknarmaður: Nýfundinn dropsteinshellir við Þeistareyki. Herdís Guðjónsdóttir hjá Matvælastofnun: Innköllun á matvælum og náttúrulegt myglusveppaeitur sem getur myndast í hnetum. Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínútan: Að rota jólin á þrettándanum. Edda Olgudóttir: Rannsókn um hvernig frumur bregðast við niðurbroti á erfðaefni hvatbera og hvernig það getur haft áhrif á þol gegn krabbameinslyfjum.
1/6/202053 minutes
Episode Artwork

Svartolía. Sameiningaráform. Tyrknesk býfluga.

Eiríkur Þórir Baldursson hjá Umhverfissstofnun: Takmarkanir á notkun svartolíu í íslenskri landhelgi. Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps: Sameiningaráform Þingeyjarsveitar og Skútustaðarhrepps. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan. Vera Illugadóttir: Tyrknesk býfluga í Bretlandi.
1/3/202055 minutes
Episode Artwork

Sjálfboðaliðar. Mælieiningar og innkallanir. Mikið talað, minna gert.

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor í félagsfræði: Erlendir sjálfboðaliðar á Íslandi og áhrif þeirra á vinnumarkaðinn. Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu: Mælieiningar og innkallanir. Stefán Gíslason: Mikið talað en minna gert.
1/2/202055 minutes
Episode Artwork

70 milljónir á flótta. Ný umferðarlög. Vísindaafrek ársins.

Vera Knútsdóttir framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna: Um 70 milljónir veglausir. 26 milljónir á flótta utan eigin lands. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu: Ný umferðarlög taka gildi um áramót. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan. Edda Olgudóttir: Helstu vísindaafrek ársins.
12/30/201955 minutes
Episode Artwork

Nokkur brot úr Samfélagsþáttum ársins

Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur: Dysjar hinna dæmdu. Vera Illugadóttir og Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur: Koma mjaldranna tveggja til Íslands. Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor við LBHÍ: Kolefnishringrásin Dóra S Gunnarsdóttir Matvælastofnun: Kælikeðjan, hvernig á að raða í ísskápinn? Ragnar Axelsson ljósmyndari: Grænland og loftslagsbreytingar Hannes Petersen háls-nef og eyrnalæknir: Lyktarskynið
12/27/201955 minutes
Episode Artwork

Tími, ást og fyrirtæki. Mælaborð. Blómur. Morðotur.

Ólöf Júlíusdóttir doktor í félagsfræði. Tími, ást og fyrirtækjamenning - af hverju eru stjórna miklu færri konur íslenskum fyrirtækjum en karlar. Jakob Rolfsson, sérfræðingur hjá Ferðamálastofu: Vinsælustu ferðamannastaðir landsins samkvæmt Mælaborði ferðaþjónustunnar. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Blómur. Vera Illugadóttir: Morðóður otur kálar koi fiskum í Kanada.
12/20/201955 minutes
Episode Artwork

Nýtt leiðarnet strætó. Athugasemdir sóttvarnarlæknis. Vísindaafneitun.

Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó: Fyrstu hugmyndir að nýju leiðarneti á höfuðborgarsvæðinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir: Athugasemdir sóttvarnarlæknis við breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Vísindaafneitun og umhverfismál.
12/19/201955 minutes
Episode Artwork

Mannfjöldi. Háhyrningar við Ítalíu. Vinsælustu jólatrén.

Ólöf Garðarsdóttir prófessor í sagnfræði við HÍ: Mannfjöldaþróun á Íslandi. Róbert Arnar Stefánsson líffræðingur og stjórnarmaður í Orca Guardians: Ferðalag íslenskra háhyrninga til Ítalíustranda. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan. Pétur Halldórsson kynningarstjóri Skógræktarinnar: Hver eru vinsælustu jólatrén?
12/18/201955 minutes
Episode Artwork

Kosningaþátttaka ungs fólks. Málefni fanga. Hernaður gegn Talíbönum.

Eva Heiða Önnudóttir dósent: Kosningaþátttaka ungs fólks á Íslandi - kynslóðabil, áhugi á stjórnmálum og flokkshollusta. Þorlákur Morthens - Tolli nefndarformaður: Skýrsla starfshóps um málefni fanga. Friðrik Páll Jónsson: Bandarískir ráðamenn hafa ávallt haldið því fram að hernaðurinn gegn Talíbönum í Afganistan gengi vel, en það var ekki rétt og þeir vissu það. Þetta segir bandaríska dagblaðið Washington Post, sem undanfarna viku hefur birt upplýsingar úr trúnaðarskjölum um stríðið.
12/17/201955 minutes
Episode Artwork

Mjólkursamlag í rafmagnsleysi. Vindorka. Mannalíffæri í öðrum dýrum

Jón Þór Jósepsson framleiðslusstjóri hjá Mjólkursamlagi KS: Framleiðsla og rafmagnsleysi. Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar: Þróun í nýtingu vindorkunnar. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan. Edda Olgudóttir: Að rækta mannalíffæri í öðrum dýrum.
12/16/201955 minutes
Episode Artwork

Vottun kolefnisbindingar. Störf í menningu. Frost og bruni. Dýr að vet

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri: Vottun á bindingu kolefnis með skógrækt Erla Rún Guðmundsdóttir hjá Hagstofunni: Fjöldi þeirra sem starfa við menningu á Íslandi. Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínútan: Frost og bruni. Ester Rut Unnsteinsdóttir líffræðingur hjá Náttúrustofnun: Villt dýr í íslenskum vetri.
12/13/201955 minutes
Episode Artwork

Rof á fjarskiptum. Innflutningshöft á ávöxtum. COP25.

Þorleifur Jónasson forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofununar: Ræddi alvarlegt rof á fjarskiptasambandi á norður- og austurlandi í illviðrinu í vikunni. Kolbeinn Ari Hauksson sagnfræðingur: Fjallaði um innflutningshöft á ávöxtum á síðustu öld. Stefán Gíslason: Hvað er að gerast og hvað ekki á loftslagsráðstefnunni í Madríd.
12/12/201955 minutes
Episode Artwork

Varðveisla tölvupósta. Torfajökulssvæðið. Snjóorð. Blíða í Öræfum.

Njörður Sigurðsson sviðstjóri hjá Þjóðskjalasafninu: Varðveisla tölvupósta. Kristján Jónasson jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands: Sagði frá þvíhvað væri svona merkilegt við Torfajökulssvæðið. Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínútan: Snjóorð. Gunnar Sigurjósson á bóndi á Litla-Hofi í Öræfasveit: Þrátt fyrir að spáð hefði verið aftakaveðri á suð-austurlandi er besta veður við Litla-Hof. Gunnar lýsir því hvernig smávægilegar breytingar á vindátt geta umbreytt veðrinu á svæðinu á örskotsstundu.
12/11/201955 minutes
Episode Artwork

Rafmagnsbátar. Kulnun á bráðamóttöku. PISA í Kína.

Bjarni Hjartarson og Ármann Kojic: Rafmagnsbátar Navis og Greenvolt. Guðmundur Freyr Jóhannsson læknir: Segir frá upplifun sinni af kulnun þegar hann var í fullu starfi á bráðamóttöku LSH. Friðrik Páll Jónsson: Hvað skýrir góðan árangur Kínverja í Písa-könnun síðasta árs? Þeir voru efstir í lesskilningi, vísindum og stærðfræði. Þeir stefna að því að skara fram úr í menntavísindum, eins og á mörgum öðrum sviðum, og hefur tekist það, en ekki er þó allt sem sýnist. Kínverskum nemendum líður ekki vel, þar fær Kína falleinkunn.
12/10/201955 minutes
Episode Artwork

Meðgöngusykursýki. Tombólubörn. Laufabrauð. Áhrif pillunnar á heilann.

Þórunn Jóhanna Júlíusdóttir læknir: Rannsókn á áhrifum meðferðar með hreyfiseðli í kjölfar meðgöngusykursýki. Brynhildur Bolladóttir frá Rauða krossinum: Tombólubörn og starfið í desember. Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínútan: Laufabrauð. Edda Olgudóttir: Áhrif getnaðarvarnarpillunar á heilann.
12/9/201955 minutes
Episode Artwork

Mat á heilsu. Forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Jólaglögg. Hvaldimir.

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hagfræðingur: Hvernig á að meta óáþreifanleg gæði eins og heilsu. Tinna segir frá rannsóknarstarfi alþjóðlegs teymis sem að hún stýrir. Benedikta Sörensen Valtýsdóttir frá Ofbeldisforvarnarskólanum: Forvarnarverkefni gegn kynbundnu ofbeldi í íþrótta og æskulýðsgeiranum. Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínútan: Tvíkynja jólaglögg. Vera Illugadóttir: Nýjustu tíðindi af rússnesk-norska mjaldrinum Hvaldimir.
12/6/201955 minutes
Episode Artwork

Hagvöxtur. Brotthættar byggðir. Úthaginn.

Daði Már Kristófersson hagfræðingur: Aðrir mælikvarðar á velsæld en hagvöxtur. Eva Pandora Baldursdóttir hjá Byggðastofnun: Brothættar byggðir. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Úthagann, kolefnið og loftslagsbókhaldið á degi jarðvegsins.
12/5/201955 minutes
Episode Artwork

Miðhálendisþjóðgarður. COP25. Lykt í svefni.

Óli Halldórsson nefndarformaður: Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Aðalbjörg Egilsdóttir líffræðingur og ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála: Sagði frá upplifun sinni af Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Madrid á Spáni. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan. Hannes Petersen háls-,nef og eyrnalæknir: Svarar því hvort fólk getur fundið lykt í svefni.
12/4/201955 minutes
Episode Artwork

Sjálfbærni í byggingariðnaði. Nýjar upplýsingar um stórgosið 1362. NAT

Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins: Umhverfsáhrif byggingariðnaðarins og sjálfbærni í byggingariðnaði. Þorvalds Þórðarsonar, prófessor í eldfjallafræði: Nýjar niðurstöður um stórgosið í Öræfajökli 1362. Friðrik Páll Jónsson: Leiðtogar Nató-ríkja koma saman til tveggja daga fundar í Lundúnum í dag. Nú er ágreiningur innan samtakanna vegna yfirlýsinga Trumps Bandaríkjaforseta, Macrons Frakklandsforseta og framferðis Erdogans Tyrklandsforseta.
12/3/201955 minutes
Episode Artwork

Kolefnisreiknir. HIV. Fita.

Harpa Birgisdóttir umhverfisverkfræðingur: Kolefnisreiknir fyrir sjálfbærar byggingar. Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV-Ísland: Fjöldi HIV-greininga á ári, hraðgreiningar og forvarnarlyf. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan. Edda Olgudóttir: Hvað verður um fituna þegar fólk grennist?
12/2/201955 minutes
Episode Artwork

Hvenær á að treysta. Snjallræði. Arnirnar. Þakkargerðarþvottabjörn.

Finnur Dellsén dósent í heimspeki í HÍ: Hvenær á að treysta sérfræðingum og hvenær eigin hyggjuviti. Hulda B. Baldursdóttir Nýsköpunarmiðstöð, Rúnar Þór Þórarinsson, Sigríður Bylgja Sigrjónsdóttir: Ræða samfélagshraðalinn Snjallræði og tvö verkefni úr honum, Samfélagsgróðurhús og Lífsins tré. Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínútan: Arnirnar. Vera Illugadóttir: Náðanir Bandaríkjaforseta á kalkúnum og þvottabirni.
11/29/201955 minutes
Episode Artwork

Norræn loftslagsvika. Heilinn og gervigreind. Heimsforeldrar. Óþarfi.

Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs: Segir frá kröfum ungs fólks á norrænni loftslagsaðgerðaviku í Stokkhólmi vegna COP 25 - Loftslagsráðstefnu Sameinuð þjóðanna, sem hefst á mánudag. Magnús Örn Úlfarsson prófessor við HÍ: Aðferðir gervigreindar notaðar til að meta aldur heila. Margrét Bára Breiðfjörð, Karítas Embla Eiríksdóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir nemar í Háaleitisskóla við Álftamýri: Sögðu frá skólaverkefni tengdu heimsforeldrum UNICEF. Stefán Gíslason: Um óþarfa í aðdraganda jóla.
11/28/201955 minutes
Episode Artwork

Heimastjórnir í sveitarfélögum. Bílasalaleyfi. Hringtorg. Níger.

Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideildina: Staðbundið stjórnvald: Heimastjórnir í sameinuðum sveitarfélögum, reynsla frá Evrópu. María Jóna Magnúsdóttir: framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins: Ræddi um fyrirætlanir stjórnvalda um að fella niður skilyrði fyrir leyfi til sölu notaðra bíla. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Hringtorg, eða ekki hringtorg - þar er efinn. Geir Konráð Theódórsson í Níger: Malaría, útimarkaður og draumurinn um að verða áhrifavaldur.
11/27/201955 minutes
Episode Artwork

Erlendir ferðamenn og hraðasektir. Viðhorf heimamanna til ferðaþjónust

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB: Erlendir ferðamenn sleppa gjarna við að greiða hraðasektir á bílaleigubílum. Eyrún Jenný Bjarnadóttir rannsóknarmiðstöð ferðamála: Kannanir á viðhorfum heimamanna til ferðamanna og ferðaþjónustu í fjórum sveitarfélögum. Friðrik Páll Jónsson: Skilningur kínverskra ráðamanna á lýðræði og mannréttindum.
11/26/201955 minutes
Episode Artwork

Brúin.

Hulda Björk Finnsdóttir verkefnisstjóri og Íris Dögg H. Marteinsdóttir frá Hafnarfjarðarbæ: Brúin - nýtt verklag til að bæta þjónustu við börn á leik- og grunnskólaaldri sem glíma við erfiðleika af einhverju tagi. Kristín Hermannsdóttir forstöðumaður náttúrufræðistofu Suð-austurlands: Alþjóðlegt verkefni CLIMATE - þar sem tekist er á við aðlögun að loftslagsbreytingum, ekki síst með tilliti til skipulags. Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínútan - Óþarfa forsetningarugl. Edda Olgudóttir: Vísindaspjall - Mögulegar orsakir fyrirburafæðinga.
11/25/201955 minutes
Episode Artwork

Hið íslenska náttúrufræðifélag. Hrútaskráin. Dýr og heiðursmerki.

Ester Rut Unnsteinsdóttir formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags: Forvitnast um sögu félagsins sem var stofnað fyrir 130 til að efla íslensk náttúruvísindi. Eyþór Einarsson héraðsráðunautur: Sagði frá hrútunum í nýútkominni hrútaskrá og kynbótum í sauðfé. Vera Illugadóttir: Dýr og heiðursmerki.
11/22/201955 minutes
Episode Artwork

Eldsneyti úr þangi. Norðurslóðir. Lífríki Namibíu.

Björn Þór Aðalsteinsson sérfræðingur hjá Matís: Eldsneyti framleitt úr þangi. Gunnar Þór Jóhannesson er prófessor í ferðamálafræði: Ferðaþjónusta á norðurslóðum. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Lífríki Namibíu.
11/21/201955 minutes
Episode Artwork

Sýklalyfjanotkun minnkar. Krakkaveldi. Fjarkönnun.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir: Sagði frá því að dregið hefði úr sýklalyfjanotkun fólks hérlendis á milli áranna 2017 og 2018 en á sama tíma jókst sýklalyfjanotkun í dýraeldi. Birna Ósk Ásgeirsdóttir nemi, Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir nemi, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir verkefnisstjóri: Krakkaveldi sem var haldið af börnum í Kópavogi í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Gunnlaugur M. Einarsson formaður Fjarkönnunarfélagsins: Um noktun fjarkönnunar við rannsóknir, eftirlit og önnur hagnýt verkefni.
11/20/201955 minutes
Episode Artwork

Vísitala félagslegra framfara. Fráveitukerfi. Feneyjar.

Rósbjörg Jónsdóttir ráðgjafi hjá Cognitio: Segir frá Framfaravoginni - verkfæri til að mæla vísitölu félagslegra framfara. Kópavogsbær, Reykjanesbær og Sveitarfélagið Árborg hafa látið mæla vísitölu félagslegra framfæra hjá sér. Hlöðver Stefán Þorgeirsson sérfræðingur hjá Veitum: Hvaða máli skiptir að hafa gott fráveitukerfi og hvernig verða fráveitur framtíðarinnar? Friðrik Páll Jónsson: Feneyjabúar eru farnir að óttast verulega um framtíð borgarinnar, vegna loftslagsbreytinga og látlausrar fjölgunar ferðamanna. Flóð undanfarna viku hafa valdið tjóni sem borgarstjórinn metur á að minnsta kosti 130 milljarða króna.
11/19/201955 minutes
Episode Artwork

Þjónusta við börn með einhverfu. Rjúpnaveiði. Bólusetningar.

Sigríður Lóa Jónsdóttir hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins: Þjónusta við ung börn með einhverfu. Jón Þór Víglundsson stjórnarmaður í Skotvís: Rjúpnaveiðin í vetur, hvað er skynsamleg veiði og hvað má búast við að margar rjúpur verði felldar. Edda Olgudóttir: Vísindaspjall - auglýsingar með og á móti bólusetningum.
11/18/201955 minutes
Episode Artwork

Atvinnulíf á Vesturlandi. Innflytjendur. Áhrif talna. Guleygð mörgæs.

Sævar Kristinsson ráðgjafi hjá KPMG: Þróun atvinnulífs á Vesturlandi til ársins 2040 - fjórar framtíðar sviðsmyndir sem voru unnar í tilefni af 50 ára afmæli Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi. Jasmina Crnac fjölmenningarfulltrúi Kópavogs: Mikilvægi þess að opna samfélög fyrir innflytjendum. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Áhrif talna á orð. Vera Illugadóttir: Hoiho, guleygð og hávær mörgæsategund bar sigur úr býtum í árlegri kosningu um fugl ársins á Nýja-Sjálandi.
11/15/201955 minutes
Episode Artwork

Samfélagsleg áhrif framkvæmda. Samrómur. Björgunaraðgerðir.

Guðrún Pétursdóttir verkefnisstjóri fjórða áfanga rammaáætlunar: Hvernig á að meta samfélagsleg áhrif stórframkvæmda? David Erik Mollberg verkefnisstjóri og Sunneva Þorsteinsdóttir: Samrómur er opið gagnasafn sem verið er að safna í röddum landsmanna og setningum. Öllum verður svo frjálst að nýta þetta við þróun hugbúnaðar á íslensku. Stefán Gíslason: Tímasetning björgunaraðgerðar í loftslagsmálum.
11/14/201955 minutes
Episode Artwork

Namibía. Umönnunarhlutverk. Rót flámælis. Stærðfræði.

