Umræða um bestu plötu hljómsveitar og tónlistarfólks. Nýtt meistaraverk í hverri viku.
#0209 Öldungadeildin: Ríó tríó
Ísland fyrir löngu. Verðbólga. Volgur ilmur af nýsoðinni ýsu. Sandkaka af þurrara taginu. Uppáhellingur úr köflóttum Thermos. Það er verið að lýsa eftir einhverjum í útvarpinu. Fleira er ekki í fréttum. Næsta lag: Ríó tríó.
2/23/2024 • 1 hour, 46 minutes, 18 seconds
#0208 Frímínútur – Vegbúar
Hvernig er lífið í tónleikarútunni? Borgar það sig að túra? Hvernig er maturinn? Og eru hljómsveitir alveg hættar að múna út um gluggann?
2/16/2024 • 1 hour, 22 minutes, 39 seconds
#0207 The Byrds – Mr. Tambourine Man
Bandaríska hljómsveitin The Byrds er með allra mikilvægustu hljómsveitum sjöunda áratugarins og liggja áhrif hennar víða í dag. Doktorinn stillir frumburði hennar, Mr. Tambourine Man, fram sem bestu hljóðversskífu hennar á meðan aðrir BP-liðar voru á annars konar „svifi“.
2/9/2024 • 1 hour, 24 minutes, 14 seconds
#0206 Mercyful Fate – Melissa
Danir eru þekktir fyrir ýmislegt, en þungarokk er ekki endilega eitt af því. Þeir hafa þó átt örfáa afbragðsgóða spretti — og Melissa með Mercyful Fate er einn sá allra besti.
2/2/2024 • 1 hour, 33 minutes, 11 seconds
#0205 Frímínútur – Spurt og svarað #2
BP-teymið svarar innsendum spurningum frá hlustendum í annað sinn og hefur gaman af!
1/26/2024 • 1 hour, 26 minutes, 3 seconds
#0204 Stevie Wonder – Songs in the Key of Life
Átjánda hljóðversplata Stevie Wonder er í lengra lagi – alls 104 mínútur og 29 sekúndur að lengd. En hún er alls engin hundasamkoma. Þvert á móti, þá er hún besta plata Stevies.
1/19/2024 • 2 hours, 8 minutes, 32 seconds
#0203 Grace Jones – Nightclubbing
Hvar skal byrja þegar söng- og listakonan og allra handa táknmyndin Grace Jones á í hlut? Tja, kannski bara með því að renna henni í gegnum þrílaga síuna sem samanstendur af BP-teyminu okkar allra!
1/12/2024 • 1 hour, 19 minutes, 22 seconds
#0202 At The Drive-In – Relationship Of Command
El Paso sveitin At The Drive-In var með áhugaverðustu síð-harðkjarnaböndum aldamótanna. Svanasöngur hennar, Relationship Of Command, þykir hennar besta og BP-liðar skröfuðu um hana og skeggræddu af þeirri list sem þeim er töm.
12/29/2023 • 1 hour, 28 minutes, 14 seconds
#0201 Dua Lipa – Future Nostalgia
Önnur plata Dua Lipa kemst ansi nálægt því að vera hin fullkomna poppplata. Þegar þetta er skrifað er hún sjötta mest streymda hljómplata í sögu Spotify.
12/22/2023 • 1 hour, 40 minutes, 52 seconds
#0200 BP200: Mannheim Steamroller
Það eru tímamót í sögu Bestu plötunnar. Þáttur 200! Úttekt á bandaríska nýaldar- og nýklassíkurfyrirbærinu Mannheim Steamroller lá því beint við.
12/15/2023 • 1 hour, 13 minutes, 46 seconds
#0199 Frímínútur – Báran stök
„One hit wonders“ hljómar eins og algjört „fokk, hvað eigum við að tala um?“-umræðuefni, en við nálguðumst málið af okkar landsfrægu fagmennsku og natni. Enda er Besta platan „hlaðvarp fagurkerans“.
12/8/2023 • 1 hour, 26 minutes, 19 seconds
#0198 Paradise Lost – One Second
Besta plata ensku þungarokkssveitarinnar Paradise Lost er platan One Second frá árinu 1997. Sitt sýndist sannarlega hverjum hvað þetta val varðaði og ég legg til að fólk spenni beltin áður en ýtt er á „play“.
