Winamp Logo
Spegillinn Cover
Spegillinn Profile

Spegillinn

Icelandic, Political, 1 season, 1626 episodes, 15 hours, 42 minutes
About
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Episode Artwork

Ísrael og Alþjóðadómstóllinn í Haag, næringarástand botnfiska við Ísland, menningarsamningur Akureyrar og ríkis

Alþjóðadómstóllinn í Haag féllst í dag á að rannsaka hvort Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Gaza. Hann krafðist þess ekki að hernaðaraðgerðum yrði hætt, heldur að Ísraelsmenn gripu til allra ráðstafana til að koma í veg fyrir þjóðarmorð og tryggja að mannúðaraðstoð berist íbúunum. Ásgeir Tómasson sagði frá. Hafrannsóknastofnun birti á dögunum skýrslu um niðurstöður viðamikillar langtímarannsóknar á næringu botnfiska við Íslandsstrendur. Í rannsókninni var skoðað í maga nær 600.000 fiska af 36 tegundum á ríflega aldarfjórðungstímabili, frá 1996 - 2023. Ævar Örn Jósepsson sagði frá og ræddi við Jónas Pál Jónasson, sviðsstjóra botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Bæjarstjórinn á Akureyri vill sjá ríkið veita meiri fjármunum til menningarmála í bænum en núverandi samningar segja til um. Sveitarfélagið standi fyrir öflugu menningarstarfi sem nýtist fólki víða um land. Sem dæmi fái Akureyri aðeins um fimm prósent af því menningarfé sem Reykjavík fái frá ríkinu. Ágúst Ólafsson sagði frá og talaði við Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra og Hlyn Hallsson, safnstjóra Listasafnsins á Akureyri
1/26/202420 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Skipulegga hvernig hluti Grindvíkinga getur sótt eigur, ósáttir franskir bændur

Hættan af sprungum í Grindavík er viðvarandi og verður næstu misseri og ár, segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. Hættan í bænum er heilt yfir talin minni, en samt mjög mikil hvað sprungur varðar. Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna vonast til að geta kynnt á morgun skipulag um hvernig Grindvíkingar, sem búa vestan Víkurbrautar, geta komist að vitja eigna sinna. Hann segir að nýjar sprungur hafi komið í ljós í dag austan megin í bænum og að það sé lengra í að íbúar komist þangað. Bændum í Frakklandi fækkar stöðugt. Stéttin eldist og afkoman versnar. Þetta er ástandið sem stéttin býr við í stuttu máli. Bændur segjast vera búnir að fá nóg og krefja stjórnvöld um aðgerðir.
1/25/202420 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Þorskur, tjónaskrá í Úkraínu og sendiráð í Sierra Leone

24. janúar 2024 Íslenski þorskstofninn er nokkuð sterkur og hefur verið um alllanga hríð, öfugt við flesta þorskstofna aðra í Norður-Atlantshafi. Nýleg rannsókn Hafrannsóknastofnunar leiddi í ljós að honum má skipta gróflega í minnst tvær stofneiningar. Í erlendri rannsókn sem birt var í fyrra kemur fram að þorskstofnar í Norður-Atlantshafi séu um 20 talsins og að af þeim séu aðeins tveir í nógu góðu formi til að óhætt sé talið að veiða úr þeim svo nokkru nemi; sá íslenski og svo stofninn í Barentshafi. Ævar Örn Jósepsson ræddi þessar niðurstöður við Jónas Pál Jónasson, sviðsstjóra botnsjávarsviðs á Hafrannsóknastofnun. Búast má við milljónum skráninga í tjónaskrá vegna stríðsins í Úkraínu, segir Róbert Spanó stjórnarformaður skrárinnar. Almennir borgarar eiga sjálfir að geta skráð tjón sitt á netinu. Ragnhildur Thorlacius ræðir við Róbert. Stutt er í fomlega opnun nýjasta sendiráðs Íslands, í Freetown, höfuðborg Afríkuríkisins Síerra Leóne. Ásdís bjarnadóttir, forstöðukona sendiráðsins, segir mörg spennandi verkefni fyrir höndum á komandi misserum. Þorgils Jónsson ræddi við hana. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred
1/24/202419 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Hvert flytja Grindvíkingar? Hver er Nikki Haley og á hún séns? Enn einn ráðherraskandallinn í Noregi

Um eða yfir 1.200 heimili í Grindavík voru rýmd 10. nóvember og fyrir liggur að fólk fær ekki að flytja þangað aftur í bráð. En gangi áætlanir stjórnvalda eftir má gera ráð fyrir að fjöldi Grindvíkinga vilji koma sér fyrir í eigin húsnæði á næstunni, en hvar? Spegillinn ræddi við Grindvíkinginn Sverri Auðunsson. Hann er í bæjarstjórn Grindavíkur og er nýtekinn við formennsku í Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum 5. nóvember og í dag fara fram forkosningar hjá Repúblíkönum í New Hampshire, einu smæsta og fámennasta ríki Bandaríkjanna. Þar býr aðeins tæp 1,5 milljón manna en niðurstaðan í New Hampshire hefur sögulega gefið góða hugmynd um hver hlýtur að lokum útnefningu flokksins. Kjósendur geta valið á milli tveggja frambjóðenda, Trumps og Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóra Suður-Karólínu og sendiherra gagnvart Sameinuðu þjóðunum. En hver er Nikki Haley og á hún einhvern möguleika á að verða forseti? Enn einn ráðherrann í ríkisstjórn Noregs hefur orðið að segja af sér vegna gamalla mistaka. Nýr ráðherra vísindarannsókna og æðri menntunar var kynntur í morgun eftir að fyrri ráðherra játaði á sig ritstuld við lögfræðipróf. Núna eru sex ráðherrar farnir og sjöundi ráðherrann er í nauðvörn að halda sínu embætti.
1/23/202419 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Grindavík, staða og horfur

Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hétu því í dag að eyða þeirri óvissu sem Grindvíkingar hafa búið við síðustu vikur og mánuði og gera þeim kleift að tryggja sér húsnæði til framtíðar – skemmri, millilangrar eða varanlegrar framtíðar, eins og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra orðaði það. Hvernig það verður gert liggur ekki endanlega fyrir, en stefnt er að því að leggja fram lagafrumvarp þar að lútandi í næsta mánuði og brúa bilið þangað til með því að bæta í þau bráðabirgða- eða skammtímaúrræði sem þegar hefur verið gripið til og hækka hvort tveggja húsnæðis- og launastyrki. Langtímaúrræðin eru öllu flóknari við að eiga enda að mörgu að hyggja, eins og Þórdís greinir frá í stuttu máli. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tekur í sama streng, en heyra má brot úr viðtölum Höskuldar Kára Schram, fréttamanns, við ráðherrana í upphafi þáttar. Lungi þáttarins er hins vegar lagður undir ítarlegt viðtal sem Ævar Örn Jósepsson tók við Fannar Jónasson, bæjarstjóra Grindavíkur í beinni útsendingu. Þar fara þeir yfir víðan völl; boðaðar aðgerðir stjórnvalda, vilja íbúa - eða tregðu - til að flytja aftur til Grindavíkur þegar og ef aðstæður leyfa, aðstæður til atvinnurekstrar og rekstrar bæjarfélagsins í því óvissuástandi sem nú ríkir og fleira. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
1/22/202419 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Nauðsyn D-vítamíns í skammdeginu, Sjávarútvegsfrumvarpið og smábátasjómenn, tunglferðir í ár.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir að í nýju sjávarútvegsfrumvarpi matvælaráðherra sé rækilega skautað framhjá flestöllu sem eflt gæti útgerð smábáta. Þvert á móti blasi við að veiðiheimildir verði skertar - þvert á þær væntingar sem smábátaeigendur hafi gert sér. Þá líti út fyrir að þessi flokkur útgerðar þurfi í enn meiri mæli að sækja hluta sinna veiðiheimilda á uppboðsmarkaði og kljást þá við stórútgerðina um kvóta. Ágúst Ólafsson talaði við Örn. D-vítamín er eina bætiefnið sem Landlæknisembættið ráðleggur öllum landsmönnum að taka, óháð kyni, aldri og hverju öðru sem er, segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnisstjóri næringar hjá landlæknisembættinu. Bandaríska geimfarið Perigrine sem til stóð að senda til tunglsins kom inn í gufuhvolf jarðar í gærkvöld og brann upp yfir afskekktu svæði á Suður-Kyrrahafi. Fyrirhugaðar eru allt að átta geimferðir til tunglsins í ár. Japanskt geimfar lenti þar í dag, að því er virðist heilu og höldnu. Ásgeir Tómasson sagði frá.
1/19/202420 minutes
Episode Artwork

Grindavík, fjarskiptaöryggi við umheiminn, Hútar og ökklabönd á ofsækjendur kvenna

Grindavík er hættulegur staður og verður það áfram næstu mánuði og líklega ár. Um þetta eru flestir jarðvísindamenn landsins sammála. Viðvarandi skjálftavirkni og hætta á fyrirvaralitlum eldgosum, gamlar sprungur sem hafa gliðnað og dýpkað og nýjar sprungur sem eru jafnvel ósýnilegar þar til einhverjum verður á að stíga fæti á örþunnt jarðlagið sem hylur þær gera bæinn í raun óbyggilegan eins og er, og illmögulegt er að spá fyrir um það, hvenær þetta breytist til hins betra. Ákall Grindvíkinga eftir aðgerðum stjórnvalda til að tryggja þeim öruggt húsnæði og forða þeim frá gjaldþroti vegna tvöfalds húsnæðiskostnaðar fer hækkandi eftir að þetta lá endanlega fyrir í kjölfar gossins í bænum 14. janúar. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræðir við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. Samningaviðræður Íslendinga um aðkomu að nýju öryggisfjarskiptakerfi Evrópusambandsins hefjast innan skamms. Með þessu stendur til að tryggja aðgengi, til dæmis að samskiptum við útlönd og netþjónustu ef innviðir á borð við sæstrengi rofna eða verða fyrir skemmdum. Gerðist það í dag myndi íslenskt samfélag að mestu detta úr sambandi við umheiminn. Björn Malmquist tók pistilinn saman. Nokkur stór skipafélög eru tímabundið hætt að láta kaupskip sín sigla um hið hernaðarlega mikilvæga Bab el Mandeb sund, inn á Rauðahaf, um Súezskurð og til Evrópu eftir að vígamenn húta í Jemen hófu að ráðast á þau með flugskeytum og drónum. Þeir hafa lýst yfir stuðningi við Hamas samtökin á Gaza í baráttu þeirra við Ísraelsher og heitið því að stöðva öll skip sem þeir telja að sigli með vörur um Rauðahaf til Ísraels. En hverjir eru Hútar? Ásgeir Tómasson segir frá. Í Noregi stendur til að rýmka heimildir lögreglu til að láta þá sem ítrekað rjúfa nálgunarbann bera öklaband og takmarka þannig ferðafrelsi þeirra. Þetta er svokallaður fyrirbyggjandi neyðarhnappur. Krafan um að beita þessu úrræði hefur verið háværi í Noregi eftir tíð morð og ofbeldi í nánum samböndum í upphafi þessa árs. Nýjar heimildir til lögreglu eiga að vera tilbúnar fyrir vorið. Gísli Kristjánsson segir frá.
1/18/202420 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Grindavík - byggilegur bær?, Vindorkugarður á Klausturseli, Traðkað á mannréttindum í landinu helga

Grindavík er ekki staður sem fjölskyldur geta búið á eins og staðan er núna og líklegra að einhver ár líði frekar en mánuðir áður en það breytist, segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðvísindamaður í viðtali við Ævar Örn Jósepsson. Fyrirtækið Zephyr áætlar að byggja upp allt að 500 megavatta vindorkugarð í landi Klaustursels á Jökuldal í Múlaþingi. Ásta Hlín Magnúsdóttir ræddi við Jónínu Brynjólfsdóttur, forseta sveitarstjórnar Múlaþings og Gunnar Guðna Tómasson, framkvæmdastjóra vatnsafls hjá Landsvirkjun. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir stríðandi fylkingar fyrir botni Miðjarðarhafs hunsa alþjóðalög, traðka á Genfarsáttmálanum og brjóta mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hann og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eru sammála um að án tveggja ríkja lausnarinnar svonefndu verði ekki friður í heimshlutanum. Ásgeir Tómasson tók saman.
1/17/202419 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Ávarp forsætisráðherra á íbúafundi, nýr sigdalur í Grindavík, Náttúruhamfaratrygging, Trump vann í Iowa

Öryggi íbúa hefur verið forgangsmál stjórnvalda, sagði Katrín Jakobsdóttir á íbúafundi Grindvíkinga í Laugardalshöll. 70 íbúðir verða keyptar í næstu viku. Húsnæðisstyrkir verða endurmetnir. Á lokametrunum er frumvarp sem breytir regluverki í skammtímaleigu, meðal annars í atvinnuhúsnæði. Brot úr ávarpi Katrínar er spilað í Speglinum. Kristín Jónsdóttir jarðeðlisfræðingur segir frá sigdal sem myndaðist í Grindavík í jarðhræringunum um helgina og fjallar um framtíðarhorfur. Eldgosið um helgina varð til þess að uppgjöri tjónamata sem voru langt komin hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands tefst, segir forstjóri trygginganna Hulda Ragnheiður Árnadóttir. Þótt Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, eigi yfir níutíu ákærur hangandi yfir höfði sér kom það ekki í veg fyrir að hann vann í gærkvöld sannfærandi sigur í forvali Repúblikana í Iowa um frambjóðanda í forsetakosningunum næsta haust. Hann var að vonum hinn glaðasti þegar niðurstaðan lá fyrir í gærkvöld. Hún kom reyndar engum á óvart.
1/16/202420 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Gæti gosið reglulega, hiti og rafmagn í Grindavík, varnargarðar og hraun, andleg líðan

Spegillinn er tileinkaður Grindavík. Halldór Geirsson dósent í jarðeðlisfræði segir að enn streymi kvika inn í Svartsengi og það geti gosið reglulega á þeim slóðum. Heitavatnslögnin til Grindavíkur skemmdist í gosinu, heitavatnslaust er í bænum, en rafmagn er komið á í vesturhluta bæjarins, í bili að minnsta kosti. Það á að skoða hvort hækka þurfi varnargarðana við bæinn, því hraun rann upp að þeim og meðfram. Ef hraun rennur á ný þarf því minna til að það komist yfir garðana. Inga Guðlaug Helgadóttir, yfirsálfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býr í götunni sem hraun rann inn í í gær. Hún segir að engann Grindvíking hafi órað fyrir því í raun og veru að það myndi gjósa svona nálægt þeim.
1/15/202420 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Landris við Svartsengi, samningafundur, dauðaslys í umferðinni í Noregi, Ísrael sakað um þjóðarmorð.

Áfram mælist landris við Svartsengi vegna kvikusöfnunar sem getur leitt til eldgoss. Veðurstofa metur aukna hættu á að sprungur opnist í Grindavík. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðing og fagstjóra aflögunnarmælinga. Fulltrúar Samninganefndar samtaka Atinnulífisins og fylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði hittust á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Ekki dró til tíðinda, en boðað var til annars fundar daginn eftir. Pétur Magnússon ræddi við Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra atvinnulífsins, og Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins. Dauðaslysum fjölgar í umferðinni í Noregi vegna þess að tæknin í nýjum bílum er orðin flóknari en svo að margir ökumenn ráði við hana. Gísli Kristjánsson sagði frá. Málflutningur hefur farið fram í gær og í dag fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag, þar sem tekin er fyrir kæra Suður-Afríku á hendur Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum. Ásgeir Tómasson sagði frá.
1/12/202419 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Bara tveir í fjölskipuðu loftslagsráði, löggjöf um gervigreind, kínversk stjórnvöld vara við sjálfstæðissinna

Í lögum um loftslagsmál segir að starfrækja skuli loftslagsráð, sem hafi það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir og markmið Íslands sem tengjast loftslagsmálum. Loftslagsráð hefur verið giska duglegt að ráðleggja stjórnvöldum á þeim fimm árum sem það hefur starfað. En þótt formaður og varaformaður nýs loftslagsráðs hafi verið skipaðir í september síðastliðnum hefur eiginlegt, fjölskipað loftslagsráð ekki verið starfandi frá því að skipunartími síðasta ráðs rann út í ágústlok í fyrra og ekki útlit fyrir að það breytist næstu vikurnar hið minnsta. Lagabálkur um gervigreind sem nú er á lokametrunum hjá Evrópusambandinu er fyrsta tilraunin til að setja einhvern ramma utan um þessa tækni sem óðum er að ryðja sér til rúms. Björn Malmquist fréttamaður í Brussel hefur kynnt sér þennan lagabálk og settist á dögunum niður með íslenskum sérfræðingi sem fylgst hefur með því hvernig lögin urðu til. Hernaðarumsvif kínverska hersins umhverfis eyjuna Taívan að undanförnu eru talin vera vísbending til kjósenda um að velja rétt í forsetakosningunum þar í landi á laugardag. Kínversk stjórnvöld vara kjósendur á Taívan við að frambjóðandi Lýðræðislega framfaraflokksins verði kjörinn.Hann sé varhugaverður sjálfstæðissinni.
1/11/202420 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Eldsumbrot á Reykjanesskaga, vargöld í Ekvador og þróunarsamvinna Íslands og Malaví

Jarðeðlisfræðingar Veðurstofunnar telja líklegt að kvika hlaupi úr Svartsengi á næstu dögum. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Kristínu Jónsdóttur deildarstjóra á Veðurstofunni oum stöðuna þar syðra, viðvarandi landris frá síðasta gosi, 18. desember, kvikuhólf, kvikugang og kvikuflæði, myndun sigdals og ris lands meðfram börmum hans, aðferðir við mælingar á kviku og mat á goslíkum og fleira. Neyðarástand er í Ekvador og her landsins hefur verið fyrirskipað að ráðast gegn glæpahópum sem ógna öryggi almennra borgara og stunda umfangsmikinn útflutning fíkniefna og eiturlyfja til Norður-Ameríku og Evrópu. Fólk treystir sér vart út fyrir hússins dyr vegna vargaldarinnar og óttast um líf sitt í hvert skipti sem það neyðist til að fara á milli staða, enda morðtíðni hvergi hærri í Rómönsku Ameríku en í þessu landi, sem um árabil var talið öruggasta landið i álfunni. Ásgeir Tómasson segir frá. Malaví er landlukt land í suðvestanverðri Afríku. Þar hafa Íslendingar verið í þróunarsamvinnu við stjórnvöld og stofnanir í hartnær 35 ár og gengið vel. Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongve, höfuðstað Malaví, segir að fyrstu tíu árin hafi aðstoðin og samvinnan einkum snúist um fiskveiðar, en feiknarmikið stöðuvatn, Malavívatn, þekur um fjórðung af landinu. Síðan hafi Íslendingar áttað sig á því, segir Inga Dóra, að árangur aðstoðarinnar yrði aldrei mikill, ef ekki yrði unnið að félagslegri uppbyggingu og umbótum meðfram hinu. Nú hefur Ísland byggt fimmtán skóla og fjölda fæðingardeilda í landinu, aðallega í dreifðum og lítt aðgengilegum byggðum. Árangurinn sé bæði áþreifanlegur og mælanlegur; hundruð þúsunda ungmenna hafa lokið skólagöngu, sem annars hefðu ekki fengið mun minni ef nokkra menntun, og tíðni mæðra-, barna- og ungbarnadauða hefur minnkað um tugi prósenta í héraðinu sem starfsemin fer fram í.
1/10/202420 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Óttast intifata, Breivik vill pennavin, Ása og dvergvetrarbrautirnar

Bandarísk stjórnvöld halda áfram að þrýsta á ráðamenn í Ísrael að koma í veg fyrir frekara mannfall almennra borgara á Gaza. Umleitanir þeirra hafa verið eins og að stökkva vatni á gæs. Stjórnvöld í Ísrael hafa verið vöruð við að uppreisn eða intifata kunni að vera að brjótast út á Vesturbakkanum. Hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Bering Breivík er einmana í einangrunarvist sinni. Hann hefur kært norska ríkið og vill eignast pennavin og komast á Tinder. Ása Skúladóttir, stjarneðlisfræðingur við háskólann í Flórens á Ítalíu, leitar upphafsins í dvergvetrarbrautum. Hún hefur fengið til rannsóknanna úthlutað 520 þúsund ljósleiðaraklukkustundum í sjónauka í Chile og veglegan styrk til að ráða fleiri vísindamenn til að vinna úr gögnunum sem berast allt til 2029. Umsjónarmaður var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Kári Guðmunsson.
1/9/20240
Episode Artwork

Óttast intifada, Breivik vill pennavin, Ása og dvergvetrarbrautirnar

Bandarísk stjórnvöld halda áfram að þrýsta á ráðamenn í Ísrael að koma í veg fyrir frekara mannfall almennra borgara á Gaza. Umleitanir þeirra hafa verið eins og að stökkva vatni á gæs. Stjórnvöld í Ísrael hafa verið vöruð við að uppreisn eða intifada kunni að vera að brjótast út á Vesturbakkanum. Hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Bering Breivík er einmana í einangrunarvist sinni. Hann hefur kært norska ríkið og vill eignast pennavin og komast á Tinder. Ása Skúladóttir, stjarneðlisfræðingur við háskólann í Flórens á Ítalíu, leitar upphafsins í dvergvetrarbrautum. Hún hefur fengið til rannsóknanna úthlutað 520 þúsund ljósleiðaraklukkustundum í sjónauka í Chile og veglegan styrk til að ráða fleiri vísindamenn til að vinna úr gögnunum sem berast allt til 2029. Umsjónarmaður var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Kári Guðmunsson.
1/9/202420 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Staða matvælaráðherra, staða Netanyahu og vandi fólks með offitu

8. desember 2023 Umboðsmaður alþingis birti á föstudag álit á reglugerð matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, um frestun á hvalveiðum síðasta sumar, þar sem hann segir þessa reglugerð ekki hafa átt sér nægilega skýra stoð í lögum og að ekki hafi verið gætt að kröfum stjórnsýsluréttar um að gæta meðalhófs, þegar hún var innleidd nánast daginn áður en veiðar áttu að hefjast. Umboðsmaður bendir í sínu áliti á að ráðherra hafi verið með dýravelferarsjónarmið í huga en lögin snúist ekki um dýravelferð - heldur verndun stofnsins og viðhald hans, og segir ráðherra ekki hafa horft til grundvallarreglna um atvinnurétt og atvinnufrelsi. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, rýnir í stöðuna með Ævari Erni Jósepssyni. Baráttu Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, við hæstarétt landsins er ekki lokið. Meirihluti dómaranna - naumur að vísu - samþykkti á nýársdag að synja lögum staðfestingar sem þingið samþykkti í fyrrasumar. Samkvæmt þeim á að draga úr eftirlitshlutverki hæstaréttar með lagasetningum þingsins. Þannig getur rétturinn fellt lög úr gildi ef hann telur að þau gangi gegn grunnlögunum svonefndu, sem koma í staðinn fyrir hefðbundna stjórnarskrá. Og þetta er ekki allt, eins og Ásgeir Tómasson fer yfir í Spegli dagsins. Ýmis búnaður á heilbrigðisstofnunum er óaðgengilegur fólki í ofþyngd. Dæmi eru um að fólk passi ekki í rúm, segulómtæki og hjólastóla. Það verður gjarnan til þess að sá hópur fólks veigrar sér við að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Amanda Guðrún Bjarnadóttir fer yfir þetta mál með Helga Þór Leifssyni, framkvæmdastjóra klínískrar þjónustu á sjúkrahúsinu á Akureyri og Sólveigu SIgurðardóttur, formanni Samtaka fólks með offitu.
1/8/20240
Episode Artwork

Staða matvælaráðherra, staða Netanyahu og vandi fólks með offitu

Umboðsmaður alþingis birti á föstudag álit á reglugerð matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, um frestun á hvalveiðum síðasta sumar, þar sem hann segir þessa reglugerð ekki hafa átt sér nægilega skýra stoð í lögum og að ekki hafi verið gætt að kröfum stjórnsýsluréttar um að gæta meðalhófs, þegar hún var innleidd nánast daginn áður en veiðar áttu að hefjast. Umboðsmaður bendir í sínu áliti á að ráðherra hafi verið með dýravelferarsjónarmið í huga en lögin snúist ekki um dýravelferð - heldur verndun stofnsins og viðhald hans, og segir ráðherra ekki hafa horft til grundvallarreglna um atvinnurétt og atvinnufrelsi. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, rýnir í stöðuna með Ævari Erni Jósepssyni. Baráttu Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, við hæstarétt landsins er ekki lokið. Meirihluti dómaranna - naumur að vísu - samþykkti á nýársdag að synja lögum staðfestingar sem þingið samþykkti í fyrrasumar. Samkvæmt þeim á að draga úr eftirlitshlutverki hæstaréttar með lagasetningum þingsins. Þannig getur rétturinn fellt lög úr gildi ef hann telur að þau gangi gegn grunnlögunum svonefndu, sem koma í staðinn fyrir hefðbundna stjórnarskrá. Og þetta er ekki allt, eins og Ásgeir Tómasson fer yfir í Spegli dagsins. Ýmis búnaður á heilbrigðisstofnunum er óaðgengilegur fólki í ofþyngd. Dæmi eru um að fólk passi ekki í rúm, segulómtæki og hjólastóla. Það verður gjarnan til þess að sá hópur fólks veigrar sér við að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Amanda Guðrún Bjarnadóttir fer yfir þetta mál með Helga Þór Leifssyni, framkvæmdastjóra klínískrar þjónustu á sjúkrahúsinu á Akureyri og Sólveigu SIgurðardóttur, formanni Samtaka fólks með offitu.
1/8/202419 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Svandís í beinni, (Ó)jöfnuður á stór-höfuðborgarsvæðinu

Umboðsmaður Alþingis sendi í dag frá sér það álit að frestun hvalveiða síðasta sumar hafi ekki verið í samræmi við lög um hvalveiðar. Rætt var við Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í beinni útsendingu í Speglinum. Ójöfnuður í ráðstöfunartekjum jókst talsvert í Reykjavík á útrásaráraunum en dróst svo snarlega saman strax í kjölfar hrunsins. Hann jókst svo lítillega aftur milli áranna 2010 og 2022, en þó minna en ætla mætti af þjóðfélagsumræðunni. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn sem Kolbeinn Hólmar Stefánsson vann fyrir Reykjavíkurborg. Umsjónarmaður var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður Kormákur Marðarson.
1/5/20240
Episode Artwork

Svandís í beinni, (Ó)jöfnuður á stór-höfuðborgarsvæðinu

Umboðsmaður Alþingis sendi í dag frá sér það álit að frestun hvalveiða síðasta sumar hafi ekki verið í samræmi við lög um hvalveiðar. Rætt var við Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í beinni útsendingu í Speglinum. Ójöfnuður í ráðstöfunartekjum jókst talsvert í Reykjavík á útrásaráraunum en dróst svo snarlega saman strax í kjölfar hrunsins. Hann jókst svo lítillega aftur milli áranna 2010 og 2022, en þó minna en ætla mætti af þjóðfélagsumræðunni. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn sem Kolbeinn Hólmar Stefánsson vann fyrir Reykjavíkurborg. Umsjónarmaður var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður Kormákur Marðarson.
1/5/202419 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Umskurður, Úkraína og Gérard Depardieu

4. janúar 2024 Umskurður á drengjum af trúarlegum ástæðum er umdeilt mál hér á landi. Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki segir mikilvægt að mismunandi lífsskoðanir séu virtar og telur það geta haft skaðaminnkandi áhrif, ef umskurður standi til boða á heilbrigðisstofnunum. Umskurður drengja hafi djúpstæða, táknræna og trúarlega merkingu fyrir lítinn hóp fólks hér á landi, og beri þvi frekar vitni um umhyggju foreldra en vanhæfni. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við SIgurð. Stríðið í Úkraínu hefur staðið í tæp tvö ár. Svo virðist sem heldur hafi dregið úr stuðningi Vesturlanda við Úkraínu í stríði þeirra við innrásarher Rússa. Þar er þó ekki allt sem sýnist, segir Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur. Bæði Evrópusambandið og Bandaríkin geti gert ýmislegt til að styðja við bakið á Úkraínumönnum, þrátt fyrir andstöðu ákveðinna afla á báðum stöðum. Hann telur Úkraínumenn geta bætt vígstöðu sína með áframhaldandi stuðningi Vesturlanda, en sér þó ekki fyrir endann á stríðinu í bráð. Ævar Örn Jósepsson talaði við Erling. Frakkar kalla hann Þurs og vísa þar til hvorutveggja útlits hans og hegðunar. Kunnasti og umdeildasti kvikmyndaleikari Frakka, Gérard Depardieu, er enn og aftur í sviðsljósinu en ekki fyrir kvikmyndaleik frekar en fyrri daginn. Að þessu sinni þótti mörgum hann fara yfir strikið með hneykslanlegum ummælum sem birtust fyrir jól, þótt jafnvel sjálfur Frakklandsforseti reyni að koma þessari þjóðargersemi til varnar. Jón Björgvinsson segir frá. Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Markús Hjaltason
1/4/20240
Episode Artwork

Umskurður, Úkraína og Gérard Depardieu

4. janúar 2024 Umskurður á drengjum af trúarlegum ástæðum er umdeilt mál hér á landi. Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki segir mikilvægt að mismunandi lífsskoðanir séu virtar og telur það geta haft skaðaminnkandi áhrif, ef umskurður standi til boða á heilbrigðisstofnunum. Umskurður drengja hafi djúpstæða, táknræna og trúarlega merkingu fyrir lítinn hóp fólks hér á landi, og beri þvi frekar vitni um umhyggju foreldra en vanhæfni. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við SIgurð. Stríðið í Úkraínu hefur staðið í tæp tvö ár. Svo virðist sem heldur hafi dregið úr stuðningi Vesturlanda við Úkraínu í stríði þeirra við innrásarher Rússa. Þar er þó ekki allt sem sýnist, segir Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur. Bæði Evrópusambandið og Bandaríkin geti gert ýmislegt til að styðja við bakið á Úkraínumönnum, þrátt fyrir andstöðu ákveðinna afla á báðum stöðum. Hann telur Úkraínumenn geta bætt vígstöðu sína með áframhaldandi stuðningi Vesturlanda, en sér þó ekki fyrir endann á stríðinu í bráð. Ævar Örn Jósepsson talaði við Erling. Frakkar kalla hann Þurs og vísa þar til hvorutveggja útlits hans og hegðunar. Kunnasti og umdeildasti kvikmyndaleikari Frakka, Gérard Depardieu, er enn og aftur í sviðsljósinu en ekki fyrir kvikmyndaleik frekar en fyrri daginn. Að þessu sinni þótti mörgum hann fara yfir strikið með hneykslanlegum ummælum sem birtust fyrir jól, þótt jafnvel sjálfur Frakklandsforseti reyni að koma þessari þjóðargersemi til varnar. Jón Björgvinsson segir frá. Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Markús Hjaltason
1/4/202420 minutes
Episode Artwork

Kjaraviðræður, Úkraínustríðið og málefni flóttafólks í ESB

3. janúar 2024 Samhljómur og bjartsýni ríkir um gerð kjarasamnings SA og breiðfylkingar landssambanda ASÍ. Ætlunin er að semja til langs tíma og þannig að innistæða sé fyrir því - segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins. Arnar Björnsson fréttamaður ræddi við hana og Ragnar Þór Ingólfsson formann VR eftir fundinn í dag. Ragnar segir að stjórnvöld þurfi að fara að gefa út yfirlýsingar um að þau ætli að taka þátt - annars sé vinna samninganefnda ekki til neins. Þegar horft er yfir nýliðið ár virðist einhvers konar pattstaða komin upp í Úkraínustríðinu, sem hófst með innrás Rússa í Úkraínu fyrir tæpum tveimur árum. Boðaðar voru og lagt upp í hinar og þessar sóknir og gagnsóknir á víxl og fólk var drepið í tugþúsundatali. En það er ekki að sjá að neinar stórar breytingar hafi orðið á vígstöðunni frá því um síðustu áramót. Ævar Örn fékk Erling Erlingsson, hernaðarsagnfræðing, til að rýna í stöðuna og mögulegt framhald. Vel á fjórða hundrað þúsund farand- og flóttamenn reyndu í fyrra að komast inn fyrir landamæri Evrópusambandsins - álíka tölur hafa ekki sést síðan 2016. Deildar meiningar um meðferð og móttöku þessa fólks eiga að líkindum eftir að einkenna umræðuna í aðdraganda kosninganna til Evrópuþingsins í júní, ekki síst eftir að sögulegt samkomulagt náðist fyrir nokkrum vikum um nýja skipan þessara mála innan Evrópusambandsins. Björn Malmquist fer yfir málið. Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Markús Hjaltason
1/3/20240
Episode Artwork

Kjaraviðræður, Úkraínustríðið og málefni flóttafólks í ESB

3. janúar 2024 Samhljómur og bjartsýni ríkir um gerð kjarasamnings SA og breiðfylkingar landssambanda ASÍ. Ætlunin er að semja til langs tíma og þannig að innistæða sé fyrir því - segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins. Arnar Björnsson fréttamaður ræddi við hana og Ragnar Þór Ingólfsson formann VR eftir fundinn í dag. Ragnar segir að stjórnvöld þurfi að fara að gefa út yfirlýsingar um að þau ætli að taka þátt - annars sé vinna samninganefnda ekki til neins. Þegar horft er yfir nýliðið ár virðist einhvers konar pattstaða komin upp í Úkraínustríðinu, sem hófst með innrás Rússa í Úkraínu fyrir tæpum tveimur árum. Boðaðar voru og lagt upp í hinar og þessar sóknir og gagnsóknir á víxl og fólk var drepið í tugþúsundatali. En það er ekki að sjá að neinar stórar breytingar hafi orðið á vígstöðunni frá því um síðustu áramót. Ævar Örn fékk Erling Erlingsson, hernaðarsagnfræðing, til að rýna í stöðuna og mögulegt framhald. Vel á fjórða hundrað þúsund farand- og flóttamenn reyndu í fyrra að komast inn fyrir landamæri Evrópusambandsins - álíka tölur hafa ekki sést síðan 2016. Deildar meiningar um meðferð og móttöku þessa fólks eiga að líkindum eftir að einkenna umræðuna í aðdraganda kosninganna til Evrópuþingsins í júní, ekki síst eftir að sögulegt samkomulagt náðist fyrir nokkrum vikum um nýja skipan þessara mála innan Evrópusambandsins. Björn Malmquist fer yfir málið. Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Markús Hjaltason
1/3/202419 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Stjórnarskrármál í sjálfheldu, varnargarður rís, kjörstærð 20.000

Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að að það yrði undarleg niðurstaða að ráðast í breytingar á stjórnarskrá nú en hrófla ekki við kaflanum um þjóðhöfðingjann. Stjórnarskrármál á Íslandi séu í sjálfheldu og kaflinn um forsetann hafi þarfnast endurskoðunar frá stofnun lýðveldis. Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður tók forseta tali í dag í kjölfar þess að hann tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í embættið á ný. Framkvæmdir eru hafnar við varnargarð norðan við Grindavík. Unnið verður allan sólarhringinn. Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna segir gert ráð fyrir að á næstu tveimur vikum takist að koma garðinum að mestu leyti í þá hæð sem þarf til í bili. Viðamikil könnun meðal íbúa íslenskra sveitarfélaga sýnir að þjónustan er almennt betri í fjölmennari sveitarfélögum en fámennari. Vífill Karlsson sérfræðingur í byggðarannsóknum segir margt erfiðara í fámennum samfélögum og að hröð þróun og auknar kröfur um þjónustu krefjist sérfræðiþekkingar sem fámenn dreifbýlissveitarfélög ráði illa við. Kjörstærð sveitarfélags gæti verið um tuttugu þúsund íbúar. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður Kári Guðmundsson.
1/2/20240
Episode Artwork

Stjórnarskrármál í sjálfheldu, varnargarður rís, kjörstærð 20.000

Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að að það yrði undarleg niðurstaða að ráðast í breytingar á stjórnarskrá nú en hrófla ekki við kaflanum um þjóðhöfðingjann. Stjórnarskrármál á Íslandi séu í sjálfheldu og kaflinn um forsetann hafi þarfnast endurskoðunar frá stofnun lýðveldis. Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður tók forseta tali í dag í kjölfar þess að hann tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í embættið á ný. Framkvæmdir eru hafnar við varnargarð norðan við Grindavík. Unnið verður allan sólarhringinn. Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna segir gert ráð fyrir að á næstu tveimur vikum takist að koma garðinum að mestu leyti í þá hæð sem þarf til í bili. Viðamikil könnun meðal íbúa íslenskra sveitarfélaga sýnir að þjónustan er almennt betri í fjölmennari sveitarfélögum en fámennari. Vífill Karlsson sérfræðingur í byggðarannsóknum segir margt erfiðara í fámennum samfélögum og að hröð þróun og auknar kröfur um þjónustu krefjist sérfræðiþekkingar sem fámenn dreifbýlissveitarfélög ráði illa við. Kjörstærð sveitarfélags gæti verið um tuttugu þúsund íbúar. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður Kári Guðmundsson.
1/2/202419 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Víðir hefur áhyggjur af íbúum, Elín Björk spáir í loftslagsmýtur

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna segir að lítill tími gefist til að bregðast við ef það fer að gjósa norðan við Grindavík. Hann hefur áhyggjur af fólki sem dvelur í bænum. Hann segir að gist hafi verið í um 30 húsum í nótt og segir búist við að fleiri verði í bænum um áramót. Björgunarsveit er ekki í bænum núna og ef færi að gjósa keyra tveir lögreglubílar um bæinn með vælandi sýrenur til að vekja athygli íbúa á rýmingu, auk þess sem Neyðarlínan sendir út sms á síma í bænum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur og sérfræðingur í loftslagsmálum hefur í síðustu tveimur þáttum farið yfir nokkrar af algengustu kenningum þeirra sem efast um hlýnun Jarðar, orsakir hennar og afleiðingar ásamt Ævari Erni Jósepssyni. Nú er komið að lokahnykk þeirrar yfirferðar. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred.
12/29/20230
Episode Artwork

Víðir hefur áhyggjur af íbúum, Elín Björk spáir í loftslagsmýtur

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna segir að lítill tími gefist til að bregðast við ef það fer að gjósa norðan við Grindavík. Hann hefur áhyggjur af fólki sem dvelur í bænum. Hann segir að gist hafi verið í um 30 húsum í nótt og segir búist við að fleiri verði í bænum um áramót. Björgunarsveit er ekki í bænum núna og ef færi að gjósa keyra tveir lögreglubílar um bæinn með vælandi sýrenur til að vekja athygli íbúa á rýmingu, auk þess sem Neyðarlínan sendir út sms á síma í bænum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur og sérfræðingur í loftslagsmálum hefur í síðustu tveimur þáttum farið yfir nokkrar af algengustu kenningum þeirra sem efast um hlýnun Jarðar, orsakir hennar og afleiðingar ásamt Ævari Erni Jósepssyni. Nú er komið að lokahnykk þeirrar yfirferðar. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred.
12/29/202320 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Eignir í Grindavík, loftslagsmýtur og fundur LHS 3154b

Á meðan jörð rís í Svartsengi og Grindvíkingar bíða sjálfsagt með öndina í hálsinum yfir því sem verða vill, standa margir þeirra frammi fyrir flóknum spurningum. Á ég og mitt fólk að búa áfram í bænum okkar og þá hvar? Spegillinn ræddi við Atla Geir Júlíusson sviðsstjóra skipulags og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar og spurði hvort það hefðu margir bæjarbúar sett sig í samband við bæinn og sagst vilja losna við húsið sitt og flytja burt. Spegillinn skoðar áfram röksemdir þeirra sem efast um hlýnun Jarðar, orsakir hlýnunar og afleiðingar hennar. Guðmundur Kári Stefánsson stjarneðlisfræðingur við Princeton háskóla í Bandaríkjunum leitar að fjarreikistjörnum í rannsóknum sínum, meðal annars með aðstoð lífbeltisreiksistjörnuleitara. Hann og samstarfsfólk hans greindu nýverið frá mikilvægri uppgötvun sem þau gerðu. Spegillinn tók Guðmund Kára tali og fékk hann til að segja frá uppgötvun LHS 3154b. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred.
12/28/20230
Episode Artwork

Eignir í Grindavík, loftslagsmýtur og fundur LHS 3154b

Á meðan jörð rís í Svartsengi og Grindvíkingar bíða sjálfsagt með öndina í hálsinum yfir því sem verða vill, standa margir þeirra frammi fyrir flóknum spurningum. Á ég og mitt fólk að búa áfram í bænum okkar og þá hvar? Spegillinn ræddi við Atla Geir Júlíusson sviðsstjóra skipulags og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar og spurði hvort það hefðu margir bæjarbúar sett sig í samband við bæinn og sagst vilja losna við húsið sitt og flytja burt. Spegillinn skoðar áfram röksemdir þeirra sem efast um hlýnun Jarðar, orsakir hlýnunar og afleiðingar hennar. Guðmundur Kári Stefánsson stjarneðlisfræðingur við Princeton háskóla í Bandaríkjunum leitar að fjarreikistjörnum í rannsóknum sínum, meðal annars með aðstoð lífbeltisreiksistjörnuleitara. Hann og samstarfsfólk hans greindu nýverið frá mikilvægri uppgötvun sem þau gerðu. Spegillinn tók Guðmund Kára tali og fékk hann til að segja frá uppgötvun LHS 3154b. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred.
12/28/202319 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Björgun og flugeldar, vinnuafl á Ítalíu og loftslagsmýtur

27. desember 2023 93 þrjár björgunarsveitir eru starfandi á Íslandi. Samtals taka um 4.500 sjálfboðaliðar virkan þátt í starfi sveitanna og eru tilbúin að svara kallinu þegar þörf er á. En þótt björgunarsveitarfólk sé í sjálfboðavinnu þá kostar það sitt að reka sveitirnar, nánar til tekið um tvo milljarða króna á ári, segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar; landssamtaka björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Ævar Örn Jósepsson ræðir við hann um fjármögnun sveitanna. Stöðugt berast af því fréttir að stjórnvöld á Ítalíu reyni með öllum ráðum - og sumum vafasömum - að stöðva straum flóttafólks til landsins. Giorgia Meloni forsætisráðherra hét því fyrir þingkosningarnar í september í fyrra að beita sjóhernum til að koma í veg fyrir að hælisleitendur frá Norður-Afríku næðu til landsins. Á sama tima glíma ítalskir vinnuveitendur við viðvarandi skort á vinnuafli. Ásgeir Tómasson segir frá. Mikill einhugur ríkir um það í heimi veður-, umhverfis- og loftslagsvísinda, að loftslag Jarðar hafi hlýnað óeðlilega mikið frá því að iðnvæðing heimsins hófst fyrir alvöru á fyrri hluta nítjándu aldar; að hlýnunin sé af mannavöldum og að hana þurfi að stöðva með öllum ráðum. En þótt einhugurinn sé mikill meðal loftslagsfræðinga er hann ekki algjör, og utan vísindaheimsins eru þeir ófáir sem telja sig vita betur en samanlagður sérfræðingaherinn á þessu sviði. Á vefnum Loftslag.is má finna lista yfir helstu rök þeirra sem efast eða hreinlega aftaka með öllu ráðandi kenningar um hlýnun Jarðar og afleiðingar þeirra. Ævar Örn Jósepsson fékk Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing og sérfræðing í loftslagsmálum hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, til að renna yfir listann, sem skiptist í þrjá meginflokka.
12/27/20230
Episode Artwork

Björgun og flugeldar, vinnuafl á Ítalíu og loftslagsmýtur

27. desember 2023 93 þrjár björgunarsveitir eru starfandi á Íslandi. Samtals taka um 4.500 sjálfboðaliðar virkan þátt í starfi sveitanna og eru tilbúin að svara kallinu þegar þörf er á. En þótt björgunarsveitarfólk sé í sjálfboðavinnu þá kostar það sitt að reka sveitirnar, nánar til tekið um tvo milljarða króna á ári, segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar; landssamtaka björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Ævar Örn Jósepsson ræðir við hann um fjármögnun sveitanna. Stöðugt berast af því fréttir að stjórnvöld á Ítalíu reyni með öllum ráðum - og sumum vafasömum - að stöðva straum flóttafólks til landsins. Giorgia Meloni forsætisráðherra hét því fyrir þingkosningarnar í september í fyrra að beita sjóhernum til að koma í veg fyrir að hælisleitendur frá Norður-Afríku næðu til landsins. Á sama tima glíma ítalskir vinnuveitendur við viðvarandi skort á vinnuafli. Ásgeir Tómasson segir frá. Mikill einhugur ríkir um það í heimi veður-, umhverfis- og loftslagsvísinda, að loftslag Jarðar hafi hlýnað óeðlilega mikið frá því að iðnvæðing heimsins hófst fyrir alvöru á fyrri hluta nítjándu aldar; að hlýnunin sé af mannavöldum og að hana þurfi að stöðva með öllum ráðum. En þótt einhugurinn sé mikill meðal loftslagsfræðinga er hann ekki algjör, og utan vísindaheimsins eru þeir ófáir sem telja sig vita betur en samanlagður sérfræðingaherinn á þessu sviði. Á vefnum Loftslag.is má finna lista yfir helstu rök þeirra sem efast eða hreinlega aftaka með öllu ráðandi kenningar um hlýnun Jarðar og afleiðingar þeirra. Ævar Örn Jósepsson fékk Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing og sérfræðing í loftslagsmálum hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, til að renna yfir listann, sem skiptist í þrjá meginflokka.
12/27/202320 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Jólaverð, verðlags-app, gervigreind og Grýlubörn

22. desember 2023 Það er ekki ódýrt að kaupa í matinn á Íslandi og sjaldan dýrara en í aðdraganda jóla. Verðlagseftirlit ASÍ fylgist grannt með verðlagningu helstu matvöruverslana allan ársins hring, eg gerir líka sérstaka jólakörfuverðkönnun í desember ár hvert, þar sem sérvaldar og jólalegar vörur eru tíndar saman. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Benjamín Julian, sviðsstjóra verðlagseftirlits ASÍ, um jólaverðið, verðlagskannanir og nýtt verðkönnunar-app fyrir neytendur, sem gerir fólki mögulegt að gera verðsamanburð á milli verslana án þess að flækjast á milli þeirra. Google svipti nýverið hulunni af nýju gervigreindarlíkani. Það ber nafnið Gemini og er í þremur útgáfum, en sú öflugasta verður ekki gefin út fyrr en á næsta ári. Að sögn framleiðanda er það fært um að sýna framsækna rökhugsun.Valgerður Gréta Gröndal segir frá. Grýla hét tröllkerling leið og ljót, segir í kvæðinu, en hvað er svo sem að marka það sem mennirnir segja um skessur og tröll? Það er altént ljóst að töllkörlum hefur hvorki þótt hún leið né ljót því hún á hátt í tvö hundruð afkvæmi með minnst fjórum körlum. Jórunn Sigurðardóttir þylur nöfn þeirra (flestra) í einni jólalegri runu.
12/22/20230
Episode Artwork

Jólaverð, verðlags-app, gervigreind og Grýlubörn

22. desember 2023 Það er ekki ódýrt að kaupa í matinn á Íslandi og sjaldan dýrara en í aðdraganda jóla. Verðlagseftirlit ASÍ fylgist grannt með verðlagningu helstu matvöruverslana allan ársins hring, eg gerir líka sérstaka jólakörfuverðkönnun í desember ár hvert, þar sem sérvaldar og jólalegar vörur eru tíndar saman. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Benjamín Julian, sviðsstjóra verðlagseftirlits ASÍ, um jólaverðið, verðlagskannanir og nýtt verðkönnunar-app fyrir neytendur, sem gerir fólki mögulegt að gera verðsamanburð á milli verslana án þess að flækjast á milli þeirra. Google svipti nýverið hulunni af nýju gervigreindarlíkani. Það ber nafnið Gemini og er í þremur útgáfum, en sú öflugasta verður ekki gefin út fyrr en á næsta ári. Að sögn framleiðanda er það fært um að sýna framsækna rökhugsun.Valgerður Gréta Gröndal segir frá. Grýla hét tröllkerling leið og ljót, segir í kvæðinu, en hvað er svo sem að marka það sem mennirnir segja um skessur og tröll? Það er altént ljóst að töllkörlum hefur hvorki þótt hún leið né ljót því hún á hátt í tvö hundruð afkvæmi með minnst fjórum körlum. Jórunn Sigurðardóttir þylur nöfn þeirra (flestra) í einni jólalegri runu.
12/22/202319 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Ríkisstyrktir hreinorkubílar, mótmæli í Argentínu, Jón Ormur um Gaza

Um áramót verður hætt að veita kaupendum vistvænna bíla afslátt af virðisaukaskatti og frá nýjársdegi verða teknir upp beinir styrkir af vistvænum bílum, þó aðeins svokölluðum hreinorkubílum. Orkusjóður, sem heyrir undir Orkustofnun, fékk það verkefni í fangið að smíða kerfi utan um styrkina. Ríkið ætlar styrkja kaupendur hreinorkubíla um 30 milljarða króna á næstu fimm árum, til að stuðla að orkuskiptum, mest fyrstu tvö árin. Mörgþúsund Argentínumenn mótmæltu í gærkvöld stjórnarháttum nýkjörins forseta. Hann kynnti í gær þrjátíu neyðartilskipanir sem hann ætlar að nota til að bjarga efnahag landsins. Enn er þráttað um orðalag í boðaðri ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á Gaza. Á meðan heldur Ísraelsher árásum sínum áfram og fórnarlömbin eru aðallega almennir borgarar og þar eru hvorki konur né börn undanskilin, ekki frekar en í skelfilegri hryðjuverkaárás Hamas, sem varð kveikjan að ofsafengnum viðbrögðum Ísraelshers. Ísrael skákar í skjóli réttarins til að verja sig, og þetta bergmála vestrænir ráðamenn sem fylgja Ísraelum að málum. Jón Ormur Halldórsson, doktor í alþjóðastjórnmálum, segir þessa afsökun ekki duga lengur. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússson.
12/21/20230
Episode Artwork

Ríkisstyrktir hreinorkubílar, mótmæli í Argentínu, Jón Ormur um Gaza

Um áramót verður hætt að veita kaupendum vistvænna bíla afslátt af virðisaukaskatti og frá nýjársdegi verða teknir upp beinir styrkir af vistvænum bílum, þó aðeins svokölluðum hreinorkubílum. Orkusjóður, sem heyrir undir Orkustofnun, fékk það verkefni í fangið að smíða kerfi utan um styrkina. Ríkið ætlar styrkja kaupendur hreinorkubíla um 30 milljarða króna á næstu fimm árum, til að stuðla að orkuskiptum, mest fyrstu tvö árin. Mörgþúsund Argentínumenn mótmæltu í gærkvöld stjórnarháttum nýkjörins forseta. Hann kynnti í gær þrjátíu neyðartilskipanir sem hann ætlar að nota til að bjarga efnahag landsins. Enn er þráttað um orðalag í boðaðri ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á Gaza. Á meðan heldur Ísraelsher árásum sínum áfram og fórnarlömbin eru aðallega almennir borgarar og þar eru hvorki konur né börn undanskilin, ekki frekar en í skelfilegri hryðjuverkaárás Hamas, sem varð kveikjan að ofsafengnum viðbrögðum Ísraelshers. Ísrael skákar í skjóli réttarins til að verja sig, og þetta bergmála vestrænir ráðamenn sem fylgja Ísraelum að málum. Jón Ormur Halldórsson, doktor í alþjóðastjórnmálum, segir þessa afsökun ekki duga lengur. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússson.
12/21/202320 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Grindavík og gos, flóttamannastefna ESB og stríð Hamas og Ísraels

20. desember 2023 Grindvíkingar eiga margir enn í húsnæðisvanda og margt þarf að gera áður en þeir geta snúið aftur til síns heima eftir að gosi lýkur, hvenær sem það verður. Fannar Jónasson bæjarstjóri hvetur fólk til að flýta sér hægt og ætlar sjálfur líklega að bíða til vors áður en hann snýr aftur til Grindavíkur. Því þangað ætlar hann, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Ævar Örn Jósepsson talaði við Fannar. Ríki í Suður-Evrópu fagna nýsamþykktri stefnu Evrópusambandsins í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Hjálparstofnanir segja að hún sé hættuleg og eigi eftir að valda enn fleiri dauðsföllum fólks á hafi úti. Ásgeir Tómasson tók saman. Yfirstandandi stríðsátök Ísraelshers og Hamas hófust með grimmdarlegri hryðjuverkaárás þeirra síðarnefndu á Ísrael þann 7. október, þar sem þeir myrtu hátt á níunda hundrað almennra borgara og um eða yfir 300 ísraelska her- og lögreglumenn. Ísraelar brugðust við af mikilli hörku og hefur Ísraelsher drepið um 20.000 Gazabúa síðan, óbreytta borgara að mklum meirihluta, þar á meðal þúsundir barna. Jón Ormur Halldórsson, doktor í alþjóðastjórnmálum, segir í grein sem birtist í Heimildinni á dögunum, að þessi árás Hamas og viðbrögð Ísraels og stuðningur Bandaríkjanna við þau hafi markað ákveðin þáttaskil. Ævar Örn Jósepsson spurði hann í hverju þau fælust.
12/20/20230
Episode Artwork

Grindavík og gos, flóttamannastefna ESB og stríð Hamas og Ísraels

20. desember 2023 Grindvíkingar eiga margir enn í húsnæðisvanda og margt þarf að gera áður en þeir geta snúið aftur til síns heima eftir að gosi lýkur, hvenær sem það verður. Fannar Jónasson bæjarstjóri hvetur fólk til að flýta sér hægt og ætlar sjálfur líklega að bíða til vors áður en hann snýr aftur til Grindavíkur. Því þangað ætlar hann, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Ævar Örn Jósepsson talaði við Fannar. Ríki í Suður-Evrópu fagna nýsamþykktri stefnu Evrópusambandsins í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Hjálparstofnanir segja að hún sé hættuleg og eigi eftir að valda enn fleiri dauðsföllum fólks á hafi úti. Ásgeir Tómasson tók saman. Yfirstandandi stríðsátök Ísraelshers og Hamas hófust með grimmdarlegri hryðjuverkaárás þeirra síðarnefndu á Ísrael þann 7. október, þar sem þeir myrtu hátt á níunda hundrað almennra borgara og um eða yfir 300 ísraelska her- og lögreglumenn. Ísraelar brugðust við af mikilli hörku og hefur Ísraelsher drepið um 20.000 Gazabúa síðan, óbreytta borgara að mklum meirihluta, þar á meðal þúsundir barna. Jón Ormur Halldórsson, doktor í alþjóðastjórnmálum, segir í grein sem birtist í Heimildinni á dögunum, að þessi árás Hamas og viðbrögð Ísraels og stuðningur Bandaríkjanna við þau hafi markað ákveðin þáttaskil. Ævar Örn Jósepsson spurði hann í hverju þau fælust.
12/20/202320 minutes
Episode Artwork

Kvikugeymir undir Svartsengi, varnir hitaveitulagna og rafmagnsmastra

Ýmislegt bendir til þess að kvikugeymir sé undir Svartsengi og nágrenni, allt frá Eldvörpum að Sundhnúksgígum, segir Halldór Geirsson dósent í jarðeðlisfræði. Í nótt var rætt um að fara með stórvirkar vinnuvélar til Grindavíkur og hefja undirbúning varnargarðs. Horfið var frá því þegar ljóst var að bærinn var ekki í bráðri hættu frá hraunrennsli. Rætt er við Ara Guðmundsson verkfræðing sem leiðir hóp um varnir innviða fyrir almannavarnir. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Hljóðmaður var Kári Guðmundsson.
12/19/20230
Episode Artwork

Kvikugeymir undir Svartsengi, varnir hitaveitulagna og rafmagnsmastra

Ýmislegt bendir til þess að kvikugeymir sé undir Svartsengi og nágrenni, allt frá Eldvörpum að Sundhnúksgígum, segir Halldór Geirsson dósent í jarðeðlisfræði. Í nótt var rætt um að fara með stórvirkar vinnuvélar til Grindavíkur og hefja undirbúning varnargarðs. Horfið var frá því þegar ljóst var að bærinn var ekki í bráðri hættu frá hraunrennsli. Rætt er við Ara Guðmundsson verkfræðing sem leiðir hóp um varnir innviða fyrir almannavarnir. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Hljóðmaður var Kári Guðmundsson.
12/19/202319 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Gallað námslánakerfi, viðbrögð við PISA, flóð í Queensland

18, desember 2023 Í nýútkominni skýrslu um Menntasjóð námsmanna kemur fram að lög sem sett voru um sjóðinn fyrir þremur árum hafi falið í sér umtalsverðar breytingar á námslánkerfinu. Sumar þeirra hafi komið námsmönnum vel, en aðrar síður, og nauðsynlegt að breyta lögunum til að markmið þeirra um að jafna tækifæri fólks til náms náist. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Rakel Önnu Coulter, forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Ekkert er vitað með vissu um hvort símanotkun, samskiptamiðlar, eða breytt barnæska frá því sem áður var eigi þátt í slakara gengi nemenda á PISA. Á þetta bendir Atli Harðarson prófessor á menntavísindasviði sem varar við því að haupið verði upp til handa og fóta til að gera breytingar á menntakerfinu vegna útkomu íslenskra nemenda í PISA. Ragnhildur THorlacius ræðir við Atla. Þúsundir íbúa Queensland í norðausturhluta Ástralíu hafa orðið að flýja að heiman vegna gríðarlegrar rigningar síðustu dægrin. Sums staðar hefur rignt meira á einum sólarhring en í meðalári. Þeir sem eru á ferð utan dyra þurfa að hafa varann á vegna krókódíla á sundi. Ásgeir Tómasson segir frá.
12/18/20230
Episode Artwork

Gallað námslánakerfi, viðbrögð við PISA, flóð í Queensland

18, desember 2023 Í nýútkominni skýrslu um Menntasjóð námsmanna kemur fram að lög sem sett voru um sjóðinn fyrir þremur árum hafi falið í sér umtalsverðar breytingar á námslánkerfinu. Sumar þeirra hafi komið námsmönnum vel, en aðrar síður, og nauðsynlegt að breyta lögunum til að markmið þeirra um að jafna tækifæri fólks til náms náist. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Rakel Önnu Coulter, forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Ekkert er vitað með vissu um hvort símanotkun, samskiptamiðlar, eða breytt barnæska frá því sem áður var eigi þátt í slakara gengi nemenda á PISA. Á þetta bendir Atli Harðarson prófessor á menntavísindasviði sem varar við því að haupið verði upp til handa og fóta til að gera breytingar á menntakerfinu vegna útkomu íslenskra nemenda í PISA. Ragnhildur THorlacius ræðir við Atla. Þúsundir íbúa Queensland í norðausturhluta Ástralíu hafa orðið að flýja að heiman vegna gríðarlegrar rigningar síðustu dægrin. Sums staðar hefur rignt meira á einum sólarhring en í meðalári. Þeir sem eru á ferð utan dyra þurfa að hafa varann á vegna krókódíla á sundi. Ásgeir Tómasson segir frá.
12/18/202320 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Dönsk höfuðkúpa, 80 þúsund á COP, ríkislögreglustjóri fylgist með

Höfuðkúpubrot sem fundust í Ráðherrabústaðnum í september eru af líklega af danskri konu sem ekki virðist eiga afkomendur og skyldmenni hér á landi. Erfðaefni úr íslenskum karlmanni eða karlmönnum fundust líka á höfuðkúpubeinunum. Yfir 80 þúsund manns voru á loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í Dubai, tvöfalt fleiri en í Eygptalandi í fyrra. Margir furða sig á umfanginu. Theódóra Matthíasdóttirsérfræðingur á sviði loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands, var í þeim hópi. Hún segir að margt til í þessari gagnrýni en að stórviðburðir eins og COP hafi líka sína kosti. Hvað gerist hjá Embætti ríkislögreglustjóra upp á Íslandi þegar menn eru gripnir í nágrannaríki, Danmörku, grunaðir um að ætla að fremja hryðjuverk. Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra segir að verið sé að greina gögn sem þau fengu send frá grannríkjum en ekkert bendi til þess að það séu tengsl við Ísland. Hann bendir þó að tveir úr hópi grunaðra gangi lausir og það sé alltaf möguleiki á að fólk reyni að komast á milli landa. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred.
12/15/20230
Episode Artwork

Dönsk höfuðkúpa, 80 þúsund á COP, ríkislögreglustjóri fylgist með

Höfuðkúpubrot sem fundust í Ráðherrabústaðnum í september eru af líklega af danskri konu sem ekki virðist eiga afkomendur og skyldmenni hér á landi. Erfðaefni úr íslenskum karlmanni eða karlmönnum fundust líka á höfuðkúpubeinunum. Yfir 80 þúsund manns voru á loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í Dubai, tvöfalt fleiri en í Eygptalandi í fyrra. Margir furða sig á umfanginu. Theódóra Matthíasdóttirsérfræðingur á sviði loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands, var í þeim hópi. Hún segir að margt til í þessari gagnrýni en að stórviðburðir eins og COP hafi líka sína kosti. Hvað gerist hjá Embætti ríkislögreglustjóra upp á Íslandi þegar menn eru gripnir í nágrannaríki, Danmörku, grunaðir um að ætla að fremja hryðjuverk. Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra segir að verið sé að greina gögn sem þau fengu send frá grannríkjum en ekkert bendi til þess að það séu tengsl við Ísland. Hann bendir þó að tveir úr hópi grunaðra gangi lausir og það sé alltaf möguleiki á að fólk reyni að komast á milli landa. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred.
12/15/202320 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Úkraínu boðið í viðræður, hryðjuverkaárás afstýrt, landsbyggðarstrætó

Leiðtogaráð Evrópusambandsins ákvað undir kvöld að bjóða Úkraínu og Moldóvu að hefja viðræður um aðild að sambandinu. Þetta var tilkynnt á fundi leiðtoganna sem nú stendur yfir í Brussel. Fyrirfram hafði verið búist við að Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands myndi standa í vegi fyrir þessari ákvörðun. Rætt var við Björn Malmquist sem hefur fylgst með fundinum. Danska lögreglan telur sig hafa komið í veg fyrir hryðjuverkaárás með umfangsmiklum aðgerðum víða um landið í rauðabítið í morgun. Þrír eru í haldi í Danmörku og einn í Hollandi. Notkun Strætó utan höfuðborgarinnar minnkaði um tæpan helming í heimsfaraldrinum og hefur gengið erfiðlega að fjölga farþegum síðan. Framkvæmdastjóri Vegagerðarinnar segist þó vongóð, þar sem þau sjái hægan vöxt milli ára. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred.
12/14/20230
Episode Artwork

Úkraínu boðið í viðræður, hryðjuverkaárás afstýrt, landsbyggðarstrætó

Leiðtogaráð Evrópusambandsins ákvað undir kvöld að bjóða Úkraínu og Moldóvu að hefja viðræður um aðild að sambandinu. Þetta var tilkynnt á fundi leiðtoganna sem nú stendur yfir í Brussel. Fyrirfram hafði verið búist við að Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands myndi standa í vegi fyrir þessari ákvörðun. Rætt var við Björn Malmquist sem hefur fylgst með fundinum. Danska lögreglan telur sig hafa komið í veg fyrir hryðjuverkaárás með umfangsmiklum aðgerðum víða um landið í rauðabítið í morgun. Þrír eru í haldi í Danmörku og einn í Hollandi. Notkun Strætó utan höfuðborgarinnar minnkaði um tæpan helming í heimsfaraldrinum og hefur gengið erfiðlega að fjölga farþegum síðan. Framkvæmdastjóri Vegagerðarinnar segist þó vongóð, þar sem þau sjái hægan vöxt milli ára. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred.
12/14/202319 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Zelensky i Ósló, COP 28 og orðhákurinn Rudy Giuliani

Vladimir Zelensky Úkraínuforseti átti á miðvikudag fund með öllum forsætisráðherrum Norðurlandanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd og átti einnig einkafund með forsetanum. Gísli Kristjánsson, útsendari Spegilsins, var á staðnum og ræddi við Katrínu. Nær 200 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna náðu í morgun samkomulagi á 28. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 28, sem haldin var í olíuríkinu Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, undir lok heitasta árs í sögu veðurmælinga. Forseti ráðstefnunnar, Al Jaber soldán og framkvæmdastjóri ríkisolíufyrirtækis Dúbaí, sagði þetta tímamótasamþykkt, enda væri hún sú fyrsta sinnar tegundar, þar sem minnst er á jarðefnaeldsneyti yfirhöfuð. Helga Barðadóttir, formaður íslensku sendinefndarinnar í Dúbaí, og Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, taka bæði undir þetta, hvort með sínum hætti. Ævar Örn Jósepsson tók saman. Rudy Giuliani, fyrrverandi lögmaður Donalds Trumps, stendur við fullyrðingar sínar um að mæðgur sem störfuðu á kjörstað í Georgíuríki í forsetakosningunum í Bandaríkjunum fyrir þremur árum hafi reynt að hnekkja úrslitunum með svindli. Hann hefur verið sakfelldur fyrir orð sín. Réttarhöld standa yfir í Washingtonborg þar sem ákveða á skaðabætur sem hann þarf að greiða mæðgunum. Árni Tómasson segir frá.
12/13/20230
Episode Artwork

Zelensky i Ósló, COP 28 og orðhákurinn Rudy Giuliani

Vladimir Zelensky Úkraínuforseti átti á miðvikudag fund með öllum forsætisráðherrum Norðurlandanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd og átti einnig einkafund með forsetanum. Gísli Kristjánsson, útsendari Spegilsins, var á staðnum og ræddi við Katrínu. Nær 200 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna náðu í morgun samkomulagi á 28. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 28, sem haldin var í olíuríkinu Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, undir lok heitasta árs í sögu veðurmælinga. Forseti ráðstefnunnar, Al Jaber soldán og framkvæmdastjóri ríkisolíufyrirtækis Dúbaí, sagði þetta tímamótasamþykkt, enda væri hún sú fyrsta sinnar tegundar, þar sem minnst er á jarðefnaeldsneyti yfirhöfuð. Helga Barðadóttir, formaður íslensku sendinefndarinnar í Dúbaí, og Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, taka bæði undir þetta, hvort með sínum hætti. Ævar Örn Jósepsson tók saman. Rudy Giuliani, fyrrverandi lögmaður Donalds Trumps, stendur við fullyrðingar sínar um að mæðgur sem störfuðu á kjörstað í Georgíuríki í forsetakosningunum í Bandaríkjunum fyrir þremur árum hafi reynt að hnekkja úrslitunum með svindli. Hann hefur verið sakfelldur fyrir orð sín. Réttarhöld standa yfir í Washingtonborg þar sem ákveða á skaðabætur sem hann þarf að greiða mæðgunum. Árni Tómasson segir frá.
12/13/202320 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Gaza og Eurovision, Hútar réðust á norskt skip, skýra þarf námskrá

Rússar voru í fyrra útilokaðir frá þátttöku í Eurovision að áeggjan nokkurra sjónvarpsstöðva sem aðild eiga að EBU Evrópusamtökum útvarpsstöðva. Norrænu ríkisstöðvarnar, þar á meðal RÚV, fóru þar fremstar í flokki undir forystu Finna. Að lokum lét EBU undan, meinaði Rússum þátttöku og rak úr samtökunum. Nú eru uppi háværar raddir um að útiloka skuli Ísrael frá þátttöku í Eurovision vegna þeirra stríðsglæpa sem ljóst þykir að Ísraelsher hafi framið í stríðsrekstri sínum á Gaza. Er þetta sambærilegt? Spegillinn ræddi við Kára Hólmar Ragnarsson, lektor í alþjóðarétti og Stefán Eiríksson útvarpsstjóra. Norska flutningaskipið Strinda er á leið til hafnar eftir að uppreisnarmenn Húta í Jemen skutu á það með flugskeyti í gær. Eldur kviknaði í skipinu, en engan sakaði. Í skýrslu um helstu niðurstöður PISA eru settar fram tillögur um aðgerðir, vegna þess að árangur íslenskra nemenda í stærðfræðilæsi, lesskilningi og læsi á náttúruvísindi er talsvert lakari en áður hefur mælst. Þar segir að meðal annars sé nauðsynlegt að endurskoða aðalnámsskrá grunnskóla. Spegillinn leit við í Hagaskóla, hitti þar skólastjórann og doktorsnemann Ómar Örn Magnússon og bað hann að útskýra námskrár málin. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Kári Guðmundsson.
12/12/20230
Episode Artwork

Gaza og Eurovision, Hútar réðust á norskt skip, skýra þarf námskrá

Rússar voru í fyrra útilokaðir frá þátttöku í Eurovision að áeggjan nokkurra sjónvarpsstöðva sem aðild eiga að EBU Evrópusamtökum útvarpsstöðva. Norrænu ríkisstöðvarnar, þar á meðal RÚV, fóru þar fremstar í flokki undir forystu Finna. Að lokum lét EBU undan, meinaði Rússum þátttöku og rak úr samtökunum. Nú eru uppi háværar raddir um að útiloka skuli Ísrael frá þátttöku í Eurovision vegna þeirra stríðsglæpa sem ljóst þykir að Ísraelsher hafi framið í stríðsrekstri sínum á Gaza. Er þetta sambærilegt? Spegillinn ræddi við Kára Hólmar Ragnarsson, lektor í alþjóðarétti og Stefán Eiríksson útvarpsstjóra. Norska flutningaskipið Strinda er á leið til hafnar eftir að uppreisnarmenn Húta í Jemen skutu á það með flugskeyti í gær. Eldur kviknaði í skipinu, en engan sakaði. Í skýrslu um helstu niðurstöður PISA eru settar fram tillögur um aðgerðir, vegna þess að árangur íslenskra nemenda í stærðfræðilæsi, lesskilningi og læsi á náttúruvísindi er talsvert lakari en áður hefur mælst. Þar segir að meðal annars sé nauðsynlegt að endurskoða aðalnámsskrá grunnskóla. Spegillinn leit við í Hagaskóla, hitti þar skólastjórann og doktorsnemann Ómar Örn Magnússon og bað hann að útskýra námskrár málin. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Kári Guðmundsson.
12/12/202320 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Pólsk pólitík, hernaður Ísraels á Gaza, gullleit á Drekasvæðinu

11. desember 2023 Meirihluti þingmanna á pólska þinginu greiddi í dag atkvæði gegn nýrri minnihlutastjórn hægriflokksins Laga og réttlætis. Búist hafði verið við þeirri niðurstöðu. Neðri deildin þarf því að velja nýtt forsætisráðherraefni sem að öllum líkindum verður Donald Tusk, leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Ásgeir Tómasson segir frá. Yfir 20.000 manns hafa farist í blóðugustu stríðsátökum Ísraela og Palestínumanna um áratugaskeið, langflest þeirra almennir borgarar. Þessar miklu blóðsúthellingar hófust með skelfilegri og óverjandi árás Hamas-liða, þar sem þeir myrtu um 1.200 almenna borgara og tóku á þriðja hundrað til viðbótar í gíslingu. Þetta er óumdeilt. Viðbrögð Ísraela eru margra vikna linnulitlar loft- og landárásir á Gaza, þar sem um 18.000 manns, aðallega almennir borgarar, hafa verið drepnir. Þar af allt að 8.000 börn. Þetta er líka - í það minnsta nokkurn veginn - óumdeilt. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Kára Hólmar Ragnarsson, lektor í þjóðarétti við Háskóla Íslands um stríð og stríðsglæpi á Gaza. Meirihluti er núna á norska Stórþinginu fyrir að hefja leit að eftirsóttum jarðefnum og dýrum málmum á landgrunninu. Leitarsvæðið nær alveg upp að íslensku efnahagslögsögunni norðaustur af landinu. Það er á Drekasvæðinu svokallaða. Liggur drekinn þar á gulli? Gísli Kristjánsson fjallar um málið. Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
12/11/20230
Episode Artwork

Pólsk pólitík, hernaður Ísraels á Gaza, gullleit á Drekasvæðinu

11. desember 2023 Meirihluti þingmanna á pólska þinginu greiddi í dag atkvæði gegn nýrri minnihlutastjórn hægriflokksins Laga og réttlætis. Búist hafði verið við þeirri niðurstöðu. Neðri deildin þarf því að velja nýtt forsætisráðherraefni sem að öllum líkindum verður Donald Tusk, leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Ásgeir Tómasson segir frá. Yfir 20.000 manns hafa farist í blóðugustu stríðsátökum Ísraela og Palestínumanna um áratugaskeið, langflest þeirra almennir borgarar. Þessar miklu blóðsúthellingar hófust með skelfilegri og óverjandi árás Hamas-liða, þar sem þeir myrtu um 1.200 almenna borgara og tóku á þriðja hundrað til viðbótar í gíslingu. Þetta er óumdeilt. Viðbrögð Ísraela eru margra vikna linnulitlar loft- og landárásir á Gaza, þar sem um 18.000 manns, aðallega almennir borgarar, hafa verið drepnir. Þar af allt að 8.000 börn. Þetta er líka - í það minnsta nokkurn veginn - óumdeilt. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Kára Hólmar Ragnarsson, lektor í þjóðarétti við Háskóla Íslands um stríð og stríðsglæpi á Gaza. Meirihluti er núna á norska Stórþinginu fyrir að hefja leit að eftirsóttum jarðefnum og dýrum málmum á landgrunninu. Leitarsvæðið nær alveg upp að íslensku efnahagslögsögunni norðaustur af landinu. Það er á Drekasvæðinu svokallaða. Liggur drekinn þar á gulli? Gísli Kristjánsson fjallar um málið. Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
12/11/202319 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Ástandið á Gaza, Fangelsismál í ólestri, Norræna ungmennaráðið

8. desember 2023 Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins gagnrýnir harðlega framferði Ísraelshers á Gaza. Sprengjuherferðin sé orðin með hinum umfangsmestu í sögunni og eyðileggingin í borgum á svæðinu sambærileg ef ekki meiri en í Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiðir í dag atkvæði um tafarlaust vopnahlé á Gaza. Bandaríkjamenn ætla ekki að styðja það. Ásgeir Tómasson sagði frá. Ísland er eina Norðurlandaþjóðin án opinberrar stefnu í málefnum fanga og fangelsa. Slík srefna er forsenda raunverulegra og nauðsylegra umbóta í málaflokknum, segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Meðal aðgerða sem grípa þarf til svo landsbyggðin verði aðlaðandi fyrir ungt fólk er að bæta almenningssamgöngur og húsnæðismál og auka tækifæri til menntunar í samræmi við atvinnulíf. Þetta er mat Norræna ungmennaráðsins. Amanda Guðrún Bjarnadóttir sagði frá og talaði við Selmu Dís Hauksdóttur sem á sæti í ráðinu. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknuimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
12/8/20230
Episode Artwork

Ástandið á Gaza, Fangelsismál í ólestri, Norræna ungmennaráðið

8. desember 2023 Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins gagnrýnir harðlega framferði Ísraelshers á Gaza. Sprengjuherferðin sé orðin með hinum umfangsmestu í sögunni og eyðileggingin í borgum á svæðinu sambærileg ef ekki meiri en í Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiðir í dag atkvæði um tafarlaust vopnahlé á Gaza. Bandaríkjamenn ætla ekki að styðja það. Ásgeir Tómasson sagði frá. Ísland er eina Norðurlandaþjóðin án opinberrar stefnu í málefnum fanga og fangelsa. Slík srefna er forsenda raunverulegra og nauðsylegra umbóta í málaflokknum, segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Meðal aðgerða sem grípa þarf til svo landsbyggðin verði aðlaðandi fyrir ungt fólk er að bæta almenningssamgöngur og húsnæðismál og auka tækifæri til menntunar í samræmi við atvinnulíf. Þetta er mat Norræna ungmennaráðsins. Amanda Guðrún Bjarnadóttir sagði frá og talaði við Selmu Dís Hauksdóttur sem á sæti í ráðinu. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknuimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
12/8/202320 minutes
Episode Artwork

Stuðningur við Úkraínu minnkar, ungir brotamenn, hælisleitendur

Verulega hefur dregið úr fjárstuðningi vestrænna þjóða við Úkraínu upp á síðkastið. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjanna komu í gær í veg fyrir 106 milljarða dollara neyðaraðstoð, sem Bandaríkjaforseti hugðist skipta milli Ísraels og Úkraínu. Brotamenn undir átján ára aldri fara ekki í fangelsi nema í algjörum undantekningartilfellum en þeim hefur farið fjölgandi upp á síðkastið, kornungu karlmönnunum sem grunaðir eru um og jafnvel staðnir að alvarlegum ofbeldisbrotum og eru dregnir fyrir dóm í kjölfarið. Spegillinn hefur fjallað um nýútkomna skýrslu Ríkisendurskoðunar um Fangelsismálastofnun síðustu daga, og þótt ekki sé sérstaklega fjallað um unga fanga í henni, spurðum við Pál Winkel, fangelsismálastjóra og Margréti Valdimarsdóttur afbrotafræðing út í aðstæður þessa viðkvæma en stækkandi hóps. Hælisleitendur, sem hafa fengið synjun um hæli en vilja ekki fara, verða settir í svokallað búsetuúrræði, þar sem fólk verður ekki frjálst ferða sinna, samkvæmt frumvarpi sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram eftir áramót. Hún var á fundi ráðherra Schengen-ríkjanna þar sem aðalumræðuefnið var hvernig ríkin takast á við brottvísanir. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússon.
12/7/20230
Episode Artwork

Stuðningur við Úkraínu minnkar, ungir brotamenn, hælisleitendur

Verulega hefur dregið úr fjárstuðningi vestrænna þjóða við Úkraínu upp á síðkastið. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjanna komu í gær í veg fyrir 106 milljarða dollara neyðaraðstoð, sem Bandaríkjaforseti hugðist skipta milli Ísraels og Úkraínu. Brotamenn undir átján ára aldri fara ekki í fangelsi nema í algjörum undantekningartilfellum en þeim hefur farið fjölgandi upp á síðkastið, kornungu karlmönnunum sem grunaðir eru um og jafnvel staðnir að alvarlegum ofbeldisbrotum og eru dregnir fyrir dóm í kjölfarið. Spegillinn hefur fjallað um nýútkomna skýrslu Ríkisendurskoðunar um Fangelsismálastofnun síðustu daga, og þótt ekki sé sérstaklega fjallað um unga fanga í henni, spurðum við Pál Winkel, fangelsismálastjóra og Margréti Valdimarsdóttur afbrotafræðing út í aðstæður þessa viðkvæma en stækkandi hóps. Hælisleitendur, sem hafa fengið synjun um hæli en vilja ekki fara, verða settir í svokallað búsetuúrræði, þar sem fólk verður ekki frjálst ferða sinna, samkvæmt frumvarpi sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram eftir áramót. Hún var á fundi ráðherra Schengen-ríkjanna þar sem aðalumræðuefnið var hvernig ríkin takast á við brottvísanir. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússon.
12/7/202320 minutes
Episode Artwork

Konur í fengelsi, lestrarkunnátta og -nám, óviss framtíð X/Twitter

6. desember 2023. Staða kvenna í fangelsum landsins er á meðal þess sem alvarlegustu athugasemdirnar eru gerðar við í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Þær athugasemdir bætast við alvarlegar athugasemdir sem umboðsmaður Alþingis gerði við aðbúnað kvenfanga í íslenskum fangelsum fyrr á árinu. Það liggur sem sagt alveg skýrt fyrir, að aðstaða kvenfanga hér á landi er óboðleg í dag - eins og hún hefur löngum verið. Ævar Örn Jósepsson fjallar um málið og ræðir við Pál Winkel fangelsismálastjóra og Margréti Valdimarsdóttur, dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Hvernig lærir fólk að lesa og hvernig á að kenna fólki að lesa? Þetta eru tvær af mörgum spurningum sem vaknað hafa eftir að niðurstöður nýjustu PISA-könnunarinnar á lesskilningi barna voru birtar. Ragnhildur Thorlacius kynnti sér málið, ræddi við Sigríði Ólafsdóttur dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands og spurði fólk á förnum vegi um lestrarnám þess. Það hriktir í stoðum samfélagsmiðilsins X, áður Twitters, eftir að stjórnendur allmargra stórfyrirtækja hættu að auglýsa á honum. Talið er að um það bil níutíu prósent fjárins sem fer í að reka miðilinn komi frá auglýsendum. Ásgeir Tómasson segir frá.
12/6/20230
Episode Artwork

Konur í fengelsi, lestrarkunnátta og -nám, óviss framtíð X/Twitter

6. desember 2023. Staða kvenna í fangelsum landsins er á meðal þess sem alvarlegustu athugasemdirnar eru gerðar við í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Þær athugasemdir bætast við alvarlegar athugasemdir sem umboðsmaður Alþingis gerði við aðbúnað kvenfanga í íslenskum fangelsum fyrr á árinu. Það liggur sem sagt alveg skýrt fyrir, að aðstaða kvenfanga hér á landi er óboðleg í dag - eins og hún hefur löngum verið. Ævar Örn Jósepsson fjallar um málið og ræðir við Pál Winkel fangelsismálastjóra og Margréti Valdimarsdóttur, dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Hvernig lærir fólk að lesa og hvernig á að kenna fólki að lesa? Þetta eru tvær af mörgum spurningum sem vaknað hafa eftir að niðurstöður nýjustu PISA-könnunarinnar á lesskilningi barna voru birtar. Ragnhildur Thorlacius kynnti sér málið, ræddi við Sigríði Ólafsdóttur dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands og spurði fólk á förnum vegi um lestrarnám þess. Það hriktir í stoðum samfélagsmiðilsins X, áður Twitters, eftir að stjórnendur allmargra stórfyrirtækja hættu að auglýsa á honum. Talið er að um það bil níutíu prósent fjárins sem fer í að reka miðilinn komi frá auglýsendum. Ásgeir Tómasson segir frá.
12/6/202320 minutes
Episode Artwork

Vatn og brauð á Gaza, fangelsismál, hælisleitendur til Rúanda

Íbúar á Gaza nærast aðallega á vatni og brauði, segir Gréta Gunnarsdóttir yfirmaður sendiskrifstofu Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna - UNWRA í New York. Horfur eru á UNWRA geti héðan í frá aðeins dreift einum lítra af vatni til hvers flóttamanns á Gaza. 80 prósent íbúanna eru á vergangi. Í úttekt Ríkisendurskoðunar um Fangelsismálastofnun voru gerðar alvarlegar athugasemdir við illa farinn og heilsuspillandi húsakost á Litla-Hrauni, ónóga mönnun til að tryggja öryggi fanga og fangavarða og fulla nýtingu afplánunarrýma, sem meðal annars hefur leitt til þess að refsingar hátt í þrjú hundruð dæmdra brotamanna féllu niður. Alvarlegustu athugasemdirnar lúta flestar að málum á könnu dómsmálaráðuneytisins. Björn Malmquist fréttamaður ræddi við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Bretar hafa enn ekki gefist upp á að losa sig við hælisleitendur með því að senda þá til Rúanda, þrátt fyrir að hæstiréttur landsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að lögum samkvæmt megi ekki senda þá þangað. Á föstudaginn var Repúblikaninn George Santos rekinn af Bandaríkjaþingi í skugga fjölda ásakana um lygar, fjármálamisferli og fleira. Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Hljóðmaður var Kári Guðmundsson.
12/5/20230
Episode Artwork

Vatn og brauð á Gaza, fangelsismál, hælisleitendur til Rúanda

Íbúar á Gaza nærast aðallega á vatni og brauði, segir Gréta Gunnarsdóttir yfirmaður sendiskrifstofu Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna - UNWRA í New York. Horfur eru á UNWRA geti héðan í frá aðeins dreift einum lítra af vatni til hvers flóttamanns á Gaza. 80 prósent íbúanna eru á vergangi. Í úttekt Ríkisendurskoðunar um Fangelsismálastofnun voru gerðar alvarlegar athugasemdir við illa farinn og heilsuspillandi húsakost á Litla-Hrauni, ónóga mönnun til að tryggja öryggi fanga og fangavarða og fulla nýtingu afplánunarrýma, sem meðal annars hefur leitt til þess að refsingar hátt í þrjú hundruð dæmdra brotamanna féllu niður. Alvarlegustu athugasemdirnar lúta flestar að málum á könnu dómsmálaráðuneytisins. Björn Malmquist fréttamaður ræddi við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Bretar hafa enn ekki gefist upp á að losa sig við hælisleitendur með því að senda þá til Rúanda, þrátt fyrir að hæstiréttur landsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að lögum samkvæmt megi ekki senda þá þangað. Á föstudaginn var Repúblikaninn George Santos rekinn af Bandaríkjaþingi í skugga fjölda ásakana um lygar, fjármálamisferli og fleira. Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Hljóðmaður var Kári Guðmundsson.
12/5/202320 minutes
Episode Artwork

Gaza, fangelsi landsins og norsk barnavernd í vanda

Ísraelsher herti í dag sókn sína gegn Hamas í suðurhluta Gazasvæðisins, en þangað hefur fólk verið hvatt til að fara til að forðast árásir Ísraela á norðurhlutann. Íbúum nokkurra hverfa í borginni Khan Yunis hefur verið skipað að flýja suður á bóginn. Ásgeir Tómasson segir frá. Margar brotalamir eru í rekstri fangelsa landsins og sumar þeirra býsna alvarlegar, samkvæmt stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Alvarlegustu athugasemdirnar lúta að óboðlegu ástandi húsnæðis á Litla-Hrauni, ónógu öryggi fanga og fangavarða vegna manneklu, skorti á heilbrigðisþjónustu og meðferðarúrræðum fyrir fanga, skorti á aöstöðu til að halda hópum fanga með ólíkan bakgrunn og vandamál aðskildum og þeirri staðreynd, að ekkert kvennafangelsi er rekið hér á landi - að ógleymdri fjármögnun stofnunarinnar, sem ekki sé öldungis í takt við fjárþörfina. Arnar Björnsson ræðir við Páll Winkel fangelsismálastjóra, sem fagnar skýrslunni og segir fátt í henni koma á óvart. Ævar Örn Jósepsson tók saman. Norska barnaverndin sætir aftur og aftur gagnrýni dómara við mannréttindadómstól Evrópu í Strasbourg. Norðmennirnir þykja ósveigjanlegir í túlkun laga um réttindi barna, foreldrar fá ekki áheyrn með klögumál sín, og evrópsku dómararnir orðnir langþreyttir að úrskurða aftur og aftur um sömu mistökin. Gísli Kristjánsson hefur kynnt sé nýjustu úrskurðina frá Strasbourg.
12/4/20230
Episode Artwork

Gaza, fangelsi landsins og norsk barnavernd í vanda

Ísraelsher herti í dag sókn sína gegn Hamas í suðurhluta Gazasvæðisins, en þangað hefur fólk verið hvatt til að fara til að forðast árásir Ísraela á norðurhlutann. Íbúum nokkurra hverfa í borginni Khan Yunis hefur verið skipað að flýja suður á bóginn. Ásgeir Tómasson segir frá. Margar brotalamir eru í rekstri fangelsa landsins og sumar þeirra býsna alvarlegar, samkvæmt stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Alvarlegustu athugasemdirnar lúta að óboðlegu ástandi húsnæðis á Litla-Hrauni, ónógu öryggi fanga og fangavarða vegna manneklu, skorti á heilbrigðisþjónustu og meðferðarúrræðum fyrir fanga, skorti á aöstöðu til að halda hópum fanga með ólíkan bakgrunn og vandamál aðskildum og þeirri staðreynd, að ekkert kvennafangelsi er rekið hér á landi - að ógleymdri fjármögnun stofnunarinnar, sem ekki sé öldungis í takt við fjárþörfina. Arnar Björnsson ræðir við Páll Winkel fangelsismálastjóra, sem fagnar skýrslunni og segir fátt í henni koma á óvart. Ævar Örn Jósepsson tók saman. Norska barnaverndin sætir aftur og aftur gagnrýni dómara við mannréttindadómstól Evrópu í Strasbourg. Norðmennirnir þykja ósveigjanlegir í túlkun laga um réttindi barna, foreldrar fá ekki áheyrn með klögumál sín, og evrópsku dómararnir orðnir langþreyttir að úrskurða aftur og aftur um sömu mistökin. Gísli Kristjánsson hefur kynnt sé nýjustu úrskurðina frá Strasbourg.
12/4/202320 minutes
Episode Artwork

Barist á Gaza, Norðmenn fúlsa við eldislaxi, nám í framhaldsskólum

1. desember 2023 Á annað hundrað Palestínumenn hafa látið lífið frá því að vopnahlé Ísraelshers og Hamas samtakanna rann út í sandinn í morgun. Reynt er að fá stríðandi fylkingar til að fallast á að leggja niður vopn af mannúðarástæðum. Ásgeir Tómasson tók saman. Það stefnir í metár hjá laxeldismönnum i Noregi. Verð er í hæstum hæðum og fleiri laxar í kvíunum en nokkru sinni fyrr. En eldisfyrirtækin sæta meiri gagnrýni en áður og innanlandsmarkaður í Noregi er fallandi. Landsmenn fúlsa við eigin framleiðslu og segja hana bæði illa útlítandi og illa lyktandi. Gísli Kristjánsson sagði frá. Námsbrautir framhaldsskóla eru orðnar svo ólíkar á milli skóla og kerfið svo ógagnsætt að erfitt er fyrir nemendur að setja saman nám til undirbúnings fyrir háskóla, samkvæmt greiningu Maríu Jónasdóttur, doktorsnema í menntavísindum. Nánast megi tala um krísuástand í sumum deildum Háskóla Íslands - hvernig eigi að bregaðst við breyttum undirbúningi nemenda sem eru að koma úr framhaldsskóla eftir styttingu. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Maríu. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred.
12/1/20230
Episode Artwork

Barist á Gaza, Norðmenn fúlsa við eldislaxi, nám í framhaldsskólum

1. desember 2023 Á annað hundrað Palestínumenn hafa látið lífið frá því að vopnahlé Ísraelshers og Hamas samtakanna rann út í sandinn í morgun. Reynt er að fá stríðandi fylkingar til að fallast á að leggja niður vopn af mannúðarástæðum. Ásgeir Tómasson tók saman. Það stefnir í metár hjá laxeldismönnum i Noregi. Verð er í hæstum hæðum og fleiri laxar í kvíunum en nokkru sinni fyrr. En eldisfyrirtækin sæta meiri gagnrýni en áður og innanlandsmarkaður í Noregi er fallandi. Landsmenn fúlsa við eigin framleiðslu og segja hana bæði illa útlítandi og illa lyktandi. Gísli Kristjánsson sagði frá. Námsbrautir framhaldsskóla eru orðnar svo ólíkar á milli skóla og kerfið svo ógagnsætt að erfitt er fyrir nemendur að setja saman nám til undirbúnings fyrir háskóla, samkvæmt greiningu Maríu Jónasdóttur, doktorsnema í menntavísindum. Nánast megi tala um krísuástand í sumum deildum Háskóla Íslands - hvernig eigi að bregaðst við breyttum undirbúningi nemenda sem eru að koma úr framhaldsskóla eftir styttingu. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Maríu. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred.
12/1/202320 minutes
Episode Artwork

Löggjöf um sjávarútveg, aldinn utanríkisáðherra allur og slúður

30. nóvember 2023 Drög að sjávarútvegsstefnu og frumvarpi að lögum um sjávarútveg hafa verið birt og hægt að senda inn umsagnir til 22. desember. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir stefnt að jafnvægi og samfélagssátt um greinina - ekki endilega sátt við alla í henni. Jón Björn Hákonarson formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga telur að kominn sé tími á breytingar á almennum byggðakvóta, slíkt er lagt til í drögunum. Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa minnst Henrys Kissingers, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann lést í gær, hundrað ára að aldri. Fólk sem verður fyrir barðinu á slúðri í litlum bæjarfélögum er tvöfalt líklegra en aðrir til að flytja á brott. Doktorsnemi við Háskólann á Akureyri segir einhleypar konur oft skotmark. Sumar þeirra láti lítið fyrir sér fara af ótta við drusluskömmun. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred
11/30/20230
Episode Artwork

Löggjöf um sjávarútveg, aldinn utanríkisáðherra allur og slúður

30. nóvember 2023 Drög að sjávarútvegsstefnu og frumvarpi að lögum um sjávarútveg hafa verið birt og hægt að senda inn umsagnir til 22. desember. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir stefnt að jafnvægi og samfélagssátt um greinina - ekki endilega sátt við alla í henni. Jón Björn Hákonarson formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga telur að kominn sé tími á breytingar á almennum byggðakvóta, slíkt er lagt til í drögunum. Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa minnst Henrys Kissingers, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann lést í gær, hundrað ára að aldri. Fólk sem verður fyrir barðinu á slúðri í litlum bæjarfélögum er tvöfalt líklegra en aðrir til að flytja á brott. Doktorsnemi við Háskólann á Akureyri segir einhleypar konur oft skotmark. Sumar þeirra láti lítið fyrir sér fara af ótta við drusluskömmun. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred
11/30/202320 minutes
Episode Artwork

Stuðningur vegna launagreiðslna í Grindavík, Gaza og COP28

29. nóvember 2023 Í vikunni samþykkti Alþingi einróma frumvarp stuðning vegna launa fólks sem starfar í Grindavík. Stuðningurinn getur numið allt að 633 þúsund krónum á mánuði auk framlags í lífeyrissjóð og gildir út febrúar. Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur segir töluvert um að fólk hringi á skrifstofuna í leit að svörum. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að í næstu viku geti einstaklingar sótt um stuðning og fyrirtæki um miðjan desember. Samningamenn frá Katar, Egyptalandi og Bandaríkjunum hafa í dag keppst við að ná samkomulagi um að lengja vopnahlé milli stríðandi fylkinga fyrir botni Miðjarðarhafs. Fjölmiðlar höfðu síðdegis eftir utanríkisráðherra Katars að jákvæð niðurstaða væri á næsta leiti. Íslensk stjórnvöld skoða með nágrannaþjóðum hvort og hvernig þau taka þátt i fjármögnun loftslagshamfarasjóðs, sem fjallað verður um á COP 28 sem hefst á morgun. Þetta kom fram í skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar loftslagsráðherra til Alþingis. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.
11/29/20230
Episode Artwork

Stuðningur vegna launagreiðslna í Grindavík, Gaza og COP28

29. nóvember 2023 Í vikunni samþykkti Alþingi einróma frumvarp stuðning vegna launa fólks sem starfar í Grindavík. Stuðningurinn getur numið allt að 633 þúsund krónum á mánuði auk framlags í lífeyrissjóð og gildir út febrúar. Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur segir töluvert um að fólk hringi á skrifstofuna í leit að svörum. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að í næstu viku geti einstaklingar sótt um stuðning og fyrirtæki um miðjan desember. Samningamenn frá Katar, Egyptalandi og Bandaríkjunum hafa í dag keppst við að ná samkomulagi um að lengja vopnahlé milli stríðandi fylkinga fyrir botni Miðjarðarhafs. Fjölmiðlar höfðu síðdegis eftir utanríkisráðherra Katars að jákvæð niðurstaða væri á næsta leiti. Íslensk stjórnvöld skoða með nágrannaþjóðum hvort og hvernig þau taka þátt i fjármögnun loftslagshamfarasjóðs, sem fjallað verður um á COP 28 sem hefst á morgun. Þetta kom fram í skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar loftslagsráðherra til Alþingis. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.
11/29/202320 minutes
Episode Artwork

NATO vill lengra vopnahlé, tryggja þarf almenningi orku, tóbakslög

Leiðtogar og utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna hafa kallað eftir að hlé á átökum á Gaza verði framlengt og fleiri gíslar leystir úr haldi. Fundur utanríkisráðherra NATO hófst í Brussel í morgun og óþreyja er meðal marga vegna aðildarumsóknar Svía. Rætt er við Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra. Eftirspurn eftir raforku er meiri en framboðið og lagabreytinga er þörf til að tryggja að almenningur fái rafmagn, það er að segja standi jafnfætis stórnotendum. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að eins og er sé hætt við því að almenningur verði undir í samkeppni um rafmagn; staðan í kerfinu sé ákaflega þröng. Í dag var dreift á Alþingi frumvarpi atvinnuveganefndar um breytingar á raforkulögum, og bætt við ákvæði sem gildir út 2025 og flutt að beiðni umhverfisráðherra. Nýju ákvæði er ætlað að tryggja aðgang almennings og smærri fyrirtækja að forgangsorku. Eitt af fyrstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar á Nýja Sjálandi var að afnema tæplega tveggja ára gömul lög um tóbaksvarnir. Þeim var ætlað að uppræta tóbaksreykingar í landinu á næstu árum. Bretar ætla að beita sömu aðferðum gegn reykingum.
11/28/20230
Episode Artwork

NATO vill lengra vopnahlé, tryggja þarf almenningi orku, tóbakslög

Leiðtogar og utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna hafa kallað eftir að hlé á átökum á Gaza verði framlengt og fleiri gíslar leystir úr haldi. Fundur utanríkisráðherra NATO hófst í Brussel í morgun og óþreyja er meðal marga vegna aðildarumsóknar Svía. Rætt er við Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra. Eftirspurn eftir raforku er meiri en framboðið og lagabreytinga er þörf til að tryggja að almenningur fái rafmagn, það er að segja standi jafnfætis stórnotendum. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að eins og er sé hætt við því að almenningur verði undir í samkeppni um rafmagn; staðan í kerfinu sé ákaflega þröng. Í dag var dreift á Alþingi frumvarpi atvinnuveganefndar um breytingar á raforkulögum, og bætt við ákvæði sem gildir út 2025 og flutt að beiðni umhverfisráðherra. Nýju ákvæði er ætlað að tryggja aðgang almennings og smærri fyrirtækja að forgangsorku. Eitt af fyrstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar á Nýja Sjálandi var að afnema tæplega tveggja ára gömul lög um tóbaksvarnir. Þeim var ætlað að uppræta tóbaksreykingar í landinu á næstu árum. Bretar ætla að beita sömu aðferðum gegn reykingum.
11/28/202320 minutes
Episode Artwork

Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir, landarmæri Finna og Rússa og popúlismi

27. nóvember 2023 Í bandaríska blaðinu New York Times birtist um helgina grein um ófrjósemisaðgerðir á fötluðum konum - þar fullyrt að enn væru gerðar slíkar aðgerðir í undantekingartilvikum, meðal annars á Íslandi, þrátt fyrir bann. Réttargæslumönnum fatlaðra berast árlega að jafnaði þrjár til fjórar frásagnir af þvinguðum ófrjósemisaðgerðum fatlaðra kvenna segir Eiríkur Smith réttargæslumaður. Finnar eru reiðubúnir að loka síðustu landamærastöðinni á landamærum Finnlands og Rússlands ef straumur hælisleitenda frá Rússlandi verður ekki stöðvaður. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi forsætisráðherra Svíþjóðar og Finnlands í Helsinki í dag. Um nær allan heim hefur gengi hægri öfgaflokka í kosningum vaxið. Þetta gerist víða í Evrópu og Bandaríkjunum og áhrifa þeirra gætir líka mjög hjá flokkum sem fyrir voru og hafa gert málflutning þeirra og málefni að sínum eigin. Það reynist mörgum erfitt að gangast við því að þessir flokkar séu orðnir hluti af hinu pólitíska landslagi segir Maximilian Conrad, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Jafnvel Geert Wilders formanni Frelsisflokksins kom kosningasigur flokksins í Hollandi í síðustu viku á óvart. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon.
11/27/20230
Episode Artwork

Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir, landarmæri Finna og Rússa og popúlismi

27. nóvember 2023 Í bandaríska blaðinu New York Times birtist um helgina grein um ófrjósemisaðgerðir á fötluðum konum - þar fullyrt að enn væru gerðar slíkar aðgerðir í undantekingartilvikum, meðal annars á Íslandi, þrátt fyrir bann. Réttargæslumönnum fatlaðra berast árlega að jafnaði þrjár til fjórar frásagnir af þvinguðum ófrjósemisaðgerðum fatlaðra kvenna segir Eiríkur Smith réttargæslumaður. Finnar eru reiðubúnir að loka síðustu landamærastöðinni á landamærum Finnlands og Rússlands ef straumur hælisleitenda frá Rússlandi verður ekki stöðvaður. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi forsætisráðherra Svíþjóðar og Finnlands í Helsinki í dag. Um nær allan heim hefur gengi hægri öfgaflokka í kosningum vaxið. Þetta gerist víða í Evrópu og Bandaríkjunum og áhrifa þeirra gætir líka mjög hjá flokkum sem fyrir voru og hafa gert málflutning þeirra og málefni að sínum eigin. Það reynist mörgum erfitt að gangast við því að þessir flokkar séu orðnir hluti af hinu pólitíska landslagi segir Maximilian Conrad, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Jafnvel Geert Wilders formanni Frelsisflokksins kom kosningasigur flokksins í Hollandi í síðustu viku á óvart. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon.
11/27/202320 minutes
Episode Artwork

Íbúðakaup fyrir Grindvíkinga, ungir afbrotamenn, föstudagurinn svarti

Stjórnvöld ætla að kaupa allt að 210 íbúðir til að útvega Grindvíkingum húsnæði og styðja þá tímabundið vegna kostnaðar við leigu. Þrátt fyrir að staða á húsnæðismarkaði hafi verið þröng eru þessar íbúðir til og endurmeta verður svo hvort þörf sé á frekari stuðningi. Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Arionbanka, telur að kaupin hafi ekki áhrif á fasteignaverð, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Haukur Holm ræddi við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttiur fjármálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir að það þurfi að hafa raunverulegar áhyggjur af því hér á landi að skipulögð brotasamtök láti ungt fólk fremja fyrir sig ofbeldisverk. Sú hætta sé fyrir hendi að ungmennin verði fengin til verksins á þeim forsendum að þau hljóti vægari refsingu vegna aldurs. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við Grím. Svarti föstudagurinn, mesti innkaupamánuður ársins í Bandaríkjunum, hefur breyst í fimmtíu gráa skugga sem teygja sig yfir tvo mánuði með misjafnlega freistandi nettilboðum, segir Kristin markaðsfræðingur hjá bandaríska ráðgjafafyrirtækinu KG Advisory Group. Ásgeir Tómasson sagði frá. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Kári Guðmundsson.
11/24/20230
Episode Artwork

Íbúðakaup fyrir Grindvíkinga, ungir afbrotamenn, föstudagurinn svarti

Stjórnvöld ætla að kaupa allt að 210 íbúðir til að útvega Grindvíkingum húsnæði og styðja þá tímabundið vegna kostnaðar við leigu. Þrátt fyrir að staða á húsnæðismarkaði hafi verið þröng eru þessar íbúðir til og endurmeta verður svo hvort þörf sé á frekari stuðningi. Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Arionbanka, telur að kaupin hafi ekki áhrif á fasteignaverð, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Haukur Holm ræddi við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttiur fjármálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir að það þurfi að hafa raunverulegar áhyggjur af því hér á landi að skipulögð brotasamtök láti ungt fólk fremja fyrir sig ofbeldisverk. Sú hætta sé fyrir hendi að ungmennin verði fengin til verksins á þeim forsendum að þau hljóti vægari refsingu vegna aldurs. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við Grím. Svarti föstudagurinn, mesti innkaupamánuður ársins í Bandaríkjunum, hefur breyst í fimmtíu gráa skugga sem teygja sig yfir tvo mánuði með misjafnlega freistandi nettilboðum, segir Kristin markaðsfræðingur hjá bandaríska ráðgjafafyrirtækinu KG Advisory Group. Ásgeir Tómasson sagði frá. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Kári Guðmundsson.
11/24/202320 minutes
Episode Artwork

COP28 byrjar senn og bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla

Þúsundir stjórnmála- og embættismanna, vísindamanna, fulltrúa hagsmunaaðila, umhverfissamtaka að ógleymdum herskara fjölmiðlafólks flykkjast brátt á 28.loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um mánaðamótin. Finnur Ricart Andrason, forseti ungra umhverfissinna segir þetta mikilvægan vettvang en bara eitt tól af mörgum. VR stóð í dag fyrir fundi um leikskólamál út frá ýmsum sjónarhornum. Victor Karl Magnússon sérfræðingur hjá VR fjallaði um tekjuskerðingu foreldra í fæðingarorlofi og hinu margumrædda umönnunarbili á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Seðlabanki Tyrklands hækkaði í dag stýrivexti um fimm prósentustig í þeirri viðleitni að slá á verðbólguna. Þeir eru komnir í fjörutíu prósent og eru hvergi hærri í nýmarkaðsríkjum heimsins. Umsjón: Anna Krístin Jónsdóttir. Tæknimaður Mark Eldred
11/23/20230
Episode Artwork

COP28 byrjar senn og bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla

Þúsundir stjórnmála- og embættismanna, vísindamanna, fulltrúa hagsmunaaðila, umhverfissamtaka að ógleymdum herskara fjölmiðlafólks flykkjast brátt á 28.loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um mánaðamótin. Finnur Ricart Andrason, forseti ungra umhverfissinna segir þetta mikilvægan vettvang en bara eitt tól af mörgum. VR stóð í dag fyrir fundi um leikskólamál út frá ýmsum sjónarhornum. Victor Karl Magnússon sérfræðingur hjá VR fjallaði um tekjuskerðingu foreldra í fæðingarorlofi og hinu margumrædda umönnunarbili á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Seðlabanki Tyrklands hækkaði í dag stýrivexti um fimm prósentustig í þeirri viðleitni að slá á verðbólguna. Þeir eru komnir í fjörutíu prósent og eru hvergi hærri í nýmarkaðsríkjum heimsins. Umsjón: Anna Krístin Jónsdóttir. Tæknimaður Mark Eldred
11/23/202320 minutes
Episode Artwork

Vopnahlé á Gaza og óbreyttir stýrivextir

22. nóvember 2023 Samkomulag náðist í nótt milli ísraelskra stjórnvalda og Hamas samtakanna um fjögurra sólarhringa vopnahlé . Það á að ganga í gildi klukkan tíu í fyrramálið að staðartíma. Þrjátíu til þrjátíu og fimm börn, helmingurinn um og undir tíu ára aldri, verða látin laus þegar Hamas samtökin á Gaza sleppa fimmtíu gíslum á morgun og næstu daga. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að mögulega hefði átt að hækka vexti en afleiðingar jarðhræringanna geti aukið þenslu - en líka dregið úr neyslu almennings og haft vond áhrif á ferðaþjónustu. Óvissan sé mikil og því hafi verið ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Læknar á landsbyggðinni lýsa margir miklu álagi og víða reynist erfitt að manna stöður. Formaður Læknafélagsins segir tímabært að stjórnvöld geri alvöru úr stefnu sinni að bæta heilbrigðisþjónustu utan borgarinnar. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson Viðmælendur: Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Frank Gardner,fyrrverandi yfirmaður í breska hernum og nú fréttamaður hjá BBC. Peter Lerner, talsmaður Ísraelshers. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands.
11/22/20230
Episode Artwork

Vopnahlé á Gaza og óbreyttir stýrivextir

22. nóvember 2023 Samkomulag náðist í nótt milli ísraelskra stjórnvalda og Hamas samtakanna um fjögurra sólarhringa vopnahlé . Það á að ganga í gildi klukkan tíu í fyrramálið að staðartíma. Þrjátíu til þrjátíu og fimm börn, helmingurinn um og undir tíu ára aldri, verða látin laus þegar Hamas samtökin á Gaza sleppa fimmtíu gíslum á morgun og næstu daga. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að mögulega hefði átt að hækka vexti en afleiðingar jarðhræringanna geti aukið þenslu - en líka dregið úr neyslu almennings og haft vond áhrif á ferðaþjónustu. Óvissan sé mikil og því hafi verið ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Læknar á landsbyggðinni lýsa margir miklu álagi og víða reynist erfitt að manna stöður. Formaður Læknafélagsins segir tímabært að stjórnvöld geri alvöru úr stefnu sinni að bæta heilbrigðisþjónustu utan borgarinnar. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson Viðmælendur: Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Frank Gardner,fyrrverandi yfirmaður í breska hernum og nú fréttamaður hjá BBC. Peter Lerner, talsmaður Ísraelshers. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands.
11/22/202320 minutes
Episode Artwork

21.11.2023

11/21/20230
Episode Artwork

11/21/202320 minutes
Episode Artwork

Flókin atburðarás við Svartsengi og samið um gísla Hamas

Atburðurinn í og við Svartsengi er mjög flókinn að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Tjónið sé vegna sprungna, ekki jarðskjálfta. Taka þurfi mið af sprungum við mannvirkjagerð og hefði átt að gera af meiri alvöru fyrir löngu. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Pál. Bandaríkjaforseti er vongóður um að senn semjist um að gíslar Hamas samtakanna á Gaza verði látnir lausir. Ásgeir Tómasson sagði frá. Herða verður á í baráttunni við loftslagsvána og á COP 28 ráðstefnunni síðar í þessum mánuði er síðasta tækifærið til að ná samstöðu um það, segir Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs. Allar þjóðir geri sér grein fyrir alvöru málsins. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hann. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.
11/20/20230
Episode Artwork

Flókin atburðarás við Svartsengi og samið um gísla Hamas

20. nóvember 2023 Atburðurinn í og við Svartsengi er mjög flókinn að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Tjónið sé vegna sprungna, ekki jarðskjálfta. Taka þurfi mið af sprungum við mannvirkjagerð og hefði átt að gera af meiri alvöru fyrir löngu. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Pál. Bandaríkjaforseti er vongóður um að senn semjist um að gíslar Hamas samtakanna á Gaza verði látnir lausir. Ásgeir Tómasson sagði frá. Herða verður á í baráttunni við loftslagsvána og á COP 28 ráðstefnunni síðar í þessum mánuði er síðasta tækifærið til að ná samstöðu um það, segir Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs. Allar þjóðir geri sér grein fyrir alvöru málsins. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hann. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.
11/20/202320 minutes
Episode Artwork

Launagreiðslur til Grindvíkinga, þjónustumiðstöð, Úkraína

17. nóvember 2023 Á ríkisstjórnarfundi í dag var samþykkt að leggja fram frumvarp um tímabundnar launagreiðslur til Grindvíkinga. Gert er ráð fyrir að heildargreiðslur geti numið allt frá einum að einum og hálfum milljarði á mánuði. Reiknað er með greiðslunum út febrúar. Linda Blöndal ræddi við Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykjfjörð Gylfadóttur fjármáalráðherra og Guðmund Inga Guðbrandsson félagsmálaráðherra. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, stjórnandi þjónustumiðstöðvar fyrir Grindvíkinga, í gamla tollhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík, hvetur þá til að koma í miðstöðina, meðal annars í ráðgjöf hjá Vinnumálastofnun sem er komin með aðstöðu þar. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hana. Þjóðverjar áforma að tvöfalda á næsta ári framlög sín til hermála í Úkraínu, úr fjórum milljörðum evra í átta. Nokkur árangur hefur orðið að undanförnu í baráttunni við rússneska innrásarliðið í Kherson héraði. Ásgeir Tómasson sagði frá. Donald Trump er ekki eini stjórnmálamaðurinn frá New York-borg sem er undir smásjá alríkisyfirvalda í Bandaríkjunum þessa dagana. Borgarstjórinn Eric Adams er einnig í klandri. Rannsókn alríkislögreglu á meintu fjármálamisferli tengu framboði borgarstjórans fyrir tveimur árum er farin að þrengja að honum. Þorvarður Pálsson í New York sagði frá.. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Markús Hjaltason.
11/17/20230
Episode Artwork

Launagreiðslur til Grindvíkinga, þjónustumiðstöð, Úkraína

17. nóvember 2023 Á ríkisstjórnarfundi í dag var samþykkt að leggja fram frumvarp um tímabundnar launagreiðslur til Grindvíkinga. Gert er ráð fyrir að heildargreiðslur geti numið allt frá einum að einum og hálfum milljarði á mánuði. Reiknað er með greiðslunum út febrúar. Linda Blöndal ræddi við Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykjfjörð Gylfadóttur fjármáalráðherra og Guðmund Inga Guðbrandsson félagsmálaráðherra. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, stjórnandi þjónustumiðstöðvar fyrir Grindvíkinga, í gamla tollhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík, hvetur þá til að koma í miðstöðina, meðal annars í ráðgjöf hjá Vinnumálastofnun sem er komin með aðstöðu þar. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hana. Þjóðverjar áforma að tvöfalda á næsta ári framlög sín til hermála í Úkraínu, úr fjórum milljörðum evra í átta. Nokkur árangur hefur orðið að undanförnu í baráttunni við rússneska innrásarliðið í Kherson héraði. Ásgeir Tómasson sagði frá. Donald Trump er ekki eini stjórnmálamaðurinn frá New York-borg sem er undir smásjá alríkisyfirvalda í Bandaríkjunum þessa dagana. Borgarstjórinn Eric Adams er einnig í klandri. Rannsókn alríkislögreglu á meintu fjármálamisferli tengu framboði borgarstjórans fyrir tveimur árum er farin að þrengja að honum. Þorvarður Pálsson í New York sagði frá.. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Markús Hjaltason.
11/17/202320 minutes
Episode Artwork

Íslensk tunga, ljósleiðari sem jarðskjálftamælir, stórveldafundur

16. nóvember 2023 Íslenska er mál málanna á Íslandi í dag eins og alla aðra daga - en alveg sérstaklega í dag, á degi íslenskrar tungu, sem hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar síðan 1996. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Sigurrós Eiðsdóttur, formann Félags íslenskukennara, um íslenskukennslu og -áhuga skólabarna og stöðu íslenskunnar. Ljósleiðari er nú nýttur í fyrsta sinn til að mæla jarðskjálfta. Kristín Jónsdóttir deildarstjóri á Veðurstofunni stendur fyrir því, í samstarfi við svissneska Tækniháskólann RTH. Ljósleiðarinn, sem er 8 kílómetra langur er á við 150 hefðbundna skjálftamæla segir Kristín. Ragnhildur Thorlacius bað hana að segja frá ljósleiðaranum. Fyrsti fundur forseta Kína og Bandaríkjanna síðan á Balí í nóvember í fyrra var á vinsamlegum nótum. Þeir sammæltust um að reyna að draga úr spennu milli ríkjanna og ákváðu meðal annars að heimila að herlið beggja ríkja tækju upp samskipti að nýju. Ásgeir Tómasson segir frá. Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred.
11/16/20230
Episode Artwork

Íslensk tunga, ljósleiðari sem jarðskjálftamælir, stórveldafundur

16. nóvember 2023 Íslenska er mál málanna á Íslandi í dag eins og alla aðra daga - en alveg sérstaklega í dag, á degi íslenskrar tungu, sem hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar síðan 1996. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Sigurrós Eiðsdóttur, formann Félags íslenskukennara, um íslenskukennslu og -áhuga skólabarna og stöðu íslenskunnar. Ljósleiðari er nú líkega í fyrsta sinn nýttur í rauntímamælingum á jarðskjálftum. Kristín Jónsdóttir deildarstjóri á Veðurstofunni stendur fyrir því, í samstarfi við svissneska Tækniháskólann ETH. Ljósleiðarinn, sem er 8 kílómetra langur er á við 150 hefðbundna skjálftamæla segir Kristín. Ragnhildur Thorlacius bað hana að segja frá ljósleiðaranum. Fyrsti fundur forseta Kína og Bandaríkjanna síðan á Balí í nóvember í fyrra var á vinsamlegum nótum. Þeir sammæltust um að reyna að draga úr spennu milli ríkjanna og ákváðu meðal annars að heimila að herlið beggja ríkja tækju upp samskipti að nýju. Ásgeir Tómasson segir frá. Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred.
11/16/202320 minutes
Episode Artwork

Tilfinningar og kaffi í Tollhúsi, búið ofan á kvikugangi í Kelduhverfi

Það eru allar tilfinningar eðlilegar á þessum tímapunkti að sögn Aðalheiðar Jónsdóttir hjá Rauða krossinum. Hún segir að fólk bregðist misjafnlega við áföllum eins og því sem Grindvíkingar ganga í gegnum núna. Sumir verða reiðir, aðrir verða dofnir, svo dæmi séu tekin. Í þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga, sem var opnuð í gamla Tollhúsinu í Tryggvagötu í Reykjavík í dag, verður bæði hægt að fá sér kaffi og hitta vini og félaga úr bænum og innan tíðar verður hægt að fá sálrænan stuðning. Með tíð og tíma á svo að veita alls kyns upplýsingar í þjónustmiðstöðinni, þær upplýsingar sem Grindvíkinga vantar hverju sinni. Kvikugangar, sambærilegir þeim sem nú liggur undir Grindavík og nágrenni, mynduðust í eldsumbrotunum í Kröflu fyrir bráðum 50 árum og teygðu sig alla leið norður í Öxarfjörð. Maður sem þá bjó í Kelduhverfi segir það hafa verið erfiðan tíma, sem nú rifjist upp við atburðina í Grindavík. Hann ráðleggur fólki að halda ró sinni, sýna gætni og flana ekki að neinu. Hæstiréttur Bretlands komst í dag að þeirri niðurstöðu að ólögmætt væri að senda hælisleitendur til Rúanda, eins og stjórnvöld hafa áformað. Ástæðan er ekki sú að það sé ólöglegt að senda hælisleitendur til þriðja lands heldur þykir öryggi þeirra ekki tryggt í Rúanda. Umsjón með Speglinum hafði Ragnhildur Thorlacius.
11/15/20230
Episode Artwork

Tilfinningar og kaffi í Tollhúsi, búið ofan á kvikugangi í Kelduhverfi

Það eru allar tilfinningar eðlilegar á þessum tímapunkti að sögn Aðalheiðar Jónsdóttir hjá Rauða krossinum. Hún segir að fólk bregðist misjafnlega við áföllum eins og því sem Grindvíkingar ganga í gegnum núna. Sumir verða reiðir, aðrir verða dofnir, svo dæmi séu tekin. Í þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga, sem var opnuð í gamla Tollhúsinu í Tryggvagötu í Reykjavík í dag, verður bæði hægt að fá sér kaffi og hitta vini og félaga úr bænum og innan tíðar verður hægt að fá sálrænan stuðning. Með tíð og tíma á svo að veita alls kyns upplýsingar í þjónustmiðstöðinni, þær upplýsingar sem Grindvíkinga vantar hverju sinni. Kvikugangar, sambærilegir þeim sem nú liggur undir Grindavík og nágrenni, mynduðust í eldsumbrotunum í Kröflu fyrir bráðum 50 árum og teygðu sig alla leið norður í Öxarfjörð. Maður sem þá bjó í Kelduhverfi segir það hafa verið erfiðan tíma, sem nú rifjist upp við atburðina í Grindavík. Hann ráðleggur fólki að halda ró sinni, sýna gætni og flana ekki að neinu. Hæstiréttur Bretlands komst í dag að þeirri niðurstöðu að ólögmætt væri að senda hælisleitendur til Rúanda, eins og stjórnvöld hafa áformað. Ástæðan er ekki sú að það sé ólöglegt að senda hælisleitendur til þriðja lands heldur þykir öryggi þeirra ekki tryggt í Rúanda. Umsjón með Speglinum hafði Ragnhildur Thorlacius.
11/15/202319 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Sprungur í Grindavík og víðar, samkomustaður fyrir Grindvíkinga

Víða má finna sprungur á Reykjanesskaga og á austasta hluta höfuðborgarsvæðisins. Sprungur gætu leynst undir húsum á fleiri stöðum en í Grindavík. Ásta Rut Hjartardóttir jarðeðlisfræðingur hefur kortlagt sprungur. Hún segir að sprungan sem liggur i gegnum Grindavík hafi verið þekkt og telur að gliðnunin geti haldið áfram í nokkrar vikur. Stjórnsýsla Grindavíkur hefur fengið aðstöðu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þorsteinn Gunnarsson borgaritari starfaði áður og bjó í Grindavík en hann er alinn upp í Vestmannaeyjum til sjö ára aldurs, en þá þurfti hann að flýja heimili sitt vegna eldgossins í Heimaey. Þorsteinn segir að álag á starfmenn Grindavíkurbæjar sé mikið og þau verði að fá tíma til að ná áttum. Mestu máli skipti, og það þekki hann sjálfur frá Eyjagosinu, að bæjarbúar hittist. Stefmt er að því að gamla Tollhúsið í Reykjavík verði samkomustaður Grindvíkinga. Markmið um kolefnislosun á þessum áratug eru langt frá því að nást, samkvæmt skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í dag.
11/14/20230
Episode Artwork

Sprungur í Grindavík og víðar, samkomustaður fyrir Grindvíkinga

Víða má finna sprungur á Reykjanesskaga og á austasta hluta höfuðborgarsvæðisins. Sprungur gætu leynst undir húsum á fleiri stöðum en í Grindavík. Ásta Rut Hjartardóttir jarðeðlisfræðingur hefur kortlagt sprungur. Hún segir að sprungan sem liggur i gegnum Grindavík hafi verið þekkt og telur að gliðnunin geti haldið áfram í nokkrar vikur. Stjórnsýsla Grindavíkur hefur fengið aðstöðu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þorsteinn Gunnarsson borgaritari starfaði áður og bjó í Grindavík en hann er alinn upp í Vestmannaeyjum til sjö ára aldurs, en þá þurfti hann að flýja heimili sitt vegna eldgossins í Heimaey. Þorsteinn segir að álag á starfmenn Grindavíkurbæjar sé mikið og þau verði að fá tíma til að ná áttum. Mestu máli skipti, og það þekki hann sjálfur frá Eyjagosinu, að bæjarbúar hittist. Stefmt er að því að gamla Tollhúsið í Reykjavík verði samkomustaður Grindvíkinga. Markmið um kolefnislosun á þessum áratug eru langt frá því að nást, samkvæmt skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í dag.
11/14/202320 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Jarðhræringar, bresk stjórnmál og íslensk sumargotssíld

Spegillinn 13. nóvember 2023 Landsmenn - og þá sérstaklega Grindvíkingar auðvitað - hafa fylgst náið með atburðarásinni suður með sjó, þar sem allt hefur leikið á reiðiskjálfi undanfarnar vikur og sjaldan eða aldrei meira en allra síðustu daga, þótt dagurinn í dag hafi verið með rólegria móti.Gos hefur verið talið yfirvofandi á hverri stundu síðan föstudagskvöld og enn eru taldar meiri líkur en minni á gosi í nágrenni Grindavíkur eða jafnvel í Grindavík. Erfitt reynist að segja fyrir um það með nokkurri vissu, hvort og þá hvenær eða hvar mun gjósa. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur á Norræna eldfjallasetrinu, sem heyrir undir Jarðvísindastofnun Háskólans, kom í Spegilinn og ræddi stöðuna og horfurnar við Ævar Örn Jósepsson. David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi í ellefu ár og forsætisráðherra í sex, er enn á ný kominn í eldlínuna eftir að hafa haldið sig til hlés síðastliðin sjö ár, eftir að Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja sig úr Evrópusambandinu. Hann féllst á mánudag á að gerast utanríkisráðherra í stjórn Rishis Sunaks. 'Asgeir Tómasson segir frá. Veiðar á íslensku sumargotssíldinni hafa gengið afar vel síðustu vikur, en veiðar hófust í síðari hluta október. Aðal veiðisvæðið er djúpt vestur af landinu líkt og mörg undanfarin ár. Eftir talsverða niðursveiflu hafa komið fram vísbendingar um að stofninn sé að styrkjast á ný og nú verður til dæmis ekki vart sýkingar sem lengi herjaði á Íslandssíldina. Ísfélagið er eitt þeirra fyrirtækja sem einbeitir sér að síldveiðum og -vinnslu. Ágút Ólafsson ræddi við Björn Brimar Hákonarson, framleiðslustjóra félagsins í Vestmannaeyjum.
11/13/20230
Episode Artwork

Jarðhræringar, bresk stjórnmál og íslensk sumargotssíld

Spegillinn 13. nóvember 2023 Landsmenn - og þá sérstaklega Grindvíkingar auðvitað - hafa fylgst náið með atburðarásinni suður með sjó, þar sem allt hefur leikið á reiðiskjálfi undanfarnar vikur og sjaldan eða aldrei meira en allra síðustu daga, þótt dagurinn í dag hafi verið með rólegria móti.Gos hefur verið talið yfirvofandi á hverri stundu síðan föstudagskvöld og enn eru taldar meiri líkur en minni á gosi í nágrenni Grindavíkur eða jafnvel í Grindavík. Erfitt reynist að segja fyrir um það með nokkurri vissu, hvort og þá hvenær eða hvar mun gjósa. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur á Norræna eldfjallasetrinu, sem heyrir undir Jarðvísindastofnun Háskólans, kom í Spegilinn og ræddi stöðuna og horfurnar við Ævar Örn Jósepsson. David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi í ellefu ár og forsætisráðherra í sex, er enn á ný kominn í eldlínuna eftir að hafa haldið sig til hlés síðastliðin sjö ár, eftir að Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja sig úr Evrópusambandinu. Hann féllst á mánudag á að gerast utanríkisráðherra í stjórn Rishis Sunaks. 'Asgeir Tómasson segir frá. Veiðar á íslensku sumargotssíldinni hafa gengið afar vel síðustu vikur, en veiðar hófust í síðari hluta október. Aðal veiðisvæðið er djúpt vestur af landinu líkt og mörg undanfarin ár. Eftir talsverða niðursveiflu hafa komið fram vísbendingar um að stofninn sé að styrkjast á ný og nú verður til dæmis ekki vart sýkingar sem lengi herjaði á Íslandssíldina. Ísfélagið er eitt þeirra fyrirtækja sem einbeitir sér að síldveiðum og -vinnslu. Ágút Ólafsson ræddi við Björn Brimar Hákonarson, framleiðslustjóra félagsins í Vestmannaeyjum.
11/13/202319 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Aðstæður á Gaza, stytt nám til stúdentsprófs, Taylor Swift

Föstudagur 10. nóvember 2023 Aðstæður á Gaza eru hryllilegar og eiga eftir að versna áður en þær skána, segir Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins. Egeland, sem eitt sinn stýrði hjálparstarfi Sameinuðu þjóðanna, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir að tíma ekki að aðstoða fólk í neyð. Dagný Hulda Erlendsdóttir talaði við hann. Ragnhildur Thorlacius tók saman. Er þriggja ára framhaldsskólanám skilvirkara til stúdentsprófs? Hver er reynsla háskólanema og kennara af styttingu námstímans úr fjórum árum í þrjú? Ragnhildur Thorlacius ræddi stöðuna við Guðrúnu Ragnarsdóttur, dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún vinnur að rannsóknum á stefnubreytingum í menntamálum. Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift er ein skærasta stjarnan á hinum alþjóðlega dægurtónlistarhimni um þessar mundir. Eras tónleikaferð hennar er sögð styrkja efnahag Bandaríkjanna um 5,7 milljarða dollara. Ásgeir Tómasson sagði frá. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
11/10/20230
Episode Artwork

Aðstæður á Gaza, stytt nám til stúdentsprófs, Taylor Swift

Föstudagur 10. nóvember 2023 Aðstæður á Gaza eru hryllilegar og eiga eftir að versna áður en þær skána, segir Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins. Egeland, sem eitt sinn stýrði hjálparstarfi Sameinuðu þjóðanna, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir að tíma ekki að aðstoða fólk í neyð. Dagný Hulda Erlendsdóttir talaði við hann. Ragnhildur Thorlacius tók saman. Er þriggja ára framhaldsskólanám skilvirkara til stúdentsprófs? Hver er reynsla háskólanema og kennara af styttingu námstímans úr fjórum árum í þrjú? Ragnhildur Thorlacius ræddi stöðuna við Guðrúnu Ragnarsdóttur, dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún vinnur að rannsóknum á stefnubreytingum í menntamálum. Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift er ein skærasta stjarnan á hinum alþjóðlega dægurtónlistarhimni um þessar mundir. Eras tónleikaferð hennar er sögð styrkja efnahag Bandaríkjanna um 5,7 milljarða dollara. Ásgeir Tómasson sagði frá. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
11/10/202320 minutes
Episode Artwork

Áhyggjur af stigmögnun hefndaraðgerða, stress út af málvillum

Reglulegar hnífstungur, bensínsprengjur og skotárásir. Á undanförnum misserum hefur alvarlegum ofbeldisverkum fjölgað hérlendis. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að upp undir 15 skipulögð glæpasamtök starfi hér á landi Hún vill ekki tala um gengi eða gengjastríð í sambandi við skotárásina í Úlfársárdal á dögunum, heldur að hópar séu í átökum og svo stigmagnist átökin og hefndaraðgerðir. Slæm málfræði, málvillur og ambögur hvers konar geta framkallað líkamleg streituviðbrögð hjá þeim sem fyrir þeim verða, samkvæmt rannsókn tveggja prófessora við Birminghamháskóla í Englandi... eða er það á Englandi?
11/9/20230
Episode Artwork

Áhyggjur af stigmögnun hefndaraðgerða, stress út af málvillum

Reglulegar hnífstungur, bensínsprengjur og skotárásir. Á undanförnum misserum hefur alvarlegum ofbeldisverkum fjölgað hérlendis. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að upp undir 15 skipulögð glæpasamtök starfi hér á landi Hún vill ekki tala um gengi eða gengjastríð í sambandi við skotárásina í Úlfársárdal á dögunum, heldur að hópar séu í átökum og svo stigmagnist átökin og hefndaraðgerðir. Slæm málfræði, málvillur og ambögur hvers konar geta framkallað líkamleg streituviðbrögð hjá þeim sem fyrir þeim verða, samkvæmt rannsókn tveggja prófessora við Birminghamháskóla í Englandi... eða er það á Englandi?
11/9/202320 minutes
Episode Artwork

Stækkun ESB, líforkuver á Dysnesi, Rafah landamærastöðin

Miðvikudagur 8. nóvember 2023 Úkraína og Moldóva gætu orðið næstu aðildarríki Evrópusambandsins, samkvæmt tillögum sem framkvæmdastjórn ESB lagði fram í dag. Björn Malmquist sagði frá. Hægt væri að taka á móti dýraleifum af öllu landinu til förgunar í líforkuveri sem fyrirhugað er að byggja norður í Eyjafirði. Kristín Helga Schiöth, talsmaður verkefnisins, segir að á Íslandi skorti innviði til að takast á við förgun dýraleifa á löglegan og ábyrgan hátt. Ágúst Ólafsson ræddi við hana. Rafah landamærastöðin á landamærum Egyptalands og Gaza er iðulega í fréttum. Henni hefur iðulega verið lokað, opnuð aftur og lokað enn á ný á liðnum árum og áratugum. Ásgeir Tómasson sagði frá. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
11/8/20230
Episode Artwork

Stækkun ESB, líforkuver á Dysnesi, Rafah landamærastöðin

Miðvikudagur 8. nóvember 2023 Úkraína og Moldóva gætu orðið næstu aðildarríki Evrópusambandsins, samkvæmt tillögum sem framkvæmdastjórn ESB lagði fram í dag. Björn Malmquist sagði frá. Hægt væri að taka á móti dýraleifum af öllu landinu til förgunar í líforkuveri sem fyrirhugað er að byggja norður í Eyjafirði. Kristín Helga Schiöth, talsmaður verkefnisins, segir að á Íslandi skorti innviði til að takast á við förgun dýraleifa á löglegan og ábyrgan hátt. Ágúst Ólafsson ræddi við hana. Rafah landamærastöðin á landamærum Egyptalands og Gaza er iðulega í fréttum. Henni hefur iðulega verið lokað, opnuð aftur og lokað enn á ný á liðnum árum og áratugum. Ásgeir Tómasson sagði frá. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
11/8/202320 minutes
Episode Artwork

Vill varnargarð við Svartsengi. Ofbeldi á Vesturbakka. Fjármál borgar.

7.nóvember 2023 Ef það fer að gjósa við orkuverið í Svartsengi stefnir HS Orka að því að sprauta niðurdælingarvatni á hraunjaðra til að hægja á hraunrennsli og nýta efni úr hól í næsta nágrenni í bráðavarnargarð. Það er að segja ef hraun ógnar orkuverinu. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri framleiðslu telur æskilegt að reistur verði varanlegur varnargarður við virkjunina. Á sama tíma og hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna á Gazasvæðinu eru látlausar færist ofbeldi ísraelskra landtökumanna gegn íbúum á Vesturbakkanum stöðugt í aukana. Bandarísk stjórnvöld hafa áhyggjur af þessu eins og Antony Blinken utanríkisráðherra kom inn á í síðustu heimsókn sinni til Ísraels. Halli á rekstri Reykjavíkurborgar ár verður tæpir 5 milljarðar. Þrátt fyrir halla eru Samfylkingarmaðurinn Dagur B Eggertsson borgarstjóri og Framsóknarmaðurinn Einar Þorsteinsson verðandi borgarstjóri ánægðir þar sem gert var ráð fyrir meiri halla og hallinn í fyrra var mikill tæpir 16 milljarðar. Á næsta ári er stefnt á að koma út í plús. Rætt er við Hildi Björnsdóttur leiðtoga Sjálfstæðismanna Einar og Dag. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Kári Guðmundsson.
11/7/20230
Episode Artwork

Vill varnargarð við Svartsengi. Ofbeldi á Vesturbakka. Fjármál borgar.

7.nóvember 2023 Ef það fer að gjósa við orkuverið í Svartsengi stefnir HS Orka að því að sprauta niðurdælingarvatni á hraunjaðra til að hægja á hraunrennsli og nýta efni úr hól í næsta nágrenni í bráðavarnargarð. Það er að segja ef hraun ógnar orkuverinu. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri framleiðslu telur æskilegt að reistur verði varanlegur varnargarður við virkjunina. Á sama tíma og hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna á Gazasvæðinu eru látlausar færist ofbeldi ísraelskra landtökumanna gegn íbúum á Vesturbakkanum stöðugt í aukana. Bandarísk stjórnvöld hafa áhyggjur af þessu eins og Antony Blinken utanríkisráðherra kom inn á í síðustu heimsókn sinni til Ísraels. Halli á rekstri Reykjavíkurborgar ár verður tæpir 5 milljarðar. Þrátt fyrir halla eru Samfylkingarmaðurinn Dagur B Eggertsson borgarstjóri og Framsóknarmaðurinn Einar Þorsteinsson verðandi borgarstjóri ánægðir þar sem gert var ráð fyrir meiri halla og hallinn í fyrra var mikill tæpir 16 milljarðar. Á næsta ári er stefnt á að koma út í plús. Rætt er við Hildi Björnsdóttur leiðtoga Sjálfstæðismanna Einar og Dag. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Kári Guðmundsson.
11/7/202320 minutes
Episode Artwork

Jarðhræringar á Reykjaneshrygg, Úkraína, loftslag og samfélag

6. nóvember 2023 Ef gera á allt sem hægt er - til að verja orkuverið í Svartsengi og þar með Grindavíkurbæ þarf að reisa háa og áberandi varnargarða, segir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna hjá ríkislögreglustjóra. Hann segir að nú þurfi að ákveða hvort ráðast eigi í það verkefni og vill að það verði skoðað alvarlega að reisa varnargarða við orkuverið í Svartsengi. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hann eftir fund almannavarna. Volodymyr Zelenzky, forseti Úkraínu mótmælir fullyrðingum um að stríðið við innrásarher Rússlands sé orðið að þrátefli. Hann kannast ekki við að leiðtogar vestrænna ríkja hafi þrýst á hann um að hefja friðarviðræður við Rússa. Þetta sagði forsetinn á fréttafundi eftir ávarp Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem kom í óvænta heimsókn til Úkraínu. Róttækrar breytingar er þörf á hugarfari og gildismati almennings í ljósi yfirstandandi loftslagsbreytinga. Ekki sé hægt að kaupa sig frá hnattrænum afleiðingum þeirra, sem bitni líka á Íslendingum. Þetta segir Helga Ögmundardóttir mannfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, en hún er einn höfunda fjórðu samantektarskýrslu vísindanefndar um loftslagsmál. Hennar sérsvið er áhrif loftslagsbreytinga á íslenskt samfélag, menningu og listir.
11/6/20230
Episode Artwork

Jarðhræringar á Reykjaneshrygg, Úkraína, loftslag og samfélag

6. nóvember 2023 Ef gera á allt sem hægt er - til að verja orkuverið í Svartsengi og þar með Grindavíkurbæ þarf að reisa háa og áberandi varnargarða, segir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna hjá ríkislögreglustjóra. Hann segir að nú þurfi að ákveða hvort ráðast eigi í það verkefni og vill að það verði skoðað alvarlega að reisa varnargarða við orkuverið í Svartsengi. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hann eftir fund almannavarna. Volodymyr Zelenzky, forseti Úkraínu mótmælir fullyrðingum um að stríðið við innrásarher Rússlands sé orðið að þrátefli. Hann kannast ekki við að leiðtogar vestrænna ríkja hafi þrýst á hann um að hefja friðarviðræður við Rússa. Þetta sagði forsetinn á fréttafundi eftir ávarp Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem kom í óvænta heimsókn til Úkraínu. Róttækrar breytingar er þörf á hugarfari og gildismati almennings í ljósi yfirstandandi loftslagsbreytinga. Ekki sé hægt að kaupa sig frá hnattrænum afleiðingum þeirra, sem bitni líka á Íslendingum. Þetta segir Helga Ögmundardóttir mannfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, en hún er einn höfunda fjórðu samantektarskýrslu vísindanefndar um loftslagsmál. Hennar sérsvið er áhrif loftslagsbreytinga á íslenskt samfélag, menningu og listir.
11/6/202320 minutes
Episode Artwork

Ástandið á Gaza, íslenskur jarðvegur, þjóðtrú á undanhaldi

3. nóvember 2023 Antony Blinken, utanríkmisráðherra Bandaríkjanna, lagði að ráðamönnum Í Ísrael að fylgja alþjóðlegum mannúðarlögum í stríði þeirra við Hamas hryðjuverkasamtökin og heimila neyðaraðstoð til íbúa Gazasvæðisins. Ásgeir Tómasson sagði frá. Fjallað var um áhrif þeirrar miklu hlýnunar sem orðin er á norðurslóðum á íslenskan jarðveg. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Bjarna Diðrik Sigurðsson skógvistfræðing og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þjóðtrú er enn rík í sumum Íslendingum; sérstaklega konum, eldra fólki og íbúum á landsbyggðinni, en efasemdir hafa samt aukist verulega hin síðari ár, og raunar margfaldast í sumum tilfellum. Brynjólfur Þór Guðmundsson ræddi þetta málefni við Terry Gunnell þjóðfræðing. Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred
11/3/20230
Episode Artwork

Ástandið á Gaza, íslenskur jarðvegur, þjóðtrú á undanhaldi

3. nóvember 2023 Antony Blinken, utanríkmisráðherra Bandaríkjanna, lagði að ráðamönnum Í Ísrael að fylgja alþjóðlegum mannúðarlögum í stríði þeirra við Hamas hryðjuverkasamtökin og heimila neyðaraðstoð til íbúa Gazasvæðisins. Ásgeir Tómasson sagði frá. Fjallað var um áhrif þeirrar miklu hlýnunar sem orðin er á norðurslóðum á íslenskan jarðveg. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Bjarna Diðrik Sigurðsson skógvistfræðing og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þjóðtrú er enn rík í sumum Íslendingum; sérstaklega konum, eldra fólki og íbúum á landsbyggðinni, en efasemdir hafa samt aukist verulega hin síðari ár, og raunar margfaldast í sumum tilfellum. Brynjólfur Þór Guðmundsson ræddi þetta málefni við Terry Gunnell þjóðfræðing. Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred
11/3/202320 minutes
Episode Artwork

Skotárás og átök glæphópa, óveðurslægðin Ciaran og 3. orkupakkinn

2. nóvember 2023 Skotárás var gerð í Úlfarsárdal í Reykjavík og maður skotinn en útkrifaður af sjúkrahúsi síðdegis, nokkrum skotum var hleypt af og eitt fór í íbúð fólks sem tengdist málinu ekkert. Lögregla talar um átök milli hópa en hefur lítið látið uppi frekar. Viðbúnaður lögreglu var aukinn á meðan leit var gerð að árásarmanni. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir skiljanlegt að slíkar frettir veki fólki óhug. Auka þurfi sýnileika lögreglu en líka ná til ungra karla sem fóti sig illa í samfélaginu. Vitað er um fimm dauðsföll af völdum óveðurslægðarinnar Cierán sem hefur farið yfir Bretlandseyjar og hluta af meginlandi Evrópu síðastliðinn sólarhring. Vindhraðinn hefur farið yfir fimmtíu metra á sekúndu. Á aðra milljón heimila eru án rafmagns. Hæstiréttur Noregs komst í vikunni að þeirri niðurstöðu að innleiðing þriðja orkupakkans í lög þar í landi hefði vissulega haft í för með sér framsal á valdi, en að tilfærslan væri takmörkuð. Árni Páll Árnason, varaforseti ESA, eftirlitsstofnunar EFTA telur að staða Íslands og Noregs sé ekki sambærileg þegar kemur að 3. orkupakkanum því ákvæði um sameiginlega raforkumarkað eigi ekki við hér; Ísland er ekki tengt evrópsku orkusvæði. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.
11/2/20230
Episode Artwork

Skotárás og átök glæphópa, óveðurslægðin Ciaran og 3. orkupakkinn

2. nóvember 2023 Skotárás var gerð í Úlfarsárdal í Reykjavík og maður skotinn en útkrifaður af sjúkrahúsi síðdegis, nokkrum skotum var hleypt af og eitt fór í íbúð fólks sem tengdist málinu ekkert. Lögregla talar um átök milli hópa en hefur lítið látið uppi frekar. Viðbúnaður lögreglu var aukinn á meðan leit var gerð að árásarmanni. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir skiljanlegt að slíkar frettir veki fólki óhug. Auka þurfi sýnileika lögreglu en líka ná til ungra karla sem fóti sig illa í samfélaginu. Vitað er um fimm dauðsföll af völdum óveðurslægðarinnar Cierán sem hefur farið yfir Bretlandseyjar og hluta af meginlandi Evrópu síðastliðinn sólarhring. Vindhraðinn hefur farið yfir fimmtíu metra á sekúndu. Á aðra milljón heimila eru án rafmagns. Hæstiréttur Noregs komst í vikunni að þeirri niðurstöðu að innleiðing þriðja orkupakkans í lög þar í landi hefði vissulega haft í för með sér framsal á valdi, en að tilfærslan væri takmörkuð. Árni Páll Árnason, varaforseti ESA, eftirlitsstofnunar EFTA telur að staða Íslands og Noregs sé ekki sambærileg þegar kemur að 3. orkupakkanum því ákvæði um sameiginlega raforkumarkað eigi ekki við hér; Ísland er ekki tengt evrópsku orkusvæði. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.
11/2/202320 minutes
Episode Artwork

Neyðarástand á Gaza, komandi kjarasamningar og sund

Tímamót urðu í dag í stríðinu fyrir botni Miðjarðarhafs þegar Rafah landamærastöðin milli Egyptalands og Gaza var opnuð um tíma. Yfir eitt hundrað létu lífið þegar Ísraelsher gerði árás á Jabalia flóttamannabúðirnar í gær. Önnur árás var gerð í dag. Þegar skrifað var undir samninga í fyrra var mikið rætt um óvissu í efnahagsmálum, verðbólga og vextir voru á uppleið; samið til skamms tíma svo hægt væri að koma aftur að samningaborði þegar um hægðist. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands segja stefnt að langtímasamningi en staðan í húsnæðismálum sé verri og efnahagsástandið ekki betra en í desember. Unnið er að því að fá sundlaugamenningu Íslendinga viðurkennda hjá UNESCO. Sögum sundunnenda hefur verið safnað þar sem þeir lýsa upplifun sinni af sundi. Sundhefðin er bæði mjög almenn en líka einstaklingsbundin. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.
11/1/20230
Episode Artwork

Neyðarástand á Gaza, komandi kjarasamningar og sund

1. nóvember 2023 Tímamót urðu í dag í stríðinu fyrir botni Miðjarðarhafs þegar Rafah landamærastöðin milli Egyptalands og Gaza var opnuð um tíma. Yfir eitt hundrað létu lífið þegar Ísraelsher gerði árás á Jabalia flóttamannabúðirnar í gær. Önnur árás var gerð í dag. Þegar skrifað var undir samninga í fyrra var mikið rætt um óvissu í efnahagsmálum, verðbólga og vextir voru á uppleið; samið til skamms tíma svo hægt væri að koma aftur að samningaborði þegar um hægðist. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands segja stefnt að langtímasamningi en staðan í húsnæðismálum sé verri og efnahagsástandið ekki betra en í desember. Unnið er að því að fá sundlaugamenningu Íslendinga viðurkennda hjá UNESCO. Sögum sundunnenda hefur verið safnað þar sem þeir lýsa upplifun sinni af sundi. Sundhefðin er bæði mjög almenn en líka einstaklingsbundin. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.
11/1/20230
Episode Artwork

Neyðarástand á Gaza, komandi kjarasamningar og sund

1. nóvember 2023 Tímamót urðu í dag í stríðinu fyrir botni Miðjarðarhafs þegar Rafah landamærastöðin milli Egyptalands og Gaza var opnuð um tíma. Yfir eitt hundrað létu lífið þegar Ísraelsher gerði árás á Jabalia flóttamannabúðirnar í gær. Önnur árás var gerð í dag. Þegar skrifað var undir samninga í fyrra var mikið rætt um óvissu í efnahagsmálum, verðbólga og vextir voru á uppleið; samið til skamms tíma svo hægt væri að koma aftur að samningaborði þegar um hægðist. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands segja stefnt að langtímasamningi en staðan í húsnæðismálum sé verri og efnahagsástandið ekki betra en í desember. Unnið er að því að fá sundlaugamenningu Íslendinga viðurkennda hjá UNESCO. Sögum sundunnenda hefur verið safnað þar sem þeir lýsa upplifun sinni af sundi. Sundhefðin er bæði mjög almenn en líka einstaklingsbundin. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.
11/1/202320 minutes
Episode Artwork

Kvikuhlaup við Grindavík, saumafólk mótmælir, 100 tonn af graskerjum

Jarðskjálftahrina norðan við Grindavík í dag er merki um kvikuhlaup. Engin merki eru um gosóróa. Kristín Jónsdóttir jarðeðlisfræðingur segir allt benda til þess að virknin sé á 3-4 km dýpi. HS orka fer yfir viðbragðsáætlanir og Fannar Jónasson bæjarstjóri segir að íbúafundur verður haldinn í Grindavík á fimmtudag klukkan 17:30. Gaza er orðinn grafreitur þúsunda barna og hætta er á að fleiri börn látist úr ofþornun. Þetta segir talsmaður Unicef í yfirlýsingu í dag. Öryggismál og stríðsátök í heiminum eru mál málanna á þingi Norðurlandráðs í Noregi. Það segir sína sögu að dynurinn frá mótmælendum sem styðja Palestínu fyrir utan þinghúsið yfirgnæfði næstum því málflutning innan dyra. Til stendur að fá þyngdarmörk sjúkraflugs hækkuð um 10-20 kg. Ekki er hægt að flytja sjúklinga þyngri en 135 kg með sjúkraflugi. 100 tonn af graskerjum hafa verið flutt til landsins - til að hrella saklausa borgara, börnum til skemmtunar. Lögregla í Bangladess barðist í dag við starfsfólk í fataverksmiðjum sem lagði niður störf og krafðist þess að fá mannsæmandi laun fyrir vinnu sína. Fólkið saumar meðal annars föt fyrir stórfyrirtækin H&M og Gap. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Kári Guðmundsson.
10/31/20230
Episode Artwork

Kvikuhlaup við Grindavík, saumafólk mótmælir, 100 tonn af graskerjum

Jarðskjálftahrina norðan við Grindavík í dag er merki um kvikuhlaup. Engin merki eru um gosóróa. Kristín Jónsdóttir jarðeðlisfræðingur segir allt benda til þess að virknin sé á 3-4 km dýpi. HS orka fer yfir viðbragðsáætlanir og Fannar Jónasson bæjarstjóri segir að íbúafundur verður haldinn í Grindavík á fimmtudag klukkan 17:30. Gaza er orðinn grafreitur þúsunda barna og hætta er á að fleiri börn látist úr ofþornun. Þetta segir talsmaður Unicef í yfirlýsingu í dag. Öryggismál og stríðsátök í heiminum eru mál málanna á þingi Norðurlandráðs í Noregi. Það segir sína sögu að dynurinn frá mótmælendum sem styðja Palestínu fyrir utan þinghúsið yfirgnæfði næstum því málflutning innan dyra. Til stendur að fá þyngdarmörk sjúkraflugs hækkuð um 10-20 kg. Ekki er hægt að flytja sjúklinga þyngri en 135 kg með sjúkraflugi. 100 tonn af graskerjum hafa verið flutt til landsins - til að hrella saklausa borgara, börnum til skemmtunar. Lögregla í Bangladess barðist í dag við starfsfólk í fataverksmiðjum sem lagði niður störf og krafðist þess að fá mannsæmandi laun fyrir vinnu sína. Fólkið saumar meðal annars föt fyrir stórfyrirtækin H&M og Gap. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Kári Guðmundsson.
10/31/202313 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Hvernig verja á innviði í eldgosi? Loftslag, landbúnaður og ræktun

Síðasta sólarhring hefur Ísraelsher gert árásir á 600 skotmörk á Gaza. Forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að árangur væri að nást gegn Hamas. Forsætisráðherra Íslands vissi ekki að Ísland myndi sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu um vopnahlé á Gaza fyrr en eftir að fundur um hana hófst. Tölvupóstur þess efnis var sendur starfsmanni forsætisráðuneytisins ellefu mínútum áður en fundurinn hófst. Stjórnarandstaðan vill að boðað verði til þingfundar hið fyrsta. Enn rís land á Reykjanesskaga norðvestan við Þorbjörn hjá Svartsengi og skjálftavirkni er viðvarandi. Nýjar gasmælingar sýna engar breytingar og samkvæmt fyrstu drögum að úrvinnslu á glænýjum myndum virðist vera að draga úr landrisi. Kínverska byggingafyrirtækið Evergrande fær fimm vikna frest til að semja við lánardrottna um rúmlega 45 þúsund milljarða króna skuldir. Ella blasir gjaldþrot við. Birna Stefánsdóttir hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár. Hvernig er hægt að verja hina mikilvægu innviði við Svartsengi fari að gjósa þar? Hvað tekur langan tíma að reisa varnargarða fyrir Grindavík og jarðvarmavirkjun HS orku í Svartsengi? Hvernig er hægt að verja vatnsból og lagnir? Rætt er við Ara Guðmundsson verkfræðing sem fer fyrir vinnu á vegum almannavarna um varnir innviða á Reykjanesskaga. Hvort er hin fyrirsjáanlega mikla hlýnun og gjörbreyttu aðstæður hér góðar fréttir eða slæmar fyrir íslenskan landbúnað og ræktun almennt? Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógvistfræðingur er spurður út í áhrif loftslagsbreytinga. Dómari í Hong Kong gaf í dag stjórnendum kínverska fasteignafélagsins Evergrande fimm vikna frest til að leggja fram áætlun um með hvaða hætti þeir ætluðu að greiða skuldir sínar. Ella yrði það tekið til gjaldþrotaskipta. Evergrande er skuldugasta fasteignafyrirtæki í heiminum. Gjalþrotið gæti haft alvarleg áhrif á þjóðarhag í Kína. Ragnhildur Thorlacius hafði umsjón með Speglinum. Magnús Þorsteinn Magnússon var tæknimaður. Margrét Júlía Ingimarsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
10/30/20230
Episode Artwork

Hvernig verja á innviði í eldgosi? Loftslag, landbúnaður og ræktun

Síðasta sólarhring hefur Ísraelsher gert árásir á 600 skotmörk á Gaza. Forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að árangur væri að nást gegn Hamas. Forsætisráðherra Íslands vissi ekki að Ísland myndi sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu um vopnahlé á Gaza fyrr en eftir að fundur um hana hófst. Tölvupóstur þess efnis var sendur starfsmanni forsætisráðuneytisins ellefu mínútum áður en fundurinn hófst. Stjórnarandstaðan vill að boðað verði til þingfundar hið fyrsta. Enn rís land á Reykjanesskaga norðvestan við Þorbjörn hjá Svartsengi og skjálftavirkni er viðvarandi. Nýjar gasmælingar sýna engar breytingar og samkvæmt fyrstu drögum að úrvinnslu á glænýjum myndum virðist vera að draga úr landrisi. Kínverska byggingafyrirtækið Evergrande fær fimm vikna frest til að semja við lánardrottna um rúmlega 45 þúsund milljarða króna skuldir. Ella blasir gjaldþrot við. Birna Stefánsdóttir hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár. Hvernig er hægt að verja hina mikilvægu innviði við Svartsengi fari að gjósa þar? Hvað tekur langan tíma að reisa varnargarða fyrir Grindavík og jarðvarmavirkjun HS orku í Svartsengi? Hvernig er hægt að verja vatnsból og lagnir? Rætt er við Ara Guðmundsson verkfræðing sem fer fyrir vinnu á vegum almannavarna um varnir innviða á Reykjanesskaga. Hvort er hin fyrirsjáanlega mikla hlýnun og gjörbreyttu aðstæður hér góðar fréttir eða slæmar fyrir íslenskan landbúnað og ræktun almennt? Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógvistfræðingur er spurður út í áhrif loftslagsbreytinga. Dómari í Hong Kong gaf í dag stjórnendum kínverska fasteignafélagsins Evergrande fimm vikna frest til að leggja fram áætlun um með hvaða hætti þeir ætluðu að greiða skuldir sínar. Ella yrði það tekið til gjaldþrotaskipta. Evergrande er skuldugasta fasteignafyrirtæki í heiminum. Gjalþrotið gæti haft alvarleg áhrif á þjóðarhag í Kína. Ragnhildur Thorlacius hafði umsjón með Speglinum. Magnús Þorsteinn Magnússon var tæknimaður. Margrét Júlía Ingimarsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
10/30/202310 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Hvammsvirkjun, lögregluaðgerðir í Grafarvogi, netsamband rofið á Gaza

27. október 2023 Landsvirkjun stefnir enn að því að byggja Hvammsvirkjun þótt framkvæmdaleyfi fyrir henni hafi verið ógilt, segir Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað til sín alla hlutaðeigandi til að fara yfir verklag vegna lögregluaðgerðar í Grafarvogi í fyrrakvöld í tengslum við forsjármál. Nánast allt netsamband hefur verið rofið á Gazasvæðinu. Af þrjátíu og sjö dómum sem kveðnir voru upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra í fyrra, voru aðeins fimm birtir opinberlega. Birgir Guðmundsson, prófessor í fjölmiðlafræði, segir gagnsæi skorta í störfum dómstólanna. Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, segir almennu regluna þá að dómar séu birtir á vefnum. Danska stjórnin hefur gert breytingar á frumvarpi um bann við að brenna Kóraninn og önnur helgirit. Þjóðaröryggi er í húfi að hennar sögn. Heimsbikarkeppnin á skíðum hefst á ný um helgina. Snjóleysi vegna hækkandi hitastigs gerir það að verkum að sífellt flóknara verður að hefja skíðavertíðina svona snemma þótt gífurlegir efnahagshagsmunir séu í húfi. Dómari á Ítalíu hefur gert tveimur bræðrum á fimmtugsaldri að flytja að heiman. Móðir þeirra á áttræðisaldri var búin að fá nóg af þeim. Flugfreyjufélag Íslands segir fullyrðingar forstjóra PLAY í Silfrinu á mánudaginn hafa verið rangar. Hann hafi gefið í skyn að félagið væri gult stéttarfélag; sem gengur frekar erinda atvinnurekenda heldur en starfsmanna. Heyrðist í Birgi Jónssyni, forstjóra Playt, og Berglindi Kristófersdóttur, formann Flugfreyjufélagsins. Heimsbikarkeppnin á skíðum hefst á ný um helgina. En snjóleysi vegna hækkandi hitastigs gerir það að verkum að sífellt flóknara verður að hefja skíðavertíðina svona snemma þótt gífurlegir efnahagshagsmunir séu í húfi. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
10/27/20230
Episode Artwork

Hvammsvirkjun, lögregluaðgerðir í Grafarvogi, netsamband rofið á Gaza

27. október 2023 Landsvirkjun stefnir enn að því að byggja Hvammsvirkjun þótt framkvæmdaleyfi fyrir henni hafi verið ógilt, segir Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað til sín alla hlutaðeigandi til að fara yfir verklag vegna lögregluaðgerðar í Grafarvogi í fyrrakvöld í tengslum við forsjármál. Nánast allt netsamband hefur verið rofið á Gazasvæðinu. Af þrjátíu og sjö dómum sem kveðnir voru upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra í fyrra, voru aðeins fimm birtir opinberlega. Birgir Guðmundsson, prófessor í fjölmiðlafræði, segir gagnsæi skorta í störfum dómstólanna. Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, segir almennu regluna þá að dómar séu birtir á vefnum. Danska stjórnin hefur gert breytingar á frumvarpi um bann við að brenna Kóraninn og önnur helgirit. Þjóðaröryggi er í húfi að hennar sögn. Heimsbikarkeppnin á skíðum hefst á ný um helgina. Snjóleysi vegna hækkandi hitastigs gerir það að verkum að sífellt flóknara verður að hefja skíðavertíðina svona snemma þótt gífurlegir efnahagshagsmunir séu í húfi. Dómari á Ítalíu hefur gert tveimur bræðrum á fimmtugsaldri að flytja að heiman. Móðir þeirra á áttræðisaldri var búin að fá nóg af þeim. Flugfreyjufélag Íslands segir fullyrðingar forstjóra PLAY í Silfrinu á mánudaginn hafa verið rangar. Hann hafi gefið í skyn að félagið væri gult stéttarfélag; sem gengur frekar erinda atvinnurekenda heldur en starfsmanna. Heyrðist í Birgi Jónssyni, forstjóra Playt, og Berglindi Kristófersdóttur, formann Flugfreyjufélagsins. Heimsbikarkeppnin á skíðum hefst á ný um helgina. En snjóleysi vegna hækkandi hitastigs gerir það að verkum að sífellt flóknara verður að hefja skíðavertíðina svona snemma þótt gífurlegir efnahagshagsmunir séu í húfi. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
10/27/20239 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Kvikuinnskot, bankahagnaður, afkoma bænda. loftslag og Brim

26. október 2023. Kvikuinnskot gæti verið að myndast undir Fagradalsfjalli og mikil jarðskjálftavirkni er þar enn. Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir harðlega að ekki liggi fyrir hvað taki við, þegar ívilnanir vegna kaupa á rafbílum falla niður um áramót. Á meðan taki fólk dýr bílalán á hærri vöxtum en dráttarvextir voru fyrir fáum misserum Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um samtals 60 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Ófremdarástand ríkir í borginni Acapulco í Mexíkó þar sem fellibylurinn Otis grandaði minnst 27 manns. Rússar gagnrýna fyrirhugaðar viðræður um frið í Úkraínu á Möltu um helgina, sem þeim hefur ekki verið boðið að taka þátt í. ------- Bændur þurfa að greiða 8,6 milljarða króna með framleiðslu sinni síðustu tvö ár og nær sextán milljarða króna hækkun á rekstrarkostnaði síðustu tveggja ára hefur þegar verið velt út í verðlagið. Samt vantar tólf milljarða til að bændur geti greitt sér lögbundin lágmarkslaun. Ungir bændir segja neyðarástand í greininni og nýliðun ógnað ef ekki verður gripið til tafarlausra aðgerða. Forstjóri Brims segir fyrirtækið þegar hafa gert mikið til að minnka sótspor útgerðarinnar, og hafa byrjað á því fyrir margt löngu, einfaldlega af hagkvæmnisástæðum. Hann segist ekki hafa orðið var við mikil áhrif loftslagsbreytinga á starfsumhverfi Brims og hreinlega ekki vita hvort það muni breytast í náinni framtíð.
10/26/20230
Episode Artwork

Kvikuinnskot, bankahagnaður, afkoma bænda. loftslag og Brim

26. október 2023. Kvikuinnskot gæti verið að myndast undir Fagradalsfjalli og mikil jarðskjálftavirkni er þar enn. Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir harðlega að ekki liggi fyrir hvað taki við, þegar ívilnanir vegna kaupa á rafbílum falla niður um áramót. Á meðan taki fólk dýr bílalán á hærri vöxtum en dráttarvextir voru fyrir fáum misserum Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um samtals 60 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Ófremdarástand ríkir í borginni Acapulco í Mexíkó þar sem fellibylurinn Otis grandaði minnst 27 manns. Rússar gagnrýna fyrirhugaðar viðræður um frið í Úkraínu á Möltu um helgina, sem þeim hefur ekki verið boðið að taka þátt í. ------- Bændur þurfa að greiða 8,6 milljarða króna með framleiðslu sinni síðustu tvö ár og nær sextán milljarða króna hækkun á rekstrarkostnaði síðustu tveggja ára hefur þegar verið velt út í verðlagið. Samt vantar tólf milljarða til að bændur geti greitt sér lögbundin lágmarkslaun. Ungir bændir segja neyðarástand í greininni og nýliðun ógnað ef ekki verður gripið til tafarlausra aðgerða. Forstjóri Brims segir fyrirtækið þegar hafa gert mikið til að minnka sótspor útgerðarinnar, og hafa byrjað á því fyrir margt löngu, einfaldlega af hagkvæmnisástæðum. Hann segist ekki hafa orðið var við mikil áhrif loftslagsbreytinga á starfsumhverfi Brims og hreinlega ekki vita hvort það muni breytast í náinni framtíð.
10/26/20239 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Jörð skelfur norðan við Grindavík og þrýstingur á fjárlaganefnd

25. október 2023 Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinu sem hófst norðan við Grindavík í nótt. Ekki er að sjá merki um gosóróa en um margt minnir hrinan á aðdraganda fyrri gosa. Bæjarstjóri í Grindavík segir að bæjarbúar hafi fundið vel fyrir skjálfta upp á 4,5 í morgun en séu öllu vanir. Bændasamtök Íslands telja neyðarástand ríkja í íslenskum landbúnaði, afkomubrestur sé í flestum greinum og bændur geti ekki greitt sér lágmarkslaun. Stýrivaxtahækkanir ofan í aðrar hækkanir hafi aukið fjármagnskostnað svo mikið að á tveimur árum greiði þeir 8,6 milljarða með framleiðslunni úr eigin vasa. Formaður Starfsgreinsambandsins segir að ef semja á til langs tíma verði að vinna bug á verðbólgu og vöxtum; það geri verkalýðshreyfingin ekki ein. Sameinuðu þjóðirnar gætu þurft að gera hlé á mannúðaraðstoð sinni á Gaza-svæðinu í kvöld, vegna skorts á eldsneyti og rafmagnsleysis sem því fylgir. Læknir á Gaza segir spítala sinn verða að fjöldagröf án rafmagns. Opnað hefur verið fyrir umferð um brú yfir Þorskafjörð. Repúblikaninn Mike Johnson var síðdegis kosinn forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins. ------------- Fjárlaganefnd Alþingis þarf að tala afstöðu til krafna um ríflega hundrað milljarða króna útgjaldaaukningu á fjárlögum. Það er erfitt verk því fari útgjaldaaukningin úr böndunum er viðbúið að Seðlabankinn svari með vaxtahækkun. Eitt ár er frá því að Rishi Sunak tók við embætti forsætisráðherra Bretlands. Helmingur landsmanna telur að hann hafi staðið sig illa í starfi. Einungis ellefu prósent eru ánægð með hann. Í fyrra fæddust um 4.400 börn á Íslandi og hefur frjósemi í landinu aldrei verið minni. Lengi vel var frjósemi hér meiri en annars staðar á Norðurlöndum en dregið hefur saman segir Ólöf Garðarsdóttir, sagnfræðingur og forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
10/25/20230
Episode Artwork

Jörð skelfur norðan við Grindavík og þrýstingur á fjárlaganefnd

25. október 2023 Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinu sem hófst norðan við Grindavík í nótt. Ekki er að sjá merki um gosóróa en um margt minnir hrinan á aðdraganda fyrri gosa. Bæjarstjóri í Grindavík segir að bæjarbúar hafi fundið vel fyrir skjálfta upp á 4,5 í morgun en séu öllu vanir. Bændasamtök Íslands telja neyðarástand ríkja í íslenskum landbúnaði, afkomubrestur sé í flestum greinum og bændur geti ekki greitt sér lágmarkslaun. Stýrivaxtahækkanir ofan í aðrar hækkanir hafi aukið fjármagnskostnað svo mikið að á tveimur árum greiði þeir 8,6 milljarða með framleiðslunni úr eigin vasa. Formaður Starfsgreinsambandsins segir að ef semja á til langs tíma verði að vinna bug á verðbólgu og vöxtum; það geri verkalýðshreyfingin ekki ein. Sameinuðu þjóðirnar gætu þurft að gera hlé á mannúðaraðstoð sinni á Gaza-svæðinu í kvöld, vegna skorts á eldsneyti og rafmagnsleysis sem því fylgir. Læknir á Gaza segir spítala sinn verða að fjöldagröf án rafmagns. Opnað hefur verið fyrir umferð um brú yfir Þorskafjörð. Repúblikaninn Mike Johnson var síðdegis kosinn forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins. ------------- Fjárlaganefnd Alþingis þarf að tala afstöðu til krafna um ríflega hundrað milljarða króna útgjaldaaukningu á fjárlögum. Það er erfitt verk því fari útgjaldaaukningin úr böndunum er viðbúið að Seðlabankinn svari með vaxtahækkun. Eitt ár er frá því að Rishi Sunak tók við embætti forsætisráðherra Bretlands. Helmingur landsmanna telur að hann hafi staðið sig illa í starfi. Einungis ellefu prósent eru ánægð með hann. Í fyrra fæddust um 4.400 börn á Íslandi og hefur frjósemi í landinu aldrei verið minni. Lengi vel var frjósemi hér meiri en annars staðar á Norðurlöndum en dregið hefur saman segir Ólöf Garðarsdóttir, sagnfræðingur og forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
10/25/20239 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Kvennaverkfall, örvænting á Gaza, Rannís og ESB samstarf

24. október 2023 Samstöðufundir vegna kvennaverkfallsins voru á dagskrá um allt land í dag. Fjölmennasti viðburðurinn var á Arnarhóli í Reykjavík, þar sem lögregla áætlar að á milli sjötíu til hundrað þúsund karlar, konur og kvár hafi komið saman. Heyrðist í Freyju Steingrímsdóttur, Ingu Straumland, Sigfríði Þorsteinsdóttur, Rögnu S. Óskarsdóttur, Örnu Sif Bjarnadóttur, Guðbjörgu Pálsdóttur, Sylwiu Zajkowsku, Gerði Steinþórsdóttur og Birni Kristjánssyni. Þingfundur var stuttur á Alþingi í dag vegna kvennaverkfallsins. Þar heyrðist í Ásmundi Friðrikssyni, varaforseta þingsins, og Guðmundi Andra Thorssyni alþingismanni. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna verða að hætta að sinna hjálparstarfi á Gaza frá og með morgundeginum vegna eldsneytisskorts. Volodomír Zelenský Úkraínuforseti hheitir því að halda áfram hernaðaraðgerðum gegn hernámsliði Rússa á Krímskaga. Yfirráð Rússa á svæðinu væru tálsýn. Stjórn sænska seðlabankans tilkynnti í dag að bankinn þurfi fjárveitingu upp á nær 80 milljarða sænskra króna, jafnvirði um 1.000 milljarða íslenskra króna, til að ná þeirri eiginfjárstöðu sem lög um bankann kveða á um. Ástæðurnar eru mikið tap bankans. Möguleikar á stjórnrmyndun á Spáni hafa aukist. New York er eitt þeirra ríkja Bandaríkjanna sem náð hefur hvað mestum árangri í baráttunni gegn launamisrétti, bæði milli kynja og eftir uppruna. Samstarf Íslands við Evrópusambandið um rannsóknir, nýsköpun, mennta og menningarstarf hefur um árabil skilað meira hingað en sem nemur framlagi íslenskra stjórnvalda, segir Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred.
10/24/20230
Episode Artwork

Kvennaverkfall, örvænting á Gaza, Rannís og ESB samstarf

24. október 2023 Samstöðufundir vegna kvennaverkfallsins voru á dagskrá um allt land í dag. Fjölmennasti viðburðurinn var á Arnarhóli í Reykjavík, þar sem lögregla áætlar að á milli sjötíu til hundrað þúsund karlar, konur og kvár hafi komið saman. Heyrðist í Freyju Steingrímsdóttur, Ingu Straumland, Sigfríði Þorsteinsdóttur, Rögnu S. Óskarsdóttur, Örnu Sif Bjarnadóttur, Guðbjörgu Pálsdóttur, Sylwiu Zajkowsku, Gerði Steinþórsdóttur og Birni Kristjánssyni. Þingfundur var stuttur á Alþingi í dag vegna kvennaverkfallsins. Þar heyrðist í Ásmundi Friðrikssyni, varaforseta þingsins, og Guðmundi Andra Thorssyni alþingismanni. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna verða að hætta að sinna hjálparstarfi á Gaza frá og með morgundeginum vegna eldsneytisskorts. Volodomír Zelenský Úkraínuforseti hheitir því að halda áfram hernaðaraðgerðum gegn hernámsliði Rússa á Krímskaga. Yfirráð Rússa á svæðinu væru tálsýn. Stjórn sænska seðlabankans tilkynnti í dag að bankinn þurfi fjárveitingu upp á nær 80 milljarða sænskra króna, jafnvirði um 1.000 milljarða íslenskra króna, til að ná þeirri eiginfjárstöðu sem lög um bankann kveða á um. Ástæðurnar eru mikið tap bankans. Möguleikar á stjórnrmyndun á Spáni hafa aukist. New York er eitt þeirra ríkja Bandaríkjanna sem náð hefur hvað mestum árangri í baráttunni gegn launamisrétti, bæði milli kynja og eftir uppruna. Samstarf Íslands við Evrópusambandið um rannsóknir, nýsköpun, mennta og menningarstarf hefur um árabil skilað meira hingað en sem nemur framlagi íslenskra stjórnvalda, segir Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred.
10/24/20239 minutes, 1 second
Episode Artwork

Kvennaverkfall og vanmat í samningi við Microsoft

23. október 2023 Fjármálaráðuneytið vanmat breytingar sem fylgdu heildarsamningi við Microsoft fyrir fimm árum, og væntingar um hátt í sex milljarða króna árlegan sparnað gengu ekki eftir. Þetta er meðal niðurstaðna í úttekt Ríkisendurskoðunar. Héraðsdómur verður að dómi Landsréttar að taka hryðjuverkamálið til efnislegrar umfjöllunar þó að ákæru hafi verið vísað frá í tvígang. Gengi bréfa í Marel hækkaði mjög þegar spurðist út að erlendir fjárfestar vildu taka það yfir. Von er á miklum fjölda í miðborg Reykjavík í tilefni kvennaverkfalls á morgun. Verkfallið hefur til dæmis mikil áhrif skólastarf og ríkisstjórnarfundi hefur verið frestað. Offramboð varð á ákveðnum tegundum af útiræktuðu grænmeti eftir sumarið. Formaður félags garðyrkjubænda segir erfitt að keppa við ódýrar vörur frá Evrópu. Bullandi síldveiði er fyrir vestan land; skipstjórinn á Beiti er á heimstími með rúmlega 1.400 tonn. ---------------- Í aðdraganda kvennafrísins 1975 vissu menn varla hvernig átti að taka því og á stundum var reynt að slá því upp í grín. Viðhorfið breyttist í ljósi þátttöku og heimsathygli, segir sagnfræðingur og einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins á morgun segir að þó að áfram hafi miðað sé baráttunni ekki lokið, ekki síst gegn kynbundnu ofbeldi. Nýjustu vendingar í dönskum stjórnvöldum urðu í morgun, þegar formaður hægri flokksins, Venstre, Jakob Ellemann-Jensen, tilkynnti að hann væri hættur afskiptum af dönskum stjórnmálum Samviskubit líka kvíði og skömm hefur mikil áhrif á líf mjög magra mæðra en við sjáum ekki sama mynstur hjá feðrunum segir lektor í uppeldis og menntunarfræði á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.
10/23/20230
Episode Artwork

Kvennaverkfall og vanmat í samningi við Microsoft

23. október 2023 Fjármálaráðuneytið vanmat breytingar sem fylgdu heildarsamningi við Microsoft fyrir fimm árum, og væntingar um hátt í sex milljarða króna árlegan sparnað gengu ekki eftir. Þetta er meðal niðurstaðna í úttekt Ríkisendurskoðunar. Héraðsdómur verður að dómi Landsréttar að taka hryðjuverkamálið til efnislegrar umfjöllunar þó að ákæru hafi verið vísað frá í tvígang. Gengi bréfa í Marel hækkaði mjög þegar spurðist út að erlendir fjárfestar vildu taka það yfir. Von er á miklum fjölda í miðborg Reykjavík í tilefni kvennaverkfalls á morgun. Verkfallið hefur til dæmis mikil áhrif skólastarf og ríkisstjórnarfundi hefur verið frestað. Offramboð varð á ákveðnum tegundum af útiræktuðu grænmeti eftir sumarið. Formaður félags garðyrkjubænda segir erfitt að keppa við ódýrar vörur frá Evrópu. Bullandi síldveiði er fyrir vestan land; skipstjórinn á Beiti er á heimstími með rúmlega 1.400 tonn. ---------------- Í aðdraganda kvennafrísins 1975 vissu menn varla hvernig átti að taka því og á stundum var reynt að slá því upp í grín. Viðhorfið breyttist í ljósi þátttöku og heimsathygli, segir sagnfræðingur og einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins á morgun segir að þó að áfram hafi miðað sé baráttunni ekki lokið, ekki síst gegn kynbundnu ofbeldi. Nýjustu vendingar í dönskum stjórnvöldum urðu í morgun, þegar formaður hægri flokksins, Venstre, Jakob Ellemann-Jensen, tilkynnti að hann væri hættur afskiptum af dönskum stjórnmálum Samviskubit líka kvíði og skömm hefur mikil áhrif á líf mjög magra mæðra en við sjáum ekki sama mynstur hjá feðrunum segir lektor í uppeldis og menntunarfræði á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.
10/23/20239 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Hjálpargögn komast ekki til Gaza og áhrif loftslagsbreytinga í hafinu

20. október 2023 Skortur er farinn að sverfa að á Gaza og enn hefur flutningabílum sem bíða með hjálpargögn við landamæri Egyptalands ekki verið hleypt í gegn. Hamas sagðist hafa sleppt tveimur bandarískum gíslum af mannúðarástæðum síðdegis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók í morgun við undirskriftum meira en tvö þúsund manns sem hvetja stjórnvöld til að fordæma stríðsglæpi Ísraelshers og fjöldamorð á Gaza. Heilbrigðisráðherra segir brýnt að auka forvarnir og fræðslu um skaðsemi ljósabekkja, sé notkun þeirra að aukast hjá ungmennum. Tveir hafa farist í flóðum í Skotlandi þar sem rauð veðurviðvörun er í gildi. Fárviðri og flóð hrella Dani og ekki er búist við að veðrið gangi niður fyrr en á sunnudag. Starfsfólk heilsugæslunnar á Akureyri er uggandi vegna uppsagna og skipulagsbreytinga sem kynntar voru á dögunum. Stjórnendur segja breytingarnar til bóta og þjónusta við bæjarbúa skerðist ekki. Bleiki dagurinn, hápunktur árvekniátaks Krabbameinsfélagsins vegna krabbameina hjá konum er í dag. Árlega greinast 916 konur með krabbamein. Fastagestir í Laugardalslauginni kættust þegar hún var opnuð í dag eftir þriggja vikna lokun og viðgerðir. ----------- Áratuga átök milli Ísraels- og Palestínumanna eru blóðugri en nokkru sinni og engin lausn möguleg önnur en viðurkenning á báðum ríkjum segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir en hún er ekki í augsýn í bráð. Síðustu 20 ár hefur sjávarhitinn verið hár hér við land, sérstaklega fyrir norðan land og líklegt að svo verði áfram, breytingar á sjávarhita og straumum eiga eftir að verða miklar á næstu tíu árum og svo gæti farið að loðna til dæmis hverfi frá Íslandi til Grænlands. Sjónum beint að sjónum í umfjöllun um áhrif loftslagsbreytinga. Í dag er glatt í gömlum hjörtum, - allnokkrum að minnsta kosti því brýnin í Rolling stones gáfu út plötu í dag, þá fyrstu með frumsömdu efni í átján ár. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
10/20/20230
Episode Artwork

Hjálpargögn komast ekki til Gaza og áhrif loftslagsbreytinga í hafinu

20. október 2023 Skortur er farinn að sverfa að á Gaza og enn hefur flutningabílum sem bíða með hjálpargögn við landamæri Egyptalands ekki verið hleypt í gegn. Hamas sagðist hafa sleppt tveimur bandarískum gíslum af mannúðarástæðum síðdegis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók í morgun við undirskriftum meira en tvö þúsund manns sem hvetja stjórnvöld til að fordæma stríðsglæpi Ísraelshers og fjöldamorð á Gaza. Heilbrigðisráðherra segir brýnt að auka forvarnir og fræðslu um skaðsemi ljósabekkja, sé notkun þeirra að aukast hjá ungmennum. Tveir hafa farist í flóðum í Skotlandi þar sem rauð veðurviðvörun er í gildi. Fárviðri og flóð hrella Dani og ekki er búist við að veðrið gangi niður fyrr en á sunnudag. Starfsfólk heilsugæslunnar á Akureyri er uggandi vegna uppsagna og skipulagsbreytinga sem kynntar voru á dögunum. Stjórnendur segja breytingarnar til bóta og þjónusta við bæjarbúa skerðist ekki. Bleiki dagurinn, hápunktur árvekniátaks Krabbameinsfélagsins vegna krabbameina hjá konum er í dag. Árlega greinast 916 konur með krabbamein. Fastagestir í Laugardalslauginni kættust þegar hún var opnuð í dag eftir þriggja vikna lokun og viðgerðir. ----------- Áratuga átök milli Ísraels- og Palestínumanna eru blóðugri en nokkru sinni og engin lausn möguleg önnur en viðurkenning á báðum ríkjum segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir en hún er ekki í augsýn í bráð. Síðustu 20 ár hefur sjávarhitinn verið hár hér við land, sérstaklega fyrir norðan land og líklegt að svo verði áfram, breytingar á sjávarhita og straumum eiga eftir að verða miklar á næstu tíu árum og svo gæti farið að loðna til dæmis hverfi frá Íslandi til Grænlands. Sjónum beint að sjónum í umfjöllun um áhrif loftslagsbreytinga. Í dag er glatt í gömlum hjörtum, - allnokkrum að minnsta kosti því brýnin í Rolling stones gáfu út plötu í dag, þá fyrstu með frumsömdu efni í átján ár. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
10/20/202310 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Hjálpargögn komast ekki inn á Gaza, víða stríð í heiminum og loðnan

19. október 2023 Miklar hörmungar vofa yfir íbúum Gaza fáist ekki neyðaraðstoð sem enn situr föst við landamærin. Rafmagnslaust er á mörgum sjúkrahúsum og erfitt eða ómögulegt að sinna særðum.Bandaríkjastjórn biður Bandaríkjamenn um allan heim að vera á varðbergi vegna andúðar í garð Bandaríkjanna. Útreikningar benda til að breytingar á hafstraumum við Norðaustur-Grænland gætu orðið allmiklar innan tíu ára. Þeim gætu fylgt miklar breytingar á göngu loðnu. Úkraínska hernum miðar hægt í sókn gegn innrásarher Rússa. Báðum yfirlæknum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Akureyri hefur verið sagt upp störfum. Starfsfólk fordæmir ákvörðunina þegar sárlega vantar heimilislækna til starfa. Stjórnsýslufræðingur segir stöðu biskups í óvissu. Eðlilegast væri að kirkjuþing tæki af skarið og efndi til biskupskosninga. Benedikt Sigurðsson ræddi við hann. --------------- Heimsókn forseta Bandaríkjanna, til Ísraels í gær skilaði þeim árangri að hans sögn að forseti Egyptalands, féllst á að lífsnauðsynjar yrðu sendar til Gazasvæðisins en enn hefur engum bílum verið hleypt með hjálpargögn yfir landamærin. Stríð geisar í Úkraínu, Ísrael og Palestínu, Súdan, Eþíópíu, Mjanmar, Líbíu og tugum annarra ríkja. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og forstöðumaður lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE segir að eftir tiltölulega friðsamlegt skeið sé heimurinn nú á verri stað. Hin viðamikla og stórfróðlega skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar fjallar að hluta um kerfislæga áhættu. Anna Hulda Ólafsdóttir eskrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofunni tekur dæmi af hækkun sjávarstöðu sem geti haft áhrif á virði fasteigna á lágsvæðum, það hefur áhrif á lánshæfi og greiðslugetu og fjármálafyrirtæki, eitt leiði þannig af öðru. Umsjón Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.
10/19/20230
Episode Artwork

Hjálpargögn komast ekki inn á Gaza, víða stríð í heiminum og loðnan

19. október 2023 Miklar hörmungar vofa yfir íbúum Gaza fáist ekki neyðaraðstoð sem enn situr föst við landamærin. Rafmagnslaust er á mörgum sjúkrahúsum og erfitt eða ómögulegt að sinna særðum.Bandaríkjastjórn biður Bandaríkjamenn um allan heim að vera á varðbergi vegna andúðar í garð Bandaríkjanna. Útreikningar benda til að breytingar á hafstraumum við Norðaustur-Grænland gætu orðið allmiklar innan tíu ára. Þeim gætu fylgt miklar breytingar á göngu loðnu. Úkraínska hernum miðar hægt í sókn gegn innrásarher Rússa. Báðum yfirlæknum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Akureyri hefur verið sagt upp störfum. Starfsfólk fordæmir ákvörðunina þegar sárlega vantar heimilislækna til starfa. Stjórnsýslufræðingur segir stöðu biskups í óvissu. Eðlilegast væri að kirkjuþing tæki af skarið og efndi til biskupskosninga. Benedikt Sigurðsson ræddi við hann. --------------- Heimsókn forseta Bandaríkjanna, til Ísraels í gær skilaði þeim árangri að hans sögn að forseti Egyptalands, féllst á að lífsnauðsynjar yrðu sendar til Gazasvæðisins en enn hefur engum bílum verið hleypt með hjálpargögn yfir landamærin. Stríð geisar í Úkraínu, Ísrael og Palestínu, Súdan, Eþíópíu, Mjanmar, Líbíu og tugum annarra ríkja. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og forstöðumaður lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE segir að eftir tiltölulega friðsamlegt skeið sé heimurinn nú á verri stað. Hin viðamikla og stórfróðlega skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar fjallar að hluta um kerfislæga áhættu. Anna Hulda Ólafsdóttir eskrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofunni tekur dæmi af hækkun sjávarstöðu sem geti haft áhrif á virði fasteigna á lágsvæðum, það hefur áhrif á lánshæfi og greiðslugetu og fjármálafyrirtæki, eitt leiði þannig af öðru. Umsjón Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.
10/19/20230
Episode Artwork

Hjálpargögn komast ekki inn á Gaza, víða stríð í heiminum og loðnan

19. október 2023 Miklar hörmungar vofa yfir íbúum Gaza fáist ekki neyðaraðstoð sem enn situr föst við landamærin. Rafmagnslaust er á mörgum sjúkrahúsum og erfitt eða ómögulegt að sinna særðum.Bandaríkjastjórn biður Bandaríkjamenn um allan heim að vera á varðbergi vegna andúðar í garð Bandaríkjanna. Útreikningar benda til að breytingar á hafstraumum við Norðaustur-Grænland gætu orðið allmiklar innan tíu ára. Þeim gætu fylgt miklar breytingar á göngu loðnu. Úkraínska hernum miðar hægt í sókn gegn innrásarher Rússa. Báðum yfirlæknum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Akureyri hefur verið sagt upp störfum. Starfsfólk fordæmir ákvörðunina þegar sárlega vantar heimilislækna til starfa. Stjórnsýslufræðingur segir stöðu biskups í óvissu. Eðlilegast væri að kirkjuþing tæki af skarið og efndi til biskupskosninga. Benedikt Sigurðsson ræddi við hann. --------------- Heimsókn forseta Bandaríkjanna, til Ísraels í gær skilaði þeim árangri að hans sögn að forseti Egyptalands, féllst á að lífsnauðsynjar yrðu sendar til Gazasvæðisins en enn hefur engum bílum verið hleypt með hjálpargögn yfir landamærin. Stríð geisar í Úkraínu, Ísrael og Palestínu, Súdan, Eþíópíu, Mjanmar, Líbíu og tugum annarra ríkja. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og forstöðumaður lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE segir að eftir tiltölulega friðsamlegt skeið sé heimurinn nú á verri stað. Hin viðamikla og stórfróðlega skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar fjallar að hluta um kerfislæga áhættu. Anna Hulda Ólafsdóttir eskrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofunni tekur dæmi af hækkun sjávarstöðu sem geti haft áhrif á virði fasteigna á lágsvæðum, það hefur áhrif á lánshæfi og greiðslugetu og fjármálafyrirtæki, eitt leiði þannig af öðru. Umsjón Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.
10/19/20239 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Gaza, morðvopn, önnur sýruárás, áhrif loftslagsbreytinga á lífið

18. október 2023 Sextíu tonn af hjálpargögnum eru á leið á Gaza eftir að Ísraelar tilkynntu að þeir stæðu ekki í vegi fyrir að aðstoð kæmist þangað í dag. Utanríkisráðherra fordæmir árás á spítala í gær. Eiginkona og dóttir mannsins, sem var myrtur í Drangahrauni í Hafnarfirði í sumar, fundu blóðugan hníf við tiltekt í íbúðinni í fyrradag. Vopnið hafði ekki fundist í rannsókn lögreglu. Stíflueyði var kastað á dreng á skólalóð í Reykjavík á sunnudag. Enn er óvíst hvort stúlkan sem fékk stíflueyði í andlitið í fyrrakvöld hlýtur varanlegan skaða. Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands telur að rammaáætlun sé hugsanlega komin á endastöð. Sambærilegt fyrirkomulag hafi verið aflagt í Noregi árið 2016. Robert Kennedy yngri gæti sett strik í reikninginn fyrir Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. *** Í fréttaskýringarhluta Spegilsins var rætt um áhrif loftslags á almenning, sjávarútveg, ferðaþjónustu og landbúnað svo eitthvað sé nefnt og rætt við Pétur Sigurðsson smábátasjómann og framkvæmdastjóra smábátaútgerðarinnar Sólrúnar á Árskógssandi, Halldór Björnsson loftslagsfræðing,Tristan Darra Stefánsson grunnskólanema, Jónu Fanneyju Friðriksdóttur leiðsögumann, Birkir Þór Heiðarsson föður og Hermann Inga Gunnarsson kúabónda í Klauf. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði útsendingu frétta.
10/18/20230
Episode Artwork

Gaza, morðvopn, önnur sýruárás, áhrif loftslagsbreytinga á lífið

18. október 2023 Sextíu tonn af hjálpargögnum eru á leið á Gaza eftir að Ísraelar tilkynntu að þeir stæðu ekki í vegi fyrir að aðstoð kæmist þangað í dag. Utanríkisráðherra fordæmir árás á spítala í gær. Eiginkona og dóttir mannsins, sem var myrtur í Drangahrauni í Hafnarfirði í sumar, fundu blóðugan hníf við tiltekt í íbúðinni í fyrradag. Vopnið hafði ekki fundist í rannsókn lögreglu. Stíflueyði var kastað á dreng á skólalóð í Reykjavík á sunnudag. Enn er óvíst hvort stúlkan sem fékk stíflueyði í andlitið í fyrrakvöld hlýtur varanlegan skaða. Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands telur að rammaáætlun sé hugsanlega komin á endastöð. Sambærilegt fyrirkomulag hafi verið aflagt í Noregi árið 2016. Robert Kennedy yngri gæti sett strik í reikninginn fyrir Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. *** Í fréttaskýringarhluta Spegilsins var rætt um áhrif loftslags á almenning, sjávarútveg, ferðaþjónustu og landbúnað svo eitthvað sé nefnt og rætt við Pétur Sigurðsson smábátasjómann og framkvæmdastjóra smábátaútgerðarinnar Sólrúnar á Árskógssandi, Halldór Björnsson loftslagsfræðing,Tristan Darra Stefánsson grunnskólanema, Jónu Fanneyju Friðriksdóttur leiðsögumann, Birkir Þór Heiðarsson föður og Hermann Inga Gunnarsson kúabónda í Klauf. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði útsendingu frétta.
10/18/20239 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Árás á sjúkrahús, sýruárás á barn, Svíþjóð, Pólland

17. október 2023 Palestínumenn segja um 500 manns hafa fallið í loftárás á sjúkrahús á Gaza. Betur fór en á horfðist þegar stíflueyðisdufti var kastað í andlit tólf ára stúlku. Yfirmaður öryggismála hjá sænska knattspyrnusambandinu varar stuðningsfólk landsliðsins við því að klæðast treyjum liðsins erlendis. Harkalegu ofbeldi er æ oftar beitt í kynlífi þannig að leiði til ákæru. Hjúkrunarrýmum í Seljahlíð í Breiðholti verður lokað 1. febrúar. Ekki á að fækka hjúkrunarrýmum heldur verða þau færð á önnur hjúkrunarheimili. Sjö ára norskur drengur sem leitað hafði verið síðan síðdegis á sunnudag er látinn. ---- Yfirmaður öryggismála hjá Sænska knattspyrnusambandinu telur að stuðningsfólk landsliðsins setji sig í hættu klæðist það gulbláu landsliðstreyjunni. Tveir áhangendur liðsins voru skotnir til bana í Brussel í gærkvöld. Stjórnarskipti blasa við í Póllandi. Flestir telja að stjórn leidd af Donald Tusk myndi leiða landið á nýjar slóðir, halda því í Evrópu og draga úr áhrifum kirkjunnar. Getur innritunarkerfi í framhaldsskóla haft mikil áhrif á það hvernig fólki vegnar í lífinu? Og vitum við hvernig nemendum vegnar í framhaldsskólum og hvernig gengur í skólakerfinu sjálfu?
10/17/20230
Episode Artwork

Árás á sjúkrahús, sýruárás á barn, Svíþjóð, Pólland

17. október 2023 Palestínumenn segja um 500 manns hafa fallið í loftárás á sjúkrahús á Gaza. Betur fór en á horfðist þegar stíflueyðisdufti var kastað í andlit tólf ára stúlku. Yfirmaður öryggismála hjá sænska knattspyrnusambandinu varar stuðningsfólk landsliðsins við því að klæðast treyjum liðsins erlendis. Harkalegu ofbeldi er æ oftar beitt í kynlífi þannig að leiði til ákæru. Hjúkrunarrýmum í Seljahlíð í Breiðholti verður lokað 1. febrúar. Ekki á að fækka hjúkrunarrýmum heldur verða þau færð á önnur hjúkrunarheimili. Sjö ára norskur drengur sem leitað hafði verið síðan síðdegis á sunnudag er látinn. ---- Yfirmaður öryggismála hjá Sænska knattspyrnusambandinu telur að stuðningsfólk landsliðsins setji sig í hættu klæðist það gulbláu landsliðstreyjunni. Tveir áhangendur liðsins voru skotnir til bana í Brussel í gærkvöld. Stjórnarskipti blasa við í Póllandi. Flestir telja að stjórn leidd af Donald Tusk myndi leiða landið á nýjar slóðir, halda því í Evrópu og draga úr áhrifum kirkjunnar. Getur innritunarkerfi í framhaldsskóla haft mikil áhrif á það hvernig fólki vegnar í lífinu? Og vitum við hvernig nemendum vegnar í framhaldsskólum og hvernig gengur í skólakerfinu sjálfu?
10/17/202310 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Eldflaugum rignir yfir Ísreael og heilbrigðiskerfið á Gaza hrynur

16. október 2023 Vígasveitir Hamas-samtakanna hafa varpað fjölda eldflauga á Tel Aviv og Jerúsalem síðustu klukkustundir. Samtökin segja árásirnar svar þeirra við árásum Ísraela á saklausa borgara. Þó nokkrir bjuggu í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík sem kviknaði í síðdegis. Einn var fluttur á sjúkrahús. Maður sem bjó í húsinu hljóp út þegar hann heyrði í brunabjöllu. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar segir Agnesi M. Sigurðardóttur ekki hafa verið með umboð til að víkja Gunnari Sigurjónssyni úr embætti sóknarprests við Digraneskirkju. Nefndin fellst ekki á að biskup geti verið ráðinn með ráðningarsamningi. Ég mun vanda mig eins vel og ég mögulega get, segir nýr fjármálaráðherra um framhald á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, það sé forgangsverkefni. Miklar breytingar voru gerðar á norsku ríkisstjórninni í dag. Helsta ástæðan fyrir breytingunum er slakt gengi Verkamannaflokksins í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Þrír ráðherrar hverfa úr ríkisstjórninni. Launaþjófnaður frá aðfluttu og ungu launafólki hleypur á hundruðum milljóna króna hér á landi á hverju ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ASÍ. ------------- Sameinuðu þjóðirnar segja að heilbrigðiskerfið á Gazasvæðinu sé að hrynja fyrir augum heimsins. Hundruð tonna af hjálpargögnum bíða við landamæri Egyptalands og Gaza. Ofbeldisgáttin 112.is varð til í covidfaraldrinum þegar erfitt var að nálgast upplýsingar í eigin persónu og yfirvöld hér líkt og víða annars staðar höfðu áhyggjur af vaxandi heimilisofbeldi og að fólk vissi ekki hvert hægt væri að leita til að fá aðstoð. Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri afbrotavarna hjá Ríkislögreglustjóra sem hefur unnið með Neyðarlínunni að gáttinni. Undanfarin ár hafa verið annasöm hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hver stóratburðurinn rekið annan. En hvernig fylgjast Almannavarnir með með breytingum í náttúrunni, til að búa sig undir það sem verða vill. Björn Oddsson er fagstjóri hjá Almannavörnum Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Júlía Margrét Ingimarsdóttir.
10/16/20230
Episode Artwork

Eldflaugum rignir yfir Ísreael og heilbrigðiskerfið á Gaza hrynur

16. október 2023 Vígasveitir Hamas-samtakanna hafa varpað fjölda eldflauga á Tel Aviv og Jerúsalem síðustu klukkustundir. Samtökin segja árásirnar svar þeirra við árásum Ísraela á saklausa borgara. Þó nokkrir bjuggu í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík sem kviknaði í síðdegis. Einn var fluttur á sjúkrahús. Maður sem bjó í húsinu hljóp út þegar hann heyrði í brunabjöllu. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar segir Agnesi M. Sigurðardóttur ekki hafa verið með umboð til að víkja Gunnari Sigurjónssyni úr embætti sóknarprests við Digraneskirkju. Nefndin fellst ekki á að biskup geti verið ráðinn með ráðningarsamningi. Ég mun vanda mig eins vel og ég mögulega get, segir nýr fjármálaráðherra um framhald á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, það sé forgangsverkefni. Miklar breytingar voru gerðar á norsku ríkisstjórninni í dag. Helsta ástæðan fyrir breytingunum er slakt gengi Verkamannaflokksins í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Þrír ráðherrar hverfa úr ríkisstjórninni. Launaþjófnaður frá aðfluttu og ungu launafólki hleypur á hundruðum milljóna króna hér á landi á hverju ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ASÍ. ------------- Sameinuðu þjóðirnar segja að heilbrigðiskerfið á Gazasvæðinu sé að hrynja fyrir augum heimsins. Hundruð tonna af hjálpargögnum bíða við landamæri Egyptalands og Gaza. Ofbeldisgáttin 112.is varð til í covidfaraldrinum þegar erfitt var að nálgast upplýsingar í eigin persónu og yfirvöld hér líkt og víða annars staðar höfðu áhyggjur af vaxandi heimilisofbeldi og að fólk vissi ekki hvert hægt væri að leita til að fá aðstoð. Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri afbrotavarna hjá Ríkislögreglustjóra sem hefur unnið með Neyðarlínunni að gáttinni. Undanfarin ár hafa verið annasöm hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hver stóratburðurinn rekið annan. En hvernig fylgjast Almannavarnir með með breytingum í náttúrunni, til að búa sig undir það sem verða vill. Björn Oddsson er fagstjóri hjá Almannavörnum Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Júlía Margrét Ingimarsdóttir.
10/16/20239 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Hernaður Ísraela og Hamas, fundur stjórnarflokkanna, kvennaverkfall

13. október 2023 Samstaða var með stjórnarflokkunum á sameiginlegum vinnufundi þeirra á Þingvöllum í dag, segja Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, forystumenn flokkanna. Kvikugangur er að myndast undir Fagradalsfjalli að mati vísindamanna Veðurstofunnar. Það sýnir hröðun á landrisi undanfarið. Fyrirskipun Ísraelshers um að 1,1 milljón íbúa Gazaborgar komi sér suður á bóginn fyrir miðnætti hefur vakið undrun og óhug víða um heim. Búist er við að landherinn ráðist fljótlega inn á Gazasvæðið. Hernaðurinn á eftir að reynast erfiðari en oft áður að mati Erlings Erlingssonar hernaðarsagnfræðings. Stjórnkerfi og fyrirtæki búa sig undir snúinn þriðjudag 24. október þegar boðað er til sólarhrings kvennaverkfalls. Hvorki ríki né borg ætla að draga af launum kvenna og kvára vegna þátttöku í skipulagðri dagskrá. Rætt var við Gerði Óskarsdóttur, Helga Grímssyni og Maríu Fjólu Harðardóttir. Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, segir húsakost Kaffistofu samtakanna löngu sprunginn vegna þess hve gestum hefur fjölgað síðustu mánuði. Í mars heimsóttu ríflega 200 gestir kaffistofuna. Í september fór fjöldinn upp í tæplega þúsund. Um 70 prósent vilja að Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, hætti alfarið í ríkisstjórn. Flestir eru ánægðir með ákvörðun hans. Fólki ber ekki saman um hvort ákvörðunin styrki eða veiki ríkisstjórnina. Sænska matvælaeftirlitið hefur varað við uppskriftum sem fólk fer eftir þegar fólk býr sig undir veturinn með því að sjóða niður, sulta og safta. Rætt var við Höllu Halldórsdóttur, gæðastjóra hjá Matís.
10/13/20230
Episode Artwork

Hernaður Ísraela og Hamas, fundur stjórnarflokkanna, kvennaverkfall

13. október 2023 Samstaða var með stjórnarflokkunum á sameiginlegum vinnufundi þeirra á Þingvöllum í dag, segja Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, forystumenn flokkanna. Kvikugangur er að myndast undir Fagradalsfjalli að mati vísindamanna Veðurstofunnar. Það sýnir hröðun á landrisi undanfarið. Fyrirskipun Ísraelshers um að 1,1 milljón íbúa Gazaborgar komi sér suður á bóginn fyrir miðnætti hefur vakið undrun og óhug víða um heim. Búist er við að landherinn ráðist fljótlega inn á Gazasvæðið. Hernaðurinn á eftir að reynast erfiðari en oft áður að mati Erlings Erlingssonar hernaðarsagnfræðings. Stjórnkerfi og fyrirtæki búa sig undir snúinn þriðjudag 24. október þegar boðað er til sólarhrings kvennaverkfalls. Hvorki ríki né borg ætla að draga af launum kvenna og kvára vegna þátttöku í skipulagðri dagskrá. Rætt var við Gerði Óskarsdóttur, Helga Grímssyni og Maríu Fjólu Harðardóttir. Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, segir húsakost Kaffistofu samtakanna löngu sprunginn vegna þess hve gestum hefur fjölgað síðustu mánuði. Í mars heimsóttu ríflega 200 gestir kaffistofuna. Í september fór fjöldinn upp í tæplega þúsund. Um 70 prósent vilja að Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, hætti alfarið í ríkisstjórn. Flestir eru ánægðir með ákvörðun hans. Fólki ber ekki saman um hvort ákvörðunin styrki eða veiki ríkisstjórnina. Sænska matvælaeftirlitið hefur varað við uppskriftum sem fólk fer eftir þegar fólk býr sig undir veturinn með því að sjóða niður, sulta og safta. Rætt var við Höllu Halldórsdóttur, gæðastjóra hjá Matís.
10/13/20239 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Kosningar í Póllandi og vangaveltur um ríkisstjórn

12. október 2023 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom til Ísraels í dag og ítrekaði skilyrðislausan stuðning Bandaríkjastjórnar við ísraelsku þjóðina. Hlýrra loftslag og hopun jökla hefur aukið framleiðslugetu Landsvirkjunar umtalsvert á undanförnum tíu árum. Nýjum samráðsvettvangi lögreglu, sveitarfélaga, heilbrigðistofnana, skóla og fleiri er ætlað að vaka yfir samfélaginu og skipuleggja átaksverkefni gegn ofbeldi og áhættuhegðun. Stofnað verður til slíks samráðs í öllum landshlutum og er það þegar hafið á Austurlandi. Fólk sem þiggur máltíðir á kaffistofu Samhjálpar þarf nú að skrá sig sérstaklega þannig að unnt sé að meta hvort það þurfi á aðstoðinni að halda. Viðbrögð við neyðarástandi, segir framkvæmdastjóri Samhjálpar. Ekki er vitað hvaða breytingar verða gerðar á ríkisstjórninni en allt mun það skýrast á laugardaginn þegar ríkisráð kemur saman til fundar á Bessastöðum. Mögulega skipta flokkar á ráðuneytum en það gæti líka orðið að ráðherrum Sjálfstæðisflokks verði einfaldlega hrókerað. Kosningar í Póllandi á sunnudaginn snúast ekki síst um hvort stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti heldur völdum þriðja kjörtímabilið í röð. Kosningabaráttan hefur verið hörð og spurningar sem bornar eru upp í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða kjöri þingmanna hafa ýtt undir skautun í pólsku samfélagi. Málsmetandi rithöfundur þarf að greiða þúsund evrur í sekt fyrir að hafa farið niðrandi orðum um forsætisráðherra Ítalíu í sjónvarpsþætti. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
10/12/20230
Episode Artwork

Kosningar í Póllandi og vangaveltur um ríkisstjórn

12. október 2023 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom til Ísraels í dag og ítrekaði skilyrðislausan stuðning Bandaríkjastjórnar við ísraelsku þjóðina. Hlýrra loftslag og hopun jökla hefur aukið framleiðslugetu Landsvirkjunar umtalsvert á undanförnum tíu árum. Nýjum samráðsvettvangi lögreglu, sveitarfélaga, heilbrigðistofnana, skóla og fleiri er ætlað að vaka yfir samfélaginu og skipuleggja átaksverkefni gegn ofbeldi og áhættuhegðun. Stofnað verður til slíks samráðs í öllum landshlutum og er það þegar hafið á Austurlandi. Fólk sem þiggur máltíðir á kaffistofu Samhjálpar þarf nú að skrá sig sérstaklega þannig að unnt sé að meta hvort það þurfi á aðstoðinni að halda. Viðbrögð við neyðarástandi, segir framkvæmdastjóri Samhjálpar. Ekki er vitað hvaða breytingar verða gerðar á ríkisstjórninni en allt mun það skýrast á laugardaginn þegar ríkisráð kemur saman til fundar á Bessastöðum. Mögulega skipta flokkar á ráðuneytum en það gæti líka orðið að ráðherrum Sjálfstæðisflokks verði einfaldlega hrókerað. Kosningar í Póllandi á sunnudaginn snúast ekki síst um hvort stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti heldur völdum þriðja kjörtímabilið í röð. Kosningabaráttan hefur verið hörð og spurningar sem bornar eru upp í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða kjöri þingmanna hafa ýtt undir skautun í pólsku samfélagi. Málsmetandi rithöfundur þarf að greiða þúsund evrur í sekt fyrir að hafa farið niðrandi orðum um forsætisráðherra Ítalíu í sjónvarpsþætti. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
10/12/20239 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Afsögn fjármálaráðherra, stríð í Ísrael og umhverfisglæpir

11. október 2023 Afsögn fjármálaráðherra var lítið rædd í þingsal Alþingis en þeim mun meira á göngum þess. Magnús geir Eyjólfsson þingfréttamaður segir frá stemmningunni á þingi og Linda H. Blöndal ræðir við stjórnarandstöðuþingmennina Guðmund Inga Kristinsson, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Jóhann Pál Jóhannsson. Fimm sjálfboðaliðar frá Rauða hálfmánanum hafa verið myrtir í stríðinu milli Hamas og Ísraels. Þar af létust fjórir bráðaliðar þegar ráðist var á þau við hjálparstörf í morgun. Valgerður Gréta Gröndal segir frá. Fyrsti snjórinn gæti fallið á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Veðurviðvaranir taka gildi í kvöld. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að veturinn kíki aðeins í stutta heimsókn en sé ekki kominn af fullum þunga. Urður Örlygsdóttir ræðir við Eirík Örn Jóhannsson veðurfræðing. Loðnuvinnslur þurfa mögulega að keyra á olíu í vetur að einhverju leyti, ef ekki rignir duglega næstu vikur og mánuði. Benedikt Sigurðsson ræðir við Hörð Arnarson. ----- Það kom verulega á óvart að öflugt öryggisnet hers og leyniþjónustu Ísraels skyldi bregðast svo illilega sem raun bar vitni þegar stórum hópi vopnaðra manna tókst aðfaranótt síðasta laugardags að ráðast inn í Ísrael á margvíslegum farartæjum, um leið og Hamas lét þúsundum eldflauga rigna yfir sunnanvert landið. Ásgeir Tómasson fjallar um málið. Það er sérstakt að strax sé farið að tala um nýtt ráðuneyti ráðherra sem segir af sér að mati prófessors í stjórnmálafræði og það hafi líka fært athyglina frá áliti umboðsmanns um hæfisbrest fjármálaráðherra við bankasöluna. Þetta segir Eva h. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Reynsla Norðmanna af laxeldi í sjó gæti verið Íslendingum lærdómsrík - og víti til varnaðar. Það er skoðun Pauls Larssons, prófessors við norska lögregluháskólann, sem hélt erindi í Háskólanum á Akureyri á dögunum. Þar gerði hann glæpi mannsins gegn náttúru og lífríki að umtalsefni sínu. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir ræðir við Guðmund Oddsson, afbrotafræðing og prófessor í félagsfræði. Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
10/11/20230
Episode Artwork

Afsögn fjármálaráðherra, stríð í Ísrael og umhverfisglæpir

11. október 2023 Afsögn fjármálaráðherra var lítið rædd í þingsal Alþingis en þeim mun meira á göngum þess. Magnús geir Eyjólfsson þingfréttamaður segir frá stemmningunni á þingi og Linda H. Blöndal ræðir við stjórnarandstöðuþingmennina Guðmund Inga Kristinsson, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Jóhann Pál Jóhannsson. Fimm sjálfboðaliðar frá Rauða hálfmánanum hafa verið myrtir í stríðinu milli Hamas og Ísraels. Þar af létust fjórir bráðaliðar þegar ráðist var á þau við hjálparstörf í morgun. Valgerður Gréta Gröndal segir frá. Fyrsti snjórinn gæti fallið á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Veðurviðvaranir taka gildi í kvöld. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að veturinn kíki aðeins í stutta heimsókn en sé ekki kominn af fullum þunga. Urður Örlygsdóttir ræðir við Eirík Örn Jóhannsson veðurfræðing. Loðnuvinnslur þurfa mögulega að keyra á olíu í vetur að einhverju leyti, ef ekki rignir duglega næstu vikur og mánuði. Benedikt Sigurðsson ræðir við Hörð Arnarson. ----- Það kom verulega á óvart að öflugt öryggisnet hers og leyniþjónustu Ísraels skyldi bregðast svo illilega sem raun bar vitni þegar stórum hópi vopnaðra manna tókst aðfaranótt síðasta laugardags að ráðast inn í Ísrael á margvíslegum farartæjum, um leið og Hamas lét þúsundum eldflauga rigna yfir sunnanvert landið. Ásgeir Tómasson fjallar um málið. Það er sérstakt að strax sé farið að tala um nýtt ráðuneyti ráðherra sem segir af sér að mati prófessors í stjórnmálafræði og það hafi líka fært athyglina frá áliti umboðsmanns um hæfisbrest fjármálaráðherra við bankasöluna. Þetta segir Eva h. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Reynsla Norðmanna af laxeldi í sjó gæti verið Íslendingum lærdómsrík - og víti til varnaðar. Það er skoðun Pauls Larssons, prófessors við norska lögregluháskólann, sem hélt erindi í Háskólanum á Akureyri á dögunum. Þar gerði hann glæpi mannsins gegn náttúru og lífríki að umtalsefni sínu. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir ræðir við Guðmund Oddsson, afbrotafræðing og prófessor í félagsfræði. Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
10/11/20239 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Afsögn Bjarna Benediktssonar og áhrif á ríkisstjórn

10. október 2023 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að afsögn fjármálaráðherra sé virðingarverð. Hún hafi óhjákvæmilega áhrif á ríkisstjórnina en milli þeirra ríki traust. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur lýsir ánægju með að fjármálaráðherra hafi ekki látið reyna á hæfi sitt í embætti fyrir dómstólum heldur frekar vikið. Ráðherrar sem yfirmenn framkvæmdavaldsins þurfi að fylgja flóknu regluverki í sínum verkefnu og megi ekki hygla einni atvinnugrein eða frændfólki. Hólmganga Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins segir formaður miðflokksins um afsögn fjármálaráðherra. Stjórnvöld í Finnlandi segja einsýnt að skemmdarverk hafi verið unnin á gasleiðslu sem liggur yfir Finnska flóa til Eistlands. Þau neita að tjá sig um um hver hafi verið að verki. Í stríði milli Ísraels og Hamas, eins og í öðrum stríðum, eru það börn sem þjást mest, segir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Rafmagns- og vatnsleysi á Gaza sé lífshættulegt. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kári Guðmundsson. Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir
10/10/20230
Episode Artwork

Afsögn Bjarna Benediktssonar og áhrif á ríkisstjórn

10. október 2023 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að afsögn fjármálaráðherra sé virðingarverð. Hún hafi óhjákvæmilega áhrif á ríkisstjórnina en milli þeirra ríki traust. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur lýsir ánægju með að fjármálaráðherra hafi ekki látið reyna á hæfi sitt í embætti fyrir dómstólum heldur frekar vikið. Ráðherrar sem yfirmenn framkvæmdavaldsins þurfi að fylgja flóknu regluverki í sínum verkefnu og megi ekki hygla einni atvinnugrein eða frændfólki. Hólmganga Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins segir formaður miðflokksins um afsögn fjármálaráðherra. Stjórnvöld í Finnlandi segja einsýnt að skemmdarverk hafi verið unnin á gasleiðslu sem liggur yfir Finnska flóa til Eistlands. Þau neita að tjá sig um um hver hafi verið að verki. Í stríði milli Ísraels og Hamas, eins og í öðrum stríðum, eru það börn sem þjást mest, segir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Rafmagns- og vatnsleysi á Gaza sé lífshættulegt. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kári Guðmundsson. Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir
10/10/20238 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Flugskeytaárásir á Gaza og brotalamir í heilbrigðiskerfi

9. október 2023 Á annað þúsund hafa fallið frá því að stríð braust út á laugardag milli stjórnarhersins í Ísrael og palestínskra vígamanna Hamas frá Gaza-svæðinu. Ísraelsher skaut helmingi fleiri flugskeytum yfir til Gaza í dag en um helgina. Kona frá Palestínu sem búið hefur á Íslandi lengi segir að Hamas-samtökin séu frelsishreyfing. Ræðismaður Íslands í Ísrael segir hins vegar að þau þrífist á hatri. Vinna hófst í gær við höfnina í Þorlákshöfn án þess að búið væri að veita leyfi fyrir framkvæmdum, sem voru kynntar í sumar. Misskilningur segir bæjarstjórinn. Umhverfisstofnun segir að ekki megi breyta strandlengjunni án hennar leyfis. ----------- Heilbrigðiskerfið erof brotakennt því þjónusta þess hefir ekki þróast nægilega út frá þörfum notenda heldur hafa veitendur ráðið för segir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans. Fjöldi þeirra sem þurfa umfangsmikla þjónustu hefur vaxið og þjónustan sem þeir þurfa getur verið flókin en ekki endilega mjög sérhæfð. Sérhæfingin haf gengið út yfir almenna þjónustu. Landlæknisembættið fylgist með ávísunum lækna á ópíóíða, segir Alma Möller landlæknir. Dregið hefur úr ávísunum lækna á þá undanfarin ár. Lögregla hefur aftur á móti lagt halda á margfallt meira af ópíóíðum undanfarin misseri. 17 létust af völdum ofneyslu ópíóíða á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Anna Lísa Hermannsdóttir
10/9/20230
Episode Artwork

Flugskeytaárásir á Gaza og brotalamir í heilbrigðiskerfi

9. október 2023 Á annað þúsund hafa fallið frá því að stríð braust út á laugardag milli stjórnarhersins í Ísrael og palestínskra vígamanna Hamas frá Gaza-svæðinu. Ísraelsher skaut helmingi fleiri flugskeytum yfir til Gaza í dag en um helgina. Kona frá Palestínu sem búið hefur á Íslandi lengi segir að Hamas-samtökin séu frelsishreyfing. Ræðismaður Íslands í Ísrael segir hins vegar að þau þrífist á hatri. Vinna hófst í gær við höfnina í Þorlákshöfn án þess að búið væri að veita leyfi fyrir framkvæmdum, sem voru kynntar í sumar. Misskilningur segir bæjarstjórinn. Umhverfisstofnun segir að ekki megi breyta strandlengjunni án hennar leyfis. ----------- Heilbrigðiskerfið erof brotakennt því þjónusta þess hefir ekki þróast nægilega út frá þörfum notenda heldur hafa veitendur ráðið för segir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans. Fjöldi þeirra sem þurfa umfangsmikla þjónustu hefur vaxið og þjónustan sem þeir þurfa getur verið flókin en ekki endilega mjög sérhæfð. Sérhæfingin haf gengið út yfir almenna þjónustu. Landlæknisembættið fylgist með ávísunum lækna á ópíóíða, segir Alma Möller landlæknir. Dregið hefur úr ávísunum lækna á þá undanfarin ár. Lögregla hefur aftur á móti lagt halda á margfallt meira af ópíóíðum undanfarin misseri. 17 létust af völdum ofneyslu ópíóíða á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Anna Lísa Hermannsdóttir
10/9/20238 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Aðbúnaður á vöggustofum, ópíóíðafaraldur, veiðitímabil rjúpu í haust.

06.10.2023 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að stjórnvöld geri margt til að bregðast við ópíóíðafaraldrinum en mættu gera betur. Fjölga þurfi plássum í afeitrun til að stytta biðtíma sem nú er á sjöunda mánuð. Urður Örlygsdóttir ræddi við hann. Umhverfisáðherra hefur staðfest að veiðitímabil rjúpu verði frá 20. október til 21. nóvember í ár. Heimilt verður að stunda veiðarnar allan daginn frá föstudegi til þriðjudags. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við Áka Ármann Jónsson, formann Skotvíss. Íranska baráttukonan Narges Mohammadi fær friðarverðlaun Nóbels í ár. Hún situr fangelsuð í heimalandi sínu eftir áralanga baráttu fyrir réttindum kvenna og mannréttindum almennt. Gísli Kristjánsson sagði frá. Ung börn voru tjóðruð í rúmum á vöggustofunni Suðurborg samkvæmt ótúgefinni bók Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Móðir sást örsjaldan á vöggustofunni. Aldrei faðir. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Guðjón. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í viðtali við Arnar Björnssonað bætur hljóti að koma til skoðunar til þeirra sem dvöldu á vöggustofum í Reykjavík á seinni hluta síðustu aldar. Einnig var rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 28 sem haldin verður í nóvember þarf að byggja aftur upp trú almennings á því að þjóðir jarðar séu tilbúnar að takast á við ógnina sem felst í loftslagsbreytingum. Þetta segir Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, í viðtali við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur. Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, gefur kost á sér til endurkjörs í kosnin gum í desember. Þorgils Jónsson sagði frá. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
10/6/20230
Episode Artwork

Aðbúnaður á vöggustofum, ópíóíðafaraldur, veiðitímabil rjúpu í haust.

06.10.2023 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að stjórnvöld geri margt til að bregðast við ópíóíðafaraldrinum en mættu gera betur. Fjölga þurfi plássum í afeitrun til að stytta biðtíma sem nú er á sjöunda mánuð. Urður Örlygsdóttir ræddi við hann. Umhverfisáðherra hefur staðfest að veiðitímabil rjúpu verði frá 20. október til 21. nóvember í ár. Heimilt verður að stunda veiðarnar allan daginn frá föstudegi til þriðjudags. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við Áka Ármann Jónsson, formann Skotvíss. Íranska baráttukonan Narges Mohammadi fær friðarverðlaun Nóbels í ár. Hún situr fangelsuð í heimalandi sínu eftir áralanga baráttu fyrir réttindum kvenna og mannréttindum almennt. Gísli Kristjánsson sagði frá. Ung börn voru tjóðruð í rúmum á vöggustofunni Suðurborg samkvæmt ótúgefinni bók Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Móðir sást örsjaldan á vöggustofunni. Aldrei faðir. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Guðjón. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í viðtali við Arnar Björnssonað bætur hljóti að koma til skoðunar til þeirra sem dvöldu á vöggustofum í Reykjavík á seinni hluta síðustu aldar. Einnig var rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 28 sem haldin verður í nóvember þarf að byggja aftur upp trú almennings á því að þjóðir jarðar séu tilbúnar að takast á við ógnina sem felst í loftslagsbreytingum. Þetta segir Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, í viðtali við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur. Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, gefur kost á sér til endurkjörs í kosnin gum í desember. Þorgils Jónsson sagði frá. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
10/6/20239 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Ill meðferð vöggustofubarna, Freedom aflýst, áhugalausir Alþingismenn

Hvítir veggir, hvítir sloppar og börn í hvítum rúmum; þau skorti örvun og umhyggju á vöggustofum Reykjavíkur. Foreldrarnir fengu ekki að snerta þau og varla að heimsækja þau. Þetta hafði oft varanleg áhrif á líf og heilsu barnanna. Þau sættu illri meðferð að dómi nefndar sem hefur rannsakað starfsemina. Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur hefur aflýst fundi með tyrkneska körfuboltamanninum Enes Kanter Freedom sem hefur barist fyrir mannréttindum í heimalandi sínu en einnig gagnrýnt trans fólk. Forsetinn ætlar að hitta manninn. Einungis tveir þingmenn Norðvesturkjördæmis, af átta, boðuðu komu sína að hitta sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum. Stjórnarmaður í fjórðungssambandi Vestfjarða furðar sig á áhugaleysinu. Jón Fosse handhafi Nóbelsverðlaunana í bókmenntum í ár er krefjandi skáld fyrir nútímalesendur, segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur, sem er útgefandi verkanna. Stuðningur við Úkraínumenn er að vonum helsta umræðuefnið á leiðtogafundi Evrópska stjórnmálavettvangsins í Granada á Spáni. Nýtt vandamál er þó komið upp sem einnig þarf að takast á við: fjöldaflótti armenskra íbúa frá héraðinu Nagorno-Karabakh í Aserbaísjan til Armeníu. Þangað streymdu rúmlega eitt hundrað þúsund manns á fáum sólarhringum. Áætlað er að eftir séu um tuttugu þúsund, flest í héraðshöfuðborginni Stepanakert. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaðir fréttaútsendingu.
10/5/20230
Episode Artwork

Ill meðferð vöggustofubarna, Freedom aflýst, áhugalausir Alþingismenn

Hvítir veggir, hvítir sloppar og börn í hvítum rúmum; þau skorti örvun og umhyggju á vöggustofum Reykjavíkur. Foreldrarnir fengu ekki að snerta þau og varla að heimsækja þau. Þetta hafði oft varanleg áhrif á líf og heilsu barnanna. Þau sættu illri meðferð að dómi nefndar sem hefur rannsakað starfsemina. Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur hefur aflýst fundi með tyrkneska körfuboltamanninum Enes Kanter Freedom sem hefur barist fyrir mannréttindum í heimalandi sínu en einnig gagnrýnt trans fólk. Forsetinn ætlar að hitta manninn. Einungis tveir þingmenn Norðvesturkjördæmis, af átta, boðuðu komu sína að hitta sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum. Stjórnarmaður í fjórðungssambandi Vestfjarða furðar sig á áhugaleysinu. Jón Fosse handhafi Nóbelsverðlaunana í bókmenntum í ár er krefjandi skáld fyrir nútímalesendur, segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur, sem er útgefandi verkanna. Stuðningur við Úkraínumenn er að vonum helsta umræðuefnið á leiðtogafundi Evrópska stjórnmálavettvangsins í Granada á Spáni. Nýtt vandamál er þó komið upp sem einnig þarf að takast á við: fjöldaflótti armenskra íbúa frá héraðinu Nagorno-Karabakh í Aserbaísjan til Armeníu. Þangað streymdu rúmlega eitt hundrað þúsund manns á fáum sólarhringum. Áætlað er að eftir séu um tuttugu þúsund, flest í héraðshöfuðborginni Stepanakert. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaðir fréttaútsendingu.
10/5/20237 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 4.10.23 Loðnubrestur, fiskeldi, Svíþjóð, Súdan og sveitin

Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar segir fréttirnar ekki koma á óvart. Villti laxastofninn á að njóta vafans gagnvart eldislöxum samkvæmt drögum að stefnu um lagareldi. Heimildir til sjókvíaeldis gætu orðið að engu, hafi reglulegt strok úr kvíum mikil áhrif á villta laxinn. Matvælaráðherra segir stefnt á að hækka auðlindagjöld í sjókvíaeldi nær því sem tíðkast í nágrannalöndunum Noregi og Færeyjum. Formaður tollvarðafélags Svíþjóðar segir glæpaölduna í landinu ekki koma á óvart enda flæði fíkniefni inn í landið vegna niðurskurðar í landamæraeftirliti. Ung kona í breska hernum svipti sig lífi vegna linnulausar kynferðislegrar áreitni frá yfirmanni sínum. ---- Stefnumótun fyrir umgjörð og uppbyggingu lagareldis á og við Ísland til ársins 2040 var kynnt í morgun og sett inn í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Fjallað er um allt í senn landeldi, sjókvíaeldi, úthafseldi og þörungarækt en að vanda er það sjókvíaeldið sem fangar athyglina, enda ýmislegt þar sem betur má fara, samkvæmt nýlegum úttektum þar á. Fólki sem flýr frá Súdan yfir landamærin til Suður-Súdans fjölgar stöðugt. Borgarastríð hefur geisað í landinu frá því um miðjan apríl, kostað á áttunda þúsund lífið og hrakið yfir fimm milljónir á flótta, þar af tvær komma átta milljónir íbúa höfuðborgarinnar Khartoum. Eitt af hverjum tíu börnum sem send voru í sveit á árum áður varð fyrir eða varð vitni að ofbeldi meðan á dvöl stóð. Prófessor við Háskóla Íslands segir erfiðisvinnu, afskiptaleysi og líkamlegar refsingar meðal þess sem sé þessum hópi minnisstætt.
10/4/20230
Episode Artwork

Spegillinn 4.10.23 Loðnubrestur, fiskeldi, Svíþjóð, Súdan og sveitin

Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar segir fréttirnar ekki koma á óvart. Villti laxastofninn á að njóta vafans gagnvart eldislöxum samkvæmt drögum að stefnu um lagareldi. Heimildir til sjókvíaeldis gætu orðið að engu, hafi reglulegt strok úr kvíum mikil áhrif á villta laxinn. Matvælaráðherra segir stefnt á að hækka auðlindagjöld í sjókvíaeldi nær því sem tíðkast í nágrannalöndunum Noregi og Færeyjum. Formaður tollvarðafélags Svíþjóðar segir glæpaölduna í landinu ekki koma á óvart enda flæði fíkniefni inn í landið vegna niðurskurðar í landamæraeftirliti. Ung kona í breska hernum svipti sig lífi vegna linnulausar kynferðislegrar áreitni frá yfirmanni sínum. ---- Stefnumótun fyrir umgjörð og uppbyggingu lagareldis á og við Ísland til ársins 2040 var kynnt í morgun og sett inn í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Fjallað er um allt í senn landeldi, sjókvíaeldi, úthafseldi og þörungarækt en að vanda er það sjókvíaeldið sem fangar athyglina, enda ýmislegt þar sem betur má fara, samkvæmt nýlegum úttektum þar á. Fólki sem flýr frá Súdan yfir landamærin til Suður-Súdans fjölgar stöðugt. Borgarastríð hefur geisað í landinu frá því um miðjan apríl, kostað á áttunda þúsund lífið og hrakið yfir fimm milljónir á flótta, þar af tvær komma átta milljónir íbúa höfuðborgarinnar Khartoum. Eitt af hverjum tíu börnum sem send voru í sveit á árum áður varð fyrir eða varð vitni að ofbeldi meðan á dvöl stóð. Prófessor við Háskóla Íslands segir erfiðisvinnu, afskiptaleysi og líkamlegar refsingar meðal þess sem sé þessum hópi minnisstætt.
10/4/202310 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Verndun lax í ólagi, vargöld á Haítí og kommúnistarapp

Maður á sextugsaldri sem fannst látinn í heimahúsi í Bátavogi í austurborg Reykjavíkur á laugardagskvöld fyrir einni og hálfri viku var myrtur. Fimm flokka þyrfti til að mynda ríkisstjórn án Samfylkingarinnar miðað við niðurstöður Þjóðarpúls. Kaupmáttur dróst saman í fyrra, en jókst ekki eins og Hagstofa hafði áður greint frá. Búist er við að Seðlabankinn tilkynni á morgun um fimmtándu stýrivaxtahækkunina í röð. Nýtt bóluefni gegn HPV-veirunni veitir góða vörn gegn kynfæravörtum og krabbameini. Í fyrsta sinn verða önnur kyn en stúlkur bólusett. Þúsund manna lið frá Kenía fær það verkefni að aðstoða her og lögreglu á Haítí við að ráða niðurlögum glæpahópa sem halda þjóðinni í heljargreipum. Verndun villts lax og eftirlit með sjókvíaeldi er greinilega ekki í lagi, segir prófessor í umhverfisrétti sem telur Ísland bregðast skyldum sínum til að verja líffræðilega fjölbreytni. Ungliðahreyfing kínverska kommúnistaflokksins nýtir rappara - sem áður voru í ónáð - til að ná til ungs fólks. Flokkinn vantar nýtt blóð. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Kári Guðmundsson. Fréttaútsendingu stjórnaði Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
10/3/20230
Episode Artwork

Verndun lax í ólagi, vargöld á Haítí og kommúnistarapp

Maður á sextugsaldri sem fannst látinn í heimahúsi í Bátavogi í austurborg Reykjavíkur á laugardagskvöld fyrir einni og hálfri viku var myrtur. Fimm flokka þyrfti til að mynda ríkisstjórn án Samfylkingarinnar miðað við niðurstöður Þjóðarpúls. Kaupmáttur dróst saman í fyrra, en jókst ekki eins og Hagstofa hafði áður greint frá. Búist er við að Seðlabankinn tilkynni á morgun um fimmtándu stýrivaxtahækkunina í röð. Nýtt bóluefni gegn HPV-veirunni veitir góða vörn gegn kynfæravörtum og krabbameini. Í fyrsta sinn verða önnur kyn en stúlkur bólusett. Þúsund manna lið frá Kenía fær það verkefni að aðstoða her og lögreglu á Haítí við að ráða niðurlögum glæpahópa sem halda þjóðinni í heljargreipum. Verndun villts lax og eftirlit með sjókvíaeldi er greinilega ekki í lagi, segir prófessor í umhverfisrétti sem telur Ísland bregðast skyldum sínum til að verja líffræðilega fjölbreytni. Ungliðahreyfing kínverska kommúnistaflokksins nýtir rappara - sem áður voru í ónáð - til að ná til ungs fólks. Flokkinn vantar nýtt blóð. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Kári Guðmundsson. Fréttaútsendingu stjórnaði Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
10/3/20239 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Ákæruliðum vísað frá í hryðjuverkamáli og framtíð heilbrigðisþjónustu

2. október 2023 Ákærum um undirbúning hryðjuverka var í dag öðru sinni vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Verjandi segir rannsókn hryðjuverkamálsins hafa miðað að því að sanna kenningar sem lögregla setti fram á blaðamannafundi. Nærri fimmtíu ungmenni hafa fallið í átökum glæpagengja í Svíþjóð undanfarin ár, yfir þrjú hundruð hafa verið myrtir á sjö árum. Samfylkingin boðar breytingar á skattkerfinu til að fjármagna tveggja kjörtímabila áætlun um forgangsröðun flokksins í heilbrigðis- og öldrunarmálum Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti mætti fyrir dómara í New York í dag, sakaður um fjársvik. Krafist er að hann fái ekki að stunda viðskipti í ríkinu framar. Þróun mRNA-bóluefna olli straumhvörfum og á eftir að leiða til frekari uppgötvana á næstu árum segir Ingileif Jónsdóttir, ónæmisfræðingur og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Vísindamennirnir sem þróuðu mRNA-bóluefnin fá Nóbelsverðlaun í læknisfræði í ár. Úkraínumenn eru vongóðir um áframhaldandi fjárstuðning frá Bandaríkjunum þrátt fyrir að samkvæmt nýsamþykktum bráðabirgðafjárlögum sé ekki gert ráð fyrir honum. Það þarf að fjölga læknisviðtölum í gegnum skjá óháð búsetu, virkja sjúklinga, nýta tækni og skoða betur hver vinnur hvaða verk innan heilbrigðiskerfisins. Þetta segir Ólafur Baldursson sem leiðir hóp á vegum heilbrigðisráðherra um framtíð læknisþjónustu. Metúrhelli varð með stuttum fyrirvara í New York-borg fyrir helgi og olli miklum flóðum, einkum í Brooklyn og Queens. Borgaryfirvöld hafa sætt gagnrýni fyrir viðbrögð sín, sérstaklega Eric Adams borgarstjóri.
10/2/20230
Episode Artwork

Ákæruliðum vísað frá í hryðjuverkamáli og framtíð heilbrigðisþjónustu

2. október 2023 Ákærum um undirbúning hryðjuverka var í dag öðru sinni vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Verjandi segir rannsókn hryðjuverkamálsins hafa miðað að því að sanna kenningar sem lögregla setti fram á blaðamannafundi. Nærri fimmtíu ungmenni hafa fallið í átökum glæpagengja í Svíþjóð undanfarin ár, yfir þrjú hundruð hafa verið myrtir á sjö árum. Samfylkingin boðar breytingar á skattkerfinu til að fjármagna tveggja kjörtímabila áætlun um forgangsröðun flokksins í heilbrigðis- og öldrunarmálum Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti mætti fyrir dómara í New York í dag, sakaður um fjársvik. Krafist er að hann fái ekki að stunda viðskipti í ríkinu framar. Þróun mRNA-bóluefna olli straumhvörfum og á eftir að leiða til frekari uppgötvana á næstu árum segir Ingileif Jónsdóttir, ónæmisfræðingur og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Vísindamennirnir sem þróuðu mRNA-bóluefnin fá Nóbelsverðlaun í læknisfræði í ár. Úkraínumenn eru vongóðir um áframhaldandi fjárstuðning frá Bandaríkjunum þrátt fyrir að samkvæmt nýsamþykktum bráðabirgðafjárlögum sé ekki gert ráð fyrir honum. Það þarf að fjölga læknisviðtölum í gegnum skjá óháð búsetu, virkja sjúklinga, nýta tækni og skoða betur hver vinnur hvaða verk innan heilbrigðiskerfisins. Þetta segir Ólafur Baldursson sem leiðir hóp á vegum heilbrigðisráðherra um framtíð læknisþjónustu. Metúrhelli varð með stuttum fyrirvara í New York-borg fyrir helgi og olli miklum flóðum, einkum í Brooklyn og Queens. Borgaryfirvöld hafa sætt gagnrýni fyrir viðbrögð sín, sérstaklega Eric Adams borgarstjóri.
10/2/20239 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Venesúelabúum vísað úr landi. Færanlegt sjúkrahús til Úkraínu.

29.09.2023 Útlendingastofnun mátti synja Venesúelabúum um alþjóðlega vernd, að mati kærunefndar útlendingamála. Á annað þúsund manns frá Venesúela geta búist við að vera send úr landi á næstunni. Ari Páll Karlsson sagði frá. Sænska hernum verður falið að aðstoða lögregluna við að ráða niðurlögum glæpagengja sem hafa orðið ellefu manns að bana í þessum mánuði. Vísbendingar eru um tengsl íslenskra glæpahópa við sænsk glæpasamtök sem staðið hafa í grimmilegum hjaðningavígum síðustu misseri. Ævar Örn Jósepsson og Ásgeir Tómasson sögðu frá. Rætt var við Runólf Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjón. Færanlegt sjúkrahús sem Íslendingar fjármagna verður afhent Úkraínumönnum á næstunni. Bjarni Pétur Jónsson talaði við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Áratugum saman hefur verið rætt og stundum rifist um Sundabraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjiist 2026 og kynningarfundir um umhverfisáhrif og breytingar á skipulagi verða í næstu viku. Á löngum tíma hefur verkefnið þróast og breyst segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Til dæmis er ekki lengur í forgangi að tengja umferðina við miðborgina. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Guðmund. Alberto Núñez Feijóo, leiðtoga Lýðflokksins PP á Spáni, mistókst í dag að tryggja sér stuðning meirihluta þingmanna til að mynda nýja ríkisstjórn. Pedro Sanchez, forsætisráðherra og formaður Sósíalistaflokksins, fær stjórnarmyndunarumboðið. Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Dianne Feinstein er látin, níræð að aldri. Hún var elst þingmanna í deildinni. Meðalaldur þeirra er 65 ár. Umsjón með Speglinum hafði Ásgeir Tómasson. Magnús Þorsteinn Magnússon var tæknimaður og Annalísa Hermannsdóttir stýrði fréttaútsendingu.
9/29/20230
Episode Artwork

Venesúelabúum vísað úr landi. Færanlegt sjúkrahús til Úkraínu.

29.09.2023 Útlendingastofnun mátti synja Venesúelabúum um alþjóðlega vernd, að mati kærunefndar útlendingamála. Á annað þúsund manns frá Venesúela geta búist við að vera send úr landi á næstunni. Ari Páll Karlsson sagði frá. Sænska hernum verður falið að aðstoða lögregluna við að ráða niðurlögum glæpagengja sem hafa orðið ellefu manns að bana í þessum mánuði. Vísbendingar eru um tengsl íslenskra glæpahópa við sænsk glæpasamtök sem staðið hafa í grimmilegum hjaðningavígum síðustu misseri. Ævar Örn Jósepsson og Ásgeir Tómasson sögðu frá. Rætt var við Runólf Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjón. Færanlegt sjúkrahús sem Íslendingar fjármagna verður afhent Úkraínumönnum á næstunni. Bjarni Pétur Jónsson talaði við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Áratugum saman hefur verið rætt og stundum rifist um Sundabraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjiist 2026 og kynningarfundir um umhverfisáhrif og breytingar á skipulagi verða í næstu viku. Á löngum tíma hefur verkefnið þróast og breyst segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Til dæmis er ekki lengur í forgangi að tengja umferðina við miðborgina. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Guðmund. Alberto Núñez Feijóo, leiðtoga Lýðflokksins PP á Spáni, mistókst í dag að tryggja sér stuðning meirihluta þingmanna til að mynda nýja ríkisstjórn. Pedro Sanchez, forsætisráðherra og formaður Sósíalistaflokksins, fær stjórnarmyndunarumboðið. Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Dianne Feinstein er látin, níræð að aldri. Hún var elst þingmanna í deildinni. Meðalaldur þeirra er 65 ár. Umsjón með Speglinum hafði Ásgeir Tómasson. Magnús Þorsteinn Magnússon var tæknimaður og Annalísa Hermannsdóttir stýrði fréttaútsendingu.
9/29/20239 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Framtíð frétta, banvæn árás í Rotterdam og ágreiningur ráðherra.

28. september 2023. 32 ára karlmaður var handtekinn í Rotterdam í Hollandi síðdegis eftir banvænar skotárásir í íbúð og á sjúkrahúsi. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir lokuð búsetuúrræði ekki geta leyst vanda sem upp sé kominn vegna fólks sem fengið hafi endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Dómsmálaráðherra er ósátt við nýjan samning ríkisins við Rauða krossinn um neyðaraðstoð fyrir þennan hóp. Verðbólga mælist átta prósent og hefur hækkað lítils háttar frá fyrri mánuði. Verðbólgan fór mest í um tíu prósent í byrjun árs. Hagfræðingur Íslandsbanka, segist gera ráð fyrir að verðbólgan mjakist hægt niður á næstu mánuðum. Ringulreið, hópþrýstingur og hefndarhugur einkenndi hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club þann 17. nóvember í fyrra. Hópur manna sem réðst að þremenningum á staðnum sagðist fyrir dómi hafa fengið nóg af hótunum þeirra og ofbeldi. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir að Samkeppniseftirlitið sé fámennt en að fjárframlög hafi aukist. Sérstök umræða um Samkeppniseftirlitið var á Alþingi í dag. Miklu skiptir að fólk hafi aðgang að áreiðanlegum fréttum en það er ekki bara fjölmiðlanna sjálfra að tryggja að fólk geti vinsað úr upplýsingaflaumnum sem á því dynur, segir Ingibjörg Þórðardóttir fyrrverandi ritstjóri hjá BBC og CNN og núverandi stjórnarmaður hjá Open Democracy og Coda story. Holskefla þjófnaða ríður yfir verslanir í Bretlandi. Vopnuð gengi sópa varningi í poka og hverfa á brott í skyndi. Tjónið nemur hátt úi milljarði sterlingspunda á ári. Námsárangur og ánægja hefur aukist meðal nemenda Háskólans á Akureyri eftir að fjarnám var bætt. Fjarkennsla við HA hófst fyrir 25 árum og situr skólinn því nokkuð framarlega á merinni í þeim málum. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
9/28/20230
Episode Artwork

Framtíð frétta, banvæn árás í Rotterdam og ágreiningur ráðherra.

28. september 2023. 32 ára karlmaður var handtekinn í Rotterdam í Hollandi síðdegis eftir banvænar skotárásir í íbúð og á sjúkrahúsi. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir lokuð búsetuúrræði ekki geta leyst vanda sem upp sé kominn vegna fólks sem fengið hafi endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Dómsmálaráðherra er ósátt við nýjan samning ríkisins við Rauða krossinn um neyðaraðstoð fyrir þennan hóp. Verðbólga mælist átta prósent og hefur hækkað lítils háttar frá fyrri mánuði. Verðbólgan fór mest í um tíu prósent í byrjun árs. Hagfræðingur Íslandsbanka, segist gera ráð fyrir að verðbólgan mjakist hægt niður á næstu mánuðum. Ringulreið, hópþrýstingur og hefndarhugur einkenndi hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club þann 17. nóvember í fyrra. Hópur manna sem réðst að þremenningum á staðnum sagðist fyrir dómi hafa fengið nóg af hótunum þeirra og ofbeldi. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir að Samkeppniseftirlitið sé fámennt en að fjárframlög hafi aukist. Sérstök umræða um Samkeppniseftirlitið var á Alþingi í dag. Miklu skiptir að fólk hafi aðgang að áreiðanlegum fréttum en það er ekki bara fjölmiðlanna sjálfra að tryggja að fólk geti vinsað úr upplýsingaflaumnum sem á því dynur, segir Ingibjörg Þórðardóttir fyrrverandi ritstjóri hjá BBC og CNN og núverandi stjórnarmaður hjá Open Democracy og Coda story. Holskefla þjófnaða ríður yfir verslanir í Bretlandi. Vopnuð gengi sópa varningi í poka og hverfa á brott í skyndi. Tjónið nemur hátt úi milljarði sterlingspunda á ári. Námsárangur og ánægja hefur aukist meðal nemenda Háskólans á Akureyri eftir að fjarnám var bætt. Fjarkennsla við HA hófst fyrir 25 árum og situr skólinn því nokkuð framarlega á merinni í þeim málum. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
9/28/20238 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Samskip í hart, blekkingar Trumps, kynjaðir samskiptamiðlar unglinga

Samskip krefjast bóta frá Eimskipi fyrir að hafa borið á félagið rangar sakargiftir í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið. Ráðist var á ráðstefnugest sem bar hinsegin tákn í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld. Lögregla rannsakar hvort árásin hafi verið hatursglæpur. Fimmtíu þúsund hafa flúið Nagorno-Karabakh í vikunni. Hafrannsóknastofnun ætlar að endurskoða áhættumat erfðablöndunar laxa. Í ágúst sluppu um 3500 laxar úr einni kví Arctic Fish í Patreksfirði. Storytel hyggst nota gervigreind við þýðingar á erlendum bókum - yfir á íslensku. Dómsmálaráðherra New York ríkis krefst þess að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna greiði 250 milljónir dollara í skaðabætur fyrir að hafa ofmetið eignir sínar umtalsvert. Þetta á hann að hafa gert til að blekkja banka og tryggingafélög til að fá lán á hagstæðum kjörum. Það er mörgum fullorðnum lokuð bók hvað ungmenni aðhafast á samfélagsmiðlum. Þórður Kristinsson doktorsnemi og framhaldsskólakennari hefur fengið að skoða efni sem unglingar á grunnskólaaldri sjá á TikTok. Hann segir að þau hagi sér með mjög kynjuðum hætti á samfélagsmiðlum. Hann segir að það sé komið nýtt félagslegt handrit - að það megi gráta og segja frá erfiðum upplifunum en það þurfi að fylgja ákveðnu skapalóni til að það sé félagslega samþykkt. Loftslagsþolið Ísland er yfirskriftin á skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og birt var í gær. Skýrslan inniheldur tillögur stýrihóps á vegum ráðuneytisins fyrir gerð landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum. Rætt er við Önnu Huldu Ólafsdóttur, sem á sæti í stýrihópnum og er yfir skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands. Umsjónarmaður var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon. Margrét Júlía Ingimarsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
9/27/20230
Episode Artwork

Samskip í hart, blekkingar Trumps, kynjaðir samfélagsmiðlar unglinga

Samskip krefjast bóta frá Eimskipi fyrir að hafa borið á félagið rangar sakargiftir í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið. Ráðist var á ráðstefnugest sem bar hinsegin tákn í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld. Lögregla rannsakar hvort árásin hafi verið hatursglæpur. Fimmtíu þúsund hafa flúið Nagorno-Karabakh í vikunni. Hafrannsóknastofnun ætlar að endurskoða áhættumat erfðablöndunar laxa. Í ágúst sluppu um 3500 laxar úr einni kví Arctic Fish í Patreksfirði. Storytel hyggst nota gervigreind við þýðingar á erlendum bókum - yfir á íslensku. Dómsmálaráðherra New York ríkis krefst þess að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna greiði 250 milljónir dollara í skaðabætur fyrir að hafa ofmetið eignir sínar umtalsvert. Þetta á hann að hafa gert til að blekkja banka og tryggingafélög til að fá lán á hagstæðum kjörum. Það er mörgum fullorðnum lokuð bók hvað ungmenni aðhafast á samfélagsmiðlum. Þórður Kristinsson doktorsnemi og framhaldsskólakennari hefur fengið að skoða efni sem unglingar á grunnskólaaldri sjá á TikTok. Hann segir að þau hagi sér með mjög kynjuðum hætti á samfélagsmiðlum. Hann segir að það sé komið nýtt félagslegt handrit - að það megi gráta og segja frá erfiðum upplifunum en það þurfi að fylgja ákveðnu skapalóni til að það sé félagslega samþykkt. Loftslagsþolið Ísland er yfirskriftin á skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og birt var í gær. Skýrslan inniheldur tillögur stýrihóps á vegum ráðuneytisins fyrir gerð landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum. Rætt er við Önnu Huldu Ólafsdóttur, sem á sæti í stýrihópnum og er yfir skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands. Umsjónarmaður var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon. Margrét Júlía Ingimarsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
9/27/20239 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 26.9.'23. Húsnæðislán, háþrýstingur, loftslags- og skólamál

Það getur verið dýrkeypt að gera ekki samaburð á þeim kjörum sem bjóðast við endurfjármögnun á húsnæðislánum, segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. Fólk þarf að vera meðvitað um hve ódýrt það er að endurfjármaga lánin. Of hár blóðþrýstingur er vangreindur og vanmeðhöndlaður sjúkdómur sem getur leitt til nýrna-, hjarta- og heilasjúkdómum, segir Emil Lárus Sigurðsson prófessor við Háskóla Íslands. Mikill munur er á áhrifum kláms á ungmenni eftir því hvort þau leita að því sjálf eða ekki, segir Guðbjörg Hildur Kolbeins, dósents í fjölmiðlafræði. Stórir evrópskir bankar hagnast enn á fjármögnun og rekstri jarðefnaeldsneytisfyrirtækja, þvert á eigin loftslagsmarkmið. Áformað er að 10.000 manna, þétt og ?grænt" hverfi rísi í landi Keldna í Reykjavík. Kvennalið Íslands í fótbolta tapaði fyrir þýska landsliðinu með engu marki gegn fjórum. ----- Loftslagsþolið Ísland er yfirskriftin á skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og birt var í dag. Skýrslan inniheldur tillögur stýrihóps á vegum ráðuneytisins fyrir gerð landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum. Rætt er við Önnu Huldu Ólafsdóttur, sem á sæti í stýrihópnum og er yfir skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands. Það verður að stokka upp framhaldsskólakerfið, auka samstarf eða samvinnu á milli skóla segir Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra. Elsa Eiríksdóttir dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands segir það vel geta verið til bóta að sameina skóla, en að vanda verði til verka.
9/26/20230
Episode Artwork

Spegillinn 26.9.'23. Húsnæðislán, háþrýstingur, loftslags- og skólamál

Það getur verið dýrkeypt að gera ekki samaburð á þeim kjörum sem bjóðast við endurfjármögnun á húsnæðislánum, segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. Fólk þarf að vera meðvitað um hve ódýrt það er að endurfjármaga lánin. Of hár blóðþrýstingur er vangreindur og vanmeðhöndlaður sjúkdómur sem getur leitt til nýrna-, hjarta- og heilasjúkdómum, segir Emil Lárus Sigurðsson prófessor við Háskóla Íslands. Mikill munur er á áhrifum kláms á ungmenni eftir því hvort þau leita að því sjálf eða ekki, segir Guðbjörg Hildur Kolbeins, dósents í fjölmiðlafræði. Stórir evrópskir bankar hagnast enn á fjármögnun og rekstri jarðefnaeldsneytisfyrirtækja, þvert á eigin loftslagsmarkmið. Áformað er að 10.000 manna, þétt og ?grænt" hverfi rísi í landi Keldna í Reykjavík. Kvennalið Íslands í fótbolta tapaði fyrir þýska landsliðinu með engu marki gegn fjórum. ----- Loftslagsþolið Ísland er yfirskriftin á skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og birt var í dag. Skýrslan inniheldur tillögur stýrihóps á vegum ráðuneytisins fyrir gerð landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum. Rætt er við Önnu Huldu Ólafsdóttur, sem á sæti í stýrihópnum og er yfir skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands. Það verður að stokka upp framhaldsskólakerfið, auka samstarf eða samvinnu á milli skóla segir Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra. Elsa Eiríksdóttir dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands segir það vel geta verið til bóta að sameina skóla, en að vanda verði til verka.
9/26/20239 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Litla-Hraun verður rifið, 54 gefa skýrslu, hjúkrunarheimili tefst

Kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudags, vegna rannsóknar á andláti karls í Reykjavík á laugardag. Skipulagsmál hjá borginni urðu til þess að bygging hjúkrunarheimilis í Grafarvogi hefur tafist um tvö ár. Borgin segist tilbúin. Enn bætir í straum flóttamanna frá Nagorno-Karabakh til Armeníu. 54 gefa skýrslu í réttarhöldunum sem kennd eru við Bankastræti Club og hófust í dag. 40% eldri borgara segjast ekki finna til einmanaleika, en 6% segjast vera gífurlega einmana. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir félagsmálaráðuneytið. Fleiri upplifa tilfinningalegan einmanaleika en félagslegs einmanaleika, það er sakna náinna samskipta við fólk. Valdís Ólafsdóttir hafði varla tíma til að koma í stutt viðtal þegar Spegillinn rakst á hana um helgina. Hún er 87 ára og hefur nóg fyrir stafni. Hún segir að eldra fólk verði að drífa sig af stað ef það er einmana, annars grotni það niður. Það þýði ekkert að ?setjast á rassgatið og horfa út í loftið?. Ástandið á Litla-Hrauni er verra nú en það var fyrir tíu árum segir fangelsismálastjóri og húsnæðið sjálft gerir til dæmis ómögulegt að skilja fanga að og hefta flæði fíkniefna um fangelsið. Hann segir löngu tímabært að byggja nýtt fangelsi sem verði ekki geymsla eða ?letigarður fyrir slæpingja? heldur staður þar sem hægt er að byggja fólk upp. Ráðamenn í Íran keppast við að bæta samskiptin við nágrannaríki í Miðausturlöndum. Friðarsamkomulag milli Ísraelsmanna og Sádi-Araba kann að veða undirritað í byrjun næsta árs. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
9/25/20230
Episode Artwork

Litla-Hraun verður rifið, 54 gefa skýrslu, hjúkrunarheimili tefst

Kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudags, vegna rannsóknar á andláti karls í Reykjavík á laugardag. Skipulagsmál hjá borginni urðu til þess að bygging hjúkrunarheimilis í Grafarvogi hefur tafist um tvö ár. Borgin segist tilbúin. Enn bætir í straum flóttamanna frá Nagorno-Karabakh til Armeníu. 54 gefa skýrslu í réttarhöldunum sem kennd eru við Bankastræti Club og hófust í dag. 40% eldri borgara segjast ekki finna til einmanaleika, en 6% segjast vera gífurlega einmana. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir félagsmálaráðuneytið. Fleiri upplifa tilfinningalegan einmanaleika en félagslegs einmanaleika, það er sakna náinna samskipta við fólk. Valdís Ólafsdóttir hafði varla tíma til að koma í stutt viðtal þegar Spegillinn rakst á hana um helgina. Hún er 87 ára og hefur nóg fyrir stafni. Hún segir að eldra fólk verði að drífa sig af stað ef það er einmana, annars grotni það niður. Það þýði ekkert að ?setjast á rassgatið og horfa út í loftið?. Ástandið á Litla-Hrauni er verra nú en það var fyrir tíu árum segir fangelsismálastjóri og húsnæðið sjálft gerir til dæmis ómögulegt að skilja fanga að og hefta flæði fíkniefna um fangelsið. Hann segir löngu tímabært að byggja nýtt fangelsi sem verði ekki geymsla eða ?letigarður fyrir slæpingja? heldur staður þar sem hægt er að byggja fólk upp. Ráðamenn í Íran keppast við að bæta samskiptin við nágrannaríki í Miðausturlöndum. Friðarsamkomulag milli Ísraelsmanna og Sádi-Araba kann að veða undirritað í byrjun næsta árs. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
9/25/20238 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

22.9.2023 Kynþroska strokulaxar, Landsbankinn farinn úr Austurstræti,

Flestir strokulaxarnir sem Hafrannsóknarstofnun hefur greint, voru kynþroska. Þetta er óvenjulegt, en í laxeldi er kynþroska laxa seinkað til þess að auka gæði fiskanna. Valur Grettisson ræddi við Guðna Guðbergsson, sviðsstjóra hjá Hafrannsóknastofnun. Héraðssaksóknari hefur ákært þrjá danska karlmenn í tengslum við umfangsmikið smygl á hundrað fimmtíu og sjö kílóum af hassi. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu úti fyrir Garðskaga í lok júní. Málaflokkur fatlaðra hefur verið vanfjármagnaður um 42 milljarða króna á fjögurra ára tímabili. Formaður Borgarráðs Reykjavíkurborgar segir það ekki ganga að ríki og sveitarfélög séu í reiptogi um svo viðkvæman málaflokk. Valur Grettisson ræddi við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs Reykjavíkur. Starfsemi Landsbankans í höfuðstöðvunum í Austurstræti í Reykjavík er lokið. Þar var skellt í lás í síðasta sinn klukkan fjögur í dag. Gréta Sigríður Einarsdóttir sagði frá og talaði við Jósep Gíslason, starfsmann bankans, Helga Teit Helgason framkvæmdastjóra einstaklingssviðs og viðskiptavininn Sigríði. Að minnsta kosti þrír voru handteknir í aðgerð sérsveitar ríkislögreglustjóra í Flúðaseli í Reykjavík í dag. Ekki hefur gengið sem skyldi að finna réttu leiðina til að virkja rödd almennings við breytingar á stjórnarskrá að dómi Jóns Ólafssonar, prófessors í heimspeki. Hann telur hæpið að þrjár greinargerðir lögfræðinga sem birtust í síðustu viku verði upphaf að gefandi samtali. Hagstofan hefur gefið út áður óbirt manntal. Það var tekið 1981 og er 42 ára gamalt. Ragnhildur Thorlacius tók saman. Flóð færast sífellt í aukana í Miami í Flórída og víðar í suðurhlutanum. Vísindamenn telja að þriðjungur ríkisins verði orðinn umflotinn vatni um næstu aldamót. Ásgeir Tómasson sagði frá. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
9/22/20230
Episode Artwork

22.9.2023 Kynþroska strokulaxar, Landsbankinn farinn úr Austurstræti,

Flestir strokulaxarnir sem Hafrannsóknarstofnun hefur greint, voru kynþroska. Þetta er óvenjulegt, en í laxeldi er kynþroska laxa seinkað til þess að auka gæði fiskanna. Valur Grettisson ræddi við Guðna Guðbergsson, sviðsstjóra hjá Hafrannsóknastofnun. Héraðssaksóknari hefur ákært þrjá danska karlmenn í tengslum við umfangsmikið smygl á hundrað fimmtíu og sjö kílóum af hassi. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu úti fyrir Garðskaga í lok júní. Málaflokkur fatlaðra hefur verið vanfjármagnaður um 42 milljarða króna á fjögurra ára tímabili. Formaður Borgarráðs Reykjavíkurborgar segir það ekki ganga að ríki og sveitarfélög séu í reiptogi um svo viðkvæman málaflokk. Valur Grettisson ræddi við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs Reykjavíkur. Starfsemi Landsbankans í höfuðstöðvunum í Austurstræti í Reykjavík er lokið. Þar var skellt í lás í síðasta sinn klukkan fjögur í dag. Gréta Sigríður Einarsdóttir sagði frá og talaði við Jósep Gíslason, starfsmann bankans, Helga Teit Helgason framkvæmdastjóra einstaklingssviðs og viðskiptavininn Sigríði. Að minnsta kosti þrír voru handteknir í aðgerð sérsveitar ríkislögreglustjóra í Flúðaseli í Reykjavík í dag. Ekki hefur gengið sem skyldi að finna réttu leiðina til að virkja rödd almennings við breytingar á stjórnarskrá að dómi Jóns Ólafssonar, prófessors í heimspeki. Hann telur hæpið að þrjár greinargerðir lögfræðinga sem birtust í síðustu viku verði upphaf að gefandi samtali. Hagstofan hefur gefið út áður óbirt manntal. Það var tekið 1981 og er 42 ára gamalt. Ragnhildur Thorlacius tók saman. Flóð færast sífellt í aukana í Miami í Flórída og víðar í suðurhlutanum. Vísindamenn telja að þriðjungur ríkisins verði orðinn umflotinn vatni um næstu aldamót. Ásgeir Tómasson sagði frá. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
9/22/20239 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

21.09. Samgöngusáttmáli, seðlabankastjóri, hvalveiðibann, loftslagsmál

Spegillinn 21. september 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Stjórn fréttaútsendingar: Júlía Margrét Ingimarsdóttir Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í uppnámi eftir yfirlýsingar fjármálaráðherra í morgun um að útilokað sé að fjármagna hann í núverandi mynd. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræðir við Heiðu Björg Hilmisdóttur. Fulltrúaráð launamanna Birtu lífeyrissjóðs skorar á Pálmar Óla Magnússon, fyrrverandi stjórnanda hjá Samskipum, að víkja sæti í stjórn sjóðsins meðan rannsókn um samráð Eimskips og Samskipa stendur yfir. Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði, segir það ekki vera hlutverk seðlabankastjóra að ráðleggja lántakendum um lánaskilmála. Frumvarp um bann við hvalveiðum var rætt á þingi í dag. Vísun til nefndar var hins vegar frestað því deilt er um til hvaða nefndar vísa á málinu. Magnús Geir Eyjólfsson ræðir við Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata. Sauðfé á Íslandi hefur fækkað stöðugt frá árinu 2017. Um 426.000 lömbum verður slátrað í haust en um 560.000 var slátrað 2017. Ásta Hlín Magnúsdóttir ræðir við Trausta Hjálmarsson. Nokkrir af þekktustu rithöfundum heims ætla að höfða mál gegn gervigreindarfyrirtækinu OpenAI fyrir ?markvissan og umfangsmikinn þjófnað í massavís?. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir ræðir við Ragnheiði Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra RSÍ. --- Í vikunni gerðist það að stjórnvöld í Bretlandi og Svíþjóð, tveimur löndum sem síðustu ár hafa lagt mikla áherslu á aðgerðir gegn hlýnun Jarðar og yfirstandandi loftslagsbreytingum, bæði í orði og verki, ákváðu að draga úr aðgerðum í málaflokknum. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Elvu Rakel Jónsdóttur, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun á sviði loftslagsmála og hringrásarhagkerfis, um þennan viðsnúning. Tímamót eru yfirvofandi í fjölmiðlasögu heimsins. Rupert Murdoch tilkynnti í dag að hann hygðist láta af störfum sem stjórnarformaður fyrirtækjanna Fox Corporation og News Corp eftir rúmlega sjötíu ára starfsferil við fjölmiðla af öllu tagi. Ásgeir Tómasson segir frá. Slóvakar ganga að kjörborðinu eftir um næstu mánaðarmót, í kosningum sem gætu grafið undan samstöðu Evrópuríkja gagnvart Úkraínu. Leiðtogi flokksins sem þykir sigurstranglegastur samkvæmt könnunum, vill hætta stuðningi og vopnasendingum til Úkraínu. Innan við helmingur íbúa landsins segir Rússa ábyrga fyrir innrásinni í Úkraínu, og stuðningur við aðild Slóvakíu að Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu er á niðurleið. Björn Malmquist segir frá.
9/21/20230
Episode Artwork

21.09. Samgöngusáttmáli, seðlabankastjóri, hvalveiðibann, loftslagsmál

Spegillinn 21. september 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Stjórn fréttaútsendingar: Júlía Margrét Ingimarsdóttir Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í uppnámi eftir yfirlýsingar fjármálaráðherra í morgun um að útilokað sé að fjármagna hann í núverandi mynd. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræðir við Heiðu Björg Hilmisdóttur. Fulltrúaráð launamanna Birtu lífeyrissjóðs skorar á Pálmar Óla Magnússon, fyrrverandi stjórnanda hjá Samskipum, að víkja sæti í stjórn sjóðsins meðan rannsókn um samráð Eimskips og Samskipa stendur yfir. Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði, segir það ekki vera hlutverk seðlabankastjóra að ráðleggja lántakendum um lánaskilmála. Frumvarp um bann við hvalveiðum var rætt á þingi í dag. Vísun til nefndar var hins vegar frestað því deilt er um til hvaða nefndar vísa á málinu. Magnús Geir Eyjólfsson ræðir við Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata. Sauðfé á Íslandi hefur fækkað stöðugt frá árinu 2017. Um 426.000 lömbum verður slátrað í haust en um 560.000 var slátrað 2017. Ásta Hlín Magnúsdóttir ræðir við Trausta Hjálmarsson. Nokkrir af þekktustu rithöfundum heims ætla að höfða mál gegn gervigreindarfyrirtækinu OpenAI fyrir ?markvissan og umfangsmikinn þjófnað í massavís?. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir ræðir við Ragnheiði Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra RSÍ. --- Í vikunni gerðist það að stjórnvöld í Bretlandi og Svíþjóð, tveimur löndum sem síðustu ár hafa lagt mikla áherslu á aðgerðir gegn hlýnun Jarðar og yfirstandandi loftslagsbreytingum, bæði í orði og verki, ákváðu að draga úr aðgerðum í málaflokknum. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Elvu Rakel Jónsdóttur, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun á sviði loftslagsmála og hringrásarhagkerfis, um þennan viðsnúning. Tímamót eru yfirvofandi í fjölmiðlasögu heimsins. Rupert Murdoch tilkynnti í dag að hann hygðist láta af störfum sem stjórnarformaður fyrirtækjanna Fox Corporation og News Corp eftir rúmlega sjötíu ára starfsferil við fjölmiðla af öllu tagi. Ásgeir Tómasson segir frá. Slóvakar ganga að kjörborðinu eftir um næstu mánaðarmót, í kosningum sem gætu grafið undan samstöðu Evrópuríkja gagnvart Úkraínu. Leiðtogi flokksins sem þykir sigurstranglegastur samkvæmt könnunum, vill hætta stuðningi og vopnasendingum til Úkraínu. Innan við helmingur íbúa landsins segir Rússa ábyrga fyrir innrásinni í Úkraínu, og stuðningur við aðild Slóvakíu að Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu er á niðurleið. Björn Malmquist segir frá.
9/21/20239 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Skuldir aukast í bygginggeiranum og Bretar draga úr loftslagsaðgerðum

Hægari sala fasteigna hefur valdið því að skuldir byggingageirans við bankana hafa aukist um 68 milljarða króna síðustu tólf mánuði. Það er ekki áhyggjuefni enn sem komið er, segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Volodymyr Zelenskí forseti Úkraínu vill að Rússar verði sviptir neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þeir hafi gert ráðið gagnslaust með beitingu neitunarvaldsins. Barnahús metur öll tilvik sem barnaverndarnefndir senda til hennar vegna mögulegra kynferðisbrota barna, segir Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Sum mál eigi ekki heima í Barnahúsi. Matvælastofnun boðar afléttingu á tímabundnu banni við hvalveiðum Hvals 8, að uppfylltum skilyrðum. Það er allt uppávið í uppsjávarfiski og gósentíð segir Hjörvar Ólafsson, skipstjóri á Berki, sem landaði 1.700 tonnum af síld í Neskaupstað í fyrrinótt eftir rúmlega sólarhrings veiðiferð. NIðurrif Íslandsbankahússins á Kirkjusandi verður boðið út á næstu vikum. Margt þarf að gera til að tryggja að myglugró berist ekki víða, það þarf að huga að vindátt og mögulega væta húsið segir Kjartan Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða. -------------- Forsætisráðherra Bretlands segist ætla að milda aðgerðir til að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 og fylgja raunsærri nálgun en hingað til. Ákvörðun hans mælist misjafnlega fyrir. Þar á meðal er forseti neðri málstofu þingsins sagður ævareiður. Krakkar og klám, unglingar og kynlíf, þetta eru óþægileg umræðuefni og vandræðaleg. Við viljum eðlilega leyfa börnum að vera börn sem lengst og hlífa þeim. En við viljum kannski líka hlífa okkur við tilhugsuninni og samtalinu. Kristín Blöndal Ragnarsdóttir veitir forstöðu verkefni Hafnarfjarðarbæjar um kynja- og kynfræðslu og kennir í Lækjaskóla. Spegillinn hitti Kristínu og spurði hana hvað krakkar, bæði börn og unglingar sæju á netinu. Mikill styr hefur staðið um sameiningaráform Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra um framhaldsskólana á Akureyri. Karli Frímannssyni, skólameistara MA líst fremur illa á sameining en Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari í VMA telur að einn og öflgur skóli væri til bóta. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
9/20/20230
Episode Artwork

Skuldir aukast í bygginggeiranum og Bretar draga úr loftslagsaðgerðum

Hægari sala fasteigna hefur valdið því að skuldir byggingageirans við bankana hafa aukist um 68 milljarða króna síðustu tólf mánuði. Það er ekki áhyggjuefni enn sem komið er, segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Volodymyr Zelenskí forseti Úkraínu vill að Rússar verði sviptir neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þeir hafi gert ráðið gagnslaust með beitingu neitunarvaldsins. Barnahús metur öll tilvik sem barnaverndarnefndir senda til hennar vegna mögulegra kynferðisbrota barna, segir Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Sum mál eigi ekki heima í Barnahúsi. Matvælastofnun boðar afléttingu á tímabundnu banni við hvalveiðum Hvals 8, að uppfylltum skilyrðum. Það er allt uppávið í uppsjávarfiski og gósentíð segir Hjörvar Ólafsson, skipstjóri á Berki, sem landaði 1.700 tonnum af síld í Neskaupstað í fyrrinótt eftir rúmlega sólarhrings veiðiferð. NIðurrif Íslandsbankahússins á Kirkjusandi verður boðið út á næstu vikum. Margt þarf að gera til að tryggja að myglugró berist ekki víða, það þarf að huga að vindátt og mögulega væta húsið segir Kjartan Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða. -------------- Forsætisráðherra Bretlands segist ætla að milda aðgerðir til að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 og fylgja raunsærri nálgun en hingað til. Ákvörðun hans mælist misjafnlega fyrir. Þar á meðal er forseti neðri málstofu þingsins sagður ævareiður. Krakkar og klám, unglingar og kynlíf, þetta eru óþægileg umræðuefni og vandræðaleg. Við viljum eðlilega leyfa börnum að vera börn sem lengst og hlífa þeim. En við viljum kannski líka hlífa okkur við tilhugsuninni og samtalinu. Kristín Blöndal Ragnarsdóttir veitir forstöðu verkefni Hafnarfjarðarbæjar um kynja- og kynfræðslu og kennir í Lækjaskóla. Spegillinn hitti Kristínu og spurði hana hvað krakkar, bæði börn og unglingar sæju á netinu. Mikill styr hefur staðið um sameiningaráform Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra um framhaldsskólana á Akureyri. Karli Frímannssyni, skólameistara MA líst fremur illa á sameining en Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari í VMA telur að einn og öflgur skóli væri til bóta. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
9/20/20239 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Enn rýming á Austfjörðum og ný viðmið í fjárveitingum til háskóla

Appelsínugul veðurviðvörun vegna rigningar á Austfjörðum og rýming á Seyðisfirði er enn í gildi. Hringveginum hefur verið lokað frá Skaftafelli að Jökulsárlóni vegna veðurs. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra segir að áform um sameiningu framhaldsskóla á Akureyri breytist fáist meira fé. Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að skýra þurfi betur skilgreininguna á nánu sambandi í hegningarlögum, sem var breytt 2016 til að undirstrika hve alvarlegt heimilisofbeldi væri. Skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir í ljós að veikindadögum hefur fjölgað verulega á síðustu árum innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Starfsfólk hefur upplifað vanvirðingu, ofbeldi og kynþáttafordóma; þá hefur hljóðfæraleikari stefnt hljómsveitinni fyrir brottrekstur. Borgarfulltrúar eru ekki á einu máli um hvort setja allsherjar símabann í grunnskólum Reykjavíkur. Belgíski söngvarinn Lou Deprijck sem er hvað þekktastur fyrir að hafa samið pönk smellinn Ça plane pour moi er látinn ------- Það kólnar mjög milli Indlands og Kanada. Viðræður um fríverslunarsamning þeirra á milli eru í uppnámi eftir að Justin Trudeau sagði að hugsanleg tengsl væru milli útsendara indversku stjórnarinnar og morðs á kanadískum ríkisborgara, Hardeep Singh Nijjar. Rektor Háskóla Íslands telur að boðaðar breytingar á fjármögnun háskólanna hafi talsverð áhrif á skólastarfið. Horft sé til fleiri þátta en áður og veigamesta breytingin sú að fé fylgi einingum sem nemendur ljúka og skólinn verði að hlú að þeim. Meira en 150 þjóðarleiðtogar eru komnir til New York-borgar vegna ráðherraviku allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, með tilheyrandi röskun fyrir borgarbúa. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
9/19/20230
Episode Artwork

Enn rýming á Austfjörðum og ný viðmið í fjárveitingum til háskóla

Appelsínugul veðurviðvörun vegna rigningar á Austfjörðum og rýming á Seyðisfirði er enn í gildi. Hringveginum hefur verið lokað frá Skaftafelli að Jökulsárlóni vegna veðurs. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra segir að áform um sameiningu framhaldsskóla á Akureyri breytist fáist meira fé. Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að skýra þurfi betur skilgreininguna á nánu sambandi í hegningarlögum, sem var breytt 2016 til að undirstrika hve alvarlegt heimilisofbeldi væri. Skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir í ljós að veikindadögum hefur fjölgað verulega á síðustu árum innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Starfsfólk hefur upplifað vanvirðingu, ofbeldi og kynþáttafordóma; þá hefur hljóðfæraleikari stefnt hljómsveitinni fyrir brottrekstur. Borgarfulltrúar eru ekki á einu máli um hvort setja allsherjar símabann í grunnskólum Reykjavíkur. Belgíski söngvarinn Lou Deprijck sem er hvað þekktastur fyrir að hafa samið pönk smellinn Ça plane pour moi er látinn ------- Það kólnar mjög milli Indlands og Kanada. Viðræður um fríverslunarsamning þeirra á milli eru í uppnámi eftir að Justin Trudeau sagði að hugsanleg tengsl væru milli útsendara indversku stjórnarinnar og morðs á kanadískum ríkisborgara, Hardeep Singh Nijjar. Rektor Háskóla Íslands telur að boðaðar breytingar á fjármögnun háskólanna hafi talsverð áhrif á skólastarfið. Horft sé til fleiri þátta en áður og veigamesta breytingin sú að fé fylgi einingum sem nemendur ljúka og skólinn verði að hlú að þeim. Meira en 150 þjóðarleiðtogar eru komnir til New York-borgar vegna ráðherraviku allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, með tilheyrandi röskun fyrir borgarbúa. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
9/19/20239 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Skriðuhætta, offittuaðgerðir, áfengið hækkar

Gripið hefur verið til rýmingar á Seyðisfirði vegna mikillar úrkomu á Austurlandi. Appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi á Austfjörðum á miðnætti og hættustig er í gildi vegna hættu á skriðuföllum. Rætt var við Dagnýju Erlu Ómarsdóttur fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði Sífellt fleiri fara í efnaskiptaaðgerðir á eigin vegum á einkastofum hér á landi eða erlendis þar sem skilyrði til að mega gangast undir aðgerð á borð við magaermi eða hjáveitu eru færri en á Landspítalanum. Undirbúningi og eftirfylgni er oft ábótavant og afleiðingarnar geta verið alvarlegar, segir Hildur Thors, yfirlæknir offituteymis Reykjalundar. Farið sé að líta á efnaskiptaskurðaðgerðir sem útlitsaðgerð. Fjölmörg skilyrði eru sett fyrir áframhaldandi urðun sorps í Álfsnesi í nýju samkomulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar segist ætla að fylgja fast eftir að þau verði uppfyllt. Bandaríkin og Íran skiptust í dag á fimm föngum, á grundvelli samkomulags sem var gert með milligöngu Katar. 700 millilítra flaska af vodka hækkar um tvö hundruð krónur við hækkun áfengisgjalds um áramót Breski leikarinn og uppistandarinn Russel Brand hefur verið kærður vegna kynferðisbrots sem á að hafa átt sér stað í Lundúnum árið 2003. Íslendingar ávísuðu fleiri undanþágulyfjum en Svíar á árunum 2020 og 2021. Slíkar ávísanir geta valdið neytendum erfiðleikum. Úkraínska hernum tókst í gærkvöld að rjúfa varnarlínu rússneska innrásarliðsins í grennd við borgina Bakhmút í Donetsk-héraði í austurhluta landsins eftir harða bardaga undanfarna mánuði. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússon. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
9/18/20230
Episode Artwork

Skriðuhætta, offittuaðgerðir, áfengið hækkar

Gripið hefur verið til rýmingar á Seyðisfirði vegna mikillar úrkomu á Austurlandi. Appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi á Austfjörðum á miðnætti og hættustig er í gildi vegna hættu á skriðuföllum. Rætt var við Dagnýju Erlu Ómarsdóttur fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði Sífellt fleiri fara í efnaskiptaaðgerðir á eigin vegum á einkastofum hér á landi eða erlendis þar sem skilyrði til að mega gangast undir aðgerð á borð við magaermi eða hjáveitu eru færri en á Landspítalanum. Undirbúningi og eftirfylgni er oft ábótavant og afleiðingarnar geta verið alvarlegar, segir Hildur Thors, yfirlæknir offituteymis Reykjalundar. Farið sé að líta á efnaskiptaskurðaðgerðir sem útlitsaðgerð. Fjölmörg skilyrði eru sett fyrir áframhaldandi urðun sorps í Álfsnesi í nýju samkomulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar segist ætla að fylgja fast eftir að þau verði uppfyllt. Bandaríkin og Íran skiptust í dag á fimm föngum, á grundvelli samkomulags sem var gert með milligöngu Katar. 700 millilítra flaska af vodka hækkar um tvö hundruð krónur við hækkun áfengisgjalds um áramót Breski leikarinn og uppistandarinn Russel Brand hefur verið kærður vegna kynferðisbrots sem á að hafa átt sér stað í Lundúnum árið 2003. Íslendingar ávísuðu fleiri undanþágulyfjum en Svíar á árunum 2020 og 2021. Slíkar ávísanir geta valdið neytendum erfiðleikum. Úkraínska hernum tókst í gærkvöld að rjúfa varnarlínu rússneska innrásarliðsins í grennd við borgina Bakhmút í Donetsk-héraði í austurhluta landsins eftir harða bardaga undanfarna mánuði. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússon. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
9/18/20239 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Kennari/bloggari í FG, TikTok sektað, stjórnarskrárbreytingar

Spegillinn 15.09.2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Skólameistari í fjölbrautaskóla Garðabæjar telur ekki rétt að reka kennara þrátt fyrir að umdeildar bloggfærslur hans geti valdið nemendum vanlíðan. Kennarar við skólann eru margir ósáttir. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við Kristin Þorsteinsson skólameistara og Petrúnu Björgu Jónsdóttur, kennara og hinseginfulltrúa skólans. Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, hefur dregið sig út úr vinnu við sameiningu MA og VMA vegna ummæla Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra í fjölmiðlum. Persónuvernd Írlands hefur sektað kínverska samfélagsmiðlinn TikTok um 345 milljónir evra, sem jafngildir um 50 milljörðum íslenskra króna, vegna meðhöndlunar gagna árið 2020. Valgerður Gréta Gröndal sagði frá. Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur hækkað umtalsvert á undanförnum mánuðum. Fátt bendir til þess að það lækki á næstunni, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Benedikt Sigurðsson talaði við hann. Rauði krossinn á Íslandi hefur sett af stað neyðarsöfnun vegna hamfaranna í Marokkó og Líbíu. Arnar Björnsson ræddi söfnunina viðp Odd Frey Þorsteinsson, kynningarstjóra RKÍ. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að tillögur þær að stjórnarskrárbreytingum sem birtar voru í dag séu ekki hennar en þær byggist á mikilli vinnu sem á undan fór og vonar að þær verði grundvöllur samræðu og sáttar um stjórnarskrá. Hún fáist ekki nema allir horfi til framfara og ekki bara nákvæmlega eigin hugmynda. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Katrínu. Eiginmaður Ernu Solbrerg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, hefur viðurkennt að hafa blekkt konu sína og stundað umfangsmikil hlutabréfaviðskipti meðan hún stýrði landinu. Gísli Kristjánsson sagði frá. Bernie Taupin, einn þekktasti dægurtextahöfundur heims, sendi í vikunni frá sér ævisöguna Scattershot: Life, Music, Elton and Me. Þar segir hann frá vinnu sinni fyrir Elton John í meira en 50 ár og rifjar upp ýmislegt fleira. Ásgeir Tómasson tók saman.
9/15/20230
Episode Artwork

Kennari/bloggari í FG, TikTok sektað, stjórnarskrárbreytingar

Spegillinn 15.09.2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Skólameistari í fjölbrautaskóla Garðabæjar telur ekki rétt að reka kennara þrátt fyrir að umdeildar bloggfærslur hans geti valdið nemendum vanlíðan. Kennarar við skólann eru margir ósáttir. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við Kristin Þorsteinsson skólameistara og Petrúnu Björgu Jónsdóttur, kennara og hinseginfulltrúa skólans. Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, hefur dregið sig út úr vinnu við sameiningu MA og VMA vegna ummæla Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra í fjölmiðlum. Persónuvernd Írlands hefur sektað kínverska samfélagsmiðlinn TikTok um 345 milljónir evra, sem jafngildir um 50 milljörðum íslenskra króna, vegna meðhöndlunar gagna árið 2020. Valgerður Gréta Gröndal sagði frá. Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur hækkað umtalsvert á undanförnum mánuðum. Fátt bendir til þess að það lækki á næstunni, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Benedikt Sigurðsson talaði við hann. Rauði krossinn á Íslandi hefur sett af stað neyðarsöfnun vegna hamfaranna í Marokkó og Líbíu. Arnar Björnsson ræddi söfnunina viðp Odd Frey Þorsteinsson, kynningarstjóra RKÍ. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að tillögur þær að stjórnarskrárbreytingum sem birtar voru í dag séu ekki hennar en þær byggist á mikilli vinnu sem á undan fór og vonar að þær verði grundvöllur samræðu og sáttar um stjórnarskrá. Hún fáist ekki nema allir horfi til framfara og ekki bara nákvæmlega eigin hugmynda. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Katrínu. Eiginmaður Ernu Solbrerg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, hefur viðurkennt að hafa blekkt konu sína og stundað umfangsmikil hlutabréfaviðskipti meðan hún stýrði landinu. Gísli Kristjánsson sagði frá. Bernie Taupin, einn þekktasti dægurtextahöfundur heims, sendi í vikunni frá sér ævisöguna Scattershot: Life, Music, Elton and Me. Þar segir hann frá vinnu sinni fyrir Elton John í meira en 50 ár og rifjar upp ýmislegt fleira. Ásgeir Tómasson tók saman.
9/15/20238 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Hvalur 8 kyrrsettur, bæjarráð mótfallið sameiningu MA og VMA

Hvalveiðiskipið Hvalur átta hefur verið kyrrsett eftir að veiðimönnum mistókst að aflífa langreyð í fyrsta skoti. Samkvæmt verulega hertum reglum matvælaráðherra þarf að skjóta hval tafarlaust aftur ef fyrsta skot geigar. Forstjóri Matvælastofnunar, Hrönn Ólína Jörundsdóttir segir að töluvert hafi liðið á milli skota. Bæjarráð Akureyrar er mótfallið sameiningu Menntaskólans og Verkmenntaskólans í bænum. Seðlabanki Evrópu hækkaði í dag stýrivexti á evrusvæðinu í tíunda skipti í röð. Bjarni Felixson fyrrverandi íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins er látinn. Hann varð áttatíu og sex ára. Bjarna var minnst í fréttatímanum. Pál Winkel fangelsismálastjóri skilur að fangar á Litla-Hrauni mótmæli bágum kjörum. Föngunum verði ekki refsað fyrir. Hunter Biden sonur Bandaríkjaforseta hefur verið ákærður fyrir vopnalagabrot. Borgin Derna í austurhluta landsins varð verst úti í óveðri í Líbíu á dögunum. Áætlað er að um 18-20.000 hafi látið lífið þegar tvær stíflur í nánd við borgina brustu og vatn fossaði um hana. 15% Íslendinga eru andvíg því að fólk ráði því sjálft hvernig það skilgreinir kyn sitt. Karlar eru mun andsnúari því en konur. Þetta sýnir könnun Fjölmiðlanefndar. Fjöldi aldraðra kemur til með að tvöfaldast á næstu tuttugu og fimm árum, og fólki í aldurshópnum áttatíu til áttatíu og níu ára gæti fjölgað um áttatíu og fimm prósent á næsta áratug. Umsjónarmaður var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússon. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
9/14/20230
Episode Artwork

Hvalur 8 kyrrsettur, bæjarráð mótfallið sameiningu MA og VMA

Hvalveiðiskipið Hvalur átta hefur verið kyrrsett eftir að veiðimönnum mistókst að aflífa langreyð í fyrsta skoti. Samkvæmt verulega hertum reglum matvælaráðherra þarf að skjóta hval tafarlaust aftur ef fyrsta skot geigar. Forstjóri Matvælastofnunar, Hrönn Ólína Jörundsdóttir segir að töluvert hafi liðið á milli skota. Bæjarráð Akureyrar er mótfallið sameiningu Menntaskólans og Verkmenntaskólans í bænum. Seðlabanki Evrópu hækkaði í dag stýrivexti á evrusvæðinu í tíunda skipti í röð. Bjarni Felixson fyrrverandi íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins er látinn. Hann varð áttatíu og sex ára. Bjarna var minnst í fréttatímanum. Pál Winkel fangelsismálastjóri skilur að fangar á Litla-Hrauni mótmæli bágum kjörum. Föngunum verði ekki refsað fyrir. Hunter Biden sonur Bandaríkjaforseta hefur verið ákærður fyrir vopnalagabrot. Borgin Derna í austurhluta landsins varð verst úti í óveðri í Líbíu á dögunum. Áætlað er að um 18-20.000 hafi látið lífið þegar tvær stíflur í nánd við borgina brustu og vatn fossaði um hana. 15% Íslendinga eru andvíg því að fólk ráði því sjálft hvernig það skilgreinir kyn sitt. Karlar eru mun andsnúari því en konur. Þetta sýnir könnun Fjölmiðlanefndar. Fjöldi aldraðra kemur til með að tvöfaldast á næstu tuttugu og fimm árum, og fólki í aldurshópnum áttatíu til áttatíu og níu ára gæti fjölgað um áttatíu og fimm prósent á næsta áratug. Umsjónarmaður var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússon. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
9/14/202330 minutes
Episode Artwork

Lögregla fylgist með hatursorðræðu og minni losun í sjávarútvegi

Samtök atvinnulífsins hefðu viljað verja óvæntum tekjuauka ríkissjóðs til að greiða niður skuldir fremur en að auka útgjöld. Anna Hrefna Ingimundardóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA telur að í fjárlagafrumvarpinu sé ekki nógu mikil áhersla lögð á aðgerðir til að draga úr verðbólgu og lækka vexti. Sjávarútvegurinn hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um allt að helming síðasta aldarfjórðung. Daði Már Kristófersson hagfræðiprófessor telur að fiskveiðistjórnunarkerfið hafi skipt þar sköpum; Íslendingar séu leiðandi við samdrátt í losun við matvælaframleiðslu. Réttað verður yfir Birni Höcke, svæðisleiðtoga þjóðernisflokksins AfD í Þýskalandi. Hann er ákærður fyrir að nota slagorðið ?allt fyrir Þýskaland? í framboðsræðu sinni í maí 2021. Tveir fangar eru á flótta í Frakklandi. Þeir voru í vettvangsferð úti í skógi, sögðust þurfa að kasta af sér vatni og létu sig hverfa. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í kvöld eins og venja er í byrjun þings. Stefnt er að því að ný þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir verði tilbúin í árslok 2026 eða byrjun árs 2027, segir Gunnar Einarsson formaður framkvæmdarnefndar. Það er ári síðar en áður var ráðgert. Mikið sjónarspil varð á himninum yfir Íslandi í gærkvöld þegar vígahnöttur sveif í gegnum norðurljós og sprakk. ------------- Full ástæða er til að taka hatursorðræðu gegn hinsegin fólki alvarlega, að mati Maríu Rúnar Bjarnadóttur lögfræðings hjá Ríkislögreglustjóra. Embættinu hafa borist fleiri tilkynningar um hatursorðræðu og hatursglæpi í ár en í fyrra. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Kim Jong Un, einvaldur í Norður-Kóreu hittust í dag á tveggja klukkustunda fundi í geimferðastöð í Síberíu. Ekkert hefur verið látið uppi um viðræður þeirra. Ásgeir Tómasson tók saman. Óheft lausaganga fjár fer ekki saman við endurheimt landgæða, að mati Ólafs G. Arnalds prófessors við Landbúnaðarháskólann. Ný rannsókn sýnir að vistkerfi víða um land eru illa farin upp til fjalla. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
9/13/20230
Episode Artwork

Lögregla fylgist með hatursorðræðu og minni losun í sjávarútvegi

Samtök atvinnulífsins hefðu viljað verja óvæntum tekjuauka ríkissjóðs til að greiða niður skuldir fremur en að auka útgjöld. Anna Hrefna Ingimundardóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA telur að í fjárlagafrumvarpinu sé ekki nógu mikil áhersla lögð á aðgerðir til að draga úr verðbólgu og lækka vexti. Sjávarútvegurinn hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um allt að helming síðasta aldarfjórðung. Daði Már Kristófersson hagfræðiprófessor telur að fiskveiðistjórnunarkerfið hafi skipt þar sköpum; Íslendingar séu leiðandi við samdrátt í losun við matvælaframleiðslu. Réttað verður yfir Birni Höcke, svæðisleiðtoga þjóðernisflokksins AfD í Þýskalandi. Hann er ákærður fyrir að nota slagorðið ?allt fyrir Þýskaland? í framboðsræðu sinni í maí 2021. Tveir fangar eru á flótta í Frakklandi. Þeir voru í vettvangsferð úti í skógi, sögðust þurfa að kasta af sér vatni og létu sig hverfa. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í kvöld eins og venja er í byrjun þings. Stefnt er að því að ný þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir verði tilbúin í árslok 2026 eða byrjun árs 2027, segir Gunnar Einarsson formaður framkvæmdarnefndar. Það er ári síðar en áður var ráðgert. Mikið sjónarspil varð á himninum yfir Íslandi í gærkvöld þegar vígahnöttur sveif í gegnum norðurljós og sprakk. ------------- Full ástæða er til að taka hatursorðræðu gegn hinsegin fólki alvarlega, að mati Maríu Rúnar Bjarnadóttur lögfræðings hjá Ríkislögreglustjóra. Embættinu hafa borist fleiri tilkynningar um hatursorðræðu og hatursglæpi í ár en í fyrra. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Kim Jong Un, einvaldur í Norður-Kóreu hittust í dag á tveggja klukkustunda fundi í geimferðastöð í Síberíu. Ekkert hefur verið látið uppi um viðræður þeirra. Ásgeir Tómasson tók saman. Óheft lausaganga fjár fer ekki saman við endurheimt landgæða, að mati Ólafs G. Arnalds prófessors við Landbúnaðarháskólann. Ný rannsókn sýnir að vistkerfi víða um land eru illa farin upp til fjalla. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
9/13/20239 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Aðhaldsfjárlög, efasemdir stjórnarandstöðu og hægri bylgja í Noregi

Fátt óvænt, eyðsla ekki aðhald, forystuleysi og ólíklegt að það vinni á verðbólgu, er meðal þess sem stjórnarandstaðan segir um fjárlagafrumvarpið. Þingveturinn litast væntanlega af kjarasamningum sem eru lausir í byrjun næsta árs, að dómi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra; það sé þó fyrst og fremst vinnuveitenda og launþega að ná saman um kaup og kjör. Auka þarf fjölbreytileika í atvinnulífi á Seyðisfirði og finna framtíðarlausnir, segir Björn Ingimarsson, sveitarstjórinn í Múlaþingi. Uppsagnir hjá bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar séu vonbrigði þó að vitað hafi verið að í þær stefndi. Einn sakborninga í Bankastræti Club-málinu segist hafa sofið með brunavarnarteppi fyrir svefnherbergisglugganum af ótta við bensínsprengjur. Lögregla grunaði hann um að hafa skipulagt árásina í nóvember. Skipa á nefnd í fulltrúadeild Bandaríkjaþings til þess að rannsaka hvort ákæra beri Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir embættisglöp. Hann er sakaður um að hafa logið að þjóðinni um viðskipti sonar síns á erlendri grund. ---------------- Salan á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka á að vera opnari og með almennari nálgun en síðast segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann vonast til að hægt verði að selja hlutinn á næsta ári og borga niður skuldir ríkissjóðs - sem valda mikilli vaxtabyrði. Ragnhildur Thorlacius tók saman og rætt er fjármálaráðherra, fulltrúa ferðaþjónustunnar, atvinnurekenda og bifreiðaeigenda auk fólks á förnum vegi. Hægribylgja er í Noregi. Vinstriflokkar töpuðu meirihluta í stærstu bæjum í sveitarstjórnarkosningum um helgina. tVerkamannaflokkurinn er ekki lengur stærsti flokkur landsins eins og verið hefur í 99 ár. Í Ósló og Björgvin taka borgaraflokkarnir við völdum en tapið er mest hjá Græningjum. Úrslitin þykja marka þáttaskil í stjórnmálunum. Gísli Kristjánsson segir frá Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir
9/12/20230
Episode Artwork

Aðhaldsfjárlög, efasemdir stjórnarandstöðu og hægri bylgja í Noregi

Fátt óvænt, eyðsla ekki aðhald, forystuleysi og ólíklegt að það vinni á verðbólgu, er meðal þess sem stjórnarandstaðan segir um fjárlagafrumvarpið. Þingveturinn litast væntanlega af kjarasamningum sem eru lausir í byrjun næsta árs, að dómi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra; það sé þó fyrst og fremst vinnuveitenda og launþega að ná saman um kaup og kjör. Auka þarf fjölbreytileika í atvinnulífi á Seyðisfirði og finna framtíðarlausnir, segir Björn Ingimarsson, sveitarstjórinn í Múlaþingi. Uppsagnir hjá bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar séu vonbrigði þó að vitað hafi verið að í þær stefndi. Einn sakborninga í Bankastræti Club-málinu segist hafa sofið með brunavarnarteppi fyrir svefnherbergisglugganum af ótta við bensínsprengjur. Lögregla grunaði hann um að hafa skipulagt árásina í nóvember. Skipa á nefnd í fulltrúadeild Bandaríkjaþings til þess að rannsaka hvort ákæra beri Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir embættisglöp. Hann er sakaður um að hafa logið að þjóðinni um viðskipti sonar síns á erlendri grund. ---------------- Salan á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka á að vera opnari og með almennari nálgun en síðast segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann vonast til að hægt verði að selja hlutinn á næsta ári og borga niður skuldir ríkissjóðs - sem valda mikilli vaxtabyrði. Ragnhildur Thorlacius tók saman og rætt er fjármálaráðherra, fulltrúa ferðaþjónustunnar, atvinnurekenda og bifreiðaeigenda auk fólks á förnum vegi. Hægribylgja er í Noregi. Vinstriflokkar töpuðu meirihluta í stærstu bæjum í sveitarstjórnarkosningum um helgina. tVerkamannaflokkurinn er ekki lengur stærsti flokkur landsins eins og verið hefur í 99 ár. Í Ósló og Björgvin taka borgaraflokkarnir við völdum en tapið er mest hjá Græningjum. Úrslitin þykja marka þáttaskil í stjórnmálunum. Gísli Kristjánsson segir frá Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir
9/12/20239 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Marokkó, bein í Ráðherrabústaðnum, fullkomnir gasmælar á Reykjanes

Björgunarsveitum í Marokkó gengur seint að koma til aðstoðar fólki sem missti allt í jarðskjálftanum á föstudagskvöld. Hátt í 2.700 hafa fundist látin. Höfuðkúpu­bein úr manni fund­ust í fyrri viku und­ir gólf­fjöl­um í risi Ráðherra­bú­staðar­ins við Tjarn­ar­götu, þar sem end­ur­bæt­ur standa yfir. Margrét Hallgrímsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og fyrrverandi Þjóðminjavörður, gerir ráð fyrir að beinunum hafi verið komið fyrir í húsinu eftir að það var flutt frá Önundarfirði, þar sem það stóð upphaflega. Geðhjálp segir að því fari fjarri að fatlað fólk sé ofþjónustað. Fjármálaráðherra sendi fötluðu fólki kaldar kveðjur þegar hann segir að skoða þurfi hvort því sé veitt þjónusta umfram það sem lög bjóða. Setja á fullkomna gasmæla í hvern þéttbýliskjarna á Reykjanesskaga þar sem búast má við fleiri eldgosum á skaganum. Verið er að bæta viðbúnað Umhverfisstofnunar við eldgosum, í stað þess að redda mælum þegar gos er hafið. Formaður deildar sauðfjárbænda segir að göngur og réttir hafi gengið vel í haust en hefur áhyggjur af því að fleiri bændur bregði búi. Landbúnaðurinn hefur ekki aðgang að sama fé og fjárfestar sem kaupi upp jarðir. Laufey Lín Jónsdóttir tónlistarkona hefur slegið met Lady Gaga og Tonys Bennett á streymisveitunni Spotify í flokki djasstónlistar. Þing verður sett á morgun. Fjármálaráðherra hefur boðað miklar aðhaldsaðgerðir. Í vor og sumar hefur mikið verið rætt um ágreining eða núning milli stjórnarflokkanna og þá helst Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir alltaf erfitt að sjá fyrir hvað veldur helst ágreiningi en útlendingamálin og boðaður niðurskurður í fjárlögum sé til þess líklegur. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred. Útsendingu stjórnaði Annalísa Hermannsdóttir.
9/11/20230
Episode Artwork

Marokkó, bein í Ráðherrabústaðnum, fullkomnir gasmælar á Reykjanes

Björgunarsveitum í Marokkó gengur seint að koma til aðstoðar fólki sem missti allt í jarðskjálftanum á föstudagskvöld. Hátt í 2.700 hafa fundist látin. Höfuðkúpu­bein úr manni fund­ust í fyrri viku und­ir gólf­fjöl­um í risi Ráðherra­bú­staðar­ins við Tjarn­ar­götu, þar sem end­ur­bæt­ur standa yfir. Margrét Hallgrímsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og fyrrverandi Þjóðminjavörður, gerir ráð fyrir að beinunum hafi verið komið fyrir í húsinu eftir að það var flutt frá Önundarfirði, þar sem það stóð upphaflega. Geðhjálp segir að því fari fjarri að fatlað fólk sé ofþjónustað. Fjármálaráðherra sendi fötluðu fólki kaldar kveðjur þegar hann segir að skoða þurfi hvort því sé veitt þjónusta umfram það sem lög bjóða. Setja á fullkomna gasmæla í hvern þéttbýliskjarna á Reykjanesskaga þar sem búast má við fleiri eldgosum á skaganum. Verið er að bæta viðbúnað Umhverfisstofnunar við eldgosum, í stað þess að redda mælum þegar gos er hafið. Formaður deildar sauðfjárbænda segir að göngur og réttir hafi gengið vel í haust en hefur áhyggjur af því að fleiri bændur bregði búi. Landbúnaðurinn hefur ekki aðgang að sama fé og fjárfestar sem kaupi upp jarðir. Laufey Lín Jónsdóttir tónlistarkona hefur slegið met Lady Gaga og Tonys Bennett á streymisveitunni Spotify í flokki djasstónlistar. Þing verður sett á morgun. Fjármálaráðherra hefur boðað miklar aðhaldsaðgerðir. Í vor og sumar hefur mikið verið rætt um ágreining eða núning milli stjórnarflokkanna og þá helst Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir alltaf erfitt að sjá fyrir hvað veldur helst ágreiningi en útlendingamálin og boðaður niðurskurður í fjárlögum sé til þess líklegur. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred. Útsendingu stjórnaði Annalísa Hermannsdóttir.
9/11/20239 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Hælisleitendur á hótel Glym, óttast gjaldþrot Reykjavíkur, G20 fundur

Spegillinn 8. September 2023 Umsjón: Ásgeir T Ómasson Tæknimður: Mark Eldred Stórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Áformað er að hýsa sextíu til sjötíu umsækjendur um alþjóðlega vernd á Hótel Glymi í Hvalfjarðarsveit í haust. Pétur Magnússon sagði frá og talaði við Gísla Davíð Karlsson. Aðeins þrjú af tíu stærstu sveitarfélögum landsins svöruðu spurningalista sem mennta- og barnamálaráðuneytið sendi til að afla upplýsinga um raka- og mygluskemmdir í grunn- og leikskólum. Eftirfylgni og ítrekanir ráðuneytisins dugðu ekki til. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Fulltrúi Flokks fólksins í borgarráði óttast gjaldþrot Reykjavíkurborgar bregðist meirihlutinn ekki við versnandi fjárhag. Árshlutareikningur borgarinnar var 13 milljörðum lakari en áætlarnir gerðu ráð fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn segir rekstur borgarinnar fara stigversnandi. Urður Örlygsdóttir sagði frá og talaði við Kalbrúnu Baldursdóttur. Litlar lirfur sem nærast á birkiþélu hafa fundist á tveimur stöðum. Allt lítur út fyrir að náttúrulegur óvinur þessa skæða sníkjudýrs sé búinn að nema hér land. Valgerður Gréta Gröndal tók saman. Talað var við Brynju Hrafnkelsdóttur skógfræðing í Samfélaginu í nærmynd. Ár er liðið frá því að Elísabet Bretlandsdrottning lést og Karl konungur tók við. Ragnheiður Elín Clausen, annar stofnenda Hins íslenska Royalistafélags, segir Karl hafa staðið sig vel í nýju hlutverki, þvert á það sem gagnrýnendur hans spáðu fyrir um. Erla María Davíðsdóttir talaði við hana. Lítill árangur er talinn nást á ársfundi G20 ríkjanna á Indlandi. Ásgeir Tómasson tók saman. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar í vetur að leggja fram frumvarp um greiðslu sanngirnisbóta til fólks sem dvaldi á vistheimilum á vegum ríkisins. Haukur Holm ræddi við hana. Norðmenn kjósa sér nýjar sveitarstjórnir á mánudaginn. Útlit er fyrir að gömul vígi vinstrimanna falli hægrisinnuðum andstæðingum þeirra í skaut. Gísli Kristjánsson sagði frá.
9/8/20230
Episode Artwork

Hælisleitendur á hótel Glym, óttast gjaldþrot Reykjavíkur, G20 fundur

Spegillinn 8. September 2023 Umsjón: Ásgeir T Ómasson Tæknimður: Mark Eldred Stórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Áformað er að hýsa sextíu til sjötíu umsækjendur um alþjóðlega vernd á Hótel Glymi í Hvalfjarðarsveit í haust. Pétur Magnússon sagði frá og talaði við Gísla Davíð Karlsson. Aðeins þrjú af tíu stærstu sveitarfélögum landsins svöruðu spurningalista sem mennta- og barnamálaráðuneytið sendi til að afla upplýsinga um raka- og mygluskemmdir í grunn- og leikskólum. Eftirfylgni og ítrekanir ráðuneytisins dugðu ekki til. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Fulltrúi Flokks fólksins í borgarráði óttast gjaldþrot Reykjavíkurborgar bregðist meirihlutinn ekki við versnandi fjárhag. Árshlutareikningur borgarinnar var 13 milljörðum lakari en áætlarnir gerðu ráð fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn segir rekstur borgarinnar fara stigversnandi. Urður Örlygsdóttir sagði frá og talaði við Kalbrúnu Baldursdóttur. Litlar lirfur sem nærast á birkiþélu hafa fundist á tveimur stöðum. Allt lítur út fyrir að náttúrulegur óvinur þessa skæða sníkjudýrs sé búinn að nema hér land. Valgerður Gréta Gröndal tók saman. Talað var við Brynju Hrafnkelsdóttur skógfræðing í Samfélaginu í nærmynd. Ár er liðið frá því að Elísabet Bretlandsdrottning lést og Karl konungur tók við. Ragnheiður Elín Clausen, annar stofnenda Hins íslenska Royalistafélags, segir Karl hafa staðið sig vel í nýju hlutverki, þvert á það sem gagnrýnendur hans spáðu fyrir um. Erla María Davíðsdóttir talaði við hana. Lítill árangur er talinn nást á ársfundi G20 ríkjanna á Indlandi. Ásgeir Tómasson tók saman. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar í vetur að leggja fram frumvarp um greiðslu sanngirnisbóta til fólks sem dvaldi á vistheimilum á vegum ríkisins. Haukur Holm ræddi við hana. Norðmenn kjósa sér nýjar sveitarstjórnir á mánudaginn. Útlit er fyrir að gömul vígi vinstrimanna falli hægrisinnuðum andstæðingum þeirra í skaut. Gísli Kristjánsson sagði frá. Ragnhildur Thorlacíus ræddi við Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing um hamfaraveður víða um heim af völdum annars vegar loftslagsbreytinga og hins vegar El Nino veðurkerfisins.
9/8/202310 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Fyrstu hvalirnir veiddir, selja á Perluna, samgöngusáttmáli

Fyrstu langreyðar vertíðarinnar hafa verið veiddar. Hvalveiðiskip eru á leiðinni með dýrin til hafnar í Hvalfirði. Óvíst er hvað verður gert með skýrslu um aðbúnað og meðferð á fullorðnu fólki með þroskahömlum og geðrænan vanda. Skýrslan var kláruð í fyrra og ekkert hefur verið aðhafst. Það á að selja Perluna til að reyna að stoppa í skuldir borgarinnar. Stjórnlagadómstóll í Frakkland hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé heimilt að banna skólastúlkum að klæðast abaya-kjólum, sem tíðkast hjá múslimum, í ríkisreknum skólum landsins. Það sé í samræmi við lög sem banna öll trúartákn í skólum. Átján prósent íbúa hér á landi eru erlendir ríkisborgarar. Það styttist í að íbúar hér á landi verði fjögur hundruð þúsund. Það væri skynsamlegt að setja framkvæmdir sem eru góðar fyrir umferðina, umhverfið og höfuðborgarsvæðið í heild í forgang og hægja frekar á öðrum verkefnum í samgöngusáttmálanum, segir borgarstjóri. Nú er verið að endurskoða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, fjögurra ára gamalt plagg, sem komið er langt fram úr áætlun - bæði tímaáætlun og fjárhagsáætlun. Hvað verður úr - verða verkefni slegin af, hætt við eitthvað, eða teygt á áætluninni? Hvað er búið að gera og hvað er eftir? Spegillinn skoðar málið. Eftirspurn eftir rafmagni er mikil og margir um hituna. Notkun heimila er ekki stór biti af þeirra köku, um 5%. Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri telur að tryggja verði raforkuöryggi almennings í lögum. Eins verði að vera skýrt að aukist orkuframboð rati það í orkuskiptin. Þau eru flókið verkefni sem stýrist meðal annars af því hve hratt gengur að innleiða tækni. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
9/7/20230
Episode Artwork

Fyrstu hvalirnir veiddir, selja á Perluna, samgöngusáttmáli

Fyrstu langreyðar vertíðarinnar hafa verið veiddar. Hvalveiðiskip eru á leiðinni með dýrin til hafnar í Hvalfirði. Óvíst er hvað verður gert með skýrslu um aðbúnað og meðferð á fullorðnu fólki með þroskahömlum og geðrænan vanda. Skýrslan var kláruð í fyrra og ekkert hefur verið aðhafst. Það á að selja Perluna til að reyna að stoppa í skuldir borgarinnar. Stjórnlagadómstóll í Frakkland hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé heimilt að banna skólastúlkum að klæðast abaya-kjólum, sem tíðkast hjá múslimum, í ríkisreknum skólum landsins. Það sé í samræmi við lög sem banna öll trúartákn í skólum. Átján prósent íbúa hér á landi eru erlendir ríkisborgarar. Það styttist í að íbúar hér á landi verði fjögur hundruð þúsund. Það væri skynsamlegt að setja framkvæmdir sem eru góðar fyrir umferðina, umhverfið og höfuðborgarsvæðið í heild í forgang og hægja frekar á öðrum verkefnum í samgöngusáttmálanum, segir borgarstjóri. Nú er verið að endurskoða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, fjögurra ára gamalt plagg, sem komið er langt fram úr áætlun - bæði tímaáætlun og fjárhagsáætlun. Hvað verður úr - verða verkefni slegin af, hætt við eitthvað, eða teygt á áætluninni? Hvað er búið að gera og hvað er eftir? Spegillinn skoðar málið. Eftirspurn eftir rafmagni er mikil og margir um hituna. Notkun heimila er ekki stór biti af þeirra köku, um 5%. Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri telur að tryggja verði raforkuöryggi almennings í lögum. Eins verði að vera skýrt að aukist orkuframboð rati það í orkuskiptin. Þau eru flókið verkefni sem stýrist meðal annars af því hve hratt gengur að innleiða tækni. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
9/7/20239 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Neytendafrumvörp og sameiningar framhaldsskóla

Spegillinn 6. september 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Þrír eru grunaðir um að hafa kveikt í bíl lögreglukonu um miðjan ágúst. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru sex handteknir í tengslum við rannsókn málsins og var einn þeirra úrskurðaður í nokkurra daga gæsluvarðhald. Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta- og neytendamálaráðherra útilokar ekki að lækka arðsemiskröfu á Landsbankann, sem er í eigu ríkisins, og með því kostnað neytenda. Ráðherra er með tvö frumvörp um neytendavernd í smíðum. Benedikt Sigurðsson talaði við hana. Ekkert er því lengur til fyrirstöðu að fjörutíu og þrjú þúsund tonn af brennanlegum úrgangi verði fluttur til Svíþjóðar, eftir úrskurð kærunefndar útboðsmála. Þetta er rúmlega helmingur þess úrgangs sem féll til í fyrra. Gunnar Dofri Ólafsson sviðsstjóri hjá Sorpu segir að breytingar á höfuðborgarsvæðinu hafi orðið til þess að sjötíu og fimm prósent af lífrænum úrgangi fari í þar til gerðar tunnur. Arnar Björnsson talaði við hann. Algjör viðsnúningur virðist hafa orðið á viðhorfi almennings í garð flóttafólks 60% segja að of margir flóttamenn hafi komið hingað. Jón Sigurðsson, formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, telur tvennt geti útskýrt þetta, töluvert fleiri hafi sótt um vernd á Íslandi en á covid-árunum og fyrir þau og málefni hælisleitenda hafi verið áberandi undanfarið. Róbert Jóhannsson talaði við hann. Hlýjasti júnímánuður og þurrasti júlímánuður frá upphafi mælinga voru í sumar, en hvor í sínum landshluta, eins og landsmönnum ætti að vera í fersku minni. Ágúst var víðast hvar tiltölulega hlýr, hægviðrasamur og þurr. Róbert Jóhannsson sagði frá. Hljómsveitin Rolling Stones gaf í dag úr fyrsta frumsamda lagið í átján ár, og nefnist það Angry. ------------------- Í gær var kynnt upphaf starfs við sameiningu Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Guðjón Hreinn Hauksson, formaður félags framhaldsskólakennara, óttast að verið sé að keyra sameiningaráform of hart og í uppsiglingu sé álíka klúður og við styttingu framhaldsskólans. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Gagnsókn Úkraínumanna gegn Rússum hefur gengið hægar en vonir stóðu til en sérfræðingur í varnarmálum bendir á að sóknin hafi miðað að því að þvinga rússneska herinn aftur og riðla varnarlínum þeirra. Nú sé rússneski herinn búinn að kalla til sérsveitir sínar til að stoppa í göt í varnarlínunum - það bendi til þess að búið sé að þynna út varnir Rússa. Ragnhildur Thorlacius sagði frá og heyrist í Dymitry K
9/6/20230
Episode Artwork

Neytendafrumvörp og sameiningar framhaldsskóla

Spegillinn 6. september 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Þrír eru grunaðir um að hafa kveikt í bíl lögreglukonu um miðjan ágúst. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru sex handteknir í tengslum við rannsókn málsins og var einn þeirra úrskurðaður í nokkurra daga gæsluvarðhald. Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta- og neytendamálaráðherra útilokar ekki að lækka arðsemiskröfu á Landsbankann, sem er í eigu ríkisins, og með því kostnað neytenda. Ráðherra er með tvö frumvörp um neytendavernd í smíðum. Benedikt Sigurðsson talaði við hana. Ekkert er því lengur til fyrirstöðu að fjörutíu og þrjú þúsund tonn af brennanlegum úrgangi verði fluttur til Svíþjóðar, eftir úrskurð kærunefndar útboðsmála. Þetta er rúmlega helmingur þess úrgangs sem féll til í fyrra. Gunnar Dofri Ólafsson sviðsstjóri hjá Sorpu segir að breytingar á höfuðborgarsvæðinu hafi orðið til þess að sjötíu og fimm prósent af lífrænum úrgangi fari í þar til gerðar tunnur. Arnar Björnsson talaði við hann. Algjör viðsnúningur virðist hafa orðið á viðhorfi almennings í garð flóttafólks 60% segja að of margir flóttamenn hafi komið hingað. Jón Sigurðsson, formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, telur tvennt geti útskýrt þetta, töluvert fleiri hafi sótt um vernd á Íslandi en á covid-árunum og fyrir þau og málefni hælisleitenda hafi verið áberandi undanfarið. Róbert Jóhannsson talaði við hann. Hlýjasti júnímánuður og þurrasti júlímánuður frá upphafi mælinga voru í sumar, en hvor í sínum landshluta, eins og landsmönnum ætti að vera í fersku minni. Ágúst var víðast hvar tiltölulega hlýr, hægviðrasamur og þurr. Róbert Jóhannsson sagði frá. Hljómsveitin Rolling Stones gaf í dag úr fyrsta frumsamda lagið í átján ár, og nefnist það Angry. ------------------- Í gær var kynnt upphaf starfs við sameiningu Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Guðjón Hreinn Hauksson, formaður félags framhaldsskólakennara, óttast að verið sé að keyra sameiningaráform of hart og í uppsiglingu sé álíka klúður og við styttingu framhaldsskólans. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Gagnsókn Úkraínumanna gegn Rússum hefur gengið hægar en vonir stóðu til en sérfræðingur í varnarmálum bendir á að sóknin hafi miðað að því að þvinga rússneska herinn aftur og riðla varnarlínum þeirra. Nú sé rússneski herinn búinn að kalla til sérsveitir sínar til að stoppa í göt í varnarlínunum - það bendi til þess að búið sé að þynna út varnir Rússa. Ragnhildur Thorlacius sagði frá og heyrist í Dymitry K
9/6/20239 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Mótmælendur í hvalveiðbátum komnir niður og COVID á kreiki

Spegillinn 5. september 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Alvarlegt slys varð í Borgarfirði í dag þegar tveir bílar rákust saman. Fjórir voru í þeim og slösuðust allir alvarlega. Garðar Axelsson varðstjóri hjá lögreglunni á Vesturlandi sagði mikinn viðbúnað á vettvangi. Rúmlega þrjátíu klukkutíma mótmælum tveggja kvenna gegn hvalveiðum lauk síðdegis þegar þær klifruðu niður úr möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn. Hvalur hf. ætlar að kæra þær fyrir húsbrot. Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir klárt að konurnar hafi gerst brotlegar. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Forseti Bharats býður gestum til kvöldverðar sem indverska forsetaembættið heldur á fundi G20 ríkjanna í Nýju Delí á laugardag. Bharat er heiti Indlands á sanskrít. Róbert Jóhannsson sagði frá. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA Norðurleiðar, segir að rútubílstjóri hafi brugðist kolrangt við, þegar hann hleypti úr dekki á bíl nemenda; en nemendur Menntaskólans á Akureyri hafi augljóslega ætlað að loka rútur inni á stæði skólans. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hann. Verndun úlfastofnsins innan Evrópusambandsins verður tekin til endurskoðunar vegna mótmæla bænda sem hafa horft á eftir búfé sínu í kjaft og klær dýranna. Formaður framkvæmdastjórnar ESB segir að dýrum og mönnum stafi hætta af vexti úlfastofnsins. Róbert Jóhannsson sagði frá. ----------------- Um miðjan ágúst fjölgaði nokkuð þeim sem þurftu að leggjast inn á spítala með COVID þó að það sé ekkert á við það sem var í faraldrinum. Það endurspeglar að töluvert er um COVID-smit í samfélaginu en erfitt er að henda reiður á hve margir hafa smitast segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Hulda Þórisdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands sérhæfir sig í stjórnmálasálfræði, samspili tilfinninga og stjórnmálaskoðana Ragnhildur Thorlacius ræðir við hana um af hverju svo mikill hiti er í umræðum um hvalveiðar. Átta ára dómur, sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær, er þyngsti dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi frá árinu 2010. Halldóra Aðalsteinsdóttir, Réttargæslumaður segir að svo virðist sem dómstólar séu farnir að taka fastar á slíkum málum, það sýni bæði þyngd refsinga og fjárhæð bóta. Alma Ómarsdóttir talaði við hana.
9/5/20230
Episode Artwork

Mótmælendur í hvalveiðbátum komnir niður og COVID á kreiki

Spegillinn 5. september 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Alvarlegt slys varð í Borgarfirði í dag þegar tveir bílar rákust saman. Fjórir voru í þeim og slösuðust allir alvarlega. Garðar Axelsson varðstjóri hjá lögreglunni á Vesturlandi sagði mikinn viðbúnað á vettvangi. Rúmlega þrjátíu klukkutíma mótmælum tveggja kvenna gegn hvalveiðum lauk síðdegis þegar þær klifruðu niður úr möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn. Hvalur hf. ætlar að kæra þær fyrir húsbrot. Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir klárt að konurnar hafi gerst brotlegar. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Forseti Bharats býður gestum til kvöldverðar sem indverska forsetaembættið heldur á fundi G20 ríkjanna í Nýju Delí á laugardag. Bharat er heiti Indlands á sanskrít. Róbert Jóhannsson sagði frá. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA Norðurleiðar, segir að rútubílstjóri hafi brugðist kolrangt við, þegar hann hleypti úr dekki á bíl nemenda; en nemendur Menntaskólans á Akureyri hafi augljóslega ætlað að loka rútur inni á stæði skólans. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hann. Verndun úlfastofnsins innan Evrópusambandsins verður tekin til endurskoðunar vegna mótmæla bænda sem hafa horft á eftir búfé sínu í kjaft og klær dýranna. Formaður framkvæmdastjórnar ESB segir að dýrum og mönnum stafi hætta af vexti úlfastofnsins. Róbert Jóhannsson sagði frá. ----------------- Um miðjan ágúst fjölgaði nokkuð þeim sem þurftu að leggjast inn á spítala með COVID þó að það sé ekkert á við það sem var í faraldrinum. Það endurspeglar að töluvert er um COVID-smit í samfélaginu en erfitt er að henda reiður á hve margir hafa smitast segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Hulda Þórisdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands sérhæfir sig í stjórnmálasálfræði, samspili tilfinninga og stjórnmálaskoðana Ragnhildur Thorlacius ræðir við hana um af hverju svo mikill hiti er í umræðum um hvalveiðar. Átta ára dómur, sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær, er þyngsti dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi frá árinu 2010. Halldóra Aðalsteinsdóttir, Réttargæslumaður segir að svo virðist sem dómstólar séu farnir að taka fastar á slíkum málum, það sýni bæði þyngd refsinga og fjárhæð bóta. Alma Ómarsdóttir talaði við hana.
9/5/202310 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Mótmælt í möstrum hvalveiðibáta, líðan ungmenna, byggðakvóti

Enn er mótmælt í möstrum hvalveiðibáta við Reykjavíkurhöfn. Lögmaður reyndi síðdegis að koma mat og drykk til mótmælenda. Karlmaður hlaut í dag einn þyngsta dóm sem kveðinn hefur verið upp í heimilisofbeldismáli. Hann var dæmdur í átta ára fangelsisvist í héraðsdómi Reykjaness. Börn með erlendan bakgrunn eru miklu líklegri til að vera lögð í einelti en börn af íslenskum uppruna. Rússlandsforseti segir rússneskt korn á leið til sex Afríkuríkja á næstu vikum. Kornútflutningur um Svartahaf hefur legið niðri frá því samkomulag rann út í júlí. Héraðssaksóknari hefur hafið rannsókn á meintu mútubroti í sveitarfélaginu Árborg. *** Um 10-20% barna glímir við alls kyns vanda, vanlíðan, hafa orðið fyrir áfalli eða búa við erfiðar aðstæður. Þetta eru í grófum dráttum niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sem kynnt var í dag. Rætt var við Ragnýju Þóru Guðjohnsen lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún er faglegur stjórnandi íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Hluti af áratugalöngum deilum um sjávarútveg og stjórn fiskveiða hefur snúist um ráðstafanir sem er ætlað að efla sjávarþorp. Í nýlegri skýrslu um Auðlindina okkar sem starfshópur matvælaráðherra kynnti í síðustu viku er vísað til þess að byggðakerfin, eða 5,3% leiðin, hafi verið bitbein í samfélagslegri umræðu um sjávarútveg og á Alþingi. Á ári hverju hleypur verðmæti aflaheimilida sem settar eru í í þessar ráðstafanir á milljörðum. Segir í skýrslunni að það sé talið um fimm og hálfur til sjö og hálfur milljarður á fiskveiðiárinu 2019 til 20. Erfitt hefur verið að meta árangurinn, markmiðin ekki vel skilgreind og áhrifin á byggðafestu frekar rýr. Meðal annars er lagt til að gerð verði tilraun og hluti af almenna byggðakvótanum, sem hvað mest ósætti hefur verið um, verði leigður út, afraksturinn renni beint til sveitarfélaga og línuívilnun verði aflögð. Ráðherra hefur boðað lagasetningu um sjávarútveg á komandi þingi. Rætt var við Þórodd Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Jón Þór Helgason. Fréttaútsendingu stjórnaði Annalísa Hermannsdóttir.
9/4/20230
Episode Artwork

Mótmælt í möstrum hvalveiðibáta, líðan ungmenna, byggðakvóti

Enn er mótmælt í möstrum hvalveiðibáta við Reykjavíkurhöfn. Lögmaður reyndi síðdegis að koma mat og drykk til mótmælenda. Karlmaður hlaut í dag einn þyngsta dóm sem kveðinn hefur verið upp í heimilisofbeldismáli. Hann var dæmdur í átta ára fangelsisvist í héraðsdómi Reykjaness. Börn með erlendan bakgrunn eru miklu líklegri til að vera lögð í einelti en börn af íslenskum uppruna. Rússlandsforseti segir rússneskt korn á leið til sex Afríkuríkja á næstu vikum. Kornútflutningur um Svartahaf hefur legið niðri frá því samkomulag rann út í júlí. Héraðssaksóknari hefur hafið rannsókn á meintu mútubroti í sveitarfélaginu Árborg. *** Um 10-20% barna glímir við alls kyns vanda, vanlíðan, hafa orðið fyrir áfalli eða búa við erfiðar aðstæður. Þetta eru í grófum dráttum niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sem kynnt var í dag. Rætt var við Ragnýju Þóru Guðjohnsen lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún er faglegur stjórnandi íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Hluti af áratugalöngum deilum um sjávarútveg og stjórn fiskveiða hefur snúist um ráðstafanir sem er ætlað að efla sjávarþorp. Í nýlegri skýrslu um Auðlindina okkar sem starfshópur matvælaráðherra kynnti í síðustu viku er vísað til þess að byggðakerfin, eða 5,3% leiðin, hafi verið bitbein í samfélagslegri umræðu um sjávarútveg og á Alþingi. Á ári hverju hleypur verðmæti aflaheimilida sem settar eru í í þessar ráðstafanir á milljörðum. Segir í skýrslunni að það sé talið um fimm og hálfur til sjö og hálfur milljarður á fiskveiðiárinu 2019 til 20. Erfitt hefur verið að meta árangurinn, markmiðin ekki vel skilgreind og áhrifin á byggðafestu frekar rýr. Meðal annars er lagt til að gerð verði tilraun og hluti af almenna byggðakvótanum, sem hvað mest ósætti hefur verið um, verði leigður út, afraksturinn renni beint til sveitarfélaga og línuívilnun verði aflögð. Ráðherra hefur boðað lagasetningu um sjávarútveg á komandi þingi. Rætt var við Þórodd Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Jón Þór Helgason. Fréttaútsendingu stjórnaði Annalísa Hermannsdóttir.
9/4/20239 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Samkeppnislagabrot skipafélaga, vonskuspá og fjaðrafok vegna Nóbels

Spegillinn 1. september 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kári Guðmundsson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður segir að fyrirtæki sem urðu fyrir tjóni af samráði Eimskips og Samskipa séu farin að stíga fyrstu skrefin til að sækja rétt sinn. Viðbúnaður er í Grindavíkurhöfn vegna stórstreymis og vonskuveðurs. Sigurður Arnar Kristmundsson hafnarstjóri segir að búist sé við að ölduhæð nái átta metrum þar annað kvöld og hætta á flóði. Haukur Holm talaði við hann. Ekki var fallist á kröfu kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins True North um lögbann á hvalveiðar Hvals. Ljósmæður á Norðurlandi hafa áhyggjur af fækkun ljósmæðra á landsbyggðinni. Þær telja að hún geti stafað af því að fjarnám er ekki í boði í ljósmóðurfræði. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir ræddi við Ingibjörg Jónsdóttur formann Norðurlandsdeildar Ljósmæðrafélags Íslands. París varð í dag fyrst höfuðborga Evrópu til að banna rafskútur í skammtímaleigu á götum borgarinnar. Hjólin verða flutt út fyrir borgina og til nágrannaríkjanna. Valgerður Gréta Gröndal sagði frá. ----------------------- Forstjórar Samskipa og Eimskips fóru saman í veiði og í ferðalög til útlanda, þótt þeir segðu Samkeppniseftirlitinu að þeir þekktust vart eða jafnvel hötuðust. Stjórnendur réðu ráðum sínum um samkeppnisbrot á kaffihúsinu Mokka á Skólavörðustíg. Samkeppniseftirlitið mælist til þess að stjórnvöld ráðist í aðgerðir til að draga úr samkeppnishindrunum á flutningamarkaði, auka aðhald og efla þannig samkeppni. Benedikt Sigurðsson fréttamaður ræddi við Pál Gunnar Pálsson forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Öllum sendiherrum ríkja sem eiga sendiráð í Svíþjóð er boðið til verðlaunafhendingarinnar sjálfrar en í fyrra var sendiherrum Rússlands, Belarús og Írans ekki boðið. Boðið hefur vakið hörð viðbrögð hjá sænskum stjórnmálamönnum sem segjast sumir hverjir ekki tilbúnir að mæta með fulltrúum ríkis sem geri daglega grimmilegar og viðurstyggilegar árásir á Úkraínu.
9/1/20230
Episode Artwork

Samkeppnislagabrot skipafélaga, vonskuspá og fjaðrafok vegna Nóbels

Spegillinn 1. september 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kári Guðmundsson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður segir að fyrirtæki sem urðu fyrir tjóni af samráði Eimskips og Samskipa séu farin að stíga fyrstu skrefin til að sækja rétt sinn. Viðbúnaður er í Grindavíkurhöfn vegna stórstreymis og vonskuveðurs. Sigurður Arnar Kristmundsson hafnarstjóri segir að búist sé við að ölduhæð nái átta metrum þar annað kvöld og hætta á flóði. Haukur Holm talaði við hann. Ekki var fallist á kröfu kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins True North um lögbann á hvalveiðar Hvals. Ljósmæður á Norðurlandi hafa áhyggjur af fækkun ljósmæðra á landsbyggðinni. Þær telja að hún geti stafað af því að fjarnám er ekki í boði í ljósmóðurfræði. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir ræddi við Ingibjörg Jónsdóttur formann Norðurlandsdeildar Ljósmæðrafélags Íslands. París varð í dag fyrst höfuðborga Evrópu til að banna rafskútur í skammtímaleigu á götum borgarinnar. Hjólin verða flutt út fyrir borgina og til nágrannaríkjanna. Valgerður Gréta Gröndal sagði frá. ----------------------- Forstjórar Samskipa og Eimskips fóru saman í veiði og í ferðalög til útlanda, þótt þeir segðu Samkeppniseftirlitinu að þeir þekktust vart eða jafnvel hötuðust. Stjórnendur réðu ráðum sínum um samkeppnisbrot á kaffihúsinu Mokka á Skólavörðustíg. Samkeppniseftirlitið mælist til þess að stjórnvöld ráðist í aðgerðir til að draga úr samkeppnishindrunum á flutningamarkaði, auka aðhald og efla þannig samkeppni. Benedikt Sigurðsson fréttamaður ræddi við Pál Gunnar Pálsson forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Öllum sendiherrum ríkja sem eiga sendiráð í Svíþjóð er boðið til verðlaunafhendingarinnar sjálfrar en í fyrra var sendiherrum Rússlands, Belarús og Írans ekki boðið. Boðið hefur vakið hörð viðbrögð hjá sænskum stjórnmálamönnum sem segjast sumir hverjir ekki tilbúnir að mæta með fulltrúum ríkis sem geri daglega grimmilegar og viðurstyggilegar árásir á Úkraínu.
9/1/20239 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Hvalveiðar, sekt Samskipa og Evrópusigur Blika

Spegillinn 31. ágúst 2023. Umsjón: Alexander Kristjánsson. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdótttir. Hvalveiðar verða heimilar á ný frá og með morgundeginum. Hert reglugerð um veiðarnar var gefin út síðdegis. Andri Yrkill Valsson sagði frá. Samkeppniseftirlitið hefur sektað Samskip um 4,2 milljarða króna vegna ólöglegs samráðs við Eimskip sem hafði áður gengist við brotunum. Faraldur SMS-svikaskilaboða gefur geisað í sumar. Sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum varar fólk við því að hleypa svikurum inn í netbankann sinn. Ísak Regal tók saman og ræddi við Brynju Maríu Ólafsdóttur. Styrkir vegna almennra tannréttinga þrefaldast á morgun með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Þeir hafa verið óbreyttir í tuttugu ár. Urður Örlygsdóttir ræddi við Kristínu Heimisdóttur. Meira en 70 létust í bruna í Jóhannesarborg í nótt. Anna Kristín Jónsdóttir sagði frá. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við danska liðið Lyngby.
8/31/20230
Episode Artwork

Hvalveiðar, sekt Samskipa og Evrópusigur Blika

Spegillinn 31. ágúst 2023. Umsjón: Alexander Kristjánsson. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdótttir. Hvalveiðar verða heimilar á ný frá og með morgundeginum. Hert reglugerð um veiðarnar var gefin út síðdegis. Andri Yrkill Valsson sagði frá. Samkeppniseftirlitið hefur sektað Samskip um 4,2 milljarða króna vegna ólöglegs samráðs við Eimskip sem hafði áður gengist við brotunum. Faraldur SMS-svikaskilaboða gefur geisað í sumar. Sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum varar fólk við því að hleypa svikurum inn í netbankann sinn. Ísak Regal tók saman og ræddi við Brynju Maríu Ólafsdóttur. Styrkir vegna almennra tannréttinga þrefaldast á morgun með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Þeir hafa verið óbreyttir í tuttugu ár. Urður Örlygsdóttir ræddi við Kristínu Heimisdóttur. Meira en 70 létust í bruna í Jóhannesarborg í nótt. Anna Kristín Jónsdóttir sagði frá. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við danska liðið Lyngby.
8/31/202310 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Strokulax, kapphlaup til tunglsins og breytingar á byggingarreglugerð

Spegillinn 30. ágúst 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Júlía Margrét Ingimarsdóttir Óvenju mikið er af laxi við Ósá í Patreksfirði þar sem göt fundust á eldiskví í síðustu viku. Hvorki er þó hægt að fullyrða hve margir fiskar sluppu né hvort fiskar sem veiðst hafa í ám á norðvesturhorninu eru úr kvínni. Lögreglunni bárust tilkynningar um 79 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins. Börn voru næstum helmingur þolenda kynferðisbrota á tímabilinu. Stærstur hluti þeirra sem leita meðferðar við óæskilegum kynferðislegum hugsunum og hegðun í kringum börn, eru karlmenn á aldrinum 18-60 ára, segir Jóhanna Dagbjartsdóttir sálfræðingur. Karitas M. Bjarkadóttir talaði við hana. Stærð og umgjörð bankakerfisins er ástæða þess að vaxtamunur er meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum, að mati Benedikts Gíslasonar formanns stjórnar Félags fjármálafyrirtækja. Hann segir að metarður bankanna skili sér til neytenda. Pétur Magnússon tók saman. Rekja má tvö hundruð og þrettán andlát í fyrra til covid-19, samkvæmt ársskýrslu sóttvarnalæknis. Alls smituðust hundrað sjötíu og níu þúsund af kórónuveirunni í fyrra. Ekki hafa fleiri smitast af lekanda á einu ári í meira en þrjátíu ár. Valgerður Greta G. Gröndal sagði frá. Íslenska óperan hefur sótt um einkaleyfi á vörumerkinu Íslenska þjóðaróperan á sama tíma og verið er að undirbúa stofnun þjóðaróperu í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri segir þetta ekki gert til að trufla það starf. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman. ------------ Aðeins eitt af hverjum þremur skólabörnum í Úkraínu fær fulla kennslu í vetur. Meira en hálf milljón barna á flótta er ekki skráð í skóla. Ásgeir Tómasson sagði frá og heyrist í Reginu de Dominics, svæðisstjóra barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, Margir hafa reynt við tungllendingar undanfarin misseri: Japanir, Ísraelar, Rússar og í síðustu viku lentu Indverjar ómönnuðu könnunarfari á suðurpóli tunglsins. Þar hefur enginn lent áður. Ragnhildur Thorlacius sagði frá kapphlaupinu til tungslins, heyrist í John. F. Kennedy. Núgildandi byggingarreglugerð var sett fyrir ellefu árum. Hún er um 150 síður og hefur verið breytt árlega. Ingveldur Sæmundsdóttir leiðir stýrihóp sem settur var á fót í vor og vinnur að heildarendurskoðun og einföldun á byggingarreglugerðinni. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Ingveldi.
8/30/20230
Episode Artwork

Strokulax, kapphlaup til tunglsins og breytingar á byggingarreglugerð

Spegillinn 30. ágúst 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Júlía Margrét Ingimarsdóttir Óvenju mikið er af laxi við Ósá í Patreksfirði þar sem göt fundust á eldiskví í síðustu viku. Hvorki er þó hægt að fullyrða hve margir fiskar sluppu né hvort fiskar sem veiðst hafa í ám á norðvesturhorninu eru úr kvínni. Lögreglunni bárust tilkynningar um 79 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins. Börn voru næstum helmingur þolenda kynferðisbrota á tímabilinu. Stærstur hluti þeirra sem leita meðferðar við óæskilegum kynferðislegum hugsunum og hegðun í kringum börn, eru karlmenn á aldrinum 18-60 ára, segir Jóhanna Dagbjartsdóttir sálfræðingur. Karitas M. Bjarkadóttir talaði við hana. Stærð og umgjörð bankakerfisins er ástæða þess að vaxtamunur er meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum, að mati Benedikts Gíslasonar formanns stjórnar Félags fjármálafyrirtækja. Hann segir að metarður bankanna skili sér til neytenda. Pétur Magnússon tók saman. Rekja má tvö hundruð og þrettán andlát í fyrra til covid-19, samkvæmt ársskýrslu sóttvarnalæknis. Alls smituðust hundrað sjötíu og níu þúsund af kórónuveirunni í fyrra. Ekki hafa fleiri smitast af lekanda á einu ári í meira en þrjátíu ár. Valgerður Greta G. Gröndal sagði frá. Íslenska óperan hefur sótt um einkaleyfi á vörumerkinu Íslenska þjóðaróperan á sama tíma og verið er að undirbúa stofnun þjóðaróperu í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri segir þetta ekki gert til að trufla það starf. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman. ------------ Aðeins eitt af hverjum þremur skólabörnum í Úkraínu fær fulla kennslu í vetur. Meira en hálf milljón barna á flótta er ekki skráð í skóla. Ásgeir Tómasson sagði frá og heyrist í Reginu de Dominics, svæðisstjóra barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, Margir hafa reynt við tungllendingar undanfarin misseri: Japanir, Ísraelar, Rússar og í síðustu viku lentu Indverjar ómönnuðu könnunarfari á suðurpóli tunglsins. Þar hefur enginn lent áður. Ragnhildur Thorlacius sagði frá kapphlaupinu til tungslins, heyrist í John. F. Kennedy. Núgildandi byggingarreglugerð var sett fyrir ellefu árum. Hún er um 150 síður og hefur verið breytt árlega. Ingveldur Sæmundsdóttir leiðir stýrihóp sem settur var á fót í vor og vinnur að heildarendurskoðun og einföldun á byggingarreglugerðinni. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Ingveldi.
8/30/202310 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Skaftárhlaup, bankaskýrsla, regnbogatröppur skemmdar, loðdýrarækt

Rennsli eykst enn í Skaftá, en hægt hefur á aukningunni. Búið er að loka Hólaskjóli - hálendismiðstöðinni. Enn er óljóst úr hvorum Skaftárkatli hleypur. Rætt var við Áróru Bryndísi Ásgeirsdóttir sem starfar í Hólaskjóli og Þorstein Þorsteinsson, sérfræðing í jöklarannsóknum á Veðurstofunni. Vaxtamunur hefur ekki minnkað þrátt fyrir bætta afkomu og minni rekstrarkostnað bankanna. Gjaldskrár eru óskýrar og oft óljóst fyrir hvað fólk er að borga. Skógareldarnir í Grikklandi eru þeir mestu innan Evrópusambandsins frá aldamótum. Regnbogatröppur á Akureyri voru spreyjaðar svartar í nótt. Þetta er í annað skipti á þremur dögum sem skemmdarverk hafa verið unnin á regnbogaskreyttum gönguleiðum. Linda Björk Pálsdóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafi hjá Akureyrarbæ telur hugsanlegt að innblástur af verknaðinum hafi verið fenginn af svipuðu skemmdarverki á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Svifryksmengun er alvarlegasta heilsufarsógnin sem steðjar að jarðarbúum segir í nýrri skýrslu um ástand loftslagsmála í heiminum. Ef dregið yrði úr henni sem næmi markmiðum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar lengdi það ævi þeirra um 2,3 ár að meðaltali. Viðskiptabankarnir þrír hafa heilt yfir náð fram verulegri hagræðingu í starfsemi sinni og arðsemi bankanna er núna almennt nokkuð hærri en hjá bönkum af svipaðri stærðargráðu á öðrum Norðurlöndunum. Og vaxtamunur bankanna er mun meiri hér en þar. Erfitt getur verið fyrir neytendur að átta sig á hvaða þjónustu þeir eru að kaupa. Þetta eru meginniðurstöður starfshóps sem Lilja Alferðsdóttir viðskiptaráðherra skipaði fyrir ári, til að skoða um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna sem sat í starfshópinum. Fuglaflensa hefur komið hart niður á loðdýrabúum í Finnlandi. Hennar hefur orðið vart á um 25 búum og þegar er búið að lóga öllum dýrum á þeim, meira en 120 þúsund minkum og refum. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Einar Eðvald Einarsson á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann er formaður loðdýradeildar Bændasamtakanna. Einar hefur ekki miklar áhyggjur af fuglaflensa berist í loðdýr hér, aðstæður á búunum séu aðrar. Umsjónarmaður var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Jón Þór Helgason. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
8/29/20230
Episode Artwork

Skaftárhlaup, bankaskýrsla, regnbogatröppur skemmdar, loðdýrarækt

Rennsli eykst enn í Skaftá, en hægt hefur á aukningunni. Búið er að loka Hólaskjóli - hálendismiðstöðinni. Enn er óljóst úr hvorum Skaftárkatli hleypur. Rætt var við Áróru Bryndísi Ásgeirsdóttir sem starfar í Hólaskjóli og Þorstein Þorsteinsson, sérfræðing í jöklarannsóknum á Veðurstofunni. Vaxtamunur hefur ekki minnkað þrátt fyrir bætta afkomu og minni rekstrarkostnað bankanna. Gjaldskrár eru óskýrar og oft óljóst fyrir hvað fólk er að borga. Skógareldarnir í Grikklandi eru þeir mestu innan Evrópusambandsins frá aldamótum. Regnbogatröppur á Akureyri voru spreyjaðar svartar í nótt. Þetta er í annað skipti á þremur dögum sem skemmdarverk hafa verið unnin á regnbogaskreyttum gönguleiðum. Linda Björk Pálsdóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafi hjá Akureyrarbæ telur hugsanlegt að innblástur af verknaðinum hafi verið fenginn af svipuðu skemmdarverki á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Svifryksmengun er alvarlegasta heilsufarsógnin sem steðjar að jarðarbúum segir í nýrri skýrslu um ástand loftslagsmála í heiminum. Ef dregið yrði úr henni sem næmi markmiðum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar lengdi það ævi þeirra um 2,3 ár að meðaltali. Viðskiptabankarnir þrír hafa heilt yfir náð fram verulegri hagræðingu í starfsemi sinni og arðsemi bankanna er núna almennt nokkuð hærri en hjá bönkum af svipaðri stærðargráðu á öðrum Norðurlöndunum. Og vaxtamunur bankanna er mun meiri hér en þar. Erfitt getur verið fyrir neytendur að átta sig á hvaða þjónustu þeir eru að kaupa. Þetta eru meginniðurstöður starfshóps sem Lilja Alferðsdóttir viðskiptaráðherra skipaði fyrir ári, til að skoða um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna sem sat í starfshópinum. Fuglaflensa hefur komið hart niður á loðdýrabúum í Finnlandi. Hennar hefur orðið vart á um 25 búum og þegar er búið að lóga öllum dýrum á þeim, meira en 120 þúsund minkum og refum. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Einar Eðvald Einarsson á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann er formaður loðdýradeildar Bændasamtakanna. Einar hefur ekki miklar áhyggjur af fuglaflensa berist í loðdýr hér, aðstæður á búunum séu aðrar. Umsjónarmaður var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Jón Þór Helgason. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
8/29/20239 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Inniviðaráðherra um samgöngusáttmála og orðstír Giulianis

Spegillinn 28. ágúst 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er stórt verkefni og eðlilegt að hann sé endurskoðaður, en hann er hluti af stærra verkefni samgangna í landinu öllu segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, þar þurfi að finna jafnvægi og leiðir til tekjuöflunar. Pétur Magnússon talaði við hann. Afar lítill munur er á verði á þeim vörum sem eru í verðgátt stjórnvalda og hún virðist ekki hafa ýtt undir samkeppni verslana. Valgerður Gréta Gröndal tók saman og ræddi við Vilhjálm Hilmarsson hagfræðing hjá BHM og Magnús Sigurbjörnsson, forstöðumann Rannsóknarseturs Verslunarinnar Landsvirkjun hagnaðist um tæpa 16 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Hörður Arnarson forstjóri að kerfið sé nánast fullnýtt og til að skapa svigrúm sé verið að ýta gagnaverum með rafmyntagröft út. Haukur Holm tók saman. Hægt er að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum, að mati starfshóps matvælaráðherra, sem skilaði skýrslu um málið. Ari Páll Karlsson sagði frá. --------------- Væntingar voru miklar og tímalínan brött þegar Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður fyrir fjórum árum, segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra en það vissu allir. Á fimmtán ára samningstíma sé eðlilegt að hlutir séu endurskoðaðir en samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins sé bara eitt púsl af mörgum í heildarmyndinni. Pétur Magnússon ræddi við Sigurð. Rudy Giuliani var mikils metinn alríkissaksóknari og barðist ötullega gegn glæpum þegar hann var borgarstjóri í New York. Nú er hann meðal þeirra sem eru sóttir til saka fyrir að hafa reynt að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum þegar Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden, þykir undarlegur í háttum og orðstír hans til fárra fiska metinn. Ásgeir Tómasson sagði frá. Innflytjendum á Íslandi hefur fjölgað um tugi þúsunda frá aldamótum. En það eru ekki aðeins erlendir ríkisborgarar sem flytja hingað, heldur flytja þúsundir Íslendinga líka til annarra landa á ári hverju. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Ólöfu Garðarsdóttur, prófessor í sagnfræði.
8/28/20230
Episode Artwork

Inniviðaráðherra um samgöngusáttmála og orðstír Giulianis

Spegillinn 28. ágúst 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er stórt verkefni og eðlilegt að hann sé endurskoðaður, en hann er hluti af stærra verkefni samgangna í landinu öllu segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, þar þurfi að finna jafnvægi og leiðir til tekjuöflunar. Pétur Magnússon talaði við hann. Afar lítill munur er á verði á þeim vörum sem eru í verðgátt stjórnvalda og hún virðist ekki hafa ýtt undir samkeppni verslana. Valgerður Gréta Gröndal tók saman og ræddi við Vilhjálm Hilmarsson hagfræðing hjá BHM og Magnús Sigurbjörnsson, forstöðumann Rannsóknarseturs Verslunarinnar Landsvirkjun hagnaðist um tæpa 16 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Hörður Arnarson forstjóri að kerfið sé nánast fullnýtt og til að skapa svigrúm sé verið að ýta gagnaverum með rafmyntagröft út. Haukur Holm tók saman. Hægt er að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum, að mati starfshóps matvælaráðherra, sem skilaði skýrslu um málið. Ari Páll Karlsson sagði frá. --------------- Væntingar voru miklar og tímalínan brött þegar Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður fyrir fjórum árum, segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra en það vissu allir. Á fimmtán ára samningstíma sé eðlilegt að hlutir séu endurskoðaðir en samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins sé bara eitt púsl af mörgum í heildarmyndinni. Pétur Magnússon ræddi við Sigurð. Rudy Giuliani var mikils metinn alríkissaksóknari og barðist ötullega gegn glæpum þegar hann var borgarstjóri í New York. Nú er hann meðal þeirra sem eru sóttir til saka fyrir að hafa reynt að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum þegar Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden, þykir undarlegur í háttum og orðstír hans til fárra fiska metinn. Ásgeir Tómasson sagði frá. Innflytjendum á Íslandi hefur fjölgað um tugi þúsunda frá aldamótum. En það eru ekki aðeins erlendir ríkisborgarar sem flytja hingað, heldur flytja þúsundir Íslendinga líka til annarra landa á ári hverju. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Ólöfu Garðarsdóttur, prófessor í sagnfræði.
8/28/20239 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Hagræðingarkröfur, Trump, Grímseyjarferjan, Dolly Parton

Spegillinn 25. ágúst 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Helga Þórisdóttir, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnanna, segir að það sé viðvarandi krafa frá almenningi að stofnanir geri sífellt meira og betur. Stefnt er að því að lækka launakostnað ríkisins um fimm milljarða króna. Benedikt Sigurðsson talaði við hana. Formenn þriggja stjórnarandstöðuflokka, þau Sigmundur Davíð Gunnlugsson, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, gefa lítið fyrir þær áætlanir sem fjármálaráðherra kynnti í dag. Stjórnvöld hyggjast fara í 17 milljarða hagræðingu í ríkisrekstri eftir bætta afkomu ríkissjóðs. Ísak Regal tók saman. Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri og varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, segir borgarastyrjöld yfirvofandi í Bandaríkjunum verði ákærum á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, haldið til streitu. Ásta Hlín Magnúsdóttir sagði frá. Fulltrúar Indó Sparisjóðs funduðu í vikunni með Samkeppniseftirlitinu vegna mögulegra samkeppnisbrota stóru viðskiptabankanna. Íslandsbanki krefst þess að fólk eigi launareikning í bankanum ef það vill kaupa gjaldeyri. Valgerður Gréta Gröndal sagði frá og talaði við Hauk Skúlason, annan stofnenda Indó. Vegagerðin hefur varið yfir 300 milljónum króna í viðgerðir og viðhald á Grímseyjarferjunni Sæfara, undanfarin fjögur ár. 250 milljónir hafa farið í viðgerðir það sem af er þessu ári. Ólöf Erlendsdóttir sagði frá. Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, neitaði í dag að segja af sér fyrir að hafa kysst fyrirliða kvennalandsliðsins á munninn. Bjartsýnismenn í Noregi spá því að friðarviðræður milli Úkraínumanna og Rússa hefjist í haust. Gísli Kristjánsson sagði frá. Björn Gunnarsson, yfirlæknir sjúkraflugs á Akureyri, óttast að vankantar á útboði sjúkraflugs verði til þess að þjónustunni fari aftur. Hann kysi að þyrlur Landhelgisgæslunnar væru nýttar meira í sjúkraflug. Amanda Guðrún Bjarnadóttir tók saman. Afkoma ríkissjóðs er langt umfram væntingar og spár frá því undir áramót, fá ríki hafa vaxið hraðar úr faraldrinum. Urður Örlygsdóttir ræddi við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um stöðuna. Bandaríska kántrístjarnan Dolly Parton vinnur að rokkplötu sem á að koma út í haust. Fjöldi þekktra tónlistarmanna tekur lagið með henni, þar á meðal Paul McCartney, Ringo Starr, Sting, Elton John og Debbie Harry. Ásgeir Tómasson tók saman.
8/25/20230
Episode Artwork

Hagræðingarkröfur, Trump, Grímseyjarferjan, Dolly Parton

Spegillinn 25. ágúst 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Helga Þórisdóttir, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnanna, segir að það sé viðvarandi krafa frá almenningi að stofnanir geri sífellt meira og betur. Stefnt er að því að lækka launakostnað ríkisins um fimm milljarða króna. Benedikt Sigurðsson talaði við hana. Formenn þriggja stjórnarandstöðuflokka, þau Sigmundur Davíð Gunnlugsson, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, gefa lítið fyrir þær áætlanir sem fjármálaráðherra kynnti í dag. Stjórnvöld hyggjast fara í 17 milljarða hagræðingu í ríkisrekstri eftir bætta afkomu ríkissjóðs. Ísak Regal tók saman. Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri og varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, segir borgarastyrjöld yfirvofandi í Bandaríkjunum verði ákærum á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, haldið til streitu. Ásta Hlín Magnúsdóttir sagði frá. Fulltrúar Indó Sparisjóðs funduðu í vikunni með Samkeppniseftirlitinu vegna mögulegra samkeppnisbrota stóru viðskiptabankanna. Íslandsbanki krefst þess að fólk eigi launareikning í bankanum ef það vill kaupa gjaldeyri. Valgerður Gréta Gröndal sagði frá og talaði við Hauk Skúlason, annan stofnenda Indó. Vegagerðin hefur varið yfir 300 milljónum króna í viðgerðir og viðhald á Grímseyjarferjunni Sæfara, undanfarin fjögur ár. 250 milljónir hafa farið í viðgerðir það sem af er þessu ári. Ólöf Erlendsdóttir sagði frá. Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, neitaði í dag að segja af sér fyrir að hafa kysst fyrirliða kvennalandsliðsins á munninn. Bjartsýnismenn í Noregi spá því að friðarviðræður milli Úkraínumanna og Rússa hefjist í haust. Gísli Kristjánsson sagði frá. Björn Gunnarsson, yfirlæknir sjúkraflugs á Akureyri, óttast að vankantar á útboði sjúkraflugs verði til þess að þjónustunni fari aftur. Hann kysi að þyrlur Landhelgisgæslunnar væru nýttar meira í sjúkraflug. Amanda Guðrún Bjarnadóttir tók saman. Afkoma ríkissjóðs er langt umfram væntingar og spár frá því undir áramót, fá ríki hafa vaxið hraðar úr faraldrinum. Urður Örlygsdóttir ræddi við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um stöðuna. Bandaríska kántrístjarnan Dolly Parton vinnur að rokkplötu sem á að koma út í haust. Fjöldi þekktra tónlistarmanna tekur lagið með henni, þar á meðal Paul McCartney, Ringo Starr, Sting, Elton John og Debbie Harry. Ásgeir Tómasson tók saman.
8/25/20239 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Deilt um sjávarlóðir í Kópavogi og þjóðhátíð í Úkraínu

Spegillinn 24. ágúst 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Sjávarlóðum í Kópavogi var úthlutað fjárfestum án auglýsingar. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, fulltrúi Pírata í minnihluta bæjarstjórna segir að alltaf eigi að auglýsa lóðir en Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri segir málið slitið úr samhengi. Sólveig Klara Ragnarsdóttir tók saman. Forsætisráðherra Noregs tilkynnti í dag áform Norðmanna um að afhenda Úkraínu F-16 orrustuþotur. Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra hefur boðað fulltrúa verslanakeðja á fund sinn eftir helgi til að fá skýringu á hækkunum á dagvöra hefur hækkað á sama tíma og krónan hefur styrkst og alþjóðleg verðbólga hjaðnað. Haukur Holm talaði við hana. Seldum íbúðum hefur fækkað til muna og þær eru ódýrari að raunvirði en fyrir ári. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Næturakstur Strætó um helgar afmarkast ekki lengur við hverfi í Reykjavík frá og með næstu helgi þegar Mosfellsbær bætist við leiðakerfið. Kostnaður er tvær og hálf milljón króna á ári. Ari Páll Karlsson sagði frá og talaði við Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra í Mosfellsbæ. Karlalið Breiðabliks er hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir sigur á Struga í Norður-Makedóníu í dag. -------------- Hersýningar eru oft ríkur þáttur í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardegi landa; í Úkraínu var ekki marserað en búið að stilla upp ónýtum stríðstólum Rússa sem Úkraínumenn grönduðu í upphafi innrásar Rússa. Þúsundir landsmanna streymdu svo um Kreschchatyk breiðstrætið til að bera þau augum. Björn Malmquist fréttamaður er í Kyiv, Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Pútín Rússlandsforseti minntist í dag þeirra sem létust þegar þota leiðtoga Wagner málaliðahópsins fórst. Fáum blandast hugur um að hann hafi látið skjóta hana niður. Ekki eru þó allir á því að foringinn sé allur. Ásgeir Tómasson sagði frá. Brot úr viðtölum við Ninu Krústjevu, prófessor við New School rannsóknarháskólann í New York, sérfræðingi í alþjóðamálum og við Jón Ólafsson prófessor á Morgunvaktinni á rás 1. Íbúum á Íslandi hefur fjölgað umtalsvert það sem af er þessari öld, allt útlit fyrir að 400.000 þúsunda-múrinn verði rofinn áður en árið er úti. Þessi mikla fjölgun skýrist að miklu leyti af fjölgun innflytjenda, sem eru vel yfir 70 þúsund. En hverjir eru innflytjendur? Ævar Örn Jósepsson bar þetta undir Ólöfu Garðarsdóttur, prófessor í sagnfræði og forseta hugvísindasviðs Háskóla Íslands.
8/24/20230
Episode Artwork

Deilt um sjávarlóðir í Kópavogi og þjóðhátíð í Úkraínu

Spegillinn 24. ágúst 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Sjávarlóðum í Kópavogi var úthlutað fjárfestum án auglýsingar. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, fulltrúi Pírata í minnihluta bæjarstjórna segir að alltaf eigi að auglýsa lóðir en Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri segir málið slitið úr samhengi. Sólveig Klara Ragnarsdóttir tók saman. Forsætisráðherra Noregs tilkynnti í dag áform Norðmanna um að afhenda Úkraínu F-16 orrustuþotur. Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra hefur boðað fulltrúa verslanakeðja á fund sinn eftir helgi til að fá skýringu á hækkunum á dagvöra hefur hækkað á sama tíma og krónan hefur styrkst og alþjóðleg verðbólga hjaðnað. Haukur Holm talaði við hana. Seldum íbúðum hefur fækkað til muna og þær eru ódýrari að raunvirði en fyrir ári. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Næturakstur Strætó um helgar afmarkast ekki lengur við hverfi í Reykjavík frá og með næstu helgi þegar Mosfellsbær bætist við leiðakerfið. Kostnaður er tvær og hálf milljón króna á ári. Ari Páll Karlsson sagði frá og talaði við Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra í Mosfellsbæ. Karlalið Breiðabliks er hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir sigur á Struga í Norður-Makedóníu í dag. -------------- Hersýningar eru oft ríkur þáttur í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardegi landa; í Úkraínu var ekki marserað en búið að stilla upp ónýtum stríðstólum Rússa sem Úkraínumenn grönduðu í upphafi innrásar Rússa. Þúsundir landsmanna streymdu svo um Kreschchatyk breiðstrætið til að bera þau augum. Björn Malmquist fréttamaður er í Kyiv, Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Pútín Rússlandsforseti minntist í dag þeirra sem létust þegar þota leiðtoga Wagner málaliðahópsins fórst. Fáum blandast hugur um að hann hafi látið skjóta hana niður. Ekki eru þó allir á því að foringinn sé allur. Ásgeir Tómasson sagði frá. Brot úr viðtölum við Ninu Krústjevu, prófessor við New School rannsóknarháskólann í New York, sérfræðingi í alþjóðamálum og við Jón Ólafsson prófessor á Morgunvaktinni á rás 1. Íbúum á Íslandi hefur fjölgað umtalsvert það sem af er þessari öld, allt útlit fyrir að 400.000 þúsunda-múrinn verði rofinn áður en árið er úti. Þessi mikla fjölgun skýrist að miklu leyti af fjölgun innflytjenda, sem eru vel yfir 70 þúsund. En hverjir eru innflytjendur? Ævar Örn Jósepsson bar þetta undir Ólöfu Garðarsdóttur, prófessor í sagnfræði og forseta hugvísindasviðs Háskóla Íslands.
8/24/20239 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Flóttafólk, stýrivextir, Prigozhin, Stones og almenningssamgöngur

Spegillinn 23. ágúst 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Fjöldi fólks kom saman á fundi sem á þriðja tug hjálpar- og mannréttindasamtaka boðaði til vegna aðstæðna hælisleitenda sem sviptir hafa verið allri þjónustu. Valur Grettisson fór á fundinn og ræddi við Arndísi Önnu Kristínar-Gunnarsdóttur, þingmann Pírata. Yevgeny Prigozhin, stofnandi og leiðtogi hins svokallaða Wagner-málaliðahóps, var á farþegaskrá flugvélar sem fórst skammt frá Moskvu síðdegis. Leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Hann verður ekki valinn næsta landsliðshóp. Rætt er við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ. Norskur fiskeldisrisi hefur verið sektaður vegna mikils fiskidauða og fjölda sárra fiska í kvíum þess. Fyrsta indverska loftfarið lenti á tunglinu í dag. Rolling Stones virðast ætla að gefa út sína 31. breiðskífu í september, flestum að óvörum. --- Ítrekaðar stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafa hægt á hagkerfinu, að dómi forseta viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Fleira þurfi að koma til ef koma á böndum á verðbólguna og þar skipti ríkisfjármálin kannski mestu. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Jón Þór Sturluson. Margt er vel gert í almenningssamgöngum á Íslandi en margt má líka bæta. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Daða Baldur Ottósson samgönguverkfræðing. Yfirvöld í Hong Kong ætla frá og með morgundeginum að banna innflutning á sjávarafurðum frá tíu héruðum í Japan vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda um að sleppa geislavirku kælivatni frá Daiichi kjarnorkuverinu í Fukushima út í sjó. Ásgeir Tómasson segir frá.
8/23/20230
Episode Artwork

Flóttafólk, stýrivextir, Prigozhin, Stones og almenningssamgöngur

Spegillinn 23. ágúst 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Fjöldi fólks kom saman á fundi sem á þriðja tug hjálpar- og mannréttindasamtaka boðaði til vegna aðstæðna hælisleitenda sem sviptir hafa verið allri þjónustu. Valur Grettisson fór á fundinn og ræddi við Arndísi Önnu Kristínar-Gunnarsdóttur, þingmann Pírata. Yevgeny Prigozhin, stofnandi og leiðtogi hins svokallaða Wagner-málaliðahóps, var á farþegaskrá flugvélar sem fórst skammt frá Moskvu síðdegis. Leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Hann verður ekki valinn næsta landsliðshóp. Rætt er við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ. Norskur fiskeldisrisi hefur verið sektaður vegna mikils fiskidauða og fjölda sárra fiska í kvíum þess. Fyrsta indverska loftfarið lenti á tunglinu í dag. Rolling Stones virðast ætla að gefa út sína 31. breiðskífu í september, flestum að óvörum. --- Ítrekaðar stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafa hægt á hagkerfinu, að dómi forseta viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Fleira þurfi að koma til ef koma á böndum á verðbólguna og þar skipti ríkisfjármálin kannski mestu. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Jón Þór Sturluson. Margt er vel gert í almenningssamgöngum á Íslandi en margt má líka bæta. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Daða Baldur Ottósson samgönguverkfræðing. Yfirvöld í Hong Kong ætla frá og með morgundeginum að banna innflutning á sjávarafurðum frá tíu héruðum í Japan vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda um að sleppa geislavirku kælivatni frá Daiichi kjarnorkuverinu í Fukushima út í sjó. Ásgeir Tómasson segir frá.
8/23/20239 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

22.08.2023

8/22/20230
Episode Artwork

8/22/20239 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Missti allt í brunanum, fjöldamorð á flóttamönnum, þörungar í vatni

Ævar Sigmar Hjartarson Formaður húsfélags í húsi við Hvaleyrarbraut, sem brann í gær, segist sjálfur ítrekað hafa bent bæjaryfirvöldum á að ólögmæt búseta væri í húsinu. Leigusalar virðast fela fyrir nágrönnum sínum að þeir leigi út rými í atvinnuhúsnæði til búsetu. Landmæraverðir í Sádi-Arabíu fremja fjöldamorð á flóttafólki frá Eþíópíu sem reynir að komast inn í landið, samkvæmt nýrri skýrslu Mannréttindavaktarinnar. Um 850 er enn saknað eftir mikla gróðurelda á Havaí. Eldarnir eru þeir mannskæðustu í Bandaríkjunum í meira en öld. Staðfest er að 114 hafa látist. Bandaríkjaforseti sækir eyjarnar heim í dag. Grænþörungar í vatnsbóli Skagamanna ollu að öllum líkindum óbragði af drykkjarvatni þar. Vatnsbólið hefur verið hreinsað. Steingrímur Örn Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Kvarna sem selur sorpkvarnir segir eftirspurn og áhuga á kvörnunum hafa aukist merkjanlega eftir að nýtt flokkunarkerfi var tekið í gagnið á höfuðborgarsvæðinu. Jón Trausti Kárason forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum segir veitukerfið ekki í stakk búið til þess að taka á móti lífrænum úrgangi. Neyðarástand ríkir í húsnæðismálum Háskólans á Hólum, segir Hólmfríður Sveinsdóttir rektor. *** Í byrjun árs í fyrra er talið að tæplega tvö þúsund hafi búið í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Líklegt er að þeir séu mun fleiri í dag. Stefnt er að því að breyta regluverki svo fólk geti tímabundið skráð lögheimili sitt í atvinnuhúsnæði. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Regínu Valdimarsdóttur, teymisstjóra á brunavarnasvið Húsnæðis -og mannvirkjastofunar. Miðað við nýútkomna tölfræði Hagstofunnar má gera ráð fyrir að rúm 60% þeirra sem hefja nám á framhaldsskólastigi núna ljúki því innan sex ára. Það er í það minnsta raunin með þá sem hófu nám haustið 2017. Nú er byrjað að greina sérstaklega hvort innflytjendur klára framhaldsskólann. Þá kemur í ljós að tæp 67% þeirra sem fluttu til landsins fyrir sjö ára aldur, og byrjuðu í framhaldsskóla luku náminu, en aðeins tæp 37% þeir sem fluttu til landsins sjö ára eða eldri. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Stellu Blöndal dósent við HÍ. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, var hrærður þegar hann þakkaði Dönum á þeirra eigin tungu fyrir að ætla að gefa Úkraínuher nítján F-16 orrustuþotur. Jafnframt taka Danir að sér að þjálfa úkraínska flugmenn, flugvirkja og starfslið til að þjónusta þoturnar. Ásgeir Tómasson sagði frá. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Jón Þór Helgason. Fréttaútsendingu stjórnaði Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
8/21/20230
Episode Artwork

Missti allt í brunanum, fjöldamorð á flóttamönnum, þörungar í vatni

Ævar Sigmar Hjartarson Formaður húsfélags í húsi við Hvaleyrarbraut, sem brann í gær, segist sjálfur ítrekað hafa bent bæjaryfirvöldum á að ólögmæt búseta væri í húsinu. Leigusalar virðast fela fyrir nágrönnum sínum að þeir leigi út rými í atvinnuhúsnæði til búsetu. Landmæraverðir í Sádi-Arabíu fremja fjöldamorð á flóttafólki frá Eþíópíu sem reynir að komast inn í landið, samkvæmt nýrri skýrslu Mannréttindavaktarinnar. Um 850 er enn saknað eftir mikla gróðurelda á Havaí. Eldarnir eru þeir mannskæðustu í Bandaríkjunum í meira en öld. Staðfest er að 114 hafa látist. Bandaríkjaforseti sækir eyjarnar heim í dag. Grænþörungar í vatnsbóli Skagamanna ollu að öllum líkindum óbragði af drykkjarvatni þar. Vatnsbólið hefur verið hreinsað. Steingrímur Örn Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Kvarna sem selur sorpkvarnir segir eftirspurn og áhuga á kvörnunum hafa aukist merkjanlega eftir að nýtt flokkunarkerfi var tekið í gagnið á höfuðborgarsvæðinu. Jón Trausti Kárason forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum segir veitukerfið ekki í stakk búið til þess að taka á móti lífrænum úrgangi. Neyðarástand ríkir í húsnæðismálum Háskólans á Hólum, segir Hólmfríður Sveinsdóttir rektor. *** Í byrjun árs í fyrra er talið að tæplega tvö þúsund hafi búið í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Líklegt er að þeir séu mun fleiri í dag. Stefnt er að því að breyta regluverki svo fólk geti tímabundið skráð lögheimili sitt í atvinnuhúsnæði. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Regínu Valdimarsdóttur, teymisstjóra á brunavarnasvið Húsnæðis -og mannvirkjastofunar. Miðað við nýútkomna tölfræði Hagstofunnar má gera ráð fyrir að rúm 60% þeirra sem hefja nám á framhaldsskólastigi núna ljúki því innan sex ára. Það er í það minnsta raunin með þá sem hófu nám haustið 2017. Nú er byrjað að greina sérstaklega hvort innflytjendur klára framhaldsskólann. Þá kemur í ljós að tæp 67% þeirra sem fluttu til landsins fyrir sjö ára aldur, og byrjuðu í framhaldsskóla luku náminu, en aðeins tæp 37% þeir sem fluttu til landsins sjö ára eða eldri. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Stellu Blöndal dósent við HÍ. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, var hrærður þegar hann þakkaði Dönum á þeirra eigin tungu fyrir að ætla að gefa Úkraínuher nítján F-16 orrustuþotur. Jafnframt taka Danir að sér að þjálfa úkraínska flugmenn, flugvirkja og starfslið til að þjónusta þoturnar. Ásgeir Tómasson sagði frá. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Jón Þór Helgason. Fréttaútsendingu stjórnaði Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
8/21/20239 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Uppsagnir hjá 3X á Ísafirði, óbragð af vatni á Akranesi, skógareldar

Spegillinn 18. ágúst 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stj?+orn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Öllum 27 starfsmönnum Skagans 3X á Ísafirði hefur verið sagt upp og starfsstöðinni verður lokað. Þungbærar fréttir, segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri á Ísafirði, í viðtali við Alexander Kristjánsson Jóhannes Sævar Rúnarsson, forstjóri Strætó, er sannfærður um að innleiða þurfi gjaldtöku fyrir akstur í miðborg Reykjavíkur til að draga úr mengun og jafnvel banna umferð bíla sem menga mikið. Ævar Örn Jósepsson talaði við hann. Akurnesingar kvarta yfir óbragði af neysluvatni. Fyrstu niðurstöður úr sýnum sem tekin voru í dreifikerfi Veitna í gær benda til þess að óhætt sé að drekka vatnið. Ísak Regal ræddi við Jón Trausta Kárason, forstöðumann vatns- og fráveitu hjá fyrirtækinu, og Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, íbúa á Skaganum. Slökkviliði tókst aðeins að vinna á bálinu á Tenerife á Spáni í dag. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í borginni Kelowna í Kanada og öllum íbúum bæjarins Yellowknife gert að flýja skógarelda sem brenna á yfir þúsund stöðum í landinu. Ásgeir Tómasson sagði frá. Breski hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby hefur verið sakfelld fyrir að myrða sjö ungabörn og fyrir að reyna að myrða sex til viðbótar. Ísak Regal tók saman. Ákvörðun alþjóðaskáksambandsins, FIDE, um að meina trans konum þátttöku í kvennamótum er skrítin og röng, að mati Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands. Ari Páll Karlsson ræddi við hann. Það er mikil áskorun að ná utan um notkun og misnotkun á gervigreind í skólastarfi. Það gildir um allan heim en ekkert þýðir að banna segir Katrín Regína Frímannsdóttir, gæðastjóri Háskóla Íslands. Kötturinn er sloppinn úr sekknum. Um ellefu þúsund hafa skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun, á Menningarnótt. Margir hlaupa til góðs og safna áheitum fyrir málstað sem stendur þeim nærri. Hlauparar hafa nú þegar safnað yfir hundrað fimmtíu og fjórum milljónum króna.
8/18/20230
Episode Artwork

Uppsagnir hjá 3X á Ísafirði, óbragð af vatni á Akranesi, skógareldar

Spegillinn 18. ágúst 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stj?+orn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Öllum 27 starfsmönnum Skagans 3X á Ísafirði hefur verið sagt upp og starfsstöðinni verður lokað. Þungbærar fréttir, segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri á Ísafirði, í viðtali við Alexander Kristjánsson Jóhannes Sævar Rúnarsson, forstjóri Strætó, er sannfærður um að innleiða þurfi gjaldtöku fyrir akstur í miðborg Reykjavíkur til að draga úr mengun og jafnvel banna umferð bíla sem menga mikið. Ævar Örn Jósepsson talaði við hann. Akurnesingar kvarta yfir óbragði af neysluvatni. Fyrstu niðurstöður úr sýnum sem tekin voru í dreifikerfi Veitna í gær benda til þess að óhætt sé að drekka vatnið. Ísak Regal ræddi við Jón Trausta Kárason, forstöðumann vatns- og fráveitu hjá fyrirtækinu, og Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, íbúa á Skaganum. Slökkviliði tókst aðeins að vinna á bálinu á Tenerife á Spáni í dag. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í borginni Kelowna í Kanada og öllum íbúum bæjarins Yellowknife gert að flýja skógarelda sem brenna á yfir þúsund stöðum í landinu. Ásgeir Tómasson sagði frá. Breski hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby hefur verið sakfelld fyrir að myrða sjö ungabörn og fyrir að reyna að myrða sex til viðbótar. Ísak Regal tók saman. Ákvörðun alþjóðaskáksambandsins, FIDE, um að meina trans konum þátttöku í kvennamótum er skrítin og röng, að mati Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands. Ari Páll Karlsson ræddi við hann. Það er mikil áskorun að ná utan um notkun og misnotkun á gervigreind í skólastarfi. Það gildir um allan heim en ekkert þýðir að banna segir Katrín Regína Frímannsdóttir, gæðastjóri Háskóla Íslands. Kötturinn er sloppinn úr sekknum. Um ellefu þúsund hafa skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun, á Menningarnótt. Margir hlaupa til góðs og safna áheitum fyrir málstað sem stendur þeim nærri. Hlauparar hafa nú þegar safnað yfir hundrað fimmtíu og fjórum milljónum króna.
8/18/20239 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Hælisleitendur, vextir, umönnunarstéttir, Ecowas, losun og skógeyðing

Spegillinn 17. ágúst 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Reykjavíkurborg vísar réttindalausum hælisleitendum frá neyðarskýlum borgarinnar, þar sem sveitarfélögin telja sér óheimilt að veita þeim aðstoð. Valur Grettisson ræðir við Einar Þorsteinsson. Fyrrverandi fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabankans segir ólíklegt að bankinn sé hættur að hækka vexti. Ýmislegt hafi þróast í rétta átt, en það dugi ekki til því enn sé mikil spenna í hagkerfinu. Benedikt Sigurðsson ræðir við Katrínu Ólafsdóttur. Leiðtogar ECOWAS bandalagsins funda nú í Gana vegna ástandsins í Níger. Her landsins framdi valdarán í lok júlí og heldur forseta landsins í stofufangelsi. Sameinuðu þjóðirnar hafa áhyggjur af stöðunni. Ástrós Signýjardóttir segir frá. Yfirmaður Sorphirðudeildar Reykjavíkur veltir því fyrir sér hvað teljist eðlilegt heimilissorp og hversu miklar kröfur sé hægt að gera til sorphirðu sveitarfélaga. Hnökrar hafa verið á innleiðingu nýs sorphirðukerfis. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Atla Ómarsson. Isavia vill að um þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð verði tafarlaust felld. Aðflug sé of krappt og trén ógni flugöryggi. Formaður borgarráðs segir að tekið verði á málinu formlega. Rætt við Einar Þorsteinsson og Sigrúnu Björk Jakobsdóttur. Ari Páll Karlsson tók saman. ------ Mannekla og mikil starfsmannavelta á leikskólum og hjá mörgum umönnunarstéttum endurspeglar það að rangt var gefið í upphafi að mati formanns BSRB. Ekki gangi að velferðarkerfið grundvallist á vinnu kvenna á afsláttarkjörum. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Sonju Ýr Þorbergsdóttur. Talsfólk umhverfisverndarsamtaka segja litlar sem engar líkur á að loftslagsmarkmið stjórnvalda náist úr þessu. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræðir við Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Ævar Örn ræðir við Ágústu Þóru Jónsdóttur, varaformann Landverndar. Forsetaframbjóðendum í Simbabve hefur fækkað mjög frá síðustu kosningum árið 2018. Þá gáfu 23 kost á sér en þeir eru nú aðeins 10. Forseta- og þingkosningar fara fram í landinu 24. ágúst.
8/17/20230
Episode Artwork

Hælisleitendur, vextir, umönnunarstéttir, Ecowas, losun og skógeyðing

Spegillinn 17. ágúst 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Reykjavíkurborg vísar réttindalausum hælisleitendum frá neyðarskýlum borgarinnar, þar sem sveitarfélögin telja sér óheimilt að veita þeim aðstoð. Valur Grettisson ræðir við Einar Þorsteinsson. Fyrrverandi fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabankans segir ólíklegt að bankinn sé hættur að hækka vexti. Ýmislegt hafi þróast í rétta átt, en það dugi ekki til því enn sé mikil spenna í hagkerfinu. Benedikt Sigurðsson ræðir við Katrínu Ólafsdóttur. Leiðtogar ECOWAS bandalagsins funda nú í Gana vegna ástandsins í Níger. Her landsins framdi valdarán í lok júlí og heldur forseta landsins í stofufangelsi. Sameinuðu þjóðirnar hafa áhyggjur af stöðunni. Ástrós Signýjardóttir segir frá. Yfirmaður Sorphirðudeildar Reykjavíkur veltir því fyrir sér hvað teljist eðlilegt heimilissorp og hversu miklar kröfur sé hægt að gera til sorphirðu sveitarfélaga. Hnökrar hafa verið á innleiðingu nýs sorphirðukerfis. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Atla Ómarsson. Isavia vill að um þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð verði tafarlaust felld. Aðflug sé of krappt og trén ógni flugöryggi. Formaður borgarráðs segir að tekið verði á málinu formlega. Rætt við Einar Þorsteinsson og Sigrúnu Björk Jakobsdóttur. Ari Páll Karlsson tók saman. ------ Mannekla og mikil starfsmannavelta á leikskólum og hjá mörgum umönnunarstéttum endurspeglar það að rangt var gefið í upphafi að mati formanns BSRB. Ekki gangi að velferðarkerfið grundvallist á vinnu kvenna á afsláttarkjörum. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Sonju Ýr Þorbergsdóttur. Talsfólk umhverfisverndarsamtaka segja litlar sem engar líkur á að loftslagsmarkmið stjórnvalda náist úr þessu. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræðir við Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Ævar Örn ræðir við Ágústu Þóru Jónsdóttur, varaformann Landverndar. Forsetaframbjóðendum í Simbabve hefur fækkað mjög frá síðustu kosningum árið 2018. Þá gáfu 23 kost á sér en þeir eru nú aðeins 10. Forseta- og þingkosningar fara fram í landinu 24. ágúst.
8/17/20239 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Landris við Torfajökul og aukin tíðni skorpulifrar.

Spegillinn 16. ágúst 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Það er brýnt að bæta tækjakost og mælingar við Torfajökul að dómi Kristínar Jónsdóttur, deildarstjóra eldvirkni á Veðurstofunni. Líklegra sé að gjósi fyrr í Öskju en Torfajökli. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Kórónuveirusmitum hefur fjölgað síðustu vikur. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir segir að aftur verði tekið til við örvunarbólusetningar gegn covid í haust. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við hana. Trans-fólk fær ekki líf- og sjúkdómatryggingu ef það hyggur á kynstaðfestingaraðgerð, Áralöng bið getur verið eftir aðgerð segir Ólöf Bjarki Antons formaður Trans-Íslands. Alma Ómarsdóttir ræddi við hán. Tilraunaverkefni Landhelgisgæslunnar, að gera aðra þyrlu sína út frá Akureyri um helgina, gekk vonum framar segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi gæslunnar. Ari Páll Karlsson talaði við hann . ASÍ skorar á stjórnvöld að standa undir þeirri ábyrgð sem þau beri á lífi og velferð flóttafólks, undan henni geti ríkisvaldið ekki hlaupist. Breska Þjóðminjasafnið hefur rekið starfsmann vegna gruns um þjófnað og skemmdarverk á safnmunum. Meðal munanna eru skartgripir úr gulli og eðalsteinar. Ástrós Signýjardóttir sagði frá. Gröfumaður slapp með minni háttar áverka þegar grafa hans valt tuttugu til þrjátíu metra fram af stalli í fjallshlíð Fremri-Kárahnjúks í júlí. Vinna lá niðri um tíma eftir slysið en verkið er aftur komið á áætlun. Bandaríkjaforseti heldur til hamfarasvæðanna á Havaí í næstu viku, skógareldar hafa orðið rúmlega hundrað manns að bana. Ari Páll Karlsson sagði frá. --------- Tíðni skorpulifrar hefur margfaldast á síðustu áratugum og heildarneysla áfengis aukist mjög á sama tíma. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Einar Stefán Björnsson yfirlækni og forstöðumann fræðasviðs lyflækninga við Háskóla Íslands Verðbólgan í Bretlandi lækkaði um rúmlega eitt prósent í júlí frá mánuðinum á undan. Stjórnvöld segja þó enga ástæðu til að fagna. Framfærslukostnaður verði hár enn um sinn. Ásgeir Tómasson sagði frá. Erfið staða er í velferðar- og heilbrigðisþjónustu á Akureyri vegna fækkunar hjúkrunarrýma og erfiðleika við að ráða fólk í umönnunarstörf. Hulda Elma Eysteinsdóttir, formaður velferðarráðs hjá Akureyrarbæ segir ástandið óviðunandi. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman og ræddi við Teit Guðmundsson, forstjóra Heilsuverndar.
8/16/20230
Episode Artwork

Landris við Torfajökul og aukin tíðni skorpulifrar.