Sigurður Grétar Bogason fyrrverandi forstjóri Fishcor í Namibíu: Sagði frá landi og þjóð, í framhaldi af umfjöllun Kveiks um starfsemi útgerðarfélagsins Samherja í landinu. Kolbeinn H. Stefánsson og Sigurveig H. Sigurðardóttir: Samanburður á milli Evrópuríkja á því hversu stór hluti vinnandi fólks er í umönnunarhlutverki gagnvart nánum ættingjum. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Rót flámælis. Edda Olgudóttir: Vísindaspjall, stúlkur, drengir og stærðfræði.
11/13/201955 minutes
Episode Artwork

Heilsuójöfnuður. Símanotkun og greiðslumat. Loftslagsbreytingar skyldu

Sigríður Haraldsdóttir sviðsstjóri heilbrigðisupplýsinga hjá Emnætti Landlandlæknis: Heilsuójöfnuður á Íslandi og annars staðar í Evrópu. María Óskarsdóttir dósent við HR: Sagði frá rannsóknum á því hvort að könnun á símanotkun geti jafngilt greiðslumati við íbúðakaup. Friðrik Páll Jónsson: Ítalía er fyrsta ríkið sem gerir loftslagsbreytingar og sjálfbærni á skyldunámi í grunnskólum.
11/12/201955 minutes
Episode Artwork

Umboðsmaður borgarbúa. Hraðhleðslustöðvar. Svartahálka.

Ingi B. Poulsen umboðsmaður borgarbúa: Ársskýrsla umboðsmanns fyrir síðasta starfsár, ábendingum, athugasemdum og kvörtunum fjölgar. Sigurður Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs: Uppsetningar hraðhleðslustöðva vítt og breitt um landið. Sigríður Anna Þráinsdóttir málfarsráðunautur: Málfarsmínútan fjallar að þessu sinni um nýyrðið svartahálka.
11/11/201955 minutes
Episode Artwork

Kína. Pólsk menningarhátíð. Hljóðvilla. Glaðværar rottur.

Hafliði Sævarsson skrifstofu alþjóðasamskipta HÍ: Pólitík og loftslagsmál í Kína. Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningar: Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Eru Reykvíkingar hljóðvilltir? Vera Illugadóttir: Glaðværar rottur.
11/8/201955 minutes
Episode Artwork

Olíuslys. Sóknaráætlun Austurlands. Flóra Suður-Afríku.

Lára Jóhannsdóttir prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum við HÍ: Áhætta á olíuslysum. Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdastjóri Austurbrúar: Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Flóra Suður-Afríkur.
11/7/201955 minutes
Episode Artwork

Endurheimt votlendis og veiði. Millistéttarsjálf. Flámæli. Rannsóknarb

Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun: Áhrif endurheimtar votlendis á vatnsbúskap veiðiáa. Berglind Rós Magnúsdóttir dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands: Mótun millistéttarsjálfsins í Menntaskólanum: Að þróa sjálfsmynd frá upprunavettvangi dreifbýlis og/eða lægri stétta. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Flámæli útrýmt. Geir Konráð Theódórsson í Níger: Heimsækir rannsóknarbýli í jaðri Sahara eyðimerkurinnar.
11/6/201955 minutes
Episode Artwork

Neysluviðmið. Sameining á Suðurlandi. Svifryk í Hvalfjarðargöngum.

Ágúst Arnórsson hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskólands: Fjallaði um nýuppfærð neysluviðmið. Benedikt Benediktsson varaoddviti í Rangárþingi eystra: Ræddi um fyrirhugaðar könnunarviðræður um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi, Ásahrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Gísli Guðmundsson frá Nýsköpunarmiðstöð: Sagði frá niðurstöðum rannsóknar á svifryksmengun í Hvalfjarðargöngum.
11/5/201955 minutes
Episode Artwork

Neysluhegðun. Fjaráfengismeðferð. Eignarfallsflótti. Glúteinóþol.

Friðrik Björnsson viðskiptastjóri hjá Gallup: Neysluhegðun landsmanna. Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir verkefnastjóri hjá SÁÁ: Fjaráfengis-og vímuefnameðferð á netinu er í bígerð. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir Málfarsmínútan: Eignarfallsflótti. Edda Olgudóttir Vísindaspjallið: Glúteinóþol.
11/4/201952 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Þjóðarspegillinn 2019

Margrét Valdimarsdóttir: Þolendur sem ekki tilkynna afbrot til lögreglu. Eiríkur Valdimarsson: Dagbókarskrif á 19. öld. Dagbók Jóns gamla. Eyrún Eyþórsdóttir: Haturstjáning og lög um hana. Gya Margrét Pétursdóttir og Margrete Anne Johnson: Að hafna móðurhlutverkinu. Þorbjörg Daphne Hall: Hið "íslenska" í dægurtónlist.
11/1/201955 minutes
Episode Artwork

Umfjöllun um geðheilbrigðismál. Örplast og lyfjaleifar. Loftslagsmarkm

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri Geðhjálpar: Sagði frá nýjum viðmiðum um hvernig draga megi úr fordómafullri umræðu um geðheilbrigðismál í fjölmiðlum. Valtýr Sigurðsson frá Biopol og Sophie Jensen frá Matís: Niðurstöður á rannsóknum um örplast og lyfjaleifar í íslensku umhverfi. Stefán Gíslason: Talar um hvernig gengur að ná markmiðum Íslands í loftslagsmálum.
10/31/201955 minutes
Episode Artwork

Neytendamál. Kaldrananeshreppur. Skyndihjálp við sykursýki og flogum.

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna: Sagði frá ályktunum á aðalfundur Neytendasamtakanna, sem varða meðal annars smálán og samkeppnislög. Finnur Ólafsson oddviti Kaldrananeshrepps: Á íbúafundi hjá Kaldrananeshreppi í gærkvöld var meðal annars rætt um fyrirætlun stjórnvalda um að þvinga fram sameiningar fámennra sveitarfélaga. Finnur segir frá því af hverju íbúarnir hafa áhyggjur. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skyndihjálparleiðbeinandi: Skyndihjálp við sykursýki og flogum.
10/30/201955 minutes
Episode Artwork

25 ár frá sameiningu í Austur-Skaftafellssýslu. Vindmyllur. Er heimuri

Gísli Sverrir Árnason fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar: Rifjaði upp sameiningu sex sveitarfélaga í Austur-Skaftafellssýslu fyrir aldarfjórðungi þ.e. þéttbýlið á Höfn og fimm dreifbýlishreppar. Ásdís Hlökk Theódórsdóttir forstjóri Skipulagsstofnunar og Guðrún Pétursdóttir formaður verkefnisstjórnar Rammaáætlunar: Ræddu nýtingu vindorku, með tilliti til landslags, skipulags og rammaáætlunar. Friðrik Páll Jónsson: „Er heimurinn að brjálast?" var heitið á nýlegum frönskum sjónvarpsþætti, sem fjallaði um fjölmenna útifundi almennings víða um lönd þar sem mótmælt er vanhæfum og spilltum ríkisstjórnum, vaxandi ójöfnuði og sums staðar krafist gagngerra breytinga á stjórnkerfinu. Þessir mótmælafundir hafa verið í Norður-Afríku, í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, í rómönsku Ameríku og í Evrópu. Hér verður fjallað um tvö landanna, Líbanon og Chile.
10/29/201955 minutes
Episode Artwork

Sameining sveitarfélaga. Saga ráðskvenna. Áhrif karlfóstra á tvíburasy

Róbert Ragnarsson ráðgjafi í sveitarstjórnarmálum: Róbert var ráðgjafi í aðdraganda ákvörðunar um sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Íbúar sveitarfélaganna fjögurra ákváðu í íbúakosningu um helgina að sameinast eftir allnokkurn undirbúning. Þreifingar standa yfir víðar. Róbert fer yfir hvað beri að varast og hvernig er hægt að sameina sveitarfélög án þess að þau missi sérstöðu sína. Dalrún J. Eygerðardóttir sagnfræðingur: Fjallaði um sögu ráðskvenna sem störfuðu á íslenskum sveitaheimilum á ofanverðri 20. öld. Edda Olgudóttir: Vísindaspjall - áhrif karlkyns tvíburafóstra á tvíburasystur sínar.
10/28/201955 minutes
Episode Artwork

Metan. Breiðafjörður. Veturnætur. Geir Konráð í Níger.

Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg og Stefán Þór Kristinsson efnaverkfræðingur hjá Eflu: Ræddu leiðir til að nýta það aukna magn metans sem verður til þegar gas- og jarðgerðarstöðin í Álfsnesi verður tekin í notkun. Róbert Arnar Stefánsson líffræðingur: Sagði frá sérstöðu Breiðafjarðar, sem nýtur sérstakrar verndar. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Veturnætur. Geir Konráð Theódórsson: Segir frá lífi sínu í Níger, þangað sem hann er nýfluttur.
10/25/201955 minutes
Episode Artwork

Landvernd 50 ára. Íbúakosning. Ofnakerfi. Græn efnishyggja.

Tryggvi Felixson formaður Landverndar: Fjallar um sögu Landverndar, áherslur í fortíð og nútíð og sýningu í Norræna húsinu í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Stefán Þór Eyjólfsson lögmaður er formaður kjörstjórnar á Fjótsdalshéraði: Sagði frá fyrirkomulagi íbúakosningar á kjördag á laugardaginn næstkomandi. Stefán Þór Pálsson pípulagningameistari hjá Orkuveitu Reykjavíkur: Rifjaði upp hvernig á að umgangast ofnakerfi í vetrarbyrjun. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Að koma í opna skjöldu. Stefán Gíslason: Fjallar um muninn á naumhyggjusinnum og grænum efnishyggjusinnum.
10/24/201955 minutes
Episode Artwork

Viðbrögð við sýklum og eiturefnum. Öræfahjörðin. Skyndihjálp við bráðu

Íris Marelsdóttir frá sóttvarnarsviði Embætti landlæknis: Sagði frá nýrri áætlun um viðbrögð við því þegar kemur upp grunur um veikindi, slys eða hættu á slíku af völdum eiturefna, sýkla, geislunar, kjarnorku eða sprengiefna. Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur: Sagði frá nýútkominni bók sinni Öræfahjörðin - um sögu hreindýra á Íslandi. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skyndihjálparleiðbeinandi: Skyndihjálp við bráðum veikindum eins og brjóstverk og heilablóðfalli.
10/23/201955 minutes
Episode Artwork

Votlendissjóður. Olíudreifing. Umhverfislestin. Miðaausturlönd.

Einar Bárðarson framkvæmdastjóri Votlendissjóðs: Framkvæmdir eru hafnar á vegum sjóðsins. Búið er að mokað ofan í skurði á 4 jörðum og stefnt er að því að moka ofan í á 25 jörðum til viðbótar í haust. Þetta er gert til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hörður Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar: Öryggisviðbrögð Olíudreifingar við óhöppum í kringum olíuhafnir. Ásta Þórisdóttir hönnuður og listagreinakennari: Sagði frá Umhverfislestinni sem brunar nú um Vestfirði og byrjar á Hólmavík á laugardag. Friðrik Páll Jónsson: Fjallaði um tvo atburði sem kunna að hafa mikil áhrif á stöðuna í Miðausturlöndum.
10/22/201955 minutes
Episode Artwork

Félagsvísar. Umhverfi og kapítalismi. Lotukerfið

Gró Einarsdóttir Hagstofunni: Nýr vefur Hagstofunnar um félagsvísa Þorvaldur Þorvaldsson þýðandi: Rætt um bókina Það sem umhverfissinnar þurfa að vita um kapítalismann. Málfarsmínúta: Orðið slangur Edda Olgudóttir: Vísindaspjall
10/21/201955 minutes
Episode Artwork

Gróðureldar. Stam. Raddsýnasöfnun. Geir Konráð í Níger.

Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu og garðyrkjufræðingur: Sagði frá aukinni hættu á gróðureldum og hvernig má fyrirbyggja þá, meðal annars með réttri gróðursetningu. Sigríður Fossberg Thorlacius formaður Málbjargar: Ræðir um stam, meðal annars í atvinnulifinu. Kristján Friðbjörn Sigurðsson: Málfarsmínútan: Raddsýnasöfnunin samromur.is Geir Konráð Theódórsson: Fyrsti hluti ferðasögu Geirs Konráðs til Níger.
10/18/201955 minutes
Episode Artwork

Garðyrkja. Geðheilsuteymi. Brian Cox.

Vífill Karlsson hagfræðingur: Landfræðilegt og efnahagslegt umfang garðyrkju á Íslandi. Sigríður Hrönn Bjarnadóttir teymisstjóri: Sagði frá þeirri þjónustu sem að geðheilsuteymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins veita. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Segir meðal annars í umhverfisspjalli dagsins frá fyrirlestri breska öreindafræðingsins og dagskrárgerðarmannsins Brian Cox Hörpu í gærkvöld.
10/17/201955 minutes
Episode Artwork

Félagslegt húsnæði. Málþroskaröskun. Langdræg afturbeyging. Skyndihjál

Helga Sigurjónsdóttir deildastjóri húsnæðismála hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar: Um 760 einstaklingar og fjölskyldur bíða eftir að fá almennt félagslegt húsnæði í höfuðborginni. Þetta fólk býr margt hvert nú í ótryggu eða óöruggu húsnæði eða flækist á milli vina og vandamanna. Um 250 börn eru í þessum hópi. Sigríður Elín Ármannsdóttir formaður Máleflis: Talið er að hátt í 450 börn í hverjum árgangi glími við málþroskaröskun. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Langdræg afturbeyging. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir leiðbeinandi í skyndihjálp: Hvernig á að bregðast við beinbrotum, blæðingum og aðskotahlutum í öndunarvegi.
10/16/201955 minutes
Episode Artwork

Fasteigna- og leigumarkaður. Álagsmeiðsl í íþróttum. Varasamt að gefa

Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur Íbúðalánasjóðs: Þróunin á húsaleigu- og fasteignamarkaði. Stefán Ólafsson sjúkraþjálfari hjá Efling: Álagsmeiðsl í íþróttum. Friðrik Páll Jónsson: Spyr hvort það sé varasamt að gefa öðrum upp símanúmerið sitt? Flestir gera það án umhugsunar, en eru það upplýsingar sem hægt er að misnota? Já, segir bandarískur blaðamaður sem lét kanna málið og var brugðið við niðurstöðurnar.
10/15/201955 minutes
Episode Artwork

Kosningar í Póllandi. Matskerfi háskóla. Fölsk kenninöfn. Gerviblóð.

Ólöf Ragnarsdóttir fréttamaður: Segir frá niðurstöðum þingkosninga í Póllandi, sem sagt er að séu mikilvægustu kosningarnar þar í landi frá falli kommúnismans. Allt bendir til að að stjórnarflokkurinn Lög og réttur hafi styrkt stöðu sína. Arnar Pálsson prófessor við Háskóla Íslands: Eru háskólar smjörlíkisverksmiðjur? Mats - og hvatakerfi háskóla. Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínútan: Sumir þurfa að búa til falskt kenninafn. Edda Olgudóttir: Vísindaspjallið: Að þessu sinni fjallar Edda um gerviblóð, til að nota við blóðgjöf.
10/14/201955 minutes
Episode Artwork

Heilbrigðisþjónusta og hælisleitendur. Snjallræði. Framburður. Starrin

Áslaug Anoldsdóttir geðhjúkrunarfræðingur: Áskoranir sem heilbrigðisþjónustan stendur frammi fyrir til að geta hlúð betur að hælisleitendum. Auður Örlygsdóttir Höfða og Hannes Ottósson Nýsköpunarmiðstöð: Þau átta verkefni sem valin voru til þróunar í samfélagshraðlinum Snjallræði. Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínútan: Stafsetning og framburður. Vera Illugadóttir: Hvernig starrinn nam land í N- Ameríku.
10/11/201955 minutes
Episode Artwork

Fjölkerfameðferð. Nóbelsverðlaun í líf- og læknisfræði. Olíuframleiðen

Halldór Hauksson sviðsstjóri meðferðar og fóstursviðs hjá Barnaverndarstofu: MST - Fjölkerfameðferð fyrir börn með alvarlegan hegðunarvanda og fjölskyldur þeirra. Sigurður Ingvarsson prófessor og forstöðumaður Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum.: Sagði frá rannsóknum að baki Nóbelsverðlaua í líf- og læknisfræði í ár. Stefán Gíslason: 20 olíuframleiðendur, bera ábyrgð á þriðjungi útblásturs gróðurhúsalofttegunda.
10/10/201955 minutes
Episode Artwork

Höfuðhögg. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði. Endurlífgun

Hafrún Kristjánsdóttir, doktor í sálfræði og sviðsstjóri íþróttafræðisviðs HR: Sagði frá yfirstandandi rannsókn á áhrifum heilahristings í íþróttum á hormónabúskap og geðheilsu. Kári Helgason: Fjallaði um Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði sem að í ár voru veitt fyrir framlag til að auka skilning manna á þróun alheimsins - og uppgötvun á pánetu í fjarlægu sólkerfi. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir sérfræðingur í hamfarastjórnun og skyndihjálparleiðbeinandi: Sagði frá grundvallaratriðum við endurlífgun.
10/9/201955 minutes
Episode Artwork

Sameining á Austurlandi. Þjónusta við nemendur. Vendingar í flugheimin

Björn Ingimarsson bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði: Nú standa yfir íbúafundir á Austurlandi til að kynna sameiningaráform fyrir íbúum. Íbúakosning um sameiningu Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar fer fram 26. október. Sigríður Guðmundsdóttir iðjuþjálfi við Þelamerkurskóla: Sagði frá verkefninu Gerum gott betra - sem hefur þann tilgang að bæta þjónustu við nemendur sem þurfa mikla námsaðlögun. Friðrik Páll Jónsson: Fjallar um vendingar í flugheiminum.
10/8/201955 minutes
Episode Artwork

Stjórnarskrárbreytingar. Arkítektúr. Tökuorð. Stökkbreytingar.