12/1/2023 • 1 hour, 35 minutes, 31 seconds
#0197 Limp Bizkit – Significant Other
Grautlina kexið hans Fred Durst er til umfjöllunar í þætti vikunnar. Hlustið ... og brjótið dót.
11/24/2023 • 1 hour, 47 minutes, 19 seconds
#0196 Taylor Swift – Folklore
Vinsældir og áhrif Taylor Swift eru af slíkum toga að erfitt er að ná utan um það í knöppum texta líkt og þessum hér. Við ætlum ekki einu sinni að reyna það.
11/17/2023 • 2 hours, 2 minutes, 26 seconds
#0195 Öldungadeildin: Elvis Presley
Víst varstu Elvis, kóngur klár. Í þessum þætti tökum við konung rokksins fyrir, skoðum arfleifðina, eigindin, útgeislunina og orkuna í kringum þetta magnaðasta fyrirbæri dægurmenningarinnar.
11/10/2023 • 1 hour, 25 minutes, 54 seconds
#0194 Frímínútur – Öldrun rokksins
Það er nánast ómögulegt að gera fólki til geðs þegar þú ert öldruð rokkstjarna. En hvenær er kominn tími til að hætta?
11/3/2023 • 58 minutes, 46 seconds
#0193 Fleetwood Mac – Rumours
Þessi plata Fleetwood Mac, sem doktorinn stillir fram sem hápunkti hennar (engin óvænt útspil hér), er um leið eitt nafntogaðasta verk poppsögunnar. Drama, dóp, skilnaðir og sértrúarsöfnuðir koma við sögu í æsispennandi þætti. Og smá tónlist meira að segja.
10/27/2023 • 1 hour, 38 minutes, 27 seconds
#0192 Bjartmar Guðlaugsson – Í fylgd með fullorðnum
Bjartmar Guðlaugsson er fyndinn, sjarmerandi og alveg hryllilega töff. Ferillinn er langur og afurðirnar margar, sem væri svo sem ekkert merkilegt ef þetta væri ekki allt meira og minna gott. En „Í fylgd með fullorðnum“ er best.
10/20/2023 • 1 hour, 40 minutes, 44 seconds
#0191 Frímínútur – Hljómfagrir heillagripir
Tónlistarfólkið sem við eigum í ástarsambandi við á svo einatt í ástarsambandi við hljóðfærin sem nýtt eru til að galdra fram ódauðlegar lagasmíðar. Hvaða slaggígjur, trumbur og bassa tekur þetta ágæta fólk með sér upp í rúm? Það kemur allt í ljós í þessum merkisfrímínútum og hver veit? Kannski verður eitt slíkt dregið fram þar og þá?
10/13/2023 • 59 minutes, 31 seconds
#0190 Beck – Sea Change
Beck mokaði út hitturum í gegnum næntísið og langt fram á annan áratug þessarar aldar, en það er ástarsorgar–ópusinn Sea Change frá 2002 sem Besta platan stillir fram sem hans bestu.
10/6/2023 • 1 hour, 52 minutes, 48 seconds
#0189 Beastie Boys – Check Your Head
Þegar Beastie Boys risu upp úr öskustónni og teygðu sig í hljóðfærin á nýjan leik fæddist meistaraverkið þeirra. Check Your Head er besta plata þessa New York þríeykis en er BP þríeykið sammála um það?
9/29/2023 • 1 hour, 35 minutes, 55 seconds
#0188 Cannibal Corpse – A Skeletal Domain
Cannibal Corpse er umdeild sveit. Platan A Skeletal Domain frá 2014 er sú besta að mati Hauks, en það er ekki sjálfgefið að Doktorinn sé sammála.
9/22/2023 • 2 hours, 16 minutes, 58 seconds
#0187 Frímínútur – Lógó og lukkudýr
Nú verður litið til þáttar sem er órofa partur af dægurtónlistarmenningu samtímans. Nöfn margra hljómsveita búa yfir stöðluðum leturgerðum og útliti, svokölluðu lógói (AC/DC, Rolling Stones) og sumar hverjar eiga sér meira að segja lukkudýr, Iron Maiden og ófrýnilega forynjan Eddie t.d. Allt þetta verður tekið til kostanna í sennilega myndrænasta þætti BP frá upphafi!
