Winamp Logo
Hlaðvarp Kjarnans Cover
Hlaðvarp Kjarnans Profile

Hlaðvarp Kjarnans

Icelandic, News magazine, 1 season, 508 episodes, 4 days, 13 hours, 30 minutes
About
Í hlaðvarpi Kjarnans má finna fjölbreytta þætti um allt frá pólitík til heiðarlegs skyndibita eða nýjustu græjunnar.
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans - 38. þáttur: „Börnin hafna hefðbundnum leikreglum og skapa sínar eigin“

Þóra Björnsdóttir er viðmælandi í 38. þætti mannfræðihlaðvarpsins Raddir margbreytileikans. Þóra er fædd 1986 í Reykjavík. Hún lauk BA námi í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2009, MA gráðu í þróunarfræðum frá sama skóla 2011 og doktorsprófi frá HÍ 2023 sem fjallar um börn í Ghana sem ferðast frá norðurhluta landsins til höfuðborgarinnar í leit að betra lífi. Doktorsrannsókn Þóru varpar ljósi á líf barna sem flytja að heiman á eigin vegum fyrir átján ára aldur í Ghana og flutningsferli þeirra með áherslu á réttindi barnanna. Rannsóknin skoðar hvernig hefðbundin réttindi hagnast þessum börnum og hvernig þau móta sín eigin réttindi, svo-kölluð lífsréttindi, þegar hefðbundnu réttindin eru ekki fullnægjandi. Áhersla er lögð á sjónarhorn þátttakenda með raddir þeirra og atbeini í forgrunni. Þóra hefur starfað með börnum og ungu fólki í fjölda ára og starfar í dag sem verkefnastjóri frjálsra félagasamtaka þar sem hún, meðal annars, mótar og sinnir forvarnarfræðslu á ofbeldi gegn börnum. Hún hefur einnig starfað sem aðstoðarkennari og leiðbeinandi við HÍ, verið sérkennslustjóri á leikskólanum Holti, sem og verkefnastjóri Erasmus+ verkefnis sem snýst um andlega heilsu fólks. Í dag starfar Þóra sem verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheill – Save the Children in Iceland, en það verkefni snýst um kynheilbrigði barna.
6/22/20231 hour, 2 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 37. þáttur: Róma­fólk sem fé­lags­leg­ar risa­eðlur á leið til glöt­un­ar

Mannfræðingurinn Marco Solimene er viðmælandi í 37. þætti Röddum margbreytileikans. Marco er ítalskrar ættar, fæddur í Róm árið 1976 en hefur búið á Íslandi um langt skeið. Marco er með MA-gráðu í félagsfræði frá La Sapienza háskólanum í Róm og doktorsgráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúist um rómafólk frá Bosníu í Róm sem og á Balkanskaga og í Rúmeníu. Marco er nýráðinn sem lektor í mannfræði við HÍ. Í þessum þætti er rætt um yfirstandandi rannsókn Marco á stöðu rómafólks á Ítalíu gagnvart stjórnvöldum varðandi búsetu. Rómafólk hefur þá staðalímynd að vera varasamt flökkufólk, en staðreyndin er sú að sumt rómafólk færir sig reglulega frá einum stað til annars, á meðan margir hafa fasta búsetu. Þessi þjóðfélagshópur lifir við þá seigu hugmynd að vera sífellt á ferðinni, að „passa ekki inn“, að sniðganga lög og reglur, jafnvel að vera ógn við ríkið. Að hafa fasta búsetu er ráðandi hugmynd í flestum ríkjum og er forsenda fyrir viðurkenndri stöðu innan ríkisins og er einn af hornsteinum þjóðríkisins. Marco hefur rannsakað hvernig þessar hugmyndir hafa áhrif á þróunarverkefni ESB innan Evrópu, þar sem litið er á jaðarhópa eins og rómafólk sem „frumstætt“ og varasamt, og að vissu leyti ósjálfbjarga og hjálparþurfi. Þarna stangast á hugmyndin um stöðu „ríkisborgara“ og hóps sem fer sínar eigin leiðir við að lifa sínu lífi, og hefur sínar hugmyndir um búsetu, þar sem „þróunarhjálpin“ skilar ekki alltaf tilteknum árangri. Þessi þáttur er á ensku.
6/13/20231 hour, 12 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið: Hvers vegna virð­is­mat starfa?

Gestur vikunnar er Helga Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdarstýra Jafnlaunastofu. Helga Björg er með BA-próf í félagsfræði og MS-próf í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Jafnlaunastofa er sameignarfélag í eigu Sambands íslenskra sveitafélaga og Reykjavíkurborgar og hefur það hlutverk að stuðla að launajafnrétti starfsfólks sveitarfélaga og veita stjórnendum stuðning við að framfylgja slíku jafnrétti. Aðferðafræði sveitafélaganna er að leggja áherslu á virðismat starfa en sú leið virðist skila árangri, en árið 2019 var óleiðréttur launamunur kynjanna 14,8% á almennum vinnumarkaði, 14% hjá Ríkinu og 7,4% hjá sveitarfélögunum. Í hlaðvarpinu ræða þær Helga og Sigrún af hverju það hefur reynst svona erfitt að ná launajafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og hvaða leiðir eru færar til að bregðast við kynjuðum launamun með sérstaka áherslu á hvers vegna virðismat starfa sé líklegra til að skila árangri en ýmsar aðrar leiðir.
6/13/202344 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið: Af hverju hefur stjórnmálatraust minnkað í þróuðum lýðræðisríkjum?

Gestur vikunnar er Viktor Orri Valgarðsson, nýdoktor í stjórnmálafræði við háskólann í Southampton í Bretlandi. Viktor lauk doktorsprófi frá sama háskóla en í doktorsverkefni sínu skoðaði hann hvers vegna kosningaþátttaka hefur minnkað í mörgum þróuðum lýðræðisríkjum, með sérstaka áherslu á hvort og hvernig stjórnmálalegt sinnuleysi og firring geti útskýrt þessa þróun. Þessa stundina tekur hann þátt í alþjóðlegu rannsóknarverkefni, TrustGov, en það skoðar eðli, orsakir, afleiðingar og mynstur stjórnmálatrausts á heimsvísu. Hann hefur einnig beint sjónum að því hvernig stjórnmálatraust skiptir máli á tímum heimsfaraldurs COVID-19, til að mynda hvaða hlutverki slíkt traust gengdi í vantrausti til bóluefna. Í þætti vikunnar segir hann Sigrúnu frá doktorsverkefni sínu en einnig frá þeim verkefnum sem hann er að vinna í þessa stundina, sem meðal annars tengjast stjórnmálatrausti á Íslandi í alþjóðlegu samhengi.
6/5/202354 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið: Áhrif stefnu­mót­un­ar og for­eldra­menn­ing­ar á barneign­ir á Ís­landi

Í fyrsta hlaðvarpinu eftir langt hlé fær Sigrún til sín þau Sunnu Símonardóttur aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði og Ara Klæng Jónsson, nýdoktor. Þau stýra stóru rannsóknarverkefni, sem fékk öndvegisstyrk frá Rannís árið 2022. Verkefnið skoðar áhrif stefnumótunar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi. Í stóra samhenginu hefur fæðingartíðni löngum verið há á Íslandi í en hún hefur þó farið hríðlækkandi síðastliðinn áratug. Þau Sunna og Ari sem leiða verkefnið ásamt Ásdísi Arnalds forstöðumanni Félagsvíndastofnunar skoða þessar breytingar og vilja öðlast skilning á ástæðum þeirra. Þau segja Sigrúnu frá verkefninu og ræða um þær niðurstöður sem að komnar eru fram, meðal annars um hvort að fjölskyldustefna á Íslandi styðji nægilega við barnafjölskyldur og fangi síaukinn fjölbreytileika og breyttar þarfir fjölskyldna, ásamt því að greina hvernig foreldramenning mótar ákvarðanir um barneignir.
5/30/202349 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 36. þáttur: „Það þarf sterkt afl til að við breytum til“

Helga Ögmundardóttir fæddist í Neskaupstað árið 1965. Hún lauk Fil.kand. prófi 1992 frá Stokkhólmsháskóla, ásamt námi í heimspeki, vísindaheimspeki og -sögu, siðfræði, rökfræði, o.fl. frá sama skóla. Einnig lagði Helga stund á nám í lífvísindum við Háskóla Íslands og í Kaupmannahöfn, sem og garðyrkjufræði við Garðyrkjuskólann í Ölfusi. Helga lauk MA prófi 2002 í mannfræði frá Háskóla Íslands og doktorsprófi í mannfræði 2011 frá Háskólanum í Uppsölum. Megin rannsóknaráherslur Helgu eru umhverfis- og orkumál, auðlindanýting og samskipti manna og náttúru almennt. Helga er dósent í mannfræði við Háskóla Íslands. Í þessum þætti mun vera spjallað um mannfræði og umhverfismál, loftslagsbreytingar og aðra þætti sem tengjast breyttum lífsskilyrðum á plánetunni bláu, og þeim sporum sem maðurinn er að marka á hana. Mögulegar afleiðingar þessara spora eru ræddar, sem og þeir möguleikar sem eru í stöðunni, ef ekki á að fara illa, nokkuð sem kallað hefur verið „djúp aðlögun“. Í því sambandi hefur komið fram nýtt hugtak, „vistmorð“, þar sem litið er á umhverfismál sem mannréttindamál, og þar sem glæpum gegn náttúrunni er stillt upp sem glæpum gegn mannkyni.
4/25/20231 hour, 10 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Páskavarp Tæknivarpsins

Flugur.is hjálpuðu okkur að gera þennan þátt að veruleika. Svikapóstar sem eru ekki frá ríkislögreglustjóra, endurhlaðanlegar rafhlöður, páskaegg og ný OnePlus spjaldtölva eru meðal umræðu dagsins. Einnig segja þáttastjórnendur frá því hvaða áskriftir þeir eru með þessa dagana með að streymisveitum. Umsjónarmenn þáttarins eru Andri Valur, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir Sverrisson.
4/12/20231 hour, 14 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 35. þáttur: Hlutarnir og heildin

Gestir hlaðvarpsins að þessu sinni eru í fleirtölu, þær Kristín Harðardóttir og Hulda Proppé. Hulda er fædd 23. janúar 1971 í Reykjavík en alin upp í Hafnarfirði. Auk þess hefur hún búið í Champaign-Urbana í Illinois (USA), Minneapolis (Minnesota USA), New York (New York, USA), Cambridge (Massachusets (SA), Cambridge (Bretland) og býr nú í Reykjavík. Hulda lauk BA prófi í mannfræði 1997 og MA prófi í mannfræði 2002 við Háskóla Íslands en hluti af framhaldsnáminu var ár við University of Minnesota. Áhugasvið Huldu er Samfélag og menning, fólk og fjöll, ferðalög, útivist, list og handverk (mest prjónaskapur), fjölskylda og vinir. Í gegnum tíðina hefur hún unnið sem barnapía, skúringarkona, barþjónn og bóksali, stundakennari við HÍ í mannfræði, sérfræðingur hjá Sameinuðu Þjóðunum í New York og sérfræðingur hjá Rannís. Núverandi starf Huldu er sem rannsóknastjóri við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Kristín fæddist 21. júlí 1966 í Reykjavík en hún hefur auk þess búið í Garðabæ, Connecticut (USA) og Flórens (Ítalíu). Hún lauk BA námi í mannfræði 1998 og MA námi í mannfræði 2002 frá Háskóla Íslands. Áhugasvið Kristínar eru samfélag og menning, fólk, ferðalög, útivist, fjölskylda og vinir. Hún hefur unnið sem verslunarstjóri, í byggingarvinnu, sem aðstoðarmaður lögfræðings, aðstoðarmaður prófessors, verkefnastjóri Mannfræðistofnunar, við sérverkefni fyrir Stofnun Vilhjálms Stefansson, sem aðjunkt við mannfræðideild (2001-2012), sérfræðingur Félagsvísindastofnunar og forstöðumaður Mannfræðistofnunar (2005-2010) við HÍ. Í dag starfar hún sem forstöðumaður Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands og Rannsóknastjóri við sviðið.
4/11/202352 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 34. þáttur: Að mynda bandalög hér og þar

Gestur hlaðvarpsins er Stella Samúelsdóttir. Stella er fædd 27. febrúar 1975 í Reykjavík en hefur auk þess búið í Ísrael, Ítalíu, Malaví og í New York og New Orleans í Bandaríkjunum. Hún lauk BA prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands 1999. Árið 2003 útskrifaðist hún með Post Graduate Diploma í alþjóðasamskiptum frá The Johns Hopkins Unversity og 2004 með Post Graduate Diploma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Einnig hefur hún D-vottun í verkefnastjórnun Endurmenntun HÍ (verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun) sem hún lauk 2010. Áhugasvið Stellu snúa að ferðalögum, mannréttindum og alþjóðamálum. Í gegnum tíðna hefur hún meðal annars starfað á verkfræðistofu, sem sérfræðingur á skrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar í Malaví og haft yfirumsjón með ýmsum verkefnum þar, sem sérfræðingur hjá fastanefnd Íslands til Sameinuðu þjóðanna í New York, sjálfstætt starfandi ráðgjafi í þróunarmálum og rekið eigið fyrirtæki. Í dag starfar Stella sem framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
3/15/202355 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Litið um öxl á ár tígursins

Nú þann 22. janúar gengur nýtt ár kanínunnar í garð samkvæmt hinu kínverska dagatali. Þau Anna og Magnús staldra því við og líta um öxl á ár tígursins sem reyndist nokkuð viðburðaríkt. Í hlaðvarpsþætti dagsins eru meðal annars rifjuð upp viðtöl við góða gesti og spiluð brot af því besta sem á boðstólum var.
1/19/202356 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið: CES - Þvagskynjari, bílar sem breyta um lit og bíll frá Sony

Mun gervigreind þvinga íslenska skóla til að endurskoða námshögun? Apple gæti mögulega gefið út sýndaveruleikagræju í ár, eða hvað? CES hátíðin er nýafstaðin og við gerðum upp nýtt og spennandi þaðan. Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.
1/11/20231 hour, 18 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Þáttur ársins og Tækniverðlaun 2022

Við erum komnir úr jólafríi! Tæknivarpið fjölmennti og fór yfir árið 2022 í tækni. Stjórnendur: Andri Valur, Atli Stefán, Elmar Torfa, Gunnlaugur Reynir, Kristján Thors, Vöggur Mar og Sverrir Björgvins.
1/8/20232 hours, 38 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Eitt veðmál, eitt teningakast 孤注一掷

Saga þessa málsháttar er frá tímum Song-veldisins sem frægt var fyrir öflug viðskipti og efnahag, menningarlíf, matargerðarlist og fjölmargt fleira. En þrátt fyrir þetta mikla blómaskeið var Song-veldi raunar umkringt óvinum. Við fylgjumst með viðbrögðum Zhēnzōng keisara og ráðgjafa hans þegar Khitanar úr Liao-veldi norðursins gera innrás, sumarið 1004. Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.
1/5/202310 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi - Lína Guðlaug Atladóttir - skrifaði og gaf út bók um Kína

Lína Guðlaug Atladóttir, viðskiptafræðingur og Austur-Asíufræðingur, segir okkur frá bók sinni Rót sem hún gaf sjálf nýverið út. Bókin er uppfull af spennandi fróðleik um Kína og þá ævintýralega nútímavæðingu sem þar hefur átt sér stað, skrifuð á léttum og persónulegum nótum. Lína hóf Kínavegferð sína árið 2003 þegar hún fór til Kína að sækja dóttur til ættleiðingar og hefur æ síðan haldið áfram að kafa dýpra inn í þennan menningarheim.
12/22/202248 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað: Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold - 24.01.21

Borgþór Arngrímsson les valda pistla úr Kjarnanum í hlaðvarpinu Eitt og annað ... einkum danskt. Pistlar hans njóta mikilla vinsælda á Kjarnanum og í þeim sem hér birtist fjallar hann um það að heil öld er liðin frá því Danir fengu sinn fyrsta pylsuvagn.
12/20/202210 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Félagsfræðin og glæpasögur

Síðasti gestur okkar fyrir jól er Eva Björg Ægisdóttir rithöfundur. Hún vakti fyrst athygli fyrir fyrstu bók sína, Marrið í stiganum, en fyrir hana hlaut hún Svartfuglinn, verðlaun sem eru veitt höfundi fyrir handrit af sinni fyrstu glæpasögu sem kemur út í kjölfarið. Síðan hefur Eva verið mjög afkastamikil og gefið út fimm bækur, þar á meðal Strákar sem meiða núna fyrir jólin og er hún tilnefnd til Blóðdropans en það eru verðlaun sem veitt eru fyrir bestu glæpasöguna ár hvert. Bækur Evu hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Eva lauk BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og kemur kannski ekki á óvart að henni þótti afbrotafræðin sérlega skemmtileg. Hún er einnig með M.S.-gráðu í alþjóðamálum frá Tækniháskólanum í Þrándheimi. Þær Sigrún ræða um rithöfundaferil Evu með áherslu á hvernig hið félagsfræðilega sjónarhorn getur reynst gagnlegt við að verða metsöluhöfundur glæpasagna.
12/19/202245 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – „Á jólunum er gleði og gaman“: Jólaveður, bækur og sveinar

Í laufléttum og skemmtilegum jólaþætti fá Dagrún og Vilhelmína til sín góða gesti. Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum – þjóðfræðistofu, segir fréttir af starfseminni. Í haust stóð Rannsóknasetrið fyrir athyglisverðu námskeiði fyrir almenning um ritun endurminninga. Námskeiðið var vel sótt og tókst með eindæmum vel. Þá segir Eiríkur frá nýrri bók sem kom út nú í desember og nefnist Myndir og minningar frá Ströndum. Bókin er samstarfsverkefni Rannsóknarsetursins og Sauðfjárseturs. Í bókinni eru 42 frásagnir og myndir, sem eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar og koma frá fólki á Ströndum eða sem hefur tengingar við svæðið. Myndirnar og frásagnirnar. Eiríkur ræðir einnig ýmsa þjóðtrú tengda veðri og gefur góð ráð hvernig spá má fyrir um jólaveðrið. Eva Þórdís Ebenezerdóttir doktorsnemi í þjóðfræði segir frá jólasveininum Stekkjastaur út frá nýstárlegu sjónarhorni. Stekkjastaur er þekktur fyrir að vera stirður og með staurfót, en hvað þýðir það í raun? Í rannsóknum sínum blandar Eva Þórdís saman þjóðfræði og fötlunarfræði og í þættinum greinir hún frá niðurstöðum sínum varðandi þennan áhugaverða jólasvein og birtingarmyndir hans. Að lokum ræða Dagrún og Vilhelmína við Margréti Höskuldsdóttur rithöfund. Bók hennar Dalurinn kom út fyrr á þessu ári. Bókin segir frá Sif, ungum þjóðfræðinema sem dvelur í afskekktum dal vestur á fjörðum og skrifar þar lokaritgerð í þjóðfræði. Dularfullir atburðir eiga sér stað og ýmsar þjóðsagnapersónur og vættir koma við sögu. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir í þjóðfræði og fjölbreytta miðlun á þjóðfræðiefni. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
12/16/202246 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Vegabréf íslenskt

Bók Sigríðar Víðis Jónsdóttur, Vegabréf íslenskt, hefur vakið verðskuldaða athygli síðan hún kom út og var nýlega tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Í bókinni býður Sigríður lesandanum með sér í ferðalag um lönd sem mörg okkar vita lítið um og notar sjónarhorn og reynslu einstaklinga til að hjálpa okkur að skilja sumar af þeim brýnustu samfélgslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, t.d. fátækt, ójöfnuð og viðvarandi stríðsástand. Sigríður var lykilfyrirlesari á Félagsfræðideginum sem haldinn var hátíðlegur í byrjun desember og kom í heimsókn í hlaðvarpið í tengslum við það. Þær Sigrún ræða um ferðalög Sigríðar og hvað hún og við öll getum lært um heimsmálin í gegnum ferðalög hennar.
12/12/202247 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Kínversk læknislist 中医

Í þættinum er fjallað um kínverska læknislist, og hvers vegna hún er að ýmsu leyti jafn hátt skrifuð og hin vestrænu læknavísindi í Kína. Á kínverskum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum finnast tvenns konar lyfjageymslur, bæði fyrir vestræn lyf og kínversk. Þar ríkir ekki sama skipting og við eigum að venjast í hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar. Kínversku jurtalækningarnar, taiji-æfingar, nuddmeðferðir og nálastunga hafa sinn sess sem annar af tveimur helstu möguleikum fyrir meðferðir á hvers kyns sjúkleika. Höfundur pistilsins er Steingrímur Þorbjarnarson sem einnig les upp.
12/8/202230 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað: Hótelið á hafsbotni - 23.05.21

Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt? Borgþór Arngrímsson les pistil sinn um hótellið á hafsbotni sem birtist fyrst á Kjarnanum í maí 2021.
12/6/20228 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga

Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Mary Waters en hún er John Loeb Prófessor í félagsfræði og PVK prófessor í listum og vísindum við Harvard-háskólann í Bandaríkjunum. Í rannsóknum sínum hefur hún meðal annars beint sjónum sínum að því hvernig innflytjendur og börn þeirra samlagast samfélaginu, stefnumótun í innflytjendamálum, og hamförum og afleiðingum þeirra. Mary var einn af lykilfyrirlesurum á ráðstefnu Norrænna Félagsfræðinga sem fór fram í Reykjavík í ágúst síðastliðnum. Í þætti dagsins spjalla þær Sigrún um erindi hennar sem fjallaði um fólksflutninga á tímum loftslagsbreytinga sem og rannsóknarferil hennar almennt en hann spannar nokkra áratugi.
12/5/202255 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报

Sagan með málshætti dagsins er frá Vor- og haust tímabilinu, á 6. öld fyrir okkar tímatal. Þegar Dìng konungi af Zhèng bárust fregnir af yfirvofandi árás frá Wú-ríki varð hann skelfingu lostinn. Wú-herinn var þekktur fyrir styrk sinn og sömuleiðis Wǔ hershöfðingi sem leiddi herinn og var persónulegur vinur Sunzi (sem ritið Hernaðarlistin er eignað). Wǔ hershöfðingi hélt að þeirra biði auðveldur sigur en annað kom á daginn. Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.
12/1/202210 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”

Ríkið ætlar að fjarlægja fjöldakvóta fyrir niðurgreiðslur rafbíla á næsta ári, en minnka aðeins niðurgreiðsluna. Samsung ætlar að kynna S23 í febrúar. Twitter lak út 5,4 milljón aðgöngum ásamt símanúmerum. Corning er að búa til nýtt högghelt gler fyrir snjallsíma sem þolir 1 metra fall á steypu. Eufy lendir í alvarlegum öryggisgalla, sem var tilkynntur og gerði ekkert. Við förum svo í gegnum spurningar af Twitter og ræðum eSim og rafræn skilríki. Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir
11/30/20221 hour, 11 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað: Kjötbollurnar unnu á tæknilegur rothöggi - 14.11.2020

Fyrir nokkru fékk danska ríkisstjórnin snjalla hugmynd sem hún vildi hrinda í framkvæmd. Gallinn var hins vegar sá að fáum öðrum þótti hugmyndin góð. Borgþór Arngrímsson les pistil sinn um hugmynd ráðherra í dönsku ríkisstjórninni um kjötlausa daga, sem var slegin út af borðinu með hraði. Pistillinn birtist fyrst á Kjarnanum í nóvember 2020.
11/29/20227 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮

Málshátturinn sem við lítum á í dag er frá tímum Tang-veldisins, seint á 7. öld, og við sögu kemur sjálf keisaraynjan Wǔ Zétiān. Þetta er sígildur fjögurra tákna málsháttur sem á yfirborðinu virðist hafa fremur óljósa merkingu en á sér forvitnilega baksögu með frekar svæsinn enda. Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.
11/28/202211 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans - 33. þáttur: Mannleg hegðun og fjárhúsakenningin

Gestur þáttarins er Hildur Valdís Guðmundsdóttir. Hildur er fædd 31. október 1959 á Siglufirði en hefur auk þess búið í Húnavantssýslu, Borgarfirði, Reykjavík, Færeyjum, Frakklandi og Fílabeinsströndinni. Hún lauk BA prófi í mannfræði árið 2005 frá Háskóla Íslands og Meistaraprófi í mannfræði 2007 og Diplómanámi í þróunarfræðum 2009 frá sama skóla. Áhugasvið Hildar snúa að mannúðarmálum og að tilheyra. Hildur hefur unnið við sveitastörf, fiskvinnslu, skrifstofustörf, hjá Sameinuðu Þjóðunum, í Franska sendiráðinu á Íslandi og vinnur í dag í Kvennaathvarfinu.
11/25/202235 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Ómar Sigurbjörnsson – Carbon Recycling í Kína

Íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International hefur komið sterkt inn á alþjóðlegan markað með lausnir til að binda koltvísýring og vinna úr honum metanól. Verksmiðja á vegum fyrirtækisins var nýlega gangsett í Kína og önnur á leiðinni. Í viðtalinu fræðir Ómar Sigurbjörnsson, markaðsstjóri fyrirtækisins, okkur um það einstaka hugvit sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða og hefur hlotið heimsathygli fyrir, starfsemina víða um heim sem og verkefni þess í Kína.
11/24/202230 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað: Tækifæriskirkjur - 26.01.2020

Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur. Borgþór Arngrímsson les valda pistla úr Kjarnanum. Pistillinn sem er lesinn í þessum þætti birtist fyrst 26. janúar 2020.
11/22/20227 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Myrkranetið

Myrkranetið (dark web) samanstendur af vefsíðum og öðru efni sem einungis er hægt að nálgast með sérstökum hugbúnaði, heimildum eða stillingum. Þar sem myrkranetið býður upp á nafnleynd og ýmis skúmaskot hafa hlutar þess orðið vettvangur margskonar glæpastarfsemi. Til að fræðast meira um þennan myrka afkima internetsins fékk Guðmundur Oddsson dósent í félagsfræði við HA hann Christopher Copeland í settið en sá er rannsóknarlektor við Tarleton State University í Texas í Bandaríkjunum. Christopher dvaldi á haustmisseri við námsbraut Háskólans á Akureyri í lögreglufræðum sem NSF sérfræðingur á sviði netöryggismála.
11/21/202249 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Inniskórnir hans Steve Jobs seldust fyrir 27 milljónir

Nýjustu fregnir af Twitter sem er auðvitað alelda, en við getum ekki hætt að fylgjast með. Rafeyriskauphöllinn FTX sprakk eftir áhlaup og talið er að 10 milljarðar USD hafi gufað upp. Atli byrjaði að prófa Arc-vafrann en fór svo að gera eitthvað annað af viti. Atli prófar Bose Quiet Comfort Earbuds II sem eru víst best í virkri hljóðeinangrun samkvæmt óháðum aðila. Þessi þáttur er í boði Origo sem er halda opinn fyrirlestur um gagnaöryggi miðvkudaginn 30.nóv. Frítt inn: https://www.origo.is/vidburdir/gagnaoryggi Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir
11/19/20221 hour, 12 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi - Land drekans

Kína er oft og tíðum nefnt land drekans. Teikningar af kínverska drekanum hafa sín sérkenni þar sem hann hlykkjast langur og skrautlegur um himinhvolfið. Segja má að í Kína sé bókstaflega allt tengt drekanum, landið, hafið, náttúruöflin og þjóðin. Því er ekki um einn dreka að ræða, heldur marga, og þeir skiptast í mismunandi flokka. Þannig finnast tilvísanir milli raunverulegra aðstæðna og eiginleika þessara dreka hvarvetna. Höfundur pistilsins er Steingrímur Þorbjarnarson sem einnig les upp.
11/17/202230 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað: 762 Bækur - 25. sepetember 2021

Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton. Borgþór Arngrímsson les pistil sinn um rithöfundinn sem birtist fyrst á Kjarnanum í september 2021.
11/15/202212 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Bandaríkin sem stórveldi: Nýlendu-og síðnýlendustefna

Gestur þáttarins að þessu sinni er Julian Go, prófessor í félagsfræði við háskólann í Chicago í Bandaríkjum en Julian var hér á landi í ágúst síðastliðnum sem einn lykilfyrirlesari á ráðstefnu Norræna félagsfræðingafélagsins. Í erindi sínu fjallaði hann um hvernig kenningar í félagsvísindum mótuðust af hugmyndum þeirra sem fengu að hafa rödd í samfélaginu og vísar þá fyrst og fremst til hvítra, vestrænna karlmanna. Hann sýnir fram á að aðrar raddir voru þaggaðar, svo sem raddir kvenna og þeirra sem tilheyrðu minnihlutahópum. Í rannsóknum sínum hefur Julian lagt áherslu á nýlendu- og síðnýlendustefnu þar sem hann hefur lagt áherslu á uppgang og afleiðingar stórveldisstefnu Bandaríkjanna. Julian er höfundur þriggja bóka og mun sú nýjasta koma út á næstunni en hún ber titilinn Policing Empires: Race, Imperialism and Militarization in the US and Great Britain, 1829-present. Í þessu fyrsta hlaðvarpi vetrarins ræða þau Sigrún og Julian um feril hans og rannsóknir. The US as an Empire: Colonialism and Post-colonialism Today´s podcast features Julian Go, professor of Sociology at the University of Chicago. Julian visited Iceland last August as one of the keynote speakers of the Nordic Sociological Association. His keynotes focused on how social science theories have been shaped by the ideas of those who had the power to speak in given societies, which often happened to be white, Western men. He shows how other voices were silenced, such as the voices of women and minorities. Julian has focused on colonialism and post-colonialism in his research and has for example studied the U.S. as an empire. Julian has authored three books and the newest one, Policing Empires: Race, Imperialism and Militarization in the US and Great Britain, 1829-present is forthcoming with Oxford University Press. In this first podcast of this winter, Sigrun and Julian discuss his career in sociology and the key insights from his research.
11/14/202253 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Sýndarveruleiki með Hilmari Gunnarssyni frá Arkio

Þessi þáttur á sér varla stoð í raunveruleikanum og við ferðumst um sýndarheima með Hilmari Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Arkio. Arkio vakti athygli á heimsvísu á kynningu Meta um daginn, þar sem var farið yfir framtíðarsýn Metu í sýndarveruleika og gagnbættum veruleika. Arkio er sköpunartól fyrir arkitekta og getur hannað alls konar rými og landslag. Arkio virkar bæði í sýndarveruleika og gagnbættum veruleika. Arkio og Meta eru í þróunarsamstarfi og sýndi Hilmar okkur nýja Quest Pro höfuðtólið. Hilmar er líka fyrsti maðurinn sem við höfum hitt sem fallbeygir Meta. Stjórnendur eru Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Vöggur Guðmundsson.
11/11/202256 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – „Andstæð sjónarmið skapa óvissu kringum rannsóknarstarf safna“

Raddir margbreytileikans – 32. þáttur: „Andstæð sjónarmið skapa óvissu kringum rannsóknarstarf safna“ Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fæddist 13. desember 1975 á Sauðárkróki. Hún lauk BA prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og MA í sömu grein árið 2002 frá Chicago háskóla og lauk síðan doktorsprófi í safnafræði frá Háskóla Íslands í október 2022. Í þessum þætti er rætt um doktorsritgerð Ólafar Gerðar, sem og mannfræðirannsóknir hennar. Doktorsritgerð Ólafar Gerðar beinir sjónum að rannsóknahlutverki opinberra safna, en rannsóknastarf safna er gjarnan hulið safngestum og fellur oft í skuggann af öðrum starfsþáttum eins og söfnun, skráningu, varðveislu, miðlun og fræðslu. Þannig miðar verkefnið að því að draga fram rannsóknir sem einn af grunnþáttum faglegs safnastarfs og skapa gagnrýna umræðu um hvað felst í því að stunda rannsóknir á safni. Mörg söfn, hvort sem er hér á landi eða erlendis, segjast ófær um að sinna þeim grunnþætti sem rannsóknir eru vegna skorts á starfsmönnum, tíma og fjármagni, meðan önnur líta á rannsóknir sem innbyggðan hluta af öllu því daglega starfi sem fer fram á söfnum. Þessi tvö andstæðu sjónarmið skapa andrúmsloft óvissu kringum rannsóknastarf safna, sem aftur á móti leiðir til óræðni um hvað telst til rannsókna á söfnum og hvað ekki. Doktorsritgerðin varpar ljósi á þessa óræðni með því að kanna hvernig þekking er sköpuð og henni miðlað á söfnum. Ritgerðin er byggð á fjórum ritrýndum tímaritsgreinum sem samanlagt móta mynd af safnarannsóknum gegnum fjögur sjónarhorn: hið safnafræðilega, hið stofnanalega, hið sýningarstjórnunarlega og hið þekkingarfræðilega. Undanfarin ár hefur Ólöf Gerður verið virk í opinberri umræðu um myndlist, söfn og rannsóknarpólitík hér á landi og tekið þátt margvíslegu starfi sem tengist söfnum og safnarannsóknum og tengslum þeirra við listir.
11/10/20221 hour, 14 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað: Að breyta svínakótilettu Ií nautasteik - 3. apríl 2016

Á und­an­förnum árum hafa margoft, víða um heim, komið upp mál sem tengj­ast svikum og prettum með mat­væli. Starf­semi af því tagi teng­ist nær und­an­tekn­ing­ar­laust þeirri áráttu, sem fylgt hefur mann­kyn­inu frá upp­hafi, að fá meira fyrir minna. Græða. Borgþór Arngrímsson les pistil sinn um svikamál á sviði matvæla. Pistillinn birtist fyrst í Kjarnanum 3. apríl 2016
11/8/202210 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Galdurinn við súrdeigsbakstur

Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Ragnheiði Maísól Sturludóttur, meistaranema í þjóðfræði. Ragnheiður Maísól er menntuð í myndlist en stundar nú meistaranám í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Rannsókn hennar snýr að súrdeigsbakstri á Íslandi. Ragnheiður bakar sjálf súrdeigsbrauð og hefur verið virk í samfélagi súrdeigsbakara en hún stjórnar stórum Facebook-hópi um bakstur af þessu tagi og heldur úti bloggsíðu. Það má því segja að hún hafi gert áhugamál sitt og ástríðu að rannsóknarverkefni. Súrdeigsbakstur varð sérstaklega vinsæll þegar Covid gekk yfir enda var fólk þá meira heima við en áður. Ragnheiður Maísól segir frá því að súrinn fái oft mannleg einkenni. Til dæmis sé oft hægt að rekja ættir hans langt aftur og margir bera sérstök nöfn, en samkvæmt Ragnheiði er nafnið Gísli Súrsson líklega það vinsælasta á Íslandi. Það þarf líka að hugsa um súrinn en hann hagar sér á ólíkan hátt. Þá segir Ragnheiður frá tengslum súrdeigsbakara við súrinn og baksturinn og hvernig hann verður hluti af sjálfsmynd þeirra sem baka. Rannsókn Ragnheiðar Maísól er hluti af þverfaglega rannsóknarverkefninu Samlífi/SYMBIOSIS sem hlaut öndvegisstyrk frá Rannís. Í verkefninu leiða saman hesta sína matvælafræðingar, næringarfræðingar, örverufræðingar, mannfræðingar og þjóðfræðingar og skoða samlífi manna og örvera. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
11/7/202242 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Tæknvarpið - Ísland slugsar í netöryggi

Nýsköpunarráðherra Íslands boðar aðgerðir í netöryggismálum landsins. Ný fjölmiðlalög eru á leiðinni til að skerpa á því efni sem nær augum barna á streymiveitum. VanMoof kynnir tvö ný rafhjól sem styðja Find My og bætta þjófavörn. Sega ætlar að búa til tvær mini-leikjatölvur: Genesis mini 2 og Astro Mini City V (sem lítur út eins og leikjakassi) með retro-tölvuleikjum. Netflix er búið að afhjúpa verð á áskrift með auglýsingum en ekki fyrir Íslendinga. Samsung Odyssey Ark fær hræðilega dóma og er mjög dýr. Musk er búinn að reka hálft Twitter og auglýsendur virðast vera flýja. Þessi þáttur er í KFC sem er að selja BOSS BACON sem er kjúklingaborgari með svínasíðusneiðum. Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Torfason.
11/5/202253 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Refur fær mátt tígurs að láni 狐假虎威

Fyrir þennan málshátt þurfum við að ferðast aftur á tímabil hinna stríðandi ríkja, á 4. öld fyrir okkar tímatal. Heimildin sem þessi málsháttur er tekin upp úr er Zhànguócè《战国策》eða Strategíur hinna stríðandi ríkja, sem er ein af fáum upprunalegum heimildum frá þessum tíma. Þetta er sagan um refinn og tígurinn. Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.
11/3/20229 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað: Góða útilyktin í handklæðunum - 26. júlí 2020

Þeim sem þurrka þvott sinn á snúrum finnst fátt jafnast á við lyktina af þvotti sem þornað hefur í sól og golu. Snúruaðdáendur gefa lítið fyrir þurrkaralykt, vísindamenn segjast hafa fundið skýringuna á góðu útisnúrulyktinni. Borgþór Arngrímsson les pistil sinn um góðu útilyktina í handklæðunum sem var birtur á Kjarnanum sumarið 2020. Í þáttunum Eitt og annað ... einkum danskt les Borgþór pistla sína sem notið hafa vinsællda á Kjarnanum í gegnum tíðina.
11/1/20226 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Ábyrg ferðaþjónusta í Grímsey

Það má sannarlega segja að dýralæknirinn Laufey Haraldsdóttir hafi undið sínu kvæði í kross þegar hún ákvað að læra þjóðfræði. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Laufeyju Laufey starfar nú sem lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Laufey segir frá náminu við ferðamáladeildina en þar eru allar námsleiðir í boði í fjarnámi. Laufey segir einnig frá rannsóknum sínum á sviði ferðamálafræða, meðal annars áhugaverðri rannsókn um ferðamennsku í Grímsey. Í rannsókninni voru spurningaskrár lagðar fyrir ferðamenn sem heimsækja eyna en að auki voru ferðir gesta kortlagðar með GPS staðsetningarbúnaði. Gögnin veita áhugaverða innsýn í viðhorf ferðamanna til Grímseyjar sem og hvernig þeir ferðast um eyjuna meðan á dvöl þeirra stendur. Niðurstöðurnar munu meðal annars nýtast heimamönnum til að hlúa betur að ábyrgri ferðamennsku í eynni. Laufey ræðir einnig ímynd Grímseyjar sem sem áfangastaðs fyrir ferðamenn, sem tengist ímynd norðursins og þess afskekkta. Þá segir Laufey einnig frá nýrri og spennandi rannsókn sem hún er að fara af stað með og fjallar um handverk á norðurslóðum.
10/31/202234 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Elon Musk kaupir Twitter og vangaveltur um nýja iPad

Kaupin á Twitter gengu í gegn í vikunni og fyrsta verk Elon Musk var að reka nokkra stjórnendur. En hvers vegna var hann að kaupa Twitter? Gulli er handviss um að 10 kynslóð af iPad sé grunntýpan. Við ræddum til hvers fólk kaupir iPad og hvaða týpu þú átt að velja. Þátturinn er í boði KFC sem selur B.O.S.S. Bacon máltíð.  Stjórnendur eru Andri Valur, Bjarni Ben,  Gunnlaugur Reynir,  Kristján Thors og Valtýr Bjarki.
10/30/20221 hour, 16 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Sigurður Guðmundsson myndlistamaður – listsköpun í Kína

Í mjög áhugaverðu viðtali segir Sigurður Guðmundsson myndlistamaður okkur frá dvöl sinni og störfum í kínversku borginni Xiamen síðastliðin 25 ár. Þar hefur hann, ásamt konu sinni Ineke Guðmundsson, sett á stofn listamiðstöðina China European Art Center (CEAC) til að tengja saman kínverska og erlenda listamenn. Í viðtalinu fer Sigurður yfir starfsemi miðstöðvarinnar og fjallar um kynni sín af Kína og Kínverjum. Sigurður liggur ekki á skoðunum sínum um hin ýmsu mál og gaman að heyra hans sjónarhorn eftir langa dvöl í Kína.
10/28/202247 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað: Starfslokasamningur fílanna - 7. Júní 2020

Danska ríkið greiddi fyrir nokkru jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð. BorgþórArngrímsson les pistil sinn um fílana sem fengu starfslokasamning, en pistillinn birtist fyrst á Kjarnanum sumarrið 2020.
10/25/20229 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Sjálfbærni og sköpun á Hallormsstað

Í þættinum ræðir Vilhelmína við Sigrúnu Hönnu Þorgrímsdóttur þjóðfræðing en hún starfar sem fagstjóri náms í sjálfbærni og sköpun við Hallormsstaðaskóla. Sigrún Hanna segir frá náminu í Hallormsstaðaskóla. Skólinn er staðsettur í miðjum Hallormsstaðaskógi, í afar fallegu og reisulegu húsi sem áður hýsti Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Námið byggir því á sterkum grunni en í 90 ár hefur kennsla á Hallormsstað einkennst af áherslum á nýtingarmöguleika og sjálfbærni. Námsumhverfið er einstakt og er umhverfið allt mikilvægt kennslurými enda er lögð áhersla á staðbundin hráefni og auðlindir í náminu. Við skólann er nú boðið upp á 60 eininga þverfræðilegt nám á háskólastigi í sjálfbærni og sköpun. Í náminu er lögð áhersla á sjálfbærniþekkingu, vistkerfisvitund, siðferði náttúrunytja og að nemendur tileinki sér skapandi og gagnrýna hugsun. Námið er bæði bóklegt og verklegt sem og mjög verkefnamiðað. Í náminu er rík áhersla lögð á handverks- og náttúruþekkingu og nemendur um leið hvattir til að takast á við hin stóru viðfangsefni samtímans. Í náminu er einnig lögð sérstök áhersla á hagnýtingu og segir Sigrún Hanna frá áhugaverðum fyrirtækjum sem fyrrum nemendur hafa stofnað eftir nám í skólanum. Þá segir Sigrún Hanna frá yfirstandandi doktorsrannsókn sinni við Gautaborgarháskóla. Þar rannsakar hún samband fólks og handverks við uppgerð eldri húsa. Að gera upp gamalt hús er stórt og oft flókið verkefni. Í gegnum það ferli fær fólk oft og tíðum aukinn áhuga og ástríðu fyrir handverki og tileinkar sér vinnubrögð og verkþekkingu. Sigrún Hanna ræðir ólík viðhorf sem birtast í tengslum við þetta ferli og hvernig rannsaka má þekkingu í gegnum handverk. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
10/24/202250 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi - Hanagól og hundsþjófur

Málsháttur dagsins á sér göfugar rætur þar sem uppruni hans er í sjálfu Shǐjì (史记), eða Skrám stórsagnfræðingsins, magnum opus sagnaritarans Sīmǎ Qiān. Sagan er frá Tímabili hinna stríðandi ríkja, sem varði á síðari helmingi Austur-Zhou-veldisins. Þetta var blóðugt tímabil og í Gulafljótsdalnum finnast enn stríðsminjar þess í jörðu. Hún gerist á tímum konungsins Zhāoxiāng af Qín, á 3. öld fyrir Krist. Hann var langafi Qín Shǐhuáng, fyrsta Kínakeisara, og var með stórtæk plön rétt eins og barnabarn hans síðar meir. Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.
10/21/202212 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Nýjar spjaldtölvur frá Apple og þráðlaus símtöl

Apple kynnti nýjan iPad (10), uppfærða iPad Pro (M2) og uppfært AppleTV (USB-C fjarstýring!!) með látlausri fréttatilkynningu og myndböndum. Miðeind samhæfir raddgreiningartólin sín við snjallheimilið þannig nú getur Embla slökkt ljósin. Síminn Sjónvarp býður nú upp á prófíla og vefviðmót. Gulli heldur því einnig fram að myndgæðum hafi farið fram, en það er enn óstaðfest. Vegagerðin opnaði nýjan færðarvef, en Gulli vill bara hringja í þau. Nova sendi okkur tæknimann (Aron Heiðar Steinsson) eftir vandræðalegt spjall okkar um Voice of Wifi eða þráðlaus símtöl, sem fræddi okkur um VoLTE, VoWiFi og 5G. Þessi þáttur er í KFC sem er að selja BOSS BACON sem er kjúklingaborgari með svínasíðusneiðum. Þessi þáttur er einnig í boði Origo, sem er að halda opinn fyrirlestur um netöryggi í skýjalausnum þann 26. október. Skráið ykkur inn á https://www.origo.is/vidburdir/netoryggi-vidburdarod-origo2 Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir
10/20/20221 hour, 12 minutes, 1 second
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans 31.þáttur. Pétur Waldorff

Pétur Skúlason Waldorff er viðmælandi vikunnar. Pétur er fæddur 1. júlí 1979 í Reykjavík en hefur búið á Íslandi, í Angóla, Svíþjóð, Frakklandi og Kanada og dvalið hér og þar við rannsóknir m.a. í Malaví, Mósambík, og Tansaníu. Hann lauk BA námi í mannfræði við Háskóla Íslands árið 2003, MA prófi í mannfræði frá McGill University í Montreal í Kanada 2006 og svo doktorsnámi í mannfræði frá sama skóla 2015. Áhugasvið Péturs eru heimsmálin, fallegt og spennandi umhverfi, veiði og ferðalög. Hann hefur starfað sem akademískur rannsakandi, stundakennari og verkefnastjóri en í dag vinnur hann í utanríkisráðuneytinu og gegnir stöðu varafastafulltrúa Íslands gagnvart OECD í París.
10/20/202238 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað: Þekkt en þó óþekkt - 29. ágúst 2021

Flestir kann­ast við Einar Áskel, bursta­klippta strák­inn sem býr með pabba sín­um. Færri þekkja hins­vegar nafn höf­und­ar­ins sem skrif­aði sög­urnar og teikn­aði mynd­irn­ar. Gun­illa Bergström er lát­in, hún lést á síðasta ári og í þættinum les Borgþór Arngrímsson pistil sinn um höfundinn.
10/18/202210 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir - Völuspá og himinhvolfið

Gísli Sigurðsson starfar sem rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og hefur um árabil sinnt farsælum rannsóknum á íslenskum fræðum og þjóðfræði. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Gísla um rannsóknir hans á munnlegri hefð og minnisfræðum. Gísli segir frá námsárum sínum og dvöl á Íslendingaslóðum í Kanada. Þar tók hann meðal annars viðtöl við Vestur-Íslendinga og hljóðritaði frásagnir þeirra. Þá segir Gísli frá rannsóknum sínum á fornbókmenntum, hvernig frásagnirnar og kvæði varðveittust í munnlegri geymd í lengri tíma áður en þau voruð rituð á skinn á 13. öld. Björn Jónsson reyndist svo áhrifavaldur í rannsóknum Gísla og vakti áhuga hans á himnafestingunni og heimsmynd fyrri tíma sem meðal annars birtist í Eddukvæðum.
10/17/202247 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Sérstaða kínverskunnar

Hér er fjallað um kínverska tungu og sérstöðu hennar. Jafnframt er fjallað um nokkur vafaatriði og jafnvel misskilning sem vart verður í umfjöllun um þetta tungumál. Kína er svo stórt, fjölmennt og margbreytilegt land, að erfitt er að segja til um hversu mörg mál eru töluð þar. Á hinn bóginn er hið opinbera mál sem við nefnum mandarínsku vel skilgreint. Höfundur pistilsins er Steingrímur Þorbjarnarson sem einnig les upp.
10/13/202236 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað: Furðulegasta Njósnamál Danmerkur - 13.03.2022

Borgþór Arngrímsson les pistil frá því fyrr á árinu um njósnamál sem hefur vakið mikla athygli í Danmörku. Eitt og annað - einkum danskt eru hlaðavarpsþættir með lesnum pistlum Borgþórs úr Kjarnanum.
10/11/20228 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Google leggur Stadia og gott Tempo hjá Origo

Farið er yfir tæknifréttir vikunnar; sala Origo á Tempo, nýr forstjóri Sýnar og USB-C reglur Evrópusambandsins. Elmar búinn að panta nýjan Pixel síma sem Google kynnti í vikunni og Sverrir segir frá bestu leiðinni fyrir gagnamagn í Bandaríkjunum. Þessi þáttur er í boði Macland og KFC. Macland.is selur Apple tæki og KFC er með B.O.S.S. BACON máltíð . Stjórnendur eru Andri Valur, Elmar Torfason og Sverrir Björgvinsson
10/10/20221 hour, 6 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Fjallkonur, harmonikur og gömlu dansarnir

Á ári hverju úthlutar Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkjum til spennandi verkefna. Síðasta sumar styrkti sjóðurinn fjölbreytt verkefni nemenda við námsbraut í þjóðfræði og safnafræði. Í þættinum verður fjallað um tvö þessara verkefna, annars vegar verkefnið Viðhorf almennings til fjallkonunnar og 17. júní og hins vegar verkefnið Gömlu dansarnir á nýjum tímum. Í fyrri hluta þáttarins ræða Dagrún og Vilhelmína við Önnu Kareni Unnsteins, meistaranema í þjóðfræði, sem segir frá verkefni sínu um viðhorf almennings til fjallkonunnar og hátíðarhalda á 17. júní. Í sumar safnaði hán heimildum, með viðtölum og spurningaskrá, um viðhorf fólks til fjallkonunnar og hátíðarhalda á þjóðhátíðardaginn. Að auki ræddi Anna Karen við konur sem hafa verið í hlutverki fjallkonunnar í Reykjavík á undanförnum árum. Anna Karen segir frá rannsókninni og ræðir þá merkingu sem fólk leggur í fjallkonuna og hugmyndir um tengsl hennar við feminisma. Í seinni hluta þáttarins ræða Dagrún og Vilhelmína við Guðnýju Jónsdóttur og Atla Frey Hjaltason, þjóðfræðinema. Þau unnu saman verkefni um gömlu dansana og hvernig þeir eru iðkaðir í samtímanum. Í sumar heimsóttu Atli og Guðný skemmtanir á vegum Félags harmoniku unnenda þar sem dansinn og harmonikutónlist réðu ríkjum. Þau tóku viðtöl og söfnuðu upplýsingum um reynslu og viðhorf fólks til harmonikutónlistar og gömlu dansanna. Þá langaði þau að skoða þessa gerð skemmtanamenningar sem og hvernig endurnýjun væri í þessum hópi og hvernig samtali á milli kynslóða væri háttað. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands
10/10/202247 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 30. þáttur – Jónína Einarsdóttir

Jónína Einarsdóttir fæddist 1954 í Reykjavík og ólst upp í Dölunum. Hún lauk BA prófi í mannfræði 1988 frá Stokkhólmsháskóla og doktorsprófi í mannfræði frá sama skóla árið 2000. Auk þess lærði hún spænsku, kennslufræði og efnafræði. Jónína er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Helstu rannsóknarsvið Jónínu hafa verið mannfræði barna og ungmenna, heilsumannfræði og rannsóknir á þróunarsamvinnu. Hún var lengi á vettvangi í Gíneu Bissá, í Vestur Afríku, þar sem hún rannsakaði margbreytilega þætti sem snéru að heilsu barna, barnadauða og sorgarviðbrögðum mæðra, brjóstagjöf og mansali á börnum. Hún hefur einnig rannsakað sögu og veruleika íslenskra barna sem voru „send í sveit“ á síðustu öld og velt fyrir sér ýmsum siðferðislegum spurningum því tengdu, t.d. hvort hægt sé að skilgreina það sem mansal. Þetta viðtal snýst einkum um söguleg og pólitísk samskipti, sem og valdaójöfnuð á milli ríkra landa og fátækra, það sem stundum er kallað tengsl Norðurs og Suðurs. Einn þáttur þessara samskipta er þróunarhjálp, sem hefur verið umdeilt fyrirbæri meðal margra mannfræðinga.
10/5/20221 hour, 5 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað: Tvöfaldur í roðinu - 07.05.2017

Hugo Plaun var lengi ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Síðar kom í ljós að Plaun laug öllu saman. Borgþór Arngímsson les vinsælan pistil af Kjarnanum frá árinu 2017.
10/4/202212 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir

Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Rannveigu Karlsdóttur þjóðfræðing og kennara við Verkmenntaskóla Akureyrar. Rannveig segir frá starfsemi Sögufélags Eyfirðinga og tímariti félagsins, sem nefnist Súlur. Að auki ræðir Rannveig rannsóknir sínar á Jóninnu Sigurðardóttur (f. 1879 – d. 1962) matreiðslukennara á Akureyri. Eftir að hafa numið meðal annars hússtjórn í Danmörku kom Jóninna heim, ferðaðist um Norðurland og kenndi matreiðslu við miklar vinsældir. Í kjölfarið kom hún að stofnun húsmæðraskóla á Akureyri og varð fyrsti formaður skólanefndar. Hún rak einnig hótel og gaf út vinsæla matreiðslubók þar sem hún lagði áherslu á að kynna nýjar uppskriftir sem hún lærði erlendis, næringargildi og nýtni. Í þriðju útgáfu bókarinnar var tungumálið henni hugleikið en í bókinni íslenskaði hún nánast öll hráefnisheiti. Jóninna þótti mikill skörungur á sinni tíð en árið 1959 var Jóninna sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og nýlega var gata á Akureyri nefnd eftir henni. Í upphafi þáttarins segir Rannveig einnig frá námi sínu og störfum en aðalstarf hennar er íslenskukennsla við Verkmenntaskólann. Að auki kennir Rannveig valáfanga í þjóðfræði sem stendur nemendum skólans til boða en þar læra nemendur að skoða samfélagið út frá þjóðfræðilegum aðferðum og sjónarhornum. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
10/3/202235 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半

Þetta er seinni þáttur af tveimur um lífshlaup eins mikilvægasta stjórnmálamanns Kína á 20. öldinni, Deng Xiaoping. Lífshlaup Dengs er einstaklega áhugavert og í þessum seinni þætti er áfram rakin vegferð hans innan Kommúnistaflokksins og áhrif á stefnu Kína.
9/30/202235 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Kindle með penna og Pixel lekar

Google er að fara halda viðburð í október og það er eiginlega allt búið að leka. Pixel símarnir fá S-uppfærslu og nýja liti. Nýr netbeinir mögulega á leiðinni. Úrið sem var kynnt í sumar verður kynnt aftur. Gulli vill fá eitthvað bitastætt (left field) en það eru allar líkur á öðru. Amazon hélt sýna Kindle/Echo/Eero kynningu og það kom flóð af tækjum. Þar má helst nefna dagljósalampann Halo Rise (tenging við sjónvarpsþáttinn?) og Kindle Scribe sem er lesbók með e-Ink skjá sem styður penna (Remarkable). DallE er nú opið öllum og sumir segja að vondu róbotarnir munu stela vinnu af fólki. Logitech bjó til vélrænt lyklaborð fyrir Mac sem er mjög retro. Atli fékk loksins Airpods 3 heyrnatólin sín í hendurnar, sem voru 5-6 vikur úti í íslensku sumari og þau VIRKA. Þessi þáttur er í boði Macland.is sem selur Apple tæki og KFC sem selur BOSS BACON sem Elmar elskar. Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.
9/29/20221 hour, 23 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað: Fröken Klukka - 12.12.2021

Eitt og annað ... einkum danskt, ellefti þáttur. Fyrir örfáum áratugum hringdi fólk í Fröken Klukku til að vita nákvæmlega hvað klukkan væri. Þótt nútímatækni hafi tekið við hlutverki Frökenarinnar svarar hún enn hér á Íslandi. Í Danmörku hefur Frøken Klokken lagt á og svarar ekki lengur. Pistill eftir Borgþór Arngrímsson á Kjarnanum.
9/27/20227 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!

Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Særúnu Lísu Birgisdóttur þjóðfræðing. Særún Lísa segir frá nýrri bók sinni sem nefnist Hættið þessu fikti strákar! Bókin fjallar um homma í íslensku samfélagi og menningu, frá tímum Íslendingasagnanna og fram yfir hernám. Áhugann á efninu fékk Særún strax í þjóðfræðinámi sínu, upphaflega í námskeiðinu Söfnun þjóðfræða, en svo þróaðist áhuginn, efnið og rannsóknin og hún vann úr því bæði í BA-ritgerð sinni og meistararitgerð. Í rannsókninni byggir hún meðal annars á frásögnum og viðtölum við karlmenn sem voru í „ástandinu“ á hernámsárunum. Þá byggir hún einnig á dagbókarskrifum, blaðaumfjöllun og fleiru um viðhorf til samkynhneigðra manna. Með bókinni segist Særún Lísa vilja veita hommum fortíðar uppreist æru með því að draga sögur þeirra fram í dagsljósið. Hún segir einnig að bókin sjálf eigi að vera fallegur prentgripur, áberandi og skínandi fögur svo hún lendi ekki inni í skáp eins og margir af viðmælendum hennar gerðu. Ingibjörg Soffía Oddsdóttir, grafískur hönnuður, hannaði bókina og er hún prýdd verkum eftir myndlistarkonuna Írisi Auði Jónsdóttur. Særún Lísa safnar nú fyrir útgáfu bókarinnar með hópfjármögnun. Þau sem vilja kynna sér bókina og styðja við útgáfu hennar geta skoðað verkefnið nánar á slóðinni: https://www.karolinafund.com/project/view/4210 Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
9/26/202231 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið

Það er þéttur þáttur hjá okkur þetta skiptið. Tækniskólinn var hakkaður illa og flest allt nettengd datt í gólfið. Neytendastofa kallar eftir því að banna Google Analytics á Íslandi í kjölfarið úrskurða annarra Evrópulanda. The Verge endurhannar vefsíðu sína og það eru allir í Tæknivarpinu brjálaðir. Google Pixelbook vörulínan hefur verið fryst og ekki fleiri fartölvur í bígerð þar. The Verge dómar fyrir Apple þrennuna eru komnir út og þeir eru ekkert sérstakir. Apple kynnti ekki stærstu breytinguna á iPhone 14 á nýafstöðnum viðburði sínum: allt innvolsið hefur verið tekið í gegn og nú er mun auðveldara að gera við hann. En þetta á einungis við iPhone 14 (ekki Pro símana). Victrola gefur út plötuspilara sem getur streymt beint í Sonos-hljóðkerfi. Windows Explorer fær loksins flipa, 9 árum á eftir macOS og enn fleiri árum á eftir Ubuntu. Nvidia kynnti ný og dýr skjákort í vikunni: RTX 4090 og 4080. Logitech ætlar að koma með áhaldanlega skýjaleikjatölvu sem heitir því frábæra nafni G Cloud Gaming Handheld sem kemur í sölu þann 17. október. Við fengum góðar spurningar af Twitter, meðal annars frá @icemandave2 og @kariarnar sem við svöruðum í þættinum. Þessi þáttur er í boði Macland.is sem er að dæla út nýjum Apple þrennum, KFC sem býður upp á BOSS BACON máltíð og Origo sem býður upp á fyrirlestur í netöryggi þann 28. september næstkomandi sem er opinn öllum. Sjá fyrirlestur hér: https://www.facebook.com/events/840082753827663
9/23/20221 hour, 21 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi - Deng Xiaoping - fyrri hluti 邓小平 上半

Þetta er fyrri þáttur af tveim um lífshlaup eins mikilvægasta stjórnmálamanns Kína á 20. öldinni, Deng Xiaoping. Lífshlaup Dengs er einstaklega áhugavert, sagan af sveitapilti úr Sichuan-héraði sem komst til æðstu metorða í Kommúnistaflokki Kína.
9/22/202226 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað: Sænska Bolluinnrásin - 14.02.2021

Danir hafa sjaldnast litið upp til Svía þegar kemur að matargerð. Þess vegna kemur það kannski mörgum spánskt fyrir sjónir að sænskar bolludagsbollur eiga vaxandi vinsældum að fagna meðal Dana. Tíundi þátturinn af völdum pistlum Borgþórs Arngrímssonar.
9/20/20229 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir — Farskóli safnafólks á Hallormsstað

Farskóli FÍSOS, Félags íslenskra safna og safnmanna, fer fram á Hótel Hallormsstað dagana 21.-23. september. Farskólinn er árleg fagráðstefna safnafólks á Íslandi og í ár er yfirskrift hans Söfn á tímamótum. Farskólinn, sem var fyrst haldinn árið 1989, er mikilvægur vettvangur endurmenntunar og samstarfs meðal íslenskra safna. Á hverju hausti hittist safnafólk, ber saman bækur sínar, kynnist því sem verið er að gera í safnastarfi víða um land og styrkir um leið tengslanet sitt. Farskólinn er jafnan vel sóttur en í ár verða þátttakendur í Farskólanum á Hallormsstað í kringum 120. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við í Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur, safnstjóra Minjasafns Austurlands, en hún er í skipulagsnefnd Farskólans í ár. Elsa Guðný segir frá dagskrá Farskólans og ræðir einnig mikilvægi fagráðstefnu af þessu tagi fyrir íslenskt safnasamfélag sem er gífurlega fjölbreytt. Þá verður einnig rætt við Ólöfu Gerði Sigfúsdóttur, doktorsnema í safnafræði. Ólöf Gerður er formaður Íslandsdeildar ICOM og mun, ásamt Hólmari Hólm, leiða málstofu á Farskólanum þar sem ný safnaskilgeining verður til umræðu. Í þættinum segir Ólöf Gerður frá áherslum í nýju safnaskigreiningunni sem samþykkt var á ársþingi ICOM í Prag fyrr á þessu ári en í málstofunni á Farskólanum verður þýðing þessarar nýju skilgreiningar fyrir safnastarf á Íslandi rædd. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
9/19/202234 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Héðinn Svarfdal: Að ferðast til Kína

Eftir að hafa farið 25 sinnum til Kína og þar af fjölmörg skipti með íslenska ferðamenn með sér segir Héðinn Svarfdal okkur frá áhugaverðum stöðum til að heimsækja. Eins spjölluðum við um að hverju þurfi að huga við undirbúning fyrir ferðalag til Kína og hvers ferðalangar megi búast við þar austur frá
9/16/202253 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Nýr iPhone, Watch Ultra og Airpods Pro 2

Apple hélt kynningu á miðvikudaginn, eins og svo oft áður á þessu tíma árs, og kynnti nýjasta nýtt í Apple þrennunni: iPhone, Watch og Airpods. Þessi þáttur er í boði Macland, sem selur einmitt þessa svakalegu þrennu. Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.1
9/16/20221 hour, 42 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – Kvikspuni, kakkalakkar og svissneskir vasahnífar

Viðmælandi hlaðvarpsins að þessu sinni er Unnur Helga Möller en hún er fædd á Akureyri 8. janúar 1985. Unnur Helga lauk BA prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands 2013 og MA prófi frá sama skóla 2015. Í lokaverkefnum sínum hefur hún tekist á við aðdáendasamfélög á netinu og kvikspuna á Norðurlöndum. Unnur Helga hefur búið í Austurríki, Þýskalandi, Bretlandi og Svíþjóð en er nú búsett í Hafnarfirði. Áhugasvið hennar tengjast öllum almennum nördaskap, tónlist, sviðslistum, þjóðbúningum og öllu sem er gamalt með sögu. Hún hefur í gegnum tíðina unnið sem söngvari, leiðsögumaður á söfnum, við tómstundafræðslu og efnissköpun en starfar nú sem viðburðastýra viðburða og miðlunar á Bókasafni Hafnafjarðar. Við ræddum við Unni Helgu um aðdáendamenningu, kvikspuna, bókasöfn og hvernig mannfræðin kemur inn í þetta allt saman.
9/14/202245 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað - Margrétarskálin 14.04.2015

Í níunda þætti af Eitt og annað ... einkum danskt fjallar Borgþór Arngrímsson um Margrétarskálina. Pistlar Borgþórs njóta mikilla vinsælda á Kjarnanum og í hlaðvarpinu les höfundur valda pistla síðustu ára.
9/13/20224 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Bragðast eins og kjúklingarif 味如鸡肋

Þáttur dagsins færir okkur bæði skemmtilegan og nærandi kínverskan málshátt. Hér er á ferð sígildur málsháttur frá síðustu árum Austur-Han-veldisins. Það er svo ekki hægt að ræða um lok Austur-Han-veldisins án þess að Cáo Cāo komi við sögu. Sagan gerist á 3. öld í Shǎnxi-héraði, í kringum borgina Hànzhōng. Hànzhōng varð bitbein erkifjendanna Cáo Cāo og Liú Bèi sem báðir voru öflugir herforingjar og leiðtogar. Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.
9/8/202210 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Ekon – Hálfu ári síðar: Efnahagsþvinganir sem vopn gegn Rússlandi

Emil Dagsson ræðir við Dr. Ásgeir Brynjar Torfason. Fjallað er um fjármagnsflæði og hvað gerist þegar settar eru skorður á slíkt flæði, eða þá efnahagsþvinganir. Viðmælandinn Ásgeir Brynjar er doktor í fjármálum frá Gautaborgarháskóla. Áhersla þáttarins er efnahagsþvinganirnar sem Vesturlönd hafa sett á Rússland í kjölfar innrásar Pútíns í Úkraínu.
9/7/202247 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað: Matreiðslubækur vinsælt lesefni hjá Dönum - 25.03.2015

Matreiðslubækur eru vinsælt lesefni í Danaveldi. Borgþór Arngrímsson fer yfir málið í nýjasta þætti af Eitt og annað ... einkum danskt. Pistlar Borgþórs eru birtir á Kjarnanum og sá sem lesinn er í þessum þætti birtist fyrst í mars árið 2015.
9/6/20223 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Kristín Ketilsdóttir - hjólandi ein um Kína og keppt í þríþraut

Kristín Ketilsdóttir fór snemma til Kína, heillaðist af hjólreiðum og kynntist ýmsum afskekktum svæðum Kína hjólandi ein síns liðs. Í viðtali dagsins segir hún okkur ótrúlegar ferðasögur um Kína á hjólinu sínu. Seinna fór hún að keppa í þríþraut vítt og breytt um Kína og segir okkur af því. Reynslan í Kína hefur gefið Kristínu ótrúlega innsýn í þetta stóra og fjölbreytta land sem fáir Íslendingar hafa upplifað.
9/1/202252 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 28. þáttur

Eyrún Ólöf Sigurðardóttir er fædd 1982 í Reykjavík og alin upp í Hveragerði. Hún starfaði í barnastarfi Reykjavíkurborgar í nokkur ár (og þannig lenti hún í tómstundafræðinni) og hefur líka unnið mikið með öldruðum, bæði við aðhlynningu og sem tómstundafræðingur. Eyrún kom stuttlega við í unglingastarfi hjá borginni og hefur verið í grasrótarverkefninu Stelpur rokka! frá 2015 (hún skrifaði einmitt BA um kynjaskipt frítímastarf). Svo hefur hún verið talsvert á flakki um heiminn, var í fjarnámi fyrst þegar hún byrjaði í mannfræðinni og skrifaði verkefni á bókasöfnum og kaffihúsum hér og þar. Einnig hefur Eyrún unnið með No Border samtökunum fyrir réttindum flóttafólks og stundað annan aktívisma. Hún er mikið náttúrubarn og komu fjallaskálarnir inn í líf hennar sem sumarstarf þegar hún var í mannfræðinni, eitt það besta, segir hún, sem hefur komið fyrir hana er að fá að dvelja á fjöllum í langan tíma í senn. Eyrún er aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ. Megin áherslur í fræðum Eyrúnar eru: orðræður, staðalmyndir, fólksflutningar, vald og andóf, aktívismi og anarkismi, tómstunda- og félagsmálafræði. Í þessu samtali er fjallað um orðræðu tengda fólki á flótta, m.a. útfrá starfi íslensku Landhelgisgæslunnar við landamæragæslu í Miðjarðarhafinu, sem einnig fól í sér aðkomu að björgun flóttafólks í sjávarháska, en Eyrún skrifaði MA ritgerð sína um það mál. Rætt er um hervæðingu öryggismála og öryggisvæðingu mannúðarmála og útvistun verkefna því tengdu til einkaaðila, og fleira í þeim dúr, þar sem hugmyndir um þjóðernishyggju, yfirburðarhyggju og rasisma koma við sögu.
8/31/20221 hour, 9 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað: Köttur um kött frá ketti til kattar - 19.03.2017

Eitt og annað: Köttur um kött frá ketti til kattar - 19.03.2017 by Heimildin
8/30/202210 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Að klífa tré til fiskveiða

Saga þessa málsháttar á upptök sín alla leið aftur á Tímabili hinna stríðandi ríkja, í hinu langlífa Zhou-veldi. Langfrægastur allra frá þessu tímabili var Konfúsíus og þekktasti fylgismaður Konfúsíusar var Mensíus sem Kínverjar kalla Mèngzǐ. Mèngzǐ var frá Qí-veldi, þar sem í dag er Shandong-hérað, og var hann oft boðaður á fund stórhuga konungsins í höllinni til ráðlegginga. Málsháttur dagsins er beint úr samnefndri bók hans sem kallast Mèngzǐ. Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.
8/24/20229 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað ... einkum danskt – Endurkoma smurbrauðsins – 25.07.2021

Borg­þór Arn­gríms­son hefur skrifað pistla fyrir Kjarn­ann frá árdögum mið­ils­ins. Pistlar hans njóta mik­illa vin­sælda hjá les­endum, fjallað er um eitt og annað og oftar en ekki hefur efni­við­ur­inn ein­hverja teng­ingu við Dan­mörku. Borg­þór hefur nú lesið valda pistla sem birtir verða sem hlað­varps­þættir í Hlað­varpi Kjarn­ans undir yfir­skrift­inni Eitt og annað ...einkum danskt. Sjötti þátturinn fjallar um endurkomu smurbrauðsins.
8/23/20227 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Nýr íslenskur "banki"

Í þættinum er meðal annars rætt um glóðvolga niðurstöðu Samsung Galaxy Unpacked, seinkun á komu HBO Max, breytt plön hjá hinu íslenska Netflix, fyrstu viðbrögð við beta-prófunum Indó bankaþjónustunnar og rafbíla. Sem fyrr fer umræðan um víðan völl og stundum út fyrir efnið. Tæknivarpið er í boði Macland. Stjórnendur þáttarins eru Andri Valur, Elmar, Gunnlaugur Reynir og Marinó Fannar.
8/23/20221 hour, 7 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Húðtóna heyrnatól frá Kardashian

Við förum um víða völl í þættinum, allt frá húðtóna heyrnatólum og að himnum. Kim Kardashian og Beats (Apple) þróa húðtónalituð heyrnatól frá Beats Fit Pro. Aha er víst byrjað að bjóða upp á drónaheimsendingar undir nafninu "Himnasending" en bara þegar veður leyfir. John Deere traktorar geta keyrt Doom, þrátt fyrir svæsið burn-in á skjánum. Android 13 er komið út, aðeins á undan áætlun. Samsung Galaxy Watch 5 er komið með dóma og þeir eru ekkert spes. En Samsung hittir í mark með 55" tölvuleikjaskjá sem er gersamlega sturlaður. Þessi þáttur er í boði Macland. Stjórnendur eru Atli Stefán, Bjarni Ben og Elmar Torfa.
8/23/20221 hour, 19 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Ping Pong Diplomacy 乒乓外交

Sumir kannast við enska hugtakið Ping Pong Diplomacy og geta tengt það við ákveðin tímamót í samskiptasögu Bandaríkjanna og Alþýðulýðveldisins Kína. Flestir hafa kannski heyrt á það minnst en þekkja ekki beint söguna að baki þess. Í þessum þætti rennum við aðeins yfir þessa áhugaverðu sögu og sjáum hvernig borðtennis breytti heimssögunni.
8/22/202219 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað ... einkum danskt – Ævintýrið Um Carmenrúllurnar - 22.05.2022

Valdir pistlar Borgþórs Arngrímssonar sem birst hafa á Kjarnanum koma nú út sem hlaðvarpsþættir. Í fjórða þættinum les Borgþór vinsælan pistil frá því fyrr á árinu um hinar frægu Carmen rúllur. Borgþór skrifar jafnan um eitt og annað sem tengist Danmörku.
8/16/20227 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað ... einkum danskt – Hygge - 08.10.2017

Valdir pistlar Borgþórs Arngrímssonar sem birst hafa á Kjarnanum koma nú út sem hlaðvarpsþættir. Í fjórða þættinum les Borgþór afar vinsælan pistil frá árinu 2017 sem fjallar um hugtakið hygge. Borgþór skrifar jafnan um eitt og annað sem tengist Danmörku.
8/9/20227 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Hin þjóðlega hljómsveit útvarpsins í Beijing

Í sumar munum við endurflytja 5 þætti um kínverska tónlist sem Arnþór Helgason gerði fyrir Ríkisútvarpið fyrir um 20 árum síðan. Við fengum góðfúslegt leyfi Arnþórs og Ríkisútvarpsins til að endurflytja þessa þætti og þökkum við kærlega fyrir það. Þáttastjórnenda þarf vart að kynna fyrir þeim sem þekkja eitthvað til Kína. Arnþór Helgason varð snemma hugfanginn af kínverskri tónlist og án efa má fullyrða að hann sé sá Íslendingur sem þekkir best til tónlistar þar austur frá.
8/4/202240 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað ... einkum danskt – Áttræður fyrir rétt út af smáaurum – 27.06.2021

Eitt og annað ... einkum danskt eru hlaðvarpsþættir með völdum pistlum Borgþórs Arngrímssonar úr Kjarnanum. Í þriðja þætti heyrum við af áttræðum Dana, Mogens Nielsen, sem segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við danskt orkufyrirtæki.
8/2/20227 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Erlend tónlist í Kína

Í sumar munum við end­­ur­flytja 5 þætti um kín­verska tón­list sem Arn­þór Helga­­son gerði fyrir Rík­­is­út­­varpið fyrir um 20 árum síð­­­an. Við fengum góð­­fús­­legt leyfi Arn­þórs og Rík­­is­út­­varps­ins til að end­­ur­flytja þessa þætti og þökkum við kær­­lega fyrir það. Þátta­­stjórn­­enda þarf vart að kynna fyrir þeim sem þekkja eitt­hvað til Kína. Arn­þór Helga­­son varð snemma hug­fang­inn af kín­verskri tón­list og án efa má full­yrða að hann sé sá Íslend­ingur sem þekkir best til tón­listar þar austur frá.
7/28/202238 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað ... einkum danskt – Frægastur danskra leikara – 22.05.2021

Eitt og annað ... einkum danskt eru hlaðvarpsþættir með völdum pistlum Borgþórs Arngrímssonar úr Kjarnanum. Í öðrum þætti er fjallað um einn frægasta danska leikara heims, sjálfan Mads Mikkelsen.
7/26/20229 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Tónlist smáþjóða í Kína

Í sumar munum við endurflytja 5 þætti um kínverska tónlist sem Arnþór Helgason gerði fyrir Ríkisútvarpið fyrir um 20 árum síðan. Við fengum góðfúslegt leyfi Arnþórs og Ríkisútvarpsins til að endurflytja þessa þætti og þökkum við kærlega fyrir það. Þáttastjórnenda þarf vart að kynna fyrir þeim sem þekkja eitthvað til Kína. Arnþór Helgason varð snemma hugfanginn af kínverskri tónlist og án efa má fullyrða að hann sé sá Íslendingur sem þekkir best til tónlistar þar austur frá.
7/19/202237 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Eitt og annað ... einkum danskt – Ný gullöld kaffivélarinnar og Melitta Bentz – 20.09.2015

Valdir pistlar Borgþórs Arngrímssonar sem birst hafa á Kjarnanum koma nú út sem hlaðvarpsþættir. Í fyrsta þættinum les Borgþór afar vinsælan pistil frá árinu 2015. Borgþór skrifar jafnan um eitt og annað sem tengist Danmörku.
7/19/20229 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Þróun kínverskrar tónlistar frá 8. til 20. aldar

Í sumar munum við endurflytja 5 þætti um kínverska tónlist sem Arnþór Helgason gerði fyrir Ríkisútvarpið fyrir um 20 árum síðan. Við fengum góðfúslegt leyfi Arnþórs og Ríkisútvarpsins til að endurflytja þessa þætti og þökkum við kærlega fyrir það. Þáttastjórnenda þarf vart að kynna fyrir þeim sem þekkja eitthvað til Kína. Arnþór Helgason varð snemma hugfanginn af kínverskri tónlist og án efa má fullyrða að hann sé sá Íslendingur sem þekkir best til tónlistar þar austur frá.
7/14/202239 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – Frá Bodyshop til Malaví í skotheldu vesti með of stóran hjálm

Gestur þáttarins er mannfræðingurinn Inga Dóra Pétursdóttir. Hún fæddist í Svíþjóð 8. janúar 1980 og ólst upp í Laugarás í Biskupstungum. Á fullorðinsárum hefur hún dvalið víða, meðal annars í Gvatemala, Spàni, Bandaríkjunum, Gana, Malaví og Mosambik. Hún lauk BA prófi í mannfræði árið 2004 við Háskóla Íslands og MA prófi í þróunarfræði árið 2010 við sama skóla. Í náminu beindi hún helst sjónum að heilsutengdri mannfræði með áherslu á Afríku og HIV. Í gegnum tíðina hefur Inga Dóra unnið við ýmis störf, meðal annars sem framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, sem jafnréttisfulltrúi NATO í Kabul, seinna sem jafnréttisfulltrúi World Food Programme í Mosambik og svo hjá utanríkisráðuneytinu. Í dag starfar hún sem forstöðukona sendiráðs Íslands í Malaví.
7/13/202252 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Stiklað á stóru um sögu kínverskrar tónlistar

Í sumar munum við endurflytja 5 þætti um kínverska tónlist sem Arnþór Helgason gerði fyrir Ríkisútvarpið fyrir um 20 árum síðan. Við fengum góðfúslegt leyfi Arnþórs og Ríkisútvarpsins til að endurflytja þessa þætti og þökkum við kærlega fyrir það. Þáttastjórnenda þarf vart að kynna fyrir þeim sem þekkja eitthvað til Kína. Arnþór Helgason varð snemma hugfanginn af kínverskri tónlist og án efa má fullyrða að hann sé sá Íslendingur sem þekkir best til tónlistar þar austur frá.
7/6/202236 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛

Kínverski málsháttur dagsins er mikið notaður og í uppáhaldi hjá mörgum. Sagan á bakvið hann hefst fyrir rétt tæpum 1400 árum síðan. Sjöunda öldin var upphaf hins mikilfenglega Tang-veldis og kemur keisarinn sjálfur við sögu en aðalhetjan var embættismaður frá svæði sem var í kringum Yunnan og Búrma samtímans. Þessum embættismanni var falið af konungi sínum að koma sér í mjúkinn hjá Tang-keisaranum og votta honum virðingu sína með því að koma með gjafir og hneigja sig fyrir honum. En ekki fór allt sem skyldi. Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.
6/30/202211 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – „Vofa“ móðurinnar mótar karlmennskuvitund ungra flóttamanna

Viðmælandi þessa þáttar er Árdís Kristín Ingvars, félags- og mannfræðingur, sem er aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands. Árdís fæddist í Reykjavík árið 1970. Hún lauk BA prófi árið 2010 í mannfræði við Háskóla Íslands og diplómu í hnattrænum tengslum, fólksflutningum og fjölmenningarfræðum árið 2013, frá HÍ. Árdís lauk MA námi í mannfræði við HÍ ári seinna. Árið 2019 lauk Árdís doktorsprófi í félagsfræði frá HÍ. Árdís hefur einkum rannsakað málefni flóttafólks, en einnig stöðu fatlaðra og atvinnuþátttöku þeirra á Íslandi. Ein helsta áhersla Árdísar hefur verið staða ungra karlkyns innflytjenda og flóttamanna, bæði hinsegin og gagnkynhneigðra, og mótun kyngervis þeirra í nýjum og framandi félagslegum og menningarlegum aðstæðum, og skörun þessara þátta við neikvætt pólitískt andrúmsloft gagnvart flóttafólki og vaxandi þjóðernishyggju. Þessir þættir hafa tengst aukinni öryggisvæðingu Evrópu þar sem ímynd karla frá Miðausturlöndum er í auknum mæli glæpavædd. Út frá þessum þáttum hafa rannsóknir Árdísar einkum fókuserað á hvernig ungum körlum á flótta hefur gengið að fóta sig í breyttum aðstæðum í framandi samfélagi sem virkir þátttakendur.
6/29/20221 hour, 5 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Cecilia Lindqvist 林西莉

Árið er 1961. Ung sænsk kona stígur um borð í fullpakkaðan strætisvagn í miðborg Peking. Allir eru klæddir bláum, víðum, fóðruðum jökkum og buxum í stíl. Hún er eini útlendingurinn í vagninum, þar sem fólk þarf að troðast til að stíga frá og um borð – og henni er slétt ekki sama. Í fanginu heldur hún á þúsund ára gömlu strengjahljóðfæri, guqin, frá tímum Song-keisaraveldisins. Þetta sjö strengja hljóðfæri er um 120 cm á lengd, aðeins lengra en rafmagnsgítar, og hún er með það vafið inn í fóðraðan silkipoka. Unga konan hét Cecilia Lindqvist og varð síðar þekkt sem rithöfundur og einn fremsti Kínafræðingur Svía. Í þættinum er fjallað um námsdvöl hennar í hinu rauða Kína Maós og kínverska hljóðfærið guqin sem hún heillaðist af.
6/22/202238 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Gervigreind öðlast sál

Við erum ekki dauðir úr öllum æðum og bættum við okkur allavega einum þætti í viðbót þetta sumar. Enda er líka fullt að frétta: Landspítalinn þróar app. Myndlyklar eru ennþá fáránlega vinsælir. Stór uppfærsla fyrir Vivaldi með pósti, dagatali og RSS lesara. Encroapp-„hakk“ frönsku löggunar nælir í íslenska bófa. Apple kaupir sýningarétt MLS (BNA fótboltadeild). Google-gervigreind öðlast sál, samkvæmt dulrænum presti sem starfar hjá Google. Ford innkallar bíla en byrjar að afhenda F150 Lightning. Microsoft jarðar Internet Explorer eftir 26 ár. Microsoft heldur feita tölvuleikjakynningu. Atli prófar Sony XM5 heyrnatólin. Þessi þáttur er í boði Macland 🍏 Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Marinó Fannar Pálsson.
6/21/20221 hour, 16 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Ekon – Ýmsar leiðir færar til að leiðrétta kynjahalla í forstjóraráðningum

Emil Dagsson ræðir við Ástu Dís Óladóttur, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um hvernig hægt sé að bregðast við kynjahalla í ráðningum forstjóra skráðra félaga á íslenskum markaði. Ásta Dís hefur rannsakað slík ráðningarferli og hún er einn meðhöfunda greinar um efnið sem kom út í fyrra og ber heitið Forstjóraráðningar í þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum: Kynjahalli, útilokun og ófagleg ráningarferli? Að baki greinarinnar liggja viðtöl helming þeirra kvenna sem sitja í stjórnum skráðra félaga á Íslandi, alls 22 konur.
6/18/202244 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – „En hvaðan ertu?“ Hið persónulega og hið pólitíska

Gestur hlaðvarpsins er Sanna Magdalena Mörtudóttir, mannfræðingur og borgarfulltrúi. Sanna fæddist í Reykjavík 3. maí 1992 og hefur búið víða um höfuðborgarsvæðið og hér og þar í London Englandi. Hún lauk BA-prófi í mannfræði árið 2015 við Háskóla Íslands og meistaraprófi í mannfræði árið 2018 við sama skóla. Rannsóknarsvið Sönnu snúa að margbreytileika, kynþáttafordómum og kynþáttahyggju en lokaritgerð hennar í meistaranáminu er um upplifun brúnna Íslendinga á því að tilheyra íslensku samfélagi. Sanna hefur unnið við ýmis störf, hún byrjaði snemma að bera út, vann sem vagtstjóri á veitingastöðum og í gestamóttöku, sem aðstoðarkennari í HÍ og aðstoðarmaður prófessors en í dag er hún borgarfulltrúi fyrir Sósíalistaflokk Íslands.
6/15/202244 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Ný Macbook Air sem er næstum svört

Apple hélt lykilræðu á WWDC-tækniráðstefnunni á mánudaginn og kynnti fullt af uppfærslum fyrir stýrikerfin (en talaði ekkert um tvOS) og eitthvað af vélbúnaði. Nýr Apple örgjörvi M2, ný Macbook Air og „ný” Macbook Pro 13” og fullt af sniðugu fyrir iPadOS. Við rennum yfir það sem var kynnt mjög ítarlega ásamt Sigurði Flygenring. Þessi þáttur er í boði Macland. Macland.is selur Apple-tæki.
6/10/20221 hour, 32 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Orkuskipti og loftslagsmál í Kína

Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðstjóri orkuskipta og loftslagsmála hjá Orkustofnun. Við spjölluðum um orkumál heimsins og Kína sérstaklega í því samhengi og var þar sannarlega af nógu að taka. Í spjalli okkar kom m.a. fram að grænar lausnir eru orðnar samkeppnishæfar og sífellt umfangsmeiri á heimsvísu og sérstaklega í Kína. Má segja að Kínverjar séu leiðandi afl í þeirri byltingu sem nú er að eiga sér stað á leið okkar yfir í endurnýjanlega orku.
6/8/202247 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Ekon – Emil ræðir við David Cook

Emil Dagsson ræðir við David Cook um nýjan mælikvarða á efnahagslegri velferð fyrir Ísland í nýjasta þætti af Ekon. Mælikvarðinn sem er til umfjöllunar nefnist framfarastuðull (e. Genuine Progress Indicator, GPI) og tekur hann tillit til annarra þátta en hagvaxtar. Álíka mælikvarðar eru til fyrir önnur lönd en þau Brynhildur Davíðsdóttir og David Cook aðlöguðu mælikvarðann að íslensku hagkerfi og gerðu grein fyrir þróun hans fyrir árin 2000 til 2019.
6/8/202235 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Ungt fólk á Íslandi: Kosningar, umhverfið og samfélagsþátttaka

Síðasti gestur fyrir sumarfrí er Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir en hún lauk BA-gráðu í félagsfræði frá HÍ árið 2017 og MA-gráðu í opinberri stjórnsýslu með áherslu á fjölmiðla og boðskipta árið 2020. Síðan hún útskrifaðist hefur Vigdís nýtt félagsfræðigráðuna sína á ýmsan hátt, en hún hefur meðal annars starfað hjá Umboðsmanni barna sem starfsmaður ungmennaráðs, komið að skuggakosningum framhaldsskólanna, gefið út handbók fyrir ungmennaráð sveitafélaga og skýrslu um hvað það er sem fær ungt fólk til að kjósa. Í dag starfar Vigdís sem verkefnastjóri hjá Landvernd. Þar hefur hún meðal annars sinnt verkefninu Ungt Umhverfisfréttafólk (Young Reporters for the Environment). Þær Sigrún spjalla um þessi fjölbreyttu störf, í hverju þau felast og af hverju samfélagsþátttaka ungs fólks á mismunandi vettvangi er Vigdísi Fríðu einstaklega hugleikin.
6/7/202239 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Nova útboð og WWDC orðrómar

Það hefur óvenju mikið verið að frétta hér af Íslandi síðustu vikur: Nova er á leið í opið útboð, forsetinn fór út til Bandaríkjanna til að berjast fyrir íslensku ásamt flottu föruneyti, Sýn vill ekki eiga innviði en vill byggja upp sæstrængjainnviði og CERT-IS varar við gömlum útrunnum lénum sem eru notuð til að hakka fólk (plís kveikið á tveggja þátta auðkenningum!). Google bakkar með að rukka Workspace fyrir þá einstaklinga sem nota sitt eigið lén til einkanota, Google Drive fær (loksins) afritunarflýtileiðir, OneNote fær yfirhalningu á næstunni, Ikea býr til Matter hub og app, lítið bassabox frá Sonos er á leiðinni á viðráðanlegu verði, Microsoft styrkir sig í ARM-málum og gamalt sjónvarp slær út nettengingar heils þorps í Wales. WWDC er svo í næstu viku og við fáum Sigurð Stefán Flygering í heimsókn til að kemba í gegnum orðróma um tæki og hugbúnað frá Apple. Þessi þáttur er í boði Macland. Stjórnendur eru Atli Stefán og Andri Valur.
6/2/20221 hour, 20 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Girnist smátt en glatar stóru 贪小失大

Málsháttur dagsins er ævagamall. Til þess að fræðast nánar um uppruna hans þurfum við að ferðast aftur um rúmlega 23 aldir eða til ársins 316 fyrir okkar tímatal. Málshátturinn rekur sögu sína alla leið aftur til konungsins Huìwén af Qin. Huìwén var forfaðir Qin-keisarans sem sameinaði Kína og lét byggja hið gríðarstóra grafhýsi við Xi’an sem frægt er fyrir alla leirhermennina og hestana. Í sögunni heyrum við af hinum fávísa stjórnanda hins forna Shǔ-ríkis og hvernig skammsýni hans hefur skráð hann á spjöld Kínasögunnar sem „manninn sem færði okkur undirstöðufæðið“ en landsvæðið sem hann glataði er stundum kallað hrísgrjónaskál Kína. Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.
6/1/202212 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Félagsfræðin, atvinnulífið og viðskiptin

Gestur vikunnar er Ingi Rúnar Edvarsson, prófessor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann er félagsfræðingur að mennt en hann kláraði doktorspróf í félagfræði frá Háskólanum í Lundi árið 1992. Rannsóknir Inga Rúnars tengjast meðal annars þekkingarstjórnun í íslenskum fyrirtækum, útvistun í íslenskum þjónustufyrirtækjum og háskóla utan stórborga og áhrif þeirra á nærliggjandi efnahagslíf og samfélag. Hann kom að því að stofna Félagsfræðingafélag Íslands og var fyrsti formaður þess en einnig stofnaði hann, ásamt Þóroddi Bjarnasyni, tímaritið Íslenska þjóðfélagið og voru þeir tveir fyrstu ritstjórar þess. Þau Sigrún spjalla um mikilvægi þess að gera félagsfræðina sýnilegri í samfélaginu, m.a. með félagi og tímariti, um tengsl félagsfræði og viðskiptafræði en eyða mestum tíma í að spjalla um rannsóknir Inga Rúnars undanfarna áratugi.
5/31/202243 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Pönk í Peking

Pönkið er ekki dautt og fékk nýtt líf í grámyglu Peking-borgar á 9. áratug 20. aldar. Saga pönk tónlistar í Peking er ekki löng. Hún er rétt um 25 ára gömul og á þeim tíma sem þessi áhugaverða tónlistarstefna hefur þróast hafa hundruðir ungra manna og kvenna gengið saman hönd í hönd og búið til óhefðbundna tónlist sem er á útjaðri þeirrar poppmenningar sem kraumar í þessu fjölmennasta ríki heims. En bíddu, var ekki pönktónlist bara vinsæl á 8. áratugnum í Evrópu? Var þetta ekki bara lítill hópur í London að ibba gogg? Af hverju er verið að framleiða pönktónlist í Kína? Hvernig getur fólk ennþá verið að búa til pönk í dag og hvað í andskotanum er pönk?
5/28/202225 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Æfingaferð, Íslandsmeistaratitillinn og borðtennis í Kína

Í þetta sinn fengum við til okkar í viðtal hann Magnús Jóhann Hjartarson, Íslandsmeistara í borðtennis. Þar ræddu nafnarnir Magnús og Magnús um æfingaferð sem annar þeirra fór í til Kína og um borðtennis þar í landi sem er jú, þjóðaríþrótt Kínverja. Einnig ræddum við borðtennis hér á landi en það eru fjölmargir iðkendur um heim allan sem spila borðtennis daglega. Þetta er einstaklega skemmtilegt viðtal við Magnús enda íþróttamaður af Guðs náð.
5/26/202232 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi

Í þessum þætti er rætt við Pamelu Innes, dósent í mannfræði við Háskólann í Wyoming. Pamela á sér langan feril sem tungumála mannfræðingur og hefur einkum stundað rannsóknir sem tengjast tungumálum og málsamfélögum frumbyggjahópa í Norður Ameríku. Í seinni tíð hefur hún unnið að rannsóknum með íslenskum mannfræðingum og öðru fræðafólki, einkum Unni Dís Skaptadóttur og Önnu Wojtynska, en á núlíðandi misserum hafa þær verið á vettvangi víða um Ísland við rannsóknir á samlífi innflytjenda og heimamanna. Unnur Dís og Anna Wojtynska hafa nýlega komið við sögu í þessu hlaðvarpi í tengslum við þessa miklu rannsókn. Framlag Pamelu til þessa verkefnis snýst einkum um þætti sem tengjast tungumálinu, og hvernig aðfluttum gengur að læra íslensku og tengjast samfélaginu betur með því að ná valdi á málinu. Pamela Innes fæddist 1963 í Chicago, en ólst upp í Omaha, Nebraska. Hún lauk BA námi 1986 frá Bryn Mawr College, í Bryn Mawr, Pennsylvaniu. Síðan lauk hún MA prófi 1992 frá University of Oklahoma, Norman, Oklahoma og doktorsgráðu lauk hún 1997 frá sama skóla. Doktorsritgerð hennar fjallaði um málsamfélög meðal Muskogee Stompdance fólksins. Eftir Pamelu liggur mikið magn greina og bókakafla, einkum um tungumálaþætti frumbyggjahópa í Norður Ameríku og samskipti þeirra við stjórnvöld og aðrar ráðastofnanir. Í seinni tíð hafa rannsóknir hennar í auknum mæli snúið að íslenskum aðstæðum, einkum stöðu innflytjenda hvað varðar íslenskukennslu þeirra, íslenskukunnáttu og aðgang þeirra að málsamfélagi heimamanna.
5/25/20221 hour, 12 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Nægir konum að klára doktorspróf til að fá sömu laun og karlar?

Gestur vikunnar er Maya Staub en hún lauk doktorsprófi í félagsfræði þann 4. febrúar 2022. Doktorsritgerð hennar bar heitið: Starfsferilsþróun doktorsmenntaðra: Rannsókn á kynjuðu samhengi fjölskyldulífs og tekna meðal doktorsmenntaðra á Íslandi, en aðalleiðbeinandi Mayu var Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði. Í ritgerðinni sýnir Maya fram á viðvarandi kynbundin launamun á milli þeirra sem lokið hafa doktorspróf á 20 ára tímabili og er það óháð námssviði eða starfsvettvangi. Einnig kom í ljós að karlar hafa meira svigrúm en konur við tímastjórnun og eiga auðveldara með að finna jafnvægi á milli vinnu og fjölskyldulífs. Þær Sigrún ræða um helstu niðurstöður Mayu, leið hennar inn í félagsfræðina og hvað hún er að gera þessa dagana, en hún vinnur núna hjá Vörðu sem er rannsóknarstofnun ASÍ.
5/23/202250 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – iPod lagður til grafar

Þáttaröðin „Er Elon Musk búinn að kaupa Twitter“ heldur áfram ... er Elon Musk búinn að kaupa Twitter? er spurt. Apple hættir framleiðslu iPod eftir 21 ár. Google kynnti fullt af nýjum tækjum og tækni á Google I/O og Elmar er orðinn staurblankur. Þessi þáttur er í boði Macland, Kringlunni. Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.
5/16/20221 hour, 1 minute, 53 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Gættu þín úti á melónuakri 瓜田李下

Í þessum þætti fáum við að kynnast kínverskum málshætti eða „chéngyǔ“ eins og sagt er á mandarín-kínversku. Það má í raun ýmist þýða sem málshátt, orðatiltæki eða orðtak. Til eru þúsundir kínverskra málshátta en margir þeirra geta verið frekar óljósir án samhengis. Þessir þættir um kínverska málshætti verða stutt og laggóð viðbót við pistlana og viðtölin í hlaðvarpi okkar og eru unnir upp úr hlaðvarpi mikils Kínafræðings að nafni Lazlo Montgomery. Lazlo heldur úti vefsíðunni Teacup Media og hefur góðfúslega veitt okkur leyfi til þýðinga. Við mælum innilega með þáttum hans um sögu Kína og sögu kínverskrar temenningar, auk þáttanna um kínverska málshætti.
5/12/202211 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 23. þáttur: „Mikilvægi þess að vera gagnrýnin og rífa kjaft“

Gestur þáttarins er mannfræðinginn Guðrún Margrét Guðmundsdóttir. Guðrún Margrét fæddist árið 1969 í Reykjavík. Hún lauk BA prófi í mannfræði við Háskóla Íslands árið 2000 og MA prófi í mannfræði við sama skóla árið 2004. Guðrún Margrét hefur dvalið víða og meðal annars búið í Doha í Katar, Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Kuwaitborg í Kuwait, Sana´a í Jemen og Kairó í Egyptalandi. Rannsóknasvið Guðrúnar Margrétar hafa snúið að ofbeldi á konum og jafnrétti í miðausturlöndum, en einnig hefur hún mikinn áhuga á alþjóðastjórnmálum og verkalýðsbaráttu. Guðrún Margrét hefur unnið hjá Rauða Kross Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti sem var og hét og starfar í dag sem sérfræðingur í málefnum fólks af erlendum uppruna á vinnumarkaði og jafnréttisfulltrúi hjá Alþýðusambandi Íslands.
5/11/202254 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

„Ástandið í borg­inni sem hvetur okkur til að fara af stað“

Í ellefta og síðasta þætti er rætt við Jóhannes Loftsson oddvita Ábyrgrar framtíðar. Með orðum oddvitanna eru viðtalsþættir þar sem efsti frambjóðandi hvers lista í Reykjavík er tekinn tali.
5/11/202243 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

„Bíllaus lífsstíll sé ekki jaðarsport“

Í tíunda þætti er rætt við Alexöndru Briem sem skipar annað sætið á lista Pírata.. Með orðum oddvitanna eru viðtalsþættir þar sem efsti frambjóðandi hvers lista í Reykjavík er tekinn tali. Þættirnir verða alls ellefu.
5/10/202235 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Reykjavik Haus sköpunarsetur og Sony Linkbuds

Reykjavík Haus hefur verið samþykkt í borgarráði Reykjavíkur og mun opna sköpunarsetur í efri hæðum Hafnarhússins. Evrópusambandið er að búið að senda ákvörðun á Apple um meinta misnotkun á aðgengi þriðja aðila að NFC-hluta iPhone síma og getur sektað Apple um 10% af heildartekjum. Xbox prik er á leiðinni sem mun bjóða upp á sjónvarpsstreymiapp og leikjastreymispilun, og kemur vonandi út innan 12 mánaða. Fortnite er loksins hægt að spila, en í gegnum Xbox cloud gaming (sem er ekki í boði á Islandi). Google bjó til sveigjanlega útgáfu af Robot letrinu sínu, sem er hægt að stilla í döðlur. Wendy’s ætlar að opna aftur á Íslandi er kominn með mjög skondinn Twitter aðgang. Sennheiser Momentum Truly Wireless 3s létta og gera fyrri útgáfu ódýrari. Sony WH-1000XM5 mikið endurnýjuð heyrnatól koma líklega út 12. maí næstkomandi. Það er langt í næstu sendingu af Snap Pixy drónanum, sem virðist hafa fengið góðar viðtökur. Atli fjallar um Sony Linkbuds heyrnatólin sem eru alveg þráðlaus heyrnatól sem fara EKKI inn í eyrun. Sala á Chromebook tölvum hrynur um 60% og Apple seldi mest af tölvum (og spjaldtölvum) á síðasta ársfjórðungi. Þessi þáttur er í Macland sem selur tækin sem við elskum. Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Torfason.
5/10/20221 hour, 27 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

„Viljum setja algjört ráðn­ing­ar­stopp í borg­inni en verja alla grunn­þjón­ustu“

Í níunda þætti er rætt við Ómar Má Jónsson oddvita Miðflokksins. Með orðum oddvitanna eru viðtalsþættir þar sem efsti frambjóðandi hvers lista í Reykjavík er tekinn tali. Þættirnir verða alls ellefu.
5/10/202245 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

„Þurfum að líta á húsnæði sem mannréttindi“

Í áttunda þætti er rætt við Sönnu Magdalenu Mörtudóttur oddvita Sósíalistaflokksins. Með orðum oddvitanna eru viðtalsþættir þar sem efsti frambjóðandi hvers lista í Reykjavík er tekinn tali. Þættirnir verða alls ellefu.
5/9/202229 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Hvernig skoðum við heiminn út frá hinsegin fræðum?

Gestur vikunnar er Íris Ellenberger, dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Íris lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 en í ritgerð sinni beindi hún sjónum að samfélagslegri stöðu danskra innflytjenda á Íslandi 1900-1970 og þá sérstaklega hvernig staða þeirra breytist með sjálfsstæðisbaráttu Íslendinga. Hún hefur einnig skoðað hinsegin sagnfræði á Íslandi og meðal annars skoðað sögu félagsins Íslensk-lesbíska og hinsegir ástir kennslukvenna um 1900. Þær Sigrún spjalla um rannsóknir hennar og ferlinn en einnig mikilvægi þess að víkka út þá söguskoðun sem hefur verið ráðandi í fræðaheiminum, en það er meðal annars hægt að gera með því að skoða heiminn út frá hinsegin fræðum.
5/9/20221 hour, 1 minute, 10 seconds
Episode Artwork

„Getum ekki leyft okkur að velja leiðir sem auka útblástur“

Í sjöunda þætti er rætt við Dag B. Eggertsson oddvita Samfylkingarinnar. Með orðum oddvitanna eru viðtalsþættir þar sem efsti frambjóðandi hvers lista í Reykjavík er tekinn tali. Þættirnir verða alls ellefu.
5/9/202237 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Loforð um húsnæðisuppbyggingu „stráka­stæl­ar“

Í sjötta þætti er rætt við Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. Með orðum oddvitanna eru viðtalsþættir þar sem efsti frambjóðandi hvers lista í Reykjavík er tekinn tali. Þættirnir verða alls ellefu.
5/8/202230 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

„Við eigum að vera stolt af því að búa í Reykjavík“

Í fimmta þætti er rætt við Einar Þorsteinsson oddvita Framsóknarflokksins. Með orðum oddvitanna eru viðtalsþættir þar sem efsti frambjóðandi hvers lista í Reykjavík er tekinn tali. Þættirnir verða alls ellefu.
5/8/202233 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

„Börn eiga ekki að þurfa að vera á biðlistum“

Í fjórða þætti er rætt við Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins. Með orðum oddvitanna eru viðtalsþættir þar sem efsti frambjóðandi hvers lista í Reykjavík er tekinn tali. Þættirnir verða alls ellefu.
5/7/202244 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

„Viðreisn er ekki stóryrtur flokkur“

Í þriðja þætti er rætt við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar. Með orðum oddvitanna eru viðtalsþættir þar sem efsti frambjóðandi hvers lista í Reykjavík er tekinn tali. Þættirnir verða alls ellefu.
5/7/202237 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

„Enginn boðið Reykvíkingum svona góðan díl“

Í öðrum þætti er rætt við Gunnar H. Gunnarsson oddvita framboðsins Reykjavík - Besta borgin. Með orðum oddvitanna eru viðtalsþættir þar sem efsti frambjóðandi hvers lista í Reykjavík er tekinn tali. Þættirnir verða alls ellefu.
5/6/202236 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

„Allir Reykvíkingar geti komist í öruggt húsnæði“

Oddvitar þeirra ellefu framboðslista sem verða á kjörseðlinum í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík 14. maí sitja fyrir svörum og skýra út stefnumálin í hlaðvarpi Kjarnans. Með orðum oddvitanna eru viðtalsþættir þar sem efsti frambjóðandi hvers lista er tekinn tali. Í þættinum er rætt við Líf Magneudóttur oddvita Vinstri grænna í Reykjavík. Spyrill er Eyrún Magnúsdóttir.
5/6/202225 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Snap býr til dróna og Pixel snjallúr gleymist á bar

ESB ætlar að gera það sem er ólöglegt í raunheimum einnig ólöglegt á netinu. Ríkið býður út tvo ljósleiðaraþræði í Nato-strengnum. Elon Musk klárar að fjármagna kaup á Twitter og mun að öllum líkindum eignast fyrirtækið innan skamms. Twitter oftaldi notendur í þrjú ár, en fattaði það sjálft og leiðrétti á uppgjörsfundi. Snap býr til drónamyndavél með tveimur linsum. Apple átti frábæran fjórðung og Mac-vörulínunni gengur mjög vel. ESB vill að Apple opni aðgang að NFC eiginleikum iPhone svo aðrar greiðslumiðlanir komist að. Apple Studio Display fær uppfærslu fyrir vefmyndavélina en er hún betri? Activision Blizzard yfirtakan hefur verið samþykkt af hluthöfum. Pixel snjallúr fannst á bar og það er mjög stutt í afhjúpum. Sony WH1000x fær víst mjög stóra útlitsuppfærslu samkvæmt lekum. Oneplus Nord N20 5G fær þokkalega dóma og er fínn 5G sími. Þessi þáttur er í boði Macland, sem selur tækin sem við elskum. Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Torfason.
4/29/20221 hour, 6 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Leyndardómar Bókar láðs og laga

Þetta sinn hefur bókin Shanhai Jing 山海經 eða Bók láðs og laga orðið fyrir valinu til umfjöllunar. Þessi er afskaplega skrítin, sennilega leitun að jafn furðulegri bók. Hún er uppfull af upptalningum á fjöllum og ám, og flóru og fánu fjarlægra landa, en allt er það lygasögu líkast og harla ævintýralegt. Dýrin í upptalningunni eru gjarnan samansett úr líkamshlutum þekktra dýra, eðlur með vængi, tígrar með fuglsklær og einnig oft með mannshöfuð eða ásjónu. Jurtirnar og tréin hafa einatt ýmsa yfirnáttúrulega lækningamætti eða blómstranir þeirra eru fyrirboðar. Bókin er líklega á vissan hátt forfaðir seinni tíma bóka um drauga og kraftaverk, eins og furðusögur Pu Songling í Liaozhai og Vesturferðin sem báðar hafa fengið umfjöllun í þessum hlaðvörpum, en munurinn er sá að Shanhai Jing eða Bók láðs og laga er mun fornari, og stíllinn er fremur eins og á einhverskonar landafræði eða náttúrufræði. Pistill: Jón Egill Eyþórsson
4/28/202228 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – „Lögreglan þarf að endurspegla aukinn margbreytileika samfélagsins“

Í þessum þætti er rætt við Eyrúnu Eyþórsdóttur mannfræðing og lögreglufræðing um rannsóknir hennar og störf og ýmis mál sem komið hafa upp nýlega á Íslandi þar sem rasísk ummæli og atferli hefur verið ofarlega á baugi upp á síðkastið og vakið mikla opinbera athygli og gremju. Tengt þessu hafa meginrannsóknaráherslur Eyrúnar verið hlutverk löggæslu í fjölbreyttu samfélagi og hvernig lögreglan þarf að laga sig að síbreytilegum aðstæðum í íslensku samfélagi. Þetta tengist m.a. rannsóknum á hatursorðræðu og hatursglæpum, á Íslandi sem og í nágrannalöndunum, og uppgangi öfga hægri afla sem ala á útlendingahatri og rasisma. Rannsóknir og störf (kennsla) Eyrúnar hafa m.a. snúið að því hvernig þessir þættir hafa áhrif á störf lögreglunnar og hvort hún sé að bregðast við þessum þáttum á viðeigandi hátt. Hluti af þessum viðbrögðum er það sem kallast á ensku „racial profiling“, eða „kynþáttamiðuð greining“, þar sem kynþætt einkenni eru áberandi í því hvernig fólk er grunað um glæpi út frá ákveðnum staðalmyndum, eins og húðlit, en umræða um þetta hefur verið áberandi á Íslandi síðustu vikurnar. Kennsla í lögreglufræðum er og hefur verið mikilvægur hluti af starfi og rannsóknum Eyrúnar, þar sem áherslan er á að auka vitund, þekkingu og færni lögreglunnar þegar kemur að samskiptum við ólíka minnihlutahópa í íslensku samfélagi og hafa námskeið hennar við Háskólann á Akureyri einkum snúist um þær áherslur. Eyrún Eyþórsdóttir fæddist í Reykjavík 1973. Hún lauk BA prófi í mannfræði við HÍ 2003, MA prófi í félagsfræði við HÍ 2008 og doktorsnámi við HÍ í mannfræði 2022. Auk þess hóf hún nám í Lögregluskólanum árið 2003 og starfaði sem lögreglukona frá 2003 til 2018. Eyrún starfar nú sem lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri.
4/27/20221 hour, 19 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Áskrifendur Netflix fækkar í fyrsta sinn

Nýtt íslenskt bílatryggingarfélag lítur dagsins ljós: Verna. Félagið ætlar að nýta sér snjalltæki til að lækka ábyrgðir. Steam Deck dokkan er ekki einu sinni komin út en það er búið að uppfæra hana. Playdate leikjatölvan er komin út og það rigna inn umfjallanir. Verður þetta fimmtándi vettvangurinn sem Gulli kaupir sér GTA5? Magsafe rafhlaðan fær uppfærslu og hleður nú hraðar! Homepod hátalarar hækka í verði eftir að framleiðslu var hætt. Netflix áskrifendur fækkar í fyrsta sinn og það er komin ólga á streymiveitumarkaðinn. CNN+ streymiveitan hefur verið lögð niður eftir einungis mánuð í loftinu. Þessi þáttur er í boði Macland. Stjórnendur eru Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvinsson
4/26/20221 hour, 27 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Staða láglaunakvenna í íslensku samfélagi

Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri (HA), fer fyrir rannsóknarhópi sem rannsakar um þessar mundir stöðu láglaunakvenna á Íslandi. Verkefnið ber yfirskriftina „Working Class Women, Well-being and the Welfare State: New Evidence from the Icelandic Context“ sem útleggst á íslensku sem „Láglaunakonur, vellíðan og velferðarkerfið í íslensku samhengi.“ Með Berglindi í rannsóknarhópnum eru þær Andrea Hjálmsdóttir, lektor við HA, Bergljót Þrastardóttir, lektor við HA og Valgerður S. Bjarnadóttir, nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Samstarfsaðilar verkefnisins eru annars vegar Varða – rannsóknastofnun vinnumarkaðarins og hins vegar RHA – Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt. Í fyrsta lagi rannsakar hópurinn áhrif atvinnu, fjölskyldulífs og félags- og efnahagslegrar stöðu á líkamlega og andlega velferð láglaunakvenna. Í öðru lagi greinir hópurinn reynslu láglaunakvenna af íslensku velferðarkerfi og hvert hlutverk kerfisins er í að viðhalda félagslegum ójöfnuði. Berglind lauk doktorsprófi í félagsfræði frá City University of New York árið 2019 en doktorsrannsókn hennar fjallar einmitt um stéttaskiptingu meðal kvenna á Vesturlöndum og áhrif fjölskyldustefna á stéttaskiptingu kvenna og janfrétti kynjanna. Berglind var nýdoktor við Memphis háskóla skólaárið 2019/2020 og var ráðin til HA árið 2020. Guðmundur Oddsson, dósent í félagsfræði við HA, ræddi við Berglindi Hólm um þessa áhugaverðu rannsókn og ferilinn.
4/25/202243 minutes
Episode Artwork

Þjóðhættir – Móðurhlutverkið, ofbeldi og óstýrilátar konur í íslenskum þjóðsögum

Dagrún Ósk Jónsdóttir mun í byrjun júní verja doktorsritgerð sína í þjóðfræði sem nefnist Í viðjum hefðarinnar: Konur og kvenleiki í íslenskum þjóðsögum. Af því tilefni er þátturinn með óhefðbundnu sniði. Dagrún Ósk sest í sæti viðmælenda og Vilhelmína ræðir við hana um rannsóknina. Í þættinum segir Dagrún frá rannsókninni en hún vann með og greindi sagnir í íslenskum þjóðsagnasöfnum frá 19. og 20. öld. Dagrún beinir sjónum sínum sérstaklega að óhlýðni, uppreisn og andófi kvenna og ofbeldi gagnvart konum og viðhorfum til þess. Nánar tiltekið skoðar hún sagnir um konur sem hafa eiginleika og sinna störfum sem voru talin karllæg, sagnir sem segja frá kynbundnu ofbeldi, sagnir af konum sem hafna móðurhlutverkinu og sagnir af yfirnáttúrulegum konum, það er að segja huldukonum og skessum. Þjóðsögur bera vitni um þann hugmyndaheim og það samfélag sem þær tilheyra. Sagnirnar styðja því yfirleitt við ríkjandi hugmyndir um hvað þóttu vera hefðbundin hlutverk og æskileg hegðun kvenna. Í þættinum ræðir Dagrún þessar hugmyndir nánar og gefur dæmi um hvernig þessi gamalgrónu viðhorf birtast í sögnunum. Rannsókn Dagrúnar sýnir svo ekki verður um villst að mikið af þeim hugmyndum sem sjá má í þjóðsögum eru enn til staðar í dag. Þess vegna kallast rannsókn Dagrúnar á við samtímann þar sem staða kvenna og úrelt viðhorf til kynhlutverka, kvenleika og ofbeldis gagnvart konum hafa verið mjög til umræðu. Rannsóknin varpar nýju ljósi á hversu rótgrónar hugmyndir um hlutskipti kvenna eru í raun og veru og er hún því mikilvægt innlegg í jafnréttisumræðu samtímans. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir.
4/19/202249 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – Mannfræði og kynjafræði: Tvískipt gleraugu