Jón Ólafsson prófessor í heimspeki og stjórnandi rannsóknaverkefnis um lýðræðilega stjórnarskrárgerð: Yfirstandandi almenningssamráð um væntanlegar breytingar á stjórnarskrá Íslands. Sigríður Magnúsdóttir og Guðmundur Gunnarsson arkitektar: Ræddu hlutverk og stöðu arkitektúrs á alþjóðlegum degi greinarinnar. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: tökuorð. Edda Olgudóttir: Stökkbreytingar á erfðaefni.
10/7/201955 minutes
Episode Artwork

Nýsköpun. Áhrif foreldra á námsferil. Rottur og offitukisar.

Guðmundur Hafsteinsson frumkvöðull og formaður stýrihóps um nýsköpunarstefnu fyrir Ísland: Sagði frá nýrri nýsköpunarstefnu: Nýsköpunarlandið Ísland, þar sem sett er fram framtíðarsýn til ársins 2030. Heiður Hrund Jónsdóttir doktorsnemi á félagsvísindasviði HÍ: Fjallar um rannsókn sína: Bóklegt nám á kostnað starfsnáms? Áhrif foreldra á námsferil framhaldsskólanema. Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínútan - mánaðaheiti. Vera Illugadóttir: Glaðbeittar rottur og offitukisar.
10/4/201955 minutes
Episode Artwork

Raddir barna. Viðbrögð við bílslysum. Urðuarskattur.

Regína Jensdóttir yfirmaður barnaréttarsviðs Evrópuráðsins: Réttindi og raddir barna. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sérfræðingur í hamfarastjórnun: Hvernig á fólk að bregðast við þegar það kemur að bílslysi. Stefán Gíslason: Urðunarskattur og mengunarbótareglan.
10/3/201955 minutes
Episode Artwork

Lyjaávísanir. Endurskoðun á þjónustu við börn. Loftslagsþerapían.

Jón Steinar Jónsson læknir á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu: Ávísanir á þunglyndislyf, róandi lyf og svefnlyf hjá ungu fólki fyrir og eftir bankahrun. Erna Kristín Blöndal skrifstofustjóri félagsmálaráðuneyti: Frá ráðstefnu um heildarendurskoðun á þjónustu við börn í öllum opinberu kerfunum. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínúta: Eitt -n eða tvö. Arnhildur Hálfdánardóttir fréttamaður: Sagði frá nýrri þáttaröð sinni á Rás 1 undir heitinu Loftslagsþerapían.
10/2/201955 minutes
Episode Artwork

Kröfur í loftslagsverkfalli. Ofbeldi gegn erlendum konum og ungir ofbe

Gró Einarsdóttir doktor í umhverfis- og félagssálfræði: Ræddi kröfur ungmenna í lofslagsverkfalli, og réttmæti þeirra. Brynja E. Halldórsdóttir og Katrín Ólafsdóttir: Fjölluðu um tvær yfirstandandi rannsóknir, annars vegar á reynslu kvenna af erlendum uppruna af ofbeldi í nánum samböndum og á vinnustöðum og hins vegar rannsókn á ungum karlmönnum sem beitt hafa ofbeldi í nánum kynnum eða samböndum. Friðrik Páll Jónsson: Fjallaði um Gretu Thunberg sem var spurð að því hvers vegna ráðamenn væru hræddir við hana og ungmennin sem mótmæla seinagangi leiðtoga heimsins í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Ég veit það ekki", sagði hún, „ég skil ekki hvers vegna fullorðið fólk gerir grín að börnum. Við höfum svo mikil áhrif að fólk vill þagga niður í okkur... og það lítum við á sem hrós", sagði sænska skólastúlkan sem er aðeins 16 ára.
10/1/201955 minutes
Episode Artwork

Flóknar tilfinningar. Áhættugreining. Vatn og vötn. Ný skallagræja.

Eyþór Eðvarðsson master í vinnusálfræði og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun: Fólk getur upplifað flóknar tilfinningar í kjölfar uppsagna, bæði þeir sem að sagt er upp og þeir sem eftir verða á vinnustaðnum. Björn Karlsson byggingaverkfræðingur: Áhættugreining á norðurslóðum. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan - vatn og vötn, sandur og sandar. Edda Olgudóttir: Sagði frá tæki sem koma á í veg fyrir skallamyndun.
9/30/201955 minutes
Episode Artwork

Asperger. Slúður. Dilkar. Krákur.

Laufey Gunnarsdóttir einhverfuráðgjafi: Ræddi Asperger heilkennið, sem Greta Thungberg hefur sagt að sé ofurkrafturinn sinn, undir réttum kringumstæðum. Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, kynjafræðingur og doktorsnemi: Fjallaði um samfélagsleg áhrif slúðurs, sérstaklega á ungar konur í litlum samfélögum. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Að draga í dilka Vera Illugadóttir: Langræknar krákur.
9/27/201955 minutes
Episode Artwork

Uppsagnir í bönkum. Hjálpartæki íslenskunnar. Örorkulífeyrisþegar. Vei

Friðbert Traustason formaður Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja: 100 manns var sagt upp hjá Arion bankna í dag og 25 hjá Íslandsbanka. Ármann Jakobsson prófessor í íslensku: Hjálpartæki íslenskunnar. Kolbeinn H. Stefánsson: Fjöldaþróun örorkulífeyrisþega. Guðni Guðbergsson sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun: Veiði í ám og vötnum og ferskvatnslífríkið.
9/26/201955 minutes
Episode Artwork

Hafið og freðhvolfið. BÍN. Tvítala. Dregið úr plastnotkun.

Halldór Björnsson hópstjóri loftslagsrannsókna á Veðurstofu Íslands og Ólafur S. Ástþórsson sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknarstofnun: Ný skýrsla SÞ um áhrif loftslagsbreytinga á hafið og freðhvolfið. Kristín Bjarnadóttir ritstjóri á Árnastofnun: Vefsíðan Beygingarlýsing íslensks nútímamáls - bin.arnastofnun.is var endurnýjuð og uppfærð í dag. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Eintala, fleirtala og leyfarnar af tvítölunni. Hrund Sigurhansdóttir og Hrund Sævar Hilmarsson: Hjónin segja frá hvernig þeim gengur að draga úr notkun sinni á einnota plasti á heimilinu.
9/25/201955 minutes
Episode Artwork

Jónína í 20 ár á sjó. Skógarmeindýr. Edward Snowden.

Jónína Hanssen stýrimaður: Segir frá störfum sínum á sjó í tvo áratugi, bæði á fiski- og fraktskipum. Edda S. Oddsdóttir sviðsstjóri rannsókna hjá Skógræktinni: Ræddi skógarmeindýr og loftslagsbreytingar. Friðrik Páll Jónsson: Sagði frá nýrri ævisögu bandaríska uppljóstrarans Edward Snowden, sem býr í útlegð í Moskvu.
9/24/201955 minutes
Episode Artwork

RAX. Vestnorræni dagurinn. Íslenska, færeyska og norska. Sýklalyfjaónæ

RAX- Ragnar Axelsson ljósmyndari: Ragnar sagði frá ljósmyndaferðum sínum til Grænlands, Síberiu og fleiri staða þar sem loftslagsbreytingar hafa áhrif á umhverfi og lifnaðarhætti. Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóri og Auður Hauksdóttir prófessor: Vestnorræni dagurinn, vestnorræn samvinna og tungumálin. Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínútan: Vestnorrænu tungumálin íslenska, færeyska og norska greindust frá austurnorrænum tungumálum á víkingaöld. Edda Olgudóttir: vaxandi tíðni sýklalyfjaónæmis.
9/23/201951 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Vísindi og loftslagsmál. Plastí bíó.Málfar.Dýrasögur

Erna Magnúsdóttir form.Vísindafélags Íslands: Vísindafélagið heldur málþing í dag um framlag íslenskra vísindamanna til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Guðmundur Ármann Pétursson: Hann heldur kvikmyndahátíð á Eyrarbakka þar sem umfjöllunarefnið er plast og sérstaklega plast í hafinu. Málfarsmínútan Vera Illugadóttir: Fregnir af fjarlægum dýrum
9/20/201955 minutes
Episode Artwork

Bleikjurannsókn í Þingvallavatni. Jamestownstrandið. Umhverfisspjall

Sigurður S Snorrason prófessor HÍ: Nýlega birt rannsókn sýnir að erfðamunur er þremur á bleikjuafbrigðum í Þingvallavatni. Helga Margrét Guðmundsdóttir og Jón Marinó Jónsson: Áhugahópur um strand skipsins Jamestown við Suðurnes 1881safnar upplýsingum um afdrif strandgóssins sem m.a. var mikið af kjörviði. Stefán Gíslason: Umhverfissjall sem að þessu sini var um urðun.
9/19/201955 minutes
Episode Artwork

Erfðaráðgjöf. Haustið. Málfar. Ignobel. Plastnotkun

Vigdís Stefánsdóttir erfðaráðgjafi: Í hverju felst erfðaráðgjöf og hvaða spurningar eru það sem brenna á fólki sem leitar til Vigdísar? Hún segir frá því og efni doktorsritgerðar sinnar um þetta efni sem hún varði nýlega. Rætt um haustið í lífi trjá og haustlitina Málfarsmínútan fjallar um kyn í starfsheitum og raunkyn þeirra sem gegna þeim. Sagt frá IgNobel friðarverðlaununum í ár. Hrund Sigurjónsdóttir og Sævar Hilmarsson: Vikuleg heimsóikn þeirra þar sem þau segja frá því hvernig gengur að draga úr plastnotkun í plastlausum september.
9/18/201955 minutes
Episode Artwork

Samstarfsvettvangur um loftslagsmál. Stafræn strætóskýli. Drónaárásir

Eggert Benedikt Guðmundsson forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir: Verkefni samstarfsvettvangsins framundan. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó: Stafræn strætóskýli, nýtt leiðarkerfi og fjölgun farþega á árinu. Friðrik Páll Jónsson: Drónaárásar á tvær mikilvægustu olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu.
9/17/201955 minutes
Episode Artwork

Eldri konur í sjónvarpi. Líffræðilegur fjölbreytileiki í borginni. I/Y

Eyrún Lóa Eríksdóttir doktorsnemi: Birtingarmynd eldri kvenna í sjónvarpsþáttum. Snorri Sigurðsson líffræðingur og verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg: Líffræðilegur fjölbreytileiki í Reykjavík. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Bókstafina i og ufsilon. Edda Olgudóttir vísindaspjall: Alzheimer og matarræði.
9/16/201955 minutes
Episode Artwork

Rostungar. Rímnalagið. Maður er kona. Kötturinn Larry og Ig Nóblesverð

Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands: Sagði frá niðurstöðum rannsóknar um séríslenska rostungastofninn, sem varð útdauður fyrir um 1100 árum. Útrýming hans er talin meðal fyrstu hugsanlegra dæma um ofnýtingu sjávarlífvera. Bára Grímsdóttir og Ragnar Ingi Aðalsteinsson: Ræddu rímnalagið í tilefni þess að eitt elsta menningarfélag landsins - kvæðamannafélagið Iðunn verður 90 ára á sunnudaginn. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Kvenkyns maður er kona Vera Illugadóttir: ræddi hvernig kettinum Larry sem býr í Downingsstræti 10 í Lundúnum, líkar við nýjan húsráðanda Boris Johnson. Einnig Ig Nóbelsverðlaunin.
9/13/201955 minutes
Episode Artwork

Hnattvæðing og menning. Jarðvegurinn. Ekki dýrt að vera umhverfisvænn.

Ragnar Karlsson aðjúkt í fjölmiðla og boðskiptafræði við HÍ: Hnattvæðing, fjölmiðun og menning. Jón Örvar Geirsson Jónsson: Verðmæti jarðvegsins. Stefán Gíslason: Mýtan um að það sé dýrt að vera umhverfisvænn.
9/12/201955 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Veip. Kartöfluútsæði. Zetan. Plastleysi.

Sif Hansdóttir yfirlæknir á lungnadeild Landspítalans: Ræddi öndunarfærasjúkdóma sem hafa blossað upp í Bandaríkjunum og eru tengdir veipnotkun. Sigurgeir Ólafsson plöntusjúkdómafræðingur: Stofnræktun kartöfluútsæðis. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Zetan. Hrund Sigurhansdóttir og Sævar Hilmarsson: Hjónin ræða hvernig þau reyna að draga úr notkun á einnota plasti heima fyrir.
9/11/201955 minutes
Episode Artwork

Hafís. Hnúfubakar. Bandaríkin, Kína og völd.

Ingibjörg Jónasdóttir dósent við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands: Hafís, fjarkönnun, rannsóknir og horfur. Gísli Víkingsson: Rannsóknir á ferðum og háttarlagi hnúfubaka. Friðrik Páll Jónsson: Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ferðast um heiminn og flytur ráðamönnum boðskap Trumps forseta. Pence talar enga tæpitungu. Hann varar einkum við vaxandi veldi Kínverja, einnig við Rússum, en aðalmálið: það er Kína og það snýst ekki aðeins um norðurskautssvæðið, heldur allan heiminn. Því er spáð að Kínverjar verði komnir upp að hliðinni á Bandaríkjunum eða framúr þeim um miðja öldina, um það leyti sem haldið verður upp á aldarafmæli kínverska alþýðulýðveldisins.
9/10/201955 minutes
Episode Artwork

Ferðaþjónustan. Þróunarsamvinna. Málfræðilegt afstæði. Erfðir og örfhe

Jón Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar: Það hefur að mörgu leyti ræst úr sumrinu hjá ferðaþjónustunni, þótt að fyrirtæki innan geirans finni mismikið fyrir fækkun ferðamanna. Áslaug Ármannsdóttir frá Félgi Sameinuðu þjóðanna og Halldór Gíslason frá Íslandsbanka: Ræddu um átak um aukna þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Málfræðilegt afstæði. Edda Olgudóttir: Vísindaspjallið: Erfðir og örvhentir.
9/9/201955 minutes
Episode Artwork

Lýsa - rokkhátíð samtalsins.

Harpa Barkardóttir formaður SUNN - Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi. Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir formaður tækniþróunarnefndar Vísinda- og tækniráðs og forstöðumaður hjá Veitum: Fjórða iðnbyltingin. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS: Minni olíunotkun í sjávarútvegi. Kristín Þórarinsdóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri: Hermes - Persónumiðað heilsufarsmat. María Helen Eiðsdóttir hjá Landlæknisembættinu: Fyrstu þúsund dagar barnsins. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ: Öryrkjar og vinnumarkaðurinn. Auk þess var rætt við nokkra þátttakendur á förnum vegi.
9/6/201955 minutes
Episode Artwork

Þátttaka barna. Kynjuð áætlanagerð. Góð tíðindi af umhverfismálum.

Salvör Nordal umboðsmaður barna: Hvernig er hægt að auka þáttöku barna í stefnumótun og ákvörðunum í samfélaginu? Freyja Barkardóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg: Kynjuð fjárhags- og starfsáætlanagerð á sveitarstjórnarstigi. Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur: Góðar fréttir úr umhverfisheiminum - að þvo með köldu og breyta ryði í rafmagn.
9/5/201955 minutes
Episode Artwork

Dysjar. Samtök smáframleiðenda. Pólitísk rétthugsun. Plastlaus septemb

Steinunn Kristjánsdóttir prófessor í fornleifafræði: Dysjar hinna dæmdu - verkefni sem fjallar um aftökur á Íslandi á 200 ára tímabili. Oddný Anna Björnsdóttir: Fjöldi smáframleiðenda matvæla hefur aukist mjög undanfarin ár og nú er verið að undirbúa stofnun Samtaka smáframleiðenda. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan - Pólitísk rétthugsun. Hrund Sigurhansdóttir og Sævar Hilmarsson: Hjónin taka þátt í plastlausum september annað árið í röð og segja frá því í Samfélaginu hvernig átakið gengur. Hákon Ásgeirsson hjá Umhverfisstofnun: Friðland að fjallabaki í 40 ár.
9/4/201957 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Jarðboranir í borginni, Friðland 40 ára. Fimmstjörnuhreyfingin reynir

Sigrún Tómasdóttir og Fjóla Jóhannesdóttir hjá Veitum: Jarðboranir í Reykjavík til að rannsaka grunnvatnsstöðuna vegna aukinnar úrkomuákefðar sem búist er við vegna loftslagsbreytinga. Hákon Ásgeirsson starfsmaður Umhverfisstofnunar og Anna Dóra Sæþórsdóttir ferðamálafræðingur: Friðland að fjallabaki í 40 ár. Friðrik Páll Jónsson: Fyrsta ríkisstjórn popúlista á evru-svæðinu féll í síðasta mánuði, ríkisstjórn Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins á Ítalíu. Ekki var það harmað í aðalstöðvum Evrópusambandsins, sem hefur átt í stöðugum deilum við hana. Og nú er unnið að myndun nýrrar stjórnar Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Lýðræðisflokksins, sem er vinstri miðjuflokkur og styður Evrópusambandið. - Ef það tekst ekki verður gengið til kosninga.
9/3/201955 minutes
Episode Artwork

Arnarskóli. Þverþjóðleiki. Gullaldartregi. Greining á einhverfu.

Atli Magnússon framkvæmdarstjóri Arnarskóla: Arnarskóli í Kópavogi heimsóttur í þættinum, þar er aldrei sumarfrí, nema börn og foreldrar vilji það, því mörgum nemendunum skólans þykir gott að hafa reglu í lífinu. Skólinn er fyrir börn með þroskafrávik og einhverfu. Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir mannfræðingar HÍ: Þær segja frá rannsóknarvettvangnum "Hreyfanleiki og þverþjóðleiki". Þar er ekki síst hugað að innflytjendum og hreyfanleika til og frá Íslandi. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan - Gullaldartregi: Sú trú fólks að á einhverjum tímapunkti í fortíðinni hafi tungumálið verið fullkomið hefur verið kölluð gullaldartregi. Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli ræðir Edda um breyttar greiningar á einhverfu.
9/2/201955 minutes
Episode Artwork

Tíðnisvið. Handritin í Kaupmannahöfn. Minnisvísa. Plastpokalögin.

Þorleifur Jónasson forstöðumaður tæknideildar PFS: Tíðnisvið, truflanir og 5G. Guðvarður Már Gunnlaugsson rannsóknardósent á Árnastofnun: Hvaða handrit eru á Árnastofnun í Kaupmannahöfn og er vit í að fá þau heim? Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan - minnisvísa um óákveðin fornöfn. Guðmundur B. Ingvarsson sérfræðingur í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu: Nýju plastpokalögin taka gildi á sunnudag.
8/30/201955 minutes
Episode Artwork

Fjarkönnun. Loftgæði innandyra. Klassíkin okkar.