9/15/2023 • 1 hour, 34 minutes, 38 seconds
#0186 Babes in Toyland – Fontanelle
Babes in Toyland túruðu með öllum stærstu nöfnum alternative-rokksins í næntísinu og hefðu svo sannarlega getað náð lengra en þær gerðu, en eitthvað klikkaði. Já, saga þessa hávaðasama pönktríós frá Minneapolis er hálfgerð sorgarsaga, en þó með stórum sigrum inni á milli. Ekki síst persónulegum.
9/8/2023 • 1 hour, 19 minutes, 34 seconds
#0185 The Stranglers – Black And White
The Stranglers er ein mikilhæfasta rokksveit sögunnar. Íslandsvinir, grallarar, myrkramenn, mögulega pönkarar? Doktorinn teflir þriðju plötu sveitarinnar fram sem hennar bestu hvar þeir náðu hinum „sæta stað“ en sitt sýnist hverjum náttúrulega.
Diane Warren hefur komið 32 lögum á topp 10 í Bandaríkjunum, þar af 9 lögum í efsta sæti. Hún hefur verið tilnefnd 14 sinnum til Óskarsverðlauna, hlotið heiðursóskar, auk þess að hafa unnið Grammy, Emmy og tvenn Golden Globe-verðlaun. En hver er þessi dularfulla kona?
8/25/2023 • 1 hour, 1 minute, 54 seconds
#0183 Lionel Richie – Can’t Slow Down
Fáir voru jafn öflugir í smellasmíðinni á níunda áratugnum og okkar allra besti maður, Lionel gamli Richie. Önnur sólóplata hans, Can’t Slow Down (1983), er troðfull af slíkum en stendur hún keik sem hans besta? BP-teymið skellti á sig mottum og rýndi í þetta álitamál.
8/18/2023 • 1 hour, 25 minutes, 35 seconds
#0182 Ozzy Osbourne – The Ultimate Sin
Sabbath voru afgreiddir í þætti #33 á „öld Bibbans“, en nú er komið að framhaldssögunni: sólóferli Ozzy Osbourne.
8/11/2023 • 1 hour, 45 minutes, 49 seconds
#0181 Frímínútur – Gervigreind í tónlist
Gervigreind. Mun hún hjálpa okkur að búa til betri músík? Eða tortíma tónlist eins og við þekkjum hana?
8/4/2023 • 1 hour, 8 minutes, 50 seconds
#0180 Frímínútur – Tónlistarhátíðir
Tónlistarhátíðir eru í fullum gangi um sumarmál og síðustu helgi lauk einni frægustu þeirra, Glastonbury. Tímasetningin til að fara yfir þennan geira popp- og rokkmenningarinnar er því fullkomin!
6/30/2023 • 1 hour, 13 minutes, 8 seconds
#0179 My Bloody Valentine – Isn’t Anything
Hin írsk-enska sveit My Bloody Valentine er óhikað með áhrifamestu neðanjarðarsveitum allra tíma. Doktorinn sveiflar dúskinum af krafti og teflir hiklaust fram breiðskífu sveitarinnar frá 1988, Isn’t Anything, sem hennar bestu en bæði makker og upptökustjóri hafa margt til mála að leggja í þessu snúna máli.
6/23/2023 • 1 hour, 33 minutes, 20 seconds
#0178 Huey Lewis and the News – Sports
Íslenska sumarveðrið í ár hefur valdið vonbrigðum til þessa, en hér er meðalið. Með Huey Lewis í eyrunum eru nefnilega allir dagar sólardagar.
6/16/2023 • 1 hour, 33 minutes, 49 seconds
#0177 Frímínútur - Álitamál: Tónlistargagnrýni fyrr og nú
Í þetta sinnið var hinn opni vettvangur frímínútnanna nýttur undir pælingar um tónlistargagnrýni. Hvað er hún, hvernig er hún og hvaða tilgangi þjónar hún? Ágætlega var mannað í setti þar sem fóru tveir tónlistarmenn og einn tónlistargagnrýnandi, gersamlega hokinn af reynslu.
6/9/2023 • 1 hour, 12 minutes, 34 seconds
#0176 Manowar – Kings of Metal
Falsmálmurinn er fjarri góðu gamni í þætti vikunnar, þar sem fjallað er um bandarísku stórsveitina Manowar. Athugið að þátturinn spilast eingöngu á 10.