Spegillinn 16. ágúst 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Það er brýnt að bæta tækjakost og mælingar við Torfajökul að dómi Kristínar Jónsdóttur, deildarstjóra eldvirkni á Veðurstofunni. Líklegra sé að gjósi fyrr í Öskju en Torfajökli. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Kórónuveirusmitum hefur fjölgað síðustu vikur. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir segir að aftur verði tekið til við örvunarbólusetningar gegn covid í haust. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við hana. Trans-fólk fær ekki líf- og sjúkdómatryggingu ef það hyggur á kynstaðfestingaraðgerð, Áralöng bið getur verið eftir aðgerð segir Ólöf Bjarki Antons formaður Trans-Íslands. Alma Ómarsdóttir ræddi við hán. Tilraunaverkefni Landhelgisgæslunnar, að gera aðra þyrlu sína út frá Akureyri um helgina, gekk vonum framar segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi gæslunnar. Ari Páll Karlsson talaði við hann . ASÍ skorar á stjórnvöld að standa undir þeirri ábyrgð sem þau beri á lífi og velferð flóttafólks, undan henni geti ríkisvaldið ekki hlaupist. Breska Þjóðminjasafnið hefur rekið starfsmann vegna gruns um þjófnað og skemmdarverk á safnmunum. Meðal munanna eru skartgripir úr gulli og eðalsteinar. Ástrós Signýjardóttir sagði frá. Gröfumaður slapp með minni háttar áverka þegar grafa hans valt tuttugu til þrjátíu metra fram af stalli í fjallshlíð Fremri-Kárahnjúks í júlí. Vinna lá niðri um tíma eftir slysið en verkið er aftur komið á áætlun. Bandaríkjaforseti heldur til hamfarasvæðanna á Havaí í næstu viku, skógareldar hafa orðið rúmlega hundrað manns að bana. Ari Páll Karlsson sagði frá. --------- Tíðni skorpulifrar hefur margfaldast á síðustu áratugum og heildarneysla áfengis aukist mjög á sama tíma. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Einar Stefán Björnsson yfirlækni og forstöðumann fræðasviðs lyflækninga við Háskóla Íslands Verðbólgan í Bretlandi lækkaði um rúmlega eitt prósent í júlí frá mánuðinum á undan. Stjórnvöld segja þó enga ástæðu til að fagna. Framfærslukostnaður verði hár enn um sinn. Ásgeir Tómasson sagði frá. Erfið staða er í velferðar- og heilbrigðisþjónustu á Akureyri vegna fækkunar hjúkrunarrýma og erfiðleika við að ráða fólk í umönnunarstörf. Hulda Elma Eysteinsdóttir, formaður velferðarráðs hjá Akureyrarbæ segir ástandið óviðunandi. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman og ræddi við Teit Guðmundsson, forstjóra Heilsuverndar.
8/16/202311 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Loftslagsbreytingar ógna lýðheilsu og uppvakningadóp í Bandaríkjunum

Staðan í umhverfismálum hér á landi er sótsvört og aðgerðir stjórnvalda eru grænþvottur sem fær falleinkunn. Þetta segir Hjalti Már Björnsson formaður Samtaka lækna gegn umhverfisvá sem segir að lýðheilsu sé ógnað. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Ekkert símasamband er við Öskju og því gæti verði erfitt að koma boðum og viðvörunum til fólks sem er þar á ferð ef byrjar að gjósa. Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra segir að lengi hafi staðið til að stofna þjóðaróperu því eigi ekki að koma á óvart að fjárframlögum til Íslensku óperunnar verði hætt. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Utanríkisráðherra Danmerkur segir tilefni til að taka hótanir Al-Kaída vegna kóranbrenna alvarlega, til stendur að auka öryggisgæslu við sendiráð landsins. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman. Fólk þarf að muna að það ber ábyrgð á eigin úrgangi og neyslu, segir Benedikt Sveinbjörnsson sem vinnur við að losa grenndargáma á höfuðborgarsvæðinu. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við hann. -------------- Ópóíðafaraldur virðist aftur í vexti í Bandaríkjunum. Í Speglinum verður rætt við Bergþór Stein Jónsson barnabráðalækni í Bandaríkjunum sem segir að fentanýl greinist hjá börnum og þess séu jafnvel dæmi að ungbörnum hafi verið gefnir ópíóíðar í mjólk. Dagný Huld Erlendsdóttir talaði við hann. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Til eru lýsingar á aðdraganda eldgosa í Öskju, annars vegar hins afdrifaríka öskugoss 1875 og hins vegar hraungossins 1961. Ragnhildur Thorlacius tók saman. Lesarar Anna Sigríður Þráinsdóttir og Benedikt Sigurðsson. Brot úr lýsingu Sigurðar Þórarinsson jarðfræðings á gosinu 1961. Seðlabanki Rússlands hækkaði stýrivexti um þrjú og hálft prósentustig í dag til að hamla verðbólgu. Efnahagssérfræðingar telja að hækkunin dugi skammt. Ásgeir Tómasson sagð frá. Brot úr viðtölum fréttastofu TV2 við Ivan, byggingaverkfræðing og Ljúdmílu Blazjej ræstitækni í Moskvu.
8/15/20230
Episode Artwork

Loftslagsbreytingar ógna lýðheilsu og uppvakningadóp í Bandaríkjunum

Staðan í umhverfismálum hér á landi er sótsvört og aðgerðir stjórnvalda eru grænþvottur sem fær falleinkunn. Þetta segir Hjalti Már Björnsson formaður Samtaka lækna gegn umhverfisvá sem segir að lýðheilsu sé ógnað. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Ekkert símasamband er við Öskju og því gæti verði erfitt að koma boðum og viðvörunum til fólks sem er þar á ferð ef byrjar að gjósa. Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra segir að lengi hafi staðið til að stofna þjóðaróperu því eigi ekki að koma á óvart að fjárframlögum til Íslensku óperunnar verði hætt. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Utanríkisráðherra Danmerkur segir tilefni til að taka hótanir Al-Kaída vegna kóranbrenna alvarlega, til stendur að auka öryggisgæslu við sendiráð landsins. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman. Fólk þarf að muna að það ber ábyrgð á eigin úrgangi og neyslu, segir Benedikt Sveinbjörnsson sem vinnur við að losa grenndargáma á höfuðborgarsvæðinu. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við hann. -------------- Ópóíðafaraldur virðist aftur í vexti í Bandaríkjunum. Í Speglinum verður rætt við Bergþór Stein Jónsson barnabráðalækni í Bandaríkjunum sem segir að fentanýl greinist hjá börnum og þess séu jafnvel dæmi að ungbörnum hafi verið gefnir ópíóíðar í mjólk. Dagný Huld Erlendsdóttir talaði við hann. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Til eru lýsingar á aðdraganda eldgosa í Öskju, annars vegar hins afdrifaríka öskugoss 1875 og hins vegar hraungossins 1961. Ragnhildur Thorlacius tók saman. Lesarar Anna Sigríður Þráinsdóttir og Benedikt Sigurðsson. Brot úr lýsingu Sigurðar Þórarinsson jarðfræðings á gosinu 1961. Seðlabanki Rússlands hækkaði stýrivexti um þrjú og hálft prósentustig í dag til að hamla verðbólgu. Efnahagssérfræðingar telja að hækkunin dugi skammt. Ásgeir Tómasson sagð frá. Brot úr viðtölum fréttastofu TV2 við Ivan, byggingaverkfræðing og Ljúdmílu Blazjej ræstitækni í Moskvu.
8/15/20238 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Brennisteinsfnyk leggur af Öskju, hælisleitendamál

Samband íslenskra sveitarfélaga mótmælir því að þau séu gerð ábyrgð fyrir málefnum hælisleitenda. Það sé málaflokkur sem heyri undir ríkið. Hatursorðræða, hróp og gelt eru ólíðandi, segir formaður Samtakanna 78. Ákveðinn hópur fólks sýni hinsegin fólki oft slíka framkomu. Helmingslíkur eru á að árið í ár verði það heitasta frá upphafi mælinga. Þetta er mat Haf- og loftslagsrannsóknastofnunar Bandaríkjanna. Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að aukinn fjöldi ferðamanna hafi mikil áhrif á starfsemina. Það verði að ræða hvernig takast eigi á við fjölgunina. Hópur foreldra bíður eftir að fá að vita hvort börnin þeirra komast í leikskóla í Reykjavík í haust. Vesturafríska efnahagsbandalagið, Ekowas, fordæmir ákvörðun valdaræningjanna í Níger um að ákæra forseta landsins fyrir landráð. *** Það hitnar í Víti og land hefur risið um tugi sentimetra við Öskju síðustu tíu mánuði. Eldfjallafræðingur telur að þar gæti næst gosið á landinu. Í Speglinum bárust ný tíðindi frá flugmanni sem fann megnan brennisteinsþef þegar hann flaug yfir Öskju í dag. Vísindamenn halda til mælinga við Öskju á morgun. Engar stórkoslegar breytingar er að sjá á mælum að sögn náttúruváfræðings á Veðurstofunni. Færa á skipulag og framkvæmd þjónustu við börn með fjölþættan vanda að mestu á eina hendi, gangi tillögur starfshóps eftir. Þjónustan á að batna og peningar að sparast. Vesturafríska efnahagsbandalagið, Ekowas, fordæmir ákvörðun valdaræningjanna í Níger um að ákæra forseta landsins fyrir landráð. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred. Fréttaútsendingu stjórnaði Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
8/14/20230
Episode Artwork

Brennisteinsfnyk leggur af Öskju, hælisleitendamál

Samband íslenskra sveitarfélaga mótmælir því að þau séu gerð ábyrgð fyrir málefnum hælisleitenda. Það sé málaflokkur sem heyri undir ríkið. Hatursorðræða, hróp og gelt eru ólíðandi, segir formaður Samtakanna 78. Ákveðinn hópur fólks sýni hinsegin fólki oft slíka framkomu. Helmingslíkur eru á að árið í ár verði það heitasta frá upphafi mælinga. Þetta er mat Haf- og loftslagsrannsóknastofnunar Bandaríkjanna. Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að aukinn fjöldi ferðamanna hafi mikil áhrif á starfsemina. Það verði að ræða hvernig takast eigi á við fjölgunina. Hópur foreldra bíður eftir að fá að vita hvort börnin þeirra komast í leikskóla í Reykjavík í haust. Vesturafríska efnahagsbandalagið, Ekowas, fordæmir ákvörðun valdaræningjanna í Níger um að ákæra forseta landsins fyrir landráð. *** Það hitnar í Víti og land hefur risið um tugi sentimetra við Öskju síðustu tíu mánuði. Eldfjallafræðingur telur að þar gæti næst gosið á landinu. Í Speglinum bárust ný tíðindi frá flugmanni sem fann megnan brennisteinsþef þegar hann flaug yfir Öskju í dag. Vísindamenn halda til mælinga við Öskju á morgun. Engar stórkoslegar breytingar er að sjá á mælum að sögn náttúruváfræðings á Veðurstofunni. Færa á skipulag og framkvæmd þjónustu við börn með fjölþættan vanda að mestu á eina hendi, gangi tillögur starfshóps eftir. Þjónustan á að batna og peningar að sparast. Vesturafríska efnahagsbandalagið, Ekowas, fordæmir ákvörðun valdaræningjanna í Níger um að ákæra forseta landsins fyrir landráð. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred. Fréttaútsendingu stjórnaði Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
8/14/20239 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Framhald hvalveiða, þyrlusveit úti á landi, útlendingalögin

Spegillinn 11. ágúst 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Svandís Svavarsdóttir segir ákvörðun um framhald hvalveiða liggja fyrir síðar í þessum mánuði. Haukur Holm ræddi við hana. Landhelgisgæslan ætlar að hafa bakvakt þyrlusveitarinnar víðar en í Reykjavík um helgar þegar ferðamannastraumurinn er sem mestur. Ari Páll Karlsson ræddi málið við Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúa stofnunarinnar. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, telur líkur á að fólk sem vísa á úr landi og svipt er öllum stuðningi fari í felur og grípi til örþrifaráða. Þrjár konur af nígerískum uppruna voru fluttar á sjúkrahús um miðjan dag eftir að þær voru sviptar félagslegum stuðningi og húsnæði. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Drífu Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist enga vankanta sjá á nýju útlendingalögunum. Karitas M. Bjarkadóttir talaði við hana. Ekki liggur fyrir hversu mörg börn hér á landi eiga foreldri í fangelsi, þótt alþjóðsamþykktir kveði á um að halda skuli utan um slíkar upplýsingar. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir brýnt að huga betur að börnum í þessum aðstæðum. Ævar Örn Jósepsson talaði við hana. Hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla í Danmörku eru orðnar tvöfalt fleiri en þær voru fyrir ári. Líkur minnka dag frá degi á að valdaræningjum í Afríkuríkinu Níger verði komið frá. Ásgeir Tómasson sagði frá. Íslandsbankahúsið á Kirkjusandi verður rifið í haust að sögn Kjartans Smára Höskuldssonar, framkvæmdastjóra eigandans, Íslandssjóða. Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Rauði krossinn á Íslandi hafi brotið lög um jafna stöðu kynjanna við launaákvörðun kvenkyns lögfræðings. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastýra Rauða krossins, segir í viðtali við Ástrós Signýjardóttur að svona mál séu óheppileg.
8/11/20230
Episode Artwork

Framhald hvalveiða, þyrlusveit úti á landi, útlendingalögin

Spegillinn 11. ágúst 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Svandís Svavarsdóttir segir ákvörðun um framhald hvalveiða liggja fyrir síðar í þessum mánuði. Haukur Holm ræddi við hana. Landhelgisgæslan ætlar að hafa bakvakt þyrlusveitarinnar víðar en í Reykjavík um helgar þegar ferðamannastraumurinn er sem mestur. Ari Páll Karlsson ræddi málið við Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúa stofnunarinnar. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, telur líkur á að fólk sem vísa á úr landi og svipt er öllum stuðningi fari í felur og grípi til örþrifaráða. Þrjár konur af nígerískum uppruna voru fluttar á sjúkrahús um miðjan dag eftir að þær voru sviptar félagslegum stuðningi og húsnæði. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Drífu Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist enga vankanta sjá á nýju útlendingalögunum. Karitas M. Bjarkadóttir talaði við hana. Ekki liggur fyrir hversu mörg börn hér á landi eiga foreldri í fangelsi, þótt alþjóðsamþykktir kveði á um að halda skuli utan um slíkar upplýsingar. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir brýnt að huga betur að börnum í þessum aðstæðum. Ævar Örn Jósepsson talaði við hana. Hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla í Danmörku eru orðnar tvöfalt fleiri en þær voru fyrir ári. Líkur minnka dag frá degi á að valdaræningjum í Afríkuríkinu Níger verði komið frá. Ásgeir Tómasson sagði frá. Íslandsbankahúsið á Kirkjusandi verður rifið í haust að sögn Kjartans Smára Höskuldssonar, framkvæmdastjóra eigandans, Íslandssjóða. Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Rauði krossinn á Íslandi hafi brotið lög um jafna stöðu kynjanna við launaákvörðun kvenkyns lögfræðings. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastýra Rauða krossins, segir í viðtali við Ástrós Signýjardóttur að svona mál séu óheppileg.
8/11/202310 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Ríkissjóður, hamfarir, málefni barna, sorphirða og ferðaþjónusta

Spegillinn 10.08. 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Yfir fjögur þúsund manns hafa verið flutt brott frá flóðasvæðunum í Noregi. Miklar rýmingar standa yfir í bænum Hönefoss þar sem yfirborð árinnar Storelva hækkar hratt. Rætt er við Huldu Björk Jóhannsdóttur kennara í Hönefoss Havaí-eyjar hafa verið lýstar hamfarasvæði eftir að miklir gróðureldar blossuðu þar upp í gær. Tugir eru látnir og margra er saknað. Fjármálaráðherra segir að á komandi vetri eigi eftir að reyna á framlengingu kjarasamninga og á samtal við vinnumarkaðinn um hversu mikið menn eru tilbúnir að leggja á sig til að halda aftur af verðbólgunni. Rætt við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. Viðbragðstími lögreglu á Norðurlandi vestra styttist verulega með tilkomu fyrstu mönnuðu lögreglustöðvarinnar á Hvammstanga. Rætt við Unni Valborgu Hilmarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings. Sterkar vísbendingar eru um að staða barna með taugaþroskaraskanir sé víða alvarleg í íslenskum grunnskólum og dæmi um að skólarnir vísi börnum frá eða sinni ekki menntun þeirra. Rætt við Salvöru Nordal. Sorphirða á höfuðborgarsvæðinu hefur tafist og óánægja ríkir meðal íbúa. Deildarstjóri sorphirðu segir tafirnar vera vegna sumarleyfa og búnaðar sem ekki henti nýju flokkunarkerfi. Rætt við Atla Ómarsson, deildarstjóra sorphirðu hjá Reykjavíkurborg. ------- Að minnsta kosti 36 íbúar bæjarins Lahaina á eyjunni Maui á Havaíeyjum eru látnir vegna mikilla gróðurelda. Þeir kviknuðu á þriðjudag, en efldust til muna í gær vegna hvassviðris af völdum fellibylsins Dóru sem myndaðist á Kyrrahafi um mánaðamótin. Ásgeir Tómasson tók saman. Sterkar vísbendingar eru um að staða barna með taugaþroskaraskanir sé víða alvarleg í íslenskum grunnskólum og dæmi um að skólarnir vísi börnum frá eða sinni ekki menntun þeirra sem skyldi. Þetta er á meðal þess sem tilraunaverkefni um réttindagæslu barna hefur leitt í ljós. Ævar Örn Jósepsson ræddi þetta og ráðstefnu um loftslagsréttlæti og réttindi barna við Salvöru Nordal, umboðsmann barna, Í vetur er stefnt að beinu millilandaflugi til Akureyrar og í sumar hefur verið flogið til Sviss og Hollands frá Akureyri. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir þetta og þolmörk og dreifingu ferðamennskunnar við Kristján Sigurjónsson, ritstjóra Túrista, og Önnu Dóru Sæþórsdóttur, prófessor í ferðamálafræði.
8/10/20230
Episode Artwork

Ríkissjóður, hamfarir, málefni barna, sorphirða og ferðaþjónusta

Spegillinn 10.08. 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Yfir fjögur þúsund manns hafa verið flutt brott frá flóðasvæðunum í Noregi. Miklar rýmingar standa yfir í bænum Hönefoss þar sem yfirborð árinnar Storelva hækkar hratt. Rætt er við Huldu Björk Jóhannsdóttur kennara í Hönefoss Havaí-eyjar hafa verið lýstar hamfarasvæði eftir að miklir gróðureldar blossuðu þar upp í gær. Tugir eru látnir og margra er saknað. Fjármálaráðherra segir að á komandi vetri eigi eftir að reyna á framlengingu kjarasamninga og á samtal við vinnumarkaðinn um hversu mikið menn eru tilbúnir að leggja á sig til að halda aftur af verðbólgunni. Rætt við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. Viðbragðstími lögreglu á Norðurlandi vestra styttist verulega með tilkomu fyrstu mönnuðu lögreglustöðvarinnar á Hvammstanga. Rætt við Unni Valborgu Hilmarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings. Sterkar vísbendingar eru um að staða barna með taugaþroskaraskanir sé víða alvarleg í íslenskum grunnskólum og dæmi um að skólarnir vísi börnum frá eða sinni ekki menntun þeirra. Rætt við Salvöru Nordal. Sorphirða á höfuðborgarsvæðinu hefur tafist og óánægja ríkir meðal íbúa. Deildarstjóri sorphirðu segir tafirnar vera vegna sumarleyfa og búnaðar sem ekki henti nýju flokkunarkerfi. Rætt við Atla Ómarsson, deildarstjóra sorphirðu hjá Reykjavíkurborg. ------- Að minnsta kosti 36 íbúar bæjarins Lahaina á eyjunni Maui á Havaíeyjum eru látnir vegna mikilla gróðurelda. Þeir kviknuðu á þriðjudag, en efldust til muna í gær vegna hvassviðris af völdum fellibylsins Dóru sem myndaðist á Kyrrahafi um mánaðamótin. Ásgeir Tómasson tók saman. Sterkar vísbendingar eru um að staða barna með taugaþroskaraskanir sé víða alvarleg í íslenskum grunnskólum og dæmi um að skólarnir vísi börnum frá eða sinni ekki menntun þeirra sem skyldi. Þetta er á meðal þess sem tilraunaverkefni um réttindagæslu barna hefur leitt í ljós. Ævar Örn Jósepsson ræddi þetta og ráðstefnu um loftslagsréttlæti og réttindi barna við Salvöru Nordal, umboðsmann barna, Í vetur er stefnt að beinu millilandaflugi til Akureyrar og í sumar hefur verið flogið til Sviss og Hollands frá Akureyri. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir þetta og þolmörk og dreifingu ferðamennskunnar við Kristján Sigurjónsson, ritstjóra Túrista, og Önnu Dóru Sæþórsdóttur, prófessor í ferðamálafræði.
8/10/20239 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Óveðurslægðin Hans veldur usla og þolmörk ferðaþjónustunnar

Spegillinn, 9. ágúst 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Stífla virkjunar norðaustur af Osló í Noregi er brostin og óttast er að járnbrautarbrú í Ringebu gefi sig. Óveðrið Hans hefur valdið miklu eignatjóni. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá. Kristín Eysteynsdóttir, rektor Listaháskólans segir það stóran áfanga að búið sé að fjármagna samkeppni um breytingar á framtíðarheimili skólans í Tollhúsinu í Reykjavík. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra hefur lagt Grænbók um skipulagsmál fram í samráðsgátt stjórnvalda Rúmfatalagerinn breytist brátt í JYSK. Örn Úlfar Sævarsson textasmiður segir Íslendinga frekar vilja íslensk heiti en útlensk. Arnar Björnsson talaði við hann, Þórarinn Gunnarsson, Bryndísi Eggertsdóttur og Önnu Guðjónsdóttur. Google vill að áströlsk stjórnvöld breyti höfundarréttarlögum svo hægt sé að nota efni til að að þjálfa gervigreind án sérstaks leyfis höfunda. Ragnar Jónasson varaformaður Rithöfundasambandsins og kennari í höfundarétti segir að þetta myndi snúa höfundaréttarlögum haus. Ísak Regal tók saman. ---------------- Enn sér ekki fyrir endann á tjóni því sem óveðrið Hans hefur valdið í Noregi en það hleypur á milljörðum. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Gísla Kristjánsson, fréttaritara í Noregi. Það helst ekki í hendur við sjálfbæra þróun að ferðamönnum fjölgi um tugi prósenta ár eftir ár að dómi Önnu Dóru Sæþórsdóttur prófessors í ferðamálafræði sem telur að ríkið hafi ekki staðið sig við uppbyggingu innviða vegna ferðamennsku. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Átta hafa tryggt sér rétt til að taka þátt í vali á forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Fyrstu kappræðurnar verða að hálfum mánuði liðnum. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í Donald Trump fyrrverandi forseta, Döshu Burns, Ron DeSantis og Chris Christie.
8/9/20230
Episode Artwork

Óveðurslægðin Hans veldur usla og þolmörk ferðaþjónustunnar

Spegillinn, 9. ágúst 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Stífla virkjunar norðaustur af Osló í Noregi er brostin og óttast er að járnbrautarbrú í Ringebu gefi sig. Óveðrið Hans hefur valdið miklu eignatjóni. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá. Kristín Eysteynsdóttir, rektor Listaháskólans segir það stóran áfanga að búið sé að fjármagna samkeppni um breytingar á framtíðarheimili skólans í Tollhúsinu í Reykjavík. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra hefur lagt Grænbók um skipulagsmál fram í samráðsgátt stjórnvalda Rúmfatalagerinn breytist brátt í JYSK. Örn Úlfar Sævarsson textasmiður segir Íslendinga frekar vilja íslensk heiti en útlensk. Arnar Björnsson talaði við hann, Þórarinn Gunnarsson, Bryndísi Eggertsdóttur og Önnu Guðjónsdóttur. Google vill að áströlsk stjórnvöld breyti höfundarréttarlögum svo hægt sé að nota efni til að að þjálfa gervigreind án sérstaks leyfis höfunda. Ragnar Jónasson varaformaður Rithöfundasambandsins og kennari í höfundarétti segir að þetta myndi snúa höfundaréttarlögum haus. Ísak Regal tók saman. ---------------- Enn sér ekki fyrir endann á tjóni því sem óveðrið Hans hefur valdið í Noregi en það hleypur á milljörðum. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Gísla Kristjánsson, fréttaritara í Noregi. Það helst ekki í hendur við sjálfbæra þróun að ferðamönnum fjölgi um tugi prósenta ár eftir ár að dómi Önnu Dóru Sæþórsdóttur prófessors í ferðamálafræði sem telur að ríkið hafi ekki staðið sig við uppbyggingu innviða vegna ferðamennsku. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Átta hafa tryggt sér rétt til að taka þátt í vali á forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Fyrstu kappræðurnar verða að hálfum mánuði liðnum. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í Donald Trump fyrrverandi forseta, Döshu Burns, Ron DeSantis og Chris Christie.
8/9/20239 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Mengunarkvótar á sjóflutninga og hvalrekaskattur á ítalska banka

Spegillinn 8. ágúst 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra segir að Ísland verði að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Mengunarkvótar í skipaflutningum séu hluti af heildarmyndinni og komi ekki á óvart. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hana. Ítalskir bankar þurfa að greiða 40 prósenta hvalrekaskatt og hlutabréf í þeim hafa hríðfallið eftir að ríkisstjórnin samþykkti álögurnar í gærkvöld. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor segir hægt að leggja slíka skatta á íslenska banka en frekar eigi að horfa til þess kerfisbundinna vandamál sem tengjast fiskveiðikerfinu og smæð íslenska hagkerfisins. Karitas M. Bjarkadóttir talaði við hann. Margrét Steinarsdóttir, fulltrúi í mansalsteymi í Bjarkarhlíð segir mikilvægt að þolendum mansals sé veittur stuðningur, hvort sem þeir séu hælisleitendur eða ekki. Hún tekur undir að það geti verið skaðlegt fyrir fórnarlömb mansals að svipta þau félagslegum stuðningi á borð við húsnæði. Valur Grettisson tók saman. ------------------- Mengunarkvótar Evrópusambandsins á sjóflutninga - sem eiga líka við á Evrópska efnahagssvæðinu - koma Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra ekki á óvart. Hún segir ekki hægt að líkja þeim við álögur á flug. Ísland verði að taka skref til að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Þórdísi. Vöruútflutningur frá Kína hefur ekki verið minni en um þessar mundir frá því að kóvíd-farsóttin brast á. Innflutningur hefur einnig dregist umtalsvert saman. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Nick Marsh viðskiptafréttamanni BBC í Singapúr, Shehzad Qazi, sérfræðingi í kínverskum efnahagsmálum Mikil deigla er í lofthreinsigeiranum nú um stundir segir Stefanía Garðarsdóttir rannsóknastjóri hjá SINTEF orkurannsóknum í Noregi Í Texas á að reisa mikla lofthreinsiverksmiðju á ólíuvinnslusvæði og geyma koltvísýring á vökvaformi þar til fæst leyfi til að dæla honum niður í berg. Ragnhildur Thorlacius tók saman og talaði við Stefaníu. Gautelfur, flæðir yfir bakka sína og vegum í Suður-Svíþjóð og suðurhluta Noregs hefur verið lokað vegna óveðursins Hans sem hefur hringsnúist yfir Skandinavíu. Gísli Kristjánsson fréttaritari í Noregi, segir aðeins hafa dregið úr regni en veðrið sé óvenjulegt á hásumri.
8/8/20230
Episode Artwork

Mengunarkvótar á sjóflutninga og hvalrekaskattur á ítalska banka

Spegillinn 8. ágúst 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra segir að Ísland verði að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Mengunarkvótar í skipaflutningum séu hluti af heildarmyndinni og komi ekki á óvart. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hana. Ítalskir bankar þurfa að greiða 40 prósenta hvalrekaskatt og hlutabréf í þeim hafa hríðfallið eftir að ríkisstjórnin samþykkti álögurnar í gærkvöld. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor segir hægt að leggja slíka skatta á íslenska banka en frekar eigi að horfa til þess kerfisbundinna vandamál sem tengjast fiskveiðikerfinu og smæð íslenska hagkerfisins. Karitas M. Bjarkadóttir talaði við hann. Margrét Steinarsdóttir, fulltrúi í mansalsteymi í Bjarkarhlíð segir mikilvægt að þolendum mansals sé veittur stuðningur, hvort sem þeir séu hælisleitendur eða ekki. Hún tekur undir að það geti verið skaðlegt fyrir fórnarlömb mansals að svipta þau félagslegum stuðningi á borð við húsnæði. Valur Grettisson tók saman. ------------------- Mengunarkvótar Evrópusambandsins á sjóflutninga - sem eiga líka við á Evrópska efnahagssvæðinu - koma Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra ekki á óvart. Hún segir ekki hægt að líkja þeim við álögur á flug. Ísland verði að taka skref til að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Þórdísi. Vöruútflutningur frá Kína hefur ekki verið minni en um þessar mundir frá því að kóvíd-farsóttin brast á. Innflutningur hefur einnig dregist umtalsvert saman. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Nick Marsh viðskiptafréttamanni BBC í Singapúr, Shehzad Qazi, sérfræðingi í kínverskum efnahagsmálum Mikil deigla er í lofthreinsigeiranum nú um stundir segir Stefanía Garðarsdóttir rannsóknastjóri hjá SINTEF orkurannsóknum í Noregi Í Texas á að reisa mikla lofthreinsiverksmiðju á ólíuvinnslusvæði og geyma koltvísýring á vökvaformi þar til fæst leyfi til að dæla honum niður í berg. Ragnhildur Thorlacius tók saman og talaði við Stefaníu. Gautelfur, flæðir yfir bakka sína og vegum í Suður-Svíþjóð og suðurhluta Noregs hefur verið lokað vegna óveðursins Hans sem hefur hringsnúist yfir Skandinavíu. Gísli Kristjánsson fréttaritari í Noregi, segir aðeins hafa dregið úr regni en veðrið sé óvenjulegt á hásumri.
8/8/20237 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Suðurnesjalína samþykkt, börnum á flótta fjölgar, skógareldar í Kanada

Spegillinn 30. júní 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Kári Guðmundsson Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Fulltrúar Landsnets og Sveitarfélagsins Voga skrifuðu í dag undir samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2, eftir rúmlega tíu ára harðvítugar deilur, sem margoft rötuðu fyrir dómstóla. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóra í Vogum og Guðmund Inga Ásmundsson, forstjóra Landsnets. Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að yfir 400 börn á flótta komi inn á leik- og grunnskóla á næsta skólaári. Borgin þarf meira fé frá ríkinu sem þarf að gera betur, segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í viðtali við Ólöfu Ragnarsdóttur. Landlæknisembættið leggur til að heilbrigðisráðuneytið breyti reglugerð um aðgengi að lyfjagátt í apótekum. Benedikt Sigurðsson ræddi málið við Ölmu Möller landlækni. Meirihluti lækna sem reka eigin starfsstofur samþykktu samning Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur sem var undirritaður í vikunni. Yfir 81 þúsund ferkílómetrar skóg- og gróðurlendis hafa orðið eldi að bráð í Kanada. Reykský frá eldunum valda gríðarlegri loftmengun. Ásgeir Tómasson sagði frá. Fyrsta skrefið í átt að sögulegum sættum í stjórnmálum hefur verið stigið í Noregi. Gísli Kristjánsson sagði frá. Bíósýningum verður hætt í Háskólabíói í kvöld. Síðasta sýningin í 62 ára sögu kvikmyndahússins er þegar klukkuna vantar tíu mínútur í níu. Karitas M. Bjarkadóttir sagði frá. Réttarhöldum yfir kvikmyndaleikaranum Kevin Spacey var fram haldið í dag. Ástrós Signýardóttir sagði frá. Sextán prósent þeirra sem tóku afstöðu í Þjóðarpúlsi Gallup telja íslenskt samfélag hafa gengið of langt í samþykkja trans fólk. Karitas M. Bjarkadóttir tón saman.
6/30/20230
Episode Artwork

Suðurnesjalína samþykkt, börnum á flótta fjölgar, skógareldar í Kanada

Spegillinn 30. júní 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Kári Guðmundsson Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Fulltrúar Landsnets og Sveitarfélagsins Voga skrifuðu í dag undir samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2, eftir rúmlega tíu ára harðvítugar deilur, sem margoft rötuðu fyrir dómstóla. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóra í Vogum og Guðmund Inga Ásmundsson, forstjóra Landsnets. Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að yfir 400 börn á flótta komi inn á leik- og grunnskóla á næsta skólaári. Borgin þarf meira fé frá ríkinu sem þarf að gera betur, segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í viðtali við Ólöfu Ragnarsdóttur. Landlæknisembættið leggur til að heilbrigðisráðuneytið breyti reglugerð um aðgengi að lyfjagátt í apótekum. Benedikt Sigurðsson ræddi málið við Ölmu Möller landlækni. Meirihluti lækna sem reka eigin starfsstofur samþykktu samning Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur sem var undirritaður í vikunni. Yfir 81 þúsund ferkílómetrar skóg- og gróðurlendis hafa orðið eldi að bráð í Kanada. Reykský frá eldunum valda gríðarlegri loftmengun. Ásgeir Tómasson sagði frá. Fyrsta skrefið í átt að sögulegum sættum í stjórnmálum hefur verið stigið í Noregi. Gísli Kristjánsson sagði frá. Bíósýningum verður hætt í Háskólabíói í kvöld. Síðasta sýningin í 62 ára sögu kvikmyndahússins er þegar klukkuna vantar tíu mínútur í níu. Karitas M. Bjarkadóttir sagði frá. Réttarhöldum yfir kvikmyndaleikaranum Kevin Spacey var fram haldið í dag. Ástrós Signýardóttir sagði frá. Sextán prósent þeirra sem tóku afstöðu í Þjóðarpúlsi Gallup telja íslenskt samfélag hafa gengið of langt í samþykkja trans fólk. Karitas M. Bjarkadóttir tón saman.
6/30/20239 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Íslandsbanki, fasteignamarkaður, Sorpa, ofbeldi ungmenna o.fl.

Spegillinn 29. júní 2023. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Jón Guðni Ómarsson, nýr bankastjóri Íslandsbanka segist kominn til að vera og vill endurheimta traust. Hann hafi sjálfur ekki komið að sölunni á fimmtungshlut í bankanum, að öðru leyti en því að hafa kynnt bankann fyrir fjárfestum. Pétur Magnússon ræðir við Jón Guðna. Kvikubanki hefur slitið samrunaviðræðum við Íslandsbanka. Stjórn Kviku telur að ekki séu forsendur til að halda samningaviðræðum áfram í ljósi atburða síðustu daga. Í apríl seldist aðeins 531 íbúð á landinu öllu. Kári S. Friðriksson, hagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það gæti hreinlega verið betra að spara peninga á góðum innlánsvöxtum frekar en að kaupa fasteign. Benedikt Sigurðsson ræðir við Kára. Jens Stoltenberg verður áfram framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins næsta árið, samkvæmt samkomulagi sem fulltrúar aðildaríkja NATO hafa komist að. Það stefnir í illvíg átök á milli landeigenda og sauðfjárbænda vegna smölunar á ágangsfé og vilja bæði innviðaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga að lög verði endurskoðuð sem fyrst. Rúnar Snær Reynisson segir frá. Hestamennska er fjölbreytt og rúmar alla, segir Hekla Katharína Kristinsdóttir landsliðsþjálfari íþróttarinnar. Íslandsmót hestamanna fer nú fram á Brávöllum á Selfossi. Sigrún Þuríður Runólfsdóttir talar við Heklu og Sigurbjörn Bárðason. ------ Forsvarsmenn Sorpu greindu frá því nýverið að stefnt sé að því að flytja allt að 43.000 tonn af brennanlegu sorpi til Svíþjóðar á ári hverju, nýr urðunarstaður fyrir sorp af höfuðuborgarsvæðinu er enn ófundinn, skortur hefur verið á metangasi á fólksbíla og Sorpa þarf að líkindum að borga tekjuskatt, sem byggðasamlög eru að öllu jöfnu undanþegin. Ævar Örn Jósepsson spurði Gunnar Dofra Ólafsson, samskipta- og viðskiptaþróunarstjóra Sorpu fyrst út í sorpflutningana. Það voru sagðar af því fréttir á dögunum að Barnavernd Reykjavíkur hefði aldrei fengið jafn margar tilkynningar og fyrstu þrjá mánuði ársins. Ragnhildur Thorlacius ræðir við Agnesi Eide Kristínardóttur og Unnar Þór Bjarnason hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Og hælisleitendur í Bretlandi verða ekki sendir til Rúanda, samkvæmt breskum áfrýjunardómstól. Ásgeir Tómasson segir frá.
6/29/20230
Episode Artwork

Íslandsbanki, fasteignamarkaður, Sorpa, ofbeldi ungmenna o.fl.

Spegillinn 29. júní 2023. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Jón Guðni Ómarsson, nýr bankastjóri Íslandsbanka segist kominn til að vera og vill endurheimta traust. Hann hafi sjálfur ekki komið að sölunni á fimmtungshlut í bankanum, að öðru leyti en því að hafa kynnt bankann fyrir fjárfestum. Pétur Magnússon ræðir við Jón Guðna. Kvikubanki hefur slitið samrunaviðræðum við Íslandsbanka. Stjórn Kviku telur að ekki séu forsendur til að halda samningaviðræðum áfram í ljósi atburða síðustu daga. Í apríl seldist aðeins 531 íbúð á landinu öllu. Kári S. Friðriksson, hagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það gæti hreinlega verið betra að spara peninga á góðum innlánsvöxtum frekar en að kaupa fasteign. Benedikt Sigurðsson ræðir við Kára. Jens Stoltenberg verður áfram framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins næsta árið, samkvæmt samkomulagi sem fulltrúar aðildaríkja NATO hafa komist að. Það stefnir í illvíg átök á milli landeigenda og sauðfjárbænda vegna smölunar á ágangsfé og vilja bæði innviðaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga að lög verði endurskoðuð sem fyrst. Rúnar Snær Reynisson segir frá. Hestamennska er fjölbreytt og rúmar alla, segir Hekla Katharína Kristinsdóttir landsliðsþjálfari íþróttarinnar. Íslandsmót hestamanna fer nú fram á Brávöllum á Selfossi. Sigrún Þuríður Runólfsdóttir talar við Heklu og Sigurbjörn Bárðason. ------ Forsvarsmenn Sorpu greindu frá því nýverið að stefnt sé að því að flytja allt að 43.000 tonn af brennanlegu sorpi til Svíþjóðar á ári hverju, nýr urðunarstaður fyrir sorp af höfuðuborgarsvæðinu er enn ófundinn, skortur hefur verið á metangasi á fólksbíla og Sorpa þarf að líkindum að borga tekjuskatt, sem byggðasamlög eru að öllu jöfnu undanþegin. Ævar Örn Jósepsson spurði Gunnar Dofra Ólafsson, samskipta- og viðskiptaþróunarstjóra Sorpu fyrst út í sorpflutningana. Það voru sagðar af því fréttir á dögunum að Barnavernd Reykjavíkur hefði aldrei fengið jafn margar tilkynningar og fyrstu þrjá mánuði ársins. Ragnhildur Thorlacius ræðir við Agnesi Eide Kristínardóttur og Unnar Þór Bjarnason hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Og hælisleitendur í Bretlandi verða ekki sendir til Rúanda, samkvæmt breskum áfrýjunardómstól. Ásgeir Tómasson segir frá.
6/29/20239 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Bankasýslan um Íslandsbanka og umboðsmaður skuldara um nauðungaruppboð

Spegillinn 28. júní 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríksins ítrekar þá skoðun sína að útboðið á hlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra hafi verið eitt farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar. Hvorki skýrsla Fjármálaeftirlitsins né Ríkisendurskoðunar breyti því. Pétur Magnússon ræddi við hann . Orkuveita Reykjavíkur vill kanna kosti þess að reisa allt að 400 megavatta vindorkuver á þremur stöðum við Hellisheiði. Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni, segir að myllurnar gætu orðið 20, hver og ein um 200 metra há. Öllum níu starfsmönnum Flugakademíunnar í Reykjanesbæ hefur verið sagt upp. Jón Björgvin Stefánsson stjórnarformaður Keilis segir óvíst um rekstur akademíunnar til framtíðar. Matur og drykkur hefur hækkað um tólf prósent á tólf mánuðum og ekki tímabært að fagna að mati Katrínar Ólafsdóttur hagfræðings þó að verðbólga mælist undir 9 prósentum í fyrsta skipti í 12 mánuði. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hana. Fyrr í dag var tilkynnt að skrifstofu Réttindagæslumanns fatlaðs fólks hefði verið lokað vegna manneklu en það var síðar dregið til baka. Steinar Örn Steinarsson, formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins segir álagið á starfsfók embættisins óbærilegt. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur kært E. Jean Carroll fyrir ærumeiðingar. Rúmur mánuður er síðan kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að Trump hefði brotið kynferðislega gegn henni. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá. Heyrist í E. Jean Carroll. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara telur að tryggja skuldurum réttarvernd og að ekki sé hægt að selja eignir á nauðungaruppboði fyrir brot af markaðsvirði. Frétt um að einbýlishús ungs manns í Reykjanesbæ hafi verið selt ofan af honum fyrir þrjár milljónir króna á nauðungaruppboði hjá sýslumanni hefur vakið hörð viðbrögð. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Veðurviðvaranir eru í gildi í fjórtán ríkjum í sunnanverðum Bandaríkjunum vegna hitabylgju. Yfir 75 milljónir íbúa verða fyrir barðinu á hitasvækjunni. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Mareya Villarreal fréttamanni og konu á götu í Chicago. Sigur Þýska þjóðernisflokksins í héraðskosningum í Thüringen um síðustu helgi þykir marka tímamót í sögu þessa öfga-hægriflokks sem verið hefur áberandi í þýskum stjórmmálum undanfarin ár. Flokkurinn mælist stærri en Jafnaðarmannaflokkur Olofs Sch
6/28/20230
Episode Artwork

Bankasýslan um Íslandsbanka og umboðsmaður skuldara um nauðungaruppboð

Spegillinn 28. júní 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríksins ítrekar þá skoðun sína að útboðið á hlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra hafi verið eitt farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar. Hvorki skýrsla Fjármálaeftirlitsins né Ríkisendurskoðunar breyti því. Pétur Magnússon ræddi við hann . Orkuveita Reykjavíkur vill kanna kosti þess að reisa allt að 400 megavatta vindorkuver á þremur stöðum við Hellisheiði. Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni, segir að myllurnar gætu orðið 20, hver og ein um 200 metra há. Öllum níu starfsmönnum Flugakademíunnar í Reykjanesbæ hefur verið sagt upp. Jón Björgvin Stefánsson stjórnarformaður Keilis segir óvíst um rekstur akademíunnar til framtíðar. Matur og drykkur hefur hækkað um tólf prósent á tólf mánuðum og ekki tímabært að fagna að mati Katrínar Ólafsdóttur hagfræðings þó að verðbólga mælist undir 9 prósentum í fyrsta skipti í 12 mánuði. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hana. Fyrr í dag var tilkynnt að skrifstofu Réttindagæslumanns fatlaðs fólks hefði verið lokað vegna manneklu en það var síðar dregið til baka. Steinar Örn Steinarsson, formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins segir álagið á starfsfók embættisins óbærilegt. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur kært E. Jean Carroll fyrir ærumeiðingar. Rúmur mánuður er síðan kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að Trump hefði brotið kynferðislega gegn henni. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá. Heyrist í E. Jean Carroll. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara telur að tryggja skuldurum réttarvernd og að ekki sé hægt að selja eignir á nauðungaruppboði fyrir brot af markaðsvirði. Frétt um að einbýlishús ungs manns í Reykjanesbæ hafi verið selt ofan af honum fyrir þrjár milljónir króna á nauðungaruppboði hjá sýslumanni hefur vakið hörð viðbrögð. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Veðurviðvaranir eru í gildi í fjórtán ríkjum í sunnanverðum Bandaríkjunum vegna hitabylgju. Yfir 75 milljónir íbúa verða fyrir barðinu á hitasvækjunni. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Mareya Villarreal fréttamanni og konu á götu í Chicago. Sigur Þýska þjóðernisflokksins í héraðskosningum í Thüringen um síðustu helgi þykir marka tímamót í sögu þessa öfga-hægriflokks sem verið hefur áberandi í þýskum stjórmmálum undanfarin ár. Flokkurinn mælist stærri en Jafnaðarmannaflokkur Olofs Sch
6/28/202311 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Ábyrgð stjórnenda Íslandsbanka og traust til kerfisins

Spegillinn 27. júní 2023. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra telur ekki að stjórnvöld hafi verið of bláeyg með því að treysta stjórnendum Íslandsbanka fyrir sölu á hlut í bankanum. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að fólk sem ítrekað brjóti lög, blekki vísvitandi og ljúgi, njóti ekki trausts og þurfi að íhuga stöðu sína. Útleiga hoppukastala er ekki leyfisskyld starfsemi og ekkert formlegt eftirlit er með leigunni. Elva Rakel Jónsdóttir, staðgengill forstjóra umhverfisstofnunnar segir að breyta eigi reglugerðum. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við hana. Yfirvöld í Póllandi, Lettlandi og Litáen óttast komu Wagner-málaliðahreyfingarinnar til Belarús. Þau hvetja NATO til þess að efla viðveru sína í austustu bandalagsríkjunum til að gæta öryggis þeirra. Róbert Jóhannsson sagði frá. Kynntar hafa verið hugmyndir í ríkisstjórn um að fjárfesta í færanlegum einingum til að koma mögulegum móttökubúðum flóttamanna á fót hér á landi. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Ekkert lát er á hitabylgju sem hefur plagað Texas-búa í meira en tvær vikur. Hiti fór upp í 40 gráður í gær og áfram er spáð steikjandi hita út vikuna. Ólöf Ragnarsdóttir sagði frá. Þreifingar hafa verið á milli Árvakurs og Sýnar um kaup Árvakurs á Bylgjunni. Vefurinn Vísir.is er líka falur. Valur Grettisson sagði frá. ------------ Trúverðugleiki og traust eru orð sem hafa verið mörgum á tungu síðustu daga þegar rætt er um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og þann áfellisdóm sem felldur er í skýrslu fjármálaeftirlitsins um söluna og þátt bankans sjálfs. Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands hefur fjallað um hagsögu og efnahagskreppur, og telur það skipta miklu hvort fólk treystir bönkum og fjármálakerfi en traust sé margþætt. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann Fresta þarf þúsundum læknisaðgerða ef af fimm daga verkfalli unglækna á sjúkrahúsum á Englandi verður í næsta mánuði. Ásgeir Tómasson sagði frá. Steven Barclay, heilbrigðisráðherra. Robert Laurenson unglæknir. Norðurlöndin eiga að verða samþættasta svæði heims og unnið er að því hörðum höndum í ráðherranefndum á vegum Norðurlandaráðs að tryggja að svo verði segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Guðmund Inga um Norðurlandsamstarf, flutning, ferðalög og nám Norðurlandabúa milli landa og stjórnsýsluhindranir sem ryðja þarf úr vegi. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar: Sandra Silfá Ragnarsdóttir.
6/27/20230
Episode Artwork

Ábyrgð stjórnenda Íslandsbanka og traust til kerfisins

Spegillinn 27. júní 2023. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra telur ekki að stjórnvöld hafi verið of bláeyg með því að treysta stjórnendum Íslandsbanka fyrir sölu á hlut í bankanum. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að fólk sem ítrekað brjóti lög, blekki vísvitandi og ljúgi, njóti ekki trausts og þurfi að íhuga stöðu sína. Útleiga hoppukastala er ekki leyfisskyld starfsemi og ekkert formlegt eftirlit er með leigunni. Elva Rakel Jónsdóttir, staðgengill forstjóra umhverfisstofnunnar segir að breyta eigi reglugerðum. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við hana. Yfirvöld í Póllandi, Lettlandi og Litáen óttast komu Wagner-málaliðahreyfingarinnar til Belarús. Þau hvetja NATO til þess að efla viðveru sína í austustu bandalagsríkjunum til að gæta öryggis þeirra. Róbert Jóhannsson sagði frá. Kynntar hafa verið hugmyndir í ríkisstjórn um að fjárfesta í færanlegum einingum til að koma mögulegum móttökubúðum flóttamanna á fót hér á landi. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Ekkert lát er á hitabylgju sem hefur plagað Texas-búa í meira en tvær vikur. Hiti fór upp í 40 gráður í gær og áfram er spáð steikjandi hita út vikuna. Ólöf Ragnarsdóttir sagði frá. Þreifingar hafa verið á milli Árvakurs og Sýnar um kaup Árvakurs á Bylgjunni. Vefurinn Vísir.is er líka falur. Valur Grettisson sagði frá. ------------ Trúverðugleiki og traust eru orð sem hafa verið mörgum á tungu síðustu daga þegar rætt er um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og þann áfellisdóm sem felldur er í skýrslu fjármálaeftirlitsins um söluna og þátt bankans sjálfs. Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands hefur fjallað um hagsögu og efnahagskreppur, og telur það skipta miklu hvort fólk treystir bönkum og fjármálakerfi en traust sé margþætt. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann Fresta þarf þúsundum læknisaðgerða ef af fimm daga verkfalli unglækna á sjúkrahúsum á Englandi verður í næsta mánuði. Ásgeir Tómasson sagði frá. Steven Barclay, heilbrigðisráðherra. Robert Laurenson unglæknir. Norðurlöndin eiga að verða samþættasta svæði heims og unnið er að því hörðum höndum í ráðherranefndum á vegum Norðurlandaráðs að tryggja að svo verði segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Guðmund Inga um Norðurlandsamstarf, flutning, ferðalög og nám Norðurlandabúa milli landa og stjórnsýsluhindranir sem ryðja þarf úr vegi. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar: Sandra Silfá Ragnarsdóttir.
6/27/20239 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Íslandsbanki í fókus: Villandi upplýsingar og brostið traust

Bankasýslu ríkisins voru veittar villandi upplýsingar um flokkun þátttakenda í útboðinu í fyrra, samkvæmt skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabankans. Dæmi eru um að starfsmenn bankans hafi átt frumkvæði að því að selja almennum fjárfestum bréf, þó útboðið væri aðeins ætlað fagfjárfestum. Lárus Blöndal, formaður Bankasýslunnar segir alvarlegt ef salan á bankanum rýri traust almennings til fjármálakerfisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir stjórn Íslandsbanka hafa brugðist trausti sínu. Skýrslan sé áfellisdómur á stjórn bankans. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar, segja að horfa verði til ábyrgðar fjármálaráðherra við söluna. Þrír voru handteknir eftir að mikið af fíkniefnum, um tuttugu kíló af hassi, fannst um í skútu undan suðurströnd Íslands um helgina. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Rússlandsforseti geti hvorki kennt Vesturlöndum eða NATO um uppreisn Wagner málaliðahreyfingarinnar. *** Bankastjóri Íslandsbanka og stjórn hans hljóta að hugsa sinn gang, segir Árni Stefán Jónsson stjórnarformaður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins - þriðja stærsta eiganda bankans. Hann kveðst ekki bera mikið traust til þeirra. Stefán Sveinbjörnsson stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna tekur í sama streng og segir trúverðugleika fjármálakerfisins í húfi. Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Björk Sigurgísladóttir, segir að það sé fyrst og fremst bankinn sjálfur sem háttsemin bitni á. Víðast hvar um hinn vestræna heim keppast fréttamenn, fréttaskýrendur, álitsgjafar, samsæriskenningasmiðir og sjálfsagt fleiri við að komast til botns í tíðindum helgarinnar í Rússlandi. Yevgeny Prigozhin, stjórnandi málaliðanna, sagði í fjölmiðlum að hann ætlaði ekki að steypa Vladimír Pútín forseta af stóli og taka völdin í sínar hendur, heldur refsa Sergei Shoigu varnarmálaráðherra fyrir að hafa fyrirskipað flugskeytaárás á stöðvar Wagner-liða í Úkraínu. Ásgeir Tómasson fjallar um málið. Hún er útbreidd trúin á að siðferði mannsins fari hrakandi -- og hafi gert um langt skeið. Það er alls ekki svo ef marka má nýja rannsókn sem birtist í Nature.Þar eru teknar saman hinar ýmsu rannsóknir, til að sýna fram á að fólk hafi í raun alltaf talið siðferði á fallandi fæti. Henry Alexander Henrysson og Alexander Kristjánsson ræddu málin. Ragnhildur Thorlacius hafði umsjón með Speglilnum. Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússon. Margrét Júlía Ingimarsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
6/26/20230
Episode Artwork

Íslandsbanki í fókus: Villandi upplýsingar og brostið traust

Bankasýslu ríkisins voru veittar villandi upplýsingar um flokkun þátttakenda í útboðinu í fyrra, samkvæmt skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabankans. Dæmi eru um að starfsmenn bankans hafi átt frumkvæði að því að selja almennum fjárfestum bréf, þó útboðið væri aðeins ætlað fagfjárfestum. Lárus Blöndal, formaður Bankasýslunnar segir alvarlegt ef salan á bankanum rýri traust almennings til fjármálakerfisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir stjórn Íslandsbanka hafa brugðist trausti sínu. Skýrslan sé áfellisdómur á stjórn bankans. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar, segja að horfa verði til ábyrgðar fjármálaráðherra við söluna. Þrír voru handteknir eftir að mikið af fíkniefnum, um tuttugu kíló af hassi, fannst um í skútu undan suðurströnd Íslands um helgina. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Rússlandsforseti geti hvorki kennt Vesturlöndum eða NATO um uppreisn Wagner málaliðahreyfingarinnar. *** Bankastjóri Íslandsbanka og stjórn hans hljóta að hugsa sinn gang, segir Árni Stefán Jónsson stjórnarformaður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins - þriðja stærsta eiganda bankans. Hann kveðst ekki bera mikið traust til þeirra. Stefán Sveinbjörnsson stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna tekur í sama streng og segir trúverðugleika fjármálakerfisins í húfi. Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Björk Sigurgísladóttir, segir að það sé fyrst og fremst bankinn sjálfur sem háttsemin bitni á. Víðast hvar um hinn vestræna heim keppast fréttamenn, fréttaskýrendur, álitsgjafar, samsæriskenningasmiðir og sjálfsagt fleiri við að komast til botns í tíðindum helgarinnar í Rússlandi. Yevgeny Prigozhin, stjórnandi málaliðanna, sagði í fjölmiðlum að hann ætlaði ekki að steypa Vladimír Pútín forseta af stóli og taka völdin í sínar hendur, heldur refsa Sergei Shoigu varnarmálaráðherra fyrir að hafa fyrirskipað flugskeytaárás á stöðvar Wagner-liða í Úkraínu. Ásgeir Tómasson fjallar um málið. Hún er útbreidd trúin á að siðferði mannsins fari hrakandi -- og hafi gert um langt skeið. Það er alls ekki svo ef marka má nýja rannsókn sem birtist í Nature.Þar eru teknar saman hinar ýmsu rannsóknir, til að sýna fram á að fólk hafi í raun alltaf talið siðferði á fallandi fæti. Henry Alexander Henrysson og Alexander Kristjánsson ræddu málin. Ragnhildur Thorlacius hafði umsjón með Speglilnum. Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússon. Margrét Júlía Ingimarsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
6/26/20239 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Íslandsbankasalan, hvalveiðibann, uppgjör Loftslagsráðs

Spegillinn 23. Júní 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir Íslandsbanka viðurkenna lögbrot með samningi um sáttagreiðslu við fjármálaeftirlitið. Arndís Anna. K. Gunnarsdóttir, varamaður Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir að velta verði við hverjum steini vegna bankasölunnar. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við þau og Benedikt Sigurðsson ræddi við Birnu Einarsdóttur bankastjóra. Stjórn bankans kveðst bera fullt traust til bankastjóra. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir skýra og ótvíræða lagaheimild vera fyrir því að takmarka hvalveiðar við ákveðinn tíma. Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknar, telur mikilvægt að nefndin verði upplýst um stöðu mála. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman. Að minnsta kosti 350 Pakistanar voru í fiskibátnum sem sökk úti fyrir Grikklandi í síðustu viku. Hugsanlegt er talið að allt að 750 manns hafi verið í bátnum. Tvær listakonur fengu 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að nota verk annars listamanns í sköpun sína. Þær voru sakfelldar fyrir hylmingu en sýknaðar af ákæru um brot gegn höfundarrétti. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Starfshópur matvælaráðherra um strokulaxa vill stofna sérstaka rannsóknarnefnd og veita Matvælastofnun heimild til að telja laxa upp úr kvíum, vakni grunur um strok. Arnhildur Hálfdánardóttir sagði frá og talaði við Jón Kaldal, talsmann Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurgeir Bárðarson, lögfræðing hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Dómar yfir sakborningum í saltdreifaramálinu svonefnda voru mildaðir í Landsrétti í dag. Þeir sem þyngsta refsingu hlut fá tíu ára fangelsisdóm í stað tólf. Í uppgjöri Loftslagsráðs, sem birt var á dögunum, segir að við blasi, að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafi ekki skilað tilætluðum árangri, markviss loftslagsstefna með tímasettum og mælanlegum markmiðum liggi enn ekki fyrir og ljóst að Ísland muni ekki ná að uppfylla skuldbindingar sínar og fyrirheit um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030, að óbreyttu. Ævar Örn Jósepsson ræddi málið við Halldór Þorgeirsson, formann Loftslagsráðs.
6/23/20230
Episode Artwork

Íslandsbankasalan, hvalveiðibann, uppgjör Loftslagsráðs

Spegillinn 23. Júní 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir Íslandsbanka viðurkenna lögbrot með samningi um sáttagreiðslu við fjármálaeftirlitið. Arndís Anna. K. Gunnarsdóttir, varamaður Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir að velta verði við hverjum steini vegna bankasölunnar. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við þau og Benedikt Sigurðsson ræddi við Birnu Einarsdóttur bankastjóra. Stjórn bankans kveðst bera fullt traust til bankastjóra. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir skýra og ótvíræða lagaheimild vera fyrir því að takmarka hvalveiðar við ákveðinn tíma. Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknar, telur mikilvægt að nefndin verði upplýst um stöðu mála. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman. Að minnsta kosti 350 Pakistanar voru í fiskibátnum sem sökk úti fyrir Grikklandi í síðustu viku. Hugsanlegt er talið að allt að 750 manns hafi verið í bátnum. Tvær listakonur fengu 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að nota verk annars listamanns í sköpun sína. Þær voru sakfelldar fyrir hylmingu en sýknaðar af ákæru um brot gegn höfundarrétti. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Starfshópur matvælaráðherra um strokulaxa vill stofna sérstaka rannsóknarnefnd og veita Matvælastofnun heimild til að telja laxa upp úr kvíum, vakni grunur um strok. Arnhildur Hálfdánardóttir sagði frá og talaði við Jón Kaldal, talsmann Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurgeir Bárðarson, lögfræðing hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Dómar yfir sakborningum í saltdreifaramálinu svonefnda voru mildaðir í Landsrétti í dag. Þeir sem þyngsta refsingu hlut fá tíu ára fangelsisdóm í stað tólf. Í uppgjöri Loftslagsráðs, sem birt var á dögunum, segir að við blasi, að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafi ekki skilað tilætluðum árangri, markviss loftslagsstefna með tímasettum og mælanlegum markmiðum liggi enn ekki fyrir og ljóst að Ísland muni ekki ná að uppfylla skuldbindingar sínar og fyrirheit um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030, að óbreyttu. Ævar Örn Jósepsson ræddi málið við Halldór Þorgeirsson, formann Loftslagsráðs.
6/23/20239 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Sokkinn kafbátur, uppsagnir á Hólmavík, loftslagsmál og flóttafólk

Spegillinn 22. júní 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Sandra Silfá Ragnarsdóttir Brak fannst í dag úr kafbátnum Titan, sem leitað hefur verið síðan á sunnudag. Hallgrímur Indriðason greinir leitinni. Fimmtungur félaga í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga missir vinnuna eftir uppsagnir í rækjuvinnslunni Hólmadrangi á Hólmavík. Urður Örlygsdóttir ræddi við Finnboga Sveinbjörnsson, formann félagsins, sem segir þetta mikið högg fyrir samfélagið. Birta Flókadóttir, talsmaður samtakanna Hvalavina segir dýravelferðarsinna á Íslandi fagna löngu tímabæru banni við hvalveiðum í samtali við Ólöfu Rún Erlendsdóttur. Karlmaður um fertugt var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til nítjánda júlí, vegna rannsóknar lögreglu á andláti karlmanns í Hafnarfirði um helgina. Kortavelta erlendra ferðamanna innanlands fyrstu fimm mánuði ársins hefur aukist töluvert miðað við síðasta ár. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason í viðtali við Rebekku Líf Ingadóttur. Forsvarsmenn Dalvíkurbyggðar ætla ekki að greiða lausnargjald fyrir gögn sem óprúttnir aðilar segjast hafa undir höndum eftir að netárás var gerð á sveitarfélagið í maí. Ólöf Rún Erlendsdóttir segir frá. ---- Í uppgjöri Loftslagsráðs kveður við kunnuglegan tón: Stefna stjórnvalda í loftslagsmálum er ómarkviss og óljóst hvernig Ísland hyggst ná skuldbindingum sínum um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda, um leið og allt stefnir í metár í notkun jarðefnaeldsneytis. Þetta hefur komið fram í öllum fyrri ársyfirlitum ráðsins, og nú er bætt í frekar en hitt og sagt að færa þurfi stjórnsýslustig loftslagsmála upp á neyðarstig. Ævar Örn Jósepsson spurði Halldór Þorgeirsson, formann Loftslagsráðs, hvort þessi kunnuglegi tónn í uppgjörinu þýddi að stjórnvöld hefðu ekki farið að ráðgjöf þess hingað til. Á fjórða tug hælisleitenda drukknuðu suður af Kanaríeyjum í vikunni. Spænskir strandgæslumenn voru nálægir en aðhöfðust ekkert. Ásgeir Tómasson segir frá. Íbúar Óslóar stefna á vikulanga gleðidaga með gleðigöngu 1. júlí. Í fyrra lauk þessari hátíð með hryðjuverkaárás og morðum. Núna óttast borgarbúar að sagan endurtaki sig. Samt er undirbúningur í fullum gangi í skugga hótana og áberandi andstöðu í samfélaginu. Gísli Kristjánsson segir frá.
6/22/20230
Episode Artwork

Sokkinn kafbátur, uppsagnir á Hólmavík, loftslagsmál og flóttafólk

Spegillinn 22. júní 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Sandra Silfá Ragnarsdóttir Brak fannst í dag úr kafbátnum Titan, sem leitað hefur verið síðan á sunnudag. Hallgrímur Indriðason greinir leitinni. Fimmtungur félaga í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga missir vinnuna eftir uppsagnir í rækjuvinnslunni Hólmadrangi á Hólmavík. Urður Örlygsdóttir ræddi við Finnboga Sveinbjörnsson, formann félagsins, sem segir þetta mikið högg fyrir samfélagið. Birta Flókadóttir, talsmaður samtakanna Hvalavina segir dýravelferðarsinna á Íslandi fagna löngu tímabæru banni við hvalveiðum í samtali við Ólöfu Rún Erlendsdóttur. Karlmaður um fertugt var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til nítjánda júlí, vegna rannsóknar lögreglu á andláti karlmanns í Hafnarfirði um helgina. Kortavelta erlendra ferðamanna innanlands fyrstu fimm mánuði ársins hefur aukist töluvert miðað við síðasta ár. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason í viðtali við Rebekku Líf Ingadóttur. Forsvarsmenn Dalvíkurbyggðar ætla ekki að greiða lausnargjald fyrir gögn sem óprúttnir aðilar segjast hafa undir höndum eftir að netárás var gerð á sveitarfélagið í maí. Ólöf Rún Erlendsdóttir segir frá. ---- Í uppgjöri Loftslagsráðs kveður við kunnuglegan tón: Stefna stjórnvalda í loftslagsmálum er ómarkviss og óljóst hvernig Ísland hyggst ná skuldbindingum sínum um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda, um leið og allt stefnir í metár í notkun jarðefnaeldsneytis. Þetta hefur komið fram í öllum fyrri ársyfirlitum ráðsins, og nú er bætt í frekar en hitt og sagt að færa þurfi stjórnsýslustig loftslagsmála upp á neyðarstig. Ævar Örn Jósepsson spurði Halldór Þorgeirsson, formann Loftslagsráðs, hvort þessi kunnuglegi tónn í uppgjörinu þýddi að stjórnvöld hefðu ekki farið að ráðgjöf þess hingað til. Á fjórða tug hælisleitenda drukknuðu suður af Kanaríeyjum í vikunni. Spænskir strandgæslumenn voru nálægir en aðhöfðust ekkert. Ásgeir Tómasson segir frá. Íbúar Óslóar stefna á vikulanga gleðidaga með gleðigöngu 1. júlí. Í fyrra lauk þessari hátíð með hryðjuverkaárás og morðum. Núna óttast borgarbúar að sagan endurtaki sig. Samt er undirbúningur í fullum gangi í skugga hótana og áberandi andstöðu í samfélaginu. Gísli Kristjánsson segir frá.
6/22/20239 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Dómar mildaðir í Rauðagerðismáli, öfgar í sjávarhita og lóðaskortur

Hæstiréttur mildaði í dag dóma yfir sakborningum í Rauðagerðismálinu. Þar á meðal var dómur yfir konu styttur um ellefu ár. Valur Grettisson tók saman og talaði við Karl Georg Sigurbjörnsson, verjanda konunnar. Útlit er fyrir að aldrei hafi meira af jarðefnaeldsneyti verið brennt á vegum landsins en í ár. Loftslagsráð telur að stjórnsýsla loftslagsmála þurfi að fara á neyðarstig. Óskhyggja dugir ekki til segir Halldór Þorgeirsson, formaður ráðsins. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Hátt í þrjátíu eru slasaðir og fjórir þeirra alvarlega eftir sprengingu í húsi í fimmta hverfi í París. Ekki er vitað hvað olli henni. Rebekka Líf Ingadóttir sagði frá. Miðstjórn ASÍ harmar þá stefnu sem umræða um fólk á flótta hefur tekið undanfarna daga. Finnbjörn A. Hermannsson forseti sambandsins segir þekkingu fólksins ekki metna að verðleikum. Karitas M. Bjarkadóttir talaði við hann. Sólin var hæst á lofti, á norðurhveli jarðar, rétt fyrir þrjú í dag, á sumarsólstöðum. Sólin færist aftur suður eftir sólbaugnum og lækkar á lofti á ný. Ástrós Signýjardóttir sagði frá. ---------- Norðan við Ísland er hafið óvenju kalt og hafís mjög nálægt landi á mun stærra svæði en vant er en sunnan við landið hefur hvert hitametið fallið af öðru. Halldór Björnsson hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands segir ekkert vafamál að orsakavaldurinn sé hnattræn hlýnun þó að framvindan sé enn óljós. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann. Stjórnvöld ætla að tvöfalda stofnframlög til íbúða fyrir eigna- og tekjulága en sú aðgerð leysir ekki vandann á húsnæðismarkaði að mati Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR - það skorti fyrst og fremst lóðir. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Stýrivaxtahækkun er yfirvofandi í Bretlandi á morgun, tólfta mánuðinn í röð. Ekkert gengur að ná verðbólgunni niður. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Jeremy Hunt fjármálaráðherra Breta, Keir Starmer leiðtoga Verkamannaflokksins og Rishi Sunak forsætisráðherra. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
6/21/20230
Episode Artwork

Dómar mildaðir í Rauðagerðismáli, öfgar í sjávarhita og lóðaskortur

Hæstiréttur mildaði í dag dóma yfir sakborningum í Rauðagerðismálinu. Þar á meðal var dómur yfir konu styttur um ellefu ár. Valur Grettisson tók saman og talaði við Karl Georg Sigurbjörnsson, verjanda konunnar. Útlit er fyrir að aldrei hafi meira af jarðefnaeldsneyti verið brennt á vegum landsins en í ár. Loftslagsráð telur að stjórnsýsla loftslagsmála þurfi að fara á neyðarstig. Óskhyggja dugir ekki til segir Halldór Þorgeirsson, formaður ráðsins. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Hátt í þrjátíu eru slasaðir og fjórir þeirra alvarlega eftir sprengingu í húsi í fimmta hverfi í París. Ekki er vitað hvað olli henni. Rebekka Líf Ingadóttir sagði frá. Miðstjórn ASÍ harmar þá stefnu sem umræða um fólk á flótta hefur tekið undanfarna daga. Finnbjörn A. Hermannsson forseti sambandsins segir þekkingu fólksins ekki metna að verðleikum. Karitas M. Bjarkadóttir talaði við hann. Sólin var hæst á lofti, á norðurhveli jarðar, rétt fyrir þrjú í dag, á sumarsólstöðum. Sólin færist aftur suður eftir sólbaugnum og lækkar á lofti á ný. Ástrós Signýjardóttir sagði frá. ---------- Norðan við Ísland er hafið óvenju kalt og hafís mjög nálægt landi á mun stærra svæði en vant er en sunnan við landið hefur hvert hitametið fallið af öðru. Halldór Björnsson hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands segir ekkert vafamál að orsakavaldurinn sé hnattræn hlýnun þó að framvindan sé enn óljós. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann. Stjórnvöld ætla að tvöfalda stofnframlög til íbúða fyrir eigna- og tekjulága en sú aðgerð leysir ekki vandann á húsnæðismarkaði að mati Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR - það skorti fyrst og fremst lóðir. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Stýrivaxtahækkun er yfirvofandi í Bretlandi á morgun, tólfta mánuðinn í röð. Ekkert gengur að ná verðbólgunni niður. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Jeremy Hunt fjármálaráðherra Breta, Keir Starmer leiðtoga Verkamannaflokksins og Rishi Sunak forsætisráðherra. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
6/21/202330 minutes
Episode Artwork

Hvalveiðar, átök í ríkisstjórn og næringarráðleggingar

Fyrirvaralaust og ámælisvert, segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, um stöðvun hvalveiða út sumarið. Ríkið gæti verið bótaskylt standi ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem segir spurningu hvort atvinnugrein þar sem ekki sé hægt að tryggja velferð dýra eigi sér framtíð. Óskiljanleg ákvörðun segir Árni Sverrisson, formaður skipstjórnarmanna. Nú er rétti tíminn fyrir ríkið til að koma inn í húsnæðismarkaðinn að dómi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra sem kynnti í dag aukinn stuðning við íbúðabyggingu fyrir tekjulága og breytingar á hlutdeildarlánum. Sonur Bandaríkjaforseta viðurkenndi í dag fyrir rétti að hafa svikið undan skatti og ólöglega eign á skotvopni. Dómari í réttarhöldum yfir fyrrverandi forseta boðar að þau hefjist síðsumars. Skoðanir eru skiptar innan ríkisstjórnarinnar um ýmis mál, hvalveiðar og útlendingamálin bera nú hæst. Pólitík snýst um átök, segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra; stjórnarsamstarfið sé þó ekki hættu. Fanney Lilja Harðardóttir sem setti flöskuskeyt á flot fyrir 14 árum segir gaman að skeytið hafi ratað í hendur stelpu sem er jafngömul og hún var sjálf þegar hún sendi það af stað. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Uppselt er á leik Íslands og Portúgals í fótbolta karla á Laugardalsvelli í kvöld. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður segir að löngu fyrir leik hafi margir verið mættir og eftirvæntingin mikil ekki síst eftir því að sjá stjörnur Portúgals eins og Christiano Ronaldo. ------------------- Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun ákvörðun sína um að stöðva veiðar á á langreyði til 31. ágúst. Niðurstaða fagráðs um velferð dýra var að veiðiaðferðir samræmist ekki lögum. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir skiptar skoðanir innan ríkisstjórnarinnar um hvalveiðar og styður ekki stöðvun þeirra. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness telur vegið fyrirvaralaust að afkomu félagsmanna sinna sem hafi í fyrra haft góðar tekjur í hvalnum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS telur að meðalhófs hafi ekki verið gætt, ámælisvert að stöðva veiðar degi áður en þær áttu að hefjast á grundvelli álits fagráðsins þegar MAST hafi komist að þeirri niðurstöðu að veiðarnar brytu ekki í bága við lög. Baunir, grænmeti og ávextir eiga að vera aðaluppistaðan í næringu landsmanna, samkvæmt nýjum Norrænum næringarráðleggingum sem kynntar voru í dag. Íslendingar ættu ekki að neyta meira en 350 gramma af rauðu kjöti á viku - en neyta nú um 560 gramma. Skera þyrf
6/20/20230
Episode Artwork

Hvalveiðar, átök í ríkisstjórn og næringarráðleggingar

Fyrirvaralaust og ámælisvert, segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, um stöðvun hvalveiða út sumarið. Ríkið gæti verið bótaskylt standi ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem segir spurningu hvort atvinnugrein þar sem ekki sé hægt að tryggja velferð dýra eigi sér framtíð. Óskiljanleg ákvörðun segir Árni Sverrisson, formaður skipstjórnarmanna. Nú er rétti tíminn fyrir ríkið til að koma inn í húsnæðismarkaðinn að dómi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra sem kynnti í dag aukinn stuðning við íbúðabyggingu fyrir tekjulága og breytingar á hlutdeildarlánum. Sonur Bandaríkjaforseta viðurkenndi í dag fyrir rétti að hafa svikið undan skatti og ólöglega eign á skotvopni. Dómari í réttarhöldum yfir fyrrverandi forseta boðar að þau hefjist síðsumars. Skoðanir eru skiptar innan ríkisstjórnarinnar um ýmis mál, hvalveiðar og útlendingamálin bera nú hæst. Pólitík snýst um átök, segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra; stjórnarsamstarfið sé þó ekki hættu. Fanney Lilja Harðardóttir sem setti flöskuskeyt á flot fyrir 14 árum segir gaman að skeytið hafi ratað í hendur stelpu sem er jafngömul og hún var sjálf þegar hún sendi það af stað. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Uppselt er á leik Íslands og Portúgals í fótbolta karla á Laugardalsvelli í kvöld. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður segir að löngu fyrir leik hafi margir verið mættir og eftirvæntingin mikil ekki síst eftir því að sjá stjörnur Portúgals eins og Christiano Ronaldo. ------------------- Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun ákvörðun sína um að stöðva veiðar á á langreyði til 31. ágúst. Niðurstaða fagráðs um velferð dýra var að veiðiaðferðir samræmist ekki lögum. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir skiptar skoðanir innan ríkisstjórnarinnar um hvalveiðar og styður ekki stöðvun þeirra. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness telur vegið fyrirvaralaust að afkomu félagsmanna sinna sem hafi í fyrra haft góðar tekjur í hvalnum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS telur að meðalhófs hafi ekki verið gætt, ámælisvert að stöðva veiðar degi áður en þær áttu að hefjast á grundvelli álits fagráðsins þegar MAST hafi komist að þeirri niðurstöðu að veiðarnar brytu ekki í bága við lög. Baunir, grænmeti og ávextir eiga að vera aðaluppistaðan í næringu landsmanna, samkvæmt nýjum Norrænum næringarráðleggingum sem kynntar voru í dag. Íslendingar ættu ekki að neyta meira en 350 gramma af rauðu kjöti á viku - en neyta nú um 560 gramma. Skera þyrf
6/20/20239 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Hættulegar hitabylgjur, gagnsókn Úkraínu, heyrnarskertir bíða lengi

16.000 Evrópubúar létust vegna mikils hita í fyrra. Íbúar álfunnar þurfa búa sig undir fleiri hættulegar hitabylgjur. Þetta kemur fram í nýrri loftslagsskýrslu. Anna Hulda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir stjórnvöld víða um heim ekki gera nóg. Karitas M. Bjarkadóttir sagði frá og ræddi við Önnu Huldu. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku og loftslagsráðherra segir ekki hafa komið til tals að hann skipti um ráðuneyti. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Guðlaug. Guðrún Hafsteinsdóttir varð í dag níunda manneskjan til að taka við embætti dómsmálaráðherra eftir hrun. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Formaður Félags heyrnarlausa á Íslandi segir að heyrnarskert börn fái ekki þá þjónustu sem þau þurfi vegna þess ástands sem nú ríki hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni. Benedikt Sigurðsson ræddi við Heiðdísi Dögg Eiríksdóttur, í gegnum túlk. Lítill kafbátur sem notaður er til þess að skoða flak skemmtiferðaskipsins Titanic finnst hvergi. Stúlka sem fann 14 ára gamalt flöskuskeyti í Sprite-plastflösku í Breiðafirði í gærkvöld, leitar sendandans. Þeir sem reiknuðu með snöggum viðsnúningi í Úkraínustríðinu þegar úkraínski herinn hóf gagnsókn sína hafa þurft að draga töluvert úr björtustu væntingum sínum. Rússneski andstæðingurinn var greinilega vel undirbúinn. Jón Björgvinsson fréttaritari RÚV er í Zaporizhzhia þar sem hörðusta bardagarnir geisa. Jón ræddi við Yuriy Malashko héraðsstjóra, Maxim herlækni og hermennina Volodymyr og Vitali. Kvenréttindadagurinn er í dag og þess minnst að konur eldri en fertugar fengu flestar kosningarétt þann 19. júní 1915. Á aðalfundur European Womens Lobby, regnhlífasamtökum kvennréttindasamtaka í Evrópu var tekist á um réttindi trans kvenna. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, ráðgjafi Kvenréttindafélagsins á fundinum. Hún segir fámennan en háværan hóp afvegaleiða umræðuna og draga athyglina frá öðrum mikilvægum málum. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Brynhildi. Það er eins og heyrnarskertir á Íslandi séu afgangsstærð - þetta sé ekki nógu mikil fötlun til að veita þjónustu, segir Kristján Sverrisson forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar. Fleiri en eitt þúsund bíða eftir að komast að í heyrnarmælingu, ráðgjöf og val á heyrnartækjum. Biðin gæti tekið um tvö ár ef ekkert verður að gert. Benedikt Sigurðsson fréttamaður talaði við Kristján. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius, tæknimaður Jón Þór Helgasson, Margrét Júlía Ingimarsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
6/19/20230
Episode Artwork

Hættulegar hitabylgjur, gagnsókn Úkraínu, heyrnarskertir bíða lengi

16.000 Evrópubúar létust vegna mikils hita í fyrra. Íbúar álfunnar þurfa búa sig undir fleiri hættulegar hitabylgjur. Þetta kemur fram í nýrri loftslagsskýrslu. Anna Hulda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir stjórnvöld víða um heim ekki gera nóg. Karitas M. Bjarkadóttir sagði frá og ræddi við Önnu Huldu. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku og loftslagsráðherra segir ekki hafa komið til tals að hann skipti um ráðuneyti. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Guðlaug. Guðrún Hafsteinsdóttir varð í dag níunda manneskjan til að taka við embætti dómsmálaráðherra eftir hrun. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Formaður Félags heyrnarlausa á Íslandi segir að heyrnarskert börn fái ekki þá þjónustu sem þau þurfi vegna þess ástands sem nú ríki hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni. Benedikt Sigurðsson ræddi við Heiðdísi Dögg Eiríksdóttur, í gegnum túlk. Lítill kafbátur sem notaður er til þess að skoða flak skemmtiferðaskipsins Titanic finnst hvergi. Stúlka sem fann 14 ára gamalt flöskuskeyti í Sprite-plastflösku í Breiðafirði í gærkvöld, leitar sendandans. Þeir sem reiknuðu með snöggum viðsnúningi í Úkraínustríðinu þegar úkraínski herinn hóf gagnsókn sína hafa þurft að draga töluvert úr björtustu væntingum sínum. Rússneski andstæðingurinn var greinilega vel undirbúinn. Jón Björgvinsson fréttaritari RÚV er í Zaporizhzhia þar sem hörðusta bardagarnir geisa. Jón ræddi við Yuriy Malashko héraðsstjóra, Maxim herlækni og hermennina Volodymyr og Vitali. Kvenréttindadagurinn er í dag og þess minnst að konur eldri en fertugar fengu flestar kosningarétt þann 19. júní 1915. Á aðalfundur European Womens Lobby, regnhlífasamtökum kvennréttindasamtaka í Evrópu var tekist á um réttindi trans kvenna. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, ráðgjafi Kvenréttindafélagsins á fundinum. Hún segir fámennan en háværan hóp afvegaleiða umræðuna og draga athyglina frá öðrum mikilvægum málum. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Brynhildi. Það er eins og heyrnarskertir á Íslandi séu afgangsstærð - þetta sé ekki nógu mikil fötlun til að veita þjónustu, segir Kristján Sverrisson forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar. Fleiri en eitt þúsund bíða eftir að komast að í heyrnarmælingu, ráðgjöf og val á heyrnartækjum. Biðin gæti tekið um tvö ár ef ekkert verður að gert. Benedikt Sigurðsson fréttamaður talaði við Kristján. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius, tæknimaður Jón Þór Helgasson, Margrét Júlía Ingimarsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
6/19/20239 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Hvammsvirkjun, Stígamót kæra, Reiðhjólahvíslarinn reiður, Searchers

Spegillinn 16. júní 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti í Rangárþingi ytra, segir að framkvæmdaleyfi verði ekki veitt fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá fyrr en gilt virkjanaleyfi liggur fyrir. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir ræddi við hann og Harald Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Stígamót hafa lagt fram tvær kærur síðustu daga vegna ofbeldis sem beinist gegn starfsfólki. Karitas M. Bjarkadóttir ræddi málið við Drífu Snædal, talskonu Stígamóta. Bjartmar Leósson, sem hefur lagt sig fram um að hafa upp á stolnum reiðhjólum segist langþreyttur á að lögreglan sinni málaflokknum ekki betur. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að lögreglan reyni sitt besta. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman. Kerfislæg vandamál innan lögreglunnar í Minneapolis gerðu dauðsfall George Floyd mögulegt. Þetta er niðurstaða rannsóknar bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Rebekka Líf Ingadóttir sagði frá. Hitamet sumarsins féll á Hallormsstað í dag þegar hitinn fór í 27,8 stig. Sólstrandarstemning er á Egilsstöðum sagði Sólveig Edda Bjarnadóttir veitingamaður. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við hana og Óla Þór Árnason veðurfræðing. Hljómskálagarðurinn verður í smærra hlutverki í þjóðhátíðarhöldunum í Reykjavík en alla jafna vegna framkvæmda. Kristín Sigurðardóttir talaði við Guðmund Birgi Halldórsson viðburðastjóra. Umræða um ráðherraskipti í ríkisstjórninni hefur verið óvenjuleg segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði; bæði vegna þess hve augljóst hefur verið að Jón Gunnarsson vill sitja áfram og eins vegna óþols Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem tekur við. Í útlendingamálum hafi núningur milli stjórnarflokkanna kristallast. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Heildarneysla ferðamanna í fyrra var hátt í 650 milljarðar króna og er því í sögulegum hæðum að því segir í frétt Hagstofu Íslands um hlut ferðaþjónustunnar í landsframleiðslu. Benedikt Sigurðsson talaði við Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar um stöðuna í greinininni. The Searchers, ein elsta bítlahljómsveit heimsins, heldur sína síðustu tónleika á morgun eftir 67 ára feril. Ásgeir Tómasson rifjaði upp feril hennar.
6/16/20230
Episode Artwork

Hvammsvirkjun, Stígamót kæra, Reiðhjólahvíslarinn reiður, Searchers

Spegillinn 16. júní 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti í Rangárþingi ytra, segir að framkvæmdaleyfi verði ekki veitt fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá fyrr en gilt virkjanaleyfi liggur fyrir. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir ræddi við hann og Harald Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Stígamót hafa lagt fram tvær kærur síðustu daga vegna ofbeldis sem beinist gegn starfsfólki. Karitas M. Bjarkadóttir ræddi málið við Drífu Snædal, talskonu Stígamóta. Bjartmar Leósson, sem hefur lagt sig fram um að hafa upp á stolnum reiðhjólum segist langþreyttur á að lögreglan sinni málaflokknum ekki betur. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að lögreglan reyni sitt besta. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman. Kerfislæg vandamál innan lögreglunnar í Minneapolis gerðu dauðsfall George Floyd mögulegt. Þetta er niðurstaða rannsóknar bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Rebekka Líf Ingadóttir sagði frá. Hitamet sumarsins féll á Hallormsstað í dag þegar hitinn fór í 27,8 stig. Sólstrandarstemning er á Egilsstöðum sagði Sólveig Edda Bjarnadóttir veitingamaður. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við hana og Óla Þór Árnason veðurfræðing. Hljómskálagarðurinn verður í smærra hlutverki í þjóðhátíðarhöldunum í Reykjavík en alla jafna vegna framkvæmda. Kristín Sigurðardóttir talaði við Guðmund Birgi Halldórsson viðburðastjóra. Umræða um ráðherraskipti í ríkisstjórninni hefur verið óvenjuleg segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði; bæði vegna þess hve augljóst hefur verið að Jón Gunnarsson vill sitja áfram og eins vegna óþols Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem tekur við. Í útlendingamálum hafi núningur milli stjórnarflokkanna kristallast. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Heildarneysla ferðamanna í fyrra var hátt í 650 milljarðar króna og er því í sögulegum hæðum að því segir í frétt Hagstofu Íslands um hlut ferðaþjónustunnar í landsframleiðslu. Benedikt Sigurðsson talaði við Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar um stöðuna í greinininni. The Searchers, ein elsta bítlahljómsveit heimsins, heldur sína síðustu tónleika á morgun eftir 67 ára feril. Ásgeir Tómasson rifjaði upp feril hennar.
6/16/202310 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi, Boris Johnson snupraður

Spegillinn 15. júní 2023. Virkjanaleyfi vegna Hvammsvirkjunar hefur verið fellt úr gildi. Ógilding leyfisins kemur Landsvirkjun á óvart. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill harðari löggjöf og skilvirkari vinnubrögð í málefnum fólks sem hér sækir um alþjóðlega vernd. Hann lætur væntanlega af embætti á mánudag en hefði viljað sitja lengur. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hann. Sendiherra Íslands í Moskvu tekur við stöðu sendiherra í Kaupmannahöfn í sumar og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, utanríkisráðherra ákvað að senda ekki annan sendiherra í hans stað. Starfsemi sendiráðs Íslands í Rússlandi og umfang rússneska sendiráðsins hér hefur verið rædd í ríkisstjórn og utanríkismálanefnd en ákvörðun um að leggja niður starfsemi í Moskvu var hennar. Óttast er að mörg hundruð hafi farist þegar skip sökk undan strönd Grikklands í gær. Talið er að 750 flóttamenn hafi verið um borð, þar af hundrað börn í lestinni. Ástrós Signýjardóttir sagði frá. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og skólastjórar borgarinnar hafa rætt umað banna snjallsímanotkun barna á skólatíma. Ákvörðun um símabann verður ekki sett fyrir haustið. Karitas M. Bjarkadóttir sagði frá. ----------------- Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Breta á ekki afturkvæmt í framlínu stjórnmálanna að mati fréttaskýrenda. Hann er sakaður um að hafa vanvirt breska þingið með því að hafa sagt því ósatt átta sinnum. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að framtíð Úkraínu sé í Atlantshafsbandalaginu - það verði sterkara með Úkraínu innanborðs. Hún situr nú fund varnarmálaráðherra NATO ríkjanna í Brussel, og Björn Malmquist, ræddi við hana síðdegis, um málefni Úkraínu - en einnig um nýlega ákvörðun íslenskra stjórnvalda að loka tímabundið sendiráði Íslands í Moskvu og viðbrögðin við þeirri ákvörðun. Kvikmyndamiðstöð Íslands tók til starfa fyrir rúmum tuttugu árum. Gísli Snær Erlingsson, kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi rektor London Film School, er nýráðinn forstöðumaður miðstöðvarinnar, sem er ætlað að efla kvikmyndamenningu, kynna íslenskar kvikmyndir á erlendum markaði og margt fleira. Ævar Örn Jósepsson ræddi við hann. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kári Guðmundsson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.
6/15/20230
Episode Artwork

Virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi, Boris Johnson snupraður

Spegillinn 15. júní 2023. Virkjanaleyfi vegna Hvammsvirkjunar hefur verið fellt úr gildi. Ógilding leyfisins kemur Landsvirkjun á óvart. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill harðari löggjöf og skilvirkari vinnubrögð í málefnum fólks sem hér sækir um alþjóðlega vernd. Hann lætur væntanlega af embætti á mánudag en hefði viljað sitja lengur. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hann. Sendiherra Íslands í Moskvu tekur við stöðu sendiherra í Kaupmannahöfn í sumar og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, utanríkisráðherra ákvað að senda ekki annan sendiherra í hans stað. Starfsemi sendiráðs Íslands í Rússlandi og umfang rússneska sendiráðsins hér hefur verið rædd í ríkisstjórn og utanríkismálanefnd en ákvörðun um að leggja niður starfsemi í Moskvu var hennar. Óttast er að mörg hundruð hafi farist þegar skip sökk undan strönd Grikklands í gær. Talið er að 750 flóttamenn hafi verið um borð, þar af hundrað börn í lestinni. Ástrós Signýjardóttir sagði frá. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og skólastjórar borgarinnar hafa rætt umað banna snjallsímanotkun barna á skólatíma. Ákvörðun um símabann verður ekki sett fyrir haustið. Karitas M. Bjarkadóttir sagði frá. ----------------- Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Breta á ekki afturkvæmt í framlínu stjórnmálanna að mati fréttaskýrenda. Hann er sakaður um að hafa vanvirt breska þingið með því að hafa sagt því ósatt átta sinnum. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að framtíð Úkraínu sé í Atlantshafsbandalaginu - það verði sterkara með Úkraínu innanborðs. Hún situr nú fund varnarmálaráðherra NATO ríkjanna í Brussel, og Björn Malmquist, ræddi við hana síðdegis, um málefni Úkraínu - en einnig um nýlega ákvörðun íslenskra stjórnvalda að loka tímabundið sendiráði Íslands í Moskvu og viðbrögðin við þeirri ákvörðun. Kvikmyndamiðstöð Íslands tók til starfa fyrir rúmum tuttugu árum. Gísli Snær Erlingsson, kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi rektor London Film School, er nýráðinn forstöðumaður miðstöðvarinnar, sem er ætlað að efla kvikmyndamenningu, kynna íslenskar kvikmyndir á erlendum markaði og margt fleira. Ævar Örn Jósepsson ræddi við hann. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kári Guðmundsson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.
6/15/20239 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Úkraínumenn sækja fram, kaupmáttarrýrnun og El Niño

Hagnaður fyrirtækja í hitt í fyrra skýrist ekki af verðlagshækkunum þeirra. Í vetur verður að semja þannig að verðbólga hjaðni segir Anna Hrefna Ingimundardóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA. Rækjuvinnslu verður hætt um næstu mánaðamót hjá Hólmadrangi á Hólmavík og um tuttugu starfsmönnum sagt upp. Um fimmtán þúsund umsóknir hafa borist um háskólanám næsta haust í stærstu háskólum landsins. Aldrei hafa fleiri viljað í Háskólann í Reykjavík. Amanda Guðrún Bjarnadóttir tók saman og talaði við Ragnhildi Helgadóttur rektor HR. Peningum og bænabréfum var stolið úr Karmelklaustrinu í Hafnarfirði í gær. Kapellan verður áfram opin þrátt fyrir þjófnaðinn en systir Agnes abbadís í klaustrinu harmar atvikið. Ari Páll Karlsson talaði við hana. Framtíð í allri stefnumótun þess opinbera snýst um hvernig tryggja megi velsæld allra og gæta að náttúruvernd og umhverfi segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Þrjú þúsund nýja blóðgjafa þarf á ári segir Davíð Stefán Guðmundsson, formaður Blóðgjafafélags Íslands. Karitas M. Bjarkadóttir tók saman. Tæplega helmingur fólks í heiminum hefur mikinn áhuga á fréttum en rúmlega þriðjungur forðast fréttalestur til þess að vernda geðheilsu sína samkvæmt nýrri könnun. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá. ---------------- Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir að það styttist í úrslitastund fyrir Úkraínumenn í stríðinu við Rússa. Eiginleg gagnsókn sé þó ekki hafin. Búast má við að öfgar í veðurfari aukist enn frekar í heiminum á næstu misserum vegna veðurkerfisins El Niño sem er byrjað að myndast á Kyrrahafi. Ásgeir Tómasson tók saman. Wilfran Moufouma Okia, yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar í Genf telur að El Niño verði vart í sumar. Fjölmargar áskoranir blasa við borgarsamfélögum víða um heim, enda býr um helmingur mannkyns í þéttbýli, og það hlutfall á eftir að aukast á næstu árum og áratugum að mati sérfræðinga. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er á ráðstefnu um borgarmál í Brussel og Björn Malmquist ræddi við hann. Spegillinn 14. júní 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.
6/14/20230
Episode Artwork

Úkraínumenn sækja fram, kaupmáttarrýrnun og El Niño

Hagnaður fyrirtækja í hitt í fyrra skýrist ekki af verðlagshækkunum þeirra. Í vetur verður að semja þannig að verðbólga hjaðni segir Anna Hrefna Ingimundardóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA. Rækjuvinnslu verður hætt um næstu mánaðamót hjá Hólmadrangi á Hólmavík og um tuttugu starfsmönnum sagt upp. Um fimmtán þúsund umsóknir hafa borist um háskólanám næsta haust í stærstu háskólum landsins. Aldrei hafa fleiri viljað í Háskólann í Reykjavík. Amanda Guðrún Bjarnadóttir tók saman og talaði við Ragnhildi Helgadóttur rektor HR. Peningum og bænabréfum var stolið úr Karmelklaustrinu í Hafnarfirði í gær. Kapellan verður áfram opin þrátt fyrir þjófnaðinn en systir Agnes abbadís í klaustrinu harmar atvikið. Ari Páll Karlsson talaði við hana. Framtíð í allri stefnumótun þess opinbera snýst um hvernig tryggja megi velsæld allra og gæta að náttúruvernd og umhverfi segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Þrjú þúsund nýja blóðgjafa þarf á ári segir Davíð Stefán Guðmundsson, formaður Blóðgjafafélags Íslands. Karitas M. Bjarkadóttir tók saman. Tæplega helmingur fólks í heiminum hefur mikinn áhuga á fréttum en rúmlega þriðjungur forðast fréttalestur til þess að vernda geðheilsu sína samkvæmt nýrri könnun. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá. ---------------- Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir að það styttist í úrslitastund fyrir Úkraínumenn í stríðinu við Rússa. Eiginleg gagnsókn sé þó ekki hafin. Búast má við að öfgar í veðurfari aukist enn frekar í heiminum á næstu misserum vegna veðurkerfisins El Niño sem er byrjað að myndast á Kyrrahafi. Ásgeir Tómasson tók saman. Wilfran Moufouma Okia, yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar í Genf telur að El Niño verði vart í sumar. Fjölmargar áskoranir blasa við borgarsamfélögum víða um heim, enda býr um helmingur mannkyns í þéttbýli, og það hlutfall á eftir að aukast á næstu árum og áratugum að mati sérfræðinga. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er á ráðstefnu um borgarmál í Brussel og Björn Malmquist ræddi við hann. Spegillinn 14. júní 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.
6/14/202310 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Netárásir, Úkraína, bensínverð, samgönguáætlun og málaferli dómara

Spegillinn 13. júní 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstjóri netöryggissveitarinnar Certis telur líklegt að lokun sendiráðs Íslands í Moskvu sé ein ástæða þess að netárásir voru gerðar á opinbera stjórnsýslu og Alþingi í dag. Rætt við Guðmund og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur innviðaráðherra. Sólveig Klara Ragnarsdóttir tók saman. Utanríkisráðherra Dana segir mikilvægt að loka ekki á samskipti við Rússa, þó stríðsrekstur þeirra í Úkraínu sé óforsvaranlegur. Mikilvægt sé að norrænu löndin standi saman. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað um 40 prósent á tólf mánuðum. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að lækkunin skili sér ekki að fullu til íslenskra neytenda. Benedikt Sigurðsson ræddi við Runólf Ólafsson. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir að nýlegar lagabreytingar sem heimila stærri fiskiskipum að veiða nær landi en áður geti haft neikvæð áhrif á hrygningarslóðir þorsks. Höskuldur Kári Schram ræddi við Örn. Laxveiðisumarið fer vel af stað og veiðileyfi í bestu laxveiðiánum eru uppseld. Ágúst Ólafsson ræddi við Jón Helga Björnsson, formann Landssambands veiðifélaga, sem er ánægður með upphafsdagana. --------- Minnst ein jarðgöng verða ávallt í byggingu næstu áratugi, gangi samgönguáætlun eftir, þar á meðal ný Hvalfjarðargöng, göng undir Öxnadalsheiði og átta göng önnur. Byggja á flugstöð á Reykjavíkurflugvelli og ljúka við stækkun flugstöðvar á Akureyri. Þá á að útrýma einbreiðum brúm á helstu vegum á næstu 15 árum, en þær eru 80. Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra um nýja samgönguáætlun, Ragnhildur Thorlacius tók saman. Fæðuöryggi er stefnt í hættu og heimsmarkaðsverð á matvælum á eftir að hækka vegna stíflunnar sem eyðilagðist í Úkraínu í síðustu viku, að mati sérfræðings Sameinuðu þjóðanna. Ásgeir Tómasson fjallar um málið. Fjársýsla ríkisins tilkynnti í fyrra að launahækkun 260 kjörinna fulltrúa og embættismanna hefði verið meiri en efni stóðu til, þar sem stuðst hafi verið við rangt viðmið er hún var reiknuð út. Fjársýslan ákvað þá að lækka laun þessa hóps, afturvirkt, sem nam reikningsskekkjunni. Dómarar eru ósáttir við þetta. Einn þeirra fór í mál við ríkið með stuðningi Dómarafélagsins og því eru allir dómarar vanhæfir til að dæma í málinu. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Kristbjörgu Stephensen, formann Dómarafélags Íslands, um þessa óvenjulegu st
6/13/20230
Episode Artwork

Netárásir, Úkraína, bensínverð, samgönguáætlun og málaferli dómara

Spegillinn 13. júní 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstjóri netöryggissveitarinnar Certis telur líklegt að lokun sendiráðs Íslands í Moskvu sé ein ástæða þess að netárásir voru gerðar á opinbera stjórnsýslu og Alþingi í dag. Rætt við Guðmund og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur innviðaráðherra. Sólveig Klara Ragnarsdóttir tók saman. Utanríkisráðherra Dana segir mikilvægt að loka ekki á samskipti við Rússa, þó stríðsrekstur þeirra í Úkraínu sé óforsvaranlegur. Mikilvægt sé að norrænu löndin standi saman. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað um 40 prósent á tólf mánuðum. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að lækkunin skili sér ekki að fullu til íslenskra neytenda. Benedikt Sigurðsson ræddi við Runólf Ólafsson. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir að nýlegar lagabreytingar sem heimila stærri fiskiskipum að veiða nær landi en áður geti haft neikvæð áhrif á hrygningarslóðir þorsks. Höskuldur Kári Schram ræddi við Örn. Laxveiðisumarið fer vel af stað og veiðileyfi í bestu laxveiðiánum eru uppseld. Ágúst Ólafsson ræddi við Jón Helga Björnsson, formann Landssambands veiðifélaga, sem er ánægður með upphafsdagana. --------- Minnst ein jarðgöng verða ávallt í byggingu næstu áratugi, gangi samgönguáætlun eftir, þar á meðal ný Hvalfjarðargöng, göng undir Öxnadalsheiði og átta göng önnur. Byggja á flugstöð á Reykjavíkurflugvelli og ljúka við stækkun flugstöðvar á Akureyri. Þá á að útrýma einbreiðum brúm á helstu vegum á næstu 15 árum, en þær eru 80. Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra um nýja samgönguáætlun, Ragnhildur Thorlacius tók saman. Fæðuöryggi er stefnt í hættu og heimsmarkaðsverð á matvælum á eftir að hækka vegna stíflunnar sem eyðilagðist í Úkraínu í síðustu viku, að mati sérfræðings Sameinuðu þjóðanna. Ásgeir Tómasson fjallar um málið. Fjársýsla ríkisins tilkynnti í fyrra að launahækkun 260 kjörinna fulltrúa og embættismanna hefði verið meiri en efni stóðu til, þar sem stuðst hafi verið við rangt viðmið er hún var reiknuð út. Fjársýslan ákvað þá að lækka laun þessa hóps, afturvirkt, sem nam reikningsskekkjunni. Dómarar eru ósáttir við þetta. Einn þeirra fór í mál við ríkið með stuðningi Dómarafélagsins og því eru allir dómarar vanhæfir til að dæma í málinu. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Kristbjörgu Stephensen, formann Dómarafélags Íslands, um þessa óvenjulegu st
6/13/20239 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Hryðjuverkamál, Davíð minnist Berlusconi, veggjalús tekur sér bólfestu

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik kemur ítrekað fyrir í samskiptum mannanna tveggja sem grunaðir eru um að skipuleggja hryðjuverk hér á landi. Áður óbirt samskipti mannanna koma fram í nýrri ákæru sem var tekin fyrir í héraðsdómi í morgun. Tvímenningarnir neita sök. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars mannsins gagnrýndi fyrri ákæru fyrir að vera óskýra og þótt þessi sé skýrari finnst honum enn vanta upp á. Alexander Kristjánsson sagði frá. Formaður borgarráðs, Einar Þorsteinsson, gerir ekki ráð fyrir að kjörnir fulltrúar borgarinnar fái hærri krónutöluhækkun á launum en samið var um á almenna markaðinum. Að óbreyttu eiga laun margra kjörinna fulltrúa sveitarstjórna að hækka, samkvæmt launavísitölu, um næstu mánaðamót. Benedikt Sigurðsson sagði frá. Á sama tíma og níu kjaradeilur eru á borði ríkissáttasemjara er undirbúin gerð stórra samninga sem losna á næsta ári. Sigríður Þuríður Runólfsdóttir ræddi við Ragnar Þór Ingólfsson og Önnu Hrefnu Ingimundardóttur. Tilkynnt verður um framlag Íslands til mannúðarmála til flóttafólks í Sýrlandi og víðar á árlegri áheitaráðstefnu ESB í vikunni. Björn Malmquist sagði frá. Veggjalús hefur tekið sér bólfestu í íslenskum rúmum. Rætt er við Steinar Smára Guðbergsson meindýraeyði. Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu var sæmdur Michelin-stjörnu í dag . Agnar Sverrisson, yfirkokkur á veitingastaðnum, segist enn vera að melta fréttirnar. Mun fleiri hafa skráð eignir sínar í ferðamannaleigu nú en undanfarin ár. Auka á eftirlit með heimagistingu og leyfa sveitarfélögum að takmarka hana. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Sigríði Kristinsdóttur sýslumann á höfuðborgarsvæðinu. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, minnist Silvios Berlusonis með hlýju. Þeim var vel til vina um tuttugu ára skeið. Berlusconi hefur víða verið minnst í dag sem litríks en umdeilds stjórnmálamanns. Arnar Björnsson ræddi við Davíð Oddsson. Ásgeir Tómasson tók saman. Vísindafólk hjá Íslenskri erfðagreiningu fann á dögunum fyrstu erfðabreytuna í genamengi mannsins, sem vitað er til að hafi áhrif á tónhæð mannsraddarinnar Ævar Örn Jósepsson ræddi við Kára Stefánsson og Rósu S. Gísladóttur, dósent í málvísindum við HÍ. Leikinn var söngur bræðranna Þorsteins og Ásgeirs Trausta Einarssona. Umsjón hafði Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússon. Margrét Júlía Ingimarsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
6/12/20230
Episode Artwork

Hryðjuverkamál, Davíð minnist Berlusconi, veggjalús tekur sér bólfestu

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik kemur ítrekað fyrir í samskiptum mannanna tveggja sem grunaðir eru um að skipuleggja hryðjuverk hér á landi. Áður óbirt samskipti mannanna koma fram í nýrri ákæru sem var tekin fyrir í héraðsdómi í morgun. Tvímenningarnir neita sök. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars mannsins gagnrýndi fyrri ákæru fyrir að vera óskýra og þótt þessi sé skýrari finnst honum enn vanta upp á. Alexander Kristjánsson sagði frá. Formaður borgarráðs, Einar Þorsteinsson, gerir ekki ráð fyrir að kjörnir fulltrúar borgarinnar fái hærri krónutöluhækkun á launum en samið var um á almenna markaðinum. Að óbreyttu eiga laun margra kjörinna fulltrúa sveitarstjórna að hækka, samkvæmt launavísitölu, um næstu mánaðamót. Benedikt Sigurðsson sagði frá. Á sama tíma og níu kjaradeilur eru á borði ríkissáttasemjara er undirbúin gerð stórra samninga sem losna á næsta ári. Sigríður Þuríður Runólfsdóttir ræddi við Ragnar Þór Ingólfsson og Önnu Hrefnu Ingimundardóttur. Tilkynnt verður um framlag Íslands til mannúðarmála til flóttafólks í Sýrlandi og víðar á árlegri áheitaráðstefnu ESB í vikunni. Björn Malmquist sagði frá. Veggjalús hefur tekið sér bólfestu í íslenskum rúmum. Rætt er við Steinar Smára Guðbergsson meindýraeyði. Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu var sæmdur Michelin-stjörnu í dag . Agnar Sverrisson, yfirkokkur á veitingastaðnum, segist enn vera að melta fréttirnar. Mun fleiri hafa skráð eignir sínar í ferðamannaleigu nú en undanfarin ár. Auka á eftirlit með heimagistingu og leyfa sveitarfélögum að takmarka hana. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Sigríði Kristinsdóttur sýslumann á höfuðborgarsvæðinu. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, minnist Silvios Berlusonis með hlýju. Þeim var vel til vina um tuttugu ára skeið. Berlusconi hefur víða verið minnst í dag sem litríks en umdeilds stjórnmálamanns. Arnar Björnsson ræddi við Davíð Oddsson. Ásgeir Tómasson tók saman. Vísindafólk hjá Íslenskri erfðagreiningu fann á dögunum fyrstu erfðabreytuna í genamengi mannsins, sem vitað er til að hafi áhrif á tónhæð mannsraddarinnar Ævar Örn Jósepsson ræddi við Kára Stefánsson og Rósu S. Gísladóttur, dósent í málvísindum við HÍ. Leikinn var söngur bræðranna Þorsteins og Ásgeirs Trausta Einarssona. Umsjón hafði Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússon. Margrét Júlía Ingimarsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
6/12/20239 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Þorskstofninn vex hægt, MS hissa á brenndum fernum, Trump ákærður

Spegillinn 9. Júní 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Nýliðun er slök í mjög mörgum sjávarnyjategundum, segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Þorskstofninn er þó hægt vaxandi og ýsustofninn stendur vel. Benedikt Sigurðsson talaði við hann. Margrét Gísladóttir, talsmaður Mjólkursamsölunnar, segir að fréttir af óendurunnum fernum hafa komið sér á óvart. Fyrirtækið harmi mjög hvernig fór og að þau hafi treyst verkferlum. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps fer fram á við Skipulagsstofnun að fresta ákvörðun um landnotkun vegna uppsetningar vindorkugarðs í Búrfellslundi um allt að 10 ár. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri segir nærumhverfið ekki njóta ávinnings af virkjuninni. Sigrún Þuríður Runólfsdóttir talaði við hann. Stríðandi fylkingar í Súdan hafa samþykkt sólarhrings vopnahlé frá og með morgundeginum. Ástandið í landinu er slæmt og farið að bera á skorti á aðföngum í höfuðborginni Khartoum og í Darfur-héraði. Ástrós Signýardóttir sagði frá. Héraðssaksóknari hefur fellt niður kæru á hendur Vítalíu Lazarevu. Hún var sökuð um að hafa reynt að kúga fé út úr þeim Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kemur fyrir alríkisdómstól í Flórída þar sem honum verður birt ákæra. Hún hefur enn ekki verið opinberuð en er sögð vera í sjö liðum, þar á meðal um brot á lögum um njósnir. Ásgeir Tómasson sagði frá. Það stórsér á trjám og garðagróðri á Suðvesturlandi eftir kaldan og hretviðrasaman maí. Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur telur þó ótímabært að fella þau tré sem verst urðu úti. Ævar Örn Jósepsson ræddi við hann.
6/9/20230
Episode Artwork

Þorskstofninn vex hægt, MS hissa á brenndum fernum, Trump ákærður

Spegillinn 9. Júní 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Nýliðun er slök í mjög mörgum sjávarnyjategundum, segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Þorskstofninn er þó hægt vaxandi og ýsustofninn stendur vel. Benedikt Sigurðsson talaði við hann. Margrét Gísladóttir, talsmaður Mjólkursamsölunnar, segir að fréttir af óendurunnum fernum hafa komið sér á óvart. Fyrirtækið harmi mjög hvernig fór og að þau hafi treyst verkferlum. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps fer fram á við Skipulagsstofnun að fresta ákvörðun um landnotkun vegna uppsetningar vindorkugarðs í Búrfellslundi um allt að 10 ár. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri segir nærumhverfið ekki njóta ávinnings af virkjuninni. Sigrún Þuríður Runólfsdóttir talaði við hann. Stríðandi fylkingar í Súdan hafa samþykkt sólarhrings vopnahlé frá og með morgundeginum. Ástandið í landinu er slæmt og farið að bera á skorti á aðföngum í höfuðborginni Khartoum og í Darfur-héraði. Ástrós Signýardóttir sagði frá. Héraðssaksóknari hefur fellt niður kæru á hendur Vítalíu Lazarevu. Hún var sökuð um að hafa reynt að kúga fé út úr þeim Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kemur fyrir alríkisdómstól í Flórída þar sem honum verður birt ákæra. Hún hefur enn ekki verið opinberuð en er sögð vera í sjö liðum, þar á meðal um brot á lögum um njósnir. Ásgeir Tómasson sagði frá. Það stórsér á trjám og garðagróðri á Suðvesturlandi eftir kaldan og hretviðrasaman maí. Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur telur þó ótímabært að fella þau tré sem verst urðu úti. Ævar Örn Jósepsson ræddi við hann.
6/9/20239 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

NOVIS í vanda, strandveiðar í uppnámi, flóttafólk og hamfarahlýnun

Spegillinn 8. júní 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Hermannsdóttir Um fimm þúsund og sex hundruð Íslendingar eru með samning við vátryggingafélagið NOVIS í Slóvakíu. Farið verður fram á það fyrir slóvenskum dómstólum að félaginu verði skipuð slitastjórn. Benedikt Sigurðsson segir frá. Kunnugleg staða er komin upp í strandveiðum og útlit fyrir að leyfilegur heildarafli dugi ekki til að ljúka tímabilinu. Ágúst Ólafsson ræddi við Örn Pálsson, talsmann smábátaeigenda. Reyna á til þrautar að ná samkomulagi um samræmda stefnu Evrópusambandsins í málefnum hælisleitenda, á fundi dómsmála- og innanríkisráðherra sambandsins. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ segir af og frá að verkalýðshreyfingin sé ábyrg fyrir mikilli verðbólgu og vísar gagnrýni seðlabankastjóra til föðurhúsanna. Börn í Brúarásskóla sem töpuðu næstum 700 þúsund króna ferðasjóði þegar Niceair hætti starfsemi fengu óvænta styrki og skaðann bættan að mestu. Rúnar Snær Reynisson ræðir við Ásgrím Inga Arngrímsson skólasatjóra. --- Reynt er til þrautar að ná samkomulagi um samræmda stefnu Evrópusambandsins í málefnum hælisleitenda, á fundi dómsmála- og innanríkisráðherra aðildaríkja ESB í Luxemborg. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram ganga út á að öll ESB ríkin séu skyldug til að leggja sitt af mörkum, en að einstök ríki geti keypt sig frá því að taka á móti flóttafólki. Svíar, sem nú fara með formennsku í ráðherraráði ESB, hafa lagt mikla áherslu á að komast að niðurstöðu í dag, en málið er umdeild og samningum um það var ekki lokið þegar ráðherrafundurinn hófst í morgun. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Björn Malmquist, fréttaritara RÚV í Brussel. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir og formaður Félags lækna gegn umhverfisvá, segir yfirstandandi hlýnun Jarðar af mannavöldum - það sé vísindaleg staðreynd sem ekki þurfi að ræða frekar. Þess í stað þurfi að grípa til tafarlausra aðgerða, ef forða eigi mannkyninu frá mestu hörmungum sem yfir það hafa dunið. Í grein sinni á vef Landverndar segir hann það álit margra lækna að ef lífríki Jarðar væri sjúklingur yrði hann metinn í bráðri lífshættu, myndi þurfa róttækar aðgerðir með innlögn á gjörgæslu í afeitrun og kröftuga meðferð. En í hverju ætti sú meðferð að felast? Viðvörun vegna loftmengunar er í gildi í tuttugu ríkjum í Bandaríkjunum, allt frá Missouri í vestri til Massachusetts í austri og Virginíu í suðri. Hún hefur í dag verið einna svæsnust í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Menguninni valda hundruð gróður- og skógarelda í Kanada,
6/8/20230
Episode Artwork

NOVIS í vanda, strandveiðar í uppnámi, flóttafólk og hamfarahlýnun

Spegillinn 8. júní 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Hermannsdóttir Um fimm þúsund og sex hundruð Íslendingar eru með samning við vátryggingafélagið NOVIS í Slóvakíu. Farið verður fram á það fyrir slóvenskum dómstólum að félaginu verði skipuð slitastjórn. Benedikt Sigurðsson segir frá. Kunnugleg staða er komin upp í strandveiðum og útlit fyrir að leyfilegur heildarafli dugi ekki til að ljúka tímabilinu. Ágúst Ólafsson ræddi við Örn Pálsson, talsmann smábátaeigenda. Reyna á til þrautar að ná samkomulagi um samræmda stefnu Evrópusambandsins í málefnum hælisleitenda, á fundi dómsmála- og innanríkisráðherra sambandsins. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ segir af og frá að verkalýðshreyfingin sé ábyrg fyrir mikilli verðbólgu og vísar gagnrýni seðlabankastjóra til föðurhúsanna. Börn í Brúarásskóla sem töpuðu næstum 700 þúsund króna ferðasjóði þegar Niceair hætti starfsemi fengu óvænta styrki og skaðann bættan að mestu. Rúnar Snær Reynisson ræðir við Ásgrím Inga Arngrímsson skólasatjóra. --- Reynt er til þrautar að ná samkomulagi um samræmda stefnu Evrópusambandsins í málefnum hælisleitenda, á fundi dómsmála- og innanríkisráðherra aðildaríkja ESB í Luxemborg. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram ganga út á að öll ESB ríkin séu skyldug til að leggja sitt af mörkum, en að einstök ríki geti keypt sig frá því að taka á móti flóttafólki. Svíar, sem nú fara með formennsku í ráðherraráði ESB, hafa lagt mikla áherslu á að komast að niðurstöðu í dag, en málið er umdeild og samningum um það var ekki lokið þegar ráðherrafundurinn hófst í morgun. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Björn Malmquist, fréttaritara RÚV í Brussel. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir og formaður Félags lækna gegn umhverfisvá, segir yfirstandandi hlýnun Jarðar af mannavöldum - það sé vísindaleg staðreynd sem ekki þurfi að ræða frekar. Þess í stað þurfi að grípa til tafarlausra aðgerða, ef forða eigi mannkyninu frá mestu hörmungum sem yfir það hafa dunið. Í grein sinni á vef Landverndar segir hann það álit margra lækna að ef lífríki Jarðar væri sjúklingur yrði hann metinn í bráðri lífshættu, myndi þurfa róttækar aðgerðir með innlögn á gjörgæslu í afeitrun og kröftuga meðferð. En í hverju ætti sú meðferð að felast? Viðvörun vegna loftmengunar er í gildi í tuttugu ríkjum í Bandaríkjunum, allt frá Missouri í vestri til Massachusetts í austri og Virginíu í suðri. Hún hefur í dag verið einna svæsnust í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Menguninni valda hundruð gróður- og skógarelda í Kanada,
6/8/20239 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Kennurum hótað og seðlabankastjóri um verðbólgu og lán

Spegillinn, 7. júní 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Foreldrar ganga oft mjög hart fram gagnvart kennurum ef börn þeirra fá ekki einkunnir sem duga til inngöngu í vinsælustu framhaldsskólana; leita jafnvel til lögfræðinga. Anna Lilja Þórisdótti ræddi við Valdimar Víðisson, skólastjóra í Öldutúnsskóla í Hafnarfiðri. Um áttatíu vörur eru í svokallaðri Verðgátt, sem opnuð var á netinu í dag. Þar getur fólk getur fylgst með matvöruverði í þremur stærstu verslunum landsins. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá og talaði við Magnús Sigurbjörnsson hjá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Akstur verður bannaður í göngugötunni á Akureyri næsta sumar. Árum saman hefur verið tekist á um bílaumferð á um tæplega 200 metra stubb af Hafnarstræti. Ari Páll Karlsson tók saman og ræddi við Hildu Jönu Gísladóttur (S) bæjarfulltrúa. Vísindamenn í Noregi hafa hætt rannsókn á heyrn hvala -- eftir að einn hvalanna drukknaði. Alexander Kristjánsson gerði pistilinn. Búast má við talsverðri úrkomu á landinu öllu í kvöld og nótt. Drjúg rigning verður á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum. Ástrós Signýjardóttir tók saman og ræddi við Óla Þór Árnason. ------- Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að atvinnurekendur geti ekki vikið sér undan ábyrgð á kjarasamningum. Þeir verði að gera samninga sem þeir geti staðið við án þess að velta hækkunum beint út í verðlag. Benedikt Sigurðsson ræddi við hann. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman . Flugfarþegar sem eiga leið um Heathrow flugvöll í Lundúnum um helgar í sumar mega búast við töfum og truflunum vegna verkfalls öryggisvarða. Þeir leggja niður störf í samtals þrjátíu og einn sólarhring. Ásgeir Tómasson tók saman. Wayne King, svæðisstjóri Unite stéttarfélags öryggisvarðanna, félagsins, Simon Calder, sérfræðingur í ferðamálum. Á fimmtán árum um 21 þúsund komið til VIRK vegna heilsubrests sem gerir þeim erfitt að ráða við vinnu. Sumir koma oftar en einu sinni en flestum hefur tekist að komast aftur til starfa. Umsækjendum hefur fjölgað stöðugt segir Vigdís Jónsdóttir forstjóri starfsendurhæfingarsjóðsins. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hana.
6/7/20230
Episode Artwork

Kennurum hótað og seðlabankastjóri um verðbólgu og lán

Spegillinn, 7. júní 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Foreldrar ganga oft mjög hart fram gagnvart kennurum ef börn þeirra fá ekki einkunnir sem duga til inngöngu í vinsælustu framhaldsskólana; leita jafnvel til lögfræðinga. Anna Lilja Þórisdótti ræddi við Valdimar Víðisson, skólastjóra í Öldutúnsskóla í Hafnarfiðri. Um áttatíu vörur eru í svokallaðri Verðgátt, sem opnuð var á netinu í dag. Þar getur fólk getur fylgst með matvöruverði í þremur stærstu verslunum landsins. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá og talaði við Magnús Sigurbjörnsson hjá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Akstur verður bannaður í göngugötunni á Akureyri næsta sumar. Árum saman hefur verið tekist á um bílaumferð á um tæplega 200 metra stubb af Hafnarstræti. Ari Páll Karlsson tók saman og ræddi við Hildu Jönu Gísladóttur (S) bæjarfulltrúa. Vísindamenn í Noregi hafa hætt rannsókn á heyrn hvala -- eftir að einn hvalanna drukknaði. Alexander Kristjánsson gerði pistilinn. Búast má við talsverðri úrkomu á landinu öllu í kvöld og nótt. Drjúg rigning verður á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum. Ástrós Signýjardóttir tók saman og ræddi við Óla Þór Árnason. ------- Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að atvinnurekendur geti ekki vikið sér undan ábyrgð á kjarasamningum. Þeir verði að gera samninga sem þeir geti staðið við án þess að velta hækkunum beint út í verðlag. Benedikt Sigurðsson ræddi við hann. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman . Flugfarþegar sem eiga leið um Heathrow flugvöll í Lundúnum um helgar í sumar mega búast við töfum og truflunum vegna verkfalls öryggisvarða. Þeir leggja niður störf í samtals þrjátíu og einn sólarhring. Ásgeir Tómasson tók saman. Wayne King, svæðisstjóri Unite stéttarfélags öryggisvarðanna, félagsins, Simon Calder, sérfræðingur í ferðamálum. Á fimmtán árum um 21 þúsund komið til VIRK vegna heilsubrests sem gerir þeim erfitt að ráða við vinnu. Sumir koma oftar en einu sinni en flestum hefur tekist að komast aftur til starfa. Umsækjendum hefur fjölgað stöðugt segir Vigdís Jónsdóttir forstjóri starfsendurhæfingarsjóðsins. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hana.
6/7/202330 minutes
Episode Artwork

Milljarðadómur í makrílmáli og eyðilegging Kakhovka-stíflunnar

Spegillinn 6. júní 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kári Guðmundsson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur útgerðarfélögum um hálfan milljarð hvoru í bætur úthlutunar makrílheimilda á árunum 2011 til 18. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra vill áfrýja dómnum. Ráðamenn víða um heim hafa fordæmt eyðileggingu Kakhovka-stíflunnar í Úkraínu. Ástrós Signýjardóttir tók saman. Heyrist í Volodymyr Zelenskí forseta Úkraínu og Antonio Guterres framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verði samþykkt óbreytt. Málið var afgreitt úr nefndinni í dag. Jóhann Páll Jóhannsson (S) sakar ríkisstjórnina um að blekkja almenning. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) um sýndarmennsku. Náttúrufræðistofnun rannsakar fjöldadauða fugla á Vesturlandi og Suðvesturhorninu. Ekki liggur fyrir hvað dró fuglana til dauða en veður hafa verið óvenjuvond segir Sunna Björk Ragnarsdóttir, sviðsstjóri rannsókna og vöktunar hjá Náttúrufræðistofnun, Ísak Regal talaði við hana. Íslensk erfðagreining rannsakar erfðaefni úr beinum Páls Jónssonar biskups sem lést snemma á 13. öld. Kista hans var opnuð í Skálholtskirkju í morgun. Anna Lilja Þórisdóttir talaði við Kristin Björnsson vígslubiskup og Joe Wallace Walser sérfræðing í mannabeinum á Þjóðminjasafni Íslands. --------- Vatn úr uppistöðulóni við Kakhovka-stífluna í suðurhluta Úkraínu fossar óheft niður Dnipro-fljót eftir að hún var sprengd í nótt. Raforkuver í bænum Nova Kakhovka eyðilagðist og stíflan er sögð gjörónýt. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Tymofiy Mylovanov, ráðgjafa Úkraínustjórnar, Vitaly Shevchenko, fréttamanni, Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu, Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATÓ. Samtök atvinnulífsins telja of mikla áherslu lagða á tekjuöflun ríkissjóðs umfram útgjaldahliðina í aðgerðum sem eiga að slá á verðbólgu. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.
6/6/20230
Episode Artwork

Milljarðadómur í makrílmáli og eyðilegging Kakhovka-stíflunnar

Spegillinn 6. júní 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kári Guðmundsson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur útgerðarfélögum um hálfan milljarð hvoru í bætur úthlutunar makrílheimilda á árunum 2011 til 18. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra vill áfrýja dómnum. Ráðamenn víða um heim hafa fordæmt eyðileggingu Kakhovka-stíflunnar í Úkraínu. Ástrós Signýjardóttir tók saman. Heyrist í Volodymyr Zelenskí forseta Úkraínu og Antonio Guterres framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verði samþykkt óbreytt. Málið var afgreitt úr nefndinni í dag. Jóhann Páll Jóhannsson (S) sakar ríkisstjórnina um að blekkja almenning. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) um sýndarmennsku. Náttúrufræðistofnun rannsakar fjöldadauða fugla á Vesturlandi og Suðvesturhorninu. Ekki liggur fyrir hvað dró fuglana til dauða en veður hafa verið óvenjuvond segir Sunna Björk Ragnarsdóttir, sviðsstjóri rannsókna og vöktunar hjá Náttúrufræðistofnun, Ísak Regal talaði við hana. Íslensk erfðagreining rannsakar erfðaefni úr beinum Páls Jónssonar biskups sem lést snemma á 13. öld. Kista hans var opnuð í Skálholtskirkju í morgun. Anna Lilja Þórisdóttir talaði við Kristin Björnsson vígslubiskup og Joe Wallace Walser sérfræðing í mannabeinum á Þjóðminjasafni Íslands. --------- Vatn úr uppistöðulóni við Kakhovka-stífluna í suðurhluta Úkraínu fossar óheft niður Dnipro-fljót eftir að hún var sprengd í nótt. Raforkuver í bænum Nova Kakhovka eyðilagðist og stíflan er sögð gjörónýt. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Tymofiy Mylovanov, ráðgjafa Úkraínustjórnar, Vitaly Shevchenko, fréttamanni, Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu, Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATÓ. Samtök atvinnulífsins telja of mikla áherslu lagða á tekjuöflun ríkissjóðs umfram útgjaldahliðina í aðgerðum sem eiga að slá á verðbólgu. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.
6/6/202310 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Verðbólguaðgerðir stjórnvalda, viðbrögð ASÍ, Háskólabíó fyrir bí

Spegillinn 5. júní 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir sem ætlað er að slá á verðbólguna. Farið er yfir helstu aðgerðirnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að samstaða hafi verið í ríkisstjórn um að skerða launahækkun æðstu ráðamanna um næstu mánaðamót. Hún telur aðgerðir ríkisstjórnar skýr skilaboð sem eigi að hafa áhrif til að minnka verðbólgu, en það eigi eftir að koma í ljós hvenær þeirra muni gæta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það standa upp úr í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu, að bæta eigi afkomu ríkissjóðs um 36 milljarða og minnka launahækkun æðstu ráðamanna. Borgaralaun gætu verið greidd út á Englandi í fyrsta sinn á næstunni. Þrjátíu manns í tveimur landshlutum fá þá borgað sextán hundruð pund á mánuði í tvö ár, eða tæpar 280 þúsund íslenskar krónur. Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri afhentu sjúkrahúsinu í dag hryggsjá að verðmæti fjörutíu milljóna króna. Söfnun fyrir gjöfinni er stærsta verkefni hollvinasamtakanna til þessa. Rúmlega 60 ára sögu bíósýninga í Háskólabíói lýkur um mánaðamótin júní-júlí. --- Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti fyrir stundu aðgerðir sem ætlað er að slá á verðbólguna, sem er 9,5 prósent og hefur verið um og yfir 9 prósentum í að verða heilt ár, og yfir fimm prósentum frá því í desember 2021. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er tvöföldun stofnframlaga til uppbyggingar leiguíbúða og hækkun framlaga til hlutdeildarlána, framlagning frumvarps um stofnun svokallaðs þjóðarsjóðs (sem á að auka áfallaþol ríkissjóðs), bæting á afkomu ríkisins hækkun lífeyris almannatrygginga og frítekjumarks húsnæðisbóta leigjenda, hvort tveggja um 2,5 prósent, og fleira. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Finnboga A. Hermannsson, forseta ASÍ um boðaðar aðgerðir. Danskir fjölmiðlar eru þessa dagana uppfullir af vangaveltum um hvort Mette Frederiksen forsætisráðherra verði næsti framkvæmdastjóri NATO ef og þegar Jens Stoltenbergs hættir í lok september. Nokkrir þjóðarleiðtogar hafa mælt með því að hún fái stöðuna. Þeirra á meðal er Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. Ásgeir Tómasson fjallar um málið. Í vetur þótti tíðindum sæta að ríkisstjórn Noregs beygði sig fyrir þeim rökum ungra Sama að það sem hæstiréttur dæmdi ólöglegt væri ólöglegt. Þetta fjallaði um vindmyllur sem reistar voru í óleyfi á beitilöndum Sama.
6/5/20230
Episode Artwork

Verðbólguaðgerðir stjórnvalda, viðbrögð ASÍ, Háskólabíó fyrir bí

Spegillinn 5. júní 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir sem ætlað er að slá á verðbólguna. Farið er yfir helstu aðgerðirnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að samstaða hafi verið í ríkisstjórn um að skerða launahækkun æðstu ráðamanna um næstu mánaðamót. Hún telur aðgerðir ríkisstjórnar skýr skilaboð sem eigi að hafa áhrif til að minnka verðbólgu, en það eigi eftir að koma í ljós hvenær þeirra muni gæta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það standa upp úr í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu, að bæta eigi afkomu ríkissjóðs um 36 milljarða og minnka launahækkun æðstu ráðamanna. Borgaralaun gætu verið greidd út á Englandi í fyrsta sinn á næstunni. Þrjátíu manns í tveimur landshlutum fá þá borgað sextán hundruð pund á mánuði í tvö ár, eða tæpar 280 þúsund íslenskar krónur. Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri afhentu sjúkrahúsinu í dag hryggsjá að verðmæti fjörutíu milljóna króna. Söfnun fyrir gjöfinni er stærsta verkefni hollvinasamtakanna til þessa. Rúmlega 60 ára sögu bíósýninga í Háskólabíói lýkur um mánaðamótin júní-júlí. --- Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti fyrir stundu aðgerðir sem ætlað er að slá á verðbólguna, sem er 9,5 prósent og hefur verið um og yfir 9 prósentum í að verða heilt ár, og yfir fimm prósentum frá því í desember 2021. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er tvöföldun stofnframlaga til uppbyggingar leiguíbúða og hækkun framlaga til hlutdeildarlána, framlagning frumvarps um stofnun svokallaðs þjóðarsjóðs (sem á að auka áfallaþol ríkissjóðs), bæting á afkomu ríkisins hækkun lífeyris almannatrygginga og frítekjumarks húsnæðisbóta leigjenda, hvort tveggja um 2,5 prósent, og fleira. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Finnboga A. Hermannsson, forseta ASÍ um boðaðar aðgerðir. Danskir fjölmiðlar eru þessa dagana uppfullir af vangaveltum um hvort Mette Frederiksen forsætisráðherra verði næsti framkvæmdastjóri NATO ef og þegar Jens Stoltenbergs hættir í lok september. Nokkrir þjóðarleiðtogar hafa mælt með því að hún fái stöðuna. Þeirra á meðal er Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. Ásgeir Tómasson fjallar um málið. Í vetur þótti tíðindum sæta að ríkisstjórn Noregs beygði sig fyrir þeim rökum ungra Sama að það sem hæstiréttur dæmdi ólöglegt væri ólöglegt. Þetta fjallaði um vindmyllur sem reistar voru í óleyfi á beitilöndum Sama.
6/5/20239 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Vopnakaup ríkislögreglustjóra, reiðufé, lestarslys á Indlandi

Spegillinn 2. Júní 2013 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Ríkislögreglustjóri keypti skotvopn og skotfæri fyrir 185 milljónir króna vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins. Annar búnaður kostaði 150 milljónir til viðbótar. Benedikt Sigurðsson ræddi við Runólf Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjón. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir jákvætt að færri noti reiðufé í viðskiptum sínum þó hann vilji ekki að notkun þess leggist alfarið af. Hins vegar eigi það eftir að gerast einn daginn og annað taka við. Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við hann. Óttast er að tugir hafi látist í lestarslysi á Indlandi í dag. Minnst tvö hundruð slösuðust. Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir karlmanni vegna rannsóknar á andláti konu á Selfossi í apríl. Starfshópur á vegum félagsmálaráðherra vill að skoðað verði hvort tilefni sé til þess að láta eltihrella og þá sem ítrekað hafa rofið nálgunarbann til að sæta rafrænu eftirliti. Starfshópurinn telur þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis ómarkvissa. Valur Grettisson sagði frá. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir félaga Rafiðnaðarsambandsins sem starfa hjá Landsneti hefst í næstu viku. Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir verður í eldlínunni með þýska liðinu Wolfsburg sem mætir Barcelona í úrslitaleik meistaradeildarinnar í fótbolta á morgun. Sveindís segir að pressan sé öll á Barcelona og að hún ætli að njóta þess að spila á stærsta sviðinu. Björn Malmquist talaði við hana. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vonast til þess að afkoma ríkissjóðs á þessu ári verði betri en fram kom í fyrri efnahagsspám. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við hann. Atlantshafsbandlagið eykur þrýsting á Tyrki að hleypa Svíum í Evrópusambandið. Ásgeir Tómasson sagði frá. Þverfaglegur starfshópur starfar á vegum Umhverfisstofnunar með það að leiðarljósi að veita faglega ráðgjöf um áhrif umhverfis á heilsu fólks. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Ragnhildi Guðrúnu Finnbjörnsdóttur, verkefnisstjóra hópsins.
6/2/20230
Episode Artwork

Vopnakaup ríkislögreglustjóra, reiðufé, lestarslys á Indlandi

Spegillinn 2. Júní 2013 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Ríkislögreglustjóri keypti skotvopn og skotfæri fyrir 185 milljónir króna vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins. Annar búnaður kostaði 150 milljónir til viðbótar. Benedikt Sigurðsson ræddi við Runólf Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjón. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir jákvætt að færri noti reiðufé í viðskiptum sínum þó hann vilji ekki að notkun þess leggist alfarið af. Hins vegar eigi það eftir að gerast einn daginn og annað taka við. Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við hann. Óttast er að tugir hafi látist í lestarslysi á Indlandi í dag. Minnst tvö hundruð slösuðust. Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir karlmanni vegna rannsóknar á andláti konu á Selfossi í apríl. Starfshópur á vegum félagsmálaráðherra vill að skoðað verði hvort tilefni sé til þess að láta eltihrella og þá sem ítrekað hafa rofið nálgunarbann til að sæta rafrænu eftirliti. Starfshópurinn telur þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis ómarkvissa. Valur Grettisson sagði frá. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir félaga Rafiðnaðarsambandsins sem starfa hjá Landsneti hefst í næstu viku. Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir verður í eldlínunni með þýska liðinu Wolfsburg sem mætir Barcelona í úrslitaleik meistaradeildarinnar í fótbolta á morgun. Sveindís segir að pressan sé öll á Barcelona og að hún ætli að njóta þess að spila á stærsta sviðinu. Björn Malmquist talaði við hana. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vonast til þess að afkoma ríkissjóðs á þessu ári verði betri en fram kom í fyrri efnahagsspám. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við hann. Atlantshafsbandlagið eykur þrýsting á Tyrki að hleypa Svíum í Evrópusambandið. Ásgeir Tómasson sagði frá. Þverfaglegur starfshópur starfar á vegum Umhverfisstofnunar með það að leiðarljósi að veita faglega ráðgjöf um áhrif umhverfis á heilsu fólks. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Ragnhildi Guðrúnu Finnbjörnsdóttur, verkefnisstjóra hópsins.
6/2/20239 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Kjaraviðræður, þjóðarpúls, fugladauði, verðbólga og garðyrkjubúskapur

Spegillinn 01.06.2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórnandi fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Samningafundur í deilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga - viðræður ganga vel Margar tilkynningar hafa borist Matvælastofnun um dauða fugla víðs vegar um landið að undanförnu. Niðurstöður greiningar sýna að það var ekki fuglaflensa sem dró þá til dauða, nema í einu tilfelli. Samfylkingin mælist stærst flokka í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en fylgi hennar hefur nær þrefaldast frá síðustu kosningum. Fylgi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs dregst enn saman. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu stefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum á Alþingi í dag. Þeir segja andlátum fara fjölgandi og að vanlíðan sé að aukast. Ekkert lát er á skógareldum í Kanada sem stjórnvöld segja þá mestu í sögu landsins Garðyrkjubændur segja þörf á auknum stuðningi við greinina ef ná eigi markmiðum stjórnvalda um aukna grænmetisframleiðslu á næstu árum. Bílasala var 15 prósentum meiri í maí en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir verðbólgu og vaxtahækkanir. ---- Það er forgangsatriði að lækka vexti og draga úr verðbólgu, segir yfirhagfræðingur ASÍ. Hann segir ekki hægt að skella skuldinni á launafólk og samtök þeirra, stjórnvöld og fyrirtæki landsins verði að leggja sitt af mörkum. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Róbert Farestveit. Garðyrkjubændur segja þörf á auknum stuðningi við greinina ef ná eigi markmiðum stjórnvalda um aukna grænmetisframleiðslu á næstu árum. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir marga vonsvikna með búvörusamningsviðræður. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræðir við hann. Norður-Kóreumenn ætla við fyrsta tækifæri að að koma njósna-gervihnetti á sporbaug um jörðu með réttum hætti, hafði ríkisfréttastofan í Pyongyang í dag eftir Kim Yo Jong, talsmanni stjórnvalda og systur einvaldsins Kims Jong Uns. Fyrsta tilraun þeirra mistókst í gær þegar eldflaug sem átti að koma hnettinum á rétta braut sprakk skömmu eftir að henni var skotið á loft. Ásgeir Tómasson segir frá.
6/1/20230
Episode Artwork

Kjaraviðræður, þjóðarpúls, fugladauði, verðbólga og garðyrkjubúskapur

Spegillinn 01.06.2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórnandi fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Samningafundur í deilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga - viðræður ganga vel Margar tilkynningar hafa borist Matvælastofnun um dauða fugla víðs vegar um landið að undanförnu. Niðurstöður greiningar sýna að það var ekki fuglaflensa sem dró þá til dauða, nema í einu tilfelli. Samfylkingin mælist stærst flokka í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en fylgi hennar hefur nær þrefaldast frá síðustu kosningum. Fylgi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs dregst enn saman. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu stefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum á Alþingi í dag. Þeir segja andlátum fara fjölgandi og að vanlíðan sé að aukast. Ekkert lát er á skógareldum í Kanada sem stjórnvöld segja þá mestu í sögu landsins Garðyrkjubændur segja þörf á auknum stuðningi við greinina ef ná eigi markmiðum stjórnvalda um aukna grænmetisframleiðslu á næstu árum. Bílasala var 15 prósentum meiri í maí en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir verðbólgu og vaxtahækkanir. ---- Það er forgangsatriði að lækka vexti og draga úr verðbólgu, segir yfirhagfræðingur ASÍ. Hann segir ekki hægt að skella skuldinni á launafólk og samtök þeirra, stjórnvöld og fyrirtæki landsins verði að leggja sitt af mörkum. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Róbert Farestveit. Garðyrkjubændur segja þörf á auknum stuðningi við greinina ef ná eigi markmiðum stjórnvalda um aukna grænmetisframleiðslu á næstu árum. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir marga vonsvikna með búvörusamningsviðræður. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræðir við hann. Norður-Kóreumenn ætla við fyrsta tækifæri að að koma njósna-gervihnetti á sporbaug um jörðu með réttum hætti, hafði ríkisfréttastofan í Pyongyang í dag eftir Kim Yo Jong, talsmanni stjórnvalda og systur einvaldsins Kims Jong Uns. Fyrsta tilraun þeirra mistókst í gær þegar eldflaug sem átti að koma hnettinum á rétta braut sprakk skömmu eftir að henni var skotið á loft. Ásgeir Tómasson segir frá.
6/1/20239 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Fasteignamat 2024, ríkissáttasemjari hættir og hærri bílprófsaldur

Spegillinn 31. maí 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Aðalsteinn Leifsson er hættur sem ríkissáttasemjari. Ástráður Haraldsson skipaður tímabundið hans stað. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkar mest í Skagabyggð og í Reykhólahreppi, það er um tæplega 44%. Að meðaltali er hækkun fasteignamats tæp tólf prósent. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans segir horft til nýs fasteignamats í bankanum strax á morgun, til dæmis þegar kemur að endurfjármögnun lána. Heiða Björg Hilmisdóttir. Formaður Sambands sveitarfélaga segir báða deilendur verða að gefa eftir í kjaradeilunni við BSRB. Ekki komi til greina að samningar nái lengra aftur en til 1. apríl. Eigendur bandaríska lyfjafyrirtækisins Purdue Pharma, sem setti oxycontin á markað, hafa samið um friðhelgi frá lögsóknum í tengslum við ópíóíðafaraldur en greiða í staðinn sex milljarða dollara næstu árin. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Mikið hefur borið á því að netsvindlarar sendi tölvupóst undir yfirskini lögreglu eða dómsmálaráðuneytisins til að reyna að hafa af fólki fé. Þar stendur að verið sé að rannsaka viðkomandi í tengslum við barnaklám eða barnaníð. Ísak Regal tók saman. ÍBV og Haukar útkljá það í oddaleik í kvöld hvort liðið hampar Íslandsmeistaratitili í handbolta. Edda Sif Pálsdóttir ræddi við stuðningsmennina Tryggva Rafnsson (ÍBV) og Jóhann Ólaf Sveinbjarnason (Haukar). ---------------- Aðalsteinn Leifsson segist hafa verið vakinn og sofinn í embætti ríkissáttasemjara og tímabært að hætta og snúa sér að öðru. Átök og dómsmál í tengslum við deildu Eflingar og SA í vetur hafi e.kki haft áhrif ákvörðun hans.. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hann. Lilja Björk Einarsdóttir segir að hraðar vaxtahækkanir og staða lántakenda sé áhyggjuefni en vanskil einstaklinga hafi ekki aukist. Stígur Helgason ræddi við Lilju. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að almenn ökuréttindi á EES-svæðinu verði bundin við 18 ára aldur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra telur ekki ástæðu til að hverfa frá því að bílprófið geti fólk fengið 17 ára hér. Björn Malmquist sagði frá.
5/31/20230
Episode Artwork

Fasteignamat 2024, ríkissáttasemjari hættir og hærri bílprófsaldur

Spegillinn 31. maí 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Aðalsteinn Leifsson er hættur sem ríkissáttasemjari. Ástráður Haraldsson skipaður tímabundið hans stað. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkar mest í Skagabyggð og í Reykhólahreppi, það er um tæplega 44%. Að meðaltali er hækkun fasteignamats tæp tólf prósent. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans segir horft til nýs fasteignamats í bankanum strax á morgun, til dæmis þegar kemur að endurfjármögnun lána. Heiða Björg Hilmisdóttir. Formaður Sambands sveitarfélaga segir báða deilendur verða að gefa eftir í kjaradeilunni við BSRB. Ekki komi til greina að samningar nái lengra aftur en til 1. apríl. Eigendur bandaríska lyfjafyrirtækisins Purdue Pharma, sem setti oxycontin á markað, hafa samið um friðhelgi frá lögsóknum í tengslum við ópíóíðafaraldur en greiða í staðinn sex milljarða dollara næstu árin. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Mikið hefur borið á því að netsvindlarar sendi tölvupóst undir yfirskini lögreglu eða dómsmálaráðuneytisins til að reyna að hafa af fólki fé. Þar stendur að verið sé að rannsaka viðkomandi í tengslum við barnaklám eða barnaníð. Ísak Regal tók saman. ÍBV og Haukar útkljá það í oddaleik í kvöld hvort liðið hampar Íslandsmeistaratitili í handbolta. Edda Sif Pálsdóttir ræddi við stuðningsmennina Tryggva Rafnsson (ÍBV) og Jóhann Ólaf Sveinbjarnason (Haukar). ---------------- Aðalsteinn Leifsson segist hafa verið vakinn og sofinn í embætti ríkissáttasemjara og tímabært að hætta og snúa sér að öðru. Átök og dómsmál í tengslum við deildu Eflingar og SA í vetur hafi e.kki haft áhrif ákvörðun hans.. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hann. Lilja Björk Einarsdóttir segir að hraðar vaxtahækkanir og staða lántakenda sé áhyggjuefni en vanskil einstaklinga hafi ekki aukist. Stígur Helgason ræddi við Lilju. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að almenn ökuréttindi á EES-svæðinu verði bundin við 18 ára aldur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra telur ekki ástæðu til að hverfa frá því að bílprófið geti fólk fengið 17 ára hér. Björn Malmquist sagði frá.
5/31/202311 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Samdráttur í byggingum, BSRB og félagsdómur og launahækkanir ráðamanna

Spegillinn 30. maí 2023. Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM furðar sig á launahækkun ráðamanna, einungis tveimur mánuðum eftir samið var við ríkið og BHM félagar þurftu að sætta sig við krónutöluhámark. Matvælastofnun rannsakar hvort fuglaflensa varð fjölda lunda á Faxaflóa að aldurtila. Bandarísk stjórnvöld segjast ekki styðja árásir innan Rússlands. Tvö íbúðarhús í Moskvu urðu fyrir drónaárás í morgun. Rússlandsforseti kennir Úkraínu um árásirnar en Úkraínumenn neita sök. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir skynsamlegt að leyfa áfram tollfrjálsan innflutning landbúnaðarvara frá Úkraínu. Tímabundin tollaundanþága fellur að óbreyttu niður um mánaðamótin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sakar ríkisstjórnina um seinagang Íslenskir framleiðendur niðursoðinnar þorsklifrar anna ekki eftirspurn vegna vinsælda á erlendum markaði segir Dagur Arnarsson, rekstrarstjóri hjá Iðunni Seafood. Sigrún Þuríður Runólfsson ræddi við hann. ------------------- Blikur eru á lofti á húsnæðismarkaði, segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Hún hefur áhyggjur af samdrætti í íbúðabyggingum - það auki enn á húsnæðisvanda fólks eftir tvö til þrjú ár. Hún hvetur til þess að staðið sé við áætlun um byggingu 4000 þúsund íbúða á ári næstu árin. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Önnu Guðmundu. Ekkert miðar í samningsátt í deilu BSRB og sveitarfélaga. Helst steytir á kröfu BSRB um hækkanir sem miðist við ársbyrjun en ekki 1. apríl þegar fyrri samningur rann út. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti segir að hægt sé að fara með ýmis mál til Félagsdóms en þau verði þá annað hvort að varða brot á kjarasamningi eða á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Krafa um leiðréttingu á launum sem var löngu gerður og er runninn út á ekki undir Félagsdóm. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Láru. Von er á öllum utanríkisráðherrum NATO til Oslóar á morgun ? öllum nema utanríkisráðherra Tyrklands. Sjálfgefið er að rætt verður um möguleg stríðslok í Úkraínu og stefnuna eftir það. Mörg sömu ríki senda sína ráðherra og komu á Evrópuráðsfundinn í Hörpu. Gísli Kristjánsson fréttaritari í Noregi sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
5/30/20230
Episode Artwork

Samdráttur í byggingum, BSRB og félagsdómur og launahækkanir ráðamanna

Spegillinn 30. maí 2023. Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM furðar sig á launahækkun ráðamanna, einungis tveimur mánuðum eftir samið var við ríkið og BHM félagar þurftu að sætta sig við krónutöluhámark. Matvælastofnun rannsakar hvort fuglaflensa varð fjölda lunda á Faxaflóa að aldurtila. Bandarísk stjórnvöld segjast ekki styðja árásir innan Rússlands. Tvö íbúðarhús í Moskvu urðu fyrir drónaárás í morgun. Rússlandsforseti kennir Úkraínu um árásirnar en Úkraínumenn neita sök. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir skynsamlegt að leyfa áfram tollfrjálsan innflutning landbúnaðarvara frá Úkraínu. Tímabundin tollaundanþága fellur að óbreyttu niður um mánaðamótin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sakar ríkisstjórnina um seinagang Íslenskir framleiðendur niðursoðinnar þorsklifrar anna ekki eftirspurn vegna vinsælda á erlendum markaði segir Dagur Arnarsson, rekstrarstjóri hjá Iðunni Seafood. Sigrún Þuríður Runólfsson ræddi við hann. ------------------- Blikur eru á lofti á húsnæðismarkaði, segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Hún hefur áhyggjur af samdrætti í íbúðabyggingum - það auki enn á húsnæðisvanda fólks eftir tvö til þrjú ár. Hún hvetur til þess að staðið sé við áætlun um byggingu 4000 þúsund íbúða á ári næstu árin. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Önnu Guðmundu. Ekkert miðar í samningsátt í deilu BSRB og sveitarfélaga. Helst steytir á kröfu BSRB um hækkanir sem miðist við ársbyrjun en ekki 1. apríl þegar fyrri samningur rann út. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti segir að hægt sé að fara með ýmis mál til Félagsdóms en þau verði þá annað hvort að varða brot á kjarasamningi eða á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Krafa um leiðréttingu á launum sem var löngu gerður og er runninn út á ekki undir Félagsdóm. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Láru. Von er á öllum utanríkisráðherrum NATO til Oslóar á morgun ? öllum nema utanríkisráðherra Tyrklands. Sjálfgefið er að rætt verður um möguleg stríðslok í Úkraínu og stefnuna eftir það. Mörg sömu ríki senda sína ráðherra og komu á Evrópuráðsfundinn í Hörpu. Gísli Kristjánsson fréttaritari í Noregi sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
5/30/20239 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Verkfall BSRB, E10 íblöndunarefni, Samgönguáætlun, páfi veikur

Spegillinn 26.05.2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Sundlaugar verða lokaðar víða um land um helgina vegna verkfalls BSRB. Viðræður þokast í rétta átt, segir formaður félagsins. Enn er þó langt í land. Alexander Kristjánsson sagði frá og talaði við Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formann BSRB. Rúnar Sigurjónsson, formaður Fornbílaklúbbsins, segir að eigendur slíkra bíla þurfi almennt ekki að hafa áhyggjur af íblöndu E10 í eldsneyti. Hyggilegt sé að blanda það bætiefnum, fremur en að nota bensín með hærri oktantölu. Markús Þórhallsson ræddi við hann. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti í dag samgönguáætlun til næstu þrjátíu ára, sem felur meðal annars í sér gjaldtöku á umferð, framkvæmdir við tíu ný jarðgöng og nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við ráðherra. Frans páfi þurfti að aflýsa öllum fundum og viðburðum í dag vegna veikinda. Tveir mánuðir eru síðan páfi þurfti að leggjast á sjúkrahús í þrjá sólarhringa, með lungnakvef. Stjórnvöld í Tyrklandi heita því að aðildarumsókn Svía að Atlantshafsbandalaginu verði samþykkt í sumar óháð niðurstöðum forsetakosninga í landinu. Bandaríkjamenn segjast hafa fengið loforð fyrir þessu. Alexander Kristjánsson sagði frá. Helgi Pétursson, formaður landssambands eldri borgara, telur að hægt sé að stórbæta aðstæður eldra fólks í heimahúsum og spara hinu opinbera milljarðaútgjöld um leið, með því að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu ríkis og sveitarfélaga. Núverandi fyrirkomulag sé óboðlegur grautur. Ævar Örn Jósepsspon ræddi við hann. Stjórnvöld í Indónesíu ætla að flytja höfuðborg landsins frá Jövu til Borneó í síðasta lagi 17. ágúst á næsta ári. Ásgeir Tómasson sagði frá. Gísli Kristjánsson fréttaritari í Noregi velti því fyrir sér hvað væri líkt með Skáni í Svíþjóð og Krímskaga í Úkraínu í ljósi sögunnar.
5/26/20230
Episode Artwork

Verkfall BSRB, E10 íblöndunarefni, Samgönguáætlun, páfi veikur

Spegillinn 26.05.2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Sundlaugar verða lokaðar víða um land um helgina vegna verkfalls BSRB. Viðræður þokast í rétta átt, segir formaður félagsins. Enn er þó langt í land. Alexander Kristjánsson sagði frá og talaði við Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formann BSRB. Rúnar Sigurjónsson, formaður Fornbílaklúbbsins, segir að eigendur slíkra bíla þurfi almennt ekki að hafa áhyggjur af íblöndu E10 í eldsneyti. Hyggilegt sé að blanda það bætiefnum, fremur en að nota bensín með hærri oktantölu. Markús Þórhallsson ræddi við hann. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti í dag samgönguáætlun til næstu þrjátíu ára, sem felur meðal annars í sér gjaldtöku á umferð, framkvæmdir við tíu ný jarðgöng og nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við ráðherra. Frans páfi þurfti að aflýsa öllum fundum og viðburðum í dag vegna veikinda. Tveir mánuðir eru síðan páfi þurfti að leggjast á sjúkrahús í þrjá sólarhringa, með lungnakvef. Stjórnvöld í Tyrklandi heita því að aðildarumsókn Svía að Atlantshafsbandalaginu verði samþykkt í sumar óháð niðurstöðum forsetakosninga í landinu. Bandaríkjamenn segjast hafa fengið loforð fyrir þessu. Alexander Kristjánsson sagði frá. Helgi Pétursson, formaður landssambands eldri borgara, telur að hægt sé að stórbæta aðstæður eldra fólks í heimahúsum og spara hinu opinbera milljarðaútgjöld um leið, með því að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu ríkis og sveitarfélaga. Núverandi fyrirkomulag sé óboðlegur grautur. Ævar Örn Jósepsspon ræddi við hann. Stjórnvöld í Indónesíu ætla að flytja höfuðborg landsins frá Jövu til Borneó í síðasta lagi 17. ágúst á næsta ári. Ásgeir Tómasson sagði frá. Gísli Kristjánsson fréttaritari í Noregi velti því fyrir sér hvað væri líkt með Skáni í Svíþjóð og Krímskaga í Úkraínu í ljósi sögunnar.
5/26/20238 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Skuldir vaxa, jarðgöng, flugsamgöngur, eldri borgarar og Tina Turner

Spegillinn 25. maí 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Umboðsmaður skuldara segir embættið búa sig undir að fleiri leiti liðsinnis stofnunarinnar þegar nýjustu vaxtahækkanir Seðlabankans fari að bíta. Nú þegar húsnæðiskostnaður hefur vaxið mikið, leiti margir í dýr og óhagstæð yfirdráttarlán og smálán til að ná endum saman. Rætt við Ástu Sigrúnu Helgadóttur. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fer fram á greinargerð frá Almannavörnum, þar sem tíundað er hvers vegna stofnunin vill hætta við Fjarðarheiðargöng og bora frekar göng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og Neskaupstaðar, og svo frá Mjóafirði upp í Hérað. Icelandair hyggst í haust bjóða upp á flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði Íslandsbanka af sex milljóna króna kröfu manns sem taldi bankann hafa ofrukkað vexti. Framleiðsla á skógarplöntum er að hefjast á Héraði á ný eftir fimm ára hlé. Rætt við Ragnar Atla Tómasson. Snorri Stefánsson bakari á Sauðárkróki er farinn að baka brauð ofan í bæjarbúa á ný, tíu dögum eftir að bakaríið stórskemmdist. ---- Ný aðgerðaáætlun stjórnvalda um þjónustu við eldra fólk næstu fimm árin, eða frá þessu ári til ársloka 2027, ber yfirskriftina Gott að eldast og er unnin af verkefnastjórn um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk. Bæta á þjónustuna og auðvelda fólki að nýta sér hana og búa lengur heima hjá sér. Rætt við Berglindi Magnúsdóttur, formann verkefnisstjórnar. Bandaríkjamenn hafa siglt flugmóðurskipinu Gerald Ford, stærsta stríðsdreka sínum, nánast alveg upp í landsteina innst í Óslóarfirði. Þetta er hundrað þúsund tonna ferlíki og Rússar líta á ferð þess sem ögrun og tilefnislausa ógn við sig. Gísli Kristjánsson talar frá Noregi. Háir sem lágir hafa minnst söngkonunnar Tinu Turner á samfélagsmiðlum frá því að fréttir bárust af andláti hennar. Drottning, átrúnaðargoð, fyrirmynd og goðsögn eru rauði þráðurinn í þessum færslum. Ásgeir Tómasson stiklar á stóru í merkilegri sögu Tinu Turner.
5/25/20230
Episode Artwork

Skuldir vaxa, jarðgöng, flugsamgöngur, eldri borgarar og Tina Turner

Spegillinn 25. maí 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Umboðsmaður skuldara segir embættið búa sig undir að fleiri leiti liðsinnis stofnunarinnar þegar nýjustu vaxtahækkanir Seðlabankans fari að bíta. Nú þegar húsnæðiskostnaður hefur vaxið mikið, leiti margir í dýr og óhagstæð yfirdráttarlán og smálán til að ná endum saman. Rætt við Ástu Sigrúnu Helgadóttur. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fer fram á greinargerð frá Almannavörnum, þar sem tíundað er hvers vegna stofnunin vill hætta við Fjarðarheiðargöng og bora frekar göng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og Neskaupstaðar, og svo frá Mjóafirði upp í Hérað. Icelandair hyggst í haust bjóða upp á flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði Íslandsbanka af sex milljóna króna kröfu manns sem taldi bankann hafa ofrukkað vexti. Framleiðsla á skógarplöntum er að hefjast á Héraði á ný eftir fimm ára hlé. Rætt við Ragnar Atla Tómasson. Snorri Stefánsson bakari á Sauðárkróki er farinn að baka brauð ofan í bæjarbúa á ný, tíu dögum eftir að bakaríið stórskemmdist. ---- Ný aðgerðaáætlun stjórnvalda um þjónustu við eldra fólk næstu fimm árin, eða frá þessu ári til ársloka 2027, ber yfirskriftina Gott að eldast og er unnin af verkefnastjórn um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk. Bæta á þjónustuna og auðvelda fólki að nýta sér hana og búa lengur heima hjá sér. Rætt við Berglindi Magnúsdóttur, formann verkefnisstjórnar. Bandaríkjamenn hafa siglt flugmóðurskipinu Gerald Ford, stærsta stríðsdreka sínum, nánast alveg upp í landsteina innst í Óslóarfirði. Þetta er hundrað þúsund tonna ferlíki og Rússar líta á ferð þess sem ögrun og tilefnislausa ógn við sig. Gísli Kristjánsson talar frá Noregi. Háir sem lágir hafa minnst söngkonunnar Tinu Turner á samfélagsmiðlum frá því að fréttir bárust af andláti hennar. Drottning, átrúnaðargoð, fyrirmynd og goðsögn eru rauði þráðurinn í þessum færslum. Ásgeir Tómasson stiklar á stóru í merkilegri sögu Tinu Turner.
5/25/20239 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Viðbrögð við stýrivaxtahækkun, leigumarkaður og EES samningurinn

Spegillinn 24. maí 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Sturlun - segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins um þrettándu stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð í 8,75%. Anna Hrefna Ingimundardóttir, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins telur afleit áhrif hækkunarinnar komi jafnvel ekki fram fyrr en eftir nokkur ár. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að neyðarástand ríki í efnahagsmálum og ríkisstjórnin þurfi að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans með tafarlausum aðgerðum. Höskuldur Kári Schram tók saman. Kristrún Frostadóttir, (S), Sigmar Guðmundsson (V), Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F). Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings. Hún er ákærð fyrir að hafa orðið sjúklingi að bana á geðdeild Landspítala við Hringbraut í ágúst fyrir tveimur árum. Hún neitar sök. Birgir Þór Harðarson sagði frá. Rúmlega tvö þúsund hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum, fleiri en á sama tíma í fyrra sem var metár. Engar vísbendingar eru um heilu flugvélarnar af umsækjendum um vernd. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Heyrist í Bergþóri Ólasyni (M) af þingi. Grænlendingar eru ósáttir við að rannsókn sé ekki enn hafin á svokallaðri lykkjuherferð Dana á Grænlandi. Átta mánuðir eru síðan Danir lofuðu að skipa nefnd um málið. Róbert Jóhannsson sagði frá. Muté B. Egede formaður landsstjórnarinnar segir aðgerðaleysið til skaða. ----------- Um þrjú þúsund eru á biðlista eftir leiguíbúð hjá Bjargi sem hefur á fimm árum byggt um þúsund íbúðir. Sérfræðingur hjá ASÍ bendir líka á að í mörg þúsund íbúðir í Reykjavík séu í skammtímaleigu og að sveitarfélög ættu að geta haft meiri áhrif á hvernig húsnæði sé ráðstafað. Staðan á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er góð og það er mikill vilji til að framkvæmd hans gangi sem best, segir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra, sem sat í dag fund ráðherraráðs EES ríkjanna með fulltrúum Evrópusambandsins, í Brussel. Björn Malmquist ræddi við hana í Brussel. Frönskum flugfélögum er nú bannað að bjóða upp á áætlunarferðir til staða sem hægt er að komast til með járnbrautarlestum á skemmri tíma en tveimur og hálfri klukkustund. Þetta er liður í áætlun franskra stjórnvalda um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ásgeir Tómasson sagði frá.
5/24/20230
Episode Artwork

Viðbrögð við stýrivaxtahækkun, leigumarkaður og EES samningurinn

Spegillinn 24. maí 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Sturlun - segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins um þrettándu stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð í 8,75%. Anna Hrefna Ingimundardóttir, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins telur afleit áhrif hækkunarinnar komi jafnvel ekki fram fyrr en eftir nokkur ár. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að neyðarástand ríki í efnahagsmálum og ríkisstjórnin þurfi að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans með tafarlausum aðgerðum. Höskuldur Kári Schram tók saman. Kristrún Frostadóttir, (S), Sigmar Guðmundsson (V), Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F). Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings. Hún er ákærð fyrir að hafa orðið sjúklingi að bana á geðdeild Landspítala við Hringbraut í ágúst fyrir tveimur árum. Hún neitar sök. Birgir Þór Harðarson sagði frá. Rúmlega tvö þúsund hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum, fleiri en á sama tíma í fyrra sem var metár. Engar vísbendingar eru um heilu flugvélarnar af umsækjendum um vernd. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Heyrist í Bergþóri Ólasyni (M) af þingi. Grænlendingar eru ósáttir við að rannsókn sé ekki enn hafin á svokallaðri lykkjuherferð Dana á Grænlandi. Átta mánuðir eru síðan Danir lofuðu að skipa nefnd um málið. Róbert Jóhannsson sagði frá. Muté B. Egede formaður landsstjórnarinnar segir aðgerðaleysið til skaða. ----------- Um þrjú þúsund eru á biðlista eftir leiguíbúð hjá Bjargi sem hefur á fimm árum byggt um þúsund íbúðir. Sérfræðingur hjá ASÍ bendir líka á að í mörg þúsund íbúðir í Reykjavík séu í skammtímaleigu og að sveitarfélög ættu að geta haft meiri áhrif á hvernig húsnæði sé ráðstafað. Staðan á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er góð og það er mikill vilji til að framkvæmd hans gangi sem best, segir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra, sem sat í dag fund ráðherraráðs EES ríkjanna með fulltrúum Evrópusambandsins, í Brussel. Björn Malmquist ræddi við hana í Brussel. Frönskum flugfélögum er nú bannað að bjóða upp á áætlunarferðir til staða sem hægt er að komast til með járnbrautarlestum á skemmri tíma en tveimur og hálfri klukkustund. Þetta er liður í áætlun franskra stjórnvalda um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ásgeir Tómasson sagði frá.
5/24/20239 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Bætur vegna riðu, vaxtahækkanir og kjaramál

Spegillinn 23. maí 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Bændur í Miðfirði, sem misstu allt fé sitt vegna riðu í vor, segja óvíst hvort þeir hefji sauðfjárbúskap að nýju. Áfallið sé mikið, bæði andlega og fjárhagslega, segir Dagbjört Diljá Einþórsdóttir. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við hana. Ekki á að selja búnað sem var keyptur fyrir lögreglu vegna leiðtogafundarins í síðustu viku, þar með talin skotvopn. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að vopnin nýtist í framtíðinni. Arndís Anna Krístínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Jón á þingi í dag hvað hann hefði í hyggju með vopnin. Hæstiréttur hefur sýknað Kópavogsbæ af kröfum erfingja Sigurðar Hjaltested um bætur fyrir eignarnám á Vatnsenda. Dómurinn tók undir með Landsrétti að bærinn hefði gert rétt með því að greiða Þorsteini Hjaltested einum bætur. Alexander Kristjánsson sagði frá. Flug bæði innanlands og til útlanda raskaðist í veðurhamnum í dag en ekki hefur borið á tilkynningum um foktjón. Gular viðvarnir gilda fram á morgundaginn. Ferðir til útlanda seljast eins og heitar lummur. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýn segir meiri sölu þegar veðrið er vont. Flestir sækja í sólina. ------------ Það ætti ekki að koma neinum á óvart að vextir fari hækkandi á meðan verðbólga er í þessum hæðum segir Jón Þór Sturluson hagfræðingur og deildarforseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Seðlabankinn ákveður stýrivexti á morgun. Jón Þór segir að það skjóti skökku við að ríkissjóður sé rekinn með halla við þessar kringumstæður - þar sem sé mikill hagvöxtur í kerfinu og mikil spenna á vinnumarkaði og vörumarkaði. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hann. Einnar viku vopnahlé í Súdan virðist ætla að verða virt þrátt fyrir sprengjuárásir í gærkvöld og nótt. Tugmilljónir landsmanna þurfa á neyðaraðstoð að halda. Ásgeir Tómasson sagði frá. Moe Faddoul, íbúi í höfuðborginni, Abdou Dieng, sem stýrir mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna. Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga og mikið ber á milli. Um 1.500 félagsmenn BSRB sem starfa hjá tíu sveitarfélögum eru í verkfalli þessa vikuna og frekari aðgerðir hafa verið samþykktar, alveg fram í júlí. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir kröfur BSRB margar eðlilegar, en ekki sé hægt að endursemja um samning sem er liðinn og að fullu efndur.
5/23/20230
Episode Artwork

Bætur vegna riðu, vaxtahækkanir og kjaramál

Spegillinn 23. maí 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Bændur í Miðfirði, sem misstu allt fé sitt vegna riðu í vor, segja óvíst hvort þeir hefji sauðfjárbúskap að nýju. Áfallið sé mikið, bæði andlega og fjárhagslega, segir Dagbjört Diljá Einþórsdóttir. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við hana. Ekki á að selja búnað sem var keyptur fyrir lögreglu vegna leiðtogafundarins í síðustu viku, þar með talin skotvopn. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að vopnin nýtist í framtíðinni. Arndís Anna Krístínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Jón á þingi í dag hvað hann hefði í hyggju með vopnin. Hæstiréttur hefur sýknað Kópavogsbæ af kröfum erfingja Sigurðar Hjaltested um bætur fyrir eignarnám á Vatnsenda. Dómurinn tók undir með Landsrétti að bærinn hefði gert rétt með því að greiða Þorsteini Hjaltested einum bætur. Alexander Kristjánsson sagði frá. Flug bæði innanlands og til útlanda raskaðist í veðurhamnum í dag en ekki hefur borið á tilkynningum um foktjón. Gular viðvarnir gilda fram á morgundaginn. Ferðir til útlanda seljast eins og heitar lummur. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýn segir meiri sölu þegar veðrið er vont. Flestir sækja í sólina. ------------ Það ætti ekki að koma neinum á óvart að vextir fari hækkandi á meðan verðbólga er í þessum hæðum segir Jón Þór Sturluson hagfræðingur og deildarforseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Seðlabankinn ákveður stýrivexti á morgun. Jón Þór segir að það skjóti skökku við að ríkissjóður sé rekinn með halla við þessar kringumstæður - þar sem sé mikill hagvöxtur í kerfinu og mikil spenna á vinnumarkaði og vörumarkaði. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hann. Einnar viku vopnahlé í Súdan virðist ætla að verða virt þrátt fyrir sprengjuárásir í gærkvöld og nótt. Tugmilljónir landsmanna þurfa á neyðaraðstoð að halda. Ásgeir Tómasson sagði frá. Moe Faddoul, íbúi í höfuðborginni, Abdou Dieng, sem stýrir mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna. Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga og mikið ber á milli. Um 1.500 félagsmenn BSRB sem starfa hjá tíu sveitarfélögum eru í verkfalli þessa vikuna og frekari aðgerðir hafa verið samþykktar, alveg fram í júlí. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir kröfur BSRB margar eðlilegar, en ekki sé hægt að endursemja um samning sem er liðinn og að fullu efndur.
5/23/20238 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Verkföll, veðurviðvörun, ofbeldi ungmenna, F-16, réttindi hinsegin

Engin niðurstaða varð á samningafundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Verkföll í leik- og grunnskólum halda áfram á morgun. Ásthildur Kristín Björnsdóttir móðir þiggja barna í Mosfellsbæ segir að verkfallið hafi haft áhrif á þau öll, í viðtali við Benedikt Sigurðsson. Alexander Kristjánsson sagði frá. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir mest allt landið á morgun. Fólk er hvatt til þess að festa trampólín, grill og aðra lausamuni áður en stormurinn skellur á Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Marcel De Vries veðurfræðing. Héraðssaksóknari hefur ákært starfsmann í úrræði fyrir að hafa árið 2021 nauðgað manni með þroskahömlun. Átta aðildarríki Evrópusambandsins hafa lagst gegn löggjöf sem takmarkar losun gróðurhúsaloftegunda í umferðinni. Ríkin segja að löggjöfin geti komið niður á fjárfestingum bílaiðnaðarins. Ísak Regal sagði frá. Íslensk kona um fimmtugt er alvarlega særð eftir hnífstungu á heimili sínu í Lundi í Svíþjóð á laugardag. Manni, sem var í fyrstu grunaður um verknaðinn, hefur verið sleppt úr haldi. Þorleifur Þorleifsson, sem hljóp 335 kílómetra í Bakgarðshlaupi í Þýskalandi um helgina, segist hafa það fínt en hlakkar til að nærast og hvílast. Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við hann. Lyfjameðferð sem dregur úr taugaskaða, með því að virkja kæliferil frumna varð hlutskörpust í samkeppninni um Nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands. Pétur Magnússon ræddi við Hans Tómas Björnsson prófessor. Funi Sigurðsson framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna og fjölskyldustofu hefur áhyggjur af auknum vopnaburði ungmenna. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hann í framhaldi af fréttum um fjölgun tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur um ofbeldi barna gegn öðrum börnum. Ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að vopna Úkraínuher með F-16 orrustuþotum hefur víða verið vel tekið, þar á meðal í höfuðstöðvum Evrópusambandsins. Ásgeir Tómasson sagði frá. Lagalega hefur staða hinsegin fólks batnað síðustu misseri og er nú einhver sú sú besta í Evrópu, samkvæmt nýjasta Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks. Á sama tíma virðist hafa orðið nokkuð bakslag í samfélaginu og fordómar og hatursumræða farið vaxandi á ný, sérstaklega í garð transfólks. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Álf Birki Bjarnason formaður Samtakanna '78. Ragnhildur Thorlacius hafði umsjón með Speglinum, tæknimaður var Mark Eldred og Margrét Júlía Ingimarsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
5/22/20230
Episode Artwork

Verkföll, veðurviðvörun, ofbeldi ungmenna, F-16, réttindi hinsegin

Engin niðurstaða varð á samningafundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Verkföll í leik- og grunnskólum halda áfram á morgun. Ásthildur Kristín Björnsdóttir móðir þiggja barna í Mosfellsbæ segir að verkfallið hafi haft áhrif á þau öll, í viðtali við Benedikt Sigurðsson. Alexander Kristjánsson sagði frá. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir mest allt landið á morgun. Fólk er hvatt til þess að festa trampólín, grill og aðra lausamuni áður en stormurinn skellur á Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Marcel De Vries veðurfræðing. Héraðssaksóknari hefur ákært starfsmann í úrræði fyrir að hafa árið 2021 nauðgað manni með þroskahömlun. Átta aðildarríki Evrópusambandsins hafa lagst gegn löggjöf sem takmarkar losun gróðurhúsaloftegunda í umferðinni. Ríkin segja að löggjöfin geti komið niður á fjárfestingum bílaiðnaðarins. Ísak Regal sagði frá. Íslensk kona um fimmtugt er alvarlega særð eftir hnífstungu á heimili sínu í Lundi í Svíþjóð á laugardag. Manni, sem var í fyrstu grunaður um verknaðinn, hefur verið sleppt úr haldi. Þorleifur Þorleifsson, sem hljóp 335 kílómetra í Bakgarðshlaupi í Þýskalandi um helgina, segist hafa það fínt en hlakkar til að nærast og hvílast. Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við hann. Lyfjameðferð sem dregur úr taugaskaða, með því að virkja kæliferil frumna varð hlutskörpust í samkeppninni um Nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands. Pétur Magnússon ræddi við Hans Tómas Björnsson prófessor. Funi Sigurðsson framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna og fjölskyldustofu hefur áhyggjur af auknum vopnaburði ungmenna. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hann í framhaldi af fréttum um fjölgun tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur um ofbeldi barna gegn öðrum börnum. Ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að vopna Úkraínuher með F-16 orrustuþotum hefur víða verið vel tekið, þar á meðal í höfuðstöðvum Evrópusambandsins. Ásgeir Tómasson sagði frá. Lagalega hefur staða hinsegin fólks batnað síðustu misseri og er nú einhver sú sú besta í Evrópu, samkvæmt nýjasta Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks. Á sama tíma virðist hafa orðið nokkuð bakslag í samfélaginu og fordómar og hatursumræða farið vaxandi á ný, sérstaklega í garð transfólks. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Álf Birki Bjarnason formaður Samtakanna '78. Ragnhildur Thorlacius hafði umsjón með Speglinum, tæknimaður var Mark Eldred og Margrét Júlía Ingimarsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
5/22/20238 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Sameining framhaldsskóla, refsiaðgerðir gegn Rússum, hvalveiðar

Spegillinn 19. Maí 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Framhaldsskólanemar og kennarar mótmæla hugmyndum stjórnvalda um að sameina Kvennaskólann og Menntaskólann við Sund. Alexander Kristjánsson ræddi við Andreu Jónsdóttur, forseta Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir allt kapp lagt á að leysa kjaradeilu sveitarfélaganna og BSRB. Alexander Kristjánsson ræddi við hana. Leiðtogar G7 ríkjanna áforma að herða refsiaðgerðir gegn Rússum með því að koma í veg fyrir viðskipti þeirra með jarðefni, þar á meðal demanta. Markús Þórhallsson sagði frá. Samtökin Trans Ísland hlutu í dag mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar. Anna María Björnsdóttir og ræddi við Ólöfu Bjarka Antons, formann samtakanna. Tap lyfjaĦyrĩrĴækĩsĩns AlĶotech á fyrsta ársĦjórðungi þessa árs nam samĴals 276 milljƓnĵm BandaIJíkjaĤala, eða sem nemĵr um 40 milljƖrðum ísĬenskra króna. Til samġnĢĵrðar var tap féĬagsĩns á sama tíma í fyrra 77 milljƓnĩr dala, eða um 11 milljġrðar króna. Í Speglinum var rætt við Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf, um nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar fyrirtækisins. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við hann. Stjórnvöld í Rússlandi hafa sett samtök Grænfriðunga (Greenpeace) á lista yfir óæskileg samtök. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðið Ítölum aðstoð vegna hamfaranna í Emilia-Romagna héraði í mestu úrhellisrigningum sem þar hafa orðið í heila öld. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur einnig boðið fram alla aðstoð sem Ítalir kunna að þarfnast. Ásgeir Tómasson fjallaði um flóðin. Á meðan íbúar á suður-og vesturhluta landsins þurfa að sætta sig við kulda og bleytu er einmuna veðurblíða á norður- og austurhluta landsins. Hiti skreið upp í tuttugu gráður á þremur stöðum; Egilsstöðum, Hallormsstað og Borgarfirði eystri. Gervigreindin Chat GPT ræddi um áhyggjur um að íslenska tungumálið kunni að líða undir lok. Bjarni Rúnarsson tók saman og Dagný Lind Erlendsdóttir las texta gervigreindarinnar.
5/19/20230
Episode Artwork

Sameining framhaldsskóla, refsiaðgerðir gegn Rússum, hvalveiðar

Spegillinn 19. Maí 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Framhaldsskólanemar og kennarar mótmæla hugmyndum stjórnvalda um að sameina Kvennaskólann og Menntaskólann við Sund. Alexander Kristjánsson ræddi við Andreu Jónsdóttur, forseta Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir allt kapp lagt á að leysa kjaradeilu sveitarfélaganna og BSRB. Alexander Kristjánsson ræddi við hana. Leiðtogar G7 ríkjanna áforma að herða refsiaðgerðir gegn Rússum með því að koma í veg fyrir viðskipti þeirra með jarðefni, þar á meðal demanta. Markús Þórhallsson sagði frá. Samtökin Trans Ísland hlutu í dag mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar. Anna María Björnsdóttir og ræddi við Ólöfu Bjarka Antons, formann samtakanna. Tap lyfjaĦyrĩrĴækĩsĩns AlĶotech á fyrsta ársĦjórðungi þessa árs nam samĴals 276 milljƓnĵm BandaIJíkjaĤala, eða sem nemĵr um 40 milljƖrðum ísĬenskra króna. Til samġnĢĵrðar var tap féĬagsĩns á sama tíma í fyrra 77 milljƓnĩr dala, eða um 11 milljġrðar króna. Í Speglinum var rætt við Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf, um nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar fyrirtækisins. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við hann. Stjórnvöld í Rússlandi hafa sett samtök Grænfriðunga (Greenpeace) á lista yfir óæskileg samtök. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðið Ítölum aðstoð vegna hamfaranna í Emilia-Romagna héraði í mestu úrhellisrigningum sem þar hafa orðið í heila öld. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur einnig boðið fram alla aðstoð sem Ítalir kunna að þarfnast. Ásgeir Tómasson fjallaði um flóðin. Á meðan íbúar á suður-og vesturhluta landsins þurfa að sætta sig við kulda og bleytu er einmuna veðurblíða á norður- og austurhluta landsins. Hiti skreið upp í tuttugu gráður á þremur stöðum; Egilsstöðum, Hallormsstað og Borgarfirði eystri. Gervigreindin Chat GPT ræddi um áhyggjur um að íslenska tungumálið kunni að líða undir lok. Bjarni Rúnarsson tók saman og Dagný Lind Erlendsdóttir las texta gervigreindarinnar.
5/19/20239 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Leiðtogafundur, sjúkraflug, hlýnun Jarðar og bandarískt skuldaþak

Spegillinn 17. maí 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Engar bindandi yfirlýsingar er að finna í fjórþættri samþykkt leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem lauk síðdegis í dag. Þetta segir lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Rætt við Odd Þórðarson fréttamann og Kára Hólmar Ragnarsson lektor. Rússneskir tölvuþrjótar segja að þeim hafi tekist vel upp í árás á íslensk tölvukerfi, þótt ekkert teljandi tjón hafi orðið á meðan á leiðtogafundinum stóð. Anton Már Egilsson forstjóri Syndis segir góðan undirbúning hafa komið í veg fyrir stórtjón. Veikir og slasaðir þurfa að bíða í 84 mínútur að meðaltali eftir sjúkraflugi með þyrlu. Björn Gunnarsson, yfirmaður sjúkraflugs á Akureyri segir þetta helst bitna á þeim sem búa fjærst höfuðborginni. Sameinuðu þjóðirnar telja næsta öruggt að árin 2023 til 2027 verði heitasta fimm ára tímabil frá því mælingar hófust. Fulltrúar Einingarlistans á danska löggjafarþinginu vilja að þungunarrof verði heimilað allt að 22. viku meðgöngu. Talskona flokksins segir málið snúast um að konur ráði yfir eigin líkama. ----- Í ávarpi sínu að fundinum loknum sagði Katrín Jakobsdóttir fernt standa upp úr í lokaályktuninni - og nefndi þar fyrst til sögunnar að kveðið sé á um að settur verði á laggirnar sérstakur dómstóll, sem getur dæmt ríki vegna innrásar í önnur ríki. Slíkur dómstóll gæti unnið eftir margumræddri tjónaskrá vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Rósu Björk Brynjólfsdóttur, verkefnastjóra alþjóðamála í forsætisráðuneytinu um þetta og aðrar niðurstöður fundarins. Denys Maliuska, dómsmálaráðherra Úkraínu, sem var á meðal gesta á leiðtogafundinum, segir tjónaskrána sem leiðtogar Evrópuráðsins komu sér saman um á fundinum í Hörpu, og lokayflýsinguna yfirleitt, afar mikilvægt plagg. Þetta sé þó aðeins fyrsta skrefið í löngum og torfærum leiðangri. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhugaðri heimsókn til Papúa Nýju-Gíneu og Ástralíu í vikunni vegna alvarlegra efnahagserfiðleika heima fyrir. Náist ekki samkomulag við Repúblikana um að hækka skuldaþak ríkissjóðs fyrir 1. júní blasir mögulegt greiðslufall við.
5/17/20230
Episode Artwork

Leiðtogafundur, sjúkraflug, hlýnun Jarðar og bandarískt skuldaþak

Spegillinn 17. maí 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Engar bindandi yfirlýsingar er að finna í fjórþættri samþykkt leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem lauk síðdegis í dag. Þetta segir lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Rætt við Odd Þórðarson fréttamann og Kára Hólmar Ragnarsson lektor. Rússneskir tölvuþrjótar segja að þeim hafi tekist vel upp í árás á íslensk tölvukerfi, þótt ekkert teljandi tjón hafi orðið á meðan á leiðtogafundinum stóð. Anton Már Egilsson forstjóri Syndis segir góðan undirbúning hafa komið í veg fyrir stórtjón. Veikir og slasaðir þurfa að bíða í 84 mínútur að meðaltali eftir sjúkraflugi með þyrlu. Björn Gunnarsson, yfirmaður sjúkraflugs á Akureyri segir þetta helst bitna á þeim sem búa fjærst höfuðborginni. Sameinuðu þjóðirnar telja næsta öruggt að árin 2023 til 2027 verði heitasta fimm ára tímabil frá því mælingar hófust. Fulltrúar Einingarlistans á danska löggjafarþinginu vilja að þungunarrof verði heimilað allt að 22. viku meðgöngu. Talskona flokksins segir málið snúast um að konur ráði yfir eigin líkama. ----- Í ávarpi sínu að fundinum loknum sagði Katrín Jakobsdóttir fernt standa upp úr í lokaályktuninni - og nefndi þar fyrst til sögunnar að kveðið sé á um að settur verði á laggirnar sérstakur dómstóll, sem getur dæmt ríki vegna innrásar í önnur ríki. Slíkur dómstóll gæti unnið eftir margumræddri tjónaskrá vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Rósu Björk Brynjólfsdóttur, verkefnastjóra alþjóðamála í forsætisráðuneytinu um þetta og aðrar niðurstöður fundarins. Denys Maliuska, dómsmálaráðherra Úkraínu, sem var á meðal gesta á leiðtogafundinum, segir tjónaskrána sem leiðtogar Evrópuráðsins komu sér saman um á fundinum í Hörpu, og lokayflýsinguna yfirleitt, afar mikilvægt plagg. Þetta sé þó aðeins fyrsta skrefið í löngum og torfærum leiðangri. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhugaðri heimsókn til Papúa Nýju-Gíneu og Ástralíu í vikunni vegna alvarlegra efnahagserfiðleika heima fyrir. Náist ekki samkomulag við Repúblikana um að hækka skuldaþak ríkissjóðs fyrir 1. júní blasir mögulegt greiðslufall við.
5/17/202329 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Leiðtogafundur, Belarús, losunarheimildir, riða og SVEIT

Spegillinn 16. maí 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Leiðtogafundur Evrópuráðsins var settur í Hörpu fyrir nokkrum mínútum. Um fjörutíu þjóðarleiðtogar eru að koma sér fyrir í Eldborg. Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti er ekki þeirra á meðal. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Birtu Björnsdóttur fréttakonu sem stödd var í Hörpu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sögðust á sameiginlegum blaðamannafundi í dag hafa komist að samkomulagi um sérlausn fyrir Ísland vegna losunarheimilda í flugi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er ánægður með lausnina. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús, er sérstakur gestur á leiðtogafundinum. Tikanovskaya kveðst mjög þakklát fyrir boðið og segir Belarús eiga heima í Evrópuráðinu. Það hefur ekki verið mögulegt til þessa, því þar eru dauðarefsingar enn við lýði. Bændur í Miðfirði eru ekki sammála um hvort, eða hvenær, þeir vilja senda fé af bænum Syðri-Urriðaá í sláturhús, að beiðni Matvælastofnunar. Héraðsdýralæknir segir mikilvægt að aflífa dýrin sem fyrst til þess að lágmarka smithættu. Ólöf Rún Erlendsdóttir fjallar um málið og ræðir við Daníel Haraldsson héraðsdýralækni. SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, ætla að stefna Eflingu fyrir félagsdóm. Þau vilja að að samningur Eflingar við SA bindi ekki hendur veitingastaða þegar kemur að launagreiðslum. Rætt við Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóra SVEIT. ---- "Belarús hefur árum saman verið svartur blettur á Evrópu og útilokað frá aðild að Evrópuráðinu, vegna þess að þar er dauðarefsing enn við lýði," segir Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi belarúsku stjórnarandstöðunnar. Hún berst fyrir því að Belarús, sem til skamms tíma var nefnt Hvíta-Rússland hér á landi, verði lýðræðisríki og aðili að Evrópuráðinu. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræddi við Tikanovskayu. Katrín Jakobsdóttir og Ursula von der Leyen funduðu í Höfða og ræddu losunarheimildir, Úkraínu og leiðtogafundinn. Ragnhildur Thorlacius tók saman það helsta sem von der Leyen hafði að segja á blaðamannafundi í framhaldinu. Á Lidingö - hverfi rétt við miðborg Stokkhólms - er átta hæða íbúðarhús sem íbúarnir líta á sem rússneskt yfirráðasvæði. Eigandi húsanna er ósáttur og vill leigu fyrir húsið en rýma það ella. En það er ekki hlaupið að því. Kári Gylfaon segir frá.
5/16/20230
Episode Artwork

Leiðtogafundur, Belarús, losunarheimildir, riða og SVEIT

Spegillinn 16. maí 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Leiðtogafundur Evrópuráðsins var settur í Hörpu fyrir nokkrum mínútum. Um fjörutíu þjóðarleiðtogar eru að koma sér fyrir í Eldborg. Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti er ekki þeirra á meðal. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Birtu Björnsdóttur fréttakonu sem stödd var í Hörpu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sögðust á sameiginlegum blaðamannafundi í dag hafa komist að samkomulagi um sérlausn fyrir Ísland vegna losunarheimilda í flugi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er ánægður með lausnina. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús, er sérstakur gestur á leiðtogafundinum. Tikanovskaya kveðst mjög þakklát fyrir boðið og segir Belarús eiga heima í Evrópuráðinu. Það hefur ekki verið mögulegt til þessa, því þar eru dauðarefsingar enn við lýði. Bændur í Miðfirði eru ekki sammála um hvort, eða hvenær, þeir vilja senda fé af bænum Syðri-Urriðaá í sláturhús, að beiðni Matvælastofnunar. Héraðsdýralæknir segir mikilvægt að aflífa dýrin sem fyrst til þess að lágmarka smithættu. Ólöf Rún Erlendsdóttir fjallar um málið og ræðir við Daníel Haraldsson héraðsdýralækni. SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, ætla að stefna Eflingu fyrir félagsdóm. Þau vilja að að samningur Eflingar við SA bindi ekki hendur veitingastaða þegar kemur að launagreiðslum. Rætt við Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóra SVEIT. ---- "Belarús hefur árum saman verið svartur blettur á Evrópu og útilokað frá aðild að Evrópuráðinu, vegna þess að þar er dauðarefsing enn við lýði," segir Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi belarúsku stjórnarandstöðunnar. Hún berst fyrir því að Belarús, sem til skamms tíma var nefnt Hvíta-Rússland hér á landi, verði lýðræðisríki og aðili að Evrópuráðinu. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræddi við Tikanovskayu. Katrín Jakobsdóttir og Ursula von der Leyen funduðu í Höfða og ræddu losunarheimildir, Úkraínu og leiðtogafundinn. Ragnhildur Thorlacius tók saman það helsta sem von der Leyen hafði að segja á blaðamannafundi í framhaldinu. Á Lidingö - hverfi rétt við miðborg Stokkhólms - er átta hæða íbúðarhús sem íbúarnir líta á sem rússneskt yfirráðasvæði. Eigandi húsanna er ósáttur og vill leigu fyrir húsið en rýma það ella. En það er ekki hlaupið að því. Kári Gylfaon segir frá.
5/16/202330 minutes
Episode Artwork

Vopnuð lögregla, vopnaleit í flugi, verkföll og leðurblaka í Kópavogi

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast eftir skýrri og afgerandi niðurstöðu fundar Evrópuráðsins - sem hefst í Reykjavík á morgun. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Katrínu. Langflestir leiðtogar aðildarríkjanna mæta. Vopnaðir lögreglumenn í tugatali eru í Hörpu. Búið er að girða af svæði við Hörpu og þangað kemst enginn inn nema eiga erindi. Nær allir lögreglumenn landsins eru að störfum á fundinum og liðsauki hefur borist erlendis frá. Bretar sinna loftrýmisgæslu í dag og næstu daga vegna fundarins. Það verður leitað að vopnum á farþegum í innanlandsflugi í fyrsta sinni næstu daga. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugs hjá Isavia, segir þetta vera í fyrsta sinn sem öryggisleit er í innanlandsflugi hér á landi. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við Sigrúnu. Fjórir leikskólar í Mosfellsbæ og Garðabæ voru lokaðir í dag í fyrstu verkfallsaðgerðum BSRB í kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Á morgun verður kosið um allsherjarverkfall félagsmanna BSRB í Kópavogi. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Sonju Ýr Þorbergsdóttur og Ellen Svövu Rúnarsdóttur. Lifandi en slöpp leðurblaka fannst í Kópavogi í síðustu viku. Þeim fjölgar, óvæntum heimsóknum leðurblaka til landsins, að sögn Vilhjálms Svanssonar, dýralæknis og veirufræðings að Keldum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Allt er á suðupuntki á Sauðárkróki. Tindastóll getur orðið Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í kvöld, ef þeir leggja Reykjavíkurliðið Val. Sumir atvinnurekendur í bænum lokuðu snemma til að fólk kæmist fyrr á völlinn. Rætt var við Gunnar Birgisson íþróttafréttamann. Ýmiskonar fundahöld eru til hliðar við leiðtogafundinn á morgun. Einn þeirra var í Veröld í dag - Lýðræði fyrir framtíðna var yfirskrift hans. Einn margra framsögumanna var Tiny Kox forseti Evópuráðsþingsins, sem brýndi fyrir ungu fólki að taka þátt í að viðhalda lýðræði. Annar framsögumaður var Jón Ólafsson prófessor. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Jón. Hitinn og sólin á Spáni geta haft skuggahliðar með vatnsþurrð, uppskerubresti og ýmsum erfiðleikum öðrum. Sumir Spánverjar láta reiði sína og angist vegna erfiðleikanna bitna á veðurfræðingum. Þeir eru kallaðir morðingjar, glæpamenn og þeim er hótað með ýmsu móti á samfélagsmiðlum, í símtölum og með tölvupóstsendingum. Í pistlinum koma fyrir Samuel Reyes, forstjóri Veitustofnunarinnar í Katalóníu og Luz Cepeda veðurfréttakona. Ásgeir Tómasson sagði frá.
5/15/20230
Episode Artwork

Vopnuð lögregla, vopnaleit í flugi, verkföll og leðurblaka í Kópavogi

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast eftir skýrri og afgerandi niðurstöðu fundar Evrópuráðsins - sem hefst í Reykjavík á morgun. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Katrínu. Langflestir leiðtogar aðildarríkjanna mæta. Vopnaðir lögreglumenn í tugatali eru í Hörpu. Búið er að girða af svæði við Hörpu og þangað kemst enginn inn nema eiga erindi. Nær allir lögreglumenn landsins eru að störfum á fundinum og liðsauki hefur borist erlendis frá. Bretar sinna loftrýmisgæslu í dag og næstu daga vegna fundarins. Það verður leitað að vopnum á farþegum í innanlandsflugi í fyrsta sinni næstu daga. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugs hjá Isavia, segir þetta vera í fyrsta sinn sem öryggisleit er í innanlandsflugi hér á landi. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við Sigrúnu. Fjórir leikskólar í Mosfellsbæ og Garðabæ voru lokaðir í dag í fyrstu verkfallsaðgerðum BSRB í kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Á morgun verður kosið um allsherjarverkfall félagsmanna BSRB í Kópavogi. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Sonju Ýr Þorbergsdóttur og Ellen Svövu Rúnarsdóttur. Lifandi en slöpp leðurblaka fannst í Kópavogi í síðustu viku. Þeim fjölgar, óvæntum heimsóknum leðurblaka til landsins, að sögn Vilhjálms Svanssonar, dýralæknis og veirufræðings að Keldum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Allt er á suðupuntki á Sauðárkróki. Tindastóll getur orðið Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í kvöld, ef þeir leggja Reykjavíkurliðið Val. Sumir atvinnurekendur í bænum lokuðu snemma til að fólk kæmist fyrr á völlinn. Rætt var við Gunnar Birgisson íþróttafréttamann. Ýmiskonar fundahöld eru til hliðar við leiðtogafundinn á morgun. Einn þeirra var í Veröld í dag - Lýðræði fyrir framtíðna var yfirskrift hans. Einn margra framsögumanna var Tiny Kox forseti Evópuráðsþingsins, sem brýndi fyrir ungu fólki að taka þátt í að viðhalda lýðræði. Annar framsögumaður var Jón Ólafsson prófessor. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Jón. Hitinn og sólin á Spáni geta haft skuggahliðar með vatnsþurrð, uppskerubresti og ýmsum erfiðleikum öðrum. Sumir Spánverjar láta reiði sína og angist vegna erfiðleikanna bitna á veðurfræðingum. Þeir eru kallaðir morðingjar, glæpamenn og þeim er hótað með ýmsu móti á samfélagsmiðlum, í símtölum og með tölvupóstsendingum. Í pistlinum koma fyrir Samuel Reyes, forstjóri Veitustofnunarinnar í Katalóníu og Luz Cepeda veðurfréttakona. Ásgeir Tómasson sagði frá.
5/15/20239 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Geirfinnsmálið, samningaþref BSRB og sveitarfélaga, Beyoncé

Spegillinn 12.05.2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Þrír menn, sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns Einarssonar á áttunda áratugnum, lýsa furðu sinni á að forsprakki þess að þeir voru ranglega bendlaðir við hvarf Geirfinns skuli fá sérstaka afsökunarbeiðni og tugmilljónir króna úr ríkissjóði. Benedikt Sigurðsson sagði frá. Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt flugvélaleiguna ALC og ríkið til að greiða Isavia samtals 2,3 milljarða króna. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Enginn árangur varð af samningafundi BSRB og sveitarfélaganna í dag. Benedikt Sigurðsson ræddi við Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formann BSRB Vantrauststillaga minnihlutans gegn dómsmálaráðherra dregur dilk á eftir sér. Nýtt lögfræðiálit bendir til að vantrauststillagan hafi verið byggð á hæpnum grunni. Valur Grettisson ræddi við Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur um álitið. Yfir 20 vatnsból við Leyni í Landsveit eiga á hættu að skemmast ef fyrirhuguð uppbygging á ferðamannaþorpi gengur þar eftir segja landeigendur á svæðinu. Þeir gagnrýna Skipulagsstofnun fyrir aðgerðarleysi. Sigrún Þuríður Runólfsdóttir sagði frá og talaði við Ásgeir Kr. Ólafsson sumarhúsaeiganda. Deilt er um hvort heimilt sé að taka blóð úr fylfullum hryssum hér á landi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Björn M. Sigurjónsson, lektor við Dania háskóla í Danmörku, eru á öndverðum meiði. Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri Iðnú og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir að allar fregnir af dauða bókarinnar stórlega ýktar og stöðu hennar almennt góða. Ævar Örn Jóspesson tók saman. Tekjur af heimstónleikaferð söngkonunnar Beyoncé verða 2,4 milljarðar dollara, yfir 331 milljarð króna. Ásgeir Tómasson sagði frá.
5/12/20230
Episode Artwork

Geirfinnsmálið, samningaþref BSRB og sveitarfélaga, Beyoncé

Spegillinn 12.05.2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Þrír menn, sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns Einarssonar á áttunda áratugnum, lýsa furðu sinni á að forsprakki þess að þeir voru ranglega bendlaðir við hvarf Geirfinns skuli fá sérstaka afsökunarbeiðni og tugmilljónir króna úr ríkissjóði. Benedikt Sigurðsson sagði frá. Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt flugvélaleiguna ALC og ríkið til að greiða Isavia samtals 2,3 milljarða króna. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Enginn árangur varð af samningafundi BSRB og sveitarfélaganna í dag. Benedikt Sigurðsson ræddi við Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formann BSRB Vantrauststillaga minnihlutans gegn dómsmálaráðherra dregur dilk á eftir sér. Nýtt lögfræðiálit bendir til að vantrauststillagan hafi verið byggð á hæpnum grunni. Valur Grettisson ræddi við Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur um álitið. Yfir 20 vatnsból við Leyni í Landsveit eiga á hættu að skemmast ef fyrirhuguð uppbygging á ferðamannaþorpi gengur þar eftir segja landeigendur á svæðinu. Þeir gagnrýna Skipulagsstofnun fyrir aðgerðarleysi. Sigrún Þuríður Runólfsdóttir sagði frá og talaði við Ásgeir Kr. Ólafsson sumarhúsaeiganda. Deilt er um hvort heimilt sé að taka blóð úr fylfullum hryssum hér á landi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Björn M. Sigurjónsson, lektor við Dania háskóla í Danmörku, eru á öndverðum meiði. Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri Iðnú og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir að allar fregnir af dauða bókarinnar stórlega ýktar og stöðu hennar almennt góða. Ævar Örn Jóspesson tók saman. Tekjur af heimstónleikaferð söngkonunnar Beyoncé verða 2,4 milljarðar dollara, yfir 331 milljarð króna. Ásgeir Tómasson sagði frá.
5/12/202310 minutes, 1 second
Episode Artwork

Efling úr SGS, Heilsuvera, svelt hjúkrunarheimili, skólamál og Erdogan

Spegillinn 11. maí 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórnandi fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Félagar í Eflingu samþykktu í dag að félagið segði sig úr Starfsgreinasambandinu. Fimm prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og sjötíu prósent þeirra samþykktu úrsögn. Formaður Eflingar fagnar niðurstöðunni og formaður Starfsgreinasambandsins segir hana ekki koma á óvart. Faðir langveikrar stúlku gagnrýnir að hafa misst aðgang að Heilsuveru hjá dóttur sinni eftir að hún varð sextán ára. Hún er ekki fær um að sækja sjálf um rafræn skilríki og stendur þar af leiðandi réttindalaus. Fjöldi sveitarfélaga hefur gefist upp á að reka hjúkrunarheimili fyrir ríkið og hafa mörg þeirra skilað rekstrinum til að þurfa ekki að borga tugi milljóna með honum á hverju ári. Starfsfólk Landspítala er hætt að fá sérstakar viðbótargreiðslur tengdar covid faraldrinum. Starfsfólk bráðamóttöku spítalans fær þó greiðslur í maí. Lífslíkur ómenntaðra eru talsvert lægri en þeirra sem hafa háskólamenntun. Þetta kemur fram í nýlegum tölum Hagstofunnar. Lífslíkur ómenntaðra kvenna hafa lækkað mest frá heimsfaraldri. ----- Félagar í Eflingu samþykktu í dag að félagið myndi segja sig úr Starfsgreinasambandinu. Tæplega 70 prósent þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu úrsögnina. Einungis 5 prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Rætt er við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og Vilhjálm Birgisson, formann SGS. Á vormánuðum skipaði mennta- og barnamálaráðherra stýrihóp um eflingu framhaldsskóla. Að hans frumkvæði er hafið samtal um sameiningu Verkmenntaskólans og Menntaskólans á Akureyri, Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund, Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum og Keilis, og svo Flensborgar og Tækniskólans. Þessi vinna er í fullum gangi og skýrslu um kosti og galla á að skila fyrir lok mánaðar. Sýnist sitt hverjum eins og komið hefur fram í fréttum, gagnrýnisraddir verið nokkuð háværar. Af hálfu ráðuneytisins hefur meðal annars verið vísað til þess að efla þurfi verk- og starfsnám og auka farsæld barna og ungmenna. Hildur Ingvarsdóttir skólameistari í Tækniskólanum fagnar því sem gert er til að efla starfsnám. Áform Receps Tayyips Erdogans, forseta Tyrklands, um að lengja tuttugu ára valdatíma sinn um fimm ár að minnsta kosti virðast vera að renna út í sandinn. Samkvæmt skoðanakönnun sem tyrkneska rannsókna- og ráðgjafarfyrirtækið Konda birtir í dag mælist fylgi hans fyrir forsetakosningarnar á sunnudag 43,7 prósent. Helsti keppinautur hans, Kemal.
5/11/20230
Episode Artwork

Efling úr SGS, Heilsuvera, svelt hjúkrunarheimili, skólamál og Erdogan

Spegillinn 11. maí 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórnandi fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Félagar í Eflingu samþykktu í dag að félagið segði sig úr Starfsgreinasambandinu. Fimm prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og sjötíu prósent þeirra samþykktu úrsögn. Formaður Eflingar fagnar niðurstöðunni og formaður Starfsgreinasambandsins segir hana ekki koma á óvart. Faðir langveikrar stúlku gagnrýnir að hafa misst aðgang að Heilsuveru hjá dóttur sinni eftir að hún varð sextán ára. Hún er ekki fær um að sækja sjálf um rafræn skilríki og stendur þar af leiðandi réttindalaus. Fjöldi sveitarfélaga hefur gefist upp á að reka hjúkrunarheimili fyrir ríkið og hafa mörg þeirra skilað rekstrinum til að þurfa ekki að borga tugi milljóna með honum á hverju ári. Starfsfólk Landspítala er hætt að fá sérstakar viðbótargreiðslur tengdar covid faraldrinum. Starfsfólk bráðamóttöku spítalans fær þó greiðslur í maí. Lífslíkur ómenntaðra eru talsvert lægri en þeirra sem hafa háskólamenntun. Þetta kemur fram í nýlegum tölum Hagstofunnar. Lífslíkur ómenntaðra kvenna hafa lækkað mest frá heimsfaraldri. ----- Félagar í Eflingu samþykktu í dag að félagið myndi segja sig úr Starfsgreinasambandinu. Tæplega 70 prósent þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu úrsögnina. Einungis 5 prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Rætt er við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og Vilhjálm Birgisson, formann SGS. Á vormánuðum skipaði mennta- og barnamálaráðherra stýrihóp um eflingu framhaldsskóla. Að hans frumkvæði er hafið samtal um sameiningu Verkmenntaskólans og Menntaskólans á Akureyri, Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund, Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum og Keilis, og svo Flensborgar og Tækniskólans. Þessi vinna er í fullum gangi og skýrslu um kosti og galla á að skila fyrir lok mánaðar. Sýnist sitt hverjum eins og komið hefur fram í fréttum, gagnrýnisraddir verið nokkuð háværar. Af hálfu ráðuneytisins hefur meðal annars verið vísað til þess að efla þurfi verk- og starfsnám og auka farsæld barna og ungmenna. Hildur Ingvarsdóttir skólameistari í Tækniskólanum fagnar því sem gert er til að efla starfsnám. Áform Receps Tayyips Erdogans, forseta Tyrklands, um að lengja tuttugu ára valdatíma sinn um fimm ár að minnsta kosti virðast vera að renna út í sandinn. Samkvæmt skoðanakönnun sem tyrkneska rannsókna- og ráðgjafarfyrirtækið Konda birtir í dag mælist fylgi hans fyrir forsetakosningarnar á sunnudag 43,7 prósent. Helsti keppinautur hans, Kemal.
5/11/202330 minutes
Episode Artwork

Riða, hvalveiðar, kynstaðfesting, sjúkrarými, blóðmerar og bókmenntir

Spegillinn 10. maí 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Matvælastofnun hefur krafist þess að bændur sem eiga fé frá Syðri-Urriðaá afhendi það til sýnatöku í næstu viku. Bóndi segir þetta koma sér á óvart, þar sem tilkynnt hefði verið að ekki yrði skorið meira fyrr en síðar í sumar. Utanríkisráðherra segir siðferðislega réttlætanlegt að stunda sjálfbærar hvalveiðar eins og aðrar veiðar. Hvalveiðimenn verði hins vegar að tryggja að dýravelferðar sé gætt. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa samið við sænskt sjúkrahús um að gera kynstaðfestingaraðgerðir. Löng bið er eftir þjónustu og transmiðstöð er í bígerð. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur verið gripið til þess ráðs að senda aldrað fólk á önnur hjúkrunarheimili og deildir í nágrenni Akureyrar. Eftirlitsstofnun EFTA segir Ísland brjóta reglur með því að skerða atvinnuleysisbætur á meðan dvalið er tímabundið í öðru landi Evrópska efnahagssvæðisins. ---- ESA, eftirlitsstofnun EFTA telur að með reglum um blóðtöku úr fylfullum merum séu íslensk stjórnvöld að brjóta gegn tilskipun Evrópska efnahagssvæðisins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Björn Malmquist ræddi við Árna Pál Árnason i yfirstjórn ESA um þess áminningu. Stuðningsfólk Imrans Khans, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur mótmælt því með ofsafengnum hætti víðs vegar um landið í gær og í dag að hann var handtekinn í gær og hnepptur í varðhald. Ákæruvaldið krafðist þess að hann yrði hafður í gæsluvarðhaldi í að minnsta kosti tíu daga vegna rannsóknar á spillingarmáli sem hann er sagður tengjast. Dómstóll í höfuðborginni Islamabad féllst í dag á að hann yrði bak við lás og slá í átta daga. Hann á að koma fyrir rétt ekki síðar en sautjánda maí. Íslendingar stæra sig gjarnan af því að vera mikil bókaþjóð, og almenn samstaða virðist vera um mikilvægi þess að viðhalda íslenskri tungu og að íslenskar bókmenntir - ekki síst barnabókmenntir - gegni lykilhlutverki í þeirri baráttu, að minnsta kosti í orði. Á sama tíma er það vinsælt sport að agnúast út í starfslaun listamanna og látið í veðri vaka að þau séu annaðhvort óþarfa bruðl eða aumingjastyrkur, nema hvorttveggja sé. Í gær var efnt til málþings undir yfirskriftinni Bókmenntir á tímamótum. Margrét Tryggvadóttir rithöfundur og formaður Rithöfundasambandsins flutti þar erindi og titill þess var stutt og laggóð spurning: Ná höfundar endum saman?
5/10/20230
Episode Artwork

Riða, hvalveiðar, kynstaðfesting, sjúkrarými, blóðmerar og bókmenntir

Spegillinn 10. maí 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Matvælastofnun hefur krafist þess að bændur sem eiga fé frá Syðri-Urriðaá afhendi það til sýnatöku í næstu viku. Bóndi segir þetta koma sér á óvart, þar sem tilkynnt hefði verið að ekki yrði skorið meira fyrr en síðar í sumar. Utanríkisráðherra segir siðferðislega réttlætanlegt að stunda sjálfbærar hvalveiðar eins og aðrar veiðar. Hvalveiðimenn verði hins vegar að tryggja að dýravelferðar sé gætt. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa samið við sænskt sjúkrahús um að gera kynstaðfestingaraðgerðir. Löng bið er eftir þjónustu og transmiðstöð er í bígerð. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur verið gripið til þess ráðs að senda aldrað fólk á önnur hjúkrunarheimili og deildir í nágrenni Akureyrar. Eftirlitsstofnun EFTA segir Ísland brjóta reglur með því að skerða atvinnuleysisbætur á meðan dvalið er tímabundið í öðru landi Evrópska efnahagssvæðisins. ---- ESA, eftirlitsstofnun EFTA telur að með reglum um blóðtöku úr fylfullum merum séu íslensk stjórnvöld að brjóta gegn tilskipun Evrópska efnahagssvæðisins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Björn Malmquist ræddi við Árna Pál Árnason i yfirstjórn ESA um þess áminningu. Stuðningsfólk Imrans Khans, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur mótmælt því með ofsafengnum hætti víðs vegar um landið í gær og í dag að hann var handtekinn í gær og hnepptur í varðhald. Ákæruvaldið krafðist þess að hann yrði hafður í gæsluvarðhaldi í að minnsta kosti tíu daga vegna rannsóknar á spillingarmáli sem hann er sagður tengjast. Dómstóll í höfuðborginni Islamabad féllst í dag á að hann yrði bak við lás og slá í átta daga. Hann á að koma fyrir rétt ekki síðar en sautjánda maí. Íslendingar stæra sig gjarnan af því að vera mikil bókaþjóð, og almenn samstaða virðist vera um mikilvægi þess að viðhalda íslenskri tungu og að íslenskar bókmenntir - ekki síst barnabókmenntir - gegni lykilhlutverki í þeirri baráttu, að minnsta kosti í orði. Á sama tíma er það vinsælt sport að agnúast út í starfslaun listamanna og látið í veðri vaka að þau séu annaðhvort óþarfa bruðl eða aumingjastyrkur, nema hvorttveggja sé. Í gær var efnt til málþings undir yfirskriftinni Bókmenntir á tímamótum. Margrét Tryggvadóttir rithöfundur og formaður Rithöfundasambandsins flutti þar erindi og titill þess var stutt og laggóð spurning: Ná höfundar endum saman?
5/10/202329 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Pussy Riot konur verða Íslendingar, upprunavottorð og nefúðinn

Spegillinn 9. maí 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður Kormákur Marðarson Tvær konur úr andhófshópnum Pussy Riot eru meðal þeirra 18 sem allsherjar og menntamálanefnd leggur til að fái íslenskan ríkisborgararétt. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Öryggismyndavélum í miðborg Reykjavíkur hefur verið fjölgað fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í næstu viku. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir undirbúning löggæslu vegna fundarins afar viðamikinn. Anna Lilja Þórisdóttir talaði við hana. Orkustofnun hefur verið beðin um að nýta sér strax heimildir til að upplýsa hvernig staðið hefur verið að sölu upprunavottorða raforku frá Íslandi. Benedikt Sigurðsson sagði frá. Skipstjórar á Hval 8 og 9 telja að myndatökur eftirlitsmanns Matvælastofnunar um borð hafi brotið gegn friðhelgi einkalífs þeirra og krefja hana um tvær milljónir hvor í miskabætur. Kristín Sigurðardóttir sagði frá. Qin Gang utanríkisráðherra Kína varaði Evrópusambandið við að beita kínversk fyrirtæki refsingum þegar hann hitti þýska utanríkisráðherrann í Berlín í dag. Á móti sagði Annalena Baerbock að hlutleysi Kínverja í innrásinni í Úkraínu væri stuðningur Rússa. Róbert Jóhannsson sagði frá. Byggðarráð Skagafjarðar skorar á stjórn KSÍ að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun milli karla og kvenna í knattspyrnu. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Einar Einarsson formann byggðaráðsins. --------------- Naloxon nefúðinn hefur bjargað lífi margra segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum, sem dreifir mótefninu gegn ópíóíðum til notenda og aðstandenda þeirra. Hún vill auka enn aðgengi að úðanum. Bandaríska matvæla og lyfjaseftirlitið heimilað á dögunum að svipaður nefúði yrði seldur í lausasölu. Þess er ekki að vænta að lyfið verði selt í lausasölu á Íslandi á næstunni. Ragnhildur Thorlacius sagði frá og ræddi við Hafrúnu. Loftárásir Ísraelshers á Gazasvæðið í nótt voru þær mannskæðustu frá því fyrrasumar. Árásunum var beint gegn þremur yfirmönnum í íslömsku Jihad samtökunum. Þeir féllu allir sem og tíu almennir borgarar. Heyrist í Daniel Hagari talsmanni ísraelska hersins sem segir að árásirnar hafi farið eins og til var stofnað. . Abu Hamza, talsmaður Al-Quds herdeildanna, hins vopnaða arms íslamska Jihads, að það gagnaðist hernámsliðinu ekkert að ráða liðsmenn samtakanna af dögum. Ásgeir Tómasson sagði frá.
5/9/20230
Episode Artwork

Pussy Riot konur verða Íslendingar, upprunavottorð og nefúðinn

Spegillinn 9. maí 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður Kormákur Marðarson Tvær konur úr andhófshópnum Pussy Riot eru meðal þeirra 18 sem allsherjar og menntamálanefnd leggur til að fái íslenskan ríkisborgararétt. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Öryggismyndavélum í miðborg Reykjavíkur hefur verið fjölgað fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í næstu viku. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir undirbúning löggæslu vegna fundarins afar viðamikinn. Anna Lilja Þórisdóttir talaði við hana. Orkustofnun hefur verið beðin um að nýta sér strax heimildir til að upplýsa hvernig staðið hefur verið að sölu upprunavottorða raforku frá Íslandi. Benedikt Sigurðsson sagði frá. Skipstjórar á Hval 8 og 9 telja að myndatökur eftirlitsmanns Matvælastofnunar um borð hafi brotið gegn friðhelgi einkalífs þeirra og krefja hana um tvær milljónir hvor í miskabætur. Kristín Sigurðardóttir sagði frá. Qin Gang utanríkisráðherra Kína varaði Evrópusambandið við að beita kínversk fyrirtæki refsingum þegar hann hitti þýska utanríkisráðherrann í Berlín í dag. Á móti sagði Annalena Baerbock að hlutleysi Kínverja í innrásinni í Úkraínu væri stuðningur Rússa. Róbert Jóhannsson sagði frá. Byggðarráð Skagafjarðar skorar á stjórn KSÍ að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun milli karla og kvenna í knattspyrnu. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Einar Einarsson formann byggðaráðsins. --------------- Naloxon nefúðinn hefur bjargað lífi margra segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum, sem dreifir mótefninu gegn ópíóíðum til notenda og aðstandenda þeirra. Hún vill auka enn aðgengi að úðanum. Bandaríska matvæla og lyfjaseftirlitið heimilað á dögunum að svipaður nefúði yrði seldur í lausasölu. Þess er ekki að vænta að lyfið verði selt í lausasölu á Íslandi á næstunni. Ragnhildur Thorlacius sagði frá og ræddi við Hafrúnu. Loftárásir Ísraelshers á Gazasvæðið í nótt voru þær mannskæðustu frá því fyrrasumar. Árásunum var beint gegn þremur yfirmönnum í íslömsku Jihad samtökunum. Þeir féllu allir sem og tíu almennir borgarar. Heyrist í Daniel Hagari talsmanni ísraelska hersins sem segir að árásirnar hafi farið eins og til var stofnað. . Abu Hamza, talsmaður Al-Quds herdeildanna, hins vopnaða arms íslamska Jihads, að það gagnaðist hernámsliðinu ekkert að ráða liðsmenn samtakanna af dögum. Ásgeir Tómasson sagði frá.
5/9/202310 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Hvalveiðar, lögmaður kærður, loftárásir á Kænugarð

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir ekki hægt að stöðva fyrirhugaðar hvalveiðar í sumar þrátt fyrir að Matvælastofnun hafi komist að þeirri niðurstöðu að veiðarnar samrýmist ekki markmiðum laga um dýravelferð. Höskuldur Kári Schram ræddi við Svandísi. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélagsins, segir að félaginu hafi borist ábendingar um starfshætti lögmannsins, sem hefur verið kærður til lögreglunnar fyrir að hafa nauðgað og brotið kynferðislega gegn eiginkonu skjólstæðings síns, sem sat í gæsluvarðhaldi. Lögmannafélagið fundaði um málið í dag. Anna Lilja Þórisdóttir ræddi við Sigurð. Rússneskumælandi karlmaður situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa tekið út lyfseðilskyld lyf látinnar konu og notað fjármuni hennar í áraraðir. Lögreglan virðist ekki hafa hugmynd um hver maðurinn er. Íslensk orkufyrirtæki geta selt hæstbjóðanda alla þá orku sem þau framleiða. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að tryggja verði að heimili og hefðbundin fyrirtæki fái næga raforku. Til þess þurfi að breyta lögum. Benedikt Sigurðsson ræddi við Höllu Hrund. Allt kapp er nú lagt á að finna fólk sem er saknað fjórum dögum eftir að mikil flóð og aurskriður féllu í Austur-Kongó. Að minnsta kosti 400 hafa fundist látin eftir úrhelli síðustu daga. Róbert Jóhannsson sagði frá. Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur fellt úr gildi leyfi fyrir að breyta gamla bandaríska sendiráðinu við Laufásveg í íbúðir fyrir hælisleitendur. Freyr Gígja Gunnarsson fjallaði um málið. **** Það er alltaf alvarlegt ef dýr missir ekki meðvitund strax eða mjög fljótt við aflífun og sérstaklega alvarlegt verður að teljast að tvær langreyðar hafi þurft að heyja afar langt dauðastríð, segir í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyð í fyrra. Stofnunin jók eftirlit með hvalveiðum um miðjan ágúst og niðurstaða stofnunarinnar er að 36 af 148 langreyðum sem veiddar voru á vertíðinni, hafi verið skotnar tvisvar sinnum eða oftar. Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar segir þetta óásættanlegt. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hana. Loftárás Rússa á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt var sú fjórða á átta dögum. Þrjátíu og fimm drónum, hlöðnum sprengiefni, var flogið til borgarinnar. Loftvarnaflaugar úkraínska hersins grönduðu þeim öllum, en nokkurt tjón varð þegar brak úr þeim féll til jarðar. Umsjónarmaður: Ragnhildur Thorlacius Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
5/8/20230
Episode Artwork

Hvalveiðar, lögmaður kærður, loftárásir á Kænugarð

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir ekki hægt að stöðva fyrirhugaðar hvalveiðar í sumar þrátt fyrir að Matvælastofnun hafi komist að þeirri niðurstöðu að veiðarnar samrýmist ekki markmiðum laga um dýravelferð. Höskuldur Kári Schram ræddi við Svandísi. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélagsins, segir að félaginu hafi borist ábendingar um starfshætti lögmannsins, sem hefur verið kærður til lögreglunnar fyrir að hafa nauðgað og brotið kynferðislega gegn eiginkonu skjólstæðings síns, sem sat í gæsluvarðhaldi. Lögmannafélagið fundaði um málið í dag. Anna Lilja Þórisdóttir ræddi við Sigurð. Rússneskumælandi karlmaður situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa tekið út lyfseðilskyld lyf látinnar konu og notað fjármuni hennar í áraraðir. Lögreglan virðist ekki hafa hugmynd um hver maðurinn er. Íslensk orkufyrirtæki geta selt hæstbjóðanda alla þá orku sem þau framleiða. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að tryggja verði að heimili og hefðbundin fyrirtæki fái næga raforku. Til þess þurfi að breyta lögum. Benedikt Sigurðsson ræddi við Höllu Hrund. Allt kapp er nú lagt á að finna fólk sem er saknað fjórum dögum eftir að mikil flóð og aurskriður féllu í Austur-Kongó. Að minnsta kosti 400 hafa fundist látin eftir úrhelli síðustu daga. Róbert Jóhannsson sagði frá. Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur fellt úr gildi leyfi fyrir að breyta gamla bandaríska sendiráðinu við Laufásveg í íbúðir fyrir hælisleitendur. Freyr Gígja Gunnarsson fjallaði um málið. **** Það er alltaf alvarlegt ef dýr missir ekki meðvitund strax eða mjög fljótt við aflífun og sérstaklega alvarlegt verður að teljast að tvær langreyðar hafi þurft að heyja afar langt dauðastríð, segir í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyð í fyrra. Stofnunin jók eftirlit með hvalveiðum um miðjan ágúst og niðurstaða stofnunarinnar er að 36 af 148 langreyðum sem veiddar voru á vertíðinni, hafi verið skotnar tvisvar sinnum eða oftar. Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar segir þetta óásættanlegt. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hana. Loftárás Rússa á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt var sú fjórða á átta dögum. Þrjátíu og fimm drónum, hlöðnum sprengiefni, var flogið til borgarinnar. Loftvarnaflaugar úkraínska hersins grönduðu þeim öllum, en nokkurt tjón varð þegar brak úr þeim féll til jarðar. Umsjónarmaður: Ragnhildur Thorlacius Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
5/8/20239 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Skattsvik og reiðufé, kannabis í sælgæti, ofsagróði bankanna

Spegillinn 5. maí 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir og Margrét Júlía Ingimarsdóttir Setja þarf hömlur á notkun reiðufjár í atvinnurekstri til að sporna gegn skattsvikum, að mati starfshóps fjármálaráðherra. Töluvert er um að tilhæfulausir reikningar séu gefnir út í því skyni að svíkja undan skatti. Alexander Kristjánsson sagði frá. Lögregla hefur lagt hald á umtalsvert af kannabisefnum í formi sælgætis. Tveir eru með réttarstöðu sakbornings vegna málsins. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir meira af því í umferð og hvetur foreldra til að vera á varðbergi. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við hann. Allt bendir til þess að eldsvoðann í Hafnarfjarðarhöfn á mánudag megi rekja til opins elds. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé hægt að fullyrða um hvort vísvitandi hafi verið kveikt í húsinu eða hvort eldurinn hafi óvart farið úr böndunum. Flugmenn Landhelgisgæslunnar samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilu við samninganefnd ríkisins síðdegis. Pétur Magnússon talaði við Jón Þór Þorvaldsson, formann FÍA. Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir manni vegna dauða ungrar konu á Selfossi í síðustu viku. Hvíta húsið hefur kallað saman yfirmenn þriggja stórra tæknifyrirtækja. Fyrirmæli til þeirra frá stjórnvöldum eru að fyrirtækjunum beri að vernda almenning fyrir gervigreind. Ísak Regal sagði frá. Samtök bjórbruggara og kráareigenda í Bretlandi, BBPA, áætla að drukknar verði 62 milljónir pinta eða hálfpotta af bjór á krám landsins um helgina, 17 milljónum meira en um venjulega helgi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í viðtali við Ævar Örn Jósepsson að viðskiptabankarnir þurfi að gæta hófs þrátt fyrir stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Íhaldsmenn í Bretlandi fá þungan skell í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Ásgeir Tómasson tók saman. Um helmingur allra hitaveitna á landinu sér fram á að lenda í vandræðum með að mæta aukinni eftirspurn eftir heitu vatni sem má rekja til fólksfjölgunar, sífjölgandi ferðafólks og uppbyggingar ýmis konar iðnaðar. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir ræddi við Auði Öglu Óladóttur og Guðlaug Þór Þórðarson.
5/5/20230
Episode Artwork

Skattsvik og reiðufé, kannabis í sælgæti, ofsagróði bankanna

Spegillinn 5. maí 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir og Margrét Júlía Ingimarsdóttir Setja þarf hömlur á notkun reiðufjár í atvinnurekstri til að sporna gegn skattsvikum, að mati starfshóps fjármálaráðherra. Töluvert er um að tilhæfulausir reikningar séu gefnir út í því skyni að svíkja undan skatti. Alexander Kristjánsson sagði frá. Lögregla hefur lagt hald á umtalsvert af kannabisefnum í formi sælgætis. Tveir eru með réttarstöðu sakbornings vegna málsins. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir meira af því í umferð og hvetur foreldra til að vera á varðbergi. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við hann. Allt bendir til þess að eldsvoðann í Hafnarfjarðarhöfn á mánudag megi rekja til opins elds. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé hægt að fullyrða um hvort vísvitandi hafi verið kveikt í húsinu eða hvort eldurinn hafi óvart farið úr böndunum. Flugmenn Landhelgisgæslunnar samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilu við samninganefnd ríkisins síðdegis. Pétur Magnússon talaði við Jón Þór Þorvaldsson, formann FÍA. Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir manni vegna dauða ungrar konu á Selfossi í síðustu viku. Hvíta húsið hefur kallað saman yfirmenn þriggja stórra tæknifyrirtækja. Fyrirmæli til þeirra frá stjórnvöldum eru að fyrirtækjunum beri að vernda almenning fyrir gervigreind. Ísak Regal sagði frá. Samtök bjórbruggara og kráareigenda í Bretlandi, BBPA, áætla að drukknar verði 62 milljónir pinta eða hálfpotta af bjór á krám landsins um helgina, 17 milljónum meira en um venjulega helgi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í viðtali við Ævar Örn Jósepsson að viðskiptabankarnir þurfi að gæta hófs þrátt fyrir stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Íhaldsmenn í Bretlandi fá þungan skell í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Ásgeir Tómasson tók saman. Um helmingur allra hitaveitna á landinu sér fram á að lenda í vandræðum með að mæta aukinni eftirspurn eftir heitu vatni sem má rekja til fólksfjölgunar, sífjölgandi ferðafólks og uppbyggingar ýmis konar iðnaðar. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir ræddi við Auði Öglu Óladóttur og Guðlaug Þór Þórðarson.
5/5/20239 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

04.05.2023

Spegillinn 4. maí 2023. Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Sauðfjárbændur og sveitarstjórnarfólk víða um land hafa þungar áhyggjur af slæmu ástandi girðinga á milli varnarhólfa og segja fjármagn til úrbóta af skornum skammti. Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um rúma tuttugu milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Stjórnendur þeirra eru ánægðir með afkomuna. Óvissustig er í gildi vegna skjálftahrinu sem hófst í Mýrdalsjökli í morgun. Veginum inn að Kötlujökli hefur verið lokað Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að skýrsla innviðaráðherra um áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar taki ekki á öllum álitamálum. Málið var rætt í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í morgun. Rúmlega helmingur Breta vill að Karl konungur þriðji og Kamilla drottning greiði sjálf allan kostnað við hátíðarhöldin þegar þau verða krýnd á laugardag Stjarnvísindamenn fylgdust nýverið með fjarlægri, dauðvona stjörnu gleypa í sig reikistjörnu. ----- Fyrirtæki á nokkurn veginn öllum sviðum kynna sína vöru og/eða þjónustu gjarnan sem græna, vistvæna, umhverfisvæna og jafnvel sjálfbæra, eða í það minnsta til þess fallna að auka sjálfbærni, án þess endilega að útlistað sé, hvað sé grænt og vistvænt við framleiðsluna, í hverju meint sjálfbærni hennar felst og hvað er á bak við þessar fullyrðingar um umhverfisvænleikann. Matthildur Sveinsdóttir, sviðsstjóri hjá Neytendastofu, flutti erindi á Loftslagsdeginum 2023, þar sem hún fjallaði um umhverfisfullyrðingar í markaðssetningu, en réttmæti þeirra er eitt af mörgu sem Neytendastofa hefur eftirlit með. Í máli hennar kom fram að 79 prósent evrópskra neytenda hafa keypt dýrari vöru en þeir í sjálfu sér hefðu þurft að kaupa, vegna þess að þeir töldu það betra fyrir umhverfið en að kaupa aðra og ódýrari vöru. Það er því eftir miklu að slægjast með slíkum merkingum fyrir framleiðendur, en geta neytendur treyst þeim? Tvö þúsund gestir verða viðstaddir þegar Karl þriðji, konungur Bretlands og samveldisríkja, og Kamilla drottning verða krýnd í Lundúnum á laugardag. Hann hefur gefið skipun um að aðhalds verði gætt í hvívetna. Gestirnir eru því mun færri en þegar móðir hans, Elísabet II, var krýnd árið 1953. Þá var átta þúsund manns boðið. Gestalistinn hefur verið birtur. Þar kennir ýmissa grasa, ef svo óvirðulega má að orði komast. Það hefur ekki síður vakið athygli hverjir eru ekki á honum. Harry prins, sonur Karls, mætir til að mynda einn. Meghan, hertogaynja af Sussex, verður eft
5/4/20230
Episode Artwork

Spegillinn 4. maí 2023. Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Sauðfjárbændur og sveitarstjórnarfólk víða um land hafa þungar áhyggjur af slæmu ástandi girðinga á milli varnarhólfa og segja fjármagn til úrbóta af skornum skammti. Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um rúma tuttugu milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Stjórnendur þeirra eru ánægðir með afkomuna. Óvissustig er í gildi vegna skjálftahrinu sem hófst í Mýrdalsjökli í morgun. Veginum inn að Kötlujökli hefur verið lokað Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að skýrsla innviðaráðherra um áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar taki ekki á öllum álitamálum. Málið var rætt í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í morgun. Rúmlega helmingur Breta vill að Karl konungur þriðji og Kamilla drottning greiði sjálf allan kostnað við hátíðarhöldin þegar þau verða krýnd á laugardag Stjarnvísindamenn fylgdust nýverið með fjarlægri, dauðvona stjörnu gleypa í sig reikistjörnu. ----- Fyrirtæki á nokkurn veginn öllum sviðum kynna sína vöru og/eða þjónustu gjarnan sem græna, vistvæna, umhverfisvæna og jafnvel sjálfbæra, eða í það minnsta til þess fallna að auka sjálfbærni, án þess endilega að útlistað sé, hvað sé grænt og vistvænt við framleiðsluna, í hverju meint sjálfbærni hennar felst og hvað er á bak við þessar fullyrðingar um umhverfisvænleikann. Matthildur Sveinsdóttir, sviðsstjóri hjá Neytendastofu, flutti erindi á Loftslagsdeginum 2023, þar sem hún fjallaði um umhverfisfullyrðingar í markaðssetningu, en réttmæti þeirra er eitt af mörgu sem Neytendastofa hefur eftirlit með. Í máli hennar kom fram að 79 prósent evrópskra neytenda hafa keypt dýrari vöru en þeir í sjálfu sér hefðu þurft að kaupa, vegna þess að þeir töldu það betra fyrir umhverfið en að kaupa aðra og ódýrari vöru. Það er því eftir miklu að slægjast með slíkum merkingum fyrir framleiðendur, en geta neytendur treyst þeim? Tvö þúsund gestir verða viðstaddir þegar Karl þriðji, konungur Bretlands og samveldisríkja, og Kamilla drottning verða krýnd í Lundúnum á laugardag. Hann hefur gefið skipun um að aðhalds verði gætt í hvívetna. Gestirnir eru því mun færri en þegar móðir hans, Elísabet II, var krýnd árið 1953. Þá var átta þúsund manns boðið. Gestalistinn hefur verið birtur. Þar kennir ýmissa grasa, ef svo óvirðulega má að orði komast. Það hefur ekki síður vakið athygli hverjir eru ekki á honum. Harry prins, sonur Karls, mætir til að mynda einn. Meghan, hertogaynja af Sussex, verður eft
5/4/20239 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

03.05.2023

Spegillinn 3. maí 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Leiðtogar Norðurlandanna hvika hvergi í stuðningi sínum við Úkraínu í stríði við Rússa. Framlag Íslands verður helst að hjálpa til að skrá það tjón sem Rússar hafa valdið í Úkraínu. Hallgrímur Indriðason ræddi við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra á fundi leiðtogann með Selenskí í Finnlandi. Örvunarbólusetningar gegn barnaveiki, kíghósta, mænusótt og stífkrampa liggja niðri, þar sem bóluefnið er ófáanlegt. Valtýr Stefánsson, barnasmitsjúkdómalæknir segir að ef of lengi dregst að bólusetja, geti kíghóstafaraldur brotist út. Alma Ómarsdóttir talaði við hann. Kaupmáttur ellífeyrisþega hefur ekki haldið í við almenna launaþróun á undanförnum árum og staða þeirra versnað verulega. Þetta kom fram í máli þingmanna stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag. Höskuldur Kári Schram tók saman. Brot úr ræðum Viðars Eggertssonar (S), Halldóru Mogensen (P), Ingu Sæland (F) og Bjarna Benediktssyni (D). Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segja stjórnvöld verða að bregðast tafarlaust við ófremdarástandi á vinnumarkaði. Ekki þurfi að bíða eftir næstu kjarasamningum. ---- Fundur norrænna leiðtoga um Úkraínu er skýrt merki um aukið vægi varnar- og öryggismála í Norðurlandasamstarfi. Hallgrímur Indriðason ræddi við Katrínu Jakobsdóttur eftir fundinn í Helsinki. Öryggis- og varnarmál voru varla rædd á norrænum vettvangi en hafa verið fyrirferðarmikil þar síðustu misseri. Innganga Finna og Svía í NATO og ógnin af Rússlandi hefur haft mikil áhrif. Það verður að nýta til að styrkja samstarfið enn frekar en draga ekki úr því á öðrum sviðum segir Hrannar B. Arnarsson formaður Norræna félagsins. Bryndís Haraldsdóttir (D) formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs telur þetta tækifæri til styrkingar og líka til að tengja Eystrasaltslöndin betur. Norsk stjórnvöld ætla að tvöfalda framlag til hermála, ekki síst til að lappa upp á norska flotann .Gísli Kristjánsson segir frá.
5/3/20230
Episode Artwork

Spegillinn 3. maí 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Leiðtogar Norðurlandanna hvika hvergi í stuðningi sínum við Úkraínu í stríði við Rússa. Framlag Íslands verður helst að hjálpa til að skrá það tjón sem Rússar hafa valdið í Úkraínu. Hallgrímur Indriðason ræddi við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra á fundi leiðtogann með Selenskí í Finnlandi. Örvunarbólusetningar gegn barnaveiki, kíghósta, mænusótt og stífkrampa liggja niðri, þar sem bóluefnið er ófáanlegt. Valtýr Stefánsson, barnasmitsjúkdómalæknir segir að ef of lengi dregst að bólusetja, geti kíghóstafaraldur brotist út. Alma Ómarsdóttir talaði við hann. Kaupmáttur ellífeyrisþega hefur ekki haldið í við almenna launaþróun á undanförnum árum og staða þeirra versnað verulega. Þetta kom fram í máli þingmanna stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag. Höskuldur Kári Schram tók saman. Brot úr ræðum Viðars Eggertssonar (S), Halldóru Mogensen (P), Ingu Sæland (F) og Bjarna Benediktssyni (D). Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segja stjórnvöld verða að bregðast tafarlaust við ófremdarástandi á vinnumarkaði. Ekki þurfi að bíða eftir næstu kjarasamningum. ---- Fundur norrænna leiðtoga um Úkraínu er skýrt merki um aukið vægi varnar- og öryggismála í Norðurlandasamstarfi. Hallgrímur Indriðason ræddi við Katrínu Jakobsdóttur eftir fundinn í Helsinki. Öryggis- og varnarmál voru varla rædd á norrænum vettvangi en hafa verið fyrirferðarmikil þar síðustu misseri. Innganga Finna og Svía í NATO og ógnin af Rússlandi hefur haft mikil áhrif. Það verður að nýta til að styrkja samstarfið enn frekar en draga ekki úr því á öðrum sviðum segir Hrannar B. Arnarsson formaður Norræna félagsins. Bryndís Haraldsdóttir (D) formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs telur þetta tækifæri til styrkingar og líka til að tengja Eystrasaltslöndin betur. Norsk stjórnvöld ætla að tvöfalda framlag til hermála, ekki síst til að lappa upp á norska flotann .Gísli Kristjánsson segir frá.
5/3/20239 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Fjárhagur borgarinnar, verkföll í maí, ESB og persónuvernd á netinu

Hægja þarf á áformum um byggingu þjóðarhallar í Laugardal vegna ástandsins í efnahagsmálum. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra á Alþingi. Höskuldur Kári Schram tók saman. Samfylkingin mælist stærsti flokkur landsins í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup þriðja mánuðinn í röð, með 28 prósenta fylgi. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs segir eignarhald borgarinnar í Ljósleiðaranum vekja spurningar í ljósi stærðar félagsins. Alexander Kristjánsson sagði frá. Engar sérstakar reglur gilda um uppflettingar í lyfjaávísanagátt þrátt fyrir að gögn þar teljist viðkvæmar persónuupplýsingar. Landlæknir íhugar breytingar. Benedikt Sigurðsson tók saman. Auka á stuðning við ungt fólk sem á erfitt með að vera á vinnumarkaði. Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK segir dæmin sanna að með réttum stuðningi geti fólk sinnt vinnu á ný. Alma Ómarsdóttir talaði við hana og Pál Ásgeir Guðmundsson forstöðumann hjá SA. ------------- Deilt var um það í borgarstjórn hvort skýra mætti fjárhagsvanda borgarinnar með kostnaði vegna þjónustu við fatlað fólk þegar fyrsta umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir 2022 fór fram. . Halli A- hlutans í fyrra var 15,6 milljarðar króna. Spilað var úr ræðum Dags B. Eggertssonar, Hildar Björnsdóttur og Einars Þorsteinssonar. Ragnhildur Thorlacius tók saman. KJjaraviðræður BSRB og sveitarfélaga annarra en Reykjavíkur eru í hnút. Helsti ásteytingarsteinninn er krafa BSRB um hækkanir sem gildi frá áramótum líkt og samið var um við SGS. Sveitarfélög segjast hafa staðið við samninga að fullu. Horfur eru á verkföllum BSRB félaga. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sonju Ýr Þorbergsdóttur formann BSRB. Evrópusambandið ætlar að krefja stærstu netfyrirtæki og samfélagsmiðla heims, um strangari reglur um persónuvernd og eftirlit með ólöglegu efni á miðlunum, þær verða að líkindum einnig teknar upp hér á landi. Björn Malmquist sagði frá. Spegillinn 5. maí Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir og Annalísa Hermannsdóttir.
5/2/20230
Episode Artwork

Fjárhagur borgarinnar, verkföll í maí, ESB og persónuvernd á netinu

Hægja þarf á áformum um byggingu þjóðarhallar í Laugardal vegna ástandsins í efnahagsmálum. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra á Alþingi. Höskuldur Kári Schram tók saman. Samfylkingin mælist stærsti flokkur landsins í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup þriðja mánuðinn í röð, með 28 prósenta fylgi. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs segir eignarhald borgarinnar í Ljósleiðaranum vekja spurningar í ljósi stærðar félagsins. Alexander Kristjánsson sagði frá. Engar sérstakar reglur gilda um uppflettingar í lyfjaávísanagátt þrátt fyrir að gögn þar teljist viðkvæmar persónuupplýsingar. Landlæknir íhugar breytingar. Benedikt Sigurðsson tók saman. Auka á stuðning við ungt fólk sem á erfitt með að vera á vinnumarkaði. Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK segir dæmin sanna að með réttum stuðningi geti fólk sinnt vinnu á ný. Alma Ómarsdóttir talaði við hana og Pál Ásgeir Guðmundsson forstöðumann hjá SA. ------------- Deilt var um það í borgarstjórn hvort skýra mætti fjárhagsvanda borgarinnar með kostnaði vegna þjónustu við fatlað fólk þegar fyrsta umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir 2022 fór fram. . Halli A- hlutans í fyrra var 15,6 milljarðar króna. Spilað var úr ræðum Dags B. Eggertssonar, Hildar Björnsdóttur og Einars Þorsteinssonar. Ragnhildur Thorlacius tók saman. KJjaraviðræður BSRB og sveitarfélaga annarra en Reykjavíkur eru í hnút. Helsti ásteytingarsteinninn er krafa BSRB um hækkanir sem gildi frá áramótum líkt og samið var um við SGS. Sveitarfélög segjast hafa staðið við samninga að fullu. Horfur eru á verkföllum BSRB félaga. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sonju Ýr Þorbergsdóttur formann BSRB. Evrópusambandið ætlar að krefja stærstu netfyrirtæki og samfélagsmiðla heims, um strangari reglur um persónuvernd og eftirlit með ólöglegu efni á miðlunum, þær verða að líkindum einnig teknar upp hér á landi. Björn Malmquist sagði frá. Spegillinn 5. maí Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir og Annalísa Hermannsdóttir.
5/2/20239 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Ópíóíðafíkn, útrýming riðu, forseti ASÍ, kosningar í Tyrklandi

Spegillinn 28. Apríl 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra boðar að 170 milljónum króna verði veitt í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóíðafíknar. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur samþykkt tillögu yfirdýralæknis um breytta aðferð við að útrýma riðu. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til bráðaaðgerða til að tryggja ofanflóðavarnir á Patreksfirði. Guðlaugur Þ. Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir uppbyggingu hefðbundinna ofanflóðavarna um það bil hálfnaða. Markús Þórhallsson talaði við hann. Ekki er alveg skýrt hvað þurfi til, svo hægt sé að skikka íbúðareigendur í fjöleignarhúsum til þess að selja eign sína. Dómur sem nýlega var kveðinn upp sýnir að húsfélag getur rekið eiganda úr íbúð sinni. Róbert Jóhannsson talaði við Sigurð Orra Hafþórsson, lögmann Húseigendafélagsins. Nokkur óvissa ríkir um framtíð Kvennaathvarfsins á Akureyri. Dregið hefur verið úr þjónustu þar, sem Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra segir sorglegt. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við hana. Bann við að afganskar konur starfi fyrir Sameinuðu þjóðirnar er félagslegt innanríkismál. Þetta er svar utanríkisráðuneytis Afganistan í dag við kröfu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að talíbanastjórnin láti af banninu. Markús Þórhallsson sagði frá. Hollenskum karlmanni á fimmtugsaldri var samkvæmt dómsúrskurði í morgun bannað að gefa meira sæði til sæðisbanka. Sæði mannsins er talið hafa verið notað til þess að búa til hátt í 600 börn með glasafrjóvgunum. Finnbjörn Hermannson svar sjálfkjörinn í embætti forseta ASÍ í dag. Hann segir í viðtali viðp Hauk Holm að segir að félagsmenn ætli að snúa bökum saman í komandi kjaraviðræðum. Tvísýnt er um að Erdogan Tyrklandsforseti verði endurkjörinn í forsetakosningum eftir 16 daga. Ásgeir Tómasson sagði frá. Samu Paukkunen, aðstoðarforstöðumaður finnsku alþjóðamálastofnunarinnar, segir umskiptin í afstöðu Finna til aðildar að NATO hafa verið hvort tveggja skjót og afgerandi. Ævar Örn Jósepsson ræddi við hann.
4/28/20230
Episode Artwork

Ópíóíðafíkn, útrýming riðu, forseti ASÍ, kosningar í Tyrklandi

Spegillinn 28. Apríl 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra boðar að 170 milljónum króna verði veitt í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóíðafíknar. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur samþykkt tillögu yfirdýralæknis um breytta aðferð við að útrýma riðu. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til bráðaaðgerða til að tryggja ofanflóðavarnir á Patreksfirði. Guðlaugur Þ. Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir uppbyggingu hefðbundinna ofanflóðavarna um það bil hálfnaða. Markús Þórhallsson talaði við hann. Ekki er alveg skýrt hvað þurfi til, svo hægt sé að skikka íbúðareigendur í fjöleignarhúsum til þess að selja eign sína. Dómur sem nýlega var kveðinn upp sýnir að húsfélag getur rekið eiganda úr íbúð sinni. Róbert Jóhannsson talaði við Sigurð Orra Hafþórsson, lögmann Húseigendafélagsins. Nokkur óvissa ríkir um framtíð Kvennaathvarfsins á Akureyri. Dregið hefur verið úr þjónustu þar, sem Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra segir sorglegt. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við hana. Bann við að afganskar konur starfi fyrir Sameinuðu þjóðirnar er félagslegt innanríkismál. Þetta er svar utanríkisráðuneytis Afganistan í dag við kröfu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að talíbanastjórnin láti af banninu. Markús Þórhallsson sagði frá. Hollenskum karlmanni á fimmtugsaldri var samkvæmt dómsúrskurði í morgun bannað að gefa meira sæði til sæðisbanka. Sæði mannsins er talið hafa verið notað til þess að búa til hátt í 600 börn með glasafrjóvgunum. Finnbjörn Hermannson svar sjálfkjörinn í embætti forseta ASÍ í dag. Hann segir í viðtali viðp Hauk Holm að segir að félagsmenn ætli að snúa bökum saman í komandi kjaraviðræðum. Tvísýnt er um að Erdogan Tyrklandsforseti verði endurkjörinn í forsetakosningum eftir 16 daga. Ásgeir Tómasson sagði frá. Samu Paukkunen, aðstoðarforstöðumaður finnsku alþjóðamálastofnunarinnar, segir umskiptin í afstöðu Finna til aðildar að NATO hafa verið hvort tveggja skjót og afgerandi. Ævar Örn Jósepsson ræddi við hann.
4/28/202310 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Seinni hálfleikur á þingi ASÍ, skjalamál og funhiti á Spáni

Innviðaráðherra segir viðbúið að finna verði nýtt húsnæði fyrir allt að 3 þúsund hælisleitendur á næstu misserum. Hann mælti í dag fyrir frumvarpi um að hægt verði að nota húsnæði sem ekki er ætlað til búsetu. Guðmundur Felix Grétarsson er nú á sterkum sterakúr til að geta haldið handleggjunum. Líkaminn gerði sig líklegan til að hafna útlimunum sem hann fékk grædda á sig fyrir tveimur árum. Þjóðskjalavörður segir enga hættu á að aðgengi almennings og fræðafólks að gögnum Borgarskjalasafns versni við flutning þeirra yfir í Þjóðskjalasafnið. Yfir fimmtíu hitamet hafa fallið á Spáni síðustu sólarhringa. Óvenju heitt er á Íberíuskaga miðað við árstíma. Íslenska karlalandsliðið í handbolta er öruggt með sæti á EM á næsta ári. ----- Seinni hluti ársþings ASÍ hófst í morgun. Fyrri hluti þingsins í október endaði í upplausn þar sem fulltrúar gengu út af þinginu og tveir frambjóðendur til forseta ASÍ drógu framboð sitt til baka á seinustu stundu. Mikil átök voru í forystu verkalýðshreyfingarinnar. Kristján Þórður Snæbjarnarson tók við sem forseti ASÍ í ágúst en hann hyggst ekki gefa kost á sér áfram og lætur hann af embætti að þingi loknu. Á morgun verður kosið í forystu sambandsins og miðstjórn. Bjarni Rúnarsson ræðir við Kristján Þórð. Meirihluti borgarstjórnar ákvað á dögunum að Borgarskjalasafni yrði lokað og Þjóðskjalasafni falinn allur safnkostur þess og framtíðarstarfsemi. Í þessari viku ákvað meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs svo að fylgja þessu fordæmi. Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður, segir lög kveða á um að það sé sveitarfélaganna að ákveða, hvort þau varðveiti sín skjöl sjálf eða feli Þjóðskjalasafninu það verkefni. Þar eru nú þegar varðveittir einir 45 hillukílómetrar af gögnum. Héraðsskjalasöfn landsins geyma um 20 hillukílómetra til viðbótar og þar af er um helmingurinn, 10 hillukílómetrar, varðveittur á Borgarskjalasafninu. Hrefna segir Þjóðskjalasafnið vel fært um að taka við þeim. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Hrefnu. Íbúum á sunnanverðu landinu hnykkti við, mörgum hverjum, þegar þeir litu út í morgun og sáu alhvíta jörð. Á snjómyndum á Facebook mátti sjá þykkt lag á bílum, útigrillum og trjám og runnum sem voru byrjuð að bruma. Einn birti mynd af snjóhrúgu og velti fyrir sér hvort vetrardekkin hans lægju þar undir. Smálægð sem fór yfir landið í gær og nótt olli ofankomunni, sem ekki hefur mælst jafn mikil á þessum árstíma síðan árið 1999. Á vef Veðurstofunnar sagði í hugleiðingu veðurfræðings í morgun að snjókoma eða slydda væri á sunnanverðu landinu með takmörkuðu eða lélegu skyggni og
4/27/20230
Episode Artwork

Seinni hálfleikur á þingi ASÍ, skjalamál og funhiti á Spáni

Innviðaráðherra segir viðbúið að finna verði nýtt húsnæði fyrir allt að 3 þúsund hælisleitendur á næstu misserum. Hann mælti í dag fyrir frumvarpi um að hægt verði að nota húsnæði sem ekki er ætlað til búsetu. Guðmundur Felix Grétarsson er nú á sterkum sterakúr til að geta haldið handleggjunum. Líkaminn gerði sig líklegan til að hafna útlimunum sem hann fékk grædda á sig fyrir tveimur árum. Þjóðskjalavörður segir enga hættu á að aðgengi almennings og fræðafólks að gögnum Borgarskjalasafns versni við flutning þeirra yfir í Þjóðskjalasafnið. Yfir fimmtíu hitamet hafa fallið á Spáni síðustu sólarhringa. Óvenju heitt er á Íberíuskaga miðað við árstíma. Íslenska karlalandsliðið í handbolta er öruggt með sæti á EM á næsta ári. ----- Seinni hluti ársþings ASÍ hófst í morgun. Fyrri hluti þingsins í október endaði í upplausn þar sem fulltrúar gengu út af þinginu og tveir frambjóðendur til forseta ASÍ drógu framboð sitt til baka á seinustu stundu. Mikil átök voru í forystu verkalýðshreyfingarinnar. Kristján Þórður Snæbjarnarson tók við sem forseti ASÍ í ágúst en hann hyggst ekki gefa kost á sér áfram og lætur hann af embætti að þingi loknu. Á morgun verður kosið í forystu sambandsins og miðstjórn. Bjarni Rúnarsson ræðir við Kristján Þórð. Meirihluti borgarstjórnar ákvað á dögunum að Borgarskjalasafni yrði lokað og Þjóðskjalasafni falinn allur safnkostur þess og framtíðarstarfsemi. Í þessari viku ákvað meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs svo að fylgja þessu fordæmi. Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður, segir lög kveða á um að það sé sveitarfélaganna að ákveða, hvort þau varðveiti sín skjöl sjálf eða feli Þjóðskjalasafninu það verkefni. Þar eru nú þegar varðveittir einir 45 hillukílómetrar af gögnum. Héraðsskjalasöfn landsins geyma um 20 hillukílómetra til viðbótar og þar af er um helmingurinn, 10 hillukílómetrar, varðveittur á Borgarskjalasafninu. Hrefna segir Þjóðskjalasafnið vel fært um að taka við þeim. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Hrefnu. Íbúum á sunnanverðu landinu hnykkti við, mörgum hverjum, þegar þeir litu út í morgun og sáu alhvíta jörð. Á snjómyndum á Facebook mátti sjá þykkt lag á bílum, útigrillum og trjám og runnum sem voru byrjuð að bruma. Einn birti mynd af snjóhrúgu og velti fyrir sér hvort vetrardekkin hans lægju þar undir. Smálægð sem fór yfir landið í gær og nótt olli ofankomunni, sem ekki hefur mælst jafn mikil á þessum árstíma síðan árið 1999. Á vef Veðurstofunnar sagði í hugleiðingu veðurfræðings í morgun að snjókoma eða slydda væri á sunnanverðu landinu með takmörkuðu eða lélegu skyggni og
4/27/202330 minutes
Episode Artwork

Kröfur BSRB, húsnæðismál, leiðtogafundur, Breiðafjarðarferja, Úkraína

Spegillinn 26. apríl 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Útsendingastjórn frétta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Félagar ellefu aðildarfélaga BSRB greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir í maí vegna kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður sambandsins segir kröfur BSRB ómálefnalegar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess á Alþingi að gripið yrði til aðgerða á húsnæðismarkaði. Undirbúningur leiðtogafundar Evrópuráðsins hér á landi um miðjan næsta mánuð er á lokametrunum og talsverðar líkur eru taldar á netárásum í aðdraganda hans. Forsætisráðherra leggur mikla áherslu á að leiðtogarnir komist að sterkri, sameiginlegri niðurstöðu Bæjarstjóri Vesturbyggðar hefur áhyggjur af því, að ný ferja, sem á að hefja siglingar um Breiðafjörð í haust, anni ekki eftirspurn í vöruflutningum. Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur samþykkt að leggja niður rannsóknastofu Náttúrufræðistofu Kópavogs. Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands segir að ákvörðunin sé vítaverð. ----- Rétt tæpar þrjár vikur eru þar til leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Reykjavík. Þetta er einungis fjórði leiðtogafundurinn í tæplega 75 ára sögu ráðsins og það stefnir í metþátttöku þar sem vel á fimmta tug þjóðarleiðtoga hafa staðfest komu sína. Kostnaður íslenska ríkisins nemur tæpum tveimur milljörðum króna og fer langstærsti hlutinn í öryggisgæslu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur mikla áherslu á að leiðtogarnir komist að sterkri, sameiginlegri niðurstöðu á fundinum, um að draga Rússa til ábyrgðar fyrir það tjón sem þeir hafa valdið með innrásinni í Úkraínu. Undirbúningur allur er á lokastigi. Talið er nokkuð líklegt að gerðar verði netárásir hér á landi í aðdraganda leiðtogafundarins og á meðan á honum stendur. Það er öryggisfyrirtækið Syndis sem heldur utan um netöryggismálin á fundinum. Sunna Karen Sigurþórsdóttir spurði forstjóra þess, Anton Egilsson, hvers vegna slíkar árásir þykja líklegar. Xi Jinping, forseti Kína, og Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, ræddust við í síma í dag í fyrsta sinn frá miðju sumri 2021. Zelensky greindi frá því á Twitter að samtal þeirra hafi verið langt og þýðingarmikið. Hann kvaðst jafnframt vona að það væri fyrsta skrefið í bættum samskiptum þjóðanna. Einnig var tilkynnt í dag að Zelensky hefði eftir viðræðurnar við Xi skipað nýjan sendiherra í Peking. Leiðtogarnir ræddust við í um það bil eina klukkustund að sögn stjórnvalda í Kænugarði. Í röðum hófsamra og hefðbundinna sænskra hægrimanna gætir vaxandi óánægju með stefnu ríkisstjórnarinna
4/26/20230
Episode Artwork

Kröfur BSRB, húsnæðismál, leiðtogafundur, Breiðafjarðarferja, Úkraína

Spegillinn 26. apríl 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Útsendingastjórn frétta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Félagar ellefu aðildarfélaga BSRB greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir í maí vegna kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður sambandsins segir kröfur BSRB ómálefnalegar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess á Alþingi að gripið yrði til aðgerða á húsnæðismarkaði. Undirbúningur leiðtogafundar Evrópuráðsins hér á landi um miðjan næsta mánuð er á lokametrunum og talsverðar líkur eru taldar á netárásum í aðdraganda hans. Forsætisráðherra leggur mikla áherslu á að leiðtogarnir komist að sterkri, sameiginlegri niðurstöðu Bæjarstjóri Vesturbyggðar hefur áhyggjur af því, að ný ferja, sem á að hefja siglingar um Breiðafjörð í haust, anni ekki eftirspurn í vöruflutningum. Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur samþykkt að leggja niður rannsóknastofu Náttúrufræðistofu Kópavogs. Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands segir að ákvörðunin sé vítaverð. ----- Rétt tæpar þrjár vikur eru þar til leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Reykjavík. Þetta er einungis fjórði leiðtogafundurinn í tæplega 75 ára sögu ráðsins og það stefnir í metþátttöku þar sem vel á fimmta tug þjóðarleiðtoga hafa staðfest komu sína. Kostnaður íslenska ríkisins nemur tæpum tveimur milljörðum króna og fer langstærsti hlutinn í öryggisgæslu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur mikla áherslu á að leiðtogarnir komist að sterkri, sameiginlegri niðurstöðu á fundinum, um að draga Rússa til ábyrgðar fyrir það tjón sem þeir hafa valdið með innrásinni í Úkraínu. Undirbúningur allur er á lokastigi. Talið er nokkuð líklegt að gerðar verði netárásir hér á landi í aðdraganda leiðtogafundarins og á meðan á honum stendur. Það er öryggisfyrirtækið Syndis sem heldur utan um netöryggismálin á fundinum. Sunna Karen Sigurþórsdóttir spurði forstjóra þess, Anton Egilsson, hvers vegna slíkar árásir þykja líklegar. Xi Jinping, forseti Kína, og Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, ræddust við í síma í dag í fyrsta sinn frá miðju sumri 2021. Zelensky greindi frá því á Twitter að samtal þeirra hafi verið langt og þýðingarmikið. Hann kvaðst jafnframt vona að það væri fyrsta skrefið í bættum samskiptum þjóðanna. Einnig var tilkynnt í dag að Zelensky hefði eftir viðræðurnar við Xi skipað nýjan sendiherra í Peking. Leiðtogarnir ræddust við í um það bil eina klukkustund að sögn stjórnvalda í Kænugarði. Í röðum hófsamra og hefðbundinna sænskra hægrimanna gætir vaxandi óánægju með stefnu ríkisstjórnarinna
4/26/20239 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Ópíóíðafíkn, leiðtogafundur, myndskeið af ofbeldi

Dauðsföll vegna ópíóíða gætu orðið fleiri í ár en nokkru sinni, segir Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri Vogs. Ungt fólk leitar í auknum mæli á sjúkrahúsið vegna ópíóíða. Á leiðtogafundi Evrópuráðsins í maí verður áhersla lögð á hvernig draga megi Rússa til ábyrgðar vegna Úkraínu, segir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra. Fólk sem vinnur á stofnunum í grennd við fundarstaðinn, Hörpu, hefur verið beðið að vinna heima þessa daga, segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn. Guðrún Jónsdóttir þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði telur nauðsynlegt að loka göngustígum á vorin þar sem aurbleyta er mikil. Fyrsta vonarsvæði Íslands hefur verið valið. Vonarsvæði eru hafsvæði sem þykja einstök á heimsvísu og eru mikilvæg fyrir lífkerfi hafsins. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Evu Björk Káradóttur framkvæmdastjóra Hvalasafnsins á Húsavík. ____ Seinustu ár hefur neysla ópíóíða aukist hér á landi og samhliða því hefur dauðsföllum vegna þess fjölgað. Hátt í 240 manns leituðu sér aðstoðar hjá SÁÁ í fyrra, vegna ópíóíðafíknar og hafa aldrei verið fleiri. Bjarni Rúnarsson ræddi við Valgerði Rúnarsdóttir. Ríkislögreglustjóri bað í dag fólk um að láta vita af því verði það vart við ofbeldismyndbönd ungmenna í dreifingu á netinu. Alltaf berast annars lagið fréttir af því að unglingar taki myndir eða myndskeið af slagsmálum eða jafnvel líkamsárásum og sendi svo sín á milli. María Rún Bjarnadóttir verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá Ríkislögreglustjóra segir að þessar upptökur og deilingar séu áhyggjuefni jafnvel þó að þetta sé jaðarhegðun hjá minnihluta ungs fólks. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Joe Biden kom ekki mörgum á óvart þegar hann tilkynnti í morgun að hann ætlaði að gefa kost á sér til endurkjörs í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári. Hann var nokkrum sinnum búinn að gefa það í skyn í viðtölum en hin formlega tilkynning liggur fyrir og var birt á samfélagsmiðlum; myndskeið upp á þrjár mínútur og fjórar sekúndur. Ásgeir Tómasson segir frá. Spegillinn 25. apríl 2023 Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
4/25/20230
Episode Artwork

Ópíóíðafíkn, leiðtogafundur, myndskeið af ofbeldi

Dauðsföll vegna ópíóíða gætu orðið fleiri í ár en nokkru sinni, segir Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri Vogs. Ungt fólk leitar í auknum mæli á sjúkrahúsið vegna ópíóíða. Á leiðtogafundi Evrópuráðsins í maí verður áhersla lögð á hvernig draga megi Rússa til ábyrgðar vegna Úkraínu, segir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra. Fólk sem vinnur á stofnunum í grennd við fundarstaðinn, Hörpu, hefur verið beðið að vinna heima þessa daga, segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn. Guðrún Jónsdóttir þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði telur nauðsynlegt að loka göngustígum á vorin þar sem aurbleyta er mikil. Fyrsta vonarsvæði Íslands hefur verið valið. Vonarsvæði eru hafsvæði sem þykja einstök á heimsvísu og eru mikilvæg fyrir lífkerfi hafsins. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Evu Björk Káradóttur framkvæmdastjóra Hvalasafnsins á Húsavík. ____ Seinustu ár hefur neysla ópíóíða aukist hér á landi og samhliða því hefur dauðsföllum vegna þess fjölgað. Hátt í 240 manns leituðu sér aðstoðar hjá SÁÁ í fyrra, vegna ópíóíðafíknar og hafa aldrei verið fleiri. Bjarni Rúnarsson ræddi við Valgerði Rúnarsdóttir. Ríkislögreglustjóri bað í dag fólk um að láta vita af því verði það vart við ofbeldismyndbönd ungmenna í dreifingu á netinu. Alltaf berast annars lagið fréttir af því að unglingar taki myndir eða myndskeið af slagsmálum eða jafnvel líkamsárásum og sendi svo sín á milli. María Rún Bjarnadóttir verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá Ríkislögreglustjóra segir að þessar upptökur og deilingar séu áhyggjuefni jafnvel þó að þetta sé jaðarhegðun hjá minnihluta ungs fólks. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Joe Biden kom ekki mörgum á óvart þegar hann tilkynnti í morgun að hann ætlaði að gefa kost á sér til endurkjörs í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári. Hann var nokkrum sinnum búinn að gefa það í skyn í viðtölum en hin formlega tilkynning liggur fyrir og var birt á samfélagsmiðlum; myndskeið upp á þrjár mínútur og fjórar sekúndur. Ásgeir Tómasson segir frá. Spegillinn 25. apríl 2023 Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
4/25/20239 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Börn í fangelsi, lesblinda og óöld í Súdan

Verjandi 17 ára stúlku sem sætir gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Hafnarfirði furðar sig á því að henni skuli ekki hafa verið sleppt eftir yfirheyrslur í gærkvöld. Hún sé vitni í málinu, ekki gerandi. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að hjúkrunarfræðingar sýni stjórnvöldum rauða spjaldið með því að samþykkja naumlega fyrsta kjarasamninginn í tíu ár. Koma verði í veg fyrir flótta úr stéttinni. Ofbeldisbrotum, og sérstaklega brotum þar sem hnífum er beitt, hefur fjölgað mikið síðustu misseri. Afbrotafræðingur segir að bregðast verði hart við en það sé ekki rétt að setja ungt fólk í fangelsi. Það geri það ekki að betri manneskjum. Tíu ár gæti tekið að byggja upp riðulausa sauðfjárstofna á Íslandi. Þetta sýna frumniðurstöður Landbúnaðarháskóla Íslands. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við Jón Hjalta Eiríksson. ------ Undanfarin misseri hefur fjölgað mjög brotum þar sem vopnum er beitt, sérstaklega hnífum. Fjögur ungmenni voru handtekin fyrir helgi, grunuð um að hafa orðið manni að bana í Hafnarfirði á fimmtudagskvöld. Þau sæta gæsluvarðhaldi til fmmtudags. Þrjú þeirra eru ekki orðin átján en það fjórða er á nítjánda ári. Maðurinn var stunginn oftar en einu sinni með hnífi og lést af sárum sínum. Árásin var tekin upp á myndband sem lögregla hefur undir höndum og hún telur sig hafa nokkuð skýra mynd af því sem gerðist. Heimildir fréttastofu herma að samskipti ungmennanna og mannsins sem lést hafi byrjað á bar í grenndinni og færst svo yfir götuna á bílastæðið við Fjarðarkaup. Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og dósent við Háskóla Íslands, telur þetta mál dæmi um ógnvekjandi þróun sem sjáist víðar en hér, en hún varar við refsigleði. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Margréti. Mörg okkar eiga erfitt með að lesa, skrifa og stafa. Lesblinda háir mörgum í námi, leik og starfi allt frá æsku. En því fyrr sem brugðist er við, því betra. Rúmlega fimmta hvert ungmenni á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára er með lesblindu. Þetta segja niðurstöður nýrrar rannsóknar á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hvernig gengur skólakerfinu að takast á við lesblindu? Ásdís Aðalbjörg Arnalds er forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Bjarni Rúnarsson ræðir við hana. Engar vísbendingar eru um að stríðandi fylkingar í Súdan ætli að leggja niður vopn þrátt fyrir tilraunir margra þjóðarleiðtoga til að stilla til friðar. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði þegar hann kom til fundar með utanríkismálaráði sambandsins í Lúxemborg í morgun að hann hefði verið í samb
4/24/20230
Episode Artwork

Börn í fangelsi, lesblinda og óöld í Súdan

Verjandi 17 ára stúlku sem sætir gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Hafnarfirði furðar sig á því að henni skuli ekki hafa verið sleppt eftir yfirheyrslur í gærkvöld. Hún sé vitni í málinu, ekki gerandi. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að hjúkrunarfræðingar sýni stjórnvöldum rauða spjaldið með því að samþykkja naumlega fyrsta kjarasamninginn í tíu ár. Koma verði í veg fyrir flótta úr stéttinni. Ofbeldisbrotum, og sérstaklega brotum þar sem hnífum er beitt, hefur fjölgað mikið síðustu misseri. Afbrotafræðingur segir að bregðast verði hart við en það sé ekki rétt að setja ungt fólk í fangelsi. Það geri það ekki að betri manneskjum. Tíu ár gæti tekið að byggja upp riðulausa sauðfjárstofna á Íslandi. Þetta sýna frumniðurstöður Landbúnaðarháskóla Íslands. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við Jón Hjalta Eiríksson. ------ Undanfarin misseri hefur fjölgað mjög brotum þar sem vopnum er beitt, sérstaklega hnífum. Fjögur ungmenni voru handtekin fyrir helgi, grunuð um að hafa orðið manni að bana í Hafnarfirði á fimmtudagskvöld. Þau sæta gæsluvarðhaldi til fmmtudags. Þrjú þeirra eru ekki orðin átján en það fjórða er á nítjánda ári. Maðurinn var stunginn oftar en einu sinni með hnífi og lést af sárum sínum. Árásin var tekin upp á myndband sem lögregla hefur undir höndum og hún telur sig hafa nokkuð skýra mynd af því sem gerðist. Heimildir fréttastofu herma að samskipti ungmennanna og mannsins sem lést hafi byrjað á bar í grenndinni og færst svo yfir götuna á bílastæðið við Fjarðarkaup. Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og dósent við Háskóla Íslands, telur þetta mál dæmi um ógnvekjandi þróun sem sjáist víðar en hér, en hún varar við refsigleði. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Margréti. Mörg okkar eiga erfitt með að lesa, skrifa og stafa. Lesblinda háir mörgum í námi, leik og starfi allt frá æsku. En því fyrr sem brugðist er við, því betra. Rúmlega fimmta hvert ungmenni á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára er með lesblindu. Þetta segja niðurstöður nýrrar rannsóknar á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hvernig gengur skólakerfinu að takast á við lesblindu? Ásdís Aðalbjörg Arnalds er forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Bjarni Rúnarsson ræðir við hana. Engar vísbendingar eru um að stríðandi fylkingar í Súdan ætli að leggja niður vopn þrátt fyrir tilraunir margra þjóðarleiðtoga til að stilla til friðar. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði þegar hann kom til fundar með utanríkismálaráði sambandsins í Lúxemborg í morgun að hann hefði verið í samb
4/24/20239 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Manndráp í Hafnarfirði, olíubrennsa í loðnuvinnslu, gervigreind

Spegillinn 21. Apríl 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Lögreglan hefur lokið yfirheyrslum yfir fjórum mönnum, sem voru handteknir eftir að karlmaður á þrítugsaldri lést eftir stunguárás í Hafnarfirði í gærkvöld. Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim, en verið er að fara yfir rannsóknargögn. Alma Ómarsdóttir ræddi við Grím Grímsson yfirlögregluþjón. Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á máli Vítalíu Lazarevu gegn þeim Þórði Má Jóhannessyni, Ara Edwald og Hreggviði Jónssyni. Hún kærði þremenningana fyrir að brjóta á sér kynferðislega í heitum potti í sumarbústað haustið 2020. Málið vakti mikla athygli eftir að Vítalía sagði frá því í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í byrjun árs í fyrra. Brenna þurfti tæplega 17 milljónum lítra af olíu í fyrra í loðnuvinnslum landsins umfram það sem hefði þurft að gera, vegna skorts á rafmagni. Samtals brenndu verksmiðjurnar 24 milljónum olíulítra í fyrra. Benedikt Sigurðsson sagði frá og talaði við Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóra Félags fiskimjölsframleiðdenda. Á morgun verða kafarar á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw fengnir til að skoða skemmdirnar á skrokki þess. Eins stendur til að dæla olíu úr skipinu og yfir í varðskipið Freyju. Um borð eru um 195 tonn af olíu. Búnaður til þess var fluttur norður í dag. Skipið liggur í Steingrímsfirði á Ströndum. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi úrskurð dómsmálaráðuneytisins um að synja dæmdum kynferðisafbrotamanni að afplána refsingu sína í gegnum samfélagsþjónustu. Valur Grettisson tók saman. Dominic Raab, aðstoðar-forsætisráðherra og dómsmálaráðherra Bretlands, sagði af sér í dag eftir að skýrsla var birt þar sem fram kom að hann hefði sýnt undirmönnum sínum ógnandi tilburði og óviðeigandi hegðun á fundum meðan hann var dómsmála- og utanríkisráðherra. Ásgeir Tómasson sagði frá. 69 ára karlmaður var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í París í Frakklandi fyrir sprengjuárás í bænahúsi gyðinga í borginni árið 1980. Maðurinn er af líbönsku og kanadísku bergi brotinn og er háskólaprófessor í Kanada. Róbert Jóhannsson sagði frá. Hægt er að tala íslensku við gervigreindina GPT-4 í gegnum raddappið Emblu. Embla er app sem fólk getur talað við. Isak Regal sagði frá og talaði við Kötlu Ásgeirsdóttur og gervigreindina. Vísindamenn á vegum Ráðgjafarmiðstöðar landbúnaðarins og Tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum vinna að því að finna verndandi arfgerð gegn riðu í sauðfé auk Karólínu Elísabetardóttur, bónda og rithö
4/21/20230
Episode Artwork

Manndráp í Hafnarfirði, olíubrennsa í loðnuvinnslu, gervigreind

Spegillinn 21. Apríl 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Lögreglan hefur lokið yfirheyrslum yfir fjórum mönnum, sem voru handteknir eftir að karlmaður á þrítugsaldri lést eftir stunguárás í Hafnarfirði í gærkvöld. Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim, en verið er að fara yfir rannsóknargögn. Alma Ómarsdóttir ræddi við Grím Grímsson yfirlögregluþjón. Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á máli Vítalíu Lazarevu gegn þeim Þórði Má Jóhannessyni, Ara Edwald og Hreggviði Jónssyni. Hún kærði þremenningana fyrir að brjóta á sér kynferðislega í heitum potti í sumarbústað haustið 2020. Málið vakti mikla athygli eftir að Vítalía sagði frá því í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í byrjun árs í fyrra. Brenna þurfti tæplega 17 milljónum lítra af olíu í fyrra í loðnuvinnslum landsins umfram það sem hefði þurft að gera, vegna skorts á rafmagni. Samtals brenndu verksmiðjurnar 24 milljónum olíulítra í fyrra. Benedikt Sigurðsson sagði frá og talaði við Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóra Félags fiskimjölsframleiðdenda. Á morgun verða kafarar á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw fengnir til að skoða skemmdirnar á skrokki þess. Eins stendur til að dæla olíu úr skipinu og yfir í varðskipið Freyju. Um borð eru um 195 tonn af olíu. Búnaður til þess var fluttur norður í dag. Skipið liggur í Steingrímsfirði á Ströndum. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi úrskurð dómsmálaráðuneytisins um að synja dæmdum kynferðisafbrotamanni að afplána refsingu sína í gegnum samfélagsþjónustu. Valur Grettisson tók saman. Dominic Raab, aðstoðar-forsætisráðherra og dómsmálaráðherra Bretlands, sagði af sér í dag eftir að skýrsla var birt þar sem fram kom að hann hefði sýnt undirmönnum sínum ógnandi tilburði og óviðeigandi hegðun á fundum meðan hann var dómsmála- og utanríkisráðherra. Ásgeir Tómasson sagði frá. 69 ára karlmaður var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í París í Frakklandi fyrir sprengjuárás í bænahúsi gyðinga í borginni árið 1980. Maðurinn er af líbönsku og kanadísku bergi brotinn og er háskólaprófessor í Kanada. Róbert Jóhannsson sagði frá. Hægt er að tala íslensku við gervigreindina GPT-4 í gegnum raddappið Emblu. Embla er app sem fólk getur talað við. Isak Regal sagði frá og talaði við Kötlu Ásgeirsdóttur og gervigreindina. Vísindamenn á vegum Ráðgjafarmiðstöðar landbúnaðarins og Tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum vinna að því að finna verndandi arfgerð gegn riðu í sauðfé auk Karólínu Elísabetardóttur, bónda og rithö
4/21/20239 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Lofstlagsmál, riða, Súdan, villtur lax og alinn, og Evrópuráðsfundur

Spegillinn 19. apríl 2023 Enn er leitað að stað til að urða um sjö hundruð kindahræ frá Syðri Urriðaá í Miðfjarðarhólfi. Veirufræðingur á tilraunastöðinni á Keldum segir urðun besta kostinn ef ekki er hægt að brenna hræin. Um þrjú hundruð almennir borgarar hafa fallið í Súdan, í átökum sem stigmagnast með degi hverjum. Vatn og matur er víða af skornum skammti og erfitt að koma særðum undir læknishendur. Fjármálaráðuneytið og Skatturinn geta veitt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd allar upplýsingar varðandi tollafgreiðslu á pítsuosti og gögn þar að lútandi, segir fjármálaráðherra Innheimtustofnun sveitarfélaga þarf að endurgreiða samtals sjötíu milljónir sem rukkaðar voru ólöglega sem innheimtuþóknun. Heildarkostnaður við uppbyggingu Landspítalans er áætlaður 210 milljarðar króna. ----- Í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsalofttegunda er því spáð að Íslendingar nái að minnka losun um 24 prósent fram til ársins 2030, en Ísland hefur skuldbundið sig gagnvart ESB til að minnka hana um 29 prósent. Og það sem meira er, þá eru þessar skuldbindingar í þann mund að hækka, að líkindum upp í um það bil 40 prósenta samdrátt. Það er því ljóst að Ísland er fjarri því að standa við gildandi markmið og skuldbindingar gagnvart Evrópusambandinu, enn fjær því að standa við væntanlegar skuldbindingar sínar og víðs fjarri enn metnaðarfyllri markmiðum íslenskra stjórnvalda um 55 prósenta samdrátt. Ísland virðist eina von stofns Atlantshafslaxins sem óðum fer minnkandi. Lega landsins, lítil mengun og fátt fólk eru meðal ástæðna. Laxeldi í sjó er þó ógn. Þetta segir umsvifamesti eigandi íslenskra laxveiðiáa og jarða sem þeim tengjast, breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe. Tæpur mánuður er þangað til meira en fjörtíu evrópskir þjóðarleiðtogar koma til Íslands, á leiðtogafund Evrópuráðsins - þann fyrsta sem haldinn er í átján ár, og aðeins þann fjórða í sögu ráðsins. Ísland fer nú með formennsku í Evrópuráðinu og stór hluti af undirbúningi fyrir leiðtogafundinn hefur fallið á fastanefnd Íslands í höfuðstöðvum Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi. Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Lýdía Grétarsdóttir Útsendingarstjóri fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir
4/19/20230
Episode Artwork

Lofstlagsmál, riða, Súdan, villtur lax og alinn, og Evrópuráðsfundur

Spegillinn 19. apríl 2023 Enn er leitað að stað til að urða um sjö hundruð kindahræ frá Syðri Urriðaá í Miðfjarðarhólfi. Veirufræðingur á tilraunastöðinni á Keldum segir urðun besta kostinn ef ekki er hægt að brenna hræin. Um þrjú hundruð almennir borgarar hafa fallið í Súdan, í átökum sem stigmagnast með degi hverjum. Vatn og matur er víða af skornum skammti og erfitt að koma særðum undir læknishendur. Fjármálaráðuneytið og Skatturinn geta veitt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd allar upplýsingar varðandi tollafgreiðslu á pítsuosti og gögn þar að lútandi, segir fjármálaráðherra Innheimtustofnun sveitarfélaga þarf að endurgreiða samtals sjötíu milljónir sem rukkaðar voru ólöglega sem innheimtuþóknun. Heildarkostnaður við uppbyggingu Landspítalans er áætlaður 210 milljarðar króna. ----- Í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsalofttegunda er því spáð að Íslendingar nái að minnka losun um 24 prósent fram til ársins 2030, en Ísland hefur skuldbundið sig gagnvart ESB til að minnka hana um 29 prósent. Og það sem meira er, þá eru þessar skuldbindingar í þann mund að hækka, að líkindum upp í um það bil 40 prósenta samdrátt. Það er því ljóst að Ísland er fjarri því að standa við gildandi markmið og skuldbindingar gagnvart Evrópusambandinu, enn fjær því að standa við væntanlegar skuldbindingar sínar og víðs fjarri enn metnaðarfyllri markmiðum íslenskra stjórnvalda um 55 prósenta samdrátt. Ísland virðist eina von stofns Atlantshafslaxins sem óðum fer minnkandi. Lega landsins, lítil mengun og fátt fólk eru meðal ástæðna. Laxeldi í sjó er þó ógn. Þetta segir umsvifamesti eigandi íslenskra laxveiðiáa og jarða sem þeim tengjast, breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe. Tæpur mánuður er þangað til meira en fjörtíu evrópskir þjóðarleiðtogar koma til Íslands, á leiðtogafund Evrópuráðsins - þann fyrsta sem haldinn er í átján ár, og aðeins þann fjórða í sögu ráðsins. Ísland fer nú með formennsku í Evrópuráðinu og stór hluti af undirbúningi fyrir leiðtogafundinn hefur fallið á fastanefnd Íslands í höfuðstöðvum Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi. Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Lýdía Grétarsdóttir Útsendingarstjóri fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir
4/19/20239 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Skipsstrand, riða og Alþýðusambandsþing

Spegillinn 18. apríl 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða á Húnaflóa í dag. Magnús Pálmar Jónsson stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni segir áhöfnina bera sig vel og ekki þörf á að flytja fólk frá borði. Ekki verður reynt að losa skipið í kvöld. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við Magnús. Búið er að lóga öllu fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði og setja hræin í lekahelda gáma segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, urðunarstaður finnist vonandi fljótlega. Benedikt Sigurðsson talaði við hana. 1.373 börn fengu leikskólapláss á borgarreknum leikskólum Reykjavíkur í fyrsta hluta, úthlutunar ársins. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar telur þetta á pari við síðustu misseri. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Helga. Mörg hundruð manns koma að undirbúningi fundar Evrópuráðsins sem verður í Reykjavík í maí segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir verkefnisstjóri alþjóðamála hjá forsætisráðuneytisins. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við Rósu. Kristinn starfsmaður bandarísku póstþjónustunnar USPS krefst þess að fá að halda hvíldardaginn heilagan. Krafa hans verður tekin fyrir í hæstarétti Bandaríkjanna í dag, og gæti niðurstaða hans haft mikil áhrif á réttindi starfsmanna á vinnustöðum. Róbert Jóhannsson tók saman. ------------ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands er nokkuð bjartsýnn að á þingi þess í næstu viku takist félögum að ná saman þó að vissulega sé ágreiningur um ýmis mál hjá sambandinu. Öllu skipti ap ASÍ geti sem heild unnið saman að brýnum verkefnum. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Það styttist í fund Evrópuráðsins í Reykjavík. Fundinum fylgir mikil öryggisgæsla og umstang, Bjarni Rúnarsson sagði frá og rifjaði upp leiðtogafundinn í Höfða 1986. Glefsur með Ingva Hrafni Jónssyni, Gunnari Kvaran og Ómari Ragnarssyni. Leiðtogar Skoska þjóðarflokksins voru boðaðir til fundar í skyndi eftir að lögregla greindi frá því 71 árs karlmaður væri í haldi vegna rannsóknar á fjármálum og fjármögnun flokksins. Colin Beattie gjaldkeri flokksins var reyndar ekki nafngreindur, en engin fór um grafgötur um að hann væri sá handtekni. Ásgeir Tómasson tók saman. Nýkjörinn leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og fyrsti ráðherra heimastjórnarinnar, Humza Yousaf, varð klumsa við fréttirnar.
4/18/20230
Episode Artwork

Skipsstrand, riða og Alþýðusambandsþing

Spegillinn 18. apríl 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða á Húnaflóa í dag. Magnús Pálmar Jónsson stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni segir áhöfnina bera sig vel og ekki þörf á að flytja fólk frá borði. Ekki verður reynt að losa skipið í kvöld. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við Magnús. Búið er að lóga öllu fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði og setja hræin í lekahelda gáma segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, urðunarstaður finnist vonandi fljótlega. Benedikt Sigurðsson talaði við hana. 1.373 börn fengu leikskólapláss á borgarreknum leikskólum Reykjavíkur í fyrsta hluta, úthlutunar ársins. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar telur þetta á pari við síðustu misseri. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Helga. Mörg hundruð manns koma að undirbúningi fundar Evrópuráðsins sem verður í Reykjavík í maí segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir verkefnisstjóri alþjóðamála hjá forsætisráðuneytisins. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við Rósu. Kristinn starfsmaður bandarísku póstþjónustunnar USPS krefst þess að fá að halda hvíldardaginn heilagan. Krafa hans verður tekin fyrir í hæstarétti Bandaríkjanna í dag, og gæti niðurstaða hans haft mikil áhrif á réttindi starfsmanna á vinnustöðum. Róbert Jóhannsson tók saman. ------------ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands er nokkuð bjartsýnn að á þingi þess í næstu viku takist félögum að ná saman þó að vissulega sé ágreiningur um ýmis mál hjá sambandinu. Öllu skipti ap ASÍ geti sem heild unnið saman að brýnum verkefnum. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Það styttist í fund Evrópuráðsins í Reykjavík. Fundinum fylgir mikil öryggisgæsla og umstang, Bjarni Rúnarsson sagði frá og rifjaði upp leiðtogafundinn í Höfða 1986. Glefsur með Ingva Hrafni Jónssyni, Gunnari Kvaran og Ómari Ragnarssyni. Leiðtogar Skoska þjóðarflokksins voru boðaðir til fundar í skyndi eftir að lögregla greindi frá því 71 árs karlmaður væri í haldi vegna rannsóknar á fjármálum og fjármögnun flokksins. Colin Beattie gjaldkeri flokksins var reyndar ekki nafngreindur, en engin fór um grafgötur um að hann væri sá handtekni. Ásgeir Tómasson tók saman. Nýkjörinn leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og fyrsti ráðherra heimastjórnarinnar, Humza Yousaf, varð klumsa við fréttirnar.
4/18/202329 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Riða, gervigreind, skuldir, verföll í Noregi og Súdan

Matvælaráðherra segir að engin önnur leið sé fær en að skera fé þar sem riða greinist Formaður deildar sauðfjárbænda hjá bændasamtökunum segir óásættanlegt ef bændum á Urriðaá verður gert að klára sauðburð áður en fé verður skorið. Nauðsynlegt sé að finna lausn á förgunarvanda á riðusýktum bæjum. Háskólanemendur hafa gerst uppvísir að því að láta gervigreind skrifa fyrir sig mastersverkefni. Sviðsforseti hjá Háskóla Íslands segir nýjan veruleika blasa við. Sveitarfélögin eru mjög misjafnlega sett þegar kemur að skuldum á hvern íbúa. Í Langanesbyggð er skuldin rúmar tvær milljónir, en hins vegar aðeins níu þúsund krónur í Tjörnesbyggð, sem er það sveitarfélag sem skuldar minnst miðað við íbúafjölda. Verkföll sem hófust í Noregi í morgun hafa meðal annars orðið til þess að bjór er víða á þrotum. Ekki hefur slitnað upp úr viðræðum verkafólks og vinnuveitenda með þessum hætti síðan í seinna stríði. ----- Það dynja áföll á sauðfjárbændum þessa dagana, rétt fyrir sauðburð. Riða hefur greinst á tveimur bæjum í Miðfirði og allt fé verður skorið á báðum bæjum, samtals um 1.400 fjár. En tíminn er við það að renna út fyrir sauðburð. Ef ekki næst að finna lausn á hvernig eigi að farga hræjum verður ekki ráðist í að skera fé fyrr en eftir sauðburð í sumar. Bændur eru ekki á eitt sáttir við að allt fé sé skorið þegar riða greinist. Á morgun verður haldinn íbúafundur í Húnaþingi vestra vegna riðunnar sem skekur samfélagið fyrir norðan. Ekkert lát er á bardögum stjórnarhersins í Súdan og RSF, herliðs uppreisnarmanna. Samkvæmt heimildum heilbrigðisyfirvalda hafa þeir kostað um hundrað almenna borgara lífið, en fullvíst er talið að þeir séu mun fleiri. Bjór er á þrotum í Noregi þegar á fyrsta degi verkfalls. Starfsfólk brugghúsa auk fjölda annara greina í iðnaði og þjónustu lagði niður vinnu í morgun. Verkfallið kom öllum á óvart enda ekki slitnað upp úr viðræðum verkafólks og vinnuveitenda með þessum hætti frá því að síðari heimsstyrjöld lauk. Gísli Kristjánsson í Noregi tekur við: Spegillinn 17. apríl 2023. Umsjón: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
4/17/20230
Episode Artwork

Riða, gervigreind, skuldir, verföll í Noregi og Súdan

Matvælaráðherra segir að engin önnur leið sé fær en að skera fé þar sem riða greinist Formaður deildar sauðfjárbænda hjá bændasamtökunum segir óásættanlegt ef bændum á Urriðaá verður gert að klára sauðburð áður en fé verður skorið. Nauðsynlegt sé að finna lausn á förgunarvanda á riðusýktum bæjum. Háskólanemendur hafa gerst uppvísir að því að láta gervigreind skrifa fyrir sig mastersverkefni. Sviðsforseti hjá Háskóla Íslands segir nýjan veruleika blasa við. Sveitarfélögin eru mjög misjafnlega sett þegar kemur að skuldum á hvern íbúa. Í Langanesbyggð er skuldin rúmar tvær milljónir, en hins vegar aðeins níu þúsund krónur í Tjörnesbyggð, sem er það sveitarfélag sem skuldar minnst miðað við íbúafjölda. Verkföll sem hófust í Noregi í morgun hafa meðal annars orðið til þess að bjór er víða á þrotum. Ekki hefur slitnað upp úr viðræðum verkafólks og vinnuveitenda með þessum hætti síðan í seinna stríði. ----- Það dynja áföll á sauðfjárbændum þessa dagana, rétt fyrir sauðburð. Riða hefur greinst á tveimur bæjum í Miðfirði og allt fé verður skorið á báðum bæjum, samtals um 1.400 fjár. En tíminn er við það að renna út fyrir sauðburð. Ef ekki næst að finna lausn á hvernig eigi að farga hræjum verður ekki ráðist í að skera fé fyrr en eftir sauðburð í sumar. Bændur eru ekki á eitt sáttir við að allt fé sé skorið þegar riða greinist. Á morgun verður haldinn íbúafundur í Húnaþingi vestra vegna riðunnar sem skekur samfélagið fyrir norðan. Ekkert lát er á bardögum stjórnarhersins í Súdan og RSF, herliðs uppreisnarmanna. Samkvæmt heimildum heilbrigðisyfirvalda hafa þeir kostað um hundrað almenna borgara lífið, en fullvíst er talið að þeir séu mun fleiri. Bjór er á þrotum í Noregi þegar á fyrsta degi verkfalls. Starfsfólk brugghúsa auk fjölda annara greina í iðnaði og þjónustu lagði niður vinnu í morgun. Verkfallið kom öllum á óvart enda ekki slitnað upp úr viðræðum verkafólks og vinnuveitenda með þessum hætti frá því að síðari heimsstyrjöld lauk. Gísli Kristjánsson í Noregi tekur við: Spegillinn 17. apríl 2023. Umsjón: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
4/17/20239 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Riðuveiki nyrðra, efasemdir um bóluefni, flutningar til og frá landinu

Spegillinn 14. apríl 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Staðfest er að riðusmit greindist á öðrum bæ í Miðfjarðarhólfi - bænum Syðri-Urriðaá. Lóga þarf 720 fjár. Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Sigurborgu Daðadónnur, yfirdýralækni hjá Matvælastofnun. Baugur Bjólfs, stór útsýnispallur á Bæjarbrún ofan Seyðisfjarðar, fær hæsta styrkinn úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í ár. Alls var 550 milljónum úthlutað til 28 verkefna. Rúnar Snær Reynisson sagði frá. Stjórnlagaráð Frakklands hefur í meginatriðum samþykkt ný lög Emmanuels Macrons Frakklandsforseta, um hækkun eftirlaunaldurs. Ríflega sautján þúsund manns fluttust hingað til lands í fyrra. Þeir hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Það voru aðallega erlendir ríkisborgarar sem fluttu hingað í fyrra. Fjöldi útlendinga sem flutti hingað umfram þá sem fluttu af landi brott var ríflega 10 þúsund. Patrick Thelwell, tuttugu og þriggja ára gamall karlmaður, hefur verið sakfelldur fyrir að kasta eggjum í átt að Karli Bretakonungi. Atvikið varð í Jórvík í nóvember. Ísak Regal sagði frá. Öll aðildarfélög BSRB samþykktu kjarasamninga með yfirgnæfandi meirihluta í dag. Félagar eru um tuttugu og þrjú þúsund, en samið var við ríki og Reykjavíkurborg. Forsetar Kína og Brasilíu biðja stjórnvöld þróaðra landa heims að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. KSÍ hefur staðfest að Norðmaðurinn Åge Hareide verði nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn í landsliðið í ljósi þess að hann verður ekki ákærður fyrir kynferðisbrot í Bretlandi. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við hana. Stríðandi fylkingar í Jemen ætla að skiptast á hátt í níu hundruð föngum um helgina. Ásgeir Tómasson sagði frá. Boðuð bóluefni lyfjafyrirtækisins Moderna, sem eiga að nýtast við meðferð krabbameina og hjartasjúkdóma, eru ekki sú bylting sem fólk kynni að vona, segir Kári Stefánsson. ?Enn ein aðferðin til að hemja lífræna ferla,? segir hann, og hún hafi sína kosti og ókosti. Alexander Kristjánsson ræddi við Kára. Glæpagengi í Svíþjóð gerast sífellt kræfari. Rætt er um að eitthvað þurfi að gera en deilt er um hvað. Kári Gylfason sagði frá. Norska lögreglan hefur skotið sex manns til bana á síðustu árum. Enginn ?alvöru? hefur þó fallið. Skotvopnum er beitt við önnur verkefni en að eltast við lögbrjóta. Þetta hefur vakið upp efasemdir um vopnaburð lögreglu í landinu. Gísli Kristjánsson tók sam
4/14/20230
Episode Artwork

Riðuveiki nyrðra, efasemdir um bóluefni, flutningar til og frá landinu

Spegillinn 14. apríl 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Staðfest er að riðusmit greindist á öðrum bæ í Miðfjarðarhólfi - bænum Syðri-Urriðaá. Lóga þarf 720 fjár. Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Sigurborgu Daðadónnur, yfirdýralækni hjá Matvælastofnun. Baugur Bjólfs, stór útsýnispallur á Bæjarbrún ofan Seyðisfjarðar, fær hæsta styrkinn úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í ár. Alls var 550 milljónum úthlutað til 28 verkefna. Rúnar Snær Reynisson sagði frá. Stjórnlagaráð Frakklands hefur í meginatriðum samþykkt ný lög Emmanuels Macrons Frakklandsforseta, um hækkun eftirlaunaldurs. Ríflega sautján þúsund manns fluttust hingað til lands í fyrra. Þeir hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Það voru aðallega erlendir ríkisborgarar sem fluttu hingað í fyrra. Fjöldi útlendinga sem flutti hingað umfram þá sem fluttu af landi brott var ríflega 10 þúsund. Patrick Thelwell, tuttugu og þriggja ára gamall karlmaður, hefur verið sakfelldur fyrir að kasta eggjum í átt að Karli Bretakonungi. Atvikið varð í Jórvík í nóvember. Ísak Regal sagði frá. Öll aðildarfélög BSRB samþykktu kjarasamninga með yfirgnæfandi meirihluta í dag. Félagar eru um tuttugu og þrjú þúsund, en samið var við ríki og Reykjavíkurborg. Forsetar Kína og Brasilíu biðja stjórnvöld þróaðra landa heims að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. KSÍ hefur staðfest að Norðmaðurinn Åge Hareide verði nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn í landsliðið í ljósi þess að hann verður ekki ákærður fyrir kynferðisbrot í Bretlandi. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við hana. Stríðandi fylkingar í Jemen ætla að skiptast á hátt í níu hundruð föngum um helgina. Ásgeir Tómasson sagði frá. Boðuð bóluefni lyfjafyrirtækisins Moderna, sem eiga að nýtast við meðferð krabbameina og hjartasjúkdóma, eru ekki sú bylting sem fólk kynni að vona, segir Kári Stefánsson. ?Enn ein aðferðin til að hemja lífræna ferla,? segir hann, og hún hafi sína kosti og ókosti. Alexander Kristjánsson ræddi við Kára. Glæpagengi í Svíþjóð gerast sífellt kræfari. Rætt er um að eitthvað þurfi að gera en deilt er um hvað. Kári Gylfason sagði frá. Norska lögreglan hefur skotið sex manns til bana á síðustu árum. Enginn ?alvöru? hefur þó fallið. Skotvopnum er beitt við önnur verkefni en að eltast við lögbrjóta. Þetta hefur vakið upp efasemdir um vopnaburð lögreglu í landinu. Gísli Kristjánsson tók sam
4/14/20239 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Eldvarnir, ópíóíðafaraldur, náttúruvá og friðlýst svæði

Spegillinn 13.04. 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórnandi fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Slökkviliðið telur brýnt að fá auknar heimildir til að skoða íbúðarhúsnæði í útleigu. Dæmi eru um að leigjendur veigri sér við því að kvarta vegna ónógra brunavarna af ótta við að missa húsnæðið. Tveir starfshópar innviðaráðuneytisins hafa unnið að útfærslu á tillögum um úrbætur í þessum efnum síðan í apríl 2022. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, segir að á hverjum degi innritist tveir einstaklingar til meðferðar vegna ópíóíðafíknar og að fólkið sem ánetjist slíkum lyfjum sé yngra nú en áður hafi þekkst. Íslenskur læknir hefur verið sviptur réttindum til að ávísa ópíóíðalyfjum eftir að hann varð uppvís að því að ávísa morfíni og oxýkódini í kílóavís til eins sjúklings. Fimmtán starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Ósló verður vísað úr landi fyrir njósnir á næstunni. Umfjöllun norrænu ríkisfréttamiðlanna um njósnir Rússa á Norðurlöndum hefst í næstu viku. Flestar kóngulær eru einfarar - en þó ekki allar. Fundist hafa tegundir sem teljast til svokallaðra félagskóngulóa - og lifa margar saman í sátt og samlyndi. Óvenjuvænn þorskur hefur ratað í net færeyskra sjómanna undanfarið, eftir nokkur mögur ár. Dæmi eru um að allt að 23 kílógramma þorskar hafi veiðst. ---------- Nýverið birti Umhverfisstofnun skýrslu um mat sérfræðinga sinna á ástandi 146 áfangastaða ferðafólks innan friðlýstra svæða, þar á meðal í Vatnajökulsþjóðgarði og Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Hver staður fær heildareinkunn á bilinu 0 - 10 út frá niðurstöðum mats á fjölmörgum þáttum, og sú einkunn segir til um hvort og þá hve mikil hætta sé á að staðurinn missi verndargildi sitt. Kristín Ósk Jónasdóttir fer fyrir teymi náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun. Hún segir niðurstöðurnar bara giska jákvæðar. Náttúruvá eykst hér á landi og við því þarf að bregðast. Skortur á sérhæfðu starfsfólki verður mikil áskorun fyrir ríkisstofnanir sem sinna eftirliti og rannsóknum. Viðbótarkostnaður vegna náttúruvár nemur 8,1 milljarði frá árinu 2008.Þetta kemur fram í skýrslu sem kynnt var 13.04., þar sem fjallað er um náttúruvá frá ýmsum sjónarhornum. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir margt skýra aukna náttúruvá. Íbúum í Sapporo og fleiri borgum á Hokkaídó-eyju í Japan brá mörgum hverjum í brún þegar loftvarnaflautur voru þeyttar laust fyrir klukkan hálf átta að morgni fimmtudags. Þegar flauturnar þögnuðu heyrðist rödd sem skipaði fólki að leita skjóls. Ástæðan
4/13/20230
Episode Artwork

Eldvarnir, ópíóíðafaraldur, náttúruvá og friðlýst svæði

Spegillinn 13.04. 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórnandi fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Slökkviliðið telur brýnt að fá auknar heimildir til að skoða íbúðarhúsnæði í útleigu. Dæmi eru um að leigjendur veigri sér við því að kvarta vegna ónógra brunavarna af ótta við að missa húsnæðið. Tveir starfshópar innviðaráðuneytisins hafa unnið að útfærslu á tillögum um úrbætur í þessum efnum síðan í apríl 2022. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, segir að á hverjum degi innritist tveir einstaklingar til meðferðar vegna ópíóíðafíknar og að fólkið sem ánetjist slíkum lyfjum sé yngra nú en áður hafi þekkst. Íslenskur læknir hefur verið sviptur réttindum til að ávísa ópíóíðalyfjum eftir að hann varð uppvís að því að ávísa morfíni og oxýkódini í kílóavís til eins sjúklings. Fimmtán starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Ósló verður vísað úr landi fyrir njósnir á næstunni. Umfjöllun norrænu ríkisfréttamiðlanna um njósnir Rússa á Norðurlöndum hefst í næstu viku. Flestar kóngulær eru einfarar - en þó ekki allar. Fundist hafa tegundir sem teljast til svokallaðra félagskóngulóa - og lifa margar saman í sátt og samlyndi. Óvenjuvænn þorskur hefur ratað í net færeyskra sjómanna undanfarið, eftir nokkur mögur ár. Dæmi eru um að allt að 23 kílógramma þorskar hafi veiðst. ---------- Nýverið birti Umhverfisstofnun skýrslu um mat sérfræðinga sinna á ástandi 146 áfangastaða ferðafólks innan friðlýstra svæða, þar á meðal í Vatnajökulsþjóðgarði og Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Hver staður fær heildareinkunn á bilinu 0 - 10 út frá niðurstöðum mats á fjölmörgum þáttum, og sú einkunn segir til um hvort og þá hve mikil hætta sé á að staðurinn missi verndargildi sitt. Kristín Ósk Jónasdóttir fer fyrir teymi náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun. Hún segir niðurstöðurnar bara giska jákvæðar. Náttúruvá eykst hér á landi og við því þarf að bregðast. Skortur á sérhæfðu starfsfólki verður mikil áskorun fyrir ríkisstofnanir sem sinna eftirliti og rannsóknum. Viðbótarkostnaður vegna náttúruvár nemur 8,1 milljarði frá árinu 2008.Þetta kemur fram í skýrslu sem kynnt var 13.04., þar sem fjallað er um náttúruvá frá ýmsum sjónarhornum. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir margt skýra aukna náttúruvá. Íbúum í Sapporo og fleiri borgum á Hokkaídó-eyju í Japan brá mörgum hverjum í brún þegar loftvarnaflautur voru þeyttar laust fyrir klukkan hálf átta að morgni fimmtudags. Þegar flauturnar þögnuðu heyrðist rödd sem skipaði fólki að leita skjóls. Ástæðan
4/13/20239 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Handtekinn í Brasilíu, björgun Reykjanesbæjar og loftárásir í Mjanmar

Íslenskur maður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum. Hald var lagt á 65 kíló af kókaíni og 225 kíló af hassi. Íslensk lögregluyfirvöld komu að aðgerðunum í morgun. Kristín Sigurðardóttir tók saman og talaði við Karl Steinar Valsson. Einhverjir þeirra sem eiga hlut að Bankastræti Club-málinu tengjast vopnuðum átökum á Dubliner og í Bankastræti í mars. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir segir frá. Svo vel hefur veiðst af bæði þorski og ýsu að allur kvótinn er að verða uppveiddur nú þegar fimm mánuðir eru eftir af kvótaárinu. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeiganda vonar að HAFRÓ flýti endurskoðun og auki kvótann sem fyrst enda hafi sjómenn aldrei séð aðra eins fiskgengd. Rúnar Snær Reynisson ræðir við Örn Pálsson. Mörg sveitarfélög eiga í rekstrarerfiðleikum. Staða Árborgar er slæm, en þó ekki eins slæm og til að mynda Reykjanesbæjar á árunum eftir hrun. Mikið átak þurfti til að koma þeim rekstri í samt lag. Bjarni Rúnarsson ræðir við Kjartan Má Kjartansson bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Talið er að yfir 120 hafi látið lífið í loftárás hersins í Mjanmar á þorp í landinu í gær. Tugir kvenna og barna eru meðal hinna látnu. Ásgeir Tómasson tók saman. Spegillinn 12. apríl 2023. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
4/12/20230
Episode Artwork

Handtekinn í Brasilíu, björgun Reykjanesbæjar og loftárásir í Mjanmar

Íslenskur maður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum. Hald var lagt á 65 kíló af kókaíni og 225 kíló af hassi. Íslensk lögregluyfirvöld komu að aðgerðunum í morgun. Kristín Sigurðardóttir tók saman og talaði við Karl Steinar Valsson. Einhverjir þeirra sem eiga hlut að Bankastræti Club-málinu tengjast vopnuðum átökum á Dubliner og í Bankastræti í mars. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir segir frá. Svo vel hefur veiðst af bæði þorski og ýsu að allur kvótinn er að verða uppveiddur nú þegar fimm mánuðir eru eftir af kvótaárinu. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeiganda vonar að HAFRÓ flýti endurskoðun og auki kvótann sem fyrst enda hafi sjómenn aldrei séð aðra eins fiskgengd. Rúnar Snær Reynisson ræðir við Örn Pálsson. Mörg sveitarfélög eiga í rekstrarerfiðleikum. Staða Árborgar er slæm, en þó ekki eins slæm og til að mynda Reykjanesbæjar á árunum eftir hrun. Mikið átak þurfti til að koma þeim rekstri í samt lag. Bjarni Rúnarsson ræðir við Kjartan Má Kjartansson bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Talið er að yfir 120 hafi látið lífið í loftárás hersins í Mjanmar á þorp í landinu í gær. Tugir kvenna og barna eru meðal hinna látnu. Ásgeir Tómasson tók saman. Spegillinn 12. apríl 2023. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
4/12/202310 minutes
Episode Artwork

Vantar hjarta- og lungnalækna, skil við 18 ára aldur hjá fötluðu fólki

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Fastráðnir hjarta- og lungnaskurðlæknar á landinu eru aðeins tveir en þyrftu að vera fjórir til fimm. Erlendir læknar í verktöku hafa verið fengnir til að brúa bilið en það er dýrt og veldur álagi, segir Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjarta-, æða og krabbameinsþjónustu Landspítala. Benedikt Sigurðsson talaði við hana. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að horfa verði til nýrrar þekkingar á arfgerð sauðfjár í baráttu við riðu, miklu fé sé varið í varnargirðingar en það mætti ábyggilega vera meira. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þrjá fyrrverandi stjórnendur Brotafls í dag til að greiða þrotabúi fyrirtækisins 86 milljónir króna. Þetta er annar dómurinn á tveimur mánuðum sem kveðinn er upp vegna rekstrar fyrirtækisins. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar er ósáttur við að vera gerður að blóraböggli nýrrar stjórnar eftir að stofnunin var dæmd fyrir brot á jafnréttislögum. Alexander Kristjánsson sagði frá og talaði við Jón Ingvar. Áhugamenn um skotvopn eru ósáttir við nýtt frumvarp dómsmálaráðherra, sem þrengir verulega að söfnurum. Valur Grettisson tók saman og talaði við Guðjón Agnarsson, hjá Byssusmiðju Agnars. Forráðamenn bandaríska fyrirtækisins Tupperware hafa áhyggjur af mögulegu gjaldþroti, Ísak Regal sagði frá. --------------- Fatlað fólk kemur víða að lokuðum dyrum eftir að 18 ára aldri er náð. Aðstandendur eiga ekki lengur rétt á upplýsingum og geta ekki stutt börn sín eins og áður. Kerfið er grimmt að mati framkvæmdastjóra Einhverfusamtakanna Sigrúnar Birgisdóttur. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana og Unni Helgu Óttarsdóttur, formann Þroskahjálpar. Ummæli forseta Frakklands, Emmanuels Macrons í heimsókn hans til Kína um helgina, um nauðsyn þess að Evrópa öðlist sjálfræði í öryggismálum, hafa vakið athygli og mismikla hrifningu síðustu daga. Macron er núna í í Hollandi og hélt þar áfram að tala um sjálfræði Evrópu. Björn Malmquist fylgdist með frá Brussel. Fresta verður 250 þúsund læknisaðgerðum vegna fjögurra sólarhringa verkfalls unglækna í Bretlandi. Þeir krefjast 35 prósenta launahækkunar. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í Emmu Runswick, varaformanni læknaráðs Bresku læknasamtakanna, Tal Ellenbogen unglækni og Steve Barcley heilbrigðisráðherra Breta.
4/11/20230
Episode Artwork

Vantar hjarta- og lungnalækna, skil við 18 ára aldur hjá fötluðu fólki

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Fastráðnir hjarta- og lungnaskurðlæknar á landinu eru aðeins tveir en þyrftu að vera fjórir til fimm. Erlendir læknar í verktöku hafa verið fengnir til að brúa bilið en það er dýrt og veldur álagi, segir Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjarta-, æða og krabbameinsþjónustu Landspítala. Benedikt Sigurðsson talaði við hana. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að horfa verði til nýrrar þekkingar á arfgerð sauðfjár í baráttu við riðu, miklu fé sé varið í varnargirðingar en það mætti ábyggilega vera meira. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þrjá fyrrverandi stjórnendur Brotafls í dag til að greiða þrotabúi fyrirtækisins 86 milljónir króna. Þetta er annar dómurinn á tveimur mánuðum sem kveðinn er upp vegna rekstrar fyrirtækisins. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar er ósáttur við að vera gerður að blóraböggli nýrrar stjórnar eftir að stofnunin var dæmd fyrir brot á jafnréttislögum. Alexander Kristjánsson sagði frá og talaði við Jón Ingvar. Áhugamenn um skotvopn eru ósáttir við nýtt frumvarp dómsmálaráðherra, sem þrengir verulega að söfnurum. Valur Grettisson tók saman og talaði við Guðjón Agnarsson, hjá Byssusmiðju Agnars. Forráðamenn bandaríska fyrirtækisins Tupperware hafa áhyggjur af mögulegu gjaldþroti, Ísak Regal sagði frá. --------------- Fatlað fólk kemur víða að lokuðum dyrum eftir að 18 ára aldri er náð. Aðstandendur eiga ekki lengur rétt á upplýsingum og geta ekki stutt börn sín eins og áður. Kerfið er grimmt að mati framkvæmdastjóra Einhverfusamtakanna Sigrúnar Birgisdóttur. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana og Unni Helgu Óttarsdóttur, formann Þroskahjálpar. Ummæli forseta Frakklands, Emmanuels Macrons í heimsókn hans til Kína um helgina, um nauðsyn þess að Evrópa öðlist sjálfræði í öryggismálum, hafa vakið athygli og mismikla hrifningu síðustu daga. Macron er núna í í Hollandi og hélt þar áfram að tala um sjálfræði Evrópu. Björn Malmquist fylgdist með frá Brussel. Fresta verður 250 þúsund læknisaðgerðum vegna fjögurra sólarhringa verkfalls unglækna í Bretlandi. Þeir krefjast 35 prósenta launahækkunar. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í Emmu Runswick, varaformanni læknaráðs Bresku læknasamtakanna, Tal Ellenbogen unglækni og Steve Barcley heilbrigðisráðherra Breta.
4/11/20239 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Niceair gerir hlé, fleiri koma frá Venesúela og vanlíðan ungmenna

Flugfélagið Niceair hefur gert hlé á starfsemi sinni og aflýst flugi frá og með morgundeginum. Framkvæmdastjóri félagsins segir framhaldið óvíst en það sé ekki gjaldþrota. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við Þorvald Lúðvík Sigurjónsson. Fimmtán hundruð manns frá fjörutíu og þremur löndum hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum. Fleiri komu frá Venesúela en Úkraínu. Alma Ómarsdóttir tók saman Verjendur í hoppukastalamálinu svokallaða fóru í dag fram á að nánara mat yrði gert á sönnunargögnum málsins áður en aðalmeðferð þess hefst. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman. Þrjú þúsund Íslendingar hafa flogið suður á bóginn og ætla að verja páskunum á eyjunni Tenerife. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Rökkva Árnason og Óðinn Hrafn Bjarkason. ------------------------------------------------------------------------------- Lengri umfjallanir: Geðheilsa ungmenna hefur versnað verulega undanfarin 10 ár. Ný rannsókn vísindamanna við Menntavísindasvið Háskóla íslands sýnir að marktækt samband er á milli netsamskipta og þunglyndis- og kvíðaeinkanna hjá 15 ára stúlkum. Í rannsókninni er rýnt í breytingar á geðheilsu ungs fólks í upphafi 21. aldar. Sagt er frá niðurstöðunum í grein í tímaritinu Scandinavian Journal of Public Health. Óttar Guðbjörn Birgisson, aðjunkt og doktorsnemi í Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði, er fyrsti höfundur greinarinnar. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann. Mörgum Norðmanninum blöskar þegar þeir heyra að verulega eigi að draga úr neyslu á kjöti. Jafnvel svo að aðeins ein kjötflís verði á boðum í hverri viku - 350 grömm takk. Svo getur farið ef nýjum tillögum sérfræðinga Norrænu ráðherranefndarinnar verður fylgt. En andstaðan er hörð og líka hjá norska landbúnaðarráðherranum. Gísli Kristjánsson talar frá Noregi. Ísraelskir lögreglumenn réðust inn í al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í nóttskömmu fyrir dögun þar sem hópur fólks hafði læst sig þar inni eftir kvöldbænir, að sögn yfirvalda. Þeir voru grýttir og skotið að þeim flugeldum þegar þeir komu inn og svöruðu með höggsprengjum og skutu gúmmíhúðuðum byssukúlum á hópinn. Allt að fimmtíu særðust að sögn talsmanns Rauða hálfmánans í borginni. Sjúkrabílum sem voru sendir á vettvang var ekki hleypt að moskunni. Ásgeir Tómasson tók saman.
4/5/20230
Episode Artwork

Niceair gerir hlé, fleiri koma frá Venesúela og vanlíðan ungmenna

Flugfélagið Niceair hefur gert hlé á starfsemi sinni og aflýst flugi frá og með morgundeginum. Framkvæmdastjóri félagsins segir framhaldið óvíst en það sé ekki gjaldþrota. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við Þorvald Lúðvík Sigurjónsson. Fimmtán hundruð manns frá fjörutíu og þremur löndum hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum. Fleiri komu frá Venesúela en Úkraínu. Alma Ómarsdóttir tók saman Verjendur í hoppukastalamálinu svokallaða fóru í dag fram á að nánara mat yrði gert á sönnunargögnum málsins áður en aðalmeðferð þess hefst. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman. Þrjú þúsund Íslendingar hafa flogið suður á bóginn og ætla að verja páskunum á eyjunni Tenerife. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Rökkva Árnason og Óðinn Hrafn Bjarkason. ------------------------------------------------------------------------------- Lengri umfjallanir: Geðheilsa ungmenna hefur versnað verulega undanfarin 10 ár. Ný rannsókn vísindamanna við Menntavísindasvið Háskóla íslands sýnir að marktækt samband er á milli netsamskipta og þunglyndis- og kvíðaeinkanna hjá 15 ára stúlkum. Í rannsókninni er rýnt í breytingar á geðheilsu ungs fólks í upphafi 21. aldar. Sagt er frá niðurstöðunum í grein í tímaritinu Scandinavian Journal of Public Health. Óttar Guðbjörn Birgisson, aðjunkt og doktorsnemi í Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði, er fyrsti höfundur greinarinnar. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann. Mörgum Norðmanninum blöskar þegar þeir heyra að verulega eigi að draga úr neyslu á kjöti. Jafnvel svo að aðeins ein kjötflís verði á boðum í hverri viku - 350 grömm takk. Svo getur farið ef nýjum tillögum sérfræðinga Norrænu ráðherranefndarinnar verður fylgt. En andstaðan er hörð og líka hjá norska landbúnaðarráðherranum. Gísli Kristjánsson talar frá Noregi. Ísraelskir lögreglumenn réðust inn í al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í nóttskömmu fyrir dögun þar sem hópur fólks hafði læst sig þar inni eftir kvöldbænir, að sögn yfirvalda. Þeir voru grýttir og skotið að þeim flugeldum þegar þeir komu inn og svöruðu með höggsprengjum og skutu gúmmíhúðuðum byssukúlum á hópinn. Allt að fimmtíu særðust að sögn talsmanns Rauða hálfmánans í borginni. Sjúkrabílum sem voru sendir á vettvang var ekki hleypt að moskunni. Ásgeir Tómasson tók saman.
4/5/20239 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Finnar komnir í NATO, Trump ákærður og riðusmit er reiðarslag

Spegillinn 4. apríl 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Stór og sögulegur dagur segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra um Atlantshafsbandalagsaðild Finna; ekki síst fyrir Norðurlandasamstarfið. Aðildin er Tobiasi Billström utanríkisráðherra Svía fagnaðarefni, hann segir ekkert standa í vegi þess að Tyrkir samþykki inngöngu Svíþjóðar líka. Riðusmitið sem greindist á Bergstöðum í Miðfirði í gær er fertugasta og fimmta riðutilfellið frá aldamótum. . Mikið högg segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Bandaríkin ætla að útvega Úkraínu vopn fyrir tvo komma sex milljarða Bandaríkjadala. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verður senn birt ákæra fyrir dómstól í New York. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrrverandi forseti landsins er ákærður. Á leiðinni í dómshúsið sagði hann málið óraunverulegt. Sorphaugurinn á Glerárdal getur aðeins framleitt metan í sex ár í viðbót. Það er töluvert minna en búist var við í upphafi, enda var áætlanagerð byggð á veikum grunni að sögn Sunnu Guðmundsdóttur verkefnastjóra umhverfis- og loftslagsmála hjá Norðurorku. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við hana --------------------- Norðurlandasamstarfið styrkist við inngöngu Finna í Atlantshafsbandalagið að mati Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra. Björn Malmquist talaði við hana í Bruxelles í höfðuðstöðvum NATO. Sögulegir atburðir eru að gerast í Bandaríkjunum á þessari stundu. Donald Trump mætir fyrir dómara á Manhattan í New York þar sem honum verður birt ákæra, fyrstum sitjandi eða fyrrverandi forseta landsins. Ásgeir Tómasson tók saman. Eric Adams borgarstjóri New York borgar hvatti fólk til að sýna stillingu. Trump segir dómsmálið sprottið af ofsóknum pólitískra andstæðinga sinna. Enn og aftur veldur riða búsifjum í sveitum landsins. Í gær var staðfest riðusmit á bænum Bergsstöðum í Miðfirði í Vestur Húnavatnssýslu. Lóga þarf um 700 fjár á einu afurðahæsta sauðfjárbúi landsins. Höggið er þungt fyrir bændur á bænum og í sveitum landsins. Þó er vonast til að takist að uppræta sjúkdóminn með erfðaframförum. Bjarni Rúnarsson tók saman og ræddi við Evu Hauksdóttur, líffræðing á Keldum um riðu. Heyrist líka í Sigurborgu Daðadóttur, yfirdýralækni. Ólöf Rún Erlendsdóttir fréttamaður ræddi einnig við Sigríði Ólafsdóttur, bónda í Víðidalstungu og sveitarstjórnarmann í Húnaþingi vestra.
4/4/20230
Episode Artwork

Finnar komnir í NATO, Trump ákærður og riðusmit er reiðarslag

Spegillinn 4. apríl 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Stór og sögulegur dagur segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra um Atlantshafsbandalagsaðild Finna; ekki síst fyrir Norðurlandasamstarfið. Aðildin er Tobiasi Billström utanríkisráðherra Svía fagnaðarefni, hann segir ekkert standa í vegi þess að Tyrkir samþykki inngöngu Svíþjóðar líka. Riðusmitið sem greindist á Bergstöðum í Miðfirði í gær er fertugasta og fimmta riðutilfellið frá aldamótum. . Mikið högg segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Bandaríkin ætla að útvega Úkraínu vopn fyrir tvo komma sex milljarða Bandaríkjadala. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verður senn birt ákæra fyrir dómstól í New York. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrrverandi forseti landsins er ákærður. Á leiðinni í dómshúsið sagði hann málið óraunverulegt. Sorphaugurinn á Glerárdal getur aðeins framleitt metan í sex ár í viðbót. Það er töluvert minna en búist var við í upphafi, enda var áætlanagerð byggð á veikum grunni að sögn Sunnu Guðmundsdóttur verkefnastjóra umhverfis- og loftslagsmála hjá Norðurorku. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við hana --------------------- Norðurlandasamstarfið styrkist við inngöngu Finna í Atlantshafsbandalagið að mati Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra. Björn Malmquist talaði við hana í Bruxelles í höfðuðstöðvum NATO. Sögulegir atburðir eru að gerast í Bandaríkjunum á þessari stundu. Donald Trump mætir fyrir dómara á Manhattan í New York þar sem honum verður birt ákæra, fyrstum sitjandi eða fyrrverandi forseta landsins. Ásgeir Tómasson tók saman. Eric Adams borgarstjóri New York borgar hvatti fólk til að sýna stillingu. Trump segir dómsmálið sprottið af ofsóknum pólitískra andstæðinga sinna. Enn og aftur veldur riða búsifjum í sveitum landsins. Í gær var staðfest riðusmit á bænum Bergsstöðum í Miðfirði í Vestur Húnavatnssýslu. Lóga þarf um 700 fjár á einu afurðahæsta sauðfjárbúi landsins. Höggið er þungt fyrir bændur á bænum og í sveitum landsins. Þó er vonast til að takist að uppræta sjúkdóminn með erfðaframförum. Bjarni Rúnarsson tók saman og ræddi við Evu Hauksdóttur, líffræðing á Keldum um riðu. Heyrist líka í Sigurborgu Daðadóttur, yfirdýralækni. Ólöf Rún Erlendsdóttir fréttamaður ræddi einnig við Sigríði Ólafsdóttur, bónda í Víðidalstungu og sveitarstjórnarmann í Húnaþingi vestra.
4/4/20238 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Riða, kosningar í Finnlandi og fordómar á vinnumarkaði

690 kindum verður lógað á bænum Bergsstöðum í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu eftir að riða greindist á bænum. Þetta er í fyrsta sinn sem riða greinist í Miðfjarðarhólfi. Valur Grettisson sagði frá. Konur koma meira en helmingi sjaldnar fyrir en karlar í auglýsingu fyrir Bestu deildir karla og kvenna í fótbolta. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna gera athugasemd við auglýsinguna og vilja að konum sé gert hærra undir höfði. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir segir frá. Líklegt þykir að aukin áhersla verði á efnahagsmál ef Petteri Orpo nær að mynda ríkisstjórn í Finnlandi. Óánægja kjósenda sneri fyrst og fremst að aukinni skuldsetningu ríkisins sem sýndi sig í kosningunum um helgina. Finnar ganga formlega í NATO á morgun. Fólk af erlendum uppruna upplifir fordóma á íslenskum vinnumarkaði. Nýleg rannsókn sýnir að ósýnilegar hindranir mæta þeim, líka fólki sem hefur alist upp og er menntað hér; ekki síst þegar nafn eða útlitseinkenni gefa vísbendingu um erlendan uppruna. ----- Ný ríkisstjórn er í smíðum í Finnlandi eftir kosningar um helgina. Líklegt er að nýr forsætisráðherra taki við stjórnartaumunum af Sönnu Marin þrátt fyrir að flokkur hennar hafi bætt við sig fylgi í kosningunum. Á sama tíma eru Finnar komnir að dyragættinni inn í Atlantshafsbandalagið. En hvers vegna hlutu Sósialdemókratar, flokkur Sönnu Marin forsætisráðherra, ekki sama stuðning nú og í seinustu kosningum? Bjarni Rúnarsson ræðir við Tapio Koivukari rithöfund og þýðanda. Fólk af erlendum uppruna upplifir fordóma á íslenskum vinnumarkaði. Nýleg rannsókn sýnir að ósýnilegar hindranir mæta þeim, líka fólki sem hefur alist upp og er menntað hér; ekki síst þeim sem bera nafn eða útlits sem einkenni sem gefa vísbendingu um erlendan uppruna. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Moniku Jovisic. Stríðsfréttabloggarinn Vladen Tatarsky birti á samfélagsmiðlinum Telegram pistil og kallaði Vecherny Vladen, eða Kvöld Vladen. Þar fjallaði hann um gang innrásarinnar í Úkraínu, sem stuðningslið hennar, rússneskt jafnt sem erlent, kallar alla jafna "sértæka hernaðaraðgerð".Rödd Tatarskys er þögnuð. Hann lést í gær í sprengjutilræði á kaffihúsi í Pétursborg þar sem hann flutti fyrirlestur um innrásina fyrir hóp fólks. Ásgeir Tómasson fjallar um málið. Spegillinn 3. apríl 2023. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
4/3/20230
Episode Artwork

Riða, kosningar í Finnlandi og fordómar á vinnumarkaði

690 kindum verður lógað á bænum Bergsstöðum í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu eftir að riða greindist á bænum. Þetta er í fyrsta sinn sem riða greinist í Miðfjarðarhólfi. Valur Grettisson sagði frá. Konur koma meira en helmingi sjaldnar fyrir en karlar í auglýsingu fyrir Bestu deildir karla og kvenna í fótbolta. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna gera athugasemd við auglýsinguna og vilja að konum sé gert hærra undir höfði. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir segir frá. Líklegt þykir að aukin áhersla verði á efnahagsmál ef Petteri Orpo nær að mynda ríkisstjórn í Finnlandi. Óánægja kjósenda sneri fyrst og fremst að aukinni skuldsetningu ríkisins sem sýndi sig í kosningunum um helgina. Finnar ganga formlega í NATO á morgun. Fólk af erlendum uppruna upplifir fordóma á íslenskum vinnumarkaði. Nýleg rannsókn sýnir að ósýnilegar hindranir mæta þeim, líka fólki sem hefur alist upp og er menntað hér; ekki síst þegar nafn eða útlitseinkenni gefa vísbendingu um erlendan uppruna. ----- Ný ríkisstjórn er í smíðum í Finnlandi eftir kosningar um helgina. Líklegt er að nýr forsætisráðherra taki við stjórnartaumunum af Sönnu Marin þrátt fyrir að flokkur hennar hafi bætt við sig fylgi í kosningunum. Á sama tíma eru Finnar komnir að dyragættinni inn í Atlantshafsbandalagið. En hvers vegna hlutu Sósialdemókratar, flokkur Sönnu Marin forsætisráðherra, ekki sama stuðning nú og í seinustu kosningum? Bjarni Rúnarsson ræðir við Tapio Koivukari rithöfund og þýðanda. Fólk af erlendum uppruna upplifir fordóma á íslenskum vinnumarkaði. Nýleg rannsókn sýnir að ósýnilegar hindranir mæta þeim, líka fólki sem hefur alist upp og er menntað hér; ekki síst þeim sem bera nafn eða útlits sem einkenni sem gefa vísbendingu um erlendan uppruna. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Moniku Jovisic. Stríðsfréttabloggarinn Vladen Tatarsky birti á samfélagsmiðlinum Telegram pistil og kallaði Vecherny Vladen, eða Kvöld Vladen. Þar fjallaði hann um gang innrásarinnar í Úkraínu, sem stuðningslið hennar, rússneskt jafnt sem erlent, kallar alla jafna "sértæka hernaðaraðgerð".Rödd Tatarskys er þögnuð. Hann lést í gær í sprengjutilræði á kaffihúsi í Pétursborg þar sem hann flutti fyrirlestur um innrásina fyrir hóp fólks. Ásgeir Tómasson fjallar um málið. Spegillinn 3. apríl 2023. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
4/3/20239 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Úrhelli fyrir austan, kynferðisafbrot, Trump ákærður eftir helgi

Spegillinn 31. mars 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Um 300 manns fá ekki að fara heim til sín í nótt vegan rýminga á Austfjörðum. Á bilinu 70-80 snjóflóð hafa fallið þar síðustu daga. Mikil úrkoma hefur verið og spáð er rigningu fram yfir hádegi á morgun. Ásta Hlín Magnúsdóttir sgði frá og talaði við Minney Siguðardóttur ofanflóðasérfræðing hjá Veðurstofunni. Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Brynjari Joensen Creed, rúmlega fimmtugum karlmanni, fyrir gróf kynferðisbrot gegn fimm stúlkum á grunnskólaaldri. Bæturnar til þeirra voru jafnframt hækkaðar. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Tvö tilfelli hafa komið upp í sumarbúðum fatlaðra í Reykjadal, þar sem efast er um að öryggi skjólstæðinga hafi verið tryggt. Stella Sverrisdóttir, móðir fatlaðrar stúlku, er ósátt við forsvarsmenn búðanna eftir að grunur kviknaði um að dóttir hennar hefði verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Valur Grettisson ræddi við hana. Kjaraviðræður Kennarasambands Íslands og Samtaka íslenskra sveitarfélaga standa enn yfir. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir að samflot með BSRB og BHM hafi gengið vel hvað varðar sameiginlega hagsmuni opinberra starfsmanna, en nokkrir þættir standi út af. Alma Ómarsdóttir talaði við hann. Ár er í dag frá því að Rússar hörfuðu frá bænum Bucha í Úkraínu. Þeir unnu þar hrikaleg grimmdarverk gegn íbúunum. Dagný Hulda Erlendsdóttir sagði frá. Donald Trump verður birt ákæra í New York á þriðjudag, fyrstum fyrrverandi forsetum Bandaríkjanna. Ásgeir Tómasson sagði frá. Síðasta tölublað Fréttablaðsins kom út í morgun eftir 22 ára útgáfu. Hátt í hundrað manns misstu vinnuna. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Valgerði A. Jóhannsdóttur lektor um stöðuna á fjölmiðlamarkaði. Tollvernd og upprunamerkingar matvæla voru efstar á baugi meðal fulltrúa bænda sem ræddu stöðu landbúnaðar og matvælaframleiðslu nýafstöðnu á Búnaðarþingi. Bjarni Rúnarsson ræddi við Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtaka Íslands.
3/31/20230
Episode Artwork

Úrhelli fyrir austan, kynferðisafbrot, Trump ákærður eftir helgi

Spegillinn 31. mars 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Um 300 manns fá ekki að fara heim til sín í nótt vegan rýminga á Austfjörðum. Á bilinu 70-80 snjóflóð hafa fallið þar síðustu daga. Mikil úrkoma hefur verið og spáð er rigningu fram yfir hádegi á morgun. Ásta Hlín Magnúsdóttir sgði frá og talaði við Minney Siguðardóttur ofanflóðasérfræðing hjá Veðurstofunni. Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Brynjari Joensen Creed, rúmlega fimmtugum karlmanni, fyrir gróf kynferðisbrot gegn fimm stúlkum á grunnskólaaldri. Bæturnar til þeirra voru jafnframt hækkaðar. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Tvö tilfelli hafa komið upp í sumarbúðum fatlaðra í Reykjadal, þar sem efast er um að öryggi skjólstæðinga hafi verið tryggt. Stella Sverrisdóttir, móðir fatlaðrar stúlku, er ósátt við forsvarsmenn búðanna eftir að grunur kviknaði um að dóttir hennar hefði verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Valur Grettisson ræddi við hana. Kjaraviðræður Kennarasambands Íslands og Samtaka íslenskra sveitarfélaga standa enn yfir. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir að samflot með BSRB og BHM hafi gengið vel hvað varðar sameiginlega hagsmuni opinberra starfsmanna, en nokkrir þættir standi út af. Alma Ómarsdóttir talaði við hann. Ár er í dag frá því að Rússar hörfuðu frá bænum Bucha í Úkraínu. Þeir unnu þar hrikaleg grimmdarverk gegn íbúunum. Dagný Hulda Erlendsdóttir sagði frá. Donald Trump verður birt ákæra í New York á þriðjudag, fyrstum fyrrverandi forsetum Bandaríkjanna. Ásgeir Tómasson sagði frá. Síðasta tölublað Fréttablaðsins kom út í morgun eftir 22 ára útgáfu. Hátt í hundrað manns misstu vinnuna. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Valgerði A. Jóhannsdóttur lektor um stöðuna á fjölmiðlamarkaði. Tollvernd og upprunamerkingar matvæla voru efstar á baugi meðal fulltrúa bænda sem ræddu stöðu landbúnaðar og matvælaframleiðslu nýafstöðnu á Búnaðarþingi. Bjarni Rúnarsson ræddi við Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtaka Íslands.
3/31/202310 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Rýmingar, vantraust og landsliðsþjálfari rekinn

Spegillinn 30. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Hús voru enn rýmd á Austfjörðum í dag vegna hættu á ofanflóðum. Hættustig er í gildi í Neskaupstað, á Seyðisfirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Eskifirði. Fjöldi flóða hefur fallið í dag en ekki í byggð. Magni Hreinn Jónsson fagstjóri ofanflóða er á vakt hjá Veðurstofunni. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann og Óðin Svan Óðinsson fréttamann sem er í Neskaupstað. Vantrauststillaga á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra er eitt af mörgum óþægilegum málum fyrir Vinstri græn í ríkisstjórnarsamstarfinu segir Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, samþykkt hefði jafngilt stjórnarslitum. Bjarni Rúnarsson talaði við hann. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara upp störfum. Einar Örn Jónsson sagði frá og Hans Steinar Bjarnason talaði við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ. Stéttarfélög á opinbera markaðnum hafa samið við ríki og borg um launahækkanir og kjarabætur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir helsta markmið 12 mánaða samnings að verja kaupmáttinn. Helstu matvörukeðjur Svíþjóðar hafa boðað verðlækkun á ýmsum nauðsynjavörum eftir harða gagnrýni. Fjármálaráðherra landsins hafði áður boðað forstjóra fyrirtækjanna á sinn fund og krafist skýringa á verðhækkunum, sem eru langt umfram nágrannalönd. Alexander Kristjánsson sagði frá. Páskaeggin eru ódýrust í Bónus og Krónunni samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Dýrust eru þau í Heimkaup og Iceland. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman. --------- Vantrauststillaga á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í dag með 35 atkvæðum stjórnarliða gegn 22 atkvæðum stjórnarandstöðu. Einn greiddi ekki atkvæði. Bjarni Rúnarssorn ræddi við Ólaf Þ. Harðarson, stjórnmálafræðing um aðdraganda og afleiðingar vantrauststillögunnar. Brot úr viðtali Höskuldar Kára Schram við Jón. Héraðsdómur í Zürich í Sviss dæmdi í dag þrjá fyrrverandi yfirmenn í útibúi rússneska Gazprombankans í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekki kannað uppruna um það bil 50 milljóna svissneskra franka sem lagðir voru inn á reikning í bankanum á árunum 2014 til '16. Rússneskur sellóleikari og hljómsveitarstjóri, Sergei Roldugin, góðvinur Vladimírs Pútíns lagði peningana inn í bankanna. Ásgeir Tómasson sagði frá. Maria Nizzero, sérfræðingur í rannsókn á fjármálaglæpum við RUSI-hugveituna í Lundúnum, segir að dómurinn sæti tíðindum.
3/30/20230
Episode Artwork

Rýmingar, vantraust og landsliðsþjálfari rekinn

Spegillinn 30. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Hús voru enn rýmd á Austfjörðum í dag vegna hættu á ofanflóðum. Hættustig er í gildi í Neskaupstað, á Seyðisfirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Eskifirði. Fjöldi flóða hefur fallið í dag en ekki í byggð. Magni Hreinn Jónsson fagstjóri ofanflóða er á vakt hjá Veðurstofunni. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann og Óðin Svan Óðinsson fréttamann sem er í Neskaupstað. Vantrauststillaga á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra er eitt af mörgum óþægilegum málum fyrir Vinstri græn í ríkisstjórnarsamstarfinu segir Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, samþykkt hefði jafngilt stjórnarslitum. Bjarni Rúnarsson talaði við hann. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara upp störfum. Einar Örn Jónsson sagði frá og Hans Steinar Bjarnason talaði við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ. Stéttarfélög á opinbera markaðnum hafa samið við ríki og borg um launahækkanir og kjarabætur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir helsta markmið 12 mánaða samnings að verja kaupmáttinn. Helstu matvörukeðjur Svíþjóðar hafa boðað verðlækkun á ýmsum nauðsynjavörum eftir harða gagnrýni. Fjármálaráðherra landsins hafði áður boðað forstjóra fyrirtækjanna á sinn fund og krafist skýringa á verðhækkunum, sem eru langt umfram nágrannalönd. Alexander Kristjánsson sagði frá. Páskaeggin eru ódýrust í Bónus og Krónunni samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Dýrust eru þau í Heimkaup og Iceland. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman. --------- Vantrauststillaga á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í dag með 35 atkvæðum stjórnarliða gegn 22 atkvæðum stjórnarandstöðu. Einn greiddi ekki atkvæði. Bjarni Rúnarssorn ræddi við Ólaf Þ. Harðarson, stjórnmálafræðing um aðdraganda og afleiðingar vantrauststillögunnar. Brot úr viðtali Höskuldar Kára Schram við Jón. Héraðsdómur í Zürich í Sviss dæmdi í dag þrjá fyrrverandi yfirmenn í útibúi rússneska Gazprombankans í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekki kannað uppruna um það bil 50 milljóna svissneskra franka sem lagðir voru inn á reikning í bankanum á árunum 2014 til '16. Rússneskur sellóleikari og hljómsveitarstjóri, Sergei Roldugin, góðvinur Vladimírs Pútíns lagði peningana inn í bankanna. Ásgeir Tómasson sagði frá. Maria Nizzero, sérfræðingur í rannsókn á fjármálaglæpum við RUSI-hugveituna í Lundúnum, segir að dómurinn sæti tíðindum.
3/30/202313 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Illviðri, vantraust og fjármálaáætlun

Appelsínugul veðurviðvörun gengur í gildi á Austfjörðum klukkan sjö vegna mikillar snjókomu. Reitur fjórtán var rýmdur að nýju á Seyðisfirði í dag. Viðbúið er að færð spillist og hætta á snjóflóðum aukist. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir tók saman. Hækka á tekjuskatt á fyrirtæki, hagræða í rekstri ríkisstofnana og draga úr opinberum framkvæmdum samkvæmt fjármálaáætlun sem kynnt var í dag. Þingmenn úr nær öllum flokkum stjórnarandstöðu lögðu í dag fram vantrauststillögu gegn Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Hann hafi með framgöngu sinni hindrað Alþingi í störfum sínum. Tillagan verður tekin fyrir á Alþingi á morgun. Jóhanna vigdís Hjaltadóttir segir frá. Yfirtaka svissneska bankans UBS á Credit Suisse er stærsti einstaki fjármálagerningur síðan í fjármálakrísunni 2008. Þetta segir stjórnarformaður UBS, sem hefur ráðið til baka fyrrverandi forstjóra til að leiða samrunann. Oddur Þórðarson segir frá. ------ Í dag var kynntur einn af staksteinum ríkisfjármálanna á ári hverju, fjármálaáætlun. Þar er hægt að sjá hvert stjórnvöld stefna með nokkuð ítarlegum hætti í ríkisrekstrinum. Hennar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu í þetta skiptið, því í henni sýnir ríkisstjórnin á spilin með hvaða hætti eigi að bregðast við í ríkisfjármálunum til að bregðast við verðbólgu og efnahagsvandanum sem við blasir. Markmið með fjármálaáætluninni er að útfæra markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og þróun þeirra. Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála- og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert. Bjarni Rúnarsson fer yfir áætlunina ásamt Alexander Kristjánssyni fréttamanni. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segist merkja aukinn skilning innan Evrópusambandsins á sjónarmiðum Íslands varðandi losunarheimildir í flugi og hún segir að þýsk stjórnvöld deili skoðunum Íslands hvað þetta mál varðar. Lilja var í Brussel í gær og í dag, þar sem hún átti fundi með embættismönnum í framkvæmdastjórn ESB, og tók einnig þátt í ráðstefnu flugfélaga sem haldin var í borginni. Björn Malmquist, fréttamaður RÚV í Brussel fylgdist með þessari ráðstefnu og ræddi við Lilju Vladimír Pútín Rússlandsforseti kann að fá öflugan keppinaut þegar hann sækist eftir endurkjöri í mars á næsta ári. Sérfræðingar hugveitunnar Institute for the Study of War eða ISW í Washingtonborg draga þá ályktun í nýjustu uppfærslu sinni um gang innrásarinnar í Úkraínu, að Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner málaliðahópsins, hyggist bjóða sig fr
3/29/20230
Episode Artwork

Illviðri, vantraust og fjármálaáætlun

Appelsínugul veðurviðvörun gengur í gildi á Austfjörðum klukkan sjö vegna mikillar snjókomu. Reitur fjórtán var rýmdur að nýju á Seyðisfirði í dag. Viðbúið er að færð spillist og hætta á snjóflóðum aukist. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir tók saman. Hækka á tekjuskatt á fyrirtæki, hagræða í rekstri ríkisstofnana og draga úr opinberum framkvæmdum samkvæmt fjármálaáætlun sem kynnt var í dag. Þingmenn úr nær öllum flokkum stjórnarandstöðu lögðu í dag fram vantrauststillögu gegn Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Hann hafi með framgöngu sinni hindrað Alþingi í störfum sínum. Tillagan verður tekin fyrir á Alþingi á morgun. Jóhanna vigdís Hjaltadóttir segir frá. Yfirtaka svissneska bankans UBS á Credit Suisse er stærsti einstaki fjármálagerningur síðan í fjármálakrísunni 2008. Þetta segir stjórnarformaður UBS, sem hefur ráðið til baka fyrrverandi forstjóra til að leiða samrunann. Oddur Þórðarson segir frá. ------ Í dag var kynntur einn af staksteinum ríkisfjármálanna á ári hverju, fjármálaáætlun. Þar er hægt að sjá hvert stjórnvöld stefna með nokkuð ítarlegum hætti í ríkisrekstrinum. Hennar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu í þetta skiptið, því í henni sýnir ríkisstjórnin á spilin með hvaða hætti eigi að bregðast við í ríkisfjármálunum til að bregðast við verðbólgu og efnahagsvandanum sem við blasir. Markmið með fjármálaáætluninni er að útfæra markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og þróun þeirra. Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála- og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert. Bjarni Rúnarsson fer yfir áætlunina ásamt Alexander Kristjánssyni fréttamanni. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segist merkja aukinn skilning innan Evrópusambandsins á sjónarmiðum Íslands varðandi losunarheimildir í flugi og hún segir að þýsk stjórnvöld deili skoðunum Íslands hvað þetta mál varðar. Lilja var í Brussel í gær og í dag, þar sem hún átti fundi með embættismönnum í framkvæmdastjórn ESB, og tók einnig þátt í ráðstefnu flugfélaga sem haldin var í borginni. Björn Malmquist, fréttamaður RÚV í Brussel fylgdist með þessari ráðstefnu og ræddi við Lilju Vladimír Pútín Rússlandsforseti kann að fá öflugan keppinaut þegar hann sækist eftir endurkjöri í mars á næsta ári. Sérfræðingar hugveitunnar Institute for the Study of War eða ISW í Washingtonborg draga þá ályktun í nýjustu uppfærslu sinni um gang innrásarinnar í Úkraínu, að Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner málaliðahópsins, hyggist bjóða sig fr
3/29/202329 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Áfram hættustig á Austfjörðum og fasteignamarkaður kólnar

Spegillinn 28. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, sem vaknaði upp við að fá snjóflóð inn um svefnherbergisgluggann sinn í Neskaupstað í gærmorgun segir tilfinninguna skrítna, en stuðningur samfélagsins skipti miklu. Rúnar Snær Reynisson kom sjóleiðina til Neskaupstaðar í dag. Hann ræddi við Guðrúnu Sólveigu og Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóra í Fjarðabyggð. Deilt er um það fyrir dómi hvort hoppukastali sem tókst á loft í hitteðfyrra svo börn slösuðust alvarlega var festur í samræmi við leiðbeiningar framleiðenda. Aðalsteinn Ingi Guðmundsson, varð vitni að slysinu og líkir því við martröð. Orkumálaráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu í dag lög sem banna sölu bensín og díselbifreiðar árið 2035. Þeir féllust hins vegar á kröfu Þjóðverja um að leyfa bifreiðar sem ganga fyrir svokölluðu rafrænu eldsneyti. Björn Malmquist sagði frá, brot úr máli Ebbu Busch orkumálaráðherra Svía. Flugfélagið Condor hefur hætt við að fljúga frá Frankfurt til Akureyrar og Egilsstaða. Það er Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands vonbrigði. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við hana. Spáin fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu var opinberuð í dag, en 13 dagar eru í fyrsta leik deildarinnar. Íslandsmeisturum Breiðabliks er spáð titlinum annað árið í röð. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, segir spána þó hafa litla þýðingu. --------------- Þó að hægt hafi á fasteignamarkaði er langt frá því að þar ríki frost, segir Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Hann á frekar von á því að verðið standi í stað en að það lækki. Áhrif vaxtabreytinga séu ekki komin fram að fullu. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Norður-Kóreumenn birtu í dag í fyrsta sinn myndir af kjarnaoddum sem hægt er að koma fyrir á skammdrægum eldflaugum. Með þeim er hægt að hæfa skotmörk í Suður-Kóreu. Ásgeir Tómasson sagði frá. Ísland er mikilvæg varpstöð og búsvæði mófugla, eins og heiðlóu, spóa, skógarþrasta og þúfutittlinga. Um 85 prósent allra mófugla verpa á láglendi landsins og landnotkun þar ræður framtíð mófuglastofna. Vísbendingar eru um að mófuglum sé að fækka verulega. Bjarni Rúnarsson ræddi við Aldísi Ernu Pálsdóttur er nýdoktor í líffræði á Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurlandi
3/28/20230
Episode Artwork

Áfram hættustig á Austfjörðum og fasteignamarkaður kólnar

Spegillinn 28. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, sem vaknaði upp við að fá snjóflóð inn um svefnherbergisgluggann sinn í Neskaupstað í gærmorgun segir tilfinninguna skrítna, en stuðningur samfélagsins skipti miklu. Rúnar Snær Reynisson kom sjóleiðina til Neskaupstaðar í dag. Hann ræddi við Guðrúnu Sólveigu og Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóra í Fjarðabyggð. Deilt er um það fyrir dómi hvort hoppukastali sem tókst á loft í hitteðfyrra svo börn slösuðust alvarlega var festur í samræmi við leiðbeiningar framleiðenda. Aðalsteinn Ingi Guðmundsson, varð vitni að slysinu og líkir því við martröð. Orkumálaráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu í dag lög sem banna sölu bensín og díselbifreiðar árið 2035. Þeir féllust hins vegar á kröfu Þjóðverja um að leyfa bifreiðar sem ganga fyrir svokölluðu rafrænu eldsneyti. Björn Malmquist sagði frá, brot úr máli Ebbu Busch orkumálaráðherra Svía. Flugfélagið Condor hefur hætt við að fljúga frá Frankfurt til Akureyrar og Egilsstaða. Það er Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands vonbrigði. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við hana. Spáin fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu var opinberuð í dag, en 13 dagar eru í fyrsta leik deildarinnar. Íslandsmeisturum Breiðabliks er spáð titlinum annað árið í röð. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, segir spána þó hafa litla þýðingu. --------------- Þó að hægt hafi á fasteignamarkaði er langt frá því að þar ríki frost, segir Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Hann á frekar von á því að verðið standi í stað en að það lækki. Áhrif vaxtabreytinga séu ekki komin fram að fullu. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Norður-Kóreumenn birtu í dag í fyrsta sinn myndir af kjarnaoddum sem hægt er að koma fyrir á skammdrægum eldflaugum. Með þeim er hægt að hæfa skotmörk í Suður-Kóreu. Ásgeir Tómasson sagði frá. Ísland er mikilvæg varpstöð og búsvæði mófugla, eins og heiðlóu, spóa, skógarþrasta og þúfutittlinga. Um 85 prósent allra mófugla verpa á láglendi landsins og landnotkun þar ræður framtíð mófuglastofna. Vísbendingar eru um að mófuglum sé að fækka verulega. Bjarni Rúnarsson ræddi við Aldísi Ernu Pálsdóttur er nýdoktor í líffræði á Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurlandi
3/28/202310 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Snjóflóð í Neskaupstað og verkföll og mótmæli í Ísrael

Hættustig almannavarna vegna snjóflóða er í gildi í þremur bæjum á Austfjörðum. Þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað snemma í morgun. Ólíkar tilfinningar vakna hjá Norðfirðingum í kjölfar flóðsins. Sum muna Norðfirðingar muna sumir eftir mannskæðum snjóflóðum þar í bænum fyrir tæpum 50 árum. Snjóflóðin í Neskaupstað féllu utan við varnargarða bæjarins. Viðbætur eru á teikniborðinu en stranda á fjármagni. Karlmaður frá Rúmeníu hefur stefnt íslenska ríkinu og krefst fimm milljóna í bætur. Hann kom til Íslands til að vinna við þakviðgerðir með tengdaföður sínum en var eftirlýstur af lögreglu og bendlaður við glæpagengi. Stúlka á táningsaldri vopnuð tveimur rifflum og skammbyssu varð sex að bana í grunnskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Nærri níutíu árásir hafa verið gerðar í bandarískum grunnskólum það sem af er ári. Umdeildu frumvarpi Ísraelsstjórnar var mótmælt harkalega í dag. Allsherjarverkfall hófst í landinu og sendiráðum var lokað. Frumvarpið átti að færa stjórnvöldum aukin völd yfir dómstólum. Afgreiðslu þess var frestað síðdegis. ---- Í morgun féllu snjóflóð í Neskaupstað. Blessunarlega varð ekki manntjón í flóðunum en nokkrir hlutu minni háttar áverka þegar flóð lenti á fjölbýlishúsi í Starmýri. Mikil ofankoma og vindur er fyrir austan og mikil snjóflóðahætta víða á Austfjörðum, til að mynda á Seyðisfirði, Eskifirði og víðar. Hús voru rýmd í Neskaupstað og Eskifirði. Flóðin sem lentu í byggð féllu úr Nesgili og Bakkagili en stór flóð hafa áður fallið úr þessum giljum. Norðfirðingar hafa áður þurft að takast á við náttúruöflin. Alls hafa 17 manns látist í snjóflóðum í Neskaupstað í þremur flóðum, árin 1885, 1974 og 1978. Árið 1974 varð mannskæðasta flóðið í bænum þar sem 12 manns fórust og fjórtán var bjargað, ýmist af eigin rammleik eða voru grafin upp. Slík sár gróa seint og sambýlið við náttúruna er samofið í huga Norðfirðinga. Í hádegisfréttum var sagt frá því að í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í Egilsbúð sé meðal annars fólk sem man eftir flóðunum 1974 og það ýfi upp gömul sár að vera komin aftur á þann stað við svona aðstæður. "Atvinnurekendur og launþegar um gjörvallt Ísraelsríki. Komum í veg fyrir breytingar á lögum um dómstóla. Stöðvum þetta brjálæði," sagði Arnon Bar-David, formaður Histadrut, landsambands verkalýðsfélaga, þegar hann tilkynnti í morgun að allsherjarverkfall væri brostið á í landinu. Fljótlega tilkynntu fleiri stéttarfélög um að þau hefðu lagt niður störf, þar á meðal landssamband ísraelskra hjúkrunarfræðinga. Frá deginum í dag ætla þeir einungis að sinna neyðartilvik
3/27/20230
Episode Artwork

Snjóflóð í Neskaupstað og verkföll og mótmæli í Ísrael

Hættustig almannavarna vegna snjóflóða er í gildi í þremur bæjum á Austfjörðum. Þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað snemma í morgun. Ólíkar tilfinningar vakna hjá Norðfirðingum í kjölfar flóðsins. Sum muna Norðfirðingar muna sumir eftir mannskæðum snjóflóðum þar í bænum fyrir tæpum 50 árum. Snjóflóðin í Neskaupstað féllu utan við varnargarða bæjarins. Viðbætur eru á teikniborðinu en stranda á fjármagni. Karlmaður frá Rúmeníu hefur stefnt íslenska ríkinu og krefst fimm milljóna í bætur. Hann kom til Íslands til að vinna við þakviðgerðir með tengdaföður sínum en var eftirlýstur af lögreglu og bendlaður við glæpagengi. Stúlka á táningsaldri vopnuð tveimur rifflum og skammbyssu varð sex að bana í grunnskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Nærri níutíu árásir hafa verið gerðar í bandarískum grunnskólum það sem af er ári. Umdeildu frumvarpi Ísraelsstjórnar var mótmælt harkalega í dag. Allsherjarverkfall hófst í landinu og sendiráðum var lokað. Frumvarpið átti að færa stjórnvöldum aukin völd yfir dómstólum. Afgreiðslu þess var frestað síðdegis. ---- Í morgun féllu snjóflóð í Neskaupstað. Blessunarlega varð ekki manntjón í flóðunum en nokkrir hlutu minni háttar áverka þegar flóð lenti á fjölbýlishúsi í Starmýri. Mikil ofankoma og vindur er fyrir austan og mikil snjóflóðahætta víða á Austfjörðum, til að mynda á Seyðisfirði, Eskifirði og víðar. Hús voru rýmd í Neskaupstað og Eskifirði. Flóðin sem lentu í byggð féllu úr Nesgili og Bakkagili en stór flóð hafa áður fallið úr þessum giljum. Norðfirðingar hafa áður þurft að takast á við náttúruöflin. Alls hafa 17 manns látist í snjóflóðum í Neskaupstað í þremur flóðum, árin 1885, 1974 og 1978. Árið 1974 varð mannskæðasta flóðið í bænum þar sem 12 manns fórust og fjórtán var bjargað, ýmist af eigin rammleik eða voru grafin upp. Slík sár gróa seint og sambýlið við náttúruna er samofið í huga Norðfirðinga. Í hádegisfréttum var sagt frá því að í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í Egilsbúð sé meðal annars fólk sem man eftir flóðunum 1974 og það ýfi upp gömul sár að vera komin aftur á þann stað við svona aðstæður. "Atvinnurekendur og launþegar um gjörvallt Ísraelsríki. Komum í veg fyrir breytingar á lögum um dómstóla. Stöðvum þetta brjálæði," sagði Arnon Bar-David, formaður Histadrut, landsambands verkalýðsfélaga, þegar hann tilkynnti í morgun að allsherjarverkfall væri brostið á í landinu. Fljótlega tilkynntu fleiri stéttarfélög um að þau hefðu lagt niður störf, þar á meðal landssamband ísraelskra hjúkrunarfræðinga. Frá deginum í dag ætla þeir einungis að sinna neyðartilvik
3/27/202330 minutes
Episode Artwork

Yfirlögregluþjónn til rannsóknar, eldur í Garðabæ, byggðalínan

Spegillinn föstudaginn 24. Mars 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar ásakanir á hendur yfirlögregluþjóni hjá embættinu um kynferðislega áreitni. Maðurinn hefur lengi starfað sem lögreglumaður, meðal annars í kynferðisbrotadeild. Litlar upplýsingar fengust um málið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en heimildir fréttastofu herma að kvartanir hafi borist eftir viðburð hjá starfsfólki lögreglunnar. Margrét Kristín Pálsdóttir, staðgengill Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra, segir í skriflegu svari til fréttastofu að embættið tjái sig ekki um málefni einstaka starfsmanna. Hins vegar sé málum af þessu tagi alltaf tekið alvarlega. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að nýbyggingu við Ásabraut í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Nokkrir iðnaðarmenn voru að störfum inni í byggingunni þegar eldur kom upp en þeir komust alllir út af sjálfsdáðum - og ómeiddir. Gaskútar voru á þaki hússins og vitað er til þess að að minnsta kosti tveir hafi sprungið. Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, var með fyrstu mönnum á vettvang. Hann segir að mikil hætta hafi verið á ferðum en slökkvistarf er nú á lokametrunum. Þórir Ingi Þorsteinsson býr í grennd við húsið og náði myndbandi af því þegar einn af gaskútunum sprakk. Þórdís Arnljótsdóttir ræddi við hann og Guðmund varðstjóra. Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri hefur boðað hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, bæði landeigendur, lögreglu, almannavarnir og fleiri, til samráðs í næstu viku til að ræða öryggismál í kjölfar banaslyss við Glym í Hvalfirði í vikunni. Arnar Björnsson ræddi við hann. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, telur að um fimm milljarðar króna hafi tapast í þjóðhagslegu samhengi eftir skerðingu á raforku síðasta vetur vegna takmarkana á byggðalínu. Uppbyggingaráform séu þar af leiðandi gríðarlega mikilvæg. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við hann. Aldrei hafa fleiri bækur orðið fyrir barðinu á ritskoðunartilburðum í Bandaríkjunum. Athyglin beinist einkum að barnabókum -- þar sem vegast á tjáningarfrelsi og ásakanir um pólitíska innrætingu.Alexander Kristjánsson tók saman. Fresta hefur orðið fyrstu opinberu heimsókn Karls Bretakonungs og Kamillu drottningar til útlanda, það er Frakklands, um óákveðinn tíma. Slæmt ástand er í landinu vegna mótmælaaðgerða að undanförnu. Yfir milljón landsmanna andæfði því í gær að Frakklandsfo
3/24/20230
Episode Artwork

Yfirlögregluþjónn til rannsóknar, eldur í Garðabæ, byggðalínan

Spegillinn föstudaginn 24. Mars 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar ásakanir á hendur yfirlögregluþjóni hjá embættinu um kynferðislega áreitni. Maðurinn hefur lengi starfað sem lögreglumaður, meðal annars í kynferðisbrotadeild. Litlar upplýsingar fengust um málið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en heimildir fréttastofu herma að kvartanir hafi borist eftir viðburð hjá starfsfólki lögreglunnar. Margrét Kristín Pálsdóttir, staðgengill Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra, segir í skriflegu svari til fréttastofu að embættið tjái sig ekki um málefni einstaka starfsmanna. Hins vegar sé málum af þessu tagi alltaf tekið alvarlega. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að nýbyggingu við Ásabraut í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Nokkrir iðnaðarmenn voru að störfum inni í byggingunni þegar eldur kom upp en þeir komust alllir út af sjálfsdáðum - og ómeiddir. Gaskútar voru á þaki hússins og vitað er til þess að að minnsta kosti tveir hafi sprungið. Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, var með fyrstu mönnum á vettvang. Hann segir að mikil hætta hafi verið á ferðum en slökkvistarf er nú á lokametrunum. Þórir Ingi Þorsteinsson býr í grennd við húsið og náði myndbandi af því þegar einn af gaskútunum sprakk. Þórdís Arnljótsdóttir ræddi við hann og Guðmund varðstjóra. Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri hefur boðað hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, bæði landeigendur, lögreglu, almannavarnir og fleiri, til samráðs í næstu viku til að ræða öryggismál í kjölfar banaslyss við Glym í Hvalfirði í vikunni. Arnar Björnsson ræddi við hann. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, telur að um fimm milljarðar króna hafi tapast í þjóðhagslegu samhengi eftir skerðingu á raforku síðasta vetur vegna takmarkana á byggðalínu. Uppbyggingaráform séu þar af leiðandi gríðarlega mikilvæg. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við hann. Aldrei hafa fleiri bækur orðið fyrir barðinu á ritskoðunartilburðum í Bandaríkjunum. Athyglin beinist einkum að barnabókum -- þar sem vegast á tjáningarfrelsi og ásakanir um pólitíska innrætingu.Alexander Kristjánsson tók saman. Fresta hefur orðið fyrstu opinberu heimsókn Karls Bretakonungs og Kamillu drottningar til útlanda, það er Frakklands, um óákveðinn tíma. Slæmt ástand er í landinu vegna mótmælaaðgerða að undanförnu. Yfir milljón landsmanna andæfði því í gær að Frakklandsfo
3/24/20238 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Sinubruni og átök vopnaðra manna í Reykjavík

Spegillinn, 23. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Sina brann á nærri 100 hekturum suður af Straumsvík í dag. Útihús og bíll urðu eldinum að bráð, slökkvilið er enn að störfum. Kristín Sigurðardóttir sagði frá og talaði við Finn Hilmarsson varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Björgunarsveitarmenn hafa lengi óttast að illa gæti farið við fossinn Glym í Hvalfirði þar sem banaslys varð í gær. Þeir vilja sjá bættar gönguleiðir. Alma Ómarsdóttir talaði við Sigurð Axel Axelsson formann Björgunarfélags Akraness. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir að ekki verði ráðist í skattkerfisbreytingar sem bitni á launafólki í fjármálaáætlun næstu fjögurra ára sem kynnt verður í næstu viku. Talið er að megináhersla verði lögð á hvernig draga megi úr verðbólgunni. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir segir frá. Almannavarnir afléttu óvissustigi vegna COVID í dag. Sjúkdómurinn sjálfur er þó hvergi á förum. Róbert Jóhannsson tók saman. Íslenska hugvitsfyrirtækið Oculis var skráð í bandarísku kauphöllina í gær. Valur Grettisson talaði við Einar Stefánsson, augnlækni annan stofnanda Oculis. ---------------- Lögregla hefur ekki staðfest að gengjastríð sé farið af stað en talar um að andrúmsloftið hafi breyst, síðast í gær voru menn handteknir í miðbæ Reykjavíkur eftir átök þar sem vopn komu við sögu. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands segir vopnaburðinn og beitinguna endurspegla að svo virðist sem sumir yngri karlar telji réttlætanlegt að beita ofbeldi, bera og jafnvel grípa til vopna til að mæta ögrun eða leysa úr ágreiningi. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Talið er að allt að hálf milljón Ísraelsmanna hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðum í dag gegn áformum stjórnvalda um að draga úr völdum dómstóla landsins. Mótmælin hafa staðið linnulítið síðastliðnar ellefu vikur. Ásgeir Tómasson tók saman og heyrist í Amir Ohana þingforseta, Iris Cohen-Aida og Galia Aloni. Ákvörðun Ellýjar Guðmundsdóttur, fyrrverandi borgarritara, að greina árið 2017 á opinskáan hátt frá reynslu sinni af alzheimer-sjúkdómnum vakti mikla athygli og breytti lífi Ellýjar og eiginmanns hennar, Magnúsar Karls Magnússonar læknis. Magnús á undanförnum árum verið virkur í starfi Alzheimersamtakanna - hann var nýlega tilnefndur sem fulltrúi Íslands í vinnuhóp á vegum evrópsku alzheimersamtakanna, Björn Malmquist ræddi við Magnús í Brüssel.
3/23/20230
Episode Artwork

Sinubruni og átök vopnaðra manna í Reykjavík

Spegillinn, 23. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Sina brann á nærri 100 hekturum suður af Straumsvík í dag. Útihús og bíll urðu eldinum að bráð, slökkvilið er enn að störfum. Kristín Sigurðardóttir sagði frá og talaði við Finn Hilmarsson varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Björgunarsveitarmenn hafa lengi óttast að illa gæti farið við fossinn Glym í Hvalfirði þar sem banaslys varð í gær. Þeir vilja sjá bættar gönguleiðir. Alma Ómarsdóttir talaði við Sigurð Axel Axelsson formann Björgunarfélags Akraness. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir að ekki verði ráðist í skattkerfisbreytingar sem bitni á launafólki í fjármálaáætlun næstu fjögurra ára sem kynnt verður í næstu viku. Talið er að megináhersla verði lögð á hvernig draga megi úr verðbólgunni. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir segir frá. Almannavarnir afléttu óvissustigi vegna COVID í dag. Sjúkdómurinn sjálfur er þó hvergi á förum. Róbert Jóhannsson tók saman. Íslenska hugvitsfyrirtækið Oculis var skráð í bandarísku kauphöllina í gær. Valur Grettisson talaði við Einar Stefánsson, augnlækni annan stofnanda Oculis. ---------------- Lögregla hefur ekki staðfest að gengjastríð sé farið af stað en talar um að andrúmsloftið hafi breyst, síðast í gær voru menn handteknir í miðbæ Reykjavíkur eftir átök þar sem vopn komu við sögu. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands segir vopnaburðinn og beitinguna endurspegla að svo virðist sem sumir yngri karlar telji réttlætanlegt að beita ofbeldi, bera og jafnvel grípa til vopna til að mæta ögrun eða leysa úr ágreiningi. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Talið er að allt að hálf milljón Ísraelsmanna hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðum í dag gegn áformum stjórnvalda um að draga úr völdum dómstóla landsins. Mótmælin hafa staðið linnulítið síðastliðnar ellefu vikur. Ásgeir Tómasson tók saman og heyrist í Amir Ohana þingforseta, Iris Cohen-Aida og Galia Aloni. Ákvörðun Ellýjar Guðmundsdóttur, fyrrverandi borgarritara, að greina árið 2017 á opinskáan hátt frá reynslu sinni af alzheimer-sjúkdómnum vakti mikla athygli og breytti lífi Ellýjar og eiginmanns hennar, Magnúsar Karls Magnússonar læknis. Magnús á undanförnum árum verið virkur í starfi Alzheimersamtakanna - hann var nýlega tilnefndur sem fulltrúi Íslands í vinnuhóp á vegum evrópsku alzheimersamtakanna, Björn Malmquist ræddi við Magnús í Brüssel.
3/23/20239 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Þjóðaröryggi og ungmennabúðum skellt í lás

Stýrivaxtahækkun Seðlabankans var harðlega gagnrýnd á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við. Umboðsmaður skuldara telur blikur á lofti og ástæða sé til að hafa áhyggjur af þeim sem skulda mikið. Boris Johnson segir að það hefði verið ómögulegt að virða samkomutakmarkanir í Downingstræti 10 vegna þrengsla. Hann kveðst hafa sagt þinginu satt og rétt frá - eftir því sem hann vissi á sínum tíma. Oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði segir fullt tilefni til að krefjast íbúakosningar vegna hugmynda um förgun koldíoxíðs í Hafnarfirði. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir aðgengi fatlaðs fólks að stafrænum lausnum vera ábótavant. Ráðherrar á Norðurlöndunum undirrituðu í dag yfirlýsingu um að bæta þar úr. Þjóðaröryggi snýst um fleira en varnir og varnarmál, þó að þau séu vissulega áleitin þegar barist er í Evrópu. Þjóðaröryggi snýst líka um samfélag, efnahag, umhverfi og stjórnmál segir prófessor í alþjóðasamskiptum . ----- Þjóðaröryggi felur í sér miklu meira en varnir lands þó að umræða um þær sé orðin áleitnari nú en hún hefur verið um langa hríð segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Hún var þátttakandi á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í dag þar sem varpað var fram þeirri spurningu hvernig nýta megi alþjóðasamstarf til að tryggja öryggi þjóðar á breyttum tímum. Forsætis- og utanríkisráðherra ávörpuðu gesti í upphafi og nýleg heimsókn þeirra beggja til Úkraínu var þeim hugleikin. Utanríkisráðherra ræddi þar um hvað og hvernig Ísland gæti beitt sér þrátt fyrir og í krafti smæðar sinnar. Mikilvægt væri fyrir herlausa þjóð að verða verðugur þátttakandi á alþjóðavettvangi. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í alþjóðasamskiptum. Í gær var tilkynnt að loka eigi Ungmennabúðum Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni. Ástæðan er sú að mygla greindist í húsnæðinu sem búðirnar hafa til umráða, gamli Íþróttakennaraskólinn á Laugarvatni. Dvöl í búðunum er oft mikið ævintýri fyrir börn í 9. bekk. Vikudvöl úti í sveit utan skarkala hversdagsins. Markmið með dvölinni er að styrkja félagsfærni ungmenna, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi ásamt mikilvægi þess að hafa heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að framtíð hússins verði ákveðin á fundi sveitarstjórnar á mánudag. Framkvæmdir yrðu of dýrar og það sé í raun ekki hlutverk sveitarfélaga að eiga og reka húsnæði sem nýtist starfsemi þess ekki. Hún segir líklegt að húsið verði auglýst til sölu á næstunni, en
3/22/20230
Episode Artwork

Þjóðaröryggi og ungmennabúðum skellt í lás

Stýrivaxtahækkun Seðlabankans var harðlega gagnrýnd á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við. Umboðsmaður skuldara telur blikur á lofti og ástæða sé til að hafa áhyggjur af þeim sem skulda mikið. Boris Johnson segir að það hefði verið ómögulegt að virða samkomutakmarkanir í Downingstræti 10 vegna þrengsla. Hann kveðst hafa sagt þinginu satt og rétt frá - eftir því sem hann vissi á sínum tíma. Oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði segir fullt tilefni til að krefjast íbúakosningar vegna hugmynda um förgun koldíoxíðs í Hafnarfirði. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir aðgengi fatlaðs fólks að stafrænum lausnum vera ábótavant. Ráðherrar á Norðurlöndunum undirrituðu í dag yfirlýsingu um að bæta þar úr. Þjóðaröryggi snýst um fleira en varnir og varnarmál, þó að þau séu vissulega áleitin þegar barist er í Evrópu. Þjóðaröryggi snýst líka um samfélag, efnahag, umhverfi og stjórnmál segir prófessor í alþjóðasamskiptum . ----- Þjóðaröryggi felur í sér miklu meira en varnir lands þó að umræða um þær sé orðin áleitnari nú en hún hefur verið um langa hríð segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Hún var þátttakandi á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í dag þar sem varpað var fram þeirri spurningu hvernig nýta megi alþjóðasamstarf til að tryggja öryggi þjóðar á breyttum tímum. Forsætis- og utanríkisráðherra ávörpuðu gesti í upphafi og nýleg heimsókn þeirra beggja til Úkraínu var þeim hugleikin. Utanríkisráðherra ræddi þar um hvað og hvernig Ísland gæti beitt sér þrátt fyrir og í krafti smæðar sinnar. Mikilvægt væri fyrir herlausa þjóð að verða verðugur þátttakandi á alþjóðavettvangi. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í alþjóðasamskiptum. Í gær var tilkynnt að loka eigi Ungmennabúðum Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni. Ástæðan er sú að mygla greindist í húsnæðinu sem búðirnar hafa til umráða, gamli Íþróttakennaraskólinn á Laugarvatni. Dvöl í búðunum er oft mikið ævintýri fyrir börn í 9. bekk. Vikudvöl úti í sveit utan skarkala hversdagsins. Markmið með dvölinni er að styrkja félagsfærni ungmenna, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi ásamt mikilvægi þess að hafa heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að framtíð hússins verði ákveðin á fundi sveitarstjórnar á mánudag. Framkvæmdir yrðu of dýrar og það sé í raun ekki hlutverk sveitarfélaga að eiga og reka húsnæði sem nýtist starfsemi þess ekki. Hún segir líklegt að húsið verði auglýst til sölu á næstunni, en
3/22/20239 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Svört loftslagsskýrsla og svört lögregluskýrsla

21 sakborningur í Bankastrætismálinu mætti fyrir dómara í dag í umfangsmestu þingfestingu sem sést hefur í héraðsdómi. Allir neituðu sök. Forsætisráðherra segir að stjórnvöld hafi ekki brugðist við af nægilegri festu í loftslagsmálum. Yfirmaður skrifstofu loftlagsþjónustu og aðlögunar segir nauðsynlegar mótvægisaðgerðir við loftslagsbreytingum ekki á færi einstaklinga, þær séu undir stjórnvöldum komnar. Menn verða að flýta sér hægt í orkuskiptum og taka tillit til fuglalífs þegar staðsetning vindorkugarða er ákveðin. Þetta segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Karlar voru í miklum meirihluta í valnefndum Eddunnar. Konur í kvikmyndum gagnrýna þetta harðlega og segja það ótrúlegt eftir allt sem á undan sé gengið. ----- Börnin okkar munu lifa í breyttum og heitari heimi en ákvarðanir okkar skipta sköpum um hve gjörbreyttur hann verður frá því sem við þekkjum. Heimsbyggðin hefur tvö ár til snúa hlýnun jarðar við áður en hún verður óstöðvandi og stjórnlaus. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna birtir nákvæmar leiðbeiningar um hvernig hægt er að gera það í nýjustu skýrslu sinni sem kom út í gær. Gríðarmiklar kerfisbreytingar þarf til og þær eru ekki á færi einstaklinga. Hafdís Helga Helgadóttir ræðir við Önnu Huldu Ólafsdóttur,yfirmann skrifstofu loftlagsþjónustu og aðlögunar. Lögreglunni í Lundúnum eru ekki vandaðar kveðjurnar í nýrri skýrslu sem gefin var út í dag. Kynþáttafordómar eru alls ráðandi innan lögreglunnar og nauðgunarmál hafa fallið niður vegna innanhússklúðurs. Meðal annars var sett beikon í skó íslamsks lögreglumanns og kynlífstæki í kaffibolla kvenlögreglumanna. Lögreglustjórinn og stjórnvöld lofa umbótum. Bjarni Rúnarsson fjallar um málið Það er góðæri til sjávarins og fiskverð hátt á Íslandi sem i Noregi. En norskir útvegsmenn eru venjufremur svartsýnir á framtíðina. Með norska kvótakerfinu átti að sníða af gallana sem fylgja því íslenska. En núna sjá norskir útvegsmenn fram á að missa stóran hluta af kvótum sínum og fá þá í hendur stjórnmálamanna. Gísli Kristjánsson segir frá. Spegillinn 21. mars 2023. Umsjón:Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
3/21/20230
Episode Artwork

Svört loftslagsskýrsla og svört lögregluskýrsla

21 sakborningur í Bankastrætismálinu mætti fyrir dómara í dag í umfangsmestu þingfestingu sem sést hefur í héraðsdómi. Allir neituðu sök. Forsætisráðherra segir að stjórnvöld hafi ekki brugðist við af nægilegri festu í loftslagsmálum. Yfirmaður skrifstofu loftlagsþjónustu og aðlögunar segir nauðsynlegar mótvægisaðgerðir við loftslagsbreytingum ekki á færi einstaklinga, þær séu undir stjórnvöldum komnar. Menn verða að flýta sér hægt í orkuskiptum og taka tillit til fuglalífs þegar staðsetning vindorkugarða er ákveðin. Þetta segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Karlar voru í miklum meirihluta í valnefndum Eddunnar. Konur í kvikmyndum gagnrýna þetta harðlega og segja það ótrúlegt eftir allt sem á undan sé gengið. ----- Börnin okkar munu lifa í breyttum og heitari heimi en ákvarðanir okkar skipta sköpum um hve gjörbreyttur hann verður frá því sem við þekkjum. Heimsbyggðin hefur tvö ár til snúa hlýnun jarðar við áður en hún verður óstöðvandi og stjórnlaus. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna birtir nákvæmar leiðbeiningar um hvernig hægt er að gera það í nýjustu skýrslu sinni sem kom út í gær. Gríðarmiklar kerfisbreytingar þarf til og þær eru ekki á færi einstaklinga. Hafdís Helga Helgadóttir ræðir við Önnu Huldu Ólafsdóttur,yfirmann skrifstofu loftlagsþjónustu og aðlögunar. Lögreglunni í Lundúnum eru ekki vandaðar kveðjurnar í nýrri skýrslu sem gefin var út í dag. Kynþáttafordómar eru alls ráðandi innan lögreglunnar og nauðgunarmál hafa fallið niður vegna innanhússklúðurs. Meðal annars var sett beikon í skó íslamsks lögreglumanns og kynlífstæki í kaffibolla kvenlögreglumanna. Lögreglustjórinn og stjórnvöld lofa umbótum. Bjarni Rúnarsson fjallar um málið Það er góðæri til sjávarins og fiskverð hátt á Íslandi sem i Noregi. En norskir útvegsmenn eru venjufremur svartsýnir á framtíðina. Með norska kvótakerfinu átti að sníða af gallana sem fylgja því íslenska. En núna sjá norskir útvegsmenn fram á að missa stóran hluta af kvótum sínum og fá þá í hendur stjórnmálamanna. Gísli Kristjánsson segir frá. Spegillinn 21. mars 2023. Umsjón:Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
3/21/202310 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Samstaða gegn Pútín, alheimslyfjaskortur og tuttugu ára innrás í Írak

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Mikið af gögnum liggja fyrir varðandi handtökuskipun alþjóðasakamáladómstólsins gegn Vladimír Pútín. Mikil samstaða er meðal aðildarríkja dómstólsins að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Róbert Jóhannsson tók saman. Forstjóri Landsvirkjunar segir að svo virðist sem sjálfstæður vilji stofnana geti komið í veg fyrir nauðsynlegar virkjanaframkvæmdir og málsmeðferartími sé of langur. Benedikt Sigurðsson tók saman og talaði við Hörð Arnarson. Rafiðnaðarsambandið og félag vélstjóra- og málmtæknimanna skrifuðu í dag undir kjarasamning. Enn á eftir að semja við nokkur orkufyrirtæki en lögmaður Samtaka atvinnulífsins er vongóður um að samningar verði undirritaðir á næstu vikum. Arnar Björnsson talaði við Guðmund Heiðar Guðmundsson og Kristján Þórð Snæbjarnarson. Vestmannaeyjabær skrifaði í dag undir samning um móttöku þrjátíu flóttamanna. Níu sveitarfélög hafa skuldbundið sig til að taka á móti samtals um þrjú þúsund flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við Írisi Róbertsdóttur. Forstjóri Lyfjastofnunar segir stofnunina og yfirvöld vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að alvarlegur lyfjaskortur á við þann í vetur endurtaki sig. Viðvarandi og alvarlegur skortur hefur verið á sýklalyfjum um allan heim undanfarið og er Ísland þar ekki undanskilið. Kjörlyfið gegn streptókokkum var til að mynda ófáanlegt nær allan febrúar þrátt fyrir skæðar sýkingar. Hafdís Helga Helgadóttir talði við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar Í dag eru tuttugu ár liðin frá því að Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak. Þrjátíu ríki, þar á meðal Ísland, studdu innrásina. Markmiðið var að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak. Hann og ríki hans byggju yfir gereyðingarvopnum og af þeim stafaði hætta. Forsendur innrásarinnar hafa alla tíð verið umdeildar og jafnvel taldar uppspuni. Eftir því sem tíminn líður verður ákvörðunin umdeildari. Bjarni Rúnarsson fór yfir málið og talaði við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
3/20/20230
Episode Artwork

Samstaða gegn Pútín, alheimslyfjaskortur og tuttugu ára innrás í Írak

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Mikið af gögnum liggja fyrir varðandi handtökuskipun alþjóðasakamáladómstólsins gegn Vladimír Pútín. Mikil samstaða er meðal aðildarríkja dómstólsins að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Róbert Jóhannsson tók saman. Forstjóri Landsvirkjunar segir að svo virðist sem sjálfstæður vilji stofnana geti komið í veg fyrir nauðsynlegar virkjanaframkvæmdir og málsmeðferartími sé of langur. Benedikt Sigurðsson tók saman og talaði við Hörð Arnarson. Rafiðnaðarsambandið og félag vélstjóra- og málmtæknimanna skrifuðu í dag undir kjarasamning. Enn á eftir að semja við nokkur orkufyrirtæki en lögmaður Samtaka atvinnulífsins er vongóður um að samningar verði undirritaðir á næstu vikum. Arnar Björnsson talaði við Guðmund Heiðar Guðmundsson og Kristján Þórð Snæbjarnarson. Vestmannaeyjabær skrifaði í dag undir samning um móttöku þrjátíu flóttamanna. Níu sveitarfélög hafa skuldbundið sig til að taka á móti samtals um þrjú þúsund flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við Írisi Róbertsdóttur. Forstjóri Lyfjastofnunar segir stofnunina og yfirvöld vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að alvarlegur lyfjaskortur á við þann í vetur endurtaki sig. Viðvarandi og alvarlegur skortur hefur verið á sýklalyfjum um allan heim undanfarið og er Ísland þar ekki undanskilið. Kjörlyfið gegn streptókokkum var til að mynda ófáanlegt nær allan febrúar þrátt fyrir skæðar sýkingar. Hafdís Helga Helgadóttir talði við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar Í dag eru tuttugu ár liðin frá því að Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak. Þrjátíu ríki, þar á meðal Ísland, studdu innrásina. Markmiðið var að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak. Hann og ríki hans byggju yfir gereyðingarvopnum og af þeim stafaði hætta. Forsendur innrásarinnar hafa alla tíð verið umdeildar og jafnvel taldar uppspuni. Eftir því sem tíminn líður verður ákvörðunin umdeildari. Bjarni Rúnarsson fór yfir málið og talaði við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
3/20/20239 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Pútín ákærður, stórframkvæmdir í Hafnarfirði, vantraust á Macron

Spegillinn 17. Mars 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Alþjóðasakamáladómstóllinn í Haag gaf í dag út handtökuskipun gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stríðsglæpa í Úkraínu. Auk hans er þess krafist að Maria Alekseyevna Lvova-Belova verði handtekin, en hún er yfir skrifstofu réttinda barna sem er undir embætti forsetans. Bresk stjórnvöld fögnuðu handtökuskipuninni undir kvöld. Hið sama gerði utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sem sagði að ákvörðun dómstólsins væri afar mikilvæg fyrir úkraínsku þjóðina og réttlæti í heiminum. Róbert Jóhannsson sagði frá. Hafnarfjörður stefnir á milljarða króna innviðauppbyggingu tengda verkefni Coda Terminal. Áætlað er að 600 störf skapist vegna framkvæmdanna. Allt í allt er áætlað að framkvæmdirnar muni kosta Hafnarfjörð hátt í níu milljarða króna. Langstærstur hluti þeirra snýr að nýrri stórskipahöfn sem verður reist við Ísal í Straumsvík. Markmiðið er að þjónusta sér-útbúin skip sem flytja koldíoxíð til landsins. Valur Grettisson og ræddi við Valdimar Víðisson, oddvita Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hófst í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður setti fundinn. Hún sagði það forgangsverkefni að ná verðbólgu niður. Þá gaf hún í skyn að skattahækkanir væru á næsta leiti. Ríkisstjórnin myndi kynna fjármálaáætlun á næstu dögum. Hróp voru gerð að Katrínu meðan hún flutti setningarræðuna. Fundargestur sakaði hana meðal annars um að segja ósatt og vera í stríði við þjóðina. Hann var beðinn um að yfirgefa salinn. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Stjórnarandstæðingar á franska þinginu lögðu í dag fram vantrauststillögu gegn stjórn Emmanuels Macrons Frakklandsforseta vegna umdeildra breytinga á lífeyrislögum. Bertrand Pancher, leiðtogi hins svokallaða LIOT-hóps sem samanstendur af þingmönnum smáflokka og óháðra beggja vegna miðjunnar, segir tillöguna leiða til lausnar á þeirri djúpu pólitísku upplausn sem málið hafi valdið.Róbert Jóhannsson sagði frá. Það hefur staðið styrr um málefni Lindarhvols undanfarnar vikur og mánuði. Þrýst hefur verið á forseta Alþingis að gera upplýsingar um úttekt á starfsemi félagsins opinberar en hann hefur ekki orðið við því. Þingmenn stjórnarandstöðu segja þetta leyndarhyggju og að það sé eitthvað sem ekki þoli dagsljósið þar að finna. Bjarni Rúnarsson rifjaði atgurðaráðs undanfarinna mánaða. Framleiðsla kókaíns hefur náð áður óþekktum hæðum í heiminum. Þetta kemur fram í fyrstu skýrslu fíkniefna- og
3/17/20230
Episode Artwork

Pútín ákærður, stórframkvæmdir í Hafnarfirði, vantraust á Macron

Spegillinn 17. Mars 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Alþjóðasakamáladómstóllinn í Haag gaf í dag út handtökuskipun gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stríðsglæpa í Úkraínu. Auk hans er þess krafist að Maria Alekseyevna Lvova-Belova verði handtekin, en hún er yfir skrifstofu réttinda barna sem er undir embætti forsetans. Bresk stjórnvöld fögnuðu handtökuskipuninni undir kvöld. Hið sama gerði utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sem sagði að ákvörðun dómstólsins væri afar mikilvæg fyrir úkraínsku þjóðina og réttlæti í heiminum. Róbert Jóhannsson sagði frá. Hafnarfjörður stefnir á milljarða króna innviðauppbyggingu tengda verkefni Coda Terminal. Áætlað er að 600 störf skapist vegna framkvæmdanna. Allt í allt er áætlað að framkvæmdirnar muni kosta Hafnarfjörð hátt í níu milljarða króna. Langstærstur hluti þeirra snýr að nýrri stórskipahöfn sem verður reist við Ísal í Straumsvík. Markmiðið er að þjónusta sér-útbúin skip sem flytja koldíoxíð til landsins. Valur Grettisson og ræddi við Valdimar Víðisson, oddvita Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hófst í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður setti fundinn. Hún sagði það forgangsverkefni að ná verðbólgu niður. Þá gaf hún í skyn að skattahækkanir væru á næsta leiti. Ríkisstjórnin myndi kynna fjármálaáætlun á næstu dögum. Hróp voru gerð að Katrínu meðan hún flutti setningarræðuna. Fundargestur sakaði hana meðal annars um að segja ósatt og vera í stríði við þjóðina. Hann var beðinn um að yfirgefa salinn. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Stjórnarandstæðingar á franska þinginu lögðu í dag fram vantrauststillögu gegn stjórn Emmanuels Macrons Frakklandsforseta vegna umdeildra breytinga á lífeyrislögum. Bertrand Pancher, leiðtogi hins svokallaða LIOT-hóps sem samanstendur af þingmönnum smáflokka og óháðra beggja vegna miðjunnar, segir tillöguna leiða til lausnar á þeirri djúpu pólitísku upplausn sem málið hafi valdið.Róbert Jóhannsson sagði frá. Það hefur staðið styrr um málefni Lindarhvols undanfarnar vikur og mánuði. Þrýst hefur verið á forseta Alþingis að gera upplýsingar um úttekt á starfsemi félagsins opinberar en hann hefur ekki orðið við því. Þingmenn stjórnarandstöðu segja þetta leyndarhyggju og að það sé eitthvað sem ekki þoli dagsljósið þar að finna. Bjarni Rúnarsson rifjaði atgurðaráðs undanfarinna mánaða. Framleiðsla kókaíns hefur náð áður óþekktum hæðum í heiminum. Þetta kemur fram í fyrstu skýrslu fíkniefna- og
3/17/20239 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

16.03.2023

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Forsætisráðherra segir að niðurstaða umboðsmanns Alþingis um samráðsleysi við rafvopnavæðingu lögreglunnar hafi ekki áhrif á stöðu dómsmálaráðherra, en er enn þeirrar skoðunar að málið hefði átt að vera rætt í ríkisstjórn áður en það var lögfest. Alma Ómarsdóttir talaði við Katrínu Jakobsdóttur. Íslensk erfðagreining braut ekki persónuverndarlög í rannsókn á kórónuveirunni. Héraðsdómur gagnrýnir Persónuvernd fyrir að hafa ekki rannsakað málið nægilega. Kristín Sigurðardóttir sagði frá. Pólverjar verða fyrstir þjóða til að senda herþotur til Úkraínu. Framlagið kemur eftir að forseti Úkraínu óskaði eftir aukinni aðstoð frá Vesturlöndum. Hugrún Hannesdóttir Diego sagði frá. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Örnu McClure, yfirlögfræðings Samherja, um að fella rannsókn á hendur henni niður. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá. Virkjanastopp blasir við á Íslandi en sveitarfélög hafa eitt af öðru ákveðið að hætta skipulagsvinnu við nýjar virkjanir. Sveitarstjóri segir að ávinningurinn skili sér ekki til nærsamfélagsins. Alexander Kristjánsson sagði frá og talaði við Harald Þór Jónsson. Lengri umfjallanir: Ákvörðun Evrópusambandsins um að flytja málefni Evrópska efnahagssvæðisins til framkvæmdastjórnar ESB hefur haft jákvæðar afleiðingar, en felur einnig í sér áskoranir fyrir EFTA ríkin þrjú, Ísland, Noreg og Lichtenstein, sem eru hluti af innri markaði Evrópusambandsins. Þetta segir Árni Páll Árnason, stjórnarmaður í eftirlitsstofnun EFTA sem fylgist með framkvæmd samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Björn Malmquist talaði við Árna Pál Árnason. Ísland sker sig úr þegar litið er til Norðurlanda í nýrri skýrslu OECD um áhrif heimsfaraldursins á vinnumarkað. Hér á landi varð krísan krappari og varði lengur. Atvinnuleysi jókst hraðar á Norðurlöndunum í heimsfaraldrinum en í flestum öðrum Evrópulöndum, sérstaklega á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að skellurinn var harðari og batatíminn lengri hér en hjá öðrum Norðurlöndum. Endurreisn efnahagsins á Norðurlöndum var hraðari en að meðaltali í OECD-löndum að Íslandi undanskildu. Huginn Freyr Þorsteinsson, stjórnarformaður Vinnumálastofnunar segir umfang ferðaiðnaðarins vera aðalástæðu þess. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann. Lagt er til í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir matvælaráðuneytið, að ríkið greiði árlega hálfan milljarð króna til að styrkja kornrækt á Íslandi. Einnig á að kanna fýsileika þess að koma á fót kornsamlagi, sem kaupir og selur korn frá bændum, og á mark
3/16/20230
Episode Artwork

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Forsætisráðherra segir að niðurstaða umboðsmanns Alþingis um samráðsleysi við rafvopnavæðingu lögreglunnar hafi ekki áhrif á stöðu dómsmálaráðherra, en er enn þeirrar skoðunar að málið hefði átt að vera rætt í ríkisstjórn áður en það var lögfest. Alma Ómarsdóttir talaði við Katrínu Jakobsdóttur. Íslensk erfðagreining braut ekki persónuverndarlög í rannsókn á kórónuveirunni. Héraðsdómur gagnrýnir Persónuvernd fyrir að hafa ekki rannsakað málið nægilega. Kristín Sigurðardóttir sagði frá. Pólverjar verða fyrstir þjóða til að senda herþotur til Úkraínu. Framlagið kemur eftir að forseti Úkraínu óskaði eftir aukinni aðstoð frá Vesturlöndum. Hugrún Hannesdóttir Diego sagði frá. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Örnu McClure, yfirlögfræðings Samherja, um að fella rannsókn á hendur henni niður. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá. Virkjanastopp blasir við á Íslandi en sveitarfélög hafa eitt af öðru ákveðið að hætta skipulagsvinnu við nýjar virkjanir. Sveitarstjóri segir að ávinningurinn skili sér ekki til nærsamfélagsins. Alexander Kristjánsson sagði frá og talaði við Harald Þór Jónsson. Lengri umfjallanir: Ákvörðun Evrópusambandsins um að flytja málefni Evrópska efnahagssvæðisins til framkvæmdastjórnar ESB hefur haft jákvæðar afleiðingar, en felur einnig í sér áskoranir fyrir EFTA ríkin þrjú, Ísland, Noreg og Lichtenstein, sem eru hluti af innri markaði Evrópusambandsins. Þetta segir Árni Páll Árnason, stjórnarmaður í eftirlitsstofnun EFTA sem fylgist með framkvæmd samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Björn Malmquist talaði við Árna Pál Árnason. Ísland sker sig úr þegar litið er til Norðurlanda í nýrri skýrslu OECD um áhrif heimsfaraldursins á vinnumarkað. Hér á landi varð krísan krappari og varði lengur. Atvinnuleysi jókst hraðar á Norðurlöndunum í heimsfaraldrinum en í flestum öðrum Evrópulöndum, sérstaklega á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að skellurinn var harðari og batatíminn lengri hér en hjá öðrum Norðurlöndum. Endurreisn efnahagsins á Norðurlöndum var hraðari en að meðaltali í OECD-löndum að Íslandi undanskildu. Huginn Freyr Þorsteinsson, stjórnarformaður Vinnumálastofnunar segir umfang ferðaiðnaðarins vera aðalástæðu þess. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann. Lagt er til í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir matvælaráðuneytið, að ríkið greiði árlega hálfan milljarð króna til að styrkja kornrækt á Íslandi. Einnig á að kanna fýsileika þess að koma á fót kornsamlagi, sem kaupir og selur korn frá bændum, og á mark
3/16/20238 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Fordómar í garð foreldra með fötlun, kafbátar og orkuskipti

Dómsmálaráðherra segir álit umboðsmanns Alþingis um rafbyssuvæðingu lögreglunnar ekki hafa áhrif á stöðu sína sem ráðherra. Hann er ósammála álitinu um að bera hefði þurft málið undir ríkisstjórn. Embætti landlæknis hefur svipt sálfræðing starfsleyfi eftir að hann gerðist sekur um alvarleg brot í starfi. Hann er meðal annars sagður hafa gert ADHD-greiningar sem hvergi fengust viðurkenndar. Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endurkjörinn formaður VR. Hann segist vilja mæta kröfum um breytingar innan félagsins. Foreldrar með fötlun mæta fordómum og fá ekki nægan stuðning. Þetta segir sérfræðingur Þroskahjálpar. Ríkari kröfur séu gerðar til uppeldis hjá þeim en öðru fólki. Íslensku barnabókmenntaverðlaunin verða ekki veitt í ár þar sem ekkert handritanna sem bárust þykir nógu gott. Starfandi formaður Rithöfundasambandsins segir lítið upp úr skrifunum að hafa. ------ Foreldrar með fötlun mæta miklum fordómum í samfélaginu og fá ekki nægan stuðning. Dæmi eru um að konum með þroskaskerðingu séu gefnir hormónar án þeirra vitundar til að koma í veg fyrir þungun. Í Kveik í gær var rætt við ungan mann sem ólst upp hjá seinfærum foreldrum. Þau mættu miklum fordómum þegar von var á drengnum fyrir um 20 árum, fullyrt var að hann myndi erfa fötlun foreldra sinna og þau voru hvött til að gefa drenginn frá sér. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir sérfræðingur hjá Þroskahjálp og doktorsnemi í þroskaþjálfafræði segir þessi viðhorf enn við lýði. Hún segir að ekki sé til nein sérstök tölfræði um fjölda seinfærra foreldra. Mörg dæmi séu um að seinfærir foreldrar séu hvött til að gefa frá sér börn sín. Rússar og Kínverjar fordæma þá ákvörðun Breta og Bandaríkjamanna að sjá Áströlum fyrir kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu áratugum. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti formlega samkomulag um samstarfið í San Diego í Kaliforníu. Viðstaddir voru forsætisráðherrar Ástralíu og Bretlands, þeir Anthony Albanese og Rishi Sunak. Biden sagði að til samstarfsins væri stofnað til að tryggja frelsi, velmegun og öryggi ríkja á Asíu-Kyrrahafssvæðinu með tækifærum fyrir alla. Á sama tíma og stefnt er að orkuskiptum þá lækkar lítið í stórum olíutunnum landsins. Olíuinnflutningur virðist ekki vera að minnka, þvert á móti. Kallað hefur verið eftir aukinni raforkuframleiðslu og að lagarammi verði gerður skýr um raforkuframleiðslu, og þá sér í lagi vindorkuna sem aukinn áhugi er fyrir. Stjórnmálamenn hafa verið hvattir til aðgerða í raforkumálum, raforkukerfið sé orðið fullnýtt og virkja þurfi meira - allt til að orkuskipti séu ekki orðin tóm. Þetta k
3/15/20230
Episode Artwork