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands: Háskóli Íslands þykir einn fremsti háskóli heims á í fjarkönnun. Jón Atli sagði frá fjarkönnun, sem er hans sérsvið í rafmagnsverkfræði. Brynjar Örn Árnason frá EFLU: Hvað hefur helst áhrif á loftgæði innandyra. Halla Oddný Magnúsdóttir og Guðni Tómasson: Tónlistarveislan Klassíkin okkar verður á RÚV á föstudagkvöld. Halla Oddný og Guðni kynna dagskránna og ræddu hana í Samfélaginu.
8/29/201955 minutes
Episode Artwork

Lekar kirkjur. Líf vesturfara. Beðja og ristill. Fræsöfnun.

Pétur Markan samskiptastjóri Kirkjunnar: Margar kirkjubyggingar liggja undir skemmdum vegna raka og leka. Birna Bjarnadóttir verkafnastjóri hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur: Líf, menning og reynsla íslenskra innflytjenda í Vesturheimi. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Beðja, feima, ristill, nift og fleiri sjaldgæf orð um konur. Barbara Stanzeit í frænefnd Garðyrkjufélagsins: Hvernig er best að bera sig að við fræsöfnun.
8/28/201955 minutes
Episode Artwork

Fjölgun rafbíla. Rannsóknir á handritum. Plastlaus september.

Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs: Fjölgun rafbíla á Íslandi. Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum: Fyrirhugaðar rannsóknir á miðaldahandritum og fornleifarannsóknir samhliða því. Þórdís V. Þórhallsdóttir: Plastlaus september hefst í næstu viku.
8/27/201955 minutes
Episode Artwork

Minjastofnun. Bergið-Headspace. Orðið ógeðslegt. Neðansjávarbakteríur.

Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Minjastofnunar: Rætt um hlutverk Minjastofnunar sem hefur yfirumsjón með verndun fornleifa- og byggingararfs á Íslandi. Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins-Headspace. Bergið tekur til starfa í dag, það er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk og veitir ókeypis þjónustu. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Orðið ógeðslegt. Edda Olgudóttir frá Hvatanum: Vísindaspjall: Neðansjávarbakteríurnar éta skemmtiferðaskipi Titanic sem sökk í jómfrúarferð sinni árið 1912.
8/26/201955 minutes
Episode Artwork

Eldar í Amazon. Þjóðræknisfélagið. Málsnið. Kvæðakonan góða.

Sigríður Hulda Geirlaugsdóttir píanóleikari í Rio de Janeiro í Brasilíu: Sigríður Hulda, sem hefur verið búsett í Brasilíu í 30 ár, segir frá upplifun sinni og fólks í kringum sig af skógareldunum í Amazon skóginum. Hulda Karen Daníelsdóttir formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga: Hulda Karen segir frá starfsemi Þjóðræknisfélagsins sem er áttrætt á árinu. Félagið beitir sér fyrir auknum samskiptum við Vestur-Íslendinga. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan - Málsnið er líkt og einkennisbúningur. Ragnheiður Ólafsdóttir doktor í rímnahefðinni og Elísa Björg Þorsteinsdóttir: Kvæðakonan góða - Ragnheiður og Elísa segja frá félagsskapnum Kvæðakona góða, sem hyggst leggja heiminn að fótum sér með rímnakveðskap.
8/23/201955 minutes
Episode Artwork

Fjarreikistjörnur. Bíldudalur. Loftslagsáherslur.

Guðmundur Kári Stefánsson doktorsnemi í stjarnvísindum: Rannsóknir á fjarreikistjörnum. Iða Marsibil Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð: Íbúafjölgun og uppgangur á Bíldudal. Stefán Gíslason: Loftslagsáherslur norrænu forsætisráðherranna.
8/22/201955 minutes
Episode Artwork

Hrossakjöt. Framandi tegundir. Að fara erlendis. Gamla bókabúðin.

Eva Margrét Jónudóttir hjá Matís: Afstaða neytenda til folalda- og hrossakjöts og gæði kjötsins. Sindri Gíslason forstöðumaður Náttúruverndarstofu Norðvesturlands. Rannsóknir á framandi tegundum í sjó við strendur landsins. Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínútan: Að fara erlendis Eyþór Jóvinsson bóksali: Gamla bókabúðin á Flateyri er 105 ára og í sumar hafa 10 þúsund manns komið í verslunina.
8/21/201955 minutes
Episode Artwork

Skriður, loftgæði og Amazon skógurinn.

Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur við HÍ: fjallaði meðal annars um skriðuna sem féll í nótt í Reynisfjöru, sagði nýju gps mælitæki sem komið var fyrir á Goðalandi til að rannsaka berghlaupið þar. Ragnhildur Finnbjörnsdóttir: Sagði frá niðurstöðum nýrrar loftgæðaskýrslu Umhverfisstofnunar. Friðrik Páll Jónsson: segir frá stóraukinni eyðingu Amazon skógarins eftir að Jair Bolsonaro tók við forsetaembætti í Brasilíu.
8/20/201955 minutes
Episode Artwork

Trjáholur, Tækni fyrir blinda, Hán, Snjalltækni og líkaminn.

Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur: Steingerðar trjáholur í Ófeigsfirði. Eyþór Kamban Þrastarson ráðgjafi: Tækni sem léttir blindum og sjónskertum lífið í leik og starfi. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan. Hvernig beygist hán? Edda Olgudóttir frá Hvatanum: Snjalltækni nær ekki að breyta mannslíkamanum til frambúðar.
8/19/201955 minutes
Episode Artwork

OK. Sjálfbærninám. Kynsegin. Vatnajökulsþjóðgarður.

Oddur Sigurðsson jarðfræðingur: Oddur segir frá OKjökli og fjölda smájökla sem hafa horfið á undanförnum tveimur áratugum. Bryndís Fiona Ford skólameistari Hallormsstaðarskóla: Nýtt nám í sjálfbærni við skólann. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan - Hvað merkir orðið kynsegin? Magnús Guðmundsson framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs: Sumarið í þjóðgarðinum, sem nú er kominn á heimsminjaskrá UNESCO.
8/16/201955 minutes
Episode Artwork

Umhverfisvottun bygginga. Jarðgöng á Austurlandi. Skýrsla SÞ um loftsl

Olga Árnadóttir verkefnisstjóri umhverfismála hjá Framkvæmdasýslu ríkisins: Umhverfisvottun stórra bygginga. Einar Már Sigurðarson formaður Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi: Fyrirhuguð jarðgöng á Austurlandi. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Skýrsla á vegum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.
8/15/201955 minutes
Episode Artwork

Sjávarstaða, Sveppasýking í bönönum, Hinsegin, Þjóðgarðurinn Snæfellsj

Sigríður Kristjánsdóttir dósent í skipulagfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nú stendur yfir alþjóðlegt námskeið þar sem fjallað er um möguleg vandamál og lausnir vegna hækkandi sjávarstöðu samhliða loftslagsbreytingum. Niðurstöðurnar verða kynntar í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar á föstudag. Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands sagði frá sveppasjúkdómi sem herjar á bananaplöntur víða um heim. Hann er bráðsmitandi og hefur nú fundist í Kólumbíu. Bananar eru mikilvæg útflutningsvara í Mið- og Suður-Ameríku, þannig að sjúkdómurinn getur haft veruleg efnahagsleg áhrif á íbúa þar. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Hvað merkir að vera hinsegin? Jón Björnsson þjóðgarðsvörður: Sumarvertíðin í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.
8/14/201955 minutes
Episode Artwork

Áhrif áfalla á svefn, Þingvallaþjóðgarður, Vatnsbúskapur eftir þurrka

Edda Björk Þórðardóttir, nýdoktor við Læknadeild Háskóla Íslands rannsakae áhrif áfalla á svefn og drauma - og nýtir gagnagrunninn sem hefur orðið til úr verkefninu áfallasaga kvenna til þess. Rætt var við Einar Á.E Sæmundssen þjóðgarðsvörð á Þingvöllum um sumarið í þjóðgarðinum. Óðinn Þórarinsson á Veðurstofunnar sagði frá miklum áhrifum þurrka á vatnsbúskap áa og vatna á vestari hluta landsins
8/13/201955 minutes
Episode Artwork

Loftsslagsskógur, Samfélagshraðall, Bessadýr

Björn Traustason formaður Skógræktarfélags Mosfellsbæjar: Umfangsmikil skógrækt á Mosfellsheiði er í bígerð og tilraunareitir verða settir upp í sumar. Auður Örlygsdóttir, Höfða friðarsetri og Hannes Ottósson verkefnisstjóri Nýsköpunarmiðstöð: Snjallræði er samfélagshraðall sem nú er blásið til í annað sinn. Þau ræða hraðalinn og og verkefnin frá því í fyrra. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan Gísli Már Gíslason vatnalíffræðingur: Bessadýr voru í geimfari sem brotlenti á tunglinu. Þau eru harðgerð og Gísli ræðir þau og fleira.
8/12/201955 minutes
Episode Artwork

Fjársafnanir, UMFÍ 50+, Eftirmáli og eftirmálar. Kattrefur á Korsíku.

Jónas Guðmundsson formaður Almannaheilla: Fjársafnanir almennings til góðgerðarmála. Lagaumgjörð og utanumhald vantar. Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir keppnisstjóri: UMFÍ 50+ er haldið í Neskaupsstað um helgina. Keppendur eru um 300, sá elsti 102 ára. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan - munurinn á eftirmála og eftirmálum. Vera Illugadóttir: Kattrefur á Korsíku og víðförull heimskautarefur.
6/28/201955 minutes
Episode Artwork

Sumvardvöl í sveit. Skógarplöntuframleiðsla. Tískan sniðgengin.

Hervör Alma Árnadóttir lektor í félagsráðgjöf: Rannsókn á sumardvöl í sveit og hvernig það félagsmálaúrræði fyrir börn hefur þróast undanfarna áratugi. Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Sólskóga: Uppsveifla í skógaplöntuframleiðslu, í gróðrarstöðinni Sólskógum í Kjarnaskógi er sáð fyrir rúmlega þremur milljónum skógarplantna í sumar. Stefán Gíslason: BoycottFashion - tískan sniðgengin, áskorun fyrir fund G20 ríkja, styrkir til kolaframleiðslu.
6/27/201955 minutes
Episode Artwork

Kynferðisleg áreitni. Reykjanesbær. Forsetningar. Breytingar á líkama.

Kristín Hjálmarsdóttir kynjafræðingur: Ný aðferð til að taka á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. Rannsókn sem var innan Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Friðjón Einarsson forseti bæjarráðs Reykjanesbæjar: Áhrif falls WOW air á bæjarfélagið og ný stefna bæjarins frá 2020 - 2030. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan - forsetningar með staðarheitum. Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari hjá Heilsuborg: Breytingar á mannslíkamanum á tímum hraðra samfélagsbreytinga.
6/26/201955 minutes
Episode Artwork

Samþykkt gegn ofbeldi og áreitni. Stefna um heilabilun. Jamal Khashogg

Magnús Norðdahl deildarstjóri lögfræðideildar ASI: Ný samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar gegn ofbeldi og áreitni í vinnuumhverfinu. Jón Snædal öldrunarlæknir: Ný drög að stefnu um málefni fólks með heilabilun. Friðrik Páll Jónsson: Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um morðið á Jamal Khashoggi á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl.
6/25/201955 minutes
Episode Artwork

Stytting vinnuviku. Listkennslunám. Öræfi. Hafís

Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður stýrihóps: Helstu niðurstöður tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar. Verkefninu lýkur í ágúst. Kristín Valsdóttir forseti listkennsludeildar LHÍ: Fjölgun í listkennslunám við Listaháskólann. Guðrún Líndal Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Öræfi Ingibjörg Jónsdóttir dósent við jarðvísindadeild HÍ: Hafís nálgast landið og fjarkönnunartækni sem nýtt er til að fylgjast með komu hafís og öðrum breytingum í náttúrunni.
6/24/201955 minutes
Episode Artwork

LIBRA. Eldiviður. Mjaldrar, námjaldur, Putin og Solberg.

Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins: LIBRA rafmynt sem Facebook ætlar að setja á markað innan nokkurra ára og aðrar rafmyntir. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri: Innfluttur eldiviður og innlendur. Vera Illugadóttir: Mjaldrar, námjaldur, Vladimir Putin, Hvaldimir og Erna Solberg.
6/21/201955 minutes
Episode Artwork

Sameining á Austurlandi. Smálán.

Þorbjörg Sandholt varaoddviti Djúpavogshrepps: Sameiningaráfrom fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi. Brynhildur Pétursdóttir: Umfjöllun um smálán og fleira í nýjasta Neytendablaðinu.
6/20/201955 minutes
Episode Artwork

Merkisskepnurnar mjaldrar. Hálendisvaktin. 19. júní. Barbara McClintoc

Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur: Merkisskepnurnar mjaldrar, óvenjulegt sköpulag, hljóðin, samskipti við aðra mjaldra og merkilegur fituhnúður á höfðinu sem mjaldrarnir geta breytt löguninni á. Anna Filbert björgunarsveitarkona: Hálendisvaktin hefur hafið starfsemi í ár. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan - Kvenréttindadagurinn. Edda Olgudóttir: Vísindaspjallið - nóbelsverðlaunahafinn Barbara McClintock.
6/19/201957 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Sögusýning hjúkrunarfræðinnar. CarbFIX. Bandaríkin og Íran.

Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir safna- og sagnfræðingur og Bergdís Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur: Sögusýning í tilefni af 100 ára afmæli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Edda Sif Pind Aradóttir hjá CarbFix : Stjórnvöld, stóriðjan og Orkuveita Reykjavíkur skrifuðu í hádeginu undir viljayfirlýsingu um að kanna hvort að CarbFIX leiðin sé raunhæfur kostur til að draga úr losun koldíoxíðs og ennfremur að fyrirtækin leita leiða til að verða kolefnishlutlaus árið 2040 Friðrik Páll Jónsson: Vaxandi spenna í samskiptum Bandaríkjanna og Írans.
6/18/201955 minutes
Episode Artwork

Skutull við Stöð. Sjúkraflutningaskólinn. Hringvegurinn. Sýndarverulei

Bjarna F. Einarssyni fornleifafræðingur: Við uppgröft á Stöð í Stöðvarfirði hafa fundist ýmsir gripir - meðal annarra gripa sem hafa fundist er skutull væntanlega notaður til að veiða sel og smáhveli. Ingimar Eydal skólastjóri Sjúkraflutningaskólans: Skólinn útskrifaði 147 manns í vor, af ýmsum stigum, meðal annars vettvangsliða. Konum hefur fjölgað meðal nemenda undanfarin ár. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan - fjallað er um hringveginn. Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði: Hvernig má nota sýndarveruleika til að skipuleggja byggð svo að fólki líði vel í umhverfi sínu?
6/14/201955 minutes
Episode Artwork

Mörk miðhálendisþjóðgarðs. Fáar humlur. Loftslagshamfarir eða hamfarah

Óli Halldórsson formaður nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs: Tillaga að mörkum þjóðgarðsins, staðsetningu þjónustumiðstöðva og aðkomu inn í þjóðgarðinn. Erling ÓIafsson skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun: Fáar humlur vegna rigninga í fyrra og kulda Norðanlands í vor. Stefán Gíslason: loftslagshamfarir eða hamfarahlýnun - hvað þýðir neyðarástand?
6/13/201955 minutes
Episode Artwork

Umhverfislausnir í sjávarútvegi. Netárásir. Geysa og geisa. Veip-vökvi

Jón Ágúst Þorsteinsson forstjóri Klappa - grænna lausna: Umhverfislausnir í sjávarútvegi. Ingvar Guðjónsson forstöðumaður rekstrarlausna hjá Opnum kerfum: Netárásir á fyrirtæki og viðbrögð við þeim. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Sagnirnar geysa og geisa. Edda Olgudóttir: Vísindaspjall: Súkralósi í veip-vökva og neikvæð áhrif efnisins.
6/12/201955 minutes
Episode Artwork

Endurnýjanlegt eldsneyti. Lífdísel úr steikingarolíu. Þurrkur í Landsv

Jón Ásgeir H Þorvaldsson frá Orkustofnun: Endurnýjanlegt eldsneyti á Íslandi árið 2018. Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastjóri Orkeyjar: Framleiðsla á lífdísilolíu úr steikingarolíu frá veitingastöðum og heimahúsum. Erlendur Ingvarsson sauðfjárbóndi á Skarði í Landsveit: Á Skarði er rekið eitt stærsta sauðfjárbú Suðurlands. Þar er nú þurrkur eins og víða á Suður- og Vesturlandi. Erlendur segir að gott veður hjálpi til, en óttast að í hitanum í vikunni fari túnin að brenna. Friðrik Páll Jónsson: Margir gera sér ekki enn grein fyrir muninum á veðurspám og loftslagsspám. Þeir sem efast um loftslagsbreytingar segja: „Veðurfræðingar geta ekki sagt fyrir um veður eftir tíu daga, hvernig geta þeir þá sagt eitthvað um hitastig eftir hundrað ár?" Þessu tvennu er oft ruglað saman, og það veldur misskilningi og óþarfa deilum.
6/11/201955 minutes
Episode Artwork

Irma Erlingsdóttir. Stuðlagil. Þeysir. Dýrahljóð.

Irma Erlingsdóttir: Ein 100 áhrifamestu einstaklinga heims í jafnréttismálum. Verkefni Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Stefanía Karlsdóttir: Framkvæmdir við Stuðlagil - hinn óvænta ferðamannastað. Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínútan - bíll og þeysir. Vera Illugadóttir: Fróðleikur úr dýraríkinu. Evrópumeistaramótið í hjartarköllum.
6/7/201955 minutes
Episode Artwork

Leiðangur á Vatnajökul. Kókaín í skólpi. Líffræðilegur fjölbreytileiki

Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands: Ferð Jöklarannsóknafélagsins á Vatnajökul. Arndís Sue-Ching Löve, lyfjafræðingur og doktorsnemi: Magn fíkniefna í skólpi. Niðurstöðurnar sýna að fjórfalt meira kókaín mældist í skólpi höfuðborgarsvæðisins í mars í fyrra en tveimur árum áður. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Líffræðilegur fjölbreytileiki.
6/6/201955 minutes
Episode Artwork

Þolmörk ferðamennsku. Dóminíka. Fjörulallar verðlaunaðir.