6/2/2023 • 1 hour, 45 minutes, 39 seconds
#0175 Sinéad O’Connor - The Lion and the Cobra
Frumburður Sinéad O’Connor frá árinu 1987 vakti gríðarlega athygli á þessari írsku söngkonu og er sú plata hennar sem doktorinn stillir fram sem hennar bestu. Að öðru leyti fór teymið á djúpið í vangaveltum um mikilvægi þessarar mjög svo áhrifaríku tónlistarkonu.
5/26/2023 • 1 hour, 24 minutes, 45 seconds
#0174 Elton John – Goodbye Yellow Brick Road
„Kubbinn“ þarf vart að kynna. Ekki bestu plötuna hans heldur. Hlustið bara og njótið.
5/19/2023 • 1 hour, 17 minutes, 49 seconds
#0173 The Replacements – Let it Be
Mikil költaðdáun fylgir bandarísku neðanjarðarrokksveitinni The Replacements sem tók drjúgan þátt í að kollvarpa tónlistarlandslagi níunda áratugarins. Haukur Viðar teflir fram þessari plötu hennar frá 1984 sem hápunkti meðfram því sem hann og félagar hans grennslast ærlega fyrir um áhrif þessarar merkissveitar.
5/12/2023 • 1 hour, 22 minutes, 46 seconds
#0172 Frímínútur – Hin efri ár Metallica
Það er löngu búið að taka fyrir bestu plötu Metallica, en við vildum skoða aðeins „seinni hálfleikinn“ í tilefni af útgáfu nýju plötunnar.
5/5/2023 • 1 hour, 21 minutes, 5 seconds
#0171 Frímínútur – Besta yfirskeggið
Tónlist er nótur og hljómar en líka framsetning, stíll, sjarmi og holning. Í þessum frímínútum förum við ofan í rótina á bestu yfirskeggjum poppsögunnar. Já, þú last rétt!
4/28/2023 • 1 hour, 1 minute, 41 seconds
#0170 Fear Factory – Demanufacture
Kaliforníusveitin Fear Factory kom eins og stafrænn stormsveipur inn í miðjan 10. áratuginn með sérstakri blöndu sinni af melódísku þungarokki og dynjandi teknói. Platan Demanufacture frá árinu 1995 er til umfjöllunar hér, enda besta plata Fear Factory.
4/21/2023 • 1 hour, 40 minutes, 55 seconds
#0169 Suede - Suede
Breska sveitin Suede tekin til kostana og hún skoðuð í krók og kima. Stóra samhengið, lagasmíðahápunktar, drama og allur pakkinn!!
4/14/2023 • 1 hour, 26 minutes, 51 seconds
#0168 Frímínútur – Íslensk sönglög 1940–1960
Sveitarómatíkin svífur yfir vötnum í þætti vikunnar, þar sem tímabilið frá sirka stríðslokum og fram að bítlinu er tekið fyrir. Upp með söngbækurnar!
4/7/2023 • 1 hour, 28 minutes, 42 seconds
#0167 aha - Scoundrel Days
Norska eitíssveitin a-ha fór með himinskautum árin 1985 - 1988 og dældi út smellum linnulaust. En var eitthvað meira í gangi en “Take on Me” sem Haukur segir að kjarni níunda áratuginn í tónlist fullkomlega? Eru þetta einsmellungar eða þrettán-smellungar? BP-teymið lagðist í rannsóknir…
3/31/2023 • 1 hour, 8 minutes, 12 seconds
#0166 Öldungadeildin: Billie Holiday
Djassgoðsögnin Billie Holiday lifði í 44 frekar nöturleg ár, en á þeim stutta tíma afrekaði hún meira en flestir. Hún gaf að vísu ekki út LP-plötur fyrr en undir lok ferilsins, en það er um nóg annað að tala.
3/24/2023 • 1 hour, 4 minutes, 21 seconds
#0165 Frímínútur – Spurt og svarað
Við kölluðum eftir spurningum úr sal og fengum þær. Hér eru svörin!
3/3/2023 • 1 hour, 35 minutes, 32 seconds
#0164 Celtic Frost – To Mega Therion
Tvær áhrifaríkustu þungarokkssveitir allra tíma eru Black Sabbath og Celtic Frost. Besta platan hefur þegar farið í saumana á Black Sabbath en nú er það svissneska sveitin Celtic Frost sem feðraði nærfellt allt öfgarokk samtímans. Doktorinn teflir fram To Mega Therion (1985) sem hátindi sveitarinnar en auk þess velta þeir félagar fyrir sér mótunarárum hinna ýmsu öfgarokksstefna (e. extreme metal) á árabilinu 1984 - 1987.