Fordómar í garð foreldra með fötlun, kafbátar og orkuskipti

Dómsmálaráðherra segir álit umboðsmanns Alþingis um rafbyssuvæðingu lögreglunnar ekki hafa áhrif á stöðu sína sem ráðherra. Hann er ósammála álitinu um að bera hefði þurft málið undir ríkisstjórn. Embætti landlæknis hefur svipt sálfræðing starfsleyfi eftir að hann gerðist sekur um alvarleg brot í starfi. Hann er meðal annars sagður hafa gert ADHD-greiningar sem hvergi fengust viðurkenndar. Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endurkjörinn formaður VR. Hann segist vilja mæta kröfum um breytingar innan félagsins. Foreldrar með fötlun mæta fordómum og fá ekki nægan stuðning. Þetta segir sérfræðingur Þroskahjálpar. Ríkari kröfur séu gerðar til uppeldis hjá þeim en öðru fólki. Íslensku barnabókmenntaverðlaunin verða ekki veitt í ár þar sem ekkert handritanna sem bárust þykir nógu gott. Starfandi formaður Rithöfundasambandsins segir lítið upp úr skrifunum að hafa. ------ Foreldrar með fötlun mæta miklum fordómum í samfélaginu og fá ekki nægan stuðning. Dæmi eru um að konum með þroskaskerðingu séu gefnir hormónar án þeirra vitundar til að koma í veg fyrir þungun. Í Kveik í gær var rætt við ungan mann sem ólst upp hjá seinfærum foreldrum. Þau mættu miklum fordómum þegar von var á drengnum fyrir um 20 árum, fullyrt var að hann myndi erfa fötlun foreldra sinna og þau voru hvött til að gefa drenginn frá sér. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir sérfræðingur hjá Þroskahjálp og doktorsnemi í þroskaþjálfafræði segir þessi viðhorf enn við lýði. Hún segir að ekki sé til nein sérstök tölfræði um fjölda seinfærra foreldra. Mörg dæmi séu um að seinfærir foreldrar séu hvött til að gefa frá sér börn sín. Rússar og Kínverjar fordæma þá ákvörðun Breta og Bandaríkjamanna að sjá Áströlum fyrir kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu áratugum. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti formlega samkomulag um samstarfið í San Diego í Kaliforníu. Viðstaddir voru forsætisráðherrar Ástralíu og Bretlands, þeir Anthony Albanese og Rishi Sunak. Biden sagði að til samstarfsins væri stofnað til að tryggja frelsi, velmegun og öryggi ríkja á Asíu-Kyrrahafssvæðinu með tækifærum fyrir alla. Á sama tíma og stefnt er að orkuskiptum þá lækkar lítið í stórum olíutunnum landsins. Olíuinnflutningur virðist ekki vera að minnka, þvert á móti. Kallað hefur verið eftir aukinni raforkuframleiðslu og að lagarammi verði gerður skýr um raforkuframleiðslu, og þá sér í lagi vindorkuna sem aukinn áhugi er fyrir. Stjórnmálamenn hafa verið hvattir til aðgerða í raforkumálum, raforkukerfið sé orðið fullnýtt og virkja þurfi meira - allt til að orkuskipti séu ekki orðin tóm. Þetta k
3/15/20239 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Ráðherrar í Kiev, andleg líðan ungmenn og orkuskipti

Friðarhugmyndir Úkraínumanna verða ræddar á leiðtogafundi í Reykjavík í maí. Það ræðst ekki fyrr en rétt fyrir fundinn hvort Volodomyr Zelensky verður viðstaddur í eigin persónu. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra áttu fund með Volodmyr Zelensky og ráðamönnum í Kiev í dag. Ríkið og sveitarfélögin stefna að því að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Sum verkefnin voru vanáætluð í upphafi en verðhækkanir hafa einnig sitt að segja. Andleg líðan ungmenna beið hnekki í kórónuveirufaraldrinum. Það getur mótað líðan fólks á fullorðinsárum. Þetta sýnir ný rannsókn Háskólans í Reykjavík. Verði full orkuskipti að veruleika margfaldast raforkunotkun. Stjórnvöld verða að sýna að þeim sé alvara með markmiðum sínum, segir deildarstjóri kerfisstýringar Rarik. Kostnaður vegna sjúkraflugs innanlands hefur tvöfaldast frá 2018. Hið sama má segja um sjúkraflug til útlanda. ----- Við fundum flest fyrir kórónuveirufaraldrinum, hvort sem við urðum veik, þekktum fólk sem veiktist eða fundum fyrir félagslegri einangrun eða leiða á meðan samfélagið var svo gott sem í skötulíki vikum og mánuðum saman. Unga fólkið fann ekki síst fyrir þessu, sem er á því æviskeiði að mótast, fullorðnast, mynda ævilanga vináttu, mennta sig og þroskast. Unglingsárin og framhaldsskólaárin eru í hugum margra hulin æskuljóma og fjöri. En það fór lítið fyrir því hjá árgöngum sem voru í námi á faraldursárunum. Ný rannsókn Háskólans í Reykjavík meðal 60 þúsund ungmenna á aldrinum 13 til 18 ára sýnir greinileg merki þess að andleg líðan ungmenna hefur versnað frá því að faraldurinn hófst, og áhrifin hafa verið langvarandi á þau síðan þá. Það gæti haft áhrif á andlega líðan þeirra á fullorðins aldri. Anna Lilja Þórisdóttir ræddi við Þórhildi Halldórsdóttur, barnasálfræðing og lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Raforkunotkun heimila kemur til með að margfaldast, verði full orkuskipti í samgöngum að veruleika. Kjartan Rolf Árnason, deildarstjóri kerfisstýringar hjá Rarik, segir mikilvægt að stjórnvöld sýni að þeim sé alvara með markmiðum sínum. Það þurfi að byggja upp hratt. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Kjartan. Norskur umhverfissinnum hefur ofboðið að stórir og dýrir rafbílar hafa verið seldir með miklum afslætti á opinberum gjöldum. Rafbílinn hefur orðið uppáhaldsfarartæki ríka fólksins í úthverfunum - og aukið á umferðarþungann. En nú hefur ríkisstjórnin skipt um akrein ? allar ívilnanir og afslættir á gjöldum eiga að hverfa í áföngum. Gísli Kristjánsson segir frá. Spegillinn 14. mars 2023. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæ
3/14/20230
Episode Artwork

Ráðherrar í Kiev, andleg líðan ungmenn og orkuskipti

Friðarhugmyndir Úkraínumanna verða ræddar á leiðtogafundi í Reykjavík í maí. Það ræðst ekki fyrr en rétt fyrir fundinn hvort Volodomyr Zelensky verður viðstaddur í eigin persónu. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra áttu fund með Volodmyr Zelensky og ráðamönnum í Kiev í dag. Ríkið og sveitarfélögin stefna að því að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Sum verkefnin voru vanáætluð í upphafi en verðhækkanir hafa einnig sitt að segja. Andleg líðan ungmenna beið hnekki í kórónuveirufaraldrinum. Það getur mótað líðan fólks á fullorðinsárum. Þetta sýnir ný rannsókn Háskólans í Reykjavík. Verði full orkuskipti að veruleika margfaldast raforkunotkun. Stjórnvöld verða að sýna að þeim sé alvara með markmiðum sínum, segir deildarstjóri kerfisstýringar Rarik. Kostnaður vegna sjúkraflugs innanlands hefur tvöfaldast frá 2018. Hið sama má segja um sjúkraflug til útlanda. ----- Við fundum flest fyrir kórónuveirufaraldrinum, hvort sem við urðum veik, þekktum fólk sem veiktist eða fundum fyrir félagslegri einangrun eða leiða á meðan samfélagið var svo gott sem í skötulíki vikum og mánuðum saman. Unga fólkið fann ekki síst fyrir þessu, sem er á því æviskeiði að mótast, fullorðnast, mynda ævilanga vináttu, mennta sig og þroskast. Unglingsárin og framhaldsskólaárin eru í hugum margra hulin æskuljóma og fjöri. En það fór lítið fyrir því hjá árgöngum sem voru í námi á faraldursárunum. Ný rannsókn Háskólans í Reykjavík meðal 60 þúsund ungmenna á aldrinum 13 til 18 ára sýnir greinileg merki þess að andleg líðan ungmenna hefur versnað frá því að faraldurinn hófst, og áhrifin hafa verið langvarandi á þau síðan þá. Það gæti haft áhrif á andlega líðan þeirra á fullorðins aldri. Anna Lilja Þórisdóttir ræddi við Þórhildi Halldórsdóttur, barnasálfræðing og lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Raforkunotkun heimila kemur til með að margfaldast, verði full orkuskipti í samgöngum að veruleika. Kjartan Rolf Árnason, deildarstjóri kerfisstýringar hjá Rarik, segir mikilvægt að stjórnvöld sýni að þeim sé alvara með markmiðum sínum. Það þurfi að byggja upp hratt. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Kjartan. Norskur umhverfissinnum hefur ofboðið að stórir og dýrir rafbílar hafa verið seldir með miklum afslætti á opinberum gjöldum. Rafbílinn hefur orðið uppáhaldsfarartæki ríka fólksins í úthverfunum - og aukið á umferðarþungann. En nú hefur ríkisstjórnin skipt um akrein ? allar ívilnanir og afslættir á gjöldum eiga að hverfa í áföngum. Gísli Kristjánsson segir frá. Spegillinn 14. mars 2023. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæ
3/14/20239 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Olía flæðir inn til landsins, hörmungar í Tyrklandi og bankahrun í BNA

Formaður loftslagsráðs segir ekki nauðsynlegt að fórna hagvexti til að draga úr olíunotkun. Orkuskiptin þurfi að ganga hraðar. Ísland nær ekki markmiðum sínum í loftslagsmálum meðan innflutningur á olíu er eins mikil og raun ber vitni. Tölur Orkustofnunnar sýna að olíunotkun hefur aukist talsvert að undanförnu, en slær þó ekki met, eins og Samtök iðnaðarins halda fram. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innistæður almennings í SVB tryggðar. Fjárfestar njóti ekki sömu verndar - þannig virki kapítalisminn. Hrun banka í Bandaríkjunum á síðustu dögum má að hluta rekja til vaxtaáhættu, segir forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Eignir sem taldar voru tryggar féllu í verði eftir að covid faraldrinum lauk og vextir hækkuðu. Óvissa sé um stöðu margra banka vestan hafs. Alþjóðadómstóll hyggst draga rússneska embættismenn fyrir dóm fyrir stríðsglæpi. Hann skilgreinir flutning úkraínskra barna til Rússlands sem þjóðarmorð. Fyrrverandi fréttarstjóri BBC segir yfirstjórnina hafa gert mistök með því að víkja Gary Lineker úr starfi. Hún vonar að breski miðillinn skríði upp úr þeirri holu sem hann hefur grafið sér. ---- Orkuskipti eru á fullri ferð. Eiga að vera það að minnsta kosti. En hagkerfið er komið á fulla ferð eftir að hafa hægt hressilega á sér á faraldursárunum. Og til að snúa hjólum, þarf oft á tíðum olíu, enn þá að minnsta kosti. Samkvæmt tölum frá Samtökum iðnaðarins er búist við því að met verði slegið í innflutningi á olíu hingað til lands á þessu ári. Það met er síðan 2018. Þetta rímar ekkert sérstaklega vel við markmið stjórnvalda í loftslagsmálum. Spá Orkustofnunnar gerir ráð fyrir að hlutdeild jarðefnaeldsneytis minnki á næstu árum og aðrir kostir komi í staðinn. Þar á meðal rafmagn, en eins og kom fram á ársfundi Landsvirkjunar í seinustu viku og hefur verið vitað, þá er raforkukerfið fullnýtt og ekki liggur fyrir hvort og hvenær verður virkjað meira á næstunni, þar sem sveitarfélög segjast ætla að standa á skipulagsbremsunni þar til lög verða gerð skýrari og meira sitji eftir hjá þeim en raun ber vitni. Orkan sé öll flutt í burtu og það sé ekki endilega sú draumsýn sem það kann að virðast að hafa orkuvinnslu í bakgarðinum hjá sér. Bjarni Rúnarsson ræðir við Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson verkefnisstjóra hjá Orkustofnun á sviði orkuskipta. Filippo Grandi, yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segist vera sleginn yfir ástandinu í héruðunum í Tyrklandi og Sýrlandi, þar sem jarðskjálfti af stærðinni 7,8 reið yfir sjötta febrúar. Grandi er nýkominn úr fimm daga kynnisferð um skjálfta
3/13/20230
Episode Artwork

Olía flæðir inn til landsins, hörmungar í Tyrklandi og bankahrun í BNA

Formaður loftslagsráðs segir ekki nauðsynlegt að fórna hagvexti til að draga úr olíunotkun. Orkuskiptin þurfi að ganga hraðar. Ísland nær ekki markmiðum sínum í loftslagsmálum meðan innflutningur á olíu er eins mikil og raun ber vitni. Tölur Orkustofnunnar sýna að olíunotkun hefur aukist talsvert að undanförnu, en slær þó ekki met, eins og Samtök iðnaðarins halda fram. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innistæður almennings í SVB tryggðar. Fjárfestar njóti ekki sömu verndar - þannig virki kapítalisminn. Hrun banka í Bandaríkjunum á síðustu dögum má að hluta rekja til vaxtaáhættu, segir forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Eignir sem taldar voru tryggar féllu í verði eftir að covid faraldrinum lauk og vextir hækkuðu. Óvissa sé um stöðu margra banka vestan hafs. Alþjóðadómstóll hyggst draga rússneska embættismenn fyrir dóm fyrir stríðsglæpi. Hann skilgreinir flutning úkraínskra barna til Rússlands sem þjóðarmorð. Fyrrverandi fréttarstjóri BBC segir yfirstjórnina hafa gert mistök með því að víkja Gary Lineker úr starfi. Hún vonar að breski miðillinn skríði upp úr þeirri holu sem hann hefur grafið sér. ---- Orkuskipti eru á fullri ferð. Eiga að vera það að minnsta kosti. En hagkerfið er komið á fulla ferð eftir að hafa hægt hressilega á sér á faraldursárunum. Og til að snúa hjólum, þarf oft á tíðum olíu, enn þá að minnsta kosti. Samkvæmt tölum frá Samtökum iðnaðarins er búist við því að met verði slegið í innflutningi á olíu hingað til lands á þessu ári. Það met er síðan 2018. Þetta rímar ekkert sérstaklega vel við markmið stjórnvalda í loftslagsmálum. Spá Orkustofnunnar gerir ráð fyrir að hlutdeild jarðefnaeldsneytis minnki á næstu árum og aðrir kostir komi í staðinn. Þar á meðal rafmagn, en eins og kom fram á ársfundi Landsvirkjunar í seinustu viku og hefur verið vitað, þá er raforkukerfið fullnýtt og ekki liggur fyrir hvort og hvenær verður virkjað meira á næstunni, þar sem sveitarfélög segjast ætla að standa á skipulagsbremsunni þar til lög verða gerð skýrari og meira sitji eftir hjá þeim en raun ber vitni. Orkan sé öll flutt í burtu og það sé ekki endilega sú draumsýn sem það kann að virðast að hafa orkuvinnslu í bakgarðinum hjá sér. Bjarni Rúnarsson ræðir við Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson verkefnisstjóra hjá Orkustofnun á sviði orkuskipta. Filippo Grandi, yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segist vera sleginn yfir ástandinu í héruðunum í Tyrklandi og Sýrlandi, þar sem jarðskjálfti af stærðinni 7,8 reið yfir sjötta febrúar. Grandi er nýkominn úr fimm daga kynnisferð um skjálfta
3/13/20238 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Sjómenn fella samning, hryðjuverkamáli vísað frá. árás í Hamborg

Spegillinn 10. mars 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Öll félög innan Sjómannasambands Íslands að skipstjórnarmönnum undanskildum felldu nýgerðan kjarasamning. Kjörsókn var fjörutíu og átta prósent. Af þeim kusu tæp þrjátíu og tvö prósent með nýjum kjarasamningi en sextíu og sjö prósent á móti. Um eitt prósent tók ekki afstöðu. Vonbrigði, segir, Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins, í viðtali við Gunnhildi Kjerúlf Birgisdóttur. Landsréttur klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort vísa ætti ákæru í hryðjuverkamálinu svokallaða frá dómi. Meirihlutinn staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur en einn dómari taldi ákæruna nógu skýra til að hún mætti standa. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Rússnesk stjórnvöld saka erlend ríki um að ýta undir mótmæli í Georgíu og líkja þeim við tilraun til valdaráns. Tugir þúsunda Georgíumanna hafa dögum saman mótmælt umdeildu frumvarpi um hert eftlirlit með fjölmiðlum og félagasamtökum, sem gæti sett aðildarumsókn Georgíu að Evrópusambandinu í hættu. Pétur Magnússon sagði frá. Ljósmæðrafélag Íslands óskar eftir ýmsum nauðsynjum fyrir nýfædd börn kvenna á flótta. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður félagsins, segir að þörfin sé mikil. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir ræddi við hana. Ólga er innan Nýja borgaraflokksins í Danmörku. Þegar Lars Boje Mathiesen fór í háttinn í gær var hann formaður flokksins, en þegar hann vaknaði við símann í morgun var búið að steypa honum af stóli og reka hann úr flokknum. Mathiesen sat aðeins rúman mánuð í formannssætinu. Róbert Jóhannsson tók saman. Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handbolta segir leikmenn Íslands staðráðna í að sýna hvað í þeim býr gegn Tékkum í Laugardalshöll á sunnudag, í undankeppni EM, eftir fimm marka tap fyrir þeim ytra í fyrrakvöld, 22-17. Liðið var harðlega gagnrýnt eftir þann leik. Þjóðverjum, og sér í lagi íbúum Hamborgar, er brugðið eftir fjöldamorð í samkomuhúsi Votta Jehóva í borginni í gærkvöld. Ódæðismaður varð sjö að bana, þar á meðal ófæddu barni, og svipti sig lífi þegar lögregla braut sér leið inn í húsið. Ásgeir Tómasson tók saman. Það hefur löngum verið sagt um Þjóðverja að þeir elski bílana sína - og það kom berlega í ljós í síðustu viku, þegar þýsk stjórnvöld stöðvuðu nýja lagasetningu Evrópusambandsins sem gengur út á að banna sölu bíla sem ganga fyrir bensíni og dísil. Það bann á að taka gildi árið 2035 og er hluti af langtímaáætlun um að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og áratugu
3/10/20230
Episode Artwork

Sjómenn fella samning, hryðjuverkamáli vísað frá. árás í Hamborg

Spegillinn 10. mars 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Öll félög innan Sjómannasambands Íslands að skipstjórnarmönnum undanskildum felldu nýgerðan kjarasamning. Kjörsókn var fjörutíu og átta prósent. Af þeim kusu tæp þrjátíu og tvö prósent með nýjum kjarasamningi en sextíu og sjö prósent á móti. Um eitt prósent tók ekki afstöðu. Vonbrigði, segir, Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins, í viðtali við Gunnhildi Kjerúlf Birgisdóttur. Landsréttur klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort vísa ætti ákæru í hryðjuverkamálinu svokallaða frá dómi. Meirihlutinn staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur en einn dómari taldi ákæruna nógu skýra til að hún mætti standa. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Rússnesk stjórnvöld saka erlend ríki um að ýta undir mótmæli í Georgíu og líkja þeim við tilraun til valdaráns. Tugir þúsunda Georgíumanna hafa dögum saman mótmælt umdeildu frumvarpi um hert eftlirlit með fjölmiðlum og félagasamtökum, sem gæti sett aðildarumsókn Georgíu að Evrópusambandinu í hættu. Pétur Magnússon sagði frá. Ljósmæðrafélag Íslands óskar eftir ýmsum nauðsynjum fyrir nýfædd börn kvenna á flótta. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður félagsins, segir að þörfin sé mikil. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir ræddi við hana. Ólga er innan Nýja borgaraflokksins í Danmörku. Þegar Lars Boje Mathiesen fór í háttinn í gær var hann formaður flokksins, en þegar hann vaknaði við símann í morgun var búið að steypa honum af stóli og reka hann úr flokknum. Mathiesen sat aðeins rúman mánuð í formannssætinu. Róbert Jóhannsson tók saman. Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handbolta segir leikmenn Íslands staðráðna í að sýna hvað í þeim býr gegn Tékkum í Laugardalshöll á sunnudag, í undankeppni EM, eftir fimm marka tap fyrir þeim ytra í fyrrakvöld, 22-17. Liðið var harðlega gagnrýnt eftir þann leik. Þjóðverjum, og sér í lagi íbúum Hamborgar, er brugðið eftir fjöldamorð í samkomuhúsi Votta Jehóva í borginni í gærkvöld. Ódæðismaður varð sjö að bana, þar á meðal ófæddu barni, og svipti sig lífi þegar lögregla braut sér leið inn í húsið. Ásgeir Tómasson tók saman. Það hefur löngum verið sagt um Þjóðverja að þeir elski bílana sína - og það kom berlega í ljós í síðustu viku, þegar þýsk stjórnvöld stöðvuðu nýja lagasetningu Evrópusambandsins sem gengur út á að banna sölu bíla sem ganga fyrir bensíni og dísil. Það bann á að taka gildi árið 2035 og er hluti af langtímaáætlun um að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og áratugu
3/10/20239 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

09.03.2023

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magússon Rússlandsher drap minnst níu óbreytta borgara í Úkraínu í morgun, í mestu loftárásum í margar vikur. Íslendingur í Kyiv vaknaði við sprengjugný. Eftir nokkurra ára ferðabann hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að leyfa aftur sölu á pakkaferðum til fjörutíu landa, þar á meðal Íslands. Fyrir heimsfaraldur voru Kínverjar fjórði fjölmennasti hópur ferðamanna hér á Íslandi. Skráðum kynsegin einstaklingum fjölgaði um sjötíu og fimm prósent í Reykjavík árið 2022. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Reykjavíkurborg sem sýna einnig fram á margfalda fjölgun innflytjenda í borginni frá því á tíunda áratugnum. Stöðug mótmæli eru í Ísrael vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um hæstarétt. Á sama tíma aukast viðsjár milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Búast má við óvenju köldu veðri næstu tíu daga, hiti verður vel undir meðalhita marsmánaðar. Uppsetningu Íslensku óperunnar á verkinu Madama Butterfly er sögð rasísk í garð fólks af asískum uppruna. Boðað hefur verið til mótmæla við Hörpu á laugardag. Óvissutímar í Evrópu hrista í mörgum grunnstoðum heimsálfunnar og er Evrópuráðið þar hvergi undanskilið. Ráðið var stofnað fyrir rúmum sjötíu árum síðan og nú eiga 46 aðildarríki þar sæti. Ísland fer með formennsku í ráðinu - hefur gert það síðan í nóvember á síðasta ári og formennskutímabilinu líkur í maí þegar Lettland tekur við keflinu. En hvað þýðir það? Hafdís Helga Helgadóttir ræðir við Kári Hólmar Ragnarsson lektor í þjóðarétti við lagadeild Háskóla Íslands um Evrópuráð. Hver höndin virðist vera upp á móti annarri fyrir botni Miðjarðarhafs um þessar mundir. Þúsundir tóku þátt í "degi andspyrnunnar" þar sem mótmælt var umdeildu stjórnarfrumvarpi um breytingar á hæstarétti landsins. Fundir voru haldnir víða um land og margir tóku þátt í að trufla umferð á helstu umferðaræðum landsins. Einnig tókst andófsfólkinu að loka leið að Ben Gurion alþjóðaflugvellinum í Tel Aviv. Með því var ætlunin að tefja fyrir brottför Benjamíns Netaníahús forsætisráðherra og eiginkonu hans í opinbera heimsókn til Ítalíu. Umferð komst ekki á að nýju fyrr en um fjögurleytið að staðartíma. Ásgeir Tómasson tók saman. Frændur okkar Norðmenn eru hrifnir af vindorku og telja hana álíka arðbæra og vatnsorku. Samt fjölgar stöðugt í hópi þeirra sem mótmæla og vilja ekki að sjóndeildarhringurinn sé þakinn vindmyllum hvert sem litið er. En vindorkan skila hagnaði. Gísli Kristjánsson tók saman.
3/9/20230
Episode Artwork

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magússon Rússlandsher drap minnst níu óbreytta borgara í Úkraínu í morgun, í mestu loftárásum í margar vikur. Íslendingur í Kyiv vaknaði við sprengjugný. Eftir nokkurra ára ferðabann hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að leyfa aftur sölu á pakkaferðum til fjörutíu landa, þar á meðal Íslands. Fyrir heimsfaraldur voru Kínverjar fjórði fjölmennasti hópur ferðamanna hér á Íslandi. Skráðum kynsegin einstaklingum fjölgaði um sjötíu og fimm prósent í Reykjavík árið 2022. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Reykjavíkurborg sem sýna einnig fram á margfalda fjölgun innflytjenda í borginni frá því á tíunda áratugnum. Stöðug mótmæli eru í Ísrael vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um hæstarétt. Á sama tíma aukast viðsjár milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Búast má við óvenju köldu veðri næstu tíu daga, hiti verður vel undir meðalhita marsmánaðar. Uppsetningu Íslensku óperunnar á verkinu Madama Butterfly er sögð rasísk í garð fólks af asískum uppruna. Boðað hefur verið til mótmæla við Hörpu á laugardag. Óvissutímar í Evrópu hrista í mörgum grunnstoðum heimsálfunnar og er Evrópuráðið þar hvergi undanskilið. Ráðið var stofnað fyrir rúmum sjötíu árum síðan og nú eiga 46 aðildarríki þar sæti. Ísland fer með formennsku í ráðinu - hefur gert það síðan í nóvember á síðasta ári og formennskutímabilinu líkur í maí þegar Lettland tekur við keflinu. En hvað þýðir það? Hafdís Helga Helgadóttir ræðir við Kári Hólmar Ragnarsson lektor í þjóðarétti við lagadeild Háskóla Íslands um Evrópuráð. Hver höndin virðist vera upp á móti annarri fyrir botni Miðjarðarhafs um þessar mundir. Þúsundir tóku þátt í "degi andspyrnunnar" þar sem mótmælt var umdeildu stjórnarfrumvarpi um breytingar á hæstarétti landsins. Fundir voru haldnir víða um land og margir tóku þátt í að trufla umferð á helstu umferðaræðum landsins. Einnig tókst andófsfólkinu að loka leið að Ben Gurion alþjóðaflugvellinum í Tel Aviv. Með því var ætlunin að tefja fyrir brottför Benjamíns Netaníahús forsætisráðherra og eiginkonu hans í opinbera heimsókn til Ítalíu. Umferð komst ekki á að nýju fyrr en um fjögurleytið að staðartíma. Ásgeir Tómasson tók saman. Frændur okkar Norðmenn eru hrifnir af vindorku og telja hana álíka arðbæra og vatnsorku. Samt fjölgar stöðugt í hópi þeirra sem mótmæla og vilja ekki að sjóndeildarhringurinn sé þakinn vindmyllum hvert sem litið er. En vindorkan skila hagnaði. Gísli Kristjánsson tók saman.
3/9/20238 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Breytingar á atvinnuleyfi, miðlunartillaga samþykkt og orkuskipti

Atvinnuleyfi starfsfólks frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins verða ekki lengur bundin atvinnurekanda heldur starfsfólkinu sjálfu, samkvæmt fyrirhuguðum breytingum á lögum um dvalar- og atvinnuréttindi útlendinga. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman og talaði við Katrínu Jakobsdóttur, Málflutningur í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fór fram í allan dag. Verjendur segja sakborningana aðeins lítil peð í stórri keðju en saksóknari krefst hámarksrefsingar. Gunnhildur Birgisdóttir talaði við Önnu Barböru Andradóttur. Kröfu sakborninga um að hoppukastalamálinu yrði vísað frá dómi var hafnað í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Innviðaráðherra fór á fund bæjarstjóra í Vogum í morgun vegna Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjórinn segist vona að stjórnvöld taki mark á áliti sérfræðinga og að áformum um línuna verði breytt. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Gunnar Axel Axelsson. ---------------------- Félagsmenn Eflingar og aðildarfyrirtæki SA samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara . Nýr kjarasamningur gildir út janúar 2024 og forystufólk býr sig undir næstu viðræður, næsta vetur. Hvers má vænta í þeirri lotu ef við lítum yfir farinn veg í þessari deilu? Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Sumarliða Ísleifsson, dósent í sagnfræði sem segir samtal um þjóðarsátt fara of seint af stað. Mörg ár hafi tekið á koma á þjóðarsátt síðast. Óumflýjanlegt er að virkja meira til að orkuskipti og loftslagsmarkmið verði ekki orðin tóm að mati Landsvirkjunar. Forstjóri hennar segist vongóður um að fá framkvæmdaleyfi frá sveitarfélögum, sem kalla eftir að meira sitji eftir vegna nábýlisins við virkjanir. Bjarni Rúnarsson ræddi við Hörð Arnarsson.
3/8/20230
Episode Artwork

Breytingar á atvinnuleyfi, miðlunartillaga samþykkt og orkuskipti

Atvinnuleyfi starfsfólks frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins verða ekki lengur bundin atvinnurekanda heldur starfsfólkinu sjálfu, samkvæmt fyrirhuguðum breytingum á lögum um dvalar- og atvinnuréttindi útlendinga. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman og talaði við Katrínu Jakobsdóttur, Málflutningur í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fór fram í allan dag. Verjendur segja sakborningana aðeins lítil peð í stórri keðju en saksóknari krefst hámarksrefsingar. Gunnhildur Birgisdóttir talaði við Önnu Barböru Andradóttur. Kröfu sakborninga um að hoppukastalamálinu yrði vísað frá dómi var hafnað í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Innviðaráðherra fór á fund bæjarstjóra í Vogum í morgun vegna Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjórinn segist vona að stjórnvöld taki mark á áliti sérfræðinga og að áformum um línuna verði breytt. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Gunnar Axel Axelsson. ---------------------- Félagsmenn Eflingar og aðildarfyrirtæki SA samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara . Nýr kjarasamningur gildir út janúar 2024 og forystufólk býr sig undir næstu viðræður, næsta vetur. Hvers má vænta í þeirri lotu ef við lítum yfir farinn veg í þessari deilu? Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Sumarliða Ísleifsson, dósent í sagnfræði sem segir samtal um þjóðarsátt fara of seint af stað. Mörg ár hafi tekið á koma á þjóðarsátt síðast. Óumflýjanlegt er að virkja meira til að orkuskipti og loftslagsmarkmið verði ekki orðin tóm að mati Landsvirkjunar. Forstjóri hennar segist vongóður um að fá framkvæmdaleyfi frá sveitarfélögum, sem kalla eftir að meira sitji eftir vegna nábýlisins við virkjanir. Bjarni Rúnarsson ræddi við Hörð Arnarsson.
3/8/20239 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Hækkanir til forstjóra og innviðaráðherra um Vegagerðina

Spegillinn 7. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Seðlabankastjóri hvetur til þjóðarsáttar til að kveða niður verðbólgu en laun forstjóra fyrirtækja í Kauphöllinni hækkuðu ríflega í fyrra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það vont að laun forstjóra hækki umfram önnur, ekki síst í núverandi umhverfi verðbólgu og kjarasamninga. Stjórn Landsvirkjunar ætlar að leggja til að greiða út 20 milljarða arð í ríkissjóð fyrir seinasta ár. Þar að auki greiðir Landsvirkjun 30 milljarða í tekjuskatt, svo heildargreiðslan nemur 50 milljörðum. Skuldastaða fyrirtækisins hefur aldrei verið betri segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Bjarni Rúnarsson ræddi við hann. Tífalt meiri olía fór í fjarvarmaveitur á Vestfjörðum árið tvö þúsund tuttugu og tvö en árið áður. Þá varð Orkubú Vestfjarða að keyra varaafl vegna skerðingar á raforku frá Landsvirkjun, í fimmtíu og fjóra daga. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við Elías Jónatansson forstjóra Orkubús Vestfjarða. Meirihluti þings Sama í Noregi krefst þess að óháð rannsóknarnefnd verði skipuð vegna vindorkuversins í Fosen í Þrændalögum. Ríkið geti ekki sjálft rannsakað málið þar sem orkuverið sé rekið í gegnum ríkisfyrirtækið Statkraft. Róbert Jóhannsson sagði frá. Matvælastofnun er uggandi yfir komu farfugla til landsins vegna mikillar útbreiðslu fuglaflensu á vetrarstöðvum þeirra. Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla segir veiruna hafa aðlagast og því sé alifuglum hættara við að smitast. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana. -------------- Ríkisendurskoðun gerir meðal annars athugasemdir við reikningsskil Vegagerðarinnar og telur að efla þurfi þar öryggisstjórnun. Í gær voru kynntar tvær skýrslur ríkisendurskoðunar um Vegagerðina, Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. Æðstu ráðamenn Kína hafa ekki sparað stóru orðin í garð Bandaríkjanna á ársfundi fastanefndar Alþýðuþings landsins sem hófst á sunnudag. Ásgeir Tómasson sagði frá, heyrist í Qin Gang, utanríkisráðherra Kína og Celiu Hatton, yfirmanni fréttaþjónustu breska ríkisútvarpsins BBC í Kyrrahafsasíuríkjum. Katrín Kristjana Hjartardóttir framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema segir nema hafa mætt afgangi í menntamálum. Sambandið kallar eftir úttekt á árangri og áhrifum styttingar framhaldsnámsins. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman.
3/7/20230
Episode Artwork

Hækkanir til forstjóra og innviðaráðherra um Vegagerðina

Spegillinn 7. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Seðlabankastjóri hvetur til þjóðarsáttar til að kveða niður verðbólgu en laun forstjóra fyrirtækja í Kauphöllinni hækkuðu ríflega í fyrra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það vont að laun forstjóra hækki umfram önnur, ekki síst í núverandi umhverfi verðbólgu og kjarasamninga. Stjórn Landsvirkjunar ætlar að leggja til að greiða út 20 milljarða arð í ríkissjóð fyrir seinasta ár. Þar að auki greiðir Landsvirkjun 30 milljarða í tekjuskatt, svo heildargreiðslan nemur 50 milljörðum. Skuldastaða fyrirtækisins hefur aldrei verið betri segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Bjarni Rúnarsson ræddi við hann. Tífalt meiri olía fór í fjarvarmaveitur á Vestfjörðum árið tvö þúsund tuttugu og tvö en árið áður. Þá varð Orkubú Vestfjarða að keyra varaafl vegna skerðingar á raforku frá Landsvirkjun, í fimmtíu og fjóra daga. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við Elías Jónatansson forstjóra Orkubús Vestfjarða. Meirihluti þings Sama í Noregi krefst þess að óháð rannsóknarnefnd verði skipuð vegna vindorkuversins í Fosen í Þrændalögum. Ríkið geti ekki sjálft rannsakað málið þar sem orkuverið sé rekið í gegnum ríkisfyrirtækið Statkraft. Róbert Jóhannsson sagði frá. Matvælastofnun er uggandi yfir komu farfugla til landsins vegna mikillar útbreiðslu fuglaflensu á vetrarstöðvum þeirra. Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla segir veiruna hafa aðlagast og því sé alifuglum hættara við að smitast. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana. -------------- Ríkisendurskoðun gerir meðal annars athugasemdir við reikningsskil Vegagerðarinnar og telur að efla þurfi þar öryggisstjórnun. Í gær voru kynntar tvær skýrslur ríkisendurskoðunar um Vegagerðina, Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. Æðstu ráðamenn Kína hafa ekki sparað stóru orðin í garð Bandaríkjanna á ársfundi fastanefndar Alþýðuþings landsins sem hófst á sunnudag. Ásgeir Tómasson sagði frá, heyrist í Qin Gang, utanríkisráðherra Kína og Celiu Hatton, yfirmanni fréttaþjónustu breska ríkisútvarpsins BBC í Kyrrahafsasíuríkjum. Katrín Kristjana Hjartardóttir framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema segir nema hafa mætt afgangi í menntamálum. Sambandið kallar eftir úttekt á árangri og áhrifum styttingar framhaldsnámsins. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman.
3/7/20239 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Eitrað fyrir stúlkum í Íran, rammaáætlun og löglegt verkbann

Kröfur um gæði og öryggi eiga að vera í öndvegi hjá Vegagerðinni og taka þarf stefnumörkun stofnunarinnar fastari tökum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Vegagerðina. Kostnaður vegna sálfræðiþjónustu starfsfólks barna- og menntamálaráðuneytisins meira en tífaldaðist á síðustu fimm árum. Kostnaður annarra ráðuneyta var mun lægri. Verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins var löglega boðuð. Félagsdómur komst að þessarri niðurstöðu í dag. Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara ræður því hvort að til verkbanns kemur eða ekki . Um þúsund stúlkur hafa verið fluttar á sjúkrahús seinustu mánuði vegna gruns um eitrun í írönskum skólum. Erkiklerkur landsins segir að taka þurfi málið alvarlega. Þeir sem beri ábyrgð eigi ekkert annað skilið en dauðarefsingu. ---- Stúlkur í Íran óttast að það sé eitrað fyrir þeim í skólanum. Grunur leikur á að frá því í nóvember hafi verið eitrað fyrir stúlkum í yfir 50 skólum í 21 af 30 héruðum landsins. Gasi sé með einhverjum hætti dælt inn í skólana. Engin stúlka hefur enn látist en yfir þúsund hafa verið fluttar veikar á spítala. Einkennin eru yfirleitt höfuðverkur, ör hjartsláttur, sljóleiki, og vanmáttur. Sumar stúlknanna sögðust hafa fundið lykt af sítrus, klór eða ilmefnum. Almenningur óttast að það séu annað hvort öfl sem leggjast gegn menntun kvenna sem standa að ódæðunum eða þá að eitranirnir séu hefnd, því konur voru í fararbroddi mikillar mótmælaöldu gegn stjórnvöldum í haust eftir að Masha Amini lést í haldi siðgæðislögreglu. Bjarni Rúnarsson fjallar um málið. Til margs er að líta þegar hinir ólíku virkjunarkostir eru vegnir og metnir og eitt af því er óhjákvæmilega arðsemi þeirra. Við mat á henni eru bornir saman ýmsir þættir á borð við vænt afköst eða orkugetu, stofn- og rekstrarkostnað og væntanlegar tekjur. Einnig er leitast við að meta önnur bein hagræn áhrif, svo sem vegna tengikostnaðar og áhrifa á uppbyggingu meginflutningskerfis raforku, og einnig vegna tekna af öðru en beinni orkusölu. Íslendingar búa að mikilli og langri reynslu af byggingu og rekstri vatnsafls- og jarðvarmavirkjana, sem nýtist vel við þessa vinnu. Lítil reynsla er hins vegar af vindorkuverum, sem ætla mætti að torveldi matið á arðsemi þeirra. Páll Jensson, rekstrarverkfræðingur og fyrrverandi prófessor fer fyrir sérfræðingahópi rammaáætlunar, sem hefur það á sinni könnu. Ævar Örn Jósefsson talar við hann. Það er ástand hjá yfirstjórn sænsku lögreglunnar. Einn af æðstu yfirmönnum hennar fannst látinn nýlega , sama dag og mælt v
3/6/20230
Episode Artwork

Eitrað fyrir stúlkum í Íran, rammaáætlun og löglegt verkbann

Kröfur um gæði og öryggi eiga að vera í öndvegi hjá Vegagerðinni og taka þarf stefnumörkun stofnunarinnar fastari tökum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Vegagerðina. Kostnaður vegna sálfræðiþjónustu starfsfólks barna- og menntamálaráðuneytisins meira en tífaldaðist á síðustu fimm árum. Kostnaður annarra ráðuneyta var mun lægri. Verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins var löglega boðuð. Félagsdómur komst að þessarri niðurstöðu í dag. Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara ræður því hvort að til verkbanns kemur eða ekki . Um þúsund stúlkur hafa verið fluttar á sjúkrahús seinustu mánuði vegna gruns um eitrun í írönskum skólum. Erkiklerkur landsins segir að taka þurfi málið alvarlega. Þeir sem beri ábyrgð eigi ekkert annað skilið en dauðarefsingu. ---- Stúlkur í Íran óttast að það sé eitrað fyrir þeim í skólanum. Grunur leikur á að frá því í nóvember hafi verið eitrað fyrir stúlkum í yfir 50 skólum í 21 af 30 héruðum landsins. Gasi sé með einhverjum hætti dælt inn í skólana. Engin stúlka hefur enn látist en yfir þúsund hafa verið fluttar veikar á spítala. Einkennin eru yfirleitt höfuðverkur, ör hjartsláttur, sljóleiki, og vanmáttur. Sumar stúlknanna sögðust hafa fundið lykt af sítrus, klór eða ilmefnum. Almenningur óttast að það séu annað hvort öfl sem leggjast gegn menntun kvenna sem standa að ódæðunum eða þá að eitranirnir séu hefnd, því konur voru í fararbroddi mikillar mótmælaöldu gegn stjórnvöldum í haust eftir að Masha Amini lést í haldi siðgæðislögreglu. Bjarni Rúnarsson fjallar um málið. Til margs er að líta þegar hinir ólíku virkjunarkostir eru vegnir og metnir og eitt af því er óhjákvæmilega arðsemi þeirra. Við mat á henni eru bornir saman ýmsir þættir á borð við vænt afköst eða orkugetu, stofn- og rekstrarkostnað og væntanlegar tekjur. Einnig er leitast við að meta önnur bein hagræn áhrif, svo sem vegna tengikostnaðar og áhrifa á uppbyggingu meginflutningskerfis raforku, og einnig vegna tekna af öðru en beinni orkusölu. Íslendingar búa að mikilli og langri reynslu af byggingu og rekstri vatnsafls- og jarðvarmavirkjana, sem nýtist vel við þessa vinnu. Lítil reynsla er hins vegar af vindorkuverum, sem ætla mætti að torveldi matið á arðsemi þeirra. Páll Jensson, rekstrarverkfræðingur og fyrrverandi prófessor fer fyrir sérfræðingahópi rammaáætlunar, sem hefur það á sinni könnu. Ævar Örn Jósefsson talar við hann. Það er ástand hjá yfirstjórn sænsku lögreglunnar. Einn af æðstu yfirmönnum hennar fannst látinn nýlega , sama dag og mælt v
3/6/20239 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Sjóðir hersins að tæmast, hæfi fjármálaráðherra og bitlausar þvinganir

Svæðisforingi Hjálpræðishersins segir að svo geti farið að hætt verði að bjóða upp á heitan mat í hádeginu. Þeim sem leita til hersins hefur fjölgað mikið undanfarna mánuði og sjóðirnir eru að tæmast. Arnar Björnsson talaði við Hjördísi Kristinsdóttur. Nauðsynlegt er að bjóða upp á sólarhringsþjónustu fyrir heimilislausar konur, til að minnka líkur á að þær verði fyrir ofbeldi. Ekkert úrræði er til fyrir heimilislausar konur sem eru í neyslu yfir daginn. Alma Ómarsdóttir talaði við Halldóru Dýrleifar- Gunnarsdóttur Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í dag dæmdur í líftíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Hann framdi ódæðisverkin þegar upp hafði komist um umfangsmikinn fjárdrátt. Alexander Kristjánsson sagði frá. Þúsundir mótmæltu vanrækslu lestarfyrirtækis í Grikklandi í dag. Að minnsta kosti fimmtíu og sjö fórust í lestarslysi á miðvikudag. ----------------------------------- Fjármálaráðherra segir ríkisendurskoðanda hafa verið skýran um að ekki væri tilefni til að draga hæfi ráðherra í efa við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Með hvaða hætti var reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi fullnægt þegar félag í eigu föður fjármálaráðherra keypti hlut í Íslandsbanka? Hlut sem ríkið seldi honum. Þetta er ein þeirra spurninga sem umboðsmaður alþingis krefur fjármálaráðherra svara við í bréfi sem hann sendi Bjarna Benediktssyni í gær og væntir svara í lok mánaðar. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman. Efnahagsþvinganir hafa ekki bitið eins fast á Rússa eins og til var ætlast frá því að innrás þeirra í Úkraínu hófst. NATÓ-ríkin hafa ekki undan í vopnaframleiðslu sinni, segir sérfræðingur í fjármálum. Bjarni Rúnarsson talaði við Ásgeir Brynjar Torfason. Jónas Gahr Störe, forsætisráðherra Noregs, hefur beðist afsökunar á því að mannréttindi séu brotin á hópi Sama í landinu. Vindorkuver var reist í óleyfi á beitilöndum þeirra. Þar með höfðu aðgerðasinnar úr röðum Sama betur eftir vikulöng og hávær mótmæli við ráðuneyti í Ósló. Ríkisstjórnin lofar nú bót og betrun. Gísli Kristjánsson sagði frá.
3/3/20230
Episode Artwork

Sjóðir hersins að tæmast, hæfi fjármálaráðherra og bitlausar þvinganir

Svæðisforingi Hjálpræðishersins segir að svo geti farið að hætt verði að bjóða upp á heitan mat í hádeginu. Þeim sem leita til hersins hefur fjölgað mikið undanfarna mánuði og sjóðirnir eru að tæmast. Arnar Björnsson talaði við Hjördísi Kristinsdóttur. Nauðsynlegt er að bjóða upp á sólarhringsþjónustu fyrir heimilislausar konur, til að minnka líkur á að þær verði fyrir ofbeldi. Ekkert úrræði er til fyrir heimilislausar konur sem eru í neyslu yfir daginn. Alma Ómarsdóttir talaði við Halldóru Dýrleifar- Gunnarsdóttur Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í dag dæmdur í líftíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Hann framdi ódæðisverkin þegar upp hafði komist um umfangsmikinn fjárdrátt. Alexander Kristjánsson sagði frá. Þúsundir mótmæltu vanrækslu lestarfyrirtækis í Grikklandi í dag. Að minnsta kosti fimmtíu og sjö fórust í lestarslysi á miðvikudag. ----------------------------------- Fjármálaráðherra segir ríkisendurskoðanda hafa verið skýran um að ekki væri tilefni til að draga hæfi ráðherra í efa við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Með hvaða hætti var reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi fullnægt þegar félag í eigu föður fjármálaráðherra keypti hlut í Íslandsbanka? Hlut sem ríkið seldi honum. Þetta er ein þeirra spurninga sem umboðsmaður alþingis krefur fjármálaráðherra svara við í bréfi sem hann sendi Bjarna Benediktssyni í gær og væntir svara í lok mánaðar. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman. Efnahagsþvinganir hafa ekki bitið eins fast á Rússa eins og til var ætlast frá því að innrás þeirra í Úkraínu hófst. NATÓ-ríkin hafa ekki undan í vopnaframleiðslu sinni, segir sérfræðingur í fjármálum. Bjarni Rúnarsson talaði við Ásgeir Brynjar Torfason. Jónas Gahr Störe, forsætisráðherra Noregs, hefur beðist afsökunar á því að mannréttindi séu brotin á hópi Sama í landinu. Vindorkuver var reist í óleyfi á beitilöndum þeirra. Þar með höfðu aðgerðasinnar úr röðum Sama betur eftir vikulöng og hávær mótmæli við ráðuneyti í Ósló. Ríkisstjórnin lofar nú bót og betrun. Gísli Kristjánsson sagði frá.
3/3/20238 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Borgarskjalasafn lagt niður, Samfylkingin eykur fylgi og vindorkuver

Spegillinn 02.03. 2023 Borgarráð samþykkti í dag að leggja niður Borgarskjalasafn og hefja viðræður við Þjóðskjalasafn um sameiginlega vörslu gagna. Borgarstjóri telur að breytingin eigi eftir að auka aðgengi að skjölum. Samfylkingin mælist með mest fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup, annan mánuðinn í röð. Stuðningur við ríkisstjórnina dvínar og hefur ekki mælst minni. Nýsamþykkt endurskoðuð þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland er stefnulaust plagg. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra. Starfsmenn grísku járnbrautanna segja að vanræksla stjórnvalda hafi átt þátt í lestarslysinu í Grikklandi í gærmorgun þar sem 47 manns fórust. Þeir lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni. Færð á vegum er óvenjugóð miðað við árstíma segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar og nær allir vegir færir. ----------------------------------------------------------- TIKTOK, - kínverska samskiptaforritið sem hefur fengið ungt fólk um allan heim til að stíga samhæfð dansspor á víðavangi og gera upphlaup í matvöruverslunum hefur átt undir högg að sækja síðustu daga. En á sama tíma og bandarísk og evrópsk stjórnvöld og fjölmiðlar banna starfsfólki sínu að nota forritið á vinnusímum verður tiktok opinber samfélagsmiðill Eurovision-keppninnar. Á þriðja tug vindorkuvera eru til skoðunar hjá Orkustofnun, verkefnissstjórn rammaáætlunar og fjórum faghópum sem undir hana heyra. Jón Ásgeir Kalmansson siðfræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands fer fyrir hópnum sem hefur það hlutverk að meta virkjunarkosti með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið, félagslega velferð íbúa, samfélagslega fjölbreytni, samskipti, samstöðu, virkni og margt fleira. Á Vestfjörðum mætti spara raforku sem nemur tíu til tólf megavöttum ef þar fyndist heitt vatn í jörðu sem dygði til að leysa af hólmi rafkyntar hitaveitur. Orkubústjóri Orkubús Vestfjarða segir þetta fljótteknustu raforkuvirkjun sem völ er á í fjórðungnum. Með vorinu hefst jarðhitaleit á Ísafirði og Patreksfirði. Umsjónarmaður Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður Jón Þór Helgason Stjórnandi fréttaútsendingar Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
3/2/20230
Episode Artwork

Borgarskjalasafn lagt niður, Samfylkingin eykur fylgi og vindorkuver

Spegillinn 02.03. 2023 Borgarráð samþykkti í dag að leggja niður Borgarskjalasafn og hefja viðræður við Þjóðskjalasafn um sameiginlega vörslu gagna. Borgarstjóri telur að breytingin eigi eftir að auka aðgengi að skjölum. Samfylkingin mælist með mest fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup, annan mánuðinn í röð. Stuðningur við ríkisstjórnina dvínar og hefur ekki mælst minni. Nýsamþykkt endurskoðuð þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland er stefnulaust plagg. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra. Starfsmenn grísku járnbrautanna segja að vanræksla stjórnvalda hafi átt þátt í lestarslysinu í Grikklandi í gærmorgun þar sem 47 manns fórust. Þeir lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni. Færð á vegum er óvenjugóð miðað við árstíma segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar og nær allir vegir færir. ----------------------------------------------------------- TIKTOK, - kínverska samskiptaforritið sem hefur fengið ungt fólk um allan heim til að stíga samhæfð dansspor á víðavangi og gera upphlaup í matvöruverslunum hefur átt undir högg að sækja síðustu daga. En á sama tíma og bandarísk og evrópsk stjórnvöld og fjölmiðlar banna starfsfólki sínu að nota forritið á vinnusímum verður tiktok opinber samfélagsmiðill Eurovision-keppninnar. Á þriðja tug vindorkuvera eru til skoðunar hjá Orkustofnun, verkefnissstjórn rammaáætlunar og fjórum faghópum sem undir hana heyra. Jón Ásgeir Kalmansson siðfræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands fer fyrir hópnum sem hefur það hlutverk að meta virkjunarkosti með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið, félagslega velferð íbúa, samfélagslega fjölbreytni, samskipti, samstöðu, virkni og margt fleira. Á Vestfjörðum mætti spara raforku sem nemur tíu til tólf megavöttum ef þar fyndist heitt vatn í jörðu sem dygði til að leysa af hólmi rafkyntar hitaveitur. Orkubústjóri Orkubús Vestfjarða segir þetta fljótteknustu raforkuvirkjun sem völ er á í fjórðungnum. Með vorinu hefst jarðhitaleit á Ísafirði og Patreksfirði. Umsjónarmaður Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður Jón Þór Helgason Stjórnandi fréttaútsendingar Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
3/2/20239 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Fleiri andlát vegna covid en talið var og miðlunartillaga

Landlæknir telur líklegt að dauðsföll vegna covid hafi verið um fjögur hundruð í fyrra, ekki rúmlega tvöhundruð eins og talið hefur verið til þessa. Kjaraviðræður BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands við hið opinbera virðast í uppnámi. Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilu SA og Eflingar í morgun. 250 fjár og 12 geitur drápust þegar fjárhús brann til kaldra kola á bænum Unaósi í Hjaltastaðaþinghá. Vonlaust var að ná skepnunum út úr brennandi húsinu. Búrfellslundur, fyrirhugað vindorkuver Landsvirkjunar við Búrfell, er sú vindaflsvirkjun sem verst kemur við ferða- og útivistargeirann að mati faghóps rammaáætlunar og hagsmunaaðila í þessum greinum. Engu að síður var hún flutt úr biðflokki í nýtingarflokk. Andrés prins, bróðir Karls Bretakonungs, flytur inn í kot Harrys Bretaprins og Meghan eiginkonu hans eftir að þau fengu útburðartilkynningu frá bresku hriðinni. ---- Í dag lagði settur ríkissáttasemjari Ástráður Haraldsson fram miðlunartillögu í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er í annað sinn sem slík tillaga er lögð fram í deilunni, en sú fyrri kom aldrei til atkvæðagreiðslu þar sem Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki verið boðuð með lögmætum hætti. Efnislega er nýja tillagan eins og sú fyrri, að mestu leyti að minnsta kosti. Gamlar og vinalegar vindmyllur fyrri alda eru vinsælir áfangastaðir og myndefni ferðalanga víða um heim, enda huggulegar byggingar úr timbri og hlöðnum steini sem hafa yfir sér einhvern notalegan og jafnvel rómantískan blæ í hugum margra. Um vindmyllur nútímans gegnir öðru máli. Þær eru úr málmi, oftar en ekki alhvítar, skaga allt að 200 metra upp í loftið, standa gjarnan margar saman og eru gjörsneyddar öllum sjarma - í hugum margra, í það minnsta. Ólíklegt má því heita að þær laði til sín ferðafólk í stórhópum en leiða má að því líkur að þær stuði margan ferðalanginn sem hingað kemur til að njóta náttúrufegurðar og ósnortinna víðerna, ef ekki er varlega farið. En þær framleiða rafmagn, og á þriðja tug vindorkuvera eru til skoðunar hjá Orkustofnun og faghópum fimmta áfanga rammaáætlunar. Anna Dóra Sæþórsdóttir, landfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands er formaður faghóps tvö, sem fjallar um áhrif virkjana á ferðaþjónustu og útivist. Sá hópur hefur skipt landinu upp í 136 svokölluð ferðasvæði, þar sem horft er til tveggja meginþátta. Formaður Viðreisnar segir að samsetning ríkisstjórnarinnar hamli ákveðnum málum frekar en að veita þeim brautargengi, og þess vegna hafi tillaga hennar um sérstaka varnarstefnu fyrir Ísla
3/1/20230
Episode Artwork

Fleiri andlát vegna covid en talið var og miðlunartillaga

Landlæknir telur líklegt að dauðsföll vegna covid hafi verið um fjögur hundruð í fyrra, ekki rúmlega tvöhundruð eins og talið hefur verið til þessa. Kjaraviðræður BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands við hið opinbera virðast í uppnámi. Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilu SA og Eflingar í morgun. 250 fjár og 12 geitur drápust þegar fjárhús brann til kaldra kola á bænum Unaósi í Hjaltastaðaþinghá. Vonlaust var að ná skepnunum út úr brennandi húsinu. Búrfellslundur, fyrirhugað vindorkuver Landsvirkjunar við Búrfell, er sú vindaflsvirkjun sem verst kemur við ferða- og útivistargeirann að mati faghóps rammaáætlunar og hagsmunaaðila í þessum greinum. Engu að síður var hún flutt úr biðflokki í nýtingarflokk. Andrés prins, bróðir Karls Bretakonungs, flytur inn í kot Harrys Bretaprins og Meghan eiginkonu hans eftir að þau fengu útburðartilkynningu frá bresku hriðinni. ---- Í dag lagði settur ríkissáttasemjari Ástráður Haraldsson fram miðlunartillögu í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er í annað sinn sem slík tillaga er lögð fram í deilunni, en sú fyrri kom aldrei til atkvæðagreiðslu þar sem Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki verið boðuð með lögmætum hætti. Efnislega er nýja tillagan eins og sú fyrri, að mestu leyti að minnsta kosti. Gamlar og vinalegar vindmyllur fyrri alda eru vinsælir áfangastaðir og myndefni ferðalanga víða um heim, enda huggulegar byggingar úr timbri og hlöðnum steini sem hafa yfir sér einhvern notalegan og jafnvel rómantískan blæ í hugum margra. Um vindmyllur nútímans gegnir öðru máli. Þær eru úr málmi, oftar en ekki alhvítar, skaga allt að 200 metra upp í loftið, standa gjarnan margar saman og eru gjörsneyddar öllum sjarma - í hugum margra, í það minnsta. Ólíklegt má því heita að þær laði til sín ferðafólk í stórhópum en leiða má að því líkur að þær stuði margan ferðalanginn sem hingað kemur til að njóta náttúrufegurðar og ósnortinna víðerna, ef ekki er varlega farið. En þær framleiða rafmagn, og á þriðja tug vindorkuvera eru til skoðunar hjá Orkustofnun og faghópum fimmta áfanga rammaáætlunar. Anna Dóra Sæþórsdóttir, landfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands er formaður faghóps tvö, sem fjallar um áhrif virkjana á ferðaþjónustu og útivist. Sá hópur hefur skipt landinu upp í 136 svokölluð ferðasvæði, þar sem horft er til tveggja meginþátta. Formaður Viðreisnar segir að samsetning ríkisstjórnarinnar hamli ákveðnum málum frekar en að veita þeim brautargengi, og þess vegna hafi tillaga hennar um sérstaka varnarstefnu fyrir Ísla
3/1/20239 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

28.02.2023

Spegillinn 28. febrúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Ríkisstjórnin telur ekki tímabært að grípa inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins með lagasetningu. Enn er vonast til að deilan leysist við samningaborðið. Alma Ómarsdóttir ræddi við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Guðmund Inga Guðbrandsson félags og vinnumarkaðsráðherra. , Töluvert útbreidd sótthræðsla er hér á landi við kórónuveirusmit. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur fólk til að lifa eðlilegu lífi og hlusta ekki á rangar upplýsingar. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki segir þjóðaröryggisstefnu, sem samþykkt var á Alþingi í dag, ekki trúverðuga meðan ekki sé tekið inn nýtt áhættumat þar sem hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Rannsókn er hafin á dularfullum veikindum stúlkna í Íran. Grunsemdir eru um að öfl sem leggjast gegn frelsi og menntun kvenna hafi dælt eitri inn í skólastofur. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja mörgum spurningum enn ósvarað varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Meðal annars hvort fjármálaráðherra hafi mátt selja föður sínum hlut í bankanum. Höskuldur Kári Schram tók saman. Hildur Sverrisdóttir (D) flutti álit meirilhluta stjórnskipunar og eftirlitsnefndar á Alþingi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) telur þörf á sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis um söluna. Danska þingið samþykkti í dag að afleggja kóngsbænadag -- frídag sem hefur verið við lýði í rúmar þrjár aldir. Alexander Kristjánsson sagði frá. ---------------- Rauða strikið í samningunum sem gerðir voru fyrir jól var hinn skammi tími samninganna, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem segir að sem betur fer hafi náðst að semja þá. Samningar hafi skilað þeim sem þeir eiga við kauphækkunum til að vega upp á móti þeim miklu verðhækkunum sem hafi dunið á að undanförnu. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Brotalamir eru í regluverki lagareldiss hér á landi. Ný skýrsla tekur undir áhyggjur Ríkisendurskoðunar sem þegar eru fram komnar. Fiskeldi á Íslandi margfaldast á næstu árum gangi framtíðarspá skýrslunnar eftir. Bjarni Rúnarsson ræddi við Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi.
2/28/20230
Episode Artwork

Spegillinn 28. febrúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Ríkisstjórnin telur ekki tímabært að grípa inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins með lagasetningu. Enn er vonast til að deilan leysist við samningaborðið. Alma Ómarsdóttir ræddi við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Guðmund Inga Guðbrandsson félags og vinnumarkaðsráðherra. , Töluvert útbreidd sótthræðsla er hér á landi við kórónuveirusmit. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur fólk til að lifa eðlilegu lífi og hlusta ekki á rangar upplýsingar. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki segir þjóðaröryggisstefnu, sem samþykkt var á Alþingi í dag, ekki trúverðuga meðan ekki sé tekið inn nýtt áhættumat þar sem hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Rannsókn er hafin á dularfullum veikindum stúlkna í Íran. Grunsemdir eru um að öfl sem leggjast gegn frelsi og menntun kvenna hafi dælt eitri inn í skólastofur. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja mörgum spurningum enn ósvarað varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Meðal annars hvort fjármálaráðherra hafi mátt selja föður sínum hlut í bankanum. Höskuldur Kári Schram tók saman. Hildur Sverrisdóttir (D) flutti álit meirilhluta stjórnskipunar og eftirlitsnefndar á Alþingi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) telur þörf á sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis um söluna. Danska þingið samþykkti í dag að afleggja kóngsbænadag -- frídag sem hefur verið við lýði í rúmar þrjár aldir. Alexander Kristjánsson sagði frá. ---------------- Rauða strikið í samningunum sem gerðir voru fyrir jól var hinn skammi tími samninganna, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem segir að sem betur fer hafi náðst að semja þá. Samningar hafi skilað þeim sem þeir eiga við kauphækkunum til að vega upp á móti þeim miklu verðhækkunum sem hafi dunið á að undanförnu. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Brotalamir eru í regluverki lagareldiss hér á landi. Ný skýrsla tekur undir áhyggjur Ríkisendurskoðunar sem þegar eru fram komnar. Fiskeldi á Íslandi margfaldast á næstu árum gangi framtíðarspá skýrslunnar eftir. Bjarni Rúnarsson ræddi við Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi.
2/28/20239 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Verðbólga og kjaramál

Spegillinn 27. febrúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Settur ríkissáttasemjari leitar samkomulags um nýja miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífisns. Fundur deilenda er boðaður klukkan átta. Magnús Norðdahl, lögmaður Alþýðusambands Íslands segir framganga ríkissáttasemjara í síðustu miðlunartillögu hafi verið óboðleg en horfur séu á að settur ríkissáttasemjari stefni að nánu samráði. Ríkisstjórninni hefur mistekist að ná tökum á verðbólgunni, að mati þingmanna stjórnarandstöðunnar sem gagnrýndu efnahagsaðgerðir stjórnarinnar harðlega í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, (C), Katrín Jakobsdóttir (V), Jóhann Páll Jóhannsson (S) tóku til máls. Pétur Magnússon tók saman. Bresk stjórnvöld og Evrópusambandið hafa samið um tollamál á landamærum á Írlands og Norður-Írlands og greitt úr einni erfiðustu Brexit flækjunni svo fremi sem breska þingið samþykkir. Alexander Kristjánsson sagði frá. Brot úr ávarpi Rishis Sunaks forsætisráðherra Breta. Nanna Briem, forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans segir spennandi tíma fram undan í geðheilbrigðismálum. Þó þurfi að sýna bæði þolinmæði og aðgát þegar kemur að prófunum á hugvíkkandi efnum. Sigrún Þuríður Runólfsdóttir talaði við hana. Slökkt hefur verið á langbylgjusendinum á Eiðum og fella á mastrið á miðvikudag. Sigrún Hermannsdóttir flutti tilkynningu þar um, það síðasta sem sent var út á langbylgjunni að austan. ------------- Mikilli verðbólgu getur fylgt freistnivandi og tilhneiging til að velta öllu beint út í verðlagið að mati Katrínar Ólafsdóttur, hagfræðings sem óttast að það taki lengri tíma en vonast var til að vinda ofan af tíu prósenta verðbólgu. Fákeppni ríki á mörgum sviðum og vísbendingar um að arður og álagning aukist. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Katrínu. Ísland hefur misst niður forskot sitt á sviði greiðslumiðlunar. Það er þjóðaröryggismál að koma á fót innlendri greiðslumiðlun. Stór hluti greiðsla fer í gegnum erlendar greiðslumiðlanir. Bjarni Rúnarsson, ræddi við Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika um áhyggjur af erlendri greiðslumiðlun og möguleika á innlendri miðlun. Mikið lið lögreglu hefur fjarlægt mótmælendur, sem höfðu hlekkjað sig fasta fyrir framan ráðuneyti olíu- og orkumála í Osló. Mótmælt er að meira en 500 dagar er liðnir frá því vindorkuver, reist í löndum Sama, var dæmt ólöglegt af Hæstarétti. En ríkisstjórn Noregs vill ekki fella ólöglegu vindmyllurnar. Gísli Kristjá
2/27/20230
Episode Artwork

Verðbólga og kjaramál

Spegillinn 27. febrúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Settur ríkissáttasemjari leitar samkomulags um nýja miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífisns. Fundur deilenda er boðaður klukkan átta. Magnús Norðdahl, lögmaður Alþýðusambands Íslands segir framganga ríkissáttasemjara í síðustu miðlunartillögu hafi verið óboðleg en horfur séu á að settur ríkissáttasemjari stefni að nánu samráði. Ríkisstjórninni hefur mistekist að ná tökum á verðbólgunni, að mati þingmanna stjórnarandstöðunnar sem gagnrýndu efnahagsaðgerðir stjórnarinnar harðlega í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, (C), Katrín Jakobsdóttir (V), Jóhann Páll Jóhannsson (S) tóku til máls. Pétur Magnússon tók saman. Bresk stjórnvöld og Evrópusambandið hafa samið um tollamál á landamærum á Írlands og Norður-Írlands og greitt úr einni erfiðustu Brexit flækjunni svo fremi sem breska þingið samþykkir. Alexander Kristjánsson sagði frá. Brot úr ávarpi Rishis Sunaks forsætisráðherra Breta. Nanna Briem, forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans segir spennandi tíma fram undan í geðheilbrigðismálum. Þó þurfi að sýna bæði þolinmæði og aðgát þegar kemur að prófunum á hugvíkkandi efnum. Sigrún Þuríður Runólfsdóttir talaði við hana. Slökkt hefur verið á langbylgjusendinum á Eiðum og fella á mastrið á miðvikudag. Sigrún Hermannsdóttir flutti tilkynningu þar um, það síðasta sem sent var út á langbylgjunni að austan. ------------- Mikilli verðbólgu getur fylgt freistnivandi og tilhneiging til að velta öllu beint út í verðlagið að mati Katrínar Ólafsdóttur, hagfræðings sem óttast að það taki lengri tíma en vonast var til að vinda ofan af tíu prósenta verðbólgu. Fákeppni ríki á mörgum sviðum og vísbendingar um að arður og álagning aukist. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Katrínu. Ísland hefur misst niður forskot sitt á sviði greiðslumiðlunar. Það er þjóðaröryggismál að koma á fót innlendri greiðslumiðlun. Stór hluti greiðsla fer í gegnum erlendar greiðslumiðlanir. Bjarni Rúnarsson, ræddi við Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika um áhyggjur af erlendri greiðslumiðlun og möguleika á innlendri miðlun. Mikið lið lögreglu hefur fjarlægt mótmælendur, sem höfðu hlekkjað sig fasta fyrir framan ráðuneyti olíu- og orkumála í Osló. Mótmælt er að meira en 500 dagar er liðnir frá því vindorkuver, reist í löndum Sama, var dæmt ólöglegt af Hæstarétti. En ríkisstjórn Noregs vill ekki fella ólöglegu vindmyllurnar. Gísli Kristjá
2/27/20239 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Ár frá því að innrás Rússa hófst í Úkraínu

Forseti Úkraínu segir að Úkraínumenn eigi sigurinn vísan gegn Rússum að því gefnu að Vesturlönd standi við loforð sín um aðstoð. Ár er síðan innrás Rússa hófst í Úkraínu. Formenn aðildarfélaga ASÍ segja að það stefni í óefni í gerð næstu kjarasamninga. Framganga ríkisstjórnarinnar er gagnrýnd harðlega í ályktun þeirra. Settur ríkissáttasemjari segist sæta lagi með að leggja fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir olíulekann frá bensínstöð Costco í Garðabæ grafalvarlegan. Ljóst sé að Costco þurfi að taka til í sínum málum. Oddviti Samfylkingar segir ljóst að eitthvað í öryggiskerfi bæjarins virki ekki. Vindorkuver lúta að mestu sömu lögmálum og aðrar virkjanir þegar áhrif þeirra á náttúru, menningarminjar, landslag og víðerni eru greind og metin, en þó eru einstaka þættir sem rannsaka þarf sérstaklega. ----- Í dag er ár liðið frá því Vladimir Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði her sínum að ráðast inn í Úkraínu. Þúsundir hafa fallið í átökunum og heimili og lífsviðurvægi milljóna er í rúst vegna innrásarinnar. Heimsbyggðin hefur fylkt sér að baki úkraínsku þjóðinni og fordæmt framferði Rússa. Í sögubókum framtíðarinnar verður án efa talað um innlimun Rússa á Krímskaga 2014 og innrás þeirra í Úkraínu árið 2022 í sama vetfangi. Atburðirnir eru enda tengdir og að mörgu leyti aðeins tveir þættir í sömu atburðarás. Innrás Rússa er hins vegar, ein og sér, einhver stærsti atburður í sögu Evrópu síðustu áratuga og jafnvel þó heimurinn allur sé meðtalinn. Hundruð þúsunda hafa verið drepnir, bæði hermenn og óbreyttir borgarar, milljónir eru á vergangi og annars eins fólksflótti í Evrópu hefur ekki þekkst síðan í seinna stríði. Á dögunum var haldinn kynningarfundur um störf verkefnastjórnar og faghópa sem vinna að fimmta áfanga rammaáætlunar. Faghóparnir eru fjórir og sá fyrsti er með náttúru og menningarminjar á sinni könnu. Hafdís Hanna Ægisdóttir plöntuvistfræðingur og forstöðumaður stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands er formaður þessa faghóps, sem hefur það verkefni að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til náttúru, menningarminja, landslags og víðerna. Þetta er ærið verkefni. Spegillinn 24. 2.2023 Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
2/24/20230
Episode Artwork

Ár frá því að innrás Rússa hófst í Úkraínu

Forseti Úkraínu segir að Úkraínumenn eigi sigurinn vísan gegn Rússum að því gefnu að Vesturlönd standi við loforð sín um aðstoð. Ár er síðan innrás Rússa hófst í Úkraínu. Formenn aðildarfélaga ASÍ segja að það stefni í óefni í gerð næstu kjarasamninga. Framganga ríkisstjórnarinnar er gagnrýnd harðlega í ályktun þeirra. Settur ríkissáttasemjari segist sæta lagi með að leggja fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir olíulekann frá bensínstöð Costco í Garðabæ grafalvarlegan. Ljóst sé að Costco þurfi að taka til í sínum málum. Oddviti Samfylkingar segir ljóst að eitthvað í öryggiskerfi bæjarins virki ekki. Vindorkuver lúta að mestu sömu lögmálum og aðrar virkjanir þegar áhrif þeirra á náttúru, menningarminjar, landslag og víðerni eru greind og metin, en þó eru einstaka þættir sem rannsaka þarf sérstaklega. ----- Í dag er ár liðið frá því Vladimir Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði her sínum að ráðast inn í Úkraínu. Þúsundir hafa fallið í átökunum og heimili og lífsviðurvægi milljóna er í rúst vegna innrásarinnar. Heimsbyggðin hefur fylkt sér að baki úkraínsku þjóðinni og fordæmt framferði Rússa. Í sögubókum framtíðarinnar verður án efa talað um innlimun Rússa á Krímskaga 2014 og innrás þeirra í Úkraínu árið 2022 í sama vetfangi. Atburðirnir eru enda tengdir og að mörgu leyti aðeins tveir þættir í sömu atburðarás. Innrás Rússa er hins vegar, ein og sér, einhver stærsti atburður í sögu Evrópu síðustu áratuga og jafnvel þó heimurinn allur sé meðtalinn. Hundruð þúsunda hafa verið drepnir, bæði hermenn og óbreyttir borgarar, milljónir eru á vergangi og annars eins fólksflótti í Evrópu hefur ekki þekkst síðan í seinna stríði. Á dögunum var haldinn kynningarfundur um störf verkefnastjórnar og faghópa sem vinna að fimmta áfanga rammaáætlunar. Faghóparnir eru fjórir og sá fyrsti er með náttúru og menningarminjar á sinni könnu. Hafdís Hanna Ægisdóttir plöntuvistfræðingur og forstöðumaður stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands er formaður þessa faghóps, sem hefur það verkefni að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til náttúru, menningarminja, landslags og víðerna. Þetta er ærið verkefni. Spegillinn 24. 2.2023 Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
2/24/20239 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Hugvíkkandi efni, grænmetis skömmtun og rammaáætlun 5

Hundruð milljóna tjón varð í bruna fiskeldisfyrirtækis á Tálknafirði í morgun. Slökkvilið er enn að störfum. Tveir slösuðust í brunanum. Áhyggjur eru um að verkföll Eflingar muni hafa áhrif á um 2000 manns á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu, fáist ekki undanþága til að fá afgreitt bensín fyrir starfsfólk. Dómsmálaráðherra vill skoða hvort hægt sé að nota hugvíkkandi efni til að hjálpa afbrotamönnum sem glíma við geðræn vandamál og lögreglumönnum sem hafa orðið fyrir áfalli í starfi. Breytt hegðun landsmanna eftir covid 19 faraldurinn gæti útskýrt hversu skæðar umgangspestir eru um þessar mundir. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fimmta bólusetning vegna covid-19 er hafin Verslanakeðjur í Bretlandi skammta grænmeti og ávexti vegna vöruskorts. Slæm tíð og veðurfar í suður Evrópu og Afríku hefur ollið uppskerutjóni á tómötum, paprikum og fleiri tegundum ----- Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra telur að rétt að skoða kosti þess að nota hugvíkkandi efni til að hjálpa föngum sem hafa lokið afplánun til aðlagast samfélaginu á ný og einnig til aðstoða þolendur í ofbeldismálum. Rannsóknir á hugvíkkandi efnum á borð við sveppi, LSD og MDMA benda til þess að þau hafi jákvæð áhrif á geðsjúkdóma svo sem þunglyndi, fíkn og þrjáhyggju. Jón hefur viðraði þessar hugmyndir við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Að minnsta kosti fjórar verslanakeðjur í Bretlandi hafa gripið til þess ráðs að skammta ákveðnar tegundir af ávöxtum og grænmeti vegna vöruskorts. Ástæðan er fyrst og fremst rakin til slæmra veðurskilyrða til ræktunar í Norður-Afríku og Suður-Evrópu, einkum suðurhluta Spánar, í haust og vetur. Asda, ein stærsta verslanakeðja landsins, sem rekur á sjöunda hundrað verslanir, reið á vaðið á þriðjudag og tilkynnti að takmarka yrði kaup á tómötum, paprikum, agúrkum, salati í lausu og í pokum, spergilkáli, blómkáli og hindberjum við þrjár einingar á hvern viðskiptavin. Talsmaður Asda harmaði að til þessa þyrfti að koma, en keðjan glímdi við skort á ýmsum tegundum grænmetis og ávaxta eins og aðrir smásalar í landinu. Önnur keðja, Morrisons, tilkynnti síðdegis að hún þyrfti að skammta tómata, agúrkur, salat og paprikur frá næsta degi. Miðað var við að hver viðskiptavinur gæti einungis keypt tvær einingar til þess að sem flestir fengju eitthvað. Vinna við undirbúning verndar- og orkunýtingaráætlunar stjórnvalda, sem í daglegu tali kallast rammaáætlun, hófst formlega 1999 eftir langan aðdraganda. Rammaáætlun er hugsuð sem lagarammi um orkubúskap Íslendinga og s
2/23/20230
Episode Artwork

Hugvíkkandi efni, grænmetis skömmtun og rammaáætlun 5

Hundruð milljóna tjón varð í bruna fiskeldisfyrirtækis á Tálknafirði í morgun. Slökkvilið er enn að störfum. Tveir slösuðust í brunanum. Áhyggjur eru um að verkföll Eflingar muni hafa áhrif á um 2000 manns á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu, fáist ekki undanþága til að fá afgreitt bensín fyrir starfsfólk. Dómsmálaráðherra vill skoða hvort hægt sé að nota hugvíkkandi efni til að hjálpa afbrotamönnum sem glíma við geðræn vandamál og lögreglumönnum sem hafa orðið fyrir áfalli í starfi. Breytt hegðun landsmanna eftir covid 19 faraldurinn gæti útskýrt hversu skæðar umgangspestir eru um þessar mundir. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fimmta bólusetning vegna covid-19 er hafin Verslanakeðjur í Bretlandi skammta grænmeti og ávexti vegna vöruskorts. Slæm tíð og veðurfar í suður Evrópu og Afríku hefur ollið uppskerutjóni á tómötum, paprikum og fleiri tegundum ----- Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra telur að rétt að skoða kosti þess að nota hugvíkkandi efni til að hjálpa föngum sem hafa lokið afplánun til aðlagast samfélaginu á ný og einnig til aðstoða þolendur í ofbeldismálum. Rannsóknir á hugvíkkandi efnum á borð við sveppi, LSD og MDMA benda til þess að þau hafi jákvæð áhrif á geðsjúkdóma svo sem þunglyndi, fíkn og þrjáhyggju. Jón hefur viðraði þessar hugmyndir við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Að minnsta kosti fjórar verslanakeðjur í Bretlandi hafa gripið til þess ráðs að skammta ákveðnar tegundir af ávöxtum og grænmeti vegna vöruskorts. Ástæðan er fyrst og fremst rakin til slæmra veðurskilyrða til ræktunar í Norður-Afríku og Suður-Evrópu, einkum suðurhluta Spánar, í haust og vetur. Asda, ein stærsta verslanakeðja landsins, sem rekur á sjöunda hundrað verslanir, reið á vaðið á þriðjudag og tilkynnti að takmarka yrði kaup á tómötum, paprikum, agúrkum, salati í lausu og í pokum, spergilkáli, blómkáli og hindberjum við þrjár einingar á hvern viðskiptavin. Talsmaður Asda harmaði að til þessa þyrfti að koma, en keðjan glímdi við skort á ýmsum tegundum grænmetis og ávaxta eins og aðrir smásalar í landinu. Önnur keðja, Morrisons, tilkynnti síðdegis að hún þyrfti að skammta tómata, agúrkur, salat og paprikur frá næsta degi. Miðað var við að hver viðskiptavinur gæti einungis keypt tvær einingar til þess að sem flestir fengju eitthvað. Vinna við undirbúning verndar- og orkunýtingaráætlunar stjórnvalda, sem í daglegu tali kallast rammaáætlun, hófst formlega 1999 eftir langan aðdraganda. Rammaáætlun er hugsuð sem lagarammi um orkubúskap Íslendinga og s
2/23/20239 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Verkbann, nándarhryðjuverk og kynferðisofbeldi áhrifavalda

Samtök atvinnulífsins samþykktu verkbann á alla félaga í Eflingu með miklum meirihluta atkvæða. Verkbann tekur gildi eftir rúma viku. Lögreglustjórinn á Austurlandi hvetur fólk á svæðinu til þess að auka meðvitund sína um mögulegt Öskjugos og kynna sér leiðbeiningar. Leiðtogar níu Atlantshafsbandalagsríkja í Austur-Evrópu heita hver öðrum stuðningi ef hernaðarógn steðjar að í ríkjum þeirra. Þeir hittust á fundi í Varsjá í dag. Næsta Me-too vakning þyrfti að varpa ljósi á ofbeldi í nánum samböndum, að mati prófessors við Háskólann á Akureyri. Hún segir of margar konur hér á landi búa við lífshættulegt ofbeldi sem haldið sé leyndu ævilangt. Minningargreinar eru bókmenntaverk og því ekki hægt að birta þær að hluta eða heild nema með leyfi höfundar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness vegna skrifa Mannlífs upp úr minningargrein sem birtist í Morgunblaðinu. ----- Leiðtogar níu NATÓ-ríkja í Austur-Evrópu, eða Búkarest níu hópurinn svonefndi, kom saman í Varsjá í Póllandi í dag í tilefni þess að senn er eitt ár liðið frá innrás Rússa í Úkraínu. Sérstakir gestir leiðtogafundarins voru Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATÓ.Búkarest-hópurinn var settur á laggirnar að undirlagi Pólverja og Rúmena eftir að Rússar innlimuðu Krímskagann árið 2015. Auk þeirra eru í hópnum Eistland, Lettland, Litháen, Ungverjaland, Slóvakía, Tékkland og Búlgaría. Þau eru ýmist fyrrverandi hluti af Sovétríkjunum eða voru með þeim í Varsjárbandalaginu, hernaðarbandalagi kommúnistaríkja í Austur-Evrópu á dögum kalda stríðsins. Prófessor við Háskólann á Akureyri telur þörf á vakningu hér á landi um alvarlegustu tegund ofbeldis í nánum samböndum, svokölluð nándarhryðjuverk. Í nýrri rannsókn sögðu íslenskar konur frá lífshættulegu ofbeldi af hendi maka síns í fyrsta sinn. Einni helstu samfélagsmiðlastjörnu Svíþjóðar hefur verið hent út af Youtube, vegna kynferðislegra tilburða gagnvart barnungum aðdáendum. Áhrifavaldurinn var með hátt í tvö hundruð þúsund fylgjendur þar, en hefur nú flutt sig á aðra samfélagsmiðla. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
2/22/20230
Episode Artwork

Verkbann, nándarhryðjuverk og kynferðisofbeldi áhrifavalda

Samtök atvinnulífsins samþykktu verkbann á alla félaga í Eflingu með miklum meirihluta atkvæða. Verkbann tekur gildi eftir rúma viku. Lögreglustjórinn á Austurlandi hvetur fólk á svæðinu til þess að auka meðvitund sína um mögulegt Öskjugos og kynna sér leiðbeiningar. Leiðtogar níu Atlantshafsbandalagsríkja í Austur-Evrópu heita hver öðrum stuðningi ef hernaðarógn steðjar að í ríkjum þeirra. Þeir hittust á fundi í Varsjá í dag. Næsta Me-too vakning þyrfti að varpa ljósi á ofbeldi í nánum samböndum, að mati prófessors við Háskólann á Akureyri. Hún segir of margar konur hér á landi búa við lífshættulegt ofbeldi sem haldið sé leyndu ævilangt. Minningargreinar eru bókmenntaverk og því ekki hægt að birta þær að hluta eða heild nema með leyfi höfundar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness vegna skrifa Mannlífs upp úr minningargrein sem birtist í Morgunblaðinu. ----- Leiðtogar níu NATÓ-ríkja í Austur-Evrópu, eða Búkarest níu hópurinn svonefndi, kom saman í Varsjá í Póllandi í dag í tilefni þess að senn er eitt ár liðið frá innrás Rússa í Úkraínu. Sérstakir gestir leiðtogafundarins voru Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATÓ.Búkarest-hópurinn var settur á laggirnar að undirlagi Pólverja og Rúmena eftir að Rússar innlimuðu Krímskagann árið 2015. Auk þeirra eru í hópnum Eistland, Lettland, Litháen, Ungverjaland, Slóvakía, Tékkland og Búlgaría. Þau eru ýmist fyrrverandi hluti af Sovétríkjunum eða voru með þeim í Varsjárbandalaginu, hernaðarbandalagi kommúnistaríkja í Austur-Evrópu á dögum kalda stríðsins. Prófessor við Háskólann á Akureyri telur þörf á vakningu hér á landi um alvarlegustu tegund ofbeldis í nánum samböndum, svokölluð nándarhryðjuverk. Í nýrri rannsókn sögðu íslenskar konur frá lífshættulegu ofbeldi af hendi maka síns í fyrsta sinn. Einni helstu samfélagsmiðlastjörnu Svíþjóðar hefur verið hent út af Youtube, vegna kynferðislegra tilburða gagnvart barnungum aðdáendum. Áhrifavaldurinn var með hátt í tvö hundruð þúsund fylgjendur þar, en hefur nú flutt sig á aðra samfélagsmiðla. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
2/22/20239 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Endurskoðun vinnulöggjafar og ræða Vladimírs Pútíns

Spegillinn 21. febrúar 2023 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Alþýðusamband Íslands hefur fengið frest til að afla gagna og vinna greinargerð í máli Ólafar Helgu Adolfsdóttur gegn ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu. Magnús Norðdahl, lögmaður ASÍ, segir niðurstöðu Landsréttar um að Eflingu beri ekki að afhenda félagatal sitt ekki athyglisverða í sjálfu sér. Niðurstaðan snúist fyrst og fremst um að ekki sé heimild til aðfarar. Dómur Landsdóms sem gerði ríkissáttasemjara ókleift að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu í deilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar kallar á endurskoðun vinnulögjafarinnar, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir eftir síðustu vendingar í dómstólum sé eins og ríkissáttasemjari hafi í raun og veru ekki möguleika á að gera neitt, annað en að halda fundi. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur dregið Rússa út úr kjarnorkuvopnasamkomulagi við Bandaríkin. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir Atlantshafsbandalagið aldrei hafa staðið styrkari fótum. Ekki standi þó til að ráðast á Rússland. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Guðmundur Guðmundsson er hættur sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. Aðstoðarþjálfarar hans stýra liðinu í næstu verkefnum. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ segir leit að framtíðareftirmanni Guðmundar ekki hafna. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman, Helga Margrét Höskuldsdóttir talaði við Guðmund Ólafsson. Aldís Rún Lárusdóttir sviðsstjóri forvarnasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að ekki megi breyta notkun húsnæðis, eins og gert var með áfangaheimilið Betra líf, án leyfis. Haukur Holm talaði við hana. Heilbrigðisráðherra vill breyta lögum svp refsiábyrgð hjá heilbrigðisstofnunum, fremur en einstaka heilbrigðisstarfsfólki, þegar alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu leiða til dauðsfalls eða stórfellds líkamstjóns, sé hægt að rekja atvikið til margra samverkandi þátta í starfsemi heilbrigðisstofnunar. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá. ----------- Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór mikinn í dag í ávarpi sem er ýmist kallað stefnuræða eða yfirlit um stöðu þjóðarinnar. Hann réðst harkalega gegn vestrænum ríkjum - kenndi þeim um að hafa komið af stað ófriðinum í Úkraínu og staðið að stigmögnun þeirra síðastliðið ár. Ásgeir Tómasson tók saman, brot úr ræðu Vladimírs Pútíns, Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATÓ fer einnig nokkrum orðum um stöðuna í stríðinu, Yevgeny Popov, þingmaður á Dúmunni segi
2/21/20230
Episode Artwork

Endurskoðun vinnulöggjafar og ræða Vladimírs Pútíns

Spegillinn 21. febrúar 2023 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Alþýðusamband Íslands hefur fengið frest til að afla gagna og vinna greinargerð í máli Ólafar Helgu Adolfsdóttur gegn ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu. Magnús Norðdahl, lögmaður ASÍ, segir niðurstöðu Landsréttar um að Eflingu beri ekki að afhenda félagatal sitt ekki athyglisverða í sjálfu sér. Niðurstaðan snúist fyrst og fremst um að ekki sé heimild til aðfarar. Dómur Landsdóms sem gerði ríkissáttasemjara ókleift að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu í deilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar kallar á endurskoðun vinnulögjafarinnar, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir eftir síðustu vendingar í dómstólum sé eins og ríkissáttasemjari hafi í raun og veru ekki möguleika á að gera neitt, annað en að halda fundi. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur dregið Rússa út úr kjarnorkuvopnasamkomulagi við Bandaríkin. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir Atlantshafsbandalagið aldrei hafa staðið styrkari fótum. Ekki standi þó til að ráðast á Rússland. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Guðmundur Guðmundsson er hættur sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. Aðstoðarþjálfarar hans stýra liðinu í næstu verkefnum. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ segir leit að framtíðareftirmanni Guðmundar ekki hafna. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman, Helga Margrét Höskuldsdóttir talaði við Guðmund Ólafsson. Aldís Rún Lárusdóttir sviðsstjóri forvarnasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að ekki megi breyta notkun húsnæðis, eins og gert var með áfangaheimilið Betra líf, án leyfis. Haukur Holm talaði við hana. Heilbrigðisráðherra vill breyta lögum svp refsiábyrgð hjá heilbrigðisstofnunum, fremur en einstaka heilbrigðisstarfsfólki, þegar alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu leiða til dauðsfalls eða stórfellds líkamstjóns, sé hægt að rekja atvikið til margra samverkandi þátta í starfsemi heilbrigðisstofnunar. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá. ----------- Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór mikinn í dag í ávarpi sem er ýmist kallað stefnuræða eða yfirlit um stöðu þjóðarinnar. Hann réðst harkalega gegn vestrænum ríkjum - kenndi þeim um að hafa komið af stað ófriðinum í Úkraínu og staðið að stigmögnun þeirra síðastliðið ár. Ásgeir Tómasson tók saman, brot úr ræðu Vladimírs Pútíns, Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATÓ fer einnig nokkrum orðum um stöðuna í stríðinu, Yevgeny Popov, þingmaður á Dúmunni segi
2/21/20239 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Vinnudeila SA og Eflingar harðnar enn og Joe Biden í Úkraínu

Spegillinn 20. febrúar 2023 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir ekki hafa verið rætt í ríkisstjórn að setja lög á kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segist hafa þungar áhyggjur af stöðu mála. Deilan sé orðin ein sú harðasta í áratugi, þetta sögðu þau aðspurð á Alþingi af stjórnarandstöðunni. Höskuldur Kári Scharm tók saman. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að félagið ætli ekki að tæma vinnudeilusjóð sinn til að axla ábyrgð á verkbanni og sturlun SA. Verðmunur á matvöru eykst við samanburð á kílóverði. Meðalverð á 113 vörutegundum var lægst í Bónus en hæst í Iceland. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá. Landsvirkjun ætlar að greiða ríkinu tuttugu milljarða króna í arð fyrir síðasta ár, samkvæmt tillögu stjórnar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir stærsta áhrifaþátt bættrar afkomu fyrirtækisins vera endurnýjaða samninga við stórnotendur. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við hann. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, hefur sagt starfi sínu lausu og óskað eftir leyfi frá störfum bæjarfulltrúa út þetta ár Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, formaður bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, segir að ákvörðun Jóns Björns hafi komið á óvart. ------------------- Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er líklega harðasta kjaradeilan sem sést hefur á þessari öld segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfræðingur. Hann rekur ekki minni til þess að verkbann hafi áður beinst að jafn fjölmennum hópi og nú er undir. Ljóst sé að vinnulöggjöfin nái ekki tilgangi sínum að stilla til friðar. Stutt heimsókn Joes Bidens Bandaríkjaforseta til Úkraínu í dag kom flatt upp á flesta. Heimsóknin er sögð þrungin merkingu þegar nærri ár er liðið frá innrás Rússa í Úkraínu og stórsókn þeirra vofir yfir. Ásgeir Tómasson tók saman. Brot úr ávörpum Joes Bidens og Volodymyrs Zelenskys forseta Úkraínu. Norðmenn eru æfir yfir í því að frægt málverk af Leifi Eíríkssyni var tekið niður og sett niður í kjallara í Ríkislistaafninu í Ósló. Gísli Kristjánsson sagði frá.
2/20/20230
Episode Artwork

Vinnudeila SA og Eflingar harðnar enn og Joe Biden í Úkraínu

Spegillinn 20. febrúar 2023 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir ekki hafa verið rætt í ríkisstjórn að setja lög á kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segist hafa þungar áhyggjur af stöðu mála. Deilan sé orðin ein sú harðasta í áratugi, þetta sögðu þau aðspurð á Alþingi af stjórnarandstöðunni. Höskuldur Kári Scharm tók saman. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að félagið ætli ekki að tæma vinnudeilusjóð sinn til að axla ábyrgð á verkbanni og sturlun SA. Verðmunur á matvöru eykst við samanburð á kílóverði. Meðalverð á 113 vörutegundum var lægst í Bónus en hæst í Iceland. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá. Landsvirkjun ætlar að greiða ríkinu tuttugu milljarða króna í arð fyrir síðasta ár, samkvæmt tillögu stjórnar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir stærsta áhrifaþátt bættrar afkomu fyrirtækisins vera endurnýjaða samninga við stórnotendur. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við hann. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, hefur sagt starfi sínu lausu og óskað eftir leyfi frá störfum bæjarfulltrúa út þetta ár Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, formaður bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, segir að ákvörðun Jóns Björns hafi komið á óvart. ------------------- Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er líklega harðasta kjaradeilan sem sést hefur á þessari öld segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfræðingur. Hann rekur ekki minni til þess að verkbann hafi áður beinst að jafn fjölmennum hópi og nú er undir. Ljóst sé að vinnulöggjöfin nái ekki tilgangi sínum að stilla til friðar. Stutt heimsókn Joes Bidens Bandaríkjaforseta til Úkraínu í dag kom flatt upp á flesta. Heimsóknin er sögð þrungin merkingu þegar nærri ár er liðið frá innrás Rússa í Úkraínu og stórsókn þeirra vofir yfir. Ásgeir Tómasson tók saman. Brot úr ávörpum Joes Bidens og Volodymyrs Zelenskys forseta Úkraínu. Norðmenn eru æfir yfir í því að frægt málverk af Leifi Eíríkssyni var tekið niður og sett niður í kjallara í Ríkislistaafninu í Ósló. Gísli Kristjánsson sagði frá.
2/20/20239 minutes
Episode Artwork

Bankavextir hækka, óveður í Danmörku, hæsta einkunn í hjúkrunarfræði

Spegillinn 17. febrúar 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. Honum verður fram haldið klukkan tíu í fyrramálið. Samninganefnd Eflingar frestaði í gærkvöld öllum verkföllum fram á miðnætti aðfaranætur mánudags. Stóru viðskiptabankarnir tilkynntu allir um vaxtahækkanir í dag. Óverðtryggðir vextir á lánum hjá Arion banka, Landsbankanum og Íslandsbanka hækka allir um 0,5 prósentustig, ef frá eru talin ný óverðtryggð íbúðalán í Landsbankanum. Hátt á þriðja hundrað íbúar í þremur fjölbýlishúsum í Kaupmannahöfn hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Óveðurslægðin Ottó fer yfir Danmörku og er talið óvíst að húsin standi af sér storminn.Alexander Kristjánsson sagði frá. Mikið uppbyggingarstarf er framundan eftir eldsvoða á áfangaheimilinu Betra líf í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun. Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður heimilisins, segir að allt kapp hafi verið lagt á að finna húsaskjól fyrir 27 manns sem þar bjuggu. Það tókst undir kvöld. Andri Yrkill Valsson ræddi við Arnar. Níu yfirmenn hjá embætti ríkislögreglustjóra halda stórauknum lífeyrisréttindum, sem fyrrverandi ríkislögreglustjóri færði þeim. Landsréttur staðfesti í dag að Sigríði Björk Guðjónsdóttur hafi ekki verið heimilt að vinda ofan af samkomulagi forvera síns. Alexander Kristjánsson sagði frá. Kandídatinn Kristófer Kristófersson útskrifaðist í dag með hæstu einkunn sem gefin hefur verið í BS-námi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands á útskriftarathöfn í Háskólabíói. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við hann. Langvarandi landris við Öskju og jarðhiti virðist valda bráðnun íss á Öskjuvatni. Eldfjallafræðingur sem flaug yfir eldstöðina í gær segir kviku liggja grunnt undir yfirborðinu. Eldgos í Öskju geta verið nokkuð stór. Bjarni Rúnarsson ræddi við Ármann Höskuldsson um stöðu mála við Öskju. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir, mikið bakslag í réttindabaráttu trans fólks í Bretlandi, sem komi einnig fram sem klofningur innan hinsegin samfélagsins. Trans fólk er óttaslegið og sorgmætt eftir morðið á sextán ára trans stúlkunni Briönnu Ghey, sem var stungin til baka af jafnöldrum sínum í vikunni. Alma Ómarsdóttir talaði við Uglu. Á annað hundrað flugfélög í heiminum hafa orðið gjaldþrota síðastliðin fjögur ár. Þess er krafist að reglum verði breytt til þess að flugfélögin beri sjálf kostnaðinn af að koma farþegu
2/17/20230
Episode Artwork

Bankavextir hækka, óveður í Danmörku, hæsta einkunn í hjúkrunarfræði

Spegillinn 17. febrúar 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. Honum verður fram haldið klukkan tíu í fyrramálið. Samninganefnd Eflingar frestaði í gærkvöld öllum verkföllum fram á miðnætti aðfaranætur mánudags. Stóru viðskiptabankarnir tilkynntu allir um vaxtahækkanir í dag. Óverðtryggðir vextir á lánum hjá Arion banka, Landsbankanum og Íslandsbanka hækka allir um 0,5 prósentustig, ef frá eru talin ný óverðtryggð íbúðalán í Landsbankanum. Hátt á þriðja hundrað íbúar í þremur fjölbýlishúsum í Kaupmannahöfn hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Óveðurslægðin Ottó fer yfir Danmörku og er talið óvíst að húsin standi af sér storminn.Alexander Kristjánsson sagði frá. Mikið uppbyggingarstarf er framundan eftir eldsvoða á áfangaheimilinu Betra líf í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun. Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður heimilisins, segir að allt kapp hafi verið lagt á að finna húsaskjól fyrir 27 manns sem þar bjuggu. Það tókst undir kvöld. Andri Yrkill Valsson ræddi við Arnar. Níu yfirmenn hjá embætti ríkislögreglustjóra halda stórauknum lífeyrisréttindum, sem fyrrverandi ríkislögreglustjóri færði þeim. Landsréttur staðfesti í dag að Sigríði Björk Guðjónsdóttur hafi ekki verið heimilt að vinda ofan af samkomulagi forvera síns. Alexander Kristjánsson sagði frá. Kandídatinn Kristófer Kristófersson útskrifaðist í dag með hæstu einkunn sem gefin hefur verið í BS-námi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands á útskriftarathöfn í Háskólabíói. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við hann. Langvarandi landris við Öskju og jarðhiti virðist valda bráðnun íss á Öskjuvatni. Eldfjallafræðingur sem flaug yfir eldstöðina í gær segir kviku liggja grunnt undir yfirborðinu. Eldgos í Öskju geta verið nokkuð stór. Bjarni Rúnarsson ræddi við Ármann Höskuldsson um stöðu mála við Öskju. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir, mikið bakslag í réttindabaráttu trans fólks í Bretlandi, sem komi einnig fram sem klofningur innan hinsegin samfélagsins. Trans fólk er óttaslegið og sorgmætt eftir morðið á sextán ára trans stúlkunni Briönnu Ghey, sem var stungin til baka af jafnöldrum sínum í vikunni. Alma Ómarsdóttir talaði við Uglu. Á annað hundrað flugfélög í heiminum hafa orðið gjaldþrota síðastliðin fjögur ár. Þess er krafist að reglum verði breytt til þess að flugfélögin beri sjálf kostnaðinn af að koma farþegu
2/17/20238 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Lagasetning ekki í aðsigi, Pence og spilliefni í sjóinn

Forsætisráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að grípa inn í kjaraviðræður með lagasetningu að svo stöddu. Grannt sé þó fylgst með framvindu verkfalla. Komið er að úrslitastund um hvort formlegum kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins verður fram haldið. Stjórn og trúnaðarráð Eflingar situr nú á fundi Sænska lögreglan hefur synjað tveimur umsóknum um leyfi til að brenna Kóraninn í Stokkhólmi. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn sem slíkum mótmælum getur fylgt. Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna neitar að bera vitni í rannsókn sérstaks saksóknara á þætti Donalds Trumps í áhlaupi á þinghúsið í Washington fyrir tveimur árum. ------- Í dag hófst atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Eflingar um næstu lotu verkfalla. Þar kjósa um 600 starfsmenn hótela og gistiheimila um hvort leggja eigi niður störf. Verði það samþykkt er allt félagsfólk Eflingar sem starfar á hótelum komið í verkfall. Einnig nær það til um 400 öryggisvarða hjá Securitas og Öryggismiðstöðinni og 650 manns í ræstingum hjá Dögum og Sólar auk minni fyrirtækja, samtals um 1650 manns. Þeirri atkvæðagreiðslu lýkur á mánudag. Verði verkföllin samþykkt eiga þau að hefjast á hádegi þriðjudaginn 28. febrúar, í þarnæstu viku. Og áhrif verkfalla sem hófust í gær verða sífellt meiri. Olía og bensín fer minnkandi á nokkrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Ferðaþjónustan óttast að ferðamenn verði á hrakhólum fljótlega í kring um helgina. Bjarni Rúnarsson tekur saman atburði dagsins. Sérstakur saksóknari sem rannsakar þátt Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í þinghúsárásinni 6. janúar 2021 stefndi á dögunum Mike Pence, varaforseta hans, til að bera vitni. Saksóknarinn starfar á vegum dómsmálaráðuneytisins. Að sögn bandarískra fjölmiðla var Pence birt stefnan eftir langar samningaviðræður stjórnvalda og lögmanna hans. Haft var eftir varaforsetanum fyrrverandi í bandarískum fjölmiðlum í gær að hann ætlaði ekki að mæta til yfirheyrslu undir neinum kringumstæðum. Hann væri jafnvel tilbúinn að fara fyrir hæstarétt til að fá stefnunni hnekkt. Það hefur lengi legið í loftinu að Mike Pence yrði stefnt til að mæta fyrir rannsóknarnefndina til að svara spurningum um atburðina sjötta janúar. Í viðtali í fréttaþætti CBS Face The Nation í nóvember sagði hann að ekki kæmi til greina að mæta. Ásgeir Tómasson segir frá. Vitað er um 160 tilvik þar sem olía og önnur spilliefni hafa farið í sjóinn utan ströndum Svíþjóðar, á síðustu þremur árum. Stundum í mjög miklu magni. Ekkert þessara mála hefur þó leitt til sakfellingar. Kári Gylfason í Gautaborg fjal
2/16/20230
Episode Artwork

Lagasetning ekki í aðsigi, Pence og spilliefni í sjóinn

Forsætisráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að grípa inn í kjaraviðræður með lagasetningu að svo stöddu. Grannt sé þó fylgst með framvindu verkfalla. Komið er að úrslitastund um hvort formlegum kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins verður fram haldið. Stjórn og trúnaðarráð Eflingar situr nú á fundi Sænska lögreglan hefur synjað tveimur umsóknum um leyfi til að brenna Kóraninn í Stokkhólmi. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn sem slíkum mótmælum getur fylgt. Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna neitar að bera vitni í rannsókn sérstaks saksóknara á þætti Donalds Trumps í áhlaupi á þinghúsið í Washington fyrir tveimur árum. ------- Í dag hófst atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Eflingar um næstu lotu verkfalla. Þar kjósa um 600 starfsmenn hótela og gistiheimila um hvort leggja eigi niður störf. Verði það samþykkt er allt félagsfólk Eflingar sem starfar á hótelum komið í verkfall. Einnig nær það til um 400 öryggisvarða hjá Securitas og Öryggismiðstöðinni og 650 manns í ræstingum hjá Dögum og Sólar auk minni fyrirtækja, samtals um 1650 manns. Þeirri atkvæðagreiðslu lýkur á mánudag. Verði verkföllin samþykkt eiga þau að hefjast á hádegi þriðjudaginn 28. febrúar, í þarnæstu viku. Og áhrif verkfalla sem hófust í gær verða sífellt meiri. Olía og bensín fer minnkandi á nokkrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Ferðaþjónustan óttast að ferðamenn verði á hrakhólum fljótlega í kring um helgina. Bjarni Rúnarsson tekur saman atburði dagsins. Sérstakur saksóknari sem rannsakar þátt Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í þinghúsárásinni 6. janúar 2021 stefndi á dögunum Mike Pence, varaforseta hans, til að bera vitni. Saksóknarinn starfar á vegum dómsmálaráðuneytisins. Að sögn bandarískra fjölmiðla var Pence birt stefnan eftir langar samningaviðræður stjórnvalda og lögmanna hans. Haft var eftir varaforsetanum fyrrverandi í bandarískum fjölmiðlum í gær að hann ætlaði ekki að mæta til yfirheyrslu undir neinum kringumstæðum. Hann væri jafnvel tilbúinn að fara fyrir hæstarétt til að fá stefnunni hnekkt. Það hefur lengi legið í loftinu að Mike Pence yrði stefnt til að mæta fyrir rannsóknarnefndina til að svara spurningum um atburðina sjötta janúar. Í viðtali í fréttaþætti CBS Face The Nation í nóvember sagði hann að ekki kæmi til greina að mæta. Ásgeir Tómasson segir frá. Vitað er um 160 tilvik þar sem olía og önnur spilliefni hafa farið í sjóinn utan ströndum Svíþjóðar, á síðustu þremur árum. Stundum í mjög miklu magni. Ekkert þessara mála hefur þó leitt til sakfellingar. Kári Gylfason í Gautaborg fjal
2/16/202310 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Verkföll, deila Pólverja og ESB, afsögn Sturgeon, vargöld í Svíþjóð

Spegillinn 15.02. 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Settur ríkissáttasemjari hefur fundað með samninganefndum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins síðan klukkan níu í morgun. Hann segir að setið verði fram á kvöld, svo lengi sem eitthvert gagn er af því. Formaður Samtaka atvinnulífsins segir það óhóflega bjartsýni að halda að samningar náist í kvöld en formaður Eflingar er bjartsýnni en áður. Fólk flykktist á bensínstöðvar í aðdraganda verkfallsins, til að fylla á bíla sína og jafnvel brúsa og tunnur að auki. Viðbúið er að verkfallið mikil áhrif á innanlandsflug, jafnvel þótt það vari aðeins nokra daga, fáist ekki undanþágur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið málaferli gegn stjórnvöldum í Póllandi eftir að æðsti dómstóll landsins dró í efa forgangsáhrif Evrópulaga. --------------- Verkfall um 600 Eflingarfélaga hófst á hádegi í dag. Það er ótímabundið og bætist við verkföll félagsins á hótelum sem hófust 7. febrúar. Þessi lota verkfalla kemur verr við almenning en fyrsta lotan, því nú eru bæði fleiri komin í verkfall, og ekki síður, að áhrifin eru meiri í ljósi þess að olíu- og bensíndælur á vesturhluta landsins eru teknar að tæmast hver á fætur annarri, og raunar gerðist það mjög fljótlega eftir að verkfall hófst um miðjan dag. Nicola Sturgeon tilkynnti í dag um afsögn sína sem fyrsti ráðherra Skotlands, eftir átta ár í embætti. Hún segist kveðja embættið með stolt í hjarta. Lögreglan í Stokkhólmi hefur haft afskipti af börnum allt niður í þrettán ára aldur í tengslum við vargöldina sem staðið hefur yfir frá því skömmu fyrir jól. Skotárásir og sprengjutilræði hafa verið daglegt brauð. Ódæðin eru oft framin af börnum og ungmennum meðan höfuðpaurarnir sitja í skjóli ? jafnvel erlendis.
2/15/20230
Episode Artwork

Verkföll, deila Pólverja og ESB, afsögn Sturgeon, vargöld í Svíþjóð

Spegillinn 15.02. 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Settur ríkissáttasemjari hefur fundað með samninganefndum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins síðan klukkan níu í morgun. Hann segir að setið verði fram á kvöld, svo lengi sem eitthvert gagn er af því. Formaður Samtaka atvinnulífsins segir það óhóflega bjartsýni að halda að samningar náist í kvöld en formaður Eflingar er bjartsýnni en áður. Fólk flykktist á bensínstöðvar í aðdraganda verkfallsins, til að fylla á bíla sína og jafnvel brúsa og tunnur að auki. Viðbúið er að verkfallið mikil áhrif á innanlandsflug, jafnvel þótt það vari aðeins nokra daga, fáist ekki undanþágur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið málaferli gegn stjórnvöldum í Póllandi eftir að æðsti dómstóll landsins dró í efa forgangsáhrif Evrópulaga. --------------- Verkfall um 600 Eflingarfélaga hófst á hádegi í dag. Það er ótímabundið og bætist við verkföll félagsins á hótelum sem hófust 7. febrúar. Þessi lota verkfalla kemur verr við almenning en fyrsta lotan, því nú eru bæði fleiri komin í verkfall, og ekki síður, að áhrifin eru meiri í ljósi þess að olíu- og bensíndælur á vesturhluta landsins eru teknar að tæmast hver á fætur annarri, og raunar gerðist það mjög fljótlega eftir að verkfall hófst um miðjan dag. Nicola Sturgeon tilkynnti í dag um afsögn sína sem fyrsti ráðherra Skotlands, eftir átta ár í embætti. Hún segist kveðja embættið með stolt í hjarta. Lögreglan í Stokkhólmi hefur haft afskipti af börnum allt niður í þrettán ára aldur í tengslum við vargöldina sem staðið hefur yfir frá því skömmu fyrir jól. Skotárásir og sprengjutilræði hafa verið daglegt brauð. Ódæðin eru oft framin af börnum og ungmennum meðan höfuðpaurarnir sitja í skjóli ? jafnvel erlendis.
2/15/20239 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Bætir í verkföll Eflingar og vinnuréttarsérfræðingur

Spegillinn 14. febrúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Verkfall Eflingarstarfsmanna, sem hefst að óbreyttu á morgun, gæti valdið því að bensínstöðvar verði tómar fyrir helgi, með tilheyrandi samgöngutruflunum. Ef verkfallið dregst á langinn hefði það meðal annars áhrif á akstur Strætó. Alma Ómarsdóttir tók saman og talaði við Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs N1 og Jóhannes Svavar Rúnarsson hjá Strætó. Staðfest andlát vegna hamfaranna í Tyrklandi og Sýrlandi eru yfir 37 þúsund. Hluti íslenska hópsins sem fór til björgunarstarfa í Tyrklandi í síðustu viku sneri aftur heim í dag.Björn J. Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg, segir samstarfið hafa gengið vel í hræðilegum aðstæðum. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann. Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu, tilkynnti í dag um forsetaframboð sitt í bandarísku forsetakosningunum haustið 2024. Smyril Line er að efla brunarvarnir um borð í Norrænu til að ráða betur við bruna í rafmagnsbílum. Mjög mikill hiti myndast þegar bílar með stórum rafhlöðum brenna. Rúnar Snær Reynisson sagði frá og talaði við Óskar Svein Friðriksson, framkvæmdastjóra Smyril Line á Íslandi. ----- Úrskurður Landsréttar í gær um deilu Eflingar og SA gæti haft áhrif á kjaradeilur framtíðarinnar. Elín Blöndal, dósent í lögfræði við Háskólann á Bifröstsegir að miðlunartillögur hafi verið helsta vopn sáttasemjara hingað til en það verkfæri gæti reynst illnothæft. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana. Aðgerðir vegna kjaradeilu Eflingar og SA hafa ekki síst beinst að hótelum og ferðaþjónustu. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir áhrifa þessara verkfalla geti gætt miklu víðar en í borginni. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hana. Ár á Nýja Sjálandi hafa breyst í stórfljót og vatn flæðir um götur í borgum og bæjum eftir að hitabeltisstormurinn Gabríella kom þar á land. Ástandið er svo slæmt að Chris Hipkins, nýr forsætisráðherra landsins, lýsti yfir neyðarástandi um allt land.
2/14/20230
Episode Artwork

Bætir í verkföll Eflingar og vinnuréttarsérfræðingur

Spegillinn 14. febrúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Verkfall Eflingarstarfsmanna, sem hefst að óbreyttu á morgun, gæti valdið því að bensínstöðvar verði tómar fyrir helgi, með tilheyrandi samgöngutruflunum. Ef verkfallið dregst á langinn hefði það meðal annars áhrif á akstur Strætó. Alma Ómarsdóttir tók saman og talaði við Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs N1 og Jóhannes Svavar Rúnarsson hjá Strætó. Staðfest andlát vegna hamfaranna í Tyrklandi og Sýrlandi eru yfir 37 þúsund. Hluti íslenska hópsins sem fór til björgunarstarfa í Tyrklandi í síðustu viku sneri aftur heim í dag.Björn J. Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg, segir samstarfið hafa gengið vel í hræðilegum aðstæðum. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann. Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu, tilkynnti í dag um forsetaframboð sitt í bandarísku forsetakosningunum haustið 2024. Smyril Line er að efla brunarvarnir um borð í Norrænu til að ráða betur við bruna í rafmagnsbílum. Mjög mikill hiti myndast þegar bílar með stórum rafhlöðum brenna. Rúnar Snær Reynisson sagði frá og talaði við Óskar Svein Friðriksson, framkvæmdastjóra Smyril Line á Íslandi. ----- Úrskurður Landsréttar í gær um deilu Eflingar og SA gæti haft áhrif á kjaradeilur framtíðarinnar. Elín Blöndal, dósent í lögfræði við Háskólann á Bifröstsegir að miðlunartillögur hafi verið helsta vopn sáttasemjara hingað til en það verkfæri gæti reynst illnothæft. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana. Aðgerðir vegna kjaradeilu Eflingar og SA hafa ekki síst beinst að hótelum og ferðaþjónustu. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir áhrifa þessara verkfalla geti gætt miklu víðar en í borginni. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hana. Ár á Nýja Sjálandi hafa breyst í stórfljót og vatn flæðir um götur í borgum og bæjum eftir að hitabeltisstormurinn Gabríella kom þar á land. Ástandið er svo slæmt að Chris Hipkins, nýr forsætisráðherra landsins, lýsti yfir neyðarástandi um allt land.
2/14/202310 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Sprengingar, njósnarar og fljúgandi furðuhlutir

Ríkissáttasemjari er tilbúinn að víkja í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Efling þyrfti ekki að skila kjörskrá vegna miðlunartillögu hans. Áfellisdómur, að mati formanns Eflingar. Allir vegir til og frá Tálknafirði eru lokaðir vegna vatnavaxta og Snæfellsnesvegur er við það að rofna. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að sprenging varð í metanbíl á bensínstöð í Álfheimum í Reykjavík síðdegis. Hvellur frá sprengingunni heyrðist víða. Netþrjótar stálu milljónum króna af íslenskum bankareikningum um helgina. Líklegt er að útlendir glæpamenn fái hjálp frá Íslendingum, segir framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja. ----- Landsréttur snéri í dag við úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um að Efling skuli afhenda Ríkissáttasemjara kjörskrá sína. Það þýðir að ekki er hægt að leggja miðlunartillögu Ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna Eflingar. Landsréttur segir að ríkissáttasemjara sé ótvírætt heimilt að eiga frumkvæði að því að efna til atkvæðagreiðslu. Hvergi verði hins vegar séð í lögum að aðila í vinnudeilu (í þessu tilfelli Eflingu) sé skylt að afhenda honum kjörskrá sína áður en til atkvæðagreiðslu kemur eða veita honum aðgang að henni. Efling og ríkissáttasemjari gerði með sér samkomulag í síðustu viku um að una niðurstöðu Landsréttar. Í yfirlýsingu sem Efling sendi fjölmiðlum er þess krafist að Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segi sig samstundis frá deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.Sólveig Anna Jónsdóttir fagnar þessari niðurstöðu. Bjarni Rúnarsson ræddi við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kanada virðast enn litlu nær um þrjá óþekkta hluti sem hafa sést á flugi yfir Norður-Ameríku síðustu daga. Allir hafa þeir verið skotnir niður, en leit að tveimur þeirra hefur enn ekki borið árangur, eftir því sem næst verður komist. Raunar má segja að kínverskur loftbelgur hafi þjófstartað málinu. Hans varð fyrst vart yfir Aleútaeyjum 28. janúar. Þremur sólarhringum síðar sveif hann inn á meginlandið. Nokkrum dögum síðar var hann skotinn niður undan ströndum Suður-Karólínu. Að sögn Kínverja var þetta veðurloftbelgur sem hafði villst af leið. Bandaríkjamenn segja ekkert hæft í því. Niður úr belgnum hafi hangið búnaður sem hafi verið ætlað að afla leynilegra upplýsinga. Vegna þessa ákvað Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að fresta heimsókn sinni til Kína um óákveðinn tíma. Málinu er engan veginn lokið, þar sem Kínverjar segja að Bandaríkjamenn hafi sent njósnabelgi inn yfi
2/13/20230
Episode Artwork

Sprengingar, njósnarar og fljúgandi furðuhlutir

Ríkissáttasemjari er tilbúinn að víkja í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Efling þyrfti ekki að skila kjörskrá vegna miðlunartillögu hans. Áfellisdómur, að mati formanns Eflingar. Allir vegir til og frá Tálknafirði eru lokaðir vegna vatnavaxta og Snæfellsnesvegur er við það að rofna. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að sprenging varð í metanbíl á bensínstöð í Álfheimum í Reykjavík síðdegis. Hvellur frá sprengingunni heyrðist víða. Netþrjótar stálu milljónum króna af íslenskum bankareikningum um helgina. Líklegt er að útlendir glæpamenn fái hjálp frá Íslendingum, segir framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja. ----- Landsréttur snéri í dag við úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um að Efling skuli afhenda Ríkissáttasemjara kjörskrá sína. Það þýðir að ekki er hægt að leggja miðlunartillögu Ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna Eflingar. Landsréttur segir að ríkissáttasemjara sé ótvírætt heimilt að eiga frumkvæði að því að efna til atkvæðagreiðslu. Hvergi verði hins vegar séð í lögum að aðila í vinnudeilu (í þessu tilfelli Eflingu) sé skylt að afhenda honum kjörskrá sína áður en til atkvæðagreiðslu kemur eða veita honum aðgang að henni. Efling og ríkissáttasemjari gerði með sér samkomulag í síðustu viku um að una niðurstöðu Landsréttar. Í yfirlýsingu sem Efling sendi fjölmiðlum er þess krafist að Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segi sig samstundis frá deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.Sólveig Anna Jónsdóttir fagnar þessari niðurstöðu. Bjarni Rúnarsson ræddi við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kanada virðast enn litlu nær um þrjá óþekkta hluti sem hafa sést á flugi yfir Norður-Ameríku síðustu daga. Allir hafa þeir verið skotnir niður, en leit að tveimur þeirra hefur enn ekki borið árangur, eftir því sem næst verður komist. Raunar má segja að kínverskur loftbelgur hafi þjófstartað málinu. Hans varð fyrst vart yfir Aleútaeyjum 28. janúar. Þremur sólarhringum síðar sveif hann inn á meginlandið. Nokkrum dögum síðar var hann skotinn niður undan ströndum Suður-Karólínu. Að sögn Kínverja var þetta veðurloftbelgur sem hafði villst af leið. Bandaríkjamenn segja ekkert hæft í því. Niður úr belgnum hafi hangið búnaður sem hafi verið ætlað að afla leynilegra upplýsinga. Vegna þessa ákvað Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að fresta heimsókn sinni til Kína um óákveðinn tíma. Málinu er engan veginn lokið, þar sem Kínverjar segja að Bandaríkjamenn hafi sent njósnabelgi inn yfi
2/13/202310 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Ákærur vegna árásar í Bankastræti Club, rannsókn lokið á Blönduósi

Spegillinn 10. febrúar 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn Útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Tuttugu og fimm eru ákærðir í tengslum við hnífaárásina á skemmtiustaðnum Bankastræti Club í Reykjavík í nóvember í fyrra. Einn þeirra er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru í málinu. Sólveig Klara Ragnarsdóttir sagði frá. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn á skotárásarmálinu á Blönduósi. Kona á sextugsaldri og maður sem réðst vopnaður inn á heimili hennar létust í árásinni. Eiginmaður konunnar særðist lífshættulega. Málið er komið til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um framhaldið. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman. Stéttarfélagið Efling ætlar að leita til félagsdóms vegna meintra verkfallsbrota Íslandshótela. Forsvarsmenn hótelanna þvertaka fyrir að þar séu framin verkfallsbrot og segja Eflingu heimilt að senda verkfallsverði á hótelin - en þó ekki nema tvo í einu. Alexander Kristjánsson sagði frá. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að kínverskur loftbelgur, sem Bandaríkjaher skaut nýverið niður innan eigin lofthelgi, hafi ekki verið sérstök öryggisógn. Þingmenn hafa sumir gagnrýnt forsetann fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við. Oddur Þórðarson sagði frá. Samlegðaráhrif af samruna Íslandsbanka og Kviku yrðu töluverð og hagræðingaraðgerðir óhjákvæmilegar, segir Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka. Stjórn Íslandsbanka samþykkti í gær að hefja viðræður um samruna við Kviku banka. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra bindur vonir við að sameiningarviðræður Íslandsbanka og Kviku leiði til aukinnar hagkvæmni á fjármálamarkaði, sem skili sér til neytenda. Sólveig Klara Ragnarsdóttir og Andri Yrkill Valsson tóku saman. Þá segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að ekki sé tímabært að taka afstöðu til hugmyndarinnar um samruna bankanna. Bjarni Rúnarsson talaði við hann. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur Alþýðusambands Íslands í neytendamálum, samsinnir því í viðtali við Ævar Örn Jósepsson, að íslensk stórfyrirtæki séu ófeimin við að lýsa því á heimasíðum sínum, stefnuyfirlýsingum og ársskýrslum, að þau sýni samfélagslega ábyrgð. Reyndin sé hins vegar önnur þegar afkomutölur þeirra eru skoðaðar á tímum síhækkandi verðlags á nauðsynjavörum og sífellt hækkandi vaxta. Framþróun á sviði gervigreindar er talin stærsta ógnin við viðskiptalíkan bandaríska tæknirisans Google. Fyrirtækið ætlar að bregðast við með útgáfu eigin gervigreindarspjallmennis. Það verður áskor
2/10/20230
Episode Artwork

Ákærur vegna árásar í Bankastræti Club, rannsókn lokið á Blönduósi

Spegillinn 10. febrúar 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn Útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Tuttugu og fimm eru ákærðir í tengslum við hnífaárásina á skemmtiustaðnum Bankastræti Club í Reykjavík í nóvember í fyrra. Einn þeirra er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru í málinu. Sólveig Klara Ragnarsdóttir sagði frá. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn á skotárásarmálinu á Blönduósi. Kona á sextugsaldri og maður sem réðst vopnaður inn á heimili hennar létust í árásinni. Eiginmaður konunnar særðist lífshættulega. Málið er komið til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um framhaldið. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman. Stéttarfélagið Efling ætlar að leita til félagsdóms vegna meintra verkfallsbrota Íslandshótela. Forsvarsmenn hótelanna þvertaka fyrir að þar séu framin verkfallsbrot og segja Eflingu heimilt að senda verkfallsverði á hótelin - en þó ekki nema tvo í einu. Alexander Kristjánsson sagði frá. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að kínverskur loftbelgur, sem Bandaríkjaher skaut nýverið niður innan eigin lofthelgi, hafi ekki verið sérstök öryggisógn. Þingmenn hafa sumir gagnrýnt forsetann fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við. Oddur Þórðarson sagði frá. Samlegðaráhrif af samruna Íslandsbanka og Kviku yrðu töluverð og hagræðingaraðgerðir óhjákvæmilegar, segir Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka. Stjórn Íslandsbanka samþykkti í gær að hefja viðræður um samruna við Kviku banka. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra bindur vonir við að sameiningarviðræður Íslandsbanka og Kviku leiði til aukinnar hagkvæmni á fjármálamarkaði, sem skili sér til neytenda. Sólveig Klara Ragnarsdóttir og Andri Yrkill Valsson tóku saman. Þá segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að ekki sé tímabært að taka afstöðu til hugmyndarinnar um samruna bankanna. Bjarni Rúnarsson talaði við hann. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur Alþýðusambands Íslands í neytendamálum, samsinnir því í viðtali við Ævar Örn Jósepsson, að íslensk stórfyrirtæki séu ófeimin við að lýsa því á heimasíðum sínum, stefnuyfirlýsingum og ársskýrslum, að þau sýni samfélagslega ábyrgð. Reyndin sé hins vegar önnur þegar afkomutölur þeirra eru skoðaðar á tímum síhækkandi verðlags á nauðsynjavörum og sífellt hækkandi vaxta. Framþróun á sviði gervigreindar er talin stærsta ógnin við viðskiptalíkan bandaríska tæknirisans Google. Fyrirtækið ætlar að bregðast við með útgáfu eigin gervigreindarspjallmennis. Það verður áskor
2/10/20239 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Kvika og Íslandsbanki í eina sæng og 20 þúsund látin eftir skjálfta

Viðræður um sameiningu Íslandsbanka og Kviku um sameiningu eru að hefjast. Samruninn myndi stækka efnahagsreikning Íslandsbanka um 20 prósent. Um tuttugu þúsund manns hafa fundist látin í Tyrklandi og Sýrlandi vegna jarðskjálftana á mánudag. Mikil eyðilegging blasir við íslenskum björgunarsveitarmönnum sem eru í Tyrklandi. Enn finnst fólk á lífi í rústunum Síðasta vaxtahækkun Seðlabankans er í boði ríkisstjórnarinnar og kyndir undir verðbólgubálinu, segir miðstjórn ASÍ. Hagfræðingur samtakanna segir það pólitíska ákvörðun að láta aðgerðir gegn verðbólgu bitna á alþýðu manna frekar en stöndugum stórfyrirtækjum. Sviðsstjórar hjá Hafrannsóknarstofnun fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar. Bæta þurfi í fé til rannsókna og eftirlits með sjókvíaeldi Eitt fremsta og afkastamesta popptónskáld heims, Burt Bacharach er látinn, 94 ára að aldri. ------ Þúsundir hafa látist vegna jarðskjálfta í Tyrklandi á mánudaginn. Enn fleiri töpuðu öllu sínu - björgunarstarf stendur yfir og er hvergi nærri lokið. Fjöldi hjálparsamtaka sendi liðsauka til landsins í þeirri von að bjarga fólki úr rústum húsa sem hrundu. Meðal þeirra er níu manna hópur frá Íslandi sem vinnur að samhæfingu aðgerða. Þau lögðu af stað fyrr í vikunni og eru nú komin til Hatay Expo. Sólveig Þorvaldsdóttir fer fyrir hópnum. Við skulum heyra lýsingu hennar á störfum hópsins. Eftir síðustu hækkun eru stýrivextir Seðlabankans 6,5 prósent og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Stýrivextir voru í lágmarki í apríl 2021, 0,75 prósent, - hafa því hækkað um 5,75 prósentustig og þannig nær sexfaldast á innan við tveimur árum. Þessi síðasta hækkun, sem nam 0,5 prósentustigum, hefur verið harðlega gagnrýnd, jafnt af stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins, og þótt yfirlýstur tilgangur stýrivaxtahækkana sé að hamla gegn verðbólgu er hækkunin nú sögð virka sem olía á verðbólgubálið sem brennur þó glatt fyrir, en verðbólga mælist nú 9,9 prósent. Og matarkarfan hækkar og hækkar. Auður Alfa Ólafsdóttir er sérfræðingur ASÍ í neytendamálum. Ríkisendurskoðun fer hörðum orðum um stjórnsýslu, eftirlit og umsjón með sjókvíaeldi hér á landi í skýrslu sem gefin var út í vikunni. Gagnrýni hefur komið úr ýmsum áttum, bæði frá veiðifélögum, siðfræðingum, náttúruverndarsamtökum og fleirum og er hún yfirleitt á þá lund að stjórnkerfið sé veikburða og jafnvel að pólitísk spilling hafi sett mark sitt á greinina. Landvernd og Landssamband veiðifélaga hafa kallað eftir að sjókvíaeldi verði hætt án tafar. Bjarni Rúnarsson ræddi við Guðna Guðbergsson sviðstjóra ferskvatns og eldissviðs Hafrann
2/9/20230
Episode Artwork

Kvika og Íslandsbanki í eina sæng og 20 þúsund látin eftir skjálfta

Viðræður um sameiningu Íslandsbanka og Kviku um sameiningu eru að hefjast. Samruninn myndi stækka efnahagsreikning Íslandsbanka um 20 prósent. Um tuttugu þúsund manns hafa fundist látin í Tyrklandi og Sýrlandi vegna jarðskjálftana á mánudag. Mikil eyðilegging blasir við íslenskum björgunarsveitarmönnum sem eru í Tyrklandi. Enn finnst fólk á lífi í rústunum Síðasta vaxtahækkun Seðlabankans er í boði ríkisstjórnarinnar og kyndir undir verðbólgubálinu, segir miðstjórn ASÍ. Hagfræðingur samtakanna segir það pólitíska ákvörðun að láta aðgerðir gegn verðbólgu bitna á alþýðu manna frekar en stöndugum stórfyrirtækjum. Sviðsstjórar hjá Hafrannsóknarstofnun fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar. Bæta þurfi í fé til rannsókna og eftirlits með sjókvíaeldi Eitt fremsta og afkastamesta popptónskáld heims, Burt Bacharach er látinn, 94 ára að aldri. ------ Þúsundir hafa látist vegna jarðskjálfta í Tyrklandi á mánudaginn. Enn fleiri töpuðu öllu sínu - björgunarstarf stendur yfir og er hvergi nærri lokið. Fjöldi hjálparsamtaka sendi liðsauka til landsins í þeirri von að bjarga fólki úr rústum húsa sem hrundu. Meðal þeirra er níu manna hópur frá Íslandi sem vinnur að samhæfingu aðgerða. Þau lögðu af stað fyrr í vikunni og eru nú komin til Hatay Expo. Sólveig Þorvaldsdóttir fer fyrir hópnum. Við skulum heyra lýsingu hennar á störfum hópsins. Eftir síðustu hækkun eru stýrivextir Seðlabankans 6,5 prósent og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Stýrivextir voru í lágmarki í apríl 2021, 0,75 prósent, - hafa því hækkað um 5,75 prósentustig og þannig nær sexfaldast á innan við tveimur árum. Þessi síðasta hækkun, sem nam 0,5 prósentustigum, hefur verið harðlega gagnrýnd, jafnt af stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins, og þótt yfirlýstur tilgangur stýrivaxtahækkana sé að hamla gegn verðbólgu er hækkunin nú sögð virka sem olía á verðbólgubálið sem brennur þó glatt fyrir, en verðbólga mælist nú 9,9 prósent. Og matarkarfan hækkar og hækkar. Auður Alfa Ólafsdóttir er sérfræðingur ASÍ í neytendamálum. Ríkisendurskoðun fer hörðum orðum um stjórnsýslu, eftirlit og umsjón með sjókvíaeldi hér á landi í skýrslu sem gefin var út í vikunni. Gagnrýni hefur komið úr ýmsum áttum, bæði frá veiðifélögum, siðfræðingum, náttúruverndarsamtökum og fleirum og er hún yfirleitt á þá lund að stjórnkerfið sé veikburða og jafnvel að pólitísk spilling hafi sett mark sitt á greinina. Landvernd og Landssamband veiðifélaga hafa kallað eftir að sjókvíaeldi verði hætt án tafar. Bjarni Rúnarsson ræddi við Guðna Guðbergsson sviðstjóra ferskvatns og eldissviðs Hafrann
2/9/202310 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Samkomulag ríkissáttasemjara og Eflingar; stýrivaxtahækkun

Ásakanir hafa gengið á víxl milli stjórnenda Íslandshótela og verkfallsvarða Eflingar um verkfallsbrot og hótanir. Samkomulag náðist á milli ríkissáttasemjara og lögmanns Eflingar í dag varðandi kjörskrá félagsins. Róbert Jóhannsson tók saman, rætt við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara. Annarri umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lauk nokkuð óvænt á Alþingi í dag þegar þingmenn Pírata, sem hafa verið sakaðir um málþóf, tóku sig af mælendaskrá. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata hélt 130 ræður um málið á Alþingi og hún beindi orðum sínum að stjórnarflokkunum í síðustu ræðunni í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi ekki komið á óvart. Það hafi hins vegar rökstuðningurinn gert og trúverðugleiki bankans hafi beðið hnekki. Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga gagnrýnir að svo virðist sem áhættumati fyrir laxeldi hafi verið breytt á hæpnum forsendum og mögulegt eldi aukið án tilefnis. Rúnar Snær Reynisson talaði við hann. Prófessorar og háskólakennarar lýsa áhyggjum vegna niðurskurðar í Háskóla Íslands. Pétur Henry Petersen, formaður fagfélags prófessora segir að áhrifin geti verið alvarleg. Pétur Magnússon talaði við hann. --------------------- Stýrivextir Seðlabankans voru hækkaðir í morgun í ellefta sinn í röð og eru 6,5%. Verðbólga í nýliðnum mánuði var 9,9%. Seðlabankastjóri segir kjarasamninga hafa reynst dýrari en vonir stóðu til. Forysta verkalýðsfélaga sem hefur nýverið skrifað undir kjarasamninga fordæmir hækkunina og segir hana gera kjarabætur nýrra samninga að engu. Bjarni Rúnarsson tók saman, Haukur Holm talaði við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, Halldór Benjamín Þorbergsson og Ragnar Þór Ingólfsson formann VR. Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu var fagnað mjög þegar hann ávarpaði breska þingið, frá Bretlandi fer hann til Frakklands og heldur svo til Brussel. Ásgeir Tómasson segir frá ferðum hans og móttökunum. Brot úr kynningu Lindsey Hoyle, forseta neðri deildar breska þingsins, Zelensky og Charles Michel forseta leiðtogaráðs ESB. Nichole Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs segir að líta beri á fólk sem leitar hér skjóls sem innflytjendur. Í mörg horn sé að líta en á sjötta hundrað flóttamenn hafa komið til landsins það sem af er ári. Markús Þór Þórhallsson talaði við hana.
2/8/20230
Episode Artwork

Samkomulag ríkissáttasemjara og Eflingar; stýrivaxtahækkun

Ásakanir hafa gengið á víxl milli stjórnenda Íslandshótela og verkfallsvarða Eflingar um verkfallsbrot og hótanir. Samkomulag náðist á milli ríkissáttasemjara og lögmanns Eflingar í dag varðandi kjörskrá félagsins. Róbert Jóhannsson tók saman, rætt við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara. Annarri umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lauk nokkuð óvænt á Alþingi í dag þegar þingmenn Pírata, sem hafa verið sakaðir um málþóf, tóku sig af mælendaskrá. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata hélt 130 ræður um málið á Alþingi og hún beindi orðum sínum að stjórnarflokkunum í síðustu ræðunni í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi ekki komið á óvart. Það hafi hins vegar rökstuðningurinn gert og trúverðugleiki bankans hafi beðið hnekki. Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga gagnrýnir að svo virðist sem áhættumati fyrir laxeldi hafi verið breytt á hæpnum forsendum og mögulegt eldi aukið án tilefnis. Rúnar Snær Reynisson talaði við hann. Prófessorar og háskólakennarar lýsa áhyggjum vegna niðurskurðar í Háskóla Íslands. Pétur Henry Petersen, formaður fagfélags prófessora segir að áhrifin geti verið alvarleg. Pétur Magnússon talaði við hann. --------------------- Stýrivextir Seðlabankans voru hækkaðir í morgun í ellefta sinn í röð og eru 6,5%. Verðbólga í nýliðnum mánuði var 9,9%. Seðlabankastjóri segir kjarasamninga hafa reynst dýrari en vonir stóðu til. Forysta verkalýðsfélaga sem hefur nýverið skrifað undir kjarasamninga fordæmir hækkunina og segir hana gera kjarabætur nýrra samninga að engu. Bjarni Rúnarsson tók saman, Haukur Holm talaði við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, Halldór Benjamín Þorbergsson og Ragnar Þór Ingólfsson formann VR. Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu var fagnað mjög þegar hann ávarpaði breska þingið, frá Bretlandi fer hann til Frakklands og heldur svo til Brussel. Ásgeir Tómasson segir frá ferðum hans og móttökunum. Brot úr kynningu Lindsey Hoyle, forseta neðri deildar breska þingsins, Zelensky og Charles Michel forseta leiðtogaráðs ESB. Nichole Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs segir að líta beri á fólk sem leitar hér skjóls sem innflytjendur. Í mörg horn sé að líta en á sjötta hundrað flóttamenn hafa komið til landsins það sem af er ári. Markús Þór Þórhallsson talaði við hana.
2/8/202310 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Kjaradeilur og sjókvíaeldi

Spegillinn 7. febrúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknmaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Staðfest er að á sjöunda þúsund fórst í jarðskjálftum í Tyrklandi og Sýrlandi í gær, en óttast er að þau séu miklu fleiri. Íslenskt björgunarlið flýgur til Tyrklands í kvöld. Oddur Þórðarson sagði frá. Ríkissáttasemjari segir Eflingu bera lagalega skyldu til að afhenda félagatal sitt. Hann sendi aðfararbeiðni til sýslumanns í morgun til þess að fá það í hendurnar. Róbert Jóhannsson tók saman og ræddi við Aðalstein Leifsson, ríkissáttasemjara, einnig rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sakaði Pírata á Alþingi í dag um að beita grímulausu málþófi í umræðu um útlendingafrumvarpið. Örfáir þingmenn hafi tekið þingið í gíslingu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata mælti fyrir tillögu við upphaf þingfundar í dag um að taka frumvarpið af dagskrá. Höskuldur Kári Schram tók saman. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi síðdegis hjónum í vil í máli þeirra gegn Landsbankanum um lögmæti skilmála um breytilega vexti á lánum. Hjónin nutu fulltingis Neytendasamtakanna við rekstur málsins og Breki Karlsson, formaður þeirra, telur að dómurinn geti haft fordæmisgildi fyrir þúsundir annarra lána hjá íslenskum bönkum. Benedikt Sigurðsson ræddi við Breka. THC. virka efnið í kannabis fannst í hampolíu frá íslensku vörumerki. Olían hefur verið innkölluð. Amanda Guðrún Bjarnadóttir sagði frá og talaði við Óskar Ísfeld Sigurðsson, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Illviðrin sem gengið hafa yfir landið undanfarnar vikur hafa ekki aðeins áhrif á ferðir fólks, heldur líka fugla við landið. Litli sjófuglinn haftyrðill hefur fundist langt inni á landi eftir óveðurslægðir og Náttúrufræðistofnun biður þá sem rekast á haftyrðla í vanda, að koma þeim aftur á haf út. Ólöf Erlendsdóttir talaði við Borgnýju Katrínardóttur. ------- Efling hefur krafist þess að Aðalsteinn Leifsson víki sem ríkissáttasemjari og ætlar ekki að sinna beiðni hans um að afhenda félagatal strax þrátt fyrir niðurstöðu um það í Héraðsdómi Reykjavíkur. Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins virðist í síharðnandi hnút. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Kristján Þórð Snæbjarnarson forseta Alþýðusambands Íslands um stöðu ríkissáttasemjara. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir að þungavopnasendingar vestrænna ríkja til Úkraínu dragi Atlantshafsbandalagið NATÓ inn í átökin í Úkraínu með beinum hætti. Þetta geti leitt til þess að þau harðni enn frekar með óf
2/7/20230
Episode Artwork

Kjaradeilur og sjókvíaeldi

Spegillinn 7. febrúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknmaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Staðfest er að á sjöunda þúsund fórst í jarðskjálftum í Tyrklandi og Sýrlandi í gær, en óttast er að þau séu miklu fleiri. Íslenskt björgunarlið flýgur til Tyrklands í kvöld. Oddur Þórðarson sagði frá. Ríkissáttasemjari segir Eflingu bera lagalega skyldu til að afhenda félagatal sitt. Hann sendi aðfararbeiðni til sýslumanns í morgun til þess að fá það í hendurnar. Róbert Jóhannsson tók saman og ræddi við Aðalstein Leifsson, ríkissáttasemjara, einnig rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sakaði Pírata á Alþingi í dag um að beita grímulausu málþófi í umræðu um útlendingafrumvarpið. Örfáir þingmenn hafi tekið þingið í gíslingu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata mælti fyrir tillögu við upphaf þingfundar í dag um að taka frumvarpið af dagskrá. Höskuldur Kári Schram tók saman. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi síðdegis hjónum í vil í máli þeirra gegn Landsbankanum um lögmæti skilmála um breytilega vexti á lánum. Hjónin nutu fulltingis Neytendasamtakanna við rekstur málsins og Breki Karlsson, formaður þeirra, telur að dómurinn geti haft fordæmisgildi fyrir þúsundir annarra lána hjá íslenskum bönkum. Benedikt Sigurðsson ræddi við Breka. THC. virka efnið í kannabis fannst í hampolíu frá íslensku vörumerki. Olían hefur verið innkölluð. Amanda Guðrún Bjarnadóttir sagði frá og talaði við Óskar Ísfeld Sigurðsson, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Illviðrin sem gengið hafa yfir landið undanfarnar vikur hafa ekki aðeins áhrif á ferðir fólks, heldur líka fugla við landið. Litli sjófuglinn haftyrðill hefur fundist langt inni á landi eftir óveðurslægðir og Náttúrufræðistofnun biður þá sem rekast á haftyrðla í vanda, að koma þeim aftur á haf út. Ólöf Erlendsdóttir talaði við Borgnýju Katrínardóttur. ------- Efling hefur krafist þess að Aðalsteinn Leifsson víki sem ríkissáttasemjari og ætlar ekki að sinna beiðni hans um að afhenda félagatal strax þrátt fyrir niðurstöðu um það í Héraðsdómi Reykjavíkur. Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins virðist í síharðnandi hnút. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Kristján Þórð Snæbjarnarson forseta Alþýðusambands Íslands um stöðu ríkissáttasemjara. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir að þungavopnasendingar vestrænna ríkja til Úkraínu dragi Atlantshafsbandalagið NATÓ inn í átökin í Úkraínu með beinum hætti. Þetta geti leitt til þess að þau harðni enn frekar með óf
2/7/202312 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Hryðjuverkamáli vísað frá, jarðskjálftar, kjaradeilur og fiskeldi

Spegillinn 06.02. 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Hryðjuverkamálinu svonefnda var í dag vísað frá dómi þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að ákæran væri svo óskýr að sakborningar gætu ekki gripið til viðhlítandi varna. Minnst fimmtán hundruð manns létu lífið í jarðskjálfta í Tyrklandi í nótt og morgun. Íslendingur búsettur á skjálftasvæðinu segir eyðilegginguna afar mikla. Verkföll Eflingar, sem hefjast eiga á morgun, eru lögmæt, en félaginu ber að afhenda ríkissáttasemjara félagaskrá sína, svo hægt sé að efna til atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á fund á morgun. Stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafa reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við ört vaxandi umsvif greinarinnar á síðustu árum. Þetta kemur fram í skýrslu ríkisendurskoðunar --------- Tveir dómar féllu mánudaginn 6. febrúar í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, sem er sem fyrr í miklum rembihnút. Fyrst féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Efling var skikkuð til að láta af hendi félagaskrá sína svo að greiða mætti atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var harðorð þegar dómur hafði fallið og sagði dóminn rangan og ósanngjarnan og hyggst áfrýja. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífisns segist þess fullviss að Eflingarfólk muni samþykkja miðlunartillöguna fyrr eða síðar. Skömmu síðar dæmdi Félagsdómur Eflingu í hag, þegar þrír af fimm dómurum komust að þeirri niðurstöðu að boðuð verkföll félagsins væru lögmæt. Yfir fimmtán hundruð dauðsföll voru staðfest í Tyrklandi, um hálfum sólarhring eftir að tveir öflugir jarðskjálftar riðu þar yfir, sá stærri 7,8 að stærð. Rúmlega 800 dauðsföll voru staðfest í Sýrlandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir jarðskjálftann þann öflugasta í landinu frá árinu 1939. Að hans sögn hrundu hátt í þrjú þúsund byggingar í suðausturhluta landsins. Þeirra á meðal er Gaziantep kastalinn, sögulegt mannvirki sem reist var fyrir meira en tvö þúsund árum. Óttast er að mun fleiri hafið fallið, en sífellt fleiri lík hafa fundist eftir því sem liðið hefur á daginn. Þúsundir slösuðust. Svört skýrsla um úttekt Ríkisendurskoðunar á lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirliti í sjókvíaeldi hér við land, unnin að beiðni matvælaráðuneytisins, var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Rætt var við ríkisendurskoðanda.
2/6/20230
Episode Artwork

Hryðjuverkamáli vísað frá, jarðskjálftar, kjaradeilur og fiskeldi

Spegillinn 06.02. 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Hryðjuverkamálinu svonefnda var í dag vísað frá dómi þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að ákæran væri svo óskýr að sakborningar gætu ekki gripið til viðhlítandi varna. Minnst fimmtán hundruð manns létu lífið í jarðskjálfta í Tyrklandi í nótt og morgun. Íslendingur búsettur á skjálftasvæðinu segir eyðilegginguna afar mikla. Verkföll Eflingar, sem hefjast eiga á morgun, eru lögmæt, en félaginu ber að afhenda ríkissáttasemjara félagaskrá sína, svo hægt sé að efna til atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á fund á morgun. Stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafa reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við ört vaxandi umsvif greinarinnar á síðustu árum. Þetta kemur fram í skýrslu ríkisendurskoðunar --------- Tveir dómar féllu mánudaginn 6. febrúar í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, sem er sem fyrr í miklum rembihnút. Fyrst féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Efling var skikkuð til að láta af hendi félagaskrá sína svo að greiða mætti atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var harðorð þegar dómur hafði fallið og sagði dóminn rangan og ósanngjarnan og hyggst áfrýja. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífisns segist þess fullviss að Eflingarfólk muni samþykkja miðlunartillöguna fyrr eða síðar. Skömmu síðar dæmdi Félagsdómur Eflingu í hag, þegar þrír af fimm dómurum komust að þeirri niðurstöðu að boðuð verkföll félagsins væru lögmæt. Yfir fimmtán hundruð dauðsföll voru staðfest í Tyrklandi, um hálfum sólarhring eftir að tveir öflugir jarðskjálftar riðu þar yfir, sá stærri 7,8 að stærð. Rúmlega 800 dauðsföll voru staðfest í Sýrlandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir jarðskjálftann þann öflugasta í landinu frá árinu 1939. Að hans sögn hrundu hátt í þrjú þúsund byggingar í suðausturhluta landsins. Þeirra á meðal er Gaziantep kastalinn, sögulegt mannvirki sem reist var fyrir meira en tvö þúsund árum. Óttast er að mun fleiri hafið fallið, en sífellt fleiri lík hafa fundist eftir því sem liðið hefur á daginn. Þúsundir slösuðust. Svört skýrsla um úttekt Ríkisendurskoðunar á lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirliti í sjókvíaeldi hér við land, unnin að beiðni matvælaráðuneytisins, var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Rætt var við ríkisendurskoðanda.
2/6/20239 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Deila Eflingar og SA, deilan um TF-SIF, N4 gjaldþrota.

Spegillinn 2. febrúar 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn Útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Dómsmálaráðherra og forstjóri Landhelgisgæslunnar sátu fyrir svörum á fundum utanríkismála- og fjárlaganefnda Alþingis í dag vegna tillögu dómsmálaráðherra um að selja TF SIF flugvél Gæslunnar. Formenn nefndanna segja mörgum spurningum ósvarað. Georg Lárusson forstjóri Gæslunnar segir vélina vera eina þá allra öflugustu í heiminum til leitar, björgunar og almannavarna. Hann segir nauðsynlegt að vélin sé hér til taks tíu mánuði á ári. Haukur Holm ræddi við Georg, Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, Bjarkeyju Olsen, formann fjárlaganefndar og Bjarna Jónsson formann utanríkismálanefndar. Ríkissáttasemjari krafðist þess fyrir héraðsdómi í morgun að stéttarfélagið Efling afhenti félagatal sitt, svo greiða megi atkvæði um miðlunartillögu hans, sem hann lagði fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins 26. janúar. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Deila Samtaka atvinnulífsins og Eflingar var bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kallar málflutninginn valdaránstilraun. Halldór Benjamín Þorbergsson á von á að Félagsdómur dæmi verkföll Eflingarfélaga á Íslandshótelum ólögmæt. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Sólveigu Önnu og Halldór Benjamín. Sjónvarpsstöðin N4 hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna ,hefur frestað heimsókn sinni til Kína í næstu viku vegna loftbelgs sem svifið hefur yfir Bandaríkjunum undanfarna daga. Bandaríkin telja kínverskan njósnabelg þar á ferð en Kínverjar segja þetta veðurbelg sem villtist af leið. Róbert Jóhannsson tók saman. Með endurheimt votlendis er staðbundin losun koltvísýrings skert verulega en með ræktun skógar er koltvísýringur sem er í andrúmsloftinu fangaður og bundinn. Loftslagssjóðurinn Kolviður og Skógrækt ríkisins bjóða upp á síðari kostinn. Ævar Örn Jósepsson sagði frá og talaði við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra og Reyni Kristinsson, framkvæmdastjóra Kolviðar. Græn bylting stendur fyrir dyrum í Evrópusambandinu, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti í vikunni áform um að einfalda regluverk um græna eða vistvæna atvinnustarfsemi í ESB-ríkjunum og heimila aukinn ríkisstuðning við hann. Með því móti er ætlunin að vernda evrópsk fyrirtæki fyrir aukinni samkeppni á þessu svið
2/3/20230
Episode Artwork

Deila Eflingar og SA, deilan um TF-SIF, N4 gjaldþrota.

Spegillinn 2. febrúar 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn Útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Dómsmálaráðherra og forstjóri Landhelgisgæslunnar sátu fyrir svörum á fundum utanríkismála- og fjárlaganefnda Alþingis í dag vegna tillögu dómsmálaráðherra um að selja TF SIF flugvél Gæslunnar. Formenn nefndanna segja mörgum spurningum ósvarað. Georg Lárusson forstjóri Gæslunnar segir vélina vera eina þá allra öflugustu í heiminum til leitar, björgunar og almannavarna. Hann segir nauðsynlegt að vélin sé hér til taks tíu mánuði á ári. Haukur Holm ræddi við Georg, Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, Bjarkeyju Olsen, formann fjárlaganefndar og Bjarna Jónsson formann utanríkismálanefndar. Ríkissáttasemjari krafðist þess fyrir héraðsdómi í morgun að stéttarfélagið Efling afhenti félagatal sitt, svo greiða megi atkvæði um miðlunartillögu hans, sem hann lagði fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins 26. janúar. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Deila Samtaka atvinnulífsins og Eflingar var bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kallar málflutninginn valdaránstilraun. Halldór Benjamín Þorbergsson á von á að Félagsdómur dæmi verkföll Eflingarfélaga á Íslandshótelum ólögmæt. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Sólveigu Önnu og Halldór Benjamín. Sjónvarpsstöðin N4 hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna ,hefur frestað heimsókn sinni til Kína í næstu viku vegna loftbelgs sem svifið hefur yfir Bandaríkjunum undanfarna daga. Bandaríkin telja kínverskan njósnabelg þar á ferð en Kínverjar segja þetta veðurbelg sem villtist af leið. Róbert Jóhannsson tók saman. Með endurheimt votlendis er staðbundin losun koltvísýrings skert verulega en með ræktun skógar er koltvísýringur sem er í andrúmsloftinu fangaður og bundinn. Loftslagssjóðurinn Kolviður og Skógrækt ríkisins bjóða upp á síðari kostinn. Ævar Örn Jósepsson sagði frá og talaði við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra og Reyni Kristinsson, framkvæmdastjóra Kolviðar. Græn bylting stendur fyrir dyrum í Evrópusambandinu, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti í vikunni áform um að einfalda regluverk um græna eða vistvæna atvinnustarfsemi í ESB-ríkjunum og heimila aukinn ríkisstuðning við hann. Með því móti er ætlunin að vernda evrópsk fyrirtæki fyrir aukinni samkeppni á þessu svið
2/3/202330 minutes
Episode Artwork

Sala TF SIF, Samfylking stærst flokka, búvörusamningar og votlendi

"Róttækar" og "afdrifaríkar" eru orðin sem forstjóri Landhelgisgæslunnar notaði í samskiptum við dómsmálaráðuneytið um nauðsynlegar niðurskurðarleiðir ef ekki fengjust frekari fjárheimildir. Meðal hugmynda voru sala flugvélar og varðskips. Samfylkingin fær mest fylgi allra flokka í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup í fyrsta sinn síðan 2009 og mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Velferðarráð Reykjavíkurborgar ákvað í gær að hækka gistináttagjald annarra sveitarfélaga í gistiskýlum borgarinnar. Um þriðjungur þeirra sem dvelja í skýlunum er frá öðrum sveitarfélögum. Landbúnaðar- og matvælaráðherra stendur að eigin sögn alls staðar frammi fyrir sömu áskorunum. Þar á meðal hvernig draga megi úr losun og gera landbúnað aðlaðandi fyrir ungt fólk þegar raunin er sú að býlum fækkar. Vladimír Pútín líkir innrásarstríði Rússa í Úkraínu við það þegar Sovétríkin hrintu innrás nasista í síðari heimsstyrjöld. Áttatíu ár eru í dag frá lokum orrustunnar við Stalíngrad. Votlendissjóður er hættur að selja kolefniseiningar til kolefnisjöfnunar en Landgræðslan gerir sér vonir um að alþjóðleg vottun fáist á þetta verkefni fyrir árslok. ------------------------ Búvörusamningar þeir sem nú eru í gildi voru gerðir til tíu ára 2016. Í þeim er fjallað um stjórn á framleiðslu búvara og framlög til landbúnaðar. Um 18 milljörðum króna er ráðstafað til greinarinnar árlega. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að tækifæri til endurskoðunar gefist tvisvar á gildistíma samningsins. Í seinni endurskoðun hans, sem gerð verður á þessu ári, segir hún stefnt að einföldun samningsins. Ráðstefna Arctic Frontiers var haldin í Tromsö í Noregi vikuna 30. janúar til 3. febrúar. Um 900 manns sóttu ráðstefnuna, sem haldin var í skugga Úkraínustríðsins. Þar komu saman stjórnmálamenn, vísindamenn, fulltrúar staðbundinan samfélaga, þar á meðal frumbyggja, og leiðtogar fryirtækja og hagsmunaaðila á norðurslóðum til skrafs og ráðagerða. Rússar, sem gegndu formennsku í samtökunum til skamms tíma, voru ekki á staðnum en þó allt yfir og allt um kring. Votlendissjóður hefur hætt sölu kolefniseininga til kolefnisjöfnunar og mun draga úr allri starfsemi þar til alþjóðleg vottun hefur fengist. Sjóðurinn hefur stundað sína endurheimt í samstarfi við Landgræðsluna að hluta, en Landgræðslan stundar líka sína eigin votlendisendurheimt. Spegillinn 2. febrúar 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn Fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
2/2/20230
Episode Artwork

Sala TF SIF, Samfylking stærst flokka, búvörusamningar og votlendi

"Róttækar" og "afdrifaríkar" eru orðin sem forstjóri Landhelgisgæslunnar notaði í samskiptum við dómsmálaráðuneytið um nauðsynlegar niðurskurðarleiðir ef ekki fengjust frekari fjárheimildir. Meðal hugmynda voru sala flugvélar og varðskips. Samfylkingin fær mest fylgi allra flokka í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup í fyrsta sinn síðan 2009 og mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Velferðarráð Reykjavíkurborgar ákvað í gær að hækka gistináttagjald annarra sveitarfélaga í gistiskýlum borgarinnar. Um þriðjungur þeirra sem dvelja í skýlunum er frá öðrum sveitarfélögum. Landbúnaðar- og matvælaráðherra stendur að eigin sögn alls staðar frammi fyrir sömu áskorunum. Þar á meðal hvernig draga megi úr losun og gera landbúnað aðlaðandi fyrir ungt fólk þegar raunin er sú að býlum fækkar. Vladimír Pútín líkir innrásarstríði Rússa í Úkraínu við það þegar Sovétríkin hrintu innrás nasista í síðari heimsstyrjöld. Áttatíu ár eru í dag frá lokum orrustunnar við Stalíngrad. Votlendissjóður er hættur að selja kolefniseiningar til kolefnisjöfnunar en Landgræðslan gerir sér vonir um að alþjóðleg vottun fáist á þetta verkefni fyrir árslok. ------------------------ Búvörusamningar þeir sem nú eru í gildi voru gerðir til tíu ára 2016. Í þeim er fjallað um stjórn á framleiðslu búvara og framlög til landbúnaðar. Um 18 milljörðum króna er ráðstafað til greinarinnar árlega. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að tækifæri til endurskoðunar gefist tvisvar á gildistíma samningsins. Í seinni endurskoðun hans, sem gerð verður á þessu ári, segir hún stefnt að einföldun samningsins. Ráðstefna Arctic Frontiers var haldin í Tromsö í Noregi vikuna 30. janúar til 3. febrúar. Um 900 manns sóttu ráðstefnuna, sem haldin var í skugga Úkraínustríðsins. Þar komu saman stjórnmálamenn, vísindamenn, fulltrúar staðbundinan samfélaga, þar á meðal frumbyggja, og leiðtogar fryirtækja og hagsmunaaðila á norðurslóðum til skrafs og ráðagerða. Rússar, sem gegndu formennsku í samtökunum til skamms tíma, voru ekki á staðnum en þó allt yfir og allt um kring. Votlendissjóður hefur hætt sölu kolefniseininga til kolefnisjöfnunar og mun draga úr allri starfsemi þar til alþjóðleg vottun hefur fengist. Sjóðurinn hefur stundað sína endurheimt í samstarfi við Landgræðsluna að hluta, en Landgræðslan stundar líka sína eigin votlendisendurheimt. Spegillinn 2. febrúar 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn Fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
2/2/20239 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

TF-SIF seld, sorpmál í ólestri og mótmæli í Frakklandi

Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það gríðarleg vonbrigði og mikla afturför að þurfa að selja eftirlitsflugvélina TF-SIF . Hún sé ein af grunnstoðum gæslunnar. Húsleit stendur yfir í strandhúsi Bandaríkjaforseta í Delaware. Húsleitin er sú þriðja á tveimur mánuðum, en áður hafa fundist leynileg skjöl á skrifstofu forsetans og á heimili hans. Komi til verkfalls Eflingar tæmast eldsneytistankar bensínstöðva á nokkrum dögum. Framkvæmdastjóri Olís segir aðgerðirnar ábyrgðarlausar í ljósi almannahagsmuna. Allt kapp verður lagt á að tryggja Eyjamönnum rafmagn meðan viðgerð á Vestmannaeyjastreng þrjú stendur. Búist er við að bilanagreining og viðgerð taki langan tíma. Þó svo að samið yrði um nýjan urðunarstað nú þegar til að leysa Álfsnes af hólmi þá tæki það 3-5 ár að taka hann í notkun. Stefnt er á að flytja almennan úrgang úr landi í auknum mæli. Andstæðingar breytinga á lífeyrislögunum í Frakklandi segja að mótmæli gegn þeim snúist um fleira en áformaða hækkun á eftirlaunaaldri. -------- Það vilja fæstir hafa rusl í bakgarðinum hjá sér - og enn síður ruslahauga - en eitthvað þarf að gera við ruslið. Það styttist óðfluga í að starfsleyfi stærsta urðunarstaðar landsins renni út. Samkvæmt samkomulagi frá árinu 2020 á það að gerast í árslok. Engu að síður er ekki komin nein lausn um hvað eigi að taka við. Íslendingar henda mun meira af rusli en nágrannaþjóðirnar. Hver íbúi henti 666 kílóum af heimilissorpi í fyrra sem er aukning frá árinu á undan. Ísland á talsvert langt í land til að ná markmiðum ESB landanna um hlutfall endurvinnslu. Á þessu ári verður sorphirða á landinu samræmd sem þýðir að heimili þurfa að flokka sorp í fjórar tunnur; pappír, plast, lífrænt og almennt sorp.Regína Ásvaldsdóttir er bæjarstjóri í Mosfellsbæ og formaður Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hvað eru sveitarfélögin að gera til að leysa Álfsnes af hólmi? Bjarni Rúnarsson ræðir við hana. Þótt skipuleggjendur mótmælanna í Frakklandi og lögregluna greini á um fjölda þeirra sem tóku þátt í andófsaðgerðunum í gær eru allir sammála um að fjöldinn var mun meiri en 19. janúar, - síðast þegar landsmenn létu í ljós andúð sína á áformum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64. - CGT, fjölmennasta félag opinberra starfsmanna í landinu, áætlar að 2,8 milljónir hafi mætt á mótmælafundi og í göngur í gær, þar af hálf milljón í Parísarborg. Lögreglan er töluvert hófsamari; fjöldinn hafi farið eitthvað yfir tólf hundruð þúsund á landsvísu og líkast til um 87 þúsund í höfuðborginni. Ásgeir Tómasson segir frá. Argentí
2/1/20230
Episode Artwork

TF-SIF seld, sorpmál í ólestri og mótmæli í Frakklandi

Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það gríðarleg vonbrigði og mikla afturför að þurfa að selja eftirlitsflugvélina TF-SIF . Hún sé ein af grunnstoðum gæslunnar. Húsleit stendur yfir í strandhúsi Bandaríkjaforseta í Delaware. Húsleitin er sú þriðja á tveimur mánuðum, en áður hafa fundist leynileg skjöl á skrifstofu forsetans og á heimili hans. Komi til verkfalls Eflingar tæmast eldsneytistankar bensínstöðva á nokkrum dögum. Framkvæmdastjóri Olís segir aðgerðirnar ábyrgðarlausar í ljósi almannahagsmuna. Allt kapp verður lagt á að tryggja Eyjamönnum rafmagn meðan viðgerð á Vestmannaeyjastreng þrjú stendur. Búist er við að bilanagreining og viðgerð taki langan tíma. Þó svo að samið yrði um nýjan urðunarstað nú þegar til að leysa Álfsnes af hólmi þá tæki það 3-5 ár að taka hann í notkun. Stefnt er á að flytja almennan úrgang úr landi í auknum mæli. Andstæðingar breytinga á lífeyrislögunum í Frakklandi segja að mótmæli gegn þeim snúist um fleira en áformaða hækkun á eftirlaunaaldri. -------- Það vilja fæstir hafa rusl í bakgarðinum hjá sér - og enn síður ruslahauga - en eitthvað þarf að gera við ruslið. Það styttist óðfluga í að starfsleyfi stærsta urðunarstaðar landsins renni út. Samkvæmt samkomulagi frá árinu 2020 á það að gerast í árslok. Engu að síður er ekki komin nein lausn um hvað eigi að taka við. Íslendingar henda mun meira af rusli en nágrannaþjóðirnar. Hver íbúi henti 666 kílóum af heimilissorpi í fyrra sem er aukning frá árinu á undan. Ísland á talsvert langt í land til að ná markmiðum ESB landanna um hlutfall endurvinnslu. Á þessu ári verður sorphirða á landinu samræmd sem þýðir að heimili þurfa að flokka sorp í fjórar tunnur; pappír, plast, lífrænt og almennt sorp.Regína Ásvaldsdóttir er bæjarstjóri í Mosfellsbæ og formaður Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hvað eru sveitarfélögin að gera til að leysa Álfsnes af hólmi? Bjarni Rúnarsson ræðir við hana. Þótt skipuleggjendur mótmælanna í Frakklandi og lögregluna greini á um fjölda þeirra sem tóku þátt í andófsaðgerðunum í gær eru allir sammála um að fjöldinn var mun meiri en 19. janúar, - síðast þegar landsmenn létu í ljós andúð sína á áformum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64. - CGT, fjölmennasta félag opinberra starfsmanna í landinu, áætlar að 2,8 milljónir hafi mætt á mótmælafundi og í göngur í gær, þar af hálf milljón í Parísarborg. Lögreglan er töluvert hófsamari; fjöldinn hafi farið eitthvað yfir tólf hundruð þúsund á landsvísu og líkast til um 87 þúsund í höfuðborginni. Ásgeir Tómasson segir frá. Argentí
2/1/202310 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Ofnýtt einangrun, efnahagshorfur heimsins og villta vindmylluvestrið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á Alþingi í dag sökuð um að láta almenning bera allan kostnað vegna aukinnar verðbólgu. Stjórnarandstaðan krefst þess að ríkisstjórnin taki ábyrgð. Ísland verður eins og villta vestrið ef vindorka fellur utan rammaáætlunar, segir verkefnisstjóri Landverndar. Hann sakar hagsmunasamtök orkufyrirtækja um að afvegaleiða umræðu um þessi mál. Formaður lögmannafélagsins segir að dómstólar beiti einangrun í gæsluvarðhaldsúrskurðum úr hófi fram. Breyta þurfi verklagi, lögum og kröfum um rökstuðning fyrir að beita henni. Blaðamannafélag Íslands tilkynnti í dag úrsögn sína úr Alþjóðasambandi blaðamanna. Formaður félagsins segir þetta eiga sér langan aðdraganda. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur efnahagshorfur í heiminum betri en spá sem birt var í haust gerði ráð fyrir. Þó er útlit fyrir samdrátt í Bretlandi á árinu. ----- Einangrunarvist í fangelsum landsins er beitt úr hófi fram, að mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Í nýrri skýrslu þeirra kemur fram að á tíu ára tímabili frá 2012 til 2021 hafi 825 sætt einangrunarvist, þar af tíu börn á aldrinum 15 til 17 ára. Amnesty segir að slíkt sé brot gegn banni við pyntingum. Lagt er að íslenskum stjórnvöldum að standa við skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og meðal annars setja í forgang að bannað verði að börn sæti einangrun í gæsluvarðhaldi. Eins verði tekið fyrir einangrunarvist fólks með geðraskanir, andlegar eða líkamlegar fatlanir. Regluverk skorti til verndar þessum hópum. Amnesty krefst umbóta enda afar skaðlegt hversu óhóflega einangrunarvist er beitt hérlendis og hvetur til að slíkt verði látið heyra til algerra undantekninga og vari stutt. Annað sé brot á alþjóðasamningum. Á tímabilinu 2012 til 2021 segir Amnesty að 99 manns hafi sætt einangrun lengur en í 15 daga. Slíkt sé brot gegn banni við pyntingum. Nánast undantekningalaust verða dómstólar við þeirri beiðni lögreglunnar að sakborningar skuli sæta einangrun. Amnesty beinir umbótatillögum sínum að ýmsum stofnunum og samtökum íslenskum, þar á meðal dómsmálaráðuneytinu, fangelsismálayfirvöldum, dómurum, lögreglu og lögmönnum. Sigurður Örn Hilmarsson er formaður Lögmannafélags Íslands. da við skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og meðal annars setja í forgang að bannað verði að börn sæti einangrun í gæsluvarðhaldi. Eins verði tekið fyrir einangrunarvist fólks með geðraskanir, andlegar eða líkamlegar fatlanir. Regluverk skorti til verndar þessum hópum. Amnesty krefst umbóta enda afar skaðlegt hversu óhóflega einangrunarvist er beitt hérlendis
1/31/20230
Episode Artwork

Ofnýtt einangrun, efnahagshorfur heimsins og villta vindmylluvestrið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á Alþingi í dag sökuð um að láta almenning bera allan kostnað vegna aukinnar verðbólgu. Stjórnarandstaðan krefst þess að ríkisstjórnin taki ábyrgð. Ísland verður eins og villta vestrið ef vindorka fellur utan rammaáætlunar, segir verkefnisstjóri Landverndar. Hann sakar hagsmunasamtök orkufyrirtækja um að afvegaleiða umræðu um þessi mál. Formaður lögmannafélagsins segir að dómstólar beiti einangrun í gæsluvarðhaldsúrskurðum úr hófi fram. Breyta þurfi verklagi, lögum og kröfum um rökstuðning fyrir að beita henni. Blaðamannafélag Íslands tilkynnti í dag úrsögn sína úr Alþjóðasambandi blaðamanna. Formaður félagsins segir þetta eiga sér langan aðdraganda. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur efnahagshorfur í heiminum betri en spá sem birt var í haust gerði ráð fyrir. Þó er útlit fyrir samdrátt í Bretlandi á árinu. ----- Einangrunarvist í fangelsum landsins er beitt úr hófi fram, að mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Í nýrri skýrslu þeirra kemur fram að á tíu ára tímabili frá 2012 til 2021 hafi 825 sætt einangrunarvist, þar af tíu börn á aldrinum 15 til 17 ára. Amnesty segir að slíkt sé brot gegn banni við pyntingum. Lagt er að íslenskum stjórnvöldum að standa við skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og meðal annars setja í forgang að bannað verði að börn sæti einangrun í gæsluvarðhaldi. Eins verði tekið fyrir einangrunarvist fólks með geðraskanir, andlegar eða líkamlegar fatlanir. Regluverk skorti til verndar þessum hópum. Amnesty krefst umbóta enda afar skaðlegt hversu óhóflega einangrunarvist er beitt hérlendis og hvetur til að slíkt verði látið heyra til algerra undantekninga og vari stutt. Annað sé brot á alþjóðasamningum. Á tímabilinu 2012 til 2021 segir Amnesty að 99 manns hafi sætt einangrun lengur en í 15 daga. Slíkt sé brot gegn banni við pyntingum. Nánast undantekningalaust verða dómstólar við þeirri beiðni lögreglunnar að sakborningar skuli sæta einangrun. Amnesty beinir umbótatillögum sínum að ýmsum stofnunum og samtökum íslenskum, þar á meðal dómsmálaráðuneytinu, fangelsismálayfirvöldum, dómurum, lögreglu og lögmönnum. Sigurður Örn Hilmarsson er formaður Lögmannafélags Íslands. da við skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og meðal annars setja í forgang að bannað verði að börn sæti einangrun í gæsluvarðhaldi. Eins verði tekið fyrir einangrunarvist fólks með geðraskanir, andlegar eða líkamlegar fatlanir. Regluverk skorti til verndar þessum hópum. Amnesty krefst umbóta enda afar skaðlegt hversu óhóflega einangrunarvist er beitt hérlendis
1/31/20238 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Óveður og miðlunartillaga ríkissáttasemjara

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir Austan stormur með snjókomu er skollinn á landinu sunnan- og vestanverðu. Appelsínugul viðvörun er í gildi fá Vestfjörðum suður og austur með landinu allt að Djúpavogi að höfuðborgarsvæðinu undanskildu. Þar er gul viðvörun fram á nótt en víða er bæði blint og hált. Magnús Geir Eyjólfsson fréttamaður hefur verið á ferðinni á Suðurlandi Rafmagn fór af í Vík, Landeyjum og Vestmannaeyjum um tíma síðdegis en ætti að vera komið á. Rimakotslína 1 er komin í lag, samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Varaafl var sett í gang í Vestmannaeyjum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Efling hefur lagt fram stjórnsýslukæru til félagsmálaráðuneytis vegna framgöngu ríkissáttasemjara í kjaradeilu félagsins og SA. Krafa ríkissáttasemjara um að Efling afhendi félagatal sitt, var tekin fyrir í héraðsdómi í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir mjög ríkan vilja vilji til þess að fá úr því skorið hvernig fara á með þessa miðlunartillögu. Alexander Kristjánsson tók saman. Minnst 59 létust í sprengjuárás á mosku í Peshawar-borg í Pakistan í dag. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér. Forsætisráðherra landsins segir sprengjutilræðið vera árás á Pakistan. Oddur Þórðarson sagði frá. Vinna er hafin við úttekt á stöðu fjarskiptamála á Vesturlandi til að tryggja betur öryggi íbúa og ferðamanna á svæðinu. Páll Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi segir víða gloppur í sambandi og úr því verði að bæta. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við hann. ---------- Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er ríkissáttasemjara heimilað að leggja fram miðlunartillögu er samningaumleitanir bera ekki árangur, honum beri að ráðgast við samninganefndir áður en hann ber fram miðlunartillögu. Gísli Tryggvason lögmaður segir engan vafa leika á því að ríkissáttasemjari sé bær til þess að setja fram miðlunartillögu en deila megi um hve mikið samráð felist í því að ráðgast, það kalli á meira samráð en að tilkynna bara um hana. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa opnað á þann möguleika að Finnar geti sótt um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATÓ, en að Svíar verði úti í kuldanum. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í Recep Tayip Erdogan, forseta Tyrklands, Magnus Christiansson, lektor í herfræðum við sænska varnarmálaháskólann, Bitte Hammargren, sérfræðingur í málefnum Tyrklands og Miðausturlanda. Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finnlands og John Bolton, fyrrverandi
1/30/20230
Episode Artwork

Óveður og miðlunartillaga ríkissáttasemjara

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir Austan stormur með snjókomu er skollinn á landinu sunnan- og vestanverðu. Appelsínugul viðvörun er í gildi fá Vestfjörðum suður og austur með landinu allt að Djúpavogi að höfuðborgarsvæðinu undanskildu. Þar er gul viðvörun fram á nótt en víða er bæði blint og hált. Magnús Geir Eyjólfsson fréttamaður hefur verið á ferðinni á Suðurlandi Rafmagn fór af í Vík, Landeyjum og Vestmannaeyjum um tíma síðdegis en ætti að vera komið á. Rimakotslína 1 er komin í lag, samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Varaafl var sett í gang í Vestmannaeyjum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Efling hefur lagt fram stjórnsýslukæru til félagsmálaráðuneytis vegna framgöngu ríkissáttasemjara í kjaradeilu félagsins og SA. Krafa ríkissáttasemjara um að Efling afhendi félagatal sitt, var tekin fyrir í héraðsdómi í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir mjög ríkan vilja vilji til þess að fá úr því skorið hvernig fara á með þessa miðlunartillögu. Alexander Kristjánsson tók saman. Minnst 59 létust í sprengjuárás á mosku í Peshawar-borg í Pakistan í dag. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér. Forsætisráðherra landsins segir sprengjutilræðið vera árás á Pakistan. Oddur Þórðarson sagði frá. Vinna er hafin við úttekt á stöðu fjarskiptamála á Vesturlandi til að tryggja betur öryggi íbúa og ferðamanna á svæðinu. Páll Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi segir víða gloppur í sambandi og úr því verði að bæta. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við hann. ---------- Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er ríkissáttasemjara heimilað að leggja fram miðlunartillögu er samningaumleitanir bera ekki árangur, honum beri að ráðgast við samninganefndir áður en hann ber fram miðlunartillögu. Gísli Tryggvason lögmaður segir engan vafa leika á því að ríkissáttasemjari sé bær til þess að setja fram miðlunartillögu en deila megi um hve mikið samráð felist í því að ráðgast, það kalli á meira samráð en að tilkynna bara um hana. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa opnað á þann möguleika að Finnar geti sótt um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATÓ, en að Svíar verði úti í kuldanum. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í Recep Tayip Erdogan, forseta Tyrklands, Magnus Christiansson, lektor í herfræðum við sænska varnarmálaháskólann, Bitte Hammargren, sérfræðingur í málefnum Tyrklands og Miðausturlanda. Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finnlands og John Bolton, fyrrverandi
1/30/20239 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Ákært í hoppukastalamáli, deilt um miðlunartillögu, grágæsaveiðibann

Spegillinn 27. janúar 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Fimm hafa verið ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri fyrir átján mánuðum. Forseti bæjarstjórnar á Akureyri er meðal sakborninga, samkvæmt heimildum fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ólöf Rún Erlendsdóttir sagði frá. Starfsgreinasambandið bættist síðdegis í hóp þeirra félaga sem gagnrýna ákvörðun ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Fyrr í dag sendu BHM, BSRB og Kennarasambandið út yfirlýsingu þess efnis. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur áhyggjur af fordæminu sem fylgir ákvörðun ríkissáttasemjara. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur áhyggjur af því hvaða áhrif miðlunartillagan hefur á komandi kjaraviðræður kennara. Andri Yrkill Valsson tók saman. Evrópusambandið framlengdi í dag viðskiptarefsingar sínar gagnvart Rússlandi um sex mánuði til viðbótar. Refsingarnar ná allt aftur til ársins 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Jóhanna Sigurðardóttir, sem var heiðruð af Kvenréttindafélagi Íslands í dag, segir baráttuna ganga of hægt þó hún sé bjartsýn fyrir hönd unga fólksins. Kvenréttindafélag Íslands fagnaði 116 ára afmæli sínu í Iðnó í dag og heiðraði þrjár félagskonur fyrir framlag sitt til kvenréttinda og femínískrar baráttu jafnt hér á landi sem og á heimsvísu, þær Esther Guðmundsdóttur, Kristínu Ástgeirsdóttur og Jóhönnu. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana. Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir singapúrskri konu á sextugsaldri sem var dæmd fyrir prófsvindl í borgríkinu. Hún var dæmd ásamt þremur öðrum konum sem allar sitja inni vegna málsins. Róbert Jóhannsson tók saman. Breytingar á alþjóðasamningi um verndun votlendis farfugla sem Ísland er aðili að felur medal annars i sér að banna skuli veidar a gragæsum. Bændur eru uggandi yfir þessu, enda gæsir ekki sérlega velkomnar á túnum og ökrum. Bjarni Rúnarsson sagði frá og talaði við Sigurð Á Þráinsson sérfræðing hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Forsætisráðherra Svíþjóðar segir stöðu Svía í öryggis- og alþjóðamálum þá alvarlegustu frá síðari heimsstyrjöldinni. Kári Gylfason sagði frá. Eldri borgurum fjölgar víða um heim. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2020 að lýsa árin 2021 til '30 áratug heilbrigðrar öldrunar. Ásgeir Tómasson sagði frá.
1/27/20230
Episode Artwork

Ákært í hoppukastalamáli, deilt um miðlunartillögu, grágæsaveiðibann

Spegillinn 27. janúar 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Fimm hafa verið ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri fyrir átján mánuðum. Forseti bæjarstjórnar á Akureyri er meðal sakborninga, samkvæmt heimildum fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ólöf Rún Erlendsdóttir sagði frá. Starfsgreinasambandið bættist síðdegis í hóp þeirra félaga sem gagnrýna ákvörðun ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Fyrr í dag sendu BHM, BSRB og Kennarasambandið út yfirlýsingu þess efnis. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur áhyggjur af fordæminu sem fylgir ákvörðun ríkissáttasemjara. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur áhyggjur af því hvaða áhrif miðlunartillagan hefur á komandi kjaraviðræður kennara. Andri Yrkill Valsson tók saman. Evrópusambandið framlengdi í dag viðskiptarefsingar sínar gagnvart Rússlandi um sex mánuði til viðbótar. Refsingarnar ná allt aftur til ársins 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Jóhanna Sigurðardóttir, sem var heiðruð af Kvenréttindafélagi Íslands í dag, segir baráttuna ganga of hægt þó hún sé bjartsýn fyrir hönd unga fólksins. Kvenréttindafélag Íslands fagnaði 116 ára afmæli sínu í Iðnó í dag og heiðraði þrjár félagskonur fyrir framlag sitt til kvenréttinda og femínískrar baráttu jafnt hér á landi sem og á heimsvísu, þær Esther Guðmundsdóttur, Kristínu Ástgeirsdóttur og Jóhönnu. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana. Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir singapúrskri konu á sextugsaldri sem var dæmd fyrir prófsvindl í borgríkinu. Hún var dæmd ásamt þremur öðrum konum sem allar sitja inni vegna málsins. Róbert Jóhannsson tók saman. Breytingar á alþjóðasamningi um verndun votlendis farfugla sem Ísland er aðili að felur medal annars i sér að banna skuli veidar a gragæsum. Bændur eru uggandi yfir þessu, enda gæsir ekki sérlega velkomnar á túnum og ökrum. Bjarni Rúnarsson sagði frá og talaði við Sigurð Á Þráinsson sérfræðing hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Forsætisráðherra Svíþjóðar segir stöðu Svía í öryggis- og alþjóðamálum þá alvarlegustu frá síðari heimsstyrjöldinni. Kári Gylfason sagði frá. Eldri borgurum fjölgar víða um heim. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2020 að lýsa árin 2021 til '30 áratug heilbrigðrar öldrunar. Ásgeir Tómasson sagði frá.
1/27/20239 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Miðlunartillaga og skriðdrekar

Miðstjórn ASÍ ræðir nú um ákvörðun ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stjórn Eflingar lýsir vantrausti á ríkissáttasemjara. Hættustigi Almannavarna var lýst yfir á Patreksfirði í dag eftir að krapaflóð féll inn í bæinn. Enginn slasaðist í flóðinu, sem kom úr sama farvegi og mannskætt flóð sem varð fyrir fjörutíu árum. Níu Palestínubúar létust í aðgerðum Ísraelshers á Vesturbakkanum í dag. Heilbrigðisyfirvöld í Palestínu saka Ísraelsmenn um að hindra för hinna særðu á sjúkrahús. Halastjarna sem ekki hefur komið nærri jörðu í rúm 50 þúsund ár sést frá Íslandi næstu daga. Tugir manna sem mótmæltu ströngum Covid nítján reglum í Kína í nóvember eru enn í haldi lögreglu. Ekki er vitað hvar sumir þeirra eru niðurkomnir. ---- Það dró til tíðinda í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í dag. Deilurnar hafa verið í algjörum hnút og Efling sleit viðræðum fyrir rúmum hálfum mánuði. Boðað hafði verið til verkfalls sem beina átti gegn hótelum í Reykjavík, en atkvæðagreiðslu um aðgerðirnar er ekki lokið. Í dag lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari fram miðlunartillögu til að reyna að höggva á hnútinn. Í grunninn felur tillagan í sér það sama og Starfsgreinasambandið samdi um í lok seinasta árs. Það er afturvirkni til 1. nóvember og sömu prósentuhækkanir og í öðrum samningum. Bæði Eflingu og SA ber skylda til að leggja samninginn fram til atkvæðagreiðslu og allir félagsmenn Eflingar eru á kjörskrá, ekki aðeins þeir sem kusu um boðað verkfall, sem voru um 300 manns. Skiptar skoðanir eru meðal almennings í Þýskalandi um þá ákvörðun Olafs Scholz kanslara að senda Úkraínumönnum fullkomna Leopard-2 árásarskriðdreka. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Forsa stofnunarinnar telja 53 af hundraði að ákvörðun kanslarans hafi verið rétt. 39 prósent eru alfarið á móti. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
1/26/20230
Episode Artwork

Miðlunartillaga og skriðdrekar

Miðstjórn ASÍ ræðir nú um ákvörðun ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stjórn Eflingar lýsir vantrausti á ríkissáttasemjara. Hættustigi Almannavarna var lýst yfir á Patreksfirði í dag eftir að krapaflóð féll inn í bæinn. Enginn slasaðist í flóðinu, sem kom úr sama farvegi og mannskætt flóð sem varð fyrir fjörutíu árum. Níu Palestínubúar létust í aðgerðum Ísraelshers á Vesturbakkanum í dag. Heilbrigðisyfirvöld í Palestínu saka Ísraelsmenn um að hindra för hinna særðu á sjúkrahús. Halastjarna sem ekki hefur komið nærri jörðu í rúm 50 þúsund ár sést frá Íslandi næstu daga. Tugir manna sem mótmæltu ströngum Covid nítján reglum í Kína í nóvember eru enn í haldi lögreglu. Ekki er vitað hvar sumir þeirra eru niðurkomnir. ---- Það dró til tíðinda í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í dag. Deilurnar hafa verið í algjörum hnút og Efling sleit viðræðum fyrir rúmum hálfum mánuði. Boðað hafði verið til verkfalls sem beina átti gegn hótelum í Reykjavík, en atkvæðagreiðslu um aðgerðirnar er ekki lokið. Í dag lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari fram miðlunartillögu til að reyna að höggva á hnútinn. Í grunninn felur tillagan í sér það sama og Starfsgreinasambandið samdi um í lok seinasta árs. Það er afturvirkni til 1. nóvember og sömu prósentuhækkanir og í öðrum samningum. Bæði Eflingu og SA ber skylda til að leggja samninginn fram til atkvæðagreiðslu og allir félagsmenn Eflingar eru á kjörskrá, ekki aðeins þeir sem kusu um boðað verkfall, sem voru um 300 manns. Skiptar skoðanir eru meðal almennings í Þýskalandi um þá ákvörðun Olafs Scholz kanslara að senda Úkraínumönnum fullkomna Leopard-2 árásarskriðdreka. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Forsa stofnunarinnar telja 53 af hundraði að ákvörðun kanslarans hafi verið rétt. 39 prósent eru alfarið á móti. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
1/26/202310 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Katrín og Scholz, loftslagskvíði og veiruskita

Forsætisráðherra segir kröfur Tyrkja og vinnubrögð í tengslum við umsókn Finna og Svía um aðild að Nató alls ekki viðeigandi. Katrín og kanslari Þýskalands funduðu í Berlín í dag þar sem innrás Rússa í Úkraínu bar hæst. Bandaríkjamenn ætla að senda Abrams skriðdreka til Úkraínu. Sífellt fleiri ríki heita vopnasendingum til landsins. Lægðir eru væntanlegar á færibandi yfir landið á næstu dögum. Þeim fylgir ýmist snjókoma eða rigning. Parainflúensa er landlæg í kúm á Íslandi, en það kom í ljós eftir að sjúkdómurinn greindist í kúm sem höfðu veikst af veiruskitu. Sérfræðidýralæknir segir sjúkdóminn þó ekki áhyggjuefni. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sakar Google tölvurisann um að hafa brotið samkeppnislög árum saman. ----- Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál á hendur Google tæknirisanum fyrir að hafa komið í veg fyrir eðlilega samkeppni á auglýsingamarkaði á netinu síðastliðin fimmtán ár. Merrick Garland dómsmálaráðherra fór hörðum orðum um skort á siðferði innan fyrirtækisins þegar hann kynnti stefnuna á fundi með fréttamönnum í Washington. Ásgeir Tómasson tók saman. Erum við á leið til helvítis? Er úti um okkur öll? Er Jörðin að stefna til glötunnar? Þessar spurningar heyrast reglulega í tengslum við loftslagsmál. Óneitanlega vekja loftslagsbreytingar og hörmungar tengdar þeim áhyggjur og kvíða meðal fólks - ekki síst meðal yngri kynslóðarinnar. Loftslagskvíði er fyrirbæri sem hægt er að lifa með og takast á við. Hann er tvíeggja, því hann getur hvatt fólk til góðra verka til að breyta venjum sínum og siðum í þágu betra loftslags. Í dag var haldinn hádegisfundur í Háskóla Íslands þar sem rætt var um loftslagskvíða og hvernig má lifa með honum. Meðal þeirra sem héldu erindi þar var Sverrir Norland, fyrirlesari, rithöfundur, útgefandi og þýðandi sem fjallað hefur um loftslagskvíða í verkum sínum, til að mynda í bókinni Stríð og kliður. Bjarni Rúnarsson fjallar um loftslagskvíða. Stríðið í Úkraínu veldur Norðmönnum búsifjum. Ekki vegna skorts heldur vegna mikillar eftirspurnar og peningaflóðs inn í landið. Stríðsgróðinn er að færa allt úr skorðum. Ráðherrar í ríkisstjórn keppast við að spara og skera niður til að koma í veg fyrir ofþenslu, verðbólgu og vaxtahækkanir. Þetta er öfugt við það flestar Evrópuþjóðir standa frammi fyrir. Gísli Kristjánsson segir frá. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
1/25/20230
Episode Artwork

Katrín og Scholz, loftslagskvíði og veiruskita

Forsætisráðherra segir kröfur Tyrkja og vinnubrögð í tengslum við umsókn Finna og Svía um aðild að Nató alls ekki viðeigandi. Katrín og kanslari Þýskalands funduðu í Berlín í dag þar sem innrás Rússa í Úkraínu bar hæst. Bandaríkjamenn ætla að senda Abrams skriðdreka til Úkraínu. Sífellt fleiri ríki heita vopnasendingum til landsins. Lægðir eru væntanlegar á færibandi yfir landið á næstu dögum. Þeim fylgir ýmist snjókoma eða rigning. Parainflúensa er landlæg í kúm á Íslandi, en það kom í ljós eftir að sjúkdómurinn greindist í kúm sem höfðu veikst af veiruskitu. Sérfræðidýralæknir segir sjúkdóminn þó ekki áhyggjuefni. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sakar Google tölvurisann um að hafa brotið samkeppnislög árum saman. ----- Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál á hendur Google tæknirisanum fyrir að hafa komið í veg fyrir eðlilega samkeppni á auglýsingamarkaði á netinu síðastliðin fimmtán ár. Merrick Garland dómsmálaráðherra fór hörðum orðum um skort á siðferði innan fyrirtækisins þegar hann kynnti stefnuna á fundi með fréttamönnum í Washington. Ásgeir Tómasson tók saman. Erum við á leið til helvítis? Er úti um okkur öll? Er Jörðin að stefna til glötunnar? Þessar spurningar heyrast reglulega í tengslum við loftslagsmál. Óneitanlega vekja loftslagsbreytingar og hörmungar tengdar þeim áhyggjur og kvíða meðal fólks - ekki síst meðal yngri kynslóðarinnar. Loftslagskvíði er fyrirbæri sem hægt er að lifa með og takast á við. Hann er tvíeggja, því hann getur hvatt fólk til góðra verka til að breyta venjum sínum og siðum í þágu betra loftslags. Í dag var haldinn hádegisfundur í Háskóla Íslands þar sem rætt var um loftslagskvíða og hvernig má lifa með honum. Meðal þeirra sem héldu erindi þar var Sverrir Norland, fyrirlesari, rithöfundur, útgefandi og þýðandi sem fjallað hefur um loftslagskvíða í verkum sínum, til að mynda í bókinni Stríð og kliður. Bjarni Rúnarsson fjallar um loftslagskvíða. Stríðið í Úkraínu veldur Norðmönnum búsifjum. Ekki vegna skorts heldur vegna mikillar eftirspurnar og peningaflóðs inn í landið. Stríðsgróðinn er að færa allt úr skorðum. Ráðherrar í ríkisstjórn keppast við að spara og skera niður til að koma í veg fyrir ofþenslu, verðbólgu og vaxtahækkanir. Þetta er öfugt við það flestar Evrópuþjóðir standa frammi fyrir. Gísli Kristjánsson segir frá. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
1/25/20239 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Kjaradeila Eflingar við SA og breytingar á útlendingalögum.

Spegillinn 24. janúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela telur að starfsmenn þar samþykki ekki verkfallsboðun Eflingar.Bjarni Pétur Jónsson talaði við hann. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra harma bæði að verkfall þurfi til að lausnar kjaradeilu. Þau vona að deila Eflingar og SA leysist fljótt en eru ekki bjartsýnir á að svo verði. Kristín Sigurðardóttir ræddi við þau. Víða er snjó sem skafinn er af götum sturtað beint í hafnir. Í höfuðborginni er það bannað og Umhverfisstofnun telur að skerpa þurfi á verklagi um hvenær og hvar sé öruggt að fara með snjó útí sjó. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman og ræddi við Andri Teitsson formann umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrar og Katrínu Sóleyju Bjarnadóttur frá Umhverfisstofnun. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra hefur miklar áhyggjur af aukningu á notkun unglinga á nikótínpúðum, það hafi verið ákvörðun Alþingis að seinka gildistöku reglna sem draga úr sýnileika nikótínpúða á sölustöðum. Kristín Sigurðardóttir talaði við hann. Hafíss hefur orðið vart undan Vestfjörðum síðustu daga. Þó er nokkuð minna af honum en búist var við, að sögn Ásgríms L. Ásgrímssonar framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Stjórnarandstæðingar í Svíþjóð krefjast afsagnar nánasta samstarfsmanns Ulfs Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu er sakaður um ólöglegar álaveiðar. Pétur Magnúson sagði frá. Leikstjórinn Sara Gunnarsdóttir fékk í dag tilnefningu til Óskarsverðlauna. Þórdís Arnljótsdóttir talaði við hana. -------------- Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er umdeilt. Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar og menntamálanefndar segir frumvarpið til bóta, en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata segir það fara gegn stjórnarskrárvörðum réttindum fólks. Bjarni Rúnarsson talaði við þær. Það bjátar sitthvað á í Bretlandi um þessar mundir. Efnahagsvandi, verkföll opinberra starfsmanna, róstusamt á stjórnarheimilinu, umhleypingar í veðri og öðru hvoru berast fregnir af hrakningum ólöglegra innflytjenda á Ermarsundi. Ásgeir Tómasson sagði frá, heyrist í Töru Pownall, húsmóður í Doncaster og Söruh Chambers sem báðar spara rafmagnið.
1/24/20230
Episode Artwork

Kjaradeila Eflingar við SA og breytingar á útlendingalögum.

Spegillinn 24. janúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela telur að starfsmenn þar samþykki ekki verkfallsboðun Eflingar.Bjarni Pétur Jónsson talaði við hann. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra harma bæði að verkfall þurfi til að lausnar kjaradeilu. Þau vona að deila Eflingar og SA leysist fljótt en eru ekki bjartsýnir á að svo verði. Kristín Sigurðardóttir ræddi við þau. Víða er snjó sem skafinn er af götum sturtað beint í hafnir. Í höfuðborginni er það bannað og Umhverfisstofnun telur að skerpa þurfi á verklagi um hvenær og hvar sé öruggt að fara með snjó útí sjó. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman og ræddi við Andri Teitsson formann umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrar og Katrínu Sóleyju Bjarnadóttur frá Umhverfisstofnun. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra hefur miklar áhyggjur af aukningu á notkun unglinga á nikótínpúðum, það hafi verið ákvörðun Alþingis að seinka gildistöku reglna sem draga úr sýnileika nikótínpúða á sölustöðum. Kristín Sigurðardóttir talaði við hann. Hafíss hefur orðið vart undan Vestfjörðum síðustu daga. Þó er nokkuð minna af honum en búist var við, að sögn Ásgríms L. Ásgrímssonar framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Stjórnarandstæðingar í Svíþjóð krefjast afsagnar nánasta samstarfsmanns Ulfs Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu er sakaður um ólöglegar álaveiðar. Pétur Magnúson sagði frá. Leikstjórinn Sara Gunnarsdóttir fékk í dag tilnefningu til Óskarsverðlauna. Þórdís Arnljótsdóttir talaði við hana. -------------- Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er umdeilt. Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar og menntamálanefndar segir frumvarpið til bóta, en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata segir það fara gegn stjórnarskrárvörðum réttindum fólks. Bjarni Rúnarsson talaði við þær. Það bjátar sitthvað á í Bretlandi um þessar mundir. Efnahagsvandi, verkföll opinberra starfsmanna, róstusamt á stjórnarheimilinu, umhleypingar í veðri og öðru hvoru berast fregnir af hrakningum ólöglegra innflytjenda á Ermarsundi. Ásgeir Tómasson sagði frá, heyrist í Töru Pownall, húsmóður í Doncaster og Söruh Chambers sem báðar spara rafmagnið.
1/24/202310 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Verkfallsboðun Eflingar og eitranir vegna nikótínpúða

Spegillinn 23. janúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Atkvæðagreiðsla um verkfall 300 félagsmanna í Eflingu sem vinna á Íslandshótelum byrjar á morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar býst við að verkfallsboðun fyrir 7. febrúar verði samþykkt. Kristófer Oliversson formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir ótrúlegt að beina eigi verkfalli að nánast einni kennitölu. Bjarni Pétur Jónsson talaði við þau. Lögreglumönnum mega bera rafbyssur frá og með deginum í dag. Jón Gunnarsson, (D) dómsmálaráðherra segir að í nágrannalöndum hafi slysum á fækkað til muna við að lögregla beri rafvarnarvopn. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, (P) bar fyrirspurn um rafbyssurnar upp á Alþingi í dag. Starfshópur leggur til að almennur byggðakvóti verði afnuminn og einnig skel- og rækjubætur ásamt línuívilnun. Þessar heimildir yrðu frekar nýttar í sértækan byggðakvóta sem þykir skila betri árangri eða til að auka strandveiðar. Rúnar Snær Reynisson tók saman. Fimm skip á vegum Hafrannsóknastofnunnar héldu í dag út til mælinga á stærð loðnustofnsins. Niðurstöðurnar gætu haft talsverð áhrif á veiðar á þessari vertíð. Pétur Magnússon ræddi við Guðmund Óskarsson, sviðsstjóra uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Þrjátíu og fimm kindur brunnu inni eftir að eldur kviknaði í útihúsum á Syðri-Hömrum í Ásahreppi í gær. Guðjón Björnsson bóndi segir skelfilegt að missa allan fjárstofn sinn. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hann. --------------- Í hverri viku koma þrjú til fjögur börn leita á bráðamóttöku vegna nikótíneitrunar. Nikótínpúðar eru algengasta orsökin; sala þeirra hefur margfaldast á örfáum árum. Bjarni Rúnarsson ræðir við Lilju Sigrúnu Jónsdóttur heimilislækni sem hefur lengi unnið að tóbaksvörnum. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík segir að huga þurfi vel að breytingum á 5,3% kerfinu sem rætt er um í tillögum starfshópa menntamálaráðherra um stefnumótun í sjávarútvegi. Hann er hlynntur breytingu en ekki byltingu, miklu skipti að ljóst sé hvað eigi að taka við og þá til langs tíma ráðist menn í breytingar. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja ræða í Brussel um hvort senda eigi Úkraínumönnum árásarskriðdreka. En ekki er sátt um málið á alþjóðavettvangi. Ásgeir Tómasson tók saman. Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands, Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands og Adam East, fréttamaður breska ríkisútvarpsins BBC í
1/23/20230
Episode Artwork

Verkfallsboðun Eflingar og eitranir vegna nikótínpúða

Spegillinn 23. janúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Atkvæðagreiðsla um verkfall 300 félagsmanna í Eflingu sem vinna á Íslandshótelum byrjar á morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar býst við að verkfallsboðun fyrir 7. febrúar verði samþykkt. Kristófer Oliversson formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir ótrúlegt að beina eigi verkfalli að nánast einni kennitölu. Bjarni Pétur Jónsson talaði við þau. Lögreglumönnum mega bera rafbyssur frá og með deginum í dag. Jón Gunnarsson, (D) dómsmálaráðherra segir að í nágrannalöndum hafi slysum á fækkað til muna við að lögregla beri rafvarnarvopn. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, (P) bar fyrirspurn um rafbyssurnar upp á Alþingi í dag. Starfshópur leggur til að almennur byggðakvóti verði afnuminn og einnig skel- og rækjubætur ásamt línuívilnun. Þessar heimildir yrðu frekar nýttar í sértækan byggðakvóta sem þykir skila betri árangri eða til að auka strandveiðar. Rúnar Snær Reynisson tók saman. Fimm skip á vegum Hafrannsóknastofnunnar héldu í dag út til mælinga á stærð loðnustofnsins. Niðurstöðurnar gætu haft talsverð áhrif á veiðar á þessari vertíð. Pétur Magnússon ræddi við Guðmund Óskarsson, sviðsstjóra uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Þrjátíu og fimm kindur brunnu inni eftir að eldur kviknaði í útihúsum á Syðri-Hömrum í Ásahreppi í gær. Guðjón Björnsson bóndi segir skelfilegt að missa allan fjárstofn sinn. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hann. --------------- Í hverri viku koma þrjú til fjögur börn leita á bráðamóttöku vegna nikótíneitrunar. Nikótínpúðar eru algengasta orsökin; sala þeirra hefur margfaldast á örfáum árum. Bjarni Rúnarsson ræðir við Lilju Sigrúnu Jónsdóttur heimilislækni sem hefur lengi unnið að tóbaksvörnum. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík segir að huga þurfi vel að breytingum á 5,3% kerfinu sem rætt er um í tillögum starfshópa menntamálaráðherra um stefnumótun í sjávarútvegi. Hann er hlynntur breytingu en ekki byltingu, miklu skipti að ljóst sé hvað eigi að taka við og þá til langs tíma ráðist menn í breytingar. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja ræða í Brussel um hvort senda eigi Úkraínumönnum árásarskriðdreka. En ekki er sátt um málið á alþjóðavettvangi. Ásgeir Tómasson tók saman. Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands, Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands og Adam East, fréttamaður breska ríkisútvarpsins BBC í
1/23/202310 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Deila Eflingar og SA, skíðalyfta bilaði, stuðningur við Úkraínu.

Spegillinn 20. janúar 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins til fundar á þriðjudag. Töluvert ber í milli að sögn Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara og deilan er stál í stál. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hann. Tuttugu manns sátu fastir í lyftu í Hlíðarfjalli í rúmar tvær klukkustundir í dag eftir að lyfta bilaði. Lyftan, sem nefnist Fjarkinn, stöðvaðist eftir að vír fór út af sporinu í vindhviðu. Alexander Kristjánsson sagði frá. Talað var við Brynjar Helga Ásgeirsson forstöðumann Hlíðarfjalls og Andrew Davis, sem sat fastur í lyftunni ásamt fleira skíðafólki Íslensk stjórnvöld hyggjast veita jafnvirði 360 milljóna króna í sérstakan stuðningssjóð fyrir Úkraínu, sem Bretar komu á laggirnar í fyrra. Björn Malmquist sagði frá og talaði við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Bandarískir tæknirisar hafa tilkynnt um uppsagnir tugþúsunda starfsmanna á síðustu vikum. Alexander Kristjánsson sagði frá. Ungt keppnisíþróttafólk er í meiri hættu á skyndidauða en önnur ungmenni. Þó svo að íþróttir séu af hinu góða getur mikið stress og langvarandi álag sem fylgir afreksíþróttum ýtt undir hjartasjúkdóma. Bjarni Rúnarsson sagði frá og talaði við Berglindi Aðalsteinsdóttur hjartalækni. Áfengisvandi er enn að aukast. Þetta má lesa úr nýjum gögnum SÁÁ. Innlögnum hefur fjölgað eftir heimsfaraldurinn og fjöldinn núna er svipaður og fyrir tveimur árum. Arnar Björnsson sagði frá og ræddi við Önnu Hildi Guðmundsdóttur, formann SÁÁ Norsk yfirvöld ætla að láta rannsaka hvort og hvernig það megi vera að ættleidd börn hafi komið ólöglega til landsins. Talað er um rán á börnum, kaup og sölu og falsaða pappíra. Þetta á einkum að hafa gerst á níunda áratug síðustu aldar. Yfirvöld eru gagnrýnd fyrir að taka mildilega á grun um svik og að hafa ekki fylgt klögumálum eftir. Gísli Kristjánsson sagði frá. Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Svíum á þeirra eigin heimavelli í milliriðli HM í Gautaborg eftir hálfa aðra klukkustund. Sjónvarpsfréttir hefjast klukkan hálf sjö. Bandaríski tónlistarmaðurinn David Crosby lést í gærkvöld. Ásgeir Tómasson fór yfir feril hans frá 1964 og til þessa dags.
1/20/20230
Episode Artwork

Deila Eflingar og SA, skíðalyfta bilaði, stuðningur við Úkraínu.

Spegillinn 20. janúar 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins til fundar á þriðjudag. Töluvert ber í milli að sögn Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara og deilan er stál í stál. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hann. Tuttugu manns sátu fastir í lyftu í Hlíðarfjalli í rúmar tvær klukkustundir í dag eftir að lyfta bilaði. Lyftan, sem nefnist Fjarkinn, stöðvaðist eftir að vír fór út af sporinu í vindhviðu. Alexander Kristjánsson sagði frá. Talað var við Brynjar Helga Ásgeirsson forstöðumann Hlíðarfjalls og Andrew Davis, sem sat fastur í lyftunni ásamt fleira skíðafólki Íslensk stjórnvöld hyggjast veita jafnvirði 360 milljóna króna í sérstakan stuðningssjóð fyrir Úkraínu, sem Bretar komu á laggirnar í fyrra. Björn Malmquist sagði frá og talaði við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Bandarískir tæknirisar hafa tilkynnt um uppsagnir tugþúsunda starfsmanna á síðustu vikum. Alexander Kristjánsson sagði frá. Ungt keppnisíþróttafólk er í meiri hættu á skyndidauða en önnur ungmenni. Þó svo að íþróttir séu af hinu góða getur mikið stress og langvarandi álag sem fylgir afreksíþróttum ýtt undir hjartasjúkdóma. Bjarni Rúnarsson sagði frá og talaði við Berglindi Aðalsteinsdóttur hjartalækni. Áfengisvandi er enn að aukast. Þetta má lesa úr nýjum gögnum SÁÁ. Innlögnum hefur fjölgað eftir heimsfaraldurinn og fjöldinn núna er svipaður og fyrir tveimur árum. Arnar Björnsson sagði frá og ræddi við Önnu Hildi Guðmundsdóttur, formann SÁÁ Norsk yfirvöld ætla að láta rannsaka hvort og hvernig það megi vera að ættleidd börn hafi komið ólöglega til landsins. Talað er um rán á börnum, kaup og sölu og falsaða pappíra. Þetta á einkum að hafa gerst á níunda áratug síðustu aldar. Yfirvöld eru gagnrýnd fyrir að taka mildilega á grun um svik og að hafa ekki fylgt klögumálum eftir. Gísli Kristjánsson sagði frá. Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Svíum á þeirra eigin heimavelli í milliriðli HM í Gautaborg eftir hálfa aðra klukkustund. Sjónvarpsfréttir hefjast klukkan hálf sjö. Bandaríski tónlistarmaðurinn David Crosby lést í gærkvöld. Ásgeir Tómasson fór yfir feril hans frá 1964 og til þessa dags.
1/20/20239 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Dómsmálaráðherra um rafbyssur og vegur rofinn vegna asahláku

Spegillinn 19. janúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Kona á fertugsaldri varð úti ofarlega í Mosfellsbæ í óveðrinu sem gekk yfir rétt fyrir jól. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir að heimild til lögreglu um notkun rafbyssa sem gefin var undir áramót hafi verið lengi í undirbúningi og enginn feluleikur um reglubreytingar. Ákvörðunin sé ráðherrans en hann sé ávallt reiðubúinn að ræða málin. Auknar líkur eru á flóðum vegna asahláku á morgun og færð gæti spillst. Vegagerðin rýfur Skeiða- og Hrunamannaveg við nýja brúi sem er í smíðum yfir Stóru-Laxá til að verja hana. Anna Lilja Þórisdóttir segir frá. Stjórnvöld í Úkraínu segja tímabært að vestræn ríki óttist ekki Pútín og sendi hergögn, þrátt fyrir viðvaranir Rússa. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman. Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi Háskólans á Akureyri og komust yfir upplýsingar um alla notendur þess. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Óskar Þór Vilhjálmsson, skrifstofustjóra kennslumiðstöðvar skólans. Landsnet heldur um þessar mundir opna kynningar- og samráðsfundi vegna fyrirhugaðrar lagningar Blöndulínu þrjú. Álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati línunnar er meðal annars á dagskrá. Ágúst Ólafsson sagði frá. Ólafur Darri Ólafsson leikari er einn fjögurra kvikmyndagerðarmanna sem stendur að nýstofnuðu framleiðslufyrirtæki sem hefur fengið nafnið ACT4 ( act four). Ætlunin er að þróa og fjármagna íslenskt sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað. Júlía Margrét Einarsdóttir ræddi við hann. ------------ Lengi hafur verið kallað eftir að tryggja betur öryggi lögreglumanna segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Reynslan sýni að slysum á lögreglumönnum við störf fækki verulega þegar þeir búi yfir rafvarnarvopnum. Breytingar á reglum um vopnanotkun og valdbeitingu sem leyfir rafbyssur. Þær verði komnar í gagnið eftir eitt til tvö ár. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Þingmenn og aðrir frammámenn Verkamannaflokksins á Nýja Sjálandi sátu sem þrumu lostnir þegar Jacinda Ardern forsætisráðherra tilkynnti óvænt á landsfundi flokksins í dag að hún hefði ákveðið að segja af sér nánast samstundis. Fréttamenn á staðnum segja að þeir hafi verið eins og í sprengjulosti eftir að hún lauk máli sínu.
1/19/20230
Episode Artwork

Dómsmálaráðherra um rafbyssur og vegur rofinn vegna asahláku

Spegillinn 19. janúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Kona á fertugsaldri varð úti ofarlega í Mosfellsbæ í óveðrinu sem gekk yfir rétt fyrir jól. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir að heimild til lögreglu um notkun rafbyssa sem gefin var undir áramót hafi verið lengi í undirbúningi og enginn feluleikur um reglubreytingar. Ákvörðunin sé ráðherrans en hann sé ávallt reiðubúinn að ræða málin. Auknar líkur eru á flóðum vegna asahláku á morgun og færð gæti spillst. Vegagerðin rýfur Skeiða- og Hrunamannaveg við nýja brúi sem er í smíðum yfir Stóru-Laxá til að verja hana. Anna Lilja Þórisdóttir segir frá. Stjórnvöld í Úkraínu segja tímabært að vestræn ríki óttist ekki Pútín og sendi hergögn, þrátt fyrir viðvaranir Rússa. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman. Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi Háskólans á Akureyri og komust yfir upplýsingar um alla notendur þess. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Óskar Þór Vilhjálmsson, skrifstofustjóra kennslumiðstöðvar skólans. Landsnet heldur um þessar mundir opna kynningar- og samráðsfundi vegna fyrirhugaðrar lagningar Blöndulínu þrjú. Álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati línunnar er meðal annars á dagskrá. Ágúst Ólafsson sagði frá. Ólafur Darri Ólafsson leikari er einn fjögurra kvikmyndagerðarmanna sem stendur að nýstofnuðu framleiðslufyrirtæki sem hefur fengið nafnið ACT4 ( act four). Ætlunin er að þróa og fjármagna íslenskt sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað. Júlía Margrét Einarsdóttir ræddi við hann. ------------ Lengi hafur verið kallað eftir að tryggja betur öryggi lögreglumanna segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Reynslan sýni að slysum á lögreglumönnum við störf fækki verulega þegar þeir búi yfir rafvarnarvopnum. Breytingar á reglum um vopnanotkun og valdbeitingu sem leyfir rafbyssur. Þær verði komnar í gagnið eftir eitt til tvö ár. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Þingmenn og aðrir frammámenn Verkamannaflokksins á Nýja Sjálandi sátu sem þrumu lostnir þegar Jacinda Ardern forsætisráðherra tilkynnti óvænt á landsfundi flokksins í dag að hún hefði ákveðið að segja af sér nánast samstundis. Fréttamenn á staðnum segja að þeir hafi verið eins og í sprengjulosti eftir að hún lauk máli sínu.
1/19/202310 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Hryðjuverkamál, þyrluslys og minni tekjur af bílum

Dómari í hryðjuverkamálinu íhugar að vísa hryðjuverkalið málsins frá. Báðir sakborningar neituðu sök við þingfestingu í dag. Læknir sem grunaður er um að valda sex sjúklingum ótímabærum dauða er aftur kominn til starfa á Landspítala. Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt að fara í tímabundið átaksverkefni í samráði við sjálfstætt starfandi barnalækna og barnageðlækna til þess að stytta biðlista eftir ADHD-greiningu. Skipulagsstofnun telur að umferð í gegnum miðbæ Egilsstaða verði áfram mikil þrátt fyrir að nýr vegur verði lagður framhjá bænum í tengslum við Fjarðarheiðargöng. Kostir felist í að beina umferðinni áfram í gegnum miðbæinn og nær væri að bæta sambúð vegar og byggðar. Innanríkisráðherra Úkraínu sem lést í þyrluslysi í morgun var einn nánasti samstarfsmaður Volodymyrs Zelenskys forseta. Líklegt þykir að þoka og rafmagnsleysi hafi valdið slysinu. Skatttekjur ríkisins af hverjum bíl hafa dregist saman um þrjátíu prósent á áratug. Á sama tíma hefur bílum fjölgað um þriðjung og útgjöld til vegakerfisins hafa stóraukist. ----- Þoka grúfði yfir Kænugarði og nágrenni í morgun þegar einni af þyrlum Neyðarþjónustu Úkraínu hlekktist á. Hún féll logandi til jarðar í bænum Brovary, um tuttugu kílómetra norðaustan við Kænugarð. Níu manns sem voru um borð létust, þrír starfsmenn Neyðarþjónustunnar og sex úr starfsliði úkraínska innanríkisráðuneytisins. Þeirra á meðal voru Denis Monastyrsky innanríkisráðherra, Yevhen Yenin, aðstoðar-innanríkisráðherra, og Yuriy Lubkovych ráðuneytisstjóri. Fjögur börn og fjórir fullorðnir viðbótar létust þegar þyrlan féll til jarðar á leikskóla. Hluti skólabyggingarinnar stórskemmdist. Úkraínskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglunni að 25 til viðbótar hafi slasast, þar á meðal tíu börn. Nokkrir eru alvarlega slasaðir að sögn talsmanns forsetaskrifstofunnar í Kænugarði. Hann greindi fréttamönnum frá því að sendinefnd innanríkisráðuneytisins hefði verið á leið til borgar þar sem úkraínskir hermenn og innrásarlið Rússa berjast hatrammlega um þessar mundir. Fjöldi fólks varð vitni að þyrluslysinu. Þeirra á meðal var Vira Sebalo. Hún sagðist í viðtali við úkraínska ríkissjónvarpið hafa heyrt mikinn hávaða yfir háhýsi í grenndinni. Fimm mínútum síðar kvað við sprenging. Mikill eldur blossaði upp og þyrlan féll logandi til jarðar. Ásgeir Tómasson segir frá. Því er stundum fleygt að ákveðin öfl séu í stríði gegn einkabílnum. Sé það raunin er óhætt að segja að þessum öflum gangi illa -- þau séu raunar að skíttapa. Skráðum ökutækjum hefur nefnilega fjölgað um þrjátíu og fimm prósent á Ísl
1/18/20230
Episode Artwork

Hryðjuverkamál, þyrluslys og minni tekjur af bílum

Dómari í hryðjuverkamálinu íhugar að vísa hryðjuverkalið málsins frá. Báðir sakborningar neituðu sök við þingfestingu í dag. Læknir sem grunaður er um að valda sex sjúklingum ótímabærum dauða er aftur kominn til starfa á Landspítala. Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt að fara í tímabundið átaksverkefni í samráði við sjálfstætt starfandi barnalækna og barnageðlækna til þess að stytta biðlista eftir ADHD-greiningu. Skipulagsstofnun telur að umferð í gegnum miðbæ Egilsstaða verði áfram mikil þrátt fyrir að nýr vegur verði lagður framhjá bænum í tengslum við Fjarðarheiðargöng. Kostir felist í að beina umferðinni áfram í gegnum miðbæinn og nær væri að bæta sambúð vegar og byggðar. Innanríkisráðherra Úkraínu sem lést í þyrluslysi í morgun var einn nánasti samstarfsmaður Volodymyrs Zelenskys forseta. Líklegt þykir að þoka og rafmagnsleysi hafi valdið slysinu. Skatttekjur ríkisins af hverjum bíl hafa dregist saman um þrjátíu prósent á áratug. Á sama tíma hefur bílum fjölgað um þriðjung og útgjöld til vegakerfisins hafa stóraukist. ----- Þoka grúfði yfir Kænugarði og nágrenni í morgun þegar einni af þyrlum Neyðarþjónustu Úkraínu hlekktist á. Hún féll logandi til jarðar í bænum Brovary, um tuttugu kílómetra norðaustan við Kænugarð. Níu manns sem voru um borð létust, þrír starfsmenn Neyðarþjónustunnar og sex úr starfsliði úkraínska innanríkisráðuneytisins. Þeirra á meðal voru Denis Monastyrsky innanríkisráðherra, Yevhen Yenin, aðstoðar-innanríkisráðherra, og Yuriy Lubkovych ráðuneytisstjóri. Fjögur börn og fjórir fullorðnir viðbótar létust þegar þyrlan féll til jarðar á leikskóla. Hluti skólabyggingarinnar stórskemmdist. Úkraínskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglunni að 25 til viðbótar hafi slasast, þar á meðal tíu börn. Nokkrir eru alvarlega slasaðir að sögn talsmanns forsetaskrifstofunnar í Kænugarði. Hann greindi fréttamönnum frá því að sendinefnd innanríkisráðuneytisins hefði verið á leið til borgar þar sem úkraínskir hermenn og innrásarlið Rússa berjast hatrammlega um þessar mundir. Fjöldi fólks varð vitni að þyrluslysinu. Þeirra á meðal var Vira Sebalo. Hún sagðist í viðtali við úkraínska ríkissjónvarpið hafa heyrt mikinn hávaða yfir háhýsi í grenndinni. Fimm mínútum síðar kvað við sprenging. Mikill eldur blossaði upp og þyrlan féll logandi til jarðar. Ásgeir Tómasson segir frá. Því er stundum fleygt að ákveðin öfl séu í stríði gegn einkabílnum. Sé það raunin er óhætt að segja að þessum öflum gangi illa -- þau séu raunar að skíttapa. Skráðum ökutækjum hefur nefnilega fjölgað um þrjátíu og fimm prósent á Ísl
1/18/202310 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Auðlindin okkar og norrænt samstarf

Spegillinn, 17. janúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Ágreiningur um veiðigjald og hvernig megi hámarka hag samfélagsins af sjávarútvegi verður áfram þrætuepli, að mati Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem hefur tekið við sextíu bráðabirgðatillögum starfshópa og vonar að þær skerpi sýn. Lokatillögur þeirra koma í maí. Það kemur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar á óvart hversu víðtæk áhrif rafmagnsleysið á Suðurnesjum í gær hafði á alla innviði. Hann segir brýnt að styrkja þá. Það varði jafnvel þjóðaröryggi. Alexander Kristjánsson tók saman. Rannsókn lögreglu á hendur Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir, er lokið. Mál hans verður sent til héraðssaksóknara síðar í þessum mánuði. Hann er grunaður í sex málum. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ákært karlmann fyrir vörslu þúsunda mynda og myndbanda sem sýna barnaníð. Maðurinn hafði halað niður, skoðað eða dreift myndefninu sem meðal annars sýndi brot gegn mjög ungum börnum. Oddur Þórðarson tók saman. Hitastig gæti sveiflast um rúm tuttugu stig á næstu dögum. Tíu stiga hita og mikilli rigningu er spáð á sunnanverðu landinu á föstudaginn og Veðurstofa íhugar að gefa út viðvaranir vegna hláku segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. Pétur Magnússon tók saman. ------------- Kvótakerfi verður enn við lýði, en meðal þess sem lagt er til í sextíu tillögum starfshópa Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um Auðlindina okkar, sem líklegt er að verði umdeilt er tillaga um hækkað veiðigjald, og breytingar á byggðakvóta og 5,3 prósenta kerfisins svokallaða sem og að auka gagnsæi í eignarhaldi og rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Bjarni Rúnarsson ræddi við Svandísi um tillögurnar. Norðurlönd - Afl til friðar er yfirskrift formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem hófst um áramótin. Hún er hinn opinberi samstarfsvettvangur stjórnvalda á Norðurlöndum. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Guðmund Inga Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda og Karen Ellemann framkvæmdastjóra ráðherranefndarinnar.
1/17/20230
Episode Artwork

Auðlindin okkar og norrænt samstarf

Spegillinn, 17. janúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Ágreiningur um veiðigjald og hvernig megi hámarka hag samfélagsins af sjávarútvegi verður áfram þrætuepli, að mati Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem hefur tekið við sextíu bráðabirgðatillögum starfshópa og vonar að þær skerpi sýn. Lokatillögur þeirra koma í maí. Það kemur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar á óvart hversu víðtæk áhrif rafmagnsleysið á Suðurnesjum í gær hafði á alla innviði. Hann segir brýnt að styrkja þá. Það varði jafnvel þjóðaröryggi. Alexander Kristjánsson tók saman. Rannsókn lögreglu á hendur Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir, er lokið. Mál hans verður sent til héraðssaksóknara síðar í þessum mánuði. Hann er grunaður í sex málum. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ákært karlmann fyrir vörslu þúsunda mynda og myndbanda sem sýna barnaníð. Maðurinn hafði halað niður, skoðað eða dreift myndefninu sem meðal annars sýndi brot gegn mjög ungum börnum. Oddur Þórðarson tók saman. Hitastig gæti sveiflast um rúm tuttugu stig á næstu dögum. Tíu stiga hita og mikilli rigningu er spáð á sunnanverðu landinu á föstudaginn og Veðurstofa íhugar að gefa út viðvaranir vegna hláku segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. Pétur Magnússon tók saman. ------------- Kvótakerfi verður enn við lýði, en meðal þess sem lagt er til í sextíu tillögum starfshópa Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um Auðlindina okkar, sem líklegt er að verði umdeilt er tillaga um hækkað veiðigjald, og breytingar á byggðakvóta og 5,3 prósenta kerfisins svokallaða sem og að auka gagnsæi í eignarhaldi og rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Bjarni Rúnarsson ræddi við Svandísi um tillögurnar. Norðurlönd - Afl til friðar er yfirskrift formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem hófst um áramótin. Hún er hinn opinberi samstarfsvettvangur stjórnvalda á Norðurlöndum. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Guðmund Inga Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda og Karen Ellemann framkvæmdastjóra ráðherranefndarinnar.
1/17/20239 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Rafmagnsleysi, þjóðarhöll og mafíuforingi handtekinn

Rafmagnslaust var á öllum Suðurnesjum í rúma tvo klukkutíma í dag. Rafmagn er komið á að nýju en enn er bið á að heitt og kalt vatns streymi í öll hús. . Hjúkrunarfræðingur sem ákærð er fyrir að verða sjúklingi á geðdeild að bana neitar sök. Hún er ákærð fyrir að þvinga næringardrykk ofan í sjúklinginn. Breska ríkisstjórnin hefur beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að frumvarp um kynrænt sjálfræði verði að lögum. Þetta er í fyrsta skipti sem valdinu er beitt í sögu skoska þingsins. Áætlun um að hér verð risin þjóðarhöll haustið 2025 á að geta haldið ef ekki koma upp óvæntar tafir segir formaður framkvæmdanefndar. Barna og menntamálaráðherra bendir á að hingað til hafi tímalína sem kynnt var í fyrra haldið. Skipting fimmtán milljarða byggingarkostnaður milli ríkis og borgar er þó enn ekki afráðin. Einn alræmdasti glæpaforingi ítölsku mafíunnar var handtekinn í morgun. Lögregla hefur elst við hann í þrjá áratugi. Hann er sagður hafa drepið um 50 manns. Ísland leikur sem stendur við Suður Kóreumenn á heimsmeistaramótinu í handbolta. Útlitið er gott fyrir íslenska liðið þegar stutt er til leiksloka. ------ Hátt í tuttugu þúsund fermetra þjóðarhöll á að rísa á næstu árum í Laugardal, ofan við Laugardalshöllina gömlu og aðkoman snýr að Suðurlandsbraut. Hún á að taka allt að 8.600 í sæti og 12 þúsund á tónleikum. Húsinu ætlað að stórbæta aðstöðu fyrir fjölmargar íþróttagreinar og vera fjölnota hús fyrir þjóðina alla, segir í tillögum framkvæmdanefndar. Í morgun kynntu forsætisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, borgarstjóri og formaður framkvæmdanefndar stöðuna og næstu skref. Kostnaður við bygginguna er talinn verða um 15 milljarðar króna og enn ekki að fullu afráðið hvernig sá kostnaður skiptist milli ríkis og borgar. Forsætisráðherra vísar til þess að kostnaður við byggingu Hörpu hafi skipst nokkrun veginn til helminga millli ríkis og borgar og á svipuðum nótum talar formaður framkvæmdanefndarinnar. Borgarstjóri segir of snemmt að tala um það hvernig skipta eigi útgjöldunum. Burtséð frá fjármögnuninni eru miklar vonir bundnar við þjóðarhöll. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Ofbeldi kærasta, maka eða fyrrverandi maka hefur kostað kostað fimmtán til tuttugu konur lífið á hverju ári, undanfarna tvo áratugi, í Svíþjóð. Lögregla hefur leitast við að koma í veg fyrir ofbeldi með fyrirbyggjandi starfi; og styðja við konur sem fyrir ofbeldinu verða. En óttast nú að þær aðgerðir sitji á hakanum vegna ofuráherslu á baráttuna við glæpagengi. Kári Gylfason talar frá Gautaborg. Eftir þriggja áratuga el
1/16/20230
Episode Artwork

Rafmagnsleysi, þjóðarhöll og mafíuforingi handtekinn

Rafmagnslaust var á öllum Suðurnesjum í rúma tvo klukkutíma í dag. Rafmagn er komið á að nýju en enn er bið á að heitt og kalt vatns streymi í öll hús. . Hjúkrunarfræðingur sem ákærð er fyrir að verða sjúklingi á geðdeild að bana neitar sök. Hún er ákærð fyrir að þvinga næringardrykk ofan í sjúklinginn. Breska ríkisstjórnin hefur beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að frumvarp um kynrænt sjálfræði verði að lögum. Þetta er í fyrsta skipti sem valdinu er beitt í sögu skoska þingsins. Áætlun um að hér verð risin þjóðarhöll haustið 2025 á að geta haldið ef ekki koma upp óvæntar tafir segir formaður framkvæmdanefndar. Barna og menntamálaráðherra bendir á að hingað til hafi tímalína sem kynnt var í fyrra haldið. Skipting fimmtán milljarða byggingarkostnaður milli ríkis og borgar er þó enn ekki afráðin. Einn alræmdasti glæpaforingi ítölsku mafíunnar var handtekinn í morgun. Lögregla hefur elst við hann í þrjá áratugi. Hann er sagður hafa drepið um 50 manns. Ísland leikur sem stendur við Suður Kóreumenn á heimsmeistaramótinu í handbolta. Útlitið er gott fyrir íslenska liðið þegar stutt er til leiksloka. ------ Hátt í tuttugu þúsund fermetra þjóðarhöll á að rísa á næstu árum í Laugardal, ofan við Laugardalshöllina gömlu og aðkoman snýr að Suðurlandsbraut. Hún á að taka allt að 8.600 í sæti og 12 þúsund á tónleikum. Húsinu ætlað að stórbæta aðstöðu fyrir fjölmargar íþróttagreinar og vera fjölnota hús fyrir þjóðina alla, segir í tillögum framkvæmdanefndar. Í morgun kynntu forsætisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, borgarstjóri og formaður framkvæmdanefndar stöðuna og næstu skref. Kostnaður við bygginguna er talinn verða um 15 milljarðar króna og enn ekki að fullu afráðið hvernig sá kostnaður skiptist milli ríkis og borgar. Forsætisráðherra vísar til þess að kostnaður við byggingu Hörpu hafi skipst nokkrun veginn til helminga millli ríkis og borgar og á svipuðum nótum talar formaður framkvæmdanefndarinnar. Borgarstjóri segir of snemmt að tala um það hvernig skipta eigi útgjöldunum. Burtséð frá fjármögnuninni eru miklar vonir bundnar við þjóðarhöll. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Ofbeldi kærasta, maka eða fyrrverandi maka hefur kostað kostað fimmtán til tuttugu konur lífið á hverju ári, undanfarna tvo áratugi, í Svíþjóð. Lögregla hefur leitast við að koma í veg fyrir ofbeldi með fyrirbyggjandi starfi; og styðja við konur sem fyrir ofbeldinu verða. En óttast nú að þær aðgerðir sitji á hakanum vegna ofuráherslu á baráttuna við glæpagengi. Kári Gylfason talar frá Gautaborg. Eftir þriggja áratuga el
1/16/20239 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Bráðaþjónusta, heimgreiðslur í Hafnarfirði. lúxushótel við Skálafell

Spegillinn föstudaginn 13. janúar 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Í dag var gefin út skýrsla um bráðaþjónustu í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Í skýrslunni eru lagðar fram 39 tillögur að breytingum og umbótum sem hægt er að ráðast í á næstu árum á ýmsum sviðum eins og mönnun, sjúkraflutningum, þjónustu utan höfuðborgarsvæðisins. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mikinn feng í þessari nýju skýrslu. Hægt sé að hrinda mörgum þeirra í framkvæmd hratt og örugglega. Bjarni Rúnarsson ræddi við Willum og Jón Magnús Kjartansson, sérfræðing í bráðalækningum leiddi vinnu teymisins sem gerði skýrsluna. Foreldrar barna í Hafnarfirði sem hafa ekki fengið leikskólapláss geta sótt um heimgreiðslur upp á rúmlega hundrað þúsund krónur á mánuði. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri telur mikilvægt að fjölga valkostum foreldra. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi krefjast þess nú að forsetinn Joe Biden opinberi upplýsingar um alla þá sem hafi sótt hann heim í Delaware, þar sem nokkur leyniskjöl hafa fundist undanfarnar vikur. Bandarískum yfirvöldum hafa borist yfir 350 tilkynningar um fljúgandi furðuhluti síðan í mars 2021. Engar skýringar hafa fundist á um helmingi tilkynninganna. Reykjavíkurborg og félagið Berjaya Land Berhad hafa gert með sér viljayfirlýsingu um gerð skipulags fyrir Kýrhólaflóa við Skálafell þar sem félagið hyggst reisa fimm stjörnu hótel með heilsulind, baðlóni og tengdri starfsemi. Viljayfirlýsingin var kynnt í borgarráði í gær. Kristín Sigurðardóttir sagði frá. Sprenging varð í dag í gasleiðslu nærri bænum Pasvalys í norðurhluta Litháen. Snjór hefur verið fluttur í Geirsnefið við Elliðaárvog í stórum stíl að undanförnu til að greiða leið vegfarenda höfuðborgarsvæðisins. Svava S. Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi Reykjavíkurborgar segir að reynt sé að draga úr mengun með því að leyfa ekki að snjónum sé sturtað beint í sjóinn. Haukur Holm ræddi við hana. Varaskeifa eða Spare, ævisaga Harrys Bretaprins, hefur slegið öll sölumet. Bókin kom út á þriðjudaginn og á vef The Guardian kemur fram að bókin hafi selst í ríflega 400.000 eintökum í Bretlandi á fyrsta sólarhringnum og 1,4 milljónum eintaka ef Bandaríkin og Kanada eru talin með. Bókin seldist upp á fyrsta degi í Pennanum Eymundssyni. Hálf öld er liðin 14. janúar frá tímamóta tónleikum Elvis Presleys sem sendir voru út um gervihnött frá Hawaii til 36 landa. Talið er að allt að einn og hálfur milljarður sjónvarpsáhorfenda hafi fylgst með þeim.
1/13/20230
Episode Artwork

Bráðaþjónusta, heimgreiðslur í Hafnarfirði. lúxushótel við Skálafell

Spegillinn föstudaginn 13. janúar 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Í dag var gefin út skýrsla um bráðaþjónustu í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Í skýrslunni eru lagðar fram 39 tillögur að breytingum og umbótum sem hægt er að ráðast í á næstu árum á ýmsum sviðum eins og mönnun, sjúkraflutningum, þjónustu utan höfuðborgarsvæðisins. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mikinn feng í þessari nýju skýrslu. Hægt sé að hrinda mörgum þeirra í framkvæmd hratt og örugglega. Bjarni Rúnarsson ræddi við Willum og Jón Magnús Kjartansson, sérfræðing í bráðalækningum leiddi vinnu teymisins sem gerði skýrsluna. Foreldrar barna í Hafnarfirði sem hafa ekki fengið leikskólapláss geta sótt um heimgreiðslur upp á rúmlega hundrað þúsund krónur á mánuði. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri telur mikilvægt að fjölga valkostum foreldra. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi krefjast þess nú að forsetinn Joe Biden opinberi upplýsingar um alla þá sem hafi sótt hann heim í Delaware, þar sem nokkur leyniskjöl hafa fundist undanfarnar vikur. Bandarískum yfirvöldum hafa borist yfir 350 tilkynningar um fljúgandi furðuhluti síðan í mars 2021. Engar skýringar hafa fundist á um helmingi tilkynninganna. Reykjavíkurborg og félagið Berjaya Land Berhad hafa gert með sér viljayfirlýsingu um gerð skipulags fyrir Kýrhólaflóa við Skálafell þar sem félagið hyggst reisa fimm stjörnu hótel með heilsulind, baðlóni og tengdri starfsemi. Viljayfirlýsingin var kynnt í borgarráði í gær. Kristín Sigurðardóttir sagði frá. Sprenging varð í dag í gasleiðslu nærri bænum Pasvalys í norðurhluta Litháen. Snjór hefur verið fluttur í Geirsnefið við Elliðaárvog í stórum stíl að undanförnu til að greiða leið vegfarenda höfuðborgarsvæðisins. Svava S. Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi Reykjavíkurborgar segir að reynt sé að draga úr mengun með því að leyfa ekki að snjónum sé sturtað beint í sjóinn. Haukur Holm ræddi við hana. Varaskeifa eða Spare, ævisaga Harrys Bretaprins, hefur slegið öll sölumet. Bókin kom út á þriðjudaginn og á vef The Guardian kemur fram að bókin hafi selst í ríflega 400.000 eintökum í Bretlandi á fyrsta sólarhringnum og 1,4 milljónum eintaka ef Bandaríkin og Kanada eru talin með. Bókin seldist upp á fyrsta degi í Pennanum Eymundssyni. Hálf öld er liðin 14. janúar frá tímamóta tónleikum Elvis Presleys sem sendir voru út um gervihnött frá Hawaii til 36 landa. Talið er að allt að einn og hálfur milljarður sjónvarpsáhorfenda hafi fylgst með þeim.
1/13/202310 minutes
Episode Artwork

HM að hefjast, matarsóun og hungursneyð

Spegillinn 12. janúar 2023. Náttúruverndarsinnar fagna því að framkvæmdaleyfi Hnútuvirkjunar hafi verið fellt úr gildi. Sveitarstjóri í Skaftárhreppi segist vera vonsvikinn. Íslenska karlalandsliðið í handbolta er í þann mund að reima á sig skóna og klína harpixi í lófann. Fyrsti leikur liðsins á heimsmeistaramótinu er í kvöld gegn Portúgal. Þrátt fyrir vitundarvakningu og áskoranir er ennþá einum þriðja af öllum mat sem er framleiddur í heiminum hent beint í ruslið. Gríðarlega stór rannsókn á matarsóun er farin af stað hér á landi og skal ná til allrar virðiskeðjunnar. Nýliðið ár var það fimmta heitasta frá upphafi mælinga. Árið markaðist af fordæmalausum öfgum í veðurfari, sem verða bæði líklegri og hættulegri vegna loftslagsbreytinga, segir Alþjóða veðurfræðistofnunin. Það er engin ein einföld lausn í öldrunarþjónustu, vandinn er flókinn og lausnirnar margar segir skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg. Þó hafi verið ljóst áratugum saman að bæta þyrfti verulega í uppbyggingu hjúkrunarheimila. ----- Um þriðjungur matar sem framleiddur er í heiminum, endar í ruslinu. Og það er ekkert smá magn. Á sama tíma glíma milljónir við hungursneyð. Matarsóun er hvað mest í ríkari löndum heims, til að mynda hér á landi. Mælingar á vegum Umhverfisstofnunar frá árinu 2019 benda til þess að hvert og eitt okkar hendi samtals um 90 kílóum af mat á hverju ári, þar af eru 20 kíló á mann það sem telst nýtanlegur matur. Lítið hefur breyst í þessum efnum þrátt fyrir áskoranir og vitundarvakningu um að gera betur. Bjarni Rúnarsson fjallar um matarsóun. Matvælaöryggi versnar hratt í heiminum að mati sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeir segja að sultur blasi við allt að milljarði jarðarbúa. Yfirmaður sjóðsins varaði við því í síðustu viku að framundan væru efnahagserfiðleikar í Bandaríkjunum, Kína og Evrópuríkjum á þessu ári. Þá stefndi í efnahagslægð hjá fjölda ríkja.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bætti um betur í dag þegar hann spáði því að greiðslufall blasti við fjölmörgum ríkjum í heiminum vegna hárra vaxta. Mark Flanagan, aðstoðarframkvæmdastjóri stefnumótunar- og endurskoðunardeildar AGS, skýrði frá þessari slæmu stöðu í viðtali við breska ríkisútvarpið. Flanagan er reyndar fyrrverandi yfirmaður sendinefndar stofnunarinnar hér á landi, þótt það komi málinu ekkert við. Ásgeir Tómasson segir frá. Það er engin ein einföld lausn í öldrunarþjónustu, vandinn er flókinn og lausnirnar margar segir skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg. Þó hafi verið ljóst áratugum saman að bæta þyrfti verulega í uppb
1/12/20230
Episode Artwork

HM að hefjast, matarsóun og hungursneyð

Spegillinn 12. janúar 2023. Náttúruverndarsinnar fagna því að framkvæmdaleyfi Hnútuvirkjunar hafi verið fellt úr gildi. Sveitarstjóri í Skaftárhreppi segist vera vonsvikinn. Íslenska karlalandsliðið í handbolta er í þann mund að reima á sig skóna og klína harpixi í lófann. Fyrsti leikur liðsins á heimsmeistaramótinu er í kvöld gegn Portúgal. Þrátt fyrir vitundarvakningu og áskoranir er ennþá einum þriðja af öllum mat sem er framleiddur í heiminum hent beint í ruslið. Gríðarlega stór rannsókn á matarsóun er farin af stað hér á landi og skal ná til allrar virðiskeðjunnar. Nýliðið ár var það fimmta heitasta frá upphafi mælinga. Árið markaðist af fordæmalausum öfgum í veðurfari, sem verða bæði líklegri og hættulegri vegna loftslagsbreytinga, segir Alþjóða veðurfræðistofnunin. Það er engin ein einföld lausn í öldrunarþjónustu, vandinn er flókinn og lausnirnar margar segir skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg. Þó hafi verið ljóst áratugum saman að bæta þyrfti verulega í uppbyggingu hjúkrunarheimila. ----- Um þriðjungur matar sem framleiddur er í heiminum, endar í ruslinu. Og það er ekkert smá magn. Á sama tíma glíma milljónir við hungursneyð. Matarsóun er hvað mest í ríkari löndum heims, til að mynda hér á landi. Mælingar á vegum Umhverfisstofnunar frá árinu 2019 benda til þess að hvert og eitt okkar hendi samtals um 90 kílóum af mat á hverju ári, þar af eru 20 kíló á mann það sem telst nýtanlegur matur. Lítið hefur breyst í þessum efnum þrátt fyrir áskoranir og vitundarvakningu um að gera betur. Bjarni Rúnarsson fjallar um matarsóun. Matvælaöryggi versnar hratt í heiminum að mati sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeir segja að sultur blasi við allt að milljarði jarðarbúa. Yfirmaður sjóðsins varaði við því í síðustu viku að framundan væru efnahagserfiðleikar í Bandaríkjunum, Kína og Evrópuríkjum á þessu ári. Þá stefndi í efnahagslægð hjá fjölda ríkja.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bætti um betur í dag þegar hann spáði því að greiðslufall blasti við fjölmörgum ríkjum í heiminum vegna hárra vaxta. Mark Flanagan, aðstoðarframkvæmdastjóri stefnumótunar- og endurskoðunardeildar AGS, skýrði frá þessari slæmu stöðu í viðtali við breska ríkisútvarpið. Flanagan er reyndar fyrrverandi yfirmaður sendinefndar stofnunarinnar hér á landi, þótt það komi málinu ekkert við. Ásgeir Tómasson segir frá. Það er engin ein einföld lausn í öldrunarþjónustu, vandinn er flókinn og lausnirnar margar segir skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg. Þó hafi verið ljóst áratugum saman að bæta þyrfti verulega í uppb
1/12/202310 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Verkbann mögulegt, frestun verkfalls, hjúkrunarrými og sérsveit Nato

Spegillinn 11. janúar 2023 Umsjónamaður: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Mark Eldred Atvinnurekendur geta gripið til verkbanns, að senda launalaust fólk heim, til að bregðast við verkföllum. Framkvæmdastjóri Kynnisferða segist styðja verkbann ákveði Samtök atvinnulífsins að fara þá leið. Flóttafólk hefur nú þegar komið sér fyrir í húsi sem Grindarvíkurbær segir Vinnumálastofnun hafa leigt undir fólkið í leyfisleysi. Grindavíkurbær og Vinnumálastofnun greinir á um heimild stofnunarinnar að hýsa flóttamenn á hóteli í bænum. Loftmengun í Reykjavík er nú yfir heilsuverndarmörkum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að áfram sé gert ráð fyrir slæmum loftgæðum. Pakkaferðir á heimsmeistaramótið í handbolta hafa rokselst. Gríðarlegur áhugi er á íslenska karlalandsliðinu, sem leikur sinn fyrsta leik á mótinu gegn Portúgal á morgun. 120 ferðamenn voru lagðir inn á sjúkrahúsið á akureyri á síðasta ári. Sjúkrahúsið hefur aldrei sinnt eins mörgum erlendum ferðamönnum og á nýliðnu ári. Snjóflóðaratsjá Veðurstofunnar á Flateyri nam allstórt flóð sem féll í Miðhryggsgili, innan við Flateyri, í gærkvöld. Flóðið stöðvaðist um fjörutíu metra ofan við veg. Lögregla í Brasilíu hefur aukið viðbúnað eftir að fylgismenn Jairs Bolsonaro Brasilíuforseta boðuðu til mótmæla í helstu borgum landsins á morgun. ------------------------------------------------------- Staðan í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er þröng eftir að Efling sleit viðræðum í gær. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfræðingur og dósent við Háskóla Íslands veltir fyrir sér hvort æskilegt væri að sáttasemjari hefði heimild til að fresta verkfalli í stað þess að Alþingi gripi inn í vinnudeilur með lagasetningu. Reglur um verkfallsboðun eru skýrar. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Gylfa Dalmann Aðalsteinsson. Vandi Landspítalans og bráðamóttökunnar hefur varla farið fram hjá nokkrum manni. Hvorki að undanförnu né undanfarin ár, jafnvel áratugi. Líkt og vandamálið sjálft, er lausnin auðsjáanleg. Nokkuð sem tíðrætt hefur verið um í áraraðir. Það er yfirfull nýting á leguplássum spítalans vegna fráflæðisvanda eða útskriftarvanda aldraðra. Eldra fólk sem kemur til aðhlynningar á spítalann en kemst ekki þaðan út, jafnvel svo mánuðum skiptir, vegna skorts á úrræðum fyrir þau. Öldruðum kemur til með að fjölga hratt á næstu áratugum. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra um stöðuna. Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið ætla að stofna sérsveit sem ætlað er að koma í veg fyrir að skemmdir verði unnar
1/11/20230
Episode Artwork

Verkbann mögulegt, frestun verkfalls, hjúkrunarrými og sérsveit Nato

Spegillinn 11. janúar 2023 Umsjónamaður: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Mark Eldred Atvinnurekendur geta gripið til verkbanns, að senda launalaust fólk heim, til að bregðast við verkföllum. Framkvæmdastjóri Kynnisferða segist styðja verkbann ákveði Samtök atvinnulífsins að fara þá leið. Flóttafólk hefur nú þegar komið sér fyrir í húsi sem Grindarvíkurbær segir Vinnumálastofnun hafa leigt undir fólkið í leyfisleysi. Grindavíkurbær og Vinnumálastofnun greinir á um heimild stofnunarinnar að hýsa flóttamenn á hóteli í bænum. Loftmengun í Reykjavík er nú yfir heilsuverndarmörkum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að áfram sé gert ráð fyrir slæmum loftgæðum. Pakkaferðir á heimsmeistaramótið í handbolta hafa rokselst. Gríðarlegur áhugi er á íslenska karlalandsliðinu, sem leikur sinn fyrsta leik á mótinu gegn Portúgal á morgun. 120 ferðamenn voru lagðir inn á sjúkrahúsið á akureyri á síðasta ári. Sjúkrahúsið hefur aldrei sinnt eins mörgum erlendum ferðamönnum og á nýliðnu ári. Snjóflóðaratsjá Veðurstofunnar á Flateyri nam allstórt flóð sem féll í Miðhryggsgili, innan við Flateyri, í gærkvöld. Flóðið stöðvaðist um fjörutíu metra ofan við veg. Lögregla í Brasilíu hefur aukið viðbúnað eftir að fylgismenn Jairs Bolsonaro Brasilíuforseta boðuðu til mótmæla í helstu borgum landsins á morgun. ------------------------------------------------------- Staðan í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er þröng eftir að Efling sleit viðræðum í gær. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfræðingur og dósent við Háskóla Íslands veltir fyrir sér hvort æskilegt væri að sáttasemjari hefði heimild til að fresta verkfalli í stað þess að Alþingi gripi inn í vinnudeilur með lagasetningu. Reglur um verkfallsboðun eru skýrar. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Gylfa Dalmann Aðalsteinsson. Vandi Landspítalans og bráðamóttökunnar hefur varla farið fram hjá nokkrum manni. Hvorki að undanförnu né undanfarin ár, jafnvel áratugi. Líkt og vandamálið sjálft, er lausnin auðsjáanleg. Nokkuð sem tíðrætt hefur verið um í áraraðir. Það er yfirfull nýting á leguplássum spítalans vegna fráflæðisvanda eða útskriftarvanda aldraðra. Eldra fólk sem kemur til aðhlynningar á spítalann en kemst ekki þaðan út, jafnvel svo mánuðum skiptir, vegna skorts á úrræðum fyrir þau. Öldruðum kemur til með að fjölga hratt á næstu áratugum. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra um stöðuna. Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið ætla að stofna sérsveit sem ætlað er að koma í veg fyrir að skemmdir verði unnar
1/11/202311 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Efling slítur kjaraviðræðum og forsetakosningar í Tyrklandi

Spegillinn 10. janúar 2023. Efling sleit í dag kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir baklandið reiðubúið til harðra aðgerða, en ekki er samhljómur innan stjórnar um ágæti verkfalla. Formaður SA segist efast um að vilji félagsmanna sé að fara í verkfall og að forysta Eflingar hafi viljað grípa til verkfalla frá því að viðræður hófust. Ríkissáttasemjari hefur þungar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í verkalýðshreyfingunni. Innviðaráðuneytið er ósammála bæði heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hvort grípa megi til sérstakra aðgerða til að takmarka umferð í því skyni að draga úr loftmengun. Ráðuneytið segir sveitarfélögin í fullum rétti til að grípa til aðgerða. Stjórnvöld í Íran hafa hótað hörðum refsingum gegn þeim konum sem brjóta strangar reglur ríkisins um klæðaburð. Enn einn mótmælandinn hefur verið dæmdur til dauða í landinu. Enn á ný fer flórgoðum landsins fækkandi. Líffræðingur á Náttúrustofu Norðausturlands telur stofninn ekki í hættu en mikilvægt sé að fylgjast grannt með framvindu mála. ------ Samningaviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var slitið í dag. Nú fer í hönd undirbúningur og kosning um verkfallsaðgerðir meðal félaga í stéttarfélaginu. Formaður Eflingar segir baklandið reiðubúið til harðra aðgerða, en ekki er samhljómur innan stjórnar um ágæti verkfalla. Formaður SA segist efast um að vilji félagsmanna sé að fara í verkfall og að forysta Eflingar hafi viljað grípa til verkfalla frá því að viðræður hófust. Ríkissáttasemjari hefur þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin í verkalýðshreyfingunni. Spegillinn ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra SA og Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara. Forsetakosningar verða í Tyrklandi í júní. Recep Tayyip Erdogan hefur löngu lýst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri. Óvíst er um mótframbjóðendur. Sá sem helst var búist við að myndi veita honum samkeppni er kominn í fangelsi og hefur verið bannað að taka þátt í stjórnmálum. Umsjón: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
1/10/20230
Episode Artwork

Efling slítur kjaraviðræðum og forsetakosningar í Tyrklandi

Spegillinn 10. janúar 2023. Efling sleit í dag kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir baklandið reiðubúið til harðra aðgerða, en ekki er samhljómur innan stjórnar um ágæti verkfalla. Formaður SA segist efast um að vilji félagsmanna sé að fara í verkfall og að forysta Eflingar hafi viljað grípa til verkfalla frá því að viðræður hófust. Ríkissáttasemjari hefur þungar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í verkalýðshreyfingunni. Innviðaráðuneytið er ósammála bæði heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hvort grípa megi til sérstakra aðgerða til að takmarka umferð í því skyni að draga úr loftmengun. Ráðuneytið segir sveitarfélögin í fullum rétti til að grípa til aðgerða. Stjórnvöld í Íran hafa hótað hörðum refsingum gegn þeim konum sem brjóta strangar reglur ríkisins um klæðaburð. Enn einn mótmælandinn hefur verið dæmdur til dauða í landinu. Enn á ný fer flórgoðum landsins fækkandi. Líffræðingur á Náttúrustofu Norðausturlands telur stofninn ekki í hættu en mikilvægt sé að fylgjast grannt með framvindu mála. ------ Samningaviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var slitið í dag. Nú fer í hönd undirbúningur og kosning um verkfallsaðgerðir meðal félaga í stéttarfélaginu. Formaður Eflingar segir baklandið reiðubúið til harðra aðgerða, en ekki er samhljómur innan stjórnar um ágæti verkfalla. Formaður SA segist efast um að vilji félagsmanna sé að fara í verkfall og að forysta Eflingar hafi viljað grípa til verkfalla frá því að viðræður hófust. Ríkissáttasemjari hefur þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin í verkalýðshreyfingunni. Spegillinn ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra SA og Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara. Forsetakosningar verða í Tyrklandi í júní. Recep Tayyip Erdogan hefur löngu lýst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri. Óvíst er um mótframbjóðendur. Sá sem helst var búist við að myndi veita honum samkeppni er kominn í fangelsi og hefur verið bannað að taka þátt í stjórnmálum. Umsjón: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
1/10/20239 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Öndunarfærasýkingar á Landspítala og áhlaup Bolsonarista

Spegillinn, 9. janúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Sjúklingar á gjörgæsludeild Landspítalans eru álíka margir og voru í fyrstu covid-bylgjunni, að sögn Kára Hreinssonar, framkvæmdastjóra skurðlækninga, svæfinga og gjörgæsluþjónustu á Landspítalanum. Mikið hefur borið á öndunarfærasýkingum á borð við streptókokka. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við hann. Loftmengun hefur farið langt yfir heilsuverndarmörk á höfuðborgarsvæðinu strax á einungis fyrstu dögum ársins. Svava Steinarsdóttir, Heilbrigðisfulltrúi hjá Reykjavíkurborg segir beinar aðgerðir stranda á stjórnvöldum - skýra þurfi verkferla svo hægt sé að takmarka umferð. Gunnhildur Kjerjúlf Birgisdóttir talaði við hana. Háskóli Íslands hefur hríðfallið niður lista Times Higher Education yfir bestu háskóla heims. Munar mest um færri tilvitnanir í greinar eftir vísindamenn skólans segir Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísindasviðs HÍ. Listar um bestu skóla eru umdeildir en allir vilji vera á þeim. Alexander Kristjánsson tók saman.. Norska utanríkisráðuneytið hefur boðað sendiherra Írans til fundar í Osló, til að ræða aftökur íranskra stjórnvalda á mótmælendum þar í landi. Alls hafa sautján verið dæmdir til dauða. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Smámunasafn Sverris Hermannssonar er einstakt á landsvísu en óvissa ríkir um framtíð þess. Húsnæðið er nú til sölu og Félag íslenskra safna og safnmanna hefur lýst yfir áhyggjum sínum. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við Finn Yngva Kristinsson, sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar og Dagrúnu Ósk Jónsdóttur, verkefnastjóri Félags íslenskra safna og safnmanna. ------------ Á annað þúsund stuðningsmenn fyrrverandi forseta Brasilíu eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á áhlaupi þeirra á æðstu stofnanir landsins. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Ibaneis Rocha héraðsstjóra, Lula Da Silva forseta, Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu og Joao Gomes Cravhino, utanríkisráðherra Portúgals. Lögreglu er ekki heimilt að stofna til tálbeituaðgerða, en hún má stíga inn í samskipti barna við meinta gerendur. María Rún Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir ógnvekjandi hversu auðvelt er að leiða meinta barnaníðinga í gildru það segi sína sögu. Meðal frændþjóða okkar á Norðurlöndum er ný þróun í veitingamennsku áberandi. Ungt fólk sækir öðru fremur áfengislaus hús þar sem bara er boðið uppá kaffi og kökur ? og þráðlaust internet. Veitingamenn hlaupa á eftir tískunni og ný og stærri áfeng
1/9/20230
Episode Artwork

Öndunarfærasýkingar á Landspítala og áhlaup Bolsonarista

Spegillinn, 9. janúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Sjúklingar á gjörgæsludeild Landspítalans eru álíka margir og voru í fyrstu covid-bylgjunni, að sögn Kára Hreinssonar, framkvæmdastjóra skurðlækninga, svæfinga og gjörgæsluþjónustu á Landspítalanum. Mikið hefur borið á öndunarfærasýkingum á borð við streptókokka. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við hann. Loftmengun hefur farið langt yfir heilsuverndarmörk á höfuðborgarsvæðinu strax á einungis fyrstu dögum ársins. Svava Steinarsdóttir, Heilbrigðisfulltrúi hjá Reykjavíkurborg segir beinar aðgerðir stranda á stjórnvöldum - skýra þurfi verkferla svo hægt sé að takmarka umferð. Gunnhildur Kjerjúlf Birgisdóttir talaði við hana. Háskóli Íslands hefur hríðfallið niður lista Times Higher Education yfir bestu háskóla heims. Munar mest um færri tilvitnanir í greinar eftir vísindamenn skólans segir Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísindasviðs HÍ. Listar um bestu skóla eru umdeildir en allir vilji vera á þeim. Alexander Kristjánsson tók saman.. Norska utanríkisráðuneytið hefur boðað sendiherra Írans til fundar í Osló, til að ræða aftökur íranskra stjórnvalda á mótmælendum þar í landi. Alls hafa sautján verið dæmdir til dauða. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Smámunasafn Sverris Hermannssonar er einstakt á landsvísu en óvissa ríkir um framtíð þess. Húsnæðið er nú til sölu og Félag íslenskra safna og safnmanna hefur lýst yfir áhyggjum sínum. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við Finn Yngva Kristinsson, sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar og Dagrúnu Ósk Jónsdóttur, verkefnastjóri Félags íslenskra safna og safnmanna. ------------ Á annað þúsund stuðningsmenn fyrrverandi forseta Brasilíu eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á áhlaupi þeirra á æðstu stofnanir landsins. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Ibaneis Rocha héraðsstjóra, Lula Da Silva forseta, Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu og Joao Gomes Cravhino, utanríkisráðherra Portúgals. Lögreglu er ekki heimilt að stofna til tálbeituaðgerða, en hún má stíga inn í samskipti barna við meinta gerendur. María Rún Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir ógnvekjandi hversu auðvelt er að leiða meinta barnaníðinga í gildru það segi sína sögu. Meðal frændþjóða okkar á Norðurlöndum er ný þróun í veitingamennsku áberandi. Ungt fólk sækir öðru fremur áfengislaus hús þar sem bara er boðið uppá kaffi og kökur ? og þráðlaust internet. Veitingamenn hlaupa á eftir tískunni og ný og stærri áfeng
1/9/202329 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Áhyggjur af álagi í heilbrigðiskerfinu, brennisteinsvetni , vændiskarl

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir viðvarandi álag í heilbrigðiskerfinu ýta undir hættu á alvarlegum atvikum. Hann hefur áhyggjur af brotthvarfi fagfólks úr heilbrigðisstéttum. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við hann. Meðalstyrkur brennisteinsvetnis mældist óvenjuhár á höfuðborgarsvæðinu í dag, á þrettánda degi jóla. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé ekki hættuleg fólki, en gæti haft áhrif á raftæki. Pétur Magnússon talaði við hann. Minnihlutafulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn á Akureyri vilja ljúka viðræðum við Landsnet um þá ákvörðun að Blöndulína þrjú verði lögð sem loftlína til bæjarins. Jarðstrengur geti komið síðar. Störukeppni um málið verði að linna. Ágúst Ólafsson sagði frá og talaði við Sunnu Hlín Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa. Héraðsdómur Reykjavíkur breytti í dag dómi sem hafði verið birtur um gróft líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi manns gagnvart konu. Harðlega var gagnrýnt að nafn afbrotamannsins hafði verið máð burtu og var nafnið því birt í dag. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir vandvirkni starfsfólks dómstólsins hafa ráðið því að nafnið var upphaflega hulið. Kristín Sigurðardóttir talaði við Ingibjörgu. Dómsmálaráðuneytið hefur áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Husseins Husseins, íraksks innflytjanda og fjölskyldu hans til Landsréttar. Þau voru flutt nauðug til Grikklands eftir að hafa dvalið á Íslandi í tæp tvö ár. Héraðsdómur taldi brottvísunina ólöglega. Fólkið sneri aftur til Íslands þegar sú niðurstaða lá fyrir. Landsvirkjun hætti um áramót að afhenda græn vottorð til smásala raforku á Íslandi án endurgjalds. Þess í stað verða þessi vottorð seld á evrópskum markaði. Þetta þýðir að íslensk smásölufyrirtæki ? Orka náttúrunnar, HS Orka eða Straumlind til dæmis ? mega ekki markaðssetja orkuna sem keypt er af Landsvirkjun sem græna. Nema að greiða fyrir það. Alexander Kristjánsson ræddi við Val Ægisson, forstöðumann viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun. Erfitt ástand var í heilbrigðiskerfinu á Englandi milli jóla og nýárs og dæmi um að sjúklingar þyrftu að bíða á aðra klukkustund í sjúkrabílum áður en hægt var að flytja þá inn á bráðamóttöku sjúkrahúsa. Inflúensufaraldri og fjölgun kovid-tilfella var um að kenna. Vaxtahækkarnir. Dýrari matur. Hærra raforkuverð. Hagur fólks fer versnandi í Svíþjóð líkt og víða annars staðar þessi misserin. Starfsfólk mötuneyta í sumum skólu
1/6/20230
Episode Artwork

Áhyggjur af álagi í heilbrigðiskerfinu, brennisteinsvetni , vændiskarl

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir viðvarandi álag í heilbrigðiskerfinu ýta undir hættu á alvarlegum atvikum. Hann hefur áhyggjur af brotthvarfi fagfólks úr heilbrigðisstéttum. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við hann. Meðalstyrkur brennisteinsvetnis mældist óvenjuhár á höfuðborgarsvæðinu í dag, á þrettánda degi jóla. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé ekki hættuleg fólki, en gæti haft áhrif á raftæki. Pétur Magnússon talaði við hann. Minnihlutafulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn á Akureyri vilja ljúka viðræðum við Landsnet um þá ákvörðun að Blöndulína þrjú verði lögð sem loftlína til bæjarins. Jarðstrengur geti komið síðar. Störukeppni um málið verði að linna. Ágúst Ólafsson sagði frá og talaði við Sunnu Hlín Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa. Héraðsdómur Reykjavíkur breytti í dag dómi sem hafði verið birtur um gróft líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi manns gagnvart konu. Harðlega var gagnrýnt að nafn afbrotamannsins hafði verið máð burtu og var nafnið því birt í dag. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir vandvirkni starfsfólks dómstólsins hafa ráðið því að nafnið var upphaflega hulið. Kristín Sigurðardóttir talaði við Ingibjörgu. Dómsmálaráðuneytið hefur áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Husseins Husseins, íraksks innflytjanda og fjölskyldu hans til Landsréttar. Þau voru flutt nauðug til Grikklands eftir að hafa dvalið á Íslandi í tæp tvö ár. Héraðsdómur taldi brottvísunina ólöglega. Fólkið sneri aftur til Íslands þegar sú niðurstaða lá fyrir. Landsvirkjun hætti um áramót að afhenda græn vottorð til smásala raforku á Íslandi án endurgjalds. Þess í stað verða þessi vottorð seld á evrópskum markaði. Þetta þýðir að íslensk smásölufyrirtæki ? Orka náttúrunnar, HS Orka eða Straumlind til dæmis ? mega ekki markaðssetja orkuna sem keypt er af Landsvirkjun sem græna. Nema að greiða fyrir það. Alexander Kristjánsson ræddi við Val Ægisson, forstöðumann viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun. Erfitt ástand var í heilbrigðiskerfinu á Englandi milli jóla og nýárs og dæmi um að sjúklingar þyrftu að bíða á aðra klukkustund í sjúkrabílum áður en hægt var að flytja þá inn á bráðamóttöku sjúkrahúsa. Inflúensufaraldri og fjölgun kovid-tilfella var um að kenna. Vaxtahækkarnir. Dýrari matur. Hærra raforkuverð. Hagur fólks fer versnandi í Svíþjóð líkt og víða annars staðar þessi misserin. Starfsfólk mötuneyta í sumum skólu
1/6/202329 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Forseti Bandaríkjaþings, samheitalyf og sjómaður eða fiskari?

Mörg þúsund manns hafa horft á myndbönd þar sem tálbeita þykist vera stúlka á barnsaldri og lokkar fullorðna íslenska karlmenn til þess að hitta sig. Lögregla segir þetta geta verið varasamt og bendir á að einungis þeir sem fari með lögregluvald hafi heimild til þess að fara í tálbeituaðgerðir. Forseti Alþingis vill að kjördæmum verði fjölgað. Það myndi jafna vægi atkvæða í kosningum. Aftur á móti vill hann ekki fjölga þingsætum. Þrátefli er í fulltrúadeild Bandaríkjaþings þar sem hópur harðlínumanna úr Repúblikanaflokknum kemur í veg fyrir að hægt sé að kjósa forseta þingsins. Langvarandi vera í mengun sem fer yfir heilsuverndarmörk getur haft slæm áhrif á heilsufar. Engin fordæmi eru fyrir því að farið sé jafn oft yfir heilsuverndarmörk á höfuðborgarsvæðinu og núna fyrstu daga ársins. ----- Vandræðaástand er komið upp í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þingmenn Repúblikana geta ekki komið sér saman um hver verður næsti forseti deildarinnar. Þeir náðu naumum meirihluta í kosningunum áttunda nóvember, hafa þar 222 sæti á móti 212 sætum Demókrata. Þar með var ljóst að dagar Nancyar Pelosi í því embætti væru senn taldir. Hún gegndi því á árunum 2007 til 2011 en tók við embættinu að nýju í janúarbyrjun 2019. Ásgeir Tómasson sagði frá. Mörg okkar þurfa lyf af ýmsu tagi. Lyfjaskortur hefur verið viðvarandi í landinu. Samkvæmt lista Lyfjastofnunnar eru 156 lyf á lista yfir lyf sem skortur er á, bæði til lengri og skemmri tíma . Og þegar svo er þarf oft að grípa til samheitalyfja. Marga hryllir við þeim en lyfjafræðingur segir að fólk falli oft í þá gryfju að dæma þau fyrirfram, jafnvel út frá umtali fólks í kringum sig. Samheitalyf eru í rauninni sama kakan, nema bara uppskriftin er ekki nákvæmlega sú sama. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir er lyfjafræðingur. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana. Er orðið fiskari orðskrípi rétttrúnaðarkirkju sem vil afmá kyn úr íslensku máli eða gott og gegnt orð sem lengi hefur verið notað um þau sem draga fisk úr sjó. Síðustu daga hefur skapast umræða um þá breytingu í lögum að ekki er lengur talað um þá sjómenn sem stunda veiðar sem fiskimenn heldur sem fiskara. Brynjólfur Þór Guðmundsson fjallar um málið. Dómarinn sakar eiginkonu sína um að vilja sér illt. Hún eitrar reglulega fyrir honum. Segir hann. Aðrir telja að dómarinn sé genginn af vitinu. En hvað á að gera við dómara sem hagar sér undarlega? Enginn hefur rétt til að segja dómara upp störfum. Þetta er mál málanna í Noregi núna og varðar grundvallaratriði í stjórnskipun landsins: Aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds. Gísli Kr
1/5/20230
Episode Artwork

Forseti Bandaríkjaþings, samheitalyf og sjómaður eða fiskari?

Mörg þúsund manns hafa horft á myndbönd þar sem tálbeita þykist vera stúlka á barnsaldri og lokkar fullorðna íslenska karlmenn til þess að hitta sig. Lögregla segir þetta geta verið varasamt og bendir á að einungis þeir sem fari með lögregluvald hafi heimild til þess að fara í tálbeituaðgerðir. Forseti Alþingis vill að kjördæmum verði fjölgað. Það myndi jafna vægi atkvæða í kosningum. Aftur á móti vill hann ekki fjölga þingsætum. Þrátefli er í fulltrúadeild Bandaríkjaþings þar sem hópur harðlínumanna úr Repúblikanaflokknum kemur í veg fyrir að hægt sé að kjósa forseta þingsins. Langvarandi vera í mengun sem fer yfir heilsuverndarmörk getur haft slæm áhrif á heilsufar. Engin fordæmi eru fyrir því að farið sé jafn oft yfir heilsuverndarmörk á höfuðborgarsvæðinu og núna fyrstu daga ársins. ----- Vandræðaástand er komið upp í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þingmenn Repúblikana geta ekki komið sér saman um hver verður næsti forseti deildarinnar. Þeir náðu naumum meirihluta í kosningunum áttunda nóvember, hafa þar 222 sæti á móti 212 sætum Demókrata. Þar með var ljóst að dagar Nancyar Pelosi í því embætti væru senn taldir. Hún gegndi því á árunum 2007 til 2011 en tók við embættinu að nýju í janúarbyrjun 2019. Ásgeir Tómasson sagði frá. Mörg okkar þurfa lyf af ýmsu tagi. Lyfjaskortur hefur verið viðvarandi í landinu. Samkvæmt lista Lyfjastofnunnar eru 156 lyf á lista yfir lyf sem skortur er á, bæði til lengri og skemmri tíma . Og þegar svo er þarf oft að grípa til samheitalyfja. Marga hryllir við þeim en lyfjafræðingur segir að fólk falli oft í þá gryfju að dæma þau fyrirfram, jafnvel út frá umtali fólks í kringum sig. Samheitalyf eru í rauninni sama kakan, nema bara uppskriftin er ekki nákvæmlega sú sama. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir er lyfjafræðingur. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana. Er orðið fiskari orðskrípi rétttrúnaðarkirkju sem vil afmá kyn úr íslensku máli eða gott og gegnt orð sem lengi hefur verið notað um þau sem draga fisk úr sjó. Síðustu daga hefur skapast umræða um þá breytingu í lögum að ekki er lengur talað um þá sjómenn sem stunda veiðar sem fiskimenn heldur sem fiskara. Brynjólfur Þór Guðmundsson fjallar um málið. Dómarinn sakar eiginkonu sína um að vilja sér illt. Hún eitrar reglulega fyrir honum. Segir hann. Aðrir telja að dómarinn sé genginn af vitinu. En hvað á að gera við dómara sem hagar sér undarlega? Enginn hefur rétt til að segja dómara upp störfum. Þetta er mál málanna í Noregi núna og varðar grundvallaratriði í stjórnskipun landsins: Aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds. Gísli Kr
1/5/202329 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Viðbúnaður við sendiráð, kjaraviðræður og kakkalakkar

Talsverður viðbúnaður var við Bandaríska sendiráðið í dag vegna torkennilegs dufts sem þangað barst. Lögregla kannar hvort tengsl séu við sambærilegar sendingar í öðrum löndum. Kjaraviðræður Eflingar og SA skiluðu engri niðurstöðu í dag. Formaður Eflingar segir þó betri tón í viðræðunum en hingað til. Hún segist ósammála dómi félagsdóms um ólögmæta uppsögn starfsmanns félagsins. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir ekki þörf á að grípa til aðgerða hér heima sökum mikilla kóvidsmita í Kína. Fréttamaður Danska ríkisútvarpsins í Úkraínu fær að hefja störf í landinu á ný. Hún missti starfsleyfið síðasta sumar eftir að úkraínska öryggislögreglan sakaði hana um að sýna Rússum hluttekningu. Kolmunnaveiðin er hafin suður af Færeyjum og fyrstu íslensku skipin komin á miðin. Þangað er um sólarhrings sigling frá Austfjörðum. Amerískir kakkalakkar hafa numið land hér á landi og undanfarna mánuði hefur þeim fjölgað talsvert. ------ Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar settust að samningaborðinu að nýju í dag eftir að viðræðum var frestað á milli jóla og nýárs. Og óhætt er að segja að samninganefndirnar hefji nýtt ár af krafti. Tónninn var sleginn í morgun þegar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði að SA væri að þröngva samningi, sem aðrir hafa skrifað undir, upp á Eflingu. Þar vísar hún til samninga sem Starfsgreinasambandið, VR og samflot iðnaðar og tæknifólks undirritaði undir lok seinasta árs. Svo var fundað eftir hádegið, og lagt fyrir tilboð Samtaka atvinnulífsins. Bjarni Rúnarsson ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar og Eyjólf Árna Rafnsson, formann Samtaka atvinnulífsins. Á næstunni verður hafist handa við að koma fyrir Patriot eldflaugavarnarkerfunum sem Bandaríkjastjórn færði Úkraínumönnum að gjöf skömmu fyrir jól. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra greindi frá þessu í Facebook-útsendingu í dag. Hann sagði að vinna væri hafin við að koma þeim fyrir. Patriot kerfin eru hin fullkomnustu sem Bandaríkjaher hefur yfir að ráða. Þeim er ætlað að granda eldflaugum og árásardrónum Rússa af enn meiri nákvæmni en með gagnflaugunum sem Úkraínuher hefur haft yfir að ráða til þessa. Hver flaug er yfir fimm metrar að lengd og fjörutíu sentimetrar í þvermál. Hægt er að skjóta Patriot flaugunum sjötíu kílómetra og þær ná meira en 24 kílómetra hæð. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn fréttaútsetningar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
1/4/20230
Episode Artwork

Viðbúnaður við sendiráð, kjaraviðræður og kakkalakkar

Talsverður viðbúnaður var við Bandaríska sendiráðið í dag vegna torkennilegs dufts sem þangað barst. Lögregla kannar hvort tengsl séu við sambærilegar sendingar í öðrum löndum. Kjaraviðræður Eflingar og SA skiluðu engri niðurstöðu í dag. Formaður Eflingar segir þó betri tón í viðræðunum en hingað til. Hún segist ósammála dómi félagsdóms um ólögmæta uppsögn starfsmanns félagsins. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir ekki þörf á að grípa til aðgerða hér heima sökum mikilla kóvidsmita í Kína. Fréttamaður Danska ríkisútvarpsins í Úkraínu fær að hefja störf í landinu á ný. Hún missti starfsleyfið síðasta sumar eftir að úkraínska öryggislögreglan sakaði hana um að sýna Rússum hluttekningu. Kolmunnaveiðin er hafin suður af Færeyjum og fyrstu íslensku skipin komin á miðin. Þangað er um sólarhrings sigling frá Austfjörðum. Amerískir kakkalakkar hafa numið land hér á landi og undanfarna mánuði hefur þeim fjölgað talsvert. ------ Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar settust að samningaborðinu að nýju í dag eftir að viðræðum var frestað á milli jóla og nýárs. Og óhætt er að segja að samninganefndirnar hefji nýtt ár af krafti. Tónninn var sleginn í morgun þegar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði að SA væri að þröngva samningi, sem aðrir hafa skrifað undir, upp á Eflingu. Þar vísar hún til samninga sem Starfsgreinasambandið, VR og samflot iðnaðar og tæknifólks undirritaði undir lok seinasta árs. Svo var fundað eftir hádegið, og lagt fyrir tilboð Samtaka atvinnulífsins. Bjarni Rúnarsson ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar og Eyjólf Árna Rafnsson, formann Samtaka atvinnulífsins. Á næstunni verður hafist handa við að koma fyrir Patriot eldflaugavarnarkerfunum sem Bandaríkjastjórn færði Úkraínumönnum að gjöf skömmu fyrir jól. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra greindi frá þessu í Facebook-útsendingu í dag. Hann sagði að vinna væri hafin við að koma þeim fyrir. Patriot kerfin eru hin fullkomnustu sem Bandaríkjaher hefur yfir að ráða. Þeim er ætlað að granda eldflaugum og árásardrónum Rússa af enn meiri nákvæmni en með gagnflaugunum sem Úkraínuher hefur haft yfir að ráða til þessa. Hver flaug er yfir fimm metrar að lengd og fjörutíu sentimetrar í þvermál. Hægt er að skjóta Patriot flaugunum sjötíu kílómetra og þær ná meira en 24 kílómetra hæð. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn fréttaútsetningar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
1/4/202329 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Fylgi stjórnmálaflokka, læknar segja upp og rammaáætlun

Fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins er nánast jafnt í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Tíu ár eru síðan fylgi Vinstri grænna mældist jafn lítið eða um sjö prósent. Plássleysi, undirmönnun og niðurskurður til nýs Landspítala hefur orðið til þess að læknar á bráðamóttöku hafa sagt upp störfum að undanförnu. Tugir hjúkrunarfræðinga hafa einnig sagt upp. Innviðaráðherra segir Suðurnesjalínu tvö varða þjóðarhag og að eitt sveitarfélag komi í veg fyrir lagningu hennar. Það sé grafalvarleg staða. Kuldatíð í nýliðnum desember skilar honum í fjórða sæti yfir köldustu desembermánuði frá upphafi mælinga. Seinast var desember viðlíka kaldur árið 1916. Þess er krafist að varnarmálaráðherra Þýskalands segi af sér eftir að hún birti óviðeigandi myndskeið á Instagram á gamlárskvöld. ----- 3. áfangi rammaáætlunar var samþykktur í sumar eftir mikið karp. Þegar rykið sest fara þau virkjanaáform sem sett eru í nýtingarflokk yfirleitt í umhverfismat. Nú þegar hefur verið gefið út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá, en framkvæmdaleyfi hefur ekki verið afgreitt af sveitarstjórnum sem liggja að Þjórsá. Tveir virkjanakostir eru á Vestfjörðum, annars vegar Hvalárvirkjun sem stendur til að ráðast í og hins vegar Austurgilsvirkjun, en Landsvirkjun setti þau áform á ís fyrir afgreiðslu rammaáætlunar. Veituleið Blönduvirkjunar er einnig í nýtingarflokki. Þau háhitasvæði sem eru í nýtingarflokki eru flest á Reykjanesskaga, en einnig á Kröflusvæðinu og í Bjarnarflagi á Norðausturlandi. Þá eru vindorkuver í nýtingarflokki á tveimur stöðum á landinu, annars vegar við Búrfell og hins vegar við Blöndu. En hvað svo. Hvað tekur við eftir að rammaáætlun er samþykkt. Þóra Ellen Þórhallsdóttir er prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands og sat í verkefnastjórn rammaáætlunnar. Stjórnarandstæðingar í Þýskalandi krefjast þess að Christine Lambrecht varnarmálaráðherra segi af sér. Ella reki Olaf Scholz kanslari hana úr embætti. Jafnframt krefjast þeir þess að hún biðjist afsökunar á orðum sem hún lét falla í Instagram-myndskeiði á gamlárskvöld. Reyndar greinist varla hvað hún segir fyrir látunum í sprengjuglöðum Berlínarbúum sem fengu sitt fyrsta tækifæri síðan um áramótin 2019 til að láta til sín taka. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
1/3/20230
Episode Artwork

Fylgi stjórnmálaflokka, læknar segja upp og rammaáætlun

Fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins er nánast jafnt í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Tíu ár eru síðan fylgi Vinstri grænna mældist jafn lítið eða um sjö prósent. Plássleysi, undirmönnun og niðurskurður til nýs Landspítala hefur orðið til þess að læknar á bráðamóttöku hafa sagt upp störfum að undanförnu. Tugir hjúkrunarfræðinga hafa einnig sagt upp. Innviðaráðherra segir Suðurnesjalínu tvö varða þjóðarhag og að eitt sveitarfélag komi í veg fyrir lagningu hennar. Það sé grafalvarleg staða. Kuldatíð í nýliðnum desember skilar honum í fjórða sæti yfir köldustu desembermánuði frá upphafi mælinga. Seinast var desember viðlíka kaldur árið 1916. Þess er krafist að varnarmálaráðherra Þýskalands segi af sér eftir að hún birti óviðeigandi myndskeið á Instagram á gamlárskvöld. ----- 3. áfangi rammaáætlunar var samþykktur í sumar eftir mikið karp. Þegar rykið sest fara þau virkjanaáform sem sett eru í nýtingarflokk yfirleitt í umhverfismat. Nú þegar hefur verið gefið út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá, en framkvæmdaleyfi hefur ekki verið afgreitt af sveitarstjórnum sem liggja að Þjórsá. Tveir virkjanakostir eru á Vestfjörðum, annars vegar Hvalárvirkjun sem stendur til að ráðast í og hins vegar Austurgilsvirkjun, en Landsvirkjun setti þau áform á ís fyrir afgreiðslu rammaáætlunar. Veituleið Blönduvirkjunar er einnig í nýtingarflokki. Þau háhitasvæði sem eru í nýtingarflokki eru flest á Reykjanesskaga, en einnig á Kröflusvæðinu og í Bjarnarflagi á Norðausturlandi. Þá eru vindorkuver í nýtingarflokki á tveimur stöðum á landinu, annars vegar við Búrfell og hins vegar við Blöndu. En hvað svo. Hvað tekur við eftir að rammaáætlun er samþykkt. Þóra Ellen Þórhallsdóttir er prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands og sat í verkefnastjórn rammaáætlunnar. Stjórnarandstæðingar í Þýskalandi krefjast þess að Christine Lambrecht varnarmálaráðherra segi af sér. Ella reki Olaf Scholz kanslari hana úr embætti. Jafnframt krefjast þeir þess að hún biðjist afsökunar á orðum sem hún lét falla í Instagram-myndskeiði á gamlárskvöld. Reyndar greinist varla hvað hún segir fyrir látunum í sprengjuglöðum Berlínarbúum sem fengu sitt fyrsta tækifæri síðan um áramótin 2019 til að láta til sín taka. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
1/3/202311 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Nýir tímar í Brasilíu, Suðurnesjalína 2 og laxaskattur í Noregi

Björn Zoëga ráðgjafi heilbrigðisráðherra telur ýmis tækifæri blasa við til að bæta skipulag heilbrigðiskerfisins án þess að auka útgjöld. Álag á Landspítala vegna umgangspesta sé alþjóðlegt vandamál. Fyrrverandi starfsmenn Atlantshafsbandalagsins telja að öflugri stuðningur bandalagsins við Úkraínu geti komið í veg fyrir að stríðið breiðist út. Bandalagið þurfi að vera beinni og virkari þátttakandi. Nýliðið ár var það heitasta víða í Evrópu. Talið er að hitinn hafi til að mynda dregið um fimm þúsund Spánverja til dauða. Forseti Brasilíu sakar fyrirrennara sinn um þjóðarmorð fyrir að hafa ekki gripið til harðra aðgerða í kóvid-faraldrinum. Hann hafi orðið hátt í sjö hundruð þúsundum landsmanna að bana. Akureyrskir kettir geta enn trítlað um götur bæjarins að næturlagi. Fyrirhugað útgöngubann, sem taka átti gildi um áramót, kom ekki til framkvæmda. ----- Lengi hafa Suðurnesjamenn kallað eftir aukinni raforku á svæðinu til að byggja upp atvinnu. Skemmst er að minnast örlaga álvers sem aldrei varð í Helguvík vegna þess að ekki var hægt að fá orku. Suðurnesjalína 2 er þrætueplið. Landsnet segir tafir á lagningu línunnar kosta samfélagið marga milljarða á ári en sveitarstjórnarmenn segja málið í eðlilegum farvegi. Saga Suðurnesjalínu 2 er bæði löng og stormasöm. Fyrst fékkst leyfi til framkvæmda 2013, landeigendur kærðu það því þeir vildu að línan yrði lögð í jörð. Árið 2016 ógilti Hæstiréttur framkvæmdaleyfið á grundvelli gallaðs umhverfismats. En eftir ítarlega rýni kaus Landsnet að halda loftlínukostinum til streitu og óska eftir framkvæmdaleyfi. Þrjú af fjórum sveitarfélögum sem línan liggur um hafa þegar gert það. "Lifi lýðræðið! Lifi brasilíska þjóðin! Þakka ykkur kærlega fyrir, félagar!" Þannig endaði Luiz Inácio Lula da Silva ræðu sína þegar hann sór embættiseið sem forseti Brasilíu í þinghúsi landsins í gær. Lula, eins og hann er jafnan nefndur, sat í tvö kjörtímabil á forsetastóli snemma á öldinni, frá 1. janúar 2003 til 1. janúar 2011. Hann þótti ná góðum árangri við landstjórnina og varð einn vinsælasti stjórnmálamaðurinn í sögu Brasilíu og raunar heimsins alls, að því er fréttatímaritið Newsweek greindi frá árið 2010. Lula, leiðtogi vinstrimanna í Brasilíu, sigraði sitjandi forseta, hægrimanninn Jair Bolsonaro, með naumindum í forsetakosningum í haust. Það þóttu tíðindi, ekki síst í ljósi þess að hann hafði setið í fangelsi í eitt og hálft ár vegna dóms sem hann hlaut fyrir fjármálaspillingu. Sá dómur var ógiltur árið 2021. Bolsonaro hefur til þessa neitað að viðurkenna úrslitin. Hann var ekki viðstad
1/2/20230
Episode Artwork

Nýir tímar í Brasilíu, Suðurnesjalína 2 og laxaskattur í Noregi

Björn Zoëga ráðgjafi heilbrigðisráðherra telur ýmis tækifæri blasa við til að bæta skipulag heilbrigðiskerfisins án þess að auka útgjöld. Álag á Landspítala vegna umgangspesta sé alþjóðlegt vandamál. Fyrrverandi starfsmenn Atlantshafsbandalagsins telja að öflugri stuðningur bandalagsins við Úkraínu geti komið í veg fyrir að stríðið breiðist út. Bandalagið þurfi að vera beinni og virkari þátttakandi. Nýliðið ár var það heitasta víða í Evrópu. Talið er að hitinn hafi til að mynda dregið um fimm þúsund Spánverja til dauða. Forseti Brasilíu sakar fyrirrennara sinn um þjóðarmorð fyrir að hafa ekki gripið til harðra aðgerða í kóvid-faraldrinum. Hann hafi orðið hátt í sjö hundruð þúsundum landsmanna að bana. Akureyrskir kettir geta enn trítlað um götur bæjarins að næturlagi. Fyrirhugað útgöngubann, sem taka átti gildi um áramót, kom ekki til framkvæmda. ----- Lengi hafa Suðurnesjamenn kallað eftir aukinni raforku á svæðinu til að byggja upp atvinnu. Skemmst er að minnast örlaga álvers sem aldrei varð í Helguvík vegna þess að ekki var hægt að fá orku. Suðurnesjalína 2 er þrætueplið. Landsnet segir tafir á lagningu línunnar kosta samfélagið marga milljarða á ári en sveitarstjórnarmenn segja málið í eðlilegum farvegi. Saga Suðurnesjalínu 2 er bæði löng og stormasöm. Fyrst fékkst leyfi til framkvæmda 2013, landeigendur kærðu það því þeir vildu að línan yrði lögð í jörð. Árið 2016 ógilti Hæstiréttur framkvæmdaleyfið á grundvelli gallaðs umhverfismats. En eftir ítarlega rýni kaus Landsnet að halda loftlínukostinum til streitu og óska eftir framkvæmdaleyfi. Þrjú af fjórum sveitarfélögum sem línan liggur um hafa þegar gert það. "Lifi lýðræðið! Lifi brasilíska þjóðin! Þakka ykkur kærlega fyrir, félagar!" Þannig endaði Luiz Inácio Lula da Silva ræðu sína þegar hann sór embættiseið sem forseti Brasilíu í þinghúsi landsins í gær. Lula, eins og hann er jafnan nefndur, sat í tvö kjörtímabil á forsetastóli snemma á öldinni, frá 1. janúar 2003 til 1. janúar 2011. Hann þótti ná góðum árangri við landstjórnina og varð einn vinsælasti stjórnmálamaðurinn í sögu Brasilíu og raunar heimsins alls, að því er fréttatímaritið Newsweek greindi frá árið 2010. Lula, leiðtogi vinstrimanna í Brasilíu, sigraði sitjandi forseta, hægrimanninn Jair Bolsonaro, með naumindum í forsetakosningum í haust. Það þóttu tíðindi, ekki síst í ljósi þess að hann hafði setið í fangelsi í eitt og hálft ár vegna dóms sem hann hlaut fyrir fjármálaspillingu. Sá dómur var ógiltur árið 2021. Bolsonaro hefur til þessa neitað að viðurkenna úrslitin. Hann var ekki viðstad
1/2/20239 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Óvissustig, óveður, stríðið og manneskja ársins

Almannavarnir ætla að vera með mikinn viðbúnað og lýsa yfir óvissustigi í fyrramálið vegna veðurs. Búist er við talsverðri ofankomu og hvassviðri í nótt og með morgninum. Gul og appelsínugul viðvörun tekur gildi í nótt á Suður- og Vesturlandi . 99 prósent allra greiðslukortafærslna Íslendinga fara í gegnum alþjóðleg kortafyrirtæki. Seðlabankinn ætlar að þróa nýja innlenda lausn ef greiðslukerfið hrynur. Mikill erill hefur verið á sölustöðum flugelda það sem af er degi. Slæmt veður gæti sett strik í reikning sprengjuglaðra Íslendinga. Stríðið í Úkraínu er að þróast út í að verða stríð þolinmæðinnar. Ekki eru miklar líkur á að friðarumleitanir skili árangri á nýju ári. Þetta segir prófessor í heimspeki og sérfræðingur í málefnum Rússlands. Haraldur Þorleifsson, forsprakki verkefnisins Römpum upp Ísland, er manneskja ársins samkvæmt hlustendum Rásar 2 ------- Nú líður senn að áramótum. Stríðið í Úkraínu hefur staðið yfir stóran hluta þessa árs, allt frá því að Rússar réðust inn í landið í lok febrúar. Í gær voru gerðar harðar árásir víða um landið, frá borginni Lviv í vestri, Kharkiv í austri og Odesa í suðurhlutanum. Að sögn stjórnvalda beindust árásirnar fyrst og fremst að almennum borgurum og viðkvæmum innviðum. Víða var tilkynnt um rafmagnsleysi. Bjarni Rúnarsson ræddi við Jón Ólafsson prófessor við hugvísindasvið Háskóla Íslands um stöðu stríðsins. Pelé, einhver besti fótboltamaður sögunnar féll frá í gær, 82 ára að aldri. Þriggja daga þjóðarsorg er í Brasilíu vegna fráfalls hans. Pélé var einhver þekktasti íþróttamaður sögunnar. Hann er af mörgum talinn besti leikmaðurinn sem hefur leikið hina fögru íþrótt, og almennt íþróttir. Alþjóða Ólympíunefndin útnefndi hann besta íþróttamann 20. aldarinnar um aldamótin og deildi hann verðlaunum Besta fótboltamanns 20. aldarinnar hjá FIFA með Diego Maradona. Pélé ólst upp í sárri fátækt í borginni Bauru í Sao Paulo-ríki Brasilíu en vann sig upp afrekastigann og afrekaði það sem enginn hefur leikið eftir, að vinna þrjá heimsmeistaratitla í knattspyrnu með landsliði Brasilíu. Þá er hann markahæsti leikmaður í sögu Brasilíu, 77 mörk í 92 landsleikjum. Þá skoraði hann hvorki fleiri né færri en 643 mörk í 659 leikjum fyrir Santos, félagslið hans í Brasilíu. Bjarni Rúnarsson ræddi við Stefán Pálsson sagnfræðing um arfleið Péle. Í nóvember voru sjötíu ár frá því að fyrsti listinn yfir vinsælustu dægurlög vikunnar var birtur í Bretlandi. Tónlistartímaritið New Musical Express hélt utan um hann til að byrja með. Blaðamenn þess hringdu í nokkrar hljómplötuverslanir og spur
12/30/20220
Episode Artwork

Óvissustig, óveður, stríðið og manneskja ársins

Almannavarnir ætla að vera með mikinn viðbúnað og lýsa yfir óvissustigi í fyrramálið vegna veðurs. Búist er við talsverðri ofankomu og hvassviðri í nótt og með morgninum. Gul og appelsínugul viðvörun tekur gildi í nótt á Suður- og Vesturlandi . 99 prósent allra greiðslukortafærslna Íslendinga fara í gegnum alþjóðleg kortafyrirtæki. Seðlabankinn ætlar að þróa nýja innlenda lausn ef greiðslukerfið hrynur. Mikill erill hefur verið á sölustöðum flugelda það sem af er degi. Slæmt veður gæti sett strik í reikning sprengjuglaðra Íslendinga. Stríðið í Úkraínu er að þróast út í að verða stríð þolinmæðinnar. Ekki eru miklar líkur á að friðarumleitanir skili árangri á nýju ári. Þetta segir prófessor í heimspeki og sérfræðingur í málefnum Rússlands. Haraldur Þorleifsson, forsprakki verkefnisins Römpum upp Ísland, er manneskja ársins samkvæmt hlustendum Rásar 2 ------- Nú líður senn að áramótum. Stríðið í Úkraínu hefur staðið yfir stóran hluta þessa árs, allt frá því að Rússar réðust inn í landið í lok febrúar. Í gær voru gerðar harðar árásir víða um landið, frá borginni Lviv í vestri, Kharkiv í austri og Odesa í suðurhlutanum. Að sögn stjórnvalda beindust árásirnar fyrst og fremst að almennum borgurum og viðkvæmum innviðum. Víða var tilkynnt um rafmagnsleysi. Bjarni Rúnarsson ræddi við Jón Ólafsson prófessor við hugvísindasvið Háskóla Íslands um stöðu stríðsins. Pelé, einhver besti fótboltamaður sögunnar féll frá í gær, 82 ára að aldri. Þriggja daga þjóðarsorg er í Brasilíu vegna fráfalls hans. Pélé var einhver þekktasti íþróttamaður sögunnar. Hann er af mörgum talinn besti leikmaðurinn sem hefur leikið hina fögru íþrótt, og almennt íþróttir. Alþjóða Ólympíunefndin útnefndi hann besta íþróttamann 20. aldarinnar um aldamótin og deildi hann verðlaunum Besta fótboltamanns 20. aldarinnar hjá FIFA með Diego Maradona. Pélé ólst upp í sárri fátækt í borginni Bauru í Sao Paulo-ríki Brasilíu en vann sig upp afrekastigann og afrekaði það sem enginn hefur leikið eftir, að vinna þrjá heimsmeistaratitla í knattspyrnu með landsliði Brasilíu. Þá er hann markahæsti leikmaður í sögu Brasilíu, 77 mörk í 92 landsleikjum. Þá skoraði hann hvorki fleiri né færri en 643 mörk í 659 leikjum fyrir Santos, félagslið hans í Brasilíu. Bjarni Rúnarsson ræddi við Stefán Pálsson sagnfræðing um arfleið Péle. Í nóvember voru sjötíu ár frá því að fyrsti listinn yfir vinsælustu dægurlög vikunnar var birtur í Bretlandi. Tónlistartímaritið New Musical Express hélt utan um hann til að byrja með. Blaðamenn þess hringdu í nokkrar hljómplötuverslanir og spur
12/30/20229 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Loftárásir, sanngirnisbætur, grýlukerti og Blöndulína

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir að spítalinn ætti mjög erfitt með að takast á við covid bylgju ef hún skylli á. Staðan sé þung og óviðunandi fyrir sjúklinga og starfsfólk. Bjarni Rúnarsson ræddi við Runólf um rekstrarvandanum sem steðjar að spítalanum. Ríkið gæti greitt tæpar 400 milljónir króna í sanngirnisbætur vegna ofbeldis sem börn sættu á Vistheimilinu á Hjalteyri. Dómsmálaráðherra hefur kynnt frumvarp um bæturnar. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Vopnaverksmiðjur Rússa hafa ekki undan að framleiða eldflaugar til árása í Úkraínu að sögn yfirmanns úkraínsku leyniþjónustunnar. Því þurfa þeir að leita til annarra þjóða um kaup á vopnum. Miklar loftárásir voru gerðar á borgir víðs vegar um Úkraínu í nótt, þar á meðal Lviv, þar sem Karl Garðarsson, fyrrverandi alþingismaður og fréttastjóri, er staddur. Ásgeir Tómasson tók saman. Bæjaryfirvöld á Akureyri ætla að ítreka þá kröfu sína við Landsnet að Blöndulína þrjú verði lögð í jarðsteng um bæjarlandið. Loftlína skerði möguleika bæjarins á nýjum byggingasvæðum. Landsnet telur jarðstreng ekki mögulegan á þessum stað. Ágúst Ólafsson ræddi málið við Höllu Björk Reynisdóttur, formann bæjarráðs. Grýlukertum fer fjölgandi víðast hvar á landinu þessa dagana og mörg þeirra hafa náð mikilli lengd. Þau geta valdið alvarlegum slysum á fólki hrapi þau til jarðar. Mikið hefur verið að gera í dag og í gær hjá garðaþjónustu- og gluggaþvottafyrirtækjum sem taka að sér að fjarlægja kertin. María Sigrún Hilmarsdóttir sagði frá og talaði við Sigurjón Örn Steingrímsson hjá Garðaþjónustu Sigurjóns. Flótti og síðan dauði fjögurra simpansa úr Furuvíkur dýragarðinum í Svíþjóð er einungis síðasta tilvikið í röð atvika í dýragörðum landsins, - sem sum hafa reynst banvæn ? fyrir dýr og stundum fyrir menn. Raddir heyrast um að þetta fyrirkomulag ? dýragarðar, með dýr í búrum, hafi runnið sitt skeið. Kári Gylfason, fréttaritari í Gautaborg, tók saman.
12/29/20220
Episode Artwork

Loftárásir, sanngirnisbætur, grýlukerti og Blöndulína

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir að spítalinn ætti mjög erfitt með að takast á við covid bylgju ef hún skylli á. Staðan sé þung og óviðunandi fyrir sjúklinga og starfsfólk. Bjarni Rúnarsson ræddi við Runólf um rekstrarvandanum sem steðjar að spítalanum. Ríkið gæti greitt tæpar 400 milljónir króna í sanngirnisbætur vegna ofbeldis sem börn sættu á Vistheimilinu á Hjalteyri. Dómsmálaráðherra hefur kynnt frumvarp um bæturnar. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Vopnaverksmiðjur Rússa hafa ekki undan að framleiða eldflaugar til árása í Úkraínu að sögn yfirmanns úkraínsku leyniþjónustunnar. Því þurfa þeir að leita til annarra þjóða um kaup á vopnum. Miklar loftárásir voru gerðar á borgir víðs vegar um Úkraínu í nótt, þar á meðal Lviv, þar sem Karl Garðarsson, fyrrverandi alþingismaður og fréttastjóri, er staddur. Ásgeir Tómasson tók saman. Bæjaryfirvöld á Akureyri ætla að ítreka þá kröfu sína við Landsnet að Blöndulína þrjú verði lögð í jarðsteng um bæjarlandið. Loftlína skerði möguleika bæjarins á nýjum byggingasvæðum. Landsnet telur jarðstreng ekki mögulegan á þessum stað. Ágúst Ólafsson ræddi málið við Höllu Björk Reynisdóttur, formann bæjarráðs. Grýlukertum fer fjölgandi víðast hvar á landinu þessa dagana og mörg þeirra hafa náð mikilli lengd. Þau geta valdið alvarlegum slysum á fólki hrapi þau til jarðar. Mikið hefur verið að gera í dag og í gær hjá garðaþjónustu- og gluggaþvottafyrirtækjum sem taka að sér að fjarlægja kertin. María Sigrún Hilmarsdóttir sagði frá og talaði við Sigurjón Örn Steingrímsson hjá Garðaþjónustu Sigurjóns. Flótti og síðan dauði fjögurra simpansa úr Furuvíkur dýragarðinum í Svíþjóð er einungis síðasta tilvikið í röð atvika í dýragörðum landsins, - sem sum hafa reynst banvæn ? fyrir dýr og stundum fyrir menn. Raddir heyrast um að þetta fyrirkomulag ? dýragarðar, með dýr í búrum, hafi runnið sitt skeið. Kári Gylfason, fréttaritari í Gautaborg, tók saman.
12/29/20228 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Neyðarkall vegna Landspítala og ósannindi bandarísks þingmanns

Ríkislögreglustjóri hækkaði viðbúnaðarstig sitt eftir að sakborningum í hryðjuverkamálinu var sleppt lausum. Verjandi annars þeirra segir tilkynningu ríkislögreglustjóra bera vott um sýndarmennsku. Forsætisráðherra telur að gagnrýni um andvaraleysi stjórnvalda í varnarmálum eigi ekki við rök að styðjast. Hún segir að það kæmi á óvart ef landsmenn vildu hafa her hér á landi. Forstjóri Vegagerðarinnar segir að stofnunin þurfi meira fjármagn ef auka eigi vetrarþjónustu. Hringvegurinn hefur einhvers staðar verið lokaður á níu af síðustu tólf dögum. Formaður Læknafélags Íslands segir að neyðarástand ríki á Landspítalanum. . Neyðarkall starfsfólks sé hærra en nokkru sinni. Staðan sé þyngri en tárum taki. Nýkjörinn þingmaður á Bandaríkjaþingi er sakaður um að hafa fegrað ferilskrána sína ótæpilega. Hann viðurkennir það en segir að flestir geri eitthvað heimskulegt um ævina. ---- Þung staða á Landspítalanum er oft kveðin vísa. Þó svo að almennum samfélagstakmörkunum hafi verið aflétt á fyrri hluta þessa árs þá glímir spítalinn enn við mikið álag. Spítalinn hóf þetta ár á neyðarstigi vegna covid bylgju sem þá gekk yfir, og var svo færður niður á hættustig í byrjun febrúar, en í lok þess mánaðar var hann færður aftur upp á neyðarstig vegna álags, þá vegna covid. Og neyðarstiginu var ekki aflétt fyrr en í lok mars og seinni hluta apríl var hann svo færður niður á óvissustig. Mikil mannekla, álag og fráflæðisvandi hefur sett strik í reikninginn í starfseminni á árinu. Nýtt skipurit tekur gildi um áramótin þar sem til að mynda á að færa aukna ábyrgð til klínískra stjórnenda í framlínu spítalans. Opna á ný rými á Landspítalanum vegna mikils álags. Már Kristjánsson forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu sagði í fréttum okkar í gær að það yrði erfitt fyrir bráðamóttökuna að takast á við stórslys ef til þess kæmi - sem væri afar vond staða í þeirri færð sem nú er. Þess er krafist vestanhafs að nýkjörinn þingmaður, George Santos að nafni, taki ekki sæti á Bandaríkjaþingi þegar það kemur saman eftir áramót. Upplýst hefur verið að í ferilskrá sagði hann meðal annars ósatt um menntun sína og fyrri störf. Hvað vilja frændur okkar Norðmenn sjá um jólin í kvikmyndahúsunum og hvað vilja þeir lesa milli jólaboðanna? Jú, svarið er einfalt: Norskar stríðsmyndir og norskar stríðsbókmenntir. Aldrei hefur verið svo mikið líf í stríðinu sem nú meira en áttatíu árum eftir að þetta umtalaða stríð hófst. Það er í það minnsta álit Gísla Kristjánssonar fréttaritara í Osló. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn f
12/28/20220
Episode Artwork

Neyðarkall vegna Landspítala og ósannindi bandarísks þingmanns

Ríkislögreglustjóri hækkaði viðbúnaðarstig sitt eftir að sakborningum í hryðjuverkamálinu var sleppt lausum. Verjandi annars þeirra segir tilkynningu ríkislögreglustjóra bera vott um sýndarmennsku. Forsætisráðherra telur að gagnrýni um andvaraleysi stjórnvalda í varnarmálum eigi ekki við rök að styðjast. Hún segir að það kæmi á óvart ef landsmenn vildu hafa her hér á landi. Forstjóri Vegagerðarinnar segir að stofnunin þurfi meira fjármagn ef auka eigi vetrarþjónustu. Hringvegurinn hefur einhvers staðar verið lokaður á níu af síðustu tólf dögum. Formaður Læknafélags Íslands segir að neyðarástand ríki á Landspítalanum. . Neyðarkall starfsfólks sé hærra en nokkru sinni. Staðan sé þyngri en tárum taki. Nýkjörinn þingmaður á Bandaríkjaþingi er sakaður um að hafa fegrað ferilskrána sína ótæpilega. Hann viðurkennir það en segir að flestir geri eitthvað heimskulegt um ævina. ---- Þung staða á Landspítalanum er oft kveðin vísa. Þó svo að almennum samfélagstakmörkunum hafi verið aflétt á fyrri hluta þessa árs þá glímir spítalinn enn við mikið álag. Spítalinn hóf þetta ár á neyðarstigi vegna covid bylgju sem þá gekk yfir, og var svo færður niður á hættustig í byrjun febrúar, en í lok þess mánaðar var hann færður aftur upp á neyðarstig vegna álags, þá vegna covid. Og neyðarstiginu var ekki aflétt fyrr en í lok mars og seinni hluta apríl var hann svo færður niður á óvissustig. Mikil mannekla, álag og fráflæðisvandi hefur sett strik í reikninginn í starfseminni á árinu. Nýtt skipurit tekur gildi um áramótin þar sem til að mynda á að færa aukna ábyrgð til klínískra stjórnenda í framlínu spítalans. Opna á ný rými á Landspítalanum vegna mikils álags. Már Kristjánsson forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu sagði í fréttum okkar í gær að það yrði erfitt fyrir bráðamóttökuna að takast á við stórslys ef til þess kæmi - sem væri afar vond staða í þeirri færð sem nú er. Þess er krafist vestanhafs að nýkjörinn þingmaður, George Santos að nafni, taki ekki sæti á Bandaríkjaþingi þegar það kemur saman eftir áramót. Upplýst hefur verið að í ferilskrá sagði hann meðal annars ósatt um menntun sína og fyrri störf. Hvað vilja frændur okkar Norðmenn sjá um jólin í kvikmyndahúsunum og hvað vilja þeir lesa milli jólaboðanna? Jú, svarið er einfalt: Norskar stríðsmyndir og norskar stríðsbókmenntir. Aldrei hefur verið svo mikið líf í stríðinu sem nú meira en áttatíu árum eftir að þetta umtalaða stríð hófst. Það er í það minnsta álit Gísla Kristjánssonar fréttaritara í Osló. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn f
12/28/202210 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Landspítali yfirfullur, Ófærð vítt og breitt og málefni fatlaðs fólks

Landspítalinn ætti erfitt með að takast á við stórslys, ef til þess kæmi, að sögn forstöðumanns bráðaþjónustu. Spítalinn er troðfullur og álag á bráðamóttöku hættulega mikið vegna alvarlegra öndunarfærasýkinga. 56 hafa látist í óveðri sem gengið hefur yfir Bandaríkin seinustu daga. Á næstu dögum er spáð hlýnandi veðri vestanhafs. Sorphirða er á eftir áætlun víða um land vegna fannfergis og fólk ergir sig á yfirfullum tunnum. Forstjóri Íslenska gámafélagsins biður fólk að sýna biðlund og huga að mokstri. Sorphirðumenn dragi ekki fullar tunnur yfir skafla. Um 800 björgunarsveitarmenn hafa sinnt verkefnum sem tengjast veðri og færð í desember. Formaður Landsbjargar segir þreytu farið að gæta en blessunarlega hafi þetta dreifst. Þó að hann telji ekki koma til greina að björgunarsveitirnar rukki fólk fyrir aðstoð telur hann til umhugsunar að herða viðurlög við að hunsa lokanir. Björgunarsveitarmenn lendi oft á milli steins og sleggju. Ákveðið hefur verið hvað kemur í stað umdeildrar styttu í smábæ í Virginíuríki, sem eyðilögð var í mótmælum árið 2020. Fyrirmynd nýrrar styttu hefur verið kölluð móðir nútíma læknavísinda. Í morgun blasti hvít jörð við mörgum landsmönnum og ef litið var á færðarkort Vegagerðarinnar þá var rauði liturinn sem táknar lokun áberandi. Hann dofnaði þegar leið á daginn og vegir voru opnaðir en enn er víða þungfært og hált og hringvegurinn var lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs en opnaði á sjötta tímanum. Undanfarnar vikur hafa verið björgunarsveitarmönnum annasamar og Landsbjörg ráðleggur ferðamönnum að huga vel að búnaði bíla sinna. Vanbúinn bíll getur orðið fleirum til vandræða en þeim sem í honum er. Það sé gott að vera með skóflu, hlý föt og vera vel klæddur ef moka þarf út bílinn eða aðstoða aðra. Þá er fólk hvatt til að láta vita af ferðum sínum og skilja jafnvel eftir ferðaáætlun á safetravel.is. Þar er líka að finna upplýsingar um veður og færð. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Landsbjargar, býr í Grindavík þar sem snjó kyngdi niður í nótt og mikið var fyrir þannig að færðin varð fljótlega mjög þung og mikið að gera. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Otta. Störukeppni ríkisins og sveitarfélaganna í málefnum fatlaðs fólks er orðin ansi langvinn. Nú virðast augnlokin aðeins vera farin að nötra. Um miðjan mánuðinn var gert samkomulag á milli þriggja ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Færa á fimm milljaðar frá ríki til sveitarfélaga í málaflokknum. Gert er ráð fyrir að útsvarsálagning sve
12/27/20220
Episode Artwork

Landspítali yfirfullur, Ófærð vítt og breitt og málefni fatlaðs fólks

Landspítalinn ætti erfitt með að takast á við stórslys, ef til þess kæmi, að sögn forstöðumanns bráðaþjónustu. Spítalinn er troðfullur og álag á bráðamóttöku hættulega mikið vegna alvarlegra öndunarfærasýkinga. 56 hafa látist í óveðri sem gengið hefur yfir Bandaríkin seinustu daga. Á næstu dögum er spáð hlýnandi veðri vestanhafs. Sorphirða er á eftir áætlun víða um land vegna fannfergis og fólk ergir sig á yfirfullum tunnum. Forstjóri Íslenska gámafélagsins biður fólk að sýna biðlund og huga að mokstri. Sorphirðumenn dragi ekki fullar tunnur yfir skafla. Um 800 björgunarsveitarmenn hafa sinnt verkefnum sem tengjast veðri og færð í desember. Formaður Landsbjargar segir þreytu farið að gæta en blessunarlega hafi þetta dreifst. Þó að hann telji ekki koma til greina að björgunarsveitirnar rukki fólk fyrir aðstoð telur hann til umhugsunar að herða viðurlög við að hunsa lokanir. Björgunarsveitarmenn lendi oft á milli steins og sleggju. Ákveðið hefur verið hvað kemur í stað umdeildrar styttu í smábæ í Virginíuríki, sem eyðilögð var í mótmælum árið 2020. Fyrirmynd nýrrar styttu hefur verið kölluð móðir nútíma læknavísinda. Í morgun blasti hvít jörð við mörgum landsmönnum og ef litið var á færðarkort Vegagerðarinnar þá var rauði liturinn sem táknar lokun áberandi. Hann dofnaði þegar leið á daginn og vegir voru opnaðir en enn er víða þungfært og hált og hringvegurinn var lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs en opnaði á sjötta tímanum. Undanfarnar vikur hafa verið björgunarsveitarmönnum annasamar og Landsbjörg ráðleggur ferðamönnum að huga vel að búnaði bíla sinna. Vanbúinn bíll getur orðið fleirum til vandræða en þeim sem í honum er. Það sé gott að vera með skóflu, hlý föt og vera vel klæddur ef moka þarf út bílinn eða aðstoða aðra. Þá er fólk hvatt til að láta vita af ferðum sínum og skilja jafnvel eftir ferðaáætlun á safetravel.is. Þar er líka að finna upplýsingar um veður og færð. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Landsbjargar, býr í Grindavík þar sem snjó kyngdi niður í nótt og mikið var fyrir þannig að færðin varð fljótlega mjög þung og mikið að gera. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Otta. Störukeppni ríkisins og sveitarfélaganna í málefnum fatlaðs fólks er orðin ansi langvinn. Nú virðast augnlokin aðeins vera farin að nötra. Um miðjan mánuðinn var gert samkomulag á milli þriggja ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Færa á fimm milljaðar frá ríki til sveitarfélaga í málaflokknum. Gert er ráð fyrir að útsvarsálagning sve
12/27/202211 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Bætur til Erlu Bollasdóttur, samningar SA og Eflingar og óveður

Spegillinn 22. desember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir mikilvægt að sátt hafi náðst við Erlu Bolladóttur og greiða henni bætur vegna gæsluvarðhalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Erla segist loksins vera laus úr málinu. Andri Yrkill Valsson tók saman. Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps hefur áhyggjur af að gengið sé of langt í tillögu umhverfisstofnunar um friðlýsingu vatnasviðs Skaftár vegna Búlandsvirkjunnar. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við hann og Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur landeiganda í Skaftárhreppi. Fimm konur voru handteknar í Kabúl í Afganistan í dag fyrir að taka þátt í mótmælum vegna banns talibana við að konur fái að læra í háskólum landsins. Róbert Jóhannsson sagði frá. RÚV og Matvælastofnun voru sýknuð af skaðabótakröfu Brúneggja í dag. Eigendum Brúneggja var gert að greiða háan málskostnað beggja aðila, sem fá fordæmi eru fyrir. Oddur Þórðarson sagði frá. Hamborgarhryggurinn er langvinsælastur á matborðum landsmanna á aðfangadagskvöld. Lambakjöt, annað en hangikjöt, kalkúnn, rjúpur og nautakjöt koma þar á eftir. Jólaverslunin gengur vel og ösin afar mikil en faraldurinn setti svip sinn á síðustu jól. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman og talaði við Alexander Þórsson verslunarstjóri Bónuss á Smáratorgi. ------------ Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hittast á fundi milli jóla og nýárs. SA hafnaði nýrri kröfugerð Eflingar í morgun og ítrekar að SGS samningurinn sé viðmiðið en það getur Efling ekki fallist á. Það er brostið á með óveðri í vesturhluta Bandaríkjanna. Aðstæður eru sagðar geta orðið lífshættulegar, einkum í mið- og austurríkjunum, þar sem vindkælingin getur farið niður í fjörutíu stiga frost og jafnvel sextíu á einstaka stöðum. Við slíkar aðstæður kelur fólk á innan við fimm mínútum. Veðrið gæti raskað ferðum milljóna manna. Ásgeir Tómasson sagði frá. Rætt við Veronicu Wyman flugfarþega, og eiganda byggingarvöruverslunar í Portland í Oregon. Á hverjum sólarhring leita tugir fólks skjóls í neyðarskýlum í Reykjavík, ekki síst nú þegar veturinn er brostinn á af fullum þunga. Í síðustu úttekt Reykjavíkurborgar á fjölda heimilislausra, sem gerð var í október í fyrra, voru 87 konur heimilislausar og 214 karlmenn. Í sumar jókst aðsókn í gistiskýlin til muna svo ætla má að þessar tölur séu hærri núna. Bjarni Rúnarsson talaði við Heiðu Björg Hilmisdóttur, borgarfulltrúa (S) sem situr í velferðarráði.
12/22/20220
Episode Artwork

Bætur til Erlu Bollasdóttur, samningar SA og Eflingar og óveður

Spegillinn 22. desember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir mikilvægt að sátt hafi náðst við Erlu Bolladóttur og greiða henni bætur vegna gæsluvarðhalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Erla segist loksins vera laus úr málinu. Andri Yrkill Valsson tók saman. Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps hefur áhyggjur af að gengið sé of langt í tillögu umhverfisstofnunar um friðlýsingu vatnasviðs Skaftár vegna Búlandsvirkjunnar. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við hann og Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur landeiganda í Skaftárhreppi. Fimm konur voru handteknar í Kabúl í Afganistan í dag fyrir að taka þátt í mótmælum vegna banns talibana við að konur fái að læra í háskólum landsins. Róbert Jóhannsson sagði frá. RÚV og Matvælastofnun voru sýknuð af skaðabótakröfu Brúneggja í dag. Eigendum Brúneggja var gert að greiða háan málskostnað beggja aðila, sem fá fordæmi eru fyrir. Oddur Þórðarson sagði frá. Hamborgarhryggurinn er langvinsælastur á matborðum landsmanna á aðfangadagskvöld. Lambakjöt, annað en hangikjöt, kalkúnn, rjúpur og nautakjöt koma þar á eftir. Jólaverslunin gengur vel og ösin afar mikil en faraldurinn setti svip sinn á síðustu jól. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman og talaði við Alexander Þórsson verslunarstjóri Bónuss á Smáratorgi. ------------ Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hittast á fundi milli jóla og nýárs. SA hafnaði nýrri kröfugerð Eflingar í morgun og ítrekar að SGS samningurinn sé viðmiðið en það getur Efling ekki fallist á. Það er brostið á með óveðri í vesturhluta Bandaríkjanna. Aðstæður eru sagðar geta orðið lífshættulegar, einkum í mið- og austurríkjunum, þar sem vindkælingin getur farið niður í fjörutíu stiga frost og jafnvel sextíu á einstaka stöðum. Við slíkar aðstæður kelur fólk á innan við fimm mínútum. Veðrið gæti raskað ferðum milljóna manna. Ásgeir Tómasson sagði frá. Rætt við Veronicu Wyman flugfarþega, og eiganda byggingarvöruverslunar í Portland í Oregon. Á hverjum sólarhring leita tugir fólks skjóls í neyðarskýlum í Reykjavík, ekki síst nú þegar veturinn er brostinn á af fullum þunga. Í síðustu úttekt Reykjavíkurborgar á fjölda heimilislausra, sem gerð var í október í fyrra, voru 87 konur heimilislausar og 214 karlmenn. Í sumar jókst aðsókn í gistiskýlin til muna svo ætla má að þessar tölur séu hærri núna. Bjarni Rúnarsson talaði við Heiðu Björg Hilmisdóttur, borgarfulltrúa (S) sem situr í velferðarráði.
12/22/20229 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Zelensky til Bandaríkjanna og kjarasamningar samþykktir

Kjarasamningar verslunarfólks, iðn- og tæknimanna voru samþykktir með yfirburðum í öllum aðildarfélögum. Formaður VR er ánægður með mikla þátttöku í atkvæðagreiðslunni og afgerandi samþykkt hans. Lengra hafi ekki verið komist að sinni og ekki sé ástæða til að fara í átök um skammtímasamning. Innviðaráðherra vill að lokun Reykjanesbrautar um helgina verði skoðuð nánar og hvað hefði mátt betur fara. Forsætisráðherra var meðal þeirra sem ekki komst leiðar sinnar vegna lokunarinnar. Forseti Úkraínu kemur til Washington innan stundar. Hann hittir Bandaríkjaforseta og ávarpar Bandaríkjaþing síðar í kvöld. Allt árið í fyrra sóttu 872 um alþjóðlega vernd hér á landi en þegar tíu dagar eru eftir af árinu er fjöldinn kominn í tæplega fjögur þúsund og þrjú hundruð.. Það stefnir í skötuskort fyrir Þorláksmessu. Þrefalt minna var landað af skötu í ár en fyrir þremur árum vegna nýrrar reglugerðar. ------- Samningar þeir sem samflot VR, Landssambands verslunarmanna og félaga iðn og tæknifólks voru samþykktir í rafrænni atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu. Þar var samið um 6,75% kauphækkun og samningurinn gildir út janúar 2024. Hlutfall þeirra sem samþykktu var misjafnt eftir félögum, allt frá 68% hjá sveinum innan Rafiðnaðarsambandsins upp í 100% - til dæmis hjá iðnaðarmannadeild Stéttarfélagsins Samstöðu á Blönduósi og svo var víðar. Kjörsóknin var líka nokkuð misjöfn - frá um 13% upp 85%. VR er fjölmennasta félagið sem á aðild að þessum samningum og þar samþykktu 82% samninginn við SA. Það er afgerandi niðurstaða segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sem er líka sáttur við kjörsókn sinna félaga. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Ragnar Þór. Heimsókn Volodymyrs Zelenskys, forseta Úkraínu, til Bandaríkjanna hefur staðið til um nokkurt skeið. Öllum áætlunum um hana hefur verið haldið vandlega leyndum af öryggisástæðum. Fjölmiðlar Vestanhafs hafa eftir heimildarmönnum í stjórnkerfinu í Washington að Zelensky og Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi lengi stefnt að því að hittast augliti til auglitis. Ekki hafi þó getað orðið af því fyrr en nú vegna ástandsins í Úkraínu. Ásgeir Tómasson fjallar um málið. Spegillinn 21. desember 2022 Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
12/21/20220
Episode Artwork

Zelensky til Bandaríkjanna og kjarasamningar samþykktir

Kjarasamningar verslunarfólks, iðn- og tæknimanna voru samþykktir með yfirburðum í öllum aðildarfélögum. Formaður VR er ánægður með mikla þátttöku í atkvæðagreiðslunni og afgerandi samþykkt hans. Lengra hafi ekki verið komist að sinni og ekki sé ástæða til að fara í átök um skammtímasamning. Innviðaráðherra vill að lokun Reykjanesbrautar um helgina verði skoðuð nánar og hvað hefði mátt betur fara. Forsætisráðherra var meðal þeirra sem ekki komst leiðar sinnar vegna lokunarinnar. Forseti Úkraínu kemur til Washington innan stundar. Hann hittir Bandaríkjaforseta og ávarpar Bandaríkjaþing síðar í kvöld. Allt árið í fyrra sóttu 872 um alþjóðlega vernd hér á landi en þegar tíu dagar eru eftir af árinu er fjöldinn kominn í tæplega fjögur þúsund og þrjú hundruð.. Það stefnir í skötuskort fyrir Þorláksmessu. Þrefalt minna var landað af skötu í ár en fyrir þremur árum vegna nýrrar reglugerðar. ------- Samningar þeir sem samflot VR, Landssambands verslunarmanna og félaga iðn og tæknifólks voru samþykktir í rafrænni atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu. Þar var samið um 6,75% kauphækkun og samningurinn gildir út janúar 2024. Hlutfall þeirra sem samþykktu var misjafnt eftir félögum, allt frá 68% hjá sveinum innan Rafiðnaðarsambandsins upp í 100% - til dæmis hjá iðnaðarmannadeild Stéttarfélagsins Samstöðu á Blönduósi og svo var víðar. Kjörsóknin var líka nokkuð misjöfn - frá um 13% upp 85%. VR er fjölmennasta félagið sem á aðild að þessum samningum og þar samþykktu 82% samninginn við SA. Það er afgerandi niðurstaða segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sem er líka sáttur við kjörsókn sinna félaga. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Ragnar Þór. Heimsókn Volodymyrs Zelenskys, forseta Úkraínu, til Bandaríkjanna hefur staðið til um nokkurt skeið. Öllum áætlunum um hana hefur verið haldið vandlega leyndum af öryggisástæðum. Fjölmiðlar Vestanhafs hafa eftir heimildarmönnum í stjórnkerfinu í Washington að Zelensky og Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi lengi stefnt að því að hittast augliti til auglitis. Ekki hafi þó getað orðið af því fyrr en nú vegna ástandsins í Úkraínu. Ásgeir Tómasson fjallar um málið. Spegillinn 21. desember 2022 Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
12/21/202230 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 20.des 2022

Spegillinn 20.des 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Hátt í hundrað og sjötíu manns hafa dvalið í hjálparmiðstöð Rauða krossins á Suðurnesjum vegna veðurs og ófærðar. Það dregur úr veðurhæð á landinu í kvöld og í nótt. Millilandaflug er að komast í gang. Pútín Rússlandsforseti fer yfir hernaðaráætlanir Rússa í Úkraínu með háttsettum herforingjum á morgun. Karlmaður á fertugsaldri sem gekk á hönd hryðjuverkasamtakanna íslamska ríkisins var í Danmörku í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að leggja á ráðin um sprengjuárás í Danmörku. Lengri umfjöllun: Ferðir fjölmargrar farþega um Keflavíkurflugvöll hafa fallið niður eða raskast undanfarna daga og flugi innanlands hefur líka verið aflýst. Veðrinu fær enginn ráðið en hver er réttur farþega þegar svona kemur upp á? Breki Karlsson formaður neytendasamtakanna segir að kvaðir á flugfélög og réttindi farþega séu vel skilgreind. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Breka. Rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, 6. janúar nefndin svonefnda, mælti í gær með því við dómsmálaráðuneyti landsins að það gefi út fjórar ákærur á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir saknæmt athæfi í eftirmálum forsetakosninganna í nóvember 2020. Nefndarmenn voru einhuga í afstöðu sinni. Ásgeir Tómasson segir frá. Eliza Reid flutti til Íslands árið 2003 ásamt verðandi eiginmanni sínum Guðna Th. Jóhannessyni. Eliza er kanadísk, en hún og Guðni kynntust í sagnfræðinámi í Oxford á Englandi. Eliza vann sem sjálfstætt starfandi blaðamaður, ritstjóri og rithöfundur eftir að hún kom til Íslands og hefur látið vel að sér kveða meðal annars í umræðu um jafnréttis- og innflytjendamál. Árið 2016 var Guðni kjörinn forseti íslands og svo endurkjörinn 2020. Eliza komst þá í þá stöðu að vera orðinn maki þjóðhöfðingja, hlutverk sem er kannski ekki ýkja vel skilgreint á Íslandi. Spegillinn ræddi við Elizu Reid um 19 ára dvöl hennar hér á landi. Hún segir að viðbrigðin við að flytja til Íslands hafi verið töluverð. Kristján Sigurjónsson talar við Elizu.
12/20/20220
Episode Artwork

Spegillinn 20.des 2022

Spegillinn 20.des 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Hátt í hundrað og sjötíu manns hafa dvalið í hjálparmiðstöð Rauða krossins á Suðurnesjum vegna veðurs og ófærðar. Það dregur úr veðurhæð á landinu í kvöld og í nótt. Millilandaflug er að komast í gang. Pútín Rússlandsforseti fer yfir hernaðaráætlanir Rússa í Úkraínu með háttsettum herforingjum á morgun. Karlmaður á fertugsaldri sem gekk á hönd hryðjuverkasamtakanna íslamska ríkisins var í Danmörku í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að leggja á ráðin um sprengjuárás í Danmörku. Lengri umfjöllun: Ferðir fjölmargrar farþega um Keflavíkurflugvöll hafa fallið niður eða raskast undanfarna daga og flugi innanlands hefur líka verið aflýst. Veðrinu fær enginn ráðið en hver er réttur farþega þegar svona kemur upp á? Breki Karlsson formaður neytendasamtakanna segir að kvaðir á flugfélög og réttindi farþega séu vel skilgreind. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Breka. Rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, 6. janúar nefndin svonefnda, mælti í gær með því við dómsmálaráðuneyti landsins að það gefi út fjórar ákærur á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir saknæmt athæfi í eftirmálum forsetakosninganna í nóvember 2020. Nefndarmenn voru einhuga í afstöðu sinni. Ásgeir Tómasson segir frá. Eliza Reid flutti til Íslands árið 2003 ásamt verðandi eiginmanni sínum Guðna Th. Jóhannessyni. Eliza er kanadísk, en hún og Guðni kynntust í sagnfræðinámi í Oxford á Englandi. Eliza vann sem sjálfstætt starfandi blaðamaður, ritstjóri og rithöfundur eftir að hún kom til Íslands og hefur látið vel að sér kveða meðal annars í umræðu um jafnréttis- og innflytjendamál. Árið 2016 var Guðni kjörinn forseti íslands og svo endurkjörinn 2020. Eliza komst þá í þá stöðu að vera orðinn maki þjóðhöfðingja, hlutverk sem er kannski ekki ýkja vel skilgreint á Íslandi. Spegillinn ræddi við Elizu Reid um 19 ára dvöl hennar hér á landi. Hún segir að viðbrigðin við að flytja til Íslands hafi verið töluverð. Kristján Sigurjónsson talar við Elizu.
12/20/20229 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Kjarasamningur SGS, sigurvíma Argentínu og ADHD í Noregi

Vonskuveður hefur sett samgöngur úr skorðum í dag. Ófært er víðast hvar á Suðurlandi, Suðurnesjum og vestur á land. Flugsamgöngur eru í flækju vegna veðursins. Áframhaldi veðurofsi er í kortunum. Ferðamaður sem er strandaglópur á Keflavíkurflugvelli segir Icelandair ekkert hafa aðstoðað ferðalanga sem séu fastir þar. Forstjóri flugfélagsins segir stöðuna í millilandaflugi afar krefjandi. Allt verði gert til að koma farþegum á áfangastaði sína. Hæstiréttur Svíþjóðar hefur hafnað því að tyrkneskur blaðamaður verði framseldur til Tyrklands. Stjórnvöld í Ankara hafa gert framsal hans og annarra að skilyrði til að samþykkja aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. ----- Formaður Starfsgreinasambandsins fagnar samþykkt 17 félaga innan þess á nýjum kjarasamningi. Þar hafi náðst að verja kjör verkafólks í landinu. Hann harmar að formaður Eflingar hafi beitt sér gegn samningnum en félagsmenn hafi sagt skoðun sína. Í hádeginu lauk atkvæðagreiðslu hjá 17 félögum innan Starfsgreinasambandsins um kjarasamning sem skrifað var undir 3. desember. Hann var samþykktur af um 86% þeirra sem greiddu atkvæði, 11% voru á móti og um 3% tóku ekki afstöðu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness fagnar niðurstöðunni. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Argentína er heimsmeistari í fótbolta karla í þriðja sinn eftir frækin sigur í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum í gær. Lionel Messi fyrirliði Argentínu lyfi bikarnum íklæddur svokallaðri Bisht (BISÐ)-skikkju sem emírinn af Katar, Tamim bin Hamad Al Thani, færði Messi áður en hann fékk gullhnöttinn afhendan. Í arabalöndum er skikkjan merki um mikla upphefð og auðlegð þess sem henni klæðist. Mörgum þótti þetta skjóta skökku við, segja athæfið táknrænt fyrir mótið í heild sinni, en það hefur verið gagnrýnt harðlega að mótið hafi verið haldið í Katar, í skugga mannréttindabrota og skorts á tjáningarfrelsi. En sigurinn er Argentínumönnum kærkominn engu að síður. Argentína varð síðast heimsmeistari árið 1986, fyrir liðlega 35 árum, og á hverju heimsmeistaramótinu á fætur öðru hafa vonbrigðin verið mikil hjá liðinu, og ekki síst hjá þjóðinni sem beið og vonaði. En gleði þjóðarinnar er þeim mun meiri nú þegar titillinn er þeirra. Ólæti og áhugaleysi barna í Noregi virðist hafa aukist mikið eftir faraldurinn. Helmingi fleiri börn en áður enda með ADHD-greiningu og jafnvel lyf. Þetta veldur deilum og það eru fyrst og fremst sálfræðingar og aðrir sérfræðingar sem efast um allar þessar greiningar. Gísli Kristjánsson segir okkur frá umræðunni um þ
12/19/20220
Episode Artwork

Kjarasamningur SGS, sigurvíma Argentínu og ADHD í Noregi

Vonskuveður hefur sett samgöngur úr skorðum í dag. Ófært er víðast hvar á Suðurlandi, Suðurnesjum og vestur á land. Flugsamgöngur eru í flækju vegna veðursins. Áframhaldi veðurofsi er í kortunum. Ferðamaður sem er strandaglópur á Keflavíkurflugvelli segir Icelandair ekkert hafa aðstoðað ferðalanga sem séu fastir þar. Forstjóri flugfélagsins segir stöðuna í millilandaflugi afar krefjandi. Allt verði gert til að koma farþegum á áfangastaði sína. Hæstiréttur Svíþjóðar hefur hafnað því að tyrkneskur blaðamaður verði framseldur til Tyrklands. Stjórnvöld í Ankara hafa gert framsal hans og annarra að skilyrði til að samþykkja aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. ----- Formaður Starfsgreinasambandsins fagnar samþykkt 17 félaga innan þess á nýjum kjarasamningi. Þar hafi náðst að verja kjör verkafólks í landinu. Hann harmar að formaður Eflingar hafi beitt sér gegn samningnum en félagsmenn hafi sagt skoðun sína. Í hádeginu lauk atkvæðagreiðslu hjá 17 félögum innan Starfsgreinasambandsins um kjarasamning sem skrifað var undir 3. desember. Hann var samþykktur af um 86% þeirra sem greiddu atkvæði, 11% voru á móti og um 3% tóku ekki afstöðu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness fagnar niðurstöðunni. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Argentína er heimsmeistari í fótbolta karla í þriðja sinn eftir frækin sigur í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum í gær. Lionel Messi fyrirliði Argentínu lyfi bikarnum íklæddur svokallaðri Bisht (BISÐ)-skikkju sem emírinn af Katar, Tamim bin Hamad Al Thani, færði Messi áður en hann fékk gullhnöttinn afhendan. Í arabalöndum er skikkjan merki um mikla upphefð og auðlegð þess sem henni klæðist. Mörgum þótti þetta skjóta skökku við, segja athæfið táknrænt fyrir mótið í heild sinni, en það hefur verið gagnrýnt harðlega að mótið hafi verið haldið í Katar, í skugga mannréttindabrota og skorts á tjáningarfrelsi. En sigurinn er Argentínumönnum kærkominn engu að síður. Argentína varð síðast heimsmeistari árið 1986, fyrir liðlega 35 árum, og á hverju heimsmeistaramótinu á fætur öðru hafa vonbrigðin verið mikil hjá liðinu, og ekki síst hjá þjóðinni sem beið og vonaði. En gleði þjóðarinnar er þeim mun meiri nú þegar titillinn er þeirra. Ólæti og áhugaleysi barna í Noregi virðist hafa aukist mikið eftir faraldurinn. Helmingi fleiri börn en áður enda með ADHD-greiningu og jafnvel lyf. Þetta veldur deilum og það eru fyrst og fremst sálfræðingar og aðrir sérfræðingar sem efast um allar þessar greiningar. Gísli Kristjánsson segir okkur frá umræðunni um þ
12/19/202210 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Leigubílstjórar leggja niður störf og #metoo fimm árum síðar

Spegillinn, 16. desember 2022 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Leigubílstjórar ætla að skerða þjónustu um helgina og ekki að keyra í tvo sólarhringa frá mánudagsmorgni til að mótmæla samþykkt leigubílafrumvarpsins. Daníel Einarsson, formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra segir að stjórnvöld hafi sett stéttina á útrýmingarlista. Oddur Þórðarson talaði við hann. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78 segir það hrollvekjandi að mennirnir sem ákærðir eru í hryðjuverkamálinu hafi rætt að fremja fjöldamorð í gleðigöngu hinsegin daga. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann. Vilji Samtaka atvinnulífsins stendur til að semja hratt og örugglega við Eflingu á sömu nótum og við Starfsgreinasambandið að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra SA. Sólveig Anna Jónsdóttir. formaður Eflingar segir það aldrei verða samþykkt. Kennitöluflakkarar geta lent í allt að tíu ára banni frá atvinnurekstri ef þeir brjóta ítrekað af sér, samkvæmt nýjum lögum frá Alþingi. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Umsátursástand myndaðist við dýragarðinn í Furuvik í Svíþjóð þar sem fimm simpansar sluppu af svæði sínu á miðvikudag. Þrír simpansanna voru skotnir til bana og einn liggur hreyfingarlaus eftir byssuskot. Róbert Jóhannsson sagði frá. ------------ Meðal þeirra breytinga á fjárlögum sem lagðar voru til af fjármálaráðherra milli umræðna, voru stóraukin framlög til lögreglu; um hálfur milljarður í aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi og 900 milljónir sem í tilkynningu fjármálaráðuneytisins segir að séu tilkomnar með hliðsjón af markmiðum um viðbragðstíma, málsmeðferðarhraða og öryggisstig. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fagnar því að bæta eigi í fjárveitingar til lögreglunnar, hún hafi lengi verið undirfjármögnuð og undirmönnuð. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Um þessar mundir eru fimm ár frá því að #metoo-byltingin, eða -bylgjan, barst hingað til lands. Þá risu konur upp og sögðu frá kynferðislegri áreitni og -ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir í lífinu. Kristján Sigurjónsson ræðir við Gyðu Margréti Pétursdóttur, prófessor í kynjafræði við HÍ um áhrif bylgjunnar og hvernig hún birtist hér.
12/16/20220
Episode Artwork

Leigubílstjórar leggja niður störf og #metoo fimm árum síðar

Spegillinn, 16. desember 2022 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Leigubílstjórar ætla að skerða þjónustu um helgina og ekki að keyra í tvo sólarhringa frá mánudagsmorgni til að mótmæla samþykkt leigubílafrumvarpsins. Daníel Einarsson, formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra segir að stjórnvöld hafi sett stéttina á útrýmingarlista. Oddur Þórðarson talaði við hann. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78 segir það hrollvekjandi að mennirnir sem ákærðir eru í hryðjuverkamálinu hafi rætt að fremja fjöldamorð í gleðigöngu hinsegin daga. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann. Vilji Samtaka atvinnulífsins stendur til að semja hratt og örugglega við Eflingu á sömu nótum og við Starfsgreinasambandið að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra SA. Sólveig Anna Jónsdóttir. formaður Eflingar segir það aldrei verða samþykkt. Kennitöluflakkarar geta lent í allt að tíu ára banni frá atvinnurekstri ef þeir brjóta ítrekað af sér, samkvæmt nýjum lögum frá Alþingi. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Umsátursástand myndaðist við dýragarðinn í Furuvik í Svíþjóð þar sem fimm simpansar sluppu af svæði sínu á miðvikudag. Þrír simpansanna voru skotnir til bana og einn liggur hreyfingarlaus eftir byssuskot. Róbert Jóhannsson sagði frá. ------------ Meðal þeirra breytinga á fjárlögum sem lagðar voru til af fjármálaráðherra milli umræðna, voru stóraukin framlög til lögreglu; um hálfur milljarður í aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi og 900 milljónir sem í tilkynningu fjármálaráðuneytisins segir að séu tilkomnar með hliðsjón af markmiðum um viðbragðstíma, málsmeðferðarhraða og öryggisstig. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fagnar því að bæta eigi í fjárveitingar til lögreglunnar, hún hafi lengi verið undirfjármögnuð og undirmönnuð. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Um þessar mundir eru fimm ár frá því að #metoo-byltingin, eða -bylgjan, barst hingað til lands. Þá risu konur upp og sögðu frá kynferðislegri áreitni og -ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir í lífinu. Kristján Sigurjónsson ræðir við Gyðu Margréti Pétursdóttur, prófessor í kynjafræði við HÍ um áhrif bylgjunnar og hvernig hún birtist hér.
12/16/20229 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Verkföll, orkubylting og lögregluhneyksli

Sakborningar í hryðjuverkamálinu ræddu sín á milli um að aka á mannfjölda í gleðigöngunni í Reykjavík. Sérfræðingar Evrópulögreglunnar töldu árás yfirvofandi. Framkvæmdastjóri N4 á Akureyri segir það hafa verið fyrir tilstuðlan þingmanns Framsóknar frá Akureyri, sem hún sendi 100 milljón króna styrkbeiðni til fjárlaganefndar. Mágur framkvæmdastjórans þvertekur fyrir að hafa verið vanhæfur í málinu. Stjórnvöld heims eru langt frá því að ná markmiði um að halda hlýnun harðar innan einnar og hálfrar gráðu. Nýtt stöðumat Loftslagsráðs leiðir í ljós að stjórnvöld hér á landi þurfi að spýta verulega í lófana. Hjúkrunarfræðingar í Bretlandi segjast vera að kikna undan álagi. Á annað hundrað þúsund lögðu niður störf í dag. Kjarnasamruni sem bandarískir vísindamenn greindu frá í vikunni á skilið nóbelsverðlaun og gæti umbylt orkugeiranum. Þetta segir orkumálastjóri. Enn sé þó langur vegur í að hægt sé að hagnýta aðferðina. ---- Yfir eitt hundrað þúsund hjúkrunarfræðingar á Englandi, Norður-Írlandi og í Wales eru í eins sólarhrings verkfalli til að mótmæla bágum kjörum og ófullnægjandi vinnuaðstæðum. Stéttarfélag þeirra Royal College of Nursing eða RCN fer fram á 19,2 prósenta launahækkun. Stjórnvöld segja kröfurnar taka út yfir allan þjófabálk og býður fjögurra prósenta hækkun. Ásgeir Tómasson fjallar um málið. Kjarnasamruninn sem vísindamenn í Bandaríkjunum greindu frá á þriðjudag er einstakt vísindaafrek sem gæti lagt grunn að byltingu í orkuframleiðslu, segir orkumálastjóri. Enn er þó langur vegur í að hægt verði að hagnýta hann. Blásið var í lúðra í Kaliforníu á þriðjudag þegar vísindamenn greindu frá því að þeim hefði í fyrsta sinn tekist að beita svokölluðum kjarnasamruna til að vinna raforku og fengið meiri orku út en sett var inn í ferlið. Tvö hundruð leysigeislum var beint í átt að hylki á stærð við piparkorn, til að fá tvö létt atóm til að renna saman en við það losnar orka úr læðingi. Þessi tilraun hefur verið framkvæmd áður - en það merkilega í þetta sinn var að orkan sem fékkst út var meiri en sú sem þurfti í geislann. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir afrekið gera tilkall til Nóbelsverðlauna. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana. Hneykslismál skekur nú yfirstjórn sænsku lögreglunnar. Rætt er um yfirhylmingu og þöggunartilburði í tengslum við meinta áreitni, líkamsárás og umsáturseinelti eins af æðstu yfirmönnum lögreglunnar í Svíþjóð. Kári Gylfason í Gautaborg fjallar um málið. Umsjón:Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
12/15/20220
Episode Artwork

Verkföll, orkubylting og lögregluhneyksli

Sakborningar í hryðjuverkamálinu ræddu sín á milli um að aka á mannfjölda í gleðigöngunni í Reykjavík. Sérfræðingar Evrópulögreglunnar töldu árás yfirvofandi. Framkvæmdastjóri N4 á Akureyri segir það hafa verið fyrir tilstuðlan þingmanns Framsóknar frá Akureyri, sem hún sendi 100 milljón króna styrkbeiðni til fjárlaganefndar. Mágur framkvæmdastjórans þvertekur fyrir að hafa verið vanhæfur í málinu. Stjórnvöld heims eru langt frá því að ná markmiði um að halda hlýnun harðar innan einnar og hálfrar gráðu. Nýtt stöðumat Loftslagsráðs leiðir í ljós að stjórnvöld hér á landi þurfi að spýta verulega í lófana. Hjúkrunarfræðingar í Bretlandi segjast vera að kikna undan álagi. Á annað hundrað þúsund lögðu niður störf í dag. Kjarnasamruni sem bandarískir vísindamenn greindu frá í vikunni á skilið nóbelsverðlaun og gæti umbylt orkugeiranum. Þetta segir orkumálastjóri. Enn sé þó langur vegur í að hægt sé að hagnýta aðferðina. ---- Yfir eitt hundrað þúsund hjúkrunarfræðingar á Englandi, Norður-Írlandi og í Wales eru í eins sólarhrings verkfalli til að mótmæla bágum kjörum og ófullnægjandi vinnuaðstæðum. Stéttarfélag þeirra Royal College of Nursing eða RCN fer fram á 19,2 prósenta launahækkun. Stjórnvöld segja kröfurnar taka út yfir allan þjófabálk og býður fjögurra prósenta hækkun. Ásgeir Tómasson fjallar um málið. Kjarnasamruninn sem vísindamenn í Bandaríkjunum greindu frá á þriðjudag er einstakt vísindaafrek sem gæti lagt grunn að byltingu í orkuframleiðslu, segir orkumálastjóri. Enn er þó langur vegur í að hægt verði að hagnýta hann. Blásið var í lúðra í Kaliforníu á þriðjudag þegar vísindamenn greindu frá því að þeim hefði í fyrsta sinn tekist að beita svokölluðum kjarnasamruna til að vinna raforku og fengið meiri orku út en sett var inn í ferlið. Tvö hundruð leysigeislum var beint í átt að hylki á stærð við piparkorn, til að fá tvö létt atóm til að renna saman en við það losnar orka úr læðingi. Þessi tilraun hefur verið framkvæmd áður - en það merkilega í þetta sinn var að orkan sem fékkst út var meiri en sú sem þurfti í geislann. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir afrekið gera tilkall til Nóbelsverðlauna. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana. Hneykslismál skekur nú yfirstjórn sænsku lögreglunnar. Rætt er um yfirhylmingu og þöggunartilburði í tengslum við meinta áreitni, líkamsárás og umsáturseinelti eins af æðstu yfirmönnum lögreglunnar í Svíþjóð. Kári Gylfason í Gautaborg fjallar um málið. Umsjón:Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
12/15/202210 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Vonbrigði dómsmálaráðherra, kuldakast og heitavatnsskortur

Spegillinn, 14. desember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Jón Gunnarson, dómsmálaráðherra segir það vonbrigði að Alþingi hafi ákveðið að taka útlendingafrumvarpið af dagskrá fyrir jól. Hann sakar stjórnarandstöðuna um að beita málþófi og koma þannig í veg fyrir vilja meirihluta þingsins. Það er brunagaddur í spánni en líklega sleppur suðvesturhornið við hríð sem spáð var á sunnudag. Spáin hefur batnað en áfram verður kalt segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Sala á rafmagnsofnum hefur rokið upp í kuldakastinu undanfarna daga og hafa þeir víða selst upp. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Kristján Birgisson, svæðisstjóri ljós- og rafmagns hjá BYKO. Ferðamenn virðast ekki allir taka mark á þeim hættum sem leynast í Reynisfjöru þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við Björn Inga Jónsson verkefnisstjóra Almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Magapestir, öndunarfærasýkingar og covidsmit herja á fólk norðan heiða. Hjúkrunarheimili á Norðurlandi eystra reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að þurfa að herða sóttvarnareglur fyrir jól og biðja fólk að huga að persónulegum sóttvörnum. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Jón Helga Björnsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Bandarískum vísindamönnum hefur í fyrsta sinn tekist að nýta kjarnasamruna til að framleiða orku. Jennifer Granholm, orkumálráðherra Bandaríkjana tilkynnti. Alexander Kristjánsson sagði frá. --------- Hitaveitukerfi í landinu eru mörg hver komin til ára sinna. Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri segir að fólk þurfi að umgangast heita vatnið, gullnámu landsins, af virðingu. Bjarni Rúnarsson talaði við hana. Það hallar verulega á konur við samningaborðið jafnvel hjá stéttarfélögum þar sem kynjaskipting innan félags er nokkuð jöfn. En hver er reynsla kvenna sem hafa tekið þátt í kjaraviðræðum? Meistararitgerð Karitasar Marýar Bjarnadóttur í mannauðsstjórnun í haust fjallar um upplifun kvenna sem sitja í samninganefndum kvennastéttarfélaga af kjaraviðræðum. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Rússar hafa vikum saman gert árásir á viðkvæma innviði í Úkraínu; milljónir landsmanna eru án rafmagns, vatns og húshitunar. Heilbrigðisráðherra Úkraínu, hefur áhyggjur af hrakandi lýðheilsu í landinu eftir því sem vetur herðir. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Dímítri Peskóf talsmanni Kremlar og Frans páfa.
12/14/20220
Episode Artwork

Vonbrigði dómsmálaráðherra, kuldakast og heitavatnsskortur

Spegillinn, 14. desember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Jón Gunnarson, dómsmálaráðherra segir það vonbrigði að Alþingi hafi ákveðið að taka útlendingafrumvarpið af dagskrá fyrir jól. Hann sakar stjórnarandstöðuna um að beita málþófi og koma þannig í veg fyrir vilja meirihluta þingsins. Það er brunagaddur í spánni en líklega sleppur suðvesturhornið við hríð sem spáð var á sunnudag. Spáin hefur batnað en áfram verður kalt segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Sala á rafmagnsofnum hefur rokið upp í kuldakastinu undanfarna daga og hafa þeir víða selst upp. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Kristján Birgisson, svæðisstjóri ljós- og rafmagns hjá BYKO. Ferðamenn virðast ekki allir taka mark á þeim hættum sem leynast í Reynisfjöru þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við Björn Inga Jónsson verkefnisstjóra Almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Magapestir, öndunarfærasýkingar og covidsmit herja á fólk norðan heiða. Hjúkrunarheimili á Norðurlandi eystra reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að þurfa að herða sóttvarnareglur fyrir jól og biðja fólk að huga að persónulegum sóttvörnum. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Jón Helga Björnsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Bandarískum vísindamönnum hefur í fyrsta sinn tekist að nýta kjarnasamruna til að framleiða orku. Jennifer Granholm, orkumálráðherra Bandaríkjana tilkynnti. Alexander Kristjánsson sagði frá. --------- Hitaveitukerfi í landinu eru mörg hver komin til ára sinna. Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri segir að fólk þurfi að umgangast heita vatnið, gullnámu landsins, af virðingu. Bjarni Rúnarsson talaði við hana. Það hallar verulega á konur við samningaborðið jafnvel hjá stéttarfélögum þar sem kynjaskipting innan félags er nokkuð jöfn. En hver er reynsla kvenna sem hafa tekið þátt í kjaraviðræðum? Meistararitgerð Karitasar Marýar Bjarnadóttur í mannauðsstjórnun í haust fjallar um upplifun kvenna sem sitja í samninganefndum kvennastéttarfélaga af kjaraviðræðum. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Rússar hafa vikum saman gert árásir á viðkvæma innviði í Úkraínu; milljónir landsmanna eru án rafmagns, vatns og húshitunar. Heilbrigðisráðherra Úkraínu, hefur áhyggjur af hrakandi lýðheilsu í landinu eftir því sem vetur herðir. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Dímítri Peskóf talsmanni Kremlar og Frans páfa.
12/14/20220
Episode Artwork

Einsleitar samninganefndir, hneyksli Evrópuþingsins og fordómar

Kona sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið ákærð fyrir að bana sjúklingi með því að neyða ofan í hann mat. Neytendasamtökin vara við frumvarpi matvælaráðherra um tímabundna hagræðingu í sláturiðnaði og segja það aðför að neytendum. Hagsmunasamtök bænda styðja frumvarpið og vilja sum ganga lengra. Kuldatíð gæti orðið til þess að loka þurfi sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar er búið að loka fimm laugum á Suðurlandi. Óvenju mörg covid-smit hafa greinst á sjúkrahúsinu á Akureyri að undanförnu. Heimsóknir hafa verið takmarkaðar og grímuskylda starfsfólks tekin upp á ný. Konur voru nær ósýnilegar við undirritun samninga í gær segir formaður BSRB - og telur það óásættanlegt. Tryggja verði að slíkt gerist ekki aftur og fyrsta skrefið gæti verið að setja kynjakvóta í samninganefndir. Lögregla í Belgíu hefur lagt hald á eina og hálfa milljón evra við rannsókn á mútumáli sem skekur Evrópuþingið. Þingkona og þrír til viðbótar eru í haldi vegna málsins. ----- Einsleitni samninganefnda í nýafstöðnum samningum stingur Sonju Ýr Þorbergsdóttur formann BSRB í augu. Samningar á opinbera markaðnum eru lausir í vor og hún segir ekki stefnt að skammtímasamningi. Gildistími samninga sem undirritaðir voru í gær er rúmt ár, samið um tæplega 7% hækkun verðbólgan er nú meira en 9%. Sonja fagnar því að samningar hafi náðst en hefur áhyggjur af því að kaupmáttur sé ekki tryggður. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sonju Ýr. Evrópuþingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta í dag að svipta grísku þingkonuna Evu Kaili embætti varaforseta þingsins. Hún er grunuð um að hafa þegið háar fjárhæðir í mútur frá stjórnvöldum í Katar. Forseti Evrópuþingsins svipti Kaili embættinu til bráðabirgða, en þingið þurfti að staðfesta þá ákvörðun. Ásgeir Tómasson fjallar um málið. Enn eimir af fordómum í harð fólks með geðrænan vanda. Á síðustu árum hafa fordómar í garð fólks með þunglyndi minnkað, en minna hefur dregið úr fordómum í garð fólks með geðklofa. Um fjórir af hverjum tíu segjast mótfallnir því að manneskja með geðklofaeinkenni gegni opinberu embætti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn Sigrúnar Ólafsdóttur prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands sem hún vann ásamt Geðhjálp. Árið 2006 var gerð sambærileg könnun um viðhorf og fordóma í garð fólks með einkenni þunglyndis og geðklofa. Ný könnun var lögð fyrir í ár til að meta hvað hefur breyst. Bjarni Rúnarsson ræddi við Sigrúnu. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingima
12/13/20220
Episode Artwork

Einsleitar samninganefndir, hneyksli Evrópuþingsins og fordómar

Kona sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið ákærð fyrir að bana sjúklingi með því að neyða ofan í hann mat. Neytendasamtökin vara við frumvarpi matvælaráðherra um tímabundna hagræðingu í sláturiðnaði og segja það aðför að neytendum. Hagsmunasamtök bænda styðja frumvarpið og vilja sum ganga lengra. Kuldatíð gæti orðið til þess að loka þurfi sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar er búið að loka fimm laugum á Suðurlandi. Óvenju mörg covid-smit hafa greinst á sjúkrahúsinu á Akureyri að undanförnu. Heimsóknir hafa verið takmarkaðar og grímuskylda starfsfólks tekin upp á ný. Konur voru nær ósýnilegar við undirritun samninga í gær segir formaður BSRB - og telur það óásættanlegt. Tryggja verði að slíkt gerist ekki aftur og fyrsta skrefið gæti verið að setja kynjakvóta í samninganefndir. Lögregla í Belgíu hefur lagt hald á eina og hálfa milljón evra við rannsókn á mútumáli sem skekur Evrópuþingið. Þingkona og þrír til viðbótar eru í haldi vegna málsins. ----- Einsleitni samninganefnda í nýafstöðnum samningum stingur Sonju Ýr Þorbergsdóttur formann BSRB í augu. Samningar á opinbera markaðnum eru lausir í vor og hún segir ekki stefnt að skammtímasamningi. Gildistími samninga sem undirritaðir voru í gær er rúmt ár, samið um tæplega 7% hækkun verðbólgan er nú meira en 9%. Sonja fagnar því að samningar hafi náðst en hefur áhyggjur af því að kaupmáttur sé ekki tryggður. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sonju Ýr. Evrópuþingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta í dag að svipta grísku þingkonuna Evu Kaili embætti varaforseta þingsins. Hún er grunuð um að hafa þegið háar fjárhæðir í mútur frá stjórnvöldum í Katar. Forseti Evrópuþingsins svipti Kaili embættinu til bráðabirgða, en þingið þurfti að staðfesta þá ákvörðun. Ásgeir Tómasson fjallar um málið. Enn eimir af fordómum í harð fólks með geðrænan vanda. Á síðustu árum hafa fordómar í garð fólks með þunglyndi minnkað, en minna hefur dregið úr fordómum í garð fólks með geðklofa. Um fjórir af hverjum tíu segjast mótfallnir því að manneskja með geðklofaeinkenni gegni opinberu embætti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn Sigrúnar Ólafsdóttur prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands sem hún vann ásamt Geðhjálp. Árið 2006 var gerð sambærileg könnun um viðhorf og fordóma í garð fólks með einkenni þunglyndis og geðklofa. Ný könnun var lögð fyrir í ár til að meta hvað hefur breyst. Bjarni Rúnarsson ræddi við Sigrúnu. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingima
12/13/202230 minutes
Episode Artwork

Ákæra í hryðjuverkamáli, útlendingafrumvarp og spjallmenni

Spegillinn 12. desember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var sett á dagskrá Alþingis í dag þrátt fyrir mótmæli stjórnarandstöðuþingmanna sem vilja fresta umræðunni fram á næsta ár. Þeir óttast að þetta tefji afgreiðslu annarra mála fyrir jól eins og til dæmis eingreiðslu til öryrkja. Höskuldur Kári Schram tók saman og talaði við Bryndísi Haraldsdóttur (D). Samninganefndir hafa setið við lengi dags hjá ríkissáttasemjara og lending ekki enn í sjónmáli hjá Samtökum atvinnulífsins og samfloti iðnaðar og verslunarmanna. Mönnunum tveimur sem setið hafa í gæsluvarðhaldi frá því í september hefur verið kynnt ákæra í hryðjuverkamálinu. Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni annars þeirra finnst ákæran sérkennileg og óljós. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við hann. Rússlandsforseti segir að stríðinu í Úkraínu ljúki ekki nema með samkomulagi en traustið milli Rússa og Úkraínumanna sé ekkert. Bjarni Pétur Jónsson tók saman. Hámarkshraði verður víða lækkaður á götum hollensku borgarinnar Amsterdam um áramótin. Aðeins verður leyfilegt að aka á 30 kílómetra hraða víðast hvar í borginni, eða á 80% gatna. Oddur Þórðarson sagði frá. Brasilíumenn eru úr leik á HM karla í fótbolta eftir tap gegn Króötum í vítaspyrnukeppni. Það ræðst í síðari leik dagsins klukkan sjö hvort Króatar mæta Argentínu eða Hollandi í undanúrslitunum. ----------- Sakborningar í hryðjuverkamálinu hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í september og var kynnt ákæra í dag. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir ákæra fyrir brot á hryðjuverkaákvæði hegningarlaga marka þáttaskil. Hún segir lengd gæsluvarðhaldsins vekja athygli en grundvöllur ákærunnar á eftir að skýrast. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka í Danmörku, Jafnaðarmanna, Venstre og Moderaterne, miðflokks Lars Løkke Rasmussens, fyrrverandi forsætisráðherra hafa í dag setið á rökstólum og rætt stjórnarmyndun. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í René Christensen varaformanni Danska þjóðarflokksins, Francisku Rosenkilde, pólitískum leiðtoga Valkostsins eða Alternativet og Lars Løkke Rasmussen, formanni Moderaterne, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Venstre. Spjallmennið ChatGPT hefur vakið athygli fyrir gervigreind á heimsmælikvarða. Það svarar prófspurningum, veitir sambandsráðgjöf, greinir heimsmálin og yrkir ljóð. Þessu töfratóli fylgja fyrirsjáanlegar vangaveltur um framtíð mannsins á ýmsum sviðum. Alexan
12/9/20220
Episode Artwork

Ákæra í hryðjuverkamáli, útlendingafrumvarp og spjallmenni

Spegillinn 12. desember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var sett á dagskrá Alþingis í dag þrátt fyrir mótmæli stjórnarandstöðuþingmanna sem vilja fresta umræðunni fram á næsta ár. Þeir óttast að þetta tefji afgreiðslu annarra mála fyrir jól eins og til dæmis eingreiðslu til öryrkja. Höskuldur Kári Schram tók saman og talaði við Bryndísi Haraldsdóttur (D). Samninganefndir hafa setið við lengi dags hjá ríkissáttasemjara og lending ekki enn í sjónmáli hjá Samtökum atvinnulífsins og samfloti iðnaðar og verslunarmanna. Mönnunum tveimur sem setið hafa í gæsluvarðhaldi frá því í september hefur verið kynnt ákæra í hryðjuverkamálinu. Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni annars þeirra finnst ákæran sérkennileg og óljós. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við hann. Rússlandsforseti segir að stríðinu í Úkraínu ljúki ekki nema með samkomulagi en traustið milli Rússa og Úkraínumanna sé ekkert. Bjarni Pétur Jónsson tók saman. Hámarkshraði verður víða lækkaður á götum hollensku borgarinnar Amsterdam um áramótin. Aðeins verður leyfilegt að aka á 30 kílómetra hraða víðast hvar í borginni, eða á 80% gatna. Oddur Þórðarson sagði frá. Brasilíumenn eru úr leik á HM karla í fótbolta eftir tap gegn Króötum í vítaspyrnukeppni. Það ræðst í síðari leik dagsins klukkan sjö hvort Króatar mæta Argentínu eða Hollandi í undanúrslitunum. ----------- Sakborningar í hryðjuverkamálinu hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í september og var kynnt ákæra í dag. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir ákæra fyrir brot á hryðjuverkaákvæði hegningarlaga marka þáttaskil. Hún segir lengd gæsluvarðhaldsins vekja athygli en grundvöllur ákærunnar á eftir að skýrast. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka í Danmörku, Jafnaðarmanna, Venstre og Moderaterne, miðflokks Lars Løkke Rasmussens, fyrrverandi forsætisráðherra hafa í dag setið á rökstólum og rætt stjórnarmyndun. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í René Christensen varaformanni Danska þjóðarflokksins, Francisku Rosenkilde, pólitískum leiðtoga Valkostsins eða Alternativet og Lars Løkke Rasmussen, formanni Moderaterne, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Venstre. Spjallmennið ChatGPT hefur vakið athygli fyrir gervigreind á heimsmælikvarða. Það svarar prófspurningum, veitir sambandsráðgjöf, greinir heimsmálin og yrkir ljóð. Þessu töfratóli fylgja fyrirsjáanlegar vangaveltur um framtíð mannsins á ýmsum sviðum. Alexan
12/9/202210 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Leigumarkaðurinn, mótmæli í Íran og órói í Þýskalandi

Spegillinn 8. desember 2022 Formaður Flokks fólksins segir að neyðarástand ríki á leigumarkaði. Hún segir að þær hækkanir sem nú eru boðaðar vera til marks um gegndarlausa græðgi leigufyrirtækja. Formaður leigjendasamtakanna segir hækkanir leigufélagsins Ölmu með því versta sem gerist á markaðnum. Nýr dómur Evrópudómstólsins um fyrningu orlofs er fordæmisgefandi. Atvinnurekendur eru ábyrgir fyrir því að starfsfólk fái svigrúm til að fara í frí. Þetta er mat forseta ASÍ Dæmi eru um að sjúklingar þurfi að greiða um 200 þúsund krónur í komugjöld á ári hjá sérfræðilæknum. Margt smátt gerir eitt stórt. Einn alræmdasti vopnasali heims var sendur til Rússlands í skiptum fyrir körfuboltastjörnuna Brittney Griner. Hann var dæmdur í 25 ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að selja vopn sem átti að nota gegn Bandaríkjamönnum. ----- Karlmaður á þrítugsaldri var tekinn af lífi í Íran í dag fyrir að hafa tekið þátt í víðtækum mótmælum sem staðið hafa víða um landið síðan í september. Hann var sakfelldur og dæmdur til dauða fyrir að hafa truflað umferð á götu í höfuðborginni Teheran og sært öryggisvörð með sveðju fljótlega eftir að mótmælaaldan skall yfir. Yfirvöld segja það jafngilda því að hafa lýst yfir stríði gegn almættinu. Dómurinn féll fyrir mánuði. Aftökunni hefur víða verið mótmælt. Mannréttindasamtök segja að réttarhöldin hafi verið sviðsett. Þau segja að enn fleiri mótmælendur eigi á hættu að verða teknir af lífi. Fleiri en tíu hafa verið dæmdir til dauða að undanförnu fyrir ýmsar sakir. Kristján Sigurjónsson fjallar um Íran. Holger Münch, yfirmaður í þýsku lögreglunni greindi frá því í dag að tveir hefðu bæst í hóp fólks sem er grunað um að hafa ætlað að ráðast að þinghúsinu og steypa stjórnvöldum, nú lægju 54 undir grun en líklegt væri að enn bættist í þann hóp. Aðgerðir lögreglu hafa verið þær viðamestu um áratuga skeið, þúsundir lögreglumanna tók þátt í þeim, húsleit var gerð á meira en 150 stöðum víðs vegar í sambandslýðveldinu og vopn fundust á að minnsta kosti fimmtíu af þeim, 25 hafa þegar verið handteknir. Münch sagði að hópur sem í væru tugir jafnvel hundruð hefðu ekki bolmagn til að bylta þýska ríkinu en engu að síður væri þarna varhugaverð blanda fólks sem aðhylltist hættulegar og órökréttar skoðanir og skirrðist ekki við að grípa til ofbeldis, sumir byggju yfir miklu fjármagni, aðrir vopnum og kunnáttu í að beita þeim. Því hefði verið fyllsta ástæða til að grípa inn í. Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands tekur undir að erfitt sé að hugsa ekki til fyrri hluta síðustu a
12/8/20220
Episode Artwork

Leigumarkaðurinn, mótmæli í Íran og órói í Þýskalandi

Spegillinn 8. desember 2022 Formaður Flokks fólksins segir að neyðarástand ríki á leigumarkaði. Hún segir að þær hækkanir sem nú eru boðaðar vera til marks um gegndarlausa græðgi leigufyrirtækja. Formaður leigjendasamtakanna segir hækkanir leigufélagsins Ölmu með því versta sem gerist á markaðnum. Nýr dómur Evrópudómstólsins um fyrningu orlofs er fordæmisgefandi. Atvinnurekendur eru ábyrgir fyrir því að starfsfólk fái svigrúm til að fara í frí. Þetta er mat forseta ASÍ Dæmi eru um að sjúklingar þurfi að greiða um 200 þúsund krónur í komugjöld á ári hjá sérfræðilæknum. Margt smátt gerir eitt stórt. Einn alræmdasti vopnasali heims var sendur til Rússlands í skiptum fyrir körfuboltastjörnuna Brittney Griner. Hann var dæmdur í 25 ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að selja vopn sem átti að nota gegn Bandaríkjamönnum. ----- Karlmaður á þrítugsaldri var tekinn af lífi í Íran í dag fyrir að hafa tekið þátt í víðtækum mótmælum sem staðið hafa víða um landið síðan í september. Hann var sakfelldur og dæmdur til dauða fyrir að hafa truflað umferð á götu í höfuðborginni Teheran og sært öryggisvörð með sveðju fljótlega eftir að mótmælaaldan skall yfir. Yfirvöld segja það jafngilda því að hafa lýst yfir stríði gegn almættinu. Dómurinn féll fyrir mánuði. Aftökunni hefur víða verið mótmælt. Mannréttindasamtök segja að réttarhöldin hafi verið sviðsett. Þau segja að enn fleiri mótmælendur eigi á hættu að verða teknir af lífi. Fleiri en tíu hafa verið dæmdir til dauða að undanförnu fyrir ýmsar sakir. Kristján Sigurjónsson fjallar um Íran. Holger Münch, yfirmaður í þýsku lögreglunni greindi frá því í dag að tveir hefðu bæst í hóp fólks sem er grunað um að hafa ætlað að ráðast að þinghúsinu og steypa stjórnvöldum, nú lægju 54 undir grun en líklegt væri að enn bættist í þann hóp. Aðgerðir lögreglu hafa verið þær viðamestu um áratuga skeið, þúsundir lögreglumanna tók þátt í þeim, húsleit var gerð á meira en 150 stöðum víðs vegar í sambandslýðveldinu og vopn fundust á að minnsta kosti fimmtíu af þeim, 25 hafa þegar verið handteknir. Münch sagði að hópur sem í væru tugir jafnvel hundruð hefðu ekki bolmagn til að bylta þýska ríkinu en engu að síður væri þarna varhugaverð blanda fólks sem aðhylltist hættulegar og órökréttar skoðanir og skirrðist ekki við að grípa til ofbeldis, sumir byggju yfir miklu fjármagni, aðrir vopnum og kunnáttu í að beita þeim. Því hefði verið fyllsta ástæða til að grípa inn í. Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands tekur undir að erfitt sé að hugsa ekki til fyrri hluta síðustu a
12/8/20229 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Kjaraviðræður, fjárhagsáætlun Reykjavíkur og öryggismál í Evrópu

Spegillinn 7. desember 2022 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Samninganefnd Eflingar hefur vísað viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá. Rætt var við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formann Rafiðnaðarsambands Íslands. Efling var í dag dæmd til greiðslu bóta í úrskurðum þriggja dóma sem fyrrverandi starfsmenn félagsins höfðuðu í kjölfar uppsagna. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Dagur B Eggertsson borgarstjóri segir að málaflokkur fatlaðs fólks vegi þungt í 15 milljarða hallarekstri borgarinnar. Viðræðum á milli ríkis og sveitarfélaga um málaflokkinn verði að ljúka sem fyrst. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segist vita til þess að ríkisstjórnin sé með lausnir á teikniborðinu. Bjarni Rúnarsson ræddi við þau um nýgerða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að innrás Rússa í Úkraínu hafi haft mikil áhrif á þróun öryggismála í Evrópu. Hernaðarlegt mikilvægi Íslands hefur aukist samkvæmt nýrri skýrslu þjóðaröryggisráðs. Höskuldur Kári Schram ræddi við hana. Íbúafjölgun í Norðurþingi hefur verið talsvert hraðari en sveitarstjórn gerði ráð fyrir og húsnæði skortir, þá helst á Húsavík. Katrín Sigurjónsdóttir veitarstjóri segist binda vonir við að á næstu árum náist að anna eftirspurn. Velt sé við öllum steinum til þess að anna eftirspurn eftir húsnæði. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við Katrínu. Kviðdómur í New York-ríki sakfelldi í gær The Trump Organization, fasteignafyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir skattsvik. Sjálfur var hann ekki ákærður í málinu. Ásgeir Tómasson sagði frá.
12/7/20220
Episode Artwork

Kjaraviðræður, fjárhagsáætlun Reykjavíkur og öryggismál í Evrópu

Spegillinn 7. desember 2022 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Samninganefnd Eflingar hefur vísað viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá. Rætt var við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formann Rafiðnaðarsambands Íslands. Efling var í dag dæmd til greiðslu bóta í úrskurðum þriggja dóma sem fyrrverandi starfsmenn félagsins höfðuðu í kjölfar uppsagna. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Dagur B Eggertsson borgarstjóri segir að málaflokkur fatlaðs fólks vegi þungt í 15 milljarða hallarekstri borgarinnar. Viðræðum á milli ríkis og sveitarfélaga um málaflokkinn verði að ljúka sem fyrst. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segist vita til þess að ríkisstjórnin sé með lausnir á teikniborðinu. Bjarni Rúnarsson ræddi við þau um nýgerða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að innrás Rússa í Úkraínu hafi haft mikil áhrif á þróun öryggismála í Evrópu. Hernaðarlegt mikilvægi Íslands hefur aukist samkvæmt nýrri skýrslu þjóðaröryggisráðs. Höskuldur Kári Schram ræddi við hana. Íbúafjölgun í Norðurþingi hefur verið talsvert hraðari en sveitarstjórn gerði ráð fyrir og húsnæði skortir, þá helst á Húsavík. Katrín Sigurjónsdóttir veitarstjóri segist binda vonir við að á næstu árum náist að anna eftirspurn. Velt sé við öllum steinum til þess að anna eftirspurn eftir húsnæði. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við Katrínu. Kviðdómur í New York-ríki sakfelldi í gær The Trump Organization, fasteignafyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir skattsvik. Sjálfur var hann ekki ákærður í málinu. Ásgeir Tómasson sagði frá.
12/7/20228 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Kjaraviðræður teknar upp, verkföll í Bretlandi og sjálfboðaliðar

Spegillinn 6. desember 2022 Kjaraviðræður halda áfram á morgun. Forystufólk VR, Landssambands verzlunarmanna og iðnaðarmanna ætla að funda með SA á morgun. Formaður Loftslagsráðs vill ekki útiloka vindmyllur sem orkugjafa. Það skipti máli hvar þeim er fundinn staður. Bílar sem menga meira lækka í verði um áramót ef nýtt frumvarp verður að veruleika. Umhverfisvænni bílar hækka í verði. Blaut tuska í andlitið á almenningi, segir formaður Rafbílasambands Íslands. Lestarstjórar í Bretlandi hafa boðað verkfall frá aðfangadegi til þriðja í jólum. Stjórnvöld saka þá um að hafa tekið jólin í gíslingu. Ekki eru vísbendingar um að launakostnaður hins opinbera hafi aukist vegna styttri vinnutíma ríkisstarfsmanna. Hins vegar eru merki um að þjónustu stofnana hafi hrakað en óvíst hvort það tengist styttingunni. Spánverjar eru úr leik á HM eftir tap gegn Marakó í vítaspyrnukeppni. ----- Skammatímasamningar endurspegla óstöðugleika í efnahagsumhverfinu og minna á samninga sem gerðir voru á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Með samningi félaga Starfsgreinasambandsins um helgina var gefið merki sem seinni samningar munu miðast við Hrina verkfalla er hafin í Bretlandi. Útlit er fyrir að hún standi fram yfir áramót. Fólk krefst launahækkana til að mæta síhækkandi verðlagi á nauðsynjavörum, svo ekki sé minnst á rafmagn og hita. Vinnustöðvun lestarstjóra veldur fólki mestum áhyggjum. Halda utan um langstökkskeppni drengja, kaupa inn fyrir sjoppuna á körfuboltamóti, selja varning fyrir björgunarsveitina, taka sæti í stjórn skátafélagsins eða skúra gólfið eftir árshátíð í íþróttahúsinu í bænum. Fjöldi fólks tekur þátt í sjálfboðastarfi af ýmsum toga án þess að þiggja krónu fyrir. Framtak sjálfboðaliðans er mikilvægara en við gerum okkur alltaf grein fyrir og samkeppni um tíma og athygli fólks verður sífellt harðari. Þetta var meðal þess sem velt var upp á ráðstefnunni Alveg sjálfsagt sem haldin var í gær, á alþjóðlegum degi sjálfboðaliða. Meðal frummælenda voru Viðar Halldórsson og Steinunn Hrafnsdóttir, bæði prófessorar á félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Um þrjátíu prósent Íslendinga taka þátt í sjálfboðaliðastarfi af einhverju tagi. Umsjón: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
12/6/20220
Episode Artwork

Kjaraviðræður teknar upp, verkföll í Bretlandi og sjálfboðaliðar

Spegillinn 6. desember 2022 Kjaraviðræður halda áfram á morgun. Forystufólk VR, Landssambands verzlunarmanna og iðnaðarmanna ætla að funda með SA á morgun. Formaður Loftslagsráðs vill ekki útiloka vindmyllur sem orkugjafa. Það skipti máli hvar þeim er fundinn staður. Bílar sem menga meira lækka í verði um áramót ef nýtt frumvarp verður að veruleika. Umhverfisvænni bílar hækka í verði. Blaut tuska í andlitið á almenningi, segir formaður Rafbílasambands Íslands. Lestarstjórar í Bretlandi hafa boðað verkfall frá aðfangadegi til þriðja í jólum. Stjórnvöld saka þá um að hafa tekið jólin í gíslingu. Ekki eru vísbendingar um að launakostnaður hins opinbera hafi aukist vegna styttri vinnutíma ríkisstarfsmanna. Hins vegar eru merki um að þjónustu stofnana hafi hrakað en óvíst hvort það tengist styttingunni. Spánverjar eru úr leik á HM eftir tap gegn Marakó í vítaspyrnukeppni. ----- Skammatímasamningar endurspegla óstöðugleika í efnahagsumhverfinu og minna á samninga sem gerðir voru á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Með samningi félaga Starfsgreinasambandsins um helgina var gefið merki sem seinni samningar munu miðast við Hrina verkfalla er hafin í Bretlandi. Útlit er fyrir að hún standi fram yfir áramót. Fólk krefst launahækkana til að mæta síhækkandi verðlagi á nauðsynjavörum, svo ekki sé minnst á rafmagn og hita. Vinnustöðvun lestarstjóra veldur fólki mestum áhyggjum. Halda utan um langstökkskeppni drengja, kaupa inn fyrir sjoppuna á körfuboltamóti, selja varning fyrir björgunarsveitina, taka sæti í stjórn skátafélagsins eða skúra gólfið eftir árshátíð í íþróttahúsinu í bænum. Fjöldi fólks tekur þátt í sjálfboðastarfi af ýmsum toga án þess að þiggja krónu fyrir. Framtak sjálfboðaliðans er mikilvægara en við gerum okkur alltaf grein fyrir og samkeppni um tíma og athygli fólks verður sífellt harðari. Þetta var meðal þess sem velt var upp á ráðstefnunni Alveg sjálfsagt sem haldin var í gær, á alþjóðlegum degi sjálfboðaliða. Meðal frummælenda voru Viðar Halldórsson og Steinunn Hrafnsdóttir, bæði prófessorar á félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Um þrjátíu prósent Íslendinga taka þátt í sjálfboðaliðastarfi af einhverju tagi. Umsjón: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
12/6/20229 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 5.desember 2022

Spegillinn 5. desember 2023 Ummsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Formaður Starfsgreinasambandsins segir að verkefni hans sé að koma launahækkunum til félagsmanna fljótt og það hafi tekist. Það sé fráleitt að segja að kjarasamningurinn sem undirritaður var um helgina veiki samningsstöðu annarra félaga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, vinnumarkaðsráðherra, segist fagna því að samningar hafi tekist hjá Starfgreinasambandinu og Samtökum atvinnulífsins. Rússar gerður eldflaugaárasir á Úkraínu í dag. Almenningur þurfti að leita sér skjóls. Í það minnsta tveir almennir borgarar létu lífið. Maður sem vistaður var á vöggustofu í æsku segir að sanngirnisbætur verði skötulíki miðað við það sem nú er nái frumvarp um sanngirnisbætur fram að ganga. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, María Heimisdóttir, hefur sagt upp störfum . Hún segist ekki geta borið ábyrgð á því að tryggja rekstrargrunn stofnunarinnar. Pétur Krogh Ólafsson aðstoðarmaður borgarstjóra hefur verið ráðinn í nýtt starf viðskipta- og þróunarstjóra Veitna. Starfið var ekki auglýst. Og Króatar eru komnir í 8 liða úrslit HM karla í fótbolta. Þeir sigruðu Japani í 16 liða úrslitum í dag. Lengri umfjöllun: Á laugardaginn var skrifað undir samning milli 17 félaga innan Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Samið er til ríflega árs og hækkanir eru frá um þrjátíu til fimmtíu þúsund króna á mánuði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist stoltur af því að hafa náð að gera samning sem tekur beint við af samningnum sem rann út um mánaðamótin október-nóvember. Það sé einsdæmi og tryggi að félagar verði ekki af hækkunum svo mánuðum skiptir. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Vilhjálm. Samþætting er lykilorð í drögum að nýrri fjögurra ára aðgerðaáætlun í þjónustu við eldra fólk sem stjórnvöld kynntu í dag - samþætting heilbrigðis og félagsþjónustu. Verkefnastjórn sem skipuð var af ráuneytum heilbrigðis- og félagsmála síðastliðið sumar sér um að koma áætluninni í framkvæmd á næstu árum. Verkefnisstjóri er Berglind Magnúsdóttir sérfræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu. Kristján Sigurjónsson talar við Berglindi. Barnsfæðingum fækkar stöðugt í Suður-Kóreu. Samkvæmt nýjustu samantekt um fæðingatíðni í heiminum, frá því í síðasta mánuði, hefur þjóðin enn einu sinni slegið sitt eigið met. Hver suðurkóresk kona eignast að meðaltali 0,79 börn um ævina. Ásgeir Tómasson segir frá.
12/5/20220
Episode Artwork

Spegillinn 5.desember 2022

Spegillinn 5. desember 2023 Ummsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Formaður Starfsgreinasambandsins segir að verkefni hans sé að koma launahækkunum til félagsmanna fljótt og það hafi tekist. Það sé fráleitt að segja að kjarasamningurinn sem undirritaður var um helgina veiki samningsstöðu annarra félaga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, vinnumarkaðsráðherra, segist fagna því að samningar hafi tekist hjá Starfgreinasambandinu og Samtökum atvinnulífsins. Rússar gerður eldflaugaárasir á Úkraínu í dag. Almenningur þurfti að leita sér skjóls. Í það minnsta tveir almennir borgarar létu lífið. Maður sem vistaður var á vöggustofu í æsku segir að sanngirnisbætur verði skötulíki miðað við það sem nú er nái frumvarp um sanngirnisbætur fram að ganga. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, María Heimisdóttir, hefur sagt upp störfum . Hún segist ekki geta borið ábyrgð á því að tryggja rekstrargrunn stofnunarinnar. Pétur Krogh Ólafsson aðstoðarmaður borgarstjóra hefur verið ráðinn í nýtt starf viðskipta- og þróunarstjóra Veitna. Starfið var ekki auglýst. Og Króatar eru komnir í 8 liða úrslit HM karla í fótbolta. Þeir sigruðu Japani í 16 liða úrslitum í dag. Lengri umfjöllun: Á laugardaginn var skrifað undir samning milli 17 félaga innan Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Samið er til ríflega árs og hækkanir eru frá um þrjátíu til fimmtíu þúsund króna á mánuði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist stoltur af því að hafa náð að gera samning sem tekur beint við af samningnum sem rann út um mánaðamótin október-nóvember. Það sé einsdæmi og tryggi að félagar verði ekki af hækkunum svo mánuðum skiptir. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Vilhjálm. Samþætting er lykilorð í drögum að nýrri fjögurra ára aðgerðaáætlun í þjónustu við eldra fólk sem stjórnvöld kynntu í dag - samþætting heilbrigðis og félagsþjónustu. Verkefnastjórn sem skipuð var af ráuneytum heilbrigðis- og félagsmála síðastliðið sumar sér um að koma áætluninni í framkvæmd á næstu árum. Verkefnisstjóri er Berglind Magnúsdóttir sérfræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu. Kristján Sigurjónsson talar við Berglindi. Barnsfæðingum fækkar stöðugt í Suður-Kóreu. Samkvæmt nýjustu samantekt um fæðingatíðni í heiminum, frá því í síðasta mánuði, hefur þjóðin enn einu sinni slegið sitt eigið met. Hver suðurkóresk kona eignast að meðaltali 0,79 börn um ævina. Ásgeir Tómasson segir frá.
12/5/20229 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Sparnaður hjá Reykjavíkurborg, hestapest og loftslagsráðstefna

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Minnilhutinn í borgarstjórn Reykjavíkur segir að hugrekki vanti í hagræðingartillögur meirihlutans. Niðurskurðurinn bitni mest á þeim sem síst skyldi. Listasafn Reykjavíkur ætlar að fækka sýningum. Ekki sé hægt að fækka starfsfólki. Sólveig Klara Ragnarsdóttir sagði frá og talaði við Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Hildi Björnsdóttur. Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur sagði frá viðbrögðum safnsins við niðurskurðarkröfum borgarinnar. Andinn á loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í Eygyptalandi var annar og ekki eins bjartsýnn og í Skotlandi í fyrra segir Helga Barðadóttir, aðalsamningamaður Íslands. Umhverfið er allt annað og stríðsrekstur í heiminum hefur áhrif á orkumálin. Í Egyptalandi vannst þó varnarsigur að hennar sögn. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Helgu. Landsréttur sneri í dag við sýknudómi yfir Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, og dæmdi hann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Þingið í Suður-Afríku ræðir hvort svipta beri Cyril Ramaphosa forseta embætti fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína. Hallgrímur Indriðason sagði frá. Á þriðja hundrað börn á flótta verða á Íslandi yfir jólin og hafa aldrei verið fleiri. Hjálparsamtök sem gefa börnunum jólagjafir þiggja viljugar hjálparhendur í verkefnið sem er stórt í ár. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Semu Erlu Serdar um verkefnið. Joe Biden Bandaríkjaforseti hvatti í dag bandaríska stjórnmálamenn til þess að taka skýra afstöðu gegn gyðingahatri. Nokkrir dagar eru síðan forveri hans í embætti, Donald Trump, bauð þekktum afneitara helfararinnar í heimsókn á heimili sitt í Flórída og það vakti mikla reiði. Alvarlegur sjúkdómur er kominn upp í hrossum. Hann er óþekktur en einkennin eru býsna svæsin. Veikin greindist í 13 hrossum í 30 hrossa útigangsstóði á Suðurlandi, og þar af drápust sex þeirra sem sýktust. Bjarni Rúnarsson ræddi við Sigríði Björnsdóttur dýralækni hjá MAST um sjúkdóminn Poppstjarnan Elton John heldur sína síðustu tónleika á ferlinum næsta sumar. Ásgeir Tómasson leit yfir feril hans í lok Spegilsins.
12/2/20220
Episode Artwork

Sparnaður hjá Reykjavíkurborg, hestapest og loftslagsráðstefna

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Minnilhutinn í borgarstjórn Reykjavíkur segir að hugrekki vanti í hagræðingartillögur meirihlutans. Niðurskurðurinn bitni mest á þeim sem síst skyldi. Listasafn Reykjavíkur ætlar að fækka sýningum. Ekki sé hægt að fækka starfsfólki. Sólveig Klara Ragnarsdóttir sagði frá og talaði við Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Hildi Björnsdóttur. Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur sagði frá viðbrögðum safnsins við niðurskurðarkröfum borgarinnar. Andinn á loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í Eygyptalandi var annar og ekki eins bjartsýnn og í Skotlandi í fyrra segir Helga Barðadóttir, aðalsamningamaður Íslands. Umhverfið er allt annað og stríðsrekstur í heiminum hefur áhrif á orkumálin. Í Egyptalandi vannst þó varnarsigur að hennar sögn. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Helgu. Landsréttur sneri í dag við sýknudómi yfir Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, og dæmdi hann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Þingið í Suður-Afríku ræðir hvort svipta beri Cyril Ramaphosa forseta embætti fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína. Hallgrímur Indriðason sagði frá. Á þriðja hundrað börn á flótta verða á Íslandi yfir jólin og hafa aldrei verið fleiri. Hjálparsamtök sem gefa börnunum jólagjafir þiggja viljugar hjálparhendur í verkefnið sem er stórt í ár. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Semu Erlu Serdar um verkefnið. Joe Biden Bandaríkjaforseti hvatti í dag bandaríska stjórnmálamenn til þess að taka skýra afstöðu gegn gyðingahatri. Nokkrir dagar eru síðan forveri hans í embætti, Donald Trump, bauð þekktum afneitara helfararinnar í heimsókn á heimili sitt í Flórída og það vakti mikla reiði. Alvarlegur sjúkdómur er kominn upp í hrossum. Hann er óþekktur en einkennin eru býsna svæsin. Veikin greindist í 13 hrossum í 30 hrossa útigangsstóði á Suðurlandi, og þar af drápust sex þeirra sem sýktust. Bjarni Rúnarsson ræddi við Sigríði Björnsdóttur dýralækni hjá MAST um sjúkdóminn Poppstjarnan Elton John heldur sína síðustu tónleika á ferlinum næsta sumar. Ásgeir Tómasson leit yfir feril hans í lok Spegilsins.
12/2/20228 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Ögurstund í kjaraviðræðum og þjóðaröryggisstefna

Spegillinn 1. desember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Velkomin að Speglinum, umsjón hefur Anna Kristín Jónsdóttir. Morgundagurinn sker úr um hvort tekst að semja að mati Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins. Hægt verði að semja til lengri tíma í haust þegar óvissa verði minni. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við hann. Meirihluti borgarráðs samþykkti í dag sparnaðar og hagræðingaraðgerðir sem eiga að skila rúmlega milljarði króna. Meðal annars á að spara í innkaupum til skóla og stækka og breyta gjaldsvæði bílastæða. Freyr Gígja Gunnarsson segir frá. Samfylkingin yrði næst stærsti þingflokkurinn með tuttugu og eitt prósent fylgi og fimmtán þingmenn yrði kosið í dag. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Ekkert lát er á óöldinni sem ríkir í Íran. Forsetinn hvetur fólk til að bjóða erlendum hvatamönnum mótmæla í landinu byrginn. Oddur Þórðarson sagði frá. Verðhækkanir á þjónustu sérgreinalækna koma niður á heilbrigðiskerfinu síðar meir að sögn Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur formanns Öryrkjabandalags Íslands. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir talaði við hana. ------------ Norðurlandasamstarfið breytist við inngöngu Svía og Finna í atlantshafsbandalagið segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd sem nú fjallar um breytingar á þjóðaröryggisstefnu. Þar eru undir brýnni mál en nokkru sinni. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Njál Trausti Friðbertsson (D) og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur (C). Sameinuðu þjóðirnar fara fram á fimmtíu og einn og hálfan milljarð dollara til að veita á fjórða hundrað milljónum jarðarbúa mannúðaraðstoð á næsta ári. Stærsti hlutinn á að renna til aðstoðar flóttafólki frá Úkraínu. Ásgeir Tómasson tók saman, heyrist í Martin Griffith, framkvæmdastjóri mannúðarmála hjá SÞ og Imogen Foulkes fréttaritari BBC í Genf í Sviss.
12/1/20220
Episode Artwork

Ögurstund í kjaraviðræðum og þjóðaröryggisstefna

Spegillinn 1. desember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Velkomin að Speglinum, umsjón hefur Anna Kristín Jónsdóttir. Morgundagurinn sker úr um hvort tekst að semja að mati Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins. Hægt verði að semja til lengri tíma í haust þegar óvissa verði minni. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við hann. Meirihluti borgarráðs samþykkti í dag sparnaðar og hagræðingaraðgerðir sem eiga að skila rúmlega milljarði króna. Meðal annars á að spara í innkaupum til skóla og stækka og breyta gjaldsvæði bílastæða. Freyr Gígja Gunnarsson segir frá. Samfylkingin yrði næst stærsti þingflokkurinn með tuttugu og eitt prósent fylgi og fimmtán þingmenn yrði kosið í dag. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Ekkert lát er á óöldinni sem ríkir í Íran. Forsetinn hvetur fólk til að bjóða erlendum hvatamönnum mótmæla í landinu byrginn. Oddur Þórðarson sagði frá. Verðhækkanir á þjónustu sérgreinalækna koma niður á heilbrigðiskerfinu síðar meir að sögn Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur formanns Öryrkjabandalags Íslands. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir talaði við hana. ------------ Norðurlandasamstarfið breytist við inngöngu Svía og Finna í atlantshafsbandalagið segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd sem nú fjallar um breytingar á þjóðaröryggisstefnu. Þar eru undir brýnni mál en nokkru sinni. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Njál Trausti Friðbertsson (D) og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur (C). Sameinuðu þjóðirnar fara fram á fimmtíu og einn og hálfan milljarð dollara til að veita á fjórða hundrað milljónum jarðarbúa mannúðaraðstoð á næsta ári. Stærsti hlutinn á að renna til aðstoðar flóttafólki frá Úkraínu. Ásgeir Tómasson tók saman, heyrist í Martin Griffith, framkvæmdastjóri mannúðarmála hjá SÞ og Imogen Foulkes fréttaritari BBC í Genf í Sviss.
12/1/20229 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Hlýr vetur, sorpflokkun og upphefð snittubrauðsins

Rannsókn á máli tveggja manna sem grunaðir eru um að leggja á ráðin um hryðjuverk er lokið. Nú er í höndum saksóknara að ákveða hvort ákæra verði gefin út. Á þriðja tug fangaklefa hafa staðið ónotaðir vegna rekstrarvanda Fangelsismálastofnunar. Forstjóri stofnunarinnar áætlar að hægt verði að fullnýta fangelsin á næsta ári. Mikið traust hefur ríkt milli oddvita stjórnarflokkanna frá fyrsta degi þar sem tekist hefur verið á um mörg krefjandi verkefni. Þetta segir forsætisráðherra sem útilokar ekki hrókeringar milli embætta. Tækjabúnaður kínverska fyrirtækisins Huawei verður áfram notaður til innviðauppbyggingar á Íslandi þrátt fyrir bann Bandaríkjanna á vörur fyrirtækisins. Iðnaðarráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa beitt stjórnvöld þrýstingi. Veður er óvenjumilt þennan veturinn. Golfarar á Akureyri spókuðu sig á Jaðarsvelli í blíðunni í dag. Veðurfræðingur segir stefna í hlýjan vetur. ------- Það er ekki margt sem bendir til þess að það sé 1. desember á morgun. Snjór hefur varla sést víðast hvar á landinu það sem af er vetri. Ef hann hefur fallið hefur hann horfið tiltölulega fljótt úr byggð hið minnsta. Hlýindin hafa verið mikil, og til að mynda var spáð að hiti færi yfir 13 stig á stöku stað norðanlands í morgun. Bjarni Rúnarsson ræddi við Theodór Frey Hervarsson um þetta óvenjulega tíðafar. Breytingar á flokkun og endurvinnslu kalla á að allir taki þátt, segir Eygerður Margrétardóttir sérfræðingur Sambands Íslenskra sveitarfélaga í umhverfis- og úrgangs málum og það á eftir að koma betur í ljós hvað áhrif kerfi sem tengir gjald og magn sorps hefur. Við höldum áfram umfjöllun um fjórflokkun sorps sem gengur í garð á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Flokka verður sundur lífrænan úrgang, pappír, plast og svo annað rusl. Þetta verða miklar og kerfisbundnar breytingar segir Eygerður og sveitarfélögin eru mislangt á veg komin að mæta þeim. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Aðalfréttin á býsna mörgum frönskum fréttavefjum var í morgun um upphefð snittubrauðsins eða langbrauðsins sem í daglegu tali kallast baguette í Frakklandi og reyndar víðast hvar um hinn vestræna heim. Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna UNESCO hefur tilkynnt að brauðinu góða verði bætt á menningarminjaskrá stofnunarinnar. Með í kaupunum fylgir lífsstíllinn sem fylgir bagettunni, svo sem hvar hún er keypt, borin heim og borðuð.Það hlotnast sem sagt ekki öllum frönskum snittubrauðum sá heiður að komast á menningarminjaskrána. Þau sem eru framleidd í verksmiðjum og seld í stórmörkuðum eru forsmáð og útilokuð. Bakarísbrauðin
11/30/20220
Episode Artwork

Hlýr vetur, sorpflokkun og upphefð snittubrauðsins

Rannsókn á máli tveggja manna sem grunaðir eru um að leggja á ráðin um hryðjuverk er lokið. Nú er í höndum saksóknara að ákveða hvort ákæra verði gefin út. Á þriðja tug fangaklefa hafa staðið ónotaðir vegna rekstrarvanda Fangelsismálastofnunar. Forstjóri stofnunarinnar áætlar að hægt verði að fullnýta fangelsin á næsta ári. Mikið traust hefur ríkt milli oddvita stjórnarflokkanna frá fyrsta degi þar sem tekist hefur verið á um mörg krefjandi verkefni. Þetta segir forsætisráðherra sem útilokar ekki hrókeringar milli embætta. Tækjabúnaður kínverska fyrirtækisins Huawei verður áfram notaður til innviðauppbyggingar á Íslandi þrátt fyrir bann Bandaríkjanna á vörur fyrirtækisins. Iðnaðarráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa beitt stjórnvöld þrýstingi. Veður er óvenjumilt þennan veturinn. Golfarar á Akureyri spókuðu sig á Jaðarsvelli í blíðunni í dag. Veðurfræðingur segir stefna í hlýjan vetur. ------- Það er ekki margt sem bendir til þess að það sé 1. desember á morgun. Snjór hefur varla sést víðast hvar á landinu það sem af er vetri. Ef hann hefur fallið hefur hann horfið tiltölulega fljótt úr byggð hið minnsta. Hlýindin hafa verið mikil, og til að mynda var spáð að hiti færi yfir 13 stig á stöku stað norðanlands í morgun. Bjarni Rúnarsson ræddi við Theodór Frey Hervarsson um þetta óvenjulega tíðafar. Breytingar á flokkun og endurvinnslu kalla á að allir taki þátt, segir Eygerður Margrétardóttir sérfræðingur Sambands Íslenskra sveitarfélaga í umhverfis- og úrgangs málum og það á eftir að koma betur í ljós hvað áhrif kerfi sem tengir gjald og magn sorps hefur. Við höldum áfram umfjöllun um fjórflokkun sorps sem gengur í garð á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Flokka verður sundur lífrænan úrgang, pappír, plast og svo annað rusl. Þetta verða miklar og kerfisbundnar breytingar segir Eygerður og sveitarfélögin eru mislangt á veg komin að mæta þeim. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Aðalfréttin á býsna mörgum frönskum fréttavefjum var í morgun um upphefð snittubrauðsins eða langbrauðsins sem í daglegu tali kallast baguette í Frakklandi og reyndar víðast hvar um hinn vestræna heim. Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna UNESCO hefur tilkynnt að brauðinu góða verði bætt á menningarminjaskrá stofnunarinnar. Með í kaupunum fylgir lífsstíllinn sem fylgir bagettunni, svo sem hvar hún er keypt, borin heim og borðuð.Það hlotnast sem sagt ekki öllum frönskum snittubrauðum sá heiður að komast á menningarminjaskrána. Þau sem eru framleidd í verksmiðjum og seld í stórmörkuðum eru forsmáð og útilokuð. Bakarísbrauðin
11/30/202210 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

NATO styður Úkraínu og hringrásarhagkerfið

Spegillinn 29. nóvember 2022 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Órofa samstaða er meðal Atlantshafsbandalagsþjóðanna að veita Úkraínumönnum þann stuðning sem þarf í baráttunni við rússneska innrásarliðið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra segir að stuðningur geti verið með ýmsum hætti - svo sem að útvega þeim hlý föt í vetrarkuldum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar líktu því við mannréttindabrot á Alþingi í dag að fólk þyrfti að bíða í mörg ár eftir að afplána fangelsisdóm. Helga Vala Helgadóttir (S) var málshefjandi sérstakrar umræðu, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) tók undir áhyggjur Helgu en Jón Gunnarsson (D) dómsmálaráðherra vonar að 250 milljónir sem bætt verður við fjárveitingar til fangelsa dugi til að bregðast við. Höskuldur Kári Schram tók saman. Samninganefndir hafa setið við í allan dag hjá Ríkissáttasemjara en lítið fréttist af gangi viðræðna. Þjóðverjar hafa gert fimmtán ára samning við Katara um kaup á milljónum tonna af jarðgasi. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Leikskólabörn á Akureyri fengu ekki að leika sér úti í dag vegna mikillar svifryksmengunar. Bæjaryfirvöld stefna á að fjölga loftgæðamælum í bænum til þess að fá betri mynd af stöðu mála. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við Andra Teitsson, formann umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar. Nýr veruleiki blasir við sveitarfélögum, almenningi og fyrirtækjum um áramótin þegar breytingar á lögum um flokkun sorps og endurvinnslu taka gildi. Öryggisverðir hafa verið við gæslu í Rimaskóla í Grafarvogi frá því í síðustu viku. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segist skilja að brugðið hafi verið á það ráð en hert öryggisgæsla í skólum sé ekki stefna borgarinnar. ----------- Embætti ríkissaksóknara í Úkraínu hefur tekið til rannsóknar ásakanir um að Rússar fremji stríðsglæpi í landinu. Andriy Kostin ríkissaksóknari segir um 49 þúsund ásaknir séu til rannsóknar. Ástandið í Úkraínu var aðalumræðuefnið á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkja í Búkarest í Rúmeníu í dag. ?Rætt var við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur eftir fundinn. Ásgeir Tómasson tók saman. Nýr veruleiki blasir við sveitarfélögum, almenningi og fyrirtækjum um áramótin þegar ný lög um flokkun sorps og endurvinnslu taka gildi. Kristján Sigurjónsson ræddi við Eygerði Margrétardóttir, sérfræðing sambands íslenskra sveitarfélaga í umhverfis- og úrgangsmálum. Stærsta eldfjall í heimi gýs nú á Havaí eftir áratuga hlé.
11/29/20220
Episode Artwork

NATO styður Úkraínu og hringrásarhagkerfið

Spegillinn 29. nóvember 2022 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Órofa samstaða er meðal Atlantshafsbandalagsþjóðanna að veita Úkraínumönnum þann stuðning sem þarf í baráttunni við rússneska innrásarliðið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra segir að stuðningur geti verið með ýmsum hætti - svo sem að útvega þeim hlý föt í vetrarkuldum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar líktu því við mannréttindabrot á Alþingi í dag að fólk þyrfti að bíða í mörg ár eftir að afplána fangelsisdóm. Helga Vala Helgadóttir (S) var málshefjandi sérstakrar umræðu, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) tók undir áhyggjur Helgu en Jón Gunnarsson (D) dómsmálaráðherra vonar að 250 milljónir sem bætt verður við fjárveitingar til fangelsa dugi til að bregðast við. Höskuldur Kári Schram tók saman. Samninganefndir hafa setið við í allan dag hjá Ríkissáttasemjara en lítið fréttist af gangi viðræðna. Þjóðverjar hafa gert fimmtán ára samning við Katara um kaup á milljónum tonna af jarðgasi. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Leikskólabörn á Akureyri fengu ekki að leika sér úti í dag vegna mikillar svifryksmengunar. Bæjaryfirvöld stefna á að fjölga loftgæðamælum í bænum til þess að fá betri mynd af stöðu mála. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við Andra Teitsson, formann umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar. Nýr veruleiki blasir við sveitarfélögum, almenningi og fyrirtækjum um áramótin þegar breytingar á lögum um flokkun sorps og endurvinnslu taka gildi. Öryggisverðir hafa verið við gæslu í Rimaskóla í Grafarvogi frá því í síðustu viku. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segist skilja að brugðið hafi verið á það ráð en hert öryggisgæsla í skólum sé ekki stefna borgarinnar. ----------- Embætti ríkissaksóknara í Úkraínu hefur tekið til rannsóknar ásakanir um að Rússar fremji stríðsglæpi í landinu. Andriy Kostin ríkissaksóknari segir um 49 þúsund ásaknir séu til rannsóknar. Ástandið í Úkraínu var aðalumræðuefnið á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkja í Búkarest í Rúmeníu í dag. ?Rætt var við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur eftir fundinn. Ásgeir Tómasson tók saman. Nýr veruleiki blasir við sveitarfélögum, almenningi og fyrirtækjum um áramótin þegar ný lög um flokkun sorps og endurvinnslu taka gildi. Kristján Sigurjónsson ræddi við Eygerði Margrétardóttir, sérfræðing sambands íslenskra sveitarfélaga í umhverfis- og úrgangsmálum. Stærsta eldfjall í heimi gýs nú á Havaí eftir áratuga hlé.
11/29/202230 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 28. nóvember 2023

Spegillinn 28. nóvember 2023 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Fjármálaráðherra boðar aukin fjárframlög til heilbrigðis- og löggæslumála í breytingatillögu við fjárlagafrumvarpið sem var lögð fram í dag. Heildarútgjöld ríkisins aukast um fimmtíu milljarða. Stjórnvöld í Úkraínu segja linnulausar árásir Rússa á orkuinnviði vera þjóðarmorð. Í höfuðborginni Kiev er hitinn um frostmark á nóttunni og húshitun víða mjög skert. Íslendingur í borginni segir ástandið þó þolanlegt þar sem lygnt er í veðri. Formaður Eflingar segir að kjaraviðræður við atvinnurekendur gangi hægt. Hún segir að sú stund nálgist að viðræðum við Samtök atvinnulífsins verði vísað til ríkissáttasemjara. Kínversk lögregla hefur yfirheyrt mótmælendur í dag og krafist upplýsinga um ferðir þeirra. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að dreifa myndskeiði sem sýndi hnífaárásina á næturklúbbnum Bankastræti Club. Brasilía tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum HM karla í fótbolta með 1-0 sigri á Svisslendingum Lengri umfjöllun: Harður vetur í kjarasamningum var margboðaður. Lífskjarasamningarnir sem gerðir voru 2019 og giltu fyrir bróðurpart almenna vinnumarkaðarins runnu út um mánaðamótin eins og alltaf var vitað og við tók samningagerð. Mikil spenna er á vinnumarkaði en við tilkynningu um 10. stýrivaxtahækkunina í röð um miðja síðustu viku má segja að brostið hafi á með hvelli og staðan er ef eitthvað er erfiðari en Katrín Ólafsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík spáði þegar hún tók saman skýrslu í vor um stöðu og horfur á vinnumarkaði í aðdraganda kjarasamninga. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Katrínu. Reglur og lög um nýtt flokkunarkerfi sorps taka gildi um áramótin . Stóra breytingin fyrir almenning er sú að nú verður að flokka lífrænan úrgang eins og matarúrgang sér - hann má ekki vera með öðrum blönduðum úrgangi - og þennan lífræna úrgang má ekki setja í plastpoka, heldur sérstaka pappírspoka. Þessari reglu hefur reyndar verið fylgt um árabil hjá mörgum sveitarfélögum víða um land, en ekki á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mismunandi flokkunarreglur eru í gildi. Nú stendur til að samræma þessar reglur í áföngum á næsta ári. Gunnar Dofri Ólafsson er samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu. Kristján Sigurjónsson talar við hann.
11/28/20220
Episode Artwork

Spegillinn 28. nóvember 2023

Spegillinn 28. nóvember 2023 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Fjármálaráðherra boðar aukin fjárframlög til heilbrigðis- og löggæslumála í breytingatillögu við fjárlagafrumvarpið sem var lögð fram í dag. Heildarútgjöld ríkisins aukast um fimmtíu milljarða. Stjórnvöld í Úkraínu segja linnulausar árásir Rússa á orkuinnviði vera þjóðarmorð. Í höfuðborginni Kiev er hitinn um frostmark á nóttunni og húshitun víða mjög skert. Íslendingur í borginni segir ástandið þó þolanlegt þar sem lygnt er í veðri. Formaður Eflingar segir að kjaraviðræður við atvinnurekendur gangi hægt. Hún segir að sú stund nálgist að viðræðum við Samtök atvinnulífsins verði vísað til ríkissáttasemjara. Kínversk lögregla hefur yfirheyrt mótmælendur í dag og krafist upplýsinga um ferðir þeirra. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að dreifa myndskeiði sem sýndi hnífaárásina á næturklúbbnum Bankastræti Club. Brasilía tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum HM karla í fótbolta með 1-0 sigri á Svisslendingum Lengri umfjöllun: Harður vetur í kjarasamningum var margboðaður. Lífskjarasamningarnir sem gerðir voru 2019 og giltu fyrir bróðurpart almenna vinnumarkaðarins runnu út um mánaðamótin eins og alltaf var vitað og við tók samningagerð. Mikil spenna er á vinnumarkaði en við tilkynningu um 10. stýrivaxtahækkunina í röð um miðja síðustu viku má segja að brostið hafi á með hvelli og staðan er ef eitthvað er erfiðari en Katrín Ólafsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík spáði þegar hún tók saman skýrslu í vor um stöðu og horfur á vinnumarkaði í aðdraganda kjarasamninga. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Katrínu. Reglur og lög um nýtt flokkunarkerfi sorps taka gildi um áramótin . Stóra breytingin fyrir almenning er sú að nú verður að flokka lífrænan úrgang eins og matarúrgang sér - hann má ekki vera með öðrum blönduðum úrgangi - og þennan lífræna úrgang má ekki setja í plastpoka, heldur sérstaka pappírspoka. Þessari reglu hefur reyndar verið fylgt um árabil hjá mörgum sveitarfélögum víða um land, en ekki á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mismunandi flokkunarreglur eru í gildi. Nú stendur til að samræma þessar reglur í áföngum á næsta ári. Gunnar Dofri Ólafsson er samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu. Kristján Sigurjónsson talar við hann.
11/28/202230 minutes
Episode Artwork

24 sleppt úr haldi, svartur föstudagur og kjaravviðræður VR og SÍ

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Tuttugu og fjórum hefur verið sleppt úr haldi í tengslum við rannsókn á hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku. Þrír eru í haldi eftir að hafa kastað bensín- og reyksprengjum inn í heimahús. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá og talaði við Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjón. Talsvert ber á svindli í kringum afsláttardaga verslana um þessar mundir. Formaður Neytendasamtakanna biður fólk að vera á varðbergi. Þung umferð hefur verið á höfuðborgarsvæðinu, á svörtum föstudegi. Árekstrar skipta tugum. Hafdís Helga Helgadóttir sagði frá og talaði við Árna Friðleifsson lögreglumann um það sem hann kallaði svartan föstudag í umferðinni. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kjarasamninga snúast um fleira en launahækkun og brýnt sé að stemma stigu við verðbólgu. VR hefur slitið kjaraviðræðum og segir tilboð Samtaka atvinnulífsins ekki ná utan um þær kostnaðarhækkanir sem heimilin hafa tekið á sig. Halldór Benjamín segir að samninganefndirnar hittist að nýju á þriðjudaginn kemur. Kristín Sigurðardóttir talaði við Halldór Benjamín. Milljónir íbúa víða í Úkraínu, þar á meðal í höfuðborginni Kyiv eða Kænugarði, eru enn án rafmagns, vatns og hita, eftir stórfellda eldflaugaárás Rússa í fyrradag. Í Kherson borg, í suðurhluta landsins, hafa sjúkrahús verið tæmd vegna stórskotaliðsárása Rússa. Björn Malmquist sagði frá. Matvælastofnun hefur sektað fiskeldisfyrirtækið Arnarlax um hundrað og tuttugu milljónir króna fyrir brot gegn tilkynningarskyldu þegar gat kom á kví í Arnarfirði í fyrrasumar. Þetta er langhæsta sekt sem stofnunin hefur ákveðið. Fyrirtækið hyggst leita til dómstóla. Alexander Kristjánsson talaði við Kjartan Ólafsson og Hrönn Jörundsdóttur Þrjár ásakanir á hendur Dominic Raab, dómsmálaráðherra Bretlands, um eineltistilburði eru til rannsóknar í forsætisráðuneyti landsins. Hann ber af sér sakir og fagnar rannsókninni. Að minnsta kosti fjögur létust og ellefu særðust í skotárásum á tvo skóla í borginni Aracruz í suðausturhluta Brasilíu í dag. Landsréttur mildaði í dag dóm yfir Dumitri Calin, sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í febrúar fyrir manndráp af gáleysi í Vindakór í Kópavogi í fyrra. Maður lést eftir að hafa dregist með bíl Calins. Landsréttur mildaði refsingu hans í tvö ár. Þremur leikjum er lokið á HM karla í fótbolta í dag. Íran vann tvö-núll sigur á Wales í fyrsta
11/25/20220
Episode Artwork

24 sleppt úr haldi, svartur föstudagur og kjaravviðræður VR og SÍ

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Tuttugu og fjórum hefur verið sleppt úr haldi í tengslum við rannsókn á hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku. Þrír eru í haldi eftir að hafa kastað bensín- og reyksprengjum inn í heimahús. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá og talaði við Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjón. Talsvert ber á svindli í kringum afsláttardaga verslana um þessar mundir. Formaður Neytendasamtakanna biður fólk að vera á varðbergi. Þung umferð hefur verið á höfuðborgarsvæðinu, á svörtum föstudegi. Árekstrar skipta tugum. Hafdís Helga Helgadóttir sagði frá og talaði við Árna Friðleifsson lögreglumann um það sem hann kallaði svartan föstudag í umferðinni. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kjarasamninga snúast um fleira en launahækkun og brýnt sé að stemma stigu við verðbólgu. VR hefur slitið kjaraviðræðum og segir tilboð Samtaka atvinnulífsins ekki ná utan um þær kostnaðarhækkanir sem heimilin hafa tekið á sig. Halldór Benjamín segir að samninganefndirnar hittist að nýju á þriðjudaginn kemur. Kristín Sigurðardóttir talaði við Halldór Benjamín. Milljónir íbúa víða í Úkraínu, þar á meðal í höfuðborginni Kyiv eða Kænugarði, eru enn án rafmagns, vatns og hita, eftir stórfellda eldflaugaárás Rússa í fyrradag. Í Kherson borg, í suðurhluta landsins, hafa sjúkrahús verið tæmd vegna stórskotaliðsárása Rússa. Björn Malmquist sagði frá. Matvælastofnun hefur sektað fiskeldisfyrirtækið Arnarlax um hundrað og tuttugu milljónir króna fyrir brot gegn tilkynningarskyldu þegar gat kom á kví í Arnarfirði í fyrrasumar. Þetta er langhæsta sekt sem stofnunin hefur ákveðið. Fyrirtækið hyggst leita til dómstóla. Alexander Kristjánsson talaði við Kjartan Ólafsson og Hrönn Jörundsdóttur Þrjár ásakanir á hendur Dominic Raab, dómsmálaráðherra Bretlands, um eineltistilburði eru til rannsóknar í forsætisráðuneyti landsins. Hann ber af sér sakir og fagnar rannsókninni. Að minnsta kosti fjögur létust og ellefu særðust í skotárásum á tvo skóla í borginni Aracruz í suðausturhluta Brasilíu í dag. Landsréttur mildaði í dag dóm yfir Dumitri Calin, sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í febrúar fyrir manndráp af gáleysi í Vindakór í Kópavogi í fyrra. Maður lést eftir að hafa dregist með bíl Calins. Landsréttur mildaði refsingu hans í tvö ár. Þremur leikjum er lokið á HM karla í fótbolta í dag. Íran vann tvö-núll sigur á Wales í fyrsta
11/25/202230 minutes
Episode Artwork

Kjaraviðræður í fullum gangi og kuldi í Úkraínu

Spegillinn 24.11.2022 Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar og samtaka atvinnulífsins sitja enn á fundi Ríkissáttasemjara. Kjarasamningur með stuttan gildistíma er sagður til skoðunar. Sterkur grunur er um að skjöl barna sem voru ættleidd til Íslands frá Sri Lanka hafi verið fölsuð. Ólöglegar ættleiðingar eru sagðar hafa verið stundaðar í stórum stíl í landinu. Ályktun Íslands og Þýskalands var samþykkt á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna síðdegis. Ráðið fordæmir framgöngu íranskra stjórnvalda gegn mótmælendum. Skriðuhætta er enn á Seyðisfirði eftir úrkomu þar í dag. Ekkert lát er á vætutíð þar eystra næstu daga. Fasteignum á sölu hefur fjölgað að undanförnu en eftirspurn hefur minnkað. Portúgalinn Christiano Ronaldo varð í dag fyrstur til að skora á fimm heimsmeistaramótum, þegar Portúgalar lögðu Ganverja á HM í Katar. ----- Stýrivaxtahækkun Seðlabankans hleypti illu blóði í yfirstandandi kjaraviðræður. Forystumenn verkalýðsfélaganna lýstu því yfir í gær að hækkunin hefði breytt öllum forsendum viðræðnanna og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýndi einnig tímasetningu hækkunarinnar. Í morgun boðaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylkingarnar á sinn fund í Stjórnarráðið við Lækjargötu í Reykjavík. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins ræddi við fréttamenn fyrir fundinn. Hann segir að Seðlabankinn hefði átt að bíða með stýrivaxtahækkun gærdagsins. Bjarni Rúnarsson fór yfir málið. Þoka grúfði yfir Kænugarði, höfuðborg Úkraínu í dag. Það rigndi og hitinn var rétt yfir frostmarki. Útlit er fyrir að hann hangi nálægt núllinu í nótt. Borgarbúum er kalt, enda eru sjö tíundu hlutar borgarinnar án rafmagns eftir árásir rússneska innrásarliðsins á lífæðar samfélagsins undanfarnar vikur, þar á meðal raforkuver og vatnsveitur.Hans Kluge, svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, kom í heimsókn til Kænugarðs fyrr í vikunni. Þá var hitinn við frostmark. Flaggskip breska flotans kom óvænt til Óslóar í Noregi áður en lengra er haldið norður á bóginn. Þetta er talið dæmi um að einnig Bretar beini nú sjónum sínum í norður til að mæta vaxandi ógn frá Rússum. Gísli Kristjánsson, fréttaritari í Osló, leit á skipið og spáir hér í hvað Bretum gangi til með heimsókn sinni. Stytting stúdentsbrauta í framhaldsskólum landsins úr fjórum árum í þrjú hefur leitt til þess að sumar námsgreinar hafa ýmist verið gerðar að valgreinum, eða dottið alveg út. Margt bendir til þess að nemendur komi verr undirbúnir í háskólanám í sumum greinum eftir breytingarn
11/24/20220
Episode Artwork

Kjaraviðræður í fullum gangi og kuldi í Úkraínu

Spegillinn 24.11.2022 Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar og samtaka atvinnulífsins sitja enn á fundi Ríkissáttasemjara. Kjarasamningur með stuttan gildistíma er sagður til skoðunar. Sterkur grunur er um að skjöl barna sem voru ættleidd til Íslands frá Sri Lanka hafi verið fölsuð. Ólöglegar ættleiðingar eru sagðar hafa verið stundaðar í stórum stíl í landinu. Ályktun Íslands og Þýskalands var samþykkt á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna síðdegis. Ráðið fordæmir framgöngu íranskra stjórnvalda gegn mótmælendum. Skriðuhætta er enn á Seyðisfirði eftir úrkomu þar í dag. Ekkert lát er á vætutíð þar eystra næstu daga. Fasteignum á sölu hefur fjölgað að undanförnu en eftirspurn hefur minnkað. Portúgalinn Christiano Ronaldo varð í dag fyrstur til að skora á fimm heimsmeistaramótum, þegar Portúgalar lögðu Ganverja á HM í Katar. ----- Stýrivaxtahækkun Seðlabankans hleypti illu blóði í yfirstandandi kjaraviðræður. Forystumenn verkalýðsfélaganna lýstu því yfir í gær að hækkunin hefði breytt öllum forsendum viðræðnanna og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýndi einnig tímasetningu hækkunarinnar. Í morgun boðaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylkingarnar á sinn fund í Stjórnarráðið við Lækjargötu í Reykjavík. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins ræddi við fréttamenn fyrir fundinn. Hann segir að Seðlabankinn hefði átt að bíða með stýrivaxtahækkun gærdagsins. Bjarni Rúnarsson fór yfir málið. Þoka grúfði yfir Kænugarði, höfuðborg Úkraínu í dag. Það rigndi og hitinn var rétt yfir frostmarki. Útlit er fyrir að hann hangi nálægt núllinu í nótt. Borgarbúum er kalt, enda eru sjö tíundu hlutar borgarinnar án rafmagns eftir árásir rússneska innrásarliðsins á lífæðar samfélagsins undanfarnar vikur, þar á meðal raforkuver og vatnsveitur.Hans Kluge, svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, kom í heimsókn til Kænugarðs fyrr í vikunni. Þá var hitinn við frostmark. Flaggskip breska flotans kom óvænt til Óslóar í Noregi áður en lengra er haldið norður á bóginn. Þetta er talið dæmi um að einnig Bretar beini nú sjónum sínum í norður til að mæta vaxandi ógn frá Rússum. Gísli Kristjánsson, fréttaritari í Osló, leit á skipið og spáir hér í hvað Bretum gangi til með heimsókn sinni. Stytting stúdentsbrauta í framhaldsskólum landsins úr fjórum árum í þrjú hefur leitt til þess að sumar námsgreinar hafa ýmist verið gerðar að valgreinum, eða dottið alveg út. Margt bendir til þess að nemendur komi verr undirbúnir í háskólanám í sumum greinum eftir breytingarn
11/24/202230 minutes
Episode Artwork

Stýrivaxtahækkun, hnífaárás og stjórnmál í Danmörku

Stýrivaxtahækkun Seðlabankans hefur sett kjaraviðræður í uppnám. Forseti Alþýðusambands Íslands segir hækkunina vonbrigði. Hún leggist þungt á fólk og geri kjaraviðræður enn erfiðari. Formaður VR segir allt stefna í að viðræðum verði slitið og gripið verði til aðgerða. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skriðuhættu á Austfjörðum. Mikið hefur rignt þar að undanförnu. Lunginn af starfsfólki lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hafði aðgang að myndskeiðum sem sýna hnífaárás á Bankastræti Club og fóru í dreifingu í gær. Yfirlögregluþjónn óttast að dreifingin rýri traust almennings til lögreglunnar. Tölvukerfi Evrópuþingsins liggur niðri eftir netárás. Rússneskir hakkarar hafa lýst yfir ábyrgð. Fleira flóttafólk hefur komið hingað til lands en spáð var. Verkefnisstjóri móttöku flóttafólks segir ganga vonum framar að útvega húsnæði fyrir fólkið. ----- Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambands Íslands segir hækkun stýrivaxta í morgun mikil vonbrigði. Hækkunin leggist þyngst á þá sem síst megi við því. Hún geri kjaraviðræður erfiðari, en þar geti launafólk sótt rétt sinn. Margir eru uggandi eftir stórfellda hnífaárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur seinasta fimmtudag. Árásin hefur haft eftirmála þar sem sprengjum var til að mynda kastað að heimilum aðstandenda sakborninga í Reykjavík í nótt. Hnífaárásir hafa færst í aukana samkvæmt lögreglu sem hefur verið með aukinn viðbúnað eftir árásina og ætlar að gera það áfram um helgina. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hvetur landa sína til að vera á varðbergi í miðborg Reykjavíkur næstu helgi, forðast mannmergð og fylgjast vel með íslenskum fjölmiðlum áður en haldið er í bæinn. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sendiráðsins, sem jafnframt er birt á Facebook-síðu þess. Tilefni varnaðarorðanna er orðrómur um yfirvofandi hefndarárás í miðborg Reykjavíkur næstu helgi, sem svar við hnífaárás í Bankastræti í síðustu viku. Vísað er í fullyrðingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að aukinn viðbúnaður verði í miðbænum vegna árásarinnar og að orðrómurinn sé til skoðunar. Eigendur skemmtistaða í Reykjavík segja það tilviljun að árásin hafi orðið á þessum stað, hún hefði getað orðið hvar og hvenær sem er. Þórir Jóhannsson eigandi skemmtistaðanna Sólon og Kiki queer bar segist hafa áhyggjur af að hnífaárásir séu orðnar hluti af daglegum veruleika í samfélaginu. Mette Frederiksen, starfandi forsætisráðherra í Danmörku og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, vonast til þess að geta myndað nýja ríkisstjórn á næstu vikum. Á fréttamannafundi sem hún
11/23/20220
Episode Artwork

Stýrivaxtahækkun, hnífaárás og stjórnmál í Danmörku

Stýrivaxtahækkun Seðlabankans hefur sett kjaraviðræður í uppnám. Forseti Alþýðusambands Íslands segir hækkunina vonbrigði. Hún leggist þungt á fólk og geri kjaraviðræður enn erfiðari. Formaður VR segir allt stefna í að viðræðum verði slitið og gripið verði til aðgerða. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skriðuhættu á Austfjörðum. Mikið hefur rignt þar að undanförnu. Lunginn af starfsfólki lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hafði aðgang að myndskeiðum sem sýna hnífaárás á Bankastræti Club og fóru í dreifingu í gær. Yfirlögregluþjónn óttast að dreifingin rýri traust almennings til lögreglunnar. Tölvukerfi Evrópuþingsins liggur niðri eftir netárás. Rússneskir hakkarar hafa lýst yfir ábyrgð. Fleira flóttafólk hefur komið hingað til lands en spáð var. Verkefnisstjóri móttöku flóttafólks segir ganga vonum framar að útvega húsnæði fyrir fólkið. ----- Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambands Íslands segir hækkun stýrivaxta í morgun mikil vonbrigði. Hækkunin leggist þyngst á þá sem síst megi við því. Hún geri kjaraviðræður erfiðari, en þar geti launafólk sótt rétt sinn. Margir eru uggandi eftir stórfellda hnífaárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur seinasta fimmtudag. Árásin hefur haft eftirmála þar sem sprengjum var til að mynda kastað að heimilum aðstandenda sakborninga í Reykjavík í nótt. Hnífaárásir hafa færst í aukana samkvæmt lögreglu sem hefur verið með aukinn viðbúnað eftir árásina og ætlar að gera það áfram um helgina. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hvetur landa sína til að vera á varðbergi í miðborg Reykjavíkur næstu helgi, forðast mannmergð og fylgjast vel með íslenskum fjölmiðlum áður en haldið er í bæinn. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sendiráðsins, sem jafnframt er birt á Facebook-síðu þess. Tilefni varnaðarorðanna er orðrómur um yfirvofandi hefndarárás í miðborg Reykjavíkur næstu helgi, sem svar við hnífaárás í Bankastræti í síðustu viku. Vísað er í fullyrðingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að aukinn viðbúnaður verði í miðbænum vegna árásarinnar og að orðrómurinn sé til skoðunar. Eigendur skemmtistaða í Reykjavík segja það tilviljun að árásin hafi orðið á þessum stað, hún hefði getað orðið hvar og hvenær sem er. Þórir Jóhannsson eigandi skemmtistaðanna Sólon og Kiki queer bar segist hafa áhyggjur af að hnífaárásir séu orðnar hluti af daglegum veruleika í samfélaginu. Mette Frederiksen, starfandi forsætisráðherra í Danmörku og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, vonast til þess að geta myndað nýja ríkisstjórn á næstu vikum. Á fréttamannafundi sem hún
11/23/202230 minutes
Episode Artwork

Viðbúnaður lögreglu og kröfugerð Eflingar

Spegillinn 22. nóvember 2022 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Lögreglan verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina eins og verið hefur frá hnífaárásinni í síðustu viku. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að Ísland sé komið á sama stað og nágrannaþjóðir í þróun á glæpum. Anna Lilja Þórisdóttir talaði við Sigríði Björk. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman. Starfsfólki Héraðsdóms Reykjavíkur er ekki rótt þegar það fæst við alvarleg ofbeldismál vegna þess að öryggismál í dómstólnum eru ekki í lagi, að mati Ingibjargar Þorsteinsdóttur dómstjóra, Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana. Ekkert miðaði í samningsátt á fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í dag að mati Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, þakkaði íslenskum stjórnvöldum í dag fyrir greinilegan stuðning við umsókn Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu. Hjón á sjötugsaldri voru handtekin í Svíþjóð í morgun, grunuð um stórfelldar njósnir. Róbert Jóhannsson sagði frá. ------------- 176 þúsund króna hækkun jöfn fyrir alla félagsmenn er kjarninn í kröfugerð Eflingar segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður félagsins og ekkert standi í vegi þess að samið verði fljótt af vel af félagsins hálfu. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Ásakanir hafa haldið áfram á báða bóga í dag um hver hafi gert sprengjuárásir á Zaporizhzhia kjarnorkuverið í Úkraínu um síðustu helgi. Tólf árásir voru gerðar og ollu nokkrum skemmdum. Markmið Rússa er ekki að koma úkraínsku ríkisstjórninni frá völdum, er haft eftir talsmanni stjórnvalda í Kreml. Ásgeir Tómasson tók saman. Matvælastefna er eiginlega stefna Íslands og okkar allra hér á Íslandi um það hvernig við viljum sjá matvælaframleiðslu á Íslandi þróast og það hvernig við sem samfélag umgöngumst mat segir Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana á Matvælaþingi.
11/22/20220
Episode Artwork

Viðbúnaður lögreglu og kröfugerð Eflingar

Spegillinn 22. nóvember 2022 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Lögreglan verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina eins og verið hefur frá hnífaárásinni í síðustu viku. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að Ísland sé komið á sama stað og nágrannaþjóðir í þróun á glæpum. Anna Lilja Þórisdóttir talaði við Sigríði Björk. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman. Starfsfólki Héraðsdóms Reykjavíkur er ekki rótt þegar það fæst við alvarleg ofbeldismál vegna þess að öryggismál í dómstólnum eru ekki í lagi, að mati Ingibjargar Þorsteinsdóttur dómstjóra, Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana. Ekkert miðaði í samningsátt á fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í dag að mati Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, þakkaði íslenskum stjórnvöldum í dag fyrir greinilegan stuðning við umsókn Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu. Hjón á sjötugsaldri voru handtekin í Svíþjóð í morgun, grunuð um stórfelldar njósnir. Róbert Jóhannsson sagði frá. ------------- 176 þúsund króna hækkun jöfn fyrir alla félagsmenn er kjarninn í kröfugerð Eflingar segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður félagsins og ekkert standi í vegi þess að samið verði fljótt af vel af félagsins hálfu. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Ásakanir hafa haldið áfram á báða bóga í dag um hver hafi gert sprengjuárásir á Zaporizhzhia kjarnorkuverið í Úkraínu um síðustu helgi. Tólf árásir voru gerðar og ollu nokkrum skemmdum. Markmið Rússa er ekki að koma úkraínsku ríkisstjórninni frá völdum, er haft eftir talsmanni stjórnvalda í Kreml. Ásgeir Tómasson tók saman. Matvælastefna er eiginlega stefna Íslands og okkar allra hér á Íslandi um það hvernig við viljum sjá matvælaframleiðslu á Íslandi þróast og það hvernig við sem samfélag umgöngumst mat segir Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana á Matvælaþingi.
11/22/202230 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 21 nóvember 2022

Spegillinn 21 nóvember 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldrid Lögreglan hefur handtekið hátt í 30 manns vegna hnífaárásarinnar í Bankastræti í Reykjavík fyrir helgi. Tveggja er enn leitað. Að minnsta kosti 162 eru látnir og sjö hundruð slasaðir eftir jarðskjálfta sem varð á Jövu í Indónesíu í morgun. Fyrsti sameiginlegi fundur Samtaka atvinnulífsins og samninganefnda Starfsgreinasambandsins, VR, og Landssambands íslenskra verslunarmanna var hjá ríkissáttasemjara í dag. Rannsókn á banaslysi á gatnamótum Barónsstígs og Grettisgötu, þar sem ungur karlmaður á rafskútu lést í árekstri við rútu, er á frumstigi hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Dómsmálaráðuneytið fékk ákúrur frá Íslenskri ættleiðingu eftir að ráðuneytið stöðvaði ættleiðingar frá Sri Lanka árið 1986. Það var gert eftir að upp komst um fölsuð skjöl barns sem ættleitt var þaðan hingað til lands. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, segir lífshættulegar aðstæður vofa yfir Úkraínumönnum í vetur vegna árása Rússa á raforkukerfi landsins. Evrópuliðin England og Holland unnu andstæðinga sína á HM í Katar í dag. Lengri umfjöllun: Slysum af völdum rafskúta hefur fjölgað mjög undanfarin misseri samfara því að fleiri og fleiri slík hjól - bæði í einka- og fyrirtækjaeigu eru flutt inn og tekin í notkun. Banaslys varð um helgina í miðbæ Reykjavíkur og tölur frá slysadeild Landspítalans sýna að margir meiða sig og slasa á þessum farartækjum. Kristján Sigurjónsson talar við Jónas Birgi Jónasson lögfræðing hjá Innviðarráðuneytinu sem sæti átti í starfshópi um smáfarartæki, en hópurinn skilaði tillögum um úrbætur í sumar. Það hefur gustað um Knattspyrnusamband Íslands frá því að Vanda Sigurgeirsdóttir tók við sem formaður þess, og raunar í aðdraganda þess að hún bauð sig fram til formennsku. Nú síðast var deilt á sambandið fyrir að veita landsliðskonum ekki sams konar viðurkenningu og landsliðskörlum við þau tímamót að leika hundraðasta landsleikinn fyrir hönd Íslands. Vanda Sigurgeirsdóttir er í Katar. Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður, ræddi við hana í dag. Á laxeldið að borga fyrir að nota sjóinn við strendur landsins? Deilan um grunnrentu eða auðlindagjald veldur nú mestum sporðaköstum í opinberri umræðu í Noregi. Ríkið vill fá peningana í sinn sjóð en laxeldismenn segja að ríkið vilji allt of mikið. Þeir benda heldur á íslenska auðlindagjaldið, sem sé bæði réttlátt - og lítið. Gísli Kristjánsson segir frá,
11/21/20220
Episode Artwork

Spegillinn 21 nóvember 2022

Spegillinn 21 nóvember 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldrid Lögreglan hefur handtekið hátt í 30 manns vegna hnífaárásarinnar í Bankastræti í Reykjavík fyrir helgi. Tveggja er enn leitað. Að minnsta kosti 162 eru látnir og sjö hundruð slasaðir eftir jarðskjálfta sem varð á Jövu í Indónesíu í morgun. Fyrsti sameiginlegi fundur Samtaka atvinnulífsins og samninganefnda Starfsgreinasambandsins, VR, og Landssambands íslenskra verslunarmanna var hjá ríkissáttasemjara í dag. Rannsókn á banaslysi á gatnamótum Barónsstígs og Grettisgötu, þar sem ungur karlmaður á rafskútu lést í árekstri við rútu, er á frumstigi hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Dómsmálaráðuneytið fékk ákúrur frá Íslenskri ættleiðingu eftir að ráðuneytið stöðvaði ættleiðingar frá Sri Lanka árið 1986. Það var gert eftir að upp komst um fölsuð skjöl barns sem ættleitt var þaðan hingað til lands. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, segir lífshættulegar aðstæður vofa yfir Úkraínumönnum í vetur vegna árása Rússa á raforkukerfi landsins. Evrópuliðin England og Holland unnu andstæðinga sína á HM í Katar í dag. Lengri umfjöllun: Slysum af völdum rafskúta hefur fjölgað mjög undanfarin misseri samfara því að fleiri og fleiri slík hjól - bæði í einka- og fyrirtækjaeigu eru flutt inn og tekin í notkun. Banaslys varð um helgina í miðbæ Reykjavíkur og tölur frá slysadeild Landspítalans sýna að margir meiða sig og slasa á þessum farartækjum. Kristján Sigurjónsson talar við Jónas Birgi Jónasson lögfræðing hjá Innviðarráðuneytinu sem sæti átti í starfshópi um smáfarartæki, en hópurinn skilaði tillögum um úrbætur í sumar. Það hefur gustað um Knattspyrnusamband Íslands frá því að Vanda Sigurgeirsdóttir tók við sem formaður þess, og raunar í aðdraganda þess að hún bauð sig fram til formennsku. Nú síðast var deilt á sambandið fyrir að veita landsliðskonum ekki sams konar viðurkenningu og landsliðskörlum við þau tímamót að leika hundraðasta landsleikinn fyrir hönd Íslands. Vanda Sigurgeirsdóttir er í Katar. Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður, ræddi við hana í dag. Á laxeldið að borga fyrir að nota sjóinn við strendur landsins? Deilan um grunnrentu eða auðlindagjald veldur nú mestum sporðaköstum í opinberri umræðu í Noregi. Ríkið vill fá peningana í sinn sjóð en laxeldismenn segja að ríkið vilji allt of mikið. Þeir benda heldur á íslenska auðlindagjaldið, sem sé bæði réttlátt - og lítið. Gísli Kristjánsson segir frá,
11/21/202230 minutes
Episode Artwork

Hnífaárás í Reykjavík, umfangsmikið sígarettusmygl, Twitter að hrynja.