Ragnhildur Gunnarsdóttir umhverfisverkfræðingur og Ólafur Árnason verkefnisstjóri hjá Eflu: Rannsókn á þolmörkum ferðamennsku. Sigurður Sveinn Jónsson jarðfræðingur hjá ÍSOR: Jarðhitaboranir og rannsóknir á eyjunni Dóminíku í Karabíahafi. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínúta - Orðið faraldur. Þórir Níels Kjartansson: Fjörulallar hafa barist við sandfok við Vík í Mýrdal með öllum titækum ráðum og fengu Landgræðsluverðlaun fyrir.
6/5/201955 minutes
Episode Artwork

Álag vegna ferðamennsku. Æðarvarp. Torg hins himneska friðar.

Ólafur Árnason verkefnisstjóri hjá Eflu: Verkefni þar sem metið álag vegna fjölda ferðamanna á innviði, umhverfi og íslenskt samfélag. Steinn Rögnvaldsson bóndi á Hrauni II Skaga: Æðarvarp seinna á ferðinni en undanfarin ár. Friðrik Páll Jónsson: Blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fyrir 30 árum.
6/4/201955 minutes
Episode Artwork

Lyfjaþróun. Örnefni. Litningaendar.

Guðmundur Hrafn Guðmundsson hjá Akthelia og prófessor í frumulíffræði við HÍ: Akthelia er íslenskt fyrirtæki sem er að þróa nýstárleg lyf, svo hægt sé að draga úr sýklalyfjanoktun. Aðalsteinn Hákonarson frá Árnastofnun: Leiðbeiningar Árnastofnunar um hvernig skuli velja bæjar- og götuheiti. Málfarsmínútan: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Uppruni orðsins kona. Edda Olgudóttir: Vísindaspjall - Áhrif uppeldis á litningaendana.
6/3/201955 minutes
Episode Artwork

Ljósleiðaravæðing. Mannanöfn. Andlitsgreiningartæki pandabjarna.

Hrafnkell Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar: Staðan á ljósleiðaravæðingu landsins og háhraðanet framtíðarinnar. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðnautur Ríkisútvarpsins: Orðið kona - sem ekki var samþykkt sem mannanafn, hefðarreglan, bur og frumvarp um kynrænt sjálfræði. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan. Vera Illugadóttir: Andlitsgreiningartækni pandabjarna.
5/31/201955 minutes
Episode Artwork

Siðfræðileg álitaefni. Repjuolía. Sóleyjar. Landmannalaugar.

Inga Auðbjörg Straumland formaður Siðmenntar og Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur: Hverjar eru stóru siðferðilegu spurningar 21. aldarinnar? Sandra Rán Ásgrímsdóttir sjálfbærniverkfræðingur: Umhverfis og samfélagslegur ávinningur íslenskra orkujurta. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan - Heitið sóley Máni Gautason skálavörður hjá Ferðafélaginu: Það var opnað óvenjusnemma inn í Landmannalaugar í ár.
5/29/201955 minutes
Episode Artwork

Menntunarpólitík. Karlar í skúrum. Viðskiptastríð.

Haukur Arason dósent við HÍ: Menntunarpólitík í ljósi fjórðu iðnbyltingarinnar og tæknivæðingar í framtíðinni. Hörður Sturluson verkefnastjóri hjá Rauða krossinum og Jakob Kristinsson ritari Karla í skúrnum í Hafnarfirði: Samfélagsverkefnið Karlar í skúrum, til að draga úr félagslegri einangrun karla. Friðrik Páll Jónsson: Harðnandi viðskiptastríð Kína og Bandaríkjanna.
5/28/201955 minutes
Episode Artwork

Loftslagskvíði barna. Söguhringur kvenna. Kynrænt sjálfræði. Líffræðil

Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur á Litlu-Kvíðameðferðarstöðinni: Hvernig lýsir loftslagskvíði barna og unglinga sér? Hverjir upplifa þennan kvíða og hvað eiga foreldrar að gera? Kristín R. Vilhjálmsdóttir, Sigrún Sævarsdóttir-Griffith og Nancy Guarderas: Söguhringur kvenna og tónlistarsmiðja fyrir konur. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínúta - kynrænt sjálfræði. Edda Olgudóttir: Líffræðilegur fjölbreytileiki framtíðarinnar.
5/27/201955 minutes
Episode Artwork

Vinningstillögur í samkeppni. Þjóðleikur. Fugl í þróun

Halldór Eiríksson, arkitekt hjá T.ark, Hrólfur Karl Cela, arkitekt og Marcos Zotes frá Fabric: Sagt frá vinningstillögum um grænar þróunarlóðir í Reykjavík . Björn Ingi Hilmarsson verkefnisstjóri: Þjóðleikur er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og margra menningarráða grunn- og framhaldsskóla, sveitarfélaga og áhugaleikfélaga á landsbyggðinni og fagnar nú 10 ára afmæli. Vera Illugadóttir: Sagt frá merkilegum fuglategund sem virðist ganga í gegnum endurtekið þróunarferli.
5/24/201955 minutes
Episode Artwork

Siðfræði. Gróðureldar. Víðerni

Vilhjálmur Árnason prófessor í heimsspeki: Siðferði, siðareglur og síðanefndir. Umræða í tilefni þess að Siðfræðistofnun HÍ er 30 ára. Dóra Hjálmarsdóttir, öryggisráðgjafi og verkfræðingur hjá Verkís og Haukur Grönli Brunavörnum Árnessýslu: Gróðureldar, varnir og viðbrögð sumarhúsaeigenda. Salome Hallfreðsdóttir: Víðerni.
5/23/201955 minutes
Episode Artwork

Staða björgunarsveitanna. Norðurstrandarleið. Kolefnisspor matvæla.

Smára Sigurðssyni fyrrverandi formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg: Staða björgunarsveita og björgunarsveitarmanna. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsstofu Norðurlands: Norðurstrandarleið er 900 km leið um Norðurland, markaðsett fyrir ferðamenn. Birgitta Stefánsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun: Hvort er betra, - út frá kolefnisspori, að borða nautaborgara úr nágrenni eða baunaborgara frá annarri heimsálfu?
5/22/201955 minutes
Episode Artwork

Rýmingaráætlun höfuðborgarsvæðis. Skólaforðun. Evrópuþingskosningar.

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu og framkvæmdastjóri Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins: Rýmingaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið Hákon Sigursteinsson framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur: Skólaforðun Friðrik Páll Jónsson: Kosningar til Evrópuþingsins í vikunni.
5/21/201955 minutes
Episode Artwork

Umhverfisáhrif tísku. Lífríki Tjarnarinnar. Frumur og einhverfa.

Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands: Umhverfis- og samfélagsleg áhrif fatatísku. Snorri Sigurðsson líffræðingur hjá Reykjavíkurborg: Lífríkið við Tjörnina í Reykjavík. Edda Olgudóttir: Hvaða frumur verða fyrir áhrifum einhverfu?
5/20/201955 minutes
Episode Artwork

Verslun í miðbænum. Samgöngumannvirki og loftslagsbreytingar. Flóttame

Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar: Staða og framtíðarþróun verslunar í miðbæ Reykjavíkur. Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar: Áhrif loftslagsbreytinga á vegi og brýr. Brúargerð í Lónsöræfum. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir verkefnisstjóri Rauða krossins. Flóttamennirnir sem fluttu á Hvammstanga og á Blönduós eru að koma sér fyrir og kynnast fólki í samfélaginu.
5/17/201955 minutes
Episode Artwork

Persónuvernd barna. Vantar kirkjugarð. Suðurskautslandið.

Ásdís Auðunsdóttir persónuverndarsérfræðingur hjá Deloitte: Hverju mega foreldrar deila um börnin sín á netinu? Þórsteinn Ragnarsson forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma: Það vantar nýjan kirkjugarð fyrir kistugrafi í Reykjavík. Allt stefnir í að Reykvíkingar sem vilja láta grafa sig í kistu og eru ekki með frátekna gröf, gætu þurft að láta grafa sig í Kópavogi um nokkurra ára skeið. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Áhrif loftslagsbreytinga á Suðurskautslandið.
5/16/201955 minutes
Episode Artwork

Vinnumarkaður framtíðar. Aðlögun að loftslagsmálum. Áburðarframleiðsla

Sveinbjörn Ingi Grímsson, sérfræðingur í framtíðarfræðum hjá KPMG: Er pláss fyrir fólk með skerta starfsgetu á vinnumarkaði fjórðu iðnbyltingarinnar? Hrönn Hrafnsdóttir, sérfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar: Aðlögun sveitarfélaga að loftslagsmálum. Guðbjörg Rist, verkfræðingur hjá Atmonia: Vistvæn áburðarframleiðsla.
5/15/201955 minutes
Episode Artwork

Efnasúpan í umhverfi barna. Örnefni. Útgjöld til hermála.

Guðrún Lilja Kristinsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun: Efnasúpan í kringum okkur og fyrstu ár barnanna. Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur hjá Árnastofnun: Örnefni og hugmyndir okkar um heiminn. Friðrik Páll Jónsson: Útgjöld til hermála - sem eru orðin meiri en í lok kalda stríðsins
5/14/201955 minutes
Episode Artwork

Kolefnishlutleysi Elkem. Íbúaráð. Stofnfrumur.

Gestur Pálsson forstjóri Elkem á Íslandi: Verksmiðja Elkem stefnir að kolefnishlutleysi árið 2040. Hvernig á að gera það? Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata: Breyting á skipan hverfisráða í Reykjavík. Íbúar valdir með slembivali í hverfisráð og grasrótarsamtökum verður boðið að taka þátt. Edda Olgudóttir: Rannsókn á sérhæfðum stofnfrumum sem hefur verið breytt svo þær geti myndað alla vefi sem þarf í fósturþroska.
5/13/201955 minutes
Episode Artwork

Norðurskautsráð. Restart Iceland. Hinsegin menning.

Bryndís Kjartansdóttir fastafulltrúi Íslands í Norðurskautsráðinu: Ísland hefur tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu og gegnir henni næstu tvö ár. Fjallað er um ráðið og verkefnin framundan sem snúa að hafinu, loftslagsmálum og grænni orku, fólki og samfélögum á norðurslóðum. Hólmar Svansson, Pétur Ingiberg Jónsson, Edda Hrafnsdóttir, Rannveig Guðnadóttir, Jón Þór Sigurðarson: Restart Iceland - vinnustofa þar sem hægt er að fá aðstoð við að gera við heimilistæki í stað þess að henda þeim. Gígja Hólmgeirsdóttir ræddi við þau. Ragnhildur Sverrisdóttir og Hildur Heimisdóttir: Málefni hinsegin fólks og hinsegin menning.
5/10/201955 minutes
Episode Artwork

Tækni og ferðaþjónusta. Bílgreinar. Þolmörk Jarðar.

Inga Rós Antoníusdóttir verkefnastjóra hjá Ferðamálastofu og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans: Iceland Travel Tech - tækni fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Jón Trausti Ólafsson formaður Bílgreinasambandsins: Hagtölur íslenskra bílgreina. Stefán Gíslason: Þolmörk Jarðarinnar.
5/9/201955 minutes
Episode Artwork

Kröfur í loftslagsmálum. Leiðsögumenn. MAPS verkefnið.

Sigurður Loftur Thorlacius umhverfisverkfræðingur og ritari Félags ungra umhverfissinna og Tryggvi Felixsson formaður Landverndar: Kröfur félaganna um aðgerðir í loftslagsmálum. Pétur Gauti Valgeirsson formaður Félags leiðsögumanna: Dæmi eru um félagsleg undirboð í stéttinni og félagið er farið að stunda vinnustaðareftirlit. Berglind Rós Magúsdóttir dósent við HÍ: Þriggja borga rannsókn á hvernig samfélagsþróun hefur áhrif á skólastarf.
5/8/201955 minutes
Episode Artwork

Plastendurvinnsla í Hveragerði. Kennslustund í Brooklyn. Gaza.

Sigurður Halldórsson forstjóri Pure North: Ætla að margfalda getu til plastendurvinnslu í Hveragerði. Baldur Sigurðsson dósent í íslensku og læsi: Baldur heimsótti grunnskóla í Brooklyn í New York og hreifst af kennsluháttum. Friðrik Páll Jónsson: Ástandið á Gaza-ströndinni þar sem samið var um vopnahlé í fyrrinótt. En deilunum er ekki lokið og bardagar gætu blossað upp á ný.
5/7/201955 minutes
Episode Artwork

Samfélagsleg - og umhverfisáhrif Keflavíkurflugvallar. Tækifæri Egilss

Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu Isavia: Samfélagsskýrsla ISAVIA, umhverfisáhrif starfseminnar, árangur í að draga úr hljóðmengun og hvernig unnið er út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdastjóri Austurbrúar: Tækifæri Egilsstaðarflugvallar. Edda Olgudóttir: Vísindamaðurinn Rosalind Franklin, sem aldrei fékk Nóbelinn.
5/6/201955 minutes
Episode Artwork

Hitamet í apríl. Framtíðin. Nafngiftir Mjaldra.

Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum: Hitamet slegið í apríl víða um land. Hjörtur Smárason ráðgjafi og ritstjóri: Bókin 2052 - Svipmyndir úr framtíðinni. Vera Illugadóttir: Nafngiftir Njósna-Mjaldursins og fleiri dýra.
5/3/201955 minutes
Episode Artwork

Timburbyggingar. Da Vinci. Dót og drasl á lífsleiðinni.

Bjarni Ingibergsson og Logi Unnarson Jónsson hönnuðir, Límtré-Vírnet : Í framhaldi af pistli um háhýsi úr timbri er rætt um notkunarmöguleika timburs í byggingariðnaði. Sagt er frá samstarfsverkefni með Skógræktinni um nýtingu á íslenskri skógarframleiðslu . Stefán Pálsson sagnfræðingur: Uppfinningar og vísindastörf listamannsins og fjölfræðingsins Leonardo da Vinci. 500 ár eru frá dauða hans. Stefán Gíslason: Hugleiðingar um kostnað hlutanna við tiltekt.
5/2/201955 minutes
Episode Artwork

Miðhálendisþjóðgarður. Verndun íslensku lopapeysunnar. Háhýsi úr timbr

Óli Halldórsson formaður nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs: Helstu áherslur í stjórnunar- og verndaráætlun miðhálendisþjóðgarðs. Þuríður Einarsdóttir formaður handprjónasambands Íslands: Verndun afurðaheitisins: Íslensk lopapeysa. Friðrik Páll Jónsson: Háhýsi úr timbri rísa í Noregi og víðar.
4/30/201955 minutes
Episode Artwork

Eldri borgarar. Einhverfa. Bílaeign

Ásdís Skúladóttir og Viðar Eggertsson, Gráa hernum: Rætt um baráttu eldri borgara fyrir bættum kjörum. Ásdís flytur aðalræðu á hátíðarfundi á Húsavík 1. maí sem er tileinkaður baráttu eldri borgara. Sigrún Birgisdóttir framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna: Einhverfusamtökin hafa fengið sterk viðbrögð við nýrri íslenskri heimildarmynd um konur með einhverfu. Að sjá hið ósýnilega heitir myndin. Fjölmargir hafa haft samband við samtökin í leit að svörum með sjálft sig, eftir langvarandi erfiðleika í lífinu. Trausti Ágústsson viðskiptastjóri Gallup: Heimilum með 2 bíla eða fleiri hefur fjölgað síðustu þrjú ár. Farið er yfir það og fleiri efni úr neyslukönnun Gallups.
4/29/201955 minutes
Episode Artwork

Heimilislausir. Matarauður. Mörgæsir

Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir deildarstjóri á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða : Heimilislausir í Reykjavík, húsnæðismál, viðhorf samborgara og nærþjónusta við þá sem eigi í miklum og flóknum vanda. Brynja Laxdalverkefnastjóri Matarauðs Íslands: Matarauðurinn gengur út á að vekja athygli á íslenskri matarmenningu og íslensku hráefni. Það er ýmislegt í deiglunni - til að mynda að reyna að finna út sérstakt bragð fyrir hvern landshluta. Vera Illugadóttir: 25. apríl, sumardagurinn fyrsti í ár, er alþjóðlegur dagur mörgæsarinnar. Af því tilefni segir Vera frá ýmsu forvitnilegu sem viðkemur þessu athyglisverða dýri.
4/26/201955 minutes
Episode Artwork

Vindorkan. Vinnumiðlun. Eyja-tungumál

Ketill Sigurjónsson lögfræðingur: Vindorkuver, helstu áskoranir. Þóra Ágústsdóttir Vinnumálastofnun: Samstarf Vinnumálastofnunnar og BHM um vinnu fyrir háskólamenntað fólk. Jón Símon Markússon málvísindamaður: Eyja - tungumál.
4/24/201955 minutes
Episode Artwork

Neðansjávarhverir. Umhverfismál sjávarútvegisins. Sjaldgæfir málmar II

Hrönn Egilsdóttir líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun: Hverasvæði og hverastrýtur á Reykjaneshrygg. Torfi Þ. Þorsteinsson hjá HB Granda: Samfélagsskýrsla og umhverfismál sjávarútvegsins. Friðrik Páll Jónsson: Sjaldgæfir málmar og einokun og undirboð Kínverja.
4/23/201955 minutes
Episode Artwork

Strandveiði. Dúfur á Íslandi. Dýrafjarðargöng.

Örn Pálsson: framkvæmdarstjóri landsambands smábátaeigenda: Strandveiðar í áratug og breytt lagaumhverfi. Tumi Kolbeinsson: Dúfnaregistur Íslands - ræktun, saga og landnám á Íslandi. Halla Ólafsdóttir fréttamaður og Kristinn Gylfason hjá Metrostav: Viðhafnarsprenging í Dýrafjarðargöngum.
4/17/201955 minutes
Episode Artwork

Heildarlosun eykst. Stoðdeild fyrir hælisleitendur. Sjaldgæfir málmar.

Nicole Keller frá Umhverfisstofnun: Illa gengur að draga úr heildarlosun Íslands. Dagbjört Ásbjörnsdóttir sem er verkefnastjóri fjölmenningar í grunnskólum hjá Reykjavíkurborg: Ný stoðdeild við Háaleitisskóla fyrir börn sem leita hælis á Íslandi. Friðrik Páll Jónsson: Sjaldgæfir málmar í hátæknivörum.
4/16/201955 minutes
Episode Artwork

Vímuefnaneysla unglinga. Ný verndaráætlun-Jökulsárlón. Sjón og útivera

Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu: Vímuefnaneysla unglinga og hlutverk foreldra í forvörnum. Helga Árnadóttir þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs: Ný stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Jökulsárlón og Breiðamerkursand. Edda Olgudóttir: Sjón og útivera.
4/15/201955 minutes
Episode Artwork

Svarthol. Myglusveppir og aðrir sveppir. Heimskautadýr.

