Winamp Logo
Vaxtaverkir Cover
Vaxtaverkir Profile

Vaxtaverkir

Icelandic, Finance, 1 season, 13 episodes, 8 hours, 48 minutes
About
Hlaðvarpið Vaxtaverkir er fyrir þá sem vilja læra um fjármálaheiminn á mannamáli. Þættirnir eru gerðir fyrir ungt fólk á öllum aldri. Ef þú kæri hlustandi svitnar við það að ræða peningamál eða verkjar við það að heyra um vexti þá ertu að réttum stað. Þáttastjórnendur eru Brynja Bjarnadóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir. Þættirnir koma út annan hvern föstudag.
Episode Artwork

Ársuppgjör Vaxtaverkja

Í þessum síðasta þætti ársins (og síðasta þætti í bili) gera Vaxtaverkir þættina upp og taka létta samantekt á því sem teymið lærði á árinu. Í lok þáttar er síðan farið yfir fjárhagsleg markmið fyrir árið 2022, því jú það er alltaf betra að segja markmiðin upphátt. Takk fyrir okkur elsku hlustendur, njótið vel og gleðilegt nýtt ár! Þangað til næst..
12/31/202141 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Góð ráð fyrir jólaveskið

Í þessum þætti tökum við saman sjö misgóð ráð sem er gott að hafa með sér í jólagjafainnkaupunum og ættu að hafa góð áhrif á veskið.
12/17/202131 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Markaðssetning, fyrirtækjarekstur og áhrifavaldalífið

Hér fáið þið svokallaðan gelluþátt - við fengum athafnakonuna Birgittu Líf Björnsdóttur til okkar (kemur í ljós ef þið hlustið á þáttinn hvers vegna hún fær þann titil af mörgum). Við förum yfir mörg mikilvægt atriði: Hvernig ætli það sé að vera Kris Jenner Íslands? Hver eru lykilatriðin í góðri markaðssetningu? Hver er munurinn á rekstri á skemmtistað og líkamsræktarstöð? Getur maður lifað á því að vera áhrifavaldur á Íslandi? Geta töskur mögulega verið góð fjárfesting? og fullt fleira.  Þetta eru allt mikilvægar spurningar fyrir gellur og ekki gellur. Njótið.
11/19/202132 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Launa- og atvinnuviðtöl

Gestur þáttarins er Stefanía Ásmundsdóttir er með mjög þægilega útvarpsrödd. Hún vinnur hjá ráðninga- og ráðgjafafyrirtækinu Hagvangi og er augljóslega fædd í starfið. Við förum fyrst yfir atvinnuviðtöl og færum okkur svo yfir í launaviðtöl. Ef þú ert á leiðinni í eitt slíkt á næstunni (eða bara ekki) þá er þetta þátturinn fyrir þig. Komdu þér vel fyrir og njóttu.
11/5/202145 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Evergrande og nokkur góð fjármálaráð

Jæja nú er sumarfríi númer fimm lokið og Vaxtaverkir eru mættir, aldrei verið ferskari. Í þessum þætti duttum við aðeins í fréttaskýringagírinn. Hvað er Evergrande? Við stiklum á stóru og gerum okkar besta í að útskýra hvers vegna þetta stóra fasteignaþróunarfélag er í brennidepli í fjármálaheiminum.Við tökum saman fimm góð ráð til að fylgja sama hvort markaðurinn sé að leita upp eða niður. Njótið.
10/22/202125 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Makinn og fjármál

Hefurðu velt fyrir þér hvernig sé best að ræða fjármál við maka? Hvort sameiginleg fjármál henti eða ekki? Hvernig sé best að setja sér sameiginleg markmið? Eða ef þú átt ekki maka, hvort það séu engar pælingar fyrir þig í þessum þætti? Svarið er jú.Við fengum frábæran gest til okkar, hann heitir Guttormur og er vörustjóri hjá Meniga. Guttormur er með meistaragráðu í að ræða við maka sinn um fjármál - grín. Hann er samt reynslubolti í sameiginlegum fjármálum og stórskemmtilegur. Hér fáið þið enn einn þáttinn sem er stútfullur af fróðleik en á sama tíma mjög skemmtilegur (hlutlaust mat). Njótið!
9/24/202134 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Maikai veldið