Gestur vikunnar er Hjálmar Gunnar Sigmarsson. Hjálmar er fæddur 1970 í Reykjavík en ólst upp að miklu leyti í Hong Kong og Lúxemborg en hefur auk þess búið í San Fransisco, Miami, Sarajevó, Utrecht, stundað nám í Budapest og Granada og unnið fyrir UNIFEM í Bosníu. Hjálmar lauk BA gráðu í heimspeki við Háskóla Íslands áður en hann fór í meistaranám í mannfræði við sama skóla. Í mannfræðinámi sínu skrifaði hann um vinnusemi Íslendinga undir leiðsögn dr. Unnar Dísar Skaptadóttur. Seinna kláraði hann aðra meistaragráðu en þá í kynjafræði við CEU í Búdapest og University of Granada. Í seinni tíð hefur hann blandað saman mannfræði og kynjafræði í rannsóknum sínum og störfum, meðal annars á Jafnréttisstofu og í UNIFEM. Við ræddum við Hjálmar um æsku hans í Hong Kong, hvernig hann rataði inn í mannfræðina og hvernig mannfræði, aktívismi og femínismi koma saman í vinnu hans, en Hjálmar vinnur nú við ráðgjöf og fræðslu í Stígamót.
4/13/20221 hour, 2 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Menning og saga í Stykkishólmi

Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Önnu Sigríði Melsteð sem lauk grunnnámi í þjóðfræði árið 2021 og stundar nú framhaldsnám í þjóðfræði. Anna Sigríður er búsett í Stykkishólmi og hefur stundað námið í fjarnámi og samhliða vinnu. Anna Sigríður segir frá áhugaverðri BA-rannsókn sinni. Þar gerði hún heimabæ sinn, Stykkishólm, að viðfangsefni. Stykkishólmur er þekktur fyrir gömul og vel við haldin timburhús en nýjum húsum hefur einnig verið bætt við bæjarmyndina og stundum greina áhorfendur ekki á milli gamalla og nýrra húsa. Anna segir frá vinnu við nýja grunnsýningu fyrir byggðasafnið í Norska húsinu. Grunnsýning safnsins er orðin 20 ára gömul og nú stendur yfir vinna við að gera nýja sýningu. Anna segir einnig frá Skotthúfunni sem haldin verður 2. júlí í sumar. Á Skotthúfunni er íslenska þjóðbúningnum gert hátt undir höfði en einnig er ýmislegt annað til skemmtunar á hátíðinni. Að lokum segir Anna frá þjóðtrú tengdri göngu á Helgafell í Helgafellssveit á norðanverðu Snæfellsnesi. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
4/12/202247 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Buzz hleður tóma síma á djamminu

AtNorth lýsir yfir vilja til að byggja upp gagnaver rétt fyrir utan Akureyri. NFT grúppa hakkar Bjarta Framtíð á Twitter og dælir út auglýsingum. Buzz býður upp á að kveða burt hleðslukvíða með leigu-rafhlöðum fyrir snjallsíma á vel völdum börum. Elon Musk kaupir stóran hlut í Twitter og hvað þýðir það? Twitter íhugar að bjóða upp á edit-takka. Það kemur út nýr Monkey Island tölvuleikur í ár, en sá síðasti kom út árið 2011. Netflix bætir við nýjum flokki eftir hugmynd Pete Davidson: short ass movies. Flokkurinn er með kvikmyndir undir 90 mínútum til að heilla yngri kynslóðir 💀 Atli fer svo aftur yfir næstu kaup, sem hafa ekki enn átt sér stað. Þessi þáttur er í boði Macland. Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Mosi.
4/8/20221 hour, 4 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Vetrarólympíuleikarnir í Peking 2022

Að þessu sinni fengum við í spjall Andra Stefánsson aðalfararstjóra íslenska hópsins á nýafstöðnum vetrarólympíuleikum í Peking. Hann fjallaði um ólympíuleikana út frá ýmsum hliðum sem voru auðvitað mjög sérstakir á covid-tímum. Andri var einnig fararstjóri á sumarólympíuleikunum í Peking 2008 og var gaman að heyra hann bera saman þessa tvo risa viðburði sem haldnir voru í sömu borg með 14 ára millibili.
4/6/202243 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – „Þeim mun meiri vinna, þeim mun meira stuð“

Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Ólöfu Breiðfjörð þjóð- og safnafræðing sem starfar sem menningarfulltrúi Garðabæjar. Í þættinum segir Ólöf frá námsferlinum og starfsferlinum. Ólöf var orðin 37 ára þegar hún ákvað að fara í nám. Hún vildi að námið væri skemmtilegt en jafnframt hagnýtt. Í þættinum segir Ólöf frá grunnnámi sínu í þjóðfræði þar sem hún meðal annars skrifaði áhugaverða BA-ritgerð um hjálækningar óperusöngvara. Hún deilir líka með okkur nokkrum góðum ráðum sem hún rakst á við ritgerðarskrifin til að gæta raddarinnar. Ólöf segir einnig frá meistaranámi sínu í safnafræði og hvernig hún fékk draumastarfið á Þjóðminjasafninu að námi loknu. Því næst lá leið Ólafar í Kópavog þar sem hún starfaði að menningarmálum sem verkefnastjóri fræðslu og miðlunar. Í dag starfar hún, eins og áður segir, sem menningarfulltrúi Garðabæjar og sinnir fjölbreyttum verkefnum við að halda uppi öflugu menningarstarfi í bænum. Nú er í gangi barnamenningarhátíð og er mikil dagskrá í tilefni hennar. Ólöf segir einnig frá spennandi verkefnum sem eru á döfinni í Garðabænum, meðal annars margmiðlunarsýningu í landnámsbænum í minjagarðinum á Hofsstöðum og á Garðatorgi. Í sumar verður burstabærinn Krókur á Garðaholti opinn og ýmsir viðburðir þar. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
4/5/202240 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Auðkenni þjóðnýtt og lofthreinsigrímuheyrnatól

Við erum með sneisafullan þátt af tæknifréttum og kaupákvörðunum Atla. Auðkenni hefur verið keypt af ríkinu. Fyrirtæki býr til gervitónlistarfólk inn á Spotify til að græða peninga. Klapp-lausnin frá Strætó er í tómu tjóni, eða hvað? Atli fjallar einnig um Studio Display sem hann skoðaði í verslun Macland Kringlunni. Þessi þáttur er í boði Macland sem selja tækin sem við elskum. Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.
4/4/20221 hour, 42 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 49. þáttur: Útlagakeisarinn

Árið 1221 eftir misheppnaða tilraun til að endurheimta völd keisaraættarinnar var keisarinn fyrrverandi Go-Toba sendur í útlegð til Oki-eyja. Í þessum þætti verður fjallað um hann og tvo aðra rammgöldrótta útlaga sem geymdir voru þar og mörkuðu djúp spor í söguna. Einnig í þættinum eru bútar úr kvikmyndinni Jigokumon frá 1953, Meiji-smellurinn Toba no koizuka, og langsótt líking við Disney-myndina Ljónakonunginn.
3/31/202254 minutes
Episode Artwork

Í austurvegi – Samskipti Kína og Rússlands í gegnum söguna

Vegna þessa hörmulegra stríðs sem nú geisar í Úkraínu hafa samskipti Kína og Rússlands verið til umræðu að undanförnu. Þegar Pútin Rússlandsforseti hitti Xi Jinping forseta Kína í Peking rétt fyrir vetrarólympíuleikana í febrúar síðastliðnum urðu forsetarnir sammála um að engin takmörk væru á tengslum landanna – hvað sem það svo sem þýðir. En hafa samskipti þessara miklu grannþjóða alltaf verið svona takmarkalaus eða alltaf á vinarlegum nótum? Við skulum skoða aðeins samskipti þeirra í sögulegu ljósi.
3/31/202225 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 20. þáttur: „Hægt er að rekja farandmennsku frá upphafi mannkyns“

Í þessum þætti er rætt við Önnu Wojtynska, pólskættaðan mannfræðing, um rannsóknir hennar á farandfólki og innflytjendum í staðbundnu og hnattrænu samhengi. Þessar rannsóknir fjalla einkum um sögu, stöðu og þróun samfélags Pólverja á Íslandi og þær breytingar sem það hefur gegnið í gegnum. Rannsóknir Önnu hafa að miklu leyti fjallað um tengsl pólskra innflytjenda við íslenskan vinnumarkað, sem og hvernig þeim hefur gengið að setjast að í íslensku þjóðfélagi. Þar er komið inná aðlögun/samlögun, hlutverk tungumálatengsla og áhrif þverþjóðlegra samskipta á milli Íslands og Póllands. Einnig er rætt um leiðina frá fiskvinnslu til bókmennta og listsköpunar sem birtingarmynd breyttra aðstæðna sem einkenna hið margbreytilega samfélag pólskra innflytjenda á Íslandi. Anna Wojtyńska er fædd í Varsjá, Póllandi, 1975. Hún Lauk meistaraprófi í mannfræði við Þjóðfræði- og mannfræðideild Varsjár háskóla árið 2002 og Doktorsprófi í mannfræði frá HÍ 2019, um pólska innflytjendur á Íslandi. Anna Wojtynska kom fyrst til Íslands 1996 og hefur búið hér síðan og starfað frá 2003. Hún hefur komið að margskonar rannsóknum og vísindastörfum sem og kennslu, og auk þess sinnt ýmsum öðrum störfum (t.d. sem varaborgarfulltrúi í Reykjavíkurborg) og verkefnum, m.a. tengdum listrænni iðkun aðfluttra listamann og rithöfunda. Auk þess hefur hún skrifað fjöldann allan af greinum sem hafa einkum fjallað um þætti sem tengjast farandfólki og innflytjendum, í alþjóðlegu og íslensku samhengi. Meginrannsóknaráherslur hennar hafa verið og eru staða innflytjenda og farandfólks, einkum pólskra innflytjenda á Íslandi, um hvernig staða þeirra og störf hafa þróast í takt við aukinn margbreytileika þessa þjóðfélagshóps á Íslandi.
3/30/20221 hour, 26 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Álagablettir og bannhelgi

Í þættinum ræðir Vilhlemína við Jón Jónsson þjóðfræðing og verkefnisstjóra hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum – þjóðfræðistofu. Í desember á síðasta ári kom út bókin Álagablettir á Ströndum. Höfundar eru feðginin Jón og Dagrún Ósk Jónsdóttir og er útgáfan samstarf milli Rannsóknasetursins og Sauðfjárseturs á Ströndum. Bókin er ríkulega myndskreytt en Jón og Dagrún gengu á alla þá staði sem fjallað er um í bókinni og mynduðu álagabletti. Þau ræddu einnig við heimafólk og staðkunnuga og söfnuðu nýjum frásögnum af álagablettum sem enn lifa í munnmælum. Jón segir frá tilurð bókarinnar og rannsóknum á álagablettum á Ströndum. Þá ræðir hann mikilvægi þess að rannsóknum sé miðlað með aðgengilegum hætti til almennings. Sögur af álagablettum hafa ákveðin einkenni. Í sögunum kemur fram aðvörun um að ekki skuli gera eitthvað á álagablettinum eða í námunda við hann. Ef brotið sé gegn því þá fylgir einhver refsing í kjölfarið. Jón ræðir sögurnar í víðu samhengi, um söfnun þjóðfræðiefnis og hvernig frásagnir og þekking er tengd landslagi. Jón segir einnig frá skelfilegum atburðum sem áttu sér stað í Goðdal árið 1948 þegar snjóflóð féll og sex manns fórust. Í fréttaflutningi um málið var strax farið að tengja atburðina við þjóðsagnaminnið um álagablett á jörðinni. Í lokin segir Jón frá öðrum verkefnum Rannsóknasetursins, meðal annars frá stórri rannsókn á sérstæðri dagbók frá svæðinu, rannsóknum á þjóðtrú og verkefni sem tengist gömlum ljósmyndum. Þá eru áhugaverðar sýningar framundan. Í sumar mun opna ný sýning um heimsóknir hvítabjarna á Vestfjörðum á Sauðfjársetrinu og einnig verður opnuð ný sýning í kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði, sem er hluti af Galdrasýningunni á Ströndum. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
3/29/202241 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Húmor og nálægð við dauðann

Greta Karen Friðriksdóttir lauk nýlega meistaraprófi í þjóðfræði. Meistararitgerð hennar nefnist „Ef ég hlæ ekki að þessu þá mun ég gráta og ég get ekki grátið svona oft” og fjallar um hvernig fólk sem starfar í návígi við dauðann notar húmor sem bjargráð. Í þættinum segir Greta frá rannsókninni. Hún tók viðtöl við fólk úr ýmsum starfsstéttum, eins og hjúkrunarfræðinga, lögreglufólk, presta, sjúkraliða og starfsfólk kirkjugarða, sem starfar í miklu návígi við dauðann og þarf að mæta fólki við viðkvæmar og erfiðar aðstæður. Við slíkar aðstæður er húmor sennilega ekki það fyrsta sem fólki dettur fyrst í hug. Engu að síður lýstu viðmælendur Gretu því að þau gætu ekki sinnt störfum sínum ef ekki væri leyfilegt að nota húmor. Þannig notuðu viðmælendur húmor meðal annars til að opna á erfiðar samræður, fá útrás fyrir tilfinningar, aftengja sig erfiðum aðstæðum og til að létta starfsandann. Þó kom fram að notkun húmors fylgja ákveðin skilyrði en til að mynda er mikilvægt að sýna virðingu og þá á húmorinn sér líka stund og stað. Greta segir einnig frá því hvers vegna hún ákvað að læra þjóðfræði, fyrri rannsókn sinni á hreinlæti í torfbæjum og viðkomu sinni í afbrotafræði. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
3/22/202236 minutes, 1 second
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Hinsegin nemendur í íslenska menntakerfinu

Gestur vikunnar er Jón Ingvar Kjaran, prófessor við deild menntunnar- og margbreytileika á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir Jón Ingvars eru á sviðum kynjafræði, hinsegin fræða og réttindum samkynhneigðra, en hann beitir þverfaglegu sjónarhorni í sínum rannsóknum en leitar oft í smiðju félagsfræðinnar. Þau Sigrún ræða rannsóknir hans sem að tengjast meðal annars upplifun hinsegin nemenda í íslenska skólakerfinu og ofbeldi, bæði út frá reynslu þolenda og gerenda. Að auki ræða þau rannsóknir hans þar sem alþjóðlegur veruleiki kemur við sögu og hefur hann þar til að mynda borið saman íslenskan veruleika við Suður-Afríku og skoðað kyn og kynhneigð í Íran.
3/21/202254 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 48. þáttur: Drápsteinninn

Þann fimmta mars síðastliðinn sprakk dularfullur steinn í þjóðgarði í Norður-Japan. Talið er að síðan á tólftu öld hafi þessi baneitraði steinn hýst illan anda sem nú leikur lausum hala. Í þessum þætti könnum við goðsöguna um Tamamo no Mae og kynnumst um leið japanska refinum, og hvers vegna við ættum öll að óttast hann.
3/17/20221 hour, 2 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 19. þáttur: Að veiða úlfa

Gestur vikunnar í mannfræðihlaðvarpinu Raddir Margbreytileikans er Stephanie Matti. Stephanie var fædd árið 1986 í Sviss en ólst upp í Nýju Suður Wales í Ástralíu. Hún kennir verkefnaáætlanir, eftirfylgni og úttektir við HÍ en hefur einnig haldið fyrirlestra um hættuástand, hörmungar og mannúðarviðbrögð. Hún er doktorsnemi við mannfræðideild HÍ þar sem hún er að rannsaka stóra sprungu fyrir ofan Svínafellsjökul og viðbrögð heimamanna við henni. Leiðbeinandi hennar er Helga Ögmundardóttir. Steph er með bachelor-gráðu í alþjóðasamskiptum frá La Trobe háskóla í Melbourne í Ástralíu. Rannsóknarefni hennar þar var námugröftur í Kongó og Kínverskar fjárfestingar. Hún er með meistaragráðu í alþjóðlegum fræðum frá Háskólanum í Genf þar sem hún rannsakaði kynferðislega hegðun starfsmanna í mannúðarviðbrögðum. Hún hefur unnið í Pakistan, Myanmar og Afghanistan. Við spjölluðum við Steph um doktorsritgerðina og lífið sem starfsmaður í Pakistan, Myanmar og Afghanistan.
3/16/202251 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Fötlun í íslenskum þjóðsögum

Eva Þórdís Ebenezersdóttir er doktorsnemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Rannsókn hennar er hluti af stóru þverfaglegu verkefni innan háskólans sem ber yfirskriftina Fötlun fyrir tíma fötlunar (Disability before disability). Nýlega kom út bókin Understanding Disability throughout History: Interdisciplinary Perspectives in Iceland from Settlement to 1936, sem er hluti af framangreindu rannsóknarverkefni. Í bókina skrifar Eva Þórdís kafla, ásamt Sólveigu Ólafsdóttur sagnfræðingi, um Sigríði Benediktsdóttur. Sigríður, sem fékk viðurnefnið Stutta-Sigga vegna þess hve lágvaxin hún var, varð með tímanum hálfgerð þjóðsagnapersóna. Sigríður, sem fæddist árið 1815, átti afar erfiða æsku og endaði á flakki á fullorðinsaldri. Ýmsar heimildir eru til um lífshlaup Sigríðar, bæði opinber skjöl og þjóðsögur. Í þættinum segir Eva Þórdís frá Sigríði og lífi hennar og hvað saga hennar segir um viðhorf til fólks með öðruvísi líkama á 19. öld og fram á okkar daga. Í þættinum segir Eva Þórdís einnig frá því hvernig hún hefur fléttað saman fötlunarfræði og þjóðfræði í gegnum þjóðfræðinám sitt, meðal annars í rannsóknum á umskiptingum og nú á þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar. Þar greinir Eva Þórdís fjölbreytt viðhorf til fötlunar og hvað sagnirnar geta sagt okkur um samfélag fyrri tíma. Að auki ræðir Eva Þórdís um áskoranir við rannsóknir á fötlun í fortíðinni sem meðal annars tengjast því hvernig við tölum um og orðum hlutina.
3/15/202253 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Hvert fara peningarnar? Kynjuð fjármál á Íslandi

Gestur vikunnar er Finnborg Salóme Steinþórsdóttir, nýdoktor í kynjafræði við Háskóla Íslands. Finnborg lauk B.A. gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og síðan M.A og doktorsgráðu í kynjafræði frá sömu stofnun. Í doktorsverkefninu sínu beindi Finnborg sjónum að kynjuðum fjármálum sem felst í því að skoða hvernig peningum er veitt (eða ekki veitt) á kynjaðan hátt og beindi hún sjónum að háskólaumhverfinu á Íslandi. Rannsóknir hennar sýna að fjármunum er með kerfisbundnum hætti beint til greina sem almennt eru taldar karllægari sem og að framgangs- og umbunarkerfi háskólanna verðlauni frekar þætti sem almennt tengjast körlum. Þær Finnborg og Sigrún ræða hið kynjaða háskólaumhverfi á Íslandi, sem er sérlega áhugavert í alþjóðlegu samhengi þar sem við teljum oft að hér á landi séum við búin að ná kynjajöfnuði. Að auki ræða þær aðrar rannsóknir Finnborgar, til dæmis um karlamenningu innan lögreglunnar sem og stöðu kynjanna á Íslandi í alþjóðlegum samanburði.
3/14/202248 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Ný borðtölva og skjár frá Apple

Tæknivarpið rennir yfir það besta úr kynningu Apple sem fór fram í vikunni og til þess fáum við draumaliðið í settið. Pétur Jónsson og Hörður Ágústsson mæta og segja okkur sannleikann um ný tæki frá Apple.  Apple kynnti nýja liti fyrir iPhone 13 og 13 Pro, iPhone SE símann, iPad Air spjaldtölvuna, M1 Ultra örgjörvann, Mac Studio borðtölvuna og Studio Display skjáinn. Þessi þáttur er í boði Macland sem mun selja þessi tæki strax og það getur! Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.
3/11/20221 hour, 23 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Viðskipti, kínverskar snjallgreiðslulausnir og saga KÍM

Viðtal vikunnar er við Þorkel Ólaf Árnason frumkvöðul. Hann hefur ýmsa fjöruna sopið í Kína og komið víða við þegar kemur að viðskiptum við Kína. Meðal annars má nefna kínverskar greiðslumiðlunarlausnir fyrir snjallsíma til að auðvelda kínverskum ferðamönnum að versla á Íslandi. Þorkell er auk þess formaður Kínversk íslenska menningarfélagsins (KÍM). Ræddum við um starfsemi félagsins sem á sér merka sögu og er mikilvægur hlekkur í menningarsamskiptum Íslands og Kína.
3/10/202241 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Krónan prófar vef og Telsa bíll bilar í polli

Certís netöryggissveit Fjarskiptastofu sendir frá sér viðvörun vegna stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og biður íslenskt fyrirtæki um að herða ólina. Krónan er að prufukeyra beta útgáfu af vefverslun, en fram að þessu hefur Krónan einungis boðið upp á app. Tesla Model Y keyrði í poll og dó rafhlaðan skömmu síðar. Þola Tesla bílar ekki erfiðar aðstæður hér á Íslandi? Gulli keypti sér töfratæki sem hefur umbylt heimili hans: rafmagnsskæri. Rivian rafbílasprotinn hækkar verð ógætilega og ýtir þeim að forpöntunum. Stríðið í Úkraínu hefur ekki bara áhrif á netöryggi, heldur einnig örgjörvaframleiðslu heimsins sem var nú þegar á slæmum stað. Apple sendi út boð fyrir viðburð sem á sér stað 8. mars næstkomandi og við rennum (aftur) yfir orðróma. Þessi þáttur er í boði Macland sem selja tækin sem við elskum. Stjórnendur eru Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvinsson.
3/9/202256 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Sundlaugamenning á Íslandi: Læra, leika, njóta

Í febrúar opnaði sýningin Sund í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Sýningarstjórar eru þau Brynhildur Pálsdóttir hönnuður og Valdimar Tr. Hafstein prófessor í þjóðfræði. Í þættinum ræðir Vilhelmína við Valdimar um sýninguna og þær umfangsmiklu rannsóknir þjóðfræðinga og fleiri sérfræðinga sem búa að baki sýningunni. Í sundlaugum landsins eru engir viðskiptavinir, aðeins sundlaugargestir. Þar kemur saman fólk á öllum aldri, með fjölbreyttan bakgrunn og alls konar líkama á sundfötum. Valdimar segir frá upphafi sundvakningar og sundmenningar á Íslandi og hvernig hún hefur þróast í gegnum 20. öldina. Valdimar rekur upphaf sundkennslu á Íslandi og hvernig laugarnar þróast í að verða samkomustaður og athyglisverð almannarými. Á allra síðustu árum hafa hin svokölluðu baðlón aukið enn við sundmenningu landsins með aukinni áherslu á nautn og vellíðan sem fylgir svamli í heitu vatni. Í lokin er þeirri spurningu velt upp hvort að sundlaugamenning á Íslandi sé menningararfur sem eigi mögulega heima á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
3/8/202243 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Hvað er skaðaminnkun?

Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Svölu Ragnheiðar Jóhannesardóttur, sérfræðing í Skaðaminnkun. Svala er með BA-próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands og starfar í dag sem sérfræðingur hjá Heilshugar sem er batamiðað rými með skaðaminnkandi áherslum. Þar býður Svala meðal annars upp á einstaklingmeðferð fyrir fólk sem glímir við vímuefnavanda, skaðaminnkandi ráðgjöf fyrir fólk á öllum stigum vímuefnarófsins og fræðslu og námskeið fyrir starfsfólk og almenning. Hún hefur starfað með fólki sem glímir við vímuefnavanda frá árinu 2007 og hefur stýrt ýmsum skaðaminnkunarúræðum, s.s. Frú Ragnheiði, Konukoti og tímabundnu neyðarskýli í COVID. Þær Sigrún spjalla um þau verkefni sem Svala hefur unnið að, skaðaminnkandi hugmyndafræði og hvernig hún hefur verið innleidd á Íslandi sem og hvernig félagsfræðin hefur gagnast henni í þeim fjölbreyttu störfum sem hún hefur sinnt í meira en áratug.
3/7/20221 hour, 7 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Siðstjórnarhyggja heimspekingsins Xunzi

Af konfúsískum heimspekingum fornaldar eru þrír taldir mestir. Þar ber hæst að sjálfsögðu Konfúsíus sjálfur sem lifði á öndverðum Vor og Haust tíma eða ca. 551–479 f.kr., næstur fer Mensíus sem uppi var hartnær 2 öldum síðar eða 372–289 f.kr. Xunzi er kallaður sá sem rekur lestina. Nafnið Xunzi er líkt og Kongzi (þ.e. Konfúsíus), Laozi, Zhuangzi og mörg fleiri, ættarnafn með viðskeitinu zi sem þýðir meistari eða eitthvað á þann veg. Xunzi hafði eiginnafnið Kuang og er því einnig réttilega kallaður Xun Kuang. Hann fékk ekki alveg náð fyrir augum konfúsista Han tímans sem mótuðu heimspekiskólann í ríkishugmyndafræði og voru augljóslega hrifnari af Mensíusi og kannski hafði hann fyrst og fremst þá stöðu að vera ákveðið andsvar við hinum kanóníska Mensíusi. Því komust við ekki hjá því að ræða heimspeki Xunzi með nokkuð tíðum skírskotunum í Konfúsíus og Mensíus. Pistill: Jón Egill Eyþórsson
3/2/202233 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir - Galdrabrennur, lækningajurtir, þjóðfræði og ritstörf

Doktor Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir hefur komið víða við í gegnum tíðina. Lengi vel kenndi hún þjóðfræði í Háskóla Íslands og í ritstörfum sínum hefur hún fengist við þjóðfræðilegt efni. Ólína hefur meðal annars gefið út bækur um galdra, lækningajurtir og nú síðast bókina Ilmreyr. Í þættinum ræðir Dagrún Ósk við Ólínu um þjóðfræði og ritstörfin. Ólína hefur rannsakað brennuöldina á Íslandi, galdra og galdratrú. Í rannsókninni studdist Ólína bæði við dómsskjöl og þjóðsögur og segir hún frá hvernig þessar ólíku heimildir opinbera áhugaverðan mun á viðhorfi til galdrafólks. Með galdrafárinu varð hugarfarsbreyting sem gerði það að verkum að fólk var brennt fyrir galdra víða í Evrópu, en galdrabrennur á Íslandi eru sérstakar að því leyti að fleiri karlar en konur urðu eldinum að bráð. Ólína segir einnig frá bók sinni Lífsgrös og leyndir dómar sem byggir á rannsókn hennar á grasalækningahefðum. Á Íslandi er rík alþýðulækningahefð, bæði í fortíð og samtíð en auk þess ræðir Ólína um hlut kvenna í lækningasögunni. Í nýjastu bók sinni, Ilmreyr, er Ólína á persónulegri nótum. Bókin er kveðja frá dóttur til móður en um leið óður til formæðra og -feðra sem háðu lífsstríð sitt vestur á fjörðum. Þó bókin sé persónuleg er hún ekki síður saga þjóðar og aldarspegill. Í þættinum segir Ólína frá bókinni og æskuminningum sínum að vestan, sögum af björgunarafrekinu við Látrabjarg og röskun á álagabletti. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
3/1/202238 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Samtal við Samfélagið – Staða og mikilvægi fjölmiðla í nútímasamfélagi

Í fyrsta þætti ársins fær Sigrún til sín Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Jón Gunnar lauk doktorsprófi í fjölmiðlafræði frá Goldsmiths háskólanum í London árið 2019 en megináherslur hans voru stjórnmál, fjölmiðlar og samfélagsmiðlar. Hann segir Sigrúnu frá doktorsverkefninu sínu en þar skoðaði hann samskipti fjölmiðlafólks og stjórnmálafólks á Íslandi, meðal annars hvernig þau fara fram í gegnum samskiptamiðla og hvernig smæð Íslands mótar samskiptin. Þau ræða einnig um stöðu fjölmiðlafræðinnar á Íslandi og helstu rannsóknir sem gerðar hafa verið á íslenskum fjölmiðlamarkaði, sem og mikilvægi fjölmiðla á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu.
2/28/202258 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Ekkert bólar á HBO Max á Íslandi

HBO Max var að bæta við fimmtán Evrópulöndum en Ísland er því miður ekki eitt þeirra sem eru sorgarfréttir. Það þarf greinilega að hitna enn frekar í streymistríðinu til þess.. Riot Games ætlar að halda risastórt rafíþróttamót á árinu og verður keppt í Valorant (sem er samruni Overwatch og Counter-Strike). Windows 11 er komið með nýja verkefnastiku sem hentar betur spjaldtölvum, en enginn af okkur er kominn á Windows 11. Talið er að næsta útgáfa af örgjörvum Apple verði M2 og fari í alla vega fjóra makka á þessu ári! En hvernig örgjörvi verður M2? Nýr samfélagsmiðill leit dagsins ljós í vikunni: Truth Social sem er vægast sagt gildishlaðið heiti. Elden Ring er kominn út, lítur fáranlega vel út og fær frábæra dóma. Leikurinn kemur frá leikstjóra Dark Souls leikjaseríunnar og er í boði á langflestum stýrikerfum (nema macOS). Dragon Age 4 er víst hálfnaður samkvæmt einum framleiðanda leiksins og er á leiðinni á næsta ári. Galaxy S22 dómarnir rigna inn og fær Ultra útgáfan glimrandi dóma. Pixel 7 lekar eru byrjaðir og það er ekki von á miklum breytingum. Þessi þáttur er í boði Macland sem selja tækin sem við elskum. Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Torfason.
2/25/20221 hour, 7 minutes, 1 second
Episode Artwork

Í austurvegi - Markaðssetning íslenskrar ferðaþjónustu í Kína

Að þessu sinni fengum við Ársæl Harðarson í spjall en hann er svæðisstjóri yfir fjarmörkuðum hjá Icelandair og hefur lengi komið að markaðsetningu íslenskrar ferðaþjónustu í Kína. Við ræddum um kínverska ferðamarkaðinn og starfsemi Icelandair í Kína sem og framtíðina, m.a. hugsanlegt beint flug til Kína. Í lok viðtalsins fór Ársæll yfir starfsemi Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins en Ársæll er fyrrverandi formaður þess og núverandi varaformaður.
2/24/202250 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 18. þáttur: Heimurinn, geimurinn og dauðinn: mannfræði á skjánum.

Að þessu sinni heyrum við í sjónræna mannfræðingnum og heimildarmyndagerðamanninum Jóni Bjarka Magnússyni. Jón Bjarki segir okkur frá sinni sýn á mannfræðina og ferlinu á bakvið tvær heimildarmyndir sínar, annars vegar Even Asteroids Are Not Alone sem hlaut stuttmyndaverðlaun hinnar konunglegu mannfræðistofnunarinnar í Bretlandi (RAI) árið 2019 og hinsvegar Hálfur Álfur sem m.a. hlaut dómnefndarverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar 2020. Jón Bjarki er fæddur 1984 á Siglufirði og uppalinn þar. Hann nam ritlist við Háskóla Íslands og útskrifaðist með meistaragráðu í sjónrænni mannfræði við Freie Universität í Berlín 2018. Hann hefur starfað sem blaðamaður fyrir DV og Stundina auk þess sem skrif hans hafa birst í erlendum miðlum á borð við Slate í Bandaríkjunum og Correctiv í Þýskalandi. Hann hefur tvívegis hlotið blaðamannaverðlun blaðamannafélags Íslands, fyrir umfjöllun um stöðu hælisleitenda og flóttafólks á Íslandi sem og lekamálið. Kvikmyndaverk hans hafa verið sýnd á ýmsum kvikmyndahátíðum í Evrópu, svo sem Docslisboa, Transmediale í Berlín og alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tromsö, TIFF. Jón Bjarki sinnir kennslu í sjónrænni mannfræði við HMKW háskólann í Berlín, kvikmyndaverkefnum fyrir Filmmaking For Fieldwork (F4F™) verkefnið í Manchester, auk þess að vinna að eigin verkefnum í gegnum framleiðslufyrirtækið SKAK bíófilm sem hann rekur með Hlín Ólafsdóttur. Heim­ild­­ar­­mynd hans Even Aster­oids Are Not Alone er hægt að nálg­­ast á Vimeo: https://vi­meo.com/jon­bjarki/­neweden Heimildarmynd hans Hálfur Álfur er hægt að nálgast á sarpi RÚV: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/halfur-alfur/31329/9aor8h
2/22/202251 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - TVíK kennir íslensku og Indó fær leyfi

TVíK hreppti víst fyrsta sætið í Gullegginu með spjallmenni sem kennir þér íslensku á nýjum stað á lærdómskúrvunni. Fjarskiptastofa setur fram áætlun um að hætta nota 2G og 3G senda í farsímanetum landsins. Indó fær starfsleyfi en hvað er Indó? Spotify heldur áfram að kaupa fyrirtæki tengd hlaðvörpum og Joe Rogan málið heldur áfram. Þessi þáttur er í boði Macland sem er með fullt af Konudagstilboðum 👩👩👩 Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.
2/20/202258 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Samsung Galaxy S22 og Meta hrynur í verði

Sigurvegari Gulleggsins þetta skiptið er app fyrir þolendur ofbeldis sem geta haldið utan um sögu þess. Appið heitir Lilja og er nú verið að sækjast eftir fjármagni til að koma því í gagnið. Óvinsæli vafrinn Microsoft Edge býður nú upp á íslenskan talgervil sem getur lesið upp texta af vefsíðum. Smáforritið heitir Guðrún (Gudrun) og er í boði núna. Icelandic Gaming Industry spáir því að störf hjá öðrum í CCP í bransanum nái loks meirihluta á næsta ári. Samsung hélt Galaxy Unpacked kynningu í vikunni og kynnti nýjar vörur: þrjá nýja S-línu síma og þrjár spjaldtölvur. Spotify er í óðaönn að fjarlægja efni sem stuðar og horfið hafa fjölmargir Joe Rogan þættir. Meta hrynur í verði vegna slæms árangurs samkvæmt uppgjöri og bendir Meta meðal annars á Apple. Þessi þáttur er í boði Macland og Elko sem selja tækin sem við elskum. Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Torfason
2/14/20221 hour, 4 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Sagan um Múlan

Sagan um Múlan er ein sú þekktasta sem komið hefur frá Kína. Margar kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa verið framleiddir út frá sögunni og hefur hún verið vinsæl meðal fólks í mörg hundruð ár. Í hlaðvarpsþætti vikunnar rennum við yfir ljóðið gamla sem inniheldur söguna um stríðshetjuna Múlan og ræðum menningarleg áhrif þess. Pistill: Þorgerður Anna Björnsdóttir
2/9/202226 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 17. þáttur: „Allt fólk á sér áhugaverða sögu að segja“

Í þessum þætti er spjallað við Unni Dís Skaptadóttur, prófessor í mannfræði við HÍ, um yfirstandandi rannsókn hennar og Önnu Wojtynska og Pamelu Innes um gagnkvæm viðhorf og samskipti innflytjenda og heimafólks á mismunandi stöðum á Íslandi. Um er að ræða víðtæka og umfangsmikla langtíma vettvangsrannsókn þar sem farið er djúpt í samskipti og samlíf ólíkra hópa á ólíkum stöðum á landinu. Þetta spjall fjallar að miklu leyti um það að stunda vettvangsrannsókn – þó svo kórónuveiran hafi blandað sér í málið – og hvað það felur í sér og hvernig vettvangurinn mótar oft förina. Unnur Dís Skaptadóttir er fædd 1959 í Reykjavík. Hún lauk námi í þjóðfélagsfræði 1982 við HÍ, BA í mannfræði 1984 frá University of Massachusetts, Amerst og doktorsnámi 1995 í mannfræði frá The Graduate School and University Center of the City University of New York. Hún hefur m.a. stundað rannsóknir á stöðu kvenna í sjávarbyggðum á Íslandi, en hún hefur fyrst og fremst stundað yfirgripsmiklar rannsóknir á stöðu og reynslu innflytjenda, einkum kvenna, meðal annars í tengslum við vinnumarkaðinn á Íslandi og þær breytingar sem þar hafa átt sér stað, fyrir og eftir hrunið 2008. Eftir Unni Dís liggja viðamikil skrif, þar sem þættir eins og innflytjendur, farandfólk, hnattvæðing, fjölmenning og þverþjóðleiki eru miðlægir.
2/8/20221 hour, 5 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Spotify í klandri vegna Joe Rogan

Íslenskir menntasprotar vekja athygli vestanhafs en íslensku fyrirtækin Beedle og Mussila eru komin í hóp 200 efnilegustu sprota í menntatækni í heiminum. Spotify er í klandri vegna Joe Rogan. Alda Music var selt til Universal Music, sem þýðir að margar íslenskar tónlistarperlur eru nú í eigu erlendra aðila. Intel kynnir Alder Lake örgjörva, sem hefur stundum betur en M1 Max örgjörvi Apple, en með smá fyrirvara. Svo keypti Gulli sér svo síma á Bland. Þessi þáttur er í boði Macland og Elko sem selja tækin sem við elskum ❤️ Stjórnendur þáttarins í dag eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Elmar Torfason og Sverrir Björgvinsson.
2/4/20221 hour, 22 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Hanar ræða ár uxans á nýju ári tígursins

Nú er ár tígursins gengið í garð og því ber að fagna. Í hlaðvarpsþætti vikunnar ræða félagarnir þeir Magnús og Daníel um hvað stóð upp úr á seinasta ári. Hanarnir tveir kafa ofan í gamla þætti, fleytt verður ofan af rjómanum og ræða þeir hinar ýmsu uppákomur sem áttu sér stað á liðnu ári uxans. Gleðilega vorhátíð! 新春快乐!
2/3/20221 hour, 13 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Breytingaritningin, yin og yang og undirstaða kínverskrar heimspeki

Breytingaritningin á sér rætur aftur í gráa forneskju og á sér sögu sem er nánast jafnlöng sögu kínaveldis sjálfs. Hún hefur verið svo stór hluti af kínverskri menningu í vel yfir 2000 ár að saga ritningarinnar og saga Kínaveldis eru samtvinnuð. Í tímans rás hafa flestir kínverskir andans menn haft eitthvað um hana að segja og skrifað um hana ritskýringar og viðbætur.
1/28/202237 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Persónuvernd og tækni

Gleðilegan alþjóðlegan persónuverndardag! Í tilefni dagsins fáum við til okkar hana Vigdísi Evu Líndal frá Persónuvernd til að ræða persónuvernd í tækni. Að því loknu förum við yfir tæknifréttir vikunnar. Er markaðshrun Netflix og Peleton vísir að stærra hruni eða gekk bara aðeins of vel hjá þessum fyrirtækjum? Intel er að reisa 20 milljarða dollara verksmiðjur í Ohio en til hvers? Samsung Unpacked lak eiginlega í heild sinni út og við fáum að sjá alla næstu síma Samsung áður en þeir eru kynntir. Samsung hefur aldrei gengið eins vel og sló hagnaðarmet sín. Cybertruck hefur opinberlega verið seinkað til 2023 og Áslaug systir Atla er vonsvikin. Þessi þáttur er í boði Macland og Elko sem selja tækin sem við elskum. Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Torfason
1/28/20221 hour, 23 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 16. þáttur: Áfangastaðir eru hreyfanlegir – eru verðandi félagslegt ferli

Í þessum þætti er rætt við mannfræðingana Gunnar Þór Jóhannesson og Katrínu Önnu Lund um nýútkomna bók þeirra, sem ber titilinn Áfangastaðir. Bókin fjallar um ferðamennsku og áfangastaði út frá marglaga fræðilegum sjónarhornum og byggir einkum á rannsókn þeirra á Galdrasetrinu á Ströndum. Áður hefur verið rætt við þau bæði, í sínu hvoru lagi, í fyrri hlaðvörpum. Gunnar Þór Jóhannesson fæddist 1976 á Blönduósi. Hann er með BA gráðu í mannfræði frá HÍ (1999), MA í mannfræði frá HÍ (2003) og doktorsgráðu frá RUC í þverfélagsvísindalegum greinum (mannfræði, landafræði, o.fl.). Gunnar Þór hefur stundað rannsóknir á ferðamennsku í félagslegu og menningarlegu samhengi um árabil þar sem hann hefur beitt mannfræðilegum gleraugum á viðfangsefnið. Í þessum þætti er rætt um mótun ferðaþjónustu á Íslandi, orðræður henni tengdar og hvernig ferðaþjónustan, sem menningarlegt fyrirbæri, endurspeglar mikilvæga þætti í lífsháttum okkar og samfélagi, og hvernig hún tengist hugmyndum um „okkur“ og „hina“. Katrín Anna Lund er fædd 1964 í Reykjavík. Hún lauk BA prófi 1991 í mannfræði við HÍ, MA í mannfræði 1992 frá Háskólanum í Manchester og doktorsprófi í mannfræði 1998 frá sama skóla. Katrín Anna hefur stundað rannsóknir tengdum ferðamennsku og ferðamenningu með fyrirbærafræðilegar nálganir að leiðarljósi. Hún hefur, í samstarfi við Gunnar Þór Jóhannesson, rannsakað ferðamál á Íslandi, mótun leiða og áfangastaða fyrir ferðamenn.
1/25/20221 hour, 13 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 16. þáttur: Áfangastaðir eru hreyfanlegir – eru verðandi félagslegt ferli

Í þessum þætti er rætt við mannfræðingana Gunnar Þór Jóhannesson og Katrínu Önnu Lund um nýútkomna bók þeirra, sem ber titilinn Áfangastaðir. Bókin fjallar um ferðamennsku og áfangastaði út frá marglaga fræðilegum sjónarhornum og byggir einkum á rannsókn þeirra á Galdrasetrinu á Ströndum. Áður hefur verið rætt við þau bæði, í sínu hvoru lagi, í fyrri hlaðvörpum. Gunnar Þór Jóhannesson fæddist 1976 á Blönduósi. Hann er með BA gráðu í mannfræði frá HÍ (1999), MA í mannfræði frá HÍ (2003) og doktorsgráðu frá RUC í þverfélagsvísindalegum greinum (mannfræði, landafræði, o.fl.). Gunnar Þór hefur stundað rannsóknir á ferðamennsku í félagslegu og menningarlegu samhengi um árabil þar sem hann hefur beitt mannfræðilegum gleraugum á viðfangsefnið. Í þessum þætti er rætt um mótun ferðaþjónustu á Íslandi, orðræður henni tengdar og hvernig ferðaþjónustan, sem menningarlegt fyrirbæri, endurspeglar mikilvæga þætti í lífsháttum okkar og samfélagi, og hvernig hún tengist hugmyndum um „okkur“ og „hina“. Katrín Anna Lund er fædd 1964 í Reykjavík. Hún lauk BA prófi 1991 í mannfræði við HÍ, MA í mannfræði 1992 frá Háskólanum í Manchester og doktorsprófi í mannfræði 1998 frá sama skóla. Katrín Anna hefur stundað rannsóknir tengdum ferðamennsku og ferðamenningu með fyrirbærafræðilegar nálganir að leiðarljósi. Hún hefur, í samstarfi við Gunnar Þór Jóhannesson, rannsakað ferðamál á Íslandi, mótun leiða og áfangastaða fyrir ferðamenn.
1/25/20221 hour, 13 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES

Þá er Tæknivarpið loksins komið í rútínu og við fáum fyrsta fréttaþáttinn. Orion Sentry er eitt fyrsta íslenska Mac-appið sem kemur út í langan tíma en í því er reynt að koma í veg fyrir þjófnað á tölvum. Fjarskiptastofa vinnur í því að gera háhraðanet á þjóðvegum að kröfu. Vivaldi vafrinn er nú í boði á Astro Slide 5G nördasímanum. Það var brotist inn í tölvukerfi Strætó og þau ákváðu að borga ekki lausnargjald fyrir gögnin. CS:GO úrvalsdeild RÍSÍ heitir núna Ljósleiðaradeildinn. CES sýningin var í byrjun árs og telja gárungar að þetta sé líklega sú besta í mjög langan tíma. Við förum yfir það helsta þaðan eins og 55” tölvuskjá frá Samsung, 42” OLED sem sló í gegn og Freestyle skjávarpa sem er hægt að skrúfa upp í ljós. Stærsta frétt vikunnar er svo kaup Microsoft á Activision Blizzard fyrirtækinu fyrir fáranlega háa upphæð.  Þessi þáttur er í boði Macland og Elko. Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Torfason.
1/22/202254 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut

Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir doktorsnemi. Guðbjörg Ríkey hefur rannsakað kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut í gegnum meistaranám sitt og núna doktorsnám. Hún segir okkur sögu þess og um hvað það snýst. Belti og braut er hugtak sem gjarnan er í umræðunni þegar kemur að utanríkisstefnu Kína en þekking á því er lítil sem engin á Íslandi og er viðtalið því kærkomin bragabót á því.
1/21/202241 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 47. þáttur: Síðasta Heian-skáldið

Árið 1183 lagði samúræinn Tadanori líf sitt í hættu til að koma ljóðum sínum í réttar hendur. Í miðri orrustu laumaði hann sér yfir víglínur óvinarins svo hann gæti afhent lærimeistara sínum Shunzei allt ljóðasafn sitt. Í þessum þætti ræðum við ævi Shunzei og kynnum til sögunnar son hans Teika sem er mögulega eitt áhrifamesta skáld Japanssögunnar.
1/20/202244 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Þáttur ársins 2021

Nú er loksins komið að því. Þáttur ársins er mættur, aðeins seinna en vanalega út af sottlu. Þar fer næstum allur hópurinn á bak við Tæknivarpið (og Simon.is) yfir það sem var mest spennandi í nýrri tækni og tækjum á árinu sem var að líða. Flokkarnir eru eftirfarandi: Græja ársins Sími ársins Kaup ársins Leikur ársins Farleikur ársins App/forrit ársins Kvikmynd ársins Sjónvarp ársins Hlaðvarp ársins Vonbrigði ársins Klúður ársins Stærsta tæknifrétt ársins Við þökkum kærlega fyrir innsend svör hlustenda og árið sem var að líða 🙏🏻
1/16/20223 hours, 17 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Pu Songling og kínverskar furðusögur

Frægt rit sem heitir Liaozhaizhiyi er eitt stórmerkilegasta furðusagnarit Kína. Safnarinn heitir Pu Songling en hann skrifaði niður í þetta rit hinar ýmsu flökkusögur sem hann heyrði yfir ævina. Ekki er vitað hver er upprunalegur höfundur flestra furðusagnanna enda hafa þær bara flakkað um í þágu afþreyingar og þróast með tímanum þar til þær voru loks skrifaðar niður. Þúsundir kvikmynda og sjónvarpsþátta hafa verið framleiddir út frá kínverskum furðusögum og út um alla Asíu má finna sér útgáfu af mörgum þeirra. Þýðing furðusagna: Klara Kristjánsdóttir
1/12/202226 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 15. þáttur: Kóranskólar, COVID-19 og bólusetningarátök

Gestur vikunnar í mannfræðihlaðvarpinu Raddir Margbreytileikans er Geir Gunnlaugsson. Hann er fæddur árið 1951 í Gautaborg í Svíþjóð og lauk námi við læknadeild Háskóla Íslands árið 1978. Hann fluttist svo til Stokkhólms þar sem hann lauk doktorsprófi í barnalæknisfræði árið 1993 og meistaraprófi við lýðheilsufræði árið 1997 í Karolinska háskólanum. Geir hefur gegnt ýmsum störfum en hann var landlæknir á árunum 2010 til 2015, barnalæknir á barnadeild Karolinska Sankt Göran sjúkrahússins, sem í dag er Astrid Lindgren sjúkrahúsið, í 8 ár og hefur eytt mörgum árum við rannsóknir í Gíneu-Bissá. Geir kennir fræðigreinina hnattræna heilsu við HÍ. Við ræddum við Geir um bólusetningar, áhrif COVID-19 faraldursins á samfélagið í Gíneu-Bissá og aðgengi að upplýsingum og samfélagsmiðlum þar í landi.
1/11/20221 hour, 6 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 46. þáttur: Nunnusjóguninn

Nú er komið að fjórða og síðasta hlutanum um ævi nunnusjógunsins. Í þessum þætti mætast tvær stærstu persónur Japans við upphaf Kamakura-tímans, keisarinn Go-Toba og nunnan Hojo Masako í blóðugri baráttu um framtíð Japans.
1/7/202255 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – Síðasti Heian-prinsinn

Keisaraætt Japans á sér að minnsta kosti 1600 ára sögu, en í aðeins örfá skipti hefur hún farið nærri því að missa stöðu sína endanlega. Það gerðist þegar keisarinn Go-Toba, síðasti prinsinn sem fæddist á Heian-tímanum, gat ekki unað lengur við að vera í skugga sjógunsins og ákvað að taka málin í eigin hendur.
12/30/202155 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Radíó Efling – Selma & Mummi

Selma Nótt stendur fyrir utan heimili Imbu, konu sem hún þrífur hjá fyrir heimaþjónustu Reykjavíkurborgar, með stórt pottablóm í fanginu. Hún ætlar að freista þess að Imba sjái um blómið því sjálf er hún að flytja úr landi. Selma ólst upp í Tyrklandi við afar erfiðar aðstæður sem á endanum leiddu hana til Íslands í sjálfboðavinnu. Síðan hún flutti hingað, hefur það kostað hana sleitulausa baráttu og vinnu að fá að búa hér og vinna. Nú þegar hún hefur loksins fengið ríkisborgararétt, hefur Selma gefist upp á lífinu hér. Mygla í bílskúrnum sem hún leigir sem íbúðarhúsnæði gerði útslagið, en myglan hefur haft erfið áhrif á heilsu hennar og fuglsins hennar Mumma. Leigusalinn bregst ekki við kvörtunum, húsnæðismarkaðurinn er eins og hann er og Selma hefur ákveðið að flytja úr landi og byrja á núllpunkti í nýju landi – aftur.
12/22/202120 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Log4j öryggisvá með CERT-IS

Tæknivarpið fær til sín Guðmund Arnar Sigmundsson frá CERT-IS netöryggissveit Fjarskiptastofu. Við ræðum öryggisgallann í Log4j og áhrifin af honum.  Þessi þáttur er í Elko og Macland 🙏🏼 Stjórnandi er Atli Stefán Yngvason sem er að finna á Twitter sem atliy.
12/21/202139 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Tencent og kínversku tæknirisarnir

Kína er gríðarstórt land með mismunandi svæði, menningarheima og tungumál á hverju strái þar sem samkeppni er gríðarleg vegna mannfjöldans á hverjum stað. Í Bandaríkjunum eru mörg fyrirtæki sem sinna sínum sviðum innan markaðarins eins og Youtube, Facebook, Discord, Instagram, Netflix og Twitter. Af hverju er bara eitt fyrirtæki í Kína sem sinnir öllum þessum hlutverkum og hefur fengið að vaxa ótrautt áfram í öll þessi ár? Tencent er svoleiðis fyrirtæki eða nokkurs konar samblanda af öllu sem hér er áður nefnt. Skýringin á því er einföld en mun líklegast koma flestum hlustendum á óvart því það vinnur á móti skilning flestra þegar kemur að Kína nútímans.
12/15/202127 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Hvernig getum við tryggt réttlát orkuskipti?

Í þessu síðasta hlaðvarpi fyrir jólafrí spjallar Sigrún við Jason Beckfield, prófessor í félagsfræði við Harvard háskólann í Bandaríkjunum og gestaprófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Jason hefur lengi sinnt rannsóknum sem tengjast ójöfnuði og í nýjasta rannsóknarverkefninu sínu skoðar hann hvernig ójöfnuður tengist orkuskiptum. Hann er hluti af þverfaglegu rannsóknarteymi sem kallast Roosevelt verkefnið þar sem sjónum er beytt af áhrifum orkuskipta á einstaklinga og samfélög. Þau Sigrún ræða um rannsóknarverkefnið og helstu niðurstöður þess en einnig hvernig og hvers vegna félagsfræðin skiptir máli til að skilja og bregðast við þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í umhverfismálum og þá sérstaklega loftlagsbreytingum.
12/13/202155 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Tómir rafbílar teppa umferð ⚡️

Jólin nálgast og því skelltum við í létta umræðu um jólagjafir árins. Lofsöngvar voru sungnir um nýju ljótu tölvuna hans Mosa og brátt kemur Pixel úrið sem mun gera Elmar að hræsnara. Að lokum ræddum við stærsta vandamálið í Noregi um þessar stundir þar sem rafmagnslausir rafbílar virðast vera að teppa allar götur eftir síðasta kuldakast.
12/13/20211 hour, 8 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands

Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er Þorgerður Anna Björnsdóttir kínverskufræðingur en hún vinnur nú að því að skrifa samskiptasögu Íslands og Kína. Frá því að fyrsti Íslendingurinn sem vitað er um að hafi komið til Kína, með dönsku kaupfari á 18. öld, steig þar á land hafa Íslendingar farið þangað í ýmsum erindagjörðum gegnum tíðina. Margt áhugavert hefur komið upp úr kafinu þegar þessi saga hefur verið skoðuð og leynast þræðir á milli landanna víðar en mann grunar. Í viðtalinu fer Þorgerður Anna yfir margt áhugavert sem hefur rekið á fjörur hennar síðan hún hóf þessa vinnu.
12/8/202155 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – „Líkaminn er raunverulegur skynjandi“

Í þessum þætti er rætt við mannfræðinginn Svein Eggertsson um rannsókn hans meðal Kwermin-fólksins á Nýju-Gíneu, rannsóknir á Páskaeyjum og fleira. Meginrannsóknaráherslur Sveins hafa snúið að efnismenningu, mannfræði skynjunar og lista út frá sjónarhóli fyrirbærafræði, sem og samskiptum manna og dýra. Rannsókn Sveins meðal Kwermin fjallaði einkum um þekkingu og skinn, um húð sem þekkingarbera og tjáningu menningarlegra þátta. Sveinn hefur einnig skoðað veggjalist (graffití) út frá mannfræði lista. Sveinn Eggertsson fæddist í Reykjavík 1954. Hann lauk BA námi í mannfræði frá HÍ 1990, MA í mannfræði frá Háskólanum í Manchester og doktorsnámi í mannfræði frá sama skóla 1997 eftir vettvangsrannsókn í Nýju-Gíneu.
12/7/20211 hour, 15 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Bráðum koma blessuð jólin

Í sérstökum jólaþætti bregða Dagrún og Vilhelmína undir sig betri fætinum og ræða við þjóðfræðinga um ýmislegt sem tilheyrir jólunum. Jólabókaflóðið er ómissandi í aðdraganda jóla og segja Dagrún og Vilhelmína frá þjóðfræðingum sem taka þátt í flóðinu í ár með nýjum og spennandi bókum. Þær ræða við Benný Sif Ísleifsdóttir þjóðfræðing og rithöfund sem segir frá nýjustu skáldsögu sinni Djúpinu. Sagan gerist kvennaárið 1975 og segir frá tveimur ungum stúlkum sem ráða sig í sumarvinnu vestur á firði. Þá ræða Dagrún og Vilhelmína við Björk Hólm þjóðfræðing og forstöðumann safna í Dalvíkurbyggð. Söfn bæjarins bjóða upp á fjölbreytta og áhugaverða jóladagskrá alla aðventuna, meðal annars með spennandi jóladagatali á Facebook síðu Byggðasafnsins en hægt er að fylgjast með og taka þátt hvar sem er á landinu. Að auki segir Björk frá metnaðarfullum jólaundirbúningi á sínu eigin heimili. Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Guðmundsdóttir er þjóðfræðingur og sauðfjárbóndi með meiru. Hún segir frá forystusauðnum Eitli úr Aðventu Gunnars Gunnarssonar og sínum eigin jólahefðum sem eru breytilegar frá ári til árs. Að lokum ræða Dagrún og Vilhelmína við Guðmund Lúðvík Þorvaldsson þjóðfræðinema en hann er sérlega kunnur störfum jólasveina og þekkir vel hvaða hæfileikum góðir og hressir jólasveinar þurfa að vera búnir. Þá segir hann frá skemmtilegum jólahefðum í tengslum við þrettándann í Vestmanneyjum. Þá er bara að koma sér vel fyrir, grípa mandarínur og heitt kakó, leggja við hlustir og leyfa jólastemningunni að taka völdin.
12/7/202157 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Á að skylda fólk á eftirlaun?

Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Jan Fritz en hún er prófessor í félagsfræði við Háskólann í Cincinatti í Bandaríkjunum og rannsóknarfræðimaður við Setur um félagsfræðilegar rannsóknir við Háskólann í Johannesburg í Suður Afríku. Jan dvaldi hér á landi í haust sem Fulbright styrkþegi þar sem hún beindi sjónum að því hvort það að skylda fólk á eftirlaun á ákveðnum aldri sé mismunun sem byggir á aldri. Jan hefur einnig talað mikið fyrir klínískri félagsfræði en í henni eru kenningar og aðferðir félagsfræðinnar notaðar til að meta og leysa vandamál í samfélaginu.
12/6/202157 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Break frá Fractal 5 og jólagjafir

Fractal 5 gaf út sitt fyrsta app á Slush nýsköpunarhátíðinni í vikunni: Break. Break er samfélagsmiðill sem ætlar að skipuleggja tækisfærishittinga fyrir fólk. Macland opnar nýja verslun í Kringlunni í dag(3.des)! Við rennum yfir jólabækling Elko og rekum augum í fótanuddtækið sem virðist aldrei ætla deyja. Nýja ríkisstjórnin ætlar að opna sína eigin streymisveitu til að miðla íslensku efni geymt hjá Kvikmyndamiðstöðinni. Er það sniðugt eða á bara að upphala þessu á YouTube? SpaceX er víst á leiðinni á hausinn samkvæmt Elon Musk sjálfum, nema allt starfsfólkið vinni langar vaktir um helgar til að bjarga því. Tesla kynnir fjórhjól fyrir börn sem heitir auðvitað Cyberquad. Meðstofnandi og forstjóri Twitter stígur til hliðar og hleypir nýjum að. Ætli það sé framtíð fyrir Twitter án Trump? Apple virðist hafa dregið úr framleiðslu á iPhone þetta árið en ekki er vitað hvort það sé vegna eftirspurnar eða framleiðslugetu. Þessi þáttur er í boði Elko og Macland. Stjórnendur eru: Atli Stefán, Elmar Torfason og Daníel Ingólfsson
12/6/20211 hour, 4 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu

Viðmælandi okkar að þessu sinni er Hjálmar W. Hannesson fyrrverandi sendiherra og fyrsti sendiherra Íslands með aðsetur í Kína. Hjálmar var fenginn til að koma á fót fyrsta íslenska sendiráðinu í Kína, og raunar allri Asíu, og segir hér frá þessum áhugaverðum tímum í samskiptum landanna og því flugi sem þau fóru á í kjölfarið. Íslenska sendiráðið í Peking hóf starfsemi sína á hótelherbergi á Hilton en átti eftir að marka tímamót í samskiptum landanna. Í viðtalinu fer Hjálmar yfir fyrstu ár sendiráðsins þar sem mikið gekk á; Kína að vakna til lífsins og fjölmörg fyrirtækja á leiðinni þangað, fjöldi menningarviðburða og að ógleymdri heimsókn Vigdísar forseta sem með sinni einstöku framkomu heillaði Kínverja upp úr skónum.
12/1/202153 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega

Bryndís Björgvinsdóttir er þjóðfræðingur, rithöfundur og dósent við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Á ferli sínum hefur hún komið víða við í rannsóknum og ritstörfum og hefur hið yfirnáttúrulega verið henni hugleikið. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Bryndísi um rannsóknir hennar á álfum og álfabyggðum en hún segir frá því hvernig hún fékk áhuga á álfum í tengslum við náttúruna og umhverfisvernd. Árið 2018 kom út bók hennar, og Svölu Ragnarsdóttur, Krossgötur – álfatrú, álfabyggðir og bannhelgi á Íslandi. Þar segir frá stöðum þar sem manngert umhverfi hefur lagað sig að álfabyggðum og álagablettum og hvernig hið yfirnáttúrulega og ósýnilega getur þannig birst okkur í umhverfinu. Í þættinum tæpir Bryndís á ýmsu og segir meðal annars frá útvarpsþáttum um Grýlu, Hafnfirðingarbröndurum, sem og sjónvarpsþáttunum Reimleikum þar sem hún miðlaði sögum fólks af dulrænum atburðum og heimsótti staði þar sem sagt er reimt. Nýjasta útgáfa Bryndísar er bókin Kristín Þorkelsdóttir sem segir sögu Kristínar sem er myndlistarkona en starfaði sem grafískur hönnuður. Kristín rak lengi eina stærstu auglýsingastofu landsins og á hún stóran hlut í hversdagslegri sjónmenningu landsmanna en hún hannaði meðal annars íslensku seðlaröðina og alþekktar umbúðir fyrir mjólkurvörur. Bryndís segir frá útgáfunni og störfum Kristínar.
11/30/202142 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin

Íslenska heilbrigðiskerfið hefur verið í sviðsljósinu undanfarin misseri í skugga COVID-19 heimsfaraldursins, þar sem meðal annars hefur verið rætt um of mikið álag á kerfið, undirmönnun og undirfjármögnun þess og burði kerfisins til að takast á við heimsfaraldur samhliða öðrum áskorunum. Til að ræða stöðu íslenska heilbrigðiskerfisins fékk Sigrún til sín Rúnar Vilhjálmsson, professor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands en hann er einn helsti sérfræðingur landsins í heilbrigðiskerfum og heilsufélagsfræði almennt. Þau Sigrún fara yfir íslenska heilbrigðiskerfið, sögu þess og gerð í alþjóðlegum samanburði, ásamt því að ræða rannsóknarferil Rúnars og af hverju hið félagsfræðilega sjónarhorn er mikilvægt til að skilja heilsu og veikindi.
11/29/20211 hour, 8 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Rafræn skilríki fyrir klám

Á dögunum fór hátt í fjölmiðlum umræða um klámnotkun barna og hvort hægt væri að krefjast innskráningar með rafrænum skilríkjum til að skoða klám. Um þetta er fjallað í þætti dagsins og hvort þetta sé raunhæf leið og líkleg til árangurs. Einnig ræddu þáttastjórnendur um sölu innviða fjarskiptafyrirtækja, Svartan fössara í Elko, tískustrauma unga fólksins, Pixel 6a leka og ónothæfa Tesla bíla. Að síðustu var rætt um nýjasta snjalllásinn á heimilum þáttastjórnenda. Þessi þáttur er í boði Elko og Macland. Stjórnendur eru: Andri Valur, Elmar Torfason, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvinsson
11/26/20211 hour, 16 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Valdatíð Mansjúa á tímum Qing-keisaraveldisins

Qing keisaraveldið var eitt farsælasta keisaraveldi menningarsögunnar en flest málefni utanríkismála Kína í dag snúast um sögulega atburði og samninga sem voru undirritaðir á tímum Qing. Það þýðir einfaldlega að ef það er sérstaklega eitt keisaraveldi sem gott er að hafa víðtæka þekkingu á, þá er það Qing keisaraveldið.
11/25/202135 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 13. þáttur: Það er alltaf fólk reiðubúið að hjálpa manni

Í þessum þætti er rætt við mannfræðinginn Kristján Þór Sigurðsson, einn að þáttastjórnendum hlaðvarpsins, um feril hans í mannfræðinni. Kristján segir hlustendum frá ákvörðun sinni að hefja nám í mannfræði, mastersrannsókn hans í Ghana og hvernig það kom til þess að hann byrjaði að rannsaka líf múslíma á Íslandi. Rætt er um fordóma og staðalmyndir og í því samhengi vald orðræðu og ábyrgðarhlutverk fjölmiðla. Kristján Þór Sigurðsson er aðjúnkt í Mannfræði við Háskóla Íslands og kennsla hans hefur einkum einkennst af málefnum múslíma. Kristján er fæddur þann 25. júlí árið 1954. Hann lauk BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og mastersgráðu í mannfræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn árið 2004.
11/24/20211 hour, 9 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Sorp og saur: Umhverfismál og þjóðfræði

Þjóðfræði fæst við rannsóknir á hversdagsmenningu í fortíð og samtíð og er fátt, ef nokkuð, óviðkomandi. Oftar en ekki eru viðfangsefnin hið daglega líf og þættir þess sem virðast svo hversdagslegir að nær óþarft sé að veita þeim athygli, meðal annars hvernig fólk flokkar rusl og losar sig við úrgang. Slíkar rannsóknir gefa engu að síður mikilvæga vitneskju um hvernig fólk tekst á við líf sitt og geta leitt til lausna sem leiða til aukinnar sjálfbærni og eru betri fyrir umhverfið. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Eystein Ara Bragason þjóðfræðing sem búsettur er í Svíþjóð. Í fyrri hluta þáttarins segir Ari frá meistararannsókn sinni um flokkun og endurvinnslu heimilssorps í daglegu lífi. Um var að ræða yfirgripsmikla rannsókn sem byggði meðal annars á viðtölum og vettvangsathugunum. Rannsóknin greindi viðhorf fólks sem leiddi í ljós ákveðna gagnrýni á gildi neyslusamfélagsins en einnig umgjörð flokkunar, bæði hvað varðar þjónustu í tengslum við sorphirðu sem og aðstöðu á heimilinu. Í seinni hluta þáttarins segir Ari frá nýrri og spennandi rannsókn en þar er hann kominn á nýjar slóðir, nánar tiltekið að rannsaka mannlegan úrgang. Ari er á upphafsreit í verkefninu og segir frá ætlun sinni að rannsaka hvernig fólk notar þurrklósett eða aðrar umhverfisvænni aðferðir en hefðbundin vatnssalerni til að koma mannlegum úrgangi aftur út í umhverfið, en vestræn skólpkerfi eru ekki öll þar sem þau eru séð. Rannsóknin er hluti af öndvegisverkefninu Symbiosis, sem fjallar um sambúð mannfólks og örvera. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
11/23/202141 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Viðbrögð samfélagsins við kynferðisbrotum

Óhætt er að segja að mikil umræða hafi átt sér stað í samfélaginu í kjölfar tveggja nýlegra Kveiksþátta þar sem rædd voru hugtök eins og þolendaskömm, gerendameðvirkni og slaufunarmenning. Til að skilja betur hvað hvað er átt við með þessum hugtökum og til að setja umræðuna í stærra félagsfræðilegt samhengi fær Sigrún til sín þær Margréti Valdimarsdóttur dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri og Sunnu Símonardóttur nýdoktor og aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þær fara yfir umræðuna og mikilvægi þess að aðgreina annars vegar umræður um þolendur og hins vegar gerendur, ásamt því að velta fyrir sér hvernig við getum átt þetta sársaukafulla uppgjör með það að leiðarljósi að samfélagið verði á endanum betra samfélag fyrir öll kyn.
11/22/202154 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Icelandverse, Tiro talgreinir og Spotify íhugar hljóðbækur

Íslandsstofa sló í gegn með Icelandverse markaðsaðgerðinni í síðustu viku og fór um víðan völl. En hvað fannst Mosa? Tiro er talgreinir sem skilur íslensku og virðist svínvirka. Apple svignar undan þrýstingi og opnar á tól sín fyrir viðgerðir einstaklinga, sem hafa verið fram að þessu einungis í boði fyrir vottuð verkstæði eins og Macland. Youtube ætlar að fela „dislike“-teljarann en heldur áfram að taka á móti þeim og Atli klórar sér bara í hausnum. Spotify fikrar sig í önnur viðskiptatækifæri og kaupir fyrirtæki sem styður við hljóðbókagerð. Einnig er Spotify að rúlla út nýjum textafídus þannig þú getur raulað með uppáhaldslaginu þínu. Fujifilm bjó til fallega Instax myndavél og Atli er slefandi. Pixel 6 styður víst bara 22W hleðslu og nördar eru reiðir (en þeir misskildu víst). Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Mosi. Þessi þáttur er í boði Elko, Macland og Bruggstofunar + Honkítonk BBQ.
11/19/20211 hour, 18 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Ferðalög og nám í Kína á níunda áratugnum

Viðmælandi vikunnar er Steingrímur Þorbjarnarson kínverskufræðingur. Í þættinum fer Steingrímur yfir áhugaverð námsár sín í Kína á níunda áratug síðustu aldar þegar Kína var að vakna til lífsins. Við spjölluðum jafnframt um kínverskunámið sem tekið var föstum tökum, ferðalög vítt og breitt um Kína sem og margskonar kynni Steingríms af kínversku þjóðinni á áhugaverðum tímum.
11/17/20211 hour, 4 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Alþýðuhefðir og grasalækningar á Íslandi

Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Elsu Ósk Alfreðsdóttur þjóðfræðing. Elsa starfaði um árabil sem kennari við námsbraut í þjóðfræði og kenndi meðal annars námskeið um alþýðulækningar og hátíðir og leiki. Hún hefur alltaf haft brennandi áhuga á þjóðfræði, náttúrunni, jurtum og framandi menningu. Elsa segir frá yfirgripsmikilli rannsókn sinni á grasalækningum á Íslandi. Hún segir frá alþýðuhefðum í tengslum við lækningajurtir og hvernig sú hefð getur fylgt ákveðnum fjölskyldum. Elsa tók viðtöl við afkomendur Grasa-Þórunnar sem varð hálfpartinn að þjóðsagnapersónu vegna kunnáttu sinnar á grasalækningum og færni sem ljósmóðir. Grasalækningahefðir hafa þróast og breyst í gegnum árin og ræðir Elsa og hvernig hefðirnar birtist okkur í samtímanum en á undanförnum árum hefur orðið endurvakning í tengslum við nýtingu á grösum. Einnig má sjá áhugaverð átök um stöðu þekkingar í þessu samhengi, þar sem alþýðulækningar eru skilgreindar út frá vestrænum læknavísindum. Nýverið setti Elsa á fót heilunar- og jurtasetrið Venus (https://www.venushealingart.com) þar sem hún býður upp á höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, námskeið og vinnustofur um jurtir og náttúrulækningar, þjóðleg fræði og dulspeki. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
11/16/202142 minutes, 1 second
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Löggæsla og samfélagið

Afbrotavarnir vísa til aðferða til að draga úr afbrotum og áhrifum þeirra á samfélagið. Hérlendis vantar heildstæða stefnumörkun stjórnvalda í þessum málaflokki en rannsóknir sýna að ábyrgar afbrotavarnir draga úr afbrotum, auka öryggiskennd íbúa og draga úr samfélagslegum kostnaði. Afbrotavarnir voru þema ráðstefnunnar Löggæsla og samfélagið sem námsbraut í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri hélt í fjórða sinn 6. október síðastliðinn. Ráðstefnan er vettvangur þar sem fagfólk og fræðimenn reifa málefni sem tengjast löggæslu í víðri merkingu. Guðmundur Oddsson, dósent í félagsfræði við HA, ræddi við Andrew Paul Hill, lektor og brautarstjóra námsbrautar í lögreglufræði við HA og einn skipuleggjanda ráðstefnunnar, um starfsferil Andrews, rannsóknir, ráðstefnuna Löggæsla og samfélagið og uppbyggingu grunnnáms lögreglumanna á háskólastigi hérlendis.
11/15/202148 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Steam Deck seinkar og Pixel 6 Pro er lentur

Mannvirkjaskrá kemst á netið og verður stafræn. Sýn fer í færsluhirðingu eða posaleigu. Húsasmiðjan bjó til app og er með einhverja útgáfu af „skannað & skundað“. Steam Deck leikjatölvunni hefur verið seinkað sem kemur ekkert sérlega á óvart. Microsoft býr til Chromebook „killer“ til að komast inn í skólastofurnar í Bandaríkjunum. Næstu örgjörvar Apple halda áfram að leka. Elmar fjallar um sín fyrstu viðbrögð við Pixel 6 Pro símanum. Þessi þáttur er í boði Elko, Macland, og Bruggstofunnar + Honkítonk BBQ. Hlustendur Tæknivarpsins eru með 10% afslátt af drykkjum hjá Bruggstofunni. Stjórnendur eru: Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.
11/12/20211 hour, 12 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Ævintýrasagan Vesturferðin og skáldsagnir á tímum Ming

Bókmenntaverkið Vesturferðin 西游记 fjallar um búddamunkinn Xuanzang, hulduverurnar Apakónginn, Svínka og Sveinka og ferð þeirra vestur frá Changan, sem var þá höfuðborg Tang keisaraveldisins alla leið til Indlands til að ná í helgar búddískar sútrur og ferðast með þær aftur til Kína til þess að þýða þær yfir á kínverskt alþýðumál. Enn þann dag í dag eru búnar til hundruð kvikmynda og sjónvarpsþátta út frá sögupersónum verksins og hafa vinsældir þeirra ekkert nema aukist með tímanum.
11/10/202123 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 12. þáttur: „To boldly go where no one has gone before“

Gestur vikunnar í mannfræðihlaðvarpinu Raddir margbreytileikans er Sveinn Guðmundsson. Sveinn er fæddur í Reykjavík árið 1979. Hann er jafnréttisfulltrúi við HÍ, stundakennari í Mannfræði við HÍ og umboðsmaður doktorsnema. Við spjölluðum við Svein um menningarfyrirbærið Star Trek og aðdáendur þess en hann kenndi sumaráfanga sumarið 2021 um efnið.
11/10/20211 hour, 11 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Hver kynslóð verður að uppgötva sagnaarfinn: bókmenntir, galdra og varúlfa

Aðalheiður Guðmundsdóttir er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Áður var Aðalheiður dósent við þjóðfræðideild HÍ og kenndi meðal annars kúrsa um ævintýri, galdra og þjóðsagnafræði. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Aðalheiði um rannsóknir hennar á miðaldabókmenntum og fornaldasögum. Aðalheiður hefur rannsakað hvernig fornaldasagnahefðin birtist í Evrópu og ákveðnar sögur eða sögubrot sjást til dæmis á mynd- og rúnasteinum, í kvæðum, kirkjulist, sagnadönsum og veggteppum. Þessar sögur, sem byggja á sameiginlegri sagnahefð, verða svo að bókmenntum hér á Íslandi. Aðalheiður segir einnig frá því hvernig hún hefur rannsakað þjóðfræðiefni í miðaldabókmenntum, meðal annars minnið um vondu stjúpuna, galdra og álög. Þá segir hún frá varúlfum, eða hamskiptaminninu sem er sívinsælt jafnt meðal lesenda og fræðifólks. Í íslenskum miðaldabókmenntum má finna þó nokkrar sögur af varúlfum, sem eru yfirleitt karlkyns, og segja þá frá dýrinu innra með okkur sem brýst út við sérstakar aðstæður. Nú á næstunni eru væntanlegar þrjár bækur sem Aðalheiður hefur unnið að. Þetta eru tvö fyrstu bindin í ritröðinni Arfur aldanna, þar sem fjallað er um fornaldasögurnar. Að auki er væntanlegt ritið Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi. Aðalheiður bendir á að mikilvægt sé að hampa ekki ákveðnum þáttum bókmenntasögunnar á kostnað annarra og að hver kynslóð verði að fá að uppgötva arfinn upp á eigin spýtur. Aðalheiður ræðir einnig hvernig dægurmenning og kvikmyndir sækja innblástur sagnaarfinn og miðaldabókmenntir.
11/9/202147 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Örverur, menn og sundlaugarmenning: Innsýn frá þjóðfræðinni

Í hlaðvarpi dagsins spjallar Sigrún við Valdimar Hafstein, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Valdimar hefur komið víða við í rannsóknum sínum og meðal annars skoðað hvernig höfundaréttur verður til, samlíf manna og örvera og sundlaugarmenningu. Hann hefur oft á tíðum beitt óhefðbundnum aðferðum við að koma rannsóknarniðurstöðum á framfæri, meðal annars í formi heimildarmyndarinnar, The Flight of the Condor, þar sem hann skoðaði ferð þjóðlags frá Suður-Ameríku yfir í lag í flutningi þeirra Simons and Garfunkels og hvernig ákveðin fyrirbæri urðu skilgreind sem óáþreifanleg menningarverðmæti. Í spjalli sínu ræða þau Sigrún og Valdimar um þjóðfræðina, hvað hún er og hvers vegna hún skiptir máli, sem og hin ýmsu rannsóknarverkefni Valdimars, þar með talið verkefni hans um samlíf manna og örvera sem hlaut öndvegisstyrk frá Rannís árið 2020 og sýningu sem hann er að skipuleggja um sundlaugarmenningu sem verður opnuð á Hönnunarsafni Íslands árið 2022.
11/8/202158 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Facebook verður Meta og Airpods 3

Hopp fær styrk til að fara í útrás, Sýn skilar fínum afgangi, Gagnaveita Reykjavíkur heitir nú Ljósleiðarinn, Facebook fyrirtækið fer í ásýndarbreytingu, Netflix býður nú einnig upp á tölvuleiki, Gulli prófar Surface Laptop Go fartölvuna frá Mowo.is og við fjöllum um fyrstu prófanir Atla og Sverris á Apple Airpods 3. Þessi þáttur af Tæknivarpinu er í boði Elko og Bruggstofunnar Honkítonk BBQ á Snorrabraut. Stjórnendur eru: Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvinsson.
11/8/20211 hour, 23 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Viðskipti, nám og ferðalög í Kína

Í vikunni fengum við hann Einar Rúnar Magnússon í viðtal til okkar. Hann hefur viðamikla reynslu af viðskiptum í Kína og lærði áður viðskiptafræði með sérhæfingu í kínverskum markaði og í Asíu.
11/3/20211 hour, 4 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Þjóðhættir fyrr og nú

Frá því um 1960 hefur Þjóðminjasafn Íslands safnað skipulega heimildum um lífshætti á Íslandi með því að semja spurningaskrár og senda út til fólks. Þannig hafa fengist umfangsmiklar heimildir um líf landsmanna í gegnum árin. Í upphafi voru spurningaskrárnar sendar bréfleiðis til heimildarmanna safnsins en í seinni tíð eru þær einnig aðgengilegar á netinu fyrir fólk til að svara. Nú er þjóðháttasafn Þjóðminjasafnsins aðgengilegt á vefnum sarpur.is (https://sarpur.is/Spurningaskrar.aspx?View=small) og þar getur fólk lesið svör úr þjóðháttasafninu og þannig kynnt sér ýmsa þjóðhætti. Þar er einnig hægt að svara spurningaskrám sem nú eru opnar og þannig getur fólk miðlað upplifunum sínum til dæmis af loftslagsbreytingum og lífinu á dögum kórónaveirunnar, eða deilt frásögnum af gæludýrum og laufabrauðshefðum. Safnið er hafsjór af fróðleik bæði um liðna tíð en einnig um samtímamenningu. Þjóðháttasöfnun er mikilvægur liður í því að varðveita þekkingu um hversdagsmenningu á hverjum tíma þar sem fólk segir frá eigin reynslu og þekkingu. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Ágúst Georg Ólafsson þjóðfræðing. Ágúst starfaði við þjóðháttasafn Þjóminjasafnsins til fjölda ára en lét af störfum um síðustu áramót. Því var tilvalið að ræða við Ágúst um þjóðháttasafnið og sögu þess, líta yfir farinn veg og fjalla um þær breytingar sem hafa orðið á undanförnum árum í söfnun þjóðfræðiefnis.
11/2/202138 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Vertu Úlfur og staða geðheilbrigðismála á Íslandi

Gestur vikunnar er Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar og stefnumótunarsérfræðingur hjá Forsætisráðuneytinu. Hann hefur lagt mikið til umræðu og stefnumótunar í geðheilbrigðismálum undanfarna áratugi og byggir það m.a. á eigin reynslu af geðheilbrigðiskerfinu. Árið 2015 kom út bók Héðinns Vertu Úlfur en hún fjallar um reynslu hans af því að greinast með geðsjúkdóm og ferðalagið í gegnum kerfið og samfélagið almennt. Sú bók var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2015. Saga hans hefur síðan öðlast líf á fjölum Þjóðleikshúsins þar sem sýningar standa yfir á leikverki sem byggir á bókinni. Þar er Björn Thors í hlutverki Héðins en leikstjóri er Unnur Ösp Stefánsdóttir. Á síðustu Grímuverðlaunum hlaut leikverkið hlaut 7, meðal annars fyrir sýningu og leikrit ársins sem og leikstjóra og leikara ársins.
11/1/202154 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Rafbílavæðing Íslands og framtíð orkuskipta

Við förum yfir tæknifréttir vikunnar og fáum góðan gest í þáttinn til að ræða rafbílavæðingu Íslands, hann Kolbein Marteinsson. Fyrsta íslenska frétt vikunnar er einmitt rafbílafrétt því Tesla opnaði í vikunni ofurhleðslustöðvar á Akureyri. HR var hakkað og krefst óprúttinn aðili lausnargjalds fyrir gögn sem hann heldur í gíslingu. En ætlar HR að borga lausnargjaldið? Þagnarbindi tækniumfjallara rofnuðu og fyrstu umsagnir Macbook Pro fartölva og Airpods 3 fylltu Youtube strauminn hans Atla. Macbook Pro afköst virðast fara fram úr væntingum og henta vel fyrir þau sem vinna við myndvinnslu og efnisframleiðslu. Svo fáum við „þáttarbrjótanda“-fréttir: Airpods 3 heyrnatólin eru komin í sölu á Elko.is!! Þessi þáttur er í boði Bruggstofunnar Honkítonk BBQ og Elko. Hlustendur Tæknivarpsins eru með 10% afslátt af drykkjum hjá Bruggstofunni. Stjórnendur eru: Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.
10/29/20211 hour, 24 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Búddamunkurinn sem varð að keisara

明 keisaraveldið var veldi sem reis upp úr rústum mongólska heimsveldisins en um stutta stund hafði Kína verið undir stjórn mongólskra yfirráða úr norðri. 元 keisaraveldið svokallað var gríðarstórt og náði alveg frá Kóreu til Póllands um skeið og eftir hnignum þess margbrotna veldis áttu hinir ýmsu herforingjar í stríði sín á milli. Undir lokin stóð ein herdeild eftir og setti á fót 明 keisaraveldið með höfuðborg sína í Nanking borg. Leiðtogi þess hét Zhu Yuanzhang og hóf feril sinn sem bláfátækur munkur en átti síðan eftir að krýna sig sjálfan sem 洪武 keisarinn og leiða kínverska menningarsögu áfram.
10/28/202126 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Leið inn í heim iðandi ofurlífveru“

Í þessum þætti er rætt við Sigurjón Baldur Hafsteinsson, mannfræðing og safnafræðing um rannsókn hans á sjónvarpstöð frumbyggja í Kanada, pælingar varðandi dauða og sorg, og um undralífheima torfhúsa. Sigurjón Baldur Hafsteinsson lauk BA prófi mannfræði frá HÍ, MA gráðu í mannfræði frá Temple háskólanum í Fíladelfíuborg í USA, og doktorsprófi í mannfræði frá sömu stofnun. Megin viðfangsefni Sigurjóns Baldurs eru sjónrænir miðlar, dauði og sorg, og safnastarf. Raddir marg­breyt­i­­­­leik­ans er mann­fræð­i­hlað­varp þar sem rætt verður við íslenska mann­fræð­inga um það sem þeir eru að rann­saka. Einnig verður rætt við erlenda fræð­i­­­­menn þegar færi gefst. Umsjón­­­­ar­­­­fólk hlað­varps­ins eru Hólm­­­­fríður María Ragn­hild­­­­ar­dótt­ir, Krist­ján Þór Sig­­­­urðs­­­­son og Sandra Smára­dótt­­­­ir.
10/26/20211 hour, 29 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig

Hvað eiga gamla höfnin í Reykjavík, kombucha, súrdeig og örverur sameiginlegt? Jú, þetta eru allt viðfangsefni sama þjóðfræðingsins. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Áka Guðna Karlsson doktorsnema í þjóðfræði og verkefnisstjóra. Áki segir frá nýlegri rannsókn sinni á gömlu höfninni í Reykjavík. Á undanförnum árum hafa orðið gríðarlegar breytingar og uppbygging á höfninni, allt frá Hörpu tónlistarhúsi og út á Granda. Áki segir frá efnismenningu hafnarinnar, hvernig lesa má breytingar í umhverfinu og hvaða áhrif þær hafa. Þá hafa reglur um mengun, úrgang og öryggi líka breyst. Þar sem áður var tjöru- og fiskilykt má nú finna matarilm frá veitingastöðum. Þannig endurspegla breytingar á höfninni að vissu leyti þær breytingar sem eru að verða í samfélaginu á hverjum tíma. Áki segir einnig frá nýju þverfaglegu rannsóknarverkefni sem hlaut öndvegisstyrk frá Rannís. Í verkefninu leiða saman hesta sína matvælafræðingar, næringarfræðingar, örverufræðingar, mannfræðingar og þjóðfræðingar. Áki starfar sem fræðilegur verkefnisstjóri en hann segir frá verkefninu og markmiði þess sem er að kortleggja sambýli fólks og örvera. Þáttur þjóðfræðinga í verkefninu snýr meðal annars að matarháttum og samstarfi manna og örvera til dæmis við skyrgerð, súrdeigsbakstur, kombuchagerð og fleira. Um er að ræða afar forvitnilegt verkefni sem verður áhugavert að fylgjast með í framtíðinni. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
10/26/202146 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Staða ungs fólks á Íslandi

Gestur vikunnar er Ársæll Már Arnarson, prófessor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Ársæll hefur stundað rannsóknir á ungu fólki, meðal annars varðandi heilsu þeirra og líðan, einelti og útiveru. Hann stýrir tveimur stórum alþjóðlegum rannsóknum sem beina sjónum að ungu fólki, annars vegar European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) og hins vegar Health Behavior in School-Aged Children (HBSC). Þau Sigrún fara yfir rannsóknarferil Ársæls og ræða sérstaklega um stöðu ungs fólks á Íslandi í dag.
10/25/202157 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel símar

Apple og Google héldu bæði kynningu í vikunni og það er hátíð hjá okkur! Apple kynnti nýja liti fyrir Homepod mini, þannig að hann virðist vera að seljast eitthvað. Airpods 3 ný, endurhönnuð og með Spatial Audio á sama verði. Tvær nýjar Macbook Pro tölvur: 14” og 16” með M1 Pro og M1 Max kubbasettum/örgjörvum. En hvaða raufar eru á þeim? Google hélt flotta kynningu og það eru tveir nýir Pixel símar: 6 og 6 Pro. Hvorn Pixel pantaði Elmar? Stjórnendur eru: Atli Stefán, Elmar Torfason, Gunnlaugur Reynir og Marinó Fannar.
10/23/20211 hour, 28 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn

Hann var sjógun, en langaði mun frekar til að vera skáld. Einungis tólf ára að aldri var Sanetomo gerður að sjógun, æðsta stríðsmanni í landinu. Þrátt fyrir þennan skjóta frama átti hinn ungi maður aldrei eftir að hafa nein raunveruleg pólitísk áhrif. Hins vegar átti hann eftir að hafa töluverð menningarleg áhrif. Sanetomo átti stóran þátt í því að gera Zen-búddisma vinsælan og sumir segja að hann hafi líka verið fyrsti maðurinn til að stunda tedrykkju í Japan.
10/22/202144 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?

Í þætti vikunnar fengum við í viðtal til okkar þau Dr. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og Snæfríði Grímsdóttur aðjúnkt í kínverskum fræðum. Baldur og Snæ­fríður unnu að ítar­legri rann­sókn um sam­skipti Íslands og Kína á árunum 1995-2021. Við ræddum rannsóknina við þau.
10/20/20211 hour, 1 minute, 10 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls

Á ári hverju úthlutar Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkjum til spennandi verkefna. Síðasta sumar styrkti sjóðurinn hvorki fleiri né færri en 13 nemendur við námsbraut í þjóðfræði og safnafræði til að vinna að fjölbreyttum verkefnum. Í þættinum verður fjallað um tvö þessara verkefna, annars vegar verkefnið Hundgá og hins vegar verkefnið Endurofið. Bæði verkefnin sýna svo ekki verður um villst hvernig þjóðfræðiefni og þjóðfræðirannsóknir geta orðið uppspretta nýsköpunar og menningarmiðlunar. Viðmælendur í þættinum eru tveir. Í fyrri hluta þáttarins ræða Dagrún og Vilhelmína við Ingibjörgu Sædísi, meistaranema í þjóðfræði, sem segir frá verkefninu Hundgá. Verkefnið gekk út á að safna samtímaheimildum og sögum um íslenska fjárhundinn með því að taka viðtöl við eigendur og ræktendur íslenska fjárhundsins. Viðtölin verða varðveitt í þjóðfræðisafni Árnastofnunar. Verkefnið vatt upp á sig og Ingibjörg Sædís vann fimm innslög um íslenska fjárhundinn sem birtust í sumar í þáttunum Sumarmál á Rás 1. Í seinni hluta þáttarins ræða Dagrún og Vilhelmína við Álfrúnu Pálmadóttur, þjóðfræðinema, en hún og Ása Bríet Brattaberg fatahönnunarnemi unnu saman verkefnið Endurofið. Verkefnið gengur út á að skapa vaðmál framtíðarinnar úr fötum sem fólk er hætt að nota. Verkefninu lauk með athyglisverðri sýningu sem var haldin 12.-14. ágúst í sýningarrýminu Flæði og vakti meðal annars athygli út fyrir landssteinana hjá aðstandendum New York Textile Month. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
10/19/202142 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Hvernig stöndum við vörð um lýðræðið?

Gestur vikunnar er Kristinn Már Ársælsson en hann lauk nýlega doktorsprófi í félagsfræði frá Háskólanum í Wisconsin, Madison. Kristinn lauk BA-námi í heimspeki frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í félagsfræði frá sama skóla áður en hann flutti sig yfir til Bandaríkjanna í doktorsnám. Helstu áherslurnar í rannsóknum hans er stjórnmálafélagsfræði með sérstaka áherslu á þær áskoranir sem lýðræðið stendur frammi fyrir og hvernig við bregðumst við þeim. Titillinn á doktorsritgerð hans endurspeglar þessar áherslur en hún bar heitið Democratic Challenges and Innovations. Kristinn hóf störf sem lektor í hegðunarvísindum við Duke-Kunshan háskólann í Kína núna í haust en er enn staddur hér á Íslandi sökum faraldusins. Þau Sigrún ræða rannsóknir hans og dvöl í Bandaríkjunum.
10/18/20211 hour, 12 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Snjallheimilið, ljósaperur, ofnarofar og ryksugur

Eru snjallperur besta inngangan í snjallheimilið? Eða eru það snjallofnarofar? Hvað eru tur- og returofnar? Er eitthvað varið í ryksuguvélmenni? Eiga allir í Tæknivarpinu Dyson ryksugu? Hver er réttur fjöldi Dyson ryksuga til að eiga? N-1? Alexa, Google home eða Siri? Allt þetta með honum Marinó Fannari. Svo er Apple kynning 18. október og Atli fær að renna yfir orðróma: Macbook Pro, Airpods 3 og Mac mini(og kannski iMac Plus). Stjórnendur eru Atli Stefán, Bjarni Ben, Sverrir Björgvinsson og Vöggur Mar.
10/15/20211 hour, 23 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 43. þáttur: Nunnusjóguninn III

Eftir langt hlé höldum við áfram með ævisögu Hojo Masako. Samfélag Kamakura tímans ætlaðist ekki til þess að eldri konur eða konur almennt væru virkir þátttakendur í stjórnmálum samtímans, en Masako átti til að gera ekki alltaf það sem var ætlast til af henni.
10/14/202137 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Hvað er kínverska?

Kínversk tungumál eru fjölmörg. Hver staður í Kína á sína eigin tegund af kínversku máli og sumstaðar er munurinn svo mikill að kínverskt fólk á jafnvel í erfiðleikum með að tjá sig á ferðalagi um eigið heimaland. Það er gjarnan grínast með það og sagt að mállýska með sjóher kallist tungumál en restin bara mállýska. Þegar talað er um tungumál og mállýskur í Kína nútímans er hefð fyrir því að mandarín kínverska sé talin vera tungumál á meðan öll hin tungumálin séu mállýskur við hlið þess. Það er hinsvegar ekki beint rétt þar sem kínverskt samfélag er fjöltyngt samfélag með mörg tungumál og því óþarfi að gera lítið úr því. Í þætti vikunnar rennum við yfir kínverskt mál og fjölbreytileika þess.
10/13/202124 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – „Þetta á eftir að gerast, ég vil vera þarna þegar þetta gerist“

Í þessum þætti er rætt við Árdísi Kristínu Ingvarsdóttur sem skilgreinir sig sem félagsfræðing með mannfræðilegan bakgrunn. Árdís segir frá lífi sínu, hvað leiddi til þess að hún ákvað að hefja mannfræðinám og áföllum sem hún varð fyrir á meðan náminu stóð. Þá segir hún einnig frá upplifun sinni sem mannfræðinemi á vettvangi en hún varði 16 mánuðum í Grikklandi á árunum 2014-2015, auk átta mánaða viðveru árið 2012, fyrir doktorsverkefni sitt í félagsfræði. Raddir marg­breyt­i­­leik­ans er mann­fræð­i­hlað­varp þar sem rætt verður við íslenska mann­fræð­inga um það sem þeir eru að rann­saka. Einnig verður rætt við erlenda fræð­i­­menn þegar færi gefst. Umsjón­­ar­­fólk hlað­varps­ins eru Hólm­­fríður María Ragn­hild­­ar­dótt­ir, Krist­ján Þór Sig­­urðs­­son og Sandra Smára­dótt­­ir.
10/12/20211 hour, 21 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Gagnagrunnar, þjóðfræði og framtíðin

Undanfarna áratugi hafa orðið gífurlegar breytingar á aðgengi upplýsinga og gagna af ýmsu tagi. Bylting hefur orðið með internetinu en nú má nálgast ýmis gagnasöfn á stafrænu formi, meðal annars safngögn sem tengjast þjóðfræði. Notkunarmöguleikar slíkra gagnagrunna eru ótrúlega fjölbreyttir og því skiptir miklu máli að til þeirra sé vandað og þeir séu notendavænir. Trausti Dagsson er þjóðfræðingur og starfar sem verkefnisstjóri og forritari hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hann vinnur meðal annars að þróun og uppfærslum á gagnasöfnum stofnunarinnar og tekur þátt í miðlun efnisins. Trausti segir meðal annars frá Sagnagrunni (www.sagnagrunnur.com) þar sem lesa má útdrátt úr íslenskum þjóðsögum og skoða á korti þá staði sem að þær tengjast. Trausti segir einnig frá öðrum gagnasöfnum stofnunarinnar, meðal annars Ísmús (www.ismus.is) þar sem finna má hljóðrit, tónlist, kveðskap, sögur, viðtöl og fleira. Trausti segir frá framtíðarþróun þessara gagnasafna og fyrirhugaðri sameiningu þeirra. Trausti segir frá norrænu og alþjóðlegu samstarfi um gagnagrunna fyrir þjóðsögur og spennandi samstarfsverkefni um Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista, sem stendur til að verði miðlæg gátt þar sem margir ólíkar gagnagrunnar verða tengdir saman. Trausti hefur ritað þó nokkuð um gagnagrunna og miðlun og mun flytja erindi um efnið á Þjóðarspegli – ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum sem haldin verður í Háskóla Íslands 29. október næstkomandi. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
10/12/202141 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Félagsfræði, heimspeki og samanburður ólíkra menningarheima

Jóhann Páll Árnason hefur lengi verið einn fremsti félagsfræðingur Íslendinga, en hann er nú Prófessor Emeritus við La Trobe háskóla í Melbourne í Ástralíu, þar sem hann kenndi frá árinu 1975 til 2003. Þar á undan kenndi Jóhann við Heidelberg háskóla og Bielefeld háskóla í Þýskalandi og seinna við Karls-háskólann í Prag frá 2007 til 2014. Þá hefur hann jafnframt verið gestaprófessor við ýmsa háskóla og rannsóknastofnanir í Frakklandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Jóhann er afkastamikill fræðimaður en eftir hann liggja fjölmargar fræðigreinar og bækur. Hann er ennfremur enn mjög virkur í fræðunum þrátt fyrir að vera kominn á níræðisaldur. Rannsóknaráherslur Jóhanns liggja víða en hverfast um aðallega kenningarlega félagsfræði og sögulega félagsfræði, með sérstaka áherslu á samanburð milli ólíkra menningarheima og þjóðfélagsbreytingar. Guðmundur Oddsson, dósent í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, ræddi við Jóhann um hans langa og merka feril.
10/11/202159 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Facebook með allt niðrum sig

Nýtt af íslensku sjónvarpi: Ófærð fer af stað 17. okt og Stella Blomkvist heillar Gulla. Reykjavík er stútfull af erlendum rafíþróttamönnum og Cloud9 fær að kíkja inn í eldfjall. Strætó ætlar að fjölga rafstrætisvögnum og það er víst allt tilbúið fyrir það. Facebook fór á hliðina og þurfti að spenna upp gagnaver til að komast aftur í gang. Svo hefur Facebook uppljóstrarinn loksins komið fram og fór í viðtal hjá 60 mínútum. En hverju er verið að ljóstra upp? Twitch var illa hakkað en mjög viðkvæm gögn virðast ekki hafa farið víðar. Intel bjó til skammarlega lélega auglýsingu og fær það óþvegið í like/dislike á YouTube. Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir. Kostendur eru Bruggstofan + Honkítonk BBQ, Elko og Arena gaming (þjóðarleikvangur Íslands í rafíþróttum).
10/8/20211 hour, 18 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Völundarhús utanríkismála – Þáttur 6: Tækifæri og áskoranir við mótun framtíðarutanríkisstefnu

Hvernig tryggir Ísland best fram­tíð­ar­hag­muni sína í alþjóða­sam­fé­lag­inu er umfjöll­un­ar­efnið í loka­þætti Völ­und­ar­húss utan­rík­is­mála Íslands. Í þættinum ræðir Baldur við þau Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra og aðjúnkt við Harvard háskóla og Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra og höfund ítarlegrar skýrslu um utanríkismál Íslands.
10/7/20211 hour, 6 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Ættleiðingar, námsdvöl í Ningbo og jarðfræði Kína

Í þætti vikunnar er rætt við Brynhildi Magnúsdóttur, jarð- og Kínafræðing. Brynhildur tengdist Kína fyrst í gegnum ættleiðingu á syni sínum og er í þættinum farið yfir allt það flókna ferli. Einnig ræddum við um námsdvöl hennar í Ningbo-borg í Kína og að lokum áttum við áhugavert spjall um jarðfræði Kína. Í aust­­­­­ur­­­­­vegi er hlað­varps­þáttur sem fjallar um Kína og menn­ingu lands­ins. Í þátt­unum eru helstu sér­­­­­fræð­ingar lands­ins þegar það kemur að mál­efnum Kína og Íslands fengnir til við­tals. Einnig birt­­­­­ast pistlar um sagn­fræði, menn­ingu Kína og hina ýmsu áhuga­verðu ein­stak­l­inga sem koma það­­­­­an. Umsjón með hlað­varp­inu hafa Magnús Björns­­­­­son og Dan­íel Berg­­­­­mann.
10/6/202157 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – „Að fanga þig og tímann“

Ljósmyndir segja oft áhugaverða sögu. Þær eru ákveðinn spegill á samtímann og með tímanum verða þær mikilvægar heimildir um sögu og menningu en líka um persónulegt líf. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Sigurlaugu Dagsdóttur þjóðfræðing. Sigurlaug lauk meistaranámi í hagnýtri þjóðfræði frá Háskóla Íslands í vor. Lokaverkefni hennar var sýning í Menningarmiðstöð Þingeyinga helguð ljósmyndasöfnum tveggja ljósmyndara, þeirra Sigríðar Ingvarsdóttur og Ragnheiðar Bjarnadóttur. Um ólík söfn er að ræða en Sigríður var atvinnuljósmyndari en Ragnheiður áhugaljósmyndari. Sigurlaug segir frá sýningunni sem heitir Að fanga þig og tímann, og ræðir ljósmyndasöfn þessara tveggja kvenna út frá þemum eins og sjálfsmynd, ferðalögum og móðurhlutverkinu. Að auki ræðir Sigurlaug um nám sitt í þjóðfræði og segir frá BA verkefni sínu sem fjallaði um deiluna um Hraunsrétt í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu út frá kenningum í menningararfsfræðum. Þá segir Sigurlaug einnig frá nýrri sýningu um Laxárdeiluna sem hún vinnur að núna með Menningarmiðstöðinni. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
10/5/202146 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Hverjir geta valið mismunandi kosti innan íslenska menntakerfisins?

Í hlaðvarpi dagsins spjallar Sigrún við Auði Magndísi Auðardóttur en hún lauk doktorsprófi í menntavísindum í júní 2021, en ein af hennar megináherslum var félagsfræði menntunnar. Ritgerð Auðar bar heitið Val(þröng) – Endursköpun stétttengdra og kynjaðra valdatengsla með foreldravenjum en þar skoðar hún hvernig foreldrar velja skóla eða hverfi út frá hugsanlegum framtíðarhagsmunum barna sinna. Hún skoðar þetta út frá stétt og kyni, þar sem meðal annars kemur fram að efnahagur ræður miklu varðandi val foreldra og að konur upplifa meira álag varðandi ferlið og að vera viss um að taka réttar ákvarðanir fyrir framtíð barnanna. Auður Magndís starfar núna sem nýdoktor á menntavísindasviði Háskóla Íslands.
10/4/202157 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Framtíð rafíþrótta og Amazon Echo fyrir börn

Krónan er komin með nýjan tæknifídus í appið sitt: Skannað og skundað. Svarmi ætlar að nýta sér Strætó til að hlaða dróna til að taka fullt af myndefni og fleira sniðugt. Sonos Beam hljóðstöngin fékk smá uppfærslu og styður núna Dolby Atmos (eiginlega). Amazon kynnti slatta af nýjum vélbúnaði og þá meðal annars Echo hátalara fyrir börn og Mikka Mús stand fyrir Echo Show. Bose QuietComfort 45 fá góða dóma og halda sínum þægindatitli. Apple Watch virðist geta spottað hjartsláttartruflanir samkvæmt nýlegri rannsókn, en gerir það eitthvað fyrir okkur? Við fengum góðan gest í þáttinn hann Ólaf Hrafn Steinarsson sem er formaður Rafíþróttasamtaka Íslands (https://www.rafithrottir.is) og við fáum að fræðast um stöðu rafíþrótta á Íslandi. Einn ræðum við nýjasta CS:GO kortið sem er klárlega á Íslandi 🇮🇸 Þessi þáttur er í boði Elko sem er að halda firmamót í Rocket League, CSO:GO og FIFA21 tölvuleikjunum. Setjið saman lið á ykkar vinnustað og skráið ykkur á mótið! https://www.rafithrottir.is/firmamot Þessi þáttur er einnig í boði Bruggstofunnar & Honkítonk BBQ veitingastaðarins. Þar er hægt að fá dýrindis grillmat og ferska drykki. https://www.bruggstofan.com Stjórnendur eru Atli Stefán (https://twitter.com/atliy) og Bjarni Ben (https://twitter.com/bjarniben).
10/2/20211 hour, 30 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Hennar rödd: Heilsa kvenna af erlendum uppruna

Á morgun fer fram ráðstefna á vegum félagasamtakanna Hennar Rödd þar sem sjónum verður beint að heilsu kvenna af erlendum uppruna. Markmið samtakanna er að auka vitundarvakningu meðal almennings á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Sigrún fékk til sín þær Elínborgu Kolbeinsdóttur og Chanel Björk Sturludóttur, sem stofnuðu samtökin en einnig þær Randi W. Stebbins, Floru Tietgen og Nurashima Abdul Rashid en þær taka þátt í ráðstefnunni. Í spjallinu segja þær Elínborg og Chanel Sigrúnu frá samtökunum og hugmyndinni að baki henni, Randi og Flora ræða rannsóknarverkefni sem þær taka þátt í um ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna og Nurashima segir frá reynslu sinni af íslenska heilbrigðiskerfinu og hvernig það getur þjónustað konur af erlendum uppruna betur.
10/1/202157 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 5: Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Snæfríður Grímsdóttir aðjúnkt í kínverskum fræðum unnu að ítarlegri rannsókn um samskipti Íslands og Kína á árunum 1995-2021. Baldur og Snæfríður ræddu við Geir Sigurðsson prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands í nýjasta þætti Völundarhússins, þáttum um utanríkisstefnu Íslands, um samskipi Íslands við Kína og niðurstöður skýrslunnar.
9/30/20211 hour, 23 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 42. þáttur: Bjallan í Mugen

Í þessum þætti kynnumst við samúræjanum Kajiwara Kagetoki og syni hans Kagesue. Þeir eru aukapersónur, en dyggir stuðningsmenn Minamoto-ættarinnar og hafa birst í ýmsum leikritum og þjóðsögum. Með því að renna yfir ævi Kagetoki sjáum við hvernig persónuleg tryggð gat bæði fleytt samúræja upp til æðstu metorða og líka endað á því að kosta hann lífið. Í lok þáttar er svo forvitnileg þjóðsaga þar sem Kagesue kemur við sögu, auk spegils sem hvorki brotnar né bráðnar.
9/30/202159 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Uppgangur mongólska heimsveldisins og framrás á tímum Yuan-keisaraveldisins

Yuan-keisaraveldið 元朝 var hluti af hinu gríðarmikla mongólska heimsveldi. Kublai Khan, barnabarn Genghis Khan, stofnaði Yuan-keisaraveldið og setti höfuðborg hins nýja ríkis þar sem nú er Peking og kallaði hana Khanbaliq eða Dadu 大都. Kublai Khan var alþjóðalega sinnaður keisari og leitaðist eftir að nýta það besta sem heimurinn gat boðið upp á þegar kom að því að byggja upp innviði ríkisins. Í þessum þætti fjöllum við um upphaf þess magnaða tímabils og meira.
9/29/202128 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“

Í þessum þætti er rætt við mannfræðinginn Gísla Pálsson um Mannöldina og aldauðann, útrýmingu lífvera og fótspor og fingraför mannsins á plánetuna sem hann byggir ásamt ört hverfandi lífverum, þar á meðal geirfuglinum sáluga sem átti sínar lokastundir á Íslandi. Rætt er um orsakir og afleiðingar en einnig um hvernig hægt er að bregðast við þeirri þróun sem blasir í auknum mæli við okkur öllum. Gísli Pálsson fæddist árið 1949 í Vestmannaeyjum. Hann var sá fyrsti sem útskrifaðist sem mannfræðingur frá Háskóla Íslands, með BA gráðu 1972. Síðan lauk hann MA námi frá Háskólanum í Manchester og doktorsnámi frá sama skóla 1982. Gísli hefur átt langan og farsælan feril sem mannfræðingur og liggur eftir hann mikið bákn útgefins efnis. Eitt megin stef í fræðastarfi Gísla hefur verið samband náttúru og samfélags, sem greina má m.a. á því samtali sem hér fer fram.
9/28/20211 hour, 13 minutes
Episode Artwork

Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi

Jazztónlist nam land hér á landi á 3. áratug síðustu aldar. Ekki voru allir á einu máli um ágæti þessarar nýju tónlistar og þeirra danshreyfinga sem henni fylgdu. Margir stungu niður penna til að vara við siðspillingunni og þeirri ógn sem slíkri tónlist fylgdi, ekki hvað síst fyrir óhörðnuð ungmenni. Þessi orðræða var ekki einskorðuð við Ísland heldur á hún sér hliðstæðu víða um heim, meðal annars í Ástralíu. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Ólaf Rastrick dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands sem kennir meðal annars námskeið um íslenska þjóðhætti, ómenningu og menningararf. Rannsóknir Ólafs hafa að miklu leyti verið á sviði menningarsögu og menningarpólitíkur. Í þættinum segir Ólafur frá rannsókn sinni á landnámi jazz hér á landi og þeim viðbrögðum og viðtökum sem jazzinn fékk. Orðræðan um siðspillandi áhrif jazzins er sett í samhengi meðal annars við samfélagsbreytingar í upphafi síðustu aldar, fullveldi Íslands og sköpun þjóðernis. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
9/27/202143 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Eitt hleðslutæki fyrir alla síma

Gulli vinnur veðmál við Sverri, Kristján lærir muninn á þeir og þeim. Mosi fræðir okkur um GPS kattaól og Elmar kynnir okkur fyrir vel peppaðri kynningu hjá Microsoft. Stjórnendur eru Sverrir, Elmar Torfason, Mosi og Kristján Thors. Þátturinn er í boði Elko sem býður upp á 30 daga verðöryggi. Ef þú kaupir vöru í ELKO og ELKO lækkar verðið innan 30 daga frá kaupum þá geturðu fengið mismuninn endurgreiddan. Sjá meira á https://elko.is/brostrygging
9/24/202153 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Völundarhús utanríkismála Íslands: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?