Átta hafa verið handteknir vegna hnífaárásar á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld. Hún markar ákveðin þáttaskil, segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. Þarna var gerð skipulögð aðför að mönnum á opinberum vettvangi; aðför sem ber keim af gengjastríðum. Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjón og Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Helga. Nokkrir hafa verið handteknir og farið hefur verið í húsleit á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á umfangsmesta sígarettu- og veipsmygli sem komið hefur upp hér á landi. Lagt hefur verið hald á eignir upp á hálfan milljarð í tengslum við rannsóknina. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Nokkrir fyrrverandi yfirmenn hjá Twitter spá því að miðillinn hrynji endanlega til grunna um helgina. Höfuðstöðvum fyrirtækisins hefur verið lokað til mánudags og starfsfólkinu meinaður aðgangur. Oddur Þórðarson sagði frá. Stórvirkar vinnuvélar voru í dag notaðar við að ryðja leið í gegnum aurskriðuna sem féll á Grenivíkurveg í gærmorgun. Vegurinn er þó enn lokaður og verður að minnsta kosti til morguns. Fjöldi fólks hefur undanfarna mánuði verið sakfelldur í Svíþjóð fyrir mótmælaaðgerðir sem beinast að aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Dómarnir hafa verið skilorðsbundnir en talsmenn nýrrar ríkisstjórnar hafa talað fyrir hertum viðurlögum. Kári Gylfason sagði frá. Stjórnvöld ríkja í Austurlöndum fjær og víðar fordæma að Norður-Kóreumenn skutu í dag langdrægri eldflaug í átt að Japan. Hún lenti í sjónum innan efnahagslögsögu landsins. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, tók í gær við 550 eintökum af heildarútgáfu Íslendingasagnanna sem gefin verða mennta-, menningar- og heilbrigðisstofnunum víða um land. Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar, kveðst vongóður um að úr leysist varðandi endurbætur á húsnæði dvalarheimilisins Hliðar á Akureyri. Mygla hefur greinst á Hlíð sem talin er hafa valdið veikindum hjá heimilisfólki þar. Ágúst Ólafsson sagði frá og ræddi við Teit. Enska úrvalsdeildarliðið Manchester United undirbýr málsókn á hendur Cristiano Ronaldo vegna ummæla sem hann lét falla um félagið í sjónvarpsviðtali. Félagið telur leikmanninn hafa rofið samning sinn við félagið og hann fær ekki að snúa aftur til þess þegar HM í Katar lýkur. Dönsk kona á fertugsaldri hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir stuðning við hryðjuverk.
11/18/20220
Episode Artwork

Hnífaárás í Reykjavík, umfangsmikið sígarettusmygl, Twitter að hrynja.

Átta hafa verið handteknir vegna hnífaárásar á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld. Hún markar ákveðin þáttaskil, segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. Þarna var gerð skipulögð aðför að mönnum á opinberum vettvangi; aðför sem ber keim af gengjastríðum. Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjón og Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Helga. Nokkrir hafa verið handteknir og farið hefur verið í húsleit á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á umfangsmesta sígarettu- og veipsmygli sem komið hefur upp hér á landi. Lagt hefur verið hald á eignir upp á hálfan milljarð í tengslum við rannsóknina. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Nokkrir fyrrverandi yfirmenn hjá Twitter spá því að miðillinn hrynji endanlega til grunna um helgina. Höfuðstöðvum fyrirtækisins hefur verið lokað til mánudags og starfsfólkinu meinaður aðgangur. Oddur Þórðarson sagði frá. Stórvirkar vinnuvélar voru í dag notaðar við að ryðja leið í gegnum aurskriðuna sem féll á Grenivíkurveg í gærmorgun. Vegurinn er þó enn lokaður og verður að minnsta kosti til morguns. Fjöldi fólks hefur undanfarna mánuði verið sakfelldur í Svíþjóð fyrir mótmælaaðgerðir sem beinast að aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Dómarnir hafa verið skilorðsbundnir en talsmenn nýrrar ríkisstjórnar hafa talað fyrir hertum viðurlögum. Kári Gylfason sagði frá. Stjórnvöld ríkja í Austurlöndum fjær og víðar fordæma að Norður-Kóreumenn skutu í dag langdrægri eldflaug í átt að Japan. Hún lenti í sjónum innan efnahagslögsögu landsins. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, tók í gær við 550 eintökum af heildarútgáfu Íslendingasagnanna sem gefin verða mennta-, menningar- og heilbrigðisstofnunum víða um land. Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar, kveðst vongóður um að úr leysist varðandi endurbætur á húsnæði dvalarheimilisins Hliðar á Akureyri. Mygla hefur greinst á Hlíð sem talin er hafa valdið veikindum hjá heimilisfólki þar. Ágúst Ólafsson sagði frá og ræddi við Teit. Enska úrvalsdeildarliðið Manchester United undirbýr málsókn á hendur Cristiano Ronaldo vegna ummæla sem hann lét falla um félagið í sjónvarpsviðtali. Félagið telur leikmanninn hafa rofið samning sinn við félagið og hann fær ekki að snúa aftur til þess þegar HM í Katar lýkur. Dönsk kona á fertugsaldri hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir stuðning við hryðjuverk.
11/18/202230 minutes
Episode Artwork

Fjölmiðlafrelsi í Katar, Skriðuföll og Mjanmar.

Nancy Pelosi ætlar að hætta sem leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, en sitja áfram á þingi. Tap Demókrata í þingkosningum og árás á eiginmann hennar eru taldar helstu ástæðurnar. 16 ára drengur var fjóra daga í einangrun vegna gruns um að hann væri viðriðinn kókaínsmygl sem faðir hans er grunaður um. Landsréttur felldi gæsluvarðhaldið úr gildi þar sem gögn málsins renndu ekki stoðum undir þann grun lögreglunnar. Hatursglæpir færast í aukana samkvæmt tölfræði Ríkislögreglustjóra. Talið er að slíkir glæpir séu fleiri en tilkynningar til lögreglu segja til um. Það reynir á gestrisni Katara þegar augu fjölmiðla beinast að heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst á sunnudag. Fjölmiðlamenn hafa nú þegar lent í útistöðum við yfirvöld í landinu. Læknanemar sem læra erlendis eiga margir erfitt með að ná endum saman. Þeir bera sjálfir hitann og þungann af skólagjöldum. --- Stærsti íþróttaviðburður heims er handan við hornið. Á sunnudag verður flautað til leiks á Heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar. Gestgjafarnir eru umdeildir. Mannréttindi og aðbúnaður fólks sem reisti gríðarstóra leikvanga hafa verið í brennidepli. Og nú streyma lið og fylgdarlið til olíuríkisins og því fylgir fjölmiðlafólk alls staðar að úr veröldinni. Og þá verða árekstrar. Frelsi fjölmiðla í landinu er ekki mikið. Á lista Samtaka blaðamanna án landamæra yfir frelsi fjölmiðla situr Katar í sæti 110. Fjölmiðlafólki sem sækir landið heim þessa dagana er sniðinn stakkur eftir hentisemi yfirvalda í Katar, til að mynda var fréttamönnum TV2 í Danmörku meinað að mynda á ákveðnum stöðum og reynt að koma í veg fyrir beina útsendingu þeirra nema undir ströngu eftirliti. Við skulum heyra í Rasmus Tantholdt fréttamanni TV2 sem staddur er í Katar og hvernig öryggisverðir brugðust við þegar hann ætlaði að fara í beina útsendingu við hringtorg á víðavangi fyrr í vikunni. Bjarni Rúnarsson tók saman. Í morgun féll aurskriða úr hlíðinni ofan við Grenivíkurveg, sunnan við Fagrabæ. Tveir bílar lentu í skriðunni og annar hreifst með niður fyrir veginn eins Ægir Jóhannsson lýsti í hádegisfréttum. Ægir var á leiðinni í vinnuna árla morguns þegar hann ók fram á skriðuna. Stórt sár er fyrir ofan veginn og mögulega hreyfing enn á vatnsósa hlíðinni. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Esther Hlíðar Jensen, skriðusérfræðing á Veðurstofunni. Herforingjastjórnin í Mjanmar gaf í dag hátt í sex þúsund föngum upp sakir, þar á meðal nokkrum útlendingum sem var vísað úr landi. Stjórnvöld í landinu hafa alþjóðasáttmála um mannréttindi að engu. Fjöldi fólks
11/17/20220
Episode Artwork

Fjölmiðlafrelsi í Katar, Skriðuföll og Mjanmar.

Nancy Pelosi ætlar að hætta sem leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, en sitja áfram á þingi. Tap Demókrata í þingkosningum og árás á eiginmann hennar eru taldar helstu ástæðurnar. 16 ára drengur var fjóra daga í einangrun vegna gruns um að hann væri viðriðinn kókaínsmygl sem faðir hans er grunaður um. Landsréttur felldi gæsluvarðhaldið úr gildi þar sem gögn málsins renndu ekki stoðum undir þann grun lögreglunnar. Hatursglæpir færast í aukana samkvæmt tölfræði Ríkislögreglustjóra. Talið er að slíkir glæpir séu fleiri en tilkynningar til lögreglu segja til um. Það reynir á gestrisni Katara þegar augu fjölmiðla beinast að heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst á sunnudag. Fjölmiðlamenn hafa nú þegar lent í útistöðum við yfirvöld í landinu. Læknanemar sem læra erlendis eiga margir erfitt með að ná endum saman. Þeir bera sjálfir hitann og þungann af skólagjöldum. --- Stærsti íþróttaviðburður heims er handan við hornið. Á sunnudag verður flautað til leiks á Heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar. Gestgjafarnir eru umdeildir. Mannréttindi og aðbúnaður fólks sem reisti gríðarstóra leikvanga hafa verið í brennidepli. Og nú streyma lið og fylgdarlið til olíuríkisins og því fylgir fjölmiðlafólk alls staðar að úr veröldinni. Og þá verða árekstrar. Frelsi fjölmiðla í landinu er ekki mikið. Á lista Samtaka blaðamanna án landamæra yfir frelsi fjölmiðla situr Katar í sæti 110. Fjölmiðlafólki sem sækir landið heim þessa dagana er sniðinn stakkur eftir hentisemi yfirvalda í Katar, til að mynda var fréttamönnum TV2 í Danmörku meinað að mynda á ákveðnum stöðum og reynt að koma í veg fyrir beina útsendingu þeirra nema undir ströngu eftirliti. Við skulum heyra í Rasmus Tantholdt fréttamanni TV2 sem staddur er í Katar og hvernig öryggisverðir brugðust við þegar hann ætlaði að fara í beina útsendingu við hringtorg á víðavangi fyrr í vikunni. Bjarni Rúnarsson tók saman. Í morgun féll aurskriða úr hlíðinni ofan við Grenivíkurveg, sunnan við Fagrabæ. Tveir bílar lentu í skriðunni og annar hreifst með niður fyrir veginn eins Ægir Jóhannsson lýsti í hádegisfréttum. Ægir var á leiðinni í vinnuna árla morguns þegar hann ók fram á skriðuna. Stórt sár er fyrir ofan veginn og mögulega hreyfing enn á vatnsósa hlíðinni. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Esther Hlíðar Jensen, skriðusérfræðing á Veðurstofunni. Herforingjastjórnin í Mjanmar gaf í dag hátt í sex þúsund föngum upp sakir, þar á meðal nokkrum útlendingum sem var vísað úr landi. Stjórnvöld í landinu hafa alþjóðasáttmála um mannréttindi að engu. Fjöldi fólks
11/17/202230 minutes
Episode Artwork

Cop-27, verðbólga í Bretlandi og krufningar á Íslandi

Þjóðarleiðtogar og ráðherrar á Vesturlöndum eru sammála um að Rússar beri ábyrgð á sprengingunni í Póllandi, hvort sem eldflaugin var rússnesk eða úkraínsk. Úkraínumenn vilja taka þátt í vettvangsrannsókninni. Forsætisráðherra segir mikilvægt að efla varnir landsins gegn hvers kyns netárásum. Málið sé í forgangi hjá þjóðaröryggisráði en töluvert verk sé enn óunnið. Sálfræðingar flýja heilsugæsluna vegna skipulagsbreytinga sem gerðar voru fyrr á árinu í óþökk þeirra. Formaður Félags sálfræðinga í heilsugæslu segir þjónustuna verri fyrir vikið. Íslensk stjórnvöld leggja á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna áherslu á, eins og hingað til, að hlýnun jarðar fari ekki yfir eina og hálfa gráðu. Matvælaráðherra segir að öllu skipti að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en lausnin sé margþætt og flókin. Bragi Valdimar Skúlason hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. ------ Farið er að síga á seinni hluta Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Henni lýkur á föstudag og tuttugu þúsund þátttakendur snúa þá heim á leið. Ætlun þeirra flestra er að vera nær því að tryggja markmið Parísarsamkomulagsins um að hlýnun jarðar verði ekki meiri en ein og hálf gráða frá því sem var við upphaf iðnbyltingar. Erfitt hefur reynst að ná samhljómi um hvernig. Í Glasgow í fyrra skrifuðu þátttakendur upp á yfirlýsingar um að dregið skyldi skarpt og verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú óttast sumir að reynt sé að ná málamiðlun í skjóli þess að markmiðið um eina og hálfa gráðu sé ekki raunsætt. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, viðraði slíkar áhyggjur við fjölmiðla nýlega, en sagði ekki hægt að sættast á slíkt. Samtök fátækari ríkja á fundinum hafa líka lýst því yfir að ekki megi þynna út markmiðin og standa verði við að draga úr losun um helming fyrir 2030. Samtöl um það sem kallað hefur verið töp og tjón í þessu samhengi snúast að nokkru um að ríkari löndin verði að hjálpa þeim fátækari með fjárframlögum að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga sem koma hvað harðast niður á þeim fátæku. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er í Egyptlandi fyrir hönd Íslands og ávarpaði samkomuna í gær. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Svandísi. Verðbólgan er komin yfir ellefu prósent í Bretlandi. Hún hefur ekki verið meiri í rúmlega fjóra áratugi. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar verða kynntar á morgun.Breska hagstofan ONS tilkynnti í morgun að verðbólgan í október hefði verið 11,1 prósent. Hún hefur ekki verið meiri frá árinu 1981, - í 41 ár. Ástæðan að þessu sinni er einkum aukinn
11/16/20220
Episode Artwork

Cop-27, verðbólga í Bretlandi og krufningar á Íslandi

Þjóðarleiðtogar og ráðherrar á Vesturlöndum eru sammála um að Rússar beri ábyrgð á sprengingunni í Póllandi, hvort sem eldflaugin var rússnesk eða úkraínsk. Úkraínumenn vilja taka þátt í vettvangsrannsókninni. Forsætisráðherra segir mikilvægt að efla varnir landsins gegn hvers kyns netárásum. Málið sé í forgangi hjá þjóðaröryggisráði en töluvert verk sé enn óunnið. Sálfræðingar flýja heilsugæsluna vegna skipulagsbreytinga sem gerðar voru fyrr á árinu í óþökk þeirra. Formaður Félags sálfræðinga í heilsugæslu segir þjónustuna verri fyrir vikið. Íslensk stjórnvöld leggja á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna áherslu á, eins og hingað til, að hlýnun jarðar fari ekki yfir eina og hálfa gráðu. Matvælaráðherra segir að öllu skipti að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en lausnin sé margþætt og flókin. Bragi Valdimar Skúlason hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. ------ Farið er að síga á seinni hluta Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Henni lýkur á föstudag og tuttugu þúsund þátttakendur snúa þá heim á leið. Ætlun þeirra flestra er að vera nær því að tryggja markmið Parísarsamkomulagsins um að hlýnun jarðar verði ekki meiri en ein og hálf gráða frá því sem var við upphaf iðnbyltingar. Erfitt hefur reynst að ná samhljómi um hvernig. Í Glasgow í fyrra skrifuðu þátttakendur upp á yfirlýsingar um að dregið skyldi skarpt og verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú óttast sumir að reynt sé að ná málamiðlun í skjóli þess að markmiðið um eina og hálfa gráðu sé ekki raunsætt. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, viðraði slíkar áhyggjur við fjölmiðla nýlega, en sagði ekki hægt að sættast á slíkt. Samtök fátækari ríkja á fundinum hafa líka lýst því yfir að ekki megi þynna út markmiðin og standa verði við að draga úr losun um helming fyrir 2030. Samtöl um það sem kallað hefur verið töp og tjón í þessu samhengi snúast að nokkru um að ríkari löndin verði að hjálpa þeim fátækari með fjárframlögum að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga sem koma hvað harðast niður á þeim fátæku. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er í Egyptlandi fyrir hönd Íslands og ávarpaði samkomuna í gær. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Svandísi. Verðbólgan er komin yfir ellefu prósent í Bretlandi. Hún hefur ekki verið meiri í rúmlega fjóra áratugi. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar verða kynntar á morgun.Breska hagstofan ONS tilkynnti í morgun að verðbólgan í október hefði verið 11,1 prósent. Hún hefur ekki verið meiri frá árinu 1981, - í 41 ár. Ástæðan að þessu sinni er einkum aukinn
11/16/202230 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 15.nóvember 2022

Spegillinn 15.nóvember 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Íslandsbankaskýrslan staðfestir að margt hafi farið úrskeiðis í sölunni segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Umræður um skýrsluna hafa staðið yfir í allan dag á Alþingi. Rússar gerðu í dag einhverjar mestu loftárásir á Úkraínu frá því innrásin hófst. Sprengjur féllu á íbúðahverfi í höfuðborginni og rafveitur víða í landinu. Íslendingar hafa ekki sjálfstæða getu til að meta ógnir og varnarþörf, segir prófessor í stjórnmálafræði. Jarðarbúar eru orðnir átta milljarðar. Stöðugt dregur úr fæðingartíðninni en fólk lifir sífellt lengur en áður. Byggingakrani féll á þak Akraneshallarinnar í dag. Börn voru við íþróttaæfingar í húsinu en engan sakaði. Mikil úrkoma hefur verið á austanverðu landinu í dag. Úrkoman á Eskifirði mældist 93 millimetrar síðasta sólarhring og spáð er rigningu þar til morguns. EFTA-dómstóllinn tekur á næstunni afstöðu til þess hvort lánaskilmálar Landsbankans teljist löglegir. Niðurstaðan gæti haft fordæmi fyrir tugþúsundir lána. Lengri umfjöllun: Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna var tilefni sérstakrar umræðu á Alþingi í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar fór í upphafi yfir skýrsluna og Bjarni Benediktsson brást við í andsvari. Það heyrist í þeim og þingmönnunum Ásthildi Lóu Þórsdóttur, Sigmari Guðmundssyni, Kristrúnu Frostadóttur og Sigmundi Davíð Gunnlaugsyni. Bjarni Rúnarsson tók saman. Nærri níu mánuðir eru nú liðnir frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Margir héldu að Rússar myndu fljótlega ná öllum völdum vegna hernaðarlegra yfirburða, en reyndin hefur orðið önnur. Mótspyrna Úkraínumanna hefur verið miklu öflugri en flestir gerðu ráð fyrir og í ljós hefur komið að rússneski herinn glímir við mikinn innri vanda, spillingu, agaleysi og úrsérgengin vopn. Kristján Sigurjónsson ræddi við Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra í Moskvu og sérfræðing í öryggismálum. Áttundi milljarðasti jarðarbúinn kom að líkindum í heiminn í dag. Útlit er fyrir að það dragi úr fjölguninni á næstu áratugum. Eftir að sá tíundi milljarðasti fæðist einhvern tíma á níunda áratug aldarinnar má reikna með að jarðarbúum taki að fækka. Ásgeir Tómasson segir frá.
11/15/20220
Episode Artwork

Spegillinn 15.nóvember 2022

Spegillinn 15.nóvember 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Íslandsbankaskýrslan staðfestir að margt hafi farið úrskeiðis í sölunni segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Umræður um skýrsluna hafa staðið yfir í allan dag á Alþingi. Rússar gerðu í dag einhverjar mestu loftárásir á Úkraínu frá því innrásin hófst. Sprengjur féllu á íbúðahverfi í höfuðborginni og rafveitur víða í landinu. Íslendingar hafa ekki sjálfstæða getu til að meta ógnir og varnarþörf, segir prófessor í stjórnmálafræði. Jarðarbúar eru orðnir átta milljarðar. Stöðugt dregur úr fæðingartíðninni en fólk lifir sífellt lengur en áður. Byggingakrani féll á þak Akraneshallarinnar í dag. Börn voru við íþróttaæfingar í húsinu en engan sakaði. Mikil úrkoma hefur verið á austanverðu landinu í dag. Úrkoman á Eskifirði mældist 93 millimetrar síðasta sólarhring og spáð er rigningu þar til morguns. EFTA-dómstóllinn tekur á næstunni afstöðu til þess hvort lánaskilmálar Landsbankans teljist löglegir. Niðurstaðan gæti haft fordæmi fyrir tugþúsundir lána. Lengri umfjöllun: Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna var tilefni sérstakrar umræðu á Alþingi í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar fór í upphafi yfir skýrsluna og Bjarni Benediktsson brást við í andsvari. Það heyrist í þeim og þingmönnunum Ásthildi Lóu Þórsdóttur, Sigmari Guðmundssyni, Kristrúnu Frostadóttur og Sigmundi Davíð Gunnlaugsyni. Bjarni Rúnarsson tók saman. Nærri níu mánuðir eru nú liðnir frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Margir héldu að Rússar myndu fljótlega ná öllum völdum vegna hernaðarlegra yfirburða, en reyndin hefur orðið önnur. Mótspyrna Úkraínumanna hefur verið miklu öflugri en flestir gerðu ráð fyrir og í ljós hefur komið að rússneski herinn glímir við mikinn innri vanda, spillingu, agaleysi og úrsérgengin vopn. Kristján Sigurjónsson ræddi við Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra í Moskvu og sérfræðing í öryggismálum. Áttundi milljarðasti jarðarbúinn kom að líkindum í heiminn í dag. Útlit er fyrir að það dragi úr fjölguninni á næstu áratugum. Eftir að sá tíundi milljarðasti fæðist einhvern tíma á níunda áratug aldarinnar má reikna með að jarðarbúum taki að fækka. Ásgeir Tómasson segir frá.
11/15/202230 minutes
Episode Artwork

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasölu

Spegillinn: 14. nóvember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sat enn á fundi þar sem skýrsla Ríkisendurskoðandi kynnti skýrslu sína um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er kynnt. Kristján Sigurjónsson beið nefndarmanna en fundi var ekki lokið. Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra finnst að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi tekist vel þó að hún sé ekki hafin yfir gagnrýni. Höskuldur Kári Schram talaði við hann. Þingmenn stjórnarandstöðunnar töluðu um klúður, gáleysi og áfellisdóm við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra telur þörf á að bregðast við athugasemdum Ríkisendurskoðunar, heyrist í Katrínu og Kristrúnu Frostadóttur úr pontu á Alþingi. Fjölmennustu stéttarfélög landsins hafa vísað kjaradeilum sínum við Samtök atvinnulífsins til Ríkissáttasemjara. Ragnar Ingólfsson formaður VR segir engan vilja hjá SA til að semja. Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA þykir þráðurinn óvenju stuttur. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við þá. Sjaríalög verða innleidd að fullu í Afganistan á næstunni. Talibanar hafa hert tökin sífellt frá því í fyrrasumar þegar Bandaríkjaher hvarf frá landinu. Róbert Jóhannsson sagði frá. Á Norðurlandi ríkir sannkölluð hitabylgja á íslenskan mælikvarða í nóvember og ekkert nema hlýindi í kortunum næstu daga. Starfsmenn Hlíðarfjalls á Akureyri bíða eftir meiri snjó svo hægt sé að opna brekkurnar. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Magnús Arturo Batista starfsmann í Hlíðarfjalli. ---------------- Ríkisendurskoðun segir að Íslandsbankasalan í mars hafi verið hagfelld stjórnvöldum en ekki endilega jafn hagkvæm og hún hefði getað orðið. Hún gagnrýnir margt af því sem Bankasýsla ríkisins gerði í aðdraganda og úrvinnslu útboðsins. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Leiðtogar Kína og Bandaríkjanna hittust í dag á löngum fundi á Bali í Indónesíu í því augnamiði að draga úr þeirri spennu sem hefur farið sívaxandi milli þjóðanna að undanförnu, ekki síst vegna eyríkisins Taívans. Ásgeir Tómason sagði frá. Ný skýrsla fjölmiðlanefndar um upplifun og upplýsingalæsi barna á samfélagsmiðlum gefur til kynna að útilokun og einelti sé talsvert á meðal ungmenna á samfélagsmiðlum. Bjarni Rúnarsson ræddi við Skúla Braga Geirdal, verkefnastjóra Fjölmiðlanefndar um niðurstöður skýrslunnar.
11/14/20220
Episode Artwork

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasölu

Spegillinn: 14. nóvember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sat enn á fundi þar sem skýrsla Ríkisendurskoðandi kynnti skýrslu sína um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er kynnt. Kristján Sigurjónsson beið nefndarmanna en fundi var ekki lokið. Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra finnst að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi tekist vel þó að hún sé ekki hafin yfir gagnrýni. Höskuldur Kári Schram talaði við hann. Þingmenn stjórnarandstöðunnar töluðu um klúður, gáleysi og áfellisdóm við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra telur þörf á að bregðast við athugasemdum Ríkisendurskoðunar, heyrist í Katrínu og Kristrúnu Frostadóttur úr pontu á Alþingi. Fjölmennustu stéttarfélög landsins hafa vísað kjaradeilum sínum við Samtök atvinnulífsins til Ríkissáttasemjara. Ragnar Ingólfsson formaður VR segir engan vilja hjá SA til að semja. Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA þykir þráðurinn óvenju stuttur. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við þá. Sjaríalög verða innleidd að fullu í Afganistan á næstunni. Talibanar hafa hert tökin sífellt frá því í fyrrasumar þegar Bandaríkjaher hvarf frá landinu. Róbert Jóhannsson sagði frá. Á Norðurlandi ríkir sannkölluð hitabylgja á íslenskan mælikvarða í nóvember og ekkert nema hlýindi í kortunum næstu daga. Starfsmenn Hlíðarfjalls á Akureyri bíða eftir meiri snjó svo hægt sé að opna brekkurnar. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Magnús Arturo Batista starfsmann í Hlíðarfjalli. ---------------- Ríkisendurskoðun segir að Íslandsbankasalan í mars hafi verið hagfelld stjórnvöldum en ekki endilega jafn hagkvæm og hún hefði getað orðið. Hún gagnrýnir margt af því sem Bankasýsla ríkisins gerði í aðdraganda og úrvinnslu útboðsins. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Leiðtogar Kína og Bandaríkjanna hittust í dag á löngum fundi á Bali í Indónesíu í því augnamiði að draga úr þeirri spennu sem hefur farið sívaxandi milli þjóðanna að undanförnu, ekki síst vegna eyríkisins Taívans. Ásgeir Tómason sagði frá. Ný skýrsla fjölmiðlanefndar um upplifun og upplýsingalæsi barna á samfélagsmiðlum gefur til kynna að útilokun og einelti sé talsvert á meðal ungmenna á samfélagsmiðlum. Bjarni Rúnarsson ræddi við Skúla Braga Geirdal, verkefnastjóra Fjölmiðlanefndar um niðurstöður skýrslunnar.
11/14/202230 minutes
Episode Artwork

Úkraínuher nær Khersonborg og hagvöxtur hér yfir 6% í ár

Spegillinn 11.11. 2022 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Útsendingarstjórn: Valgerður Þorsteinsdóttir Verðbólguhorfur hafa versnað að dómi Hagstofu Íslands sem telur þó að verðbólgan hafi náð hámarki í sumar. Ferðaþjónustan er nærri því að hafa náð fyrri styrk og útlit fyrir að hækkunum linni á fasteignamarkaði. Hagvöxturinn verður að líkindum rúmlega sex próent í ár og tæp tvö prósent á því næsta. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi horfurnar í efnahagsmálum við Marinó Melsted, deildarstjóra rannsóknar- og spádeildar Hagstofunnar, sem sagði áhrif kórónuveirufaraldursins fjara að mestu leyti út á þessu ári. Úkraínskar hersveitir héldu í dag inn í borgina Kherson í samnefndu héraði í suðurhluta landsins. Úkraínski fáninn var dreginn að húni í miðborginni. Rússar segjast hafa flutt allt herlið sitt austur fyrir ána Dnépr. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Bæjarráð Akureyrarbæjar leggur til að vinabæjarsamstarfi við Múrmansk í Rússlandi verði slitið, ásamt aðild að samtökunum Northern Forum. Ástæðan er innrás Rússa í Úkraínu. Amanda Guðrún Bjarnadóttir tók saman og ræddi við Heimi Örn Árnason, bæjarráðsmann. Svíar ná ekki markmiðum sínum í loftslagsmálum fram til 2030, að sögn fjármálaráðherra landsins. Fjöldi þingmanna, meðal annars þingmenn sem verja stjórnina falli, virðist ekki telja að mikið liggi við. Kári Gylfason fréttaritari í Gautaborg fjallaði um málið. Hætt er við að dragi úr hvata til byggingar húsnæðis verði drög að nýju frumvarpi að lögum sem heimilar sveitarfélögum að krefjast þess að fjórðungur þess sem byggt er í formi íbúðarhúsnæði, verði á hagstæðu verði. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í viðtali við Kristínu Sigurðardóttur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa komist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP-27, vegna fundar Evrópuráðsins í síðustu viku. Athygli hefur vakið að loftslagsráðherra komst ekki heldur, - vegna fótbrots. Ráðstefnan stendur í tvær vikur og fer matvælaráðherra á ráðstefnuna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í seinni viku hennar. Þórdís Arnljótsdóttir ræddi við Katrínu. Halldór Gunnar Ólafsson, oddviti sveitarfélagsins Skagastrandar, segir það hafa afhjúpað alvarlega veikleika öryggisinnviða sveitarfélagsins þegar það varð sambandslaust við umheiminn í sex klukkustundir við að ljósleiðari fór í sundur í vegaframkvæmdum í Refasveit. Hann kveðst feginn því að enginn slasaðist meðan ástandið varði. Finna þurfi tæknilegar lausnir til að koma í veg fyrir að svona lagað komi upp aftur. Rúmleg
11/11/20220
Episode Artwork

Úkraínuher nær Khersonborg og hagvöxtur hér yfir 6% í ár

Spegillinn 11.11. 2022 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Útsendingarstjórn: Valgerður Þorsteinsdóttir Verðbólguhorfur hafa versnað að dómi Hagstofu Íslands sem telur þó að verðbólgan hafi náð hámarki í sumar. Ferðaþjónustan er nærri því að hafa náð fyrri styrk og útlit fyrir að hækkunum linni á fasteignamarkaði. Hagvöxturinn verður að líkindum rúmlega sex próent í ár og tæp tvö prósent á því næsta. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi horfurnar í efnahagsmálum við Marinó Melsted, deildarstjóra rannsóknar- og spádeildar Hagstofunnar, sem sagði áhrif kórónuveirufaraldursins fjara að mestu leyti út á þessu ári. Úkraínskar hersveitir héldu í dag inn í borgina Kherson í samnefndu héraði í suðurhluta landsins. Úkraínski fáninn var dreginn að húni í miðborginni. Rússar segjast hafa flutt allt herlið sitt austur fyrir ána Dnépr. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Bæjarráð Akureyrarbæjar leggur til að vinabæjarsamstarfi við Múrmansk í Rússlandi verði slitið, ásamt aðild að samtökunum Northern Forum. Ástæðan er innrás Rússa í Úkraínu. Amanda Guðrún Bjarnadóttir tók saman og ræddi við Heimi Örn Árnason, bæjarráðsmann. Svíar ná ekki markmiðum sínum í loftslagsmálum fram til 2030, að sögn fjármálaráðherra landsins. Fjöldi þingmanna, meðal annars þingmenn sem verja stjórnina falli, virðist ekki telja að mikið liggi við. Kári Gylfason fréttaritari í Gautaborg fjallaði um málið. Hætt er við að dragi úr hvata til byggingar húsnæðis verði drög að nýju frumvarpi að lögum sem heimilar sveitarfélögum að krefjast þess að fjórðungur þess sem byggt er í formi íbúðarhúsnæði, verði á hagstæðu verði. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í viðtali við Kristínu Sigurðardóttur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa komist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP-27, vegna fundar Evrópuráðsins í síðustu viku. Athygli hefur vakið að loftslagsráðherra komst ekki heldur, - vegna fótbrots. Ráðstefnan stendur í tvær vikur og fer matvælaráðherra á ráðstefnuna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í seinni viku hennar. Þórdís Arnljótsdóttir ræddi við Katrínu. Halldór Gunnar Ólafsson, oddviti sveitarfélagsins Skagastrandar, segir það hafa afhjúpað alvarlega veikleika öryggisinnviða sveitarfélagsins þegar það varð sambandslaust við umheiminn í sex klukkustundir við að ljósleiðari fór í sundur í vegaframkvæmdum í Refasveit. Hann kveðst feginn því að enginn slasaðist meðan ástandið varði. Finna þurfi tæknilegar lausnir til að koma í veg fyrir að svona lagað komi upp aftur. Rúmleg
11/11/202230 minutes
Episode Artwork

Gæsluvarðhald framlengt og brotthvarfi Rússa mætt af efa

Spegillinn. 10. nóvember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Gæsluvarðhald hefur verið framlengt um tvær vikur yfir tveimur mönnum sem grunaður eru um að skipuleggja hryðjuverk. Þeir voru handteknir í september. Lengra gæsluvarðhald vekur furðu Sveins Andra Sveinssonar verjanda annars mannanna. Oddur Þórðarson talaði við hann. Desemberuppbót til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega lækkar um helming milli ára samkvæmt fjáraukalögum en formaður fjárlaganefndar vill að það verði endurskoðað. Höskuldur Kári Schram tók saman og heyrist í Kristrúnu Frostadóttur (S), Ingu Sæland (F) og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (V) Margfrestuð skýrsla ríkisendurskoðunar um sölu á Íslandsbanka verður birt á mánudag Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir að stór hluti þjóðarinnar viti ekki og skilji ekki út á hvað sjávarútvegur gengur. Taka verði heiðarlegra samtal við þjóðina. Stúdentaráð telur að skrásetningargjöld við Háskóla Íslands séu innheimt á fölskum forsendum, þau standi ekki aðeins undir skráningu heldur líka kennslu. Alexander Kristjánsson talaði við Rebekku Karlsdóttur formann stúdentaráðs. Hagsmunavörðum, eða lobbíistum, á vegum gas- og olíufyrirtækja hefur fjölgað um fjórðung á COP-ráðstefnunni síðan á síðasta ári. Um 600 slíkir eru skráðir á viðburði COP27-ráðstefnunnar, sem haldin er í Egyptalandi. Pétur Magnússon tók saman. Skyndibitakeðjan KFC hefur beðist afsökunar eftir að þýskir viðskiptavinir hennar voru hvattir til að minnast atlögu sérsveitarmanna og óbreyttra borgara að gyðingum í Þýskalandi og Austurríki fyrir rúmum áttatíu árum. Markús Þórhallsson sagði frá. Lengri umfjallanir. Ákvörðun Rússa um að flytja herlið sitt frá borginni Kherson í Úkraínu er tekið með tortryggni. Ásgeir Tómasson tók saman. Kennarar ættu að geta sérhæft sig í geðrækt alveg eins og í stærðfræði eða íþróttum segir Sigrún Daníelsdóttir verkefnisstjóri í mennta- og barnamálaráðuneytinu. verið er að undirbúa að geðrækt verið sjálfstæð kennslugrein. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hana. DNA sýnataka í nautgriparækt er bylting í ræktunarstarfi bænda. Framfarirnar jafnast á við að fá framdrif undir dráttarvélar segir búfjárræktarráðunautur. Bjarni Rúnarsson tók saman og ræddi við Guðmund Jóhannesson, ráðunaut og ábyrgðarmann í nautgriparækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
11/10/20220
Episode Artwork

Gæsluvarðhald framlengt og brotthvarfi Rússa mætt af efa

Spegillinn. 10. nóvember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Gæsluvarðhald hefur verið framlengt um tvær vikur yfir tveimur mönnum sem grunaður eru um að skipuleggja hryðjuverk. Þeir voru handteknir í september. Lengra gæsluvarðhald vekur furðu Sveins Andra Sveinssonar verjanda annars mannanna. Oddur Þórðarson talaði við hann. Desemberuppbót til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega lækkar um helming milli ára samkvæmt fjáraukalögum en formaður fjárlaganefndar vill að það verði endurskoðað. Höskuldur Kári Schram tók saman og heyrist í Kristrúnu Frostadóttur (S), Ingu Sæland (F) og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (V) Margfrestuð skýrsla ríkisendurskoðunar um sölu á Íslandsbanka verður birt á mánudag Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir að stór hluti þjóðarinnar viti ekki og skilji ekki út á hvað sjávarútvegur gengur. Taka verði heiðarlegra samtal við þjóðina. Stúdentaráð telur að skrásetningargjöld við Háskóla Íslands séu innheimt á fölskum forsendum, þau standi ekki aðeins undir skráningu heldur líka kennslu. Alexander Kristjánsson talaði við Rebekku Karlsdóttur formann stúdentaráðs. Hagsmunavörðum, eða lobbíistum, á vegum gas- og olíufyrirtækja hefur fjölgað um fjórðung á COP-ráðstefnunni síðan á síðasta ári. Um 600 slíkir eru skráðir á viðburði COP27-ráðstefnunnar, sem haldin er í Egyptalandi. Pétur Magnússon tók saman. Skyndibitakeðjan KFC hefur beðist afsökunar eftir að þýskir viðskiptavinir hennar voru hvattir til að minnast atlögu sérsveitarmanna og óbreyttra borgara að gyðingum í Þýskalandi og Austurríki fyrir rúmum áttatíu árum. Markús Þórhallsson sagði frá. Lengri umfjallanir. Ákvörðun Rússa um að flytja herlið sitt frá borginni Kherson í Úkraínu er tekið með tortryggni. Ásgeir Tómasson tók saman. Kennarar ættu að geta sérhæft sig í geðrækt alveg eins og í stærðfræði eða íþróttum segir Sigrún Daníelsdóttir verkefnisstjóri í mennta- og barnamálaráðuneytinu. verið er að undirbúa að geðrækt verið sjálfstæð kennslugrein. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hana. DNA sýnataka í nautgriparækt er bylting í ræktunarstarfi bænda. Framfarirnar jafnast á við að fá framdrif undir dráttarvélar segir búfjárræktarráðunautur. Bjarni Rúnarsson tók saman og ræddi við Guðmund Jóhannesson, ráðunaut og ábyrgðarmann í nautgriparækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
11/10/202230 minutes
Episode Artwork

Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum allt um kring

Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson héraði í Úkraínu. Ráðamenn þar taka þeim fyrirætlunum með fyrirvara. Úrslita er enn beðið í fimm ríkjum í Bandaríkjunum eftir kosningarnar í gær. Rauðu holskeflunni sem Repúblikanar spáðu hefur verið líkt við bleika skvettu. Auka þarf fjárframlög til geðheilbrigðismála til að stytta biðtíma eftir þjónustu og taka á viðvarandi manneklu. Þingmenn lýstu áhyggjum af stöðu mála á Alþingi í dag. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús segir leiðina í átt að lýðræði markast af þjáningu og tárum. Erfitt sé að vera bjartsýnn þegar vinir manns eigi yfir höfði sér dauðadóm fyrir andóf. Tæpum eitthundrað þrjátíu og tvö þúsund tonnum af loðnu er úthlutað til íslenskra fiskiskipa á komandi vertíð. Tuttugu og eitt skip er skráð með loðnukvóta. ----- Rauða bylgjan eða jafnvel holskeflan sem Repúblikanar í Bandaríkjunum spáðu að myndi rísa í kosningunum í gær minnti frekar á bleika skvettu, svo vitnað sé í fyrirsögn á vef Time fréttatímaritsins. Reyndar bendir fátt til annars en að þeir tryggi sér meirihluta í fulltrúadeild þingsins en tvísýnt er um úrslit í öldungadeildinni. Undir kvöld höfðu Demókratar tryggt sér 48 þingsæti og Repúblikanar 47. Búist er við að úrslit í Nevada verði ekki kynnt fyrr en að nokkrum dögum liðnum vegna tímans sem það tekur að telja utankjörfundaratkvæði. Þá stefnir allt í bráðabana í Georgíu milli Raphaels Warnocks, þingmanns Demókrata, og Repúblikanans Herschels Walkers, sem bauð sig fram á móti honum. Þar þarf frambjóðandi að fá 50 prósent atkvæða til að ná kjöri. Bráðabaninn fer að líkindum fram fljótlega eftir mánaðamót. Ásgeir Tómasson tók saman atburði næturinnar og dagsins. Þingkosningarnar í Bandaríkjunum voru æsispennandi og margt sem kom nokkuð á óvart. Ekki er von á endanlegri niðurstöðu strax, en úrslit í öldungadeildinni eru svo gott sem ráðin, en þó getur ennþá ýmislegt gerst. En ef svo fer sem horfir þá verður sætum í öldunadeildinni skipt jafnt, aftur, og þá myndi Kamala Harris varaforseti hafa oddaatkvæði. Þessar kosningar eru merkilegar fyrir margra hluta sakir.Bjarni Rúnarsson ræddi við Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í stjórnmálafræði og Hafstein Einarsson dósent við Stjórnmálafræðifræðideild Háskóla Íslands. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
11/9/20220
Episode Artwork

Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum allt um kring

Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson héraði í Úkraínu. Ráðamenn þar taka þeim fyrirætlunum með fyrirvara. Úrslita er enn beðið í fimm ríkjum í Bandaríkjunum eftir kosningarnar í gær. Rauðu holskeflunni sem Repúblikanar spáðu hefur verið líkt við bleika skvettu. Auka þarf fjárframlög til geðheilbrigðismála til að stytta biðtíma eftir þjónustu og taka á viðvarandi manneklu. Þingmenn lýstu áhyggjum af stöðu mála á Alþingi í dag. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús segir leiðina í átt að lýðræði markast af þjáningu og tárum. Erfitt sé að vera bjartsýnn þegar vinir manns eigi yfir höfði sér dauðadóm fyrir andóf. Tæpum eitthundrað þrjátíu og tvö þúsund tonnum af loðnu er úthlutað til íslenskra fiskiskipa á komandi vertíð. Tuttugu og eitt skip er skráð með loðnukvóta. ----- Rauða bylgjan eða jafnvel holskeflan sem Repúblikanar í Bandaríkjunum spáðu að myndi rísa í kosningunum í gær minnti frekar á bleika skvettu, svo vitnað sé í fyrirsögn á vef Time fréttatímaritsins. Reyndar bendir fátt til annars en að þeir tryggi sér meirihluta í fulltrúadeild þingsins en tvísýnt er um úrslit í öldungadeildinni. Undir kvöld höfðu Demókratar tryggt sér 48 þingsæti og Repúblikanar 47. Búist er við að úrslit í Nevada verði ekki kynnt fyrr en að nokkrum dögum liðnum vegna tímans sem það tekur að telja utankjörfundaratkvæði. Þá stefnir allt í bráðabana í Georgíu milli Raphaels Warnocks, þingmanns Demókrata, og Repúblikanans Herschels Walkers, sem bauð sig fram á móti honum. Þar þarf frambjóðandi að fá 50 prósent atkvæða til að ná kjöri. Bráðabaninn fer að líkindum fram fljótlega eftir mánaðamót. Ásgeir Tómasson tók saman atburði næturinnar og dagsins. Þingkosningarnar í Bandaríkjunum voru æsispennandi og margt sem kom nokkuð á óvart. Ekki er von á endanlegri niðurstöðu strax, en úrslit í öldungadeildinni eru svo gott sem ráðin, en þó getur ennþá ýmislegt gerst. En ef svo fer sem horfir þá verður sætum í öldunadeildinni skipt jafnt, aftur, og þá myndi Kamala Harris varaforseti hafa oddaatkvæði. Þessar kosningar eru merkilegar fyrir margra hluta sakir.Bjarni Rúnarsson ræddi við Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í stjórnmálafræði og Hafstein Einarsson dósent við Stjórnmálafræðifræðideild Háskóla Íslands. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
11/9/202230 minutes
Episode Artwork

Kosið í Bandaríkjunum, fólk á flótta og fjöldaframleidd föt

Spegillinn 8. nóvember 2022 Þingkosningar í Bandaríkjunum standa nú yfir. Repúblikönum er spáð góðu gengi í kosningum til fulltrúadeildar en spennan er mikil í kosningum til öldungadeildar. Óvíst er hvort fatlaður maður sem vísað var úr landi í síðustu viku kemur aftur til landsins til að gefa skýrslu. Lögmaður hans fór fram á það í dag að hann verði kallaður fyrir héraðsdóm. Erfitt er að nálgast málefni flóttafólks af yfirvegun, segir lektor í lögfræði við Háskóla Íslands. Fólk má auðvitað sýna tilfinningar, en gera verði þá kröfu að talað sé út frá staðreyndum og bestu þekkingu. Ekkert bendir til þess að efnahagsástandið í löndunum í kringum okkur hafi áhrif á jólaverslunina hér á landi. Hún er ekki hafin en viðbúið að hún fari í gang tuttugasta og fimmta nóvember, en þá er svokallaður svartur föstudagur. Er Ísland að drukkna í flóttafólki? Þetta var yfirskrift hádegisfundar sem Alþjóðamálstofnun Háskóla Íslands og fleiri boðuðu til í í dag. Kári Hólmar Ragnarsson lektor við lagadeild Háskóla Íslands fór þar yfir ýmis atriði í innlendu og alþjóðlegu regluverki í málefnum flóttafólks, málaflokki sem vekur tíðum upp heitar og tilfinningaríkar umræður. Spegillinn ræddi við Kára Hólmar eftir fundinn í dag. Margir kaupa föt langt umfram þarfir, og fjöldaframleiðsla á fatnaði er stórt umhverfisvandamál. Fyrir skemmstu tók Rauði Krossinn föt frá kínverska fataframleiðandanum SHEIN úr umferð vegna mögulegra eiturefna í fötunum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir fréttamaður ræddi við Magneu Einarsdóttur fatahönnuð um fjöldaframleiðslu á fatnaði. Þær skoðuðu kápu sem kostar í vefverslun 35 evrur, eða um fimm þúsund íslenskar krónur. Hvernig er kápa sem þessi framleidd? Stjórnvöld á Ítalíu meina nokkur hundruð hælisleitendum að stíga í land úr björgunarskipum sem komu til hafnar í Sikiley um síðustu helgi. Þriðja skipið bættist við í dag og nokkur eru á leið til eyjarinnar. Umsjón: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
11/8/20220
Episode Artwork

Kosið í Bandaríkjunum, fólk á flótta og fjöldaframleidd föt

Spegillinn 8. nóvember 2022 Þingkosningar í Bandaríkjunum standa nú yfir. Repúblikönum er spáð góðu gengi í kosningum til fulltrúadeildar en spennan er mikil í kosningum til öldungadeildar. Óvíst er hvort fatlaður maður sem vísað var úr landi í síðustu viku kemur aftur til landsins til að gefa skýrslu. Lögmaður hans fór fram á það í dag að hann verði kallaður fyrir héraðsdóm. Erfitt er að nálgast málefni flóttafólks af yfirvegun, segir lektor í lögfræði við Háskóla Íslands. Fólk má auðvitað sýna tilfinningar, en gera verði þá kröfu að talað sé út frá staðreyndum og bestu þekkingu. Ekkert bendir til þess að efnahagsástandið í löndunum í kringum okkur hafi áhrif á jólaverslunina hér á landi. Hún er ekki hafin en viðbúið að hún fari í gang tuttugasta og fimmta nóvember, en þá er svokallaður svartur föstudagur. Er Ísland að drukkna í flóttafólki? Þetta var yfirskrift hádegisfundar sem Alþjóðamálstofnun Háskóla Íslands og fleiri boðuðu til í í dag. Kári Hólmar Ragnarsson lektor við lagadeild Háskóla Íslands fór þar yfir ýmis atriði í innlendu og alþjóðlegu regluverki í málefnum flóttafólks, málaflokki sem vekur tíðum upp heitar og tilfinningaríkar umræður. Spegillinn ræddi við Kára Hólmar eftir fundinn í dag. Margir kaupa föt langt umfram þarfir, og fjöldaframleiðsla á fatnaði er stórt umhverfisvandamál. Fyrir skemmstu tók Rauði Krossinn föt frá kínverska fataframleiðandanum SHEIN úr umferð vegna mögulegra eiturefna í fötunum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir fréttamaður ræddi við Magneu Einarsdóttur fatahönnuð um fjöldaframleiðslu á fatnaði. Þær skoðuðu kápu sem kostar í vefverslun 35 evrur, eða um fimm þúsund íslenskar krónur. Hvernig er kápa sem þessi framleidd? Stjórnvöld á Ítalíu meina nokkur hundruð hælisleitendum að stíga í land úr björgunarskipum sem komu til hafnar í Sikiley um síðustu helgi. Þriðja skipið bættist við í dag og nokkur eru á leið til eyjarinnar. Umsjón: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
11/8/202230 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 7.nóvember 2022

Spegillinn 7.nóvember 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Þingmaður Viðreisnar segir vafa á því hvort lífeyrissjóðir hafi heimild eða umboð til að semja um að taka á sig skuldir Íbúðalánasjóðs. Fráleitt sé að tala um samningaviðræður við Lífeyreyrissjóði um afleita stöðu ÍL-sjóðs ef þær eigi að fara fram undir hótunum um lagasetningu frá ríkisstjórninni. Viðbúið er að fasteignagjöld hækki mikið um áramótin. Mörg sveitarfélög virðast ekki ætla að bregðast við hækkun fasteignamats með því að lækka álagsprósentu. Óbreytt prósenta á að skila Reykjavíkurborg yfir þremur milljörðum króna í auknar skatttekjur. Bandarísku þingkosningarnar á morgun gætu haft mikla þýðingu fyrir Donald Trump. Hann daðrar mjög við forsetaframboð eftir tvö ár en liggur enn undir feldi. Taka þarf á nauðung og þvingun í regluverki í málefnum aldraðra að mati dósents við Háskóla Íslands. Fimm prósent íbúa hjúkrunarheimila er í fjötrum daglega. Lengri umfjöllun: Það má segja að spjót hafi staðið á Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags- og vinnumálaráðherra Vinstri grænna í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Fyrst krafði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í Viðreisn hann svara um afstöðu sína til slæmrar stöðu Íbúðalánasjóðs - eða ÍL sjóðs - eins og við heyrðum í fréttahluta Spegilsins og síðan spurði Andrés Ingi Jónsson Pírötum Guðmund Inga út í umdeilda brottvísun hælisleitenda í fyrri viku og einkum fatlaðs manns í þeim hópi. Áhyggjur af efnahagsmálum, verðhækkunum og auknu ofbeldi setja svip sinn á þingkosningar í Bandaríkjunum á morgun. Skoðanakannanir hafa sýnt að dagurinn verður Demókrötum erfiður. Ásgeir Tómasson segir frá. Í síðustu viku var kosið til þings í Ísrael í fimmta sinn á fjórum árum og allt stefnir í að Benjamín Netanyahu verði forsætisráðherra á ný eftir rúmlega árs setu í stjórnarandstöðu. Dahlia Scheindlin, stjórnmálaskýrandi hefur fjallað um og rannsakað ísraelsk stjórnmál í rúmlega tuttugu ár. Björn Malmquist ræddi við Scheindlin um niðurstöður kosninganna og stjórnina sem er í burðarliðnum og talið er að gæti orðið sú hægrisinnaðasta nokkru sinni í Ísrael.
11/7/20220
Episode Artwork

Spegillinn 7.nóvember 2022

Spegillinn 7.nóvember 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Þingmaður Viðreisnar segir vafa á því hvort lífeyrissjóðir hafi heimild eða umboð til að semja um að taka á sig skuldir Íbúðalánasjóðs. Fráleitt sé að tala um samningaviðræður við Lífeyreyrissjóði um afleita stöðu ÍL-sjóðs ef þær eigi að fara fram undir hótunum um lagasetningu frá ríkisstjórninni. Viðbúið er að fasteignagjöld hækki mikið um áramótin. Mörg sveitarfélög virðast ekki ætla að bregðast við hækkun fasteignamats með því að lækka álagsprósentu. Óbreytt prósenta á að skila Reykjavíkurborg yfir þremur milljörðum króna í auknar skatttekjur. Bandarísku þingkosningarnar á morgun gætu haft mikla þýðingu fyrir Donald Trump. Hann daðrar mjög við forsetaframboð eftir tvö ár en liggur enn undir feldi. Taka þarf á nauðung og þvingun í regluverki í málefnum aldraðra að mati dósents við Háskóla Íslands. Fimm prósent íbúa hjúkrunarheimila er í fjötrum daglega. Lengri umfjöllun: Það má segja að spjót hafi staðið á Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags- og vinnumálaráðherra Vinstri grænna í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Fyrst krafði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í Viðreisn hann svara um afstöðu sína til slæmrar stöðu Íbúðalánasjóðs - eða ÍL sjóðs - eins og við heyrðum í fréttahluta Spegilsins og síðan spurði Andrés Ingi Jónsson Pírötum Guðmund Inga út í umdeilda brottvísun hælisleitenda í fyrri viku og einkum fatlaðs manns í þeim hópi. Áhyggjur af efnahagsmálum, verðhækkunum og auknu ofbeldi setja svip sinn á þingkosningar í Bandaríkjunum á morgun. Skoðanakannanir hafa sýnt að dagurinn verður Demókrötum erfiður. Ásgeir Tómasson segir frá. Í síðustu viku var kosið til þings í Ísrael í fimmta sinn á fjórum árum og allt stefnir í að Benjamín Netanyahu verði forsætisráðherra á ný eftir rúmlega árs setu í stjórnarandstöðu. Dahlia Scheindlin, stjórnmálaskýrandi hefur fjallað um og rannsakað ísraelsk stjórnmál í rúmlega tuttugu ár. Björn Malmquist ræddi við Scheindlin um niðurstöður kosninganna og stjórnina sem er í burðarliðnum og talið er að gæti orðið sú hægrisinnaðasta nokkru sinni í Ísrael.
11/7/202230 minutes
Episode Artwork

Brottvísanir hælisleitenda og landsfundur Sjálfstæðisflokks

Spegillinn 4. nóvember 2022 Hælisleitandi sem vísað var úr landi til Grikklands segir ekkert nema götuna bíða sín þar; hann hafi verið beittur harðræði. Dómsmálaráðherra segir brottvísun óyndisúrræði en almenningur hafi ekki endilega allar upplýsingar um þessi mál. Sólveig Klara Ragnarsdóttir talaði við Mohammedfs Alkurd og Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Jón Gunnarsson. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins lagði áherslu á stöðugleika í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins síðdegis. Þá bauð hann þá sem hefðu yfirgefið flokkinn vegna Evrópumála velkomna aftur heim. Drónaeftirlit Fiskistofu hefur sýnt að brottkast er stundað á tæplega helmingi báta sem flogið er yfir. Ögmundur Knútsson, fiskistofustjóri vísar á bug að drónum sé mest beint að smábátum. Ágúst Ólafsson talaði við hann. Endurupptökudómur telur sig ekki hafa heimild til að vísa hrunmálum til Landsréttar þrátt fyrir dóma Hæstaréttar þess efnis. Störukeppni dómstólanna að dómi vararíkissaksóknara. Alexander Kristjánsson tók saman. Sænsk stjórnvöld eru hvött til að bæta upplýsingaöflun um mismunun og rasisma þar í landi. Teymi á vegum Sameinuðu þjóðanna telur að Svíar þurfi að taka kerfisbundinn rasisma fastari tökum. Pétur Magnússon sagði frá. ------------ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins vék að sölu bankanna í setningarræðu sinni á landsfundi, oft hefði verið ályktað þar að að ríkið skyldi ekki eiga fjármálafyrirtæki og því vildi hann framfylgja. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður fylgist með landsfundinum og segir að formannskjör á sunnudag setji að sjálfsögðu svip á fundinn. Fjárhagsstaða sveitarfélaga er víða erfið. Gert er ráð fyrir fimmtán milljarða halla á Reykjavíkurborg í ár og fjögur hundruð millarða króna halla á Akureyri á næsta ári. Bjarni Rúnarsson ræddi við Sigurð Ármann Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðuna. Fræðimenn hafa löngum brotið heilann um rúnastein sem fannst í miðju Oklahomaríki í Bandaríkjunum og eru í þjóðgarði helguðum honum. . Fræðakona helgaði líf sitt því að rannsaka rúnirnar og eignaði þær víkingum. Þær kenningar hafa verið hraktar að mestu og líklegt að norrænn innflytjandi hafi klappað rúnirnar í steininn snemma á 19. öld. Kristján Sigurjónsson sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
11/4/20220
Episode Artwork

Brottvísanir hælisleitenda og landsfundur Sjálfstæðisflokks

Spegillinn 4. nóvember 2022 Hælisleitandi sem vísað var úr landi til Grikklands segir ekkert nema götuna bíða sín þar; hann hafi verið beittur harðræði. Dómsmálaráðherra segir brottvísun óyndisúrræði en almenningur hafi ekki endilega allar upplýsingar um þessi mál. Sólveig Klara Ragnarsdóttir talaði við Mohammedfs Alkurd og Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Jón Gunnarsson. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins lagði áherslu á stöðugleika í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins síðdegis. Þá bauð hann þá sem hefðu yfirgefið flokkinn vegna Evrópumála velkomna aftur heim. Drónaeftirlit Fiskistofu hefur sýnt að brottkast er stundað á tæplega helmingi báta sem flogið er yfir. Ögmundur Knútsson, fiskistofustjóri vísar á bug að drónum sé mest beint að smábátum. Ágúst Ólafsson talaði við hann. Endurupptökudómur telur sig ekki hafa heimild til að vísa hrunmálum til Landsréttar þrátt fyrir dóma Hæstaréttar þess efnis. Störukeppni dómstólanna að dómi vararíkissaksóknara. Alexander Kristjánsson tók saman. Sænsk stjórnvöld eru hvött til að bæta upplýsingaöflun um mismunun og rasisma þar í landi. Teymi á vegum Sameinuðu þjóðanna telur að Svíar þurfi að taka kerfisbundinn rasisma fastari tökum. Pétur Magnússon sagði frá. ------------ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins vék að sölu bankanna í setningarræðu sinni á landsfundi, oft hefði verið ályktað þar að að ríkið skyldi ekki eiga fjármálafyrirtæki og því vildi hann framfylgja. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður fylgist með landsfundinum og segir að formannskjör á sunnudag setji að sjálfsögðu svip á fundinn. Fjárhagsstaða sveitarfélaga er víða erfið. Gert er ráð fyrir fimmtán milljarða halla á Reykjavíkurborg í ár og fjögur hundruð millarða króna halla á Akureyri á næsta ári. Bjarni Rúnarsson ræddi við Sigurð Ármann Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðuna. Fræðimenn hafa löngum brotið heilann um rúnastein sem fannst í miðju Oklahomaríki í Bandaríkjunum og eru í þjóðgarði helguðum honum. . Fræðakona helgaði líf sitt því að rannsaka rúnirnar og eignaði þær víkingum. Þær kenningar hafa verið hraktar að mestu og líklegt að norrænn innflytjandi hafi klappað rúnirnar í steininn snemma á 19. öld. Kristján Sigurjónsson sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
11/4/202230 minutes
Episode Artwork

Viðbrögð við brottvísunum og loftslagsbreytingar

Spegillinn 3. nóvember 2022 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur óskað eftir mati á hvort lög og réttindi fatlaðra hafi verið virt við brottvísun manns í hjólastól til Grikklands í nótt. Magnús Ingvarsson skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Ármúla segir starfsfbrottvísun tveggja stúlkna sem voru nemendur þar hafa haft mikil áhrif á starfsfólk. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir tók saman. Brottvísunum var mótmælt á Austurvelli, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði þar við Björgvin Ægi Elísson og Nönnu Hlíf Ingadóttur. Benjamin Netanyahu verður að líkindum aftur forsætisráðherra Ísraels, eftir fjórtán mánaða setu í stjórnarandstöðu. Likud flokkur hans og aðrir hægri flokkar náðu meirihluta í þingkosningum á þriðjudaginn. Björn Malmquist sagði frá. Forseti bæjarstjórnar á Akureyri segir ekki hjá því komist að hækka gjaldskrá bæjarins. Skólamáltíðir, sorphirða og tónlistarnám barna er meðal þess sem verður dýrara. Óðinn Svan Óðinsson talaði við Heimi Örn Magnússon (D) og Hildu Jönu Gísladóttur (S). Ólöf Erlendsdóttir tók saman. Vansvefta íbúar í miðborg Reykjavíkur eru að gefast upp vegna hávaða næturlífsins og selja fasteignir sínar. Sólveig Klara Ragnarsdóttir talaði við Sigrúnu Tryggvadóttur, formann íbúasamtaka miðborgarinnar. --------------------- Loftslag hlýnar hraðar í Evrópu en í öðrum heimsálfum. Meðalhitastig hefur hækkað um hálfa gráðu í álfunni á hverjum áratug frá 1991. Bjarni Rúnarsson ræddi um nýja skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar við Önna Huldu Ólafsdóttiu skrifstofustjóra loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands og Theódóru Matthíasdóttur, sérfræðing á Veðurstofu Íslands Kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði skipta hundruðum og nær aldrei er búið að semja áður en samningur rennur út. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari er bjartsýnn á viðræður sem framundan eru en við öllu búinn. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann um horfur framundan og gagnagrunn sem opnaður var í dag. Snerting, bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, verður að kvikmynd sem kemur út næsta haust. Við tökur myndarinnar í Gufunesi var meðal annars settur upp japanskur veitingastaður í New York-borg sjöunda áratugarins. Haukur Holm ræddi við Ólaf og Baltasar Kormák leikstjóra. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Útsending frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
11/3/20220
Episode Artwork

Viðbrögð við brottvísunum og loftslagsbreytingar

Spegillinn 3. nóvember 2022 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur óskað eftir mati á hvort lög og réttindi fatlaðra hafi verið virt við brottvísun manns í hjólastól til Grikklands í nótt. Magnús Ingvarsson skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Ármúla segir starfsfbrottvísun tveggja stúlkna sem voru nemendur þar hafa haft mikil áhrif á starfsfólk. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir tók saman. Brottvísunum var mótmælt á Austurvelli, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði þar við Björgvin Ægi Elísson og Nönnu Hlíf Ingadóttur. Benjamin Netanyahu verður að líkindum aftur forsætisráðherra Ísraels, eftir fjórtán mánaða setu í stjórnarandstöðu. Likud flokkur hans og aðrir hægri flokkar náðu meirihluta í þingkosningum á þriðjudaginn. Björn Malmquist sagði frá. Forseti bæjarstjórnar á Akureyri segir ekki hjá því komist að hækka gjaldskrá bæjarins. Skólamáltíðir, sorphirða og tónlistarnám barna er meðal þess sem verður dýrara. Óðinn Svan Óðinsson talaði við Heimi Örn Magnússon (D) og Hildu Jönu Gísladóttur (S). Ólöf Erlendsdóttir tók saman. Vansvefta íbúar í miðborg Reykjavíkur eru að gefast upp vegna hávaða næturlífsins og selja fasteignir sínar. Sólveig Klara Ragnarsdóttir talaði við Sigrúnu Tryggvadóttur, formann íbúasamtaka miðborgarinnar. --------------------- Loftslag hlýnar hraðar í Evrópu en í öðrum heimsálfum. Meðalhitastig hefur hækkað um hálfa gráðu í álfunni á hverjum áratug frá 1991. Bjarni Rúnarsson ræddi um nýja skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar við Önna Huldu Ólafsdóttiu skrifstofustjóra loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands og Theódóru Matthíasdóttur, sérfræðing á Veðurstofu Íslands Kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði skipta hundruðum og nær aldrei er búið að semja áður en samningur rennur út. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari er bjartsýnn á viðræður sem framundan eru en við öllu búinn. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann um horfur framundan og gagnagrunn sem opnaður var í dag. Snerting, bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, verður að kvikmynd sem kemur út næsta haust. Við tökur myndarinnar í Gufunesi var meðal annars settur upp japanskur veitingastaður í New York-borg sjöunda áratugarins. Haukur Holm ræddi við Ólaf og Baltasar Kormák leikstjóra. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Útsending frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
11/3/202230 minutes
Episode Artwork

Dönsku kosningarnar, aðföng bænda og varðveisla fornminja

Spegillinn 2. nóvember 2022 Lögregla hefur síðustu daga handtekið hælisleitendur og fært í gæsluvarðhald á Hólmsheiði. Lögmaður nokkurra þeirra furðar sig á gjörningnum. Óvíst er hvort niðurstöðu Hæstaréttar í máli Gráa hersins gegn ríkinu og Tryggingastofnun verði skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Niðurstaðan í dag veldur vonbrigðum, segir annar lögmanna Gráa hersins. Öryrkjar sem hafa leitað til umboðsmanns skuldara í ár hafa að meðaltali minna en enga greiðslugetu. Verkefnastjóri þar segist eiga erfitt með að sjá hvernig sá hópur eigi að draga meira saman. Útlit er fyrir að verð á aðföngum til bænda hækki enn frekar á næsta ári. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna óttast að bændur bregði búi vegna þessa. Fyrirhugaðar breytingar á fjölmiðlalögum taka sérstaklega á skuggahliðum netheima og nýjum veruleika bæði fjölmiðla og notenda í stafrænum heimi. Prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands segir að oft sé gengið fram hjá byggðasöfnum sem vilja sýna fornminjar í sinni heimabyggð. Í stað þess séu þær fluttar á Þjóðminjasafnið í Reykjavík. ------ Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi í dag við leiðtoga allra stjórnmálaflokka landsins og hlustaði á skoðanir þeirra- á hver eigi að verða næsti forsætisráðherra. Mette Frederiksen hélt í morgun á fund drottningar og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Henni var falið að gegna forsætisráðherraembættinu áfram þar til nýr hefur verið skipaður, að líkindum hún sjálf. Bændur hafa fundið rækilega fyrir hækkun á aðföngum, eins og fóðri, plasti og áburði. Ástæðan er sú að hráefni til áburðarframleiðslu eru meðal annars í Rússlandi. Þetta hefur óneitanlega áhrif á verðlag matvöru, bæði hér á landi og annars staðar. Og enn syrtir í álinn. Útlit er fyrir enn frekari hækkanir á nauðsynlegum aðföngum til búrekstrar á næsta ári. Hugmyndir eru uppi um að nýta betur lífræn efni til ræktunar túna. Vigdís Häsler er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana. Mikill meirihluti minja, sem fundist hafa í fornleifauppgreftri á landsbyggðinni á undanförnum árum, er í geymslum Þjóðminjasafns Íslands á höfuðborgarsvæðinu. Prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands segir að oft sé gengið fram hjá byggðasöfnum sem vilji sýna minjarnar í heimabyggð.Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við Steinunni Kristjánsdóttur og Ágústu Kristófersdóttur. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
11/2/20220
Episode Artwork

Dönsku kosningarnar, aðföng bænda og varðveisla fornminja

Spegillinn 2. nóvember 2022 Lögregla hefur síðustu daga handtekið hælisleitendur og fært í gæsluvarðhald á Hólmsheiði. Lögmaður nokkurra þeirra furðar sig á gjörningnum. Óvíst er hvort niðurstöðu Hæstaréttar í máli Gráa hersins gegn ríkinu og Tryggingastofnun verði skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Niðurstaðan í dag veldur vonbrigðum, segir annar lögmanna Gráa hersins. Öryrkjar sem hafa leitað til umboðsmanns skuldara í ár hafa að meðaltali minna en enga greiðslugetu. Verkefnastjóri þar segist eiga erfitt með að sjá hvernig sá hópur eigi að draga meira saman. Útlit er fyrir að verð á aðföngum til bænda hækki enn frekar á næsta ári. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna óttast að bændur bregði búi vegna þessa. Fyrirhugaðar breytingar á fjölmiðlalögum taka sérstaklega á skuggahliðum netheima og nýjum veruleika bæði fjölmiðla og notenda í stafrænum heimi. Prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands segir að oft sé gengið fram hjá byggðasöfnum sem vilja sýna fornminjar í sinni heimabyggð. Í stað þess séu þær fluttar á Þjóðminjasafnið í Reykjavík. ------ Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi í dag við leiðtoga allra stjórnmálaflokka landsins og hlustaði á skoðanir þeirra- á hver eigi að verða næsti forsætisráðherra. Mette Frederiksen hélt í morgun á fund drottningar og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Henni var falið að gegna forsætisráðherraembættinu áfram þar til nýr hefur verið skipaður, að líkindum hún sjálf. Bændur hafa fundið rækilega fyrir hækkun á aðföngum, eins og fóðri, plasti og áburði. Ástæðan er sú að hráefni til áburðarframleiðslu eru meðal annars í Rússlandi. Þetta hefur óneitanlega áhrif á verðlag matvöru, bæði hér á landi og annars staðar. Og enn syrtir í álinn. Útlit er fyrir enn frekari hækkanir á nauðsynlegum aðföngum til búrekstrar á næsta ári. Hugmyndir eru uppi um að nýta betur lífræn efni til ræktunar túna. Vigdís Häsler er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana. Mikill meirihluti minja, sem fundist hafa í fornleifauppgreftri á landsbyggðinni á undanförnum árum, er í geymslum Þjóðminjasafns Íslands á höfuðborgarsvæðinu. Prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands segir að oft sé gengið fram hjá byggðasöfnum sem vilji sýna minjarnar í heimabyggð.Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við Steinunni Kristjánsdóttur og Ágústu Kristófersdóttur. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
11/2/202230 minutes
Episode Artwork

COP-27, formannsslagur Sjálfstæðisflokks og kosningar í Ísrael

Spegillinn 1. nóvember 2022 Kjörstöðum í Danmörku verður lokað klukkan sjö og þá verður birt útgönguspá. Niðurstöðum þingkosninganna er beðið með mikilli eftirvæntingu. Formaður borgarráðs segir að Reykvíkingar muni ekki finna fyrir mestu aðhaldsaðgerðum borgarinnar frá hruni, þar sem aðhaldið komi innan frá. Það stefnir í fimmtán milljarða króna halla og fulltrúar minnihlutans hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Matvælastofnun segir að orðræða í garð starfsfólks hafi verið óvægin í tengslum við dýravelferðarmál. Stofnunin hafi farið að lögum í slíkum málum. Ekkert dýr innbyrðir meira örplast en steypireyðurin - stærsta dýr í heimi, eða um tíu milljónir plasteinda á dag. Formaður Loftslagsráðs segir að orkukrísa í Evrópu sé til komin vegna aðgerðaleysis í loftslagsmálum. Spenna í alþjóðasamfélaginu komi til með að lita umræður á komandi loftslagsþingi. ----- Loftslagsráðstefnan COP-27 hverfist að stórum hluta um að framfylgja áður útgefnum loforðum og skuldbindingum þjóða. Parísarsamkomulagið er orðið sjö ára gamalt og enn er langt í land að allar þær þjóðir sem kvittuðu undir það standi við sinn hluta. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs segir að þjóðir heims verði að koma sér saman um aðgerðir þrátt fyrir sundrung í alþjóðastjórnmálum. Orkukrísan sem ríki víða um heim sé birtingarmynd aðgerðaleysis í loftslagsmálum. Spegillinn ræddi við Halldór og við spurðum fyrst við hverju mætti búast á COP 27. Á sunnudaginn er formannskjör á dagskrá landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Sitjandi formaður er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni hefur verið formaður frá 2009 og gefur kost á sér áfram. Aðeins Ólafur Thors sem var formaður í 27 ár og Davíð Oddsson sem gegndi formennsku í fjórtán ár hafa setið lengur á þeim stóli. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tilkynnti um helgina að hann sæktist eftir að verða formaður, fólk hefði áhyggjur af stöðu flokksins. Mörgum hefur reynst erfitt að greina stefnuágreining milli Bjarna og Guðlaugs sem hafa báðir starfað í Sjálfstæðisflokknum um áratugaskeið. Fundurinn um helgina verður haldinn í Laugardalshöll og þar eiga um tvö þúsund fulltrúar setu- og kosningarétt. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor segir ekkert einfalt svar við því hvort formannsslagur sé góður eða vondur fyrir stjórnmálaflokk. Nýlokið er æsispennandi forsetakosningum í Brasilíu þar sem munurinn á fylgi frambjóðenda hefði vart getað verið minni. Í Danmörku eru þingkosningar í dag þar sem útilokað er að spá fyrir um hvort mið- og vinstri eða mið- og hægristjórn verður við v
11/1/20220
Episode Artwork

COP-27, formannsslagur Sjálfstæðisflokks og kosningar í Ísrael

Spegillinn 1. nóvember 2022 Kjörstöðum í Danmörku verður lokað klukkan sjö og þá verður birt útgönguspá. Niðurstöðum þingkosninganna er beðið með mikilli eftirvæntingu. Formaður borgarráðs segir að Reykvíkingar muni ekki finna fyrir mestu aðhaldsaðgerðum borgarinnar frá hruni, þar sem aðhaldið komi innan frá. Það stefnir í fimmtán milljarða króna halla og fulltrúar minnihlutans hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Matvælastofnun segir að orðræða í garð starfsfólks hafi verið óvægin í tengslum við dýravelferðarmál. Stofnunin hafi farið að lögum í slíkum málum. Ekkert dýr innbyrðir meira örplast en steypireyðurin - stærsta dýr í heimi, eða um tíu milljónir plasteinda á dag. Formaður Loftslagsráðs segir að orkukrísa í Evrópu sé til komin vegna aðgerðaleysis í loftslagsmálum. Spenna í alþjóðasamfélaginu komi til með að lita umræður á komandi loftslagsþingi. ----- Loftslagsráðstefnan COP-27 hverfist að stórum hluta um að framfylgja áður útgefnum loforðum og skuldbindingum þjóða. Parísarsamkomulagið er orðið sjö ára gamalt og enn er langt í land að allar þær þjóðir sem kvittuðu undir það standi við sinn hluta. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs segir að þjóðir heims verði að koma sér saman um aðgerðir þrátt fyrir sundrung í alþjóðastjórnmálum. Orkukrísan sem ríki víða um heim sé birtingarmynd aðgerðaleysis í loftslagsmálum. Spegillinn ræddi við Halldór og við spurðum fyrst við hverju mætti búast á COP 27. Á sunnudaginn er formannskjör á dagskrá landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Sitjandi formaður er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni hefur verið formaður frá 2009 og gefur kost á sér áfram. Aðeins Ólafur Thors sem var formaður í 27 ár og Davíð Oddsson sem gegndi formennsku í fjórtán ár hafa setið lengur á þeim stóli. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tilkynnti um helgina að hann sæktist eftir að verða formaður, fólk hefði áhyggjur af stöðu flokksins. Mörgum hefur reynst erfitt að greina stefnuágreining milli Bjarna og Guðlaugs sem hafa báðir starfað í Sjálfstæðisflokknum um áratugaskeið. Fundurinn um helgina verður haldinn í Laugardalshöll og þar eiga um tvö þúsund fulltrúar setu- og kosningarétt. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor segir ekkert einfalt svar við því hvort formannsslagur sé góður eða vondur fyrir stjórnmálaflokk. Nýlokið er æsispennandi forsetakosningum í Brasilíu þar sem munurinn á fylgi frambjóðenda hefði vart getað verið minni. Í Danmörku eru þingkosningar í dag þar sem útilokað er að spá fyrir um hvort mið- og vinstri eða mið- og hægristjórn verður við v
11/1/202230 minutes
Episode Artwork

31.10.2022

Spegillinn 31. október 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Íslendingur sem flúði innrásina í Úkraínu hefur snúið aftur til Kyiv og ætlar að einangra hús sitt á íslenskan máta, vegna lítils orkuöryggis í landinu. Hann segist vart trúa því að búa í þessum aðstæðum. Danir kjósa til þings á morgun og það stefnir í mest spennandi kosningar í landinu síðan fyrir aldamót. Enn er óvíst hvenær skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka lítur dagsins ljós. Nokkur skjálftavirkni var bæði við Bárðarbungu og Herðubreið í dag. Yfir hundrað tonn af graskerjum hafa selst hér á landi í tilefni af hrekkjavöku sem er í dag. Olaf Scholz kanslari Þýskalands gagnrýndi í dag loftslagsmótmælendur fyrir að gera fræg listaverk að skotmarki sínu í aðdraganda COP27-ráðstefnunnar í Egyptalandi. Á hin rammíslensku jólaborð bætast nú danskir humrar við skosku rjúpurnar. Lengri umfjöllun: Ársverðbólgan í þeim 19 löndum Evrópu þar sem evran er gjaldmiðill mælist núna að meðaltali 10,7 prósent. Hún hefur aldrei áður mælst svo mikil í rúmlega 20 ára sögu evrunnar. Þetta kemur fram í tölum Evrópsku hagstofunnar - Eurostat- sem birtar voru í dag. Það er einkum orku- og matarverð sem hefur hækkað. Orkuverð hefur hækkað um tæp 42 prósent á einu ári í Evruríkjum og sú hækkun kemur verulega við pyngjuna hjá evrópskum almenningi og fyrirtækjum. Kristján Sigurjónsson ræðir við Katrínu Ólafsdóttur hagfræðing og dósent við Háskólann í Reykjavík um efnahagsástandið í Evrópu og áhrif þess hér á landi. Þann sjötta nóvember hefst loftslagsráðstefnan COP 27 í Egyptalandi. Ríki heims koma þar saman til að leggja á ráðin um stöðu loftslagsmála og stilla saman strengi sína í baráttunni við loftslagsvána. Sendinefnd fer frá Íslandi á ráðstefnuna sem formlegur málsvari landsins, en þar verða einnig fleiri fulltrúar. Helga Barðadóttir fer fyrir sendinefnd Íslands á COP-27. Bjarni Rúnarsson talar við Helgu. Í Sao Paulo og víðar í Brasilíu brast á með söng og dansi meðal stuðningsfólks Luiz Inacio Lula da Silva, forsetaframbjóðanda vinstrimanna, þegar hann seig fram úr andstæðingnum Jair Bolsonaro forseta, frambjóðanda hægrimanna, í gærkvöld. Ásgeir Tómasson segir frá forsetakosningunum í Brasilíu.
10/31/20220
Episode Artwork

Spegillinn 31. október 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Íslendingur sem flúði innrásina í Úkraínu hefur snúið aftur til Kyiv og ætlar að einangra hús sitt á íslenskan máta, vegna lítils orkuöryggis í landinu. Hann segist vart trúa því að búa í þessum aðstæðum. Danir kjósa til þings á morgun og það stefnir í mest spennandi kosningar í landinu síðan fyrir aldamót. Enn er óvíst hvenær skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka lítur dagsins ljós. Nokkur skjálftavirkni var bæði við Bárðarbungu og Herðubreið í dag. Yfir hundrað tonn af graskerjum hafa selst hér á landi í tilefni af hrekkjavöku sem er í dag. Olaf Scholz kanslari Þýskalands gagnrýndi í dag loftslagsmótmælendur fyrir að gera fræg listaverk að skotmarki sínu í aðdraganda COP27-ráðstefnunnar í Egyptalandi. Á hin rammíslensku jólaborð bætast nú danskir humrar við skosku rjúpurnar. Lengri umfjöllun: Ársverðbólgan í þeim 19 löndum Evrópu þar sem evran er gjaldmiðill mælist núna að meðaltali 10,7 prósent. Hún hefur aldrei áður mælst svo mikil í rúmlega 20 ára sögu evrunnar. Þetta kemur fram í tölum Evrópsku hagstofunnar - Eurostat- sem birtar voru í dag. Það er einkum orku- og matarverð sem hefur hækkað. Orkuverð hefur hækkað um tæp 42 prósent á einu ári í Evruríkjum og sú hækkun kemur verulega við pyngjuna hjá evrópskum almenningi og fyrirtækjum. Kristján Sigurjónsson ræðir við Katrínu Ólafsdóttur hagfræðing og dósent við Háskólann í Reykjavík um efnahagsástandið í Evrópu og áhrif þess hér á landi. Þann sjötta nóvember hefst loftslagsráðstefnan COP 27 í Egyptalandi. Ríki heims koma þar saman til að leggja á ráðin um stöðu loftslagsmála og stilla saman strengi sína í baráttunni við loftslagsvána. Sendinefnd fer frá Íslandi á ráðstefnuna sem formlegur málsvari landsins, en þar verða einnig fleiri fulltrúar. Helga Barðadóttir fer fyrir sendinefnd Íslands á COP-27. Bjarni Rúnarsson talar við Helgu. Í Sao Paulo og víðar í Brasilíu brast á með söng og dansi meðal stuðningsfólks Luiz Inacio Lula da Silva, forsetaframbjóðanda vinstrimanna, þegar hann seig fram úr andstæðingnum Jair Bolsonaro forseta, frambjóðanda hægrimanna, í gærkvöld. Ásgeir Tómasson segir frá forsetakosningunum í Brasilíu.
10/31/202230 minutes
Episode Artwork

Landsfundur Samfylkingarinnar, þungur dómur, heimilialausir, einelti

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn Útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Það stefnir í að sjálfkjörið verði í tvö æðstu embætti Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Grand Hotel í Reykjavík. Höskuldur Kári Schram var í beinni útsendingu frá fundinum. Sýknudómi þriggja samverkamanna var snúið í 14 ára fangelsisdóm þegar Landsréttur kvað upp dóm í Rauðagerðismálinu í dag. Morðinginn fær tuttugu ára dóm. Alexander Kristjánsson tók saman og talaði við Geir Gestsson, lögmann eins sakborninganna sem segir að leitað verði áfrýjunarleyfis hjá Hæstarétti og telja verður líklegt að fallist verði á það. Unnur Þorsteinsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Unnur er áhrifamesta vísindakona Evrópu samkvæmt vefnum Research.com og sú fimmta áhrifamesta í heiminum. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við hana. Neyðarskýlin í Reykjavík ráða ekki við þann mikla fjölda sem nýtir þjónustuna, segir Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá borginni. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hana. Flest bendir til að Landgræðslan og Skógræktin gangi í eina sæng á næstunni. Árni Bragason Landgræðslustjóri og Þröstur Eysteinsson Skógræktarstjóri ræddu við Bjarna Rúnarsson. Samskipti barna og unglinga hafa breyst á undanförnum árum með tilkomu samfélagsmiðla og breytingarnar eru örar. Það er auðvelt að missa sjónar á samskiptamynstri unga fólksins ef foreldrar sofna á verðinum og fylgjast ekki með. Kristján Sigurjónsson ræddi samskiptamynstur ungmenna og foreldra við Katrínu Mjöll Halldórsdóttur og Sturlu Brynjólfsson, sálfræðinga hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni í Reykjavík og umsjónarmenn podcastsins Kvíðakastsins. Búist er við hryllilegri stemningu í Skautahöll Akureyrar í kvöld. þar sem verður boðið upp á hrekkjavöku-skautadiskó. Amanda Guðrún Bjarnadóttir sagði frá og talaði við Svölu Vigfúsdóttur. Ný og endurbætt útgáfa Bítlaplötunnar Revolver kom út í dag, Revolver (Super Deluxe). Í kassanum eru fjórar breiðskífur, EP plata og hundrað síðna bók um plötuna og tilurð hennar. Ásgeir Tómasson sagði frá.
10/28/20220
Episode Artwork

Landsfundur Samfylkingarinnar, þungur dómur, heimilialausir, einelti

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn Útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Það stefnir í að sjálfkjörið verði í tvö æðstu embætti Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Grand Hotel í Reykjavík. Höskuldur Kári Schram var í beinni útsendingu frá fundinum. Sýknudómi þriggja samverkamanna var snúið í 14 ára fangelsisdóm þegar Landsréttur kvað upp dóm í Rauðagerðismálinu í dag. Morðinginn fær tuttugu ára dóm. Alexander Kristjánsson tók saman og talaði við Geir Gestsson, lögmann eins sakborninganna sem segir að leitað verði áfrýjunarleyfis hjá Hæstarétti og telja verður líklegt að fallist verði á það. Unnur Þorsteinsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Unnur er áhrifamesta vísindakona Evrópu samkvæmt vefnum Research.com og sú fimmta áhrifamesta í heiminum. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við hana. Neyðarskýlin í Reykjavík ráða ekki við þann mikla fjölda sem nýtir þjónustuna, segir Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá borginni. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hana. Flest bendir til að Landgræðslan og Skógræktin gangi í eina sæng á næstunni. Árni Bragason Landgræðslustjóri og Þröstur Eysteinsson Skógræktarstjóri ræddu við Bjarna Rúnarsson. Samskipti barna og unglinga hafa breyst á undanförnum árum með tilkomu samfélagsmiðla og breytingarnar eru örar. Það er auðvelt að missa sjónar á samskiptamynstri unga fólksins ef foreldrar sofna á verðinum og fylgjast ekki með. Kristján Sigurjónsson ræddi samskiptamynstur ungmenna og foreldra við Katrínu Mjöll Halldórsdóttur og Sturlu Brynjólfsson, sálfræðinga hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni í Reykjavík og umsjónarmenn podcastsins Kvíðakastsins. Búist er við hryllilegri stemningu í Skautahöll Akureyrar í kvöld. þar sem verður boðið upp á hrekkjavöku-skautadiskó. Amanda Guðrún Bjarnadóttir sagði frá og talaði við Svölu Vigfúsdóttur. Ný og endurbætt útgáfa Bítlaplötunnar Revolver kom út í dag, Revolver (Super Deluxe). Í kassanum eru fjórar breiðskífur, EP plata og hundrað síðna bók um plötuna og tilurð hennar. Ásgeir Tómasson sagði frá.
10/28/202230 minutes
Episode Artwork

Heilsugæslustöð á Akureyri. Kosningar í Brasilíu. Andleg líðan barna.

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn Útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Allt útlit er fyrir að framkvæmdir við nýja heilsugæslustöð á Akureyri á gamla tjaldsvæðisreitnum geti loksins hafist. Deilur bæjaryfirvalda og ríkisins um fjármögnun bílakjallara hafa tafið framkvæmdir. Óðinn Svan Óðinsson sagði frá og talaði við Jón Helga Björnsson. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Guðrún Hafsteinsdóttir verði komin í ríkisstjórnina þegar 18 mánuðir verða liðnir af kjörtímabilinu og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fari út að þeim tíma liðnum. Ekkert hafi breyst í þeim áformum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við Bjarna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir málefni Alþýðusambands Íslands ekki á dagskrá félagsins. Öll vinna og orka fari í undirbúning kjaraviðræðna. Fulltrúar VR - Landsambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambandsins hafa fundað með Samtökum atvinnulífsins, fulltrúum ríkisstjórnarinnar og seðlabankastjóra í dag og gær að hans sögn. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við Ragnar. Unnur Þorsteinsdóttir er áhrifamesta vísindakona Evrópu samkvæmt nýjum lista sem vefurinn Research.com tekur saman. Listinn byggist á greiningu á rannsóknaframlagi yfir 160 þúsund vísindakvenna. Unnur er forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Það stefnir í spennandi forsetakosningar í Brasilíu á sunnudag. Sitjandi forseti er undir í skoðanakönnunum en treystir á að þær gefi ranga mynd af fylginu. Ásgeir Tómasson sagði frá. Langtímarannsókn leiðir í ljós að breyting hefur orðið á andlegri líðan barna og ungmenna hér á landi síðustu tíu ár. Þetta kemur fram í langtímarannsóknum "Rannsóknar og greiningar". Kristján Sigurjónsson ræddi við Ingibjörgu Evu Þórisdóttur, doktor í sálfræði og sérfræðing hjá Planet Youth, íslensku fyrirtæki sem vinnur að því að innleiða hið íslenska forvarnarmódel "Rannsónar og greiningar" erlendis. Síhækkandi hlutfall fólks með erlent ríkisfang á íslenskum vinnumarkaði endurspeglast ekki í stjórnum íslenskra hlutafélaga. . Innan við 5 prósent íslenskra hlutfélaga eru með erlendan stjórnarmann en hlutfall útlendinga á vinnumarkaði er um 20 prósent. Uppruni stjórnarmanna hefur lítið verið rannsakaður, segir Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræði í viðtali við Önnu Kristínu Jónsdóttur. Ekki er hægt að fullyrða að sjálfstæðir stofnar laxfiska séu í Sunndalsá og Norðdalsá í Trostansfirði. Því var Matvælastofnun ekki stætt á að neita Arctic Sea Farm um eldisleyfi í firðinu
10/27/20220
Episode Artwork

Heilsugæslustöð á Akureyri. Kosningar í Brasilíu. Andleg líðan barna.

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn Útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Allt útlit er fyrir að framkvæmdir við nýja heilsugæslustöð á Akureyri á gamla tjaldsvæðisreitnum geti loksins hafist. Deilur bæjaryfirvalda og ríkisins um fjármögnun bílakjallara hafa tafið framkvæmdir. Óðinn Svan Óðinsson sagði frá og talaði við Jón Helga Björnsson. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Guðrún Hafsteinsdóttir verði komin í ríkisstjórnina þegar 18 mánuðir verða liðnir af kjörtímabilinu og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fari út að þeim tíma liðnum. Ekkert hafi breyst í þeim áformum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við Bjarna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir málefni Alþýðusambands Íslands ekki á dagskrá félagsins. Öll vinna og orka fari í undirbúning kjaraviðræðna. Fulltrúar VR - Landsambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambandsins hafa fundað með Samtökum atvinnulífsins, fulltrúum ríkisstjórnarinnar og seðlabankastjóra í dag og gær að hans sögn. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við Ragnar. Unnur Þorsteinsdóttir er áhrifamesta vísindakona Evrópu samkvæmt nýjum lista sem vefurinn Research.com tekur saman. Listinn byggist á greiningu á rannsóknaframlagi yfir 160 þúsund vísindakvenna. Unnur er forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Það stefnir í spennandi forsetakosningar í Brasilíu á sunnudag. Sitjandi forseti er undir í skoðanakönnunum en treystir á að þær gefi ranga mynd af fylginu. Ásgeir Tómasson sagði frá. Langtímarannsókn leiðir í ljós að breyting hefur orðið á andlegri líðan barna og ungmenna hér á landi síðustu tíu ár. Þetta kemur fram í langtímarannsóknum "Rannsóknar og greiningar". Kristján Sigurjónsson ræddi við Ingibjörgu Evu Þórisdóttur, doktor í sálfræði og sérfræðing hjá Planet Youth, íslensku fyrirtæki sem vinnur að því að innleiða hið íslenska forvarnarmódel "Rannsónar og greiningar" erlendis. Síhækkandi hlutfall fólks með erlent ríkisfang á íslenskum vinnumarkaði endurspeglast ekki í stjórnum íslenskra hlutafélaga. . Innan við 5 prósent íslenskra hlutfélaga eru með erlendan stjórnarmann en hlutfall útlendinga á vinnumarkaði er um 20 prósent. Uppruni stjórnarmanna hefur lítið verið rannsakaður, segir Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræði í viðtali við Önnu Kristínu Jónsdóttur. Ekki er hægt að fullyrða að sjálfstæðir stofnar laxfiska séu í Sunndalsá og Norðdalsá í Trostansfirði. Því var Matvælastofnun ekki stætt á að neita Arctic Sea Farm um eldisleyfi í firðinu
10/27/202230 minutes
Episode Artwork

Staða Covid 19, staða erlendra kvenna á Íslandi og óöld á Haítí.

Spegillinn 26. 10. 2022 Formaður Fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar segist ekki vilja gera lítið úr viðbrögðum í alvarlegu eineltismáli sem upp hefur komið í bænum en alltaf megi gera betur. Ráðið samþykkti á fundi í dag að láta yfirfara verkferla í eineltismálum. Móðir drengs sem gekk í Hraunavallaskóla í Hafnarfirði flúði með son sinn norður í land vegna eineltis. Flugumferð stöðvaðist á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. Hún reyndist tilhæfulaus. Fagráð Sjúkrahússins á Akureyri óttast að fjárskortur verði til þess að grunnþjónusta og þekking glatist á spítalanum. Óöld ríkir á Haítí vegna herskárra glæpagengja sem halda þjóðinni í heljargreipum. Kólera hefur blossað upp í landinu á ný. Lengri umfjöllun: Þó svo að í hugum margra sé covid 19 faraldurinn minningin ein þá er enn glímt við hann víða um heiminn, og einnig hér á landi. Í morgun tilkynntu heilbrigðisyfirvöld um kaup á lyfinu Paxlovid til að meðhöndla á sjúklingum sem eiga á hættu að veikjast alvarlega af Covid 19. Enn liggur fólk inni á Landspítala vegna covid 19, enginn er þó alvarlega veikur. Bjarni Rúnarsson ræddi við Guðrúnu Aspelund sóttvarnalækni. Staða erlendra kvenna á vinnumarkaði er viðkvæmari en íslenskra kvenna. Meiri líkur er á að konur af erlendu bergi brotnar lendi í atvinnuleysi og veljist í störf sem ekki þarfnast sérþekkingar eða menntunar. Jafnréttisþing fór fram í morgun og meðal þeirra sem flutti erindi þar var Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. Hún kynnti þar niðurstöður nýlegrar rannsóknar um stöðu og líðan kvenna. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig ólíkir þættir sem tengjast atvinnuþátttöku og fjölskylduábyrgð hafa áhrif á líkamlega og andlega líðan kvenna á Íslandi og hvernig það samband birtist eftir stéttarstöðu þeirra, uppruna og búsetu. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Berglindi. Íbúar Haítí í austanverðu Karíbahafi eru vanir að glíma við erfiðleika af öllu tagi. Upp á síðkastið hafa þeir þó verið meiri og þyngri en oftast áður. Glæpagengi vaða uppi án þess að yfirvöld fái neitt við ráðið. Skortur er á matvælum, eldsneyti og raunar flestu öðru. Þá hefur kólera stungið sér niður að undanförnu, fáeinum árum eftir að síðasti faraldur var kveðinn niður. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn fréttaútsendingar: Júlía Margrét Ingimarsdóttir.
10/26/20220
Episode Artwork

Staða Covid 19, staða erlendra kvenna á Íslandi og óöld á Haítí.

Spegillinn 26. 10. 2022 Formaður Fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar segist ekki vilja gera lítið úr viðbrögðum í alvarlegu eineltismáli sem upp hefur komið í bænum en alltaf megi gera betur. Ráðið samþykkti á fundi í dag að láta yfirfara verkferla í eineltismálum. Móðir drengs sem gekk í Hraunavallaskóla í Hafnarfirði flúði með son sinn norður í land vegna eineltis. Flugumferð stöðvaðist á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. Hún reyndist tilhæfulaus. Fagráð Sjúkrahússins á Akureyri óttast að fjárskortur verði til þess að grunnþjónusta og þekking glatist á spítalanum. Óöld ríkir á Haítí vegna herskárra glæpagengja sem halda þjóðinni í heljargreipum. Kólera hefur blossað upp í landinu á ný. Lengri umfjöllun: Þó svo að í hugum margra sé covid 19 faraldurinn minningin ein þá er enn glímt við hann víða um heiminn, og einnig hér á landi. Í morgun tilkynntu heilbrigðisyfirvöld um kaup á lyfinu Paxlovid til að meðhöndla á sjúklingum sem eiga á hættu að veikjast alvarlega af Covid 19. Enn liggur fólk inni á Landspítala vegna covid 19, enginn er þó alvarlega veikur. Bjarni Rúnarsson ræddi við Guðrúnu Aspelund sóttvarnalækni. Staða erlendra kvenna á vinnumarkaði er viðkvæmari en íslenskra kvenna. Meiri líkur er á að konur af erlendu bergi brotnar lendi í atvinnuleysi og veljist í störf sem ekki þarfnast sérþekkingar eða menntunar. Jafnréttisþing fór fram í morgun og meðal þeirra sem flutti erindi þar var Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. Hún kynnti þar niðurstöður nýlegrar rannsóknar um stöðu og líðan kvenna. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig ólíkir þættir sem tengjast atvinnuþátttöku og fjölskylduábyrgð hafa áhrif á líkamlega og andlega líðan kvenna á Íslandi og hvernig það samband birtist eftir stéttarstöðu þeirra, uppruna og búsetu. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Berglindi. Íbúar Haítí í austanverðu Karíbahafi eru vanir að glíma við erfiðleika af öllu tagi. Upp á síðkastið hafa þeir þó verið meiri og þyngri en oftast áður. Glæpagengi vaða uppi án þess að yfirvöld fái neitt við ráðið. Skortur er á matvælum, eldsneyti og raunar flestu öðru. Þá hefur kólera stungið sér niður að undanförnu, fáeinum árum eftir að síðasti faraldur var kveðinn niður. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn fréttaútsendingar: Júlía Margrét Ingimarsdóttir.
10/26/202230 minutes
Episode Artwork

ÍL-sjóður, kosningar í DK og áhrif kelta á menningu og tungu

Spegillinn 25. október 2022. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess á Alþingi í dag að umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra yrði frestað. Ráðherra sakaði þingmennina um málþóf. Ekkert samráð var haft við bæjarstjórn þegar ríkið ákvað að leigja Kumbaravog á Stokkseyri fyrir móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd. Íbúum fjölgar þar með um rúm 10% og bæjarstjóri segir staðsetninguna ekki hentuga. Stjórn Símans leggur til ríflega þrjátíu og eins og milljarðs arðgreiðslu á hluthafafundi á morgun eftir mikinn hagnað vegna sölu dótturfélagsins Mílu. Mjótt er á munum milli flokkablokkanna í Danmörku fyrir þingkosningar að viku liðinni. Í síðustu viku kynnti fjármálaráðherra skýrslu um stöðu ÍL sjóðs. Sjóðurinn er stórskuldugur og staða hans versnar um einn og hálfan milljarð á mánuði. Fjármálaráðherra, skyldi engan undra, vill nú grípa þar inn í og reyna að lágmarka þann kostnað sem ríkið fyrirsjáanlega ber vegna stöðunnar. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins. Danir ganga að kjörborðinu að viku liðinni. Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti fyrir þremur vikum um kosningar fyrsta nóvember. Kosningabaráttan hefur því verið stutt, en ekkert tiltakanlega snörp að sumra mati. Tvær flokkablokkir berjast um völdin í Danmörku, sú rauða þar sem mið- og vinstriflokkar fylkja sér saman og bláa blokkin með mið- og hægriflokkum. Skoðanakannanir að undanförnu sýna að hvorug blokkin nær meirihluta á þingi, en fylgið við þá rauðu er þó sjónarmun meira. Sú nýjasta frá Epinion sem danska ríkisútvarpið DR og Altinget birtu um helgina sýnir að rauða blokkin fær 82 þingsæti og sú bláa fær 75. Vera kann að keltnesk áhrif séu mun meiri í menningu okkar Íslendinga en við höfum haldið. Örnefni og orð í tungumálinu eiga gjarnan meira skylt við keltnesku en norræn tungumál. Erfðarannsóknir benda til þess að meira en helmingur landnámskvenna hafi verið Keltar. Keltar námu land víða um Vestur- Evrópu, í Skotlandi, Írlandi, Frakklandi og Spáni. Júlíus Sesar barðist við Kelta á fyrstu öld fyrir krist og þá voru þeir drepnir þúsundum saman. Hér á landi gætu áhrif þeirra verið meiri en okkur grunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútkominni bók eftir Þorvald Friðriksson fornleifafræðing sem nefnist Keltar, áhrif á íslenska tungu og menningu. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
10/25/20220
Episode Artwork

ÍL-sjóður, kosningar í DK og áhrif kelta á menningu og tungu

Spegillinn 25. október 2022. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess á Alþingi í dag að umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra yrði frestað. Ráðherra sakaði þingmennina um málþóf. Ekkert samráð var haft við bæjarstjórn þegar ríkið ákvað að leigja Kumbaravog á Stokkseyri fyrir móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd. Íbúum fjölgar þar með um rúm 10% og bæjarstjóri segir staðsetninguna ekki hentuga. Stjórn Símans leggur til ríflega þrjátíu og eins og milljarðs arðgreiðslu á hluthafafundi á morgun eftir mikinn hagnað vegna sölu dótturfélagsins Mílu. Mjótt er á munum milli flokkablokkanna í Danmörku fyrir þingkosningar að viku liðinni. Í síðustu viku kynnti fjármálaráðherra skýrslu um stöðu ÍL sjóðs. Sjóðurinn er stórskuldugur og staða hans versnar um einn og hálfan milljarð á mánuði. Fjármálaráðherra, skyldi engan undra, vill nú grípa þar inn í og reyna að lágmarka þann kostnað sem ríkið fyrirsjáanlega ber vegna stöðunnar. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins. Danir ganga að kjörborðinu að viku liðinni. Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti fyrir þremur vikum um kosningar fyrsta nóvember. Kosningabaráttan hefur því verið stutt, en ekkert tiltakanlega snörp að sumra mati. Tvær flokkablokkir berjast um völdin í Danmörku, sú rauða þar sem mið- og vinstriflokkar fylkja sér saman og bláa blokkin með mið- og hægriflokkum. Skoðanakannanir að undanförnu sýna að hvorug blokkin nær meirihluta á þingi, en fylgið við þá rauðu er þó sjónarmun meira. Sú nýjasta frá Epinion sem danska ríkisútvarpið DR og Altinget birtu um helgina sýnir að rauða blokkin fær 82 þingsæti og sú bláa fær 75. Vera kann að keltnesk áhrif séu mun meiri í menningu okkar Íslendinga en við höfum haldið. Örnefni og orð í tungumálinu eiga gjarnan meira skylt við keltnesku en norræn tungumál. Erfðarannsóknir benda til þess að meira en helmingur landnámskvenna hafi verið Keltar. Keltar námu land víða um Vestur- Evrópu, í Skotlandi, Írlandi, Frakklandi og Spáni. Júlíus Sesar barðist við Kelta á fyrstu öld fyrir krist og þá voru þeir drepnir þúsundum saman. Hér á landi gætu áhrif þeirra verið meiri en okkur grunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútkominni bók eftir Þorvald Friðriksson fornleifafræðing sem nefnist Keltar, áhrif á íslenska tungu og menningu. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
10/25/202230 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 24.okt. 2022

Spegillinn 24.okt. 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Töluverð fækkun millistjórnenda Landspítalans er boðuð í breytingatillögum sem forstjórinn hyggst kynna heilbrigðisráðherra í næstu viku. Hagfræðingur í Landsbankanum telur nánast ómögulegt að lífeyrissjóðirnir geti gefið eftir kröfur í ÍL-sjóð vegna bágrar stöðu hans og ríkið geti ekki einfaldlega breytt forsendum allt í einu. Sprenging varð um borð í flutningaskipi skammt suður af landinu í dag. Enginn slasaðist en gert er ráð fyrir að varðskipið Þór dragi skipið til hafnar. Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Hann var á endanum sá eini sem gaf kost á sér sem næsti leiðtogi flokksins. Gangi allt að óskum við heitavatnsleit austan við Lagarfljót gætu HEF-veitur átt nægt vatn til að kynda öll hús á Seyðisfirði. Nokkrir vaskir menn fóru um helgina í leiðangur inn í Glerárdal, ofan Akureyrar til þess að sækja rúmlega 20 eftirlegukindur. Nýr upplýsingavefur um baráttu rauðsokkuhreyfingarinnar var opnaður í dag á kvennafrídaginn. Lengri umfjöllun: Nýr forsætisráðherra er við sjónarrönd í Bretlandi, sá þriðji á sjö vikum. Ljóst varð í hádeginu að Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, hafði tryggt sér embætti leiðtoga Íhaldsflokksins og tekur þar af leiðandi við af Liz Truss á morgun eftir að hafa haldið á fund Karls konungs í Buckinghamhöll. Ásgeir Tómasson sagði frá. Ari Skúlason hagfræðingur í Landsbankanum telur nánast ómögulegt að lífeyrissjóðirnir geti gefið eftir kröfur í ÍL-sjóð vegna bágrar stöðu hans og ríkið geti ekki einfaldlega breytt forsendum allt í einu. ÍL sjóður tapar einum og hálfum milljarði á mánuði og fyrirsjáanlegt að verði ekkert að gert þá verði skuldin orðin 450 milljarðar 2044. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í síðustu viku að nauðsynlegt væri að horfast í augu við vandann strax og láta hann ekki halda áfram að vaxa. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Ara Skúlason. Ört hækkandi vextir leika nú sænska húsnæðiseigendur grátt. Skuldir landsmanna eru með því mesta sem þekkist í Evrópu, enda voru vextir lengi afar lágir. Haldi þeir áfram að hækka gæti um hálf milljón landsmanna neyðst til að flytja. Kári Gylfason í Gautaborg segir frá.
10/24/20220
Episode Artwork

Spegillinn 24.okt. 2022

Spegillinn 24.okt. 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Töluverð fækkun millistjórnenda Landspítalans er boðuð í breytingatillögum sem forstjórinn hyggst kynna heilbrigðisráðherra í næstu viku. Hagfræðingur í Landsbankanum telur nánast ómögulegt að lífeyrissjóðirnir geti gefið eftir kröfur í ÍL-sjóð vegna bágrar stöðu hans og ríkið geti ekki einfaldlega breytt forsendum allt í einu. Sprenging varð um borð í flutningaskipi skammt suður af landinu í dag. Enginn slasaðist en gert er ráð fyrir að varðskipið Þór dragi skipið til hafnar. Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Hann var á endanum sá eini sem gaf kost á sér sem næsti leiðtogi flokksins. Gangi allt að óskum við heitavatnsleit austan við Lagarfljót gætu HEF-veitur átt nægt vatn til að kynda öll hús á Seyðisfirði. Nokkrir vaskir menn fóru um helgina í leiðangur inn í Glerárdal, ofan Akureyrar til þess að sækja rúmlega 20 eftirlegukindur. Nýr upplýsingavefur um baráttu rauðsokkuhreyfingarinnar var opnaður í dag á kvennafrídaginn. Lengri umfjöllun: Nýr forsætisráðherra er við sjónarrönd í Bretlandi, sá þriðji á sjö vikum. Ljóst varð í hádeginu að Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, hafði tryggt sér embætti leiðtoga Íhaldsflokksins og tekur þar af leiðandi við af Liz Truss á morgun eftir að hafa haldið á fund Karls konungs í Buckinghamhöll. Ásgeir Tómasson sagði frá. Ari Skúlason hagfræðingur í Landsbankanum telur nánast ómögulegt að lífeyrissjóðirnir geti gefið eftir kröfur í ÍL-sjóð vegna bágrar stöðu hans og ríkið geti ekki einfaldlega breytt forsendum allt í einu. ÍL sjóður tapar einum og hálfum milljarði á mánuði og fyrirsjáanlegt að verði ekkert að gert þá verði skuldin orðin 450 milljarðar 2044. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í síðustu viku að nauðsynlegt væri að horfast í augu við vandann strax og láta hann ekki halda áfram að vaxa. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Ara Skúlason. Ört hækkandi vextir leika nú sænska húsnæðiseigendur grátt. Skuldir landsmanna eru með því mesta sem þekkist í Evrópu, enda voru vextir lengi afar lágir. Haldi þeir áfram að hækka gæti um hálf milljón landsmanna neyðst til að flytja. Kári Gylfason í Gautaborg segir frá.
10/24/202230 minutes
Episode Artwork

Árás með klaufhamri, deilt um Strætó, ný stjórn á Ítalíu

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa slegið vinnufélaga sinn þremur höggum með klaufhamri í höfuðið í sumar. Mildi þótti að félaginn lifði árásina af. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vísar á bug fullyrðingu stjórnar Strætó um að stjórnvöld hafi ekki staðið við vilyrði um verulegan fjárstuðning við fyrirtækið. Kristín Guðmundsdóttir ræddi við hann. Penny Mordaunt, leiðtogi Íhaldsflokksins í breska þinginu, ætlar að gefa kost á sér í embætti leiðtoga flokksins og forsætisráðherra Bretlands. Hún er fyrst til að gefa kost á sér í embættið eftir að Liz Truss sagði af sér í gær eftir 45 daga í embætti. Giorgia Meloni var í dag skipuð forsætisráðherra Ítalíu, fyrst kvenna. Ásgeir Tómasson sagði frá. Steve Bannon, sem stýrði kosningabaráttu Donalds Trumps hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að vanvirða bandaríska þingið. Pétur Magnússon sagði frá. Áætlaður fjöldi laxa í sjókví Arnarlax í Arnarfirði var umtalsvert meiri en sá fjöldi sem kom í ljós þegar slátrað var úr kvínni í október 2022. Hrönn Jöru ndsdóttir. forstjóri Matvælastofnunar, segir ekki tímabært að upplýsa um fjöldann og mismuninn, en segir stofnunina líta málið alvarlegum augum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hana. Mönnunarvandi á flugvöllum víða um heim hafði afar neikvæð áhrif á flugáætlanir Icelandair í sumar. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Einbreiðum brúm landsins fækkaði um eina í dag. Ný brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi var tekin í notkun í dag . Engin einbreið brú er lengur á hringveginum frá Reykjavík og austur fyrir Kirkjubæjarklaustur. Nýtt frumvarp um útlendinga var birt á vef Alþingis í dag. Þingmennirnir Jóhann Friðrik Friðriksson og Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttir, ræddu um það við Bjarna Rúnarsson. Í Noregi er komið í ljós að gamlir dómar í morðmálum hafa reynst rangir. Morðingjar gengið lausir en saklausir menn sakfelldir. Í einu tilviki hefur maður setið inni í 21 ár án þess að haldbærar sannanir væru fyrir hendi. Gísli Kristjánsson sagði frá,.
10/21/20220
Episode Artwork

Árás með klaufhamri, deilt um Strætó, ný stjórn á Ítalíu

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa slegið vinnufélaga sinn þremur höggum með klaufhamri í höfuðið í sumar. Mildi þótti að félaginn lifði árásina af. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vísar á bug fullyrðingu stjórnar Strætó um að stjórnvöld hafi ekki staðið við vilyrði um verulegan fjárstuðning við fyrirtækið. Kristín Guðmundsdóttir ræddi við hann. Penny Mordaunt, leiðtogi Íhaldsflokksins í breska þinginu, ætlar að gefa kost á sér í embætti leiðtoga flokksins og forsætisráðherra Bretlands. Hún er fyrst til að gefa kost á sér í embættið eftir að Liz Truss sagði af sér í gær eftir 45 daga í embætti. Giorgia Meloni var í dag skipuð forsætisráðherra Ítalíu, fyrst kvenna. Ásgeir Tómasson sagði frá. Steve Bannon, sem stýrði kosningabaráttu Donalds Trumps hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að vanvirða bandaríska þingið. Pétur Magnússon sagði frá. Áætlaður fjöldi laxa í sjókví Arnarlax í Arnarfirði var umtalsvert meiri en sá fjöldi sem kom í ljós þegar slátrað var úr kvínni í október 2022. Hrönn Jöru ndsdóttir. forstjóri Matvælastofnunar, segir ekki tímabært að upplýsa um fjöldann og mismuninn, en segir stofnunina líta málið alvarlegum augum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hana. Mönnunarvandi á flugvöllum víða um heim hafði afar neikvæð áhrif á flugáætlanir Icelandair í sumar. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Einbreiðum brúm landsins fækkaði um eina í dag. Ný brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi var tekin í notkun í dag . Engin einbreið brú er lengur á hringveginum frá Reykjavík og austur fyrir Kirkjubæjarklaustur. Nýtt frumvarp um útlendinga var birt á vef Alþingis í dag. Þingmennirnir Jóhann Friðrik Friðriksson og Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttir, ræddu um það við Bjarna Rúnarsson. Í Noregi er komið í ljós að gamlir dómar í morðmálum hafa reynst rangir. Morðingjar gengið lausir en saklausir menn sakfelldir. Í einu tilviki hefur maður setið inni í 21 ár án þess að haldbærar sannanir væru fyrir hendi. Gísli Kristjánsson sagði frá,.
10/21/202230 minutes
Episode Artwork

Afsögn Liz Truss og breytingar á stjórnarskrá

Liz Truss forsætisráðherra Bretlands fékk ekki stuðning þingflokks íhaldsmanna og valdi sér fjármálaráðherra sem hunsaði hennar stefnu. Fall hennar má rekja til þess að mati Hjartar Guðmundssonar alþjóðastjórnmálafræðings, Ólöf Rún Skúladóttir talaði við hann. Eitthvað verður að gera til að sporna við banaslysum á Kirkjufelli segir landeigandi, en ekki sé auðvelt að banna fólki að fara á fjallið. Sólveig Klara Ragnarsdóttir talaði við Jóhannes Þorvarðarson, landeigenda og Bjarna Sigurbjörnsson bæjarfulltrúa í Grundarfirði. Mörgum skipulögðum brotahópum hér á landi er stýrt af Íslendingum sem eru búsettir erlendis. Þrýstingur við landamærin hefur aukist, að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Pétur Magnússon sagði frá. Allir sakborningarnir í saltdreifaramálinu svokallaða voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tveir fengu þyngsta dóm sem lög leyfa. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Brestir eru þegar komnir í samstöðu nýrrar hægri stjórnar sem enn hefur ekki tekið við völdum á Ítalíu. Ítalskir miðlar greindu í dag frá leynilegum upptökum þar sem Silvo Berlusconi, lykilmaður innan stjórnarinnar, lofsamar Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Alexander Kristjánsson sagði frá. ------------ Snarpir pólitískir vindar hafa blásið í Bretlandi síðustu vikur og mánuði. Segja má að þeir hafi náð styrk fellibyls í dag þegar Liz Truss forsætisráðherra tilkynnti afsögn sína í beinni sjónvarpsútsendingu í hádeginu. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í . Til að rjúfa pattstöðu í stjórnarskrármálinu gæti þurft að taka skref til baka og hugsa um hvernig eigi að breyta stjórnarskrá í stað þess að festast í deilum um hvað eigi að standa í henni að mati Ragnars Hjálmarssonar doktors í stjórnarháttum. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Fyrir liggja áætlanir gegn einelti en þrátt fyrir það gengur illa að losna við þetta mein úr skólum og tómstundum barna. Í gær sagði ung stúlka sögu sína í fréttum, en einelti gegn henni gekk svo langt að hún reyndi að svipta sig lífi. Og dæmin eru mýmörg. Þorlákur Helgi Helgason er framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar, sem notuð er innan skóla til að vinna gegn einelti Bjarni Rúnarsson talaði við hann. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
10/20/20220
Episode Artwork

Afsögn Liz Truss og breytingar á stjórnarskrá

Liz Truss forsætisráðherra Bretlands fékk ekki stuðning þingflokks íhaldsmanna og valdi sér fjármálaráðherra sem hunsaði hennar stefnu. Fall hennar má rekja til þess að mati Hjartar Guðmundssonar alþjóðastjórnmálafræðings, Ólöf Rún Skúladóttir talaði við hann. Eitthvað verður að gera til að sporna við banaslysum á Kirkjufelli segir landeigandi, en ekki sé auðvelt að banna fólki að fara á fjallið. Sólveig Klara Ragnarsdóttir talaði við Jóhannes Þorvarðarson, landeigenda og Bjarna Sigurbjörnsson bæjarfulltrúa í Grundarfirði. Mörgum skipulögðum brotahópum hér á landi er stýrt af Íslendingum sem eru búsettir erlendis. Þrýstingur við landamærin hefur aukist, að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Pétur Magnússon sagði frá. Allir sakborningarnir í saltdreifaramálinu svokallaða voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tveir fengu þyngsta dóm sem lög leyfa. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Brestir eru þegar komnir í samstöðu nýrrar hægri stjórnar sem enn hefur ekki tekið við völdum á Ítalíu. Ítalskir miðlar greindu í dag frá leynilegum upptökum þar sem Silvo Berlusconi, lykilmaður innan stjórnarinnar, lofsamar Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Alexander Kristjánsson sagði frá. ------------ Snarpir pólitískir vindar hafa blásið í Bretlandi síðustu vikur og mánuði. Segja má að þeir hafi náð styrk fellibyls í dag þegar Liz Truss forsætisráðherra tilkynnti afsögn sína í beinni sjónvarpsútsendingu í hádeginu. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í . Til að rjúfa pattstöðu í stjórnarskrármálinu gæti þurft að taka skref til baka og hugsa um hvernig eigi að breyta stjórnarskrá í stað þess að festast í deilum um hvað eigi að standa í henni að mati Ragnars Hjálmarssonar doktors í stjórnarháttum. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Fyrir liggja áætlanir gegn einelti en þrátt fyrir það gengur illa að losna við þetta mein úr skólum og tómstundum barna. Í gær sagði ung stúlka sögu sína í fréttum, en einelti gegn henni gekk svo langt að hún reyndi að svipta sig lífi. Og dæmin eru mýmörg. Þorlákur Helgi Helgason er framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar, sem notuð er innan skóla til að vinna gegn einelti Bjarni Rúnarsson talaði við hann. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
10/20/202230 minutes
Episode Artwork

Herlög í Rússlandi, fæðuöryggi og HM í Katar

Spegillinn 19. október 2022 Sóttvarnalæknir Bandaríkjanna varar við nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Tíu hafa greinst með þau hér. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir ekki víst að afbrigðin séu skæðari en önnur. Ung stúlka í Hafnarfirði sem lögð hefur verið í einelti reyndi að svipta sig lífi. Hún þorir ekki að mæta í skólann Ekki liggur ljóst fyrir hvort að Guðrún Hafsteinsdóttir taki við Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á miðju kjörtímabili. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir Guðrúnu þó fá sæti við ríkisstjórnarborðið eins og lofað var. Innanríkisráðherra Bretlands hefur sagt af sér eftir að hafa notað persónulegt tölvupóstfang í vinnunni. Tveir ráðherrar hafa vikið úr ríkisstjórn Liz Truss á rúmum sex vikum. Forseti Rússlands hefur lýst yfir herlögum í héruðunum fjórum í Úkraínu sem hann segist hafa innlimað í ríki sitt í síðasta mánuði. Öryggisráðstafanir verða hertar um allt Rússland. Lengri umfjöllun: Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir herlögum í héruðunum fjórum í Úkraínu sem hann tilkynnti formlega um í lok síðasta mánaðar að hann hefði innlimað í ríki sitt. Öryggisráðstafanir verða hertar í öllum héruðum Rússlands, sérstaklega þeim sem liggja að Úkraínu. Ef til kastanna kemur eru litlar birgðir til af mat og aðföngum hér á landi. Olíubirgðir eru ekki miklar og ef þær þrýtur stöðvast hjól landbúnaðar og sjávarútvegs mjög fljótt. Innlend framleiðsla er mjög háð innflutningi, bæði á áburði, fræjum og aðföngum af ýmsu tagi. Það eru engar reglur um neyðarbirgðir af mat, olíu, eða aðföngum til innlendrar framleiðslu. Stríðið í Úkraínu og heimsfaraldur hafa séð til þess að að fólk um víða veröld finnur vel fyrir því hvað gerist þegar aðfangakeðjan hikstar. Fjallað var um fæðuöryggi í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi. Gunnar Þorgeirsson er formaður Bændasamtaka Íslands. Margir klóra sér enn í kollinum og velta fyrir sér hvers vegna Katar varð fyrir valinu sem gestgjafar Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu árið 2022. Tuttugu og tveggja manna framkvæmdanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins - FIFA - ákvað þetta fyrir 12 árum. Þá var vitað að engir fótboltainnviðir væru í landinu og að farandverkafólk byggi þar við hörmulegar aðstæður bæði hvað varðar laun og mannréttindi. Við höfldum áfram að fajlla um Katar og HM í fótbolta sem hefst 20. nóvember. Björn Berg Gunnarsson deild­ar­stjóri Grein­ingar og fræðslu Íslands­banka hefur sérhæft sig í fjármálum knattspyrnuheimsins. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
10/19/20220
Episode Artwork

Herlög í Rússlandi, fæðuöryggi og HM í Katar

Spegillinn 19. október 2022 Sóttvarnalæknir Bandaríkjanna varar við nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Tíu hafa greinst með þau hér. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir ekki víst að afbrigðin séu skæðari en önnur. Ung stúlka í Hafnarfirði sem lögð hefur verið í einelti reyndi að svipta sig lífi. Hún þorir ekki að mæta í skólann Ekki liggur ljóst fyrir hvort að Guðrún Hafsteinsdóttir taki við Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á miðju kjörtímabili. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir Guðrúnu þó fá sæti við ríkisstjórnarborðið eins og lofað var. Innanríkisráðherra Bretlands hefur sagt af sér eftir að hafa notað persónulegt tölvupóstfang í vinnunni. Tveir ráðherrar hafa vikið úr ríkisstjórn Liz Truss á rúmum sex vikum. Forseti Rússlands hefur lýst yfir herlögum í héruðunum fjórum í Úkraínu sem hann segist hafa innlimað í ríki sitt í síðasta mánuði. Öryggisráðstafanir verða hertar um allt Rússland. Lengri umfjöllun: Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir herlögum í héruðunum fjórum í Úkraínu sem hann tilkynnti formlega um í lok síðasta mánaðar að hann hefði innlimað í ríki sitt. Öryggisráðstafanir verða hertar í öllum héruðum Rússlands, sérstaklega þeim sem liggja að Úkraínu. Ef til kastanna kemur eru litlar birgðir til af mat og aðföngum hér á landi. Olíubirgðir eru ekki miklar og ef þær þrýtur stöðvast hjól landbúnaðar og sjávarútvegs mjög fljótt. Innlend framleiðsla er mjög háð innflutningi, bæði á áburði, fræjum og aðföngum af ýmsu tagi. Það eru engar reglur um neyðarbirgðir af mat, olíu, eða aðföngum til innlendrar framleiðslu. Stríðið í Úkraínu og heimsfaraldur hafa séð til þess að að fólk um víða veröld finnur vel fyrir því hvað gerist þegar aðfangakeðjan hikstar. Fjallað var um fæðuöryggi í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi. Gunnar Þorgeirsson er formaður Bændasamtaka Íslands. Margir klóra sér enn í kollinum og velta fyrir sér hvers vegna Katar varð fyrir valinu sem gestgjafar Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu árið 2022. Tuttugu og tveggja manna framkvæmdanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins - FIFA - ákvað þetta fyrir 12 árum. Þá var vitað að engir fótboltainnviðir væru í landinu og að farandverkafólk byggi þar við hörmulegar aðstæður bæði hvað varðar laun og mannréttindi. Við höfldum áfram að fajlla um Katar og HM í fótbolta sem hefst 20. nóvember. Björn Berg Gunnarsson deild­ar­stjóri Grein­ingar og fræðslu Íslands­banka hefur sérhæft sig í fjármálum knattspyrnuheimsins. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
10/19/202230 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 18. október 2022

Spegillinn 18. október 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaðuur: Markús Hjaltason Fjórtán hundruð milljarða króna ávinningur getur orðið af því að ljúka þriðju orkuskiptum fram til ársins tvö þúsund og sextíu Ráðlagt er að veiða 26 þúsund rjúpur á nýju veiðitímabili, sem umhverfisráðherra staðfesti í dag. Meirihluti þingmanna breska Íhaldsflokksins vill losna við Liz Truss úr embætti forsætisráðherra Landgræðslan og Skógræktin sameinast brátt undir nýjum formerkjum. Sameining stofnananna hefur oft komið til tals síðustu fimmtán ár, en flókið hefur reynst að samræma markmið þeirra. Hekla hikstaði aðeins snemma í morgun. Þá mældust fimm litlir jarðskjálftar. Enginn gosórói mældist. Írönsk keppniskona í klifri segist óvart hafa keppt án höfuðslæðu í úrslitum móts í Suður-Kóreu í gær. Hún segist heil á húfi í færslu á Instagram en hún hefur ekki sést frá því keppninni lauk. Lengri umfjöllun: Meirihluti þingmanna breska Íhaldsflokksins vill losna við Liz Truss úr embætti forsætisráðherra. Skiptar skoðanir eru meðal hópsins um arftaka hennar, en flestum líst best á Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra. Spurning dagsins og undanfarinna daga er hvenær hrekst Liz Truss úr embætti? Fréttaskýrendur keppast við að lýsa því yfir að allt traust á henni sé horfið og án þess sé henni ekki lengur sætt. Ásgeir Tómasson sagði frá. Yfirleitt reyna ríkisstjórnir að halda ágreiningi inni á stjórnarheimilinu en ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar er greinilegur í umræðum um móttöku flóttamanna og hælisleitenda, segir Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir erfitt að ráða í framhaldið, það ráðist af afdrifum frumvarps dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum sem þó sé ólíklegt að fari óbreytt í gegn. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Evu H Önnudóttur. Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu hefst eftir rúman mánuð í Katar. Tólf ár eru síðan framkvæmdanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins - FIFA - tilkynnti að heimsmeistaramót karla árið 2022 yrði í Katar og það hefur mikið gengið á síðan. Fyrir það fyrsta vöknuðu strax grunsemdir um að fé hefði verið borið á einhverja af þeim tuttugu og tveimur sem sátu í framkvæmdanefndinni og greiddu atkvæði um hvar halda ætti mótið. Keppinautar Katar voru Ástralía, Japan, Suður-Kórea og Bandaríkin. Kristján Sigurjónsson rekur söguna.
10/18/20220
Episode Artwork

Spegillinn 18. október 2022

Spegillinn 18. október 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaðuur: Markús Hjaltason Fjórtán hundruð milljarða króna ávinningur getur orðið af því að ljúka þriðju orkuskiptum fram til ársins tvö þúsund og sextíu Ráðlagt er að veiða 26 þúsund rjúpur á nýju veiðitímabili, sem umhverfisráðherra staðfesti í dag. Meirihluti þingmanna breska Íhaldsflokksins vill losna við Liz Truss úr embætti forsætisráðherra Landgræðslan og Skógræktin sameinast brátt undir nýjum formerkjum. Sameining stofnananna hefur oft komið til tals síðustu fimmtán ár, en flókið hefur reynst að samræma markmið þeirra. Hekla hikstaði aðeins snemma í morgun. Þá mældust fimm litlir jarðskjálftar. Enginn gosórói mældist. Írönsk keppniskona í klifri segist óvart hafa keppt án höfuðslæðu í úrslitum móts í Suður-Kóreu í gær. Hún segist heil á húfi í færslu á Instagram en hún hefur ekki sést frá því keppninni lauk. Lengri umfjöllun: Meirihluti þingmanna breska Íhaldsflokksins vill losna við Liz Truss úr embætti forsætisráðherra. Skiptar skoðanir eru meðal hópsins um arftaka hennar, en flestum líst best á Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra. Spurning dagsins og undanfarinna daga er hvenær hrekst Liz Truss úr embætti? Fréttaskýrendur keppast við að lýsa því yfir að allt traust á henni sé horfið og án þess sé henni ekki lengur sætt. Ásgeir Tómasson sagði frá. Yfirleitt reyna ríkisstjórnir að halda ágreiningi inni á stjórnarheimilinu en ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar er greinilegur í umræðum um móttöku flóttamanna og hælisleitenda, segir Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir erfitt að ráða í framhaldið, það ráðist af afdrifum frumvarps dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum sem þó sé ólíklegt að fari óbreytt í gegn. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Evu H Önnudóttur. Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu hefst eftir rúman mánuð í Katar. Tólf ár eru síðan framkvæmdanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins - FIFA - tilkynnti að heimsmeistaramót karla árið 2022 yrði í Katar og það hefur mikið gengið á síðan. Fyrir það fyrsta vöknuðu strax grunsemdir um að fé hefði verið borið á einhverja af þeim tuttugu og tveimur sem sátu í framkvæmdanefndinni og greiddu atkvæði um hvar halda ætti mótið. Keppinautar Katar voru Ástralía, Japan, Suður-Kórea og Bandaríkin. Kristján Sigurjónsson rekur söguna.
10/18/202230 minutes
Episode Artwork

Málefni flóttafólks, horaðir hestar í Borgarnesi og ófarir Liz Truss

Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Útsendingarstjórn: Valgerður Þorsteinsdóttir Hælisleitandi frá Palestínu, sem til stóð að senda til Grikklands, fær mál sitt endurupptekið samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómurinn getur haft fordæmisgildi fyrir tugi ef ekki hundruð hælisleitenda, sem vísa átti úr landi í vor. Alma Ómarsdóttir sagði frá og talaði við Helga Þorsteinsson Silva. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir enga þörf á frekari umfangsmiklum árásum á Úkraínu í bili. Sem stendur séu önnur verkefni í fyrirrúmi. Þegar þeim er lokið kemur í ljós hvort sprengjuárásum verður haldið áfram. Hann segir markmið stjórnvalda í Kreml ekki að leggja Úkraínu í rúst. Róbert Jóhannsson sagði frá. Alvarleg frávik voru á holdafari hesta sem eru taldir hafa sætt illri meðferð í Borgarnesi. Kona sem vakti athygli á ástandi hrossanna hefur áhyggjur af lífshorfum þeirra, þau lifi ekki af veturinn. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir ræddi um málefni hestanna við Steinunni Árnadóttur og Hrönn Ólínu Jörundsdóttur. Mannúð þarf að vera að leiðarljósi í móttöku flóttafólks. Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra sem segir fullyrðingar dómsmálaráðherra um málaflokkinn ekki eiga við rök að styðjast. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við hann. Ný ríkisstjórn var kynnt í Svíþjóð í dag. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir að hinn umdeildi þjóðernisflokkur Svíþjóðardemókratar hafi fengið mörg stefnumál sín í gegn, þrátt fyrir að eiga ekki beina aðild að stjórninni. Lögreglan á Vestfjörðum hefur hætt rannsókn á bílveltu í Óshlíð, milli Bolungarvíkur og Hnífsdals, árið 1973. Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Eistlandi ytra í undankeppni EM á morgun. Bjarki Már Elísson segir liðið hafa undirstrikað það síðustu mánuði að það sé komið á mjög góðan stað. Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, rak Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra úr starfi í dag og tilkynnti að hætt hefði verið við að lækka skatta á bresk fyrirtæki. Stjórnmálaskýrendur segja að sviptingar dagsins í stjórnmálalífi séu einhverjar þær háðuglegustu sem sögur fara af. Fjármálaráðherrann fyrrverandi sé horfinn af hinum pólitíska vígvelli og Liz Truss forsætisráðherra liggi helsærð eftir. Ásgeir Tómasson tók saman.
10/14/20220
Episode Artwork

Málefni flóttafólks, horaðir hestar í Borgarnesi og ófarir Liz Truss

Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Útsendingarstjórn: Valgerður Þorsteinsdóttir Hælisleitandi frá Palestínu, sem til stóð að senda til Grikklands, fær mál sitt endurupptekið samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómurinn getur haft fordæmisgildi fyrir tugi ef ekki hundruð hælisleitenda, sem vísa átti úr landi í vor. Alma Ómarsdóttir sagði frá og talaði við Helga Þorsteinsson Silva. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir enga þörf á frekari umfangsmiklum árásum á Úkraínu í bili. Sem stendur séu önnur verkefni í fyrirrúmi. Þegar þeim er lokið kemur í ljós hvort sprengjuárásum verður haldið áfram. Hann segir markmið stjórnvalda í Kreml ekki að leggja Úkraínu í rúst. Róbert Jóhannsson sagði frá. Alvarleg frávik voru á holdafari hesta sem eru taldir hafa sætt illri meðferð í Borgarnesi. Kona sem vakti athygli á ástandi hrossanna hefur áhyggjur af lífshorfum þeirra, þau lifi ekki af veturinn. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir ræddi um málefni hestanna við Steinunni Árnadóttur og Hrönn Ólínu Jörundsdóttur. Mannúð þarf að vera að leiðarljósi í móttöku flóttafólks. Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra sem segir fullyrðingar dómsmálaráðherra um málaflokkinn ekki eiga við rök að styðjast. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við hann. Ný ríkisstjórn var kynnt í Svíþjóð í dag. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir að hinn umdeildi þjóðernisflokkur Svíþjóðardemókratar hafi fengið mörg stefnumál sín í gegn, þrátt fyrir að eiga ekki beina aðild að stjórninni. Lögreglan á Vestfjörðum hefur hætt rannsókn á bílveltu í Óshlíð, milli Bolungarvíkur og Hnífsdals, árið 1973. Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Eistlandi ytra í undankeppni EM á morgun. Bjarki Már Elísson segir liðið hafa undirstrikað það síðustu mánuði að það sé komið á mjög góðan stað. Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, rak Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra úr starfi í dag og tilkynnti að hætt hefði verið við að lækka skatta á bresk fyrirtæki. Stjórnmálaskýrendur segja að sviptingar dagsins í stjórnmálalífi séu einhverjar þær háðuglegustu sem sögur fara af. Fjármálaráðherrann fyrrverandi sé horfinn af hinum pólitíska vígvelli og Liz Truss forsætisráðherra liggi helsærð eftir. Ásgeir Tómasson tók saman.
10/14/202230 minutes
Episode Artwork

Hækkað útsvar, óþekkjanlegar norðurslóðir og virkjanir undir 10 MW

Spegillinn 13. október 2022. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Til stendur að hækka útsvar um næstu áramót. Það boðar innviðaráðherra til að koma til móts við fjárhagsvanda sveitarfélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson í viðtali við Kristján Sigurjónsson. Olíuleit í íslensku efnahagslögsögunni verður bönnuð með lögum. Þetta segir forsætisráðherra sem segir norðurslóðir verða óþekkjanlegar innan fárra áratuga verði ekki brugðist strax við loftslagsvánni. Haukur Holm sagði frá. Um hundrað nemendur í Kársnesskóla flytjast um set meðan unnið er að viðgerðum vegna myglu. Rætt var við Björgu Baldursdóttur. Alexander Kristjánsson sagði frá Alþjóðleg kvikmyndahátíð er nú haldin á Ísafirði í annað sinn. Írönsk og pólsk kvikmyndagerð er í brennidepli, en stjórnandi hátíðarinnar segir írönsku myndirnar veita innsýn í veruleika þarlendra kvenna. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Fjölni Baldursson. Brottrækur leyniþjónustuforstjóri í Danmörku, sem sætir ákærum fyrir uppljóstrun ríkisleyndarmála, segist vera fórnarlamb pólitískra hrossakaupa. Alexander Kristjánsson tók saman. -------------------------------------------------------- Rekstur íslenskra sveitarfélaga er í járnum og sveitarstjórnir um land allt glíma við hækkandi útgjöld vegna viðamikilla málaflokka sem þeim ber skylda til þess að sinna. Þar ber málefni fatlaðra hæst. Sveitarstjórnarmenn hafa kvartað sáran undan að ríkið hafi dregið lappirnar í að tryggja nægjanlegt fjármagn til þess að sveitarfélögin geti sinnt fötluðum á sómasamlegan hátt. Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í morgun og Spegillinn ræddi við Heiðu Björgu Hilmisdóttur nýkjörinn formann sambandsins. Kristján Sigurjónsson tók saman. Til stendur að endurskoða stærðarviðmið virkjana. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar er sammála um þau mál. Ákjósanleg og endurbætt útfærsla er þó öllu meira á reiki. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins er formaður umhverfis- og samgöngunefndar og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar er varaformaður nefndarinnar. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við þau. Tuttugasta flokksþing kínverska kommúnistaflokksins stendur fyrir dyrum. Það hefst á sunnudag og ef allt gengur samkvæmt áætlun verður Xi Jinping hylltur sem aðalritari flokksins í þriðja sinn og þar með valdamesti maður landsins frá því að Maó Tse-tung var og hét. Hann verður þá jafnframt forseti herráðsins og forseti landsins. Ásgeir Tómasson sagði frá.
10/13/20220
Episode Artwork

Hækkað útsvar, óþekkjanlegar norðurslóðir og virkjanir undir 10 MW

Spegillinn 13. október 2022. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Til stendur að hækka útsvar um næstu áramót. Það boðar innviðaráðherra til að koma til móts við fjárhagsvanda sveitarfélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson í viðtali við Kristján Sigurjónsson. Olíuleit í íslensku efnahagslögsögunni verður bönnuð með lögum. Þetta segir forsætisráðherra sem segir norðurslóðir verða óþekkjanlegar innan fárra áratuga verði ekki brugðist strax við loftslagsvánni. Haukur Holm sagði frá. Um hundrað nemendur í Kársnesskóla flytjast um set meðan unnið er að viðgerðum vegna myglu. Rætt var við Björgu Baldursdóttur. Alexander Kristjánsson sagði frá Alþjóðleg kvikmyndahátíð er nú haldin á Ísafirði í annað sinn. Írönsk og pólsk kvikmyndagerð er í brennidepli, en stjórnandi hátíðarinnar segir írönsku myndirnar veita innsýn í veruleika þarlendra kvenna. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Fjölni Baldursson. Brottrækur leyniþjónustuforstjóri í Danmörku, sem sætir ákærum fyrir uppljóstrun ríkisleyndarmála, segist vera fórnarlamb pólitískra hrossakaupa. Alexander Kristjánsson tók saman. -------------------------------------------------------- Rekstur íslenskra sveitarfélaga er í járnum og sveitarstjórnir um land allt glíma við hækkandi útgjöld vegna viðamikilla málaflokka sem þeim ber skylda til þess að sinna. Þar ber málefni fatlaðra hæst. Sveitarstjórnarmenn hafa kvartað sáran undan að ríkið hafi dregið lappirnar í að tryggja nægjanlegt fjármagn til þess að sveitarfélögin geti sinnt fötluðum á sómasamlegan hátt. Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í morgun og Spegillinn ræddi við Heiðu Björgu Hilmisdóttur nýkjörinn formann sambandsins. Kristján Sigurjónsson tók saman. Til stendur að endurskoða stærðarviðmið virkjana. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar er sammála um þau mál. Ákjósanleg og endurbætt útfærsla er þó öllu meira á reiki. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins er formaður umhverfis- og samgöngunefndar og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar er varaformaður nefndarinnar. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við þau. Tuttugasta flokksþing kínverska kommúnistaflokksins stendur fyrir dyrum. Það hefst á sunnudag og ef allt gengur samkvæmt áætlun verður Xi Jinping hylltur sem aðalritari flokksins í þriðja sinn og þar með valdamesti maður landsins frá því að Maó Tse-tung var og hét. Hann verður þá jafnframt forseti herráðsins og forseti landsins. Ásgeir Tómasson sagði frá.
10/13/202230 minutes
Episode Artwork

Átakasaga ASÍ og aldrei fleiri í gæsluvarðhaldi

Spegillinn 12. október 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta Alþýðusambandsins vonar að formenn VR, Eflingar og Starfsgreinasambandsins, sem gengu af þingi ASÍ í gær, snúi aftur. Tillaga hennar um að hafna kjörbréfum Eflingarfélaga hafi verið mistök. Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir miður að þinginu hafi verið frestað en er efins um að friður verði kominn á í sambandinu fyrir vorið. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Aldrei hafa fleiri sætt gæsluvarðhaldi og nú - og konur í haldi aldrei verið fleiri. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir að álagið sé orðið það mikið að erfitt sé að tryggja öryggi starfsfólks. Dæmi séu um að fangaverðir hafi orðið óvinnufærir eftir líkamsárás í starfi. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við hann. Dælubílar voru kallaðir út að Elliðaám í Reykjavík síðdegis í dag vegna sápu sem freyddi í ánum. Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi segir líklegast að sápan hafi borist gegnum göturæsi úr Breiðholti en vatn úr ræsinu rennur óhindrað í árnar. Alexander Kristjánsson tók saman. ---------- Ef svo fer að stærstu félögin í Alþýðusambandinu segja sig úr því veikir það sambandið augljóslega segir Sumarliði Ísleifsson dósent í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands sem skrifað hefur sögu ASÍ. Staðan sé óljós og verði það næstu mánuði. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Núll komma þriggja prósenta efnahagssamdráttur var í Bretlandi í ágúst, að því er hagstofa landsins greindi frá í dag. Hún birti einnig leiðrétta niðurstöðu um hagvöxtinn í júlí. Ásgeir Tómasson segir frá. Yfirvofandi efnahagssamdráttur; versnandi hagur heimila; raforkuskortur; tíðar skotárásir glæpagengja; og ótrygg staða í utanríkismálum. Ný ríkisstjórn í Svíþjóð stendur frammi fyrir mörgum áríðandi verkefnum. En það er eitt sem tefur - mánuði eftir þingkosningarnar hafa flokkarnir sem fengu meirihluta enn ekki komið sér saman um stjórnarsáttmálann. Kári Gylfason sagði frá stjórnarmyndun í Svíþjóð.
10/12/20220
Episode Artwork

Átakasaga ASÍ og aldrei fleiri í gæsluvarðhaldi

Spegillinn 12. október 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta Alþýðusambandsins vonar að formenn VR, Eflingar og Starfsgreinasambandsins, sem gengu af þingi ASÍ í gær, snúi aftur. Tillaga hennar um að hafna kjörbréfum Eflingarfélaga hafi verið mistök. Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir miður að þinginu hafi verið frestað en er efins um að friður verði kominn á í sambandinu fyrir vorið. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Aldrei hafa fleiri sætt gæsluvarðhaldi og nú - og konur í haldi aldrei verið fleiri. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir að álagið sé orðið það mikið að erfitt sé að tryggja öryggi starfsfólks. Dæmi séu um að fangaverðir hafi orðið óvinnufærir eftir líkamsárás í starfi. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við hann. Dælubílar voru kallaðir út að Elliðaám í Reykjavík síðdegis í dag vegna sápu sem freyddi í ánum. Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi segir líklegast að sápan hafi borist gegnum göturæsi úr Breiðholti en vatn úr ræsinu rennur óhindrað í árnar. Alexander Kristjánsson tók saman. ---------- Ef svo fer að stærstu félögin í Alþýðusambandinu segja sig úr því veikir það sambandið augljóslega segir Sumarliði Ísleifsson dósent í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands sem skrifað hefur sögu ASÍ. Staðan sé óljós og verði það næstu mánuði. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Núll komma þriggja prósenta efnahagssamdráttur var í Bretlandi í ágúst, að því er hagstofa landsins greindi frá í dag. Hún birti einnig leiðrétta niðurstöðu um hagvöxtinn í júlí. Ásgeir Tómasson segir frá. Yfirvofandi efnahagssamdráttur; versnandi hagur heimila; raforkuskortur; tíðar skotárásir glæpagengja; og ótrygg staða í utanríkismálum. Ný ríkisstjórn í Svíþjóð stendur frammi fyrir mörgum áríðandi verkefnum. En það er eitt sem tefur - mánuði eftir þingkosningarnar hafa flokkarnir sem fengu meirihluta enn ekki komið sér saman um stjórnarsáttmálann. Kári Gylfason sagði frá stjórnarmyndun í Svíþjóð.
10/12/202230 minutes
Episode Artwork

Alþýðusambandið klofið og útlendingalög

Spegillinn 11. október 2022 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir Formenn VR, Eflingar og Starfsgreinasambandsins hafa allir fallið frá framboði til æðstu embætta Alþýðusambands Íslands. Formennirnir og fjöldi stuðningsmanna þeirra gengu út af þingi ASÍ í dag. Þórdís Arnljótsdóttir ræddi við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, Vilhjálm Birgisson formann Starfsgreinasambandsins og Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar. Augu fjölmargra landsmanna eru á Portúgal þessa stundina. Íslenska kvennalandsliðið stendur í eldlínunni og freistar þess að tryggja sér sæti á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn. Freyr Gígja Gunnarsson fréttamaður greindi frá marki sem Íslendingar skoruðu og dæmt var af. Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims ætla að draga Vladimír Pútín Rússlandsforseta til ábyrgðar fyrir tugi flugskeytaárása á almenna borgara og samfélagsinnviði í gær. Ferðaþjónustan á Norðurlandi krefst þess að reglulegur snjómokstur verði tekinn upp á Dettifossvegi. Fossinn sé einn af lykilstöðum í ferðaþjónustu í fjórðungnum. Þessu er líkt við að ófært væri að Gullfossi allan veturinn. Ágúst Ólafsson talaði við Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Mikill fjöldi stuðningsfólks Julians Assange, stofnanda WikiLeaks, sló hring um þinghúsið í Westminster í Lundúnum, höfuðborg Bretlands um helgina, og krafðist þess að hann yrði umsvifalaust látinn laus. Markús Þórhallsson sagði frá. ------------------ Kristján Þórður Sveinbjarnarson, sitjandi forseti ASÍ segir að staðan innan sambandsins eftir ákvörðun formanna stærstu félaganna um að draga framboð til forystustarfa sé sláandi og erfið. Ákvörðun þeirra kom honum á óvart, sjálfur ætlar hann ekki að bjóða sig fram til forseta. Hann hafði boðið sig fram til 1. varaforseta og segir það standa enn. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra leggur aftur fram umdeilt frumvarp um herta útlendingalöggjöf. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að aukinn fjöldi hælisleitenda auki álag á innviði. Alma Ómarsdóttir talaði við þau. Forseti Úkraínu óskaði þess á fundi með leiðtogum G-7 iðnríkjaeftir að alþjóðlegum hópi yrði falið að fylgjast með öryggismálum á landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands þar sem árás hvítrússnesks herliðs væri yfirvofandi. Ásgeir Tómasson sagði frá.
10/11/20220
Episode Artwork

Alþýðusambandið klofið og útlendingalög

Spegillinn 11. október 2022 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir Formenn VR, Eflingar og Starfsgreinasambandsins hafa allir fallið frá framboði til æðstu embætta Alþýðusambands Íslands. Formennirnir og fjöldi stuðningsmanna þeirra gengu út af þingi ASÍ í dag. Þórdís Arnljótsdóttir ræddi við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, Vilhjálm Birgisson formann Starfsgreinasambandsins og Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar. Augu fjölmargra landsmanna eru á Portúgal þessa stundina. Íslenska kvennalandsliðið stendur í eldlínunni og freistar þess að tryggja sér sæti á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn. Freyr Gígja Gunnarsson fréttamaður greindi frá marki sem Íslendingar skoruðu og dæmt var af. Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims ætla að draga Vladimír Pútín Rússlandsforseta til ábyrgðar fyrir tugi flugskeytaárása á almenna borgara og samfélagsinnviði í gær. Ferðaþjónustan á Norðurlandi krefst þess að reglulegur snjómokstur verði tekinn upp á Dettifossvegi. Fossinn sé einn af lykilstöðum í ferðaþjónustu í fjórðungnum. Þessu er líkt við að ófært væri að Gullfossi allan veturinn. Ágúst Ólafsson talaði við Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Mikill fjöldi stuðningsfólks Julians Assange, stofnanda WikiLeaks, sló hring um þinghúsið í Westminster í Lundúnum, höfuðborg Bretlands um helgina, og krafðist þess að hann yrði umsvifalaust látinn laus. Markús Þórhallsson sagði frá. ------------------ Kristján Þórður Sveinbjarnarson, sitjandi forseti ASÍ segir að staðan innan sambandsins eftir ákvörðun formanna stærstu félaganna um að draga framboð til forystustarfa sé sláandi og erfið. Ákvörðun þeirra kom honum á óvart, sjálfur ætlar hann ekki að bjóða sig fram til forseta. Hann hafði boðið sig fram til 1. varaforseta og segir það standa enn. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra leggur aftur fram umdeilt frumvarp um herta útlendingalöggjöf. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að aukinn fjöldi hælisleitenda auki álag á innviði. Alma Ómarsdóttir talaði við þau. Forseti Úkraínu óskaði þess á fundi með leiðtogum G-7 iðnríkjaeftir að alþjóðlegum hópi yrði falið að fylgjast með öryggismálum á landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands þar sem árás hvítrússnesks herliðs væri yfirvofandi. Ásgeir Tómasson sagði frá.
10/11/20229 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 10. okt 2022

Spegillinn 10.okt 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Skotmörk í hefndarárásum Rússa á Úkraínu í dag voru mikilvægir innviðir og fjölfarnir staðir á háannatíma. Minnst ellefu fórust og um hundrað særðust. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna mögulegs jökulhlaups úr Grímsvötnum Þar sem vatnsstaða í Grímsvötnum er lág er ekki búist við stóru hlaupi og mannvirki eru ekki talin í hættu. Mennirnir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknar lögreglu ræddu sín á milli um morð á verkalýðsleiðtogum, meðal annars Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar. Hún segir ömurlegt að upplifa slíkt. Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir það vekja spurningar um fagmennsku að starfsmenn Bankasýslunnar hafi þegið veitingar og tækifærisgjafir frá Íslandsbanka og fleirum við sölu á hlut ríkisins í bankanum. Dómsmálaráðherra telur að laga þurfi vankanta í útlendingalögum með því að ganga lengra en hefur verið gert. Hann ætlar að gera ríkisstjórninni grein fyrir tillögum þess efnis. Lengri umfjöllun: Það mátti glögglega skynja spennu hjá þeim 300 fulltrúum verkalýðsfélaga sem mættir voru á 45. þing Alþýðusambands Íslands í Reykjavík í morgun. Þing sambandsins stendur yfir í þrjá daga og verður ný forysta ASÍ kjörin á miðvikudag. En hver eru brýnustu verkefni verkalýðshreyfingarinnar á næstu vikum? Óttast hinn almenni félagsmaður átök og sundrung innan hreyfingarinnar? Kristján Sigurjónsson ræddi við nokkra þingfulltrúa fyrir þingsetningu í morgun, þar á meðal Hörð Guðbrandsson hjá Verkalýðsfélagi Grindavíkur og Halldóru Sigríði Sveinsdóttur formann Bárunnar á Suðurlandi. Hitabylgjur verða svo ofsafengnar á næstu áratugum í nokkrum heimshlutum að þeir verða óbyggilegir fólki. Grípa verður til enn harðari aðgerða en hingað til ef koma á í veg fyrir enn frekari hlýnun jarðar af völdum gróðurhúsalofttegunda. Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) og Alþjóðaráð Rauða krossins (IFRC) birtu í dag sameiginlega skýrslu um ástand og horfur í loftslagsmálum í aðdraganda Loftslagsráðstefnu SÞ. Ásgeir Tómasson tók saman. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur og ekki eru öll störf lögð að jöfnu. Lög um að allir skuli fá sömu laun fyrir sömu vinnu hafa verið í gildi í meira en sextíu ár á Íslandi en þrátt fyrir það er enn launamunur milli kynja. Viðkvæðið um að ekki megi bera saman epli og appelsínur dugir ekki til að fanga allt sem felst í launa- og tekjumun að mati Heiðar Margrétar Björnsdóttur hagfræðings BSRB, sem fór fyrir starfshóp um endurmat
10/10/20220
Episode Artwork

Spegillinn 10. okt 2022

Spegillinn 10.okt 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Skotmörk í hefndarárásum Rússa á Úkraínu í dag voru mikilvægir innviðir og fjölfarnir staðir á háannatíma. Minnst ellefu fórust og um hundrað særðust. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna mögulegs jökulhlaups úr Grímsvötnum Þar sem vatnsstaða í Grímsvötnum er lág er ekki búist við stóru hlaupi og mannvirki eru ekki talin í hættu. Mennirnir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknar lögreglu ræddu sín á milli um morð á verkalýðsleiðtogum, meðal annars Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar. Hún segir ömurlegt að upplifa slíkt. Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir það vekja spurningar um fagmennsku að starfsmenn Bankasýslunnar hafi þegið veitingar og tækifærisgjafir frá Íslandsbanka og fleirum við sölu á hlut ríkisins í bankanum. Dómsmálaráðherra telur að laga þurfi vankanta í útlendingalögum með því að ganga lengra en hefur verið gert. Hann ætlar að gera ríkisstjórninni grein fyrir tillögum þess efnis. Lengri umfjöllun: Það mátti glögglega skynja spennu hjá þeim 300 fulltrúum verkalýðsfélaga sem mættir voru á 45. þing Alþýðusambands Íslands í Reykjavík í morgun. Þing sambandsins stendur yfir í þrjá daga og verður ný forysta ASÍ kjörin á miðvikudag. En hver eru brýnustu verkefni verkalýðshreyfingarinnar á næstu vikum? Óttast hinn almenni félagsmaður átök og sundrung innan hreyfingarinnar? Kristján Sigurjónsson ræddi við nokkra þingfulltrúa fyrir þingsetningu í morgun, þar á meðal Hörð Guðbrandsson hjá Verkalýðsfélagi Grindavíkur og Halldóru Sigríði Sveinsdóttur formann Bárunnar á Suðurlandi. Hitabylgjur verða svo ofsafengnar á næstu áratugum í nokkrum heimshlutum að þeir verða óbyggilegir fólki. Grípa verður til enn harðari aðgerða en hingað til ef koma á í veg fyrir enn frekari hlýnun jarðar af völdum gróðurhúsalofttegunda. Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) og Alþjóðaráð Rauða krossins (IFRC) birtu í dag sameiginlega skýrslu um ástand og horfur í loftslagsmálum í aðdraganda Loftslagsráðstefnu SÞ. Ásgeir Tómasson tók saman. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur og ekki eru öll störf lögð að jöfnu. Lög um að allir skuli fá sömu laun fyrir sömu vinnu hafa verið í gildi í meira en sextíu ár á Íslandi en þrátt fyrir það er enn launamunur milli kynja. Viðkvæðið um að ekki megi bera saman epli og appelsínur dugir ekki til að fanga allt sem felst í launa- og tekjumun að mati Heiðar Margrétar Björnsdóttur hagfræðings BSRB, sem fór fyrir starfshóp um endurmat
10/10/20229 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Konu sleppt úr haldi, rafmagnsleysi í vesturhluta Reykjavíkur, óveður

Eiginkona mannsins sem var stungin til bana í Ólafsfirði á mánudag var látin laus úr haldi í dag, að því er lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti undir kvöld. Einn er enn í gæsluvarðhaldi Bilun í spennistöð við Barónstíg í Reykjavík varð til þess að rafmagnslaust varð í borginni vestanverðri síðdegis. Búist var við að viðgerð lyki ekki fyrr en um eða eftir miðnætti, en betur gekk en á horfðist í fyrstu. Oddur Þórðarson ræddi við Breka Logason, upplýsingafulltrúa Veitna. Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri hjá almannavörnum, segir að taka verði alvarlega norðanstorminn sem í aðsigi er á sunnudag. Veðurstofa hefur gefið út gular og appelsínugular viðvaranir vegna óveðursins. Íbúar og eigendur fyrirtækja á Oddeyri á Akureyri eru hvattir til að vera vel á verði vegna flóðahættu á sunnudag. Hólmfríður Dagný Kristjánsdóttir ræddi við Jón Svanberg. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur til aðgerða svo að óstöðugleiki á fjármálamörkuðum verði ekki viðvarandi ástand. Pétur Magnússon sagði frá. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur tilkynnt forvera sinn til Persónuverndar fyrir að hafa farið inn á tölvupóstfang Sólveigar eftir að hún hætti störfum á síðasta ári. Mál af þessum toga eru algeng hjá Persónuvernd, en ekki er sama hvernig yfirmenn bera sig að við þessar aðstæður. Alexander Kristjánsson fór yfir málið með Helgu Sigríði Þórhallsdóttur, sviðsstjóra eftirlits hjá Persónuvernd. Íslendingar fóru alls um sextíu þúsund flugferðir frá landinu í september, og hafa aldrei verið á viðlíka faraldsfæti í þessum mánuði. Kristján Sigurjónsson ræddi við Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur og Bryndísi Haraldsdóttur um kynnisför þingmanna í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til Noregs og Danmerkur á dögunum til að glöggva sig á stefnu nágrannaþjóðanna um mótttöku flóttafólks og þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd. Fram kom m.a. að umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Hlutfallslega fleiri umsóknir eru um alþjóðlega vernd á Íslandi en á annars staðar á Norðurlöndum. Friðarverðlaun Nóbels voru kynnt í Ósló í dag. Þau eru að þessu sinni þrískipt og helguð mannréttindum. Minnt er á hvernig mannréttindabrot og virðingarleysi fyrir alþjóðalögum leiðir til stríðs eins og í Úkraínu. Verðlaunin hlutu hvítrússneski lögmaðurinn og baráttumaðurinn Ales Bialitski; rússnesku mannréttindasamtökin Memorial; og úkraínsku samtökin Miðstöð borgaralegra réttinda. Gísli Kristjánsson sagði frá. Sjö ára drengur, Tariq að nafni. hefur öðlast mikla frægð á samfélagsmiðlum síðustu vikur vegna
10/7/20220
Episode Artwork

Konu sleppt úr haldi, rafmagnsleysi í vesturhluta Reykjavíkur, óveður

Eiginkona mannsins sem var stungin til bana í Ólafsfirði á mánudag var látin laus úr haldi í dag, að því er lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti undir kvöld. Einn er enn í gæsluvarðhaldi Bilun í spennistöð við Barónstíg í Reykjavík varð til þess að rafmagnslaust varð í borginni vestanverðri síðdegis. Búist var við að viðgerð lyki ekki fyrr en um eða eftir miðnætti, en betur gekk en á horfðist í fyrstu. Oddur Þórðarson ræddi við Breka Logason, upplýsingafulltrúa Veitna. Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri hjá almannavörnum, segir að taka verði alvarlega norðanstorminn sem í aðsigi er á sunnudag. Veðurstofa hefur gefið út gular og appelsínugular viðvaranir vegna óveðursins. Íbúar og eigendur fyrirtækja á Oddeyri á Akureyri eru hvattir til að vera vel á verði vegna flóðahættu á sunnudag. Hólmfríður Dagný Kristjánsdóttir ræddi við Jón Svanberg. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur til aðgerða svo að óstöðugleiki á fjármálamörkuðum verði ekki viðvarandi ástand. Pétur Magnússon sagði frá. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur tilkynnt forvera sinn til Persónuverndar fyrir að hafa farið inn á tölvupóstfang Sólveigar eftir að hún hætti störfum á síðasta ári. Mál af þessum toga eru algeng hjá Persónuvernd, en ekki er sama hvernig yfirmenn bera sig að við þessar aðstæður. Alexander Kristjánsson fór yfir málið með Helgu Sigríði Þórhallsdóttur, sviðsstjóra eftirlits hjá Persónuvernd. Íslendingar fóru alls um sextíu þúsund flugferðir frá landinu í september, og hafa aldrei verið á viðlíka faraldsfæti í þessum mánuði. Kristján Sigurjónsson ræddi við Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur og Bryndísi Haraldsdóttur um kynnisför þingmanna í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til Noregs og Danmerkur á dögunum til að glöggva sig á stefnu nágrannaþjóðanna um mótttöku flóttafólks og þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd. Fram kom m.a. að umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Hlutfallslega fleiri umsóknir eru um alþjóðlega vernd á Íslandi en á annars staðar á Norðurlöndum. Friðarverðlaun Nóbels voru kynnt í Ósló í dag. Þau eru að þessu sinni þrískipt og helguð mannréttindum. Minnt er á hvernig mannréttindabrot og virðingarleysi fyrir alþjóðalögum leiðir til stríðs eins og í Úkraínu. Verðlaunin hlutu hvítrússneski lögmaðurinn og baráttumaðurinn Ales Bialitski; rússnesku mannréttindasamtökin Memorial; og úkraínsku samtökin Miðstöð borgaralegra réttinda. Gísli Kristjánsson sagði frá. Sjö ára drengur, Tariq að nafni. hefur öðlast mikla frægð á samfélagsmiðlum síðustu vikur vegna
10/7/20229 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Orkuskortur og öryggismál í Evrópu

Spegillinn: 6. október 2022 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að orkureikningar séu að sliga heimili og fyrirtæki í Evrópu. Orkuskortur og óvissa í öryggismálum voru til umræðu á nýstofnuðum vettvangi þjóðarleiðtoga álfunnar í dag. Bjarni Rúnarsson tók saman. Tveir menn sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka verða áfram í gæsluvarðhaldi og einangrun. Þeir hafa verið í einangrun frá handtöku 21. september og verjendur þeirra hafa kært úrskurðinn til Landsréttar Möguleg verkfallsboðun verður rædd á formannafundi Sjómannasambandsins í Vestmannaeyjum um helgina. Fyrsta desember verða þrjú ár liðin frá því að kjarasamningur sjómanna rann út. Arnar Björnsson sagði frá. Mennta- og barnamálaráðherra segir of langan tíma hafa tekið að bregðast við röddum þolenda. Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð segir að gera megi betur en að hlustað sé á raddir framhaldsskólanema sem þrýsta á stjórnvöld og skólastjórnendur að taka á ásökunum um kynferðisofbeldi af meiri þunga. Sólveig Klara Ragnarsdóttir tók saman. Heyrist líka í Urði Bartelsdóttur af samstöðufundi nemenda. Tveir eru sárir eftir skotárás í sænsku borginni Södertälje. Þetta er fimmta skotárásin þar á tveimur vikum. Spariútgáfa bleiku slaufunnar til styrktar Krabbameinsfélaginu seldist upp í dag. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Árna Reyni Alfreðsson, forstöðumann markaðsmála hjá Krabbameinsfélaginu. ------- Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að framundan séu erfiðir tímar í orkumálum í Evrópu. Ísland njóti forréttinda af því að vera auðugt af orkuauðlindum. Björn Malmquist talaði við hana. Ólíkt hafast þeir að, fjármálaráðherrarnir í Noregi og Bretlandi, nú þegar almúganum er boðið upp á ný kreppufjárlög. Fólk í báðum löndum býr við vaxandi verðbólgu, vaxtahækkanir og óbærilega rafmagnsreikninga. Gísli Kristjánsson skýrir hvernig þessu víkur við. Björgunarsveitir í borginni Zaporizhzhia í Úkraínu hafa í dag leitað að fólki á lífi í rústum fjölbýlishúsa sem urðu fyrir flugskeytaárás síðla nætur og í morgun. Að minnsta kosti þrír létust í árásinni. Ásgeir Tómasson tók saman. Oleksandr Starukh, ríkisstjóri Úkraínustjórnar í Zaporizhzhia, Stéphane Dujarric talsmaður Sameinuðu þjóðanna. Laura Rockwood, kjarnorkusérfræðingur .
10/6/20220
Episode Artwork

Orkuskortur og öryggismál í Evrópu

Spegillinn: 6. október 2022 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að orkureikningar séu að sliga heimili og fyrirtæki í Evrópu. Orkuskortur og óvissa í öryggismálum voru til umræðu á nýstofnuðum vettvangi þjóðarleiðtoga álfunnar í dag. Bjarni Rúnarsson tók saman. Tveir menn sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka verða áfram í gæsluvarðhaldi og einangrun. Þeir hafa verið í einangrun frá handtöku 21. september og verjendur þeirra hafa kært úrskurðinn til Landsréttar Möguleg verkfallsboðun verður rædd á formannafundi Sjómannasambandsins í Vestmannaeyjum um helgina. Fyrsta desember verða þrjú ár liðin frá því að kjarasamningur sjómanna rann út. Arnar Björnsson sagði frá. Mennta- og barnamálaráðherra segir of langan tíma hafa tekið að bregðast við röddum þolenda. Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð segir að gera megi betur en að hlustað sé á raddir framhaldsskólanema sem þrýsta á stjórnvöld og skólastjórnendur að taka á ásökunum um kynferðisofbeldi af meiri þunga. Sólveig Klara Ragnarsdóttir tók saman. Heyrist líka í Urði Bartelsdóttur af samstöðufundi nemenda. Tveir eru sárir eftir skotárás í sænsku borginni Södertälje. Þetta er fimmta skotárásin þar á tveimur vikum. Spariútgáfa bleiku slaufunnar til styrktar Krabbameinsfélaginu seldist upp í dag. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Árna Reyni Alfreðsson, forstöðumann markaðsmála hjá Krabbameinsfélaginu. ------- Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að framundan séu erfiðir tímar í orkumálum í Evrópu. Ísland njóti forréttinda af því að vera auðugt af orkuauðlindum. Björn Malmquist talaði við hana. Ólíkt hafast þeir að, fjármálaráðherrarnir í Noregi og Bretlandi, nú þegar almúganum er boðið upp á ný kreppufjárlög. Fólk í báðum löndum býr við vaxandi verðbólgu, vaxtahækkanir og óbærilega rafmagnsreikninga. Gísli Kristjánsson skýrir hvernig þessu víkur við. Björgunarsveitir í borginni Zaporizhzhia í Úkraínu hafa í dag leitað að fólki á lífi í rústum fjölbýlishúsa sem urðu fyrir flugskeytaárás síðla nætur og í morgun. Að minnsta kosti þrír létust í árásinni. Ásgeir Tómasson tók saman. Oleksandr Starukh, ríkisstjóri Úkraínustjórnar í Zaporizhzhia, Stéphane Dujarric talsmaður Sameinuðu þjóðanna. Laura Rockwood, kjarnorkusérfræðingur .
10/6/202211 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Kosningar í Danmörku, stýrivextir og stórar samningalotur

Spegillinn 5.október 2022 Fiskiskip strandaði í innsiglingunni á Raufarhöfn í dag eftir að það rak undan sterkum vindi. Vel gekk að koma skipinu á flot. Sænskur grínþáttur hefur valdið fjaðrafoki í Tyrklandi vegna gríns á kostnað forseta Tyrklands. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa boðað sendiherra Svíþjóðar á fund vegna málsins, sem gæti haft víðtækar afleiðingar. Menntamálaráðherra hefur boðað alla skólameistara framhaldsskóla á sinn fund til að fara yfir viðbragðsáætlanir þeirra við kynferðisofbeldi. Rektor Menntaskólans við Hamrahlíð bað fyrrverandi nemanda skólans í dag afsökunar á viðbrögðum skólastjórnenda við ásökunum hennar um ofbeldi af hálfu samnemanda. Mælingar sýna að andlegri líðan ungmenna hefur hrakað hér á landi. Talið er að svefnleysi og samfélagsmiðlanotkun eigi stóran þátt í þessari þróun. Forvarnadagurinn er í dag. ------- Eins og fingri væri smellt var kosningabaráttan í Danmörku komin á fullt skrið nánast um leið og Mette Frederiksen greindi frá því í morgun að að kosið yrði til þings í landinu fyrsta nóvember. Hún sagði þegar hún tilkynnti ákvörðun sína að það væri vissulega undarlegt að Danir gengju til þingkosninga á ótryggum tímum jafnt innanlands sem utan, en þetta væri vilji meirihluta danska þingsins. Því hefði hún farið á fund Margrétar Þórhildar drottningar í morgun og tilkynnt henni að kosningar væru fram undan. Stýrivextir hækkuðu í morgun um 0,25 prósent. Þeir eru nú komnir í 5,75 prósent og hafa ekki verið hærri síðan 2016. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað frá ágústfundi nefndarinnar, hafi undirliggjandi verðbólga og óvissa hins vegar aukist. Greinendur spáðu því að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 til 0,5 prósent. Verðbólga er langt yfir markmiði Seðlabankans um tveggja og hálfs prósenta verðbólgu, mælist nú um 9,3 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að þetta sé seinasta stýrivaxtahækkunin, en bankinn hefur hækkað vexti í seinustu níu stýrivaxtaákvörðunum sínum. Hann segir að áhrifa hækkana stýrivaxta sé farið að gæta hér á landi, en efnahagshorfur utan landsteinanna gefi tilefni til að vera á varðbergi. En hvað kallar á hækkun stýrivaxta nú? Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambandsins vonar að sátt náist innan verkalýðshreyfingarinnar eftir þing sambandsins sem haldið verður í næstu viku og nýr forseti kjörinn. Framundan eru stórar samningalotur og hann kysi frekar að einfalda verkfallsboðun en að auka vald ríkissáttasemjara. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaú
10/5/20220
Episode Artwork

Kosningar í Danmörku, stýrivextir og stórar samningalotur

Spegillinn 5.október 2022 Fiskiskip strandaði í innsiglingunni á Raufarhöfn í dag eftir að það rak undan sterkum vindi. Vel gekk að koma skipinu á flot. Sænskur grínþáttur hefur valdið fjaðrafoki í Tyrklandi vegna gríns á kostnað forseta Tyrklands. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa boðað sendiherra Svíþjóðar á fund vegna málsins, sem gæti haft víðtækar afleiðingar. Menntamálaráðherra hefur boðað alla skólameistara framhaldsskóla á sinn fund til að fara yfir viðbragðsáætlanir þeirra við kynferðisofbeldi. Rektor Menntaskólans við Hamrahlíð bað fyrrverandi nemanda skólans í dag afsökunar á viðbrögðum skólastjórnenda við ásökunum hennar um ofbeldi af hálfu samnemanda. Mælingar sýna að andlegri líðan ungmenna hefur hrakað hér á landi. Talið er að svefnleysi og samfélagsmiðlanotkun eigi stóran þátt í þessari þróun. Forvarnadagurinn er í dag. ------- Eins og fingri væri smellt var kosningabaráttan í Danmörku komin á fullt skrið nánast um leið og Mette Frederiksen greindi frá því í morgun að að kosið yrði til þings í landinu fyrsta nóvember. Hún sagði þegar hún tilkynnti ákvörðun sína að það væri vissulega undarlegt að Danir gengju til þingkosninga á ótryggum tímum jafnt innanlands sem utan, en þetta væri vilji meirihluta danska þingsins. Því hefði hún farið á fund Margrétar Þórhildar drottningar í morgun og tilkynnt henni að kosningar væru fram undan. Stýrivextir hækkuðu í morgun um 0,25 prósent. Þeir eru nú komnir í 5,75 prósent og hafa ekki verið hærri síðan 2016. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað frá ágústfundi nefndarinnar, hafi undirliggjandi verðbólga og óvissa hins vegar aukist. Greinendur spáðu því að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 til 0,5 prósent. Verðbólga er langt yfir markmiði Seðlabankans um tveggja og hálfs prósenta verðbólgu, mælist nú um 9,3 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að þetta sé seinasta stýrivaxtahækkunin, en bankinn hefur hækkað vexti í seinustu níu stýrivaxtaákvörðunum sínum. Hann segir að áhrifa hækkana stýrivaxta sé farið að gæta hér á landi, en efnahagshorfur utan landsteinanna gefi tilefni til að vera á varðbergi. En hvað kallar á hækkun stýrivaxta nú? Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambandsins vonar að sátt náist innan verkalýðshreyfingarinnar eftir þing sambandsins sem haldið verður í næstu viku og nýr forseti kjörinn. Framundan eru stórar samningalotur og hann kysi frekar að einfalda verkfallsboðun en að auka vald ríkissáttasemjara. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaú
10/5/20229 minutes, 1 second
Episode Artwork

Fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn, Credit Suisse í klandri og loðna

Spegillinn 4.október 2022 Fjöldahjálparstöð sem verið er að opna í Borgartúni í Reykjavík getur tekið á móti fyrsta flóttafólkinu í kvöld eða á morgun. Stjórnvöld voru uppiskroppa með húsnæði og neyddust til að biðja Rauða krossinn um aðstoð. Rússar viðurkenndu í dag ósigra á nokkrum vígstöðvum í Úkraínu. Bandaríkjaforseti lofar Úkraínu frekari hernaðaraðstoð Hávær mótmæli hafa staðið yfir í Menntaskólanum við Hamrahlíð frá því í gær. Varaformaður nemendafélagsins segir ótækt- að þolendur ofbeldis mæti aðgerðaleysi skólastjórnenda Hundruð hugmynda hafa borist í hugmyndasöfnunina Hverfið mitt. Hugmyndir reykvískra skólabarna eru einu orði sagt skrautlegar. Staða svissneska bankans Credit Suisse hefur valdið óróa á fjármálamörkuðum. Hlutabréfaverð í bankanum hefur hríðlækkað síðustu misseri og bankinn áformar fjöldauppsagnir. Greinendur segja kaup í bankanum aðeins fyrir þá djörfu. Ekki er þó ástæða til að óttast um of áhrifin á íslenskan markað, segir hlutabréfagreinandi. Hafrannsóknastofnun lagði í morgun til að loðnukvóti fyrir komandi vertíð verði ekki meiri en rúm 218.000 tonn. Það er 180 þúsund tonnum minna en upphafsráðgjöf gaf til kynna eftir mælingar í fyrrahaust. Þá var talið óhætt að veiða um 400.000 tonn á komandi vertíð og á síðustu vertíð var gefinn út kvóti upp á tæp 870 þúsund tonn sem var með allra mesta móti í áraraðir. Þessu koma sjávarbyggðir landsins til með að finna fyrir á komandi vetri með færri störfum og áhrifin á efnahagskerfið óhjákvæmileg. Það gefur augaleið að það kemur minna í kassann. Spegillinn ræddi við Guðmund J Óskarsson, sviðstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Sameinuðu þjóðirnar fara fram á rúmlega átta hundruð milljónir dollara vegna neyðarástands í Pakistan af völdum flóða síðastliðið sumar. Stór hluti landsins er enn umflotinn vatni og erfiðleikar íbúanna aukast stöðugt. Fjárhæðin er fimm sinnum hærri en áður var talin þörf á- til að koma íbúunum til hjálpar. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
10/4/20220
Episode Artwork

Fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn, Credit Suisse í klandri og loðna

Spegillinn 4.október 2022 Fjöldahjálparstöð sem verið er að opna í Borgartúni í Reykjavík getur tekið á móti fyrsta flóttafólkinu í kvöld eða á morgun. Stjórnvöld voru uppiskroppa með húsnæði og neyddust til að biðja Rauða krossinn um aðstoð. Rússar viðurkenndu í dag ósigra á nokkrum vígstöðvum í Úkraínu. Bandaríkjaforseti lofar Úkraínu frekari hernaðaraðstoð Hávær mótmæli hafa staðið yfir í Menntaskólanum við Hamrahlíð frá því í gær. Varaformaður nemendafélagsins segir ótækt- að þolendur ofbeldis mæti aðgerðaleysi skólastjórnenda Hundruð hugmynda hafa borist í hugmyndasöfnunina Hverfið mitt. Hugmyndir reykvískra skólabarna eru einu orði sagt skrautlegar. Staða svissneska bankans Credit Suisse hefur valdið óróa á fjármálamörkuðum. Hlutabréfaverð í bankanum hefur hríðlækkað síðustu misseri og bankinn áformar fjöldauppsagnir. Greinendur segja kaup í bankanum aðeins fyrir þá djörfu. Ekki er þó ástæða til að óttast um of áhrifin á íslenskan markað, segir hlutabréfagreinandi. Hafrannsóknastofnun lagði í morgun til að loðnukvóti fyrir komandi vertíð verði ekki meiri en rúm 218.000 tonn. Það er 180 þúsund tonnum minna en upphafsráðgjöf gaf til kynna eftir mælingar í fyrrahaust. Þá var talið óhætt að veiða um 400.000 tonn á komandi vertíð og á síðustu vertíð var gefinn út kvóti upp á tæp 870 þúsund tonn sem var með allra mesta móti í áraraðir. Þessu koma sjávarbyggðir landsins til með að finna fyrir á komandi vetri með færri störfum og áhrifin á efnahagskerfið óhjákvæmileg. Það gefur augaleið að það kemur minna í kassann. Spegillinn ræddi við Guðmund J Óskarsson, sviðstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Sameinuðu þjóðirnar fara fram á rúmlega átta hundruð milljónir dollara vegna neyðarástands í Pakistan af völdum flóða síðastliðið sumar. Stór hluti landsins er enn umflotinn vatni og erfiðleikar íbúanna aukast stöðugt. Fjárhæðin er fimm sinnum hærri en áður var talin þörf á- til að koma íbúunum til hjálpar. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
10/4/202210 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 3.okt. 2022

Spegillinn 3. okt. 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónnson Tæknimaður: Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur vegna manndráps í Ólafsfirði í nótt. Staða svissneska bankans Credit Suisse veldur áhyggjum. Hlutabréfaverð í bankanum hefur hríðlækkað og þykir atburðarásin minna á bankahrunið 2008. Framsókn tapar fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallups, en Sjálfstæðisflokkur, Samfyllking, Viðreisn og Miðflokkur bæta við sig. Þriðjungi fleiri íbúðir eru í byggingu nú en á sama tíma í fyrra. Framkvæmdir eru hafnar við ríflega 8.100 íbúðir á landinu öllu, samanborið við 6.000 í september í fyrra. Skoðanakannanir í Brasilíu vanmátu fylgi Jairs [Sja-írs] Bolsonaros forseta í kosningunum í gær. Mótframbjóðandi hans fékk fleiri atkvæði, en ekki hreinan meirihluta eins og sumar kannanir gáfu til kynna. Hundaeigendur verða að vera meðvitaðir um ábyrgð sína, segir bóndi á Vesturlandi sem segir að fé hans sé í hættu vegna lausagöngu hunda. Lengri umfjöllun: Rúmlega 8.100 íbúðir eru nú í byggingu á landinu öllu, samkvæmt nýrri talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtaka iðnaðarins. Það er rúmlega tvö þúsund íbúðum meira en í sams konar talningu í september í fyrra. Munurinn, eða aukningin, er 35 prósent, rúm. Höfuðborgarsvæðið er með ríflega 70 prósent allra íbúða í byggingu, eða um 5.700. Í Reykjavík eru íbúðir í byggingu rúmlega 2.400 en í nágrannabæjunum tæplega 3.300. Það er byggt um allt land, en hvað þýða þessar tölur? Dugar þessi aukning til þess að sinna íbúðaþörf landsmanna? Nýlega var skrifað undir samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu 35.000 nýrra íbúða á næstu 10 árum. Elmar Þór Erlendsson er teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og fór yfr þessar nýju tölur á kynningarfundi stofnunarinnar og Samtaka iðnaðarins í dag. Kristján Sigurjónsson ræðir við hann. Skoðanakannanir í Brasilíu vanmátu fylgi Jairs Bolsonaros forseta í kosningunum í gær. Mótframbjóðandi hans, Luiz Inácios Lula da Silva, fyrrverandi forseta fékk fleiri atkvæði, en ekki hreinan meirihluta eins og sumar kannanir gáfu til kynna. Áageir Tómasson segir frá. Ofstækisfullur nasisti, breskir hermenn og áhugasamir menn í íslenska stjórnarráðinu eru meðal þeirra sem lögðu óafvitandi grunninn að samkomu í Safnahúsinu í dag. Rúmum átta áratugum eftir að Bretar lögðu hald á gögn þýska ræðismannsins við hernám Íslands eru skjölin á leið heim.Fáir erlendir erindrekar hafa orðið frægari, jafnvel alræmdari, í Íslandssögunni en Werner Gerlach. Hann varð aðalræðismaður
10/3/20220
Episode Artwork

Spegillinn 3.okt. 2022

Spegillinn 3. okt. 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónnson Tæknimaður: Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur vegna manndráps í Ólafsfirði í nótt. Staða svissneska bankans Credit Suisse veldur áhyggjum. Hlutabréfaverð í bankanum hefur hríðlækkað og þykir atburðarásin minna á bankahrunið 2008. Framsókn tapar fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallups, en Sjálfstæðisflokkur, Samfyllking, Viðreisn og Miðflokkur bæta við sig. Þriðjungi fleiri íbúðir eru í byggingu nú en á sama tíma í fyrra. Framkvæmdir eru hafnar við ríflega 8.100 íbúðir á landinu öllu, samanborið við 6.000 í september í fyrra. Skoðanakannanir í Brasilíu vanmátu fylgi Jairs [Sja-írs] Bolsonaros forseta í kosningunum í gær. Mótframbjóðandi hans fékk fleiri atkvæði, en ekki hreinan meirihluta eins og sumar kannanir gáfu til kynna. Hundaeigendur verða að vera meðvitaðir um ábyrgð sína, segir bóndi á Vesturlandi sem segir að fé hans sé í hættu vegna lausagöngu hunda. Lengri umfjöllun: Rúmlega 8.100 íbúðir eru nú í byggingu á landinu öllu, samkvæmt nýrri talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtaka iðnaðarins. Það er rúmlega tvö þúsund íbúðum meira en í sams konar talningu í september í fyrra. Munurinn, eða aukningin, er 35 prósent, rúm. Höfuðborgarsvæðið er með ríflega 70 prósent allra íbúða í byggingu, eða um 5.700. Í Reykjavík eru íbúðir í byggingu rúmlega 2.400 en í nágrannabæjunum tæplega 3.300. Það er byggt um allt land, en hvað þýða þessar tölur? Dugar þessi aukning til þess að sinna íbúðaþörf landsmanna? Nýlega var skrifað undir samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu 35.000 nýrra íbúða á næstu 10 árum. Elmar Þór Erlendsson er teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og fór yfr þessar nýju tölur á kynningarfundi stofnunarinnar og Samtaka iðnaðarins í dag. Kristján Sigurjónsson ræðir við hann. Skoðanakannanir í Brasilíu vanmátu fylgi Jairs Bolsonaros forseta í kosningunum í gær. Mótframbjóðandi hans, Luiz Inácios Lula da Silva, fyrrverandi forseta fékk fleiri atkvæði, en ekki hreinan meirihluta eins og sumar kannanir gáfu til kynna. Áageir Tómasson segir frá. Ofstækisfullur nasisti, breskir hermenn og áhugasamir menn í íslenska stjórnarráðinu eru meðal þeirra sem lögðu óafvitandi grunninn að samkomu í Safnahúsinu í dag. Rúmum átta áratugum eftir að Bretar lögðu hald á gögn þýska ræðismannsins við hernám Íslands eru skjölin á leið heim.Fáir erlendir erindrekar hafa orðið frægari, jafnvel alræmdari, í Íslandssögunni en Werner Gerlach. Hann varð aðalræðismaður
10/3/20229 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Innlimun úkraínskra landsvæða í Rússland, stýrivextir, Emmyverðlaunin

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Þórdís Kolbrún R.Gylfadóttir utanríkisráðherra segir algera samstöðu ríkja meðal bandamanna Úkraínu um að innlimun Rússa á héruðum í Úkraínu sé fyrir neðan allar hellur og að atkvæðagreiðslan um síðustu helgi sé marklaus. Þórdís Arnljótsdóytytir ræddi við hana. Ræða Rússlandsforseta um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu afhjúpar hræddan leiðtoga að mati Rósu Magnúsdóttur, prófessors í sagnfræði. Í ræðunni felist stríðsyfirlýsing gagnvart vestrinu. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Banaríkin ætla að herða refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og G7 ríkin hyggjast sekta þau lönd sem styðja innlimun Rússa á héruðunum fjórum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Framburður þeirra sakborninga sem eru ákærðir fyrir morðið á Armando Beqiri í Rauðagerði tók ítrekuðum breytingum og hjá sumum þeirra stóð ekki steinn yfir steini. Þetta sagði saksóknari á lokadegi réttarhaldanna í Landsrétti í dag. Verjendur gagnrýndu rannsókn lögreglu og ekki síst upplýsingaskýrslu sem einn þeirra lýsti sem hrollvekjandi. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki spá því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næstu viku og að þeir verði sex prósent. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum, segir það geta verið hvort heldur sem er hættulegt og gagnlegt að nýta alvarleika hryðjuverkarannsóknarinnar til að koma í gegn umdeildum breytingum hjá lögreglunni. Umræðan sé þörf. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Eyrúnu. Hætta er talin á að Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, reyni að skapa ringulreið og véfengja úrslit forsetakosninganna á sunnudag, 2. október, hljóti hann ekki flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna. Sverrir Guðnason er tilnefndur til alþjóðlegu Emmy-verðlaunanna fyrir leik sinn í Konunglegu leyndarmáli, En kunglig affär. Þar leikur Sverrir ástmann Svíakonungs, Kurt Haijby, sem var síðar dæmdur fyrir að kúga fé út úr sænsku konungsfjölskyldunni. Verðlaunin verðaveiytt 21. nóvember. Fjörutíu ár eru í dag frá því að fyrsti þáttur sjónvarpsseríunnar Cheers eða Staupasteins var sýndur í Bandaríkjunum. Þeir gengu í ellefu ár.
9/30/20220
Episode Artwork

Innlimun úkraínskra landsvæða í Rússland, stýrivextir, Emmyverðlaunin

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Þórdís Kolbrún R.Gylfadóttir utanríkisráðherra segir algera samstöðu ríkja meðal bandamanna Úkraínu um að innlimun Rússa á héruðum í Úkraínu sé fyrir neðan allar hellur og að atkvæðagreiðslan um síðustu helgi sé marklaus. Þórdís Arnljótsdóytytir ræddi við hana. Ræða Rússlandsforseta um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu afhjúpar hræddan leiðtoga að mati Rósu Magnúsdóttur, prófessors í sagnfræði. Í ræðunni felist stríðsyfirlýsing gagnvart vestrinu. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Banaríkin ætla að herða refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og G7 ríkin hyggjast sekta þau lönd sem styðja innlimun Rússa á héruðunum fjórum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Framburður þeirra sakborninga sem eru ákærðir fyrir morðið á Armando Beqiri í Rauðagerði tók ítrekuðum breytingum og hjá sumum þeirra stóð ekki steinn yfir steini. Þetta sagði saksóknari á lokadegi réttarhaldanna í Landsrétti í dag. Verjendur gagnrýndu rannsókn lögreglu og ekki síst upplýsingaskýrslu sem einn þeirra lýsti sem hrollvekjandi. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki spá því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næstu viku og að þeir verði sex prósent. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum, segir það geta verið hvort heldur sem er hættulegt og gagnlegt að nýta alvarleika hryðjuverkarannsóknarinnar til að koma í gegn umdeildum breytingum hjá lögreglunni. Umræðan sé þörf. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Eyrúnu. Hætta er talin á að Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, reyni að skapa ringulreið og véfengja úrslit forsetakosninganna á sunnudag, 2. október, hljóti hann ekki flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna. Sverrir Guðnason er tilnefndur til alþjóðlegu Emmy-verðlaunanna fyrir leik sinn í Konunglegu leyndarmáli, En kunglig affär. Þar leikur Sverrir ástmann Svíakonungs, Kurt Haijby, sem var síðar dæmdur fyrir að kúga fé út úr sænsku konungsfjölskyldunni. Verðlaunin verðaveiytt 21. nóvember. Fjörutíu ár eru í dag frá því að fyrsti þáttur sjónvarpsseríunnar Cheers eða Staupasteins var sýndur í Bandaríkjunum. Þeir gengu í ellefu ár.
9/30/20228 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Ríkislögreglustjóri vanhæfur, fellibylurinn Ian og heimskulegt stríð

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn á meintum undirbúningi hryðjuverka vegna fjölskyldutengsla. Rannsókn lögreglu er afar viðamikil. Bandaríkjaforseti varar við að fellibylurinn Ian eigi eftir að skilja eftir sig sögulega mikla eyðileggingu í Flórída. Íslendingur á svæðinu óttaðist að brak myndi fjúka á hús sitt. Rætt var við Brynju Dröfn Ingadóttur. Rússneskir hermenn greindu ástvinum sínum frá ringulreið og miklu mannfalli í innrásinni í Úkraínu á fyrstu vikum stríðsins. Einn þeirra segir innrásina heimskulegustu ákvörðun sem rússnesk stjórnvöld hafi gert. Róbert Jóhannsson tók saman. Breska lögreglan rannsakar árekstur á þotu Icelandair á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gærkvöld. Farangur farþega er enn um borð í vélinni. Urður Örlygsdóttir tók saman og talaði við Guðna Sigurðsson. Utanríkisráðherra Þýskalands þrýstir á Evrópusambandið að beita Írani viðskiptaþvingunum vegna viðbragða ríkisins við mótmælum undanfarinna daga. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, á undir högg að sækja þegar aðeins tveir dagar eru til forsetakosninga í landinu. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum munar þrettán prósentustigum á honum og höfuðandstæðingi hans, vinstrimanninum Lula da Silva. Bolsonaro segist ekki ætla að fallast á niðurstöðuna, verði hún ekki sér í vil. Ásgeir Tómasson tók saman. Lögregla segir að rannsókn á undirbúningi ætlaðra hryðjuverka sem greint var frá í síðustu viku miði vel en sé mjög umfangsmikil. Tveir menn, sem voru handteknir fyrir viku, eru í gæsluvarðhaldi og verða til 6. október. Fleiri hafa verið handteknir.Í upphafi fréttamannafundar sem haldinn var síðdegis, greindi Sveinn Ingiberg Magnússon yfirlögregluþjónn hjá Héraðssaksóknara frá því að ríkislögreglustjóri hefði í gær óskað þess að segja sig frá rannsókninni. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Við fáum Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann til að fara betur yfir stöðuna og það sem vitað er um málið.
9/29/20220
Episode Artwork

Ríkislögreglustjóri vanhæfur, fellibylurinn Ian og heimskulegt stríð

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn á meintum undirbúningi hryðjuverka vegna fjölskyldutengsla. Rannsókn lögreglu er afar viðamikil. Bandaríkjaforseti varar við að fellibylurinn Ian eigi eftir að skilja eftir sig sögulega mikla eyðileggingu í Flórída. Íslendingur á svæðinu óttaðist að brak myndi fjúka á hús sitt. Rætt var við Brynju Dröfn Ingadóttur. Rússneskir hermenn greindu ástvinum sínum frá ringulreið og miklu mannfalli í innrásinni í Úkraínu á fyrstu vikum stríðsins. Einn þeirra segir innrásina heimskulegustu ákvörðun sem rússnesk stjórnvöld hafi gert. Róbert Jóhannsson tók saman. Breska lögreglan rannsakar árekstur á þotu Icelandair á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gærkvöld. Farangur farþega er enn um borð í vélinni. Urður Örlygsdóttir tók saman og talaði við Guðna Sigurðsson. Utanríkisráðherra Þýskalands þrýstir á Evrópusambandið að beita Írani viðskiptaþvingunum vegna viðbragða ríkisins við mótmælum undanfarinna daga. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, á undir högg að sækja þegar aðeins tveir dagar eru til forsetakosninga í landinu. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum munar þrettán prósentustigum á honum og höfuðandstæðingi hans, vinstrimanninum Lula da Silva. Bolsonaro segist ekki ætla að fallast á niðurstöðuna, verði hún ekki sér í vil. Ásgeir Tómasson tók saman. Lögregla segir að rannsókn á undirbúningi ætlaðra hryðjuverka sem greint var frá í síðustu viku miði vel en sé mjög umfangsmikil. Tveir menn, sem voru handteknir fyrir viku, eru í gæsluvarðhaldi og verða til 6. október. Fleiri hafa verið handteknir.Í upphafi fréttamannafundar sem haldinn var síðdegis, greindi Sveinn Ingiberg Magnússon yfirlögregluþjónn hjá Héraðssaksóknara frá því að ríkislögreglustjóri hefði í gær óskað þess að segja sig frá rannsókninni. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Við fáum Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann til að fara betur yfir stöðuna og það sem vitað er um málið.
9/29/20229 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Eldsvoði á Egilsstöðum og utanríkisráðherra um Nordstreamleiðslur

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Stórbruni varð á Egilsstöðum í dag þegar kviknaði í þvottahúsinu Vaski, lítið varð ráðið við eldinn fyrr en liðsauki barst frá flugvallarslökkviliðinu. Íbúar eru beðnir að loka gluggum og kynda til að varna því að reyk leggi inn. Rúnar Snær Reynisson fréttamaður var á vettvangi og ræddi við Harald Geir Eðvarðsson slökkviliðsstjóra Múlaþings. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræðir á föstudag um skemmdir á rússneskum gasleiðslum í Eystrasalti. Rússar bera af sér sök um skemmdarverk og óskuðu eftir fundinum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að grannt verði fylgst með framvindu mála. Það væri fínt að geta fengið að vera í almennilegum skóla segir Arna Sif Jóhannssdóttir, nemandi í níunda bekk Hagaskóla. Bæta þarf við útistigum og breyta gluggum til að tryggja brunavarnir í húsi skólans í Ármúla segir Björn Kjartansson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir tók saman. Fjárhagsstaða sveitarfélaga hefur aldrei verið jafn bág og nú að mati nýkjörins Heiðu Bjargar Hilmisdóttur formanns sambands þeirra. Erfitt sé að gera áætlanir fyrir næsta ár þegar óvíst sé um tekjustofna. Ágúst Ólafsson ræddi við hana. Saksóknari fer fram á fimm ára dóm yfir þremur einstaklingum fyrir aðild að morði í Rauðagerði í febrúar í fyrra. Karlmaður var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraðsdómi fyrir að hafa játað á sig manndrápið, en þremenningarnir voru sýknaðir. Alexander Kristjánsson sagði frá málflutningi í Landsrétti. ------------- Eyjarskeggjum á dönsku eyjunum Borgundarhólmi og Kristjánsey er órótt yfir að vera allt í einu í miðjum hráskinnaleik á heimssviðinu. Flestum að Danmörk að hún sé ekki svo fjarri og stríð og átök hafi færst nær við fréttir af sprengingum og skemmdarverkum í Eystrasalti. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra um viðbragð Íslands og NATO. Næstu tveir sólarhringar verða andstyggilegir, segir Ron DeSantis, ríkisstjóri í Flórída í Bandaríkjunum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í ríkinu vegna fellibylsins Ians sem nær landi í kvöld eða nótt. Ásgeir Tómasson tók saman. Hvaða máli skiptir hamingjan? Embætti landlæknis hefur mælt og skráð hamingju Íslendinga staðfastlega í nær tvo áratugi. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur sviðsstjóra lýðheilsu hjá Landlækni um hamingjumælingar og versnandi líðan íslenskra ungmenna eftir C
9/28/20220
Episode Artwork

Eldsvoði á Egilsstöðum og utanríkisráðherra um Nordstreamleiðslur

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Stórbruni varð á Egilsstöðum í dag þegar kviknaði í þvottahúsinu Vaski, lítið varð ráðið við eldinn fyrr en liðsauki barst frá flugvallarslökkviliðinu. Íbúar eru beðnir að loka gluggum og kynda til að varna því að reyk leggi inn. Rúnar Snær Reynisson fréttamaður var á vettvangi og ræddi við Harald Geir Eðvarðsson slökkviliðsstjóra Múlaþings. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræðir á föstudag um skemmdir á rússneskum gasleiðslum í Eystrasalti. Rússar bera af sér sök um skemmdarverk og óskuðu eftir fundinum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að grannt verði fylgst með framvindu mála. Það væri fínt að geta fengið að vera í almennilegum skóla segir Arna Sif Jóhannssdóttir, nemandi í níunda bekk Hagaskóla. Bæta þarf við útistigum og breyta gluggum til að tryggja brunavarnir í húsi skólans í Ármúla segir Björn Kjartansson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir tók saman. Fjárhagsstaða sveitarfélaga hefur aldrei verið jafn bág og nú að mati nýkjörins Heiðu Bjargar Hilmisdóttur formanns sambands þeirra. Erfitt sé að gera áætlanir fyrir næsta ár þegar óvíst sé um tekjustofna. Ágúst Ólafsson ræddi við hana. Saksóknari fer fram á fimm ára dóm yfir þremur einstaklingum fyrir aðild að morði í Rauðagerði í febrúar í fyrra. Karlmaður var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraðsdómi fyrir að hafa játað á sig manndrápið, en þremenningarnir voru sýknaðir. Alexander Kristjánsson sagði frá málflutningi í Landsrétti. ------------- Eyjarskeggjum á dönsku eyjunum Borgundarhólmi og Kristjánsey er órótt yfir að vera allt í einu í miðjum hráskinnaleik á heimssviðinu. Flestum að Danmörk að hún sé ekki svo fjarri og stríð og átök hafi færst nær við fréttir af sprengingum og skemmdarverkum í Eystrasalti. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra um viðbragð Íslands og NATO. Næstu tveir sólarhringar verða andstyggilegir, segir Ron DeSantis, ríkisstjóri í Flórída í Bandaríkjunum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í ríkinu vegna fellibylsins Ians sem nær landi í kvöld eða nótt. Ásgeir Tómasson tók saman. Hvaða máli skiptir hamingjan? Embætti landlæknis hefur mælt og skráð hamingju Íslendinga staðfastlega í nær tvo áratugi. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur sviðsstjóra lýðheilsu hjá Landlækni um hamingjumælingar og versnandi líðan íslenskra ungmenna eftir C
9/28/20229 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Sprengingar við gasleiðslur í Eystrasalti og Rússar flýja herkvaðningu

Mikið af sprengiefnum hefði þurft til að framkalla sprengingar sem Björn Lund jarðskjálftafræðingur efast ekki um að ollu skemmdum á Nordstream gasleiðslum í Eystrasalti. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Aukið eftirlit með störfum lögreglu þarf að fylgja auknum rannsóknarheimildum, að dómi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra býst við því að frumvarp hans um forvirkar rannsóknarheimildir fái stuðning á Alþingi. Bílaleiga Akureyrar sér fram á tugmilljóna króna tjón vegna bíla sem skemmdust í grjótfoki í óveðrinu. Steingrímur Birgisson, forstjóri fyrirtækisins segir verða skoðað hvort leigjendur hafi hunsað vegalokanir. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við hann. Hópur áhugafólks um einfaldar útfarir vill draga úr jarðarfarakostnaði. Kristján Hreinsson, forsvarsmaður hópsins segir óskynsamlegt að eyða mörg hundruð þúsund krónum í jarðarför sem byggist meira eða minna á úreltum hefðum. Sverrir Einarsson útfararstjóri segir Íslendinga vanafasta en mörgum reynist erfitt að greiða fyrir útför ástvina. Afgreiðslu forsætisnefndar á meintu broti formanns Framsóknarflokks á siðareglum þingmanna var líkt við skrípaleik á Alþingi í dag. Höskuldur Kári Schram tók saman og heyrist í Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur (C), Andrési Inga Jónssyni (P) og Jóhannesi Páli Jóhannssyni (S). ---------- Mikill fjöldi Rússa hefur flúið til nágrannalandanna frá því að stjórnvöld tilkynntu að þrjú hundruð þúsund manna varalið yrði kallað til herþjónustu; margra kílómetra bílalest er að landamærum Rússlands og Georgíu. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í rússneskum flóttamanni og Vadim Kuziev sérfræðingi í upplýsingatækni sem segir að snúi þeir aftur verði þeir sendir til að drepa saklaust fólk. Me-too hreyfingin afhjúpaði það að þó að lög banni kynferðislega áreitni og hafi gert lengi er fjarri því að þau dugi til að koma í veg fyrir hana en það er líka svo að fjallað er um kynbundið ofbeldi og áreitni á fleiri en einum stað. Dr. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur segir að þar geti átt við en þar geta átt við hegningarlög, jafnréttislög, vinnuverndarlög og mismunartilskipun Evrópusambandsins. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Maríu. Pólverjar eiga von á gasi frá Noregi um nýja leiðslu um Eystrasalt. Leiðslan liggur rétt þar hjá sem leiðslur Rússa til Evrópu er fyrir. Núna eru þær gasleiðslur byrjaðar að leka óvænt og af ókunnum orsökum í sænskri og danski lögsögu, og grunur er uppi um skemmdarverk. Þetta vekur upp ótta um að nýja pólska leiðslan gæti líka farið að leka. Gísli Kristjáns
9/27/20220
Episode Artwork

Sprengingar við gasleiðslur í Eystrasalti og Rússar flýja herkvaðningu

Mikið af sprengiefnum hefði þurft til að framkalla sprengingar sem Björn Lund jarðskjálftafræðingur efast ekki um að ollu skemmdum á Nordstream gasleiðslum í Eystrasalti. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Aukið eftirlit með störfum lögreglu þarf að fylgja auknum rannsóknarheimildum, að dómi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra býst við því að frumvarp hans um forvirkar rannsóknarheimildir fái stuðning á Alþingi. Bílaleiga Akureyrar sér fram á tugmilljóna króna tjón vegna bíla sem skemmdust í grjótfoki í óveðrinu. Steingrímur Birgisson, forstjóri fyrirtækisins segir verða skoðað hvort leigjendur hafi hunsað vegalokanir. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við hann. Hópur áhugafólks um einfaldar útfarir vill draga úr jarðarfarakostnaði. Kristján Hreinsson, forsvarsmaður hópsins segir óskynsamlegt að eyða mörg hundruð þúsund krónum í jarðarför sem byggist meira eða minna á úreltum hefðum. Sverrir Einarsson útfararstjóri segir Íslendinga vanafasta en mörgum reynist erfitt að greiða fyrir útför ástvina. Afgreiðslu forsætisnefndar á meintu broti formanns Framsóknarflokks á siðareglum þingmanna var líkt við skrípaleik á Alþingi í dag. Höskuldur Kári Schram tók saman og heyrist í Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur (C), Andrési Inga Jónssyni (P) og Jóhannesi Páli Jóhannssyni (S). ---------- Mikill fjöldi Rússa hefur flúið til nágrannalandanna frá því að stjórnvöld tilkynntu að þrjú hundruð þúsund manna varalið yrði kallað til herþjónustu; margra kílómetra bílalest er að landamærum Rússlands og Georgíu. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í rússneskum flóttamanni og Vadim Kuziev sérfræðingi í upplýsingatækni sem segir að snúi þeir aftur verði þeir sendir til að drepa saklaust fólk. Me-too hreyfingin afhjúpaði það að þó að lög banni kynferðislega áreitni og hafi gert lengi er fjarri því að þau dugi til að koma í veg fyrir hana en það er líka svo að fjallað er um kynbundið ofbeldi og áreitni á fleiri en einum stað. Dr. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur segir að þar geti átt við en þar geta átt við hegningarlög, jafnréttislög, vinnuverndarlög og mismunartilskipun Evrópusambandsins. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Maríu. Pólverjar eiga von á gasi frá Noregi um nýja leiðslu um Eystrasalt. Leiðslan liggur rétt þar hjá sem leiðslur Rússa til Evrópu er fyrir. Núna eru þær gasleiðslur byrjaðar að leka óvænt og af ókunnum orsökum í sænskri og danski lögsögu, og grunur er uppi um skemmdarverk. Þetta vekur upp ótta um að nýja pólska leiðslan gæti líka farið að leka. Gísli Kristjáns
9/27/20229 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Vonskuveður, náttúruhamfaratrygging og rafmagnsleysi á hálfu landinu

Enn er vonskuveður á Austfjörðum og Suðausturlandi þar sem mikið tjón hefur orðið vegna lægðar sem gengur yfir landið. Við heyrum í Hólmfríði Dagnýju Friðjónsdóttur fréttamanni sem er á svæðinu. Orkumálaráðherra segir ófært ef rafmagnsöryggi er ekki tryggt í landinu. Orkuöryggi sé ekki sjálfgefið. Tryggja verði að allir búi við öruggt rafmagn. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við Guðlaug Þór Þórðarson. Rúður sprungu í tugum bíla á Möðrudalsöræfum í gær. Nokkrir ferðamenn hlutu minniháttar meiðsl en enginn slasaðist alvarlega. Talsmaður Vegagerðarinnar segir að veginum hafi verið lokað of seint. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman. Írönsk stjórnvöld verða að sæta ábyrgð á harkalegri framgöngu sinni gegn mótmælendum, segir forsætisráðherra Kanada. Hann boðaði í dag efnahafsþvinganir gegn Íran. Byssumaður sem myrti sjö börn, fjóra kennara og tvo öryggisverði í rússneskum skóla í morgun, var í bol með hakakrossi. Pútín Rússlandsforseti segir árásina vera hryðjuverk. Oddur Þórðarson sagði frá. -------------------------------------------------------------------- Ljóst er að tjón sem orðið hefur af völdum veðurofsans sem gengið hefur yfir landið austan- og norðanvert er mikið. Heilu húsin eru skemmd og fjöldinn allur af bílum ónýtur. Hversu mikið tjónið er og hver situr uppi með hvað á eftir að skýrast. Fólk hefur ekki í öllum tilfellum komist út að meta stöðuna almennilega því veðrinu er sums staðar rétt að slota núna. Eitt er þó skýrt, náttúruhamfaratrygging nær ekki yfir foktjón. Sú trygging nær samt sem áður yfir flóð eins og það sem varð vegna sömu lægðar á Akureyri. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman. Í gær brá mönnum ekki síst við rafmagnsleysið sem var á næstum hálfu landinu frá Höfn í Hornafirði allt að Blöndu um tíma. Ekki er fullljóst hvað olli en líklegast að foktjón hafi orðið til þess að lína fór út og mikið álag var á byggðalínu. Björn Ingimarsson sveitarstjóri í Múlaþingi segir að finna verði skýringar á hvað gerðist; ekki síst sé það alvarlegt ef og þegar fjarskipti bregðast og menn ná ekki tengingu. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Allar líkur eru á að Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðralags Ítalíu og sigurvegari þingkosninganna í gær, verði næsti forsætisráðherra landsins og myndi ríkisstjórn sem stöðugt hefur verið hamrað á að verði sú hægrisinnaðasta frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Hún verður fyrst kvenna á Ítalíu til að gegna embættinu. Ásgeir Tómasson tók saman.
9/26/20220
Episode Artwork

Vonskuveður, náttúruhamfaratrygging og rafmagnsleysi á hálfu landinu

Enn er vonskuveður á Austfjörðum og Suðausturlandi þar sem mikið tjón hefur orðið vegna lægðar sem gengur yfir landið. Við heyrum í Hólmfríði Dagnýju Friðjónsdóttur fréttamanni sem er á svæðinu. Orkumálaráðherra segir ófært ef rafmagnsöryggi er ekki tryggt í landinu. Orkuöryggi sé ekki sjálfgefið. Tryggja verði að allir búi við öruggt rafmagn. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við Guðlaug Þór Þórðarson. Rúður sprungu í tugum bíla á Möðrudalsöræfum í gær. Nokkrir ferðamenn hlutu minniháttar meiðsl en enginn slasaðist alvarlega. Talsmaður Vegagerðarinnar segir að veginum hafi verið lokað of seint. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman. Írönsk stjórnvöld verða að sæta ábyrgð á harkalegri framgöngu sinni gegn mótmælendum, segir forsætisráðherra Kanada. Hann boðaði í dag efnahafsþvinganir gegn Íran. Byssumaður sem myrti sjö börn, fjóra kennara og tvo öryggisverði í rússneskum skóla í morgun, var í bol með hakakrossi. Pútín Rússlandsforseti segir árásina vera hryðjuverk. Oddur Þórðarson sagði frá. -------------------------------------------------------------------- Ljóst er að tjón sem orðið hefur af völdum veðurofsans sem gengið hefur yfir landið austan- og norðanvert er mikið. Heilu húsin eru skemmd og fjöldinn allur af bílum ónýtur. Hversu mikið tjónið er og hver situr uppi með hvað á eftir að skýrast. Fólk hefur ekki í öllum tilfellum komist út að meta stöðuna almennilega því veðrinu er sums staðar rétt að slota núna. Eitt er þó skýrt, náttúruhamfaratrygging nær ekki yfir foktjón. Sú trygging nær samt sem áður yfir flóð eins og það sem varð vegna sömu lægðar á Akureyri. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman. Í gær brá mönnum ekki síst við rafmagnsleysið sem var á næstum hálfu landinu frá Höfn í Hornafirði allt að Blöndu um tíma. Ekki er fullljóst hvað olli en líklegast að foktjón hafi orðið til þess að lína fór út og mikið álag var á byggðalínu. Björn Ingimarsson sveitarstjóri í Múlaþingi segir að finna verði skýringar á hvað gerðist; ekki síst sé það alvarlegt ef og þegar fjarskipti bregðast og menn ná ekki tengingu. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Allar líkur eru á að Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðralags Ítalíu og sigurvegari þingkosninganna í gær, verði næsti forsætisráðherra landsins og myndi ríkisstjórn sem stöðugt hefur verið hamrað á að verði sú hægrisinnaðasta frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Hún verður fyrst kvenna á Ítalíu til að gegna embættinu. Ásgeir Tómasson tók saman.
9/26/20229 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Forvirkar rannsóknarheimildir; brotalamir í brunavörnum Hagaskóla

Rannsókn á vopnaframleiðslu hér á landi var það sem kom lögreglu á sporið um yfirvofandi hryðjuverkaógn. Dómsmálaráðherra leggur fram frumvarp í haust um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. Urður Örlygsdóttir ræddi við Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Oddur Þórðarson sagði frá. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur frumvörp ráðherra til mikilla bóta en Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, telur byrjað á öfugum enda. Fyrst þurfi að efla eftirlit með lögreglu. Stefán Vagn og Þórhildur Sunna ræddu frumvörpin við Alexander Kristjánsson. Hryðjuverkamenn sem hneigjast til þjóðernis eða hægri öfga beina sjaldnast spjótum sínum að valdstjórninni, segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði sem hefur rannsakað lýðhyggju og populisma í Evrópu. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Slökkviliðið gerir alvarlegar athugasemdir við eldvarnir í tímabundnu húsnæði Hagaskóla í Ármúla, sem Reykjavíkurborg tók á leigu. Húsinu verður lokað eftir þrjár vikur verði ekki bætt úr þeim. Minnst 50 hafa verið drepnir í mótmælum í Íran í vikunni, þeim fjölmennustu í landinu í áraraðir. Stjórnvöld hafa reynt að bæla niður mótmælin með ýmsum aðferðum. Pétur Magnússon sagði frá. Aldurstakmark og ölvunarbann verða við notkun rafhlaupahjóla samkvæmt drögum að frumvarpi innviðaráðherra. Þá verður lagt bann við því að breyta hjólunum og hækka þannig hámarkshraða þeirra. Kristín Sigurðardóttir tók saman. Árlegur peysufatadagur Kvennaskólans í Reykjavík er í dag, þar sem nemendur á þriðja ári klæða sig á þjóðlegan máta og fara um borgina með pilsaþyt og gleði. Andri Yrkill Valsson tók saman. Íslenska undir 21 árs landslið karla í fótbolta þarf að vinna Tékka á útivelli til þess að eiga möguleika á að komast í lokakeppni EM á næsta ári, eftir tap í fyrri umspilsleik liðanna í dag. Umsjónarmaður: Alexander Kristjánsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
9/23/20220
Episode Artwork

Forvirkar rannsóknarheimildir; brotalamir í brunavörnum Hagaskóla

Rannsókn á vopnaframleiðslu hér á landi var það sem kom lögreglu á sporið um yfirvofandi hryðjuverkaógn. Dómsmálaráðherra leggur fram frumvarp í haust um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. Urður Örlygsdóttir ræddi við Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Oddur Þórðarson sagði frá. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur frumvörp ráðherra til mikilla bóta en Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, telur byrjað á öfugum enda. Fyrst þurfi að efla eftirlit með lögreglu. Stefán Vagn og Þórhildur Sunna ræddu frumvörpin við Alexander Kristjánsson. Hryðjuverkamenn sem hneigjast til þjóðernis eða hægri öfga beina sjaldnast spjótum sínum að valdstjórninni, segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði sem hefur rannsakað lýðhyggju og populisma í Evrópu. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Slökkviliðið gerir alvarlegar athugasemdir við eldvarnir í tímabundnu húsnæði Hagaskóla í Ármúla, sem Reykjavíkurborg tók á leigu. Húsinu verður lokað eftir þrjár vikur verði ekki bætt úr þeim. Minnst 50 hafa verið drepnir í mótmælum í Íran í vikunni, þeim fjölmennustu í landinu í áraraðir. Stjórnvöld hafa reynt að bæla niður mótmælin með ýmsum aðferðum. Pétur Magnússon sagði frá. Aldurstakmark og ölvunarbann verða við notkun rafhlaupahjóla samkvæmt drögum að frumvarpi innviðaráðherra. Þá verður lagt bann við því að breyta hjólunum og hækka þannig hámarkshraða þeirra. Kristín Sigurðardóttir tók saman. Árlegur peysufatadagur Kvennaskólans í Reykjavík er í dag, þar sem nemendur á þriðja ári klæða sig á þjóðlegan máta og fara um borgina með pilsaþyt og gleði. Andri Yrkill Valsson tók saman. Íslenska undir 21 árs landslið karla í fótbolta þarf að vinna Tékka á útivelli til þess að eiga möguleika á að komast í lokakeppni EM á næsta ári, eftir tap í fyrri umspilsleik liðanna í dag. Umsjónarmaður: Alexander Kristjánsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
9/23/20229 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Hryðjuverkum afstýrt; stríðsdynur verður suð

Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Lögregla lagði hald á tugi skotvopna, þar á meðal hálfsjálfvirkí gær. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn sagði á blaðamannafundi að hættu hefði verið afstýrt. Alexander Kristjánsson tók saman. Verð á nauðsynjavöru hefur hækkað mikið í ár. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir verkalýðshreyfinguna verða bregðist við hækkunum í kjaraviðræðum, fyrst stjórnvöld komu ekki til móts við heimilin í fjárlagafrumvarpi. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hana. Antony Blinken Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Rússlandsforseta sýna stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna lítilsvirðingu. Öryggisráðið fundaði um stöðuna í Úkraínu í dag. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Átök magnast á sjöunda degi mótmæla í Íran. Mótmælendur hafa kveikt í lögreglustöðvum og yfirvöld hafa sumsstaðar lokað fyrir internetið. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Stefnt er að því að birkiskógar þeki fimm prósent landsins árið tvöþúsundþrjátíu og eitt, en ef það á að nást þurfa landsmenn að sameinast í landsátaki á söfnun birkifræja sem nú stendur yfir. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við Kristinn H. Þorsteinsson, verkefnisstjóri landsátaksins. ------------ Sérsveit ríkislögreglustjóra lét til skarar skríða á níu stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær, lagði hald á vopn og tveir menn á þrítugsaldri sem voru handteknir í gær eru í gæsluvarðhaldi. Þeir eru grunaðir um brot á vopnalögum og að hafa skipulagt hryðjuverk gegn æðstu stofnunum ríkisiins. Hættu var afstýrt sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á fundi með fréttamönnum. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði að rannsókn á mönnunum vegna vopnalagabrota hafi tekið aðra stefnu. Alexander Kristjánsson tók saman. Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri segir þetta endurspegla nýjan veruleika, ólíkt nágrannalöndunum hafi Íslendingar aldrei staðið frammi fyrir hryðjuverkaárás. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Hætt er við því að fólk dofni gagnvart fréttum af stríði í fjarlægum löndum. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Sigríði Víðis Jónsdóttur, rithöfund um það hvernig megi koma í veg fyrir að fólk loki augunum fyrir slíkum fréttum og sé þá ekki tilbúð að hjálpa. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
9/22/20220
Episode Artwork

Hryðjuverkum afstýrt; stríðsdynur verður suð

Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Lögregla lagði hald á tugi skotvopna, þar á meðal hálfsjálfvirkí gær. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn sagði á blaðamannafundi að hættu hefði verið afstýrt. Alexander Kristjánsson tók saman. Verð á nauðsynjavöru hefur hækkað mikið í ár. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir verkalýðshreyfinguna verða bregðist við hækkunum í kjaraviðræðum, fyrst stjórnvöld komu ekki til móts við heimilin í fjárlagafrumvarpi. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hana. Antony Blinken Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Rússlandsforseta sýna stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna lítilsvirðingu. Öryggisráðið fundaði um stöðuna í Úkraínu í dag. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Átök magnast á sjöunda degi mótmæla í Íran. Mótmælendur hafa kveikt í lögreglustöðvum og yfirvöld hafa sumsstaðar lokað fyrir internetið. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Stefnt er að því að birkiskógar þeki fimm prósent landsins árið tvöþúsundþrjátíu og eitt, en ef það á að nást þurfa landsmenn að sameinast í landsátaki á söfnun birkifræja sem nú stendur yfir. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við Kristinn H. Þorsteinsson, verkefnisstjóri landsátaksins. ------------ Sérsveit ríkislögreglustjóra lét til skarar skríða á níu stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær, lagði hald á vopn og tveir menn á þrítugsaldri sem voru handteknir í gær eru í gæsluvarðhaldi. Þeir eru grunaðir um brot á vopnalögum og að hafa skipulagt hryðjuverk gegn æðstu stofnunum ríkisiins. Hættu var afstýrt sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á fundi með fréttamönnum. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði að rannsókn á mönnunum vegna vopnalagabrota hafi tekið aðra stefnu. Alexander Kristjánsson tók saman. Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri segir þetta endurspegla nýjan veruleika, ólíkt nágrannalöndunum hafi Íslendingar aldrei staðið frammi fyrir hryðjuverkaárás. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Hætt er við því að fólk dofni gagnvart fréttum af stríði í fjarlægum löndum. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Sigríði Víðis Jónsdóttur, rithöfund um það hvernig megi koma í veg fyrir að fólk loki augunum fyrir slíkum fréttum og sé þá ekki tilbúð að hjálpa. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
9/22/20229 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Aðgerðir sérsveitar Ríkislögreglustjóra, ferðaöryggi og laskaður her

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Mark Eldred Fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í dag. Embættið segir að hættuástandi hafi verið afstýrt. Tveir mannanna eru sagðir hafa verið vopnaðir og hættulegir. Ferðamálaráðherra hefur sett af stað vinnu til þess að stuðla að auknu öryggi ferðamanna hér á landi. Þetta gerir ráðherra í kjölfar frásagnar fjölskyldu sem lenti í bílslysi við Núpsvötn 2018 og birtist í Kveik í gær. Við heyrðum í Lilju Dögg Alfreðsdóttur í viðtali við Rúnar Snæ Reynisson. Fleiri greinast með krabbamein vegna reykinga og offitu á Suðurnesjum samanborið við aðra landshluta. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Krabbameinsfélagsins. Áhrif vatnsbólsmengunar, af völdum hersetuliðs í Keflavík á heilsufar Suðurnesjabúa, voru mun minni en óttast var. Oddur Þórðarson sagði frá. Bandaríkjaforseti sakar Rússlandsstjórn um gróft brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hann gagnrýnir yfirvofandi atkvæðagreiðslur um að innlima fjögur úkraínsk héruð í Rússlandi. Þórgnýr Einar Albertsson tók saman. Þrátt fyrir að endurupptökudómstóll hafi synjað beiðni Erlu Bolladóttur vegna sakfellingar í Guðmundar og Geirfinnsmálinu ætlar hún að berjast áfram. Hún segist enga ósk eiga heitari en að réttlætið nái fram að ganga. Rætt var við Erlu Bolladóttur og Sigrúnu Gísladóttur. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. ---------------------------------------------------- Rússneski herinn er laskaður eftir stríðsreksturinn í Úkraínu, það hefur gengið á vopnabúrið og mannfallið hefur verið töluvert. Rússnesk stjórnvöld segja að um 6 þúsund hermenn þeirra hafi dáið í Úkraínu í ár en aðrir, þar á meðal bandarísk varnarmálayfirvöld, telja að sú tala gæti verið næstum þrisvar sinnum hærri. Kvaðning 300 þúsund manna varaliðs í Rússlandi endurspeglar vonda stöðu hersins að mati Alberts Jónssonar, fyrrverandi sendiherra og sérfræðings í öryggis og varnarmálum, en hún á líklega ekki eftir að breyta miklu um gang stríðsins. Því fer fjarri að sjái fyrir endann á bardögum en þó telur Albert líklegt að úr þeim dragi þegar haustar og ekki meiri hætta á að kjarnavopnum verði beitt en áður. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Albert Jónsson. Enn er unnið samkvæmt þeirri áætlun að þjóðarhöll verði risin í Laugardal árið 2025, segir Gunnar Einarsson, formaður nýskipaðrar framkvæmdanefndar um málið. Hann trúir ekki öðru en að ríkið standi við fyrri áætlanir, þótt innviðaráðherra hafi gefið í skyn að verkefninu seinki. Alexander Kristjánsson tók saman talaði við Gunnar
9/21/20220
Episode Artwork

Aðgerðir sérsveitar Ríkislögreglustjóra, ferðaöryggi og laskaður her

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Mark Eldred Fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í dag. Embættið segir að hættuástandi hafi verið afstýrt. Tveir mannanna eru sagðir hafa verið vopnaðir og hættulegir. Ferðamálaráðherra hefur sett af stað vinnu til þess að stuðla að auknu öryggi ferðamanna hér á landi. Þetta gerir ráðherra í kjölfar frásagnar fjölskyldu sem lenti í bílslysi við Núpsvötn 2018 og birtist í Kveik í gær. Við heyrðum í Lilju Dögg Alfreðsdóttur í viðtali við Rúnar Snæ Reynisson. Fleiri greinast með krabbamein vegna reykinga og offitu á Suðurnesjum samanborið við aðra landshluta. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Krabbameinsfélagsins. Áhrif vatnsbólsmengunar, af völdum hersetuliðs í Keflavík á heilsufar Suðurnesjabúa, voru mun minni en óttast var. Oddur Þórðarson sagði frá. Bandaríkjaforseti sakar Rússlandsstjórn um gróft brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hann gagnrýnir yfirvofandi atkvæðagreiðslur um að innlima fjögur úkraínsk héruð í Rússlandi. Þórgnýr Einar Albertsson tók saman. Þrátt fyrir að endurupptökudómstóll hafi synjað beiðni Erlu Bolladóttur vegna sakfellingar í Guðmundar og Geirfinnsmálinu ætlar hún að berjast áfram. Hún segist enga ósk eiga heitari en að réttlætið nái fram að ganga. Rætt var við Erlu Bolladóttur og Sigrúnu Gísladóttur. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. ---------------------------------------------------- Rússneski herinn er laskaður eftir stríðsreksturinn í Úkraínu, það hefur gengið á vopnabúrið og mannfallið hefur verið töluvert. Rússnesk stjórnvöld segja að um 6 þúsund hermenn þeirra hafi dáið í Úkraínu í ár en aðrir, þar á meðal bandarísk varnarmálayfirvöld, telja að sú tala gæti verið næstum þrisvar sinnum hærri. Kvaðning 300 þúsund manna varaliðs í Rússlandi endurspeglar vonda stöðu hersins að mati Alberts Jónssonar, fyrrverandi sendiherra og sérfræðings í öryggis og varnarmálum, en hún á líklega ekki eftir að breyta miklu um gang stríðsins. Því fer fjarri að sjái fyrir endann á bardögum en þó telur Albert líklegt að úr þeim dragi þegar haustar og ekki meiri hætta á að kjarnavopnum verði beitt en áður. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Albert Jónsson. Enn er unnið samkvæmt þeirri áætlun að þjóðarhöll verði risin í Laugardal árið 2025, segir Gunnar Einarsson, formaður nýskipaðrar framkvæmdanefndar um málið. Hann trúir ekki öðru en að ríkið standi við fyrri áætlanir, þótt innviðaráðherra hafi gefið í skyn að verkefninu seinki. Alexander Kristjánsson tók saman talaði við Gunnar
9/21/202211 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Veggjöld og lækkun íbúðaverðs

Erla Bolladóttir fær mál sitt vegna sakfellingar fyrir rangar sakargiftir ekki endurupptekið. Dómstóll sem fjallaði um málið segir að engin ný gögn hafi komið fram og ekkert sýni fram á að brotið hafi verið á henni eða sönnunargögn ranglega metin. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Rússneskir embættismenn á hernumdum svæðum í fjórum héruðum Úkraínu hafa boðað til atkvæðagreiðslna um hvort héruðin verði hluti af Rússlandi. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Innheimta veggjalda á höfuðborgarsvæðinu á að hefjast eftir tvö ár. Gjaldtakan mun skila um fimm til sex milljörðum á ári og fjármagna samgönguframkvæmdir á svæðinu. Útfærslan liggur enn ekki fyrir. Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna. Alexander Kristjánsson talaði við hann. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni hefur óskað eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu leggi mat á hvort aðgerðir lögreglu gagnvart honum og þremur öðrum blaðamönnum standist lög. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkar milli mánaða, í fyrsta sinn frá því í maí 2019. Hagfræðingur segir vaxtahækkanir Seðlabankans hafa dregið úr eftirspurn. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir ræddi við Unu Jónsdóttur, forstöðumann hagfræðideildar Landsbankans. Þorpið vistfélag hefur keypt JL húsið við Hringbraut af Myndlistarskólanum í Reykjavík og Íslandsbanka. Til stendur að útbúa um fjörutíu íbúðir í húsnæðinu og gert er ráð fyrir að þær verði tilbúnar eftir þrjú ár. Urður Örlygsdóttir ræddi við Áslaugu Guðrúnardóttur, hjá Þorpinu vistfélagi. Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, og ríkisstjórn hennar ætla að leggja fram sína fyrstu skattastefnu á föstudaginn. Með henni vill hún styrkja samkeppnisstöðu Bretlands og gera landið að álitlegri stað fyrir alþjóðlega fjárfesta. Pétur Magnússon sagði frá. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun kallar eftir umhverfisvænni veiðarfærum í íslenskan sjávarútveg. 94% rusls sem fannst á hafsbotni við ísland yfir 15 ára tímabil var veiðafærarusl. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Petrúnu Sigurðardóttur. Mikill uppgangur er í Norður-Svíþjóð vegna nýs, loftslagsvænni iðnaðar. Erfiðlega hefur þó gengið að manna störf. Kári Gylfason í Gautaborg segir frá atvinnuástandinu í norðurhluta landsins. Umsjónarmaður: Alexander Kristjánsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
9/20/20220
Episode Artwork

Veggjöld og lækkun íbúðaverðs

Erla Bolladóttir fær mál sitt vegna sakfellingar fyrir rangar sakargiftir ekki endurupptekið. Dómstóll sem fjallaði um málið segir að engin ný gögn hafi komið fram og ekkert sýni fram á að brotið hafi verið á henni eða sönnunargögn ranglega metin. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Rússneskir embættismenn á hernumdum svæðum í fjórum héruðum Úkraínu hafa boðað til atkvæðagreiðslna um hvort héruðin verði hluti af Rússlandi. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Innheimta veggjalda á höfuðborgarsvæðinu á að hefjast eftir tvö ár. Gjaldtakan mun skila um fimm til sex milljörðum á ári og fjármagna samgönguframkvæmdir á svæðinu. Útfærslan liggur enn ekki fyrir. Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna. Alexander Kristjánsson talaði við hann. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni hefur óskað eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu leggi mat á hvort aðgerðir lögreglu gagnvart honum og þremur öðrum blaðamönnum standist lög. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkar milli mánaða, í fyrsta sinn frá því í maí 2019. Hagfræðingur segir vaxtahækkanir Seðlabankans hafa dregið úr eftirspurn. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir ræddi við Unu Jónsdóttur, forstöðumann hagfræðideildar Landsbankans. Þorpið vistfélag hefur keypt JL húsið við Hringbraut af Myndlistarskólanum í Reykjavík og Íslandsbanka. Til stendur að útbúa um fjörutíu íbúðir í húsnæðinu og gert er ráð fyrir að þær verði tilbúnar eftir þrjú ár. Urður Örlygsdóttir ræddi við Áslaugu Guðrúnardóttur, hjá Þorpinu vistfélagi. Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, og ríkisstjórn hennar ætla að leggja fram sína fyrstu skattastefnu á föstudaginn. Með henni vill hún styrkja samkeppnisstöðu Bretlands og gera landið að álitlegri stað fyrir alþjóðlega fjárfesta. Pétur Magnússon sagði frá. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun kallar eftir umhverfisvænni veiðarfærum í íslenskan sjávarútveg. 94% rusls sem fannst á hafsbotni við ísland yfir 15 ára tímabil var veiðafærarusl. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Petrúnu Sigurðardóttur. Mikill uppgangur er í Norður-Svíþjóð vegna nýs, loftslagsvænni iðnaðar. Erfiðlega hefur þó gengið að manna störf. Kári Gylfason í Gautaborg segir frá atvinnuástandinu í norðurhluta landsins. Umsjónarmaður: Alexander Kristjánsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
9/20/202229 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Útför drottningar, máltækni og danskar njósnir

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Jökull Sigurðsson Tvö þúsund manns sóttu athöfn í Westminster Abbey þegar Elísabet önnur Englandsdrottning var borin til grafar fyrr í dag. Við heyrum í Ólöfu Ragnarsdóttur fréttamanni á staðnum. Þroskahjálp berst enn fyrir því að lausn verði fundin fyrir fólk með þroskahömlun sem getur ekki sótt um rafræn skilríki. Verkefnastjóri hjá samtökunum segir málinu lítill áhugi sýndur því um jaðarsettan hóp sé að ræða. Urður Örlygsdóttir talaði við Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur. Þrjár konur í forystu flokks fólksins á Akureyri stigu fram í dag og ítrekuðu vanlíðan í samskiptum við karlana sem einnig eru í forystu flokksins. Rætt var við þær Málfríði Þórðardóttur, Tinnu Guðmundsdóttur og Hannesínu Scheving Fiskistofa notast við dróna í leit að ummerkjum um eldislax í vestfirskum ám, eftir að þeir veiddust í Mjólká í Arnarfirði. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir lítil ummerki um fisk enn sem komið er. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. ---------------------------------------------------------------------------------- Snjallsímaforrit sem er í smíðum á að hjálpa fólki að æfa sig að tala íslensku í einrúmi. Annar höfundur verkefnisins segist byggja á eigin reynslu, en hún lærði íslensku á unglingsárum. Alexander Kristjánsson talaði við Gamithru Marga. Þingmenn á norska Stórþinginu hafa í dag setið á skyndifundi til að ræða orkukreppuna í landinu - og að krefja ríkisstjórnina um ný ráð til að lækka orkureikninga heimila og fyrirtækja. Ríkisstjórnin lofaði engu fögru en ætlar að halda áfram að milda áhrifin af stöðugt hækkandi rafmagnsverði. Borgarstjórinn í Osló boðar harðan sparnað á raforku í vetur og er byrjaður að slökkva borgarljósin. Gísli Kristjánsson tók saman. Danska embættismannakerfið nötraði þann 20. janúar þegar hulunni var svipt af nöfnum fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi fyrir alvarlegan glæp; að ljóstra upp um ríkisleyndarmál. Og það sem meira er, einn þeirra handteknu var enginn annar en sjálfur æðsti yfirmaður leyniþjónustu danska hersins, Lars Findsen. Alexander Kristjánsson tók saman.
9/19/20220
Episode Artwork

Útför drottningar, máltækni og danskar njósnir

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Jökull Sigurðsson Tvö þúsund manns sóttu athöfn í Westminster Abbey þegar Elísabet önnur Englandsdrottning var borin til grafar fyrr í dag. Við heyrum í Ólöfu Ragnarsdóttur fréttamanni á staðnum. Þroskahjálp berst enn fyrir því að lausn verði fundin fyrir fólk með þroskahömlun sem getur ekki sótt um rafræn skilríki. Verkefnastjóri hjá samtökunum segir málinu lítill áhugi sýndur því um jaðarsettan hóp sé að ræða. Urður Örlygsdóttir talaði við Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur. Þrjár konur í forystu flokks fólksins á Akureyri stigu fram í dag og ítrekuðu vanlíðan í samskiptum við karlana sem einnig eru í forystu flokksins. Rætt var við þær Málfríði Þórðardóttur, Tinnu Guðmundsdóttur og Hannesínu Scheving Fiskistofa notast við dróna í leit að ummerkjum um eldislax í vestfirskum ám, eftir að þeir veiddust í Mjólká í Arnarfirði. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir lítil ummerki um fisk enn sem komið er. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. ---------------------------------------------------------------------------------- Snjallsímaforrit sem er í smíðum á að hjálpa fólki að æfa sig að tala íslensku í einrúmi. Annar höfundur verkefnisins segist byggja á eigin reynslu, en hún lærði íslensku á unglingsárum. Alexander Kristjánsson talaði við Gamithru Marga. Þingmenn á norska Stórþinginu hafa í dag setið á skyndifundi til að ræða orkukreppuna í landinu - og að krefja ríkisstjórnina um ný ráð til að lækka orkureikninga heimila og fyrirtækja. Ríkisstjórnin lofaði engu fögru en ætlar að halda áfram að milda áhrifin af stöðugt hækkandi rafmagnsverði. Borgarstjórinn í Osló boðar harðan sparnað á raforku í vetur og er byrjaður að slökkva borgarljósin. Gísli Kristjánsson tók saman. Danska embættismannakerfið nötraði þann 20. janúar þegar hulunni var svipt af nöfnum fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi fyrir alvarlegan glæp; að ljóstra upp um ríkisleyndarmál. Og það sem meira er, einn þeirra handteknu var enginn annar en sjálfur æðsti yfirmaður leyniþjónustu danska hersins, Lars Findsen. Alexander Kristjánsson tók saman.
9/19/20229 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Fjöldagröf í Izyum, íslenskukennsla fyrir innflytjendur og psylocibin

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Meðal um 500 líka, sem fundist hafa í fjöldagröfum við úkraínsku borgina Izyum, eru líkamsleifar fólks sem grafið var með hendur bundnar fyrir aftan bak og jafnvel með snöru um hálsinn. Oddur Þórðarson sagði frá. Svo gæti farið að opna þurfi fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn ef ekki finnst húsnæði handa þeim öllum. Aðgerðastjóri segir róið öllum árum að því að koma í veg fyrir slíka stöðu. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við Gylfa Þór Þorsteinsson. 16 sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á fíkniefnum í gegnum flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að efla þurfi eftirlit með fíkniefnainnflutningi til muna. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Úlfar Lúðvíksson. Ferðaþjónusta í Grímsey býr við óvissu vegna útboðs á rekstri ferjunnar sem gengur milli lands og eyjar. Ekki er hægt að bóka ferðir lengra en fram í apríl. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við G. Pétur Matthíasson. ------------------------------------------------------------------------------------- Þörf er á fjölbreyttum lausnum til að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann er ekki sannfærður um ágæti þess að setja íslenskukennslu á vinnutíma inn í kjarasamninga heldur treystir fremur á nýsköpun og segir máltækni tilvalinn vettvang fyrir frumkvöðla. Það sé verkefni alls samfélagsins að tryggja að fólk sem flytur til landsins geti aðlagast samfélaginu. Alexander Kristjánsson talaði við Halldór Benjamín Þorbergsson. Psilocybin, virka efnið í ofskynjunarsveppum, gæti staðið fólki með meðferðarþrátt þunglyndi til boða innan örfárra ára. Þetta segir prófessor í geðlækningum. Fjöldi rannsókna gefur tilefni til að binda vonir við virkni þess gegn meðferðarþráu þunglyndi. Það er þunglyndi sem svarar illa meðferð. Talið er að 15-30 prósent þeirra sem glíma við þunglyndi svari illa meðferð. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman og ræddi við Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlækningum, og Árný Jóhannesdóttur, sérnámslæknir í geðlækningum,
9/16/20220
Episode Artwork

Fjöldagröf í Izyum, íslenskukennsla fyrir innflytjendur og psylocibin

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Meðal um 500 líka, sem fundist hafa í fjöldagröfum við úkraínsku borgina Izyum, eru líkamsleifar fólks sem grafið var með hendur bundnar fyrir aftan bak og jafnvel með snöru um hálsinn. Oddur Þórðarson sagði frá. Svo gæti farið að opna þurfi fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn ef ekki finnst húsnæði handa þeim öllum. Aðgerðastjóri segir róið öllum árum að því að koma í veg fyrir slíka stöðu. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við Gylfa Þór Þorsteinsson. 16 sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á fíkniefnum í gegnum flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að efla þurfi eftirlit með fíkniefnainnflutningi til muna. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Úlfar Lúðvíksson. Ferðaþjónusta í Grímsey býr við óvissu vegna útboðs á rekstri ferjunnar sem gengur milli lands og eyjar. Ekki er hægt að bóka ferðir lengra en fram í apríl. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við G. Pétur Matthíasson. ------------------------------------------------------------------------------------- Þörf er á fjölbreyttum lausnum til að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann er ekki sannfærður um ágæti þess að setja íslenskukennslu á vinnutíma inn í kjarasamninga heldur treystir fremur á nýsköpun og segir máltækni tilvalinn vettvang fyrir frumkvöðla. Það sé verkefni alls samfélagsins að tryggja að fólk sem flytur til landsins geti aðlagast samfélaginu. Alexander Kristjánsson talaði við Halldór Benjamín Þorbergsson. Psilocybin, virka efnið í ofskynjunarsveppum, gæti staðið fólki með meðferðarþrátt þunglyndi til boða innan örfárra ára. Þetta segir prófessor í geðlækningum. Fjöldi rannsókna gefur tilefni til að binda vonir við virkni þess gegn meðferðarþráu þunglyndi. Það er þunglyndi sem svarar illa meðferð. Talið er að 15-30 prósent þeirra sem glíma við þunglyndi svari illa meðferð. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman og ræddi við Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlækningum, og Árný Jóhannesdóttur, sérnámslæknir í geðlækningum,
9/16/20229 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Ofbeldi á Laugalandi og forsetakjör ASÍ

Kona sem dvaldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á unglingsárum segir að komið hafi verið fram við sig eins og úrhrak. Enn vanti viðurkenningu á því líkamlega ofbeldi sem átti sér stað. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við Dagnýju Rut Magnúsdóttur. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR býður sig fram sem forseti Alþýðusambandsins. Hann segist vilja binda enda á átök innan verkalýðshreyfingarinnar. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, sem er fyrsti flutningsmaður. Rússlandsforseti segist skilja áhyggjur af stöðu mála í Úkraínu. Viðurkenningin er óvænt en hún kemur í kjölfar slæms gengis Rússa í Úkraínu síðustu daga. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili á Höfn í Hornafirði verður tekin eftir helgi. Heimilið á að verða tilbúið innan tveggja ára. Rúnar Snær Reynisson ræddi við Sigurjón Andrésson bæjarstjóra í Hornafirði. Ný ríkisstjórn kann að taka við völdum í Svíþjóð fyrir lok þessa mánaðar. Stjórnarmyndunarviðræður hægriflokka eru hafnar, en þingmeirihluti þeirra er naumur. Kári Gylfason talar frá Gautaborg. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kallar eftir raunverulegum aðgerðum til að styrkja ólíka hópa, til dæmis í gegnum barnabætur. Ekki sé orðið við því í nýju fjárlagafrumvarpi sem er til umfjöllunar á Alþingi í dag. Hólmfríður Dagný Jónsdóttir talaði við hana. Heimir Freyr Hlöðversson, íbúi í nýrri Vogabyggð, segir íbúa orðna langþreytta á aðgerðaleysi Reykjavíkurborgar í tengslum við framkvæmdir á Sæbraut. Börn sem sækja skóla hinum megin við Sæbraut þurfa á hverjum degi að fara yfir umferðarþunga götuna og oft skapast þar hætta. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hann. Umsjónarmaður: Alexander Kristjánsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
9/15/20220
Episode Artwork

Ofbeldi á Laugalandi og forsetakjör ASÍ

Kona sem dvaldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á unglingsárum segir að komið hafi verið fram við sig eins og úrhrak. Enn vanti viðurkenningu á því líkamlega ofbeldi sem átti sér stað. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við Dagnýju Rut Magnúsdóttur. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR býður sig fram sem forseti Alþýðusambandsins. Hann segist vilja binda enda á átök innan verkalýðshreyfingarinnar. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, sem er fyrsti flutningsmaður. Rússlandsforseti segist skilja áhyggjur af stöðu mála í Úkraínu. Viðurkenningin er óvænt en hún kemur í kjölfar slæms gengis Rússa í Úkraínu síðustu daga. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili á Höfn í Hornafirði verður tekin eftir helgi. Heimilið á að verða tilbúið innan tveggja ára. Rúnar Snær Reynisson ræddi við Sigurjón Andrésson bæjarstjóra í Hornafirði. Ný ríkisstjórn kann að taka við völdum í Svíþjóð fyrir lok þessa mánaðar. Stjórnarmyndunarviðræður hægriflokka eru hafnar, en þingmeirihluti þeirra er naumur. Kári Gylfason talar frá Gautaborg. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kallar eftir raunverulegum aðgerðum til að styrkja ólíka hópa, til dæmis í gegnum barnabætur. Ekki sé orðið við því í nýju fjárlagafrumvarpi sem er til umfjöllunar á Alþingi í dag. Hólmfríður Dagný Jónsdóttir talaði við hana. Heimir Freyr Hlöðversson, íbúi í nýrri Vogabyggð, segir íbúa orðna langþreytta á aðgerðaleysi Reykjavíkurborgar í tengslum við framkvæmdir á Sæbraut. Börn sem sækja skóla hinum megin við Sæbraut þurfa á hverjum degi að fara yfir umferðarþunga götuna og oft skapast þar hætta. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hann. Umsjónarmaður: Alexander Kristjánsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
9/15/20229 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Andersson segir af sér og kólnandi húsnæðismarkaður

Börn á meðferðarheimilinu Laugalandi í Eyjafirði voru beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi, að því er fram kemur í nýrri skýrslu. Í viðtölum sögðust fjölmörg börn hafa upplifað óttastjórnun, harðræði og niðurbrot. Ekki hafa færri kórónuveirutilfelli greinst á heimsvísu frá í mars 2020. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir endalok faraldursins í sjónmáli. Pétur Magnússon tók saman. Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hefur viðurkennt ósigur eftir þingkosningar um helgina. Hún boðaði afsögn sína á blaðamannafundi síðdegis. Fylking hægri flokka á nú í stjórnarmyndunarviðræðum. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir sagði frá. Stjórn Dýraverndarsambands Íslands styður aukið eftirlit með hvalveiðum. Stjórnarmaður í sambandinu segir mikilvægt að gögn sem fáist með eftirlitinu verði gerð opinber. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Sigurstein Másson, stjórnarmann í Dýraverndarsambandinu. Starf alþjóðlegu mannúðarsamtakanna Læknar án landamæra er ekki algjörlega áhættulaust en reynslan sem fæst engu lík, segir Helena Jónsdóttir starfsmaður samtakanna. Amanda Guðrún Bjarnadóttir tók saman. Um 200 heilbrigðisstofnanir og yfir 1.400 sérfræðingar í heilbrigðismálum hafa undirritað áskorun á ríki heims um að gera bindandi samkomulag um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Þeir segja mannkynið verða að velja á milli heilsunnar eða jarðefnaeldsneytis. Róbert Jóhannsson sagði frá. Fasteignamarkaðurinn er að stillast og íbúðum í sölu að fjölga, en þörf fyrir íbúðarhúsnæði er mikil og ekki útlit fyrir að úr henni dragi segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Jón Bjarka Bentsson, aðalhagfræðing Íslandsbanka. Evrópusambandið ætlar að skattleggja arðgreiðslur orkufyrirtækja og nota peninginn til að lækka svimandi orkureikninga heimila og fyrirtækja. Orkuverð í Evrópu hefur rokið upp eftir að Rússar takmörkuðu gassölu til álfunnar. Á sama tíma skila orkufyrirtæki methagnaði. Alexander Kristjánsson sagði frá. Mikilvægt er að huga að heilbrigðisstarfsfólki þegar alvarleg atvik koma upp í heilbrigðisþjónustu, segir formaður fagráðs Landspítala. Fagráð Landspítala stóð fyrir málþingi um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu í dag. Kristín Sigurðardóttir ræddi við Mörtu Jóns Hjördísardóttur, formann fagráðs Landspítala. Umsjónarmaður: Alexander Kristjánsson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
9/14/20220
Episode Artwork

Andersson segir af sér og kólnandi húsnæðismarkaður

Börn á meðferðarheimilinu Laugalandi í Eyjafirði voru beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi, að því er fram kemur í nýrri skýrslu. Í viðtölum sögðust fjölmörg börn hafa upplifað óttastjórnun, harðræði og niðurbrot. Ekki hafa færri kórónuveirutilfelli greinst á heimsvísu frá í mars 2020. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir endalok faraldursins í sjónmáli. Pétur Magnússon tók saman. Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hefur viðurkennt ósigur eftir þingkosningar um helgina. Hún boðaði afsögn sína á blaðamannafundi síðdegis. Fylking hægri flokka á nú í stjórnarmyndunarviðræðum. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir sagði frá. Stjórn Dýraverndarsambands Íslands styður aukið eftirlit með hvalveiðum. Stjórnarmaður í sambandinu segir mikilvægt að gögn sem fáist með eftirlitinu verði gerð opinber. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Sigurstein Másson, stjórnarmann í Dýraverndarsambandinu. Starf alþjóðlegu mannúðarsamtakanna Læknar án landamæra er ekki algjörlega áhættulaust en reynslan sem fæst engu lík, segir Helena Jónsdóttir starfsmaður samtakanna. Amanda Guðrún Bjarnadóttir tók saman. Um 200 heilbrigðisstofnanir og yfir 1.400 sérfræðingar í heilbrigðismálum hafa undirritað áskorun á ríki heims um að gera bindandi samkomulag um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Þeir segja mannkynið verða að velja á milli heilsunnar eða jarðefnaeldsneytis. Róbert Jóhannsson sagði frá. Fasteignamarkaðurinn er að stillast og íbúðum í sölu að fjölga, en þörf fyrir íbúðarhúsnæði er mikil og ekki útlit fyrir að úr henni dragi segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Jón Bjarka Bentsson, aðalhagfræðing Íslandsbanka. Evrópusambandið ætlar að skattleggja arðgreiðslur orkufyrirtækja og nota peninginn til að lækka svimandi orkureikninga heimila og fyrirtækja. Orkuverð í Evrópu hefur rokið upp eftir að Rússar takmörkuðu gassölu til álfunnar. Á sama tíma skila orkufyrirtæki methagnaði. Alexander Kristjánsson sagði frá. Mikilvægt er að huga að heilbrigðisstarfsfólki þegar alvarleg atvik koma upp í heilbrigðisþjónustu, segir formaður fagráðs Landspítala. Fagráð Landspítala stóð fyrir málþingi um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu í dag. Kristín Sigurðardóttir ræddi við Mörtu Jóns Hjördísardóttur, formann fagráðs Landspítala. Umsjónarmaður: Alexander Kristjánsson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
9/14/20229 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

20 þúsund íbúðir og áfengisgjald hækkað

Með sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga á að byggja 20 þúsund íbúðir á næstu fimm árum. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá og talaði við Elmar Þór Erlendsson, teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Stjórn Flokks fólksins ræðir í kvöld um ásakanir um að flokkskonur hafi sætt áreitni og lítilsvirðingu af hendi forystukarla flokksins á Akureyri. Kristín Sigurðardóttir er við safnaðarheimili Grafarvogskirkju þar sem fundurinn er haldinn. Hrakfarir Rússa í Úkraínu síðustu daga kynda undir ólgu í rússnesku samfélagi segir Jón Ólafsson, sérfræðingur í málefnum Rússlands og prófessor við Háskóla Íslands. Hverfisráð í Pétursborg og Moskvu hafa hvatt Vladimir Pútin Rússlandsforseta til afsagnar. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Lagt er til í nýju fjárlagafrumvarpi að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um nærri þriðjung. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar segir að frumvarpið eigi vissulega eftir að taka miklum breytingum - en er þó brugðið. Oddur Þórðarson talaði við hana. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að það hljóti að vera meginmarkmið alþingismanna að bæta hag og heilsu fólksins í landinu. Það hljóti að einkenna gott og öflugt þing. Forsetinn setti Alþingi formlega í dag. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman. Rannsókn á sjálfsáningu stafafuru á Norðurlandi sýnir að hún dreifir sér á tvöfalt stærra svæði en henni var upphaflega sáð á. Brynjólfur Brynjólfsosn, rannsakandi hefur ekki áhyggjur af yfirgangi stafafuru en mikilvægt sé að fylgjast með útbreiðslunni. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við hann. Edda Björgvinsdóttir leikkona fagnar sjötíu árum í dag. Hún segir hápunkt ferils síns vera að enda sjötug á samningi hjá Þjóðleikhúsinu. Urður Örlygsdóttir talaði við Eddu í Þjóðleikhúsinu þar sem hún var við æfingar. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir. ----------------- Áfengisgjöld hækka um 7,8 prósent um áramót og í fríhöfninni margfaldast þau. Áætlað er að áfengisgjöld skili 25 milljörðum í ríkissjóð á næsta ári. Bruggarar segja að yfirvöld virðist líta á greinina sem mjólkurkú. Alexander Kristjánsson tók saman og ræddi við Laufeyju Sif Lárusdóttur formann Samtaka handverksbrugghúsa og Þórólf Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Ástandið í orkumálum Evrópu er ólíkt því sem áður hefur þekkst og mikil óvissa um framhaldið segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri. Margt velti á því hvernig stríði Rússa og
9/13/20220
Episode Artwork

20 þúsund íbúðir og áfengisgjald hækkað

Með sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga á að byggja 20 þúsund íbúðir á næstu fimm árum. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá og talaði við Elmar Þór Erlendsson, teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Stjórn Flokks fólksins ræðir í kvöld um ásakanir um að flokkskonur hafi sætt áreitni og lítilsvirðingu af hendi forystukarla flokksins á Akureyri. Kristín Sigurðardóttir er við safnaðarheimili Grafarvogskirkju þar sem fundurinn er haldinn. Hrakfarir Rússa í Úkraínu síðustu daga kynda undir ólgu í rússnesku samfélagi segir Jón Ólafsson, sérfræðingur í málefnum Rússlands og prófessor við Háskóla Íslands. Hverfisráð í Pétursborg og Moskvu hafa hvatt Vladimir Pútin Rússlandsforseta til afsagnar. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Lagt er til í nýju fjárlagafrumvarpi að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um nærri þriðjung. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar segir að frumvarpið eigi vissulega eftir að taka miklum breytingum - en er þó brugðið. Oddur Þórðarson talaði við hana. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að það hljóti að vera meginmarkmið alþingismanna að bæta hag og heilsu fólksins í landinu. Það hljóti að einkenna gott og öflugt þing. Forsetinn setti Alþingi formlega í dag. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman. Rannsókn á sjálfsáningu stafafuru á Norðurlandi sýnir að hún dreifir sér á tvöfalt stærra svæði en henni var upphaflega sáð á. Brynjólfur Brynjólfsosn, rannsakandi hefur ekki áhyggjur af yfirgangi stafafuru en mikilvægt sé að fylgjast með útbreiðslunni. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við hann. Edda Björgvinsdóttir leikkona fagnar sjötíu árum í dag. Hún segir hápunkt ferils síns vera að enda sjötug á samningi hjá Þjóðleikhúsinu. Urður Örlygsdóttir talaði við Eddu í Þjóðleikhúsinu þar sem hún var við æfingar. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir. ----------------- Áfengisgjöld hækka um 7,8 prósent um áramót og í fríhöfninni margfaldast þau. Áætlað er að áfengisgjöld skili 25 milljörðum í ríkissjóð á næsta ári. Bruggarar segja að yfirvöld virðist líta á greinina sem mjólkurkú. Alexander Kristjánsson tók saman og ræddi við Laufeyju Sif Lárusdóttur formann Samtaka handverksbrugghúsa og Þórólf Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Ástandið í orkumálum Evrópu er ólíkt því sem áður hefur þekkst og mikil óvissa um framhaldið segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri. Margt velti á því hvernig stríði Rússa og
9/13/202212 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

12.09.2022

Skatttekjur aukast og útgjöld til heilbrigðis- og félagsmála einnig, en halli á ríkissjóði verður 89 milljarðar á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Magnús Geir Eyjólfsson tók saman. Leiðtogar hægri flokkanna í Svíþjóð hafa rætt um myndun ríkisstjórnar í dag. Formaður Moderaterna kysi helst stjórn eigin flokks og kristilegra demókrata. Frjálslyndi flokkurinn og Svíþjóðardemókratar vilja í stjórn en frjálslyndir vilja ekki starfa með þeim síðarnefndu. Hallgrímur Indriðason fréttamaður er í Malmö. Ragnar Sigurðsson, oddviti sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð fagnar því að innviðaráðuneytið meti nú hvort taka þurfi til sérstakrar skoðunar samþykkt ráðningarsamnings við bæjarstjóra Framsóknar og Fjarðalista. Bæjarfulltrúi sem var ráðinn tók þátt í að samþykkja eigin ráðningarsamning. Meirihlutinn telur lög heimila slíkt. Rúnar Snær Reynisson sagði frá og talaði við Ragnar. Konunglegu garðarnir í Lundúnum hafa beðið syrgjendur um að koma ekki með fleiri Paddington-birni og marmelaðisamlokur til að minnast Elísabetar Englandsdrottningar. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá. ------------ Takmörkuð íslenskukunnátta heldur aftur af fólki á vinnumarkaði, Sarah Al Barghouti segir sérfræðingur hjá ráðgjafastofu innflytjenda sem fluttist til landsins fyrir tveimur árum. Mörgum reynist erfitt að koma íslenskunámi að vegna anna, og Eiríkur Rögnvaldsson, íslenskuprófessor vill að námið verði fléttað inn í vinnu. Nichole Leigh Mosty formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna segir að vel hafi tekist til í heilbrigðisgeiranum; þar fái fólk kennsku á vinnutíma. Alexander Kristjánsson tók saman. Alþingi kemur saman á morgun og eitt af stóru verkefnum haustsins nú sem endra nær er umfjöllun um fjárlögin, sem kynnt voru í dag. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (V) formann fjárlaganefndar og Kristrúnu Frostadóttur (S) sem líka situr í fjárlaganefnd. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
9/12/20220
Episode Artwork

Skatttekjur aukast og útgjöld til heilbrigðis- og félagsmála einnig, en halli á ríkissjóði verður 89 milljarðar á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Magnús Geir Eyjólfsson tók saman. Leiðtogar hægri flokkanna í Svíþjóð hafa rætt um myndun ríkisstjórnar í dag. Formaður Moderaterna kysi helst stjórn eigin flokks og kristilegra demókrata. Frjálslyndi flokkurinn og Svíþjóðardemókratar vilja í stjórn en frjálslyndir vilja ekki starfa með þeim síðarnefndu. Hallgrímur Indriðason fréttamaður er í Malmö. Ragnar Sigurðsson, oddviti sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð fagnar því að innviðaráðuneytið meti nú hvort taka þurfi til sérstakrar skoðunar samþykkt ráðningarsamnings við bæjarstjóra Framsóknar og Fjarðalista. Bæjarfulltrúi sem var ráðinn tók þátt í að samþykkja eigin ráðningarsamning. Meirihlutinn telur lög heimila slíkt. Rúnar Snær Reynisson sagði frá og talaði við Ragnar. Konunglegu garðarnir í Lundúnum hafa beðið syrgjendur um að koma ekki með fleiri Paddington-birni og marmelaðisamlokur til að minnast Elísabetar Englandsdrottningar. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá. ------------ Takmörkuð íslenskukunnátta heldur aftur af fólki á vinnumarkaði, Sarah Al Barghouti segir sérfræðingur hjá ráðgjafastofu innflytjenda sem fluttist til landsins fyrir tveimur árum. Mörgum reynist erfitt að koma íslenskunámi að vegna anna, og Eiríkur Rögnvaldsson, íslenskuprófessor vill að námið verði fléttað inn í vinnu. Nichole Leigh Mosty formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna segir að vel hafi tekist til í heilbrigðisgeiranum; þar fái fólk kennsku á vinnutíma. Alexander Kristjánsson tók saman. Alþingi kemur saman á morgun og eitt af stóru verkefnum haustsins nú sem endra nær er umfjöllun um fjárlögin, sem kynnt voru í dag. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (V) formann fjárlaganefndar og Kristrúnu Frostadóttur (S) sem líka situr í fjárlaganefnd. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
9/12/202210 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Skjálftar fyrir Norðurlandi, spennandi kosningar í Svíþjóð, Karl III.

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimður: Mark Eldred Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna skjálftahrinunnar úti fyrir Norðurlandi. Hægri og vinstri blokkirnar í Svíþjóð eru nánast jafn stórar fyrir þingkosningarnar á sunnudag. Hallgrímur Indriðson talaði frá Stokkhólmi og Anna Kistín Jónsdóttir ræddi við Kára Gylfason í Gautaborg. Karl konungur þriðji heitir því að fylgja fordæmi móður sinnar og þjóna breska samveldinu til æviloka. Hann flutti síðdegis sitt fyrsta ávarp til þjóðarinnar eftir að hann varð konungur í gær. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Ragnheiði Kristjánsdóttur prófessor í sagnfæði og Arnór Gunnar Gunnarsson um feril Elísabetar II drottningar og mögulega tilvist konunungsdæmisins eftir að tíu daga sorgarferli lýkur í Bretlandi. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir ekki inni í myndinni að selja orku til Evrópu. Samkvæmt Landsvirkjun hefur þeim fjölgað mjög sem sækjast eftir að koma með framleiðslu sína hingað, vegna síhækkandi orkuverðs í Evrópu. Auka þurfi framleiðslu rafmagns með því að virkja meira. Guðlaugur Þór segir að Íslendingar þurfi alla þá raforku sem til er hér - og meira til - svo hægt sé að klára orkuskiptin. Alma Ómarsdóttir ræddi við hann. Langanesbyggð býr sig nú undir móttöku á fulltrúum skoska eldflaugafélagsins Skyrora sem hyggjast skjóta upp tilraunaeldflaug í sveitarfélaginu. Félagið fékk nýlega leyfi samgönguyfirvalda til að skjóta upp einni tilraunaeldflaug frá Íslandi. Ágúst Ólafsson tók saman. Rætt var við Björn S. Lárusson í Morgunútvarpi Rásar 2.
9/9/20220
Episode Artwork

Skjálftar fyrir Norðurlandi, spennandi kosningar í Svíþjóð, Karl III.

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimður: Mark Eldred Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna skjálftahrinunnar úti fyrir Norðurlandi. Hægri og vinstri blokkirnar í Svíþjóð eru nánast jafn stórar fyrir þingkosningarnar á sunnudag. Hallgrímur Indriðson talaði frá Stokkhólmi og Anna Kistín Jónsdóttir ræddi við Kára Gylfason í Gautaborg. Karl konungur þriðji heitir því að fylgja fordæmi móður sinnar og þjóna breska samveldinu til æviloka. Hann flutti síðdegis sitt fyrsta ávarp til þjóðarinnar eftir að hann varð konungur í gær. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Ragnheiði Kristjánsdóttur prófessor í sagnfæði og Arnór Gunnar Gunnarsson um feril Elísabetar II drottningar og mögulega tilvist konunungsdæmisins eftir að tíu daga sorgarferli lýkur í Bretlandi. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir ekki inni í myndinni að selja orku til Evrópu. Samkvæmt Landsvirkjun hefur þeim fjölgað mjög sem sækjast eftir að koma með framleiðslu sína hingað, vegna síhækkandi orkuverðs í Evrópu. Auka þurfi framleiðslu rafmagns með því að virkja meira. Guðlaugur Þór segir að Íslendingar þurfi alla þá raforku sem til er hér - og meira til - svo hægt sé að klára orkuskiptin. Alma Ómarsdóttir ræddi við hann. Langanesbyggð býr sig nú undir móttöku á fulltrúum skoska eldflaugafélagsins Skyrora sem hyggjast skjóta upp tilraunaeldflaug í sveitarfélaginu. Félagið fékk nýlega leyfi samgönguyfirvalda til að skjóta upp einni tilraunaeldflaug frá Íslandi. Ágúst Ólafsson tók saman. Rætt var við Björn S. Lárusson í Morgunútvarpi Rásar 2.
9/9/20228 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Englandsdrottning látin

Elísabet Englandsdrottning er látin, hún var 96 ára og ríkti lengur en nokkur þjóðhöfðingi Englands. Heyrist í Huw Edwards, fréttaþul BBC. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir segir frá Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra tekur undir með formanni BHM um að skynsamlegt sé að hefja viðræður vegna komandi kjarasamninga sem fyrst. Hann er bjartsýnn á viðræðurnar fram undan en yfir 300 kjarasamningar eru lausir á næstunni. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttur talaði við hann. Um þúsund jarð skjálftar hafa mælst við Grímsey frá því í nótt. Virknin hefur verið stöðug í allan dag. Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvársérfræðingur segir þetta hefðbundna virkni. Urður Örlygsdóttir tók saman. Leiðsögumenn með hreindýraveiðum lögðu til um miðjan ágúst að öll veiði yrði stöðvuð á einu helsta veiðisvæði hreindýra vegna þess hve fá dýr finnast á svæðinu. Ekki var orðið við því og nú leggja leiðsögumenn til að nær enginn kvóti verði þar á næsta ári. Rúnar Snær Reynisson sagði frá og talaði við Jón Hávarð Jónsson formann leiðsögumanna. -------------- Milljörðum dollara verður varið til að styrkja varnir Úkraínu og grannríkjanna. Þúsundir almennra borgara hafa fallið í stríðinu við innrásarlið Rússa. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Igor Konashenkov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússlands og Rosemary DiCarlo, aðstoðaraðalframkvæmdastjóri hjá Sameinuðu þjóðunum. Áhugi á landeldi hefur aukist mjög og það talið geta leyst helstu umhverfisvandamálin sem af sjóeldinu stafa en það hefur ekki gengið vandræðalaust. Hér eru í undirbúningi stór verkefni í landeldi. Í nýútkominni skýrslu Hafrannsóknastofnunar er fjallað um lax á landi. Leó Alexander Guðmundsson, líffræðingur og höfundur skýrslunnar, segir að álíka magn af fiski sé úr eldi og veitt er úr hafinu. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við hann. Norðmenn búast við að gúrku- og tóamatakrísa verði skollin á í landinu þegar fyrir jól. Eigendur gróðurhúsa hafa ekki efni á að kynda hús sín og hafa þar ljós. Þessu veldur himinhátt orkuverð. Gísli Kristjánsson sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
9/8/20220
Episode Artwork

Englandsdrottning látin

Elísabet Englandsdrottning er látin, hún var 96 ára og ríkti lengur en nokkur þjóðhöfðingi Englands. Heyrist í Huw Edwards, fréttaþul BBC. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir segir frá Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra tekur undir með formanni BHM um að skynsamlegt sé að hefja viðræður vegna komandi kjarasamninga sem fyrst. Hann er bjartsýnn á viðræðurnar fram undan en yfir 300 kjarasamningar eru lausir á næstunni. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttur talaði við hann. Um þúsund jarð skjálftar hafa mælst við Grímsey frá því í nótt. Virknin hefur verið stöðug í allan dag. Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvársérfræðingur segir þetta hefðbundna virkni. Urður Örlygsdóttir tók saman. Leiðsögumenn með hreindýraveiðum lögðu til um miðjan ágúst að öll veiði yrði stöðvuð á einu helsta veiðisvæði hreindýra vegna þess hve fá dýr finnast á svæðinu. Ekki var orðið við því og nú leggja leiðsögumenn til að nær enginn kvóti verði þar á næsta ári. Rúnar Snær Reynisson sagði frá og talaði við Jón Hávarð Jónsson formann leiðsögumanna. -------------- Milljörðum dollara verður varið til að styrkja varnir Úkraínu og grannríkjanna. Þúsundir almennra borgara hafa fallið í stríðinu við innrásarlið Rússa. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Igor Konashenkov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússlands og Rosemary DiCarlo, aðstoðaraðalframkvæmdastjóri hjá Sameinuðu þjóðunum. Áhugi á landeldi hefur aukist mjög og það talið geta leyst helstu umhverfisvandamálin sem af sjóeldinu stafa en það hefur ekki gengið vandræðalaust. Hér eru í undirbúningi stór verkefni í landeldi. Í nýútkominni skýrslu Hafrannsóknastofnunar er fjallað um lax á landi. Leó Alexander Guðmundsson, líffræðingur og höfundur skýrslunnar, segir að álíka magn af fiski sé úr eldi og veitt er úr hafinu. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við hann. Norðmenn búast við að gúrku- og tóamatakrísa verði skollin á í landinu þegar fyrir jól. Eigendur gróðurhúsa hafa ekki efni á að kynda hús sín og hafa þar ljós. Þessu veldur himinhátt orkuverð. Gísli Kristjánsson sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
9/8/20229 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

07.09.2022

Sérfræðingur í rekstri vatnsveitu hjá Veitum segir að enn sé verið að grafa frá lögninni og meta aðstæður. Ekki sé hægt að útiloka að jarðskjálftar hafi átt þátt í að lögnin gaf sig. Bjarni Geir Viðarsson, skurðlæknir á Landspítala segir mikilvægt að fólk fari vel undirbúið í offituaðgerðir. Slíkar aðgerðir verða sífellt algengari hér á landi en yfir þúsund aðgerðir eru framkvæmdar á ári. Urður Örlygsdóttir talaði við hann. Liz Truss, nýr forsætisráðherra Bretlands, sat fyrir svörum þingmanna í fyrsta sinn í dag síðan hún tók við embætti. Mikið var rætt um orkumál og útilokaði Truss að hækka skatta á orkufyrirtæki. Oddur Þórðarson tók saman. Þröstur Jónsson, oddviti Miðflokksins í Múlaþingi telur að ný veglína, sem á að minnka umferð í gegnum miðbæ Egilsstaða og leiða hana suður fyrir bæinn, skerði fallegt byggingarland til framtíðar. Rúnar Snær Reynisson sagði frá og talaði við Jónínu Brynjólfsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsnefndar Múlaþings. Kostuð afþreying verður sífellt algengari að mati Elfu Ýrar Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar. Slík markaðssetning er ólögleg ef ekki er tekið fram að um auglýsingu sé að ræða. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hana. ------------ Töluvert tjón varð þegar önnur af aðalvatnsæðum Veitna fyrir Reykjavíkurborg brast í síðustu viku. Stór hluti lagnakerfis höfuðborgarsvæðisins er yfir hálfrar aldar gamalt. Hafdís Helga Hauksdóttir ræddi við Sólrúnu Kristjánsdóttur framkvæmdastýru Veitna og Hrefnu Hallgrímsdóttur, forstöðumann hitaveitu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar hafi engu tapað í Úkraínustríðinu. Hann vísar því á bug að þeir hafi átt upptökin. Pútín kom víða við þegar hann flutti ávarp og sat fyrir svörum á Efnahagsráðstefnu austrænna ríkja, EEF, í Vladivostok, við Kyrrahafsströnd Rússlands. Ásgeir Tómasson tók saman. Á haustin láta pestir á sér kræla og sóttvarnalæknir hefur gefið út leiðbeiningar um COVID-19-bólusetningar frá miðjum mánuði. Örvunarbólusetningar 60 ára og eldri og fólks í áhættuhópum hefjast í Laugardalshöll 26. spetember segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.
9/7/20220
Episode Artwork

Sérfræðingur í rekstri vatnsveitu hjá Veitum segir að enn sé verið að grafa frá lögninni og meta aðstæður. Ekki sé hægt að útiloka að jarðskjálftar hafi átt þátt í að lögnin gaf sig. Bjarni Geir Viðarsson, skurðlæknir á Landspítala segir mikilvægt að fólk fari vel undirbúið í offituaðgerðir. Slíkar aðgerðir verða sífellt algengari hér á landi en yfir þúsund aðgerðir eru framkvæmdar á ári. Urður Örlygsdóttir talaði við hann. Liz Truss, nýr forsætisráðherra Bretlands, sat fyrir svörum þingmanna í fyrsta sinn í dag síðan hún tók við embætti. Mikið var rætt um orkumál og útilokaði Truss að hækka skatta á orkufyrirtæki. Oddur Þórðarson tók saman. Þröstur Jónsson, oddviti Miðflokksins í Múlaþingi telur að ný veglína, sem á að minnka umferð í gegnum miðbæ Egilsstaða og leiða hana suður fyrir bæinn, skerði fallegt byggingarland til framtíðar. Rúnar Snær Reynisson sagði frá og talaði við Jónínu Brynjólfsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsnefndar Múlaþings. Kostuð afþreying verður sífellt algengari að mati Elfu Ýrar Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar. Slík markaðssetning er ólögleg ef ekki er tekið fram að um auglýsingu sé að ræða. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hana. ------------ Töluvert tjón varð þegar önnur af aðalvatnsæðum Veitna fyrir Reykjavíkurborg brast í síðustu viku. Stór hluti lagnakerfis höfuðborgarsvæðisins er yfir hálfrar aldar gamalt. Hafdís Helga Hauksdóttir ræddi við Sólrúnu Kristjánsdóttur framkvæmdastýru Veitna og Hrefnu Hallgrímsdóttur, forstöðumann hitaveitu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar hafi engu tapað í Úkraínustríðinu. Hann vísar því á bug að þeir hafi átt upptökin. Pútín kom víða við þegar hann flutti ávarp og sat fyrir svörum á Efnahagsráðstefnu austrænna ríkja, EEF, í Vladivostok, við Kyrrahafsströnd Rússlands. Ásgeir Tómasson tók saman. Á haustin láta pestir á sér kræla og sóttvarnalæknir hefur gefið út leiðbeiningar um COVID-19-bólusetningar frá miðjum mánuði. Örvunarbólusetningar 60 ára og eldri og fólks í áhættuhópum hefjast í Laugardalshöll 26. spetember segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.
9/7/20229 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Rannsókn kynferðisbrota á Suðurnesjum og ferðamennskan

Tímafrekri og flókinni rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á fleiri kynferðisbrotamálum fjölskylduföður á sextugsaldri er lokið. Hann var fyrr í sumar dæmdur í sex ára fangelsi fyrir brot gegn fimm stúlkum á grunnskólaaldri. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Veiðimaður sem brann illa í morgun þegar stöng hans rakst í háspennulínu á bakkanum við Eystri-Rangá er vanur veiðum og þekkir hættuna við ána segir Gunnar Guðjónsson leiðsögumaður. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir talaði við hann. Liz Truss, nýr forsætisráðherra Bretlands heitir því að skapa öllum landsmönnum þau tækifæri sem þeir verðskulda. Skatta á að lækka og ýta undir vöxt. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mjög og stefnir í met í ár. Bókanir fyrir næsta ár hafa aukist um þriðjung. Gunnar Tryggvason starfandi hafnarstjóri segir að breyting hafi orðið á skipulagi ferðanna. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ segir íslensku landsliðskonurnar mjög einbeittar og ákveðnar fyrir leikinn gegn Hollandi. Búið er að skipuleggja hátíðarhöld fyrir Hollendinga á vellinum í Utrecht en Vanda segir þær íslensku ætla að gera sitt allra besta til að skemma það. Starfsemi endurhæfingarstöðvarinnar Ljóssins hefur farið vaxandi á síðustu árum, og fjölgaði komum þar um 24 prósent í fyrra. Í dag hófst herferð til að fjölga ljósavinum sem styrkja starfið og Erna Magnúsdóttir forstöðukona segir mikilvægt að tryggja krabbameinsgreinum endurhæfingu. ------------ Verðbólga og verðhækkanir í Evrópu gætu haft áhrif á komur erlendra ferðamanna en þau hafa enn ekki komið fram að ráði, að mati Skarphéðins Bergs Steinarssonar, ferðamálastjóra. Helst óttast menn að dragi úr haustferðum Breta. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin vill að komið verði upp öryggissvæði við Zaporizhzhia (Saporitsja) kjarnorkuverið í Úkraínu. Grípa verði til aðgerða þegar í stað til að koma í veg fyrir kjarnorkuslys. Ásgeir Tómasson sagði frá. Ungir menn í Osló virðast hafa lagt námsbækurnar frá sér og tekið sér hnífa í hönd. Ef marka má orð borgarstjórans þar í borg setja unglingar hníf í vasann við hliðina á farsímanum. Og fá svo útrás í hnífabardögum við jafnaldra sína. Gísli Kristjánsson, fréttaritari í Osló segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
9/6/20220
Episode Artwork

Rannsókn kynferðisbrota á Suðurnesjum og ferðamennskan

Tímafrekri og flókinni rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á fleiri kynferðisbrotamálum fjölskylduföður á sextugsaldri er lokið. Hann var fyrr í sumar dæmdur í sex ára fangelsi fyrir brot gegn fimm stúlkum á grunnskólaaldri. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Veiðimaður sem brann illa í morgun þegar stöng hans rakst í háspennulínu á bakkanum við Eystri-Rangá er vanur veiðum og þekkir hættuna við ána segir Gunnar Guðjónsson leiðsögumaður. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir talaði við hann. Liz Truss, nýr forsætisráðherra Bretlands heitir því að skapa öllum landsmönnum þau tækifæri sem þeir verðskulda. Skatta á að lækka og ýta undir vöxt. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mjög og stefnir í met í ár. Bókanir fyrir næsta ár hafa aukist um þriðjung. Gunnar Tryggvason starfandi hafnarstjóri segir að breyting hafi orðið á skipulagi ferðanna. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ segir íslensku landsliðskonurnar mjög einbeittar og ákveðnar fyrir leikinn gegn Hollandi. Búið er að skipuleggja hátíðarhöld fyrir Hollendinga á vellinum í Utrecht en Vanda segir þær íslensku ætla að gera sitt allra besta til að skemma það. Starfsemi endurhæfingarstöðvarinnar Ljóssins hefur farið vaxandi á síðustu árum, og fjölgaði komum þar um 24 prósent í fyrra. Í dag hófst herferð til að fjölga ljósavinum sem styrkja starfið og Erna Magnúsdóttir forstöðukona segir mikilvægt að tryggja krabbameinsgreinum endurhæfingu. ------------ Verðbólga og verðhækkanir í Evrópu gætu haft áhrif á komur erlendra ferðamanna en þau hafa enn ekki komið fram að ráði, að mati Skarphéðins Bergs Steinarssonar, ferðamálastjóra. Helst óttast menn að dragi úr haustferðum Breta. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin vill að komið verði upp öryggissvæði við Zaporizhzhia (Saporitsja) kjarnorkuverið í Úkraínu. Grípa verði til aðgerða þegar í stað til að koma í veg fyrir kjarnorkuslys. Ásgeir Tómasson sagði frá. Ungir menn í Osló virðast hafa lagt námsbækurnar frá sér og tekið sér hnífa í hönd. Ef marka má orð borgarstjórans þar í borg setja unglingar hníf í vasann við hliðina á farsímanum. Og fá svo útrás í hnífabardögum við jafnaldra sína. Gísli Kristjánsson, fréttaritari í Osló segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
9/6/202210 minutes, 1 second
Episode Artwork

Bruni á Ásbrú og nýr forsætisráðherra Bretlands

Erna Kristín Bjarnadóttir, sem missti allt sitt í eldsvoða við Ásbrú í morgun meðtók það ekki þegar hún sá lögreglu og slökkvilið að störfum fyrir utan húsið heldur fór einfaldlega að gráta. Hún reiknar með að fjölskyldan þurfi að byrja allt upp á nýtt. Sólveig Klara Ragnarsdóttir talaði við Ernu. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman. Ekkert í framburði mannsins sem var skotinn á Blönduósi varð til þess að hann fékk stöðu sakbornings í málinu, að sögn lögreglustjóra. Það hafi aðeins verið gert til að veita honum meiri réttindi en ella. Ágúst Ólafsson sagði frá. Til að eldri borgarar geti verið lengur heima þarf fé segir María Fjóla Harðardóttir, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, hins vegar spari það peninga til lengri tíma. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir talaði við hana. Ísraelski herinn segir afar líklegt að ísraelskur hermaður hafi skotið fréttamann Al Jazeera til bana á Vesturbakkanum í maí. Lögmaður hersins útilokaði þó að hermaðurinn verði sóttur til saka. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. -------------- Liz Truss, verðandi forsætisráðherra Bretlands, lofar afgerandi aðgerðum til að rétta af efnahag landsins og koma almenningi til aðstoðar vegna síhækkandi verðlags á nauðsynjavörum. Ásgeir Tómasson tók saman. Þjóðarátak þarf til að laga Íslendinga að loftslagsbreytingum sem framundan eru og tíminn er knappur. Þetta segir Guðlaugur Þo?r Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann. Hvorki í ár né á því næsta verða samræmd próf lögð fyrir í grunnskólum. Mennta- og barnamálaráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að unnið væri að þróun á nýju námsmati; Rúnar Sigþórsson prófessor emeritus við Háskólann á Akureyri segir deilur um samræmt próf nærri jafngömul skyldunámi í landinu. Hann fagnar því að þróa eigi nýtt námsmat og færa nær skólunum en telur erfitt að tvinna saman endurgjöf til nemenda og upplýsingasöfnun um skólakerfið. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
9/5/20220
Episode Artwork

Bruni á Ásbrú og nýr forsætisráðherra Bretlands

Erna Kristín Bjarnadóttir, sem missti allt sitt í eldsvoða við Ásbrú í morgun meðtók það ekki þegar hún sá lögreglu og slökkvilið að störfum fyrir utan húsið heldur fór einfaldlega að gráta. Hún reiknar með að fjölskyldan þurfi að byrja allt upp á nýtt. Sólveig Klara Ragnarsdóttir talaði við Ernu. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman. Ekkert í framburði mannsins sem var skotinn á Blönduósi varð til þess að hann fékk stöðu sakbornings í málinu, að sögn lögreglustjóra. Það hafi aðeins verið gert til að veita honum meiri réttindi en ella. Ágúst Ólafsson sagði frá. Til að eldri borgarar geti verið lengur heima þarf fé segir María Fjóla Harðardóttir, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, hins vegar spari það peninga til lengri tíma. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir talaði við hana. Ísraelski herinn segir afar líklegt að ísraelskur hermaður hafi skotið fréttamann Al Jazeera til bana á Vesturbakkanum í maí. Lögmaður hersins útilokaði þó að hermaðurinn verði sóttur til saka. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. -------------- Liz Truss, verðandi forsætisráðherra Bretlands, lofar afgerandi aðgerðum til að rétta af efnahag landsins og koma almenningi til aðstoðar vegna síhækkandi verðlags á nauðsynjavörum. Ásgeir Tómasson tók saman. Þjóðarátak þarf til að laga Íslendinga að loftslagsbreytingum sem framundan eru og tíminn er knappur. Þetta segir Guðlaugur Þo?r Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann. Hvorki í ár né á því næsta verða samræmd próf lögð fyrir í grunnskólum. Mennta- og barnamálaráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að unnið væri að þróun á nýju námsmati; Rúnar Sigþórsson prófessor emeritus við Háskólann á Akureyri segir deilur um samræmt próf nærri jafngömul skyldunámi í landinu. Hann fagnar því að þróa eigi nýtt námsmat og færa nær skólunum en telur erfitt að tvinna saman endurgjöf til nemenda og upplýsingasöfnun um skólakerfið. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
9/5/20228 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Bætt fráflæði, stytting vinnutíma í vaktavinnu og fjölgun flóttafólks

Um helmingi færri sjúklingar eru innlagðir á bráðamóttöku nú en þegar mest lét og því ekki þörf á jafn mikilli mönnun, segir aðstoðardeildarstjóri. Hún segir vinnu framkvæmdastjórnar spítalans við að bæta fráflæði hafa borið árangur. Ólöf Ragnarsdóttir talaði við Hildi Dís Kristjánsdóttur. Forstjóri MAST fagnar því að Ríkisendurskoðun hafi ákveðið að gera úttekt á starfseminni. Vel megi vera að til bóta verði að fá fleiri að aðgerðum í dýravelferðarmálum. Sagði Hrönn Ólína Jörundsdóttir. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við hana. Matvælaráðherra hefur veitt undanþágu frá reglugerð um innfluttan áburð, til að bregðast við minnkuðu framboði. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir atvinnugreinina hafa óskað eftir breytingu sem þessari. Sagði Vigdís Häsler. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Tugir leyniskjala fundust við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Listi yfir gögnin sem fundust hefur verið birtur. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Og við lítum við í teiti í miðbæ Reykjavíkur þar sem UN Women á Íslandi hrindir úr vör herferð til styrktar hinsegin fólki. Ólöf Rangarsdóttir verður á staðnum. Í fyrravor tók gildi stytting vinnutíma fólks í vaktavinnu hjá því opinbera. Vinnuskylda níu þúsund starfsmanna hjá um sjö hundruð vinnustöðum gat styst í 32 klukkustundir á viku. Frá því að þetta tók gildi hefur grannt verið fylgst með innleiðingunni. Bára Hildur Jóhannsdóttir verkefnisstjóri hjá Betri vinnutíma segir að í undirbúningi hafi markvisst verið unnið að því að einfalda upplýsingar og allir farið í gegnum sama ferlið. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Báru Hildi Jóhannsdóttur. Aldrei hafa fleiri einstaklingar á flótta leitað hingað til lands. Flestir umsækjendur fara til þriggja sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðarbæjar. Nú hefur bæjarstjóri Hafnarfjarðar sagt bæjarfélagið komið að þolmörkum, það geti ekki tekið við fleirum og kvartar undan því að ekki sé hlustað. Félagsmálaráðherra segir þetta vera vaxtarverki. Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður fjölmenningarseturs. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana.
9/2/20220
Episode Artwork

Bætt fráflæði, stytting vinnutíma í vaktavinnu og fjölgun flóttafólks

Um helmingi færri sjúklingar eru innlagðir á bráðamóttöku nú en þegar mest lét og því ekki þörf á jafn mikilli mönnun, segir aðstoðardeildarstjóri. Hún segir vinnu framkvæmdastjórnar spítalans við að bæta fráflæði hafa borið árangur. Ólöf Ragnarsdóttir talaði við Hildi Dís Kristjánsdóttur. Forstjóri MAST fagnar því að Ríkisendurskoðun hafi ákveðið að gera úttekt á starfseminni. Vel megi vera að til bóta verði að fá fleiri að aðgerðum í dýravelferðarmálum. Sagði Hrönn Ólína Jörundsdóttir. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við hana. Matvælaráðherra hefur veitt undanþágu frá reglugerð um innfluttan áburð, til að bregðast við minnkuðu framboði. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir atvinnugreinina hafa óskað eftir breytingu sem þessari. Sagði Vigdís Häsler. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Tugir leyniskjala fundust við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Listi yfir gögnin sem fundust hefur verið birtur. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Og við lítum við í teiti í miðbæ Reykjavíkur þar sem UN Women á Íslandi hrindir úr vör herferð til styrktar hinsegin fólki. Ólöf Rangarsdóttir verður á staðnum. Í fyrravor tók gildi stytting vinnutíma fólks í vaktavinnu hjá því opinbera. Vinnuskylda níu þúsund starfsmanna hjá um sjö hundruð vinnustöðum gat styst í 32 klukkustundir á viku. Frá því að þetta tók gildi hefur grannt verið fylgst með innleiðingunni. Bára Hildur Jóhannsdóttir verkefnisstjóri hjá Betri vinnutíma segir að í undirbúningi hafi markvisst verið unnið að því að einfalda upplýsingar og allir farið í gegnum sama ferlið. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Báru Hildi Jóhannsdóttur. Aldrei hafa fleiri einstaklingar á flótta leitað hingað til lands. Flestir umsækjendur fara til þriggja sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðarbæjar. Nú hefur bæjarstjóri Hafnarfjarðar sagt bæjarfélagið komið að þolmörkum, það geti ekki tekið við fleirum og kvartar undan því að ekki sé hlustað. Félagsmálaráðherra segir þetta vera vaxtarverki. Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður fjölmenningarseturs. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana.
9/2/202229 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Fylgissveiflur flokkanna, kjarnorkuefltirlit og kynferðisofbeldi

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Ríkisstjórnarflokkarnir missa meirihluta sinn, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi Samfylkingarinnar eykst mest og flokkurinn fengi fjórum þingmönnum fleiri nú en hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkur er enn stærstur en fylgið minnkar milli kannana. Bjarni Pétur Jónsson sagði frá. Hluti eftirlitssveitar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar verður eftir í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu til að tryggja öryggi þess og koma í veg fyrir kjarnorkuslys. Rafael Grossi, framkvæmdastjóri stofnunarinnar og leiðtogi sveitarinnar, greindi frá þessu að heimsókn lokinni í dag. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Félagsmálaráðuneytið vinnur að samningum við þrjátíu sveitarfélög til viðbótar um samræmda móttöku flóttafólks sem léttir á álagi á sveitarfélögin sem hafa tekið á móti flestum hingað til, það er Reykjavík Hafnarfjörl og Reykjanesbæ. Eitt af þessum sveitarfélögum er Fljótsdalshérað. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir talaði við Guðmund Inga Guðbrandsson félagsmálaráðherra. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvetur Kínverja til að taka alvarlega þær upplýsingar sem birtust í nýrri skýrslu mannréttindaráðsins. Þar eru Kínverjar sakaðir um ofsóknir gegn Úígúrum og öðrum minnihlutahópum í Xinjiang-héraði. Mikill minnihluti þolenda kynferðisofbeldis tilkynnir brotið til lögreglu. Þolendaskömm og vantrausti á lögreglunni er um að kenna. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali Hafdísar Helgu Helgadóttur við Margréti Valdimarsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur. Ríkisendurskoðun ætlar að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Niðurstaða úttektarinnar verður birt í opinberri skýrslu til Alþingis. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Raforkuverð heldur áfram að hækka í Noregi. Það kostar Norðmann af meðalskrokkstærð þúsund krónur íslenskar að fara í sturtu og fólk ekur í heimsóknir til nágranna til að hlaða rafbílinn þar. Gísli Kristjánsson, fréttaritari Osló sagði okkur af raforkumartröðum Norðmanna. Útsýnispallurinn á Bolafjalli ofan Bolungavíkur var formlega opnaður í dag að viðstaddri allri ríkisstjórn landsins. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir ræddi við Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra í Bolungarvík.
9/1/202230 minutes
Episode Artwork

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þ. Magnússon Innviðir Hafnarfjarðarbæjar þola ekki frekari fjölgun flóttafólks og sveitarfélagið óskar eftir því að stjórnvöld hætti að senda fólk þangað. Bæjarfélagið geti ekki sinnt þeim. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir talaði við Rósu Guðbjartsdóttur. Afurðastöðvar eru þessa dagana að ákveða verð til viðskiptavina og víða eru miklar hækkanir fram undan. Kjarnafæði-Norðlenska hefur tilkynnt um tuttugu og sjö prósenta verðhækkun á lambakjöti til verslana í haust. Ágúst Ólafsson talaði við Ágúst Torfa Hauksson. Fyrsta tilfelli fuglaflensu í hnísu greindist í Svíþjóð í dag. Matvælastofnun ítrekar beiðni sína til almennings um að tilkynna dauðsföll fugla. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við Vigdísi Tryggvadóttur. Rússneska ríkisfyrirtækið Gazprom skrúfaði í morgun fyrir Nord Stream 1-gasleiðsluna á nýjan leik. Bandaríkjastjórn sakar Rússa um að beita gasbirgðum sínum sem vopni. Þórngnýr Albert Einarsson tók saman. ----------------------------------------------------------------- "Gorbachevs verður minnst á vesturlöndum fyrir að hafa leitt kalda stríðið til lykta á friðsamari hátt en fólk hafði þorað að vona. Hann sýndi svo ekki var um villst að þarna var kominn ný tegund af leiðtoga í Sovétríkjunum." Þetta segir forseti Íslands. Mikhaíl Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, lést í gærkvöldi, 91 árs að aldri eftir báráttu við langvinn veikindi. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við Guðna Th. Jóhannesson. Skiptar skoðanir eru um arfleifð Mikhails Gorbachevs. Leiðtogar á Vesturlöndum fara fögrum orðum um hann en almenningur í Rússlandi kennir honum um að Sovétríkin liðu undir lok og efnahagsástandið er bágborið. Ásgeir Tómasson tók saman. Loftslagsmál hafa lítið verið rædd í aðdraganda sænsku kosinganna, þrátt fyrir hitabylgjur, þurrka og aðrar hamfarir af völdum loftslagsbreytinga. Hátt í tvö þúsund sænskir vísindamenn birtu nýlega áskorun til stjórnmálamanna um að taka á málinu af alvöru og spurðu ?Hvað er það sem þið skiljið ekki?? Kári Gylfason í Gautaborg tók saman.
8/31/202230 minutes
Episode Artwork

Neitar morðákæru, hitamet sumarsins, úkraískt kjarnorkuver

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Marteinn Marteinsson Magnús Aron Magnússon, sem er ákærður fyrir að hafa myrt mann í Barðavogi í Reykjavík fyrr í sumar, neitar sök. Mál gegn honum var þingfest í dag. Mesti hiti ársins hér á landi mældist í dag. Hitinn fór í 25 stig á Mánarbakka á Tjörnesi síðdegis. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá og ræddi við Bjarna Sigurð Aðalgeirsson, eiganda tjaldsvæðisins að Mánárbakka, og Birgi Örn Höskuldsson veðurfræðing sem gerir ekki ráð fyrir að hitinn verði meiri það sem eftir er ársins. Forseti Úkraínu ætlar að sjá til þess að eftirlitssveit Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar komist að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia. Hann hitti í dag forstjóra stofnunarinnar sem fer fyrir hópnum. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Tveir hafa látist það sem af er á ári á Grænlandi eftir tilraunir til að smygla fíkniefnum innvortis til landsins. Slíkt smygl hefur færst í aukana og hafa þrjátíu og þrír verið handteknir á árinu, fleiri en nokkru sinni áður þar í landi. Dagný Hulda Erlendsdóttir sagði frá. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að Úrvinnslusjóður sé lykilþáttur í að koma á almennilegu hringrásarhagkerfi hér á landi. Starfshópur ráðherra, sem skila á tillögum um breytingar á lögum um Úrvinnslusjóð, hefur þegar hafið störf. Oddur Þórðarson ræddi við ráðherra. Skýrslur hafa verið teknar af öllum fjórum sem hafa réttarstöðu sakborgninga vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs. Málið snýr að svonefndri skæruliðadeild útgerðarfélagsins Samherja. Í fyrravor voru birtar fréttir um samskipti fólks sem tengdist Samherja með einhverjum hætti og tilraunir þess til að hafa áhrif á umræðu um fyrirtækið í fjölmiðlum. Öll aðildarfélög Bandalags háskólamanna koma sameinuð að samningaborði við upphaf kjaraviðræðna í ár. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Friðrik Jónsson, formann BHM, um ástand og horfur í viðræðunum. Einnig heyrðist í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um þátt ríkisstjórnarinnar í komandi viðræðum. Að minnsta kosti þrjátíu létust og á sjötta hundrað særðust í blóðugum óeirðum sem brutust út í Bagdad, höfuðborg Íraks. Það gerðist eftir að eldklerkurinn og stjórnmálamaðurinn Moqtada al-Sadr lýsti því yfir að hann væri hættur afskiptum af stjórnmálum. Reynt er að fá fólk til að hverfa frá samkynhneigð og fara aftur inn í skápinn í fjölda trúfélaga í Svíþjóð. Bælingarmeðferð, eins og hún hefur verið nefnd hér á Íslandi, er bönnuð með lögum í Þýskalandi og rætt hefur verið um að banna hana, bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Kári Gylfason í G
8/30/20228 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Launaþjófnaður, ráðning jaðrar við misbeitingu valds og loftslagsaðlög

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Mark Eldred Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna, sem tekur fyrir ásakanir um launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, segir skorta viðurlög við slíkum brotum. Fleiri ábendingar hafa komið inn á borð til þeirra eftir umfjöllun síðustu daga. Heiða Björg Hilmisdóttir er nýr formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í fyrsta skipti í rúm þrjátíu ár fellur formannsembættið ekki Sjálfstæðismönnum í hlut. Sólveig Klara Ragnarsdóttir talaði við Heiður Björg Hilmisdóttur. Bráðnun Grænlandsjökuls kemur til með að hækka sjávarmál um nærri þrjátíu sentimetra jafnvel ef meðalhiti jarðar stendur í stað. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtar voru í dag. Þórgnýr Einar Albertsson tók saman. Stjórnvöld í Úkraínu boða gagnsókn gegn Rússum á hernumdum svæðum í suðurhluta Úkraínu. Stefnt er að því að ná völdum á ný yfir borginni Kherson og er fólki þar ráðlagt að halda sig fjarri þeim skotmörkum sem gætu tengst her Rússa. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman. Prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands segir túlkun ráðherra á lögum um tilflutning embættismanna, við ráðningu nýs þjóðminjavarðar, hafa jaðrað við misbeitingu á valdi. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við Jón Ólafsson. ?Freðhvolf jarðar er eins og lífsnauðsynlegt líffæri fyrir jörðina. Sumt getum við ekki læknað úr þessu, heldur bara meðhöndlað". Þetta segir Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar. Rætt var við Önnu Huldu og Árna Snorrason forstjóra Veðurstofu Íslands um stöðuna. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman. Margir Bretar fá hroll þegar þeir hugsa til komandi vetrar vegna síhækkandi verðs á flestum nauðsynjavörum. Verðbólga er komin yfir tíu prósent og jafnvel er gert ráð fyrir að hún fari í átján prósent eftir áramót. Hrollurinn jókst til muna fyrir helgi þegar Ofgem, stofnunin sem fer með orkumál í Bretlandi, tilkynnti um áttatíu prósenta hækkun á orku til húshitunar. Ásgeir Tómasson tók saman.
8/29/20228 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Vararíkissaksóknari áminntur, Mansalsteymi, Trump og neyðarástand

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Ríkissaksóknari hefur áminnt Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar háttsemi sem þótti ósamrýmanleg starfi hans. Hún tengdist orðum hans á samfélagsmiðlum um hinsegin fólk og hælisleitendur. Alþýðusamband Íslands hefur sent þrjár tilkynningar til mansalsteymis lögreglunnar það sem af er þessum mánuði. Málum þar sem grunur er um brot á kjarasamningi hefur fjölgað eftir COVID. Þetta kom fram í viðtali Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur við Sögu Kjartansdóttur, verkefnastjória vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði skjal í dag um ástæður þess að alríkislögreglan fór í húsleit á heimili Donalds Trumps í Flórída. Ógn sem stafar af Rússum var ofarlega á baugi í opinberri heimsókn forseta Eystrasaltsríkjanna hingað til lands. Gitanas Nausèda, forseti Litáens, segir stöðu Eystrasaltsríkjanna mjög viðkvæma, því það sé ljóst í hans huga að innrás Rússa í Úkraínu sé aðeins hluti af áformum stjórnvalda í Kreml um landvinninga á næstu árum. Stjórnmálasamband Íslands og Eystrasaltsríkjanna var formlega framlengt í dag. Starlink-gervihnattaneti SpaceX, fyrirtækis auðkýfingsins Elons Musk, er ætlað að tryggja símasamband jafnvel á afskekktustu svæðum heimsins, að því er kemur fram í pistli Markúsar Þórhallssonar. Í nýrri aðgerðaáætlun sem sameinar landgræðslu og skógrækt í fyrsta sinn, er heimatilbúnum vísindum hafnað. Þetta segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar sem bindur vonir við að sameinuð stefna minnki sundrung sem hefur verið á milli stofnananna svo hægt verði að vinna betur að sameiginlegu markmiði þeirra, náttúruvernd. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Auði. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir í viðtali við Önnu Kristínu Jónsdóttur að langflestir félagsmenn í BSRB séu ánægðir með styttingu vinnutímans sem samið var um í síðustu samningum. Í könnun sem gerð var í vor kom fram að sjö að hverjum tíu eru ánægðir með styttinguna. Hún segir að þátttaka starfsmanna við útfærsluna ráði úrslitum um hvernig tekist hefur til. En ekki síst á vinnustöðum þar sem gengnar eru vaktir hafi verið talað um að styttingin hafi komið hart niður til dæmis í heilbrigðiskerfinu. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Pakistan vegna flóða af völdum monsúnrigninga og bráðnunar jökla. Þau hafa orðið yfir níu hundruð manns að bana. Á þriðja hundrað þúsund íbúðarhús eru ónýt. Yfir níu hundruð eru látnir
8/26/20228 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Grunur um launaþjófnað, kjarnorkuvá og staða Eystrasaltsríkja

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Grunur leikur á að stórfelldur launaþjófnaður hafi verið framinn á tveimur veitingastöðum í Reykjavík. Þrír starfsmenn þáðu boð um aðstoð og fóru af vaktinni. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman og talaði við Benóný Harðarson, forstöðumann Kjaradeildar Fagfélaganna Raflínur við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia voru skemmdar í dag og þurfti að aftengja verið frá rafveitukerfi Úkraínu í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Ólöf Rún Erlendsdóttir sagði frá. Orkuveita Reykjavíkur ætlar að stofna hlutafélag um rekstur tæknifyrirtækisins Carbfix, og selja fjárfestum. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar segir nauðsyn að fá áhættufjáfesta til að leggja fé í fyrirtækið. Alma Ómarsdóttir talaði við hann. Áttatíu ár eru frá því að bandaríski orrustuflugmaðurinn John G. Kassos lést þegar vél hans brotlenti á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit. Minningarathöfn um Kassos var haldin þar. Amanda Guðrún Bjarnadóttir tók saman og talaði við Brynjar Karl Óttarsson sögukennara sem er einn Varðveislumanna minjanna og hefur rannsakað svæðið þar sem vélin kom niður. Gervigreindarrappari missti plötusamning við stórt útgáfufyrirtæki vegna rasisma. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. --------------- Fyrir þrjátíu og einu ári urðu íslensk stjórnvöld fyrst til að viðurkenna endurreist sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Forsetar ríkjanna eru í opinberri heimsókn af því tilefni. Hafdís Helga Helgsdóttir ræðir við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við Háskólann á Akureyri um stöðu ríkjanna; tengsl þeirra til vesturs og austurs og ógnina sem að þeim steðjar. Anthony Fauci, aðalráðgjafi Bandaríkjaforseta í heilbrigðismálum og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, ætlar að láta af embætti í desember þá 82 ára gamall. Ásgeir Tómasson fer yfir feril Faucis. Ilija Batljan, fyrrverandi stjórnmálamaður Jafnaðarmannaflokksins sænska, hefur á síðustu árum byggt upp gríðarstórt fasteignafélag með því að byggja eða kaupa opinberar byggingar og leigja þær því opinbera aftur til áratuga. Kári Gylfason segir frá.
8/25/20229 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Seðlabankastjóri um kjaraviðræður, SKE ábótavant og bráðnandi jöklar

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Mark Eldred Seðlabankastjóri segir svigrúm til launahækkana í komandi kjaraviðræðum mismunandi eftir atvinnugreinum, þeim gangi misvel. Hann segir mikilvægt að hafa verðgildi krónunnar í huga. Sagði Ásgeir Jónsson. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Samkeppniseftirlitið hefur ekki fylgt nægilega eftir vísbendingum um brot á skyldu til að veita upplýsingar við rannsókn samrunamála. Rannsókn Ríkisendurskoðunar leiðir það í ljós. Ísland er á réttri leið sem matvælaland og framleiðendur búa yfir áræðni og sköpunarkrafti, segir matvælaráðherra. Alls hljóta 58 verkefni á sviði matvælaframleiðslu hljóta styrk úr Matvælasjóði. Framleiðsla á alíslensku viskíi hlýtur einn hæsta styrkinn. Sigurður Kaiser tók saman og talaði við Evu Maríu Sigurbjörnsdóttur. Fulltrúar Úkraínu og Rússlands tókust á um ástæður stríðsins í Úkraínu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Sendiherra Rússa sagði stjórnvöld í Kænugarði ein bera ábyrgð á átökunum. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman. Gestum var boðið að upplifa úkraínska menningu í Norræna húsin í dag þar sem Þjóðhátíðardegi Úkraínu var fagnað. --------------------------------------------------------------------------- Hóflegar spár, byggðar á nýjustu gögnum vísindamanna, benda til þess að helmingur allra fjallajökla jarðarinnar muni bráðna fyrir lok þessarar aldar. Þetta kom fram á alþjóðlegu vísindaráðstefnunni Cryosphere sem fer fram í Hörpu. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman og talaði við Þorstein Þorsteinsson, sérfræðing á sviði jöklarannsókna á Veðurstofu Íslands. Najib Razak, fyrrverandi forsætis- og fjármálaráðherra Malasíu, er kominn í fangelsi. Hann hóf í dag að afplána tólf ára fangelsisdóm, sem hann hlaut fyrir gróft fjármálamisferli. Hann var sakfelldur árið 2020, en fékk að ganga laus þar til hæstiréttur landsins synjaði áfrýjunarbeiðni hans. Einnig var ósk hans hafnað um að fangelsisvistinni yrði frestað. Ásgeir Tómasson sagði frá. Í Noregi sem mörgum öðrum löndum hefur fólk áhyggjur af því að kurteisisvenjur í samskiptum fólk séu á hröðu undanhaldi. Umræður á fundum séu harðari og grófari en áður og með ljótu orðbragði. Gísli Kristjánsson, fréttaritari í Osló hefur fylgst með umræðum um fyrirbærið þar í landi. Hvaða skýring er á að umræðuhefðin er að breytast?
8/24/202210 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Apabólusmitum fjölgar hægt. Engin hátíðarhöld í Úkraínu. Evran fellur

Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Gísli Kjaran Kristjánsson Tólf hafa smitast af apabólu hér á landi, þar af tveir í þessum mánuði, segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Allir sem hafa greinst með apabóluna hér á landi eru karlmenn á aldrinum þrjátíu til fimmtíu ára. Urður Örlygsdóttir ræddi við hana. Öllum hátíðahöldum hefur verið aflýst í Úkraínu í tilefni þjóðhátíðardagsins á morgun. Varað er við árásum rússneska innrásarliðsins á lífæðar samfélagsins og stjórnsýslubyggingar. Ásgeir Tómasson fer yfir helstu tíðindi frá Úkraínu. Þau tæpu 100 kíló af kókaíni sem fundust í vörusendingu í Hollandi voru á leið hingað til lands frá Brasilíu. Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir þremur þeirra sem eru í haldi. Fóðurpramminn sem náðist upp af botni Reyðarfjarðar í gær er að öllum líkindum ónýtur. Ágúst Ólafsson ræddi við Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóra Laxa, fiskeldis. Gengi evru gagnvart bandaríkjadollar hefur lækkað um fimmtán prósent á einu ári og ekki verið lægra í tuttugu ár. Alexander Kristjánsson ræddi við hagfræðing Stefnis um ástæðurnar. Raforkuverð í Suður-Svíþjóð hækkar stöðugt og hefur aldrei verið hærra en nú. Verð á hverja kílóvattsstund hér á landi er um það bil einn tuttugasti hluti af því sem það kostar í Svíþjóð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í pistli Kára Gylfasonar í Svíþjóð. Samkvæmt tillögum að nýrri Hamarshöll í Hveragerði á þar að rúmast knattspyrnuvöllur, fjölnota íþróttagólf, fimleikaaðstaða og áhorfendastúkur. Oddur Þórðarson sagði frá. Unnið er í samvinnu þriggja ráðuneyta að betrumbótum í málefnum fanga og geðheilbrigðisþjónustu, segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið vinni að því að efla lögreglu á landsbyggðinni með því að fela þeim fleiri verkefni. Þórdís Arnljótsdóttir ræddi við hann og Fjölni Sæmundsson, formann Landssambands lögreglumanna sem tekur undir með ráðherra að þörf sé á að efla lögregluembættin úti á landi.
8/23/20229 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

22. ágúst

Umsjón hefur Hafdís Helga Helgadóttir. Tæknimaður í útsendingu var Magnús Þorsteinn Magnússon. Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands er harmi slegið vegna skotárásarinnar á Blönduósi í gærmorgun. Framkvæmdastjóri hjúkrunar telur að fólk muni leita til stofnunarinnar vegna málsins. Ekki hefur orðið vart við virkni í eldgosinu í Meradölum síðan í gær og telst líklegt að gosinu sé lokið. Prófessor í jarðeðlisfræði segir þetta gos þá líklega framhald af gosinu í fyrra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður einn af þremur stjórnendum rannsóknar sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætlar að gera á voðaverkum í Úkraínu í júlí, þar sem tugir stríðfanga fórust í sprengjuárás. Flugfélagið Play tapaði 3,6 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Forstjórinn segir uppbyggingarskeiði lokið en félagið býst við hagnaði á síðari helmingi árs Rússneska leyniþjónustan segir Úkraínumenn bera ábyrgð á dauða Dariu Duginu, dóttur eins helst bandamans Rússlandsforseta. Úkraínumenn hafa neitað sök en búa sig undir hefndaraðgerðir. Matvælastofnun varar enn við hættu á fuglaflensusmiti frá villtum fuglum til alifugla. Skætt afbrigði veirunnar hefur greinst í fjölda tegunda, síðast í kríum. Allt að tuttugufalt leyfilegt magn af blýi hefur mælst í barnafatnaði keyptum á netinu. Sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði segir eftirlitið vera mörgum skrefum á eftir iðnaðinum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenía hefur kært niðurstöðu forsetakosninga fyrr í þessum mánuði. Hann hefur boðið sig fram fimm sinnum og kært úrslitin þrisvar. Uppskerubrestur blasir við kartöflubændum á Norðurlandi vegna kulda og bleytutíðar.
8/22/202211 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Skotárás í Malmö, verðbólguspá og Zaporizhzhia kjarnorkuverið

Fimmtán ára drengur hefur verið handtekinn vegna skotárásar í verslunarmiðstöð í Malmö í Svíþjóð í dag. Tveir særðust illa í árásinni. Alexander Kristjánsson sagði frá. Jafnaðarmenn þurfa að leita aftur í kjarnastefnu sína og leggja áherslu á kjör venjulegs fólks. Þetta segir Kristrún Frostadóttir sem tilkynnti framboð sitt til formanns samfylkingarinnar í dag. Þórdís Arnljótsdóttir talaði við hana. Útskrifuðum leikskólakennurum hefur fjölgað síðustu ár. Háskólaráðherra segir að huga þurfi að nýsköpun í leikskólakerfinu. Unnið er að breytingum á námsmöguleikum starfandi leikskólakennara. Rætta var við Ingibjörgu Ósk Sigurðardóttur. Pétur Magnússon tók saman. Almannavarnir leggja til að dagleg viðvera lögreglu og annarra viðbragðsaðila verði tryggð á gosstöðvunum í Meradölum. Þjófnaður og eignaspjöll á styttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur hefur verið sent til héraðssaksóknara. Kannað er hvort brotið hafi verið gegn lagaákvæði um að fjarlægja eða skemma opinber minnismerki. Refsing við því er allt að þriggja ára fangelsi. Kristín Sigurðardóttir sagði frá. Heilbrigðiskerfi úkraínu er að miklu leiti haldið gangandi af sjálfboðaliðum sem leggja líf sitt í hættu við störfin. Hundrað tuttugu og þrjú sjúkrahús þar eru óstarfhæf. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman. ---------------------------------------------------------- Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólga rjúfi 10% múrinn í ágúst. Gangi spáin eftir hefur verðbólga ekki mælst meiri í 13 ár eða frá því í september 2009. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka kemur í Spegilinn til að ræða stöðuna og mögulega þróun mála. Forsetar Frakklands og Rússlands eru sammála um að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin verði að senda sérfræðinga til Úkraínu til að kanna ástand mála við Zaporizhzhia kjarnorkuverið. Zelensky, forseti Úkraínu, fór fram á það í gær að Sameinuðu þjóðirnar beiti sér fyrir því að eftirlitsmenn verði sendir til að kanna ástandið. Ásgeir Tómasson tók saman. Fjölmiðlar fjalla eðlilega mest um það sem hefur verið mest í sviðsljósinu. Andlát Oliviu Newton John vakti til dæmis heimsathygli. Öllu minna var minnst á Lamont Dozier sem lést sama dag og hún, 8. ágúst. Hann samdi þó tugi laga sem nutu vinsælda á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, mörg hver í samvinnu við bræðurna Brian og Eddie Holland. Af þeim rötuðu 25 í efsta sæti bandaríska vinsældalistans meðan þremenningarnir unnu fyrir Motown hljómplötuútgáfuna í Detroit. Flest lögin fluttu Diana Ross og The Supremes og söngkvartettinn Four Tops. Ásgeir Tómasson tók saman.
8/19/202230 minutes
Episode Artwork

Læknar í þrot, eldgosið slakknar og Trump hneyksli

Umsjón hefur Ásgeir Tómasson. Tæknimaður í útsendingu var Magnús Þorsteinn Magnússon. Örvæntingarástand er á Landspítala vegna óviðunandi og langvarandi álags á starfsfólkið, segir formaður Læknafélags Íslands. Læknar eru sumir hverjir að því komnir að gefast upp. Rætta var við Steinunni Þórðardóttur formann Læknafélags Íslands. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana. Mjög hefur dregið úr eldgosinu í Meradölum. Líklegt er þó talið að það eigi eftir að malla áfram næstu vikur eða mánuði. Segir Þorvaldur Þórðarson, Alma Ómarsdóttir talaði við hann. Lögreglan á Austurlandi rannsakar mögulegan veiðiþjófnað á Jökuldalsheiði í síðasta mánuði. Ágúst Ólafsson sagði frá Lögregla á Nýja-Sjálandi rannsakar líkamsleifar tveggja barna sem fundust í ferðatöskum. Töskurnar voru keyptar á uppboði í síðustu viku Tyrkir lýstu yfir stuðningi við Úkraínumenn þegar leiðtogar ríkjanna hittust í borginni Lviv í dag. Sameinuðu þjóðirnar vilja hraða útflutningi á korni frá Úkraínu enn frekar. Fjármálastjóri Trump-samsteypunnar í Bandaríkjunum játaði stórfelld skattsvik í dag.
8/18/202230 minutes
Episode Artwork

100 kíló af kókaíni, mánaðarlegar hitabylgjur og stjórnmál í USA

Fjórir eru í haldi vegna 100 kílóa af kókaíni sem fundust í vörusendingu á leið til landsins. Þetta er langmesta magn sem lögregla hefur lagt hald á í einu. Skóla- og frístundasvið kom saman í dag til að ræða stöðuna í leikskólamálum í borginni. Ekki er hægt að úthluta 200 lausum plássum vegna manneklu. Urður Örlygsdóttir tók saman og talaði við Árelíu Eydís Guðjónsdóttur og Harald Frey Gíslason. Umhverfisráðherra leggst gegn áformum um þungaflutninga vikurs á Suðurlandi. Hann segir dæmið ekki ganga upp. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við Guðlaug Þór Þórðarson. Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar kallar eftir tafarlausum aðgerðum vegna neyðarástands í Tígray í Eþíópíu. Hann segir milljónir manna búa við hörmungar, sem alþjóðasamfélagið hafi að mestu litið fram hjá. Ólöf Erlendsdóttir tók saman. Markverðar hitabylgjur hafa verið í hverjum einasta mánuði ársins. Veðurfræðingur segir að búast megi við fleiri og verri hitabylgjum. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman og talaði við Halldór Björnsson Liz Cheney, þingmaður Repúblikana á Bandaríkjaþingi, fékk slæma útreið í forkosningum í gær vegna andstöðu við Donald Trump, fyrrverandi forseta. Talsverðar líkur eru á að þau berjist um útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar 2024. Ásgeir Tómasson tók saman. Tugþúsundir falsaðra ferðavottorða voru gefin út í covid-faraldrinum af sænsku fyrirtæki án þess að sýni úr fólki væru nokkurn tíma rannsökuð. Höfuðpaurinn í málinu er grunaður um að ýta undir útbreiðslu smitsjúkdóms og á yfir höfði sér ævilangt fangelsi. Nú hefur málið hins vegar verið lagt á ís og útlit fyrir að enginn verði látinn sæta refsiábyrgð. Kári Gylfason tók saman. Umsjón þáttarins hafði Hafdís Helga Helgadóttir og tæknimaður í útsendingu var Magnús Þorsteinn Magnússon.
8/17/202230 minutes
Episode Artwork

Sljákkar í gosinu, þarfir ungra barna á leikskólum og hungur í Sómalíu

Bráð úr gosinu frá því í fyrra hefur runnið undan nýja hrauninu. Þó yfirborðið sé storknað getur hraunkvika leynst undir og því stórhættulegt að ganga á hrauninu. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman og talaði við Hjördísi Guðmundsdóttir. Hópur flóttafólks frá Sýrlandi fannst á lítilli eyju við landamæri Tyrklands og Grikklands. Fólkið hafði verið þar síðan í júlí. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman. Menningarnótt verður haldin í Reykjavík á laugardag í 27. sinn, eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnisstjóri hátíðarinnar segir að hún byrji snemma til að koma í veg fyrir ómenningu fram eftir morgni. Oddur Þórðarson tók saman. Pysjutímabilið er hafið í Vestmannaeyjum og þá eru börnin á vaktinni, sem og fullorðnir sem breytast í börn, samkvæmt Margréti Lilju Magnúsdóttur hjá Pysjueftirlitinu. Haukur Holm talaði við hana. Hraunflóð, brauðterta Önnu Margrétar Magnúsdóttur, bar sigur úr býtum í Brauðtertukeppninni Eldgosið 2022. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir ræddi við Erlu Hlynsdóttur annan forsprakka keppninnar. ------------------ Samfélagslegt átak þarf til að sinna þörfum yngstu leikskólabarnanna svo vel sé segir Hrönn Pálmadóttir, doktor í menntunarfræði ungra barna sem óttast að þarfir þeirra séu ekki í forgrunni við úrlausn leikskólavandans. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana. Dregið hefur úr hraunflæði í Meradölum og er það nú um þriðjungur þess sem var fyrstu daga gossins Ekki er þó hægt að skera úr um hvort því lýkur senn eða hvort þetta er tímabundin lægð. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Magnús Tuma Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ. Hungursneyð blasir við milljónum Sómala vegna þurrka og verðhækkana á korni. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
8/16/202210 minutes
Episode Artwork

Fundur forsætisráðherra Norðurlanda í Ósló, hatursglæpir og þurrkar

Stríðið í Úkraínu hefur öllu breytt segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Það má sjá á því að forsætisráðherrar Norðurlanda hafa varið megninu af fundi sínum í Ósló í öryggis- og varnarmál. Gísli Kristjánsson, fréttaritari Ríkisútvarpsins í Ósló, ræddi við hana. Dæmi eru um að úkraínsk börn á flótta komist ekki að í grunnskólum hér á landi vegna þess að foreldrar þeirra eiga ekki rafræn skilríki. Um 1.500 flóttamenn hafa komið hingað til lands frá Úkraínu síðan stríðið hófst. Útlit er fyrir að þeir verði orðnir 4.000 fyrir árslok. Oddur Þórðarson tók saman og ræddi við Svein Rúnar Sigurðsson. Landskjörstjórn í Keníu hefur lýst William Ruto sigurvegara forsetakosninga, sem fram fóru í landinu síðasta þriðjudag. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Átakinu ?Allir vinna? lýkur um mánaðamótin. Það hefur tryggt fulla endurgreiðslu af vinnu við byggingarframkvæmdir. Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir tíðarfar í sumar hafa hentað illa til viðhaldsvinnu og þar að auki verði afgangur af þeim fjármunum sem ætlaðir hafi verið í endurgreiðslu hjá ríkinu. Þórdís Arnljótsdóttir talaði við hana. Nýtt bóluefni, sem er hannað til þess að vinna gegn tveimur afbrigðum kórónuveirunnar, var samþykkt af Lyfjastofnun Bretlands í dag. Leyfið gildir fyrir átján ára og eldri, en Bretar eru þeir fyrstu sem heimila notkun þessa nýja bóluefnis. Framkvæmdastjóra Fiskistofu Noregs og eiginkonu hans hefur borist fjöldi morðhótana eftir að Fiskistofan ákvað að aflífa rostunginn Freyu í gær. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. ------------- Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Eyrúnu Eyþórsdóttur, doktor í mannfræði og lektor í lögreglufræðum við háskólann á Akureyri um ofbeldis- og hatursglæpi, meðal annars í garð hinsegin fólks og hinsegin samfélagsins. Alvarlegt ástand blasir við hjá bændum á Pó-sléttunni á Ítalíu vegna þurrka. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í nokkrum héruðum í norðurhluta landsins. Ásgeir Tómasson tók saman. Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
8/15/20228 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Ástand í leikskólamálum, átök í ASÍ og hatursorðræða á Tiktok

Ástand leikskólamála í borginni er óþolandi að dómi Árelíu, Eydísar Guðmundsdóttur, formanns skóla- og frístundaráðs, sem segist skilja reiði foreldra. Pétur Magnússon talaði við hana. Vegagerðin býr sig undir að Suðurstrandarvegur gæti farið undir hraun úr gosinu í Meradölum. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar segir þar og hjá Almannavörnum sé líka rætt um mögulegar skemmdir á Reykjanesbrautinni. Rithöfundurinn Salman Rushdie var stunginn og lífshættulega særður á ráðstefnu í New York í dag. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman. Rúmlega hundrað viðskiptavinir Landsbankans skráðu sig inn á svikasíður netþrjóta í júlí. Neytendasamtökin hafa undanfarið fengið fjölda ábendinga um netsvindl segir Breki Karlsson, formaður þeirra. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Bronshöfði ljóðskálds var stolið af stalli í Hallormsstaðarskógi. Höfuðsins er leitað í skóginum segir Þór Þorfinnsson skógarvörður. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við hann. Átökin og umræðan í kringum Alþýðusambandið og verkalýðshreyfinguna hafa verið harðari og umræðan heiftugri en tíðkast hefur undanfarna áratugi en er þó ekki einsdæmi segir sagnfræðingur. Eistnesk stjórnvöld hafa ákveðið að banna komur rússneskra ríkisborgara með Schengen-vegabréfsáritun til landsins. Markús Þórhallsson sagði frá. -------------------------------- Átökin og umræðan í kringum Alþýðusambandið og verkalýðshreyfinguna hafa verið harðari og umræðan heiftugri en tíðkast hefur undanfarna áratugi segir Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur. Heiftin í umræðunni geti valdið skaða. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Áhrifavaldur sem boðar ofbeldi og hatursræðu hefur hratt náð miklum vinsældum á Tiktok. Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði segir mikilvægt að taka þróunina alvarlega. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman og talaði við Gyðu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að lýðheilsu hafi hrakað í Úkraínu frá innrás rússneska hersins í febrúar. Margt kemur til, svo sem árásir á heilbrigðisstofnanir og útkeyrt starfsfólk. Ásgeir Tómasson tók saman. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
8/12/20229 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Skýrslutökur, sprengingar á flugvöllum, leikskólamál og atvinnuleysi

Blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu sakbornings vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs hafa verið boðaðir til skýrslutöku hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að nýju. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar fjársvik sem viðskiptavinir Landsbankans urðu fyrir. Hópur sakborninga setti upp skuggasíður til að hafa af fólki fé. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Íslendingar, ásamt hinum norðurlöndunum, vilja standa fyrir þjálfun í sprengjuleit og sprengjueyðingu í Úkraínu. utanríkisráðherra, kynnti verkefnið á ráðstefnu í Kaupmannahöfn í dag. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman og ræddi við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Á sjöunda hundrað börn, tólf mánaða og eldri, eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Verið er að úthluta 200 leikskólaplássum þessa dagana. Haukur Holm sagði frá. Gervihnattarmyndir sýna verulegar skemmdir á herflugvelli á Krímskaga sem sprengjum var varpað á í vikunni. Enn er óvíst hverjir voru að verki. Rússar segjast ekki kannast við neina árás. Makríll mælist aftur í íslensku landhelginni eftir tveggja ára fjarveru. Í árlegum sumarleiðangri sem farinn var í síðasta mánuði fannst makríll við suður-, vestur- og austurströnd landsins. Ágúst Ólafsson sagði frá. --------------------------------------------------------------------------------- Gervihnattarmyndir sýna umtalsverðar skemmdir á rússneskum herflugvelli á Krímskaga eftir miklar sprengingar urðu þar á þriðjudag. Rússar neita því að árás hafi verið gerð á völlinn og Úkraínumenn hafa ekki gengist við því að hafa verið að verki. Að auki hafa borist af því óstaðfestar fréttir að sprengingar hafi heyrst frá herflugvelli í Hvíta-Rússlandi í gærkvöld. Stjórnvöld vísa því á bug að hann hafi orðið fyrir árás. Ásgeir Tómasson tók saman. Foreldrar barna sem ekki hafa fengið dagvistun fyrir börn sín í haust komu saman í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og létu í ljós óánægju sína með úrræðaleysi borgarinnar. Í vor hljómuðu loforð um að öll börn 12 mánaða og eldri fengju leikskólapláss í haust. Haustið er á næsta leiti og foreldrar um og yfir tveggja ára barna bíða enn eftir leikskólaplássi fyrir börnin sín. Albína Hulda Pálsdóttir er stjórnarkona Samtaka foreldra leikskólabarna í Reykjavík. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman. Skráð atvinnuleysi var minna í júlí en verið hefur um árabil eða frá því vorið 2019. Atvinnulausum hafði fækkað um hátt í fjögur hundruð frá því í júní. Um þrjú þúsund og fimm hundruð karlar voru án atvinnu og um þrjú þúsund og eitt hundrað konur. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eins og verið h
8/11/202229 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Afsögn forseta ASÍ og svefn og svefnvandi barna

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir eftirsjá að Drífu Snædal úr forsetastóli ASÍ, hún hafi verið góður talsmaður verkalýðshreyfingarinnar og samstarfið við hana hafi verið gott. Haukur Holm sagði frá. Nýja hraunið í Meradölum hefur hækkað um hátt í átta metra síðustu daga og styttist í að það flæði yfir haft þar að austanverðu. Það er nánast daglegt brauð að skipt sé um lyfjaheiti á sama virka efninu í sérlyfjum, að sögn Ragnars Gríms Bjarnasonar barnalæknis. Þetta auki hættu á að gefnir séu rangir skammtar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur óskað eftir fundi í velferðarnefnd Alþingis til að ræða skort á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn, sem hefur ítrekað komið upp undanfarin ár. Þórgnýr Einar Albertsson talaði við hana. Yfirvöld í Rússlandi staðhæfa að sprengingar sem skóku mikilvægan herflugvöll á Krímskaga í gær hafi verið óhapp en ekki árás Úkraínumanna. Markús Þórhallsson tók saman. Ole Stobbe, kærasti blaðakonunnar Kim Wall sem myrt var fyrir fimm árum í Danmörku segir að fjölmiðlar hafi ítrekað farið yfir mörkin í umfjöllun um málið. Ólöf Rún Erlendsdóttir sagði frá. ---------- Afsögn forseta Alþýðusambands Íslands eru stórtíðindi, segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum en óvíst er hver áhrifin verða á komandi kjarasamninga. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Brot úr viðtali við Drífu Snædal. Foreldrar skiptist á ófáanlegum lyfseðilsskyldum svefnlyfjum fyrir börn sín í foreldrahópum á Facebook. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnvanda segir of auðvelt að fá svefnlyf og lítið um aðrar lausnir hér. Hafdís Helga Helgadótti ræddi við hana. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
8/10/202210 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Langlíft eldgos, húsleit hjá Trump og lyf á facebook

Velkomin að speglinum. Umsjón hefur Hafdís Helga Helgadóttir. Vísindamenn segja að búast megi við því að eldgosið á Reykjanesskaga verði langlíft. Gervihnattamyndir sýna landbreytingar á skaganum en vísindaráð almannavarna telur það ekki vera vegna kviku. Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði í gær fyrirvaralausa húsleit í húsakynnum Trump, fyrrverandi forseta. Leitað var klukkustundum saman að leyniskjölum sem óvitað er hvort hafi fundist. Foreldrar verða sér út um ófáanleg lyf á samfélagsmiðlum. Yfirlæknir barnaspítalans segir mikla ábyrgð liggja á herðum þess sem útvegi barni lyf ólöglega, komi til alvarlegs atviks. Sérfræðingur ASÍ segir mikilvægt að styðja vel við barnafjölskyldur á tímum verðhækkana. Yfir hundrað prósent munur er milli sveitarfélaga þegar kemur að gjöldum fyrir skóladagvistun og mat. Rússlandsstjórn bregst illa við ákalli forseta Úkraínu um að Vesturlönd banni komur rússneskra ferðamanna. Talsmaður Rússlandsstjórnar segir kröfuna út í hött. Veðrið hefur leikið við íbúa á Austurlandi í dag. Von er á hlýrra lofti suðvestanlands, en því fylgja djúpar lægðir að sögn veðurfræðings.
8/9/202230 minutes
Episode Artwork

Göngufólks leitað við gosstöðvar

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Björgunarsveitir af suðvesturhorninu voru kallaðar út síðdegis vegna göngufólks við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Fólkið hunsaði tilmæli og fór af stað þrátt fyrir að gönguleiðir í Meradali hafi verið lokaðar vegna veðurs. Það fannst á sjötta tímanum. Haukur Holm ræddi við Ásdísi Lúðvíksdóttur, úr björgunarsveitinni Björgu á Eyrarbakka og Sofiu, ítalskan ferðalang. Aukafundur verður í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld vegna átaka á Gaza. Vopnahlé Ísraelsmanna og Palestínumanna hefur haldið frá því gær. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Einstök glerperla, hvít rauð og blá fannst við fornleifauppgröft á Seyðisfirði. Hún er talin vera um þúsund ára gömul. Markús Þórhallsson ræddi við Ragnheiði Traustadóttur, fornleifafræðing. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að sveitarstjórn Múlaþings hefji viðræður við innviðaráðuneyti um frekari uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar í ljósi jarðhræringa á Reykjanesskaga, Óðinn Svan Óðinsson talaði við Vilhjálm Jónsson, formann heimastjórnarinnar. Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslara Þýskalands, verður ekki vikið úr þýska Jafnaðarmannaflokknum þrátt fyrir náin tengsl við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Alexander Kristjánsson tók saman. -------------- Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að bíða þurfi eftir niðurstöðum rannsókna áður en Hvassahrauni sé ýtt út af borðinu sem mögulegu flugvallarstæði. LJóst sé að styðja verði við uppbyggingu bæði á Akureyrar- Egilsstaða- og Reykjavíkurflugvelli í ljósi jarðhræringa á Reykjanesi sem gætu haft áhrif á millilandaflug. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Sigurð Inga. Hátt orkuerð í Noregi veldur þar pólitískum skjálftum, Gísli Kristjánsson sagði frá, heyrist í Jonasi Gahr Störe, forsætisráðherra Noregs. Með auknum fjölda gervihnatta og mannaðra og ómannaðra geimferða eykst geimruslið og þó mest af því sem fellur til jarðar endi í sjó aukast stöðugt líkur á að eitthvað lendi á landi. Ásgeir Tómasson segir frá þriggja metra bút úr SpaceX eldflaug sem ástralskur bóndi fann í haga nýlega. Brot úr viðtali við Brad Tucker stjarneðlisfræðing.
8/8/202230 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 24. júní

Forseti Bandaríkjanna segir öfgafulla hugmyndafræði hafa ráðið för þegar hæstiréttur landsins felldi úr gildi fimmtíu ára gamlan úrskurð sem tryggði réttinn til þungunarrofs. Einn dómara við réttinn vill endurskoða réttinn til samkynja hjónabanda. Þórgnýr Einar Albertsson tók saman. Loftlagsráð telur framkvæmd aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum ómarkvissa. Umhverfisráðherra tekur undir með ráðinu um að gera þurfi betur. Sveinn Ólafur Melsted talaði við Guðlaug Þór Þórðarson. Starfandi borgarstjóri segir að borgarstjórn muni fylgja ráðleggingum innviðaráðuneytisins varðandi nýja byggð í Skerjafirði. ráðuneytið segir byggðina ógna rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar og krefst frestunar framkvæmda. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við Einar Þorsteinsson. Fornleifafræðingur segir spennandi vikur framundan á Seyðisfirði. Heillegir húsveggir frá 11. öld hafa fundist í uppgreftri þar. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman og talaði við Ragnheiði Traustadóttur. ------------------------------------------------------ Lengri umfjöllun: Sagt var frá því í Speglinum í gær að apótek og heilbrigðisfyrirtæki í Svíþjóð hafi um árabil deilt persónulegum upplýsingum um viðskiptavini með Facebook, án samþykkis eða vitneskju fólksins. Getum við átt von á sambærilegum málum hér á landi? Elfur Logadóttir lögfræðingur, sem sérhæfir sig í tæknirétti, segir aðstæður bjóða upp á það. Neytendur hér á landi njóti ekki sömu verndar og í Evrópusambandinu, þegar að kemur að öflun persónuupplýsinga á netinu. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman. Úkraínski herinn hefur fengið fyrirmæli um að hörfa frá borginni Sjevjerodonetsk í Donbass þar sem mjög harðir bardagar hafa geysað undanfarna daga. Borgin er í rúst og mannfall meðal almennra borgara og báðum herjum mikið. Rætt hefur verið um að fall Sjevjerodonetsk geti valdið straumhvörfum í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. Spegillinn fékk Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og sérfræðing í öryggismálum til að leggja mat á stöðuna í Úkraínu. Kristján Sigurjónsson tók saman. Ríkisstjórnarflokkarnir bættu samanlagt við sig fylgi í kosningunum í haust og það hefur ekki gerst í 30 ár á Íslandi. Leiða má að því líkur að þar hafi pestin skipt miklu en í mælingum nú í vor hefur fylgið dvínað og stjórnin kannski ekki lengur í skjóli faraldursins að dómi Agnars Freys Helgasonar dósents við Háskóla Íslands. Hann er einn höfunda greinar í tímariti um stjórnmál og stjórnsýslu þar sem rýnt er í alþingiskosningarnar síðastliðið haust með gögnum úr Íslensku kosningarannsókninni. Í næstum fjörutíu ár, frá 1983 hefur
6/24/202230 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 23. júní

Maður sem varð fyrir skotárás í Hafnarfirði í gær, með sex ára syni sínum, fann hvernig glerbrotum rigndi skyndilega yfir hann. Þegar hann steig út úr bíl sínum sá hann byssumann á svölum fjölbýlishúss. Einn samningamanna lögreglu segir útkallið í gær hafa verið tvísýnt. Útköllum samningahóps ríkislögreglustjóra hefur fjölgað undanfarin tvö ár. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við Einar Sigurjónsson. Nýtt covid lyf getur fækkað sjúkrahúsinnlögnum um 85 prósent. Stefnt er á að lyfið verið aðgengilegt hér á landi í haust. Yfirlæknir á Landspítala segir að lyfið muni skipta sköpum í baráttunni gegn kórónuveirunni. Urður Örlygsdóttir talaði við Magnús Gottfreðsson. Alvotech varð í dag fyrsta fyrirtækið sem skráð er á markað samtímis á Íslandi og í Bandaríkjunum. Sveinn Ólafur Melsted ræddi við Róbert Wessman. ----------------------------- Lengri umfjöllun: Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að karlmaður á sjötugsaldri sem var handtekinn vegna skotárásarinnar í Hafnarfirði í gær skuli vistaður á viðeigandi stofnun í mánuð. Samningamenn ræddu við manninn í á fimmtu klukkustund í gær um að gefa sig sjálfviljugur fram. Góðri samvinnu má þakka að ekki fór verr segir Einar Sigurjónsson, lögreglufulltrúi og samningamaður hjá ríkislögreglustjóra. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við hann. Apótek og heilbrigðisfyrirtæki í Svíþjóð deildu mjög persónulegum upplýsingum um viðskiptavini sína með Facebook, án samþykkis eða vitneskju fólks. Upplýsingarnar voru nýttar í markaðsskyni en forsvarsmenn fyrirtækjanna segjast ekki hafa gert sér grein fyrir hvað þeir voru að gera. Kári Gylfason sagði frá. Agnarlítil blóðsuga hefur á örfáum árum náð að setja mark sitt á líf fjölmargra Íslendinga yfir sumarmánuðina. Hlýnandi loftslag virðist hafa hjálpað til við að lokka lúsmýið, frægasta skordýr landsins, hingað á svo stuttum tíma. Við ræðum við Gísla Má Gíslason, prófessor emeritus í líffræði við háskóla íslands og Moniku Hjálmtýsdóttur varaformann Félags fasteignasala.
6/23/202230 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 22. júní 2022

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Feðgar sluppu ómeiddir þegar skotið var á bíl sem þeir voru í við leikskóla í Hafnarfirði í morgun. Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn grunaður um að hafa skotið þar á tvo bíla. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman, rætt við íbúa; Berglindi Bjarneyju Ásgeirsdóttur og Sigurlaugu Jakobínu Vilhjálmsdóttur. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra furðar sig á að aðeins þrjár umsóknir hafi borist um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Hún vonar að fleiri umsóknir berist um stöðuna nú þegar auglýst er að nýju. Urður Örlygsdóttir ræddi við Katrínu. Hátt í nítján hundrað flóttamenn hafa komið til landsins það sem af er ári og hafa aldrei verið fleiri. Nærri tveir þriðju þeirra eru frá Úkraínu. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman og talaði við Gylfa Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóra vegna komu flóttamanna frá Úkraínu. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Emmanuels Macron hafa verið sakaðir um kynferðisbrot. Ráðherra þróunaraðstoðar er sakaður um að hafa beitt tvo skjólstæðinga ofbeldi þegar hann starfaði sem læknir. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Laun áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum Akureyrarbæjar voru hundrað milljónir á síðasta kjörtímabili, það finnst Hlyni Jóhannssyni (M) bæjarfulltrúa meirihlutans of mikið. Anna Þorbjörg Jónasdóttir talaði við Hlyn og Sunnu Hlín Jóhannsdóttur, bæjarfulltrúa (B). -------- Stýrivextir voru enn hækkaðir í morgun í sjöunda sinn á rúmu ári til að reyna að hemja verðbólgu. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Jón Þór Sturluson, hagfræðing og deildarstjóra Viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Þórunn Wolfram, doktor í umhverfisfræðum segir að beita þurfi aðferðum móður jarðar til að hjálpa íslenskri náttúru að græða sig sjálf. Lúpínan sé komin til að vera en of mikill asi hafi einkennt sáningu hennar til að byrja með. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Þórunni um áhrif lúpínu á náttúruna.
6/22/202210 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 21. júní 2022

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Fara á yfir hvernig bæta má öryggi í Reynisfjöru á fundi í Vík í kvöld og ræða hvernig landeigendur og stjórnvöld geta stuðlað að því. Magnús Geir Eyjólfsson fréttamaður segir frá. Viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk var undirrituð í dag á Kjarvalsstöðum. Urður Örlygsdóttir tók saman, rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Helga Pétursson, formann Landssambands eldri borgara. Landsmenn straujuðu kortin sín erlendis í síðasta mánuði sem aldrei fyrr. Kortanotkun erlendis rúmlega tvöfaldaðist milli ára og nýtt met var sett. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Byrjað var að framfylgja banni við innflutningi á vörum frá Xinjiang-héraði Kína í Bandaríkjunum í dag. Bandaríkjastjórn sakar Kínverja um þjóðarmorð í héraðinu og segir fólk þar vinna nauðungarvinnu. Þórgnýr Einar Albertsson segir frá. Lúsmýið er farið að herja á landsmenn og færri þeirra útbitnu komast að hjá ofnæmislækni en vilja. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlækni á ónæmisfræðideild Landspítalans. ---------- Mikil röskun er þegar orðin á flugi í Noregi eftir að flugvirkjar hófu verkfall fyrir helgi og reiknað er með að um komandi helgi falli flug meira og minna niður nema samningar náist. Sumarfrí í Noregi hefjast almennt með Jónsmessunni og margir óttast að sitja eftir heima með verðlausa flugmiða. Gísli Kristjánsson segir frá. Það eru ekki horfur á að spilling hverfi úr stjórnmálum rómönsku Ameríku á næstu árum segir Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor í spænsku við Háskóla Íslands þar virðist oft stutt milli greiða og múta. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hana. Undirbúningur er hafinn að því að gera dómskerfið stafrænt og vonir standa til að verkefnið verði langt komið árið 2026. Hafdís Helga Helgadóttir spurði Sigurð Tómas Magnússon stjórnarformann dómstólasýslunnar hvað það þýddi.
6/21/202210 minutes, 1 second
Episode Artwork