2/24/2023 • 1 hour, 11 minutes, 40 seconds
#0163 Tom Waits – Swordfishtrombones
Tom Waits er skrítin skrúfa, sem er í guðatölu hjá enn skrítnari skrúfum. Platan Swordfishtrombones frá 1983 varð ofan á hjá Hauki, en það var hnífjafnt í efstu sætum framan af. Afsakið biðina.
2/17/2023 • 1 hour, 37 minutes, 25 seconds
#0162 Frímínútur – Út vil ek
Í þessum frímínútum - sem voru teknar upp í miklum kvöldúlfsham - hallar þríeykið sér aftur, gæðir sér á Conga-bitum og sýpur á kamillutei. Eftir þétta upptökulotu var ákveðið að pæla aðeins í hinni íslensku tónlistarútrás sem á sér langa og áhugaverða sögu. Frá Thor’s Hammer til Árnýjar Margrétar, allar þessar þreifingar eru varðaðar sigrum jafnt sem sorgum í mismunandi mæli. Hvað þarftu að hafa klárt? Hvernig ætlarðu að plana þig? Eða var bara vaðið af stað?
2/10/2023 • 1 hour, 35 seconds
#0161 The Decemberists – The Crane Wife
Indie-uppskafningarnir í The Decemberists voru iðnir við kolann á fyrsta áratug þessarar aldar, stefndu í að verða risaband, en náðu því aldrei almennilega. Það vill svo til að Haukur tilheyrir sértrúarsöfnuðinum í kringum sveitina og tilnefnir hann fjórðu plötuna, The Crane Wife frá 2006, sem þeirra bestu.
2/3/2023 • 1 hour, 43 minutes, 51 seconds
#0160 Jet Black Joe – Jet Black Joe
Rokksveitin Jet Black Joe spratt fullsköpuð úr höfði Seifs sumarið 1992 og fyllti ljósvakabylgjurnar með glæsismíðinni „Rain“. Frumburður hennar kom út þá um haustið og teflir doktorinn henni fram sem bestu plötu sveitarinnar.
1/27/2023 • 1 hour, 39 minutes, 39 seconds
#0159 Frímínútur – Út á gólfið
Vínarborg í upphafi 19. aldar. Ljósakrónur, pípuhattar, púðruð andlit ... og mjög mikið af kynsjúkdómum.
1/20/2023 • 1 hour, 6 minutes, 5 seconds
#0158 Death – Spiritual Healing
Dauðarokkssveitin Death frá Florida, leidd af höfuðsnillingnum Chuck Schuldiner, er ein allra áhrifamesta sveit af þeim toganum. Schuldiner var sannur brautryðjandi þessa tónlistarforms sem reist hæst á árabilinu 1988 - 1993. Doktorinn telur þriðju breiðskífu hennar, Spiritual Healing (1990), vera hennar bestu og var sæmilega tekist á um þetta athyglisverða val.
1/13/2023 • 1 hour, 16 minutes, 20 seconds
#0157 Dolly Parton – Jolene
Dolly Parton hefur gefið út 65 stúdíóplötur, þar af 48 sólóplötur. Það er því óðs manns æði að reyna að finna út úr því hvaða plata er raunverulega best. Við gerðum heiðarlega tilraun til þess, en stærsta áskorunin var að ná utan um heildarmyndina, því Dolly Parton er ekki bara stór biti. Dolly Parton er flugmóðuskip!
1/6/2023 • 1 hour, 41 minutes, 47 seconds
#0156 Frímínútur – Leðri sveipuð ljúflingslög
Rokkballöður. Æðsta listformið? Eða kannski bara fíflagangur? Besta platan skoðaði fyrirbærið ofan í kjöl — og bjó til lista!
11/11/2022 • 1 hour, 1 minute, 47 seconds
#0155 Genesis – Trick Of The Tail
Genesis er óneitanlega eitt af stærstu nöfnunum í popp/rokkheimum og ferill hennar æði fjölvíður. Doktorinn tefldi fram fyrstu plötunni sem út kom eftir að Peter Gabriel hafði sagt skilið við bandið sem hápunkti en þar heldur Phil nokkur Collins í fyrsta sinn um hljóðnemann. Umdeilt val, sannarlega.