Elísabet Metta og Ágúst Freyr eru stofnendur Maikai. Þar selja þau acaí skálar með svokölluðum acaí berjum, svona nánast eins og hollur bragðarefur.  Við fengum þau til okkar í mjög svo einlægt spjall um reksturinn og lífið. Þau eru svo ótrúlega filterslaus og skemmtileg að þetta viðtal gat ekki annað en orðið skemmtilegt. Njótið.Minnum á afsláttarkóðan Vaxtaverkir inná tan.is fyrir alla þá sem vilja næla sér í smá brúnku fyrir helgina.
9/10/202149 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Viðurkennum (sparnaðar)mistök og lærum af þeim

Mistök eru til þess að læra af þeim - þessi þáttur er sérstaklega gerður fyrir 18 ára Brynju og Kristínu ef þær væru að hlusta. Við erum á léttari nótunum í þessum þætti, förum yfir okkar helstu sparnaðarmistök og fengum síðan engan annan en Bassa Maraj sem er low key living fyrir Vaxtaverki til þess að fræða okkur um sín sparnaðarráð. Þessi þáttur er í boði tan.is sem ætla gefa öllum aðdáendum 15% afslátt með kóðanum "vaxtaverkir". Hver er ekki til í smá tan fyrir helgina?
8/27/202128 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Nánast allt um Bitcoin

Við byrjum á öllu þessu allra helsta um rafmyntir og hvernig þær virka en síðan er líka bara forvitnilegt að vita hvaða æsing Elon Musk er alltaf að reyna búa til í kringum Bitcoin, eru Seðlabankar heimsins að fara taka upp rafmyntir eða er Bitcoin bara komið til að vera, er Bitcoin í "crypto"heiminum Simone Biles í fimleikaheiminum? Árið er 2021, hversu líklegt er að jafn orkufrek mynt eins og Bitcoin eigi eftir að lifa af? Þetta og margt fleira í 5. þætti þar sem Kjartan Ragnars hjá Myntkaupum fer með okkur yfir málin.
7/30/20211 hour, 12 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Lán 101

Lánamál eru og verða alltaf flókin.Kristín leggur spurningar fyrir Brynju á borð við:Hvað er verðtryggt og óverðtryggt lán?Af hverju er fólk hrætt við þessi verðtryggðu lán?Hver er munurinn á jöfnum afborgunum og jöfnum greiðslum?Veðhlutfall?Hvernig veit ég hvaða lán hentar mér?Hverju þarf maður að huga að áður en maður fer í greiðslumat?Séreignarsparnaður, hvað er það og hvernig get ég nýtt hann sem best?Inná hvaða lán er best að setja séreignarsparnaðinn sinn?Uppgreiðslugjald? Hvað er það og af hverju þarf maður að pæla í því?Hvað er fasteignamat?Hvernig veit ég hvenær er gott að endurfjármagna?Hlutdeildarlán?
7/2/202147 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Það sem þú vildir vita um fjárfestingar - Baldur Thorlacius

Við fengum alvöru sérfræðing til okkar í þriðja þátt til þess að fræða okkur um fjárfestingar. Hann heitir Baldur Thorlacius og er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq á Íslandi. Við spurðum Baldur spjörunum úr og fengum hann til að svara spurningum á borð við: - Hverju er best að huga að áður en fjárfest er á verðbréfamarkaði? - Hvaða kennitölur er best að horfa á þegar maður er að skoða ársreikninga fyrirtækis? - Hvernig er best að dreifa áhættunni hér á Íslandi á verðbréfamarkaðnum? - Hvernig er best að fjárfesta á erlendum markaði? - Hvernig fjárfesti ég í nýsköpun?
6/18/202133 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Meldingar um stýrivexti og sparnaðarleiðir

Í fyrstu þremur þáttunum einblínum við á fjárfestingamarkaðinn, fólk virðist vera æst í að gera eitthvað annað við peningana sína en að láta þá rýrna inn á bankabók. Í þessum þætti förum við yfir allt sem þú vildir vita um stýrivexti, verðbólgu og rennum svo yfir helstu fjárfestinga- og sparnaðarleiðir. Ef þú ert nýkomin í sumarfrí frá skólanum og þyrstir strax aftur í smá lærdóm þá ertu á réttum stað.
6/3/202159 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Kynning - Mýtur um fjárfestingar

Í þessum fyrsta þætti, sem er meira svona kynningarþáttur, rúllum við yfir helstu mýturnar um fjárfestingar.
6/3/202126 minutes, 17 seconds