Spegillinn 20. júní 2022

Spegillinn 20. júní 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Á fjórða hundrað íbúðir fyrir efnaminni einstaklinga bætast á leigumarkað eftir nýjustu úthlutun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Tæplega helmingur þeirra verður á landsbyggðinni. Framboð annar þó ekki eftirspurn. Kjósa átti nýjan íslenskan dómara við Mannréttindadómstól Evrópu í vikunni. Ekki verður af því þar sem tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Hefja þarf umsóknarferlið að nýju. Fulltrúar Finnlands, Svíþjóðar og Tyrklands hittust í dag vegna aðildarumsóknar Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu. Tyrkland hefur eitt aðildarríkja lagst gegn aðild Finnlands og Svíþjóðar og sagt ríkin skjóta skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn. Ný lög frá Alþingi eiga eftir að hjálpa þolendum ofbeldis í sambandi að komast út úr hjónabandi, segir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Þó megi velta því upp hvort ganga hefði átt lengra í löggjöfinni. Hópur starfandi kennara um allt land hefur sent áskorun til sveitarstjórna um að setja menntun til sjálfbærni í forgang. Hún mæti afgangi en ætti, að mati kennaranna, að vera kjarninn í skólastarfinu. Fjallað um hugsanlega tilfinningasemi gervigreindar. Lengri umfjöllun: Frá árinu 2016, þegar lög um almennar íbúðir tóku gildi hafa ríki og sveitarfélög úthlutað 30 milljörðum í gegnum stofnframlög til uppbyggingar á yfir 3.000 leiguíbúðum víðs vegar um landið. Íbúðirnar þurfa að uppfylla skilyrði um hagkvæmni og eru ætlaðar fyrir tekjulága og eignalitla. En eru framlögin nú þegar farin að hafa áhrif á stöðu tekjulágra á leigumarkaði? Sigrún Helga Kristjánsdóttir er sérfræðingur í teymi stofnframlaga hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hafdís Helga Helgadóttir ræðir við hana og Jón Björn Hákonarson bæjarstjóra Fjarðabyggðar. "Þið hafið orðið vitni að sögulegum viðburði. Ekki aðeins í Kólumbíu, heldur líka í Suður Ameríku og heiminum öllum". Svona komst Gustavo Petro nýkjörinn forseti Kólumbíu að orði í sigurræðu sinni í gær. Sigurinn markar tímamót í stjórnmálum landsins, en aldrei áður hefur vinstri sinnaður forseti verið við völd í Kólumbíu. Petro bar naumlega sigurorð af mótframbjóðanda sínum í seinni umferð kosninganna, milljarðamæringnum Rodolfo Hernandez, eftir mjög jafna og spennandi kosningabáráttu. Kristján Sigurjónsson ræðir við Dylan Herrera, kólumbískan stjórnmálafræðing sem búsettur er á Íslandi og fylgst hefur vel með stjórnmálum í heimalandi sínu. Hann er reyndar staddur í Bógota höfuðborg Kólumbíu og varð því vitni að lokasprettinum í kosningabaráttunni og viðbrögðunum
6/20/20229 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Covid á Landspítala og blóðskortur á spítalanum.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Alvarlegt bílslys varð á þjóðvegi 1 við Kúðafljót síðdegis. Einn var fluttur með þyrlu alvarlega slasaður á Landspítalanna í Fossvogi. Staðan er þung á Landspítalanum vegna kóvid segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar. Hann óttast að mannfagnaðir um þjóðhátíð og langa helgi verði til þess að smit breiðist út. Olof Schulz, Þýskalandskanslari heitir stuðningi við Úkraínumenn eins lengi og þörf krefur í stríðinu við Rússa. Þjóðverjar hafa verið gagnrýndir fyrir tafir á vopnasendingum. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Enginn dýralæknir, sem sinnir nautgripum, sauðfé, hrossum og svínum verður á bakvakt á suðvesturhorninu í tíu daga í sumar. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir segir það ekki ásættanlegt. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við hana. Undirbúningur fyrir 17. júní hátíðarhöld er í fullum gangi. Pétur Magnússon fór í Hljómskálagarðinum ásamt einum skipuleggjenda hátíðarinnar í Reykjavík. Í kvöld verður fyrsti leikurinn á nýjum tímabundnum heimavelli Knattspyrnufélags Akureyrar, KA tekur á móti Fram í Bestu deild karla. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA ----------------- Landspítali hefur tekið upp grímuskyldu á ný og hert reglur um heimsóknir, Covid-19 smitum hefur fjölgað mjög síðustu daga. Már Kristjánsson er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann. Aðgerðir Seðlabankans til að koma böndum á hækkanir á fasteignamarkaði beinast að fyrstu kaupendum og geta orðið til þess að ungt fók hleypir heimdraganum síðar en ella. Hvaða áhrif hefur það á unga fólkið og fjölskyldur þess. Anna Kristín ræðir við Halldór S. Guðmundsson dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Um fimmtungur landsmanna er með einhvers konar frjókornaofnæmi og hefur af því mikil óþægindi og vanlíðan á sumrin. Unnur Steina Björnsdóttir astma- og ofnæmislæknir segir miklar framfarir hafa orðið í meðferð frjóofnæmis. Ólöf Rún Skúladóttir ræddi við hana.
6/16/202210 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Störf þingsins, haldlagning fíkniefna og rafeldsneyti

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknmaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Þingmenn keppast nú við afgreiðslu mála en fresta á þingstörfum í kvöld eða á morgun. Greidd voru atkvæði um fjölmörg mál í dag, þeirra umdeildast er rammaáætlun sem var samþykkt í hádeginu. Bandaríkin ætla að veita Úkraínumönnum frekari aðstoð og senda vopn að andvirði um 130 milljarða króna. Joe Biden forseti greindi frá nýjum aðstoðarpakka síðdegis. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir að verðtryggð lán, eins og þau eru sett upp hér á landi, geti skapað forsendur fyrir áhættusækni. Anna Lilja Þórisdóttir tók saman. Bensínlítrinn fór yfir 350 krónur í gær. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu mánuðina, ekki síst vegna innrásar Rússa í Úkraínu og hækkana á heimsmarkaði. Urður Örlygsdóttir sagði frá og talaði við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB sem vill að stjórnvöld lækki álögur á eldsneyti. Eftir hlýtt vor og hagstæð skilyrði í hafinu við Ísland eru útgerðarmenn vongóðir um betri makrílveiði í íslenskri lögsögu en undanfarin ár. Ágúst Ólafsson talaði við Sindra Viðarson sviðsstjóra hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjujm. Það verður hvergi rjómablíða á þjóðhátíðardaginn 17. júní að sögn Birgis Arnar Höskuldssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. ------------- Störfum þingsins fer að ljúka þetta vorið og þingmenn keppast við segir Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttamaður. Umdeildasta málið sem lauk í dag var fyrsta rammaáætlun í meira en níu ár. Brot úr atkvæðaskýringum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur (C), Andrésar Inga Jónssonar (P), Guðmundar Inga Guðbrandssonar (V) og Vilhjálms Árnasonar (D). Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði telur að haldlagning lögreglu á miklu magni fíkniefna hafi óveruleg áhrif á fíkniefnamarkaðinn. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Helga og Svölu Jóhannesdóttur, sérfræðing í skaðaminnkun hjá Matthildi-samtökum um skaðaminnkun. Tækniþekking og aðstaða er til að framleiða um fjögur þúsund tonn af rafeldsneyti á ári í tíu ára gamalli verksmiðju Carbon Recycling International við Svartsengi á Reykjanesskaga. Eftirspurn á innanlandsmarkaði var undir væntingum en fyriritækið hefur sótt fram í útlöndum. Kristján Sigurjónsson talaði við Ómar Frey Sigurbjörnsson, sölu- og markaðsstjóra hjá Carbon Recycling International.
6/15/20229 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 14. júní 2022 Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Neytendasamtökin telja tillögur Spretthóps ekki ganga nógu langt. Sigurður Kaiser talaði við Breka Karlsson. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir apabólufaraldurinn áhyggjuefni. Stofnunin ákveður í næstu viku hvort alþjóðlegu neyðarástandi verði lýst yfir vegna hans. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Stefnt er að því að flytja um 20 milljónir tonna af korni frá Úkraínu á heimsmarkað. Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin hafa náð samkomulagi við Evrópuríki um byggingu geymsluturna fyrir kornið. Formaður Félags pípulagningameistara, segir mjög slæmt að nemendur um og yfir tvítugt komist ekki í iðnnám. Lengri umfjöllun: Fæðuöryggið er brothætt segir formaður hóps sem gert hefur tillögur um hvernig eigi að mæta alvarlegri stöðu í landbúnaði. Styðja á landbúnaðinn um tvo og hálfan milljarð króna nú en rekstrarkostnaðurinn hefur hækkað um hátt í níu milljarða í ár. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Steingrím J. Sigfússon. Tugmilljarða rafeldsneytisverksmiðja er í undirbúningi í Svíþjóð, sem gæti svarað næstum þriðjungi af eldsneytisþörf SAS. Vonast er til að rafeldsneyti reynist bjargráð sænska flugfélaga sem þurfa að ná kolefnishlutleysi á næstu átta árum. Kári Gylfason tók saman.
6/14/20229 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 13. júní 2022

Spegillinn 13. júní 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Hætt er við að verðbólga aukist enn frekar ef þeir sem ákveða verð, kaup og kjör gera ráð fyrir mikilli verðbólgu í ákvörðunum sínum, segir varaseðlabankastjóri. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir Bretlandsstjórn setja slæmt fordæmi með því að senda hælisleitendur til Rúanda. Innlögnum vegna Covid hefur fjölgað á Landsspítalanum að undanförnu, Allt að hundrað og fimmtíu covidsýkingar hafa greinst daglega Endurhæfing Guðmundar Felix Grétarssonar, sem fékk græddar á sig hendur og axlir í fyrra, gengur framar vonum. Aðgerðin var efni fyrirlestrar á norrænu lýtalæknaþingi. Sóttvarnalæknir segir að jafnvel megi flokka apabólu sem kynsjúkdóm. Þrjú tilfelli hafa verið staðfest hér á landi. Íbúum nokkurra bæja í norðurhluta Úkraínu var gert að yfirgefa heimili sín í dag eftir að Rússar skutu eldflaugum á bæinn Pryluky, um 150 kílómetra austur af Kænugarði. Lengri umfjöllun: Banaslys varð í Reynisfjöru á föstudaginn; erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést og kona hans var hætt komin. Daginn eftir birtust myndir af ferðamönnum sem misstu fótanna í öldurótinu en tókst blessunarlega að komast upp í fjöruna. Fimm banaslys hafa orðið í Reynisfjöru undanfarin sjö ár. Fyrir þremur árum átti að gera áhættumat fyrir fjöruna, það er ekki komið enn og sveitarstjóra Mýrdalshrepps og fleiri farið að lengja eftir því. Friðrik Rafnsson formaður Leiðsagnar félags leiðsögumanna segir skiljanlegt að fólk sé slegið þegar fólk ferst og eðlilegt viðbragð að skella í lás - en það sé ekki einfalt. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Friðrik. Vonir standa til að lyf sem hægir á eða stöðvar hrörnun í augnbotni komi á markað innan skamms. Á stórri alþjóðlegri augnlækningaráðstefnu sem haldin var í Hörpu í Reykjavík um helgina var greint frá þessu. Ráðstefnan er fyrir lærða og leika. Þarna komu saman augnlæknar víða að úr heiminum, sjúklingar, aðstandendur og félagasamtök sjónskertra og blindra. Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson er formaður Blindrafélagsins, en félagið vann að undirbúningi ráðstefnunnar sem um þúsund manns sóttu. Kristján Sigurjónsson ræðir Sigþór. Gengur það að svartur maður verði tengdasonur norsku konungshjónanna? Eða kemur nokkrum það við öðrum en viðkomandi manni og verðandi eiginkonu hans? En nú er Marta Lovísa, konungsdóttir í Noregi, trúlofuð andalækninum Durek Verret og yfir þau hellast ókvæðisorð, morðhótanir og fyrirlitning ? Gísli Kristjánsson í Noregi segir frá.
6/13/202210 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Uppsögn forstjóra Festar, hrun sauðfjárræktar og uppruni apabólu

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn hluthafafélagsins Festar þröngvaði forstjóra fyrirækisins, Eggerti Þór Kristinssyni, til að segja upp eða hann yrði rekinn. Áður hafði stjórnin tilkynnt til Kauphallar að Eggert hefði sjálfur sagt upp. Ekki eru forsendur fyrir áframhaldandi sauðfjárbúskap hér á landi, nema til komi meiri stuðningur og breyting á starfsumhverfi bænda. Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi segir að grípa þurfi til aðgerða strax. Anna Lilja Þorvaldsdóttir talaði við Trausta. Manni sem sat ellefu mánuði í gæsluvarðhaldi á Ítalíu og Íslandi en fékk svo tveggja mánaða dóm fyrir peningaþvætti hafa verið dæmdar 19 milljónir í miskabætur. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Bragi Björnsson, lögmaður mannsins segir dóm Landsréttar marka tímamót. Allar björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út vegna slyss í Reynisfjöru, en talið er að einstaklingur hafi farið í sjóinn. Vatnslaust varð á Seyðisfirði í dag þegar þrýstipípa Fjarðarárvirkjunar sprakk og reif í sundur vatnslögnina. Davíð Kristinsson, hótelstjóri á Öldunni segir þetta hafa gerst á erfiðum tíma, hótelið fullt og gisting annars staðar á Austurlandi vandfundin. Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Marek Moszczynski fyrir að hafa orðið valdur að eldsvoða á Bræðraborgarstíg í Reykjavík sumarið 2020. Innlögnum á covid-göngudeild Landspítalans hefur fjölgað undanfarna daga. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir að það sé alltaf íþyngjandi fyrir spítalann. Urður Örlygsdóttir tók framan. Niceair aflýsti í dag öllu fyrirhuguðu áætlunarflugi sínu milli Akureyrar og Bretlands í júní. Í morgun var flogið til Keflavíkur og farþegum útvegað flug þaðan til London. Mismikil ánægja var með þessa lausn. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við farþegana Heklu Rán Arnaldsdóttur, Elmar Freyr Arnaldsso og Heiðdísi Austfjörð Óladóttur. ------------- Apabóla hefur lengi fundist í Vestur- og Mið-Afríku, í að minnsta kosti hálfa öld, veiran er flókin og harðgerð segir Vilhjálmur Svansson, dýralæknir og veirufræðingur hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Tæknihalli verður þegar að tölvukerfi sem þjálfuð eru á raunverulegum málgögnum fara óumbeðin að endurspegla samfélagslegan ójöfnuð á borð við kynja- og kynþáttahalla óháð ásetningi þeirra sem búa kerfin til. Doktorsnemarnir Dagbjört Guðmundsdóttir og Lilja Börk Stefánsdóttir, ásamt Agnesi Sólmundsdóttur BA-nema og Antoni Karli Ing
6/10/202230 minutes
Episode Artwork

Viðamiklar fíkniefnarannsóknir, Þroskahjálp um vistheimili og apabóla

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Lögregla rannsakar tvö af stærstu fíkniefnamálum sem upp hafa komið hér á landi. Grunur leikur mörg hundruð milljóna peningaþvætti og sakborningar skipta tugum. Bjarni Pétur Jónsson tók saman. Rætt við Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjón og Huldu Elsu Björgvinsdóttur, sviðsstjóra ákærusviðs. Bandarískt fyrirtæki hyggst byggja upp starfsemi á Akranesi og Grundartanga til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Því getur fylgt mikil atvinnuuppbygging og breytingar á Akranesi segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi. Nokkrar vikur tekur að þjálfa úkraínska hermenn áður þeir geta beitt bandarískum eldflaugakerfum sem draga helmingi lengra en þau sem úkraínski herinn á fyrir. Þórgnýr Einar Albertsson tók saman. Viðskipti með hlutabréf í Ölgerð Egils Skallagrímssonar fara rólega af stað, eftir að fyrirtækið var skráð á aðalmarkað í Kauphöllinni í morgun. Verð hlutarins hefur sveiflast eilítið í kringum opnunarverðið, sem var um 10 krónur á hlut. Sigurður Kaiser tók saman og ræddi við Andra Þór Guðmundsson, forstjóra Ölgerðarinnar. Sérstakur Úkraínudagur var haldinn í Grenivíkurskóla í síðustu viku. Þar söfnuðust rúmar 400 þúsund krónur sem renna til neyðarsöfnunar Rauða krossins vegna stríðsins í Úkraínu. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Þorgeir Rúnar Finnsson skólastjóra Grenivíkursskóla. Færa á til og fresta á næsta ári opinberum verkefnum, sem nema um 9 milljörðum króna .Samkomulag virðist í höfn milli flokkanna á þingi en Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákvað að fresta frumvarpi sínu um útlendinga til haustsins til að liðka fyrir samningum um þingfrestun. ---------- Sóttvarnalæknir býst við að fleiri greinist með apabólu á næstu vikum. Tveir hafa þegar greinst og verða í einangrun næstu vikur, apabóla er ekki bráðsmitandi en smitast helst við nána og langvarandi snertingu. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir ræddi við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni. Fólk með þroskahömlun á oft erfitt með að tala sínu máli og gerir sér jafnvel ekki alltaf grein fyrir því að þeir séu beittir ofbeldi eða vanvirðingu segir Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Engin ástæða sé til að ætla að sögur af illri meðferð á stofnunum séu bara úr fortíðinni. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Árna. Allt skal upp á borðið, segir Múte B. Egede formaður Landsstjórnar Grænlands, eftir að hafa skrifað undir yfirlýsingu með Mette Frederiksen forsætisráðherra Dana í Þórshöfn í Færeyjum. Koma á fót nefnd til að skoða samband Grænlands
6/9/202230 minutes
Episode Artwork

Eftirlit með vistheimilum, krísa í orkubúskap og baktal bæjarfulltrúa

Eftirlit ríkis og sveitarfélaga með vistheimilum hefur lengi verið lítið eða ekkert, segir í nýrri skýrslu. Vísbendingar eru um að hópur fólks með fötlun eða geðræn vandamál hafi sætt illri meðferð á árum áður. Sunna Karen Sigurþórsdóttir tók saman. Úkraínska varnarmálaráðuneytið telur ljóst að Rússar ætli sér að ná borginni Severodonetsk með öllum tiltækum ráðum, sama hver fórnarkostnaðurinn verður. Þórgnýr Einar Albertsson tók saman. Illa gengur að fá rafvirkja til starfa. Formaður félags löggiltra rafvirkja segir getuleysi stjórnmálamanna um að kenna. Það bitni á stéttinni að þeir sem vilji læra fagið komist ekki í nám. Arnar Björnsson tók saman. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð vill leggja Fiskeldissjóð niður. Fjarðabyggð fékk ekkert úr sjóðnum í ár þrátt fyrir tvær umsóknir. Rúnar Snær Reynisson tók saman. ----------------------------------------- Innviðakrísa ríkir í orkubúskap Evrópuþjóða vegna stríðsins í Úkraínu og refsiaðgerða þeirra gegn Rússum segir Orkumálastjóri. Staða Íslands er mun betri en flestra Evrópuþjóða vegna innlendra orkugjafa. Kristján Sigurjónsson talaði við Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á akureyri segir starfið hafa tekið mikið á hana. Bæjarfulltrúar megi oft þola baktal, niðurlægingu og ósannindi. Óðinn Svan Óðinsson talaði við Hildu Jönu Gísladóttur. Sænska skólakerfið er víti til varnaðar, segir forsætisráðherra landsins, sem vill banna arðgreiðslur úr fyrirtækjum sem reka einkaskóla. Fjögur stærstu skóla-fyrirtækin högnuðust um jafnvirði sjötíu milljarða í fyrra. Kári Gylfason talar frá Gautaborg.
6/8/202230 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 7.júní 2022

Spegillinn 7.júní 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Um tvö þúsund iðnaðarmenn vantar til starfa í byggingariðnaði hér á landi segir formaður Samiðnar. á sama tíma hefur 700 nemendum verið vísað frá iðnnámi í Tækniskólanum. Apabóla hefur ekki greinst hér á landi en aðeins er tímaspursmál hvenær það gerist segir sóttvarnalæknir. Gengið hefur verið frá kaupum á nokkrum tugum skammta af bóluefni. Nýr meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur var gagnrýndur á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar fyrir að leggja fram með hálftíma fyrirvara tilfærslur og breytingar á nefndum og ráðum borgarinnar. Alþingi samþykkti síðdegis tillögu utanríkisráðherra um að staðfesta viðbótarsamninga við Nató um aðild Finnlands og Svíþjóðar með 44 atkvæðum. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir að ef takist að semja um afgreiðslu frumvarps dómsmálaráðherra um útlendinga þá verði tiltölulega auðvelt að semja um afgreiðslu annarra mála. Markmiðið sé að reyna að klára þinghaldið með sóma fyrir þjóðhátíðardaginn Sendifulltrúi Bandaríkjanna gagnvart Norður-Kóreu segir norðurkóresk stjórnvöld hafa hundsað allar beiðnir Bandaríkjamanna um viðræður. Búist er við að einræðisríkið geri sína sjöundu kjarnorkutilraun í bráð. Lengri umfjöllun: Fyrsti fundur nýkjörinnar Borgarstjórnar Reykjavíkur var haldinn í Ráðhúsinu við Tjörnina í dag. Þar komu saman 23 borgarfulltrúar - 13 borgarfulltrunar nýmyndaðs meirihluta; það er fimm frá Samfylkingu, fjórir fulltrúar Framsóknar, þrír frá Pírötum og einn frá Viðreisn. Og svo 10 fulltrúar minnihlutans - sex frá Sjálfstæðisflokki, tveir frá Sósíalistum, einn frá Vinstri Grænum og einn frá Flokki fólksins. Tæplega helmingur hópsins hefur ekki starfað á vettvangi borgarstjórnar áður - þeirra á meðal þau Árelía Eydís Guðmundsdóttir - einn af fjórum borgarfulltrúum Framsóknarflokksins og Friðjón R Friðjónsson - einn af sex borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Kristján Sigurjónsson ræðir við þau í beinni útsendingu. Dómsmálaráðherra Svíþjóðar stóð af sér vantrauststillögu með minnsta mögulega mun í dag. Forsætisráðherra landsins hafði varað við stjórnarkreppu, mitt í umsóknarferli Svíþjóðar að NATO, og aðeins þremur mánuðum fyrir kosningar. Kristján Sigurjónsson talar við Kára Gylfason í Gautaborg. Mjög skiptar skoðanir hafa verið á útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra og sá ágreiningur gæti jafnvel valdið því að þinglok dragist fram á sumarið en þau voru ráðgerð í lok næstu viku. Það tengist ekki því frumvarpi, en Alþingi hef
6/7/20229 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Hrun í fylgi VG, meiðyrðamál, aðgangsstýring og almannaréttur

Formaður Vinstri grænna segir að flokksmenn þurfi að ræða þá miklu fylgislækkun sem nýr þjóðarpúls Gallups sýnir. Flokkurinn hefur tapað meira en þriðjungi fylgis frá síðustu kosningum. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við Katrínu Jakobsdóttur. Fimmtán prósent grunnskólanema segjast hafa orðið fyrir einelti í fyrra, samkvæmt skólapúlsi sem lagður er fyrir nemendur árlega. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla furðar sig á því að margir skólar vilji ekki birta niðurstöðurnar. Arnar Björnsson talaði við Arnar Sævarsson. Norðlendingar eru ósáttir við úthlutanir úr framkvæmdastjóri ferðamannastaða. Verkefnastjóri samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi óttast að innviðir norðan- og austanlands séu ekki tilbúnir fyrir þann fjölda ferðamanna sem von er á í sumar. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við Kristínu Garðarsdóttur. Umræða og deilur um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar eru stormur í vatnsglasi, segir fjármálaráðherra. Hann segir von á miklum halla á ríkissjóði og slæmt ef ráðherrar séu að auka á hallann. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við Bjarna Benediktsson. ---------------------- Meiðyrðamál hafa verið á milli tannanna á fólki síðustu daga. Í vikunni féllu dómar í tveimur meiðyrðamálum sem vöktu talsverða athygli fólks. Annars vegar hér á landi í máli Ingólfs Þórarinssonar gegn Sindra Þór Sigríðarsyni og hins vegar í máli sem fékk öllu meiri athygli, máli Johnnys Depp gegn Amber Heard en hún höfðaði einnig mótsókn gegn honum. Báðir dómarnir þykja óvenjulegir og hafa komið mörgum á óvart. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Hildi Fjólu Antonsdóttur, réttarfélagsfræðing. Horfur eru á að komur erlendra ferðamanna í sumar verði á við það sem var árið 2019, fyrir faraldur. Á meðan honum stóð lögðust margir Íslendingar í ferðalög innanlands enda ekki hægt um vik að fara annað. Á stundum vakna spurningar um hvar megi fara um og hversu ríkur almannarétturinn er, hann tryggir fólki til dæmis að það megi ganga um óræktað land. Geta orðið árekstrar þar sem talið er að það þurfi að stjórna því hve margir fara um vinsæla staði til að verja þá. Það er búist við fjölmörgum útlendingum en hvað um ferðalög okkar innanlands, breyttust venjurnar til frambúðar í kóvíd og dró úr ferðaþorsta til útlanda. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóra.
6/3/20229 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra styður endurskoðun og endurmat á fyrirkomulagi innheimtu fasteignagjalda og að við þá vinnu sé litið til þróunar í öðrum löndum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Hægt hefur verulega á landrisi við Þorbjörn síðustu daga en lagt er til að garðar verði gerðir fyrir ofan Grindavík og Svartsengi til að verja byggð og mannvirki fyrir hraunflæði. Ari Guðmundsson hjá Verkís segir að skoða þurfi stærra svæði á Reykjanesskaga en einungis Þorbjörn og Grindavík. Vinstri græn hafa misst rúmlega þriðjung af fylgi sínu frá síðustu kosningum að því fram kemur í nýjasta þjóðarpúlsi Gallups og hefur fylgi flokksins ekki mælst minna frá árinu 2013. Alma Ómarsdóttir sagði frá. Flugfélagið Ernir fór á mánudag í síðasta áætlunarflug sitt til Vestmannaeyja. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri segir nauðsynlegt að ríkið styrki flug til Eyja, annað sé ekki boðlegt. Arnar Björnsson talaði við hana. Leikonan Amber Heard, sem tapaði meiðyrðamáli sem fyrrverandi eiginmaður hennar Johnny Depp höfðaði gegn henni, ætlar að áfrýja niðurstöðunni. Kári Hólmar Ragnarsson, lektor í lögfræði segir mikilvægt að draga ekki of miklar ályktanir af einu máli. --------------------- Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hafa hvor um sig tapað ríflega fjórum prósentustigum frá síðustu alþingiskosningum, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups, Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Evu H. Önnudóttur, prófessor um fylgi flokkanna og flæði þess. Fyrsta skóflustungan að nýjum Landspítala við Hringbraut var tekin haustið 2018 og var þá áætlað að meðferðarkjarninn yrði tekinn í notkun árið 2024. Síðan þá hafa komið upp ýmis ágreiningsmál um framkvæmdina og fyrirhugaða útkomu. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala um stöðu mála.
6/2/20229 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Krabbameinsfélagið dregur styrk til baka, ferðasumarið og reykingabann

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir. Krabbameinsfélagið hefur hætt við að gefa 450 milljónir til nýrrar krabbameinsgöngudeildar á Landspítalanum og segist engin viðbrögð hafa fengið við tilboði sínu. Urður Örlygsdóttir talaði við Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags íslands. Danir kjósa í dag um hvort þeir eigi að taka þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsins, útgönguspár birtast klukkan sex. Björn Malmquist sagði Önnu Kristínu Jónsdóttur frá. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikla hagsmuni í húfi með aðild Finnlands og Svíþjóðar að NATO. Hún mælti fyrir tillögu á Alþingi í dag sem heimilar ríkisstjórninni að staðfesta samninga við NATO um aðildina. Fjöldi landsbyggðarfólks er ósátt við verð og þjónustu í innanlandsflugi eftir að Icelandair tók það yfir af dótturfélagi. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segir óverulega hækkun hafa orðið á fargjöldum en sveigjanleikinn sé minni en áður var. Urður Örlygsdóttir talaði við Boga. Skipstjóri á Vestmannaey VE, sem er í eigu dótturfélags Síldarvinnslunnar, hefur verið sektaður um 700 þúsund krónur fyrir ólöglegar veiðar á lokuðu svæði. Rúnar Snær Reynisson sagði frá. ------------ Ferðaþjónustan er komin á mikið skrið og gistinætur á hótelum voru fimm sinnum fleiri í apríl en þær voru í fyrra. En þó að viðsnúningurinn virðist skarpur og jafnvel hraðari en búist var við blasir líka við að mönnun getur orðið erfið og miklar hækkanir orðið til dæmis á eldsneyti sem skilar sér beint inn í ferðakostnað, hvort sem er í verði á flugmiðum eða bensíni. Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, segir að fjöldi ferðamanna sem fara um Keflavíkurflugvöll sé farinn að nálgast það sem var fyrir faraldurinn. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Í Uvalde í Texas, bæ þar sem jarða á ellefu börn sem dóu í skólanum sínum í vikunni eru menn líka farnir að velta því fyrir sér hvað á að gera við skólahúsið sem verður nú alltaf tengt þessum sorgaratburðum. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir segir frá. Fimmtán ár eru í dag síðan reykingar voru bannaðar með öllu inni á veitinga- og skemmtistöðum. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Þorgrím Þráinsson, fyrrverandi framvkæmdastjóra Tóbaksvarnarnefndar og Kormák Geirharðsson, veitingamann um bannið.
6/1/20228 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Hækkun fasteignamats, lykkjuhneyksli á Grændlandi og örvunarpakkar

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9% frá yfirstandandi ári samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir næsta ár, en samanlagt mat íbúða hækkar um 23,6%. Fyrir ári var hækkunin um 7,4% á landinu öllu. Utanríkisráðherra lagði fram tillögu á Alþingi um heimild til ríkisstjórnar að staðfesta fyrir Íslands hönd fyrirhugaða viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Finnlands og Svíþjóðar að bandalaginu. Danska ríkið beitti grænlenskar unglingsstúlkur hreinu ofbeldi þegar lykkjan var sett í þær án þeirra vitundar á árunum 1966 til 1975. Þetta segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, ritari Siumut stjórnmálaflokksins á Grænlandi. Hagsjá Landsbankans segir hagkerfið á réttri leið. Landsframleiðsla jókst um 8,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi, borið saman við sama tímabil í fyrra. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við Gústaf Steingrímsson. Grunnskólakennari segir að stórefla þurfi hinseginfræðslu í skólum, hinsegin nemendum líði oft illa í skólanum. Tveggja mánaða útgöngubanni vegna covidfaraldursins hefur verið aflétt í Shanghai, stærstu borg Kína. Ýmsar takmarkanir verða þó í gildi enn um sinn. Ásgeir Tómasson sagði frá. --------------------- Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9% frá yfirstandandi ári samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2023, samanlagt mat íbúða hækkar um 23,6%. Þetta er umtalsvert meiri hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 7,4% á landinu öllu. Fólk virðist hafa hlaupið til að athuga með nýja fasteignamatið því áhuginn var slíkur að vefur þjóðskrár réði hreinlega ekki við álagið. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Kára S Friðriksson, hagfræðing hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Lykkjunni var komið fyrir í 4.500 grænlenskum unglingsstúlkum á árunum 1966 til 1970. Þetta var gert með samþykki danskra yfirvalda en án vitundar stúlknanna og foreldra þeirra. Aðgerðin var liður í átaki danskra stjórnvalda til að hægja á fólksfjölgun á Grænlandi. Málið hefur legið í þagnargildi þar til nú. Kristján Sigurjónsson talaði við ingU DórU GuðmundsdóttUr Markussen í Nuuk á Grænlandi. og tók pistilinn saman. Á tímum pestarinnar var boðið uppá örvunarsprautur fyrir mannfólkið og örvunarpakka fyrir atvinnulífið. Örvunarsprauturnar þóttu góðar en í Noregi hallast ráðamenn nú að því að örvunarpakkarnir hafi verið of örvandi. Hagkerfið er farið á fyllerí, hagvöxtur óstöðvandi, vextir leika lausum hala og leitun að ráðum til að hemja ölvunina. Gísli Kristjánsson tók saman.
5/31/202210 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Samþjöppun í sjávarútvegi, jarðskjálftar og leiðtogaráð Evrópusambands

Forsætisráðherra Ungverjalands segir ekkert samkomulag liggja fyrir um að ríki Evrópusambandsins hætti að flytja inn olíu frá Rússlandi. Hann kennir framkvæmdastjórninni um stöðuna sem upp er komin. Ásgeir Tómasson sagði frá. Það er meinsemd að ekki sé augljóst hvernig samþjöppun í sjávarútvegi er háttað, segir matvælaráðherra. Samráðsnefnd og sérfræðingahópur hefjast handa á morgun við að greina samþjöppunina. Lögreglan á Vestfjörðum gróf í dag upp líkamsleifar manns í kirkjugarði sem talinn var hafa farist í bílveltu fyrir nærri 50 árum. Grunur leikur á að málið hafi ekki verið nægilega rannsakað á sínum tíma. Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs á Skútustöðum í Mývatnssveit var formlega opnuð í dag. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við Guðlaug Þór Þórðarson. Það var mikill fögnuður á Akureyrarflugvelli í dag þegar þota akureyska flugfélagsins Niceair lenti þar í fyrsta sinn. Ágúst Ólafsson ræddi við Þorvald Lúðvík Sigurjónsson. ------------------------------- Jörð hefur skolfið noðrur í landi í dag. Skjálfti Jarðskjálfti fjórir komma einn að stærð varð um átta kílómetra norður af Gjögurtá á tíunda tímanum í morgun og annar litlu minni á svipuðum slóðum í nótt. Og Norðlendingar fundu vel fyrir skjálftunum. Kristján Sigurjónsson talaði við Freystein Sigmundsson jarðeðlisfræðing. Leiðtogaráð Evrópusambandsins sat í dag á rökstólum og fjallaði um hvernig hætta mætti innflutningi olíu og gass frá Rússlandi. Illa hefur gengið að ná samkomulagi um aðgerðirnar og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagðist í morgun ekki bjartsýn á að samstaða næðist á fundum í dag og á morgun um sjöttu refsiaðgerðirnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar, þar steytir á banni við olíukaupum af Rússum. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Brynju Huld Óskarsdóttur. Ringulreiðin fyrir utan Þjóðarleikvanginn í París fyrir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á laugardagskvöld ætlar að draga dilk á eftir sér. Kristján Sigurjónsson sagði frá.
5/30/202210 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Viðbrögð við mögulegu gosi, þungunarrof og kosningar í Kólumbíu

Setja þarf uppbyggingu á innviðum í algeran forgang fari að gjósa nálægt Svartsengi. Þetta segir ráðherra almannavarna og telur að mögulega þurfi að ýta regluverki til hliðar. Þórdís Arnljótsdóttir sagði frá. Rætt var við Jón Gunnarsson og Katrínu Jakobsdóttur. Fyrrverandi lögreglustjóri í Austin og Houston í Texas segir mörgum spurningum ósvarað um sein viðbrögð lögreglunnar þegar nítján börn og tveir kennarar voru skotin til bana í bænum Uvalde í ríkinu. Ásgeir Tómasson tók saman. Sóttvarnarlæknir hefur kannað hvort mögulegt sé að fá bóluefnið Imvanex til að nota gegn apabólu hér á landi. Nú liggur fyrir að ísland fái aðkomu að sameiginlegum innkaupum Evrópusambandsins á bóluefninu. Rebekka Líf Ingadóttir sagði frá. Svo virðist sem Norðlendingar hafi nýtt tímann í faraldrinum vel því fæðingum fjölgaði um tæp 26 prósent milli ára á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Forstjóri sjúkrahússins fagnar fjölguninni sem er sú næst mesta frá upphafi mælinga. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við Hildigunni Svavarsdóttur. Nýjasta kvikmynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar, Volaða land var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes á miðvikudagskvöld. Í kvöld kemur í ljós hvort myndin fær verðlaun í flokknum Un Certain Regard. Sigurður Kaiser tók saman. ---------------------------------- Lögbundinn réttur kvenna til að velja hvort og hvenær þær ganga með börn á víða undir högg að sækja. 41% kvenna á frjósemisaldri í heiminum búa við lög sem takmarka aðgang þeirra að öruggu þungunarrofi. Fiona Bloomer er dósent í velferðarstefnu við Ulster-háskóla í Norður Írlandi og hefur einblínt á margvíslegar hliðar þungunarrofs í rannsóknum sínum. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana. Líkur eru á að vinstrisinnaður stjórnmálamaður verði í fyrsta sinn kosinn forseti Kólumbíu á sunnudag, 29. maí. Gustavo Petro er 62 ára hagfræðingur og þingmaður á kólumbíska þinginu og fyrrverandi borgarstjóri í Bógota, höfuðborg landsins. Kristján Sigurjónsson sagði frá. Yfir sjö þúsund manns hafa nýtt sér svokallað raunfærnimat til að fá færni og þekkingu sem það hefur öðlast í starfi, metna til náms. Hildur Betty Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana.
5/27/20228 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Óeining ríkisstjórnarflokkanna, byssueign Í USA og Sue Gray skýrslan

Prófessor í stjórnmálafræði á ekki von á að sú óeining sem komin er upp innan ríkisstjórnarflokkanna í afstöðu til brottvísana flóttafólks málið sprengi stjórnina. Þó undirstriki það hversu mikill munur sé á stefnu flokkanna. Íslendingur sem býr í Texas á ekki von á að afstaða almennings til byssueignar breytist þrátt fyrir enn eina mannskæðu skotárásina í ríkinu í gær. Fyrsti formlegi fundur fulltrúa framsóknarflokks, pírata, samfylkingar og viðreisnar um myndun meirihluta í borgarstjórn fór fram í dag. Oddviti framsóknar segir lítið hafi verið snert á málefnum. Heimastjórnir fá aukið hlutverk í Múlaþingi á komandi kjörtímabili samkvæmt málefnasamningi meirihlutans sem undirritaður var í gær. Lyfjarisinn Pfizer býðst til að selja fátækustu þjóðum heims einkaleyfislyf á kostnaðarverði. Áætlað er að yfir einn milljarður jarðarbúa njóti góðs af átakinu. Margboðuð skýrsla um brot á Covid reglum í breska forsætisráðuneytinu kom út í dag. Í henni segir að ekkert geti afsakað það sem þar fór fram, embættismönnum beri að axla ábyrgð á framferðinu.
5/25/202230 minutes
Episode Artwork

Fimm í haldi lögreglu, jarðskjálftaþol húsa og fjölgun aftaka

Mennirnir fimm sem eru í haldi lögreglu í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíkniefnalagabrotum og peningaþvætti eru allir íslenskir. Lögregla hefur framkvæmt húsleit víða síðustu daga vegna málsins. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins kveðst þess fullviss að aðildarþjóðirnar eigi eftir að fallast á inngöngu Finna og Svía. Full ástæða sé þó til að taka mark á skilyrðum Tyrkja fyrir jáyrði þeirra. Ásgeir Tómasson sagði frá. Ráðherrar Vinstri grænna vilja endurskoða stöðu sumra einstaklinga sem senda á úr landi til Grikklands. Félagsmálaráðherra segir að börn séu þar í forgangi. Pétur Magnússon tók saman. Hlutfallslega vantar flest starfsfólk í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hér á landi, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Formaður Sambands iðnfélaga segir þörf á átaki í menntakerfinu svo fleiri geti menntað sig í iðngreinum. Ólöf Erlendsdóttir talaði við Hilmar Harðarsson. -------------------------------- Eru húsin okkar nógu sterk til að þola jarðskjálfta upp á 6,5 svo nálægt höfuðborgarsvæðinu? Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins og burðarþolsverkfræðingur segir að alla jafna ættu hús á höfuðborgarsvæðinu að geta staðið slíkan skjálfta af sér. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann. Dauðadómum og aftökum fjölgaði um fimmtung í heiminum í fyrra samanborið við 2020. 579 aftökur voru skráðar. Þrjú lönd skera sig úr Íran, Sádi-Arabía og Egyptaland. Kristján Sigurjónsson talaði við Jón Viðar Matthíasson um málið.
5/24/20229 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 23.maí 2022

Spegillinn 23.maí 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Þingmenn stjórnarandstöðunnar óska eftir að reglum verði breytt svo ekki þurfi að vísa tæplega 300 flóttamönnum úr landi. Brottvísanirnar voru ræddar á þingfundi í dag. Heilbrigðisyfirvöld í Evrópu vara við að apabóla geti orðið landlæg í álfunni. Að minnsta kosti 85 tilfelli hafa greinst í ríkjum Evrópusambandsins síðustu átta daga. Þau eru innan við tvö hundruð á heimsvísu. Sóttvarnalæknir telur nokkuð ljóst að sjúkdómurinn berist hingað til lands. Hann hvetur fólk til að vera ekki í nánu samneyti við ókunnuga. Aðfangaverð vegna framkvæmda við nýjan Landspítala við Hringbraut í Reykjavík hefur hækkað síðustu mánuði. Búið er að steypa upp um fimmtung spítalans. Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi gerir það að verkum að allt laxeldi hefur nú verið stöðvað tímabundið í Reyðarfirði. Lengri umfjöllun: Rúm vika er liðin síðan úrslit urðu kunn í borgastjórnarkosningunum í Reykjavík. Meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinsrti Grænna féll. Misst tvo menn. Sjálfstæðisflokkur, sem er í minnihluta er stærsti flokkur borgarinnar, en taðaði tapaði engu að síður tveimur borgarfulltrúum. Framsóknarflokkurinn undir forystu Einars Þorsteinssonar vann hins vegar góðan sigur og fjóra borgarfulltrúa. Það er því litið til hans að mynda meirihæuta annað hvort til hægri og vinstri. Samfylking, Píratar og Viðreisn hafa myndað blokk með 9 borgarfulltrúum og vilja mynda meirihluta með Framsókn. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík ætlar að halda fund á eftir klukkan sjö þars sem rætt verður um framhaldið. Mara Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður talaði við Einar Þorsteinsson í hádegisfréttum. Eva Marin Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands segir óvenjulegt að svo langur tími líði frá kosningum í borginni þar til formlegar viðræður um meirihlutamyndun hefjist. Kristján Sigurjónsson talar við Evu Marin. Auðugasti hluti Svía - oft kallaður eina prósentið - á stærri hluta af heildarauði landsmanna en eina prósentið í Bandaríkjunum. Rúmlega fimm hundruð ríkustu Svíarnir eiga jafn mikið og áttatíu prósent landsmanna. Þótt fátækt í Svíþjóð sé með því minnsta sem þekkist, er að sumu leyti mikil og vaxandi efnahagsleg misskipting í Svíþjóð. Kári Gylfason segir frá. Það er óhætt að segja að íslenskur smásölumarkaður hafi titrað fyrir sjö til átta árum þegar fréttist að alþjóðlega verslunarkeðjan Costco, sem upprunin er í Bandaríkjunum, hygðist opna stórverslun hér á landi. Og almenningur beið spenntur. Eftir no
5/23/20229 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Apabóla, fæðingarorlof og metfjölda flóttamenna vísað úr landi

Metfjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd verður vísað úr landi á næstunni. Dómsmálaráðherra segir að verið sé að framfylgja lögum sem ekki hafi verið hægt að gera á meðan sóttvarnatakmarkanir voru í gildi á landamærum. Anna Lilja Þórisdóttir talaði við Jón Gunnarsson og Magnús Davíð Norðdahl. Meðal sviðsmynda sem Almannavarnir skoða vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga er að reisa varnargarða til þess að verja byggð í Grindavík og mikilvæga innviði. Anna Lilja Þórisdóttir talaði við Víði Reynisson. 27 prósent starfsmanna Landspítalans finna fyrir kulnunareinkennum. Framkvæmdastjóri mannauðs á spítalanum segir það mikið áhyggjuefni. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við Gunnar Ágúst Beinteinsson Rússar hafa tekið ákvörðun um að hætta að senda jarðgas til Finnlands. Flutningar verða stöðvaðir strax í fyrramálið. Urður Örlygsdóttir sagði frá. Forsætisráðherra segir að stjórnarandstöðuflokkarnir ættu mögulega að endurskoða sína stefnu í aðdraganda kosninga, sem hún segir að hafi einkennst af niðurrifi og baktali, þar sem þeir hafi ekki náð góðu gengi í kosningunum. -------------------------------- Það er ekki laust við að setji svolítinn ugg að fólki þegar fréttir berast af nýrri veiru sem farin er að dreifa sér. Yfirvöld í Svíþjóð hafa skilgreint veiruna, apabólu, sem sjúkdóm sem ógni almannaheill eftir að fyrsta tilfelli sjúkdómsins greindist þar í gær. En hvað í ósköpunum er apabóla? Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Rannsóknir sýna að lög um fæðingar- og foreldraorlof sem sett voru fyrir tuttugu og tveimur árum og hafa síðan verið endurskoðuð, hafa gjörbylt umönnun barna hér á landi. Kristján Sigurjónsson talaði við Guðný Björk Eydal.
5/20/202211 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Sex ára dómur fyrir kynferðisbrot, úrbætur í húsnæðismálum og hnúðlax

Maður sem í dag var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlkum á grunnskólaaldri, var handtekinn eftir tálbeituaðgerð í nóvember. Bjarni Pétur Jónsson sagði frá. Land hefur risið á Reykjanesskaga um fjóra sentimetra síðan í lok apríl. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir. Byggja þarf 4.000 íbúðir á ári næstu fimm árin til að mæta húsnæðisskorti að mati starfshóps ráðherra sem kynnti tillögur sínar í dag. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, formaður hópsins segir svo hraða uppbyggingu vel mögulega. Ný met í lykiláhættuþáttum loftslagsbreytinga voru slegin á síðasta ári, að því er fram kemur í skýrslu Alþjóðaveðurstofnunarinnar sem birt var í dag. Þórdís Arnljótsdóttir sagði frá og talaði við Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðing. Kórónuveiran getur enn reynst skæð, sérstaklega í eldri aldurshópunum, segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Daglega greinast um 150 tilfelli. Sigurður Kaiser talaði við Þórólf. ------ Klak hnúðlaxa hefur verið staðfest hér í fyrsta sinn. Vísindamenn hafa fengið hnúðlaxseiði sem eru á leið til sjávar í gildrur í Hvalfirði. Ólöf Rún Skúladóttir ræddi við Guðna Guðbergsson sviðsstjóra á Hafrannsóknastofnun við Botnsá. Aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort heldur sem er til eignar eða leigu, er grundvöllur húsnæðisöryggis og jafnréttis í húsnæðismálum, þetta segir í inngangi skýrslu þar sem niðurstöður og 28 tillögur um úrbætur og aðgerðir voru kynntar. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Drífu Snædal forseta Alþýðusambands Íslands um húsnæðismálin og horfur fyrir kjarasamninga. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
5/19/202210 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Þensla við Þorbjörn, verðbólga og fæðuöryggi

Töluvert meiri þensla og kvikusöfnun mælist skammt norðvestan við fjallið Þorbjörn en í byrjun mánaðar og hátt í fjögur þúsund jarðskjálftar hafa mælst síðustu daga á þessum slóðum. Bjarni Benediktsson (D) fjármálaráðherra segir að nú eigi ríkisfjármál ekki að vera örvandi fyrir hagkerfið. Stjórnarandstaðan gagnrýnir hann fyrir þensluhvetjandi aðgerðir. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir stöðuna flókna en ráðherra megi ekki fara fram úr sér. Forseti Hvíta-Rússlands hefur undirritað nýja löggjöf sem heimilar dauðarefsingu hryðjuverkamanna. Fjöldi stjórnarandstæðinga í landinu hefur verið sakaður um og dæmdur fyrir hryðjuverk. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Síðustu daga hafa fleiri dauðar súlur sést á vefmyndavélum í Eldey en áður. Sigurður Harðarson sem heldur úti myndavélinni óttast er að fuglaflensan hafi breiðst út í eynni. Pétur Magnússon talaði við hann. Mennta- og barnamálaráðherra hefur tekið fram fyrir hendur skólanefndar Menntaskólans á Akureyri og skipað utanaðkomandi hæfninefnd við ráðningu skólameistara. Tilkynningum hefur fjölgað um óþekkta fljúgandi hluti á undanförnum tuttugu árum. Þetta kemur fram í máli Scotts Brays, háttsetts embættismanns bandaríska varnarmálaráðuneytisins frammi fyrir þingnefnd. Hann segir þó fátt benda til að farartækin séu frá fjarlægum hnöttum. Markús Þórhallsson tók saman. --------- Kynntar hafa verið tillögur að fæðuöryggisstefnu þar sem megináhersla er á öryggi fæðuframboðs en jafnframt að neyðarbirgðir geti skipt sköpum í öryggisviðbúnaði. Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands samdi tillögurnar. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Að minnsta kosti þrjú hundruð þúsund aðgerðir með bótox eða fylliefnum eru gerðar á ári hverju í Svíþjóð. Eftirlitið var hverfandi og litlar kröfur gerðar til þeirra sem framkvæmdu - þar til í fyrra, að ný lög voru sett. Síðan þá hafa meira en þúsund tilkynningar eða kvartanir borist til yfirvalda. Kári Gylfason sagði frá. Erlingur Sigurður Jóhannsson, prófessor á menntavísindasviði HÍ vill að hugað verði að fræðslu um skaðsemi skjánotkunar strax í ungbarnavernd. Sífellt fleiri börn leita á barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna skjáfíknar en fíkn þarf ekki að vera til staðar til að skjánotkun hafi neikvæð áhrif á heilsu barna og unglinga.
5/18/20229 minutes, 1 second
Episode Artwork

Kærur vegna kosningana, umsókn í Nato og yfir 1000 komin frá Úkraínu

Þrjár kærur bárust úrskurðarnefnd vegna nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. Úrskurðarnefnd kosningamála hefur synjað tveimur þeirra og vísað einni frá. Alma Ómarsdóttir sagði frá. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn sendi teymi til Úkraínu í dag til að rannsaka meinta stríðsglæpi Rússa. Teymið er það fjölmennasta í sögu dómsins. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Þingmaður breska Íhaldsflokksins hefur verið handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot sem hafa verið til rannsóknar frá því í janúar 2020. Leggja þarf í mikinn kostnað á Seyðisfirði við að koma húshitunarmálum þar í lag eftir að RARIK lokar fjarvarmaveitu staðarins. Engin ódýr lausn virðist í sjónmáli og stefnir í að hitunarkostnaður heimila og fyrirtækja eigi eftir að stóraukast. Rúnar Snær Reynisson sagði frá. Lengri umfjöllun: Finnar og Svíar standa á sögulegum krossgötum og sækja nú um aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir að hlutleysi hefur verið kjarninn í utanríkisstefnu beggja ríkja um langa hríð. Formlegri umsókn beggja ríkja um aðild verður skilað á morgun. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Baldur Þórhallson um málið. Þúsund flóttamenn hafa komið hingað frá Úkraínu það sem af er ári. Stærsta áskorunin virðist vera að útvega húsnæði fyrir fólkið. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Gylfa Þór Þorsteinsson og Svein Rúnar Sigurðsson um það.
5/17/202230 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 16.maí 2022

Spegillinn 16.maí 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Óformleg samtöl milli oddvita stjórnmálaflokkanna í Reykjavík um hugsanlegt meirihlutasamstarf hafa farið fram í dag. Óvíst er hvort Framsókn hallar sér til hægri eða vinstri í formlegum viðræðum. Utanríkisráðherra ætlar að leggja fyrir Alþingi síðar í vikunni þingsályktunartillögu um að ísland samþykki væntanlegar umsóknir Finna og Svía um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Ríkisstjórnin samþykkti þetta á aukafundi í morgun. Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands ætlar ekki að samþykkja umsóknir Finna og Svía um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Hann sagði skömmu fyrir fréttir ótækt að samþykkja umsóknina þar sem ríkin hefðu ekki beitt sér af nægri hörku gegn hryðjuverkasamtökum. Þau hefðu skotið rótum í Finnlandi og Svíþjóð. Öll bandalagsríkin, Tyrkland þar með talið, þurfa að samþykkja nýjar aðildarumsóknir og því ljóst að afstaða Tyrkja þarf að breytast ef Finnland og Svíþjóð eiga að fá inngöngu í bandalagið. Læknir sem sætir lögreglurannsókn, grunaður um að hafa valdið ótímabæru andláti níu sjúklinga, er farinn í leyfi frá störfum á Landspítalanum. Rúm milljón hefur smitast af kórónuveirunni í Norður Kóreu. Kim Jong-un einræðisherra landsins kennir embættismönnum og stjórnendum innan heilbrigðiskerfisins um misheppnuð viðbrögð við veirunni. Lengri umfjöllun: Það fylgir lýðræðislegum kosningum, hvort sem er til þings eða sveitarstjórna, að sumir vinna, aðrir tapa og einhverjir standa í stað. Frambjóðendur, flokkar og stuðningsmenn túlka síðan úrslitn eftir sínu höfði og oft snýst tap upp í sigur og sigur í tap eftir því hver talar og skrifar. Það er þó tæplega hægt að deila um að tveir af sigurvegurum sveitarstjórnarkosninganna á laugardag eru þau Halla Karen Kristjánsdóttir oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ og Guðmundur Árni Stefánsson sem leiddi lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Framsóknarmenn voru með engan bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ og fengu 2,9 prósent atkvæða í kosningunum fyrir fjórum árum. Núnar fékk flokkurinn 32,2 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa undir forystu Höllu Karenar. Samfylkinging í Hafnarfirði með Guðmund Árna efstan jók fylgi sitt úr 20,1 prósenti í 29 prósent og fékk fjóra bæjarfulltrúa en var með tvo áður. Halla Karen Kristjánsdóttir og Guðmundur Árni Stefánsson ræða við Kristján Sigurjónsson. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Þar hafa orðið 16 skjálftar yfir þremur að stærð síðustu tvo só
5/16/202230 minutes
Episode Artwork

Þjóðarpúls Gallup, þyrlustjóri til rannsóknar lögreglu og kosningar

Þyrlustjóri hjá Landhelgisgæslunni er kominn í leyfi frá störfum vegna máls sem er til rannsóknar hjá lögreglu. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Sjálfkjörið verður í tveimur sveitarfélögum í sveitarstjórnarkosningunum á morgun, þar sem aðeins einn framboðslisti barst. Þetta er í Tjörneshreppi og Sveitarfélaginu Skagaströnd. Ágúst Ólafsson talaði við Halldór Gunnar Ólafsson. Nýskipaður forsætisráðherra Sri Lanka segir að efnahagur landsins eigi enn eftir að versna áður en hann tekur að batna að nýju. Hann reynir að mynda þjóðstjórn til að taka á vandanum. Ásgeir Tómasson sagði frá. Rafmyntir hafa verið í frjálsu falli í vikunni og ástandið á markaðnum er sagt líkjast hruninu 2008. Virði Bitcoin hefur minnkað um þriðjung. ------------------------ Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Framsókn sækir verulega í sig veðrið og bætir fjórum mönnum við sig en sjálfstæðisflokkur missir tæp níu prósentustig. Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur fór yfir niðurstöður. Við höldum áfram að velta fyrir okkur sveitarstjórnarkosningunum og kosningabaráttunni. Spennan magnast, ekki síst hjá þeim þúsundum sem eru í framboði og eiga mikið undir í því að fanga athygli og atkvæði kjósenda. Hvernig hefur það gengið þetta vorið? Jón Gunnar Ólafsson er doktor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Undirskrift sem fylgdi yfirlýsingu um að Birgitta Jónsdóttir tæki sæti á framboðslista Reykjavíkur; bestu borgarinnar er gjörólík undirritun Birgittu við drengskaparheit að stjórnarskrá þegar hún tók sæti á Alþingi. Brynjólfur Þór Guðmundsson ræddi við Inga Vífil um málið.
5/13/20229 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Ísland styður umsókn Finna í Nato, Þórólfur Guðnason og kosningaspjall

Íslensk stjórnvöld munu styðja umsókn Finna um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Finnar staðfestu í morgun að þeir sæki um og segja ástæðuna vera innrás Rússlands í Úkraínu. Laxeldið Arnarlax hyggst reisa nýtt laxasláturhús á Patreksfirði. Ekki er ljóst hvað verður um sláturhús fyrirtækisins á Bíldudal. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir tók saman og talaið við Jörund Garðarsson. Yfirmaður sjúkraflutninga í víðfeðmasta umdæmi landsins segir nauðsynlegt að geta stólað á sjúkraflug með þyrlu. Útkallstíminn skipti sköpum. Alma Ómarsdóttir talaði við Hermann Marínó Maggýjarson. Ríkissaksóknari í Danmörku leggur til að fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins verði ákærður fyrir að hafa ljóstrað upp um ríkisleyndarmál. Ásgeir Tómsson tók saman. Mikið hefur verið deilt um auglýsingaskilti í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna um helgina. Kærur og kvartanir vegna kosningaauglýsinga hafa hrannast inn á borð yfirvalda á síðustu dögum. Framboð og frambjóðendur verða sjálf að fanga athygli kjósenda segir prófessor í stjórnmálafræði, þó að athygli fjölmiðla hafi framan af verið meiri á landsmálunum en sveitarstjórnarkosningunum. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Stefaníu Óskarsdóttur. Við ræðum við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem hættir í haust.
5/12/202230 minutes
Episode Artwork

Gæti gosið á reykjanesskaga á næstu árum, þyrlur og öryggismál.

Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir að ekki ætti að koma á óvart að aftur gysi á Reykjanesskaga á næstu árum. Mikil skjálftavirkni hefur verið þar síðustu daga. Arnar Björnsson talaði við Kristínu Jónsdóttur. Tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi, sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir rúmum tveimur árum, hefur ekki orðið að veruleika. Um 350 kílómetrar eru á milli starfhæfra sjúkraflugvalla á svæðinu. Alma Ómarsdóttir sagði frá. Í samgönguáætlun fyrir næsta einn og hálfa áratuginn eru aðeins tvö verkefni í nýframkvæmdum á Norðurlandi vestra. Tæplega fimmtíu prósent af vegakerfi í landshlutanum eru malarvegir. Ágúst Ólafsson talaði við Unni Valborgu Hilmarsdóttur. Samgöngumálin brenna á íbúum Vestmannaeyja í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga á laugardag enda tengist velferð þeirra samgöngum með einum eða öðrum hætti og niðurgreiða þarf flugið. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Einar Björn Árnason.
5/10/202210 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Fjölga þarf þyrluflugmönnum, verðbólguhorfur og rannsókn á iktsýki

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra vill fjölga þyrluflugmönnum hjá Landhelgisgæslunni. Það sé óboðlegt að ekki sé hægt að manna áhöfn vegna veikinda starfsmanns. Alma Ómarsdóttir ræddi við hann. Herinn á Sri Lanka hefur fengið fyrirmæli um að skjóta alla sem staðnir eru að verki við lögbrot. Skálmöld er í landinu og útgöngubann, sem stjórnarandstæðingar virða að vettugi. Ásgeir Tómasson tók saman. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands telur að skólayfirvöld í Flensborgarskóla hafi brugðist eðlilega við líkamsárás á árshátíð skólans í mars. Möguleikar til að reka nemendur séu takmarkaðir. Urður Örlygsdóttir talaði við hann. Maður sem hafði benslað fjöldann allan af rafhlaupahjólum í Reykjavík gaf sig fram við fyrirtækið Hopp í dag og kvaðst hafa gert þetta í mótmælaskyni. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við Sæunni Ósk Unnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Hopps. Á Íslandi hafa um þrjú hundruð manns greinst með lupus. Alþjóðlegum degi sjúkdómsins er ætlað að vekja á honum athygli og vonir standa til að það geti flýtt fyrir greiningum og auðvelda líf þeirra sem af honum þjást. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við Hrönn Stefánsdóttur, formann Lupus-hóps Gigtarfélags Íslands. Systur freista þess að komast áfram í Júróvisjón í kvöld. Urður Örlygsdóttir tók saman og talaði við Ellen Kristjánsdóttur og Eyþór Gunnarsson foreldra Systra. ---- Hlutabréf féllu í kauphöllum víða um heim og líka á Íslandi í gær. Stýrivextir voru hækkaðir í síðustu viku um eitt prósentustig og litlar horfur á að þeir lækki í bráð. Seðlabankinn spáir því að verðbólgan sem var 7,2% í síðasta mánuði gæti farið í 8% í haust og líkur á að enn þurfi að herða tökin til að hemja verðbólgu. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, játar því bæði og neitar að við stöndum á tímamótum í efnahagsmálum. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið tengsl áður óþekktra erfðabreytileika við iktsýki í stærstu erfðarannsókn sem gerð hefur verið á sjúkdómnum. Hafdís Helga Helgadóttir settist niður með Sædísi Sævarsdóttur og Ingileif Jónsdóttur. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Gísli Kjaran Kristjánsdóttir.
5/6/202212 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Zelenský ávarpar Alþingi, Svíar í NATO og eldgosatímabil

Forseti Úkraínu ávarpar Alþingi og íslensku þjóðina á morgun um fjarfundabúnað. Hann hefur þegar talað til hátt í þrjátíu þjóðþinga og beðið ráðamenn um aðstoð vegna stríðsins í Úkraínu. Anna Lilja Þórisdottir sagði frá og talaði við Birgi Ármannsson forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra þess. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka býst við að vanskil aukist nú þegar stýrivextir hafa verið hækkaðir og verðbólga er í hæstu hæðum. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá. Englandsbanki varar við að verðbólga í Bretlandi fari í tveggja stafa tölu síðar á árinu og að efnahagslægð kunni að vera yfirvofandi. Stýrivextir bankans voru hækkaðir í eitt prósent í dag. Ásgeir Tómasson tók saman. Íbúum í sveitarfélaginu Árborg hefur fjölgað mjög á undanförnum árum og innviðir eru víða komnir að þolmörkum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við Díönu Óskarsdóttir forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Fiðringur, hæfileikakeppni ungmenna á Akureyri og nágrenni, fer fram í fyrsta skipti í Hofi í kvöld. Óðinn Svan Óðinsson talaði við Heru Jónsdóttur og Maríu Pálsdóttur. ----------- 200 ára hlutleysisstefna Svía virðist senn á enda og allt stefnir í að Svíar og Finnar gangi Atlantshafsbandalagið á næstunni. Kári Gylfason tók saman og heyrist í Peter Hultquist varnarmálaráðherra Svíþjóðar, Joe Biden, forseta Bandaríkjanna og Tomas Ramberg, stjórnmálaskýranda sænska ríkisútvarpsins. Jarðskjálftavirkni og kvikuheyfingar á Reykjanesskaga eru merki um við séum komin inn í eldgosatímabil segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Jarðskjálftar við Krýsuvík í nótt og skjálftavirkni undanfarið benda þó ekkert sérstaklega til þess að gos sé vændum. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
5/5/202213 minutes, 1 second
Episode Artwork

Spegillinn 3. maí

Spegillinn 3. maí 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jökull Karlsson Staðfest var nú síðdegis að fuglaflensuveira sem greinst hefur hér á landi er af tegundinni H5N1 sem er skætt afbrigði sem geisað hefur í Evrópu. Brigitte Brugge, sérgreinalæknir alifuglasjúkdóma, segir málið grafalvarlegt. Smithætta fyrir alifugla er mikil og brýnt að fuglaeigendur gæti ýtrustu sóttvarna, segir í tilkynningu á vef Matvælastofnunar. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir það skref í rétta átt að ráðherra loftslagsmála tali hreint út um að frekari aðgerða sé þörf í málaflokknum. Hann man ekki eftir svo afdráttarlausri afstöðu ráðherra. Íslenska þjóðin gæti þurft að kljást við verðbólgu næstu 10 árin, segir Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur. Ársverðbólgan mælist nú 7,2 prósent, sú mesta í 12 ár. Hagstjórn peninga- og ríkisfjármála verður vandasöm næstu árin. Erdogan forseti Tyrklands tilkynnti í dag að stjórnvöld þar ætluðu að byggja íbúðir og nauðsynlega innviði í Sýrlandi í von um að geta hvatt milljón sýrlenskra flóttamanna til þess að flytja aftur heim. Fjörgamalt fólk situr lasið heima og fær ekki þá aðhlynningu sem það þarfnast. Þetta segir Landssamband eldri borgara og krefst skjótra viðbragða við uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila. Mikilvægt er að huga sérstaklega að stöðu kvenna og stúlkna á flótta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra sem er nýsest í stjórn UN Women á Íslandi. Samtökin hrintu úr vör nýrri herferð í gær. Sjö þúsund manns hafa þegar tekið kosningapróf RÚV sem birtist á vefnum ruv.is í hádeginu í dag. Prófið er sambærilegt þeim sem lagt hefur verið fyrir kjósendur og frambjóðendur í þing- og sveitarstjórnarkosningum áður. Lengri umfjöllun: Verðbólga síðustu tólf mánaða mælist nú 7,2 prósent hér á landi. Það er mesta verðbólga í 12 ár. Og útlitið er ekki gott, hvorki til skemmri eða lengri tíma. Íslendingar eru ekki einir um að kljást við verðbólgudrauginn, flest nágrannalönd standa í svipuðum sporum. Stríðið í Úkraínu og Covid faraldurinn eiga stóran þátt í verðbólgunni, en fleira kemur til. Spegillinn fékk Katrínu Ólafsdóttur hagfræðing og dósent við Háskólann í Reykjavík til þess að greina stöðuna. Kristján Sigurjónsson ræðir við hana. Kolefnisbinding vegna skógræktar hefur sautjánfaldast á síðustu þrjátíu árum. Þrátt fyrir það er skógrækt enn mjög umfangslítil á Íslandi miðað við nágrannalönd. Flatarmál ræktaðra skóga hefur aukist um 38 þúsund hektara frá árinu 1990 og flatarmál náttúrulegs birkiskógar hefur aukist um 11 þúsund hektara. Þessi aukn
5/3/202230 minutes
Episode Artwork

Norrænt samstarf, garðyrkjuskólinn á Reykjum og óeirðir í Svíþjóð

Segja má að nánast öll alþjóðleg samskipti við Rússa hafi lagst af eftir innrás þeirra í Úkraínu og vegna þeirra hörðu refsiaðgerða sem vestræn ríki hafa gripið til. Þetta gildi einnig um Norðurskautsráðið. Bogi Ágústsson ræddi við dr. Rasmus Gjedssø Bertelsen, alþjóðastjórnmálafræðing og sérfræðing í málefnum norðurslóða. Bertelsen er danskur, prófessor við háskólann í Tromsø í Norður-Noregi en ólst upp að hluta á Íslandi. Hann er nýútnefndur Nansen gestaprófessor við Háskólann á Akureyri. Hann var fyrst spurður um áhrif innrásarinnar á samstarf á norðurslóðum og starf Norðurskautsráðsins. Mikil óvissa hefur ríkt um framtíð Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi. Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, tilkynnti í byrjun seinasta árs að hefja skyldi undirbúning þess að skilja Garðyrkjuskólann frá Landbúnaðarháskóla Íslands og færa til Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Námið færist milli stofnananna frá og með næsta hausti. Í byrjun vikunnar var fjórum kennurum við skólann sagt upp störfum. Enginn fastráðinn kennari er því við garðyrkjunámið á Reykjum. Í Garðyrkjuskólanum eru um 100 nemendur, bæði í staðnámi og fjarnámi. Þeir kalla eftir því að skólinn verði sjálfstæður. En í morgun dró til tíðinda í málinu. Að loknum ríkisstjórnarfundi greindi Ásmundur Einar Daðason, mennta og barnamálaráðherra, frá því að samkomulag væri í höfn á milli hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Garðyrkjuskólinn verður áfram að Reykjum. Bjarni Rúnarsson fjallaði um málið. Um hundrað lögreglumenn eru sárir eftir alvarlegar óeirðir í fjölda sænskra borga. Yfirvöld segja glæpagengi standa að baki óeirðunum sem urðu í kjölfar kosningafunda og bókabrenna hægriöfgamannsins Rasmus Paludans. Kári Gylfason segir talar frá Gautaborg. Helstu atriði frétta: Bretar og Hollendingar ætla að taka þátt í rannsókn Alþjóða sakamála dómstólsins á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Aðalsaksóknari dómstólsins segir að litið sé á allt landið sem glæpavettvang. Níðstöng blasti við íbúum á Kjalarnesi í morgunb þar sem afskorið hestshöfuð var fest á girðingastaur. Íbúi lítur á stöngina sem hótun. Leikskólinn Furuskógur í Fossvogi er óstarfhæfur vegna myglusveppa. Starfsemin flyst yfir í Safarmýrarskóla, en foreldrar hafa einnig kallað eftir myglumælingum í því húsi. Garðyrkjuskólinn á Reykjum verður áfram starfræktur þar. Kennari við skólann kallar eftir því að uppsagnir kennara verði dregnar til baka. Rasmus Gjedssø Bertelsen, alþjóðastjórnmálafræðingur og sérfræðingur í málefnum norðursl
4/29/202230 minutes
Episode Artwork

Sett í kosningagír og breytt lögsaga vegna loftslagsbreytinga

Rúmar þrjár vikur eru þar til kosið verður til sveita- og bæjarstjórna, laugardaginn 14. maí. Borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík eru þær viðamestu, enda langstærsta sveitarfélagið. Á morgun hefjast framboðsfundir á Spegilstíma á rás tvö og á vefnum ruv.is þar sem frambjóðendur í stærstu sveitarfélögunum takast á um helstu kosningamálin. Frambjóðendur í Kópavogi ríða á vaðið á morgun, síðasta vetradag. Á föstudag verður kosningafundur á Akureyri, á mánudag í Reykjavík og svo framvegis. Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands segir kosningabaráttuna varla hafna. Það sé svo sem gömul saga og ný að kosningabarátta fyrir komandi kosningar hverju sinni þyki með eindæmum daufleg, en svo geti allt farið snögglega í gang. Kristján Sigurjónsson ræddi við Evu Marín. Hækkandi sjávarstaða og breytingar á strandlengju landsins vegna loftslagsbreytinga gætu haft áhrif á efnahagslögsögu Íslands. Réttarstaða íbúa eyja og ríkja sem sökkva í sæ af sömu sökum er ekki sterk. Um þetta er fjallað í nýútgefinni bók eftir Snjólaugu Árnadóttur, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sem stundað hefur rannsóknir í hafrétti og þjóðarétti og á sæti í alþjóðlegri nefnd á því sviði. Bjarni Rúnarsson ræddi við Snjólaugu Árnadóttur. Gagnrýni ríkisstjórnarinnar á framkvæmd á söluna á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Útboðið hafi verið unnið í nánu samneyti við stjórnvöld. Orrustan um Donbas-svæðið er hafin að sögn Úkraínuforseta og rússnesk stjórnvöld segjast hafa ráðist á meira en þúsund skotmörk frá því stórsókn rússneska hersins hófst seint í gær. Ísland liggur vel við höggi í útbreiðslu fuglaflensu vegna legu sinnar. Þetta segir doktor í líffræði. Hagvöxtur í heiminum verður minni en gert var ráð fyrir í upphafi ársins samkvæmt spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Innrásinni í Úkraínu er um að kenna. Akureyrarvöllur, þar sem kappleikir hafa verið háðir í rúmlega 70 ár fær brátt nýtt hlutverk. Formaður skipulagsráðs vonar að ný bæjarstjórn efni til hugmyndasamkeppni um nýtingu lóðarinnar. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Gísli Kjaran Kristjánsson. Fréttaútsendingu stjórnaði Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir.
4/19/202210 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Sækja Svíar og Finnar um í Nato? Verðbólgudraugur og Rokk í Reykjavík

Verðbólgan heldur áfram að hrella landann næstu mánuði. Íslandsbanki spáir því að verðbólga aukist um tæpt prósentustig um næstu mánaðamót og haldi áfram að hækka næstu mánuði. Miðað við það mælist ársverðbólga 6,8 prósent. Verðbólga hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Um mitt sumar er því spáð að verðbólga verði komin í 7,7 prósent. Verðbólguspá Landsbankans sem birt var í dag er af svipuðu meiði. Samkvæmt henni nær verðbólga hámarki í júní, gert er ráð fyrir að hún mælist þá um sjö prósent. Ljóst er að verulegar verðhækkanir verða á mat og drykk. Bjarni Rúnarsson ræddi við Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðing hjá greiningardeild Íslandsbanka um nýbirta verðbólguspá. Aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu myndi treysta stöðugleika við Eystrasaltið til lengri tíma litið, að mati finnskra stjórnvaldaþ Þau birtu í dag greiningu á stöðu landsins í öryggis- og varnarmálum. NATO-aðild talin draga úr líkum á því að á Finna yrði ráðist og hafa meiri fælingarmátt en varnarbandalag með Svíum. Stríðið í Úkraínu sagt ógna öryggi og stöðugleika í allri Evrópu og Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finna sagði í dag að staðan hefði aldrei verið jafn viðsjárverð allt frá lokum kalda stríðsins. Bæði Sanna Marin forsætisráðherra og Sauli Niinisto forseti landsins hafa sagt í dag að þetta verði ljóst mjög fljótlega, líkast til fyrir lok maí. Meirihluti Finna segist nú fylgjandi því að sótt verði um aðild, Tapio Koivukari rithöfundur og þýðandi segir það hafa gerst smám saman en vissulega hafi innrás Rússa í Úkraínu haft áhrif. Finnar hafi lengi verið í samstarfi við NATO. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Tapio Koivukari 40 ár eru nú liðin frá því að heimildamynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Rokk í Reykjavík, var frumsýnd. Það var 10. apríl 1982. Tökur á myndinni fóru að mestu fram árið 1981, en þá var mikil gróska í rókktónlist í Reykjavík og nýjar kraftmiklar hljómsveitir skiðpaðar sköpunarglöðu ungu fólki voru að hasla sér völl og í raun að gera uppreisn gegn þeim eldri í bransanum. Myndin þótti grípa vel þá stemmingu sem var á meðal ungs fólks á þessum tíma og til að minnast 40 ára afmælis myndarinnar og tónlistarinnar í henni verður Rokkland Ólafs Páls Gunnarssonar á Rás 2 á Páskadag tileinkað Rokki í Reykjavík og á annan í páskum, einnig á Rás 2, ætlar Þorsteinn Hreggviðsson, eða Þossi, að fjallar um eftirköst og áhrif myndarinnar. Spegillinn fékk góðfúslegt leyfi frá Óla Palla til að spila brot úr viðtölum hans við Friðrik Þór, Eyþór Arnalds úr Tappa tíkarrass, Ragnhildi Gísladóttur úr Grýlunum og Sigtrygg Baldursson úr Þ
4/13/202230 minutes
Episode Artwork

4/12/202210 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 11.apríl 2022

Spegillinn 11.apríl 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Forstjóri Bankasýslunnar segir útboðið á nær fjórðungshlut í Íslandsbanka hafa verið afar farsælt. Gott verð hafi fengist fyrir hlut ríkisins og framkvæmdin hafi verið nákvæmlega eins og kynnt hafi verið í aðdraganda útboðsins. Enginn ráðherra óskaði eftir að færa til bókar gagnrýni á fyrirkomulagið við sölu á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka áður en salan fór fram. Þetta segir forsætisráðherra. Kosningabarátta Emmanuels Macrons Frakklandsforseta fyrir endurkjöri er hafin af krafti. Hlutabréfavísitölur hækkuðu og gengi evrunnar styrktist þegar staðfest var að hann hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í gær. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi bæjarstjórnar Kópavogs fyrir breikkun á Suðurlandsvegi. Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússneski herinn muni ekki gera hlé á árásum sínum í aðdraganda næstu lotu friðarviðræðna við Úkraínumenn. Landhelgisgæslan og bandarískar hersveitir tóku í dag þátt í sameiginlegri varnaræfingu í Hvalfirði sem er hluti af æfingunni Norður-Víkingur 2022. Og lundinn er kominn til Borgarfjarðar eystra. Lengri umfjöllun: Framboðsfrestur til sveitarstjórnarkosninga 14. maí rann út á föstudag. Ellefu framboð bjóða fram í Reykjavík, níu á Akureyri og níu í Kópavogi svo dæmi séu tekin. Í Reykjavík hefur framboðum fækkað um fimm frá síðustu kosningum. Nú bjóða fram að nýju allir þeir átta flokkar sem fengu borgarfulltrúa síðast, auk Framsóknarflokksins og tveggja nýrra framboða. Spegillinn ræddi í dag við Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðing og prófessor við Háskólann á Akureyri um kosningabaráttuna framundan í stærstu sveitarfélögunum og um hvað verði kosið. En hvers vegna bjóði færri sig fram núna í höfuðborginni en fyrir fjórum árum? Kristján Sigurjónson talar við Grétar. Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Marine le Pen skiptu með sér rétt rúmum helmingi atkvæða í fyrri umferð forsetakosninga í landinu um helgina. Macron fékk um 28% og Le Pen 23%. Í þriðja sæti var Jean-Luc Melanchon sem er frambjóðandi vinstri manna og fékk hann um 22% atkvæða. Melanchon hefur skorað á kjósendur sína að kjósa ekki Le Pen þó að ekki hafi hann lýst stuðningi við Macron. Atkvæði þeirra sem kusu Melancho í fyrri umferðinni gætu skipt öllu þegar kosið verður eftir tvær vikur milli Macrons og Le Pen. Fyrir fimm árum var líka kosið milli þeirra Marine Le Pen og Macron í seinni umferð forse
4/11/202210 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Krafa um rannsóknarnefnd, kosningar og samfélagsmiðlar og gagnaver

Salan á Íslandsbanka var áberandi í umræðum í þingsal í dag. Þingmenn úr stjórnarandstöðu fóru fram á að hlé yrði gert á þingfundi eftir að grein birtist í Kjarnanum þar sem haft er eftir Sigríði Benediktsdóttur, hagfræðingi við Yale-háskóla, að söluferlið hafi verið ólöglegt. Sigríður er fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands og sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið. Hún segir í viðtali við Kjarnann að þegar yfir 150 kaupendur séu valdir til að kaupa magn bréfa, sem sé svo lítið að það hefði ekki hreyft við markaðsvirði Íslandsbanka ef þeir hefðu keypt á eftirmarkaði, brjóti það í bága við lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins um úttekt á útboðinu og sölunni. Tilkoma samfélagsmiðla hefur á liðnum árum gjörbreytt kosningabaráttu í vestrænum lýðræðisríkjum. Segja má að straumhvörf hafi orðið þegar upp komst árið 2018 að breska fyrirtækið Cambridge analytica hafði selt forsetaframboði Donalds Trumps persónuupplýsingar um 87 mlljóna Facebook notenda fyrir forsetakosningarnar 2016. Í kjölfarið var persónuverndarlöggjöf víða breytt á vesturlöndum. Sveitarstjórnarkosningar verða hér á landi eftir rúman mánuð. Í gær var haldinn rafrænn fundur á vegum Persónuverndar, Fjarskiptastofu, Fjölmiðlanefndar, Landskjörstjórnar, lögreglu og netöryggissveitarinnar CERT-IS um stafrænar áskoranir frambjóðenda í aðdraganda kosninganna. Almennir frambjóðendur voru hvattir til að sækja fundinn því það er margt að varast í kosningabaráttunni. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Erlend stórfyrirtæki hafa fengið milljarðastyrki til að byggja gagnaver í Svíþjóð. Í staðinn vonuðust stjórnvöld eftir þúsundum starfa, verðmætri þekking og betri stafrænum innviðum. Styrkirnir sæta vaxandi gagnrýni, sem og lágt raforkuver til gagnaveranna. Og nú hefur ríkisendurskoðun tekið málið til athugunar. Helstu atriði frétta: Ríkisendurskoðun stefnir að því að skila úttekt á útboði og sölu ríkisins á Íslandsbanka í júní. Kröfu stjórnarandstöðunnar um að rannsóknarnefnd á vegum Alþingis rannsaki útboðið var hafnað. Bankasýsla ríkisins vísar á bug gagnrýni hagfræðings, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um hrunið, að lög hafi verið brotin við söluna á Íslandsbanka. 11 flokkar bjóða fram til borgarstjórnar í vor. Framboðsfrestur rann út í dag. Framboð í Reykjavík var í miklu kapphlaupi við tímann til að skila inn meðmælum í tæka tíð. Sáralitlu munar á fylgi Emmanuels Macrons Frakklandsforseta og Marine
4/8/20229 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 7. apríl 2022

Spegillinn 7. apríl 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Rússland var í dag rekið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna vegna innrásarinnar í Úkraínu. Slíkt hefur gerst aðeins einu sinni áður. Fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að ríkisendurskoðandi skoði og geri úttekt á ferlinu við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þrjú félög sem tengjast málum sem héraðssaksóknari rannsakar eru meðal þeirra sem keyptu hlutabréf með afslætti í lokuðu útboði á tuttugu og tveggja og hálfs prósents hlut í Íslandsbanka. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, ætla að hittast á fundi í fyrramálið, en Sigurður Ingi baðst á dögunum afsökunar á orðum sem hann viðhafði um Vigdísi. Skæð fuglaflensa hefur fundist í haferni hjér á landi og er það í fyrsta sinn sem slík veira finnst hér. Tíu lögreglumenn og sérfræðingar á vegum héaðssaksóknara eru við skýrslutökur og húsleit vegna Innheimtustofnunar sveitarfélaga á Ísafirði. Fjórir hafa verið sakfelldir fyrir hrottalega frelsissviptingu á manni á Akureyri í september 2017. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í málinu í gær. Ísland lagði Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag 5-0. Lengri umfjöllun: Salan á Íslandsbanka hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð, bæði úti í samfélaginu, á Alþingi og víðar. Listi yfir þá sem keyptu hlut í bankanum var gerður opinber í gær, þrátt fyrir að Bankasýsla ríkisins, sem annaðist söluna, hafi talið að slíkan lista mætti ekki birta. Bjarni Rúnarsson ræddi við Lárus Blöndal stjórnarformann bankasýslunnar í dag. Enn einu sinni standa öll spjót á heilbrigðisyfirvöldum og yfirstjórn Landsspítalns að leysa vanda bráðmóttöku spítalans. Hjúkrunarfræðingar á móttökunni krefjast þess að stjórnvöld og Landspítali staðfesti skriflega að ábyrgðin liggi þar en ekki hjá hjúkrunarfræðingum, komi upp alvarleg atvik sem rekja megi beint eða óbeint til álags á Bráðamótttökunni. Ástandið á Bráðamóttökunni sé það versta sem komið hefur upp í rúman áratug. Ólöf Rún Skúladóttir fréttamaður ræddi í dag við Runólf Pálsson forstjóra Landspítlans um kröfur hjúkrunarfræðinga. Runólfur tók við forstjórastarfinu fyrir rúmum mánuði.
4/7/202210 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Votta Jehóva og fjölgun erlendra ríkisborgara á kjörskrá

Vottar Jehóva sæta víðar gagnrýni en á Íslandi. Í Noregi er nú beðið úrskurðar hæstaréttar um hvort forystumenn trúfélagsins megi fella dóma byggða á Biblíunni og í andstöðu við lög landsins. Gísli Kristjánsson, fréttaritari í Ósló, hefur kynnt sér þetta mál. Það styttist í sveitarstjórnarkosningar. Þær fara fram 14. maí. Nokkrar breytingar koma í fyrsta sinn til framkvæmda í þessum kosningum eftir að ný kosningalög tóku gildi um áramótin. Nú gilda ein lög fyrir allar kosningar, í stað fjögurra lagabálka. Þegar nýju lögin tóku gildi var sett á fót ný landskjörstjórn, sem er sjálfstæð nefnd sem heyrir ekki beint undir dómsmálaráðuneytið, nema stjórnarfarslega. Þó svo að hún heiti það sama og fyrri landskjörstjórn þá felst breytingin í að rjúfa tengsl á milli ráðuneytisins og kjörstjórnarinnar. Kosningaeftirlit ÖSE,Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, hafði bent á vankanta í fyrri kosningalögum, til að mynda að það hefði verið hægt að kjósa án þess að öll framboð væru komin fram. Þessu hefur nú verið breytt. Nýju lögin hafa það í för með sér að það fjölgar verulega erlendum ríkisborgurum sem hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum. Þá eru einnig strangari skilyrði um hverjir mega sitja í kjörstjórnum. Á Íslandi er töluverður munur á kjörsókn erlendra ríkisborgara frá Norðurlöndunum og þeirra sem eiga rætur að rekja til annarra landa. Bjarni Rúnarsson ræddi við Ástríði Jóhannesdóttur framkvæmdastjóra nýju landskjörstjórnarinnar. Helstu atriði frétta Listi yfir þá sem keyptu hlut í Íslandsbanka var birtur í dag. Lífeyrissjóðir eru áberandi meðal kaupenda. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins óttast að stríðið í Úkraínu geti staðið árum saman. Ekkert bendi til annars en að Pútín ætli að leggja alla Úkraínu undir sig. Pólverjar óttast ekki að Rússar ráðist inn í Pólland. Almenningur í Póllandi er stoltur af móttöku flóttafólks en kallar eftir meiri stuðningi frá stjórnvöldum. Fátækt og ójöfnuður er stórt lýðheilsuvandamál sem litið er fram hjá að mati heimilislæknis. Fátækt sé jafnstór áhættuþáttur og reykingar hjá þeim sem þjást af hjarta og æðasjúkdómum Farið gæti svo að kötturinn Reykjavík yrði bæjarstjóri á Akureyri. Hann er efstur á lista Kattaframboðsins sem kynntur var í dag. Framboðið er stofnað til höfuðs lausagöngubanni katta sem bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður:Mark Eldred. Fréttaútsendingu stjórnaði Valgerður Þorsteinsdóttir.
4/6/202210 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Lokaviðvörun í loftslagsmálum, skipulagsmál og grænlenskir bændur

Lokaviðvörun til yfirvalda er yfirskrift nýrrar loftslagsskýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna. Þetta er þriðji hluti sjöttu skýrslunnar um loftslagsbreytingar og snýr hann að því til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til að halda hnattrænni hlýnun í skefjum. Skýrslan er yfirgripsmikil, telur hátt í 3.700 blaðsíður og er hugsuð sem leiðarvísir í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Bjarni Rúnarsson ræddi við Brynhildur Davíðsdóttir, varaformaður loftslagsráðs og prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands Gauti Jóhannesson, fráfarandi forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi er ósáttur líkt og margir sveitarstjórnarmenn við að skipulagsvald haf- og strandsvæða sé ekki hjá sveitarfélögunum. Lagaumhverfið hefði mátt vera skýrara í kringum fiskeldi í fjörðunum, lögin um haf- og strandsvæði hafi verið sett fyrst og fremst til að bregðast við fiskeldi og hann vonar að áður en beislun vindorku fer lengra verði lagaumhverfið komið á betri rekspöl en reyndin varð með haf- og strandsvæðin. Rúnar Snær Reynisson ræddi við Gauta. Ný og mjög vísindalega kenning er komin fram um af hverju byggð Norrænna manna lagðist af á Grænlandi á 15. öld. Ekki var það kuldinn og ekki var það vankunnátta við veiðar heldur óbærilegir þurrkar. Þarna er komið nýtt svar við gamalli gátu eins og Gísli Kristjánsson, fréttaritari í Osló, rekur hér. Helstu atriði frétta: Forseti Úkraínu fór ófögum orðum um framferði innrásarhers Rússa þegar hann ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag. Annaðhvort ætti að reka Rússa úr ráðinu eða leggja það niður. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mætti til þings og gerði grein fyrir ummælum sínum um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í seinustu viku. Öllum íbúum Shanghai, fjölmennustu borgar Kína, hefur verið skipað að halda sig heima til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Rúmlega þrettán þúsund smit greindust þar í gær. Ungur Akureyringur sem er sjálfboðaliði með hópi fólks við landamæri Úkraínu safnar fyrir bíl til að hjálpa fólki í neyð. Hann er vongóður um að Íslendingar leggi söfnuninni lið. Spegillinn 5. apríl 2022. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
4/5/20229 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 4.apríl 2022

Spegillinn 4.apríl 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Bandaríkjaforseti vill að að Pútín Rússlandsforseti verði dreginn fyrir stríðsglæpadómstól vegna fjöldamorðanna í Bucha í Úkraínu. Rætt við Arnar Björnsson fréttamann sem nýkominn er til Varsjár til að fygjast með móttöku flóttamanna frá Úkraínu. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur beðist afsökunar á orðum sem hann viðhafði um húðlit framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í tengslum við Búnaðarþing fyrir helgi. Stjórnarskipti eru framundan á Grænlandi. Samsteypustjórnin sem mynduð var eftir kosningar í apríl í fyrra lifði í tæpt ár. Einn af hverjum tíu nemendum á unglingastigi segir að lesblinda hafi mikil eða mjög mikil áhrif á frammistöðu í námi. Félag lesblindra á Íslandi segir þetta ekki koma á óvart og hefur sent ákalll til stjórnvalda. Meirihluti nemenda í efstu bekkjum grunnskóla og í framhaldsskóla hefur horft á klám. Allt að þrefalt fleiri strákar en stelpur á þessum aldri hafa horft á klám og þeir eru ánægðari með áhorfið en stelpurnar. Lengri umfjöllun: Rússar hafa verið sakaðir um stríðsglæpi í Úkraínu. Skelfilegar fregnir bárust um helgina frá bænum Bútsja, skammt frá Kænugarði, þar sem almennir borgarar voru teknir af lífi úti á götu úti. Rússar eru sagðir hafa framið stríðsglæpi, fjöldamorð og jafnvel þjóðarmorð. Kallað hefur verið eftir hertum aðgerðum gegn Rússum vegna voðaverkanna, til að mynda innan Evrópusambandsins. En hvað eru stríðsglæpir? Er ekki glæpur að ráðast inn á landsvæði, myrða þar allt sem á vegi verður, hvort sem þeir eru í búningi eða ekki? Hvar liggur þröskuldurinn á milli stríðsreksturs og stríðsglæpa? Bjarni Rúnarsson ræðir við Þórdísi Ingadóttur, prófessor við lögfræðideild Háskólans í Reykjavík. Óhugnanlegar myndir af ætluðum voðaverkum rússneska hersins í bænum Bútsja í Úkraínu vöktu mikinn óhug um heimsbyggð alla í gær. Þar virtist sem óbreyttir borgar, karlar, konur og börn, hefðu verið myrtir með köldu blóði. Hundruð líka fundust á götum, í kjöllurum húsa og fjöldagröfum í bænum. En hefur þessi afhjúpun einhver áhrif á gang stríðsins? Brynja Huld Óskarsdóttir varnar- og öryggismálasérfræðingur óttast að átökin eigi eftir að harðna og að átökin geti þróast í þjóðernisátök. Kristján Sigurjónsson ræðir við Brynju Huld.
4/4/20229 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 1. apríl 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Rauði krossinn frestaði í dag að bjarga fólki úr umsetnu hafnarborginni Mariupol. Ekki tókst að komast til borgarinnar enda öryggi ekki nægilega tryggt. Heilbrigðisráðherra hefur endurvakið starfshóp um öryggi sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Starfsfólk fæðingarþjónustu Landspítala ætlar að læra af frásögnum kvenna sem í vikunni hafa lýst mistökum í heilbrigðiskerfinu. Varnir sjóleiða og mikilvægra öryggisinnviða við Ísland verða æfðar næstu tvær vikur. Varnaræfingin Norður Víkingur hefst á morgun með þátttöku ríflega 700 manns frá fimm NATÓ ríkjum Rússneskar steikur, pizzuberar og heimsendingar á hestbaki vöktu athygli landsmanna í dag, fyrsta apríl. Ætla má að allnokkrir Íslendingar hafi hlaupið apríl. Eftir langvinna og mannskæða borgarastyrjöld hafa stríðandi fylkingar í Jemen sammælst um vopnahlé að undirlagi Sameinuðu þjóðanna. Lengri umfjöllun: Nú eru um 560 flóttamenn frá Úkraínu komnir hingað til lands. Rúmlega 300 manns eru hér í leit að skjóli frá öðrum löndum. Það gengur nokkuð vel að finna þessu fólki dvalarstað hér á landi, en um 1.800 íbúðir hafa verið boðnar fram til skamms tíma og um 200 til lengri tíma. Bólusetningastaða í Úkraínu er allt önnur en hér á landi, ekki aðeins gagnvart covid-19, heldur einnig gagnvart öðrum smitsjúkdómum eins og berklum. Nokkuð minna er af börnum í hópi flóttamanna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Af 560 manns eru þau um 150, en þeim sem koma þarf að koma í skóla. Þar þarf að mæta börnunum þar sem þau eru, og bjóða þeim nám við hæfi. Nú þegar hafa um 26 sveitarfélög veitt vilyrði fyrir að taka á móti fólki á næstu vikum. Á mánudaginn verður móttökumiðstöð fyrir flóttafólk í Domus medica við Snorrabraut í Reykjavík tekin í notkun. Þar á fólk að geta skráð sig og fengið dvalarleyfi og önnur réttindi. Bjarni Rúnarsson ræddi í dag við Gylfa Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóra yfir móttöku flóttafólks um gang móttökunnar. Blaðamannadagurinn er í dag. Fjölmiðlar margir hverjir opnuðu dyr fyrir almenningi og kynntu starfsemi sína. Nú stendur yfir athöfn þar sem Blaðamannaverðlaunin fyrir 2021 eru afhent. Kristján Sigurjónsson ræðir við Friðrik Þór Guðmundsson, margreindan blaðamann og stundakennara í blaða og fréttamennsku við Háskóla Íslands.
4/1/20228 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Tvö stríð Rússa og skipulagsmál sveitarfélaga

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í seinustu viku að meðal viðbragða Íslands vegna stríðsins í Úkraínu verði að efla netvarnir landsins. Seinustu misseri hafa þeir sem hafa eftirlit með netglæpum orðið varir við aukna skimun á kerfum hér á landi, en ekki árásir. Skönnun kerfa hefur sexfaldast á seinustu vikum sem gefur ástæðu til að hafa varann á. Netöryggi hefur verið mörgum hugleikið eftir að stór veikleiki uppgötvaðist í lok seinasta árs, þegar óvissustigi almannavarna var í fyrsta sinn lýst yfir vegna netógnar. Í dag var haldin ráðstefna á vegum Syndis, þar sem öryggismál net- og tölvukerfa voru í brennidepli. Tvö stríð eiga sér í rauninni stað, annars vegar það sem háð er á vígvellinum og hins vegar eru hópar hakkara að herja á kerfi Rússa. Spegillinn ræddi við Anton Má Egilsson aðstoðarforstjóra Syndis og Guðmund Arnar Sigmundsson, forstöðumann netöryggissveitarinnar CERT-IS. Skipulagsmálin eru meðal mikilvægustu verkefna sveitarstjórna; þau er alfa og omega sveitarstjórnarmanna því þar er samfélag mótað til lengri tíma, segir Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samráð við íbúa skiptir þar miklu og er lögboðið; en fólk þarf að vera vel vakandi og koma athugasemdum sínum við skipulag á framfæri í tíma. Það er erfitt að sveigja af leið þegar byrjað er að byggja. Það er því áskorun fyrir sveitarfélögin að halda vel utan um kynningarmálin. Aldís segir að skipulagsmál séu vissulega pólitísk en ekki endilega flokkspólitísk. Rútur sem flytja áttu fólk frá borginni Mariupol hafa verið stöðvaðar af rússneskum hermönnum. Forseti Rússlands hótar að stöðva gassölu til Evrópu strax nú um mánaðamótin nema að greitt sé í rúblum fyrir gasið. Móðir stúlku sem fæddist andvana telur að mögulega hefði verið hægt að bjarga barninu ef heilbrigðisstarfsfólk hefði tekið mark á áhyggjum hennar dagana á undan. Spennan fer vaxandi fyrir forsetakosningarnar í Frakklandi. Ný könnun sýnir að Emmanuel Macron vinni Marine Le Pen aðeins með fimm prósentustiga mun í seinni umferð kosninganna. Tíu starfsmenn á skrifstofu Eflingar sögðu upp störfum í febrúar og mars. Aðalfundur er hjá félaginu 8. apríl þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir tekur aftur við embætti formanns. Umboðsmaður barna segir stöðu á biðlistum eftir ýmsum greiningum barna vera óásættanlega. Móðir barns sem hefur beðið í 21 mánuð eftir einhverfugreiningu segir hræðilegt að þurfa að horfa upp á vanda barns síns aukast. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússon Fréttaútsendingu stjórnaði Margrét Júl
3/31/202230 minutes
Episode Artwork

Rússar sakaðir um skipulagðar nauðganir í Úkraínu

Bandaríkin ætla að styrkja ríkissjóð Úkraínumanna um 500 milljónir dala. Rússneski herinn er sagður í biðstöðu og búa sig undir nýja sókn í austri. Arnar Þór Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að farið verði yfir samkrull fjölmiðla og valdhafa í COVID-faraldrinum. Formenn heilbrigðisstétta í Bandalagi háskólamanna segja að hægt sé að bæta kjör þeirra strax með stofnanasamningum, ekki þurfi að bíða kjarasamninga. Arnar Björnsson tók saman og talaði við Öldu Margréti Hauksdóttur, formann félags lífeindafræðinga. Fatlað fólk eldra en tvítugt hefur sáralítið val um frekara nám, segir Helga Gísladóttir forstöðumaður Fjölmenntar. Auka þurfi framboðið því fatlaðir vilji mennta sig eins og aðrir. Lára Þorsteinsdóttir, sem er með ódæmigerðia einhverfu og ADHD er í diplómanámi við Háskóla Íslands en hefði viljað læra þar sögu, Ásrún Brynja Ingvarsdóttir tók saman. Haukur Holm ræddi við Láru. Réttarhöld hófust í Washington höfuðborg Bandaríkjanna í dag yfir liðsmanni hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Sá ákærði var meðlimur mannræningja- og aftökuhóps sem fengið hefur viðurnefnið ?Bítlarnir?. Markús Þórhallsson sagði frá. ----------- Þess eru talin sjást merki að rússneski herinn beiti kynferðisofbeldi markvisst í stríðinu í Úkraínu, Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við Esther Hallsdóttur, meistaranema við Harvardháskóla sem tekur þátt í rannsóknum á kynferðisofbeldi í stríði. Bjarni Rúnarsson tók saman. Samgöngur, húsnæði, fyrirkomulag byggðar, virkjanir, nýting lands og jafnvel sjávar - allt eru þetta mál sem snerta okkur og tengjast skipulagi í aðdragand kosninga verður fjallað um skipulagsmál í Speglinum. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur, forstjóra Skipulagsstofnunar. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
3/30/20229 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Fjármálaáætlun og skólaþjónusta

Fjármálaáætlun næstu ára er óraunhæf að dómi stjórnarandstöðunnar og stuðlar ekki að velferð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, (M) segir hana byggjast á óskhyggju síðasta árs, Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F) saknar aðgerða fyrir heimilin. Rússnesk stjórnvöld eru ekki reiðubúin að hleypa mannúðaraðstoð til hafnarborgarinnar Mariupol að svo stöddu. Forseti Frakklands ræddi þessi mál við Pútín Rússlandsforseta í síma í dag. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman. Breyting á skipulagi og framkvæmd leghálsskimunar í byrjun síðasta árs misfórst að dómi læknafélags Íslands; Svo virðist sem yfirsýn og verkefnastjórnun hafi brugðist hjá heilbrigðisráðuneytinu. Urður Örlygsdóttir tók saman og talaði við Reyni Tómas Geirsson formann vinnuhóps Læknafélagsins. Seðlabankastjóri vill að dregið verði úr verðtryggðum fasteignalánum og helst að lífeyrissjóðir minnki umsvif á lánamarkaði. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman af fundi efnahags og viðskiptanefndar. Nýting auðlinda Breiðafjarðar verður í forgrunni Þekkingar- og rannsóknaseturs sem stefnt er að í Stykkishólmi. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóra í Stykkishólmi. ------- BJarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar segir að auka þurfi framboð á íbúðalóðum til að bregðast við húsnæðisvandanum. Það sé þó gleðilegt hversu margir fyrstu kaupendur hafi komist inn á markaðinn á seinasta ári. Björn Leví Gunnarsson, (P) segir vandann hafa aukist og röðina inn á húsnæðismarkaðinn einungis hafa lengst. Bjarni Rúnarsson ræðir við þau um nýkynnta fjármálaáætlun. Áhersla í skólaþjónustu sveitarfélaga síðastliðinn aldarfjórðung hefur færst yfir í það að taka frekar á vanda nemenda en að styðja kennara og veita þeim ráðgjöf. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar Háskólans á Akureyri. Kristján Sigurjónsson ræðir við Hermínu Gunnþórsdóttur, prófessor við HA. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
3/29/202210 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Fæðuöryggi, sameiningar sveitarfélaga og óþekktir tónlistarmenn

Fæðuöryggi, birgðahald, olíuverð og viðbrögð stjórnvalda vegna áhrifa stríðsins í Úkraínu voru þingmönnum hugleikin í óundirbúnum fyrirspurnum við upphaf þingfundar (líkt og í sérstöku umræðunni sem sagt var frá fyrr í fréttatímanum). Ráðherrar sögðu fyllstu ástæðu til að efla innlenda framleiðslu en hvorki væri ástæða til óttast fæðu né fóðurskort hér í ár. Tvær sameiningar sveitarfélaga voru samþykktar um helgina. Annars vegar fara Langanesbyggð og Svalbarðshreppur á Norðausturlandi í eina sæng og hins vegar Helgafellssveit og Stykkishólmsbær á Snæfellsnesi. Við sameiningu verður til nýtt 600 manna sveitarfélag á Norðurlandi eystra og 1250 manna fyrir vestan. Helgafellssveit og Svalbarðshreppur eru með fámennustu sveitarfélögum landsins, með innan við 100 íbúa hvort. Frá því í fyrrasumar hafa íbúar í 19 sveitarfélögum kosið um sameiningu; í Suður-Þingeyjarsýslu, tvisvar í Austur-Húnavatnssýslu, á Suðurlandi, Snæfellsnesi og í Skagafirði. Sumt var fellt, og annað samþykkt. Sigurður Ármann Snævarr er sviðstjóri hag og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin sem samþykktu sameiningu um helgina höfðu áður ýmist kollfellt sameiningu, eða hún verið kærð og felld úr gildi. Hvað hefur breyst að mati Sigurðar? Bjarni Rúnarsson ræddi við Sigurð. Hópur alls óþekktra tónlistarmanna hefur náð mikilli spilun á streymisveitunni Spotify, með einfaldri, oft endurtekningasamri tónlist. Að baki tónlistarmönnunum er sænskt útgáfufyrirtæki sem hefur hagnast vel en forsvarsmenn þess vilja sem minnst segja um árangurinn. Kári Gylfason segir frá. Helstu atriði frétta: Fimm þúsund manns hið minnsta eru talin hafa beðið bana í hafnarborginni Mariupol í Úkraínu síðan Rússar hófu umsátur um borgina. Þar er enn mikil neyð og þúsundir innlyksa. Talið er að eitrað hafi verið fyrir erindrekum sem tóku þátt í friðarviðræðum Úkraínumanna og Rússa í byrjun mánaðarins. Þeirra á meðal er rússneski auðmaðurinn Roman Abramovich. Á tímabilinu 2010 til 2020 voru sex myrtir af maka sínum. Í fimm af þessum sex tilvikum voru karlar gerendur og konur þolendur. Miklir vatnavextir hafa verið síðustu daga víða um land. Bóndi í Ásahreppi segist ekki hafa séð jafnmikil flóð allan sinn tólf ára búskap í hreppnum. Kostnaður sveitarfélaga á hvern grunnskólanemanda er allt að fimmfalt meiri hjá minni sveitarfélögum en hjá þeim stóru. Sveitarfélögum fækkar um tvö eftir að sameining var samþykkt um helgina. Akureyrarbær hefur hafnað ósk ríkisins um að byggja bílakjallara undir fyrirhugaða heilsugæslustöð. Forsætisráðherra boðar
3/28/20229 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Vilhjálmur Birgisson var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins í morgun. Hann hlaut 70 atkvæði af 130 sem greidd voru í formannskjörinu, það eru tæp 54 prósent. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hlaut 60 atkvæði, sem eru rúm 46 prósent. Vilhjálmur tekur við formennsku af Birni Snæbjörnssyni sem tilkynnti í upphafi þessa kjörtímabils að það yrði hans síðasta. Ágúst Ólafsson, fréttamaður á Akureyri ræddi við Vilhjálm skömmu eftir kjörið í dag. Kaup rússneskra auðmanna á fasteignum, sem gætu verið hernaðarlega mikilvægar, hafa aftur komist í sviðsljósið í Finnlandi og Svíþjóð eftir innrás Rússa. Illa heppnað hótel eða vel heppnað hernaðarmannvirki? Íbúðarhús í niðurníðslu eða herskálar, tilbúnir til notkunar? Þetta eru þær undarlegu spurningar sem spurt er í umræðunni um fasteignir rússneska olígarka í Finnlandi og Svíþjóð. Kári Gylfason talar frá Stokkhólmi. Helstu atriði frétta: Rússnesk yfirvöld segja um 1.300 hermenn hafa fallið í Úkraínu. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa náð samkomulagi sem miðar að því að draga verulega úr kaupum Evrópuríkja á rússnesku jarðgasi. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið fimmföldun í kortlagningu á íslenska netkerfinu, segir sviðsstjóri CERT-IS. Netþrjótar geti þannig aflað sér upplýsinga sem hægt sé að nýta til netárása eða innbrota. Rannsókn á máli læknis hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur undið upp á sig. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið eiga sér engin fordæmi í íslenskri réttarsögu Þriðja hvert ungmenni hér á landi notar nikótínpúða. Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu gagnrýna frumvarp heilbrigðisráðherra um bann við slíkum púðum. Spegillinn 25. mars 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður var Mark Eldred Fréttaútsendingu stjórnaði Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
3/25/20229 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Leiðtogar funda í Brussel og skólamál

Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kynntu í dag hertar aðgerðir og aukinn viðbúnað í Austur-Evrópu. Hér á landi á að auka netöryggi og viðbúið er að aukin umferð um varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli fylgi stríðsátökunum í Úkraínu. Við ræðum við forsætisráðherra sem er í Brussel. Og við höldum áfram að fjalla um skólamál í seinni hluta þáttarins. Mennta- og barnamálaráðherra bindur vonir við að ný menntastefna og ný löggjöf um farsæld minnki meðal annars það bil sem er á milli skólakerfa, og mismun á milli skóla í þéttbýli og í dreifðari byggðum. Bjarni Rúnarsson ræddi við Ásmund Einar Daðason, mennta og barnamálaráðherra. Helstu atriði frétta: Forsætisráðherra segir að hertar aðgerðir þýði ekki beina aðkomu Íslands. Hér snúi þær fyrst og fremst að mannúðarmálum, móttöku flóttamanna og auknum fjárfestingum í netöryggismálum Lögmaður tveggja barna Sævars Ciesielski, sem dæmdar voru 154 milljónir króna í bætur í dag, telur víst að niðurstaðan hvetji aðra afkomendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu til að gera kröfur á hendur ríkissjóði. Bandalag háskólamanna vill að lífeyrissjóðir fái að fjárfesta frekar og hraðar í erlendum eignum en gert er ráð fyrir í tillögu frumvarps fjármálaráðherra. Líklegt er að ráðast þurfi í lagfæringar til bráðabirgða í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli til að greiða fyrir auknu millilandaflugi þar í sumar. Spegillinn 24. mars 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
3/24/20229 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Salan á Íslandsbanka og lífeyrismál

Síðdegis í gær var tilkynnt um sölu á rúmlega fimmtungs hlut ríkisins í Íslandsbanka. Eftirspurn var mikil og fékk ríkið 52 og hálfan milljarð fyrir hlutina sem voru seldir og á nú 42,5% í bankanum; ekki kemur í ljós hverjir keyptu fyrr en í næstu viku en hlutirnir voru boðnir stofnfjárfestum ekki almenningi. Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir ýmislegt skýra það að þessu sinni séu hlutir boðnir fagfjárfestum. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Má. Alltof margir spá lítið sem ekkert í lífeyrisréttindum sínum og fólk er helst til kærulaust með að ganga úr skugga um að allt sé með felldu. Lífeyrisréttindi sambúðarfólks geta verið misjöfn og það þarf að passa tímanlega að réttindi hvers og eins séu tryggð. Bjarni Rúnarsson ræddi við Þóreyju S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða og fyrst var spurt hverju fólk flaskar helst á í lífeyrismálum. Helstu atriði frétta: Fjármálaráðherra segir að við söluna á bréfum í Íslandsbanka hafi áhersla verið lögð á að fá kaupendur að borðinu sem ekki væru að leita að skjótfengnum gróða. Tvennt var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir sprengingu í verksmiðju á Grenivík síðdegis í dag. Báðir eru mikið slasaðir. Íbúum úkraínsku borgarinnar Chernihiv er haldið í gíslingu af rússneska hernum að sögn umboðsmanns mannréttindamála í Úkraínu. Framkvæmdastjóri NATO boðar aukinn viðbúnað í Austur-Evrópu. Fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins vonast til að öldur innan verkalýðshreyfingarnar lægi á næstunni. Þar geti eftirmaður hans lagt hönd á plóg. Frá og með fyrsta apríl verða hraðpróf hjá einkafyrirtækjum ekki lengur ókeypis. Spegillinn 23. mars 2022. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendinga: Valgerður Þorsteinsdóttir.
3/23/20229 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Sjúkrahús eyðilögð í Úkraínu, sala á hlut í Íslandsbanka og skólamál

Spegillinn 22. mars 2022 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir, Tæknimaður: Markús Hjaltason Rússneski herinn hefur gjöreyðilagt minnst 10 spítala í Úkraínu að sögn yfirvalda þar. Antoniu Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir áhrifa stríðsins gæta um víða veröld og ógna fæðuöryggi í heiminum. Ólöf Ragnarsdóttir tók saman. Ríkið gæti fengið um 50 milljarða króna fyrir þá hluti sína í Íslandsbanka sem settir voru í sölu í dag. Stjórnvöld þurfa að bregðast við hækkandi olíuverði af meiri festu segir Breki Karlsson, formaður neytendasamtakanna. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við hann. Mörg Evrópuríki fóru of bratt í að slaka á sóttvörnum vegna COVID að dómi Hans Kluges umdæmisstjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Faraldurinn er enn í uppsveiflu í fjölmörgum ríkjum í álfunni. Ólöf Ragnarsdóttir tók saman. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanrikisráðherra segir sorglegt að sjá árangur af þróunarsamvinnu nánast þurrkast út í COVID-faraldrinum. Diljá Mist Einarsdóttir, (D) var málshefjandi sérstakrar umræðu um þróunarsamvinnu á þingi í dag. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri segir að að ræða eigi á ný um lausagöngu katta í bænum. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við hana. ------------ Þrátt fyrir linnulausa bardaga er rætt um að mjakist í friðarátt í viðræðum fulltrúa ríkjanna; haft eftir talsmanni Kremlar að lítils háttar árangur sé að nást þó að það mætti vera meira hald í viðræðunum. Forseti Úkraínu sagðist í gær tilbúinn að falla frá umsókn um aðild að Atlantshafsbandalaginu og að ræða mætti um framtíð Krímskaga og Donbas. Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum segir að því miður sé allt útlit fyrir að átökin í Úkraínu dragist á langinn. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Ingvar Sigurgeirsson kennslufræðiprófessor sagði í Speglinum gær að stór og fjársterk sveitarfélög rækju grunnskólann yfirleitt með prýði, en reynslan hefði sýnt að börn í litlum og fjárhagslega illa settum sveitarfélögum hefðu setið eftir í þjónustu eftir að sveitarfélögin tóku við grunnskólanum af ríkinu fyrir 25 árum. Kristján Sigurjónsson ræðir við Svandísi Ingimundardóttur skólamálafulltrúa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
3/22/20229 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 21. mars 2022

Spegillinn 21. mars 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Varnarmálaráðherra Úkraínu segir Rússa fremja þjóðarmorð í borginni Mariupol þar sem hundruð þúsunda hafa setið föst í þrjár vikur án vatns og rafmagns. Sendiherra Bandaríkjanna hefur verið kallaður á teppið í Moskvu. Nauðsynlegt er að tryggja að laun æðstu stjórnenda hjá ríkinu auki ekki á gliðnun í samfélaginu segir forsætisráðherra. Hreinsunarstörfum eftir olíuleka á Suðureyri í Súgandafirði er lokið, stormatíðin reyndist hjálpleg í að losna við olíumengunina. Íbúafundur verður á Suðureyri í vikunni. Íslenskur talmeinafræðingur sem ekki fékk að sinna fjarþjónustu við börn þar sem hún býr í Danmörku hafði betur í glímu sinni við Sjúkratryggingar. Eftir að lögfræðingar EFTA skárust í málið var henni leyft að sinna börnum á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur mikilvægt að það sé meirihluti á Alþingi til að hægt sé að fylgja eftir aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Ef sá meirihluti sé fyrir hendi eigi hann að leita leiðsagnar þjóðarinnar áður en haldið sé áfram. Ekki stendur til að ráða prest til að sinna sálgæslu við Sjúkrahúsið á Akureyri þrátt fyrir að sú staða hafa verið laus í nokkurn tíma. Lengri umfjöllun: Það sem af er ári hafa 620 manns sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þar af eru tæplega 400 umsóknir frá Úkraínu, í þessum mánuði einum. Það mæðir mikið á Útlendingastofnun vegna þessa. Opnuð verður sérstök móttökustöð þar sem allt verður undir einum hatti fyrir flóttafólk frá Úkraínu, í Domus Medica við Egilsgötu í Reykjavík. Ólöf Rún Skúladóttir ræddi í dag við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar. Kristín var fyrst spurð að því hvernig stofnunin ætli að takast á við þetta stóra verkefni sem móttaka flóttafólks er. Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga fyrir 25 árum var gæfuspor fyrir stór, öflug sveitarfélög og minni vel stæð sveitarfélög. Þetta segir Ingvar Sigurgeirsson fyrrverandi prófessor í kennslufræði. Börn í litlum og/eða fjárhagslega illa stæðum sveitarfélögum líða tíðum fyrir ójöfnuð því baktryggingu vantar. Grunnskólinn hefur nú verið á forræði sveitarfélaganna í landinu í rúm 25 ár. 1. ágúst 1996 tóku sveitarfélögin við rekstri grunnskólans af ríkinu. Þetta var stórt skref, einn viðamesti flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga sem um getur. Ingvar Sigurgeirsson fyrrverandi prófessor í kennslufræði við Háskóla Íslands og nú sjálfstætt starfandi skólaráðgjafi hefur góða yfirsýn yfir hvernig til hefur tekist síðastliðin 25 ár. Hann he
3/21/202210 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Eins árs afmæli Geldingadalagossins og vindorka í Svíþjóð

Á morgun er liðið eitt frá frá því að eldgos hófst í Geldingadölum. Gosið stóð yfir stóran hluta síðasta árs en engin eldvirkni hefur verið þar síðan seint í haust. Margir lögðu leið sína í Geldingadali til að bera það augum. Kristján sigurjónsson ræðir við Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing sem fylgdist grannt með þróun gossins allt frá upphafi. Og í síðari hluta þáttarins lítum við til Svíþjóðar þar sem framleiðsla vindorkuvera hefur aukist til muna seinustu ár. Nokkurrar andstöðu gætir meðal Svía um þau miklu áform sem uppi eru. Helstu atriði frétta: Borgaryfirvöld í Mariupol segja að enginn hafi fallið í sprengjuárás á leikhús, þar sem yfir þúsund manns leituðu skjóls. Forseti Kína sagði við forseta Bandaríkjanna, í samtali um Úkraínu, að stríð sé engum til góðs. Daglega koma um fimm til tíu börn með covid á Landspítala. Ekki eru öll lögð inn vegna covid, en fjöldi covid-sjúklinga þyngir starfsemina, segir yfirlæknir barnadeildar Landspítalans. Umhverfis- orku og loftslagsráðherra segir að það komi ekki til greina að fresta loftslagsmarkmiðum vegna afleiðinga stríðsátaka í Úkraínu. Hagsmunir verði vart ríkari en þau áhrif sem loftslagsbreytingar geti valdið. Eigandi Bjórlands fagnar úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem í dag vísaði frá máli ÁTVR gegn tveimur vefverslunum með áfengi. Hann spáir því að lögum verði breytt innan skamms, frekar en að stjórnvöld fari í hart. Grásleppusjómenn undirbúa nú vertíð í mikilli óvissu en þeir mega leggja net sín á sunnudag. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
3/18/202212 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Staða Kína í Úkraínustríðinu og andlát vegna covid

Rússar hafa að sögn falast eftir stuðningi og vopnum frá Kínverjum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Er líklegt að við því verði orðið? Kínverjar hafa hvorki stutt né fordæmt innrásina opinberlega og sama á við aðra risaþjóð í austri Indverja. Afstaða Kínverja til Tævans kann nokkru að ráða um fordæmingarleysið. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Guðbjörgu Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir. Og við höfum ekki alveg sagt skilið við kórónuveirufaraldurinn. Andlát eldra fólks eru nokkuð tíð. Bjarni Rúnarsson ræðir við Kristjönu Ásbjörnsdóttur, lektor í faraldsfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands lektor í faraldsfræði í seinni hluta þáttarins. Helstu atriði frétta: Um þrjátíu þúsund íbúum úkraínsku borgarinnar Mariupol tókst að komast út úr borginni í dag. Enn er unnið að því að koma fólki úr rústum leikhúss í borginni sem Rússar sprengdu í gær. Tæplega þrjú hundruð manns með tengsl við Úkraínu hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því innrásin hófst Aukning andláta vegna covid undanfarna daga og vikur má fyrst og fremst rekja til mikillar samfélagslegrar útbreiðslu. Þetta segir lektor í faraldsfræði. Lyfjastofnun hefur veitt Lyfjafræðingum tímabundna heimild til þess að selja covid-smituðum Parkódín verkjalyf án lyfseðils. Stofnunin ítrekar þó að veikir fari ekki sjálfir í Apótek, heldur veiti öðrum umboð til að nálgast lyfið. Guðmundur Guðmundsson verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta næstu tvö ár. Breska ríkisútvarpið hefur borgað fyrrum aðstoðarmanni Díönu prinsessu vegna vinnubragða fréttamanns sem tók viðtal við Díönu árið 1995. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
3/17/20229 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Leikhús sprengt í Mariupol og staða Rússa á alþjóðasviðinu

Átökin í Úkraínu gætu haft áhrif á stöðu Rússlands á alþjóðasviði stjórnmála og breytt valdahlutföllum þar. Fjöldi fólks er á flótta frá Úkraínu og börn eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Réttindi þeirra eru lögð til hliðar og rödd þeirra er veik. Rússum var í gær vikið úr Evrópuráðinu þar sem til að mynda Mannréttindadómstóllinn er hýstur. Rússar hafa tekið takmarkað mark á dómum hans og mikill meirihluti mála sem þangað rata snúa að Rússum og stjórnvöldum þar. Í dag var haldið málþing í Háskóla Íslands um stríð, mannréttindi og lýðræði: Hvaða máli skiptir alþjóðasamvinna? Bjarni Rúnarsson ræddi við framsögumenn Kára Hólmar Ragnarsson, Önnu Lúðvíksdóttur ogBirnu Þórarinsdóttur. Æ oftar sést í norskum fjölmiðlum gagnrýni á stjórnvöld fyrir að fylgja lítt eftir refsiaðgerðum gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu. Þetta á til dæmi við um fiskveiðisamvinnu Rússa og Norðmanna í Barentshafi og þjónustu við rússneska togara. Þar verður allt óbreytt. Fleiri dæmi eru tiltæk. Gísli Kristjánsson fer yfir stöðuna. Helstu atriði frétta: Óttast er um afdrif hundruða íbúa borgarinnar Mariupol eftir að Rússlandsher varpaði sprengjum á leikhús í borginni. Þar hefur fjöldi fólks leitað skjóls undanfarna daga. Fulltrúi Úkraínumanna í friðarviðræðum við Rússa segir fréttir af mögulegu friðarsamkomulagi ótímabærar. Aðildarríki Evrópuráðsins samþykktu samhljóða í gær að Rússum yrði vísað úr ráðinu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður sem starfað hefur í ráðinu, segir ákvörðunina sorglega. Seðlabankinn áréttar mikilvægi þess að hugað sé að netöryggi landsins og að tryggja rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða. Það leggst vel í íbúa Reykhólahrepps að sameinast Strandabyggð. Fjárhagsvandamál Strandamanna koma ekki í veg fyrir bjartsýni íbúa Reykhólahrepps. Enn og aftur verður leiðindaveður á morgun. Gul viðvörun verður á landinu öllu frá morgni til kvölds. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingu frétta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
3/16/202210 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Flótti frá Mariupol, brotthvarf úr framhaldsskólum og verðhækkanir

Talið er að rússaher haldi um fjögur hundruð manns í gíslingu á einum stærsta spítalanum í Mariupol. Um 2.400 borgarbúar hafa fallið frá innrás Rússlandshers. Birta Björnsdóttir sagði frá. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins, sagðist í ávarpi í dag óttast að stjórnvöld í Rússlandi myndu grípa til efnavopna í stríðinu í Úkraínu. Orkuiðnaðurinn er óseðjandi og gæti virkjað hvern einasta dropa án þess að þykja nóg sagði þingmaður Pírata í umræðu um orkuskipti. Umhverfisráðherra sagði aðeins þess virði að ráðast í frekari orkuöflun ef hún yrði nýtt til orkuskipta innanlands. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Heyrist í Evu Dögg Davíðsdóttur (V), Guðlaugi Þór Þórðarsyni (D), Þórunni Sveinbjarnardóttur (S), Andrési Inga Jónssyni (P) og Ágústu Ágústsdóttur (M). Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að taka frumvarp um réttindi sjúklinga aftur inn í ráðuneytið. Hann segist vera að bregðast við ákalli Alþingis um aukið samráð við notendur heilbrigðisþjónustunnar. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, segir of litlu fjármagni varið í geðheilbrigðismál. 81 prósent framhaldsskólanema hafi í könnun árið 2014 metið andlega heilsu sína mjög góða eða góða. Hlutfallið hafi hrapað niður í 57 prósent árið 2021. Urður Örlygsdóttir tók saman. Söngkonan Dolly Parton hefur afþakkað tilnefningu í frægðarhöll rokksins; rokkstimpillinn eigi betur við aðra að hennar mati. Birta Björnsdóttir tók saman. --------- Kafa þarf dýpra til að finna ástæður mikils brottfalls nemenda af erlendum uppruna úr framhaldsskólum hér á landi. Þetta segir Nichole Leigh Mosty forstöðumaður Fjölmenningarseturs. Bjarni Rúnarsson talaði við hana. Verðbólga mælist nú 6,2%, hún er meiri en verið hefur um áratugaskeið og því spáð að hún verði mikil út árið hið minnsta. Verðbólgan hefur meðal annars verið drifin áfram af hækkunum á húsnæði hér innanlands en líka af hækkunum á hrávöru úti í heimi og flutningskostnaði. Nú síðast rauk svo olíuverð upp vegna stríðsins í Úkraínu þó að það hafi hjaðnað nokkuð aftur. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Katrínu Ólafsdóttur lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
3/15/202211 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 14. mars 2022

Spegillinn 14. Mars 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Byrjað er að flytja íbúa Mariupol í Úkraínu út úr borginni eftir um tveggja vikna herkví. Friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna lauk seinnipartinn án niðurstöðu en annar fundur hefur verið boðaður á morgun. Embætti landlæknis er með andlát ungs barns á Norðurlandi sem smitað var af Covid til rannsóknar. Vonskuveður hefur gengið yfir landið í dag - Sunnan og suðaustan rok með úrhellis rigningu á suður og vesturlandi. Fjallvegir eru víða lokaðir og björgunarsveitir verið kallaðar út vegna fok og vatnstjóns. Framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri segir að eldra fólk smitistt í meira mæli en áður af Covid. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kynnti í morgun ríkisstjórn og utanríkismálanefnd tillögu sína um að opna sendiráð Íslands í Varsjá, höfuðborg Póllands. Lengri umfjöllun: Hátt í þrjár milljónir Úkrínumanna hafa nú flúið land eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu 24. febrúar. Fjöldinn á eftir að aukast enn meir á næstu dögum og vikum ef ekki verður breyting á hernaði Rússa gegn landi og þjóð. Langflestar Evrópuþjóðir hafa heitið því að taka höndum saman og koma flóttafólkinu til hjálpar til lengri og skemmri tíma. Búist er við að nokkur þúsund manns komi til Íslands og vinna komin á fullt við að taka á móti flóttafólkinu. Úkraínumenn bætast nú við þá flóttamenn og hælisleitendur sem komið hafa hingað frá öðrum löndum. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir formsatriði fyrir það fólk sem flúið hefur stríðið í Úkraínu að fá atvinnuleyfi hér á landi. Næga vinnu sé að hafa og atvinnuleysi minnki jafnt og þétt á næstu mánuðum. Óljóst sé hins vegar hversu stór hlúti af því fólki sem flýr stríðið í Úkraínu sæki um atvinnu hér á landi. Flestir ala eflaust þá von í brjósti að geta snúið til baka eins fljótt og auðið er. Vissar reglur gilda um atvinnuleyfi fyrir flóttafólk og hælisleitendur. Kristján Sigurjónsson talar við Unni. Margir loka eyrum þegar lífeyrismál ber á góma. En þau skipta okkur máli, og það er undir hverju og einu okkar komið að huga að þeim. Því fyrr, því betra. Margir sigla í gegnum starfsferil sinn á lygnum sjó án þess að huga sérstaklega að lífeyrisréttindum sínum og þeim möguleikum sem standa til boða þegar hyllir undir starfslok. Bjarni Rúnarsson ræddi þessi mál við Björn Berg Gunnarsson deildarstjóra greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
3/14/20228 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Átök um efnavopn í öryggisráði SÞ, áróðursstríð og mataræði Íslendinga

Hart var tekist á um efnavopn í Úkraínu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Tvær og hálf milljón hefur flúið Úkraínu eftir að innrás Rússa hófst. Gert er ráð fyrir að allt að fjögur þúsund flóttamenn komi hingað til lands. Bjarni Pétur Jónsson tók saman og heyrist í Joe Biden Bandaríkjaforseta, Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Staðan í uppistöðulónum Landsvirkjunar er lægri en spáð var í byrjun árs og vatnsbúskapur með versta móti. Skerðingar á afhendingu orku verða fram á vor. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Þorsteins Más Baldvinssonar þar sem Seðlabanka Íslands var gert að greiða honum tæpar 2,7 milljónir í skaða- og miskabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra telur að landsmenn verði að þrauka faraldurinn, ekki standi til að herða sóttvarnir. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir tók saman. Vegurinn um Vattarnesskriður, milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, er ófær vegna skriðufalla. Skriður féllu á veginn í morgun en töluvert hefur rignt fyrir austan. Ólöf Ýr Erlendsdóttir tók saman. Verkefnið Römpum upp Ísland hófst formlega í dag, setja á upp eitt þúsund hjólastólarampa um allt land til að bæta aðgengi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var ekki viðstaddur kynningu verkefnisins í Hveragerði eins og til stóð vegna covid-smita á Bessastöðum, en sendi kveðju þaðan. ------------- Samhliða bardögum í Úkraínu geisar áróðursstríð. Fjölmiðlum hefur verið lokað í Rússlandi og varðar fangelsisvist að segja það sem stjórnvöld þar segja falsfréttir af Úkraínu. mótar afstöðu rússnesks almennings, meirihluti hans styður Pútín. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Elfu Ýr Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar. Ávaxtaneysla hefur minnkað, en neysla á sykruðum gosdrykkjum hefur dregist saman. Í gær voru kynntar niðurstöður úr landskönnun á mataræði landsmanna. Þar eru bæði góðar og slæmar fréttir. Þjóðin þarf að borða mun meira af grænmeti og ávöxtum svo að vel sé. Bjarni Rúnarsson ræddi við Hólmfríði Þorgeirsdóttur, Jóhönnu Eyrúnu Torfadóttur og Bryndísi Evu Birgisdóttur. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar frétta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
3/11/20229 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Olíugróði, sykurpabbar og hormónaraskandi efni

Stríðið í Úkraínu hefur valdið verulegri hækkun á olíu og gasi.Norðmenn hafa áhyggjur. Óvæntir peningar velta inn í sjóði landsmanna, og enginn veit hvað á að gera við þá. . Tekjur ríkissjóðs af orkusölu gætu sexfaldast. Gísli Kristjánsson reifar hér hvað er til ráða. Íslenskir menn eru skráðir á síður sem á Norðurlöndum eru taldar sykurhúða grimman og ljótan heim vændis, og geta tælt ungt fólk, jafnvel börn inn í hann. Tilgangurinn sagður að koma á tengslum milli eldri og gjafmildra manna, sykurpabba við ungt fólk. Í speglinum í gær var fjallað um hve erfitt hefur reynst víða í nágrannalöndunum að láta eigendur síðnanna sæta ábyrgð. Hver er staðan hér og brjóta síðurnar í bága við íslensk lög? María Rún Bjarnadóttir verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki einfalt að svara því afdráttarlaust hvort þetta sé vændi. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Maríu. Fóstur í móðurkviði eru sérlega viðkvæm fyrir hormónaraskandi efnum sem finnast allt í kringum okkur. Rannsóknir í Danmörku sýna að launeistu aukast mjög, þar sem eistun ganga ekki alveg niður í punginn. Jafnframt virðist vera færast í vöxt að þvagrásin sé ekki alveg rétt mynduð og eistnakrabbamein í ungum mönnum eykst. Fjallað var um hormónaraskandi efni í Kveik á dögunum. Bjarni Rúnarsson ræddi þessi mál við Ragnheiði Bachman ljósmóður á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu sem starfar einnig við mæðravernd. Helstu atriði frétta: Matur, vatn og lyf eru nánast á þrotum í hafnarborginni Mariupol. Alþjóða Rauði krossinn segir dæmi um að fólk ráðist á hvert annað til að útvega sér mat. Stríðsátökin í Úkraínu valda hækkun á olíuverði. Það eykur hag Norska olíusjóðsins. Tekjur ríkissjóðs af orkusölu gætu sexfaldast. Það er orðið mjög erfitt að halda Landspítalanum gangandi í samræmi við þarfir sjúklinga, segir yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans. Vel gengur að hreinsa meira en níu þúsund lítra af díselolíu sem láku úr olíutanki Orkubús Vestfjarða út í tjörnina og höfnina á Suðureyri fyrir helgi. Teymisstjóri mengunarvarna hjá Umhverfisstofnun segir nokkurra daga og jafnvel vikna vinnu framundan. Það hefur mistekist að ná sátt um orkumálin að mati háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Auka þurfi orku og nýta hana betur til að orkuskipti geti orðið. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
3/10/202229 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Sprengjum varpað á Mariupol, móttaka flóttamanna og sykurpabbasíður

Rússar vörpuðu í dag sprengjum á barnaspítala í Mariupol. Yfirvöld segja borgina undir stöðugum árásum og að verið sé að reyna að jafna borgina við jörðu. Hallgrímur Indriðason sagði frá. Útlendingastofnun er skylt að afhenda Alþingi upplýsingar vegna umsókna um ríkisborgararétt innan viku, samkvæmt minnisblaði lagaskrifstofu Alþingis. Veiting ríkisborgararéttar með lögum hefur tafist vegna þess að stofnunin hefur ekki skilað umsögnum til þingsins með sama hætti og áður. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman af Alþingi. Heyrist í Jódísi Skúladóttur (V), Bryndísi Haraldsdóttur (D), Guðbrandi Einarssyni (C) og Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur (P). Heilbrigðisráðherra hvetur fólk til þess að gæta vel að sóttvörnum í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar og álags á heilbrigðiskerfið. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, f framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að engu myndi skila að taka á ný upp sóttvarnaaðgerðir og takmarkanir. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur tekur þátt athöfn á Grænlandi í næstu viku, þar sem dönsk stjórnvöld biðjast afsökunar á samfélagstilraun Dana á grænlenskum börnum. Urður Örlygsdóttir sagði frá. Leikskóli hefur ekki verið starfræktur á Kópaskeri í vetur vegna þess að ekki tókst að ráða starfsmann. Sveitarfélagið hvetur foreldra engu að síður til að skrá börn sín í leikskólann fyrir næsta vetur. Anna Þorbjörg Jónasdóttir talaði við Jón Höskuldsson, fræðslufulttrúa í Norðurþingi. --------- Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra segir mikilvægt að huga að fleiri þáttum en húsnæði við móttöku flóttamanna, Valgeir Örn Ragnarsson ræddi við hann. . Metfjöldi flóttamanna kom til landsins í gær frá Úkraínu. Talsverð óvissa er um hver endanlegur fjöldi verður. Bjarni Rúnarsson. ræddi við Regínu Ásvaldsdóttur sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborg um viðbúnað borgarinnar. Félagsþjónusta, lögregla og starfsmenn skóla í Svíþjóð vara við svokölluðum sykurpabba-vefsíðum, sem fjöldi ungmenna hefur skráð sig á undanfarin ár. Kári Gylfason segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir: Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
3/9/20229 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Hatur úkraínumanna í garð almennra rússa og rætt við utanríkisráðherra

Ólíklegt er að Rússar nái að hertaka Kænugarð og steypa ríkisstjórn Úkraínu af stóli, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Bandaríkjamenn hafa lagt bann við innflutningi á olíu frá Rússlandi. Búist er við allt að fimmtán hundruð flóttamönnum frá Úkraínu hingað til lands á næstu vikum. Rúmlega tvær milljónir hafa flúið Úkraínu frá því innrás Rússa hófst. Ríkislögreglustjóri lýsti í dag yfir hættustigi sökum álags á landamærunum við móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Hér innanlands hækkar bensínverð en hlutabréfaverð lækkar vegna óvissu vegna stríðsins og hækkandi eldsneytisverðs víða um heim. Um tíundi hver Íslendingur er með covid. Sjötíu og fimm eru á spítala með sjúkdóminn og hafa ekki verið fleiri frá því í nóvember 2020. Lengri umfjöllun Það er rétt hægt að ímynda sér hvaða hug almennir borgarar í Úkraínu bera til Vladimirs Putin Rússlandsforseta eftir að hann sendi her sinn inn í Úkríanu þann 24. febrúar. Hatur og reiði Úkraínumanna beinist þó ekki eingöngu að Pútin, hernum og stjórnvöldum í Rússlandi. Þeir beina spjótum sínum einnig að hinum almenna Rússa. Rússneska þjóðin sé meðvirk og beri ábyrgð. Innrás Rússa í Úkraínu hefur nú staðið í hátt í 2 vikur. Átökin harðna dag frá degi. Flóttamannastraumurinn verður sífellt meiri úr landinu, þar eru börn og konur í miklum meirihluta. Bjarni Rúnarsson ræddi við Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra um stöðu mála í Úkraínu, varnarmál Íslands og efnahagsleg áhrif stríðsins hér á landi. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Stjórn útsendingar frétta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
3/8/20229 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 7. mars 2022

Spegillinn 7.mars 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Vesturlönd skoða nú að hætta að kaupa rússneska olíu og gas. Forsætisráðherra Bretlands segir þörf á að gera það í skrefum með samstilltu átaki en Þýskalandskanslari telur það ómögulegt. Ekki er þörf á herliði með fasta setu hér á landi miðað við núverandi stöðu heimsmála segir sérfræðingur í varnarmálum. Heilbrigðisráðherra segir virðingarvert hjá Krabbameinsfélaginu að bjóða nærri hálfs milljarðs króna styrk til uppbyggingar göngudeildar á Landspítala. Boðið verði þó að skoða í samhengi við aðra þætti uppbyggingar spítalans. Tólf sjúklingar liggja nú á Sjúkrahúsinu á Akureyri með Covid 19 og hafa aldrei verið fleiri. Enn fækkar þeim sem skráðir eru í íslensku þjóðkirkjuna. Tæp átta prósent landsmanna kjósa að standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga. Félags- og vinnumálaráðherra hefur skipað sérstakt aðgerðateymi sem ætlað er að skipuleggja móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Gylfi Þór Þorsteinsson fer fyrir hópnum. Hann segir enn óljóst hversu margir eigi eftir að leita hingað til lands. Hlutabréfaverð allra fyrirtækja í Kauphöllinni nema eins lækkaði í dag. Mest lækkaði gengi í Icelandair um tæp níu prósent. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að taka fyrir mál Bills Cosby. Leikarinn var leystur úr haldi í fyrra eftir að áfrýjunardómstóll ógilti fangelsisdóm yfir honum. Alþjóðahandknattleikssambandið hefur bannað öllum rússneskum liðum og dómurum að taka þátt í viðburðum á vegum sambandsins. Fjöruverðlaunin voru afhent í dag. Lengri umfjöllun: Yfir milljón Úkraínumanna eru nú landflótta og óttast er að jafnvel nokkrar milljónir í viðbót flýji land á næstu vikum. Tólf dagar eru nú liðnir síðan rússnesk stjórnvöld sendu her sinn inn í landið. Í Speglinum er rætt við Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og sérfræðing í varnarmálum um ástand mála í Úkraínu. Hann veltir líka fyrir sér hvort stríðsátökin í Úkrínau breyti hernaðrlegri stöðu Íslands.Kristján Sigurjónsson talar við hann. Efnasúpan allt í kringum okkur er fjölbreyttari og hefur meiri áhrif á okkur en við gerum okkur endilega grein fyrir. Í Speglinum höldum við áfram umfjöllun Kveiks um hormónaraskandi efni og ræðum um opinbert eftirlit með efnainnflutningi. Bjarni Rúnarsson talar við Ísak Sigurjón Bragason, teymisstjóra efnamála hjá Umhverfisstofnun.
3/7/202211 minutes
Episode Artwork

Árás á kjarnorkuver fordæmd og Barnaþing

Fulltrúar Bandaríkjanna, Frakklands og annarra ríkja fordæmdu árás Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu á neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði hefur sakað Rússa um stríðsglæpi vegna árásarinnar. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Atlantshafsbandalagið ætlar ekki að verða við beiðni Úkraínustjórnar um loftferðabann yfir Úkraínu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir tóninn misjafnan í kollegum sínum í NATO, nágrannaríki Rússlands hafi réttmætar áhyggjur af fyrirætlunum Rússlandsforseta. Ólöf Ragnarsdóttir talaði við hana. Rólegra er yfir Kýiv núna en fyrstu daga stríðsins þrátt fyrir að bardagar hafi harðnað annars staðar í landinu segir Óskar Hallgrímsson sem býr í miðborg Kyiv. Brynjólfur Þór Guðmundsson talaði við hann. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, aðvaraði í dag ríki sem hafa beitt Rússland refsiaðgerðum vegna innrásarinnar. Að sögn Mikhails Noskovs. sendiherra Rússlands á Íslandi verður refsiaðgerðunum svarað. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræddi við hann. Tveir tíu ára strákar á Akureyri hafa undanfarna daga teiknað myndir og selt bæjarbúum til styrktar börnum í Úkraínu. Óðinn Svan Óðinsson tók saman. Anna Þorbjörg Jónasdóttir talaði við Kjartan Gest Guðmundsson og Helga Hrafn Magnússon. ------------- Rússnesk yfirvöld hafa hert mjög ritskoðun og sá sem flytur það sem yfirvöld skilgreina sem ?falskar upplýsingar? á yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisdóm. Öllum óháðum útvarps- og sjónvarpsstöðvum sem og erlendum fjölmiðlum hefur verið lokað. Bogi Ágústsson sagði frá. Oft er haft á orði að hlusta þurfi betur á það sem börn hafa að segja um mál sem snerta þau og í dag fékk á annað hundrað barna tækifæri til að láta í sér heyra á Barnaþingi. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Hrafnhildi Eddu Ingvarsdóttur og Söru Katrínu Vignisdóttur, Rúnar Frostason og Vilhjálm Hauksson. Helsti flokkur andstæðinga Atlantshafsbandalasins ? NATO ? í Noregi er að guggnað á andstöðunni. Þetta er Sósíalíski vinstriflokkurinn, systurflokkur gamla Alþýðubandalagsins og afkomenda þess. Gísli Kristjánsson segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason: Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
3/4/202210 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Móttaka flóttamanna frá Úkraínu og búgreinaþing

Erindrekar Rússa og Úkraínumanna ræða um frið öðru sinni frá upphafi innrásar, á meðan sprengjuárásir Rússa halda áfram. Stefán Vagn Stefánsson. formaður flóttamannanefndar segir ljóst að fleiri sveitarfélög þurfi að taka á móti fólki frá Úkraínu. Hjördís Rut Sigurjónsdóttir talaði við hann. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að stríðsreksturinn muni marka líf fólks í Evrópu um langa hríð. Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við hana. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Grundartanga segir líklegt að hrávöruskortur, vegna innrásarinnar í Úkraínu, fari fljótlega að hafa áhrif á verksmiðjuframleiðslu víða um heim. Hjördís Rut Sigurjónsdóttir talaði við hana. Húsið sem brann í Auðbrekku í Kópavogi í nótt er ekki samþykkt sem íbúðarhús, Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir óboðlegt að börnum sé mismunað eftir efnahag foreldra og leggur til gjaldfrjálsar tannréttingar fyrir börn. Gísli Rafn Ólafsson (P) tók í sama streng sem og Þórunn Sveinbjarnardóttir (S). Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman af Alþingi. 99 prósent landsmanna fordæma innrás Rússa í Úkraínu samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi en eitt prósent styður hernaðaraðgerðir Rússa. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. -------------- Við þurfum að vera undir það búin að flóttamönnum frá Úkraínu fjölgi mikið og hratt segir Nína Helgadóttir, teymisstjóri flóttafólks hjá Rauða krossi Íslands en nú er helst þörf á fé til að senda út svo hægt sé að aðstoða fólk þar sem það er í nauðum. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Fyrsta búgreinaþing Bændasamtakanna er nú haldið í Reykjavík Búgreinafélögin, eins og Félög nautgripabænda, sauðfjárbænda, garðyrkjubænda voru sameinuð síðastliðið sumar og eru nú deildir innan Bændasamtakanna. Kristján Sigurjónsson ræðir við Gunnar Þorgeirsson garðyrkjubónda og formann Bændasamtakanna. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar tæknihluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
3/3/202230 minutes
Episode Artwork

Viðhorf Rússa til stríðs og nýr forstjóri Landspítala

Hart er barist í Úkraínu en í Rússlandi eru átökin ekki einu sinni nefnd stríð heldur aðgerðir. Hver eru viðbrögð Rússa og hvar fá þeir upplýsingar við ræðum við Rósu Magnúsdóttur, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands sem er sérfróð um Sovétríkin og áróður. Og í síðari hluta þáttarins ræðum við svo við nýjan forstjóra Landspítala, Runólf Pálsson og um hans hugmyndir fyrir Landspítalann, hugsanlegar breytingar og stöðuna þar. Helstu atriði frétta: Óttast er að fjöldi almennra borgara hafi látist í dag þegar Rússar hertu enn á sókn sinni í Úkraínu. Fatlað fólk í Úkraínu getur einangrast og á erfitt með að verða sér úti um mat og nauðsynleg lyf. Margir geta ekki flúið heimili sín og leitað skjóls. Upplýsingafulltrúi Þroskahjálpar segir stöðuna grafalvarlega. Forsætisráðherra fundar með framkvæmdastjóra NATO í Brussel innan skamms. Stjórnvöld ætla verja um 150 milljónum króna til viðbótar í aðstoð til Úkraínu. Forstjóri Landspítala vonast til að hægt verði að færa spítalann niður af neyðarstigi á næstu dögum. Staðan sé metin á hverjum degi. Meira er um tjón á bílum það sem af er vetri miðað við seinustu tvö ár. Meiri snjór hefur verið í vetur og tjón af ýmsum toga. Spegillinn 2. mars 2022. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
3/2/20229 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Loftslagsbreytingar, stríð frá sjónarhóli barna og Mottumars

Í Spegli kvöldsins verður fjallað um nýútkomna skýrslu um aðlögun að loftslagsbreytingum. Þá ræðum við um það hvernig eigi að ræða við börn um stríðsátök, líkt og þau sem geysa nú í Úkraínu. Milli átta og níu hundruð íslenskir karlar greinast með krabbamein árlega. Algengasta meinið er krabbi í blöðruhálskirtli. En karlarnir eru dáltíð tregir að leita til læknis jafnvel þó þá gruni að ekki sé allt með felldu. Þessu vill Krabbameinsfélagið breyta nú þegar Mottumars er byrjaður. Helstu atriði frétta: Fimm fórust í árás rússneska hersins á sjónvarpsturn sem stendur nærri minnisvarða um fórnarlömb helfararinnar í Kænugarði. Nærri 700.000 hafa flúið land frá upphafi innrásar. Mannréttindasérfræðingur segir stöðuna í Rússlandi, vegna innrásar í Úkraínu, vera lok alls þess sem frjálslyndir Rússar hafi trúað á varðandi evrópsk gildi í landinu. Forsætisráðherra segir ljóst að hingað komi fólk á flótta undan stríðinu í Úkraínu. Ísland ætli að svara því kalli. Þegar hafa um 20 manns sótt um hæli hér síðan átökin brutust út. Fjármálaráðherra segir stríðið geta valdið verðhækkunum og dregið úr landsframleiðslu hér á landi. Um 130 þúsund manns hafa greinst hér á landi með covid 19 frá því að fyrsta smitið greindist hér á landi fyrir 2 árum síðan. Reiknað er með að faraldurinn nái hámarki sínu eftir um 2-3 vikur. Fylgni er á milli frelsis í skemmtanalífi og tilkynntra nauðgana. Átak er hafið um að fylgjast með að allt sé í lagi á djamminu. Lengri umfjöllun: Samfélög þurfa að laga sig að loftslagsbreytingum og grípa til tafarlausra aðgerða. Tíðari þurrkar með tilheyrandi gróðureldum og öfgafyllra veðurfar er veruleiki sem fólk þarf að búa sig undir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu vinnuhóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kom út í gær. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) gefur á nokkurra ára fresti út matskýrslur þar sem vísindaleg þekking á loftslagsbreytingum er dregin saman með megináherslu á breytingar af mannavöldum. Verkinu er skipt niður á þrjá vinnuhópa og skoðar sá fyrsti orsakir og umfang loftslagsbreytinga. Annar hópurinn, sem hér er fjallað um, skoðar afleiðingar þeirra fyrir náttúru og samfélög og til hvaða úrræða megi grípa til að aðlagast breytingunum. Þriðji hópurinn skoðar síðan hvernig hægt er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Skýrsla vinnuhóps 1, í sjöttu matskýrslunni, kom út í ágúst. Bjarni Rúnarsson ræddi við Önnu Huldu Ólafsdóttur, forstöðumann skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands. Á
3/1/202210 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 28.febrúar 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Vopnahlésviðræðum Rússa og Úkraínumanna lauk um fimmleytið án niðurstöðu. Rússlandsforseti fer fram á að Vesturlönd viðurkenni yfirráð Rússa á Krímskaga. Hundruð þúsunda mótmæltu stríðsrekstri Rússa í Úkraínu víðs vegar um heim í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld undirbúi nú komu flóttafólks frá Úkraínu. Aðeins 16 manns dvelja nú í farsóttarhúsum Rauða krossins. Þegar mest var voru hátt í sex hundruð manns á dag í sjö farsóttarhúsum. Nú eru húsin tvö og þeim verður væntanlega lokað í næsta mánuði. Fundað var um stríðið í Úkraínu á allherjar þingi SÞ í New York í dag og fjöld manns safnaðist saman frir utan höfðustöðvarnar í New York. Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra fái ekki að taka skýrslu af Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni á Stundinni, sem sakborningi. Lengri umfjöllun: Stríðið í Úkraínu er meginefni Spegilsins. Rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um ástandið í Úkraínu, refsiaðgerðir Vesturlanda gegn Rússum, aukin umsvif NATÓ í A-Evrópu og einnig á Keflavíkurflugvelli og hvernig taka skuli á flóttamannavanda. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræðir við Katrínu. Bjarni Jónsson þingmaður Vinstri grænna og formaður utanríkismálanefndar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður og þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd ræða um Úkraínu, en nú eru rúmir fjórir sólarhringar liðnir frá innrás rússa í Úkraínu. Þau sátu bæði Þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu ESB í París um helgina. Kristján Sigurjónsson ræðir við þau. Innrás Rússa í Úkraínu í síðustu viku hefur gjörbreytt afstöðu margra Evrópuríkja í varnar- og öryggismálum. Þjóðverjar breyttu um helgina stefnu sinni um að senda ekki vopn til átakasvæða og sendu vopn og búnað til Úkraínu. Sambandsþingið í Berlín samþykkti stóraukin útgjöld til varnarmála. Bogi Ágústsson segir frá umræðum í Finnlandi og Svíþjóð.
2/28/20229 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Stríð í Úkraínu og efnahagslegt uppgjör við farsóttina

Spegillinn 25. febrúar 2022 Umsjón: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Mark Eldred Nató ætlar að fjölga í herliði sínu í Austur-Evrópu. Pútín segist eiga í höggi við nýnasista og hryðjuverkamenn í Úkraínu. Það er erfitt fyrir forseta Kína að styðja Pútín opinberlega að mati alþjóðastjórnmálafræðings. Rússland verður sífellt einangraðra, landið fær ekki að taka þátt í Eurovision. Björgunarsveitir hafa sinnt yfir hundrað verkefnum vegna veðurs í dag. Rafmagnstruflanir voru víða og vegum um allt land var lokað. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður hefur hætt sýningum á gjörningalistaverki í listasafni í Moskvu í Rússlandi. Hann segir að ekki hafi verið hægt að halda sýningunni úti eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Landspítali var í dag færður aftur upp á neyðarstig, sama dag og allar samkomutakmarkanir voru felldar úr gildi. Lengri umfjöllun Nú er rúmur einn og hálfur sólarhringur síðan Pútin Rússlandsforseti fyrirskipaði herinnrás í Úkraínu. Vestrænir þjóðarleiðtogar eru samhljóma í að fordæma framferði Rússa og það var eining meðal íslenskra þinmanna á alþingi í gær. Harðar efnahagsrefsiaðgerðir gegn Rússum hafa verið ákveðnar. En duga þær? Kristján Sigurjónsson ræddi við Diljá Mist Einarsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd og Helgu Völu Helgadóttur þingflokksformann Samfylkingarinnar og varaformann Íslandsdeildar þings Öryggis- og samvinnu­stofnunar Evrópu. Öllum takmörkunum var aflétt á miðnætti, bæði innanlands og á landamærum. Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar hér á landi greindist seinasta dag febrúarmánaðar árið 2020, og því eru rétt tæp tvö ár síðan veiran byrjaði að hafa áhrif á allt samfélagið. Með stuttum hléum hafa verið í gildi takmarkanir á samkomum með tilheyrandi efnahagslegum afleiðingum. En nú birtir yfir, þó svo að rauður dagur hafi verið í kauphöllum heimsins í gær vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Bjarni Rúnarsson ræddi við Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóra greiningar Íslandsbanka, og spurði fyrst hvernig þessi tvö ár yrðu færð í efnahagslegar sögubækur.
2/25/202210 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 24.febrúar 2022

Spegillinn 24.febrúar 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Flótti er brostinn á hjá íbúum Kænugarðs í úkraínu, en rússneski herinn nálgast borgina. Ingólfur Bjarni Sigfússon er í Kænugarði og segir frá. Rússar eru með innrás í Úkraínu að reisa sitt eigið járntjald segir forseti landsins og þar með einangra sig frá Evrópu. Evrópusambandið undirbýr nú efnahagsþvinganir gagnvart Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu, sem beinast meðal annars að bankakerfi landsins. Öryggis- og varnarmálafræðingur telur ólíklegt að þær dragi úr hernaði Rússa. Íslendingur sem er nýkominn til Dúbaí frá Kænugarði hringir nú í alla vini sína og kunningja í Úkraínu og reynir að koma úkraínskri tengdafjölskyldu sinni frá borginni Karkív. Fjölskyldan vaknaði við sprengingar í morgun. Um 300 manns eru samstöðufundi með Úkraínsku þjóðinni við Landakotskirkju. Enn ein óveðurslægðin nálgast nú landið með suðaustan stormi. Það byrjar að hvessa í nótt og appelsínugular veðurviðvaranir taka gildi um hádegisbil, fyrst á höfuðborgarsvæðinu. Lengri umfjöllun: Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands segir að innrás í annað ríki megi aldrei líða, aldrei þola og aldrei viðurkenna. Ef lýðræðisríki heimsins bregðist ekki við með skýrum og sterkum hætti þá verði vandinn einungis verrri síðar meir. Ólöf Rún Skúladóttir ræðir við Guðna. Albert Jónsson sérfræðingur í varnarmálum og fyrrverandi sendiherra segir ólíklegt að önnur lönd blandist inn í hernaðarátök í Úkraínu. Efnahagsaðgerðir geti verið Rússum erfiðar , en það sé erfitt að einangra þá, þeir eigi eigi vini og viðskiptafélaga víða um heim, í Kína, Indlandi, Mið Asíu, Suður Ameríku og víðar. Kristján Sigurjónsson talar við Albert. Á Norðurlöndunum hafa stjórnmálamenn lýst yfir samstöðu með Úkraínumönnum og skammað rússneska sendiherra, jafnvel heitið mannúðaraðstoð og lofað að taka á móti flóttafólki; aukið viðbúnað hers og lögreglu. Óskum úkraínskra sendimanna um að fá að kaupa vopn, hefur hins vegar verið mætt af nokkuð meiri tregðu. Kári Gylfason í Gautaborg talar við Önnu Kristínu Jónsdóttur.
2/24/202211 minutes
Episode Artwork

Gagnsemi efnahagsþvingana og fjárhagsstaða sveitarfélaga

Spegillinn 23. febrúar 2022. Umsjón: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Mark Eldred. Öllum samkomutakmörkunum vegna heimsfaraldursins verður aflétt annað kvöld. Starfandi forstjóri Landspítala segir óvissu fylgja afléttingum fyrir heilbrigðiskerfið. Sóttvarnalæknir talar um áfangasigur, en ekki lokasigur. Úkraínudeilan er mesta ógn við öryggi og frið í heiminum í áraraðir, segir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjastjórn varaði Úkraínustjórn við því í morgun að frekari innrás Rússa væri líkleg á næstu tveimur sólarhringum. Formaður utanríkismálanefndar ítrekar að sýna pólitíska samstöðu með vestrænum ríkjum gegn Rússum og formaður Viðreisnar segir yfirgang Rússa vera mestu ógn vestrænna lýðræðisríkja í Evrópu í langan tíma. Mikil samstaða er á Alþingi. Hátt í 40 manns eru á biðlista eftir að komast í kynleiðréttingaraðgerð. Flestir þurfa að bíða í á annað ár eftir að komast í kynleiðréttingu. Ríkisendurskoðun telur tilefni til margs konar sameiningar ríkisstofnana. Þeim hefur fækkað um hátt í 40 prósent frá árinu 1998. Lengri umfjöllun: Viðbrögð leiðtoga margra ríkja, sem hafa fordæmt ákvörðun Vladimirs Pútins forseta Rússlands um að senda hersveitir inn á svæði í austurhluta Úkraínu - svæði sem Rússar hafa lýst yfir að séu nú sjálfstæð alþýðulýðveldi, hafa verið tal um að bæta í efnahagslegar þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi. Bandarísk og bresk stjórnvöld hafa til dæmis þegar kynnt aðgerðir sem eiga að torvelda rússneskum stjórnvöldum að afla lánsfjár til að fjármagna hernaðaraðgerðir og rétta skuldastöðu ríkisins. Refsiaðgerðirnar beinast bæði að bönkum og einstaklingum sem teljast til innsta hrings Pútíns. Utanríkisráðherra hefur þegar lýst því yfir að Ísland muni taka þátt í aðgerðum með sínum bandamönnum til að bregðast við ákvörðun Rússlandsforseta og á fundum utanríkismálanefndar Alþingis fyrr í dag var fjallað um viðbrögð Íslands. Voru þingmenn sammála um að ekki yrði unað við að Rússar brytu alþjóðalög og að staðan í Úkraínu væri grafalvarleg. Ísland framfylgir þegar þvingunaraðgerðum sem beinast að 28 ríkjum, hryðjuverkasamtökum og útbreiðslu efnavopna, eins og sjá má á yfirlit utanríkisráðuneytisins um slíka gjörninga. Þar á meðal eru aðgerðir sem beinast gegn Rússlandi og var komið á eftir innlimun Krímskaga árið 2014. Þær snúast um frystingu fjármuna, innflutningsbann á ákveðnum vörum frá Krím og Sevastopol svo nokkuð sé nefnt. Þeim var komið á með reglugerð ráðherra en eru í takt við það sem samþykkt hefur verið á alþjóðavettvangi eins og í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Viðbrögð Rússa
2/23/202210 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Rússneskar hersveitir í Donbas; stjórnarandstaðan og loðna

Rússneska þingið hefur samþykkt einróma að beita hernum utan landamæra Rússlands. Jón Ólafsson, sérfræðingur í málefnum Rússlands segir meiri líkur á stríði eftir ákvörðun Pútíns. Ólöf Ragnarsdóttir tók saman. Ekki verður unnt að opna Hellisheiði og Þrengsli í dag, en enn er unnið að því að losa bíla sem þar hafa setið fastir í nærri sólarhring. Arnar Björnsson talaði við Árna Pálsson snjómokstursmann í Þrengslunum. Dóra Sigurðardóttir, bóndi á Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu segist aldrei hafa upplifað viðlíka veðurofsa og gekk yfir í nótt. Mikið tjón varð á húsum og tækjum á bænum. Stjórnvöld stefna enn að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum fyrir vikulok segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Valgeir Örn Ragnarsson talaði við hann. Mannekla innan heilbrigðiskerfisins vegna covid fer síversnandi um land allt. Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir stöðuna þunga, ekki hafi margir skráð sig á bakvarðalista. Anna Þorbjörg Jónasdóttir talaði við hann. ------------- Valur Gunnarsson sagnfræðingur og rithöfundur er vel að sér í málefnum Rússlands og Úkraínu þar sem hann lagði stund á nám. Hann efast um að yfirlýsingar Pútíns lýsi ríkjandi viðhorfi Rússa til landsins. Þetta séu frændþjóðir og rík tengsl á milli. Hann telur ekki að innrás sé Pútín í hag til lengri tíma litið. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra telur mögulegt að Rússar hyggi á stærri hernaðaraðgerðir. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman og talaði við Val. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir alveg ljóst að nú, þegar sjái fyrir endann á faraldrinum og afnám allra sóttvarnareglna, þurfi efnahagsmálin að vera í aðalhlutverki og þá helst hvernig eigi að grípa viðkvæmustu hópana. Hann segir ríkisstjórnina ósamstíga eftir samstöðu í faraldrinum og innrás Rússa í Úkraínu geti haft mikla afleiðingar hér innanlands, staðan þar sé grafalvarleg. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Loga í Alþingishúsinu í dag. Norðmenn þurfa að hætta loðnuveiðum við Ísland í dag og brenna inni með milljarða verðmæti í óveiddum kvóta. Þeir kvarta undan skilyrðum Íslendinga og segja þau hafi tafið veiðar. En þeir mættu líka seint á miðin og setja sjálfi skilyrð meðal annars til að norsk skip landi loðnunni frekar í heimalandinu. Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður á Austurlandi fór yfir málið. Umsjón: Andri Yrkill Valsson. Tæknimaður: Jón Þór Helgason
2/22/20229 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Illviðri, mannfall í Úkraínu og forsætisráðherra

Suðaustan illviðri gengur yfir landið í kvöld og nótt og versnar fyrst á Suðurlandi. Í nótt og á morgun skellur svo vonskuveður á Suður- og Vesturlandi. Rauðar veðurviðvaranir taka gildi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn heldur utan um þræði í samhæfingarmiðstöð Almannavarna sem hafa lýst yfir óvissutigi vegna veðursins. Anna Kristín Jónsdóttir talar við hann Elsa María Guðlaugs- Drífudóttir fréttamaður er í Borgarnesi í Borgarfirði og á Vesturlandi búast menn við leiðindaveðri í kvöld, sem hefur reyndar ekkert verið neitt sérstakt það sem af er degi. Elsa María talar við Jakob Guðmundsson, björgunarsveit í Brák um viðbúnað og viðbragð. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur fer yfir það hvernig veðrið gengur yfir og lægðagang framundan. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er bjartsýn á að hægt verði að aflétta takmörkunum í vikulok þótt staðan sé víða þung á heilbrigðisstofnunum. Mestu skipti góð bólusetningarstaða þjóðarinnar. Almennur borgari lést í árás norður af héraðinu Donetsk að sögn úkraínskra embættismanna á svæðinu. Forseti Rússlands segist ætla að ákveða í dag hvort hann viðurkennir sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu. Ólöf Ragnarsdóttir sagði frá. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþinig að ríkisstjórnin væri ósamstíga í efnahagsmálum. Varaformaður Framsóknarflokksins leggi fram hugmyndir sem hafi engan hljómgrunn hjá samstarfsflokkunum og vísar þar í tillögur Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra um bankaskatt og fleira. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir tillögur Lilju ekki hafa verið ræddar í ríkisstjórn. ------------- Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að húsnæðismálin séu eitt af veigamestu málunum sem taka þurfi á og ljóst sé að byggja þurfi meiraJóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Katrínu í Alþingishúsinu í dag og spurði hana fyrst hver væru stærstu málin framundan Rússar eru sagðir reiðubúnir til innrásar, um 150 þúsund rússneskir hermenn eru við landamæri Rússlands og Úkraínu. Herafli sem var við æfingar Rússa og Hvít-Rússa verður áfram í Hvíta-Rússlandi, þrír fjórðu af herliði Rússlands á þessum slóðum en Pútin hefur þverneitað því að innrás sé ráðgerð. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Baldur Þórhallsson, prófessor í alþjóðastjórnmálum Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir: Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
2/21/20229 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Loðna, sprengja í Donetsk og Landsbjörg

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til skerðingu á loðnukvóta um tæp 35 þúsund tonn í um 870 und tonnum Vertíðin er þrátt fyrir það sú stærsta í átján ár. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við Guðmund Jóhann Óskarsson sviðsstjóra hjá Hafrannsóknastofnun. Bandaríkjastjórn segir Rússa nú vera með á annað hundrað þúsund hermenn við landamæri Úkraínu, sem er mesti liðssafnaður í Evrópu síðan í seinni heimstyrjöldinni. Bílsprengja sprakk í Donetsk-héraði nú seinnipartinn. Birta Björnsdóttir sagði frá. Rúmlega 400 starfsmenn Landspítalans eru frá vinnu með COVID og hafa aldrei verið fleiri. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri spítalans segir að núverandi ástand gangi ekki mikið lengur. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir ræddi við hana og Elísabetu Benedikz, yfirlækni gæða og sýkingavarna sem segir að skráðum atvikum hafi fjölgað. Undirmönnun og faraldurinn skýri það að hluta en alvarlegum atvikum vegna COVID hafi ekki fjölgað. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist ekki þekkja dæmi þess að fyrirtæki hafi misnotað stuðning stjórnvalda vegna heimsfaraldursins. Haukur Holm talaði við hann. Ís á Þingvallavatni kemur í veg fyrir að hægt sé að ná flugvélinni sem þar hvílir á botninum upp fyrr en í seinni hluta mars í fyrsta lagi að sögn Odds Árnasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Haukur Holm tók saman. ------------ Það sem áður þótti sjálfsögð opinber þjónusta er að hverfa úr hinum dreifðu byggðum. Þetta gerist á Íslandi og þetta gerist meðal frænda okkar í Noregi. Þar er hagræðing og sameining í opinberum rekstri helsta pólitíska hitamálið. Gísli Kristjánsson segir frá. Undanfarnar vikur hefur sá dagur varla liðið að björgunarsveitir hafi ekki verið kallaðar til í verkefni stór og smá. Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar segir umhugsunarefni hvort svo stór hluti af viðbragði almannavarna sé á herðum sjálfboðaliða en engu síður sé þetta sá háttur sem hér sé á og við höfum vanist. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Sænska fjarskiptafyrirtækið Ericsson er enn á ný í ólgusjó vegna spillingarmála. Starfsmenn Ericsson í Írak greiddu milliliðum fyrir að fara um umráðasvæði hryðjuverkasamtaka, meðal annars þeirra sem kenna sig við íslamskt ríki. Kári Gylfason sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
2/18/202210 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Mannekla á Landspítala og innrás vofir yfir í Úkraínu

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Mannekla á Landspítalanum vegna covid og annarra veikinda veldur því að staðan þar er þung. Helgin gæti reynst erfið og sama gildir um mönnun næstu vikurnar að dómi Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra lækninga. Bandaríkjaforseti fullyrti í dag að miklar líkur væru á því að Rússar ræðust inn í Úkraínu á næstu dögum. Rússar óskuðu eftir því í dag að Bandaríkin og NATO hættu að senda vopn til Úkraínu. Birta Björnsdóttir tók saman. Mikill munur er á dauðsföllum nú og fyrr í covid-faraldrinum, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Áður hafi fólk veikst mjög alvarlega af covid og andast, nú tengist dauðsföllin undirliggjandi sjúkdómum og þáttur covid sé oft óljós. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Fólki er ráðlagt að kynna sér aðstæður vel áður en það leggur í fjallaferðir. Snjóflóðahætta er í Esjunni og fjöllum á Vestfjörðum. Markús Þórhallsson ræddi við Karen Lárusdóttur verkefnastjóra hjá Landsbjörg og Magna Jónsson ofanflóðasérfræðing hjá Veðurstofunni. Fiskistofa á að kanna samþjöppun aflaheimilda að beiðni matvælaráðherra, sem hefur lagt til breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun þar sem skilgreint verður betur hvað teljast vera tengdir aðilar. Haukur Holm sagði frá. Eystri Landsréttur í Danmörku fyrirskipaði í dag að Lars Findsen, yfirmaður leyniþjónustu hersins, skyldi látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Hann er grunaður um upplýsingaleka og hefur setið inni í tvo mánuði. Bogi Ágústsson tók saman. Hljóðbækur á kasettu og tuttugu ára gömul tímarit um internetið voru á meðal þess sem Bókasafni Kópavogs barst í síðustu viku, þegar lánþegum bauðst að skila bókum og öðru efni án þess að greiða sekt. Þórgnýr Einar Albertsson talaði við Ástu Sirrýju Jónasdóttur, deildartjóra. ------------ Á fjórða hundrað starfsmanna á Landsspítalanum eru í einangrun vegna covid og síðasta sólarhring greindust fimmtíu starfsmenn. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á spítalanum segir að þó að það verði erfitt að manna vaktir um helgina sé það frumskylda spítalans að láta starfsemina ganga og það verði gert. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Kristín Sigurðardóttir talaði við Sigríði. Á sunnudagskvöld hóf danska ríkissjónvarpið útsendingar á fjórðu þáttaröðinni af Borgen, sem fjallar um dönsk stjórnmál og Birgitte Nyborg, sem var forsætisráðherra Danmerkur í fyrri seríum. Fyrsta þættinum hefur verið vel tekið. Bogi Ágústsson sagði frá.
2/17/202211 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Öryggismál í Evrópu og hækkun fasteignaverðs

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir til skoðunar að auka viðbúnað í austurhluta Evrópu vegna vígvæðingar Rússa. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra segir að nýr veruleiki blasi við í Evrópu, allavega í bili. Birta Björnsdóttir tók saman. Það er ekki verið að efla heilsugæsluna og rangt af stjórnvöldum að halda því fram. Þetta segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Bjarni Pétur Jónsson ræddi við hana. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna segir að rafbyssur gætu bæði bætt öryggi lögreglumanna og borgara. Haukur Holm ræddi við hann. Langanesbyggð, viðbragðsaðilar og Heilbrigðisstofnun Norðurlands hafa undirritað viljayfirlýsingu um að komið verði á fót björgunarmiðstöð á Þórshöfn. Jónas Egilsson sveitarstjóri segir til mikils að vinna. Óðinn Svan Óðinsson talaði við hann. ------------ Undanfarið ár hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um fimmtung og framboðið dregist skarpt saman síðustu vikur. Faraldurinn hefur aukið eftirspurn eftir sérbýli segir Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá Húsnæðis og Mannvirkjastofnun. Bjarni Rúnarsson talaði við hana. Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins ræða nú um öryggismál í Evrópu og staðan í Úkraínu er þar efst á baugi. Hallgrímur Indriðason ræddi við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Mörg hundruð njósnarar kunna að vera virkir í Svíþjóð, að mati sænsku leyniþjónustunnar. Tveir bræður, sem voru hátt settir innan sænskra leyniþjónustustofnanna, sitja nú í varðhaldi, grunaðir um alvarlegar njósnir fyrir erlent ríki. Kári Gylfason í Gautaborg sagði frá.
2/16/202230 minutes
Episode Artwork

Lyfjamisnotkun og tjáningarfrelsi blaðamanna

Spegillinn 15. febrúar 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður Gísli Kjaran Kristjánsson Engar líkur eru á að ákærur verði gefnar út á hendur fjórum blaðamönnum sem hafa réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar sinnar um Skæruliðadeild Samherja. Þetta segir hæstaréttarlögmaður. Ungur drengur slapp nær ómeiddur þegar hann féll niður sprungu á Þingvöllum í dag. Það var ekki síst fyrir snarræði björgunarsveitarmanns sem var í nágrenninu. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu varð fyrir tölvuárás í dag. Neðri deild rússneska þingsins biðlar til Rússlandsforseta um að viðurkenna sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu - aðgerð sem Atlandshafsbandalagið varar við. Tveir tékkneskir karlmenn sem björgunarsveitir leituðu að á Vatnajökli, eru fundnir heilir á húfi. Lengri umfjöllun: Enn og aftur er misnotkun á lyfjum í íþróttum í brennidepli eftir að að lyf á bannlista greindist hjá ungum rússneskum keppanda á Ólympíuleikunum. Það sér ekki fyrir endann á því máli en það skiptir öllu að hægt sé að treysta því að keppni sé heiðarleg segir framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands. Hann segir ekki auðvelt að segja hve útbreidd misnotkun lyfja er hér og telur þörf á að bæta í eftirlitið. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Birgi Sverrisson framkvæmdastjóra Lyfjaeftirlits Íslands. Fjórir blaðamenn voru í gær boðaðir í yfirheyrslu í næstu viku hjá rannsóknarlögreglumanni frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Það eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Kjarnanum og Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks. Þau fjölluðu um skæruliðadeildina svokölluðu sem starfaði á vegum Samherja og reyndi að klekkja á blaðamönnum sem fjölluðu um fyrirtækið. Blaðamennirnir hafa réttarstöðu sakbornings fyrir meint brot gegn friðhelgi einkalífs. Bjarni Rúnarsson ræddi við Halldóru Þorsteinsdóttur, sérfræðing í fjölmiðlarétti og héraðsdómara.
2/15/20229 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Saga Úkraínudeilunnar og aukin harka og vopnaburður

Spegillinn 14. febrúar 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Mark Eldred Þungfært hefur verið á vegum um suðvestanvert landið í dag. Helstu leiðir frá borginni verða lokaðar þangað til í fyrramálið, að undanskilinni Reykjanesbraut. Ráðamenn í Evrópu funda þessa dagana stíft með leiðtogum Rússlands og Bandaríkjanna auk stjórnvalda í Úkraínu. Fréttaritari RÚV í Úkraínu segir landsmönnum þykja skjóta skökku við að hótanir vesturvelda um viðskiptaþvinganir gegn Rússum bitni í augnablikinu verst á Úkraínumönnum sjálfum. Fjallað verður um bakgrunn Úkraínudeilunnar og um sögu samskipta Rússa og Úkraínumanna. Tíu ára deila Samherja og Seðlabankans fyrir dómstólum nálgast nú endapunkt. Tekist var á í skaðabótamáli fyrirtækisins gegn Seðlabankanum í Landsrétti í dag. Ekki þykir ástæða til að almennir lögregluþjónar beri vopn við störf sín. Þetta segir doktor í afbrotafræði. Formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn veigra sér við því að ganga vaktir í miðborg Reykjavíkur vegna aukinnar hörku og vopnum í umferð. Mjög hefur verið fækkað í smitrakningarteymi og til skoðunar er að leggja niður smitrakningarappið. Sóttvarnalæknir minnir á að enn sé grímuskylda í verslunum ef fólk geti ekki haldið metra fjarlægð. Lengri umfjöllun: Seinustu fimm daga hafa tvær skotárásir átt sér stað í Reykjavík, fyrst aðfaranótt fimmtudags í Grafarholti og svo í miðborginni um helgina. Frá því í ársbyrjun 2021 hafa sex skotárásir átt sér stað hér á landi. Spegillinn ræddi í dag við Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði og lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana. Spennan er enn mikil við landamæri Rússlands og Úkraínu. Deilur ríkjanna eiga sér nokkuð langa og merkilega sögu. Bogi Ágústsson fjallar um sögu deilna Rússa og Úkraínumanna í síðari hluta Spegilsins.
2/14/202210 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Dýrt greiðslukerfi og breytingar á lífeyriskerfinu

Spegillinn 11.febrúar 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Mark Eldred. Ríkisstjórnin ræddi fullt afnám samkomutakmarkana á fundi sínum í morgun, en niðurstaðan var að bíða með það í tvær vikur, að sögn fjármálaráðherra. Hann segist eftir tveggja ára faraldur ekki gera stórmál úr síðustu tveimur vikunum. Ekki er verjandi að leggja mannskap í hættu til að kafa eftir flugvél á botn ísilagðs Þingvallavatns. Þetta segir yfirmaður séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar. Bandaríkjaforseti vill að fjármunir seðlabankans í Afganistan, sem eru geymdir í Bandaríkjunum, fari til fórnarlamba hryðjuverkaárásanna ellefta september og í mannúðaraðstoð í Afganistan. Tilskipun þessa efnis verður undirrituð í dag. Árið 2018 fóru um 45 milljarðar króna í greiðslumiðlun hér á landi. Betur færi á því að koma á fót innlendu greiðslukerfi að mati formanns Neytendasamtakanna. Það myndi spara neytendum stórfé. Lengri umfjöllun: Í fréttum okkar í gær var rætt við Gylfa Zoega hagfræðiprófessor um kosti þess að koma á fót innlendu greiðslukerfi, það er kerfið sem við notum flest hver til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Benti hann á að viðskiptabankarnir hér á landi græddu milljarða á þjónustu og greiðslugjöldum. Hér á landi ríki fákeppni á bankamarkaði og þjónustu og greiðslugjöld séu bæði flókin, falin og alltof há miðað við aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við. Þetta kunna að vera litlir fjármunir hjá hverjum og einum, en safnast þegar saman kemur. Neytendur geri sér ekki alltaf grein fyrir umfangi þessara fjármuna. Í gær var tilkynnt um rúmlega 80 milljarða samanlagðan hagnað stóru viðskiptabankanna þriggja. Til skoðunar er hjá Seðlabanka Íslands að taka upp og útfæra innlent greiðslukerfi. Bjarni Rúnarsson ræddi við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna. Meðalævilengd karla á Íslandi var 81 ár í hitteðfyrra og meðalævilengd kvenna 84,3 ár. Lífslíkur Íslendinga eru með þeim mestu í Evrópu og hafa tölurnar hækkað umtalsvert á síðustu áratugum. Á síðustu þrjátíu árum hafa karlar bætt við sig rúmlega sex árum og konur rúmlega fjórum. Lengri ævi þýðir auðvitað líka lengri tími sem fólk tekur lífeyri og meiri útgjöld fyrir lífeyrissjóði. Undnafarið hefur verið rætt um hækka lífeyristökualdur eða að lækka lífeyrinn. Stefán Ólafsson, prófessor og sérfræðingur hjá Eflingu fjallar um þetta í Kjarafréttum hennar og þar er spurt hvort lengri ævi menntafólks eigi að skerða lífeyri verkafólks - því einföld meðaltöl segja sjaldnast alla söguna. Ævi karla með grunnskólapróf er að jafnaði um 5 árum skemmri en karla með h
2/11/202210 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Skotárás í Grafarholti og verðbólguhorfur

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred Tveir karlmenn á þrítugsaldri eru í haldi lögreglu eftir skotárás í Grafarholti í nótt. Karl og kona særðust í árásinni. Ólöf Rún Skúladóttir ræddi við Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjón á rannsóknarsviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hluthafar stóru viðskiptabankanna gætu fengið samanlagt nærri fimmtíu milljarða króna í arð samkvæmt ársuppgjörum þeirra. Íslandsbanki birti ársuppgjör sitt í dag, síðastur bankanna þriggja. Allt að þriggja sólarhringa bið getur verið eftir niðurstöðum úr PCR-sýnatöku vegna mikils álags. Tæplega 5 prósent Akureyringa eru nú með covid. Anna Þorbjörg Jónasdóttir ræddi við Inga Stellu Pétursdóttiu yfirmann rannsóknardeildar Sjúkrahússins á Akureyri og Sigríði Dagnýju Þrastardóttur verkefnastjóra Covid á Akureyri Borgaryfirvöld í París hafa sett bann á að svokölluð frelsislest vörubílstjóra mæti til borgarinnar til að loka götum í mótmælaskyni gegn sóttvarnaraðgerðum. Mótmælin eru rakin til svipaðra aðgerða bílstjóra í Kanada. Hallgrímur Indriðason sagði frá. --------------- Rannsókn á skotárás sem gerð var í Grafarholti í nótt miðar vel. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ofuráhersla hafi verið lögð á að finna árásarmennina fljótt. Karl og kona særðust í árásinni. Fleiri voru á vettvangi en ekki er talið að árásin hafi beinst að öðrum en þeim sem urðu fyrir skotum. Ólöf Rún Skúladóttir ræddi við hann. Lágir stýrivextir hefðu ekki gengið til langs tíma litið og hækkun stýrivaxta hefur góð áhrif á sparnað fólks segir Gylfi Zoega prófessor í hagfræði. Hann segir ekki rétt að verðbólgan sé innflutt. Bjarni Rúnarsson ræddi við hann.
2/10/202211 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Stýrivaxtahækkun og 100 ára afmæli Hæstaréttar Íslands

Spegillinn 9. febrúar 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Mark Eldred. Fjármálaráðherra segir að taka verði miklar launahækkanir með í umræðuna um verðbólguna og hvernig hún þrengi að kjörum heimilanna sem hafi ekki verið betri en nú. Hann segir vextina núna sambærilega þeim sem voru fyrir faraldurinn. Stýrivaxtahækkunin kemur mest niður á þeim sem keyptu nýlega sína fyrstu fasteign. ASÍ hefur kallað eftir því að öðrum stjórntækjum en stýrivöxtum verði beitt til að hemja fasteignamarkaðinn. Fjölmenn mótmæli hafa verið í Minneapolis eftir að lögreglan skaut tuttugu og tveggja ára svartan karlmann til bana í heimahúsi í borginni. Lögreglan nýtti þar heimild til að fara inn í íbúð án þess að banka. Ekki gengur að taka hjálpartæki af fólki þegar það fer á hjúkrunarheimili segir deildarstjóri hjá Sjúkratryggingum. Úrbætur séu framundan varðandi létt lungnatæki og fleiri hjálpartæki. Á hundrað árum hefur stundum gustað um Hæstarétt þó að lengst af hafi ríkt um hann friður. Fjallað verður um sögu réttarins í Speglinum Lengri umfjöllun: Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í morgun um 0,75 prósentustig. Þeir eru nú orðnir 2,75 prósent. Vextirnir eru hækkaðir í skugga vaxandi verðbólgu. Ýmsir hafa hvatt Seðlabankann til að hækka ekki stýrivexti, svo sem forseti Alþýðusambands Íslands sem sendi peningastefnunefnd bankans bréf þess efnis í gær. Seðlabankinn spáir fimm prósenta verðbólgu á þessu ári, sem er tvöfalt verðbólgumarkmið bankans. Hann gerir ráð fyrir enn meiri verðbólgu á fyrsta ársfjórðungi, 5,8 prósentum. 5,7 prósenta verðbólgan sem mældist í síðasta mánuði er sú mesta frá því í apríl 2012. Bjarni Rúnarsson ræddi stýrivaxtahækkunina við þau Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og Róbert Faresveit, sviðsstjóra stefnumótunar og greininga og hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. Hæstiréttur varð hundrað ára í fyrra og var aldarafmæli hans meðal annars merkt með útgáfu sögu réttarins sem Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur skrifar. Á hundrað árum hefur á stundum gustað um Hæstarétt þó að lengst af hafi ríkt um hann friður. Arnþór sér nokkur líkindi með átökum sem tengjast skipan dómara bæði á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, skömmu eftir stofnun hans, og svo deilum um dómaraskipan um og upp úr aldamótunum síðustu. Á báðum tímabilum hafi stjórnmálamenn sótt svo hart að réttinum að halda megi því fram að vegið hafi verið að sjálfstæði dómsvaldsins. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Arnþór Gunnarsson.
2/9/202210 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Snjóflóðahætta, skipulagsmál og vistheimilismál

Spegillinn 8. febrúar 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Markús Hjaltason. Átta íbúðarhús voru rýmd á Patreksfirði í dag vegna snjóflóðahættu. Varðskipið Freyja er á leiðinni vestur og verður til taks. Forseti Frakklands vonast til að málamiðlun finnist með Rússum um lausn á Úkraínudeilunni. Stefnt er að því að leiðtogar Rússa, Frakka og Þjóðverja fundi á næstunni um stöðuna. Menningarmálaráðherra boðar að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði. Forsætisráðherra segir þá aðgerð ekki mega skerða stöðu RÚV. Formaður Flokks fólksins skorar á atvinnuveganefnd Alþingis að taka frumvarp hennar um bann við blóðmerahaldi til umfjöllunar. Fjöldi umsagna hefur borist um frumvarpið. Um 1.200 manns hafa fengið sanngirnisbætur vegna illrar meðferðar á vistheimilum á seinustu öld. Hátt í fjórir milljarðar hafa verið greiddir í bætur. Peningar græða þó ekki þau sár sem fólk hlaut að mati umsjónarmanns sanngirnisbóta. Lengri umfjöllun Í Speglinum í gær var rætt við Ólaf K. Nielsen formann Fuglaverndar, en hann hefur ásamt fjömörgum öðrum gagnrýnt áform Reykjavíkurborgar um landfyllingu í Grófavík í Skerjafirði. Landfyllingin er fylgifiskur fyrirhugaðrar 1300 íbúða byggðar vestan við suðurenda Reykjavíkurflugvallar. Landfyllingu verður á ríflega 700 metra löngum kafla, sem næði 100 metra út í sjó. Í frummatsskýrslu sem verkfræðistofan Efla gerði fyrir Reykjavíkurborg kemur fram að framkvæmdin hefði talsverð neikvæð áhrif á fuglalíf og verndarsvæði og verulega neikvæð áhrif á gróður, strand- og sjávarlífríki. Pawel Bartoszek er formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Kristján Sigurjónsson ræddi við hann. Frá því að Breiðavíkurmálið kom upp fyrir 15 árum hafa hátt í fjórir milljarðar verið greiddir í sanngirnisbætur til þeirra sem bjuggu við slæman kost og meðferð á vistheimilum á vegum ríkisins og sveitarfélaga. Um 1.200 manns hafa fengið bætur. Peningar duga þó ekki til að græða sár þeirra sem máttu þola illa meðferð í æsku. Í gær var rætt við Bárð R. Jónsson, sem er einn Breiðavíkurdrengjanna sem stigu fram og sögðu sögu sína fyrir 15 árum. Frá þeim tíma hafa fjöldamörg mál komið fram þar sem upp komst um slæma meðferð á börnum og fullorðnum á seinustu öld. Yfirleitt dvaldi fólk á þessum heimilum af illri nauðsyn og var komið þar fyrir vegna vandamála sinna, stórra og smárra. Bjarni Rúnarsson ræddi við Halldór Þormar Halldórsson, umsjónarmann sanngirnisbóta. Hann annaðist bótagreiðslur í Breiðavíkurmálinu og einnig í fleiri sambærilegum málum.
2/8/20229 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 7.febrúar 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Vetrarfærð er um land allt eftir óveður næturinnar og morgunsins. Spáð er leiðindaveðri næsta sólarhringinn. Rafmagnsleysi var víða á Suðurlandi í dag, Fjármálaráðherra segir að stilla verði stjórntækin vel svo vaxandi verðbólga verði skammtímavandamál en fylgi þjóðinni ekki inní lengri framtíð. Icelandair sagði í dag upp lánalínu hjá Íslandsbanka og Landsbanka sem gaf fyrirtækinu færi á að taka allt að 120 milljón dollara lán þar sem ríkið ábyrgðist 90%. Undirbúningur við að ná upp líkum mannanna fjögurra sem fórust í flugslysinu í Þingvallavatni er langt kominn. Forseti Rússlands fagnar viðleitni Frakka til að leysa Úkraínudeiluna með friðsömum hætti. Þjóðarleiðtogar hafa hist víða um heim í dag til að ræða stöðuna í landinu. Lengri umfjöllun: Áform borgaryfirvalda um landfyllingu í Grófavík í Skerjafirði, í öðrum áfanga nýrrar byggðar þar, hafa fallið í grýttan jarðveg hjá mörgum sem sent hafa inn umsagnir í skipulagsferli málsins. Til stendur að byggja í svokallaðri Gróf, svæði á milli suðurenda Reykjavíkurflugvallar og eystri enda núverandi byggðar í Skerjafirði, allt að 1300 íbúðir. Í frummatsskýrslu sem verkfræðistofan Efla gerði fyrir Reykjavíkurborg kemur fram að framkvæmdin hefði talsverð neikvæð áhrif á fuglalíf og verndarsvæði og verulega neikvæð áhrif á gróður, strand- og sjávarlífríki. Til mótvægis þessu er ætlunin að móta strandlengju landfyllingarinnar þannig að hún líki eftir náttúrlegri strönd til að auka líkur á að þar myndist leirur á ný. Ólafur K. Níelssen, formaður Fuglaverndar og Jóhann Óli Hilmarsson, fyrrverandi formaður félagsins gagnrýna þessar hugmyndir harðlega í grein sem þeir skrifuðu í Kjarnann um helgina. Kristján Sigurjónsson ræðir nánar við Ólaf um gagnrýni þeirra félaga. Nú eru 15 ár liðin frá að upp komst um illa meðferð á drengjum í Breiðavík á síðari hluta seinustu aldar. Drengirnir urðu fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, bæði frá eldri drengjum sem dvöldu þar og starfsmönnum heimilisins. Í Breiðavík voru um 130 drengir sendir í vist fyrir slæma hegðun og árið 2007 stigu nokkrir þeirra fram og sögðu frá meðferðinni sem þeir máttu sæta mörgum árum fyrr. Þeirra á meðal var Bárður R. Jónsson sem sagði sögu sögu sína í viðtali við Margréti Marteinsdóttur í Kastljósi árið 2007. Bjarni Rúnarsson ræðir að nýju við Bárð um hvernig tekið hefur verið á þessum málum síðan.
2/7/20229 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Spegillinn- Fjölmiðlastefna í Danmörku og skýrsla um nektarmyndir

Spegillinn 4. febrúar 2022 Umsjón: Bjarni Rúnarsson og Bogi Ágústsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Enn hefur ekkert spurst til flugvélar sem saknað hefur verið frá því um hádegi í gær. Fjöldi fólks kemur að leitinni, frá Landhelgisgæslu, lögreglu og björgunarsveitum. Einangrun verður stytt úr sjö dögum í fimm, frá og með mánudegi. Heilbrigðisráðherra er bjartsýnn á að slakað verði töluvert á sóttvarnaraðgerðum í næstu viku. Hluti sýna sem tekin eru í skimunum fyrir leghálskrabbameini verða áfram send til Danmerkur til greiningar. Landspítali hóf greiningar í byrjun mánaðarins og gerir þær allar frá næstu áramótum. Danska stjórnin hefur markað nýja fjölmiðlastefnu og rætt verður um hana við við Elfu Ýr Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar, og Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann Blaðamannafélags Íslands. Rúmlega helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri hefur verið beðinn um að senda af sér nektarmyndir. Stærstum hluta ungmenna sem fá slíkar beiðnir finnst það ekki mikið tiltökumál. Yfirleitt koma óskir um nektarmyndir af ungmennum frá ókunnugum. Lengri umfjöllun: Ane Halsboe-Jørgensen, menningarmálaráðherra, sagði í gær að það væri löng hefð í Danmörku fyrir öflugum fjölmiðlum sem gegndu þýðingarmiklu lýðræðishlutverki. Þeir veittu valdhöfum aðhald og gerðu borgurunum kleift að taka þátt í lýðræðislegri umræðu.Bogi Ágústsson ræddi við Elfu Ýr Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar, og Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann Blaðamannafélags Íslands. Rúmlega helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri hefur verið beðinn um að senda af sér nektarmyndir og 40 prósent barna í 8.-10. bekk. Algengast er að slíkar beiðnir komi frá ókunnugum einstaklingum á netinu. Líklegra er að stúlkur fái beiðnir um slíkar myndsendingar en drengir. Tæplega 7 af hverjum 10 stelpum sem hafa fengið beiðni um nektarmynd sögðu hana hafa komið frá ókunnugum á netinu, samanborið við 3 af hverjum 10 strákanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun sem Menntavísindastofnun gerði fyrir Fjölmiðlanefnd. Bjarni Rúnarsson ræddi við Skúla Braga Geirdal, verkefnastjóra Fjölmiðlanefndar.
2/4/20229 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Leit að flugvél, útbreidd veira og Brexit upplausn á Norður Írlandi

Spegillinn 3. febrúar 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Umfangsmikil leit hefur staðið í allan dag á Suðurlandi að flugvél sem ekkert hefur spurst til frá því um hádegisbil. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, flugvél frá danska hernum og rúmlega 300 manns á jörðu niðri taka þátt í leitinni. Leitinni er beint að svæðinu sunnan við Þingvallavatn. Stjórnmál á Norður-Írlandi eru í upplausn. Eftir afsögn fyrsta ráðherra er stjórn landshlutans lömuð. Fjöldi starfsmanna Eflingar greindi frá einelti og kynbundinni áreitni af hálfu stjórnenda í vinnustaðagreiningu. Fyrrverandi stjórnendur Eflingar segja ásaknirnar með öllu ósannar. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur dregið framboð sitt til formanns SÁÁ og setu í framkvæmdastjórn til baka. Útgerðir loðnuskipa hafa gert hlé á veiðum, en nýjustu mælingar Hafrannsóknastofnunar gætu leitt til verulegrar lækkunar á útgefnum loðnukvóta. Lengri umfjöllun Ýmislegt bendir til þess að útbreiðsla kórónuveirunnar sé mun meiri hér á landi en áður var talið. Fyrstu niðurstöður rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknis benda til að um tuttugu prósent landsmanna, yngri en 50 ára, hafi sýkst af kórónuveirunni. Þetta var staðan um áramótin. Þetta eru rúmlega helmingi fleiri en hafa greinst með kórónuveiruna á PCR-prófi og er opinber smittala. Mótefni var mælt hjá tæplega 1.900 manns um allt land á aldrinum 20-90 ára. Mótefni mældist frekar hjá yngra fólki en eldra. Með sömu útreikningum, og að því gefnu að um 1.500 smitist á hverjum degi, má ætla að um 80% landsmanna verði komin með gott ónæmi gegn COVID-19 síðari hluta marsmánaðar. Arnar Björnsson fréttamaður ræddi í dag við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Óvissa er enn á ný um framtíð Brexit-samnings Breta og Evrópusambandsins vegna deilna um framkvæmd ákvæða um Norður-Írland. Óvæntar yfirlýsingar ráðherra sambandssinna í stjórninni í Belfast í gærkvöld ollu uppnámi og síðdegis sagði Paul Given, fyrsti ráðherra Norður-Írlands af sér. Bogi Ágústsson fjallaði um málið.
2/3/202211 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Rannsókn kynferðisbrota, Boris í þinginu og sóttvarnagleraugu

Spegillinn 2. febrúar 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samráði við sóttvarnalækni að afnema eins metra regluna á sitjandi viðburðum eins og í leikhúsum og á tónleikum Maður sem sakaður er um að hafa banað Daníel Eiríkssyni af gáleysi við Vindakór í Kópavogi í fyrra, hélt fram sakleysi sínu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Þetta hafi verið slys. Hann segir andlátið hafa verið slys. Miklu fleiri skiptu um raforkusala í janúar en í nokkrum öðrum mánuði í fyrra. Skiptin koma í kjölfar umfjöllunar um að N1 hafi selt þrautavararafmagn mun dýrara en auglýst var. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vinna hafi verið lögð í að þjálfa starfsmenn til að taka skýrslur af þolendum kynferðisbrota og þekkingar í þeim efnum hafi verið leitað víða. Embættið sé ágætlega í stakk búið til rannsókna þessara mála, en fjölga megi starfsmönnum og bæta tækjabúnað. Lengri umfjöllun: Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu telur embættið ágætlega í stakk búið til að rannsaka kynferðisbrotamál þó fjölga megi þar fólki sem og tækjum og búnaði. Hann gerir sér vonir um að úr því verði bætt. Þá hafi mikil þjálfun farið fram í skýrslutöku yfir þolendum. Haukur Holm ræddi við Grím. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er kominn aftur heim til Lundúna af fundi sínum með Volodymyr Zelensky forsætisráðherra Úkraínu um Úkraínudeiluna. Johnson fékk ekki sérlega blíðar viðtökur við heimkomuna. Í dag var enn á ný herjað á hann í fyrirspurnatíma í þinginu vegna veisluhalda í Downingstræti 10. Partygate-málið, sem svo er kallað, heldur áfram að gera forsætisráðherranum lífið leitt. Bjarni Rúnarsson fjallar um fyrirspurnatímann. Gleraugu eru góð fyrir þá sem sjá illa. En eru þau líka smitvörn? Í Noregi er nú hafin tilraun með þátttöku almennings til að skera úr um hvort veiran alræmda, sem veldur öllu kófinu, forðist gleraugu. Gísli Kristjánsson fjallar um málið
2/2/202230 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 1.febrúar 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Ekki er hægt að treysta því að fá niðurstöður úr PCR-prófi samdægurs vegna mikils álags á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Runólfur Pálsson, varaforseti læknadeildar Háskóla Íslands og einn af yfirlæknum COVID-göngudeildarinnar, hefur verið skipaður forstjóri Landspítalans Umboðsmaður Alþingis hefur sent tveimur ráðherrum erindi þar sem óskað er eftir útskýringum á skipun og setningu tveggja ráðuneytisstjóra í lok janúar Tíu rússneskum fjölmiðlum, hið minnsta, hefur verið gert að fjarlægja allt efni um spillingu ráðamanna í Rússlandi sem skrifað er af stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny og samherjum hans Það er ekki sjálfgefið að íslenskan lifi, segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Ný rannsókn sýnir að stór hluti af málumhverfi barna á Íslandi er enskt. Bæjarráð Ísafjarðar segir ekki ásættanlegt að Vestfirðingar þurfi nú að kynda húsnæði sitt með orku sem fæst með brennslu dísilolíu. Bæjarstjórinn vill skoða virkjun í Vatnsfirði til lausnar vandanum. Lengri umfjöllun: Verðbólgudraugurinn er kominn á stjá eftir að hafa haldið sig til hlés um nokkuð langt skeið. Verðbólgan hefur ekki verið meiri hér á landi í tíu ár. Heimsmarkaðsverð á hrávöru hefur hækkað umtalsvert á tímum heimsfaraldurs og það smitast inn í kerfið hér á landi. . Peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman í næstu viku og ákveður hvort stýrivöxtum bankans verður breytt. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 5,7 prósent frá því í janúar í fyrra. Verðhækkanir á fasteignamarkaði vega þungt í verðbólgunni, en líka hækkanir á bensíni, rafmagni og matvöru. Bjarni Rúnarsson ræðir við þau Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags og viðskiptanefndar Alþingis, og Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna. Eitt ár er í dag liðið frá því að herinn rændi völdum í Mjanmar. Þingkosningar voru haldnar í landinu rúmlega tveimur mánuðum fyrr í nóvember 2020 þar sem flokkur Aung San Suu Kyi vann yfirburðasigur. Nýkjörið þing átti að koma fyrst saman 1. febrúar fyrir ári, en nokkrum klukkustundum áður tók herinn í taumana og rændi völdum. Þingfundur var aldrei settur og herstjórnin situr sem fastast. Kristján Sigurjónsson segir frá ástandinu í Mjanmar.
2/1/202210 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 31.janúar 2022

Spegillinn 31.janúar 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Fjármálaráðherra segist hafa áhyggjur af vaxandi verðbólgu, en ekki sé auðséð til hvaða ráða sé hægt að grípa. Staðan kalli hins vegar á viðbrögð. Bólusetning 5 til 11 ára gamalla barna nýtur stuðnings mikils meirihluta landsmanna. Herforingjastjórnin í Mjanmar ákærði í dag Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, fyrir kosningasvik. Búnaður í nýrri skólphreinsistöð á Akureyri kom í veg fyrir að tæplega 20 tonn af rusli sem sturtað var niður í klósettum á Akureyri endaði í Eyjafirði. Yfir 30 eftirlegukindur, sem leitað hefur verið að á Norður- og Austurlandi síðan í haust, skiluðu sér af fjalli í síðustu viku og um helgina. Helmingur ráðherra ríkisstjórnarinnar ber annað starfsheiti í lok dags heldur en þegar þeir vöknuðu í morgun. Ný nöfn ráðuneyta eftir uppskiptingu stjórnarráðsins voru staðfest með forsetaúrskurði í dag. Lengri umfjöllun: Skipulags- og húsnæðismál eru meðal stóru verkefna sveitarfélaganna og þar eru líka stórir snertifletir við ríkið. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir gott að þessi mál séu nú í einu og sama ráðuneytinu. Hann telur að sé ágreiningur milli sveitarfélaga um framkvæmdir á borð við byggðalínur eða veglagningu væri heppilegra að til væri svæðisskipulag sem þau yrðu þá að laga sig að. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Sigurð Inga. Þess var minnst á Norður Írlandi í gær að 50 ár voru liðin frá Blóðuga sunnudeginum í borginni Derry eða Londonderry. Fjallað var ítarlega um blóðuga sunnudaginn í tveimur útvarpsþáttum Gunnars Hanssonar og Sólveigar Jónsdóttur á Rás 1 um helgina . Þau fóru til Derry fyrr í þessum mánuði og ræddu meðal annars við fólk sem tók þátt í göngunni og varð vitni að drápunum. Sólveig er stjórnmálafræðingur frá Edinborgarháskóla í Skotlandi og kynnti sér vel málefni Norður Írlands í námi sínu. Kristján Sigurjónsson talar við Sólveigu um ástandið á N-Írlandi í dag og framtíðarhorfur. Mark úr vítakasti eftir að venjulegur leiktími var liðinn tryggði Svíum eins marks sigur á Spánverjum, 27-26, í úrslitaleik Evrópumótsins í gær. En handbolti er langt frá því að vera einn um hituna þegar íþróttir eru annars vegar í Svíþjóð. Kári Gylfason segir frá.
1/31/20229 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Aðgerðaáætlun, íþróttahatur og blóðugur sunnudagur

Spegillinn 28. janúar 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Mark Eldred Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar dugar skammt, segir veitingamaður sem horfir fram á þriðju mánaðamótin í röð án greiðslu frá ríkinu. Hann segir að janúarmánuður sé sá versti í manna minnum. Ísland hafnar í sjötta sæti á EM í handbolta eftir grátlegt tap gegn Norðmönnum í dag. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sakar vesturveldin um að hafa að engu áhyggjur Rússa af útþenslu Atlantshafsbandalagsins í Evrópu og stöðu Úkraínu. Hvassviðri gengur yfir stóran hluta landsins í kvöld og nótt. Gul viðvörun tekur gildi þegar líður á kvöldið. Lengri umfjöllun: Afléttingaáætlun stjórnvalda var kynnt í dag. Hún er þríþrepa og verður fyrsta skrefið stigið á miðnætti. Þá mega 50 manns koma saman í stað 10, tveggja metra reglan verður að metersreglu og áhorfendur verða til að mynda leyfðir á íþróttaviðburðum. Opnunartími veitingastaða rýmkar til klukkan ellefu. Eftir þrjár vikur er svo stefnt að því að rýmka almennar samkomutakmarkanir í 200 manns og aflétta öllum takmörkunum um miðjan mars. Líneik Anna Sævarsdóttir formaður velferðarnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins og Oddný G. Harðardóttir fyrsti varaformaður velferðarnefndar og þingmaður Samfylkingarinnar ræddu við Bjarna Rúnarsson um afléttingaáætlunina. Íþróttahatur er bakhliðin á hverjum verðlaunapeningi. Stundum vilja menn láta þetta hatur ganga út yfir bæði fortíðina og allar minjar um hana. Þannig er Christian den tiende Danakonungur nú hataðasti maður á Íslandi. En hvernig fer svona íþróttahatur í sálina á frændum okkar Norðmönnum? Þeir sitja uppi með sænskan kóng á hesti fyrir framan konungshöllina sína og kenna frægustu götu lands síns við þennan sama útlenda kóng. Er ekki mál að linni? Gísli Kristjánsson fjallar um málið. Á sunnudag eru 50 ár liðin frá því að breski herinn skaut 13 kaþólikka til bana og særða aðra 13 skotsárum í mótmælagöngu í borginni Derry á Norður Írlandi. Þessi atburður markaði þáttaskil í ófriðnum a Norður Írlandi - The Troubles - Átökin hörðnuðu og ofbeldið jóxt um allan helming allt þar til friðarsamkomulag var undirritað í apríl 1998, 26 árum síðar. Gunnar Hansson dagskrárgerðarmaður á RÚV og Sólveig Jónsdóttir rithöfundur og stjórnmálafræðingur heimsóttu Derry fyrr í mánuðinum og ræddu við fólk sem varð vitni að þessum atburði - blóðuga sunnudeginum. Afrakstur þessarar ferðar má heyra í tveimur klukkustundar löngum útvarpsþáttum á rás eitt. Kristján Sigurjónsson ræddi við Gunnar Hansson.
1/28/20228 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

27. janúar 2022. Afléttingar sóttvarna, bótakrafa og orkuskortur

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu býst við holskeflu kórónuveirusmita á næstunni en ekki holskeflu alvarlegra veikinda. Aðalmeðferð hefst á morgun í máli tveggja barna Sævars Marínós Ciecielski þar sem þau krefjast þess að ríkið verði dæmt til að greiða þeim milljarð í bætur. Þau segja að ekki fyrirfinnist jafn alvarleg brot opinbers valds á réttindum sakborninga og í máli föður þeirra.Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Lundúnalögreglan hefur enn ekki yfirheyrt Boris Johnson forsætisráðherra vegna rannsóknar á ýmsum veislum í Downingstræti 10 meðan strangar samkomutakmarkanir voru í gildi á Englandi. Ásgeir Tómasson tók saman. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi leggur til að undirbúningur deiliskipulags á nýrri íbúabyggð í Vatnsendahlíð verði hafinn þegar í stað, meðal annars til að mæta skorti á húsnæðismarkaði. Þórgnýr Einar Albertsson talaði við hana. Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að hefja formlegar viðræður við fyrirtækið Green fuel ehf um lóð á Bakka undir vetnis- og ammóníaksframleiðsluver á Bakka. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri er bjartsýnn á frekari uppbyggingu, Óðinn Svan Óðinsson ræddi við hann. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur fengið fjölmargar áskoranir um að gefa kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra í sveitarstjórnarkosningum í vor. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá. ---------- Orkuskortur hér á landi er yfirvofandi og grípa þarf til olíubrennslu til að framleiða rafmagn. Landsnet telur að eftirspurn haldi áfram að vaxa umfram framboð á næstu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Landsnets um horfur í raforkumálum á næstu fimm árum. Bjarni Rúnarsson ræddi við Gný Guðmundsson, yfirmann greiningar og áætlana hjá Landsneti. Stækkun og þar með fækkun sveitarfélaga er nokkuð sem unnið hefur verið að og vilji til af ríkisins hálfu um árabil undir merkjum þess að efla sveitarstjórnarstigið. Sveitarfélögin eru nú rétt tæplega 70 og á næstunni verður kosið um sameiningu víða um land. Málefni sveitarfélaganna eru á borði Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann.
1/27/202229 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 26.janúar 2022

Spegillinn 26. janúar 2022 Umsjón: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn útsendingar frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir. Sóttvarnalæknir segir hægt að sleppa veirunni lausri því afleiðingar smita séu miklu minni en áður. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir áhættu tekna, en ávinningurinn verði þess virði. Hingað og ekki lengra, meirihluti og minnihluti verða að taka höndum saman og tryggja 350 þúsund króna laun skatta- og skerðingarlaus. Þetta sagði Tómas A. Tómasson á Alþingi síðdegis í umræðu um tillögu Flokks fólksins . Handboltalandsliðið vann stórsigur á Svartfellingum í dag og liggur nú á bæn um að Danir vinni Frakka í kvöld svo liðið komist í undanúrslit. Þingmenn á ítalska þinginu hafa enn ekki komið sér saman um hver verði næsti forseti landsins. Þriðja atkvæðagreiðslan fór fram í dag. Fjórir af hverjum tíu skiluðu auðu. Lengri umfjöllun: Á miðnætti tóku gildi nýjar reglur um sóttkví. Nú þurfa eingöngu þeir sem eru útsettir á heimili sínu að fara í sóttkví. Sem fyrr varir sóttkví í fimm daga og PCR-próf þarf til að losna. Þríbólusettir fara hins vegar eingöngu í smitgát sem lýkur með PCR-prófi á fimmta degi. Hins vegar þurfa þeir sem eru útsettir fyrir smiti utan heimilis ekki að fara sóttkví heldur að viðhafa smitgát. Ekki er þörf á sýnatöku lengur til að losna úr smitgát og börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin smitgát nema smit sé inni á heimili. Bjarni Rúnarsson ræddi við Magnús Gottfreðsson, lækni og prófessor í smitsjúkdómum. Um fjórðungur þeirra sem hefja nám í íslenskum framhaldsskólum hefur ekki lokið því fjórum árum síðar. Brotthvarf hér er nokkuð mikið í alþjóðlegu samhengi segir Helgi Eiríkur Eyjólfsson, annar höfunda nýrrar skýrslu þar sem efnahagslegur og félagslegur bakgrunnur þeirra sem hverfa frá námi er kannaður og brotthvarfið talið sýna ójöfn tækifæri fólks. Nú er það svo að nærri allir skrá sig í framhaldsskóla eftir grunnskólann. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Helga og Kolbein Stefánsson Mjög er umdeilt hvort Norðmenn hafi gert rétt í að bjóða fulltrúum Talibana frá Afganistan viðræðna í Osló. Er þetta viðurkenning á stjórn ofbeldismanna? Er þessum mönnum treystandi? Núna eru þeir farnir heim tómhentir en á kostnað norska ríkisins ? en reikna má með framhaldi á viðræðum. Gísli Kristjánsson fjallar um heimsókn Talibana.
1/26/202210 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

25. janúar 2022. Fárviðri, sóttvarnir og Úkraína

Björgunarsveitir hafa sinnt hátt í 100 verkefnum vegna vestanstorms sem nú gengur yfir landið. Á suðvesturhorninu rifnuðu tré rifnuðu upp með rótum og þakklæðningar og -plötur fuku af húsum. Nú rétt fyrir fréttir var bæði Hellisheiði og Þrengslum lokað vegna veðurs. Bjarni Pétur Jónsson tók saman. Talað við Davíð Má Bjarnason hjá Landsbjörg og Sólveig Klara Ragnarsdóttir ræddi við Einar Daníelsson í aðgerðastjórn björgunarsveitanna á Höfuðborgarsvæðinu. Flugfreyjum var dæmt í vil í Félagsdómi í dag. Icelandair bar að fara eftir starfsaldri þegar fyrirtækið afturkallaði uppsagnir í fyrrasumar. Nýjar sóttvarnareglur liðka mjög fyrir skólastarfi, Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyar segir eðlilegt að skólafólk taki þátt í að ná hjarðónæmi í samfélaginu. Þorgerður laufey Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara segir að stór hópur sé settur í hættu. Hermenn voru kallaðir út í Grikklandi til að aðstoða bílstjóra sem lentu í vandræðum vegna snjóa. Alþjóðaflugvöllurinn í Istanbúl í Tyrklandi lokaðist í sólarhring vegna fannfergis. Ásgeir Tómasson sagði frá. ------ Liðsafnaður Rússa við landamæri Úkraínu síðustu vikur hefur allt annan brag og tilgang en hann hafði í fyrravor segir Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Rússlandi. Albert hefur ekki trú á að Rússar hætti á innrás. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Bjarni Benediktsson fjármála og efnahagsráðherra flutti á Alþingi í dag munnlega skýrslu um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldursins. Bjarni Rúnarsson tók saman umræður á Alþingi. Heyrist í Bjarna Benediktssyni (D), Loga Einarssyni (S), Jakobi Frímanni Magnússyni (F), Birni Leví Gunnarssyni (P), Sigmari Guðmundssyni (C) og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni (M). Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
1/25/20229 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 24.janúar 2022

Spegillinn 24.janúar 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Bandarísk stjórnvöld bræða með sér að senda allt að fimm þúsund manna herlið til Evrópu til að styrkja varnir Austur-Evrópuríkja sem eiga aðild að Atlantshafsbandalaginu láti Rússar verða af því að ráðast á Úkraínu. Formaður SÁÁ hefur sagt af sér. Hann svaraði vændisauglýsingu á netinu fyrir nokkrum árum, og segir að sú hegðun sé ófyrirgefanleg. Ástandið á gjörgæslu Landspítalans er betra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Áfram verður þó áskorun að halda starfsemi spítalans gangandi á meðan smit eru eins mörg og raun ber vitni að mati yfirlæknis gjörgæslulækninga á Landspítalans. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ætlar ekki að leggja til að slakað verði á sóttvarnaaðgerðum fyrr en fyrsta lagi eftir mánaðamót. Hann vill heldur aflétta í hægum skrefum og vinnur nú að afléttingaáætlun út febrúar ásamt heilbrigðisráðherra. Ísland tapaði gegn Króötum í sveiflukenndum leik í Búdapest í dag. Þrátt fyrir tapið er sæti í undanúrslitum enn innan seilingar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag ríkið af kröfu fyrrverandi lögreglumanns um 140 milljóna króna bætur vegna þess að hann fékk ekki skipun sína í embætti framlengda. Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveðið að veita fyrirtækinu atNorth ehf. vilyrði fyrir lóð undir gagnaver í bænum. Þá eru hugmyndir uppi um að nýta varman frá verinu í gróðurhús. Lengri umfjöllun: Svo virðist sem bjartsýnustu spár um þróun faraldursins hér á landi séu að koma fram. Færri hafa lagst inn á gjörgæsludeild en áætlanir gerðu ráð fyrir og þrátt fyrir smit í hundraðavís allt frá því í desember hefur heilbrigðiskerfið staðist áhlaupið nokkuð vel. Ríkari krafa hefur verið um afléttingar seinustu daga og svo virðist sem þær séu nú þegar komnar á teikniborð heilbrigðisyfirvalda. Dr. Maria Van Kerkhove, einn helsti sérfræðingur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í vörnum gegn COVID-19 sagði í viðtali í gær að þrátt fyrir að omíkron-afbrigðið sé ekki eins skaðlegt og forverinn, delta, sé veiran hættuleg.Þó svo að omíkron-afbrigðið sé veikara en delta valdi það álagi á heilbrigðiskerfi landa, sem oft og tíðum sé sligað af álagi í heimsfaraldri sem staðið hefur á þriðja ár. Bjarni Rúnarsson talar við Martin Inga Sigurðsson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlækni svæfinga og gjörgæslulækninga á Landspítalanum. Undanfarnar þrennar kosningar hafa orðið miklar mannabreytingar í sveitarstjórnum og útlit er fyrir að svo verði enn í vor þegar kosið verður um miðjan maí; að sex af hverjum tíu sveitarst
1/24/20229 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 21. janúar 2022

Spegillinn 21. janúar 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs segir að skemmdarverkin sem unnin voru á fjölmiðlinum og bíl hans í nótt og gærkvöld séu gerð af yfirlögðu ráði. Þarna hafi verið útsendarar einhvers á ferð Stúlku, sem sakaði skólabróður sinn um kynferðisbrot í skilaboðum á samfélagsmiðli, var heimilt að tjá sína upplifun, samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands. Ummæli hennar um meint brot piltsins gegn annarri stúlku voru aftur á móti dæmd ómerk. Skipstjóri á Herjólfi hefur verið lækkaður í tign og fengið áminningu í starfi eftir að kvartanir um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu bárust fyrirtækinu. Hátt í fimmtíu þúsund kórónuveirusmit greindust í Rússlandi í gær. Þau hafa aldrei verið fleiri á einum degi. Ekki stendur til að herða smitvarnir þrátt fyrir það. Sunnan og suðvestan hvassviðri skellur á landinu í kvöld. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á norðan og vestanverðu landinu með kvöldinu og gular viðvaranir fyrir norðan og austan. Nokkrum leiðum á Vestur- og Norðurlandi verður lokað í kvöld vegna veðursins. Lengri umfjöllun: Þolendur kynferðisofbeldis hafa stigið fram undanfarið og greint frá ofbeldi af ýmsum toga. Yfirleitt greina þolendur frá reynslu sinni á samfélagsmiðlum, ýmist nafnlaust eða undir nafni. Vantraust þolenda í garð réttarkerfisins er ekki nýtt af nálinni. Lengi hafa þolendur efast um gagnsemi þess að fara með mál fyrir dómstóla því litlar líkur séu á sakfellingu í slíkum málum. Í gær var haldið málþing á vegum lagadeildar Haskólans í Reykjavík um MeToo og réttarkerfið. Spegillinn ræddi við fjórar konur sem fluttu erindi á málþinginu, þær Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur, lögmann, dr. Margréti Einarsdóttur, prófessor við lagadeild HR, Dr. Maríu Rún Bjarnadóttur verkefnisstjóra gegn stafrænu ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra og Guðnýju Hjaltadóttur, lögfræðing sem stýrði málþinginu. Guðný fékk fyrst spurninguna sem var yfirskrift þingsins, getur verið að réttarkerfið virki ekki sem skyldi fyrir þolendur kynferðisofbeldis? Bjarni Rúnarsson fjallaði um málþingið. Norska prinsessan Ingrid Alexandra varð 18 ára í dag og í fyllingu tímans fullgild til að stýra ríkisráði Noregs ef þess gerist þörf. Hún fæddist með þá framtíð fyrir fótum að verða drottning. En hefur norska þjóðin verið spurð hvort hún vilji drottningu? Allt bendir til yfirgnæfandi stuðnings. Gísli Kristjánsson fjallar um málið.
1/21/20229 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 20. janúar 2022

Spegillinn 20. janúar 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Smitum fjölgar enn hjá íslenska karlalandsliðinu á Evrópumótinu í handbolta í Búdapest. Sex leikmenn eru úr leik fyrir viðureignina við Dani í kvöld. Frelsið bítur í skottið á sér, sagði heilbrigðisráðherra þegar hann varaði við því að of geyst væri ráðist í afléttingu sóttvarnaráðstafana. Þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði löngu kominn tíma til að stjórnvöld leiddu þjóðina út úr ógöngum. Þrátt fyrir mikinn fjölda smita í samfélaginu er þróun mála á Landsspítalanum ánægjuleg segir sóttvarnarlæknir. Andstaða fyrirtækis á Flateyri varð til þess að fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish ákvað að byggja laxasláturhús í Bolungarvík. Bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ segir þetta vonbrigði. Í janúar á næsta ári taka í gildi lög um bann við urðun á lífrænum úrgangi. Akureyrarbær hefur unnið moltu úr lífrænum úrgangi í rúman áratug en þrátt fyrir það þarf sífellt að minna á mikilvægi flokkunarinnar og stendur nú yfir átak því til áminningar. Það spáir vonskuveðri á vestan- og norðanverðu landinu seint í kvöld og gul- eða appelsínugul viðvörun er í gildi frá miðnætti, fram eftir degi á morgun og alveg fram á aðfaranótt laugardags. Lengri umfjöllun: Undanfarnar kosningar hefur reynst erfitt að manna sveitarstjórnir sums staðar, jafnvel í þokkalega stórum sveitarfélögum og Eva Marín Hlynsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við HÍ býst við því að svo gæti farið líka í ár og mannaskipti í sveitarstjórnum verði jafnvel 65%. Eftir um fjóra mánuði, síðasta laugardaginn í maí, þann 28. verður kosið til sveitarstjórna í um öllum sveitarfélögum landsins. Þau eru mörg og misfjölmenn, frá því minnsta með um 40 íbúa, upp í höfuðborgina með um 130 þúsund. Sveitarstjórnarstigið er eitt en sveitarfélögin næstum jafn ólík og þau eru mörg. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Evu Marín. Sprengigosið í Tonga eyjum í Kyrrahafi er hið stærsta á jörðinni síðastliðin 30 ár að mati jarðvísindamanna. Þegar gosið hófst með gríðarlegum hvelli á laugardag fylgdi flóðbylgja og mikið óskufall sem hefur haft mikil áhrif á daglegt líf íbúa eyríkisins. Þeir eru einangraðir, öll samskipti við umheiminn eru erfið og óttast er að marga daga og vikur taki að rjúfa þá einangrun að fullu. Á meðan er óljósar fréttir að fá af líðan þeirra og þörf fyrir hjálpargögn. Þau eru þó farin að berast því flugvélar frá bæði Ástralíu og Nýja Sjálandi hafa á síðasta sólarhring lent á stærstu eyjunni Tona-ga-tapu með neyðarbúnað. Kristján Sigurjónsson segir frá sögu og íbúum eyjanna.
1/20/202210 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

19. janúar 2022. Þriðjungur launamanna í erfiðri fjárhagsstöðu

Fólk sem er í einangrun vegna covid má nú fara í gönguferðir nálægt heimili sínu tvisvar á dag og krafa um sýnatöku í tengslum við smitgát hefur verið afnumin. Fjárhagsstaða innflytjenda og einstæðra foreldra hefur versnað milli ára, Ný könnun Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýnir að tæplega þriðjungur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman. Bjarni Rúnarsson talaði við Kristínu Hebu Gísladóttur, framkvæmdastjóri Vörðu, Drífu Snædal ASÍ og Sonju Ýr Þorbergsdóttur BSRB. Matvælastofnun hefur ákveðið að bændur á bæ í Dalvíkurbyggð verði sviptir 150 nautgripum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar sagði á Alþingi í dag að hún væri algerlega ósammála gagnrýni Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins um að skort hafi lýðræðislega umræðu um COVID faraldurinn. Eldur kviknaði í þaki íbúðarhúss á Framnesvegi í Vesturbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var með talsverðan viðbúnað en búið er að slökkva eldinn. Sólveig Klara Ragnarsdóttir ræddi við Vernharð Guðnason deildarstjóra hjá Slökkviliðinu. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra standa fyrir samfélagsmiðladegi landsbyggðarfyrirtækja í samvinnu við aðila frá þremur öðrum löndum. Anna Þorbjörg Jónasdóttir ræddi við Sveinbjörgu Rut Pétursdóttur, atvinnuráðgjafa fyrirtækja hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Nýlunda var tekin upp á söfnum og tónleikasölum víðs vegar um Holland í dag þegar almenningi var boðið að þiggja þar klippingu eða stunda líkamsrækt. Yfirvöld skipuðu stöðunum umsvifalaust að láta af athæfi sínu. Markús Þór Þórhallsson sagði frá. Fyrsti leikurinn karlalandsliðsins í milliriðli á EM í handbolta er gegn Dönum annað kvöld. Hægri hornamaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson segir sjálfstraustið mikið í íslenska liðinu þó að lið Dana sé sterkt. ------------- Könnun Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýnir að fjárhagsstaða félagsmanna í ASÍ og BSRB hefur versnað síðasta árið en í fyrra var sambærileg könnun gerð í fyrsta skipti. Bjarni Rúnarsson ræddi við Kristínu Hebu Gísladóttur, framkvæmdastjóri Vörðu, Drífu Snædal ASÍ og Sonju Ýr Þorbergsdóttur BSRB. Liðsflutningar til Gotlands, rússnesk herskip í Eystrasalti, tölvuárásir á sænsk fyrirtæki og stofnanir. Ógnin frá Rússlandi er mjög raunveruleg í sænskri fjölmiðlaumræðu, þótt engin viti hvort hún sé raunveruleg eða nákvæmlega í hverju hún felst.Kári Gylfason sagði frá. Heyrist í Gudrun Persson, Rússlandssérfræðingi Kenny Vedin og Gunillu Axén íbúum á Gotlandi, Mich
1/19/202210 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 18. janúar 2022

Spegillinn 18.1.2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir tilefni til að tempra viðbrögð við veirunni í ljósi mikillar fækkunar innlagna, sérstaklega í eldri aldurshópum. Tólf mál eru í vinnslu hjá teymi þjóðkirkjunnar gegn einelti og kynferðislegri eða kynbundinni áreitni og ofbeldi. Átta þeirra voru tilkynnt formlega á síðustu tveimur mánuðum. Forstöðumaður farsóttarhúsa segir stöðuna þar vera nokkuð góða. Flestir sem þar dvelja nú eru Íslendingar. Færri ferðamenn og rýmkaðar reglur hafa sitt að segja. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að ákvæði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga verði numið á brott á næstu dögum. Talmeinafræðingar kalla hins vegar eftir því að Sjúkratryggingar standi við orð sín, þau hafi ekkert heyrt frá Sjúkratryggingum. Atlantshafsbandalagið hefur boðið Rússum til nýs fundar, til að ræða ástandið sem fjölmennt herlið þeirra við landamæri Úkraínu hefur valdið. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna er á leið til Úkraínu til að sýna stjórnvöldum samstöðu í deilunni við Rússa. Lengri umfjöllun: Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik biður um lausn til reynslu úr öryggisgæslu og algerri einangrun. Hann mætti fyrir rétti í dag og notaði tækifærið til að ítreka fyrri boðskap um hinn hvíta kynstofn. Engar líkur eru á að hann sleppi. Gísli Kristjánsson fór yfir réttarhöldin. Það hefur andað köldu á milli Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga undanfarin misseri. Fram til þessa hefur verið skilyrði fyrir nýútskrifaða talmeinafræðinga að þeir ljúki tveggja ára starfsreynslutímabili eftir útskrift áður en þeir fá samning við Sjúkratryggingar Íslands. Í desember lofaði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bót og betrun og sagðist vilja afnema ákvæði um tveggja ára starfsreynslu. Í vikunni vöktu talmeinafræðingar máls á því að ekkert hefði þokast í málinu, og engin breyting hefði orðið. Biðlistar halda áfram að lengjast og um 900 börn bíða þess að komast að, á meðan nýútskrifaðir talmeinafræðingar sitja heima með hendur í skauti. Willum var spurður að því að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun hvernig hann sæi þessi mál fyrir sér nú. Bjarni Rúnarsson fjallar um málið. Staðan í heilbrigðiskerfinu var til sérstakrar umræðu á Alþingi í dag. Málshefjandi var Oddný Harðardóttir, Samfylkingu og orðum hennar sérstaklega beint til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Oddný hóf ræðu sína á því spyrja hvort nokkur velktist í vafa um að allt heilbrigðiskerfið og Landspítalinn glímdi við fjárhags- og mönnunarvan
1/18/20229 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

17. jan. 2022. Skortur á sóttvörum, sprengigos og kosningalög

Litlu munaði að covid-sjálfspróf seldust upp hér á landi í síðustu viku. Framboð og eftirspurn sveiflast hratt og afhendingartíminn er langur segir Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi, sem sem flytur inn sóttvörur. María Sigrún Hilmarsdóttir talaði við hann. Ríkisstjórnin tekur stöðuna í faraldrinum ekki alvarlega að mati stjórnarandstöðunnar sem segir fjarveru fjármálaráðherra bera því vitni. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman. Jóhann Páll Jóhannsson (S), Birgir Árnason (D) og Andrés Ingi Jónsson (P). Tæplega fimm hundruð íbúðir eru á sölu í höfuðborginni við áramót. Miklu færri en þær voru fyrir tveimur árum þegar þær voru tvö þúsund og tvö hundruð á sama tíma. Arnar Björnsson talaði við Kára S. Friðriksson, hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Að minnsta kosti tólf létust í jarðskjálfta í vesturhluta Afganistans í dag. Hann var fimm komma þrír að stærð og fannst í nokkrum nágrannalöndum. Ásgeir Tómasson sagði frá. Byrjað var að bólusetja fimm ára börn á höfuðborgarsvæðinu í Laugardalshöll í dag. Dagný Hængsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að mæting hafi verið dræm og það séu vonbrigði. Arnar Björnson talaði við hana. ----------- Enn er ekki fulljóst hvað gerðist og hve mikill kraftur neðansjávareldgoss sem varð á eyjunum Hunga-Tonga og Hunga-Haapai um helgina segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur. En þetta var mjög stór atburður. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Pál. Breytingar á kosningalögum hafa það í för með sér að framvegis verður leyfilegt að hafa færanlega kjörstaði. Eva H. Önnudóttur, prófessor í stjórnmálafræði vonar að það auki kjörsókn jaðarsettra hópa og yngri kjósenda. Bjarni Rúnarsson talaði við hana. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
1/17/202210 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 14. janúar 2022

Spegillinn 14.janúar 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Mark Eldred. Víðtækar lokanir voru meðal þeirra þriggja leiða sem sóttvarnalæknir tiltók í minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Stjórnvöld völdu millileið með herðingum frá því sem nú er en slepptu nokkrum atriðum sem Þórólfur tiltók. Veitingamenn og viðburðarhaldarar furða sig á hertum aðgerðum. Lokunarstyrkir og viðspyrnustyrkir standa aftur til boða í kjölfar hertra aðgerða. Þá verður einnig komið til móts við veitingamenn og greiðslu opinberra gjalda slegið á frest. Starfandi fjármálaráðherra segir það mikil vonbrigði að grípa hafi þurft til hertra aðgerða. Vegabréfsáritun serbneska tenniskappans Novak Djokovic til Ástralíu hefur verið ógilt í annað sinn og óvissa ríkir um þátttöku hans á Opna ástralska meistamótinu í tennis. Verðbólga er aftur orðin vandamál í efnahagslífi í heiminum, hún var sjö prósent í Bandaríkjunum í desember, meiri en verið hefur í 40 ár. Hagfræðingar búast margir við vaxtahækkunum. Rætt verður við Gylfa Magnússon prófessor í Speglinum. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka á móti allt að sjötíu afgöngskum flóttamönnum til viðbótar við þá sem fengu hér hæli fyrir jól, í ljósi þeirrar ólgu og upplausnar sem ríkir í Afganistan. Lengri umfjöllun: Ríkisstjórnin ákvað í morgun og herða samkomutakmarkanir úr 20 manns í 10.Aðgerðirnar taka gildi á miðnætti. Skólastarf verður óbreytt og skemmtistöðum, krám og spilasölum verður gert að loka en veitingastaðir mega hafa opið til klukkan 21. Líkamsræktarstöðvar og sundstaðir mega áfram taka á móti helmingi leyfilegs fjölda gesta. Viðburðahald með hraðprófum fellur úr gildi en sviðslistaviðburðir, svo sem leikhús og kvikmyndahús mega taka á móti 50 manns í rými með meter á milli ótengdra með grímu fyrir vitum sér. Það gildir einnig um útfarir og kórastarf og menningarviðburði. Íþróttaæfingar mega áfram fara fram, en án áhorfenda. Hertar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti. Efnahagslegar aðgerðir eru í smíðum til að bregðast við vegna þessa. Spegillinn ræddi við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, sem gegnir skyldum fjármálaráðherra þessi dægrin, en hann er í tímabundnu fríi frá störfum. Þórdís hefur verið talsmaður þess að hér séu ekki harðar samfélagslegar aðgerðir við lýði. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana. Verðbólga hefur farið vaxandi á síðustu misserum um allan heim. Bogi Ágústsson leitaði skýringa á fyrirbrigðinu hjá Gylfa Magnússyni prófessor við Háskóla Íslands.
1/14/202210 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 13. janúar 2022

Spegillinn 13. janúar 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Mark Eldred. Ekkert skóla- og frístundastarf verður í hluta Seljahverfis í Reykjavík á morgun og á mánudag vegna mikillar útbreiðslu COVID-smita. Skólastjóri Seljaskóla segir ómögulegt að ná utan um smitin. Þremur skólum á Austurlandi verður einnig lokað á morgun. Um 200 heilbrigðisstarfsmenn vantar til starfa á Landspítalanum til að mæta auknu álagi vegna faraldursins. Börnum á covid göngudeild Landspítala fjölgar hratt. Þá er erfitt ástand á Sjúkrahúsinu á Akureyri og fjöldi starfsmanna í sóttkví eða einangrun. Kennarar kolfelldu kjarasamning við sveitarfélögin í dag. Stjórnarformaður sambands íslenskra sveitarfélaga segir niðurstöðuna dapurlega. Bandaríkjastjórn ætlar að kaupa fimm hundruð milljónir COVID-prófa til viðbótar við þann hálfa milljarð sem þegar hefur verið samið um. Prófin verða afhent endurgjaldslaust. Lengri umfjöllun: Það er þungur róður á Landspítala. Þetta kann að hljóma kunnuglega. Spítalinn hefur verið á neyðarstigi frá því rétt fyrir áramót og í vikunni lýstu almannavarnir yfir neyðarstigi sínu vegna farsóttarinnar. Sjúklingum sem liggja inni með COVID-19 fjölgar dag frá degi, í dag eru þeir 43, þar af sex á gjörgæslu. Lengi hefur verið vandamál að manna spítalann svo að allt gangi smurt fyrir sig. Ótti stjórnvalda er sá að innlögnum fjölgi á næstunni vegna þess geigvænlega fjölda smita sem hefur greinst frá því að yfirstandandi bylgja tók að rísa um miðjan desember. En nú, eins og svo oft áður, stendur spítalinn frammi fyrir risastóru verkefni. Að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Það vofir yfir að gripið verði til hertra samfélagslegra takmarkana. Landlæknir sagði til að mynda í hádegisfréttum að staðan hefði sjaldan eða aldrei verið þyngri frá því faraldurinn hófst. Bjarni Rúnarsson ræddi við Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, starfandi forstjóra Landspítala. Grunnskólakennarar kolfelldu í dag kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn lauk á hádegi í dag og var niðurstaðan sú að Nei sögðu tæp 74% og tæpur fjórðungur sagði já. Lífskjarasamningurinn svokallaði, við heildarsamtök launafólks, var undirritaður í apríl 2019 en grunnskólakennarar sömdu í byrjun september 2020. Sá samningur var til sextán mánaða og náði til 5,400 kennara. Ekki náðist samkomulag um útfærslu á styttingu vinnutímans og álagsgreiðslur m.a. vegna kórónuveirufaraldursins. Kjaradeilunni var því vísað til sáttasemjara 11. desember og samningur undirritaður 30. desember. Rætt var við Aldísi Hafsteinsd
1/13/20229 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 12. janúar 2022

Spegillinn 12.1.2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Mark Eldred. Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar gefur ekkert fyrir áform um endurbætur á kísilverksmiðjunni í Helguvík og ætlar að gera allt sem hann getur til að koma í veg fyrir að hún fari aftur í gang. Lagt er til að slakað verði á sóttvarnareglum í Danmörku um helgina , þrátt fyrir fjölgun smita að undanförnu. Borgarstjórn hefur fallið frá hugmyndum um þéttingu byggðar við Bústaðaveg vegna andstöðu íbúa. Brottfarir erlendra farþega voru 688 þúsund á árinu 2021 sem svipar til fjöldans árið 2012. Eftir dapra mánuði í upphafi árs rættist úr eftir því sem leið á árið. Mikill svartfugladauði virðist hafa orðið undan Austfjörðum nýlega en á þriðja hundrað fuglar fundust dauðir þegar fjörur voru gengnar þar í vikunni. Lengri umfjöllun: Brottfarir erlendra farþega voru 688 þúsund á árinu 2021. Þetta sýna nýjar tölur Ferðamálastofu. Það er viðlíka fjöldi og árið 2012. Þegar mest lét árið 2018 voru brottfarir erlendra ferðamanna rúmlega 2,3 milljónir. Þrátt fyrir þetta mikla hrap var árið 2021 nokkuð gott að mati Skarphéðins Bergs Steinarssonar, ferðamálastjóra. Eftir dapra mánuði í upphafi árs rættist úr eftir því sem leið á árið. Bjarni Rúnarsson ræddi við Skarphéðinn. Metfjöldi covid-tilfella greinist nú í Svíþjóð, þrátt fyrir vonir manna í haust og vetur um að það versta væri loks afstaðið. Samstaða sem ríkt hefur um sóttvarnaraðgerðir yfirvalda virðist vera fyrir bí.Kári Gylfason fjallar um ástandið í Svíþjóð. Kynjaskráning: KK:4 KVK;2
1/12/20229 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 11. janúar 2022

Spegillinn 11.1. 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður Mark Eldred. Neyðarstigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Covid 19. Fyrirtæki og viðbragðsaðilar virkja þá viðbragðsáætlanir sínar til að tryggja órofinn rekstur. Mikil reiði er meðal Breta eftir að upplýst var að garðveisla hefði verið haldin í bústað forsætisráðherra, í maí árið 2020 þegar mjög strangar sóttvarnaráðstafanir voru í gildi og allar samkomur bannaðar. Boris Johnson, forsætisráðherra og eiginkona hans, Carrie Johnson, meðal voru meðal veislugesta. Framkvæmdastjóri Strætó segist vera í áfalli vegna netárásar sem fyrirtækið varð fyrir. Tölvuþrjótar krefja Strætó um tæplega 72 milljóna króna lausnargjald. Félagsmálaráðherra vill að hugað verði betur að breyttum vinnutíma í næstu kjarasamningum og að komið verði meira til móts við fólk með skerta vinnugetu. Það er von á suðvestan hvassviðri á vestanverðu landinu í kvöld. Gul viðvörun tekur gildi í kvöld og aftur í fyrramálið. Útlit er fyrir hvassviðri meira og minna fram á fimmtudag. Lengri umfjöllun: Það hefur gustað um atvinnulífið undanfarið eftir að fimm menn sem eru áhrifamenn í stjórnum stórra fyrirtækja og áberandi í þjóðlífinu hrökkluðust frá störfum vegna ásakana um kynferðisbrot. Í málum sem þessum leita fyrirtæki og stjórnendur þeirra gjarnan til almannatengla. Í Kjarnanum um helgina kom fram að miðillinn hefði heimildir fyrir því að almannatengill hefði ráðið þremur mannanna í lok nýliðins árs að segja að þetta væri kjaftasaga. Best væri að þegja málið af sér. Karen Kjartansdóttir almannatengill segir að sú aðferð stjórnenda fyrirtækja að þegja af sér mál sé hverfandi. Mörg fyrirtæki hafi ákvæði í stefnu sinni um að hægt sé að víkja fólki frá ef orðspori fyrirtækisins er teflt í tvísýnu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra vill sjá breytingar á vinnumarkaði á þann hátt að hugað verði betur að breyttum vinnutíma og að komið verði betur til móts við fólk með skerta vinnugetu. Spegillinn ræddi við Guðmund Inga, sem hefur vinnumarkaðsmál og húsnæðismál á sinni könnu, um ástand og horfur í þessum málaflokkum. Hann er ánægður með að viðsemjendur á vinnumarkaði vilji tala sem fyrst saman á nýju ári.
1/11/20229 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 10.janúar 2022

Spegillinn 10.janúar 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Áhættan af covid er miklu meiri hjá börnum en áhættan af bólusetningunni segir sóttvarnalæknir. Skipulögð bólusetning fimm til ellefu ára barna hófst í Laugardalshöll í dag og víðar um land. Félagsmálaráðherra segir eðlilegt að ágreiningur sé um hvort rétt sé að draga orlofstíma frá launafólki ef sóttkvíardagar lendi á slíkum dögum. Ekki komi á óvart að málið komi til kasta dómstóla. Lyfjastofnun Evrópu hefur tekið til athugunar lyf í töfluformi við Covid-sýkingu. Niðurstaða á að liggja fyrir innan nokkurra vikna. Dalamenn vilja snúa við neikvæðri byggðaþróun og auka við atvinnutækifæri í sveitarfélaginu. Með það fyrir augum undirbýr Dalabyggð nú þátttöku í Brothættum byggðum hjá Byggðastofnun Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á jurtaprótíndrykknum Teyg og taka hann strax úr sölu. Það er vegna frásagna um ofbeldi af hálfu líkamsræktarþjálfarans Arnars Grants, sem þróaði drykkinn í samstarfi við KS. Yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum. Hóstafaraldur geisar nú hjá hundum á höfuðborgarsvæðinu og tugir tilkynninga hafa borist Matvælastofnun síðustu daga um smitaða hunda. Lengri umfjöllun: Forseti ASÍ segir að hegðun stjórnenda í einkalífi geti litað ákvarðanir þeirra í stjórnun fyrirtækja. Hún segir viðbrögð fyrirtækja sem fimm áhrifamiklir menn sem sakaðir eru um kynferðisbrot störfuðu hjá, hafi verið svifasein. Ara Edwald var í gær sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings ehf., dótturfélags samvinnufélagsins Auðhumlu. Fjórir aðrir áberandi menn í viðskiptalífinu sem sakaðir hafa verið um kynferðisbrot hafa einnig stigið til hliðar eða hætt störfum sínum seinustu daga vegna ásakana um kynferðisbrot. Greint er frá því í Kjarnanum um helgina að miðillinn hafi heimildir fyrir því að þrír mannana hafi í lok seinasta árs fengið þau ráð frá almannatengli um að segja að þetta væri kjaftasaga og best væri að þegja málið af sér. Það gekk þó ekki því í seinustu viku sögðu þeir sig frá stjórnarmennsku og öðrum störfum sínum, hver á fætur öðrum. Bjarni Rúnarsson talar við Drífu Snædal forseta ASÍ og Karen Kjartansdóttur almannatengill. Nánar verður rætt við Karen í Speglinum á morgun. Fagfólk hefur áhyggjur af því að heilsufarslegur ójöfnuður fari vaxandi á Íslandi. Efnaminna fólk með litla menntun fer almennt verr með sig, veikist frekar og lifir skemur og hugsanlegt að innbyggðir fordómar í heilbrigðiskerfinu gra
1/10/202210 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 7.janúar 2022

Spegillinn 7. janúar 2022 Umsjón: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson. Heilbrigðisráðherra hefur slakað á reglum um sóttkví þríbólusettra. Þríbólusettir sem eru útsettir fyrir smiti mega nú sækja vinnu eða skóla en mega ekki sækja mannamót, heilbrigðisstofnanir eða umgangast viðkvæma og þurfa áfram að bera grímu. Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Geirfinnsmálinu, segir að ef endurupptöku á máli hennar verði hafnað þá sé málinu lokið. Þá geti hún ekki leitað réttar síns annars staðar. Mál eins og það sem varð til þess að fimm háttsettir menn í atvinnulífinu stigu til hliðar í gær finnast víðar í samfélaginu. Fólk í valdastöðum þarf að umgangast samfélagsmiðla af nærgætni. Þetta segir prófessor í heimspeki. Jarðskjálftahrinunni við Fagradalsfjall er lokið og fluglitakóða verið breytt í gulan. Náttúruvársérfræðingar telja kvikuna undir fjallinu vera að storkna og líkur á eldgosi fari dvínandi. Talibanar í Afganistan biðja þjóðir heims um neyðaraðstoð. Þeir segja örbirgð blasa við milljónum landsmanna. Lengri umfjöllun: Fimm áberandi menn úr viðskiptalífinu á Íslandi stigu til hliðar í gær í kjölfar ásakana um kynferðisbrot. Málið hefur verið til umræðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, eftir að Vítalía Lazareva (Lasareva) greindi frá því í hlaðvarpinu Eigin konur hvernig mennirnir hefðu farið yfir mörk hennar í heitum potti í sumarbústaðarferð í desember 2020 og einnig í golfferð á síðasta ári. Mennirnir fimm voru stjórnarmenn í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins og áberandi í viðskiptalífinu og fjölmiðlum. Orðrómur hafði verið á kreiki um brotin um nokkra hríð og stjórnir fyrirtækja sem sumir mannanna störfuðu hjá höfðu vitneskju um málið án þess að aðhafast, fyrr en í gær. Raforkuverð er nú í hæstu hæðum í Svíþjóð og hefur aldrei verið jafn hátt. Nýr iðnaður, orkuskipti og ytri aðstæður leiða að óbreyttu til enn hærra raforkuverðs á næstu árum. Og því er vaxandi þrýstingur á að ný kjarnorkuver verði byggð í landinu. Almenn þátttaka í bólusetningum hefur verið mjög góð á Íslandi og stór hluti af ungbarnavernd meðfram mælingum og þroskamati er að láta bólusetja börn. Við þriggja mánaða aldur eru þau bólusett við kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, haemofilus influenzu; mænusótt og pneumókokkum og fyrsta og hálfa árið fylgja sex sprautur til viðbótar. Þar sem við bætast bólusetningar við mislingum, hettusótt, rauðum hundum og hlaupabólu. Við fjögurra ára aldur er endurbólusett við kíghósta, barnaveiki og stífkrampa. Í uppgjöri Landlæknis á bólusetningum fyrir árið 2020 var þáttta
1/7/202230 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 6. janúar 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Samfélagsmiðlar hafa nötrað í dag, eftir að fimm áhrifamenn í samfélaginu hættu störfum einn af öðrum, í kjölfar ásakana um kynferðisbrot. Mennirnir voru stjórnendur hjá sumum af stærstu fyrirtækjum landsins, virtir viðskiptamenn eða þekktir fjölmiðlamenn. Óveður með suður- og vesturströndinni er heldur að ganga niður. Búist er við minni ölduhæð í kvöld miðað við í morgun og í gærkvöld. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur stríðandi fylkingar í Kasakstan til að gera út um deilur sín í milli með friðsamlegum hætti. Tugir lögreglumanna hafa fallið í átökum við mótmælendur og hundruð særst. Ríflega þriðjungur félagsmanna Einingar Iðju og Afls starfsgreinasambands neitaði sér um tannlæknaþjónustu á seinastliðnu ári. Bæjarstjórn Ísafjarðar vill fyrst sjá lausnir í orkumálum á Vestfjörðum áður en til stofnunar þjóðgarðs á kjálkanum kemur. Stofnun þjóðgarðs hefur staðið í stað síðan málinu var frestað í bæjarstjórn í júní á síðasta ári. Kristín Helga Gunnarsdóttir hlaut í dag viðurkenningu rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf og tónlistarkonan Bríet hlaut Krókinn fyrir útgáfutónleika sína. Óróapúls er orð ársins 2021. Lengri umfjöllun: Almannavarnir reyna eftir fremsta megni að hvetja fólk af erlendum uppruna til þátttöku í bólusetningu við kórónuveirunni. Upplýsingar um gildandi takmarkanir, bólusetningu og stöðu faraldursins eru þýddar á ótal tungumál. Þá hafa almannavarnir einnig reynt að nálgast fólk í gegnum samfélagshópa eins og kirkjur. Bólusetningarbíll sem keyrir um götur borgarinnar með barmafullar sprautur af bóluefni hefur gefið ágæta raun, en ákveðinnar tortryggni gætir meðal erlendra verkamanna sem hafa ekki látið bólusetja sig. Bjarni Rúnarsson fjallar um málið og ræðir við Hildi Helgadóttur og Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins byrji sem fyrst að tala saman á nýju ári til að undirbúa næstu kjarasamningslotu. Lífskjarasamningurinn sem skrifað var undir í apríl 2019 á almennum vinnumarkaði rennur út í byrjun nóvember. Spegillinn tók hús á ríkissáttasemjara. Kristján Sigurjónsson ræðir við Aðalstein Leifsson.
1/6/202210 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

5. 1. 2022 Foráttuveðurspá og bólusetningar barna

Síðdegis var hert á veðurviðvörunum á Suður- og Vesturlandi, þar gilda nú appelsínugular viðvaranir. Spáð er foráttuveðri; suðaustanstormi í nótt og fram undir morgun. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir viðbúið að verkefni sem tengjast veðrinu verði ærin, sér í lagi á suðvesturhorninu og á Snæfellsnesi. Alma Ómarsdóttir talaði við hann. Delta-afbrigðið herjar enn á börn og getur valdið alvarlegum veikindum, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og hvetur til bólusetningar. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Öllum Tékkum á vinnumarkaði verður gert skylt að láta skima sig fyrir kórónuveirunni tvisvar í viku meðan omíkron-afbrigði veirunnar geisar. Sóttkví og einangrun verður stytt. Ásgeir Tómasson sagði frá. Skóflustunga að nýju þrjú hundruð íbúða hverfi á Akureyri var tekin í dag. Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar segir alla innviði vera fyrir hendi og þetta hagkvæma lausn. Óðinn Svan Óðinsson talaði við hann. Listasafn Íslands fékk í dag afhent listaverkasafn hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar sem kenndur var við Síld og fisk. Verkin eru um 1.400, Katrín Þorvaldsdóttir segir að foreldrar hennar hafa frá upphafi gert sér grein fyrir að þau væru að safna fyrir íslensku þjóðina. Safnið sé tákn um ástir samlyndra hjóna. ---------- Barnasmitsjúkdómalæknir segir að ef ekkert verði að gert þurfi líklega að leggja tuttugu til þrjátíu börn inn á sjúkrahús næsta hálfa árið. Þrátt fyrir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Erlu Bolladóttur í gær er ekki þar með sagt að málið verði tekið fyrir að nýju. Þetta segir lögmaður sem átti sæti í endurupptökunefnd. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
1/5/202230 minutes
Episode Artwork

4. 1. 2022 Fjöldi smita svipaður út mánuð og vindmylla sprengd

Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum telur að fjöldi kórónuveirusmita á dag verði svipaður út þennan mánuð. Það ráðist þó mjög mikið af atferli fólks og smitvörnum. Róbert Jóhannsson tók saman. Enn stendur vindmylla sem kviknaði í um áramótin í Þykkvabænum. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur reynt í fjórgang að fella hana í dag. Magnús Geir Eyjólfsson hefur fylgst með í Þykkvabænum og ræddi við Gyðu Árnýju Helgadóttur íbúa í grenndinni. Ríkissaksóknari í Svíþjóð hefur ákært konu fyrir stríðsglæpi. Hún er sökuð um að hafa gert syni sínum kleift að berjast með vígasveitum Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Ásgeir Tómasson sagði frá. Búist er við vonskuveðri með djúpri lægð sem gengur yfir landið annað kvöld og nótt. Verst er spáin fyrir suðvesturhornið. Anna Þorbjörg Jónasdóttir ræddi við Dóru Björk Gunnarsdóttur, hafnarstjóra í Vestmannaeyjum og Gísla Jóhann Hallsson yfirhafnsögumann hjá Faxaflóahöfnum. Þrjú kórónuveirusmit urðu til þess að skellt var í lás í kínversku borginni Yuzhou í Henan-héraði. Íbúum er skipað að halda sig heima, almenningssamgöngur hafa verið stöðvaðar og verslunum lokað. Arnar Björnsson sagði frá. ------- Laun í sóttkví verða í boði út þetta ár hið minnsta. Verkefnið Hefjum störf og greiðslur til íþróttafélaga runnu út um áramótin. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir gleðilegt hversu margir fengu varanlega ráðningu í gegnum Hefjum störf. Bjarni Rúnarsson ræddi við Unni Sverrisdóttur forstjóra Vinnumálastofnunar. Áralangar rannsóknir á lífi og leikjum ungmenna við háskólann í Osló benda til að núna sé að vaxa úr grasi ný, ábyrg og vel menntuð kynslóð, sem tekur foreldrum sínum fram í flestu. Og það er snjallsíminn sem gerir gæfumuninn. Gísli Kristjánsson í Ósló segir frá. Dómstóll í San Jose í Kaliforníu dæmdi í gær Elizabeth Holmes 37 ára gamalan stofnanda fyrirtækisins Theranos fyrir fjársvik og hafa blekkt þá sem fjárfestu í sprotafyrirtæki hennar. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá risi og falli Holmes. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Gísli Kjaran Kristjánsson. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttur.
1/4/20229 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 3. janúar 2022

Spegillinn 3. janúar 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Skólastjórnendur telja óráðlegt að bólusetja börn á skólatíma. Menntamálaráðherra segir að það verði áskorun að halda úti óröskuðu skólahaldi á næstunni og fyrirséð að skólar þurfi að loka. Þrátt fyrir það á að setja skólana að loknu jólafríi á morgun. Björgunarsveitarmenn á Austurlandi hafa frá því í gærkvöld staðið í ströngu við að forða tjóni og flytja heilbrigðisstarfsfólk til og frá vinnu. Norðvestanstormur gekk yfir austanvert landið í dag en nú er farið að lægja. Það er þó enn byljótt undir Vatnajökli. Fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir í Spítalabrekkunni á Akureyri valda deilum. Bæjaryfirvöld eru gagnrýnd fyrir að huga hvorki að aurskriðuhættu né menningargildi. Bandarískt tónlistarforlag hefur keypt réttinn að allri tónlist sem David Bowie lét eftir sig. Kaupverðið er talið nema yfir 32 milljörðum króna. Lengri umfjöllun: Starfsdagur var í grunnskólum víðast hvar í dag og skólastjórnendur reyna að ráða fram úr því hvernig skólastarfi verður háttað þegar það hefst á morgun. Fyrirsjáanlega verða erfiðar heimtur á starfsfólki vegna faraldursins; sums staðar er búist við að allt að fimmtungur starfsfólks forfallist vegna smits eða sóttkvíar og eins eru ekki allir foreldrar í rónni með að senda börn sín í skólann. Elínrós Benediktsdóttir skólastjóri Ölduselsskóla í Reykjavík segir þar lagt upp með eins hefðbundið skólastarf og hægt er. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Elínrósu og Arnar Ævarsson framkvæmdastjóra Heimilis og skóla. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, vill að aðilar vinnumarkaðarins nýti næsta ár til þess að hugsa kjaramálin upp á nýtt og setji sér sameiginleg langtímamarkmið um að gera samfélagið betra. Lífskjarasamningar í almennum vinnumarkaði renna út í byrjun nóvember, en á opinberum vinnumarkaði í flestum tilfellum í byrjun mars 2023. Sonja vill nýta tímann fram að því til að hugsa út fyrir boxið. Kristján Sigurjónsson talar við Sonju.
1/3/202210 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

12/30/20219 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Í sóttkví í vinnunni. Mannúðaraðstoð. Ofsóknir á Indlandi.

Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans spáir því að tugir þúsunda eigi eftir að smitast af kórónuveirunni hér á landi á næstu mánuðum. Nær allir starfsmenn hjúkrunarheimilisins Sundabúðar á Vopnafirði eru komnir í sóttkví eða einangrun og hefur heimilið óskað eftir aðstoð til að sinna íbúum. Rúmlega þrjátíu snjóruðningstæki hafa vart undan við að ryðja götur og göngustíga á Akureyri. Reyndur mokstursmaður segir að verkinu ljúki ekki fyrr en á næsta ári. Tollverðir í Rotterdam í Hollandi fundu nýverið tæp tvö tonn af kókaíni í þremur sendingum. Söluandvirðið er talið nema hátt í tuttugu milljörðum króna. Lengri umfjallanir: Fyrirsjáanleikinn er enginn og fólk er orðið langþreytt. Þetta segir Aníta Aagestad, hjúkrunarfræðingur og trúnaðarmaður hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún gengur nú kvöldvaktina á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut, í sóttkví. Það sárvantar fólk á deildina. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Anítu Aagestad. Sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir útlit fyrir að á næsta ári verði þörfin fyrir mannúðaraðstoð meiri en nokkru sinni fyrr. Aðkoma stjórnvalda þurfi að verða markvissari því hjálparsamtök geti ekki ein síns liðs unnið á neyð heimsins. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Atla Viðar Thorstensen. Kristnir söfnuðir á Indlandi sæta vaxandi ofsóknum af hálfu öfgafullra hindúa þar í landi. Um þverbak keyrði um jólin í ár þegar hátíðahöld kristinna voru trufluð á ofbeldisfullan hátt. Erlend fjárframlög til Hjálparstarfs Móður Teresu á Indlandi hafa verið fryst. Kristján Sigurjónsson segir frá.
12/29/20219 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Ferðaþjónustuárið 2022 og niðurfelld mál sænskra lögreglumanna

Þrír ráðherrar í ríkisstjórninni hafa greinst með COVID-19. Forsætisráðherra hvetur fólk til að fara gætilega, þó að gögn bendi til þess að nýja omikron afbrigðið sé vægara en hin fyrri. Nýtt hundrað herbergja sóttvarnahús verður opnað á höfuðborgarsvæðinu morgun. Skýrsla frá Landsneti sýnir að Vatnsfjarðarvirkjun og hringtenging á flutningskerfi myndu stórbæta afhendingaröryggi á Vestfjörðum. Lengri umfjallanir: Ferðaþjónustan hefur tekið hægt við sér, bæði hér á landi og á heimsvísu. Óvissa ríkir um ferðaárið 2022. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur, forstöðumanns Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, og Kristján Sigurjónsson, ritstjóra vefsins túrista.is, um stöðu og horfur í ferðaþjónustu hér og í heiminum öllum. Ríflega sjö þúsund kærur bárust til yfirvalda í Svíþjóð í fyrra vegna meintra brota lögreglumanna í starfi. Afar sjaldgæft er að þessi mál leiði til ákæru, hvað þá sakfellingar. Kári Gylfason, fréttaritari Spegilsins í Gautaborg í Svíþjóð fjallar um málið.
12/28/20219 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

12/27/202112 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 22.desember 2021

Spegillinn 22.desember 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Ekkert lát er á jarðskjálftum við Fagradalsfjall. Þar hefur jarðskjálftahrina staðið í tæpan sólarhring. Vísindamenn telja að hrinan sé undanfari eldgoss. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið og flugvélaleiguna ALC til að greiða Isavia rúma tvo og hálfan milljarð króna vegna ?saknæmrar háttsemi? héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness í tengslum við kyrrsetningardeilu flugvélar WOW air. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag undanþágu frá viðskiptaþvingunum gegn Afganistan þannig að hjálparstarf geti hafist þar. Mikið annríki hefur verið hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Um tólf hundruð fjölskyldur hafa leitað þangað eftir aðstoð fyrir jólin. Veitingamenn bíða nú svara frá heilbrigðisráðuneytinu um hvort þeim verði veitt undanþága frá sóttvarnareglum sem eiga að taka gildi á miðnætti og fái því að hafa opið lengur á morgun. Sameinuð stjórnarandstaða nær árangri og málum í gegn segir Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar jafnvel jafn ólíkir flokkar og nú skipi stjórnarandstöðuna. Flokkarnir segja ákvörðun fjárlaganefndar að fá 150 milljóna viðbótarfjármagn til sálfræðiþjónustu vera vegna þrýstings þeirra. Lengri umfjöllun Ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sýknað í málum þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Dómnum verður áfrýjað en þremenningarnir vildu fá það viðurkennt að Tryggingastofnun hefði verið óheimilt að skerða ellilífeyri þeirra og heimilisuppbót vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. Dómurinn tók þetta ekki til greina og taldi að ríkinu væri heimilt að beita skerðingum, en hins vegar viðurkennt að eignarréttarákvæði stjórnarskrár eigi við um lífeyrinn. Kristján Sigurjónsson ræðir við Helga Pétursson formann Landssambands eldri borgara um dóminn í beinni útsendingu. Kjaradeila Félags grunnskólakennara og Sambands Íslenskra sveitarfélaga er komin á borð ríkissáttasemjara. Samningurinn sem undirritaður var í byrjun september 2020 rennur út um áramótin. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður félags grunnskólakennara sagði í Speglinum fyrir helgi að ágreiningur væri um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar og 30 daga orlofi kennara. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hvergerði er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kristján Sigurjónsson ræðir við hana um kjaramálin almennt, en spurði fyrst út ágreininginn við grunnskólakennara, sem eru um 5300 talsins í starfi hjá sveitarfélögunum.
12/22/202130 minutes
Episode Artwork

21. desember. Koma flóttafólks. Umferðaröryggi í Reykjavík.

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að herða sóttvarnir hefur vakið blendin viðbrögð. Fólk bráðvantar í bakvarðarsveit og rútufyrirtæki léttir undir með slökkviliðinu með því að flytja covid-sjúka. Formaður Félags leikskólakennara hvetur sveitarfélög til þess að loka leikskólum milli jóla- og nýárs. Stjórnvöld taki áhættu með því að halda þeim opnum. Spennan milli Rússlands og NATO vex dag frá degi. Rússlandsforseti segir Rússa tilbúna að beita hernaðaraðgerðum gegn Vesturveldunum vegna aðgerða þeirra í Úkraínu. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita tuttugu milljónum króna til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. Formaður sóknarnefndar segir kirkjubrunann hafa þjappað Grímseyingum saman. Lengri umfjallanir: Fagnaðarfundir urðu á Keflavíkurflugvelli í dag þegar afgönsk kona fékk ungbarn sitt í fangið eftir fjögurra mánaða aðskilnað. Langtum fleiri hafa látist í umferðarslysum innan Reykjavíkur nú en síðastliðin ár. Síðar í Speglinum verður fjallað um umferðaröryggi í borginni.
12/21/202130 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 20. desember 2021

Spegillinn 20. desember 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðherra að taka upp tuttugu manna samkomutakmörkun og að skólahald hefjist seinna eftir jólafrí til þess að stemma stigu við fjölgun kórónuveirusmita. Þrátt fyrir að vera veikara er omikron-afbrigði kórónuveirunnar erfiðara og verra viðgangs en delta-afbrigðið. Þetta segir prófessor í tölvunarfræðum við Háskóla Íslands. Yfirlæknir á covid-göngudeild Landspítalans segir starfsfólk glíma við mikið álag, á sama tíma og búist er við enn meiri fjölgun sjúklinga vegna metfjölda smita. Akureyrarbær hefur tilkynnt að ekki verði haldnar áramótabrennur á vegum bæjarins í ár frekar en í fyrra. Hlutabréf um allan heim, þar með talið á Íslandi, lækkuðu í verði í dag sökum ótta fjárfesta við útbreiðslu omíkron-afbrigðisins. Hjálpræðisherinn hefur neyðst til þess að fella niður jólaboð sitt á aðfangadag. Rúmlega 300 gestir og sjálfboðaliðar höfðu skráð sig til leiks. Lögregla hefur litlar vísbendingar fengið í leitinni að Almari Yngva Garðarssyni, sem ekkert hefur spurst til síðan aðfaranótt sunnudags. Aldrei hafa fleiri bækur verið prentaðar erlendis eins og fyrir þessi jól. Formaður stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum segir þróunina ekki góða fyrir íslenskan prentiðnað. Elsta hluta grunnskólans á Hofsósi hefur verið lokað fyrir kennslu eftir að vísbendingar um myglu komu þar upp. Beðið er niðurstöðu frekari rannsókna til að hægt sé að meta hversu stórtækar aðgerðir þarf að ráðast í. Ekki verður gert hlé á keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um jól og áramót vegna fjölgunar kórónuveirusmita, en mörgum leikjum hefur verið frestað að undanförnu. Þetta var ákveðið eftir fundarhöld í dag. Lengri umfjöllun: Metfjöldi kórónuveirusmita greindist hér innanlands í gær, eða 220. Bæði Delta og ómikronafbrigðin greindust. Veldisvöxtur hefur verið í ómikrónsmitum í Danmörku og Bretlandi undanfarna daga. Tvöföldunartíminn er einungis rúmir tveir dagar, sem er hraðari tími en þekkst hefur í fyrri afbrigðum. Spegillinn ræddi í dag við Pál Melsted prófessor í tölvunarfræðum við Háskóla Íslands og deildarstjóra hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann fæst meðal annars við lífupplýsingafræði og hefur kynnt sér útbreiðslu ómikrónafbrgðisins í heiminum undanfarna daga. Kristján Sigurjónsson talar við Pál Ísland gæti orðið fyrsta landið í Evrópu til þess að uppræta ríkisfangsleysi með öllu. Þetta er mat Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hér dvelja nú 52 manneskjur án ríkisfangs. Elisabeth Has
12/20/202110 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

17. des. Lokapistill Sigrúnar, glíma Finna við kolefnishlutleysið.

Landsréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða Kristjáni Viðari Júlíussyni 350 milljónir króna í miskabætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Það eru hæstu bætur sem dæmdar hafa verið í máli sem þessu. Fjórir þingmenn úr tveimur stjórnarandstöðuflokkum hafa greinst með Covid-19. Smit voru staðfest nú síðdegis en fjöldi þingmanna hefur farið í sýnatöku vegna þessa. Danska ætla að herða mjög sóttvarnarreglur vegna útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar og í nágrannalöndunum. Mikil örtröð hefur verið við Suðurlandsbraut í Reykjavík í dag þar sem níu þúsund fóru í hraðpróf. Lögregla aðstoðaði við að greiða úr umferð. Nokkur Inflúensu-tilfelli hafa verið staðfest þótt flensan sé ekki komin á flug. Humarstofninn er í sögulegu lágmarki og Hafrannsóknarstofnun vill banna veiðar næstu tvö ár. Lengri umfjallanir: Bankahrunið 2008 mótaði framvinduna næstu árin á Íslandi og bergmálar kannski enn. Í síðasta Spegilspistli sínum rifjar Sigrún Davíðsdóttir upp nokkur atriði varðandi hrunið og eftirmál þess, sem hún fylgdist grannt með á sínum tíma. Finnland ætlar að verða kolefnishlutlaust árið 2035 - fyrst norrænu ríkjanna og fimm árum á undan Íslandi. Margt er óunnið en einn stærsti akkilesarhæll Finna í loftslagsmálum virðist nánast ætla að hverfa af sjálfu sér. Arnhildur Hálfdánardóttir sagði frá og ræddi við Tuuli Hietaniemi. Íslendingar virðast geta unað vel við árangurinn í baráttunni við kórónuveiruna. Þetta er niðurstaðan í rannsókn norska blaðsins Aftenposten á stöðu smita á Norðurlöndunum. Smitbylgjurnar hafi oft risið hærra á Íslandi en í nágrannalöndunum en það hafi líka náðst að fella þær hraðar. Gísli Kristjánsson í Osló fór yfir rannsókn Aftenposten.
12/17/20218 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Ísland í augum útlendinga. Sóttvarnajólin 2020 og 2021.

Metfjöldi kórónuveirusmita greinist nú daglega í mörgum ríkjum heims, þar á meðal Bretlandi og Danmörku. Héraðssaksóknari gerði húsleit hjá Eimskip í dag í tengslum við tvö fyrrum skip félagsins sem enduðu í stærsta skipakirkjugarði heims. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mikilvægt að foreldrar ræði bólusetningar við börn sín - hvort sem þeir hyggist láta bólusetja þau eða ekki. Undirbúningur fyrir byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn. Lengri umfjallanir: Margt er ólíkt með sóttvarnajólunum 2020 og 2021. Þegar landsmönnum var skipað inn í tíu manna jólakúlurnar í fyrra greindust örfá smit á degi hverjum og það voru innan við hundrað í einangrun. Nú er staðan allt önnur. Bara síðustu tvo daga hafa greinst fleiri smit innanlands en greindust allan desembermánuð í fyrra. Núverandi sóttvarnareglugerð rennur út tveimur dögum fyrir jól - og enn hafa ekki borist nein fyrirmæli að ofan um jólakúlugerð. Það ríkir óvissa ekki síst vegna þess hvað omíkron-afbrigðið er í mikilli sókn í nágrannalöndunum. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Þórólf Guðnason. Það er auðvelt að vera Íslendingur í útlöndum, landið hefur almennt á sér gott orð. En þegar kemur að viðskiptum falla ekki allir útlendingar fyrir þessu að þetta bara reddist. Sigrún Davíðsdóttir er að kveðja Spegilinn eftir margra ára samfylgd og í fyrri pistli af tveimur kveðjupistlum fjallar hún um Ísland í augum útlendinga.
12/16/202110 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 15. desember 2021

Spegillinn 15. desember 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Samkomulag hefur náðst milli íslenska ríkisins og franska fjárfestingafélagsins sem kaupir fjarskiptanet Mílu. Fyrirtækin undirgangast kvaðir til að tryggja þjóðhagslega mikilvæga innviði. Áfram verður haldið með lagasetningu vegna kaupanna. Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar smitast sjötíu sinnum hraðar en önnur, að sögn vísindamanna í Hong Kong. Það verður að líkindum orðið ráðandi í Evrópu um miðjan janúar. 200 börn og ungmenni á flótta, sem sótt hafa um vernd hér á landi eru stödd hér yfir hátíðarnar í ár. Ekki hefur verið tilkynnt að brotist hafi verið inn í tölvukerfi með log4j veikleikanum. Allir ómissandi innviðir og þjónusta starfa eðlilega, en árásartilraunum hefur fjölgað mikið. Tómas Tómasson nýr þingmaður Flokks fólksins og oftast kenndur við Tommahamborgara flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Áætlaður halli bæjarsjóðs Akureyrar á næsta ári er rúmar 600 milljónir en gert er ráð fyrir að næstu ár muni tekjur hækka meira en gjöld. Lengri umfjöllun: Kjarasamningur grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga rennur út um næstu áramót. Viðræður um nýjan kjarasamning hafa ekki borið árangur og nú hefur kjaradeilunni verið vísað til ríkissáttasemjara. Hann hefur boðað deilendur á samningafund á föstudaginn, 17. desember. En af hverju eru grunnskólakennarar með lausan samning núna, þegar kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna ekki út fyrir en í byrjun nóvember á næsta ári og flestir samningar opinberra starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum ekki fyrr en vorið 2023? Grunnskólakennarar voru aftarlega í röðinni þegar hafist var handa við að ganga frá samningum í kjölfar lífskjarasamninga við heildarsamtök launafólks í apríl 2019. Ekki var skrifað undir kjarasamning við grunnskólakennara fyrr en í byrjun september 2020, í annarri bylgju Covid faraldursins. Ljóst var að sveitarfélögin höfðu orðið fyrir fjárhagslegu höggi vegna hans og því var niðurstaðan sú að semja til skamms tíma, til 16 mánaða. Og nú er stundin að renna upp. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir er formaður Félags Grunnskóakennara. Kristján Sigurjónsson ræddi við hana. Hvítrússneski aðgerðasinninn og vídeóbloggarinn Sergej Tsíkanovski var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar. Honum er gefið að sök að hafa stuðlað að glundroða og sáð hatri í samfélaginu. Svetlana Tsíkanovskaja, eiginkona hans og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu, segist tilbúin að reyna hið ómögulega til að þau geti hist fljótt aftur í nýju Hvíta-Rússlandi. Ar
12/15/202110 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

14. desember 2021, Ráðgjafi heilbrigðisráðherra

Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Gísli Kjaran Kristjánsdóttir Björn Zoega, ráðgjafi heilbrigðisráðherra um breytingar á starfsemi Landspítalans, segir hægt að hugsa skipulag hans upp á nýtt. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra líkir aðkomu Björns við að fá Lionel Messi í íslenska fótboltann. Andri Yrkill Valsson tók saman. Rússlandsforseti óskar eftir tafarlausum viðræðum um öryggismál við Atlantshafsbandalagið og bandarísk stjórnvöld. Spenna fer vaxandi vegna fjölmenns rússnesks herliðs við landamæri Úkraínu. Ásgeir Tómasson sagði frá. Hugmyndafræði geðheilbrigðismála, samfélagsþjónusta og húsnæðismál eru í ólestri segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Geðheilbrigðismálum hafi ekki verið sinnt sem skyldi í áratugi. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við hann. Læknir sem grunaður er um að hafa veitt fólki lífslokameðferð að tilefnislausu þegar hann starfaði á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hefur verið færður til í starfi innan Landspítalans. Pósthólf þingmanna fyllast af neyðarköllum fátæks fólks, sögðu þingmenná Alþingi í dag. Jódís Skúladóttir (V) og Ásthilidur Lóa Þórhallsdóttiru (F). Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, samþykkti í dag að skrá smíði og notkun súðbyrðinga á skrá sína yfir óáþreifanlegan menningararf. Sigurbjörg Árnadóttir formaður Vitafélagsins sem rekið hefur málið fagnar því. Frá og með áramótum geta eig­end­ur öku­tækja sem notuð eru í Grímsey, Flatey eða Hrísey fengið und­anþágu frá skoðun­ar­skyldu. Ingólfur Sigfússon, formaður hverfisráðs Hríseyjar óttast að með þessu verði umferðaröryggi fórnað. Óðinn Svan Óðinsson talaði við hann. ---------- Hrefna Sverrisdóttir, stjórnarformaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir stuðningsaðgerðir stjórnvalda einungis hafa nýst veitingastöðum að litlu leyti og þær sem best hafi nýst ýti undir skuldsetningu. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við hana. Það er stöðug og vaxandi stígandi í tölvuárásum eftir að öryggisgalli fannst í síðustu viku segir Anton Már Egilsson aðstoðarforstjóri Syndis. Tölvuglæpir séu þaulskipulagður og umfangsmikill iðnaður þar sem lunginn af árásum sé sjálfvirkur. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Noregi veldur kóvið því að stór menningarverk eru sett í bið. Núna er búið að fresta dýrustu kvikmynd Noregssögunnar önnur jólin í röð. Gísli Kristjánsson í Osló segir frá.
12/14/202110 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 13.desember 2021

Spegillinn 13.desember 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna alvarlegs öryggisgalla sem uppgötvaðist fyrir helgi. Hann getur valdið tjóni á mikilvægum innviðum en líklega ekki hjá almenningi. Brýnt er að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára segir sóttvarnalæknir. Bólusetning þeirra hefst fljótlega eftir áramót. Gert er ráð fyrir aukinni aðsókn í farsóttahús fyrir jólin. Börnum fjölgar í hópi þeirra sem dvelja þar í einangrun. Tveir menn eru í haldi sænsku lögreglunnar vegna rannsóknar á sjóslysi á Eystrasalti í nótt þegar breskt flutningaskip sigldi á danskan dýpkunarpramma. Mikil hálka hefur verið á Akureyri síðustu daga eins og víðar á landinu. Læknir á bráðamóttöku segir slysin í raun mjög fá miðað við aðstæður. Dóra Ólafsdóttir frá Kljáströnd í Grýtubakkahreppi náði í dag hærri aldri en nokkur annar Íslendingur hefur gert, svo vitað sé. Hún er orðin 109 ára og 160 daga gömul Lengri umfjöllun: Eins og fram kom í fréttahluta Spegilsins var óvissustigi Almannavarna lýst yfir nú síðdegis vegna alvarlegs öryggisgalla í algengum tölvuhugbúnaði sem uppgötvaðist fyrir helgi. Um helgina varaði netöryggissveitin CERT-IS við því að herjað væri á íslenska innviði erlendis frá; reynt að finna þjóna og kerfi sem væru mögulega berskjölduð fyrir árásum tölvuþrjóta vegna galla í kóðasafni. Svipað mál kom upp í haust, fjöldi fyrirtækja lenti þá í hremmingum þegar hrappar nýttu sér veikleika til að taka gögn í gíslingu. Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður CERT-IS segir að gallinn hafi uppgötvast í kóðasafni sem margir þeirra sem bjóða þjónustu á netinu nýta. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Guðmund. Eins og fram hefur komið felst í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar talsvert viðamiklar breytingar á stjórnráði Íslands, hvernig verkefni skiptast og flytjast á milli ráðuneyta of fleira. Þetta breytir ýmsu í vinnu og vinnuaðstöðu hundruð starfsmanna stjórnarráðsins og annara stofnana sem þessar breytingar ná til. Margir þeirra eru í félögum innan BHM og því í mörgu að snúast fyrir fomann bandalagsins Friðrik Jónsson. Kristján Sigurjónsson ræddi við Friðrik í dag um þessar breytingar og kjaraviðræður bandalagsins á næsta ári. Í breska Íhaldsflokknum gengur allt á afturfótunum. Skoðanakannanir sýna að stærsti sjórnarandstöðuflokkurinn, Verkamannaflokkurinn hefur skotist fram úr Íhaldsflokknum í fylgi en Verkamannaflokknum gengur þó brösuglega að fóta sig í meðbyrnum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
12/13/20219 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 10. desember 2021

Komiði sæl og velkomin að Speglinum. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir er umsjónarmaður. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Starfsfólk heilsugæslustöðvarinnar Höfða hefur sinnt neyðarkalli stjórnvalda frá því kórónuveirufaraldurinn hófst án þess að nokkrar greiðslur hafi komið fyrir, en kostnaðurinn er líklega á annan tug milljóna króna. Framkvæmdastjóri Höfða segir að kallinu verði áfram sinnt þrátt fyrir það. Helmingi fleiri leita nú til Ljóssins, stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk með krabbamein, en fyrir tveimur árum og húsnæðið er sprungið. Þörfin fyrir slík úrræði eykst mikið á næstu árum því krabbameinstilvikum fjölgar og fleiri lifa meinið af. Hátt í þrettán hundruð tilfelli omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hafa verið greind í Danmörku. Flest eru þau á Kaupmannahafnarsvæðinu. Foreldrar þurfa að kynna sér hvernig Instagram-skilaboð virka, jafnvel opna eigin TikTok-aðgang til að skilja betur umhverfi barna sinna á netinu. Þetta segir deildarstjóri í Frístundamiðstöðinni Tjörninni í Reykjavík. Lengri umfjöllun: Foreldrar þurfa að kynna sér hvernig Instagram-skilaboð virka, jafnvel opna eigin TikTok-aðgang til að skilja betur umhverfi barna sinna á netinu. Þetta segir Andrea Marel, deildarstjóri unglingastarfs hjá Frístundamiðstöðinni Tjörninni í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún hefur um árabil farið í skóla og félagsmiðstöðvar og frætt börn og unglinga um samskipti og mörk á samfélagsmiðlum. Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræddi við Andreu í dag, meðal annars í tengslum við alvarlegt kynferðisbrotamál gegn 14 ára stúlku sem greint var frá í gær. SHB Einn af hverjum þremur Íslendingum getur búist við því að fá einhvern tímann krabbamein. Um miðbik síðustu aldar var það oftast dauðadómur, 70 prósent þeirra sem greindust létust innan fimm ára. Nú hefur staðan snúist við. Um tveir af hverjum þremur sem greinast lifa af. Það fjölgar sífelltí þessum hópi sem Krabbameinsfélagið kallar lifendur og svo verður vonandi áfram á næstu árum. Það kallar á að kerfið bregðist við, því þessi hópur þarf margs konar þjónustu. ARH
12/10/202110 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

9. desember. Jólaboð. Holskefla krabbameina. Sofandi bóksalar.

Komiði sæl og velkomin að Speglinum. Arnhildur Hálfdánardóttir er umsjónarmaður. Hæstiréttur segir eigendur HD verks ekki hafa gert nægjanlega grein fyrir hvers vegna þeir hafa selt stærstan hluta fasteigna sinna eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrra. Dómurinn staðfesti í dag að kyrrsetja ætti eignir fyrirtækisins vegna skaðabótakröfu eftirlifenda og aðstandenda þeirra sem fórust. Samþykki Umhverfisstofnun nýtt starfsleyfi lyftæknifyrirtækisins Ísteka verða fylfullar blóðmerar fjórfalt fleiri en nú. Umboðsmaður Alþingis brýnir mennta- og barnamálaráðherra til að kanna hvort reglur um heimildir og verklag varðandi svokölluð einveruherbergi í grunnskólum séu nægilega skýrar. Indverskir bændur eru formlega hættir eins árs mótmælum gegn umbótaáformum stjórnvalda sem þeir segja að hefðu komið stórfyrirtækjum til góða. Lengri umfjallanir: Jólaboð frá í fyrra er enn efst á baugi í breskum stjórnmálum. Í fyrirspurnartíma forsætisráðherra í gær kom á óvart að forsætisráðherra baðst afsökunar á myndbandi samstarfsfólks síns. Tárvot afsögn aðalpersónunnar þar, fyrrum talsmanns forsætisráðherra, er engin sögulok. Óvæntar Covid reglur í Englandi áttu kannski að leiða athyglina frá jólaboðinu en tókst ekki. Í morgun eignaðist forsætisráðherra barn, að öllum líkindum sjöunda barn hans og fjármögnun á forsætisráðherraíbúðinni, enn eitt mallandi mál, tengt forsætisráðherra kom aftur í fréttaveltunni. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Hættan á því að þú eða ég fái krabbamein er minni en hún var og batalíkur þeirra sem greinast meiri. Á móti kemur hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Á næstu 15 árum er útlit fyrir að krabbameinstilvikum fjölgi um tæpan þriðjung. Forsvarsmenn Krabbameinsfélagsins segja löngu tímabært að stjórnvöld bregðist við og fjármagni stefnu til framtíðar. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Íslands og Laufeyju Tryggvadóttur forstöðumann rannsókna- og skráningaseturs félagsins. Þriðjungur af veltu á bókamarkaði skrifast á hljóðbækur. Stjórnarformaður Forlagsins telur að hefðbundnar bókaútgáfur hafi sofið á verðinum, líkt og plötuútgáfurnar gerðu margar þegar streymisveiturnar tóku völdin á tónlistarmarkaðnum. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Halldór Guðmundsson, rithöfund og stjórnarformann Forlagsins.
12/9/202130 minutes
Episode Artwork

8. desember 2021. Framtíðarheilsa þjóðarinnar. Fall Sovétríkja.

Fyrrverandi stjórnarmaður KSÍ hefur beðist afsökunar á að hafa farið með rangt mál í skýrslu um ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands hefur sagt af sér eftir að myndskeið birtist í fjölmiðlum þar sem hún grínaðist með jólasamkvæmi sem haldið var í Downingstræti 10 í fyrra, þegar strangar fjöldatakmarkanir voru í gildi. Um 300 eru heimilislausir í Reykjavík sem er fækkun frá fyrri árum. Átta eru á vergangi við slæmar aðstæður. Fræðimaður sakar seðlabankastjóra um ritstuld. Hann hafi stuðst mjög við fimm ára gamla bók um landnám Íslands án þess að geta heimilda.  Bólusetning er ekki ný af nálinni hér á landi. Sölvi Helgason var t.d. bólusettur norður í Skagafirði fimm ára gamall, fyrir tæpum tvö hundruð árum. Lengri umfjallanir: Þrjátíu ár eru liðin frá falli Sovétríkjanna. Rússnesk kona sem fæddist eftir hrunið segir margt af því slæma sem einkenndi Sovétríkin eiga sér samsvörun í stefnu Pútíns í dag. Nýgengi sykursýki 2 hefur rokið upp á Íslandi undanfarin ár. Óvissa ríkir um hvernig heilsufar þjóðarinnar og lífslíkur eiga eftir að þróast næstu árin því rannsóknir skortir.
12/8/20219 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 7. desember 2021

Spegillinn 7. desember 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Nefnd sem kannað hefur viðbrögð Knattspyrnusambands Íslands vegna kynferðisofbeldismála sem tengdust landsliðsmönnum gagnrýnir tvo fyrrverandi formenn sambandsins en telur viðbrögð annarra stjórnar- og starfsmanna ekki bera einkenni þöggunar. Aðkoma stjórnvalda í húsnæðismálum og að halda verðbólgu í skefjum eru brýnustu verkefnin í aðdraganda kjaraviðræðna á næsta ári. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. Starfshópur sem innanríkisráðherra hefur skipað á að greina eðli starfsemi vistheimilisins á Hjalteyri og hvernig eftirliti var háttað. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segir að menn verði að vera samstíga um framhaldið í raforkumálum með ólíka hagsmuni að leiðarljósi, það er náttúruverndina og þeirra sem þurfi á orkunni að halda. Það sé ekki hægt að eyða fleiri árum eða kjörtímabilum í að rífast um hlutina. Þingmenn Grænlendinga á danska þinginu hafa lýst ánægju með að gert er ráð fyrir auknum útgjöldum til félagsmála á Grænlandi í samkomulagi um fjárlög Danmerkur. Hlutur íslenskra jólatrjáa eykst jafnt og þétt í jólaversluninni Lengri umfjöllun. Tveir fyrrverandi formenn Knattspyrnusambands Íslands eru gagnrýndir í skýrslu sérstakrar nefndar um viðbrögð og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengdust landsliðsmönnum. Ekki er talið að aðstæður innan sambandsins hamli þátttöku kvenna í starfseminni en hvatt til þess að leitað verði leiða til að leiðrétta kynjahallann sem á henni er. Nefndin var skipuð af Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands í haust að beiðni KSÍ og kynnti hún niðurstöður sínar í dag. Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari og formaður nefndarinnar sagði að hún hefði fengið óheftan aðgang að skjalasafni sambandsins, skoðað hundruð skjala og tölvupósta og rætt við rúmlega 50 manns sem hafa starfað eða setið í stjórn KSÍ og tugi annarra sem tengjast atburðunum sem skoðaðir voru. Enginn hefði skorast undan að tala við nefndina eða veita henni gögn. Hann þakkaði sérstaklega þeim sem hefðu deilt með nefndinni frásögnum af kynferðislegu eða kynbundu ofbeldi, það hefði ekki verið þeim auðvelt og krafist hugrekkis. Kynferðisofbeldi lægi oft í þagnargildi því fólk treysti sér ekki til að segja frá af ótta við viðbrögðin. Flutt brot af kynningfundi nefndarinnar þar sem heyrist í Kjartani, Rán Ingvarsdóttur og Hafdísi Kristjánsdóttur nefndarmönnum. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Aðkoma stjórnvalda í húsnæðismálum og að halda verðbólgu í skefjum eru b
12/7/20218 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 6.desember

Spegillinn 6.desember Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Rennsli og rafleiðni í Gígjukvísl heldur áfram að minnka. Fluglitakóði var í dag færður frá gulum í appelsínugulan vegna aukinnar virkni eldstöðvar og möguleika á eldgosi. Einn þyngsti dagur vetrarins á bráðamóttöku Landspítalans var í dag. Fjölmargir leituðu þangað eftir að hafa dottið illa í hálku. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út á hluta Írlands vegna óveðurslægðarinnar Barra sem fer yfir Bretlandseyjar á morgun og miðvikudag. Viðbúnaður er einnig í Bretlandi. Eitt stærsta úrlausnarefni komandi kjaraviðræðna er hvernig bilið verði brúað á milli þeirra atvinnugreina sem farið hafa illa út úr faraldrinum og hinna sem betur standa. Þetta segir framkvæmdastóri Samtaka atvinnulífsins. Formlegar viðræður um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps hefjast senn. Barnafjölskyldur á Íslandi fá minni fjárhagslegan stuðning en í flestum vestrænum hagsældarríkjum. Þetta sýna ný gögn frá OECD sem birt voru í Kjarafréttum Eflingar í dag. Heilbrigðisráðherra Noregs, kynnir á morgun hertar sóttvarnaaðgerðir vegna fjölgunar kórónuveirusmita að undanförnu. Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt lántöku á fyrsta græna láni sveitarfélagsins. Lánið er ætlað til umhverfisvænna fjárfestinga. Lengri umfjöllun: Grímsvötn gjósa mjög oft en oftast eru gosin frekar lítil og fylgja ekki hamfarir - frekar að jökulhlaup úr þeim hafi valdið skaða á Skeiðarársandi, segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Náið er nú fylgst með Grímsvötnum en hlaup úr þeim er í rénun. Í morgun var þar nokkur skjálftavirkni, stærsti jarðskjálftinn mældist 3,6, en hefur heldur dregið úr. Litakóði fyrir alþjóðaflug var færður úr gulum í appelsínugulan í morgun en það er gert ef eldstöð sýnir aukna virkni eða vaxandi líkur eru á eldgosi. Þorvaldur telur um helmingslíkur á gosi. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Þorvald. Lífskjarasamningurinn sem undirrritaður voru í aprílbyrjun 2019 gildir til 2. nóvember á næsta ári. Forystufólk Samtaka atvinnulífsins og í verkalýðshreyfingunni er sammála um að viðræður um nýjan kjarasamning þurfi að byrja sem fyrst á nýju ári. Annað mál er svo hversu samtaka og sammála þau verða um inntak og markmið þessara viðræðna. Í stjíórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er vikið að vinnumarkaðsmálum og þar er meðal annars sagt að stuðlað verði að bættum vinnubrögðum og aukinni skilvirkni við gerð kjarasamninga að höfðu samráði við aðila vinnumarkaðarins. Styrkja þarf hlutverk ríkissáttasemjara til að bæta undirbúning og verklag v
12/6/202110 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

3. desember. Uppnám eftir úrskurð Persónuverndar. Kanslaratíð Merkel.

Íslensk erfðagreining hótar að hætta raðgreiningu kórónuveirunnar fyrir heilbrigðisyfirvöld, vegna úrskurðar Persónuverndar um að fyrirtækið og Landspítali hafi brotið persónuverndarlög Heilbrigðisráðherra ætlar að aflétta samkomutakmörkunum um leið og færi gefst. Fyrst þurfi þó að meta hvaða áhrif omíkron-afbrigðið hafi á virkni bólusetninga og hraðprófa. Tveir menn voru skotnir til bana í Kaupmannahöfn á innan við einum sólarhring. Sá þriðji er alvarlega særður. Ætla má að íbúar á Norðurlandi vestra kaupi jólagjafir fyrir þrjú hundruð milljónir króna fyrir þessi jól. Lengri umfjallanir: Íslensk erfðagreining hótar að hætta raðgreiningu kórónuveirunnar fyrir heilbrigðisyfirvöld, vegna úrskurðar Persónuverndar um að fyrirtækið og Landspítali hafi brotið persónuverndarlög með því að taka COVID-veiku fólki blóð í þágu vísindarannsóknar án þess að upplýst samþykki og leyfi Vísindasiðanefndar lægi fyrir. Íslensk erfðagreining telur Persónuvernd hafa farið út fyrir valdsvið sitt og vill fá ákvörðun hennar um að fyrirtækið hafi brotið lög hnekkt fyrir dómstólum. Það kemur Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni ekki á óvart að reglur hafi verið brotnar í upphafi faraldurs vegna ástandsins í samfélaginu. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi þetta mál við Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni og Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Á hráslagalegu desemberkvöldi var Angela Merkel, kanslari Þýskalands kvödd af þýska hernum. Merkel sat á rauðum palli fyrir framan aðra gesti við varnarmálaráðuneytið í Berlín og fylgdist með lúðrablásurum marséra í bjarma frá kyndlum. Athöfnin sem kölluð er Der grosse Zapfenstreich er sá mesti heiður sem þýski herinn getur nokkrum sýnt og var eiginlega hin opinbera kveðja til Merkel eftir sextán ár á kanslarastóli. Hún er reyndar ekki alveg stigin upp úr honum enn því jafnaðarmaðurinn Olaf Schulz, arftaki hennar tekur ekki við opinberlega fyrr en eftir nokkra daga. Anna Kristín Jónsdóttir gerir upp valdatíð Merkel. 3 kk, 4 kvk
12/3/20219 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

2. desember 2021. Fjárlagafrumvarpið. Omíkron og jólaboð.

Þrír hafa greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Einn þeirra er á sjúkrahúsi, karlmaður á áttræðisaldri sem er fullbólusettur. Rennsli í Gígjukvísl er orðið tífalt meira en í venjulega árferði. Það kæmi vísindamönnum ekki á óvart ef gos yrði í Grímsvötnum á næstunni. Óljóst er hvað þeim gekk til sem fjarlægði sjö hraðaskilti við Sauðárkrók. Hámarkshraði við bæinn var nýlega lækkaður. Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, tilkynnti óvænt í dag að hann væri hættur í stjórnmálum. Hann lét af embætti fyrir nokkrum vikum vegna ásakana um fjármálaspillingu. Lengri umfjallanir: Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið stóð á Alþingi í allan dag. Fjármálaráðherra gerir ráð fyrir kröftugum hagvexti en stjórnarandstöðuþingmanni finnst að ríkisstjórnin segi pass í fjárlagafrumvarpinu. Hagfræðingur saknar útfærslna á hvernig eigi að ná niður hallanum á ríkissjóði. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Katrínu Ólafsdóttur, hagfræðing. Umræðan um Omíkron er í algleymingi í Bretlandi, hvað eigi að gera, í landi þar sem ríkisstjórnin hefur verið áberandi óviljug til að grípa til hamlandi veiruráðstafana. Enn frekar stórmál þegar jólin eru fyrir dyrum. Jólaboðin eru ákaft rædd, ekki aðeins jólaboðin í ár heldur líka jólaboð í Downing stræti í fyrra. Pólitíska spurningin er hvort Covid reglurnar þá hafi verið brotnar, sem væri stjórnarandstöðunni kærkomið dæmi um að forsætisráðherra telji sig yfir aðra hafinn. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
12/2/202110 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

1. desember 2021. Afdrif gamalla loforða. Skóladeilur í Gautaborg.

Jökulhlaup er hafið í Grímsvötnum. Jarðeðlisfræðingur segir það eftir bókinni og að það nái hámarki um helgina. Forsætisráðherra flytur stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar í kvöld. Sendiherrar Evrópusambandsríkja samþykktu í dag refsiaðgerðir gegn hvítrússneskum embættismönnum og fyrirtækjum vegna ástandsins á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands. Lyfjastofnun hafa borist tólf alvarlegar tilkynningar um aukaverkanir eftir örvunarbólusetningu. Svalbarðsstrandarhreppur skoðar möguleika á að sameinast einhverju af fjórum nágrannasveitarfélögum. Lengri umfjallanir Margar þeirra aðgerða sem fyrrverandi ríkisstjórn tókst ekki að ljúka á síðasta kjörtímabili rata nær óbreyttar inn í nýjan stjórnarsáttmála. Aðrar virðast hreinlega hafa gufað upp. Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga sýtir gistináttagjaldið sem ekki skilaði sér og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu vonar að það komi ekki að sök þó ekkert sé minnst á hjúkrunarheimili í sáttmálanum. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman. Skólayfirvöld í Gautaborg leita nú flestra leiða til að loka þremur einkareknum grunnskólum eftir að upp komst um umfangsmikið fjármálamisferli. Skólastjórnendur hafa verið gagnrýndir undanfarna tvo áratugi, meðal annars fyrir að skipta nemendum upp eftir kynjum og neyða þá til að taka þátt í bænahaldi. Annar einkarekinn skóli í Örebro, hefur greitt jafnvirði um 18 milljóna til félagsins sem rekur mosku í Ýmishúsinu í Reykjavík. Kári Gylfason, fréttaritari Spegilsins í Gautaborg fjallar um þetta.
12/1/202111 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 30.nóvember 2021

Spegillinn 30.nóvember 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Ríkissjóður tekur á sig högg vegna lána til Vaðlaheiðarganga hf. Félagið gat ekki endurgreitt skuld á gjalddaga í maí. Rekstur ganganna stendur ekki undir þeim áætlunum sem lánveitingin byggði á, segir í fjárlagafrumvarpinu. Ímynd íslenska hestsins hefur skaðast vegna framferðis sumra sem stunda blóðmerarækt, segir hrossaræktandi. Sóttvarnarlæknir segir ekki síðri vörn gegn kórónuveirusmiti að fá örvunarskammt með öðru bóluefni en fólk hafi fengið í fyrsta eða öðrum skammti Finna þarf leiðir til að brúa tekjutap ríkissjóðs vegna minnkandi gjalda af jarðefnaeldsneyti sökum orkuskipta, segir fjármálaráðherra. Grikkir sem orðnir eru sextíu ára og eldri verða skyldaðir að mæta í bólusetningu gegn kórónuveirunni frá byrjun næsta árs. Að öðrum kostum verða þeir að greiða sekt. Hafin er smíði á fyrsta björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Finnlandi og gert er ráð fyrir að það verði afhent Vestmannaeyingum á Goslokahátíð á næsta ári. Skipið kostar 285 milljónir króna. Ríkið greiðir helminginn á móti Slysavarnafélaginu. Lengri umfjöllun: Formaður Bandalags íslenskra listamanna, Erling Jóhannesson, sér sóknarfæri í því að færa listir og menningu í nýtt ráðuneyti. Fyrst um sinn hafi hugmyndin um samkrull viðskipta, ferðaþjónustu og lista þó strokið mörgum listamönnum öfugt. Í stjórnarsáttmálanum er fjallað um menningu sem mikilvægt aðdráttarafl til að laða hingað ferðamenn. Áform um stefnumótun eru nokkuð áberandi í sáttmálanum, það á til dæmis að ráðast í heildarendurskoðun á tónlistargeiranum, vinna þarfagreiningu vegna óperustarfsemi með það að markmiði að setja á laggirnar Þjóðaróperu og hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun í menningarmálum til ársins 2030. Það er lítið um stór loforð en þó lofa stjórnvöld auknum stuðningi við kvikmyndagerð með hærri endurgreiðslum á skýrt afmörkuðum þáttum - þetta á að verða til þess að fleiri stór verkefni verði unnin alfarið hér. Erling fagnar því, þetta sé mikilvæg, alþjóðleg starfsemi sem skapi ekki bara störf og tekjur. Annað loforð er að finna Listaháskóla Íslands framtíðarhúsnæði en fyrir kosningar var kynnt að hann fengi athvarf í Tollhúsinu við Tryggvagötu. Erling bendir á að þessu hafi verið lofað áður. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Erling. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2022 í morgun. Þar kom fram að ríkissjóður yrði rekinn með 169 milljarða króna halla á næsta ári, sem er þó 120 milljörðum krónum minni
11/30/20219 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 29.nóvember 2021

Spegillinn 29.nóvember Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Gert er ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri ríkissjóðs en ekki verður gripið til niðurskurðar og skattahækkana í nýjum fjárlögum segir fjármálaráðherra. Staða ríkissjóðs sé miklu betri en horfur voru á fyrir rúmu ári. 110 af 212 markmiðum ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum eru bæði óskilgreind og ótímasett. 81 markmið má flokka sem skilgreint en hvorki tímasetning né útfærsla liggur fyrir Íshellan í Grímsvötnum hefur nú sigið um tæpa fimm metra, en hún sígur hægt. Rennsli Gígjukvíslar er um 240 rúmmetrar á sekúndu. Miðað við mælingar á vatnsstöðunni í Grímsvötnum gæti hámarksrennsli hlaupsins orðið um 5.000 rúmmetrar á sekúndu. Stjórnarandstaðan fær aðeins formennsku í einni fastanefnd Alþingis. Verðbólga í Þýskalandi er komin yfir fimm prósent og hefur ekki verið meiri í tæpa þrjá áratugi. Seðlabanki Evrópu telur ekki rétt að grípa til aðgerða að sinni. Grunur leikur á að tveir einstaklingar sem komu nýverið frá Suður-Afríku til Svíþjóðar séu smitaðir af omikron afbrigði kórónuveirunnar. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar kemur fram að mótuð verði stefna um að skilgreina frekar svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem stærsta þéttbýliskjarnans á landsbyggðinni. Formaður Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra segir þetta viðurkenningu stjórnvalda á að byggja upp annað borgarsvæði á Íslandi. Síðdegisumferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið mjög hægt í dag vegna hálku og éljagangs. Þá varð árekstur á á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú, á milli Kópavogs og Garðabæjar rétt fyrir klukkan fimm sem olli keðjuverkandi töfum á helstu umferðaræðum. Lengri umfjöllun: Rykið er enn að setjast eftir að ríkisstjórnarsáttmálinn var kynntur í gær og starfsfólk stofnana ríkisins reynir að átta sig á nýjum veruleika. Þetta á sérstaklega við um þær stofnanir sem nú heyra undir nýtt eða verulega breytt ráðuneyti. Mennta- og menningarmálaráðuneytið er þrí- ef ekki fjórklofið, háskólinn færist yfir í nýtt ráðuneyti vísinda, iðnaðar og nýsköpunar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrum dómsmálaráðherra stýrir. Hin skólastigin verða hjá Ásmundi Einari Daðasyni, skóla- og barnamálaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, flokksystir hans og fyrrum menntamálaráðherra, heldur í menningarmálin en fær viðskipta- og ferðamál að auki í fangið. Minjasafn Íslands og ýmis menningarverðmæti heyra loks undir umhverfis- og orkumálaráðherra. Guðlaug Þór Þórðarson. Arnhldur Hálfdánardóttir ræðir við Jón Atla Bene
11/29/20219 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

26. nóvember 2021, Nýtt afbrigði af COVID vekur mönnum ugg

Læknir sem sætir lögreglurannsókn vegna sex andláta á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja starfar áfram á Landspítalanum undir eftirliti sérfræðinga spítalans. Von er á tólf þúsund barnaskömmtum af bóluefni gegn covid fyrir áramót og til skoðunar er að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára, segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma Ómarsdóttir ræddi við hann. Það herðir enn á sigi íshellunnar yfir Grímsvötnum. Hún hefur sigið um rúman metra síðustu tvo sólarhringa. Grunur er um að veira sem veldur blóðþorra í laxi sé í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Landssamband veiðifélaga vill að öllum laxinum verði slátrað. Þórgnýr Einar Albertsson ræddi við Jón Helga Björnsson formann landssambandsins og Jens Garðar Helgason frkvstj. Laxa. Frá og með miðnætti verður hægt að framvísa neikvæðu PCR-prófi eða staðfestingu á fyrra kórónuveirusmiti til að komast inn á viðburði. Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri segir þetta til bóta og í takt við ábendingar viðburðahaldara. Anna Lilja Þórisdóttir ræddi við hann. --- Nýtt þaulstökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar, kennt við Botswana í Afríku, kann að vera bakslagið sem sérfræðingar hafa óttast í baráttunni við veiruna. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman og ræddi við Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalækni og Mögnu Björk Ólafsdóttur, bráðahjúkrunarfræðing og sérfræðing á COVID-sviði Alþjóðarauðakrossins í Genf í Sviss. Heyrist líka í Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Alþingi samþykkti í gær kjörbréf allra 63 þingmanna. Hafsteinn Þór Hauksson dósent í stjórnskipunarrétti segir að fram hafi komið fram ýmis lagasjónarmið um áhrif annmarka á talningu og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Hann telur að vel geti komið til þess að málið endi hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Hver sem niðurstaða þess dómstóls yrði sé hún ekki bindandi að landsrétti. Lög þau sem starfandi þing samþykkir gildi. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir
11/26/20219 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

25. nóvember 2021, Rætt um kjörbréf á Alþingi, sekt vegna ferðagjafar

Alvarlegir annmarkar voru á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi að mati Svandísar Svavarsdóttur sem vill að kosið verði þar aftur. Útlit er fyrir að greidd verði atkvæði um tillögur kjörbréfanefndar í kvöld. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir segir frá frá Alþingi. Fundir undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa stóðu í 125 klukkustundir áður en hún skilaði greinargerð sinni. Magnús Geir Eyjólfsson sagði frá. Enginn bar skaða af gagnasöfnun YAY vegna ferðagjafarinnar segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylafdóttir ferðamálaráðherra. Persónuvernd sektaði atvinnuvegga- og nýsköpunarráðuneytið og hugbúnaðarfyrirtækið YAY um 11,5 milljónir samtals vegna brota á grundvallareglum persónuverndar. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Ríkislögmaður á Filippseyjum leggst gegn því að blaðakonan Maria Ressa fái að fara til Noregs í næsta mánuði til að taka við friðarverðlaunum Nóbels. Ásgeir Tómasson sagði frá. Fjöldi kynferðisbrota sem er tilkynntur til lögreglu hefur aukist síðustu árin. 560 brot hafa verið tilkynnt það sem af er ári. Þórgnýr Einar Albertsson ræddi við Rannveigu Þórisdóttur, sviðsstjóra þjónustusviðs Ríkislögreglustjóra. ------------- Mikið hefur verið rætt um framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi og hvort slíkir gallar hafi verið á henni að kosningar og kjörbréf geti ekki talist gild. Umræða um framkvæmd og traust á kosningar var ekki áberandi á tímanum frá því eftir seinni heimsstyrjöld allt fram til þess er kosningar til stjórnlagaþings voru dæmdar ógildar segir Ragnheiður Kristjánsdóttir prófessor í sagnfræði við HÍ. Hún bendir á að á fyrrihluta 20. aldar hafi margt misjafnt viðgengist við kosningar. Netverslunin Boozt, kom inn á íslenskan markað í sumar og síðan hafa auglýsingarnar dunið á landsmönnum. Hermann Haraldsson, forstjóri netverslunarinnar vill ekkert gefa upp um hlutdeild verslunarinnar á markaði hér, en segir viðtökurnar hafa verið góðar. Svava Johansen eigandi NTC óttast ekki risana að utan en hefur sjálf lagt áherslu á að byggja upp vefverslun. 27 létust og þar af þrjú börn þegar flóttafólk reyndi að komast yfir Ermarsund í gær. Málið varpar ljósi á stöðu flóttamanna sem Frakkar og Bretar takast nú á um. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sigrún Davíðsdóttur. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
11/25/202110 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

24. nóvember. Sviptingar í sænskri pólitík. Vandræði vefsafns.

Embætti landlæknis lítur rannsókn á andlátum sex sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja alvarlegum augum. Lögreglan á Suðurnesjum telur að ætla megi að dauðsföllin hafi borið að með saknæmum hætti. Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið og er það merki um að hlaup sé í vændum. Vísindaráð almannavarna fundaði um stöðuna síðdegis. Lengri umfjallanir (Frá 11. mínútu) Magdalena Andersson, sem tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar í morgun, baðst lausnar síðdegis, eftir að Umhverfisflokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfinu. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi stöðuna í sænskri pólitík við Kára Gylfason, fréttaritara okkar í Gautaborg. Samfélagsmiðlar standa í vegi fyrir því að Landsbókasafnið geti fullkomlega uppfyllt skyldur sínar. Hætt er við að komandi kynslóðir geti ekki kynnt sér skrif áa sinna á kommentakerfum. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Kristinn Sigurðsson, yfirmann stafrænna verkefna og þróunar á Landsbókasafninu. Ræða Borisar Johnsons forsætisráðherra Bretlands á þingi iðnrekenda vekur umræður um leiðtogahæfileika hans. Sigrún Davíðsdóttir rýnir í ræðu Johnsons og viðbrögðin við henni.
11/24/202110 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

23, nóvember 2021, Kjörbréfanefnd og þingsetning

Ágreiningur er um greinargerð undirbúningsnefndar um rannsókn kjörbréfa. Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar telur meirihluta nefndarmanna vilja staðfesta kjörbréf miðað við seinni talninguna. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í undirbúningskjörbréfanefnd skrifaði ekki undir greinargerðina. Anna Lilja Þórisdóttir talaði við Björn Leví. Bjarni Rúnarsson tók saman. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands hvatti þjóðina til samstöðu í faraldrinum við þingsetningu í dag. Réttur til að sýkja aðra sé rangsnúinn réttur. Bjarni Pétur Jónsson tók saman. Magnús Lárusson, hrossabóndi efast um að mynd svissneskra dýrverndarsamtaka um blóðtökur úr fylfullum hryssum sýni viðtekin vinnubrögð. Hjördís Rut Sigurjónsdóttir ræddi við hann. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun segir það mikil vonbrigði að sjá alvarlega farið á svig við reglur um dýravelferð í myndinni. Þriðjungur atvinnutónlistarmanna í Bretlandi hefur engar tekjur haft frá því að heimsfaraldurinn braust út. Ásgeir Tómasson sagði frá. ------------ Skiptar skoðanir eru í kjörbréfanefnd um staðfestingar kjörbréfa og Þórunn Sveinbjarnardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar hallast að því að Alþingi eigi ekki að samþykkja öll kjörbréf á fimmtudaginn; það þýddi þá uppkosningu í Norðvesturkjördæmi. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks telur frekar að samþykkja eigi kjörbréfin 63 sem Landskjörstjórn gaf út. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við þær. Götulistaverk í Madrid á Spáni hefur enn á ný valdið deilum og sárindum á milli þeirra sem vilja gera upp valdatíma Frankós á síðustu öld og þeirra sem vilja láta kyrrt liggja. Kristján Sigurjónsson segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir.
11/23/20219 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 22. Nóvember

Spegillinn 22. Nóvember Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Fyrrverandi félagsmálastjóri á Akureyri kvartaði undan vistheimili barna á Hjalteyri á sínum tíma. Þeirri kvörtun var að hans mati stungið undir stól. Fólk sem þar dvaldi steig fram í gær og greindi frá ofbeldi af hálfu umsjónarmanna heimilisins. Undirbúningskjörbréfanefnd situr nú á fundi og freistar þess að komast að niðurstöðu sem lögð verður fyrir Alþingi á morgun. Þingmaður Pírata segir enn margt óljóst um niðurstöðu nefndarinnar en hann ætli ekki að styðja seinni talninguna. Andlát af völdum COVID-19 eru komin yfir eitt þúsund í Noregi. Hátt í fimmtán hundruð smit voru greind í landinu í gær. Matvælastofnun rannsakar nú myndefni frá dýraverndarsamtökum sem sýnir óviðunandi verklag við blóðtöku úr svokölluðum blóðmerum. Formaður Flokks fólksins, vill banna blóðtöku úr fylfullum hryssum um leið og þing kemur saman. Lengri umfjöllun: Bretar gengu úr Evrópusambandinu í lok janúar í fyrra en Brexit-vandinn er ekki búinn. Það er Brexit-kergja í sambandi Breta og Frakka og því gengur ekki vel að leysa úr málum flóttamanna sem koma á bátum frá Frakklandi. Og það er nokkuð ljóst að þrátt fyrir loforð, getur breska stjórnin ein ekki leyst sinn flóttamannavanda. Brexit gerir stjórninni erfiðara fyrir, það þarf samstarf í þessum efnum. En flóttamannamálið er aðeins eitt af fleiri Brexit-málum, sem breska stjórnin freistar að leysa en gengur hægt. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Alþingi verður sett á morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er sá núverandi þingmaður sem á lengstan þingferil að baki og sest því í stól þingforseta og stýrir þingsetningarfundi. Hún kemur í Spegilinn ásamt Bryndísi Haraldsdóttur, Sjálfstæðisflokki. Kristján Sigurjónsson ræðir við þær í beinni útsendingu.
11/22/20218 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

19. nóvember. Norsk og bresk pólitík. Lausn á tannheilsuvanda aldraðra

Ráða þarf hjúkrunarfræðinga í 200 stöðugildi til að Landspítalinn geti starfað með eðlilegum hætti. Þetta segir starfandi forstjóri spítalans. Spítalann bráðvantar líka ljósmæður á bakvarðalista. Samkeppniseftirlitið telur tilefni til að skoða kaup sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian á Mílu, dótturfélagi Símans, á grundvelli samrunaákvæða samkeppnislaga. Ung kona sem smitast hefur tvisvar af kórónuveirunni segist myndu þiggja örvunarskammt ef hann stæði til boða. Hún vill ekki hætta á verri veikindi í þriðja skiptið. Forseti Frakklands segir Frakka ætla að halda áfram að berjast fyrir sjómenn landsins og áfram verði krafist sama fjölda veiðiheimilda við Jersey og fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Lengri umfjallanir (frá 10. mínútu) Margir norskir þingmenn virðast hafa misskilið reglur um húsnæðisstyrk sér í hag. Forseti norska stórþingsins sagði af sér í dag. Gísli Kristjánsson í Noregi segir frá þessu. Forstjóri Hrafnistu segir hjúkrunarheimili nauðsynlega þurfa stuðning sérfræðinga til að sinna tannheilsu íbúa. Þarfirnar séu orðnar flóknari og einstaklingsbundnari en áður. Hjúkrunarheimili virðast meðvituð um vandann en verkefni til að bæta þjónustuna hafa tafist eða strandað vegna heimsfaraldurs, fjárskorts og meints áhugaleysis tannlækna. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Maríu Fjólu Harðardóttur, forstjóra Hrafnistu, Helgu Ágústsdóttur, sérfræðing í öldrunartannlækningum, Kristrúnu Sigurðardóttur tannfræðing og Hólmfríði Guðmundsdóttur, tannlækni hjá Embætti landlæknis. Stundum gengur svo mikið á í stjórnmálunum að einstaka dagar verða sögulegir. Þannig var miðvikudagurinn í Bretlandi. Hörð átök í breska þinginu þar sem þingforsetinn þaggaði einarðlega niður í Boris Johnson forsætisráðherra. Stóru átakaefnin eru aukastörf þingmanna, lestarframkvæmdir og jöfnun aðstöðumunar milli landshluta og umönnun utan sjúkrastofnana. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
11/19/202110 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

18. nóvember 2021, uppsagnir á LSH, leigumarkaður og tannheilsa

Landspítalinn leysir ekki einn og sér úr því alvarlega vandamáli að starfsfólk hættir þar vegna álags segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á spítalanum. Anna Lilja Þórisdóttir talaði við hana. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er bjartsýn á að ný ríkisstjórn verði mynduð, stjórnarsáttmáli kynntur og fjárlagafrumvarp lagt fram fyrir mánaðamót og gefur lítið fyrir tal stjórnarandstöðu um seinagang. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Katrínu. Börnum yngri en 12 ára verður boðin kórónuveirubólusetning hér á landi ef það verður samþykkt af Evrópsku sóttvarnastofnuninni. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Anna Lilja Þórisdóttir tók saman. Stjórnvöld í Bresku Kólumbíu í Kanada hafa lýst yfir neyðarástandi vegna óveðurs sem gekk þar yfir um síðustu helgi. Erfitt er að koma aðstoð til fólks sem einangraðist í illviðrinu. Ásgeir Tómasson sagði frá. Ríflega helmingur þeirra sem hafa sótt um aðstoð á þessu ári hjá umboðsmanni skuldara býr í leiguhúsnæði. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður segir að þessi hópur hafi farið stækkandi á undanförnum árum. Höskuldur Kári Schram ræddi við hana. ------------ Leigjendum hefur fækkað og leiga hélst nokkuð stöðug í fyrra en hún hefur hækkað síðustu mánuði. Anna Kristin Jónsdóttir ræddi við Karlottu Halldórsdóttur, hagfræðing hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Mikill meirihluti aldraðra á hjúkrunarheimilum þjáist vegna tannvandamála sem ekki eru meðhöndluð. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman. Viðæmælendur: Eva Guðrún Sveinsdóttir, tannlæknir. Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir hjá Embætti landlæknis og Aðalheiður Svana Sigurðardóttir, doktorsnemi í tannsmíði, Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmunsdóttir.
11/18/20219 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

17. nóvember. Stýrivaxtahækkun, hrávöruverð og umdeildar gjafir.

Alþingi kemur saman á þriðjudag í næstu viku. Landspítalinn hefur þurft að fresta hundruðum aðgerða frá því spítalinn var færður á hættustig fyrir hálfum mánuði. Kvikusöfnun á miklu dýpi veldur nú landrisi á Reykjanesi. Óljóst er hvort, og þá hvenær, hún brýtur sér leið upp á yfirborðið. Skólum hefur verið lokað og slökkt á nokkrum kolakyntum raforkuverum í höfuðborg Indlands. Loftmengun í borginni er langt yfir hættumörkum. Lengri umfjallanir (frá mín 10) Fasteignamarkaðurinn verður hættur að búa til verðbólgu næsta vor að mati seðlabankastjóra. Bankanum beri að hemja verðbólguna og hann segir það öfugmæli að verkalýðshreyfingin mótmæli stýrivaxtahækkunum sem eigi að tryggja kaupmátt. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Ásgeir Jónsson. Hagfræðiprófessor segir að líklega þurfi að endurskipuleggja hvernig vörur eru framleiddar og fluttar heimshorna á milli. Krísan í aðfangakeðjunni skýrist að hluta til af því að fyrirtæki hafi spáð rangt fyrir um hegðun neytenda. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Þórólf Matthíasson, hagfræðiprófessor og Magnús Óla Ólafsson, forstjóra Innness. Breskir háskólar eru háðir gjöfum og styrkjum. Það ýtir til dæmis undir kínversk áhrif á háskólana og getur grafið undan akademísku frelsi. Sigrún Davíðsdóttir rýnir í þetta mál.
11/17/20219 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

16. nóvember 2021, Átök Pólverja og Hvít-Rússa og dagur íslenskunnar

Hvít-Rússar saka Pólverja um að efna til ófriðar á landamærum ríkjanna með því að beita táragasi og háþrýstidælum á hælisleitendur. Ásgeir Tómason sagði frá. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hvetur til þess að þeir sem ekki hafa látið bólusetja sig geri það og að horft verði til Danmerkur þar sem þeir bólusettu eru frjálsari hvað varðar þátttöku í samfélaginu, Bjarni Pétur Jónsson tók saman. Birgir Ármannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar vegna talningar í Norðvesturkjördæmi segir enn stefnt að sameiginlegri niðurstöðu nefndarinnar. Hann reiknar með að vinnu nefndarinnar ljúki í þessari viku. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Arnaldur Indriðason rithöfundur hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu og Vera Illugadóttir útvarpsmaður sérstaka viðurkenningu. Skera á niður í rekstri Akureyrarbæjar um nokkur hundruð milljónir. Ein af þeim tillögum sem ræddar hafa verið í bæjarstjórn er að loka annarri sundlaug bæjarins, Glerárlaug, almenningi. Ástu Sigurðardóttur fastagesti í lauginni til margra ára líst illa á þær hugmyndir. Óðinn Svan Óðinsson Breiðamerkurjökull hopar hraðar en rannsakendur áttu von á. Þetta sýna niðurstöður úr vöktun Rannsóknaseturs Háskóla Íslands. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við Þorvarð Árnason forstöðumann setursins. -------------- Forðast þarf þvingunaraðgerðir gagnvart óbólusettum í lengstu lög segir Ástríður Stefánsdóttir, læknir og dósent í hagrænni siðfræði. Skapa þarf almennt traust og samstöðu, ekki að draga línu sem klýfur þjóðina. Kristján Sigurjónsson talaði við hana. Íslenskunám og staða tungunnar á degi hennar. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Evu Hrund Sigurjónsdóttur meistaranemda í íslenskri málfræði og Sölva Halldórsson nemenda í íslensku og dönsku við Háskóla Íslands. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
11/16/202110 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

15. nóvember 2021, Reykjavíkurborg fjallar um málefni Sælukots

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur segir að berist alvarleg kvörtun vegna starfsmanna í skólum skuli starfsmenn fara í leyfi á meðan mál er rannsakað. Kannað verði hvort það hafi ekki verið gert þegar starfsmaður leikskólans Sælukots var kærður til lögreglu. Hátt í sjö þúsund manns mættu í þriðju sprautu í Laugardalshöll á fyrsta degi örvunarbólusetningar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðiisns segir að óbólusettir íþyngi heilbrigðiskerfinu. Viðbúnaður vegna yfirvofandi hryðjuverka hefur verið aukinn í Bretlandi eftir að sprengja sprakk í leigubíl í Liverpool í gær. Ásgeir Tómasson sagði frá. Óbólusettu fólki í Berlín, höfuðborg Þýskalands, er frá og með deginum í dag óheimilt að borða á veitingahúsum, fara á bari eða í kvikmyndahús svo nokkuð sé nefnt. Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mjög í landinu að undanförnu. Ásgeir Tómasson sagði frá. Stórtónleikum tenórsins Andrea Bocelli hefur verið frestað í þriðja sinn vegna faraldursins. Ísleifur Þórhallsson, talsmaður Senu segir yfirvöld þurfa að finna lausnir svo hægt sé að halda stóra viðburði. --------- Það var ys og þys í Laugardalshöll í Reykjavík í dag þegar fyrsti boðaði hópurinn kom í örvunarbólusetningu - fékk þriðja skammtinn af bóluefni gegn Covid. Alls voru 9.700 boðuð í bólusetningu. 6.615 mættu eða um 68 prósent. Í fyrsta hópnum í dag voru sextugir og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Kristján Sigurjónsson ræddi við Sigríði Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á næstu árum hverfa mjög fjölmennar kynslóðir af vinnumarkaði á Íslandi, fólk sem er um sjötugt eða nærri því, og við það gerist ýmislegt, meðal annars lækkar hlutfall þeirra sem eru starfandi á móti þeim sem komnir eru á eftirlaun segir Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í sagnfræði og forseti hugvísindadeildar Háskóla Íslands. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Ólöfu. Í kvöld funda innanríkisráðherrar Frakka og Breta í París um flóttamannamál eftir að hnútur hafa flogið á milli þeirra. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
11/15/20219 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

12. nóvember 2021.Enn hertar sóttvarnaaðgerðir og tannheilsa barna

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Marteinn Marteinsson. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að það séu vonbrigði að aftur hafi þurft að herða sóttvarnaraðgerðir. Nýjar takmarkanir taka gildi á miðnætti og gilda næstu þrjár vikurnar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra er hugsi yfir stöðunni og því að nú séu svipaðar ráðstafanir uppi, þegar svo margir eru bólusettir og voru fyrir um ári. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir að samstaða ríki um ráðstafanirnar en að sjálfsögðu hafi verið skipst á skoðunum. Höskuldur Kári Schram tók saman. Þrátt fyrir hertar aðgerðir er útlit fyrir að jólatónleikar verði haldnir víðast hvar. Leiksýningar og menningarviðburðir falla ekki niður en gestir þurfa að framvísa neikvæðu hraðprófi. Sigríður Beinteinsdóttir sönkona, ætlar að halda tónleika á næstu vikum; minni hætta stafi af því að fara á tónleika en fara út í búð. Bjarni Rúnarsson talaði við hana. Ekki er ljóst hvenær loftlagsráðstefnnni í Glasgow lýkur en ráðgert var að slíta henni núna klukkan sex. Ekki hefur náðst saman um samkomulagi loftslagsráðstefnunnar Uber og önnur slík fólksflutningsfyrirtæki geta starfað hér á landi, verði svokallað leigubílafrumvarp samþykkt á komandi þingi, svo lengi sem þau uppfylla skilyrði laganna. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Skógarhögg í Amazon-regnskógunum var meira í október en á sama tíma fyrir ári þrátt fyrir loforð stjórnvalda um að draga úr því. Þetta sést á gervihnattarmyndum brasilísku geimvísindastofnunarinnar. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. ---------- Loftslagsvandinn er afleiðing nýlendustefnunnar og röskunar á tengslum fólks við landið. Þetta eru skilaboð ungrar konu, Ta'Kaiya Blaney, sem hóf upp raust sína ásamt nokkrum öðrum á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í dag. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman, Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við Blaney. Í byrjun mánaðar veittu stjórnvöld í Bretlandi leyfi fyrir lyfinu Molnipiravir gegn COVID-19 og von er á fyrstu skömmtum þess þangað fyrir mánaðamót. Miklar vonir eru bundnar við lyfið, það jafnvel sagt valda vatnaskilum í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Lyfið er í töfluformi, inntakan og geymslan auðveldari en fyrir viðkvæm bóluefni sem sum hver þarf að geyma í fimbulkulda. Rúna Hvannberg Hauksdóttir forstjóri Lyfjastofnunar segir að það geti skipt miklu víða í heiminum, Anna Næturdrykkja smábarna og aukin tortryggni foreldra gagnvart flúortannkremi er meðal þess sem sérfræðingar í barnatannlækningum telja ógna ta
11/12/202110 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

11. 11 2021. Glasgow. Flóttamenn notaðir sem vopn. Bresk spilling.

Sunnlendingar fundu vel fyrir jarðskjálfta af stærðinni 5,2 sem varð skammt suður af Heklu í dag. Ekki er vitað um tjón af völdum hans og ekki talið að skjálftinn sé undanfari eldsumbrota. Von er á hertum sóttvarnaaðgerðum eftir metfjölda Covid-smita þrjá daga í röð. Formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara segir hrikalegt að hugsa til þess að öllu verði skellt í lás. Landsmenn sækja í sólina sem aldrei fyrr eftir að smitum fór að fjölga. Sölustjóri hjá Vita segir sprengingu hafa orðið í sölu utanlandsferða í haust. Boeing flugvélasmiðjurnar axla ábyrgð á flugslysi sem varð í Eþíópíu árið 2019. Ættingjum þeirra sem fórust verða greiddar bætur. Lengri umfjallanir ( frá mínútu 10 ) Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Hólmfríði Dagnýju Friðjónsdóttur, fréttamann um árangur viðræðna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow og stemmninguna á ráðstefnusvæðinu. Talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir að nú sé lögð aðaláhersla á að bjarga mannslífum á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Ekkert ríki megi nýta sér neyð örvæntingarfulls fólks í pólitískum tilgangi. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Elisabeth Arndorf Haslund. Breskir þingmenn mega sinna launuðum störfum auk þingmennskunnar en það er haft eftirlit með að þeir brjóti ekki reglur. Viðleitni Borisar Johnsons forsætisráðherra til að breyta reglunum þegar stjórnarþingmaður braut þær hefur opnað flóðgáttir spillingarumræðu, sem gæti skaðað stjórnina. Sigrún Davíðsdóttir setur umræðuna nú í sögulegt samhengi.
11/11/20219 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

10. nóvember 2021. Banaslys í Reynisfjöru

Ung kínversk kona drukknaði við Reynisfjöru í dag eftir að hún barst út með öldunni. Maður á sextugsaldri lést í morgun þegar rafskúta sem hann var á og létt bifhjól skullu saman. Þetta er fyrsta banaslysið tengt rafskútum hér á landi. Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir bæði hjólin nú til rannsóknar, og hvort þeim hafi verið breytt til að þau kæmust hraðar Ekki er nógu langt gengið í samningsdrögunum sem lögð eru fram á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra en horfa verði fram á veg og góður andi ríki á ráðstefnunni. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir ræddi við hann. Örvunarskammtaátak hefst í Laugardalshöllinni eftir helgi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að ekki takist að gefa öllum örvunarskammt fyrir áramót því minnst fimm mánuðir þurfa að líða frá seinni sprautunni. Þórdís Arnljótsdóttir tók saman. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, lagði í dag fram afsagnarbeiðni sína. Almennt er búist við að Magdalenu Andersson fjármálaráðherra verði falið að mynda stjórn. Ásgeir Tómasson sagði frá. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra hlýtur brautryðjendaverðlaunin Trail Blazers Award á Heimsþingi kvenleiðtoga sem haldið er í Hörpu. Hún sagði í ræðu sinni að heimurinn allur nyti góðs af því ef konur ættu jafnan þátt í því að taka ákvarðanir. ------------- Undir merkjum Stafræns Íslands er unnið að því að meginsamskiptaleið fólks og fyrirtækja við hið opinbera verði stafræn. Stöðugt stærri hluti samskipta við banka er um netið og notkun á Heilsuveru, þar sem fólk getur átt samskipti við heilbrigðisstarfsfólk, sótt sér vottorð og endurnýjað lyfseðla, hefur margfaldast. Allt er þetta gert til að einfalda líf fólks en þarna getur fólk með þroskahömlum rekist á hindranir og jafnvel orðið af hlutum venga þess að það getur ekki fengið rafræn skilríki nema sækja sjálft um þau. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við s Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur verkefnisstjóra hjá Þroskahjálp, Unni Helgu Óttarsdóttur formann Þroskahjálpar og Andra Heiðar Kristinsson, framkvæmdstjóra Stafræns Íslands. 2,7 gráður - svo mikið mun meðalhitinn á jörðinni aukast frá því sem var fyrir iðnbyltingu, ef áfram verður haldið á sömu braut. Miklu meira en þær 2 gráður, eða helst 1,5 gráða sem þjóðir heims stefna að samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Í París, fyrir sex árum lofuðu þjóðarleiðtogar aðgerðum en nýjar rannsóknir sýna að aðeins örfá lönd hafa efnt þessi loforð. Jafnvel Svíþjóð - ríkt land með þróað hagkerfi og stóra endurnýjanlega orkug
11/10/20219 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

9. nóvember 2021. Parísarsamkomulagið útskýrt. Bresk spilling.

Covid-göngudeildin þarf að forgangsraða símtölum við smitaða vegna þess hve margir eru veikir. Farsóttarhús eru að fyllast. Mögulegt er að undirbúningskjörbréfanefnd fari aftur í vettvangsferð í Borgarnes til að skoða enn betur flokkun kjörgagna COVID-faraldurinn hefur seinkað því að jafnrétti náist í stjórnunarstöðum um 36 ár, þetta segir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga en þingið fer nú fram í Hörpu. Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að Pútin Rússlandsforseti beri ábyrgð á því að fjöldi hælisleitenda reyni að komast frá Hvíta Rússlandi til Póllands. Breyttur tíðarandi fær fólk nú til að segja frá ofbeldi sem það varð fyrir í æsku og hefur þagað yfir áratugum saman. Forstjóri Barnaverndarstofu segir mikilvægt að börn fái skýr skilaboð um að segja frá ef níðst er á þeim kynferðislega og að þeim sé trúað. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að ráðstafanir sem lofað var að grípa til á loftslagsráðstefnunni í Glasgow skili litlu sem engu til að draga úr hlýnun jarðar. Lengri umfjallanir (frá mínútu 10): Parísarsamningurinn er langtímasamningur sem viðurkennir að heimurinn er á byrjunarreit, þetta segir sérfræðingur í loftslagsrétti. Samningurinn hefur verið gagnrýndur fyrir veikar lagalegar skuldbindingar en reynslan sýnir að hjá ríkjum heims er lítil stemmning fyrir strangari kvöðum. Styrkur samningsins liggur hugsanlega í því hversu veikur hann er. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Hrafnhildi Bragadóttur, sérfræðing í loftslagsrétti. Eftir afskipti Borisar Johnsons forsætisráðherra Breta af meðferð þingsins á spillingarmáli stjórnarþingmanns beinist athyglin nú að spillingu tengdri forsætisráðherra og flokki hans. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
11/9/202110 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

8. nóvember 2021. Loftslagstengd þróunarsamvinna. Rafeldsneyti o.fl.

Formenn stjórnarflokkanna ræddu myndun nýrrar ríkisstjórnar og skiptingu ráðuneyta á fundi sínum í dag. Vinna við gerð stjórnarsáttmála er langt komin. Varsla hefur verið hert til muna á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Fjöldi hælisleitenda er á leið þangað eða kominn að mörkunum. Loðnuvertíð sem gæti orðið sú stærsta í 20 ár er að hefjast og Bjarni Ólafsson AK heldur til veiða á morgun. Stýrimaðurinn er bjartsýnn. Fulltrúar þriggja íslenskra stéttarfélaga lögðust gegn því að íslenska flugstéttafélagið fengi inngöngu í Norræna flutningamannasambandið. Forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til blaðamannafundar vegna mikillar aukningar kórónuveirusmita í landinu. Hálf öld er í dag frá því að eitt frægasta rokklag heims kom út. Lengri umfjallanir (frá mínútu 10): Utanríkisráðherra segir Ísland standa vel þegar kemur að framlögum til loftslagsaðgerða í þróunarríkjum. Gagnrýni tveggja sjálfstæðra rannsóknastofnana sé hvatning til að gera betur. Grænþvottur þróunaraðstoðar sé ekki vandamál hér. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Guðlaug Þór Þórðarson Verkfræðingur hjá Eflu segir mikilvægt að hefja strax undirbúning að framleiðslu rafeldsneytis, ella gæti Ísland þurft að flytja inn dýrt rafeldsneyti. Arnar Páll Hauksson ræðir við Hafstein Helgason. Á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn var ákveðið að verja auknu fé til menningarsamstarfs en niðurskurður hafði verið fyrirhugaður. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir þennan áfangasigur við Hrannar Björn Arnarsson, formann Norræna félagsins. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir. Tæknimaður: Mark Eldred
11/8/202130 minutes
Episode Artwork

5. nóivember 2021. Veldisvöxtur. Græn framlög Íslands og verðbólga.

Fréttir: Landspítalinn er kominn á hættustig vegna fjölgunar covid-smita og heimsóknabann tekur gildi á miðnætti. Hertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi um miðja næstu viku. Sóttvarnalæknir segir að það hefði þurft að gerast fyrr. Faraldurinn sé í veldisvexti. 100 römpum fyrir fólk í hjólastól hefur verið komið upp í miðborg Reykjavíkur. Verkefnið hefur gengið mun hraðar en áætlað var. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmir valdarán hersins í Súdan og krefst þess að borgaralegri stjórn verði komið á að nýju. Dýralæknafélag Íslands harmar áform um bann við lausagöngu katta á Akureyri. *** Lengri umfjallanir (frá 10. mínútu) Rætt við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá Almannvörnum um stöðuna í faraldrinum. Síðastliðin fjögur ár hefur Ísland varið samtals 133 milljónum króna til Græna loftslagssjóðsins. Tvær sjálfstæðar rannsóknarstofnanir telja Ísland ekki gera nóg. Sigrún Davíðsdóttir kryfur verðbólgu og sérbresk Brexit-áhrif. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason
11/5/20219 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

4. nóvember 2021. Verður að herða sóttvarnaaðgerðir

Covid er komið á blússandi siglingu og óumflýjanlegt að herða aðgerðir, segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Ríkisstjórnin fjallar um tillögur sóttvarnalæknis í fyrramálið. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hana. Bretar hafa fyrstir þjóða heimilað notkun töflu sem draga á úr líkum þess að veikjast af COVID-19. Ásgeir Tómasson sagði frá. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunar- og orkumálaráðherra segir ekki standa á íslenskum stjórnvöldum að framkvæma raunhæfar aðgerðir í loftslagsmálum en almenningur megi ekki sitja uppi með kostnaðinn. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir sagði frá. Öll starfsemi Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ flyst annað um miðjan mánuðinn vegna myglu í skólahúsinu. Starfsemin verður á fimm stöðum út þetta skólaár. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Mögulega verður ný ríkisstjórn kynnt eftir rúma viku segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur. Bilun á samfélagsmiðlum, sem orsakaði að þeir lágu niðri í sex klukkustundir í síðasta mánuði, hafði almennt lítil áhrif á fólk - en þó mest á unga fólkið og minnst á kjósendur Miðflokksins. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. ----------- Alma Möller, landlæknir telur stefna í örvunarskammta af covid-bóluefni fyrir fleiri en elsta hópinn, faraldurinn sé í línulegum vexti og um 2% þeirra sem smitast þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri segir ekki nóg að framleiða meira af grænni orku, það þurfi líka að hugsa framleiðsluferlið upp á nýtt. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við hana. Í Noregi er beðið átekta með að beita lokunum að nýju vegna vaxandi smits af völdum covid-19, stefnan er þar núna að láta smitið ganga og vona hið besta. Gísli Kristjánsson sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknmaður: Markús Hjaltason
11/4/202110 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

3. nóvember 2021. Stjórnarsáttmáli í augsýn.