11/4/2022 • 1 hour, 38 minutes, 51 seconds
#0154 Karate – Some Boots
Karate er mögulega „gleymd“ hljómsveit. Hún starfaði vel úti á jaðrinum alla sína tíð, þar til hún var lögð niður árið 2005. En hún er komin aftur á stjá og því er vel við hæfi að skoða þetta aðeins.
10/28/2022 • 1 hour, 15 minutes, 5 seconds
#0153 Frímínútur – Bítlabörnin
Þið kannist mögulega við Bítlana, en hversu vel þekkið þið börnin þeirra? Besta platan fór aðeins yfir þennan fríða barnaskara og afrek hans á tónlistarsviðinu.
10/21/2022 • 59 minutes, 46 seconds
#0152 XXX Rottweilerhundar – XXX Rottweilerhundar
S02E52
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
10/14/2022 • 1 hour, 16 minutes, 33 seconds
#0151 The Jam – Setting Sons
S02E51
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
10/7/2022 • 1 hour, 35 minutes, 54 seconds
#0150 Frímínútur – Söngvaraskipti sem redduðust (og gott betur)
S02E50
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
9/30/2022 • 58 minutes, 52 seconds
#0149 Bob Marley – Exodus
S02E49
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
9/23/2022 • 1 hour, 21 minutes, 32 seconds
#0148 Thin Lizzy – Bad Reputation
S02E48
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
9/16/2022 • 1 hour, 43 minutes, 36 seconds
#0147 Carcass – Symphonies Of Sickness
S02E47
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
9/9/2022 • 57 minutes, 28 seconds
#0146 The Strokes – Is This It
S02E46
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
9/2/2022 • 1 hour, 20 minutes, 39 seconds
#0145 Kate Bush – Hounds of Love
S02E45
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
8/26/2022 • 1 hour, 25 minutes, 14 seconds
#0144 ”Weird Al” Yankovic – Bad Hair Day
S02E44
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
7/1/2022 • 1 hour, 33 minutes, 56 seconds
#0143 Depeche Mode – Black Celebration
S02E43
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
6/24/2022 • 1 hour, 34 minutes, 41 seconds
#0142 Hljómar – Hljómar
S02E42
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
6/17/2022 • 1 hour, 32 minutes, 3 seconds
#0141 Steely Dan – Aja
S02E41
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
6/10/2022 • 1 hour, 30 minutes, 22 seconds
#0140 Daft Punk – Random Access Memories
S02E40
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
6/3/2022 • 1 hour, 29 minutes, 19 seconds
#0139 Scott Walker – The Drift
S02E39
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
5/27/2022 • 1 hour, 28 minutes, 16 seconds
#0138 Rush – Moving Pictures
S02E38
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
5/20/2022 • 1 hour, 42 minutes, 57 seconds
#0137 Korn – Follow The Leader
S02E37
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
5/13/2022 • 1 hour, 23 minutes, 27 seconds
#0136 Billie Eilish – When We All Fall Asleep, Where Do We Go?
S02E36
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
5/6/2022 • 1 hour, 19 minutes, 40 seconds
#0135 Big Country - The Crossing
S02E35
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
4/29/2022 • 1 hour, 28 minutes, 6 seconds
#0134 The Rolling Stones – Sticky Fingers
S02E34
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
4/22/2022 • 1 hour, 57 minutes, 35 seconds
#0133 Dr. Gunni – ... og hans ýmsu sveitir og verkefni
S02E33
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
4/15/2022 • 1 hour, 37 minutes, 54 seconds
#0132 Pantera – Far Beyond Driven
S02E32
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
4/1/2022 • 2 hours, 57 seconds
#0131 Alanis Morissette – Jagged Little Pill
S02E31
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
3/25/2022 • 1 hour, 19 minutes, 46 seconds
#0130 The Notorious B.I.G. – Ready to Die
S02E30
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
3/18/2022 • 1 hour, 25 minutes, 47 seconds
#0129 Duran Duran – Rio
S02E29
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
3/11/2022 • 1 hour, 34 minutes, 52 seconds
#0128 Cat Stevens – Teaser and the Firecat
S02E28
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
3/4/2022 • 1 hour, 24 minutes, 48 seconds
#0127 Belle and Sebastian – The Boy with the Arab Strap
S02E27
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
2/25/2022 • 1 hour, 14 minutes, 40 seconds
#0126 Ghost – Meliora
S02E26
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
2/18/2022 • 1 hour, 24 minutes, 36 seconds
#0125 Joni Mitchell - Blue
S02E25
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
2/11/2022 • 1 hour, 17 minutes, 32 seconds
#0124 Echo & the Bunnymen – Ocean Rain
S02E24
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
1/28/2022 • 1 hour, 9 minutes, 36 seconds
#0123 Sonic Youth – Daydream Nation
S02E23
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
1/21/2022 • 1 hour, 32 minutes, 9 seconds
#0122 Sálin hans Jóns míns – Hvar er draumurinn?