Kári Helgason vísindamaður og formaður Stjarnvísindafélags Íslands: Hvernig er hægt að taka myndir af svartholi? Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands: Myglusveppir í skólum og ný sveppategund - stengjatrektla. Vera Illugadóttir: Ísbirnir og sleðahundar og fleiri heimskautadýr.
4/12/201955 minutes
Episode Artwork

Kolefnishringrás Íslands. Manngerðir hellar. Fellibyljir.

Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands: Kolefnishringrás Íslands. Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur: Manngerðir hellar við Odda í Rangárvallarsýslu. Lesari: Broddi Broddsson. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Áhrif fellibylsins Idai á íbúa í Mósambík.
4/11/201955 minutes
Episode Artwork

Innflytjendur. Skiptastjóri. Spillivagninn.

Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur og framkvæmdastjóri Mirru: Hlutur innflytjenda í ferðaþjónustunni. Erlendur Gíslason lögmaður á Logos: Hvað gerir skiptastjóri? Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg og Þorsteinn Aðalsteinsson íbúi: Spillivagninn er farinn að stað af nýju. Spillivagninn tekur við spilliefnum og litlum raftækjum frá heimilum.
4/10/201955 minutes
Episode Artwork

Stígamót. Limruskáld. Haltu mér, slepptu mér.

Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta: Rúmlega 400 leituðu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra. Gunnlaugur Ástgeirsson kennari: Limruskáldið Jóhann S. Hannesson. Friðrik Páll Jónsson: Haltu mér, slepptu mér: Afstaða Breta til meginlands Evrópu.
4/9/201955 minutes
Episode Artwork

Matvælastefna. Lundinn. Rafmagnshjól. Konur í vísindum.

Vala Pálsdóttir formaður verkefnisstjórnar: Matvælastefna Íslands í mótun. Svafar Gylfason sjómaður í Grímsey: Lundinn kemur í Grímsey. Kristinn Eysteinsson frá Reykjavíkurborg: Rafmagnshjólaleiga borgarinnar Edda Olgudóttir: Konur í vísindum.
4/8/201955 minutes
Episode Artwork

Íslenskukennsla. Fjölmenning við Mývatn. Ástarlíf froska.

Kristján Jóhann Jónsson dósent í íslenskum bókmenntum við HÍ: Hvað finnst ungmennum um íslensku - Rannsókn á íslenskukennslu í skólum. Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri í Skútustaðahreppi: Fjölmenning við Mývatn - Lítil áhrif af þroti WOW á ferðaþjónustu í Mývatnssveit. Vera Illugadóttir: Ástarlíf froska og danskar pöndur.
4/5/201955 minutes
Episode Artwork

Stytting vinnuviku. Rusl. Dýradagurinn

Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins: Samningar um styttingu vinnuvikunnar. Katrín Sóley Bjarnadóttir frá Umhverfisstofnun: Bannað að tína rusl á sumum ströndum. Rannveig Magnúsdóttir: Dýradagurinn framundan.
4/4/201955 minutes
Episode Artwork

Asparskógar. Hleðsla rafbíla. Tískusóun og fatamarkaður.

Brynhildur Bjarnadóttir skógarvistfræðingur: Öspin er góður kolefnisbindari. Jóhann Ólafsson fagstjóri rafmagnsöryggissviðs hjá Mannvirkjastofnun: Hvernig á að hlaða rafbíla? Katrín Magnúsdóttir Verkefnisstjóri á Skóla á grænni grein: Tískusóun og fatamarkaður.
4/3/201945 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Náttúruvá. Samráðsgátt. Skógarþrestir. Ungur skáksnillingur.

Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri Eftirlits- og spásviðs Veðurstofunnar: Aukið umfang náttúruvárvöktunar. Sif Guðjónsdóttir lögfræðingur í forsætisráðuneytinu: Hvað er Samráðsgáttin og hversu mikið er hún notuð? Brynjúlfur Brynjólfsson starfsmaður Fuglaathugunarstöðvar suðausturlands: Farfuglarnir koma. Friðrik Páll Jónsson: Tani, 8 ára hælisleitandi og skáksnillingur.
4/2/201955 minutes
Episode Artwork

Hönnun mannvirkja, Borgaraleg ferming, Áhrif hópíþrótta.

Björn Helgi Barkarson hjá umhverfisráðuneytinu: Hönnun mannvirkja á ferðamannastöðum. Jóhann Björnsson umsjónarmaður borgaralegrar fermingarfræðslu. 545 börn fermast borgaralega í ár. 30 ár eru frá fyrstu borgaralegu fermingunni. Edda Olgudóttir: Áhrif hópíþrótta á börn og ungt fólk.
4/1/201955 minutes
Episode Artwork

Umferðaröryggi, Jarðskjálftar,Merkingar á þorski, Konur í bændastétt

Höskuldur Kröyer frá Trafkon: Umferðaröryggisáætlun Reykjavíkurborgar. Guðmundur Magnússon hafnarvörður: Jarðskjálftar á Kópaskeri. Ingibjörg G. Jónsdóttir sjávarvistfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun: Merkingar á þorski. Guðrún Tryggvadóttir formaður Bændasamtaka Íslands: Konur í bændastéttinni.
3/29/201955 minutes
Episode Artwork

WOW, Uppbygging, Klæðnaður á Mars, Björgum býflugum

Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar: Áhrif af gjaldþroti WOW í bænum. Jón Geir Péturssonskrifstofustjóri í Umhverfisráðuneytinu: Landsáætlun um uppbyggingu innviða á fjölsóttum stöðum og úthlutanir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Karl Aspelund prófessor: Hvernig er best að klæða sig á Mars? Stefán Gíslason: Hvernig á að bjarga býflugum?
3/28/201955 minutes
Episode Artwork

Loftslagsmál á norðurslóðum, Skurðaðgerðir. Fornar rætur Árbæjar.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar: Loftslagsmál á norðurslóðum. Tómas Philip Rúnarsson verðlaunahafi hagnýtingarverðlauna HÍ: Betri röðun skurðaðgerða. Sólrún Inga Traustadóttir fornleifafræðingur: Fornar rætur Árbæjar.
3/27/201955 minutes
Episode Artwork

Ólögleg lyf, Réttindi flugfarþega, Mörk vinnu og einkalífs, Loftmengun

Herdís M. Guðjónsdóttir MAST: Sala lyfja og fæðubótarefna á netinu. Helena Karlsdóttir forstöðumaður stjórnsýslusviðs Ferðamálastofu: Réttindi flugfarþega. Ragnheiður Kolviðsdóttir félagsfræðingur og Eiríkur Þór Theódórsson formaður ASÍ-Ung: Mörk vinnu og einkalífs hjá ungu fólki. Friðrik Páll Jónsson: Banvæn áhrif loftmengunar.
3/26/201955 minutes
Episode Artwork

Loðna í jökullóni, Smálán, Umhverfisvottun, Erfðarannsóknir.

Gunnar K Sigurðsson leiðsögumaður: Loðna fannst í Jökulsárlóni. Ásta Sigrún Helgadóttir Umsboðsmaður skuldara og Hákon Stefánsson lögmaður: Skuldamál ungs fólks og endurskoðun á smálánastarfsemi. Guðrún Magnea Magnúsdóttir hjá Náttúrustofu Vesturlands: Umhverfisvottun Snæfellsness í áratug. Edda Olgudóttir: Einsleit þýði í erfðarannsóknum.
3/25/201954 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Ferðaþjónustan, Klausturgarðar, Keppnisdúfur og glæpir

Oddný Þóra Óladóttir frá Ferðamálastofu: Ferðamönnum fjölgar enn en gistináttum fækkar. Hildur Hauksdóttir garðyrkjufræðingur: Klausturjurtir. Vera Illugadóttir: Glæpastarfsemi og keppnisdúfur.
3/22/201955 minutes
Episode Artwork

Uppeldi, Húsfundir, Mikilvægi skóga.

Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor: Lífssögur ungs fólks. Tinna Andrésdóttir og Elísa Arnarsdóttir frá Húseigendafélaginu: Að hverju þarf að huga fyrir húsfund? Stefán Gíslason: Mikilvægi skóga.
3/21/201955 minutes
Episode Artwork

Umhverfisþing SÞ og Úrbætur á geðdeildum LSH.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra: Umhverfisþing SÞ og umhverfismál á Íslandi. Eyrún Thorstensen, verkefnisstjóri á geðsviði: Úrbætur á geðdeildum LSH.
3/20/201955 minutes
Episode Artwork

Sjúkrahótel, Landsskipulag, Hvítir öfgamenn

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdarstjóri flæðisviðs LSH og Sólrún Rúnarsdóttir verkefnisstjóri sjúkrahótelsins við Hringbraut: Nýtt sjúkrahótel verður opnað á næstu vikum. Ásdísi Hlökk Theodórsdóttir forstjóra Skipulagsstofnunar: Landsskipulag, skipulagsstefna, loftslag, landslag og lýðheilsa. Friðrik Páll Jónsson: Hugmyndir hvítra öfgamanna um að hvíti kynstofninn sé í hættu.
3/19/201955 minutes
Episode Artwork

Tengsl menntunar og heilsu, Litla Hraun, Hormónagetnaðarvarnir

Sigríður Haraldsdóttir sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu: Tengsl menntunar við líkamlega og andlega heilsu. Lýður Pálsson safnsstjóri Byggðasafns Árnesinga: Fangelsið Litla Hrauni 90 ára. Edda Olgudóttir: Erfðir og hormónagetnaðarvarnir kvenna.
3/18/201955 minutes
Episode Artwork

Verknám, Hverfisskipulag, Elgir.

Kolfinna Jóhannesdóttir frá Menntamálastofnun: Starfs- og verknám í framhaldsskólum. Ævar Harðarson verkefnisstjóri hverfisskipulags Reykjavíkurborgar: Nýtt hverfisskipulag. Vera Illugadóttir: Sáttmáli um elgi.
3/15/201955 minutes
Episode Artwork

Matvælaverð, Heilinn, Vistkerfi.

Henný Hinz aðalhagfræðingur ASÍ og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna: Neytendapólitík og matvöruverð. Heiða María Sigurðardóttir, lektor við Sálfræðideild HÍ: Rannsóknir á lesblindu og sjónsvæðum heilans. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Endurheimt vistkerfa.
3/14/201955 minutes
Episode Artwork

Skólaforðun og skólasókn, Fjaðrárgljúfur, Græn skuldabréf.

Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands: Skólasókn grunnskólanema, skólaforðun og leyfisóskir foreldra. Hanna Valdís Jóhannsdóttir landvörður: Lokun Fjaðrárgljúfurs vegna ágangs ferðamanna. Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri Reykjavíkurborgar: Græn skuldabréf - fjármögnun til umhverfisvænna verkefna.
3/13/201955 minutes
Episode Artwork

Landsréttarmálið, Ungir umhverfisverndarsinnar, Alsír.

Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands: Réttaróvissa eftir Landsréttarmálið. Pétur Halldórsson formaður ungra umhverfissinna: Ungt fólk og umhverfismál. Friðrik Páll Jónsson: Alsír.
3/12/201955 minutes
Episode Artwork

Losun Íslendinga, Bólusetningar, Ófrjósemi karla og plastefni.

Nicole Keller sérfræðingur á Umhverfisstofnun: Íslendingar losa 14 tonn af koltvíoxíði á mann á ári. Óskar Reykdalsson settur forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Edda Olgudóttir frá Hvatanum: Ófrjósemi karla, plastefni, PCB.
3/11/201955 minutes
Episode Artwork

Áfallasaga kvenna, Hálendið, Lélegir hjólbarðar

Unnur Anna Valdimarsdóttir prófessor: Fyrstu niðurstöður úr rannsókn á áfallasögu kvenna. Þorvarður Árnason hjá Rannsóknarsetri HÍ á Hornafirði: Hugmyndir útivistarfólks um hálendið. Sigrún A Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS: Margir bílar eru á lélegum dekkjum.
3/8/201955 minutes
Episode Artwork

Vinnuaðstæður hótelþerna, Bólusetningar, Olía, gas og kol, Tækniminjas

Jóhann Friðrik Friðriksson hjá Vinnueftirlitinu: Vinnuaðstæður þeirra sem þrífa hótelherbergi. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir: Hvenær hófst bólusetning við mislingum? Stefán Gíslason: Olía, gas og kol. Pétur Kristjánsson forstöðumaður Tækniminjasafns Austurlands: Sýningar safnsins á menningarvef Google.
3/7/201955 minutes
Episode Artwork

Sjúk ást, Leigjendaaðstoð, Erlendur hreimur.

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir og Þóra Björt Sveinsdóttir frá Stígamótum: Sjúk ást. Einar Bjarni Einarsson frá Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna: Ársskýrsla Leigjendaaðstoðarinnar. Stefanie Bade og Kristín Ingibjörg Hlynsdóttir: Hvað finnst Íslendingum um erlendan hreim?
3/6/201955 minutes
Episode Artwork

Sálfræðiráðgjöf. Borgarbókasafnið. Kolanotkun

5. mars Gunnar Hrafn Birgisson forstöðumaður Sálfræðiráðgjafar háskólanema: Hópmeðferð við sálrænum vanda. Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður: Útlán safnsins 2018 og þróun útlána í bókum, diskum ofl. Rafbækur eru í stórsókn Friðrik Páll: Kolanotkun heimsins sem ekki er útlit fyrir að minnki næstu árin.
3/5/201955 minutes
Episode Artwork

Lífssýnasafn. Krabbamein. Svefntruflanir

Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor: Um uppbyggingu lífssýnasafns í tengslum við þjóðarátakið Blóðskimun til bjargar sem er ein umfangsmesta vísindarannsókn sem farið hefur fram í heiminum. Jón Örn Friðriksson þvagfæraskurðlæknir og Helgi Birgisson yfirlæknir Krabbameinsskrá: Mottumars er hafinn og rætt er við þessa tvo sérfræðinga um krabbamein hjá körlum. Edda Olgudóttir: Vísindaspjall að þessu sinni er um hvernig svefntruflanir geta ýtt undir hjarta- og æðasjúkdóma.
3/4/201955 minutes
Episode Artwork

Börn og fátækt. Börn á samfélagsmiðlum

Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur: Skýrsla um lífskjör og fátækt barna á Íslandi 2004-2016 Alma Tryggvadóttir persónuverndarfulltrúi Landsbankans: Barnaefni á samfélagsmiðlum Vera Illugadóttir: Ár svínsins og hæfileikar svína
3/1/201955 minutes
Episode Artwork

Ástand ferðamannastaða, Kvikmyndaheimurinn, Neysluvenjur.

Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri Umhverfisstofnun: Ástand ferðamannastaða og nýtt matskerfi. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður: Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður í Reykjavík á næsta ári. Umhverfispistill: Ragnveig Magnúsdóttir spáir í neysluvenjur og drasl.
2/28/201955 minutes
Episode Artwork

Landsspítalinn. Jöklar. Menntun

Ólafur Baldursson framkvstj. lækninga og Sigríði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar Landsspítala: Rætt við þau í tilefni greinar í Kjarnanum um nýtingu upplýsingatækni fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Bergur Einarsson jarðeðlisfræðingur: Breytingar á jöklum og framhlaup skriðjökla.' Jón Atli Benediktsson rektor HÍ: Framtíð menntunar og háskólastigið.
2/27/201955 minutes
Episode Artwork

Barnalög. Hálendisakstur. Olíuframleiðsla.

Hrefna Friðriksdóttir prófessor HÍ: Segir frá drögum að breytingum á barnalögum er snúa að skiptri búsetu barna og eins viðamiklum breytingum á fyrirkomulagi meðlagsgreiðslna. Hákon Ásgeirson Umhverfisstofnun og Anna Sigríður Valdimarsdóttir Landgræðslunni: Akstur á hálendi Íslands og áhrif utanvegaaksturs á gróður og jarðveg. Friðrik Páll: Horfur í olíu- og gasframleiðslu heimsins. Framleiðslan er enn mikil og vaxandi, þótt vitað sé að skipta verði út jarðefnaeldsneyti fyrir kolefnislausa orkugjafa.
2/26/201955 minutes
Episode Artwork

Stafrænt ofbeldi. Framtíðarnefnd. Áreitni nemenda

25. feb. María Rún Bjarnadóttir: Lagalegar úrbætur til að berjast gegn stafrænu og myndrænu kynferðislegu ofbeldi Smári McCarthy: Verkefni framtíðarnefndar forsætisráðherra. Sveinfríður Olga Veturliðadóttir skólastjóri: Halla Ólafsdóttir ræðir við hana um meistaraverkefni hennar um reynslu kennara af áreitni nemenda og foreldra og áhrif áreitninnar á kennara.
2/25/201955 minutes
Episode Artwork

Kúba. Norður-Atlantshafsbekkurinn. Choupette

Tómas R Einarsson tónlistarmaður: Fjallað um Kúbu í tilefni þess að næstkomandi sunnudag verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þar í landi um nýja stjórnarskrá. Ingi Ólafsson skólastjóri VÍ: Norður-Atlantshafsbekkurinn er nýjung í framhaldsskólanámi en í honum geta norrænir framhaldsskólanemendur stundað nám í fjórum löndum. Vera Illugadóttir: Vera segir frá Choupette, ketti Karls Lagerfelds sem erfa mun stórfé eftir eiganda sinn.
2/22/201955 minutes
Episode Artwork

Hamingja. Læsi. Skógrækt

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir landlæknisembættinu og Ingibjörg Loftsdóttir VIRK starfsendurhæfingu: Hamingja og vellíðan á vinnustað. Rannsóknir og ráðleggingar. Guðbjörg R Þórisdóttir Menntamálastofnun: Staðan í læsisverkefni Menntamálastofnunnar og útkoma lesfimiprófa. Stefán Gíslason: Umhverfisspjall um skógrækt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
2/21/201955 minutes
Episode Artwork

Trúarbrögð og umhverfið. Ísskápurinn. Skátar á Hellisheiði.

Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði og Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði: Trú og umhverfismál. Dóra S. Gunnarsdóttir frá Matvælastofnun: Hvernig á að raða í ísskápinn? Finnbogi Jónasson: Írskir og íslenskir skátar á Hellisheiði.
2/20/201952 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Hagnaður og sjálfbærni. Hamingjurannsókn. Versnandi samskipt USA og Ev

Hafþór Ægir hjá Circular Solutions: Hagnaður fyrirtækja af sjálfbærni Dagbjört Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og sveitarstjórnarkona í Skútustaðahreppi: Hamingjurannsókn Friðrik Páll Jónsson: Íran, og versnadi samskipti Bandaríkjanna og Evrópu.
2/19/201955 minutes
Episode Artwork

Sorpmagn. Hvenær er besta að fara á leikskóla? Áhrif föstu.

Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu: Sorpmagnið 2018. Sæunn Kjartansdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Miðstöðvar foreldra og barna: Hvenær er best fyrir börn að fara í leikskóla? Edda Olgudóttir: Áhrif föstu.
2/18/201955 minutes
Episode Artwork

Almenningssamgöngur. Menntasproti. Dýrasögur

Árni Freyr Stefánsson samgönguráðuneyti: Drög að heildarstefnu í almenningssamgöngum á vegum ríkisins eru nú í kynningu. Árni Freyr var verkefnisstjóri í þeim hópi sem samdi drögin. Knútur Ármann, Friðheimum: Friðheimar hlutu Menntaverðaunin 2019 hjá Samtökum atvinnulífsins sem Menntasproti ársins. Knútur segir frá fræðslustarfinu á staðnum. Vera Illugadóttir: Vera segir frá því hvernig sumar dýrategundir í Egyptalandi hinu forna voru meðhöndlaðar í hofum þar.
2/15/201955 minutes
Episode Artwork

Innflytjendur og háskólanám. Kennitalan. Ferðasaga til Suðurskautsland

Hanna Ragnarsdóttir prófessor í fjölmenningarfræðum við Háskóla Íslands: Væntingar innflytjenda og tækifæri til háskólanáms. Inga Helga Sveinsdóttir hjá Þjóskrá: Saga og samsetning kennitölurnnar. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Ferðasaga vísindamanns til Suðurskautslandsins.
2/14/201955 minutes
Episode Artwork

Fæðingarorlof. Upplýsingatækni. Staðan á Borgarlínu.

Ingólfur V. Gíslason dósent í félagsfræði við HÍ og Ásdís Arnalds doktorsnemi: Fæðingarorlof, bilið á milli þess og leikskóla. Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir verðlaunahafi UT verðlaunanna: Þróun í upplýsingatækni. Lilja G. Karlsdóttir verkefnisstjóri Borgarlínu: Staðan á Borgarlínunni.
2/13/201955 minutes
Episode Artwork

Lífríki sjávar. Skordýr í útrýmingarhættu. Deilur Frakka og Ítala.

Ólafur S. Ástþórsson hjá Hafrannsóknarstofnun: Áhrif hitabreytinga í sjó á lífríkið. Erling Ólafsson hjá Náttúrufræðistofnun. Fjöldi skordýrategunda í útrýmingarhættu. Friðrik Páll Jónsson: Deilur Frakka og Ítala vegna gulvestunga.
2/12/201955 minutes
Episode Artwork

Táknmál og börn, fjárhagsleg staða innflytjenda, Vísindaspjall.

Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor í íslensku: Táknmál og staða döff barna. Gró Einarsdóttir hjá Hagstofunni: Fjárhagur innflytjenda. Edda Olgudóttir: Vísindaspjall.
2/11/201955 minutes
Episode Artwork

Félagslegt húsnæði. Snjallvæðing veitukerfisins. Spá múrmeldýrsins.

Hildur Gunnarsdóttir arkitekt: Uppbygging félagslegs húsnæðis á Íslandi miðað við Danmörku. Hendrik Tómasson hjá Veitum: Snjallvæðing veitukerfisins. Vera Illugadóttir: Spá múrmeldýrsins.
2/8/201955 minutes
Episode Artwork

Velferð innflytjenda. Hve auðvelt er að hakka Ísland. Greta Thunberg

Gró Einarsdóttir hjá Hagstofunni. Félagssleg velferð innflytjenda. Hlynur Óskar Guðmundsson tölvuöryggissérfæðingur hjá Syndis: Hve auðvelt er að hakka Ísland? Stefán Gíslason: Greta Thunberg - unglingurinn sem berst fyrir umhverfinu.
2/7/201955 minutes
Episode Artwork

Veggjöld. Langtímaáhrif lúpínu. Rek segulnorðurpólsins.

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB: Veggjöld eða vegatollar. Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands: Langtímaáhrif lúpínu á gróður og jarðveg. Sævar Helgi Bragason: Rek segulnorðurpólsins í austurátt.
2/6/201955 minutes
Episode Artwork

Raftengingar skipa. Íslenskir gripir erlendis. Makedónía. Illviðri.

Gnýr Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsneti: Raftengingar skipa í höfnum landsins. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður: Merkir íslenskir gripir á erlendum söfnum. Friðrik Páll Jónsson: Deilurnar um landaheitið Makedónía. Jón Hermannsson aðgerðarstjórn björgunarsveitanna á Suðurlandi: Lokanir og aðstæður í illviðri.
2/5/201953 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Fagráð eineltis. Faldbúningurinn ófeigi og nýfundna koffrið. Erfðaefni

Sigríður Lára Haraldsdóttir og Sigrún Garcia Thorarensen: Fagráð eineltismála. Sigrún Helgadóttir: Faldbúningurinn ófeigi og nýfundna koffrið. Edda Olgudóttir hjá Hvatanum: Endurröðun erfðaefnis og stökkbreyting.
2/4/201956 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Fjarskiptastrengir, Örnefni úr djúptauganeti og einmanna stokkönd.

Ómar Benediktsson framkvæmdastjóri FARICE: fjarskiptastrengir í sjó og staðan í fjarskiptatengingum Íslands. Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson: Örnefni sem urðu til í djúptauganeti og framtíð íslenskunnar. Vera Illugadóttir: Einmanna stokkönd á eyjunni Niue.
2/1/201955 minutes
Episode Artwork

Samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu, Áhrif arkitektúrs á vellíðan. Vinnsl

Þorsteinn R. Hermannsson samgöngustjóri Reykjavíkur: Samgöngumál höfuðborgarsvæðisins, borgarlína og möguleg veggjöld. Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir - framkvæmdastjóri Grænni byggðar og Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt: Áhrif arkitektúrs á vellíðan fólks og félagslega sjálfbærni. Rannveig Magnúsdóttir: Vinnsla á súráli og rauða leðjan sem henni fylgir.
1/31/201954 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Framtíðarstraumar í ferðaþjónustu. Raforkuspá. Losun frá flugi.

Inga Rós Antoníusdóttir: Framtíðarstraumar ferðaþjónustunnar. Rán Jónsdóttir frá Orkustofnun: Raforkuspá Margrét Helga Guðmundsdóttir frá Umhverfisstofnun: Losun frá flugi
1/30/201955 minutes
Episode Artwork

Samfélagsmiðlar hættulegir lýðræði. Spilling á Íslandi. Hljóðheimur un

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar: Hætta steðjar að lýðræðislegum kosningum vegna samfélagsmiðla. Jón Ólafsson prófessor og stjórnarformaður Gagnsæis: Ísland 14. spilltasta landið samkvæmt nýrri spillingarskýrslu Transparency International. Hljóðheimur hafsins og áhrif mannsins á hann.
1/29/201955 minutes
Episode Artwork

Tíðarfar og Suðurlandsskjálftar. Ljóðlist og limrur. Sáðfrumur og fóst

Sigurjón Jónsson jarðeðlisfræðingur: Er samband á milli tíðarfars og stórra Suðurlandsskjálfta? Ragnar Ingi Aðalsteinsson: Ljóðlist, limrur og bragfræði. Edda Olgudóttir í vísindaspjallinu: Sáðfrumur og fósturlát.
1/28/201955 minutes
Episode Artwork

Hvað er blackout? Matarsóun. REKO.

Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi. Hvað er blackout eða óminni? Lenda margir í því að muna ekkert tímunum saman eftir drykkju? Andrea Maja Burgherr: Rannsókn á matarsóun reykvískra heimila. Aðalheiður Hjörleifsdóttur bóndi á Bjarteyjarsandi og Brynja Laxdal verkefnisstjóri hjá Matarauði Íslands: REKO - sala og afhending á vörum frá bændum og smáframleiðendum beint til neytenda.
1/25/201955 minutes
Episode Artwork

Rafvæðing hafna, Líðan unglinga, Efnahagsráðstefnan í Davos

Sigríður Ragna Sverrisdóttir frá Hafið - öndvegissetur og Anna Margrét Kornelíusdóttir frá Íslenskri nýorka: Ný aðgerðaráætlun um rafvæðingu hafna, sem er einn liður í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Ársæll Már Arnarson prófessor: Borða unglingar nóg grænmeti, sofa þeir nóg og hvernig líður þeim? Hvað hreyfa þeir sig mikið og hve margir þeirra fá daglega höfuðverk? Stefán Gíslason: Efnahagsráðstefnan í Davos í Sviss, þar sem umhverfismálin eru ofarlega á baugi.
1/24/201955 minutes
Episode Artwork

Verkir og vefjagikt. Fornleifarannsóknir í Arnarfirði. Heilnæmi sjávar

Arnór Víkingsson læknir: Vefjagikt og verkir. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur: Fornleifarannsóknir á Parti í Arnarfirði. Helga Gunnlaugsdóttir Matís: Heilnæmi íslenskra sjávarafurða.
1/23/201955 minutes
Episode Artwork

Fíkniefnasala á netinu. Kynslóðarannsóknin. Efnahagsmál heimsins.

Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði: Samnorræn rannsókn um fíkniefnasölu á netinu. Gísli Steinar Ingólfsson hjá EMC rannsóknum: Kynslóðarannsóknin. Munurinn á aldamótakynslóðinni og þeim sem eldri eru. Friðrik Páll Jónsson: Horfur í efnahagsmálum heimsins á árinu.
1/22/201955 minutes
Episode Artwork

Áskoranir í læknastétt. Brennsla á sorpi og plasti. Rjúpan. Bólusetnin

Erla Gerður Sveinsdóttir læknir: Hvert er hlutverk lækna og hverjar eru framtíðaráskoranir í læknastétt? Birgitta Stefánsdóttir hjá Umhverfisstofnun: Brennsla á sorpi og plasti. Arne Sólmundsson hjá SKOTVÍS: Rjúpan, vöktun hennar og lífshlaup. Erna Olgudóttir hjá Hvatanum: Bólusetningar
1/21/201955 minutes
Episode Artwork

Umhverfiskönnun. Geimfréttir. Lífhvolf. Froskalíf

Ólafur Elínarson sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup: Sagt frá niðurstöðum í nýrri könnun á þekkingu fólks á loftslagsmálum, viðhorfum og upplifun af loftslagsbreytingum. Einnig var könnup hegðun fólks í umhverfismálum. Sævar Helgi Bragason: Geimfréttir um ferðir geimfarsins Cassinis og ný gögn um aldur hringja Satúrnusar. Hjördís Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins Spor í sandinn: Það eru uppi hugmyndir um að reisa svokallað lífhvolf í Elliðaárdalnum. Nú er verið að auglýsa deiliskipulagið. Vera Illugadóttir: Vera segir frá froski sem talinn var síðasti einstaklingur sinnar tegundar. Eftir mikla leit fundust loks fleiri einstaklingar , þar á meðal kvendýr.
1/18/201955 minutes
Episode Artwork

Móttaka flóttafólks. Þegar 90 Grænlendingar heimsóttu Ísafjörð. Norski

Linda Rós Alfreðsdóttir verkefnisstjóri í félagsmálaráðuneytinu: Hvernig er hægt að samræma móttöku kvótaflóttamanna og þeirra sem koma á eigin vegum. Sumarliði R. Ísleifsson: Ástæður þess að 90 grænlendingar komu til Ísafjarðar fyrir tæpri öld. Salóme Hallfreðsdóttir : Norski úlfurinn og deilur Norðmanna um verndun og veiðar á honum. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir líffræðingur og forstöðumaður Rannsóknarseturs HÍ á Vestfjörðum: Hvalaskýrslan
1/17/201955 minutes
Episode Artwork

Ráðgjöf um kulnun. Brexit. Samfélagsábyrgð. Sorpvandi.

Ragna B. Garðarsdóttir og Elfa Þöll Grétarsdóttir: Ráðgjöf til vinnuveitenda um forvarnir gegn kulnun starfsmanna. Þóra Hallgrímsdóttir: Hvernig Brexit snýr að hinum almenna borgara í Bretlandi. Gísli Steinar Ingólfsson hjá EMC rannsóknir: Samfélagsábyrgð fyrirtækja. Jón Valgeirsson stjórnarformaður Sorpstöðvar Suðurlands: Vandi í sorpmálum Sunnlendinga.
1/16/201955 minutes
Episode Artwork

Auðlindasjóður. Örplast í kræklingi og plast í fýl. Trump, Rússaranns

Magnús Árni Skúlason og Gunnar Haraldsson hagfræðingar: Sögðu frá hugmyndum sínum um auðlindasjóð og hvernig hægt væri að nýta sem best arð frá orkuauðlindum í auðlindasjóð. Halldór Pálmar Halldórsson forstöðumaður Rannsóknarseturs HÍ á Suðurnesjum: Rannsókn á örplasti í kræklingi. Aðalsteinn Örn Snæþórsson líffræðingur hjá Náttúrustofu norðausturlands: Rannsókn á plasti í fýlum. Friðrik Páll Jónsson: Trump, Rússarannsókn og deilur um múrinn við Mexíkó.
1/15/201955 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Stytting vinnuvikunnar, Facebook, CRISPRi

Mánudagurinn 14. janúar Guðmundur D. Haraldsson hjá Lýðræðisfélaginu Öldunni. Stytting vinnuvikunnar og hlutastörf. Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni: Er hegðun fólks á Facebook breytt eftir neikvæða umfjöllun um miðilinn? Málfarsmínútan Edda Olgudóttir: fjallar um CRISPRi í vísindaspjallinu.
1/14/201956 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Áfengisneysla. Framleiðni. Gróður tekur við sér. Snigillinn Georg.

Rafn Magnús Jónsson verkefnisstjóri áfengis og vímuefna hjá Embætti landlæknis: Það má lesa úr sölutölum frá Áfengis og tóbaksverslun ríkisins að Íslendingar draga úr áfengisneyslu í janúar og febrúar. Margir Bretar taka þátt í Dry January - Þurrum janúar, og rannsóknir sýna að áhrifin á líkamann eru góð - og líka á sálina. Katrín Ólafsdóttir vinnumarkaðshagfræðingur: Svarar því hvað framleiðni og er og hvort framleiðni sé lítil eða mikil á Íslandi. Vilmundur Hanssen garðyrkjufræðingur: Það hafa borist af því fregnir að brum sé komið á runna og að gróður ýmiskonar sé farinn að taka við sér á fyrstu dögum nýs árs. Vera Illugadóttir: Snigillinn Georg drapst á rannsóknarstofu á Nýársdag, sæll lífdaga. En með honum dó út tegundin Achatinella apexfulva.
1/11/201955 minutes
Episode Artwork

Að byggja hagkvæmt. Framtíð vindorku. Gæludýr.Klukkan

Guðrún Björnsdóttir framkvæmdarstjóri Félagsstofnunar stúdenta: Það hefur verið talsvert rætt um ekki sé byggt nægilega mikið af ódýrum íbúðum á Íslandi. Nú er Félagsstofnun stúdenta að reisa mjög stóra stúdentagarða við Háskóla Íslands, þar verða tæplega 250 íbúðir og byggt er eftir hugmyndafræði deilihúsnæðis. Guðrún Pétursdóttir formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar: Framtíð í vindorkumálum. Stefán Gíslason: Fjallar í pistli um umhverfissáhrif af völdum gærudýra. Erna Sif Arnardóttir: doktor í líf- og læknavísindum og formaður Hins Íslenska Svefnrannsóknarfélags: Greinargerð um hvort eigi að seinka klukkunni á Íslandi er kominn í samráðsgátt til umsagnar. Þrjár tillögur eru settar fram í greinargerðinni.
1/10/201955 minutes
Episode Artwork

Félag hjúkrunarfræðnga 100 ára. Loðnuleit. Neytendur og fjarskiptafyri

Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags hjúkrunarfræðinga: Félagið hjúkrunarfræðinga er 100 ára í ár. Rætt var við Guðbjörgu um nýja úttekt á bráðamóttöku Landspítalans, sögu félagssins og kjaraviðræður. Birkir Bárðarson fiskifræðingur og leiðangursstjóri: Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er við loðnuleit á miðunum. Tvö uppsjávarskip eru líka við leit, og fundu loðnu í nótt. Rætt var við Birki um leitina, en rannsóknarskipið þurfti að leita vars í dag vegna vonskuveðurs úti fyrir Vestfjörðum. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna: Neytendasamtökunum hafa borist kvartanir vegna reikninga frá fjarskiptafyrirtækjum. Breka ræddi stöðu neytenda í samskiptum við fjarskiptafyrirtækin.
1/9/201955 minutes
Episode Artwork

Bráðamótttakan. Örplast. Geimrannsóknir

Laura Scheving Thorsteinsson teymisstjóri úttekta hjá Landlæknisembættinu: Laura gerði grein fyrir nýrri úttekt Landlæknisembættisins um ástandið á bráðamóttöku Landspítalans. Helstu niðurstöður hennar eru að hvorki húsnæði né mönnun á bráðamóttöku uppfyllir reglugerð um faglegar lágmarkskröfur við núverandi aðstæður og ekki er hægt að uppfylla ýmis lagaákvæði um réttindi sjúklinga. Hrönn Ólína Jörundsdóttir doktor í umhverfisefnafræði: Hrönn sagði frá samnorrænni rannsókn um örplast í skólpi. Friðrik Páll Jónsson: fjallar um geimrannsóknaráætlun Kínverja.
1/8/201955 minutes
Episode Artwork

Verkjameðferð. Blindraapp. Vísindaspjall

Magnús Ólason framkv.stjóri lækninga Reykjalundi: Samkvæmt rannsókn á verkjameðferð á Reykjalundi skilar kostnaðurinn við meðferðina sér áttfalt tilbaka. Magnús ræðir líka mikla notkun verkjalyfja á Íslandi. Eyþór Kamban Þrastarson hjá Þjónustumiðstöð blindra og sjónskertra: Eyþór segir frá appinu Be My Eyes, sem blindir og sjónskertir geta notað til að fá aðstoð við ýmislegt í daglega lífinu frá hinum sjáandi. Edda Olgudóttir: Vísindaspjall um áhrif hlýnunar jarðar á kynhlutfall sæskjaldbaka.
1/7/201955 minutes
Episode Artwork