Ný ríkisstjórn og nýr stjórnarsáttmáli verða kynnt í lok næstu viku ef markmið formanna stjórnarflokkanna ganga eftir. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir að ekki verði brugðist við áætluðum hallarekstri borgarinnar með niðurskurði og gjaldskrárhækkunum. Höskludur Kári Schram tók saman. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að ræða Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í gær hafi verið þunn í roðinu. Alvarlegir ofbeldisglæpir hafa verið framdir í Tigray-héraði í Eþíópíu undanfarna mánuði, að sögn mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. Ár er liðið síðan stjórnarherinn var sendur þangað til að afvopna frelsishreyfingu héraðsins. Ásgeir Tómasson sagði frá. Hvorki Miðflokkurinn né Sósíalistaflokkur Íslands ná manni inn á þing samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Píratar bæta við sig rúmum tveimur prósentustigum frá kosningum. Höskuldur Kári Schram tók saman. -------------- Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra segir kórónuveirufaraldurinn hafa sýnt fram á bæði styrkleika og veikleika norræns samstarfs. Alexander Kristjánson sagði frá og talaði við hana. Umræður um varnarmál hafa verið áberandi á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðulanda segir þau eiga þar vel heima. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins ávarpaði þingið og ræddi meðal annars um ógnir sem að steðja. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Árið 2030 má reikna með því að um 5% eigna Lífeyrissjóðs verslunarmanna verði skilgreindar sem loftslagsvænar. Tómas Njáll Möller, yfirlögfræðingur sjóðsins segir að fjárfestingakostirnir þurfi að breytast, eigi sjóðurinn að verða grænni. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við hann. Hvergi í Evrópu er vændi eins umfangsmikið og á Spáni. Sósíalistaflokkur Spánar hefur nú heitið því að uppræta það. Jóhann Hlíðar Harðarson sagði frá. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason
11/3/20219 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

2. nóvember 2021 Bjartsýni í Glasgow

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Markús Hjaltason Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er bjartsýn á að á loftslagsráðstefnunni í Glasgow sjáist breyting frá ráðstefnunni í París. Í Glasgow sé rætt um beinar aðgerðir en ekki aðeins markmið. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hana. Yfir áttatíu þjóðir heita því að draga úr losun metangass úr andrúmsloftinu um þrjátíu af hundraði á næstu níu árum. Aðgerðirnar eru sagðar kosta lítið sem ekkert. Ásgeir Tómasson sagði frá. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri hjá Reykjavíkurborg á næsta ári. Auknar fjárfestingar eru fyrirhugaðar en skuldir aukast sömuleiðis. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Knapi sem vikið var úr landsliði hestamanna um helgina segir stjórnarmenn Landssambands hestamannafélaga og forsvarsmenn landsliðsins hafa lengi vitað um dóm sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot árið 1994. Landsliðseinvaldur segist hafa vitað óljóst af málinu. Bjarni Rúnarsson sagði frá. Mjólkursamsalan stendur árlega fyrir teiknisamkeppni fyrir fjórðubekkinga í grunnskólum landsins í tilefni alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Foreldrar hafa nokkrir gagnrýnt að stórfyrirtæki fái slíkan aðgang að börnum og einnig fullyrðingar um hollustu mjólkur sem þykja úreltar. Anna Þorbjörg Jónasdóttir ræddi við Eyrúnu Gísladóttur, móður og grænkera. ---------- Það virðast örlög afgönsku þjóðarinnar að vera á stöðugum flótta. Margir þeirra sem sneru heim úr útlegð fyrir 20 árum, við fall Talíbanastjórnarinnar, flýja nú landið enn á ný, segir fréttaritari okkar í Kabúl. Jón Björgvinsson í Kabúl sagði frá. Þing Norðurlandaráðs hófst í Kaupmannahöfn í gær í Kristjánsborgarhöll. Þar er rætt um hvaða lærdóm megi draga af kórónuveirukreppunni og hvernig efla megi samstarfið. Viðbrögð Norðurlandanna hvers um sig þegar brast á með faraldri þótti sýna fram á nokkra bresti, til dæmis þegar bætt var í takmarkanir á landamærum þeirra á milli og ríkin fóru hvert í sína áttina með ráðstafanir, segir Kristján Sveinsson sagnfræðingur.Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Bretar og Frakkar hafa gert hlé á fiskirimmu sinni en deilan er ekki á enda. SIgrún Davíðsdóttir hefur fylgst með þeirri rimmu.
11/2/20219 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

1. nóvember 2021, Loftfslagsráðstefna, afsögn formanns Eflingar

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að heimsbyggðin gangi um náttúruna eins og klósett, knúin áfram af kolefnisfíkn. Ekki sé seinna vænna að stinga niður fæti. Ásgeir Tómasson sagði frá. Það segir sitt að margir leiðtogar heims mæta ekki á loftlagsráðstefnuna í Skotlandi. En það er skýr krafa ungu kynslóðarinnar að ná árangri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Arnar Björnsson talaði við hana. Átök í verkalýðshreyfingunni eru ekki ný af nálinni en afsögn formanns Eflingar er einsdæmi í sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar, segir Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur sem ritað hefur sögu Alþýðusambands Íslands. Hjördís Rut Sigurjónsdóttir talaði við hann. Á um þriðjungi sveitabæja á Norðurlandi vestra er farsímasamband lélegt. Unnur Valborg Hilmarsdóttir er framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sem skorar á stjórnvöld að aftengja ekki síma í gegnum koparlínur fyrr en ráðin hefur verið bót á farsímasambandinu. Ágúst?Ólafsson talaði við hana. Enn liggur ekki fyrir niðurstaða undirbúningsnefndar Alþingis um hvort vafaatriði við talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi kalli á breytingar. Þingmenn fengu greidd laun í dag og halda þeim hver sem niðurstaðan verður. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. --- Loftslagsráðstefnan í Glasgow er formlega farin af stað. Óreiða einkenndi ráðstefnuvettvanginn í morgun og eftir hádegi fóru ráðamenn að viðra stefnumálin. Arnhildur Hálfdánardóttir rýndi í hina margslungnu COP-ráðstefnu og ræddi við Tinnu Hallgrímsdóttur, umhverfissinna sem er á ráðstefnunni. Morðið á sænska rapparanum Einár hefur vakið hörð viðbrögð í Svíþjóð en það er þó enda tónlistarmaðurinn rétt nýlega orðinn nítján ára gamall. Morðið er þó aðeins eitt af tuttugu og einu morði í skotárásum í Stokkhólmi það sem af er ári. Kári Gylfason segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Útsending fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
11/1/202110 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

29. október 2021 Lánsfjárskortur ekki lóðaskortur segir borgarstjóri

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri þvertekur fyrir að lóðaskortur í borginni hafi valdið samdrætti í uppbyggingu. Samdrátturinn stafi frekar af því að bankarnir hafi hætt að lána til byggingaframkvæmda í hitteðfyrra. Landssamband eldri borgara segri það brjóta gegn stjórnarskrá að ríkið skerði ellilífeyri, fái fólk greiðslur úr lífeyrissjóði, Ásrún Brynja Ingvarsdóttir tók saman. Haukur Holm ræddi við Helga Pétursson formann LEB og Flóka Ásgeirsson lögmann þess. Meðaldilkurinn var talsvert þyngri í sláturhúsinu á Hvammstanga í ár en í fyrra og það þakkar sláturhússtjórinn sífellt betri árangri bænda við ræktun. Ágúst Ólafsson tók saman og ræddi við Davíð Gestsson, sláturhússtjóra. Víkingaskipið sem rak mannlaust upp í fjöru á Álftanesi í morgun var dregið út á háflóði og til hafnar í Kópavogi. Ólöf Rún Erlendsdóttir sagði frá. Síðan Miðgarðskirkja brann í Grímsey upp úr miðjum september hefur verið safnað fé til að byggja nýja kirkju. Aðstoð hefur borist úr ýmsum áttum; sóknarnefnd Hallgrímskirkju ætlar að leggja fé í kirkjubyggingu í eynni. Anna Þorbjörg Jónasdóttir talaði við Alfreð Garðarsson formann sóknarnefndar Miðgarðssóknar og Sigurð Árna Þóraðrson Hallgrímskirkjuprest. Hefja á gjaldtöku fyrir bílastæði í miðbæ Akureyrar um áramót, í 15 ár hafa menn bara notað þar bílastæðaklukkur. Óðin Svan Óðinsson sagði frá og talaði við Andra Teitsson formann umhverfis- og skipulagsnefndar Akureyrarbæjar. ------- Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst á sunnudag í Glasgow á Skotlandi. Ragnhildur Thorlacius fer yfir verkefni fundarmanna. Afstaða fólks til þess hvort varsla á neysluskömmtum fíkniefna skuli gerð refsilaus hefur breyst. Meirihluti aðspurðra var því fylgjandi í könnun sem gerð var í ár og var það í fyrsta sinn. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Helga Gunnlaugsson prófessor við Háskóla Íslands. Það eru enn óafgreidd Brexit-mál milli Breta og Evrópusambandsins og fiskveiðideilur Frakka og Breta eru angi þeirra deilna. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir
10/29/202110 minutes, 1 second
Episode Artwork

Rjúpnaveiðar byrja á hádegi

Sóttvarnalæknir segir að þó að margir gæti sín þá fari margir ekki eftir tilmælum um sóttvarnir og óttast að af því sé sopið seyðið núna þegar kórónaveirusmitum fjölgar. Formaður undirbúningsnefndar um rannsókn kjörbréfa telur að nefndin verði að störfum fram eftir næstu viku. Mismunandi leiðir í átt að kolefnishlutleysi eru teiknaðar upp í skýrslu sem Ísland skilaði til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í dag. Í Speglinum verður rætt við umhverfisráðherra um langtímasýn í loftslagsmálum. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta dróst í riðil með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer á Englandi næsta sumar. ----- Hver er framtíðarsýn stjórnvalda í loftslagsmálum? Fundur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefst um helgina í Glasgow og mikið fjallað um þau í aðdraganda hans. Í síðustu viku var talað við formann Loftslagsráðs hér í Speglinum og hann lýsti vonbrigðum vegna þess að ekki lægi fyrir langtímasýn Íslands. Umhverfisráðherra kynnti í dag framtíðarsýn Íslands í loftslagsmálum sem lögð verður fram á fundinum. Anna Kristín Jónsdóttir taaði við Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra. Umhverfisráðherra ákvað í dag að breyta tilhögun rjúpnaveiða í haust. Breytingin felst í því að veiðimenn verða að hefja veiði á hádegin en eftir sem áður verða veiðidagarnir jafn margir. Arnar Páll Hauksson talaði við Áka Ármann Jónsson formann Skoðtveiðifélags íslands sem er sáttur við ákvörðun ráðherra.
10/28/202129 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

27. október. Kortleggja búsetu í óskráðum íbúðum

Fyrir fjórum árum bjuggu rúmlega 1.000 manns í óskráðum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Á næstu mánuðum á að kortleggja hve margir búa nú í atvinnuhúsnæði og huga að brunavörnum. Sóttvarnalæknir segir ekki annað mögulegt en að herða sóttvarnaaðgerðir ef fram heldur sem horfir og ástandið á Landspítalanum heldur áfram að þyngjast. Flestir, eða tæp áttatíu prósent, vilja að Framsóknarflokkurinn verði í næstu ríkisstjórn, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Þar á eftir koma Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur. Tveggja daga réttarhöld standa yfir í Bretlandi þar sem bandarísk stjórnvöld reyna enn að fá Julian Assange framseldan. Vestra á hann ævilangt fangelsi yfir höfði sér. Bresku fjárlögin voru lögð fram í dag, í anda bjartsýni ríkisstjórnarinnar, en vaxandi verðbólga gæti sett strik í þjóðhagsreikninga næstu missera. Næstu mánuðina á að kortleggja hve margir búa og hvar í atvinnuhúsnæði í borginni. Gengið verður í hús í iðnaðarhverfum og rætt við íbúa um brunavarnir og félagslegar aðstæður þeirra. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu leiðir verkefnið í samstarfi við sveitarfélögin og Alþýðusamband Íslands. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Aleksöndru Leonardsdóttur og Jón Viðar Matthíasson. Að jafnaði hafa landsmenn skráð sig 430 þúsund sinnum á mánuði inn á Heilsuveru á þessu ári. Notendur í ár eru um 250 þúsund, mikill meirihluti landsmanna. Heilsuveru-vefurinn hefur komið í veg fyrir að símkerfi Heilsugæslunnar færi á hliðina í faraldrinum, segir Auður Harðardóttir verkefniastjóri rafrænna heilsbrigðislausna hjá Landlæknisembættinu. Stafræn heilbrigðisþjónusta sé framtíðin og að aukin þjónusta sé í bígerð í Heilsuveru. Ragnhildur Thorlacius ræðir við Auði Harðardóttur. Bresku fjárlögin sem voru lögð fram í dag, lofa meiri útgjöldum í opinbera þjónustu sem á að fjármagna með skattahækkunum. Rishi Sunak fjármálaráðherra heldur þó fast í fyrri loforð um að minnka ríkisumsvif og lækka skatta síðar á kjörtímabilinu. En á tímum vaxandi verðbólgu og minni hagvaxtar á næstu árum gæti raunin þó orðið önnur en loforð fjármálaráðherra benda til. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
10/27/202110 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

26. október 2021 COVID-faraldurinn í vexti

Fimm sjúklingar á hjartadeild Landspítalans hafa greinst með kórónuveiruna og smitsjúkdómadeild hans er aftur orðin COVID-deild. Már Kristjánsson, yfirlæknir og formaður farsóttarnefndar segir faraldurinn í vexti. Haukur Holm talaði við hann. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman í dag til að ræða ástandið í Súdan eftir að her landsins tók völdin í sínar hendur í gær. Aðgerðirnar hafa verið fordæmdar víða um heim. Ásgeir Tómasson sagði frá. Lögreglu bárust um átta hundruð tilkynningar um heimilisofbeldi fyrstu níu mánuði ársins og hefur þeim fjölgað mjög. Eygló Harðardóttir í aðgerðateymi lögreglu segir skipta mikil að fólk hafi greiðan aðgang að þjónustu eftir fjölbreyttum leiðum. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræddi við Eygló. Eldsneytisverð hefur hækkað um hátt í 40 prósent á síðustu 18 mánuðum. Bensínlítrinn víða um land er kominn yfir 270 krónur en er 40 krónum ódýrari á völdum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 segir að brugðist sé við markaðsaðstæðum. Kristján Sigurjónsson ræddi við hann. Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar, segir líklegt að vöntun á sementi hér megi rekja til raskana á framleiðslu og flutningum vegna heimsfaraldurs. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við hann. --- Það hefur ekki farið fram hjá bifreiðareigendum sem aka á bensín-, dísil- eða tvinnbílum, og komið verulega við pyngjuna, að eldsneytisverð hefur hækkað hratt á undanförnum vikum og mánuðum.Kristján Sigurjónsson ræddi í dag við Hinrik Örn Bjarnason framkvæmdastjóra N1 og Runólf Ólafsson framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðareigenda. Hvaða máli skiptir bakgrunnur nemenda þegar kemur að vali á framhaldsskóla. Hvaða breytur skipta mestu um það hvert þeir fara og hafa allir frjálst val? Guðrún Ragnarsdóttir dósent á Menntavísindasviði Háskóla segir að rannsókn hennar og tveggja kollega sýni að nemendahópar skólanna séu mjög lagskiptir og áberandi að börn efnameiri foreldra séu frekar í hinum hefðubundnu bóknámsskólum sem hvað mest sókn er í. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Guðrún. Lekaefni frá Facebook sýnir að stjórnendur þar eru meðvitaðir um samþjöppun öfga- og hatursefnis. En netlöggjöf er víða hitamál. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahlutans. Björg Guðlaugsdóttir.
10/26/202110 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 25. október 2021

Spegillinn 25. okt. 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Alþingi verður ekki sett fyrr en undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið störfum segir forsætisráðherra. Afar ólíklegt er að ný ríkisstjórn og nýr stjórnarsáttmáli verði kynnt fyrir þann tíma. Yfir helmingur Íslendinga, sextíu ára og eldri, hefur þegið örvunarskammt vegna COVID-19. Þrír féllu og tugir særðust þegar hermenn skutu á hóp fólks í höfuðborg Súdans. Þúsundir söfnuðust saman til að mótmæla valdaráni hersins. Nýtt rakningarforrit hefur verið sett upp í Háskóla Íslands sérstaklega ætlað nemendum og starfsfólki skólans. Traust Íslendinga til heilbrigðiskerfisins og getu þess til að takast á við hnattrænar heilbrigðisógnir hefur aukist eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Geirs Gunnlaugssonar, fyrrverandi landlæknis. Tvö þúsund manns frá rúmlega 100 löndum deila þekkingu sinni á jarðvarma á Heimsþingi Alþjóða jarðhitasambandsins sem hófst í Hörpu í dag. Um fimmtungur þeirra erinda og greina sem kynnt eru á stórri alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu í Reykjavík er afrakstur nemenda sem útskrifast hafa úr Jarðahitaskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Lengri umfjöllun: Hann virtist fullkomlega yfirvegaður þegar hann þurrkaði blekið af fingurgómunum - Otoniel alræmdur kólumbískur fíkniefnabarón sem nú hefur verið handtekinn. Hann fylgdi fyrirmælum lögregluljósmyndarans, tók niður grímuna, horfði beint fram, sneri sér svo á hægri hlið og næst á þá vinstri. Setti hendurnar því næst samvinnuþýður aftur fyrir bak og beið þess að vera handjárnaður. Enda sjálfsagt búist lengi við því. Otoniel sem heitir í raun Dairo Antonio Usuga, er nýorðinn fimmtugur, snoðklipptur, með há kollvik og dálitla velmegunar bumbu. Hann var klæddur svörtum stuttermabol, svörtum buxum og hnéháum svörtum gúmmístígvélum þegar tveir lögreglumenn leiddu hann út úr flugvél lögreglunnar á vellinum í Bogota, og sýndu gripinn fjölmiðlafólki og örfáum her- og lögreglumönnum. Ragnhildur Thorlacius segir frá. Verzlunarskóli Íslands ætlar að gæta að kynjahlutföllum við innritun nemenda. Þar hefur hingað til verið horft til einkunna úr grunnskóla og þær umreiknaðar í stigafjölda. Þess er nú einnig gætt að hlutfall kyns fari ekki yfir 60% innritaðra nemenda. Stúlkur hafa verið í miklum meirihluta nýnema í Verzlunarskólanum undanfarin ár og hlutfall þeirra hærra en í umsóknun þar sem skiptingin hefur verið 60% stúlkur en 40% drengir. Einkunnir stúlkna hafa verið hærri en drengjannna og þær því frekar teknar inn. Segir í umfjöllun á v
10/25/20219 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

22. október 2021 Kærendur gestir undirbúningsnefndar

Frambjóðendur sem ekki hrepptu þingsæti eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi vilja ýmist að kosið verði aftur á landsvísu eða að fyrri talning í kjördæminu standi. Frambjóðandi sem kærði til lögreglu vill ekki munnhöggvast við formann yfirkjörstjórna í NV. Anna Lilja Þórisdóttir ræddi við Karl Gauta Hjaltason (M) og Lenyu Rún Taha Karim (P). Á níunda þúsund störf voru laus á þriðja ársfjórðungi og það segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar merki um bata. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins segir að stór hópur þurfi enn aukinn stuðning. Markús Þór Þórhallsson tók saman. Sjúkratryggingar Íslands hafa ákveðið að endurskoða ákvarðanir sem tengjast bótagreiðslum úr sjúklinga- og slysatryggingum vegna miska eða læknisfræðilegra örorku síðustu fjögur árin. Höskuldur Kári Schram ræddi við Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga. Afar ólíklegt er að aðeins púðurskot hafi verið í byssu sem bandaríski leikarinn Alec Baldwin hleypti af með þeim afleiðingum að kvikmyndatökumaður lést. Þetta segir Ármann Áki Jónsson formaður Skotvíss, Kristín Sigurðardóttir talaði við hann. Það verður mikið rokkað á Akureyri um helgina á tónlistarhátíðinni Eyrarrokki en þar spila meðal annars hljómsveitir sem hafa ekki heyrst í mörg ár. Ágúst Ólafsson hitti Rögnvald Braga Rögnvaldsson, einn þeirra sem standa fyrir Eyrarrokki. ----- Líklegast er að kjörbréfin sem Landskjörstjórn gaf út eftir alþingiskosningarnar verði látin standa segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði; lagalega gangi að kjósa aftur í einu kjördæmi - en ekki pólitískt. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Innan tíðar gæti tekið nokkrar sekúndur að fá skjölum þinglýst, til að mynda vegna fasteignakaupa. Nú getur það tekið langan tíma. Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Stafræns Íslands segir að ferlið sé eins öruggt og mögulegt er og öruggara en gamla pappírsvinnan. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hann. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
10/22/202110 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Framtíðarsýn skilað í tæka tíð

Umhverfisráðherra vísar á bug að Ísland leggi ekki fram framtíðarsýn á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. Framtíðarsýninni verði skilað áður en ráðstefnan hefst í næstu viku. Tíma taki að vinna sviðsmyndir um hvernig Ísland eigi að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Lögreglustjórinn á Vesturlandi leitaði ráða hjá embætti ríkissaksóknara í tengslum við rannsókn embættisins á brotum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis á kosningalögum. Á annað hundrað þúsund heimili eru án rafmagns í Frakklandi eftir að óveðurslægðin Áróra fór þar yfir í nótt. Áætlunarferðir járnbrautarlesta fóru úr skorðum í óveðrinu. Um 50-60 hafa smitast af Covid-19 að jafnaði á dag í þessum mánuði. Sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir skólakerfið á flóknasta staðnum í faraldrinum til þessa. Það eina sem virðist ljóst ef stjórnarflokkarnir ná saman um nýja stjórnarsáttmála er að Katrín Jakobsdóttir verður áfram forsætisráðherra. Leiðtogar flokkanna halda spilunum þétt að sér. Þyngsta og erfiðasta málið sem þeir ræða eru líklega loftslag- og orkumál. Um helgina verða liðnar fjórar vikur frá því að formennirnir settust niður til að freista þess að ná samkomulagi um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Arnar Páll Hauksson segir frá. 75% landsmanna eru fullbólusett við COVID-19 og af tólf ára og eldri er hlutfallið farið að nálgast 90%. Um 560 þúsund skömmtum af bóluefnum hefur verið sprautað í landsmenn þegar allt leggst saman, efnum frá Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Janssen. Fljótt á litið var samið um kaup á um tólfhundruð og fimmtíu þúsund skömmtum af bóluefnum fyrir grunnbólusetning og þeir skammtar duga til að bólusetja rúmlega sex hundruð þúsund manns. Nú er unnið að því í heilbrigðisráðuneytinu að koma umfram skömmtum þangað sem þeirra er þörf. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Bjarna Sigurðsson lyfjafræðing. Rafmagn hefur verið dýrara í Noregi í haust en nokkru sinni áður í sögunni. Talað er um allt að tíföldun á verði frá í fyrra. Og verðið sveiflast svo mikið að venjulegt fólk sundlar að sögn við að horfa á rafmagnsmælana. Gísli Kristjánsson útskýrir hvað er að gerast hjá frændum okkar austan Atlantsála.
10/21/20219 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Yfirkjörstjórnin sektuð

Starfsfólk Hótels Borgarness sagði í vitnaskýrslu hjá lögreglu að það hefði aldrei átt við kjörgögn úr alþingiskosningunum í Norðvesturkjördæmi. Eini umgangurinn sem sést við talningarsalinn eftir að yfirkjörstjórn er farin eru starfsmenn hótelsins að ganga frá. Karl Gauti Hjaltason, sem kærði endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi til lögreglu, segir að ákvörðun um að sekta yfirkjörstjórnina staðfesti að fyrsta talningin eigi að gilda. Allt starfsfólk New York borgar verður að láta bólusetja sig að fullu gegn kórónuveirunni á næstu dögum. Ella verður það sent heim án launa. Miðstjórn ASÍ varar við sölu á Mílu og krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að tryggja almannahagsmuni. Jón Hjartarson hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Troðningar. --- Karl Gauti Hjaltason, sem kærði endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi, segir að ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að bjóða kjörstjórnarmönnum að greiða sekt staðfesti að fyrri talningin eigi að standa. Frambjóðandi Pírata sem ekki náði kjöri segir að staðan í málinu kalli á að uppkosning fari fram í kjördæminu. Svo virðist sem kjörstjórnarmenn ætli ekki að þiggja boð um að greiða sekt. Það gæti varðað 12 daga fangelsi. Arnar Páll Hauksson talar við Karl Gauta Hjaltason og Davíð Norðdhal. Öllum þjóðum var boðið að skila og kynna sína framtíðarsýn í loftslagsmálum fyrir loftslagsráðstefnuna í Glasgow. Íslensk stjórnvöld hafa ekki gert það og skila því auðu, sem eru mikil vonbrigði að sögn Halldórs Þorgeirssonar formanns Loftslagsráðs. Ragnhildur Thorlacius talaði við Halldór. Eftir að vera í fararbroddi í að bólusetja gegn Covid-19 hafa Bretar nú tapað þeirri forystu. Ensk heilbrigðisyfirvöld felldu niður varnir í sumar, aðrir landshlutar hafa farið sér hægar. Vonir um að víðtæk bólusetning myndi ein og sér ráða niðurlögum veirufaraldursins hafa ekki gengið eftir. Nýjum tilfellum fjölgar mjög, nýtt breskt Delta-afbrigði komið upp. Vetrarhorfurnar eru því heldur kvíðvænlegar þó vísindamenn búist ekki að það verði þörf á lokunum líkt og í fyrravetur. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
10/20/202110 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

19. október 2021 Sóttkvíarreglur endurskoðaðar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir til skoðunar að slaka á reglum um sóttkví á næstunni, en segist vera eins og hrópandinn í eyðimörkinni boðandi að baráttunni við farsóttina sé ekki lokið Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir að ástand á bráðamóttöku Landspítalans tengist ekki COVID-19 - hann sjái ekkert ástand á spítalanum sjálfum. Hómfríður Dagný Friðjónsdóttir ræddi við Bjarna. Markús Þórhallsson tók saman. Fundi undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa í Borgarnesi var að ljúka. Í morgun fylgdust nefndarmenn með þegar ónotaðir kjörseðlar voru taldir á lögreglustöðinni og stemmdi sú talning við kjörgögn. Elsa María Guðlaugs- Drífudóttir fréttamaður hefur fylgst með fundinum. Stjórnvöld í Rússlandi leggja til að landsmenn verði sendir í átta daga frí til að draga úr fjölda kórónuveirusmita. Yfir eitt þúsund Rússar létust í gær af völdum COVID-19. Ásgeir Tómasson sagði frá. Samkomulag sem utanríkisráðherra gerði við bresk stjórnvöld í sumar eykur möguleika íslenskra námsmanna á að fá styrki til náms þar í landi. Markús Þórhallsson sagði frá. Heiðdís Austfjörð hárgreiðslumeistari fagnar því að grímuskyldan verði afnumin með breyttum sóttvarnareglum. Óðinn Svan Óðinsson talaði við hana. ---- Hafið er kapphlaup á milli þjóða um hverjir verða fremstir í lágkolefnis- og kolefnishlutlausu hagkerfi framtíðarinnar: Það er eina hagkerfið sem er í boði, segir Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst um mánaðamótin í Skotlandi. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hann. Vaxandi ógn frá Rússlandi hefur leitt til stóraukinna útgjalda til varnarmála í Noregi og Svíþjóð. Rússnesk herskip héldu sig innan tvöhundruð mílna markanna við Ísland um níu daga skeið í sumar. Ingólfur Bjarni Sigfússon tók saman ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og Katarzynu Zysk sérfræðing í alþjoðamálum. Margt bendir til þess að falskt öryggi felist í því að taka símtal í gegnum handfrjálsan búnað eða hljóðkerfi bílsins á meðan setið er undir stýri. Einbeitingin við aksturinn er jafnfjarri og ef símtæki er haldið upp að eyranu segir Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri hjá samgöngustofu við Kristján Sigurjónsson. Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar frétttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
10/19/202110 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

18. október 2021 Staða Landspítala viðkvæm

Ef færa þarf Landspítalann af óvissustigi yfir á hættustig verður að draga úr starfsemi og valkvæðum aðgerðum. Tilkynnt var í dag um fjölgun rýma á Landakoti til að létta undir með Landspítalanum. Kristín Sigurðardóttir sagði frá og ræddi við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni. Um og yfir 30 prósent þeirra sem sinna grunnskólakennslu á Vestfjörðum, Austurlandi og Suðurnesjum eru án kennsluréttinda. segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara. Tölvuþrjótar réðust á póstþjón Háskólans í Reykjavík?í síðustu viku og dulkóðuðu skrár. Ragnhildur Helgadóttir rektor segir ekki koma til greina að verða við kröfum lausnargjald fyrir gögn. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fer í vettvangsferð til Borgarness á morgun, segir Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar sem segir að síðar í vikunni verði rætt við kærendur. Þingmenn á breska þinginu minntust í dag félaga síns Davids Amess, sem var stunginn til bana fyrir helgi. Ásgeir Tómasson sagði frá. ------------ Það er kennaraskortur í grunnskólum landsins, en mismikill eftir landshlutum. Ástæðurnar eru margþættar segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara. Kristján Sigurjónsson ræddi við hana. Kórónuveiran verður hér áfram og faraldurinn gufar ekki upp á meðan fáir eru bólusettir á stórum svæðum. Þó standa vonir til þess að sýkingarmáttur veirunnar dvíni svo hún verði bara ein af þeim veirum sem valda öndunarfærasýkingum segir Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Morðið á breska þingmanninum David Amess leiðir athyglina að hörkunni í pólitískri umræðu. Það sést ekki úti í samfélaginu að vináttubönd stjórnmálamanna ganga iðulega þvert á flokkslínurnar. En svívirðingar og gífuryrði á samfélagsmiðlunum vekja ugg. SIgrún Davíðsdóttir tók saman. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnúson. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
10/18/202110 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 15.okt 2021

Spegillinn 15.okt 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Þingmaður breska Íhaldsflokksins var stunginn til bana á stjórnmálafundi í Essex á Englandi í dag. Forsætisráðherra Breta og fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar segja að tryggja þurfi betur öryggi þingmanna. Flokkarnir þrír sem ræða myndun nýrrar sambandsstjórnar í Þýskalandi hafa komist að bráðabirgðasamkomulagi um stjórnarmyndun. Norska lögreglan rannskar hvers vegna lögreglan í Kongsberg missti ódæðismanninn sem myrti fimm manns á miðvikudagskvöld úr höndum sér áður en hann lét til skarar skíða. Mjög vel hefur gengið að stýra langflestum ferðamönnum sem lagt hafa leið sína á gosstöðvarnar á Reykjanesskaga frá því gos hófst. Svokallaðir eldfjalladólgar hafa þó gert björgunarsveitarmönnum og lögreglu lífið leitt. Formaður VR segir stjórnvöld eiga að setja reglur um að leiguverð taki mið af ráðstöfunartekjum. Ekki hafi verið staðið við mikilvæg atriði í lífskjarasamningnum. Búist er við mikilli úrkomu á Austurlandi í byrjun næstu viku. Uppsöfnuð úrkoma gæti orðið allt að 120 millimetrar og að mati Almannavarna gæti þurft að rýma hús nærri stóra skriðusárinu ofan byggðarinnar á Seyðisfirði. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, vill að Norðurlöndin hraði og einfaldi málsmeðferð í málum afganskra flóttamanna sem þegar hafa fengið vernd og vilja fá fjölskyldumeðlimi til sín. Nýjasti landneminn í lífríki Íslands er hnífskel sem nefnist sindraskel. Skelin er flugbeitt og ílöng og talið er að hún hafi borist hingað til lands með kjölvatni skipa. Lengri umfjöllun: Hryðjuverk eða óstjórnlegt æði? Skipulagði Espen Andersen Braaten hryðjuverk í nafni islam eða rann á hann morðæði á miðvikudagskvöldið. Fimm létu þá lífið á Kóngsbergi í Noregi? Af hverju missti lögregan hann úr höndum sér áður en morðin voru framin. Gísli Kristjánsson í Ósló hefur fylgst með framvindunni. Stýring ferðamanna að eldgosinu á Reykjanesskaga hefur gengið vel segir Jónas Guðmundsson verkefnastjóri í slysavörnum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hann ræddi í dag árangurinn af stýringunni á ráðstefu Landsbjargar - Slysavarnir 2021 - sem nú stendur yfir í Reykjavík. Talið er að á milli 350 til 400 þúsund manns hafi gengið að gosinu frá því að það hófst þann 19. mars - fyrir tæpum sjö mánuðum. Kristján Sigurjónsson talar við Jónas. Jöfnun aðstöðumunar milli og innan landshluta er stóra loforð Borisar Johnsons forsætisráðherra Breta. Vandinn er bæði að aðstöðumunurinn er mikill og verður ekki jafnaður á einu kjörtímabili. En líka að það er mjö
10/15/20219 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Lögreglan þekkti til morðingjans

Norska öryggislögreglan segist hafa þekkt til mannsins sem varð fimm að bana í bænum Kóngsbergi í gær. Hann hafði áður komist í kast við lögin. Forsætisráðherra lagði áherslu á mikilvægi alþjóðasamvinnu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og neikvæð áhrif þeirra á norðurslóðir í ávarpi við opnun þings Hringborðs norðurslóða. Aspir sem gróðursettar voru á framræstu landi reyndust binda svo mikið af gróðurhúsalofttegundum að þær bundu meira en skurðir í landinu losuðu. Strandabyggð hefur hækkað álagningarprósentur og undirbýr nú frekari aðgerðir til að rétta bága fjárhagsstöðu sína. Sveitarfélagið fékk þrjátíu milljónir aukalega úr jöfnunarsjóði í ár og býst oddviti við að þörf verði á öðru eins á því næsta. Norðmenn eru hrami slegnir eftir morðin í Kongsberg í gær. Fjórar konur og einn karlmaður voru myrt. Þau voru á aldrinum 50 til 70 ára. Tveir eru særðir. Skotið var að þeim með bogapílum. Þetta gerist á sam tíma og ríkistsjórnarskipti fara fram. Arnar Páll Hauksson talar við Gísla Kristjánsson í Noregi. Jólavertíðin gæti orðið lin hjá mörgum verslunarmönnum segir Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og stjórnarmaður í Viðskiptaráði. Vöruverð hjá erlendum birgjum hækkar, kostaður við fraktflutninga rýkur upp og hjá mörgum bætist við aukinn birgðakostnaður. Því mega neytendur búast við hækkandi vöruverði. Ragnhildur Thorlacius sagði frá og talaði við Margréti. Brexit er aftur á dagskrá í Bretlandi. Ófrágengni Brexit kaflinn er sérstök bókun um Norður-Írland í útgöngusamningi Breta við Evrópusambandið. Nauðsynlegur liður til að útganga Breta úr ESB yrði að veruleika í fyrra. Málalyktir, sem Boris Johnson forsætisráðherra þakkaði sér, því hann hefði afrekað, það sem forvera hans Theresu May misheppnaðist. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
10/14/202130 minutes
Episode Artwork

Býst við skæðum inflúensum

Yfirlæknir Barnaspítala Hringsins býst við skæðum inflúensum og RS veiru veikindum í vetur. Hann er ánægður með að ekki hafi fleiri börn en raun ber vitni lagst inn á spítala af völdum covid. Bensínverð hefur hækkað um 40 krónur frá áramótum. Formaður FÍB hvetur stjórnvöld til að bregðast við með tímabundinni lækkun olíuverðs. Íslenskum skipum verður heimilt að veiða rúmlega 660 þúsund tonn af loðnu. Áætlað aflaverð er um fimmtíu milljarðar króna. Sameinuðu þjóðirnar segja hættu á að viðkvæm börn og eldri borgarar svelti til bana vegna matarskorts í Norður-Kóreu. Hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands sjást ekki greinileg merki um að áhætta af veðurfarstengdum atburðum hafi aukist. En aurskriður vekja upp spurningar um veðurfarsbreytingar sem þarf að taka mjög alvarlega, segir sviðsstjóri vátryggingasviðs. Ragnhildur Thorlacius talar við Jón Örvar Bjarnason. Í viðræðum ríkisstjórnarflokkanna þriggja gæti reynst erfitt að komast að sameiginlegri niðurstöðu um stofnun hálendisþjóðgarðs. Málið strandaði í þinginu og var sent aftur í umhverfisráðuneytið. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um Miðhálendisþjóðgarð. Þar segir: Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila. Skoðaðir verða möguleikar á þjóðgörðum á öðrum svæðum. Arnar Páll Segir frá. Heyrist í Guðna A. Jóhannessyni, Herði Arnarsyni, Hildigunni Thorteinsson og Páli Erland. Það virðist ekki vera neitt lát á bókaútgáfu þrátt fyrir öfluga samkeppni frá öðrum miðlum, streymisveitum og samfélagsmiðlum. Bókaútgefendur þurftu að skila inn skráningu í Bókatíðindi í þessari viku og jólabókaflóðið verður á sínum stað þrátt fyrir að bókaútgáfan hafi dreifst meira yfir árið á síðustu árum. Kristján Sigurjónsson ræddi við Pétur Má Ólafsson útgefanda og stjórnarmann í Félagi íslenskra bókaútgefenda og spurði fyrst hvers kyns bækur væru gefnar út á þessu ári. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon
10/13/20219 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 12. október 2021

Spegillinn 12. október 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Horfur eru á að halli af rekstri Landspítala um áramót verði um milljarður króna. Stjórnendur spítalans segjast leita allra leiða til að leysa bráðavandann en fjármagn og mannafla þurfi einnig til að dæmið gangi upp. Hættustig almannavarna hefur verið fært niður á óvissustig á Seyðisfirði. Ákveðið hefur verið að aflétta allri rýmingu í húsum í bænum. Gömul kirkja hrundi að hluta til og skriður féllu á vegi þegar jarðskjálfti af stærðinni 6,3 reið yfir á grísku eyjunni Krít í dag. Birgir Þórarinsson segist hafa fengið góðar móttökur á fyrsta þingflokksfundi Sjálfstæðismanna í dag. Heimamenn í Árneshreppi á Ströndum hafa í allan dag aðstoðað áhöfnina á varðskipinu Þór við að fjarlægja yfir fimmtíu grindhvalahræ úr fjöru í hreppnum. Bóluefni Moderna við COVID-19 verður áfram notað í örvunarbólusetningu fólks sem er 60 ára og eldra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti þetta síðdegis. Íbúar á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri lentu í 2. sæti í alþjóðlegri hjólreiðakeppni sem haldin var í september. Vistmenn voru mjög metnaðarfullir og sumir hjóluðu oft á dag. Lengri umfjöllun: Áhugavert verður að fylgjast með því í vetur hvernig áherslur þingmannsins Birgis Þórarinssonar sem er nýgenginn í Sjálfstæðisflokkinn úr Miðflokknum ríma við stefnu Sjálfstæðisflokksins, segir Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur. Hann telur að brotthvarf Birgis mögulegan fyrirboða upplausnar Miðflokksins. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Birgi. 175 manns hafa lokið eða ljúka brátt endurhæfingu vegna langvarandi einkenna COVID 19. 50 manns bíða endurhæfingar. 12.287 manns hafa smitast af COVID-19 á Íslandi, svo að staðfest sé, samkvæmt tölfræði á covid.is Það hefur tekið marga langan tíma að ná sér að fullu, fá aftur lyktar- og bragðskyn hafi það horfið, eða fullt þrek svo að dæmi séu tekin. Blessunarlega hefur þó aðeins lítið brot þurft á endurhæfingu að halda. Endurhæfing við langvarandi einkennum COVID 19 hefur farið fram á þremur stöðum, á Kristnesspítala í Eyjafirði, Heilsustofnun í Hveragerði og á Reykjalundi. Ragnhildur Thorlacius ræðir við Stefán Yngvason framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi
10/12/202110 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 11. október 2021

Spegillinn 11.október 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Rýmingu hefur verið aflétt að hluta vegna skriðuhættu á Seyðisfirði. Hættustig er þó enn í gildi og íbúar fimm húsa mega ekki snúa aftur heim. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir hafa komið sér á óvart að Birgir Þórarinsson sem kosinn var á þing fyrir Miðflokkinn hafi boðið þingflokki sjálfstæðismanna krafta sína. Skipt verður um forystusveit Kristilegra demókrata í Þýskalandi á næstu vikum. Flaggað er í hálfa stöng í Borgartúni í Reykjavík í dag til að vekja athygli á að miklu fleiri karlar en konur stýra fyrirtækjum. Um 320 þúsund manns hafa nú gengið að gosstöðvunum frá því að gos hófst 19. mars. Kvikmyndin Dýrið er orðin tekjuhæsta íslenska myndin sem sýnd hefur verið í bandarískum kvikmyndahúsum. Tekjur af miðasölu í Bandaríkjunum um helgina námu yfir milljón Bandaríkjadala. Ekki er lengur talin þörf á að takmarka æskulýðs-, íþrótta- og félagsstarf barna og unglinga á grunnskólaaldri á Akureyri. Erfitt hefur reynst undanfarið að halda hita á sundlaug, heitum pottum, gufubaði og sturtum í sundlaug Hvergerðinga í Laugaskarði. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins Lengri umfjöllun: Um 320 þúsund manns hafa nú gengið að gosstöðvunum á Reykjanesskaga frá því að teljarar voru settir upp við gönguleiðir skömmu eftir að gos hófst 19. mars. Heimamenn settu sig þá strax í stellingar. Þuríði Aradóttur forstöðukona Markaðsskrifstofu Reykjaness var í viðtali í Speglinum á fjórða degi í gosi og lýsti sinni sýn á hvernig bregðast skyldi við væntanlegum áhuga íslendinga og erlendra ferðamanna á gosinu. Nú eru tæpir sjö mánuðir frá því gosið hófst. Hvernig hefur til tekist? Kristján Sigurjónsson ræðir við Þuríði. Þegar Bretar gengu úr Evrópusambandinu í ársbyrjun í fyrra var gerð sérstök bókun um Norður-Írland til að tryggja opin landamæri milli Írlands og Norður-Írlands í anda friðarsamningsins frá 1998. En blekið var varla þornað á gjörningnum þegar breska stjórnin fór að kvarta yfir að það væri ekki hægt að framfylgja bókuninni. Brexit er því ekki búið og nú er að hefjast ein atrennan til að leysa Norður-Írlandsvandann. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Gríðarlegt úrhelli sem veldur flóðum, hækkandi sjávarmál og hverskyns veðuröfgar. Þessara afleiðinga loftslagsbreytinga er þegar farið að gæta víða um heim. Í Svíþjóð ber sveitarfélögum skylda til að undirbúa varnir gagnvart komandi hamförum. En það er afar misjafnt hve vel það gengur. Kári Gy
10/11/202110 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

8. október 2021 Enn mælist hreyfing ofan Seyðisfjarðar

Íbúar á Seyðisfirði sem þurftu að rýma hús sín í vikunni fá ekki að fara heim til sín um helgina. Hreyfing í hrygg við Búðará nemur 7 sentimetrum. Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að stöðva notkun á bóluefni Moderna hér á landi vegna aukinnar tíðni hjartabólgu og gollurshússbólgu eftir bólusetningu. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Stéttarfélög skora á Icelandair að draga uppsögn trúnaðarmanns á Reykjavíkurflugvelli til baka. Hildur Margrét Jóhannsdótitr tók saman. Á sjöunda hundrað hælisleitendur voru handteknir í Mexíkó í gærkvöld þegar þeir hugðust komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. Fjöldi barna var í hópnum, mörg ein síns liðs. Ásgeir Tómasson sagði frá. Innan skamms verður í fyrsta skipti hægt að nálgast á einum stað upplýsingar um hversu mikið af íbúðarhúsnæði er í byggingu hverju sinni. Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir þetta byltingu sem koma muni jafnvægi á markaðinn. Magnús Geir Eyjólfsson ræddi við hann. Pepp Ísland, grasrót fólks í fátækt, missir húsnæði sitt í Mjódd í Reykjavík í nóvember segir Ásta Þórdís Skjalddal, samhæfingarstjóri Pepps. Hlátrasköllin ómuðu um alla ganga hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri í gærkvöld þegar fyrsta kráarkvöldið var haldið eftir faraldurinn. Eðalveigar flæddu á meðan heimilisfólkið söng og dansaði. Óðinn Svan Óðinsson talaði við Ástu Júlíu Aðalsteinsdóttur viðburðastjóra í Hlíð. ------------------------------------------------ Húsnæðismál eiga að snúast um að fólk komist í öruggt skjól en ekki þjóna fjármálaöflunum að mati Drífu Snædal forseta Alþýðusambands Íslands. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Drífu. Við gerð hættumats á ofanflóðasvæðum í þéttbýli var að mestu litið til snjóflóða, og ástæða er til að endurskoða matið á ýmsum stöðum þar sem er skriðuhætta, að mati Magna Hreins Jónssonar, hópstjóra ofanflóðahættumats á Veðurstofu Íslands. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hann. Fjölmiðlafólk frá Rússlandi og Filippseyjum fékk friðarverðlaun Nóbels í dag. Gísli Kristjánsson sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred
10/8/202110 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Enn hættustig í Kinninni

Enn er hættustig á Seyðisfirði og í Kaldakinn í Þingeyjarsveit og búist við aukinni úrkomu á þessum svæðum í kvöld. Ekki voru allir íbúar skráðir í þeim húsum sem þurfti að rýma á Seyðisfirði. Kvensjúkdómalæknir sem stóð að rannsókn um tilkynntar aukaverkanir í tengslum við bólusetningu gegn Covid-19 óttast mest að umræðan um tengsl við bólusetningar komi í veg fyrir að konur fari til læknis. Erlendum ferðamönnum verður heimilt að koma til Indlands að nýju frá miðjum október. Landamærin hafa að mestu verið lokuð í hálft annað ár. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur kallað eftir kröfum um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á opinberum stofnunum fyrir fötluð börn. ---- Samkvæmt nýrri eldsneytisspá er ljóst að stjórnvöld þurfa að bretta upp ermar til að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Í viðræðum stjórnarflokkanna, sem nú standa yfir, er ljóst að tekist er á um hvað leiðir á að fara á næstu árum. Kjörtímabili næstu ríkisstjórnar lýkur 2025 þegar langt verður liðið á tímabilið sem Parísarsamningurinn kveður á um. Landvernd, Náttúrverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar segja í yfirlýsingu að ekkert bendi til þess að Ísland muni standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Samtökin krefjast þess að ný ríkisstjórn girði sig í brók og leggi fram skýr tímasett og mælanleg markmið. Arnar Páll Haukson talar við Auði Önnu Magnúsardóttur og Árna Finnsson. Flokksþingi Íhaldsflokksins lauk í gær með hlátrasköllum undir hressilegri ræðu Borisar Johnsons forsætisráðherra og flokksleiðtoga. En forsætisráðherra nefndi hvorki vanda eins og vöru- og eldsneytisskort, né að einmitt í gær voru félagslegarbætur skertar. Bæði innan flokksins og utan velta menn fyrir sér hvort kjósendur meðtaki bjartsýnistal forsætisráðherra. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
10/7/202130 minutes
Episode Artwork

Fjórir hafa skilað kæru til kjörnefndar

Fjórir af þeim fimm frambjóðendum sem leit út fyrir að kæmust á þing, áður en atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin aftur, hafa kært kosninguna. Frambjóðandi Pírata skilaði inn kæru síðdegis í dag. Mikil uppgræðsla bíður ábúenda á bænum Björgum í Köldukinn eftir skriðuföllin þar fyrr í vikunni. Þar hefur mestöll hlíðin ofan við bæinn hlaupið fram. Rafskútuakstur og áfengis- og vímuefnaneysla fara ekki saman. Þetta segir yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Fjöldi rafskútuslysa hefur hátt í tvöfaldast á milli sumra. Flestir hinna slösuðu eru fullorðnir. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að gervihnattamyndir sem bárust í dag sýni enga aflögun á Keilissvæðinu. Leiðtogar Evrópusambandsríkja höfnuðu í dag að ákveða hvenær löndin á vestanverðum Balkanskaga fá aðild að sambandinu. ------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna sitja nú á rökstólum og freista þess að koma saman nýjum stjórnarsáttmála. Ljóst er að loftlagsmálin eru eitt af því sem rætt er við stjórnarmyndunarborðið. Ef Ísland ætlar að standa við skuldbindingar sínar í Parísarsamningnum verður að bretta hressilega upp ermar. Arnar Páll segir frá og það heyist í oddvitum flokkanna sem buðu fram í Suðvesturkjördæmi. Óvissan um afdrif kínverska fasteignafélagsins Evergrande undanfarnar tvær vikur hefur valdið talsverðum titringi í efnahagskerfi Kína, sem er það næst stærsta í heiminum. Og ekki aðeins sjást áhrifin á efnahag Kínverja, heldur allrar heimsbyggðarinnar. Kristján Sigurjónsson talar við Snæfríði Grímsdóttur. Í könnun sem gerð var meðal félagsmanna í Sameyki kom í ljós að innan við helmingur svarenda eða um 40% vann heima í faraldrinum og af þeim sem það gerðu hafði meirihlutinn eða rúm 60% ekkert val. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Þórarinn Eyfjörð.
10/6/202110 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 5. október 2021

Rýmingu vegna skriðuhættu hefur verið aflétt í Kinn í Suður-ÞIngeyjarsýslu utan tveggja bæja í Útkinn. Íbúar í 9 húsum sem voru rýmd á Seyðisfirði fá ekki að fara heim fyrr en eftir helgi. Bændur eru ósammála þeirri skoðun fyrrverandi yfirdýralæknis að skera þurfi allt fé í Húna- og Skagahólfi til að uppræta riðu á svæðinu. Unnsteinn Snorri Unnsteinsson verkefnastjóri hjá Bændasamtökunum segir að menn þurfi að meta umfang smitsins áður en gripið sé til aðgerða. Bjarni Rúnarsson ræddi við hann. Offita barna er samfélagsleg áskorun og krefst markvissra aðgerða segir Ása Sjöfn Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarna. BRynja Þorgeirsdóttir ræddi við hana og fjallað er um málið í fréttaþættinum Kveik. ARnar Framkvæmdastjóri nokkurra skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur skilur ekki hvers vegna opnunartími veitinga- og skemmtistaða var ekki lengdur í nýjum sóttvarnareglum. Margar krár stefni í þrot. Karl Frímannsson, fræðslustjóri Akureyrarbæjar segir rakningarteymið ganga lengra á Akureyri en reglur um sóttkví segja til um. 80 eru í einangrun og nærri þúsund í sóttkví í bænum. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við Karl. Yfirvöld í Danmörku hafa gert yfir fimm hundruð bíla upptæka síðastliðna sex mánuði, þar sem ökumenn þeirra gerðust sekir um háskalegan akstur. Ásgeir Tómasson sagði frá. -------- Það er Alþingis að kveða uppúr um niðurstöður kosninga og gildi kjörbréfa en það hefur ýmsa kosti, segir Hafsteinn Þór Hauksson dósent í lögum og stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Ákvörðun um kjörbréf í Norðvesturkjördæmi er ekki endilega eins augljós og margir vilja vera láta. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Margar viðvörunarbjöllur klingja vegna aukinnar hættu á skriðuföllum að mati Þorsteins Sæmundssonar jarðfræðings. Hann segir að það þurfi sárlega að mennta fleira fólk til að til að meta hættuna og auka rannsóknir og vöktun á fjallshlíðum. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hann. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
10/5/202110 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 4. október 2021

Spegillinn 4. október 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Ríkislögreglustóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Níu hús verða rýmd á Seyðisfirði að minnsta kosti fram yfir helgi og fjöldahjálparmiðstöð opnuð. Nú stendur yfir fundur Almannavarna um stöðu mála í Suður-Þingeyjarsýslu eftir aurskriðurnar þar. Þar er rætt um hvenær hægt verði að hleypa íbúum inn á svæðið Ástæða er til þess að óttast að öfgar í veðri, líkt og rigningarnar fyrir norðan um helgina, verði algengari í framtíðinni vegna loftslagsbreytinga og hlýrra veðurfars á jörðinni. Þetta segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur, Stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni hafa verið framdir í Líbíu árið frá árinu 2016 að sögn rannsóknarnefndar á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Fjórir af þeim fimm jöfnunarþingmönnum sem duttu út af þingi eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi hafa kært niðurstöðuna; Leiðsögumenn með hreindýraveiðum gagnrýna það sem þeir kalla misskilda manngæsku sem felist í veiðibanni í griðlandi sunnan Snæfells. Í sumar hafi mörg dýr haldið sig þar og það hafi aukið mjög veiðiálag á aðrar hjarðir. Lengri umfjöllun: Vísindamenn sem rannsaka áhrif hlýnunar á loftslag eru varkárir í svörum þegar spurt er hvort einstaka hamfaraatburðir séu afleiðing loftslagsbreytinga. Óvenjulegt veðurfar hefur hins vegar orðið tíðara síðastliðin 10 til 20 ár og hamafarir því samhliða. Þurrkarnir og hlýindin á Norðaustur- og austurlandi í sumar, úrkoman og skriðuföllin í Seyðisfirði í desember og svo núna úrhellið á Tröllaskaga og Kinnarfjöllum fyrir norðan - er þetta afleiðing loftslagsbreytinga á jörðinni? Kristján Sigurjónsson ræðir við Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing um þetta efni, en einning eru rifjuð upp orð Halldórs Björnssonar loftslagsfræðings í samtali við Ragnhildi Thorlacius í Speglinum í síðustu viku. Pandóruskjölin eru stærsti gagnaleki úr fjármálaheiminum hingað til, koma frá fjórtán aflandsþjónustufyrirtækjum. Alþjóðleg samtök rannsóknarblaðamanna, International Consortium of Investigative Journalists, stýra og skipuleggja úrvinnsluna, líkt og áður með Panamaskjölin. Í fyrstu fréttahrinunni virðist ekkert tengjast Íslandi, annað með Bretland. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Seðlabanki Íslands setti nýlega reglur um hámark greiðslubyrðar af fasteignalánum miðað við tekjur lántaka. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur sagt það gert til að tryggja jarðsamband fasteignamarkaða
10/4/202110 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 1. október 2021

Landskjörstjórn hefur úthlutað þingsætum og gefið út kjörbréf 63 þingmanna miðað við niðurstöðu endurtalningar í Norðvesturkjördæmi á sunnudag. Hún segir utan valdsviðs síns að taka afstöðu til hugsanlegra ágalla á framkvæmd kosninga. Það sé hlutverk Alþingis. Bjarni Rúnarsson sagði frá. Willum Þór Þórsson, forseti Alþingis segir að nú taki við skipan undirbúningskjörbréfanefndar og að bera kjörbréfin undir það. Hann býst við að nýtt þing komi saman á mánudag. Kristín Sigurðardóttir ræddi við hann. Fólki er ráðlagt að vera ekki á ferðinni í nágrenni við Keili og eins er mælst til að fólk hugi að forvörnum gegn jarðskjálftum á heimilum sínum. Enn sjást engin merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið við Keili. Magnús Geir Eyjólfsson rædd við Björn Oddsson jarðeðlisfræðing hjá Almannavörnum. Það mjakast í áttina hjá formönnum ríkisstjórnarflokkanna sem hittust í dag. Þeir ætla að halda áfram að ræða um stjórnarsamstarf á mánudaginn. María Sigrún Hilmarsdóttir ræddi við formennina Bjarna Benediktsson, (D), Katrínu Jakobsdóttur (V) og SIgurð Inga Jóhannsson (B). Drífa Snædal, forseti ASÍ segir starfsfólk flugfélagsins Play leita til sambandsins vegna kjara og aðbúnaðar. Birgir Jónsson, forstjóri Play segir ASÍ fara með órökstuddar dylgjur. Hildur Margrét Jóhannsdóttir ræddi við þau. Fyrsta konunglega brúðkaupið í Rússlandi í 127 ár var haldið í dag. Ásgeir Tómasson sagði frá. ---------- Skjálftahrinan við Keili heldur áfram og svipar til þeirra sem var áður en tók að gjósa í Fagradalsfjalli. Skjáfltarnir eru á töluverðu dýpi en tengjast líklega kvikuhreyfingum þó að hún sé ekki farin að brjótast upp. Ragnhildur Thorlacius talaði við Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing um hrinuna. Umræður um nýja ríkissstjórn mjakast áfram en flokkana greinir á í mörgu ekki síst um leiðir. Kristján Sigurjónsson rakti áherslur formannannna þriggja í heilbrigðismálum í umræðum fyrir kosningar. Brot úr forystusætum þar sem talað var við Bjarna Benediktsson, (D), Katrínu Jakobsdóttur (V) og SIgurð Inga Jóhannsson (B). AUKUS samstarfið er Bretum kærkomið en Frökkum líst ekki á blikuna. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir.
10/1/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 30. september 2021

Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Keili í dag. Gervihnattamyndir af svæðinu sýna ekkert ris, og því enn óvíst hvort jarðhræringar eru vegna kvikuhreyfinga. Viðræðum um ríkisstjórnarsamstarf miðar vel hjá formönnum stjórnarflokkanna þriggja en allt er þar á óformlegum nótum enn. Haukur Holm sagði frá. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir niðurstöðu Alþingiskosninganna vonbrigði. Þó sé hægt að ná miklum árangri með þriggja manna þingflokki. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur óskað eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna ásakana á samfélagsmiðlum um að hann tengist ofbelidsmáli í Kaupmannahöfn fyrir ellefu árum. Fjórtán ný covid smit voru staðfest á Akureyri í dag flest hjá grunnskólabörnum. Fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur óskað eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna ásakana á samfélagsmiðlum um að hann tengist ofbelidsmáli í Kaupmannahöfn fyrir ellefu árum Covid-19 smit greindust bæði á kosningavöku Pírata og Framsóknarmanna um helgina en ekki er enn ljóst hvort útbreiðsla hafi verið mikil. Yfir fimm þúsund hafa greinst með sjúkdóminn frá fyrsta júlí, en af þeim hafa 110 þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Þórólfur Guðnason segir að þetta sýni mikilvægi þess að halda í sóttvarnaaðgerðir, þó önnur lönd séu farin að aflétta. Hjördís Rut Sigurjónsdóttir ræddi við Þórólf. Ítalir eru furðu lostnir yfir þungum dómi yfir bæjarstjóra í smábæ sem skaut skjólshúsi yfir ólöglega innflytjendur til að efla atvinnulífið heima fyrir. Ásgeir Tómasson sagði frá. Brim áformar að byggja nýja stóra uppsjávarverksmiðju á Vopnafirði. Sú gamla er orðin of lítil og skipin svo lengi að landa að það tefur fyrir veiðum. Rúnar Snær Reynisson sagði frá. --- Á meðan skjálftahrina á borð við þá sem nú er við Keili er í gangi getur alltaf dregið til tíðinda segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri Náttúruvár á Veðurstofu Íslands. Búast má við skjálftum sem fólk finnur fyrir í kvöld og nótt. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Kristínu Jónsdóttur. Aukin úrkomuákefð og þéttari byggð valda því að álagið á fráveitukerfi borga og bæja eykst. Nokkrir möguleikar eru í stöðunni til að bregðast við þessu, að fjölga grænum svæðum og blettum. Þetta kallast blágrænar ofanvatnslausnir, að uppfæra fráveitukerfi og beita stafrænni tækni. Fjóla Jóhannesdóttir er sérfræðingur í fráveitum hjá Veitum. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hana. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: I
9/30/202110 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 29.september 2021

Spegillinn 29.september 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Skjálftavirkni eykst við Keili. Frá miðnætti hafa mælst þrír skjálftar yfir þremur að stærð og um 400 skjálftar í heildina. Bráðamóttaka Landsspítalans Fossvogi er yfirfull dag eftir dag, af sjúklingum sem þarf að leggja inn á aðrar deildir, en það er ekkert pláss. Í gær var svo fullt að sjúklingar lágu inni á kaffistofu starfsfólks. Deildarstjórinn segir þetta gera starfsfólki erfitt með að sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum og efast um skilning stjórnvalda. Forsvarsmenn Tryggingafélagsins Sjóvár segir rangt að iðgjöld hafi verið oftekin eins og framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda heldur fram. Síðustu átján mánuði hefur Sjóvá greitt rúma tuttugu milljarða króna til viðskiptavina sinna. Keir Starmer leiðtogi breska Verkamannaflokksins sleit flokksþinginu í dag með stormandi ræðu en óvíst hvort hún styrkir hann í sessi. Sósíalíski vinstriflokkurinn í Noregi er hættur við að mynda vinstristjórn með Verkamannaflokknum og Miðflokknum. Stjórnendur þeirra halda áfram viðræðum um myndun minnihlutastjórnar. Bréf í útgerðarfélögunum Brim og Síldarvinnslunni hafa hækkað verulega í kjölfar kosninganna um helgina. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að markaðurinn telji mögulega líklegra að við taki stjórn sem geri ekki miklar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Lengri umfjöllun: Jörð skelfur að nýju við Keili. Kvika hefur ekki komið úr jörðu í tvær vikur á Reykjanesskaga, en jarðskjálftahrina hófst þar um helgina. Kristján Sigurjónsson ræðir við Freystein Sigmundsson jarðeðlisfræðing um atburðarásina þar og stöðuna í Öskju. Eftirmáli alþingiskosninganna. Krafa um stöðugleika og sömu ríkisstjórn áfram, togast í einhverju á við óánægju fylgismanna Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð í samtali ríkisstjórnarflokkanna nú segir Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Guðmundur ber saman kosningarnar á Íslandi og Þýskalandi og segir að flug popúliskra flokka hafi lækkað. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Guðmund. Sir Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins ávarpaði flokksþingið í dag. Honum þótti takast vel upp í að móta sannfærandi flokksstefnu. En ef ræðan og tíminn sætta ekki brátt stríðandi flokksfylkingar og virkja óánægjuna með stjórn Íhaldsflokksins er leiðtogatími Starmers brátt þrotinn. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
9/29/20219 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 28. september 2021

Mjög hvasst hefur verið á Vestfjörðum í dag og björgunarsveitir fengu um þrjátíu útkallsbeiðnir á rúmum klukkutíma síðdegis. Vindhraði hefur hefur víða verið 30 til 40 metrar á sekúndu og enn meiri í hviðum. Veðurfræðingur býst við því að það dragi úr vindi á næstu klukkutímum. Á níunda hundrað covid-sjúklinga létust í Rússlandi í gær. Dauðsföllin hafa ekki verið fleiri á einum sólarhring til þessa. Talning atkvæða i alþingiskosningum mun áfram taka langan tíma þó að ný kosningalög taki gidli á næsta ári. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Magnús Karel Hannesson. Verkfærakista Loftslagsvænni sveitarfélaga var opnuð á dögunum, - það er vefgátt með alls kyns tólum fyrir sveitarfélög til að útbúa loftslagsstefnu. Ekki seinna vænna því stefnt er að því að sveitarfélög verði búin að skila Umhverfisstofnun loftslagsstefnu fyrir árslok, eftir þrjá mánuði. Ragnhildur Thorlacius talaði við Eygerði Margrétardóttur. Myndir af biðröðum við bensínstöðvar í breskum fjölmiðlum síðustu daga ýta á ríkisstjórnina að leysa vandann. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
9/28/202110 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir óvissu í kringum niðurstöðu alþingiskosninga óviðunandi. Leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja gefa sér nokkra daga til að ræða grundvöll fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra telur þau taka sér vikuna til þess. Ólöf Rún Skúladóttir ræddi við þau. Atkvæði í Suðurkjördæmi verða talin aftur í kvöld og hægt að fylgjast með talningunni í beinni útssendingu á vefnum. Mjög mjótt var á munum milli Miðflokksmanns sem var kjördæmakjörinn og frambjóðenda VG. Þórdís Arnljótsdóttir fréttamaður er á Selfossi og ræddi við Valgeir Bjarnason, formann kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi. Óvissustigi almannavarna vegna vondra veðurhorfa hefur verið lýst yfir á morgun á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum. Jafnaðarmenn í Þýskalandi segjast hafa umboð til að mynda stjórn en Kristilegir demókratar segja að enginn hafi umboð til þess. Hallgrímur Indriðason fréttamaður segir frá frá Berlín. Skoðanakannanir fyrir kosningar sýndu að talsverð hreyfing var á fylgi flokkanna fram á síðustu stundu segir Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Erfitt sé að segja til um, út frá könnunum, hvaða þingmenn ná kjöri líkt og kom í ljós í gær, segir Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Maskínu. Arnar Björnsson tók saman. ----- Fyrrverandi þingmenn Jón Þór Ólafsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir segja bæði óþolandi að ekki sé full ljóst hver var niðurstaða kosninganna á laugardaginn og hverjir voru kosnir á þing. Rætt var við þau um endurtalningar, utankjörfundaratkvæði, kosingalög og horfur á að ríkisstjórnarsamstarf haldi. Umsjónarmenn: Anna Kristín Jónsdóttir og Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir
9/27/202112 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 24. september 2021

Ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt nýrri könnun Gallups og fengi samtals 35 þingmenn kjörna. Allir stjórnarflokkarnir bæta við sig fylgi frá síðustu könnun. Rúmlega 47 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar í Alþingiskosningunum . Þetta er met fjöldi. Mikil vitundarvakning hefur orðið í tölvuöryggismálum hér á landi og mörg fyrirtæki eru með eigin netöryggissérfræðinga. Þetta segir lögreglufulltrúi sem segir að efla þurfi netafbrotadeild lögreglunnar. Ótrygg raforka á Norðurlandi vestra stendur aukinni fjárfestingu og atvinnuþróun þar fyrir þrifum. Þetta segir framkvæmdastjóri sambands sveitarfélaga í landshlutanum. Í Speglumum verðir rætt við stjórnmálafræðingana Eirík Bergmann og Stefaníu Óskarsdóttur um meðal annars nýja könnun Gallups.
9/24/20219 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 23. september 2021

Klínísk starfsemi Landspítala verður frá næstu áramótum fjármögnuð í samræmi við umfang þjónustunnar. Önnur verkefni spítalans verða fjármögnuð með föstum fjárveitingum eins og áður. Páll Matthíasson, forstjóri spítalans segir framundan miklar breytingar á hluta af rekstri spítalands. Jón Agnar Ólason talaði við hann. Veldisvöxtur er í netárásum á fyrirtæki að sögn Antons Más Egilssonar aðstoðarforstjóra netöryggisfyrirtækisins Syndis, Haukur Holm ræddi við hann. Munnlegum málflutningi í Rauðagerðismálinu lauk síðdegis. Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi varið mestu í auglýsingar á samfélagsmiðlum fyrir alþingiskosningarnar á laugardag. Sigurður Svansson eigandi auglýsingastofunnar Sahara hefur tekið saman auglýsingar flokkana á samfélagsmiðlum. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við hann í Síðdegisútvarpinu á rás2. Ástand og lega Siglufjarðarvegar veldur vegfarendum kvíða og vegurinn er oft ófær á köflum. Elías Pétursson bæjarstjóri Fjallabyggðar segir að jarðgöng séu eina lausnin en þau séu þó ekki á dagskrá stjórnvalda. Anna Þorbjörg Jónasdóttir ræddi við hann. Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,9 prósent í ágúst frá fyrri mánuði og leiguvísitalan er hærri en nokkru sinni fyrr. Hildur Margrét Jóhannsdóttir sagði frá. ----------- Tugir þúsunda hafa þegar greitt atkvæði utan kjörfundar í alþingiskosningunum og stefnir í að fleiri en nokkru sinni kjósi með þeim hætti. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir að miðað við kosningar fyrir fjórum árum hafi fjöldinn nærri tvöfaldast. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Mikið hvílir á sveitarfélögum vegna loftslagsbreytinga og í nýrri stefnu ríkisins um aðlögun að breytingunum eru sveitarfélögin þungamiðjan. Þetta segir loftslagsfræðingur á Veðurstofu Íslands. Ragnhildur Thorlacius tók saman. Þrjátíu þúsund krónur á dag, hvern einasta dag, síðustu tíu árin. Svo mikið hafa íbúar í fínustu úthverfum Stokkhólm grætt á því einu að búa í einbýlishúsunum sínum. Gríðarlega hækkanir á húsnæðisverði í Svíþjóð undanfarinn áratug hafa skapað mikil auðæfi. En um leið ýtt undir misskiptingu og margskonar samfélagslegan vanda. Kári Gylfason í Svíþjóð segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir
9/23/20219 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 22. september 2021

Spegillinn 22. september 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Hátæknifyrirtæki í Garðabæ varð fyrir árás rússneskra tölvuþrjóta fyrir síðustu helgi. Þrjótarnir krefjast milljóna króna í lausnargjald fyrir gögn sem þeir lögðu hald á. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur skipað þriggja manna nefnd sem ætlað er að rannsaka atburðarásina í aðdraganda þess að formaður Knattspyrnusambands Íslands sagði af sér. Þjóðverjar eru andvígir því að talibönum verði leyft að ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, eins og þeir hafa farið fram á. Framsóknarflokkurinn er með rúmlega 14 prósenta fylgi í nýrri fylgiskönnun MMR og mælist næst stærstur. Sjálfstæðisflokkur er með tæp 22 prósent. Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson hefur sett allar eignir sínar sem tengjast ferðaþjónustu á Siglufirði á sölu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú andlát karlmanns á þrítugsaldri sem missti meðvitund í Sky Lagoon í Kópavogi. Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir að ekki þurfi að ráðast í miklar framkvæmdir í Siglufjarðarhöfn til að útbúa þar aðstöðu fyrir nýtt varðskip. Hann telur miklu máli skipta fyrir landsbyggðina að varðskip skuli nú í fyrsta sinn hafa eignast heimahöfn úti á landi. Lengri umfjöllun: Þrír dagar eru til alþingiskosninga. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Einar K Guðfinnsson fyrrverandi þingmenn og fyrrverandi forsetar Alþings ræða kosningabaráttuna, yfirbragð hennar, samanburð við fyrri kosningar í Speglinum. Kristján Sigurjónsson talar við þau. Art Basel eða listaverkamessan í Basel er mikilvægasti sölustaður nútímalistar og stendur nú yfir, var aflýst í fyrra. Covid hefur án efa áhrif á alþjóðlegan listamarkað eins og annað, sama með stafræna tækni og aukna umhverfisvitund, en nákvæmlega hver áhrifin verða er ekki ljóst eins og tíðindamaður Spegilsins heyrði í heimsókn á Art Basel. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
9/22/20219 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 20. september 2021

Spegillinn 20. september 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Flokkur fólksins og Framsókn bæta við sig fylgi í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur með rúmlega tuttugu og eins prósents fylgi. Ríkisstjórnin fellur samkvæmt könnuninni. Fullbólusettu erlendu ferðafólki verður leyft að koma til Bandaríkjanna frá nóvember. Ferðabann vegna COVID-19 faraldursins hefur verið í gildi frá því í mars í fyrra. Mannréttindi eru brotin á sjúklingum á bráðamóttöku Landspítala, að sögn bráðalæknis. Dæmi séu um að sjúklingar þurfi að bíða eftir plássi á legudeildum í allt að 70 klukkustundir í gluggalausu herbergi. Bændur á Héraði eru brenndir eftir þurrka sumarsins. Margir þeirra láta nú bora eftir vatni og er langur biðlisti eftir bornum. Hraunflæði úr eldgosinu við Fagradalsfjall mælist nú rúmlega 150 milljónir rúmmetra og flatarmálið orðið 4,8 ferkílómetrar, samkvæmt nýjustu mælingum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands segir að stjórnarmyndunarumboð forsetans, sem forystufólk flokkana fær venjubundið eftir kosningar, eigi sér enga festu í stjórnarskránni. Eina sem sé stjórnskipulega fastur punktur sé að forsetinn beri ábyrgð á að mynduð sé ríkisstjórn í landinu. Íra grunar að rostungurinn, sem hafði stutta viðdvöl á Höfn í Hornafirði um helgina, sé sá sami og hrellti Íra og fleiri evrópubúa í sumar. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið á morgun. Lengri umfjöllun: Ef frambjóðendur lofa útgjöldum þá þarf einnig finna út hvernig eigi að borga. Þá er um tvennt að velja; skattar eða meiri skuldsetning. Þetta segir Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur og dósent við Háskólann í Reykjavík. Kristján Sigurjónsson ræddi við Katrínu og spurði hvers vænta mætti í efnahagsmálum landsins á næstu misserum, Nýr hernaðarsamningur Ástrala, Breta og Bandaríkjamanna kann að marka meiri tímamót en margan myndi gruna. Vísað er til jarðhræringa í utanríkismálum, tilraunar til að skapa nýja heimsmynd. Ragnhildur Thorlacius segir frá. Bókin ,,The Key Man,? eða Lykilmaðurinn, fjallar um ris og fall pakistansks viðskiptajöfurs, Arif Naqvi. Tveir blaðamenn Wall Street Journal, Simon Clark og Will Louch rekja sögu Naqvi sem höfðaði til milljarðamæringa og stofnanafjárfesta með boðskap um að fjárfesta til að bæta heiminn. Fjárfestar eins og Bill Gates stofnandi Microsoft, þróunarstofnanir og lífeyrissjóðir lögðu alls þrjá milljarða Bandaríkjadala í sjóði Naqvis til að fjárfesta í góðum málefnum í Asíu og Af
9/20/202110 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Spegillinn 17. september 2021

Ofbeldismálum gagnvart fötluðum sem berast réttindagæslumönnum þeirra hefur fjölgað. Dæmi eru um umönnunarofbeldi ekki síður en kynferðis- og heimilisofbeldi. Ólöf Rún Skúladóttir ræddi við Jón Þorstein Sigurðsson yfirmann réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Hlutabréfaverð í íslensku kauphöllinni hefur hækkað um rúmlega 65 prósent síðustu 12 mánuði og hvergi meira. Gallar eru í hönnun nýs rannsóknarhúss Landspítalans að mati yfirlækna sem hafa ítrekað bent á þá en segja að skort hafi samráð. Ólöf Rún Erlendsdóttir sagði frá og ræddi við Jón Jóhannes Jónsson yfirlækni erfða- og sameindalíffræði á Landspítalanum. Forseti Brasilíu ætlar að hunsa kröfu um að allir sem taka þátt í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í næstu viku skuli vera bólusettir gegn kórónuveirunni. Hann segist ætla að verða síðasti Brasilíumaðurinn sem þiggur bólusetningu. Ásgeir Tómasson sagði frá. Akstur um Siglufjarðarveg er eins og að spila rússneska rúllettu, segir Stefanía Hjördís Leifsdóttir, sem ók þar fram á stærðarinnar grjóthnullunga í morgun. Anna Þorbjörg Jónasdóttir talaði við hana. Danir ætla að setja lög sem koma í veg fyrir lífstíðarfangar geti stofnað til rómantískra kynna við fólk utan múranna. Búist er við að lögin taki gildi í janúar næstkomandi. Jón Agnar Ólason sagði frá. ----------- Landris við Öskju telst til tíðinda og kvikuþróin undir henni virðist vera grunnstæð, segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni. Ragnhildur Thorlacius talaði við hana og rakti líka umfjöllun frá Öskjugosi 1961 þar sem Sigurður Þórarinsson náttúrufræðingur segir frá aðstæðum við gosstöðina. Emil Björnsson fréttamaður ræddi við hann á sínum tíma. Þrír flokkar til vinstri ætla að reyna stjórnarmyndun í Noregi eftir þingkosningarnar á mánudaginn var. Óvíst er þó um samstöðu. Deilumálin eru mörg kunnugleg fyrir Íslendinga, til dæmis utanríkismálin, en önnur eru framandi. Gísli Kristjánsson rekur stöðuna í viðræðunum. Uppstokkun í bresku stjórninni bendir til að Boris Johnson forsætisráðherra hugi á kosningar 2023, ekki þegar kosningatímabilinu lýkur 2024. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Útsendingu fréttahluta stjórnaði Björg Guðlaugsdóttir.
9/17/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 15. september 2021

Spegillinn 15. september 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Gríðarlegur hiti og mikil gasmengun fylgdi auknu hraunflæði á gosstöðvunum í dag. Vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum segir að margir átti sig ekki á hættunni. Þyrla landhelgisgæslunnar þurfti að sækja tvo út á hraunið í dag. Eldfjallafræðingur segir að hraunbelgir munu ítrekað verða til í hrauninu í Geldingadölum og springa með svipuðum afleiðingum og í dag þegar eldár tóku að renna ört úr gosinu. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að taka ákveðna áhættu með því að leyfa 1.500 manns að koma saman ef þeir hafa tekið kórónuveiruhraðpróf. Embætti landlæknis hefur fengið margar umsóknir um markaðsleyfi fyrir slík próf. Eitt ár gæti liðið þar til framleiðsla hæfist að nýju gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi. Mygla hefur fundist í húsnæðinu. Liz Truss, ráðherra utanríkisviðskiptamála, er nýr utanríkiráðherra Bretlands. Boris Johnson forsætisráðherra hóf í dag hrókeringar í ríkisstjórninni. Lengri umfjöllun: Nú eru tíu dagar til alþingiskosninga 25. september. Á mánudag voru málefni ungs fólks til umræðu í Speglinum, hvaða málaflokkar væru þeim hópi efst í huga. Í dag eru það málefni eldra borgara, roskinna, aldraðra, 60 plús eða hvað við viljum kalla þennan hóp. Og hann er býsna fjölmennur. Um 20 prósent landsmanna er 60 ára og eldri - hátt í 74 þúsund manns og nærri 12 prósent landsmanna er 67 ára eða eldri eða ríflega 45 þúsund manns. Helgi Pétursson formaður Landssambands eldri borgara og Ingibjörg H Sverrisdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ræða málin í spjalli við Kristján Sigurjónsson. Breskir fjölmiðlar þreytast ekki á að endurtaka að Emma Raducanu, sem sigraði á opna bandaríska tennismótinu nýlega, var fyrir nokkrum mánuðum venjuleg skólastúlka að taka stúdentspróf. Raducanu þykir sýna smitandi leikgleði, sem í viðbót við uppruna hennar og hæfileika fá breska fjölmiðla til að spá því að hún tekjumöguleikar hennar slái öll met. Allt þetta veitir innsýn í peningamaskínu íþróttanna. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
9/15/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 13. september 2021

Spegillinn 13. September Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Allir sakborningarnir fjórir í Rauðagerðismálinu báru vitni með aðstoð túlks í Héraðsdómi í dag. Einn játar sök, en þrír neita. Fjögurra daga réttarhöld í málinu hófust í morgun. Bóluefni sem í boði eru gegn kórónuveirunni duga gegn alvarlegum veikindum af völdum hennar. Því er ekki þörf á viðbótarskammti, segir í grein sem birt er í læknatímaritinu Lancet. Framsóknarflokkurinn hefur ekki mælst með meira fylgi síðan í janúar árið 2015 samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Ríkisstjórnin heldur velli með naumindum. Ný rannsókn sýnir að 80% fatlaðs fólks eiga erfitt með að ná endum saman og jafnhátt hlutfall þeirra þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Staða einstæðra fatlaðra foreldra er enn verri. Starfsmaður forsetaembættisins sem gerðist sekur um kynferðislega áreitni í starfsmannaferð í París fyrir tveimur árum hefur látið af störfum. Kvika hefur verið áberandi bæði í hrauninu við Fagradalsfjall í dag og i stóra gígnum. Sérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að um klukkan 15:45 hafi aftur byrjað púlsavirkni eins og sást í apríl og maí. Þetta hafi ekki sést í nokkra mánuði. Hundruðum flugferða hefur verið aflýst í Kína og tugþúsundum íbúa stórborgarinnar Shanghai hefur verið komið í öruggt skjól vegna fellibylsins Chanthu sem nálgast hana. Sauðfjárbóndi segir það skjóta skökku við að fárast yfir að sauðfé fari milli Almenninga og Þórsmerkur, þar sem það var Skógræktin sem fjarlægði girðinguna sem afmarkaði Þórsmörk. Bændum sé heimilt að beita á Almenningum samkvæmt úrskurði yfirítölunefndar. Heimsmarkaðsverð á tonni af áli fór í dag í þrjú þúsund dollara. Það hefur ekki verið hærra síðastliðin þrettán ár. Lengri umfjöllun: Er einhver eiginlegur kjördagur eftir? Þannig spyrja frændur okkar Norðmenn sig. Hefðbundinn kjördagur er í dag en í raun voru kjörstaðir opnaðir 10. ágúst og fólk hefur keppst við að kjósa allan kjörmánuðinn. Áhuginn er meiri en áður og Norðmenn takast á um umhverfi og olíu, byggðastefnu eða bíllausar borgir, og um hvort hlé verði nú á valdatíð Ernu Solberg forsætisráðherra eftir átta ára setu. Gísli Kristjánsson segir frá andrúmsloftinu í Noregi á kjördegi og veltir fyrir sér hvers vegna yfir 40% Norðmanna kjósa að kjósa utan kjörfundar. Þingkosningar hér á landi eru eftir tólf daga, laugardaginn 25. september. Kosningabaráttan er komin vel í gang, umræðuþættir í útvarpi og sjónvarpi, greinaskrif í blöð og flokkarnir láta vel til sín taka á samfélagsmiðlum. Í spegilinum í dag
9/13/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 10. september 2021

Það eru eðlileg mannréttindi að geta farið út undir bert loft, segir Maríanna Bernharðsdóttir, deildarstjóri fíknigeðdeildar Landspítalans, en það er ekki hægt á lokuðum geðdeildum við Hringbraut. Sunna Valgerðardóttir ræddi við hann. Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði Sex hundruð manns eru á biðlista eftir húsnæði hjá Öryrkjabandalaginu og á annað hundrað bíða árum saman hjá borginni. Það blasir við hverjum manni að svona gengur þetta ekki lengur með húsnæðismál fatlaðra, segir Grétar P. Geirsson, formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Þýska lyfjaþróunarfyrirtækið BioNTech, sem þróaði Pfizer-bóluefnið gegn COVID-19, hyggst sækja um markaðsleyfi fyrir covid-bóluefni fyrir börn á aldrinum 5-11 ára fyrir miðjan október, meðal annars í Evrópu. Hildur Margrét Jóhannsdóttir sagði frá. Framkvæmdastjóri bresku öryggisþjónustunnar óttast að valdataka Talibana í Afganistan auki á hryðjuverkaógn í Bretlandi. Undanfarin fjögur ár hafi rúmlega þrjátíu hryðjuverkaárásum verið afstýrt þar. Ný skýrsla sýnir að hver íbúi Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps hefur greitt sem svarar um 50 þúsund krónum á ári með rekstri hjúkrunar- og dvalarheimilisins Nausts á Þórshöfn. Heimilið er í eigu sveitarfélagsins og hefur rekstrarsamning við Sjúkratryggingar Íslands. Jónas Egilsson, sveitarstjóri segir það neyðarbrauð að skila rekstrinum til ríkisins. Óðinn Svan Óðinsson talaði við hann. Íbúi bjargaði nágranna sínum þegar eldur kviknaði í kjallaraíbúð við Týsgötu í Reykjavík í dag. Töluverður reykur var í íbúðinni þegar slökkvilið kom á vettvang. Kristín Sigurðardóttir talaði við Hjálmar Hallgrímsson, varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í fótbolta, fyrst íslenskra liða. Það ætti að hvetja önnur félög til að leggja enn meiri áherslu á kvennaboltann segir Helena Ólafsdóttir sparkspekingur við Einar Örn Jónsson fréttamann. --------- Á geðdeild í Bretlandi, sem færð var úr aldargömlu húsnæði yfir í nýtt, fækkaði legudögum og dró úr árásargirni sjúklinga. Rannsóknir á arkitektúr sýna að náttúruleg birta og gott aðgengi að gróðri hefur áhrif á líðan sjúklinga segir Hildigunnur Sverrisdóttir, deildarforseti arkitektadeildar Listaháskólans. Áratugum saman hefur kosninga- og stjórnmálahegðun íslenskra kjósenda verið könnuð í Íslensku kosningarannsókninni. Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, heldur utan um fjölmiðahluta þessarar stóru rannsóknar og þar er verið að bæta í, skoða miðlun pólitískra upplýsinga í ko
9/10/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 8. september 2021

Spegillinn 8. Sept. 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður mark Eldred Hættustigi vegna Covid-19 á Landspítala var aflétt í dag. Forstjóri spítalans segir að spítalinn geti vel brugðist við þó eitthvað verði um sýkingar í samfélaginu áfram. Skaftárhlaup er í rénun og virðist hafa náð hámarki. Þó gæti enn flætt yfir þjóðveginn í Eldhrauni. Sæðisfrumur hjá karlmönnum verða nær alveg horfnar eftir rúm tuttugu ár ef fram heldur sem horfir. Þetta er vegna skaðlegra efna sem leynast víða í neysluvörum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að hægt sé að snúa þróuninni við með því að velja umhverfisvottaðar vörur. Fjórar sýrlenskar fjölskyldur komu til landsins síðdegis í dag, fólkið er hluti af stærri hóp sýrlenskra kvótaflóttamanna sem áttu að koma til landsins í fyrra. Fólkið kom í gegnum Amsterdam frá Líbanon og lenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis. Tveir nefndarmenn peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, Gunnar Jakobsson og Gylfi Zoëga, vildu hækka stýrivexti um 0,5 prósent í stað 0,25 eins og gert var á síðasta fundi nefndarinnar. 15 félagasamtök, þar á meðal Amnesty International og Reporters Without Borders, lýsa vanþóknun sinni á réttarhöldum yfir Julian Hessenthaler sem hófust í Austurríki í dag. Upplýsingar frá honum leiddu til þess að austurríska ríkisstjórnin sprakk haustið 2019. Innflytjendamál eru jaðarmál í íslenskum stjórnmálum segir sérfræðingur í málaflokknum. Lítið beri á þeim fyrir kosningar Og Ísland mætir Þýskalandi í undankeppni HM karla í fótbolta á Laugadalsvelli í kvöld. Lengri umfjöllun: Nýtt námsefni, Landneminn, samfélagsfræðsla fyrir fullorðna flóttamenn og/eða innflytjendur hér á landi verður tekið í gagnið á næstunni. Vinnumálastofnun hefur haft umsjón með íslenskukennslu og ráðgjöf í atvinnumálum fyrir innflytjendur, en fyrir tveimur árum fékk stofnunin það verkefni frá félagsmálaráðuneytinu að hafa umsjón með að vinna heildstætt samfélagsfræðsluefni fyrir sama hóp. Gerð námsefnis var boðin út og hefur Mímir símenntun unnið efnið. Víðtækt samráð var haft við fjölmarga eins og Rauða krossinn , Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Fjölmenningarsetur, ASÍ og fleiri. Miðað er við að kennsla efnisins taki 60 kennslustundir og er stefnt að því að nemendur fái kennsluna á sínu móðurmáli. Kennsluefnið er nú þegar aðgengilegt á sjö tungumálum. Hafliði Skúlason ráðgjafi flóttamanna hjá Vinnumálastofnun hefur haldið um þræðina í þessari vinnu síðastliðin tvö ár. Kristján Sigurjónsson ræðir við hann. Hvenær er í lagi að svíkja kosningaloforð? Þessi spurning heyrist ákaf
9/8/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 6. september 2021

Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Útlit er fyrir að Skaftárhlaup nú verði jafnstórt eða stærra en hlaupið 2015, sem er með stærri Skaftárhlaupum. Rennsli við Sveinsstind er komið yfir 1000 rúmmetra á sekúndu og nær sennilega hámarki á morgun. Rennslið getur þá farið yfir 2000 rúmmetra á sekúndu. Sóttvarnalæknir segir að rúmlega þúsund smit hafi verið rekin til hópsmitsins á Bankastræti club í sumar. Hann vill fara varlega í afléttingar. Lagt er til að Akureyri verði skilgreind sem svæðisborg með skilgreinda ábyrgð og skyldur í nýrri skýrslu starfshóps sem samgönguráðherra skipaði. Mannréttindasamtök í Þýskalandi saka nokkur fyrirtæki þar í landi um að nýta sér ódýrt vinnuafl Uígúra. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins greindi frá því í dag að fjórir bandarískir ríkisborgarar hefðu komist landleiðina frá Afganistan. Umfang mála sem rata á borð Persónuverndar hefur rúmlega fjórfaldast á tæpum tuttugu árum. Málin sem stofnunin á að fjalla um eru allt frá því að fjalla um hvort að glærir plastpokar tengist vinnslu persónuupplýsinga og að flóknum vísindarannsóknum og öryggi einstaklinga í því samhengi. Lengri umfjöllun: Þorsteinn Þorsteinsson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands segir frá stöðu í Skaftárhlaupi og flókinni landafræði Skaftár. Útlit er fyrri að hlaupið verði jafnst?fort eða stærra en hlaupið 2015 sem er með stærri hlaupum. Ríkisstjórn hægri flokkanna í Noregi þarf enn að bjarga 15 til 20 þingsætum til að halda velli. Allir fjórir stuðningsflokkar stjórnarinnar tapa fylgi og mestu munar að ungt fólk í stærstu bæjum hallast að róttækum flokkum lengst til vinstri. Kosningabaráttan er á lokaspretti en kosið verður 13. september. Gísli Kristjánsson í Ósló segir frá. Réttindi og skyldur starfsmanna og vinnuveitenda vegna fjarvinnu verða mikilvægur liður í næstu kjarasamningum að mati sérfræðings í kjara- og réttindamálum hjá Bandalagi háskólamanna. Vinnuveitandi ber ábyrgð á heilbrigði og öryggi starfsmanns í fjarvinnu og hefur rétt til að taka út starfsstöðina á heimili hans. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Karen Ósk Pétursdóttur sérfræðing í kjara-og réttindamálum hjá BHM
9/6/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 3. september 2021

Persónuvernd gerir alvarlegar athugasemdir við rangfærslur í skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald útgerðafélaga. Helga Þórisdóttir, fForstjóri Persónuverndar segir persónuverndarlög notuð sem skálkaskjól til að leyna gögnum. Hildur Margrét Jóhannsdóttir tók saman. Bardagar hafa staðið undanfarna daga í Pansjír-dal norðan höfuðborgar Afganistans. Rótgróin andstaða er við talibana í dalnum. Bogi Ágústsson segir frá. Heyrist í Samir Abu Eid, fréttamanni SVT og hermanni sem berst gegn talibönum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segist ekki vita til þess að nokkur hafi reynt að villa á sér heimildir með stafrænum ökuskírteinum í utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Skannar verða á öllum kjörstöðum segir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman. Slysavarnafélagið Landsbjörg fær þrjú ný skip í flotann á næstu tveimur árum. Meðalaldur skipa björgunarsveitanna er um 35 ár og eru þau án allra helstu grunnþægind.Örn Smárason verkefnisstjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir óspennandi til lengdar að fara í útkall eftir útkall á illa búnum skipum. Sunna Valgerðardóttir ræddi við hann. Vegglistaverkið Flatus Lifir, við Esjurætur, tekur stakkaskiptum á næstu dögum. Listakonan, Edda Karólína Ævarsdóttir, segist ætla að halda textanum en hafa vegginn litríkari. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við hana. ------------- Í fyrra leituðu 24 til samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eftir að hann tók til starfa um vorið. Í ár hafa þegar borist 40 mál og viðbúið að þeim fjölgi í ljósi umræðu um íþróttahreyfinguna, segir Sigurbjörg Sigurpálsdóttir sem sinnt hefur þessu starfi í rúmt ár. Til ráðgjafans geta allir í skipulögðu íþrótta og æskulýðsstarfi leitað finnist þeim á sér brotið án þess að óttast afleiðingar. Sigur talíbana í Afganistan gæti fyllt íslamska öfgamenn víða eldmóði og aukið líkur á hryðjuverkum, þótt sérfræðingar búist ekki við ódæðum á við þau sem framin voru í Bandaríkjunum fyrir bráðum 20 árum. Ragnhildur Thorlacius segir frá. Extinction Rebellion eru orðin alþjóðleg samtök sem hafa andæft undanfarið í London, upptaktur fyrir umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í nóvember. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
9/3/202130 minutes
Episode Artwork

Gígja Þórðardóttir, sem bíður eftir niðurstöðum skimunar á brjóstakrabbameini segir slæmt að bíða í óvissu, en hún er ein tólf hundruð kvenna sem fóru í skimun á brjóstakrabbameini í ágúst og hafa ekki fengið niðurstöður vegna læknaskorts á Landspítala. Anna Lilja Þórðardóttir ræðir við hana. Enn hefur hækkað í Skaftá, þar sem hleypur úr vestari katli Skaftárjökuls, ekki er ljóst hvort hlaupið hefur náð hámarki. Bjarni Rúnarsson, fréttamaður er á bökkum Skaftár. Rætt við hann og Þorstein Þorsteinsson, jarðlisfræðing um horfur á hlaupi úr eystri katlinum. Saksóknari í máli gegn Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra málefna útlendinga og innflytjenda í Danmörku, notaði fyrsta dag réttarhalda fyrir Landsdómi til reyna að sýna fram á að Støjberg hefði beitt starfsfólk ráðuneytis síns óeðlilegum þrýstingi. Bogi Ágústsson segir frá. Grunnskólabörn þurfa ekki að þreyta samræmd könnunarpróf í haust. Unnið er að nýju námsmati. Arnar Björnsson ræddi við Sverrir Óskarsson sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Landsleikur karlalandsliða Íslands og Rúmeníu er leikinn í skugga hneykslismála sem beinst hafa að Knattspyrnusambandi Íslands. Fyrir leik ræddi Magnús Geir Eyjólfsson við Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur og Jóhönnu Ýr Jónsdóttur á samstöðufundi sem Bleiki fíllinn og Öfgar héldu. ---------- Þagnarsamningar gerðu kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein mögulegt að brjóta gegn konum í áratugi. Nú er ljóst að slíkir samningar þekkjast líka á Íslandi. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Eru kjósendur og frambjóðendur sammála um málefnaáherslur? Það er nokkuð sem Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði hefur rannsakað undanfarin ár. Uppreisnarmenn gegn útrýmingu fara núna um götur Oslóar, höfuðborgar Noregs, dansa og syngja. Liðið sest upp í mikilvægum byggingum og krefst þess að allri olíuvinnslu verði hætt, og það strax. Þetta er angi af alþjóðlegri hreyfingu umhverfissinna. Gísi Kristjánsson. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
9/2/202130 minutes
Episode Artwork

Vandi KSÍ, menningarbylting í íþróttahreyfingunni, ofbeldi í Mexico

Spegillinn 31. ágúst 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta segist ekki hafa íhugað að hætta vegna stöðunnar sem upp er komin innan KSÍ. Menntamálaráðherra fundaði með stjórn KSÍ síðdegis og segist treysta forystunni til að leysa úr málinu. Rætt við Arnar Þór Viðarsson. landsliðsþjálfara Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra fundaði með fráfarandi stjórn KSÍ í dag. Hún segist ánægð með þær áætlanir sem henni hafi verið kynntar. Hún treysti knattspyrnuforystunni til að leysa úr málinu, en þykir ekki viðeigandi að tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Framkvæmdastjóri NATO varar Talíbana við því að hindra för flóttafólks. Mikilvægt sé að halda Hamid Karzai flugvellinum í Kabúl opnum. Píratar leggja áherslu á lýðræði, nýja stjórnarskrá, róttækar breytingar í sjávarútvegsmálum og vilja uppræta spillingu fyrir komandi kosningar. Rætt við Björn Leví Gunnarsson, hjá Pírötum. Sjötíu og fimm prósent barna á aldrinum 12 til 17 ára hafa verið bólusett við Covid-19. Þrjátíu og þrjár tilkynningar um aukaverkanir hafa borist Lyfjastofnun. Rætt við Guðrúnu Aspelund, yfirlækni hjá Landlæknisembættinu Gróðureldar brenna glatt í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna Samfélagsleg bylting sem átt hefur sér stað undanfarin ár hefur líka náð til íþróttahreyfingarinnar. Stórkostlegar breytingar eiga sér nú stað í íþróttamenningunni, segir prófessor í félagsfræði. Rætt við Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði. Stjórnvöld í Mexíkó hafa höfðað mál á hendur nokkrum bandarískum byssuframleiðendum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. Þau saka framleiðendurna um að auðvelda sölu á vopnum til eiturlyfjagengja í Mexíkó. Hryllileg ofbeldis- og morðalda hefur gengið yfir landið undanfarin 15 ár. Ragnhildur Thorlacius segir frá Á Covid tímum sjást ekki sextíu rútur við Gullfoss en kannski fleiri bílar Íslendinga en áður var. Sama staða er á vinsælum ferðamannaslóðum annars staðar: heimamenn og innlendir ferðamenn hafa þær fyrir sig. Ýmislegt bendir til að þetta muni breytast þegar dregur úr veirufaraldrinum en áhrif aukinnar umhverfisvitundar á ferðalögum fólks er nýr óvissuþáttur. Sigrún Davíðsdóttir fjallar um veirufaraldurinn og ferðaþjónustu víða um heim.
8/31/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 30 ágúst 2021

Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Eitthvað er ekki í lagi í fótboltaafrekskúltúrnum, segir prófessor í félagsfræði. Það sjáist meðal annars á því að nokkrir leikmenn úr sama liði á sama tímabili séu sakaðir um að beita ofbeldi. Stjórn KSÍ situr enn á fundi í höfuðstöðvum KSÍ en stjórnarmenn eru undir miklum þrýstingi að segja af sér. Nokkrir helstu styrktaraðila KSÍ hafa krafist skýringa og aðgerða af hálfu sambandsins. Börn í þrjátíu frístundaheimilum, grunn- og leikskólum um nær allt land hafa greinst með Covid-19 síðustu þrjá daga. Átta fyrstubekkingar í grunnskólanum á Ísafirði hafa greinst með veiruna. Sósíalistaflokkurinn fær rúmlega átta prósetna fylgi í nýljum þjóðarpúlsi Gallups og eykur fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun. Fylgi flokka breytist að öðru leyti lítið á milli kannanna. Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir hjúkrunarfræðingi á sjötugsaldri. Hún er því laus úr haldi. Henni er gefið að sök að hafa orðið sjúklingi á geðdeild Landspítalans við Hringbraut að bana um miðjan mánuðinn. Covid-19 smit hafa greinst í skólum í flestum landshlutum síðustu þrjá daga, í alls þrjátíu grunn- eða leikskólum eða frístundaheimilum Í dag tóku gildi nýjar hraðatakmarkanir á götum Parísar. Aðgerðunum er ætlað að fækka bílum í borginni og draga úr slysum og hljóð- og loftmengun. Samgönguráðherra telur ekki ásættanlegt að samgöngur til Vestmannaeyja verði einungis sjóleiðina. Hann segir lítið úthald Icelandair, sem hættir reglulegu flugi til Eyja nú um mánaðamótin, vonbrigði. Lengri umfjöllun: Berglót Baldursdóttir talar við Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði um þann storm sem skekur knattspyrnuhreyfinguna á Íslandi, ofbeldi og kynferðisáreitni. Tæpar fjórar vikur eru nú þar til kjósendur ganga að kjörborði og kjósa til Alþings. Flestir stjórnmálaflokkar hafa haldið flokksráðs eða landsfundi að undanförnu og kynnt stefnumál sín og kosningabaráttan er að fara á fullt. KRistján Sigurjónsson ræðir við Ólaf Þ Harðarson stjórnmálafræðprófessor um nýjan þjóðarpúls Gallups og kosningabaráttuna framundan
8/30/202130 minutes
Episode Artwork

Slakað á grímuskyldu

Gengið verður lengra í tilslökunum á grímuskyldu en ríkisstjórnin tilkynnti eftir fund sinn í gær. Deild á Landspítala var lokað í dag eftir að sjúklingur greindist með COVID-19. Smit hafa greinst í nokkrum grunnskólum síðustu daga eftir að skólastarf hófst að nýju. Reglum um sóttkví í skólastarfi var nýlega breytt, svo færri þurfi að fara í sóttkví þegar smit koma upp. Maðurinn sem var skotinn og særður af lögreglu á Egilsstöðum í gær er á gjörgæsludeild Landspítalans þar sem líðan hans er stöðug. Rannsókn málsins er á frumstigi. Rúta með þrjátíu manns festist í Krossá við Þórsmörk í dag. Björgunarsveitarmaður sem tók þátt í aðgerðum segir stöðuna hafa verið tvísýna um tíma. Framkvæmdir við útsýnispallinn á Bolafjalli við Bolungarvík hafa verið stöðvaðar þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. Bandaríkjaher er undirbúinn fyrir frekari árásir í Kabúl fyrir mánaðamót. Ríki heims eru nú á lokametrum brottflutnings fólks frá Afganistan Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Dana og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gagnrýnir ákvörðun Bandaríkjamanna um að kalla her sinn frá Afganistan. Hann er einn margra málsmetandi á Vesturlöndum sem er reiður Joe Biden Bandaríkjaforseta. Bogi Ágústsson segir frá. Ekkert samræmt verklag er til á landsvísu um hvernig heilbrigðisstofnanir eigi að taka á móti þolendum heimilisofbeldis. Starfshópur leggur til einfalt áhættumat fyrir heilbrigðisstarfsfólk um hvenær eigi að kalla til lögreglu, til að mynda þegar þolandinn hefur verið tekinn kyrkingartaki eða er barnshafandi. Ragnhildur Thorlacius sagði frá og talað við Drífu Jónasdóttur. Ef verkfall flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli skellur á á þriðjudag gæti það haft áhrif á tæplega sex þúsund farþega Icelandair. Upplýsingafulltrúi félagsins segir að nú sé unnið að fyrirbyggjandi aðgerðum sem fela í sér að bjóða flugfarþegum að seinka eða flýta flugi um allt að tvo daga. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Ásdísi Ýr Pétursdóttur og Arnar Hjálmsson.
8/27/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 26. Ágúst

? Að minnsta kosti 60 féllu og 140 særðust í sprengingum við flugvöllinn í Kabúl í dag. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir afgönskum heilbrigðisstarfsmanni. Blaðafulltrúi Pentagon staðfestir að bandarískir hermenn séu í hópi þeirra sem létust í tveimur sprengjuárásum í Afganistan í dag. Talsmaður sjúkrahúss í Kabúl segir að sex hafi látist á leið á sjúkrahúsið. Forstjóri Landspítalans hafnar því að of margir millistjórnendur séu á Landspítalanum á of háum launum, heldur bendi margt til þess að fleiri stjórnendur þyrfti. Sextán liggja nú á Landsspítalanum vegna COVID-19. Fjórir þeirra eru á gjörgæsludeild. Fjárfesting í fólki er yfirskrift kosningaáherslna Framsóknarflokksins fyrir komandi kosningar sem kynntar voru í dag. Sviðslistirnar fagna afléttingu sóttvarnaaðgerða á meðan veitingageirinn telur þær vonbrigði. Kínverskar fjölskyldur mega nú eignast fleiri börn en nokkru sinni, undanfarna fjóra áratugi. Svo hefur dregið úr fólksfjölgun að það mun vanta fólk á vinnualdri, nema fæðingum fjölgi og það getur hægt á hagkerfinu. Nú er vandinn sá að það vilja ekkert allir eiga fleiri en eitt barn. Ragnhildur Thorlacius sagði frá. Norðmenn kjósa til þings 13. september. Tekist á um hvort og hvenær eigi að stöðva alla olíuvinnslu við landið. Olía mengar og veldur hlýnun jarðar. Æ fleiri ungir kjósendur vilja róttækar aðgerðir til að stöðva hlýnunina, þar á meðal að Norðmenn hætti að selja olíu. Ríkisstjórn á ekkert svar við þessu og fylgið hríðfellur. Gísli Kristjánsson í Osló sagði frá. Nú þegar bresk pólitík er að koma úr sumarfríi liggur beint við að huga að stöðu stóru flokkanna tveggja, röðin komin að Verkamannaflokknum. Skoðanakannanir eru ekki upplífgandi lesning fyrir flokksforystuna en spurningin er hvort vandinn liggur hjá leiðtoganum eða flokknum eða er einhver samþætting af hvoru tveggja. Sigrún Davíðsdóttir.
8/26/202130 minutes
Episode Artwork

Þörf á einkarekstri og opinberum.

Þörf er á bæði einkarekstri og opinberum rekstri í íslensku heilbrigðiskerfi segir forstjóri Karólínska- sjúkrahússins. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ná þurfi fram aukinni skilvirkni og hagræðingu. Miðflokkurinn boðar tíu ný réttindi fyrir íslensku þjóðina í kosningastefnu fyrir kosningarnar eftir mánuð. Meðal þeirra er að verði ríkissjóður rekinn með afgangi fái allir fullorðnir íslenskir ríkisborgarar helming afgangsins endurgreiddan 1. desember á eftir. Samorka telur einsýnt að rammaáætlun tryggi ekki orkuöryggi, hagfellt orkuverð né heldur græna framtíð. Rætt verður við framkvæmdastjóra Samorku í Speglinum. Mannanafnanefnd hefur slakað á kröfum sem gerðar eru til nýrra nafna. Tökunöfn með erlendum rithætti geta nú fengið samþykki þótt sá ritháttur hafi ekki unnið sér sess í íslensku máli. Verið er af þróa og framleiða tugi ef ekki hundruð mótefnalyfja sem gefa má þeim sem fá COVID-19-sjúkdóminn. Þetta segir yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans. Bergljót Baldursdóttir segir frá og talar við Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, telur einsýnt að Rammaáætlun sé ekki að tryggja orkuöryggi, hagfellt orkuverð né heldur að tryggja græna framtíð. Samtökin efndu í dag til fundar í aðdraganda alþingiskosninga sem bar yfirskriftina Tölum um græna framtíð. Arnar Páll Hauksson talar við Pál Erland, framkvæmdastjóra Samorku
8/25/202130 minutes
Episode Artwork

Afganskir flóttamenn, andspyrnuhreyfing, ofbeldi gagnvart börnum

Spegillinn 24. ágúst 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Íslensk stjórnvöld hyggjast taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum, svo sem fyrrverandi starfsfólki Atlantshafsbandalagsins og fólki sem á fjölskyldu hér á landi. Heimflutningi þriggja fjölskyldna sem dvalist hafa í Afganistan er lokið. Fólkið komst frá landinu með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu nú rétt fyrir fréttir. Allir meðlimir fjölskyldnanna þriggja eru ýmist með íslenskan ríkisborgararétt eða dvalarleyfi hér á landi. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn telur ekki þörf á að auka viðveru lögreglu við bólusetningar. Lögregla hefur í tvígang þurft að hafa afskipti af andstæðingum bólusetninga í sumar. Þrettán ára gamalt hitamet féll á Hallormsstað í dag þegar hitinn fór í 29,3 stig. Rætt við Teit Arason, veðurfræðing á Veðurstofunni og Bergrúnu Örnu Þorsteinsdóttur aðstoðar skógarvörð í Hallormstað Charlie Watts, trommari The Rolling Stones er látinn, 80 ára aldri. Tilkynningum um líkamlegt ofbeldi gegn börnum fjölgaði í ár um ríflega fjörutíu og fimm prósent miðað við árið 2019 og tilkynningum um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum fjölgaði um meira en sextíu og fimm prósent. Forstjóri Barnaverndarstofu telur að það að fólk var meira heima í faraldrinum hafi haft áhrif . Alma Ómarsdóttir ræðir við Sigþrúði Guðmundsdóttur, framkvæmdastýru Samtaka um kvennaathvarf, Rannveigu Þórisdóttur, félagsfræðing og sviðstjória hjá Ríkislögreglustjóra og Heiðu Björg Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu. Ragnhildur Thorlacius fjallar um andspyrnuhreyfingar í Afganistan. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins glímir við stórmál eins og umhverfismál, byggðamál, Covid og Brexit. En flokkurinn tekst einnig á við að lúta forystu forsætisráðherra sem er áberandi reikull í ákvörðunum. Sigrún Davíðsdóttir, segir frá
8/24/202130 minutes
Episode Artwork

Hraðpróf, aukin glæpastarfsemi, fáir andaungar

Spegillinn 23. ágúst 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Heilbrigðisráðherra hefur heimilað sölu á ákveðnum tegundum hrað- og sjálfsprófa. Þeir sem fá jákvæða niðurstöðu úr prófunum þurfa að staðfesta niðurstöðuna með hefðbundnu covid-prófi. Enginn sjúklingur á Landakotsspítala hefur greinst með kórónuveiruna eftir að starfsmaður greindist smitaður á föstudag. Verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala segir mikið hafa verið gert til að forðast aðra hópsýkingu á spítalanum. Rætt við Hildi Helgadóttur, verkefnisstjóra farsóttanefndar Landspítala Bólusetning 12-15 ára barna hófst í Laugardalshöll í dag. Foreldrar og börn sem fréttastofa tók tali segja að kostir og gallar við bólusetningu hafi verið ræddir heima fyrir áður en ákvörðun var tekin. Rætt við Árna Jónsson, föður barns sem var bólusett og Maríu Skúladóttur og Matthildi Freyju Árnadóttur, sem voru bólusettar í dag Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í Mið-Austurlandafræðum segir að yfirtaka Talíbana í Afganistan sé algjör vendipunktur í sögu Mið-Asíu. Gæsaveiðitímabilið hófst um helgina. Ómar Örn jónsson, formaður Skotfélags Akureyrar hvetur veiðimenn til að herja á heiðargæs en gæta hófs í veiðum á grágæs. Glæpahópar færðu starfsemi sína að miklu leyti yfir á netið í kórónuveirufaraldrinum, segir varahéraðssaksóknari og yfirlögregluþjónn segir merki um að brotum gegn börnum hafi fjölgað í faraldrinum. Fjallað verður um verkefni lögreglunnar síðar í Speglinum. Alma Ómarsdóttir, ræðir við Grím Grímsson, yfirlögregluþjón á rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Kolbrúnu Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara Varp við Tjörnina í Reykjavík var lélegt í ár eins og undanfarin ár, segir fuglafræðingur sem fylgst hefur með fuglalífinu þar í áratugi. Einungis um þrjátíu ungar komust á legg. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Ólaf K Nielsen, fuglafræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands
8/23/202130 minutes
Episode Artwork

Engar hömlur á rafhlaupahjól, 18 fálkapör komu upp ungum, sóttvarnamál

Spegillinn 20. ágúst 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Almannavarnanefnd vill að fjöldi nemenda í hverju rými í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins verði minni en núgildandi sóttvarnatakmarkanir gera ráð fyrir. Rætt við Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóra almannavarnarnefndar Höfuðborgarsvæðisins Heilbrigðisráðherra segir að ný skýrsla sem hefur að geyma hundrað og þrettán tillögur að aðgerðum til að bæta þjónustu við eldra fólk, verði ekki látin liggja uppi í hillu. Vinnan við skýrsluna eigi að nýtast til að bæta þjónustuna næstu áratugi. Rætt við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra Veitingamenn leggja til að hraðpróf verði tekin upp til að komast inn á veitingastaði svo unnt verði að lengja afgreiðslutímann og hafa starfsemina nær eðlilegu árferði. Rætt við Arnar Þór Gíslason, hjá samtökum fyrirtækja í veitingarekstri Sjónvarpsstjóri í Kabúl segir skilaboð hafa borist frá Talibönum um að fataval kvenkyns fréttamanna sé óásættanlegt. Sjónvarpsstöðin stundar sjálfsritskoðun og sendir ekki út efni sem ekki er Talibönum þóknanlegt. Eitt vandamálið við að taka á móti flóttamönnum frá Afganistan er að koma þeim úr landi, segir formaður flóttamannanefndar. Nefndin skilaði ríkisstjórn í dag tillögum um aðgerðir vegna valdatöku Talibana í Afganistan. Rætt við Stefán Vagn Stefánsson, formann flóttamannanefndar Ekki stendur til að setja hömlur á rafhlaupahjól í Reykjavík segir samgöngustjóri Reykjavíkurborgar. Sett verða upp sérstök stæði fyrir þau í haust. Spáð er í framtíðina í samgöngumálum í Speglinum. Ragnhildur Thorlacius, ræðir við Hjálmar Gíslason framkvæmdastjóra Grid sem sjálfur notar rafskútur og Þorstein R. Hermannsson samgöngustjóra Reykjavíkurborgar. Einungis 18 fálkapör komu upp ungum í ár á Norðausturlandi segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Bergljót Baldursdóttir, ræðir við Ólaf sem er nýkomin úr árlegri ferð sinni um Norðausturlandi þar sem hann hefur rannsakað fálkann í meir en 40 ár.
8/20/202130 minutes
Episode Artwork

Örvunarskammtar, Talibanar og rafskútuslys

Spegillinn 19. ágúst 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Ekki eru allir á einu máli um gagnsemi örvunarskammta bóluefna sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur gagnrýnt. Sóttvarnarlæknir telur réttlætanlegt að bjóða upp á þá hér á landi . Rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni Magnús Gottfreðsson, prófessor í sóttvörnum við HÍ tekur undir orð Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um að mikilvægara sé að bólusetja í fátækari löndum en gefa bólusettum örvunarskamta. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hann. Samtök atvinnulífsins telja núverandi reglur um sóttkví of strangar, tllögur sóttvarnaryfirvalda of stífar og muni hafa áhrif á gang efnahagslífsins. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri samtakanna segir að þetta hafi komið fram síðustu daga. Varadeildarforseti við alþjóðaháskólann í Kabúl aðstoðar nemendur og starfsfólk við að komast frá Afganistan. Hann segir mikið hugrekki þurfa til að yfirgefa fjölskyldu sína og heimaland enda hætti sumir við á síðustu stundu. Rætt við Árna Arnþórsson, varadeildarforseti við alþjóðaháskólann í Kabúl Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands segir að málningin á hettumáfinum, sem fannst á Borgarfirði eystra í vikunni, sé greinilega af mannavöldum. Ekkert réttlæti slíka meðferð á dýrum.
8/19/202130 minutes
Episode Artwork

Karlmaður á fertugsaldri lést þegar hann rak frá landi eftir að hafa verið að synda í heitu útfalli frá Reykjanesvirkjun ásamt þremur öðrum á sunnudag. Lögregla ítrekar að sjóböð við Reykjanesvirkjun séu stranglega bönnuð. Sóttvarnalæknir leggur til að samkomutakmarkanir verði viðhafðar á meðan heimsfaraldur geisar. Undanþágu verður hægt að fá frá 200 manna samkomutakmörkunum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort farið verði eftir tillögum hans. Svartsýnasta spá Landspítalans gerir ráð fyrir að fleiri en tíu liggi á gjörgæslu með covid í einu undir lok mánaðarins. Landspítali hefur leitað til starfsmannaleiga í Evrópu til að leysa mönnunarvanda spítalans. Dæmi eru um að fólk sem fékk covid í fyrri bylgjum faraldursins hérlendis hafi veikst aftur í þessari bylgju. Það er þó jafnan með væg einkenni. Formaður Landssambands veiðimanna segir hita, þurrka og lélega endurheimt úr sjó vera aðalástæður þess að veiðisumarið hefur verið heldur dapurt víðast hvar. Það hafi þó ekki haft áhrif á sölu veiðileyfa. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, var harðlega gagnrýndur í breska þinginu í dag. Margir þingmenn eru ósáttir við að Bretar hafi farið með herlið sitt frá Afganistan. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Eftir 20 ára veru Bandaríkjamanna og annarra í Afganistan, mikinn fjáraustur og þjálfun öryggissveita völtuðu Talíbanar yfir stjórnarherinn. Fjölmargar ástæður eru týndar til, ein er sú að flækjustig við að þjálfa erlenda heri með ólíkan bakgrunn sé einfaldlega afar hátt. Ragnhildur Thorlacius sagði frá. Í fjórtán ár þjálfuðu Norðmenn sérsveitir afgönsku lögreglunnar ? úrvalsliðið sem átti að halda liðsmönnum Talibana í skefjum á komandi árum. Þjálfun var lokið en þetta lið lét sig hverfa þegar á hólminn kom og veitti enga mótspyrnu. Norðmenn undrast nú hvað kom eiginlega fyrir. Gísli Kristjánsson segir frá.
8/18/202130 minutes
Episode Artwork

SA vill að stjórnvöld endurskoði sóttkvíarreglur

Það er engum vafa undirorpið að bólusetningar hafa dregið úr álagi á heilbrigðiskerfið, segir yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Samtök atvinnulífsins kalla eftir því að stjórnvöld endurskoði reglur um sóttkví barna vegna smita í skólum. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það ekki vera að lifa með veirunni að hundruð fari í sóttkví vegna smita, jafnvel fullbólusett fólk. Utanríkisráðherra segir stöðu mannúðarmála í Afganistan þannig að alþjóðasamfélagið þurfi að grípa til aðgerða. Ný ríkisstjórn er í burðarliðnum í Afganistan, tryggja á konum réttindi á grundvelli sjaríalaga og Talibanar lofa að Afganistan verði ekki griðastaður hryðjuverkamanna. Stjórnarflokkarnir halda velli samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Samkvæmt könnuninni myndu þeir fá 34 þingmenn kjörna. Það styttist í alþingiskosningar. Nú eru rétt rúmar fimm vikur þar til landsmenn ganga til kosninga 25.september. Það er óhætt að fullyrða að enn hefur farið lítið fyrir harðri kosningabaráttu. Við erum ekki vön að ganga til kosninga að hausti og það kannn að skýra það hversu seint kosningabaráttan fer í gang. Svo erum við líka að kljást við covid. Arnar Páll Hauksson talar við Eirkur Bergmann prófessor við Háskólann á Bifröst og Stefanía Óskarsdóttir dósent við Háskóla Íslands
8/17/202130 minutes
Episode Artwork

Talibanar heita friði og reglu

Talibanar heita friði og reglu í Afganistan. Upplausn hefur ríkt á flugvellinum í höfuðborginn Kabúl í allan dag. Bandarískir hermenn reyna nú að bægja mannmergðinni frá. Allt flug um völlinn liggur niðri. Landspítalinn er enn á hættustigi. Sóttvarnalæknir á ekki von á að nýjar reglur á landamærum hafi strax áhrif á stöðuna á spítalanum. Konur sem hafa beðið vikum saman eftir niðurstöðu úr leghálsskimun ættu að fá niðurstöður á næstu tveimur vikum. Þurrt vor og lítil úrkoma í sumar veldur lágri grunnvatnsstöðu í vatnsbólum höfuðborgarbúa. Enn sem komið er þykir ekki ástæða til að biðja fólk að spara kalda vatnið. Hvernig gat Afganistan fallið svona hratt? Og hverjum er um að kenna? Ragnhildur Thorlacius leitaði svara. Heyrist í fréttakonunni Christiane Amanpour og hinni afgönsku R. Hún hefur tjáð sig um ástandið en ekki hefur verið gefið upp hennar rétta nafn. Í Bretlandi eru háværar raddir um að valdataka Talíbana í Afganistan sýni svik Breta og Bandaríkjanna við Afganistan. Í viðbót vaknar þessi sígilda breska spurning um hvar bresk utanríkisstefna sé mótuð, í Westminster eða Washington. En raunveruleikinn er kannski sá að pólitísk þungamiðja heimsins hefur færst frá Washington til Asíu. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Vinnumálastofnun spáir að það dragi jafnt og þétt úr langtímaatvinnuleysi og að á vormánuðum verði það komið í eðlilegt horf. Í lok júlí höfðu um 5400 verið án vinnu lengur en í 12 mánuði og fækkaði um tæplega 500 frá í júní. Arnar Páll Hauksson talar við Birnu Guðmundsdóttur
8/16/202130 minutes
Episode Artwork

NATÓ heitir pólítiskum stuðningi við her og ríkisstjórn í Afganistan

Neyðarfundur Atlantshafsbandalagsins NATÓ ákvað í dag að halda áfram stuðningi við stjórnvöld í Afganistan við að finna pólítiska lausn á ástandinu þar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar því að atvinnuleysi sé komið niður í 6%. Hins vegar sé ljóst að atvinnuleysið sé enn allt of mikið. Hann hefur áhyggjur af því að langtímaatvinnuleysi skjóti rótum hér. Byrjað er að bólusetja börn á aldrinum 12-15 ára hérlendis. Börn verða að mæta í fylgd með fullorðnum til að fá bólusetningu. Nýliðinn júlímánuður var hlýjasti mánuður á jörðu frá upphafi mælinga.
8/13/202130 minutes
Episode Artwork

Hálfs árs börn bólusett?

Viðbúið er að farið verði að bjóða upp á bólusetningu barna allt niður í hálfs árs aldur eftir áramót, segir barnalæknir. Skynsamlegt sé að forða börnum frá veikindum og langtímaáhrifum covid. Mikil eftirspurn er eftir að komast í hraðpróf sem greina covid-sýkingu á innan við korteri. Nokkur einkafyrirtæki bjóða upp á þau. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst á morgun hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 23. ágúst verða opnaðir kjörstaðir í Smáralind og Kringlunni. Prófessor í stjórnmálafræði telur það nýnæmi að ríkisstjórn birti gröf og yfirlit yfir árangur sinn í lok kjörtímabils. Taka þurfi yfirlýsingum hennar með fyrirvara enda ákveðinn freistnivandi til staðar þegar pólitíkusar dæma eigið ágæti. Foreldrar og börn verða að ræða hvort þau ætli að þiggja bólusetningu við COVID-19, segir umboðsmaður barna. Hún segir að langflest tólf ára börn ættu að vera nógu þroskuð til að ræða málið af skynsemi og taka verði tillit til skoðana þeirra. Séu foreldrar og börn ósammála megi hugsanlega hinkra með bólusetningu og séu foreldrar innbyrðis ósammála sé hægt að leita ráðgjafar heilbrigðisstarfsfólks. Ragnhildur Thorlacius talar við Salvöru Nordal umboðsmann barna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um langtímaaðgerðir í baráttunni gegn COVID-19. Hann segir ljóst að grípa þurfi til hertra aðgerða ef Landspítalinn ræður ekki við ástandið. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir spurði Þórólf í dag um hvað felist í tillögunum um langtímasóttvarnaaðgerðir. Hiti á jörðinni hækkar og þar með hækkar verð á losunarkvótum fyrir mengandi orku. Vegna þessa hafa Norðmenn náð selja 10 prósent af sinni raforku beint úr landi það sem af er ári og reikna með tvöföldun á næsta ári. Mengunin í Evrópu eykur áhugann á raforku um sæstrengi frá norðlægum löndum. Gísli Kristjánsson segir frá.
8/12/202130 minutes
Episode Artwork

Þrír í öndunarvél

29 sjúklingar með covid eru nú á Landspítalanum. Ekki hafa fleiri verið inniliggjandi í einu frá því í þriðju bylgju faraldursins. Þrír eru í öndunarvél. Yfirlæknir segir að álagið aukist hratt. Erfitt er að ráða í stöður lækna og hjúkrunarfræðinga í símaveri covid-göngudeildar. Sumir starfsmanna vinna til ellefu eða tólf á kvöldin. Forseti ASÍ óttast langtímaatvinnuleysi. Í júlí höfðu um 5.400 verði án vinnu lengur en í 12 mánuði. Hún segir mikilvægt að finna þetta fólk og koma því í virkni. Smitrakningarteymi almannavarna vinnur nú hörðum höndum að því að rekja hvert einasta smit á sama hátt og gert hefur verið í fyrri bylgjum. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum aðstoða við rakninguna. Talibanar hafa sölsað undir sig níu héraðshöfuðborgir í Afganistan. Stríðsherra í norðurhluta landsins hótar að ganga milli bols og höfuðs á talibönum eftir fund með forseta landsins. Hátt í sjötíu hafa farist í miklum skógareldum í Túnis. Forseti landsins hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg en grunur leikur á að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. Forseti Alþýðusambands Íslands fagnar því að dregið hefur úr atvinnuleysi en óttast langtímaatvinnuleysi eins og gerðist eftir hrunið 2008. Verkefnið fram undan sé að finna þetta fólk og koma því í virkni, nám eða störf sem henta. Arnar Páll Hauksson talar við Drífu Snædal. Það er mjög margt óljóst um skólastarf í vetur. Skólastjórnendur bíða eftir nýrri reglugerð um skólahald á covidtímum. Skólastjóri Hvassaleitisskóla í Reykjavík segir að mikil vinna sé framundan í næstu viku við að skipuleggja skólastarfið. Hún gerir ráð fyrir að reglurnar verði óljósari en síðasta skólavetur og að hver og einn skólastjóri þurfi að taka ákvarðanir út frá aðstæðum í sínum skóla. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Dagnýju Kristinsdóttur skólastjóra Hvassaleitisskóla.
8/11/202130 minutes
Episode Artwork

Yfirborðshiti í Skjálfanda, Reykjaneshryggurinn

Spegillin 10. ágúst 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Sóttvarnaaðgerðir sem renna áttu út á föstudag verða framlengdar um tvær vikur. Börn fædd eftir 2006 verða undanþegin grímuskyldu í skólum, eldri nemendur taka grímuna niður þegar þeir setjast niður í skólastofum sínum. Þetta kom fram á ríkisstjórnarfundi sem haldin var síðdegis í dag. Rætt við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra Tuttugu og sex liggja á Landspítala með covid, þar af fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Utanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands segir að vestræn ríki ætli að grafa undan fullveldi landsins og undirbýr nú hefndaraðgerðir Óháður embættismaður í Kanada á að rannsaka örlög þúsunda kanadískra frumbyggjabarna sem létu lífið í sérstökum heimavistarskólum. Stjórnvöld þurfa að bregðast við þessum loftslagsbreytingum sem eru að hellast yfir okkur, segir Hörður Sigurbjarnason, skipstjóri sem mælt hefur yfirborðshita sjávar í meira en tvo áratugi. Hitinn hefur náð nýjum hæðum í sumar. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Hörð sem er einn af eigendum hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar. Hrönn Egilsdóttir, sjávarvistfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að loftslagsbreytingarnar séu svo víðtækar að erfitt sé að sjá fyrir hvernig áhrifin koma fram hjá lífríkinu. María Sigrún Hilmarsdóttir ræddi við hana. Ámann Höskuldsson eldfjallafræðing, segir frá Reykjaneshryggnum, rannsóknum á honum og velta því upp hvað gæti hafa verið á seiði á hafsbotninum sunnan við land um helgina. Ragnhildur Thorlacius talar við hann Fleira er ekki í Speglinum í kvöld, tæknimaður í útsendingu var
8/10/202130 minutes
Episode Artwork

Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna

Spegillinn 9. ágúst 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Loftslagssérfræðingar Sameinuðu þjóðanna vara við því að ef ekki verði dregið mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda strax, náist markmið Parísarsamkomulagsins ekki. Ný skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna í um loftslagsmál staðfestir að athafnir mannsins eru meginorsök margvíslegra loftslagsbreytinga. Hjarðónæmi gegn Delta-afbrigði COVID-19 gæti náðst á næsta ári með nýjum útgáfum bóluefna sem veita betri vörn gegn afbrigðinu. Rætt við Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, staðgengil sóttvarnalæknis Forseti Hvíta-Rússland segir viðskiptaþvinganir vesturveldanna geta leitt af sér ófrið, jafnvel þriðju heimsstyrjöld. Hann ber af sér allar sakir um harðneskju í garð andófsfólks. Starfsmenn á Glaumbæ í Skagafirði voru eitt spurningarmerki þegar dularfull póstsending barst safninu í síðustu viku frá Þýskalandi. Með sendingunni er bundinn endi á 50 ára ráðgátu. Óðinn Svan Óðinsson, ræddi við Ingu Katrínu Magnúsdóttur, verkefnisstjóra hjá Byggðasafni Skagafjarðar. Ný skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál staðfestir að það er beint samband á milli losunar koltvísýrings og hlýnunar jarðar og að aukin losun er af mannavöldum. Stóra verkefni mannkyns er að draga úr losun, segir Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor í jöklafræði við Háskóla Íslands sem er einn af aðalhöfundum höfundum skýrslunnar. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana og Halldór Björnsson, loftslagsfræðing hjá Veðurstofu Íslands.
8/9/202130 minutes
Episode Artwork

Öllu aflétt innanlands

Bæði forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra segja að dagurinn í dag sé stór dagur. Tilkynnt var í dag að frá miðnætti verði öllum samkomutakmörkunum aflétt innanlands. Það á við um meðal annars grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkanir. Tekjur fótboltafélaga hafa snarminnkað í faraldrinum vegna fækkunar áhorfenda. Framkvæmdastjóri KSÍ segir mikið tilhlökkunarefni að halda inn í sumarið án hólfaskiptinga og grímuskyldu. Eftirspurn eftir tónleika- og ráðstefnusölum tók kipp í hádeginu eftir að heilbrigðisráðherra tilkynnti að öllum sóttvarnaaðgerðum hefði verið aflétt innanlands. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar afléttingu sóttvarna, en segist hafa vonast eftir því að kröfur um tvöfalda skimun og sóttkví á landamærunum hefðu ekki verið látnar gilda fram í miðjan ágúst. Mikil gleði ríkir með afléttingar samkomutakmarkana og vegfarendur eru á einu máli um að þetta sé gleðidagur. 24 þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca koma til landsins á morgun. Bólusett verður með því á miðvikudag og fimmtudag. Þjóðin hefur væntanlega tekið gleði sína aftur því á morgun falla allar takmarkanir innanlands niður vegna covid 19. 16 mars í fyrra var gefin út fyrsta reglugerðin um samkomutakmarkanir. Frá þeim tíma hafa verið gefnar út 90 reglugerðir og heilbrigðisráðherra hefur fengið 60 minnisblöð fá sóttvarnalækni. Hún hefur líka flutt 10 munnlegar skýrslur á Alþingi um ástandið og stigið 240 sinnu í ræðustól vegna þess. En voru einhverjar efasemdir um að taka ávörðun um að aflétta öllum talmörkunum innanlands? Arnar Páll Hauksson talar við Svanhvíti Svavarsdóttur, Katrínu Jakobsdóttur og Þórólf Guðnason. Til stendur að bora ofan í kvikupoka við Kröflu, koma þar fyrir mælitækjum og beintengjast þannig kvikunni. Verkefnið kallast Krafla Magma Testbed og er hluti af fyrirhugaðri 100 milljóna bandaríkjadala tilraunastofu í kviku- og eldfjallafræði við Kröflu. Ragnhildur Thorlacius talaði við Hjalta Pál Ingólfsson framkvæmdastjóriaGEORGS - rannsóknarklasa í jarðhita.
6/25/202130 minutes
Episode Artwork

Rammaáætlun, Britney Spears, hlutabréfaviðskipti

Spegillinn 24. júní 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Aukin þátttaka almennings í hlutabréfaviðskiptum er ein helsta ástæða óvenjulegar mikillar veltu á árinu. Þetta segir Magnús Harðarsson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann býst við að viðskipti með hlutabréf í Íslandsbanka verði áfram lífleg. Yfir tuttugu þúsund kórónuveirusmit voru greind í Rússlandi síðastliðinn sólarhring. Matvælastofnun, MAST, veitti í vikunni fjórum fyrirtækjum og félögum rekstrarleyfi til fiskeldis. Formaður Geðhjálpar segir að framburður söngkonunnar Britney Spears, sem nú freistar þess að fá sjálfræðissviptingu sinni hnekkt, veki uppp áleitnar spurningar sem einnig eigi við hér á landi. Rætt við Héðinn Unnsteinsson, formann Geðhjálpar Framkvæmdastjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur segir að grípa verði í taumana vegna þess hve mjög hefur dregist að afgreiða þriðja áfanga rammaáætlunar. Seinagangurinn sé byrjaður að standa starfseminni fyrir þrifum. Arnar Páll Hauksson, ræðir við Hildigunni Thorsteinsson, framkvæmdastjóra hjá Orkuveitu Reykjavíkur Það að rammaáæltun hefur ekki verið afgreidd frá Alþingi hefur ekki með vinnu við rammaáætlun að gera. Þetta segir Þóru Ellen Þórhallsdóttur prófessor sem starfað hefur við rammaáætlun þau 20 ár sem unnið hefur verið við hana. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Þóru Ellen
6/24/202130 minutes
Episode Artwork

Sala Íslandsbanka, Loftslagsvegvísir, harðlínumaður í Íran

Spegillinn 23. júní 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Forsætisráðherra segir söluna á Íslandsbanka vel heppnaða, meðal annars vegna þess hve dreifing á eignarhaldi er mikil. Sala á fleiri bréfum í bankanum bíði nýrrar ríkisstjórnar. Rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Farþegar geta þurft að bíða í allt að tvo tíma á Keflavíkurflugvelli eftir því að vottorð þeirra séu skoðuð og þeir sendir í skimun. Þrjátíu og ein flugvél lendir þar á morgun. Rætt við Arngrím Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjón í flugstöðvardeild Lögreglustjórans á Suðurnesjum Rússar saka áhöfn bresks tundurspillis um að hafa siglt inn í rússneska lögsögu á Svartahafi. Bretar vísa því á bug - segjast hafa verið á úkraínsku hafsvæði. Ekki verður af sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar að sinni. Tillaga um að kosið yrði um sameiningu samhliða Alþingiskosningum í haust var felld í gær. Rætt við Ragnhildi Haraldsdóttur, varaoddviti sveitarstjórnar Húnahrepps Hjólreiðamaður sem hjólar með höndunum er á lokasprettinum eftir um 400 kílómetra hjólaferð um Suðurland, til að minna á mikilvægi hreyfingar fyrir hreyfihamlaða. Rætt við Arnar Helga Lárusson, hjólreiðamann Lengra efni: Höggva verður á þann hnút sem er í kringum rammaáætlun svo tryggja megi áfram græna orku, segir forstöðumaður Grænvangs í tilefni af því að fyrsti Loftslagsvegvísir atvinnulífsins var kynntur í dag. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumann Grænvangs Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda, segir að kjör harðlínumanns í embætti forseta Írans breyti ekki miklu, hann framfylgi stefnu klerkaráðsins sem hafi stjórnað nánast öllu í Íran. Bogi Ágústsson talaði við hann.
6/23/202130 minutes
Episode Artwork

Samherji biðst afsökunar

Viðskipti við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki drógust saman um 307 milljarða króna í fyrra miðað við árið áður. Samdrátturinn nam 58 prósentum. Lokun Suðurstrandarvegar vegna eldgossins á Reykjanesskaga reynir fyrst og fremst á samgönguyfirvöld í landinu, segir bæjarstjórinn í Ölfusi. Huga þarf að uppbyggingu Þrengslavegar til að tryggja þungaflutninga. Tíu læknanemar, sem starfa í sumarafleysingum á bráðamóttöku Landspítala, lýsa þungum áhyggjum af undirmönnun sérfræðinga á bráðadeildinni. Flugfreyjufélag Íslands krefst þess að flugfélagið Play gangi til viðræðna um kjarasamning flugfreyja og flugþjóna. Flugfélaginu hefur verið sent erindi þess efnis. Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að leyfa 60 þúsund áhorfendum að fylgjast með undanúrslita- og úrslitaleikjum í Evrópukeppninni í fótbolta. Samhefji biðst afsökunar á því að gerð hafi verið mistök vegna kvótaviðskipta í Namibíu. Engin refsiverð brot hafi verið framin í Namibíu af hálfu fyrirtækja á vegum Samherja. Sá eini sem brotið hafi af sér sé Jóhannes Stefánsson fyrrverandi framkvæmdastjóri. Hann var aðaluppljóstrarinn í Samherjamálinu. Arnar Páll Hauksson segir frá. Ólympíuleikarnir 2020 hefjast eftir mánuð í Tokyo í Japan, eftir COVID-frestunina í fyrra. Nú verða þeir haldnir hvað sem tautar og raular. Það er enda ótrúlega flókið og dýrt að fresta risa viðburði eins og Ólympíuleikum, þó ekkert annað hafi verið í stöðunni í fyrra. Ragnhildur Thorlacius segir frá og talar við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson. Delta afbrigði Covid er á góðri leið með að orsaka þriðju Covid-bylgjuna í Bretlandi. Það er þakkað bólusetningu að dauðsföllum þar af völdum Covid hefur ekki fjölgað að sama marki, alla vega ekki enn sem komið er. Bretland er ekki eina Evrópulandið þar sem delta afbrigðið hefur farið á flug, en ekki einhlítt að eina ástæðan fyrir fjölgun tilfella í Bretlandi sé delta afbrigðinu að kenna. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
6/22/202130 minutes
Episode Artwork

Forsendur til að auka tilslakanir

Allar forsendur eru til þess að auka tilslakanir vegna faraldursins, að mati sóttvarnalæknis. Staðan hér á landi sé góð. Útbreiddur faraldur verði ekki en hópsmit geti komið upp hjá óbólusettum og gott að fara með gát. Fjörtíu prósent slysa fullorðinna á rafskútum er vegna ölvunar. Hugmyndir eru uppi um að banna leigu á rafskútum á föstudags- og laugardagskvöldum. Ný rannsókn leiðir í ljós að hægt er að nota sjó í stað ferskvatns við hina svokölluð Carbfix aðferð til þess að breyta koltvísýringi í berg. Svíþjóð stendur frammi fyrir nýrri stjórnarkreppu eftir að þingið lýsti í morgun vantrausti á forsætisráðherrann, Stefan Löfven. Forsvarsmenn flokkanna deila nú um hver eigi sök á því að stjórnarkreppa hafi bæst ofan í efnahagskreppu og heimsfaraldur. Arnar Páll Hauksson talar við Kára Gylfason. Steinull og stálplötur verða settar yfir nýja ljósleiðarann meðfram Suðurstrandarvegi þar sem búist er við að hrauntjarnir geti myndast og hiti verði mestur. Annars staðar á að setja farg ofan á leiðarann til að hlífa honum við hitanum. Ragnhildur Thorlacius segir frá og talar við Rögnvald Ólafsson. Um 33 þúsund einstaklingar verða bólusettir í þessari viku. Óvissa hefur verið um afhendingu á bóluefni frá Astra Zeneca en í dag barst staðfesting á því að von væri á 19 þúsund skömmtum á laugardaginn. Bólusett verður með Astra Zeneca á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku. Arnar Páll talar við Júlíu Rós Atladóttur og Ragnheiði Ósk Atladóttur.
6/21/202130 minutes
Episode Artwork

Sýkingum fjölgar víða um lönd, ólöglegar ættleiðingar í Svíþjóð

Spegillinn 18. Júní Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Hópur fólks jafnaði sig aldrei eftir kreppuna eftir bankahrunið og segir forseti ASÍ að koma þurfi í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Rætt við Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar og Drífu Snædal, forseta ASÍ. Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu hafa þróað líkan sem spáir fyrir af meiri nákvæmni en áður hversu langt fólk á eftir ólifað . Rætt við Kára Stefánsson, forstjóra íslenskrar erfðagreiningar Landsréttur sýknaði í dag karlmann sem dæmdur var í sextán ára fangelsi í janúar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir manndráp. Kórónuveirusmit í Moskvu hafa þrefaldast síðastliðinn hálfan mánuð. Aðgerðir hafa verið hertar enn frekar í borginni til að stemma stigu við þeim. Ekkert verður aðhafst til að reyna að koma í veg fyrir að hraun streymi yfir Suðurstrandarveg. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Lengra efni: Sigrún Davíðsdóttir segir frá afléttingu sóttvarna og skimunarreglur í Danmörku og fjölgun kórónuveirusmita í Bretlandi. Kórónuveirusýkingum fjölgar ekki aðeins í Bretlandi heldur líka í Rússlandi, Indónesíu, Portúgal, Pakistan og eflaust víðar. Loka verður sem flestum flóttaleiðum kórónuveirunnnar sem fyrst segir Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Magnús Riksdagen - sænska þingið - fól ríkisstjórninni í vikunni að rannsaka alþjóðlegar ættleiðingar til Svíþjóðar undanfarna áratugi. Ákvörðunin kemur í kjölfar á ítarlegri fjölmiðlaumfjöllun um ættleiðingar erlendis frá, þar sem sterkar vísbendingar eru um blekkingar, þvinganir, lögbrot og í sumum tilfellum hrein og klár mannrán. Kári Gylfason, segir frá en ítarlegri umfjöllun um málið var nýlega í Uppdrag Granskning, fréttaskýringaþætti sænska ríkissjónvarpsins.
6/18/202130 minutes
Episode Artwork

Vill selja meira í Íslandsbanka

Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala segir mikilvægt að vinna að úrbótum til að atburðir eins og hópsmitið á Landakoti gerist ekki aftur. Hann segir samhljóm í skýrslu embættis Landlæknis og Landspítala um málið. Fjármálaráðherra vill halda áfram að losa um eignarhald ríkisins yfir Íslandsbanka á næsta ári ef markaðsaðstæður leyfa. Hann segir nýlokið útboð hafa gengið framar vonum og að áhugi erlendra fjárfesta hafi vakið sérstaka athygli. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að fyrsti fundur hans með Joe Biden Bandaríkjaforseta hafi verið uppbyggilegur á ýmsum sviðum. Fundurinn var styttri en reiknað hafði verið með. Eimskip viðurkenndi í dag alvarleg brot á samkeppnislögum og greiðir einn og hálfan milljarð króna í sekt. Ætluð brot Samskipa eru enn til rannsóknar. Talið er að fjórðungur þeirra sem fengið hafa COVID glími við langvinn einkenni, segir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Margir þeirra sem fara í COVID endurhæfingu á Heilsustofnun í Hveragerði eru býsna illa haldnir. Framkvæmdastjóri lækninga þar, segist jafnvel hafa gefið þau læknisráð að fólk láti af því að setja í uppþvottavélina og sinna öðrum heimilisstörfum, svo það hafi einfaldlega orku til að tala við börnin sín. Ragnhildur Thorlacius tala við Birnu Guðmundsdóttur og Stefán Yngvason. Samherji stefnir að því að reisa fiskeldisstöð á Reykjanesi sem gæti innan 11 ára framleitt um 40 þúsund tonn af laxi. Fyrrverandi formaður Landssambands fiskeldisstöðva og framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis segir að framleiðsla í sjókvíaeldi geti á næstu 10 árum auðveldlega farið í 200 til 300 þúsund tonn á ári. Fiskeldi jókst um 20% í fyrra. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Jens Garðar Helgason og það heyrist í Jóni Kjartani Jónssyni. Í Bretlandi hefur mikil orka farið í að koma Brexit frá, klára útgönguna úr ESB. En það er líka enn eins og breska stjórnin hafi ekki fundið sér sinn samastað í alþjóðasamfélaginu, utanríkisstefnan enn óskýr. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
6/16/202130 minutes
Episode Artwork

Aflamark þorsks minnkar um 13%

Landlæknir segir nokkra þætti hafa valdið því að kórónuveirusmit breiddist hratt út á Landakoti í haust, meðal annars hólfaskipting, húsnæði og ekki næg fræðsla og þekking starfsmanna á smitvörnum. Sjávarútvegsráðherra segir niðurstöðu veiðiráðgjafar Hafrannsóknastofnunar vonbrigði og högg fyrir íslenskan sjávarútveg. Lagt er til að 13 prósent minna verði veitt af þorski á næsta fiskveiðiári. Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru í Genf í Sviss þar sem forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittast á morgun. Fjögur þúsund hermenn, lögreglumenn og öryggissveitarmenn eiga að tryggja öryggi leiðtoganna. Almannavarnir hafa ekki sótt um framkvæmdaleyfi til Grindavíkurbæjar fyrir byggingu varnargarða og leiðigarða við gosstöðvarnar. Prófessor í umhverfisrétti segir að samkvæmt lögum þurfi framkvæmdaleyfi að liggja fyrir. ----------------------------------------------------------------------------------- Fjarðabeit gæti orðið ný tegund fiskeldis á Íslandi. Hún er fólgin í því að nota ljós í neðansjávarbúrum til að laða að ljósátu sem fæðir þorskinn í búrunum. Rannsóknir standa yfir í Steingrímsfirði. Sjávarlíffræðingur segir að árangurinn lofi góðu og hann hafi komið þægilega á óvart. Þá eru hugmyndir um að nota sömu tækni til að tæla þorskseiði inn í búr og ala þau þar. Fyrirtækið Ocean EcoFarm ehf. stendur að þessum rannsóknum. Stærstu hluthafar eru norska fyrirtækið Brage inovition og Ísfélag Vestmannaeyja. Arnar Páll Hauksson talaði við Jón Örn Pálsson. Skömmu eftir morðið á einkaspæjaranum Daniel Morgan 1987 fór fjölskylda hans að hafa áhyggjur af morðrannsókninni. Málið er enn óupplýst. Eftir átta ára rannsókn óháðrar rannsóknarnefndar var birt skýrsla um málið í dag. Niðurstaðan er að kerfislæg spilling í lögreglunni hafi hindrað framgang réttvísinnar og meðal annars birst í tengslum lögreglunnar við fjölmiðlaveldi Rupert Murdochs. Eitt eru allir sammála um: áratuga barátta bróður Morgans hefur haldið málinu vakandi. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
6/15/202130 minutes
Episode Artwork

NATO, staða blaðamennsku á Íslandi

Spegillinn 14. júní 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna ákváðu að leggja áherslu á loftslagsmál á fundi sínum í dag og á varnir innviða. Rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Fimm komma einum milljarði króna hefur verið varið til viðgerða á húsnæði í eigu ríkisins vegna myglu, leka og rakaskemmda á síðustu fimm árum. Á sjötta þúsund hjúkrunarfræðingar í Danmörku hafa boðað verkfall frá næsta laugardegi. Áhrifin verða víðtæk um landið allt. Tvær vindmyllur verða reistar í Grímsey í sumar. Stefnt er að því að allt rafmagn verði framleitt með grænum orkugjöfum. Rætt við Guðmund Hauk Sigurðarson framkvæmdastjóra Vindorku Lengra efni: Ofsóknir eða áróðursherferð á hendur blaðamanni, eins og áttu sér stað hér á landi þegar fjallað var um mál Samherja, eiga sér ekki fordæmi annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta kom fram á málþingi um frelsi fjölmiðla á Íslandi sem haldið var í dag. Bergljót Baldursdóttir, ræðir við Þórð Snæ Júlíusson, ristsjóra Kjarnans og Valgerði Jóhannsdóttur, lektor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands Nýtt landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu hefur tekið til starfa. Það á að veita heilbrigðisráðherra ráðgjöf og fjalla meðal annars um verkaskiptingu og tækninýjungar innan heilbrigðiskerfisins. Ragnhildur Thorlacius ræðir við Báru Hildi Jóhannsdóttur, formann landsráðs um mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu
6/14/202130 minutes
Episode Artwork

Hlutabótaleiðin úr sögunni

Lægir og styttir upp í nótt, austlæg átt 5-10 m/s á morgun, bjart með köflum og þurrt. Gengur í austan 10-15 sunnantil annað kvöld með dálítilli rigningu á þeim slóðum. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast suðvestanlands. Landspítalinn gaf í upphafi óljós svör um hvort hann hefði burði til þess að rannsaka leghálssýni í tengslum við krabbameinsskimanir og því var gerður samningur við danskt sjúkrahús. Veitingarstaðir mega hafa opið til klukkan eitt samkvæmt nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á þriðjudaginn. Ekkert samkomulag liggur enn fyrir á Alþingi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Verðandi forsætisráðherra Ísraels segir að tveggja og hálfs árs stjórnarkreppu sé loksins lokið. Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar var undirritaður í dag. Kristján níundi, Hannes Hafstein og Jón Sigurðsson eru að fara í viðgerð. Vinna hefst við stytturnar tvær við Stjórnarráðið eftir helgi og verður Jón forseti tekinn fyrir í kjölfarið. Hlutabótaleiðin sem hefur verið í boði frá því í mars í fyrra rann sitt skeið um síðustu mánaðamót. Rúmlega 36.500 launamenn nýttu sér úrræðið og yfir 6.700 fyrirtæki. Heildarbætur sem voru greiddar námu tæpum 28 milljörðum króna. Heyist í Birnu Guðmndsdóttur, Drífu Snædal og Halldóri Benjamín Þorbergssyni. Arnar Páll Segir frá. Boris Johnson forsætisráðherra Breta tekur á móti þjóðarleiðtogum hinna G7 landanna um helgina, meðal annars til að sýna styrk Bretlands utan ESB. En á þessum fyrsta fundi forsætisráðherra við Joe Biden Bandaríkjaforseta stelur Brexit-deila Breta við ESB athygli breskra fjölmiðla frá alþjóðamálunum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Stjórnmálamenn reyna að ná til kjósenda um Internetið. Þeir nýta sér fjölbreytt úrval af miðlum á netinu til að koma boðskap sínum út. Opinberar stofnanir eru horfnar inn á Netið. Bankarnir líka. Þetta er enn meira áberandi nú á tímum pestarinnar en var áður. Í Noregi er jafnframt bent á að stór hópur fólks, jafnvel milli 10 og 20 prósent landsmanna, hafa engin not af tölvum og Neti. Þetta er nú orðið að kosningamáli. Gísli Kristjánsson sagði frá.
6/11/202130 minutes
Episode Artwork

Siðprúðir Hakkarar

Spegillinn 10.6. 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Mannréttindadómstóll Evrópu vill að íslenska ríkið svari af hverju níu kynferðisofbeldismál voru felld niður án þess að hljóta dómsmeðferð. Ríkislögmaður hefur frest til hausts til að svara. Rætt við Védísi Evu Guðmundsdóttur, lögmann kvennanna. Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og ekki heldur áfengisfrumvarp dómsmálaráðherra. Forystumenn þingflokka á Alþingi reyna nú að ná samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Saksóknari í Perú fer fram á að Keiko Fujimori forsetaframbjóðandi verði sett í gæsluvarðhald. Réttarhöld eru í gangi gegn henni fyrir fjármálamisferli. Bjartara er yfir rekstri hótela á höfuðborgarsvæðinu en var fyrir skömmu. Formaður fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu segir bókanir ganga vel. Skýrsla Haraldar Briem fyrrverandi sóttvarnalæknis um skimanir fyrir leghálskrabbameini verður ekki birt fyrr en hún hefur verið prófarkalesin og umbroti lokið, segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. Það hafi verið of mikil bjartsýni að ætla að hún yrði tilbúin fyrr en í vikulok. Þetta kom fram í svari hans til Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar og formanns velferðarnefndar. Lengra umfjöllunarefni: Framkvæmdastjóri SA segir ekki ganga upp að atvinnurekendur séu í stökustu vandræðum með að manna störf. Forseti ASÍ segir að ekki megi líta á atvinnulaust fólk sem einhverja lagervöru. Arnar Páll Hauksson, fjallar um atvinnuleysi og ræðir við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og Drífu Snædal, forseta ASÍ. Einnig heyrist í Ásmundi Einari Daðasyni, félagsmálaráðherra og Birnu Guðmundsdóttur, deildarstjóra gagnagreininga hjá Vinnumálastofnun. Íslendingar eru aftarlega á merinni í tölvuöryggismálum. Sérfræðingur segir að fá eigi siðprúða hakkara til að finna öryggisgalla í kerfum hins opinbera. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Theódór R Gíslason, tæknistjóra hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis og Guðmund Arnar Sigmundsson, forstöðumann netöryggissveitarinnar CERT-IS
6/10/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 9. Júní

Spegillinn 9. júní 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Stjórnendur Landspítalans leysa aðeins hluta vanda bráðamóttökunnar með fleiri legurýmum, segir yfirlæknir. Stærsti hluti vandans sitji eftir. Rætt við Runólf Pálsson yfirlækni á Landspítalanum Thor Aspelund líftölfræðiprófessor segir jafnmarga vera fylgjandi opinberum og blönduðum rekstri í heilbrigðiskerfinu samkvæmt könnun BSRB. Hins vegar taldi BSRB sömu könnun sýna meirihluta andvígan auknum einkarekstri. Maður sem löðrungaði Frakklandsforseta í gær á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn opinberum embættismanni. Kórónuveirusmitum og innlögnum á sjúkrahús fer fjölgandi í Bretlandi á ný. Átta Bretar af hverjum tíu eru komnir með mótefni gegn veirunni. Lengra efni: Tölvuglæpir eru vaxandi vandamál hér á landi og víða um heim en lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum og Ástralíu greindu frá því í gær að þau hefðu snúið á glæpagengi með aðstoð tölvutækninnar. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Theódór R Gíslason, tæknistjóra hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis um ANOM, nýja appið sem lögregluyfirvöld plötuðu glæpamenn til að nota og um hvernig bregðast eigi við tölvuglæpum. Orkumálastjóri segir að stjórnsýsla raforkumála sé ekki að virka. Afar slæmt sé að þriðji áfangi rammáætlunar verði ekki afgreiddur fyrir þinglok. Arnar Páll Hauksson, ræðir við Guðna A Jóhannesson, orkumálastjóra og Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar um þriðja áfanga rammaáætlunar
6/9/202130 minutes
Episode Artwork

Hefur áhrif á glæpahópa hér

Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir ekki ólíklegt að samræmdar aðgerðir lögreglu, sem fram fóru í nítján löndum í gær, hafi áhrif á starfsemi glæpahópa hér á landi. Forsætisráðherra var þráspurður um stöðu hálendisfrumvarpsins á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að Vinstri grænir hafi beðið dapurlegan ósigur í málinu. Gosmóða hefur sést víða á Norðurlandi í dag. Mengunin er ekki yfir hættumörkum. Gosmóða hefur ekki farið yfir svo stórt svæði frá því að gosið hófst. Áfrýjunardómstóll staðfesti í dag ævilangan fangelsisdóm yfir Ratko Mladic [Mladits], fyrrverandi æðsta yfirmanni hers Bosníu-Serba. Neytendasamtökin áætla að vatnsveitur landsins hafi ofrukkað viðskiptavini sína um milljarða króna frá því ný lög um vatnsveitur tóku gildi árið 2016. Rífandi gangur er í íslenskri kvikmyndagerð. Kvikmyndasumarið er komið, segir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hraunið í gosinu í Fagradalsfjalli hagar sér ekki eins og í kennslubókunum, segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði. Í gosinu hafa myndast allar tegundir basaltshrauns sem til eru á landi, án þess að framleiðni í gosinu hafi breyst að nokkru marki. Hann segir að vísindamenn hafi margt lært á eldgosinu. Ragnhilfur Thorlacius talar við Þorvald Þórðarson. Þriðji áfangi rammaáætlunar verður ekki afgreiddur fyrir þinglok. Þingsályktunartillaga um um hann hefur þrisvar sinnum verði lögð fram á Alþingi frá því að umhverfisráðherra fékk rammaáætlun í hendur fyrir rúmum 4 árum. Arnar Páll Hauksson talar við Vilhjálm Árnason. Heyrist í Sigrúnu Magnúsdóttur, Björt Ólafsdóttur og Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Skattareglur, sem gera stórfyrirtækjum kleyft að færa hagnað í skattaskjól, hafa lengi verið þyrnir í augum baráttufólks fyrir réttlátari sköttum. Covid hefur ýtt undir skilning á samhjálp og á laugardaginn var gerðu fjármálaráðherrar G7-ríkjanna samkomulag sem miðar að því að að afnema skattaskjól. Róttæk fyrirætlun þó það eigi enn eftir að koma í ljós hvað mun nákvæmlega felast í þessum nýju reglum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
6/8/202130 minutes
Episode Artwork

Bólefnið ekki komið til landsins

Nokkuð hefur verið um að fólk sem boðað var í bólusetningu með bóluefni Janssen á fimmtudag, afþakki boðið. Skammtarnir sem á að nota verða gefnir með þeim fyrirvara að efnið skili sér til landsins í tæka tíð. Stjórnendur Landspítala vinna nú með hraði að lausn á fyrirsjáanlegum vanda á bráðadeild spítalans. Marktækur munur er á andlegri heilsu innflytjenda og innfæddra Íslendinga í kórónuveirufaraldrinum. Þetta sýnir rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins. Slakað hefur verið á smitvörnum í stærstu borgum Indlands. Kórónuveirusmitum hefur fækkað þar að undanförnu. Refapörum á Hornströndum og í Snæfellsjökulsþjóðgarði hefur ekki fjölgað eftir friðun þótt refum annars staðar á landinu hafi fjölgað umtalsvert á tuttugu árum. Það er gott líf í vaxtajöðrunum í hrauninu í Nátthaga segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði. Hraun rennur enn ofan í dalinn, þó að rennsli hafi stöðvast í sumum hraunánum og storknað yfir aðrar. Hann segir að framleiðni í gosinu sé svipuð, hraunið renni úr rás sem ekki sést, út í hraunár og á um 10 mínútna fresti komi gusur upp úr gígnum. Ragnhildur Thorlacius talar við Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing. Frumvarp um brotastarfsemi á vinnumarkaði sem átti að leggja fram í tengslum við lífskjarasamninginn verður ekki lagt fram fyrir þinglok. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að leggja fram frumvarp hefur ekki náðst sátt um það innan verkalýðshreyfingarinnar. Líklegt er að tekist verði á um málið í næstu kjaraviðræðum. Arnar Páll Hauksson sagði frá. Breska stjórnin hefur haft mörg orð um nauðsyn þess að bæta skólakrökkum upp námstíma sem glataðist vegna lokaðra skóla í veirufaraldrinum. Ráðinn sérstakur umsjónarmaður aðgerða en nú, um fjórum mánuðum síðar, hefur hann sagt af sér því stjórnin vilji ekki reiða fram það fé sem þurfi til að aðgerðir skili árangri. Þetta þykir dæmi um vanefndir fyrri loforða og bætist við önnur slík mál sem valda urgi í Íhaldsflokknum. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
6/7/202130 minutes
Episode Artwork

Gætu hækkað stýrivexti

Seðlabankinn gæti brugðist við hækkun heimsmarkaðsverðs á hrávöru með vaxtahækkun. Slík hækkun kæmi á versta tíma fyrir fyrirtæki og heimili að mati aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins. Fjármálaráðherra segir útilokað að hægt verði að afgreiða frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð í núverandi mynd. Sóttvarnalæknir mælir gegn því að fólk fari í mótefnamælingu eftir bólusetningu gegn COVID án samráðs við lækni. Erfitt geti verið að túlka niðurstöðuna og slíkt geti valdið meiri óvissu og óþægindum en átti að leysa. Níu af hverjum tíu Íslendingum ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt nýrri könnun Ferðamálastofu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti vonast til þess að fundur hans með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, leiði til bættra samskipta landanna. Þeir sem eru fullbólusettir geta í næstu viku sótt græna passann eða strikamerkt vottorð upp á að þeir séu fullbólusetningar. Passinn auðveldar ferðalög til að minnsta kosti 14 landa á evrópska efnahagssvæðinu. Arnar Páll Hauksson talar við Inga Steinar Ingason. Heilbrigðiskerfið er fast í vítahring þess að ekki er hægt að fjölga hjúkrunarfæðinemum, þar sem spítalarnir geta ekki tekið við fleirum í verknám. Undanfarið hefur tekist að fjölga nemum, en það tekur mörg ár að útskrifa nægilega marga hjúkrunarfræðinga til að hægt sé að manna heilbrigðiskerfið eins og æskilegt er segir Herdís Sveinsdóttir deildarforseti hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. Ragnhildur Thorlacius segir frá og ræðir við Herdísi Sveinsdóttur prófessor í hjúkrunarfræðideild og starfandi deildarforseta.
6/4/202130 minutes
Episode Artwork

Metinn ósakhæfur

Marek Moszczynski, sem var ákærður fyrir þrjú manndráp og tíu manndrápstilraunir með því að kveikja í húsi á Bræðraborgarstíg, var í dag metinn ósakhæfur. Héraðsdómur úrskurðaði að hann skuli sæta öryggisvistun á viðeigandi stofnun. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur kvartað til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og telur að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafi brotið prófkjörsreglur. Dómur Hæstaréttar í tryggingamáli manns sem hlaut varanlega örorku eftir fall af reiðhjóli gæti haft víðtæk áhrif á tryggingafélögin og Sjúkratryggingar Íslands. Þingmaður Pírata gagnrýnir harðlega þær aðgerðir Vinnumálastofnunar, og þar með stjórnvalda, að svipta hátt í 400 manns atvinnuleysisbótum fyrir að hafna boðum um störf. Félagsmálaráðherra segir aðgerðir stjórnvalda hafa gripið langflesta í faraldrinum. Stífluð gömul borhola sem ekki hefur bært á sér í þrjátíu ár breyttist í goshver í fyrradag og hefur síðan gosið mörgum sinnum á klukkustund í hátt í þrjátíu metra. Ráða þarf um 25 nýja lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu vegna styttingar vinnuvikunnar. Alls er gert ráð fyrir að ráða verði 75 nýja lögreglumenn á öllu landinu. Gert ráð fyrir að á ársgrundvelli verið varið um 900 milljónum króna vegna styttingar vaktavinnutímans hjá lögreglu, Landhelgisgæslunni og fangavörðum. Ekki er enn ljóst hvaða upphæðir koma í hlut hvers lögregluembættis. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur. Heyrist í Sonju Ýr Þorbergsdóttur og Helgu Sigurðardóttur. Nýlega dæmdi Landsréttur í hrunmáli sem varðar ábyrgð stjórnenda gamla Landsbankans. Málið varpar ljósi á ýmislegt annað, meðal annars eignarhald stærstu eigenda bankans, feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Sá þáttur kemur líka við sögu í hópmáli hluthafa í gamla Landsbankanum gegn Björgólfi Thor. Einnig að endurskoðunarfyrirtækið PriceWatherhouseCoopers greiddi þrotabúi Landsbankans 1,1milljarð króna gegn því að búið félli frá málsókn sem í alþjóðlegu samhengi er nokkuð einstök niðurstaða. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
6/3/202130 minutes
Episode Artwork

Ekki vísbendingar um njósnir

Formaður Starfsgreinasambandsins segir að fyrirtæki sem fengu uppsagnarstyrki en endurráða ekki starfsfólk sitt eigi að beita viðurlögum. Hann segir slík lögbrot vera til skammar. Engar vísbendingar eru að svo komnu um að njósnir Þjóðaröryggissstofnunar Bandaríkjanna hafi beinst að íslenskum hagsmunum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í dag við varnarmálaráðherra Danmerkur. Borgarstjóri sér ekki ástæðu til að lækka fasteignaskatta eftir að nýtt fasteignamat var birt í vikunni. Þegar sé búið að lækka fasteignaskatta hjá borginni á seinustu árum. Mikill munur er á heilsu og lifnaðarháttum milli þjóðfélagshópa hér á landi samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar, á vegum embættis Landlæknis. Stofnunum samfélagsins ber að bregðast hratt við að mati skýrsluhöfunda. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, ætlar að endurgreiða um tvær milljónir króna fyrir mat sem sendur hefur verið í bústað forsætisráðherra í Helsinki. Málið hefur valdið Marin vandræðum en það kom upp örfáum dögum áður en sveitarstjórnarkosningar verða. Nærri allir sem fara inn á hjúkrunarheimili andast þar og til þess að veita fólki líknandi meðferð þarf fagþekkingu, segir prófessor í öldrunarhjúkrun. Fæst hjúkrunarheimili ná lágmarksviðmiði um fagmenntaða starfsmenn. Nokkurra ára gömul rannsókn sýnir að rúmlega 40 prósent dauðveikra á hjúkrunarheimilum þjáist daglega af slæmum eða óbærilegum verkjum. Ragnhildur Thorlacius sagði frá og ræddi við Ingibjörgu Hjaltadóttur prófessor í öldrunarhjúkrun. Um 160 til 170 þúsund manns eru nú með nýja smitrakningarappið í símum sínum. Þeirra á meðal eru líka erlendir ferðamenn. Smitrakningarteymi almannavarna hefur ekki enn borist vitneskja um að einhverjir hafi fengið tilkynningar um að þeir hafi verið nærri smituðum einstaklingum. Arnar Páll Hauksson talar við Álaf K. Ragnarsson og Jóhann Björn Skúlason. Á að skylda fólk til að láta bólusetja sig? Kannski ekki alla en hugsanlega heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk elliheimila? Þetta er ákaft rætt í Bretlandi þar sem bólusetning er farin að hafa áhrif en líka orðinn munur milli landshluta og þjóðfélagshópa eftir því hvort fólk lætur bólusetja sig eða ekki. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
6/2/202130 minutes
Episode Artwork

Álag á heilsugæslu, mannekla í lögreglu, njósnamál Dana

Spegillinn 1. júní 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Stjórn Félags íslenskra heimilislækna biður heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar að sýna auknu álagi á heilsugæslunni skilning og veita meira fjármagn til hennar. Rætt við Salóme Ástu Arnardóttur , formann Félags íslenskra heimilislækna. Stjórnarflokkarnir þrír gætu haldið velli, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi og fengið 34 þingmenn ef kosið yrði nú. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir viðbúið að þörf verði á fleiri bóluefnaskömmtun hingað til lands á næstu árum til að hægt verði að endurbólusetja fólk. Gert er ráð fyrir að yfir 90 prósent fullorðinna hafi í það minnsta fengið einn bóluefnaskammt í lok þessa mánaðar Sambúð Hvít-Rússa við grannlönd sín í vestri er nú við frostmark og stjórnin í Minsk hefur slitið stjórnmálasambandi við Lettland. Níu sunnlensk sveitarfélög hafa tekið sig saman og sett á fót nefnd til að skipuleggja Suðurhálendið. Nefndin er ekki stofnuð til höfuðs Hálendisþjóðgarði segir Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar og formaður nefndarinnar. Lengri umfjöllun: Fjölnir Sæmundsson, formaður Landsambands lögreglumanna segir að lögreglumenn kvíði sumrinu vegna manneklu. Ekki hafi verið ráðið í stöður sem urðu til vegna styttingar vinnuvikunnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að búið sé að fá vilyrði fyrir 900 milljóna króna fjárframlagi til að hægt sé að ráða fleiri lögreglumenn. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Sigríði og Fjölni. Íslensk stjórnvöld hafa fylgst með þróun njósnamála í Danmörku frá því að upplýst var um þau í fyrrahaust. Áhyggjur stjórnvalda beinast að þeim þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Einn þeirra liggur beint héðan til Danmerkur. Rættt er við Guðmund Arnar Sigmundsson, forstöðumann CERT-IS. Arnar Páll Hauksson tók saman.
6/1/202130 minutes
Episode Artwork

Njósnir Dana, fjármálaáætlun, minnkandi jöklar

Spegillinn 31. maí 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur að hættunni sé boðið heim með fjölgun ferðamanna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir að eftirlitsdeild almannavarnadeildar kanni hvort fólk virði sóttkví. Aðeins hafi þurft að vísa örfáum tilfellum til lögreglu. Leiðtogar Frakklands og Þýskalands krefjast þess að upplýst verði hvað hæft sé í fréttum um að Bandaríkjamenn hafi njósnað um evrópska samherja þeirra með hjálp Dana. Alþingi samþykkti í dag fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára. Forsætisráðherra hefur trú á því að atvinnulífið nái kröftugri viðspyrnu þegar Covid-faraldrinum lýkur. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins og Halldóra Mogensen á Alþingi í dag. Íslenskir jöklar hafa minnkað um 18 prósent að flatarmáli frá lokum 19. aldar eða um tvö þúsund og tvö hundruð ferkílómetra. Rætt við Odd Sigurðsson, jarðfræðing sem er annar höfunda nýlegrar greinar um breytingar á útbreiðslu íslenskra jökla. Lengra efni: Samskipti Svisslendinga og Evrópusambandsins eru nú í uppnámi eftir að Svisslendingar slitu viðræðum við sambandið eftirt sjö ára samningaþóf. Svisslendingar kusu á sínum tíma að fara sínar eigin leiðir í samningum við Brussel en það hefur ekki gengið þrautarlaust fyrir sig. Jón Björgvinsson í Sviss sagði frá Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé mjög alvarlegt mál að Bandaríkjamenn hafi njósnað með aðstoð frá dönsku leyniþjónustunni um háttsetta stjórnmálamenn, embættismenn, fyrirtæki og stofnanir í nágrannalöndum Danmerkur. Hún hefur áhyggjur af því hvaða áhrif þetta geti haft á traust á milli Norðurlandaþjóðanna. Arnar Páll Hauksson, ræddi við hana Nokkur fyrirtæki hér á landi taka nú þátt í að þróa hugbúnað sem auðveldar þeim að reikna út og fylgjast með kolefnisspori sínu á hraðari og betri hátt en áður. Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir hagfræðingur og Stefán Kári Sveinbjörnsson verkfræðingur fengu hugmyndina að hugbúnaðinum þegar þau voru við störf hjá Landsvirkjun. Þau hafa nú stofna fyrirtækið Greenfo í kringum hana. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Stefán og Ólöfu
5/31/202130 minutes
Episode Artwork

Miljarður til hjúkrunarheimila

Framlög til hjúkrunarheimila verða aukin um milljarð, samkvæmt fjáraukalagafrumvarpi sem lagt verður fram eftir helgi. Fjármálaráðherra segir að þetta sé tímabundin aðgerð. Lyfjstofnun Evrópu heimilar að ungmenni á aldrinum 12 til 15 ára verði bólusett við kórónuveirunni með bóluefni frá Pfizer-BioNTech. Jarðvegsfok síðustu daga hefur ekki verið meira síðan í Eyjafjallagosinu fyrir rúmum 10 árum. Mistrið er einna þéttast á Suðurlandi. Vonskuveður er víða á suðvestanverðu landinu. Fyrrverandi bankastjóri gamla Landsbankans var í dag dæmdur skaðabótaskyldur vegna láns til eins aðaleigenda bankans. Slitastjórn gamla bankans fær þó aðeins 50 milljónir upp í nærri ellefu milljarða kröfu. Mynd: Arnar Páll Hauksson / Arnar Páll Hauksson Friðrik Jónsson, nýr formaður Bandalags háskólamanna, vill hefjast handa strax við að bæta, breyta og byggja upp bandalagið þannig að það þjóni betur fjölbreyttum verkefnum sem eru fram undan. Hann vill líka bæta vinnubrögð á íslenskum vinnumarkaði og stefnir að því að nýr kjarasamningur verði tilbúinn áður en núverandi samningur rennur út. Arnar Páll Hauksson talaði við Friðrik. Norska lögreglan hefur kynnt nýjar vísbendingar um hverjir gætu hafað rænt Anne - Elizabeth Hagen fyrir nær þremur árum. Hún er enn ófundin. Nú telur lögregan að aðeins lítill hópur hámenntaðra tæknimanna, jafnvel úr fjármálaheiminum, hafi búið yfir nægri þekkingu til að skipuleggja svo torleystan glæp. Nú er þessara manna leitað. Gísli Kristjánsson sagði frá Ein megin forsenda fyrir úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu, að mati þeirra sem studdu hana, var að Bretar gætu þar með samið um viðskipti við önnur ríki, óheftir af samflotinu við ESB. Deilur í Bretlandi um viðskiptasamning við Ástralíu sýna að það er ekki auðvelt að ákveða hvaða hagsmunir vegi þyngst. Sigún Davíðsdóttir sagi frá.
5/28/202130 minutes
Episode Artwork

Vaktavinnufólk á LSH, hjúkrunarheimilin og rísandi ferðaþjónusta

Spegillinn 27. maí 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Hæstiréttur sýknaði Íbúðalánasjóð í dag í máli vegna uppgreiðslugjalda lána og ómerkti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í öðru svipuðu máli. Rætt við Jónas Fr. Jónsson lögmann hjónanna sem þurfa að fara aftur með sitt mál til héraðsdóms. Víðir Reynisson segir nýja rakningarappið auðvelda rakningu og fækka þeim sem þurfa að fara í sóttkví. Hann hvetur ungt fólk sem ætlar að djammið um helgina að hlaða appinu niður. Frakklandsforseti viðurkenndi í dag þátt Frakka í þjóðarmorðinu í Rúanda fyrir 27 árum og baðst fyrirgefningar fyrir hönd þjóðarinnar. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims krefjast þess að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi láti blaðamanninn og stjórnarandstæðinginn Roman Protasevich lausan án tafar og nokkurra skilyrða. Mannabein sem rak á land í Vopnafirði og fundust fyrsta apríl síðastliðinn eru af skipverja sem féll fyrir borð á fiskiskipinu Erling KE-140 í maí í fyrra. Mikill meirihluti vaktavinnufólks á Landspítalanum ætlar að auka við starfshlutfall sitt vegna styttingar vaktavinnu. Deildarstjóri segir að vegna styttingarinnar gæti orðið erfiðara að manna stöður í sumar. Arnar Páll Hauksson, ræddi við Helgu Sigurðardóttur, deildarstjóra mönnunar- og starfsumhverfisdeildar Landspítalans Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra telur að ekki liggi fyrir fullnægjandi greining á hvert fjárframlag ríkisins ætti að vera í rekstri hjúkrunarheimilanna. Þetta sagði hún á málþingi um greiningu á rekstrarkostnaði þeirra sem haldið var í dag. Einnig heyrist í Gylfa Magnússyni, prófessor við HÍ sem fór fyrir verkefnisstjórn um rekstur heimilanna og rætt við Aldísi Hafsteinsdóttur, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún segir að sveitarfélögin vilji að brugðist sé við skýrslu verkefnastjórnarinnar með fjármagni því að öðrum kosti verði ófremdarástand í þessum geira Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að teikn séu á loft um að landið sé að rísa í ferðaþjónustunni. Batamerki séu greinileg. Mestu máli skipti hverskonar ferða menn komi hingað. Þeir ferðamenn sem þegar eru búnir að bóka ferðir hingað ætli að dvelja hér lengur en í meðalári.
5/27/202130 minutes
Episode Artwork

Mannúðarkrísa vegna flóttamanna, Varnargarðar Grindavík

Spegillinn 26.5. 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Sextán sjúklingar liggja nú fastir á bráðamóttöku Landspítalans því fullt er á öðrum deildum spítalans. Vegna skorts á bráðalæknum er til umræðu að fá aðra sérgreinalækna til að sinna ákveðnum störfum á bráðamóttökunni. Fasteignaverð hækkar um 22% frá þessu ári til ársloka 2023 að mati Íslandsbanka, en stærsti hluti hækkunar þessa árs sé kominn fram. Rætt við Jón Bjarka Bentsson yfirhagfræðing Íslandsbanka og Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins Aukinn hlutur einkareksturs í heilbrigðisþjónustu á undanförnum árum er á skjön við viðhorf almennings sem vill að hið opinbera reki og fjármagni lykilstofnanir í heilbrigðisþjónustu. Þetta segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði. Þingflokkur Pírata hefur sent formlegt erindi til ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, um að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit hér á landi í alþingiskosningunum í haust. Flokkurinn lýsir yfir áhyggjum af afskiptum Samherja af fjölmiðlum og prófkjörsmálum. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagðist á Alþingi í dag hafa fundað með fulltrúum ÖSE til að meta þörf á auknu eftirliti í haust. Gróft svifryk fauk yfir suðvesturhornið í dag. Það er ekki rakið til eldgossins á Reykjanesskaga heldur til suðurstrandarinnar. Rætt við Þorstein Jóhannsson, loftgæðasérfræðing hjá Umhverfisstofnun Stjórnvöld í Þýskalandi ætla að leggja tvo og hálfan milljarð evra í sérstakan sjóð sem ætlað er að hleypa nýju lífi í menningarstarfsemi landsins. Hún hefur legið í dvala síðustu misseri vegna heimsfaraldursins. Það stefnir í alvarlega mannúðarkrísu hér á landi ef haldið er áfram að vísa flóttamönnum á götuna, segir Áshildur Linnet, teymisstjóri hjá Rauða krossinum. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana Kæling líkt og beitt var í Heimaeyjargosinu gæti verið valkostur ef verja þarf höfnina í Grindavík. Lagt er til að leiðigarðar verði látnir umlykja bæinn til að verja hann hrauni í því eldsumbrotaskeiði sem virðist hafið á Reykjanesskaga. Reyna á að leiða hraun fram hjá höfninni. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá Ragnhildur Thorlacius talaði við hann og Ara Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís Einnig verður sagt frá uppákomunni í Bretlandi þar sem fyrrum aðalráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sakaði stjórnvöld um að hafa sofið á verðinum þegar COVID-19 faraldurinn blossaði upp. Sigrún Davíðsdóttir talar frá London.
5/26/202130 minutes
Episode Artwork

Fjölmiðlafrumvarpið samþykkt

Einkareknir fjölmiðlar fá styrki úr ríkissjóði til fréttaflutnings og umfjöllunar um samfélagsmál til loka næsta árs. Menntamálaráðherra segir fjölmiðla styrkjast með þessari lagasetningu en þingmenn Miðflokksins og Pírata fordæmdu fjölmiðlafrumvarpið þegar það var samþykkt í dag. Búið er að fullbólusetja helming fullorðinna Bandaríkjamanna gegn kórónuveirunni. Japanir hafa framlengt neyðarástand vegna COVID19 til 20. júní. Ólympíuleikarnir eiga að hefjast í Tókýó 23. júlí. Það þyrfti að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til að verja innviði á Reykjanesskaga vegna eldsumbrota sem búast má við á næstu árum, áratugum og öldum. Verja þarf bæi, orkuver, heita- og kaldavatnslagnir og háspennulínur. Hópursem almannavarnir hafa kallað til, telur að rétt sé að hefjast handa við forvarnir frekar en að bregðast við þegar eldgos er hafið. Ragnhildur Thorlacius sagði frá og talaði við Ara Guðmundsson. Enn eru ónýttur um háfur milljarður króna vegna ferðagjafarinnar sem staðið hefur öllum eldri en 18 ára til boða frá því í júní í fyrra. Fram til mánudags er mögulegt að nýta og sækja um gjöfina. Á þriðjudag stendur ný ferðagjöf síðan til boða. Arnar Páll Hauksson segir fá. Eftir nýafstaðnar kosningar til skoska þingsins var Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins ekki sein á sér að lýsa yfir að niðurstöðurnar gæfu öðru þjóðaratkvæði um sjálfstæði byr undir báða vængi. Við nánari athugun er spurning hvort svo sé í raun og þá hvernig hún muni taka á flókinni stöðu. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
5/25/202130 minutes
Episode Artwork

Bóluefni til fátækra ríkja, gosmóða í góðu veðri

Spegillinn 21. maí 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Lyfjafyrirtækin sem þróuðu bóluefni gegn COVID-19 ætla að framleiða þrjá og hálfan milljarð skammta á næstu misserum og selja fátækum ríkjum á niðursettu verði eða kostnaðarverði. Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á þriðjudag. 150 fá að koma saman í stað 50 og fyrsta skrefið verður stigið í átt að því að afnema grímuskyldu. Skiptar skoðanir voru um það meðal fólks sem fréttastofa tók tali í dag. Rætt við fólk á förnum vegi sem voru þau Sölvi Fannar Ragnarsson , Vilborg Helgadóttir, Ragnhildur Konráðsdóttir, Katrín Ólafsdóttir og Drífa Þrastardóttir Mikill hraunstraumur rennur nú að vestari varnargarðinum í Nafnlausadalnum í Meradölum og stutt í að hraunflæði nái yfir garðinn. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum segir framkvæmdina nauðsynlega. Hátt í 30% Íslendinga eru nú fullbólusettir og mismunandi er eftir landshlutum hvaða árgöngum hefur verið boðin bólusetning. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að handahófskennd bólusetning hefjist í næstu viku. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að rekstur sveitarfélaga sé betri en menn óttuðust. Hún segist styðja tillögur starfshóps sem kveða á um að aðeins kjörnir fulltrúar séu gjaldgengir sem formenn sambandsins og stjórnarmenn. Rætt við Aldísi Hafsteinsdóttur, formann sambandsins. Lengra efni: Gera má ráð fyrir meiri gosmóðu í andrúmsloftinu ef eldgosið heldur áfram og veður er gott í sumar. Við þær aðstæður verða ákveðin efnahvörf í brennisteinsgasinu sem veldur gosmóðunni. Þetta segir Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hann Norrænt samstarf hefur steytt á skeri í Covid19-farsóttinni og tiltrú almennings á norrænt samstarf hefur beðið alvarlega hnekki. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu frá Norðurlandaráði. Forseti Norðurlandaráðs hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum með norrænt samstarf á síðustu mánuðum. Jóhann Hlíðar Harðarson tók saman Bretar máttu frá sextánda maí ferðast út fyrir landsteinana. Þrátt fyrir það, hvetja ýmsir ráðherrar, þeirra á meðal Boris Johnson, fólk til að fara hvergi. Ferðaþjónustan er ekki sátt og kallar þetta tvískinnung. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá
5/21/202130 minutes
Episode Artwork

Fundi Norðurskautsráðsins lokið

Bæði verður kallað inn af handahófi í bólusetningu í júní og boðið upp á opna bóluefnadaga þar sem fólk getur bókað sig í bólusetningu. Eftir viku verður líklega alfarið hætt að bólusetja við kórónuveirunni eftir aldri. Kristín Sigurðardóttir talaði við Óskar Reykdalsson og Þórólf Guðnason Öryggisráð ísraelsku ríkisstjórnarinnar situr enn á fundi og ræðir hvort hætta skuli loftárásum á Gaza. Þrýstingur frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum er sagður hafa haft áhrif á að dregið hafi úr árásum Ísraelsmanna. Hernaðarlegmálefni eru ekki á verkefnalista Norðurskautsráðsins. Samt sem áður má segja að aukin hernaðarumsvif og stirt samband Rússlands og Bandaríkjanna hafi svifið yfir vötum á ráðherrafundi ráðsins sem lauk í Reykjavík í dag. Kannski var þetta stóra málið á fundinum. Albert Jónsson, fyrrverandi sendirherra og sérfræðingur í erlendum málefnum, segir áhugavert hvernig Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands tók á þessum málum og það hafi ekki komið á óvart. Arnar Páll Hauksson ræddi við hann. Annað hvort þarf að skilgreina upp á nýtt hugmyndir um norræna samstöðu eða leggja meira í hana, að mati Piu Hansson forstöðumanns Alþjóðamálastofnunar. Norrænu ríkin hafi iðkað samvinnu á vissum stigum, en ekki samstöðu í viðbrögðum við heimsfaraldrinum. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hana. Á tíunda tímanum í kvöld liggur fyrir hvort Daði og Gagnamagnið kemst upp úr síðari undanriðlinum í Eurovision. Veðbankar spá þeim góðu gengi. Markús Þórhallsson
5/20/202130 minutes
Episode Artwork

Lavrov kominn til landsins

Útlendingastofnun hefur svipt hóp palestínskra hælisleitenda, sem til stendur að endursenda til Grikklands, húsnæði og tekið af þeim fæðisgreiðslur. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands kom til landsins síðdegis. Hann fundar í kvöld með utanríkisráðherra Bandaríkjanna Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga flugfélagið Play og krefst þess að gerður verði raunverulegur kjarasamningur við flugfreyjur. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar ASÍ í dag. Bandaríkjaforseti þrýstir á stjórnvöld í Ísrael að draga úr árásum á Gaza-svæðið með það að markmiði að koma á vopnhléi. Eldflaugum var skotið á Ísrael frá Líbanon í dag. Eldgosið við Fagradalsfjall hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Hraunflæðið hefur síðustu vikur verið tvöfalt meira en það var í upphafi. Það þarf að slaka á fasteignamarkaðinum, sem ber merki ofsa að mati Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd bankans ákvað í morgun að hækka stýrivexti um 0,25%. Það hækkar vexti á óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum. Haukur Holm fréttamaður ræddi við seðlabankastjóra að afloknum blaðamannafundi í bankanum og spurði af hverju peningastefnunefndin hefði ákveðið að hækka vexti. Haukur Holm talaði við Ásgeir Jónsson seðlabaknastjóra. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands vonar að á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins á morgun verði tekin ákvörðun um að bannað verði að nota svartolíu á norðurslóðum. Hann bindur vonir við að Ísland stuðli að því að í ráðherraályktun fundarins verði kafli um svartolíubann. Arnar Páll Hauksson ræddi við Árna Finnsson. Norðmenn ætla ekki að afglæpavæða minni skammta af eiturlyfjum. Erna Solberg forsætisráðherra lenti í minnihluta með frumvarp sitt í Stórþinginu. Miðað var við 5 grömm af sterkari efnum og 15 af hassi en þingmenn sögðu nei. Norski forsætisráðherra ætlar að gera málið að kosningamáli í haust og bæta við auknu frjálsræði í sölu á áfengi. Gísli Kristjánsson sagði frá.
5/19/202130 minutes
Episode Artwork

Valdabarátta stórveldanna

Skynja má töluverða valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins í Hörpu á fimmtudag. Forsætisráðherra segir greinilegt að bæði Rússar og Bandaríkjamenn séu að marka sér stöðu fyrir fundinn. Íþróttasamband Íslands krefst þess að íþróttafólk sem tekur þátt í alþjóðlegum verkefnum fyrir Íslands hönd fái forgang í bólusetningu. Sóttvarnalæknir segir að ekki sé hægt að bregðast við öllum áköllum án þess að riðla öllu kerfinu. Bregðast þarf með markvissum hætti við fjölgun fólks með sykursýki tvö á Íslandi. Rannsókn Hjartaverndar sýnir að tvöfalt fleiri voru með sykursýki tvö árið 2018 en 2005. Þolendur ofbeldis þurfa aukið tillit á vinnustöðum vegna #metoo. Þetta kemur fram í stuðningsyfirlýsingu BSRB. Skimað verður í gámum á planinu utan við Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli og búast má við bið eftir skimun síðdegis þegar margar flugvélar lenda á svipuðum tíma. Tvöfalda þarf fjölda starfsmanna við skimun, að minnsta kosti, segir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vonast er til að slembibólusetning geti hafist í næstu viku og að í lok júní geti fólk pantað sér tíma í bólusetningu og valið bóluefni. Ragnhildur Thorlacius talar við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að fjöldi ferðamanna í ár verði um 800 þúsund. Á næsta ári komi hingað ein og hálf milljón ferðamanna og 2023 verði ferðamannafjöldinn kominn í tvær milljónir. Þá er því spá að verðbólgan á þessu ári verði 4% en fari niður í 2,5% á næsta ári. Þá eru horfur á atvinnuleysi verði tæplega 9% á þessu ári. Arnar Páll ræðir við Daníel Svavarsson. Það er margt að breytast í Bretlandi í kjölfar Brexit, úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu, um síðustu áramót. Þá einnig reglur um búsetu, varða bæði fólk frá ESB- og EES-löndum, því einnig Íslendinga. Breytingarnar varða bæði fólk, sem þegar býr í Bretlandi og fólk, sem hyggst flytja þangað. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við Sturlu Sigurjónsson sendiherra Íslands í Bretlandi um þessar breytingar. Sigrún Davíðsdóttir segir frá
5/18/202130 minutes
Episode Artwork

Norðurskautsráðið og Rússar, lægstu laun flugfreyja hjá Play

Spegillinn 17.maí 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Rússland tekur við formennsku af Íslandi í Norðurskautsráðinu á fimmtudaginn. Það er mat íslenskra ráðamanna að vel hafi tekist til þótt kórónuveirufaraldurinn hafi hamlað starfi ráðsins. Rætt við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Einar Gunnarsson sendiherra og formann embættismannanefndar Norðurskautsráðsins Mikill viðbúnaður er í tveimur ríkjum á Indlandi vegna öflugs fellibyls sem náð hefur landi. Flytja þarf hundruð COVID-19 sjúklinga af bráðabirgðasjúkrahúsum vegna óveðursins. ÁTVR hyggst fara fram á lögbann á áfengissölu á netinu og kæra starfsemina til lögreglu. Íslendingar mega kaupa áfengi í gegnum erlendar netverslanir en heildverslunin Santewines opnaði í mánuðinum netverslun fyrir íslenskan markað. Fyrirtækið er skráð í Frakklandi og þar af leiðandi erlend netverslun. Lagerinn er hins vegar á Íslandi og vörurnar fást afhentar samdægurs. Rætt við Arnar Sigurðsson, eigandi netverslunarinnar Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda furðar sig á því að ríkisháskólarnir bjóði niðurgreidd námskeið í beinni samkeppni við einkafyrirtæki. Stjórnvöld séu í raun að veita einkafyrirtækjunum tvöfalt högg. Rætt við Ólaf Stephensen, framkvæmtastjóra SA Lengra efni: Skilja má orð utanríkisráðherra Rússlands, um að Rússar eigi Norðurheimskautið, á tvo vegu segir prófessor í alþjóðastjórnmálum. Fundur utanríkisráðherra ríkja Norðurskautráðsins hefst á miðvikudaginn. Bergljót Baldursdóttir, ræðir við Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði. Forseti ASÍ segir að sér hafi brugðið þegar hún sá kjarasamning flugfreyja við flugfélagið Play. Hann kveði á um lægstu laun sem sést hafi á íslenskum vinnumarkaði um þessar mundir. Arnar Páll Hauksson, ræddi við Dífu Snædal, forseta ASÍ
5/17/202130 minutes
Episode Artwork

Átakið Hefjum störf, UArtic ráðstefnan

Spegillinn 14.5.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Nokkur dæmi eru um að smit hafi greinst hjá bólusettu fólki hérlendis, segir sóttvarnalæknir. Ekki sé komið að því að bólusettir geti verið grímulausir. Hann vonar að verði hægt að slaka á grímunotkun í júní, júlí þegar 60 eða 70 prósent hafa verið bólusett. Rætt er við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni Helmingur fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti fyrri bólusetningu við COVID-19 og þar af eru 22 prósent fullbólusett, eða 65 þúsund manns. Rætt við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að #metoo-bylgjan sem nú er í gangi sýni að þörf sé á frekari aðgerðum til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Hún kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun samantekt um þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar gripið til á yfirstandandi kjörtímabili. Rætt við Katrínu Jakobsdóttur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur ríkar þjóðir heimsins til að hætta að bólusetja börn gegn COVID-19 og gefa bóluefnið frekar þeim sem minna mega sín efnahagslega. Aflaheimildir sem ætlaðar eru til strandveiða í ár duga ekki til að ljúka tímabilinu segir talsmaður smábátaeigenda. Sjöhundruð smábátar verða við strandveiðar í sumar Rætt við Örn Pálsson. taldmann smábátaeigenda Lengra efni: Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að störfum rigni inn til stofnunarinnar vegna átaksins Hefjum störf. Tæplega 1700 manns hafa verið ráðnir frá því að það hóst í maprí. Nú erum um 6600 störf í boði. Arnar Páll Hauksson ræddi við Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar Halla Hrund Logadóttir, einn af stofnendum og stjórnendum Miðstöðvar norðurslóða við Harvard-háskóla og verðandi orkumálastjóri, bindur vonir við fund Norðurskautsráðsins í næstu viku. Hún telur að ráðstefna háskóla norðurslóða gefi tóninn eftir COVID-19 og verði vonandi sá stökkpallur háskólasamfélagsins inn í aukna samvinnu sem mikil þörf sé fyrir. Bergljót Baldursdóttir ræðir við hana um hraðar loftslagsbreytingar á norðurslóðum og fund utanríkisráðherra Norðurskautsráðsins. Einu sinni reyndu stjórnmálamenn ákaft að komast í fjölmiðla. Nú er öldin önnur. Breskir stjórnmálamenn sneiða hjá ákveðnum fréttaþáttum og fréttamönnum vegna þess að þeir vilja sjálfir stýra hvernig boðskapnum er komið á framfæri. Það tekst þó ekki alltaf. Sigrún Davíðsdóttir segir frá
5/14/202130 minutes
Episode Artwork

Eldar á þremur stöðum

Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar segir erfitt að horfa upp á sviðna jörð eftir gróðurelda. Gróður hefur logað á þremur stöður á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Hamas-samtökin hóta að skjóta eldflaugum á háhýsi í Tel Aviv ef Ísraelsher hættir ekki árásum á Gaza-svæðið. Félagsmálaráðherra segir að tryggt verði að allir námsmenn sem vilji sumarstarf fái vinnu í sumar. 2.500 sumarstörf verða í boði fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, í tengslum við átakið Hefjum störf. Átta skipasmíðastöðvar vilja bjóða í smíði nýs rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnun. Þetta varð ljóst þegar forútboð í smíðina var opnað hjá Ríkiskaupum Þó liðin sé rúm vika frá því að gosið í Geldingadölum byrjað að gjósa með stuttum hléum er ekkert lát á hraunflæðinu, sjálf hraunáin hefur heldur færst í aukana. Þorvaldur Þórðarson, prófessorí eldfjallafræði segir að framan af hafi flæðið verði á bilinu 5-10 rúmmetrar á sekúndu en sé nú á bilinu 10-15 rúmmetrar. Hann segir að hraunáin og gosvirknin í gígnum sé í raun að haga sér sjálfstætt. Hann segir líka að það hljóti að liggja hraunrás úr gígnum í Geldingadölum sem við sjáum ekki. Um hana renni hraun auk kvikunnar sem gýs upp úr gígnum. Arnar Páll Hauksson talaði við Þorvald Þórðarson. Líklegt er að noktun Pfizer-bóluefnisins á börn allt niður í 12 ára aldur verði leyfð hér líkt og í Bandaríkjunum, að mati Valtýs Stefánssonar Thors barnasmitsjúkdómalæknis. Hann gerir þó ekki ráð fyrir að ungmenni verði bólusett hér fyrr en í haust í fyrsta lagi. Ragnhildur Thorlacius talaði við Valtý.
5/11/202130 minutes
Episode Artwork

Slökkviskjólan ónýt

Eina slökkviskjólan sem Landhelgisgæslan hefur til umráða og hefur nýst vel í baráttu við gróðurelda, er ónýt og slökkvigeta úr lofti er því engin. Almannavarnir hafa miklar áhyggjur af stöðunni, en vonast er til að hægt sé að fá aðra skjólu lánaða frá Svíþjóð. Erfitt er að segja til um hvenær óvissuástandi vegna gróðurelda lýkur. Slökkviliðsstjóri hvetur landsmenn til að hafa varann á í kringum gróður. Atvinnuleysi dróst saman í apríl og var 10,4 prósent. Langtímaatvinnulausum heldur þó áfram að fjölga. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsir yfir áhyggjum af afbrigði kórónuveirunnar sem geisað hefur á Indlandi síðustu mánuði. Það er talið mun meira smitandi en fyrri athuganir gáfu til kynna. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag vinnuveitanda til að greiða transmanni laun sem hann átti inni vegna veikinda eftir aðgerð, sem væri óaðskiljanlegur hluti transferils hans. Formaður Samtakanna 78 fagnar niðurstöðunni. Örfá leiðangursskip með nokkur hundruð farþega sigla við Íslandsstrendur í sumar. Ekki er von á stórum mörg þúsund manna skemmtiferðaskipum, það verður í fyrsta lagi í haust. Eigandi ferðaskrifstofunnar Atlantik býst við að hafa í ár 5-7 prósent af þeim tekjum sem fyrirtækið hafði árið 2019, en er þó þakklátur fyrir eitthvað, eftir tekjuleysi í rúmt ár. Ragnhildur Thorlacius ræðir við Gunnar Rafn Birgisson einanda ferðaskirfstofunnar Atlantik. Kafbátaeftirlit bandaríska sjóhersins á Norður- Atlantshafi sem stjórnað er frá Keflavík hefur aukist talsvert á síðustu árum. Í fyrra voru P-8 vélar hersins við kafbátaleit í 173 daga, miðað við 21 dag árið 2014 þegar kafbátaeftirlit hófst hér á nýjan leik. Athygli hefur vakið að talsvert umferð herflugvéla hefur verið síðustu daga um Keflavíkurflugvöll. Eftir bæjar- og sveitastjórnarkosningar og aðrar svæðisbundnar kosningar hefur Íhaldsflokkurinn styrkt stöðu sína en þá blasir við glíma við skosku stjórnina um sjálfstætt Skotland. Verkamannaflokknum vegnaði ekki vel og er nú í gamalkunnri stöðu: leiðtoginn umdeildur og heiftug átök innan flokksins. Nema í Wales, þar sem gamalreyndur leiðtogi Verkamannaflokksins sýnir að það er hægt að ná árangri án þess að vera það sem kallast ?heillandi leiðtogi.? Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
5/10/202130 minutes
Episode Artwork

Ný #MeToo bylgja

Fjölmargar konur hafa stigið fram á samfélagsmiðlum síðustu daga og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa verið beittar. Ný #MeToo bylgja er risin. Vegna hættu á gróðureldum verða 16 slökkviliðsmenn í Borgarbyggð á bakvakt um helgina í varúðarskyni. Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs var settur nú síðdegis. Formaður flokksins segir að kjörtímabilið hafi verið lærdómsríkt og óvenjulegt. Íslandi stendur til boða að kaupa skammta fyrir 200 þúsund manns af rússneska bóluefninu Spútnik V. Alþjóðaheilbrigðissstofnunin veitti í dag neyðarleyfi til notkunar kínverska bóluefnisins Sinopharm. Hlutafjárútboð í Síldarvinnslunni í Neskaupstað hefst á mánudaginn og stendur til miðvikudags. Frá því að byrjað var að bólusetja hér á landi gegn COVID-19 hafa verið fluttir inn um 185 þúsund skammtar af bóluefni. Þegar er áætlun um að hingað komi um 174 þúsund skammtar í maí og júní. Þeir gætu orðið fleiri því ekki liggur fyrir áætlun um afhendinu AstraZeneca og Janssen. Arnar Páll Hauksson talar við Júlíu Rós Atladóttur. Það var kosið víða í gær í Bretlandi, í bæja- og sveitastjórnir, kosið um borgarstjóra í stærri borgum og á þingin í Skotlandi og í Wales. Það tekur einhverja daga að telja en það eru úrslitin í einu kjördæmi sem fanga mesta athygli í dag. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
5/7/202130 minutes
Episode Artwork

Met í bólusetningum

Vel gekk að bólusetja hátt í þrettán þúsund manns við kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag. Aldrei hafa fleiri fengið bólusetningu á einum degi Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum á suðvesturhluta landsins. Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor segir rífandi sölu þessa dagana. Apríl sé besti sölumánuður fyrirtækisins frá upphafi. Um sex hundruð manns komu sérstaklega til landsins vegna eins stærsta tölvuleikjamóts heims sem hófst í Laugardalshöll í dag. Ferðamannasumarið verður ágætt og stærra en flestir búast við, segir framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor. Það verði engu að síður mikil áskorun fyrir fjölda fyrirtækja að komast af stað á ný, það kosti peninga og hálfsetin hótel og rútur skili tapi. Ragnhildur Thorlacius talar við Ásberg Jónsson. Þó að samkomulag hafi tekist um áramótin um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu eru mörg mál enn óafgreidd, til dæmis um fiskveiðar. Franskir sjómenn á um áttatíu fiskibátum sigldu að Ermasundseyjunni Jersey í dag, argir vegna veiðileyfa. Þeir sigldu svo heim eftir hafa vakið athygli á vandanum. Og eins og alltaf þegar fiskveiðideilur ber á góma muna Bretar þorskastríðin. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Norska fyrirtækið Orkla hefur keypt Nóa Síríus og bætt íslensku sælgætisframleiðslunni við fjölbreytt safn fyrirtækja á neytendamarkaði. Vörumerkin í safninu eru vel á þriðja hundrað í þremur heimsálfum. En hver stendur að baki þessu framsækna fyrirtæki og hverfa nú íslenku páskaeggin og suðusúkkulaðið af markaði? Gísli Kristjánsson sagði frá.
5/6/202130 minutes
Episode Artwork

Eldur í Heiðmörk, misskiptin bóluefna, vægi atkvæða

Spegillinn 4.4.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Landhelgisgæslan berjast nú við illviðráðanlegan sinubruna í Heiðmörk. Eldurinn kom upp suður af Vífilsstaðavatni á fjórða tímanum í dag. Magnús Geir Eyjólfsson, fréttamaður á vettvangi Þúsundir hafa haft samband við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og gert athugasemdir við að hafa ekki fengið boð í bólusetningu. Framkvæmdastjóri lækninga hvetur fólk til að sýna þolinmæði . Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Sigríði Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Skaðabótalög eiga að koma í veg fyrir að mál sé höfðað gegn einstaka embættismönnum stofnana, segir sérfræðingur í vinnurétti. Höskuldur Kári Schram talaði við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni Töluvert verður slakað á sóttvörnum í Danmörku síðar í þessari viku. Kvikmyndahús og líkamsræktarstöðvar taka til starfa á ný og grunnskólanemendur mæta í skólann. Lengra efni: Gífurleg misskipting á bóluefnum í heiminum verður til þess að veiran verður með okkur í áratugi. Þetta er mat Arnars Pálssonar, erfðafræðings og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands og sjötíu og sjö fremstu faraldsfræðinga í heiminum. Bergljót Baldurdsóttir ræddi við Arnar Pálsson. Með því að fjölga jöfnunarsætum þingmanna væri hægt að jafna vægi atkvæða milli flokkanna sem bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Í síðustu þremur alþingiskosningum hefur vægið ekki verið jafnt og það virðist stefna í það sama í kosningunum í haust. Arnar Páll Hauksson, ræddi við Steingrím J Sigfússon, forseta Alþingis Þann 3. maí, fyrir hundrað árum varð skipting Írlands staðreynd. Þess er nú víða minnst, á Írlandi, Norður-Írlandi og í Bretlandi. Friðarsamningurinn 1998 lægði ófriðaröldurnar á Norður-Írlandi en ýmsir óttast neikvæð áhrif Brexit og afskiptaleysis bresku stjórnarinnar. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá
5/4/202130 minutes
Episode Artwork

Hagsmunahópum grautað saman, Áherslur ASÍ

Spegillinn 3.5.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Norska fjármálaeftirlitið hefur í tveimur álitsgerðum, birtum í dag, beint harðri gagnrýni að norska bankaum DNB fyrir eftirlitsleysi með peningaþvætti. Í annarri skýrslunni er sérstaklega fjallað um viðskipti Samherja hjá bankanum. Gísli Kristjánsson, í Osló segir frá Forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar ræddu peningaþvætti og möguleika íslenskra eftirlitsstofnana til að ráðast í umfangsmiklar rannsóknir í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Tilefnið var há sekt sem norska fjármálaeftirlitið lagði á norska bankann DNB. Rætt við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar og Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Dæmi eru um að fólki, sem er í sárri þörf fyrir að komast á hjúkrunarheimili, sé hafnað margsinnis vegna þess að það er á dýrum lyfjum eða þarf mikla hjúkrun. Formaður færni- og heilsumatsnefndar höfuðborgarsvæðisins segir þetta brot á þjónustusamningum. Rætti við Pálma V. Jónsson, öldrunarlækni Hátt í 20 þúsund manns bættust fyrir helgi í forgangshóp þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og teljast vera í aukinni hættu á að veikjast alvarlega af COVID-19. Rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni COVID-19 smit á Indlandi nálgast tuttugu milljónir. Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu vel við ástandinu. Lengra efni: Forseti ASÍ segir að gríðarlega mikilvægar alþingiskosningar séu framundan í haust. Félagsmenn hreyfingarinnar verða hvattir til að nýta kosningarétt sinn. Áherslur Alþýðusambandsins í komandi kosningabaráttu voru kynntar í dag. Arnar Páll Hauksson ræddi við Drífu Snædal, forseta ASÍ Gera þarf greinarmun á hagsmunahópum og þeim sem gæta sérhagsmuna í umræðunni um að landinu sé stjórnað af hagsmunahópum. Þetta segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur sem telur að það henti þeim sem gagnrýnin beinist að að grauta öllu saman. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Henry
5/3/202130 minutes
Episode Artwork

?Það er nóg til?

Ríkisstjórnin kynnti í dag ný og framlengd úrræði vegna kórónuveirufaraldursins. Forsætisráðherra segir að styðja þurfi bæði fólk og fyrirtæki á lokametrum faraldursins. Ekki liggur fyrir hvort innanlandstakmörkunum verði aflétt í næstu viku. Búið er að bólusetja tæplega 38 prósent þeirra sem stendur til að bólusetja hér á landi, og uppfyllir það markmið afléttingaráætlunar stjórnvalda. Hundrað milljónir Bandaríkjamanna teljast fullbólusettar gegn kórónuveirunni. Liðlega helmingur þeirra hefur fengið fyrri skammtinn. Veðurfræðingur segir að mistrið yfir Suður- og Vesturlandi sé sambland áhrifa frá eldstöðvunum og mengunar frá meginlandi Evrópu. Slagorð eða kjörorð 1. maí, baráttudags verkalýðsins, er: Það er nóg til. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að það sé ekki úr lausu lofti gripið. Oft sé sagt þegar gesti ber að garði að það sé nóg til. Við eigum nóg til skiptanna. Ef gæðin eru af skornum skammti þá deilum við gæðunum með sanngjarnari hætti. ArnarPáll Hauksson talaði við Drífu Snædal og Sonnju ýr Þorbergsdóttur. Vangaveltur um áhrif heimsfaraldursins eru víða í gerjun, þá einnig áhrifin á lífið í stórborgunum og þróun þeirra. Sigrún Davíðsdóttir horfði í kringum sig í fjármálahverfinu í London og rakti hvers vænta mætti af framvindu borgarlífsins þar.
4/30/202130 minutes
Episode Artwork

Verðbólguáhyggjur og ungir umhverfissinnar um stjórnmálin

Spegillinn 29.4. 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Hægt væri að ná hjarðónæmi hraðar hér á landi ef farið yrði að bólusetja yngstu aldurshópana eða ef boðað yrði handahófskennt í bólusetningu. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Íslensk erfðagreining kynnti í dag. Rætt við Pál Melsted, tölfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að ekki sé hægt að kenna kórónuveirufaraldrinum alfarið um hallarekstur borgarinnar. Afkoman var um 14,8 milljörðum króna undir áætlun í fyrra. Rætt við Dag B Eggertsson, borgarstjóra Íslenska ríkið hefur undanfarinn áratug greitt að minnsta kosti 39 milljónir í skaðabætur til þeirra sem gengið hefur verið fram hjá með ólögmætum hætti við ráðningar, skipanir og setningar í opinber störf. NATO er byrjað að kalla herlið frá Afganistan. Embættismaður þar segir að ef Talibanar geri árásir meðan á flutningunum stendur verði þeim svarað af fullri hörku. Hæstiréttur í Þýskalandi hefur dæmt loftslagsáætlun þýskra stjórnvalda ófullnægjandi. Hún samræmist ekki grundvallarréttindum þar sem hún nái ekki yfir nógu langan tíma. Lengra efni: Vaxandi verðbólga er verulegt áhyggjuefni segir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ljóst sé að Seðlabankinn bregðist við ef þessi þróun heldur áfram. Arnar Páll Hauksson ræddi við Ásdísi Kristjánsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins Ungir umhverfissinnar kynna sér nú stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfis- og loftslagsmálum og ætla að leggja mat á hana með sérstökum kvarða sem verður kynntur þegar hann er tilbúinn. Stefnt er að því að það verði 17. maí en einkunn stjórnmálaflokkanna verður birt 3. september. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Tinnu Hallgrímsdóttur, formann Ungra umhverfissinna og Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, fv. formann Ungra umhverfissinna.
4/29/202130 minutes
Episode Artwork

Raðgreiningabyltingin og bólusetningar í Laugardalshöll

Spegillinn 28.4.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Allt að sextán þúsund manns fengu boð um að koma í bólusetningu í þessari viku með bóluefni Astra Zeneca. Síðar í vikunni kemur í ljós hve margir þáðu bólusetninguna. Rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni Enginn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri greindist með COVID-19 í gær og skólastarf hefst á ný á morgun. Hætt er við að starfsmenn sem hefja störf hjá Öldrunarheimilum Akureyrar, eftir að bærinn hefur skilað af sér rekstrinum, fái lægri laun en þeir sem fyrir eru. Ágúst Ólafsson fréttamaður ræddi við Björn Snæbjörnsson, formann í Einingu-Iðju Geðlæknir sem lagði mat á andlegt ástand Mareks Moszczynski, mosinski sem er ákærður fyrir brunann á Bræðraborgarstíg, segir engan vafa um að hann sé ósakhæfur. Skipuleggjendur fjölmennra viðburða í sumar eru margir vongóðir um að afléttingaráætlun stjórnvalda standist. Formaður Þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum segir tíðindin hafa gefið þeim byr í seglin og ætlar að hefja miðasölu á næstu dögum. Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður ræddi við Hörð Orra Grettisson, formann Þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum Bretar hafa tryggt sér sextíu milljónir aukaskammta af bóluefni frá Pfizer-BioNTech ef bólusetja þarf landsmenn í þriðja sinn fyrir veturinn. Raðgreiningar eiga eftir að gjörbreyta læknisfræðinni og koma nú í auknum mæli inn í krabbameinslækningar segir prófessor í erfðafræði. Við heyrum meira um það síðar í Speglinum . Bergljót Baldursdóttir ræðir við Hans Tómas Björnsson, prófessor og yfirlækni erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans Og Spegillinn var í Laugardalshöll í dag og fylgdist með þegar um 9 þúsund einstaklingar voru bólusettir. Arnar Páll Hauksson fór í Laugardalshöllina og ræddi meðal annars við Sverri Andrésson, Aldísi Guðmundsdóttur, Branddísi Jónu Garðarsdóttur. Þórð Guðmundsson, Jórlaugu Heimisdóttur, hjúkrunarfræðing, Árna Friðleifsson, varðstjóra í lögregunni.
4/28/202130 minutes
Episode Artwork

AstraZeneca á netinu?

Ekkert má út af bregða til þess að stjórnvöld geti staðið við áætlun sína um afnám takmarkana innanlands vegna kórónuveirufaraldursins í lok júní. Þetta er mat Magnúsar Gottfreðssonar smitsjúkdómalæknis og yfirlæknis á Landspítala. Óvenju mörg börn eru í umsjá COVID göngudeildar Landspítalans. Veikindi þeirra eru ekki mjög alvarleg og ástandið því viðráðanlegt. Eldfjallafræðingur segir að aukin sprengivirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall gefi engar frekari vísbendingar um hvort búast megi við því að áfram gjósi fram á sumar. Þingnefnd í Brasilíu hefur hafið rannsókn á aðgerðaleysi forseta landsins vegna COVID-19 faraldursins. Sjúkdómurinn hefur orðið hátt í 400 þúsund landsmönnum að bana. Í sumar á að liggja fyrir hvort hafnar verða formlegar viðræður um sameinginu Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar. Formaður undirbúningsnefndar segir margt skýrast á allra næstu vikum. Fjármálaráðherra segir að áætlaður kostnaður ríkisins vegna styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki sé um fjórir komma tveir milljarðar króna. Ef mikill afgangur verður af bóluefni AstraZeneca kemur til greina að bjóða fólki að taka upplýst ákvörðun á netinu um hvort það vilji fá þetta bóluefni. Verið er að skoða hvort körlum yngri en 60 ára verður boðið upp á AstraZeneca bóluefnið. Nú miðast bólusetningin við 60 ára og eldri. Arnar Páll Hauksson talar við Þórólf Guðnason. Teymisstjóri Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, vill að skimað verði reglulega fyrir ofbeldi meðal aldraðs fólks á vegum heimaþjónustu eða heilsugæslu. Rannsóknir benda til þess að ofbeldi gagnvart eldri borgurum sé dulinn vandi og aðstæður fólks geta verið flóknar. Ragnhildur Thorlacius ræðir við Rögnu Björgu Guðbrandsdóttur. Tengsl David Camerons fyrrum forsætisráðherra við nú gjaldþrota fjármálafyrirtæki drógu athyglina að meintum spillingarmálum tengdum Boris Johnson forsætisráðherra. Eftir að forsætisráðherra ræddi við ritstjóra bak við tjöldin til að benda á Dominic Cummings, fyrrum ráðgjafa Johnsons, sem uppsprettu leka, kom Cummings fram á föstudaginn með sína sögu um nokkur mál. Í kjölfarið brast flóðbylgja sögusagna um forsætisráðherra, sem snúast um dómgreind hans eða, eins og gagnrýnendur hans segja, dómgreindarskort. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
4/27/202130 minutes
Episode Artwork

Klára að bólusetja 60 ára og eldri

Stefnt er að því að búið verði að gefa öllum eldri en 60 ára fyrri Covid-sprautuna í næstu viku. Yfir 26 þúsund verða bólusett í vikunni. Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað um 20% síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. Enginn skipverja á fiskiskipinu Þórsnesi SH reyndist með Covid-19. Sýni voru tekin í morgun. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG sem tapaði oddvitasæti sínu í Norðvesturkjördæmi, segir leikreglurnar sem viðhafðar voru í prófkjörinu hvorki hafa verið heiðarlegar né lýðræðislegar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sendir þúsundir heilbrigðissérfræðinga til Indlands til að hjálpa heimamönnum að takast á við COVID-19 faraldurinn. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um 2% árið 2019 miðað við árið áður. Miðað við árið 2005 nemur samdrátturinn 8%. Þetta kemur fram í landsskýrslu sem Umhverfisstofnun hefur skilað til Evrópusambandsins og loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Rafn Helgason, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að samdrátturinn 2019 sá mesti frá árinu 2012. Birgir Harðarson talaði við hann. Það hefur tekist að vinna súrefni á Mars, sem er forsenda þess að senda fólk til starfa á plánetunni í framtíðinni. Og nú hefur lítilli þyrlu verið flogið þar í þrígang. Fíngert ryk veldur aftur á móti vandræðum við jarðskjálftamælingar. Spegillinn forvitnast um vísindastarf á plánetunni rauðu. Ragnhildur Thorlacius talaði við Sigríði Kristjánsdóttur jarðeðlisfræðing og formann Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Í ár bar dag jarðar upp á sumardaginn fyrsta. Joe Biden Bandaríkjaforseti efndi þá til leiðtogafundar um umhverfismál, á netinu auðvitað. Í Bretlandi var líka töluvert gert úr deginum enda eru loftslagsmál orðin ofarlega í hugum Breta. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
4/26/202130 minutes
Episode Artwork

Farþagar frá 16 löndum verða að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi

Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra, sem tekur gildi á þriðjudaginn, verða farþegar sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er 700 eða meira á hverja 100.000 þúsund íbúa að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi. Þetta á nú við um 16 ríki. Rösklega 25 þúsund manns verða bólusett við covid-19 í næstu viku. Fram að þessu hafa ekki svo margir fengið sprautu á einni viku. Tap á rekstri hjúkrunarheimila nam þremur og hálfum milljarði króna árin 2017 til 2019. Önnur bylgja kórónuveirufaraldursins leikur Indverja grátt. Lýst var yfir neyðarástandi á sjúkrahúsum í Delhi í dag þar sem súrefnisbirgðir eru senn á þrotum. Ferðamálastjóri segir að ef allt gengur eftir megi búast við að um þrjú þúsund erlendir ferðamenn leggi leið sína í haust daglega að gosinu í Geldingadölum. Undirbúningur við að bæta aðgengi að gosstað er í fullum gangi. Arnar Páll Hauksson talar við Skarphéðin Berg Steinarsson. Stærsta dagblað Spánar hefur kortlagt og staðfest 306 tilfelli þar sem kennarar og prestar innan kaþólsku kirkjunnar hafa beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Blaðið segir að í þessum málum séu 816 fórnarlömb, aðallega drengir, en að ljóst sé að fórnarlömb kirkjunnar manna hlaupi á þúsundum. Flest börn beri harm sinn í hljóði. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá. Undanfarið hefur hvert spillingarmálið, tengt breska Íhaldsflokknum , rekið annað, nú síðast mál tengt forsætisráðherra. Stjórnarandstaðan gerir sér mikinn mat úr þessum málum og í þeim bergmála spillingarmál fyrri áratuga. Í raun oft þannig að það eru líkur á spillingu ef einn flokkur er lengi við stjórn. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
4/23/202130 minutes
Episode Artwork

Sóttvarnareglur ræddar á Alþingi

Fyrstu umræðu um frumvarp heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á landamærunum lauk nú rétt fyrir sex. Umræða um frumvarp Samfylkingarinnar um sama efni stendur nú yfir. Tvö tilfelli salmonellu, sem greinst hafa hérlendis á árinu, eru sömu gerðar og þau tilfelli í Danmörku sem tengdust neyslu á fæðubótarefninu Husk og þrír létust af. Raðgreina á íslensku sýnin til að rekja upprunann. Norska heilbrigðisráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um að lána Íslendingum 16.000 skammta af bóluefni Astra Zeneca líkt og heilbrigðisráðuneytið hér greindi frá í dag. Fjöldi kaupsamninga vegna íbúðarkaupa er nú svipaður því sem hann var árið 2007. Fjórðungur eigna selst yfir ásettu verði. Bæjarráð Grindavíkur hefur valið nöfnin Fagradalshraun og Fagrahraun úr örnefnasamkeppni um nafn á nýja hraunið við Fagradalsfjall. Um 340 nafnatillögur bárust. Það er stefnt að því að frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á stóttvarnareglum á landamærunum verði að lögum í kvöld. Frumvarpið hefur verið rætt frá því klukkan tvö í dag. Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar líst nokkuð vel á breytingarnar. Arnar Páll Hauksson talaði við hann. Stjórnartími Castro bræðra er á enda á Kúbu og nýr maður í brúnni. Spegillinn spáir í hvort það séu nýir tímar fram undan á eyjunni. Ragnhildur Thorlacius talaði við Tómas R Einarsson um stöðuna á Kúbu. Þorkell Lindberg Þórarinsson tók við sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands um síðustu áramót. Jón Gunnar Ottósson lét þá af störfum, en hann var forstjóri stofnunarinnar í 27 ár. Spegillinn settist niður með Þorkatli í höfuðstöðvum Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti í Garðabæ. Hann segir að hlutverk stofnunarinnar sé mjög viðamikið. Kristján Sigurjónsson talaði við Þorkel.
4/21/202130 minutes
Episode Artwork

Hertar sóttvarnaaðgerðir á landamærum, sparnaður vegna bólusetninga

Spegillinn 20.4.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi í dag frumvörp til laga um hertar sóttvarnir á landamærunum. Samkvæmt þeim verður hægt skylda alla í sóttvarnahús sem koma frá löndum þar sem smit eru eitt þúsund á hverja hundrað þúsund íbúa. Rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. Blóðtappa skal skrá sem afar sjaldgæfa aukaverkun af bóluefni Janssen. Þetta er niðurstaða Lyfjastofnunar Evrópu sem rannsakaði tengsl bóluefnisins við blóðtappamyndun. Rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni Þingmaður Miðflokksins spurði á Alþingi í dag hvort stefnan um skóla án aðgreiningar væri of dýru verði keypt. Árangur grunnskólanemenda í PISA-könnunum væri skelfilegur og lesskilningur í frjálsu falli. Heyrist í Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og Karl Gauta Hjaltasyni þingmanni Miðflokksins Lengra efni: Miklir fjármunir spöruðust í heilbrigðiskerfinu eftir að farið var að bólusetja börn við pneumokokkum hér á landi. Þetta kemur fram í grein sem nýlega var birt í vísindaritinu PlosOne. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Elías Snæbjörn Eyþórsson, lækni um sparnaðinn sem myndast í heilbrigðiskerfinu vegna bólusetninga gegn pneumokokkum Allt er á suðupunkti í Bretlandi vegna evrópsku ofurdeildarinnar í fótbolta sem tólf evrópsk knattspyrnulið ætla að stofna. Krísufundur var haldinn á skrifstofu forsætisráðherra í Downing-stræti. Sigrún Davíðsdóttir segir frá Og við segjum líka frá málaranum sem var ekki til síðar í Speglinum. Eigandi gallerís í Noregi seldi, í mörg ár, málverk sem hann sagði að væri eftir heimsþekkta málara en í ljós kom að hann málaði þau sjálfur. Arnar Páll Hauksson, tók saman
4/20/202130 minutes
Episode Artwork

Varnargarðar í Grindavík, Cpvid-rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar

Spegillinn 19. 4. 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Sóttvarnalæknir segist ekki vera með minnisblað um hertar aðgerðir á teikniborðinu, en hann sé ekki lengi að útbúa það ef smitum fjölgar enn frekar. Rætt við Þórólf Guðnason Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn sé tilbúinn að leggja fram frumvarp sem heimilar ráðherra að skylda fólk til að dvelja í sóttvarnahúsi þegar það kemur til landsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gremjulegt að ekki sé hægt að treysta fólki til að fara eftir reglum um sóttkví. Búist er við að það taki ferðaþjónustuna hér á landi töluverðan tíma að ná aftur fyrri styrk að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn birti í dag nýja úttekt um stöðu og horfur í íslensku efnahagslífi. Alþjóðasamfélagið og bóluefnaframleiðendur þurfa að spýta í lófana, segir sænska baráttukonan Greta Thunberg sem ætlar að gefa 15 milljónir króna til COVAX bóluefnasamstarfsins. Í fyrsta sinn hefur vísindafólki tekist að koma tæki á flug á annarri plánetu. Þyrlan Ingenuity náði að taka á loft, fljúga og lenda aftur á Mars fyrr í dag. Til greina kemur að reistir verði varnargarðar fyrir ofan Grindavík og við Svartsengi til að verja þessa staði fyrir hraunrennsli ef gýs á fleiri stöðum á Reykjanesskaga. Einnig er í athugun að gera tilraunir með að stýra hraunrennslinu í Meradölum. Allar vinnuvélar á suðvesturhorni landsins hafa verið skráðar til að hægt verði að nota þær í neyðartilfellum. Arnar Páll Hauksson, ræddir við Rögnvald Ólafsson, aðsotðaryfirlögregluþjón hjá Almannavörnum Ónæmissvar við Sars-Cov tveir veirunnar hjá þeim sem hafa sýkst af henni hafði lítið dvínað ári eftir að fólkið veiktist. Þeir sem voru veikari voru með meira ónæmissvar og eldra fólk líka. Þetta kom fram á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar sem haldinn var í dag. Þar voru kynntar niðurstöður úr umfangsmiklum rannsóknum fyrirtækisins á kórónuveirunni meðal annars á raðgreiningu, vörnum líkamans gegn henni og afleiðingar fyrir heilsu þeirra sem smituðust. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar
4/19/202130 minutes
Episode Artwork

Kínverjar harðorðir

Kínverska sendiráðið á Íslandi krefst þess í harðorðri yfirlýsingu að Ísland virði fullveldi Kína og hætti afskiptum af innanríkismálum þar. Hraun byrjaði í dag að renna úr Geldingadölum í austur í átt að Meradölum. Ef það rennur alla leið hefur það áhrif á aðgengi fólks að gígunum. Ísland fær tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer í júlí en áður var talið. Í maí, júní og júlí er búist við alls 244 þúsund skömmtum. Þriðjungur starfsmanna Jarðborana á Asoreyjum hefur greinst með COVID-19 síðustu daga. Ríkisendurskoðun telur ekki tilefni til að gera athugasemdir við skuldasöfnun WOW air hjá Isavia - meðal annars vegna þess að stjórnendur Isavia töldu sig hafa fullnægjandi tryggingu. Utanríkisráðherra segir ekkert benda til þess að Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti hittist á leiðtogafundi hér á landi í sumar. Rúm 45 ár eru frá því að fyrst gaus við Kröflu 20. desember 1975. Páll Einarsson jarðeðlisfræðiprófessor segir að Kröflueldar hafi verið allsherjar lexía í mismunandi atburðarrás sem tengist kviku og spennu á flekaskilum. En það eru margir sem eru ekki alveg með á hreinu hvað Kröflueldar voru. Ragnhildur Thorlacius talaði við Pál Einarsson. Það eru rúm 45 ár frá því að fyrst gaus við Kröflu 20. desember 1975. Páll Einarsson jarðeðlisfræðiprófessor segir að Kröflueldar hafi verið allsherjar lexía í mismunandi atburðarrás sem tengist kviku og spennu á flekaskilum. En það eru margir sem eru ekki alveg með á hreinu hvað Kröflueldar voru. Jóhann Hlíðar Harðason í Madrid sagði frá.
4/16/202130 minutes
Episode Artwork

Rafmagn upp að gosi, verðlækkun, Bayeux-refilinn

Spegillinn 15.4 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Stjórnvöld í Noregi ætla að bíða með að taka ákvörðun um notkun á bóluefni Astrazeneca. Norska lýðheilsustofnunin vill að bóluefnið verði tekið úr umferð. Embætti ríkissaksóknara hefur ákveðið að hækka ekki sektir fyrir brot á sóttkví. Ríkissaksóknari telur að sú heimild sóttvarnalæknis að skikka fólk sem rýfur sóttkví til að ljúka henni í sóttvarnarhúsi hafi mun meiri fælingarmátt en hækkun sekta. Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Heilsuvernd um yfirtöku á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar. Bæjarstjórinn fagnar samningnum en reksturinn kostaði Akureyrarbæ 400 miljónir króna á síðasta ári. Rætt við Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir gögnum frá fyrirtækinu sem sendi innheimtukröfur á fólk vegna smálána. Neytendastofa hefur málið einnig til skoðunar. Fyrirtækið ætlar að breyta kröfunum þannig að þær endurspegli einungis höfuðstól lánanna. Skoða þarf hvort vistun kvenna og karla saman í opnum fangelsum taki nægjanlegt mið af öryggi og þörfum kvenna. Þetta kemur fram í skýrslu setts umboðsmanns Alþingis. Lengra efni: Stefnt að því að leggja rafmagn upp að gosinu í Geldingadölum og í dag var byrjað að bera möl í stíginn að gosstöðvunum. Þá verða ráðnir landverðir eða starfsmenn til að taka við af björgunarsveitarmönnum. Arnar Páll Hauksson ræddi við Fannar Jónasson, bæjarstjora í Grindavík og Ólaf Jónsson, sviðssstjóra hjá Umhverfisstofnun Aukin eftirspurn eftir vörum og þjónustu og hagstætt vaxtaumhverfi ætti að auka svigrúm fyrirtækja til að lækka verð segir, Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ. Róbert Farestveit, sviðstjóri og hagfræðingur ASÍ telur að vaxtahækkanir séu ekki heppilegar til að halda aftur af verðbólgu. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Auði og Róbert um verðhækkanir og verðbólgu. Í janúar 2018 heimsótti Emmanuel Macron Frakklandsforseti Theresu May þáverandi forsætisráðherra til að ræða erfitt mál, flóttamannamálin. En Macron kom einnig færandi hendi: boð um að árið 2022 myndu Frakkar lána Bretum Bayeux-refilinn, eina mestu þjóðargersemi Frakka. Nú er tvísýnt hvort úr því verði og aðstæður reyndar aðrar en þegar boðið kom. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá
4/15/202130 minutes
Episode Artwork

Bóluefni og blóðtappi, græni covid-passinn

Spegillinn 14.4.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku segja að góð staða á faraldrinum innanlands sé ein ástæða þess að ákveðið var að hætta að nota bóluefni Astrazeneca. Sú staðreynd að önnur bóluefni séu í boði hafi einnig áhrif. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur líklegt að þeir sem fengið hafi fyrri bólusetningu með Astra Zeneca og eru í áhættuhópi fái seinni skammtinn með öðru efni. Hann gerir sér vonir um að búið verði að bólusetja vel yfir 200 þúsund manns í júní eða júlí. Stefnt er að því að flugfélagið Play hefji áætlunarflug í lok júní. Stjórnendur munu kynna fyrirætlanir sínar á næstu dögum en félagið hefur tryggt sér ríflega fimm milljarða króna. Lengra efni: Rúna Hauksdóttir Hvannnberg, forstjóri Lyfjastofnunar segir að ákvörðun Dana um að hætta að nota AstraZeneca byggi á því að önnur bóluefni séu í boði. Danir hafi þegar notað nokkuð mikið af AstraZeneca og þjóðir horfi einnig til þess hve langt þær eru komnar í að bólusetja vissa aldurshópa. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Rúnu Vonir standa til að Ísland taki þátt í tilraunaverkefni í næsta mánuði með að nota samræmt covid-bólusetningarvottorð á Evrópska efnahagssvæðinu. Ingi Steinar Ingason, sviðsstjóri hjá Landlækni segir að ekki séu dæmi um að framvísað hafi verið fölsuðum vottorðum á landamærunum. Stefnt er að því að samræmdu vottorðin verði komin í almenna notkun í seinni hluta júní. Arnar Páll Hauksson ræddi við Inga Steinar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að horfurnar í efnahagsmálum heimsins séu nú betri en þegar hann sendi frá sér álit í október. Bólusetning og opinber stuðningur við fólk og fyrirtæki hefur breytt skoðunum sjóðsins. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá
4/14/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 13 apríl 2021

Spegillinn 13 apríl 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Ekki verður byrjað að nota bóluefnið frá lyfjaframleiðandanum Janssen fyrr en niðurstaða liggur fyrir hjá Lyfjastofnun Evrópu um hvort einhver tengsl séu milli bóluefnisins og blóðtappa Bandaríkjaforseti, hvatti Rússa í dag til að minnka spennu við landamæri Rússlands að Úkraínu. Biden ræddi við Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og lagði til að þeir myndu hittast á fundi á næstunni. Hægt er að minnka svifryksmengun um allt að 40% með því að draga úr hraða bifreiða. Þetta er niðurstaða nýrrar íslenskrar rannsóknar. Vegagerðin heggur nú leið í gegnum birkið í Teigsskógi í Gufudalssveit, þar sem nýr Vestfjarðavegur á að liggja. Það er gert til þess að leita af sér allan grun um þar leynist fornleifar. Kvennalandslið Íslands og Ítalíu í fótbolta skildu jöfn í vináttulandsleik ytra í dag. Lengri umfjöllun: Joe Biden hefur nú setið 83 daga í embætti forseta Bandaríkjanna. Hvernig hefur honum farnast í embætti það sem af er? Hvernig hefur honum tekist að kljást við Covid faraldurinn, flóttamannastraum frá Mexíkó og ekki síst óróa á milli kynþátta í miðjum réttarhöldum í Minneapolis vegna drápsins á George Floyd. Kristján Sigurjónsson talar við Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Í fyrra fluttu ríflega 2.000 fleiri til Íslands en frá landinu; 540 fleiri íslenskir ríkisborgarar fluttu heim en að heiman og 1.540 fleiri erlendir ríkisborgarar settust hér að en fóru frá landinu. Rétt er að taka fram að Hagstofan hefur ekki tekið saman heildarfjölda flutninga til og frá landinu í fyrra, það verður gert eftir mánuð eða svo. Þessir útreikningar eru byggðir á ársfjórðungstölum Hagstofunnar og ættu að gefa nokkuð góða mynd. Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í sagnfræði og forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands, hefur lengi skoðað fólksflutninga. Ólöf skoðaði að beiðni Spegilsins fólksflutninga á hinu óvenjulega ári 2020 og bar saman þrjá ársfjórðunga af fjórum við sömu ársfjórðunga önnur ár. Ólöf bendir á að Íslendingar séu gjarnari á að flytja á milli landa en margar grannþjóðir og nánast enginn munur sé á konum og körlum. Ragnhildur Thorlacius ræðir við Ólöfu. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, segir að framleiðslan í gígunum á Reykjanesskaga sé að nálgast 15 rúmmetra á sekúndu. Hann telur að hraunið frá gosinu muni ekki renna langar leiðir. Nýju gígarnir sem spretta upp virðast vera viðbót. Kvikugangurinn, aðfærsluæð gossins, sé samfellt heild. Arnar Páll Hauksson talar við Þorvald.
4/13/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 12 apríl 2021

Spegillinn 12 apríl 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred 8.200 verða bólusettir með efni Pfizer í þessari viku. Búið er að fullbólusetja 1 af hverjum 10 sem bólusetja á. Von er á fyrstu skömmtunum frá lyfja-framleiðand-anum Janssen á miðvikudag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að þegar skýrist frekar um afhendingu bóluefna hingað til lands verði hægt að búa til skýrari ramma um hvenær hægt verði að slaka á takmörkunum til lengri tíma litið. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar vonast til þess að stjórnvöld komi fram með svipað úrræði og ferðagjöfin var í fyrra. Ólíklegt er þó að ferðaþjónustufyrirtæki geti boðið landsmönnum jafn góð tilboð og síðasta sumar. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafnaði í síðustu viku kröfu Eimskips um að úrskurður skattsins um endurálagningu vegna dótturfélaga í lágskattaríki yrði felldur niður. Dómari sagði af ef fallist yrði á túlkun fyrirtækisins fælist í því misnotkun á reglum til að ná fram skattahagræði. Gert verður við varðskipið Tý til bráðabirgða, svo tvö varðskip verði til taks þangað til nýtt varðskip kemur til landsins. Áætlaður kostnaður við viðgerðina er 60 milljónir króna. Embætti héraðssaksóknara hefur fellt niður mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Brotaþolar í málinu voru fjórir. Þeir geta kært niðurstöðuna til embættis ríkissaksóknara. Vaxandi gagnrýni er á dönsk stjórnvöld fyrir ákvörðun sem tekin var í fyrra um að ógilda dvalarleyfi flóttafólks frá Sýrlandi, á þeim forsendum að í næsta nágrenni við borgina Damaskus væri öruggt að búa. Ekki er útlit fyrir að ákvörðuninni verði breytt. Lengri umfjöllun: Hagkerfið í heiminum virðist ætla að jafna sig fyrr á Covid-faraldrinum en útlit var fyrir samkvæmt nýrri spá Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn gerir ráð fyrir að heimsframleiðslan verði þegar á þessu ári, 2021, orðin meiri en árið 2019. Samdrátturinn á Evrusvæðinu var 6,6 prósent á síðasta ári, en nú er gert ráð fyrir að hagvöxturinn verði á þessu ári verði 4,4 prósent á Evrusvæðinu og sex prósent í heiminum öllum. Spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir Ísland gera ráð fyrir 3,7% hagvexti á þessu ári og ögn lægri vexti á næsta ári. Landframleiðslan hér á landi í ár verður minni en hún var árið 2019, en á næsta ári 2022 , verður hún orðin ögn meiri en árið 2019, eða sem nemur 0,2%. Spegillinn fékk Gústav Steingrímsson hagfræðing hjá hjá Hagfræðideild Landsbankans til að rýna aðeins í spá Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Kristján Sigurjónsson talaði við hann. Ráða þarf um 75 nýja lögreglu
4/12/202130 minutes
Episode Artwork

Mikilvægt að hlusta á varnaðarorð

Fjármálaráðherra segist ánægður með þær úrbætur á reglugerð sem heilbrigðisráðherra hefur lagt fram um sóttkvíarhús. Ljóst var að nýja reglugerð þurfti til þegar Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að það stæðist ekki lög að senda fólk í sóttkví sem ætti í önnur hús að venda og þegar Landsréttur vísaði áfrýjun sóttvarnalæknis frá. Bjarni segir það alvarlegt mál þegar ríkið brýtur á rétti fólks með þessum hætti og því sé mikilvægt að hlusta á varnaðarorð Dómarafélag Íslands segir óvarlegar fullyrðingar á borð við að dómstólar gangist fyrir aðför að sóttvörnum á óvissu- og hættutímum til þess fallnar að grafa undan stoðum réttarríkisins. Móðir fjölfatlaðs manns furðar sig á hversu illa gekk að fá svör um hvaða forgangshópi hann tilheyrði, margir í svipaðri stöðu hafi þegar verið bólusettir. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að ekki sé hægt að stóla á sjálfboðaliða til framtíðar til að sinna gæslu og vöktun við gosstöðvarnar. Atvinnutækifæri gætu skapast eftir að björgunarsveitir hverfa á brott til annarra starfa. Vísindamenn hafa ekki komist að niðurstöðu um hvernig flokka beri gosið í Geldingadölum. Við upphaf gossins voru nefnd líkindi við Kröfluelda og svo hafa gjarna verið nefnd dyngjugos og bent á dyngjuna Þráinsskjöld sem er rétt hjá gosstöðvunum. Dæmigerð gos á Reykjanesskaga eru hins vegar mjög lítil, segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Sagt frá fundi Almannavarna í dag um hættur sem geta skapast við eldstöðvarnar á Reykjanesi. Heyrist í Elínu Björk Jónasdóttur, Magnúis Tuma Guðmundssyni, Þorsteini Jóhannssyni og Gunnari Guðmundssyni Filippus prins og hertogi af Edinborg er látinn, 99 ára að aldri. Sigrún Davíðsdóttir í London sagði frá lífshlaupi prinsins. Áhugi almennings á fjárfestingum og hlutabréfaviðskiptum hefur sjaldan verið meiri en nú. Mikið líf hefur verið á íslenskum hlutabréfamarkaði undanfarið ár, verðhækkanir hafa verið óvenjumiklar og fjöldi almennra hluthafa í kauphöllinni hefur tvöfaldast milli ára. En fjárfestingaheimurinn er einsleitur og það er mikilvægt að fá fjölbreyttari hóp að borðinu þegar áhugi fólks á fjárfestingum er að vakna á ný, að mati ungra kvenna sem hafa stofnað umræðuvettvang um fjárfestingar á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar leitast þær við að hvetja ungt fólk, sér í lagi konur, til að taka ábyrgð á eigin fé og fjárfesta. Þórhildur Þorkelsdóttir tók saman og ræddi við Anítu Rut Hilmarsdóttur.
4/9/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 8.apríl 2021

Spegillinn 8.apríl 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Hærri sektir fyrir sóttkvíarbrot og aukið eftirlit er meðal þess sem sóttvarnalæknir leggur til í aðgerðum á landamærunum. Frá og með miðnætti verða allir sem koma til landsins að fara í fimm daga sóttkví og tvisvar í sýnatöku. Heimasóttkví er heimil að uppfylltum skilyrðum. Aðeins einn af hverjum nokkur hundruð þúsund fær aukaverkanir af AstraZeneca bóluefninu segir sóttvarnalæknir. Fólk sem ekki telst í áhættuhóp verður áfram bólusett með efninu hér á landi. Yfirvöldum í Tékklandi er heimilt að skylda ung börn í bólusetningu við ýmsum sjúkdómum, samkvæmt úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu í dag. Málið hófst áður en COVID-faraldurinn skall á. Almannavarnir og Veðurstofan ætla að taka saman upplýsingar um hættur sem kunna að leynast göngufólki á gosstöðvunum á Reykjanesskaga. Litlar breytingar hafa orðið á gasmyndun gossins síðustu daga. Heilbrigðisyfirvöld Evrópuríkja fylgja hvert sinni stefnu um notkun á bóluefni AstraZeneca. Mörg einskorða notkunina við eldra fólk, en allur gangur er á hvar mörkin liggja. Snjóflóð féll á skíðasvæðinu í Skálafelli rétt fyrir klukkan tvö í dag. Einn maður lenti í flóðinu en fannst fljótt, heill á húfi. Norðsnjáldri af ætt svínhvala fannst rekinn dauður í síðustu viku í svokallaðri Bót við bæinn Höfða II, skammt sunnan við Grenivík í Eyjafirði. Andrésar Andar leikunum sem hefjast áttu á sumardaginn fyrsta á Akureyri hefur verið frestað um þrjár vikur Lengri umfjöllun: Jóhanna Jakobsdóttir lektor í líftölfræði við Háskóla Íslands segir að þrátt fyrir að mörg lönd í Evrópu hafi gripið til harðra sóttvarnaraðgerða í Covidfaraldrinum, og náð góðum tökum á honum, þá hafi stjórnvöld gert þau mistök að slaka of fljótt á. Þess vegna sé staðan eins og hún er í álfunni. Jóhanna er í hópi vísindamanna sem gert hafa spálíkan um þróun faraldurisns nánast frá upphafi hans. Kristján Sigurjónsson talar við Jóhönnu. Óeirðir á Norður-Írlandi eru aftur orðnar fréttaefni, fleiri en 50 lögreglumenn eru slasaðir eftir átök undanfarna daga og í gær voru átök þar sem hverfi sambandssinna og lýðveldissinna mætast. Við aldalanga óeirðasögu bætist Covid við, eða öllu heldur umdeild jarðarför byltingarsinna úr Sinn Fein í fyrrasumar. Og svo ekki síst Brexit, eða sú lausn sem Boris Johnson forsætisráðherra kaus varðandi Norður-Írland. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Vinnuvikan styttist um næstu mánaðamót hjá allt að 9 þúsund opinberum starfsmönnum sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Í sumum tilfellum get
4/8/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 7.apríl 2021

Spegillinn 7.apríl 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Gísli Kjaran Kristjánsson Landsréttur hefur vísað frá kæru sóttvarnalæknis og niðurstaða héraðsdóms stendur, um að það að skikka þá í farsóttarhús sem hér eiga heimili og geta verið í heimasóttkví hafi gengið lengra en lög heimila. Sóttvarnalæknir vinnur að nýju minnisblaði um aðgerðir á landmærum. Niðurstaða Evrópsku lyfjastofnunarinnar, um að blóðtappar séu afar sjaldgæf aukaverkun bólusetningar með bóluefni AstraZeneca, hefur tæplega áhrif á notkun bóluefnisins hér á landi, segir forstjóri Lyfjastofnunar. Fimm kórónuveirusmit sem greindust utan sóttkvíar í gær má rekja til hópsmits í Mýrdalshreppi. Þar eru nú sex í einangrun. Stjórnvöld ríkja heims ættu að hækka skatta á efnafólk til þess að greiða þann kostnað sem fylgir COVID-19 faraldrinum, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þau ættu jafnframt að aðstoða fátækari ríki við kaup á bóluefni. Fiskistofa fær auknar heimildir til að afla upplýsinga um aflahlutdeild og eignarhald útgerða í nýju frumvarpi. Þar er brugðist við svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit stofnunarinnar. Ótti landsmanna við að smitast af COVID-19 hefur aukist að undanförnu, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þeim fjölgar sem versla frekar inn á netinu og kaupa umframbirgðir. Lengri umfjöllun: Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í fyrradag að ríkið getur ekki skikkað fólk sem a lögheimili hér á landi til að fara í sóttkví í sóttvarnarhúsi, ef það getur tekið hana út heima hjá sér. Héraðsdómur mat það sem svo að um ólöglega frelsisviptingu væri að ræða. Mat sóttvarnarlæknis og heilbrigðisraðherra var að aðgerðin væri lögleg og gengi ekki lengra en nauðsynlegt er til að vernda lýðheilsu. Ríkið áfrýjaði úrskuðinum til Landsréttar og rétt fyrir fréttir kom fram að Landsréttur hefði vísað málinu frá á þeim grundvelli að fólkið sem kærði sóttkvína væri nú laust úr henni. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður Velferðarnefndar Alþingis og Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálftæðisflokks og nefndarmaður í Velferðarnefnd ræddu þessa niðurstöðu og fleira sem tengist Covid faraldrinum, sóttvörnum og hversu langt skuli ganga í þeim efnum í beinni útsendingu við Kristján Sigurjónsson. Nýlega kom út ritið ritið Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers, 24 frjálslyndir íhaldshugsuðir, eftir Hannes H. Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hugveitan New Direction í Brüssel gefur ritið út. Bogi Ágústsson ræðir við Hannes um bókina.
4/7/202130 minutes
Episode Artwork

Fáir fóru á sóttkvíarhótel

Heilbrigðisráðherra segir að reglugerð um að skylda farþega frá áhættusvæðum í sóttkví á sóttkvíarhótel hafi verið sett í góðri trú. Staðfesti landsréttur niðurstöðu hérðasdóms um að lagastoð skorti verði brugðist við því. Sárafáir þeirra sem komu til landsins með flugi í dag fóru á sóttkvíarhótel, segir yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Karlmaður sem ákvað að fara heim til sín og kona sem ákvað að fara á sóttkvíarhótel gefa sömu skýringuna, það hafi verið þægilegast. Lögfræðinga greinir á um hvort úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur sýni brotalamir í sóttvarnarlögum. Reglugerð heilbrigðisráðherra hafi hins vegar skort lagastoð. Eldfjallafræðingur segir líklegt að nýtt gosskeið sé hafið á Reykjanesskaga. Gosið nú muni að líkindum standa í langan tíma en ekki sé þó líklegt að hraun renni yfir Suðurstrandarveg fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Nemendur í Fossvogsskóla geta snúið aftur til náms í Korpuskóla á morgun. Viðgerðir hafa staðið yfir í Korpuskóla um páskana eftir að rakaskemmdir komu þar í ljós. Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum segir að sýkingarmáttur breska veiruafbrigðisins sem gangi hér nú sé meiri en eldri afbrigða og því þurfi hertar aðgerðir til að sporna við ástandinu. Ef það sé ekki gert aukist líkur á hópsmiti hér á landi. Hann vonar að stjórnmálamenn byggi traustari lagastoð undir aðgerðirnar. Bergljót Baldursdóttir talaði við Magnús. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að ef hraun nái að flæða yfir Suðurstrandarveg verði það ekki fyrr en í fyrsla lagi á næsta ári. Hann segir líklegt að hafið sé nýtt gosskeið á Reykjanesskaga. Horfur sé á að gosið nú mun standa yfir í langan tíma. Hann segir að nýja gosið sé meira og minna hrein viðbót við gosið í Geldinadölum. Því megi segja að það sé verið að tvöfalda framleiðnina. Arnar Páll Hauksson talaði við Þorvald Þórðarson. Boris Johnson forsætisráðherra Breta kynnti í gær 2. stig í afléttingu Covid-19 takmarkana, sem verður 12. apríl. Ferðamöguleikar Breta utanlands í sumar eru þó enn óljósir og stærsta spurningin er, eftir sem áður, hvort og þá hvernig bólusetningarvottorð verði gerð að skyldu. Sigrún Davíðsdóttir sagi frá.
4/6/202130 minutes
Episode Artwork

Börn bólusett við COVID-19, arfgeng heilablæðing, mútur í sjávarútvegi

Spegillinn 31. mars 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Sjö hafa verið kærðir fyrir utanvegaakstur við gosstöðvarnar síðan gos hófst fyrir tæpum tveimur vikum. Teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun segir að svæðið sé mjög viðkvæmt en brotaviljinn sé einbeittur hjá sumum. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir ræðir við Hákon Ásgeirsson, teymisstjóra hjá Umhverfisstofnun Búið er að rekja ferðir þeirra fimm sem greindust utan sóttkvíar innanlands í gær Bóluefni þýska líftæknifyrirtækisins BioNTech veitir börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára hundrað prósent vörn gegn COVID-19. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fyrirtækið og bandaríski lyfjarisinn Pfizer sendu frá sér í dag. Lyfjastofnun Evrópu hefur enn ekki fundið tengsl blóðtappa og bóluefnis AstraZeneca, þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum skrifuðu í dag undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við ríkið. Lengri umfjöllun: Mikill meirihluti íslenskra foreldra vill láta bólusetja börn sín við COVID-19. Þetta sýna fyrstu niðurstöður úr nýrri könnun. Lyfjafyrirtækin eru byrjuð að prófa nýju covid-bóluefnin fyrir börn og má búast við niðurstöðum á næstu mánuðum. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Ásgeir Haraldsson, prófessor á barnaspítala Hringsins. Rannsókn sem Hákon Hákonarson, íslenskur barnalæknir, stendur fyrir hefur leitt í ljós að lyf hægir á framgangi banvæns genasjúkdóms. Hingað til hefur engin meðferð verið til. Sjúkdómurinn er séríslenskur og vitað er um 25 einstaklinga í fimm fjölskyldum sem bera genið sem veldur honum. Vísindatímarit birti í síðustu viku niðurstöður rannsóknarinnar. Hákon vinnur nú að þróun nýs lyfs sem hann vonast til að sýni jafnvel betri árangur og stefnir á að nota það við fleiri sjúkdómum, svo sem Alzheimer. Þórhildur Þorkelsdóttir, ræðir við Hákon Hákonarson Fastur liður í alþjóðlegum skýrslum um spillingu í sjávarútvegi er að beina athyglinni að mútum fyrir veiðileyfi og kvóta. Ekki er hægt að fullyrða að ekkert sé hægt við því að gera því um sé að ræða landlægan vanda í sumum löndum, eins og til dæmis í Afríku, því lög eru gegn því að fyrirtæki greiði mútur erlendis. Og það á einnig við um Ísland. Sigrún Davíðsdóttir segir frá
3/31/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 30.mars 2021

Spegillinn 30.mars 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir forsendur fyrir því að taka upp litakóðunarkerfi á landamærunum ekki hafa breyst. Hann telur sóttvarnayfirvöld reyna að grafa undan ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Ríkið þarf að hlaupa undir bagga með Strandabyggð svo að það geti haldið úti rekstri og staðið við skuldbindingar sínar. Oddviti sveitarstjórnar Strandabyggðar segir það koma til vegna skerta framlaga úr Jöfnunarsjóði. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur sjaldan mælst meiri samkvæmt nýrri Gallupkönnun, fylgi Samfylkingarinnar minnkar en stuðningur við Miðflokkinn eykst. Lengri umfjöllun: Í vinsælustu fjölskylduhverfum Reykjavíkur eru mörg dæmi um að börn fái ekki pláss á leikskóla fyrr en rúmlega tveggja ára. Staðan á biðlistum eftir leikskólaplássum í borginni er slæm í ár og Ingibjörg Brynjarsdóttir leikskólastjóri í Fossvogi minnist þess ekki að hafa þurft að neita jafn gömlum börnum um pláss. Heiða Aðalsteinsdóttir, sem býr í vesturbænum sér fram á að þurfa að keyra borgina þvera og endilanga á hverjum degi til að fara með son sinn til dagmömmu. Miðað við stöðuna nú, og svörin sem hún fær, býst hún ekki við að drengurinn komist inn á leikskóla fyrr en hann verður tveggja og hálfs árs. Þórhildur Þorkelsdóttir segir frá og talar við Ingibjörgu og Brynju. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að eldgosið í Geldingadölum sé ákaflega lærdómsríkt til þess að skilja eðli og umfang jarðhræringanna sem hófust með jarðskjálftunum í desember 2019. Þeirri atburðarrás sé alls ekki lokið. Við undirleik fuglasöngs, sírenuvæls og flugvélagnýs settist Spegillinn í dag niður með Páli í veðurblíðunni í Vatnsmýrinni í Reykjavík og ræddi við hann um jarðeldana og jarðhræringarnar á Reykjanesskaga á ellefta degi goss. Kristján Sigurjónsson ræðir við Pál. Undanfarinn áratug eða svo hafa alþjóðastofnanir og samtök beint sjónum sínum að spillingu tengdri sjávarútvegi. Skýrslur og umfjöllun þeirra um þessi efni gefur Samherjamálinu samhengi. Tölurnar, sem oftast er vitnað í um nýtingu, öllu heldur ofnýtingu, komu fram 2018 í skýrslu FAO, Sjávarútvegs- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt skýrslunni var staðan sú 2015 að tæplega 60 prósent nytjastofna voru veiddir í topp og 33 prósent ofveiddir. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
3/30/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 29.mars 2021

Spegillinn 29.mars 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Herða þarf aðgerðir á landamærunum enn frekar, eigi að takast að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar segir sóttvarnalæknir. Byrjað verður að dreifa bóluefni Janssen gegn COVID-19 nítjánda apríl. Réttarhöld yfir morðingja blökkumannsins George Floyds hófust í Bandaríkjunum í dag. Risaflutningaskipið Ever Given sem strandaði í Súesskurðinum á þriðjudag er komið á flot Hraunflæði úr eldgígunum í Geldingadölum hefur haldist stöðugt síðustu daga, þó ásýnd gíganna hafi tekið stakkaskiptum Bæjarstjórinn á Akureyri segir allt benda til að samningar um yfirtöku á rekstri hjúkrunarheimila í bænum náist í tæka tíð. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að niðurstaða eigi að liggja fyrir innan skamms. Settur umboðsmaður Alþingis gerir engar athugasemdir við úrskurð dómsmálaráðuneytisins sem sneri við ákvörðun Þjóðskrár Íslands í máli stúlku sem vildi kenna sig við móður sína en ekki föður. Umboðsmaður segir hagsmuni barns geta vegið þyngra en hagsmuni foreldris sem er andvígt nafnabreytingu. Lengri umfjöllun: Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að bregðast þurfi hratt við að byggja upp innviði í nágrenni jarðeldanna í Geldingadölum. Útlit er fyrir að staðurinn verði fjölsóttasti ferðamannastaður landsins næstu misserin, óháð því hvort gos haldi þar áfram eða ekki. Aðsóknin og áhuginn meðal Íslendinga sé mjög mikill og hálfgert lán í óláni að erlendir ferðamenn eigi tæplega kost á að sjá gosið um þessar mundir vegna sóttvarnaraðgerða á landamærum. Ferðamálastofa hefur talið hversu margir hafa lagt leið sína fótgangandi að gosstöðvunum undanfarna daga með sérstökum teljurum við gönguleiðina. 5600 manns fóru að jarðeldunum í gær, en um 16000 síðustu sjö daga. Kristján Sigurjónsson talaði við Skarphéðinn. Nýtt stjórnsýslustig - heimastjórnir í hinu nýja Múlaþingi hafa virkað ágætlega að mati tveggja heimastjórnarmanna. Annar hefur þó áhyggjur af auknu flækjustigi í stjórnsýslu og hinn hefði viljað að heimastjórnir hefðu aðeins meiri völd, og svolítið fé til ráðstöfunar. Ragnhildur Thorlacius fjallar um sameiningu sveitarfélaga 3. hluti og talar við Jódísi Skúladóttur, Rúnar Gunnarsson sveitarstjórna- og heimastjórnarfólk í Múlaþingi og Anton Kára Halldórsson formann samstarfsnefndar um sameininguna á Suðurlandi .
3/29/202130 minutes
Episode Artwork

Karlmaður játar á sig morðið í Rauðagerði

Albanskur karlmaður hefur játað á sig morðið við Rauðagerði í Reykjavík um miðjan febrúar. Morðvopnið,skammbyssa með hljóðdeyfi, fannst í sjó nærri höfuðborgarsvæðinu fyrir hálfum mánuði. Mögulegt er að hraun flæði út úr Geldingadölum eftir tvær vikur. Ekki eru merki um að það sé að draga úr gosinu. Kári Stefánsson hafnar því að hann hafi með ummælum sínum í Kastljósi fyrr í vikunni, gert innflytjendur hér að blórabögglum. Hann var bólusettur í dag. Sóttvarnalæknir vill að fólk bíði með að fara að gosstöðunum til að koma í veg fyrir að smit breiðist út. Hann segir fullkomlega skýrt að fólk í sóttkví megi alls ekki fara að gosstöðvunum. Lyfjaeftirlitið í Ungverjalandi hefur gefið út leyfi fyrir sjö tegundum bóluefna við COVID-19. Þriðja bylgja farsóttarinnar er í örum vexti. Svandís Svarsdóttir,heilbrigðisráðherra, flutti þingheimi enn einu sinni munnlega skýrslu í dag um stöðuna í baráttunni við kórúnuveiruna. Yfirskrift hennar var - hertar aðgerðir. Heyist í Svandísi Svavarsdóttur, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Sigríði Andersen, Helgu Völu Helgadóttur, Ólafi Þír Gunnarssyni, Olgu Margréti Cilia, Höllu Signýu Kristjánsdóttur og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur. Skólar og bættar samgöngur eru íbúum ofarlega í huga á þeim svæðum þar sem kjósa á um sameiningar á árinu. Einfaldari stjórnsýsla og sterkari sveitarfélög eru markmið þeirra sem stýra sameiningarviðræðunum. Ragnhildur Thorlacius talaði við Anton Kára Halldórsson. Helga Héðinsson og Jón Gíslason.
3/26/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 25.mars 2021

Spegillinn 25.mars 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Fjöldi sjúklinga á Covid göngudeild landspítalans hefur fjórfaldast síðustu daga, en þar eru nú hátt í níutíu manns. Yfirlæknir á spítalanum segir að fjórða bylgjan sé hafin. Fjármálaráðherra segir baráttuna við heimsfaraldur vera eins og að klífa mjög hátt fjall. Allt annar veruleiki blasi við á síðari hluta ársins. Talið er að hraun flæði yfir í Meradali eftir um tvær vikur miðað við núverandi rennsli. Flúor hefur mælst í regnvatnssýnum við gosstöðvarnar. Yfirkokkur veisluþjónustu, sem gerði ráð fyrir að elda mat fyrir rúmlega 700 fermingarveislugesti nú um helgina, segir mikil vonbrigði að fresta hafi þurft veislunum. Hann segist binda vonir við að alvöru partý verði haldin í haust. Færð er nú tekin að spillast víða um land. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hafnaði í gær að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 en áður höfðu Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Grindavík samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi með atkvæðum allra bæjarfulltrúa sveitarfélagana þriggja. Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fyrir peningaþvætti Lengri umfjöllun: Þúsundir manna hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum undanfarna daga og bílaröðin þar sem fólk leggur ökutækjum á Suðurstrandavegi í nágrenni stikuðu leiðarinnar upp að gosstöðvunum er margra kílómetra löng. Aka verður í gegnum Grindavík til að komast að gönguleiðinni. Kristján Sigurjónsson ræðir við Fannar Jónasson bæjarstjóra í Grindavík um stóraukna umferð í gegnum bæinn, skipulag á móttöku ferðamanna o.fl. Vísindaráð almannavarna kom saman í dag til að ræða jarðeldana í Geldingadölum á Reykjanesskaga. Nú eru sex dagar frá því gosið hófst. Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur og dósent við Háskóla íslands sat fundinn og segir frá stöðu gossins, kvikuflæði, gaseitrun og skjálftavirkni. Kristján Sigurjónsson talar við hann. Íbúar ellefu sveitarfélaga greiða í ár atkvæði um að sameinast nágranna sveitarfélögum sínum. Þreifingar eða viðræður í sameiningarátt standa yfir á fimmtíu og einu prósenti landsins - landfræðilega séð. Þar búa um 6% íbúa. Talsverð hreyfing hefur verið í sameiningu sveitarfélaga undanfarin misseri. Tvö ný sveitarfélög hafa orðið til á síðustu árum; Múlaþing á Austurlandi og Suðurnesjabær á Suðurnesjum. Nú eru sveitarfélög landsins 69 og talsverðar líkur á að þeim fækki á næstunni. Í sumar og í haust á að greiða atkvæði í 11 sveitarfélögum um sameiningu v
3/25/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 24. Mars

Spegillinn 24.mars 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Stórhertar sóttvarnaaðgerðir ganga í gildi á miðnætti, þær hörðustu frá því faraldurinn hófst. Ekki mega fleiri en tíu koma saman, öllum skólum nema leikskólum verður gert að loka. Hið sama á við leikhús, kvikmyndahús, sundstaði og líkamsræktarstöðvar. Starfsemi Landspítalans verður færð á hættustig á miðnætti í ljósi fjölgunar COVID-smita Fjármálaráðherra gerir sér vonir um að ræst geti úr ferðaárinu, samkomutakmarkanir sem taki gildi á miðnætti séu liður í því. Forsætisráðherra hefur skilning á að aðgerðirnar veki reiði hjá fólki. Virkni hefur aukist utan megingígsins í Geldingadölum. Ófremdarástand skapaðist á Suðurstrandarvegi í dag að sögn björgunarsveitarmanna vegna fjölda fólks og bíla á svæðinu. Stjórnarandstaðan er ósátt við að komið hafi til herta sóttvarna, því stjórnvöld hefðu þurft að grípa fyrr inn í. Tveir voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í tíu vikna farbann, eða til miðvikudagsins 2. júní. Það er að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í Rauðagerði í síðasta mánuði. Hertar sóttvarnaaðgerðir taka sérstaklega mið af því að breska afbrigðið smitast meira meðal barna en önnur afbrigði. Smitsjúkdómalæknir barna segir mjög mikilvægt að farið sé með börn í sýnatöku komi fram einkenni COVID-19. Lengri umfjöllun: Sóttvarnalæknir segir að það sé ekki verið að skella í lás þó að sóttvarnareglur hafi verið hertar. Hann vonar að hægt verði að slaka á eftir tvær til þrjár vikur. Forsætisráðherra segir að þetta sé ekki skellur, við séum einfaldlega í orustu við veiruna. Fjármálaráðherra segir að á þessari stundu sé ekki ástæða til að hafa áhyggjur að því að aðgerðirnar seinki efnahagsbatanum. Arnar Páll Hauksson ræðir við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þúsundir manna lögðu leið sína að gösstöðvunum Í Geldingadölum í dag á fimmta degi goss og fylgdist með átökunum og sjónarspilinu þar. Suðurnesjamenn, sveitarstjórnarfólk þar, ferðaþjónustufyrirtæki, björgunarsveitir, lögregla og aðrar opinberar stofnanir eru þegar byrjaðar að undirbúa og gera áætlanir um hvernig taka skuli á móti fyrirhuguðum miklum fjölda ferðamanna vegna eldgossins í Geldingadölum. Ferðaþjónusfólk í Grindavík ætlar ásamt bæjaryfirvöldum í Grindavík og Markaðsstofu Reykjaness að bera saman bækur sínar á sérstökum fjarfundi á morgun
3/24/202130 minutes
Episode Artwork

Ofbeldi gagnvart öldruðum, gosið og ráðningastyrkir

Spegillinn 23. mars 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Lögreglan á Suðurnesjum reynir nú að fá fólk til að yfirgefa gossvæðið á Reykjanesi vegna gasmengunar. Veðurstofan spáir því að hún verði lífshættuleg í kvöld. Múgur og margmenni hefur verið við eldstöðvarnar í dag. Rætt við Sigurð Bergman aðalvarðstjóra í lögreglunni á Suðurnesjum. Gosið í Geldingadölum gæti varað í mánuði eða ár segir prófessor í jarðefnafræði. Margt sé að varast því sprungur geti opnast hratt og gastegundir streymt af krafti úr þeim. Hólfmríður Dagný Friðjónsdóttir, fréttamaður ræddi við Andra Stefánsson prófessor í jarðefnafræði við gosstöðvarnar í dag. Leitað verður allra leiða til að flýta bólusetningu segir forsætisráðherra. Heilbrigðisráðuneytið skoðar nú bóluefnið spútnik fimm sem framleitt er í Rússlandi. Heyrist í Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Sigmund Davíð Gunnlaugsson í umræðum á Alþingi í dag Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, stóð af sér vantrauststillögu á þinginu í Edinborg í dag. Íhaldsmenn lögðu hana fram, þar sem hún hefði verið staðin að því að brjóta siðareglur þingsins Breyta þarf lögum eigi að skylda þá sem koma til landsins í sóttvarnahús. Þetta segir formaður Velferðarnefndar. Hertar sóttvarnaráðstafanir á landamærunum eiga að taka gildi 1. apríl. Rætt við Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar og formann Velferðarnefndar Alþingis. Lengri umfjöllun: Tilkynnt hefur verið um mjög gróft líkamlegt ofbeldi á öldruðum til þjónustumiðstöðvar borgarinnar og einnig um fjárhagslega misnotkun. Deildarstjóri á þjónustumiðstöð segir að ofbeldi á öldruðum sé mjög falið. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Sigrúnu Ingvarsdóttur, félagsráðgjafa og deildarstjóra á þjónustumiðstöð Laugardals- og Háaleitis. Svo virðist sem talsverður áhugi sé meðal fyrirtækja á að nýta ráðningarstyrki til að ráða atvinnulaust fólk. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að fyirtæki sýni ákveðna samfélagslega ábyrgð ef þau nýta ráðningarstyrki til að ráða fólk á atvinnuleysisskrá. Arnar Páll Hauksson ræðir við Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins Ár er síðan Covid-19 faraldurinn lokaði Bretlandi og Bretar horfa nú yfir farinn veg. Bólusetning gengur vel en ennþá er óljóst hvenær lífið kemst í eðlilegt horf. Minnst var á það sorglega met Breta í dauðsföllum með klukknahljómi á hádegi í dag. Sigrún Davíðsdóttir í Lundúnum segir frá
3/23/202130 minutes
Episode Artwork

Farið að bera á kvefi og njálg

Næstu dagar munu skera úr um hvort herða þurfi sóttvarnaaðgerðir eftir að 26 kórónuveirusmit greindust síðustu þrjá daga. Þetta segir sóttvarnalæknir. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Gert er ráð fyrir 2,1 prósenta hagvexti á þessu ári. Vegna hættu á gasmengun mælir Veðurstofan ekki með því að fólk leggi leið sína að gosinu í Geldingadölum seinni partinn á morgun. Byrjað er að stika gönguleið að gosstaðnum og stefnt er að því að opna Suðurstrandarveg í kvöld. Réttarhöld hófust í dag yfir dótturfyrirtæki IKEA í Frakklandi, fyrrverandi forstjóra þess og fleiri yfirmönnum. Þeir eru sakaðir um að hafa látið njósna um starfsfólkið, umsækjendur um störf og jafnvel viðskiptavini. Arnar Páll Hauksson ræðir við Þorvalr Þórðarson, prófessor og eldfjallafræðing um gosið í Geldingadölum. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir að farið sé að bera á kvefi, iðrasýkingum og njálg hjá börnum eftir að slakað var á aðgerðum. Það bendir til þess að minna sé um hreinlæti en áður. Smit af breska afbrigðinu úti í samfélaginu sé áhyggjuefni. Bergljót Baldursdóttir talar við Má Kristjánsson. Viðskiptadeilur vegna bóluefna, einkum AstraZeneca efnisins, eru mögulega í uppsiglingu. Evrópusambandið ásakar AstraZeneca um að hygla Bretum sem eiga líka í Brexit-erjum við ESB. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
3/22/202130 minutes
Episode Artwork

Jarðhræringum lokið, upplýsingar um börn, Aqualung plata Jethro Tull

Spegillinn 19.3.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Allt bendir til þess að jarðhræringum sem verið hafa á Reykjanesskaga sé að ljúka. Þetta segir jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. Þá hafi líkur á eldgosi minnkað mikið. Rætt við Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðing á Veðurstofunni. Sóttvarnalæknir hyggst fara eftir niðurstöðu úr rannsóknum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar um framhald bólusetningu með efni AstraZeneca. Líklegt er að ákvörðun um bóluefni Astra Zeneca liggi fyrir í lok næstu viku. Til greina kemur að takmarka enn frekar þann hóp sem fær efnið. Sóttvarnalæknir segir mögulegt að hópsmitið sem kom upp fyrir tveimur vikum sé enn á ferðinni. Rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni Litakóðunarkerfið sem tekið verður upp á landamærunum 1. maí snýst fyrst og fremst um að taka tillit til stöðu faraldursins í hverju landi, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að það sé misskilningur að litakóðunarkerfið sem tekið verður upp á landamærunum 1. maí snúist um að opna landið. Núverandi kerfi verði áfram við lýði fyrir alla nema þá sem koma frá grænum löndum. Þeir þurfi eigi að síður að framvísa neikvæðu PCR-prófi og gangast undir skimun. Lögreglan telur sig vera með skotvopnið sem beitt var í morðinu í Rauðagerði í febrúarmánuði. Armando Bequiri, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði, Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn segir að talin hafi verið hætta á hefndaraðgerðum en lögregla metur það sem svo að sú hætta sé ekki lengur fyrir hendi Almannavarnir vara við því að hrunið geti úr hlíðinni ofan Seyðisfjarðar, en hreyfinga hefur orðið vart í skriðusárinu sem myndaðist í desember. Börnum í Fossvogsskóla verður frá og með þriðjudeginum kennt í húsnæði Korpuskóla í Grafarvogi. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að það hafi verið besti kosturinn í erfiðri stöðu. Árás á tölvukerfi finnska þingsins er rakin til hakkara sem sagðir eru starfa á vegum stjórnvalda í Kína. Lengri umfjöllun Samkeyra á upplýsingar um börn úr ýmsum kerfum hér á landi með samþykki foreldra. Markmiðið er að bæta þjónustu við börnin. Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram nokkur frumvörp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir viðamiklum breytingum á þjónustu við börn. Ragnhildur Thorlacius ræðir við Steinunni Birnu Magnúsdóttur, lögfræðing hjá Persónuvernd Kristján Sigurjónsson fjallaði um 50 ára afmæli tímamótaplötunnar Aqualung með Jethro Tull
3/19/202130 minutes
Episode Artwork

Réttlát umskipti, barnaverndarmál og ráðningarstyrkir

Spegillinn 18.3.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir. Hundrað manns, þar af fimmtíu starfsmenn Landspítala eru í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist í gær utan sóttkvíar. Rætt við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdóma á Landspítalanum Lyfjastofnun Evrópu segir að færri hafi fengið blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefni AstraZeneca en búast hefði mátt við. Það er sagt bæði vel virkt og öruggt. Hugsanlegt er að minni skjálftavirkni nú á Reykjanesskaga sé undanfari eldgoss. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að áður en Kröflueldar hófust hafi dregið úr skjálftavirkni og aflögun. Dregið hefur úr líkum á stórum skjálftum næstu daga. Rætt við Kristínu Jónsdóttur, náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands. Breiðafjarðarfejan Baldur lagði að bryggju í Brjánslæk núna klukkan sex að lokinni fyrstu ferð yfir fjörðinn eftir viðgerð. Ferjan bilaði í síðustu viku í annað sinn á innan við ári og tók ferðin rúman sólarhring í stað þess að taka þrjá tíma. Rætt við Unnar Valby Gunnarsson, skipstjóra á Baldri, sem segir það vera létti að ferjan er aftur komin á siglingu. Ekkert stress hafi verið í áhöfninni áður en lagt var af stað. Óvenju hlýtt hefur verið á Austfjörðum í dag. Hiti mældist yfir tuttugu stigum bæði á Dalatanga og í Neskaupstað, og sjálfvirkir mælar Veðurstofunnar bæði í Reyðarfirði og Eskifirði sýndu 19,6 stig í dag og á Bakkagerði náði hitinn 19,3 stigum. Róbert Jóhannsson, ræddi við Díönu Ívarsdóttur aðstoðarskólastjóra gunnskólans á Reyðarfirði og Birtu Líf Kristinsdóttur, veðurfræðing á Veðurstofu Íslands. Lengri umfjöllun: Réttlát umskipti: Verkalýðshreyfingin leggur til að stofnaður verði sérstakur vinnuhópur innan Þjóðhagsráðs til að tryggja að umskipti yfir í kolefnislaust Ísland verði réttlát. Aðgerðir stjórnvalda núna séu hlutfallslega mest íþyngjandi fyrir lágtekjuhópa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem verkalýðshreyfingar á Íslandi hafa staðið að. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðing BSRB og einn af skýrsluhöfundum. Skýrslan heitir Réttlát umskipti: Leiðin að kolefnislausu samfélagi. Hún er unnin í samstarfi við 14 samtök launafólks í sex ríkjum á Norðurlöndunum og Þýskalandi Barnavernd: Annar pistill af þremur. Það er spennandi að sjá hvernig hægt að að efla þjónustu við börn og fækka þannig barnaverndarmálum, segir Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu . Henni líst vel á kerfisbreytingar sem nú eru í deiglunni og segir þær risastórar. Ragnhildur Thorlacius talaði við han
3/18/202130 minutes
Episode Artwork

Ekki sloppin við veiruna

Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans segir Íslendinga alls ekki sloppna við kórónuveiruna. Nægt fóður sé fyrir nýja bylgju. Íbúar á Völlunum í Hafnarfirði fengu fyrir mistök SMS-skilaboð frá Almannavörnum í dag um að þeir væru á hættusvæði vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Unnt er að greina leghálssýni hér innanlands. Þetta kemur í svari Landspítalans við fyrirspurn heilbrigðisráðuneytisins. Þó þyrfti að kaupa tæki frá Krabbameinsfélaginu og ráða sérhæft starfsfólk. Sóttvarnir verða hertar í Póllandi næstu þrjár vikur þar sem COVID-19 tilfellum hefur fjölgað mjög að undanförnu. Að óbreyttu stefnir í að heilbrigðiskerfið ráði ekki við ástandið. Tíu þingmenn, átta karlar og tvær konur, hafa nú lýst yfir að þeir hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Heilbrigðisráðherra segir að það muni hafi heilmikil áhrif ef bóluefni frá Astra Zeneca verður dæmt úr leik. Lyfjastofnun Evrópu mun á morgun kveða upp úrskurð um hvort hættulaust sé að nota bóluefnið. Gert hefur verið ráð fyrir að Ísland fái 76 þúsund skammta af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. Heilbrigðisráðherra flutti munlega skýrslu á Alþingi í dag um sóttvarnir og bólusetningar. Arnar Páll Hauksson tók saman. Heyrist í Svandísi Svavarsdóttur,Önnur Kolbrúnu Árnadóttur, Rósu Björk Brynjólfsdóttur og Helgu Völu Helgadóttur. Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á þjónustu ríkis og sveitarfélaga við börn. Stigskipta á þjónustunni og samhæfa hana með það að markmiði að grípa börn og fjölskyldur áður en í óefni er komið. Ragnhildur Thorlacius sagði frá og ræddi við Ernu Kristínu Blöndal formann stýrihóps stjórnarráðsins í málefnum barna. Boris Johnson forsætisráðherra Breta var vart búinn að kynna nýja öryggis-, varnar- og utanríkisstefnu í gær þegar ummælum Dominic Raab utanríkisráðherra um að Raab hirti lítt um mannréttindamál í viðskiptasamningum var lekið. Ummælin styrkja bæði stjórnarþingmenn og aðra í þeirri trú að ríkisstjórnin sé of höll undir einræðislönd eins og Kína, fylgi fremur hentistefnu en stefnufestu. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
3/17/202130 minutes
Episode Artwork

Ferðamenn utan Schengen geta komið

Allt svæðið í kringum Fagradalsfjall er nú undir sem líklegt gossvæði. Skjálftavirkni hefur færst norðar frá því sem verið hefur síðustu daga. Þetta segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Stjórn Arion banka dró til baka tillögu sína um að laun erlendra stjórnarmanna yrðu hækkuð. Lífeyrissjóðir sem eiga stóran hlut í bankanum mótmæltu hækkuninni og lögðu fram tillögu um óbreytt stjórnarlaun Ákvörðun stjórnvalda um að taka upp litakóðunarkerfi á landamærunum 1. maí er ekki tekin í samráði við sóttvarnalækni. Ferðamenn frá löndum utan Schengensvæðisins geta nú komið til Íslands ef þeir eru með gild bólusetningarvottorð. Forstjóri Icelandair segir mun minni líkur á að félagið þurfi að draga á lánalínur með ríkisábyrgð ef ferðaþjónustan tekur við sér í sumar. Hann segir ákvörðun um að taka gild bólusetningarvottorð komufarþega utan Schengen svæðsins hafa mjög jákvæð áhrif. Mikil óvissa er um niðurstöðu söluferlis kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Arion banki hefur fært niður bókfært virði verksmiðjunnar en til greina kemur að rífa hana. Vísindamenn rýndu í nýjar gervitunglamyndir og GPS mælingar á vísindaráðsfundi Almannavarna sem lauk nú síðdegis. Gögnin sýna að kvikugangurinn milli Nátthaga og Keilis á Reykjanesskaga sé að víkka en skjálftavirkni að færast norðar. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þetta bendi til þess að eldgos geti brotist út á öllu svæðinu í kringum Fagradalsfjall, en ekki aðeins sunnan við það eins og talið hefur verið til þessa. Kristján Sigurjónsson talaði við Freystein. Nú geta ferðamenn frá löndum utan Schengensvæðisins komið til Íslands ef þeir eru með bólusetningarvottorð. Ákveðið hefur verið að koma á innra eftirliti á landamærunum og til stendur að opna sóttvarnahús á Keflavíkurflugvelli. Arnar Páll Hauksson talaði við Sigurgeir Sigmundsson. Boris Johnson forsætisráðherra Breta kynnti í dag heildarstefnu í öryggis-, varnar- og utanríkismálum, sem hafði dregist að kynna. Johnson hefur talað um ,,hnattrænt Bretland? sem utan Evrópusambandsins horfði meir til annarra heimshluta. Eins átti ræðan nú að vera ein sú mikilvægasta frá lokum kalda stríðsins. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
3/16/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 15.mars 2021

Spegillinn 15.mars 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson J arðskorpan á Reykjanesskaga hefur gliðnað um tuttugu sentimetra á tæpri viku. Líklegasti uppkomustaður kviku er enn sunnan Fagradalsfjalls við Nátthaga. Kvikugangurinn hefur færst nær yfirborði seinustu vikur. Þýskaland, Frakkland og Ítalía bættust í dag í hóp ríkja sem hafa hætt tímabundið að bólusetja fólk við COVID-19 með bóluefni frá AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu hefur það til frekari rannsóknar vegna hugsanlegra aukaverkana. Forstjóri Lyfjastofnunar býst við að niðurstöður um mögulegar aukaverkanir bóluefnis AstraZeneca liggi fyrir á fimmtudaginn. Tillögur um launahækkanir til stjórnarmanna í Arion banka og útvíkkað kaupaukakerfi bera merki um óhóf innan bankans, segir stjórnarformaður Gildis, sem er stærsti hluthafi í bankanum Ágreiningur er á milli Veitna og verkfræðistofunnar Mannvits um hvort fyrirtækið sé ábyrgt fyrir tjóni sem varð í vatnsleka í Háskóla Íslands í janúar. Já-fólkið, teiknimynd Gísla Darra Halldórssonar, er tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár. Lengri umfjöllun: Samkvæmt samantekt fjármálaráðuneytisins hafa kjör eldri borgara batnað verulega á síðustu árum. Heildartekjur ellilífeyrisþega, sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins, hafa aukist um helming frá 2015, kaupmáttur hefur aukist og hlutfallslega mest hjá þeim tekjulægstu. Þorbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður í Landssambandi eldri borgara, segist ekki vilja fara í talnaleik við ráðuneytið. Tölurnar sýni að helmingur, eða 16 þúsund eftirlaunaþegar sem fá greiðslur úr lífeyrissjóðum og bætur frá ríkinu, séu með tekjur undir 400 þúsund krónum á mánuði. Spurningin sé hvort það teljist vera góð kjör. Arnar Páll Hauksson fer yfir samantekt ráðuneytisins og ræðir síðan við Þorbjörn um viðbrögð Landssambands eldri borgara. Kosið var í tveimur sambandsríkjum í suðuvestur hluta Þýskalands, Baden-Württemberg og Rheinland-Pfalz í gær . Kristilegir demókratar hafa notið mikils fylgis í báðum, en í gær töpu þeir fylgi í báðum ríkjunum, . Flokkur græningja fékk flest atkvæði í Banden-Württemberg og bættu töluvert við sig og Jafnaðarmenn héldu sínu í Rheinland-Pfalz og fengu flest atkvæði þar. Úrslitin eru talin gefa vísbendingar um niðurstöðuna í kosningum til sambandsþingsins í haust. Í síðustu sambandsþingkosningum varð hægri öfgaflokkurinn AFD Valkostur fyrir Þýskaland nokkuð óvænt þriðji stærsti flokkur landsins og úrslitunum fylgdi stjórnarkreppa í nokkra mánuði þar til höfuðandstæðingarnir í þýskum stjórnmálum Kristilegir demókrata og ja
3/15/202130 minutes
Episode Artwork

Bólusetningum seinkar um mánuð

Öllum eldri en 16 ára verður boðin bólusetning gegn COVID-19 í lok júlí í stað lok júní, eins og áður stóð til. Þetta er vegna tafa á afhendingu bóluefnis AstraZeneca. Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að hann leggi til tilslakanir á sóttvörnum fyrir 17. mars. Hann segir að góðar líkur séu á að tekist hafi að komast fyrir hópsmitið sem upp kom um síðustu helgi. Breiðafjarðarferjan Baldur komst loks til hafnar á öðrum tímanum í dag. Forsætisráðherra segir að markmiðið með átakinu Hefjum störf, sem kynnt var í dag, sé að koma í veg fyrir að atvinnuleysi verði böl í samfélaginu. Stjórnvöld ætla að verja allt að 5 milljörðum króna til að styðja við að atvinnulausir verði ráðnir í ný störf. Ragnar Þór Ingólfsson verður áfram formaður VR. Hann hlaut tæpa tvo þriðju hluta atkvæða í formannskosningu. Sjórnvöld ætla að verja allt að fimm milljörðum króna í átakið Hefjum störf sem kynnt var í dag. Markmiðið er að til verði allt að 7.000 störf. Í mjög stuttu máli geta lítil og meðalstór fyrirtæki, sem eru með færri en 70 starfsmenn, sveitarfélög og félagsamtök sótt um stuðning til að ráða fólk sem hefur verið án atvinnu í 12 mánuði eða lengur. Stuðningur með hverjum nýjum starfsmanni eða nýju starfi er tæpar 473 þúsund krónur á mánuði í allt að hálft ár og að auki 12,5 prósenta framlag í lífeyrissjóð. Upphæðin er sú sama og atvinnulausir geta fengið þegar þeir eru á tekjutengdum atvinnuleysisbótum. Þá er boðað átak, sem kynnt verður bráðlega, til að skapa störf fyrir námsmenn í sumar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bindur vonir við að þessar aðgerðir skili árangri. Arnar Páll Hauksson talar við Katrínu Jakobsdóttur, Ásmund Einar Daðason, Karl Björnsson og Unni Sverrisdóttur. Það er kominn nýr maður í brúnna, öllu heldur nýr ráðherra breskra samskipta við Evrópusambandið og skyndilega eru samskiptin stöðugt fréttaefni. David Frost var aðalsamningamaður Breta við Evrópusambandið og á nú að sjá um framkvæmd samningsins. Fyrsta ákvörðun hans storkar ESB í máli sem er þó ekki stórvægilegt. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Fyrir nærri 53 árum, í júní 1968, hljóðritaði hljómsveitin The Rolling Stones lagið Sympathy for the devil, upphafslag plötunnar Beggars Banquet sem kom út í desember sama ár. Lag og texti er eftir söngvarann Mick Jagger. Sympathy for the devil er eitt allra þekktasta lag Rolling Stones, eitt það umdeildasta, en að sama skapi eitt mikilvægasta lagið sem Stones hafa sent frá sér á nærri sextíu ára ferli. Kristján Sigurjónsson talar við Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarspekúlant og félagsfræðing
3/12/202130 minutes
Episode Artwork

Hætt tímabundið að nota bóluefni frá AstraZeneca

Búið er að koma taug úr rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni yfir í ferjuna Baldur, sem bilaði á Breiðafirði um miðjan dag. Draga á Baldur til hafnar í Stykkishólmi í kvöld. Lyfjastofnun Evrópu dregur í efa að tengsl séu milli blóðtappa og bólusetningar með bóluefni frá AstraZeneca. Notkun þess var hætt tímabundið í dag hér á landi, og víðar, en niðurstöður rannsóknar stofnunarinnar liggur ekki fyrir fyrr en í næstu viku. Sérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir ekki hægt að útiloka að kvikugangurinn við Fagradalsfjall stækki áfram til suðurs og það komi sprengigos úti í sjó. Koma á upp hundrað römpum í ár við verslanir og veitingastaði í miðborg Reykjavíkur svo að fólk í hjólastólum geti tekið þátt í miðborgarlífinu. Haraldur Þorleifsson, forsprakki verkefnisins Römpum upp Reykjavík segir að styrkir verði veittir fyrir allt að áttatíu prósent kostnaðar. Vegna ákvörðunar um að hætta að bólusetja með bóluefni frá AstraZeneca verður að fresta bólusetningu 2000 einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur líklegt að herinn í Mjanmar fremji glæpi gegn mannkyni með ofbeldisverkum gegn lýðræðissinnum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að ákvörðun um að hætta í bili að nota bóluefni frá AstraZeneca sé áfall. Fresta verður að bólusetja 2000 einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku. Arnar Páll Hauksson talar við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur um hvernig gengið hefur að bólusetja við Covid-19 og afleiðingar þess að hætta tímabundið að nota bóluefni fá AstraZeneca. Skilafrestur á skattframtölum einstaklinga rennur út á miðnætti annað kvöld. Um það bil helmingur framteljenda höfðu skilað sínum framtölum í morgun, en álagið á starfsfólk skattsins um land allt hefur aukist jafnt og þétt síðustu daga og nær eflaust hámarki á lokadegi á morgun. Kristján Sigurjónsson talaði við Helga Guðnason
3/11/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 10.mars 2021

Spegillinn 10.mars 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Búist er við að allt starfsfólk Landspítala verði búið að fá fyrri skammt bóluefnis gegn COVID-19 nú í mánuðinum. 579 starfsmenn voru bólusettir í dag. Kvikugangurinn á Reykjanesskaga heldur áfram að stækka og virðist færast nær yfirborði með degi hverjum. Skjálftavirkni mælist áfram. Vinnumarkaðurinn færist nú í betra horf segir forstjóri Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi minnkaði í síðasta mánuði í fyrsta sinn síðan í maí. Forsætisráðherra Bretlands vísar á bug fullyrðingum um að stjórnvöld hafi bannað framleiðendum að flytja bóluefni gegn COVID-19 til annarra landa. Vonskuveður er um um norðan- og vestanvert landið. Ófært er á Holtavörðuheiði og Kjalarnesi. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag einn í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Rauðagerði í Reykjavík um miðjan febrúar. Tólf prósent landsmanna hafa miklar áhyggjur af jarðskjálftunum síðustu daga, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Lengri umfjöllun: Yfir 60 prósent félagsmanna Bandalags háskólamanna sem svöruðu könnun þess vilja að BHM beiti sér fyrir því að réttur til að vinna heima verði tryggður í næstu kjarasamningum. Fjarvinnukönnun BHM var kynnt í dag og þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós, til að mynda að vel yfir helmingur aðspurðra taldi að einbeiting við vinnu og afköst væri meiri heima, en á vinnustaðnum. Vilhjálmur Hilmarsson er hagfræðingur BHM. Kristján Sigurjónsson talar við hann. Atvinnuleysi dróst örlítið saman í febrúar sem er fyrsta sinn í mjög langan tíma. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að stóra verkefnið framundan sé að fjölga störfum og koma fólki í virkni. Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA segir að efnahagsbati sé framundan en það muni taka tíma að vinna upp efnahagsslakann og endurheimta störf. Arnar Páll Hauksson talar við Ásdísi og Drífu.
3/10/202130 minutes
Episode Artwork

Vonir um bóluefni, konungsfjölskylda í bobba

Spegillinn 9. mars Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Unnið er að smitrakningu vegna smita sem komið hafa upp á síðustu dögum. Gengið er út frá því að þeir sem smituðust séu með breska afbrigði kórónuveirunnar. Rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni. Aðeins liggja fyrir loforð um afhendingu á rúmlega 40 þúsund skömmtum af bóluefni í næsta mánuði. Stjórnvöld telja víst að framboð á bóluefni eigi eftir aukast á öðrum ársfjórðungi. Arnar Páll Hauksson, ræðir við Ástu Valdimarsdóttur, ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu Gos gæti hafist á Reykjanesskaga með skömmum fyrirvara, að mati jarðeðlisfræðings. Hann segir að kvikugangurinn sem myndast hefur milli Fagradalsfjalls og Keilis gæti lengst enn frekar. Anna Lilja Þórisdóttir ræðir við Freystein Sigmundsson, jarðeðlisfræðing Viðtal Opruh Winfrey við hertogann og hertogaynjuna af Sussex, Harrí og Meghan Markle setur bresku konungsfjölskylduna í verulegan bobba. Beðið er eftir viðbrögðum hennar við viðtalinu. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Alexander Elliott, dagskrárgerðarmanns og verkefnisstjóra RÚV English sem er frá Poole nálægt Bournemouth í suðvestur Englandi um stöðu bresku konungsfjölskyldunnar. Þörf er fyrir nýtt prófakerfi til að geta staðist kröfur og væntingar, segir forstjóri Menntamálastofnunar eftir að rafrænt kerfi fyrir samræmd próf bilaði í annað skiptið á fimm árum. Rætt við Arnór Guðmundsson, forstjóra Menntamálstofnunar og Lilji Alfreðsdóttur, mennta og menningamálaráðherra Tollverðir á Keflavíkurflugvelli óttast að kjör þeirra versni ef verður af styttingu vinnuvikunnar. Formaður BSRB segir að samtök launafólks muni fylgja markmiðum um styttingu vinnuviku vaktavinnufólks fast eftir. Rætt við Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formann BSRB
3/9/202130 minutes
Episode Artwork

Bóluefni, femínísk fjármál, Meghan og Harry

Spegillinn 8.3.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Engin smit hafa enn greinst eftir sýnatöku dagsins. Ekki liggur þó niðurstaða allra sýna fyrir. Sóttvarnalæknir telur ekki ráðlegt að herða landamæraaðgerðir, en skoða þurfi vissa ferla. Rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni Enn eru líkur á gosi á Reykjanesskaga og situr kvika á um eins kílómetra dýpi í kvikugangi á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Haldi kvikugangurinn áfram að stækka má eiga von á sambærilegum skjálftahrinum og urðu um helgina. Anna Lilja Þórisdóttir ræðir við Kristínu Jónsdóttur, hópstjóra Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Tæknileg vandkvæði komu upp þegar þúsundir níundubekkinga hugðust þreyta íslenskupróf í morgun. Menntamálastofnun hefur því ákveðið að opna skólum tveggja vikna prófaglugga í næstu viku. Rætt við Arnór Guðmundsson, forstjóra Menntamálastofnunar Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði á föstudag öllum málsástæðum Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, í máli sem hún höfðaði til að fá ógiltan úrskurð kærunefndar jafnréttismála vegna skipunar ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Sama hver niðurstaða kærunefndarinnar hefði orðið hefði það engu breytt fyrir Pál Magnússon sem skipaður var í stöðuna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að með aukinni framleiðslugetu stærstu lyfjaframleiðendanna sé að rofa til á bóluefnamarkaðinum. Stutt sé í að markaðsleyfi verði gefið út fyrir bóluefni frá Janssen. Arnar Páll Hauksson ræddi við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar Margboðað viðtal Opruh Winfrey við hertogann og hertogaynjuna af Sussex, Harrí og Meghan Markle er þriðja viðtalið á rúmum fimmtíu árum sem gefur óvænta innsýn inn í bresku konungsfjölskylduna. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá Fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 skapar fyrst og fremst störf fyrir karla. Þetta segir forsvarsmaður félagsins Femínísk fjármál. Fjármál séu kyngreind í ráðuneytunum en pólitískar ákvarðanir vanti. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Finnborgu Salome Steinþórsdóttur, hjá félaginu Femínísk fjármál um kynjuð fjárlög. Hátt í fimmtíu konur hafa leitað til lögmanns vegna þess að þær telja sig hafa fengið ranga greiningu í skimun við leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu. Sex þeirra fara fram á skaðabætur og um 11 málum hefur verið vísað til skoðunar hjá Embætti landlæknis. Anna Lilja Þórisdóttir, ræddi við Sævar Þór Jónsson, lögmann
3/8/202130 minutes
Episode Artwork

Lilja áfrýjar

Kvika í kvikugangi undir Fagradalsfjalli er á um tveggja kílómetra dýpi. Vísindamenn segja tímabil sérstakrar aðgæslu vera í gangi. Jarðskjálftavirkni og kvikuhreyfingar eru áfram með svipuðum hætti. Rafmagnslaust hefur verið í Grindavík og nágrenni frá því klukkan tvö í dag. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Héraðsdómur vísaði kröfu ráðherra frá í morgun um að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi brotið jafnréttislög við ráðningu ráðuneytisstjóra. Drög að rýmingaráætlun fyrir sveitarfélagið Voga liggja fyrir vegna hugsanlegrar eldvirkni á svæðinu. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga, segir að flóttaleiðir séu tryggar og góðar og að íbúar séu nokkuð yfirvegaðir. Dómsmálaráðherra leggur til að nýtt varðskip sem til stendur að kaupa verði nefnt Freyja og verði þar með annað skip Gæslunnar til að bera kvenmannsnafn. Forseti Brasilíu hvetur landsmenn til að hætta öllu COVID-væli og koma sér út úr húsi. Faraldurinn hefur dregið yfir 260 þúsund manns til dauða í landinu. Samkvæmt nýrri hrauðflæðispá eldfjallafræði og náttúrvárhóps Háskóla Íslands gæti hraun runnið að Grindavík og Bláa Lóninu og Svartsengi. Ekki eru þó taldar miklar líkur á að það gjósi þar og margir fyrirvarar eru gerðir. Arnar Páll Hauksson talar við Þorvald Þórðarson. Það er að glæðast á vinnumarkaði segir Sverrir Briem einn eigenda ráðninga- og ráðgjafafyrirtækisins Hagvangs. Hann bendir atvinnuleitendum á að skrá sig hjá ráðningarfyrirtækjum - þar sem 80 prósent starfa sem ráðið er í eru aldrei auglýst. Ragnhildur Thorlacius talar við Sverri Briem. Í Skotlandi berast núverandi og fyrrverandi leiðtogar Skoska þjóðarflokksins á pólitískum banaspjótum. Átökin gætu haft áhrif á þingkosningarnar í maí. Sigrín Davíðsdóttir sagði frá. Fyrir nokkrum dögum greindu Rolling Stone og Guardian frá því að McCartney ætlaði að senda frá sér 900 blaðsíðna tveggja binda bók í samvinnu við írska rithöfundinn Paul Muldoon (Molduun) þar sem þeir freista þess að draga upp sjálfsmynd af Paul McCartney í gegnum 154 söngtexta bítilsins frá 1956 til 2021 og langra samtala þeirra á milli. Bókin heitir The Lyrics og kemur út í nóvember á þessu ári. Kristján Sigurjónsson sagði frá.
3/5/202130 minutes
Episode Artwork

Gervitunglamyndir sýna litlar breytingar

Myndir frá gervitunglum sýna litlar breytingar á milli Keilis og Fagradalsfjalls á Reykjanesskaga. Borgarstjóri segir gasmengun frá hugsanlegu eldgosi vera ógn sem huga þurfi að. Þó að óróapúls mælist ekki lengur á skjálftasvæðinu á Reykjanesskaga er skjálftahrinan enn kröftug. Danmörk, Austurríki og Ísrael ætla að stofna sjóð til að vinna saman að rannsóknum á bóluefnum gegn COVID-19 og fjárfesta í verksmiðjum til að auka framleiðsluna. Hætta er á að aukin umræða um alþjóðlega skipulagða glæpahópa ýti undir fordóma gagnvart innflytjendum. Þetta segir afbrotafræðingur sem fagnar því að umræðan verði til þess að fjársvelt lögregla fái viðbótarfjármagn. Samband sveitarfélaga hefur óskað eftir fundi með velferðarnefnd Alþingis til að ræða rekstur hjúkrunarheimila. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ótækt að sveitarfélög borgi með þessum rekstri. Þetta er frekar lífleg þróun í jarðhræringum á Reykjanesskaga en ekki mjög hröð, segir Sigurjón Jónsson jarðeðlisfræðingur við King Abdullah háskólann í Saudi Arabiu. Það verði breytingar á nokkurra klukkustunda fresti sem þarf að rýna í og reyna að skilja. Sigurjón er einn þeirra vísindamanna sem skoðar gervitunglamyndir af landinu. Ragnhildur Thorlacius talaði við Sigurjón. Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og lektor við háskólann á Akureyri segir að íslensk lögregla hafi verið fjársvelt of lengi og fagnar því ef umræða um skipulagða alþjóðlega glæpastarfsemi hér á landi verði til þess að hún fái aukið fjármagn. Hætta sé hins vegar á að umræðan veki upp fordóma gagnvart innflytjendum. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Margréti Valdimarsdóttur.
3/4/202130 minutes
Episode Artwork

Gæti byrjað að gjósa

Hugsanlegt er að gos hefjist á Reykjanesskaga á næstunni. Merki um gosóróa mældist á þriðja tímanum í dag í fyrsta sinn frá því að jarðskjálftahrinurnar hófust fyrir viku. Sérfræðingar Jarðvísindastofnunar settu upp dróna í dag til að kanna hvort kvika væri sjáanleg en talið er að hún gæti verið að leita leiðar upp á yfirborðið sunnan Keilis. Komi til eldgoss á Reykjanesskaga verða áætlanir vegna eldgosa og öskufalls virkjaðar á Keflavíkurflugvelli. Ekkert lát hefur verið á jarðskjálftum í vikunni og svo urðu þessar breytingar á þriðja tímanum í dag að greina mátti gosóróa á Reykjanesskaga. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Bergljót Baldursdóttir talar við Freystein Sigmundsson jarðeðlisfræðing.
3/3/202130 minutes
Episode Artwork

Dregur úr stórum skjálftum

Vel yfir 1600 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Heldur hefur þó dregið úr stærri skjálftum eftir hádegi. Forsætisráðherra segir stærstu öryggisógnina sem steðjað hafi að íslensku samfélagi vera heimsfaraldur kórónuveirunnar. Íslendingur sem setið hefur í varðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í fjögurra vikna farbann. Ekki var lögð fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ætlar að leggja til að slakað verði á sóttvörnum vegna COVID-19 farsóttarinnar. Kannanir sýna að landsmenn eru orðnir langeygir eftir breytingum. Það hafa verið dregnar upp ýmsar sviðsmyndir af þróun mála á Reykjanesskaga. Það má segja að vísindamenn viti núna hvað er að gerast en það er ómögulegt fyrir þá að spá um hvað muni gerast. Nú virðist allt benda til þess að kvikugangur sé að ryðja sér braut upp í jarðskorpuna. Arnar Páll Hauksson talaði við Ólaf G. Flóvenz jarðeðlisfræðing. Á miðvikudaginn leggur Rishi Sunak fjármálaráðherra Breta fram fjárlagafrumvarp. Eins og flestir fjármálaráðherrar á Vesturlöndum glímir Sunak við mikil Covid-útgjöld án þess að gleyma lærdómnum úr fjármálakreppunni 2008 um að skera ríkisútgjöld ekki of harkalega niður. Og nota tækifærið til að ýta undir vistvænar fjárfestingar. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Rússneskt fyrirtæki hefur fest kaup á einni fremstu vélsmiðju í Noregi. Þar eru byggðar Rolls Roys vélar fyrir skip, þar á meðal skip norska flotans. Og vélbúnaður í varðskipinu Þór er líka úr þessari smiðju. Í Noregi óttast menn að óvininum í austri verði nú falið viðhald og eftirlit um borð í norskum herskipum. Gísli Kristjánsson segir fá.
3/2/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 1.mars 2021

Spegillinn 1.mars 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson og Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Mark Eldred Gervihnattamyndir af Reykjanesskaga og ný gögn sýna umtalsverða færslu á landi sem ekki verði bara skýrð með jarðskjálftum og benda til þessað kvikugangur sé að myndast þar sem mesta skjálftavirkni hefur verið síðustu daga, það er við Keili. Kristín Jónsdóttir hópstjóri Náttúruvárvaktar á Veðurstofu Íslands segir að því sé mikilvægt að draga fram sviðsmynd um gos. Hraun frá því hefði ekki áhrif í byggð. Ekki er talin ástæða til að breyta viðbúnaði almannavarna en fylgst er grannt með svæðinu. Jarðskjálfti 5,1 að stærð varð um klukkan hálf fimm í dag á Reykjanesskaga. Þetta er þriðji stærsti skjálftinn i hrinunni síðan hún hófst á miðvikudag. 1800 skjálftar hafa mælst frá miðnætti, 23 skjálftar að stærð 3 eða stærri og um 3 skjálftar eru 4 að stærð eða stærri. Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir verkefni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna að bólusetja íbúa um 90 fátækra landa í heiminum gegn COVID-19 sé tvímælalaust stærsta bólusetningarverkefni sögunnar Framleiðsluáætlun kórónuveirubóluefnaframleiðandans Janssen hefur ekki gengið eftir og því óvíst hvenær bóluefnið kemur hingað til lands. Forsætisráðherra Armeníu kveðst tilbúinn að boða til þingkosninga verði það til þess að leysa úr pólitískri kreppu sem þar hefur ríkt síðustu mánuði. Lengri umfjöllun: 800 ár eru liðin frá síðustu eldsumbrotum á Reykjanesskaga og jarðsagan segir að hann sé kominn á tíma. Eldfjallfræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur útbúið kort sem sýna hugsanlega hraunrennslisstefnu ef til goss kæmi. Þorvaldur Þórðarson prófessor í í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir mjög ólíklegt að eldgos fylgi núverandi jarðhræringum á Reykjanesskaga, það sé þó ekki útilokað. Spegillinn ræddi við Þorvald í dag, en það skal tekið fram að viðtalið var tekið um miðjan dag, áður en stöðufundur almannavarna var haldinn sem við sögðum frá í fréttahluta Spegilssins. Þar kom fram að Vísindaráð hafi farið yfir gervihnattamyndir (InSAR) sem bárust í dag, en úrvinnsla úr þeim myndum sýna meiri færslu en áður hefur orðið vart við á svæðinu síðustu daga. Líklegasta skýringin er sú að kvikugangur sé að myndast undir því svæði þar sem mesta jarðskjálftavirknin hefur verið síðustu daga að því er segir í tilkynningu frá Vísindaráði og almannavörnum. Kristján Sigurjónsson talaði við Þorvald. Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi, Birna Þórarinsdóttir, segir verkefni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna að bólusetja íbúa um 90 fátækra land
3/1/202130 minutes
Episode Artwork

Enn skelfur Reykjanesskagi

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga virðist enn vera í fullum gangi. Frá því á miðvikudag hafa hátt í 40 skjálftar mælst stærri en 3. Prófessor í jarðeðlisfræði segir að síðasta árið hafi virknin verið á við það sem gerist á 6 til 10 ára tímabili. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir að Grindvíkingar séu tiltölulega rólegir miðað við aðstæður. Fastafulltrúi Mjanmar hjá Sameinuðu þjóðunum biður alþjóðasamfélagið um aðstoð við að koma herforingjastjórn landsins frá völdum og endurreisa lýðræði. Reglulegur akstur flugrútu Kynnisferða frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins hefst á ný skömmu eftir miðnætti. Komum til landsins hefur snarfækkað í faraldrinum og því er nokkuð um liðið síðan reglulegar ferðir voru í boði Vonir standa til þess að íslensk bólusetningarvottorð verði tekin gild í Evrópu og víðar fyrir vorið. Nú eru þau einungis viðurkennd í Ungverjalandi. Arnar Páll Hauksson talar við Inga Steinar ingason. Það virðist hafa dregið úr atvinnuleysi í febrúar samkvæmt gögnum Vinnumálastofnunar. Mikill munur er á atvinnuleysi eftir menntun. Ríflega 1200 viðskipta- og hagfræðingar eru án vinnu. Ragnhildur Thorlacius talar við Birnu Guðmundsdóttur.
2/26/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 25.febrúar 2021

Spegillinn 25.febrúar 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson 2500 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga síðan á miðnætti. Fimm voru stærri en þrír. Niðurstöður gasmælinga eru þær sömu og í gær. Vísindamenn mynduðu gufur á Höskuldarvöllum á Reykjanesskaga í dag. Of snemmt er að segja til um hvort þær hafi myndast í kjölfar skjálftahrinunnar. Yfirheyrslur yfir þeim sjö sakborningum sem eru í haldi vegna Rauðagerðismálsins standa enn yfir og halda eitthvað áfram. Mikið álag hefur verið á heilsugæslustöðvar vegna ferðalaga fólks til útlanda. Fleiri hafa óskað eftir vottorðum til að sýna fram á COVID-leysi en búist var við Skjól, nýtt dagsetur fyrir konur í ótryggri stöðu, var formlega opnað í dag í Reykjavík. Kona sem glímt hefur við heimilisleysi segir þýðingarmikið að geta komist inn yfir daginn og haft eitthvað fyrir stafni. Skaðabótamáli sem Öryrkjabandalagið höfðaði gegn Reykjavíkurborg vegna leigjenda hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, var í gær vísað frá dómi. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli byrjaði í dag að sekta þá sem koma til landsins án vottorðs um neikvæða niðurstöðu úr skimun. Saksóknarar í New York, sem rannsaka fjárreiður Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafa fengið skattskýrslur hans afhentar eftir margra mánaða baráttu fyrir dómstólum. Lengri umfjöllun: Árið 2020 einkenndist af glímunni við Covid faraldurinn og glíman stendur enn yfir. Þetta eru fordæmalusir tímar eins og við höfum marg sinnnis fengið að heyra. En hvaða áhrif hefur Covid haft á slálina og hvernig líður okkur? Ýmsir hafa reynt að varpa ljósi á líðan okkar. Í könnun Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins kom t.d. fram að yfir 40% kvenna á vinnumarkaði glíma við slæma andlega heilsu. Þá kemur fram í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir BSRB að álag hefur aukist í kófinu. Virk, Embætti landlæknis og Vinnueftirlit ríkisins efndu til fundar í morgun þar sem kastljósinu var meðal annars beint að líðan starfsfólks á vinnumarkaði og leiðum til að efla velsæld á tímum Covid. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri Lýðheilsusviðs hjá embætti Landlæknis og Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Samkaupum voru meðal þeirra sem fluttu erindi. Þær ræða við Arnar Pál Hauksson. Bjarni Sæmundsson, rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar, lagði af stað í tveggja vikna rannsóknarleiðangur umhverfis landið þann 15. febrúar og kemur til heimahafnar í Hafnarfirði eftir nokkra daga. Farið er fjórum sinnum á ári í slíka leiðangra og þá er ástand sjávar kannað, meðal ann
2/25/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 24. Febrúar

Spegillinn 24.febrúar 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Dregið hefur úr skjálftavirkninni á Reykjanesskaga eftir því sem liðið hefur á daginn en hún er samt enn mikil. Hættustigi hefur verið lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu. Skíðasvæðinu í Bláfjöllum hefur verið lokað. Dagur B. Eggertsson formaður Almannavarnaráðs höfuðborgarsvæðisins minnist þess ekki að höfuðborgarsvæðið hafi áður verið sett á hættustig vegna jarðskjálfta. Búa verði sig undir að skjálftar geti orðið harðari og nær höfuðborgarsvæðinu. Af öryggisástæðum voru flestir starfsmenn HS orku sendir heim eftir stóru skjálftana í dag Um þriðjungur landsmanna er með innbú sitt ótryggt, er ekki brunatryggður, sem þýðir sömuleiðis að innbúið er ekki tryggt gegn tjóni vegna náttúruhamfara, til dæmis af völdum jarðskjálfta. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Alls eru sjö í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði. Rannsókn málsins er mjög umfangsmikil og samkvæmt heimildum fréttastofu snýr hún meðal annars að mögulegu peningaþvætti og fjársvikum. Fjöldi vitna hefur verið kallaður til skýrslutöku og tólf hafa réttarstöðu sakbornings. Heilbrigðisráðherra segir innviði til greiningar leghálssýna ekki vera til staðar hér á landi, Hún vill fullvissa konur sem beðið hafa mánuðum saman eftir niðurstöðu úr leghálsskimun um að þjónustan verði betri í nýju kerfi. Lengri umfjöllun: Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands kemur í beina útsendingu í Speglinum og segir frá Jarðskjáftahrinunni á Reykjanesskaga í dag, jarðskjálftasögunni, útskýrir eðli jarðskjálfta, fer yfir styrkleika þeirra og við hverju megi búast í náinni framtíð á Reykjanesskaga. Kristján Sigurjónsson talar við Freystein. Álag vegna COVID-19 meðal opinbera starfsmann virðist hafa aukist meira en meðal starfsfólks á almenna vinnumarkaðinum. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir BSRB. Þá kemur fram að gæðastundum með fjölskyldunni hefur fjölgað miðað við sambærilega könnun sem gerð var í apríl. Arnar Páll Hauksson talaði við Sonju Ýr Þorbergsdóttur formann BSRB. Bólusetning gegn Covid-19 gengur vel í Bretlandi en ójöfn dreifing um landið ógnar áhrifum hennar. Það er búið að bólusetja tæplega þriðjung Breta einu sinni og í augsýn að byrja að létta á núverandi hömlum. En nú blasa við önnur vandamál: hvernig megi hindra að veiran blossi upp aftur með tilheyrandi lokunum og svo hvernig eigi að tryggja að nógu margir láti bólusetja sig. Sigrún Davíðsdóttir segir fr
2/24/202130 minutes
Episode Artwork

50 mega koma saman- 200 á íþróttaviðburði

Fimmtíu mega koma saman frá og með morgundeginum og 200 á lista- og íþróttaviðburðum. Opnunartími kráa og veitingastaða verður lengdur en vertar hefðu viljað ganga lengra. Engin tilfelli inflúensu hafa greinst hér á landi í ár og hún hefur heldur ekki náð sér á strik á heimsvísu, segir yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala. Hins vegar hafa greinst hér óvenjulega mörg tilfelli af veiru sem veldur heilahimnubólgu. Sóttvarnalæknir Svíþjóðar óttast að hið breska og bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar verði alls ráðandi í Evrópu innan hálfs mánaðar. Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni segja að landamæraverkefni Landhelgisgæslunnar geti verið í uppnámi. Samkvæmt úrskurði gerðardóms um nýjan kjarasamning Þeim sé ekki skylt að vinna erlendis nema um það sé sérstaklega samið. Samkomubann verður rýmra frá og með morgundeginum því þá mega koma saman fimmtíu í einu í stað tuttugu. Alls mega hundrað og fimmtíu manns vera saman í rými í skólum og eins metra reglan leysir tveggja metra regluna af hólmi. Þá mega allt að tvö hundruð manns vera á viðburðum eins og íþróttaviðburðum. Áhorfendur verða að vera skráðir í sæti og einn metri verður að vera milli óskyldra. Almennt gildir þó áfram tveggja metra reglan og grímuskylda verður óbreytt. Skólastarf í framhaldsskólum kemst í nánast eðlilegt horf við breytingu á sóttvarnarreglum. Miklar breytingar verða á félagslífi nemenda og því fagna þeir ákaft. Faraldurinn hefur þó þau áhrif að einhverjir framhaldsskólanemar munu seinka námi eða hætta jafnvel alveg. Þá sjá íþróttafélög fram á auknar tekjur og stuðning með því að fá að taka á móti áhorfendum. Kristín Sigurðardóttir Talar við Steinunni Björnsdóttur, Kristinn Þorsteinsson og Önnur Sóleyju Stefánsdóttur. Fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að sækja um ráðningarstyrki til að skapa ný störf og draga úr atvinnuleysi. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að ýmis fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar séu að skoða þetta úrræði. Ráðningarstyrkjum fjölgaði eftir bankahrunið og voru tæplega 1900 árið 2012. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Jóhannes Skúlason og Aldísi Hafsteinsdóttur.
2/23/202130 minutes
Episode Artwork

Legja gæsluvarðhald yfir einum manni

Lögregla ætlar að fara fram á að gæsluvarðhald verði framlengt yfir að minnsta kosti einum af þeim níu sem eru grunaðir um tengsl við morðið í Rauðagerði. Búast má við vaxandi neyð hjá fólki ef atvinnuleysisbótarétturinn verður ekki lengdur, segir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Fleiri atvinnulausir fái fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum á næstu vikum. Bretar áforma að slaka smám saman á sóttvörnum vegna COVID-19 þannig að landsmenn geti farið að lifa eðlilegu lífi á ný á síðari hluta júní. Þrír úr áhöfn togarans Júlíusar Geirmundssonar hafa sagt upp störfum eftir að skipstjórinn á skipinu þegar hópsýking kom upp um borð var ráðinn stýrimaður. Formaður Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum segir að ástand vega í Austur-Barðastrandasýslu komi í veg fyrir að verðmæti séu flutt á markað. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurvelli, segir að heilt yfir hafa landamæravarslan gengið vel eftir að reglum var breytt á föstudaginn. Í mjög stuttu máli snúast þær um það að allir sem koma til landsins verða að framvísa svokölluðu PCR- prófi sem má ekki vera eldra en þriggja sólarhringa og sýnir að viðkomandi er ekki smitaður eða neikvæður. Þetta vottorð á að sýna þegar gengið er um borð í flugvél á brottfararstað. Við komuna hingað eru allir skimaðir. Fara svo í 5 daga sóttkví og skimaðir aftur. Þeir sem geta sýnt fram á að þeir hafi myndað mótefni eru lausir allra mála. Arnar Páll Hauksson talar við Sigurgeir Sigmundsson og Sigrúnu Davíðsdóttur. Blindir sem reiða sig á talgervla í snjallsímum hafa miklar áhyggjur af því að íslensku raddirnar Karl og Dóra verða brátt ekki lengur aðgengilegar í Android-símum. Unnið er að gerð nýs talgervils en hann verður ekki tilbúinn fyrr en eftir eitt til tvö ár. Kristinn Halldór Einarsson og Baldur Snær Sigurðsson, sem báðir eru lögblindir, hafa reitt sig á íslensku raddirnar við skjálestur og við alla notkun snjalltækja. Þegar þær detta út þarf að reiða sig á enskan talgervil. Kristín Sigurðardóttir talar við Kristins Halldór og Baldur Snæ.
2/22/202130 minutes
Episode Artwork

2/19/202130 minutes
Episode Artwork

Tveirhandteknir í morðmáli í dag

Tveir voru handteknir í dag vegna rannsóknarinnar á morðinu í Rauðagerði í Reykjavík. Þeir sem sitja í gæsluvarðhaldi eru frá Íslandi, Spáni, Albaníu og Litháen. Það er nýr veruleiki hér á landi, að menn séu myrtir með köldu blóði fyrir utan heimili sitt. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Saksóknari krafðist þess í Landsrétti í dag að æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun yrðu dæmdir vegna lánveitinga til vildarviðskiptavina bankans. Hann vill að refsiramminn verði fullnýttur en viðurkenndi að vegna þess hversu langt er liðið frá upphafi málsins verði refsingin skilorðsbundin. Aldrei hefur verið leitað til foreldra um lausnir eða samráð við framkvæmdir, segir Björn Steinbekk, faðir drengs sem veiktist illa við að stunda nám í Fossvogsskóla. Flugvirkjar eru mjög ósáttir við úrskurð gerðardóms um kjaramál þeirra. Þeir segja að niðurstaðan sé verri en sú versta hugsanlega. Gerðardómur fellst ekki á kröfu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni um að kjarasamningur þeirra við ríkið verði tengdur aðalsamningi þeirra við Icelandair. Það hafi í raun verið bannað samkvæmt lögum frá 2006. Arnar Páll Hauksson talar við Sverri Jónsson og Guðmund Úlfar Jónsson. Lögreglan verður að komast að því hvað gerðist þegar maður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir að það sé nýr veruleiki hér á landi, að menn séu myrtir með köldu blóði fyrir utan heimili sitt. Leiðin til þess að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig, sé að draga úr eftirspurn eftir fíkniefnum. Það auki hins vegar ekki öryggi borgaranna að vopnavæða almenna lögreglumenn. Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræddi við Helga um morðið í Rauðagerði. Næst á eftir Ísrael hefur hvergi verið bólusett hærra hlutfall af landsmönnum en í Bretlandi. Í ágúst er þess vænst að búið verði að bólusetja alla Breta tvisvar sinnum. Hægt og bítandi er því að verða til bæði þekking á og reynsla af þeim bóluefnum, sem eru notuð, en mörgum Bretum finnst ganga hægt að upplýsa um hvað verði svo. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
2/18/202130 minutes
Episode Artwork

4 handteknir í dag í morðmáli

Átta hafa verið handteknir í tengslum við morðið í Rauðagerði um síðustu helgi. Fjórir voru handteknir í dag. Lögregla kannar hvort mögulega hafi fleiri en einn verið að verki. Rekstrarstjóri Brims á Vopnafirði segir óviðunandi að þurfa að keyra vinnsluna þar á varaafli dögum saman. Raflínan til Vopnafjarðar bilaði rétt fyrir helgi. Auka á fjárstuðning við bændur, auðvelda þeim heimavinnslu og endurskoða tollafyrirkomulag. Þetta kemur fram í aðgerðaáætlun landbúnaðarráðuneytisins. Vefverslun jókst um 152% í fyrra og áfengissala í ÁTVR um 40 af hundraði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Sameinuðu þjóðirnar leggja til að tuttugu auðugustu ríki heims komi á laggirnar vinnuhópi sem sjái til þess að allar þjóðir verði bólusettar gegn COVID-19. Erfið fjárhagsstaða fjölmargra hjúkrunarheimila bitnar á fólkinu sem þar býr, segir Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann segir að hækka þurfi daggjöld til heimilanna um um það bil tíu prósent til þess að laga ástandið, eða um þrjá til fjóra milljarða króna á ári. Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt hjúkrunarheimilum aukakostnað í tengslum við faraldurinn, en deilt hefur verið um þann kostnað að undanförnu. Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræddi við Gísla Pál Pálsson. Vefverslun jókst um 152% á síðasta ári og nam um 7% af innlendri verslun. Erlend kortavelta dróst saman um 60 af hundraði. Áfengissala í ÁTVR jókst um 40% eða um 10 milljarða króna. Arnar Páll Hauksson sagði frá og talaði við Eddu Blummenstein.
2/17/202130 minutes
Episode Artwork

Seyðisfjörður, Frú Ragnheiður og heilbrigðisþjónusta fyrir aldraða

Spegillinn 16.2.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldurdsóttir Rýming tæplega 50 húsa í jaðri byggðarinnar í sunnanverðum Seyðisfirði tekur gildi klukkan 19 í kvöld. Hættustig almannavarna hefur aftur verið lýst yfir í bænum vegna skriðuhættu. Kristján Sigurjónsson ræðir við Aðalheiði Borgþórsdóttur í Múla á Seyðisfirði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendir minnisblað til heilbrigðisráðherra á næstu dögum um frekari afléttingar innanlands í framhaldi af boðuðum hertum aðgerðum á landamærum sem kynntar voru í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir Ísland vera opnasta land í Evrópu núna, hér séu minnstar hömlur á atvinnulífi og daglegu lífi í álfunni. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, spurði heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvort til greina kæmi að sjálfstætt starfandi heilsugæslustöð fengi að starfa á Suðurnesjum. Ráðherrann telur að það þurfi að stíga mjög varlega til jarðar í þessum málum en full ástæða sé til að ræða þessar hugmyndir. Dómstóll í Hollandi ógilti í dag útgöngubann stjórnvalda, sem hefur sætt eindreginni andstöðu landsmanna. Þau ætla að áfrýja dóminum. Skjólstæðingum Frú Ragnheiðar, hjálparúrræðis Rauða krossins fyrir sprautufíkla og/eða heimilislausa á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 50 prósent á síðustu fjórum árum. 600 manns leituðu til Frú Ragnheiðar í fyrra. Kristján Sigurjónsson ræðir við Elísabetu Brynjarsdóttur Kostnaður við uppbyggingu hjúkrunarheimila hljómar eins og gjaldþrota stefna segir Pálmi V Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans. Hann leggur til ýmsar breytingar á heilbrigðisþjónustu við eldra fólk meðal annars öldrunargeðdeild verði stofnuð og að heilsugæslan verði gerð að vöggu öldrunarþjónustunnar. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Pálma Norðmenn búa sig undir átakakosningar til þings í haust. Ríkisstjórn Ernu Solberg frá Hægri flokknum hefur tapað miklu fylgi á kjörtímabilinu og á engan möguleika á að lifa af ef skoðanakannanir standast. En það er ekki þar með sagt að ný vinstristjórn bíði þess að taka við. Þar þurfa fimm ólíkir flokkar að ná samstöðu. Kjósa á 13. september. Gísli Krisjánsson í Noregi sagði frá
2/16/202130 minutes
Episode Artwork

Morðvopnið, ný störf, Bláfugl

Spegillinn 15.02.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gefur ekki upp hvort morðvopnið sem notað var við manndráp í Rauðagerði í Reykjavík á laugardagskvöld sé fundið. Hundrað og níutíu þúsund manns verða bólusett hér á landi fyrir lok júní, gangi áætlanir heilbrigðisráðuneytisins eftir. Um sex þúsund Íslendingar verða bólusettir í þessari viku. Íbúum á Hofi í Öræfum, sem fengu krapaflóð í bakgarð sinn í gær var verulega brugðið. Mjög óvenjulegt er að svona flóð séu svo stór að þau fari yfir varnargarða. Dómari í Suður-Afríku vill láta fangelsa fyrrverandi forseta landsins fyrir að vanvirða réttinn. Aðeins hafa fengist niðurstöður úr 10 prósentum þeirra leghálssýna sem send hafa verið til Danmerkur síðan Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við skimun af Krabbameinsfélaginu. Forstjóri heilsugæslunnar hefur áhyggjur af þessum seinagangi og fer fram á skýringar hjá Dönum á fundi á morgun. Meirihluti þingmanna á grænlenska landsþinginu vill að efnt verði til kosninga, meira en ári áður en kjörtímabilinu lýkur. Vinnumálastofnun ásamt Samtökum atvinnulífsins ætla að gera átak í að skapa ný störf í landinu. Þau fyrirtæki sem taka þátt geta fengið ráðningarstyrk með þeim sem þeir ráða til starfa. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun hvetur fyrirtæki, atvinnurekendur og sveitarfélög að leggja verkefninu lið. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Hrafnhildi Tómasdóttur, sviðstjóra hjá Vinnumálastofnun Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir að það sé hvorki siðferðislega rétt né lögum samkvæmt að segja upp fastráðnum flugmönnum í kjaradeilu til þess að þvinga þá til að gefa eftir lungan af sínum kjörum. Verkfall 11 flugmanna hjá flugfélaginu Bláfugli hefur staðið yfir í hálfan mánuð. Arnar Páll Hauksson talaði við Jón Þór Þorvaldsson formann Félags íslenskra atvinnuflugmanna Sveitarfélög fengu óvart greitt þremur milljörðum of mikið í staðgreiðslu frá ríki nú um mánaðamótin. Í desember fengu þau líka þrjá milljarða, sem þau áttu að fá en vissu ekki af. Elsa María Guðlaugs. Drífudóttir talaði við Björgu Ágústsdóttur sveitarsstjóra Grundarfjarðarbæjar
2/15/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 12.febrúar 2021

Spegillinn 12.febrúar 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Pfizer og Evrópusambandið hafa samið um kaup á 200 milljónum skammta umfram það sem áður hafði verið ákveðið. Útlit er fyrir að Íslendingar fái fleiri bóluefnaskammta á næstunni en gert hafði verið ráð fyrir Draga verður lærdóm af dómnum sem Hæstiréttur kvað upp í gær í máli Landsréttardómaranna tveggja, segir dómsmálaráðherra. Rússar segjast tilbúnir að slíta tengslin við Evrópusambandið verði þeir beittir refsiaðgerðum vegna Navalny-málsins. Kennslustofur í Háskóla Íslands komast ekki í stand fyrr en matsmenn hafa lokið við að meta umfang vatnstjónsins sem varð þar fyrir þremur vikum. Forsvarsmenn skólans hafa áhyggjur af myglu. Heimsendingarþjónustan Aha.is hefur þróað innkaupaapp sem skilur íslensku. Markmiðið er að fólk geti gert stórinnkaup heima hjá sér á örfáum mínútum. Lengri umfjöllun: Danska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst á þingi um að auka verulega eftirlit á norðurslóðum. Útgjöld til eftirlitsins verða aukin um sem svarar rúmlega 30 milljörðum íslenskra króna. Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur segir nauðsynlegt að auka viðbúnað hersins til að fylgjast betur með siglingum og flugi á norðurslóðum. Málið snýst um öryggi ríkissambandsins og að við stöndum við skuldbindingar okkar segir Bramsen. Bogi Ágústsson segir frá. Saga og aðbúnaður ráðskvenna í sveit á síðari hluta tuttugustu aldar er viðfangsefni Dalrúnar J. Eygerðardóttur sagnfræðings í doktorsverkefni hennar. Dalrún hefur talað við tugi eldri kvenna sem gegndu ráðskonustarfi á síðustu öld og í þessum viðtölum hefur ýmislegt komið fram sem þagnarmúr hefur umlukið hingað til. Dalrún fjallaði um viðfangsefni sitt hjá RIKK - Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands í gær - þegar rætt var um áhrif #metoo-byltingarinnar á líf og frásagnir kvenna. Kristján Sigurjónsson ræðir við Dalrúnu. Málið, sem hefur verið í bresku fréttaveltunni þessa vikuna er frí eða ekki frí. Munu Bretar komast í sumarfrí eða ekki? Eftir miklar væntingar í ársbyrjun um sumarleyfi, af því bólusetning gengur vel í Bretlandi, eru horfur á ferðasumri þó þungar, samkvæmt Boris Johnson forsætisráðherra. Nú hljómar eins og þorrinn og góan gæti teygst fram á haustið. Sem gæti þá haft áhrif á Íslandi sem hefur notið góðs af ferðavilja Breta á árunum fyrir Covid-19 faraldurinn. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
2/12/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 11.febrúar 2021

Spegillinn 11.febrúar 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Meiri veikinda varð vart hjá starfsfólki slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en reiknað var með eftir seinni bóluefnissprautuna. Þriðjungur starfsliðsins er veikur og þurfti að kalla út aukafólk. Talsverð óvissa er enn um hvernig muni ganga að fylgja afhendingaráætlun bóluefna á öðrum ársfjórðungi þessa árs segir forsætisráðherra. Hæstiréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða Jóni Höskuldssyni 9,5 milljónir í skaðabætur vegna Landsréttarmálsins Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samþykkt að vísa tillögum að deiliskipulagi Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti til endurskoðunar aðalskipulags sem nú stendur yfir Hátt í einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum ætlar eindregið eða líklega að afþakka bólusetningu gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun AP fréttastofunnar. Þrjátíu ár eru í dag síðan Íslendingar, fyrstir þjóða, viðurkenndu sjálfstæði Litáens. Lengri umfjöllun: Innlend matvælaframleiðsla fullnægir að töluverðum hluta fæðuframboði á Íslandi. Framboð af fiski er langt umfram eftirspurn, yfir 90 prósent í kjöti, eggjum og mjólkurvörum, en grænmetið og kornið eiga langt í land. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Landbúnaðarháskólans fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, sem kynnt var í morgun. Þar er fjallað um fæðuöryggi þjóðarinnar. Aðeins eitt prósent af korni til manneldis er framleitt hér á landi og 43 prósent af grænmeti. Staðan er hins vegar allt önnur og betri í kjöti, eggjum og mjólkurvörum, að ekki sé talað um fisk. Innlend matvælaframleiðsla er mjög háð erlendum aðföngum, segir í skýrslunni, sérstaklega eldsneyti og áburði. Skýrslan verður til umfjöllunar hjá Þjóðaröryggisráði. Spegillinn settist í dag niður með þeim Kristjáni Þór Júlíussyni landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og Jóhannesi Sveinbjörnssyni dósent við landbúnaðarháskólann, sem er einn skýrsluhöfunda. Kristján Sigurjónsson talar við þá Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hrinda af stað vinnumarkaðsaðgerðum sem eiga meðal annars að skapa 200 störf fyrir þá sem eru atvinnulausir eða fá fjárhagsaðstoð frá borginn. Verkefnið verður unnið í samvinnu við Vinnumálastofnun.Rösklega 40% landsmanna sem eru atvinnulausir búa í höfuðborginni. Í janúar voru 8.606 Reykvíkingar á atvinnuleysisskrá sem þýðir að almennt atvinnuleysi er yfir 11 af hundraði. Miðað við janúar í fyrra hefur fjöldi atvinnulausra rúmlega tvöfaldast. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs segir að staðan sé grafalvarleg. Arnar Páll Hauksson talar
2/11/202130 minutes
Episode Artwork

Botni atvinnuleysis náð?

Almennt atvinnuleysi var 11,6% í síðasta mánuði og jókst um tæpt prósentustig. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur líkur á að botninum í atvinnuleysi sé náð. Andrés Ingi Jónsson þingmaður, sem sagði sig úr Vinstri grænum haustið 2019, er genginn til liðs við Pírata. Rússneska veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna stórhríðar sem útlit er fyrir að vari í einn og hálfan sólarhring. Sóttvarnalæknir Svíþjóðar varaði í dag við að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins í Svíþjóð gæti verið að hefjast. Aldrei hafa fleiri blindir og sjónskertir hér á landi beðið eftir að fá leiðsöguhund. Hátt í 20 eru á biðlista. Heilbrigðisráðherra segist bjartsýn á að bólusetningar muni ganga vel á öðrum og þriðja ársfjórðungi og að bóluefni komi frá fleiri lyfjafyrirtækjum. Samningar hafa verið undirritaðir um kaup á bóluefni sem dugir fyrir 629 einstaklinga. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur. Reykjavíkurborg ætlar að bæta verulegu fjármagni í íslenskukennslu fyrir börn sem hafa annað móðurmál en íslensku. Sérstöku íslenskuveri verður komið á laggirnar. Formaður Skóla- og frístundaráðs segir þetta mjög mikilvægt enda þörfin mikil. Haukur Holm tlara við Skúla Helgason. Atvinnuleysi í kjölfar Covid-19 faraldursins er, miðað við nágrannalöndin, óvíða meira en á Íslandi. Veirufaraldurinn afhjúpar ljóslega hættuna sem fylgir því að Íslandi eigi svo mikið undir í einni grein, ferðaþjónustunni. Sigrún Davíðsdóttir segir frá
2/10/202130 minutes
Episode Artwork

Ekkert verður af rannsókn Pfizer

Ekkert verður af rannsóknarverkefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer á virkni kórónuveirubóluefnis, sem rædd var á fundi sóttvarnalæknis, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítala, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og fulltrúa Pfizer í dag. Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar eftir fundinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi vissulega verið vonbrigði að ekkert yrði af rannsókn Pfizer hér á landi. Niðurstaðan hafi þó ekki komið á óvart. Verulega hefur verið dregið úr leitinni að John Snorra Sigurjónssyni og tveimur göngufélögum hans sem saknað hefur verið frá því á föstudagsmorgun. Veðurspá er slæm næstu sjö daga. Útgerðir landsins eiga að greiða 4,8 milljarða króna í veiðigjald vegna síðasta árs. Kennarasamband Íslands fær vikulega símtöl frá kennurum sem telja sig verða fyrir ofbeldi af hálfu nemenda. Sambandið hvetur skólastjórnendur til þess að gera viðbragðsáætlun vegna ofbeldis. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins hyggst leggja til að refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi verði hertar. Um fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman. Staða atvinnulausra er verri en launafólks og staða innflytjenda er talsvert verri en innfæddra. Yfir 40 af hundraði atvinnulausra mælast með slæma andlega heilsu miðað við um fimmtung launafólks. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Vörðu á stöðu launafólks. Varða er ný rannsóknastofnun vinnumarkaðarins sem ASÍ og BSRB komu á laggirnar. Fjallað var um niðurstöðurnar í Speglinum í gær en í dag var könnunin formlega kynnt. Arnar Páll Talaði við Drífu Snædal og Sonju Ýr Þorbergsdóttur. Ólga er í stjórnmálum á Grænlandi, í síðustu viku fækkaði stjórnarflokkunum úr þremur í tvo er Demakratiit hætti stjórnarþátttöku. Kim Kielsen, formaður Landsstjórnarinnar, er því nú í forystu minnihlutastjórnar. Aðeins 11 af 31 þingmönnum styðja nú stjórnina. Bogi Ágústsson ræddi við Össur Skarphéðinsson.
2/9/202130 minutes
Episode Artwork

Fjöldi tilkynninga um árásir á kennara

Um 20 tilkynningar berast Vinnueftirlitinu árlega um ofbeldi nemenda gagnvart kennurum. Formaður Félags grunnskólakennara telur að tilvikin séu talsvert fleiri. Ríkissaksóknari Namibíu segir að þótt ekki sé í gildi framsalssamningur milli Íslands og Namibíu sé verið að skoða hvort aðrar leiðir séu færar. Þrír Samherjamenn eru ákærðir í Namibíu. Vinnsla á loðnu úr norskum skipum er nú hafin á Austfjörðum eftir tvö loðnulaus ár. Um fjórðungur launafólks á erfitt eða frekar erfitt með að að ná endum saman. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðskönnun sem kynnt verður á morgun. ------------------------------------------------------------------------------- Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef samkomulag næst við lyfjaframleiðandann Pfizer um rannsóknarverkefni á virkni bóluefnis fyrirtækisins þurfi aðgerðin að fara í gegnum allt ferli sem um það gilda, eins og fyrir Vísindasiðanefnd og Persónunefnd. Hann segir innviði hér sterka pg vel undir bólusetningaaðgerðir búna. Um fjórðungur launafólks á erfitt eða frekar erfitt með að að ná endum saman. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðskönnun sem kynnt verður á morgun. Þar kemur líka fram að um fjórðungur kvennna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu. Þetta hlutfall meða ungs fóks er nærri 42%. Tónlistarbransinn í Bretlandi er í vanda, ekki bara vegna COVID, því það er alls staðar, heldur vegna Brexit, en svo virðist sem hreinlega hafi gleymst að gera ráð fyrir ferðafrelsi tónlistarfólks um Evrópu. Eldri og ráðsettari stórstjörnur hafa brugðist ókvæða við og segja nauðsynlegt að auðvelda yngra fólki að koma sér á framfæri, því án ungra tónlistarmanna sé enginn bransi.
2/8/202130 minutes
Episode Artwork

Tilslakanir á mánudag

Barir og skemmtistaðir opna og fleiri mega sækja leiksýningar, messur, verslanir og söfn þegar tilslakanir á sóttvarnareglum taka gildi á mánudaginn. Stjórnvöld í Póllandi, Þýskalandi, Frakklandi og Svíþjóð mótmæla ákvörðun Rússa um að vísa þremur stjórnarerindekum úr landi fyrir að hafa tekið þátt í aðgerðum til stuðnings Alexei Navalny. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu synjaði í dag kröfu flugfélagsins Bláfugls um að lögbann yrði sett á verkfallsvörslu í Leifsstöð vegna verkfalls 11 flugmanna félagsins. Sjónvarpsstjóri Sjónvarps Símans segir að Viaplay ætli að gera sig gildandi á íslenskum sjónvarpsmarkaði og viðbúið sé að það reyni að fá sýningarréttinn á enska boltanum. ---------------------------------------------------- Áætlað er að framkvæmdum við fyrsta áfanga Borgarlínu frá Ártúnshöfða að Hamraborg ljúki um mitt ár 2025 og heildarkostnaður nemi um 25 milljörðum króna. Arnar Páll segir frá . Heyrist í Davíð Þorlákssyni, Bergþóður Þorkelsdóttur og Hrafnkatli Á. Proppé. Norski hyrðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hefur á ný skotið upp kollinum í opinberri umræðu í Noregi. Núna vegna nýrrar bókar um aðgerðir Jens Stoltenberg, forsætisráðherra á tíma hryðjuverkanna 22. Júli 2011, dagana eftir ódæðisverkin. Og vor er nú loks farið að byggja upp að nýju í miðborg Oslóar nær 10 árum eftir að sprengja Breiviks sprakk þar. Gísli Kristjánsson segir frá. Íslendingar eru almennt hreyfanlegri en norrænu nágrannaþjóðirnar, hafa flutt sig eftir vinnu, bæði milli landshluta og landa. Nýja breytan í dæminu er fjarvinna, sem hefur farið á flug í veirufaraldrinum, og sem gæti gert fólki auðveldara að flytja, hvort sem er úr landi eða úr þéttbýli í dreifbýli. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
2/5/202130 minutes
Episode Artwork

Lyfjastofnun um bóluefni. Sundabrú og hafnaraðstaða. Óleyfisbúseta.

Alþingi samþykkti í dag samhljóða heildarendurskoðun sóttvarnalaga. Heilbrigðisráðherra segir þingið hafa sýnt mikilvæga samstöðu. Vörubílstjórar þurfa að taka á sig 170 kílómetra krók með ferskan fisk, nái þeir ekki að aka brúna yfir Jökulsá á Fjöllum fyrir lokun. Brasilískt námafyrirtæki ætlar að greiða jafnvirði 911 milljarða króna í skaðabætur vegna stíflu sem brast og varð á þriðja hundrað að bana. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að hugsanlega þurfi að bólusetja fólk aftur við kórónuveirunni eftir tvö ár eða breyta bóluefnum svo þau virki á stökkbreytt afbrigði. Sundabrú kallar á hafnarframkvæmdir á athafnasvæði Samskipa. Fjöldi skipa sem leggst þar við bryggju kæmist ekki undir brúna.
2/4/202130 minutes
Episode Artwork

Íslensk kona myrt í Danmörku

Þetta er sárt og erfitt fyrir vinnustað. En að sjálfsögðu miklu erfiðara og sárara fyrir fjölskylduna og börnin, segir forstöðukona þjónustuíbúða í Odder í Danmörku þar sem Freyja Egilsdóttir Mogensen, íslensk kona starfaði. Hún var myrt af fyrrverandi sambýlismanni sínum. Brú er betri kostur en jarðgöng vegna lagningar Sundabrautar að mati starfshóps sem samgönguráðherra skipaði til að meta bestu leiðina yfir Kleppsvíkina. Kostnaður er áætlaður 44 milljarðar króna. Ráðherra segir að verkinu gæti lokið eftir 8 til 10 ár. Lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu segir dóm um nágranna sem taldist galli á fasteign vera stórmerkilegan og stefnumarkandi. Þjóðvegi eitt yfir Jökulsá á Fjöllum var lokað núna klukkan sex. Hann verður opnaður aftur í fyrramálið. Brú vegna lagningar Sundabrautar er betri kostur en jarðgöng. Þetta er niðurstaða starfshóps samgönguráðherra sem falið var að meta þessa tvo kosti. Samgönguráðherra segir að Sundabraut gæti verið tilbúið eftir 8 til 10 ár. Arnar Páll Hauksson talar við Guðmund Inga Jóhannsson. Fólk býr í atvinnuhúsnæði um allt land, allt að því 7000 manns. Svona hefur þetta verið árum saman og svona verður það líklega áfram á meðan skortur er á húsnæði. Slökkviliðið þarf að vita hvar þetta fólk býr svo hægt sé að bjarga því ef það kviknar í en eins og staðan er í dag má ekki skrá lögheimili eða aðsetur í atvinnuhúsnæði. Fólk skráir því lögheimili sitt annars staðar eða er skráð óstaðsett í hús hjá sveitarfélaginu. Í nýrri skýrslu vinnuhóps húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er lagt til að fólki verði leyft að skrá aðsetur í atvinnuhúsnæði. Fasteignasali sem selur og leigir svona íbúðir telur að það væri skref í rétta átt. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Helenu Sigurðardóttur. Í Bretlandi gengur vel að bólusetja, takmarkið að bólusetja 15 milljónir manna fyrir miðjan febrúar innan seilingar. Sá árangur og hitasóttarkennd umræða um ný veiruafbrigði hefur í bili dregið athyglina frá skimun, sem hefur ekki gengið jafn vel. En í dag minnast Bretar kapteinsins Tom Moore, öldungsins sem snerti hjörtun heima og heiman eins og heyra mátti í miðnæturfréttum breska ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
2/3/202130 minutes
Episode Artwork

Bóluefni, offita barna, gallar í fasteignum

Spegillinn 2. febrúar Umsjón Bergljót Baldursdóttir Talsvert fleiri skammtar af bóluefni berast til landsins á næstu tveimur vikum en áætlað var. Sóttvarnalæknir vonast eftir að viðræður við Pfizer lyfjafyrirtækið um hjarðónæmisrannsókn skýrist síðar í vikunni. Offita meðal barna er meiri hér á landi en í nágrannalöndunum. Sérfræðilæknir vill skilgreina offitu sem sjúkdóm og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda Verkfall hjá 11 flugmönnum Bláfugls, sem eru félagsmenn í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna, hófst á miðnætti í fyrrakvöld. Flugfélagið hefur ráðið verktakaflugmenn í þeirra stað. Verkfallsbrot segir stéttafélagið. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það séu vonbrigði að tafir hafi orðið á afgreiðslu tekjufalls- og viðspyrnustyrkja en fullyrðir að allur kraftur sem hægt sé að setja í þau mál hafi verið settur í verkefnið. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata spurði ráðherra á Alþingi í dag út í seinaganginn, sem hann sagði farinn að stórskaða rekstur og fyrirtæki. Byrjað er að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í Palestínu. Heimastjórnin hefur samið við fjóra lyfjaframleiðendur um bóluefni. Fleiri kvartanir hafa nú borist til Húsnæðis og mannvirkjastofnunar vegna galla í fasteignum en áður. Herdís Hallmarsdóttir, lögfræðingur stofnunarinnar telur að skoða þurfi hvort ekki eigi að setja í lög reglur um að húsnæði sé skoðað og vottað áður en það er selt. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri NýOrku segist ekki sjá fyrir sér jumbóþotu fljúga um á rafhlöðum né heldur að frystitogara verði knúnir áfram með rafhlöðum í framtíðinni. Eftirspurn eftir vetni sé að aukast og fyrirspurnir berist frá útlöndum um möguleika á útflutningi á vetni. Arnar Páll Hauksson ræddi við Jón Björn Skúlason Sigrún Davíðsdóttir fjallað um áhugaverðar hliðstæður í íslenskri og írskri brottflutningssögu. Írska sagan er mun sárari og bitrari en sú íslenska. Írar eru jafnframt mjög meðvitaðir um þessa sögu sína og þá einnig um írsku díaspóruna um allan heim. Hver áhrifin af Covid verða á brottflutning á eftir að koma í ljós.
2/2/202130 minutes
Episode Artwork

Margir í ólöglegu húsnæði

Fimm til sjö þúsund manns búa í ólöglegu húsnæði hér á landi samkvæmt áætlun vinnuhóps sem skipaður var í kjölfar lífskjarasamninganna. Forseti ASÍ segir að vanþekking á leigumarkaðinum sé til mikilla trafala í allri áætlanagerð. Héraðssaksóknari hefur tekið við máli manns sem er grunaður um að hafa skotið með riffli á bíl borgarstjórans og á skrifstofur Samfylkingarinnar. Boðunarlisti Fangelsismálastofnunar hefur lengst verulega síðustu ár. og bíða nú á sjötta hundrað eftir að hefja afplánum í íslenskum fangelsum. Fangelsismálastjóri vonar að nýtt lagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir aukinni samfélagsþjónustu stytti listann verulega. Skipverjinn á línubátnum Fjölni GK frá Grindavík sem greindist með COVID-19 í gær var með gamalt smit og þar af leiðandi ekki virkt. Klámnotkun ungra drengja er orðin slík að þeir þurfa að verða sér út um stinningarlyf til örvunar í kynlífi. Forseti Íslands segir að við sem búum í þessu landi verðum að hafna öllum öfgum og ofbeldi á vettvangi þjóðmála. Til bóta er að sameina fern lög um kosningar hér á landi í einn lagabálk segir þingflokksformaður Sjálfstæðismanna. Hann er þó á móti því að leggja niður yfirstjórnir kjördæma eins og gert er ráð fyrir í nýju kosningalagafrumvarpi. Landsvirkjun telur að miklir möguleikar geti falist í vetnisframleiðslu. Vetni gæti orðið ný útflutningsgrein í nánustu framtíð. Því er spáð að eftirspurn eftir vetni munbu aukast umtalsvert. Arnar Páll Hauksson talar við Harald Hallgrímsson forstöðumann viðskiptaþrónunar Landsvirkjunar. Boðunarlisti Fangelsismálastofnunar hefur lengst verulega síðustu ár. og bíða nú á sjötta hundrað eftir að hefja afplánum í íslenskum fangelsum. Fangelsismálastjóri vonar að nýtt lagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir aukinni samfélagsþjónustu stytti listann verulega. Bergljót Baldursdóttir talar við Pál Winkel.
2/1/202130 minutes
Episode Artwork

Fordæmir árásina

Forsætisráðherra fordæmir skotárásina á fjölskyldubíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Hún segir árásina því miður ekki vera þrumu úr heiðskíru lofti. Formaður Viðreisnar vill að formenn flokkanna sammælist um skýrar leikreglur sem útiloki ofbeldisfull og meiðandi ummæli í aðdraganda kosninga. Fjármálaráðherra hefur ákveðið að hefja sölu á hluta af hlutabréfum í Íslandsbanka. Hann tilkynnti Bankasýslunni þetta í dag. Lithái á sextugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið landa sínum að bana í desember 2019 Umhverfisráðherra segir að nýtt regluverk um vindorku sé bæði skilvirkt og sanngjarnt. Það þjóni bæði verndun og nýtingu. Arnar Páll Hauksson talar við Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra. Ef litið er yfir sögu mannfjölda á Íslandi kemur glöggt í ljós að síðan á tímum Vesturferðanna hefur brottflutningur fólks frá Íslandi verið ráð við hremmingum og atvinnuleysi heima fyrir. Sama á Írlandi. Þar er meðvitundin um írsku útflytjendasöguna mjög sterk. En hið nýja er að brottflutningur hefur haldið áfram þrátt fyrir góðæri. Hver áhrif Covid verður á brottflutning á eftir að koma í ljós. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
1/29/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 28. janúar

Það var Degi B. Eggertssyni áfall þegar uppgötvaðist um síðustu helgi að skotið hafði verið úr byssu í gegnum hurð á fjölskyldubílnu, að öllum líkindum fyrir utan heimili' . Lögreglan rannsakar árásina. Höskuldur Kári Schram talar við hann. Óvissustigi var lýst yfir síðdegis vegna krapastíflu og flóðahættu við Jökulsá á Fjöllum og hefur þjóðvegi nr. eitt aftur verið lokað við brúna. Ný afbrigði kórónuveirunnar, það breska, suður-afríska og brasilíska hafa vakið upp spurningar og áhyggjur manna. Smitsjúkdómalæknar telja að enn sé mörgum spurningum um þau ósvarað. Bergljót Baldursdóttir tók saman rætt við Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómalækni og Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni. Útflutningur og einkaneysla drógust saman í Bandaríkjunum í fyrra og hefur efnahagsamdráttur þar ekki verið meiri í 75 ár. Ásgeir Tómasson segir frá. Þuríður Ingibjörg Elísdóttir, forstöðumaður Hrafnistuheimila í Reykjanesbæi, segir að það hafi verið dásamlegt að bjóða aðstandendur velkomna eftir seinni bólusetningu íbúa við COVID 19. ---- Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis vonar að ný kosningalög verði afgreidd á yfirstandandi þingi, annað væri sóun á tíma og kröftum í mikilvægu verkefni sem varði grunnstoðir lýðræðisins. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D) iðnaðarráðherra sagði á Alþingi í dag að það væri ekki umhverfinu til bóta að leggja stóriðju niður á Íslandi. Það væri afturför í loftslagsmálum því það myndi auka hlutdeild kolaorku og annarra ósjálfbærra orkugjafa. Arnar Páll Hauksson tók saman úr umræðum á Alþingi heyrist líka í Bergþóri Ólasyni, (M), Smára McCarthy (P) og Hönnu Katrínu Friðriksson (C). Norðmenn hafa lokað landamærum sínum að mestu í og miklar takmarkanir eru á ferða- og samkomufrelsi fólks í 25 sveitarfélögum í og við höfuðborgina Ósló. Gísli Kristjánsson segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fyrri hluta: Björg Guðlaugsdóttir.
1/28/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 27. Janúar

Hafdís Helga Ólafsdóttir, sem kærði ráðningu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu segir menntamálaráðherra í málsókn gegn sér á kostnað ríkisins. Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt á Austfjörðum og Norðurlandi en er enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Óliver Hilmarsson, snjólfóðaeftirlitsmann. Nýr eigandi ætlar að biðja um flýtimeðferð á leyfi til að rífa brunarústir við Bræðraborgarstíg í Vesturbæ Reykjavíkur. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir rædd i við Runólf Ágústsson, verkefnisstjóra hjá Þorpinu-vistfélagi. Miðflokkurinn leggst gegn frumvarpi um viðurlög ef hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja er ójafnt. Slíkt sé yfirstéttajafnréttisnálgun. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá umræðum á Alþingi og heyrist í þingmönnunum Bergþóri Ólasyni (M) og Bryndísi Haraldsdóttur (D). Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis á von á góðu þingi, en störfum þess á að ljúka 10. júní. Hann telur gott að kjósa í haust og fá vissa fjarlægð milli þings og kosningar. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Steingrím. ------------ Til að uppfylla húsnæðisþarfir landsmanna á næstu tíu árum þarf að byggja þrjú þúsund íbúðir á ári. Þetta segja þau Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar og Karlotta Halldórsdóttir sérfræðingar hjá sömu stofnun. Þau fjölluðu um þróunina á húsnæðismarkaði og íbúðaþörfina á Húsnæðisþingi. Kristján Sigurjónsson ræddi við þau. Umhverfisráðherra hefur kynnt tillögur að reglum um uppbyggingu vindorku á Íslandi. Samorka segir að tillögurnar séu skref í rétta átt en þó þurfi að breyta þeim. Eigandi vindmyllufyrirtækis segir að umsóknarferlið verði tvöfalt erfiðara. Arnar Páll Hauksson sagði frá og ræddi við Pál Erland, framkvæmdastjóra Samorku og Magnús B. Jóhannesson framkvæmdastjóri Storm-orku. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir.
1/27/202130 minutes
Episode Artwork

Lélegar útsölur

Mikil verðbólga skýrist meðal annars af því að janúarútsölur hafa ekki verið lélegri í nítján ár. Hagfræðideild Landsbankans telur að verslanir hafi lækkað verð minna en í meðalári, vegna þess að Íslendingar séu nú háðari því að kaupa föt og skó hér á landi í faraldrinum. Mannleg mistök urðu til þess að hundraða milljóna króna tjón varð í Háskóla Íslands í síðustu viku, þegar stofnlögn fór í sundur. Þetta er niðurstaða greiningar Veitna. Þjóðvegur eitt yfir Jökulsá á Fjöllum er nú lokaður við brúna nærri Grímsstöðum eftir að mikið krapaflóð fór yfir veginn. Heilbrigðisráðherra segir að Íslendingar muni fá alla þá skammta af bóluefni gegn COVID-19 sem eigi að koma, þótt einhver breyting verði á afhendingaráætlun. 39 hús á Seyðisfirði skemmdust í skriðuhrinunni fyrir jól, þar af eru 12 alveg ónýt. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra flutti munnlega skýrslu sína um öflun og dreifingu bóluefnis á Alþingi í dag.. Svandís fór í byrjun yfir það hvernig bóluefni berst hingað. Við yrðum að vera því viðbúin að það kæmi til landsins í skömmtum og bólusetning gengi hægt og bítandi fyrri helming ársins. Í gær var búið að bólusetja um 10.500 tíu þúsund og fimm hundruð að hluta eða öllu leyti. Framkvæmdin hefði gengið vel. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Yfir 75% Íslendinga telja að innflytjendur hafi haft góð áhrif á samfélagi. Þetta kemur fram í umfangsmikilli rannsókn sem gerð var 2018. Þar kemur líka fram að tekjur tæplega 60% innflytjenda voru undir 400 þúsund krónum á mánuði. Arnar Páll Hauksson talar við Hermínu Gunnþórsdóttur. Skoski þjóðarflokkurinn stefnir nú á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um skoskt sjálfstæði, hvað sem breska stjórnin segir, nái flokkurinn meirihluta í skosku þingkosningunum í vor. Sigrún Davíðsdóttri sagði frá.
1/26/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 25.janúar 2021

Spegillinn 25.janúar 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Ísland fær 13.800 skammta af bóluefni AstraZeneca í febrúar, gangi það eftir að Lyfjastofnun Evrópu afgreiði umsókn fyrirtækisins um skilyrt markaðsleyfi á föstudag. Nokkur snjóflóð hafa fallið ofan við Eskifjörð og Reyðarfjörð í dag og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Austfjörðum vegna snjóflóðahættu. Litlar líkur eru þó taldar á að flóð falli í byggð. Rudy Giuliani, lögmaður fyrrverandi Bandaríkjaforseta er krafinn um einn komma þrjá milljarða dollara í skaðabætur fyrir að hafa haldið því fram að kosningavélar hefðu verið notaðar til að tryggja Joe Biden forsetaembættið. Tveir laugarverðir voru að störfum í Sundhöll Reykjavíkur þegar karlmaður lést þar á fimmtudaginn. Lögreglan rannsakar málið og er með upptökur úr öryggismyndavélum Sundhallarinnar. Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, varar við hættunni á því að sameinaða konungsríkið Bretland leysist upp haldi stjórnin í Lundúnum áfram að hundsa vilja Skota, Norður-Íra og íbúa Wales Allt er á kafi í snjó á Akureyri og sorphirða þar féll niður í dag. Lengri umfjöllun: Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur Íslendinga til að ferðast ekki erlendis að nauðsynjalausu. Hann segir að talsverður fjöldi farþega greinist með smit á landamærunum. Farþegum hafi fækkað að undanförnu en hlutfall smita á meðal þeirra sé í kringum eitt prósent, en var langt undir núll komma núll einu prósenti síðastliðið haust. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir ræðir við Þórólf um hvað er framundan í bólusetningu, dreifingu bóluefnis og útlitið í ferðaþjónustunni. Bjarnheiði Hallsdóttur formaður Samtaka ferðaþjónustunnar bregst við orðum Þórólfs og segir frá hvernig ferðaþjónustuferðatækin standa að undirbúningi sumarsins, hvort erlendir ferðamenn séu væntanlegir og áherslu á íslenska ferðamenn. Kristján Sigurjónsson talar við Bjarnheiði. Fyrirkomulag og úthlutun þingsæta miðað við gildandi kosningalög dugir ekki til að tryggja jöfnuð milli þingflokka. Jöfnunarsætin eru of fá, að mati Ólafs Þ. Harðarsonar prófessors í stjórnmálafræði. Hann telur að breytingar á kosningalögum sem lagðar voru til í vetur séu til bóta í mörgu en þar sé ekki tekið á þessum vanda. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Ólaf.
1/25/202130 minutes
Episode Artwork

Guðmundur Felix hreyfir handleggi

Guðmundur Felix Grétarsson er farinn að geta hreyft upphandleggina. Á hann voru græddir handleggir og axlir fyrir rúmri viku og var það í fyrsta sinn sem slíkt er gert. Guðmundur segir draugaverkir sem hann var með fyrir ágræðslu hafi aukist til muna. Kristín Sigurðardóttir tók saman. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stöðu afvopnunarmála í heiminum áhyggjuefni en Ísland hefur ekki fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Höskuldur Kári Schram ræddi við hana. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til rúmlega 54 þúsund tonna loðnukvóta á yfirstandandi vertíð. Réttarhöld yfir Donald Trump fyrrverandi bandaríkjaforseta hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings eftir helgi. Hann er sakaður um að hafa hvatt stuðningsmenn sína til að ráðast á þinghúsið í Washington. Ásgeir Tómasson sagði frá. Enn er hættustig vegna snjóflóðahættu á Siglufirði og rýmingu þar verður ekki aflétt að svo stöddu. Fjallvegir eru víða ófærir á norðanverðu landinu, Landspítali tók í dag í notkun 3.400 fermetra húsnæði að Eiríksgötu 5. Þar verður klínísk starfsemi, fjarheilbrigðisþjónusta og göngudeildarþjónusta fyrir konur með brjóstakrabbamein. Bjarni Rúnarsson sagði frá. Tónlistarmaðurinn Mugison veit ekki hvað manni sem auglýsti streymistónleika í nafni The Mugison gekk til og finnst það óþægilegt þó að ekki hafi verið krafist greiðslu. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Örn Elías Guðmundsson. ---- Í kosningum frá hruni hefur orðið mikil endurnýjun á þingi en Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði á ekki endilega von á því að svo verði í haust. Það yrði þá helst ef stórfelldar breytingar verða á fylgi flokka. Hann telur líkur á að 7-9 flokkar eigi menn á þingi eftir kosningar, nú eru þeir átta en afarbrýnt sé að breyta kosningalögum til auka á jöfnuð. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmir ákvörðun flugfélagsins Bláfugls að segja upp 11 flugmönnum félagsins í miðri kjaradeilu. Það sé brot á lögum og jafnframt að ráða aðra flugmenn í staðinn á lægri kjörum. Arnar Páll Hauksson sagði frá. Náttúruauðlindir eru ekki alltaf nýttar til góðs. Mýmörg dæmi um lönd sem eru þjökuð af svokallaðir ,,auðlindabölvun.“ Nýting Norðmanna á sinni olíu gefur þó tilefni til að tala um ,,auðlindablessun“ og Norski olíusjóðurinn er ein skýring þess. Sigrún Davíðsdóttir heldur áfram að fjalla um þjóðarsjóð.
1/22/202130 minutes
Episode Artwork

Áfram hættustig á Siglufirði

Íbúar í húsum sem rýmd voru á Siglufirði í gær fá ekki að snúa heim að svo stöddu. Hættustig vegna snjóflóðahættu á Siglufirði gildir áfram. Neysla landsmanna um jólin var meiri en verið hefur frá upphafi mælinga. Minni veikindi voru bæði í haust og í lok síðasta árs, líklega vegna sóttvarna. Þetta kemur fram í Samfélagsmælikvarða Gallups. Nýútskrifaðir talmeinafræðingar fá ekki að vinna samkvæmt rammasamningi við Sjúkratryggingar fyrr en að tveimur árum liðnum. Formaður félags þeirra segir 600 börn bíða eftir þjónustu. Það kom öllum á óvart hversu stór og mikill Covid-19 faraldurinn varð segir Geir Gunnlaugsson prófessor í hnattrænni heilsu við Háskóla Íslands og fyrrverandi landlæknir. Nú standi heimsbyggðin öll, og sérstaklega ríkari lönd, frammi fyrir siðfræðilegum spurningum um forgangsröðun í bólusetningu. Senn verður eitt ár liðið frá því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna kórónuveirunnar. Kristján Sigurjónsson talaði við Geir Gunnlaugsson. Íslenskur sálfræðingur, sem starfar í London, segir að takmarkanir sem gripið hefur verið til í Bretlandi hafi haft gríðarlega mikil áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu fólks. Þórdís Arnljótsdóttir talar við Björgu Sigríði Hermannsdóttur sálfræðing í London.
1/21/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 20.janúar 2021

Spegillinn 20.janúar 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Marteinn Marteinsson Joe Biden sór í dag embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna við hátíðlega athöfn á tröppum þinghússins í Washington. COVID-19 faraldurinn og hryðjuverkaógn öfgamanna settu svip sinn á athöfnina. Hættustigi Almannavarna var lýst yfir á Siglufirði í dag vegna snjóflóðahættu og íbúðarhús rýmd í kjölfarið. Enn hefur ekki tekist að meta skemmdir á skíðasvæðinu á Siglufirði sem varð fyrir snjóflóði í morgun. Varðskipið Týr er á leið norður. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og annar oddvita þar ætlar ekki að taka þriðja sæti á lista flokksins í höfuðborginni fyrir næstu kosningar. Formaður flokksins segir að lýðræðislegt ferli hafi ráðið því að Ágúst komst ekki ofar á lista. Andri Snær Magnason hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins í dag. Útlendingastofnun bárust fjórðungi færri umsóknir um alþjóðlega vernd í fyrra en árið áður, en þó hafa aldrei fleiri fengið vernd. Forstjóri Útlendingastofnunar segir líklegt að umsóknum fjölgi um leið og samgöngur milli landa verði greiðari. Ísland tapaði fyrir Sviss með tveggja marka mun í milliriðli Heimsmeistaramótsins í handbolta í dag. Lengri umfjöllun: Joe Biden er nýr forseti Bandaríkjanna, settur í embætti í dag. Spegillinn settist niður með Höllu Hrund Logadóttur stjórnmálafræðingi og sviðsstjóra Miðstöðvar norðurslóða við Harvard háskóla í Boston í Bandaríkjunum og ræddi við hana um verkefnin sem bíða nýs forseta. Kristján Sigurjónsson talar við Höllu Hrund. Prófíll af Jo Biden. Joseph Robinette Biden yngri tók við sem 46. forseti Bandaríkjanna. Hann er 78 ára og elstur þeirra sem hafa tekið við því embætti. Ferð hans í Hvíta húsið hefur enda tekið nærri hálfa öld að segja má, allt frá því að hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir Delaware árið 1972. Á kjördegi var hann aðeins 29 ára og hafði því ekki aldur til að setjast í öldungadeildina, en var orðinn þrítugur þegar hann tók sæti sitt. Biden er kaþólikki, elstur fjögurra systkina og fæddur í Scranton í Pennsylvaniu en flutti til Delaware með fjölskyldu sinni á barnsaldri. Hann lauk laganámi og hafði setið í sveitarstjórn um skamma hríð þegar hann var kosinn öldungadeildarþingmaður Demókrata. Þar sat hann svo í þrjátíu og sex ár þar til Barack Obama valdi hann sem varaforsetaefni sitt. Hann gegndi síðan embætti varaforseta bæði kjörtímabil Obama. Anna Kristín Jónsdóttir tekur saman. Kristján Sigurjónsson ræðir beint við Eirík Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um ands
1/20/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 19. janúar 2021

Spegillinn 19.janúar 2021 Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir Tveimur þjóðvarðliðum, sem grunaðir eru um að tengjast öfgasamtökum, hefur verið vikið úr liðinu sem gæta á öryggis á innsetningarathöfn Joe Biden í embætti forseta Bandaríkjanna á morgun. Janet Yellen, sem Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti hefur valið til að gegna embætti fjármálaráðherra í stjórn sinni, segir að gripið verði til allra tiltækra vopna til að takast á við svívirðilegar, ósanngjarnar og ólöglegar aðferðir sem Kínverjar beita til að grafa undan efnahag Bandaríkjanna. Bændasamtök Íslands og landbúnaðarráðuneytið ræða nú hvernig mögulega sé hægt að bregðast við aukinni birgðasöfnun á nauta- og svínakjöti og lengri biðlista í sláturhús. Þetta segir formaður Bændasamtakanna. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar gagnrýndi harðlega við upphaf þingfundar það sem hún kallaði biðlistablæti ríkisstjórnarinnar. Þar átti hún við þau 2000 leghálssýni sem hefðu legið ógreind ofan í kjallara. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að stefnt sé að því að greining leghálssýna verði komin á fullt á næstu dögum. Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson táknmálsfræðingur og laganemi er látinn, 51 árs að aldri. Blær Ástríkur bar áður nafnið Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, en skilgreindi sig karlkyns síðasta ár ævi sinnar. Blær var ein atkvæðamesta baráttumanneskja þjóðarinnar fyrir réttindum fatlaðs fólks, og birti fjölmargar greinar um það efni. Hann lauk prófi í táknmálsfræði, lagði stund á fötlunarfræði og stundaði nám við lagadeild Háskólans á Bifröst. Blær skilur eftir sig eiginmann og son. Lengri umfjöllun: Formaður BSRB segir að forsendur styttingar vinnuvikunnar sé að fólk lækki ekki í launum og að launakostnaður hækki ekki. Styttingin megi ekki heldur bitna á þeirri þjónustu sem veitt er. Samkvæmt kjarasamningum átti styttingu vinnuviku dagvinnufólks að vera lokið um áramótin. Málið er eða getur verið flókið og því skiljanlegt að ekki sé búið að ljúka þessu verki á öllum vinnustöðum. Samkvæmt upplýsingum frá BSRB hefur meirihluti stofnanna ríkisins og vinnustaða í Reykjavík nú þegar ákveðið að stytta vinnuvikuna úr 40 í 36 stundir. Af þeim átta ráðuneytum sem hafa lokið við að semja við sitt fólk hafa allt að 80% farið þá leið að stytta vinnutímana í 36 stundir á viku, aðrir hafa farið einhverja millileið en aðeins örfáir hafa ákveðið að stytta vikkuvikuna um 65 mínútur á viku eða um 13 mínútur á dag. Arnar Páll Hauksson talar við Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formannBSRB. Alveg frá því á sjöunda áratugnum að hyllti í
1/19/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 18. janúar 2021

Andrúmsloftið í höfuðborg Bandaríkjanna virðist vera nokkuð rafmagnað, nú þegar tveir dagar eru í embættistöku Joe Biden, verðandi forseta. Gríðarleg öryggisgæsla er í Washington og fólk beðið um að halda sig fjarri. Þinghúsinu var lokað í dag þegar lítill eldur kviknaði. Við heyrum í fréttamanni okkar þar í fréttatímanum. Fjölmargir hafa gert tilkall til þess að vera framar í röðinni eftir bólusetningu. Sóttvarnalæknir segir að ef orðið yrði við þeim öllum færðust viðkvæmari hópar aftar. Fjármálaráðherra segir að ef ekki fáist ásættanlegt verð fyrir eignarhlutinn í Íslandsbanka verði fallið frá söluáformum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir engin rök með sölunni halda og spyr hvort asinn sé vegna kosninga í haust. Forseti ASÍ segir skynsamlegt að bótatímabil atvinnuleysisbóta verði lengt. Sveitarfélögin hafi ekki burði til að taka við þeim sem falla út af bótum. Sambýliskona fyrrum dómsmálaráðherra Noregs hefur verið dæmd í 20 mánaða fangelsi fyrir aðför að lýðræðinu. Sauðfjárbændur í Vestur-Húnavatnssýslu vilja að landbúnaðarráðherra hafni kaupum einkahlutafélags á jörðinni Núpsdalstungu í Miðfirði. Forsætisráðherra Ítalíu rær lífróður til að bjarga ríkisstjórn landsins frá falli.
1/18/202130 minutes
Episode Artwork

Rýming í varúðarskyni

Talsmenn þriggja stjórnarandstöðuflokka eru ánægðir með að gripið hafi verið til hertra aðgerða á landamærunum, en efasemdir eru um lögmæti þeirra. Lögreglustjórinn á Austurlandi, í samráði við Veðurstofu Íslands og ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að rýma öll hús við Botnahlíð, Múlaveg 37, Baugsveg 5 og fjölmörg hús við Austurveg á Seyðisfirði. Rýming er lögð til í varúðarskyni þar sem óvissa er um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í desember og viðbrögð jarðlaga við ákafri úrkomu. Til skoðunar er að auka öryggisgæslu í íslenskum framhaldsskólum, eftir árásina í Borgarholtsskóla í vikunni. Þetta segir menntamálaráðherra. Evrópulönd fá færri skammta frá Pfizer næsta mánuðinn en til stóð. Sóttvarnalæknir segir að Ísland fái þá 3000 skammta sem áætlaðir höfðu verið í næstu viku en ekki sé ljóst með vikurnar þar á eftir. Atvinnuleysi er nú 26% í Reykjanesbæ. Bæjarstjórinn segir að það stefni í að um 200 manns í bænum falli af bótum á þessu ári. Hann vill að bótatímabilið verði lengt. Forsætisráðherra Bretlands skorar á landsmenn að halda sig heima um helgina og virða sóttvarnarreglur í hvívetna. Búið er að bólusetja yfir þrjár komma tvær milljónir Breta. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í janúar og verði tæplega tólf af hundraði. Í lok desember mældist atvinnuleysið 10,7%. Mest er það sem fyrr á Suðurnesjum þatr sem atvinnuleysi meðal kvenna var 26%. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ vill að bótatímabilið verði lengt. Það stefni í að um 200 manns í bænum falli af bótum á þessu ári. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í janúar og verði tæplega tólf af hundraði. Í lok desember mældist atvinnuleysið 10,7%. Mest er það sem fyrr á Suðurnesjum þatr sem atvinnuleysi meðal kvenna var 26%. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ vill að bótatímabilið verði lengt. Það stefni í að um 200 manns í bænum falli af bótum á þessu ári. Arnar Páll Hauksson talar við Kjartan Má Kjartansson bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Hvort sem Brexit reynist sú happaleið líkt og helstu talsmenn þess, til dæmis Boris Johnson forsætisráðherra, hafa lofað þá er ljóst að hér og nú skapar Brexit ýmis vandamál. Forsvarsmenn sjávarútvegs krefjast nú styrkja og stuðnings fyrir tap, sem þeir eru að verða fyrir. Breska stjórnin lofar 100 milljónum punda í sjávarútvegsstyrki. Evrópusambandið hyggst verja 5 milljörðum evra í slíka styrki í Evrópu, þar af fá Írar einn milljarð. Sigrún Davíðdóttir segir frá. Um áramótin 1981 varð gjaldmiðilsbreyting, ný mynt og nýir seðlar og hver ný króna virði hundrað þe
1/15/202130 minutes
Episode Artwork

Forsætisráðherra vill breyta stjórnarskrá

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Í því verður vikið að auðlindum í þjóðareign, umhverfis- og náttúruvernd, íslenskri tungu, forseta og framkvæmdavaldi. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hana. Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni var í dag dæmdur til sektar og sviptur skipstjórnarréttindum í fjóra mánuði. Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri á Vestfjörðum segir að þar með sé málinu lokið. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við hann. Dauðsföll af völdum COVID-19 eru orðin rúmlega tíu þúsund í Svíþjóð. Engin teikn eru á lofti um að úr þeim dragi á næstunni. Ásgeir Tómasson sagði frá. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli eru ósáttir við að vera ekki skilgreindir í forgangshóp fyrir bólusetningu gegn COVID-19. Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörður segir vettvangsmenn tollsins vera áhyggjufulla vegna nándar við veiruna á landamærunum. Birgir Þór Harðarson talaði við hann. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu skoðar hvort rétt sé að kanna sjúkrasögu þeirra sem taka þátt í fjöldabólusetningu, og hvort þeir hafi áður fengið ofnæmisviðbrögð við bólusetningu. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman. Eitt ár er liðið frá því snjóflóð féllu í Önundarfirði og Súgandafirði á Vestfjörðum. Flóðin ollu talsverðu tjóni. Á Flateyri fóru þau yfir varnargarða, kaffærðu hús og sökktu sex bátum í höfninni. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir ræddi við Hrefnu Valdemarsdóttur og Steinunni Einarsdóttur. ------------ Utanlandsferðum Íslendinga fækkaði um nærri 80% í fyrra. Í apríl fóru aðeins rétt rúmlega 300 Íslendingar til útlanda miðað við yfir 60 þúsund á sama tíma árið 2019. Arnar Páll Hauksson tók saman og talaði við Þórunni Reynisdóttur. Illa hefur gengið að koma böndum á kórónuveirufaraldurinn í víða um heim, ekki síst þar sem hið svokallað breska afbrigði hefur náð fótfestu. Staðan í útlöndum endurspeglast í fjölgun smita á landamærunum og því verða Íslendingar að halda vöku sinni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglunnar á Suðurnesjum ræddu um aðerðir á landamærum og lagastoð þeirra á almannavarnafundi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segja að nýjar reglur verði kynntar á morgun og endurskoðun sóttvarnalaga verði unnin eins hratt á Alþingi og unnt er . Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Vaxandi óánægju gætir í Noregi með framgöngu stjórnvalda við bólusetningar gegn Covid-19 veirunni. Norðmenn hafa ákveðið að keppa ekki við aðrar þjóðir um að ka
1/14/202130 minutes
Episode Artwork

Rannsaka líkamsárás í Borgarholtsskóla

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú alvarlega líkamsárás í Borgarholtsskóla. Sex voru fluttir á slysadeild. Árásarmennirnir voru vopnaðir hnífum og hafnaboltakylfum. Höskuldur Kári Schram sagði frá og talaði við Ársæl Guðmundsson, skólameistara Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða atkvæði í kvöld um hvort ákæra skuli Donald Trump forseta til embættismissis. Allt bendir til þess að ákæran verði samþykkt. Ásgeir Tómasson sagði frá. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta því að skimun fyrir brjóstakrabbameini miðist við 50 ára aldur en ekki 40. Anna Lára Magnúsdóttir greindist fertug með brjóstakrabbamein fyrir níu árum í skimun. Hún telur að myndatakan hafi bjargað lífi sínu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það hafi ekki áhrif á mögulega rannsókn lyfjaframleiðandans Pfizer hér á landi á áhrifum kórónuveirubóluefnis þó að hluti þjóðarinnar hafi fengið bóluefni frá öðrum framleiðanda, svo framarlega að rannsóknin hefjist innan tíðar. Anna Lilja Þórisdóttir ræddi við hann. Vinnsla í frystihúsi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði hófst í morgun í fyrsta sinn eftir að aurskriða féll á bæinn skömmu fyrir jól. Ómar Bogason, rekstrarstjóri segir afar ánægjulegt að sjá að lífið sé aftur að færast í fyrra horf í bænum. Óðinn Svan Óðinsson talaði við hann. Fólk sem Bjarni Rúnarsson hitti í ræktinni og bumbubolta var afar glatt að komast í spriklið ; rætt við Maríu Kristjánsdóttur, Grétu Bentsdóttur, Guðjón Hólm Gunnarsson, Magnús Dan Bárðarson og Flosa Helgason. ------------- Matarpakkar handa efnalitlum barnafjölskyldum voru breskt deilumál í haust og eru það aftur nú þegar Covid heldur landinu í heljargreipum. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Heyrist í Marcus Rashford,fótboltamanni, Boris Johnson forsætisráðherra og Chris Whitty landlækni. Í desemberi lagði Bankasýsla ríkisins til við fjármálaráðherra að ríkið seldi eignarhluti í Íslandsbanka og stefndi á skráningu hluta í bankanum á verðbréfamarkaði innanlands eftir almennt útboð. Fjármálaráðherra stefnir að sölu í sumar. Sýnist sitt hverjum um sölu á hlut ríkisins, Willum Þór Þórsson, (B) formaður Fjárlaganefndar er henni hlynntur en Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar hefur efasemdir um tímasetningu og væntanlega kaupendur. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við þá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Gísli Kjaran Kristjánsson. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir.
1/13/202130 minutes
Episode Artwork

Börn í sóttkví

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að orð sem hann lét falla á fjöldafundi stuðningsmanna sinna í Washington í síðustu viku hafi orðið til að kynda undir árásina á þinghúsið. Heimastjórn Seyðisfjarðar vill að rannsakað verði hvers vegna hús voru ekki rýmd í bænum fyrr en aurskriður voru farnar að falla á byggðina. Samkvæmt nýrri reglugerð þurfa börn sem fædd eru eftir 2005 að fara í sóttkví við komuna til landsins. Fyrirhugaðar breytingar á kvöldfréttum stöðvar tvö eru skref aftur á bak í íslenskri fjölmiðlun að mati formanns Blaðamannafélags Íslands. Það sé Ríkisútvarpinu mikilvægt að geta speglað sig í öðrum miðlum. Hann kallar eftir því að fjármögnun fjölmiðla verði endurskoðuð. Öllum samfélagsmiðlum hefur verið lokað í Úganda í aðdraganda forsetakosninga á fimmtudag. Lífverðir helsta mótframbjóðanda sitjandi forseta hafa verið handteknir. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands gæti forseti sem leystur hefur verið frá embætti áður en kjörtímabilinu lýkur boðið sig fram aftur seinna. Þetta segir aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Ef Bandaríkjaforseti verður ákærður þýðir það hins vegar að hann getur ekki aftur boðið sig fram sem forseti. Arnar Páll Hauksson ræðir við Elínu Ósk Helgadóttur um hvaða lög og reglur gilda hér um að leysa ráðamenn frá störfum. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði við fréttamenn í dag, þegar hann hélt áleiðis að mexíkósku landamærunum til að virða fyrir sér vegginn sem hann lét reisa, að hann vildi ekki sjá neitt ofbeldi í fyrirhuguðum mótmælum stuðningsmanna sinna næstu daga. Hann fordæmdi jafnframt þingmenn demókrata sem hyggjast leggja fram ákæru á hendur honum á bandaríska þinginu á morgun. Ákæran væri framhald á mestu nornaveiðum í stjórnmálasögu Bandaríkjanna. Kristján Sigurjónsson. sagði frá.
1/12/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 11.janúar 2021

Spegillinn 11.janúar 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Demókratar á Bandaríkjaþingi hyggjast þrýsta á Mike Pence varaforseta að svipta Donald Trump völdum. Ella verður hann ákærður til embættismissis. Tuttuguogsex manns kusu fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins á rúmlega þremur vikum frá 10. desember. Sóttvarnalæknir segir nokkra þeirra ekki hafa virt reglur um sóttkví. Forstjóri Icelandair segir að forsendur hlutafjárútboðs félagsins í fyrra haldi. Félagið stefnir á að ná á þessu ári þriðjungi af flugferðum félagsins árið 2019 Allt efni Stöðvar 2 verður selt í áskrift frá og með 18. janúar, þar með taldar sjónvarpsfréttir. Framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 segist vilja halda úti metnaðarfullri fréttaþjónustu en það sé ekki hægt með auglýsingatekjum einum saman. Þingfundir hefjast brátt að nýju á Alþingi eftir jólafrí, en þingnefndir hefja störf á morgun. Starfsmenn veitingastaðarins Hrauns í Ólafsvík eiga inni tæpar tvær milljónir króna í laun. Lífeyrissjóður þeirra hefur farið fram á gjaldþrot félagsins, en fyrra rekstrarfélag sama staðar fór líka í þrot. Formaður Verkalýðsfélags Snæfellinga gagnrýnir að engin refsing sé við slíku. Skagafjarðarveitur biðla til íbúa í Skagafirði að fara sparlega með heita vatnið næstu daga. Mikill kuldi hefur verið í sveitinni síðustu daga og búist er við áframhaldandi frosti fram á miðvikudag. Lengri umfjöllun: Ríkissjóðir vestrænna þjóða dæla fjármagni út í laskað hagkerfi í Covid-19 faraldrinum. Slík hagfræði hefur löngum verið kennd við John Maynard Keynes, en kenningar hans hafa um áratugaskeið verið uppspetta deilna um hlutverk ríkisins í atvinnulífinu. Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landabankanum bendir á í Hagsjá bankans, sem kom út í dag, að ríkissjórnir á vesturlöndum eru samstíga í að beita hagstjórnarkenningum Keynes í faraldrinum, jafnt hægri sem vinstri stjórnir. Það eru erfiðir tímar í rekstri ríkissjóðs Íslands - útlit er fyrir samtals 600 milljarða króna halla á árunum 2020 og 2021. Kristján Sigurjónsson talar við Ara. Í Noregi er vitað um 2300 svæði þar sem kvikleir er í jörðu. Enn á eftir að rannsaka fleiri staði. Fá 2015-2019 var varið um fimm milljörðum krona í aðgerðir til að koma í veg fyrir að kvikleirskriður færu af stað. Með þessum aðgerðum var öryggi tæplega 900 íbúðarhúsa tryggt og um 300 annara bygginga. Um 110 þúsund manns í Noregi búa á svæðum þar sem kvikleir er í jörðu. Það hefur ekki enn verið útskýrt hvað það var sem kom kvikleirskriðunni af stað í Ask í Gjerdrum í Noregi sem fél
1/11/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 8. janúar 2021

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Tveggja vikna skyldusóttkví í farsóttarhúsi vilji fólk ekki í skimun þegar það kemur til landsins er neyðarúræði, sem sóttvarnalæknir vill grípa til svo faraldurinn blossi ekki upp að nýju. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur rætt við æðstu yfirmenn Bandaríkjahers um leiðir til að takmarka möguleika Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, til að fyrirskipa beitingu kjarnorkuvopna. Forseti deildarinnar kveðst reiðubúin að hefja kæruferli á hendur forsetanum. Lyfjastofnun Evrópu hefur samþykkt að skilgreina sex skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech í hverju glasi í stað fimm áður. Búnaðurinn sem til er hér á landi dugar þó aðeins til að ná fimm skömmtum úr glasinu. Skimunaraldur fyrir krabbameinum í brjóstum hefur hækkað og lengra líður á milli leghálsskimana eftir að opinberar stofnanir tóku við þeim af Krabbameinsfélaginu. Formaður skimunarráðs segir þjónustuna þó ekki skerta. Varað er við fárviðri á austanverðu landinu á morgun, stormi, roki, jafnvel ofsaveðri og stórhríð norðaustantil. ---- Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur látið fara mikið fyrir sér á samfélagsmiðlum í gegnum tíðina og sérstaklega á Twitter. Í vikunni var honum úthýst þaðan í tólf tíma eftir óeirðirnar í Washington og þrír póstum sem stjórnendur miðilsins töldu fela í sér hvatningu til ofbeldis eytt. Þá hefur aðgangi hans að Facebook og fleiri miðlum verið lokað fram yfir forsetaskipti. Sitt sýnist hverjum um það hverjir ákveða og mörk tjáningarfrelsis og hvar þau liggja. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Elvu Ýr Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar. Ekki ferðast að óþörfu. Ekki fara í verslunarleiðangra. Og ekki hitta fleiri en nauðsynlegt er - helst bara þá sem þú býrð með.Þannig hljómuðu ráðleggingar sænskra yfirvalda fyrir jólin. Og Svíar eru þekktir fyrir að fara eftir reglum og fyrirmælum. Eða hvað? Kári Gylfason segir frá. Í byrjun desember var Bretland fyrsta Evrópulandið til að taka upp bólusetningu gegn Covid-19 veirunni. Enn sem komið er gengur þó hægt að koma bóluefni í gagnið. Bretland er nú verst stadda Evrópulandið í Covid-efnum og í dag lýsti borgarstjóri höfuðborgarinnar yfir neyðarástandi á sjúkrahúsum borgarinnar. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
1/8/202130 minutes
Episode Artwork

Snúa baki við Trump

Leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings vill að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði vikið úr embætti. Margir stuðningsmenn forsetans hafa snúið við honum baki vegna atburða gærdagsins þegar stuðningsmenn hans réðust á þinghús Bandaríkjanna. Félag íslenskra atvinnuflugmanna sakar flugfélagið Bláfugl um brot á kjarasamningum vegna uppsagna 11 flugmanna félagsins. Í stað þeirra eigi að ráða nýja flugmenn í gegnum starfsmannaleigur á lélegri kjörum. Félagið segir að um alvarleg undirboð sé að ræða. Ný rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar leiðir í ljós að erfðamengi eineggja tvíbura eru svipuð en ekki eins, eins og gengið hefur verið út frá hingað til. Sviðslistasjóður hefur veitt 30 atvinnusviðslistahópum 132 milljónir króna til verkefna leikárið 2021. Múgurinn sem réðst inn í þinghúsið í Bandaríkjunum í gær er ekki dæmigerður fyrir stuðningsfólk Rebúblikanaflokksins, heldur lítill hópur öfgasinnaðra Trump fylgjenda. Þetta segir Halla Hrund Logadóttir stjórnmálafræðingur og sviðsstjóri Miðstöðvar norðurslóða við Harvard háskóla í Boston í Bandaríkjunum. Kristján Sigurjónsson talaði við hana. Það er ljóst að Bandaríkjamönnum er brugðið og reyndar allri heimsbyggðin eftir það sem gerðist við og í þinghúsinu í Washington í gær. Stuðningsmenn réðust inn í þinghúsið til að koma í veg fyrir eða að mótmæla að þingið staðfesti kjör Joe Binden og kjör tveggja öldungaþingmanna Demókrata. Hvaða afleiðingar mun þetta og hver verða viðbrögðin. Arnar Páll Hauksson talaði við Sigríði Rut Júlíusdóttur lögmann og Jón Óskar Sólnes hagfræðing sem býr í Washingtonborg.
1/7/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 6. janúar 2021

Spegillinn 6. janúar 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Líkur eru á að Demókratar hafi unnið bæði öldungardeildarsætin á Bandaríkjaþingi sem kosið var um í Georgiu í gær og að Repúblikanar hafi misst meirihluta sinn í deildinni. Þúsundir stuðningsmanna Trumps eru á útifundi fyrir utan Hvíta húsið. Sameiginlegur fundur þingdeildanna fer nú yfir atkvæði kjörmanna í forsetakosningunum. Bannað verður að endurbyggja hús á tíu lóðum á Seyðisfirði, sem urðu fyrir skriðuföllum í desember, fyrr en byggðin hefur verið varin fyrir ofanflóðum. Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti tillögu þess efnis í dag. Forgangsröð vegna bólusetningar við COVID-19 hefur verið breytt. Nú verður lögð áhersla á að bólusetja fólk sem er sjötíu ára og eldra með þeim bóluefnum sem Íslendingar fá á næstunni. Nær allir íbúar hjúkrunarheimila landsins voru bólusettir við Covid-19 í lok desember, yfir 3.200 manns. Karlmaður var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að nauðga fjórum konum. Dómnum hefur þegar verið áfrýjað. Mygla hefur greinst í leikskólanum Leikholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Flytja þarf 35 börn úr leikskólanum. Ísland mætir Portúgal í Evrópumóti karla í handbolta á útivelli klukkan hálf átta í kvöld. Lengri umfjöllun: Líkur eru á að Demókrakatar hafi unnið bæði öldungardeildarsæti Georgíu í kosningum þar í gær og þar með jafnað stöðuna í öldungadeildinni. Sé þetta raunin þá eru Demókratar með 50 þingmenn eins og Repúblikanar. Varaforsetinn Camilla Harris er hins vegar oddamaðurinn í deildinni og demókratar því í raun komnir í meirihluta í öldungadeildinni og þar með í báðum deildum bandaríska þingsins. Kristján Sigurjónsson ræðir við Eirík Bergmann Einarsson stjórnmaálfræðiprófessor um pólitíska gerjun í Bandaríkjunum. Talsvert færri komast að í íslenskunám fyrir útlendinga en áhugi er á. Í Fjölbraut í Breiðholti er nú boðið upp á sérstaka íslenskubraut fyrir útlendinga í fyrsta sinn. Tækniskólinn hefur í nokkur ár verið með íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þar er langur biðlisti. Arnar Páll Hauksson talar Brynju Stefánsdóttir sviðsstjóra bóknáms í FB Núna þegar byrjað er að bólusetja víða um lönd gegn Covid-19 og von til að það gangi þokkalega hratt, er ástæða til að spá aðeins í hvernig þessi nýja framtíð að baki faraldrinum muni þá líta út. Annars vegar eru það pólitísku línurnar, hins vegar hvað hvert og eitt okkar er að hugleiða um eigið líf.Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
1/6/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 5. janúar 2021

Aldrei hafa fleiri misst vinnu í hópuppsögnum en í fyrra. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir að sífellt fleiri glími nú við fátækt sökum langtímaatvinnuleysis. Höskuldur Kári Schram ræddi við hana. Um 80 aldraðir bíða nú á Landspítala eftir að komast á hjúkrunarheimili og fyrr í dag biðu hátt í 30 manns á bráðamóttöku eftir að komast á hinar ýmsu deildir spítalans - sumir á göngunum. Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir segir þetta óviðunandi á tímum heimsfaraldurs. Sex ára barn stórslasaðist þegar það féll úr leiktæki á skólalóð í Kópavogi í nóvember. Leiktækið uppfyllir allar öryggiskröfur. Hrönn Óskarsdóttir móðir barnsins undrast að slys geti orðið í tæki sem uppfyllir kröfur. Yfir sextíu þúsund COVID-smit hafa verið greind í Bretlandi síðasta sólarhringinn og hafa þau aldrei verið fleiri. Nýtt afbrigði veirunnar, sem talið er sérlega smitandi, hefur dreifst um allt landið. Dagný Hulda Erlendsdóttir sagði frá. Brot úr ávarpi Borisar Johnsons síðdegis. Vonast er til að Lyfjastofnun Evrópu afgreiði markaðsleyfi fyrir bóluefni frá Moderna á morgun. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir að tryggt sé í samningunum að afhending efnisins hefjist eigi síðar en 15 dögum eftir samþykkt markaðsleyfis. Bergljót Baldursdóttir tók saman. ------------ Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins fór að öllu leyti eftir leiðbeiningum og fyrirmælum Lyfjastofnunar og Landlæknis við blöndun og meðhöndlun bóluefnisins Comirnatys eins og segir í tilkynningu frá henni í dag. Ekki sé ráðlagt að safna milli glasa en náist heill skammtur úr lyfjaglasi sé notkun hans leyfð, enn fremur að umræðan eigi ekki að snúast um færni heldur hvort farið sé að leiðbeiningum. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Sigríði Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisns. Færri sóttu um að stunda nám á atvinnuleysisbótum en búist var við. Meirihluti umsækjenda eru erlendir atvinnuleitendur. Arnar Páll Hauksson ræðir við Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Hrafnhildi Tómasdóttur sviðsstjóra hjá VInnumálastofnun. Yfirvöld í Noregi hafa gefið upp alla von um að finna fólk á lífi eftir jarðfallið í bænum Ask í Gjerdrum. Björgunarmenn leita samt áfram með hundum. Gísli Kristjánsson. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir
1/5/202130 minutes
Episode Artwork

4. janúar 2021

Lyfjastofnun hefur fengið þrjár tilkynningar um andlát fólks sem var bólusett við Covid-19 í síðustu viku . Rúna Hvannberg Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar segir ekkert benda til þess að þar sé orsakasamhengi en þetta verði skoðað. Anna Lilja Þórisdóttir talaði við hana. Vel er hægt að samræma guðs lög og sóttvarnareglur segir Jakob Rolland kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Hann segir að hugsanlega verði gerðar breytingar á messuhaldi kirkjunnar á virkum dögum vegna fjöldatakmarkana, en messum um helgar hefur verið aflýst. Fimm skip halda í dag til loðnumælinga norður af landinu. Birkir Bárðarson leiðangursstjóri segir ákveðnar væntingar og margt hafi bent til þess að meira sé af veiðanlegri loðnu en síðasta ár. Ágúst Ólafsson talaði við hann. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segist hafa orðið vitni að brotum á fjöldatakmörkunum í sundlaugum og dapurlegt sé að gera starfsfólki að þurfa að ganga á milli og skamma fólk. Fjölmargir íbúar í Reykjavík tóku ekki til eftir sig eftir áramótin og flugeldarusl lá á víð og dreif um borgarlandið. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu Reykjavíkurborgar, segir ljóst að margir þurfi að taka sig á í þessum efnum. Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræddi við hann. -------------- Nýr kafli er að hefjast í baráttunni við kóronuveirufaraldurinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á fyrsta almannavarnafundi ársins í morgun að sín von væri að þetta yrði lokakaflinn og að hægt verði að slaka á sóttvarnaráðstöfunum í næstu viku. Samantekt af máli Þórólfs á fundinum og Ölmu Möller, landlæknis. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Í Skotlandi verður í gildi allsherjar lokun frá miðnætti og það eykur þrýsting á bresku stjórnina að grípa til róttækra ráða. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Heyrist í Boris Johnson, Matt Hancock og Keir Starmer. Hjálparstarf kirkjunnar hefur um árabil unnið með sjálfsþurftarbændum á miklu þurrkasvæði í Sómalí-fylki í Eþíópíu. Samvinnuþróunarverkefni þar fékk nýlega styrk til fjögurra ára frá utanríkisráðuneytinu. Fénu á að verja í að grafa brunna og regnþrær til að bæta aðgengi að vatni og auk þess er lögð áhersla á að tryggja réttindi kvenna og stúlkna. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Bjarna Gíslason, framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir
1/4/202130 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 30. Desember

Komiði sæl og velkomin að Speglinum, Arnhildur Hálfdánardóttir er umsjónarmaður Fimmtán er enn saknað eftir skriðuföll í bænum Ask í Gjerdrum í Noregi. Forsætisráðherra Noregs segir hræðilega sárt til þess að vita að enn séu svo margir ófundnir. Það gæti þurft að rýma aftur þau svæði á Seyðisfirði sem rýmingu hefur verið aflétt á. Stjórnvöld gerðu í dag samning við lyfjafyrirtækið Moderna um kaup á bóluefni fyrir 64 þúsund manns. Fyrirtækið áætlar að hefja dreifingu á fyrstu mánuðum nýs árs. Umhverfisáhrif af virkjun Svartár í Bárðardal í Þingeyjarsveit verða verulega neikvæð, segir í áliti Skipulagsstofnunar Forseti ASÍ segir að það verði mikil barátta á næsta ári. Alþingiskosningar muni að einhverju leyti snúast um stöðu almennings og launafólks og hvernig brugðist verði við halla ríkissjóðs. Hún segir að við verðum að þola að skulda kreppuna í einhvern tíma. Gjaldþrot í ferðaþjónustunni hafa verið færri en búist var við, en Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að yfir vofi snjóhengja
12/30/202030 minutes
Episode Artwork

5 létust í jarðskjálfta í Króatíu

Jarðskjálfti að stærðinni 6,4 sem reið yfir í miðhluta Króatíu í dag varð að minnsta kosti fimm að bana. Fleiri COVID-19 sjúklingar eru á sjúkrahúsum á Englandi en þegar fyrsta bylgja faraldursins var í hámarki í apríl. Nýjar ráðstafanir til að hefta útbreiðslu veirunnar verða kynntar á morgun. Sóttvarnalæknir segir að ekki sé á þessu stigi ástæða til að herða sóttvarnaaðgerðir gagnvart þeim sem koma til Íslands frá Bretlandi. Starfsmenn Veðurstofunnar eru nú að meta aðstæður í hlíðum Seyðisfjarðar og hvort tilefni er til að ákveða frekari afléttingu rýmingar í bænum. Kórónuveirufaraldurinn virðist lítil áhrif hafa haft á jólagleði landsmanna og tilhlökkun þeirra. Svipaður fjöldi hlakkaði til jólanna í ár og undanfarin ár. Ég held að árið 2021 verði ár fjölskyldunnar, þetta segir Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Íbúar heimilisins verða bólusettir á morgun, og það stendur til að flagga og baka köku. Anna Birna segir að árið 2020 hafi verið lærdómsríkt og ólíkt öllum öðrum sem hún hefur upplifað á löngum ferli, sumt í starfinu eigi í ljósi reynslunnar frá veirutímanum eftir að breytast til frambúðar. Hún leyfir sér að vona að hægt verði að lyfta hömlum af hjúkrunarheimilum strax í febrúar. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Önnu Birnu Jensdóttur. Einning heyrist í Þorleifi Haukssyni sem fékk fyrstu bólusetninguna. Þjóðleikhússtjóri stefnir að því að nýtt íslenskt verk verði frumsýnt í janúar ef sóttvarnareglur leyfa það. Hann segir að tíminn hafi verið nýttur vel í leikhúsinu til þess að verða sannarlega tilbúin að taka á móti leikhúsgestum á ný. Arnar Páll Hauksson talar við Magnús Geir Þórðarson. ,,Fagnið nýja árinu ein heima“ - þetta er áramótaboðskapur breskra yfirvalda til landsmanna. Megnið af landinu sætir nú hörðum samkomubönnum. Met nýrra tilfella í gær, 41 þúsund tilfelli, var slegið í dag þegar ný tilfelli fóru yfir 53 þúsund. Nú telja ýmsir vísindamenn að ekkert dugi annað en hart bann fyrir allt landið, enn eitt hástigið, sem bætist ofan á fyrri bönn, þó enn sé stefnt á að halda skólunum opnum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
12/29/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 28. desember 2020

Spegillinn 28. desember 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred 80 þúsund skammtar af bóluefni frá Pfizer og BioNTech koma til viðbótar þeim 170 þúsund skömmtum sem íslensk stjórnvöld hafa þegar samið um. Skrifað verður undir samning þess efnis á morgun. Íbúar 42 húsa á Seyðisfirði fengu að snúa aftur heim í dag eftir að rýmingu var aflétt að hluta. Hreinsunarstarf hefst á morgun og þá verður staða varðandi rýmingu annarra húsa endurskoðuð. Alþingi kemur ekki saman fyrir lok árs eins og stjórnarandstaðan hefur krafist. Mun fleiri hafa dáið af völdum COVID-19 í Rússlandi en áður hafði verið greint frá, þar af tæplega 26 þúsund í síðasta mánuði. Almenn komugjöld í heilsugæslu lækka um 29 prósent um áramót. Börn, öryrkjar og aldraðir greiða ekkert fyrir komuna Lengri umfjöllun: Flugvél með tíu þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer og BioNtech lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Tíu þúsund lítil mæliglös af -80 gráða köldu efni sem sumir kalla kraftaverk og verður á næstu dögum sprautað í upphandleggi fólks sem tilheyrir forgangshópum, íbúa hjúkrunarheimila og framlínufólks heilbrigðiskerfinu. Bóluefnið á sér aðeins nokkurra mánaða sögu, síðastliðið vor var það hvergi til, nema þá kannski í kollum vísindamanna, vísindamanna eins og Kathrin U Janssen sem stýrir bóluefnasviði lyfjarisans Pfizer, sem er með höfuðstöðvar í New York. Janssen hefur áður komið að þróun bóluefna við lungnabólgu og HPV-veirunni. í samtali við bandaríska fréttaskýringaþáttinnn 60 mínútur rifjaði hún upp hvernig henni leið þegar neyðarástand ríkti í New York-borg í vor. Arnhildur Hálfdánardóttir tekur saman og ræðir við Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalækni um bóluefnið Atvinnuleysið er mesta áhyggjuefnið í eftirmálum Covid faraldursins segir Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík. Margir óvissuþættir hafa áhrif á hversu hratt efnahagurinn tekur við sér á næsta ári í kjölfar bólusetningar. Kristjan Sigurjónsson ræðir við Katrínu um efnhaginn á árinu 2020 og hverning horfurnar eru á næstu mánuðum. Í tíu mínútna ávarpi á aðfangadag þegar Boris Johnson forsætisráðherra Breta kynnti fríverslunarsamning Breta við Evrópusambandið hnykkti hann á að með útgöngu úr Evrópusambandinu hefðu Bretar nú aftur stjórn á eigin fiskveiðum. Raddir úr sjávarútvegi segja þó annað - staða greinarinnar verði mögulega verri eftir Brexit eins og Sigrún Davíðsdóttir heyrði þegar hún ræddi í dag við Barry Deas framkvæmdastjóra breska sjómannasambandsins.
12/28/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillnn 22. desember 2020

Fjölskylda konu sem lést nokkrum klukkutímum eftir að hún var útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í mars segir að spítalinn hafi skýlt sér á bak við heimsfaraldurinn. Landlæknir telur að læknir á bráðamóttökunni hafi ekki sinnt skyldum sínum. Kristján Ingólfsson faðir konunnar segir ekkert álag hafi verið á bráðamóttökunni þetta kvöld. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina. katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er ánægð með að bólusetning geti hafist fyrir áramót. Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar vanmátu aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, setlög sem ekki hafa bifast í árþúsundir hlupu fram í stærstu skriðu sem fallið hefur í þéttbýli á Íslandi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri segir að hláka á aðfangadag sé áhyggjuefni. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman. Allt stefnir í þingkosningar í Ísrael eftir áramótin, þær fjórðu á innan við tveimur árum. Ásgeir Tómasson sagði frá. Að minnsta kosti þrjátíu blaðamenn voru myrtir vegna vinnu sinnar á árinu. Um þriðjungur þeirra í Mexíkó sem er nú orðið hættulegasta ríkið fyrir blaðamenn að starfa í. Ólöf Ragnarsdóttir tók saman. Lestur jólakveðja hefst á Rás eitt klukkan sjö í kvöld og hafa þær aldrei verið fleiri í sögu Ríkisútvarpsins. Sigvaldi Júlíusson og Stefanía Valgeirsdóttir þulir segja að farsóttin setji sitt mark á kveðjurnar. ----------- Töluvert fleiri sóttu um jólaaðstoð frá Hjálpræðishernum í ár en í fyrra. Um þrjú hundruð manns verða í jólaboði hersins í Reykjavík á aðfangadag. ARnar Páll Hauksson ræddi við Hjördísi Kristinsdóttur, svæðisforingja. Farsótt og sóttvarnaraðgerðir hafa mikil áhrif á jólahald hjá Svíum og Norðmönnum, margt er ómögulegt af því sem venjulegar skapar jólabraginn. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Kára Gylfason, fréttaritara í Gautaborg og Gísla Kristjánsson fréttaritara í Ósló. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
12/22/202030 minutes
Episode Artwork

Leyfi fyrir COVID-19 bóluefni

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út leyfi fyrir notkun bóluefnis við COVID 19 sem Pfizer og BioNTech þróuðu. Útlit er fyrir að hægt verði að byrja að bólustetja í ríkum sambansi áramót. Á Íslandi verður markaðsleyfi fyrir bóluefnið gefið út í síðasta lagi á Þorláksmessu. Ásgeir Tómasson sagði frá, Marie Agnes Heine, yfirmaður samskiptasviðs EMA kynnti ákvörðunina. Það var erfitt að koma heim, afskaplega nöpur tilfinning. Þetta segir íbúi á Seyðisfirði. Yfir hundrað Seyðfirðingar fengu í dag að sækja nauðsynjar í fylgd björgunarsveitarmanna. Hólmfríður Dagný Friðjónsdótir ræddi við Svein Óskarsson, Sigurjón Þóri Guðmundsson, Austin Thomasson, Daeja Otharsson og Stefaníu Stefánsdóttur. Þau ríki sem hafa lokað á flug frá Bretlandi eiga það flest sameiginlegt að vera ekki með skimun á landamærum. Þetta segir Alma Möller landlæknir. --------- Ferðabann er í gildi frá Bretlandi, og ýmis lönd leyfa íbúum Bretlands ekki lengur að koma til sín. Þetta er staðan nú þegar Brexit er á næsta leiti. Á níutíu árum Ríkisútvarpsins hefur það ekki breyst hvað er frétt en alls konar litlar fréttir sem voru áður sagðar daglega rata nú frekar á vefinn en ljósvakamiðlana segir Broddi Broddason varafréttastjóri, Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við hann og Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahlutans: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
12/21/202030 minutes
Episode Artwork

Neyðarástand á Seyðisfirði

Lýst hefur verið yfir neyðarstigi á Seyðisfirði og unnið að rýmingu bæjarins. Stór aurskriða féll á þriðja tímanum í dag. Að minnsta kosti 10 hús eru skemmd. Grípa þurfti til víðtækari rýmingar í bænum og koma þurfti fleira fólki á fjöldahjálparstöð. Eitt hús gjöreyðilagðist þegar skriðan féll í dag. Allar björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið boðaðar á staðinn og lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Sérsveit ríkislögreglustjóra og frá lögreglunni á Norðurlandi eystra hafa einnig verið sendar á staðinn. Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að bærinn sé rústir einar eftir hamfarirnar síðustu klukkustundir. Hún segir íbúana í losti yfir eyðileggingunni. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Eskifirði vegna skriðuhættu. Þetta er gert vegna þess að sprungur í gamla Oddskarðsveginum, ofan Eskifjarðar, hafa stækkað í dag. Í Speglinum heyrðum við brotabrot og dæmi af fréttum og fréttaskýringum fréttastofu RÚV síðastliðin 90 ár. Kristján Sigurjónsson tók saman. Heyrist í Sigrúnu Ögmundsdóttur lesa fyrsta fréttatímann fyrir 90 árum. Einnig í nokkrum fréttamönnm: Jóni Múla Árnasyni, Stefáni Jónssyni, Jóni Magnússyni, Sigurði Sigurðssyni, Nönnu Úlfsdóttur, Þóru Kristínu Jónsdóttur, Stefáni Jóni Hafstein, Helga H. Jónssyni, Sigrúnu Stefánsdóttur, Sigríði Árnadóttur og Brodda Broddasyni
12/18/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 17. desember 2020

Enn er mikið vatnsveður fyrir austan og hættustig vegna skriðuhættu á Seyðisfirði. Lögreglan áréttar að engin óviðkomandi umferð verði til Seyðisfjarðar meðan hættustigið er í gildi. Heilsugæslan er í startholunum og getur byrjað að bólusetja strax og bóluefni berst til landsins. Þetta segir Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir því að fyrstu 5000 skammtarnir berist um eða eftir jól. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við hann. Ísland þarf að bæta verulega getu til að greina alþjóðleg mútubrot og merki þess að slík brot eigi sér stað hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um alþjóðleg mútubrot. Hildur Margrét Jóhannsdóttir tók saman. Svíar búast við að dauðsföllum vegna COVID-19 eigi eftir að fjölga áður en áhrifa bólusetningar fer að gæta . Nú hafa tæplega átta þúsund látið lífið í farsóttinni. Bogi Ágústsson sagði frá. Formenn sjómannafélaga gagnrýna þyrluleysi Landhelgisgæslunnar og segja það ólíðandi ástand. Beðið er eftir aukahlut í TF-GRO sem verður ekki útkallshæf fyrr en annað kvöld. Einar Hannes Harðarson formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir þyrlurnar björgunartæki sjómanna eins og sjúkrabíla á landi. Í nýju frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er lagt til að tekin verði upp aflamarksstjórn, eða kvóti, við veiðar á grásleppu, sandkola í allri fiskveiðilandhelginni og sæbjúgum. Markús Þór Þórhallsson sagði frá. ------------ Íslandi bjóðast sex bóluefni við COVID-19 með samningum Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur og búið er að semja um kaup á 700 þúsund skömmtum frá Astra Zeneca, Jansen og Pfizer-BioNTech. Það veltur á afgreiðslu Evrópsku lyfjastofnunarinnar sem er komin langleiðina með Pfizer og Moderna bóluefnin. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því í morgun að stokka verði upp í forgangsröðun þeirra sem verða bólusettir, vegna tafa á afhendingu bóluefna. Rúna Hvannberg Hauksdóttir forstjóri Lyfjastofnunar vonar að hægt verði að gefa út leyfi og byrja að bólusetja fyrir jól. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Talsverður fjöldi Íslendinga virðist telja að hryðjuverkaógnin myndi aukast ef flóttamönnum frá múslimalöndum fjölgar Helmingur landsmanna er hins vegar hlynntur því að hingað komi fleiri flóttamenn. Arna Páll Hauksson talar við Margréti Valdemarsdóttur, lektor við HA Um rannsókn sem sýnir þetta. Tímamörkin á að Bretar geri fríverslunarsamning við Evrópusambandið koma og fara. Nú hefur Evrópuþingið gripið til sinna ráða. Sigrún Davíðsdó
12/17/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 16. desember 2020

Hættustig er enn í gildi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Haukur Holm ræðir við Magna Hrein Jónsson, sérfræðing í ofanflóðum á Veðurstofunni. Ekki er hægt að sannreyna hér á landi að sóttvarnagrímur séu öruggar og virki fullkomlega. Arnhildur Hálfdánardóttir sagði frá. Fjármálaráðuneytið gengur gegn markmiðum kjarasamninga um að rétta stöðu þeirra tekjulægstu að mati miðstjórnar ASÍ sem styður kröfu eldri borgara um hækkun ellilífeyris. Haukur Holm segir frá og talar við Drífu Snædal, forseta ASÍ. Nokkuð virðist hafa miðað í dag í samningaviðræðum um viðskiptasamning Breta og Evrópusambandsins. Bogi Ágústsson tók saman. Heyrist í Emanuel Macron og Boris Johnson. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði segir ótækt að sveitarfélög fái ekki álagningarskrár afhentar. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talar við hana. ---- Rúmlega hundrað Seyðfirðingar þurftu að fara af heimilum sínum í gær og gátu ekki gist heima í nótt því efstu götur í sunnanverðum bænum voru rýmdar. Spáð er áfram rigningu í nótt . Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður ræddi við Ómar Bogason, Helga Haraldsson, Jón Ólafsson og Kára Ólafsson. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri hefur áhyggjur af því að lífeyrissjóðir taki meiri áhættu í fjárfestingum til að uppfylla ávöxtunarviðmið sjóðanna sem nú er 3,5%. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Samtaka lífeyrissjóða segist ekki sjá fyrir sér að viðmiðið verði lækkað vegna lágvaxtaumhverfis sem sé til skamms tíma. Arnar Páll Hauksson tók saman. Fríverslunarsamningur við Evrópusambandið bindur ekki endahnút á Brexit-umræðuna. Það verður ekki undið ofan af 47 ára sambandi Breta við ESB á nokkrum mánuðum. Báðir stóru flokkarnir, Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn glíma við sinn þátt í þeirri sögu. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Heyris í Boris Johnson, Michael Gove, Jeremy Corbyn og Keir Starmer. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
12/16/202030 minutes
Episode Artwork

Aurskriður féllu á Seyðisfirði

Óvissustigi var lýst yfir á Seyðisfirði í dag og nokkur hús rýmd eftir að tvær aurskirður féllu í miðjum bænum. Núverandi og fyrri ríkisstjórnir Svíþjóðar bera ábyrgð á því að ekki tókst að verja eldra fólk fyrir COVID-19 segir í skýrslu nefndar sem var ætlað að meta aðgerðir sóttvarnayfirvalda í baráttunni við kórónuveiruna. Heilbrigðisráðherra segir að þó Ísland fái færri skammta bóluefnis frá Pfizer í fyrstu sendingum en til stóð gæti dreifing bóluefna hafist fyrr en ráð var fyrir gert. Vegna mikilla tjörublæðinga á þjóðveginum milli Borgarness og Akureyrar hvetur Vegagerðin fólk til að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef þess er nokkur kostur. Láglaunafólk verður mest fyrir barðinu á covid- kreppunni, ungt fólk, konur og fólk af erlendum uppruna. Sérfræðingahópur verkalýðshreyfingarinnar telur mikilvægt að komið verði í veg fyrir aukinn ójöfnuð og mikilvægt sé að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf. Starfsfólk sundlauga Reykjavíkurborgar hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af fólki þegar of margir eru í einu í heitu pottunum. Láglaunafólk verður mest fyrir barðinu á covid- kreppunni, ungt fólk, konur og fólk af erlendum uppruna. Sérfræðingahópur verkalýðshreyfingarinnar telur mikilvægt að komið verði í veg fyrir aukinn ójöfnuð og mikilvægt sé að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf. Arnar Páll Hauksson talar við Þórunni Sveinbjarnardóttur. Lausafjárkreppa ferðaþjónustufyrirtækjanna er að breytast í skuldakreppu og það verður undir stjórnvöldum og bönkunum komið á næstu misserum hverjir komast af, segir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor. Grisjun sé óhjákvæmileg í grein, sem var farin að miðast við tvær - jafnvel tvær og hálfa milljón ferðamanna, þegar litlar líkur eru á að þeir verði fleiri en um þriðjungur af þeirri tölu á næsta ári, en þegar hilli undir bóluefni sé hægt að fara að hugsa um endurreisn greinarinnar og þá verður ein spurning áleitin, segir Ásberg. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Ásberg Jónsson.
12/15/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 14. desember 2020

Spegillinn 14. desember 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Kórónuveirusmitum fjölgar hratt víða í Evrópu. Nýtt afbrigði veirunnar getur verið ástæða hraðrar útbreiðslu í Lundúnum, segir heilbrigðisráðherra Bretlands. Stefnt er að því að hefja bólusetningu forgangshópa strax í byrjun janúar hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, verði bóluefni komið til landins. Samningur Akureyrarbæjar og Sjúkratrygginga um rekstur öldrunarheimila hefur verið framlengdur um fjóra mánuði. Erlendum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi í nóvember. Nú búa ríflega tvö þúsund fleiri útlendingar hér en gerðu fyrir ári. Atkvæði voru greidd á Alþingi síðdegis um hið svokallaða sendiherrafrumvarp utanríkisráðherra að lokinni annarri umræðu en afgreiðslu þess var frestað í fyrra. Útvarpsrásum Ríkisútvarpsins verður framvegis útvarpað frá Úlfarsfelli, eftir að slökkt verður á útvarpssendum á Vatnsenda á næstu dögum í fyrsta sinn í 90 ár. Lengri umfjöllun: Formaður Neytendasamtakanna segir að réttur neytenda sé skýr ef þjónusta sem greitt hefur verið fyrir er ekki fyrir hendi vegna sóttvarnaaðgerða. Þetta eigi við um árskort, æfingagjöld og gjafakort svo eitthvað sé nefnt. Á þessu ári hefur fyrirspurnum til Neytendasamtakanna fjölgað um 70%. Meira en helmingur þeirra tengist covid-19. Nú þegar bóluefni eru handan við hornið og útlit fyrir að árangur náist í slagnum við faraldurinn eru margir sem velta fyrir sér hvað verði um öll árskortin og æfingagjöldin sem ekki hefur verið hægt að nota í faraldrinum. Ljóst er að í mörgum tilvikum hefur ekki verið hægt að nýta þessa þjónustu vegna þess að hún hefur ekki verið í boði vegna sóttvarnareglna. Réttur neytenda er nokkuð skýr þegar kemur að gildistíma segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Arnar Páll Hauksson talaði við hann. Ferðaþjónustan hefur orðið hvað harðast fyrir barðinu á kórónuveirufaraldrinum, ekki aðeins hér á landi heldur á heimsvísu. Ferðamennska í heiminum er talin hafa dregist saman um allt að 80% í ár og samdrátturinn hefur haft áhrif á 121 milljón starfa. Engu að síður telja menn að viðsnúningurinn geti orðið hraður. Í nýlegri könnun sem gerð var fyrir World Travel and Tourism council (WTTC) sögðust 83% stefna á ferðalög. Á menntamorgni ferðaþjónustunnar fór Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslanda yfir horfurnar; vissulega sé þetta allt óvissu háð og óljóst hve langan tíma það taki ferðaþjónustuna að rísa upp að nýju. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Gunnar. Norðmenn hafa kynnt nýja Norðurstefnu
12/14/202030 minutes
Episode Artwork

11, desember 2020

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir það gleðiefni að samningar hafi náðst við bóluefnaframleiðandann Pfizer og býst við því að byrjað verði að bólusetja forgangshópa í kringum áramótin. 56 eru í farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður hússins, segir að tólf hafi verið fluttir þangað í gær tengslum við klasasmit í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Hafnarfirði. Hann segir ekkert benda til þess að aðbúnaður fólksins hafi komið í veg fyrir að það gæti hugað að sóttvörnum. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir gríðarlegt verkefni fram undan við það að leggja grunninn að því að ríkisfjármálin verði sjálfbær á ný. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra segir skammarlega lítið lagt til heimilanna. Birgir Þórarinsson segir sett Íslandsmet sett í halla ríkissjóðs. Fjárlög næsta árs voru samþykkt síðdegis á Alþingi. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman. Mælt verður með veiðum á loðnu á næstunni ef niðurstaða úr rannsóknarleiðangri sem lauk í dag, gefur tilefni til. Loðna er á svæðinu frá Vestfjarðamiðum og austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg. Ágúst Ólafsson ræddi við Birki Bárðarson leiðangursstjóra. SÁÁ hefur dregið sig út úr Íslandsspilum og tekur ekki lengur þátt í rekstri spilakassa. Einar Hermannsson formaður SÁÁ segir að traust og virðing fyrir samtökunum vegi þyngra en tekjumissirinn. Alma Hafsteinsdóttir formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn spyr hvort önnur samtök í Íslandsspilum velti því ekki fyrir sér hvaðan féð kemur. Ingvar Þór Björnsson ræddi við þau. Bjarni Rúnarsson tók saman. Bjarni Benediksson fjármálaráðherra segir ekki annað forsvaranlegt en að ríkið láti reyna á dóm héraðsdóms varðandi lögmæti uppgreiðslugjalda Íbúðalánasjóðs. Reynt verður að skjóta málinu beint til Hæstaréttar til að eyða allri óvissu sem fyrst. Fólk er varað við því hve mjög hefur færst í vöxt að óprúttnir svikarar reyni að féfletta það með því að komast yfir kortaupplýsingar þess. Markús Þórhallsson sagði frá. --- Aðventa og jólahald verða viðsjárverðir tímar segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og ekki hægt að segja til um hvenær hægt verður að fara af rauðu stigi í appelsínugult. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Enn ein síðustu forvöðin varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu renna upp á sunnudaginn. Sigrún Davíðsdóttir segir frá og heyrist í Ursulu von der Leyen, Boris Johnson, Malcolm Turnbull, og Stefan Löfven. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar G. Gunnarsson. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara
12/11/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 10. desember 2020

Spegillinn 10. desember 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Grípa þarf til frekari aðgerða, eins og hækkunar kolefnisgjalds, ef uppfærð markmið ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum eiga að nást. Þetta segir framkvæmdastjóri Landverndar. Fjölga á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu um níutíu á næsta ári. Húsnæði og rekstur verða boðin út eftir áramót. Metfjöldi kórónuveirusmita greindust í Danmörku í gær. Stjórnvöld tilkynntu hertar sóttvarnaaðgerðir í dag. Vaxandi svartsýni gætir um að Bretum og fulltrúum Evrópusambandsins takist að ná samkomulagi um framtíðarsamskipti sambandsins og Bretlands. Sambandið bauð í dag að halda reglum óbreyttum í hálft ár til að koma í veg fyrir að samskipti og samgöngur færu í hnút um áramótin. Börn yngri en 15 ára eru helmingi ólíklegri en fullorðnir til að smitast af COVID-19 og helmingi ólíklegri til að smita aðra samkvæmt rannsókn Fiskeldi Austfjarða hefur fallið frá áformum um eitt af fjórum eldissvæðum í Seyðisfirði. Lengri umfjöllun: Formaður loftslagsráðs fagnar ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að samdráttur í losun gróðurhúsaloftegunda verði aukinn. Samkomulag er um að hlutur Íslands í samdrætti gróðurhúsalofttegunda verði 29% í sameiginlegu markmiði ESB og Noregs. Ljóst er að þetta hlutfall mun fara yfir 40%. Ný markmið Íslands í loftslagsmálum verða kynnt á leiðtogafundi sem Sameinuðu þjóðirnar, Bretland og Frakkland standa að á laugardag. Þetta kemur fram í grein sem Katrín Jakobsdóttir skrifa í Morgunblaðið í dag. Ísland tekur þátt í sameiginlegu markmiði Evrópuríkjanna sem hefur verið 40 prósenta samdráttur og hlutur Íslands í því samkomulagi er 29%. Katrín Jakobsdóttir segir að ekki liggi fyrir hvert hlutfallið verði hér á Íslandi miðað við 55% samdrátt í Evrópu. Áform stjórnvalda hafa ekki verið kynnt fyrr loftslagsráði. Halldór Þorgeirsson, formaður ráðsins fagnar þessu og segir að fram undan sé stórt verkefni. Arnar Páll Hauksson tók saman og talaði við Halldór og Katrínu. Spegill heldur áfram að fjalla um Hálendisþjóðgarðinn í Speglinum, en Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mælti fyrir frumvarpi, stjórnarfrumvarpi, um stofnun hans á Alþingi á þriðjudag. Ljóst er að innan stjórnarflokkanna er ekki samstaða um málið og það gæti orðið löng leið framundan áður en frumvarpið verður að lögum. Nokkrar sveitastjórnir sem liggja að fyrirhuguðum þjóðgarði hafa gert athugasemdir við frumvarpið og telja að skipulagsvald þeirra verði skert. Guðmundur Ingi sagði hins vegar í umræðum á Alþingi að kröfum
12/10/202030 minutes
Episode Artwork

Aðeins 10 manna jólaveislur

Hægt er að rekja 36 smit beint til líkamsræktarstöðva, sjö sinnum fleiri en til sundlauga. Eigendur líkamsræktarstöðva gagnrýna nýjar sóttvarnaráðstafanir og telja að stjórnvöld hafi gerst sek um mismunun. Þýskalandskanslari vill herða sóttvarnareglur þar sem baráttan gegn COVID-19 farsóttinni skilar ekki tilætluðum árangri. Hátt í sex hundruð létust í landinu síðastliðinn sólarhring. Bóksala gengur mun betur fyrir þessi jól en á sama tíma í fyrra. Þetta segir formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Foreldrar sem eru vön að bjóða börnum og afkomendum sínum í jólaboð gætu þurft að gera upp á milli barna sinna vegna þess að miðað er við ekki séu fleiri en 10 fullorðnir í boðinu. Par sem heldur boð getur t.d. ekki fengið nema 8 gesti. Börn sem eru fædd 2005 og eftir það teljast ekki með. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Rögnvald Ólafsson. Rætt við fólk á Laugaveginum um sóttvarnir og jólahalda. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Sigrúnu Skaftadóttur, Söru Dögg Magnúsdóttur, Gróu Sigríði Einarsdóttur, Elmer Elmers, Ernu Hauksdóttur, Júlíus Hafstein, Guðmund Jónsson og Kristínu Árnadóttur. Óbyggðirnar kalla syngja þeir Magnús Eiríksson og KK og það er óhætt að segja að hálendið hafi kallað á þingmenn í gær þegar fyrsta umræða um Hálendisþjóðgarðsfrumvarpið fór fram á Alþingi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mælti fyrir frumvarpinu, sem er stjórnarfrumvarp. Umræðan stóð í tæpa níu klukkutíma og lauk um miðnætti. Óhætt er að segja að skoðanir séu skiptar um málið og tæplega hægt að halda því fram að eining sé um frumvarpið innan stjórnarliðsins. Kristján Sigurjónsson segir frá og það heyrist í Guðmundi Inga Guðbrandssyni og Jóni Gunnarssyni.
12/9/202030 minutes
Episode Artwork

Varfærnar tilslaknair í sóttvörnum

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segist hafa lagt áherslu á að miða fjöldatakmarkanir áfram við tíu. Með því sé verið að senda skilaboð um að fólk eigi ekki að safnast saman. Þótt tekist hafi að sveigja kúrfuna niður sé veiran enn þarna úti og lítið þurfi til að hún nái sér aftur á strik. Stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um ólögmæti uppgreiðslugjalda Íbúðalánasjóðs. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir eðlilegt að láta reyna á dóminn því miklir hagsmunir séu í húfi. Höskuldur Kári Schram ræddi við hann. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra vonar að Alþingi nýti sér einstakt tækifæri og samþykki frumvarp hans um stofnun hálendisþjóðgarðs. Jón Gunnarsson varaformaður umhverfis - og samgöngunefndar telur ágreining um málið hafa aukist. Kórónuveirusmitin í Evrópu eru komin yfir tuttugu milljónir frá því að veiran barst til álfunnar í ársbyrjun. Bretar urðu í dag fyrstir vestrænna ríkja til að bólusetja gegn henni. Ásgeir Tómasson tók saman. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra varar við fölsuðum bóluefnum. Anna Lilja Þórisdótttir sagði frá. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að nú sé rétti tíminn fyrir fólk að fara yfir eldvarnir á heimilinu. Ingvar Þór Björnsson ræddi við hann. Svandís Svavarsdóttir kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun varfærnar tilslakanir sem taka gildi á fimmtudag og gilda að óbreyttu til 12. janúar. Höskuldur Kári Schram ræddi við hana. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að tilslakanir gerbreyti stöðunni. Jóhannes Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar þykir ekki nóg að gert. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við þá. Undirbúningur vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni er í fullum gangi. Von er á kynningarefni fá Landlækni í lok vikunnar . Arnar Páll Hauksson ræddi við Önnu Maríu Snorradóttur. Glíma Breta við Covid-19 hefur verið erfið en í dag náðu þeir þeim áfanga að hefja bólusetningu gegn veirunni. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.
12/8/202030 minutes
Episode Artwork

7. desember 2020

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir skilaði síðdegis til heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Ekki eru lagðar til svæðisbundnar aðgerðir að sinni. Til að bólusetning gangi sem hraðast fyrir sig ætlar heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu að fá að nota skóla og íþróttahús við bólusetninguna. Allt veltur á því hve mikið af bóluefni kemur til landsins í einu. Sólveig Klara Ragnarsdótti ræddi við Óskar Reykdalsson, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bjarni Rúnarsson tók saman . Áætlað er að halli af rekstri Akureyrarbæjar verði um milljarður króna á næsta ári. Reynt verður að milda höggið eftir bestu getu og nýta hagstæða skuldastöðu, segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar. Ágúst Ólafsson ræddi við hana. Íbúum á Gazasvæðinu hefur verið skipað að halda sig heima vegna mikillar fjölgunar COVID-19 tilfella. Ásgeir Tómasson sagði frá. ---- Samkvæmt nýju Covid -19 viðvörurnarkerfi verða áfram 50 til 100 manna fjöldatakmarkanir á lægsta hættustiginu en ekki grímuskylda. Landið er allt rautt þessa stundina, en það merkir að ástandið er alvarlegt. segir Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir sérfræðingur hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Arnar Páll Hauksson tók saman. Ráðherra sveitarstjórnarmála hefur lagt fram frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum sem mælir meðal annars fyrir um að lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélagi verði eitt þúsund íbúar. Ef fjöldiinn nær ekki því máli í þrjú ár í röð skal ráðherra eiga frumkvæði að því að sameina það öðru eða öðrum nærliggjandi sveitarfélögum. Sveitarstjórnarmenn eru mótfallnir því að íbúar ráði því ekki sjálfir. Baldur Smári Einarsson formaður bæjarráðs Bolungarvíkur er meðal sveitarstjórnar manna sem hafa skorað á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga að falla frá hugmyndum um 1.000 íbúa lágmark. Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings sem varð til við sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi tekur undir að æskilegt sé að frumkvæði sé hjá íbúum en er hlynntur frumvarpinu. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við þá. Viðræður Breta við Evrópusambandið um fríverslunarsamning í stað breskrar ESB-aðildar, sem lýkur 31. desember, standa enn yfir og virðist lítt miða. Boris Johnson forsætisráðherra Breta og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB ræddust aftur við í dag en áður en við komum að því þá hefur heyrst í dag að ESB setji miðvikudaginn sem síðustu forvöð til að semja. Sigrún Davíðsdóttir, Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred
12/7/202030 minutes
Episode Artwork

Grunaðir um framleiðslu ofskynjunarlyf

Íbúðalánasjóði var óheimilt að krefja lánþega um uppgreiðslugjald lána samkvæmt dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Reikna má með að þúsundir lántakenda eigi rétt á tug milljarða endurgreiðslu. Þrír menn sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við umfangsmikla lögreglurannsókn. Þeir er grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Fasteignasala náði hámarki í september. Nokkuð dró úr henni í október og nóvember, ekki vegna minni eftirspurnar heldur vegna minna framboðs. 130 ára bið Náttúruminjasafns Íslands eftir varanlegu húsnæði er lokið. Gerður hefur verið samningur um að safnið flytji út á Seltjarnarnes. Alþýðusamband Íslands vill að kjör starfsfólks í ferðaþjónustunni verði bætt þegar uppbygging greinarinnar hefst eftir Covid. Taka verði tillit til hagmuna launafólks í stefnumótun stjórnvalda um framtíð ferðaþjónustunnar. Arnar Páll Hauksson talar við Guðbjörgu Kristmundsdóttur. Frá því Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiður 2016 að ganga úr Evrópusambandinuum, hafa margir úrslitafrestir liðið. Hinn eini skýri frestur er að aðild Breta endar nú um áramótin: 1. janúar eru Bretar ekki lengur ESB-ríki. Bretar eru að semja við ESB um fríverslunarsamning til framtíðar, en óljóst hvort semst. Arnar Páll Hauksson talar við Sigrúnu Davíðsdóttur. Norðmenn eru farnir að búa sig undir kosningabaráttu og tæpt ár þar til kosið verður til Stórþingsins. Stóru flokkarnir, sem ráðið hafa ferðinni undanfarin ár, horfa nú uppá Miðflokkinn, flokk bænda, skjótast fram úr þeim í könnunum. Meira los er á fylgi flokkanna en verið hefur í áratugi. Gísli Kristjánsson segir frá.
12/4/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 3. desember 2020

Bólusetja á um þrjá fjórðu þjóðarinnar við COVID-19 eða um 275 þúsund manns. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra býst við að bólusetningar hefjist fljótlega eftir áramót. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill ekkiert segja nú um hvort hægt verði að slaka á sóttvörnum fyrir jól, hann segir enn töluverða óvissu tengjast bóluefnum við COVID-19. Ekki voru allir vegfarendur sem rætt var við síðdegis vissir um að þeir láti bólusetja sig. Þórhildur Þorkelsdlóttir ræddi við Elís Helga Ævarsson, Heiðrúnu E. Harðardóttur, Bryndísi Thorberg Guðmundsdóttu, Magnús Bjarklind, Guðrúnu Sigurðardóttur, Þórð Njálsson, Hjalta Árnason, Þóru Jónu Jónatansdóttur, Rebekku David og Svan Þór Helgason. Vonskuveður og ófærð er víða um land. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um breytingar á búvörulögum leiði til hækkunar á innfluttum matvörum. Það sæti mikilli furðu að stjórnvöld skuli ganga fram með þessum hætti á sama tíma og tugir þúsunda séu án vinnu. Höskuldur Kári Schram ræddi við Ólaf og Kristján Þór. Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að mikil sprenging varð í efnatanki við vatnshreinsistöð í Avonmouth, nærri Bristol á Englandi Rúmlega sextíu þúsund hafa látist úr COVID 19 á Bretlandi. Ásgeir Tómasson sagði frá. Nýtt hjúkrunarheimili verður reist á Akureyri og fjölgar þá hjúkrunarrýmum um 60. ----------- Stefnt er að því að bólusetja 75% þjóðarinnar gegn Covid-19 eða um 275 þúsund manns. Heilbrigðisráðherra býst við að fljótlega eftir áramóti hefjist bólusetningar og að þeim ljúki í lok fyrsta ársfjórðungs næsta árs. Arnar Páll Hauksson tók saman. Umræða um styttingu vinnutímans hefur í of ríkum mæli miðast við skrifstofuvinnu að mati Flosa Eiríkssonar framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands og Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla fagna nýju frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra um velferð barna og samþætta þjónustu við börn sem kynnt var fyrr í vikunni. Kristján Sigurjónsson ræddi við þær. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson.
12/3/202030 minutes
Episode Artwork

Höfuðborgarbúar nota meira heitt vatn er spár Veitna gerðu ráð fyrir og því gæti þurft að skammta það í komandi kuldakasti, segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúi Veitna. Jóhann Bjarni Kolbeinsson talaði við hana, Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir tók saman. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna norðan og norðvestanroks og gular viðvaranir alls staðar annars staðar á landinu. Fimbulkulda er spáð út vikuna segir Sigurður Jónsson veðurfræðingur. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann . Það stefnir í að þetta ár verði eitt hið hlýjasta á heimsvísu síðan mælingar hófust. Ásgeir Tómasson sagði frá. 400 hafa óskað eftir mataraðstoð hjá Velferðarsjóði sem þjónar Akureyri og nærsveitum og hafa aldrei verið fleiri. Óðinn Svan Óðinsson tók saman og ræddi við Sigríði Jóhannsdóttur formann Velferðarsjóðsins. Ráðstefna um efnahagslegan stuðning við Líbanon sem stjórnvöld í Frakklandi og Sameinuðu þjóðirnar efna til hófst á sjötta tímanum... Búist er við að loforð um stuðning verði skilyrt við umbætur í stjórnkerfi landsins. Kristján Róbert Kristjánsson sagði frá. ---- Þorgerður Katrín Gunnasdóttir, formaður Viðreisnar segir flokk sinn bera ábyrgð í landsréttarmálinu; Viðreisn var í ríkisstjórn þegar greidd voru atkvæði um dómara í réttinn á sínum tíma. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og þá forsætisráðherra segir hafa verið pólitískt atast í dómsmálaráðherra og hún beitt þrýstingi um að fara ekki að niðurstöðu hæfnisnefndar. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman af Alþingi. Kristín Benediktsdóttir, dósent við Lagadeild HÍ segir það vissulega alvarlegt að Mannréttindadómstóll Evrópu telji að hnökrar við skipan dómara í Landsrétt þýði að kærandi hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð en engu síður standi dómurinn. Endurupptökudómstóll verði að taka afstöðu til þess hvort dómsmál verði tekin upp. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hana. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði telur ekki tímabært að slaka á sóttvarnakröfum í næstu viku. Líklegt sé að fjöldi smita verði svipaður fram í miðjan desember. Arnar Páll Hauksson ræddi við hann.
12/2/202030 minutes
Episode Artwork

Ekki þörf á að bregðast við dómi

Ekki er þörf á að bregðast við dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu segir dómsmálaráðherra. Landsréttur sé löglega skipaður samkvæmt íslenskum lögum. Dómar Mannréttindadómstólsins séu ekki lagalega bindandi hér á landi. Dómur Mannréttindadómstólsins í máli gegn íslenska ríkinu markar tímamót, segir lögmaður manns sem höfðaði málið. Dómstóllinn hafi slegið skjaldborg um sjálfstætt dómsvald í Evrópu. Tólf sambærileg mál bíða afgreiðslu dómstólsins. Rúmlega ellefu milljarða króna halli verður á rekstri Reykjavíkurborgar á næsta ári. Borgarstjóri segir blásið til sóknar með auknum fjárfestingum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins lýsir áhyggjum af skuldsetningu. Nýtt snjóflóðahættumat fyrir Flateyri í Önundarfirði færir fjölda húsa inn á hættusvæði og alla höfnina sömuleiðis. Heildarkostnaður Húnaþings vestra vegna kórónuveirufaraldursins er nú orðinn tæpar níutíu milljónir króna. Í tillögum að nýjum sóttvarnareglum sem sóttvarnalæknir dró til baka var meðal annars heimilt að opna sundstaði aftur að hluta og að samkomubann yrði miðað við 20 manns í stað 10. Arnar Páll Hauksson sagði frá. Styttri vinnuvika felur í sér aukin lífsgæði starfsfólks og stuðlar að hamingjusamara samfélagi segir á vef BSRB. Í samningum við ríki og sveitarfélög í vor var samið um styttingu vinnuvikunnar í allt að 36 tíma hjá dagvinnufólki en allt að 32 hjá vaktavinnufólki. Vinnan við útfærslu fyrir dagvinnufólk er langt komin, enda á hún að taka gildi um áramótin en í vor hjá vaktavinnufólki. Stytting vinnutímans er sögulegur áfangi segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Sonju Ýr. Brexit var auðvelda leiðin ef marka mátti boðskap leiðandi Brexit-sinna fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sumarið 2016 um aðild Breta að Evrópusambandinu. Nú er einn þeirra við stjórnvöl þjóðarskútunnar og freistar þess að semja um viðskipti við ESB og daglega búist við fréttum af útkomunni. En af hverju hefur verið svona erfitt að semja um viðskipti til framtíðar? Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
12/1/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 30. nóvember 2020