Í fjórða hlaðvarpsþætti Völundarhúss utanríkismála ræðir Baldur Þórhallsson, þáttastjórnandi, við Kristrúnu Heimisdóttur lektor í lögfræði og Gylfa Zoega prófessor í hagfræði við Háskóla um Evrópustefnu íslenskra stjórnvalda. Þau ræða meðal annars hvort Evrópustefna Íslands byggist á áfallastjórnun, þ.e. hvort íslensk stjórnvöld ákveði eingöngu að taka aukinn þátt í samvinnu ríkja Evrópu ef þau standa frammi fyrir áfalli eða krísu. Þætt­irnir eru hluti af sam­­­starfs­verk­efni Háskóla Íslands, Rann­­­sókna­­­set­­­urs um smá­­­ríki við háskól­ans og hlað­varp Kjarn­ans og liður í því að koma rann­­­sóknum fræð­i­­­manna við Háskóla Íslands á fram­­­færi utan aka­dem­í­unn­­­ar.
9/23/20211 hour, 26 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Kínverskar bókmenntir og þýðingar úr fornkínversku

Hjörleifur Sveinbjörnsson er einn af okkar fremstu þýðendum sem þýðir úr fornkínversku yfir á íslensku. Nýlega hefur JPV forlagið gefið út þýðingaverk hans á nokkrum ljóðum frá tímum Tang-keisaraveldisins og spjölluðum við um það verk og fleira í þessum þætti. Í aust­­­­ur­­­­vegi er hlað­varps­þáttur sem fjallar um Kína og menn­ingu lands­ins. Í þátt­unum eru helstu sér­­­­fræð­ingar lands­ins þegar það kemur að mál­efnum Kína og Íslands fengnir til við­tals. Einnig birt­­­­ast pistlar um sagn­fræði, menn­ingu Kína og hina ýmsu áhuga­verðu ein­stak­l­inga sem koma það­­­­an. Umsjón með hlað­varp­inu hafa Magnús Björns­­­­son og Dan­íel Berg­­­­mann.
9/22/202151 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Konur í raftónlist: „Svo allt í einu er bara stelpa á mixernum“

Undanfarin ár hefur verið áberandi umræða um stöðu kvenna í ýmsum geirum atvinnu- og menningarlífs. Oftar en ekki er staðan sú að konur sem vilja hasla sér völl í karllægum geira glíma við ýmsar áskoranir sem hafa áhrif á hvernig þær nálgast sín verkefni. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Auði Viðarsdóttur þjóðfræðing og tónlistarkonu. Í vorhefti Skírni birtist grein um rannsókn hennar á konum í raftónlist og þeim áskorunum sem þær standa frammi fyrir. Auður fjallar um efnið meðal annars út frá feminísku sjónarhorni og greinir upplifanir kvenna af því hvað þær þurfi að gera til að á þær sé hlustað og mark tekið á þeim eins og strákunum í tónlistarsenunni. Þá fjallar hún um tengsl kvenna við græjurnar sínar, mikilvægi sjáanlegra fyrirmynda og segir frá tónlistarsamtökunum og rokkbúðunum Stelpur rokka sem Auður hefur unnið með í 10 ár. Auður er einnig nýbyrjuð í doktorsnámi og segir stuttlega frá rannsóknarefni sínu. Um er að ræða þverfaglega rannsókn sem skoðar leiðir að gera mataræði fólks bæði vistvænna fyrir umhverfið og heilsusamlegra. Í rannsókninni mun Auður taka viðtöl við fólk sem hagar mataræði sínu með þeim hætti að það sé bæði vistvænt sem og heilsusamlegt. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
9/21/202149 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Hegðun Íslendinga í heimsfaraldri

Við fögnum þeim tímamótum að þáttur dagsins er 100 þáttur hlaðvarpsins með því að fá Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði, til Sigrúnar í spjall um rannsóknir þeirra sem tengjast hegðun og viðhorfum Íslendinga í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Þau byrjuðu að safna gögnum, í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Guðbjörgu Andreu Jónsdóttur, forstöðumann hennar og Magnús Þór Torfason, dósent í viðskiptafræði í byrjun apríl 2020 og hafa safnað daglegum gögnum síðan þá. Í rannsókninni beina þau meðal annars sjónum að áhyggjum Íslendinga af faraldrinum, ef þeir halda að aðgerðir muni skila árangri og hvort þeir fari eftir fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda. Þessi gögn bjóða upp á einstaka möguleika á að tengja viðhorf og hegðun við hvað er að gerast í faraldrinum á hverjum tímapunkti, t.d. hvort að það hversu harðar aðgerðir eru í gangi hafi áhrif á hegðun fólks. Þau Sigrún og Jón Gunnar segja frá rannsókninni, bæði almennt en ræða líka sérstaklega niðurstöður varðandi áhyggjur Íslendinga af faraldrinum og hlýðni við sóttvarnartilmæli. Þau setja faraldurinn einnig í stærra félagsfræðilegt samhengi og útskýra hvernig sjónarhorn félagsfræðinnar hjálpar okkur að skilja þær miklu samfélagsbreytingar sem við höfum upplifað undanfarna 20 mánuði.
9/20/202153 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Kraftlaus Apple-kynning

Apple hélt kynningu á þriðjudaginn og kynnti nýjar vörur: *iPad (grunnútgáfuna) *iPad Mini (alveg nýr!)  *Watch Series 7 (minna uppfært en fólk átti von á) *iPhone 13 og 13 mini *iPhone 13 Pro og 13 Pro Max Við rennum yfir kynninguna í tímaröð með draumaliðinu.  Þessi þáttur Tæknivarpsins er í boði Elko. Elko býður upp á 30 daga skilarétt af (næstum því) öllu, engar spurningar og endurgreitt ef þú vilt 💵 Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir. Gestir okkar eru Hörður Ágústsson og Pétur Jónsson.
9/17/20211 hour, 15 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi

Í þætti dagsins spjallar Baldur við Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og Piu Hansson forstöðumann Alþjóðamálastofnunar um samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Í Völundarhúsi utanríksmála Íslands verða rann­­sóknir Baldur Þór­halls­­son pró­­fess­ors í stjórn­­­mála­fræði við Háskóla Íslands til umræðu. Baldur hefur unnið að rann­­sóknum í stjórn­­­mála­fræði í hart nær þrjá ára­tugi og sér­­hæft sig í rann­­sóknum á stöðu smá­­ríki í Evr­­ópu og utan­­­rík­­is­­stefnu Íslands. Mark­miðið með þátt­unum er að miðla og ræða nið­­­ur­­­stöður rann­­­sókna um utan­­­­­rík­­­i­s­tefnu Íslands. Ætl­­unin er að leiða hlust­­endur út úr völ­und­­­ar­­­húsi umræð­unnar um utan­­­­­rík­­­is­­­stefnu Íslands inn á beina og breiða braut skýrrar umræðu um utan­­­­­rík­­­is­­­mál. Þætt­irnir eru hluti af sam­­starfs­verk­efni Háskóla Íslands, Rann­­sókna­­set­­urs um smá­­ríki við háskól­ans og hlað­varp Kjarn­ans og liður í því að koma rann­­sóknum fræð­i­­manna við Háskóla Íslands á fram­­færi utan aka­dem­í­unn­­ar.
9/16/20211 hour, 6 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Valdamesta kona 20. aldarinnar, Song Meiling 宋美龄

Song Meiling var eitt sinn þekkt fyrir að vera moldrík, gullfalleg og einstaklega valdamikil. Hún var eiginkona herforingjans og einræðisherrans Chiang Kai Shek og gegndi hún mikilvægu hlutverki við hlið hans sem túlkur kínversku þjóðarinnar á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Sumir sagnfræðingar benda á að hún hafi verið ein valdamesta konan 20. aldarinnar og í þessari viku rennum við yfir líf hennar og afrek. Í aust­­­ur­­­vegi er hlað­varps­þáttur á Kjarn­­­anum sem fjallar um Kína og menn­ingu lands­ins. Í þátt­unum eru helstu sér­­­fræð­ingar lands­ins þegar það kemur að mál­efnum Kína og Íslands fengnir til við­tals. Einnig birt­­­ast pistlar um sagn­fræði, menn­ingu Kína og hina ýmsu áhuga­verðu ein­stak­l­inga sem koma það­­­an. Umsjón með hlað­varp­inu hafa Magnús Björns­­­son og Dan­íel Berg­­­mann.
9/15/202125 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 8. þáttur: Finnst skemmtilegra að grafa skurði en skrifa greinar

Í þessum þætti er rætt við Helgu Ögmundardóttur, lektor við félagsfræði-, mannfræði-, og þjóðfræðideild Háskóla Íslands og kennir meðal annars áfanga í umhverfismannfræði og rannsóknaraðferðum en er í rannsóknarleyfi núna. Helga er fædd í Neskaupstað árið 1965. Rannsóknir Helgu snúast um umhverfið og umhverfismannfræði en hún hefur unnið mikið í skógrækt og garðyrkju. Í þættinum ræðum við leið hennar í mannfræði, áhrif hamfarahlýnunar á Íslandi, hversu skemmtilegt það er að tala við blómin sín og margt fleira. Raddir marg­breyt­i­­­­leik­ans er mann­fræð­i­hlað­varp þar sem rætt verður við íslenska mann­fræð­inga um það sem þeir eru að rann­saka. Einnig verður rætt við erlenda fræð­i­­­­menn þegar færi gefst. Umsjón­­­­ar­­­­fólk hlað­varps­ins eru Hólm­­­­fríður María Ragn­hild­­­­ar­dótt­ir, Krist­ján Þór Sig­­­­urðs­­­­son og Sandra Smára­dótt­­­­ir.
9/14/20211 hour, 10 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Kosningar nú og þá

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum að kosningar eru á næsta leyti og af því tilefni fengum við til okkar einn helsta sérfræðing landsins í kosningum og kosningarannsóknum, Evu H. Önnudóttur, prófessor í stjórnmálafræði í heimsókn í Hlaðvarpið. Eva stýrir íslensku kosningarannsókninni en það er könnun sem hefur verið gerð í kringum kosningar allt síðan árið 1983 og núna eru gerðar kannanir á meðal kjósenda bæði fyrir og eftir kosningar en einnig eru kannanir lagðar fyrir frambjóðendur. Þær Eva og Sigrún fara yfir kosningarnar 2021, meðal annars hvaða málefni brenna helst á íslenskum kjósendum og hversu mikil samsvörun er á milli kjósenda flokks og frambjóðenda hans. Að auki fjalla þær um nýútkomna bók eftir teymið sem stendur að íslensku kosningarrannsókninni, en hún ber heitið Electoral Politics in Crisis after the Great Recession: Change, Fluctuations and Stability in Iceland. Spurningin sem liggur til grundvallar í bókinni er hvort Efnahagshrunið 2008 hafi breytt íslenskum stjórnmálum til frambúðar og þá hvernig og fer Eva yfir helstu niðurstöður bókarinnar, m.a. varðandi kosningarþátttöku. Þær ræða einnig þá staðreynd að fylgi fjórflokksins hefur minnkað mikið í undanförnum kosningum sem þýðir nýtt stjórnmálalandslag hér á landi þar sem mun fleiri flokkar komast inn á þing, sem getur flækt möguleika til stjórnarmyndunnar. Að lokum fer Eva aðeins yfir hvað það er sem gerir kosningarnar 2021 sérstaklega spennandi og við hverju við megum búast í kjölfar kosninganna.
9/13/202155 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – HBO Max til Íslands og nýtt greiðslukerfi Strætó

Strætó er komið með nýtt greiðslukerfi sem heitir Klapp, en hvernig virkar það? HBO Max kemur til Íslands von bráðar, en hvenær? Er hleðsluvandi fyrir rafbíla á Íslandi? Síminn tengdi fyrsta heimilið í gegnum kerfi Gagnaveitu Reykjavíkur eftir eins árs innleiðingu. PT Capital kaupir restina af Nova frá Björgólfi Thor og er þá orðið 100% Alaskan. Windows 11 kemur út , sem átti aldrei að koma út. Ný Bose Quiet Comfort heyrnatól: QC45 sem taka við af QC35 II. Svo rennum við yfir alla orðróma fyrir Apple kynningarnar í haust. Þessi þáttur er í boði Haustráðstefnu Advania sem verður haldin daga 9 og 10. september. Sjá meira á http://haustradstefna.is Stjórnendur eru Atli Stefán, Bjarni Ben, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.
9/9/20211 hour, 16 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Völundarhús utanríksmála Íslands – Norðurlöndin gegna veigamiklu hlutverki við stjórn Íslands

Baldur ræðir í þætti dagsins við Boga Ágústsson fréttamann á RÚV og fyrrverandi formann Norrænafélagsins og Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði um samskipti Íslands við Norðurlöndin. Í þessum þáttum verða rann­sóknir Baldur Þór­halls­son pró­fess­ors í stjórn­mála­fræði við Háskóla Íslands til umræðu. Baldur hefur unnið að rann­sóknum í stjórn­mála­fræði í hart nær þrjá ára­tugi og sér­hæft sig í rann­sóknum á stöðu smá­ríki í Evr­ópu og utan­rík­is­stefnu Íslands. Þætt­irnir eru hluti af sam­starfs­verk­efni Háskóla Íslands, Rann­sókna­set­urs um smá­ríki við háskól­ans og hlað­varp Kjarn­ans og liður í því að koma rann­sóknum fræði­manna við Háskóla Íslands á fram­færi utan aka­dem­í­unn­ar.
9/9/20211 hour, 18 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Efnahagsþróun í Kína í fortíð og framtíð

Í vikunni fengum við Þorvald Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, til að ræða við okkur um efnahagsþróun í Kína, fortíð og til framtíðar. Margt bar á góma í áhugaverðu spjalli: Ástæður velgengni efnahagsumbótaáætlunar Deng Xiaoping 邓小平, samanburður á hagþróun í Kína og öðrum Asíuríkjum, Kína í alþjóðavæddum heimi og einnig ræddum við framtíð Kína þar sem Þorvaldur spáir að Kínverjum muni farnast vel ef lýðræðisbrestir verði leystir farsællega.
9/8/202139 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Efnahagsbylting miðaldanna á tíma Song-keisaraveldisins 宋朝

Song-keisaraveldið var við völd á miðöldum í Kína en þá mátti sá miklar framfarir í efnahagssögu kínversku keisaraveldanna. Þetta var mikil blómatíð bæði í listum og iðnaði ásamt því að fólk fór að safna meiri auð en það í raun þurfti til þess að lifa af frá degi til dags. Út af þeirri ástæðu hafði almenningur meiri tíma til þess að hugsa um aðra hluti eins og að njóta matlistargerðar, hlusta á tónlist, fylgja tískubylgjum, mála málverk og yrkja ljóð svo dæmi séu nefnd. Í aust­ur­vegi fjallar um Kína og menn­ingu lands­ins. Í þátt­unum eru helstu sér­fræð­ingar lands­ins þegar það kemur að mál­efnum Kína og Íslands fengnir til við­tals. Einnig birt­ast pistlar um sagn­fræði, menn­ingu Kína og hina ýmsu áhuga­verðu ein­stak­linga sem koma það­an. Umsjón með hlað­varp­inu hafa Magnús Björns­son og Dan­íel Berg­mann.
9/1/202124 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Völundarhús utanríksmála Íslands – 1. þáttur: Er utanríkisstefna Íslands ómarkviss?

Nýir þættir hefja nú göngu sína á hlað­varpi Kjarn­ans um utan­rík­is­mál. Mark­miðið er að miðla og ræða nið­ur­stöður rann­sókna um utan­rík­i­s­tefnu Íslands. Ætlunin er að leiða hlustendur út úr völ­und­ar­húsi umræðunnar um utan­rík­is­stefnu Íslands inn á beina og breiða braut skýrrar umræðu um utan­rík­is­mál. Í þessum þáttum verða rannsóknir Baldur Þórhallsson prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands til umræðu. Baldur hefur unnið að rannsóknum í stjórnmálafræði í hart nær þrjá áratugi og sérhæft sig í rannsóknum á stöðu smáríki í Evrópu og utanríkisstefnu Íslands. En til smáríkja teljast til dæmis öll Norðurlöndin og þá eru þau borin saman við stór ríki eins og Þýskland og Bretland. Fyrsti þátturinn fjallar um hvaða aðferðum lítil ríki beita til að verja hagsmuni sína og hafa áhrif í alþjóðasamfélaginu en Baldur ræðir niðurstöður rannsókna sinna við Karl Blöndal aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins og Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þættirnir eru hluti af samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Rannsóknaseturs um smáríki við háskólans og hlaðvarp Kjarnans og liður í því að koma rannsóknum fræðimanna við Háskóla Íslands á framfæri utan akademíunnar.
8/31/20211 hour, 12 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 7. þáttur: Við erum öll á ferð um heiminn

Í þessum þætti er rætt við mannfræðinginn Katrínu Önnu Lund um að ganga, gönguleiðir og göngutúra, útfrá mannfræðilegu og fyrirbærafræðilegu sjónarhorni. Pælt er í hreyfanleika og frásögnum í samhengi við landslag, um „fótaför“ manna um landið og leiðina. Skil náttúru og menningar verða óljós í þessum pælingum, þar sem efnisleg náttúra skarast við félagslega hegðun manna og menningarlegar hugmyndir. Í takt við umræðuefnið er farið út um víðan völl í þessu spjalli. Katrín Anna Lund er fædd 1964 í Reykjavík. Hún lauk BA prófi 1991 í mannfræði við HÍ, MA í mannfræði 1992 frá Háskólanum í Manchester og doktorsprófi í mannfræði 1998 frá sama skóla. Katrín Anna hefur stundað rannsóknir tengdum ferðamennsku og ferðamenningu með fyrirbærafræðilegar nálganir að leiðarljósi. Hún hefur, í samstarfi við Gunnar Þór Jóhannesson (viðtal við hann í 5. þætti þessa hlaðvarps), rannsakað ferðamál á Íslandi, mótun leiða og áfangastaða fyrir ferðamenn.
8/31/20211 hour, 15 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Sería 7 hefst: Galaxy Unpacked og Pixel 6

Afsakið biðina en sería 7 er hafin og rennum við yfir tæknifréttir sumarsins! Það gerðist alveg hellingur í sumar: Ný tæki frá Samsung sem er hægt brjóta saman, ný Android Wear úr, Pixel 5a, Pixel 6 og 6 pro, Sonos vinnur áfanga í lögsókn sinni gegn Apple, Apple fer að skanna iCloud myndefni fyrir barnaklámi og Atli fékk að prófa Airpods Max-heyrnatólin. Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán og Elmar Torfason.
8/27/20211 hour, 24 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Í austurvegi – Tækifæri, ímynd Íslands meðal Kínverja og lífið í Kína á COVID-tímum

Í austurvegi er nýr hlaðvarpsþáttur á Kjarnanum en hann fjallar um Kína og menningu landsins. Í þáttunum eru helstu sérfræðingar landsins þegar það kemur að málefnum Kína og Íslands fengnir til viðtals. Einnig birtast pistlar um sagnfræði, menningu Kína og hina ýmsu áhugaverðu einstaklinga sem koma þaðan. Umsjón með hlaðvarpinu hafa Magnús Björnsson og Daníel Bergmann. Í þætti vikunnar var Gunnar Snorra Gunnarsson fráfarandi sendiherra Íslands í Peking fenginn í viðtal. Gunnar Snorri hefur tvisvar gegnt stöðu sendiherra í Kína og spjölluðu þáttastjórnendur meðal annars við hann um dvöl hans þar og starfsemi sendiráðsins. Ýmislegt bar á góma, tækifæri Íslendinga í Kína, ímynd Íslands meðal Kínverja, Kína á COVID-tímum, fótbolti og margt fleira.
8/26/202153 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Radíó Efling – Labbað í loftið

Í nýjasta þætti Radíó Eflingar ræðir Þórunn Hafstað við Eðvald Karl Eðvalds, félagsmann Eflingar til margra ára. Kalli, eins og hann er alltaf kallaður, fékk sína fyrstu vinnu 11 ára, en stendur nú á tímamótum. Hann er nýorðinn 67 ára og er að hætta að vinna. Kalli hefur komið sér upp einum fullkomnasta flughermi landsins heima hjá sér og í þættinum býður hann hlustendum á flug meðan hann ræðir um starfsferilinn í steypunni, frelsið í háloftunum og hvernig hann sjái fyrir sér að verja þeim tíma sem fylgir starfslokunum. Umsjón: Þórunn Hafstað Viðmælandi: Eðvald Karl Eðvalds Tónlist og hljóð: www.freesound.com Funky Moon eftir Stefan Kartenberg (CC BY 3.0), Retro piano loop eftir Setuniman (CC BY-NC 3.0), DaveJf (CC0 1.0), Kev_durr (CC BY 3.0), Navadaux (CC0 1.0), Setuniman (CC BY-NC 3.0).
8/25/202123 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Ekon – Óáþreifanlegur kostnaður þess að verða fyrir ofbeldi telur milljónum á ári

Emil ræðir við Hjördísi Harðardóttur um rannsókn á óáþreyfanlegum kostnaði ofbeldis í nýjasta þætti Ekon. Hjördís telur rannsóknir á borð við þessa gefa stjórnvöldum betri tól til þess að bæta forvarnir í slíkum málaflokkum. Hjördís er þriðji viðmælandi í þáttaröðinni Ekon, þar sem hagfræðingurinn Emil Dagsson fær til sín sérfræðinga úr ýmsum áttum til að fjalla um hagfræðileg málefni ásamt málefnum tengdum íslenskum efnahag. Þættirnir Ekon eru styrktir af Háskóla Íslands, sem styður vísindamenn til virkrar þátttöku í samfélaginu í krafti rannsókna þess og sérþekkingar. Upphafs- og lokastef: Gabríel Ponzi
8/23/202123 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 6. þáttur: Sameinar mannfræðina og lögreglufræðin

Í þessum þætti er rætt við Eyrúnu Eyþórsdóttur sem er lektor á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri þar sem hún kennir áfanga meðal annars í lögreglufræði. Eyrún er fædd árið 1973 og ólst upp á Höfuðborgarsvæðinu og í Fellabæ á Austurlandi. Hún kláraði BA í mannfræði frá HÍ árið 2003 og MA í félagsfræði, einnig frá HÍ, árið 2008. Hún er að ljúka doktorsprófi frá HÍ í haust undir leiðsögn Kristínar Loftsdóttur en ritgerðin hennar fjallar um afkomendur Íslendinga í Brasilíu. Við spjölluðum við Eyrúnu um Íslendinga í Brasilíu en einnig um hatursorðræðu og hlutverk lögreglu í fjölbreyttu samfélagi.
8/18/20211 hour, 5 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 41. þáttur: Kamakura endurreisnin

Borgarastríðið lagði gömlu höfuðborgina Nara í rúst, köld kol og aska lá þar sem elstu og helgustu hof landsins höfðu eitt sinn staðið. En eyðileggingin skapaði líka tækifæri fyrir listamenn sem nú gátu fengið að prufa sig áfram með nýja tækni og fagurfræði. Í þessum þætti kynnumst við listamanninum Unkei, sem stundum hefur verið kallaður Michaelangelo Japans, og ræðum hjúskaparmál samúræja-prinsessunar Ohime, sem varð sjö ára gömul ekkja og næstum því keisaraynja áður en hún lést tvítug að aldri.
8/12/202150 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“

Í þessum fimmta þætti sem sækir titil sinn til Hávamála er rætt við Gunnar Þór Jóhannesson mannfræðing um menningarlegt og félagslegt samhengi ferðamennsku og ferðaþjónustu. Gunnar Þór Jóhannesson fæddist 1976 á Blönduósi. Hann er með BA gráðu í mannfræði frá HÍ (1999), MA í mannfræði frá HÍ (2003) og doktorsgráðu frá RUC í þverfélagsvísindalegum greinum (mannfræði, landafræði, o.fl.). Gunnar Þór gaf út, ásamt Þórði Kristinssyni, út bókina „Mannfræði fyrir byrjendur“ (2010), sem mun verða endurútgefin og endurbætt í rafrænu formi í haust (2021). Gunnar Þór hefur stundað rannsóknir á ferðamennsku í félagslegu og menningarlegu samhengi um árabil þar sem hann hefur beitt mannfræðilegum gleraugum á viðfangsefnið. Í þessum þætti er rætt um mótun ferðaþjónustu á Íslandi, orðræður henni tengdar og hvernig ferðaþjónustan, sem menningarlegt fyrirbæri, endurspeglar mikilvæga þætti í lífsháttum okkar og samfélagi, og hvernig hún tengist hugmyndum um „okkur“ og „hina“. Umsjón­ar­fólk hlað­varps­ins eru Hólm­fríður María Ragn­hild­ar­dótt­ir, Krist­ján Þór Sig­urðs­son og Sandra Smára­dótt­ir.
8/3/20211 hour, 17 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 4. þáttur: Fannst fyrsta önnin í mannfræði ekki skemmtileg

Gestur vikunnar er mannfræðingurinn Jónína Einarsdóttir, deildarforseti félags-, mannfræði- og þjóðfræðideildar Háskóla Íslands og prófessor í mannfræði við Háskóla íslands. Jónína lærði þróunarfræði í Uppsalaháskóla og kláraði BA próf og doktorspróf í mannfræði frá Stokkhólmsháskóla. Jónína hefur í gegnum starfsferil sinn lagt mikla áherslu á þróunarstarf, börn og fjölskyldur. Í þessum þætti segir Jónína okkur frá leið sinni í gegnum mannfræðinámið, störfum sínum í Gíneu-Bissaú og rannsóknum sínum hérlendis á börnum, meðal annars siðnum að senda börn í sveit.
7/22/202151 minutes
Episode Artwork

Ekon – Greiðslumiðlun tæplega þrefalt dýrari hér heldur en á öðrum Norðurlöndum

Guðmundur Kr. er annar viðmælandinn í þáttaröðinni Ekon, þar sem hagfræðingurinn Emil Dagsson fær til sín sérfræðinga úr ýmsum áttum til að fjalla um hagfræðileg málefni ásamt málefnum tengdum íslenskum efnahag. Þættirnir Ekon eru styrktir af Háskóla Íslands, sem styður vísindamenn til virkrar þátttöku í samfélaginu í krafti rannsókna þess og sérþekkingar. Upphafs- og lokastef: Gabríel Ponzi
7/19/202138 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 3. þáttur: Rómafólk í Róm og sagan af Marskálkinum Tító

Í þessum þætti er rætt við mannfræðinginn Marco Solimene, sem er ítalskrar ættar, fæddur í Róm árið 1976. Marco hefur búið á Íslandi um langt skeið. Marco er með MA gráðu í félagsfræði frá La Sapienza háskólanum í Róm og doktorsgráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands. Rannsóknir Marco hafa snúist um rómafólk frá Bosníu í Róm sem og á Balkanskaga og í Rúmeníu. Rætt er um yfirstandandi rannsókn Marco meðal rómafólks og tengsl þeirra við „gamla landið“, þ.e. Bosníu og fyrrum Júgóslavíu. Hugtök eins og minni, mýtur, nostalgía, saga og frásagnir eru einkum umfjöllunarefni þessa hlaðvarps, þar sem m.a. er fjallað um þekkta frásögn um Tító, fyrrum forseta Júgóslavíu, sögu sem rómafólk frá Bosníu hafa sagt í nokkrum útgáfum sem hluta af tengslum þeirra við gamla landið og hlut þeirra í upprunamýtu Júgóslavíu, gamla landsins og hinna gömlu góðu daga.
7/6/20211 hour, 25 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Ekon – Er fjármagnstekjuskattur alltaf óhagkvæmur?

Emil Dagsson ræðir við Arnald Sölva Kristjánsson um hagkvæma skattheimtu í Ekon, nýjum viðtalsþætti um hagfræðileg málefni. Samkvæmt honum er ekki auðséð að viðtekin viðhorf um að skattur á fjármagn sé óhagkvæmur standist í öllum tilvikum. Þættirnir Ekon eru styrktir af Háskóla Íslands, sem styður vísindamenn til virkrar þátttöku í samfélaginu í krafti rannsókna þess og sérþekkingar. Upphafs- og lokastef: Gabríel Ponzi
7/5/202125 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 40. þáttur: Veiðiferð sjógunsins II

Hefnd Sogabræðranna hefur orðið innblástur í fleiri sögur og leikrit en öll önnur atvik í sögu Japans. Tveir ungir menn, andspænis ofurefli, ana út í dauðann til að verja heiður sinn og sækja hefnda. En hverjir voru þeir og af hverju elskuðu Japanir þessa sögu svo mikið að hún varð að skáldsögum, brúðuleikhúsi, leikritum og bíómyndum, og hafði jafnvel svo djúpstæð áhrif á lagasetningu, að hægt var að sækja um leyfi til þess að fremja blóðhefnd?
7/1/20211 hour, 5 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum

Radíó Efling er þáttur um félagsfólk Eflingar og allt sem viðkemur þeim. Undanfarin ár hefur fólk í Eflingu sagt frá lífi á lægstu launum, farið í verkföll og haldið uppi grunnþjónustu í heimsfaraldri. Í þessum þáttum verður rætt við félaga í Eflingu og ýmsa fulltrúa og fagfólk um hag verkafólks á Íslandi, sögur þeirra og líf í og utan vinnu. Þórunn Hafstað og Benjamín Julian, starfsmenn Eflingar – stéttarfélags, sjá um þáttinn. Í fyrsta þættinum er rætt við Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, Þorbjörn Guðmundsson og Stefán Ólafsson. Samkvæmt nýútkominni skýrslu frá Eflingu eru skerðingar í íslenska lífeyriskerfinu með því hæsta sem gerist í heiminum. Á meðan lífeyriskerfið hefur vaxið hefur ríkið skert almannatryggingar svo mjög að fjöldi lífeyrisþega, eldri borgarar og öryrkjar, lifa undir framfærslu og undir lágmarkslaunum. Hvernig fer þetta með fólk, og hvað er til ráða? Umsjón með þættinum í dag hefur Benjamín Julian. Tónlist: Funky Moon eftir Stefan Kartenberg (CC BY 3.0).
6/25/202128 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I

Árið 1193 bauð nýskipaður sjógun Japans sínum helstu bandamönnum í veglega veiðiferð við rætur Fuji-fjalls. Sú veiðiferð átti eftir að verða sögufræg fyrir margar sakir og má segja að hún endurómi enn í menningu Japans. Meðal umræðuefna í þættinum er saga sjóguna-embættisins, nýja stjórnkerfið sem Minamoto kynnti, og keisarinn Go-Shirakawa sem reyndi sitt besta til að hindra framgang Minamoto-ættarinnar.
6/24/20211 hour, 55 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 2. þáttur: Vildi vera Indiana Jones

Raddir marg­breyti­leik­ans er mann­fræði­hlað­varp þar sem rætt verður við íslenska mann­fræð­inga um það sem þeir eru að rann­saka. Einnig verður rætt við erlenda fræði­menn þegar færi gefst. Í öðrum þætti er rætt við Evu Hrönn Árelíusd. Jörgensen, doktorsnema við Háskóla Íslands, um mastersnám hennar erlendis og doktorsrannsókn henn­ar. Eva Hrönn er með MA próf í heilsumannfræði frá UCL háskóla í London og MA próf í miðjarðarhafsfornleifafræði frá EKPA háskóla í Aþenu. Hún vinnur nú að doktorsrannsókn sinni sem fjallar um reynslu ungmenna af Covid-19 heimsfaraldrinum. Í þessum þætti ræðir Eva Hrönn um rannsóknina sína, áhrif Covid-19 á ungmenni Íslands og áhrif Covid-19 á rannsóknina sjálfa. Einnig segir hún okkur frá lífinu í Aþenu og London, hvernig hún ákvað að fara í mannfræði og upplifun sína af háskólanámi erlendis. Umsjón­ar­fólk hlað­varps­ins eru Hólm­fríður María Ragn­hild­ar­dótt­ir, Krist­ján Þór Sig­urðs­son og Sandra Smára­dótt­ir.
6/22/202154 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum

Apple heldur sína árlegu tækniráðstefnu í vikunni og byrjaði hana á mánudaginn með upptekinni lykilræðu þar sem starfsfólk rennur yfir það nýjasta í stýrikerfum Apple. Ráðstefnan var sneisafull af hugbúnaðaruppfærslum en ekkert bólaði á nýjum Macbook Pro tölvum sem mörg áttu von á. Einnig var lítið að frétta af öflugum tólum fyrir nýjar iPad Pro tölvur. Stjórnendur eru Andri Valur og Atli Stefán. Við fáum til okkar góðan gest, hann Sigurð Stefán Flygenring frá Macland til að fara yfir þetta með okkur.
6/12/20211 hour, 35 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Raddir margbreytileikans – 1. þáttur: Hvernig sagan birtist í brjóstmyndum

Raddir margbreytileikans er mannfræðihlaðvarp þar sem rætt verður við íslenska mannfræðinga um það sem þeir eru að rannsaka. Einnig verður rætt við erlenda fræðimenn þegar færi gefst. Í þessum þætti ræðir Kristín Loftsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, um grein sem hún skrifaði eftir að hafa heimsótt safn á Kanaríeyjum þar sem eru geymdar gifsafsteypur og brjóstmyndir frá liðnum tíma. Kristín setur þessa safnmuni í sögulegt og pólitískt samhengi nýlendutímans og sýnir hvernig margvísleg söguleg tengsl valds, kúgunar og kynþáttahyggju skarast í þessum minjum. Síðan ræðir Kristín um væntanlega bók sem hún er meðhöfundur að, sem fjallar um „sérstöðuhyggju“ (exceptionalism), sem er einnig titill bókarinnar, en þar er fjallað um hugmyndir og sjálfsmyndir þjóðríkja um sérstöðuhugmyndir þeirra í samfélagi þjóðanna. Umsjónarfólk hlaðvarpsins eru Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Kristján Þór Sigurðsson og Sandra Smáradóttir.
6/8/20211 hour, 24 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Twitter áskrift og nýtt Windows

Það er fullt af íslenskum nýsköpunarfréttum: Greenfo er sproti sem hjálpar fyrirtækjum að reikna umhverfisspor sitt með það markmið að ná því niður, Startup Supernova kynnir topp 9 listann sinn eftir að hafa valið úr 82 umsóknum. Ríkið hefur opnað vefinn Vegvísir.is sem gerir upplýsingar um framkvæmdir og aðgerðir á vegum samgönguráðuneytis og sveitarfélaga aðgengilengri. Twitter býður nú upp á áskriftarmöguleika í Kanada og Ástralíu sem heitir Twitter Blue og við rennum yfir kosti áskriftarinnar. Spoiler alert: enginn af okkar ætlar að kaupa hana. Microsoft virðist vera alveg við það að kynna nýtt Windows (11) miðað við tíst frá Windows-aðgangi þeirra. Takið frá 24. júní og fylgist með. https://twitter.com/Windows/status/1400125115765907458 Pixelbuds A eru komin í sölu og eru ódýrari Pixelbuds byggð á fyrri hönnun. Google tekur út þráðlausa hleðslu og snertitakka fyrir hljóðstyrk. Stjórnendur í þætti 280 eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Kristján Thors.
6/4/20211 hour, 6 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Það er komið nýtt Apple TV

Apple gaf nýverið út nýtt Apple TV, sem styður 4K og HDR með mikilli endurnýjunartíðni (e. /high frame rate/). Tækið kom út á sama tíma út um allan heim, og skartar nýrri fjarstýringu, sem er mun betri en forverinn. WWDC ráðstefnan hjá Apple hefst mánudaginn 7. júní næstkomandi. Svo er íslenska hornið og sporthornið að sjálfsögðu á sínum stað. Stjórnendur í þætti 279 eru Gunnlaugur Reynir, Andri Valur, Sverrir Björgvinsson og Bjarni Ben.
6/1/20211 hour, 5 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 38. þáttur: Jizo, besti vinur barnanna

Árið 577 kom sérkennilegt goð frá meginlandinu til Japans, sem hægt var að biðja til í von um að það myndi bjarga manni úr einu af hinu ótal helvítum sem menn gátu endurfæðst í til að endurgjalda karmískar skuldir. Japanir voru fljótir að umbreyta því í alhliða reddara og sérstakan barnavin, sem í dag nefnist Jizo og hægt er að rekast á hér og þar, með rauðan hatt á höfði, mildilegt bros, og oftar en ekki í fylgd með börnum.
5/27/202138 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Google I/O, Pixel 6 lekar og hágæða tónlist

Google hélt loksins I/O tækniráðstefnuna sína og streymdi aðalkynningu í beinni í vikunni. Þar var farið um víðan völl enda lausna- og vöruframboð Google orðið víðfemt. Þar var fjallað um framtíðina í Android, á fjarfundum og í persónuvernd á netinu. Pixel 6 lekarnir eru byrjaðir og Atli er spenntur fyrir nýrri hönnun. Á sama tíma grætur eini Pixel-notandinn í hópnum myndavélrassinn á bakinu. Apple þurfti að pína sig í að kynna nýja þjónustu fyrr en áætlað útaf lekum og hefur afhjúpað taplausa tónlist í Apple music. Það þýðir að tónlistin er ekkert þjöppuð og er í bestu mögulegum gæðum. Nýr iMac hefur stigið út úr fjölmiðlabanni og YouTube er yfirfullt af umfjöllun. Við rennum yfir það helsta, en við höfum ekki enn fengið okkar eintak frá Macland. Stjórnendur í þætti 278 eru Atli Stefán, Andri Valur, Elmar Torfason og Mosi.
5/21/20211 hour, 23 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Samfélagslegar áskoranir og lýðræðislegt hlutverk háskóla

Háskólar gegna margþættu hlutverki í samfélaginu og nær það langt út fyrir þau efnahagsleg áhrif, tækni og nýsköpun sem fólki er gjarnan tíðrætt um. Háskólar eru einnig drifkraftar lýðræðis, en þessi grundvallarhugmynd var kveikjan að vel heppnaðri ráðstefnu sem fram fór á dögunum við Háskólann á Akureyri undir yfirskriftinni „The Role of Universities in Addressing Societal Challenges and Fostering Democracy: Inclusion, Migration, and Education for Citizenship“. Anna Ólafsdóttir, dósent í menntavísindum við HA og Sigurður Kristinsson og Markus Meckl, prófessorar í heimspeki við sama háskóla, stóðu fyrir fyrrgreindri ráðstefnu, sem fór fram á netinu sökum COVID-19 faraldursins og var afar vel sótt, með yfir 90 fyrirlestra og nokkur hundruð gesti. Ráðstefnan tengist tveimur RANNÍS-verkefnum þar sem annars vegar Anna og Sigurður eru aðalrannsakendur (Háskólar og lýðræði: Gagnrýnin greining á borgaralegu hlutverki háskóla í lýðræðisþjóðfélagi) og hins vegar Markus (Samfélög án aðgreiningar? Aðlögun innflytjenda á Íslandi). Báðar rannsóknirnar eru þverfræðilegar og tengja saman félags-, hug- og menntavísindi. Guðmundur Oddsson, dósent í félagsfræði við HA, settist niður með þeim Önnu, Sigurði og Markus og ræddi við þau um náms- og starfsferil þeirra, rannsóknir og viðfangsefni ráðstefnunnar.
5/18/202156 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn

Þáttur 277 er fullur af íslenskum fréttum og rövli yfir Epic vs. Apple: Rakning C19 appið hefur uppfært og getur nú nýtt sér nafnlausa Bluetooth smitrakningu snjallsíma, sem kemur auðvitað á besta tíma 🔚 Mestallt net Hringdu datt út í þrjá tíma og við íhugum að skipta um kostunaraðilar. Við kryfjum stóra netleysið algerlega hlutlaust 👼 Aur lumar á góðri lífslausn (“life hack”) sem unga kynslóðin hefur lengi þekkt og hann Steinar Linked-In áhrifavaldur benti okkur miðaldra á. Axel GDPR var ekki sáttur og sótti álit til Persónuverndar.  Ísland leiðir í nýtingu á ljósleiðara til heimila í Evrópu og rétt mer Belarus 🏇 Epic og Apple dómsmálið heldur áfram og ýmislegt spennandi flýtur upp á yfirborðið. Playstation 5 skorturinn heldur áfram vel inn á næsta ár, sem tryggir Axeli og Bjarna enn yfirburðastöðu. Stjórnendur í þætti 277 eru Atli Stefán, Axel Paul og Elmar Torfason. Fylgstu með okkur á Twitter.
5/14/20211 hour, 12 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 37. þáttur: Hugleiðingar kotbúans

Fljótið streymir endalaust, en vatnið er aldrei hið sama. Árið 1212 settist gamall einbúi niður í kofa sínum og byrjaði að rita niður hugleiðingar sínar. Þökk sé þessum einbúa eigum við lýsingar frá sjónarvotti af Kyoto á tímum borgarastríðsins 1180-1185, þegar ótal hörmungar dundu á japönsku þjóðinni. Í þættinum í dag munum við staldra við nokkrar af þessum lýsingum og ræða þennan mann sem reyndi að fanga fegurðina í hverfulleika lífsins.
5/13/202140 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II

Árið er 1183 og ekki bara ríkir borgarastyrjöld í Japan heldur líka stríð milli hjónanna Yoritomo og Masako. Í þessum þætti er fjallað um kvenkyns samúræja, sem sjaldan rötuðu í sögubækur en fornleifarannsóknir benda til að gætu hafa verið mun algengari en við ímyndum okkur í dag, og við kynnumst tveimur slíkum stríðskonum sem voru samtímakonur Masako, þeim Tomoe og Hangaku.
5/6/202144 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I

Þegar Hojo Masako strauk að heiman með útlaga sáu fáir fyrir að þessi viljasterka dóttir sveitasamúræja ætti dag einn eftir að verða einn valdamesti einstaklingur í Japan. Í þessum fyrsta þætti af þremur reynum við að setja okkur inn í líf þessarar slóttugu stjórnmálakonu, sem átti stóran þátt í að breyta Japan úr miðstýrðu og óstöðugu keisaradæmi yfir í vel skipulagt lénsveldi. (Mynd kemur úr bíómynd Mizoguchi Kenji, Shin Heike Monogatari frá 1955)
4/22/202151 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Apple viðburður í næstu viku og betri kort

Hopp er að stækka þjónustusvæðið sitt og nú er hægt að leigja frá þeim rafhlaupahjól í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.  Vegagerðin er farin að skila rauntímagögnum um ástand vega inn í kortagrunna hjá Google Maps og Here.  Rakning C19 appið fer að fá uppfærslu til að nýta sér Bluetooth til að átta sig betur á því hver voru í kringum smitandi aðila. Apple hefur sent út boðskort fyrir viðburð þriðjudaginn 20. apríl klukkan 17:00 (hér)! Talið er að einhverjar nýjar tölvur verði kynntar, mögulega iMac borðtölvur og Macbook Pro fartölvur. Einnig verða iPad Pro spjaldtölvur mögulega á dagskrá ásamt Airtags staðsetningarkubbum.   Google I/O viðburðurinn hefur einnig verið settur á dagskrá og verður 18-20 maí. Sá viðburður féll niður í fyrra útaf sottlu. Í ár fáum við vonandi að sjá nýjar linsur, heyrnatól og Pixel 5a kynningu. Stjórnendur í þætti 273 eru Andri Valur, Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvinsson
4/16/20211 hour, 2 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Tugþúsund Íslendinga í Facebook leka

Sýn er búið að selja óvirka innviði og fær fyrir það 6,1 ma. ISK en skuldbindur sig til að leigja búnað til 20 ára á móti. Þetta virðist vera góð sala en hvaða áhrif gæti þetta haft á verð og gæði í framtíðinni? Origo kaupir upplýsingatækniöryggisfyrirtæki Syndis af eigendum þess og sameinar núverandi deild við Syndis teymið. Gögn úr Facebook-hakki frá árinu 2019 skaut upp kolli í vikunni og þar er að finna tugþúsundir Íslendinga og í heild yfir 500 milljón færslur um notendur. Þarna er hægt oftast að finna nafn, netfang og símanúmer notanda. Gögnin eru aðgengileg og það er hægt að fletta sér upp með símanúmeri eða netfangi á haveibeenpwned.com. LG hefur ákveðið að hætta framleiða síma eftir að hafa niðurgreitt þá deild í nokkurn tíma. Við hellum niður sýndar-bjór og rennum snögglega yfir feril LG í símum. LG hafði veruleg áhrif ástofnun Simon.is/Tæknivarpsins hópsins, þar sem langflestir stofnendur hópsins áttu LG síma á þeim tíma. Sonos Roam umfjallanir eru að detta inn og fær litli farhátalarinn bara nokkuð góða dóma. Nokkrir meðlimir Tæknivarpsins eru nú þegar búnir að taka kaupákvörðun. Sonos Roam þykir bera af í sturtum. Hummer kynnti rafbíl sem er auðvitað ógeðslega stór sportjeppi og kostar um 110 þúsund USD. Það er svakalegur örgjörvaskortur í heiminum útaf Covid19 sem hefur veruleg áhrif á nýja kynslóð leikjatölva og leikjaskjákort. Óvíst er hvort það verði eitthvað um birgðir af þessu á árinu. Stjórnendur eru Atli Stefán, Axel Paul og Kristján Thors.
4/9/20211 hour, 4 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Ný stefna hjá Intel og Grid úr beta

Það er eldgos og tæknin spilar smá hlutverk þar enda snertir það flesta anga lífs okkar. Björn Steinbekk náði ótrúlegu drónamyndband með DJI FPV drónanum þar sem hann fer í gegnum eldgosagusu á ógnarhraða. Myndbandið Lava Surfing! er að finna á Youtube ásamt fleiri skotum og endaði á The Verge tæknifréttasíðunni https://www.theverge.com/tldr/2021/3/22/22344113/iceland-volcano-eruption-drone-footage-fagradalsfjall. Íslenska ríkið kynnti nýja stafræna stefnu sem við erum mjög spenntir fyrir, en enginn náði þó að kynna sér hana. Við köllum því eftir aðila í þáttinn til að fræða okkur um stafræna stefnu ríksins! Grid er komið út úr beta prófunum og hefur sölu á þjónustu sinni. Grid er sniðug leið til að birta gögn á lifandi máta. Grid kostar frá 29USD á mánuði, en það er í boði ókeypis pakki með takmörkuðum eiginleikum. Til hamingju Grid! https://grid.is Ökuvísir frá VÍS virðist biðja um aðgang að gögnum tengt “Health & fitness” í Apple tækjum samkvæmt “Privacy values” inn í App Store. En hvaða gögn vitum við ekki. Við höfum óskað eftir ítarlegu svari frá VÍS. Intel er lítið í sér og drullar yfir Apple í nýjum auglýsingum, sem er nýlega farið að nota sína eigin örgjörva. Intel réð til verksins leikarann Justin Long, en hann lék einmitt Mac Guy í auglýsingum Apple frá þarsíðasta áratug sem hétu “Get a Mac”. Þar gerði Apple óspart lítið úr “PC” tölvum (sem Mac tölvur eru samt líka, einkatölvur). Nú er Intel að hefna sín á Apple og gerir lítið úr fjölbreytileika tækja þeirra. Auglýsingarnar hitta flestar vel utan marks og ein þeirra bætir nú ásýnd Macbook Pro með því að færa skjáinn nær köntum. https://www.youtube.com/watch?v=rvDDC6ktCUg Intel er að taka sig í gegn og ætlar að taka nýja stefnu. Intel ætlar að setja 20 ma. USD í tvær nýjar bandarískar verksmiðjur í Arizona. Intel einnig að nýta sér aðrar verksmiðjur til að smíða Intel örgjörva. Intel ætlar svo að opna sig gagnvart því að framleiða örgjörva fyrir aðra, rétt eins og TSMC og fleiri verksmiðjur (e. foundries). Intel hefur verið gagnrýnt síðastliðin 5 ár fyrir að dragast vel afturúr samkeppninni og eru nýju tölvuörgjörvar Apple til marks um það. OnePlus kynnti þrjá nýja síma í vikunni: OnePlus 9, 9 Pro og 9R og við erum spenntir. Fyrirtæki Elon Musk, Starlink, hefur opnað fyrir forpantanir. Starlink er gervitunglanetkerfi sem býður upp á allt að 100 megabita hraða á sekúndu og 20 millísekúnda svartíma. Það verður í boði á Íslandi á næsta ári. Borga þarf 99USD til að taka frá sæti í röðinni. Fyrst kemur, fyrst fær! https://www.starlink.com Chris Metzen sem var 22 ár hjá Blizzard hætti í fyrra og stofnaði nýtt fyrirtæki með öðrum fyrrum samstarfsmönnum sínum: Warchief Gaming. Fyrsta verkefnið þeirra hefur verið tilkynnt: Auroboros: Coils of the Serpent. Það verður leikur byggður á fimmtu útgáfu Dungeons & Dragons og verður hann fjármagnaður á Kickstarter sem opnar 20. apríl næstkomandi. Kickstarter Stjórnendur í þætti 271 eru Atli Stefán, Bjarni Ben og Elmar Torfason.
3/27/20211 hour, 18 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Að kryfja froskinn: Húmor og hamfarir

Hvers vegna eru fasteignasalar hættir að horfa út um gluggann fyrir hádegi? Hvað segir húmor okkur um samfélagið? Má gera grín að öllu? Er yfir höfuð hægt að rannsaka húmor? Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Kristinn Schram dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Kristinn hefur stundað fjölbreyttar rannsóknir í þjóðfræði en í þættinum segir hann frá rannsóknum sínum á húmor, meðal annars hvernig húmor var notaður í hruninu og nú á tímum heimsfaraldurs. Rannsóknir á húmor gefa forvitnilega innsýn í samfélagið á hverjum tíma. Húmorinn getur allt í senn verið bjargráð og andóf fólks í erfiðum aðstæðum sem það fær lítt við ráðið. Þá kynnir Kristinn húmorsþing sem haldið verður á Hólmavík með pompi og prakt laugardaginn 27. mars 2021.
3/23/202138 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Kynjuð valdaorðræða á Íslandi og afleiðingar hennar

Gestur vikunnar er Annadís Gréta Rúdólfsdóttir, en hún er dósent í aðferðafræði rannsókna við Deild Menntunnar og Margbreytileika við Háskóla Íslands. Annadís lauk doktorsprófi í félagssálfræði frá London School of Economics and Political Science árið 1997 og hefur gengt stöðum bæði innan breska og íslenska háskólakerfisins. Rannsóknir hennar hafa einkum verið innan kynjafræði, þar sem hún hefur meðal annars skoðað sjúkdómsvæðingu meðgöngu og fæðingar, #free-the nipple byltinguna á Íslandi, og hvernig Íslendingar sjá fyrir sér kynjaða skiptingu inn á heimilunum í kjölfar COVID-19. Annadís er einnig sérfræðingur í rannsóknaraðferðum og hefur til dæmis beitt orðræðugreiningu sem leyfir okkur að skilja betur valdastrúktúra í samfélaginu og ráðandi hugmyndir sem bitna oft á þeim sem hafa minna vald á orðræðunni. Þær Sigrún ræða um rannsóknir Önnudísar, stöðu kynjanna í íslensku samfélagi og náms- og starfsárin í Bretlandi í samanburði við íslenskan veruleika.
3/22/202158 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Nýr Nest Hub, Homepod deyr og NFT

Google er búið að uppfæra Nest Hub, myndarammann sinn, og Gulli ætlar að kaupa nokkra. Apple er að hætta með Homepod, en ekki Homepod mini, sem gengur víst mjög vel. Þýðir það að Apple sé að tékka sig út úr hátölurum? Svo förum við yfir NFT (non-fungible token) eða nýja gullæðið sem er að tröllríða netheimum. Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán, Elmar Torfa og Gunnlaugur Reynir.
3/18/20211 hour, 9 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Miðborg Reykjavíkur: Gömul hús og ný

Í miðborg Reykjavíkur er að finna fjölbreyttan húsakost með nýjum og gömlum húsum í bland við hús sem hafa verið flutt um stað, gerð upp eða þau rifin. Sitt sýnist hverjum enda skoðanir og viðhorf fólks ólík. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Snjólaugu G. Jóhannesdóttur þjóðfræðing um nýlega rannsókn hennar á miðborg Reykjavíkur. Snjólaug gekk með viðmælendum um miðborgina þar sem þau sögðu henni frá viðhorfum sínum til umhverfisins, minningum og sögum úr fortíðinni. Minningar, staðartengsl og fegurðarskyn er m.a. það sem mótar viðhorf fólks og tengingar við umhverfið. Snjólaug segir einnig frá vefritinu Kreddur þar sem birtar eru greinar um þjóðfræði og er aðgengilegt á vefnum http://www.thjodfraedi.is/kreddur.html
3/16/202142 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Staða kynjanna á íslenskum vinnumarkaði

estur hlaðvarpsins í dag er Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði og aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi í félagsfræði frá Háskólanum í Lundi og hefur síðan átt langan og farsælan ferli í rannsóknum, kennslu og stjórnun. Hún hefur verið leiðandi í rannsóknum á kynjamun á vinnumarkaði Íslandi. Þar hefur hún meðal annars beint sjónum að verkalýðshreyfingunni, æðstu stjórnun fyrirtækja og stofnana og vinnutengdri heilsu karla og kvenna. Þær Sigrún ræða um rannsóknir Lindu og þróun í kynjamálum á Íslandi undanfarna áratugi, en einnig ræða þær um leið hennar inn í doktorsnámið í félagsfræði. Þar ræða þær sérstaklega hvernig var að vera á Háskóla Íslands þegar meirihluti kennara og nemenda voru karlkyns og þá upplifun að kynnast kynjarannsóknum þegar hún hóf nám við Háskólann í Lundi.
3/15/202155 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Clubhouse, Elko verðsaga og Ökuvísir

Elko er búið að bæta við verðsögu allra vara á vefverslun sinni. Er það til að vinna inn traust viðskiptavina?  VÍS er búið að opna á Ökuvísinn: app og kubbur til að meta ökuhæfni fólks með það markmið að lækka kostnað trygginga. Er það sniðugt eða brot á friðhelgi? Clubhouse er að tröllríða hinum vestræna heimi og flykkist fólk þangað til að prófa. Clubhouse er einhvers konar lifandi hlaðvarpsmiðill eða Discord með umræðuherbergjum. Íslendingar eru byrjaðir að nýta sér þetta og við fjöllum um sniðuga notkun Reykjavíkurborgar á Clubhouse. Svo er fullt af tækjafréttum: þrívíddarteikningar af Oneplus 9 og 9 Pro leka, Oppo gefur út síma með 30x myndavél sem getur tekið myndir í smásjá og Apple ofmat verulega eftirspurn á iPhone 12 mini og dregur verulega úr framleiðslu. Svo ræðum við nýtt bíóhús miðborgarinnar sem hann Halli Ueno var að kaupa og rampa upp. Stjórnendur eru Atli Stefán, Egill Moran (Mosi) og Kristján Thors áhrifavaldur.
3/13/20211 hour, 3 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Huldufólk, fyrirboðar og draumráðningar

Er huldufólk raunverulegt? Er eitthvað að marka drauma? Hvað með öll táknin og fyrirboðana? Að minnsta kosti eru enn sagðar sögur af huldufólki, fólk ræður í drauma og tákn og margir telja vissara að ganga ekki undir stiga og fara sérstaklega varlega á föstudaginn þrettánda. Símon Jón Jóhannsson er manna fróðastur um huldufólk, fyrirboða og tákn en hann er afkastamikill í útgáfu á þjóðlegum fróðleik. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Símon Jón um nýjustu bók hans Hulduheimar, þar sem sagt er frá huldufólksbyggðum víðs vegar um landið. Talið berst einnig að hjátrú, fyrirboðum og draumráðningum sem enn, líkt og huldufólk, er sívinsælt umræðuefni meðal fólks. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
3/9/202141 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?

estur okkar þessa vikuna er Ásdís Arnalds en hún lauk doktorsprófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands í nóvember 2020. Ritgerðin hennar ber heitið „Fjölskyldustefna og foreldrahlutverk: Áhrif íslensku fæðingarorlofslöggjafarinnar á atvinnuþátttöku foreldra og umönnun barna“, en áður en Ásdís hóf doktorspróf í félagsráðgjöf kláraði hún BA- og MA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Ásdís starfar sem verkefnastjóri á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og mun á næstunni hefja störf sem nýdoktor í verkefni sem þau Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf og Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði stýra. Það verkefni ber heitir „Taka og nýting á fæðingarorlofi meðal foreldra á Íslandi“ en markmiðið er að meta hvernig íslensk löggjöf um fæðingar- og foreldraorlof nýtist foreldrum. Þær Sigrún ræða rannsóknir Ásdísar og fara yfir fæðingarlöggjöf á Íslandi síðustu áratugi, hvaða áhrif hún hefur haft á atvinnu- og fjölskyldulíf á Íslandi og hvernig hún er í samanburði við önnur lönd.
3/8/202148 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú

Riot games ætlar að halda risastórt rafíþróttamót á Íslandi í sumar og við erum spenntir! Twitter er komið með íslenska kennitölu og ætli það sé til að borga Halla laun? Microsoft hjúfrar sér upp að CarbFix verkefni Orkuveitu Reykjavíkur í von um kolefnisjöfnun. Farice truflar fjarskipti hjá Nova, eða öllum fjarskiptafélögum Íslands. Við erum ekki vissir. Atli er kominn aftur og við fáum loksins Apple lekastöðuna. Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.
3/7/20211 hour, 13 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 34. Þáttur: Hinn hugdjarfi Yoshitsune

Hvernig nær bastarður, munaðarlaus, sonur þjónustustúlku og samúræja, hent niður í gleymt og afvikið hof hátt í fjöllum meðal Tengúa að rísa upp og verða herforingi og hetja? Í þessum þætti kynnumst við hinum tragíska Minamoto no Yoshitsune, sem leiddi Minamoto ættina til sigurs gegn Taira-ættinni en þurfti svo sjálfur að flýja þegar bróðir hans snerist gegn honum. Honum til halds og traust voru hin ægifagra Shizuka Gozen og hinn fílsterki stríðsmunkur Benkei, en þau þrjú hafa orðið innblástur í ótal leikrit, myndir, ljóð og skilið eftir sig djúp spor í menningu Japans. Myndin eftir Tsukioka Yoshitoshi sýnir þegar Yoshitsune og Benkei börðust upp á Gojo-brú.
3/4/202153 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Öryggisbrögð kvenna í miðborg Reykjavíkur og safnastarf á Dalvík

Í Dalvíkurbyggð er rekin öflug safna- og menningarstarfsemi. Undir sama hatti eru rekin bókasafn, héraðsskjalasafn, Byggðasafnið Hvoll og Menningarhúsið Berg. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Björk Hólm þjóðfræðing og framkvæmdastjóra, sem stýrir allri þessari fjölbreyttu starfsemi og veitir forstöðu.  Björk segir frá því hvernig hún fann sína réttu fjöl í námi í þjóðfræði og hvernig það stækkaði heimsmynd hennar. Í þjóðfræðináminu vann Björk meistararannsókn um upplifun kvenna af öryggi í miðborg Reykjavíkur og tók viðtöl við konur sem deildu með henni sinni reynslu. Björk fjallar meðal annars um svokölluð öryggisbrögð sem konur beita til að auka öryggistilfinningu sína þegar þær ganga um miðborgina sem og hvort öryggismyndavélar hafi áhrif á þessa tilfinningu. Þá segir hún frá hvernig umræða um þessi málefni tók breytingum á meðan hún vann rannsóknina til dæmis í kjölfar byltinga eins og #metoo. Að lokum segir Björk frá því hvernig námið hefur gagnast henni í starfi. Hún segir einnig frá sýn sinni á hlutverk safnanna og menningarhússins sem hún veitir forstöðu og hvernig þjóðfræði gengur sem rauður þráður í gegnum starfsemina.
3/2/202154 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta

Nýlega var myndin Hækkum rána sýnd á Sjónvarpi Símans og vakti hún blendin viðbrögð, annars vegar var aðferðum þjálfarans hampað sem valdeflingu stúlkna en hins vegar var rætt um aðferðirnar sem of harðar og gamaldags. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði, blandaði sér í umræðuna með greinaskrifum á Kjarnanum, þar sem hann lýsti þessum aðferðum sem afreksvæðingu barnaíþrótta sem er í andstöðu við hvernig við þjálfum börn og ungmenni í dag, og reyndar í auknu mæli fullorðna í afreksíþróttum. Hann kom í hlaðvarpið til Sigrúnar og ræddi um þessi mál, ásamt því að fara yfir hvernig skipulagning íþróttastarfs á Íslandi, sem hefur fallið undir hugmyndafræðina „Íþróttir fyrir alla“ hefur átt þátt í að þeim glæsilega árangri sem karla og kvennalið okkar í mörgum hópíþróttum hafa náð og hefur aðferðafræðin reyndar vakið svo mikla athygli að bæði erlendi úrvalslið og fjölmiðlar hafa komið gagngert til Íslands til að læra um þetta íslenska undur.
3/1/202148 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi

Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla og sölu Símans, mætti í viðtal hjá Tæknivarpinu og spáði í framtíð Sjónvarps Símans, og sjónvarps á Íslandi. Eins og kom fram í síðasta þætti er Síminn kominn með app fyrir Sjónvarp Símans á Apple TV. Stjórnendur eru Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.
2/26/202156 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Sjónvarp Símans loksins á Apple TV

Tæknivarpið komið aftur hefðbundinn fréttaþátt, Síminn hefur loksins staðið við gamalt loforð og gefið út app á Apple TV. Elmar hélt áfram að leggja stærsta fyrirtæki í heiminum í einelti og Daníel sagði okkur frá því sem hefur heillað hann undanfarið. Stjórnendur í þætti 266 eru Gunnlaugur Reynir og Elmar Torfason, gestur þáttarins var Daníel Ingólfsson
2/23/20211 hour, 15 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Þjóðbúningar, nafnaval og smáheimssagnir

Þjóðfræði er kennd við Háskóla Íslands, bæði í grunnnámi og á meistarastigi. Námið er fjölbreytt og rannsóknir nemenda endurspegla vissulega þá miklu breidd sem finna má innan fagsins.  Þátturinn í dag er því helgaður rannsóknum nemenda í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Dagrún og Vilhelmína tóku tali þrjá nýlega útskrifaða þjóðfræðinga sem luku BA-prófi í fyrra og fengu að heyra um rannsóknir þeirra. Í þættinum er því sýnishorn af því spennandi starfi sem fer fram innan námsbrautarinnar. Við fræðumst um stórskemmtilegar sögur af tilviljunum og hvað heimurinn getur verið lítill, nafnasiði í ýmsum löndum og merkingu þeirra í hugum fólks og að lokum upplifun fólks af þjóðbúningnum og hvernig einstaklingar nota hann á óhefðbundinn hátt.
2/23/202159 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Framúrskarandi félagsfræðingar

Félagsfræðingafélag Íslands veitir árlega viðurkenningu fyrir framúrskarandi BA- og MA-ritgerð í félagsfræði. Að þessu sinnu voru það þær Adda Guðrún Gylfadóttir og Sóllilja Bjarnadóttir sem hlutu verðlaunin og komu þær í spjall við Sigrúnu. BA-ritgerð Öddu Guðrúnar ber heitið „Harkvinna og varnarleysi á íslenskum vinnumarkaði: Aðstæður pólsks launafólks á Íslandi” en MA-ritgerð Sóllilju sem skrifuð var á ensku kallast „Do people behave as their family and friends? The role of social networks for pro-environmental behavior in Iceland.” Í hlaðvarpi vikunnar fara þær yfir helstu niðurstöður sínar og gefa innsýn inn í félagsfræðilegar rannsóknir á innflytjendum og umhverfismálum. Einnig ræða þær almennt um hlutverk félagsfræðinnar og hvernig hún hefur mótað hugsun þeirra hingað til. Framtíð félagsfræðarinnar er svo sannarlega björt með þessa tvo frábæru félagsfræðinga innan borðs en báðar stefna þær á frekari prófgráður í félagsfræði.
2/22/202144 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Hljóðheimur langspilsins

Hvernig er hægt að útskýra eða fanga hljóðheim í orðum? Er kannski eitthvað sem aðeins er hægt að upplifa með öðrum hætti en í gegnum orð? Tónlist hefur margvísleg áhrif á fólk og skapar meðal annars ákveðna stemningu og hughrif. Íslenska langspilið fer kannski ekki hátt í dægurtónlist nútímans en það á sér áhugaverða sögu og er enn notað í tónlistarsköpun. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Eyjólf Eyjólfsson þjóðfræðing og tónlistarmann en rannsóknarefni hans er hljóð- og undraheimur langspilsins. Í meistararannsókn sinni rannsakaði Eyjólfur langspilið, sögu þess og upplifun fólks af tónlistarflutningi á langspil. Að auki vann Eyjólfur verkefni með grunnskólabörnum í Flóaskóla þar sem þau smíðuðu langspil hvert með sínu nefi og lærðu að leika á það. Eyjólfur segir frá rannsókninni og sínum viðfangsefnum tengdum tónlist og langspili. Í lok þáttarins er leikið verkið Heimildaskrá í flutningi Gadus Morhua Ensemble.
2/16/202145 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Fjölskyldulíf á tímum COVID-19

Gestur vikunnar kemur langt að þessa vikunna, en Sigrún spjallaði við Leuh Ruppanner sem er dósent í félagsfræði við Háskólann í Melbourne í Ástralíu. Rannsóknaráherslur hennar eru fjölskyldan, kynjafræði og stefnumótun og skoðar hún þessi efni oft í alþjóðlegu samhengi. Mikið hefur verið rætt um að áhrif COVID-19 séu kynjuð, þar sem konur taka á sig meira álag sem tengist því að líf fjölskyldna hafa farið úr skorðum í faraldrinum. Leah hefur meðal annars skoðað þetta og segir okkur frá helstu niðurstöðum sínum varðandi það sem og öðrum áhugaverðum rannsóknarefnum.
2/15/202146 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Tæknispá með Hjálmari Gíslasyni

Tæknivarpið fær frumkvöðulinn Hjálmar Gíslason frá GRID í heimsókn til að ræða framtíðina. Hjálmar gaf út nýlega árlega tæknispá á Kjarninn.is fréttamiðlinum (sjá hér: https://kjarninn.is/skyring/2021-01-04-taeknispa-2021-thrir-sterkir-straumar/). Stjórnendur eru Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.
2/15/20211 hour, 13 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Snjallvæðing heimila

Við fáum frábæran gest til að fara yfir snjallvæðingu heimila, hann Marinó Fannar Pálsson, stofnanda Facebook hópsins Snjallheimili. Stjórnendur eru Gunnlaugur Reynir og Elmar Torfason.
2/13/20211 hour, 42 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Pottersen – 48. þáttur: Lokaþáttur

Emil og Bryndís ræða þátt fjögur í leikritinu Harry Potter og bölvun barnsins. Albus og Scorpius eru fastir í Godricsdal árið 1981, skömmu áður en Voldemort myrðir James og Lily Potter. Þeim tekst að koma skilaboðum til nútímans og gamla gengið Harry, Hermione, Ron, Ginny og Draco mæta á staðinn til að stöðva Delphi, dóttur Myrkrahöfðingjans. Pottersen lýkur nú för sinni í gegnum galdraheiminn og kveður með kærri þökk til hlustenda.
2/12/202137 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 33. þáttur: Hoichi hinn eyrnalausi og fall Taira

Í þessum þætti er fjallað um hið stutta tímabil þegar Fukuhara, betur þekkt sem upprunastaður Kobe nautakjötsins, var höfuðborg Japans í aðeins eitt ár. Þegar Kiyomori tekst að fá upp á móti sér voldugustu hof og klaustur Japans stefnir hann öllum afkomendum sínum, og arfleið sinni í hættu – hinum átta ára Antoku keisara þar með töldum. Í Heike-sögu, kvæðabálk frá þrettándu öld, er fall ættar hans rakið til skapgerðarbresta í þessum hrokafulla stríðsmanni, en bakvið áróðurinn glittir mögulega í annars konar mann – mann sem fór sínar eigin leiðir og vildi taka Japan þangað líka. Lagið með þættinum er sótt í kvikmyndina Kwaidan, en í henni kemur sagan um Hoichi hinn eyrnalausa og Antoku keisara fyrir.
2/11/202156 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Fuglar og þjóðtrú

Um allan heim er margvísleg þjóðtrú um fugla. Í þjóðtrú hérlendis er hrafninn til dæmis oft talinn slæmur fyrirboði. Í nokkrum þjóðsögnum birtist hrafninn þó sem bjargvættur þegar hann bjargar þeim sem hafa gert honum vel frá skriðuföllum. Sigurður Ægisson er sóknarprestur á Siglufirði og þjóðfræðingur. Í lok síðasta árs kom út bók eftir Sigurð sem nefnist Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin. Bókin er vegleg og mikil að vöxtum enda var hún 25 ár í smíðum. Þá prýða hana fjöldi mynda og korta sem sýna útbreiðslu tegundanna. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Sigurð um bókina og forvitnilega þjóðtrú tengda fuglum. Við heyrum nokkrar sögur um þjóðtrú meðal annars tengda hrafninum, lundanum, lóunni og músarrindlinum en Sigurður er hafsjór af fróðleik. Að auki ræðir Sigurður um þjóðfræðiáhuga sinn og hvernig þjóðfræðirannsóknir og prestskapur fara saman. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
2/9/202142 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Netveröld ný og góð?