S02E22
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
1/14/2022 • 1 hour, 38 minutes, 45 seconds
#0121 Whitney Houston – Whitney
S02E21
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
1/7/2022 • 1 hour, 27 minutes, 42 seconds
#0120 Megadeth – Rust in Peace
S02E20
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
12/31/2021 • 1 hour, 55 minutes, 12 seconds
#0119 Betri jólaplatan: Haukur gegn Arnari
S02E19
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
12/24/2021 • 1 hour, 28 minutes, 41 seconds
#0118 Sex Pistols – Never Mind the Bollocks, Here‘s the Sex Pistols
S02E18
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
12/17/2021 • 1 hour, 23 minutes, 11 seconds
#0117 Radiohead – Kid A
S02E17
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
12/10/2021 • 1 hour, 47 minutes, 1 second
#0116 Lady Gaga – The Fame Monster
S02E16
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
12/3/2021 • 1 hour, 14 minutes, 5 seconds
#0115 Darkthrone – A Blaze in the Northern Sky
S02E15
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
11/26/2021 • 1 hour, 19 minutes, 28 seconds
#0114 Kiss – Kiss
S02E14
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
11/19/2021 • 1 hour, 56 minutes, 29 seconds
#0113 Kolrassa krókríðandi – Drápa
S02E13
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
11/12/2021 • 1 hour, 2 minutes, 4 seconds
#0112 Soundgarden – Superunknown (Live á Húrra)
S02E12
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
11/5/2021 • 2 hours, 17 minutes
#0111 The Traveling Wilburys – The Traveling Wilburys Vol. 1
S02E11
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
10/29/2021 • 58 minutes, 38 seconds
#0110 The Smashing Pumpkins – Mellon Collie and the Infinite Sadness
S02E10
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
10/22/2021 • 1 hour, 22 minutes, 56 seconds
#0109 XTC – English Settlement
S02E09
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
10/15/2021 • 1 hour, 38 minutes, 33 seconds
#0108 Blondie – Parallel Lines
S02E08
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
10/8/2021 • 1 hour, 13 minutes, 4 seconds
#0107 Slipknot – Vol. 3: (The Subliminal Verses)
S02E07
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
10/1/2021 • 1 hour, 46 minutes, 45 seconds
#0106 Hüsker Dü – Warehouse: Songs and Stories
S02E06
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
9/24/2021 • 1 hour, 26 minutes, 56 seconds
#0105 Britney Spears – Femme Fatale
S02E05
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
9/17/2021 • 1 hour, 25 minutes, 46 seconds
#0104 Kraftwerk – Computer World
S02E04
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
9/10/2021 • 1 hour, 24 minutes, 25 seconds
#0103 Led Zeppelin – Houses of the Holy
S02E03
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
9/3/2021 • 1 hour, 36 minutes, 40 seconds
#0102 Lana Del Rey – Ultraviolence
S02E02
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
8/27/2021 • 1 hour, 20 minutes, 18 seconds
#0101 Laddi – Allt í lagi með það
S02E01
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
8/20/2021 • 1 hour, 47 minutes, 53 seconds
#0089 Bruce Springsteen – Born to Run
S01E89
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar/0089
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.
5/28/2021 • 1 hour, 46 minutes, 45 seconds
#0076 Julia Holter – Have You in My Wilderness
S01E76
– Helstu upplýsingar: www.bestaplatan.com/pistlar/0076
– Heimsækið www.bestaplatan.com fyrir allt eldra efni.