Grænland. Vísindi. Eldgos

Stefán Hrafn Magnússon: Stefán er hreindýrabóndi á Grænlandi. Hann segir frá Grænlandi, búskapnum og því hvernig hann verður áþreifanlega var við þá öru hlýnum sem á sér stað á norðurhvelinu. Bergþór Hauksson þróunarstjóri CCP: Með svokölluðum lýðvísindum fléttast saman leikjafræði og vísindi. Í gegnum tölvuleiki geta hundruð þúsunda spilara innt af hendi verk sem nýta má í þágu vísinda. Guðrún Gísladóttir prófessor HÍ: Guðrún segir frá rannsókn á því hvernig íbúar í nágrenni Eyjafjallajökuls brugðust við fyrirmælum um rýmingu vegna eldgosanna árið 2010.
1/4/201955 minutes
Episode Artwork

Fornleifar. Heilbrigðisvísindi Líffæragjafir

Ragnheiður Gló Gylfadóttir fornleifafræðingur: Sl. haust fundust í Þjórsárdal merkir forngripir og í kjölfarið skiluðu sér fleiri forngripir sem áður höfðu fundist þar. Bryndís Eva Birgisdóttir prófessor í næringarfræði og Bertrand Lauth lektor í geðlæknisfræði: Hvað segja vísindin um áhrif mataræðis á geðraskanir barna? Tengslum mataræðis og geðraskana hefur löngum verið haldið fram en á undanförnum árum hefur rannsóknum ámataræði, bæði sem mögulegri forvörn og sem meðferðarrúrræði fleygt fram. Runólfur Pálsson læknir: Ný lög um líffæragjafir hafa tekið gildi.
1/3/201955 minutes
Episode Artwork

Húsnæðismál. Ofbeldi. Vísindi

Pétur Ármannsson arkitekt: "Skipulag og hönnun íbúðarhúsnæðis eru reynsluvísindi" segir Pétur Ármannsson arkitekt en rætt er við hann um hvaða lærdóm megi draga af byggingarsögu okkar um hagkvæmt húsnæði og húsnæðisúrræði. Anna Marsibil Clausen: Ein af hverjum þremur konum á heimsvísu verður fyrir kynbundnu ofbeldi á sinni lífsleið. Þessi staðreynd, og viðbrögð við henni, var til umfjöllunar á ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Indlandi nú í desember. Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli í dag fer Edda yfir nokkur viðfangsefna síðasta árs.
1/2/201955 minutes
Episode Artwork

Kabúl. Veðurfar. Dýr.

Brynja Huld Óskarsdóttir: Brynja er starfsmaður íslensku friðargæslunnar í Kabúl Afganistan og segir frá dvöl sinni þar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur: Farið yfir verðurfar ársins 2018, "Árið í heild sinni mun trúlega þegar frá líður þykja heldur dauflegt í veðurfarslegu tilliti. " Vera Illugadóttir: Vera segir frá nokkrum dýrategundum sem voru uppgötvaðar á árinu.
12/28/201859 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Landlæknir, Rótarskot Landsbjargar og umhverfismál.

Alma Dagbjört Möller, landlæknir: heilbrigðismál, biðlistar, öldrun þjóðar, mannekla, álag og öryggi sjúklinga. Jónatan Garðarsson, Formaður skógræktarfélags Ísland og Rakel Kristinsdóttir: Rakel vann verkefni í viðskiptafræði um fjármögnun Landsbjargar og lagði grunninn að verkefninu Rótarskot Landsbjargar, þar sem fólki gefst færi á að kaupa tré frekar en flugelda og stuðla með því að umhverfisvernd. Rætt var við Rakel um verkefnið sem nú er orðið að veruleika og útfærsluna á því við Jónatan. Stefán Gíslason í umhverfisspjalli um umhverfismál ársins.
12/27/201855 minutes
Episode Artwork

Umhverfismál. Hefðir. Skata

Hrund Gunnsteinsdóttir: Hrund er nýráðinn framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð.. Hún ræðir loftslagsmál, ábyrgð fyrirtækja og stjórnvalda og hlutverk einstaklinganna í baráttu fyrir betri heimi. Vilhelmína Jónsdóttir þjóðfræðingur Árnastofnun: Lifandihefdir.is er nýopnuð vefsíða á vegum mennta- og menningarráðuneytisins og tengist samningi UNESCO frá árinu 2003 um varðveislu menningarerfða. Þar gefst fólki kostur á að deila og miðla upplýsingum um lifandi hefðir. Þannig standa vonir til að á vefsíðuna safnist greinargóðar upplýsingar um þær fjölbreyttu hefðir sem stundaðar eru á Íslandi. Sigurður Helgi Guðjónsson, Húseigendafélaginu: Mismunandi sýn á SKötusuðu í fjölbýlihúsum.
12/21/201855 minutes
Episode Artwork

Skipulag. Samhjálp. Suðurskautslandið

Ásdís Hlökk Theódórsdóttir skipulagsstjóri: Rætt um skipulagsmál frá ýmsum sjónarhornum. Þarf að ræða skipulag Keflavíkurflugvallar í víðara samhengi en nú er gert? T.d. í tengslum við samgönguáætlun. Skipulag í heimi fjórðu iðnbyltingarinnar. Ný verkefni sem tekin verða upp í landsskipulagsstefnu. Guðmundur G Sigurbergsson fjármála- og rekstrarstjóri Samhjálpar: Samhjálp rekur meðferðarheimili, áfangahús og kaffistofu fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu. Og kaffistofan speglar ástandið í samfélaginu, segir Guðmundur. Hafdís Hanna Ægisdóttir : Í umhverfisspjalli dagsins segir Hafdís frá fyrirhugaðri ferð sinnni til Suðurskautslandsins ásamt 79 öðrum konum úr heimi vísinda.
12/20/201855 minutes
Episode Artwork

Mæðrastyrksnefnd. Húnaþing. Minna sorp

Anna, Kobrún, Dögg og Guðlaug ,sjálfboðaliðar hjá Mæðrastyrksnefnd: Samfélagið fer í heimsókn til mæðrastyrksnefndar á síðasta degi úthlutunar fyrir jól . Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra: Rætt er við hana um undirbúning að móttöku 25 sýrlenskra flóttamanna á næsta ári og mannlífið í Húnaþingi. Þóra Margrét Þorgeirsdóttir: Hún hefur haldið úti blogg- og facebooksíðu undir heitinu Minna sorp.
12/19/201855 minutes
Episode Artwork

Öldrun þjóðar, eftirlit með félagsþjónustu og Frakkland

Þórhildur Kristinsdóttir, sérfræðingur í lyflækningum, öldrunar og líknarlækningum: Vandinn sem skapast við öldrun þjóðarinnar, heilbrigðiskerfið er óundirbúið. Sigríður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar: tilurð stofnunarinnar, eftirspurn eftir þjónustunni og framtíðarmöguleikar. Friðrik Páll Jónsson: Ástandið í Frakklandi, gulu vestin og Macron.
12/18/201855 minutes
Episode Artwork

Sanngirnisbætur. Leigufélag. Kjötræktun

Guðrún Ögmundsdóttir : Guðrún hefur starfað sem tengiliður vistheimila síðustu árin og ræðir hér um uppgjör mála og sanngirnisbætur vegna slæmrar meðferðar og aðbúnaðar á vistheimilum og stofnunum á vegum hins opinbera. Soffía Guðmundsdóttir Íbúðalánasjóði: Nýtt opinbert leigufélag, Bríet mun leigja út húsnæði Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni í langtímaleigu og með öryggi í huga.Soffía verður framkvæmdastjóri Bríetar. Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli dagsins er fjallað um kjötframleiðslu á tilraunastofum, eða ræktun kjöts
12/17/201855 minutes
Episode Artwork

Jólaundirbúningur. Líffæragjafir. Vera

Aðalsteinn Ásgeirsson eða Stjáni sviss og bílaverkstæðið hans, Hermanna Gunnarsson , trésmíðaverkstæðinu Iðntré og Magnús Gylfason í Svalþúfu sem vinnur úr aukaafurðum hvítfisks: Þessir vinnustaðir eru allir heimsóttir í aðdraganda jóla til að forvitnast um jólaundirbúning og stemningu á vinnustaðnum. Jórlaug Heimisdóttir verkefnastjóri Landlæknisembætti: Ný lög um líffæragjöf taka gildi á nýju ári en samkvæmt þeim verða allir þegnar sjálfkrafa líffæragjafar við andlát, hafi þeir ekki áður lýst sig andvíga líffæragjöf. Vera Illugadóttir: Á alþjóðlegum degi apans fylgir Vera eftir nokkrum þeirra dýra sem hún hefur fjallað um á árinu.
12/14/201855 minutes
Episode Artwork

Gervigreind og heilbrigðisstarfsemi. Útköll LHG. Umhverfisspjall

Magnús Haraldsson geðlæknir: Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar og gervigreind. Munu gervigreind og vélmenni leysa heilbrigðisstarfsfólk af hólmi? Þórarinn Ingi Ingason flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni: Metfjöldi hefur verið settur í ár í útköllum þyrlu og flugvélar hjá Landhelgisgæslunni, alls 265 útköll. Stefán Gíslason: Í Umhverfisspjalli er rætt um tíðindi tengd loftslagsráðstefnunni í Póllandi.
12/13/201855 minutes
Episode Artwork

Vistheimili. Vesturíslenska. Hreindýr

Hulda Líney Magnúsdóttir og Ragnheiður Gísladóttir Mánabergi, vistheimili barna: Vistheimili hverskonar eru oft umdeild innan íbúðabyggðar en nýverið lýsti hluti íbúa Norðlingaholts sig í andstöðu við vistheimili fyrir börn sem átti að opna í hverfinu. Samfélagið heimsækir vistheimili í Laugardalnum og kynnir sér starfsemina þar. Höskuldur Þráinsson: Höskuldur er einn þriggja ritsjóra bókarinnar Sigurtunga sem er safn greina um rannsóknir á erfðamálinu vesturíslensku og menningu og sögu fólks af íslenskum uppruna í Vesturheimi. Skarphéðinn Þórisson, Náttúrustofu Ásuturlands: Rætt við Skarphéðinn um nýja skýrslu þar sem segir að stofnar villtra hreindýra á norðurheimskautssvæðum hafi minnkað um helming á tveimur áratugum.
12/12/201855 minutes
Episode Artwork

Þing alþjóðasambands verkalýðsfélaga, úttekt á losun fimm sveitabæja o

Drífa Snædal, ASÍ: Þing alþjóðasambands verkalýðsfélaga þar sem rætt var um heimsmarkmið, sjálfbæra þróun og loftlagsmál. Snorri Þorsteinsson ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins: losun gróðurhúsalofttegunda, úttekt á fimm íslenskum sveitabæum Friðrik Páll Jónsson: erlendur pistill um viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína
12/11/201855 minutes
Episode Artwork

Hestaleigustarfsfólk. Kolefnisbinding og losun. Vísindaspjall

Bergljót Rist, hestaleigunni Íslenski hesturinn: Um rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja eins og t.d. herstaleiga og félagsleg undirboð sem tíðkast í starfsmannamálum. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri: Rætt við hann um kolefnislosun frá landi og kolefnisbindingu og hlut skógræktar í því . Einnig um notkun timburs í byggingariðnaði í stað steinsteypu . Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli dagsins ræðir Edda um ónæmiskerfi líkamans og hvernig það lærir t.d. á kvefbakteríur og veirur.
12/10/201855 minutes
Episode Artwork

Jólastemmning á vinnustöðum, nýsköpun, málfar og fagra mandarínöndin.

Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður Borgarskjalasafni, Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi Ríkisendurskoðun og Linda Guðmundsdóttir, Arion Banka: Jólastemmning á vinnustöðum. Rúnar Unnþórsson, prófessor við HÍ: nýsköpunarverðlaun ESB fóru til verkefnisins Sound Vision sem gengur út á að þróa hátæknibúnað til að hjálpa blindum og sjónskertum að skynja umhverfi sitt Málfarsmínúta Vera Illugadóttir: Fleiri fréttir af morðóða otrinum og fallega mandarínöndin í Central Park.
12/7/201855 minutes
Episode Artwork

Persónueinkenni ofbeldismanna, vesæl þjóð og umhverfismál

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkv.stýra Kvennaathvarfsins og Katrín Ólafsdóttir doktorsnemi: Líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónueinkenni ofbeldismanna. Árni Daníel Júlíusson: Bjuggu hundrað þúsund manns á Íslandi á 14. öld? Rannveig Magnúsdóttir: umhverfispistill um góðar umhverfisfréttir.
12/6/201855 minutes
Episode Artwork

Minnahot-málþing. Loftslagsráðstefna. Matarsóun

Ragnheiður Kristjánsdóttir , Erla Hulda Halldórsdóttir, Þorgerður Þorvaldsdóttir og Eyja Margrét Brynjarsdóttir: Þær voru allar fyrirlesarar á málþinginu „Minna hot í ár“. Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018, á vegum Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands og Kvenréttindafélags Íslands . Pétur Halldórsson form. Ungra umhverfissina: Rætt við Pétur þar sem hann er staddur á loftslagsráðstefnuSÞ í Póllandi. Ungt fólk lætur til sín heyra með ýmsum hætti þar. Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari: Um þátt hans í "Óhófi" , átaki gegn matarsóun
12/5/201855 minutes
Episode Artwork

Wow og heimilin í landinu, plastnotkun við veiðar og vinnslu, vinstri

Konráð Guðjónsson, hagfræðingur: Vendingar hjá WOW og áhrif þess á almenning og heimilin í landinu Harpa Brynjarsdóttir: greining á plastnotkun HB Granda við veiðar og vinnslu. Umhverfisvæn innpökkun - spjall. Friðrik Páll Jónsson: Það hefur verið hægri sveifla í nokkrum ríkjum rómönsku Ameríku. Í Mexíkó, öðru stærsta hagkerfi heimshlutans, er aftur á móti vinstri sveifla, sú mesta í áratugi. - Obrador, nýr forseti Mexíkó, tók við völdum á laugardag, 1.desember
12/4/201855 minutes
Episode Artwork

Mannauðsstjórnun og krísur. Stjörnubirta geimsins. Örveruflóra ungbarn

Brynjar Már Brynjólfsson formaður félags mannauðsfólks á Íslandi: Rætt um starf mannsuðsstjórans og þær leiðir og aðferðir sem erutil að greiða úr vandamálum á vinnustöðum og stofnunum. Kári Helgason stjarneðlisfræðingur: Kári segir frá stórri alþjóðlegri rannsókn sem hann tók þátt í þar sem mæld var stjörnubirta alheimsins samanlögð gangur stjörnumyndunar var endurskapaður. Edda Olgudóttir: Vísindaspjall Eddu fjallar um örverurannsókn hjá ungbörnum
12/3/201855 minutes
Episode Artwork

Líðan þjóðar, Alþingishúsið, málfar og morðóður otur.

Guðmundur Heiðar Frímannsson, heimspekiprófessor: Líðan þjóðar, siðferðismál og afleiðingar í kjölfar hljóðupptöku af Klaustursbar Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis: Alþingishúsið opnað almenningi, saga þess og andrúmsloft Málfarsmínúta Vera Illugadóttir: Morðóður otur í Kanada.
11/30/201855 minutes
Episode Artwork

Upptökur í almannarýmum og lögin, bókband á Íslandi og umhverfisáhrif

Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og eigandi á LOGOS lögmannsstofu: Upptökur í almannarýmum og birting á einkasamtölum: Hvað segja lögin? Ragnar Gylfi Einarsson og Einar Sveinn Ragnarsson, bókbindarar og feðgar og Sófus Guðjónsson umsjónarmaður bókbandsgerðar í Tækniskólanum og María Björt Ármannsdóttir og Arnfinnur Kolbeinsson nemar: bókband á Íslandi, staða greinarinnar og gangur Stefán Gíslason: Umhverfispistill um kerti og umhverfisáhrif þeirra
11/29/201855 minutes
Episode Artwork

Bókaútgáfa, Vatnið í náttúru Íslands, málfar og íþróttir og mataræði

Egill Örn Jóhannsson, forleggjari: bókaútgáfa á Íslandi Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúruminkasafns Íslands: Sýningin Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni, inntak og erindi. Málfarsmínúta Hulda B. Waage, kraftlyftingarkona: Birna Pétursdóttir ræddi við Huldu um íþróttina og mataræðið en Hulda er á plöntufæði.
11/28/201855 minutes
Episode Artwork

Alþjóðaráðstefna kvenleiðtoga í Hörpu heimsótt. Mótmæli í Frakklandi.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Katrín Olga Jóhannsdóttir: Samfélagið heimsótti og ræddi við gesti á alþjóðaráðstefnu kvenleiðtoga sem haldin var í Hörpu. Friðrik Páll Jónsson: Mótmæli í Frakklandi.
11/27/201855 minutes
Episode Artwork

Lífeyrissjóðir í erlendu samhengi, upptöku inni á friðlýstum svæðum, m

Björn Z Ásgrímsson sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu og Stefán Halldórsson, verkefnastjóri hjá Landssamtökum lífeyrissjóða: Íslenska lífeyriskerfið og erlendur samanburður Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun: leyfisveitingar vegna framleiðslu sjónvarpsefnis og auglýsinga á friðlýstum svæðum Málfar Edda Olgudóttir: vísindaspjall um umhverfisáhrif kjötáts
11/26/201855 minutes
Episode Artwork

Friðlýsing. Menningarnám. Norður Sentineleyja

Sveinn Kristinsson :Sveinn er einn af landeigendum jarðarinnar Dranga á Vestfjörðum en þeir hafa óskað eftir fundi með stjórnvöldum um friðlýsingu jarðarinnar. Kristín Loftsdóttir mannfræðingur: Rætt við hana um hugtakið menningarnám, merkingu þess, innihald og álitamál því tengdu. Vera Illugadóttir: Vera segir frá þjóðflokki á North-Sentinel eyju sem er andsnúinn afskiptum umheimsins og drap nýlega trúboða sem gekk þar á land
11/23/201855 minutes