Fátt hefur haft meiri áhrif á daglegt líf okkar Vesturlandabúa í seinni tíð en stafræna byltingin svokallaða. Stafrænni tækni hefur fleygt fram og meðal annars fært okkur internetið, snjallsíma og samfélagsmiðla. Samhliða hefur tæknin aukið aðgengi og flæði upplýsinga, breytt því hvernig við eigum samskipti, hvernig við leitum að upplýsingum, hvernig skólahaldi er háttað, hvernig við neytum menningarefnis og hvernig fólk hagar sér í tilhugalífinu. Þá er fíkniefnamarkaðurinn er gjörbreyttur með tilkomu stafrænnar tækni. Svona mætti lengi telja en ljóst er að tilkoma stafrænnar tækni hefur haft heilmargt gott í för með sér en einnig ýmislegt misjafnt. Ýmsir hafa til að mynda áhyggjur af óhóflegri og óæskilegri netnotkun ungs fólks. Til að varpa ljósi á þetta viðgangsefni og ýmislegt annað áhugavert fengum við til okkar í hlaðvarpið, Kjartan Ólafsson, lektor í félagsfræði við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, en hann stundar meðal annars rannsóknir á netnotkun barna og unglinga.
2/9/20211 hour, 12 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Öflug starfsemi á Minjasafni Austurlands

Safnastarf er víða frjótt og blómlegt. Minjasafn Austurlands á Egilsstöðum er engin undantekning frá því. Safnið stendur fyrir fjölbreyttri og áhugaverðri starfsemi en hefur í verkefnum sínum þurft að aðlaga sig að Covid-heimsfaraldri. Safnið hefur lagt mikla áherslu á þjónustu við nærsamfélagið og sérstaka rækt við yngri kynslóðina. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur safnstjóra Minjasafns Austurlands. Hún segir frá fjölbreyttri starfsemi safnsins og skemmtilegum verkefnum og sýningum. Talið berst m.a. að einkennisdýri Austurlands, hreindýrum, sem jafnan vekja mikla athygli hjá innlendum sem erlendum ferðamönnum. Þá segir Elsa Guðný frá námi sínu í þjóðfræði og hvernig það nýtist henni í starfi hennar í dag.
2/2/202141 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Kynþáttaójöfnuður í Bandaríkjunum

Hlaðvarp félagsfræðinnar snýr loksins aftur og er fyrsti þátturinn ekki af verri endanum. Í honum spjallar Sigrún við Rashawn Ray, prófessor í félagsfræði við Háskólann í Maryland í Bandaríkjunum. Undanfarið ár hefur Rashawn líka verið með rannsóknarstöðustyrk frá Brookings stofnuninni, en markmið hennar er að vinna að rannsóknum sem leiða til nýrra hugmynda um hvernig hægt er að leysa ýmis vandamál samfélagins. Í rannsóknum sínum hefur Rashawn sérstaklega lagt áherslu á ójöfnuð tengdan kynþætti, og hefur meðal annars skoðað Black Lives Matter hreyfinguna, hvernig hún byrjaði og áhrif hennar. Hann hefur einnig skoðað ofbeldi lögreglu gagnvart svörtum og unnið með lögreglunni í Maryland við að þróa aðferðir til að vinna á óbeinni hlutdrægni lögreglufólks. Síðan COVID-19 hófst hefur hann skoðað ójöfnuð sem tengist faraldrinum og meðal annars bent á að svartir eru mun líklegri til að deyja af völdum COVID-19 heldur en hvítir. Og á þessum tímum er auðvitað ekki hægt annað en að ræða um nýafstaðnar kosningar í Bandaríkjunum og mótmæli tengd þeim og þá sérstaklega hvernig þau undirstrika stöðu svartra og hvítra í bandarísku samfélagi og tilraunir til að viðhalda þeim valdaójöfnuði sem verið hefur til staðar í hundruð ára.
2/1/202156 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 32. þáttur: Eyja guðanna

Eftir skammvinna borgarastyrjöld, þar sem Go-Shirakawa hrekur burt her bróður síns Sutoku á flótta, telur nýi keisarinn sig hafa öll völd í hendi sér. En þau öfl sem stríðið hefur leyst úr læðingi eru ekki svo auðveldlega aftur bundin, og innan skamms brjótast aftur út átök milli stríðandi fylkinga samúræja, til að útkljá hvernig Japan skuli framvegis stýrt. Í þessum fyrri þætti af tveimur er sagt frá pólitíkusnum og samúræjanum Taira no Kiyomori sem reis hærra heldur en nokkur úr stríðsmannastétt hafði gert áður. Meðal þess sem hann skildi eftir sig er hlið sem stendur við eyjuna Miyajima, skammt frá borginni Hiroshima, sem hann tileinkaði verndargoðum sínum; dætrum stormguðsins.
1/28/202157 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina

Í Bandaríkjunum er unnið að spennandi verkefni sem nefnist 100 ára stjarnflugsáætlun. Verkefnið gengur út á að árið 2112 sé hægt að senda stóran hóp fólks út úr sólkerfinu til þess að búa í geimnum. Það er að mörgu að huga í svo stóru verkefni og þjóðfræðin getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við þjóðfræðinginn Karl Aspelund sem er dósent og deildarforseti við deild tísku, markaðsfræði og hönnunar við háskólann í Rhode Island í Bandaríkjunum. Karl segir frá leið sinni í þjóðfræðinni, þ.e. frá hönnun og búningasögu í Iðnskólanum í Reykjavík í að verða háskólakennari og rannsakandi í Bandaríkjunum. Að auki segir hann segir frá aðdraganda þess að hann tekur nú þátt í geimrannsókn og hverju þarf að huga að í sambandi við klæðnað í geimnum. Við ræðum verkefnið og fáum að heyra hvaða erindi þjóðfræðirannsóknir eiga inn í framtíðarsýn um að senda mannaða geimflaug út úr sólkerfinu. Þá ræðum við um óvæntan vinkil verkefnisins tengdan sjálfbærni og vistkerfi jarðarinnar.
1/26/202149 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Pottersen – 47. þáttur: Myrk hliðarveröld

Emil og Bryndís ræða þátt þrjú í leikritinu Harry Potter og bölvun barnsins. Scorpius Malfoy er staddur í versta galdraheimi sem hægt er að hugsa sér. Tímaflakk hans og Albusar Potters fór algjörlega úr böndunum. Scorpius leitar aðstoðar Hermione, Rons og Snapes, en hann er á lífi í þessum heimi. Þrátt fyrir að þeim takist að leiðrétta mistökin hrannast vandamálin upp að nýju. Við komumst meðal annars að því að Delphi Diggory hefur stýrt atburðarásinni og er víst alls ekki Diggory. En hver er hún þá?
1/22/202145 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna

Sutoku varð ungur að árum keisari og ef ekki hefði verið fyrir að faðir hans og bræður plottuðu gegn honum hefði hann átt dag einn að stýra Japan í eigin nafni. Hann endaði ævi sína í útlegð eftir skammvinna borgarastyrjöld, en er þó í dag mun þekktari sem draugurinn Sutoku – einn af máttugustu og hættulegustu draugum Japans. Í þessum þætti kynnumst við þjóðsagnapersónunni og hinum raunverulega keisara og veltum vöngum yfir hvað sé hæft í orðrómum og samsæriskenningum um þennan umdeilda keisara.
1/21/202155 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Þáttur ársins

Nú er loks­ins komið að því. Þáttur árs­ins er mætt­ur, aðeins seinna en vana­lega út af sottlu. Þar fer næstum allur hóp­ur­inn bak við Tækni­varpið (og Simon.is) yfir það sem var mest spenn­andi í nýrri tækni og tækjum á árinu sem var að líða. Flokkarnir eru eftirfarandi: * Græja ársins * Sími ársins * Kaup ársins * Leikur ársins * Farleikur ársins * App/forrit ársins * Kvikmynd ársins * Sjónvarp ársins * Hlaðvarp ársins * Stærsta tæknifrétt ársins Við þökkum kærlega fyrir innsend svör hlustenda og árið sem var að líða 🙏🏻
1/21/20212 hours, 9 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“

Íslendingar vilja gjarnan líta á sig sem bókmenntaþjóð þar sem lestur er í hávegum hafður. Mikil opinber umræða á sér stað um bækur, lestur, læsi og fleira. Þetta sést til dæmis þegar niðurstöður Pisa-kannana eru birtar en þá gýs gjarnan upp mikil og stundum heit umræða um lestur og lesskilning barna og ungmenna. Stjórnvöld hafa brugðist við með ýmsum hætti og mótað opinbera stefnu, meðal annars til að hvetja til aukins lestur og betri lesskilnings. Er lestur ekki öllum bestur? Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Önnu Söderström doktorsnema í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Rannsókn hennar hlaut í liðinni viku styrk frá Rannís og ber heitið Lestur er bestur. Þar tekur Anna til skoðunar læsi og lestrarmenningu út frá sjónarhorni þjóðfræðinnar. Hún tekur fyrir og greinir meðal annars stefnu stjórnvalda þegar kemur að lestri og læsi grunnskólabarna sem og viðbrögð stjórnvalda við niðurstöðum Pisa-könnunarinnar. Í þættinum ræðum við sérstaklega um lestrarátakið Tími til að lesa sem ýtt var úr vör vorið 2020 í samkomubanni á tímum COVID. Við veltum fyrir okkur hvaða skilaboð lestrarátök af þessu tagi senda börnum og hvort allir hafi jafnan aðgang til þátttöku. Anna, sem sjálf starfar á skólabókasafni, notar m.a. aðferðir gagnrýninnar orðræðugreiningar í rannsókninni, og hefur þurft að svara fyrir hvað hún hafi eiginlega á móti lestri í tengslum við kynningu á rannsókninni.
1/19/202142 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Matarnánd: Lífrænn, staðbundinn og menningararfsmatur

Matur er mannsins megin og öll þurfum við að borða. Við komumst ekki af án matar og verjum gríðarlega tíma á hverjum degi í að hugsa um mat, meðhöndla mat og auðvitað borða mat. Matarmenning og matarhættir eru frjótt og öflugt rannsóknarsvið innan þjóðfræði, en breytingar í samfélaginu endurspeglast meðal annars í því hvernig við nálgumst mat og hvernig og hvað við borðum. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Jón Þór Pétursson sem lauk doktorsprófi í þjóðfræði frá Háskóla Íslands í maí 2020. Rannsókn Jóns Þórs ber yfirskriftina Matarnánd: Myndun sambanda innan matarvirðiskeðjunnar. Í rannsókninni fjallar Jón Þór um matarnánd í tengslum við staðbundinn mat, lífrænan mat og menningararfsmat. Jón Þór fjallar um merkingu og tengsl sem fólk myndar við matinn, framleiðendur og milliliði. Í þættinum segir Jón Þór frá ransókninni og hvernig gildum um mat er miðlað í gegnum frásagnir sem skapa um leið virði og samhengi í kringum matinn og neysluna. Við ræðum einnig um íslenska skyrið sem áður var gert á heimilum en er nú verksmiðjufarmleitt og skilgreint sem menningararfsmatur. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um rannsóknir og miðlun í þjóðfræði. Sjónunum er beint að fólki og hvaða merkingu það leggur í siði og venjur, hluti og umhverfi. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
1/12/202138 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Matís prentar í matinn

Það er fullt af íslenskum tæknifréttum á nýju ári. Twitter kaupir Ueno, Matís prentar mat og CERTÍS fær nýjan stjórnanda. Samsung opnar nýja árið með árgerð 2021 af S-línuni sem verður kynnt í næstu viku. Þetta verða þrír nýir snjallsímar: Samsung Galaxy S21, S21 Plus og S21 Ultra. Elmar heldur áfram að leggja Apple í einelti. AirPods Pro og Airpods Max vandamál, AirPods gen 3 á leiðinni á markað? Sjónvörp árið 2021. Hvað eru dimming zones? Svo kaupir Elmar dót.
1/9/20211 hour, 1 minute, 20 seconds
Episode Artwork

Pottersen – 46. þáttur: Skaðlegt tímaflakk

Emil og Bryndís ræða þátt tvö í leikritinu Harry Potter og bölvun barnsins. Ólíkt feðrum sínum eru Albus Potter og Scorpious Malfoy orðnir perluvinir, sem Harry líst ekkert á. Hann finnur til í örinu, myrku öflin eru farin að láta á sér kræla á ný og hann telur þau tengjast Malfoy-stráknum. Tvisvar ferðast strákarnir aftur í tímann í von um að bjarga Cedric Diggory frá dauða, en þegar aftur er snúið hefur býsna margt breyst. Þeir hafa umturnað veröldinni og annar þeirra eyddi í raun eigin tilvist. Það verður afar spennandi að sjá hvert framhaldið verður í næsta þætti leikritsins …
1/8/202154 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 30. þáttur: Hyrndi meistarinn

Í þessum þætti er farið víða um völl, við kynnumst bólusóttarguðinum og hyrndum andstæðingi hans, hvernig keisarinn Shirakawa stýrði Japan úr klaustri og hvað Japanir gera til að fagna nýju ári.
1/7/202136 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Víkingar á söfnum: hetjur eða hrottar?

Öll höfum við okkar hugmyndir um víkinga sem sigldu um úfin höf, könnuðu ókunn lönd, börðust og rændu. Fornleifarannsóknir hafa fært okkur minjar frá víkingatímanum og fræðafólk úr ýmsum greinum hefur velt vöngum yfir lífi og sögu þeirra. Víkingar hafa einnig verið vinsælt þema í ímyndarsköpun, afþreyingariðnaði og markaðsherferðum. En er ímynd víkinga, túlkun og framsetning á söfnum alltaf í samræmi við sögulegar heimildir? Hvað með skuggahliðar víkinga? Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Guðrúnu Dröfn Whitehead lektor í safnafræði við Háskóla Íslands. Guðrún Dröfn segir frá rannsóknum sínum á víkingunum og birtingarmyndum þeirra á söfnum meðal annars á Íslandi, í Noregi og Bretlandi. Slík samanburðarrannsókn veitir m.a. innsýn í hvernig víkingaþema er notað í tengslum við ferðaþjónustu og ímyndarsköpun. Guðrún Dröfn segir einnig frá því hvernig víkingar tengjast sjálfsmynd Íslendinga, útrásarvíkingum og víkingaklappinu. Við ræðum þær áskoranir sem söfn standa frammi fyrir varðandi framsetningu á fortíðinni og hvort söfn eigi að taka afstöðu og bregðast við hitamálum og samfélagsumræðu. Að auki ræðum við hvernig dægurmenning, t.d. kvikmyndir og þættir, hafa áhrif á hugmyndir fólks um víkinga. Svo er auðvitað ekki hægt að fjalla um víkinga án þess að ræða um hyrnda hjálminn.
1/5/202145 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

COVID í Eyjum – 2. þáttur: Almenningur

„Þetta bara núllstillti okkur,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum um áhrifin sem COVID-19 hafði á samfélagið í Eyjum. „Ég var til dæmis bókuð 14 helgar í röð, allt í einu tæmdist allt dagatalið mitt. Fjölskyldustundirnar urðu fleiri,“ segir Íris. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri í Tónlistarskólanum í Vestmannaeyjum, segir kennara við skólann hafa lært á mörg fjarfundarforrit og að kennslan hafi gengið vonum framar með óvenjulegum kennsluháttum. Sóley Guðmundsdóttir, meistaranemi í Blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, fjallar um áhrif fyrstu bylgju COVID-19 í Vestmannaeyjum. Hún ræðir við fólk í Eyjum um áhrifin sem COVID-19 hafði á líf þeirra. Þetta er síðari þátturinn í tveggja þátta seríu Sóleyjar um áhrif fyrstu bylgju COVID-19 í Vestmannaeyjum.
12/30/202029 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Dýrmætar heimildir um alþýðumenningu og uppspretta sköpunar

Hljóðrit úr þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru aðgengileg á vefnum ismus.is. Safnið er mikið að vöxtum og dýrmæt heimild um alþýðumenningu fyrri tíma, m.a. sagnir, kveðskap og fleira. Safnið nýtist fræðimönnum við rannsóknir en er einnig uppspretta og innblástur fyrir ýmsa listamenn. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Rósu Þorsteinsdóttur rannsóknarlektor hjá Árnastofnun sem leiðir okkur í allan sannleikann um safnið og notkunarmöguleika þess. Hún segir meðal annars frá eigin rannsóknum, austfirsku skáldkonunni Guðnýju Árnadóttur og flóknu ástarlífi hennar, rímnakveðskap og fjölbreytileika hefða, hljóðfærum og danstónlist á árum áður. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir í þjóðfræði og fjölbreytta miðlun á þjóðfræðiefni. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
12/29/202058 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

COVID í Eyjum – 1. þáttur: Viðbragðsaðilar

„Við vissum að veiran myndi koma með Herjólfi,“ segir Páley Borgþórsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, um COVID-19 hópsýkinguna í Vestmannaeyjum í mars. Páley fór fyrir aðgerðarstjórn almannavarna í Vestmannaeyjum í fyrstu bylgju COVID-19 þegar rúmlega 100 manns greindust með veiruna á 37 dögum. Einnig mæddi mikið á Ragnheiði Perlu Hjaltadóttur, hjúkrunarfræðingi sem meðal annars þurfti að flytja út af heimili sínu þegar ung dóttir hennar fór í sóttkví. Sóley Guðmundsdóttir, meistaranemi í Blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, fjallar um áhrif fyrstu bylgju COVID-19 í Vestmannaeyjum. Hún ræðir meðal annars við framlínustarfsfólk sem tókst á við margar nýjar áskoranir þegar hópsýking kom upp í Eyjum. Þetta er fyrsti þátturinn af tveimur í tveggja þátta seríu. Í síðari þættinum verður fjallað um áhrifin sem hópsýkingin í Vestmannaeyjum hafði á almenning í Eyjum. Hann verður birtur á Kjarnanum þann 30. desember.
12/28/202030 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 29. þáttur: Munkurinn sem breyttist í rottu

Hver sem er getur reiðst yfir sviknu loforði, en þegar munknum Raigo er synjað um að stækka hofið sem hann elskar af sjálfum keisaranum endar það með ósköpum fyrir alla sem koma nærri. Í þessum þætti er einnig fjallað um fyrri hluta valdatíð keisarans Shirakawa og þróun Tendai búddisma á Heian-tímanum.
12/23/202044 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Jólagjafalistar, Cyberpunk 2077 hent út og Solarwinds hakkið

Það er búið að kynna fullt af nýjum símum. Sími með myndavél undir skjá, fyrsti síminn með Snapdragon 888 örgjörva með innbyggðu 5G, og Oneplus sími með litabreytanlegu baki sem enginn þarf. Solarwinds var hakkað, en hvað þýðir það eiginlega? Lekar um Apple bíl eru komnir af stað aftur eftir að þeir lognuðust af og það virðist vera bíll á leiðinni á árinu 2024. Við rennum svo yfir okkar uppáhalds tæknijólagjafir þetta árið. Spoiler: það eru Apple vörur á listanum. Stjórnendur í þætti 261 eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.
12/22/20201 hour, 2 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Jólin, jólin alls staðar

Viðfangsefni þjóðfræðinnar eru fjölbreytt en hefðir og hátíðir eru gjarnan umfjöllunarefnið. Segja má að jólin séu háannatími hjá mörgum þjóðfræðingum enda eru þeir miklir sérfræðingar þegar kemur að hátíðarhöldum og gleðskap. Í sérstökum jólaþætti bregða Dagrún og Vilhelmína undir sig betri fætinum og ræða við þjóðfræðingana Rósu Þorsteinsdóttur, Jón Jónsson, Eirík Valdimarsson, Áka Guðna Karlsson og Dagnýju Davíðsdóttur sem segja frá jólaminningum og jólahefðum. Í þættinum ríkir sannkölluð jólagleði en fátt er betur fallið til þess að koma fólki í góða jólastemningu en þjóðlegur fróðleikur í bland við jólasögur, jólakvæði, jólasálma, jólamat, jólagjafir, jólasnjó, jólahefðir, jólaköttinn og jólasveina. Hellið malti og appelsíni í glas, fáið ykkur mandarínur og mackintosh og eigið notalega jólastund. Í lok þáttarins er spiluð upptaka úr þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þar sem Helga Bjarnadóttir ljósmóðir, f. 1896 á Klúku í Bjarnarfirði flytur kvæðið Nú fara í höndur þau fallegu jól. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir í þjóðfræði og fjölbreytta miðlun á þjóðfræðiefni. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
12/22/202051 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Tölvuleikjajól með Bibba Skálmöld

Covid19-jól eru handan við hornið og við ætlum að kafa í tölvuleikina. Við fáum til okkar góðan gest, hann Snæbjörn Ragnarsson (einnig kallaður Bibbi), þungarokkara og hlaðvarpsstjórnanda. Við ræðum stærstu leiki ársins og klúður ársins: Cyberpunk 2077. Við færum okkur svo í framtíðina og ræðum mest spennandi leikina sem eru væntanilegir á næsta ári. Stjórnendur eru Bjarni Ben og Gunnlaugur Reynir.
12/21/20201 hour, 55 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Þjóðtrú, förufólk, ísbirnir og hagnýt þjóðfræði: Rannsóknasetur HÍ á Ströndum

Háskóli Íslands starfrækir rannsóknasetur víðs vegar um landið. Eitt slíkt hefur verið starfrækt á Ströndum síðan árið 2016 og þar er áherslan á þjóðfræðirannsóknir og miðlun. Í þættinum hitta Dagrún og Vilhelmína verkefnisstjóra setursins á Ströndum, Jón Jónsson þjóðfræðing. Í rannsóknum setursins kennir ýmissa grasa og segir Jón frá þeim fjölbreyttu verkefnum sem þar eru unnin. Við ræðum meðal annars um hvað samfélagið getur lært af sögnum um förufólk og jaðarsetningu og um dagbókarskrif og tilfinningar í gamla sveitasamfélaginu. Í starfseminni er lögð sérstök áhersla á fjölbreytta, hagnýta og aðgengilega miðlun. Jón segir okkur frá útgáfuverkefnum og ræðir auk þess þýðingu slíkrar þekkingarmiðstöðvar fyrir nærsamfélagið. Þá leiðir Jón okkur í allan sannleikann um hvernig komast skuli undan ísbirni verði hann á vegi manns sem svo sannarlega verður að teljast hagnýt þjóðfræðiþekking. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir í þjóðfræði og fjölbreytta miðlun á þjóðfræðiefni. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
12/15/202038 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Ný Airpods heyrnatól frá Apple

Meðal þess sem rætt er í þætti vikunnar er óvænt útspil Apple sem kynnti ný heyrnartól yfir eyrun sem kallast AirPods Max. Óhætt er að segja að meðlimir Tæknivarpsins eru misjafnlega spenntir fyrir þeim en sammála um að hönnunin sé falleg. Eða kannski ekki. Þá veltu umsjónarmenn þáttarins því fyrir sér hvernig á því stendur að nýju Macbook Air og Pro tölvurnar með M1 örgjörvanum eru enn ekki komnar í sölu á Íslandi. Allavega ekki opinberlega. Gulli ætlar að vaka fram eftir og spila Cyberpunk 2077 leikinn sem verður gefinn út kl. 00:01 þann 10. desember 2020. Af ýmsu öðru sem var rætt má nefna að HBO Max er væntanlegt til Íslands á næsta ári, Elko seldi fleiri PS5 tölvur en þau áttu á lager og nýir lekar sterka vísbendingu um útlitið á Samsung S21, S21 Plus og S21 Ultra og reikna má með að símarnir komi jafnvel fyrr á markað en helstu spekúlantar gerðu ráð fyrir. Umsjónarmenn þessa vikuna eru: Andri Valur, Atli Stefán, Elmar og Gunnlaugur Reynir.
12/11/20201 hour, 12 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Pottersen – 45. þáttur: Bölvun barnsins

Pottersen-systkinin Emil og Bryndís hefja lestur á Harry Potter og bölvun barnsins, leikritinu sem gefið var út á bók. Fyrsti þáttur (Act I) er nú til umræðu. Þetta er áttunda sagan um Harry og félaga og hún hefst nítján árum eftir fall Voldemorts. Sagan hverfist samt ekki um Harry, heldur er aðalpersónan yngri sonur hans, Albus Severus Potter. Ólíkt pabba sínum og stóra bróður gengur Albusi illa í Hogwarts, hann er valinn í Slytherin-heimavistina og finnst hann einskis nýtur. Smám saman fjarlægist Albus fjölskyldu sína og vingast við Scorpius Malfoy, son Dracos. Harry starfar í galdramálaráðuneytinu og Hermione er galdramálaráðaherra. Þau hafa fundið fyrir breytingum innan galdraheimsins, Harry gerði ólöglegan tímabreyti upptækan og hann finnur til í örinu. Svo virðist sem friðurinn sé brátt úti. Til að bæta gráu ofan á svart rífast feðgarnir, Albus og Harry, heiftarlega og það lítur út fyrir að það muni hafa afdrifaríkar afleiðingar.
12/11/20201 hour, 14 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Samfélagsbreytingar í heimsfaraldri: Frá handaböndum til hrákdalla

Kórónuveiran hefur heldur betur valdið usla í samfélaginu með tilheyrandi aðlögun og breytingum á hversdagslífi fólks. Faðmlögum og handabandi hefur nú verið skipt út fyrir sprittbrúsa og andlitsgrímur og óvíst hvort og hvaða breytingar eru komnar til að vera. En hvað getur hversdagsleg menning sagt okkur um samfélagið? Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Valdimar Tr. Hafstein prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands um hversdagslíf á tímum heimsfaraldurs og sjónarhorn þjóðfræðinnar á þessar samfélagsbreytingar í sögulegu ljósi. Samtalið fer frá hrákadöllum og kossaflensi karlmanna að handabandinu, súrdeigsbakstri og samlífi manna og örvera. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um rannsóknir og miðlun í þjóðfræði. Sjónunum er beint að fólki og hvaða merkingu það leggur í siði og venjur, hluti og umhverfi. Umsjónarkonur eru Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
12/8/20201 hour, 49 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári

Í þætti vikunnar ræða Andri Valur, Elmar og Gunnlaugur um allt og ekkert í tæknimálum. Það sem rætt er í þættinum er meðal annars lesbrettið frá Storytel sem við höfum verið með í prufu, vinsælustu íslensku hlaðvörpin, kaup Salesforce á Slack, LG sjónvarpsblæti meðlima Tæknivarpsins og alvarlegur veikleiki í eldri útgáfu af iOS sem var sagt var frá nýlega í fréttum. Og jú dregnar voru til baka fullyrðingar úr síðasta þætti Tæknivarpsins um að ekki kæmu fleiri PS5 vélar til landsins á árinu. Það reyndist rangt því von er á fleiri vélum til landsins á næstu dögum. Umsjónarmenn í þetta skiptið eru sem fyrr segir: Andri Valur, Elmar og Gunnlaugur.
12/4/20201 hour, 19 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda

Við lítið en heilagt fjall norðan Kyoto er klaustur með ævafornum en óvenjulegum sið. Munkar þar fara út að skokka, tugi kílómetra, hundrað daga í senn. Þessi siður er til að öðlast náð og visku guðsins Fudo Myo, en sumir taka þetta í slíkar öfgar að þeir hætta ekki að hlaupa árum saman og hlaupa sumir og fasta í heil sjö ár.
12/3/202055 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“

Þjóðhættir er glænýtt hlaðvarp um rannsóknir og miðlun í þjóðfræði. Sjónum verður beint að fólki og hvaða merkingu það leggur í siði og venjur, hluti og umhverfi auk þess sem fjallað verður um ólíkar miðlunarleiðir, söfnun og hagnýtingu þjóðfræðiefnis og margt fleira. Umfjöllunarefnin eru fjölbreytt og spennandi og hafa mörg hver óvænta tengingu við samfélagsumræðuna. Umsjónarkonur eru Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði. Í fyrsta þættinum hitta Dagrún og Vilhelmína rithöfundana Vilborgu Davíðsdóttur og Benný Sif Ísleifsdóttur sem báðar eru þjóðfræðimenntaðar. Við ræðum um nýútkomnar bækurnar þeirra Undir Yggdrasil og Hansdætur, ritstörfin og listina að skrifa sögulega skáldsögu. Við ræðum einnig um hvernig þjóðfræðimenntunin kemur að góðum notum við ritstörfin og á þátt í að móta sjónarhorn og sögusvið. Þó að 1000 ár skilji að sagnaheim höfundanna þá glíma þær við margar sömu áskoranirnar m.a. í heimildavinnu, reynsluheim kvenna og ósagðri sögu um „neðanmittisvesen“.
12/1/202057 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri

Á eftir níu ára stríði, sem tók tólf ár, fylgdi þriggja ára stríð sem tók sex ár í norðurhluta japanska keisaradæmisins. En þegar norðrið sameinaðist undir stjórn Fujiwara no Kiyohira varð til nærri sjálfstætt konungdæmi sem entist fjórar kynslóðir og reisti sér bækistöðvar sem jöfnuðust á við sjálfa höfuðborgina í suðri.
11/26/202035 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári

Í þætti vikunnar fara Axel og Bjarni yfir fyrstu reynslu sína af PS5. Allt um nýju Dualsense fjarstýringuna, fjármögnun með bland braski, fjarspilun með PS5 remote play og nýja og gamla leiki. Ef þú náðir náðir ekki að forpanta eintak ertu í vondum málum, því við fengum staðfest frá Óla Jóels hjá Senu að það koma sennilega ekki fleiri eintök af PS5 á þessu ári, þrátt fyrir loforð Sony um fleiri vélar. Í öðrum fréttum förum við yfir Svartan föstudag (eða svarta viku eins og Íslendingar hafa tileinkað sér) og að Google Photos hættir með frítt pláss á myndum. Atla tókst að sjálfsögðu að grafa upp nokkra Apple leka sem hann fer yfir í Applehorninu. Umsjónarmenn þáttarins eru: Atli Stefán, Axel Paul, Bjarni Ben og Kristján Thors
11/26/20201 hour, 24 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Ótrúlega hraðar Mac tölvur og endurkoma 737 Max

Atli fjallar um iPhone 12 mini og Watch SE með LTE-sambandi sem hann hefur verið að prófa. Síminn er með talsvert lakari rafhlöðuendingu en hinir símarnir sem voru að koma út og munu ekki henta kröfuhörðum. Apple Watch SE með LTE er nokkuð góður díll þannig séð þar sem það sem þú færð ekki hefur ekki það mikil áhrif á upplifun. Axel undirbýr sig fyrir jólin, því þau koma snemma í ár þar sem Playstation 5 afhendist í vikunni. Nokkrir í hópnum náðu að forpanta og ætla að sökkva sér í spilun um helgina. Boeing 737 Max flugvélarnar hafa fengið grænt ljós frá bandarískum yfirvöldum (FAA) eftir 20 mánaða kyrrsetningu. Mynduð þið fljúga með 737 max strax og C19 hjaðnar? Instagram hefur uppfært viðmót sitt og það eru flestir að hata það. Reels er komið í miðjuna neðst og plús takkinn færður upp. Það er greinilega verið að leggja áherslu á Reels, sem er svar Instagram við Tik tok. Twitter uppfærði sig líka og býður nú upp á Fleets sem eru sjálfeyðandi tíst með 24 tíma niðurtalningu, sem mörg kalla “Twitter Stories”. Forstjórar Facebook og Twitter voru kallaðir á teppið til öldungadeildarþings Bandaríkjanna eftir hegðun þeirra gagnvart stjórnmálafólk á miðlum sínum á kosningatímum. Parler samfélagsmiðillinn hefur allt í einu náð velgengni eftir að hafa fengið rólega byrjun frá 2018 og nú streyma inn íhaldssamir til að flýja “ritskoðun” Facebook og Twitter. Big Sur Mac OS uppfærslan er komin út og við ætlum ekki að uppfæra. Einhverjir orðrómar eru um að eldri Macbook tölvur stoppi í miðri uppfærslu en það virðist mögulega vera skortur á þolinmæði. Þetta er stór útlitsuppfærsla og ekki allar góðar. Forritatáknin eru til dæmis forljót. Ótrúlega margar umfjallanir skullu á YouTube í vikunni þegar fjölmiðlabanni Apple á nýjum Mac tölvum var aflétt. Dómar eru nær einróma: þetta eru fáranlega góðar tölvur. Hraðar og með langa rafhlöðuendingu. Macbook Air með M1 örgjörva nær svipuðum afköstum og Macbook Pro 16 með Intel örgjörva (sem er tvöfalt dýrari tölva). Macbook fer létt með 4K myndbandsklippingar og getur loksins spilað tölvuleiki almennilega. Magsafe Duo hleðslubretti er að detta í sölu og þarf 27w hleðslukubb til að ná fullum afköstum við hleðslu. Heildarverðið á Magsafe Duo með hleðslukubb er því 180 USD eða um 36 þúsund krónur á Íslandi áætlað. Það er alltof mikið. Apple mun bjóða fyrirtækjum sem þéna minna en 1 milljón USD í App store lægri umboðslaun frá 1. janúar næstkomandi, eða 15% í stað 30%. Góðar fréttir fyrir litla aðila en ekki svo góðar fyrir Epic. Stjórnendur í þætti 256 eru Atli Stefán, Axel Paul og Kristján Thors.
11/19/20201 hour, 9 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Apple skiptir um örgjörva

Storytel hefur gefið út sitt eigið lesbretti og kostar það 18.990 krónur stykkið. Brettið er háð áskrift frá Storytel og er einungis hægt að nýta sér bækur þaðan. Brettið er 200 grömm og með baklýstan skjá með rafbleki. Apple breytti heiminum á þriðjudaginn og kynnti nýjar Mac-tölvur með ARM örgjörvum. Tæknivarpið fer yfir allt um Mac-viðburðinn 10. nóvember! Stjórnendur í þætti 255 eru Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.
11/12/20201 hour, 5 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Pottersen – 44. þáttur (gestaþáttur): Gunnar Logi, 11 ára Potter-aðdáandi

Gunnar Logi Guðrúnarson er 11 ára Akureyringur. Hann er Pottersérfræðingur, hann hefur lesið bækurnar margsinnis og hlustað á alla Pottersen-þættina. Emil og Bryndís spjölluðu við hann á Skype um áhuga hans og þau fræddust um leið, því Gunnar er að vonum margfróður um heiminn. Á meðan á spjallinu stóð var ákveðið að næst skyldu Pottersen-systkinin lesa og ræða leikritið Harry Potter og bölvun barnsins. Pottersen þakkar Gunnari Loga kærlega fyrir skemmtilegt spjall.
11/6/202035 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Apple Watch fær LTE og fullt af nekt

Apple Watch snjallúrið fær loksins farsímasamband á Íslandi í nóvember og ríður Nova fyrst á vaðið. Nova fór af stað með látum og bjó til augýsingu fyrir úrið þar sem allir fara úr fötunum. Hin stóru fjarskiptafélögin segjast öll vera að vinna að LTE-stuðningi. Sýn kynnti nýtt uppgjör og fer inn á mögulega sölu óvirkra innviða. Nova er einnig í viðræðum um sölu á innviðum. Sýn er tvístígandi í 5G út af mögulegu banni á notkun búnaðar frá Huawei, sem er áhugavert því bæði Nova og Sýn eru að setja upp 5G búnað. Spotify er að uppfæra Apple Watch appið sitt og getur nú loksins streymt tónlist í úrið. Sem er eina hlutverk Spotify. Pixel 5 síminn kemur til Íslands í dag hjá Emobi og kostar 135 þúsund krónur. Líklega er von á Pixel 5 hjá Símanum, sem Elmar segir vera heimili Pixel fram að þessu. Það eru þó margar staðfestar sögur af vandamálum með skjáinn á Pixel 5. Skjárinn á símanum virðist í einhverjum tilvikum fara um 1 mm frá skelinni og mynda smá bil sem er fullkomið fyrir ryk. Google segist hafa skoðað málið og telur þetta vera eðlilegt. Er það samt? Atli er búinn að vera að prófa iPhone 12 Pro og fer yfir fyrstu viðbrögð. Apple hefur sent út boðskort fyrir netviðburð þann 10. nóvember þar sem nýjar tölvur með ARM örgjörvum verða alveg örugglega kynntar. Stjórnendur í þætti 254 eru Andri Valur, Atli Stefán og Elmar Torfason.
11/6/20201 hour, 23 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 26. þáttur: Ris og fall Abe-ættarinnar

Hinu langa friðartímabili Heian er í þann mund að ljúka. Í þessum þætti verður ris og fall einnar samúræja-ættar skoðað, en örlög Abe-ættarinnar er þó einungis forleikurinn af því sem koma skal þegar samúræjarnir láta sér ekki lengur duga að vera þjónar og útsendarar heldur ákveða að gerast virkir þátttakendur í valdataflinu.
11/5/202046 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – AMD svarar NVidia og Airpods lekar

Póst- og fjarskiptastofnun framkvæmdi neytendakönnun á íslenskum fjarskiptamarkaði og gaf út niðurstöðurnar í vikunni. Við rennum snögglega yfir niðurstöður sem eru mjög viðamiklar. Tæknivarpið fór í útvarpsviðtal og var skemmtilega sakað um að vera falin auglýsing í Facebook grúppunni Markaðsnördar 🤓 AMD svarar NVidia fullum hálsi með nýjum skjákortum sem gefa nýju RTX línunni ekkert eftir: RX6000 línunni. Cyberpunk 2077 hefur verið seinkað, aftur, og kemur út 10. desember. Önnur kynslóð Motorola Razr samanbrjótanlega símans er komin út, og virðist ekki vera að heilla neinn nema Bjarna Ben.   Airpods-lekar eru byrjaðir og koma frá Mark Gurman hjá Bloomberg sem er talinn vera nokkuð traustverðugur. Samkvæmt Gurman koma ný Airpods á næsta ári. Við eigum von á þriðju kynslóð af Airpods og annarri kynslóð af Airpods Pro. Airpods eiga að fá styttri stilk eins og núverandi Airpods Pro. Airpods Pro eiga að láta stilkinn hverfa. Ein af helstu áherslum Apple í þróun Airpods er lengri rafhlöðuending. Gleðilegan iPhone-dag! iPhone 12 og 12 Pro eru lentir 🛬 Stjórnendur í þætti 253 eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.
10/30/20201 hour, 19 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar

Risavaxnar köngulær sem geta umbreytt sér í fagrar konur og blóðþyrstir marglita risar með horn á höfði eru umfjöllunarefni þáttarins þessa viku. Enda styttist í hrekkjavöku og aldrei að vita nema einhver þessara skrímsla sem koma fyrir í þættinum verði innblástur búninga. Í kringum árið þúsund ferðaðist stríðsmaðurinn Minamoto no Yorimitsu (einnig þekktur sem Minamoto no Raiko) um Japan og barðist við drauga og ófreskjur ef marka má sögurnar af honum. En hvaðan komu þessi skrímsli og hversu raunveruleg voru þau? Þessum spurningum og fleiri verður reynt að svara í þessum þætti.
10/29/202049 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar

Í þætti vikunnar förum við yfir verðleysi á iPhone í forpöntunum á Íslandi (sem var að detta inn), nýju snjallhátalarana frá Google og Amazon sem eru að fá fanta dóma. Einnig er fjallað um umfjöllun um umfjöllun á iPhone 12, 12 Pro, Pixel 5 og 4a 5G og við syrgjum dauða Quibi og Google Play Music.   Umsjónarmenn þáttarins eru Axel Paul, Gunnlaugur Reynir og Kristján Thors.
10/23/20201 hour, 1 minute, 6 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu

Í kringum árið 1000 háðu tvær keisaraynjur kalt stríð við hirðina í Heian og afleiðingar þess eru tvö stærstu bókmenntaverk Japanssögunnar. Ævintýrið um Genji sem skrifað var af Murasaki Shikibu, hirðkonu í þjónustu Fujiwara-ættarinnar, þykir enn þann dag í dag með því besta sem skrifað hefur verið á japönsku, en verkið er líka ráðgáta. Hvernig gat miðaldakona skrifað jafn nútímalega skáldsögu?
10/22/202049 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Er friðurinn úti? – 5. þáttur: Friður, flótti og loftslagsbreytingar

Hvernig geta afleiðingar loftslagsbreytinga leitt til ófriðar og átaka? Hvernig getur almenningur og grasrótarhreyfingar unnið gegn loftslagsbreytingum og þeim ófriði sem þeim getur fylgt? Erum við að gera nóg? Í þessum þætti ræðir Margrét Marteinsdóttir við Hafdísi Hönnu Ægisdóttur, verkefnastjóra hjá Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun, Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formann Ungra umhverfissinna og Atla Viðar Thorstensen, sviðsstjóra hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossi Íslands um jörðina, friðlýsingar, flótta, loftslagsbreytingar og átök. Í lok þáttar veltir Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, því fyrir sér hvers vegna loftslagsbreytingar geti leitt til átaka, hvort maðurinn sé að beita jörðina ofbeldi og hvað við getum gert til þess að sporna gegn loftslagsbreytingum. Þátturinn er hluti af Friðardögum í Reykjavík 2020: Er friðurinn úti? sem haldnir eru á vegum Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, í samstarfi við UNICEF á Íslandi, UN Women á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna og utanríkisráðuneytið. Umsjónarmaður þáttanna er Margrét Marteinsdóttir, fjölmiðlakona.
10/16/202034 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 23. þáttur: Sei Shonagon

Ef Sei Shonagon hefði verið uppi í dag væri hún hugsanlega tískubloggari, pistlahöfundur eða hugsanlega bara fyndin á Twitter – en þessi hirðkona við hirð Ichijo keisara náði að skemmta lesendum sínum með skörpum athugasemdum, hárbeittu háði, safaríku slúðri og stundum opinberandi einlægni. Með því að glugga í Koddabókina sem hún skrifaði í kringum aldamótin 1000 getum við komist að því hvernig það var að vera kona við hirðina í Heian og um leið uppgötvað hvað þessi tiltekna kona elskaði, hataði og elskaði að hata – því hún bjó til lista yfir þetta allt saman.
10/15/202051 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Fjórir nýir iPhone símar og endurkoma MagSafe

Apple hélt viðburð á þriðjudaginn og kynnti því miður ekki 120 riða skjá. Apple kynnti hinsvegar fjóra nýja iPhone síma, lítinn snjallhátalara og endurkomu Magsafe hleðslutækja. Homepod mini var kynntur fyrst og er nýr lítill snjallhátalari sem kostar 99USD og á að geta fyllt herbergi þrátt fyrir smæð. Apple bætir líka við nýjum streymiveitum í flóru Homepod, en því miður er Spotify ekki ein þeirra. Ef þú setur tvo Homepod mini í sama herbergi, munu þeir sjálfkrafa bjóða upp á víðóma hljóð. Sniðug græja, en mjög lítil og keppir við helmingi ódýrari snjallhátalara. Símarnir fjórir eru iPhone 12, iPhone 12 mini, iPhone 12 Pro og iPhone 12 Pro Max. Það vakti athygli að símarnir hækka aðeins í verði og gera má ráð fyrir smá verðhækkun frá iPhone 11 upp í iPhone 12. Allir símarnir nýta sömu skjátækni sem Apple kallar Super Retina XDR sem er byggð á OLED grunni. Ytri hönnun símanna er áþekk og er talin minna á iPhone 5 og iPad Pro, sem eru með beina kanta. Allir símarnir fá 5G farsímasamband, sem er mun hraðara og snarpara en 4G. 5G uppbygging á Íslandi hefur nú þegar hafist hjá fjarskiptafélögunum og verður byggt upp á næstu árum. Apple hefur þróað nýja tegund af höggheldu gleri með fyrirtækinu Corning sem á að virka fjórum sinnum betur en áður. iPhone 12 símarnir koma í fimm litum: svörtum, hvítum, rauðum, grænum og mjög flottum bláum. iPhone 12 Pro símarnir koma í fjórum litum: silfur, gull, svörtum og kyrrahafsbláuum. Myndavélarnar fá allar mismunandi uppfærslur. iPhone 12 símarnir ná að taka inn 27% meiri birtu á aðallinsunni og iPhone 12 Pro Max nær 86% meiri birtu. iPhone 12 Pro símarnir eru einstaklega góðir í að taka upp myndbönd og styðja nú Dolby Vision. Magsafe er seglatækni á baki símanna sem getur auðveldlega tengst nýjum aukabúnaði eins og snertilausri hleðslum, veski og hulstrum. Apple stígur erfitt skref og hefur ákveðið að hætta að láta hleðslukubba og heyrnatól fylgja með hverjum seldum síma. Apple segist vera vernda umhverfið en er það eina ástæðan fyrir þessu? Í þætti 251 eru stjórnendur Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir. Gestir okkar eru Hörður Ágústsson og Pétur Jónsson.
10/15/20201 hour, 18 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Er friðurinn úti? – 4. þáttur: Rödd Íslands á alþjóðavettvangi

Hefur Ísland rödd á alþjóðavettvangi? Getur Ísland haft áhrif í alþjóðakerfinu þegar kemur að því að sporna gegn ofbeldi og stuðla að friði á heimsvísu? Í þessum þætti ræðir Margrét Marteinsdóttir við Piu Hansson, forstöðumann Höfða friðarseturs og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, um stærstu áskoranirnar sem framundan eru í friðarmálum og möguleika smáríkja til áhrifa á alþjóðavettvangi, Davíð Loga Sigurðsson, deildarstjóra á Alþjóða- og Þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, um setu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, Rósu Guðrúnu Erlingsdóttur, um þátttöku Íslands í átaki UN Women Kynslóð jafnréttis, Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi og Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi, um möguleika Íslands til að setja mál á dagskrá á alþjóðavísu þegar kemur að því að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gagnvart börnum og Björn Bjarnason um mikilvægi norræns samstarf þegar kemur að friði. Í lok þáttar heyrum við pistil frá Baldri Þórhallssyni, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um það hvort lítil ríki eins og Ísland geti orðið leiðandi í mannréttindamálum. Þátturinn er unninn í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Þátturinn er hluti af Friðardögum í Reykjavík 2020: Er friðurinn úti? sem haldnir eru á vegum Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, í samstarfi við UNICEF á Íslandi, UN Women á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna og utanríkisráðuneytið.
10/15/202055 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Er friðurinn úti? – 3. þáttur: Börn á íslenskum átakasvæðum

Ríkir friður inni á heimilum barna á Íslandi? Hvaða úrræði eru fyrir börn sem búa við óöryggi, ofbeldi eða vanrækslu? Hvaða áhrif hefur COVID-19 haft á öryggi barna á Íslandi? Hvernig getur fólk hjálpað? Í þessum þætti ræðir Margrét Marteinsdóttir við Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, Hlín Sæþórsdóttur, félagsráðgjafa hjá barnavernd Reykjavíkur, Heiðu Björgu Pálmadóttur forstjóra Barnaverndarstofu, Önnu Elísabetu Ólafsdóttur, verkefnastjóra innleiðingar Barnasáttmálans og Önnu Eygló Karlsdóttur, deildarstjóra barnaverndar hjá Kópavogsbæ. Þátturinn er hluti af Friðardögum í Reykjavík 2020: Er friðurinn úti? sem haldnir eru á vegum Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, í samstarfi við UNICEF á Íslandi, UN Women á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna og utanríkisráðuneytið. Umsjónarmaður þáttanna er Margrét Marteinsdóttir, fjölmiðlakona.
10/14/202044 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Er friðurinn úti? – 2. þáttur: Ófriðurinn heima

Hverjar eru birtingarmyndir kynbundins ofbeldis? Hverjir eru gerendur og hvernig er hægt að stuðla að opinskárri umræðu við þá? Ríkir friður inni á íslenskum heimilum? Í þessum þætti ræðir Margrét Marteinsdóttir við Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi, Örnu Hauksdóttur og Unni Valdimarsdóttur, prófessora við Háskóla Íslands og rannsakendur Áfallasögu kvenna og Drífu Jónasdóttur, afbrotafræðing og doktorsnema við Læknadeild Háskóla Íslands. Í lok þáttar heyrum við brot úr pistli eftir Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýru UN Women. Þátturinn er unninn í samstarfi við UN Women á Íslandi. Þátturinn er hluti af Friðardögum í Reykjavík 2020: Er friðurinn úti? sem haldnir eru á vegum Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, í samstarfi við UNICEF á Íslandi, UN Women á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna og utanríkisráðuneytið. Umsjónarmaður þáttanna er Margrét Marteinsdóttir, fjölmiðlakona.
10/13/202049 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Er friðurinn úti? – 1. þáttur: Hvað er friður/ófriður?

Hvað er friður? Hvernig tengist hugtakið okkur sem einstaklingum og hvaða merkingu leggjum við í það hér á Íslandi? Hvernig tengist friður umræðu um ofbeldi og mismunun? Í þessum þætti ræðir Margrét Marteinsdóttir við Guðrúnu Sif Friðriksdóttur, doktor í mannfræði, Stefán Pálsson, sagnfræðing og Jökul Inga Þorvaldsson, ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði barna og ungmenna, um frið og ófrið hér heima og að heiman. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum, flytur pistil um frið og réttlæti í lok þáttar. Þátturinn er hluti af Friðardögum í Reykjavík 2020: Er friðurinn úti? sem haldnir eru á vegum Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, í samstarfi við UNICEF á Íslandi, UN Women á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna og utanríkisráðuneytið. Umsjónarmaður þáttanna er Margrét Marteinsdóttir, fjölmiðlakona.
10/12/202021 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 22. þáttur: Nú blómstrar bláregn Fujiwara

Frá árunum 940 til ársins 1000 drottnaði Fujiwara-ættin yfir Japan í gegnum ríkisstjóra og ráðgjafa-embættin Sessho og Kanpaku, en það var ekki alltaf fullkomin sátt um hvaða meðlimur ættarinnar tæki að sér hvaða hlutverk. Bræður tókust á innbyrðis og inn í þessar deilur blönduðust barnakeisarar, mæður þeirra, unnustur og frændfólk. Í þessum þætti kynnumst við pólitíkusunum Fujiwara no Tadahira, Fujiwara no Kaneie og fleiri ættmennum þeirra sem stýrðu bakvið tjöldin, í gegnum oft og tíðum býsna skrautlega keisara.
10/9/202041 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Hversu stór er þín kæliplata?

Í 250. þætti Tæknivarpsins er farið um víðan völl. Við fjöllum um hrinu netsvindla á Íslandi sem lögreglan varar við, nýjar Surface vélar frá Microsoft, Google rabrandið úr G-Suite í Workspace, nýjungar í Slack spjallkerfinu, innyflin í PS5 þar sem leynist risa kæliplata og vifta á við þotuhreyfil og svo allt sem verður og gæti verið á Apple viðburðinum 13. október (iPhone, iPhone, iPhone, iPhone!). Stjórnendur þáttarins eru Atli Stefán, Axel Paul, Bjarni Ben og Mosi.
10/8/20201 hour, 9 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Amazon öryggisdróni og nýir Pixel símar

Tæknihaustið er byrjað og fyrirtækin geta ekki hætt að kynna ný tæki og þjónustu. Amazon hélt stutta 30 mínútna vélbúnaðarkynningu en náði samt einhvern megin að kynna 22 tæki. Amazon er með fullt af nýjum kúlulaga Echo snjallhátölurum og öryggisdróna sem vaktar heimilið þitt (og gæti gert gæludýrin þín geðveik). Google kynnti tvo nýja Pixel síma, nýtt Chromecast með fjarstýringu og Google TV sem keyrir á Android TV (já þú last rétt) og Google Nest audio snjallhátalara sem tekur við Google Home lyktareyðinum. Samsung er líka komið með aðeins ódýrari Galaxy S20 síma með flötum skjá sem er kallaður „Fan Edition“ og Atli gæti ekki verið glaðari. Stjórnendur í þætti 249 eru Andri Valur, Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir. Þeir voru því miður ekki í kínversku skjölunum sem láku.
10/2/20201 hour, 18 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn

Í þessum þætti kynnumst við þjóðhetju og goðsögn. Í augum sumra er Taira No Masakado eitt af verstu illmennum í sögu Japans, og illur andi hans ennþá eitthvað sem okkur ber að virða og óttast – maður sem gerði uppreisn gegn keisaranum á tíundu öld og náði að hrekja fjármálaráðuneyti Japans úr húsnæði sínu á tuttugustu öld. Aðrir líta á hann sem hetju, nokkurs konar Hróa Hött Japans: Mann sem reis upp gegn elítunni og tapaði öllu. Hver er sannleikurinn? Hver var fyrsti samúræinn? Og hvernig varð Masakado fyrsti maðurinn til að reyna að lenda á Narita-flugvellinum?
10/1/20201 hour, 6 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Pottersen – 43. þáttur: Sögulok

Pottersen-systkinin Emil og Bryndís hafa nú lesið og rætt í þaula allar Harry Potter-bækurnar sjö! Í þessum þætti liggja kaflar 35-36 og eftirmálinn fyrir. Harry hittir Dumbledore á óræðum stað milli lífs og dauða þar sem þeir ræða málin. Þeir kveðjast í hinsta sinn og Harry vaknar aftur í Forboðna skóginum. Lokaátökin eiga sér stað í Hogwarts, enginn er tilbúinn til að gefast upp fyrir Voldemort. Örlög Trevors Delgome eru ráðin. Nítján árum eftir bardagann hittum við söguhetjurnar aftur þar sem ný kynslóð galdramanna og norna heldur af stað með Hogwarts-lestinni. Sögunni um galdrastrákinn er lokið, en hlaðvarpið Pottersen mun halda áfram innan tíðar með frekari umræðum um galdraheiminn.
9/25/20201 hour, 23 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir

Í þessum þætti er farið víða um völl. Rædd verður skáldkonan Ono No Komachi sem var dáð fyrir ljóðlist sína í lifandi lífi, en drusluskömmuð af síðari kynslóðum, dagbækur Heian-aðalfólks, bæði kvenna og karla sem þykjast vera konur, og loks ævintýri um börn sem búa inn í risavöxnum melónum, ferskjum og glóandi bambusstilkum. Stuðst er við ljóðaþýðingar Helga Hálfdánarsonar og Péturs Hafsteins Lárussonar í þættinum.
9/24/202055 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Leikjatölvur, Facebook hótar Evrópu og foreldralaust

Þáttur vikunnar er tímamótaþáttur! Það er foreldralaust partý þar sem hvorki Gulli né Atli eru á staðnum. Fyrri helmingur þáttarins inniheldur allt um nýju Pixel 5 og OnePlus 8T lekana, Facebook hótanir um að fara frá Evrópu, Tesla Battery Day og okkar uppáhalds nýjungar í iOS 14. og WatchOS 7. Í seinni helmingi þáttarins förum við yfir allar helstu fréttirnar um PS5 og Xbox One S Series X 1080. Forpantanafíaskó, nýja leiki og nýjasta Bland ævintýri Axels. Umsjónarmenn þáttar 248 eru Axel Paul, Bjarni Ben og Kristján Thors.
9/24/20201 hour, 8 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 19. þáttur: Maðurinn sem elskaði ást

Ariwara No Narihira var afkomandi tveggja keisara en þó einungis minniháttar embættismaður, fylgdarmaður í liði prins sem tapað hafði í valdabaráttunni og yngstur fimm bræðra sem flestir nutu meiri frama en hann. Engu að síður lifa sögurnar um Narihira áfram, enda sumar þeirra mögulega með mestu hneykslismálum síns tíma. Svaf Narihira hjá bæði systur keisarans og eiginkonu, og var hann mögulega hinn raunsanni faðir krónprinsins?
9/17/20201 hour, 8 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Símar skrítnir aftur og engir nýir iPhone

LG ætlar að búa til tveggja skjáa síma þar sem annar skjárinn snýst og kynningin sló óvart í gegn. Nvidia er að kaupa ARM og við erum ekki alveg vissir hvað það þýðir. Apple hélt stutta kynningu og kynnti allt nema nýja iPhone síma. Sony afhjúpaði verðin á Playstation 5 og sendir geisladiskum puttann.  Stjórnendur í þætti 247 eru Andri Valur, Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.
9/17/20201 hour, 30 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Pottersen – 42. þáttur: Hver er Snape?

Nú er farið að styttast í sögulok. Emil og Bryndís ræða kafla 32-34 í Harry Potter og dauðadjásnunum. Eftir að góðkunnar persónur falla í bardaganum um Hogwarts vilja Harry og félagar fara beint til Voldemorts og eyðilegga síðasta helkrossinn. Í Draugakofanum fylgjumst við með örlögum Snapes. Harry fær minningar frá honum og loks fáum við að vita hver Snape er í raun og veru. Harry kemst að því hvað honum er raunverulega ætlað að gera. Einsamall mætir hann Voldemort í Forboðna skóginum …
9/11/20201 hour, 4 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 18. þáttur: Embættismaðurinn sem elskaði plómur (og varð að guði)

Frá því Otenmon-hallarhliðið brann til kaldra kola árið 866 hefur Fujiwara-ættin drottnað yfir öðrum, en undir lok níundu aldarinnar mætti á sjónarsviðið embættismaður sem óttaðist engan og elskaði plómur. Hann var hliðhollur ungum keisara sem nefndist Uda og var sá fyrsti í meira en hálfa öld sem ekki átti Fujiwara-móður. En embættismannakerfið er þétt setið með skósveinum Fujiwara-ættarinnar og það reynist þrautinni þyngra að snúa á klæki þeirra.
9/10/202045 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Apple viðburður og Doom á óléttustöng

Apple hefur sett viðburð á dagskrá og Tæknivarpið fer yfir ALLA lekana um nýjar græjur. Við tölum ekki bara um Apple (við reyndum en það er fullt af tæknifréttum). Það er búið að setja Doom upp á stafrænni óléttustöng. Microsoft kom öllum á óvart og kynnti nýja Xbox tölvu sem kemur í sölu á sama tíma og Xbox One Series X. Svo er fullt af spennandi símum á leiðinni: nýr Poco sími, LG Wind sími með „flip skjá“ og Razr 2. Við rennum líka hratt yfir tilkynningar af IFA ráðstefnunni. Stjórnendur eru Atli Stefán, Axel Paul, Bjarni Ben og Gunnlaugur Reynir.
9/10/20201 hour, 27 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið S06E01 – Epic pönkast í risum

Velkomin í sjöttu þáttaröð Tæknivarpsins! Það er búið að vera fullt af tæknifréttum í sumar. Vodafone og Nova héldu kynningu á því sem 5G getur gert í svokölluðum 5G trukki frá Huawei þar sem við fengum að fikta í framtíðargræjum. Epic er að rugga bátnum í sölulíkani app-verslana og vill helst ekki borga nein umboðslaun. Samsung dældi út nýjum símum: Note20 og Z Fold 2 samanbrjótanlega símanum, sem er á leið til landsins og mun brjóta banka. Nvidia hélt eldhúspartý í vikunni og kynnti sjóðheit skjáskort sem okkur langar í. Það eru breytingar í vændum og við biðjum hlustendur um að taka þátt í hlustendakönnun okkar (sem þið finnið á twitter.com/taeknivarpid). Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán, Elmar og Gulli.
9/3/20201 hour, 28 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 17. þáttur: Ris Fujiwara-ættarinnar

Ein ætt drottnaði yfir öllum öðrum um miðbik Heian-tímabilsins og það var ekki keisaraættin, heldur þeirra nánustu samstarfsmenn og ráðgjafar, Fujiwara-ættin. Í raun og veru má segja að Fujiwara-ættinni hafi tekist að gera sjálfa sig að hinni raunverulegu konungsætt á tímabili – ætt sem fór með fullt forræði yfir landinu fyrir hönd keisaraættarinnar í gegnum titla sem erfðust einvörðungu innan Fujiwara-ættarinnar. En hvernig gerðist þetta? Eins og svo margar sögur hefst þessi á boltaleik.
9/3/202030 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Pottersen – 41. þáttur: Átök í Hogwarts

Emil og Bryndís ræða kafla 29-31 í Harry Potter og dauðadjásnunum. Það er allt að verða vitlaust. Miklir endurfundir verða í Hogwarts þegar Harry, Ron og Hermione laumast þangað til þess að finna helkross, en það kemst upp. Voldemort er á leiðinni, hann mun gera allt til að stöðva galdradrenginn. McGonagall hrindir af stað varnaráætlunum því heljarinnar bardagi er í uppsiglingu. Allir leggja sitt af mörkum svo Harry takist ætlunarverkið, en það kostar sitt. Góðkunnar persónur eru byrjaðar að falla í valinn …
8/28/202057 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 16. þáttur: Ber er hver að baki sem bróður á

Í þessum þætti kynnumst við nánar borginni Heian sem Heian-tímabilið er kennt við, bræðrunum Heizei, Saga og Junna sem allir urðu keisarar á þessum fyrsta helmingi níundu aldar. Keisarar geta fáum treyst, allra síst eigin holdi og blóði, og af öllum ættmennum sínum getur ríkjandi keisari allra minnst treyst yngri bræðrum sínum.
8/27/202044 minutes, 1 second
Episode Artwork

Saga Japans – 15. þáttur: Maðurinn sem breytti sér í múmíu II

Árið 806 sneri munkurinn Kukai aftur úr námi í Kína með þekkingu í farteskinu sem átti eftir að umbreyta búddisma í Japan. Á næstu áratugum átti hann eftir að kynnast pólitík við hirðina, umbreyta trúarlegu landslagi Japans, reisa stíflur, vegi og hof á eyjunni sem hann hafði alist upp á, og stofna klaustur við Koya-fjall, sem stendur enn þann dag í dag og er upphafspunktur árlegrar pílagrímsferðar fylgjenda hans. Þessi þáttur er annar af tveimur um ævi Kukai.
8/20/202049 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Pottersen – 40. þáttur: Kapphlaup við tímann

Pottersen snýr aftur eftir sumarfrí! Systkinin Emil og Bryndís setjast niður á ný og halda áfram þar sem frá var horfið í Harry Potter og dauðadjásnunum. Í köflum 24-28 er ekkert skafið af spennunni. Eftir dauða Dobbys er lagt á ráðin fyrir það sem koma skal. Harry, Ron og Hermione stelast inn í Gringottbanka ásamt svartálfinum Griphook. Það hefur afdrifaríkar afleiðingar og þau sleppa naumlega ‒ enn á ný ‒ á undraverðan hátt. Nú veit Voldemort að Harry leitar helkrossanna og söguhetjurnar eru í kapphlaupi við tímann. Í Hogsmeade er setið um fyrir þeim en er bjargað af óvæntum aðila. Hogwarts er næsta skref.
8/19/20201 hour, 3 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 14. þáttur: Maðurinn sem breytti sér í múmíu

Árið 835 fastaði og hugleiddi munkur við klaustrið á Koya-fjalli þar til hann umbreyttist í múmíu og er þar enn þann dag í dag í sömu hugleiðslustöðu að bíða komu Maitreya (Búdda framtíðarinnar). Þessi munkur, maður sem gengur undir ýmsum nöfnum en er best þekktur sem Kukai, hafði gífurleg áhrif á japanskt samfélag og menningu. Honum er þökkuð uppfinning Kana-stafrófsins sem japanska er skrifuð með í dag, udon-núðlusúpunnar og innflutningur búddískra hugmynda sem stuðluðu að samruna Shinto og búddisma. Þetta er fyrri hluti af tveimur um líf Kukai.
8/13/202048 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 13. þáttur: Naratímabilið 2 – Keisaraynjan ósigrandi

Faðir hennar gerði ríkið gjaldþrota með trúarofsa sínum, en Abe prinsessa sem bæði var þekkt sem Koken eða Shotoku keisaraynja eftir því á hvaða hluta valdaskeiðs hennar hún stýrði Japan, skeytti lítið um þunglamaleg lögmál búddismans í fyrstu og kaus frekar veisluhald í hinum hverfula heimi þar sem hún átti marga félaga og ótal elskhuga. Þessi „Katrín Mikla“ þeirra Japana bældi niður tvær byltingartilraunir og skipaði ráðherra sem ekki tilheyrðu hinum hefðbundnu valdaættum, og óvíst er hvort nokkur kona í sögu Japans hafi haft jafnmikil völd og áhrif og hún.
8/6/202028 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 12. þáttur: Naratímabilið – Þó gras grói yfir bein mín

Árið 710 færði Genmei höfuðborgina til Nara þar sem hún átti eftir að vera í nærri heila öld. Á þessum tíma varð Japan að miðstýrðu keisaradæmi sem þrátt fyrir þó nokkrar uppreisnartilraunir, hrikalegar farsóttir og efnahagskreppur, hélt velli, og náði jafnvel að skilja eftir sig opinber ljóðasöfn og það sem enn þann dag í dag telst vera stærsta viðarbygging í heimi.
7/30/202036 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Skiljum ekkert eftir – Framkvæmdir

Ef þú ert að taka húsið í gegn, ef þú ert að byggja – hvernig er þá hægt að takmarka mengun og sóun? Mann­kynið hefur aldrei gengið jafn hratt og mikið á auð­lindir jarð­ar. Um 100,6 millj­arðar tonna af ýmis­konar jarð­efnum og elds­neyti hafa verið not­aðir á einu ári. Lítið ber á sjálf­bærni og end­ur­vinnsla minnk­ar.
7/17/202025 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 11. þáttur: Jinshin byltingin – Ættarmótið sem breyttist í borgarastríð

Árið 673 tókust á tveir menn um völdin í Japan. Sonur Tenji keisara, Otomo prins og bróðir hins nýlátna Oama prins. Oama var giftur systur Otomos og þar með mágur hans, en Otomo var giftur dóttur þeirra og hann því ekki bara í stríði við systur sína og föðurbróður heldur líka tengdaforeldra sína. Ættarmót meðal kóngafólks á sjöundu öld voru eflaust að einhverju leyti einfaldari, en þau gátu líka endað með ósköpum, eins og Otomo átti síðar eftir að komast að.
7/16/202022 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

180° Reglan – Spjallað við Herdísi Stefánsdóttur

Herdís Stefánsdóttir er kvikmyndatónskáld með annan fótinn í LA og hinn á Íslandi. Ferill hennar sem kvikmyndatónskáld er tiltölulega nýbyrjaður en er samt kominn á fullt skrið. Hún hefur samið tónlist við fjölda stuttmynda, tvær bandarískar kvikmyndir í fullri lengd, eina HBO þáttaröð og næst á dagskrá er íslenska spennuþáttaröðin Verbúðin.
7/14/202036 minutes, 1 second
Episode Artwork

Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!

Nú byrjar allt að gerast. Í köflum 20-23 í Harry Potter og dauðadjásnunum lýkur útlegð þríeykisins með miklum hasar. Harry og félagar sleppa naumlega frá heimili Xenophiliusar Lovegood, Harry fær þráhyggju fyrir dauðadjásnunum, þau heyra kunnuglegar raddir og þegar vonarneistinn lætur aftur á sér kræla lenda þau í klóm Grábaks og gómara hans. Á heimili Malfoy-fjölskyldunnar fer af stað mikil atburðarás sem endar á sorglegan hátt. Þetta er aðeins upphafið að endinum. Pottersen snýr aftur um miðjan ágúst eftir sumarfrí.
7/10/20201 hour, 1 minute, 9 seconds
Episode Artwork

Skiljum ekkert eftir – Börnin

Svo læra börnin sem fyrir þeim er haft. Börn leiða umhverfisbaráttu í heiminum og það eru börnin sem eru að fara að erfa jörð sem er hreinlega í hættu. Grænt uppeldi og græn börn.
7/10/202030 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 10. þáttur: Fall Soga-ættarinnar

Það er heitur sumardagur, þann 10. júlí árið 645 og ungur krónprins er búinn að plana valdarán. Hann hefur líka ýmsar aðrar áætlanir sem snúast um að gera Japan að alvöru stórveldi. En fyrst þarf hann að koma móður sinni frá völdum og sigra hinn valdamikla Soga No Iruka. Sjóðandi heitur þáttur um hatramma baráttu og hefndir sem hentar vel til hlustunnar í heitum og rökum júlíhita.
7/10/202033 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

180° Reglan – Atli og Elías

Atli Óskar Fjalarson og Elías Helgi Kofoed Hansen eru bestu vinir og starfa báðir í kvikmyndagerð. Þeir hófu ferilinn sem ungir leikarar í kvikmyndinni Órói en færðu sig svo yfir í aðra þætti kvikmyndagerðar, Atli sem framleiðandi og Elías sem handritshöfundur. Þeir lærðu kvikmyndagerð í LA en búa og starfa núna á Íslandi og eru einnig með hlaðvarpsþáttinn „Atli og Elías“ sem fjallar um þeirra eigin upplifun af kvikmyndabransanum á Íslandi.
7/8/20201 hour, 1 minute, 36 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini

Ný stafræn ökuskírteini eru komin í loftið og Tæknivarpið fær Smart Solutions í viðtal til að ræða aðkomu sína að verkefninu. Gestir okkar eru Þórdís Jóna Jónsdóttir, tæknistjóri og stofnandi, og Edda Konráðsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri. Stjórnandi í þætti 244 er Atli Stefán Yngvason.
7/8/202036 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Kerfislægur rasismi

Myndband sem sýnir morð lögreglumannsins, Derek Chauvin, á George Floyd 25. maí síðastliðinn í Minneapolis-borg í Bandaríkjunum hefur leyst úr læðingi mikla samfélagslega ólgu. Umrótið snýst hinsvegar ekki einungis um þetta hrottalega voðaverk heldur er undirrótin aldalöng, kerfislæg mismunun gagnvart einstaklingum af afrískum uppruna og öðrum minnihlutahópum. Mótmælin sem spruttu upp í kjölfar þess að umrætt myndband fór á netið hafa breiðst út víða um heim og hafa neytt fólk til þess að horfast í augu við kynþáttafordóma og -mismunun í þeirra eigin samfélagi. Til þess að hjálpa okkur að skilja betur kynþáttahyggju (rasisma) og hvernig hann gegnumsýrir bandarískt samfélag fengum við James M. Thomas, dósent í félagsfræði við Mississippi-háskóla, í hlaðvarpið. James hefur rannsakað margt er snýr að kynþáttahyggju, -fordómum og -mismunun. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann gefið út margar fræðigreinar og fjórar bækur, þar á meðal bókina Are Racists Crazy? How Prejudice, Racism, and Antisemitism Became Markers of Insanity ásamt sagnfræðingnum, Sander L. Gilman. James svarar spurningunni sem varpar er fram í bókartitlinum og greinir ýmsar birtingarmyndir rasisma í þessu hlaðvarpi þar sem kennir ýmissa grasa.
7/6/20201 hour, 4 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan

Fötin skapa manninn og maðurinn skapar fötin, kaupir þau og hendir þeim síðan. Tískusóun er að kaupa trekk í trekk föt og aðrar tískuvörur sem maður notar sjaldan eða aldrei. Fötin eru orðin einnota, alveg eins og einnota pappadiskar og plast.
7/3/202033 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 9. þáttur: Hver gætir þeirra sem gæta vopnanna?

Árið er 538 og búddisminn er á leiðinni til Japans. Ekki í för með trúboðum, heldur opinberum sendimönnum frá örvæntingarfullu smáríki á Kóreuskaganum sem býður þetta hernaðarleyndarmál, þennan helgidóm, í skiptum fyrir aðstoð. Í áraraðir hefur Mononobe ættin tryggt hlutleysi Japans í stríðum kóreuskagans, enda ber ættbálkurinn höfuðábyrgð á vopnaframleiðslu konungrsíkisins og lítur á þetta sem óþarfa aukakostnað að halda út í óþarfa ævintýri í fjarlægu landi. Þar að auki grefur boðskapur búddismans undan virðingarstöðu þeirra gömlu ætta sem rekja sig til Shinto-goðanna, eins og Mononobe ættin gerir. Hún óttast að þessar sérkennilegu hugmyndir fái jafnvel goðin til að reiðast. En ekki allir sjá þetta sömu augum. Ungur ættbálkur með kóreskan uppruna sér í þessu tækifæri til að ná völdum í þessum hluta Austur-Asíu. Nú er Kuml-tímabilinu lokið og Asuka-tímabilið hefst, fyrsta blómaskeið búddisma í Japans.
7/3/202029 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Framtíð 5G á Íslandi

Tæknivarpið fær til sín góða gesti til að ræða framtíð 5G á Íslandi: Þorleif Jónasson forstöðumann tæknideildar PFS og Benedikt Ragnarsson plötusnúð/tæknistjóra Nova. Hvað er 5G? Af hverju 5G? Hversu hratt er 5G? Er 5G heilsuspillandi? Hvenær er 5G? Allt þetta og svo miklu meira um fimmtu kynslóð farneta. Stjórnendur í þætti 243 eru Atli Stefán og Gulli Sverris.
7/2/202058 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Pottersen – 38. þáttur: Áhættur og endurfundir

Í þessum þætti ræða Emil og Bryndís kafla 16-19 í Harry Potter og dauðadjásnunum. Ron fór í fússi, Harry og Hermione eru í öngum sínum, tíminn líður í erfiðri útlegðinni, þau ákveða að tilflytjast loks til Godricsdals þar sem Potter-fjölskyldan og Dumbledore-fjölskyldan höfðu haft aðsetur, en það reynist stórhættulegt og dýrkeypt. Harry verður æ svekktari út í gamla skólameistarann og ekki bætir úr skák kaflinn sem hann les í bók Rítu Skeeter. Þegar öll von virðist úti birtist dularfull vera, sem virðist vera verndari. Veran leiðir Harry að frosinni tjörn og loksins virðast hlutirnir ætla að snúast þríeykinu í hag.
6/26/202057 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Skiljum ekkert eftir – Ferðalagið

Ferðalagið. Sorplaus lífstíll utan heimilisins. Gríptu með þér fjölnota kaffibolla á kaffihúsið, fjölnota vatnsbrúsa í gönguferðina, drykkjarmál á lista- eða bæjarhátíðina. Ekki vera lúði – vertu ferðamaðurinn prúði.
6/26/202051 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 8. þáttur: Sverðið, spegillinn og eðalsteinninn

Í þessum þætti ræðir Snæbjörn krúnudjásn Japans, helgan fjársjóð með 2000 ára sögu. Þarna eru spegill sem var eitt sinn í eigu sólgyðju, sverð sem fannst ofan í kokinu á dreka og eðalsteinn sem hefur verið í eigu konungsætta síðan á bronsöld. Um þessa gripi eru til ýmsar sögur, sumar goðsagnakenndar, en í öllu falli eru þeir eða í það minnsta eftirmyndir þeirra enn þann dag í dag í notkun þegar nýr keisari tekur við af öðrum, sem gerðist síðast þann fyrsta maí 2019 þegar krónprinsinn Naruhito varð að keisara, og Reiwa tímabilið hófst.
6/25/202029 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – WWDC2020 með Hödda og Pedro

Við rennum yfir WWDC lykilræðuna ásamt Herði frá Macland og Pétri Jónssyni eiganda Apple. Stjórnendur eru Atli Stefán og Gulli Sverris.
6/24/20201 hour, 56 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

180° Reglan – Rabbað við Hálfdán Theodórsson aðstoðarleikstjóra

Hálfdán Theodórsson hefur unnið sem aðstoðarleikstjóri í næstum 20 ár og meðal kvikmynda sem hann hefur unnið að má nefna Vonarstræti, Hrútar, Hjartasteinn og Kona fer í stríð. Freyja Krist­ins­dótt­­ir ræðir við Hálfdán. Tónlist: Horizon eftir Hákon Júlíusson
6/23/202051 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Vilja Íslendingar frekar dætur en syni?

Í þessu síðasta hlaðvarpi fyrir sumarfrí ræðir Sigrún við Ara Klæng Jónsson en hann lauk nýlega doktorsprófi í félagsfræði, með áherslu á lýðfræði frá Háskólanum í Stokkhólmi. Í ritgerð sinni skoðar hann frjósemi og fjölskylduhegðun Íslendinga og kemst meðal annars að því að á Íslandi er örlítil, en marktæk, dætrahygli, en það er kannski ólíkt því sem þekkist í sumum samfélögum þar sem frekar er óskað eftir að eignast syni. Ari útskýrir fyrir Sigrúnu hvernig lýðfræðin getur svarað spurningum eins og því hvort foreldar almennt hafi einhverjar sérstakar óskir um kyn, sem og hvernig frjósemi á Íslandi hefur þróast undanfarna áratugi og hvernig hún er í samanburði við hin Norðurlöndin. Þau ræða einnig gagnsemi lýðfræðinnar til að hjálpa okkur að skilja samfélagið betur og fyrir stefnumótun, en segja má að skilningar á mannfjöldabreytingum séu grundvallarforsenda fyrir því að vita hvernig kerfi við þurfum í framtíðinni.
6/22/202048 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Ökuskírteini í síma

Dómsmálaráðherra er búinn að gefa út að ökuskírteini fari í snjallsíma fyrir lok júní og við kryfjum það ásamt öðrum tæknifréttum. Það er líka heill hellingur af orðrómum fyrir WWDC ráðstefnu Apple sem verður í næstu viku. Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.
6/19/20201 hour, 7 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Skiljum ekkert eftir – Baðherbergið

Baðherbergið er að jafnaði minnsta herbergi hússins en þaðan kemur næst mesta sorp heimilisins. Þetta litla musteri hreinleikans er oftar en ekki fullt af einhverju drasli sem þú þarfnast ekki. Komdu með okkur inn á klósett að ræða málin! Umsjón­­­­­­ar­­­­­­menn eru Freyr Eyj­­­­­­ólfs­­­­­­son og Þóra Mar­grét Þor­­­­­­geir­s­dótt­­­­­­ir.
6/19/202035 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 7. þáttur: Keisaraynjan sem aldrei var

Jingu keisaraynja var fyrsta konan sem rataði á peningaseðil þegar seðlabanki Japans var stofnaður á nítjándu öld. En þessi járnaldardrottning hét ekki Jingu, var ekki keisaraynja og var hugsanlega aldrei til. Eða hvað? Það eru ótal leiðir til að lesa goðsöguna um þessa konu sem kannski var uppi árið 200, 300 eða 400 eftir því hvernig lesið er í ártölin, og sagnfræðingar eru enn ekki sammála um hvort hún leiddi japanskan innrásarher inn í Kóreu eða kóreska innrás í Japan.
6/16/202043 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Heilsa og líðan starfsfólks sveitarfélaga á umbrotatímum

Hjördís Sigursteinsdóttir, doktor í félagsfræði og dósent í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri (HA), hefur unnið mjög áhugaverðar og hagnýtar rannsóknir á heilsu og líðan starfsfólks sveitarfélaga (s.s. starfsfólk leik- og grunnskóla, elliheimila og sambýla) síðustu tíu ár. Niðurstöður rannsókna Hjördísar varpa m.a. mikilvægu ljósi á langvarandi áhrif hrunsins 2008 á þætti á borð við álag og veikindi sem og einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað. Gögn rannsókna Hjördísar koma annars vegar úr viðamikilli spurningalistakönnun sem er lögð reglulega fyrir starfsfólk sveitarfélaga og hinsvegar úr rýnihópaviðtölum. Síðasta könnunin var lögð fyrir árið 2019 og til stendur að bæta við könnun í ár út af Covid-19 faraldrinum. Ástæðan er ekki síst sú að efnahagslægðin sem vofir yfir mun líklega hafa neikvæð áhrif á starfsaðstæður og líðan fólks til langs tíma og því afar mikilvægt að grafast fyrir um birtingarmyndir þessa svo hægt sé að bregðast við á sem bestan hátt. Hjördís spjallaði við Guðmund Oddsson, dósent í félagsfræði við HA, um náms- og starfsferil sinn, rannsóknaráherslur, niðurstöður sínar og spurningakönnunina sem til stendur að leggja fyrir í ár.
6/15/202051 minutes, 1 second
Episode Artwork

Pottersen – 37. þáttur: Útlegð, hungur og drungi

Emil og Bryndís eru tæplega hálfnuð með 7. bókina um galdraunglinginn, Harry Potter og dauðadjásnin. Í köflum 12-15 hægist ögn á sögunni og það er ljóst að lokaátökin eru í uppsiglingu. Harry, Ron og Hermione laumast inn í galdramálaráðuneytið í leit að nistinu, helkrossinum, sem engin önnur en Umbridge á að hafa undir höndum. Við illan leik tilflytjast þau þaðan yfir í fjarlægan skóg og eiga ekki afturkvæmt í Hroðagerði. Ron særist illa og útlegð þríeykisins hefst fyrir alvöru. Þau þurfa að hafa allan vara á, þau leita sér matar, þau eru þreytt, áhyggjufull og örmagna, og þótt þau fái nýjar vísbendingar um hvernig eyða skal helkrossum hafa þau enn ekki hugmynd um hvert næsta skref verður. Allt þetta verður að lokum fullmikið fyrir Ron. Harry sér inn í huga Voldemorts þar sem hann leitar uppi sprotagerðamanninn Gregorovitch en það leikur á huldu hverju myrkrahöfðinginn er á höttunum eftir. Mörgum spurningum er enn ósvarað …
6/12/20201 hour, 1 minute, 20 seconds
Episode Artwork

Skiljum ekkert eftir – Vinnustaðurinn

Hér ert þú stærsta hluta dagsins. Hérna borðar þú, hérna hugsar þú og framkvæmir. Þú ert það sem þú gerir. Hafðu áhrif. Breyttu vinnustaðnum þínum í grænan, vænan reit og breyttu heiminum. Umsjón­­­­­ar­­­­­menn eru Freyr Eyj­­­­­ólfs­­­­­son og Þóra Mar­grét Þor­­­­­geir­s­dótt­­­­­ir.
6/12/202033 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Sýn í verðstríði og nýir Apple örgjörvar

Sýn er farið í verðstríð og býður nú (einnig Nova) Enska boltann á 1.000 kr. sem er niðurgreitt samkvæmt forstjóra Símans. Apple WWDC lekar eru komnir í fullan snúning og talið er að nýir örgjörvar fyrir Mac byggðir á hönnun ARM verði kynntir. Einnig er annar orðrómur um að það sé ný hönnun á leiðinni fyrir iMac (mynd fengin að láni frá Macrumours.com). Atli talar svo um nýja Magic lyklaborðið fyrir iPad Pro 11 sem Macland lánaði okkar. Þátturinn er ekki kostaður af Hringdu.
6/10/20201 hour, 8 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Kampavín og gleðskapur: Heimur hinna frægu og ríku

Í hlaðvarpi dagsins ræðir Sigrún við Ashley Mears, dósent í félagsfræði við Boston háskólann í Bandaríkjunum. Sérsvið Ashley eru félagsfræði menningar, kyn og efnahagsfélagsfræði og hún hefur sérstaklega beint sjónum að heimi hinna ríku og frægu sem flest okkar hafa ekki aðgang að. Fyrsta bókin hennar byggði á þátttökuathugun þar sem hún vann sem fyrirsæta í New York og London, og nýlega kom út önnur bók hennar hjá Princeton University Press, en hún ber heitið Very Important People: Status and Beauty in the Global Party Circuit, en í þeirri rannsókn beindi hún sjónum að hinum ofurríku og skoðaði hvernig þeir eyddu peningum í skemmtanir og aðra hluti sem margir myndu kannski telja óþarfa, með sérstaka áherslu á hvernig samband og staða kynjanna er innan þessa hóps. Þær Sigrún ræða báðar þessar rannsóknir og hvernig áherslan á að skoða þá allra ríkustu í samfélaginu hjálpar okkur að skilja ójöfnuð og stéttaskiptingu.
6/8/202059 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 6. þáttur: Kumltímabilið og upphaf keisaraættarinnar

Á tímabilinu milli 250 til 500 voru reistir um það bil 160.000 grafhýsi fyrir ýmsa smákonunga í Japan. Stærstu grafhýsin risu þar sem í dag má finna borgina Osaka, og á nærliggjandi svæðum þar í kring. Um þetta tímabil er fátt vitað með vissu, en fjölmargar goðsögur og þjóðsögur sem eiga að gerast á tímabilinu má finna í fornritum á borð við Nihon Shoki og Kojiki sem skrifuð voru við upphaf miðalda í Japan.
6/7/202041 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier

Hvað eiga kvikmyndirnar Men in Black, Kona fer í stríð og Mamma Gógó sameiginlegt? Jú, Christof Wehmeier hefur komið að kynningu og markaðssetningu þeirra ásamt fjölda annarra kvikmynda. Christof hefur komið víða við, meðal annars unnið fyrir Stjörnubíó og Sambíóin en síðastliðin 13 ár hefur hann verið kynningarstjóri hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Við fórum yfir allt þetta í okkar spjalli og komum auðvitað líka inn á stöðu kvikmyndahátíða á tímum veirufaraldurs.
6/6/202028 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið

Elhúsið er hjarta heimilsins – sameiginlegt rými. Maturinn leiðir okkur saman; við eldum í því, við borðum, drekkum, vinnum saman, spjöllum saman og vinnum í eldhúsinu. Maturinn er eldaður í eldhúsinu og við erum aldrei merkilegri en maturinn sem við borðum. Þú ert það sem þú borðar og þú ert það sem þú flokkar og endurvinnur. Eldhúsið er aðaluppspretta úrgangs og óreiðu á heimilinu. Í sorplausum lífstíl þarf því að læra upp á nýtt að nota eldhúsið. Umsjón­­­­ar­­­­menn eru Freyr Eyj­­­­ólfs­­­­son og Þóra Mar­grét Þor­­­­geir­s­dótt­­­­ir.
6/5/202025 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður

Síminn var sektaður um 500 milljónir fyrir brot á samkeppnissátt yfirvalda. Twitter merkir færslur forseta Bandaríkjanna ef hún inniheldur staðreyndarvillu, og auðvitað annarra. Elmar fékk Google Pixelbuds í hendurnar og segir okkur frá fyrstu hughrifum. Nýja sjónvarpið hans Gulla var ekki rætt. Stjórnendur í þætti 239 eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.
6/3/20201 hour, 1 minute, 53 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?

Enn bætast við doktorar innan íslenska félagsfræðisamfélagsins en nýlega varði Margrét Valdimarsdóttir doktorsritgerð sína í afbrotafræði við City háskólann í New York. Í ritgerðinni skoðaði hún sérstaklega áhrif kynþáttar á afleiðingar þess að ungu fólki væri refsað fyrir sambærilegt afbrot eða hegðun og síðan hverjar langtímaafleiðingar slíkrar refsingar væru bæði eftir kyni og kynþætti. Þar komst hún meðal annars að því að á meðan það að vera vísað úr skóla hafði ekki áhrif á hvíta unga drengi hafði það langtímaafleiðingar bæði fyrir allar stúlkur og þá drengi sem tilheyra minnihlutahópum. Í spjallinu segir Margrét Sigrúnu frá doktorsritgerð sinni, náminu í Bandaríkjunum og hvað það er sem hún er að skoða núna, en Margrét hefur gengt stöðu lektors í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri síðan 2019.
6/1/202046 minutes, 1 second
Episode Artwork

Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum

Kaflar 8-11 í Harry Potter og dauðadjásnunum eru til umræðu. Spennan magnast enn á ný og uppi verður fótur og fit í brúðkaupinu í Hreysinu þegar dráparar Voldemorts birtast. Galdramálaráðuneytið er fallið. Harry, Hermione og Ron komast naumlega undan og eru nú á flótta og í felum. Harry fær efasemdir um Dumbledore, við komumst að því hver R.A.B. er og sjáum aðra hlið á húsálfinum Kreacher. Emil og Bryndís taka sinn tíma í að ræða síðustu bókina enda mætast þar allir þræðir bókaflokksins.
5/29/20201 hour, 2 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð

Moltugerð er vísindi og list; hringrás lífsins. Fylgstu með þegar gulrót verður aftur að gulrót. Af jörðu ertu kominn – að jörðu skaltu aftur verða. Heimajarðgerð er nýja súrdeigið. Það hefur gripið um sig moltuæði og hér í þessum þætti getur þú heyrt allt um heimajarðgerð. Umsjón­­­ar­­­menn eru Freyr Eyj­­­ólfs­­­son og Þóra Mar­grét Þor­­­geir­s­dótt­­­ir.
5/29/202033 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni

Apple ætlar að umturna gleraugnamarkaðinum á næstunni og er fyrirtækið víst að þróa gleraugu með viðbættum veruleika (e. augmented reality). Það er ekki staðfest en slatti af orðrómum komnir á kreik sem við förum vel yfir. HBO bætir við þriðju streymiveituþjónustunni sem enginn getur keypt á Íslandi: HBO Max. Facebook kynnir nýja fjarfundalausn eða fjarspjallslausn sem heitir CatchUp sem vonandi enginn mun nota. Stjórnendur í þætti 238 eru Atli Stefán, Kristján Thors, Gunnlaugur Reynir.
5/28/20201 hour, 15 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 5. þáttur: Þér er sárt um lambið, mér er sárt um siðinn

Konfúsíus er að öllum líkindum áhrifamesti fræðimaður allra tíma, en í tvö þúsund ár var börnum elítunnar kennd heimspeki hans, með það að marki að gera þau að hæfum stjórnendum og góðum manneskjum. En í hverju felst konfúsíanismi, er hann trúarbrögð, stjórnmálastefna, lífsspeki eða uppeldisfræði? Og hvernig í ósköpunum tókst lágt settum embættismanni að verða að goði – tilbeðnu um alla Austur-Asíu fyrir visku sína? Í þessum þætti verður reynt að svara þessum spurningum en fókusinn verður aðallega á sögu Kína frá því siðmenning hófst við gula fljótið þar til Liu Bang stofnaði Han-veldið. Stuðst er við þýðingar Ragnars Baldurssonar á Speki Konfúsíusar frá 2006, í beinum tilvitnunum í meistarann. Snæ­­björn Brynjar­s­­son­ rit­höf­und­ur og þátta­stjórn­andi Sögu Jap­ans hefur lengi verið heill­aður af land­inu og hér heldur hann áfram að fjalla um sögu þess og menn­ingu.
5/28/20201 hour, 11 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví

Móðir mín í kví kví: Eitt af því óhugnalegasta í íslenskum þjóðsögum eru sögur af barnadraugum, svokölluðum útburðum. En það sorglega er að það var oft sannleikskorn í sögnunum. Ýmislegt gerði það að verkum í gamla íslenska bændasamfélaginu að foreldrar sáu enga aðra leið en að bera út nýfædd börn sín. Hvað gæti mögulega rekið fólk út í slíkt?
5/26/20201 hour, 8 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Er traust lykilinn að breyttri hegðun í umhverfismálum?

Umhverfismál og loftlagsbreytingar hafa verið eitt af brýnustu málefnum heimsins undanfarin ár og þó að við lítum stundum á heimili þeirra innan raun- og náttúruvísinda, þá skiptir sjónarhorn félagsvísindanna ekki síður máli til að skilja áhrif þeirra á líf einstaklinga og hópa, sem og áhrif okkar á umhverfið. Til að ræða þetta spjallaði Sigrún við Malcolm Fairbrother en hann er prófessor í félagsfræði við Háskólann í Umea í Svíþjóð og gegnir að hluta til sömu stöðu við Háskólann í Graz í Austurríki. Malcolm hefur skrifað á sviðum umhverfis- og stjórnmálafélagsfræði og þá sérstaklega hefur hann velt fyrir sér hvaða áhrif traust hefur á það hvað fólk er tilbúið að leggja á sig í umhverfismálum. Þau Sigrún ræða rannsóknir hans sem tengjast alþjóðavæðingu, trausti og umhverfismálum og fara einnig lauslega yfir hvers vegna COVID-19 er félagsfræðilega áhugavert og upplifun hans á leið Svía varðandi heimsfaraldurinn.
5/25/202057 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Skiljum ekkert eftir – Boðorðin fimm og ávinningurinn af sorplausu lífi

Sorplaust líf er hugmyndafræði sem miðar að því að forðast alla sorpmyndun og sóun eins og frekast er mögulegt. Þegar kemur að framleiðslufyrirtækjum hvetur hún til hringrásarhagkerfis, en á heimilum fær hún einstaklinga til að sýna ábyrgari neytendahegðun. Umsjón­­ar­­menn eru Freyr Eyj­­ólfs­­son og Þóra Mar­grét Þor­­geir­s­dótt­­ir.
5/22/202054 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 4. þáttur: Búddha á silkiveginum, hérinn á hákarlinum

Í þessum þætti er fjallað um stóra samhengið, hvernig búddhisminn barst um Austur-Asíu og óvæntar tengingar milli Kína og Rómarveldis. En hvað hefur það með Japan að gera í dag? Bon-hátíðina og söguna um hérann sem stökk til Japans á baki hákarla?
5/21/20201 hour, 8 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Kvikan – Viðvarandi atvinnuleysi getur skapað mikinn ójöfnuð

Ísland er í alvarlegri efnahagskreppu. Fyrirliggjandi er mörg hundruð milljarða króna tap á rekstri ríkissjóðs í ár, tugir þúsunda eru án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu um hvort þau lifi eða deyi. Kjarninn hitti alla þrjá leiðtoga stjórnarflokkanna til að ræða þeirra sýn út úr þeim aðstæðum sem nú blasa við. Síðust í röðinni er Katrín Jakobsdóttir.
5/20/202027 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Mun iPhone 12 seinka?

Tæknivarpið fer yfir fréttir vikunnar og það er nóg að frétta. Það eru komnar háværarar raddir um að iPhone 12 muni seinka og meðal annars frá Jon Prosser. Síminn kynnir nýja skýjalausn fyrir einstaklinga undir nafninu Ský. John Gruber og Ben Thompson eru komnir með nýtt hlaðvarp og það kostar $5 á mánuði. Er það þess virði? Lenovo Chromebook Duet tölvan fær svo glimrandi dóma að Gulli er kominn með augastað á annarri Chromebook sem hann mun aldrei kaupa. Stjórnendur þetta skiptið eru Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.
5/20/20201 hour, 12 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Punktur Punktur – Nr. 9 Elín María Halldórsdóttir

Í þessum þætti er komið að sjálfri mér. Af ýmsum ástæðum hafa nýir þættir tafist og ég taldi réttast að kynna mig almennilega. Hlustið á mig tala um það sem ég hef gert síðustu 10 árin, hvernig ég endaði þar sem ég er í dag og hvaða lærdóm ég dreg af þessu öllu saman.
5/20/202030 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Kvikan – Það er ekki hægt að meta störf fólks bara með stimpilklukkunni

Ísland er í alvarlegri efnahagskreppu. Fyrirliggjandi er mörg hundruð milljarða króna tap á rekstri ríkissjóðs í ár, tugir þúsunda eru án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu um hvort þau lifi eða deyi. Kjarninn hitti alla þrjá leiðtoga stjórnarflokkanna til að ræða þeirra sýn út úr þeim aðstæðum sem nú blasa við. Í dag er rætt við Sigurð Inga Jóhannsson.
5/19/202028 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Myrka Ísland – Ærsladraugar

Hugtakið ærsladraugur, eða poltergeist, er frekar nýtt í íslensku og áður voru notuð orð eins og gangári, skarkári, fjandi, djöfull, djöfulgangur eða annað til að lýsa óupplýstum og dularfullum atburðum sem seinna voru flokkaðir sem ærsladraugar. Við skoðum þrjá hressa íslenska ærsladrauga frá 18. og 19. öld sem voru vel skrásettir af samtíðarfólki en engin skýring fannst á þrátt fyrir rannsóknir.
5/19/202049 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Kvikan – Erfiðu ákvarðanirnar eftir sem gætu reynt á þanþol ríkisstjórnarinnar

Ísland er í alvarlegri efnahagskreppu. Fyrirliggjandi er mörg hundruð milljarða króna tap á rekstri ríkissjóðs í ár, tugir þúsunda eru án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu um hvort þau lifi eða deyi. Kjarninn hitti alla þrjá leiðtoga stjórnarflokkanna til að ræða þeirra sýn út úr þeim aðstæðum sem nú blasa við. Fyrstur í röðinni er Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
5/18/202024 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Örflæði, rafhjól og rafskútur

Ráðgjafinn og frumkvöðullinn Jökull Sólberg er gestur Tæknivarpsins í þessari viku. Meðal umræðuefna er framtíð örflæðis á höfuðborgarsvæðinu og stiklað er á stóru varðandi úrval rafskúta og rafhjóla og nýja sprotann hans Jökuls, Planitor.io. Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir og Axel Paul.
5/18/20201 hour, 1 minute, 30 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Nýtt frá Vivaldi með Jón Von Tetzchner

Þetta skiptið er sérstakur viðtalsþáttur hjá Tæknivarpinu. Atli Stefán og Andri Valur taka viðtal við forstjóra Vivaldi: Jón Von Tetzchner. Vivaldi er íslenskur vafri sem hefur verið í þróun í nokkur ár og kom út ný útgáfa á dögunum. Jón er staddur í Bandaríkjunum og spjallaði við okkur í gegnum Skype.
5/15/202028 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Skiljum ekkert eftir – Flokkun og endurvinnsla er lífsstíll

Hefur maður einhver áhrif? Getum við virkilega breytt heiminum? Já, við trúum því. Allt sem þú gerir skiptir máli. Þú getur haft áhrif. Ekki leggjast í kör og grenja. Brettu upp ermarnar og byrjaðu að flokka. Það hreinsar bæði umhverfið og sálina.
5/15/202052 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 3. þáttur: Nornadrottningin af Wa

Hvenær byrjuðu Japanir að borða súshí? Af hverju er Japan kallað Japan? Og hver er þessi Himiko, nornadrottning sem kínversk sagnarit skrifa um og drottnar yfir eyjum í austri skammt frá löndum nakta fólksins, dverganna og mannanna með svörtu tennurnar? Þessum spurningum og fleirum verður svarað í þessum þætti sem gerist undir lok Yaoyoi tímabilsins milli 50-300 eftir krist þegar fyrstu rituðu heimildir um mannfólk í Japan eru ritaðar. Persónur og leikendur eru keisarinn af Cao Wei, konungurinn af Na og að sjálfsögðu Himiko, goðsagnakennda drottningin sem hugsanlega var fyrsta konan til að stýra Japan.
5/14/202034 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Myrka Ísland – Axlar-Björn

Það er komið að okkar eina sanna raðmorðingja; Axlar-Birni! Hann var víst ekki slæmur í öxlunum, heldur bjó hann á bænum Öxl á Snæfellsnesi fyrir 400 árum. Staðreyndir og sagnir gætu því eitthvað hafa skolast til á leiðinni en sagan er góð þrátt fyrir það.
5/12/202053 minutes
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Lífið á tímum kórónuveirunnar

Valgerður S. Bjarnadóttir, nýdoktor í menntunarfræði við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri (HA) og Andrea Hjálmsdóttir, lektor í félagsfræði við félagsvísindadeild HA, vinna um þessar mundir að afar áhugaverðri rannsókn undir yfirskriftinni „Lífið á tímum kórónuveirunnar: Breytingar á fjölskyldulífi, atvinnu og ábyrgð“. Tilgangur rannsóknarinnar er annars vegar að fá yfirsýn yfir breytingar á daglegu lífi barnafjölskyldna sökum COVID-19 faraldursins með dagbókarfærslum foreldra og hins vegar að öðlast dýpri skilning á upplifun og reynslu foreldra um áhrif ástandsins á samræmingu fjölskyldulífs og vinnu með viðtölum. Valgerður og Andrea spjölluðu við Guðmund Oddsson, dósent í félagsfræði við félagsvísindadeild HA, um náms- og starfsferil sinn, rannsóknaráherslur og reifuðu frumniðurstöður úr fyrrnefndri rannsókn á áhrifum COVID-19 faraldursins á barnafjölskyldur. Fyrstu umferð gagnaöflunar fyrir umrædda rannsókn er nýlokið (dagbókarfærslurnar) og fáum við að skyggnast aðeins í pakkann.
5/11/202051 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Pottersen – 35. þáttur: Afmæli og erfðaskrá

Emil og Bryndís halda áfram umræðum um 7. bókina, Harry Potter og dauðadjásnin. Í 5.-7. kafla erum við stödd í Hreysinu, heimili Weasley-fjölskyldunnar, þar sem meðlimir Fönixreglunnar safnast saman eftir hrottalega árás Voldemorts og drápara hans. Einn meðlimur reglunnar er fallinn, George hefur misst annað eyrað, Harry á bráðum afmæli, Hermione hefur komist yfir bækur um helkrossa og galdramálaráðherrann Rufus Skrimgur mætir á svæðið og afhendir Harry, Ron og Hermione muni sem Dumbledore arfleiddi þau að. Þetta virðast vera handahófskenndir hlutir en svo er víst að galdrameistarinn heitni hafði ýmislegt í pokahorninu …
5/8/20201 hour, 10 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Skiljum ekkert eftir – Sorplaus lífsstíll og hamfarahlýnun

Í þessum nýju hlaðvarpsþáttum er fjallað um umhverfismál, endurvinnslu, sjálfbærni og sorplausan lífsstíl. Umsjónarmenn eru Freyr Eyjólfsson og Þóra Margrét Þorgeirsdóttir. Þóra Margrét hefur vakið athygli fyrir erindi sín um flokkun, endurvinnslu og sorplausan lífstíl en hún þýddi bókin Zero Waste Home – Engin Sóun eftir Bea Johnson sem kom út í byrjun árs. Freyr Eyjólfsson hefur unnið við útvarp og fjölmiðla í ein 20 ár en starfar nú sem samskiptastjóri Terra. Terra kostar þáttinn.
5/8/202039 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 2. þáttur: Jomon – Eyrnamergur og skeldýr

Árið 1877 kom bandaríski líffræðingurinn Edward S. Morse til Japans í leit að armfætlum og öðrum skeldýrum en hann endaði á því að uppgötva leifar fornrar siðmenningar sem var löngu horfin. En eru Japanir afkomendur þessa fólks eða bronsaldarfólksins sem kom síðar frá meginlandi Asíu? Úr því var skorið með mjög sérkennilegri rannsókn árið 2009 sem fól í sér mikið af eyrnamerg.
5/7/202028 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

180° Reglan – Spjallað við Ottó Geir Borg

„Maður er að reyna að skrifa ekki næstu COVID-19 mynd, maður heldur sig frá því ... reynir frekar að einbeita sér að einhverju skemmtilegra sem kannski hressir fólk,“ sagði Ottó Geir Borg, aðspurður hvaða áhrif faraldurinn hefði á störf handritshöfunds. Ottó Geir hefur unnið við handritsskrif, ráðgjöf og kennslu í um 20 ár. Það tók 7 ár að koma fyrsta handritinu á hvíta tjaldið, en myndin sló í gegn og Ottó hefur ekki stoppað síðan.
5/6/20201 hour, 8 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Nova fær 5G leyfi

Það er bara fullt að frétta í tækniheiminum, meira að segja hér á Íslandi. Nova er komið með 5G leyfi út árið 2021 og ætlar að fara að skrúfa frá hraðanum í þéttbýlum. Vodafone kemur út úr skápnum með slappa þjónustu og lofar öllu fögru með nýrri markaðsherferð sem ber titillinn „Nýtt upphaf”. Það er sjaldséð í auglýsingabransanum að viðurkenna mistök og spennandi að sjá hvort góðvinur (mögulega fyrrum) Tæknivarpsins, markaðsstjóri Vodafone Magnús Hafliða, nái árangri með herferðinni. iPhone SE er líka kominn í sölu og við erum farin að finna fyrir nýja genginu á Íslandi. Svo loksins eru herra Einstein.is og Simon.is komnir með draumatölvuna sína: Apple hefur kynnt nýja MacBook Pro 13 fartölvu. Þið trúið ekki hve lengi við náðum að tala um hana! Stjórnendur í þætti 233 eru Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvins
5/6/20201 hour, 9 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Myrka Ísland – Spænska veikin 1918

Það hlaut að koma að því að Myrka Ísland fjallaði um mál málanna; pestina sem heimsótti okkur fyrir rúmum 100 árum og bar það villandi nafn, spænska veikin. Hún gerði mikinn usla á mjög skömmum tíma og eymdin í Reykjavík og öðrum kaupstöðum varð fólki minnisstæð lengi á eftir. Þetta er áhugavert að skoða í ljósi nútímans, ekki til að hræða heldur til að fræða og jafnvel til að velta fyrir okkur hvað við höfum lært af þessu öllu saman.
5/5/20201 hour, 10 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Mismunandi réttarstaða þolenda í kynferðisbrotum á Norðurlöndum

Ísland eignaðist á dögunum nýjan doktor í félagsfræði en þann 24. apríl varði Hildur Fjóla Antonsdóttir doktorsritgerð sína „Decentring Criminal Law: Understandings of Justice by Victim-Survivors of Sexual Violance and its Implications for Different Justice Strategies“ frá Háskólanum í Lundi. Hildur Fjóla spjallaði við Sigrúnu um námið og rannsóknir hennar og þá sérstaklega hvernig réttarstaða þolenda er mismunandi á milli Svíþjóðar og Finnlands annars vegar og Íslands, Noregs og Danmerkur hins vegar. Þar má nefna að hér á Íslandi eru þolendur vitni í máli sínu en ekki aðili eins og í Svíþjóð og Finnlandi – sem þýðir að réttindi þeirra eru minni, upplýsingagjöf ábótavant og aðgangur að bótarétti takmarkaðri. Ásamt því að ræða um þetta á fræðilegu nótunum spjalla þær um hvað hefur verið gert á Íslandi til að mynda varðandi skýrslu sem Hildur Fjóla vann að beiðni stýrihóps forsætirsráðuneytisins um heildstæðar úrbætur í þessum málaflokki.
5/4/202054 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Saga Japans – 1. þáttur: Ekki kveikja ljósið, ég er dauð

Fáir staðir hafa jafn skemmtilega, heillandi og dramatíska sögu eins og Japan. Það er í það minnsta skoðun Snæbjörns Brynjarssonar, rithöfundar, sem lengi hefur verið heillaður af landinu, en hann lærði japönsku við Háskóla Íslands og Waseda í Tokyo. Í þessu hlaðvarpi verður kafað ofan í sögu landsins – og uppruni goðsagna og menningarlegra fyrirbrigða rannsakaður. Hvaðan komu Japanir? Var landið alltaf lokað þar til á 19. öld? Var japanska efnahagsundrið á 20. öld afleiðing einstakrar menningar Japans eða sögulegt slys? Og hvernig var súshí fundið upp? Þessum og fleiri spurningum verður reynt að svara í hlaðvarpsseríu sem spannar yfir tíu þúsund ár. Í þessum fyrsta þætti er því svarað hvernig japanski eyjaklasinn með sínum 6000 eyjum hafi orðið til. Það eru til a.m.k. tvær kenningar – og í þessum þætti heyrum við þá vísindalegu ásamt þeirri trúarlegu.
4/30/202026 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Klikkið – Innsýn í daglegt líf námsmanna á tímum Covid-19

Við búum á undarlegum tímum, okkar lífstíl hefur verið raskað og atvinnulífið er í mjög sérkennilegri stöðu. Fullorðnir hafa um margt að hugsa þessa dagana, en það má hinsvegar ekki gleymast að ungt skólafólk er einnig með margt á sinni könnu. Til að veita okkur innsýn í daglegt líf námsmanns á tímum Covid-19 og samkomubanns fengum við til okkar Emmu Lind Þórsdóttur, framhaldsskólanema, og Ólaf Hálfdán Þórarinsson, gagnfræðiskólanemanda.
4/29/202042 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Myrka Ísland – Fylgjur

Það er létt yfir Sigrúnu og Önnu og efninu að þessu sinni þegar þær fara yfir nokkrar þekktar og minna þekktar fylgjur. Sumar þeirra eru jafnvel nokkuð skondnar. Hvernig voru hugmyndir fólks um fylgju nýfædds barns tengdar gæfu þess í lífinu áður fyrr? Og hvenær snerist sú hugmynd upp í andhverfu sína með ættarfylgjunum?
4/28/20201 hour, 3 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Pottersen – 34. þáttur: Hasar í háloftum

Sjöunda bókin, Harry Potter og dauðadjásnin, liggur fyrir. Emil og Bryndís ræða fyrstu fjóra kaflana og strax er af nógu að taka. Við fylgjumst með Voldemort níðast á þjónum sínum, Harry kveður Runnaflöt og Dursley-fjölskylduna, Fönixreglan og vinir Harrys halda hlífiskildi yfir honum, en það reynist ekki nóg. Bókin er varla byrjuð og hasarinn er á háu stigi, í háloftunum. Það er ljóst að þetta verður svakaleg bók. En verður allt í lagi með Hagrid … ? Pottersen-systkinin geta varla beðið eftir því að halda áfram (eftir 7. bók fara þau yfir í aðrar bækur sem tengjast söguheiminum).
4/24/202056 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Apple Music til Íslands

Tæknivarpið fer yfir fréttir vikunnar, og auðvitað er mikið að frétta af Apple sem virðist ekkert ætla að hægja á sér í C19. Apple Music er komið til Íslands, iPad Magic lyklaborðið og iPhone SE (2) fá dóma frá kollegum okkar og við tökum púlsinn á streymiveitustríðinu. Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.
4/23/20201 hour, 24 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Myrka Ísland – Pourquoi pas?

Þann 15. september 1936 fórst hið fræga franska rannsóknarskip Pourqoui Pas? með manni og mús. Eða næstum því. Sagan hefur allt sem prýða þarf gott drama: Óveður, brim, mannfall, langa líkfylgd og máf. Þetta er frásögn sem varla er hægt að verða leiður á!
4/21/20201 hour, 22 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Nýr iPhone og fullskipað helluborð

Það er fullt að frétta þessa vikuna í tækniheimum. Apple lætur ekki deigan síga þó geisi heimsfaraldur og kynnti nýjan síma í vikunni: iPhone SE. Það mun vera fyrsti síminn frá Apple sem endurnýtir vörunafn (þetta er samt „iPhone 8s“). Einhver grúskari náði að grafa upp úr iOS14 betunni mynd af næsta iPhone sem virðist vera eitthvað breyttur og við köfum djúpt í næsta orðróma um næsta iPhone. Ming-Chi Kuo náði líka að finna einhverja brauðmola um nýja Homepod-hátalara sem er á leiðinni. Svo fjöllum við um nýjasta aðilann á nú þegar aðþrengdum streymisveitumarkaði: Quibi. Stjórnendur í þætti 231 eru Andri Valur, Atli Stefán, Axel Paul og Gunnlaugur Reynir.
4/17/20201 hour, 10 minutes, 1 second
Episode Artwork

Klikkið – Heimilisofbeldi á tímum COVID-19

Í nýjasta þætti Klikksins ræðir gestur okkar, Thelma Ásdísardóttir, auknar líkur á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 og mikilvægi þess að við sem samfélag bregðumst við þeim vanda. Hún fer yfir áherslur og bendir á leiðir sem við öll þurfum að hafa í huga þegar svona erfiðleikar steðja að. Börn eru sérstaklega viðkvæmur hópur sem við verðum öll að huga sérstaklega að í aðstæðum sem þessum og Thelma ræðir einnig mikilvægi þess að við látum okkur varða og tökum ábyrgð. Thelma er starfskona Drekaslóðar sem er fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur allskyns ofbeldis og aðstandendur. Í núverandi aðstæðum kemur fram hjá Drekaslóð – eins og hjá öðrum samtökum sem sinna málaflokknum – að hættan á auknu heimilisofbeldi sé til staðar og að mikilvægt sé að aðilar bregðist hratt og örugglega við. Drekaslóð hefur aukið ráðgjafaþjónustu sína til að mæta því ástandi sem nú er uppi og hefur opnað hjálparlínu í síma 551-5511 mánudaga-fimmtudaga 13:00-16:00. Einnig viljum við benda á Bjarkarhlíð Reykjavík s.553-3000, Bjarmahlíð á Akureyri s.551-2520, Hjálparsíma Rauða Krossins 1717, Kvennaathvarfið s.561-1205, Stígamót s.562-6868/800-6868.
4/15/202037 minutes
Episode Artwork

Myrka Ísland – Galdrafár II

Við höldum áfram með galdrafárið á Íslandi á 17.öld og förum yfir þekktustu galdramálin; Kirkjubólsmálið og Selárdalsmálið. Hvað var það sem varð til þess að Vestfirði skáru sig svo úr í galdraofsóknum og hvað getum við mögulega lært af sögunni?
4/14/202057 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Hvað eru tæknirisar að gera í C19?

Hver er Alma í Tæknivarpinu? Þökk sé Buzzfeed þá komumst við að því í þætti #230. Tæknivarpið fer yfir fréttir vikunnar, rakning C19 appið, skammar Zoom, skoðar nýja Playstation fjarstýringu (Dualsense) og fer yfir nýtt útlit Facebook. Stjórnendur eru Atli Stefán, Bjarni Ben og Gunnlaugur Reynir.
4/10/20201 hour, 20 minutes
Episode Artwork

180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19

Covid-19 hefur haft áhrif á alla heimsbyggðina, og síðastliðinn mánuð höfum við Íslendingar fundið fyrir því svo um munar. Kvikmyndageirinn hefur ekki farið varhluta af þeim áhrifum, og þá sérstaklega þeir sem eru sjálfstæðir verktakar. Freyja vildi ræða ástandið nánar og sló á þráðinn til formanna WIFT og FK, en það eru þær Anna Sæunn Ólafsdóttir og Sigríður Rósa Bjarnadóttir.
4/9/202048 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson

Héðinn Unnsteinsson kom til okkar nýverið og ræddi geðheilbrigðismál við Auði Axelsdóttur. Héðinn er stefnumótunarsérfræðingur með meistargráðu í alþjóðlegri stefnumótun og stefnugreiningu frá Háskólanum í Bath á Englandi. Hann starfaði sem stefnumótunarsérfæðingur í forsætisráðuneytinu 2010 til 2018 og var formaður stefnuráðs Stjórnarráðsins. Héðinn starfði áður hjá heilbrigðisráðuneytinu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Hann hefur undanfarin 25 ár verið frumkvöðull í geðheilbrigðismálum.
4/7/202058 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Myrka Ísland – Galdrafár I

Hvað er betra en að ylja sér við dálítinn varðeld? Sennilega fátt nema ef varðeldurinn er gerður til að brenna manneskju fyrir galdra. Í landi þar sem erfitt er að vinna efni í lítinn bálköst, enduðu samt furðu margar ólánssamar sálir líf sitt einmitt þar. Ísland náði að taka þátt í brennufárinu sem barst frá Evrópu. Efnið er það viðamikið að þættinum verður skipt í tvennt.
4/7/202057 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Reynsla Ítalíu í félagsfræðilegu samhengi

Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Antonio Maturo en hann er dósent í félagsfræði við háskólann í Bologna á Ítalíu. Eins og allir vita hefur Ítalía orðið hvað verst úti í þeim faraldri sem nú geisar og ræða þau um hvernig staðan er á Ítalíu þessa stundina, hvernig hún hefur þróast og hvernig félagsfræðin getur hjálpað okkur að skilja hvað er að gerast í samfélaginu. Antonio er heilsufélagsfræðingur en rannsóknir hans hafa tengst skipulagningu heilbrigðiskerfisins, reynslu sjúklinga af krónískum veikindum og sjúkdómsvæðingu. Það er því augljóst að Antonio getur sagt okkur ýmislegt um samspil heimsfaraldurs og samfélags, þar sem heilsufélagsfræðin er ein af þeim undirgreinum félagsfræðinnar sem hefur hvað mest að segja á þessum tímum.
4/6/202047 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Pottersen – 33. þáttur: Harmdauði

Emil og Bryndís hafa lokið lestri og umræðum um 6. bók, Harry Potter og blendingsprinsinn, og eru að vonum í öngum sínum. Hvílíkur endir, hvílík bók. Andlát stórrar persónu, Blendingsprinsinn er afhjúpaður og Harry er reiðubúinn til að taka lokaslaginn. Hann er reiðubúinn til að hefja leit að helkrossunum.
4/3/20201 hour, 3 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

180⁰ Reglan – Viðtal við Birtu Rán Björgvinsdóttur

180⁰ Reglan er spjallþáttur í umsjón Freyju Kristinsdóttur. Í þættinum ræðir Freyja við fólk sem starfar á ólíkum vettvangi í kvikmyndageiranum á Íslandi, fær innsýn í feril viðmælenda og þeirra sýn á bransann hér á landi. Viðmælendur eru úr öllum áttum, en reglan er sú að hafa jafnt kynjahlutfall viðmælenda í þættinum. Í þessum þætti er rætt við Birtu Rán Björgvinsdóttur sem skaut á dögunum tónlistarmyndband sem hefur fengið 2 milljónir áhorfa á einungis 3 vikum. Birta hefur skotið fjöldan allan af tónlistarmyndböndum, en auk þess hefur hún séð um kvikmyndatökuna í ýmsum stuttmyndum og auglýsingum. Svo má ekki gleyma ljósmyndunum, en Birta sérhæfir sig í afar listrænum sjálfsmyndum.
4/3/202049 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi

Viaplay er búið að opna fyrir áskriftir á Íslandi og við spörkuðum í dekkin á öppunum þeirra. Viaplay er ný streymiveita frá Skandinavíu sem býður nú upp á tvær áskriftarleiðir hér á Íslandi með íslensku efni og íslenskum texta. Við förum einnig yfir það sem komið hefur komið fram um smitrakningarapp Landlæknis sem er von á næstu dögum. Stjórnendur þáttar 229 eru Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.
4/2/20201 hour, 5 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni

Klikkið snýr aftur eftir langt hlé og mun þátturinn fjalla um starfsemi Hugarafls í samkomubanni. Hugarafl hefur þurft að loka dyrum sínum eins og mörg önnur úrræði en þrátt fyrir það liggur starfsemin ekki niðri. Auður Axelsdóttir, framkvæmdarstjóri Hugarafls, kom til okkar og kynnti þær margvíslegu leiðir sem Hugarafl notar til að halda starfsemi gangandi.
4/1/202029 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Myrka Ísland – Draugr

Í einni af Íslendingasögunum leynist frægasti miðaldadraugur sem sögur fara af, hann er jafnvel frægur út fyrir landssteinana. Hvern getur verið um að ræða? Jú, það hlýtur að vera hann Glámur sem er örlagavaldur í lífi Grettis Ásmundarsonar í samnefndri sögu. Við köfum í sálarástand og myrkfælni eins aðaltöffara Íslandssögunnar.
3/31/202045 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Samfélagsleg áhrif heimsfaraldurs

Það er um fátt annað talað á Íslandi, eða rauninni í heiminum, heldur en Covid-19. Hin líffræðilega ógn er augljós, heilsu og lífi fólks er ógnað, en heimsfaraldrar eins og þessi hafa einnig djúpar samfélagslegar, stjórnmálalegar og efnahagslegar afleiðingar. Þar sem fátt annað er í boði á þessum fordæmalausu tímum notar Sigrún tæknina í hlaðvarpi vikunnar og spjallar við Alexandre White, lektor í félagsfræði og sögu læknavísindanna við John Hopkins háskólann í Baltimore. Hann lauk doktorsnámi frá Boston háskólanum árið 2018 og svo skemmtilega vill til að Sigrún sat einmitt í doktorsnefnd hans. Rannsóknir hans snúa að heimsfaröldrum en hann vinnur núna að bók sem byggir á doktorsritgerð hans sem að bar heitið „Epidemic Orientalism: Social Construction and the Global Management of Infectious Disease” en þar beinir hann sjónum að því hvernig skilgreiningar og viðbrögð við heimsfaröldrum eru félagslega sköpuð og endurspegla oft hina sögulegu valdastöðu vestrænna samfélaga gagnvart öðrum löndum. Þau Sigrún ræða stöðuna í Bandaríkjunum og setja þá vá sem að nú steðjar að heiminum í félagsfræðilegt samhengi.
3/30/202050 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Tesla vinsælustu bílar landsins

Tæknivarpið er búið að prófa mús á iPad Pro þökk sé iPadOS 13.4 uppfærslunni sem var að koma út í vikunni. Við tölum um appsmíði COVID19 teymisins og Axel GDPR kafar ofan í persónuverndarsjónarmiðin tengd því. Viaplay er efnisstreymiveita sem er víst á leiðinni til Íslands með fullt af sjónvarpsefni og við ræðum möguleg áhrif. Stjórnendur þáttar númer 228 eru Atli Stefán, Axel Paul og Gunnlaugur Reynir.
3/27/20201 hour, 4 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Myrka Ísland – Hvað ber að varast í samskiptum við álfa?

Myrka Ísland er nýr hlaðvarpsþáttur þar sem fjallað verður um myrka atburði Íslandssögunnar. Af nægu er að taka því við eigum fjöldann allan af þjóðsögum um draugagang og kynjaskepnur. Eins mun verða fjallað um slys, glæpi, náttúruhamfarir eða hvað annað spennandi sem leynist í myrkum afkimum sögu okkar. Umsjónarmenn Myrka Íslands eru þær Sigrún Elíasdóttir og Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, en þær hafa einnig gert hlaðvarpsþættina Þjóðlegir þræðir sem nutu töluverðra vinsælda. Í þessum fyrsta þætti er létt spjall um samskipti Íslendinga við álfa og hvað ber helst að varast í þeim.
3/24/202047 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Höfum við náð kynjajafnrétti?

Þessa vikuna spjallar Sigrún við Þorgerði Einarsdóttur, félagsfræðing og prófessor í kynjafræði við Háskóla Ísland. Þorgerður er frumkvöðull í rannsóknum á kynjamisrétti en ásamt því að sinna rannsóknum var hún fyrsti lektorinn sem ráðinn var í kynjafræði við íslenskan háskóla. Hún hefur meðal annars stýrt stórum rannsóknarverkefnum þar sem skoðuð er staða kvenna á íslenskum vinnumarkaði sem og innan akademíunnar. Þær Sigrún ræða helstu rannsóknir hennar frá doktorsverkefni hennar um kynjað val lækna á sérgreinum yfir í núverandi rannsóknir, stöðu kynjanna á Íslandi og hvernig það hefur verið að byggja upp kynjafræði á Íslandi.
3/23/202055 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Jóga nidra með Auði Bjarnadóttur

Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti Auði Bjarnadóttur, eiganda Jógasetursins, sem leiðir lesendur Kjarnans í gegnum Jóga nidra hugleiðslu til að ná djúpslökun.
3/21/202024 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Pottersen – 32. þáttur: Kossar, blóð og uppvakningar

Emil og Bryndís eru komin langleiðina í lestri á Harry Potter og blendingsprinsinum og eru orðin vægast sagt spennt fyrir því að ræða lok bókarinnar. En það gerist í næsta þætti. Í þessum þætti eru kaflar 24-26 til umræðu. Annars vegar blómstrar þar ástin. Hins vegar eiga taugatrekkjandi átök sér stað. Harry eignast nýja kærustu áður en hann notar ramman svartagaldur gegn Draco og er refsað fyrir vikið. Galdurinn lærði hann af blendingsprinsinum og við færumst æ nær því að vita hver hann er. Dumbledore biður Harry um að koma með sér í hættuför og sjaldan hafa Pottersen-systkinin lesið jafn spennandi kafla.
3/20/202048 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Nýr iPad Pro með mús 🖱

Tæknivarpið er komið í fjarvinnu í þetta skiptið, ásamt Apple sem hætti við WWDC viðburðinn í ár. Fjarvinna kom ekki í veg fyrir þátt þessa vikuna, né stoppaði það Apple sem er að koma með fullt af nýjum tækjum sem við ræðum í þaula. Stjórnendur þáttar 227 eru Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvinsson.
3/20/20201 hour, 7 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Kvikan – Lífið í skugga farsóttarinnar

Samkomubann, faðmflótti, sóttkví og smithætta. Allt eru þetta orð sem dynja á okkur daginn út og inn. Orð sem við varla þekktum áður. Og við þessar aðstæður er eðlilegt að finna fyrir kvíða. En við þessar aðstæður er einnig gríðarlega mikilvægt að temja sér æðruleysi, að hlúa að þeim sem eldri eru og veikir, og muna að lífið er hér og nú – þrátt fyrir allt. Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður á Kjarnanum, er umsjónarmaður hlaðvarpsþáttarins Kvikunnar að þessu sinni. Þar ræðir hún við Huldu Jónsdóttur sálfræðing, Mosfellinginn Leif Guðjónsson sem er í sóttkví og Helenu Einarsdóttur, fimmtán ára stúlku sem hefur gert sína eigin aðgerðaáætlun. Einnig ræðir hún við foreldra sína sem eru á áttræðisaldri og í sjálfskipaðri sóttkví á heimili sínu í jaðri Mosfellsheiðar. Þau Logi Jónsson og Helga Hólm taka því rólega innan um margra metra háa snjóskaflana og sinna vinum sínum smáfuglunum af mikilli væntumþykju.
3/19/202023 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Kafað ofan í fjarvinnu í flensutíð

Tæknivarpið kafar ofan í fjarvinnu í flensutíð og gefur góð ráð til að halda aga. Samsung Galaxy S20 dómar eru komnir í hús en fyrstu tækin lenda á Íslandi í vikunni. Atli heldur áfram að fjalla um úrlausn Nova, og breytingarnar við að skipta úr Apple yfir í Samsung. Stjórnendur þáttarins eru Atli Stefán, Bjarni Ben og Gunnlaugur Reynir.
3/16/20201 hour, 14 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Það er gaman í félagsfræðinni

Félagsfræði Háskóla Íslands tekur á móti tugum nemenda á hverju hausti, sem flest ljúka B.A.-námi eftir þrjú ár og sum halda jafnvel áfram í framhaldsnám hjá okkur. Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við nemendur sem stunda nám í félagsfræði á mismunandi stigum. Fyrst talar hún við Elsu Dögg Lárusdóttur en hún kláraði B.A.-námið vorið 2019 og er núna í M.A. námi í félagsfræði við HÍ. Elsa hlaut verðlaun Félagsfræðingafélag Íslands fyrir framúrskarandi ritgerð sína „Margbreytileiki vændis og gagnsemi sænsku stefnunnar á Íslandi“ en leiðbeinandi hennar var Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Næsta koma til Sigrúnar þær Anna Birna Elvarsdóttir, varaformaður Norm sem er félag félagsfræðinema við HÍ og Gréta Jónsdóttir, hagsmunafulltrúi Norm. Þær segja Sigrúnu frá hvernig þær völdu námið, sínum áherslum og áhugasviðum og hvers vegna félagsfræðin skiptir máli fyrir allt sem viðkemur einstaklingum, hópum og samfélaginu.
3/16/202033 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Af hverju treysta Íslendingar ekki Alþingi?

Í hlaðvarpi vikunnar fær Sigrún til sín Sjöfn Vilhelmsdóttur en hún varði nýlega doktorsritgerð sína í stjórnmálafræði. Ritgerðin ber heitið Pólitískt traust á Íslandi: Helstu áhrifaþættir og þróun frá 1983-2018. Þar skoðar Sjöfn þróun á pólitísku trausti hér á landi yfir tíma en ber traust hérlendis einnig saman við traust almennings í Evrópu. Sjöfn hefur verið forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála síðan 2015 en mun á árinu flytja sig um set og hefja störf sem forstöðumaður Landgræðsluskólans. Þær Sigrún ræða almennt um pólitískt traust hér á landi, hvernig það minnkaði gífurlega í kjölfar Hrunsins og ástæður þess að erfitt hefur verið að byggja það upp að nýju, þrátt fyrir að Ísland hafi komið betur út úr efnahagskreppunni heldur en svörtustu og jafnvel bjartari spár bjuggust við. Að auki ræða þær hvernig þættir eins og tengsl við stjórnmálaflokka eða Ríkisstjórnina, upplifun á spillingu og ýmsir aðrir félagslegir þættir hafa áhrif á hvort fólk treysti Alþingi og stjórnmálunum almennt.
3/9/202046 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Pottersen – 31. þáttur: Gestaspjall við Ævar Þór Benediktsson

Nú fáum við afar góðan hlaðvarpsgest. Rithöfundurinn, leikarinn og þáttastjórnandinn Ævar Þór Benediktsson heimsækir Pottersen-systkinin, svarar laufléttum Potter-spurningum og segir okkur meðal annars frá því hver uppáhaldspersónan hans er, í hvaða heimavist hann ætti best heima, hvaða dýr hann myndi vilja geta breytt sér í, hvaða galdramátt hann vildi hafa og margt fleira. Stórskemmtilegt spjall!
3/6/202056 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – eSim komið til Íslands, og Atli líka

eSim er loksins komið til Íslands og er Nova farið að bjóða upp á eSim stuðning fyrir Samsung snjallúr. Atli er líka kominn til Íslands frá Suðaustur Asíu. The Verge tæknilífstílsvefurinn keypti sína eigin Mac Pro tölvu ásamt Pro Display XDR skjá og gaf upp sína dóma sem við ræddum. Google býr til 3D touch eiginleika einungis með hugbúnaði, en hvað þýðir það? Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán, Mosi og Gunnlaugur Reynir.
3/4/20201 hour, 13 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Samanburðarfélagsfræði er félagsfræði

„Samanburðarfélagsfræði er ekki ákveðin tegund félagsfræði; það er félagsfræðin sjálf,“ skrifaði félagsfræðingurinn Emile Durkheim árið 1895. Það má segja að hugmyndafræði alþjóðlegra kannanna endurspegli þessa sýn eins þess fræðimanns sem byrjaði að skoða samfélagið með félagsfræðilegum gleraugum. Slíkar samanburðarrannsóknir leyfa okkur nefnilega að skoða tengsl samfélags og einstaklings og að spyrja okkur stærri spurninga, eins og til dæmis hvernig skipulagning velferðarkerfisins hefur áhrif á möguleika okkar til menntunar eða góðrar heilsu. Ein þekktasta alþjóðlega spurningalistakönnunin er Evrópska Samfélagskönnunin (European Social Survey, ESS) en félagsfræðingurinn Rory Fitzgerald er í forystu fyrir henni. Sigrún settist niður með Rory í London nýlega en hún sótti þar fund sem markaði upphaf á þriggja ára H2020 styrk frá Evrópusambandinu sem ákveðin lönd innan ESS fengu nýlega til að þróa hvernig best er að gera alþjóðlegar spurningalistakannanir á 21. öldinni. Hér ræða þau meðal annars um upphaf ESS, hvernig tryggt er að gögnin séu samanburðarhæf, hvað eru mikilvægustu niðurstöður könnunarinnar frá upphafi og hvernig niðurstöður hennar geta gagnast stefnumótendum og samfélaginu almennt.
3/2/202039 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Kvikan – Segir að sé RÚV ekki of stórt

Stefán Eiríksson, sem tekur við starfi útvarpsstjóra RÚV eftir helgi, segir að hann hafi ekki neinar áhyggjur af því að RÚV sé í betri rekstrarstöðu en samkeppnisaðilar þess. Í þætti vikunnar spjallar Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, við nýjan útvarpsstjóra. „Ég upplifi það ekki þannig að RÚV sé of stórt í vissum skilningi, en það er vissulega stórt. Hlutverkið sem að Ríkisútvarpinu er ætlað lögum samkvæmt og samkvæmt þjónustusamningi hefur mjög víðtæku og fjölbreyttu hlutverki í samfélaginu að gegna. Ég held satt best að segja að það sé mikill meirihluti almennings og stjórnmálamanna sem vilja að Ríkisútvarpið haldi áfram að sinna því hlutverki en að sama skapi er mikilvægt að það séu starfandi sjálfstæðir aðrir óháðir fjölmiðlar og að þeir fái stuðning, eins og menntamálaráðherra er búin að teikna upp með ákveðnum hætti í sínu frumvarpi, til þess að sinna sínum störfum með góðum hætti. En að saman skapi verða allir fjölmiðlar, Ríkisútvarpið, sem er á auglýsingamarkaði að hluta, og síðan aðrir fjölmiðlar að aðlaga sig að þessu breytta samfélagi. Og aðlaga sig að breyttu umhverfi um miðlun og sölu auglýsinga og slíks efnis. Ef að viðkomandi er ekki á tánum hvað það varðar þá verður hann hratt og örugglega undir. Og við höfum séð alveg gríðarlegar sviptingar á þessum markaði.“
2/29/202032 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Hvað eru símamyndgæði?

Galaxy S20 Ultra fær misjafna dóma, OZ kynnir VAR lausn og Apple óttast ESB. Þetta og margt fleira í Tæknivarpi vikunnar. Umsjón: Gunnlaugur Reynir, Bjarni Ben og Axel Paul.
2/28/20201 hour, 29 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa

Í þessum þætti spjalla systkinin Emil og Bryndís um kafla 20-23 í Harry Potter og blendingsprinsinum. Nú er farið að síga á seinni hluta bókarinnar og spennan magnast. Harry er með Draco Malfoy á heilanum, Hagrid syrgir köngulóna Aragog, Hermione og Ron eru byrjuð að tala aftur saman og Dumbledore þykir ekkert mikilvægara en að Harry nái minningu Slughorns um hinn unga Voldemort og helkrossa.
2/21/20201 hour, 2 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana

Í Tæknivarpi vikunnar er farið yfir Samsung Unpacked viðburðinn sem fór fram í síðustu viku. Einnig er farið yfir áhrif COVID-2019 á tækniheiminn, skyldu Evrópusambandsins að 30% alls efni þurfi að vera frá Evrópu og ýmsar aðrar tæknifréttir. Umsjón: Gunnlaugur Reynir, Bjarni Ben, Andri Valur og Elmar Torfason.
2/20/20201 hour, 10 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið AKA Kattavarpið

Tæknivarpið fer allsvakalega út af sporinu í þætti vikunnar og fjallar um flest annað en nýju Samsung símana sem kynntir voru í vikunni. Kattaeigendur í þáttastjórnarteymi taka yfir þáttinn með skelfilegum afleiðingum. Umsjón: Gunnlaugur Reynir, Bjarni Ben, Mosi, Axel Paul og Daníel Ingólfs.
2/14/202054 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – 10 ár af iPad

Í Tæknivarpi vikunnar er farið yfir helstu tæknifréttir síðustu daga. 10 ár eru liðin síðan Steve Jobs kynnti fyrstu iPad tölvuna. Tæki sem átti að fylla upp í bilið á milli síma og fartölvu. Er iPad frábær græja eða flopp? Einnig var farið yfir stafræn ökuskírteini, eSim frá Símanum, Samsung viðburðinn sem fer fram í næstu viku og áhrif Corona vírusinns á tæknigeirans. Umsjón: Gunnlaugur Reynir, Andri Valur, Bjarni Ben, Mosi.
2/7/20201 hour, 31 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Pottersen – 29. þáttur: Hvað er Draco eiginlega að bralla?

Emil og Bryndís spjalla um kafla 16-19 í Harry Potter og blendingsprinsinum. Nýi galdramálaráðherrann reynir að sleikja Harry upp, Ron og Hermione talast ekki við, skyggnst er æ dýpra í minningar um hinn unga Voldemort, Draco sést ekki á Ræningjakortinu ‒ sem er afar dularfullt ‒ og fyrir slysni drekkur Ron eitur sem virðist hafa verið ætlað Dumbledore …
2/7/202055 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Allt um snjallheimilið

Þessa vikuna er Tæknivarpið með sérstakan þátt um snjallheimili ásamt honum Marinó Fannari Pálssyni sem stofnaði Facebook hópinn „Snjallheimili“ (sjá hér https://www.facebook.com/groups/2195304140727880/) og Simon.is tæknibloggið. Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán, Axel Paul og Gunnlaugur Reynir.
1/30/20201 hour, 22 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch

Snjóhríð geisar, bæði hjá Harry Potter og fyrir utan gluggann hjá Emil og Bryndísi á meðan upptökum stendur. Í köflum 11-15 í Harry Potter og blendingsprinsinum flækjast og skýrast hlutir í senn. Galdrastrákurinn ‒ afsakið, unglingurinn ‒ er sannfærður um að Draco standi á bakvið flest sem aflaga fer innan Hogwarts, en enginn tekur mark á honum. Prófessor Slughorn sniglast um ganga í leit að efnilegum nemendum til að sleikja upp. Quidditch er einkar áberandi og svo byrjar ástin að blómstra … eða reyndar er það ekki svo einfalt. Mikil spenna ríkir milli Hermione og Ron, auk þess sem Harry reynir að bæla tilfinningar í garð ákveðinnar stúlku. Síðast en ekki síst skyggnumst við betur inn í bakgrunn Voldemorts, hans örlög sem Hinn myrki herra.
1/24/202056 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone

Tæknivarpið fer yfir fréttir vikunnar: Íslenska fyrirtækið Genki fór á CES í ár með Halo hringinn, Tim Apple fjárfestir í sturtuhaus, andslitsgreiningarfélagið Clearview verður enn skæðara og FBI vill fá bakdyr að öllum iPhone símum ... aftur. Svo fylgjum við á eftir umfjöllun okkar um hleðslumottuna Ikea Livboj (höskuldarviðvörun: hún er léleg). Stjórnendur í þætti 220 eru Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.
1/22/20201 hour, 32 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Kvikan – #Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans

Í þætti vikunnar er fjallað um brot Seðlabankans á jafnréttislögum, peningaþvætti og spillingu, og þær stórfréttir sem nú heyrast frá Bretlandseyjum eða réttara sagt Megxit. Í vikunni sem leið var birt niðurstaða kærunefndar jafnréttismála í máli þar sem Seðlabankinn er talinn hafa sniðgengið mjög hæfa konu fyrir mun minna hæfan karl, en bankinn hefur þrívegis brotið gegn jafnréttislögum frá árinu 2012. En hvað felst í þessari niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála? Harry Bretaprins komst í heimsfréttirnar í síðustu viku ásamt eiginkonu sinni, Meghan Markle, en Sunna Ósk fjallaði um málið á Kjarnanum í ítarlegri fréttaskýringu um helgina. Nú rétt fyrir helgi sendi Sam­herji frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að fyrirtækið ætli að þróa og inn­leiða heild­rænt stjórn­un­ar- og reglu­vörslu­kerfi sem bygg­ist á áhættu­skipu­lagi fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­ars með áherslu á spill­ingu, efna­hags­legar refsi­að­gerðir og pen­inga­þvætti. Á sama tíma kom fram í fréttum að ríkisstjórnin ætli að setja 200 milljónir til viðbótar í rannsóknir og varnir gegn peningaþvætti og skattsvikum. Héraðssaksóknari fær viðbótarfjármagn til að rannsaka Samherjamálið og skattayfirvöld munu geta bætt við sig mannafla tímabundið til að rannsaka „ýmis atriði sem þarfnast ítarlegrar skoðunar.“
1/21/202027 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Klikkið – Handan fíknar, jógísk leið til bata

Sigrún Halla Unnarsdóttir og Estrid Þorvaldsdótir komu til okkar á dögunum og kynntu fyrir okkur námskeið sem er á döfinni. Námskeiðið heitir Handan fíknar, Jógísk leið til bata. Námskeiðið hentar vel fyrir fólk í bata frá áföllum og fíknum, heilbrigðisstarfsfólk, jógakennara og alla sem leita jákvæðra breytinga og leiðbeininga við að þróa andlega iðkun. Á námskeiðinu munt þú meðal annars læra að: - Nota Kundalini jóga og hugleiðslu til að endurnýja líkama, huga og sál. - Nota jógíska tækni til að minnka fíknir - Endurhlaða taugakerfið, heilan, framheilan og nýrnahettur með jóga og náttúrulækningum. - Fá aðgang að andlegu miðjunni innra með þér og lærðu að stóla á þinn æðri mátt. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér.
1/18/202035 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Hefnendurnir – CLXXXV - Haltá Ketti

Ævorman langaði eiginlega bara að gera eitt í Berlín. Hann án djóks talaði eiginlega ekki um annað; Fara í bíó með Hulkleiki til að horfa á Cats. Og síðan að tala um það. Tala rosalega mikið um það vegna þess að það er furðulega mikið til að tala um. Þessi mynd? Þessi mynd!
1/15/202058 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Samsung Galaxy S20 lekar og CES hluti 2

Tæknivarpið fjallar um tæknifréttir vikunnar: Samsung Galaxy S20 lekar, MacOS "Pro Mode" og stöðlun hleðslutækja innan Evrópusambandsins. Stjórnendur eru Atli Stefán, Axel Paul, Bjarni Ben og Gunnlaugur Reynir.
1/15/20201 hour, 30 seconds
Episode Artwork

Kvikan – Umdeild rammaáætlun, bið eftir tillögum um breytingar á kvótaþaki og eftirköst WOW

Í þætti vikunnar er fjallað um þriðja áfanga rammaáætlunar, kræfa elda í Ástralíu, bið eftir kvótaþakstillögum ríkisstjórnarinnar og rannsóknir á WOW air. Þingsályktunartillaga um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, þriðji áfangi rammaáætlunar, verður lögð fram á Alþingi í febrúar næstkomandi. Um óbreytta tillögu er að ræða frá því að hún var fyrst lögð fram þingveturinn 2015 til 2016 og síðar aftur 2016 til 2017. Um er að ræða umdeilda rammaáætlun. Skipta­stjórar WOW air hafa vísað nokkrum málum til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara vegna gruns um að þar hafi átt sér stað ólög­mæt hátt­semi. Á meðal þeirra mála sem þar eru undir eru mál tengd skulda­bréfa­út­boði WOW air, sem lauk í sept­em­ber 2018, og mál tengd hús­næði sem Skúli Mog­en­sen, eig­andi og for­stjóri WOW air, hafði til umráða í London. Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, kynnti til­lögur verk­efna­stjórnar rétt fyrir helgi um bætt eft­ir­lit með fisk­veiði­auð­lind­inni er varðar end­ur­skoðun á meðal ann­ars skil­grein­ingu á tengdum aðilum í lögum um stjórn fisk­veiða á rík­is­stjórn­ar­fundi. Í til­lög­unum er hvorki tekin afstaða til reglna um hámarks­afla­hluts­deild né kröfu um hlut­fall meiri­hluta­eignar í tengdum aðil­um. Þau mál er enn til skoð­unar hjá nefnd­inni og verður fjallað um þau í loka­skýrslu henn­ar, sem á að skila í mars næst­kom­and­i. En hvað felst þá í þessum tillögum? Varla hefur farið fram hjá nokkrum að miklir skógar- og kjarreldar hafa geisað í Ástralíu að undanförnu en mörgum dýrum hefur verið bjargað þar í landi við slæmar aðstæður. Margfalt fleiri hafa þó farist og þeirra á meðal eru þúsundir kóalabjarna, sem mikilvægur hlekkur í þegar viðkvæmu vistkerfi. Bára Huld Beck stýrir þættinum en með henni eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður.
1/14/202026 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Hefnendurnir – CLXXXIV - Star Wars, maður

Skywalker sagan skráði sinn hinsta kafla samkvæmt Disney um jólin og Hefnendurnir okkar kíktu í bíó eins og öllum sönnum lærisveinum máttarins er ljúft og skylt. En hvað þýða ljúfsár endalokin um framhaldið? The force is dead and no one cares. If there is a mustafar I’ll see you there.
1/10/202047 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Pottersen – 27. þáttur: Bakgrunnur Voldemorts

Í þessum þætti eru kaflar 6-10 í Blendingsprinsinum ræddir. Sökum ástandsins í galdrasamfélaginu er lífið í Skástræti orðið heldur dapurlegt. Þar og í Hogwarts-lestinni kemst Harry á snoðir um illar ráðagerðir Dracos, nýi kennarinn Slughorn sleikir upp efnilega nemendur, Dumbledore sýnir hver bakgrunnur Voldemorts er og Harry fær í hendurnar útkrotaða uppskriftabók um töfradrykki sem gagnast býsna vel …
1/10/20201 hour, 1 minute, 37 seconds
Episode Artwork

Hefnendurnir – CLXXXIII - Party like it's neunzehnhuntertneunundneunzig

Hulkleikur og Ævorman eru búnir að vera seinir allt ár. Svo seinir að þeir koma með uppáhaldsmyndirnar sínar á síðasta ári tuttugu árum of seint í þessum marglofaða 1999 besta kvikmyndaár allra tíma™ þætti.
1/8/20201 hour, 42 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - CES2020 vörukynningarhátíðin

Við rennum yfir það sem hefur verið kynnt á tækni-vörukynningar-hátíðinni CES í Las Vegas. Ótrúlegir hlutir hafa verið kynntir eins og NFC snjalllás sem er með alvöru lykil, sömu Samsung sjónvörpin og í fyrra og baðvigt sem er líka baðmotta. Svo förum við yfir heilablóðfallið sem átti sér stað á Sony kynningunni. Stjórnendur eru Atli Stefán, Bjarni Ben og Gunnlaugur Reynir.
1/8/20201 hour, 14 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Molar – Einstakt ávöxtunarár og spennan í olíulöndunum

Í fyrsta þætti Mola á árinu 2020 er fjallað um árið 2019, og hvernig það var á verðbréfamörkuðum. Fjallað er um það, hvaða sjóður íslenskur sýndi bestu ávöxtun á árinu 2019. Hvaða sjóður ætli það sé? Þá kemur vaxandi spenna milli Bandaríkjanna og Írans við sögu, og að sjálfsögðu olíulindir líka. Eðlilega.
1/7/202016 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Þjóðlegir þræðir – Jötubandið

Í þessum síðasta þætti í annarri seríu sitjum við á jötubandinu og spjöllum um allt milli himins og jarðar. Lesinn er fjárhúslestur upp úr uppáhaldsbók landsmanna, Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili. Þjóðlegir þræðir óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Meira um ævintýri Önnu og Sigrúnar má lesa um á www.kvikvi.is.
1/6/20201 hour, 1 minute
Episode Artwork

Tæknivarpið - Þáttur ársins 2019

Tæknivarpið lýkur árinu með stæl í þætti 217 og farið var yfir helstu atriði og græjur ársins. Stjórnendur þetta skiptið eru Andri Valur, Atli Stefán, Axel Paul, Gunnlaugur Reynir, Kristján Thors, Mosi, Sverrir Björgvins.
1/4/20202 hours, 24 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Punktur Punktur – Nr. 8 - Guðný Björk Pálmadóttir

Stofnandi og eigandi Fabia Design, Guðný Björk Pálmadóttir, gaf sér tíma í notalegt spjall stuttu fyrir jól. Guðný er ákveðin kona með plön og drauma og hún sagði mér meðal annars frá áhugaverðu námi sem hún fór í í Danmörku, hvaðan hún fær sinn innblástur og hvernig lífið sem sjálfstæður atvinnurekandi getur haft sína ljósu og dökku hliðar.
12/30/201939 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Molar: Maður ársins, bardaginn um Sedan og notaleg jól

Í Hátíðar Molum er farið yfir tíu Mola, sem voru merkilegir á árinu 2019, ásamt því að fjallað er um það sem er gaman og gott að gera yfir jólahátíðina.
12/23/201916 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Höskuldar-viðvörun: Star Wars Special

Þáttur 216 er sérstakur Star Wars þáttur og við fáum frábæra gesti í heimsókn til að ræða kvikmyndina The Rise of Skywalker. Gestirnir eru Gísli í Nexus og Þórarinn Þórarins. Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.
12/23/20191 hour, 32 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Klikkið – Áramótaannáli

Auður Axelsdóttir og Svava Arnardóttir settust niður og ræddu árið sem leið. Klikkið óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
12/21/201954 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Þjóðlegir þræðir – Steinar

Hvort er betra að höggva menn í herðar niður eða skjóta af boga með heimagerðum örvum? Við heimsækjum Akranes í þessum þætti og finnum þar handverksmanninn Guðmund Steinar sem leyfir okkur líka að kíkja í kistilinn þar sem hann hefur spunnið svolítið hrosshár og fleira. Meira um ævintýri Önnu og Sigrúnar má lesa á www.kvikvi.is.
12/19/201948 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Mac pro, ljótir Tesla bílar og lausfrystar ýsur

Í þætti 215 af Tæknivarpinu kíkir Elmar Torfason (Google Fanboy) í heimsókn og talar reynslu sína af Stadia frá Google, við hraunum bandarísku félögin Boeing og Tesla og leiðréttum svo misskilning okkar um lausfrystar ýsur. Stjórnendur eru Atli Stefán, Axel Paul og Gunnlaugur Reynir.
12/18/201954 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - Ný Xbox afhjúpuð og vinnuöpp með Andrési Jóns

Tæknivarpið (214) er ekki af verri endanum og fáum við Andrés Jóns til að renna yfir tæknifréttir vikunnar, og tökum spjall um tæki og tól til að auðvelda vinnu eða nám. Stjórnendur þáttarins eru Atli Stefán, Axel Paul og Mosi.
12/17/20191 hour, 30 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Kvikan – Sameining DV og Fréttablaðsins, stórsigur Borisar og vendingar í Samherjamálinu

Í þætti vikunnar er farið yfir stórsigur breska Íhaldsflokksins, sameiningu DV og Fréttablaðsins, vendingar í Samherjamálinu og þinglok. Íhalds­flokk­urinn sigraði með afgerandi hætti í bresku þingkosningunum í síðustu viku. Flokk­ur­inn hlaut 365 þing­menn og hef­ur 80 þing­manna meiri­hluta, þann mesta sem flokk­ur­inn hef­ur haft frá þriðju kosn­ing­um Margaret Thatcher árið 1987. Að sama skapi hlaut Verka­manna­flokk­ur­inn sína verstu út­reið í ára­tugi. Greint var frá því í síðustu viku að Torg ehf., útgefandi Fréttablaðsins og Hringbrautar, hefði keypt DV. Samningurinn er þó með fyrirvara um samþykki fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins en verði af sameiningunni verður þar á ferð eini fjölmiðill landsins sem heldur úti prent-, net- og sjónvarpsmiðli. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, sagði í viðtali við norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv í síðustu viku að hann efaðist um að nokkrar mútu­greiðslur hefðu átt sér stað eða að fyrirtækið væri eða hefði verið flækt í nokkuð ólög­mætt. Þá sagði Björgólfur jafnframt að Jóhannes Stef­áns­son, sem starf­aði hjá Sam­herja í Namibíu fram á mitt ár 2016 og upp­ljóstr­aði um við­skipta­hætti fyr­ir­tæk­is­ins þar, hefði verið einn að verki þegar kom að þeim greiðslum sem stæð­ust ekki skoð­un. Þing­flokks­for­menn á Alþingi komust að sam­komu­lagi um þing­lok í lok síðustu viku. Sam­kvæmt starfs­á­ætlun þings­ins átti síð­asti þing­fundur fyrir jóla­frí að vera á föstudaginn, það náði þó ekki fram að ganga og sömdu þingmennirnir að síðasti dagur þingsins yrði í dag, þriðjudag. Birna Stefánsdóttir stjórnar þættinum í dag og með henni að venju eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Bára Huld Beck, blaðamaður.
12/17/201943 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Pottersen 26. þáttur: Harry hangir með Dumbledore

Pottersen er komið úr stuttri pásu, Emil er fluttur heim til Íslands og Bryndís er búin að redda hljóðnema. Nú skeggræða systkinin Harry Potter-bækurnar í sama rými! Og nú er á dagskrá 6. bókin, Harry Potter og blendingsprinsinn. Í þættinum eru kaflar 1-5 ræddir, en það er augljóst að margt og mikið er í uppsiglingu. Muggaheiminum stafar ógn af Voldemort, nýr galdramálaráðherra hefur tekið til starfa, Snape leikur tveimur skjöldum, Dumbledore heldur engu leyndu lengur, Harry hittir vini sína á ný og segir þeim sannleikann: hann er hinn útvaldi …
12/13/201957 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Vitundarvarpið – Handan fíknar

Sigrún Halla og Estrid komu i Vitundarvarpið til að ræða námskeið sem haldið verður á næsta ári: Handan fíknar eða Beyond Addiction sem er byggt upp m.a. af Gabor Maté. Námskeiðið er byggt á ýmsum þáttum meðal annars jógískri Kundalini nálgun. Á námskeiðinu ferðu dýpra, undir yfirborði og lærir að vera nærri þér.
12/13/20191 hour, 21 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Molar - 2020 verði ár tollastríðsins

Molum er fjallað um spár fyrir árið 2020, og hvað geti verið stærstu málin á hinu pólitíska sviði á því ári. Þá er fjallað um stöðu mála í Evróp, Afríku og eins og venjulega, er einnig fjallað um tollastríð Bandaríkjanna og Kína.
12/11/201913 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Kvikan – Samþjöppun í sjávarútvegi, næsti útvarpsstjóri RÚV og hnignun fjórflokksins

Í þætti dagsins er farið yfir hnignun fjórflokksins, samþjöppun í sjávarútvegi og vangaveltur um útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins. Fylgi fjórflokksins svokallaðs hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Í síðustu þremur kosningum hefur fylgið minnkað umtalsvert og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Hvaðan kemur þetta hugtak fjórflokkurinn? Í síðustu viku lögðu þingmenn úr þremur stjórnarandstöðuflokkum fram nýtt frumvarp um nýtingarrétt á fiskauðlindinni. Verði nýtt frumvarp að lögum þurfa meðal annars útgerðir sem halda á meira en eitt prósent kvóta að skrá sig á markað og skilyrði um hvað teljist tengdir aðilar þrengd mjög. Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra. Umsóknarfresturinn um stöðuna rann út í gær eftir að hafa verið framlengdur einu sinni. Nú þegar hafa nokkrir þjóðþekktir einstaklingar greint frá umsókn sinni um stöðuna en RÚV ætlar ekki að birta nöfn umsækjenda. Birna Stefánsdóttir stjórnar þættinum og með henni að venju eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Bára Huld Beck, blaðamaður.
12/10/201939 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Þjóðlegir þræðir – Giljagaur

Það er loksins komið að því að við stöndum við stóru orðin og heimsækjum hæfileikakonuna Josefinu Morell að Giljum í Hálsasveit í Borgarfirði. Hún vill læra allt sem viðkemur handverki og gengur bara vel að klára þann lista. Ef hún er í vafa, þá er alltaf hægt að gúggla og byrja svo bara.
12/10/201949 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Klikkið - Óhefðbundnar upplifanir

Í þessum þætti segja Fanney Björk Ingólfsdóttir og Svava Arnardóttir frá nýlegri ferð til Kanada, þar sem þær fóru á heimsþing Hearing Voices hreyfingarinnar. Fanney og Svava sitja í stjórn Hearing Voices Iceland og leiða raddhópa í Hugarafli. Hearing Voices er hópur fyrir fólk sem heyrir raddir, sér sýnir eða lifir með öðrum óhefðbundnum upplifunum, ásamt áhugahópi þess efnis.
12/7/201949 minutes, 1 second
Episode Artwork

Tæknivarpið – Google Stadia mun floppa og allt um bestu tölvuleiki ársins

Leikjavarpið yfirtekur Tæknivarpið og fjallar þáttur 213 einungis um tölvuleiki. Hverjir voru bestu leikir ársins? Á Google Stadia sér einhverja framtíð? Mun Half Life bjarga VR? Daníel Rósinkrans er gestur þáttarins og stjórnendur eru Atli Stefán, Bjarni Ben og Gunnlaugur Reynir.
12/4/20191 hour, 18 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Kvikan – Staða Samherjamálsins, banki á breytingaskeiði og umdeilt fjölmiðlafrumvarp

Í þætti vikunnar er fjallað um banka á breytingaskeiði, stöðu Samherjamálsins hér á landi, sem og í Namibíu, og hið marg­fræga fjöl­miðla­frum­varp. Arion banki stendur um þessar mundir í umfangsmikilli endurskipulagningu á rekstri sínum og er bankinn að draga verulega úr umsvifum sínum. Í því felst að takmarka verulega útlán sín, fækka starfsfólki hratt og borga út eins mikið af eigin fé sínu til eigenda og hann kemst upp með, á sem skemmstum tíma. Greint var frá því í gær að fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namibíu, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu, og þrír aðrir hefðu verið ákærðir fyrir að hafa þegið 103,6 millj­ónir namibískra doll­ara, jafn­virði 860 millj­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­sóttan kvóta í Namibíu. Sexmenningarnir drógu jafnframt beiðni sína um lausn úr haldi gegn trygg­ingu til baka í gær og verða þeir því áfram í gæslu­varð­haldi til 20. febr­­úar næst­kom­andi. En hvar standa málin hér á landi? Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gær að afgreiða út úr þingflokknum frumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Samþykktin var þó með ýmsum fyrirvörum meðal annars þess að tekið yrði á umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði. Nú er frumvarpið því loks að komast í þinglega meðferð en Lilja hefur lagt mikla áherslu á gildistaka frumvarpsins sé frá 1. janúar 2020. Birna Stefánsdóttir stýrir þættinum að venju og með henni eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Bára Huld Beck, blaðamaður.
12/3/201942 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Molar – Spilling, sænskir milljarðamæringar og sólarorka

Í Molum vikunnar er horft í norður, suður, austur og vestur. Sænskir milljarðarmæringar - og vinsældir þeirra í heimalandinu - koma við sögu, ásamt vígbúnaðarkapphlaupi á norðurslóðum og spillingu í Mexíkó og Nígeríu.
12/2/201914 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Samtal við Samfélagið – Hvernig upplifum við ójöfnuð?

Í þessu síðasta hlaðvarpi fyrir jólafrí erum við enn í Þýskalandi en dvöl Sigrúnar þar lauk í Norður-Þýskalandi. Þar hitti hún Patrick Sachweh, prófessor í félagsfræði við Háskólann í Bremen. Hans helsta viðfangsefni í rannsóknum er ójöfnuður. Hann hefur bæði skoðað ójöfnuð innan Þýsklands og á milli landa með megindlegum aðferðum og notað rýnihópa til að skilja upplifanir almennings á ójöfnuði. Hann beinir sjónum að mismunandi hópum í samfélaginu, t.d. þeim efnameiri, millistéttarfólki eða öryrkjum til að skilja hvernig ólíkir hópar upplifa, réttlæta og skilja ójöfnuð. Þessar rannsóknir voru hluti af verkefni hans “Skilningur almennings á ójöfnuði og réttlæti í Þýskalandi” sem var styrkt af þýska rannsóknarsjóðnum (DFG). Þau Sigrún ræða um ójöfnuð innan og á milli samfélaga, bæði hvað við vitum um hann en einnig hvað er hægt að gera til að draga úr ójöfnuði og af hverju það er mikilvægt. How do we experience inequality? We are still in Germany in this last podcast before Christmas break, but Sigrun´s ended her stay in Northern Germany, where she met Patrick Sachweh, Professor of Sociology at the University of Bremen. His research focuses on inequality. He has looked at inequality in Germany and across countries using quantiative methods, but he has also used focus groups to understand public perceptions of inequality. Here, he has interviewed different groups in society, e.g., those who are wealthier, middle-class or disabled, in an attempt to understand how different groups perceive, experience and justify inequality. This agenda is a part of his project “Popular Perceptions of Inequality and Justice in Germany,” funded by the German Research Fund (DFG). He and Sigrun discuss inequality within and across societies, both in terms of what we know about inquality but also possible interventions to decrease it and why that is important.
12/2/201954 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Tæknivarpið - 16 tommu MacBook Pro, endurkoma Razr símans og svartur föstudagur

Í þætti vikunnar er rætt um nýja kynslóð af MacBook Pro tölvu frá Apple sem kom nýverið á markað, bestu netkaupin á svörtum föstudegi, endurkomu Razr símans frá Motorola og Tesla Cybertruck. Umsjónarmenn þáttarins eru Andri Valur Ívarsson, Gunnlaugur Reynir Sverrisson og Sverrir Björgvinsson
11/29/20191 hour, 8 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Punktur Punktur – Nr. 7 - Myrra Rós Þrastardóttir

Myrra Rós Þrastardóttir er gjörsamlega uppfull af sköpunarkrafti sem hún hefur virkjað og þannig skapað sér atvinnu sem vængjasmiður og tónlistarkona svo eitthvað sé nefnt. Ég hitti hana í nýopnaðri vinnustofu á Stokkseyri, Brimrót, og hún sagði mér frá öllu því sem hún er að bardúsa.
11/28/201952 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Vitundarvarpið – Hef metnað og umfram allt gaman af því sem ég er að gera

Pálmar Ragnarsson þjálfari og einn fremsti fyrirlesari landsins í jákvæðum samskiptum segir frá því hvað hafi skilað honum á þann stað sem hann er í dag. Fyrst og fremst metnaður og ástríða fyrir því sem hann gerir. Þá styttist í bók frá Pálmari um samskipti.
11/27/20191 hour, 26 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Molar – Dauðir útibússtjórar, andavaraleysi og múslimaofsóknir

Í Molum þessa vikuna er fjallað um afhjúpandi og vandaða umfjöllun Kjarnans um peningaþvætti, og hvernig hin umfangsmiklu peningaþvættismál á Norðurlöndunum hafa birst almenningi þar. Getur verið að ekki sé allt með felldu í íslensku fjármálakerfi þegar kemur að peningaþvætti? Síðan er fjallað um skelfilegar ofsóknir gegn múslimum í Indlandi og Kína, en alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna fjölluðu um þau mál, í samstarfi við ritstjórnir víða, í vikunni.
11/26/201914 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Þjóðlegir þræðir – Horn og bein

Anna og Sigrún eru hreinar og beinar en um leið harðar í horn að taka þegar þær fara yfir notagildi horna og beina í handverki. Þau voru ekki aðeins notuð í nytjahluti heldur leikföng og skraut. Eru horn og bein eitthvað nýtt í nútímanum? Kemur í ljós.
11/26/201953 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Kvikan – Eftirköst Samherjamálsins, veruleiki Pólverja á Íslandi og vinsældir Miðflokksins

Í þætti vikunnar fer ritstjórn Kjarnans yfir eftirmála Samherjamálsins, mótmæli og viðbrögð. Hún veltir jafnframt fyrir sér pólskum veruleika á Íslandi og stökki Miðflokksins í skoðanakönnun.
11/26/201938 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Samtal við samfélagið – Áhrif fangelsisvistar á heilsu

Gestur Sigrúnar þessa vikuna er Valerio Bacak en hann er lektor í afbrotafræði við Rutgers háskólann í Bandaríkjunum. Sigrún hitti á Valerio í Hamburg en hann dvelur þessa önnina við rannsóknir í Berlín. Rannsóknir hans eru á sviðum afbrotafræði og heilsufélagsfræði og hefur hann sérstaklega skoðað áhrif fangelsisvistar á heilsu, sem og hvort að það að vera stoppaður af lögreglunni hafi áhrif á heilsu Evrópubúa. Hann segir Sigrúnu frá rannsóknum sínum og ræðir um að alast upp í Króatíu á tíunda áratug síðustu aldar og að halda þaðan í framhaldsnám fyrst í Bretlandi og svo í Bandaríkjunum. The relationship between imprisonment and health This week’s podcast features Valerio Bacak, assistant professor of criminal justice at Rutgers University in the U.S. Sigrun met up with Valerio in Hamburg where he is currently staying on a sabbatical. His research are at the intersection of criminology and medical sociology. He has particularly looked at the impact of imprisonment on health, as well as whether police contact impacts the health of Europeans. He discusses his research with Sigrun as well as growing up in Croatia in the 90s and leaving there to pursue graduate studies in the U.K. and the U.S.
11/25/201950 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu

Í þessum þætti ræða Eva og Eva við Kamillu Ingibergsdóttir jógakennara og kakóshaman sem breytti lífinu sínu eftir að hún kynntist kakóinu frá Guatemala sem hjálpaði henni að tengjast hjartanu. Upp frá því tók hún til í lífi sínu, hefur skipt um starfsframa og leiðir nú kakóathafnir og er yogakennari.
11/20/20191 hour, 29 minutes, 23 seconds