Spegillinn 30. nóvember 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Heilbrigðisráðherra kynnir væntanlega tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins á ríkisstjórnarfundi á morgun. Nýtt fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra hefur fengið afgreiðslu hjá þingflokkum stjórnarflokkanna. Nokkrir Sjálfstæðisþingmenn hafa sett fyrirvara. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við þrjá snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði á næsta ári. Umdeild lög sem banna myndatökumönnum og almenningi að taka myndir af frönskum lögreglumönnum að störfum verða dregin til baka. Allir upplestrar Halldórs Laxness á bókum sínum, sem til eru í fórum Ríkisútvarpsins, hafa verið gerðir aðgengilegir almenningi í spilara RÚV. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, vonast til þess að lyfjaeftirlit landsins heimili fyrir jól notkun bóluefnis gegn kórónuveirunni sem fyrirtækin Pfizer og BioNTech hafa kynnt. Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði til þess að taka fyrir kvörtun sem henni barst vegna ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, í tengslum við fánamál lögreglunnar. Menningarráð Reykjavíkurborgar kom saman til aukafundar í dag og samþykkti þar tillögu verkefnastjóra Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur um að styrkja tónlistarstaði til að streyma viðburðum á aðventunni. Lengri umfjöllun: Kostnaður samfélagsins vegna áfalla í barnæsku er áætlaður 100 milljarðar króna á ári. Með nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra sem miðar að því að samþætta þjónustu við börn og velferð þeirra er stefnt að því að lækka þennan kostnað verulega. Þetta er langtímaverkefni segir Ásmundur Einar Daðason ráðherra og felur í sér gríðarlega stóra kerfisbreytingu. Markmiðið sé meðal annars að loka götum í velferðarkerfinu. Ásmundur Einar Daðason ráðherra og Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur kynntu frumvarpið í dag. Haukur Holm ræðir við þá. Það er ljóst að jólahaldið og aðventan verður með mjög sérstökum hætti vegna Covid-19. Meginregla sóttvarnareglanna sem gilda út morgundaginn er að fjöldasamkomur miðast við 10 manns. Fastlega er búist við að þessar takmarkanir munu gilda áfram yfir hátíðirnar. Það því ekki skrítið að landsmenn velta nú fyrir sér hvað verði um laufabrauðsskurðinn, skötuveisluna og ekki síst öll matarboðin um jól og áramót. Sóttvarnayfirvöld hafa þess vegna gefið út leiðbeiningar og ráð um að hverju skuli huga. Málið felst í hnotskurn um að hver og einn búi til sína jólakúlu eða jólabúbblu. Heyrist í Rögnvaldi Ólafssyni, aðstoðaryfirlögregluþjón
11/30/202030 minutes
Episode Artwork

Verkfalli flugvirkja lokið

Fyrstu umræðu á Alþingi um lög á verkfall flugvirkja er lokið. Flugvirkjar segja að lagasetningin fari gegn stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra og gagnrýna að ekki hafi verið haft samráð við þá í aðdraganda lagasetningar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði á Alþingi að hún hyefði ekki talað beint við deilendur og teldi það enda óeðlileg afskipti. En hún hefði fylgst náið með stöðu mála, það skylda hennar til að tryggja öryggi landsmanna. Það er Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra áhyggjuefni hve margir hafa smitast undanfarið af kórónuveirunni. Anna Lilja Þórisdóttir tók saman. Jólaundirbúningurinn verður að vera með öðru sniði en vant er segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að forðast verði hópamyndun á aðventunni. Anna Lilja Þórisdóttir tók saman. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að ekki verði fallið frá áformum um að halda hluta jólaprófa. Fremsti kjarnorkuvísindamaður Írans, Mohsen Fakh-riza-deh að nafni, var ráðinn af dögum í dag. Hann var yfirmaður rannsókna- og þróunarstofnunar íranska varnarmálaráðuneytisins. Ásgeir Tómasson sagði frá. Innkalla þurfti alla framleiðslu eggjabúsins Landnámseggs í Hrísey þar sem hátt gildi díoxíðs mældist í eggjunum. Ástæðan er talin mengun í jarðvegi sem rekja má til eldsvoðans í Hrísey í vor. Ágúst Ólafsson sagði frá. Innyfli svína flugu um þingsal á Taívan þegar þingmenn stjórnarandstöðuflokksins Kuomintang mótmæltu ákvörðun stjórnarinnar í Taipei að slaka á takmörkunum um innflutning á svínakjöti frá Bandaríkjunum. Kristján Róbert Kristjánsson sagði frá. ---- Í greinargerð með frumvarpi dómsmálaráðherra kemur fram að náist ekki að semja fyrir 4. janúar tilnefni Hæstiréttur í gerðardóm sem hafi þá tíma til 17. febrúar að ákveða kaup og kjör. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands segir að lagasetning vegna verkfalls flugvirkja komi ekki á óvart, lagasetningu hafi verið beitt margoft á undanförnum árum. Hann telur að lög um Landhelgisgæsluna þar sem sumir starfsmenn hafi verkfallsrétt en aðrir ekki vekja spurningar. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að byrjað sé að undirbúa hvernig staðið verður að bólusetningu gegn Covid-19. Til greina komi að leigja stórar skemmur til að auðvelda verkið. Arnar Páll Hauksson ræddi við hann. Í vor stöðvaði veirufaraldurinn lífið jafnt í stórborgum sem smábæjum. Götur sem áður voru iðandi af lífi allan sólarhringinn urðu auðar allan sóla
11/27/202030 minutes
Episode Artwork

Hætta á nýrri bylgju

Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurnesjum, Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra. Gul viðvörun er í öðrum landshlutum nema á Austurlandi. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu á Suðurnesjum. Það kemur í ljós í seinni hluta næstu viku hvort tekist hefur að ná tökum á núverandi bylgju faraldursins eða hvort ný bylgja sé komin af stað. Þetta segir Thor Aspelund líftölfræðingur. Sáttafundur í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni og ríkisins hefur staðið yfir í allan dag. Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð gera ráð fyrir að COVID-19 farsóttin nái hámarki um miðjan desember. Á sjöunda þúsund landsmenn eru dánir af hennar völdum. Takmarkanir á lífi og frelsi fólks verða að hafa skýra heimild í lögum þó að í sóttvarnaskyni séu, segir lögmaður sem telur að sóttvarnaaðgerðir í kórónuveirufaraldrinum byggist ekki á nægilega traustum grunni. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Reimar Pétursson. Spegillinn fjallaði um Diego Maradona. Kristján Sigurjónsson talaði við Víði Sigurðsson og Örnu Steinsen. Mesta efnahagsáfall í Bretlandi síðan frostaveturinn mikla 1709, ríkið ekki þurft að mæta öðrum eins útgjöldum og standa í öðrum eins lántökum síðan í seinni heimsstyrjöldinni, allt vegna veirufaraldursins sem leggst þungt á Breta. Þetta var boðskapur Rishi Sunak fjármálaráðherra Breta í breska þinginu í gær. En það er annað verra fyrir Breta en veiran: fjármálaráðherra nefndi ekki Brexit en bankastjóri Englandsbanka varaði við því í vikunni að áhrif Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, gætu til lengdar orðið verri en veiruáhrifin. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
11/26/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 25. nóvember 2020

Spegillinn 25. nóvember 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Marteinn Marteinsson Sáttafundi í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins lauk án árangurs á sjötta tímanum. Nýr fundur er boðaður í fyrramálið. Ef verkfallið dregst á langinn munu þyrlur gæslunnar og flugvél stöðvast í síðasta lagi 12. desember. Treysta verður á björgunarsveitir og önnur tæki Landhelgisgæslunnar en þyrlur næstu tvo sólarhringa Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greindist með kórónuveiruna í dag. Hann segir að fregnirnar hafi verið óskemmtilegar en að hann hafi það ágætt. Vonskuveðri er spáð næsta sólarhring víða um land og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugular og gular viðvaranir. Flugfélagið Norlandair hefur samið við grænlensku heimastjórnina um áætlunarflug frá Reykjavík og Akureyri til austurstrandar Grænlands Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um sóttvarnalög á Alþingi síðdegis. Frumvarpið er heildarlög og fær ráðherra meðal annars vald til að setja á tímabundið útgöngubann vegna smithættu í samfélaginu nái frumvarpið fram að ganga. Formaður VR vill að ríkisstjórnin leggi áherslu á stuðningsaðgerðir fyrir heimili sem lenda í vanda við að standa skil á skuldbindingum sínum. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að gæta verði að því að kreppan auki ekki ójöfnuð. Einn besti knattspyrnumaður sögunnar, Diego Armando Maradona lést í dag, 60 ára að aldri. Lengri umfjöllun: Ef verkfall flugvirkja dregst á langinn er útlit fyrir að öll loftför, þyrlur og flugvél stöðvist í síðasta lagi 12. desember. Þó að verkfallið leysist á næstu dögum mun það taka langa tíma að koma flugflotanum í fyrra horf. Árangurslaus sáttafundur var haldinn í deilunni í dag. Í deilunni er ekki tekist á um launahækkanir heldur um tengingu kjarasamnings flugvirkja við ríkið og kjarasamnings flugvirkja hjá Icelandair við SA og Icelandair. Rætt við Georg Lárusson forstjóra Landhelgisgæslunnar og Arnar Páll Hauksson talar við Valmund Valmundsson formann Sjómannasambands Íslands um áhyggjur sjómanna af deilunni. Geðhjálp hefur borist fjöldi ábendinga að undanförnu, um margvíslega misbresti í þjónustu og aðbúnaði fólks sem glímir við geðsjúkdóma. Ábendingunum fjölgaði eftir að umfjöllun um aðbúnað á vistheimilinu Arnarholti hófst fyrir tveimur vikum. Ábendingarnar varða meðal annars þvinganir og koma sumar ábendingar frá starfsfólki. Jóhann Bjarni Kolbeinsson fréttamaður talaði við Grím Atlason, framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Joe Biden hefur tilkynnt um val lykilráðherra í stjórn hans sem tekur við völdu
11/25/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn, 24. nóvember 2020

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir Landspítalann hafa vitað af gríðarlegum uppsöfnuðum halla og rætt verði á næstu dögum um aðgerðir. Spítalinn fái viðbótarkostnað vegna covid19 bættan. Sara Elísa Þórðardóttir þingmaður Pírata gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir að svelta spítalann. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman af Alþingi. Tryggingafélag Krabbameinsfélagsins hefur viðurkennt bótaskyldu vegna rangrar greiningar í skimun hjá konu sem nú er langt leidd af leghálskrabbameini. Málum ellefu kvenna hefur verið vísað til Landlæknis segir Sævar Þór Jónsson lögmaður kvennanna, Anna Lilja Þórisdóttir ræddi við hann. Það er ekki verið að færa ráðherra og sóttvarnarlækni meiri völd með nýju frumvarpi til sóttvarnarlaga, heldur skerpa á lögum sem þegar eru í gildi, segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Skíðasvæði í bæversku Ölpunum verða að líkindum lokuð um hátíðirnar. Ásgeir Tómasson sagði frá. Hulda Rós Hákonardóttir, einn eigenda Húsgagnahallarinnar segir að það sé áskorun að taka á móti mörgum viðskiptavinum í samkomutakmörkunum. Þar var bið í morgun áður en opnað var. Jóhann Bjarni Kolbeinsson talaði við hana. --------------- Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar óttast að verkfallsrétturinn verði tekinn af þeim og að þeir dragist aftur úr í launum. Þeir vilja alls ekki slíta tengsl við aðalsamning Flugvirkjafélagsins við Icelandair. Arnar Páll Hauksson tók saman og ræddi við Guðmund Úlf Jónsson formann Flugvirkjafélags Íslands. Halldór Þormar Halldórsson, umsjónarmaður sanngirnisbóta sem greiddar hafa verið um 1.200 manns vegna þess hvernig farið var með þá sem börn á heimilum á vegum hins opinbera telur að endurskoða þurfi lög um sanngirnisbætur og horfa til þess að fólk sem vistað var á heimilum á borð við Arnarholt réði í fæstum tilvikum sínum dvalarstað þó að það væri fullorðið. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Halldór. Norska ríkið græðir á kófinu. Og það sem meira er: Það er hagvöxtur í landinu þannig að allt sem tapaðist með víðtækum lokunum í atvinnulífinu í vor er komið til baka. Norðmenn hafa smátt og smátt lært að lifa með smitinu og græða í efnahagskófinu. Gísli Kristjánsson. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar G. Gunnarsson. Stjórn útsendingar fyrri hluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
11/24/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 23. nóvember 2020

Ekkert miðar í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins. Verkfall flugvirkja hefur þegar haft áhrif á þyrlur gæslunnar og engin björgunarþyrla verður tiltæk að minnsta kosti tvo daga í lok vikunnar. Sjóprófi í máli skipverjanna á togaranum Júlíusi Geirmundssyni lauk um klukkan hálf fjögur í dag en það hófst klukkan níu í morgun. Fimmtán báru vitni fyrir Héraðsdómi Vestfjarða, skipverjar togarans og umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir sagði frá. Margt bendir til þess að virkni bóluefnis, sem vísindamenn við Oxfordháskóla hafa unnið að í samvinnu við AstraZeneca lyfjafyrirtækið, sé meiri en þau 70% vörn sem greint hefur verið frá í fréttum. Frekari prófanir munu leiða það í ljós. Þetta segir Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði. Gögn úr stórri heilsufarsrannsókn Íslenskrar erfðagreiningar verða borin saman við heilsufar fólks sem hefur fengið Covid-19 til að greina hvaða langvinnu heilsufarsvandamál má rekja til sjúkdómsins. Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum segir þarna fást verðmætar og veigamiklar upplýsingar. Heimildum ber ekki saman um hvort forsætisráðherra Ísraels og krónprins Sádi-Arabíu hafi hist á fundi í gær ásamt Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ásgeir Tómasson sagði frá. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki hægt að draga miklar ályktanir af niðurstöðum danskrar rannsóknar sem fjallað var um í sjónvarpsfréttum í síðustu viku, um að grímunotkun veiti minni vörn en áður var talið og hún komi ekki í staðinn fyrir aðrar sóttvarnir. Jólatörnin er löngu byrjuð hjá póstinum. Þetta segir Hörður Jónsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Póstsins. ------ Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar segir að þó þróun bóluefna fái flýtimeðgerð hjá Lyfjastofnun Evrópu sé ekki slegið af kröfum. Skráningin taki 70 daga í stað rúmlega 200. Arnar Páll Hauksson talaði við hana. Fólk þarf að bíða mánuðum og jafnvel árum saman eftir niðurstöðu máls hjá Persónuvernd og málahalinn er langur. Miðað við fjárlög þarf að fækka starfsmönnum þar þegar rík þörf er á viðbót, segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Bretar hafa í dag bæði fengið boðskapinn um hvaða Covid-19 aðgerðir gildi á næstunni og fram yfir jólin, og fréttir af nýju bóluefni, þróuðu í Oxford. Sigrún Davíðsdóttir í Lundúnum ræðir við Önnu Kristínu Jónsdóttur. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar fyrri hluta Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
11/23/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 20. nóvember 2020

Spegillinn 20. nóvember 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Atvinnuleysisbætur verða hækkaðar og hlutabótaleiðin verður framlengd út maí 2021. Þetta er á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru í dag. Úrræði sem ríkisstjórnin kynnti í dag fyrir öryrkja eru skref í rétta átt en alls ekki nóg segir Formaður Öryrkjabandalags Íslands Sameinuðu þjóðirnar vara því að alvarlegasta hungursneyð í marga áratugi sé yfirvofandi í Jemen. Milljónir mannslífa séu í hættu. Lögreglan lagði í gær hald á fleiri kannabisplöntur en í nokkurri annarri aðgerð á síðustu árum. Einn var handtekinn vegna málsins. Stjórnvöld í Svíþjóð beina því til landsmanna að forðast þrengsli í verslunum þegar þeir gera jólainnkaupin. Ibrahim Baylan, viðskipta- og iðnaðarráðherra, minnti á í dag þegar hann fór yfir vanda vegna COVID-19 faraldursins, að um líf eða dauða væri að tefla. Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur gert aga- og úrskurðarnefnd KSÍ að taka kærur KR og Fram til efnislegrar meðferðar. Nefndin vísaði báðum kærum frá þann 16. nóvember. Vegna greinar Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í Morgunblaðinu í dag þar sem hún segir að fréttamaður Spegilsins hafi afflutt í pistli sínum á mánudag efni í skýrslu GRECO samtakanna um íslenska stjórnsýslu, vill Spegillinn taka fram að hann stendur við efni pistilisins. Orð ráðherra um að fréttamaður hafi ekki greint rétt frá eru tilhæfulaus. Spegillinn hafnar því algerlega að í pistlinum hafi verið lýst yfir pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir. Ráðherra hefur ekki sent fréttastofu RÚV formlega athugasemd vegna pistilsins. Lengri umfjöllun: Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna UNICEF gaf í dag á alþjóðadegi barna, út aðgerðaáætlun vegna kórónuveirunnar með yfirskrifitinni "Afstýrum hörmungum fyrir heila kynslóð". Þar er efst á blaði að tryggja að öll börn hafi aðgang að menntun. Steinunn Jakobsdóttir hjá UNICEF á Íslandi segir að faraldurinn hafi skapað neyðarástánd í menntun barna um allan heim og afleiðingarnar geti orðið mjög alvarlegar, ekki síst í snauðari löndum og landsvæðum. En hvað segja foreldrar hér á Íslandi? Silja Traustadóttir og Anna Björg Jónsdóttir eiga dætur í framhaldsskóla í Reykjavík . Þær eru 16 og 17 ára og því ólögráða. Silja og Anna Björg segja að þessi aldur hafi á vissan hátt gleymst í faraldrinum, krakkarnir séu hvorki börn né fullorðin og þær gagnrýna stjórnvöld fyrir úrræðaleysi við að hjálpa þeim. Kristján Sigurjónsson talar við Steinunni, Silju og Önnu Björgu. Formaður mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráðs
11/20/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 19. nóvember 2020

Í næstu viku engin þyrla Landhelgisgæslunnar verður tiltæk vegna verkfalls flugvirkja og staðan er mjög alvarleg, segir Georg Lárussun, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Anna Lilja Þórisdóttir sagði frá. Endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum í Bandaríkjunum er lokið í Georgíuríki. Niðurstöðu er að vænta síðar í kvöld. Ásgeir Tómasson sagði frá. Bætur sem bændur fá þegar fé er skorið vegna riðu duga ekki til að endurreisa búin, segir Guttormur Hrafn Stefánsson bóndi á Grænumýri í Skagafirði sem þarf að skera allt sitt fé. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við hann. Meiri fyrirsjáanleiki þarf að vera í sóttvarnaaðgerðum á landamærunum eigi ferðaþjónusta að að eflast á ný, segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka hennar. Anna Lilja Þórisdóttir ræddi við hann. Sjúkratryggingar Íslands samþykkja ekki greiðsluþátttöku í meðferð barna sem fæðast með skarð í gómi nema tannréttingasérfræðingur hjá Háskóla Íslands meti meðferðina nauðsynlega og tímabæra. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga segir að fagnefnd þeirra meti líka slík mál. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið búa sig undir að 21 árs lið karla fari á EM á næsta ári. Enn er þó eftir beðið niðurstöðu frá evrópska sambandinu UEFA vegna leiks Íslands og Armeníu sem var frestað. Einar Örn Jónsson tók saman. ---- Ekki verður hægt að bólusetja alla þjóðina frá fyrsta degi segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra en þegar hafa verið tryggð kaup á rúmlega 200 þúsund skömmtum af bóluefni og byrjað verður á að bólusetja heilbrigðisstarfsmenn og aldraða. Arnar Páll Hauksson tók saman brot úr umræðum, heyrist í Brynjari Nielssyni (D) og Ásmundi Friðrikssyni (M). Röskun á daglegu lífi og ekki síst skólastarfi vegna kórónuveirufaraldursins hefur haft mikil áhrif á líðan og tilveru barna. Í stöðugt ríkari mæli snúa þau sér til umboðsmanns barna en erindin eru margvísleg. Salvör Nordal umboðsmaður barna segir afar brýnt að hafa börn með í ráðum þegar teknar eru ákvarðanir sem snerta þau, það gildi líka um sóttvarnir eftir því sem frekast er unnt. Vinsælir sjónvarpsþættir í Noregi hafa vakið upp deilur um stríðssögu landsins og heimsins. Réði krónprinsessa Norðmanna úrslitum um gang síðari heimstyrjaldarinnar? Fræðimenn efast en sagan er skemmtileg svona og verður sýnd í íslenska sjónvarpinu um jólin. Gísli Kristjánsson segir frá. Kórónuveirufaraldurinn hefur raskað lífi barna mjög og það skiptir miklu að reynt sé að hafa þau með í ráðum þegar teknar eru ákvarðanir um til dæmis skólastarf, segir umboðsmaður bana.
11/19/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 18. nóvember 2020

Þrettán hafa látist vegna hópsýkingarinnar á Landakoti. Alls hafa tuttugu og sex dáið úr COVID-19 hér á landi. Loftferðaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað að Boeing 737 MAX þotur fljúgi með farþega á ný. Allur flotinn var kyrrsettur fyrir tuttugu mánuðum. ÁsgeirTómasson segir frá. Grímur veita ekki vörn gegn því að smitast af COVID-19 en koma í veg fyrir að smitaðir sýki aðra samkvæmt nýrri danskri rannsókn á grímunotkun.Þorvarður Pálsson sagði frá. Ólafur Þór Gunnarsson, Þingmaður Vinstri grænna telur eðlilegt að forsætisráðuneytið fari með rannsókn á aðbúnaði á vistheimilum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hann. Talnarunan einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex er vinsælasta lykilorð netverja ef marka má úttekt fyrirtækisins NordPass sem rekur umsýsluforrit fyrir lykilorð. Þessi einfalda talnaruna hefur verið afhjúpuð sem lykilorð netverja meira en 20 milljón sinnum. Birgir Þór Harðarson segir frá. Á morgun hefjast útsendingar frá Hljóðleikhúsi ÞJóðleikhússins. Brot úr Skuggasveini, heyrist í Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Erni Árnasyni. --------- Kórónukreppan hefur bitnað einna harðast á ungu fólki og úrræði stjórnvalda þurfa að snúast meira um fólkið en fyrirtækin, segir Gundega Jaunlinina, formaður samtaka ungs fólks í Alþýðusambandinu. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við hana og Dragöna Stefaníu Stojanovic. Gert er ráð fyrir að keyptir verði fimm til sex hundruð þúsund skammtar af bóluefni gegn Covid-19. Það þýðir að allt að 300 þúsund verða bólusett. Arnar Páll Hauksson tók saman, ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Júlíu Rós Atladóttur, framkvæmdastjóra lyfjaflutningsfyrirtækisins Distica. Heyrist í Lúðvík Ólafssyni, lækningaforstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins úr gamalli frétt frá árinu 2009 um svínaflensubólusetningar. Upphlaup og óvæntir atburðir í breskum stjórnmálum keppa um athygli Borisar Johnsons forsætisráðherra Breta við stóru málin eins og Brexit og veirufaraldurinn. Sigrún Davíðsdóttir segir frá og heyrist í Boris Johnson, George Eustice umhverfisráðherra og Gordon Brown fyrrverandi forsætisráðherra. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Gísli Kjaran Kristjánsson
11/18/202030 minutes
Episode Artwork

Arnaholt rannsakað

Hugsanlegt er að Alþingi þurfi að skipa formlega rannsóknarnefnd sem hefði víðtækari heimildir en nefndir á vegum Reykjavíkurborgar, til þess að skoða málefni Arnarholts. Þetta er bráðabirgðaniðurstaða borgarlögmanns. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að fara í saumana á málum Arnarholts. Nýtt riðusmit hefur greinst í Skagafirði. Riðuveiki hefur nú verið greind á fimm bæjum. Félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin kynni á næstunni frekari aðgerðir til að koma til móts við þá sem eru atvinnulausir. Stjórnvöld í Svíþjóð hafa samið við þrjá lyfjaframleiðendur um bóluefni gegn kórónuveirunni. Það á að duga til að bólusetja alla sænsku þjóðina. Færri tilfelli af klamydíu greindust hér á landi í fyrra en árið áður. Ísland er þó enn það land í Evrópu þar sem fjöldi tilkynntra klamydíusýkinga er hlutfallslega mestur. Smitsjúkdómum í Noregi fækkaði um rúman helming síðust tvær vikurnar í október. Vísbendingar eru um að dregið hafi úr dauðsföllum af völdum lungna- og hjartasjúkdóma í Noregi frá því kórónuveirufaraldurinn braust út. Svipuð þróun virðist vera hér á landi. Arnar Páll ræðir við Guðrúnu Aspelund. Fregnir síðustu daga um að góður árangur hafi náðst hjá tveimur stórum lyfjafyrirtækjum í þróun bóluefnis hefur vakið þá von í brjósti margra að það sjái fyrir endann á Covid faraldrinum og að líf komist í eðlilegt horf á vormánuðum. Spegillinn ræddi í dag við Skarphéðinn Berg Steinarsson Ferðamálastjóra um horfurnar í ferðaþjónustunni. Kristján Sigurjónsson talar við Skarphéðinn Berg Steinarsson. Þjóðverjar standa frammi fyrir enn harðari sóttvarnaaðgerðum en hingað til. Illa gengur að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins þrátt fyrir að þar séu þegar í gildi miklar takmarkanir, allar krár hafi skellt í lás og veitingastaðir séu lokaðir. Rætt er um að biðja fólk um að halda engin einkasamkvæmi fram að jólum, ungt fólk takmarki samgang í frítíma við einn vin, fjölskyldur umgangist í mesta lagi fólk af einu öðru heimili og þeir sem sýni jafnvel minnstu kvefeinkenni verði beðnir um að halda sig til hlés í að minnsta kosti fimm daga. Sýnist sitt hverjum og er ekki alveg ljóst hve langt verður gengið en en nýjar auglýsingar frá þýskum stjórnvöldum sem hampa hetjum baráttunnar við kórónuveiruna hafa vakið sterk viðbrögð. Anna Kristín Jónsdóttir sagði frá.
11/17/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 16. nóvember 2020

Spegillinn 16. nóvember 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Árangurinn við þróun bóluefnis gegn Covid hjá lyfjafyritækinu Moderna er mjög mikilvægur segir prófessor í ónæmisfræði. Íslenskur vísindamaður sem vann að þróun bóluefnisins segir að vinnan eigi eftir að hafa áhrif í framtíðinni við þróun bóluefna gegn öðrum smitsjúkdómum. Vindhraði í fellibylnum Iota er kominn yfir sjötíu metra á sekúndu. Hann nær landi í Mið-Ameríku seinna í kvöld. Íslensk yfirvöld eru komin vel áleiðis að uppfylla tilmæli GRECO samtakanna, sem berjast gegn spillingu, en það er munur á frammistöðu forsætisráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins í þessum efnum. Gerður Kristný rithöfundur fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hlaut sérstaka viðurkenningu á Degi íslenskrar tungu. Formaður Náttúruverndarsamtaka Austurlands telur ekkert liggja á að úthluta eldissvæðum í Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði áður en skipulag haf- og strandsvæða á Austfjörðum liggur fyrir. Lengri umfjöllun: Gerður Kristný rithöfundur fékk í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu. Í þakkarræðu sinni vék Gerður Kristný meðal annars að nýyrðasmíði Jónasar, covid og jólabókaflóðinu. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskri málfræði fékk Jónasarverðlaunin fyrir tveimur árum. Hann skrifar mikið um tungumálið og birti pistil í dag á netinu í tilefni dagsins. Lífvænleiki íslenskunnar. Þar segir hann að að íslenskan standi á margan hátt vel þrátt fyri að ýmsar ytri aðstæður séu henni óhagstæðar um þessar mundir. Kristján Sigurjónsson talar við Eirík. GRECO er skammstöfun fyrir samtök ríkja innan Evrópuráðsins sem berjast gegn spillingu. Fimmta úttekt samtakanna um aðgerðir á Íslandi gegn spillingu er yfirstandandi og eftirfylgniskýrsla hefur nú verið birt. Það er enn nokkuð verk að vinna, einkum í málefnum á könnu dómsmálaráðuneytisins. Íslensk yfirvöld hafa nú 18 mánuði til að uppfylla GRECO-tilmælin. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Gripið var til talsverðra sóttvarnaaðgerða þegar svokölluð svínaflensa herjaði á heimsbyggðina fyrir 11 árum. Hér á landi er talið að 50 til 60 þúsund manns hafi smitast. Tveir létust af völdum flensunnar og að öllum líkindum sá þriðji sem lést í heimahúsi. Svínainflúensan skaut upp kollinum vorið 2009 og breiddist út um heimsbyggðina. Þetta var fyrir 11 árum og sjálfsagt margir búnir að gleyma henni. Í upphafi var ljóst að þessi inflúensa lagðist á tiltölulega ungt fólk. Í byrjun maí 2009 voru staðfest smit komin í um 5 þúsund í 30 löndum. Meðala
11/16/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 13. nóvember 2020

Alvarlegasta atvik í sögu spítalans segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti. Ekki er ein skýring á henni samkvæmt skýrslu um hana sem kynnt var í dag. Anna Lilja Þórisdóttir tók saman. Í næstu viku mega hársnyrti- og nuddstofur opna þegar slakað verður á sóttvörnum en áfram mega almennt ekki fleiri en tíu koma saman. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonar að í byrjun desember megi enn slaka á en hefur áhyggjur af jólaösinni. Geðhjálp og Þroskahjálp hafa farið formlega fram á það við Alþingi að aðbúnaður fatlaðs fólks og fólks með geðrænan vanda verði rannsakaður áttatíu ár aftur í tímann. Tilefnið er fréttaflutningur af vistheimilinu Arnarholti. Raforkukostnaður til stórnotenda skerðir ekki alþjóðlega samkeppnishæfni þeirra. Aukið gagnsæi myndi auka traust á raforkumarkaði. Þetta kemur fram í nýrri úttekt. Bjarni Rúnarsson sagði frá. Rúmlega 20 þúsund einstaklingar voru án atvinnu í síðasta mánuði samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun birt í dag. Um 9 þúsund hafa verið atvinnulaus í meira en hálft ár. Hreppsnefnd Árneshrepps sýtir það að Vegagerðin hafi gengið til samninga við flugfélagið Norlandair fremur en Erni um flugþjónustu í hreppinn. Framkvæmdastjóri Norlandair segir fjarstæðukennt að halda því fram að þjónustu fari aftur við þessa breytingu. Elsa María Drífu Guðlaugsdóttir sagði frá og talaði við Evu Sigurbjörnsdóttur oddvita Árneshrepps. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar vill að hið opinbera geri loðdýrabændum kleift að hætta með styrk. ---- Líklega er ekki hægt að nefna eina undirliggjandi orsök fyrir COVID-19 sýkingunni á Landakoti heldur eru það margir samverkandi þættir, segir í skýrslu um hópsýkinguna sem kynnt var í dag. Ástand hússins, þrengsl og skortur á loftræstingu eru þar nefnd. Már Kristjánsson, yfirlæknir, Páll Matthíasson, forstjóri spítalans og Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar kynntu niðurstöður innri rannsóknarskýrslu í dag. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Almennt atvinnuleysi í október var um 10% og jókst um 1 prósentustig. Rúmlega 20 þúsund manns eru án atvinnu. Ef teknir er með þeir sem fá bætur í minnkuðu starfshlutfalli nær atvinnuleysið til 25 þúsund manns. Yfir 9 þúsund einstaklingar hafa verið án atvinnu í meira en hálft ár. Arnar Páll Hauksson tók saman og ræddi við Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Allir breskir forsætisráðherra hafa haft ráðgjafa en enginn hefur sjálfur orðið eins mikið fréttaefni og Dominic Cummings fráfarandi ráðgjafi Borisar Johnsons. Cummings virðist hafa
11/13/202030 minutes
Episode Artwork

Metingur um bóluefni

Sóttvarnalæknir býst við metingi milli starfsstétta um hver fær forgang að bóluefni. Ekki er víst að valkvæðar aðgerðir geti hafist strax á Landspítala þó að hann hafi verið færður af neyðarstigi á hættustig. Formaður Framsóknarflokksins styður frumvörp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni. Leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings sakar Repúblikana um að dreifa samsæriskenningum, neita að horfast í augu við raunveruleikann og eitra uppsprettu lýðræðisins. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Ungverjum í kvöld. Pabbi fyrirliðans spáir Íslandi tvö eitt sigri en það sé þó hrein og klár óskhyggja. Prófessor í líftölfræði segir að nýtt spálíkan um þróun faraldursins bendi til þess að við séum á réttri leið. Mikið flökt sé þó á smittölum og ekki þurfi nema nokkur smit yfir landamærin til að breyta stöðunni. Arnrar Páll Hauksson talar við Thor Aspelund. Skoskir sjálfstæðissinnar töpuðu þjóðaratkvæðagreiðslu 2014 um sjálfstætt Skotland og það átti að útkljá allt sjálfstæðistal um ókomin ár. En nú blómstra sjálfstæðisvonirnar meir en nokkru sinni í krafti vinsælda Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skota og að Boris Johnson forsætisráðherra Breta er óvinsæll í Skotland. Brexit og svo glíman við Covid-19 efla sjálfstæðishugmyndirnar enn frekar. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Óvissa um námslok er ein af ástæðum þess að iðnnám freistar ekki eins og bóknám segir Hildur Ingvarsdóttir skólastjóri Tækniskólans. Erfitt getur reynst að komast á samning hjá meistara og kynning á iðnnámi í lok grunnskóla mætti vera betri. OECD hefur ráðlagt íslenskum stjórnvöldum að einfalda regluverk í kringum iðnnám og tekur Hildur undir að endurskoða mætti margt, en gæta þess jafnframt að ekki verði slegið af kröfum. Kristján Sigurjónsson talaði við Hildi Ingvarsdóttur.
11/12/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 11. nóvember 2020

Spegillinn 11. nóvember 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Hrafnkell Sigurðsson Forsætisráðherra segir að skoða verði málefni Arnarholts ofan í kjölinn. Hún segir málið bæði sláandi og óhugnanlegt. Fjögur af þeim 26 smitum sem greindust í gær tengjast sama fyrirtækinu á Akranesi. Sex starfsmenn þar hafa nú smitast. Líkur eru á að byrjað verði að bólusetja gegn kórónuveirunni í ríkjum Evrópusambandsins einhvern tíma á fyrstu þremur mánuðum næsta árs. Tekist var á um hverjir hefðu forgang í bólusetningu fyrir svínaflensunni fyrir ellefu árum, segir fyrrverandi sóttvarnalæknir. Hann segir líklegt að svipaðri forgangsröðun verði beitt nú í kórónufaraldrinum. Átta af hverjum tíu Bandaríkjamönnum telja að Joe Biden hafi sigrað í nýafstöðnum forsetakosningum. Donald Trump neitar að játa sig sigraðan. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Vesturlandi verður lögreglustjóri á Suðurnesjum og Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi, verður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Lengri umfjöllun: Skýrsla OECD, Efnahags og framfarastofnunarinnar, á regluverki ferðaþjónustu og byggingaiðnaðar hér á landi, sem kynnt var í gær, hefur vakið blendin viðbrögð hjá Samtökum iðnaðarins. Í skýrslunni er lagt til að endurskoða í heild sinni löggjöf um löggiltar starfsgreinar. Taka eigi til skoðunar að draga úr reglubyrði fyrir smiði, rafvirkja, pípara og fleiri. Svo er beinlínis lagt til að afnema löggildingu bakara og ljósmyndara - þó erfitt sé að sjá beina tengingu þessara starfsgreina við byggingariðnað. Kristján Sigurjónsson ræðir við Björgu Ástu Þórðardóttur yfirlögfræðingi Samtaka iðnaðarins. Framkvæmdastjóri Bónuss segir að talsverður munur sé á kauphegðun fólks nú en í fyrstu bylgju Covid. Viðskiptavinir séu ekki lengur að hamstra klósetpappír eins og gerðist í vor. Í Speglinum í gær kom fram að eftirspurn eftir hinum ýmsu vörum hefur aukist í Covid faraldrinum. Arnar Páll Huksson talar við Guðmund Marteinssson, framkvæmdastjóri Bónus, Sigurð Brynjar Pálsson,forstjóra BYKO og Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri Elko. Í vikunni var greint frá því að bandaríski lyfjarisinn Pfizer og þýska líftæknifyrirtækið BioNTech væru vel á veg komin í rannsóknum á bóluefni gegn kórónuveirunni. Rannsóknir benda til þess að bóluefni þeirra verji níu af hverjum tíu fyrir COVID -19. Pfizer er með stærstu lyfjafyrirtækjum heims en BioNTech er ekki nafn sem hefur verið á hvers manns vörum fyrr en nú. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá hjónunum Ugur Sahin (Úr Sjahín) og Özlem Türeci (Ötslem Türetsí) í Mainz sem stof
11/11/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 10. nóvember 2020

Spegillinn 10. nóvember 2020 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Nýtt bóluefni gæti kveðið kórónuveiruna í kútinn á næsta ári, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Höskuldur Kári Schram ræddi við hann. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir rætt við Evrópusambandið til að tryggja að Íslendingar hafi sem besta stöðu þegar bóluefnið kemur á markað. Forseti Frakklands hvetur Evrópuþjóðir til að grípa til skjótra og samræmdra aðgerða svo stöðva megi hryðjuverkaárásir sem hrellt hafa íbúa álfunnar árum saman. Ásgeir Tómason sagði frá. Milljarða útgjöld sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir vegna Kyoto-bókunarinnar eru afleiðing þess að loftslagsmálin voru ekki tekin alvarlega í tíð fyrri ríkisstjórna segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Ísland hefur ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Kyoto Maður sem sat að ósekju í gæsluvarðhaldi í sjö mánuði grunaður um fíkniefnasmygl fékk í dag dæmdar sjö milljónir í bætur, ofan á fjórar milljónir sem ríkið hafði þegar fallist á að greiða honum. Stígur Helgason sagði frá. Bætur til bænda sem þurfa að skera fé vegna riðu eru sagðar úreltar, verið er að skoða hvernig megi koma til móts við þá. Úlla Árdal ræddi við Unnstein Snorra Snorrason, framkvæmdastjóra landssamtaka sauðfjárbænda. ----- Verð á ýmsum vörum hefur hækkað talsvert frá því að Covid-faraldurinn hófst og sömuleiðis eftirspurn. Frá því í mars hefur velta í byggingavöruverslunum aukist um rösklega 50% og um 20% í matvöruverslunum. Arnar Páll Hauksson ræddi við Auði Ölfu Ólafsdóttur hjá Verðlagseftirliti Alþýðusambands Íslands. Í ár eiga aðildaríki Parísarsamningsins að uppfæra loforð sín í loftslagsmálum venga hans og standa skil á árangri og langtímastefnu um kolefnishlutleysi. Í dag var haldinn málfundur á vegum breska sendiráðsins og loftslagsráðs undir yfirskriftinni Loftslagsvænar framfarir í kjölfar COVID-19. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Halldór Þorgeirsson formann Loftslagsráðs. Þekkjast þeir, gætu þeir orðið vinir? Þessar spurningar hljóma í Bretlandi þegar nýr forseti er kosinn í Bandaríkjunum. Og þá einnig núna, þegar Bretar hugleiða hvernig Bretlandi og bresku stjórninni farnist með Joe Biden sem forseta, ekki síst þegar þeir eru að hasla sér völl utan Evrópusambandsins. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
11/10/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 9. nóvember 2020

Landspítalinn mun tilkynna hópsýkinguna á Landakoti til Landlæknis sem alvarlegt atvik. Forstjóri Landspítalans segist ekki búast við að málið verði tilkynnt til lögreglu en vill þó ekki fullyrða um það. Stígur Helgason tók saman, Þórhildur Þorkelsdóttir ræddi við Ölmu Möller og Pál Matthíasson. Þróun bóluefnis gegn COVID-19 hjá tveimur bandarískum lyfjafyrirtækjum er jákvætt og mikilvægt skref segir Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómalæknir sem telur að bóluefnis megi vænta með vorinu. Mikið álag er á sjúkrahúsinu á Akureyri en þar liggja nú sex sjúklingar vegna COVID-19. Bjarni Jónasson, forstjóri sjúkrahússins segir helgina hafa verið erfiða en auk þriggja nýrra innlagna vegna COVID-19 eru tveir á gjörgæslu vegna bílslyss sem varð í Öxnadal á föstudaginn. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við hann. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Portúgal vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Sóttvarnareglur hafa einnig verið hertar í Ungverjalandi. Ásgeir Tómasson segir frá. Ótti við að smitast af COVID 19 er meiri hjá landsmönnum en áður. Þetta sýnir Þjóðarpúls Gallups. Hildur Margrét Jóhannsdóttir tók saman. Ekki verður flogið með farþega milli Íslands og Grænlands um ófyrirséða framtíð. Grænlendingar lokuðu á allt farþegaflug nema frá Danmörku. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Söngvari Shu-bi-dua, einnar vinsælustu hljómsveitar Danmerkur, er látinn. Bogi Ágústsson sagði frá. ------- Ekki er ljóst hvernig á að afgreiða umsóknir um vindorkuver. Meira en þrjátíu umsóknir hafia verið lagðar fram. Orkustofnun telur að vindorkuver heyri ekki undir rammaáætlun en Landsvernd telur að svo sé. Arnar Páll Hauksson ræddi við Guðna A. Jóhannesson forstjóra Orkustofnunar. Í dag sýndi fólk í Pólland enn á ný hvaða hug það ber til úrskurðar stjórnlagadómstóls landsins um að þungunarrof vegna fósturgalla sé ekki í samræmi við stjórnarskrá landsins. Undanfarnar vikur hafa tugir jafnvel hundruð þúsunda safnast saman, þrátt fyrir Covid-19 og sóttvarnartakmarkanir á götum og torgum Varsjár og fleiri borga til að mótmæla þessari ákvörðun en líka til að andæfa ríkisstjórninni og stjórnarflokknum Lögum og rétti. Wiktoria Joanna Ginter, er frá Póllandi hún hefur búið hér lengi en fylgist vel með gangi mála i heimalandinu og segir að mótmælin séu mjög kröftug. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Wiktoríu. Norska ríkisstjórnin er hætt frekari stuðningi við flugfélagið Norwegian. Við þessi tíðindi urðu hlutabréf í félaginu nær verðlaus og það færðist nær gjaldþroti. Hrun hefur orðið í starfssemi Norwegian eftir að heimfaraldurinn vegn
11/9/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 6.nóvember 2020

Spegillinn 6.nóvember 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Joe Biden er kominn með nokkur þúsund atkvæða forskot á Donald Trump í Pennsylvaníu. Með sigri þar tryggir hann sér embætti Bandaríkjaforseta. Taka verður sóttvarnir mjög alvarlega næstu þrjár vikur segir forsvarsmaður spálíkans háskólans, ekki sé hægt að fagna sigri þótt mörg jákvæð teikn séu á lofti. Logi Einarsson hlaut yfir 96 prósent atkvæða í formannskjöri Samfylkingarinnar. Kosningu lauk nú síðdegis. Aldrei hafa fleiri Covid-smit mælst á einum sólarhring í Svíþjóð eins og þeim síðasta - eða hátt í 4700. Búist er við hertum aðgerðum - jafnvel útgöngubanni. Iðnaðarráðherra segir að mygla í húsum sé stórt og alvarlegt vandamál. Öflugar rannsóknir, prófanir og eftirlit með byggingingarefnum skili árangri í baráttunni við myglu. Lengri umfjöllun: Forsetakosningrnar í Bandaríkjunum. Joe Biden, forsetaefni Demókrata, hefur aukið forskot sitt á Donald Trump forseta í Pennsylvaníu eftir því sem liðið hefur á daginn. Hann hefur einnig forystuna í Arizona, Nevada og Georgíu. Í nokkrum þeirra er þó svo mjótt á munum að fjölmiðlar vestanhafs telja ótímabært að lýsa hann sigurvegara kosninganna. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðiprófessor metur söðuna, fyrsta verk Bidens ef forsetaskipti verða, framtið Trumps o.fl. Kristján Sigurjónsson talar við hana. Nær fjögur þúsund og sjö hundruð (4.697) Covid-smit hafa greinst í Svíþjóð síðasta sólarhringinn. Það mesta frá upphafi faraldursins. Heilbrigðisstarfsfólk varar við að holskefla sé við það að skella á sjúkrahúsum landsins, sem enn hafi ekki náð sér eftir álag og hálfgert stríðsástand í vor. Kallað er eftir hertum aðgerðum - jafnvel útgöngubanni - og það strax. Kári Gylfason í Gautaborg segir frá. Norska ríkið vill fá jafnvirði 220 milljarða íslenskra króna í bætur fyrir freigátuna Helge Ingstad, sem fórst með slysalegum hætti inni á firði í Noregi fyrir tveimur árum. Það er kostnaðurinn við að missa skip nokkru stærra en varðskipið Þór. Gísli Kristjánsson segir frá.
11/6/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 5. nóvember 2020

Bandaríkjaforseti vill leita til dómstóla og láta ógilda úrslit í lykilríkjum þar sem talning sýnir að Joe Biden hafi fengið fleiri atkvæði en hann. Sú niðurstaða hafi verið fengin með svikum. Enn er beðið eftir úrslitum í sex ríkjum. Björgunarsveitir hafa farið í útköll á fjórum stöðum á landinu í dag vegna foktjóns, að sögn Jónasar Guðmundssonar, verkefnastjóra Slysavarna hjá Landsbjörg. Sigurður Jónsson veðurfræðingur segir veðrið hvað verst á Snæfellsnesi en ganga niður í kvöld. Nærri tólf hundruð börn bíða eftir meðferð við sálrænum og geðrænum vanda þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi sem Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólkssins hóf. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir að það beri að forgangsraða í þágu geðheilsu og í þágu barna. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman. Það er ótækt að tekjur af störfum bakvarða skerði ellilífeyri - en skerði ekki námslán, að mati Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands eldri borgara. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði í dag með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um viðskipta- og efnahagsmál ríkjanna. Andri Yrkill Valsson talaði við hann. Samstarf Heilbrigðisstofnunar Austurlands við tvo lækna sem komu austur og sinntu sjúklingum, sparaði Sjúkratryggingum 25 milljónir í ferðakostnað á einu ári. Rúnar Snær Reynisson sagði frá. ------------ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mál málanna í komandi kosningum að leita leiða til að fyrirtæki nái fyrri styrk svo þau geti skilað auknum skatttekjum inn í samfélagið. Arnar Páll Hauksson ræddi við hann. Enn sitja talningarmenn að störfum vestur í Bandaríkjunum og ekki ljóst hver verður forseti þar næstu fjögur árin. Mjótt er á munum víða en skoðanakannanir undanfarnar vikur sýndu forskot Joes Bidens demókrata meira en raunin varð. Þegar Trump var kosinn nokkuð óvænt fyrir fjórum árum í embætti forseta var mikið talað um að skoðanakannanir hefðu ekki gefið rétta mynd af stuðningi við hann og telja sumir það sama geta endurtekið sig í ár. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir er forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, segir kannanagerðar fólk ævinlega fylgjast spennt með því hvort úrslitum og könnunum ber saman. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hanna. Boris Johnson forsætisráðherra Breta tafði útgáfu breskrar þingnefndarskýrsla um rússneska íhlutun í bresk stjórnmál um meira en hálft ár. Þverpólitískur hópur þingmanna þrýstir nú á stjórnina um aðgerðir. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tækn
11/5/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 4. Nóvember

Enn er útilokað að segja til um hvort Donald Trump eða Joe Biden fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Munur á fylgi frambjóðendanna er hverfandi í nokkrum ríkjum þar sem enn er verið að telja atkvæði. Ásgeir Tómasson segir frá. Tuttugu og níu greindust með COVID-19 innanlands í gær, þar af voru átta utan sóttkvíar. Nú eru 798 manns í einangrun með COVID-19 og átján hundruð fimmtíu og einn í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að faraldurinn sé ekki að versna og með góðum vilja megi segja að kúrfan sé að fara niður hjá þeim sem eru utan sóttkvíar. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra segir málefni framhaldsskólanemenda verða í algjörum forgangi þegar hægt verður að létta á sóttvörnum. Komið sé að þolmörkum, þjóðhagslegt tap af brottfalli nemenda sé of mikið. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá. Íbúi og starfsmaður í Foldabæ, heimili fyrir konur með heilabilun í Reykjavík, greindust með COVID-19 í síðustu viku. Allir hinir íbúarnir sjö, og sjö starfsmenn til viðbótar, eru í sóttkví segir Jórunn Frímannsdóttir, forstöðumaður Droplaugarstaða. Hildur Margrét Jóhannsdóttir tók saman. Sjóprófi vegna hópsýkingar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefur verið frestað til 22. nóvember. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir sagði frá. Guðni Jóhannesson, forseti Íslands verður í sóttkví í kjallaranum á Bessastöðum til mánudags. Starfsmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna. ---- Kjördagur var í bandarísku forsetakosningunum í gær, nóttin leið og dagurinn langt kominn, menn telja og telja og enn ekki fullljóst hver verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin, þó ýmislegt bendi til þess að Joe Biden sé að mjakast fram úr Donald Trump í ríkjum þar sem enn er ekki ljóst hver hreppir kjörmennina. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Höllu Hrund Logadóttur, stjórnmálafræðing sem stýrir miðstöð Norðurslóða við Harvardháskóla og við Þórð Pálsson, íbúa og kjósenda í Kansas. Utanríkisstefna Bandaríkjanna ræðst af hagsmunum þeirra og ýmsum þáttum innanlands vestra jafnvel frekar en því hvort Donald Trump eða Joe Biden verður forseti segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Sunna Valgerðardóttir ræðir við hann. Rösklega 200 lítil fyrirtæki og einyrkjar í ferðaþjónustu hafa sent stjórnvöldum ákall um að grípa verði til aðgerða strax til að forða að þeim frá því að lenda í djúpum skuldavanda. Arnar Páll Hauksson ræðir við Jónu Fanneyju Svavarsdóttur, sem rekur Eldhúsferðir. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Markús
11/4/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 3. nóvember 2020

Spegillinn 3. Nóvember Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Bandaríkjamenn ganga til kosninga í dag og kjósa forseta landsins. Valið stendur á milli Donalds Trumps sitjandi forseta og frambjóðanda repúblikana og Joes Bidens frambjóðanda demókrata. Ingólfur Bjarni Sigfússon talar frá Washington Engar vísbendingar hafi fundist um að ungur maður sem skaut fjóra til bana og særði fjórtán í hryðjuverkaárás í Vínarborg í gærkvöld hafi átt sér vitorðsmenn. Vonskuveðri er spáð á sunnan- og vestanverðu landinu í kvöld og nótt - og á Norðurlandi á morgun. Hlýindi, mikil rigning og leysing fylgir sunnan- og vestanstormi sem gengur yfir landið. Margir sóttu um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í gær þegar opnað var fyrir umsóknir. Enn er beðið eftir reglugerð. Og Ari Eldjárn uppistandari verður með grín og gaman á streymisveitunni Netflix á næstunni. Lengri umfjallanir: Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Kristján Sigurjónsson ræðir við Ragnheiði Elínu Árnadóttur fyrrverandi þingmann og ráðherra og núverandi stjórnarmann í amerísk íslenska viðskiptaráðinu um kosningarnar, kosningabaráttuna og hvað taki við eftir kosningarnar. SÁÁ, samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, ætla að draga sig út úr Íslandsspilum og hætta þar með rekstri spilakassa. Framkvæmdastjórn SÁÁ bókaði í síðustu viku að hún væri sammála því að samtökin hætti þátttöku í Íslandsspilum og valin yrði útgönguleið sem verði þjónustu við fólk með spilafíkn. Einar Hermannsson formaður SÁ segir þarna ekki vera hlut til að selja, Íslandsspil sé ekki venjulegt fyrirtæki heldur sameignarfélag sem sé úthlutað leyfi til að reka spilakassana. Því þurfi sennilega aðkomu ráðherra og reglugerðarbreytingu þegar samtökin hverfa úr félaginu og afþakka þessa peninga. Framkvæmdastjóri Rauða krossins hefur sagt að hann ætli ekki að hætta rekstri spilakassa. Þór Þorsteinsson formaður Landsbjargar segir að það hafi lengi verið rætt innan félagsins hvort spilakassarnir séu fjáröflun sem standa eigi að. Eigendur Íslandsspila hafi í gegnum árin margoft reifað við dómsmálaráðherra hvernig bregðast megi við spilafíkn og spilavanda heildstætt, til dæmis með því að taka upp spilakort en það hafi ekki borið árangur. Vandinn sé miklu stærri en spilakassar Íslandsspila, Happdrætti háskólans reki líka slíka kassa en vandinn sé ekki síst á netinu, hvorki ríkið né íslensk félagasamtök fái nokkuð fé þaðan. Landsbjörg ætli ekki að hætta rekstri kassanna. Þeir hafa skilað þeim um fjórðungi tekna eða um 180 milljónum króna í fyrra. Anna
11/3/202030 minutes
Episode Artwork

Kosið fyrir vestan á morgun

Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum á morgun. Þegar hafa yfir 95 milljónir kosið utan kjörfundar. Rætt við Ingólf Bjarna Sigfússon sem fylgist með kosningunum. Samtals eru nú 72 á sjúkrahúsi með covid veikindi, þar af fjórir á Akureyri. Einn lést í gær. Niðurstöðu úttektar á hópsmitinu á Landakoti er að vænta eftir helgi. Angela Merkel kanslari vonast til þess að jólahald geti verið með eðlilegum hætti í Þýskalandi, en útilokar að landsmenn sleppi fram af sér beislinu um áramótin. Hertar sóttvarnarreglur í skólum gera nemendum í iðngreinum erfitt um vik að stunda nám þar sem fjarnám er ekki mögulegt. Aðeins tíu mega vera saman í stofu þar sem áður máttu vera þrjátíu. Grunnskólakennarar út um allt land hafa í dag setið sveittir við að skipuleggja skólahaldið næstu vikurnar í samræmi við nýjar sóttvarnareglur. Ákveðnar reglur gilda um 1. til 4 bekkinga. Tveggja metra reglan nær ekki til þeirra og þeir þurfa ekki að nota andlitsgrímur. Alls mega 50 nemendur vera í hverju rými. Tveggja metrar reglan gildir um 5-10, bekkinga og þeir þurfa að nota grímur ef ekki er hægt að koma við 2ja metra reglunni. Arnar Páll Hauksson talaði við Sigríði Heiðu Bragadóttur skólastjóra Laugarnesskóla í Reykjavík og Eyrúnu Skúladóttur skólastjóriGlerárskóla á Akureyri um skólahaldið sem eru fram undan. Margir aðdáendur Trump forseta telja sigurinn í höfn í forsetakosningunum á morgun og allt annað séu kosningasvik. Þeir taka þar meira mið af þeim mikla fjölda úr þeirra röðum sem haft hefur sig mjög í frammi á kjörfundum og við kjörstaði undanfarna daga fremur en því sem kann að koma upp úr kjörkössunum, þar sem Biden er spáð sigri þótt kjósendur hans láti minna á sér bera. Gjáin á milli tveggja forsetaframbjóðenda og fylgjenda þeirra hefur sjaldan verið dýpri og klofningur bandarísku þjóðarinnar jafn áberandi og nú fyrir vestan þar sem Jón Björgvinsson fréttaritari RÚV er að fylgjast með fylgjast með sínum fjórðu forsetakosningum. Ferðatakmörkunum og útgöngubanni á Spáni var mótmælt í að minnsta kosti 15 borgum víðs vegar um landið í gærkvöldi og nótt. Meira en 60 mótmælendur voru handteknir og á annan tug lögreglumanna slasaðist í mótmælunum. Jóhann Hlíðar Harðarson á Spáni segir frá.
11/2/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 30. október 2020

Mörg fyrirtæki berjast í bökkum segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og það sýnir hve alvarleg kórónukreppan er. Leyfa á fleiri fyrirtækjum að sækja um tekjufallsstyrki sem getur orðið að hámarki 17 og hálf milljón. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir tók saman og rætt var við Bjarna. Kröftugur jarðskjálfti á Eyjahafi varð átta að bana og olli töluverðri eyðileggingu í borginni Izmir í Tyrklandi. Skemmdir urðu einnig á grísku eyjunni Samos. Ásgeir Tómasson sagði frá. Theodór Elmar Bjarnason býr í Izmir og fann vel fyrir skjálftanum . Harðari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti og mega þá ekki fleiri en tíu koma saman. Ekki er búið að útfæra sóttvarnir í skólum en búast má við raski á skólastarfi, sérstaklega í efstu bekkjum grunnskóla. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra segir von á reglugerð innan skamms. Franskir ríkisborgarar eru í hættu, hvar sem þeir eru í heiminum, að mati þarlendra stjórnvalda. Þúsundir íbúa í múslimaríkjum í Suður-Asíu tóku þátt í mótmælum gegn þeim í dag. Ásgeir Tómasson sagði frá. Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknaður af kröfum Samherja, sem krafðist rúmlega 300 milljóna króna í bætur. Bankinn þarf hins vegar að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, skaðabætur upp á tæpar tvær og hálfa milljón með vöxtum. Andri Yrkill Valsson sagði frá. ----------- Á miðnætti taka gildi enn strangari takmarkanir vegna sóttvarna en hafa gilt og gilda nú sömu viðmið um allt land. Þessar aðgerðir þýða að enn hægir á samfélaginu og staðan er grafalvarleg, segir Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við hana. Af hverju velja unglingar í 10. bekk að loknu grunnskólanámi frekar bóknám en verknám. Soffia Valdimarsdóttir aðjúnkt í náms- og starfsráðgjöf stýrði málstofu um náms- og starfsval unglinga í Þjóðarspegli Háskóla Íslands í dag. Hún segir að rannsóknir hafi sýnt að 10. bekkingar velji sér framhaldsnám út frá ríkjandi samfélagslegu viðhorfi. Kristján Sigurjónsson talaði við Soffíu. Opinber skýrsla um andúð á gyðingum í breska Verkamannaflokknum hefur nú leitt til þess að Jeremy Corbyn fyrrverandi flokksleiðtogi hefur verið rekinn úr þingflokki verkamanna. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson.
10/30/202030 minutes
Episode Artwork

Boðar hertar aðgerðir

Sóttvarnalæknir mælir með hertum aðgerðum í minnisblaði sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra í dag. Hann segir að aðgerðirnar þurfi að vera skýrar og megi ekki valda óvissu. Vegna hópsýkingarinnar á Landakoti hefur verið ákveðið að skima starfsmenn Landspítalans með skipulögðum hætti. Smitrakningarteymi almannavarna vinnur við að rekja þrjár hópsýkingar sem hafa komið upp síðustu daga í þriðju bylgju faraldursins - á Landakoti, í Ölduselsskóla og á Akureyri. Icelandair ber að greiða flugfarþegum bætur sem komu fimm klukkustundum of seint á leiðarenda þar sem flugi var aflýst. Þetta er niðurstaða Samgöngustofu. Frambjóðendur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta að höfða til kjósenda í Flórída. Báðir boða til funda þar í dag. Hársnyrtar, snyrtifræðingar og fleiri, sem gert var að loka, bíða enn eftir mótvægisaðgerðum frá stjórnvöldum. Óþreyju er farið að gæta hjá þeim nú þegar líður að mánaðamótum. Í nýrri rannsókn á íslenska fíkniefnamarkaðinum kemur fram að auðvelt er að selja og nálgast vímuefni með því að nota snjallforrit. Þar kemur einnig fram að seljendur óttast ekki mikið afskipti lögreglu. Ágóðinn af sölunni vegi þyngra en afleiðingarnar. Félagsfræðingur sem gerði rannsóknina segir að um háar peningaupphæðir sé að ræða á íslenska fíkniefnamarkaðinum. Arnar Páll Hauksson talaði við Söru Mjöll Vatnar Skjaldardóttur. Mesta atvinnuleysi í fjörutíu ár mælist nú í Bretlandi og það bitnar einkum á ungu fólki. Þessar og aðrar ógóðar fréttir dynja á Bretum eins og fleirum en þær hafa fallið í skuggann af deilum um mat í skólafríum handa börnum efnalítilla foreldra. Marcus Rashford er frægur á fótboltavellinum en hann hefur einnig tekið forystu í þessu máli sem ýmsir segja að hafi orðið sjálfsmark ríkisstjórnarinnar. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Nýbirt tölvugögn í Noregi sýna að olíuráðherra landsins afskrifaði alla leit að olíu á Drekasvæðinu við Jan Mayen á sama tíma hann heimilaði olíuleit austur í Barentshafi - á svæði sem var talið vonlaust. Gögnin þykja sýna að ákvarðanir ráðherra hafi ráðist af geðþótta og að hann hafi leynt óhagstæðum upplýsingum. Gísli Kristjánsson sagði frá.
10/29/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 28. október 2020

Spegillinn 28.október 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Marteinn Marteinsson Ástandið vegna kórónuveirufaraldursins fer versnandi segir sóttvarnalæknir. Hann skilar nýjum sóttvarnartillögum til heilbrigðisráðherra fyrir helgi. Ekki verður slakað á. Frönsk stjórnvöld biðja Evrópusambandið að beita sér gegn forseta Tyrklands vegna ögrana hans í garð Frakka að undanförnu. Einelti og kynbundin og kynferðisleg áreitni eru rótgróinn vandi innan sviðslista á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Háskóla íslands. Jólin verða mörgum erfið og þungbær, segja þeir sem þiggja aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Mun fleiri hafa leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár en í fyrra. Hótel Sögu í Reykjavík verður lokað um mánaðamótin. Bændahöllin og Hótel Saga hafa verið í greiðsluskjóli gagnvart kröfuhöfum sínum síðan í júlí. Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að nemendur í Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólanum á Egilsstöðum fái að mæta í skólann að nýju. Markmiðið er að umbylta svefnheiminum, segir lektor sem leiðir tveggja og hálfs milljarðs króna rannsókn á svefni og svefntengdum öndunartruflunum. Lengri umfjöllun: Aðeins tæp vika er nú í að kjördagur renni upp í forsetakosningunum í Bandaríkjunum - þriðjudagurinn 3. nóvember. Um 250 milljón manns hafa rétt á að kjósa í Bandaríkjunum. Yfir 70 milljón manns hafa þegar kosið utan kjörfundar eða í póstkosningum og er það mun hærri tala en í kosningunum 2016. Um 137 milljón manns kusu í forsetakosningunum 2016 sem er um 56 prósent kjörsókn. Flest bendir til þess að kjörsókn verði meiri nú. Eins og kunnugt er þá er kosningakerfið í Bandaríkjunum all frábrugðið kerfinu hér heima. Íbúar í hverju ríki kjósa kjörmenn, sem síðan kjósa forsetann. Kosnir eru 538 kjörmenn, mismargir í hverju ríki eftir íbúafjölda. Fjölmenn ríki eins og Kalifornía og Texas fá miklu fleiri kjörmenn en fámenn ríki eins og Wyoming og Vermont. Sá frambjóðandi sem sigrar í tilteknu ríki fær alla kjörmenn þess. Frambjóðendur keppa því að því að fá samtals 270 kjörmenn eða fleiri kosna. Þá er kominn meirihluti kjörmanna og björninn þar með unninn. Kosningabaráttan fer einkum fram í þeim ríkjum þar sem mjótt er á munum á milli frambjóðenda, svokölluðum sveifluríkjum. Þau eru fjórtán, þar á meðal fjölmenn ríki eins og Texas, Pennsylvanía og Flórída þar sem margir kjörmenn eru undir. Frambjóðendur láta ríki eins og Connecticut og Oklahóma nánast eiga sig í kosningabaráttunni. Biden er öruggur með sigur í Connecticut og Trump í Oklahóma og því til lítils að eyða miklu púðri þa
10/28/202030 minutes
Episode Artwork

Hópsýking á Landspítala, riðusmit og aukinn kostnaður hjúkrunarheimila

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra telur ekki að pottur hafi verið brotinn í sóttvörnum á Landakoti þrátt fyrir að hópsýking hafi blossað þar upp. Allir hafi verið að gera sitt besta. Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarna á Landspítalanum segir að reynt sé að takmarka samgang á spítalanum en einhverjir fari á milli deilda og ekki sé hægt að hólfaskipta spítalanum að fullu. Sólveig Klara Ragnarsdóttir talaði við hann. Riðusmit hefur verið staðfest á þremur bæjum Stóru-Ökrum þar sem riða var staðfest í síðustu viku Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir viðbótarkostnað hjúkrunarheimila vegna COVID-19 hlaupa á hundruðum milljóna, en stjórnvöld hafi ekki bætt þeim krónu vegna þessa. Úlla Árdal talaði við hana. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir hættulegt ef stjórnvöld einstakra ríkja gefast upp í baráttunni gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Ásgeir Tómasson sagði frá. ---------- Samkvæmt kjarasamningum geta atvinnurekendur ekki skikkað starfsmenn til að vinna heima. Starfsmenn geta ekki heldur ákveðið einhliða að fara í fjarvinnu. Arnar Páll Hauksson sagði frá og talaði við Bryndísi Guðnadóttur, forstöðumann kjarasviðs VR. Riðusmit hefur nú verið staðfest á fjórum bæjum í Skagafirði, það er Tröllaskagahólfi. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Guðfinnu Hörpu Árnadóttur, formann Landssamtaka sauðfjárbænda. Eins og aðrar ríkisstjórnir bíður sú breska eftir úrslitum í bandarísku forsetakosningunum. Líka af því úrslitin gætu haft áhrif á Brexit, útgöngu Breta úr ESB. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Mark Eldred
10/27/202030 minutes
Episode Artwork

Skurðaðgerðum sem geta beðið frestað

Aðgerðum sem geta beðið í átta vikur eða lengur verður frestað meðan Landspítalinn er á neyðarstigi. Minniháttar aðgerðum og speglunum vegna krabbameinsleitar verður áfram sinnt segir Alma Möller, landlæknir. Hlutfallsleg aukning atvinnuleysis milli ára verður næstmest hér á landi samkvæmt spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Atvinnuleysi á Norðurlöndunum fer að meðaltali úr 5,6 prósentum upp í 6,9 prósent. Ingvar Þór Björnsson sagði frá. Lögreglan á Vestfjörðum hefur rætt við stóran hluta skipverjanna sem voru um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar langflestir í áhöfninni smituðust af COVID-19. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að skipstjóri og útgerð þurfi að axla ábyrgð. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir sagði frá. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skemmt sér konunglega í dag yfir að Joe Biden, mótframbjóðandi hans, kallaði hann George í sjónvarpsávarpi í gærkvöld. Að hans sögn reyna falsfréttastofurnar, sem hann kallar svo, að breiða yfir gleymskuna. Ásgeir Tómasson sagði frá. Vafalaust hrukku einhverjir sjónvarpsáhorfendur í kút þegar auglýsingar nokkurra stórfyrirtækja birtust á skjáum landsmanna um helgina en með allt öðrum röddum og skilaboðum. Freyr Gígja Gunnarsson segir frá. Leiðtogar Talibana í Afganistan gera hvað þeir geta til að sanna að þeir séu stjórntækir og leggja sig í líma við að bæta ímynd sína. Friðarviðræður standa nú yfir í Katar milli Talibana og ríkjandi stjórnvalda í Afganistan. Markús Þórhallsson sagði frá . ---- Rík þörf er á sérstakri deild fyrir fólki af hjúkrunarheimilum segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu og ritari Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Réttlátt væri að umbuna heilbrigðisstarfsfólki sérstaklega fyrir störf í návígi við kórónuveiruna eins og gert var í fyrstu bylgju farsóttarinnar segja formenn félaga hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Arnar Páll Hauksson tók saman og talaði við Söndru B. Franks, formann sjúkraliða, Guðbjörgu Pálsdóttur, formann hjúkrunarfræðinga og Magnús Smári Smárason formann Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Það leit aldrei vel út að hægt væri að kaupa sér ríkisfang og nú hefur Evrópusambandið misst þolinmæðina gagnvart sölu ríkisfangs á Kýpur og Möltu. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Gísli Kristjánsson segir frá átökum um járnbrautarpakka og fullveldi í Noregi. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred
10/26/202030 minutes
Episode Artwork

Hár hiti og öndunarörðugleikar

Sumir í áhöfn Júlíusar Geirmundssonar sem veiktust af COVID-19 voru alvarlega veikir með háan hita og öndunarörðugleika. Áhöfninni var bannað að minnast á veikindin á samfélagsmiðlum eða við fréttamenn. Sterkur grunur er um að riðusmit hafi greinst á þremur bæjum til viðbótar í Skagafirði. Verði það staðfest er útlit fyrir að um 3.000 fjár verði skorið niður. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir að vera Íslands á gráum lista FATF siðasta árið hafi verið til vandræða fyrir minni lítil íslensk fyrirtæki og einstaklinga. Hún óttast þó ekki langtímaáhrif þar sem fljótt hafi verið gripið í taumana. Bannað verður að selja áfengi í Danmörku eftir klukkan tíu á kvöldin, kröfur um hlífðargrímur verða hertar og fleiri en tíu mega ekki koma saman, samkvæmt nýjum sóttvarnareglum sem kynntar voru undir kvöld. Samtök iðnaðarins segja mikilvægt að sköpuð verði ný störf á næstu misserum og að samkeppnishæfni atvinnulífsins verðið efld. Íslenskur iðnaður geti veitt kröftuga viðspyrnu til að leggja grunn að nýju hagvaxtarskeiði. Arnar Páll Hauksson talar við Ingólf Bender. Sænska þjóðkirkjan ætlar biðja Sama afsökunar á þátttöku kirkjunnar í nýlendustefnu gagnvart þessum frumbyggjum í Norður-Svíþjóð. Sænsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd á alþjóðavettvangi fyrir að gera ekki nóg til að tryggja réttindi Sama. Kári Gylfason segir frá. Skemmdarverk voru unnin á í það minnsta 70 listmunum - forngripum og seinni tíma listaverkum - í nokkrum söfnum á Safnaeyjunni svokölluðu í Berlín í byrjun október. Talið er að þetta sé mesta tjón sem orðið hefur á listaverkum í Þýskalandi frá stríðslokum. Lögregla greindi ekki frá skemmdaverkunum fyrr en í þessari viku. Kristján Sigurjónsson segir frá.
10/23/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 22. október 2020

Allir verkferlar voru þverbrotnir þegar smit kom upp hjá áhöfn togarans Júlíusar Geirmundssonar. Þetta segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Málið hljóti að verða skoðað af eftirlitsaðilum eða lögreglu. Þórhildur Þorkelsdóttir talaði við hann. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman. Ekkert er vitað um hvernig myndi leggjast á sjúklinga að vera á sama tíma með inflúensu og Covid-19, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hins vegar sé hægt að ávísa lyfjum við inflúensu sem ekki eru til við Covid. Alma Möller, landlæknir segir mikilvægt að viðkvæmir láti bólusetja sig. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir bæta þurfi upplýsingamiðlun. Valgeir Örn Ragnarsson tók saman. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra draga verði lærdóm af ruglingi sem skapaðist í vikunni milli reglugerðar, og tilmæla um íþróttaiðkun og opnun líkamsræktarstöðva. Íslendingar þurfa að halda áfram að vanda sig gífurlega í sóttvörnum, að minnsta kosti næstu sex vikurnar. Þetta segir Kári Stefánson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Aþenu vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Útgöngubann í París og fleiri borgum í Frakklandi hefur verið framlengt. Ásgeir Tómasson sagði frá. Meirilhuti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að taka tilboði félags, sem er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða, í rúmlega fimmtán prósenta eignarhlut bæjarins í HS Veitum. ---- Ruglingur og óþreyja vegna sóttvarnaaðgerða, tilmæla sóttvarnalækna og reglugerða ráðherra. Hver er ábyrgð stjórnvalda. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Helgu Völu Helgadóttur þingmann Samfylkingar og Ólaf Þór Gunnarsson þingmann VG. Daninn Jack Eriksson sem fór í skíðaferð til Ischgl í Austurríki smitaði að minnsta kosti níu manns eftir heimkomuna. Þrátt fyrir viðvörun fá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum liðu fimm dagar þar til Danir settu skíðabæinn á bannlista. Arnar Páll Hauksson segir frá uppruna smita í Danmörku og viðbrögðum stjórnvalda. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson.
10/22/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 21. október 2020

Alls hafa um 1300 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga síðan stóri skjálftinn varð í gær Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu mega ekki bera merki sem ekki tengjast lögreglunni á búningi sínum og var það áréttað í dag. Ásgeir Þór Ásgeirsson segir mynd sem birtist í dag af lögreglukonu með merki á vestinu sem tengd eru öfgaskoðunum og kynþáttahatri. Samherji Holding, sem er félag tengt Samherja hf., hefur eignast ríflega 30% hlut í Eimskipafélagi Íslands og hyggst gera öðrum hluthöfum tilboð í þeirra hluti, eins og lög kveða á um. Haukur Holm segir frá. Áhöfn togarans Júlíusar Geirmundssonar fékk að fara frá borði í dag. 22 úr henni hafa smitast af COVID-19. Þar af eru þrettán þeirra með virkt smit og þurfa því að sæta einangrun. Þetta segja niðurstöður sýnatöku sem fór fram um borð í gær. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir sagði frá og talaði við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Sóttvarnaaðgerðir verða hertar enn frekar í Tékklandi vegna kórónuveirufaraldursins. Ásgeir Tómasson sagði frá. Kórónuveirusmit eru komin yfir eina milljón á Spáni. Keppni í efstu deildum í fótbolta hefst aftur 8. nóvember og á vera lokið þann þrítugsta. ---- Þing ASÍ krefst þess að atvinnuleysisbætur verðu hækkaðar þegar í stað og að bótatímabilið verði lengt um 6 mánuði. Formaður VR var kjörinn þriðji varaforseti ASÍ á þinginu í dag. Arnar Páll Hauksson sagði frá og talaði við Drífu Snædal. Veikburða eldra fólki var kerfisbundið neitað um sjúkrahússvist í Stokkhólmi og nágrenni, á fyrstu mánuðum Covid-faraldursins. Oft var líknandi meðferð fyrirskipuð án þess að læknir hitti sjúklinginn. Hávær gagnrýni er nú uppi á framgöngu yfirvalda og margir spyrja hvort lög hafi verið brotin. Greina má breytingar á viðhorfum dansks almennings og ekki síst ungra kvenna sem hafa drifið áfram umræður um kynferðislega áreitni og stjórnmál undanfarnar vikur og hefur orðið til þess að tveir leiðtogar Jafnaðarmannaflokksins og Radikale venstre hafa sagt af sér. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Rósu Guðrúnu Erlingsdóttur stjórnmálafræðing og Thomas Brorsen Smidt verkefnisstjóra hjá Alþjóðlega jafnréttisskólanum. Heyrist líka í Ritt Bjerregaard. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Gísli Kjaran Kristjánsson
10/21/202030 minutes
Episode Artwork

Stór Jarðskjálfti

Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir klukkan tvö í dag var 5,6 að stærð. Á þriðja hundrað minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Stóri skjálftinn fannst víða um land en mest á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaganum frá því árið 2003. Upptök hans voru 6 km fyrir vestan Kleifarvatn og 14 kílómetra norðaustan við Grindavík. Ekki hafa borist tilkynningar um slys á fólki eða tjón á mannvirkjum. Skriða féll á veginn um Djúpavatnsleið skammt frá upptökum skjálftans. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag ríkið af kröfu Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Þeir kröfðust bóta fyrir tjón vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og tekjutap vegna frelsissviptingar. Rætt var við Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðing hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, stóra skjálftann sem var í dag og um gosvirknina á Reykjanesskaga. Arnar Páll Hauksson talaði við Halldór. Útlitið í ferðaþjónustunni næstu vikur er kolsvart segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustufyrirtæki vonast eftir beinum rekstrarstyrkjum frá ríkinu til að lifa af veturinn. Kristján Sigurjónsson talaði við Bjarnheiði Hallsdóttur. Sjálfsstjórn einstakra landshluta í Bretlandi hefur verið pólitískt deilumál í Bretlandi í áratugi. Covid-19 faraldurinn hefur með óvæntum hætti styrkt bæði sjálfsstjórn og sjálfsímynd svæðanna fjögurra sem hafa tekið á faraldrinum með ólíkum hætti. Kjörnir borgarstjóra í ýmsum stærstu borgum Bretlands hafa svo undanfarið staðið upp í hárinu á bresku stjórnina í togstreitu um veiruaðgerðir sem að hluta snúast um að ,,þeir þarna fyrir sunnan“ skilji ekki lífsskilyrðin fyrir norðan. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
10/20/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 19.október 2020

Spegillinn 19.október 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Heimsóknir til smitaðra íbúa á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík skiptu sköpum við bata þeirra. Þetta segja eiginkona eins íbúa og verkefnisstjóri á heimilinu. Líkamsræktarstöðvar fá að opna dyr sínar á morgun að uppfylltum ströngum skilyrðum. Sömu skilyrði gilda fyrir líkamsræktarstöðvar og fyrir íþróttaiðkun. Húsleit hefur verið gerð í dag hjá tugum róttækra íslamista í Frakklandi eftir að kennari var myrtur á hrottalegan hátt fyrir helgi. Fimmtán eru í haldi. Formaður velferðarnefndar Alþingis skilur ekki hvað tefur stjórnvöld í að ganga til samninga við fyrirtækið Heilsuvernd um að taka við sjúklingum frá Landspítalanum. Það stefnir í að gerðir verði 330 samningar í kjarasamningalotunni sem hófst fyrir tæpum tveimur árum. Um helmingur samninganna nær til innan við 100 launamanna. Lengri umfjallanir: Áætlað er að gerðir verði 330 kjarasamningar í samningalotunni sem hófst í árslok 2018. Í byrjun september voru enn 45 kjarasamningar lausir. Fjöldi launamanna á bak við hvern samning er mjög mismunandi. 24 dæmi eru um að sérstakir samningar hafi verið gerðir við færri en 10 einstaklinga. Eitt dæmi er um að kjarasamningur hafi verið gerður við einn launamann. Það er kannski ekki nýtt að samningalotur standi yfir í langan tíma. Þessi sem er reyndar ekki lokið hefur staðið nokkuð lengi og líklegt að hún standi yfir í tvö ár. Í fyrra tóku samningamenn sér sumarfrí enda erfitt að kalla samninganefndir saman yfir hásumarið. Svo hefur COVID- 19 að sjálfsögðu sett strik í reikninginn. Katrín Ólafsdóttir, dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, skrifar grein í Vísbendingu þar sem hún rýnir í nýja skýrslu Kjaratölfræðinefndar og dregur fram nokkrar tölulegar upplýsingar um íslenskan vinnumarkað. Niðurstaða hennar er að meiri samvinna stéttarfélaga eða sameining gæti styrkt stöðu þeirra við samningaborðið og aukið skilvirkni kjarasamninga. Arnar Páll Hauksson talar við Katrínu. Í síðustu viku kynnti Hafrannsóknastofnun niðurstöður úr loðnumælingum haustsins og lagði til að loðnuveiðar verði ekki leyfðar í vetur, en ráðgjöfin verði endurskoðuð eftir áramót í ljósi mælinga sem gera á í upphafi árs. Þetta gæti orðið þriðji veturinn í röð þar sem verður loðnubrestur því ekki hefur mælst nægilega mikið til þess að Hafrannsóknastofnun geti mælt með veiðum. Birkir Bárðarson fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun bendir þó á að bæði í haust og í fyrrahaust hafi verið töluvert um ungloðnu í mælingunum. Anna Kristín Jó
10/19/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 16. október 2020

Grímuskylda verður um allt land frá næsta þriðjudegi. Takmarkanir á sóttvarnaráðstöfunum verða hertar á landsbyggðinni en verða ekki eins strangar og á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt. Þórdís Arnljótsdóttir sagði frá. Stjórnvöld kynntu í dag tíu aðgerðir til stuðnings listum og menningu. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra segir þær með því besta sem gert hefur verið á Norðurlöndum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir þetta mikilvægar aðgerðir til að koma til móts við listamenn sem hafi ekki getað skemmt þjóðinni með hefðubundnum hætti og auðgað líf og anda hennar. Ingvar Þór Björnsson tók saman. Loðnubrestur gæti orðið þriðja árið í röð. Stofnmæling Hafró gefur ekki tilefni til upphafskvóta. Rúnar Snær Reynisson segir frá. Ef Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær og Súðavík sameinast greiðir ríkið sameinuðu sveitarfélagi einn komma tvo milljarða króna. Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir að það sé skylda sveitarstjórna á Vestfjörðum að vinna betur saman. Umtalsverðir fjármunir séu í húfi. Óðinn Svan Óðinsson talaði við hann . Rúmlega tíu þúsund kórónuveirusmit greindust á Ítalíu síðastliðinn sólarhring og hafa aldrei verið fleiri. Ásgeir Tómasson segir frá. ----------- Afleiðingar sóttvarna vegna kórónuveirufarsóttarinnar hafa lagst þung á listamenn og í dag voru kynntar aðgerðir til að styðja listir og menningu á tímum COVID-19. . Erling Jóhannesson forseti Bandalags íslenskra listamanna segir þetta glæða vonir listamanna sem hafi ekki geta nýtt hefðbundin úrræði vinnumarkaðarins vegna þess hve tekjusamsetning þeirra sé flókin. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Erling. Vegna Covid 19 stefnir í að milljónum minka verði lógað í Danmörku. Smit dreifast nú hratt milli loðdýrabúa. Arnar Páll Hauksson, segir frá og ræðir við Einar E. Einarsson formann Sambands íslenskra loðdýrabænda. Bæði Boris Johnson forsætisráðherra Breta og Evrópusambandið telja að viðræður um viðskiptasamninga strandi á mótaðilanum, en hvorugur vill þó hætta viðræðum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá og heyrist í Charles Michel forseta ráðherraáðs ESB og Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
10/16/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 25. október 2020

Spegillinn 15. Október 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af markaðssetningu fyrirtækja á vörum sem þau segja að vinni á kórónuveirunni. Minnisblað hans um aðgerðir verður væntanlega rætt í ríkisstjórn á morgun. Þá er von á nýju spálíkani um faraldurinn á morgun. Úttekt Ríkisendurskoðunar staðfestir málflutning Öryrkjabandalagsins um að stór hluti lífeyrisþega njóti ekki þeirra réttinda sem þeim ber. Þetta segir formaður Öryrkjabandalagsins. Íbúar Póllands eru beðnir um að halda sig heima ef þeir mögulega geta eftir að metfjöldi smita, yfir átta þúsund, greindist síðasta sólarhring. Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir umsögnum og upplýsingum um fyrirhugaðan samruna Norðlenska og Kjarnafæðis. Það er mannréttindabrot að að fólk sé þvingað til að hætta að vinna 70 ára segir formaður Landssambands eldri borgara. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ taka vel í hugmyndir Samherja um laxeldi í Helguvík. Lengri umfjallanir: Þessa dagana er verið að senda kynningarefni til nærri 10 þúsund manns sem hafa verið atvinnulausir lengur en í sex mánuði um möguleika á að stunda nám í framhalds- eða háskólum í eina önn á fullum atvinnuleysisbótum. Úrræðið Nám er tækifæri nær þó aðeins til 3000 skólaplássa. Í haust var ákveðið að virkja á ný úrræðið Nám er vinnandi vegur sem komið var á í bankahruninu. Það er þó með öðru sniði og gengur nú undir nafninu Nám er tækifæri. Þeir sem hafa verið atvinnulausir eða í atvinnuleit lengur en í sex mánuði geta sótt um að hefja nám á vorönn og síðan á haustönn 2021 og vorönn 2022. Átakið nær til þessara þriggja anna. Vinnumálastofnun hefur það verkefni að kynna þetta fyrir atvinnuleitendum. Umsóknir vegna háskólanáms á næstu önn eru að renna út. Hrafnhildur Tómasdóttir, sviðsstjóri ráðgjafarsviðs Vinnumálastofnunar, segir að verkefnið hafi forgang og unnið hafi verið hörðum höndum við að kynna það. Arnar Páll Hauksson ræðir við Hrafnhildi. Ráð vísindamanna eru orðin fastur liður í pólitískri umræðu í Bretlandi um veiruaðgerðir. Nú þegar ríkisstjórn Borisar Johnson sætir ámæli fyrir að fylgja ekki ráðum eigin sérfræðinga heyrist líka að sérfræðingar séu ekki sammála um hvað gera skuli. Sumir telja að þau rök bergmáli umræðu fyrri áratuga um óhollustu tóbaks og loftslagsáhrif af mannavöldum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Sæstrengur verður ekki lagður frá Íslandi nema það þjóni heildarhagsmunum þjóðarinnar og þá að undangengnu samþykki Alþingis. Þetta kemur fram í nýrri orkustefnu stjórnvalda til ársins 2050. Stefnt er að því að Í
10/15/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 14. október 2020

Spegillinn 14. október 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Erfitt verður að ná sátt í stjórnarskrármálinu ef þingmenn eru ekki tilbúnir í málamiðlanir, segir formaður þingflokks sjálfstæðisflokksins. Litlar líkur eru taldar á samkomulagi um veigamiklar breytingar á stjórnarskrá fyrir lok kjörtímabils. Atvinnuleysi eykst eftir því sem lengra líður á Covid-faraldurinn. Ung kona sem hefur verið atvinnulaus í 10 mánuði segist vonlítil um að fá vinnu. Stjórnvöld í Ísrael hafa heimilað að á þriðja þúsund íbúðir verði byggðar í landtökubyggðum í Palestínu. Búist er við að þeim verði fjölgað um tvö þúsund til viðbótar á morgun. Tillögur starfshóps þriggja ráðuneyta um að stytta sölutímabil flugelda fyrir áramót og færri skotdaga eru íþyngjandi segir formaður Landsbjargar. Stjórnvöld í Frakklandi ætla á ný að lýsa yfir neyðarástandi af heilbrigðisástæðum við að reyna að koma böndum á útbreiðslu kórónuveirunnar. Emmanuel Macron forseti flytur sjónvarpsávarp á næstu mínútum þar sem hann fer yfir ráðstafanir sem grípa á til í baráttunni við veiruna. Maðurinn sem lést í bruna í húsbíl í landi Torfastaða í Grafningi hét Einar Jónsson. Einar var með skráð lögheimili í Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnlaus, fæddur árið 1982. Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu sem gilti fyrir bæina Gilsá 1 og 2 í Eyjafirði og sumarbústað við síðarnefnda bæinn. Bæirnir og bústaðurinn voru rýmd eftir að aurskriða féll úr Hleiðargarðsfjalli þann 6. október síðastliðinn. Lengri umfjallanir: Menntamálaráðuneytið hefur lagt til að viðmiðunarstundaskrá grunnskóla verði breytt svo meiri tíma verði varið í íslensku á yngri stigum grunnskóla og á unglingastigi verði bætt í náttúrugreinar og dregið úr vali á móti. Stefnt er að því að breytingar taki gidli frá og með næsta skólaári. Vísað er til þess að árangur íslenskra grunnskólanemenda hafi verið viðvarandi slakur í íslensku og náttúrufræði í PISA-könnunum sem gerðar eru á þriggja ára fresti hjá 15 ára nemendum. Á morgun (15. október) rennur út frestur til að skila inn umsögn um tillögurnar og hafa þegar borist á sjöunda tug umsagna. Sýnist þar sitt hverjum en margir eru hugsi yfir skerðingu á vali. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segist fagna hverri umsögn sem berst. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, segist taka undir það að rýna þurfi í hvað gert er í skólum og gera það sem þarf til að styrkja stöðu nemenda í þessum greinum, það er móðurmáli og náttúrugreinum. Anna Kristín Jónsdó
10/14/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 13. október 2020

Breytingar á stjórnarskrá nást ekki nema með stuðningi meirihluta þingmanna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að þingið skuldi samfélaginu efnislega umræðu um inntak stjórnarskrárákvæða. Höskuldur Kári Schram talaði við hana. Ákall um nýja stjórnarskrá var þvegið af vegg við Sjávarútvegshúsið í gær, það sagði Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata á Alþingi vera táknrænt um afstöðu stjórnvalda sem hefðu háþrýstiþvegið í burtu sannleikann um vanvirðingu þeirra gagnvart þjóðarvilja. Verulega þarfa að bæta úr svo jarðgöng í Fjallabyggð uppfylli öryggiskröfur að fullu. Þetta er mat Samgöngustofu sem hefur kallað eftir úrbótum frá Vegagerðinni. Ágúst Ólafsson ræddi um þetta við Elías Pétursson, bæjarstjóra í Fjallabyggð. Svokallaður launaþjófnaður er vaxandi vandamál á íslenskum vinnumarkaði. Verkalýðsfélagið Efling vill að vanefndir launagreiðslu sæti sekt eða refsingu. Markús Þórhallson sagði frá. Norðmenn saka Rússa um að hafa staðið að árás á tölvukerfi Stórþingsins síðastliðið sumar. Rússar bera af sér sakir. Ine Eriksen Söreide, utanríkisráðherra segir að formlegum mótmælum hafi verið komið til rússneskra stjórnvalda. Ásgeir Tómasson tók saman. Vegna skorts á húsnæði hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands neyðst til að fella niður leghálsskimun á Akureyri um óákveðinn tíma. Jón Helgi Björnsson forstjóri stofnunarinnar vonast til þess að ný aðstaða finnist hratt og örugglega. Óðinn Svan Óðinsson talaði við hann. Það er mikilvægt að fólk gaufi ekki í sífellu í grímunum sínum, enda geta þær verið sóttmengaðar, segir Ása Steinunn Atladóttir verkefnisstjóri sýkingarvarna hjá Landlæknisembættinu. ---- Heildaratvinnuleysi í september mældist tæplega 10%. Atvinnuleysi meðal kvenna á Suðurnesjum er nú vel yfir 22%. Arnar Páll Hauksson sagði frá. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands segir uggvænlegt hve atvinnuleysi er mikið hjá erlendum starfsmönnum og sérstaklega hefur hún áhyggjur af ungu fólki sem er hvorki í skóla né vinnu. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Á þriðja tug sænskra hægriöfgamanna hefur fengið þjálfun í vopnaburði erlendis eða tekið þátt í vopnuðum átökum. Sænska öryggislögreglan hefur virkt eftirlit með um fimm hundruð hægriöfgamönnum og nasistum. Kári Gylfason segir frá. Markmið verkefnisins Máltíðar sem er er að rannsaka hvað börn eru að borða og hvaðan maturinn þeirra kemur og hversu mikil matarsóun er í skólamötuneytum landsins. Málttíð var valin ein af tíu bestu hugmyndunum sem keppa um frumkvöðlaverðlaunin Gulleggið. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: R
10/13/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 12. október 2020

Andlát manns í húsbíl sem brann í Grafningi á föstudagskvöld var líklega slys, að sögn Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns. Engu hefði breytt þótt símtal í Neyðarlínuna um kvöldið hefði skilað sér rétta leið. Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri harma að það hafi misfarist. Stígur Helgason tók saman. Lögregla í Hvíta-Rússlandi hótar að skjóta stjórnarandstæðinga ef þeir hætta ekki mótmælum gegn Lúkasjenkó, forseta landsins. Ásgeir Tómasson sagði frá Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir löngu tímabært að endurskoða sóttvarnarlög og ræða heimildir og forsendur beitt hefur verið. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að réttur fólks til lífs og heilsu trompi ýmis réttindi. Aðalsteinn Hákonarson. formaður mannanafnanefndar segir að sér lítist vel á frumvarp dómsmálaráðherra um að fella nefndina niður en það væri miður ef breytingar á mannanafnalögum yrðu til þess að íslenski kenninafnasiðurinn léti undan. Systurnar Eydís Rán og Ingibjörg Sædís vilja hins ekki kenna sig við foreldra sína heldur búa sér til sitt eigið ættarnafn. Það hafa þær ekki mátt hingað til. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hafi verið mikil vonbrigði að lesa fréttir um að formaður Viðreisnar hafi farið svig við tilmæli sóttvarnaryfirvalda og spilað golf í Hveragerði. Þingmenn á landsbyggðinni leggi mikið á sig til að sinna störfum sínum í breyttu landslagi. --- Geymsluvandi íslenskra safna er víða býsna alvarlegur - helst að ástandið sé þokkalegt á Þjóðminjasafninu. Höfuðsöfn hrjáir plássleysi, brunavörnum er ábótavant og hætta á skemmdum vegna raka og vatnsleka eins og fram kom í fréttaskýringarþættinun Kveik í síðustu viku. Í greinargerð vegna Fjármálaáætlunar ríkisins 2021-2025 segir beinlínis að menningararfur þjóðarinnar sé í hættu og geti glatast að einhverju leyti ef ekki sé tekið á þessum geymslumálum með heildstæðum hætti. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og menntamálaráðherra segir þetta auðvitað umhugsunarefni fyrir menningarþjóð en verið sé gera margt gott. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Lilju. Í síðustu viku var Bretland í fjórða sæti á listanum, sem enginn vill vera á, heimslistanum yfir mesta útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Nú verða aðgerðir hertar þar í landi. Vafasamir viðskiptahættir Norður-Kóreumanna eru afhjúpaðir í nýjum dönskum heimildaþætti sem vakið hefur mikla athygli. Þar kemur fram að í boði eru viðskipti með vopn og eiturlyf til að afla tekna fyrir landið.
10/12/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 9. október 2020

Spegillinn 9. Október 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Ríkissjóður greiðir allt að 120 milljónum króna í lokunarstyrki til fyrirtækja sem þurfa að loka vegna sóttvarnaaðgerða. Von er á styrkjunum á allra næstu dögum, segir forsætisráðherra. Frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð verður sent stjórnarflokkunum til afgreiðslu. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Viðræður eru hafnar í Moskvu um vopnahlé í Nagorno-Karabakh. Aserar gefa Armenum eitt tækifæri til viðbótar til að leysa deilurnar friðsamlega. Sanngirnisbætur verða greiddar til barna með fötlun sem dvöldu á litlum vistheimilum og voru beitt misrétti. Ríkisstjórnarfrumvarp þess efnis verður lagt fyrir Alþingi síðar í mánuðinum. Svo gæti farið að fjölga þurfi plássum í farsóttarhúsinu í Reykjavík á næstunni. Nú eru 56 í einangrun í farsóttarhúsinu og 32 í sóttkví. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í dag. Börn sem mættu meira í leikskólann í fyrstu bylgju COVID höfðu minni áhyggjur af ástandinu en þau börn sem voru aðallega heima. Þetta kemur fram í óformlegri könnun sem Jóhann Friðjónsson, leikskólakennari gerði meðal elstu barna leikskólans Lundarsels á Akureyri. Lengri umfjallanir: Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna fær friðarverðlaun Nóbels í ár. Þetta eru ein virtustu verðlaun sem veitt eru hvert ár í heiminum og val á verðlaunahafa hefur oft vakið deilur. Svo er ekki nú en hins vegar nefndi stofnandinn, Alfreð Nobel, aldrei mat í stofnskrá sinni. Gísli Kristjánssonsegir frá. Skólabörn á Íslandi hafa ekki farið varhluta af áhrifum COVID-19 farsóttarinnar frekar en aðrir. Síðustu daga hefur hún gert enn óþyrmilega vart við sig, hundruð nemanda hafa þurft að fara í sýnatökur og sóttkví og skólastarfið allt úr skorðum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir margt leggjast á börn og foreldra þessa dagana, samt sé ekki útilokað að eitthvað jákvætt komi út úr þessari þolraun. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Hrefnu. Það er erfitt fyrir ríkisstjórnir, líkt og aðra, að skipuleggja nokkurn skapaðan hlut á Covid-19 tímum. Í Bretlandi hefur þetta verið ljóst frá því í byrjun mars, þegar fjármálaráðherra tilkynnti um veiruaðgerðir upp á 350 milljarða punda, sex dögum eftir að hann ætlaði 12 milljarða í aðgerðirnar. Nú kalla ólíkar aðstæður í einstökum landshlutum á ólíkar efnahagsaðgerðir. En veirufaraldurinn afhjúpar einnig enn frekar tekju- og aðstöðumun í norður- og suðurhluta Bretlands, sem núverandi stjórn hafði sett sér að m
10/9/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 8. október 2020

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir tímaspursmál hvenær faraldurinn berst yfir í eldra fólk og viðkvæma hópa. Nýgengi innanlandssmita er nálægt 200 samkvæmt nýjustu tölum. Þrír eru í öndunarvél á gjörgæslu með covid-19. Ingvar Þór Björnsson sagði frá, Bjarni Rúnarsson tók saman. Ekki er tímabært að loka grunnskólum og senda nemendur heim þrátt fyrir vaxandi fjölda smita í samfélaginu. Þetta segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Hátt í hundrað börn á aldrinum 6 til 17 ára eru nú í einangrun. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður félags Grunnskólakennara segir miklu skipta að halda daglega rútínu. Höskuldur Kári Schram ræddi við þau. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að að eyða tíma sínum í rafrænar kappræður við Joe Biden forsetaefni Demókrata. Guðmundi Guðlaugssyni, sem sat saklaus í einangrun í tíu daga vorið 2010, voru í sumar dæmdar 5,6 milljónir í bætur fyrir tekjutap. Fleiri bótamál hans á hendur ríkinu upp á tugi milljóna eru nú fyrir dómi. Stígur Helgason sagði frá. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vissi ekki af því að nafn hans væri að finna á umdeildum undirskriftalista þar sem hvatt er til þess að sóttvarnaaðgerðir í heiminum verði mildaðar. Rúmenar og Íslendingar eigast í kvöld við á Laugardalsvelli í umspili um sæti á EM karla í fótbolta. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson segir frá byrjunarliði Íslendinga. ------------- Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands segir að kennurum sé mörgum ekki rótt vegna þess hve erfitt er að koma við sóttvörnum í kennslu. Svo virðist sem tengsl séu milli vanlíðunar og þess hvort fólk hefur stjórn á aðstæðum sínum í vinnu. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Ragnar. Tæplega 15 þúsund færri starfsmenn fyrirtækja sem tengjast ferðaþjónustu fengu greidd laun í ágúst en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni fækkaði þeim sem fengu greidd laun í flestum atvinnugreinum. Hins vegar fjölgar mest í opinbera geiranum eða um rúmlega sex þúsund. Arnar Páll Hauksson ræddi við Kristínu Arnórsdóttur sérfræðing á Hagstofunni. Í Noregi er því spáð að heimsfaraldurinn vegna kórónuveirunni marki endalokin á rekstri fríhafna á helstu flugvöllum landsins. Að fók fái aldrei aftur að kaupa áfengi á niðursettu verði eftir að það stígur út úr millilandaflugvélum. Gísli Kristjánsson útskýrir málið. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
10/8/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 7. Október

Landspítali á enn eftir að útskrifa um þrjátíu sjúklinga úr hjúkrunarrýmum sem þurfa ekki að vera þar, til að mæta álagi í þriðju bylgjunni. Már Kristjánsson ,yfirlæknir býst við að innlögnum á spítalann fjölgi á næstu dögum. Þar eru nú 18 COVID-smitaðir. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir tók saman. Nýhertar sóttvarnaaðgerðir hafa ekki teljandi áhrif á skólastarf í Reykjavík segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Kórónuveirusmit í Evrópu eru komin yfir sex milljónir. Ástandið er verst í Rússlandi. Ásgeir Tómasson sagði frá. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar segir að ný skýrsla sýni að það malbik sem lagt var á nokkra vegkafla í höfuðborginni í sumar hafi ekki staðist þær kröfur sem gerðar voru í útboði stofnunarinnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málið verði kært. Félagsmenn í fimm af sex stéttarfélögum hjá Rio Tinto í samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta Ummæli landbúnaðarráðherra um að sauðfjárbúskapur snúist um lífsstíl, ekki afkomu, hittir marga bændur illa fyrir í miðri sláturtíð segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Úlla Árdal talaði við hann. --- Endurskoða á sóttvarnalög á grundvelli reynslu af COVID-19 heimsfaraldri. Páll Hreinsson fór í morgun á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar yfir greinargerð sem hann var fenginn til að skrifa um gangverk sóttvarnlaga í ljósi ríkisréttar. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Rjúpnastofninn hefur ekki verið minni í aldarfjórðung. Náttúrufræðistofnun leggur til að mjög verði dregið úr veiðum. Arnar Páll Hauksson talaði við Ólaf K. Nielsen, fuglafræðing. Boðaðar breytingar á sænskri vinnulöggjöf hafa vakið miklar deilur og sagðar geta markað endalok sænska módelsins. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason
10/7/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 06.10.2020

Umsjónarmaður: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölda smita sem þar hafa greinst undanfarna daga. Tveggja metra regla verður tekin upp næstu tvær vikur og grímuskylda við ákveðnar aðstæður. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill að tekin verði upp grímuskylda á Íslandi. Hann segir að óskynsamlegt sé að hertar reglur gildi ekki líka úti á landsbyggðinni. Thor Aspelund, sem hefur gert spálíkön um útbreiðslu veirunnar, segir að smitstuðullinn sé hærri nú en í fyrstu bylgju faraldursins. Það þýði að veiran dreifi sér af meiri krafti. Donald Trump kveðst vera orðinn nógu heilsuhraustur til að mæta Joe Biden, mótframbjóðanda sínum, í sjónvarpskappræðum í næstu viku. Lengri umfjallanir: Tveggja metra reglan verður tekin upp á ný á höfuðborgarsvæðinu og grímunotkun verður skylda við ákveðnar aðstæður vegna aukningar á smitum síðustu daga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að hertar aðgerðir taki gildi sem fyrst og gildi í tvær vikur. Hann segir það vera vonbrigði að þurfa að koma fram með tillögur að hertum aðgerðum en það sé nauðsynlegt. Níutíu og níu smit greindust innanlands í gær, öll nema fimm á höfuðborgarsvæðinu. Þórólfur segir að það eigi eftir að taka eina til tvær vikur að sjá árangur af aðgerðunum. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir tók saman. En hvers vegna erum við komin á þennan stað í dag? 99 smit. Kári Stefánson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að einhverjir smitaðir einstaklingar hafi komist inn í landið í kringum 15. ágúst meðal annars tveir smitaðir ferðamenn frá Frakklandi. Samskonar smit og þeir voru með hafi borist út í samfélagið. Hann ætli ekki að dæma um það hvort smiðið hafi komið frá þeim eða einhverjum öðrum sem komu með sömu vél. Arnar Páll Hauksson ræddi við Kára, Thor Aspelund og Má Kristjánsson.
10/6/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 05.10.2020

Umsjón: Pálmi Jónasson Á fjórða tug kórónuveirusmita eru rakin til æfinga hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs. Allir þeir sem eru á gjörgæsludeild Landspítala vegna COVID-19 eru nú í öndunarvél. Landlæknir segir álagið á Landspítala mikið, en verið sé að útskrifa sjúklinga til nágrannasveitarfélaganna til að létta álagið. Læknar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hafa enn ekki tilkynnt hvort hann verði útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Þar hefur hann verið frá því á föstudagskvöld. Um helmingur sjómanna þjáist af mígreni og tæplega 90 prósent þeirra sem starfa í greininni hafa orðið sjóveikir, samkvæmt nýrri rannsókn. Lengri umfjallanir: „Það er ólíklegt en alls ekki fráleitt að Trump vinni,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 3. nóvember. Síðustu fjórar vikur kosningabaráttunnar verða mjög spennandi. Pálmi Jónasson ræðir stöðuna við Eirík í Speglinum. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir lífsnauðsynlegt að halda lífi í fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir miklu tekjutapi. Það sé mikilvægt vegna verðmætasköpunar á næsta ári. Arnar Páll Hauksson segir frá. Eftir að fara brattur af stað í mars með loforð um að bjarga störfum undan veirufaraldrinum, hefur Rishi Sunak fjármálaráðherra Breta þurft að viðurkenna, eins og fleiri starfsbræður hans, að það er ekki hægt að bjarga öllum störfum á Covid-19 tímum, bara lífvænlegum störfum í lífvænlegum geirum. En markvissar aðgerðir og fjárlagahalli er líka höfuðverkur. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
10/5/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 2. október 2020

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Mark Eldred Skimanir á landamærum verða óbreyttar næstu mánuði. Smit víða í samfélaginu eru áhyggjuefni segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og fyrir liggi að kunni að koma til hertra aðgerða. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir íhugar aðgerðir innanlands í líkingu við það sem var í vetur, en hefur ekki skilað minnisblaði um það til heilbrigðisráðherra. Alma Ómarsdóttir talaði við hann. Donald Trump er með væg sjúkdómseinkenni eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann sinnir skyldustörfum sínum í Hvíta húsinu þrátt fyrir veikindin. Ásgeir Tómasson sagði frá. Kona, sem fór í leghálsskimun hjá Leitarstöð krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda, greindist með krabbamein í legi tveimur árum síðan. Nýverið bað hún um að sjö ára gamalt sýni sitt yrði endurskoðað, henni var sagt að ekki hefði náðst í hana á sínum tíma til að láta hana vita af því að það hefur fundist frumbreytingar. . Mál hennar er eitt þeirra átta mála sem vísað hefur verið til landlæknis. Anna Liilja Þórisdóttir talaði við Sævar Þór Jónsson, lögmann konunnar. Það er skynsamlegt að reka ríkissjóð með halla næstu ár, því ef ríkið tekur ekki á sig áfallið vegna kórónuveirunnar dreifist það ójafnt innan samfélagsins. Þetta segir Gylfi Magnússon, forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands og fyrrverandi fjármálaráðherra. Þá hjálpi mikið til að vextir séu í sögulegu lágmarki. Þórhildur Þorkelsdóttir talaði við hann. Stefnt er að því að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir 2050 í nýrri orkustefnu sem var kynnt í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir að nýrri orkustefnu fylgi skýr sýn á sjálfbæra orkuframtíð. Fræðslusvið Akureyrarbæjar hefur sent erindi til starfsfólks leik- og grunnskóla bæjarins og meðal annars mælst til þess að starfsfólk fari ekki að nauðsynjalausu þangað sem nýgengi smita er hátt. Karl Frímannsson, sviðsstjóri segir tryggt skólastarf skipta bæði börn og samfélagið allt miklu. --- Það er brekka framundan og við stöndum frammi fyrir einni mestu niðursveiflu í efnahagsmálum heimsins. Fjármál sveitarfélaganna og þjóðarbúskapurinn eru nátengd og óvissan í efnahagslífinu verður að óvissu um fjármál sveitarfélaganna, segir Sigurður Á. Snævarr sem stýrir hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann fór yfir afkomu og horfur á fjármálaráðstefnu sambandsins í morgun. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Flest lönd eiga fullt í fangi með Covid-19 faraldurinn. Í Bretlandi bætist Brexit ofan á þá raun. Það hafa verið ýmsar ögurstundir
10/2/202030 minutes
Episode Artwork

Einn á spítala á 12 tíma fresti

Að meðaltali tveir COVID sjúklingar leggjast nú inn á Landspítalann á sólarhring að sögn forstjóra spítalans sem segir holskeflu skella á honum. Hann segir brýnt að taka á fráflæðivandanum og sendi í dag út ákall til heilbrigðisstarfsmanna um að leggja spítalanum lið, nú þurfi allar hendur upp á dekk Forseti Íslands hvatti þingmenn við þingsetninguna í dag til að taka tillögur að stjórnarskrárbreytingum til efnislegrar umræðu. Stjórnvöld á Ítalíu vilja framlengja neyðarlög vegna COVID-19 farsóttarinnar til janúarloka. Að óbreyttu falla þau úr gildi um miðjan þennan mánuð. Gert er ráð fyrir að hallinn á fjárlögum næst árs verði 264 milljarðar króna og að samanlagður halli í ár og á næsta ári veriði um 600 miljarðar króna. Fram til ársins 2025 er áætlað að uppsafnaður halli ríkisjóðs nemi um 900 milljörðum króna. Skattar verða um 52 milljöðrum lægri á næsta ári. Efnahagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins eru metin á 192 milljarða. Hagstofan spáir 3,9% hagvexti á næsta ári eftir 7,6% samdrátt á þessu ári. Spáin byggist á því að ekki þurfi að grípa til harðra sóttvarnaraðgerða á næsta ári. Heyrist í Bjarna Benediktssyni. Arnar Páll Hauksson talar við Drífu Snædal, Loga Einarsson Þorgerðir Katrínu Gunnarsdóttur, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Björn Leví Gunnarsson og Ingu Sæland. Bandaríkin verða kannski aldrei aftur eins og við þekktum þau, jafnvel þótt Joe Biden sigri í forsetakosningunum í næsta mánuði. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur. Íslendingar þurfi sennilega að fara að svipast um eftir nýjum bandamönnum. Sigríður Hagalín Björnsdóttir talaði við Silju Báru
10/1/202030 minutes
Episode Artwork

Landsbankinn stærsti hluthafi Icelandair

Tap Isavía á fyrri hluta ársins nemur hátt í átta milljörðum. Tekjur fyrirtækisins drógust saman um 97% á öðrum ársfjórðungi. Tilkynningar um hópuppsagnir tæplega 300 manns hafa borist Vinnumálastofnun nú fyrir lok mánaðar. Talið er mögulegt að fimm skipverjar togara sem er á leið til Seyðisfjarðar séu smitaðir af kórónuveirunni. Verkefnastjóri á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi segir að litlar heimtur séu úr bakvarðasveit velferðarþjónustunnar. Fimm starfsmenn eru í sóttkví. Landsbankinn er stærsti hluthafinn í Icelandair eftir hlutafjárútboð fyrr í mánuðinum, með sjö og hálfs prósents hlut, og Íslandsbanki er þriðji stærsti hluthafinn, með sex og hálft prósent. Gildi lífeyrissjóður kemst upp á milli þeirra með 6,6 prósenta hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Icelandair birti í Kauphöllinni. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er fjórði stærsti hluthafinn með rúmra sex prósenta hlut og Brú, lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, sá fimmti með tæpra fimm prósenta hlut. Foreldrar eiga rétt á að fá greidd laun á meðan þeir annast börn í sóttkví. Smitist börnin fellur þessi réttur úr gildi. Flugvirkjar sem starfa hjá Landhelgisgæslunni hafa boðað verkfall í lok næsta mánaðar. Nýr meirihluti í Múlaþingi vill að Björn Ingimarsson bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði verði bæjarstjóri nýja sveitarfélagsins. Flestir eru sammála um að fyrstu kappræður frambjóðendanna í bandarísku forsetakosningunum í nótt hafi verið ómálefnalegar, rætnar og háværar, og hvorugur þátttakandinn hafi grætt á þeim. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur telur að þær geti helst orðið til þess að fæla óákveðna kjósendur frá kjörstað. Það sé Joe Biden og Demókrötum í óhag. Sigríður Hagalín Björnsdóttir talar við Silju Báru Ómarsdóttur. Svo getur farið að allsherjarverkföll hefjist í tveimur álverum í byrjun desember. Í álverinu í Straumsvík og álveri Norðuráls á Grundartanga. Atkvæðagreiðsla hefst á föstudaginn meðal starfsmanna Ísals í Straumsvík um að skæruverkföll hefjist 16. október og allsherjarverkfall 1. desember. Arnar Páll Hauksson talar við Kolbein Gunnarsson og Vilhjálm Birgisson. Eftir fjármálakreppuna 2008, þegar ríkisstjórnir víða um heim tóku á sig skuldir til að bjarga fjármálakerfum landa sinna, var víða tekið á auknum ríkisskuldum með miklum niðurskurði. En það er röng nálgun að líta á opinberar skuldir líkt og skuldir fyrirtækja eða heimila, segja hagfræðingar eins og Stephanie Kelton. Ef ríki skuldar hefur einhver fengið fé og þá skiptir öllu að féð sé vel nýtt, ekki hvort skuldirnar vaxi. Sigrún Davíðsdótti
9/30/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 29. September 2020

Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Samtök atvinnulífsins hafa valdið óþarfa óöryggi og usla meðal fólks með því að draga gildi lífskjarasamninganna í efa, segir forseti Alþýðusambands Íslands. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar milda höggið sem fyrirtækin í landinu hafa orðið fyrir segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ljóst er þó að mörg fyrirtæki verði áfram í miklum vanda. Formaður Samfylkingarinnar segir ýmislegt gott í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, en ekki sé gengið nógu langt. Hann kallar sérstaklega eftir aðgerðum í þágu atvinnulausra. Armenar saka Tyrki um að hafa skotið niður flugvél armenska flughersins. Þeir segjast hvergi hafa komið nærri. Hátt í eitt hundrað hafa fallið í bardögum um Nagorno-Karabakh. Dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvörp í byrjun þings sem skýra refsiákvæði gagnvart kynferðislegri friðhelgi og umsáturseinelti. Stærstu hluthafar í Icelandair Group fyrir hlutafjárútboð eru það ekki lengur. Lífeyrissjóður verslunarmanna var stærstur með tæp 12 prósent en á nú rúmlega tvö prósent. Fjárfestingasjóðurinn PAR Investment Partners átti tíu en á nú tæplega tvö prósent. Hvorugur sjóðurinn tók þátt í útboðinu. Samtals hafa átta starfsmenn hjá VÍS, Vátryggingafélagi Íslands, greinst með kórónuveirusmit. Flestir þeirra greindust fyrir tíu dögum og þá fóru 75 starfsmenn í sóttkví og unnu að heiman. Fyrstu kappræður bandarísku forsetaframjóðendanna Joes Bidens og Donalds Trumps verða í nótt. Chris Wallace, fréttamaður FOX News, stýrir umræðunum í Cleveland í Ohio. Sýnt verður beint frá kappræðunum í sjónvarpinu og á ruv.is og hefst útsending klukkan eitt í nótt. Lengri umfjallanir: Forsætisráðherra vonast til að þær aðgerðir sem kynntar voru í dag, létti undir hjá atvinnulífinu og auðveldi atvinnurekendum að taka afstöðu til þess að hvort segja eigi upp kjarasamningum. Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í dag að hætta við atkvæðagreiðsluna meðal félagsmanna um hvort segja ætti upp samningum. ASÍ vill að stjórnvöld gefi vilyrði fyrir því að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur tekur undir þessa körfu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðir ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Arnar Páll Hauksson tekur saman og talar við Katrínu Ólafsdóttur. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesskaga þurfa að búa sig undir jarðskjálfta af stærðinni sex til sex komma fimm í náinni framtíð. Það sama á við um Húsvík og nágrenni. Þetta er mat Freysteins Sigmundssonar jarðe
9/29/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 28. september 2020

Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Búist er við að ríkisstjórnin kynni á morgun aðgerðir til að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar sitja nú á fundi. Róðurinn er að tekinn að þyngjast innan heilbrigðis og velferðarkerfisins vegna Covid-19 segir landlæknir. Fimm eru á Landsspítalanum með sjúkdóminn, einn á gjörgæslu. Þrír íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hafa greinst með smit. Formaður Sjómannasambands Íslands hvetur útgerðir fiskiskipa til að vera á varðbergi gagnvart kórónuveirunni og láti skima allar áhafnir fyrir brottför. Spænska ríkisstjórnin hótar að grípa til harðra aðgerða ef borgaryfirvöldum í Madríd mistekst að draga úr tíðni kórónuveirusmita. Starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið beðið um að takmarka samgang við fólk af höfuðborgarsvæðinu vegna smithættu. Búist er við að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til lokaðs fundar á morgun til að ræða ástandið í héraðinu Nagorno-Karabakh. Þrjú íslensk fiskiskip voru í síðustu viku staðin að meintum ólöglegum veiðum innan lokaðra svæða í íslensku efnahagslögsögunni. Lengri umfjallanir: Búist er við að ríkisstjórnin kynni aðgerðir til að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga eftir ríkisstjórnarfund í fyrramálið. Atkvæðagreiðsla aðildarfyrirtækja SA um uppsögn Lífskjarasamningsins hefst á hádegi á morgun óháð því hvert útspil stjórnvalda verður. Framkvæmdastjóri SA segir að skiptar skoðanir séu meðal atvinnurekenda um hvernig bregðast eigi við. Arnar Páll Hauksson talar við Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra SA. Vísindamenn hjá Jarðvísindastofnun Háskóla íslands og Veðurstofunni fylgjast grannt með þeim fimm eldstöðvum á Íslandi sem liklegastar eru til að láta á sér kræla á næstunni. Bárðarbungu, Grímsvötnum, Heklu, Kötlu og Reykjanesskaga. Spegillinn settist niður með Freysteini Sigmundssyni jarðeðlisfræðingi hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og fékk hann til að fara yfir hverja eldstöð fyrir sig. Í dag tökum við fyrir Bárðarbungu, Grímsvötn, Heklu og Kötlu og bætum reyndar Öræfajökli við. Í Speglinum á morgun fjöllum við svo sérstaklega um Reykjanesskaga. Snarpur jarðskjálfti mældist um helgina í Bárðarbungu. Síðasta eldgosið á Íslandi, gosið í Holuhrauni 2024 til 2015 tengdist Bárðarbungu beint. Kristján Sigurjónsson talr við Freysteini. Öllum að óvörum hækkar verð á húsnæði þegar allt virðist takmörkunum háð í kóróna-kreppunni. Þetta hefur komið sérfræðingum mjög á óvart víða um lönd - og til dæmis í Osló, h
9/28/202030 minutes
Episode Artwork

Stjórnvöld ræða við aðila vinnumarkaðarins

Stjórnvöld hafa í dag rætt við aðila vinnumarkaðarins vegna stöðunnar sem nú er komin upp á vinnumarkaði. Búist er við að fundað verði um helgina. Forsætisráðherra segir átök á vinnumarkaði það síðasta sem þurfi í miðjum heimsfaraldri og efnahagslægð. Ráðist verður fljótlega í endurskoðun á meðferð hælisumsókna. Skoða þarf kerfið í heild sinni. Þetta segir dómsmálaráðherra. Nýr leki afhjúpar enn á ný hvernig stórir bankar styðja glæpi og svik með því að veita þeim, sem véla með illa fengið fé, þjónustu. Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna sakar öryggissveitir stjórnvalda í Venesúela um að hafa orðið yfir tvö þúsund stjórnarandstæðingum að bana það sem af er þessu ári. Flest fórnarlömbin eru ung að árum. Átta mismunandi tegundir myglusveppa greindust í húsnæði Fossvogsskóla fyrr í þessum mánuði. Stjórnvöld hafa í dag rætt við aðila vinnumarkaðarins og búist er að það samtal haldi áfram um helgina. Ljóst er að stjórnvöld hafa miklar áhyggjur af því ef allt fer í bál og brand á vinnumarkaði í haust og hér logi allt í vinnudeilum. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM segir að ef SA riftir kjarasamningum geti það ógnað bæði félagslegum og efnahagslegum stöðugleika í landinu. Forseti ASÍ segir að ef atvinnurekendur segi upp samningum séu þeir að bjóða upp á mikinn ófrið á vinnumarkaði. Formaður VR segir miklar líkur á að staðan á vinnumarkaði verði mjög erfið verði kjarasamningum sagt upp. Ábyrgð Samtaka atvinnulífsins sé mikil. En hvernig horfið málið við formanni BHM. Arnar Páll Hauksson talar við Þórunni Sveinbjarnardóttur og Ragnar Þór Ingólfsson. Þetta er að verða fastur liður: efni úr leka eða frá uppljóstrara sýnir hvernig bankar, í samspili við aflandsvæðingu, veita viðskiptavinum með illa fengið fé þjónustu. Bankarnir birta nánast orðrétt fyrri yfirlýsingar um að nú hafi þeir tekið sig á. Nýr leki frá bandarískri eftirlitsstofnun sýnir að varnir gegn peningaþvætti eru mjög haldlitlar því bankarnir telja sig fylgja reglum um leið og þeir gæta þess vandlega að líta framhjá samhengi viðskiptanna. Við fyrstu sýn er ekki að sjá að Íslendingar eða íslensk félög komi við sögu. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Aðskilnaður í sænska skólakerfinu hefur aukist hratt síðustu tíu ár. Fjórði hver grunnskólanemandi í Svíþjóð er nú í skóla þar sem greinilegur aðskilnaður ríkir hvað varðar uppruna og menntunarstig foreldra. Borås er ríflega hundrað þúsund manna borg skammt austur af Gautaborg, þekkt fyrir textílframleiðslu og dýragarð sem þar er. Tæpur þriðjungur þeirra sem búa í Borås fæddist erlendis eða á for
9/25/202030 minutes
Episode Artwork

SA hótar uppsögn Lífskjarasamningsins

Alþýðusamband Íslands telur forsendur Lífskjarasamningsins hafa staðist en Samtök atvinnulífsins telja þær brostnar. SA segir í tilkynningu að samtökunum sé heimilt að segja upp samningum komi verkalýðshreyfingin ekki til móts við atvinnulífið og lagi kjarasamninga að gjörbreyttri stöðu efnahagsmála. SA boðar allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um uppsögn samninganna Ólíklegt er að grípa þurfi til róttækari aðgerða til að hamla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Búist er við að faraldurinn gangi hægt niður Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur borist erindi vegna Íslendings sem liggur alvarlega veikur með COVID-19 á spítala á Kanaríeyjum. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að ný þjóðarsátt sé nauðsynleg á vinnumarkaði vegna þeirra aðstæðna sem nú ríkja. Á fjórða hundrað stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir í Hvíta-Rússlandi frá því að Lúkasjenkó forseti sór embættiseið með leynd í gær. Rætt var við Drífu Snædal, forseta ASí og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra SA um niðurstöðu launa og forsendurnefndar í dag. ÁSÍ telur að forsendur samninganna standist en SA telur þær brostnar. Fjárhagsstaða sveitarfélaganna hefur versnað talsvert vegna ástandsins sem nú ríkir. Tekjurnar hafa lækkað og útgjöldin aukist. Launakostnaður er um helmingur af útgjöldum sveitarfélaga. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga, segir að áætlað sé að á þessu ári vanti um 33 milljarða króna í rekstur sveitarfélaganna og annað eins á næsta ári. En hafa sveitarstjórnarmenn rætt um að til greina kæmi til greina að fresta launahækkunum sem verða um næstu áramót? Arnar Páll Hauksson talaði við Aldísi Hafsteinsdóttur.
9/24/202030 minutes
Episode Artwork

Ræða enn forsendur kjarasamninga

Forsendunefnd vegna Lífskjarasamningsins komst ekki að niðurstöðu í dag. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist gera þá kröfu til viðsemjenda sinna að þeir sýni sveigjanleika þegar allt hafi breyst eins og raunin sé nú. Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur systkinum samtals rúmlega tvær milljónir króna, auk vaxta, í miskabætur vegna mistaka á Landspítalanum sem urðu til þess að faðir þeirra lést árið 2014. Miðflokkurinn bætir við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR, en fylgi Samfylkingarinnar dalar. Björgunarskipið Alan Kurdi er á leið til hafnar í Frakklandi með á annað hundrað manns sem var bjargað undan ströndum Líbíu um síðustu helgi. Það ræðst væntanlega á morgun hver niðurstaða forsendunefndar kjarasamninga verður. Ekki er vilji innan verkalýðshreyfingarinnar að rifta samningum. Það myndi þýða að ekkert yrði úr boðuðum launahækkunum um áramótin. Hins vegar eru blikur á lofti að atvinnurekendur segi upp samningum. Þeir hafa ítrekað bent á að ekki sé innistæða fyrir boðuðum launahækkunum. Staðreyndin sé að forsendur kjarasamninga Lífskjarasamningsins séu brostnar miðað við það efnahagsástand sem ríkti þegar samningar voru undirritaðir í apríl í fyrra. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins benti á þessa staðreynd í grein í Fréttablaðinu í dag. Arnar Páll Hauksson talaði við Þorstein Víglundsson. Í gær greindust 57 ný kórónuveirusmit, tekin voru rúmlega fimm þúsund sýni og um hemingur þeirra sem greindust var í sóttkví. Reyndar er það svo að á fimmta þúsund eru komnir í sóttkví. Tveir eru á sjúkrahúsi með COVID-19 eins og verið hefur síðustu daga. Frá því í lok síðustu viku hefur á þriðja hundrað smita greinst. Þessi fjöldi smitaðra í gær kemur ekki óvart? Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Víði Reynisson. Norska flugfélagið Norwegian er enn á ný nær gjaldþrota og peningar sem ríkið lagði til í vor á þrotum. Því er unnið að björgun félagsins fyrir veturinn. Helst eru bundnar vonir við að norska ríkið kaupi hlut í félaginu. Gísli Kristjánsson sagði frá.
9/23/202030 minutes
Episode Artwork

Straumur fram á kvöld í sýnatöku

Stöðugur straumur hefur verið í sýnatöku hjá heilsugæslunni í dag og verður mannskapur við störf fram til klukkan átta í kvöld. Fólk með einkenni kórónuveirusmits er í algjörum forgangi, segir Agnar Darri Sverrisson, verkefnastjóri sýnatöku hjá heilsugæslunni. Hann býst við að tekin verði tæplega þrjú þúsund sýni í dag. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir talaði við hann. Dauðsföll af völdum COVID-19 farsóttarinnar eru komin yfir tvö hundruð þúsund í Bandaríkjunum. Sérfræðingar á heilbrigðissviði spá erfiðum vetri. Ásgeir Tómasson segir frá. 170 Akurnesingar sem þurftu að fara í sóttkví eftir að smitaður einstaklingur kom í líkamsræktarstöð á Akranesi þurftu að fara til Reykjavíkur í skimun í dag. Ekki var hægt að skima fólkið á Akranesi. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Mál egypsku fjölskyldunnar sem flytja á úr landi er að einhverju leyti fordæmalaust, segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun. Hann man ekki til þess að heil fjölskylda sem vísa á úr landi hafi farið í felur. Sólveig Klara Ragnarsdóttir talaði við hann. Vont veður og hafís hefur truflað þau tvö rannsóknarskip sem nú eru við loðnurannsóknir norður og vestur af Íslandi. Þessi leiðangur sker úr um hvort og þá hve mikið verður heimilt að veiða á komandi loðnuvertíð segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri. Ágúst Ólafsson talaði við hann ------ Ekki er vilji innan verkalýðshreyfingarinnar, við þær aðstæður sem nú ríkja, að segja upp lífskjarasamningnum. Formannafundur Alþýðusambands Íslands var haldinn í dag. Arnar Páll Hauksson segir frá. Heyrist í Arnari Sigurjónssyni, formanni samtaka iðnaðarins. Covid-19 tilfellum snarfjölgar í Bretlandi en nú bætist við ágreiningur vísindamanna um bestu viðbrögðin. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Brot úr Það er mörgu ábótavant í skjalavörslu þess opinbera og það er alvarlegt að rafræn skjalavarsla sé ekki tekin nógu alvarlega, þar. Dómstólar, lögregluembætti og heilbrigðisstofnanir standa illa í því að mæta lögum og reglum um vörslu og stjórn skjala og Þjóðskjalasafnið hefur ekki fengið til varðveislu nema brot af þeim gögnum sem eru í rafrænum gagnakerfum ríkisins. Þetta er meðal þess sem kom fram í úttekt sem gerð var á vegum safnsins fyrr í ár og kynnt fyrir nokkru af Hrefnu Róbertsdóttur, þjóðskjalaverði. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar fréttahluta: Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir
9/22/202030 minutes
Episode Artwork

Grímur í framhaldsskólum

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir koma í ljós á næstu dögum hvort það takist að ná tökum á þeirri bylgju smita sem nú stendur yfir. Hann segist hóflega bjartsýnn. Alma Möller landlæknir biður fólk að fara ekki í sýnatöku nema það finni fyrir einkennum eða viti að það hafi verið útsett fyrir smiti. Jóhann Bjarni Kolbeinsson tók saman. Utanríkisráðherrum Evrópusambandsríkja mistókst í dag að komast að samkomulagi um refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi. Ásgeir Tómasson sagði frá. Réttarhöld yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni halda áfram í Héraðsdómi Austur Finnmerkur í Vadsø á morgun. Bjørn André Gulstad, verjandi Gunnars segir að Gunnar hafi ekki ætlað að skjóta hálfbróður sinn, skot hafi hlaupið úr byssunni þegar bræðurnir tókust á um vopnið. Fjölgun heimilisofbeldismála í kórónuveirufaraldrinum er Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra áhyggjuefni. Skerpt hefur verið á viðbragði lögreglu. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við Sigríði Björk. Matur hefur hækkað meira en almennt verðlag það sem af er ári. ------------- Grímur í framhaldsskólum eru sýnilegt merki um áhrif kórónuveirufaraldursins sem hafa verið mjög mikil, ekki síst á félagslífið. Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð segir þær undirstrika hve skrítið ástandið er en ótrúlega vel hafi gengið að bregðast við síbreytilegu ástandi. Bóas Valdórsson, sálfræðingur MH segir ungt fólk úrræðagott en vissulega sé erfitt að fara á mis við venjulega og óskipulega umgengni við félaga. Þórunn Guðmundsdóttir nemandi á þriðja ári sat yfir bókunum á safninu því hugurinn tvístrast frekar heima. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við þau. Íslenskir veitingamenn kalla eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda til að létta undir rekstri veitingastaða. Barir og skemmtistaðir verða lokaðir fram til 27. september. þeirra á meðal er Fannar Arason einn eigenda barsins Miami við Hverfisgötu. Arnar Páll Hauksson talaði við hann. Bandaríkjamenn af írskum ættum hafa lengi verið áberandi í bandarískum stjórnmálum og umræður um Brexit og friðarsamkomulagið vestra endurspegla þau áhrif. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir
9/21/202030 minutes
Episode Artwork

Tæknilega gjaldþrota

Fimmtíu krár og skemmtistaðir verða lokaðir fram á þriðjudag. Stærstan hluta smita síðustu daga má rekja beint og óbeint þangað. Nýjar tillögur verða unnar um helgina. Okkur er kannski að takast að ná utan um þetta, segir sóttvarnalæknir. Maður hefur verið ákærður fyrir manndráp fyrir að verða þremur að bana með íkveikju. Aldrei í nútímaréttarfarssögu Íslands hefur verið ákært fyrir að bana svo mörgum. 60 þúsund ný störf þurfa að verða til hér á landi á næstu 30 árum til að tryggja góð efnahagsleg lífsgæði landsmanna. Þetta kemur fram í ályktun Iðnþings sem haldið var í dag. Nýsköpun og ný störf voru meginviðfangsefni þingsins. Landlæknir hefur óskað eftir gögnum frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í máli konu sem fór þar í skimun fyrir leghálskrabbameini. Á fjórða þúsund sýni sem tekin voru frá 2017 og fram á þetta ár hafa verið endurskoðuð. Yfirlæknir segir ekki tilefni til að skoða eldri sýni. Læknastofur Akureyrar hefja í næstu viku mótefnamælingar fyrir fólk sem telur sig hafa fengið COVID-19. Kráareigandi á höfðuborgarsvæðinu gagnrýnir ekki ákvöðrun um að loka krám og skemmtistöðum um helgina. Hann segir að margir staðir séu í raun gjaldþrota vegna þess að tekjur nægi ekki fyrir kostnaði. Hann kallar eftir aðgerðum af hálfu sjórnvalda og leggur til að fasteignagjöld verði felld niður og að áfengisgjöld verði felld niður eða lækkuð. Arnar Páll talar við Jón Bjarna Steinsson, Ásgeir Þór Ásgeirsson og Þórólf Guðnason. Nýsköpun er lykillinn að því að ný störf verði til. Þetta var megin inntakið á Iðnþingi sem haldið var í dag í Hörpu i Reykjavík við sérstakar aðstæður vegna Covid faraldursins. Þinginu var streymt á netinu. Kristján Sigurjónsson settist niður með tveimur þátttakendum á Iðnþingi, þeim Katrínu Pétursdóttur forstjóra Lýsis í Reykjavík og Sigríði Mogensen sviðsstjóra hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins og ræddi við þær um framtíð íslensks iðnaðar. Bráðum áratug eftir ódæðsiverkin á Útey og í miðborg Óslóar er enn rifist um hvort og hvar minnismerki um hin látnu eigi að rísa. Samingaviðræður, dómsmál og endurhönnun merkisins hafa aðeins orðið til að fresta framkvæmdum. Og nú í vikunni var deilan enn tekin til dóms. Gísli Kristjánsson sagði frá.
9/18/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 17. september 2020

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Málum fimm kvenna, sem allar eru látnar, hefur verið vísað eða verður vísað á næstu dögum til Embættis landlæknis til rannsóknar vegna grunsemda um mistök í skimun fyrir leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Um 40 mál af þessu tagi eru á borði lögmanns í málinu. Anna Lilja Þórisdóttir segir frá og talar við Sævar Þór Jónsso lögmann. 15 af þeim 19 smitum sem greindust í gær eru með nýtt afbrigði af kórónuveirunni sem rekja má til franskra ferðamanna. Smitrakning gengur vel, að sögn Jóhanns Björns Skúlasona,r yfirmanns smitrakningarteymis Almannavarna. Sólveig Klara Ragnarsdóttir talaði við hann, Þórhildur Þorkelsdóttir tók saman. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og sótttvarnalæknir hafa ákveðið í samráði við eigendur kráarinnar The Irishman Pub að boða þá sem sóttu staðinn föstudaginn 11. september í sýnatöku. Alvarlegt slys varð í spennustöð Orkubús Vestfjarða við Önundarfjörð Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir leitt þegar leiðir skilur, aðspurð um úrsögn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur þingmanns úr flokknum, en hún komi ekki á óvart. Höskuldur Kári Schram ræddi við Katrínu. Rúmlega 450 greindust með kórónuveirusmit í Danmörku í gær; fleiri en nokkru sinni hafa greinst þar á sólarhring. Róbert Jóhannsson sagði frá. Flugfélög í Asíu og Ástralíu bregðast við ákalli ferðaþyrstra og bjóða upp á ferðalög án áfangastaðar. Þá er lagt upp frá flugvelli, flogið um í nokkra klukkutíma og lent aftur á sama flugvelli. Markús Þórhallsson sagði frá. ---- Í dag byrjuðu handahófskenndar skimanir hjá heilsugæslunni fyrir kórónuveiru og þangað boðaðir um þúsund manns í dag og annað eins á morgun. Sú skimun beinist að fólki sem er einkennalaust en koma fólks með einkenni til heilsugæslunnar hefur aukist mikið. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu segir álagið mjög mikið og fari vaxandi. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hana. Græningjar í Svíþjóð hótuðu því í sumar að hætta ríkisstjórnasamstarfi með Jafnaðarmönnum. Þetta var vegna ágreinings um innflytjendamál, en flokkarnir hafa einnig átt í hörðum deilum um umhverfismál, vegna fyrirhugaðrar risa-olíuvinnslustöðvar á Vesturströnd Svíþjóðar. Kári Gylfason segir frá. Meirihluti allra kvenna á Spáni hefur verið beittur ofbeldi af karlmanni einhvern tímann á lífsleiðinni. 40 prósent kvenna hafa verið áreittar kynferðislega og í meirihluta tilfella þekkja konurnar ofbeldismanninn. Jóhann Hlíðar Harðarson sagði frá.
9/17/202030 minutes
Episode Artwork

Kosningar í nýju sveitarfélagi á Austurlandi

Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn stoðdeildar ríkislögreglustjóra segir að leit sé ekki hafin af egypsku fjölskyldunni sem átti að vísa frá landi í morgun. Fjölskyldan var ekki á fyrirfram ákveðnum stað þegar stoðdeild lögreglunnar ætlaði að fylgja þeim í flug. Ekki er vitað hvar fólkið dvelur og lögreglan hefur ekki lýst eftir fólkinu. Tveir starfsmenn íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Breiðholti og Grafarvogi í Reykjavík hafa greinst með kórónuveiruna. Tveir íbúar eru í sóttkví. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs segir að óskað hafi verið eftir forgangi í allsherjarskimun hjá starfsfólki og íbúum. Um 13 starfsmenn eru í sóttkví. Leita þarf til fyrrum starfsmanna til að starfsemin haldist órofin. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segist ekki búast við að aðgerðir innanlands verði hertar einungis vegna þess að þrettán smituðust innanlands í gær, en af þeim var aðeins einn í sóttkví. ---- Spegillinn í kvöld er að mestu helgaður umræðuþætti vegna kosninga í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi um helgina. Rætt verður við oddvita framboðslistanna fimm, þeireru Stefán Bogi Sveinsson (B), Gauti Jóhannesson (D), Hildur Þórisdóttir (L), Þröstur Jónsson og Jódís Skúladóttir (V). Umsjón fréttahluta: Pálmi Jónasson, Umsjón kosningahlutans: Anna Kristín Jónsdóttir og Rúnar Snær Reynisson
9/16/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 15.09.2020

Umsjón: Pálmi Jónasson Ung kona lést úr krabbameini eftir að mistök voru gerð í krabbameinsskimun. Ættingjar hafa vísað málinu til landlæknis. Lögfræðingur segir vísbendingar um að mistök hafi verið gerð við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu í mörg ár. Víetnömsk kona, búsett hér á landi, hefur haft réttarstöðu sakbornings í níu ár þar sem tvö íslensk tryggingafélög gruna hana um tug milljóna tryggingasvik. Konan segist hafa misst eiginmann sinn og tvær stjúpdætur í vonskuveðri í Víetnam fyrir tíu árum. Skjálfti að stærðinni 4,6 varð skammt frá Húsavík um þrjúleytið og annar um klukkan fimm. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofunni útilokar ekki stærri skjálfta á næstunni. Hertar sóttvarnareglur tóku gildi í Danmörku í dag. Smitum hefur fjölgað verulega þar í landi og hafa dagleg tilfelli ekki verið fleiri síðan í apríl. Lengri umfjöllun Í fyrrasumar var egypskri fjölskyldu synjað um alþjóðlega vernd, fólki hefur verið hér í rúmlega tvö ár og á morgun skal því vísað úr landi. Mál þeirra hefur verið í hámæli og í morgun var rætt um það á fundi Allsherjar og menntamálanefndar Alþingis. Hingað eru komnir tveir þingmenn þeir Guðmundur Andri Thorsson, Samfylkingu og Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokki til að ræða um þessi mál við Önnu Kristínu Jónsdóttur. Tugþúsundir hafa þurft að flýja heimili sín í skógareldunum miklu í Kaliforníu, Oregon og Washington á vesturströnd Bandaríkjanna. Þrjátíu og fimm hafa látið lífið og milljónir orðið fyrir barðinu á gríðarlegri mengun. Skógareldar og loftslagsbreytingar eru bitbein Joe Biden og Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Pálmi Jónasson tók saman.
9/15/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 14. september 2020

Umsjón: Pálmi Jónasson Litakóðun, sem svipar til veðurviðvörunarkerfis Veðurstofunnnar, tekur gildi á næstu dögum til að sýna stöðu kórónuveirufaraldursins. Í Norðurþingi er mesta atvinnuleysi á öllu Norðausturlandi og því spáð að ástandið versni þegar líður á veturinn. Formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir að starfsfólk félagsins sé að kikna undan álagi. Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny getur orðið hreyft sig og er risinn úr rekkju á sjúkrahúsinu í Berlín. Og vísbendingar um líf á Venusi voru kynntar í dag. Lengri umfjallanir: Anna Kristín Jónsdóttir fjallar um hlutfjárúboð Icelandair. Talar við Ásgeir Brynjar Torfason. Donald Trump er eina von Bandaríkjanna til að sigra þau satanísku öfl sem stjórna djúpríki Bandaríkjanna. Þetta er mat hins dularfulla Q og fylgismanna hans í QAnon. Áhangendum hefur fjölgað stjarnfræðilega í kórónuveirufaraldrinum og fjölmörg ofbeldisverk eru rakin til þeirra. Pálmi Jónasson segir frá. Eftir að Brexit varð pólitískur banabiti Theresa May í fyrr höfðaði boðskapur Borisar Johnsons um að hespa Brexit af greinilega til kjósenda. Nú er hins vegar ljóst að það er hægara sagt en gert að hespa Brexit af og nú vill forsætisráðherra vill hafna útgöngusamningnum við ESB frá í fyrra. Kjarni vandans er sá sami og frá upphafi: að komast úr Evrópusambandinu án þess að leiða efnahagslegar hörmungar yfir Bretland. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
9/14/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 11. september 2020

Reglur um heimkomusmitgát reyndust óljósar og brögð að því að þær séu brotnar, segir sóttvarnalæknir í minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Ráðherra hefur fallist á tillögur um óbreytt fyrirkomulag sóttvarna á landamærum næstu vikur. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Mótmæli svokallaðra gulvestunga hefjast að nýju í París og fleiri borgum í Frakklandi á morgun. Ásgeir Tómasson sagði frá. Eigendur Hrísey Seafood hafa fest kaup á húsnæði í eyjunni og undirbúa að hefja þar fiskverkun á ný. Ágúst Ólafsson ræddi við SIgurð Jóelsson eigenda Hrísey Seafood. Á næstunni verður ráðist í mat á hvort raunhæft sé að koma pálmatrjám fyrir í Vogabyggð, en tillaga þess efnis vann í samkeppni um útilistaverk fyrir hátt í tveimur árum. Ámundi Brynjólfsson, stjórnandi framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir að málið hafi ekki verið í forgangi hjá borginni. Anna Lilja Þórisdóttir talaði við hann. ---- Ekki er fylgst með því í hverja fangar hringja úr fangelsum landsins vegna persónuverndarsjónarmiða. Anna Kristín Newston, sviðsstjóri hjá Fangelsismálastofnun segir að hægt sé að grípa inn í ef upplýsingar liggi fyrir um að ekki megi vera samskipti við brotaþola. Þær upplýsingar liggi ekki alltaf fyrir. Nýtt lagafrumvarp í breska þinginu brýtur útgöngusamning Breta við ESB og er pólitískt deiluefni, ekki síst í stjórnarflokknum. Þúsundir flóttamanna misstu það skjól sem þeir þó höfðu þegar Moria-búðirnar á grísku eyjunni Lesbos brunnu í vikunni. Moria-búðirnar voru stærstu flóttamannabúðirnar í Grikklandi og löngu yfirfullar. í Hver sem eldsupptökin voru eru allir þeir sem í búðunum voru í enn verri stöðu en áður. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Þórunni Ólafsdóttur. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir
9/11/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 10. september 2020

Thor Aspelund, lýðtölfræðiprófessor segir að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins sé jafnlöng þeirri fyrstu og að það komi honum á óvart hvað hún gangi hægt niður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög líklegt að hann leggi til óbreytt fyrirkomulag við landamæraskimun frá 15. september. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir ræddi við Þórólf. Þórdís Arnljótsdóttir tók saman og ræddi við Thor. Sex manna fjölskylda frá Egyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, verður send úr landi í næstu viku. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segir ekki hægt að breyta reglugerðum vegna einstakra fjölskyldna. - Hún segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort íslensk stjórnvöld bjóði flóttafólki hingað eftir brunann í Moria-flóttamannabúðum á Lesbos. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vísbendingar um að hátt settir rússneskir embættismenn hafi staðið á bak við að eitrað var fyrir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny. Ásgeir Tómasson sagði frá. Hvítrússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Maria Kolesnikova kveðst hafa óttast um líf sitt þegar átti að flytja hana nauðuga úr landi fyrir í vikunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögmaður hennar greindi fjölmiðlum frá í dag. Kristján Róbert Kristjánsson sagði frá. Tvær tillögur að ályktunum um bætta þjónustu og stuðning við flóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd liggja fyrir kirkjuþingi. Í annarri er lýst efasemdum um getu grískra, ítalskra og ungverskra stjórnvalda um að skapa fólki á flótta mannsæmandi aðstæður. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. ---- Lífeyrissjóðirnir eiga að taka sjálfstæða ákvörðun um hvort það þjóni hagsmunum sjóðsfélaga að fjárfesta í Icelandair. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að ekki sé ástæða til að óttast að stjórnir sjóðanna láti undan þrýstingi. Sigríður Hagalín Björnsdóttir talaði við hana. Boris Johnson forsætisráðherra Breta kynnti í gær hert samskiptabann á Englandi en lofaði um leið stórkostlegu skimunarkerfi, sem jafna mætti við tunglferð - líka hvað kostnaðinn varðar. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Rúmlega átta milljónir spænskra barna og unglinga snúa aftur á skólabekk í þessari viku eftir að hafa verið heima í hálft ár. Gríðarlegar varúðarráðstafanir eru í öllum skólum landsins vegna Covid-19 farsóttarinnar og mikið álag á kennurum í menntakerfi sem hefur verið fjársvelt árum saman. Jóhann Hlíðar Harðarson fréttaritari á Spáni tók saman. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson.
9/10/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 9. September

Velkomin að Speglinum. Umsjónarmaður er Arnar Páll Hauksson. Tugmilljarða hlutafjárútboð Icelandair Group fer fram í næstu viku eftir að hluthafar samþykktu hlutafjáraukningu einróma í dag. Forstjóri félagsins segir alla átta sig á tækifærum Icelandair og mikilvægi þess fyrir íslenskt hagkerfi. Mikill samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda þegar kórónuveirufaraldurinn reis hvað hæst breytir engu um horfur í loftslagsmálum samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Skipulagðra aðgerða sé þörf. Norskur þingmaður hefur tilnefnt Donald Trump til friðarverðlauna Nóbels fyrir þátt hans í að koma á sáttum milli stjórnvalda í Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þróun bóluefnis við Covid-19 hefur gengið fádæma vel til þessa, segir Magnús Gottfreðsson prófessor í smitsjúkdómalækningum. Hann er enn bjartsýnn á að bóluefni verði tekið í notkun á fyrri hluta næsta árs. Það varð uppi fótur og fit þegar bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca, sem vinnur að framleiðslu bóluefnis við COVID nítján, sagðist hafa gert hlé á tilraunum vegna veikinda eins sjálfboðaliðans. Miklar vonir hafa verið bundnar við þróun þessa bóluefnis. Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómalækningum við Háskóla Íslands, segir að enn sé of lítið vitað um þessi veikindi sjálfboðaliðans, og hvort þau tengist bóluefninu, til að meta hvort þau setji raunverulegt strik í reikninginn. Sigríður Hagalín Björnsdóttir talaði við Magnús Gottferðsson. Sænska ríkisstjórnin hefur tilkynnt að framlög til heilbrigðismála verði aukin um tugi milljarða, enda mikið álag á heilbrigðiskerfi landsins vegna heimsfaraldurs Covid. Faraldurinn virðist í rénun í Svíþjóð en heilbrigðisstarfsfólk er margt úrvinda og biðlistar eftir læknisþjónustu lengjast og lengjast. Kári Gylfason segir frá. Til að ná loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins er áætlað að 2 af hverjum þremur fólksbílum verði rafknúnir 2030 . Til þess þarf um 300 megawött. Sérfræðingur segir ljóst að bæta verði við einhverju afli og styrkja flutningskerfið. Meðal eyðsla rafbíla er um 20 kílówött fyrir hverja ekna 100 kílómetra. Arnar Páll Hauksson talar við Kjartan Rolf Árnason.
9/9/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 8.september 2020

Spegillinn 9.september 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Landlæknir metur það svo að engar upplýsingar séu í níu blaðsíðna skjali sem unnið var fyrir tæpum þremur árum af greiningardeild Sjúkratrygginga um Krabbameinsfélagið sem kalli á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda umfram þá skoðun sem þegar er hafin hjá Embætti landlæknis. Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir morð í í Úlfarsárdal í Reykjavík í desember. Ráðherra í bresku ríkisstjórninni viðurkenndi í dag í þinginu að boðað lagafrumvarp stjórnarinnar vegna útgöngu úr Evrópusambandinu fæli í sér brot á alþjóðalögum. 11% fleiri tilkynningar hafa borist Barnavernd Reykjavíkur það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra og áætlað er að kostnaður borgarinnar við málaflokkinn aukist um 14% á næsta ári. Færri tilkynningar berast frá skólum og fleiri frá nágrönnum barna. Lengri umfjallanir: Málefni hjúkrunarheimila. Í Speglinum í gær kom fram í umræðum Eybjargar Hauksdóttur framkvæmdstjóra Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Ásgerðar Gylfadóttur formanns bæjarráðs Hornafjarðar um stöðu hjúkrunarheimila að þau standa flest fjárhagslega illa. Daggjöld sjúkratrygginga til hjúkrunarheimila sem sjálfseignarstofnanir eða sveitarfélög reka duga í langflestum ekki til og nú er svo komið að stór sveitarfélög eins og Akureyri og Hornafjörður hafa sagt upp þjónustusamningi við Sjúkratryggingar og hjúkrunarheimili þar í sveit verða rekin af stofnunum á vegum ríkisins. Til að halda þessari umræðu áfram í Speglinum eru þeir mættir Ólafur Þór Gunnarssson öldrunarlæknir, þingmaður Vinstri grænna og 1. varaformaður velferðarnefndar Alþingis hér í stúdíó og Björn Bjarki Þorsteinsson, forstöðumaður hjúkrunarheimilsins Brákarhlíðar í Borgarnesi í síma. Kristján Sigurjonsson talar við þá Málið kostaði dómsmálaráðherra Noregs embættið. Sambýliskona hans kemur núna fyrir dóm í Osló sökuð um að hafa setta á svið aðför að ráðherranum og staðið að baki alvarlegum hótunum í hans garð - og þó búa þau enn saman. Hún neitar og ráðherrann fyrverandi styður konu sína. Næstu tíu vikur á að reifa þetta sérkennilega mál í dómhúsinu í Osló. Gísli Kristjánsson segir frá.
9/8/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 7. september 2020

Spegillinn mánudaginn 7. september 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Þremur af hverjum fjórum áætlunarferðum Icelandair hefur verið frestað það sem af er þessum mánuði. Erlend flugfélög hafa flogið 96 prósent sinna ferða. Icelandair ehf. fékk rúmlega þriðjung heildarstuðnings stjórnvalda til fyrirtækja vegna hluta launakostnaðar í uppsagnarfresti í maí, júní og júlí. Þýsk stjórnvöld hafa gefið í skyn að mögulega verði hætt við gasleiðsluna Nord Stream 2 (tvö) til að refsa Rússum fyrir að Alexei Navalny var byrlað eitur. Navalny er kominn til meðvitundar eftir að hafa verið haldið sofandi á sjúkrahúsi í Berlín. Það er aðgerðum innanlands og á landamærum að þakka að stjórnvöld hafa náð tökum á kórónuveirufaraldrinum, segir sóttvarnalæknir Áhersla var lögð á atvinnumál, félagsmál og námsúrræði á fundi sveitarstjórnarmanna í Reykjanesbæ með félags- og barnamálaráðherra í dag. Lengri umfjallanir: Ítrekað hefur komið fram á þessu ári að mörg hjúkrunarheimili sem rekin eru af sjálfseignarstofnunum og sveitarfélögum eigi í miklum rekstrarerfiðleikum og að dagjöld Sjúkratrygginga ríkisins dugi hvergi til að ná endum saman. Akueyrarbær hefur þegar sagt upp samningi sínum við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila í bænum. Heilbrigðisstofnun Norðurlands, sem er ríkisstofnun, tekur við rekstrinum um áramót. Nokkur önnur sveitarfélög íhuga að gera slíkt hið sama verði ekki breyting á rekstrarforsendum. Til að ræða stöðu hjúkrunarheimilanna er hingað komin Eybjörg Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og í síma er Ásgerður Gylfadóttir formaður bæjarráðs Hornafjarðar. Hún situr í stjórn Sambands ísl. Sveitarfélaga og er fyrsti varaþingmaður Framsóknar á Suðurlandi. Þá vinnur Ásgerður sem hjúkrunarfræðingur á Skjólgarði sem er hjúkrunarheimili í Hornafirði. Kristján Sigurjónsson ræðir viið þær. Kjarasamningar eru lausir hjá starfsmönnum álveranna þriggja sem rekin eru hér á landi. Öll verkalýðsfélög álvers Norðuráls á Grundartanga hafa boðað verkföll frá 1. desember. Vilhjálmur Birgisson Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að deilan á Grundartanga sé stál í stál. Arnar Páll Hauksson talaði við hann
9/7/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 4. september 2020

Konur eru áhyggjufullar hvort sýni úr leghálsskoðun hafi verið rétt greind og hvort ástæða sé til að taka ný sýni. Þetta segir formaður Félags fæðingar- og kvensjúkdómalækna. Heilbrigðisráðherra harmar þau alvarlegu og afdrifaríku mistök sem urðu hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ekki ráð fyrir að bólusetningar gegn COVID-19 hefjist að einhverju ráði fyrr en um mitt næsta ár. Tilslökun tveggja metra reglu og fjölgun úr 100 manns í 200 er skref í rétta átt að mati leikhússtjóra stóru leikhúsanna. Þær duga þó ekki til þess að sýningar hefjist af fullum þunga. Þjóðleikhússtjóri vonast eftir frekari tilslökunum á næstu vikum. Mörg stéttarfélög hafa sett reglur um að bannað sé að dvelja í sóttkví eða einangrun í orlofshúsum. Breyttar sóttvarnarreglur sem taka gildi á mánudag breyta litlu um skólahaldi í framhaldsskólum og háskólum. Þær hafa heldur ekki mikil áhrif í stóru leikhúsunum. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir þær að sjálfsögðu jákvæðar en þær bjargi ekki lífi leikhúsanna. Hún segir að fólk þyrsti í andlega næringu, nánd og samveru í leikhúsinu. Arnar Páll Hauksson ræddi við Brynhildi Guðjónsdóttur. Hrun þýsku greiðslumiðunarinnar Wirecard afhjúpaði stærsta fjármálasvindli Þýskalands. Í viðbót við svindlið er einn kaflinn í þeirri sögu hvernig Wirecard hundelti blaðamenn Financial Times, sem voru fyrstir til að impra á að ekki væri allt í lagi. Wirecard sakaði þá um að ganga erinda vogunarsjóða sem græddu á verðfalli hlutabréfa Wirecard, braust inn í tölvur þeirra og herjaði á þá á samfélagsmiðlum. Útspekúleruð herferð, sem lauk þegar svindl Wirecard varð lýðum ljóst. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Kondórinn er allra ránfugla stærstur og jafnframt heitið á sameiginlegri leyniþjónustu átta einræðisríkja í Suður-Ameríku. Þau sameinuðust um mannrán, pyntingar, nauðganir og morð á mörg hundruð pólitískum andsæðingum þeirra á áttunda og níunda áratugnum. Pálmi Jónasson sagði frá.
9/4/202030 minutes
Episode Artwork

Einn metri í stað tveggja

Sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðherra að miðað verði við eins metra nálægðarreglu í stað tveggja metra. Þá leggur hann til að samkomur verði takmarkaðar við tvö hundruð manns í stað hundrað. Lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna rangrar niðurstöðu úr leghálssýnatöku hefur fengið sjö fyrirspurnir vegna sambærilegra mála. Norðurlöndin hafa komið betur út úr efnahagskreppunni vegna COVID-19 og en önnur Evrópuríki, samkvæmt samantekt frönsku AFP-fréttastofunnar í dag. Landsframleiðsla hafi dregist minna saman en á evrusvæðinu. Bið er eftir því að að komast í endurhæfingu á Reykjalundi vegna eftirkasta Covid-19. Um 20 manns eru á biðlista. Gullæði virðist hafa gripið um sig meðal viðskiptavina Costco því allar gullstangirnar sem verslunin var með á tilboði seldust upp á einum degi. Samkvæmt nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra hefur stuðningur við dánaraðstoð aukist meðal heilbrigðisstarfsmanna hér á landi. Síðasta viðhorfskönnun til þessa viðkvæma málaflokks er þó orðin 10 ára gömul. Þá taldi um fimmtungur lækna og hjúkrunarfræðinga réttlætanlegt undir vissum kringumstæðum að aðstoða sjúklinga við að deyja fremur en að lifa. Á meðal almennings var hlutfallið mun hærra í könnun fyrir fimm árum. Þrír af hverjum fjórum voru því fylgjandi að fara að dæmi nokkurra nágrannaþjóða okkar sem veita dauðvona sjúklingum dánaraðstoð. Eitt þeirra landa sem vitnað er til í skýrslu heilbrigðisráðherra er Sviss. Jón Björgvinsson segir frá. Það var Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ásamt níu öðrum þingmönnum sem bað um skýrslu um dánaraðstoð. Heilbrigðisráðherra hefur lagt hana fram á Alþingi. Þar er dánaraðstoð skipt í 4 flokka eða hugtök: líknarmeðferð, óbein dánaraðstoð, læknisaðstoð við sjálfsvíg og loks beina dánaraðstoð. Farið er yfir hvernig dánaraðstoð er háttað í löndum þar sem hún er leyfð. Og ráðuneytið leggst ekki gegn því að gerð verði viðhorfskönnun meðal heilbrigðisfólks eins spurt var um en vill líka að slík könnun verði gerð meðal almennings. Bryndís Haraldsdóttir segir skýrsluna vera mikilvægt innlegg í umræðuna um þessi mál. Mál sem hún segir að þurfi talsverða þolinmæði og umræðan þurfi að þroskast. Arnar Páll Hauksson talar við Bryndísi Haraldsdóttur. Nauðganir og annað kynferðislegt ofbeldi er daglegt brauð í gallabuxnaverksmiðjum í Lesotho í Suður-Afríku. Kröfur um úrbætur urðu háværar eftir að landlæg misnotkun komst í hámæli en COVID-19 heimsfaraldurinn hefur lamað réttindabaráttu kvenna í Lesotho. Pálmi Jónasson segir frá.
9/3/202030 minutes
Episode Artwork

Fé gæti fennt í kaf

Spáð er snjókomu á hálendinu á norðan og austanverðu landinu á morgun. Færð gæti spillst og hætt er við að fé fenni í kaf. Angela Merkel Þýskalandskanslari,var harðorð þegar hún krafði rússnesk stjórnvöld skýringa á banatilræði við stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny, sem hafi verið byrlað taugaeitrið novichok. Ótti og óöryggi eru eðlileg viðbrögð eftir að í ljós kom að 30 konur fengu ranga niðurstöðu úr leghálskrabbameinsskoðun. Þetta segir formaður Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein. Flestir Íslendingar eru ánægðir með sóttvarnaraðgerðir á landamærunum og meirihluti landsmanna var sáttur við að aðgerðir voru hertar 19. ágúst. Með hlutdeildarlánum til tekjulágra fyrstu kaupenda á bæði að greiða leið þeirra inn á fasteignamarkaðinn og ýta undir byggingu hagkvæmra íbúða, segir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Anna Kristín Jónsdóttir talar við ÖnnuGuðmundu Ingvarsdóttur. Kísilverið PCC á Bakka við Húsavík hóf rekstur í apríl 2018. 1. júlí var 80 starfsmönnum versins sagt upp störfum og framleiðslunni hætt tímabundið eða smám saman dregið úr henni. Verð á kísilmáli hafði fallið nokkuð í einhvern tíma en COVID -19 gerði útslagið. Um 150 störfuðu hjá PCC þau rúmu tvö ár sem verksmiðjan starfaði. Uppsagnarfrestur starfsmanna er mislangur. Um síðustu mánaðamót voru enn 103 á launaskrá og búist er við að 40 til 50 verði á launum þó að framleiðslunni hafi verið hætt. Arnar Páll Hauksson talaði við Aðalstein Baldurson um stöðuna hjá fyrirtækinu. Á Covid-19 tímum glíma ýmsar stórborgir við kleinuhringsfyrirbærið: dauðar miðborgir en ný umsvif í öðrum hverfum. Í Bretlandi hefur ríkisstjórnin hvatt fólk til að fara aftur í vinnuna, líkt og það væri þegnskylda að bjarga miðborgum. Aðrir telja þetta enn eitt dæmi um að veirufaraldurinn ýtir undir þróun, sem var þegar hafin. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
9/2/202030 minutes
Episode Artwork

Áætlunarflug til Eyja lagt af, bæta skal kjör hjúkrunarfræðinga og mót

Flugfélagið Ernir ætlar að hætta áætlunarflugi til Vestmannaeyja. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri segir það grafalvarlegt. Ríkið á að bæta rúmlega milljarði á ári í stofnanasamninga til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Þetta er úrskurður Gerðardóms. Guðbjörg Pálsdóttir ,formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að nú taki við viðræður um hvernig fjármunirnir nýtist sem best. Allmargir námsmenn voru handteknir í Minsk í dag þegar þeir mótmæltu kosningaúrslitum í Hvíta-Rússlandi í síðasta mánuði og kröfðust afsagnar Lúkasjenkós forseta. Bogi Ágústsson sagði frá. Skipulag í Vogabyggð hefur gert hagstæðustu leiðina við gerð Sundabrautar ómögulega segir Eyþór Laxdal Arnalds oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að nú sé verið að bera saman tvo kosti, lágbrú og göng, og málið sé í traustum farvegi. Sundabraut var efni óundirbúnar fyrirspurnar á borgarstjórnarfundi í dag þegar þær voru leyfðar fyrsta sinni. Íslenskir fjallaleiðsögumenn er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur þurft að segja upp öllum starfsmönnum sínum eftir að kórónufaraldurinn tók að geisa. Nú í ágúst er velta fyrirtækisins innan við 10% af veltunni á sama tíma í fyrra. Valgerður Árnadóttir talaði við Arnar Bjarnason forstjóra Íslenskra fjallaleiðsögumanna ----- Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir mikilvægt í efnahagslægð að bregðast við bæði til skemmri og lengri tíma, Rannsóknasjóður, tækniþróunarsjóður og innviðasjóður verða efldir í sérstöku þiggja ára átaksverkefni. Framlög á næsta ári verða aukin um 50%. Kórónu-óþol er ekki sjúkdómur heldur merki um þreytu í samfélögunum vegna tilrauna yfirvalda til að takmarka útbreiðslu kórónu-veirunnar. Óánægja fólks kemur oftar og oftar fram - en er oft á tíðum ekki bundin við skipuleg mótmæli. Fólk finnur upp á allskonar vitleysu þegar allt er bannað. Gísli Kristjánsson hefur dæmi um þetta frá Noregi. Í dag var starfsemi Landspítalans færð af hættustigi, sem hún hefur verið á frá því í vor vegna kórónuveirufaraldursins, niður á óvissustig. Dagleg stjórnun færist í hefðbundið form og takmarkanir á heimsóknum eru rýmkaðar svo nokkuð sé nefnt. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra spítalans, telur þó að starfsemi hans færist líklega ekki alveg í sama horf og var fyrir farsótt, ýmislegt af því sem tekið hafi verið upp vegna hennar skili árangri í baráttu við annað en kórónuveiru. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
9/1/202030 minutes
Episode Artwork

Samdráttur, kreppa og hópuppsagnir

Samdráttur í landsframleiðslu í vor er dæmalaus. Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor telur ástandið þó skárra en það gæti verið og miklu skipti að einkaneysla innanlands haldi áfram að örva hagkerfið. María Sigrún Hilmarsdóttir ræddi við hann og tók líka fólk tali í miðbænum um horfur í vetur. Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp; horfur eru á að halli af rekstri ferjunnar verði 400 milljónir króna í ár segir Guðjón Ellert Jónsson, forstjóri Herjólfs ohf. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fyrir sér að slakað verði á sóttvarnareglum næst þegar þær verða uppfærðar og býst við að senda ráðherra slíka tillögu á næstu dögum. Birgir Þór Harðarson sagði frá. Samstarfsfólk rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalnys ætlar ekki að leggja árar í bát þó leiðtogi þeirra liggi þungt haldinn á spítala. Héraðskosningar verða í Rússlandi 13. september og þar ætla þau að hvetja fólk til að kjósa eftir ákveðnu kerfi líkt og fyrir kosningar til borgarþings Moskvu í fyrra, segir Lyubov Sobol, lögfræðingur sem starfar hjá stofnun Navalnys. Dagný Hulda Erlendsdóttir sagði frá. Íbúar á Fljótsdalshéraði hafa stofnað aðgerðahóp til að setja upp varúðarskilti og bjarghringi við Eyvindará þar sem fólk sem stekkur í ána og hefur írekað lent í vandræðum. Rúnar Snær Reynisson ræðir við Sigrúnu Jónu Hauksdóttur stofnanda hópsins. Danir hyggjast fækka uppsögnum með því að stytta vinnutíma starfsfólks. Það fái atvinnuleysisbætur sem nemi lækkuðu starfshlutfalli. Nikolai Wammen, fjármálaráðherra, sagði að danskt efnahagslíf væri á margan hátt veikara en nokkru sinni frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Bogi Ágústsson tók saman. ---------- Einkaneysla dregst saman, vinnustundum fækkar, og samdráttur landsframleiðslu var sá mesti á öðrum ársfjórðungi sem mælst hefur frá því farið var að mæla hann hér segir Hagstofan. Þessi samdráttur er rúmlega níu prósent og er sprottinn af áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 og aðgerðum sem gripið hefur verið til til að sporna gegn útbreiðslu farsóttarinnar. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Karínu Ólafsfdóttur hagfræðing og lektor við Háskólann í Reykjavík. Um 8000 manns hefur á síðustu sex mánuðum verið sagt upp í yfir 110 hópuppsögum. Vinnumálastofnun hefur aldrei tekið við svo mörgum tilkynningum segir Karl Sigurðsson sérfræðingur hjá stofnuninni. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
8/31/202030 minutes
Episode Artwork

Isavia hefur sagt upp 40% starfsfólks frá því í vor

133 starfsmönnum Isavia var sagt upp í dag og tólf til viðbótar boðið að lækka starfshlutfall sitt. Störfum hjá Isavia hefur fækkað um 40 prósent frá því Covid-19 faraldurinn hófst. Icelandair er kerfislega mikilvægt fyrirtæki og verulegir samfélagslegir hagsmunir í húfi, sagði fjármálaráðherra í umræðu á Alþingi um ríkisábyrgð fyrir Icelandair. Stjórnarandstæðingar veltu fyrir sér hvaða fordæmi væri sett. Forseti Frakklands segir að ríki heims verði að taka höndum saman til hjálpar stjórnvöldum í Líbanon eftir sprenginguna fyrr í mánuðinum. Hætta er á borgarastyrjöld í landinu verði ekkert að gert. Kosið verður í fjórar heimastjórnir og sveitarstjórn í nýju sveitarfélagi á Austurlandi 19. september. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta komst í uppnám þegar leikmenn lögðu niður störf í vikunni. Þeir sögðu að of lengi hefðu svartir Bandaríkjamenn búið við misrétti og lögregluofbeldi.
8/28/202030 minutes
Episode Artwork

Skólastarf raskast

Þó að skólastarf í grunnskólum sé rétt að hefjast hefur faraldurinn strax sett svip sinn á það. Skólasetningu í þremur skólum var frestað og á annað hundrað starfsmanna eru í sóttkví. Þá verða göngur og réttir með óhefðbundnu sniði í ár. Aðeins hluti þeirra mörg hundruð starfa sem nú eru laus til umsóknar koma inn á borð Vinnumálastofnunar sem kallar eftir meira samráði við atvinnurekendur. Flest störfin eru í félags- og heilbrigðisþjónustu. Aldrei hefur verið lagt hald á jafn mikið af kókaíni hér á landi og árið 2019. Þetta sýnir afbrotatölfræði frá Ríkislögreglustjóra. Heimilisofbeldismálum fjölgaði mikið í fyrstu bylgju faraldursins. Búast má við að afborganir óverðtryggðra lána hækki talsvert þegar hagkerfið tekur aftur við sér og vextir hækka. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að bönkum og lánastofnunum beri að upplýsa lántakendur um hugsanlega hækkun. Nokkuð hörð gagnrýni kom fram á Alþingi af hálfu stjórnarandstöðunnar þegar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins voru ræddar upphaf þingfundar í dag. Tilefnið var munnleg skýrsla sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flutti um stöðu COVID mála. Hún fór yfir þróunina og þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til til að sporna við útbreiðslu veirunnar. Arnar Páll Hauksson tók saman. Um 11 milljarðar er upphæðin sem sænsk yfirvöld telja að hafi verið svikið út úr eftirlaunasjóðum á vegum fyrirtækisins Falcon Funds. Þetta er annað stóra sakamálið á skömmum tíma í Svíþjóð, þar sem umsjónarmenn eftirlaunasjóða eru grunaðir um að hafa fé af fólki. Málin þykja sýna hve lítið eftirlit er með því hvernig farið er með eftirlaunasparnað sænsks launafólks. Kári Gylfason segir frá. Kristján Bragason, framkvæmdastjóri samtaka launafólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði í Evrópu, segir að um fjórar milljónir farandverkamanna í landbúnaði búi við skelfilegar aðstæður og upplifi launaþjófnað. COVID-19 hefur beint athygli stjórnvalda víða í Evrópu að stöðu þessa fólks. Arnar Páll Hauksson talar við Kristján Bragason.
8/27/202030 minutes
Episode Artwork

Stefna að því að ganga ekki á lánalínuna

Forstjóri Icelandair segir að allt þurfi að ganga saman, lánalína stjórnvalda og hlutafjárútboðið til að tryggja framtíð fyrirtækisins. Félagið stefni að því að ganga ekki á rúmlega 15 milljarða lánalínu frá stjórnvöldum. Ferðatakmarkanir, sem ríkisstjórnin setti á í síðustu viku, setja markaðsátak Íslandsstofu í óvissu. Þegar er búið að ráðstafa þrjú hundruð milljónum í verkefnið. Afurðaverð til bænda hefur ekki verið kynnt af sláturleyfishöfum. Mikil óvissa ríkir um afkomu bænda vegna þessa. Erfiðlega hefur gengið að manna sláturtíð vegna ferðatakmarkana Handspritt í litlum glerflöskum sem selt er í verslunum hér á landi hefur vakið hörð viðbrögð þar sem flöskurnar þykja höfða til fólks sem glímir við áfengisvanda. Yfirlæknir á Vogi segir fólk, sem hefur drukkið spritt eftir að faraldurinn skall á, leita þangað í auknum mæli. Samninganefndir Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu funduðu hjá ríkissáttasemjara í morgun, en samningar sjúkraliða á elli- og hjúkrunarheimilum hafa verið lausir síðan í mars í fyrra. Sjúkraliðar eru langþreyttir á samningsleysinu og íhuga nú aðgerðir. Alþingi kemur saman á morgun. Þetta verður stutt þinghald sem mun standa yfir í um það bil viku. Það á eftir að koma í ljós því stefnt er að því að afgreiða fjölmörg mál. Ríkisábyrgð til handa Icelandair, hlutdeildarlán, og ýmis önnur mál sem tengjasr COVID, að hlutabótaleiðin verði framlengd og tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta verði lengt í 6 mánuði. Arnar Páll Hauksson talaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar og Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar. Þrátt fyrir orð Boris Johnsons forsætisráðherra Breta í júní um að hespa nú af Brexit-samningunum við Evrópusambandið telur Michel Barnier aðalsamningamaður ESB að í síðustu samningatörn hafi heldur miðað aftur á bak en áfram. Fyrir mánuði taldi Barnier samninga ólíklega og eins nú. Það hefur ekkert heyrst nýlega hvernig staðan horfi við forsætisráðherra Breta né öðrum ráðherrum. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
8/26/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 25.08.2020

Umsjón: Pálmi Jónasson Forsætisráðherra segir aðgerðir á landamærum miða að því að raska samfélaginu sem minnst. Flestir sýni aðstæðum skilning og taka þurfi mið af stöðunni alþjóðlega. Þeir sem hafa verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur geta sótt um skólapláss án þess aððbætur skerðist í framhalsskólum eða háskólum frá vorönn 2021. Félagsmálaráðherra bindur vonir við að frumvarp verði lagt fram á stutta þinginu sem hefst á fimmtudaginn. Skjalið sem birt var í Kastljósi og Samherji hefur sagt að væri ýmist falsað eða ekki til, er komið í leitirnar hjá Verðlagsstofu skiptaverðs. Stjórnvöld í Liechtenstein vilja endurheimta stór landsvæði í Tékklandi og hafa leitat til Mannréttindadómstóls Evrópu Þúsundasti starfsdagur ríkisstjórnarinnar er í dag. Sagnfræðiprófessor segir að þessi ríkisstjórn sé ekki breytingastjórn, heldur ríkisstjórn stöðugleika og sáttta. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, bindur vonir við að heimildir til að þeir sem hafa verið lengi atvinnulausir geti sest á skólabekk í eina önn án þess að atvunnuleysisbætur skerðist verði lögfest á þinginu sem hefst á fimmtudaginn. Gert er ráð fyir allt að 300 skólaplássum. 2000 í famhaldskólum, og 1000 í háskólum. Gert er ráð fyrir að hægt verði að sækja um nám vorönn 2021, haustönn 2021 og vorönn 2022. Arnar Páll segir frá. Disney World í Flórída er nú COVID-19-held sápukúla utan um einna launahæstu íþróttamenn heims í NBA körfuboltadeildinni bandarísku. Vegna kórónuveirufaraldursins leit út fyrir að NBA-deildin tapaði einum milljarði bandaríkjadala í sjónvarpstekjum. Til að koma í veg fyrir það var sköpuð risastór sápukúla utan um NBA í ævintýraveröldinni í Disney Word. Pálmi Jónasson segir frá. Tilraunir Normanna til að finna nýjan forstjóra fyrir olíusjóðinn digra hafa loks endað með farsælli lausn. En hinn nýi forstjóri verður að gefa frá sér jafnvirði 150 milljarða íslenskra króna og hætta að svindla á skattinum og hætta að leita í skattaskjól með peningana sína. Gísli Kristjánsson segir frá.
8/25/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 24.08.2020

Umsjón: Pálmi Jónasson Hlutfall þeirra sem er í sóttkví við greiningu hefur hækkað eftir því sem á líður aðra bylgju faraldursins hér á landi. Landlæknir segir brögð að því að fólk sé á faraldsfæti og á mannamótum, jafnvel með einkenni. Þorsteinn Halldórsson fékk í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti, til viðbótar við fimm og hálfs árs dóm sem hann hafði áður fengið. Svissnesk yfirvöld rannsaka nú hvernig fyrrverandi ástkona Jóhanns Karls, fyrrverandi Spánarkonungs, stóð að kaupum á sveitasetri í Bretlandi. Donald Trump hefur engin prinsipp og honum er ekkert heilagt, segir systir hans í upptökum sem birtar voru um helgina. Líkt og fleiri lönd glíma bresk yfirvöld við staðbundin COVID-19 hópsmit. Helsta viðfangsefni stjórnarinnar nú er að opna aftur grunn- og framhaldsskóla, en það mistókst í vor. Donald Trump hefur engin prinsipp og honum er ekkert heilagt, segir systir hans í upptökum sem birtar voru um helgina. Maryanne Trump Barry er eldri systir forsetans og fyrrverandi alríkisdómari. Hún gagnrýnir bróður sinn harkalega og segir hann hugsjónalausan með öllu. Hann hafi engin grunngildi og hugsi eingöngu um sig sjálfan. Pálmi Jónasson segir frá í Speglinum. Loftslagsbreytingar, hlýnun jarðar og kórónuveiran eiga það sameiginlegt að við þau þarf á fást á heimsvísu en tilhneiging er til þess að bregðast við á staðbundinn hátt og innan landamæra. Clemens Fuest (Fúst) hagfræðingur og forseti Alþjóðastofnunar um opinber fjármál hefur ráðlagt þýsku ríkisstjórninni um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinunum. Stofnunin stóð nýlega fyrir ráðstefnu um loftslagsbreytingar og náttúruauðlindir í samstarfi við Háskóla Íslands. Þau mál hafa jú verið í hámæli undanfarin ár en deilt um hvernig miðar og lykill að árangri er samvinna á alþjóðavísu, segir Fuest. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá í Speglinum. Fjöldi nýrra COVID-19 smita í Bretlandi hefur hangið í kringum þúsund á dag í tæpa tvo mánuði. Smitin hafa verið staðbundin og tekið á þeim með staðbundnum samskiptatakmörkunum. Nú þegar skólaárið er að byrja er eitt helsta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar að sjá til þess skólar taki aftur til starfa. Nokkuð sem mistókst í vor. Sigrún Davíðsdóttir segir frá í Speglinum.
8/24/202030 minutes
Episode Artwork

Smitgát ráðerra,Alexey Navalný, Gæsaveiðar

Spegillinn 21.08.2020 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Tæknimaður: Mark Eldred Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar nema tveir þurfa að viðhafa smitgát í fjóra daga og fara í tvær sýnatökur vegna smits sem kom upp á hóteli, þar sem þeir snæddu í vikunni. Einn starfsmaður hótelsins og sjö gestir hafa greinst með veiruna. Rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnarlækni og Sigurð Inga Jóhannsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexey Navalný, sem grunur leikur á að eitrað hafi verið fyrir, verður fluttur undir læknishendur í Þýskalandi. Rússneskir læknar töldu fyrr í dag að ástand hans væri ekki nógu stöðugt fyrir flutning. Gerðar hafa verið árásir á báða bóga milli Ísraels og Hamas liða undanfarnar vikur þótt vopnahlé sé í gildi. Hamas-liðar krefjast uppbyggingar á Gaza-svæðinu og fjölgun atvinnuleyfa í Ísrael. Gæsaveiðitíminn hófst í gær en á fjórða þúsund manns stunda gæsaveiðar að jafnaði. Á meðan skotveiðimenn eru hvattir til hóflegra veiða á grágæs er talið óhætt að auka til muna veiði á heiðagæs. Águst Ólafsson ræðir við Áka Ármann Jónsson Framkvæmdastjóri lækninga á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins óttast að veikt fólk með langvinna sjúkdóma leiti ekki á heilsugæsluna af ótta við Covid-19. Rætt verður við framkvæmdastjóra lækninga síðar í Speglinum. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Sigríði Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Berjatínsla í skógum Norður-Svíþjóðar er í uppnámi í ár vegna heimsfaraldursins. Á ári hverju ferðast þúsundir Taílendinga yfir hálfan hnöttinn til að tína ber í skógum Norður-Svíþjóðar. Vinnan er erfið og slítandi, launin lág og aðstæðurnar minna oft á mansal. Líkt og margar aðrar greinar hagkerfisins, hefur berjaframleiðsla verið í uppnámi vegna heimsfaraldurs COVID. Kári Gylfason í Svíþjóð segir frá Xi Jinping forseti Kína og leiðtogi Kínverska kommúnistaflokksins glímir nú við vaxandi andstöðu innan flokksins vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvarðanir hans hafi verið vondar og hann hafi gert mörg slæm mistök, til að mynda þegar kórónuveirufaraldurinn braust út í Wuhan í lok síðasta árs. Kristján Sigurjónsson sagði frá.
8/21/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 20. ágúst 2020

Umsjón: Arnar Páll Hauksson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að það sé í pípunum að slaka á samkomutakmörkunum innanlands. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segist ekki búast við að fólk verði sektað fyrir brot á grímuskyldu. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir tók saman. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur sent athugasemdir til ríkissaksóknara vegna ummæla sem vararíkissaksóknari viðhafði um hana í gær, bæði á Facebook og á mbl.is. Magnús Geir Eyjólfsson sagði frá. Sálfræðistofan Líf og sál hefur verið fengin til að gera úttekt á starfsumhverfi í borgarráði. Anna Sigríður Einarsdóttir segir frá. Flóðið í Hvítá aðfaranótt þriðjudags er afleiðing hörfunar jökla og gætu slíkir atburðir gerst oftar og víðar, segir Tómas Jóhannesson, jöklasérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Magnús Geir Eyjólfsson ræðir við hann. Sænskum heilbrigðisyfirvöldum virðist ekki hafa tekist að ná hjarðónæmi gegn Covid-19 með því að grípa ekki til harðra aðgerða í vor. Öllu fleiri hafa nú látist þar í landi en á sama tíma í fyrra. Markús Þórhallsson sagði frá. ---- Speglinum ræðir Bergljót Baldursdóttir við Daða Má Kristófersson, umhverfishagfræðing um hugmyndir hóps vísindamanna sem segja að hægt sé að koma í veg fyrir heimsfaraldur ef þjóðir heims verji um tuttugu milljörðum dollara á ári til að draga úr eyðingu skóga og viðskiptum með villt dýr. Miðstjórn ASÍ vill að hlutabótaleiðin verði framlengd um 9 mánuði og að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um tæp 10%. Arnar Páll Hauksson ræddi við Guðrúnu Johnsen hagfræðing hjá VR. Heyrist líka í Bjarna Benediktssyni úr Kastljósi. Þessa vikuna hittast samninganefndir Breta og ESB til að ræða næstu skref Brexit-mála. Sem fyrr fer lítið fyrir fréttum af stórstígum árangri þó flestir búist við einhvers konar samningi. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
8/20/202030 minutes
Episode Artwork

Kynferðisbrot, kostnaður við heimsfaraldur, ströngustu reglur í Evrópu

Spegillinn 19.08.2020 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Tæknimaður: Davíð Berndsen Tilkynningum um kynferðisbrotum hefur fækkað um helming það sem af er ári í samanburði við síðustu þrjú ár. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar útilokar ekki að það tengist kórónuveirufaraldrinum. Rætt við Ævar Pálma Pálmason, nýjan yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar Nýjar reglur tóku gildi á landamærunum í dag. Farþegar voru mishrifnir af þeim en létu þær engu að síður ekki stöðva sig í að heimsækja landið. Rætt við ferðamenn í Leifsstöð. Eftirlit með smitum á landamærum hér á landi er nú með því strangasta sem tíðkast í Evrópu. Rætt við Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum sem segir skynsamlegt fyrir eyríki að gæta vel að landamæraeftirliti í heimsfaröldrum. Miklar breytingar verða á flugvélaflota Icelandair á næstu árum. Sex nýjar Boeing 737 MAX vélar bætast í flotann næstu tvö árin og 16 nýjum vélum við í flotann eftir fjögur ár . Sádí Arabísk yfirvöld segja friðarsamning við Palestínu eina möguleika þeirra á að koma á diplómatískum tengslum við Ísrael. Best væri fyrir Sáda að lausn Palestínudeilunnar væri byggð á friðaráætlun Arababandalagsins. Koma má í veg fyrir heimsfaraldra eins og Covid-19 ef þjóðir heims kæmu sér saman um að setja um tuttugu milljarða dollara á ári í að draga úr eyðingu regnskóga og viðskiptum með villt dýr. Þetta segir hópur alþjóðlegra vísindamanna sem birt hafa grein í vísindatímaritinu Science. Bergljót Baldursdóttir ræddi við dr. Aaron Bernstein, barnalækni sem stýrir miðstöð loftslags-, heilbrigðis- og umhverfismála við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Hann er einn af höfundum greinarinnar. Starfshópur leggur til að 7,7 milljörðum verði varið á næstu þremur árum til mennta og vinnumarkaðsaðgerða. Mögulegt verði að hefja nám á atvinnuleysisbótum. Arnar Páll Hauksson tólk saman Norðmenn vilja meira hvalkjöt. Það er óvænt aukaverkun af kórónaveirunni. Hvalkjöt er þó ekki talið búa yfir lækningamætti heldur hitt að Norðmenn hafa í sumar beint ferðum sínum norður í land á slóðir þeirra fáu hrefnuveiðimanna sem enn eru eftir. Gísli Kristjánsson í Noregi segir frá
8/19/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 18.ágúst 2020

Spegillinn 18.ágúst 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Sóttvarnalæknir hvetur alla til þess að viðhafa tveggja metra regluna eins oft og mögulegt er. Það sé þó hverjum í sjálfsvald sett hvort hann viðhafi fjarlægðarmörk í kringum fólk sem hann er í tengslum við. Kostaðar auglýsingar Samtaka atvinnulífsins á Facebook og Instagram eru ómannúðlegar og niðurlægjandi segir forseti ASÍ Breski auðmaðurinn Jim Ratcliff hyggst reisa tæplega þúsund fermetra veiðihús í landi Ytri Hlíðar í Vopnafjarðarhreppi. Breyta þarf aðalskipulagi hreppsins til að húsið geti risið. Ríkisstjórnarfundur var haldinn á Hellu á Rangárvöllum í dag. Fararsnið er nú komið á lundann sem virðist ætla að fljúga af landi brott frá Eyjum á hefðbundnum tíma þetta árið, eftir að hafa verið seinna á ferðinni undanfarin ár að sögn Erps Snæs Hansen, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands. Lengri umfjallanir: Formaður Kvasis, samtaka símenntunar- og fræðslustöðva, segir að símenntunarstöðvarnar á landinu eigi von á mikilli fjölgun umsókna í haust vegna aukins atvinnuleysis og til að mæta henni þurfi aukið fjármagn. Framkvæmdastjóri Mímis segir að atvinnuleysi og reynslan frá því í hruninu gefa þeim vísbendingu um við hverju sé að búast. Ellefu símenntunarstöðvar eru á landinu og eru þær með starfsstöðvar um allt land. Stöðvarnar eru í eigu sveitarfélaga, verkalýðsfélaga, fyrirtækja og stofnana og eru reknar án hagnaðarsjónarmiða. Í venjulegu árferði skipta nemendur þúsundum. Símenntunarstöðvarnar sinna framhaldsfræðslu fyrir þá sem misst hafa vinnuna og eru virkar í endurmenntun á vinnumarkaði. Þær eru úrræðaaðilar fyrir Vinnumálastofnun og Virk ásamt að sinna fræðslu fyrir fatlað fólk. Flestar þeirra bjóða líka upp á framhaldsfræðslu fyrir fólk sem er með litla eða enga grunnmenntun auk þess sem þær sinna íslenskukennslu fyrir útlendinga o.fl. Bergljót Baldursdóttir talar við Eyjólf Sturlaugsson formann Kvasis og Sólveigu Hildi Björnsdóttur framkvæmdastjóra Mímis. BHM vill að stjórnvöld bregðist strax við auknu atvinnuleysi með því að hækka atvinnuleysisbætur og lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta. Um 4.500 háskólamenntaðir launamenn séu nú á atvinnuleysisskrá. Tekjufall hjá þeim sé mikið. Það geti numið allt að 55%. Arnar Páll Hauksson talar við Þórunni Sveinbjarnardóttur. Þegar breskir nemendur gátu ekki, vegna veirufaraldursins, tekið prófið, sem samsvarar íslenska stúdentsprófinu áttu kennaraeinkunnir að ráða. Á síðustu stundu var svo ákveðið að nota reikniformúla. Þegar heildardæmið var reiknað kom
8/18/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 17.ágúst 2020

Spegillinn 17. ágúst 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Flugfélög gætu þurft að breyta lendingartímum ef mikið álag myndast í sýnatöku eftir að nýjar reglur um komu til landsins taka gildi. Mótmælin gegn Lukashenko forseta Hvíta Rússlands verða sífellt öflugri. Hann segist tilbúinn í nýjar kosningar ef mótmælum linni. Yfirlögregluþjónn segir að breyta þurfi upplýsingum á covid.is til að tryggja samræmi milli upplýsingavefsins og nýjustu auglýsingar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum. Tollstjórinn í Líbanon var handtekinn í dag í tengslum við sprenginguna miklu í Beirút á dögunum. Dómsmál eru í uppsiglingu gegn mörgum líbönskum embættismönnum. Vinna við nýja sjóvarnargarða á Sauðárkróki hófst í morgun. Lengri umfjöllun: Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra útlokar ekki að hlutabótaleiðin verði framlengd. Hann segir að skuldir ríkissjóðs aukist nú um rúmlega milljarð króna á dag. Hann segir ljóst að aðgerðir vegna COVID-19, sem taka gildi á miðvikudaginn, dragi mjög úr ferðavilja hingað til lands. Hann segir að ákvaraðnir séu ekki teknar út frá ferðamönnum, heldur sé verið að horfa til landamæranna. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við Bjarna í dag. Ástandið í Hvíta Rússlandi. Fjölmenn mótmæli hafa nú staðið yfir í Hvíta-Rússlandi, eða Belarús, frá því að kjörstjórn í landinu tilkynnti að Alexander Lúkasjenko hefði verið endurkjörinn forseti með yfir 80 prósentum atkvæða fyrir einni viku. Mótmælin hafa farið stigvaxandi og þeim hefur verið mætt með mikilli hörku af lögreglu og öryggissveitum. Hvíta Rússland hefur nokkra sérstöðu meðal nágrannalýðvelda sinna sem áður voru innan Sovétríkjanna og pólitísk þróun varð þar með allt öðrum hætti en t.a.m. í Eystrasaltsríkjunum eftir fall Sovétríkjanna árið 1990. Jón Ólafsson heimspekiprófessor við Háskóla Íslands hefur lengi fylgst með málum þar eystra. Kristján Sigurjónsson talar við hann. Kvótaúthlutun Evrópusambandið og Brexit. Hugtakið ,,afstæður stöðugleiki“ hljómar eins og hugtak úr heimspólitík kalda stríðsins. Reyndar er hugtakið frá þeim tíma: var, og er enn, lykilhugtak í kvótaúthlutun Evrópusambandsins. Bretar vilja breyttar úthlutunarreglur en saga þessa hugtaks skýrir af hverju Bretum gæti gengið erfiðlega að fá sitt fram. Og ekki auðveldar það Brexit. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
8/17/202030 minutes
Episode Artwork

Allir tvisvar í skimun

Ákvörðunin um að herða á landamæraskimun mun hafa áhrif á ferðavilja fólks segja forsætisráðherra og ráðherra ferðamála. Hún sé þó nauðsynleg. Ferðamálastjóri segir að hér verði engin ferðaþjónusta ef nýjar reglur um skimanir gilda áfram. Það megi búast við að hvorki verði ferðalög til landsins né frá því. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, segir forstjóri Icelandair en breytir þó engu um langtímaáætlanir eða hlutafjárútboð félagsins. Áfram mun draga úr COVID-19 smitum hér á landi út mánuðinn samkvæmt nýju spálíkani sem vísindamenn við Háskóla Íslands, Embætti Landlæknis og Landspítala birtu í dag. Óvissan er þó enn mikil. Konungur Tælands skal tilbeðinn sem Guð og öll gagnrýni á hann kallar á harðar refsingar. Ungt fólk í landinu gagnrýnir nú stjórnarfar í landinu harðlega; ríkisstjórnina, stjórnarskrána og konunginn sjálfan. Drífa Snædal segir það risavaxið verkefni að vinna bug á atvinnuleysinu sem nú mælist á Íslandi. Almennt atvinnuleysi í síðasta máni var nærri 8% Vinnumálastofnun spáir tæplega 9 prósenta atvinnuleysi í þessum og næsta mánuði. Um 17 þúsund er algjörlega á vinnu og um 4 þúsund nýta hlutabóta leiðina eða alls rúmlega 21 þúsund. Hún bindur vonir við vinnumarkaðsúrræði sem verða kynnt á næstunni. Drífa segir þessar atvinnuleysistölur komi ekki á óvart, þær séu í samræmi við spár. Jafnvel aðeins betri en svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Arnar Páll Hauksson talaði við Drífu Snædal. Ef Kamala Harris og Joe Biden næðu kjöri í forsetakosningunum í haust gegn Donald Trump, yrði hún fyrsti kvenkyns varaforseti landsins, fyrsti svarti varaforsetinn og sá fyrsti af asískum uppruna. Hún bauð sig fram í forvali demókrata, náði talsverðu flugi í upphafi, réðst nokkuð harkalega á Joe Biden í kappræðum en fylgið dalaði og hún dró framboð sitt til baka. Pálmi Jónasson segir frá. Í Osló, höfuðborg Noregs, er stefnt að því að hefja skólastarf með hefðbundnum hætti eftir helgina þrátt fyrir að borgin sé orðin rautt smitsvæði. Kórónuveiran hefur breiðst ört út síðustu daga og er smitbylgjan rakin til utanlandsferða fólks í sumar og drykkjuskapar skólanema í almenningsgörðum borgarinnar. Gísli Kristjánsson segir frá.
8/14/202030 minutes
Episode Artwork

Stjórnvöld styðja menninguna, Akureyrarsónninn, framhaldsskólar

Spegillinn 13.8.2020 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Íslenskar ferðaskrifstofur hafa aflýst öllum ferðum til meginlands Spánar frá 20. ágúst fram í október. Alls hafa stóru ferðaskrifstofurnar þrjár aflýst ferðum að verðmæti tveimur milljörðum vegna faraldursins. Sóttvarnalæknir segir að ekkert bendi til að sóttvarnareglur hafi verið brotnar þegar starfsmaður hjúkrunarheimilis fór til vinnu á meðan maki hans var í einangrun vegna gruns um kórónuveirusmit. Um þrjátíu hópsýkingar hafa komið út frá einu smiti innanlands en ekki er vitað hvernig þær tengjast. Rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Stjórnvöld skoða nú tillögur sem félög tónlistarmanna hafa sett fram um hvernig halda megi tónlistarlífi landsins gangandi. Menntamálaráðherra á von á því að stutt verði betur við menningarlífið í landinu. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. Ráðgátan um „Akureyrarsóninn" svokallaða heldur áfram. Spegillinn ræddi við Akureyringa en skiptar skoðanir eru um þetta dularfulla hljóð. Óðinn Svan Óðinsson, ræddi við íbúa á Akureyri, meðal annars við Björn Þorláksson um hljóðið torkennilega Kennsla í flestum framhaldskólum verður með óvenjulegum hætti vegna kórónuveirunnar. Bekkjum í Menntaskólanum í Reykjavík verður skipt í tvennt. Annar helmingurinn mætir í skólann en hinn fylgist með kennslunni heima. Arnar Páll Hauksson, ræddi við Elísabetu Ziemsen, rektor Menntaskólans í Reykjavík Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans flyst tímabundið til Íslenskrar erfðagreiningar. Þar með mun afkastagetan hennar aukast til muna. Rætt við Karl G Kristinsson, yfirlækni sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands, segir vænlegustu leiðina til að koma í veg fyrir að fólk festist í langtímaatvinnuleysi vera að gefa því kost á að bæta þekkingu sína og hæfni. Þannig megi styrkja launafólk og efnahags- og atvinnulífið til langs tíma.
8/13/202030 minutes
Episode Artwork

Ísland rautt land hjá Norðmönnum

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir hverfandi líkur á að fólk geti veikst oftar en einu sinni af COVID-19. Fyrirtækið ætlar að rannsaka hvort þeir sem ekki mynda mótefni gegn veirunni séu samt ónæmir fyrir henni. Frá miðnætti aðfaranótt laugardags verða allir sem fara frá Íslandi til Noregs að fara í 10 daga sóttkví. Ísland er komið á rauða listann hjá Norðmönnum. Mótmæli halda enn áfram í Beirút þrátt fyrir afsögn ríkisstjórnar landsins. Nokkrir hafa verið nefndir sem arftakar Hassans Diab en kallað er eftir viðamiklum umbótum í stjórnmálum og efnahagslífi Líbanons. Leyfi sem skoska fyrirtækið Skyrora fékk til þess að skjóta eldflaug á loft frá Langanesi tók gildi í dag. Nú er beðið eftir hagstæðum veðurskilyrðum. Þúsundum tónlistarviðburða hefur verið aflýst hér á landi og gríðarlegt tekjufall er hjá tónlistarfólki. Samstarfshópur tónlistarmanna á nú í viðræðum við stjórnvöld um hvernig halda megi tónlistarlífi gangandi. Bergljót Baldursdóttir talar við Guðrúnu Björk Bjarnadóttur og Maríu Rut Reynisdóttir. Sjávarútvegsmálin eru erfiður hjalli í samningum Breta við Evrópusambandið. Þau mál mótast meðal annars af tilurð fiskveiðistefnu ESB og þar koma þorskastríðin beint og óbeint við sögu. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
8/12/202030 minutes
Episode Artwork

Tilslökun vegna Covid-19, snertiíþróttir og veiðileyfi

Spegillinn 11.082020 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Sóttvarnalæknir boðar tilslökun á tveggja metra reglu innan veggja skólanna. Þar verður miðað við einn metra á milli fólks. Áfram verður miðað við hundrað manna samkomutakmarkanir. Rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnarlækni Sóttvarnalæknir segir að það komi ekki á óvart að lagt sé til að Ísland fari á lista yfir svokölluðu rauð lönd. Hann bendir á að nokkur smit hér á landi vegi mun þyngra en í fjölmennari löndum. Hann telur að það það sé að takast að ná böndum á faraldurinn hér. Þá ættu smitum að fækka hratt o líklegt að Ísland verði fljótt tekið af rauðum listum. Arnar Páll Hauksson, ræddi við Þórólf Guðnason, sóttvarnarlækni Stjórnvöld þurfa að gera heildarúttekt á áhrifum opinna landamæra á Ísland - ekki aðeins á ferðaþjónustuna, segir Guðrun Johnsen, efnahagsráðgjafi VR og hagfræðingur hjá Rannsóknastofnuninni CEP í Sviss. Veirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á samfélög víða um heim en efnahagskerfi og ekki síst heilbrigðiskerfi landa ráða mis vel við faraldurinn. Bergljót Baldursdóttir talaði við Guðrúnu. Íslendingar og Færeyingar verða framvegis að fara í 14 daga sóttkví við komu til Grænlands. Landsstjórnin í Nuuk tilkynnti í dag að farþegar frá Færeyum og Íslandi væru ekki lengur undanþegnir reglum um sóttkví vegna fleiri kórónaveirusmita í löndunum. Frá þessu er skýrt í grænlenska blaðinu Sermitsiaq. Yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum segir líklegra að íþróttafólk smitist af COVID-19 utan íþróttanna en í þeim. Ef snertiíþróttir fullorðinna verði leyfðar á ný sé ábyrgðin á að forðast smit sett á herðar íþróttafólksins. Rætt við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá Almannavörnum Rússar tilkynntu í morgun að þar í landi hefði fyrsta bóluefni heimsins gegn Covid-19 verið skráð. Ríkar kröfur eru gerðar við framleiðslu nýrra bóluefna en á annað hundrað efna eru í rannsóknarferli. Sala á veiðileyfum í sumar hefur gengið betur en á horfðist í vor. Mikil veiði hefur verið í Eystri-Rangá og Hofsá virðist vera að sækja í sig veðrið á ný. Rætt við Jón Helga Björnsson formann Landsambands veiðifélaga
8/11/202030 minutes
Episode Artwork

Ríkisstjórn Líbanons segir af sér

Sóttvarnalæknir segir í höndum stjórnvalda að taka ákvörðun um framtíð sýnatöku á landamærum. Hann boðar tillögur um breytingar á sýnatöku Íslendinga við heimkomu frá útlöndum. Mývetningar og íbúar í Dalabyggð eru reiðir vegna verðhækkana í verslunum Samkaupa í sinni heimabyggð. Forstjóri Samkaupa segist skilja reiðina en segir reksturinn þurfa að vera sjálfbæran. Kerlingarfjöll voru friðlýst í dag. Friðlýsta svæðið er um þrjú hundruð og fimmtíu ferkílómetrar. Friðlýsingar hafa verið tíðar það sem af er þessu ári. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fari fram í haust. Aukin spenna er hér á landi vegna komu ferðamanna til landsins eftir að önnur bylgja veirunnar fór af stað og raddir þeirra sem vilja loka landinu fyrir ferðamönnum eru háværari. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, benti á á fundi Almannavarna í dag að ef aðgerðir eru hertar á landamærum sé hægt að slaka meira á innanlands og öfugt. Það sé stjórnvalda að taka ákvörðun. Bergljót Baldursdóttir tók saman. Heyrist í Þórólfi Guðnasyni, Kára Stefánssyni, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Gylfa Zoega. Það greindust aðeins 2 smit innanlands í gær og 2 á landamærunum. Það eru 114 einstaklingar í einangrun og þar af 3 á spítala og 938 eru í sóttkví. Veiran skaut hressilega upp kollinum um daginn en smitum hefur fækkað síðustu daga. Hins vegar er ljóst að við eigum eftir að kljást við COVID í langan tíma. Það kom fram á almannavarnafundinum í dag og hefur reyndar gert áður að það eru stjórnvöld sem taka lokaákvörðun þegar kemur að takmörkunum í tengslum við kórónuveiruna. Ef ákvörðun verður tekin um að slaka á á landamærunum verður að herða aðgerðir innanlands og öfugt. Arnar Páll Hauksson talaði við Helgu Völu Helgadóttur og Óla Björn Kárason.
8/10/202030 minutes
Episode Artwork

Íslendingar að utan kannski í sóttkví. Rasismi á Íslandi. Umhvefið og

Karlmaður á sjötugsaldri er grunaður um að hafa orðið valdur að brunanum á Bræðraborgarstíg í gær, þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu nú rétt fyrir fréttir. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að senda Íslendinga sem koma frá áhættusvæðum í sóttkví, þrátt fyrir að sýni úr þeim reynist neikvætt við landamæraskimun. Formaður stéttarfélagsins Framsýnar í Þingeyjarsýslu segir brýnt að tryggja hópnum sem í gær missti vinnuna í kísilveri PCC á Bakka atvinnu sem fyrst. Staðan sé grafalvarleg. Björk Guðmundsdóttir ætlar að halda tónleika á Íslandi í sumar. Með því vill hún bregðast við breyttum aðstæðum tónlistarfólks. Það ræðst á næstu klukkustundum hvort félagsmenn írsku stjórnmálaflokkanna þriggja sem hafa komið sér saman um að mynda ríkisstjórn fallast á stjórnarmyndunina. Lengri umfjallanir: Samtaka ferðaþjónustunnar telja áhyggjuefni ef lokað verður á bandaríska ferðamenn lengi eftir 1. júlí. Félagsfræðingur segir að meirihlutahópurinn í samfélaginu þurfi að taka afstöðu gegn rasisma. Ungar konur af erlendum og blönduðum uppruna hafa undanfarið látið í sér heyra á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Ýmsir telja að kórónuveiruváin sé brýn áminning um hættuna sem heiminum stafi af loftslagsbreytingum. Spegillinn er nú farinn í sumarfrí en verður aftur á dagskrá um miðjan júlí.
6/26/202030 minutes
Episode Artwork

Staðan í flugheiminum. Plastendurvinnsla. Loftslagsáhrif stórgosa.

Fólkið sem var flutt slasað á sjúkrahús frá brennandi húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í dag er allt á gjörgæslu. Slökkvistarfi í húsinu er ekki lokið og mikil vinna eftir. Slökkvilið hefur náð fullri stjórn á útbreiðslu eldsins. Sveitarstjóri Norðurþings segir tímabundna lokun kísilvers PCC á Bakka vera mikið högg fyrir sveitarfélagið. 80-90 manns misstu vinnuna þar í dag. Hamas samtökin segja að láti Ísraelsmenn verða af því að innlima landsvæði á Vesturbakkanum jafngildi það stríðsyfirlýsingu. Lengri umfjallanir: Formaður Flugfreyjufélagsins segir að búast megi við að umhverfi flugheimsins hafi breyst til frambúðar. Forsvarsmaður eina fyrirtækisins sem endurvinnur plast á Íslandi segir að gera megi meiri kröfur til framleiðenda. Rannsókn á borkjarna úr Grænlandsjökli bendir til þess að fall Júlíusar Sesars megi að hluta rekja til atburðar sem varð hinu megin á jarðkringlunni á sama tíma.
6/25/202030 minutes
Episode Artwork

Menntamálaráðherra höfðar mál

Menntamálaráðherra hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum til að fá ógiltan úrskurð Kærunefndar jafnréttismála, sem taldi ráðherrann hafa brotið lög við ráðningu ráðuneytisstjóra. Seðlabankinn hefur samið við bankana um stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja vegna Covid-faraldursins. Það vekur áhyggjur að fjármálaráðherra lýsi yfir að loforð sem stjórnvöld hafi gefið í tengslum við lífskjarasamninginn séu í raun marklaus, segir forseti Alþýðusambandsins. Sambandið vill fund með stjórnvöldum um samninginn. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ráð fyrir að staðfest kórónuveirusmit í heiminum nái tíu milljónum í næstu viku. Stofna á ferðaábyrgðasjóð til endurgreiða pakkaferðir sem féllu niður vegna COVID 19. Þetta kemur fram í nýju frumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Horfur eru á að Ísland losni af gráum lista alþjóðlegra samtaka sem berjast gegn peningaþvætti í október. Rætt var við framkvæmdastjóri Landverndar og prófessor sem stýrði mati á áhrifum loftslagsaðgerða stjórnvalda um forsendur nýrrar aðgerðaáætlunar . Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Auði Önnu Mangúsdóttur og Brynhildi Davíðsdóttur. Í skrifstofum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel hefur COVID-19 veiran skyggt á Brexit. Fátt áþreifanlegt hefur hafst upp úr samningaviðræðum Breta við Evrópusambandið, sem staðið hafa síðan í byrjun mars, um framtíðarviðskiptasamband. Í síðustu viðræðulotu virðist þó hafa náðst sameiginlegur skilningur sem hægt verður að byggja á. En nýr samningur ætti að taka gildi um áramótinn og tíminn til að klára viðræðurnar er naumur. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
6/24/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 23. júní. Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Miðlunartillaga.

Ekkert fyrirtæki hefur fengið brúarlán þó þrír mánuðir séu liðnir frá því stjórnvöld kynntu úrræðið. Fjármálaráðherra segir að boltinn sé hjá bönkunum. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Mexíkó þegar jarðskjálfti að stærðinni 7,4 reið yfir í suðurhluta landsins síðdegis í dag - mörg hundruð sinnum sterkari en skjálftarnir fyrir Norðurlandi um helgina. Stjórnvöld standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 og gott betur. Þetta er fullyrt í uppfærðri aðgerðaáætlun sem kynnt var í dag. Guðni Th. Jóhannesson nýtur stuðnings mikils meirihluta kjósenda í komandi forsetakosningum samkvæmt nýrri Gallupkönnun. Sjö prósent kjósenda hyggjast kjósa Guðmund Franklín Jónsson. Ef miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins verður samþykkt á gerðardómur að skila úrskurði eigi síðar en 1. september.
6/23/202030 minutes
Episode Artwork

Færri skjálftar

Helmingi færri skjálftar hafa mælst fyrir norðan land í dag en í gær. Íbúar á Siglufirði eru rólegir þrátt fyrir mikinn hamagang í stærstu skjálftunum. Sóttvarnalæknir segir að hlutfall smitaðra ferðamanna sé mjög lágt. Tveir ferðamenn af fimm þúsund og fimm hundruð hafi greinst með virkt smit. Leita þarf aftur til ársins 1961 til að finna færri ferðamenn hér á landi í aprílmánuði. Aðeins rétt rúmlega 900 erlendir ferðamenn komu hingað í apríl. Nýr sáttafundur hefur verið boðaður á morgun í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair. Deilendur sátu átta klukkustunda fund í dag. Fimmtíu ár eru í dag frá því að hljómsveitin Led Zeppelin hélt hljómleika í Laugardalshöll. Áherslur við mat á forsendum kjarsamninga voru meðal þess sem rætt á formanna fundi Alþýðusambandsins sem efnt var til í dag. Forsendur lífskjarasamningsins sem undirritaður var í fyrra verða metnar í september. Arnar Páll Hauksson talaði við Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandisns. „Það eru allir að tala um hvernig þurfi að breyta tískubransanum því kerfið gengur ekki upp,“ þetta segir Áslaug Magnúsdóttir, kaupsýslukona og eigandi tískumerkisins Kötlu. Heimsfaraldurinn leiði vonandi til endurskoðunar á framleiðsluferlum og þeirri hugmynd að það þurfi að koma nýjar fatalínur í búðirnar á nokkurra vikna fresti. Arnhildur Hálfdánardóttir tala við Áslaugu Magnúsdóttur.
6/22/202030 minutes
Episode Artwork

Viðræður hjúkrunarfræðinga halda áfram

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið upplýsti héraðssaksóknara um það þegar börn Þorsteins Más Baldvinssonar keyptu stóran hlut í Samherja í nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hlé var gert á samningafundi hjúkrunarfræðinga og ríkisins á sjötta tímanum í dag. Haldið verður áfram klukkan hálftíu á morgun og reynt til þrautar að ná samningum áður en verkfall hjúkrunarfræðinga hefst á mánudag. Þá var fundað í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair í dag. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur ekki áður fengið jafnmargar tilkynningar í einum mánuði og hún fékk í maí. Drög að skýrslu Capacent um veika stjórnsýslu loftslagsmála eru ekki áfellisdómur heldur leiðarljós, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Kvenréttindadagurinn er í dag og þess minnst að 19. júní 1915 fengu íslenskar konur, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Sextíu ár eru í dag frá fyrstu Keflavíkurgöngunni. Starfsmaður BYKO í Kópavogi segir ómögulegt að giska á hve margir sólpallar hafa verið smíðaðir úr öllu því timbri sem selst hefur undanfarið. Salan sé mun meiri en undanfarin ár Drög að skýrslu um stjórnsýslu loftslagsmála eru ekki áfellisdómur heldur leiðarljós. Þetta er mat umhverfisráðherra. Þegar hafi verið brugðist við hluta gagnrýninnar í drögunum. Loftslagsráð bað Capacent að vinna skýrsluna en ráðherra pantaði hana. Í stuttu máli lýtur gagnrýnin að því að stjórnsýsla í loftslagsmálum sé veik og óskilvirk, ábyrgðarskipting óljós og það skorti samræmda heildarsýn. Þá liggi ekki fyrir hvernig Ísland hyggst standa við markmið Parísarsamkomulagsins og loforð um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Guðmund Inga Guðbrandsson. Sáttafundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og stóð yfir í allan dag. Hlé var gert á fundi á sjötta tímanum og áfram verður fundað í fyrramálið. Samningamenn voru tregir til að tjá sig en að það sé gert hlé á fundi þýðir að menn eru tilbúnir að halda áfram að ræða saman áður en verkfall hjúkrunarfræðinga hefst á mánudag. Krafa þeirra er að grunnlaun hækki um 25% á samningstímanum. Ef tekið er tillit til hækkunar sem gert var ráð fyrir í kjarasamningi sem var felldur og er í samræmi við lífkjarasamningi þýðir þessi krafa að farið er fram á um 10 prósenta hækkun launa umfram lífskjarasamninginn. Ríkið getur ekki fallist á það. Það geti sprengt forsendur annara samninga. Arnar Páll Hauksson talar við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Öldu Margréti Hauksdóttur Tæpur þriðjungur l
6/19/202030 minutes
Episode Artwork

18. júní: Stjórnsýsla loftslagsmála. Þingvallavatn. Heilbrigðisgagnafr

Verkfall hjúkrunarfræðinga hefst að óbreyttu eftir fjóra daga en boðað hefur verið til sáttafundar í fyrramálið. Komi til verkfalls mun Landspítali fresta allri þjónustu sem hægt er að fresta. Tveir af um þrjú þúsund manns sem komið hafa hingað til lands frá því skimun hófst á landamærunum hafa greinst með virkt COVID-19 smit. Landlæknir lýsir áhyggjum af hugsanlegu verkfalli hjúkrunarfræðinga. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vonast til að á þessu ári verði hægt að framleiða nokkrar milljónir skammta af bóluefni gegn veirunni sem veldur COVID-19. Lengri umfjallanir: Stjórnsýsla loftslagsmála er um margt veik og fátt bendir til þess að Ísland standi við markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu sem Capacent vinnur fyrir Loftslagsráð. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá. Doktor Pétur M. Jónasson vatnalíffræðingur er 100 ára í dag, 18. júní. Hið íslenska náttúrufræðifélag heiðrar Pétur með því að tileinka honum nýjasta hefti Náttúrufræðingsins. Í því er fjallað um Þingvallavatn og rannsóknir á lífríki og vistfræði þess. Kristján Sigurjónsson ræðir við Hilmar Malmquist. Eftir tuttugu ára baráttu fengu heilbrigðisgagnafræðingar því framgengt að nám þeirra var fært upp á háskólastig. Við það stórjókst aðsókn í námið. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Hólmfríði Einarsdóttur.
6/18/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 16. júní 2020

Spegillinn 16, júní 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Sóttvarnalæknir segir að smit dagsins í dag sé bakslag miðað við þróun faraldursins hérlendis undanfarið. 860 eru væntanlegir til Íslands í gegnum Keflavíkurflugvöll í dag en mikilvægt sé að þau haldi sig í sóttkví þar til niðurstaða úr skimun er ljós. Dómarareynsla úr Landsrétti hafði áhrif á hæfnismat umsækjenda um stöðu landsréttardómara. Sú reynsla byggði á fyrri skipun umsækjendanna í Landsrétt sem Mannréttindadómstóll Evrópu taldi ekki standast mannréttindasáttmála Evrópu. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að alltaf megi búast við sveiflum í nytjastofnum sjávar. Því sé það ekki áfall þó Hafrannsóknastofnun leggi til að dregið verði úr þorskveiðum. Aldrei í sögu Háskóla Íslands hafa borist fleiri umsóknir í hjúkrunar-, leikskólakennara- og tæknifræðinám. Skapandi greinar eins og tölvuleikir hafa skilað Finnum gríðarlegum verðmætum. Hnífsstunguárás í Reykjavík í gærmorgun er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Maðurinn sem réðist á konu með hnífi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til þrettánda júlí. Félag prófessora við ríkisháskóla mótmælir harðlega því sem það kallar pólitísk afskipti fjármála- og efnahagsráðuneytisins af ráðningu ritstjóra hagfræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review sem norræna ráðherranefndin gefur út. Hafrannsóknarstofnun hefur hækkað ráðlagðan heildarafla grásleppu. Háskólinn á Akureyri kann að þurfa að hafna allt að helmingi þeirra sem sótt hafa um nám við skólann í haust komi ekki til aukin fjárveiting frá ríkinu. Lengri umfjöllun: Þetta er ekki áfall. Við eigum alltaf að búast við því að það geti orðið sveiflur í nytjastofnum sjávar. Þetta eru viðbrögð Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, við því að Hafrannsóknarstofnun leggur til að dregið verði úr þorskveiðum sem nemur 15 þúsund tonnum á næsta fiskveiðiári. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem stofnunin leggur til að dregið verði úr þorskveiðum. Guðmundur Þórðarson fiskifræðingur hjá Hafó segir að ástæðan fyrir sex prósenta skerðingu þorsveiða sé að vísitala milli árganga sé lélegri en talið var. 2016 árgangurinn var lélegur og gert var ráð fyrir því en ekki að fallið yrði svona mikið og raun ber vitni. Arnar Páll Hauksson talaði við Guðmund og Heiðrúnu. Helmingur ljósmæðra hættir á næstu tíu til fimmtán árum og það er farið að bera á skorti. Hugsanlega er nýliðunin þó aðeins að glæðast. Áslaug Valsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Ísland
6/16/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 15. júní 2020

Spegillinn 15, júní 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Um níu hundruð flugfarþegar voru skimaðir við komuna til landsins í dag. Allir völdu að fara í skimun og enginn í sóttkví. Átta flugvélar komu til landsins og jafnmargar fóru utan. Lágmarksviðgerð á húsnæði Sýkla- og veirufræðideildar Landspítala gæti kostað fjögur hundruð milljónir króna. Stjórnendur Landspítala hafa hug á að færa deildina en það gæti tekið nokkra mánuði. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tilkynnti við upphaf þingfundar í dag að hún væri hætt sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hún tiltók meðal annars hvernig meirihlutinn hefði ákveðið að hætta frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra. Hún sagði grafið undan eftirlitshlutverki þingsins. Ný ríkisstjórn tekur við völdum á Írlandi á næstunni. Samkomulag hefur tekist um myndun nýrrar stjórnar, en fjórir mánuðir eru liðnir frá kosningum. Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins er lokið. Hann stóð í þrjár klukkustundir. Samninganefndirnar hafa viku til að semja, annars hefst ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga á mánudagsmorgun, 22. júní. Forsætisráðherra Bretlands segist vongóður um að skrifað verði undir nýjan viðskiptasamning við Evrópusambandið í næsta mánuði. Tæplega helmingi fleiri hafa greitt atkvæði utan kjörfundar í forsetakosningunum núna en á sama tíma fyrir fjórum árum. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá í maí var um 40%. Atvinnuleysi meðal þeirra er nærri 25%. Lengri umfjöllun: Losað var um ferðatakmarkanir til landsins í dag 15. júní - við landamærin á Keflavíkurflugvelli gátu farþegar á leið til landsins farið í skimun eða sýnatöku, en fram til þessa hafa farþegar þurft að far í 14 daga sóttkví. Átta flugvélar komu til landsins, sú fyrsta lenti rétt fyrir klukkan 10 í morgun, en suú síðasta lenti upp úr klukkan fjögur. Þrjár vélar komu frá Kaupmannahöfn, hinar frá Lundúnum, Ósló, Frankfurt, Stokkhólmi og Vogum í Færeyjum. Undirbúningur fyrir þennan dag hefur staðið linnulaust undanfarnar vikur því að mörgu var að hyggja. Kristján Sigurjónsson ræðir við Víði Reynisson yfirlögregluþjón og Sigrúnu Davíðsdóttur fréttmann og Spegilskonu, sem kom með fyrstu vél frá London í morgun, um gang mála í dag í beinni útsendingu. . Atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara hér á landi í maí var nærri 25%. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá er nú um 40%. Atvinnuleysi á Suðurnesjum dróst saman um 5 prósentustig og mælist nú tæp 20 %. Arnar Páll Haukss
6/15/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 12. júní.

Fórnarlamb manns, sem Landsréttur dæmdi á miðvikudag í fimm ára fangelsi vegna kynferðisbrota gegn þremur börnum, ætlar að sækja bætur vegna mistaka sem gerð voru við rannsókn málsins. Ferðamálaráðherra vonar að nýr ferðaábyrgðarsjóður geti hjálpað bæði ferðaskrifstofum og þeim sem hafa átt viðskipti við þær. Slakað verður á ferðatakmörkunum aðfaranótt mánudags. Komi upp smit telur sóttvarnalæknir að hægt verði að grípa til vægari aðgerða en áður. Sænska ríkisútvarpið hefur ekki efni á að kaupa eintak af rannsóknarskýrslu um morðið á Olof Palme. Ríkislögreglustjóri vill rannsaka hvort kynþáttafordómar þrífist innan lögreglunnar og rýna í samskipti hennar við innflytjendur. Umræðan um kynþáttafordóma og lögregluofbeldi vestanhafs hafi ýtt við lögreglunni hér. Samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins um framtíðarviðskiptasamband ganga treglega og sem fyrr eru fiskveiðimálin þrándur í götu. Mohamedou Slahi var ranglega vistaður í Guantanamo-búðunum í meira en 14 ár. Nú er verið að gera kvikmynd um hann í Hollywood, og segist hann hafa fyrirgefið kvölurum sínum.
6/12/202030 minutes
Episode Artwork

Þorvaldur ekki heppilegur samstarfsmaður ráðuneytisins

Fjármálaráðherra segir að Þorvaldur Gylfason hafi ekki verið heppilegur samstarfsmaður ráðuneytisins sem ritstjóri hagfræðitímarits vegna gagnrýni hans á ríkisstjórnir Íslands síðustu ár. Launaliðurinn var ekki ræddur á samningafundi hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag. Viðræðurnar eru erfiðar og þungar, en boðað hefur verið til nýs fundar eftir helgi. Landlæknir segir líklegt að fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga muni hafa áhrif á sýnatöku vegna COVID-19 á landamærum. Sýnatakan sé á ábyrgð lækna og hjúkrunarfræðinga. Bandaríkjastjórn hótar að beita saksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins refsiaðgerðum ákveði þeir að ákæra bandaríska hermenn fyrir stríðsglæpi í Afganistan. Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við að vextir verði lagðir á hlutdeildarlán ríkisins ef tekjur lántakenda hækka á lánstímanum. Rúmum þremur milljörðum verður varið til að hvetja útlendinga að koma til Íslands og hvetja Íslendinga til að ferðast um landið. Loks á að fara í herferð til hvetja landsmenn til að velja íslenskt. Arnar Páll Hauksson talar við Sigurð Hannesson. Það hefur myndast gap á milli lögreglunnar og almennings og það ber meira á vantrausti og virðingarleysi. Þetta er mat tveggja varðstjóra í Kópavogi. Þeir sinna samfélagslöggæslu og starfið lýtur meðal annars að því að vinna traust innflytjenda. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Hrein Júlíus Ingvarsson og Unnar Þór Bjarnason.
6/11/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 10.

Velkomin að Speglinum, Arnhildur Hálfdánardóttir er umsjónarmaður. Til greina kemur að herða aftur á takmörkunum á landamærum ef vart verður við COVID-19 smit í samfélaginu eftir 15. júní. Þetta kom fram á blaðamannafundi heilbrigðisráðherra í dag. Sænskir blaðamenn gagnrýna niðurstöðuna rannsóknar ríkissaksóknara á morðinu á Olof Palme. Sumir velta því upp hvort ættingjar meints morðingja geti stefnt stjórnvöldum fyrir meiðyrði. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja nýtt áhættumat Hafrannsóknastofnunar þrengja að möguleikum til fiskeldis. Gagnrýni Landsambands veiðifélaga á matið sé fráleit. Talsmaður fyrirtækis sem vill reisa vindorkuver í Dalabyggð segir áhyggjur af hljóðmengun óþarfar. Engin ástæða sé til að skerpa á lögum um vindorkuver. Innan raða lögreglunnar starfa sárafáir innflytjendur og hlutfall innflytjenda í lögreglunámi hefur lækkað skarpt eftir að námið færðist á háskólastig. Lektor í lögreglufræði telur brýnt að lögreglan endurspegli samfélagið og lögmaður vill kanna hvort rasismi þrífst innan löggunnar.
6/10/202030 minutes
Episode Artwork

Útför George Floyd, Hjúkrunarfræðingar vilja 25%, opnun landamæra

Spegillinn 9.6.2020 Umsjónarmaður Bergljót Baldursdóttir Útför George Floyd, sem lést í vörslu lögreglu í Bandaríkjunum fyrir hálfum mánuði, fór fram í dag að viðstöddu fjölmenni. Ríkissáttasemjari hefur boðað sáttafund í deilu hjúkrunarfræðinga og ríksins á fimmtudaginn. Hjúkrunarfræðingar vilja að grunnlaun hækki um 25% á samningstímanum. Hjúkrunarfræðingar krefjast þess að laun þeirra hækki um 10% umfram lífskjarasamninginn. Ríkissáttasemjari sá ekki ástæðu til að boða nýjan fund að svo stöddu eftir árangurslausan fund í gær. Í dag boðaði hann hins vegar til næsta sáttafundar á fimmtudaginn. Ótímabundið verkfall á að hefjast eftir tæpar tvær vikur. Arnar Páll Hauksson sagði frá Til stendur að opna ytri landamæri Schengen-svæðisins fyrsta júlí. Dómsmálaráðherra segir að stefnt sé að opnun landamæra Íslands hvort sem önnur lönd innan svæðisins gera það eður ei. Þorvaldur Gylfason þótti of viðloðinn stjórnmál til að hljóta meðmæli fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem ritstjóri samnorræns fræðitímarits. Hann taldi ráðninguna frágengna en tveimur vikum síðar var hún dregin til baka. Hæstaréttardómari í Brasilíu hefur úrskurðað að ríkisstjórn Bolsonaro, forseta landsins, beri að birta upplýsingar um þróun Covid-19 farsóttarinnar. Búast má við töfum á umferð um hringveginn í Mosfellsbæ í allt sumar, en þar eru að hefjast framkvæmdir við tvöföldun Vesturlandsvegar í norðurátt. Nýlega voru samþykkt lög á Alþingi um vernd uppljóstrara og taka þau gildi um næstu áramót. Þar er í fyrsta sinn komin heildstæð löggjöf um vernd uppljóstrara og er markmið laganna að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr henni, eins og segir í lögunum. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Halldóru Þorsteinsdóttur, lektor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Fasteignamat næsta árs var kynnt fyrir sléttri viku. Það hækkaði um 2,1% frá fyrra ári. Sveitarfélög miða við fasteignamatið þegar þau leggja á fasteignagjöld. Matið er í raun þak þeirra en skatthlutfall vegna íbúðarhúsa og sumarhúsa má nema allt að hálfu prósenti af fasteignamati. Það getur verið strembið að meta virði fasteigna, sérstaklega á minni stöðum þar sem eru fáar hreyfingar á markaði. Árlega endurmetur Þjóðskrá virði allra fasteigna á Íslandi, alls ríflega 200 þúsund eigna. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Margréti Hauksdóttur forstjóra Þjóðskrár
6/9/202030 minutes
Episode Artwork

15 þúsund fyrir skimun

Um næstu mánaðamót verða bæði útlendingar og Íslendingar sem koma til landsins að greiða 15 þúsund krónur fyrir skimun, velji þeir að fara ekki í 14 daga sóttkví. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hefur áhyggjur af að skimunargjaldið verði til þess að þeir sem áttu bókaðar ferðir hætti við að koma til Íslands. Vegna þessa nýja gjalds, sé mögulegt að afbóka án þess að greiða afbókunargjald. Tvær danskar ferðaskrifstofur sem sérhæfa sig í ferðum til sólarlanda eru byrjaðar að bjóða pakkaferðir til Íslands og Færeyja. Árangurslaus samningafundur var í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag. Sáttasemjari sér ekki ástæðu til að boða nýjan fund að svo stöddu. Hjúkrunarfræðingar hafa boðað verkfall frá 22. júní. Undanfarna sex mánuði fjölgaði mest í Siðmennt og mest var fækkunin í Þjóðkirkjunni. Yfir 50 trúfélög eru skráð á Íslandi. Fyrsta skrefið að því að opna landamæri Íslands verður stigið eftir viku, 15. júní. Í mjög stuttu máli verða allir sem koma til landsins skimaðir fyrir kórónuveirunni eða þeir sem kjósa að fara ekki í sóttkví. Hún verður ókeypis fystu tvær vikurnar en eftir það verða ferðamenn að greiða 15 þúsund krónur. Landamæri Íslands hafa reyndar verið opin frá því að veiran byrjaði að herja hér en allir sem hafa komið og koma til landsins hafa þurft að fara í 14 daga sóttkví. Arnar Páll Hauksson talar við Bjarnheiði Hallsdóttur. Tölur um COVID-19 smit og dauðsföll meðal heilbrigðisstarfsfólks er eitt af því sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin telur brýnt að kanna og draga lærdóm af, meðal annars til að draga úr smithættu og efla öryggi heilbrigðisstarfsfólks. Upplýsingum um smit í þessum hópi er ekki safnað á Íslandi. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
6/8/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 5. Júní

Velkomin að Speglinum, Arnhildur Hálfdánardóttir er umsjónarmaður. Forstjóri Landspítalans segir það alvarleg tíðindi að hjúkrunarfræðingar ætli að boða til verkfalls. Það trufli þjónustu spítalans, en bráðaþjónustu verði sinnt. Formaður samninganefndar ríkisins segir kröfur hjúkrunarfræðinga meiri en samið hefur verið um við aðra. Hrópað var að forseta Namibíu þegar hann hélt stefnuræðu í þjóðþinginu í gær. Hann var spurður hvort hann eða fjölskylda hans tengdust Samherjamálinu en sagðist hafa verið ráðlagt að ræða ekki mál sem væri fyrir dómi. Sagnfræðiprófessor segir að það sé ekki lengur móðgun að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Hann segir það jákvætt að þeir fái mótframboð. COVID-19 farsóttin hefur dregið yfir fjörutíu þúsund til dauða í Bretlandi, samkvæmt opinberum tölum. Byrjað er að slaka á viðbúnaði sem átti að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar. Stéttaskipting og félagslegt misrétti eru meðal ástæðna þess að Brasilía hefur farið mjög illa út úr kórónuveirufaraldrinum
6/5/202030 minutes
Episode Artwork

Guðni Th. Jóhannesson. Horfur í flugmálum.

Ekki er meirihlutastuðningur á Alþingi við frumvarp ferðamálaráðherra, um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða aflýstar ferðir með inneignarnótu í stað peninga. Þetta segir ráðherrann sjálfur. Grunsemdir um meiriháttar fjárdrátt í máli tveggja systra með heilabilun vöknuðu þegar þeim voru skipaðir lögráðamenn fyrir þremur árum. Starfsemi Landspítala raskast minna í sumar en undanfarin sumur. Forstjóri spítalans segir að betur gangi að fá fólk til afleysinga nú en áður. Hersýningu í París í tilefni þjóðhátíðardags Frakklands 14. júlí hefur verið aflýst vegna COVID-19. Sýningin hefur ekki fallið niður frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Vont kólesteról hefur aukist verulega í blóði íbúa í Asíu en lækkað í blóði Vesturlandabúa. Þetta sýna niðurstöður mjög umfangsmikillar rannsóknar. sem birt var í vísindatímaritinu Nature í dag. Mest hefur það lækkað í blóði Belga og Íslendinga. Reiknistofu bankanna tókst að hrinda árás á tölvukerfi fyrirtækisins. Forstjórinn segir að árásinni hafi ekki verið beint sérstaklega gegn Reiknistofunni.
6/4/202030 minutes
Episode Artwork

Guðni með 90% fylgi

Níu af hverjum tíu landsmönnum segjast ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson í forsetakosningunum í lok mánaðarins samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Á fjórða þúsund eru samankomin á samstöðufundi á Austurvelli vegna ástandsins í Bandaríkjunum. Samstöðufundir voru einnig haldnir á Akureyri og Ísafirði í dag. Smitsjúkdómalæknir vill að íhugað verði að sleppa því að skima ferðamenn við komuna til landsins. Skimunin geti verið falskt öryggi. Vísbendingar eru um að þeim sem lenda í greiðsluvandræðum muni fjölga mjög þegar líður á sumarið. Árás lögreglunnar á fjölmiðlafólk undanfarna daga er mikið áfall, ekki síst vegna þess að Bandaríkin eru opinberlega stærsta lýðræðisríki heims. Þetta segir framkvæmdastjóri Alþjóðabandalags blaðamanna. Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands segir að á vissan hátt sé tekist á um stöðu forsetans í kosningabaráttunni vegna komandi forsetakosninga. Guðmundur segir þetta eftir viðtal Spegilsins við Guðmund Franklín Jónsson sem býður sig fram gegn Guðna Th. Jóhannessyni forseta. Hann segir að Guðni hafi fært embættið aftur á þann stað sem það var áður en Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsréttinum í fyrsta sinn. Arnar Páll Hauksson talar við Guðmund Hálfdánarson. Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans útilokar ekki að gríðarleg notkun sótthreinsispritts geti valdið varanlegum skaða á ónæmiskerfinu. Handþvottur sé besta vörnin gegn smitsjúkdómum en margir hafi hallað sér full mikið að sprittinu í heimsfaraldrinum. Veirur kunna að verða ónæmar fyrir spritti, en þegar er farið að bera á ónæmi gagnvart öðrum sótthreinsiefnum. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Björn Rúnar Lúðvíksson. Breska stjórnin var sein að setja á samkomubann vegna COVID-19 veirunnar. Eftir misvísandi upplýsingar hika breskir foreldrar við að senda krakkana í skólann. Samt flykkist fólk á strendur og útisvæði í góða veðrinu, og hagstofustjóri Breta telur ríkisstjórnina beita tölfræðiblekkingum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
6/3/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 02.06.2020

Umsjón: Pálmi Jónasson Útgöngubann verður í New York-borg frá átta að kvöldi til fimm að morgni næstu sex sólarhringa. Óeirðaseggir virtu að vettugi útgöngubannið síðustu nótt. Donald Trump er erkitýpa af þjóðernispopúlískum stjórnmálamanni sem virðir ekki endilega leikreglur lýðræðisins, segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu sóttvarnalæknis um að skimun á farþegum vegna COVID-19 við komuna til landsins hefjist 15. júní. Sóttvarnalæknir telur að síðar í sumar verði hægt að skima um fjögur þúsund sýni á sólarhring. Ekkert nýtt COVID-19 smit greindist í gær. Niðurstöður úr rjúpnatalningum sýna að rjúpu hefur fækkað á Norðurlandi en fjölgað í öðrum landshlutum Arnar Páll Hauksson talar við forsetaframbjóðandann Guðmund Franklín í Speglinum Pálmi Jónasson talar við Eirík Bergmann í Speglinum um ástandið í USA
6/2/202030 minutes
Episode Artwork

Ekkert smit greinst í 17 daga

Enginn hefur greinst með kórónuveiruna hér á landi í 17 daga. Forseti ASÍ segir að ef frumvarp ríkisstjórnarinnar um laun á uppsagnarfresti verði samþykkt í óbreyttri mynd geti það leitt til mestu kjaraskerðingar síðari tíma. Íslendingar, Norðmenn og Þjóðverjar sem hyggjast fara til Danmerkur eftir 15. júní verða að sýna fram á að þeir ætli að dvelja að minnsta kosti sex nætur fyrir utan Kaupmannahöfn. Frá því að kórónuveiran stakk sér niður hér á landi fyrir þremur mánuðum hafa yfir 100 fyrirtæki tilkynnt hópuppsagnir sem ná til tæplega 7 þúsund starfsmanna. Mun fleiri hafa dáið af völdum COVID-19 í Moskvu en áður var gefið upp. Útgöngubanni í borginni verður aflétt eftir helgi. Það eru engin merki um að heimsfaraldurinn og samfélagslegar breytingar vegna hans hafi haft neikvæð áhrif á líðan landsmanna, þvert á móti. Sviðsstjóri á lýðheilsusviði Landlæknisembættisins, spyr sig hvort krísur geti hjálpað okkur að finna lykilinn að andlegri vellíðan, til frambúðar. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur. Limlesting á kynfærum kvenna hefur verið bönnuð árum saman í Kenya en þessari blóðugu hefð er enn viðhaldið í dreifðari byggðum landsins. Samtök sem berjast gegn umskurði kvenna boða breyttar hefðir við vígsluathafnir stúlkna og baráttan skilar árangri. Tvö hundruð milljónir kvenna í heiminum hafa verið limlestar á kynfærum og á ári hverju bætast við þrjár milljónir ungra stúlkna. Pálmi Jónasson segir frá.
5/29/202030 minutes
Episode Artwork

Dómsmálaráðherra um skimanir. Sendiherrafrumvarp.

Hlutabótaleiðin var margfalt dýrari en lagt var upp með að mati Ríkisendurskoðanda. Hann gagnrýnir í nýrri skýrslu að ekki hafi verið eftirlit með þeim fyrirtækjum sem settu starfsfólk á hlutabætur. Heilbrigðisráðherra segir ummæli Kára Stefánssonar um sína persónu ekki skipta máli í því verkefni sem verið sé að fást við. Hún segir framlag Íslenskrar erfðagreiningar vera ómetanlegt. Frysti- og fiskvinnsluhús Hríseyjar Seafood eru rústir einar eftir bruna í nótt. Enn er ekkert vitað um upptök eldsins. Veitinga- og kaffihús verða opnuð í Frakklandi í næstu viku. Frönsk stjórnvöld styðja að ferðatakmörkunum innan Evrópusambandsríkja verði aflétt um miðjan næsta mánuð. Brotthvarf úr framhaldsskólum minnkaði eftir að stjórnvöld styttu námstíma til stúdentsprófs. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu menntamálaráðherra. Þó að markmið frumvarps um skipan sendiherra sé að fækka þeim, gæti þeim fjölgað samkvæmt ákvæðum í frumvarpinu. Samtök gegn spillingu vara við því að frumvarpið verði afgreitt með hraði. Breska stjórnin berst nú við að koma efnahagslífinu í gang en glímir við áhrifin af óskýrum skilaboðum og ráðgjafanum sem braut ferðabann.
5/28/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 27. maí 2020

Mál Sigurjóns Árnasonar og Elínar Sigfúsdóttur verður tekið til meðferðar aftur í Hæstarétti. Yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans segir brýnt að fá öflug og sjálfvirk tæki til að greina sýni. Deildin geti greint fimmhundruð sýni á dag í takmarkaðan tíma og því spurning hvort fá eigi fleiri til að greina sýni á meðan ástand deildarinnar sé svona. Öllum flugumferðarstjórum í flugstjórnarmiðstöð hjá Isavia, var sagt upp í dag. Þeir verða ráðnir aftur í lágmark 75 prósent starfshlutfall. Landeigendur hafa fengið sig fullsadda af sóðaskap næturgesta í Hrunalaug, nærri Flúðum. Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið skýrslutöku yfir manni sem hringdi í neyðarlínuna í nótt og tilkynnti að hann hefði séð mann falla í Ölfusá. Maðurinn sem hann sagðist hafa séð falla í ána var hann sjálfur. Gripið hefur verið til ýmissa ráða til þess að tryggja áframhaldandi fengsæld í Hítará eftir að stór skriða breytti farvegi hennar fyrir tveimur árum. Umhverfisstofnun er nú að taka saman hversu mikið dró úr loftmengun í samkomubanninu.
5/27/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 26. maí 2020

Spegillinn 26. maí 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Forstjóri Landspítalans segir að bregðast verði harkalega við ef COVID-smit koma upp eftir að landamæri hafa verið opnuð. Samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar um sýnatöku vegna COVID á landamærum er lítil afkastageta sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans veikleiki í sóttvörnum og almannavörnum landsins. Þingfundir verða sennilega haldnir fram á haust með hléum í júlí og ágúst. Fjárlög verða ekki tilbúin fyrr en í október. Stjórnvöld hvetja Íslendinga búsetta erlendis að kjósa snemma í forsetakosningunum. Vegna Covid-faraldursins er póstur lengur að berast á milli landa en venjulega. Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur minnkað umtalsvert undanfarnar vikur. Veðurstofan fylgist þó vel með því virkin er meiri en í venjulegu ástandi. Traust og staða pólitískra ráðgjafa, öllu heldur eins ráðgjafa, er stórmál í Bretlandi. Lengri umfjöllun: Verkefnisstjórn um sýnatöku fyrir COVID-19 á landamærum hefur skilað sinni skýrslu. Meginniðurstaðan er að það er hægt að taka sýni af komufarþegum og fá niðurstöðu innan fimm klukkutíma. En það eru ýmsir annmarkar og óvissuþættir - kannski einkum þeir að afkastageta sýkla- og veirufræðideildar Landspítala (SVEID), er ekki nema 500 sýni á dag, en í forsendum verkefnisstjórnarinnar þegar hún hóf vinnuna var gert fyrir 1000 sýnum. Kristján Sigurjónsson ræðir við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í beinni útsendingu um skýrsluna og stöðu Landspítalans. Ferðabann hefur víða verið liður í viðureigninni við COVID-19 veiruna. Í Bretlandi er rætt hvort bannið hafi í raun náð til allra eða aðeins sumra og það snertir einnig traust á stjórnmálamönnum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
5/26/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 25. maí 2020

Spegillinn 25.maí 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Síðasti upplýsingafundur Almannavarna að sinni var haldinn í dag. Ekkert COVID-19 smit hefur greinst síðasta sólarhring, en sex smit hafa greinst í þessum mánuði. Stjórnvöld í Þýskalandi hyggjast framlengja ýmsar varúðarráðstafanir gegn kórónuveirunni fram í júlí. Stjórnendur tveggja sambandsríkja telja nóg komið. Sveitarfélög í Evrópu velta nú fyrir sér hvernig bregðast eigi við mögulegu bakslagi í loftslagsmálum vegna COVID-19 faraldursins. Þetta segir forstöðumaður Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Um klukkan hálf sex höfðu 130 kosið utan kjörfundar vegna komandi forsetakosninga. Opnað var fyrir atkvæðagreiðslu hjá sýslumönnum í morgun en kosningarnar fara fram 28. júní. Tveir eru í framboði, Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Franklín Jónsson. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 47,5% í nýrri könnun MMR og hefur minnkað um 7 prósentustig frá síðustu könnun þegar hann var rúmlega 54%. Hátt í fimm þúsund einyrkjar í sjálfstæðri atvinnustarfsemi, meðal annars hárgreiðslufólk og tannlæknar, sóttu um bætur til Vinnumálastofnunar. Þær nema 1700 milljónum króna, en greiðslur hafa dregist vegna álags. Umsóknum um framhaldsnám í Háskólanum í Reykjavík fjölgaði um 33 prósent á milli ára. Alls hafa borist 1.423 umsóknir um meistaranám í ár en í fyrra voru þær 1.073. Lengri umfjöllun: Það hvernig stjórnvöld hafa tekist á við COVID-faraldurinn hefur verið eins og kennslustund í stefnumótun. Þetta segir Kristján Vigfússon, aðjúnkt við viðskiptadeild HR, sem hefur sérhæft sig í stefnumótun. Stjórnvöldum hafi tekist að forðast gjótur sem önnur ríki hafi fallið ofan í. Hann segir að það hafi verið rétt ákvörðun að hafa sérfræðingana í forgrunni en að nú þegar úrlausnarefnin eru orðin pólitískari og álitamálin fleiri reyni á að viðhalda gagnsæi. Fólk verði að átta sig á því hvort vísindi eða pólitík liggi að baki ákvörðunum stjórnvalda hverju sinni. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Kristján. Alma Möller var gestur Spegilsins í beinni útsendingu. Tímamót urðu í dag í ráðstöfunum gegn COVID-19 faraldrinum og ýmsum höftum aflétt. Síðasti upplýsingafundur Almannavarna var haldinn í dag. Kristján Sigurjónsson ræðir við Ölmu hvernig til hefur tekist hingað til.
5/25/202030 minutes
Episode Artwork

Hlutabréfaútboð samþykkt einróma

Hluthafar Icelandair samþykktu einróma í dag, að fara í hlutafjárútboð. Stefnt er að því að útboðið fari fram dagana 29. júní til 2. júlí. Flugfreyjur hafa boðið Icelandair svokallaðan fleytisamning til að hjálpa flugfélaginu yfir erfiðasta hjallann í kreppunni. Ekki komi til greina að skerða laun og réttindi til frambúðar. Kjarasamningur flugmanna hjá Icelandair var samþykktur í dag með yfirgnæfandi meirihluta. Yfir 96% samþykktu samninginn. Suður-Ameríka er orðin miðpunktur kórónuveirufaraldursins að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Haukur Holm talar við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair eftir hluthafafundi félagsins í dag. Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir Langsokkur, fagnar um þessar mundir 75 ára afmæli. Bókmenntafræðingur segir Línu Langsokk skrifa námskrár skóla í dag. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Brynhildi Þórarinsdóttur um Línu. Drykkjuskapur og kórónuveirufaraldurinn hafa lagt efnahag eyríkisins Saó Tóme og Prinsípe í rúst. Börnin drekka meira brennivín en mjólk, að því er segir í nýrri rannsókn en konan sem gerði rannsóknina er hötuð fyrir vikið. Eyjaskeggjar telja að rannsóknin skaði ímynd eyjarinnar sem ferðamannaparadísar. Pálmi Jónasson segir frá.
5/22/202030 minutes
Episode Artwork

Flugfreyjur hafna lokatilboði. Lög um neyslurými.

Samningafundi Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands hjá Ríkissáttasemjara var slitið á þriðja tímanum í dag. Flugfreyjur höfnuðu tilboði Icelandair, sem forstjóri félagsins segir að hafi verið lokatilboð. Eitt COVID-19 smit greindist hér á landi síðasta sólarhring, hið fyrsta síðan 12. maí. Fjórir eru nú í einangrun, en enginn á sjúkrahúsi. Grikkir opna landamæri sín fyrir erlendum ferðamönnum í næsta mánuði. Áhyggjur af því að fólk smitist af kórónuveirunni hér á landi hafa aldrei verið minni síðan faraldurinn hófst, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Lög um neyslurými voru samþykkt á Alþingi í dag, sveitarfélög geta nú sett á fót örugg rými fyrir fólk sem sprautar sig með vímuefnum. Ekki er þó víst að sveitarfélögin kæri sig um að nýta tækifærið.
5/20/202030 minutes
Episode Artwork

Áreitni á Alþingi. Samstaða verklýðshreyfingar og öryrkja. Gróðureldar

Rúmlega þriðjungur þingmanna segist hafa orðið fyrir einelti og kynbundinni áreitni á starfstíma sínum á Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis segir niðurstöður könnunar sem gerð var á starfsumhverfi þingmanna og starfsmanna sláandi. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við hann. Utanríkisráðherra Ítalíu segir ekkert því til fyrirstöðu að erlendir ferðamenn verji sumarfríinu á ítölskum ströndum eða fjallaþorpum og njóti matargerðarlistar heimamanna. Ásgeir Tómasson sagði frá. Fundi í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair sem átti að hefjast klukkan 17 var frestað að beiðni annarar samninganefndarinnar segir Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sem segist ræða við deilendur síðar í kvöld og ákveða hvort og hvenær boðað verður til nýs fundar. Frumvarp sem felur í sér stofnun nýs dómstóls, endurupptökudóms, var samþykkt á Alþingi síðdegis. Hann kemur í stað endurupptökunefndar og sker úr um hvort heimilað er að taka dómsmál upp á ný. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fagnar lögunum. Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum telja lögin réttarbót en sakna þess að ekki sé í þeim ákvæði um gjafsókn. Ísafjarðarbær vill að ríkið greiði 40 milljóna kostnað vegna snjóflóðanna sem féllu í byrjun árs, Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að stærsti hluti kostnaðarins sé vegna hreinsunar. Anna Lilja Þórisdóttir ræddi við hann. Hverfisráð Oddeyrar leggst gegn áformum um byggingar á Gránufélagsreit á Oddeyri á Akureyri, þrátt fyrir að hámarkshæð húsa hafi verið lækkuð úr ellefu hæðum í átta. Núgildandi skipulag, sem leyfir allt að fjögurra hæða hús, sé vænlegri kostur. Bjarni Rúnarsson ræddi við Berglindi Ósk Óðinsdóttur, formann ráðsins. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins segir að öryrkjar hafi gleymst við gerð kjarasamninga. Hún telur æskilegt að örorkubætur hækki í 400 þúsund krónur á mánuði. Arnar Páll Hauksson tók saman og ræddi við Þuríði, Drífu Snædal ASÍ, Sonju Ýr Þorbergsdóttur BSRB, Þórunni Sveinbjarnardóttur BHM og Ragnar Þór Pétursson KÍ. Eftir því sem gróðursæld vex á Íslandi eykst hætta á gróðureldum. Járngerður Grétarsdóttir plöntuvistfræðingur segir að það eigi eftir að taka landið sem brann í nótt langan tíma að jafna sig. Veðurstofan hefur lengi viljað auka vöktun á gróðureldum en það hefur strandað á fjármagni. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman. Brexit er ekki búið og nú er það smitað af COVID-19 veirunni. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
5/19/202030 minutes
Episode Artwork

Sárfátækir gleymdust. Ágreiningur um opnun. Ósamið við flugfreyjur.

Ákvörðun um að opna landið um miðjan júní er umdeild en Þórófur Guðnason, sóttvarnalæknir tekur ekki undir gagnrýni kollega sinna sem hafa áhyggjur af opnuninni. Ragnar Freyr Ingvarsson, sem var yfirlæknir á COVID deild LSH meðan hún var starfrækt hefði viljað meira samráð um ákvörðunina. Ferðamenn frá Evrópu og í Asíu hafa sýnt Íslandi áhuga eftir að tilkynnt var að landið yrði opnað snemmsumars segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana. Samninganefndir flugfreyja og Icelandair hafa setið á fundi hjá Ríkissáttasemjara frá því klukkan tvö. Á Alþingi í dag er rætt um frumvör sem skilyrða aðstoð vegna COVID og setja launa- og aðrgreiðslum fyrirtækja sem hana þiggja skorður. Þá sætti forsætisráðherra gagnrýni fyrir að VG hefði staðið í vegi fyrir framkvæmdum á vegum NATO í Helguvík. Forsætisráðherra vísaði því á bug. Forseti Kína vísar því á bug að Kínverjar hafi leynt upplýsingum um kórónuveiruna og áhrif hennar á fólk. Hann kveðst styðja óháða rannsókn á málinu. Ásgeir Tómasson sagði frá. Tveir forsetaframbjóðendur hafa skilað inn meðmælenda listum og sá þriðji vísar í lista á netinu. Kostnaður Haga vegna starfsloka Finns Þórs Árnasonar sem forstjóra Haga og Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónus, nemur 314 milljónum. Breska söngkonan Vera Lynn varð um helgina elsti tónlistarmaðurinn til þess að komast á breska vinsældalistann, með lagi sem hún hljóðritaði fyrst fyrir rúmlega 80 árum. --------- Heimsfaraldurinn virðist hafa aukið á vanda þeirra sem búa við sára fátækt á Íslandi. Í Speglinum verður rætt við mæður sem segjast ekki geta boðið börnum sínum neitt til afþreyingar í sumar. Öryrkjar og aðrir efnalitlir hópar hafi gleymst. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Hildi Oddsdóttur og Kristínu. Niðurstaða í atkvæðagreiðslu flugmanna um nýjan kjarasamning verður ljós á sama tíma og hluthafafundur Icelandair hefst á föstudaginn. Afstaða flugvirkja til nýs samnings skýrist á miðvikudaginn. Óvíst er hvenær flugfreyjur semja en þær sitja á samningafundi. Arnar Páll Hauksson segir frá. Þrjú sveitarfélög suður með sjó eru meðal þeirra sem verða harðast úti vegna hruns ferðaþjónustunnar. Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum segir að ríkið verði að bæta sveitarfélögum tekjutap því í haust verði erfitt að standa undir lögbundinni þjónustu. Í Jógía-karta á Jövu í Indónesíu verjast íbúar plágunni með 49 daga inniveru og einföldum grænmetisrétti. Pálmi Jónasson segir frá. Umsjón:
5/18/202030 minutes
Episode Artwork

Atvinnuleysi aldrei meira. Ferðir Norðmanna þaulraktar.

Nærri 50 þúsund manns voru án atvinnu eða í skertu starfshlutfalli í apríl. Fjöldinn er sá mesti síðan mælingar hófust. Kostnaður við sýnatöku ferðamanna sem koma til landsins eftir fimmtánda júní gæti verið allt að fimmtíu milljónir á dag. Ítalska ríkisstjórnin áformar að aflétta ferðabanni innanlands frá þriðja júní. Nokkrar tilslakanir verða gerðar á takmörkunum vegna kórónuveirunnar eftir helgi. Gagnafyrirtæki sem fáir kannast við safna nákvæmum upplýsingum um ferðir Norðmanna. Þetta afhjúpar umfjöllun norska ríkisútvarpsins. Forstjóri Persónuverndar segir enga ástæðu til að halda að ferðir Íslendinga séu ekki raktar með sama hætti. Sundlaugarnar í Reykjavík verða opnaðar eina mínútu yfir miðnætti á sunnudagskvöld.
5/15/202030 minutes
Episode Artwork

Segir rosalegt að forstjóri Icelandair sneiði hjá samninganefnd flugfr

Forseti ASÍ segir það rosalegt að forstjóri Icelandair sneiði fram hjá samninganefnd flugfreyja og setji sig milliliðalaust í samband við flugfreyjur með áróður. ASÍ hefur kvartað til Ríkissáttasemjara og Samtaka atvinnulífsins. Forseti Alþýðusambandsins óttast að laun verði lækkuð eða að reikningurinn vegna kórónukreppunnar verði sendur heimilum með einhverjum hætti. Alþýðusamband Íslands kynnti í dag aðgerðir sem það telur nauðsynlegt að grípa til. Tryggja verði afkomuöryggi og verja heimilin. Staðfest dauðsföll vegna kórónuveirunnar á heimsvísu fóru nú síðdegis yfir þrjú hundruð þúsund. Tæplega 15% atvinnuleysi var í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Yfir 36 milljónir landsmanna hafa misst vinnuna frá því að COVID-19 faraldurinn braust út. ASÍ leggur til að vinnuvikan verði 30 stundir hjá tilteknum hópum. eða 6 stundir á dag. Tún á norðausturlandi eru víða illa farin af kali. Ráðgjafi í jarðrækt segist ekki hafa séð jafn miklar skemmdir í 40 ár. Rétta leiðin. Frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll er yfirskrift á tillögum og leiðum sem Alýðusamband Íslands kynnti í dag. Aðgerðunum er skipt í bráðaaðgerðir, uppbyggingu til framtíðar og eftirfylgni. Arnar Páll Hauksson talar við Drífu Snædal, Kristján Þórð Snæbjarnarson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Fá kórónuveirusmit hafa komið upp á sambýlum og búsetukjörnum á Íslandi. Þetta leiddi eftirgrennslan Landssamtakanna Þroskahjálpar í ljós. Lokanir og skerðing þjónustu bitnuðu þó bæði á fötluðum og aðstandendum þeirra. Móðir þroskaskerts unglingspilts segir að í tvær vikur hafi öll þjónusta dottið út, sá tími hafi verið nánast óyfirstíganlegur. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Bryndísi Snæbjörnsdóttur, Sigríði Heimisdóttur og Árna Einarsson.
5/14/202030 minutes
Episode Artwork

Barir opnaðir 25. maí

Barir, vínveitingastaðir og skemmtistaðir fá leyfi til að opna 25. maí, og fjöldi gesta í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verður fyrst um sinn helmingur af því sem venjulega er leyfður. Þetta er meðal tillagna sem sóttvarnalæknir hyggst leggja fyrir heilbrigðisráðherra. Stúdentar gagnrýna aðgerðir stjórnvalda um sumarstörf og telja þær ganga allt of skammt. Ekki hefur verið boðaður nýr sáttafundur í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair eftir að stuttum fundi í dag var slitið. Litháum er ekki lengur skylt að bera andlitsgrímur utan dyra. Útiveitingastaðir og kaffihús hafa verið opnuð. Farþegaflug milli landa hófst að nýju í dag. Samkvæmt verðmati Capacent á Icelandair á félagið ekki eftir ná sömu tekjum og það var með 2019 fyrr en 2024. Niðurstaða kjarasamninga skipti miklu máli fyrir framtíð félagsins og virði þess. Arnar Páll Hauksson talar við Snorra Oddsson. Það væri undir öllum kringumstæðum pólitískt grettistak fyrir bresku ríkisstjórnina að ljúka útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir árslok eins og til stendur. En Brexit á tímum COVID-19 veirunnar er hálfu erfiðara verk en ella. Inn í þetta fléttast samband Breta við Bandaríkin og umheiminn. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Það væri undir öllum kringumstæðum pólitískt grettistak fyrir bresku ríkisstjórnina að ljúka útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir árslok eins og til stendur. En Brexit á tímum COVID-19 veirunnar er hálfu erfiðara verk en ella. Inn í þetta fléttast samband Breta við Bandaríkin og umheiminn. Arnar Páll Hauksson segir frá.
5/13/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 12.05.2020

Umsjón: Pálmi Jónasson Ferðamenn geta farið í skimun á Keflavíkurflugvelli í stað þess að sæta tveggja vikna sóttkví, eigi síðar en 15. júní. Kvikmyndagerðarfólk og íþróttamenn geta komið til landsins frá og með föstudegi, án þess að fara í tveggja vikna sóttkví. Forseti ASÍ segir það lengi hafa verið draum Icelandair að lækka laun flugfreyja. Hins vegar sé ekki hægt að ganga að samningi sem feli í sér 40 prósenta kjaraskerðingu. Aðalráðgjafi Bandaríkjaforseta í viðbrögðum við COVID-19 farsóttinni varar við því að aflétta útgöngubanni of snemma. Það geti haft alvarlegar afleiðingar. Fyrirtækin Össur hf. og Iceland Seafood hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur.
5/12/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 11.05.2020

Umsjón: Pálmi Jónasson Flugfreyjufélag Íslands hefur fundað með lögfræðingi Alþýðusambandsins vegna tilboðs Icelandair um verulega launaskerðingu og skert réttindi flugfreyja til langs tíma. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur til við heilbrigðisráðherra að áfram gildi það að allir sem koma hingað til lands, sama hvaðan, fari í tveggja vikna sóttkví. Fyrirtæki hafa leitað til Vinnumálastofnunar í því skyni að endurgreiða fjármuni sem þau fengu í gegnum hlutabótaleið stjórnvalda. Fleiri leita til heilsugæslunnar vegna andlegrar vanlíðanar nú en á meðan faraldurinn var í hámarki. Virðisaukaskattur verður þrefaldaður í Sádi-Arabíu til að bregðast við fjárhagslegum erfiðleikum af völdum COVID-19 farsóttarinnar og verðlækkunar á olíu. Í ljósi nýrra gagna vill atvinnuveganefnd Alþingis að kannað sé hvort endurmeta eigi ráðgjöf um grásleppuveiðar á yfirstandandi vertíð.
5/11/202030 minutes
Episode Artwork

Hætta að nýta hlutabótaleiðina

Það er brot á samfélagssáttmála að fyrirtæki greiði út arð eða kaupi eigin hlutabréf á meðan þau nýta sér björgunarhring stjórnvalda. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Það verði ekki bæði sleppt og haldið. Fyrirtækin Hagar, Festi og Skeljungur hafa ákveðið að hætta að nýta hlutabótaleiðina. Hagar og Skeljungur ætla að endurgreiða það sem þau hafa fengið frá ríkinu. Útlit er fyrir að takmörkunum vegna samkomubanns verði aflétt hraðar þann 25. maí, en gert var ráð fyrir. Enginn greindist með smit síðasta sólarhring. Sóttvarnalæknir segir að óhætt sé að ganga lengra í að aflétta hömlum vegna þess hversu hratt faraldurinn hefur gengið niður. Yfir 31 þúsund dauðsföll hafa verið tilkynnt í Bretlandi vegna COVID-19 sjúkdómsins. Þeirra á meðal er sex vikna ungbarn. Á sunnudag eru 80 ár frá því að Bretar hernámu Ísland. Sagnfræðingur segir að fáir atburðir hafi haft jafn miklar og skjótar breytingar í för með sér í sögu landsins. Bogi Ágústsson segir frá og talar við Guðmund Hálfdánarson. Í Bandaríkjunum hafa kjötpökkunarstöðvar orðið sérstaklega illa úti í heimsfaraldrinum. Af þeim 500 þúsund verkamönnum sem starfa í pakkhúsum stórfyrirtækja er talið að um 5000 hafi veikst, eða einn af hverjum hundrað. Að minnsta kosti tuttugu hafa látist. Kórónuveiran hefur varpað ljósi á bág starfsskilyrði verkamanna. Hún hefur líka afhjúpað hvernig matvælaframleiðsla í Bandaríkjunum hvílir að stórum hluta á herðum ólöglegra innflytjenda frá Rómönsku-Ameríku. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá.
5/8/202030 minutes
Episode Artwork

Deilt um hlutabótaleið, bankarnir tapa og Hagen kannski laus fyrir hel

Það er óþolandi og algerlega siðlaust að fyrirtæki misnoti úrræði á borð við hlutabótaleiðina, segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og fyrir það verði girt. Eggert Kristófersson forstjóri Eignarhaldsfélagsins Festar segir að félagið sjálft hafi enga peninga fengið úr ríkissjóði og úrræðið einungis nýtt þar sem varð að loka vegna sóttvarna. Skeljungur hefur ákveðið að endurgreiða Vinnumálastofnun það sem hún greiddi starfsmönnum Skeljungs sem fóru á hlutabætur í apríl. Áfrýjunarréttur í Noregi úrskurðaði í dag að auðmanninum Tom Hagen skyldi sleppt úr gæsluvarðhaldi. Niðurstöðunni var vísað til hæstaréttar. Lögreglan furðar sig á henni. Ásgeir Tómasson segir frá. Framleiðendur um allan heim hafa sýnt upptökum á sjónvarpsþáttunum Kötlu mikinn áhuga. Leikstjórinn Baltasar Kormákur segir þá hafa mikinn áhuga að taka upp hér á landi á meðan COVID-faraldurinn gengur yfir. Ekkert nám í kvikmyndagerð er á háskólastigi hér á landi. Átta ár eru síðan stjórnvöld létu vinna skýrslu þar sem lögð var áhersla á að slíku námi yrði komið á. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, kvikmyndagerðarmaður er meðal þeirra sem hefur skorað á ráðherra að gera að því gangskör. ---------- Stjórnmálamenn og Alþýðusambandið hefur viðhaft stór orð um misnotkun hlutabótaleiðarinnar af stöndugum fyrirtækjum, Kristján Þórður Snæbjarnarson, fyrsti varaforseti ASÍ og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins ræddu um málið. Einu sinni var aflabrestur helsti ógnvaldur stöðugleika íslensks hagkerfis. Nú er það brestur í komu erlendra ferðamanna, en það er ekkert náttúrulögmál að svo sé. Sigrún Davíðsdóttir tók saman. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar Björg Guðlaugsdóttir.
5/7/202030 minutes
Episode Artwork

102 ára konu batnað af COVID, eigandi hefur lengi viljað breyta starfs

Breyta á starfskjarastefnu Haga á aðalfundi félagsins í næsta mánuði. Starfslok tveggja stjórnenda kosta á fjórða hundrað milljóna króna, en stærsti eigandi félagsins hefur í tæpan áratug reynt að breyta ráðningarsamningum og starfskjarastefnunni. Jóhann Hlíðar Harðarson sagði frá. Helga Guðmundsdóttir, 102 ára kona í Bolungarvík sem sýktist af COVID-19 hefur náð sér að fullu. Hún fékk að hitta barnabarn sitt í fyrsta skipti í dag eftir tvo mánuði í sóttkví og einangrun. Elsa María Drífu Guðlaugsdóttir ræddi við Helgu og barnabarn hennar Ragnhildur Helga Benediktsdóttur. Rýmka á samkomubann enn frekar 25. maí og þá verður hægt að opna líkamsræktarstöðvar segir Þórólfur Guðnason, sóttavarnalæknir, Alma Ómarsdóttir ræddi við hann. Enn verður bið á því að fyrirtæki geti sótt um brúarlánin sem ríkisstjórnin boðaði þann 21. mars. Vinnu við útfærslu þeirra stendur enn og ekki fást svör við því hvenær henni lýkur. Magnús Geir Eyjólfsson sagði frá. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að forsendur lífskjarasamningsins standi tæpt og allt annað svigrúm hafi verið við gerð kjarasamninanna en er nú. Bresku götublöðin hafa farið mikinn vegna máls Neils Ferguson, ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ferguson neyddist til að segja af sér þegar í ljós kom að ástkona hans, sem er gift öðrum manni, hafði heimsótt Ferguson tvívegis í trássi við fyrirmæli yfirvalda. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. ----- Íslenski ferðamaðurinn hefur lítið verið rannsakaður, en ferðaþjónustufyrirtæki beina nú spjótum sínum að honum. Hann er talinn tilboðsdrifinn og er gjarn á að elta sólina. Arnhildur Hálfdánardóttir sagði frá og talaði við Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sem hafa fleiri en fimmtíu í vinnu er rétt tæp 35% í fyrra og hafði hækkað um rétt rúmt prósentustig frá fyrra ári. Fyrir tíu árum voru lög um að hlutur hvors kyns færi ekki undir 40% samþykkt og þau tóku að fullu gildi þremur árum síðar. Konur hafa aldrei náð 40% hlut á þeim tíma. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu telur að viðurlög þurfi að koma til eigi þetta að breytast. Annar stofnenda þýsku hljómsveitarinnar Kraftwerk lést í dag. Hjálmar Sveinsson, sérfræðingur í sögu sveitarinnar segir hana eina af áhrifamestu sveitum sögunnar, á pari við Bítlana. Jóhann Hlíðar Harðarson talaði við hann. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður
5/6/202030 minutes
Episode Artwork

5/5/202030 minutes
Episode Artwork

Verkfall Eflingar á morgun

Verkfall Eflingar hefst í fjórum sveitarfélögum á morgun, samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra Eflingar. Loka þarf þremur leikskólum og fjórum grunnskólum. Þá verður röskun á þessari starfsemi í þeim sveitarfélögum sem verkfall tekur til, í Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Ölfusi. Árangurslaus sáttafundur var haldinn í dag. Tæplega sjötíu prósent fleiri kvartanir hafa borist til Neytendasamtakanna nú en á sama tíma í fyrra. Formaður samtakanna segir að svo virðist sem ráðist sé að rétti neytenda úr öllum áttum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tveggja metra regluna gilda að minnsta kosti til áramóta með nokkrum undantekningum Stefnt er að því að opna sundlaugar fyrir almenning, með ákveðnum takmörkunum, þann 18. maí. Trampólín eru víðast hvar uppseld og garðhúsgögn hafa aldrei selst jafn vel. Rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar segir að sala á sumarvörum síðustu vikur sé sú langmesta sem hann man eftir. Flugfélagið Norwegian mun næsta árið eða fram að páskum reka aðeins 7 flugvélar og fjöldi starfsmanna verður 200. Arnar Páll Hauksson talar við Gísla Kristjánsson um endurskipulagningu flugfélagsins. Vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur drukku kaffi á kaffihúsum eða snæddu á veitingastöðum. Tónlist barst frá opnum verslunum. Starfsmenn borgarinnar hirtu sorp. Hárskerar tóku á móti kúnnum eftir langt hlé, söfn borgarinnar opnuðu dyr sínar á ný og víða voru iðnaðarmenn að störfum. Arnhildur Hálfdánardóttir fór í miðbæinn sem var að vaka til lífsins eftir að slakað var á ýmsum COVID kröfum. Hún ræddi við Hrafnhildi Egilsdóttur, Guðbrand Benediktsson, Önnu Kristínu Magnúsdóttur og Murat Özkan veitingamann. Ágreiningur er á milli samninganefndar ríkisins og Félags íslenskra náttúrufræðinga um hvort nýgerður kjarasamningur hafi verið samþykktur eða felldur. Samninganefndin lítur svo á að samningurinn hafa verið felldur. Ekki er ólíklegt að málið fari fyrir félagsdóm. Arnar Páll Hauksson talar við Maríönnu Helgadóttur.
5/4/202030 minutes
Episode Artwork

Yfir 4 þúsund sagt upp

Vinnumálastofnun hefur borist 51 tilkynning um hópuppsagnir sem ná til 4210 starfsmanna. Nær allar tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin ætli að koma Icelandair til hjálpar, til dæmis með ríkisábyrgð fyrir lánalínu að uppfylltum skilyrðum um hlutafjáraukningu félagsins. Þrjátíu milljónir hafa misst vinnuna í Bandaríkjunum síðasta hálfan annan mánuð. Botninum er enn ekki náð að mati efnahagssérfræðinga. Grásleppuveiðar verða stöðvaðar frá og með sunnudeginum þriðja maí og öll leyfi til grásleppuveiða felld úr gildi. Dorrit Moussaieff hefur náð sér að fullu eftir að hafa veikst af COVID-19. Hún greindist hér á landi, en veit ekki hvar hún smitaðist. Hún lofar íslenskt heilbrigðiskerfi og þakkar því batann. Mánaðamótin verða þau svörtustu í sögunni, þúsundir hafa fengið uppsagnabréf, stór hluti þjóðarinnar er í skertu starfshlutfalli. Óvíst er hvenær og hversu skarpt ferðaþjónustan tekur við sér á ný. Fólk íhugar stöðu sína, veit ekki alveg hvað tekur við næstu mánuði. Mörg dæmi eru um að pör missi vinnuna. Vinnusálfræðingur varar þau sem nú hafa misst vinnuna við því að sitja aðgerðalaus eftir að geirinn taki við sér - oft verði mikil og spennandi gerjun á krossgötum. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og talar við Eygló Ólöfu Birgisdóttur, Kolbrúnu Sigurðadóttur, Eyþór Eðvarðsson. Á Íslandi, líkt og í mörgum öðrum löndum eru ríkisstjórnir að styrkja fyrirtæki til að sporna gegn atvinnuleysi og öðrum efnahagsáhrifum veirufaraldursins. Um leið heyrast þau sjónarmið að ekki ætti að styrkja fyrirtæki, sem markvisst hafa komið sér undan skattgreiðslum eða ekki sinnt öðrum samfélagslegum sjónarmiðum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
4/30/202030 minutes
Episode Artwork

Svartur dagur hópuppsagna

Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að dagurinn í dag sé svartasti dagur hópuppsagna hjá stofnuninni. Alls hafa borist tilkynningar frá 15 fyrirtækjum um uppsagnir sjö til átta hundruð starfsmanna. Forstjóri Landspítalans hefur miklar áhyggjur af kjaraviðræðum eftir að hjúkrunarfræðingar felldu nýgerðan kjarasamning Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi eru byrjuð að telja fjölda látinna á elliheimilum af völdum COVID-19 með þeim sem hafa dáið á sjúkrahúsum. Fjöldinn jókst því um meira en fjögur þúsund á síðasta sólarhring. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að til greina komi að grípa til ráðstafana ef fyrirtæki byrja að okra í verði og þjónustu. Birgjum verði jafnvel gert að gefa upp hámarks- eða leiðbeinandi verð. Arnar Páll Hauksson talar við Pál Gunnar Pálsson. Tæpar þrjár vikur eru síðan síðast spurðist til Kim Jongs un, æðsta leiðtoga Norður-Kóreu. Hann lét ekki einu sinni sjá sig í grafhýsi ættarinnar á sólarhátíðinni sem haldin er þann fimmtánda apríl ár hvert til að heiðra minningu Kim Il Sung, afa hans og forvera í embætti. Að núverandi leiðtogi hunsi þennan merkisdag er talið jafnast á við guðlast. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá.
4/29/202030 minutes
Episode Artwork

Stærsta hópuppsögn sögunnar, enginn á gjörgæslu vegna COVID-19 og efna

Icelandair sagði í dag upp um 2000 starfsmönnum. Sorgardagur, segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Jóhann Hlíðar Harðarson ræddi við hana og Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair sem vonar að margir þeirra sem sagt var upp í dag snúi aftur til starfa hjá félaginu Uppsagnirnar eru stærsta hópuppsögn sögunnar hér, segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Alþjóðleg hjálparsamtök vara við því að allt að einn milljarður jarðarbúa eigi eftir að smitast af kórónuveirunni, verði fátækustu ríkjunum ekki komið til hjálpar. Ásgeir Tómasson sagði frá. Þrír greindust með kórónuveiruna hér síðasta sólarhringinn, en enginn er á gjörgæslu vegna COVID-19. Það var Ölmu Möller landlækni, gleðiefni á daglegum upplýsingafundi. Viðbótaraðgerðirnar sem stjórnvöld kynntu í morgun fóru fram úr væntingum Haralds Teitssonar framkvæmdastjóra hópferðafyrirtækisins, Teits Jónassonar. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við hann. Leiðtogar Samfylkingar og Pírata telja að setja verði þau skilyrði að fyrirtæki sem grípi til úrræða ríkisins nýti ekki skattaskjól. Þingmaður Miðflokksins segir meiru skipta að aðgerðirnar gangi hratt fyrir sig. Dagný Hulda Erlendsdóttir talaði við Loga Einarsson, Halldóru Mogensen og Bergþór Ólason. ----- Hlutabótaleiðin gildir út sumarið, ríkið tekur þátt í launagreiðslum á uppsagnarfresti, og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja verður einfölduð með aðgerðunum sem ríkisstjórnin kynntí í morgun. Rætt um aðgerðirnar við Drífu Snædal, forseta ASÍ, Bjarnheiði Hallsdóttur, formann Samtaka ferðaþjónustunnar, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA og Jón Bjarka Bentsson, aðalhagfræðing Íslandsbanka. Frá Noregi bárust í morgun fréttir um að eitt undarlegasta mannrán síðari tíma væri upplýst - eða svo gott sem. Anne Elísabet Hagen hvarf fyrir hálfu öðru ári og mannræningjar sagðir krefjast lausnargjalds. Núna er eiginmaður hennar, einn ríkasti maður Noregs, grunaður um að hafa sett allt á svið og blekkt lögreglu mánuðum saman. Gísli Kristjánsson segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir og Arnhildur Hálfdánardóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson og stjórn útsendingar í höndum Bjargar Guðlaugsdóttur.
4/28/202030 minutes
Episode Artwork

Eflingarfélagar samþykkja verkfall

Félagar í Eflingu sem starfa hjá fimm sveitarfélögum á suðvesturhorninu samþykktu í dag verkfall með miklum meirihluta. Verkfallið er boðað á hádegi á þriðjudag í næstu viku og hefur meðal annars áhrif á starf í grunnskólum og hjúkrunarheimilum. Ekkert kórónuveirusmit greindist hérlendis í gær og síðustu fjóra daga hefur ekki greinst smit á Vesfjörðum. Einungis nítján ríki í Bandaríkjunum eru í stakk búin til að skima fyrir kórónuveirunni með fullnægjandi hætti. Samningafundi Flugfreyjufélagsins og Icelandair lauk síðdegis án árangurs. Meirihlutinn í Hafnarfirði vill selja 15 prósenta hlut bæjarins í HS Veitum til að bregðast við fyrirsjáanlegum halla vegna Covid 19. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að salan velti á því hvort viðunandi verð fáist fyrir hlutinn. Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar leggst gegn sölu. Magnús Geir Eyjólfsson ræddi við þær. Ríkisstjórnin hefur fallið frá áformum sínum um stofnun hálendisþjóðgarðs og þjóðgarðastofnunar og endurskoðun rammaáætlunar á þessu þingi, og einnig hefur verið hætt við breytingu á lögum um tengda aðila í sjávarútvegi. Þetta er meðal fimmtíu mála sem tekin hafa verið af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins ---- Rætt við Skarphéðin Berg Steinarsson, ferðamálastjóra um nýtt markaðsátak innanlands og ferðahorfurnar í sumar. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Breska stjórnin hefur hrakist undan framvindu veirufaraldursins. Nú er forsætisráðherra mættur til leiks eftir sína eigin glímu við COVID-19. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Nærri fjórðungi færri skordýr eru nú í heiminum en fyrir 30 árum. Mannanna verk, stórborgir, vegir, raflýsing, skordýraeitur og landbúnaður þar sem náttúrulegum búsvæðum er breytt í ræktað land hafa orðið til þess að stofnar skordýra hafa minnkað verulega. Þetta er niðurstaða viðamikillar nýrrar rannsóknar sem tímaritið Science greinir frá. Kristján Sigurjónsson, ræðir við Gísla Má Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Björg Guðlaugsdóttir.
4/27/202030 minutes
Episode Artwork

Ekkert smit í gær

Sóttvarnalæknir segir koma til greina að flýta tilslökunum á næstu vikum og mánuðum haldi áfram að greinast hér ekkert að fá smit daglega. Þó breytist ekkert fyrir 4. maí. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mörg fyrirtæki velta því nú fyrir sér hve lengi þau geta greitt laun. Ef komi til gjaldþrotaskipta í stórum stíl séum við sem samfélag á vondum stað. Framboð á sterkum fíkniefnum hefur ekkert dregist saman hérlendis þrátt fyrir að flug hafi nánast lagst af, segir lögregla. Skýringin liggja í uppsöfnuðum birgðum og framleiðslu hér á landi. Norðmenn ætla að stórauka skimun fyrir kórónuveirunni frá og með næstu mánaðamótum. Ef allt gengur samkvæmt áætlun verða hundrað þúsund sýni tekin í hverri viku. Frá því að gripið var til ráðstafana í Svíðþjóð vegna COVID-19 hefur áfengissala þar aukist um tíu prósent. Fjármálaráðherra vonast til þess að hægt verði að upplýsa í næstu viku hvort og hvernig úrræðinu um hlutabætur verður háttað og framhaldið. Gildistími þess rennur út í lok maí. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að fá svar fyrir þessi mánaðamót. Ljóst sé að viðbragð fyrirtækja ráðist mjög af því hver niðurstaðan verður. Tveir lögmenn telja að lagaákvæði um að hægt sé að taka starfsmenn af launaskrá tímabundið vegna hráefnisskorts geti nýst ferðaþjónustufyrirtækjum. Hráefnisskorturinn væri þá skortur á ferðamönnum. Arnar Páll Hauksson segir frá. Rætt við Bjarna Benediktsson, Halldór Benjamín Þorbergsson og Almar Þór Möller. Það er giskað á að um 2,7 milljarðar manna búi með einhverjum hætti við samkomuhöft vegna COVID-19 farsóttarinnar. Ríkisstjórnir grípa til aðgerða, ekki síst til að taka á atvinnuleysi sem eykst hraðar en nokkru sinni hefur sést. Lönd eins og Ísland, sem eiga mikið undir ferðaþjónustu, eru háð framvindunni í öðrum löndum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Eftir að hert var á samkomubanni þann 24. mars skellti Góði hirðirinn í lás, ekki af ótta við að veiran bærist þar inn með notuðum húsgögnum heldur vegna þess að það var of erfitt að virða fjöldatakmarkanir. Sorpa lokaði einnig fyrir mótttöku nytjahluta á endurvinnslustöðvum. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og talar við Guðmund Tryggva Ólafsson.
4/24/202030 minutes
Episode Artwork

Framlínustarfsfólk og þau sem ekki fá álagsgreiðslur

Icelandair Group ætlar að grípa til yfirgripsmikilla uppsagna í aprílmánuði. Starfsemi verður haldið í lágmarki á næstunni. Fulltrúar fyrirtækja í ferðaþjónustu segjast hafa átt von á víðtækari aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Fulltrúar stjórnarandstöðu segja aðgerðapakkann ein stór vonbrigði. Heimsóknir á dvalar- og hjúkrunarheimili verða leyfðar á ný frá fjórða maí. Tveggja metra reglan gildir í þessum heimsóknum. Á Ítalíu eru dauðsföll af völdum COVID-19 orðin 25 þúsund. Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir langt í að séð verði fyrir endann á farsóttinni. Bóndi í Fljótum man vart eftir erfiðari vetri. Heyskapur kann að tefjast um meira en mánuð vegna snjóþyngsla. Íslendingar eru ekki bara menn, þeir bera líka erfðaefni Neanderdalsmanna. Þetta sýnir ný rannsókn. Stór hluti sjúkraflutningamanna sem starfa í framlínunni vegna COVID-19 á ekki rétt á álagsgreiðslum til heilbrigðisstarfsmanna vegna þess að þeir starfa hjá sveitarfélögunum. Sóttvarnagallarnir eru óþægilegir og erfitt að vera í þeim til lengdar en það að geta ekki brosað til sjúklinga reynir jafnvel meira á. Spegillinn safnaði hugleiðingum frá heilbrigðisstarfsfólki.
4/22/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 21. april 2020

Spegillinn 21.apríl 2020 Umsjón: Arnar Páll Hauksson og Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Átta til tíu þúsund lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið allt að 6 milljóna króna lán á lágum vöxtum, lítil fyrirtæki, sem gert var að loka í sóttvarnaraðgerðum, fá að allt tveggja komma fjögurra milljóna króna styrk og hugað verður að geðheilbrigði, tómstundum og íþróttum barna og verndun viðkvæmra hópa í aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í dag. Um 60 milljarðar króna fara í aðgerðirnar. Heilbrigðisstarfsmenn sem starfa í framlínunni vegna COVID-19 fá sérstaka umbun. Hún gæti í heild numið einum milljarði og náð til á þriðja þúsund starfsmanna. Efling hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall sem á að hefjast 5. maí. Það næði meðal annars til félagsmann sem starfa hjá sveitarfélögunum Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Kórónuveirutilfellum fjölgar svo hratt í Mexíkó að viðbúnaðarstig hefur verið hækkað. Forseti landsins er sakaður um að hafa brugðist seint og illa við farsóttinni. Lögreglan hefur til rannsóknar þrjú meint brot á samkomubanni. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lengri umfjöllun: Leitað eftir viðbrögðum vegna aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í dag. Í beinni útsendingu var rætt við Jóhannes Þór Skúlason. famkvæmdastjóra Samtaka Ferðaþjónustunnnar, Drífu Snædal forseta Alþýðusambands Íslands, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Katrínu Ólafsdóttir hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík.
4/21/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 20. apríl 2020

Spegillinn 20.apríl 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Unglingspiltarnir sem bjargað var úr höfninni í Hafnarfirði í janúar voru í hjartastoppi í tvo tíma. Þeir eru einu Íslendingarnir sem hafa lifað af svo langt hjartastopp. Þeir eru nú báðir komnir heim af spítala. Ekki er tímabært að hefja mótefnamælingar vegna COVID-19 hér á landi vegna þess að ekki hefur fengist úr því skorið hvaða aðferð gagnist best. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins tvö tilfelli greindust síðasta sólarhring, bæði á Vestfjörðum. 10 hafa nú látist vegna COVID-19 sjúkdómsins hér á landi. Hertum aðgerðum verður aflétt á Suðureyri, Flateyri, Súðavík og Þingeyri eftir viku. Þá munu sömu takmarkanir gilda þar og annars staðar á landinu. Strangari aðgerðir verða áfram í gildi í Bolungarvík, á Ísafirði og í Hnífsdal til 4. maí hið minnsta. Verð á tunnu af bandarískri hráolíu fór í síðdegis niður fyrir tvo dollara. Það hefur ekki verið jafn lágt í áratugi. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans þakkaði erlendu starfsfólki spítalans fyrir framlag þess á upplýsingafundi almannavarna, fólki sem bæði starfar sem fagmenn og einnig þeim sem sinna þrifum og fleiru. Ekkert staðfest smit er nú á Norðurlandi vestra og einungis þrír eru í sóttkví. Þar með er stórum áfanga náð en fyrstu tilfelli fjórðungsins komu upp fyrir nákvæmlega mánuði, 20. mars í Húnaþingi vestra. Tvær tegundir af örplasti fundust í drykkjarvatni á Akureyri samkvæmt rannsóknum við Háskólann á Akureyri. Töluvert meira plast mældist í sjávarseti í Eyjafirði en við Stafangur í Noregi, sem er tíu sinnum fjölmennara svæði. Lengri umfjöllun: Íslendingar eru ánægðastir með frammistöðu stjórnvalda vegna COVID-19 samkvæmt alþjóðlegri könnun Gallups. 92% Íslendinga telja að útbreiðsla kórónuveirunnar hafi orðið með náttúrulegum hætti. Arnar Páll Hauksson segir frá. Breytt staða blasir við mörgum stéttarfélögum í COVID-19 faraldrinum. Félagsmenn hafa misst vinnu, starfa í skertu starfshlutfalli og margir hafa þurft að sinna vinnu heiman frá sér. Í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar á síðasta ársfjórðungi síðasta árs kom fram að þriðjungur launafólks á aldrinum 25-64 ára vinnur aðalstarf sitt venjulega eða stundum heima. Bráðabirgðatölur fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 sýna nokkra aukningu á fjarvinnu launafólks af völdum COVID-19 en endanlegar niðurstöður ársfjórðungsins liggja ekki fyrir. Framhaldsskólakennarar hafa ekki þurft að óttast atvinnumissi en vinnan þeirra hefur gjörbreyst. Kristján Sigurjónsson ræðir við Guðjón Hrein Hauksson
4/20/202030 minutes
Episode Artwork

Kjaramál. Ójöfnuður. Notre Dame.

Viðbúið er að það taki ferðaþjónustuna allt að tvö ár að jafna sig eftir faraldurinn. Þetta kemur fram í skýrslu sem KPMG gerði fyrir ferðamálastofu. Sóttvarnalæknir segir að ef reynt hefði verið að ná hjarðónæmi gegn kórónuveirunni hérlendis hefði það getað haft skelfilegar afleiðingar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur hættu á að yfir 300 þúsund eigi eftir að deyja af völdum COVID-19 sjúkdómsins í Afríku. Vísbendingar eru um að kórónuveiran breiðist þar hratt út. Formaður VR segir að verkalýðshreyfingin muni láta sverfa til stáls, verði launafólk skilið eftir í niðursveiflunni. Svo getur farið að kjarasamningum verði sagt upp vegna vanefnda ríkisstjórnarinnar. Kórónuveiran leggst bæði á ríka og fátæka. Við erum öll í þessu saman, en samt ekki. Prófessor í félagsfræði segir faraldurinn afhjúpa ójöfnuð í samfélaginu. Í vikunni var ár liðið frá bruna Notre Dame kirkjunnar í París. Þá stóð heimurinn á öndinni, nú einokar veiran hugann. Kirkjan er þó ekki gleymd.
4/17/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 16. mars Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Ragnar Gunnarsson Aðstandendur geta, með ströngum skilyrðum, heimsótt íbúa á hjúkrunarheimilum frá og með 4. maí. Aðeins einn getur komið í heimsókn í einu. Stjórnvöld kynna reglurnar í næstu viku. Margir upplifa félagslega einangrun og einmanaleika í samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta sagði starfsmaður Rauða krossins á fundi almannavarna í dag. Það sé engin skömm að upplifa einmanaleika. Sænskir þingmenn heimiluðu í dag ríkisstjórn landsins til að grípa til aðgerða til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar, án þess að leggja þær fyrst fyrir þingið. Reiði ríkir meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar yfir því að forseti Alþingis hafi sakað þá um að vilja ekki eiga samtal við ríkisstjórnina um þingmál. Dómstólar hafa úrskurðað þremenninga, sem voru sakfelldir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í Borgarfirði, í áframhaldandi gæsluvarðhald á meðan mál þeirra er til meðferðar fyrir Landsrétti. Kórónuveirufaraldurinn gefi ekki ástæðu til að láta mennina lausa. Heimsóknir aðstandenda til íbúa á hjúkrunarheimilum verða leyfðar með ströngum skilyrðum frá og með 4. maí. Aðeins einn fær að koma í heimsókn í einu. Vinnuhópur á vegum stjórnvalda og hjúkrunarheimila leggur þetta til. Tillögur hópsins verða kynntar nánar um miðja næstu viku. Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu er í vinnuhópnum. Kristján Sigurjónsson talar við Pétur Magnússon og Þórunni Sveinbjörnsdóttur. Almannaheill regnhlífarsamtök þriðja geirans eða ekki hagnaðardrifinna samtaka hvetur aðildarfélög sín til að leggjast á sveif með yfirvöldum í að draga úr áhrifum veirufaraldursins. Samtökin hvetja líka önnur samtök, stofnanir, fyrirtæki og almenning til að gera það líka. Arnar Páll Hauksson talar Jónas Guðmundsson formann Almannaheilla. Það er fátt um góðar efnahagsspár þessar vikurnar. Bresk stofnun, Office for Budget Responsibility hefur gefið út sviðsmynd, frekar en spá, fyrir Bretland, sem fékk marga til að hrökkva í kút. Forsendurnar skipta þó miklu og ekki endilega ljóst hverjar eru þær réttu. Kannski má segja að fuglasöngur sé óformleg vísbending um hægaganginn í hjólum atvinnulífsins. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
4/16/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 15. apríl 2020

Spegillinn 15. apríl 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Aðeins sjö COVID-19 smit greindust síðasta sólarhring. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er vongóður um að bóluefni finnist innan árs. Sóttvarnalæknir segir enga ástæðu til að ætla að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi gert einhver mistök í viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Trump Bandaríkjaforseti gagnrýnir stofnunina og hefur skrúfað fyrir fjárframlag Bandaríkjanna til hennar. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir að það hafi ekki átt að koma stjórnmálamönnum á óvart að sjö útgerðir væru með mál í gangi gegn stjórnvöldum vegna makríls, sem endaði með að Hæstiréttur dæmdi að ríkið væri bótaskylt. Þær hafa krafist rúmlega tíu milljarða króna í skaðabætur Eigandi lítils fyrirtækis í ferðaþjónustu segist ekki gera ráð fyrir neinum viðskiptum að ráði fyrr en eftir eitt ár. Allt sé stopp og engar bókanir berist. Þjóðverjar ætla að slaka lítillega á samkomubanninu í næsta mánuði, hefja skólahald að nýju og heimila með skilyrðum að verslanir upp að ákveðinni stærð verði opnaðar. Íslensk stjórnvöld og Carlsbergsjóðurinn, sem er danskur styrktarsjóður, gefa Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, og Margréti Þórhildi Danadrottningu sameiginlega afmælisgjöf. Vigdís er níræð í dag en Margrét verður áttræð á morgun. Ný frétt: Fimm sjávarútvegsfyrirtæki, Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes, hafa ákveðið að falla frá kröfum á hendur íslenska ríkinu vegna ágreinings um úthlutun aflaheimilda í makríl. Alls höfðu sjö fyrirtæki stefnt ríkinu og kröfðust rúmlega tíu milljarða króna í skaðabætur en nú hafa fimm fallið frá málssókn, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá þeim. Vinnslustöðin og Huginn hafa ekki tilkynnt um að þau falli frá málssókn. (Frétt sem barst í miðjum Spegli) Lengri umfjallanir Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er níræð í dag. Vígdís gegndi embætti forseta í fjögur kjörtímabil, frá 1980 til 1996. Hún var fyrsta konan í heiminum sem kosin var þjóðarleiðtogi í frjálsum lýðræðislegum kosningum. Páll Valsson rithöfundur skrifaði ævisögu Vigdísar - Vigdís - kona verður forseti - fyrir rúmum tíu árum. Kristján Sigurjónsson talar við Pál og flutt er brot úr fyrsta nýársávarpi Vigdísar Finnbogadóttur frá 1. janúar 1981. Það tók lögregluna nokkra daga að læra á Covid, en nú hafa störfin verið aðlöguð að farsóttinni. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Lögreglustjórinn á Akureyri missti á tímabili fi
4/15/202030 minutes
Episode Artwork

Viðbrögð hagsmunaaðila við tilslökunum. Staðan í Bretlandi.

Það hefur gengið betur en menn gátu spáð að útskrifa COVID-19 sjúklinga, segir prófessor í líftölfræði. Miðað við nýtt spálíkan eiga fá og jafnvel engin tilfelli eftir að greinast í lok apríl og byrjun maí en veikin verður þó ekki alveg horfin. Dregið verður úr takmörkunum á samkomum og skólahaldi í stórum skrefum frá fjórða maí. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að stíga varlega til jarðar svo ekki komi bakslag í baráttuna gegn faraldrinum. Formaður KSÍ vonast til að Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist um miðjan júní. Hins vegar er óvíst hvort stærstu barnamót sumarsins geta farið fram vegna fjöldatakmarkana. COVID-19 farsóttin hefur dregið yfir eitt þúsund til dauða í Svíþjóð. Hópur vísindamanna gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki gert nóg til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar. Viðbrögð hagsmunaaðila við tilkynningu stjórnvalda um fyrirhugaðar tilslakanir á samkomubanni eru misjöfn, sumir gleðjast, aðrir hafa þungar áhyggjur. Daglegar COVID-dánartölur bresku stjórnarinnar segja ekki alla söguna því þær sýna aðeins dauðdaga á sjúkrahúsum. Af elliheimilum landsins berast nú slæmar veirufréttir. .
4/14/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 08.04.2020

Umsjón: Pálmi Jónasson Kórónuveirufaraldurinn virðist hafa náð hámarki hérlendis hvað varðar fjölda virkra smita. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að halda aðgerðum áfram til að koma í veg fyrir að útbreiðsla veirunnar aukist á ný. Enginn hefur verið greindur með COVID-19 í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn. Einmanaleiki eldri borgara er að verða djúpstæður, segir formaður Landssambands eldri borgara. Bernie Sanders er hættur við að sækjast eftir því að verða forsetaefni Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Stefnt gæti í 25 prósenta atvinnuleysi í Skútustaðahreppi á næstu mánuðum ef versta spá gengur eftir. Þá gætu útsvarstekjur dregist saman um 130 milljónir króna sem eru tæp 22 prósent af heildartekjum sveitarfélagsins. Stærstu flutningsfyrirtækin á Íslandi, hafa fækkað skipum í rekstri og breytt flutningsleiðum vegna COVID-19. Heildsalar segjast ekki verða varir við skort eða truflanir í innflutningi, hingað komi öll aðföng og matvæli sem hafi verið pöntuð, einu hnökrarnir tengist kannski klósettpappír - en það skrifast ekki á skort heldur aukna eftirspurn. Arnhildur Hálfdánardóttir fjallar um málið í Speglinum. Ástralski kardinálinn George Pell sem dæmdur var til fangavistar fyrir barnaníð var í gær látinn laus eftir að hæstiréttur Ástralíu sneri dómi undirréttar og sýknaði hann af öllum ákærum. Pell var fjármálastjóri Páfagarðs og sem slíkur þriðji maður í virðingarröð kaþólsku kirkjunnar. Hann var kreddufastur og harðsnúinn baráttumaður kaþólsku kirkjunnar sem barðist hatrammlega gegn samkynhneigð, þungunarrofi, skilnaði, getnaðarvörnum og fyrir skírlífi presta. Pálmi Jónasson segir frá í Speglinum. Heilbrigðismál eru ekki hluti af innri markaðnum, sem er ein skýringin á því að Evrópusambandið fór sér hægt þegar fór að kræla á COVID-19-faraldrinum. En það þarf líka efnahagsaðgerðir og þá hafa gömul deilumál frá evruhremmingunum á árunum eftir 2008 gengið í endurnýjun lífdaga. Sextán klukkustunda símafundur fjármálaráðherra evruríkjanna dugði ekki til að ná samstöðu. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
4/8/202030 minutes
Episode Artwork

Versta krísa í 100 ár

COVID-19 faraldurinn þýðir að minnsta kosti 200 milljarða króna högg fyrir ríkissjóð, segir fjármálaráðherra. Faraldurinn stefnir í að verða stærsta efnahagslega krísa Íslendinga í eitt hundrað ár. Flest bendir til þess að ríkisstjórnin framlengi stuðningssamning sinn við Icelandair um að halda úti lágmarksflugsamgöngum eftir 15. apríl. Þetta segir samgönguráðherra. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að það sé spurning hvort Ísland hafi náð toppnum í kórónuveirufaraldrinum. Óvenjufá tilfelli greindust síðasta sólarhringinn eða 24. Næstu dagar skeri úr um hvort svo sé eða ekki. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir mjög óeðlilegt að nýr kjarasamningur við starfsfólk álversins í Straumsvík velti á því hvort Landsvirkjun endurskoði raforkusamninga. Mörg hundruð Íranar eru látnir eftir að hafa drukkið óblandað alkóhól til að verjast kórónuveirunni. Tæplega 19 þúsund fengu í dag greiddar út bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði vegna skerts starfshlutfalls. Alls námu greiðslurnar tæpum einum komma þremur milljörðum króna. Spáð er að atvinnuleysi í þessum mánuði geti farið í 22% á Suðurnesjum. Arnar Páll Hauksson talar við Unni Sverrisdóttir. Íslenskur læknir sem starfar á Manhattan í New York segir að henni líði eins og að hafa lent í holskeflu. Fjöldi innlagna vegna COVID-19 hafi hundraðfaldast á tveimur vikum. Tryggvi Aðalbjörnsson talar við Ernu Miunka Kojic. Í Svíþjóð gengur lífi flestra að mestu leyti sinn vanagang, þótt grannlöndin hafi flest gripið til harðra aðgerða til að tefja fyrr útbreiðslu kórónuveirunnar. Búðir eru opnar, líkt og kaffihús og veitingastaðir, þótt fólk sé reyndar beðið um að halda sig heima, sé það veikt. Hátt í sex hundruð Svíar hafa nú látið lífið vegna veirunnar, þótt þeir kunni að vera mun fleiri. Fræðimenn telja að allt að ein milljón manna - tíu prósent íbúa landsins - kunni að hafa smitast nú þegar. Arnar Páll Hauksson talar við Kára Gylfason í Gautaborg.
4/7/202030 minutes
Episode Artwork

Íslendingar hvattir til að fljúga heim fyrir páska

Sex manns hafa látist hér á landi úr COVID-19 sjúkdómnum. Landlæknir segir að þessi dauðsföll sýni hve veiran geti verið hættuleg. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins segir óljóst hvernig flugsamgöngur til Íslands verði eftir páska og hvetur Íslendinga sem ætla heim að fljúga með Icelandair fyrir páska. Dauðsföll í Bretlandi af völdum COVID-19 eru komin yfir fimm þúsund. Stjórnvöld segja ómögulegt að segja fyrir um hvenær farsóttin nái hámarki. Setja þarf miklu strangari reglur um ferðamenn, bæði með skemmtiferðaskipum og almennt, þegar COVID-19 faraldurinn fjarar út, segir sóttvarnalæknir. Miðstjórn ASÍ hafnaði í gær að fyrrverandi fyrsti forseti sambandsins og varaformaður VR fengju að draga úrsagnir sínar úr miðstjórn til baka. Stjórnin féllst hins vegar á að formaður VR kæmi til baka. Bransinn er nánast botnfrosinn og staða sjálfstæðra listamanna þung, búið að fresta eða aflýsa öllu og það á sjálfrí árshátíðavertíðinni. Allt tónlistar- og leiklistarstreymið sem nú er boðið upp á lyftir andanum en ekki eru allir á því að það hjálpi pyngju listamann. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Valdimar Guðmundsson, Hallveigu, Rúnarsdóttur,Steinunni Birnu Rúnarsdóttur og Erling Jóhannesson. Formaður Sjúkraliðafélags Ísland hefur hefur ritað öllum forstjórum heilbrigðisstofnana bréf þar sem farið er fram á að ákvæði í kjarasamningi um sérstakar greiðslur vegna álags verði virkjað. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur líka komið sams konar beiðni á framfæri og það fyrir allnokkru. Arnar Páll Hauksson segir frá. Boris Johnson forsætisráðherra Breta er á sjúkrahúsi vegna COVID-19 veikinda. Og nýr leiðtogi Verkamannaflokksins lofar harðri en uppbyggilegri stjórnarandstöðu. Elísabetu drottning ávarpaði þjóðina í gær og minnti Breta á gildi samstöðu. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
4/6/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 03.04.2020

Umsjón: Pálmi Jónasson Yngsti COVID-sjúklingurinn sem er í öndunarvél hérlendis er undir fertugu. Einn hefur losnað úr öndunarvél og af gjörgæsludeild. Heilbrigðisráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðu hjúkrunarfræðinga og segir að til greina komi að greiða heilbrigðisstarfsfólki sérstakan álagsauka. Ríkissáttasemjari segist vongóður um að það þokist í samkomulagsátt á sáttafundi sem hann hefur boðað á mánudag í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Gert er ráð fyrir að rúmlega fjörutíu og sex þúsund manns verði án vinnu eða í skertu starfshlutfalli í aprílmánuði. Fjármálaráðherra segir að ástandið vegna faraldursins versni dag frá dagi og ríkisstjórnin sé að hugleiða næstu skref. Fasteignaveldi Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur leitað ásjár Deutsche Bank og beðið um greiðslufrest á lánum. Fasteignaveldið tapar jafnvirði hundrað milljóna króna í viku hverri.
4/3/202030 minutes
Episode Artwork

Atvinnuleysi í 20%?

Karl og kona á áttræðisaldri, sem glímdu við COVID-19 sjúkdóminn, létust á Landspítalanum síðasta sólarhring. 99 ný tilfelli hafa greinst síðan í gær. Sóttvarnalæknir vill framlengja samkomubann til 4. maí. Landlæknir biðlar til hjúkrunarfræðinga og stjórnvalda að ná kjarasamningum. Forstjóri Landspítalans segir það til skoðunar hvernig umbuna megi hjúkrunarfræðingum sérstaklega vegna mikils álags síðustu vikurnar. Hráolíuverð hækkaði um tugi prósenta þegar Bandaríkjaforseti tilkynnti að það sæi fyrir endann á verðstríði Rússa og Sádi-Araba. Ef fiskeldi verður tvöfaldað á Austfjörðum, líkt og tillaga að nýju áhættumati gerir ráð fyrir, gæti orðið grundvöllur fyrir fraktflug frá Egilsstöðum með eldisfisk. Útflutningsverðmæti eldisfisks bara frá Austurlandi myndi aukast um það sem samsvarar næstum heilli loðnuvertíð. Ef fiskeldi verður tvöfaldað á Austfjörðum, líkt og tillaga að nýju áhættumati gerir ráð fyrir, gæti orðið grundvöllur fyrir fraktflug frá Egilsstöðum með eldisfisk. Útflutningsverðmæti eldisfisks bara frá Austurlandi myndi aukst um það sem samsvarar næstum heilli loðnuvertíð. Tuttugu tonna prufusending af lambakjöti fór nýlega frá Fjallalambi á Kópaskeri á markað í Kína. Framkvæmdastjóri Fjallalambs segir viðtökurnar góðar og Kínverjar séu áhugasamir um frekari viðskipti. Formaður VR segir að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því að hafna lífeyrissjóðsleiðinni sem felur í sér tímabundna lækkun á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði. Rætt var Við Ragnar Þór Ingólfsson í Speglinum. Leiðtogar nýta tækifærið til að herða tökin um valdataumana. Lögregla beitir borgara ofbeldi og rétturinn til tjáningar og friðhelgi einkalífs víkur fyrir boðum og bönnum. Mannréttindabrot eru áhyggjuefni nú þegar farsótt breiðist um heiminn og fjöldi ríkja hefur lýst yfir neyðarástandi. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá. Undanfarinn aldarfjórðung hefur dómstóllinn því komið reglulega til Amazon fenjasvæðisins í líki gufubáts. Fimmtíu starfsmenn dómsins eru um borð í þessum fljótandi dómstól. Innanborðs eru verjendur, sækjendur, dómsritarar, lögreglumenn og svo framvegis. Fjölmargir sjálfboðaliðar koma með bátnum og leggja sitt af mörkum. Í fyrra kom báturinn einu sinni í mánuði en eftir að Jair Bolsonaro var kjörinn forseti Brasilíu var ferðunum fækkað í eina á tveggja mánaða fresti. Pálmi Jónasson segir frá.
4/2/202030 minutes
Episode Artwork

Samkomubann og aðrar ráðstafanir sem gilda áttu til 13. apríl, verða líklega framlengdar til loka mánaðarins. Samtök atvinnulífsins segja mikil vonbrigði að verkalýðshreyfingin skuli hafa hafnað tillögum um að lækka tímabundið mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði. Formaður SA býst við frekari uppsögnum í apríl og að ástandið eigi eftir að versna. Formaður Verkalýðsfélags Akraness sem vildi fara lífeyrissjóðsleiðina segir að það sé búið að breyta íslenskum vinnumarkaði í blóðugan vígvöll. Lítið er um að eignir séu skráðar til sölu á fasteignasölum þessa dagana. Formaður Félags fasteignasala segir ekki útlit fyrir að fasteignaverð lækki vegna efnahagslægðarinnar sem nú gengur yfir vegna COVID-19. Nokkuð er um að fólk hafi hætt við sumarbústaðaferðir um páskana. Almannavarnir ráða fólki frá ferðalögum sem kynnu að auka álag á heilbrigðiskerfið og stéttarfélög bjóða endurgreiðslu ef fólk vill hætta við. Forstöðumaður Fjölmenningarseturs segist hafa áhyggjur af því að útlendingar á Íslandi einangrist og fari á mis við réttindi sín við þær aðstæður sem nú hafa skapast. Fjölmenningarsetur er í átaki við að reyna að ná til þeirra. Samtök atvinnulífsins lýsa yfir miklum vonbrigði með ákvöðrun verkalýðshreyfingarinnar um að hafna tímabundinni lækkun á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði. Formaður SA telur fullvíst að til frekari uppsagna komi í apríl og að ástandið eigi eftir að versna. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að vinnumarkaður hafi breyst blóðugan vígvöll. Miðstjórn ASÍ var einhuga í dag um að hafna tillögum SA. Arnar Páll Hauksson talar við Drífu Snædal, Vilhjálm Birgisson og Halldór Benjamín Þorbergsson. Eldri borgarar í Vestmannaeyjum eru flestir í sjálfsskipaðri eða aðstandendaskipaðri sóttkví. Einn þeirra segist reyna að hafa hugann við annað en veiruna, Víðir hafi mælt með veirufríum klukkutíma en hjá honum sé meirihluti dagsins veirufrír. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman og talaði við Gísla Valtýsson, Kristján Valur Óskarsson og Janus Guðlaugsson. Og Norðmönnum hefur verið stranglega bannað að dvelja í hyttunum sínum yfir páska. Arnar Páll Hauksson tlara við Gísla Kristjánsson í Osló.
4/1/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 31.03.2020

Umsjón: Pálmi Jónasson Horfur eru á að atvinnuleysi verði 13% í apríl og 12% í maí. Ef það gengur eftir yrði það langmesta atvinnuleysi sem mælst hefur. Penninn sagði í dag upp 90 starfsmönnum. Rúmlega 900 manns í 22 fyrirtækjum misstu vinnuna í hópuppsögnum í mars og rúmlega 25 þúsund hafa þurft að taka á sig skert starfshlutfall. Bókunarstaða hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum í sumar er herfileg og ljóst að ferðamannasumarið í ár er farið forgörðum. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Álverið í Straumsvík er nefnt í umfjöllun Financial Times sem álbræðsla sem gæti verið lokað í kreppu áliðnaðarins í heiminum. Kona á tíræðisaldri segist skilja þá ákvörðun stjórnenda Hrafnistu að setja á heimsóknabann. Dóttir hennar vonar að varnarveggurinn sem reistur hefur verið í kringum íbúa haldi. Venjulega hittast þær oft í viku en nú tala þær saman á Messenger. Fánar voru dregnir í hálfa stöng á Ítalíu til minningar um þá sem COVID-19 hefur dregið til dauða.
3/31/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 30.03.2020

Umsjón: Pálmi Jónasson Rúmlega 100 starfsmönnum Isavia var sagt upp störfum í dag. Forstjórinn segir að áhrifa COVID-19 farsóttarinnar á ferðaþjónustuna muni gæta í marga mánuði og jafnvel ár. Sex sjúklingar á Landakoti, allir á tíræðisaldri, eru smitaðir af kórónuveirunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir að sjúkdómurinn berist út. Staðfestum tilfellum hefur stöðugt fækkað á Ítalíu síðustu fimm daga. Síðastliðinn sólarhring náðu sér fleiri en sýktust. Hertar aðgerðir í Vestmannaeyjum vegna útbreiðslu veirunnar verða í gildi fram yfir páska, hið minnsta.
3/30/202030 minutes
Episode Artwork

Allt að hálf milljón fyrir brot í einangrun

Sóttvarnarlæknir segir að vonandi ljúki COVID faraldrinum í maí.Tæplega 900 er nú með staðfest smit af COVID-19 kórónuveirunni hér á landi. Ríkisstjórnin leggur til að laun þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna verði fryst fram að áramótum. Sekt fyrir að rjúfa einangrun vegna kórónuveirunnar getur numið allt að hálfri milljón króna, samkvæmt fyrirmælum sem ríkissaksóknari gaf út í dag vegna brota á sóttvarnalögum Alþjóðaferðamálastofnunin áætlar að ferðaþjónustan í heiminum dragist saman um tuttugu til þrjátíu prósent á árinu. Milljónir starfa eru í hættu. Stjórnvöld kynntu í dag aðgerðir í fimmtán liðum til að lágmarka neikvæð áhrif í sjávarútvegi og landbúnaði. Brugðist er við því ástandi sem nú ríkir en einnig horft lengra fram í tímann, segir ráðherra. Bob Dylan kom aðdáendum sínum, og raunar heimsbyggðinni allri, rækilega á óvart dag þegar hann sendi frá sér nýtt lag. Lögreglan hér á landi hefur ekki orðið vör við afbrot sem hægt er að tengja við kórónuveirufaraldurinn. Yfirvöld í Danmörku hafa hins vegar áhyggjur af glæpum sem framdir eru vegna eða í skjóli faraldursins. Þegar hefur verið tilkynnt um þjófnað á varnarbúnaði og að fólk villi á sér heimildir og þykist vera heilbrigðisstarfsmenn. Danir ætla að herða refsingar vegna þess sem þeir kalla kórónu glæpastarfsemi. Frumvarp um það liggur fyrir danska þinginu og verður að lögum í næstu viku. Arnar Páll Hauksson segir frá. Foreldrar af erlendum uppruna senda börn sín síður í skóla en aðrir og margir í hópi innflytjenda furða sig á því hvers vegna stjórnvöld hér grípi ekki til jafn harðra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu Covid-19 og stjórnvöld í heimalöndum þeirra. Síðustu daga hefur upplýsingagjöf til innflytjenda verið stórbætt en framan af var skortur á upplýsingum á öðrum tungumálum. Sabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Samfylkingar, segir að vantraustið hverfi ekki með einni þýðingu. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Sabine Leskopf. COVID-19 veirufaraldurinn mun án efa hafa pólitísk áhrif bæði til skamms tíma og eins til lengri tíma litið. Hér og nú eru þjóðarleiðtogar vegnir og metnir eftir viðbrögðum við faraldrinum. Til lengri tíma litið gæti áhrifanna gætt á pólitíska hugmyndafræði, á grundvallaratriði eins og hlutverk ríkisins. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
3/27/202030 minutes
Episode Artwork

Smit greinst á Landakoti og barnaspítalanum, ríkið sýknað af bótakröfu

Atvinnuleysi næstu tvo mánuði verður það mesta sem mælst hefur hér á landi samkvæmt spá Vinnumálastofnunar. Í apríl verður það tæp 11% segir Karl Sigurðsson sérfærðingur á Vinnumálastofnun. Fjárhagur Reykjavíkur verður fyrir margra milljarða króna höggi vegna kórónuveirufaraldursins. Borgin kynnti í dag fyrstu aðgerðir sínar til að bregðast við þessu. Brot úr ávarpi Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra við kynningu þeirra í dag. Innlagnir hafa verið bannaðar á Landakotsspítala eftir að COVID-19 smit greindist þar. Þá hefur þurft að loka Rjóðrinu á Barnaspítala Hringsins vegna smits sem kom upp hjá starfsmanni á spítalanum sagði Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Faraldurinn kann að valda dauða meira en áttatíu þúsunda í Bandaríkjunum og yfirfylla sjúkrahús landsins, jafnvel strax í næsta mánuði, að mati rannsóknarstofnunar sem hefur kannað útbreiðslu sjúkdómsins. Ásgeir Tómasson sagði frá. Íslenska ríkið hefur verið sýknað af bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála. Hátt í 30 hótelum hefur verið lokað eða verður lokað innan skamms vegna COVID-19 faraldursins. Brynjólfur Þór Guðmundsson segir frá. Pinnar frá Össuri duga til sýnatöku, þetta sýna prófanir Íslenskrar erfðagreiningar sem getur aftur prófað af krafti í Turninum. Svartþrösturinn syngur inn vorið. --- Reykjavíkurborg kynnti í dag þær aðgerðir sem gripið skal til vegna kórónuveirupestarinnar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Viðreisn er formaður Borgarráðs. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við hana. Vinnumálastofnun spáir því að aðvinnuleysi næstu tvo mánuði verði það mesta sem mælst hefur á Íslandi. Það verði 10,8% í apríl og um 10% í maí en fari svo lækkandi. Atvinnuleysi yfir árið verði um 7,4% og á næsta ári geti þar verið 6,4%. Áætlað er að allt að 20 þúsund umsóknir berist um hlutabætur. Arnar Páll Hauksson ræðir við Karl Sigurðsson, sérfræðing hjá Vinnumálastofnun. Í Bretlandi hafa veiruaðgerðir stjórnarinnar komið í hikandi en stigharðnandi skrefum. Nú er allt að því útgöngubann um leið og miklu er lofað, jafnt um efnahagsaðgerðir og aðstoð við heilbrigðiskerfið. Sigrún Davíðsdóttir segir frá, á Trafalgartorgi í kyrrlátri miðborg Lundúna þar sem holskefla veirufaraldursins virðist nú ríða yfir sjúkrahús borgarinnar. Eftirlaunaþegar í Moskvu láta fyrirmæli rússneskra stjórnvalda um að halda sig heima nánast sem vind um eyrun þjóta. Þeir telja að kynslóð sem hefur lifað af þrengingar síðustu 60 ára sé ekki í hættu vegna kórónaveiru. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá. Umsjón: Anna Kris
3/26/202030 minutes
Episode Artwork

Umsóknir um hlutabætur, fimmtán COVID-19 smitaðir á spítala og samkomu

4.500 manns sóttu í dag um bætur vegna skerts starfshlutfalls. Í morgun var opnað fyrir umsóknir á vef Vinnumálalstofnunar. Búist er við að um tuttugu þúsund manns gætu nýtt sé slíkar bætur. Fimmtán manns með staðfest COVID-19 smit eru nú á Landspítalanum. Þar af eru tveir á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á daglegum fundi Almannavarna. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir enga þörf á að setja þak á verðtryggingu lána. Ekki aðeins séu verðbólguhorfur lágar heldur hafi landsmönnum aldrei staðið til boða hagstæðari vaxtakjör. Samkomubann kallar á breytta nálgun við jarðarfarir og hinstu kveðju ástvina segir Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahússprestur á Landspítalanum. Rúmlega þrír milljarðar jarðarbúa eiga að fyrirskipan stjórnvalda í hátt í sjötíu löndum að halda sig heima vegna COVID-19 farsóttarinnar. Ásgeir Tómasson sagði frá. Sérstök COVID-deild hefur nú verið opnuð á Sjúkrahúsinu á Akureyri og öndunarvélum þar verður fjölgað um tvær. Ágúst Ólafsson ræddi við Krístínu Margréti Gylfadóttur, forstöðuhjúkrunarfræðing á Sjúkrahúsinu. ---- Vilhjálmur Birgisson. fyrsti varaforseti Alþýðusambands Íslands segir að ekki komi til greina að fresta umsömdum launahækkunum um næstu mánaðamót. Ásta Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur að til greina komi að fresta þeim vegna ástandsins sem nú ríkir. Arnar Páll Hauksson ræddi við Vilhjálm og Ástu. Fólk í framlínustörfum leggur sig í ákveðna hættu til að halda samfélaginu gangandi. Það hittir fjölda fólks á hverjum degi og er því kannski útsettara en margur fyrir smiti. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við lyfsala, leikskólakennara, strætóbílstjóra og starfsmenn matvöruverslana um lífið í framlínunni. Nærri fimmtán hundruð manns hafa svarað kalli heilbrigðis- og velferðarþjónustunnar og skráð sig á útkallslista í svokallaðar Bakvarðasveitir. Hjá heilbrigðisþjónustunni voru í dag 710 skráðir; Á lista velferðarþjónustunnar voru komnir hátt í 800. Erna Blöndal er skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu sem heldur utan um skráningar í bakvarðasveit velferðarþjónustunnar, hún tekur undir það að vissulega hafi heilmargir skráð sig en þjónustan kalli á marga. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Ernu. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar: Björg Guðlaugsdóttir.
3/25/202030 minutes
Episode Artwork

Landsmenn taki banninu ekki alvarlega

Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir að fjöldi undanþágubeiðna vegna samkomubanns bendi til þess að hluti landsmanna taki bannið ekki alvarlega. Það boði ekki gott. Sextíu og eitt nýsmit hefur greinst frá því í gær. Opnað verður fyrir umsóknir um bætur vegna hlutastarfa fyrir hádegi á morgun. Forstjóri Vinnumálstofnunar býst við að minnsta kosti 10 þúsund umsóknum og að þær geti jafnvel orðið allt að 20 þúsund. Gengi bréfa í Icelandair hækkaði um 5,5% í dag. Það hefur lækkað um rúmlega 60% á einum mánuði. Sveitarstjóri Norðurþings segir það hafa hrist upp í fólki þegar ástralskur ferðamaður lést á sjúkrahúsinu á Húsavík. Mikil samstaða sé um að verjast kórónuveirunni. Nokkuð ljóst er að kjaraviðræður Eflingar og sveitarfélaganna munu frestast þar til veirufaraldrinum lýkur. Nýju tilboði Eflingar var hafnað á stuttum sáttafundi í morgun. Verkfalli Eflingar hefur verið frestað en félagið segist reiðubúið að hefja verkfallsaðgerðir á nýjan leik þegar faraldurinn er genginn yfir. Arnar Páll Hauksson talar við Viðar Þorsteinsson og Unni Sverrisdóttur. Ráðrúm stjórnvalda til að bregðast við vá eins og COVID19 faraldrinum markast meðal annars af trausti. Ef traust almennings á stjórnvöldum er lítið er minni von að fólk fari eftir opinberum boðum og bönnum. Eitt af því sem skapar traust eru einhlít boð og bönn, tilmæli og upplýsingar. Ekki upplýsingar sem vísa í allar áttir. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Myllumerkið #Tradwives hefur átt vaxandi fylgi að fagna á samfélagsmiðlum. Í Bretlandi og Bandaríkjunum hefur sprottið upp hreyfing kvenna sem vill hverfa aftur til óræðs tíma þar sem konur voru heimavinnandi og karlar fyrirvinnur. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá.
3/24/202030 minutes
Episode Artwork

Sótthreinsiklútar stífla hreinsistöð

Aðeins tæpt hálft prósent 10 ára barna og yngri sem skimuð hafa verið fyrir kórónuveirunni reyndist smitað. Landlæknir segir heimsóknarbann á hjúkrunarheimili og sjúkrahús erfitt úrræði, en verið sé að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Búast má við miklu annríki hjá Vinnumálastofnun næstu daga. Hægt verður að senda umsóknir um bætur vegna skerts starfshlutfalls á allra næstu dögum. Framkvæmdastjóri Sambands evrópskra verkalýðsfélaga segir að hótel- og veitingageirinn sé horfinn. Til að koma honum aftur af stað sé ljóst að þörf sé á verulegum ríkisstyrkjum á næstu árum. Heilbrigðisráðherra sett í dag reglugerð um takmarkanir á afhendingu lyfja. Ráðherra segir mikilvægt að fólk hamstri ekki lyf. Hreinsistöð fráveitu við Klettagarða í Reykjavík er óstarfhæf og fer óhreinsað skólp nú í sjó. Ástæðan er að miklu af blautklútum og sótthreinsiklútum hefur verið fleygt í salerni. Sundlaugar Reykjavíkurborgar verða lokaðar frá og með morgundeginum. Sáttafundur Eflingar og sveitarfélaganna hefur verið boðaður í fyrramálið. Kristján Bragason, framkvæmdastjóri Evrópusamtaka verkalýðsfélaga starfsmanna í matvælaframleiðslu , landbúnaði og á hótelum og veitingahúsum, segir að áætla megi að af þeim 12 milljónum sem starfa í hótel- og veitingageiranum hafi 10 til 11 milljónir misst vinnuna vegna COVID-19. Atvinnugreinin sé hreinlega horfin og ekki verið hægt að koma henni aftur í gang nema með verulegum ríkisstyrkjum á næstu árum. Arnar Páll Hauksson talaði við Kristján Bragason. Loftmengun yfir stórborgum hefur snarminnkað, dregið hefur úr alþjóðaflugi og umferðarteppur heyra víða sögunni til, í bili að minnsta kosti. Hvernig spila loftslagsvá og heimsfaraldur nýrrar kórónaveiru, saman? Leiðir heimsfaraldurinn til bakslags í baráttunni við loftslagsbreytingar eða er hann stökkpallur til þess að breyta hagkerfinu og venjum fólks? Ýttu loftslagsbreytingar jafnvel undir það að veiran sem veldur COVID-19 tók stökkið yfir í menn? Arnhildur Hálfdánardóttir sagði frá. Miklar efasemdir eru í Noregi um að flugfélagið Norwegian lifi ferðabann vegna krórónuveirunnar af. Skuldir eru miklar og bæði ríki og fjárfestar hika við að koma félaginu til bjargar. Hins vegar bendir margt til að víðtækar lokanir hafi dregið úr smiti vegna veirunnar í Noregi. Gísli Kristjánsson sagði frá.
3/23/202030 minutes
Episode Artwork

Atvinnuleysisbætur til fólks þar sem vinna minnkar, nýjar öndunarvélar

Yfir fjögur hundruð kórónuveirusmit hafa verið greind hérlendis. Til greina kemur að herða aðgerðir, til dæmis með því að takmarka enn frekar hversu margir mega koma saman. Alma Ómarsdóttir sagði frá, Alma Möller, landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra af fundi í dag. Alþingi samþykkti í dag frumvarp sem heimilar rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli. til að bregðast við stórauknu atvinnuleysi vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Aðilar vinnumarkaðarins segja aðgerðirnar bráðnauðsynlegar. Magnús Geir Eyjólfsson ræddi við Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og Drífu Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Tugþúsundir Ítala hafa verið sektaðar fyrir að brjóta útgöngubann stjórnvalda. Til greina kemur að hernum verði falið að halda fólki heima. Ásgeir Tómason sagði frá. Það leggjast allir á eitt og láta skólastarfið ganga, segir Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla. Öll kennsla fer nú fram í gegnum netið. Valgeir Örn Ragnarsson ræddi við Ársæl Öllu flugi Air Iceland connect til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna veðurs. Gular viðvarnir eru í gildi sunnan og vestan til á landinu og vetrarfærð er í öllum landshlutum. Sólveig Klara Ragnarsdóttir sagði frá. ----- Frumvarpi um atvinnuleysisbætur til fólks sem missir hluta af vinnu felst meðal annars að laun að 400 þúsund krónum eru að fullu tryggð þó að vinna minnki, þak á samanlagðar bætur og laun er 700 þúsund krónur. Ákvæðin gilda út maí og verða endurmetin þegar líður á gildistímann. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir skipta höfuðmáli að ráðningarsamband vinnuveitenda og starfsmanna haldist. Reynslan af svipuðum aðgerðum eftir hrun hafi verið góð. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Unni. Landspítalinn vinnur að því að panta fleiri öndunarvélar hingað til lands. Spítalinn fékk í dag fimmtán vélar að gjöf frá velunnurum í Bandaríkjunum. Framkvæmdastjóri þjónustusviðs segir unnið að því að treysta birgðahald á óvissutímum. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóra þjónustusviðs Landspítalans. Í litlum sveitarfélögum geta örfá kórónuveirusmit sett stórt strik í reikninginn. Í Húnaþingi vestra er fimmtungur íbúa í sóttkví og það sama á við um fjölmarga í Vestmannaeyjum og í Hveragerði. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður sambands sveitarfélaga og bæjarstjóri í Hveragerði, segir að enn hafi engin sveitarfélög lamast og viðbragðsaðilar á hverjum stað grípi inn í gerist þess þörf. A
3/20/202030 minutes
Episode Artwork

Líf milljóna gætu verið í hættu

Vísbendingar eru um að COVID-19 faraldurinn sé að færast í aukana hér á landi, segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Alls eru 330 staðfest tilfelli hér á landi, sem er fjölgun um 80 frá því í gær. Á veirufræðideild Landspítalans hafa verið staðfest 73 smit, eða um 15 prósent af innsendum sýnum. Sú prósentutala hefur hækkað. Hún var 10 prósent í gær. Þjóðir heims verða að taka höndum saman til að koma í veg fyrir COVID-19 sjúkdómurinn berist til fátækustu ríkja heims. Ella er hætta á að hann verði milljónum manna að bana, segir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Fleiri hafa látist af völdum veirunnar á Ítalíu en á meginlandi Kína. Ekki sér fyrir endann á verkfalli Eflingar í fimm sveitarfélögum. Sex skólar eru enn lokaðir. Klögumálin ganga á víxl, og deilendur virðast ekki reiðubúnir að slaka á kröfum sínum. Þrítugur karlmaður, sem handtekinn var í nótt, grunaður um aðild að eldsvoðanum á skemmtistaðnum Pablo Discobar í miðborg Reykjavík, er sá hinn sami og olli stórhættu í síðustu viku, þegar hann stal steypubíl í miðborginni og ók honum meðal annars á móti umferð. Prófessor í sagnfræði segir ekki miklar líkur að forseti Íslands fái mótframboð. Þær séu líklega enn minni vegna ástandsins sem nú ríkir. Kjörtímabili forsetans lýkur í lok júní. Arnar Páll Hauksson talar við Guðmund Hálfdánarson. Lagaprófessor segir að ekki sé hægt að útiloka, ef til forsetakosninga kemur, að þeim verði frestað vegna COVID-ástandsins. Þó að ákvæði séu um tímasetningu forsetakosninga í stjórnarskrá er mögulegt að fresta þeim á grundvelli óskráðra neyðarréttarsjónarmiða. Arnar Páll Hauksson talar við Björgu Thorarensen. COVID-19 tilfellum fjölgar nú hratt í Bretlandi, staðfest smit nú rúmlega 2600, 103 látnir. Breska stjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa verið alltof værukær. Nú lofar stjórnin miklum efnahagsaðgerðum en gagnrýnin í þinginu í dag kom ekki frá stjórnarandstöðunni heldur þingmönnum stjórnarflokksins, Íhaldsflokksins. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
3/19/202030 minutes
Episode Artwork

Stórt högg á þjóðarbúið

Það að hlutfallslega mörg sýni eru tekin hér á landi til að skima fyrir COVID-19 gæti útskýrt talsverða fjölgun skráðra smita á Íslandi. 250 manns hafa nú greinst með veiruna. Fimm af sjö hótelum Centerhótela verður lokað næstu daga. Framkvæmdastjórinn segist binda vonir við aðgerðir stjórnvalda. Evrópusambandið sakar Rússa um að dreifa falsfréttum um COVID-19 faraldurinn til að grafa undan trausti á heilbrigðisyfirvöldum á Vesturlöndum. Þó að gengi krónunnar hafi lækkað um 10% frá áramótum er ekki búist við að verðbólga aukist mikið. Þetta segir seðlabankastjóri. Það er engin vestanganga sjáanleg, segir leiðangursstjóri í loðnuleit sem nú stendur yfir. En auknar vísbendingar séu um hrygningu loðnunnar úti fyrir Norðurlandi. Daði Freyr segist vonsvikinn yfir því að Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafi verið aflýst. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir ljóst að það verður mikið áfall í efnahagsmálum hér á landi. Aðgerðir Seðlabankans sem kynntar voru í dag miði að því að milda þetta áfall. Hann segir að miðað við þróunina í Kína megi búast við að hér verði stórt högg á þjóðarbúið á fyrri hluta ársins. Arnar Páll Hauksson talar við Þórarinn G. Pétursson. Sagan kennir okkur að það er auðvelt að loka landamærum en það getur verið þrautin þyngri að opna þau aftur síðar. Þetta segir stjórnmálafræðiprófessor. COVID-19 sé hnattræn vá sem krefst hnattrænnar samvinnu en viðbrögð margra ríkja litist af þjóðerniskennd. Létt þjóðernisstef komi líka fram í ræðum stjórnmálamanna sem stundum reyni að þjappa fólki saman með því að upphefja meint þjóðareinkenni. Arnhildur Hálfdánardóttir tala við Eirík Bergmann.
3/18/202030 minutes
Episode Artwork

Andlát ferðamanns á Húsavík, loftbrú til Kanaríeyja og lokanir landamæ

Ólíklegt er talið að ástralskur ferðamaður, sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík í gær, hafi dáið úr COVID-19 sjúkdómnum, þó að komið hafi í ljós að bæði hann og kona hans voru smituð af veirunni. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna. Alma Ómarsdóttir segir frá. Loftbrú verður næstu daga frá Kanaríeyjum til Íslands. Þar er útgöngubann og verið að loka hótelum. Á þriðja þúsund Íslendingar, hið minnsta, eru á eyjunum. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræddi við Þráin Vigfússon framkvæmdastjóra VITA. Utanríkisráðherra lýsti vonbrigðum sínum vegna ferðabanns yfirvalda í Bandaríkjunum á símafundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. Jóhann Bjarni Kolbeinsson sagði frá. Prestar rétttrúnaðarkirkjunnar í Tbilisi, höfuðborg Georgíu hafa gengið til liðs við heilbrigðisyfirvöld í baráttu við veiruna og stökktu vígðu vatni á allt sem fyrir þeim varð. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá. ---- Í síðustu viku og í dag mótmæltu íslensk stjórnvöld aðgerðum bandarískra stjórnvalda sem settu þá komu bann á ferðamenn frá Schengen ríkjum. Í gær var greint frá tilmælum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að loka ytri landamærum Schengensvæðisins og þeim tilmælum var líka mótmælt af íslenskum stjórnvöldum. Danir og Norðmenn hafa nánast lokað landmærum sínum og það hafa fleiri Evrópuþjóðir gert. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir um landamæralokanir við Sigríði Á. Andersen, Sjálfstæðisflokki, sem er formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar sem líka situr í utanríkismálanefnd. Misskilnings hefur gætt bæði á Íslandi og í Bretlandi um hvort stjórnvöld vilji að meginþorri fólks sýkist af COVID-19. Erfitt er að segja til um hvort það sé gott fyrir samfélagið að ungt og hraust fólk veikist. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman. Heyrist í Boris Johnson, forsætisráðherra Breta og Patrick Wallance, vísindaráðgjafa bresku stjórnarinnar og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Björg Guðlaugsdóttir.
3/17/202030 minutes
Episode Artwork

Fall á mörkuðum, staða Icelandair og snjóflóðahætta fyrir vestan

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segist sannfærður um að félagið geti staðið af sér það áfall sem útbreiðsla COVID-19 veirunnar hefur í för með sér. Flugfélög um allan heim hafa boðað fordæmalausan samdrátt í flugi. Miklar lækkanir urðu í kauphöllum í dag. Magnús Geir Eyjólfsson ræddi við Boga. 12 ný kórónaveirusmit hafa greinst á Íslandi í dag. Meira en tvö þúsund eru í sóttkví og þrír á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. Alma Ómarsdóttir sagði frá og heyrist í Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni af upplýsingafundi Almannavarna. Hættustig er í gildi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og Flateyri og þar hafa nokkur íbúðarhús verið rýmd. Óvissustig er í gildi á Vestfjörðum, þar hefur mikið snjóað og í nótt bætir enn í. Appelsínugul viðvörun er í gildi fram á kvöld á morgun vegna norðaustan stórhríðar. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir segir frá Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, leggur til bann við ónauðsynlegum ferðum inn á Schengensvæðið í þrjátíu daga. Stefnan er að bannið nái einnig til ríkja sem eiga aðild að Schengen en ekki ESB, eins og Íslands. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman. Yfirvöld í Týról hunsuðu viðvaranir frá Íslandi um að COVID-19 veiran væri þar á sveimi. Hefðu yfirvöld brugðist við af meiri festu hefði verið hægt að hægja á útbreiðslu veirunnar enn frekar í Evrópu. ----- Áhrifa COVID-19 faraldursins í atvinnulífinu gæti víða, óveðursblikur á lofti víða um heim. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins hefur vakið athygli á því að aðstæður fólks til að takast á við sóttkví og einangrun eru misjafnar og þá þurfi að gæta þess að kostnaður við heimavinnu lendi ekki á launþegum. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Drífu. Fastlega má búast við einhverjum kjaraviðræðum verði frestað vegna COVID-19. Fækkað hefur verið í samninganefndum og fjarfundabúnaður er notaður á sumum fundum. Arnar Páll Hauksson sagði frá. Jónína Einarsdóttir leikstjóri á Stakkaborg, segir að börnin eigi eftir að verða breytinga vör í fyrramálið. Þeim er skipt upp í hópa og bara helmingurinn í skólanum í einu og tíminn styttur. , vináttubangsarnir hafa til dæmis verið settir í geymslu og stór hluti leikfanga fjarlægður. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Jónínu. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Björg Guðlaugsdóttir.
3/16/202030 minutes
Episode Artwork

Samkomubann

134 hafa nú verið greind með COVID-19 veiruna hér á landi. Rúmlega ellefu hundruð eru í sóttkví og um 1230 sýni hafa verið rannsökuð. Skólastjórnendur leik- og grunnskóla og forsvarsmenn sveitarfélaga nýta helgina og mánudaginn til að skipuleggja kennslu næstu vikna. Enn er á huldu hvernig kennslan verður útfærð. Atvinnurekendur fá 21 þúsund krónur á dag fyrir hvern launamann sem er í sóttkví og getur ekki sinnt störfum sínum þaðan, samkvæmt frumvarpi félagsmálaráðherra sem hefur verið samþykkt í ríkisstjórn. Arnar Páll Hauksson talaði við Drífu Snædal. Netverslun á matvörum og heimsending hefur fjórfaldast síðustu daga samanborið við sama tíma í fyrra. Kristján Sigurjónsson talai við Breka Karlsson og Guðmund Magnason. Rauða viðvörunin var góð æfing, þetta segir forstjóri Advania. Starfsmenn fyrirtækisins eiga auðvelt með að vinna að heiman en fyrirtækið hefur nú í nógu að snúast við að hjálpa öðrum fyrirtækjum að setja upp heimatengingar fyrir starfsfólk. Arnhildur Hálfdánardóttir sagði frá og talaði við Ægi Má Þórisson.
3/13/202030 minutes
Episode Artwork

Áhrif á ferðaþjónustu. Smitsjúkdómalæknir um hvenær samkomubann er æsk

Karlmaður á sjötugsaldri og kona um sextugt eru á sjúkrahúsi vegna COVID-19 smits. Hvorugt er á gjörgæslu. Stjórnvöld í Noregi og í Danmörku hafa látið loka öllum skólum næsta hálfa mánuðinn. Norsku konungshjónin eru í sóttkví. Fjármálaráðherra sagði á Alþingi í dag að þó að skellurinn vegna veirunnar verði tímabundið ástand geti enginn sagt hvað sá tími verði langur. Bóndi í Svarfaðardal sem fær ekki að hafa bleikjueldi heima hjá sér án rekstrarleyfis ætlar að kæra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Veðurstofan varar við suðaustan hríðarveðri á Suðurlandi í kvöld og fram undir miðnætti, með talsverðri snjókomu. Efasemdir um kosti hnattvæðingarinnar og hvort hún hafi hugsanlega gengið of langt hafa fengið byr undir báða vængi með útbreiðslu COVID-19 veirunnar. *** Í síðari hluta Spegilsins var rætt við Má Kristjánsson, smitsjúkdómalækni og Bjarnheiði Hallsdóttur, formann Samtaka ferðaþjónustunnar um heimsfaraldurinn. Þá fjallaði Sigrún Davíðsdóttir um þá sem hafa efasemdir um kosti hnattvæðingarinnar og hafa fengið byr undir báða vængi með útbreiðslu veirunnar.
3/12/202030 minutes
Episode Artwork

Veiran orðin að heimsfaraldri

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að útbreiðsla kórónaveirunnar sé orðin að heimsfaraldri. Einn liggur veikur á sjúkrahúsi hérlendis vegna COVID-19 veirusmits. Hann er sá þriðji sem lagður er inn á sjúkrahús eftir smit en sá fyrsti sem er fluttur á spítala beinlínis vegna veikinda af völdum veirunnar. Ein hópuppsögn hefur borist Vinnumálastofnun vegna útbreiðslu veirunnar. Gul viðvörun vegna hríðar er í gildi á landinu norðan- og austanverðu en vegna vinds suðaustan til. Vetrarfærð er í öllum landshlutum. Ekki náðust samningar í kjaradeilu Eflingar og sveitarfélaganna í dag. Verkfall félagsmanna Eflingar í nokkrum sveitarfélögum, aðallega á höfuðborgarsvæðinu, heldur því áfram. Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein var í dag dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir nauðgun og annað kynferðisofbeldi. Seðlabankastjóri segir að það jákvæða við þrengingarnar sem nú steðja að vegna COVID-19 sé að þær verði tímabundnar. Bankinn ákvað í morgun að lækka stýrivexti og bindisskyldu bankanna til að bregðast við ástandinu. Á fundi Seðlabankans í morgun kom fram að efnahagsspá bankans sem kynnt var í febrúar er úrelt. En getur Ásgeir Jónssson seðlabankastjóri svarað því hverjar efnahagshorfurnar eru. Er ástandið núna mjög sérstakt í efnahagslegu tilliti. Arnar Páll Hauksson talar við Ásgeir Jónsson og Henný Hinz. Vaxtalækkun Englandsbanka í morgun gaf tóninn fyrir fjárlög til að bregðast við veirufaraldrinum, sem Rishi Sunak fjármálaráðherra Breta lagði fram í dag. Stóra spurningin var hversu mikið fjármálaráðherra myndi fjarlægjast áratugs niðurskurðarstefnu Íhaldsflokksins. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
3/11/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 10.03.2020

Umsjón: Pálmi Jónasson Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að án aðgerða ríkisstjórnarinnar til að sporna við afleiðingum COVID-19, stefni í fjöldagjaldþrot í greininni. Samtök atvinnulífsins vilja að tryggingagjald verði lækkað tímabundið ef ástandið versnar og að Seðlabankinn lækki stýrivexti í næstu viku. Greinst hefur eitt svokallað þriðja stigs smit af COVID-19 veirunni hérlendis. Sextíu og níu smit hafa nú greinst, öll á höfuðborgarsvæðinu nema tvö. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að veiran sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, sé orðin töluvert útbreidd á Íslandi. Íslensk erfðagreining stefnir að því að hefja skimun fyrir veirunni meðal almennings á næstu dögum, að því gefnu að því takist að útvega veirupinna. Lággjaldaflugfélagið Norwegian tilkynnti í dag að hætt hefði verið við 3.000 flugferðir á næstu vikum. Bókanir hefðu dregist mikið saman vegna COVID-19 faraldursins. Fjörutíu og átta Sikileyingar mega búast við að verða sektaðir og jafnvel stungið í steininn fyrir að hafa tekið þátt í jarðarför í dag. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að án aðgerða ríkisstjórnarinnar stefni í fjöldagjaldþrot í greininni. Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Samtök atvinnulífins segja aðgerðirnar mikilvægt skref. Ef ástandið versni sé eðilegt að lækka tryggingargjaldi tímabundið og að Seðlabankinn lækki stýrivesti í næstu viku. Arnar Páll talar við fjölmarga í Speglinum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, veðjar á að veiran sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, sé orðin töluvert útbreidd á Íslandi. Íslensk erfðagreining stefnir að því að hefja skimun fyrir nýju kórónaveirunni meðal almennings í lok þessarar viku. Fyrirtækið vinnur verkefnið undir stjórn sóttvarnalæknis. Allt veltur á því hvort fyrirtækinu tekst að útvega veirupinna svo hægt sé að taka sýni. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá í Speglinum.
3/10/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 09.03.2020

Umsjón: Pálmi Jónasson Öll skíðasvæði í Ölpunum eru orðin hluti af áhættusvæðum og þurfa allir sem koma þaðan að fara í tveggja vikna sóttkví. Tilkynnt var í dag að 60 Íslendingar væru smitaðir af COVID-19. Hlutabréfaviðskipti voru stöðvuð í fimmtán mínútur á Wall Street í New York í dag vegna verðhruns við upphaf viðskipta. Öngþveiti skapaðist á Ítalíu í gær þegar þúsundir reyndu að flýja boðaða sóttkví í stórum hluta landsins. Strangt ferðabann er nú í gildi á nokkrum svæðum á Norður-Ítalíu og um sextán milljónir verða þar í sóttkví fram í byrjun apríl. Það er um fjórðungur ítölsku þjóðarinnar. Þó að samningar hafi tekist í nótt við flest BSRB-félögin á enn eftir að semja við fjölmörg félög opinberra starfsmanna. Í þeim hópi eru meðal annars hjúkrunarfræðingar, kennarar og læknar. Ef tækist að rafmagnsvæða alla bílaleigubíla hér á landi myndi það flýta innleiðingu hreinorkubíla og hafa jákvæð áhrif á ímynd Íslands, segir forstöðumaður Grænvangs. Rafvæðing bílaleiguflotans er nú til skoðunar í atvinnulífinu. Öngþveiti skapaðist á Ítalíu í gær þegar þúsundir reyndu að flýja boðaða sóttkví í stórum hluta landsins. Sjö þúsund og fjögur hundruð smit hafa verið staðfest á Ítalíu og 366 dauðsföll, fleiri en nokkurs staðar í veröldinni að Kína frátöldu. Strangt ferðabann er nú í gildi á nokkrum svæðum á Norður-Ítalíu og um sextán milljónir verða þar í sóttkví fram í byrjun apríl. Það er um fjórðungur ítölsku þjóðarinnar. Pálmi Jónasson fjallar um málið í Spegilinum. Þó að samningar hafi tekist í nótt við flest félög innan BSRB á enn eftir að semja við fjölmörg félög opinberra starfsmanna. Hjúkrunarfræðingar telja að stytting vinnuvikurnar hjá vaktavinnufólki hafi í för með sér launalækkun meðal hjúkrunarfræðinga og 11 BHM-félög sætta sig ekki við tvískipta yfirvinnutaxta. Arnar Páll Hauksson tók saman. Eggert Benedikt Guðmundsson forstöðumaður Grænvangs segir að ef tækist að raforkuvæða alla bílaleigubíla myndi það flýta innleiðingu hreinorkubíla hér á landi og hafa jákvæð áhrif á ímynd Íslands. Rafvæðing allra bílaleigubíla á Íslandi er nú til skoðunar hjá aðilum í atvinnulífinu. Bergljót Baldursdóttir tók saman.
3/9/202030 minutes
Episode Artwork

Samúðarverkfall ólögmætt

Samúðarverkfall sem Efling stéttarfélag boðaði í sjálftætt starfandi skólum er ólögmætt.. Þetta er niðurstaða Félagsdóms. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og stjórnvöld hafa náð samkomulagi um greiðslur til fólks sem gert er að sæta sóttkví vegna COVID-19 veirunnar. SA beinir því til atvnnurekenda að laun verði greidd til þessa hóps og ASÍ til sinna aðildarsamtaka að sjukrasjóðir greiði óskert út til þeirra sem sýkjast. Viðbúið er að enn fjölgi í hópi þeirra sem greindir hafa verið með kórónaveirusmit hér á landi. Verið er að rannsaka tugi sýna og búist við því að einhver reynist jákvæð. Það er víða írafár yfir hvernig eigi að bregðast við efnahagslegum áhrifum af útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Það erfiðasta er óvissan um hver heilsufarsáhrifin verði. Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri útlendingastofnunar, segir að engin áform séu um að falla frá brottvísun fjölskyldna til Grikklands. Börn verða send frá Íslandi til Grikklands í fysta skipti í næstu viku. Veðurstofan varar við austan stórhríð á Suðurlandi á laugardag og austan roki eða ofsaveðri og hríð á Suðausturlandi á aðfaranótt laugardag Mér líður eins og við séum píluspjöld sem ráðamenn henda pílum í, svona lýsir kona reynslu sinni af því að vera öryrki og búa við fátækt.
3/6/202030 minutes
Episode Artwork

Læknar hafa áhyggjur af verkföllum

Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur vegna yfirvofandi verkfalla BSRB. Hann segir að vegna COVID-19 veirunnar þurfi heilbrigðisstofnanir á öllu sínu fólki að halda. Hann hvetur aðila til að semja Tíu greindust í dag með COVID19 veiruna. Alls hafa því 26 greinst hér á landi . Á fjórða hundrað manns eru í sóttkví. Rúmlega hundrað eru látnir úr COVID-19 veirunni á Ítalíu. Staðfest tilfelli þar í landi eru nú um þrjú þúsund. Talið er að mun fleiri séu smitaðir en hafa fengið greiningu. Michael Bloomberg hefur ákveðið að hætta við framboð sitt í forkjöri Demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Stjórnvöld stefna að því að árið 2030 verði helmingi færri undir fátæktarmörkum en nú. Félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar vill leggja Tryggingastofnun niður og koma í veg fyrir að fólk eigi á hættu að verða tekjulaust mánuðum saman. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Vilborgu Oddsdóttur. Samgöngustofa getur ekki svarað því, út frá reglum sem gilda um rétt flugfarþega, hver er réttur þeirra sem settir eru í sóttkví erlendis og missa af fluginu heim. Reglurnar eru hins vegar skýrar þegar flugi er aflýst vegna hættuástands í öðru landi. Arnar Páll Hauksson talar við Þórhildi Elínu Elínardóttur Hlutfall nemenda í framhaldsskólum sem læra erlend tungumál hefur lækkað og fjöldi þeirra mála sem þeir læra á hverjum tíma líka, að því fram kemur í tölum Hagstofunnar sem birtust fyrir nokkru. Hólmfríði Garðarsdóttur, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands og formanni samtaka tungumálakennara þykir miður að þróunin sé þessi en hún hafi ekki verið ófyrirséð. Samtökin hafi á sínum tíma lagst gegn styttingu framhaldsskólans. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Hólmfríði Garðarsdóttur.
3/5/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn miðvikudaginn 4. mars 2020

Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur vegna yfirvofandi verkfalla BSRB. Hann segir að vegna COVID-19 veirunnar þurfi heilbrigðisstofnanir á öllu sínu fólki að halda. Hann hvetur aðila til að semja Tíu greindust í dag með COVID19 veiruna. Alls hafa því 26 greinst hér á landi . Á fjórða hundrað manns eru í sóttkví. Michael Bloomberg hefur ákveðið að hætta við framboð sitt í forkjöri Demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Stjórnvöld stefna að því að árið 2030 verði helmingi færri undir fátæktarmörkum en nú. Félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar vill leggja Tryggingastofnun niður og koma í veg fyrir að fólk eigi á hættu að verða tekjulaust mánuðum saman. Út frá reglum sem gilda um réttindi flugfarþega er ekki hægt að gefa skýr svör um réttindi þeirra sem settir eru í stóttkví erlendis og missa af flugi heim.
3/4/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 3.mars 2020

Spegillinn 3.mars 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Mjög alvarlegt vinnuslys varð í Mosfellsbæ þegar gólfplata hrundi á byggingarsvæði. Tveir menn urðu undir plötunni. Báðir eru mjög alvarlega slasaðir og voru fluttir á slysadeild. Fjórtán Íslendingar hafa greinst með COVID-19 veiruna. Fimm ný tilfelli voru greind í dag. Fólkið sem hefur greinst með veiruna er allt í einangrun. Grikkir fá meira fé frá Evrópusambandinu til að bregðast við fjölda flóttamanna sem nú streymir inn í landið frá Tyrklandi. Forseti framkvæmdastjórnar sambandsins tilkynnti þetta í dag. Gunnar Þorgeirsson garðyrkjubóndi var í dag kjörinn formaður Bændasamtaka Íslands á Búnaðarþingi í dag. Öll stjórn samtakanna var endurnýjuð. Demókratar kjósa í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna í forvali forsetakosninganna í kvöld og í nótt. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var í dag dregið með Englandi, Belgíu og Danmörku í riðil 2 í Þjóðadeildinni sem fram fer í haust. Dregið var í Amsterdam í dag. Ný frétt: Samninganefnd Eflingar sendi borgarstjóra í morgun boð um frestun verkfalls í tvo daga gegn því að staðfesta tilboð sem hann lýsti í Kastljósi 19. febrúar. Bréfið var sent klukkan ellefu og var þar boðið að fresta verkfalli frá miðnætti í kvöld og í tvo sólarhringa. Ríkissáttasemjari fékk afrit af bréfinu og staðfesti móttöku þess. Frestur til svars var til klukkan fjögur í dag. Svar barst ekki fyrir klukkan fjögur og heldur því verkfall áfram, segir í tilkynningu frá Eflingu. Lengri umfjöllun: Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubóndi í Ártanga í Grímsnes- og Grafningshreppi og formaður Sambands garðyrkjubænda var í dag kjörinn formaður Bændasamtaka Íslands. Hann tilkynnti um framboð sitt í gær, en fráfarandi formaður Guðrún Tryggvadóttir sauðfjárbóndi frá Svartárkoti í Bárðardal, hafði gefið það út að hún sæktist eftir formennsku áfram. Hún var varaformaður Bændasamtakanna, en tók við formennsku fyrir ári þegar Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson hætti. Það má segja að hálfgerð hallarbylting hafi verið gerð í Bændasamtökunum í dag því fjögur buðu sig fram í stjórn með Gunnari og voru þau öll kjörin og eru öll ný í stjórn - þrjár konur og einn karl. Kristján Sigurjónsson ræðir við Gunnar Þorgeirsson í beinni útsendingu í Speglinum. Margir óttast COVID-19 veiruna sem nú er komin til landsins en sumir hafa meiri ástæðu til að óttast en aðrir. Eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma á að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frekar á hættu að veikjast alvarlega. Dánartíðni þessara hópa virðist margföld á við a
3/3/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 2.mars 2020

Spegillinn 2.mars 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tækninmaður: Magnús þorsteinn Magnússon Sex hafa nú greinst smitaðir af COVID-19 veirunni hér á landi. Öll smituðust á Norður Ítalíu. Alls hafa 55 smit verið staðfest á Norðurlöndum. Óróleirki er við landamæri Tyrklands og Grikklands. Þúsundir flóttamanna reyna að komast yfir landamærin frá Tyrklandi til Grikklands. Búnaðarþing var sett í dag. Sitjandi formaður bændasamtakanna fær mótframboð á þinginu. Formlegar samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins um framtíðarviðskiptasamband hófust í morgun. Deilendur virðast hafa ólíkar hugmyndir um hvað stefnt sé að þó byggt sé á fyrri samningum. Aríel Pétursson sjómaður úr Hafnarfirði er meðal æðstu manna á danska herskipinu Triton, sem lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í dag. Að loknu námi í Stýrimannaskólanum stundaði hann sjóinn, en þegar konan hans fór í framhaldsnám í Danmörku ákvað hann að sækja um inngöngu í sjóliðsforingjaskólann og nú er hann yfirstýrimaður og ábyrgur fyrir leit og björgun sem og því er lýtur að hernaðaraðgerðum, einkum æfingum. Daði og Gagnamagnið sigruðu með yfirburðum í úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið og var með meirihluta atkvæða í báðum símakosningum sem og flest stig alþjóðlegrar dómnefndar. Lengri umfjöllun: Samkomulag virðist hafa náðst um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki. Það dugir þó ekki til að leysa yfirstandandi kjaradeilur og koma í veg fyrir verkföll. Víðtæk verkföll gætu hafist eftir viku. Sáttafundur hefur ekki verið boðaður í deilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Verkfall hefur nú staðið yfir í tvær vikur. Arnar Páll Hauksson segir frá. Það er óhætt að segja að veðurfarið í vetur hafi ýtt hressilega við landsmönnum og stjórnvöldum. Í ljós hefur komið að ýmsir innviðir, eins og raforkukerfið, stóðu ekki eins traustum fótum og talið var. Snjóflóðin á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar urðu einnig til þess að endurskoða þurfti hraðann á framkvæmdum við ofanflóðavarnir. Fyrir helgi kynnti ríkisstjórnin aðgerðir þar sem 27 milljörðum króna verður varið til þess að flýta framkvæmdum í flutnings- og dreifikerfum raforku og í ofanflóðavörnum. 15 milljarðar af þessum 27 fara í ofanflóðavarnir. Fasteignaeigendur borga ár hvert 2,7 milljarða króna í sérstakan skatt sem upphaflega var ætlað að færi í ofanflóðasjóð. Reyndin hefur hins vegar verið sú að einn milljarður fer í þennan sjóð, en ekki 2,7. Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík situr í stjórn Ofanflóðasjóðs, tilnefndur a
3/2/202030 minutes
Episode Artwork

Maðurinn, sem greindist með fyrsta staðfesta tilfellið af COVID-19 kórónaveirunni, kom til landsins 22. febrúar. Hann er nú í einangrun á smitsjúkdómadeild Landspítalans í Fossvogi. Alþjóðaheilbrigðsstofnunin segir að Covid-19 kórónaveiran geti borist til flestra, ef ekki allra landa. Stofnunin hefur lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi, en þó ekki heimsfaraldri. Ríkisstjórnin boðar að leyfisveitingar vegna lagningar jarðstrengja og raflína taki mun styttri tíma en nú. Vonskuveður er nú á austanverðu landinu og mikil ófærð.
2/28/202030 minutes
Episode Artwork

Ekki talin þörf á landamæraeftirliti vegna COVID19

Ekki er talin ástæða til að beita skimun eða taka upp landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli vegna COVID-19 veirunnar. 46 sýni hafa verið rannsökuð hér á landi, öll reyndust neikvæð. Enn er allt í hnút í kjaradeilu Eflingar og borgarinnar og verkfall á ellefta degi. Rusl flæðir upp úr tunnum víða um miðborg Reykjavíkur og í ruslageymslum við fjölbýlishús. Dómsmálaráðherra vill leyfa áfengisauglýsingar í íslenskum fjölmiðlum. Bann við þeim virki ekki. Veðurstofan hefur breytt viðvörun á Suðurlandi í appelsínugula vegna austan storms og stórhríðar. Víða er búst við skafrenningi og slæmum akstursskilyrðum. Til greina kemur að loka Reykjanesbraut. Framkvæmdastjóri Rekstrarvara segir það árvekni heilbrigðisstarfsfólks að þakka að hér er til nóg af grímum og hlífðarbúnaði, nú sé einhverra mánaða bið eftir slíkum varningi að utan. Skrifstofustjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir innviðina þar sterkari nú en fyrir komu svínaflensunnar 2009. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Grétu Maríu Grétarsdóttur framkvæmdastjóra Krónunnar, Kristófer Oliversson, eiganda Centerhotels-keðjunnar, Einar Kristjánsson, framkvæmdastjóra Rekstrarvara og Berglindi Magnúsdóttur, skrifstofustjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Það munar milljörðum á tekjum borgarinnar og kostnaði vegna ferðamanna. Hallinn nemur 6-9 milljörðum samkvæmt nýrri greiningu. Arnar Páll Hauksson talar við Þórdís Lóu Þórhallsdóttur borgarfulltrúa Viðreisnar.
2/27/202030 minutes
Episode Artwork

Íslendingar sem koma frá Norður Ítalíu í sóttkví

Sóttvarnalæknir ræður fólki frá ónauðsynlegum ferðum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu og beinir því til Íslendinga sem koma þaðan að fara í sóttkví vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Sáttafundur í deilu Eflingar og Reykjavíkurborgar sem hófst klukkan hálf þrjú stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara. Verkfall Eflingar er nú á tíunda degi. Sýn, sem rekur meðal annars fjölmiðlana Stöð 2, Bylgjuna og Vísi, hefur falið lögmanni sínum að undirbúa höfðun dómsmáls vegna ríflega ellefu hundruð milljóna króna kröfu sem Sýn gerir á hendur hjónunum Ingibjörgu Pálmadóttur, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, og fyrirtækinu 365, sem er í þeirra eigu. Samráðsgátt stjórnvalda og lengri umsagnarfrestur hefur gert það að verkum að lengri tíma tekur að leggja mál fyrir Alþingi, segir forsætisráðherra. Málsmeðferðin verður hins vegar vandaðri. Tuttugu ár eru í dag frá síðasta Heklugosi. Varað var við gosinu í útvarpsfréttum stundarfjórðungi áður en það hófst. Í Speglinum verður rætt við þau Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans um gagnsæi í sjávarútvegi. Arnar Páll Hauksson talaði við þau. Fyrir meira en ári bað Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, landsmenn lengstra orð að búa nú til fleiri börn. Fæðingatíðnin fellur jafnt og þétt og of fá norsk börn fæðast til að halda stofninum við. En hefur hvatning forsætisráðherra skilað árangri nú ári síðar? Gísli Kristjánsson segir frá.
2/26/202030 minutes
Episode Artwork

Viðbúnaður í heilsugæslunni vegna COVID-19, tillögur að lausnum á vand

Margir hafa hringt á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og hafa áhyggjur af COVID-19 eftir ferðalög til svæða þar sem hún hefur greinst. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á heilsugæslustöðinni segir áhyggjurnar skiljanlegar. Enginn Íslendingur hefur greinst með veiruna. Kristín Sigurðardóttir ræddi við Sigríði Dóru. Samtök atvinnulífsins segja boðun samúðarverkfall starfsmanna í einkareknum skólum ólöglega og skora á Eflingu að stöðva atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. ArnarPáll Hauksson sagði frá. Ný líknardeild á Landakoti og aukin heimahjúkrun eru meðal þess sem á að létta álagi af bráðamóttöku Landspítalans. 11 tillögur um lausnir vanda hennar voru kynntar í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að mæta eigi kostnaði með því að forgangsraða verkefnum á spítalanum. Alma Ómarsdóttir tók saman. Von er á 65 stjórnarmálum á Alþingi í mars, stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkistjórnina fyrir dáðleysi á þingi í dag. Þorsteinn Víglundsson (C) og Oddný Harðardóttir (S) auglýstu eftir ríkisstjórninni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir tók saman. ----------- Almannavarnir fylgjast grannt með útbreiðslu COVID-19. Staðan er metin daglega og líkur eru á að hún berist hingað eins og alltaf hefur verið búist við segir Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá þeim. Ekki sé ástæða til að breyta ráðleggingum um ferðalög; fólki er ráðið frá því að fara að nauðsynjalausu til Kína og ákveðinna héraða í Norður-Ítalíu og almennt skuli fólk forðast kossaflens og handabönd. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Rögnvald. Líkt og á Íslandi er samþjöppun eignarhalds á landi stórmál í Skotlandi. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Útsendingu fréttahluta stjórnaði Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Hefur sakfelling Harveys Weinsteins, kvikmyndaframleiðenda fyrir kynferðisbrot áhrif á kvikmyndaiðnaðinn í Hollywood? Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndagerðarmaðar og ritstjóri Klapptrés er ekki viss um að hlutur kvenna verði réttur þar strax en vissulega séu teikn á lofti. Heyrist í Patriciu Arquette leikkonu sem vonar að dómurinn yfir Weinstein sýni mönnum að slíkt framferði líðist ekki lengur. Anna Kristín Jónsdótitr
2/25/202030 minutes
Episode Artwork

Samúðarverkföll, rannsóknardýr og Weinstein dæmdur

Boðaðar verkfallsaðgerðir BSRB gætu gert það enn erfiðara fyrir Reykjavíkurborg að ná samningum við Eflingu, að mati Hörpu Ólafsdóttur, formanns samninganefndar borgarinnar. Kröfur félaganna séu alls ekki þær sömu. Jóhann Hlíðar Harðarson ræddi við Hörpu Ríki heims verða að búa sig undir mögulegan heimsfaraldur COVID-19 veirunnar, en útbreiðsla hennar virðist hafa náð hámarki í Kína, segir yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Kristján Róbert Kristjánsson segir frá Íslensk fjölskylda, sem var flutt frá Wuhan-héraði í Kína til Íslands fyrir helgi, er ekki smituð af kórónaveiru. 33 sýni hafa verið rannsökuð hérlendis með tilliti til veirunnar, sem öll voru neikvæð. Alma Ómarsdóttir segir frá. Kviðdómur í New York sakfelldi í dag kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir gróft kynferðis brot og á hann fangelsisvisti yfir höfði sér. Freyr Gígja Gunnarsson segir frá. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs efast um að skynsamlegt sé að hafa rekstur Sorpu í byggðasamlagi. Loksins þegar fulltrúar sveitarfélaga hafi glöggvað sig á málefninu sé þeim skipt út fyrir aðra. Kristín Sigurðardóttir ræddi við Þórdísi Lóu. ------------- Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður segir að ekki sé hægt að boða samstöðuverkföll til að bæta eigin kjör. Aðeins til að styðja við aðra sem eru í verkfalli. Arnar Páll Hauksson ræddi við Láru. COVID-19 veiran virðist breiðast hratt út á Ítalíu. Samkvæmt upplýsingum Spegilsins veit Alþjóðaheilbrigðisstofnunin enn ekki hvort þeir sem veikjast mynda mótefni. Sigrún Davíðsdóttir er á Ítalíu og hefur fylgst með viðbrögðum þar. Vísindamenn sem gera tilraunir á erfðabreyttum lífverum hér á landi telja að regluverkið sé allt of flókið. Fagráð sem veitir umsagnir um tilraunirnar lagði niður störf því engin þóknun hefur verið greidd fyrir vinnuna í ráðinu. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Sigurborgu Daðadóttur, yfirdýralækni hjá Matvælastofnun, Hans Tómas Björnsson og Eirík Steingrímsson prófessora við Læknadeild Háskóla Íslands sem báðir gera rannsóknir með tilraunadýrum. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
2/24/202030 minutes
Episode Artwork

Efling boðar fleiri verkföll

Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavík greiða atkvæði um verkföll eftir helgi. Einnig verða greidd atkvæði um samúðarverkföll á einkareknum skólum í Reykjavík. Flóttafólk er oft á hrakhólum og mætir fordómum og hatri í Grikklandi. Þetta kemur fram í ákvörðun Útlendingastofnunar um að senda hjón frá Írak og fjögur börn þeirra aftur til Grikklands. Framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækis viðurkennir að skip á vegum þess hafi brotið tilkynningaskyldu og verið með of marga farþega um borð þegar Landhelgisgæslan hafði afskipti af því í gærkvöld. Hann er þó ósáttur við vinnubrögð Gæslunnar. Samtökin Amnesty International fara fram á að Bandaríkin falli frá ákærum á hendur Julian Assange um njósnir og önnur afbrot. Hann á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi verði hann sakfelldur vestanhafs. Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, segist hafa raunhæfar væntingar um að samningar takist við BSRB félögin á næstu tveimur vikum eða áður en verkföll hefjast. Hann segir að góður gangur sé í viðræðunum og breið samstaða sé um það sem mestu máli skipti, um styttingu vinnutímans. Hann segir að miðað við stöðuna í viðræðunum sjái hann ekki tilefni til svo harkalegra aðgerða. Arnar Páll talaði við Sverri. Útlit er fyrir að loðnuvertíðin bregðist annað árið í röð með tilheyrandi tapi fyrir sjávarbyggðir og þjóðarbúið. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Hafrannsóknastofnun ráðleggi ekki veiðar. Fjallað verður um þennan duttlungafulla fisk í Speglinum. Kristján Sigurjónsson talaði við Guðmund Óskarsson hjá Hafrannsóknastofnun. Norskar rafveitur hafa fundið út að arðbært er að flytja rafmagn út til Skotlands um sveran sæstreng. Beðið er eftir grænu ljósi frá yfirvöldum. En strengurinn á sér marga andstæðinga sem segja að aukin alþjóðleg samkeppni um orkuna leiði af sér hærra verð til neytenda. Gísli Kristjánsson sagði frá.
2/21/202030 minutes
Episode Artwork

Árás á 14 ára pilt, kennt þrátt fyrir verkfall, jarðalög og Pútín

Spegillinn 20.2.2020 Umsjónarmaður Bergljót Baldursdóttir Hrottaleg árás hóps pilta á fjórtán ára dreng í síðustu viku var tekin upp á síma og dreift á samfélagsmiðlum. Árásin var gerð á fjölförnum stað en enginn kom piltinum til hjálpar. Alma Ómarsdóttir sagði frá Íslensk þriggja manna fjölskylda, sem hefur dvalið í Wuhan-borg í Kína, verður flutt þaðan í flugvél á vegum Evrópusambandsins á næstunni. Íslensk stjórnvöld vinna að því að koma fólkinu í flugið. Dagný Hulda Erlendsdóttir sagði frá Náinn vinur og ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta fékk rúmlega þriggja ára fangelsisdóm í dag fyrir að bera ljúgvitni og fleiri afbrot. Forsetinn reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu dómarans. Ásgeir Tómasson sagði frá Ekki er verulegur ágreiningur milli Eflingar og Reykjavíkurborgar um hækkun grunnlauna í yfirstandandi kjaradeilu. Miklu munar hins vegar á tilboðum þeirra þegar kemur að sérstökum viðbótargreiðslum en þar munar um 60 þúsund krónum. Magnús Geir Eyjólfsson sagði frá Samkomulagið sem fyrrverandi ríkislögreglustjóri gerði við tíu undirmenn hjá embættinu mun kosta ríkissjóð 360 milljónir. Föst laun hjá þessum starfsmönnum fyrir dagvinnu hækkuðu að meðaltali um 314 þúsund. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá Nemendum í 10. bekk Réttarholtskóla verður boðið upp á bóklegt nám í næstu viku þó að skólanum hafi verið lokað vegna verkfalls Eflingar. Ótímabundið verkfall um áttaþúsund starfsmanna ríkis og sveitarfélaga hefst eftir rúmar tvær vikur ef kjarasamningar hafa ekki tekist fyrir þann tíma. Verkfallsboðun í félögum innan BSRB var samþykkt með miklum meirihluta. Vegna verkfalls Eflingar hefur skólahald verið fellt niður í Réttarholtsskóla. Til stendur þó að tíundubekkingar mæti í skólann í næstu viku og að yngri nemendum verði boðið upp á fjarnám. Arnar Páll Hauksson ræðir við Margréti Sigfúsdóttur, skólastjóra Réttarholtsskóla og Sonju Þorbergsdóttur, formann BSRB, Jim Ratcliffe einn mesti auðkýfingur Breta er stærsti landeigandi á Íslandi síðan 2016. Hann á Grímsstaði á Fjöllum, stærstu jörð á Íslandi, en annars hefur hann einbeitt sér að laxveiðijörðum á norð-austurlandi. Þessi samþjöppun eignarhalds hefur leitt til umræðna um hvort breyta ætti lögum um jarðakaup. Nú er komið fram frumvarp um breytingar á jarðalögum og fleiri lögum er snerta fasteignir Sigrún Davíðsdóttir sagði frá Anna Kristín Jónsdóttir fjallar um Pútín, sportið og heimsyfirráðin
2/20/202030 minutes
Episode Artwork

Niðursveifla í ferðaþjónustu, Breytt viðhorf til loftslagsbreytinga

Spegillinn 19.02.2020 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Afskaplega vont veður er á Kjalarnesi . Þar varð umferðarslys og hefur veginum í suðurátt frá Hvalfjarðargöngum verið lokað. Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði ekkert ferðaveður á þessum slóðum og að fólk ætti ekki að vera á ferli. Ingvar Þór Björnsson ræddi viöð Hörpu Ólafsdóttur, formann samninganefndar Reykjavíkurborgar og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara í dag lauk án árangurs. Ótímabundin verkföll Eflingar halda því áfram. Vonskuveður er skollið á á Suðausturlandi. Vegurinn frá Markarfljóti að Vík og á milli Lómagnúps og Jökulsárlóns er lokaður. Björgunarsveitir standa þar í ströngu við að aðstoða fólk á illa búnum bílum. Ekki er ljóst hvort niðurstöður norsku lögmannstofunnar Wikborg Rein sem rannsakar starfsemi dótturfélags Samherja í Namibíu verða gerðar opinberar. Ótrúleg staða er komin upp í fjármálakerfinu þar sem lokað hefur verið á fjármagn til fyrirtækja, segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kínverskir ferðahópar hafa afbókað ferðir vegna COVID-19 veirunnar. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hann. Í könnun Gallups um viðhorf fólks til umhverfismála kemur fram að færri telja nú að loftslagsbreytingar séu aðalleg af mannavöldum miðað við sambærilega könnun sem gerð var fyrir einu ári. Tæplega 60 af hundraði segjast vera óánægð með viðleitni stjórnvalda til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Arnar Páll Hauksson ræddi við Evu Rakel Jónsdóttur, sviðstjóra hjá umhverfisráðuneytinu og Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra.
2/19/202030 minutes
Episode Artwork

Ruslatunnur fyllast fljótlega

Hjúkrunarfræðingur segir gríðarlegt álag á starfsfólki hjúkrunarheimila vegna verkfalls Eflingarfólks í Reykjavík. Enn stendur til að vísa Maní Shahidi, 17 ára trans pilti frá Íran, og fjölskyldu hans úr landi. Þetta fékk lögmaður fjölskyldunnar staðfest í dag. Marga mánuði getur tekið að selja nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Á völdum svæðum þarf að gefa afslætti til að koma þeim út. Mönnun á hjúkrunarheimilum er á áhyggjulista landlæknis. Vegna skorts á fagfólki hefur þurft senda íbúa á bráðamóttöku, lögregla hefur verið kölluð til að aðstoða starfsfólk og íbúar finna fyrir einmanaleika. Bergljót Baldursdóttir segir frá og ræðir við LauraS cheving Thorsteinsson sérfræðingong hjá embætti landlæknis, Ólaf Hauksson og Steinunni Þórðardóttir. Ef verkfall Eflingar heldur áfram fyllast ruslatunnur fljótlega í hverfum Reykjavíkur austan Elliðaáa og ef ótímabundið verkfall Sameykis og fleiri félaga hefst 9. mars verður frístundaheimilum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði lokað strax og skólum fljótlega. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Árna Stefán Jónsson. Það er ennþá haust víða í Svíþjóð, þótt komið sé fram í miðjan febrúar. Að minnsta kosti samkvæmt skilgreiningum veðurfræðinnar. Meðalhiti í höfuðborginni Stokkhólmi í nýliðnum janúarmánuði var sjö gráðum hærri en vanalegt er. Og nú spyrja margir hvað veldur - eru það loftslagsbreytingar? Kári Gylfason segir frá.
2/18/202030 minutes
Episode Artwork

Ótímabundið verkfall Eflingar hafið

Litlu munaði að illa færi þegar fiskibáturinn Tóki missti vélarafl norðan við Voga á Vatnsleysuströnd í nótt. Vinnuhópur á vegum ríkislögreglustjóra vinnur að greiningu á hugsanlegum aðgerðum til að stemma stigu við komum ferðamanna frá þeim stöðum í heiminum þar sem COVID-19 veiran geisar. Nánast hálf kínverska þjóðin sætir ferðatakmörkunum í von um að hægt verði að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Fárviðrið sem gekk yfir landið á föstudag olli gífurlegu tjóni á mannvirkjum, ökutækjum og íbúðarhúsum. 12 staurar Landsnets brotnuðu við Hvolsvöll, en ollu þó engu rafmagnsleysi. Veitingastaðurinn Dill hefur endurheimt Michelin-stjörnuna sem hann missti í febrúar á síðasta ári. Þetta var tilkynnt síðdegis í dag. Rætt var við Gylfa Dalmann Aðalsteinsson sérfræðing í vinnumarkaðsmálum og Magnús Pétursson fyrrverandi ríkissáttasemjara um stöðuna á vinnumarkaði. Hvar eru Bretarnir? Þessi spurning heyrðist víða um helgina þegar enginn háttsettur leiðandi ráðherra mætti á öryggisráðstefnu í Munchen þar sem þjóðarleiðtogar fjölmenntu, auk leiðtoga úr viðskiptaheiminum. Í viðbót við alþjóðlega hlutverkið er svo uppstokkun bresku ríkisstjórnarinnar og vangaveltur sem hún vekur. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
2/17/202030 minutes
Episode Artwork

Þök fuku af gróðurhúsum, COVID-190, stjórnkænska Boris Johnson

Spegillinn 14.2.2020 Umsjónarmaður Bergljót Baldursdóttir. Miklar skemmdir hafa orðið víða um land eftir aftakaveður síðasta sólarhrings. Veður hefur versnað til muna á Vestfjörðum og Norðvesturlandi eftir því sem liðið hefur á daginn. Þar er nú appelsínugul veðurviðvörun. Jóhann Hlíðar Harðarsson sagði frá Þök fuku af gróðurhúsum á Flúðum í Hrunamannahreppi fyrr í dag og rúður eru enn að brotna í hviðum, segir Reynir Jónsson, garðyrkjubóndi í Reykási. Hann gisti í einu gróðurhúsinu í nótt og segist aldrei hafa upplifað annað eins. Tjónið hlaupi líklega á tugum milljóna króna. Ásrún Brynja Ingavarsdóttir ræðir við Reyni Jónsson Sex heilbrigðisstarfsmenn í Kína eru látnir af völdum COVID-19 veirunnar og á annað þúsund hafa smitast. Ásgeir Tómasson sagði frá Spurningar hafa vaknað um stjórnkænsku Boris Johnsons eftir að fjármálaráðherrann hætti í ríkisstjórninni.Það var búist við átakalítilli uppstokkun í bresku ríkisstjórninni. En raunin varð önnur þegar Sajid Javid fjármálaráðherra sagði af sér, hafnaði að ganga að skilyrði sem honum var sett: hann átti að reka sína nánustu pólitísku ráðgjafa. Um leið vöknuðu spurningar um hvað þetta segði um stjórnkænsku Boris Johnson forsætisráðherra. Sigrún Davíðsdóttir segir frá Ekki er hægt að fullyrða að óveðurslægðirnar sem gengið hafa yfir í vetur séu af völdum loftslagsbreytinga, segir loftslagsfræðingur. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Halldór Björnsson, loftslagssérfræðing Veðurstofu Íslands. Titillag nýjustu James Bond-myndarinnar, No Time To Die, var gefið út í dag. Ásgeir Tómasson tók saman Skandinaviska flugfélagið SAS sætur nú hótunum fyrir að hafa í auglýsingu sagt að menning skandinava sé innflutt og allt, sem talið var ekta skandinavískt, bara stolið og stælt. Auglýsingin hefur verið dregin til baka eftir morð- og sprengjuhótanir frá fólki sem segir að menningin sé upprunaleg og ósvikin. Gísli Kristjánsson hefur kynnt sér þessa sérkennilegu uppákomu.
2/14/202030 minutes
Episode Artwork

Rauð viðvörun á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu

Spegillinn 13.2.2020 Umsjón: Bergljót Baldursdóttir Veðurstofan hefur gefið út rauða viðvörun fyrir Suðurland og höfuðborgarsvæðið vegna óveðursins sem gengur yfir í nótt og á morgun. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið fyrr í dag. Rætt við Sigurð Jónsson, veðurfræðing hjá Veðurstofu Íslands og Rögnvald Ólafsson, aðgerðarstjóra hjá Almannavörnum Kennsla í öllum grunnskólum og leikskólum í Reykjavík fellur niður á morgun. Landspítalinn hefur beðið starfsfólk á deildum með sólarhringsstarfsemi að mæta til vinnu klukkan fimm í nótt. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, rak í dag nokkra ráðherra í ríkisstjórninni. Fjármálaráðherrann sagði af sér þegar honum var skipað að skipta út ráðgjöfum sínum fyrir aðra sem voru forsætisráðherranum þóknanlegir. Gríðarlega mikilvægt er að reyna að stöðva útbreiðslu á nýjum veirustofni eins og COVID-19. Verði ekki brugðist við gæti hún orðið óviðráðanleg, segir smitsjúkdómalæknir. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómalækni. Skjalavarsla þeirrar skrifstofu Reykjavíkurborgar sem hélt utan um framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík var ekki í samræmi við lög. Þegar farið var að vista gögn eftir rannsókn innri endurskoðunar var víða pottur brotinn. Brynjólfur Þór Guðmundsson, ræðir við Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins Þjálfun sjómanna, betri skipakostur, öflug björgunarviðbrögð og ekki eins grimm sókn og áður var. Öllu þessu má þakka að ekkert banaslys varð til sjós við Ísland í fyrra og var það þriðja árið í röð sem svo giftusamlega fór, Anna Kristín Jónsdóttir, ræddi við Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna. Það gæti farið svo að álverinu í Straumsvík verði lokað sem hefði talsverð áhrif á íslenskan efnahag. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn hafa óttast að skellt verði í lás í álverinu. Arnar Páll Hauksson fjallaði um álverið í Straumsvík.
2/13/202030 minutes
Episode Artwork

Verður álvverinu í Straumsvík lokað?

Iðnaðarráðherra segir álverið í Straumsvík skipta miklu máli fyrir íslenskt efnahagslíf, en ráðherra hafi ekki áhrif á samninga um raforkuverð. Stjórn Sorpu ákvað í dag að reka framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Stjórnarformaður segir að það sé eigendanna en ekki stjórnarinnar að ákveða hvort hún sitji áfram. Veðurstofan hefur hækkað viðvörunarstig vegna óveðursins á föstudag úr gulu í appelsínugult. Spáð er miklum vindi, allt að 33 metrum á sekúndu. Norski bankinn DNB hefur sagt upp öllum viðskiptum sínum við Samherja. Stjórnvöld í Ísrael fordæma að Sameinuðu þjóðirnar hafi birt lista yfir á annað hundrað fyrirtæki sem starfa í landtökubyggðum á herteknu svæðunum. Listanum er fagnað í Palestínu. Kostnaður ríkisins vegna styttingar vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki gæti numið þremur til fjórum milljörðum króna. Vonir standa til að samkomulag náist á næstu dögum. Stytting úr 40 stundum í 36 þýðir að manna þarf sem nemur 450 nýjum stöðugildum. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að þetta séu mestu breytingar á vinnumarkaði sem gerðar hafa verið í áratugi. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Guðbjörgu Pálsdóttur. Vinna við áhættumat fyrir Reynisfjöru hefur tafist. Áhættumatið er forsenda þess að hægt verði að loka fjörunni þegar aðstæður teljast mjög hættulegar. Verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi útilokar ekki að komið verði upp vakt í fjörunni en segir að til þess þyrfti viðbótarfjármagn. Arnhildur Hálfdánardóttir segir fá og talar við Björn Inga Jónsson. Norðmenn telja að ríki og þjóð stafi stöðugt meiri ógn frá Rússlandi og raunar frá Kína einnig. Hún Rússagrýla er vöknuð og fer með vaxandi látum um norðurslóðir - segja yfirvöld í Noregi. Ný vopn eru kynnt til sögunnar og Rússar ítreka efasemdir sínar um stjórn Norðmanna á Svalbarða. Gísli Kristjánsson segir frá.
2/12/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 11.febrúar 2020

Spegillinn 11. febrúar 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ekki ráð fyrir að bóluefni gegn kórónaveirunni verði tilbúið fyrr en eftir eitt og hálft ár. Veiran hlaut í dag nafnið Covid-19. Verkfall 1850 starfsmanna Reykjavíkurborgar, sem eru í Eflingu, hófst í hádeginu í dag, og stendur næstu tvo daga. Það hafði víða áhrif. Ekki hefur verið boðaður samningafundur í deilunni. Viðræður fulltrúa BSRB, BHM, Hjúkrunarfræðinga, ASÍ, ríkis og sveitarfélaga um styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnufólk hafa staðið yfir í allan dag og standa líklega yfir fram á kvöld. Þriðji hver Íslendingur óttast að kórónaveiran berist til landsins. Helmingur þjóðarinnar óttast ekki smit, en næstum fimmtungur óttast að veikjast af veirunni. Hilmar Elísson var útnefndur skyndihjálparmaður ársins í dag, en hann bjargaði manni frá drukknun í Lágafellslaug í Mosfellsbæ í janúar á síðasta ári. Hann gerir lítið úr eigin afreki, en segir mjög mikilivægt fyrir fólk að læra skyndihjálp. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sagði í dag þegar hann ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að heimsbyggðin öll ætti að hafna friðaráætlun Donalds Trumps. Sænsk-danska póstþjónustan PostNord er hætt að senda bréf og böggla til Kína. Ástæðan er sú að mörg flugfélög hafa aflýst ferðum til landsins vegna kórónaveirunnar, sem í dag fékk nafnið Covid-19 Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, leiðir fyrsta framboðslista sem kynntur er í hinu sameinaða sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Sjálfstæðisflokkurinn birti lista flokksins í þar í dag. Lengri umfjöllun: Rætt við Drífu Snædal forseta ASÍ í Spegilinn um ýmsar hliðar kjarabaráttu, hvað eigi að liggja að baki launakröfum, kröfum um vinnutíma, aðbúnað, hversu mikið á að meta menntun til móts við reynslu og svo framvegis. Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú stendur yfir hörð kjaradeila milli félagsfólks Eflingar hjá Reykjavíkurborg og borgarinnar og lausn ekki í sjónmáli, tveggja og hálfs dags verkfall hófst á hádegi og margir óttast að ekki takist að semja fyrir næstkomkandi mánudag þegar ótímasett verkfall hefst. Svo virðist sem að helstu rök borgarinnar séu þau að ófaglærðir nálgist laun faglærðra svo mikið að, að þeir síðarnefndu sætti sig ekki við það og þar með hefjist eltingaleikur eða höfrungahlaup sem ekki sjái fyrir endann á - ára- og jafnvel áratugagamalt endurtekið efni. Kristján Sigurjónsson ræðir við Drífu um leiðir til að komast úr þessar
2/11/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 10.febrúar 2020

Spegillinn 10. Febrúar 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Sáttasemjari aflýsti í dag sáttafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Enginn fundur hefur verið boðaður og allt stefnir í að tveggja og hálfs dags verkfall hefjist um hádegisbil á morgun. Kristján Viðar Júlíusson, einn þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist rúmlega 1400 milljóna króna í bætur. Tíu eru látnir og yfir hundrað særðir eftir að hópslagsmál brutust út í Kasakstan fyrir helgi. Þúsundir flýðu til nágrannaríkisins Kirgistans. Sjór flæddi á land á Sauðárkróki í dag og urðu töluverðar skemmdir. Saman fór lágur loftþrýstingur og há sjávarstaða. Norðan hríð er nú víða um land og fjallvegir ófærir. Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir Vestur- og Norðurland og spáð norðan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi. Guðni Franzson klarinettuleikari og tónskáld, faðir Hildar Guðnadóttur, segist hafa fengið hálfgert sjokk þegar tilkynnt var í nótt að dóttir hans hefði fengið Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jóker. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir fréttamaður náði tali af Guðna í Stykkishólmi í dag. Þrettán prósentum færri ferðamenn fóru frá Íslandi í janúar en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Þetta er annað árið í röð sem brottförum frá Keflavíkurflugvelli fækkar í janúar. Lengri umfjöllun: Sigur Hildar Guðnadóttur á Óskarsverðlaunahátíðinni á í Hollywood í nótt hefur svo sannarlega glatt Íslendinga. Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur hefur lengi fylgst með Hildi og samgleðst eins og aðrir yfir velgengni hennar. Kristján Sigurjónsson talar við Sigríði. Sáttasemjari aflýsti í dag sáttafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Enginn fundur hefur verið boðaður og allt stefnir í að tveggja og hálfsdagsverkfall hefjist á morgun.Ástæðan fyrir því að sáttasemjari aflýsti fundinum er væntanlega sú að hann metur það svo að tilgangslaust sé að boða til fundar. Að ekkert nýtt kæmi fram á fundinum. Þetta þýðir líka að sáttasemjari er að þrýsta á aðila leggja eitthvað fram sem gæti þokað málinu áfram eða fært deiluna nær einhverri lausn. Efling hefur lýst því yfir að félagið sé tilbúið að semja um kröfuna sem lýtur að leiðréttingu á stöðu ófaglærðra í leikskólum borgarinnar. Það á eftir að kom í ljóst hvort ný tilboð verða lögð fram. En staðan núna er sú að enginn fundur er boðaður í deilunni. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Bjarna Brynjólfsson Saga þeirra, sem tóku fastei
2/10/202030 minutes
Episode Artwork

Flugvél hnekktist á. Buttigieg. Falsfréttir

Neyðarástandi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli þegar farþegaþota Icelandair lenti þar á fjórða tímanum í dag. Hjólabúnaður virðist hafa brotnað í lendingu. Flugvélin liggur nú út á annan vænginn á flugbrautinni. Heinaste, skip Samherja í Namibíu, var kyrrsett að nýju af namibískum yfirvöldum í morgun. Flokkráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs var settur síðdegis. Kínversk kona, sem var flutt á sjúkrahús í Danmörku í morgun vegna gruns um að hún væri smituð af kórónaveiru, reyndist ekki vera með hana. Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur hf. hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta.
2/7/202030 minutes
Episode Artwork

Félög BSRB greiða atkvæði um verkföll. Kórónuveiran bannvænni en venju

Félög innan BSRB samþykktu dag að undirbúa atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. Stefnt er að því að greidd verði atkvæði 16. til 19. febrúar. Aðrar stéttir fara fram á frekari launahækkanir ef gengið verður að kröfum Eflingar. Þetta segir borgarstjórinn í Reykjavík. Talsvert tjón varð í vonskuveðri í Bolungarvík í morgun. Vindhraði á Bolafjalli fór í 68 metra á sekúndu. Nokkrar skemmdir hafa orðið vegna vatnavaxta og þjóðvegur eitt á Suðurlandi er illa farinn. Fjármálaráðherra vonast til til þess að hreyfing komist á sölu Íslandsbanka á næstu vikum. Hægt verði að losa miklar fjárhæðir og nota þær í innviðafjárfestingar. Alfreð Gíslason hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðs Þýskalands í handbolta. Rætt við Árna Stefán Jónsson, formann Sameykis, um ákvörðun BSRB- félaga í dag að undur búa atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Arnar Páll Hauksson talaði við hann. Sóttvarnalæknir segir að það væri æskilegt ef hægt væri að meina ferðamönnum sem nýlega hafa verið í Hubei-héraði að koma til landsins. Nýja kórónaveiran sé allt að því tífalt banvænni en venjuleg inflúensa. Arnhildur Hálfdánardóttir tala við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni. Rúmlega 364 þúsund manns bjuggu á Íslandi um síðustu áramót, ríflega 314 þúsund íslenskir ríkisborgar og tæplega 50 þúsund erlendir. Íbúum fjölgaði um 7000 frá áramótunum þar á undan, 2018 til 2019. Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um 5000 en íslenskum um 2000. Núna búa á höfuðborgarsvæðinu 233 þúsund manns, en utan þess 131 þúsund. Kristján Sigurjónsson talaði við Harðarson fagstjóra hjá Hagstofunni.
2/6/202030 minutes
Episode Artwork

Huawei, Landsréttur. Zelda Perkins.

Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að réttarhöld Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu séu pólitískt at. Farið verður í rúmlega hundrað milljóna króna framkvæmdir til þess að búa Landspítalann undir komu kórónaveirunnar. Verði samið umfram lífskjarasamninginn í kjaraviðræðum sem nú standa yfir gæti það haft í för með sér keðjuverkun sem þýddi minnkandi kaupmátt. Þetta segir seðlabankastjóri. Mikill vöxtur er í ám víða um land og rétt að huga að niðurföllum vegna leysinga. Fulltrúi utanríkisráðuneytisins segir kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei hafa ríkari skyldur gagnvart Kína en fyrirtæki í vestrænum ríkjum hafi gagnvart stjórnvöldum. Óljóst er hversu mikið fyrirtækið mun koma að uppbyggingu 5G-kerfis á Íslandi. Spegillinn ræðir við Zeldu Perkins sem vann fyrir Harvey Weinstein og á þátt í metoo-sögunni.
2/5/202030 minutes
Episode Artwork

Landsréttarmálið tekið fyrir í Strassborg

Málflutningur verður í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í fyrramálið. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna telur ekki réttlætanlegt að fjölskyldur sem sótt hafa um hæli hér á landi séu sendar aftur til Grikklands. Aðstæður þar séu afar bágbornar. Flest bendir til þess að sólarhringsverkfall Eflingar verði á fimmtudaginn. Í dag voru um 3500 leikskólabörn send heim vegna aðgerða Eflingar. Ný skýrsla um áhrifin af loðnubrestinum í fyrra leiðir í ljós að áhrifin voru enn meiri í Vestmannaeyjum en óttast var. Þetta segir bæjarstjórinn í Eyjum. Veðurstofan spáir mikilli leysingu á morgun og fimmtudag, úrkomu og hlýindum. Þetta veldur vatnavöxtum víða um land. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi hennar eykst úr 14 prósentum í 18. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22 prósenta fylgi. Fjallað um baráttufund Eflingar í Iðnó í dag. Arnar Páll Hauksson talar við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Öryggisógnir tengdar uppbyggingu 5G háhraðanetsins hafa mikið verið til umræðu í Evrópu, þá sérstaklega meintar ógnir tengdar aðkomu kínverska fjarskiptarisans Huawei. Íslensk stjórnvöld hafa lítið skipt sér af þessu en nú hefur orðið breyting þar á. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og talar við Hrafnkel V. Gíslason og Heiðar Guðjónsson. Hamfarahlýnun er að gera út af við Feneyjar Afríku. Saint-Louis í Senegal var höfuðborg nýlenduveldis Frakka í 250 ár en er nú að sökkva í sæ eins og fjöldi annarra borga og bæja. Rúmlega hundrað milljónir manna á vesturströnd Afríku þurfa hugsanlega að flýja flóðasvæði í náinni framtíð. Pálmi Jónasson segir frá.
2/4/202030 minutes
Episode Artwork

Útlendingamál, viðbúnaður vegna Wuhan-kórónaveirunnar og gagnrýni á ly

Veirufræðideild Landspítalans getur greint Wuhan-kórónaveirusmit innan nokkurra klukkustunda ef þörf krefur en fjöldi prófana sem hægt er að gera hér er takmarkaður. Yfirvöld í Kína hafa viðurkennt að þau hafi ekki brugðist nógu skjótt við þegar veiran tók að dreifast undir lok árs í fyrra. Alma Ómarsdóttir talaði við Brynju Ármannsdóttur sérfræðilækni í sýkla- og veirufræði á Landspítalanum. Það er skýr vilji stjórnvalda að taka tillit til hagsmuna barna í útlendingalöggjöfinni. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræddi við hana. Vilji er til þess á Íslandi að viðurlög við broti á siðareglum Alþingismanna séu væg, segir Jacopo Leone sérfræðingur ÖSE. Tveir fulltrúar ÖSE verða hér í dag og á morgun til að veita ráðgjöf um endurskoðun siðareglna Alþingis. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræddi við Jacopo Leone. Lagt er til að völd lyfjanefndar Landspítalans verði aukin í nýju frumvarpi að lyfjalögum sem nú liggur fyrir á Alþingi. Samkvæmt því ákveður nefndin hvaða lyf verða markaðssett á Íslandi. Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri samtaka framleiðenda frumlyfja segir að með þessu sé spítalinn settur í erfiða stöðu. Bergljót Baldursdóttir tók saman. --- Efling segir að umframhækkanir sem ríkið samdi um við háskólamenn séu sambærilegar kröfum Eflingar til handa þeim lægstlaunuðu. Hvergi sé minnst á þessar aukahækkanir í kjarasamningum háskólamanna. Arnar Páll Hauksson ræddi við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar. Þingmenn spurðu dómsmálaráðherra um styttingu málsmeðferðartíma og lög um útlendingamál í óundurbúnum fyrirrspurnum við upphaf þingfundar. Logi Már Einarsson (S), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (C), Helgi Hrafn Gunnarsson (P) beindu spurningum til Áslaugar Örn Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Brexit er búið, eða Boris Johnson forsætisráðherra Breta nefnir ekki lengur orðið, þótt síðari og erfiði hluti Brexit blasi nú við.
2/3/202030 minutes
Episode Artwork

Brexit og Lyfjastofnun. Kórónaveira.

Viðbragðsáætlun íslenskra heilbrigðisyfirvalda er óbreytt, þótt alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi lýst yfir neyðarástandi vegna Wuhan-kórónaveirunnar. Þjóðaröryggisráð fundaði í dag um yfirlýsingu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Sérfræðingar á veirufræðideild Landspítalans nýta helgina í að setja upp próf sem gerir þeim kleift að greina veiruna. Stefnt er að niðurgreiðslu á innanlandsflugi í haust fyrir íbúa sem búa í að minnsta kosti 270 kílómetra akstursleið frá höfuðborgarsvæðinu. Bretar ganga formlega úr Evrópusambandinu klukkan ellefu í kvöld. Bæjarstjórinn í Grindavík segir óvíst hvort rýma þurfi bæinn komi til hraungoss. Ákveðið hefur verið að taka lokun sundlaugarinnar á Raufarhöfn til endurskoðunar.
1/31/202030 minutes
Episode Artwork

Verkfallstónn á baráttufundi

Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að ef ekki verði gengið til kjarasamninga strax verði næsta skrefið að boða til verkfalla sem geti lamað almannaþjónustuna. Þetta kom fram á baráttufundi í dag Þrotabú WOW hefur ákveðið að höfða á annan tug riftunarmála vegna greiðslna sem langflestar voru gerðar í mars í fyrra, greiðslur sem skiptastjórar þrotabúsins telja að hafi verið gerðar á mjög vafasömum tíma í ljósi stöðu fyrirtækisins. Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir að greiðslur ríkisins til fimmmenninganna sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu breyti engu um bótakröfu Guðjóns. Hann býst við að málflutningur hefjist innan 10 vikna. Skotar hafa lýst yfir vilja til að styrkja tengsl Skotlands og Norðurlanda í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Útgefendur 22ja fjölmiðla í Svíþjóð skrifuðu í dag undir skjal, þar sem þeir mótmæla árásum kínverskra stjórnvalda á sænska fjölmiðla. Bíó Paradís þyrfti að greiða tvöfalt hærri leigu en nú til að vera áfram við Hverfisgötu. Öllu starfsfólki hefur verið sagt upp. Arnar Páll Hauksson ræðir við Sonju Ýr Þorbergsdóttur formann BSRB um stöðuna í kjaramálum. Eftir ESB-þjóðaratkvæðagreiðsluna sumarið 2016 stefndi Boris Johnson, þáverandi utanríkisráðherra á áframhaldandi veru Breta í sameinaða markaðnum enda myndu ESB-löndin gera allt fyrir jafn stóra og mikilvæga þjóð og Breta væru. Stefna Johnsons forsætisráðherra nú er að ná kostum ESB-aðildar utan ESB, sem fyrr í krafti stærðar og mikilvægis. Í huga Leo Varadkars forsætisráðherra Íra er veruleikinn annar. En ef fiskveiðimálin verða ásteytingarsteinn, eins og stefnir í, þá gæti stærð skipt minna máli en tilfinningar. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Japanar voru lengst af miklar hópsálir en nú eru einstæðingar orðnir normið. Karókí fyrir einn hefur slegið rækilega í gegn, knæpur og veitingahús gera ráð fyrir einstæðingum í stríðum straumum og þeim fjölgar stöðugt sem búa einir og kjósa að lifa í samræmi við það. Pálmi Jónasson segir frá.
1/30/202030 minutes
Episode Artwork

Grófst undir snjóflóði

Afar erfiðar aðstæður voru á vettvangi þar sem maður grófst undir snjóflóði í hlíðum Móskarðshnúka í dag. Maðurinn náðist úr flóðinu tveimur tímum eftir að flóðið lenti á honum. Verkalýðsfélag sjómanna og námuverkamanna í Namibíu gagnrýnir dótturfélög Samherja harðlega fyrir framkomu sína gagnvart sjómönnum sem starfað hafa hjá félögunum. Fulltrúar almannavarna, Landlæknis, Landspítalans og fleiri ræddu þann möguleika á stöðufundi í morgun, að loka Íslandi vegna Wuhan-veirunnar. Ólíklegt er þó að það verði gert. Engar vísbendingar eru um að kvika sé komin nálægt yfirborði jarðar á Reykjanesskaga. Þetta sýna gasmælingar sem gerðar voru í dag. Samkvæmt bráðabirgðatölum voru tekjur Vaðlaheiðarganga um 290 milljónir undir áætlun í fyrra. Halldór Bjarki Ólafsson, læknanemi við Háskóla Íslands, hlaut í dag Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands. Bretland gengur úr Evrópusambandinu á miðnætti á föstudag, 31. janúar. Óljóst er hvernig samskipti Breta og ESB ríkja verða í framtíðinni, ekki hefur verið samið um það enn. Bogi Ágústsson talar við Gylfa Magnússon og Dóru Sif Tynes. Aðgerðir stjórnvalda eru fordæmalausar. Þau hafa ráðlagt fólki að halda sig sem mest innan dyra og fá lækni heim ef þarf. Wuhan-borg er sögð minna á draugaborg, göturnar auðar og enginn fer út öðruvísi en grímuklæddur. Áramótin eru venjulega gleðitími, tími samveru og fjöldasamkoma en ekki í ár. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá.
1/29/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 28.01.2020

Umsjón: Pálmi Jónasson Sóttvarnalæknir reiknar með að kórónaveiran berist hingað til lands. Mikilvægt sé að grípa til ráðstafana til að hefta útbreiðslu hennar. Ferðamálaráðherra segir óljóst hvaða áhrif hugsanleg fækkun kínverskra ferðamanna hingað til lands hafi á ferðaþjónustu og efnahag landsins. Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna biður Kínverja um samvinnu og upplýsingar vegna kórónaveirunnar sem hefur orðið yfir hundrað manns að bana síðustu daga. Bandarískir vísindamenn eru byrjaðir að reyna að þróa bóluefni gegn henni. Veðurstofa Íslands setti núna síðdegis upp nýja GPS-stöð sem ætlað er að gefa nánari mynd af landrisi vegna mögulegrar kvikusöfnunar á Reykjanesskaga. Land hefur risið á svipuðum hraða í dag og síðustu daga. Öll félög innan BSRB, sem eru með lausa samninga, eru byrjuð að undirbúa verkfallsaðgerðir. Stefnt er að því að fljótlega efir baráttufund á fimmtudaginn verði efnt til atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri og borgarritari hefur verið ráðinn nýr útvarpsstjóri. Sérfræðingar á veðurstofunni vakta hverja hreyfingu á Reykjanesskaga, dag og nótt. Á einni viku hefur land í Illahrauni, vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga, risið um þrjá sentimetra og ekkert lát virðist vera á þróuninni. Í dag var tveimur mælum bætt við þétt net mæla á svæðinu, til að unnt væri að fylgjast enn betur með landrisinu. Landrisið er talið vísbending um kvikusöfnun en kvikan virðist ekki vera á neinni hreyfingu. Arnhildur Hálfánardóttir segir frá og talar við Kristín Jónsdóttir fagstjóri jarðvár á Veðurstofunni Vinnuvika vaktavinnufólks styttist úr 40 klukkustundum í 36 samkvæmt tillögum sem nú er verið að kynna í félögum opinbera starfsmanna. Vinnuvikan getur styst enn meira hjá þeim sem ganga kvöld- nætur- og helgarvaktir og farið niður í 32 stundir. Ef tillögurnar verða samþykktar gæti það liðkað fyrir samningum. Það er þó ekki víst því öll félög innan BSRB er byrjuð að undirbúa verkfallsaðgerðir.APH segir frá. Andrés Bretaprins hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að aðstoða við rannsókn á máli barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Þetta segir saksóknari í New York. Andrés hefur lýst því opinberlega að hann sé boðinn og búinn til að veita allar upplýsingar um Epstein sem grunaður er um mansal og brot gegn stúlkum undir lögaldri. Pálmi Jónasson segir frá.
1/28/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 27.01.2020

Umsjón: Pálmi Jónasson Mikið fjölmenni var á íbúafundi í Grindavík í dag. Á fundinum var kynnt rýmingaráætlun vegna hugsanlegs eldgoss á svæðinu. Ef rýma þarf bæinn verður fólk látið vita með textaskilaboðum og sírenum. Jarðfræðingur segir að miðað við gossöguna á Reykjanesskaga megi alveg búast við gosi þar. Verði gos í Svartsengi megi líka búast við að gjósi á Reykjanesi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur miklar líkur á heimsfaraldri vegna kórónaveirunnar sem kom upp fyrir nokkrum vikum í Wuhan í Kína. Einn er látinn af hennar völdum í höfuðborginni Peking. Ríkislögreglustjóri lýsti í dag yfir yfir óvissustigi almannavarna vegna kórónaveirunnar. Jarðfræðingur segir að miðað við gossöguna á Reykjanesskaga megi alveg búast við gosi þar. Verði gos í Svartsengi megi líka búast við að gjósi á Reykjanesskaga. Hann segir hins vegar að það sé kannski líklegra að kvikan leiti eftir sprungukerfinu og landris hætti. Arnar Páll talar við Magnús Sigurgeirsson Kínverska fyrirtækið Huawei býður best í að setja upp 5G samskiptakerfið í Bretlandi. Það hefur verið deiluefni um árabil hversu viturlegt sé að taki tilboði Huawei því kínversk yfirvöld, sífellt nærri kínverskum stórfyrirtækjum, hafi þá hugsanlega áhrifavald sem vart er hægt að ímynda sér. Deiluefni í Bretlandi en líka vestan hafs þar sem Mike Pompeo utanríkisráðherra hnykkti á andstöðu Bandaríkjastjórnar í tísti um helgina. Ákvörðunar bresku stjórnarinnar er vænst í vikunni. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Japanar voru lengst af miklar hópsálir en nú eru einstæðingar orðnir normið. Karókí fyrir einn hefur slegið rækilega í gegn, knæpur og veitingahús gera ráð fyrir einstæðingum í stríðum straumum og þeim fjölgar stöðugt sem búa einir og kjósa að lifa í samræmi við það. Pálmi Jónasson sagði frá.
1/27/202030 minutes
Episode Artwork

Horfinnamannaskrá. Vandi breska heilbrigðiskerfisins.

Skera á vetrarþjónustu Vegagerðarinnar niður um tíu prósent. Halli í rekstri hennar er nú um milljarður króna. Báturinn Sjávarperlan náðist úr höfninni á Flateyri í dag og var fluttur á land. Slæmt veður síðustu daga hefur torveldað hreinsun í höfninni. Glundroði í Líbíu getur farið að hafa áhrif í öðrum ríkjum við Miðjarðarhafið, segir Tyrklandsforseti. Hann ræddi í dag við kanslara Þýskalands um ástandið í Líbíu og flóttamannavandann. Hagnaður Arion banka verður átta milljörðum minni en gert var ráð fyrir, en verður þó um einn milljarður króna. Bankinn gaf út afkomuviðvörun í gær vegna síðasta ársfjórðungs ársins 2019. Hljómsveitin HAM heldur stórtónleika í Hafnarhúsinu í kvöld. Liðsmenn sveitarinnar lofa miklu stuði. Lengri umfjallanir: Lögreglan ætlar á næstunni að óska eftir DNA-sýnum úr ættingjum þeirra sem eru á svokallaðri horfinnamannaskrá. Skrá lögreglu yfir óupplýst mannshvörf. Sýnin eiga að auðvelda lögreglu að bera kennsl á bein sem kunna að finnast í framtíðinni. Kennsl voru nýlega borin á hluta úr höfuðkúpu sem fannst við ósa Ölfusár árið 1994. Hún tilheyrði Jóni Ólafssyni sem hvarf í desember árið 1987. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Birgittu Jónsdóttur, dóttur Jóns, og Odd Árnason, yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á Suðurlandi. Breska heilbrigðiskerfið er álitið hið mesta þjóðarhnoss en peningavandi og skipulagsvandi er krónískur í kerfinu. Sigrún Davíðsdóttir.
1/24/202030 minutes
Episode Artwork

Rafmagnstruflanir fyrir vestan

Unnið er að því að koma á rafmagni á Flateyri. Um tíma var víða rafmagnslaust á Vestfjörðum vegna seltu á línum og tengivirkjum. Tvær borgir í Kína hafa verið einangraðar til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar sem hefur valdið dauða 17 manns. Elísabet Bretadrottning hefur staðfest Brexit-lögin sem samþykkt voru á þingi í gær og er því ekkert til fyrirstöðu að Bretar fari úr Evrópusambandinu um mánaðamótin. Þingmaður Pírata ætlar að óska eftir því að velferðarnefnd Alþingis fjalli um viðbrögð Neyðarlínu, lögreglu og heilbrigðiskerfisins vegna máls konu sem lést eftir handtöku lögreglu í fyrra. Lögregustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að verið sé að ræða að athuga ýmsar leiðir í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld. Tekist hefur að bera kennsl á höfuðkúpu sem fannst fyrir 25 árum. Hún er af manni sem talið er að hafi fallið í Sogið árið 1987. Sameinuðu þjóðirnar telja gettóstefnu danskra stjórnvalda mismuna fólki. Stjórnvöld standa þó fast á sínu, gettóin skulu vera úr sögunni fyrir árið 2030. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá. Forstjóri Rariks segir að umfang rafmagnsleysisins í óveðrinu í desember hafi verið með því mesta sem orðið hefur hér á landi. Forstjóri Landsnets segir að ef hitastigið hefði verið örlítið hærra sé líklegt að ástandið hefði getað orðið enn verra og að heilu landshlutarnir hefðu orðið rafmagnslausir. Arnar Páll Hauksson segir frá.
1/23/202030 minutes
Episode Artwork

Bætur vegna læknamistaka. Efling. Röksteinn

Ríkislögmaður hefur fallist á að greiða hjónum sem misstu nýfætt barn sitt vegna alvarlegra læknamistaka á Landspítalanum fimm milljónir í miskabætur. Efling vill að laun hækki meira en samið var um í lífskjarasamningnum í vor. Krafa er gerð um breytingar á starfsmati sem gæti fært þeim með lægstu launin yfir 50 þúsund króna launahækkun. Forsvarsmenn Icelandair hafa aflýst fjölda flugferða vegna slæmrar veðurspár. Sautján hafa látist í Kína af völdum óþekktrar lungnabólguveiru. Á fimmta hundrað til viðbótar hafa veikst. Loðnu hefur orðið vart undan norðanverðu landinu í rannsóknarleiðangri sem nú stendur yfir. Leiðangursstjórinn telur þó ekki mikið af henni þar. Tveir skjálftar, 3,7 að stærð, mældust skammt frá Grindavík í dag. Tugir eftirskjálfta hafa mælst í kjölfarið. Rannsókn sænskra fræðimanna bendir til þess að loftslagskvíði sé ekki nýr af nálinni. Fræðimennirnir telja sig langt komna með að ráða gátur Röksteinsins, sænsks rúnasteins, frá níundu öld.
1/22/202030 minutes
Episode Artwork

Stórhættuleg matareitrun bótúlismi

Spegillinn 21.01.2020 Karlmaður er í öndunarvél á spítala með stórhættulega matareitrun. Veiran greindist síðast á Íslandi fyrir næstum fjörutíu árum. Karlmaður sem lögregla grunar um að hafa banað manni í Úlfarsárdal í byrjun desember er laus úr gæsluvarðhaldi. Landsréttur telur lögreglu ekki hafa stutt grun sinn nægjanlega vel með gögnum. Réttarhöld eru hafin í öldungadeild Bandaríkjaþings yfir Donald Trump forseta. Demókratar saka Repúblikana um að ætla að leyna sönnunargögnum gegn honum. Formaður Eflingar segir að félagið sé ekki tilbúið að fórna sjálfstæðum samningsrétti fólksins. Inntak krafna félagsins sé byggt á lífskjarasamningnum. Jafnframt sé farið fram á leiðréttingu á stöðu félagsmanna hjá borginni sem séu á föstum töxtum. Í mörgum tilfellum sé verið að bjóða fólki upp á líf í fátækt. Arnar Páll Hauksson talaði við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar Versta vetrarveður sem um getur í meira en 40 ár geisar nú á Norðuraustur-Spáni. Að minnsta kosti fjórir eru látnir. Samkvæmt nýrri rannsókn er hægt að draga úr loftslagsvá, offitu og vannæringu með réttu mataræði. Niðurstöðurnar sýna að best er að vera grænkeri eða vistkeri. Hópur vísindamanna hefur reiknað út hvernig mataræði hefur áhrif á heilsu fólks og umhverfið. Þeir sýna fram á að með réttu mataræði er hægt að draga úr loftslagsvá, offitu og vannæringu sem eru þrír faraldrar sem nú geisa í heiminum. Hópurinn hefur birt niðurstöður sínar í vísindatímaritinu Lancet. Thor Aspelund líftölfræðingur er í rannsóknarhópnum og hann heldur erindi á málþingi á morgun um samspil næringar, heilsu og umhverfis ásamt Jóhönnu Torfadóttur, næringarfræðingi. Bergljót Baldursdóttir talaði við Thor Aspelund.
1/21/202030 minutes
Episode Artwork

Snjóflóðið braut stálmastur

Spegillinn 20.01.2020 Snjóflóðið braut stálmastur: Ekki er tímabært að segja til um rúmmál snjóflóðanna á Flateyri. Mest er flóðið um fimm metra djúpt. Svokallað skopplag, sem er ofan á þéttum kjarna snjóflóðsins, fór yfir varnargarðana. Fjögurra metra hátt stálmastur sem var uppi á garðinum brotnaði. Krafturinn sem þarf til þess jafngildir þyngd allt að 10 fólksbíla. Rætt við Kristínu Mörtu Hákonardóttur snjóflóðaverkfræðingur að það sé mikið áhyggjuefni. Tveir íbúafundur um snjóflóðin á Flateyri og Súðavík: Íbúafundur stendur nú yfir á Flateyri og annar verður haldinn í Súðavík í kvöld vegna vegna snjóflóðanna sem féllu í liðinni viku. Þar eru mættir fulltrúar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Veðurstofu Íslands, lögreglustjóranum á Vestfjörðum og velferðarsviði Ísafjarðarbæjar. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir fréttamaður er á staðnum Fjölmörg alvarleg slys: Mikið álag hefur verið á rannsóknarnefnd samgönguslysa undanfarið vegna fjölmargra alvarlegra umferðarslysa sem urðu á fyrstu dögum ársins. Rætt við Sævar Helga Lárusson, rannsóknarstjóra hjá nefndinni Norska ríkisstjórnin sprakk í dag þegar Framfaraflokkurinn fór úr stjórninni vegna andstöðu við að flytja norska móður og börn hennar til Noregs. Hún er bendluð við hryðjuverkastarfsemi í Sýrlandi. Arnar Páll Hauksson ræddi við Gísla Kristjánsson í Noregi Kínversk stjórnvöld hafa staðfest að ný veira, sem nýlega greindist í landinu, getur borist manna á milli. Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til sérstakra viðbragða hér. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnarlækni. Samningaviðræður um framtíðarsamband Breta og Evrópusambandsins hefjast eftir mánaðamótin. ESB hefur verið að ræða og kynna sín samningsmarkmið en markmið Breta eru enn óljós. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela tekur þátt í Davos ráðstefnunni í Sviss þrátt fyrir að vera í ferðabanni heima fyrir. Íslenskir karlar hafa fitnað mjög hratt eftir að sala bjórs var leyfð að nýju, árið 1989. Íslendingar eru nú þyngstir norrænna þjóða.
1/20/202030 minutes
Episode Artwork

Alvarlegt slys á Skeiðarársandi

Fjórir eru alvarlega slasaðir eftir harðan árekstur jeppa og jepplings við Háöldukvísl á Skeiðarársandi um tvö leytið í dag. Níu manns voru í bílunum tveimur og var hópslysaáætlun lögreglunnar á Suðurlandi virkjuð. Fjármálaráðherra og umhverfisráðherra ætla að fara yfir áætlanir um uppbyggingu snjóflóðavarna með það að markmiði að flýta framkvæmdum. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir hæstaréttarlögmann brigsla sér um saknæmt athæfi í greinargerð til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Dómstóllinn hefur hafnað ósk hennar um að svara lögmanninum. Efling hefur lagt fram kröfur um að laun hækki talsvert umfram lífskjarasamninginn og að desemberuppbót verði nærri 400 þúsund krónur. Íslendingar töpuð fyrir Slóvenum í fyrst leik milliriðilsins í Evrópukeppninni í handbolta í dag. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, ætla að fara yfir áætlanir um uppbyggingu snjóflóðavarna með það að markmiðið að flýta framkvæmdum. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ráðherrunum finnst skjóta skökku við að gjald sé innheimt í ákveðnum tilgangi en hluti þess svo notaður í eitthvað annað. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og ræðir við ráðherrana. Efling fer fram á að desemberuppbót verði tæpar 400 þúsund krónur og vill að laun félagsmanna sinna hjá Reykjavíkurborg hækki talsvert meira en samið var um í lífskjarasamningnum í vor. Einn viðmælandi Spegilsins segir að ef kröfur félagsins næðu fram að ganga myndi launamarkaðurinn springa í loft upp. Arnar Páll Hauksson segir frá. Breska flugfélagið Flybe er ekki þekkt nafn utan Bretlands en tæplega tvö af hverjum fimm innanlandsflugum eru á vegum félagsins. Fyrir ári var því bjargað af hópi fjárfesta, þar á meðal Virgin Air. Nú virðist sem sú björgun hafi ekki dugað nema árið og Flybe aftur í kröggum. Þetta leiðir hugann að íslenskum aðstæðum og flugfélaginu Wow, sem reynt er að endurreisa. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
1/17/202030 minutes
Episode Artwork

Lengi talað fyrir daufum eyrum

Fréttir: Tvö lík fundust á Sólheimasandi fyrr í dag. Lögregla telur að fólkið hafi orðið úti. Niðurstöður sérfræðinga á Veðurstofunni benda til þess að flóðin sem féllu á flateyri í gær séu með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum, Unglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri í fyrrinótt, var viss um að henni yrði bjargað. Móðir hennar hafði sömu sannfæringu. Tugmilljónir íbúa í ríkjum í sunnanverðri Afríku þurfa hið bráðasta á mataraðstoð að halda vegna þurrka og annarra ástæðna. Sameinuðu þjóðirnar vantar á þriðja hundrað milljónir dollara til kaupa á matvælum. Lengri fréttapistlar: Það eru ekki allir öruggir heima hjá sér. Varnargarða skortir á átta þéttbýlissvæðum þar sem snjóflóðahætta er mikil. Eftir snjóflóðin mannskæðu í Súðavík og á Flateyri árið 1995 ákváðu stjórnvöld að grípa til aðgerða til að minnka líkur á að slík flóð kostuðu fleiri mannslíf. Ekki sér fyrir endann á uppbyggingunni sem hefur ítrekað tafist. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarfélögin lengi hafa talað fyrir daufum eyrum. Félagsmenn í Starfsgreinasambandinu eiga nú kost á þriggja mánaða launuðu námsleyfi og allir fá 30 daga orlof. Þetta eru nýmæli í kjarasamningi 17 félaga sem undirritaður var í dag.
1/16/202030 minutes
Episode Artwork

Snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði

Forsætisráðherra segir að allt viðbragðslið hafi staðið sig afburða vel. Fjármálaráðherra segir varnarmannvirkinn hafa sannað gildi sitt en nú verði að skoða aðra staði þar sem stjórnvöld hafi ætlað sér að vera búin að byggja frekari varnir. Eigandi eins af bátunum sem sukku á Flateyri í nótt segist lengi hafa óttast að snjóflóð félli á smábátahöfnina. Varnargarðarnir í hlíðinni fyrir ofan Flateyri eru ekki jafn sterkir og talið var, þegar þeir voru byggðir árið 1998. Ekki er víst að garðarnir gætu gripið flóð á borð við það sem féll 1995 að fullu. Þrátt fyrir að enginn eigi að vera á veturna í gömlu byggðinni í Súðavík var þar fólk í nótt. Óvissustig er á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögreglan í Alicante á Spáni hefur ákært fertugan Íslending fyrir morð og morðtilraun Hann er grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar um síðustu helgi. Umsjón Anna Kristín Jónsdóttir og Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Davíð Berndsen
1/15/202030 minutes
Episode Artwork

Staða Landspítalans, skerðingar lífeyris, óveður og ferðalög hnúfubaka

Enn er ófært eða illfært víða um land og appelsínugular og gular veðurviðvaranir í gildi nema á suðvesturhorninu. Snjóflóð féll úr Eyrarhlíð síðdegis og hættustig vegna snjóflóða er á Ísafirði. Andri Yrkill Valsson segir frá. Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra finnst ástæða til að spyrja um forgangsröðun í rekstri Landspítalans. Hann hafi ekkert séð sem bendi til þess að viðbótarfé dugi til að leysa hnúta á bráðamóttökunni. Guðrún Lísbet Níelsdóttir, verkefnastjóri fyrir viðbragðsáætlanir Landspítalans, segir að sjúkrahúsið verði að geta tekið á móti slösuðum úr hópslysi þrátt fyrir krefjandi aðstæður á Landspítalanum. Rætt var við hana í Samfélaginu á rás 1. Íslendingur, sem er grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana á Spáni um helgina, hefur verið ákærður fyrir manndráp. Beatriz Garcia talsmaður lögreglu staðfestir það. Breska stjórnin segir ekki koma til greina að heimila Skotum að efna til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði, eins og heimastjórnin hefur farið fram á. Ásgeir Tómasson segir frá. ----- Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, segir vont ef ekki má benda á það sem fer illa án þess að vera hakkaður í spað. Már lýsti áhyggjum sínum af stöðunni á bráðamóttöku Landspítalans í viðtali við Læknablaðið fyrir tveimur vikum. Hann segir að sér hafi verið misboðið fyrir hönd sjúklinga. Í kjölfar viðtalsins sendu stjórn Læknaráðs spítalans og vaktstjórar hjúkrunar á bráðadeild frá sér ályktun og lýstu samskonar áhyggjum. Staða heilbrigðiskerfisins var rædd á fundi velferðarnefndar Alþingis í dag. Þar var Már meðal gesta. Sunna Valgerðardóttir, fréttamaður, ræddi við hann fyrir fundinn. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Samtaka lífeyrissjóða segir að miklar skerðingar almannatrygginga dragi úr tiltrú fólks á lífeyrissjóðakerfinu. Arnar Páll Hauksson ræðir við Þóreyju. Á þrettándanum, sá Leonardo Hernandez Balbuena sjómaður, fyrsta hval vetrarins við Cape Samanaeyju í Dóminíska lýðveldinu. Hann er greinilega áhugamaður um hvali; tók mynd af sporðblöðku hvalsins og hún gekk svo áfram á samfélagsmiðlum. Hvalaleiðsögumaðurinn, Eva Reznickova deildi henni á fésbókarsíðu sem er helguð hnúfubökum, til eru fjölmargir slíkir hópar. Þar rak Valerie Chosson, lífrræðingur og starfsmaður Hafrannsóknastofnunar augun í myndina. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Valerie. Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir, tæknimaður: Ragnar Gunnarsson og Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir stýrði útsendingu í fréttahluta.
1/14/202030 minutes
Episode Artwork

Snjóflóðahætta, illviðri, óskarsverðlaunatilnefningar og málssókn vegn

Hús í iðnaðarhverfi ofan Skutulsfjarðarbrautar á Ísafirði voru rýmd síðdegis vegna snjóflóðahættu. Þar er í gildi hættustig Fyrir var í gildi óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum vegna hennar vegna snjóflóðahættu. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi á landinu öllu, vegna norðaustanstorms, eða roks, hríðar og skafrennings sem linnir ekki fyrr en annað kvöld, rætt við Sigurð Jónsson, veðurfræðing. Íslendingar og Rússar eigast nú við á Evrópumótinu í handbolta í Malmö og staðan í hálfleik er 18 - 11, Íslendingum í vil. Það er ótrúlegur heiður en um leið súrrealískt að vera tilnefnd til Óskarsverðlauna. Þetta segir Hildur Guðnadóttir, tónskáld í samtali við Jóhann Bjarna Kolbeinsson YouTube og Facebook hafa ritskoðað efni frá fjöllistahópnum Hatara. Liðsmaður Hatara segir að völdin á internetinu séu að færast á hendur færri og það ætti að sporna við þeirri þróun segir Matthías Tryggvi Haraldsson. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hann. Finnur Birgisson, liðsmaður Gráa hersins segir að tekjutenging lífeyris hér á landi sé eins og á annarri plánetu miðað við önnur Norðurlönd. Samtökin ætla á næstunni að stefna ríkinu vegna skerðinga í lífeyriskerfinu.Arnar Páll Hauksson tók saman og ræddi við Daniel Isebarn Ágústsson lögmann og Finn Það er ekki alltaf auðvelt að leysa fjölskyldudeilur og enn flóknara þegar fjölskyldan er einnig opinber stofnun eins og á við um bresku konungsfjölskylduna. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Útsendingu stjórnaði Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
1/13/202030 minutes
Episode Artwork

Rútuslys. Rafbílar og eldhætta. Weinstein.

Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna rútuslyss sem varð nærri bænum Öxl suður af Blönduósi á fimmta tímanum í dag. Tvær rútur voru í samfloti og valt önnur þeirra. Slæmt veður hefur haldið áfram að setja samgöngur úr skorðum norðan- og vestanlands í dag eins og síðustu daga. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum fram yfir hádegi á morgun. Úkraínumenn hafa fengið afhenta flugritana úr farþegaþotu sem fórst í Íran aðfaranótt miðvikudags. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins kveðst ekki draga í efa upplýsingar um að Íranar hafi skotið hana niður. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að engan veginn sé hægt að útiloka bruna í bílastæðahúsum hér á landi eins og varð við flugvöllinn í Stafangri. Menningarviðurkenningar Ríkisútvarpsins voru afhentar í dag. Guðrún Eva Mínervudóttir hlaut viðurkenningu úr Rithöfundasjóði útvarpsins. Hamfarahlýnun er orð ársins.
1/10/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 09.01.2020

Spegillinn 09.01.2020 Umsjón: Bergljót Baldursdóttir Bandaríska leyniþjónustan telur að flugskeyti hafi grandað úkraínskri farþegaþotu sem fórst í Íran í fyrrinótt. Forsætisráðherra Bretlands krefst ítarlegrar og opinskárrar rannsóknar á slysinu. Að minnsta kosti tólf ferðamenn sem lentu í hrakningum á Langjökli í fyrradag hafa þegar leitað réttar síns gegn fyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Grunur er um að tveir lyfsalar hafi gerst sekir um alvarlegt misferli við afgreiðslu lyfja. Lyfjastofnun telur að umtalsvert magn af lyfseðilsskyldum lyfjum hafi verið afgreitt án lyfseðla. Búast má við aldauða einhverra dýrategunda í Ástralíu vegna gróðureldanna sem þar geisa. Þetta er mat spendýravistfræðings sem starfað hefur í Ástralíu. Stjórnvöld í Ástralíu hafa afþakkað aðstoð fimmtíu slökkviliðsmanna frá Danmörku við að berjast við gróðurelda sem hafa brunnið mánuðum saman. Trine Bramsen varnarmálaráðherra greinir frá þessu í fréttatilkynningu. Þar kemur fram að Ástralar séu afar þakklátir Dönum fyrir boðið, en aðstoðin sé afþökkuð eins og sakir standa. Best sé að staðkunnugir berjist við eldana. Bramsen segir að tilboðið standi, þótt því hafi ekki verið tekið að sinni. Talið er að mun fleiri hjúkrunarfræðingar glími við kulnun nú en fyrir fimm árum. Þá fann helmingur hjúkrunarfræðinga fyrir henni. Mannauðsstjóri spítalans segir að ástandið hafi versnað. Flestir fjallvegir á norður- og vesturlandi hafa verið lokaðir vegna veðurs í dag. Stefnt er að mokstri í nótt, en nýjar veðurviðvaranir taka gildi á morgun
1/9/202030 minutes
Episode Artwork

Mountaineers of Iceland. Brexit-lausnir á nýju ári.

Einn forsvarsmanna Mountaineers of Iceland segir alla innan fyrirtækisins miður sín yfir ferð sem farin var á Langjökul í gær, þrátt fyrir aðvaranir um óveður. Þau ætli að setja sig í samband við fólkið. Færð á vegum á norðanverðu landinu fer nú batnandi, þótt fjallvegir séu víða enn lokaðir. Snjóflóðahætta er í fjöllum fyrir norðan. Forstjóri Tryggingastofnunar furðar sig á ummælum formanns Öryrkjabandalagsins um að stofnunin upplýsi fólk ekki um réttindi sín til að spara ríkinu fé. Tuttugu og fjögurra marka drengur sem kom í heiminn á Landspítalanum á nýársnótt er eitt stærsta barn sem fæðst hefur hér á landi undanfarin ár. Helsta kosninga-tromp Boris Johnson forsætisráðherra Breta hafa verið einfaldar Brexit-lausnir. Á nýju ári reynir á hvort þær eru í raun jafn einfaldar og loforðin.
1/8/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 07.01.2020

Umsjón: Pálmi Jónasson Vonskuveður er á landinu og allt innanlands- og millilandaflug liggur niðri. Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og fleiri leiðum hefur verið lokað vegna veðurs. Gul veðurviðvörun í gildi fyrir allt landið þar til eftir hádegi á morgun. Slökkviliðið í Stafangri í Noregi berst við eld í bílastæðahúsi við flugvöll borgarinnar. Óttast er að húsið kunni að hrynja. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að mikið verk sé óunnið við stofnun Miðhálendisþjóðgarðs. Hún efast um að lög um garðinn taki gildir um næstu áramót. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur oft vakið hneykslan en líklega hefur hann aldrei verið umdeildari en nú. og Ofveiði á rostungum gæti skýrt hvers vegna norrænir menn yfirgáfu Grænland á 15. öld, eftir ríflega 400 ára dvöl.
1/7/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 06.01.2020

Umsjón: Pálmi Jónasson Landspítalinn hefur hafið rannsókn á því hvað gerðist þegar maður lést eftir að hafa verið sendur heim af bráðamóttökunni. Embætti landlæknis vill svör við því hvers vegna spítalinn hefur ekki tilkynnt embættinu um málið. Atlantshafsbandalagið skorar á Írana að binda enda á ofbeldisverk og ögranir til að koma í veg fyrir að ástandið í Miðausturlöndum versni enn frekar. Þjálfun írakskra hermanna hefur verið slegið á frest. Íslensk kona sem býr í Sydney segir Ástrali standa saman á erfiðum tímum. Gremja gagnvart stjórnvöldum fari á sama tíma vaxandi. Landvernd leggst gegn því að heimilt verði að reisa nýjar virkjanir í miðhálendisþjóðgarðinum sem mun þekja þriðjung af flatarmáli landsins. Stent er að því að lög um garðinn taki gildir um næstu áramót. Réttarhöld hófust í dag yfir kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein [Wænstín]. Það verður leiðindaveður og bálhvasst næstu daga. Búast má við erfiðri færð í fyrramálið og afur í síðdegisumferðinni á morgun, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar heiftarlegum árásum og eyðileggingu menningarverðmæta í Íran, ætli þeir sér að hefna fyrir morðið á hershöfðingjanum Suleimani. Eyðilegging menningarverðmæta er stríðsglæpur samkvæmt Genfarsáttmálanum. Trump hótar nágrannaríkinu Írak einnig grimmilegum refsiaðgerðum. Pálmi Jónasson fjallar um málið í Speglinum. Íslensk kona sem býr í Sydney segir Ástrali standa saman á erfiðum tímum. Gremja gagnvart stjórnvöldum fari á sama tíma vaxandi. Skógareldarnir í Ástralíu náðu miklum hæðum um helgina en í dag rigndi. Arnhildur Hálfdánardóttir fjallar um málið í Speglinum. Landvernd leggst eindregið gegn því að heimilt verið að reisa nýjar virkjanir innan fyrirhugaðs miðhálendisþjóðgarðs. Það samræmist ekki skilgreiningu á þjóðgarði og gæti gengisfellt hugtakið þjóðgarður. Arnar Páll Hauksson fjallar um málið í Speglinum.
1/6/202030 minutes
Episode Artwork

Hefur áhyggjur af ástandinu í Mið-Austurlöndum

Þjóðaröryggisráð Írans segir að Bandaríkjamenn megi búast við hefndum fyrir að hafa orðið Qasem Soleimani, einum valdamesta manni landsins, að bana. Hann lét lífið í árás Bandaríkjahers í nótt. Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor, gengur laus á meðan lögregla rannsakar mál hans. Landsréttur hafnaði í dag kröfu lögreglunnar um að hann sæti fjögurra vikna gæsluvarðhaldi. Leit hefur staðið yfir í allan dag á Snæfellsnesi að Andirs Kalvan. Ekkert hefur heyrst frá honum frá því fyrir helgi. 150 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni. Öll börn fædd eftir 2019 verða bólusett við hlaupabólu á árinu. Nokkur fjöldi barna leggst inn á Barnaspítalann eftir að hafa fengið hlaupabólu á hverju ári Þá má búast við blindhríð víða um land á morgun en að það hláni þegar líður á daginn. Þó að margt megi um Donald Trump segja þá er hann ekki herskár og ætlar sér ekki í stríð í Miðausturlöndum og það yrði honum ekki til framdráttar í forsetakosningunum í haust, segir Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Albert. Magnús Þorkell Bernhardsson, prófessor í málum Mið-Austurlanda við Williams háskóla í Bandaríkjunum hefur áhyggjur af því sem kann að gerast í framhaldinu. Hann segir að í Íran sé litið á þetta sem árás á Írani. Fólk byggði ekki hús, það jarðaði ekki ástvini sína, margra alda þekking á bæði gull- og járnsmíði glataðist. Á rúmlega hundrað ára tímabili, frá árinu 536 til 650 virðist sögunni ekkert hafa undið fram í Noregi og Svíþjóð. Það hafa fáar minjar fundist frá þessum tíma en hvers vegna? Þegar vísindamenn fóru, á níunda áratug síðustu aldar, að skoða þetta tímabil í ljósi gamalla goðsagna um fimbulvetur fóru brotin að raðast saman. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá.
1/3/202030 minutes
Episode Artwork

Innflytjendur. Kosningar.

Ríkisstjórnarflokkarnir næðu ekki meirihluta á þingi yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Skylda er að vera með ökuljós kveikt bæði að aftan og fram, rafvespur eru skráningarskyldar, heimilt er að banna akstur vegna mengunar og neita má fíklum um ökuskírteini, samkvæmt nýjum umferðarlögum. Einungis um helmingur þeirra fyrirtækja og stofnana sem áttu að vera komin með jafnlaunavottun um áramótin hefur fengið slíka vottun. Margir strengdu áramótaheit um áramótin, sumir þau sömu og í fyrra. Austurríki á að verða forysturíki í umhverfismálum í Evrópu, samkvæmt sáttmála sem ný ríkisstjórn landsins kynnti í dag. Það gæti stefnt í almennar kosningar árlega næstu þrjú ár. Ef sitjandi forseti fær mótframboð verða forsetakosningar í júní, svo Alþingiskosningar á næsta ári og sveitarstjórnarkosningar 2022. Embætti ríkislögreglustjóra telur hátt hlutfall innflytjenda í ákveðnum hverfum auka hættuna á því að hér verði til viðkvæm svæði eða gettó þar sem glæpagengi vaði uppi. Þetta má ráða af nýrri skýrslu embættisins um hugsanlegar áskoranir sem lögregla gæti staðið frammi fyrir í náinni framtíð.
1/2/202030 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 30. desember. 2019

Spegillinn 30.desember 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon 13 erlendir ferðamenn lentu í umferðarslysi í Biskupstungum, á þjóðveginum milli Gullfoss og Geysis um fjögurleytið í dag. Þrír voru fluttir með þyrlu á bráðamóttöku Landspítalans. Tveir bílar rákust á í mikilli hálku. Landsréttur úrskurðar að öllum líkindum ekki í gæsluvarðhaldskröfu yfir Kristjáni Gunnari valdimarssyni fyrr en eftir áramót. Átta mánaða barn greindist með mislinga í vikunni eftir að hafa komið frá Asíu. Sóttvarnarlæknir segir óvenjumörg mislingasmit hafa greinst í ár. Verslunin Super1 hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað þrjár vörur af Rema1000 hnetum þar sem aflatoxin b1 mældist yfir hámarksgildum. Neytendur eiga ekki lagalegan rétt á því að skila ógölluðum vörum sem þeir hafa keypt í búð eða fengið að gjöf. Verslunum er því í sjálfsvald sett hvort og þá með hvaða hætti þær taka við vöru. Árið 2019 var hið hlýjasta í Rússlandi frá því að mælingar hófust fyrir í hátt í 130 árum. Sænsku náttúruverndarsamtökin Perfect World Foundation völdu Gretu Thunberg í dag náttúruverndarsinna ársins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur fólk til að umgangast skotelda af varúð um áramótin. Mikilvægt sé að fullorðinir komi þar að, allsgáðir, og tryggt sé að skoteldarnir standi á traustum grunni, ekki nærri húsum eða bílum. Lengri umfjöllun: Nú er langt liðið á næst síðasta dag ársins og eins og tilheyrir áramótum þá er við hæfi að líta yfir næstum liðið ár og huga að framtíðinni. Í síðasta Spegil ársins er mætt ungt fólk, sem spannar þó 13 ára aldursbil, frá 17 ára til þrítugs í bein útsendingu. Þau eru í aldursröð: Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir nýstúdent frá Tækniskólanum, fyrrverandi formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema og umhverfissinni Leó Snær Emilsson formaður Súdentafélags Háskólans í Reykjavík og nemandi viðskiptafræði og lögrfræði. Birta Austmann Bjarnadóttir stjórnmálafræðingur og lögfræðingur hjá Þjóðskrá. Rætt um loftslagsmál, stjórnmál og stjórnmálamenningu, framtíðarsýn ungs fólks o.fl.
12/30/201930 minutes
Episode Artwork

Áratugur deilihagkerfis og vantrausts

Að minnsta kosti þrjár konur tengjast málum lögmanns sem var handtekinn á jólanótt vegna gruns um kynferðisbrot og frelsissviptingu. Réttargæslumaður einnar þeirra segir lögmanninn hafa fengið sérmeðferð og vill að störf lögreglu á vettvangi verði rannsökuð. Aldrei hafa fleiri þurft að dvelja á bráðamóttöku Landspítalans um jól eða allt að þrjátíu manns. Yfirlæknir bráðalækninga segir vandræði skapast við að reyna að koma sjúklingum fyrir. Óttast er að gróðureldar sem hafa geisað í Ástralíu síðan í október breiðist enn frekar út í hitabylgju sem spáð er næstu daga. Veðurstofan spáir suðvestan hvassviðri eða stormi austan til á landinu. Færð fer versnandi víða um land. Fjörutíu og sex þúsund manns lögðu leið sína í Ríkið á Þorláksmessu, fleiri en nokkru sinni. Við rifjum upp það sem gerðist í stjórmálum og ferðaþjónustu á þessum áratug. Stjórnmálaprófessor segir að hann hafi einkennst af miklu vantrausti. Hótelrekandi segir Airbnb hafa breytt öllu. Arnar Páll Hauksson ræðir við Eirík Bergmann. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Kristófer Oliversson og Soffíu Kristínu Þórðardóttur.
12/27/201930 minutes
Episode Artwork

Brotalamir í vörnum banka, bruni í Grímsnesi og friðarganga

Treysta þarf varnir bankanna gegn peningaþvætti, segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Brotalamir í vörnunum séu þó ekki mjög alvarlegar. Tryggvi Aðalsteinsson ræðir við hana. Ekkert bendir til þess að kveikt hafi verið í húsi sem brann til kaldra kola í Grímsnesi í gærkvöldi af ásetningi segir Elís Kjartansson lögreglufulltrúi á Suðurlandi Umráðamaður hússins var handtekinn á staðnum í gær en sleppt í dag. Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræddi við Elís. Vetrarælupest og öndunarfærasýkingar hrella margan þessa dagana; miklu fleiri leita til heilsugæslunnar um þetta leyti en á sumrin segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Kristín Sigurðardóttir ræddi við Óskar. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir tók saman. Tæplega 100 fjölskyldur á Norðurlandi hafa þegið matar- og fjárhagsaðstoð fyrir jólin frá facebookhópnum Matargjöfum Akureyrar og nágrennis. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við Sigrúnu Ósk Jakobsdóttur og Sigrúnu Steinarsdóttur sem halda úti hópnum. Boeing flugvélasmiðjurnar bandarísku tilkynntu í dag að Dennis Muilenburg forstjóri hefði látið af störfum. David Calhoun, stjórnarformaður fyrirtækisins, verður eftirmaður hans á forstjórastóli. Á Þorláksmessu taka ýmsir frá stund til að fara í Friðargöngu.Eygló Jónsdóttir er einn skipuleggjenda göngunnar í Reykjavík sem samstarfshópur friðarhreyfinga stendur að og hún hefur mætt þar áratugum saman og ætlar að ganga aftur að ári. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Stjórn útsendingar: Björg Guðlaugsdóttir
12/20/201930 minutes
Episode Artwork

Kjaraviðræður. Fordæmaleysi veðurs. Listaverkarán.

Héraðsdómur Reykjavíkur gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð starfsmanna barnaverndar í máli lítils drengs. Heilbrigðisráðherra kynnti í dag aðgerðir sem lækka kostnað sjúklinga. Þremur komma fimm milljörðum króna verður varið í lækkanir á næstu fjórum árum. Fjögurra bíla árekstur varð á Kjalarnesi á fimmta tímanum í dag. Tafir urðu á umferð. Að minnsta kosti einn lést í skotárás á höfuðstöðvar leyniþjónustu Rússlands í Moskvu í dag. Breska þingið kom í dag saman til fyrsta fundar eftir kosningarnar í síðustu viku. Byggðakvóta sem er eyrnamerktur er Flateyri hefur verið úthlutað fyrirtækjum, sem ekki eru með starfsemi í plássinu. Ferðaveður er víða vont, gular viðvaranir í gildi og Strætó hefur þurft að fella niður ferðir. Lengri fréttapistlar: Formaður Sameykis segir að ef ekkert gangi í kjaraviðræðum fljótlega eftir áramót muni félagsmenn hefja undirbúning aðgerða sem gæti endað með verkföllum. Viðræður við opinbera starfsmenn hafa staðið yfir í 9 mánuði og ljóst að þær munu dragast fram á næsta ár. Arnar Páll Hauksson ræðir við Árna Stefán Jónson, Önnu Maríu Frímannsdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur. Fárviðrið sem gekk yfir landið í síðustu viku afhjúpaði veikleika í innviðum en líka hversu berskjölduð við erum gagnvart náttúruöflunum. Síðustu daga hefur svo verið talað um fordæmalaust rafmagnsleysi, fordæmalausan hrossadauða - en var veðrið sjálft fordæmalaust og má að einhverju leyti rekja það til loftslagsbreytinga? Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðing. Fyrir fjörutíu árum rændu þjófar fimm afar verðmætum listaverkum úr safni í Austur-Þýskalandi. Nú er loks búið að endurheimta verkin, þökk sé borgarstjóranum á staðnum. Margt er þó enn á huldu um þennan stærsta og dularfyllsta listaverkaþjófnað í sögu Austur-Þýskalands. Pálmi Jónasson.
12/19/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 18.12.2019

Umsjón: Pálmi Jónasson Markmið lögmannsstofunnar Wikborg Rein, er að Samherji komi út úr rannsókn á meintum mútum og peningaþvætti sem sterkara og sjálfbærara fyrirtæki. Þetta segir fulltrúi lögmannsstofunnar við fréttastofu. Samherji hefur ráðið Wikborg Rein til að gera innri rannsókn á starfsemi félagsins. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiðir í kvöld atkvæði um hvort ákæra eigi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisglöp. Eldurinn sem braust út við olíubrigðastöðina í Örfirisey er áminning um að mörg fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu geyma eða nota hættuleg efni; til dæmis bensín, klór, etanól eða ammóníak. Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að yfirsýn yfir flutning slíkra efna mætti vera betri. Konur í atvinnulífinu kalla eftir kynjakvóta í stjórnunarstöðum fyrirtækja, því lítið þokast í jafnréttisátt. Einungis 13% framkvæmdastjóra eða forstjóra stærri fyrirtækja eru konur. Baráttan um hver tekur við af Jeremy Corbyn sem leiðtogi breska Verkamannaflokksins er hafin. Emily Thornberry, talsmaður í utanríkismálum, gaf kost á sér í dag.
12/18/201930 minutes
Episode Artwork

Togari í eigu íslenskrar útgerða tekin venga gruns um ólöglegar veiðar

Rafmagnsleysi og fjarskiptavandræði gera fólki lífið leitt á Norðurlandi. Viðgerðir standa enn á línum og tengivirkjum. Margir reiða sig á varaafl á meðan. Alls hafa um ellefu þúsund íbúar á um 7600 heimilum glímt við rafmagnsleysi. Þetta sagði forsætisráðherra á Alþingi í dag. Rafmagnsleysið sé það langvinnasta og umfangsmesta sem orðið hafi. Senegalski sjóherinn færði aðfaranótt mánudags verksmiðjutogarann Navigator til hafnar í höfuðborginni Dakar vegna gruns um ólöglegar veiðar. Skipið er gert út af útgerðarfélaginu Úthafsskipum í Hafnarfirði. Hátt í 80 hross drápust í óveðrinu í Húnavatnssýslum. Óttast er um afdrif meira en 100 hrossa til viðbótar. Kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvélanna dregst á langinn. Icelandair gerir nú ráð fyrir að þær fari í loftið í maí á næsta ári. Erlendir ríkisborgarar hér á landi eru nú orðnir nærri 50 þúsund samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Forstöðumaður hjá Póst og fjarskiptastofnun segir að ef ákvörðun verður tekin um að almennu fjarskiptakerfin eigi að virka sem öryggisfjarskiptakerfi fyrir landsmenn þá þurfi fjármagn til að byggja þau upp. Engin sérstök lög eru til um öryggisfjarskiptakerfin. Arnar Páll Hauksson talar við Þorleif Jónasson hjá Póst og fjarskiptastofnun. Kosningabaráttunni er lokið, nú kemur að því að efna slagorðin. Boris Johnson forsætisráðherra Breta vill róttækar aðgerðir en allt óljóst um nákvæmlega hvað hann ætlar að gera. Kannski táknrænt að pundið styrktist þegar styrkur meirihluti Íhaldsflokksins lá fyrir en hefur svo veikst aftur að sama skapi, því Brexit-vegferðin gæti enn endað í samningslausri útgöngu. Óvissan um sýn og stefnu forsætisráðherra, bæði um Brexit og annað, svífur yfir vötnunum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir óásættanlegt að ríki heims geti ekki komist að niðurstöðu í jafn mikilvægum málum og loftslagsmálum. Hann er fylgjandi því að fyrirkomulagi viðræðna á loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna verði breytt þannig að meirihluti ríkja geti tekið ákvarðanir, einstök ríki geti þá ekki staðið í vegi fyrir öðrum. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Guðmund Inga.
12/17/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 16.12.2019

Umsjón: Pálmi Jónasson Alþýðusamband Íslands vill láta kanna hvort opinberar stofnanir misnoti björgunarsveitir til að vinna ýmis verk í sjálfboðavinnu, sem stofnanirnar ættu sjálfar að sinna í almannaþágu. Enn eru talsverðar rafmagnstruflanir víða á landinu. Hjá Landsneti vinna nú milli 70 og 80 manns að viðgerð á fjórum línum sem skemmdust illa. Stærstu tryggingafélögin hafa skráð á annað hundrað tjón eftir óveðrið í síðustu viku. Varðskipið Þór þarf að sjá Dalvíkingum og nærsveitungum fyrir rafmagni fram til næsta miðvikudags. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handbolta tilkynnti í dag 19 manna hóp fyrir Evrópumótið í handbolta í janúar. Framkvæmdastjóri Landverndar segir að orkufyrirtækin séu að skella skuldinni á einhverja aðra en þá sem eigi hana.. byrgðin sé hjá fyrirtækjunum sem séu í ríkiseign. Hins vegar megi vel skoða breytingar á leyfisveitingakerfinu vegna lagningar raflína. Arnar Páll fjallar um málið í Spegilinum. Ibiza-skandallinn varð til þess að Heinz-Christian Strache varð að segja af sér sem varakanslari Austurríkis og sem leiðtogi Frelsisflokksins. Nú er hann sakaður um að hafa tekið við töskum fullum af peningum frá Austur Evrópu fyrir pólitíska greiða. Myndir sýna reiðinnar býsn af hundrað evru seðlabúntum. Pálmi Jónasson segir frá. Sextán eru látin og tveggja er saknað eftir eldgosið á Hvítueyju undan ströndum Nýja Sjálands í síðustu viku. Eldosið hjófst fyrirvaralaust á mánudag fyrir viku. 47 ferðamenn voru á eynni þegar gosið hófst. Yfir 20 liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. Þó eldstöðin á Hvítueyju sé ólík Heklu hér heima, þá eiga þær það sameiginlegt að fyrirvarinn sem vísindamenn hafa til að segja fyrir um gos er mjög stuttur. Spegillinn ræddi við Kristínu Jónsdóttur hópstjóra náttúruvárvöktunar á Veðurstofu íslands um gosið á Hvítueyju og hvað beri að varast í Heklugosum hér heima. Kristján Sigurjónsson sagði frá.
12/16/201930 minutes
Episode Artwork

Enn 360 heimili og fyrirtæki án rafmagns

Miklar viðgerðir hafa verið í dag á raforkukerfi landsins. Rafmagnslausum stöðum er farið að fækka en þó eru 360 heimili eða fyrirtæki enn án rafmagns. Fimm ráðherrar heimsóttu Norðurland í dag og skoðuðu afleiðingar óveðursins. Forsætisráðherra segir allt annað að sjá aðstæður með eigin augum. Forstjóri Landsvirkjunar segir að vandamál í raforkukerfinu tengist á engan hátt fjármögnun. Vandamálið sé að samfélagið og stjórnvöld séu ekki sammála um að það þurfi að styrkja raforkukerfið. Kosningasigur Íhaldsflokksins kom jafnvel bjartsýnustu flokksmönnum á óvart. Á næstunni mun þó reyna á loforðin, ekki síst þau um að hespa Brexit af. Heimastjórnin í Skotlandi ætlar í næstu viku að byrja að undirbúa atkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins. Skoski þjóðarflokkurinn fékk 48 þingsæti í kosningunum í gær og bætti við sig þrettán. Forstjóri Landsvirkjunar segir að vandamál í raforkukerfinu tengist á engan hátt fjármögnun. Vandamálið sé að samfélagið og stjórnvöld séu ekki sammála um að það þurfi að styrkja raforkukerfið. Einfalda þurfi leyfiskerfið sem sé allt of þungt. Það gangi ekki að það sé hægt að stöðva verkefni endalaust. Landsnet, sem stofnað var fyrir 15 árum, sé fyrst núna að komast í sitt fyrsta uppbyggingarverkefni. Arnar Páll Hauksson talaði við Hörð Arnarson. Skýrar línur - það er útkoman úr bresku þingkosningunum í gær. Íhaldsflokkurinn fær kláran meirihluta, tæplega 44 prósent atkvæða, Verkamannaflokkurinn 32 prósent. Slæm útreið Verkamannaflokksins þýðir að nú fer orka þess flokks á næstunni í leiðtogakjör, ekki í landsmálin og stjórnarandstöðu. Sigrún Davíðsdóttir þú hefur fylgst með kosningunum en heyrum fyrst lokaorð Borisar Johnsons í morgun þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Sigrúnu. Lokadagur tuttugustu og fimmtu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd er runninn upp en viðræðum er hvergi nærri lokið. Helga Barðadóttir, formaður samninganefndar Íslands gagnvart Loftslagssamningnum og starfsmaður umhverfisráðuneytisins, segir að þrátt fyrir að enn sé deilt um það sama og í Katowice í fyrra hafi náðst ákveðinn árangur í Madríd. Það liggi betur fyrir um hvaða atriði ríki séu ósammála. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Helgu Barðadóttur.
12/13/201930 minutes
Episode Artwork

Bændur muna ekki eftir öðru eins veðri

Á þriðja hundrað björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinni að piltinum sem féll í Núpá, í Sölvadal í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráð situr nú á fundi þar sem rætt er um hamfarir liðinna daga og hvernig bregðast skuli við afleiðingunum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra telur að til greina komi að arður af orkufyrirtækjunum sem nú fer í ríkissjóð verði notaður til að byggja upp og treysta raforkukerfið. Kýr í Svarfaðardal verða mjólkaðar í kvöld. Varaaflsstöðvar eru komnar á flest ef ekki öll kúabú en enn sér ekki fyrir endann á rafmagnsleysinu. Bændur muna ekki eftir öðru eins veðri. Bretar ganga til þingkosninga í dag, í annað skiptið á tveimur árum. Kannanir benda til sigurs Íhaldsflokksins. Forstjóri Hafrannsóknastofnunar hafnar því að uppsagnir í nóvember hafi verið ólögmætar og siðlausar, líkt og fyrrum mannauðsstjóri stofnunarinnar heldur fram í greinargerð. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra byggðamála, vill að skoða verði hvort arður af orkufyrirtækjunum verði notaður til að byggja upp og bæta dreifikerfi raforku. Hann er ekki sáttur við að einstaklingar sem beri fyrir sjónmengun geti staðið fyrir lagningu raflína þegar líf og öryggi samborgara þeirra sé í húfi. Arnar Páll Hauksson. Kýr í Svarfaðardal verða mjólkaðar í kvöld. Varaaflsstöðvar eru komnar á flest ef ekki öll kúabú en enn sér ekki fyrir endann á rafmagnsleysinu. Bændur muna ekki eftir öðru eins veðri. Arnhildur Haldónardóttir.
12/12/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 11. Desember

Komiði sæl og Velkomin að Speglinum. Það hefur kólnað í húsum á Siglufirði, kúabændur eru margir í vanda og á Dalvík þurfti að opna fjöldahjálparstöð fyrir verkamenn. Elstu menn muna ekki annað eins ástand vegna rafmagnsleysis. Framkvæmdastjóri hjá Landsneti segir að ramagnsleysið nú eigi sér engin fordæmi. Miklar truflanir hafa verið á fjarskiptakerfum á Norðurlandi vestra í dag. Sérfræðingur hjá Póst- og fjarskiptastofnun segir truflanirnar án fordæma. Lögreglumenn á Sauðárkróki ná ekki tetra-sambandi við stjórnstöð almannavarna í Reykjavík.
12/11/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 10. desember. 2019

Spegillinn 10.desember 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson og Arnar Páll Hauksson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Spegillinn fjallar í dag um ofsaveðrið sem gengur yfir landið KRS: Aftakaveður er nú um allt land - norðan stórhríð og bylur á öllu norðurlandi, Ströndum og Vestfjörðum. Við einbeitum okkur að veðrinu að Speglinum í dag. APH: Veður fer hríðversnandi á vesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Hættustigi hefur verið lýst yfir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra af ríkislögreglustjóra í samráði við lögreglustjórana í landshlutunum. Rauðri viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra vegna veðurofsans var flýtt og tók gildi klukkan fjögur. Viðvörun vegna Norðurlands eystra var þá endurskoðuð og er hún líka orðin rauð. Norðan ofsaveður og jafnvel fárviðri gengur nú yfir á þessu svæði, vindhæð er 25-33 m/s, og henni fylgir mikil snjókoma og skafrenningur. KRS: Stórstreymt er og Landhelgisgæslan hefur bent á að talsvert geti bætt við sjávarhæð í höfnum umfram það sem útreiknaðar sjávarfallatöflur gefi til kynna. Á norðurlandi eystra urðu áhrif veðursins heldur meiri en búist var við vegna rafmagnsleysis. APH: Annars staðar á landinu eru viðvaranir rauðgular. Í höfuðborginni er búist við að veðrið nái hámarki nú milli fimm og níu í kvöld. Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í Klébergsskóla á Kjalarnesi en ferðalangar sitja þar fastir. Lokað er á Kjalarnesi, Hellisheiði og um Þrengsli. Á Selfossi hefur rauði krossinn líka opnað fjöldahjálparstöð og nú rétt fyrir fréttir var svo þriðja fjöldahjálparstöðin opnuð á Borg í Grímsnesi. KRS: Mörgum vinnustöðum var lokað fyrr en venjulega og brýnt var fyrir fólki að sækja börn í skóla. Óveðrið hefur haft mikil áhrif á rafmagnsflutning á Norðurlandi og sunnanverðum Vestfjörðum. Truflanir hafa verið á rafmagni á Akureyri. Björgunarsveitir hafa farið í samtals um 120 útköll það sem af er degi. Flest hafa útköllin verið á Norðurlandi og versta veðrið virðist vera í og við Eyjafjörð. Á Ólafsfirði og Blönduósi keppast björgunarsveitarmenn við. Þar hefur verið mjög hvasst og þakplötur fokið af húsum. Sums staðar þurftu björgunarsveitir frá að hverfa því veðrið var svo vont. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar segir að töluvert sé að gera á Suðurnesjum og í Árnessýslu, auk þess sem fregnir hafi borist af útköllum í Vestmannaeyjum. Langflest útköllin snúast um þakplötur og lausamuni sem fjúka. Davíð segir að enn sé nokkuð rólegt á höfuðborgarsvæðinu, þar hafi verið farið í um 10 útköll, en búist
12/10/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 9. des 2019

Spegillinn 9.desember 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Gefin hefur verið út rauð viðvörun, sem er hæst viðvörun, vegna veðurs á Norðurlandi vestra og Ströndum síðdegis á morgun. Veður byrjar að versna í stífri norðanátt um allt land strax í fyrramálið. Útlit er fyrir að samgöngur, og skólahald raskist verulega víða um land á morgun. Lögregla á Nýja-Sjálandi telur litlar líkur á að nokkur finnist á lífi á lítilli eyju þar sem eldgos hófst óvænt í gær. Talið er að þar hafi 24 til 30 ferðamenn orðið innlyksa. Karlmaður um fimmtugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. desember vegna rannsóknar á dauðsfalli í Úlfarsárdal í Reykjavík í gær. Fjórum öðrum mönnum var asleppt úr haldi. Rússnesk yfirvöld geta áfrýjað til Alþjóðaíþróttadómstólsins ákvörðun stjórnar Alþjóðalyfjaeftirlitsins um að útiloka rússneskt íþróttafólk frá keppni næstu fjögur ár. Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. desember vegna gruns um líkamsárás, nauðgun, hótanir, milligöngu um vændi, kaup á vændi og mansal. Samkvæmt úrskurðinum beindust öll brotin gegn sömu konunni. Verjandi Margeirs Péturs Jóhannssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi í dag fyrir amfetamínframleiðslu, segir dóminn hafa komið sér verulega á óvart. Ásamt Margeiri var Alvar Óskarsson dæmdur í sjö ára fangelsi í málinu og Einar Einarsson í sex ára fangelsi. Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þykir miður að orð hennar í gær hafi misskilist. Hún sagði þá að hún teldi Landsréttamálið ekki hafa fordæmisgildi. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag sagðist hún hafa átt við að mál Íslands hafi ekki fordæmisgildi fyrir stöðuna í Póllandi. Lengri umfjallanir: Síðustu fylgiskannanir fyrir þingkosningarnar í Bretlandi 12. desember benda eindregið til sigurs Íhaldsflokksins en óvíst hvor hann hreppir sterkan meirihluta eins og hann stefnir á. Óvissuþættirnir eru margir í einmenningskjördæmakerfinu, til dæmis hvort ungir kjósendur skili sér á kjörstað, sem væru góðar fréttir fyrir Verkamannaflokkinn. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Umræður um kosningarnar í Bretlandi í berinni útsendingu. Kristján Sigurjónsson ræðir við Dagmar Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóra HBH byggis hf og formann bresk íslenska viðskiptaráðsins og Einar Kristin Guðfinnsson formann Landssambands fiskeldisstöðva og fyrrverandi alþingismann og ráðherra. Stjórn Alþjóðalyfjaeftirlitsins samþykkti einróma í dag að útiloka rússneskt íþróttafólk frá keppni næstu fjögur ár. Ákvörðunin kemur ekki á óvart í
12/9/201930 minutes
Episode Artwork

Ekki gott að vera í flokki landa sem tala gegn mannréttindum

Það er mikið áhyggjuefni að stjórnmálaflokkar sem tala gegn mannréttindum og sjálfstæði dómstóla telji sig vera í komna í sambærilegan flokk og Ísland á alþjóðavettvangi. Þetta segir formaður Dómarafélags Íslands um stuðning pólskra stjórnvalda við málstað Íslands í Landsréttarmálinu. Forsætisráðherra Frakklands segir stjórnvöld þar ákveðin í að hrinda í framkvæmd breytingum á eftirlaunakerfinu. Verkalýðsfélög hafa boðað auknar aðgerðir eftir helgi. ISAVIA hyggst nýta tekjur frá Keflavíkurflugvelli til uppbyggingar á Egilsstöðum. Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir að við þetta losni um nokkur hundruð milljónir sem nýtist til viðhalds á öðrum flugvöllum. Lögreglan á Indlandi skaut í morgun til bana fjóra menn sem nauðguðu og myrtu 27 ára konu í síðustu viku Heilbrigðisráðherra hefur skipað nýjan skólameistara Fjölbrautarskóla Vesturlands. Menntamálaráðhetta lýsti sig vanhæfa til skipa í embættið. Stefnt er að því að framleiða allt að einni og hálfri milljón lítra af 96% spíra á Sauðárkróki. Lögreglan á Indlandi skaut í morgun til bana fjóra menn sem nauðguðu og myrtu 27 ára konu í síðustu viku. Illvirkið vakti mikla reiði og hneykslan en fjölskylda og vinir fórnarlambsins fagna nú dauða ódæðismannanna. Pálmi Jónasson sagði frá. Niðurstöður PISA-könnunarinnar sem kynntar voru í vikunni sýna að lesskilningur grunnskólabarna á Íslandi hefur heldur daprast síðustu ár. Þetta veldur nokkrum vonbrigðum segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Útkoman komi kannski ekki beinlínis á óvart en þó hefðu menn vænst þess að umræða og verkefni síðustu ára um lestur, lesskilning og læsi hefðu skilað einhverjum árangri. Það sé flókið verk að bæta menntakerfið; ekki áhlaup eða átak- heldur langhlaup.Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Önnu Kristínu. Það þurfti samstarf þrjátíu landa til að koma böndum yfir mútugreiðslur bresks dótturfélags frönsku Alstom samsteypunnar í tveimur víðfeðmum mútumálum. Rannsókn málsins hófst í Bretlandi fyrir tíu árum, eftir ábendingar frá svissneskum yfirvöldum sem voru að rannsaka meintar mútugreiðslur Alstom. Auk sekta og dóma í Bretlandi og Sviss hefur Alstom greitt hæstu sekt nokkru sinni í Bandaríkjunum fyrir mútur. Málið er gott dæmi um hvað mútumál eru víða litin alvarlegum augum, sama þó múturnar séu greiddar í öðrum löndum. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
12/6/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 5.desember 2019

Embætti tollstjóra verður af 150 milljóna króna tekjum á ári vegna falls WOW air. Þetta segir settur tollstjóri. Aðeins hefur verið dæmt í fjórum málum sem tengjast mútum á Íslandi. Hámarksrefsing er 5 ár fyrir mútugreiðslur en 6 ár fyrir að þiggja mútur. Íslenska barnabótakerfið er sérkennilega útfærð fátæktarhjálp og þarfnast gagngerrar endurskoðunar. Þetta er niðurstaða skýrslu sem doktor í félagsfræði vann fyrir BSRB. Nemendur í Reykjavík og nágrenni standa sig betur en nemendur í öðrum landshlutum á öllum sviðum nýjustu Pisa-rannsóknarinnar. „Svartur fimmtudagur" er fram undan í samgöngum í Frakklandi. Áætlanir járnbrautarlesta lamast að miklu leyti vegna verkfalls. Þá hefur fjölda flugferða verið aflýst. Óvíst er hvenær verkfallinu lýkur. Aðeins hefur verið dæmt í fjórum málum sem tengjast mútum á Íslandi. Hámarksrefsing er 5 ár fyrir mútugreiðslur en 6 ár fyrir að þiggja mútur. Arnar Páll Talar við Þórdísi Ingadóttur. Íslenska barnabótakerfið er sérkennilega útfærð fátæktarhjálp. Það er flókið og erfitt að greina í því heildstæða hugsun. Þetta er niðurstaða skýrslu sem Kolbeinn Stefánsson, doktor í félagsfræði, vann fyrir BSRB og var kynnt í morgun. Fram kemur að barnabótakerfið hér stingi í stúf við kerfi annars staðar á Norðurlöndunum því það gagnist nær eingöngu tekjulægstu fjölskyldunum. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Kolbein.
12/5/201930 minutes
Episode Artwork

Ríkislögreglustjóri hættir, matarreikningar Ráðhússins og PISA

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri verður á launum í tvö ár eftir að hann lætur af embætti um áramótin. Fyrstu þrjá mánuði næsta árs verður hann dómsmálaráðherra til ráðgjafar um framtíðarskipan lögreglu og skipulagða glæpastarfsemi meðal annars. Magnús Geir Eyjólfsson sagði frá. Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkur gerði mistök við útreikning á kostnaði við veitingar á borgarstjórnarfundum. Hann er 206 þúsund krónur á hvern fund en ekki 360 þúsund. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segir að draga verði úr kostnaði en segir að tryggja verði að málfrelsi skeriðist ekki styttist fundir. Oddur Þorri Viðarsson, sérstakur ráðgjafi almennings í upplýsingamálum í forsætisráðuneytinu segir að Ríkisútvarpinu sé ekki skylt samkvæmt upplýsingalögum að birta nöfn umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Hins vegar sé starfið þess eðlis að upplýsingaréttur almennings og aðhald að hinu opinbera vegi þyngra en það sjónarmið að færri sæki hugsanlega um stöðuna ef listi yfir umsækjendur er birtur opinberlega. Sameinuðu þjóðirnar segja ólíðandi ofbeldið sem mótmælendur í Írak hafa verið beittir síðustu vikur. Á fimmta hundrað eru fallnir og hátt í tuttugu þúsund hafa særst. Ásgeir Tómasson tók saman. Landstjórnin í Færeyjum fékk í gærkvöld sett lögbann á frétt færeyska sjónvarpsins um fund stjórnvalda með fulltrúum kínversku stjórnarinnar. Lögbannið var sett á tuttugu mínútum áður en flytja átti fréttina. ------- Niðurstöður Pisakönnunar sem lögð var fyrir í fyrra og kynntar í dag sýna að lesskilningi barna sem eru við það að ljúka grunnskóla hefur hrakað frá því sem var árið 2009 en litlu munar miðað við síðustu kannanir. Þessar niðurstöður gáfu menntmálaráðherra tilefni til að brýna menn til dáða og kynna í dag aðgerðir sem grípa á til að efla læsi og bæta orðaforða. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Sigrúnu Eddu Eðvarðsdóttur formann Heimilis og skóla og Ragnar Þór Péturson, formann Kennarasambands Íslands. Íslendingar gætu haldið áfram að losa gróðurhúsalofttegundir í þeim mæli sem þeir hafa gert. Samdráttarmarkmiðum sem eru á ábyrgð stjórnvalda mætti ná með því að byggja upp vindorkuver eða virkja jarðvarma í öðrum ríkjum. Það er búið að veita aðildarríkjum Parísarsamkomulagsins heimild til að versla með losunarheimildir innanlands eða milli ríkja en nákvæm útfærsla á þessu alþjóðlega viðskiptakerfi sem er kallað SDM liggur ekki fyrir. Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs stjórnvalda, starfaði áður hjá Loftslagsskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og gegndi lykilhlutverki í viðræðunum í aðdragan
12/3/201930 minutes
Episode Artwork

Ákærur í Namibíu, mannfall í Íran og loftslagsráðstefna SÞ

Sexmenningarnir sem grunaðir eru um stórfelld lögbrot í kvótabraski í Namibíu hafa allir verið ákærðir, og úrskurðaðir í varðhald fram í febrúar. Amnesty International segir að yfir tvö hundruð hafi fallið í óeirðum í Íran í síðasta mánuði. Öryggissveitir skutu flesta til bana. Bæði Miðflokkurinn og Píratar bæta við sig fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallups á meðan saxast á fylgi Samfylkingarinnar. Hlýtt hefur verið miðað við árstíma víða um land, fór í tæp fimmtán stig á Stafá. Spáð er hvassviðri eða stormi á Norðurlandi eystra og gul viðvörun í gildi fram undir hádegi á morgun. Bátur sem var í eigu útgerðarfyrirtækis Guðmundar Gísla Geirdal, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem dæmdur var til að greiða þrotabúi útgerðarinnar 50 milljónir króna vegna gjafagjörnings, er nú skráður á son hans. Allir vextir af handbæru fé ofanflóðasjóðs renna í ríkissjóð. Tekjur sjóðins eru mun hærri en útgjöld sem Alþingi ákveður og hefur hlaðist uppbókærð eign upp á hátt í 14 milljarða. ------------ Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að þjóðir heims þurfi að sýna að þeim sé alvara í loftslagsmálum. Mannkynið standi á krossgötum og geti nú annaðhvort valið leið vonar eða uppgjafar. Tuttugasta og fimmta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í morgun. Kjarasamningar opinberra starfsmanna hafa nú verið lausir í átta mánuði. Óvíst er hvort samið verði fyrir áramót. Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu tilkynnti í gær um afsögn sína en um leið að hann hyrfi ekki úr embætti fyrr en í janúar. Það er ekki liklegt að sú tilkynning dugi til að draga úr óánægjubálinu sem logað hefur á eyjunni vegna ásakana um spillingu og yfirhylmingu á æðstu stöðum í tengslum við rannsókn á morði blaðakonunnar Daphnear Caruana Galizia að mati Dóru Blöndal Mizzi sem hefur búið áratugum saman á Möltu. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Útsendingu stjórnaði Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
12/2/201930 minutes
Episode Artwork

Hnífaárás í London

Nokkrir særðust alvarlega þegar maður stakk þá með hnífi á Lundúnabrú í dag. Lögregla skaut árásarmanninn til bana. Litið er á atburðinn sem hryðjuverkaárás. Óánægju gætir meðal Sjálfstæðismanna vegna fjölmiðlafrumvarps mennta- og menningarmálaráðherra. Fjármálaráðherra segir það blasa við að staða RÚV sé hluti af vanda einkarekinna fjölmiðla hér á landi. Um 55 hafa leitað á slysadeild Landspítalans vegna hálkuslysa. Áfram er varað við hálku á höfuðborgarsvæðinu. Smálánafyrirtæki, sem gerði kaup á rafbókum á hrognamáli að skilyrði fyrir lánveitingu, tapaði dómsmáli í Landsrétti í dag. Forseti bæjarstjórnar Akureyrar segir nýja skýrslu um flugvallarkosti mikil vonbrigði. Akureyrarflugvöllur hafi gleymst í umræðunni. Ríki og borg skirfuðu undir samkomulag í gær um að hafnar verði nauðsynlegar rannsóknir til að ganga úr skugga um hvort mögulegt eða fýsilegt er að leggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Þar yrði aðsetur innanlandsflugs og kennslu og æfingaflugs. Jafnfram myndi hann gegn hlutverki varaflugvallar. Hvassahraun myndi taka við af flugvellinum í Vatnsmýrinni en það yrði þó ekki fyrr en eftir nærri 20 ár. Arnar Páll Hauksson talaði við Njál Trausta Friðbertsson. Fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi, David Duckenfiled, var í gær sýknaður af ákæru um manndráp og stórfellda vanrækslu í starfi, þegar 96 fórust og 766 slösuðust á Hillsborough knattspyrnuvellinum í Sheffield fyrir 30 árum. Aðstandendur hinna látnu eru miður sín og segja að enn hafi enginn verið dæmdur og látinn sæta ábyrgð. Kristján Sigurjónsson sagði frá. Kóalabirnir eru ekki í útrýmingarhættu. Þeir hafa enn vægi í vistkerfinu. Þeim er viðbjargandi. Vísindamenn hafa síðustu daga hrakið fréttir þess efnis að tegundin sé á vonarvöl, því sem næst útdauð. Þetta þýðir samt ekki að þetta einkennisdýr Ástralíu standi vel. Klamidía, Dingó-hundar, Loftslagsbreytingar, Búsvæðaeyðing. Að tegundinni steðja ýmsar ógnir og framtíðarhorfurnar eru slæmar verði ekki brugðist við. Arnhildur Hálfdánardóttir
11/29/201930 minutes
Episode Artwork

Millilandaflugvöllur áfram í Keflavík

Stýrihópur sem samgönguráðherra fól í fyrra að meta valkosti um flugvelli á suðvesturhorni landsins leggur til að millilandaflug verði áfram í Keflavík. Sexmenningarnir sem hafa verið handteknir í Namibíu í tengslum við Samherjaskjölin gætu átt 25 ára fangelsi yfir höfði sér. Norska efnahagsbrotalögreglan hóf í dag formlega rannsókn á DNB-bankanum. Rannsókn er því hafin í þremur löndum. Mikill skortur er á geðlæknum við sjúkrahúsið á Akureyri. Framkvæmdastjóri hefur áhyggjur af stöðunni. Orkuveitan hyggst reisa tvær vindmyllur við Lagarfossvirkjun á Úthéraði og var svokölluð deiliskipulagslýsing kynnt í dag. Hungursneyð af mannavöldum er yfirvofandi í Simbabve. Þessu veldur meðal annars óðaverðbólga sem gerir það að verkum að fólk á ekki fyrir mat.
11/28/201930 minutes
Episode Artwork

Svifryk. Bloomberg.

Helstu fréttir. Fjárlög næsta árs voru samþykkt á Alþingi nú rétt í þessu. Sex manns hafa verið handteknir í Namibíu í dag í tengslum við Samherjaskjölin. Sexmenningarnir verða leiddir fyrir dómara á morgun. Nokkuð hefur verið um hnökra í kosningunum í landinu í dag. Andrés Ingi Jónsson alþingismaður sagði sig í dag úr þingflokki Vinstri grænna. Hann segir að upp hafi safnast mál sem leiddu til þessarar ákvörðunar. Óveður setur strik í reikninginn fyrir tugmilljónir Bandaríkjamanna sem hyggjast halda upp á þakkargjörðarhátíðina með sínum nánustu á morgun og um helgina. *** Síðastliðna áratugi hefur dregið jafnt og þétt úr bæði svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Nagladekk slíti malbiki minna en áður en um helmingur svifryksins sé samt tilkominn vegna þeirra. Hann fagnar því að sveitarfélögin og Vegagerðin hafi fengið heimild til að takmarka umferð tímabundið til að bregðast við mengunartoppum. Byrjar á mínútu 9:56. Michael Bloomberg er ýmist Repúblikani, óháður eða Demókrati. Nú vill hann verða forsetaefni Demókrata og ætlar að eyða áður óþekktum fjárhæðum í þeim tilgangi. Byrjar á mínútu 18:16. Fyrir tæpum mánuði settust þúsundir Þjóðverja niður til að spjalla um ýmis átakamál í þýsku þjóðlífi. Spjall um daginn og veginn er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi en þetta var fólk sem hafði líklega aldrei hist og var parað saman í krafti þess að það var á öndverðum meiði þegar kom að nokkrum já eða nei spurningum. Byrjar á mínútu 22:02.
11/27/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 26.11.2019

Umsjón: Pálmi Jónasson Tvö félög sem norski bankinn DNB taldi tengjast Samherja voru metin í hættu á að vera nýtt í peningaþvætti. Þetta kemur fram í nýjum gögnum WikiLeaks. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem hætti tímabundið sem forstjóri Samherja eftir umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um Samherjaskjölin, er hættur í stjórn tveggja breskra sjávarútvegsfélaga. Namibíski herinn er í viðbragðsstöðu vegna kosninganna þar. Slæmt efnahagsástand og uppljóstranir í Samherjaskjölunum um spillingu hafa valdið óánægju í Namibíu. Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Möltu og náinn samstarfsmaður forsætisráðherrans sögðu af sér í dag. Lögregla hefur hert á rannsókn á morði blaðakonunnar Daphne Galizia fyrir tveimur árum. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir að fjölga verði starfsmönnum á rannsóknarsviði embættisins um sex að lágmarki. Af hverju máttum við ekki skrá okkur í sambúð? Spyrja systurnar Oddrún Vala og Ragnheiður Gyða Jónsdætur. Þær hafa rekið saman heimili í hartnær þrjátíu ár og ólu dóttur Ragnheiðar upp í sameiningu. Eru gild rök fyrir því að skylt fólk megi ekki búa saman og njóta sömu réttinda og óskyld hjón eða pör? Þarf að endurskoða hvernig við hugsum um fjölskyldur? Spegillinn kíkti í heimsókn til systranna, ræddi við þær um sambúðina sem ekki má skrá hjá Þjóðskrá og fékk álit lögfræðiprófessors. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Oddrúnu Völu og Ragnheiði Gyðu Jónsdætur og Hrefnu Friðriksdóttur. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari segir að fjölga verði starfsmönnum á rannsóknarsviði embættisins að lágmarki um sex um áramótin, helst átta. Þetta kemur fram í minnisblaði Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins sem fréttastofa fékk afhent. Rætt við Ólaf Þór í Speglinum. Hvalir binda meira af koldíoxíði en regnskógarnir og hjálpa til við framleiða um helming af súrefni jarðarinnar. Hópur vísindamanna heldur því fram að ef hvalir eru verndaðir og þeim fjölgað gætu þeir gegnt mikilvægu hlutverki í að eyða gróðushúsalofttegundum. Þetta kemur fram í grein í veftímaritinu Fjármál og þróun sem er vefmiðill á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Arnar Páll Hauksson sagði frá í Speglinum.
11/26/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 25. nóvember 2019

Umsjón: Pálmi Jónasson OneCoin Tugir Íslendinga hafa keypt OneCoin sem þeir telja vera rafmynt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir hins vegar þetta hvergi vera skráð sem rafmynt. Fólk sé aðeins að kaupa loforð um framtíðargróða. Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs var nærri tvöfallt yfir sólarhringsheilsuverndarmörkum í dag. Mengunin kemur aðallega frá útblæstri. Um áramót verður hægt að takmarka eða banna umferð vegna mengunar á Íslandi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu fjármálaráðherra um að lögbrot á Alþingi. Fjármálaráðherra krafðist þess að þingmenn yrðu víttir og rauk á dyr. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segist bæði finna fyrir trausti og vantrausti í sínum störfum. Það sé eðli stjórnmála. Rafdrottningin Ruja Ignatova stofnaði rafmyntina OneCoin, eina allra stærstu svikamyllu sögunnar. Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir var besta vinkona hennar og skipulagði viðburði fyrir OneCoin. Rafdrottningin hvarf fyrir tveimur árum og píramídinn hefur hrunið þótt enn sé verið að selja fólki drauminn um skjótfenginn gróða. Þúsundir milljarða hafa tapast. Pálmi Jónasson fjallar um málið í Speglinum. Brexit, útganga Breta úr Evrópusambandinu, er í fyrirrúmi í kosningabaráttunni í Bretlandi og það hefur áhrif á með- og mótbyr flokkanna. Íhaldsflokkurinn hefur marktækt forskot og er nú mjög gætinn í kosningabaráttunni til að forðast neikvæðar uppákomur. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Rannsóknir fréttamanna á norsku sjónvarpsstöðinni TV2 sýna að næst stærsti vindmyllugarður Noregs er í eigu félags sem skráð er á Cayman-eyjum í Karíbahafi. Eigendur garðsins hafa ekki greitt krónu í fyrirtækjaskatt. Hins vegar hafa umtalsverðar upphæðir runnið til félags í Karíbahafinu í formi vaxtagreiðslna. Arnar Páll Hauksson sagði frá.
11/25/201930 minutes
Episode Artwork

Uppljóstrarar. Peningaþvætti. EInbúar.

Fimmtán prósent skatttekna íslenska ríkisins af hagnaði fyrirtækja rennur til skattaskjóla. Þetta sýnir alþjóðleg rannsókn. Lögmannsstofan sem Samherji réð til að kanna Namibíu-umsvif sín, hefur áður unnið fyrir Samherja. Formaður Blaðamannafélags Íslands mælir ekki með samningi sem hann skrifaði undir við Samtök atvinnulífsins seinnipartinn í dag. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunnar segja uppsagnir gærdagsins hafa verið harkalegar og án fullnægjandi skýringa. Peningaþvætti Danske Bank hefði tæplega komist upp án uppljóstrara. Jafnvel þegar fyrirtæki fá óháða aðila til rannsókna á starfsemi sinni er útkoman ekki alltaf afdráttarlaus. Það fylgja því ýmsir kostir að búa einn en það getur líka verið einmanalegt og fólki sem býr eitt finnst fjölskyldusamfélagið Ísland stundum ekki gera ráð fyrir sér.
11/22/201930 minutes
Episode Artwork

Hvassahraunsflugvöllur 300 miljarðar

Skipstjóri Samherjatogarans Heinaste, sem handtekinn var í Namibíu í fyrrakvöld og færður í gæsluvarðhald, segist furða sig á handtökunni. Fyrrverandi þjónustustjóri hjá Isavia hefur verið ákærður fyrir að þiggja þrjár og hálfa milljón í mútur og umboðssvik. Framkvæmdastjóri tæknifyrirtækis er einnig ákærður í málinu. Tíu manns var sagt upp störfum hjá Hafrannsóknastofnun í dag. Að auki sögðu fjórir upp störfum. Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að skipulagsbreytingar standi yfir, sviðum og deildum verði fækkað. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels hefur verið ákærður fyrir fjármálaspillingu. Ríkissaksóknari ætlar að fara fram á það við þing landsins að hann verði sviptur þinghelgi. Það gæti tekið allt að 20 ár að leggja flugvöll í Hvassahrauni fyrir bæði millilanda- og innanlandsflug eftir að ákvörðun væri tekin. Kostnaður við nýjan millilanda- og innanlandsflugvöll gæti orðið að lágmarki 300 milljarðar króna. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir samgönguráðuneytið og kynnt í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í morgun. Arnar Páll Hauksson segir frá. Það er dýrt að reka heimili fyrir einn, pakkaferðir eru hannaðar fyrir dæmigerðar kjarnafjölskyldur og stórar pakkningar í verslunum ýta undir matarsóun. Spegillinn fjallar þessa dagana um stöðu einbúa á Íslandi - Í þeim löndum sem við berum okkur saman við fjölgar stöðugt í þessum hópi Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá. Hún talar við Jón Arnar Magnússon, Sighvat Ívarsson, Bjargeyju Önnu Guðbrandsdóttur og Elínu Björgu Ragnarsdóttur.
11/21/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 20. október 2019

Forstjóri DNB bankans í Noregi segist líta Samherjamálið alvarlegum augum. Ekki sé hægt að útiloka að bankinn hafi verið misnotaður. Mennta- og menningarmálaráðherra segir að skýrsla ríkisendurskoðunar muni nýtast í vinnu til að tryggja rekstur RÚV, ekki sé hægt að stóla á einskiptisaðgerðir til að rétta fjárhaginn af Rannsóknarlögreglumaður biður foreldra um að fylgjast með hegðunarbreytingum hjá börnum eftir að efni sem kallast spice fannst í rafrettum 13 og 14 ára unglinga. Lögreglan á Húsavík rannsakar hvað varð til þess að mannlaust veiðihús við Deildará, sunnan Raufarhafnar, brann til grunna í nótt. Atkvæðagreiðslu um nýjan búvörusamning í mjólkurframleiðslu hefur verið frestað um viku vegna mótmæla kúabænda. Útlit er fyrir að boða verði til þingkosninga í Ísrael í þriðja sinn á einu ári vegna þráteflis í stjórnarmyndunarviðræðum. Starfandi forsætisráðherra telur þó að enn sé tækifæri til að mynda starfhæfa stjórn. Minna brennisteinsinnihald í olíu skemmtiferðaskipa mun ekki hafa áhrif á komu þeirra hingað. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem þjónustar skipin. Arnar Páll Hauksson segir frá og ræðir við Jóhann Bogason. Frelsi til að gera hlutina eftir eigin höfði án málamiðlana, reynslan af því að redda málunum upp á eigin spítur, hamingjan sem býr í því að vera sjálfum sér nægur. Það fylgja því ýmsir kostir að búa einn en það er dýrt og það getur verið einmanalegt. Spegillinn fjallar næstu daga um stöðu einbúa á Íslandi - í þessum fyrsta pistli skoðum við tölfræðina. Fjölgar í hópi þeirra sem búa einir? Arnhildur Hálfdánardóttir segir fá og talar við Ómar Halldórsson. Allt er í heiminum hverfult, það sem þykir gott og gilt í dag þykir afleitt á morgun. Þetta er gömul saga og ný. Hversu langt mega söguritarar ganga í að dæma viðhorf og tíðaranda liðinna áratuga eða alda? Er sanngjarnt að fordæma viðhorf genginna kynslóða til kvenna, kynhneigðar, kynþátta og húðlitar? Eða skoðanir á trúmálum, stjórnmálastefnum, heimspeki? Hvar á draga línuna, hvað er sanngjarnt og ósanngjarnt, hversu afdráttarlaus á endurskoðun á hugmyndum og viðhorfum að vera? Kristján Sigurjónssonsegir frá nýrri sýn á franska listmálarann Paul Gauguin sem oft og iðulega málaði myndir af fáklæddum táningsstúlkum.
11/20/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 19. nóv. 2019

Spegillinn 19. nóvember 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Ríkisstjórnin samþykkti dag að fá Alþjóðamatvælastofnunina til að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerðarfyrirtækja sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir. Á ríkisstjórnarfundi voru kynntar nokkra leiðir til að bæta orðspor Íslands í kjölfar Samherjamálsins. Samherjamálið getur haft áhrif á niðurstöður þingkosninganna í Namibíu í næstu viku. Namibískur fréttamaður segir að þetta sé að öllum líkindum stærsta hneykslismál í sögu Namibíu sem sjálfstæðs ríkis. Hofsjökull hefur rýrnað meira á undanförnu ári en hann hafði gert síðan 2010. Þetta sýna nýjar mælingar vísindamanna. Þýska efnahagsbrotalögreglan rannsakar nú umfangsmikla peningaflutninga frá Þýskalandi til annarra landa, einkum Tyrklands. Björgólfur Jóhannsson, sem tekið hefur við starfi forstjóra Samherja tilkynnti stjórn Sjóvár-Almennra trygginga hf. á fundi í dag að hann hefði ákveðið að víkja tímabundið sem stjórnarformaður félagsins vegna anna. Rannsókn í Svíþjóð á ásökunum um nauðgun fyrir níu árum á hendur Julian Assange leiðtoga uppljóstrarasíðunnar WikiLeaks hefur verið hætt án ákæru. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Zúista um að ríkið yrði að greiða félaginu dráttarvexti eða skaðabætur vegna dráttar á greiðslu sóknargjalda. Samningafundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk nú laust fyrir klukkan sex í kvöld. Annar fundur boðaður klukkan hálf tvö á morgun. Lengri umfjallanir: Sjávarútvegsráðgerra ætlar að hlutast til um það að Alþjóðamatvælastofnunin, FAO, geri úttekt á viðskiptaháttum útgerðarfyrrtækja sem stunda veiðar og viðskipti með aflaheimildir í þróunarlöndum. Þá á að auka gegnsæi í rekstri stórra sjávarútvegsfyrirtækja. Þetta er meðal tillagna sem ráðherrar lögðu fram á ríkisstjórnarfundi vegna Samherjamálsins. Aðgerðir stjórnvalda og viðbrögð vegna Samherjamálsins var aðalviðfangsefnið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Samþykkt var að ráðast í 7 verkefni sem miða að því að verja orðspor Íslands og koma á meiri gagnsæi í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og reyndar allra fyrirtækja. Eftir að Kveikur sagði frá meintum mútum og framgangi Samherja í Namibíu var ráðherrum falið að koma með tillögur um viðbrögð og úrbætur. Sigríður Dögg Auðunsdóttir talar við Katrínu Jakobsdóttur og Kristján Þór Júlíuson. Arnar Páll Hauksson tók saman Ef kostnaður fyrirtækja við að framfylgja reglum er hvati til lögbrota þá eru slíkir hvatar ansi víða í kerfinu. Þetta er mat Umhverfisstofnunar. Stofnunin ví
11/19/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 18. nóv. 2019

Spegillinn 18. nóvember 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Formaður vinnuhóps OECD gegn mútum segir ekki koma á óvart að ásakanir um mútugreiðslur skuli koma upp á Íslandi. Ekkert land sé ónæmt fyrir spillingu. Ríkisstjórnin ræðir á fundi sínum á morgun aðgerðir til að reyna að koma í veg fyrir að Samherjamálið endurtaki sig. Roar Østby, yfirmaður peningaþvættisdeildar norska stórbankans DNB, sagði upp störfum í haust eftir að hafa starfað yfir deildinni í fimm ár. Þorsteinn Már Baldvinsson fyrrverandi forstjóri Samherja hefur óskað eftir ótímabundnu leyfi frá stjórnarstörfum hjá Síldarvinnslunni og hefur vikið sem stjórnarformaður færeyska útgerðarfélagsins Framherja 140 milljarða tap Íbúðalánasjóðs vegna ákvarðana sem teknar voru á árunum 2003-4 gæti fallið á ríkissjóð á næstu áratugum. Fyrrverandi ráðherra í Bretlandi sakar alþjóðafyrirtæki, banka og ríkisstjórnir um að stuðla að því að opinberir sjóðir í Suður-Afríku séu rændir. Sjúklingar sem greiddu fyrir svokölluð S-merkt lyf frá júníbyrjun og fram í nóvember eiga rétt á endurgreiðslu, segir Félag atvinnurekenda. Í einhverjum tilvikum sé um að ræða kostnað upp á tugi þúsunda króna. Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir Suðurland. Þar er suðaustan og austan hvassviðri eða stormur við ströndina, 18-23 m/s. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 m/s, einkum undir Eyjafjöllum. Lengri umfjallanir: Harka hefur færst í mótmælin í Hong Kong. Þau hófust í júní þegar stjórnvöld hugðust leggja fram lagafrumvarp um að heimilt væri að framselja borgara í Hong Kong til Kína ef þeir hefðu gerst brotlegir við lög í Kína. Eftir kröftug mótmæli drogu stjórnvöld frumvarpið til baka, en mótmælin hættu ekki - á bak við þau var víðtækari lýðræðsileg krafa. Þau voru lengi vel bundin við helgar, en í þessum mánuði hafa þau færst yfir á virka daga. Mótmæelendur, sem sunmir hverjir eru mjög herskáir, hafa lokað götum. Komið hefur til harðra átaka og liggja marigir sárir. og nú eru mestu átökin við háskóla í borginni, einkum tækniháskólann. Þar hafa nemedur og aðrir lagt undir sig skólabygginguna. Lögreglan hefur brugðið á það ráð að loka útkomuleiðum af skólalóðinni og þeir sem reyna að komsst í burtu eru umsvifalaust handteknir. Helga Björk Jónsdóttir býr í Hong Kong og hefur fylgst með átökunum síðan þau byrjuðu í sumar. Helga segir að að mótmælendur séu ekki einsleitur hópur. Ungt fólk er í meirihluta, en það er misjafnlega herskátt. Helga segir erfitt að segja til um hvort og þa?hvenær stjórnvöld
11/18/201930 minutes
Episode Artwork

Segir málið komið í farveg

Samherji hefur fengið norska lögmannsstofu til að fara yfir starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Björgólfur Jóhannsson, sem tók tímabundið við stöðu forstjóra Samherja í gær, segir að með þessu hafi málinu verið komið í farveg, það sé fullur vilji til þess innan stjórnar Samherja að upplýsa það. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir aukakostnað sem sjúklingar beri nú einir í heilbrigðiskerfinu vegna þjónustu sérfræðilækna og sjúkraþjálfara vera óviðunandi þróun. Björn Jón Bragason, sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, segir að dómsmálaráðuneytið hafi brugðist honum í málinu. Efnt verður til þjóðaratkvæðagreiðslu í Chile í vor um hvort gera eigi nýja stjórnarskrá, en það hefur verið ein af megin-kröfum þeirra sem staðið hafa fyrir mótmælendum í landinu undanfarnar vikur. Borgarstjóri segir að minna kapp ríki nú á húsnæðismarkaði í Reykjavík. Hann hafi náð jafnvægi og sölutími íbúða hefur lengst. Lífslíkur í Namibíu eru með þeim minnstu í heiminum. Namibía fékk sjálfstæði árið 1990 og er enn að slíta barnsskónum sem þjóð meðal þjóða. Pálmi Jónasson. Kosningabaráttan í Bretlandi stendur yfir af fullum krafti. Athyglin beinist að leiðtogunum, slagorðunum og fylginu. Sigrún Davíðsdóttir
11/15/201930 minutes
Episode Artwork

Gæti verið stærsta peningaþvættismál í Noregi

Norskur lagaprófessor segir að peningaþvættismál sem hugsanlega tengist Samherja og DNB bankanum í Noregi gæti verið það stærsta í sögu Noregs. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja, segist hafa vikið tímabundið úr starfi, í von um að umræðan róist. Formaður Neytendasamtakanna segir að Orkuveita Reykjavíkur hafi án heimildar greitt eigendum sínum arð. Veitur segja málið byggt á misskilningi. Alþjóðasakamáladómstóllinn ætlar að láta rannsaka meinta glæpi ráðamanna í Mjanmar gegn minnihlutahópi Róhingja í landinu. Starfsfólk Ísfisks á Akranesi hefur ekki fengið laun í tvo mánuði. Fyrirtækið hefur ekki náð að endurfjármagna sig. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir þolinmæðina á þrotum. Ísland tekur við formennsku Norðurlandaráðs á næsta ári. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var kjörin forseti ráðsins fyrir árið 2020 á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var í Stokkhólmi í síðustu viku. Arnar Páll Hauksson talaði við Oddnýju Harðardóttur og Silju Dögg Gunnarsdóttur um samfélagsöryggi. Umræðunar byrjuðu þó með því að fjalla um Samherjamálið. Mútugreiðslur vestrænna fyrirtækja í fjarlægum heimsálfum hafa lengi verið viðloðandi. GRECO er óformlegur ríkjahópur á vegum Evrópuráðsins og hefur verið leiðandi í baráttunni gegn spillingu. Lagaramminn gegn spillingu embættismanna, hvort sem er heima eða heiman, er því víðast svipaður eða sá sami í Evrópu og þá einnig á Íslandi. Umfjöllun Kveiks um umsvif Samherja í Namibíu vekja spurningar um íslensk lög og einnig um áhrif mútgreiðslna almennt. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
11/14/201930 minutes
Episode Artwork

Samherjaskjölin skekja Ísland og Namibíu

Ljóst er að mál af þessu tagi geta haft áhrif á orðspor íslensks sjávarútvegs og stöðu á alþjóðlegum markaði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér um ásakanir á hendur Samherja. Sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra Namibíu sögðu af sér í morgun vegna ásakana um að hafa þegið greiðslur frá Samherja í skiptum fyrir kvóta. Bandaríkjaforseti lét sér meira annt um mögulega rannsókn á Biden-feðgum í Úkraínu en um velferð Úkraínu sem lands. Þetta kom fram í yfirheyslum rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings sem fóru fram fyrir opnum tjöldum í dag. Stefnt er að því að flug milli Bretlands og Akureyrar hefjist á ný næsta vetur. Afar mikilvægt er talið að fylla í það skarð sem breska félagið Super Break skildi eftir sig.
11/13/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 12. nóvember 2019

Engar reglur gilda um fegrunaraðgerðir, og ófaglært fólk gerir þær í bílskúrum og bakherbergjum. Þetta er eins og villta vestrið, segir Ómar Valdimarsson, lögmaður kvenna sem eru illa leiknar eftir misheppnaðar aðgerðir. Jenna Lind Eysteinsdóttir húðsjúkdómalæknir segir að herða þurfi reglur um fyllingaraðgerðir, eins og gert hefur verið um bótox. Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræddi við þau. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands sakar sjúkraþjálfara um að beita sjúklingum fyrir sig í deilu við yfirvöld. Sjúklingar þurfa nú að greiða allt að átta þúsund krónur fyrir sjúkraþjálfun og sækja sjálfir endurgreiðslu til Sjúkratrygginga. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana. Embætti landlæknis hefur safnað upplýsingum frá starfsfólki og sjúklingum á Reykjalundi í gær og í dag. Starfsfólk greinir aukna bjartsýni innanhúss. Andri Yrkill Valsson ræddi við Guðrúnu Karlsdóttir yfirlækni á taugasviði Reykjalundar og Kjartan Hrein Njálsson, aðstoðarmann Landlæknis. Stjórnarmyndunarviðræður eru að hefjast á Spáni. Leiðtogar flokka sem reyndu vikum saman að komast að samkomulagi fyrr á árinu ætla að gera aðra tilraun. Ásgeir Tómasson sagði frá. Samkvæmt breytingatillögu við frumvarp til fjárlaga sem kynnt var á Alþingi í dag verður ríkinu heimilt að kaupa eða leigja húsnæði til að stækka flugstöðina á Akureyri. Ágúst Ólafsson talaði við Guðjón Helgason upplýsingafulltrúa ISAVIA. Helmingur 16 tonna af olíu sem rann úr oliutanki á Borgarfirði eystra fannst í rotþró sveitarfélagsins. Rúnar Snær Reynisson sagði frá. -------------- Samkvæmt nýrri samevrópskri rannsókn telur mikill meirihluti Íslendinga að lífskjör aldraðra hér á landi séu slæm. Arnar Páll Hauksson ræddi við Sigrúnu Ólafsdóttir prófessorí félagsfræði við Háskóla Íslands. Viðhorf fólks til vinnu eru að breytast, segir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, yngra fólk vilji ekki verða þrælar vinnunnar. Íslendingar hafi löngum skorið sig frá nágrannaþjóðum í því að setja samasemmerki milli þess að vinna mikið og vera duglegur. Guðbjörg varar við því að stytting vinnutíma geti aukið álag ef verkefnum er ekki fækkað. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Guðbjörgu Alþjóðlegur rannsóknarhópur fræðimanna með viðamikla þekkingu á fleygrúnum, efnafræði matvæla og matvælasögu, hefur unnið að endurgerð elstu mataruppskrifta veraldar. Matargerðarlistin hefur ekki breyst svo mikið í fjögur þúsund ár. Pálmi Jónasson sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Stjórn útsendingar í fréttahluta: Bj
11/12/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 11. nóvember 2019

Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir á Akureyri mótmæla því að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í uppbyggingu Akureyrarflugvallar næstu fimm árin. Núverandi aðstaða geti hamlað frekari vexti og uppbyggingu í ferðaþjónustunni. Ágúst Ólafsson segir frá. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra ætlar að tryggja fé til að flytja skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini frá Krabbameinsfélaginu til Landspítala. Þetta kom fram í svari hennar við óundirbúinni fyrirspurn Hönnu Katrínar Friðrikson, Viðreisn á Alþingi í dag . Ásrún Brynja Ingvarsdóttir tók saman Brauð úr krybbumjöli og dýrafóður úr svörtum hermannaflugum er í þróun í samevrópsku verkefni sem íslensk fyrirtæki og stofnanir taka þátt í. Birgir Örn Smárason sérfræðingur hjá Matís segir bragðið af pöddunum ekki skipta öllu máli heldur nýtist þær sem próteingjafi. Kristín Sigurðardóttir ræddi við hann. Prófessor við Ríkisháskólann í Sankti-Pétursborg í Rússlandi játaði fyrir rétti í dag að hafa myrt fyrrverandi nemanda sinn í síðustu viku. Upp komst um málið þegar honum var bjargað úr ánni Moiku í miðborg Sankti Pétursborgar á laugardag. Dagný Hulda Erlendsdóttir sagði frá. Ástandið í kælibransanum minnir á villta vestrið, eftirliti er ábótavant og hvati er til að láta sterkar gróðurhúsalofttegundir gossa út í andrúmsloftið í stað þess að skila þeim í förgun. Þetta segja starfsmenn stórs fyrirtækis á sviði kælitækni. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman og ræddi við Elís Sigurjónsson og Ingvar Kristinsson hjá Kælitækni. Ódæðisverk glæpagengja í Svíþjóð, leigumorð og sprengjutilræði hafa orðið til þess að lögregluyfirvöld hafa lýst yfir sérstökum viðbúnaði á landsvísu. Rammast hefur kveðið að þessu í Suður-Svíþjóð. Kári Gylfason fréttaritari í Svíþjóð fylgdist með blaðamannafundi lögreglunnar í dag. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður Ragnar Gunnarsson Stjórn útsendingar: Björg Guðlaugsdóttir
11/11/201930 minutes
Episode Artwork

30 ár frá falli Berlínarmúrsins

Starfandi forstjóri á Reykjalundi hefur ákveðið að hætta. Til stendur að heilbigðisráðherra skipi sérstaka starfstjórn. Útlit er fyrir að ríkissjóður verði rekinn með halla á næsta ári, segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Hópur blaðamanna á mbl.is, sem var í verkfalli í dag, lýsa vonbrigðum með að aðrir blaðamenn hafi verið fengnir til að skrifa á vefmiðilinn. Fjögur af fimm félögum háskólamanna, sem höfðu samið við ríkið, samþykktu samninginn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Landbúnaðarráðherra segist fagna aukinni framleiðslu á grænmeti, en segist ekki vita hvort raunhæft sé að tala um risagróðurhús eins og í undirbúningi er í Ölfusi. Verslunin Brynja á Laugavegi í Reykjavík hét upp á 100 ára afmæli í dag. Núverandi eigandi tók við af föður sínum. 30 ár eru liðin frá því að Berlínarmúrinn féll. Kristján Sigurjónsson talaði við hjónin Helga Hilmarsson og Hrafnhildi Ragnarsdóttur sem voru við nám í Vestur Berlín og hann talaði líka við Kristínu Jóhannsdóttur sem var ný flutt frá Austur Þýskalandi til Berlínar. Arnhildur Hálfdánardóttir fjallaði áfram um F- göstsem notuð er i kælikerfi. Hún talaði við Auðunn Pálsson og Braga Ragnarsson.
11/8/201930 minutes
Episode Artwork

Aðskilnaður, Mangó, F-gös, BHM

Dómsmálaráðherra hyggst setja af stað vinnu á næsta ári til þess að undirbúa aðskilnað ríkis og kirkju. Sjálfstæðisflokkurinn er í algjörum sérflokki þegar kemur að fjármálum ríkisstjórnarflokkanna. Flokkurinn fékk 22 milljónir frá fyrirtækjum og 49 milljónir í félagsgjöld og framlög frá einstaklingum á síðasta ári. Hinir stjórnarflokkarnir tveir, Framsóknarflokkur og Vinstri græn, fengu samanlagt tæpar þrettán milljónir frá fyrirtækjum í landinu. Þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp við Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag féll í dag. Fólk á eftir að missa vinnuna, en í fjölgun vélmenna felast þó tækifæri. Þetta segir Sigurður Ólason, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel, um fjórðu iðnbyltinguna. Mangó, papaya og fleiri framandi ávextir gætu orðið útflutningsvara frá Íslandi, gangi hugmyndir fjárfesta um risavaxið gróðurhús í Ölfusi eftir. Atkvæðagreiðslu um samning sem fimm félög BHM gerðu við ríkið lýkur á morgun. Formaður eins félagsins segir að samningur þýði ekki kjararýrnun. 10 félög innan BHM hafa fengið sama tilboð sem þau telja að hafi í för með sér kaupmáttarrýrnun. Þjóðum heims tókst að bjarga ósonlaginu með því að taka ósoneyðandi efni úr umferð en efnin sem komu í staðinn reyndust líka vandræðagemsar. Nú á að skipta þeim út fyrir eitthvað annað. Efnafræðingur segir mikilvægt að þróunarríki millilendi ekki í sama umhverfisvanda og Vesturlönd, F-gasavandanum.
11/7/201930 minutes
Episode Artwork

Forsætisráðherra vill fara yfir allt regluverkið vegna brottvísunar

Forsætisráðherra segir að fara þurfi yfir allt regluverk til að koma í veg fyrir misskilning sem varð í máli albanskrar konu sem var send þunguð úr landi í fyrrinótt. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að heilsugæslulæknir hafi gefið út vottorð nokkrum dögum eftir að hann hitti albönsku konuna. Hann geti ekki fullyrt hvort ástand hennar hafi breyst í millitíðinni. Seðlabankastjóri segir eðlilegt að forsætisráðherra hafi tilkynnt lögreglu um meintan upplýsingaleka vegna húsleitar hjá Samherja. John Bercow, fyrrverandi forseti neðri málstofu breska þingsins, segir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu mestu mistök þeirra frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. Kosningabaráttan er brostin á í Bretlandi. Hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar segir að með opnun neyslurýmis fyrir sprautufíkla yrði stigið risastórt skref í skaðaminnkun. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um að sveitarfélögum verði heimilt að koma upp rýmum fyrir þá sem sprauta sig með fíkniefnum. Arnar Páll Hauksson talar við Elísabetu Brynjarsdóttur. Kosningabaráttan í Bretlandi er rétt að byrja og það liggur þegar í loftinu að hún verði einkar hörð og Brexit-áhrifin óútreiknanleg. Íhaldsflokkurinn þarf að verja um tíu prósenta forskot, Verkamannaflokkurinn að sýna samtakamátt og trú á flokksleiðtogann og minni flokkarnir að sanna fyrir kjósendum að atkvæði á þá sé ekki kastað á glæ í einmenningskjördæmakerfinu. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
11/6/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 05.11.2019

Umsjón: Pálmi Jónasson Kasóléttur hælisleitandi var fluttur úr landi í dag. Landlæknir lítur málið alvarlegum augum og biskup segir þetta mannréttindabrot. Aflandsvæðing eignarhalds á jörðum í íslenskri eigu hefur rutt brautina fyrir kaup Jims Ratcliffes á jörðum með laxveiðiréttindi. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um vernd uppljóstrara. Umhverfisstofnun fyrirhugar að friðlýsa 82 hektara votlendissvæði í Skorradal. Það er ljóst að breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er stærsti jarðeigandi á Íslandi. Það er hins vegar óljósara hversu margar jarðir hann á í raun. Ein ástæðan er sú að eignarhalda jarðanna var þegar aflandsvætt og viðskiptin fara því að hluta fram utan landsteinanna. Sigrún Davíðsdótitr sagði frá. Réttarhöld hófust í dag yfir einum nánasta bandamanni Donalds Trumps. Roger Stone er ákærður í sjö liðum eftir rannsókn Roberts Muellers á afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum. Hann er sakaður um að hindra réttvísina, hafa áhrif á vitni og bera ljúgvitni. Pálmi Jónasson fjallar um málið í Speglinum. Í síðustu samningum VR fjölmennasta stéttarfélags landsins var samið um styttingu vínnutíma um 9 mínútur á dag, þrjá tíma og fimmtán mínútur á mánuði eða fjórir og hálfur dagur yfir árið. Útfærslan á hverjum vinnustað er háð samkomulagi félagsmanna og atvinnurekenda. Styttingin tekur gildi um næstu ármót en útfærslan á að liggja fyrir eftir mánuð. Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálaráðs hjá VR segir að margir séu komnir vel á veg. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá.
11/5/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 04.11.2019

Umsjónarmaður Spegilsins er Pálmi Jónasson. Félagsmálaráðherra stendur með nýjum forstjóra Vinnumálastofnunar og segir ólguna þar innanhúss stafa af breytingum sem hún var skipuð til að ná í gegn. Rektor Háskóla Íslands vill ekki aðgangsstýringu að skólanum ef það þýðir að stúdentum fækki. Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram slíkar hugmyndir til að sporna gegn brottfalli. Skiptar skoðanir virðast vera um tillögur samtakanna um að stytta grunnskólann. Aðstoðarskólastjóri segir að með því væri verið að stytta barnæskuna. Skráningar hafa týnst í sjúkraskrárkerfinu Sögu og gleymst hefur að fylgja þeim eftir. Þetta segir sérfræðingur á bráðamóttöku. Donald Trump þarf að skila skattframtölum, átta ár aftur í tímann. Þetta var niðurstaða áfrýjunarréttar í dag. Mikil mengun hefur verið á Akureyri í allan dag og börnum og fólki með viðkvæm öndunarfæri ráðlagt að forðast útivist við umferðargötur. Aðstoðarskólastjóri segir að það væri skerðing á lífsgæðum ef grunnskólinn yrði styttur um eitt ár. Börn verði ári styttir börn ef þau fari fyrr á vinnumarkaðinn. Formaður Félags grunnskólakennara segir að tillögur um styttingu grunnskólans séu í andstöðu við þá bylgju í samfélaginu að minnka álag. Arnar Páll Hauksson fjallar um málið í Speglinum. Í dag eru fjörutíu ár síðan íranskir stúdentar brutu sér leið inn í bandaríska sendiráðið og tóku starfsmenn og fjölskyldur þeirra í gíslingu. Fimmtíu og tveimur gíslum var ekki sleppt fyrr en 444 dögum síðar. Pálmi Jónasson fjallar um málið í Speglinum. Orkuskipti - hrein orka - rafvæðing bílaflotans - minni kolefnislosun. Þetta virðast bæði góð og þörf verkefni - bráðnauðsynleg jafnvel til að stemma stigu við þeim ógnvænlegu loftslagsbreytingum sem þegar eru farnar að eiga sér stað. En þótt orkan sé endurnýjanleg - eða eigi að vera það - þá er ekki sömu sögu að segja um alla þá sjaldgæfu málma sem eru notaðir til að framleiða rafbíla, sólarrafhlöður og vindmyllur. Vinnsla málmanna er orkufrek og getur valdið mengun og alvarlegum umhverfisspjöllum. Kári Gylfason í Gautaborg segir frá.
11/4/201930 minutes
Episode Artwork

Rýming í Njarðvík,

Lögreglan á Suðurnesjum greip til umfangsmikilla rýmingaraðgerða nú síðdegis vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. Lögregla hefur þurft að rýma íbúðahverfi. Sprengjusérfræðingar hyggjast flytja efnið af svæðinu. Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut á fimmta tímanum. Heilbrigðisráðherra hittir landlækni og forstjóra Sjúkratrygginga í næstu viku til að fara yfir málefni Reykjalundar. Samtök atvinnulífsins vilja að öllum börnum verði tryggt leikskólapláss strax og fæðingarorlofi lýkur, það sé brýnt jafnréttismál. Þá vilja þau stytta grunnskólanám um eitt ár og taka upp fjöldatakmarkanir í háskólum. Mennirnir þrír sem ákærðir eru fyrir stórfellda amfetamínsframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði neituðu allir sök við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi Reykjavíkur. Menntamálaráðherra hefur skipað Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóra, í embætti þjóðleikhússtjóra Cop 25 loftslagsráðstefnan, sem halda á í næsta mánuði, hefur verið flutt frá Santíagó í Chile til Madrídar á Spáni. Það er ómetanlegt að vera við góða heilsu eða hvað? Er kannski hægt að setja á það verðmiða? Hagfræðiprófessor segir mikilvægt að verðmeta óáþreifanleg gæði.
11/1/201930 minutes
Episode Artwork

Miskabætur, blandinavíska.

Tveggja milljarða samningur Reykjalundar við Sjúkratryggingar Íslands gæti verið í uppnámi. Allir læknar á Reykjalundi, að þremur undanskildum, hafa sagt upp störfum. Félagsmálaráðherra segir að ávallt verði að hafa hagsmuni barns í fyrirrúmi þegar því er valið fósturforeldri. Meta þurfi hverju sinni hvort mikið hreyfihamlað fólk sé fært um að taka að sér barn. Bretar gengu ekki út úr Evrópusambandinu í dag líkt og til stóð. Þess í stað ganga þeir til þingkosninga þann tólfta desember. Farið verður í mikla vinnu til að koma Íslandi af lista yfir ríki með ónógar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta segir ráðuneytisstjóri. Um áttatíu starfsmenn ráðgjafafyrirtækisins KPMG hafa veikst af magapest undanfarna daga og hafa veikindin verið tilkynnt til embættis sóttvarnalæknis. Hæstaréttarlögmaður segir ákveðins misskilnings gæta í umræðunni um miskabætur. Bætur vegna kynferðisbrota séu yfirleitt hærri en bætur vegna ólögmætra uppsagna. Þegar Norðurlandabúar hittast gera menn að einhverju marki ráð fyrir því að Svíar, Danir og Norðmenn skilji tungumál hverjir annarra. Sá skilningur er þó oft takmarkaður, hvað þá Íslendinganna. Danskur málfræðingur telur að tryggja megi skilning með orðalista. Það er skemmtilegt að hræða fólk. Þetta segir Torfi Sveinn Ásgeirsson, sem hræddi líftóruna úr félögum sínum í félagsmiðstöðinni Þrótheimum í Laugardal.
10/31/201930 minutes
Episode Artwork

Allar reglur brotnar

Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sýna að Borgarleikhúsið hafi þverbrotið allar reglur. Leikhúsið var dæmt til að greiða Atla fimm og hálfa milljón króna fyrir að hafa sagt honum upp störfum. Þrír ungir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna stórfellds fíkniefnasmygls, þeirra á meðal starfsmaður á Keflavíkurflugvelli. Félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands samþykktu nú síðdegis með afgerandi meirihluta að fara í verkfall í næstu viku. Opinber heimsókn forsetahjónanna á Snæfellsnes hófst í dag. Þau fóru um Snæfellsbæ í dag og verða í Grundarfirði á morgun. Arne Sólmundsson segir að óháð veiðum séu ekki forsendur í náttúrunni til að byggja upp stóra rjúpnastofna eins og þekktust hér áður fyrr. Hann segir að fjöldi veiðidaga skipti ekki máli heldur hvenær árs sé veitt. Hann hefur rýnt í gögn um rjúpuna sem staðfesti að viðkoma hennar hafi minnkað um fimmtung frá árinu 2004. Arnar Páll Hauksson tlar við Arne Sólmundsson. Tveir af hverjum fimm núlifandi Íslandingum voru sendir í sveit á sumrin. Þetta kemur fram í viðamikilli rannsókn um hvers vegna krakkar voru sendir í sveit. Jónína Einarsdóttir, sem stóð að rannsókninni, segir að í raun haf sveitunum verið falið eða verið fengið það hlutverk að ala upp þéttbýlisbörnin. Arnar Páll Hauksson talar við Jóníu Einarsdóttur.
10/30/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 29. október 2019

Spegillinn 28. október 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn SÍBS samþykkti á fundi sínum í dag að skipuð verði þriggja manna starfsstjórn yfir rekstri Reykjalundar. Stjórn SÍBS hefur þá enga aðkomu að stjórnun stofnunarinnar. Lagafrumvarp sem kveður á um að Bretar gangi til þingkosninga 12. desember er nú til umræðu á breska þinginu. Ríkislögreglustjóri hefur gengist við migjörðum sínum í samskiptum sínum við rithöfnund og þáttastjórnanda á Hringbraut segir dómsmálaráðuneytið. Áhættufjárfestingar skýra að einhverju leyti að ávöxtun lífeyrissjóða hefur minnkað mjög síðustu ár, segir verkfræðingursem hefur borið saman ávöxtun lífeyrissjóða. Lífeyrisfé eigi ekki heima í áhættufjárfestingum. Óttast er að skógareldarnir í Kaliforníu magnist í kvöld og í nótt þar sem spáð er hvassviðri á eldslóðum. Dorrit Moussiaeff fyrrverandi forsetafrú segist himinlifandi yfir Samson sem klónaður var úr Sámi, hundi hennar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Samson fæddist í Texas á föstudaginn var. Dorrit fær hann ekki í hendur fyrr en eftir átta vikur. Nepalski fjallgöngugarpurinn Nirmal Purja setti met í dag þegar hann kom niður af tindi fjallsins Shishapangma í Kína. Þá hafði hann klifið fjórtán hæstu fjallatinda heims á rúmlega sex mánuðum. Allir eru þeir yfir átta þúsund metrar á hæð. Lengri umfjallanir: Enn og aftur brennur skógur á stórum svæðum í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Ár eftir ár kemur upp sú staða að þúsundir manna þurfa að flýja heimkynni sín, manntjón verður og ófá íbúðarhús og aðrar byggingar verða eldi að bráð. Um ellefu hundruð slökkviliðsmenn reyna nú að halda eldum í ríkinu í skefjum. Þeir stærstu eru á tveimur stöðum, annars vegar í Sonoma vínræktarhéraðinu norðan San Francisco og hins vegar sunnar í ríkinu norðan við stórborgina Los Angeles. Kristján Sigurjónsson segir frá og talar við Einar Þorsteinsson í Los Angeles. Brexit er ekki gleymt en nú er þráttað um dagsetningar vetrarkosninga, 12. desember eins og stjórnin vill eða nokkrum dögum fyrr eins og stjórnarandstaðan vill. Niðurstaðan verður væntanlega ljós um klukkan níu í kvöld, þegar breska þingið hefur kosið um tillögur stjórnarinnar og annarra varðandi kosningar. Það er þó óvissa fram á síðustu stundu hvort stjórnin skipti um skoðun ef þingið samþykkir breytingartillögur sem eru henni á móti skapi. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Fyrir kjósendur í forvali Demókrata skipta málefni frambjóðenda minna en möguleikinn á að vinna Donald Trump í forsetakosningunum á næsta ári. Lengst af þótti Joe
10/29/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 28. október 2019

Spegillinn 28. október 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Sjaldgæft er að ráðuneyti vísi málum til áfram til lögreglu eins og í Samherja- og Seðalabankamálinu, segir lögfræðilektor. Slökkviliðsmenn hafa stjórn á einungis fimm prósentum gróðureldanna sem brenna í Kaliforníu. 27 þúsund hektarar eru sviðin jörð. Yfir 180 þúsund íbúum Sonoma-sýslu hefur verið skipað að forða sér að heiman. Kjaradeila sveitarfélaganna og Starfsgreinasambandsins er komin í alvarlegan hnút, segir framkvæmdastjóri sambandsins. Fylgi stjórnarflokkanna hefur minnkað frá kosningum fyrir tveimur árum samkvæmt fylgiskönnun Gallups. Rúmlega helmingur landsmanna styður ríkisstjórnina þegar kjörtímabilið er hálfnað. Fullyrt er að lágmarks mánaðarlaun félagsmanna í 5 BHM félögum sem sömdu í síðustu viku verði 500 þúsund í lok samningstímans og að samningurinn tryggi kaupmáttaraukningu. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir góða reykskynjara brýnustu eldvörnina. Eldsvoðar hafa verið tíðir í heimahúsum að undanförnu. Gengi hlutabréfa í Icelandair hækkaði um rúm 11 prósent í liðlega hundrað milljón króna viðskiptum í kauphöllinni í dag. Tveir læknar til viðbótar hafa sagt upp störfum á Reykjalundi og hafa nú sjö læknar sagt upp störfum í mánuðinum í kjölfar uppsagnar forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga. Vegagerðin varar við því að færð geti orðið erfið í nótt og fyrramálið því búast megi við frostrigningu með glerhálku á Suðurlandi, á hringveginum milli Hveragerðis og Hellu og ekki síður í uppsveitum. Á Höfuðborgarsvæðinu rignir seint í kvöld og verður sums staðar ísing, en hlýnar í fyrramálið. Lengri umfjallanir: Það er óhætt að segja að heimildamyndaröðin Svona fólk sem sýnd var á RÚV síðastliðin fimm sunnudagskvöld hafi vakið verðskuldaða athygli. Svona fólk fjallar um mannréttindabaráttu homma og lesbía, hinsegin fólks, hér á landi síðastliðin rúm 40 ár, frá því að samtökin 78 voru stofnuð. Erfiðleikana og fordómana sem mættu þeim í upphafi, sigra og og ósigra, gjörbreytingu á viðhorfi þjóðarinnar um miðjan tíunda áratuginn, réttarbætur löggjafans, tregðu þjóðkirkjunnar til að viðurkenna fullan rétt samkynhneigðra og í lokin klofning og sárindi í samfélagi þeirra sem enn hafa ekki gróið. Höfundur myndarinnar er Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Hún vann að henni í 26 ár. Kristján Sigurjónsson talar við Hrafnhildi. Fullyrt er að lágmarks mánaðarlaun félagsmanna í 5 BHM félögum sem sömdu í síðustu viku verða 500 þúsund í lok samningstímans. Samningurinn á að tryggja kaupmáttaraukningu.
10/28/201930 minutes
Episode Artwork

Héraðssaksóknari gefur út ákæru

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tveimur mönnum fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu Átta félög innan BHM, sem enn eiga eftir að semja við ríkið, hafna lífskjarasamningnum. Að minnsta kosti 21 lét lífið í mótmælaaðgerðum stjórnarandstæðinga í Írak í dag. Efnt var til þeirra í tilefni þess að ríkisstjórn landsins tók við völdum fyrir einu ári. Úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá fasteignafélaginu Upphafi og sjóðnum Gamma Novus verður tilbúin fyrir áramót. Eigendur í sjóðnum voru upplýstir um gang mála hjá Gamma í dag. Jökulár hafa meira að segja í baráttunni gegn loftslagsbreytingum en talið hefur verið. Brexit-óvissan mallar áfram í Bretlandi. Á viðsjárverðum tímum í Bretlandi er ekki allt sem sýnist. Í dag þurfa stjórnendur fyrirtækja ekki að gægjast yfir öxlina á starfsfólki sínu til að athuga hvort það sé að slæpast á Facebook. Þau nota hugbúnaðarforrit og gervigreind.
10/25/201930 minutes
Episode Artwork

Fleiri starfmenn á reykjalundi íhuga uppsagnir

Félag atvinnurekenda segir Alþingi taka stöðu gegn þjóðinni, verði nýtt frumvarp iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar samkeppnislögum samþykkt.. Óánægja er meðal stjórnarliða á þinginu vegna málsins. Sjötti læknirinn sagði upp störfum á Reykjalundi í gær. Heilbrigðisyfirvöld krefja stjórn stofnunarinnar skriflegra svara vegna ástandsins. Talmeinafræðingur segir fjölda starfsmanna íhuga uppsögn. Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út vegna vegna veðurs á Suðausturlandi. Spáð er norðan 18-25 metrum á sekúndu og hviðum jafnvel yfir 50 m/s. Félagsmálaráðherra kynnir í ríkisstjórn á morgun frumvarp um að tekju- og eignamörk vegna kaupa á almennum íbúðum verði rýmkuð. Forsætisráðherra Bretlands býður þingmönnum á breska þinginu lengri tíma til að gaumgæfa Brexit samninginn gegn því að þeir fallist á þingkosningar 12. desember. Ursula von der Leyen, næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, vill ráðast í aðgerðir til að bæta kjör láglaunafólks í Evrópu. Hún hefur viðrað hugmyndir um að lágmarkslaun verið innleidd með tilskipun. Kristján Bragason segir að launamunurinn sé mikill. Víða í Suðaustur-Evrópu séu tímalaun undir tveimur evrum á sama tíma og greiddar séu 12 til 18 evrur í löndum Vestur-Evrópu. Arnar Páll talar við Kristján Bragason. Í dag er dagur Sameinuðu þjóðanna og af því tilefni stóðu Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Festa- miðstöð um samfélagsábyrgð fyrir fundi um markmið sem Norðurlandaþjóðirnar hafa sett sér á sviði sjálfbærni og hvað fyrirtæki geta lagt af mörkum til að ná þeim markmiðum. Framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, segir að stjórnvöld þurfi að setja ramma og stjórnendur fyrirtæki þurfi að sýna hugrekki. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Hrund Gunnsteinsdóttur. Tíu ár eru liðin frá því fyrstu erlendu skipin fengu að fara Norðausturleiðina svokölluðu milli Evrópu og Asíu um Íshafið norðan Síberíu í rússneskir landhelgi. Það er þriðjungi styttri leið en að fara um Súesskurðinn milli heimsálfa. Ísinn er að brána en hvernig gengur að fá skipafélög til að nýta sér þessa hjáleið. Gísli Kristjánsson í Osló sagði frá.
10/24/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 23. október 2019

Tap Tryggingamiðstöðvarinnar og VÍS vegna fasteignasjóðsins GAMMA Novus nemur nærri hálfum milljarði króna á þriðja ársfjórðungi. Gul viðvörun hefur verið gefin út vegna veðurs á Norður- og Austurlandi á morgun. Spáð er hvassri norðanátt og snjókomu. Færð gæti spillst. Aðildarríki Evrópusambandsins eru fylgjandi því að fresta útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Tyrkneskar hersveitir hafa tekið yfir svæði í norðurhluta Sýrlands sem áður tilheyrðu Kúrdum. Rússar hafa sent herlögreglu til aðstoðar. Yfir 70 prósent bíla fóru um Vaðlaheiðargöng milli Akureyrar og Fnjóskadals fyrstu níu mánuði ársins. Lúpína þekur nú 300 ferkílómetra á landinu og líklegt að hún eigi eftir að breiða hressilega úr sér á næstu áratugum. Er fótur fyrir sögum um að kínverskir ferðamenn séu óalandi og ferjandi? Spegillinn ræðir við kínverskufræðing. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og talar Við Arnar Stein Þorsteinsson. Stefnt er að því að banna allar selveiðar við Ísland vegna þess hve mikið sel hefur fækkað. Dýravistfræðingur segir að ástæða fækkunarinnar sé ekki ljós. Formaður samtaka selabænda hlær að tillögunni vegna þess að engar selveiðar séu lengur stundaðar. Arnar Páll Hauksson talar við Ester Rut Unnsteinsdðóttur og Pétur Guðmundsson.
10/23/201930 minutes
Episode Artwork

Samkeppniseftirlitið, imm BHM-félög semja, gamlar rólur og krýning

Samkeppniseftirlitið segir drög að samkeppnislögum valda miklum vonbrigðum. Verði þau samþykkt geti Samkeppniseftirlitið ekki skotið niðurstöðum áfrýjunarnefndar til dómstóla en það geti fyrirtæki sem séu ósátt við úrskurði. Hagsmunagæsla öflugra fyrirtækja njóti forgangs en ekki neytendur og smærri fyrirtæki. Jón Hákon Halldórsson ræddi við Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Maðurinn sem stal sjúkrabíl í Ósló og keyrði á saklausa vegfarendur er grunaður um morðtilraun, segir Grete Lien Metlid lögreglustjóri í Ósló. Maðurinn er ásamt konu í haldi vegna málsins. Hallgrímur Indriðason sagði frá. Þórhallur Halldórsson, prófessor í matvælafræði spyr sig hvers vegna selja megi orkudrykki í matvöruverslunum, ólíkt öðrum vörum sem bannaðar séu börnum, til dæmis áfengi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra mælti síðdegis fyrir frumvarpi sínu um Þjóðarsjóð. Sjóðinum er ætlað að verja þjóðarhag fyrir ófyrirséðum áföllum og tekjur hans geta orðið 15 milljarðar á ári. Milla Ósk Magnúsdóttir fréttamaður hefur fylgst með fyrstu umræðu um Þjóðarsjóð. Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands og Vladimir Pútín forseti Rússlands tilkynntu um sögulegt samkomulag um Sýrland að loknum fundi þeirra í Sochi í Rússlandi í dag. ÞJóðirnar verði með sameiginlegar öryggissveitir í Norður-Sýrlandi. Vopnahlé sem samið var um til að gefa Kúrdum svigrúm til að fara frá landamærahéruðum lýkur í kvöld. Ásmundur Helgason, kaffihúsaeigandi við Hverfisgötu í Reykjavík furðar sig á því að framkvæmdum við götuna sé ekki lokið. Framkvæmdir hófust í maí og segir Ásmundur að þær hafi fælt frá kúnna. Viðskiptin gangi ekki sem skyldi. Kristín Sigurðardóttir ræddi við hann. ------------- Eftir margra mánaða ládeyðu í samningaviðræðum háskólamanna við ríkið náðust samningar við fimm félög um helgina. Þar var samið á svipuðum nótum og í lífskjarasamningi almenna markaðarins. Enn eiga 17 aðildarfélög BHM ósamið við ríkið. Arnar Páll Hauksson segir frá. Líklega eru rólurnar orðnar fjörutíu ára, segir formaður húsfélags fjölbýlishúss í Reykjavík um tvær sundurryðgaðar rólur í bakgarðinum. Ekkert opinbert eftirlit er með leikvöllum við blokkir. en á leikvöllum borgarinnar þarf að fylgja ítrustu kröfum. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman og ræddi við Árnýju Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Samin Voshar borgarstarfsmann, Höllu Mjöll Stefánsdóttur hjá Eignaumsjón. Naruhito Japanskeisari var krýndur í Tokýó í dag. Krýningarathöfnin fylgir miklum og fornum venjum. Keisarinn talaði til
10/22/201930 minutes
Episode Artwork

Sala ríkisbanka, Brexit enn og aftur og símasöfnunarami

Það er ekki hlaupið að því að velja stund til að selja banka.Á Alþingi ræddu menn um sölu ríkisbanka í dag og veltu fyrir sér lærdómi sögunnar, umgjörð og regluverki. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman sérstaka umræðu á þingi þar sem meðal annars tóku til máls þau Oddný Harðardóttir (S), Ólafur Ísleifsson (M), Willum Þór Þórsson (B), Þorsteinn Víglundsson (C), Bjarni Benediktsson (D). Ungmennum sem drekka daglega meira en einn orkudrykk fjölgaði um 150 prósent á tveimur árum. Drykkjan getur leitt til vítahrings kvíða og svefnleysis, segir Vilborg Hjörný Ívarsdóttir, forvarnaráðgjafi. Úlla Árdal ræddi við hana. Forseti Chile segir landið eiga í stríði við öflugan og óvæginn óvin. Ellefu hafa látið lífið frá því að óeirðir brutust út fyrir helgi. Ásgeir Tómasson sagði frá. Áfram er óvissa um hvenær breska þingið greiðir atkvæði um nýjan útgöngusamning ríkisstjórnarinnar við Evrópusambandið. Það stefnir í skæruverkföll blaðamanna í næsta mánuði, nánast ekkert miðar í samningaviðræðum þeirra segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti lögreglunnar á Suðurnesjum fékk sambærilegt launasamkomulag og yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónum hjá Ríkislögreglustjóra stendur til boða. Lögreglumaðurinn fer á eftirlaun innan skamms. Magnús Geir Eyjólfsson segir frá. ---------------- Undanfarin ár hefur ekkert verið sérstaklega góður tími til þess að selja banka segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, en ekkert segi að betra sé að bíða þó að eftirspurn eftir hlutafé í bönkum sé ekki endilega mikil þessa stundina. Laugardagurinn var enn einn dagurinn þegar stefndi í að Brexit-línurnar skýrðust þar sem breska þingið átti að greiða atkvæði um útgöngusamning bresku stjórnarinnar við Evrópusambandið. Það fór þó á annan veg og ekki voru greidd atkvæði um samning forsætsiráðherrans í dag. Sigrún Davíðsdóttir hefur fylgst með þróun mála. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hvetur almenning til þess að gefa alls ekki upp kreditkortanúmer í símasölu eða símasöfnunum, biðja sölufólk um að senda sér tölvupóst ef það vill kaupa eða styrkja, eða styrkja beint í gegnum heimasíðu viðkomandi. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hvetur almenning til þess að gefa alls ekki upp kreditkortanúmer í símasölu eða símasöfnunum, biðja sölufólk um að senda sér tölvupóst ef það vill kaupa eða styrkja, eða styrkja beint í gegnum heimasíðu viðkomandi. Kristján Sigurjónsson ræddi við Brynhildi Pétursdóttur.
10/21/201930 minutes
Episode Artwork

Dómsmálaráðherra vonar að Ísland verði tekið fljótlega af peningaþvætt

Stjórnvöld mótmæla því að Ísland hafi verið sett á lista yfir ríki með ónógar varnir gegn peningaþvætti. Dómsmálaráðherra vonar að þetta hafi ekki mikil áhrif og vonast til þess að Ísland verði tekið af listanum í byrjun næsta árs. Málamiðlanir og sátt um breiðar línur stjórnmálanna eru ekki merki um skoðanaleysi eða stefnuflökt, sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins sem er nýhafinn. Hún sagði það áróður en ekki heiðarlegt mat að tala aldrei um neitt annað en þau mál sem ekki næðust fram í samsteypustjórn. Talið er að afar mjótt verði á munum þegar breskir þingmenn greiða atkvæði á morgun um Brexit-samninginn sem um samdist við Evrópusambandið í vikunni. Forsætisráðherra Breta hefur í dag þrýst á þingmenn að staðfesta hann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands hafa að meðaltali 150 þúsund krónum lægri heildarmánaðarlaun en kennarar í öðrum skólum. Menntamálayfirvöld verði að grípa inn í. Mótmæli í Barselóna náðu hámarki í dag sem staðið hafa í fimm daga eða frá því að hæstiréttur Spánar dæmdi 9 leiðtoga aðskilnaðarsinna í 9 til 13 ára fangelsi. Þeim er meðal annars gefið að sök að hafa hvatt til uppþota gegn ríkinu. Í dag voru boðuð allsherjarverkföll. Frá því í morgun hefur fólks streymt til miðborgarinnar úr fimm borgum. Arnar Páll Hauksson talar við Krístínu Hildi Kristjánsdóttur. Kristján Sigurjónsson fjallar um símasafnanir. Ræðir við fólk á förnum vegi og fær líka hringingar frá samtökum sem eru að falast eftir framlögum. Árangur knattspyrnufélagsins Östersund - í Svíþjóð og í Evrópu - er líklega mesta öskubuskusaga í sænskri íþróttasögu. Smábæjarlið frá Norður-Svíþjóð sem vann stórlið Arsenal á heimavelli þess. En kannski var það ekki bara samheldni og dugnaður sem skilaði þessum góða árangri. Fyrrverandi formaður knattspyrnufélagsins bíður nú dómsuppkvaðningar eftir að hann var ákærður fyrir umfangsmikinn fjárdrátt. Kári Gylfason í Gautaborg segir frá.
10/18/201930 minutes
Episode Artwork

Það væru gríðarleg vonbrigði ef Ísland færi á gráan lista alþjóðahóps um aðgerðir gegn peningaþvætti. Þetta segir forsætisráðherra. . Í morgun náðu Bretar samkomulagi við Evrópusambandið um útgöngu úr sambandinu. Endanleg niðurstaða fæst þó ekki fyrr en á laugardaginn þegar breska þingið greiðir atkvæði um samninginn. Formaður bæjarráðs á Seyðisfirði segist glaður borga þúsundkall á betri vegi yfir Öxi og vonar að landsmenn séu sáttir við að taka þátt í samgöngubótum sem gagnist öllum. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu býðst ekki að bæta kjör sín með breyttri launasamsetningu. Allir yfirlögregluþjónar hjá ríkisögreglustjóra hafa samið um slíkt. Íslenskir uppljóstrarar eiga oft og tíðum erfiðara uppdráttar en uppljóstrarar annars staðar Þetta er mat formanns Blaðamannafélags Íslands. Ísland er grafreitur erlendra skyndibitakeðja. Þetta segir forstjóri Dominos sem útilokar ekki að fjárfesta sjálfur í keðjunni hér. Í morgun, á elleftu stundu náðu Bretar og Evrópusambandið saman um útgöngusamning Breta. Á elleftu stundu af því í dag byrjaði leiðtogafundur Evrópusambandsins sem á að samþykkja samninginn. Næsta skref verður svo í breska þinginu á laugardaginn þegar samningurinn verður væntanlega lagður fyrir þingheim. Rætt við Sigrúnu Davíðsdóttur. Flatbökusjúkir Íslendingar sem reiða sig á þriðjudagstilboð Dominos geta andað léttar. Það verða engar truflanir á rekstri skyndibitakeðjunnar þó að breski eigandinn hyggist selja starfsemina á Íslandi, í Noregi og í Svíþjóð. Spegililnn Hitti Birgi Örn Birgisson forstjóra á Dómínos í Skeifunni. Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrum framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands og Ásmundur Stefánsson fyrrum forseti ASÍ rifjuðu á ársfundi Samtaka atvinnulífsins upp, þjóðarsáttina sem gerð var 1990. Arnar Páll Hauksson ræddi við Þórarinn .
10/17/201930 minutes
Episode Artwork

Hlutverkasetur og næring íslenskra barna.

Aðstoðar- og yfirlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra hefur verið boðið að færa 50 yfirvinnustundir inn í föst mánaðarlaun, sem tryggir þeim sem greiða í B-deild lífeyrissjóðs LSR hærri lífeyrisgreiðslur. Formaður Lögreglustjórafélags Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við þetta. Forsætisráðherra Bretlands telur að enn sé unnt að ná góðum samningi um brotthvarf landsins úr Evrópusambandinu. Enn þá sé þó eftir að leysa úr mikilvægum ágreiningsmálum. Netöryggi íslenskra fyrirtækja er verulega ábótavant að mati netöryggissérfræðings. Íslenskan í fölskum tölvupóstum er orðin það góð að sterkur grunur er um að Íslendingar aðstoði hakkara við netglæpi. Atvinnulíf í Grímsey er of einhæft og því er það mikið áfall fyrir íbúa þegar kvótinn er seldur burt. Þetta segir fagstjóri í sjávarbyggðafræði við Háskólasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Einsemd og félagsleg einangrun eru hættuleg heilsunni, segir framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs. Þar fær fólk sem ekki getur verið á vinnumarkaði tækifæri til að taka þátt í samfélaginu með margvíslegum hætti. Fulltrúi landlæknisembættisins fagnar því að í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sé lagður til sykurskattur og vill helst banna nammibari.
10/16/201930 minutes
Episode Artwork

Formaður læknaráðs Reykjalundar segist ekki treysta nýjum stjórnendum sem kynntir voru í dag. Fyrri vantraustsyfirlýsing gildi enn. Bankastjóri Arion banka segir að rekstur bankans hafi farið batnandi á undanförnum mánuðum þrátt fyrir mikið útlánatap. Bankinn gaf út afkomuviðvörun í gær. Sáttmáli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins um samgönguframkvæmdir var samþykktur í borgarstjórn í dag. Grímseyingar hafa áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin í eynni, þar sem allt hlutafé útgerðarfélagsins Sigurbjarnar ehf. hefur verið selt. Fyrirhugaðri sölu Sigurhæða á Akureyri hefur verið slegið á frest Það brutust út mikil mótmæli í gær í Katalóníu eftir að hæstiréttur Spánar dæmdi 9 forystumenn aðskilnaðarsinna í 9 til 13 ára fangelsi. Fjöldamótmæli voru við flugvöll Barselóna og fresta var 110 flugferðum vegna þeirra. Og það var víða mótmælt. 45 ferðum var svo aflýst í morgun. Í Girona var logandi hjólbörðum raðað á járnbrautarteina þannig að stöðva þurfti ferðir hraðlestarinnar milli Barcelona og Frakklands. Mótmælin hafa haldið áfram í dag víða í Katalóníu. Arnar Páll Hauksson talar við Halldór Má Stefánsson sem býr í Barselóna. Um leið og breska stjórnin gerir tilraun til að semja við Evrópusambandið, á síðustu stundu, gera ýmsir þingmenn sér vonir um að þingmeirihluti náist fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Breta að ESB. Það hafa ekki orðið miklar breytingar á afstöðu kjósenda síðan 2016 en áhugaverðasti hópurinn er kannski sá hópur sem kaus ekki 2016. Í þeim hópi er meirihluti hlynntur ESB-aðild. Sigrún Davíðsdóttir. Norðmenn voru ekki fyrr búnir að afgreiða Orkupakka 3 en þeir fengu Járnbrautapakka 4 sendan frá Evrópusambandinu. Báðir þessir pakkar eru illa þokkaðir meðal andstæðingana og sem segja að þýði endanlegt framsal á valdi yfir þjóðareign. Gísli Kristjánsson segir frá.
10/15/201930 minutes
Episode Artwork

Árök í Barselóna og landsleikur í fótbolta

Lögregla í Katalóníu tók hart á hópi aðskilnaðarsinna sem reyndi að trufla flugumferð á flugvellinum við Barcelóna til að mótmæla því að hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu leiðtoga þeirra í níu til þrettán ára fangelsi. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja samþykktu samhljóða í dag að fordæma hernaðaraðgerðir Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands. Tyrknesk stjórnvöld hafa bannað gagnrýnar fréttir og skoðanaskipti um hernað Tyrklands í Norður-Sýrlandi. Það er skýtur skökku við að stór skemmtiferðaskip þurfi að tilkynna sig áður en þau koma að höfn en geti svo sent báta og fólk í land utan hafna án þess að gera nokkrum viðvart. Þetta er mat Landhelgisgæslunnar. Ísland mætir Andorra í undankeppni EM karla í fótbolta á Laugardalsvelli á eftir. Eina von Íslands um að komast áfram virðist vera að Frakkar vinni Tyrki í leik sem fer fram á sama tíma. Alþýðusamband Ísland og BSRB Hafa ákveðið að koma á fót rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum. Þetta var formlega tilkynnt í dag. Markmiðið er að efla rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félagsmála og efnahagsmála. Arnar Páll Hauksson talar við Drífu Snædal, forseti ASÍ og Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formaður BSRB. Það hefur orðið sprenging í komum svokallaðra leiðangursskipa, þau eru minni en hefðbundin skemmtiferðaskip, gera út á það að kanna framandi slóðir og fræða farþega um náttúru og menningu norðurslóða. Þessi skip hafa viðkomu víðar en stærstu skemmtiferðaskipin, geta siglt inn á þrönga firði og hleypt farþegum í land á afskekktum svæðum. Það er engin tilkynningarskylda, ekkert eftirlit með hvar þau taka land og regluverkið óskýrt. Jökulfirðir eru vinsælir, Vigur sömuleiðis. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá ot talar við Frigg Jögensen, Þórnýju Barðadóttur og Lilju Ólafsdóttur.
10/14/201930 minutes
Episode Artwork

Af hverju ertu við hringborð Norðurslóða?

Minnst ellefu óbreyttir borgarar hafa látið lífið af völdum árása Tyrkja á norðurhluta Sýrlands. Sameinuðu þjóðirnar segja um hundrað þúsund hafa flúið heimili sín. Íslensk stjórnvöld hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til danskra yfirvalda að þau hafi hug á að fjármagna stöðu íslensku-lektors við Kaupmannahafnarháskóla. Leggja á stöðuna niður vegna niðurskurðar. Menntamálaráðherra segir sérstakt að danska ríkið vilji ekki leggja til fjármagn í stöðuna. Formaður Stúdentafélags Háskólans Akureyri segir töluverða gremju vera meðal nemenda í diplómanámi í lögreglufræðum eftir að í ljós kom að af þeim 160 nemendum sem stunda nám við deildina þurfa 120 að hætta um áramót. Hundrað þúsund manns þurfa að flýja að heiman vegna gróðurelds austan við Los Angeles í Kaliforníu. Eldar loga á átta stöðum í ríkinu. Gerlamengun í borholunni í Grábrókarhrauni er óeðlileg og hefur ekki komið upp frá því vatnsbólið var tekið í notkun 2007. forsætisráðherra Eþíópíu, hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Hann bauð nágrönnum sínum í Erítreu frið í fyrra. Arctic circle er stórmerkileg samkoma, þetta segir utanríkisráðherra um þing hringborðs Norðurslóða sem nú er í fullum gangi. Samískir hreindýrabændur taka undir. Spegillinn kynnti sér þetta stóra þing sem laðar að 2000 gesti víðsvegar að úr veröldinni og beinir líka sjónum að ungum héraðsstjóra við heimskautssbaug sem Pútín hefur handvalið.
10/11/201930 minutes
Episode Artwork

Átök á Reykjalundi

Yfir sextíu þúsund manns hafa flúið að heiman á innan við einum sólarhring frá innrás tyrkneska hersins í norðurhluta Sýrlands. Öngþveiti er í bæjum og þorpum við landamæri Sýrlands og Tyrklands. Landlæknir segir ekki rétt að embættið hafi sent bréf á Reykjalund í morgun og tekið afstöðu til þess hvort starfsfólki er heimilt að rjúfa þjónustu við sjúklinga. Stefnt er að því að starfsemi verði reglubundin á morgun. Dönsk stjórnvöld kynntu í dag hertar aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi og sprengjutilræðum. Lögregla fær heimild til að setja upp 300 nýjar eftirlitsmyndavélar við opinberar byggingar. Grunur er um mengun í vatnsbóli við Grábrókarhraun. Mælst er til þess að neysluvatn sé soðið. Stefnt er að því að MAX-vélum Icelandair verði flogið til Spánar í fyrramálið. Danska ríkisstjórnin tilkynnti auknar öryggisráðstafanir í dag vegna tíðra sprengitilræða og skipulagðrar glæpastarfsemi. Jafnframt hefur verið ákveðið að herða tímabundið eftirlit á landamærum Danmerkur og Svíþjóðar. Ráðstafanirnar fela meðal annars í sér að eftirlitsmyndavélum verður fjölgað umtalsvert og rannsóknarheimildir lögreglu verða auknar. Arnar Páll Haukkson segir frá. Norðurslóðir eru spennandi. Túrismi hefur náð nýjum hæðum í Finnlandi og lagt er upp með að nýr skemmtigarður, Lýðveldi jólasveinsins, laði á næstu árum tíu milljónir gesta til Rovaniemi árlega. Mikil aukning hefur orðið í komum skemmtiferðaskipa til Svalbarða og Rússar sjá tækifæri í að byggja upp ferðaþjónustu á Frans Jósefslandi. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá Það var vendipunktur í samningaviðræðum Breta við Evrópusambandið í dag þegar Leo Varadkar forsætisráðherra Íra var jákvæðari en áður um árangur, eftir viðræður við Boris Johnson forsætisráðherra Breta. Arnar Páll ræðir við Sigrúnu Davíðsdóttur.
10/10/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 9. október 2019

Spegillinn 9. október 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Innrás Tyrkja í Sýrland er hafin, en minnst tveir almennir borgarar hafa fallið í loftárásum á yfirráðasvæði Kúrda í dag. Yfirvöld í fjölda Evrópuríkja fordæma innrásina. Prófessor í málefnum Miðausturlanda segir árásina geta haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Kúrda í Sýrlandi. Verkefnaskortur blasir við verktökum á næstu mánuðum, að mati formanns Sambands iðnfélaga. Samþykktar kröfur í ferðaskrifstofuna Gamanferðir, sem fór í þrot eftir fall WOW air, verða greiddar að fullu. Breska þingið verður boðað til fundar um Brexit annan laugardag. Það verður í fyrsta skipti í nærri fjóra áratugi sem þing kemur saman á laugardegi. Ferðaþjónustan og fasteignamarkaðurinn eru helstu áhættuþættirnir í íslensku efnahagslífi samkv. skýrslu Seðalabankans um fjármaálstöðugleika. Undirbúningur nýja WOW flugfélagsins er á réttri leið - en á sumum póstum hafi verið ástæða til að staldra við. Þetta segir Gunnar Steinn Pálsson upplýsingafulltrúi WOW hér á landi. Þess vegna sé ekki allt á réttum hraða í undirbúningsferlinu. Brýnt er að allir vinni að því að koma í veg fyrir alvarleg höfuðhögg í íþróttum, segir Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hreyfingar hjá embætti landlæknis. Embættið hvetur til þess að slysaskráning verði bætt. Ekki er marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Miðflokksins sem mælast næststærstir flokka á eftir Sjálfstæðisflokknum í nýrri könnun. Lengri umfjallanir: Tyrkir réðust inn á yfirráðasvæði Kúrda sunnan landamæra Tyrklands og Sýrlands í dag. Forystumenn Kúrda segja Tyrki hafa gert loftárásir á borgaraleg mannvirki og að mikill skelfing hafi gripið um sig meðal almennra borgara. Mannfall hafi orðið og þúsundir hafi þurft að flýja heimkynni sín. Óttast er að vígamenn íslamska ríkisins sem eru fangar Kúrda sleppi úr haldi og fái byr í seglin á ný. Þjóðverjar hafa þegar gagnrýnt Tyrki fyrir þá áhættu sem fylgir árásunum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segist treysta á að Tyrkir muni halda aftur af sér þannig að þeir áfangar sem hafa náðst gegn vígamönnum íslamska ríkisins í Sýrlandi verði ekki að neinu. Hann hittir Erdogan Tyrklandsforseta á föstudag. Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor í sögu Miðausturlanda við Williamsháskóla í Bandaríkjunum segir að afleiðingar innrásar Tyrkja a yrfirráðasvæði Kúrda í Norðaustur Sýrlandi geti haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Spegillinn ræddi við Magnús fyrr í dag þegar árás Tyrkja var yfirvofandi. Kristján Sigurjónss
10/9/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 8. október 2019

Spegillinn 8. okóber 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Karlmaður sem ítrekað níddist kynferðislega á barnungum syni sínum var í dag dæmdur í Hérðasdómi Reytkjavíkur í sjö ára fangelsi. Afstaða Íslands til yfirvofandi hernaðaraðgerða Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi er óbreytt segir utanríkisráðherra. Fyllilega komi til greina að gangrýna aðgerðir Tyrkja, líkt og íslensk stjórnvöld hafi gert áður. Endurskoðunarfyrirtækið Grand Thornton hefur verið fengið til að fara yfir rekstur fasteignafélagsins Upphafs og fagfjárfestasjóðsins Gamma Novus. Sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu hefur verið stefnt til að mæta til yfirheyrslu hjá fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Trump forseti hafði áður bannað honum að bera þar vitni. Þegar hafa fundist leirbrot í fornleifauppgreftri fyrir aftan Stjórnarráðshúsið sem hófst fyrir hálfum mánuði. Hugsanlega er þar að finna minjar frá elstu tíð, segir fornleifafræðingur. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi tvo karla og eina konu í dag til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir kannabisræktun og og vörslu marijúna sem ætlað var til sölu og dreifingar. Dómurinn er hluti af enn stærra máli sem snýr að kannabisrækt og amfetamínframleiðslu Sex jarðskjálftar hafa mælst í Heklu síðan í nótt. Veðurstofan lét Almannavarnir og Isavia vita í morgun um að þar væri aukin virkni. Skjálftarnir voru allir litlir, flestir innan við 1 að stærð, en óvenjulegt er að svo margir skjálftar mælist þar á svo skömmum tíma. Lengri umfjallanir. Og þá að snúinni stöðu við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Tyrkir hóta að ráðast yfir landamærin og inn í Sýrland og mynda þar svokallað öryggissvæði. Svæðið Sýrlandsmegin er yfirráðasvæði Kúrda sem berjast gegn Assad Sýrlandsforseta ásamt öðrum stjórnarandstæðingum og hafa verið leiðandi í stríðinu gegn hryðjaverkasamtökunum sem kalla sig íslamskt ríki, eða ISIS, og hafa þar verið bandamenn Bandaríkjamanna og annarra vestrænna þjóða. Á sama tíma þá tortryggja Tyrkir, bandalagsþjóð NATÓ, Kúrda, vilja sem minnst hafa saman við þá að sælda og líta á hersveitir þeirra sem hryðjuverkamenn. . Á þessu svæði eru borgir og bæir sem Kúrdar búa í, einnig flóttamannabúðir þar sem fólk sem flúið hefur óöldina í Sýrlandi heldur til og fangabúðir þar sem herteknir ISIS liðar og fjölskyldur þeirra eru í haldi. Arnar Þórisson dagskrárgerðarmaður í fréttaskýringaþættinum Kveik hjá RúV þekkir vel til þessa svæðis. Kristján Sigurjónsson talar við hann. Ég var aldrei pólitísk, fyrr en eftir að ég komst á lífeyrisaldur. Þetta seg
10/8/201930 minutes
Episode Artwork

Samherjar gagnrýna Trump

Áhrifamiklir Repúblikanar á Bandaríkjaþingi gagnrýna þá ákvörðun Donalds Trumps að láta af stuðningi við Kúrda í Sýrlandi. Fyrir vikið eigi vígasveitir Íslamska ríkisins eftir að margeflast á ný. Tveggja og hálfs árs bið er eftir ADHD greiningu fyrir börn. Formaður samtakanna segir það óafsakanlegt. Hægt væri að byggja heilt Úlfars ár dalshverfi og eina Smáralind á svæðinu sem nú fer undir Miklubraut verði hún sett í stokk og fjármagna hluta af kostnaðinum með lóðasölu. Formaður kennarafélags Fjölbrautarskóla Vesturlands, segir hættu á uppsögnum verði núverandi skólameistari endurráðinn. Saksóknari á Manhattan fær heimild til að nálgast skattframtöl Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, allt til ársins 2011 Sótt var um styrki til að koma upp hraðhleðslustöðvum fyrir um tæpa tvo milljarða króna. Styrkir frá ríkinu miða við að heildarkostnaður nemi 400 milljónum króna. Íbúafundur um mögulega sameiningu Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður á Egilsstöðum í kvöld „Fyrsta árið var svolítið skrítið, það vantaði svolítið inn í tilveruna.“ Svona lýsir Jóhann Gunnarsson, þeim tímamótum að hætta að vinna. Þetta vandist með tímanum og hann þakkar það ekki síst þátttöku í Körlum í skúrum, verkefni á vegum Rauða krossins. Skúrinn er við Helluhraun í Hafnarfirði og þangað geta karlar á öllum aldri komið og sinnt ýmsum verkefnum. Spegillinn hitti Jóhann í skúrnum. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Jóhann Salomon Gunnarsson. Elizabeth Warren er einna líklegust til að mæta Donald Trump í forsetakosningunum á næsta ári. Trump kallar hana iðulega indjánann eða Pókahontas eftir amerísku frumbyggjakonunni frá sautjándu öld sem öðlaðist heimsfrægð í túlkun Disney í teiknimynd frá 1995. Pálmi Jónasson segir frá
10/7/201930 minutes
Episode Artwork

Brexit og berserkir.

Það er einfeldningsskapur að ætla að ekkert barnaníð rati á netið á Íslandi. Þetta segir talskona Stígamóta. Samtökin hafa í ár fengið til meðferðar sex mál þar sem börn voru gerð út í vændi. Starfsmaður forsetaembættisins var sendur í leyfi og fékk skriflega áminningu vegna kynferðislegrar áreitni í ferð starfsmanna til Parísar í síðasta mánuði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók síðdegis tvo menn í bakhúsi við Síðumúla í Reykjavík. Sérsveitarmenn, vopnaðir og búnir skjöldum til að verja sig, réðust til atlögu inn í húsið. Icelandair aflýsti fjórtán flugferðum frá landinu seinni partinn vegna veðurs. Útlit er fyrir að forsætisráðherra Portúgals og Sósíalistaflokkur hans fari með sigur af hólmi í þingkosningum á sunnudag, þökk sé batnandi efnahag landsmanna á síðasta kjörtímabili. Óvissan um hvernig fer í Brexit-málum hefur farið vaxandi. Það er vel hugsanlegt að Bretland, næst mikilvægasta viðskiptaland Íslands, yfirgefi Evrópusambandið án samnings í mánaðarlok. Rætt um aðgerðir stjórnvalda í Brexit-málum og áhrif harðrar útgöngu á íslensk fyrirtæki. við Jóhönnu Jónsdóttur, sérfræðing í utanríkisráðuneytinu sem leitt hefur vinnu Brexit-stýrihóps ráðuneytisins og Karl Guðmundsson, forstöðumann útflutnings hjá Íslandsstofu. Berserkir átu líklega ekki berserkjasveppi og berserksgangur telst ekki lengur skilvirk aðferð í stríðsrekstri. Anna Kristín Jónsdóttir.
10/4/201930 minutes
Episode Artwork

Olía, lífeyrisaldur, urðunarskattur.

Stjórnendur sveitarfélaga mótmæla nýjum urðunarskatti harðlega og telja hann einfaldlega nefskatt á íbúa landsins. Þetta kom fram á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í dag. Fjármálaráðherra segir að vinna þurfi betur í frumvarpinu. Viskíframleiðendur í Skotlandi eru uggandi vegna áforma Bandaríkjamanna um að leggja 25 prósenta toll á framleiðslu þeirra. Bandaríkjamenn keyptu af þeim viskí fyrir meira en einn milljarð sterlingspunda í fyrra. Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs vill að farið verði ofan í rekstrarsögu fjárfestingasjóðsins Gamma Novus. Fjórir létust þegar maður, vopnaður hnífi, réðst inn í lögreglustöð í miðborg Parísar í dag. Árásarmaðurinn vann á stöðinni. Hann var skotinn til bana. Það hvort Bretar ganga úr ESB með eða án samnings gæti ráðist á næstu sólarhringum. Ertu orðinn svona gamall? spyr fólk Ásgeir Hólm, sem gantast með að honum líði stundum eins og hann hafi gert eitthvað af sér. Hann er 78 ára og hætti aldrei að vinna, sneiddi í raun hjá þeim tímamótum sem fylgja starfslokum. Aðeins eitt íbúðarhús er kynt með olíu á höfuðborgarsvæðinu. Eigandinn segir að borgin vilji rífa húsið og neiti honum um hitaveitu.
10/3/201930 minutes
Episode Artwork

Þrír staðir á landinu háðir olíu

Nýr forstjóri Gamma segir að leitað verði skýringa á því hvers vegna eigið fé fjárfestingasjóðs í eigu Gamma þurrkaðist nánast upp. Fundur með kröfuhöfum hefur verið boðaður á þriðjudag. Seðlabankastjóri vill ekki svara því hvort nú sé rétti tíminn fyrir ríkið að selja Íslandsbanka. Hann hafi ekki verðmat bankans við höndina. Minni hætta er á gasmengun frá hlaupinu í Múlakvísl nú en í gærkvöld þar sem farið er að hvessa. Hvassviðrið verður til þess að gas safnast síður saman í lægðum. Bernie Sanders, sem stefnir að því að verða frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningum í Bandaríkjunum hefur aflýst öllum fundum um óákveðinn tíma af heilsufarsástæðum. Undirbúningur er hafinn að nýrri kvikmynd um Línu langsokk, í tilefni þess að á næsta ári eru liðin 75 ár frá því að fyrsta bókin um hana kom út. Þrír staðir á landinu eru nær alfarið háðir olíu, bæði til að fá rafmagn og kynda upp hús. Ekki eru horfur á að breytingar verði á þessu í nánustu framtíð. Arnar Páll segir frá olf ræðir við Sigurð Bjarnason í Grímsey, Braga Benediktsson á Grísmsstöðum á Fjöllum og Hafstein Guðmundsson í Flatey. Fyrir fáeinum árum kusu íbúar í Gautaborg um hvort leggja ætti sérstakan skatt á bílaumferð um miðborgina, til að draga úr umferðarteppum og fjármagna miklar samgönguúrbætur. Skattinum var hafnað af meirihluta kjósenda. En hvað með það? Skatturinn, sem hafði þá þegar verið tekinn upp, var áfram í gildi. Og er enn. Kári Gylfason í Gautaborg segir frá. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá tillögum Boris Johnson um útgöngu Breta úr ESB og ræðu sem hann hélt á fundi Íhaldsflokksins í dag
10/2/201930 minutes
Episode Artwork

Þjóðarpúls, tap Isavia og EES

Fylgi flokka breytist lítið milli mánaða í nýjum þjóðarpúlsi Gallups en væri kosið nú næðu ríkisstjórnarflokkarnir ekki meirihluta á þingi. Milla Ósk Magnúsdóttir sagði frá. Gjaldþrot WOW air á stærstan hlut í tveggja og hálfs milljarðs tapi Isavia á fyrri helmingi ársins. Birgir Þór Harðarson sagði frá. Án samningsins um evrópska efnahagssvæðið væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför í íslensku þjóðfélagi að dómi starfshóps utanríkisráðherra sem skilaði af sér í dag. Magnús Geir Eyjólfsson ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkissráðherra um samninginn. Áhyggjur vaxa í Frakklandi vegna mengunar af völdum eldsvoða í efnaverksmiðju í síðustu viku. Bændum í nágrenni hennar hefur verið bannað að selja afurðir sínar. Ásgeir Tómasson tók saman. -------------- Samgöngusáttmálinn sem undirritaður var í síðustu viku er afar mikilvægt skref en framundan er vinna og mögulega átök í þinginu, ekki síst um útfærslu gjaldheimtu segja Reykjavíkurþingmennirnir Hanna Katrín Friðriksson, (Viðreisn) og Kolbeinn Óttarsson Proppé (VG) Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
10/1/201930 minutes
Episode Artwork

60 manns sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi

Öllum starfsmönnum hjá fiskvinnslunni Ísfiski á Akranesi var sagt upp í dag, sextíu manns missa vinnuna ef Ísfiski tekst ekki að endurfjármagna. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir þetta þungt högg fyirir Akurnesinga og frekari blikur á lofti í atvinnumálum. Forsætisráðherra lagði í dag fram lagafrumvarp um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Andri Yrkill Valsson segir frá. Rekstur flugfélaga í innanlandsflugi er þungur og ólíklegt að skoska leiðin leysi vanda félaganna. Þetta segir Hörður Guðmundsson forstjóri Ernis sem segir erfitt að keppa við aðrar samgöngur sem niðurgreiddar eru af hinu opinbera. Magnús Geir Eyjólfsson talaði við Hörð. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir gagnrýni formanns VR um að sala á Keldnalandi muni gera erfitt að byggja hagkvæmt húsnæði þar - líkt og kveðið er á um í Lífskjarasamningnum. Fjármálaráðherra Bretlands boðar hækkun lágmarkslauna, 25 milljarða sterlingspunda til vegamála og fimm milljarða til að styrkja stafræna innviði þannig að netsamband verði um nánast allt landið. Hann ítrekar að Bretar gangi úr Evrópusambandinu eftir einn mánuð með samningi eða án. Ásgeir Tómasson segir frá. ------------ Fasteignamarkaðurinn er hagstæðari kaupendum en ungt fólk mætir enn hindrunum, segir Guðmundur Sigfinnsson hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. Ungt fólk eigi frekar eftir að kaupa íbúðir sem rísa í úthverfum en lúxusíbúðir miðsvæðis. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við hann. Flokksþing Íhaldsflokksins er haldið í skugga uppljóstrana um einkamál Boris Johnson og óvissu um Brexit-áætlun hans. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Tilraunaverkefni eru að hefjast með fiskeldi í búrum neðansjávar. Ekki er þörf á hefðbundnu fóðri því sérsök ljóstækni sér um að lokka átu inn í búrin. Arnar Páll Hauksson ræddi við Hafstein Helgason sviðsstjóra viðskiptaþróunar hjá Eflu.
9/30/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 27. september 2019

Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Hreinn var lögmaður í máli gegn Haraldi Jóhannessen ríkislögreglustjóra. Forseti Bandaríkjanna neitar því staðfastlega að hafa brotið af sér í símtali við forseta Úkraínu. Demókratar segja að málið liggi ljóst fyrir enda sé vitað hvað forsetunum fór á milli. Stefnt er að því að Ísland verði leiðandi á heimsvísu í sjálfbærni ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan er víða farin að nálgast þolmörk. Aukin samkeppni frá litlum fjármálafyrirtækjum, fjártæknifyrirtækjum og lífeyrissjóðum vó þungt í þeirri ákvörðun stjórnenda Arion banka að segja upp hundrað starfsmönnum. Fulltrúar ungmenna sem efnt hafa til loftslagsverkfalla á Austurvelli á föstudögum urðu fyrir vonbrigðum á fundi með ráðherrum í dag þar sem þau afhentu þeim kröfugerðir. Lýðræðissinnar í Hong Kong eru mættir til mótmæla sem eiga að standa fram á þriðjudag, þegar Kínverjar fagna sjötíu ára afmæli alþýðulýðveldisins. Fjölmiðlanefnd er ekki starfhæf. Skipun nýrrar nefndar hefur frestast þar sem Blaðamannafélag Íslands hefur ekki ákveðið hvort það ætlar að tilnefna sinn fulltrúa. Hvernig verða bankar framtíðar? Verða kannski engir bankar? Undanfarin ár hafa orðið hraðar breytingar í bankageiranum og það eru frekari breytingar framundan. Breytingar sem áttu þátt í því að hundrað starfsmönnum var sagt upp í Arion banka í gær. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Gunnlaug Jónsson. Ólafur Árnason hjá Verkfræðistofunni Eflu hefur verkstýrði hópi fólks sem rýndi í gögn um ástand ferðaþjónustunnar í dag og hvernig best væri að standa að atvinnugreininni í framtíðinni. Kristján Sigurjónsson ræddi við Ólaf í dag. Tyrkneskir sjónvarpsþættir fara sigurför um heiminn og eru orðnir ein helsta útflutningsvara landsins. Vinsældir draumasmiðjunnar í Tyrklandi á heimsvísu nálgast nú ört Hollywood sem í áratugi hefur verið allsráðandi á markaðnum. Pálmi Jónasson segir frá.
9/27/201930 minutes
Episode Artwork

Erfiður dagur hjá Arion

Bankastjóri Arion banka segir að með uppsögnum eitt hundrað starfsmanna í dag sé verið að bregðast við háum sköttum og álögum og harðnandi samkeppnisumhverfi. Hann segir að dagurinn í dag hafi verið erfiður. Samkomulag sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins um 120 milljarða samgönguframkvæmdir á næstu 15 árum var undirritað í dag. Sérfræðingar Boeing-verksmiðjanna og bandaríska loftferðaeftirlitsins vanmátu viðbrögð flugmanna við erfiðleikum við stjórn MAX-flugvélanna, að því er segir í rannsóknarskýrslu sem birt var í dag. Icelandair stefnir á að koma Boeing 737 MAX-vélum sínum í loftið í janúar. Þetta segir forstjóri félagsins. Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir að sett sé fram í skýrslum hversu mikill kostnaður það sé fyrir þjóðfélagið að hafa fólk á örorkubótum. ­Það brjóti fólk niður að sitja í rauninni undir ámæli fyrir það að veikjast. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður í daga. Undir hann skrifaði ríkið og bæjarstjórar allra sveitarfélaganna sex á höfðuborgarsvæðinu. Samkomulagið hljóðar upp á að 120 milljörðum verði varið til samgönguframkvæmda á næstu15 árum eða fram til árins 2033. Hlutur ríkisins verður 45 milljarðar og sveitarfélaganna 15 milljarðar. 60 milljarða á að afla með sérstakri fjármögnun. Hún felst meðal annars í endurskoðun gjalda af ökutækjum og umferð í tengslum við orkuskipti eða með beinum framlögum við sölu á eignum ríkisins. Arnar Páll Hauksson talar við Sigurð Inga Jóhannsson. Hundrað starfsmenn Arions banka misstu vinnuna í dag. Fleiri hafa ekki misst vinnuna í einu hjá fjármálafyrirtæki síðan haustið 2008. Hugsanlega verður árið í ár stærsta hópuppsagnaárið frá hruni. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að botninum sé ekki alveg náð. Hún skrifar hópuppsagnirnar nú á efnahagsástandið og aukna sjálfvirknivæðingu. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Unni Sverrisdóttur.
9/26/201930 minutes
Episode Artwork

Tvöfalt meiri hlýnun á norðurslóðum

Dómsmálaráðuneytið þarf að útskýra hvers vegna það áminnti ekki Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, þótt hann hafi gerst sekur um ámælisverða framgöngu í starfi. Breska þingið kom aftur saman í dag eftir að hæstiréttur Bretlands úrskurðaði þinghlé Johnsons ólöglegt í gær. Bandaríkjaforseti segir að ákvörðun Demókrata um að láta rannsaka embættisfærslur hans sé heimatilbúin krísa. Útskrift var birt í dag á símtali hans og forseta Úkraínu. Gólf Lagarfljótsbrúar milli Egilsstaða og Fellabæjar er orðið mjög lélegt og málmgrindur sem hlífa því götóttar. Rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar á Egilsstöðum segir að einn til tveir á dag sprengi dekk þegar brot og hlutir úr brúnni stingast í dekkin. Hlýnun á norðurskautssvæðinu hefur verið yfir tvöfalt meiri en að meðaltali á jörðinni síðustu tvo áratugi. Grænlandsjökull hefur rýrnað árlega um 280 milljarða tonna. Hrafnhildur Hannesdóttir jöklafræðingur og Halldór Björnsson hópstjóri loftslagsrannsókna, sem bæði starfa á Veðurstofu Íslands ræddu málið við Arnar Pál Hauksson. Innflutningur á bragðbættu vatni, gosdrykkjum og óáfengu öli hefur aukist mikið á síðustu tveimur árum. Stærstu drykkjarframleiðendurnir á Íslandi, Ölgerðin og CCEP, áður Vífilfell, fara ólíkar leiðir í innflutningi og framleiðslu. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Andra Þór Guðmundsson, forstjóra Ölgerðarinnar og Stefán Magnússon, sölustjóra hjá CCEP
9/25/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 24.09.2019

Umsjón: Pálmi Jónasson Dómsmálaráðherra vill gera gagngerar breytingar á skipulagi lögreglu. Ríkislögreglustjóri ætlar ekki að tjá sig um víðtækt vantraust í hans garð. Ríkislögmaður bauð afkomendum Sævars Ciesielskis um 240 milljónir króna í bætur í vor. Guðjóni Skarphéðinssyni voru boðnar um 140 milljónir en hann krefst þrettán hundruð milljóna króna. Dómur Hæstaréttar gegn Boris Johnson er tímamótadómur og styrkir þingið til muna að mati stjórnmálafræðings. Innflutningur á gosi og bragðbættu vatni hefur rúmlega fjórfaldast á innan við tveimur árum. Mest munar um stóraukinn innflutning frá Svíþjóð. Slitnað hefur upp úr kjaraviðræðum BSRB við ríkið. Eftir árangurslausan samningafund í dag ákvað samninganefnd BSRB að slíta viðræðunum, sem hafa strandað á styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir. Fyrrverandi útibússtjóri Danske Bank í Tallinn í Eistlandi er horfinn sporlaust. Lögregla telur að hann sé í lífshættu. Lengri umfjöllun: Innflutningur á gosi og bragðbættu vatni hefur rúmlega fjórfaldast á innan við tveimur árum. Þetta má lesa úr innflutningsskrá Hagstofunnar. Mest munar um stóraukinn gosdósainnflutning frá Svíþjóð. Verkfræðingur hjá Eflu segir kolefnisspor innfluttra drykkja hærra en þeirra sem framleiddir á Íslandi. Arnhildur Hálfdánardóttir sagði frá. Donald Trump er sakaður um að kúga forseta Úkraínu til að rannsaka Joe Biden sem hefur mælst efstur í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Fyrir síðustu forsetakosningar var Trump sakaður um að vinna með Rússum til að koma höggi á þáverandi andstæðing sinn Hillary Clinton. Pálmi Jónasson segir frá. Ellefu einróma hæstaréttardómarar telja þá ráðstöfun Boris Johnson forsætisráðherra Breta að senda þingið heim ólöglega. Þingstörf eigi því halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Dómur Hæstaréttar Breta varðar grundallarþætti breskrar stjórnskipunar og mun bergmála lengi. Þá líka í komandi kosningum og þá í samhengi við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þó dómurinn snúist ekki um það mál. Sigrún Davíðsdóttir fjallar um málið.
9/24/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 23.09.2019

Umsjón: Pálmi Jónasson Átta af níu lögreglustjórum á landinu bera ekki traust til Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Þetta segir formaður Lögreglustjórafélags Íslands. Deilur Írana og Bandaríkjamanna eru orðnar svo harðar að full ástæða er til að hafa áhyggjur af, segir Magnús Bernharð Þorkelsson prófessor í sögu Mið-Austurlanda. Eftir 178 ára viðskiptasögu er breska ferðaskrifstofan Thomas Cook farin í þrot. Enn eitt dæmið um fyrirtæki sem náði ekki tökum á breyttu viðskiptaumhverfi. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir eðlilegt að önnur sveitarfélög taki þátt í kostnaði vegna þjónustu við heimilislaust fólk. Tæplega einn af hverjum fimm sem nýta sér gistiskýli borgarinnar er með lögheimili utan Reykjavíkur. Tuttugu féllu og tugir særðust í óeirðum í Papúa héraði í Indónesíu í dag. Nokkur hundruð voru tekin höndum. Lengri umfjallanir: Níu þúsund manns í Bretlandi missa vinnuna, í viðbót við ellefu þúsund starfsmenn erlendis nú þegar ferðaskrifstofan Thomas Cook er gjaldþrota. Stærsta aðgerð á friðartímum til að fljúga farþegum aftur til Bretlands er í gangi, alls 150 þúsund manns sem þarf að flytja heim til Bretlands, með tilheyrandi kostnaði hins opinbera. En gjaldþrotið vekur líka spurningar um eftirlit ríkins með flugfélögum og ferðaskrifstofum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir eðlilegt að önnur sveitarfélög taki þátt í kostnaði vegna þjónustu við heimilislaust fólk. Tæplega einn af hverjum fimm sem nýta sér gistiskýli borgarinnar er með lögheimili utan Reykjavíkur. Heiða spyr hvort það sé sanngjarnt að kostnaðurinn lendi alfarið á útsvarsgreiðendum í Reykjavík. Höskuldur Kári Schram tók saman. Grátrönur hafa verið að flækjast hingað til lands og það hefur sést til hennar víðsvegar um landið. En hvað rekur Grátrönur til Íslands? Skarphéðinn G. Þórisson, hreindýrasérfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands segir að það flækist oft hingað fuglar oft vegna sterkra vinda sem þeir lenda í. Trönurnar komi kannski af öðrum ástæðum. Arnar Páll Hauksson tók saman. Í Noregi hafa tveir dómar vakið athygli fyrir að skera úr um grundvallaratriði í refsilöggjöfunni. Er það pólitísk tjáning að senda fólki sorp í pósti - og ræður andlitsfall á kynlífsdúkkum úrslitum um hvort þær séu löglegar eða ekki? Gísli Kristjánsson tók saman.
9/23/201930 minutes
Episode Artwork

Loftslagsbreytingum mótmælt

Ríkislögmaður fellst ekki á að Guðjón Skarphéðinsson, einn þeirra sem voru sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hafi sætt andlegri og líkamlegri raun í gæsluvarðhaldi. Guðjón stefnir ríkinu og krefst bóta upp á 1,3 milljarða króna. Þjóðverjar ætla að verja hundrað milljörðum evra í baráttuna gegn loftslagsbreytingum til ársins 2030. Aðgerða í loftslagsmálum var krafist á 575 stöðum í Þýskalandi í dag. Milljónir barna um allan heim flykktust út á götur borga í dag til að taka þátt í mótmælum vegna loftslagsbreytinga. Nú stendur yfir dagskrá á Austurvelli þar sem vakin er athygli á afleiðingum loftslagshlýnunar. Icelandair Group hefur gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. Stefnt er að því að skrifað verði undir samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgöngumannvirkja á fimmtudaginn í næstu viku. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að sekta RÚV um fimm þúsund evrur fyrir framgöngu Hatara í Eurovision í vor. Hljómsveitin sýndi borða í fánalitum Palestínu meðan á stigagjöf stóð. Vegasamgöngur hafa raskast í dag vegna vatnavaxta á Vesturlandi. Gul viðvörun Veðurstofunnar gildir fyrir Faxaflóa og Vestfirði en appelsínugul fyrir Breiðafjörð. Milljónir barna um allan heim flykktust út á götur borga í dag til að taka þátt í mótmælum vegna loftslagsbreytinga. Um þrjú hundruð þúsund ungmenni tóku til dæmis þátt í Ástralíu. Fyrirmyndin eins og alþekkt er, skólaskróp Gretu Thunberg sem tók sér stöðu við sænska þinghúsið föstudag einn í ágúst í fyrra og nær alla föstudaga þaðan í frá. Anna Kristín ræddi við ung fólk á Austurvelli, Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur, Eyrúnu Dodziakos, Hálfdán Árna Jónsson og Rannveigu Guðmundsdóttir. Formaður Náttúrverndarsamtaka Íslands hvetur forsætisráðherra að lýsa yfir auknum samdrætti í losun gróðurhúsaloftteguna á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna. Arnar Páll Hauksson tlar við Árna. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að búast megi við áframhaldandi hagræðingu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á næstu misserum en starfsfólki innan greinarinnar hefur fækkað um 2.900 á síðastliðnu ári. Jóhannes segir að spár um samdrátt í komu erlendra ferðamanna hingað til lands hafi að mestu gengið eftir. Höskuldur Kári Schram talat við Jóhannes.
9/20/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 19. september 2019

Hjón sem misstu barn sitt vegna læknamistaka á Landspítalanum hafa stefnt íslenska ríkinu til greiðslu miska- og skaðabóta. Ekki er réttlætanlegt að Erla Bolladóttir fái bætur fyrir Guðmundar- og Geirfinnsmálið nema hún verði fyrst sýknuð, að mati svonefndra Klúbbmanna, sem hafa ritað forsætisráðherra bréf þess efnis. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir þremur ferðamönnum sem urðu innlyksa við Langavatn þegar vegur fór í sundur í vatnavöxtum. Mikil úrkoma hefur gengið yfir suðvesturhluta landsins í dag. Samningar við opinbera starfsmenn virðast ekki vera í sjónmáli. Tæplega hálft ár er nú liðið frá því að viðræður hófust. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður þingflokks Vinstri grænna segir varhugavert að opna fyrir netverslun með áfengi hér á landi og óttast að það hafi slæm áhrif á lýðheilsu. Óvíst er hvenær samningar takast á opinbera vinnumarkaðnum. Samningar hafa verið lausir í rúma fimm mánuði og svo virðist sem enn hafi ekki verið samið um veigamikil atriði. Ekki hefur verið samið um launahækkanir né heldur um hvernig staðið verður að styttingu vinnuvikunnar. Arnar Páll Hauksson segir frá. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður þingflokks Vinstri grænna segir varhugavert að opna fyrir netverslun með áfengi hér á landi og óttast að það hafi slæm áhrif á lýðheilsu. Heimilt verður að kaupa áfengi í íslenskum netverslunum samkvæmt frumvarpi sem dómsmálaráðherra hyggst leggja fram á næsta ári. Erlendar netverslanir hafa hingað til haft leyfi til að selja áfengi hér á landi. Verði frumvarp dómsmálaráðherra að lögum geta íslenskar netverslanir boðið sömu þjónustu án aðkomu ÁTVR. Áfengið er þá sent heim að dyrum en kaupandi greiðir virðisaukaskatt og áfengisgjald af sendingunni. Þá er enn fremur lagt til að fyrirtækjum verði heimilt að selja eigin framleiðslu í brugghúsi eða á framleiðslustað. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að með þessu sé í raun verið að afnema einkaleyfi ÁTVR. Höskuldur Kári Schram ræddi við Bjarkey og Þorstein Um síðustu helgi voru enn átök í Hong Kong. Það var ekki í fyrsta skipti að hópur mótmælenda safnaðist saman við bresku ræðismannsskrifstofuna þar. Í Bretlandi er ákaft rætt hvort Bretar eigi að veita íbúum í þessari fyrrum nýlendu sinni bresk vegabréf með búseturétti en ekki aðeins með kosningarétti eins og nú er. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
9/19/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 18. september 2019

Spegillinn 18. September 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Hrafnkell Sigurðsson Breytingar á tekjuskattskerfinu skila sér allt of seint til launafólks, segir miðstjórn ASÍ. Óþreyju gæti eftir kjarabótum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, er hættur við að ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stjórnmálaástandsins heima fyrir. Alls óvíst er hvaða flokkur fær umboð til að mynda nýja stjórn eftir þingkosningar í gær. Dósent í sagnfræði við Háskóla íslands segir ávinning við flutning íslenskra handrita frá Kaupmannahöfn til Íslands óljósan. Stjórnarformaður Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar segir að Skipulagsstofnun hafi tafið lagningu Hólasandslínu um að minnsta kosti ár með því að draga að skila áliti. Lögregla hefur lokið rannsókn á máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem er grunaður um að hafa orðið hálfbróður sínum að bana í norska smábænum Mehamn í lok apríl. Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Fiskeldi Austfjarða um göt á nótarpoka í einni sjókví fyrirtækisins við Glímeyri í Berufirði. Götin uppgötvuðust við köfun í kví og er viðgerð lokið. Fiskeldi Austfjarða lagði út net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort laxar hefðu sloppið úr kvínni. Netanna hefur verið vitjað og þar sem enginn lax veiddist hefur veiðum verið hætt. Þrír foreldrar barna sem fæddust með skarð í gómi undirbúa nú dómsmál gegn ríkinu. Í tilkynningu frá Umhyggju, félagi langveikra barna, segir að enn falli hluti barna með þennan fæðingargalla utan kerfis. Donald Trump forseti Bandaríkjanna kynnti í dag nýjan þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Robert C. O'Brien tekur við af John Bolton sem var rekinn úr starfi í síðustu viku. O'Brien verður fjórði öryggisráðgjafi forsetans á kjörtímabilinu. Bergþór Ólason var í dag kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis með tveimur atkvæðum, sínu og flokksbróður síns. Lengri umfjallanir: Tvisvar í haust hafa forystukonur í norsku ríkisstjórninni orðið að fara í skyndi úr heimsóknum á Íslandi til að bjarga stjórninni frá að liðast í sundur í orðaskaki og deilum. Núna varð Trine Skei Grande að yfirgefa me-too-ráðstefnuna í Hörpu til að stilla til friðar heima. Núna líður vart svo vikan að ekki fari allt i háaloft í samstarfi flokkanna í ríkissjón Ernu Solberg. Og forystukonur í ríkisstjórn mega vart bregða sér af bæ - til dæmis á ráðstefnu eða fund á Íslandi - án þess að fari allt í háaloft heima. Þær verða að taka fyrstu flugvél heim til Óslóar að róa liðið. Núna varð Trine Skei Grande, menningar- og jafnréttisráðherra, að hlaupa af me-too
9/18/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 17. september 2019

Spegillinn 17. september 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Flugslys varð á Skálafelli við Mosfellsheiði í dag. Eins hreyfils flugvél flaug á fjallshlíð. Flugmaðurinn var einn um borð og fluttur með þyrlu á Landspítalann til aðhlynningar. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna er á leið til Sádi-Arabíu. Þar ræðir hann við ráðamenn um viðbrögð við árásum á tvær olíuvinnslustöðvar um síðustu helgi. Bandaríkjamenn fullyrða að Íranar hafi verið að verki. Sjávarútvegsfyrirtækið West Seafood á Flateyri er gjaldþrota. Fyrirtækið skuldar yfir þrjátíu fyrrum starfsmönnum laun allt að átján mánuði aftur í tímann. Maðurinn sem grunaður er um að hafa hrint konu fram af svölum í Efra-Breiðholti í gærkvöld, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, vill hvorugan Miðflokksmannanna, Bergþór Ólason eða Karl Gauta Hjaltason, sem formann nefndarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setti í dag alþjóðlega ráðstefnu um áhrif #metoo-bylgjunnar. Ráðstefnan er haldin í Hörpu í Reykjavík næstu þrjá daga og er liður í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. OECD telur að ríkið eigi að einblína á grænan hagvöxt. Í skýrslu stofnunarinnar sem var kynnt í gær er lagt til að kolefnisskattar verði hækkaðir og skattstofn breikkaður með því að skattleggja losun iðnaðar og landbúnaðar. Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra segir ekki standa til að hækka kolefnisgjaldið frekar en gert hefur verið nú þegar. Karlmaður áreitti og veittist að nemendum og starfsfólki í húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands á hádegi í dag. Menntamálaráðherrar Íslands og Danmerkur hittust í dag og ræddu um hugsanlegan flutning íslenskra handrita heim. Formannskjör í Félagi framhaldsskólakennara hófst á hádegi í dag. Lögreglan á Norðurlandi vestra sektaði ökumenn um rúmlega 322 milljónir króna vegna umferðarlagabrota á fyrstu átta mánuðum ársins. Lengri umfjallanir: Sérfræðingur í eldsneytismálum segir erfitt að spá fyrir um hver áhrif olíuverðshækkana verða vegna drónaárásarinnar í Sádi-Arabíu. Vari ástandið áfram geti það haft talsverð efnahagsleg áhrif. Það er ekki ljóst hvaða áhrif drónaárásin á olíuframleiðslustöð ríkisfyrirtækisins Saudi Armaco mun hafa. Verð á hráolíu rauk strax úr um 60 dollurum í 72 fyrir tunnuna sem er um 20 prósenta hækkun. Eftir að markaðir fóru að ná áttum hefur verðið farið niður aftur en er nú um 69 dollarar. Hækkunin um helgina var sú mesta á
9/17/201930 minutes
Episode Artwork

Ekki samið við ríkislögreglustjóra um starfslok

Ekki verður samið um starfslok við Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að svo stöddu. Þetta segir dómsmálaráðherra. Munnlegur málflutningur í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu verður 5. febrúar. Þetta kemur fram í bréfi sem málsaðilar fengu í dag. Efnahags- og framfarastofnun Evrópu telur að aukin útgjöld til menntamála hér á landi hafi ekki skilað sér í bættum árangri íslenskra nemenda. Menntamálaráðherra segir mikilvægt að bæta lesskilning og lestrarkunnáttu grunnskólabarna. Endurhæfingarmiðstöðin Ljósið sem styður þá sem fengið hafa krabbamein fær 220 milljónir árlega frá ríkinu. Heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum að gera þriggja ára þjónustusamning við Ljósið sem sér um endurhæfingu fyrir þá sem fengið hafa krabbamein. Sameinuðu þjóðirnar vara við yfirvofandi þjóðarmorði á sex hundruð þúsund Róhingjum sem búa enn þá í Mjanmar. Könnunarsafninu á Húsavík verður lokað í næsta mánuði vegna fjárhagsvandræða. Efnahags- og framfarastofnun Evrópu telur að aukin útgjöld til menntamála hér á landi hafi ekki skilað sér í bættum árangri íslenskra nemenda. Menntamálaráðherra segir mikilvægt að bæta lesskilning og lestrarkunnáttu grunnskólabarna. Höskuldur Kári Schram talar við Bjarna Benediktsson og Lilju Alferðsdóttur. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, talaði um varkárni í dag, ekki að búast við of miklu, á leið til fundar við Jean-Claude Juncker forseta framkvæmdastjórnar ESB. Sjáum hvað setur, sagði Juncker. Þrátt fyrir samningstal hefur Johnson ekki verið að flýta sér til fyrsta fundarins við Juncker og slær áfram úr og í um samingslausa útgöngu. Sumir stjórnmálaskýrendur telja þetta yfirlögð ráð til að ná samningi. Aðrir velta fyrir sér hvort það sé heil brú í viðleitni bresku stjórnarinnar. Sigrún Davíðsdóttir. Tryggingastofnun hefur þegar greitt um 200 öryrkjum leiðréttar bætur vegna endurútreiknings á búsetuhlutfalli. Umboðsmaður Alþingis komast að þeirri niðurstöðu í fyrra að útreikningar stofnunarinnar ættu ekki stoð í lögum. Öryrkjabandalagið sættir sig ekki við að miðað sé við að kröfur fyrnist á fjórum árum. Á næstu vikum verður höfðað mál á hendur ríkinu þar sem þess verður krafist að fresturinn verði 10 ár. Arnar Páll Hauksson segir frá. Inn:
9/16/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 13. september 2019

Fjármálaráðherra lét fresta undirritun samkomulags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur áhyggjur af því að verkefnið verði ríkinu of dýrt. Forsætisráðherra Bretlands segist hóflega vongóður um árangur af fundum hans um Brexit með hátt settum embættismönnum Evrópusambandsins í næstu viku. Landsréttur hefur staðfest sautján ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigurjónssyni fyrir morð og morðtilraun á Austurvelli. Hátt í tvö hundruð féllu fyrir hendi einhvers úr fjölskyldu sinni í Bretlandi í fyrra. Breska þingið ætlar að bæta stöðu þolenda heimilisofbeldis. Minna er um erfðagjafir á Íslandi en í nágrannalöndunum, að sögn formanns Almannaheilla. Góðgerðafélög segja að skattalöggjöf mætti vera styrktarsjóðum hagfelldari. Lengri umfjöllun: Breyta ætti sakamálalögum til að leyfa lögreglu að halda mönnum lengur en tólf vikur í gæsluvarðhaldi í flóknari málum. Þetta er mat lektors í refsirétti. Stórt fíkniefnamál sem nú er fyrir dómstólum hefur beint sjónum manna að þessu álitaefni. Donald Trump var Demókrötum hugleikinn í nótt í kappræðum tíu efstu frambjóðenda demókrata í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Spjótin beindust líka að Joe Biden sem enn leiðir baráttuna en Elizabeth Warren og Bernie Sanders fylgja fast á hæla hans. Heilbrigðismál, innflytjendamál og utanríkismál bar títt á góma og hvort og þá hversu langt til vinstri flokkurinn á að sveigja. Útlit er fyrir breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Í júlí var sett í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna sem á að koma í stað LÍN. Helstu breytingar sem þar á að gera auk nafnabreytingarinnar eru að ljúki lánþegar prófi innan tilgreinds tíma verði 30% af námsláni þeirra felld niður; styrkur verði veittur til framfærslu barna lánaþega og lán skuli ávallt að fullu greidd þegar lánþegar eru 65 ára. Þeir sem ljúka námi fyrir 35 ára aldur geti valið hvort endurgreiðslur þeirra séu tekjutengdar eins og raunin er nú, eða þeir greiði með jöfnum greiðslum sem verður þá reglan fyrir þá eldri. Sýnist sitt hverjum um þessar breytingar og má nefna að starfsmenn Lánasjóðsins eru ekki sáttir við breytt nafn og skammstöfun úr LÍN í SÍN. Fulltrúar stúdenta telja ákvæði um vaxtakjör eins og þau eru nú í frumvarpinu varhugaverð. Umsóknum um lán hjá LÍN hefur fækkað mikið undanfarin ár á sama tíma og stúdentum hefur fjölgað. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir að það borgi sig ekki fyrir námsmenn að taka lán lengur. Umsjón: Stígur Helgason Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson
9/13/201930 minutes
Episode Artwork

Veggjöld ekki yfir 200 kr

Kókaín greindist í þremur sem létust á þessu ári vegna lyfjaeitrunar samkvæmt upplýsingum Landlæknisembættisins. Fyrstu sjö mánuði ársins er talið að 26 dauðsföll megi rekja til misnotkunar lyfja. 45 milljörðum verður varið í samgöngur á landinu á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. 27 milljarðar fara í viðhald og framkvæmdir á vegum. Framlög til málaflokksins aukast um fjóra og hálfan milljarð milli ára. Mat stjórnvalda er að með innheimtu veggjalda sé hægt að flýta vegaframkvæmdum umtalsvert. Upphæð gjaldanna hefur ekki verið ákveðin en rætt er um að þau fari ekki yfir 200 krónur. Danskur verðlaunakór er þessa dagana á tónleikaferðalagi um Ísland. Kórinn syngur rytmíska samtímatónlist í nýjum og skapandi raddútsetningum. Íslenskur söngvari í kórnum segir að kórinn sé tuttugustu og fyrstu aldar kór. Húsnæðisskortur er í fjórum af hverjum fimm sveitarfélögum í Svíþjóð. Í stærri borgum landsins er ekki óalgengt að fólk býði í áratug eða lengur eftir leigusamningi. Stórir, alþjóðlegir fjárfestingasjóðir sjá tækifæri í stöðunni og hafa keypt fjölda leiguíbúða sem áður voru í eigu hins opinbera. Kári Gylfason segir frá. Uppistand og óvenjulegar uppákomur hafa verið daglegt brauð í breska þinginu undanfarið. Svo eru það dómsmál um heimild forsætisráðherra til að senda þingið heim. Og það stefnir í kosningar. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins hefur misst þingmeirihlutann og þá, að hluta, tökin á framvindunni. Óljóst er hver græðir og hver tapar á óreiðunni. Brexit verður lykilatriðið í komandi kosningu og því mikið undir því komið hvort stjórnin getur snúið Brexit-sögunni sér í hag. Sigrún Davíðsdóttir.
9/12/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 11. september 2019

Veggjöld eiga að skila um sextíu milljörðum til samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu næstu fimmtán ár. Innheimtar yrðu tvö til sex hundruð krónur fyrir hverja ferð um stofnæðar borgarinnar. Magnús Geir Eyjólfsson segir frá. Stjórn Dómstólasýslunnar ítrekaði í dag fyrri yfirlýsingar um að mikilvægt sé að fjölga dómurum við Landsrétt. Talið er að rekja megi tvö óhöpp í hringtorgum á Vesturlandsvegi til þess að malbikið verður sérstaklega hált í bleytu. Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni segir að ástæðan sé steinefni sem flutt var inn frá Noregi. Hætt er að nota það nú. Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að gera stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra. Í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra er ákvörðun Ríkisendurskoðunar um þetta fagnað. Breska ríkisstjórnin hyggst áfrýja niðurstöðu skosks áfrýjunardómstóls um að hlé á störfum breska þingsins til 14. október, sé ólöglegt. Þess er krafist að þingið verði kallað aftur til starfa. Guðmundur Björn Þorbjörnsson segir frá. Reiknivillan í inntökuprófunum í læknadeild í vor, sem varð til þess að fimm nemendur sem áður höfðu ekki verið meðal 55 efstu í prófinu komust inn, hafði áhrif á einkunn 29 umsækjenda. Forseti læknadeildar Háskóla Íslands, segir að þegar línum var bætt við excel skjal, sem notað var til að halda utan um einkunnagjöfina, hafi villa komið upp í formúlu. Tímamótadómur féll í héraðsdómi í Haag í Hollandi í dag þegar læknir var sýknaður af ákæru um manndráp eftir að hafa gefið 74 ára gömlum sjúklingi banvænan lyfjakokteil. Guðmundur Björn Þorbjörnsson segir frá. Þótt John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, hafi verið sagður arkitektinn að norðurslóðastefnu landsins, er ekki líklegt að brotthvarf hans breyti þeirri stefnu mikið. Þetta er mat Alberts Jónssonar, fyrrverandi sendiherra Íslands vestanhafs. Stígur Helgason ræddi við Albert og einnig heyrist brot úr viðtali Einars Þorsteinssonar við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta í Kastljósi. Horfur eru á að ris úr dýfu sem ferðaþjónustan er í eftir magalendinguna í mars þegar WOW air varð gjaldþrota fari hægt af stað. Greiningardeild Arionbanka spáir því að ferðamönnum fjölgi um 2% á næsta ári og að störf í ferðaþjónustu verði um tveimur þúsundum færri undir lok árs en á sama tíma í fyrra. Rætt við Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar um horfurnar. Læknar og hjúkrunarfræðingar á átta heilsugæslustöðvum í Svíþjóð eru sakaðir um að hafa ýkt heilsufarsvanda skjólstæðinga sinna í þeim tilgangi að svíkja út fé. K
9/11/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 10. september 2019

Reglum um andsvör hefur verið breytt á Alþingi til að koma í veg fyrir að málþóf á borð við það sem var í orkupakkanum endurtaki sig. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis skýrði frá breytingunum við setningu þingsins í dag. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, var leystur frá störfum í dag. Ósætti milli ráðgjafans og forsetans í utanríkismálum er talið ástæða brottrekstursins. Guðmundur Björn Þorbjörnsson segir frá. Ríkið borgar helming við uppbyggingu borgarlínu en næstu fimmtán ár ætla ríki og sveitarfélög að verja að minnsta kosti hundrað milljörðum í samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þrettán konur verða skipaðar í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem tekur til starfa í byrjun nóvember. Aldrei hafa fleiri konur setið í stjórninni. Enginn fulltrúi verður frá Bretlandi, en Bretar hyggja á útgöngu úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. Guðmundur Björn Þorbjörnsson. Húnaþing vestra ætlar ekki að endurnýja samstarfssamning sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðra sem gildir til áramóta. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri segir að sveitarfélagið ætli sjálft að veita þjónustuna með skilvirkari hætti en áður. Bjarni Rúnarsson ræddi við hanal. Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, varð lítilsháttar fótaskortur á tungunni þegar hann bauð Indlandsforseta velkominn í dag - til Indlands. --- Umhverfis- og orkumál eru sögð verða meðal heitustu deilumálanna á komandi þingi. Fjölmiðlar og heruppbygging í Keflavík eru á meðal mála sem helst eru talin geta skekið stjórnarsamstarfið. Stígur Helgason segir frá. Bæði stuðningsmenn og andstæðingar vegtolla fögnuðu gengi sínu í sveitarstjórnarkosningum í Noregi en ríkisstjórnarflokkarnir guldu afhroð í gær. Gísli Kristjánsson talar frá Noregi. Dularfull pest herjar nú á hunda í Noregi og í síðustu viku ákvað Matvælastofnun að setja bann við innflutningi á hundum frá Noregi þar til meira er vitað um veikindin. Tugir hunda í fjórtán fylkjum víðsvegar um Noreg hafa drepist þótt flestir hundanna sem veikst hafa séu á svæði í kringum höfuðborgina. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir gæludýra og dýravelferðar hjá Matvælastofnun, segir kollega sína í Noregi keppast við að leita orsakanna. . Hundar hafi jafnvel drepist á innan við sólarhring þrátt fyrir mikla meðhöndlun og það sé skiljanlegt að slíkt veki gæludýraeigendum ugg. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
9/10/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 9. september 2019

Umsjón: Stígur Helgason Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Dómsmálaráðherra fagnar því að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafi ákveðið að taka Landsréttarmálið til umfjöllunar. Þó sé viðbúið að bíða þurfi niðurstöðu í ár eða lengur. Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur telur að ríkislögreglustjóri eigi að stíga til hliðar á meðan úttekt á embættinu fer fram. Atkvæðagreiðsla á breska þinginu um hvort boða eigi til þingkosninga í næsta mánuði, dregst fram á kvöld. John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins ætlar að hætta í embætti, hvort sem kosið verður eða ekki. Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt tæplega ellefu prósenta hlut í Brimi fyrir átta milljarða. Deila er risin um það hvar grafa skuli Robert Mugabe, fyrrverandi forseta Simbabve. Um það eru fjölskylda hans og stjórnvöld ósammála. Í Speglinum var rætt við Berglindi Svavarsdóttur, formann Lögmannafélags Íslands, um ákvörðun yfirdeildar Mannréttindadómstólsins að taka Landsréttarmálið til umfjöllunar. Fyrir tveimur mánuðum, þegar Boris Johnson tók við sem forsætisráðherra Breta bauð írski forsætisráðherrann Leo Varadkar honum strax í heimsókn til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Það var fyrst í morgun að Johnson gaf sér tíma til fundar í Dyflinni. Sem fyrr er allt óklárt heima fyrir: Johnson slær úr og í um útgöngusamning og hefur ekki lengur tök á framvindunni því hann hefur ekki meirihluta í þinginu. Hann getur því ekki efnt til kosninga í bráð og þingið gæti neytt hann til að fresta áætlaðri útgöngu úr ESB 31. október. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Sigrúnu Davíðsdóttur, sem hefur fylgst með framvindunni. Þriðjungi fleiri komu á bráðamóttöku Landspítalans vegna fíkniefnaneyslu síðsumars en gera í venjulegum mánuði. Yfirlæknir bráðalækninga segir aukna kókaínneyslu áberandi og hún sé ekki bundin við neinn einn þjóðfélagshóp. Afleiðingarnar geti verið hjartaáfall. Ráðgjafi á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti segir það algera undantekningu að fólk komi í meðferð vegna áfengisneyslu. Hópurinn þar sé yngri en áður og í vanda vegna neyslu á hörðum fíkniefnum.
9/9/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 6.september 2019

Spegillinn föstudaginn 6. september 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Nýr dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, tók við embætti í dag. Áslaug er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og yngsti ráðherra í 75 ára sögu íslenska lýðveldisins. Bretar geti ekki farið úr Evrópusambandinu án samnings. Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í dag lög þess efnis. Hækkun á tryggingum ökutækja lögreglu skýrir meðal annars hvers vegna leiguverð á tækjunum hefur hækkað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embætti ríkislögreglustjóra. Rosknum karlmanni var bjargað út úr brennandi húsi á Hlíðarvegi í Reykjanesbæ síðdegis í dag. Hann er mikið slasaður að sögn sjukraflutningamanna. Eldurinn kom upp í eldhúsi og lagði mikinn reyk frá honum. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Fossvogi. Lögreglan rannsakar eldsupptök. Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í dag að styðja þingsályktunartillögu sveitarstjórnarráðherra sem felur meðal annars í sér sameiningu og fækkun sveitarfélaga niður í 40 fyrir árið 2026. Þá mega sveitarfélög ekki vera með færri en 1000 íbúa. Stór hluti hins nýja WOW flugfélags verður hér á landi, segir stjórnarformaður US Aerospace Associates, sem keypt hefur eignir þrotabús flugfélagsins. Ákveðið hefur verið að banna innflutning á hundum frá Noregi. Ástæðan er sú að á síðustu dögum hafa borist fréttir af alvarlegum veikindum af óþekktum orsökum í hundum þar í landi. ViðvörunTalsverðar eða mikillar úrkomu er að vænta á morgun sunnan og vestantil á landinu, einkum við Mýrdalsjökul. Búast má við vatnavöxtum og auknum líkum á skriðuföllum á þessum svæðum og eru óbrúaðar ár mjög varasamar í slíkum aðstæðum. Lengri umfjöllun: Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nýtt fjarlagafrumvarp í morgun. Helstu áherslur í fjárlagafrumvarpinu eru lægri tekjuskattur, nýr Landspítali, stuðningur við barnafjölskyldur, orkuskipti, rannsóknir - og samgöngur. Þá á að lengja fæðingarorlof í tíu mánuði úr níu um áramótin og auka framlög til barnabóta. Samkvæmt lífskjarasamningnum á að taka upp nýtt skattþrep, sem verður 31,44 prósent. Milliþrepið, - sem áður var lægra þrepið, hækkar um eitt prósentustig, í tæp 37 prósent. Þessar skattbreytingar taka að fullu gildi árið 2021. Þetta þýðir að ráðstöfunartekjur lægstu tekjuhópanna hækka um 10 þúsund krónur á mánuði. Kostnaður ríkissjóðs vegna þessara lækkana er 21 milljarður á næsta ári. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræðir við Bjarna Benediktsson og Oddnýju Harðardóttur fyrrverandi fjármálraðherra og þing
9/6/201930 minutes
Episode Artwork

Nýr dómsmálaráðherra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er nýr dómsmálaráðherra. Þetta var samþykkt einróma á þingflokksfundi Sjálfstæðismanna nú á sjötta tímanum. Hún er yngsti ráðherrann í lýðveldissögunni. Sendiherra Kína á Íslandi er mjög ósáttur við ummæli Mike Pence um bæði Belti og braut og fjarskiptarisann Huawei. Það er ódýrara að flytja lögreglubifhjól með vagni til Keflavíkur, en að keyra þau þangað, vegna þess hve hátt kílómetragjald á hjólunum er. Verðmæti efna sem lögregla lagði hald á þegar hún upprætti amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði í byrjun sumars er tæpar 200 milljónir króna. Í Spegglinum var fjallað um hvað risaverkefni Kínverja Belti og Braut. Rætt var við Egil Þór Níelsson og Borgar Þór Einarsson. Krónprinsinn í Venstre er að taka við konungsríkinu. Jakob Ellemann-Jensen hefur tilkynnt að hann sækist eftir því að verða formaður Venstre. Hann tæki þar með við af Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sem tilkynnti afsögn sína um helgina. Jakob er sonur Uffe Ellemann-Jensen sem leiddi flokkinn í fjórtán ár, frá 1984 til 1998, og var utanríkisráðherra Danmerkur í rúman áratug. Pálmi Jónasson sagði frá.
9/5/201930 minutes
Episode Artwork

Mike Pence á Íslandi

Spegillinn verður að mestu helgaður heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands í dag. Hann byrjaði á því að hitta forsetahjónin og síðan sat hann fund með utanríkisráðherra í Höfða ásamt fulltrúum úr íslensku atvinnulífi og frá bandarískum fyrirtækjum. Rætt við Albert Jónsson sérfræðing í alþjóðamálum um komu Mike Pence til landsins Heimsókn varaforseta Bandaríkjanna hefur ekki farið fram hjá landsmönnum. Fólk sem vinnur í nágrenni Höfða varð mörgu ekki mikið úr verki í dag þar sem margir lágu úti í glugga eða fóru jafnvel út á stétt til að fylgjast með. Nokkrir gerðu sér sérstaka ferð í Borgartúnið til að berja bílalest varaforsetans augum. Kristín Sigurðardóttir fréttamaður kynnti sér málið.
9/4/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 03.09.2019

Umsjón: Pálmi Jónasson Sagnfræðingur segir að heimsókn Mike Pence sé ekki kurteisisheimsókn. Hann sé kominn til að sinna ákveðnu erindi. Bandaríkjamenn vilji gera sig meira gildandi á norðurslóðum. Boris Johnson hefur ekki lengur meirihluta á breska þinginu eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata síðdegis. Yfir sextíu þúsund manns á Bahamaeyjum þurfa á mataraðstoð að halda eftir fellibylinn Dorian. Indverskt geimfar lendir að öllum líkindum á tunglinu á föstudagskvöld. Heppnist lendingin verður Indland fjórða ríkið í heiminum til að lenda geimfari á tunglinu. Yfir áttatíu lyf eru ófáanleg hér á landi. Apótekari hvetur alla sem að málinu koma til að leita lausna. Lyfjaskorturinn valdi auknu álagi á lækna, heilsugæslu og sjúkrahús. Þá geti hann verið hættulegur heilsu fólks. Prófessor í sagnfræði segir að heimsókn varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands sé ekki bara kurteisisheimsókn. Bandaríkjamenn vilji gera sig meira gildandi í stórveldapólitíkinni á norðurslóðum og vilji ræða stöðu Íslands í því samhengi. Arnar Páll talar við Guðmund Hálfdánarson í Speglinum. Rúmlega áttatíu lyf eru ófáanleg hér á landi. Apótekari segir það geta verið fólki mjög erfitt að fá ekki rétt lyf og geti beinlínis verið hættulegt. Eitt lyf er ófáanlegt vegna yfirvofandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en algengari ástæða lyfjaskortsins virðist vera sú að erlendum lyfjaframleiðendum finnst eftirsóknaverðara að leita inn á stærri markaði en Ísland. Kristín Sigurðardóttir segir frá. Indverska geimfarið Chandrayaan-2 lendir að öllum líkindum á tunglinu á föstudagskvöld. Heppnist lendingin verður Indland fjórða ríkið í heiminum til að lenda geimfari á tunglinu, á eftir Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Fimmtíu ár eru síðan Neil Armstrong steig fyrstu manna fæti á tunglið. Lítið skref fyrir manninn en risastórt stökk fyrir mannkynið. Pálmi Jónasson tók saman.
9/3/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 02.09.2019

Umsjón: Pálmi Jónasson Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna hittast á Keflavíkurflugvelli á miðvikudagskvöld. Þriðji orkupakkinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta á Alþingi í dag. Fylgi Pírata minnkar um þrjú prósentustig og Samfylkingin bætir við sig, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Óttast er að um þrettán þúsund heimili hafi eyðilagst á Bahamaeyjum þegar fellibylurinn Dorian reið yfir. Stefnt er að því að skrifa undir nýja kjarasamninga opinberra starfsmanna við ríki og sveitarfélög um miðjan mánuðinn. Þriðji orkupakkinn var samþykktur á Alþingi í dag. Á meðan þingmenn greiddu atkvæði um málið safnaðist fremur fámennur hópur mótmælenda fyrir utan Alþingishúsið. Kristín Sigurðardóttir fréttamaður fylgdist með þingfundi sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun. Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti nokkuð óvænt um helgina að hann hefði ákveðið að segja af sér formennsku í flokki sínum Venstre. Varaformaðurinn Kristian Jensen tilkynnti í kjölfarið afsögn. Líklegasti arftakinn er Jakob Ellemann-Jensen, sonur Uffe Ellemann-Jensen sem var formaður flokksins í fjórtán ár undir lok síðustu aldar. Pálmi Jónasson tók saman. Kosið verður til sveitarstjórna í Noregi 9. September. Kosningabaráttan hefur einkennst af meiri sundrungu í flokkakerfinu en áður hefur verið. Nýir flokkar ná fylgi út á deilur um umhverfismál og gjá er að myndast milli landbygðar og þéttbýlis. Gísli Kristjánsson sagði frá.
9/2/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 30. ágúst 2019

Iðnaðarráðherra hefur setið tvo fundi með breska félaginu Atlantic Superconnection, ASC, þar sem fulltrúar þess kynntu áform sín um lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands. Þeir ræddu líka við forystumenn flestra flokka á þingi. Rúmeni og Þjóðverji, sem reyndu að smygla meira en fjörutíu kílóum af fíkniefnum í bíl með Norrænu fyrir einum mánuði, komu til landsins í fyrrasumar með sama bíl. Leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar á Ítalíu setti í dag skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi við Lýðræðisflokkinn Forystumenn Lýðræðisflokksins hafa krafist skýringa á ummælum hans. Heildarendurskoðun á lögum um fjarskipti á að tryggja neytendum alþjónustu á sviði fjarskipta. Aukin áhersla er lögð á öryggismál og hvernig haga skuli reglum um svokallað internet hlutanna Menntamálaráðherra vill hefja viðræður við Dani um að þeir afhendi fleiri íslensk handrit. Forstöðumaður Árnastofnunar segir ætlunina ekki að stofna til nýrrar handritadeilu - enda eru þau öll eign Hafnarháskóla samkvæmt hæstaréttardómi. Sigríður Hagalín Björnsdóttir talaði við Guðrúnu Nordal, Gottskálk Jensson og Lilju Alferðsdóttur Stjórnvöldum var tilkynnt í júlí að strandríkin Noregur, Færeyjar og ESB væru að íhuga aðgerðir sem gætu verið nauðsynlegar til að bregðast við ákvörðun Íslendinga að auka makrílkvótann. Arnar Páll Hauksson segir frá. Hong Kong er eins og púðurtunna og einföld lausn á flókinni stöðu ekki í sjónmáli segir prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Vaxandi spennu í Hong Kong megi kannski rekja til vaxandi alræðistilburða í Kína. ,Anna Kristín Jónsdóttir talaði viðsagði Geir Sigurðsson .
8/30/201930 minutes
Episode Artwork

Amazon,makríll og byggingaúrgangur

Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þriðji orkupakkinn hafi ekki mikil efnisleg áhrif hér á landi. Fyrri orkupakkar hafi haft miklu meiri áhrif. Þrír Íslendingar sem eru á siglingu frá Miðjarðarhafi til Íslands björguðu manni úr hafinu þegar þeir sigldu um Gíbraltarsund. Samkvæmt nýjum tillögum um fyrirkomulag rjúpnaveiða verður heimilt að veiða alla daga í nóvember nema miðvikudaga og fimmtudaga. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir það ranga nálgun að hóta Íslendingum viðskiptabanni vegna makrílveiða. Evrópusambandið ætti frekar að einbeita sér að því að ná mönnum að samningaborðinu. Franskir og rússneskir fornleifafræðingar velta nú fyrir sér hvort þeir hafi fundið beingrind fransks herforingja sem var í uppáhaldi hjá Napóleon Frakkakeisara. Eldarnir í Amazon-regnskóginum hafa beint kastljósinu að enn stærra og flóknara vandamáli, örlögum allra hitabeltisregnskóga jarðarinnar. Þetta segir umhverfis- og auðlindafræðingur. Eldar loga líka í hitabeltisskógum Afríku, og skógar Súmötru og Borneó brunnu fyrir skömmu. Eyðing skóganna er af mannavöldum, og veldur allt að 17% af árlegri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Sigríður Hagalín Björnsdóttir talar við Jón Geir Pétursson og Hannes Hólmstein Gissurarson. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafnar því algjörlega að græðgi hafi ráðið makrílveiðum Íslendinga. Hann segir að það sé röng nálgun að hóta viðskiptabanni. Evrópusambandið ætti að einbeita sér að því að ná mönnum að samningaborðinu. Arnar Páll talar við Jens Garðar Helgason. Nýlega fjallaði Spegillinn um hvernig draga mætti stórlega úr losun frá byggingariðnaði með því að minnka sementsinnihald steypu. Einnig var fjallað um meðferð byggingaúrgangs en algengt er að efni sem mætti endurvinna sé nýtt í landfyllingar. Um síðustu áramót færðust mannvirkjamálin frá umhverfisráðuneytinu og yfir til félagsmálaráðuneytis. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra mannvirkjamála, sér fyrir sér að auknar kröfur verði gerðar til byggingageirans á næstu árum en vill ekki fara of geyst því það gæti komið íslenskum fyrirtækjum í greininni illa. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Ásmund Einar Daðason.
8/29/201930 minutes
Episode Artwork

Æ fleiri finna ástina á Tinder

Forsætisráðherra segir að ekkert nýtt hafi komið fram í umræðunni um þriðja orkupakkann sem hefur staðið yfir á Alþingi í dag. Formaður Miðflokksins segir að því hafi ekki enn verið svarað hvers vegna verið sé að innleiða orkupakkann. Gífurleg ólga er í breskum stjórnmálum eftir að Boris Johnson forsætisráðherra ákvað að senda þingið í frí frá annarri viku september til 14. október. Íslendingar losa um 650 kíló af sorpi á hvern íbúa á ári og skipa fjórða sæti meðal Evrópuþjóða. Umhverfisráðherra segir í skoðun að setja flokkunarskyldu á heimili og fyrirtæki. Ef Grænland væri fyrirtæki á markaði hefði gengi hlutabréfa margfaldast á undanförnum misserum, segir Damien Degeorges, sérfræðingur í málefnum norðurslóða. Umræður á Alþingi um þriðja orkupakkann. Arnar Páll talat við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Ólaf Ísleifsson. Æ fleiri finna ástina á Tinder. Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn eru algóritmar samfélagsmiðlanna orðnir algengustu hjúskaparmiðlararnir. Er það jákvæð þróun, eða martraðarkennd framtíðarsýn? Spegilinn fer á Tinder og kannar málið. Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræddi við Glódísi Guðgeirsdóttur, Steinþór Helga Arnsteinsson, og Arnar Eggert Thoroddsen. Það hljómaði frekar sakleysislega þegar Boris Johnson forsætisráðherra Breta tilkynnti í morgun að þinghlé fyrir stefnuræðu stjórnarinnar 14. október yrði lengt. Aðrir sjá þetta í öðru ljósi og stóryrði eins ,,einræðistilburðir" og ,,lokadagur lýðræðis í Bretlandi" fljúga um í fjölmiðlum. Allt snýst þetta um Brexit, stjórnarandstæðingar segja þetta viðleitni til að hindra að þingið stöðvi samningslausa útgöngu úr Evrópusambandinu sem stjórnin stefni að. Sigrún Davíðsdóttir.
8/28/201930 minutes
Episode Artwork

3. orkupakkinn að nýju og eftirmál G7

Spegillinn þriðjudaginn 27. ágúst 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Flugliðar hjá Icelandair undirbúa hópmálsókn gegn félaginu. Þeir telja sig hafa orðið fyrir skaða vegna skertra loftgæða um borð í vélum félagsins. Annarri umræðu um þriðja orkupakkann á Alþingi verður haldið áfram á morgun og fimmtudag eftir rúmlega tveggja mánaða hlé. Atkvæði verða greidd á mánudag. Fimmstjörnuhreyfingin og Lýðræðisflokkurinn á Ítalíu reyna að mynda stjórn í kappi við tímann. Forseti landsins gaf þeim eins sólarhrings viðbótarfrest í gær. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kveðst tilbúinn að ræða það að þiggja aðstoð frá G7 ríkjunum við að slökkva elda í Amazon regnskóginum, en aðeins gegn því að Emmanuel Macron Frakklandsforseti dragi til baka móðgandi ummæli um hann. Bæjarstjórnarfulltrúar í Mosfellsbæ og Kópavogi segja að tveggja milljóna króna mánaðarlaun bæjarstjóra séu í samræmi við ábyrgð starfsins. Enn standa yfir miklar framkvæmdir í Háskólanum á Akureyri vegna myglu í húsnæði skólans. Tvær skrifstofubyggingar með aðstöðu fyrir 25 starfsmenn voru tæmdar þar á síðasta ári og standa enn tómar. Aðgerðirnar kosta um 70 milljónir króna. Lengi umfjallanir: Í fyrramálið klukkan hálf ellefu kemur alþingi saman til að þess að ræða um þriðja orkupakkann. Þetta er framhald á síðari umræðu um þingsályktun sem frestað var í júní. Þá höfðu þingmenn Miðflokksins rætt einir um orkupakkannn í marga daga og haldið hátt í 300 ræður. Samkomulag tókst loks milli formanna þingflokkanna um að fresta umræðu þar til á morgun, 28. ágúst. Umræðu á að ljúka klukkan átta annað kvöld. Á fimmtudag verða umræður um þingsályktun og frumvörp sem tengjast 3. orkupakkanum auk umræðna um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Á mánudag verður síðan atkvæðagreiðsla um öll málin. Umræðan um 3. orkupakkann tók drjúgan tíma á Alþingi í vor og og fjöldi sérfræðinga var kallaður fyrir þingnefndir. Bæði utanríkismálanefnd og atvinnuveganefnd kölluðu til sérfræðinga og álitsgjafa til á opna fundi nú í ágúst og nú lítur út fyrir að málið verði loks afgreitt á alþingi á mánudag. 3. orkupakkinn er umdeildur. Hann nýtur víðtæks stuðnings innan sjö þingflokka af níu, þingmenn Miðflokksins og báðir þingmenn Flokks fólksins eru á móti. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að meðal almennra flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum gætir efasemda, en erfitt er að gera sér grein fyrir hve sú andstaða er víðtæk. Undirskriftasöfnun var sett af stað meðal flokksmanna í sumar þar sem
8/27/201930 minutes
Episode Artwork

Færeysku þingkosningarnar og Pólverjar á Íslandi

Spegillinn mánudaginn 26. ágúst 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sex ára fangelsi fyrir mjög grófa líkamsárás á konu í Vestmannaeyjum fyrir þremur árum. Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims styðja sjálfstjórn Hong Kong sem Bretar og Kínverjar sömdu um fyrir 35 árum. Hörð mótmæli hafa verið í borginni síðustu vikur. Stefnt er að því að kjósa um þriðja orkupakkinn á Alþingi á mánudag eftir viku. Landsréttur hefur hafnað kröfu ákæruvaldsins um framlengt gæsluvarðhald yfir manni sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir árás á dyravörð á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Strandveiðum lýkur um næstu mánaðamót. Útlit er fyrir að tæp 2000 tonn verði óveidd af veiðiheimildum. Stofnaður hefur verið viðbragðshópur Matvælastofnunar, björgunarsveita og fleiri til að bjarga hvölum í neyð. Grindhvalur sem rak á land við Seltjarnarnes í dag var aflífaður nú skömmu fyrir fréttir. Lengi umfjallanir: Þingkosningar verða í Færeyjum á laugardag 31. ágúst. 33 þingmenn eru á færeyska lögþinginu. Rikisstjórn Þjóðveldisflokksins og Jafnaðarflokksins undir forystu Aksels V. Johannessen lögmanns úr síðarnefnda flokknum hefur nauman meirihluta og benda skoðanakannanir til að hún missi meirihluta sinn. Stærstu stjórnarandstöðuflokkarniir eru Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn, en það er þó óvíst að þeir nái saman í stjórnarmyndun verði kosningarnar þeim í hag. Færeysk stjórnmál eru um margt flókin og snúast ekki aðeins um hægri og vinstri, heldur einnig um afstöðuna til sambandsins við Dani og íhaldssememi eða frjálsyndi í afstöðu til jafnréttis- og trúmála. Norræna félagið á Íslandi hélt opinn fund í Norræna húsinu í Reykjavík í dag þar sem fjallað var um væntanlegar kosningar. Petur Petersen sendiherra Færeyinga á Íslandi sagði frá helstu málum sem þar ber á góma og nokkrir Íslendingar sem vel þekkja til í Færeyjum tóku þátt í pallborðsumræðum. Þar á meðal voru Sif Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarmála hjá Reykjavíkurborg og fyrrverandi forstjóri Norræna hússins í Færeyjum og Gísli Gíslason varaformaður færeysk- íslenska viðskiptaráðsins og hafnarstjóri Faxaflóahafna. Kristján Sigurjónsson talar við þau í beinni útsendingu. Pólverjar á Íslandi eru orðnir fleiri en tuttugu þúsund. Fæstir þeirra hafa áhuga á að setjast að hér á landi, heldur koma hingað í tímabundin uppgrip. Ný doktorsrannsókn Önnu Mariu Vojtynska leiðir í ljós að íslenskur vinnumarkaður verður sífellt stéttskiptari eftir þjóðerni, og tilhneigingin s
8/26/201930 minutes
Episode Artwork

Krafa um meira frí. Þurrkatíð. Trudeau.

Verið er að skoða möguleika á því að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittist á Íslandi í byrjun næsta mánaðar. Fjarvera forsætisráðherra hefur vakið heimsathygli. Eldar í Amazon-regnskóginum í Brasilíu verða eitt aðalumræðuefnið á fundi sjö helstu iðnríkja heims í Frakklandi um helgina. Brasilíuforseti íhugar að senda herinn til að reyna að ráða niðurlögum eldanna. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur nýtt sér kauprétt að íbúð í Árskógum, sem kaupendur neituðu að greiða hærra verð fyrir. Lögmaður kaupenda segir að svona gangi fasteignaviðskipti ekki fyrir sig. Matvælastofnun hefur sett kjúklingabú í einangrun vegna tveggja sjúkdóma sem greinst hafa í kjúklingum þar Stórfelld skriðuföll þarf að taka alvarlega, að mati jarðfræðings sem kallar eftir auknu fjármagni til að efla rannsóknir og vöktun. Íslendingar hafi sofið á verðinum gagnvart hugsanlegum bergskriðum, eins og í Reynisfjöru. Í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir á opinbera vinnumarkaðnum er krafa um að allir opinberir launamenn fái sex vikna sumarfrí. Það er mikilvægt að haustrigningarnar klikki ekki eftir þurrka sumarsins, þetta segir veðurfræðingur.
8/23/201930 minutes
Episode Artwork

150 krónur á bæjarbúa

Laun bæjarstjórans í Garðabæ svara til þess að hver bæjarbúi greiði 150 krónur á mánuði. Mánaðarlaun hans eru 2,4 milljónir. Fleiri eldar hafa kviknað í Amazon-regnskóginum í ár en nokkru sinni fyrr. Prófessor í stofnlíffræði segir að afleiðingar eldanna séu víðtækar og ýti undir loftlagsbreytingar. Frakklandsforseti segir að hin svokallaða baktrygging vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sé ófrávíkjanleg krafa. Sæstrengur milli Íslands og Bretlands er ekki lengur hagkvæmur. Þetta segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Framkvæmdastjóri Grænni byggðar segir að mikil sóun viðgangist í byggingariðnaði. Miklu sé hent sem mætti nýta. Stjórn Akureyrarstofu leggur til að hagrætt verði á Listasafninu á Akureyri. Að óbreyttu stefnir í 18 milljóna króna halla í rekstri á árinu. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að lagning sæstrengs milli Bretlands og Íslands sé ekki lengur arðbær. Vindorka sé orðin svo ódýr í Bretlandi að raforka héðan um sæstreng sé ekki samkeppnishæf. Arnar Páll Hauksson talat við Árna finnsson. Par sem vinnur að því að innrétta vinnustofur og íbúðir í húsum sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi hefur bjargað heilu gámaförmunum af notuðu byggingarefni sem annars hefði líklega verið urðað eða notað sem uppfylling. Óvissa ríkir um afdrif byggingarúrgangs á Íslandi en ljóst er að miklu er hent sem mætti nota. Framkvæmdastjóri félagasamtakanna Grænni byggðar segir mikla sóun viðgangast. Arnhildur hálfdánardóttir talar við Lóu Guðjónsdóttur og Þórhildi Fjólu Kristjánsdóttur. Fiskeldi í sjó er fyrirferðarmikið úti fyrir ströndum Skotlands. Mikið af því er í eigu norskra fyrirtækja, sem geta ekki lengur stækkað heima fyrir og leita í góð skilyrði við strendur Skotlands. Nú síðast hafa áætlanir norska fyrirtækins Mowi um stærstu sjókvíar í Skotlandi ýtt undir umræðuna um kosti og galla eldisins. National Trust for Scotland, stærstu umhverfissamtök Skotlands, eru ósátt við kvíarnar sem yrðu undan eyju í eigu samtakanna. Sigrún Davíðsdóttir.
8/22/201930 minutes
Episode Artwork

Vindmyllur, Trump og DK, músikþerapía

Spegillinn 21. ágúst 2019 Í yfirlýsingu sem miðstjórn Alþýðusambands Íslands sendi frá sér í dag segir að þolinmæði launafólks sé á þrotum. Forseti sambandsins krefst þess að ríkisstjórnin standi við loforð sín um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur á síðustu vikum tvisvar rekist utan í hafnarkantinn í Landeyjahöfn. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir tjónið óverulegt. Nokkrar plánetur sem líkjast jörðinni hafa fundist á undanförnum árum. Þetta segir prófessor í stjarneðlisfræði sem tekur þátt í 600 manna ráðstefnu stjörnufræðinga í Reykjavík. Síðustu íslensku frímerkin kunna að líta dagsins ljós eftir tvö ár. Mikið tap hefur verið á frímerkjaútgáfu Íslandspósts síðustu ár. Danir eru gramir og hlessa yfir því að Bandaríkjaforseti hætti við opinbera heimsókn sína þangað til lands, en búast ekki við því að það spilli samskiptum til langframa. Anna Kristín Jónsdóttir. Starfsfólk á lokaðri deild Landakotsspítala fyrir fólk með heilabilun segir þörf sjúklinga fyrir lyfjagjöf hafa minnkað eftir að farið var af stað með tónlistarmeðferðarstundir á deildinni. Daglegt nudd hafi líka gefið góða raun. Arnhildur Hálfdánardóttir fylgdist með músíkþerapíu og ræddi við Önnu Herdísi Pálsdóttur, aðstoðardeildarstjóra á deildinni og Þóru Gunnarsdóttur deildarstjóra. Hópur vísindamanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að pláss sé fyrir 11 milljónir vindmylla í Evrópu. Útreikningar þeirra sýna að þær gætu framleitt meiri orku en áætlað er að framleidd verði á heimsvísu 2050. Arnar Páll Hauksson fjallar um nýja skýrslu.
8/21/201930 minutes
Episode Artwork

Norðurlöndin tali einum rómi

Norðurlandaþjóðirnar ætla að tala einum rómi á fundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í haust, þannig fá þær aukinn slagkraft á alþjóðavettvangi, segir forsætisráðherra. Norðurlöndin eigi að verða sjálfbærasta og best samþætta svæði í heimi. Skriða úr veðruðu móbergi við Reynisfjöru kemur ekki á óvart, segir sérfræðingur Veðurstofunnar. Hluta fjörunnar var lokað í gær eftir að ferðamenn urðu fyrir skriðu; önnur stærri féll þar í nótt. Bretar ætla að hætta að taka þátt í helmingi funda og ráðstefna á vegum Evrópusambandsins. Breskir embættismenn eiga þess í stað að einbeita sér að Brexit 31. október. Fyrir átta árum þegar síðast var gerð landskönnun á mataræði Íslendinga var einn af hverjum hundrað grænmetisæta. Framkvæmdastjóri Krónunnar telur að í dag sleppi tífalt fleiri kjöti. Fullyrðingar um að samþykkt þriðja orkupakkans skuldbindi Ísland til að standa ekki í vegi fyrir fyrir lagningu sæstrengs eru óskiljanlegar. Í hafréttarsáttmálanum sé skýrt kveðið á um að enginn getur lagt sæstreng inn í landhelgi án samþykkis viðkomandi ríkis. Þetta segir sérfræðingur í hafréttarmálum. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn útsendingar: Björg Guðlaugsdóttir
8/20/201930 minutes
Episode Artwork

Merkel kemur, 3. orkupakkinn og launakröfur BSRB

Mikil öryggisgæsla er vegna komu Angelu Merkel, kanslari Þýskalands til landsins. Hún ræðir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra á Þingvöllum í kvöld og tekur þátt í fundir forsætisráðherra Norðurlandanna á mrogun. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir segir frá komu Merkel og viðbúnaði á Þingvöllum. Frosti Sigurjónsson, talsmaður Orkunnar okkar segir að hætt sé við því að Ísland verði að greiða milljarðasektir ef stjórnvöld standa í vegi fyrir lagningu sæstrengs. Hann segir líka að væntanlega komi fram kröfur um að skipta Landsvirkjun upp og nýtingarrétturinn boðinn út. Arnar Páll Hauksson ræðir við Frosta. Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB svíður að laun tekjuhæstu ríkisstarfsmannanna hækki mest og oft jafnmikið og heil mánaðarlaun þeirra sem lægri hafa launin. Kristín Sigurðardóttir ræddi við hana. Lögreglan hefur lokað Reynisfjöru vegna grjóthruns. Tveir slösuðust þar í dag, þó ekki alvarlega. Þúsundir hafa þurft að flýja skógarelda á Gran Canaria og slökkviliðsmenn fá lítt við ráðið. Á eyjunni hafa kviknað gróðureldar í þriðja sinn á rúmri viku og þar er líka hitabylgja þessa dagana. Ásgeir Tómasson segir frá. Skýrsla Deloitte til skiptastjóra flugfélagsins WOW air veitir innsýn í rekstur sem sýnir samspil flugfélagsins og félaga í eigu aðaleiganda Wow. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Angela Merkel minntist í morgun með Viktori Orban, forsætisráðherra Ungverjalands Samevrópsku lautarferðarinnar, þar sem hundruð Austur Þjóðverja flýðu yfir landamæri Austurríkis og Ungverjalands fyrir þrjátíu árum. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn útsendingar: Björg Guðlaugsdóttir
8/19/201930 minutes
Episode Artwork

RÚV af auglýsingamarkaði

Menntamálaráðherra stefnir að því að Ríkisútvarpið hætti á auglýsingamarkaði. Hún vill að stuðningur verði svipaður og annars staðar á Norðurlöndum þar sem ríkismiðlar eru ekki með auglýsingar. Engin ákvæði eru í þriðja orkupakkanum um lagðar verði skyldur á Ísland að leggja sæstreng. Þetta kom fram á fundi utanríkismálanefndar í dag. Dómari, sem leggst gegn innleiðingu orkupakkans, segir þetta rétt. Málið snúist hins vegar um að íslensk stjórnvöld skuldbindi sig að vera ekki að þvælast fyrr mönnum sem vilja leggja sæstreng. Fyrsti skiptafundur þrotabús WOW air var haldinn í dag. Annar skiptastjóra á ekki von á því að hægt verði að greiða allar forgangskröfur. Gæsluvarðhald yfir tveimur útlendingum var í dag framlengt um fjórar vikur. Þeir reyndu að smygla tugum kílóa af amfetamíni og kókaíni hingað til lands. Það verður engin flugeldasýning á 25 ára afmælishátíð Danskra daga. Stykkishólmsbær vill vera leiðandi í umhverfismálum. Dómararnir Skúli Magnússon og Arnar Þór Jónsson tókust á um innihald og afleiðingar innleiðingar þriðja orkupakkans. Skúli segir að ekkert í gerðum pakkans kveði á um skyldur til að leggja sæstreng. Arnar Þór er sammála því en segir að með þriðja orkupakkanum skuldbindi íslenska ríkið sig að þvælast ekki fyrir mönnum sem vilja leggja sæstreng. Kristján Sigurjónsson talaði við Véstein Jóhannsson, varaformann Samtakanna 78 í tilefni Hinsegin daga.
8/16/201930 minutes
Episode Artwork

Loftslagsvæn steypa og lækkandi vextir.

Fækka á framkvæmdastjórum og sviðum innan Landspítalans til að mæta miklum rekstrarhalla. Forstjóri Landspítalans þorir ekki að segja til um mögulegar uppsagnir. Vegagerðin styður hugmyndir um þrenn ný jarðgöng á Austurlandi, sem áætlað er að kosti 64 milljarða. Þetta segir forstjóri Vegagerðarinnar. Nefnd um mótun flugstefnu telur litla ástæðu til að flokka aðra flugvelli en Keflavíkurflugvöll sem millilandaflugvelli. Nefndarmenn eru allir á höfuðborgarsvæðinu. Það væri hægt að minnka sótspor steypu í íslenskum byggingariðnaði um allt að 70%. Þetta segir forstöðumaður Rannóknarstofu byggingariðnaðarins. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi málið við steypusérfræðinga. Sérfræðingar eru sammála um að vextir muni halda áfram að lækka. Þeir hafa að undanförnu lækkað nokkuð hratt í nágrannalöndum okkar. Arnar Páll Hauksson ræddi við forstöðumann greiningardeildar Arion banka og framkvæmdastjóra lífeyrissjóðanna EFÍA og LSBÍ.
8/15/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 14, julí 2019

Samgönguráðherra telur að hægt verði að fjármagna 34 milljarða Fjarðarheiðargöng með ríkisfjármögnun og notendagjöldum. Seyðfirðingar og Héraðsbúar afhentu ráðherra nú klukkan sex um eitt þúsund og átta hundruð undirskriftir með áskorun um að flýta gerð ganganna. Forsætisráðherra Danmerkur vill herða gæslu á landamærunum við Svíþjóð. Sænskur maður er í haldi, grunaður um að hafa átt þátt í sprengingu við dönsku skattstofuna í Kaupmannahöfn. Mikið fatlaður maður sem hefur búið á Grensásdeild Landspítalans í tvö ár hefur loksins verið fluttur á varanlegt heimili. Kjörsókn innflytjenda í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum hér á landi er mun minni en þátttaka innfæddra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Háskólanum á Akureyri. Landsnet hagnaðist um tvo komma fjóra milljarða á fyrri hluta ársins. Í Speglinum er rætt um stöðu og horfur í uppbyggingu í vindorku hér á landi . Viðmælendur Ketill Sigurjónsson og Auður Anna Magnúsardóttir. Umfjöllun milljarðamæringinn Jeffrey Epstein sem braut kynferðislega á tugum eða hundruðum stúlkubarna um árabil. Páli Jónasson .
8/14/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 13.08.2019

Umsjón: Pálmi Jónasson Óprúttnir atvinnurekendur stela árlega mörg hundruð milljónum úr vösum starfsfólks síns og beinast brotin mest að ungu fólki og fólki af erlendum uppruna. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Alþýðusambands Íslands á umfangi brota á vinnumarkaði. Forseti sambandsins segir nýja stéttaskiptingu vera að festa sig í sessi. Samstaða hefur náðst meðal þingflokka á Alþingi um hvernig umræður um þriðja orkupakka Evrópusambandsins eigi fara fram á sumarþingi. Fyrirtækið Storm orka stefnir að því að reisa vindmyllugarð í Dalabyggð sem gæti kostað allt að 20 milljarða króna. Framkvæmdastjórinn segir að næsta skref í orkumálum Íslendinga sé nýting vindorkunnar. Lögreglan vissi allt um mansalshring Jeffreys Epsteins árið 2005 og margvísleg kynferðisbrot hans gegn tugum eða hundruðum stúlkna langt undir lögaldri. Saksóknarinn, sem síðar varð ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trumps, gerði afar sérkennilegan samning við lögmenn Epsteins sem í raun þögguðu málið niður. Áfram var mótmælt á flugvellinum í Hong Kong í dag og fjölda flugferða frestað. Íslensk kona sem býr í Hong Kong segir það mikið áhyggjuefni að kínversk stjórnvöld hafi líkt aðgerðum mótmælenda við hryðjuverk. Óprúttnir atvinnurekendur stela árlega nokkur milljónum úr vösum starfsfólks af erlendum uppruna. Aukið vinnustaðaeftirlit hefur leitt til þess að erlent starfsfólk leitar frekar til stéttarfélaga en brotum gegn því hefur ekkert fækkað. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Alþýðusambands Íslands á brotastarfsemi á vinnumarkaði. Fram kemur að brot atvinnurekenda beinist sérstaklega gegn þeim hópum sem síst þekki réttindi sín, ungmennum og fólki af erlendum uppruna. Aðrir hópar sleppi að mestu. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir bráðnauðsynlegt að stjórnvöld standi við loforð og herði viðurlög við brotum. Það eigi ekki að borga sig fyrir atvinnurekendum að stela launum af fólki. Arnhildur Hálfdánardóttir fjallar um málið í Speglinum. Lögreglan vissi allt um mansalshring Jeffreys Epsteins árið 2005 og margvísleg kynferðisbrot hans á tugum eða hundruðum stúlkna langt undir lögaldri. Saksóknarinn, sem síðar varð ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trumps, gerði hins afar sérkennilegan samning við lögmenn Epsteins sem í raun þögguðu málið niður. Stúlkurnar nutu einskis réttlætis og Epstein gat óáreittur tekið aftur upp fyrri iðju. Pálmi Jónasson fjallar um málið í Speglinum. Fyrirtækið Storm orka stefnir að því að reisa vindmyllugarð í Dölunum sem gæti kostað 15 til 20 milljarða króna. Framkvæmdastjóri þess segir að vindorka sé næsta skref í orku
8/13/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 12.08.2019

Umsjón: Pálmi Jónasson Tvær aurskriður hafa fallið í vestanverðum Eyjafirði í dag. Mikill vatnavöxtur er í ám og lækjum og líkur á aurskriðum og grjóthruni úr fjallshlíðum. Forseti Alþingis segir að fyrir liggi undirritað samkomulag um afgreiðslu þriðja orkupakkans. Málið verður rætt á fundi þingflokksformanna á morgun. Hafrannsóknastofnun og breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe skrifuðu undir samkomulag í dag um að Ratcliffe fjármagni umfangsmikla rannsóknaráætlun í samvinnu við stofnunina. Orkumálastjóri segir að erfitt sé að sjá fyrir sér að hér á landi verði reist vindorkuver á næstu tíu árum ef þau verða að fara í gegnum rammaáætlun. Arnar Páll Hauksson fjallar um málið í Speglinum Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan FBI rannsaka dauða bandaríska milljarðamæringsins Jeffreys Epsteins, sem talinn er hafa svipt sig lífi í fangaklefa í New York á laugardaginn. Pálmi Jónasson fjallar um málið í Speglinum Það heyrðist iðulega að Theresa May forsætisráðherra Breta væri ósannfærandi leiðtogi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu því hún studdi ekki útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Nú er kominn forsætisráðherra sem klárlega studdi útgöngu og Boris Johnson ætlar ekki að láta ætlunarverkið mistakast. Stefna hans er þó enn óklár en kannski er það með ráðum gert. Sigrún Davíðsdóttir fjallar um málið í Speglinum.
8/12/201930 minutes
Episode Artwork

Alvarlegt slys

Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Eystri Rangá síðdegis. Áætlað er að Suðurlandsvegur verði lokaður í um tvær klukkustundir vegna slyssins Hitamet hafa fallið í Frakklandi í dag þar sem hitinn fór í 45,8 stig í suðurhluta landsins. Tilkynnt hefur verið um nokkur dauðsföll. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist harma töf á rannsókn á læknamistökum í fæðingu sem urðu til þess að hjón misstu barn. Málinu var vísað til ríkislögmanns og lögreglu árið 2016. Útlenskur faðir, sem var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp í Hæstarétti, hefur höfðað mál gegn ríkinu til að koma í veg fyrir að hann verði sendur úr landi eftir afplánun. Fimmtíu ár eru í dag liðin frá Stonewall-mótmælunum í New York, sem talin eru marka upphaf réttindabaráttu hinsegin fólks G20-ríkin hafa meira en tvöfaldað fjárframlög sín til kolaiðnaðarins á þremur árum þrátt fyrir loforð um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem var birt fyrir fund ríkjanna sem hófst í dag. Bergljót Baldursdóttir segir frá. Hlé verður gert á kjaraviðræðum í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Ríkið hefur samið við BRSB og fleiri félög um friðarskyldu fram til 15. september. Formaður samninganefndar ríkisins segist bjartsýnn á að samningar takist fyrir þann tíma. Arnar Páll Hauksson talar við Sverri Jónsson. Kristján Sigurjónsson sagði frá svindli í maraþonhalupum.
6/28/201930 minutes
Episode Artwork

Kúveit norðursins. Sælgætissvindl. Babis.

Engin svör frá ríkislögmanni, lögreglu eða Landspítala hafa borist foreldrum barns sem lést nýfætt vegna læknamistaka á Landspítalanum 2015. Þau hafa beðið svara í þrjú ár. Lögmaður þeirra sagði ríkislögmanni í morgun að biðin væri á enda. Ísland ætti að huga að því að taka reglulega sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þannig geti Ísland aukið þrýsting á að bætt sé úr mannréttindabrotum í heiminum. Gríðarlegir skógareldar loga nú á Spáni og enn hefur ekki tekist að hefta útbreiðslu þeirra þrátt fyrir að hundruð slökkviliðsmanna berjist við þá. Lengri umfjallanir: Ísland gæði orðið hálfgert Kúveit norðursins með því að flytja út vetni í stórum stíl. Þetta segir verkfræðingur sem telur að vindorka gæti staðið undir vetnisframleiðslunni. Arnar Páll Hauksson ræðir við Hafstein Helgason. Síðustu vikur hefur fjöldi fólks mótmælt stjórn forsætisráðherra Tékklands, í stærstu mótmælaaðgerðum frá tímum flauelsbyltingarinnar. Svo virðist þó sem hann ætli að standa af sér storm spillingarásakana. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá. Umfangsmikið sælgætissmygl hefur átt sér stað milli Svíþjóðar og Danmerkur síðustu ár. Upphæðirnar hlaupa á milljörðum. Kári Gylfason í Gautaborg. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir
6/27/201930 minutes
Episode Artwork

Vextir lækka

Forseti ASÍ fagnar ákvörðun Seðlabankans um lækkun stýrivaxta. Íslandsbanki tilkynnti um vaxtalækkanir í dag. Saksóknari telur að hæfileg refsing geti verið allt að 18 ára fangelsi yfir manni sem varð tveimur að bana í fyrra þegar hann kveikti í húsi á Selfossi. Fleiri en þrjú af hverjum fjórum fyrirtækjum sem eiga að skila jafnlaunavottun í árslok eru ekki búin að fá vottun. Hægt er að beita dagsektum ef þau skila ekki. Eftir að lög um kynrænt sjálfræði taka gildi tekur nafnabreyting hjá Þjóðskrá einungis þrjá til fimm daga. Þá getur hver sem er, óháð kyni, tekið sér hvaða nafn, sem er á skrá. Verkfræðistofan Efla vinnur að því að kanna hvort og hvernig mögulegt er að vetnisvæða smábátaflotann á Vestfjörðun og fiskflutningabíla. Arnar Páll Hauksson talar við Hafstein Helgason. Ef þessi mynd fær okkur ekki til að endurmeta stöðuna, ef hún hreyfir ekki við þeim sem taka ákvarðanirnar þá er samfélag okkar illa statt. Þetta segir Julia le Duc, blaðamaður á dagblaðinu La Jornada sem gefið er út í mexíkósku landamæraborginni Matamoros. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá. Alþingi ætlar að fela Ríkisendurskoðun að kanna aðkomu yfirvalda að starfsemi Wow. En Alþingi hefur einnig samþykkt lög sem draga enn frekar athyglina að eftirlitsyfirvöldum - það er ný lög um sameiningu Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
6/26/201930 minutes
Episode Artwork

Heilabilun. Eftirlitsstofnanir.

Formaður fjárlaganefndar segir að stjórnendur Íslandspósts verði að taka ábyrgð á rekstrarvanda félagsins. Ríkisendurskoðandi telur fulla ástæðu til þess að ráðast í margvíslegar hagræðingaaðgerðir innan Íslandspósts. Strangar kvaðir eru í nýjustu lóðarvilyrðum fyrir nýbyggingar frá Reykjavíkurborg til að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur. Langur biðlisti hefur myndast eftir íbúðum í Gufunesi. Bandaríkjaforseti segir ummæli stjórnvalda í Íran í garð Bandaríkjanna bera vott um fávisku. Ráðist Íranar gegn Bandaríkjunum verði þeim svarað með yfirgnæfandi afli. Fáar humlur og geitungar eru á sveimi þetta sumarið en skordýrafræðingur segir óþarfa að örvænta. Bankahrunið 2008 sýndi að eftirlitsyfirvöld féllu á prófinu. Gjaldþrot flugfélagsins Wow vekur aftur spurningar um eftirlit. Sigrún Davíðsdóttir. Ákveðið stefnuleysi hefur undanfarið ríkt í málefnum fólks með heilabilun. Nú eru blikur á lofti því drög að fyrstu stefnu í málaflokknum voru birt í gær. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Jón Snædal og Vilborgu Gunnarsdóttur. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.
6/25/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 24. júní 2019

Spegillinn mánudaginn 24. júní Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Ástæða er til að hafa áhyggjur af meiri hernaðarumsvifum á norðurslóðum, meðal annars í ljósi þess að Bandaríkjaher áformar uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Embætti ríkislögreglustjóra segir að framganga ríkislögreglustjóra í máli lögreglumannsins sem þrjár stúlkur sökuðu um kynferðisbrot hafi verið lögum samkvæmt. Vel gengur að hrinda 54 verkefnum árs gamallar byggðaáætlunar í framkvæmd, að mati verkefnastjóra í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, en tíu verkefni eru þó enn ekki hafin. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, kynnti í dag frekari refsiaðgerðir gegn Íran. Hyggst hann til að mynda beita beita Ayatollah Ali Khamenei, erkiklerk Írans, stórtækum viðskiptaþvingunum til að hefna fyrir drónann sem Íransher skaut niður í síðustu viku. Gert er ráð fyrir að álagning á sykraða gosdrykki og sælgæti hækki í nýrri aðgerðaáætlun Landlæknisembættisins . Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, segir að það sé mikilvægt fyrir lýðheilsu Íslendinga að sykurskattur komist í gagnið. Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít hafa nú hafst við í sérsmíðaðri laug í Vestmannaeyjum í fimm daga, eftir ferðalagið stranga frá Kína. Páll Marvin Jónsson, forstöðumaður þekkingarseturs Vestmannaeyja, hefur fylgst með systrunum og hverning þeim vegnar í Eyjum. Lengri umfjallanir: Einar Sveinbjörnssson veðurfræðingur segir að þurrviðri undanfarinna vikna á Vesturlandi sé tæplega hægt að skrifa á loftslagsbreytingar. Ef þetta gerðist ár eftir ár mætti tala um breytingar. Kristján Sigurjónsson talar við Einar um veðurfar á íslandi það sem af er sumri og hitabylgjuspá á meginlandi Evrópu. Það stefnir í að hlé verði gert í júlí á kjaraviðræðum opinberra starfsmanna við ríki og sveitarfélög. Samiðn og Rafiðnarsambandið hafa skrifað undir samkomulag við ríkið um friðarskyldu til 30. september og að 105 þúsund krónur verði greiddar 1. ágúst sem fyrirframgreiðsla vegna væntanlegra launahækkana. Bæði BSRB og BHM hafa fengið tilboð um svipað samkomulag en þar er miðað við að friðarskylda verði til 15. september. Enn á eftir að semja við sveitarfélögin um breytta viðræðuáætlun. Arnar Páll Hauksson tók saman og talaði við Sonju Ýr Þorbergsdóttur. Fyrst voru þeir tíu, frambjóðendur til leiðtoga Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Nú eru tveir eftir, Jeremy Hunt utanríkisráðherra og þingmaðurinn Boris Johnson, áður borgarstjóri höfuðborgarinnar og utanríkisráðherra. Kapphl
6/24/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn föstudaginn 21. júní 2019

Dæmi eru um að sjúklingar þurfi að greiða tíu þúsund krónur aukalega fyrir heimsókn til sérfræðilæknis. Þetta aukagjald er ekki niðurgreitt af ríki. Forstjóri Sjúkratrygginga segir þetta sýna að brýnt að ná samningum við sérfræðilækna sem fyrst. Deilur Bandaríkjanna og Íran virðast engan endi ætla að taka. Ásakanir hafa gengið milli í tengslum við njósnadróna sem Íranar skutu niður í fyrrakvöld. Sjötta Secret Solstice-hátíðin var sett í Laugardalnum í dag, eftir mánaðalangar samningaviðræður við Reykjavíkurborg. Fjöldi heimsþekktra tónlistarmanna kemur þar fram. Formaður félags framhaldsskólakennara, segir að trúnaðarbrestur hafi komið upp þegar formaður Kennarasambands Íslands, beitti sér fyrir frumvarpi að nýjum lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara. Íbúar í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit eru almennt jákvæðir gagnvart viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna, Í síðari hluta Spegilsins minnumst við þes að í dag eru tíu ár liðin frá því Grænlendingar fengu sjálfstjórn. Þá ríkti mikil bjartsýni um framtíðina en nú telur þáverandi formaður landsstjórnarinnar að leysa þurfi gríðarleg félagsleg vandamál áður en hugsað sé um fullt sjálfstæði. Við fjöllum líka ítarlega um þá kolefnisjöfnunarkosti sem bjóðast á Íslandi og komumst að því að það er hægt að kolefnisjafna í bólu.
6/21/201930 minutes
Episode Artwork

Boris Johnson næsti forsætisráðherra?

Boris Johnson fékk aftur langflest atkvæði þingmanna Íhaldsflokksins sem nú velja sér nýjan formann. Hann etur kappi við Jeremy Hunt, sem fékk næstflest atkvæði í fimmtu atkvæðagreiðslunni í dag. Fjármálaráðherra segir það öfugmæli að tala um niðurskurð í ríkisfjármálum þegar verið sé að bæta í á flestum sviðum. Fulltrúaráð VR situr nú á fundi þar sem tillaga um að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna er rædd. Tilefnið er vaxtahækkun á verðtryggðum lánum sjóðsins. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að hlutverk lífeyrissjóða sé að gæta hagsmuna allra sjóðfélaga ekki bara lántaka. Fyrsta leiguíbúð íbúðafélagsins Bjargs var afhent í dag. Einstæð tveggja barna tók við lyklunum. Félag framhaldsskólakennara telur að ný lög um að sama leyfisbréf gildi fyrir þrjú skólastig geti orðið til þess að draga úr menntunar- og gæðakröfum sem gerðar eru til kennara. Verslunarskólinn, Menntaskólinn við Sund og Tækniskólinn eru vinsælustu framhaldsskólar landsins, sé tekið mið af óskum nýnema um skólavist. Landgræðslustjóri segir að landið sé enn að tapa jarðvegi og því miður sé ekki hlustað á fagmenn. Hann segir að nóg sé til af grasi. Hægt væri að vera með miklu stærri fjárstofn ef beitt væri á láglendi. Arnar Páll Hauksson ræðir við Árna Bragason. Arnar Páll Hauksson talar við Guðfinnu Hörpu Árnadóttur, formann Samtaka sauðfjárbænda, um gagnrýn veggna gæðastýringar í sauðfjárrækt. Sænskir stjórnmálamenn og fréttaskýrendur hafa ítrekað sakað kínversk stjórnvöld um fjandskap og óeðlileg afskipti síðasta árið. Árekstrar í samskiptum ríkjanna hafa tekið á sig margvíslega og jafnvel furðulegar myndir: Grátandi ferðafólk á götum Stokkhólms; viðhafnarathöfn sem aflýst var á síðustu stundu; og lögreglurannsókn á sendiherra Svíþjóðar í Kína, eftir leynifund í Stokkhólmi. Kári Gylfason segir frá. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Gísli Kjaran Kristjánsson
6/20/201930 minutes
Episode Artwork

Grænland. Flótti. Greenham Common- konurnar.

Spegillinn 19. júní. Það er stál í stál í kjaraviðræðum við sveitarfélögin, segir formaður Starfsgreinasambandsins eftir samningafund í morgun. Sveitarfélögin neiti að færa lífeyrisréttindi til jafns við borgina og ríkið. Tveir mánuðir eru í næsta samningafund. Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grá eru nú á leið til Landeyjahafnar en þaðan verða þær fluttar til Vestmannaeyja í kvöld. Stjórnvöld í Moskvu gagnrýna harkalega niðurstöðu alþjóðlegrar rannsóknarnefndar vegna flugvélarinnar MH17 sem skotin var niður í Úkraínu fyrir fimm árum. Þriðja hvert barn í bænum Tasiilaq á Grænlandi verður fyrir kynferðislegu ofbeldi og fimmti hver bæjarbúi sviptir sig lífi. Íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi 19. júní fyrir 104 árum. Í tilefni dagsins rifjum við upp eina þrautseigustu og frægustu friðarbaráttu sem konur hafa staðið fyrir þegar konur dvöldu fyrir utan Greenham Common herstöðina í Englandi í 19 ár til að mótmæla kjarnorkuvopnavæðingu. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum. Í síðari hluta Spegilsins ræðum við vandann og orsakir hans við Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir
6/19/201930 minutes
Episode Artwork

6/18/201930 minutes
Episode Artwork

Fjallkonan, kvenna- og karlafótbolti og formannskjör íhaldsmanna í UK

Spegillinn 18.6.2019 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Samkomulag um afgreiðslu mála á Alþingi og þinglok er í höfn. Samið er um að fresta þriðja orkupakkanum þar til í lok ágúst og fresta gildistöku frumvarps um innflutning á fersku kjöti. Rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins og Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins Ef kviknar í á Vesturlandi má búast við að eldurinn breiðist hratt út þar sem áfram er spáð þurrki og norðanstrekkingi. Þetta segir veðurfræðingur sem brýnir fyrir fólki að fara gætilega. Rætt við Pálma Þór Sævarsson svæðisstjóra Vegagerðarinnar Sérsveit ríkislögreglustjóra og sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út þegar vart varð við torkennilegan hlut við gegnumlýsingu í farangursleit á Keflavíkurflugvelli. Við nánari skoðun reyndist hann vera eftirlíking af Fabérge-eggi. Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar ekki stríð við Íran, einkum ef stjórnvöld þar hefja þróun kjarnavopna. Hann gerði lítið úr árásum á tvö olíuflutningaskip á Ómanflóa í síðustu viku í viðtali við tímaritið Time í dag. Mikil eftirvænting er fyrir komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja á morgun. Starfshópur um endurskoðun kosningalaga leggur til að komið verði á fót nýrri kosningastofnun til að hafa umsjón með framkvæmd kosninga og verkefnum í tengslum við þær. Boris Johnson fékk aftur flest atkvæði þingmanna Íhaldsflokksins, sem kjósa sér nýjan formann á næstunni. Frambjóðendum fækkaði um einn eftir atkvæðagreiðslu dagsins og þeir eru nú fimm. Sigrún Davíðsdóttir, segir frá Það þarf að stokka upp hlutverk fjallkonunnar og leyfa henni að velja sér ljóð. Þetta er mat kynjafræðings sem fagnar því að í gær hafi kona sem ekki er hvít farið með hlutverkið. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman og ræddi við Guðnýju Gústafsdóttur, kynjafræðing. Úrslitakeppni heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta stendur nú sem hæst yfir í Frakklandi og sennilega hefur keppninni aldrei áður verið sinnt jafn vel af fjölmiðlum á alþjóðavísu. Kvennaboltinn hér á landi og erlendis á þó enn langt í land með að njóta jafnréttis á við karlaboltann þegar kemur að aðstöðu, peningum og viðhorfi þeirra sem stjórna í knattspyrnuhreyfingunni. Kristján Sigurjónsson ræddi við Eddu Garðarsdóttur, margreynd landsliðskona í fótbolta og þjálfari, og Kristján Guðmundsson knattspyrnuþjálfara. Kristján hefur um árabil þjálfað meistaraflokkslið karla í efstu deild víða um land, en þjálfar nú í fyrsta sinn kvennalið í efstu deild.
6/14/201930 minutes
Episode Artwork

Fiskur, Frederiksen, Johnson

Spegillinn 13. júní 2019 Það stefnir í um það bil þriggja miljarða króna samdrátt í útflutningstekjum á ársgrundvelli, vegna ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar um nytjastofna sem kynnt var í morgun. Skipuð hefur verið samstarfsnefnd sem á að kanna ávinning af sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Mikið hop Sólheimajökuls síðustu ár kom Frank-Walter Steinmeier forseta Þýskalands mjög á óvart, segja unglingar í Hvolsskóla á Hvolsvelli sem hafa fylgst með rýrnun jökulsins síðustu ár. Fiskifræðingur segir að staða síldar sé alvarleg og hrun loðnu gæti haft alvarleg áhrif á helstu bolfiskstofna. Arnar Páll Hauksson ræðir við Guðmund Þórðarson fiskifræðing og Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS. Flóknar stjórnarmyndunarviðræður standa nú yfir í Danmörku. Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, reynir að sætta ólík sjónarmið mið- og vinstriflokka sem hafa lýst stuðningi við hana sem forsætisráðherra. Bogi Ágústsson. Draumur Ídu Jónasdóttur Herman, 93 ára, rættist í dag þegar lögð var fram tillaga á Alþingi um að hún fengi að nýju íslenskan ríkisborgararétt. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir Tæknimaður: Mark Eldred
6/13/201930 minutes
Episode Artwork

Nethatur og ókláraðir kjarasamningar

Undanfarin þrjú ár hefur verið fjárfest í ferðaþjónustu fyrir rúma 243 milljarða. Fjárfestingar í hótelum hafa aldrei verið meiri en í ár, 38 milljarðar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðað til neyðarfundar vegna útbreiðslu ebólu. Boris Johnson, frambjóðandi í leiðtogabaráttu í Íhaldsflokknum breska, ætlar ekki að standa að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings, nema það sé síðasti valkosturinn sem býðst. Fjölmörgum kjarasamningum er ólokið. Svo gæti farið að kjaraviðræður færist fram á haustið. Sumarlokun verður hjá ríkissáttasemjara í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Stjórnmálafræðingur og aðjúnkt í siðfræði óttast að hamslaust hatur færist í vöxt í netheimum. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardótir Tæknimaður: Mark Eldred
6/12/201930 minutes
Episode Artwork

Titringur í Tyrklandi

Það er óhætt að fullyrða að það sé mikill titringur í Tyrklandi vegna landsleiks Tyrklands og Íslands. Kannski réttara að segja vegna móttökunnar í Leifsstöð. Lögreglan á Suðurnesjum hafnaði beiðni Tyrkja um að landsliðið fengi undanþágu frá vegabréfaskoðun við komuna til landsins. Leikur Íslands og Tyrklands hefst eftir stundarfjórðung. Sjávarútvegsráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Fiskistofu um að svipta Kleifaberg RE-70 veiðileyfi vegna brottkasts. Ráðuneytið felur Fiskistofu að rannsaka betur meint brot. Franskur saksóknari fer fram á fimm ára óskilorðsbundinn dóm yfir Björgólfi Guðmundssyni fyrrum stjórnarformanni og aðaleiganda Landsbankans vegna fasteignalána sem útibú bankans í Lúxemborg veitti. Engin niðurstaða er af fundi formanna flokkanna á Alþingi sem lauk um klukkan fimm. Innihaldslýsingar margra orkudrykkja sem markaðsettir eru sem heilsuvara eru oft ekki ósvipaðar innihaldslýsingu á Diet Coke. Þetta segir íþróttanæringarfræðingur. Ákveðnir hópar íþróttamanna geti þó haft gagn af aukakoffíni. Kjaradeila Starfsgreinasambandsins og sveitarfélaga er í hnút. Það gæti stefnt í hörð átök og jafnvel verkföll ef ekki tekst að höggva á hnútinn og semja. Arnar Páll talar við Flosa Eiríksson og Henný Hinz. Innihaldslýsingar margra orkudrykkja sem markaðsettir eru sem heilsuvara er oft ekki ósvipaðar innihaldslýsingu á Diet Coke. Þetta segir íþróttanæringafræðingur. Ákveðnir hópar íþróttamanna geti þó haft gagn af koffíni. Forstöðumaður rannsóknarstofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala segir að amínósýrur hafi líklega lítil sem engin áhrif í því magni sem þær eru í drykkjunum. Arnhildur Hálfdánardóttir. Franskur saksóknari telur að Landsbankinn hafi brotið lög þegar útibú bankans í Lúxemborg seldi ákveðna tegund fasteignalána til húseigenda í Frakklandi fyrir hrunið 2008. Einn níu ákærðra er Björgólfur Guðmundsson fyrrum stjórnarformaður og aðaleigandi Landsbankans. Saksóknari telur Björgólf hafa haft hag af sviksamlegum lánum og fer fram á þyngsta dóminn yfir honum, fimm ára fangelsi og háa sekt. Allir ákærðu hafna sök í þessu áfrýjunarmáli sem saksóknari tapaði á fyrsta dómsstigi.
6/11/201930 minutes
Episode Artwork

Orkudrykkir, Woodstock, gamalt málþóf.

Forsætisráðherra segir það undarlegt að bandaríska alríkislögreglan FBI hafi fengið aðstoð íslenskra stjórnvalda án þess að ráðherrar fengju að vita að því. Íslensk stjórnvöld veittu FBI aðstoð í Wikileaks-rannsókninni. Talið er að á annað hundrað hafi veikst vegna mengaðs drykkjarvatns nærri bænum Asköy norður af Björgvin í Noregi undanfarna daga. Landsréttur staðfesti í dag dóm yfir karlmanni sem var fundinn sekur um að hafa brotið ítrekað gegn fósturbarnabarni sínu. Það eru tímamót í Skálholti því nú á fardögum verður mjólkurbúskap hætt þar. Þegar hafa verið seldar fimm kýr og tíu eru falar að sögn síðasta ábúanda í Skálholti. Í síðari hluta Spegilsins er fjallað um orkudrykkjaæði sem virðist hafa gripið landsmenn, málþóf sem er svo sannarlega ekkert nýtt af nálinni og þess minnst að hálf öld er liðin frá því ein frægasta tónlistarhátíð sögunnar, Woodstock-hátíðin fór fram.
6/7/201930 minutes
Episode Artwork

6/6/201930 minutes
Episode Artwork

Danskar kosningar, D-dagur, rafbílar.

Spegillinn 5. júní. Vinstrifylkingin í dönskum stjórnmálum fær 90 þingsæti og meirihluta á danska þinginu samkvæmt útgönguspám sem voru birtar eftir að kjörstöðum var lokað klukkan sex. Ekkert mál hefur verið rætt jafn lengi á Alþingi og þriðji orkupakkinn. Umræðan hefur staðið í nær 137 klukkustundir. Ekkert samkomulag liggur fyrir um þinglok og forsætisráðherra segir að á meðan það sé raunin sé ekki annað í stöðunni en að halda þingfundi áfram á Alþingi, nægur tími sé fram í september. Annað árið í röð hækkar fasteignamat á Akranesi um meira en 20 prósent. Forstjóri Þjóðskrár segir fasteignamatið nálgast höfuðborgarsvæðið. Almannavarnir hafa aflýst óvissustigi vegna virkni í Öræfajökli sem hefur staðið yfir síðan í nóvember 2017. Undirbúningur er hafinn í félagsmálaráðuneytinu að því að breyta lögum um fjöleignahús til að liðka fyrir rafbílavæðingu. Leiðtogar minntust þess í dag að 75 ár eru liðin frá innrásinni í Normandí-hérað. Prófessor við Háskóla Íslands telur að atburða sem þessara verði enn minnst með viðhöfn eftir hundrað og fimmtíu ár, verðum við ekki sokkin í sæ. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir
6/5/201930 minutes
Episode Artwork

Procar, orkuskipti og kolefnisjöfnun

Bílaleigan Procar, sem hefur viðurkennt að hafa átt við kílómetrastöðu bíla, verður ekki svipt starfsleyfi að svo stöddu. Tillögur fyrirtækisins að úrbótum voru taldar fullnægjandi Átak verður gert í að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla út um allt land og stefnt er að því að rafvæða ferðaþjónustuna. Um þriðjungur losunar sem er á ábyrgð stjórnvalda samkvæmt Parísarsamkomulaginu er frá vegasamgöngum. Hæstiréttur ómerkti í dag dóma í málum tveggja félaga Kristjáns Loftssonar gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Enn ríkir mikil spenna í Danmörku þar sem kosið verður á morgun. Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, bauð í dag óvænt upp á stjórn miðju- og vinstriflokka. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki vilja funda með leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Bretlandi. Trump og Theresa May forsætisráðherra Bretlands lofuðu bæði gott samband ríkjanna á blaðamannafundi í dag. Svokölluð Báramótabrenna verður haldin á Gauknum í Reykjavík í kvöld en þar hyggst Bára Halldórsdóttir eyða Klaustursupptökunni. Stefnt er að því að um 700 milljónum verði varið til að ýta undir orkuskipti í vegasamgöngum. Fjölga á hraðhleðslustöðvum út um allt land þannig að auðveldara verið að ferðast um landið á rafbílum. Þá verður ráðist í átak til að rafvæða ferðaþjónustuna. Arnar Páll talar við Sigurð Inga Jóhannsson, Þórdísi K0lbrúnu Gylfadóttur Reykfjörð og Sigurð Inga Friðleifsson. Í íslenskum lögum eru engin fyrirmæli um hvaða gæðakröfur skuli gera til fyrirtækja sem opinberar stofnanir kolefnisjafna sig hjá. Fyrirtækin tvö sem bjóða kolefnisjöfnun á Íslandi hafa ekki á stefnuskránni að sækja sér alþjóðlegar vottanir. Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir mikilvægt að skýra leikreglur. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Elvu Rakel Jónsdóttur og Sigurð Inga Friðleifsson. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Marteinn Marteinsson
6/4/201930 minutes
Episode Artwork

Trump, kosningar í Danmörku og kolefnisjöfnun

Forstjóri Samgöngustofu þótti ekki hæfasti umsækjandinn í starfið þegar skipað var í það að nýju. Hann ætlar að krefjast rökstuðnings fyrir niðurstöðu hæfnisnefndar. Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir að það hafi lítil áhrif á kjör öryrkja að draga úr krónuskerðingu öryrkja um 35%. Umræða stendur nú yfir á Alþingi um breytta fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan gefur efnahagsstjórninni falleinkunn. Ekkert hafi verið hlustað á aðvaranir. Nýr taugasjúkdómur hefur greinst í hrossum hér á landi. Sjúkdómurinn er algengur annars staðar á Norðurlöndunum en ekki er vitað hvað veldur honum. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur til Svíþjóðar vegna rannsóknar þar á nauðgun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í opinberri heimsókn í Bretlandi. Arnar Páll Hauksson talar við Sigrúnu Davíðsdóttur. Stjórnmálafræðingur segir að Danski þjóðarflokkurinn sé að einhverju leyti fórnarlamb eigin árangurs. Aðrir flokkar hafi að stórum hluta tekið upp stefnu flokksins í innflytjendamálum. Þingkosningar verða í Danmörku á miðvikudaginn. Arnar Páll Hauksson talar við Eirík Bergmann stjórnmálafræðing. Hvað eiga Stjórnarráð Íslands, Orkan, Bónus, Þjóðkirkjan, Ikea, Ölgerðin og Bókabíll Borgarbókasafnsins sameiginlegt? Jú, þau hafa kolefnisjafnað starfsemina eða hafa áform um að gera það. Listinn er ekki tæmandi. Kolefnisjöfnun er aftur orðin áberandi í umræðunni. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og talar við Elvu Rakel Jónsdóttur og Agnesi Kro. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Marteinn Marteinsson
6/3/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 31. maí 2019

Spegillinn 31.5.2019 Umsjón: Bergljót Baldursdóttir Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sýknað íslenska ríkið af kröfu Sigríðar Sæland Jónsdóttur í máli um útborgun lífeyris í ársbyrjun 2017. Heildarskerðing hjá öllum ellilífeyrisþegum landsins á því tímabili sem um ræðiar var um fimm milljarðar króna. Tólf þingmenn breska Íhaldsflokksins sækjast eftir því að taka við leiðtogahlutverkinu af Theresu May forsætisráðherra. Hún lætur af því að viku liðinni. Hátt í 240 sólarstundir voru í maí í Reykjavík. Þetta er umtalsvert meiri sól en skein á borgarbúa í vætusömum maí í fyrra. Þá voru aðeins 150 sólarstundir. Rætt við Kristínu Björgu Ólafsdóttur. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana Landsréttur mildaði í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Þorsteini Halldórssyni sem var ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum pilti. Þorsteinn var dæmdur í sjö ára fangelsi í héraðsdómi en Landsréttur mildaði refsinguna niður í fimm og hálft ár. Þróunarstjóri hjá markaðs- og tæknifyrirtækinu Svartagaldri segir að þörf sé fyrir óháð samtök eða síður hér á landi eins og til eru víða erlendis þar sem fólk er varað við blekkingum. Mjög auðvelt er að breyta bæði rödd fólks og myndum með grervigreind og eina svarið við því sé gagnrýnin hugsun. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Þór Matthíasson, þróunarstjóri hjá markaðs- og tæknifyrirtækinu Svartagaldri Mesta líkur eru nú taldar á því að vinstriflokkarnir sigri í dönsku þingkosningunum og að formaður Sósíaldemókrata verði næsti forsætisráðherra. Kosið verður á miðvikudaginn í næstu viku. Arnar Páll Hauksson ræddi við Sigurð Ólafsson stjórnmálafræðing og framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins og svo heyrum við af þráhyggju indverskra kvenna fyrir ljósu hörundi sem á að vera grundvöllur frægðar og frama í lífinu. Pálmi Jónasson tók saman
5/31/201930 minutes
Episode Artwork

Spegilinn miðvikudaginn 29. maí 2019

Stjórnvöld stefna að því að gera Ísland fyrsta land í heimi til að banna dreifingu matvæla sem sýklalyfjaónæmar bakteríur greinast í. Yfirlögregluþjón segir að bæði Íslendingar og útlendingar tengist skipulagðri glæpastarfsemi sem hefur tengt anga sína hingað til lands Fjórir stjórnarandstöðuflokkar vilja að innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þingsins og flokkarnir semji um mál sem bíða afgreiðslu. Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að þingið verði að bregðast við afbrotum, lygum og öðrum misgjörðum Trumps forseta, þar sem dómsmálaráðuneytið vilji ekki grípa til aðgerða gegn honum. Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemdir við að Árneshreppur auglýsi samþykkt deiliskipulag fyrir undirbúningsrannsóknir vegna Hvalárvirkjunar. Samningar opinbera starfsmanna hafa verið lausir frá 1. mars. Samningaviðræður standa yfir og óvíst hvenær eða hvernig þeim lyktar. Meginrafa háskólamanna er að lágmarkslaun verði ekki undir 500 þúsund og jafnt framt hafnar BHM alfarið því að samið verði um krónutöluhækkanir. Arnar Páll Hauksson talar við Þórunni Sveinbjarnardóttur formann BHM Þjóðaröryggisráð stendur fyrir málþingi í haust um falsfréttir, upplýsingaóreiðu og öryggismál á þessu sviði. Forsætisráðherra hyggst láta vinna tillögur um leiðir til að vekja almenning til vitundar um þessa ógn sem steðjar að lýðræðissamfélaginu. Bergljót Baldursdóttir talar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Umsjón Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður Hrafnkell Sigurðsson.
5/29/201930 minutes
Episode Artwork

Glæpastarfsemi, falsfréttir og Hoyvíkursamningurinn

Spegillinn 28.5.2019 Gífurleg hætta er af skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi og að náttúruhamförum frátöldum er hún alvarlegasta ógnin við íslenskt samfélag. Þetta er mat greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Einn helsti ráðgjafi og tengdasonur Bandaríkjaforseta er kominn til Miðausturlanda til að kanna grundvöllinn fyrir áætlun forsetans um frið í heimshlutanum. Til stendur að leggja hana fram í sumar. Forsætisráðherra segir að erfitt verði að ná markmiði ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi nema með aðkomu atvinnulífsins. Hún bindur miklar vonir við nýtt samkomulag sem gert var í morgun. Rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Gert er ráð fyrir að lofthiti verði yfir meðallagi á norðurheimskautssvæðinu í sumar og minni hafís. Formaður Miðflokksins vill fresta þriðja orkupakkanum til að fá úr því skorið hvort hann standist stjórnarskrá Noregs. Síðari umræða um orkupakkann stendur enn á Alþingi og er hvergi nærri lokið. Rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins Finnar hafa unnið stríðið gegn falsfréttum, sem gæti skipt sköpum fyrir vestrænt lýðræði. Þetta er mat margra sem hafa kynnt sér aðgerðir þeirra gegn hættu sem fylgir því sem hefur verið kallað upplýsingaröskun. Berlgjót Baldursdóttir ræðir við Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir að önnur ríki í Evrópu líti nú til Finna eftir ráðgjöf um hvernig eigi að bregðast við falsfréttum og upplýsingaóreiðu. Hún bendir á að Rússar eyði því sem samsvari einum milljarði evra í að hafa áhrif á samfélagsumræðuna á Vesturlöndum en ríki Evrópu aðeins einni milljón evra í að bregðast við því. Ítarleg umfjöllun er um Finna og hvernig þeir hafa tekið á þessum málum á vef CNN. Engar formlegar viðræður hafa verið boðaðar á milli færeyskra og íslenskra stjórnvalda um hvað tekur við í samskiptum ríkjanna ef Hoyvíkursamningurinn fellur úr gildi um næstu áramót. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, og Jóhannes Eidesgaard, þáverandi lögmaður Færeyja, undirrituðu samninginn árið 2005, en Færeyingar sögðu honum upp í lok síðasta árs. Bogi Ágústsson, sagði frá Skýrsla Seðlabankans um neyðarlán Kaupþings skilur eftir spurningar í leit að svörum. Ein þeirra er hvort rétt sé að stofnanir rannsaki sjálfar eigin gerðir. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá
5/28/201930 minutes
Episode Artwork

Ekki rétt að taka lánið

Seðlabankastjóri segir að eftir á að hyggja hafi ákvörðun um neyðarlán til Kaupþings verið röng. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um lánveitinguna sem var kynnt í dag. Svokölluð upplýsingaröskun og samfélagsmiðlar gera það að verkum að meiri sundrung verður í samfélaginu. Þetta hefur gerst í Bandaríkjunum og nú einnig í Evrópu eins og sjá má eftir Evrópuþingskosningarnar. Forsætisráðherra segir margt rangt á flugi í umræðunni um þriðja orkupakkann, staðreyndin sé að hann feli ekki í sér afsal yfir orkumálum eða lagningu sæstrengs. Meginkrafa háskólamanna er að mánaðarlaun verði ekki lægri en 500 þúsund krónur. Þeir hafna krónutöluhækkun launa. Valdamesti stjórnmálamaður Rúmeníu var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik. Hann beitti sér fyrir lagabreytingum til þess að spilltir stjórnmálamenn gætu sloppið við refsingu. Vegagerðin hefur náð samkomulagi við pólsku skipasmíðastöðina Crist um afhendingu nýs Herjólfs. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar segir að falsfréttir og upplýsingaröskun á samfélagsmiðlum ýti undir klofning í samfélaginu. Vísbendingar séu um það í nýafstöðnum Evrópukosningum. Bergljót Baldursdóttir talar við Elfu Ýr. Kjósendur, einkum ungt fólk í Bretlandi, hafnar báðum stóru flokkunum í Evrópukosningunum. Brexitflokkur Nigel Farage sópar til sín fylgi Ukip-flokksins, sem hann yfirgaf. Bæði frjálslyndir demókratar og græningjar, andsnúnir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, stórjuku fylgi sitt. Kjörsókn jókst óvænt, ekki síst vegna áhuga ungra kjósenda. Allt þetta mun óhjákvæmilega hafa áhrif á hver verður næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og pólitísku framvinduna almennt. Sigrún Davíðsdóttir. Samkvæmt skoðanakönnun sem samgöngufélagið gerði virðist meirihluti fyrir því að innheimt verið gjald fyrir að aka á nagladekkjum. Í umferðalagafrumvarpi samgönguráðherra sem nú liggur fyrir Alþingi er ekki kveðið á um slíka gjaldheimtu þó að það hafi verið gert í upphaflegum drögu. Rætt við Enees Rauf, verkefnisstjóra hjá Óslóarborg og Jónas Guðmundsson formann Samgöngufélagsins. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Jón Þór Helgason
5/27/201930 minutes
Episode Artwork

Svartolía bönnuð, Elíza Reid forsteafrú og rokkóperan Tommy 50 ára

Spegillinn 24.05.2019 Umsjón: Bergljót Baldursdóttir Fjörtíu millörðum króna munar á heildarafkomu ríkissjóðs til hins verra frá nýjustu hagspá til þeirrar sem fjármálaáætlun var byggð á. Fjármálaráðherra ætlar að leggja til við Alþingi að fjármálastefnu verði breytt. Rætt við Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra Icelandair þarf að fella niður ríflega tvöhundruð brottfarir frá Keflavíkurflugvelli á tveimur mánuðum vegna MAX-8 þotanna sem fara líklega ekki í loftið fyrr en í haust. Rætt við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair Group. Samtök kínverskra flugfélaga ætla að veita fyrirtækjunum aðstoð við að krefja Boeing-flugvélasmiðjurnar um bætur vegna 737 MAX 8-þotanna sem hafa verið kyrrsettar síðan um miðjan mars. Tapið nemur tugmilljörðum króna. Svartolía verður bönnuð í íslenskri landhelgi um næstu áramót. Umhverfisráðherra segir þetta stóran áfanga og að Ísland sé nú meðal þjóða sem ganga lengst í að draga úr notkun svartolíu. Arnar Páll Hauksson ræðir við Guðmund Inga Guðbrandsson Eliza Reid forsetafrú segir að hægt sé að kenna fólki bætt samskipti við þá sem eru með heilabilun. Hún var á ráðstefnu um alzheimers-sjúkdóminn í konungshöllinni í Stokkhólmi, ásamt drottningum, prinsessum og forsetafrúm. Við heyrum meira um ráðstefnuna og alzheimers-buffið hans Guðna síðar í Speglinum. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Elízu Og Tommy á hálfrar aldar afmæli. Við segjum frá rokkóperunni Tommy í Speglinum - meistaraverki hljómsveitarinnar Who. Kristján Sigurjónsson sagði frá
5/24/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 23.maí 2019

Stjórnvöld hafa til skoðunar hvernig eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar með fjárhagsstöðu Íslandspósts hefur verið háttað á undanförnum árum. Samgönguráðuneytið spyr hvassra spurninga í bréfum til stofnunarinnar. Þingmaður Miðflokksins segist ánægður með úrskurð Persónuverndar í Klausturmálinu. Siðanefnd Alþingis hefur fengið málið til umfjöllunar frá forsætisnefnd. Hagvaxtarauki sem kveðið er á um í lífskjarasamningnum gæti komið til greiðslu á næsta ári og því þarnæsta að mati Alþýðusambands Íslands. Fimm hundruð gervisíður á Facebook, sem voru notaðar til að dreifa fölskum upplýsingum til milljóna manna í Evrópu til að hafa áhrif á Evrópuþingskosningarnar, hafa verið afhjúpaðar. Facebook hefur tekið sumar þeirra niður. Framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar segir að ýmsar aðgerðir séu til að sporna við þessu. Leiðtogi Demókrata á Bandaríkjaþingi telur óvarlegt að stefna Bandaríkjaforseta vegna embættisbrota. Slíkt geti aukið á sundurlyndi meðal þjóðarinnar. Fyrirtækið Avaaz sem sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu hefur afhjúpað 500 gervisíður á Facebook sem notaðar voru til að breiða út falskar fréttir og hatursorðræðu hægriöfgamanna í Evrópu. Markmiðið með þeim var að hafa áhrif á kosningar til Evrópuþingsins sem hefjast í dag. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar segir að ýmsar aðgerðir hafi verið skipulagðar til að draga úr áhrifum falsfrétta en oft sé mjög erfitt að eiga við þær. Bergljót Baldursdóttir talaði við Wlfu ÝR. Rasmus Paludan er dæmdur eltihrellir og að margra mati hreinn og klár fasisti. Hann vill banna íslamstrú og reka alla innflytjendur úr landi. Kannanir sýna að nýr flokkur hans fær fimm þingmenn í kosningunum í Danmörku. Paludan er leiðtogi annars af tveimur nýjum flokkum sem eru hægra megin við Danska þjóðarflokkinn sem tapar stórt á kostnað þeirra. Pálmi Jónasson segir frá. Stóran hluta plastmengunar í heimshöfunum má rekja til þess fatnaðar sem við göngum í. Árlega er talið að um 500 þúsund tonn af örtrefjum úr fatnaði renni til sjávar á ári. Finnsk uppfinning gæti leyst þennan vanda. Hún felst í því að framleiða föt úr trjám. Arnar Páll Hauksson segir frá.
5/23/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 22. maí 2019

Félagsmálaráðherra segir að stjórnvöld hafi ekki sinnt málum barna nægilega vel á undanförnum árum. Hann boðar aðgerðir vegna upplýsinga sem koma fram í samantekt UNICEF um ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtalækkun Seðlabankans sé risastórt skref í rétta átt. Formaður VR segir að vaxtalækkunin sé ánægjulegt skref. Arnar Páll Hauksson talar við Halldór Benjamín Þorbergsson og Ragnar Þór Ingólfsson. Hrun virðist vera byrjað á ákveðnum hlutum Suðurskautsjökulsins og rýrnun Grænlandsjökuls fer hraðvaxandi. Vísindamenn telja að sjávarborð geti hækkað mun meira en spáð hefur verið. Bergljót Baldursdóttir talar við Tómas Jóhannesson fagstjóra á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands síðar. Öll framkvæmdaleyfi Landsnets vegna Kröflulínu þrjú eru í höfn. Hefja á framkvæmdir á næstu dögum. Milliríkjadeila er brostin á milli Kanadamanna og Filippseyinga vegna nokkurra tuga ruslagáma. Forseti Filippseyja hótar að láta henda þeim í hafið í kanadískri lögsögu, neiti Kanadamenn að taka við þeim. Í Speglinum var talað við Sigrúnu Davíðsdóttur um réttarhöld í París vegna Landsbankans í Lúxemborg. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður magnús Þorsteinn Magnússon
5/22/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 21.05.2019

Spegillinn 21.05.2019 Umsjón: Pálmi Jónasson Rafiðnaðarsambandið samþykkti nýgerðan kjarasamning mjög nauðmlega. Síðari umræða um þriðja orkupakkann stendur enn á Alþingi. Forseti Alþingis segir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafi misnotað dagskrárliðinn störf þingsins með því að fara mjög ósæmilegum orðum um Ásmund Friðriksson Hertri löggjöf um þungunarrof var mótmælt víða í Bandaríkjunum í dag. Á þriðja tug ríkja hafa annað hvort samþykkt eða tilkynnt um breytingar á lögum sem takmarka rétt til þungunarrofs. Meira en tuttugu þúsund störf eru í hættu ef British Steel, næst stærsti stálframleiðandi Bretlands, verður gjaldþrota. Verkamannaflokkurinn leggur til að fyrirtækið verði þjóðnýtt. Það eru sláandi líkindi með íslenska al Thani málinu svokallaða og sakamáli á hendur fyrrum forstjóra Barclaysbankans og þremur öðrum yfirmönnum bankans. En framvinda málanna í löndunum tveimur var mjög ólík. Nýlega kom svo í ljós að yfirmenn í Englandsbanka voru mótfallnir sakamálarannsókn því það gæti stofnað Barclaysbankanum í tvísýnu. Sem þýddi þá að bankar væru hafnir yfir lög og rétt. Sigrún Davíðsdóttir sagðiu frá. Svartolía mun heyra sögunni til eftir næstu áramót. Þá verður ekki heimilt að nota skipaolíu sem inniheldur meira en 0,5% af brennisteini. Mörkin núna eru 3,5%. Um 22% af skipaolíu sem seld var 2016 hér á landi var svokölluð svartolía sem inniheldur hátt hlutfall af brennisteini. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Guðberg Rúnarsson. Þið hafið sennilega ekki tekið eftir því þegar þið stiguð á baðvigtina í morgun en síðan í gær eru kílóin ekki þau sömu. Járnklumpnum í París sem kílóin og þar með þyngd okkar er miðuð við var þá endanlega skipt út fyrir nýjan stuðul. Jón Björgvinsson segir frá og talar við Þorstein Viljjálmsson, prófessor í eðlisfræði.
5/21/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 20.05.2019

Spegillinn 20.05.2019 Umsjón: Pálmi Jónasson Viðbrögð við aðgerðum Hatara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva voru sterk vegna þess að Ísraelar vilja ekki vekja athygli fólks, og allra síst almennings í Ísrael, á málefnum Palestínumanna. Þetta segir prófessor í sögu Mið-Austurlanda. Einkareknir fjölmiðlar verða efldir með fjárstyrkjum, samkvæmt nýju frumvarpi á Alþingi. Fækkað verður um sjö þúsund manns hjá Ford bílasmiðjunum bandarísku á næstu vikum. Fækkunin helst í hendur við aukna áhersu á sjálfkeyrandi bíla og rafmagnsbíla. Formaður Bílstjórafélags Akureyrar óttast að fólk geti ekki framfleytt sér á því að keyra leigubíla ef af nýju frumvarpi um leigubifreiðar verður. Og ítarlega verður fjallað um Prinsessuna og seiðskrattann. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda segir að viðbröð við aðgerðum Hatara í Ísrael hafi verið sterk vegna þess að Ísraelar vilji ekki vekja athygli fólks, sérstaklega ekki ísraelsks almennings á málefnum Palestínu. Aðgerðir þeirra séu fyrst og fremst táknrænar. Bergljót Baldursdóttir fjallar um málið. Þess er krafist að Marta Lovísa Norgegsprinsessa afsali sér titlinum og ekki í fyrsta sinn. Það hafa verið kærastar og álfaskóli. Nú er það nýi kærastinn og fyrirlestraferðin Prinsessan og seiðskrattinn. Nýi kærastinn er umdeildur en vinsæll meðal fræga fólksins, leikkonan Gwyneth Paltrow er einn skjólstæðinga hans. Það er stórfrétt þegar prinsessa eignast nýjan kærasta en þegar kærastinn er særingamaður frá Bandaríkjunum þá fer allt á hliðina. Pálmi Jónasson fjallar um málið. Brexit hefur ekki hrifið ESB-andstæðinga í öðrum ESB-löndum eins og útgöngusinnar í Bretlandi bjuggust við. En hingað til hafa Evrópuþingkosningar þó sýnt dalandi áhuga kjósenda. Spurning hver framvindan verður í kosningunum í næstu viku. Sigrún Davíðsdóttir fjallar um málið.
5/20/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 17.5.2017

Spegillinn 17.5.2017 Umsjón: Bergljót Baldursdóttir Alþýðusambandið hefur kært íslenska ríkið til eftirlitsstofnunar EFTA. Lögmaður ASÍ segir að nýlegur dómur Evrópudómstólsins hnykki á því að það sé á ábyrgð vinnuveitenda en ekki launafólks að passa að það njóti daglegrar hvíldar og vikulegra frídaga. Kristín Sigurðardóttir ræddi við Magnús M Norðdahl, lögfræðing Alþýðusambandsins. Bandaríkjaforseti hefur frestað því um hálft ár að ákveða hvort hann leggur 25 prósenta verndartolla á erlenda bíla. Í Evrópu eykur það vonir um að hægt verði að koma í veg fyrir viðskiptastríð við Bandaríkjamenn. Tveimur farþegum sem voru fastir undir rútu sem valt í Öræfum, var bjargað undan henni með handafli. Formaður björgunarsveitarinnar segir að aðkoman að slysinu hafi verið skelfileg. Kristín Sigurðardóttir ræddi vð Gunnar Sigurjónsson, bónda á Litla-Hofi í Öræfum og formann björgunarsveitarinnar Kára. Haustið 2020 verður boðið upp á nýtt nám í hjúkrun í Háskóla Íslands fyrir fólk sem lokið hefur öðru háskólanámi. Námið er liður í því að fjölga hjúkrunarfræðingum hér á landi. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ og Gunnar Helgason er sviðstjóri kjara- og réttindasviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Strangar reglur um mengun frá skipum í nokkrum fjörðum í Noregi tóku gildi í byrjun mars. Þær beinast ekki síst að siglingum skemmtiferðaskipa um firðina. Í þessari viku var tilkynnt um fyrstu sektina sem hljóðar upp á 10 milljónir íslenskra króna. Arnar Páll Hausson tók saman Eitt helsta tákn rokktónlistarinnar, rafmagnsgítarinn, á 70 ára afmæli á þessu ári. Eftir tæpan mánuð verða nokkrir af helstu gíturum rokksögunnar boðnir upp, en það verður tæpast á færi annarra en auðkýfinga að kaupa þá. Haukur Hólm tók saman Spennan magnast fyrir úrslitum Eurovision annað kvöld. Fyrirtæki auglýsa grímur og gadda og fólk undirbýr Eurovision-partý. Og Eurovision-skilaboð Hatara óma í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu.
5/17/201930 minutes
Episode Artwork

Alvarlegt rútuslys

Minnst 4 slösuðust alvarlega í rútuslysi sem varð á Suðurlandsvegi í Öræfum í dag. Aðrir eru minna slasaðir. 32 auk ökumanns voru í rútunni sem valt út af veginum og lagðist á hliðina. Þyrla Landhelgisgæslunnar og dönsk herþyrla hafa flutt slasaða og einnig flugvél Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugvél frá Akureyri sem lentu í Skaftafelli. Landspítalinn hefur verið settur á gult viðbúnaðarstig vegna slyssins. Vegna loftslagsbreytinga má búast við fleiri tjónum af völdum vatnsflóða í nánustu framtíð. Byggingaverkfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu ríkisins segir mikilvægt að brugðist verði við því. Ríkið þarf að stytta vinnuviku þeirra hjúkrunarfræðinga sem vinna vaktavinnu og bæta laun þeirra til að gera störfin meira aðlaðandi, segir sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kjaraviðræður félagsins og ríkisins eru hafnar. Leiðarahöfundur norska dagblaðsins Fædrelandsvennen segir að Marta Lovísa prinsessa eigi að afsala sér titlinum vegna þess að hún notfæri sér hann í viðskiptatilgangi. Theresa May lætur að líkindum af embætti forsætisráðherra Bretlands í sumar. Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra, kveðst reiðubúinn að taka við embættinu. Loftslagsráð stóð í dag fyrir fundi sem bar yfirskriftina. Erum við tilbúin? Aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum. Ég veit ekki hvort spurningunni var svarað en ýmsir fluttu erindi um stöðuna. Arnar Páll Hauksson talar við Hrönn Hrafnsdóttur og Fjólu Jóhannesdóttur. Hjúkrunarfræðingar krefjast þess að laun þeirra verði bætt og hugað verði að vinnutíma og starfsumhverfi til að gera starfið meira aðlaðandi. Þetta segir Gunnar Helgason, sviðstjóri kjara- og réttindasviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ef bæta eigi ástandið í heilbrigðiskerfinu verði að bæta kaup og kjör hjúkrunarfræðinga. Bergljót Baldursdóttir talaði við Gunnar Helgason.
5/16/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 15.05.2019

Spegillinn 15.05.2019 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Tveir þingmenn VG flugu mest þingmanna innanlands og -utan á síðasta ári. Þingmenn fóru í nærri þúsund flugferðir í fyrra, þar af um 600 innanlands. Öldungadeild ríkisþings Alabama samþykkti í gær lög sem banna þungunarrof á öllum stigum meðgöngu nema líf móður liggi við. Löggjöf um þungunarrof hefur verið hert í mörgum ríkjum Bandaríkjanna á síðustu mánuðum. Flugmenn American Airlines vöruðu stjórnendur Boeing-flugvélasmiðjanna við því síðastliðið haust að öryggisbúnaður í MAX-þotum væri gallaður. Fundur þeirra með stjórnendunum var hljóðritaður með leynd. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala segir að vonast sé til að í kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem hófust nýlega verði samið um breytt vinnutímaákvæði og grunnlaun. Spítalinn á ekki aðild að viðræðunum en bundnar eru vonir við að hann verði til þess að betur gangi að manna hann. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Sigríði Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítalanum. Og líka við formann nefndar breska þingsins um heimskautasvæðin sem hefur áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum og segir hernaðarumsvif þeirra hafa aukist verulega á síðustu tveimur til þremur árum. Bogi Ágústsson ræddi við breska þingmanninn James Gray, Sigrún Davíðsdóttir sagði frá áhrifum Brexit -glímunnar á breska stjórnmálaflokka.
5/15/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 14. maí 2019

Spegillinn þriðjudaginn 14. maí 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Marteinn Marteinsson Biskup stóð ekki rétt að því að leysa prest frá störfum vegna siðferðisbrota. Hann fær þó ekki að snúa aftur til kirkjunnar sem hann þjónaði. Öll utanríkismálnefnd Alþingis vill samþykkja þriðja orkupakkann, nema fulltrúi Miðflokksins. Fimm fjölskyldur frá Sýrlandi, alls 23 flóttamenn, komu til Íslands í dag. Fjölskyldurnar eignast ný heimili á Hvammstanga. Yfirmaður hjá Human Rights Watch samtökunum gerir sér vonir um að Íslendingar fylgi eftir yfirlýsingum sínum í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna með enn sterkara útspili. Hann segir að mannréttindi í heiminum eigi undir högg að sækja. Hatara-hópurinn stígur á svið í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Tel Aviv upp úr klukkan 8 í kvöld. Hann er númer 13 í röðinni, en útsending hefst klukkan 7. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með fjölda eftirlitsmyndavéla víðsvegar í borginni sem hafa nýst við að upplýsa mál. Rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur varð til þess að eftirlitsmyndavélum hefur fjölgað. Tveir hópar félaga innan BHM koma fram aðskildir í kjaraviðræðum við ríkið. Annars vegar hafa átta félög ákveðið að vera í samfloti. Í þessum hópi eru t.d. náttúrufræðingar, viðskiptafræðingar og sálfræðingar. Í hinum hópnum er 12 félög. Ekki er um klofning að ræða eða ágreining heldur mismunandi aðferðir við að ljúka samningum. Styrkur svifryks á nokkrum stöðum í Reykjavík hefur verið mikill í dag, langt yfir heilsuverndarmörkum. Lengri umfjallanir: John Fisher, yfirmaður Genfarskrifstofu Human Rights Watch samtakanna, vonar að Íslendingar geti fylgt eftir yfirlýsingu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, um Sádi-Arabíu og ástandið á Filippseyjum, með ályktunum sem sé enn sterkara útspil. Mannréttindi eigi undir högg að sækja í heiminum og útganga Bandaríkjanna úr Mannréttindaráðinu hafi alvarlegar afleiðingar. Ísland tók sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í byrjun árs eftir að Bandaríkjamenn sögðu sig úr því í júní í fyrra og hafa síðan þá látið til sín taka. Evrópuríki í mannréttindaráðinu, með Ísland í fararbroddi, kröfðust þess að yfirvöld í Sádi-Arabíu slepptu báráttufólki fyrir mannréttindum úr haldi og sýndu samstarfsvilja við alþjóðlega rannsókn á morði á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Þetta var í mars og það var í fyrsta sinn sem Sádi-Arabía var beitt slíkum þrýstingi í ráðinu. Íslendingar hafa líka gagnrýnt stjórnvöld á Filippseyjum vegna ástands mannréttindamála þar og voru stjórnvöld á Filippseyjum ósátt við það.
5/14/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 13. maí 2019

Spegillinn mánudaginn 13.maí 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Davíð Berndsen Atkvæðagreiðsla um þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra stendur nú yfir á Alþingi og er hart tekist á. Tillaga formanns Miðflokksins um að fresta afgreiðslu málsins var felld. Forsætisráðherra segir frumvarpið gríðarlegt framfaraskref fyrir frelsi einstaklingsins. Þingmaður Viðreisnar óttast að Krabbameinsfélagið þurfi að óbreyttu að segja upp starfsfólki frá og með næstu mánaðamótum vegna stefnuleysis í krabbameinsleit. Settar hafa verið upp eftirlitsmyndavélar á sex stöðum í Kópavogi og fleiri myndavélar bætast við á næstunni. Bæjarstjóri segir að þær hafi nýst við að upplýsa innbrot og hafi fælingarmátt fyrir glæpamenn. Kennsla í Seljaskóla fer að hluta fram í Seljakirkju og félagsmiðstöðinni Hólmaseli á næstu dögum, eftir eldsvoða í skólanum um helgina. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks gagnrýnir þá ákvörðun ríkissaksóknaraembættisins í Svíþjóð að hefja í þriðja skipti rannsókn á meintum kynferðisbrotum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Hann býst ekki við að Assange verði ákærður. Fyrrum ritari enska fótboltaliðsins Sheffield Wednesday var í dag dæmdur til þess að greiða 6500 punda sekt vegna vanrækslu í tengslum við slysið á Hillsborough-vellinum í Sheffield fyrir þrjátíu árum. Þetta er fyrsta sakfellingin í málaferlum vegna slyssins þar sem 96 létu lífið. Lengri umfjallanir: Óhætt er að segja að nemendum, foreldrum og starfsfólki Seljaskóla í Reykjavík hafi brugðið við fréttirnar af eldsvoða í skólanum aðfaranótt sunnudags. Ekki er enn vitað um eldsupptök, en ljóst er að tjón er mikið. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir að byggingarlag skólans og steypt plata undir þaki hússins hafi komið í veg fyrir enn meira tjón. Hann segist skilja vel áhyggjur fólks af öryggi nemenda og starfsfólks skólans. Kristján Sigurjónsson ræðir við Jón Viðar. Guðrún Theódórsdóttir, doktor í annarsmálsfræðum við Háskóla Íslands, segir að ekki sé til nægilega mikið námsefni, og ekki nógu fjölbreytt, í íslenskennslu fyrir fullorðna innflytjendur. Mikilvægt sé að vanda til verka og sjá til þess þeir sem stjórni kennslunni hafi nægilega þekkingu á málaflokknum. Í spurningakönnun, sem yfir 2200 innflytjendur á Íslandi tóku þátt í, kemur fram að um 60 prósent þeirra eru óánægð með þau íslenskunámskeið sem þeim stendur til boða. Könnunin er liður í rannsóknarverkefninu - Samfélög án aðgreiningar? Aðlögun innflytjenda á Íslandi sem hleypt var af stokkunum í ársbyrjun 2018. Auk Háskólans á Ak
5/13/201930 minutes
Episode Artwork

Auðlindarákvæði lagt fram

Forsætisráðherra segist bjartsýn á að lagðar verði fram breytingatillögur á stjórnarskránni á Alþingi á þessu kjörtímabili og kosið um breytingar á henni eftir næstu kosningar. Formenn allra flokka samþykktu í dag að leggja fram drög að stjórnarskrárbreytingum um umhverfismál og auðlindir í náttúru Íslands. Lögmaður eins hinna sýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að bótafjárhæð sem þeim standi til boða sé of lág miðað við fordæmi í málinu. Hann segir að ríkisstjórnin hefði átt að leggja til veglegar bætur. Losun gróðurhúsalofttegunda dregst saman um 19% fram til ársins 2030 samkvæmt útreikningum Umhverfisstofnunar. Forstjórinn er samt bjartsýnn því enn eigi eftir að meta áhrif fjölmargra aðgerða sem boðaðar eru í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Arnar Páll Hauksson talar við Kristínu Lindu Árnadóttur. Helmingur landsmanna er andvígur þriðja orkupakkanum, Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR. 98 prósent stuðningsmanna Miðflokksins eru á móti orkupakkanum Rafdreifikerfið á höfuðborgarsvæðinu getur annað vaxandi kröfum um rafmagn vegna orkuskipta, segir framkvæmdastjóri Veitna. Þó megi gera ráð fyrir flöskuhálsum og álagsstýringu á rafmagninu. Stjórnvöld þurfi þó að koma að málinu ef tengja á skemmtiferðaskip við rafmagn í höfnum. Viðskiptaveldi Donalds Trumps byggist á sýndarveruleika eða leiktjöldum. Hann var orðinn raunveruleikastjarna áður en sjónvarpið fór að snúast um slíkar persónur. Hann baðaði sig í sviðsljósinu sem farsæll viðskiptajöfur en skattaskýrslur sem The New York Times hefur birt sýna að hann tapaði meira en milljarði bandaríkjadala á einum áratug. Pálmi Jónasson segir frá.
5/10/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 09.05.2019

Spegillinn 09.05.2019 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Framkvæmd EES samningsins kæmist í uppnám og mikil lagaleg og pólitísk óvissa myndi fylgja því að þriðji orkupakkinn yrði ekki samþykktur. Þetta kemur fram í áliti Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Arnar Páll ræðir við Margréti Einarsdóttur, dósent við lagadeild HR Bankastjóri Arion banka segir að rekstur bankans gangi vel þótt hagnaður á fyrsta ársfjórðungi hafi dregist saman um nærri helming á milli ára. Áhrif af gjaldþroti WOW og dómsmáli Valitors, séu skammtíma. Rætt við Stefán Pétursson starfandi bankastjóra Arion banka. Forstjóri Landsnets segir að rafmagnsflutningskerfið í landinu sé of veikt til að geta mætt þeim breytingum sem fylgja orkuskiptum. Í nýrri kerfisáætlun fyrirtækisins er gert ráð fyrir framkvæmdum fyrir 8 milljarða króna á ári næstu tíu árin. Bergljót ræðir við Guðmund Inga Ásmundsson, forstjóra Landsnets. Borgarráð stefnir á að fækka bensínstöðvum um helming á næstu sex árum. Á lóðum bensínstöðvanna eiga að rísa íbúðir, hverfisverslanir eða önnur starfsemi. Kynningarefni hefur verið búið til fyrir starfsmenn hótela og gistiheimila til að auka vitund þeirra um kynlífsmansal. Arnar Páll ræðir við Ingunni Þorvarðardóttur MPM meistararnema í verkefnastjórnun í HR Ýmis farartæki og landbúnaðarvélar í eigu Roberts Mugabes, fyrrverandi forseta Simbabve, verða boðin upp um helgina til að grynnka á skuldum hans við hið opinbera. Allur flutningur á grænmeti frá Sölufélagi garðyrkjumanna verður kolefnisjafnaður að fullu, segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Fyrirtæki verði að taka ábyrgð á umhverfinu
5/9/201930 minutes
Episode Artwork

Íslenskukennslan fær falleikunn

Landsvirkjun spáir því að raforkuframleiðsla aukist mikið samhliða bráðnun jökla fram á miðja þessa öld. Innflytjendur gefa íslenskukennslu falleikunn. Í nýrri könnun kemur fram að um 60 prósent innflytjenda eru óánægð með kennsluna. Hæstiréttur ætlar að taka til meðferðar mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu. Á annað hundrað þúsund Rússar hafa skrifað undir áskorun um að farþegaþotur af gerðinni Sukhoi verði kyrrsettar meðan rannsakaðar verði orsakir þess að ein þeirra fórst um síðustu helgi. Aeroflot flugfélagið aflýsti í dag nokkrum ferðum flugvéla af þeirri gerð. Strætó þyrfti að ráðast í framkvæmdir fyrir allt að fjögur hundruð milljónir króna til þess að geta fjölgað metanstrætisvögnum. Um 60% innflytjenda eru óánægð með þá íslenskukennslu sem er í boði hér á landi, samkvæmt nýrri könnun. Lítil fylgni er milli þess hversu vel innflytjendur telja sig geta talað íslensku og hversu mörg íslenskunámskeið þeir hafa sótt. Nærri helmingur innflytjenda telur íslenskukunnáttu sína slaka. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Lara Wilhelmine Hoffmann og Eyjólf Sturlaugsson. Fararstjórar í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fá á hverju ári þjálfun í því hvernig á að bregðast við þegar sprengja springur eða vopnaðir menn komast inn á svæðið, segir Jónatan Garðarsson, sem fylgt hefur íslensku þátttakendunum sextán sinnum. Bergljót Baldursdóttir talat við Jónatan. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá norska þjóðbúningnum og því að konur sem mótmæla lokun fæðingardeilda í Norður Noregi hafa klæðst þjóðbúningum í mótmælunum. Umsjón Arnar Páll Hauksson. Tækinmaður Ragnar Gunnarsson.
5/8/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 7. maí 2019

Atkvæðagreiðslu á Alþingi um frumvarp um þungunarrof var í dag frestað fram yfir helgi. Lagt hefur verið til að breyta fjórðu grein þess og leyfa þungunarrof til loka 20 viku en ekki 22. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Pál Magnússon, (D) formann allsherjar og menntamálanefndar. Brot úr ræðum Óla Björns Kárasonar (D) og Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur (V). Yfir 150 þúsund Sýrlendingar hafa flúið heimili sín í norðvesturhluta Sýrlands síðustu daga vegna árása Rússa og sýrlenska stjórnarhersins. Hundruð hafa fallið eða særst. Ásgeir Tómasson sagði frá. Dæmi eru um að smálánaskuldarar hafi verið teknir af vanskilaskrá vegna þess að þeir mótmæltu því að krafan væri lögmæt, segir förstöðumaður lögfræðisviðs Creditinfo. Kristín Sigurðardóttir talaði við Sigríði Laufeyju Jónsdóttur, forstöðumann þjónustu- og lögfræðisviðs Creditinfo. Malbikunarframkvæmdir sumarsins hófust í Reykjavík í dag. Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður hitti Ólaf Sigurmundsson yfirverkstjóra hja Malbikunarstöðinni Höfða í Bláskógum í dag. Ein óyggjandi vísbending þess að sumarið er komið er áberandi söngur svartþrastar í mörgum húsagörðum landsins. Í garði í Reykjavík náðist á upptöku þegar svartþröstur hóf að syngja með partítónlist úr næsta húsi. -------- Jón Kristinsson, umhverfisarkitekt og frumkvöðull á sviði sjálfbærrar byggingarlistar, leggur til að Markarfljóti verði veitt inn í Landeyjahöfn til að gera hana sjálfhreinsandi. Unnið er að endurbótum á höfninni sem eiga að gera það kleift að dæla sandi úr henni úr landi. Fjallað verður um lausn á vanda Landeyjahafnar síðar í Speglinum. Málefni hafsins, loftslagsmál, grænar orkulausnir og fólkið og samfélög á norðurslóðum verða meginviðfangsefni Norðurskautsráðsins undir formennsku Íslands næstu tvö árin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði sérstaka áherslu á sjálfbærni í Rovaniemi morgun þegar Ísland tók við formennskunni. Í fyrsta skipti í nærri aldarfjórðungs sögu ráðsins var ekki sameiginleg yfirlýsing eftir fund þess. Timo Soini utanríkisráðherra Finnlands, fráfarandi formaður vildi ekki álasa neinum fyrir það en í eigin yfirlýsingu væri rætt um loftslagsbreytingar. Mike Pompeo sagði að Trump stjórninni væri annt um vernd náttúrunnar en traust yrði að ríkja milli þjóða. Fyrir tíu árum markaði skýrsla og tillögur Thorvalds Stoltenbergs, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, um norræna samvinnu tímamót. Utanríkismálastofnanir Norðurlandanna kynntu fyrir helgi úttekt á Stoltenberg-skýrslunni og þýðingu hennar.
5/7/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 6. maí 2019

Forsvarsmenn bandaríska félagsins ALC hafa lagt fram nýja aðfarabeiðni og krefjast þess að félagið fái Airbus-þotuna sem Isavia kyrrsetti eftir gjaldþrot WOW air. Isavia hafnaði tilboði ALC í dag. Freyr Gígja Gunnarsson segir frá Yfirkjörstjórn í Tyrklandi hefur ógilt úrslit borgarstjórakosninga í Istanbúl og boðar til nýrra kosninga. Erdogan forseti tók því afar illa að stjórnarandstæðingur hafði betur gegn frambjóðanda hans. Ásgeir Tómasson tók saman Sparisjóður Strandamanna skoðar nú hvort hægt er að loka á viðskipti við smálánafyrirtæki. Sparisjóðsstjórinn segir málið í vinnslu með fjármálaeftirlitinu. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að stjórnvöld verði að koma Landsrétti til aðstoðar svo réttarkerfið í landinu sé starfhæft. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra hefur enn ekki séð tillögu sem myndi laga stöðuna sem uppi er vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Prestar hvetja stjórnvöld til að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsmála. Halldór Reynisson, verkefnisstjóri umhvefismála þjóðkirkjunnar segir brýnt að endurheimta votlendi á kirkjujörðum og efla skógrækt til muna. Sunna Valgerðardóttir ræddi við hann. Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps segir að lítil samfélög geti ekki fríað sig ábyrgð á umhverfismálum og sjálfbærni. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verða lögð til grundvallar allri stefnumótun sveitarfélagsins. , Jón Þór Kristjánsson ræddi við hana. Náttúrunni hnignar hraðar en nokkur sinni og þörf mannsins fyrir orku og mat eru það sem helst knýr afturförina. Milljón tegundir lífvera eru í útrýmingarhættu. Fjallað verður um nyja skýrslur um vá sem steðjar að fjölbreytileika náttúrunnar í Speglinum. Rætt við Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar. Fyrir helgi var kosið í 248 af 408 bæja- og sveitastjórnum í Bretlandi. Íhaldsflokkurinn tapaði illa, Verkamannaflokknum gekk heldur ekki sem best. Theresa May forsætisráðherra telur úrslitin til merkis um að kjósendur vilji nú klára útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ýmsir flokksmenn hennar skrifa úrslitin á hennar reikning, flokkurinn þurfi nýjan leiðtoga. Staðreyndin er þó sú að sigurvegarar kosninganna eru andsnúnir Brexit. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
5/6/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 03.05.2019

Spegillinn 03.05.2019 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Fjármálaráðherra segir að velta megi fyrir sér hvernig samskipti Isavia ætlar að eiga við skulduga viðskiptamenn í framtíðinni. Hvorki hann né samgönguráðherra gera athugasemdir við afgreiðslu félagsins á skuldum WOW. Rætt við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra Níu hafa fundist látin eftir að báti með flóttafólki hvolfdi undan ströndum Tyrklands. Til stóð að smygla hópnum til grísku eyjarinnar Lesbos. Hreiðar Hermannsson hótelstjóri á Stracta hóteli er hættur við að reyna að stofna íslenskt lágfargjaldaflugfélag. Hann vinnur áfram að því að auka sætaframboð til Íslands. Rætt við Hreiðar Hermannsson, hótelstjóra Valur Lýðsson, bóndi að Gýgjarhóli II í Biskupstungum, var í Landsrétti í dag dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða bróður sínum að bana í fyrravor. Þetta er helmingi þyngri dómur en Valur hlaut í héraði. Rætt við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir að samningur iðnaðarmanna marki tímamót. Hann eigi eftir að auka lífsgæði félagsmanna. Rætt við Kristján Þórð Snæbjarnarson, formann Rafiðnaðarsambandsins. Arnar Páll Hauksson, ræddi við hann. Íslensk stjórnvöld hafa styrkt Hamrahlíðarkórinn um fimm milljónir króna, svo kórinn geti sungið á tónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur í New York næsta mánuðinn. Rætt við Lilju Alferðsdóttur, menntamálaráðherra Alvarlegum bifhjólaslysum á þungum bifhjólum hefur fækkað um rúman helming á einum áratug. Sérfræðingur segir ökumenn einfaldlega vera betri en þeir voru. Rætt við Einar Magnús Magnússon, sérfræðingu á öryggis- fræðsludeild Samgöngustofu Jón Kristinsson, íslenskur arkitekt og frumkvöðull í umhverfismálum segir að Reykvíkingar ættu að koma á jarðlestarkerfi í Reykjavík. Jón er þekktur er víða sem faðir sjálfbærrar byggingarlistar. Rætt verður við hann í Speglinum. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hann. Og við heyrum frægt Bítlalag flutt á Mi'kmaq máli - túlkun sem slegið hefur í gegn í Kanada. Hætta er talin á að hátt í 90 prósent tungumála heimsins deyi út fyrir næstu aldamót. Árið 2019 er ár frumbyggjatungumála hjá Sameinuðu þjóðunum. Kristján Sigurjónsson sagði frá
5/3/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 2. maí 2019

Héraðsdómur Reykjaness telur Isavia ekki mega halda flugvél ALC til tryggingar tveggja milljarða króna skulda WOW air. Lögmaður ALC íhugar að skjóta kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar til WOW. Smálánafyrirtæki sem bjóða lán hér á landi brjóta íslensk lög. Þetta segir ráðherra neytendamála sem vonast til þess að geta stöðvað starfsemi þeirra með frumvarpi í haust. Hver Íslendingur losaði svo mikið af koltvísýringi vegna flugs árið 2017 að það jafngilti því að hver og einn hefði flogið þrettán sinnum aðra leiðina til Parísar það ár. Verð á losunaheimildum hefur nú náð sögulegu hámarki og getur haft áhrif á rekstur flugfélaga. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sakar dómsmálaráðherra landsins um að hafa logið að þinginu. Með því hafi hann gerst brotlegur við lög. Margrét Helga Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að hver Íslendingur hafi losað 2,33 tonn af koltvísýringi bara vegna flugs árið 2017. Það jafngildir því að hver Íslendingur hafi flogið tæplega þrettán sinnum aðra leiðina til Parísar það ár. Verð á losunaheimildum hefur nú náð sögulegu hámarki og getur það haft áhrif á rekstur flugfélaga. Margrét Helga tekur þátt í alþjóðsamstarfi og þarf oft að fara til útlanda. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að það eigi að leiðrétta bætur til öryrkja strax vegna skerts búsetuhlutfalls. Tæplega 1200 öryrkjar eiga rétt á leiðréttingu. Arnar Páll talar við Halldóru Mogensen Margrét Helga Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að hver Íslendingur hafi losað 2,33 tonn af koltvísýringi bara vegna flugs árið 2017. Það jafngildir því að hver Íslendingur hafi flogið tæplega þrettán sinnum aðra leiðina til Parísar það ár. Verð á losunaheimildum hefur nú náð sögulegu hámarki og getur það haft áhrif á rekstur flugfélaga. Margrét Helga tekur þátt í alþjóðsamstarfi og þarf oft að fara til útlanda. Bergljót Baldursdóttir talar við Margréti Helgu Guðmundsdóttur. Frjókorn eru farin að svífa um loftið, elri er þegar farið að blómstra og dreifa frjóum sínum og fólk sem er með birkiofnæmi getur fundið fyrir ofnæmiseinkennum. Á vef Náttúrufræðistofnunar er fjallað um elri sem er sömu ættar og birki og því með sömu ofnæmisvaka en blómstrar miklu fyrr, mánaðamótin mars apríl. Lyng- og víðifrjó mælast líka snemma á vorin en eru ekki eins skæð þeim sem eru með frjókornaofnæmi því frjó þeirra dreifast helst með skordýrum. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá.
5/2/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 30.04.2019

Spegillinn 30.04.2019 Umsjón: Pálmi Jónasson Yfirmaður heraflans í Venesúela varar við blóðbaði reyni stjórnarandstæðingar að steypa Nicolas Maduro forseta f stóli. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur andstæðar fylkingar til að forðast ofbeldi. Stjórn Samherja og forstjóri fyrirtækisins hafa kært Má Guðmundsson og fjóra aðra stjórnendur Seðlabanka Íslands til lögreglu fyrir að hafa misbeitt valdi sínu um árabil. Stjórnendur Samherja hafa einnig ákveðið að höfða skaðabótamál gegn bankanum vegna rannsóknar á meintum gjaldeyrisbrotum. Tvær flugferðir til Tenerife menga jafn mikið og fólksbíll á heilu ári. Umhverfisverkfræðingur segist hafa rosalegt flugviskubit yfir tíðum ferðum til útlanda. Gunnar Jóhann Gunnarsson játaði að hafa orðið Gísla Þór Þorsteinssyni að bana þegar hann var handtekinn í norður Noregi á laugardag. Landsmenn þurfa að horfast í augu við það að þeir verða að draga úr losun frá flugi, segir Sigurður Thorlacius, umhverfisverkfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu - en hann þjáist af flugviskubiti eftir að hafa farið margar ferðir til útlanda á síðasta ári. Vaxandi vitund er hér um landi um áhrif flugs á loftslagsbreytingar. Þrjú tonn af koltvísýringi losnuðu út í andrúmsloftið vegna ferða Sigurðar á síðasta ári sem er helmingi meira en meðal fólksbíll losar á einu ári. Bergljót Baldursdóttir segir frá og talar við Sigurð Thorlacius. Akihito Japanskeisari afsalaði sér í dag keisarartign en þetta er í fyrsta skipti í tvö hundruð ár sem það gerist. Akihito er yfirleitt elskaður og dáður af þegnum sínum og valdtími hans er kenndur við frið. Krónprinsinn tók formlega við hásæti tryggðarblómsins á miðnætti að staðartíma. Pálmi Jónasson fjallar um málið. Skólaforðun er vaxandi vandamál og Fljótsdalshéraði ætlar félagsþjónustan að ráðast í átak til að hjálpa börnum sem glíma við slíkan vanda. Hann getur að hluta legið hjá foreldrum og því nær aðstoðin líka til foreldra. Þegar börn mæta ekki í skólann eða þola ekki við innan veggja skólans getur það verið vísbending um alvarleg vandamál. Sé ekkert að gert geta afleiðingarnar orðið alvarlegar. Rúnar Snær Reynisson segir frá og talar við Júlíu Sæmundsdóttur er félagsmálastjóri á Fljótsdalshéraði.
4/30/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 29.04.2019

Spegillinn 29.04.2019 Umsjón: Pálmi Jónasson Stjórn Persónuverndar hafnaði nú síðdegis kröfu lögmanns fjögurra þingmanna Miðflokksins um frekari gagnaöflun í Klausturmálinu. Náttúruverndarsamtök Íslands telja loftlagsfrumvarp umhverfisráðherra tilgangslaust. Þau vilja að það verði dregið til baka og unnið betur. Gert er ráð fyrir löngum stjórnarmyndunarviðræðum á Spáni eftir þingkosningarnar í gær. Spænsku stjórnmálaflokkarnir eru enn í kosningabaráttu þar sem kosið verður til héraðs- og sveitarstjórna og Evrópuþings í næsta mánuði. Skipulagsstofnun telur uppbyggingaráform í Kerlingarfjöllum falla illa að gildandi landsskipulagsstefnu um hálendið. Landsréttur hefur staðfest farbann yfir konu sem var með sjö þúsund oxycontin-töflur inni í fóðri ferðatösku þegar hún kom til landsins frá Alicante á Spáni. Sósíalistar undir stjórn forsætisráðherrans Pedro Sanchez unnu stórsigur í þingkosningunum á Spáni í gær en Lýðflokkurinnn galt sögulegt afhroð. Þjóðernispopúlistaflokkurinn VOX fékk rúm tíu prósent en þeir berjast gegn innflytjendum, femínisma og aðskilnaðarsinnum. Það stefnir allt í fyrstu samsteypustjórnina í sögu lýðveldisins. Pálmi Jónasson segir frá. Náttúruverndarsamtök Íslands telja loftlagsfrumvarp umhverfisráðherra tilgangslaust. Þau vilja að það verði dregið til baka og unnið betur. Þau gagnrýna að ekki sá finna skilgreint markmið stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Ljóst sé að draga verði mun meira úr losun til að halda hlýnun undir tveimur gráðum. Arnar Páll Hauksson segir frá. Alveg frá fyrstu tímum byggðar á Íslandi hafa tengslin við Bretlandseyjar verið mikil og svo er enn, hvort sem er fjöldi ferðamanna eða fjöldi flugleiða. Og það er þegar búið að tryggja íslenska hagsmuni þegar kemur að úrgöngu Breta úr Evrópu, bæði varðandi gagnkvæm borgararéttindi og eins vöruviðskipti. Tilgangur heimsóknar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til Bretlands er fyrst og fremst að styrkja enn frekar samband landanna. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
4/29/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 26.04.2019

Spegillinn 26.04.2019 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Landhelgisgæslan hefur tilkynnt áhafnir þriggja fiskibáta til lögreglu og Fiskistofu vegna meints ólöglegs brottkasts. Lögmaður þingmannanna fjögurra sem kvörtuðu til Persónuverndar vegna Klausturmálsins, krefst þess að fá yfirlit yfir greiðslur til Báru Halldórsdóttur ásamt yfirliti yfir símtöl og smáskilaboð. Lögmaður Báru segir kröfurnar varla svaraverðar. Rætt við Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að funda með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands í næstu viku, þar sem samskipti Íslands og Bretlands í tengslum við Brexit verða meðal annars til umræðu. Rætt við Katrínu Jakobsdóttur Rússnesk kona hefur verið dæmd til fangelsisvistar fyrir njósnir í Bandaríkjunum. Hún er fyrsti rússneski ríkisborgarinn sem sakfelldur er fyrir njósnir í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. Tíundi hver kjósandi í kosningunum til Evrópuþingsins, sem fara fram í maí, hyggst kjósa flokka sem bjóða fram undir merkjum hægri popúlista. Ein stærsta nýlenda keisaramörgæsa á jörðinni er við það að þurrkast út á Suðurskautslandinu. Sóttvarnarlæknir segir að meta þurfi hverju sinni hvenær og hvernig eigi að tilkynna almenningi um matvælasýkingar. Ekki náist árangur með því að skapa ótta hjá almenningi. Rætt verður við sóttvarnarlækni síðar í Speglinum. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Þórólf Guðnason, sóttvarnarlækni. Og þá heyrum við líka af bók Francis Fukuyama um sjálfsmynd og stjórnmál þar sem hann skýrir kjör Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og sigur Brexit-sinna í Bretlandi. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Og um landamæraverði sem styðjast við gervigreind. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá
4/26/201930 minutes
Episode Artwork

Dræm kjörsókn

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag kortafyrirtækið Valitor til að greiða Sunshine Press og Datacell samtals 1,2 milljarða króna bætur eftir að Valitor lokaði fyrir greiðslugátt þar sem tekið var við millifærslum til styrktar Wikileaks. Kjörsókn í atkvæðagreiðslunni um nýjan kjarasamning félagsmanna Starfsgreinasambandsins hefur líklega ekki verið dræmari áður. Vinnumarkaðsfræðingur telur að til greina komi að sleppa kosningunum í félögunum. Neytendasamtökin ætla að bregðast hart við og vekja athygli á þeim fyrirtækjum sem hækka verð vegna nýsamþykktra kjarasamninga. Formaður samtakanna segir að ekki sé hægt að leyna verðhækkunum á tímum samfélagsmiðla. Krabbameinssjúk kona á Egilsstöðum keypti flugmiða í lyfjameðferð til Reykjavíkur fyrir sig og fjöskylduna á 200 þúsund krónur. Flugmiðar barnanna fást ekki endurgreiddir frá Sjúkratryggingum. Nýkjörinn forseti Úkraínu hvetur þjóðir heimsins til að herða refsiaðgerðir gegn Rússum. Íbúum í austurhéruðum Úkraínu var í dag heimilað að sækja um rússnesk vegabréf. Félög innan Starfsgreinasambandsins og verslunarmenn hafa samþykkt lífskjarasamninginn. Atvinnurekendur hafa líka samþykkt samninginn fyrir sitt leyti. Kosningaþátta hjá þeim var 74% og 98% samþykktu samninginn. Innan Starfsgreinasambandsins var meðal kjörsókn 12,7%. 80,6 prósent sögðu já og 17,7% nei. Þetta segir ekki alla söguna um kjörsókn því kjörsókn var allt niður í 5%. Kjörsókn var hins vegar tæp 21% hjá verslunarmönnum í samningum við SA og tæp 27% í samningi við Félag atvinnurekenda. Yfir 88% voru samþykk samningnum. Arnar Páll talar við Flosa Eiríksson. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að fyrirtæki geti ekki leynt verðhækkunum á tímum samfélagsmiðla. Neytendasamtökin hyggist bregðast hart við verðhækkunum og ætli að vekja athygli á þeim fyrirtækjum sem hækka vöruverð. Bergljót Baldursdóttir talar við Breka. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon
4/24/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 23. apríl 2019

Spegillinn 23. apríl 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Forsætisráðherra Sri Lanka varaði við því í dag að hryðjuverkamenn væru enn á á ferli eftir hryðjuverkárásirnar í landinu á páskadag. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur haft samband við dýpkunarverktaka erlendis og athugað hvort hann geti hjálpað til við dýpkun Landeyjahafnar. Ráðið segir óboðlegt að núverandi verktaki hafi hvorki tækjakost né metnað til að sinna verkinu. Dómari veitti Isavia í dag vikufrest til að svara kröfu bandaríska flugvélagaleigusalans ALC, sem vill fá kyrrsetta flugvél sína afhenta og sakar Isavia um stjórnarskrárbrot. Gróðureldar loga víða í Suður-Svíþjóð. Slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar fá ekki við neitt ráðið. Sænska veðurstofan varar við mikilli eldhættu næstu daga. Lögregla hefur fengið öll gögn sem benda til misferlis hjá bílaleigum, segir forstjóri Samgöngustofu. Enn sé möguleiki á að fyrirtæki, sem hafi orðið uppvís að því að eiga við ökumæla, verði svipt starfsleyfi. Nær allur íslenski uppsjávarflotinn veiðir nú kolmunna í færeysku landhelginni. Lengri umfjallanir: Sviðstjóri hjá verkfræðistofunni Eflu segir að ákvörðun hafi verið tekin um að engin mengandi starfsemi verið í Finnafjarðarhöfn. Hins vegar sé stefnt að uppbyggingu fiskeldis og vetnisframleiðslu á hafnarsvæðinu. Áform séu um að flyja bæði út fisk og vetni. Bæði Landvernd og Umhverfisstofnun gagnrýndu áform um hafnarframkvæmdir í Finnafirði sem gert var ráð fyrir þegar aðalskipulagi Langanesbyggðar var breytt 2012. Gagnrýnin beindist einkum að hafnarsvæðið yrði að hluta í Gunnólfsvík í Finnafirði. Víkin og líka Gunnólfsvíkurfjall eru á náttúruminjaskrá og bæði Landvernd og Umhverfisstofnun lögðust gegn því að iðnaðarsvæði myndi raska náttúrunni þar. Eftir því sem næst verður komist eru sjaldgæfar plöntur að finna þarna eins og til dæmis fjallakræfill sem er á válista, skógfjóla og lyngjafni. Um daginn var stofnað þróunarfélag um þróun og uppbyggingu svæðisins. Bremenports á 66% hlut, verkfræðistofan Efla 26% og Vopnafjörður og Langanesbyggð 8%. En hverju svara eigendur félagsins gagnrýni Landverndar og Umhverfisstofnunar? Hafstein Helgason, sviðsstjóri viðskiptaþróunar hjá Eflu, segir að samkvæmt aðalskipulaginu hafi staðið til að byggja upp hafnarsvæði í Gunnólfsvík og líka sunnan til í firðinum. Hann segir að svæðið hafi verið rannsakað og ekki hafi fundist, hvorki norðan né sunnan megin, sjaldgæfar plöntur. Nú séu ekki áform um að hafnarsvæðið nái til Gúnnólfsvíkur. Arnar Páll Hauksson talar við Hafstein. Morðið á b
4/23/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 17. apríl 2019

Lögreglan á Suðurlandi hefur miklar áhyggjur af öryggi ökumanna á og við brúna yfir Núpsvötn. Varðstjóri segir að brúin sé stórhættuleg. Gamlar litlar kirkjur um allt land eru veikasti punkturinn í brunavörnum gamalla húsa á Íslandi, segir forstjóri Mannvirkjastofnunar. Stofnunin hefur ásamt Minjastofnun útbúið leiðbeiningar um brunavarnir í friðlýstum kirkjum hér á landi. Tvö hundruð og fjórtán friðlýstar kirkjur eru á Íslandi. Síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var sprengt í dag. Áætlað er að göngin verði opnuð fyrir umferð í september á næsta ári. Fyrrverandi forseti Perús svipti sig lífi í dag þegar til stóð að færa hann í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á mútumálum sem hann var grunaður um að tengjast. Hreyfing andstæðinga veggjalda í Noregi ætlar að bjóða fram í að minnsta kosti 11 sveitarfélögum í sveitarstjórnarkosningunum sem verða í haust. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að veikasti punkturinn í brunavörnum gamalla húsa hér á landi séu gamlar kirkjur um allt land. Mannvirkjastofnun og Minjastofnun hafa gefið út leiðbeingar um brunavarnir í friðlýstum kirkjum hér á landi. Bergljót Baldursdótturtalaði við Björn. Í nýlegri samantekt Sameinuðu þjóðanna er til þess tekið að umhverfinu geti stafað hætta af óvarlegri umgengni við nýja erfðatækni. Henni hefur fleygt fram á síðustu árum og nú er hægt að erfðabreyta lífverum af mikilli nákvæmni og miklu hraðar en áður var mögulegt. Því sé nauðsynlegt að gæta að regluverki og samræmi á alþjóðavísu og stíga varlega til jarðar. Mögulega sjái menn hvorki fyrir hvaða áhrif verða af stórtækum inngripum með líftækni né í höndum áhugamanna. Erna Magnúsdóttir líffræðingur og dósent við Háskóla Íslands er ekki svo uggandi en skilur að menn vilji hafi varann á. Anna Kristín Jónsdóttir. Flokkur andstæðinga veggjalda býður fram í að minnsta kosti 13 sveitarfélögum í sveitarstjórnarkosningunum sem verða í Noregi í haust. Flokkurinn gæti komist í oddaaðstöðu í Bergen þar sem fylgi hans mælist um 17%. Arnar Páll Hauksson segir frá.
4/17/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 16. apríl 2019

Hægt verður að bjarga Notre Dame kirkjunni í París ef steinhvelfing undir timburþakinu sem brann heldur, segir Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun. Þúsundir bíla á Íslandi eru enn með lífshættulegan öryggisbúnað. Öryggisinnköllun hefur staðið yfir síðan 2014. Aðalsteinn Kjartansson segir frá og talar við Teit Atlason og Pál Þorsteinsson. Rútufyrirtæki og bílstjórar bera alltaf ábyrgð á að tryggja öryggi farþega segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Hann telur ekki að Samgöngustofa þurfi að auka eftirlit. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands segir að það standi upp á stjórnvöld að útfæra tillögur í skattamálum og það fljótt. Juha Sipilä formaður Miðflokksins í Finnlandi, tilkynnti afsögn sína í dag, flokkur hans beið afhroð í kosningum um helgina. Ásgeir Tómasson sagði frá. Tafir hafa orðið á flugi á bæði milli landa og innanlands í dag vegna hvassviðris. --- Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðstjóri hjá Minjavernd segir að burðarbogarnir í Nortre Dame virðast vera heilir og hafa staðið eldinn í gær af sér. Notre Dame kirkjan í París var meðal helstu gersema í byggingalist Evrópu. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Pétur. Flugvélar eru lengur á leiðinni milli áfangastaða en nauðsynlegt er. Flugfélög hafa vísvitandi lengt flugtímann til að lenda síður í seinkunum og jafnvel skaðabótum. Pálmi Jónasson tók pistilinn saman. Norðmaðurinn Frode Berg var í dag dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir njósnir í Rússlandi. Hann var óvænt handtekinn í Moskvu í desember 2017. Síðan hefur hann setið í hinu illræmda fangelsi rússnesku leyniþjónustunnar, Lefortovo. Berg heldur því fram að hann hafi verið gabbaður og ekkert vitað um njósnastarfsemi. Arnar Páll Hauksson segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Jón Þór Helgason
4/16/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 15. apríl

Notre dame kirkjan í París brennur og aftari turn hennar er hruninn. Eldtungur og mikill reykjarbólstur standa upp úr þaki dómkirkjunnar. Arnhildur Hálfdánardóttir, fréttamaður er í grennd við Notredame. Bremsur rútu sem ekið var aftan á fólksbíl nærri Kirkjubæjarklaustri fyrir tveimur árum voru lélegar, rútunni var ekið of hratt og bílstjóri hennar brást of seint við aðstæðum. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Tveir létu lífið í slysinu. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir segir frá. Fjórfalt fleiri veiktust af mislingum í heiminum á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Ástandið er sérstaklega slæmt í Afríku. Ásgeir Tómasson tók saman. Borgaryfirvöld hafa útvegað ellefu ára einhverfri stúlku með geðraskanir skólavist í Hamraskóla eftir að móðir hennar skrifaði opið bréf fyrir helgi þar sem hún vakti athygli á því að dóttirin gæti ekki fengið skólavist eða meðferð. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirvöld og þeir sem koma að svona málum þurfi að tala betur saman og passa að börn detti ekki á milli kerfa. Fjármálaeftirlitið gerði í dag athugasemdir við síðu þar sem safnað er hlutafé til að stofna nýtt lágfargjaldaflugfélag. Koma mjaldranna frestast enn. ----------- Enginn nefndarmaður skrifar undir skýrslu um starfsgetumat sem félagsmálaráðherra fær í hendur eftir páska. Í skýrslunni eru tillögur um gjörbreytt framfærslukerfi öryrkja. Minjastofnun vill virkja almenning til að aðstoða við að fylgjast með menningarminjum sem eru í hættu. Verið er að þróa app fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem gerir almenningi kleift að skrásetja ástand þeirra minja sem hann heimsækir. Sonur tveggja mæðra. Nýlega fæddist 12 marka band með aðstoð grískra og spænskra lækna. Það sem var sérstakt við barnið var að í því væri erfðaefni þriggja, úr einum karli og tveimur konum, það því fætt tveimur mæðrum með kjarna eggfumu annarar og hvatberaerfðaefni hinnar. Erna Magnúsdóttir líffræðingur segir að vissulega sé hægt að segja að barnið sem fæddist eigi þrjá foreldra. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Jón Þór Helgason
4/15/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 12.04.2019

Spegillinn 12.04.2019 Umsjón: Bergljót Baldursdóttir Hvassviðrið sem gengur yfir landið hefur valdið því að erfiðlega hefur gengið að koma flugfarþegum frá borði á Keflavíkurflugvelli. Einhverjar flugferðir hafa verið felldar niður. Rætt við Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia Landeigendur við Finnafjörð telja að alþjóðleg stórskipahöfn þar verði óásættanlegt inngrip í náttúruna. Rætt við Elías Pétursson og Reimar Sigurjónsson Framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna gagnrýnir að þjónusta við einhverf börn falli undir þrjú ráðuneyti og að það vanti upp á að kerfin vinni saman. Hún veit um þrjú einhverf börn sem ekki sæki skóla. Þörf sé á þjónustu- og þekkingarmiðstöð sem veiti einstaklingum og skólum ráðgjöf. Rætt við Sigrúnu Birgisdóttur framkvæmdastjóra Einhverfusamtakanna og Hrönn Sveinsdóttur, móður ellefu ára einhverfrar stúlku Yfir 750 eru látnir í ebólufaraldri sem geisar í Austur-Kongó. Á annað þúsund hafa veikst. Illa gengur að hefta útbreiðslu faraldursins. Sjúkrahótelið við Landspítalann hefur fengið hæstu einkunn í vistvottun sem hús hefur fengið á Íslandi. Verkfræðingur hjá Eflu segir að vaxandi áhugi sé á umhverfisvænum byggingum hér á landi. Rætt við Helgu Jóhönnu Bjarnadóttur, verkfræðing og sviðsstjóra umhverfismála hjá verkfræðistofunni Eflu Ljóst er að ríkið mun hafa lífskjarasamninginn sem samið var um á almenna markaðnum að leiðarljósi í viðræðum við opinbera starfsmenn. Um síðustu mánaðamót losnuðu um 150 samningar. Mínútufjöldinn er ekki aðalatriðið þegar foreldrar ákveða skjátíma barna sinna, segir sálfræðingur hjá embætti landlæknis, meira máli skipti hvað sé verið að skoða. Rætt við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur, sviðstjóra áhrifaþátta heilbrigðis hjá embætti landlæknis Í lok Spegilsins heyrum við af auknum áhuga á rokksögusýningum á listasöfnum.
4/12/201930 minutes
Episode Artwork

Vuilja rannska Assange

Kanna á í Svíþjóð hvort nauðgunarmál á hendur Julian Assange verði tekið upp að nýju. Það var látið niður falla fyrir tveimur árum. Utanríkisráðherra segir ekki útlit fyrir því að viðskiptaþvingunum á Rússland verði aflétt á næstunni. Forseti Íslands fundaði með Rússlandsforseta í gær. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir það ánægjuleg tíðindi að stjórnvöld ætli að greiða fötluðum börnum sem vistuð voru á heimilum sanngirnisbætur. Um mikla réttarbót að ræða fyrir þennan hóp. Meðan tekist er á um þriðja orkupakkann hér heima er Evrópusambandið komið langt með að innleiða fjórða orkupakkann, þar sem lögð er áhersla á að ná markmiðum Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum. Hér á landi vantar heildarsýn fyrir byggingariðnaðinn, reglur og fjárhagslega hvata til að hér verði reistar umhverfisvænar byggingar. Þetta segir framkvæmdastjóri Grænni byggðar á degi grænni byggðar sem er í dag. Grunnskólanemendur sem fréttastofa hitti í dag eru allt að átta tíma á dag í símanum. Á sama tíma og Íslendingar takast á um þriðja orkupakkann vinnur Evrópusambandið að því að innleiða fjórða orkupakkann. Í honum er markið sett á að uppfylla markmið Parísarasamkomulagsins í loftlagsmálum þar sem megináherslan verður lögð á að auka græna orku og orkunýtingu og að draga markvisst úr orkunotkun. Ekki liggur fyrir hvenær þessi nýi pakki verður innleiddur hér á landi. Arnar Páll talar við Baldur Dýrfjörð. Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Grænni byggðar segir að engin stefnumótun sé til fyrir byggingariðnaðinn eða reglur um hvernig eigi að hvetja til þess að hér á landi verði reistar umhverfisvænar byggingar. Dagur grænni byggðar er í dag. Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir. Bergljót Baldursdóttir talaði við Þórhildi Fjólu Kristjánsdóttur. Á 13 árum hafa árlegar fjárfestingar í vindorku rösklega fimmfaldast á heimsvísu. 2004 námu þær um 2.300 milljörðum íslenskra króna en 2017 voru þær komnar upp í um 12.700 milljarða. Þó að vindorkan sé endurnýjanlegur orkugjafi eru vaxandi efasemdir um hana. Arnar Páll Hauksson sagði frá.
4/11/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 10.04.2019

Spegillinn 10.04.2019 Umsjón: Bergljót Baldursdóttir Yfirmaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vill ráða fjármálasérfræðinga til að rannsaka skipulagða glæpastarfsemi. Á þessu ári hafa verið kyrrsettar eignir í tengslum við starfsemina fyrir 70 milljónir. Talið er að allt að 20 skipulagðir brotahópar starfi hér á landi. Rætt við Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Formaður Þroskahjálpar segir brýnt að stjórnvöld rannsaki aðbúnað fatlaðs fólks og annarra sem vistaðir voru í úrræðum á vegum stjórnvalda. Fatlaður maður hefur beðið þess í rúmt ár að stjórvöld svari ósk hans um rannsókn á Bitru. Rætt við Bryndísi Snæbjörnsdóttur formann Þroskahjálpar. Bandaríkjastjórn biður Sameinuðu þjóðirnar að viðurkenna Juan Guaido, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela, sem réttmætan leiðtoga landsins. Koma verði Maduro forseta frá völdum. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir að leiðrétta þurfi álögur fasteignagjalda á atvinnurými. Fyrirkomulagið eins og það er nú sé galið og ekki hægt að bjóða atvinnulífinu upp á það. Rætt við Jón Ólaf Halldórsson, formann Samtaka verslunar og þjónustu Leiðtogar Evrópusambandsins hittast á skyndifundi í kvöld til að ræða beiðni Breta um frekari frestun Brexit. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá Elsti manngerði hellir á Íslandi er á Rangárvöllum. Þetta staðfesta niðurstöður fornleifarannsóknar sem kynntar voru í dag. Líklegt þykir að nautahellir sem getið er í Jarteinabók Þorláks helga biskups sé fundinn. Rætt við Kristborgu Þórsdóttur fornleifafræðing hjá Fornleifastofnun Íslands Indversku þingkosningarnar eru ólíkar öllum öðrum þingkosningum. Þær hefjast á fimmtudag og standa í þrjátíu og níu daga. Níu hundruð milljónir Indverja hafa kosningarétt, fjórum sinnum fleiri en í Bandaríkjunum, næstfjölmennasta lýðræðisríki veraldar á eftir Indlandi. Pálmi Jónasson sagði frá
4/10/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 09.04.2019

Spegillinn 09.04.2019 Umsjón: Pálmi Jónasson Utanríkisráðherra segir að allt sem viðkomi þriðja orkupakkanum sé á forræði Íslendinga. Engin ákvörðun verði tekin um lagningu sæstrengs nema með samþykki Alþingis. Ráðherra mælti fyrir tillögu sinni um þriðja orkupakkann á Alþingi nú síðdegis. Formaður Kennarasambands Íslands segir það óskhyggju að lífskjarasamningurinn verði grundvöllur nýrrar þjóðarsáttar. Hann segir útlitið ekki bjart fyrir komandi kjaraviðræður kennara. Stjórnarandstaðan í Danmörku er með mun meira fylgi en ríkisstjórn Lars Løkkes Rasmussens samkvæmt könnunum. Byltingarvarðliðið, úrvalssveit íranska hersins, er komið á lista Bandaríkjaforseta yfir hryðjuverkasamtök. Tólf verslunarrými standa auð í hjarta miðborgar Reykjavíkur þar sem Skólavörðustígur og Laugavegur mætast. Formaður íbúasamtaka miðborgarinnar segir að lítil þjónusta sé fyrir íbúa miðborgarinnar og framkvæmdastjóri einnar elstu verslunarinnar segir að flóttann úr bænum megi rekja til hækkunar fasteignagjalda. Vísindunum og möguleikunum til að hafa áhrif með erfðatækni fleygir fram en menn verða að velta fyrir sér afleiðingum og stíga varlega til jarðar - má segja að sé inntakið í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem velt er upp áskorunum og umhverfisógnum framtíðar. Þar á meðal eru möguleg áhrif nýrrar líftækni. Anna Kristín Jónsdóttir sagði frá.
4/9/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 08.04.19

Spegillinn 08.04.19 Umsjón: Pálmi Jónasson Utanríkisráðherra segir allt sem viðkomi þriðja orkupakkanum vera á forræði Íslendinga. Enginn ákvörðun verði tekin um lagningu sæstrengs nema með samþykki Alþingis. Ráðherra mælti fyrir tillögu sinni um þriðja orkupakkann á Alþingi nú síðdegis. Formaður Kennarasambands Íslands segir það óskhyggju að lífskjarasamningarnir verði grundvöllur nýrrar þjóðarsáttar. Hann segir útlitið ekki bjart fyrir komandi kjaraviðræður kennara. Stjórnarandstaðan í Danmörku er með mun meira fylgi en ríkisstjórn Lars Løkkes Rasmussens samkvæmt könnunum. Byltingarvarðliðið, úrvalssveit íranska hersins, er komið á lista Bandaríkjaforseta yfir hryðjuverkasamtök. Ísraelar ganga að kjörborðinu á morgun. Kosningarnar gætu markað endalok valdatíðar Benjamins Netanyahu. Eða tryggt að hann verði sá forsætisráðherra sem lengst hefur setið í Ísrael frá upphafi. Kosningarnar eru sagðar þjóðaratkvæðagreiðsla um Netanyahu og spillingamál honum tengd gætu skipt sköpum. Pálmi Jónasson segir frá. Beðið er eftir því í Danmörku að Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra boði til þingkosninga. Síðast var kosið í Danmörku 2015 og fjögurra ára kjörtímabili lýkur 18. júní. Kosningar verða því í síðasta lagi 17. júní. Bogi Ágústsson segir frá. Brynjólfur H Björnsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar Brynju, segir að rekja megi flótta verslana úr miðborginni til hækkunar fasteignagjalda. Þau hafi hækkað um 60 prósent á þremur árum. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgarinnar segir að lítil þjónusta sé þar nú fyrir íbúa. Bergljót Baldursdóttir fór í bæinn.
4/8/201930 minutes
Episode Artwork

Tillögur um húsnæðismál lagðar fram á næsta þingi

Ríkið mun kaupa íbúðir með ungu fólki og tekjulágum, samkvæmt tillögum starfshóps um úrbætur á húsnæðismarkaði. Félagsmálaráðherra segist vonast til þess að fyrstu frumvörp verði lögð fram í haust. Sjómannafélag Íslands hefur ákveðið að boða til nýrra kosninga í stjórn félagsins. Heiðveig María Einarsdóttir segir að hún og hennar framboðslisti íhugi að gefa aftur kost á sér ef óháður aðili hefur umsjón með framkvæmd atkvæðagreiðslunnar. Samgönguráðherra segir ljóst að breyta verið gjaldtöku vegna vegaframkvæmda á næstu árum. Hann er sjálfur sannfærður um að að taka verði upp meiri notendagjöld í auknum mæli - og þá með gjaldtöku á vegum. Þriggja daga viðræður Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hafa engu skilað til þessa, að sögn stjórnarandstæðinga. Þeir segja Íhaldsflokkinn ekkert hafa til málanna að leggja. Mick Jagger, söngvari The Rolling Stones, er á góðum batavegi eftir hann gekkst undir hjartaaðgerð í gær. Teitur Erlingsson, varaforseti Landsamtaka íslenskra stúdenta, segir að það séu vonbrigði að ekki hafi verið í tillögum starfshóps félagsmálaráðherra vegna húsnæðismála ungs fólks, skýrari lausnir á því hvernig ungt fólk á leigumarkaði geti staðist greiðslumat. Nánast ómögulegt sé fyrir fólk sem greiðir húsaleigu að standast það mat. Bergljót Baldursdóttir talar við Teit Erlingsson. Ekki er tekið af skarið í nýrri skýrslu um fjármögnun vegakerfisins um hvort byrjað verður að innheimta veggjöld. Samgönguráðherra vill að fram fari fagleg umræða um framtíðarfjármögnun vegaframkvæmda. Hann er sjálfur sannfærður um að það þurfi að koma til meiri notendagjöd með einhvers konar gjaldtöku á vegum. Arnar Páll Hauksson talar við Guðmund Inga Jóhannsson. Alvarlegur vandi steðjar að í Marseille, annarri stærstu borg Frakklands. Fjölmargar byggingar eru að hruni komnar og tekjulitlir íbúar óttast sumir að húsin þeirra hrynji, þeir verði hreinlega grafnir lifandi og ekki að ástæðulausu. Einmitt það gerðist nefnilega nýlega í Marseille. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá.
4/5/201930 minutes
Episode Artwork

Einhverjir verða að hagræða

Framkvæmdastjóri SA segir að þó að meginþorri fyrirtækja geti staðið undir þeim launahækkunum sem samið var í gær sé því miður ljóst að einhver fyrirtæki verði að grípa til hagræðingaraðgerða. Formaður bankaráðs Seðlabankans og nefndarmenn í peningastefnunefnd gagnrýna að forsenda kjarasamninga sé að vextir lækki. Einn þeirra segir að þetta sé galið. Seðlabankastjóri segir óheppilegt að sérstakt ákvæði um lækkun stýrivaxta hafi verið sett inn í kjarasamninga. Ástralski kynþáttahatarinn og hægriöfgamaðurinn sem réðst á gesti tveggja moska í Christchurch á Nýja-Sjálandi um miðjan mars verður á morgun ákærður fyrir 50 morð og tugi morðtilrauna. Fyrirhugaðar breytingar á strandveiðikerfinu falla í misgóðan jarðveg hjá smábátaeigendum. Í Speglinum var rætt við Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra SA, Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness og Katrínu Ólafsdóttur lektor í HR og nefndarmann í peningastefnunefnd Seðlabankans um nýgerðan kjarasamning.
4/4/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 3. apríl 2019

Spegillinn 3. apríl 2019 Umsjón: Bergljót Baldursdóttir Tæknimaður: Gísli Kjaran Kristjánsson Dráttur hefur orðið á því í dag að kjarasamningar í viðræðum VR, Eflingar, Starfsgreinasambandsins og annarra stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins verði undirritaðir. Búist var við því að samningar yrðu undirritaðir um klukkan þrjú í dag en enn sem komið er hefur ekkert orðið af því. Arnar Páll Hauksson segir frá og talaði við Vilhjálm Birgissson, formann verkalýðsfélagsins á Akranesi Skúli Mogensen fjárfesti í WOW air fyrir um fjóra milljarða króna allt frá stofnun félagsins árið 2011. Hann segir ljóst að hann muni fá lítið sem ekkert af þessum fjórum milljörðum til baka. Jón Hákon Halldórsson segir frá Gengi bréfa í Icelandair Group hækkaði um rúm átta prósent í þrjú hundruð tuttugu og tveggja milljóna króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. Panamaskjölin svonefndu hafa gert skattayfirvöldum í 22 löndum víðs vegar um heiminn kleift að innheimta á annað hundrað milljarða króna í sektir og vangoldna skatta vegna fjármuna sem komið hafði verið fyrir í skattaskjólum. Víðs vegar er enn verið að rannsaka undanskotin þannig að upphæðin á eftir að hækka. Ásgeir Tómasson segir frá Tvö tilvik hafa komið upp hér á landi að undanförnu þar sem kviknað hefur í rafbílum því að venjuleg framlengingarsnúra var notuð til að hlaða þá. Fagstjóri rafmagnsöryggissviðs hjá Mannvirkjastofnun segir ekki öruggt að stinga rafbílum í samband í venjulegar innstungur. Hann hvetur fólk eindregið til að nota frekar hleðslustöð. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman. Rætt var við Jón Ólafsson í Samfélaginu á Rás 1 í dag. Lengra efni: Sigrún Davíðsdóttir fjallar um Brexit Það er ekki aðeins við Brexit vandann að glíma heldur einnig Brexit angisina. Eftir viðvarandi Brexit-óvissu í Bretlandi undanfarin misseri eru læknar farnir að tala um Brexit-angist. Spurningin er hvernig eigi að taka á angistinn, á að gefa eitthvað við henni, eða kannski er þetta aðeins dæmi um ofgreiningu. En ef angist er dæmi um magnleysi þá er kannski pólitísk þátttaka til ráða til að fá útrás fyrir vanlíðanina. Lísabet Guðmundsdóttir, fornleifafræðingur segir að þúsundir minjastaða á Íslandi séu að fara í sjóinn mun hraðar en talið var vegna loftslagsbreytinga. Á Norðurlöndunum hafi verið settir upp sjóðir til að fjármagna eftirlit með fornminjastöðum vegna þessarar hættu en ekkert slíkt er til hér á landi. Bergljót Baldursdóttir ræðir við hana Alvarlegur vandi steðjar að í Marseille, annarri stærstu borg Frakklands. Fjölmargar byggingar eru að hruni komnar o
4/3/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 2. apríl 2019

Spegillinn 2. apríl 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Ríkisstjórnin og aðilar vinnumaraðarins ætla að kynna meginlínur kjarasamnings og aðgerðir ríkisstjórnar vegna væntanælegs nýs kjarasamnings nú seint á sjöunda tímanum. Fundahöld hafa staðið yfir hjá ríkissáttasemjara í allan dag. Búist er við að skrifað verði undir kjarasamning í kvöld eða á morgun. Theresa May ætlar að óska eftir því að Bretar fái lengri frest til að segja skilið við Evrópusambandið. Hún biðlar til formanns Verkamannaflokksins að taka þátt í að greiða úr flækjunni sem Brexit er komið í. Greina þarf þörf fyrir vinnuafl og menntun til framtíðar hér á landi því misræmi hefur verið á milli menntunar og framboðs starfa, segir sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun. Búast megi við auknu atvinnuleysi vegna falls WOW air en ekki verði allsherjarsamdráttur. Samtals var 473 starfsmönnum sagt upp í sex hópuppsögnum sem tilkynntar voru til Vinnumálastofnunar í mars. Kaupþing hefur ákveðið að bjóða til sölu 10 prósenta hlut í Arion banka. Miðað við markaðsvirði hlutabréfa bankans í dag nemur verðmæti hlutarins sem til stendur að selja um 15 milljörðum króna. Landbúnaðarráðherra segir að frumvarp sem heimilar innflutning á hráu kjöti tryggi vernd búfjárstofna og bæti samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Heiða Björg Pálmadóttir hefur verið skipuð í embætti forstjóra Barnaverndarstofu. Hún hefur starfað sem settur forstjóri í rúmt ár og var yfirlögfræðingur stofnunarinnar frá árinu 2009. Sex sóttu um embættið þegar það var auglýst. Hrafnhildur Markúsdóttir, ellefu ára nemandi í Hvassaleitisskóla í Reykjavík hefur lesið 83 bækur það sem af er ári. Kennarinn hennar segir lesturinn hjálpa henni í öðrum greinum í skólanum. Hrafnhildur heldur skipulagt bókhald yfir bækur sem hún les. Lengri umfjöllun: Karl Sigurðsson sviðstjóri hjá Vinnumálastofnun segir að misræmi sé milli menntunar og starfa hér á landi og þörf sé fyrir að nýta gögn Hagstofunnar til að greina vinnumarkaðinn til framtíðar. Hann segir að gera megi ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist hér á landi um eitt til eitt og hálft prósentustig milli ára vegna falls WOW og tengdra fyrirtækja. Fari úr 2,3 prósentum 2018 í yfir þrjú prósent á þessu ári. Bergljót Baldursdóttir talar við Karl Sigurðsson. Hvort á maður að velja plast- eða pappírspoka undir vörurnar þegar farið er út í búð að kaupa í matinn? Hvort er betra fyrir umhverfið? Eða er best að fara með margnota pokann? Það eru ekki til nein einföld svör við þessum spurningum. Plastpokar og pappírs
4/2/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 1. apríl 2019

Spegillinn 1. apríl 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Samningafundur í kjaradeilu Eflingar, VR og fleiri félaga og Samtaka atvinnulífsins sem hófst snemma í morgun stendur enn hjá ríkissáttasemjara. Fyrir fram var búist við að í dag kæmi ljós hvort aðilar væru að ná samningi eða ekki. Stóra samningnefnd Eflingar kom í hús til sáttasemjara rétt fyrir klukkan sex sem og forseti ASÍ. Arnar Páll Hauksson talar beint frá Ríkissáttasemjara. Ólíklegt er að eitthvað fáist upp í allar kröfur í þrotabú WOW air segir annar skiptastjóra félagsins. Opnað verður fyrir kröfur í búið á miðvikudag. Íslendingar halda fullum foræðum yfir orkuauðlindum sínum með tilkomu þriðja orkupakkans, segir forsætisráðherra. Hún hafnar gagnrýni formanns Miðflokksins sem heldur öðru fram. Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsírs, hyggst láta af embætti á næstu dögum, áður en skipunartími hans rennur út. Hann hefur verið við völd frá árinu 1999. Breska þingið kýs í kvöld um leiðbeinandi en ekki lagalega bindandi tillögur sem hafa tekið dagskrárvaldið af forsætisráðherra í baráttu við Brexit og sundrung í eigin flokki. 33 bandarískir foreldrar hafa verið ákærðir fyrir að borga svindlurum stórfé í því skyni að koma börnum sínum í bestu háskóla landsins. Útibú frá Barnahúsi var opnað á Akureyri í dag. Þar verður tekið á móti börnum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi eða öðru ofbeldi og þeim veitt áfallameðferð. Vorboðarnir flykkjast til landsins og nú er lundinn kominn en til hans sást í Grímsey um helgina. Lengri Umfjöllun: Í kvöld greiðir breska þingið í annað skiptið atkvæði um leiðbeinandi, ekki lagalega bindandi tillögur um Brexit-leiðir, þar á meðal varanleg aðild að tollabandalagi. Theresa May forsætisráðherra á í mesta basli með framvinduna, er á móti tollabandalagi, vill fresta fjórðu atkvæðagreiðslunnar um sinn útgöngusamning. Atkvæðagreiðslan í dag sýnir að forsætisráðherra hefur misst dagskrárvaldið í þinginu og flokkur hennar á góðri leið með að klofna. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Óhætt er að fullyrða að fá mál á liðnum árum hafi vakið önnur eins viðbrögð og áhuga hjá bandarískum almenningi og háskólaskandallinn svokallaði. Allt bendir til þess að vel efnaðir foreldrar eða forráðamenn hundraða ungmenna hafi mútað eða borgað vel skipulögðum hópi manna með ítök í virtum háskólum vestanhafs stórfé til að koma afkvæmum sínum að í skólunum. Eftir sitja ungmenni sem verðskulduðu miklu frekar skólavist, en taumlaus metnaður og græðgi annarra rændi þau tækifærinu. Fjölmiðlar vestra hafa undanfarna
4/1/201930 minutes
Episode Artwork

Segja upp 315 manns

Airport Associates tilkynnti í dag um uppsagnir þrjú hundruð og fimmtán starfsmanna. Forstjórinn segir að unnið sé að því að skipuleggja starfsemi fyrirtækisins upp á nýtt eftir gjaldþrot Wow air. Stórum hluta þeirra sem sagt var upp verði boðið starf áfram á breyttum vöktum og í breyttu starfshlutfalli. Hópuppsagnir sem ná til um tvö hundruð manns hjá fyrirtækjum sem ekki starfa í ferðaþjónustu voru einnig tilkynntar til Vinnumálastofnunar. VR ætlar að lána 250 félagsmönnum sínum sem störfuðu hjá WOW air, jafnvirði þeirra launa sem þeir hefðu fengið um mánaðamótin. Forseti ASÍ hefur áhyggjur af ástandinu á vinnumarkaði vegna gjaldþrots WOW air. Hún segir að ábyrgð stjórnvalda sé mikil og nú sé tími til að grípa til samfélagslegra lausna. Theresa May forsætisráðherra Breta varð í dag undir í þinginu í þriðja skipti í atkvæðagreiðslu um útgöngusamning Breta við Evrópusambandið. Sem fyrr ríkir óvissa um útgönguna, bæði ferlið og dagsetninguna. Innflytjendur hafa að jafnaði 8 prósent lægri laun en innlendir samkvæmt greinargerð Hagstofu Íslands. Forseti ASÍ hefur áhyggjur af ástandinu á vinnumarkaði vegna gjaldþrots WOW air. Hún segir að ábyrgð stjórnvalda sé mikil og nú sé tími til að grípa til samfélagslegra lausna. Hún varar hins vegar við heimsendaspám og ítrekar að ekki sé um annað efnahagshrun að ræða. Krafan um mannsæmandi laun sé enn í fullu gildi. Arnar Páll Hauksson talar við Drífu Snædal. Breska þingið felldi í dag, í þriðja skiptið, útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra Breta við Evrópusambandið. May fær tæplega tækifæri til að reyna aftur, sem fyrr er óvissan algjör. Í næstu viku mun þingið freista þess að finna aðrar leiðir en löng frestun útgöngu og - eða þingkosningar gætu blasað við. Sigrún Davíðsdóttir. Það er víðar en á Íslandi sem menn velta fyrir sér sambandi sólar, klukku og birtu. Í Evrópu stefnir í að hætt verði að færa klukkuna til, vor og haust, en þó eru ekki allir á eitt sáttir um hvort, hvernig og hvenær það skuli gert. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá.
3/29/201930 minutes
Episode Artwork

Gjaldþrot WOW air.

Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð. Forsætisráðherra segir koma til greina að styðja við ferðaþjónustuna með sérstökum aðgerðum. Kynnisferðir hafa ákveðið að segja upp 59 starfsmönnum. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi síðdegis. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna öflugrar jarðskjálftahrinu í Öxarfirði sem hefur staðið yfir síðan á laugardaginn. Forstöðumaður greiningardeildar Capacent, segir að staða WOW air ætti ekki að koma neinum á óvart miðað við það sem á undan er gengið. Hagfræðingur segir of miklar launahækkanir í núverandi efnahagsástandi leiða til aukins atvinnuleysis og hugsanlega til verðbólgu og vaxtahækkana. Fjórir liðsmenn Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur eða arðgreiðslur. Í síðari hluta Spegilsins ræða Arnhildur Hálfdánardóttir og Arnar Páll Hauksson við Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, Katrínu Ólafsdóttur, lektor í Hagfræði, Þórhildi Elínardóttur, upplýsingafulltruá Samgöngustofu og Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, um áhrif brotthvarfs WOW air.
3/28/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 26. mars 2018

Sáttafundur sem hófst klukkan tvö í dag stendur enn yfir hjá Ríkissáttasemjara. Að óbreyttu hefst tveggja daga verkfall félagsmanna VR og Eflingar á miðnætti. Það nær til 40 hótela og rútufyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. (Rétt eftir lok Spegilsins var verkfallinu aflýst.) Fækka á starfsmönnum og verktökum um 400 til að ná tökum á rekstri WOW air, gangi ný viðskiptaáætlun félagsins eftir. Fari WOW air í þrot verður markaðurinn lengur að jafna sig en gert hefur verið ráð fyrir. Þetta segir sérfræðingur Arion banka. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér, þegar þingið hefur samþykkt samning hennar og Evrópusambandsins um Brexit. Hún tilkynnti þetta á fundi í Lundúnum í dag. Innan árs verður öllum föngum á Íslandi tryggð geðheilbrigðisþjónusta. Að þessu marki stefnir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Fiskeldi Austfjarða hefur fengið leyfi til að hefja laxeldi í Fáskrúðsfirði í vor og til að auka eldi í Berufirði. Leyfisaukningin er næstum 10 þúsund tonn og aukningin verður nær öll ófrjór fiskur. Slíkt hefur aldrei áður verið reynt hér við land. Innan árs verður öllum föngum á Íslandi tryggð geðheilbrigðisþjónusta. Að þessu marki stefnir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Hún segir að með þessu komi stjórnvöld að fullu til móts við athugasemdir pyntingavarnanefndar Evrópuráðsins og úrbótakröfur Umboðsmanns Alþingis sem í rúm sex ár hefur bent á að sú meðferð sem geðsjúkir fangar sæta hér á landi kunni að brjóta gegn stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu. Páll Winkel. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Páll Winkel og Svandísi Svavarsdóttur. Hvernig bregðast hótelin við verkfalli? Arnar Páll Hauksson talar við Ingibjörgu Ólafsdóttur hótelstjóra Hótel Sögu. Verja á rúmlega fimm milljörðum króna næstu þrjú árin til að byggja upp innviði víða um land og vernda náttúru. Meðal verkefna sem fá fé úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og úr Framkvæmdasjóði ferðamála er bætt aðgengi að fjörunni við Hvítserk á Vatnsnesi, aðgengi við þrjá manngerða hella á bökkum Ytri-Rangár og fyrsti áfangi hjólaleiðar við Jökulsárgljúfur, úr Ásbyrgi í átt að Dettifossi. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Guðmund Inga Guðbrandsson og Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon
3/27/201930 minutes
Episode Artwork

Kröfuhafar verða hluthafar í Wow, fjármálaáætlun og loðnubrestur

Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, segir að unnið sé að því með kröfuhöfum og stjórnvöldum að tryggja langtímafjármögnun félagsins. Allir kröfuhafar WOW air, nema Isavia, hafa samþykkt formlega að breyta fimmtán milljarða kröfum sínum í 49 prósenta hlut í félaginu. Óvissa um kjarasamninga og framtið flugrekstrar gætu haft áhrif á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að mati Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra telur ríkisstjórnina ekkert hafa gert til að greiða fyrir kjarasamningum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir segir frá umræðum á Alþingi. Íris Róbertsdóttir ,bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að beint tekjutap vegna loðnubrests fyrir samfélagið sé um sex milljarðar króna. Hún vonar að á fundi sem haldinn er með þingmönnum, fyrirtækjum og fulltrúum sveitarfélagsins og fleirum verði hægt að leggja drög að áætlun um hvernig megi takast á við áfallið. Ágúst Ólafsson ræddi við Írisi. Matvælastofnun hefur, í samvinnu við Lyfjastofnun, kært vef á íslensku léni til lögreglu og farið fram á að honum verði lokað Herdís M. Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Matvælastofnun segir að þar hafi verið auglýst ólögleg fæðubótarefni og lyf. Yfirmaður herráðsins í Alsír krafðist þess í dag að úrskurðað yrði að Abdelaziz Bouteflika forseti væri óhæfur til að stýra ríkinu vegna heilsubrests. Hörð mótmæli hafa verið í höfuðborginni Algeirsborg og víðar í Alsír undanfarnar vikur gegn forsetanum. Ásgeir Tómasson sagði frá. ----- Allir kröfuhafar WOW air nema Isavia hafa samþykkt formlega að breyta fimmtán milljarða króna kröfum sínum í 49 prósenta hlut í félaginu. Skúli Mogensen forstjóri félagsins segir að sú ákvörðun styrki félagið verulega. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræddi við Skúla. Talsvert er í að samningar náist milli SA og verkalýðsfélaganna hjá Ríkissáttasemjara. Enn er ósamið um vinnutímabreytingar og launataxta. All útlit er fyrir að tveggja daga verkfall hefjist á fimnmtudaginn. Eftir óvænta framvindu í breska þinginu er óvissan bæði um Brexit og framtíð Theresu May forsætisráðherra nú komin á hærra stig.Sigrún Savíðsdóttir segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson
3/26/201930 minutes
Episode Artwork

Viðkvæm staða Wow air, Gólan-hæðir og plathjúkrunarfræðingar

Litlar upplýsingar er að hafa um gang viðræðna um framtíð Wow air. Forsvarsmenn félagsins hafa í dag fundað með Samgöngustofu, sem hefur heimild til að svipta félagið flugrekstrarleyfi ef rekstrargrundvöllurinn er ekki tryggur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þvertaka báðir fyrir það að ríkið komi inni í rekstur Wow air með beinum hætti. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Katrínu Jakobsdóttur. Neytendur hafa miklar áhyggjur af sinni stöðu fari Wow í gjaldþrot. Ísraelsher gerði tvær árásir á Gazasvæðið síðdegis í hefndarskyni við eldflaugaárásir frá Gaza á bæ í Ísrael í nótt. Búist er við enn frekari árásum á Gaza. Þúsundir varaliða í Ísraelsher hafa verið kallaðar út. Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í dag að Gólanhæðir tilheyrðu Ísrael. Ásgeir Tómasson sagði frá. Atvinnurekendur og sex verkalýðsfélög luku sáttafundi í dag fyrr en áætlað var vegna ótryggrar stöðu WOW air, sem hefur áhrif á kjaraviðræðurnar. Enn á eftir að ræða launaliðinn segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Gunnar K Sigurðsson leiðsögumaður fann loðnu á óvenjulegum stað um helgina - í Jökulsárlóni - en þangað segir hann að torfur hafi komist á flóði. Gunnar sagði Ragnhildi Thorlacius og Leifi Haukssyni frá loðnugöngunni í Samfélaginu á rás eitt. ------------- Forystumenn verkalýðsfélaganna sem starfsmenn Wow eru órólegir vegna stöðunnar. Rætt við Berglind Hafsteinsdóttur formann Flugfreyjufélags Íslands og Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins sem segir að engu síður hafi starfsmenn trú á því að hægt sé að koma Wow á réttan kjöl. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista.is spáir í næstu skref vegna Wow. Fjöldi hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna er starfandi í Svíþjóð að því er virðist án þess að kunna nokkuð fyrir sér í faginu. Fólkið hefur fengið starfsleyfi á grundvelli falsaðra pappíra eða prófskýrteina sem í raun eru einskis virði. Kári Gylfason segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson
3/25/201930 minutes
Episode Artwork

Verkföll. Brexit. Hælisleitendur.

Forystumenn verkalýðsfélaga segja að ferðaþjónustufyrirtæki hafi framið verkfallsbrot - en rúmlega tvö þúsund manns lögðu niður störf í dag. Formaður VR segir að þessu verði mætt af fullri hörku. Sérfræðingar í vinnumarkaðsfræðum og ferðaþjónustu búast ekki við að verkföll í greininni eigi eftir að dragast á langinn og þau muni ekki kasta eða að þau kasti rýrð á Ísland sem áfangastað. Ástandið í flugmálum sé öllu alvarlegra. Það er vonskuveður um nær allt land, í gildi bæði gular og appelsínugular viðvaranir og vegir víða ófærir. Formenn stjórnarflokkanna segja engar ákvarðanir hafa verið teknar um fjárhagslega aðkomu ríkisins vegna viðræðna um kaup Icelandair á WOW. Stjórn Icelandair hefur samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins. Karlmaður á fertugsaldri, sem hollenska lögreglan hefur haft í haldi grunaðan um skotárás í Utrecht á mánudag, játaði verknaðinn í dag. Hann kvaðst hafa verið einn að verki. Íslensk stjórnvöld eru bæði með belti og axlarbönd, gagnvart helstu álitamálum sem hafa verið viðruð vegna Þriðja orkupakkans, svokallaða, þetta segir utanríkisráðherra. Bretar munu vart ganga úr Evrópusambandinu eftir viku, eins og til stóð - en fátt annað er ljóst í Brexit-efnum. Fækkað hefur í hópi þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi en samsetning hópsins hefur breyst. Færst hefur í aukana að hingað komi fólk sem þegar hefur sótt um eða fengið vernd í öðru Evrópuríki.
3/22/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 21. mars 2019

Sáttafundur sem hófst hjá sáttasemjara í morgun stendur enn yfir og búist við að hann standið fram eftir kvöldi. Samningamenn eru í fjölmiðlabanni og ekki hefur verið upplýst um gang viðræðna. Tugir varða munu sinna verkfallsvörslu vegna verkfalls Eflingar. Búist er við að beitt verði hörku til að koma í veg fyrir verkfallsbrot. Rekstur hótela á höfuðborgarsvæðinu raskast talsvert á morgun vegna verkfallsins. Framkvæmdastjóri Center hotels segir það mikil vonbrigði að næturverðir hafi ekki fengið undanþágu til að sinna störfum. Komi til verkfalls á Keflavíkurflugvelli þarf að fella niður flug til og frá vellinum. Þetta segir forstjóri Isavia. Spáð er stórhríð um norðaustan- og austanvert landið í nótt og fram eftir degi á morgun, með tilheyrandi ófærð, mikil snjókoma gæti orðið suðvestanlands. Forseti neðri deildar breska þingsins segir að þingmenn séu ekki föðurlandssvikarar þótt þeir hafi tvívegis fellt samninginn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Stefnt er að atkvæðagreiðslu í þriðja sinn í næstu viku. Forráðamenn í ferðaþjónustu hafa áhyggjur af verkfallinu. Arnar Páll Hauksson talar við Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Fjárfestingasjóðir og stærstu fjarskiptafyrirtæki Nýja-Sjálands krefjast þess að samfélagsmiðlar taki ábyrgð á því sem þar er birt og taka þar undir orð forsætisráðherra landsins. Forsvarsmenn Facebook hafa sett sig í samband við nýsjálensk stjórnvöld. Hryðjuverkamaðurinn sem myrti fimmtíu manns í tveimur moskum í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi á föstudaginn var með beina útsendingu frá voðaverkinu á Facebook. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir segir frá. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Mark Eldred
3/21/201930 minutes
Episode Artwork

Brexit. Loðna. Norskt nei við ESB.

Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að hægt verði að fallast á að veita Bretum skamman frest á útgöngu úr sambandinu til þess að gefa breskum þingmönnum kost á að samþykkja samninginn um úrsögn, sem fyrir liggur. Þeir hafa tvívegis fellt hann. Fyrsta framkvæmdaleyfið af þremur vegna Kröflulínu þrjú hefur verið gefið út. Vonast er til að línan verði komin í rekstur fyrir lok næsta árs. Loðnubresturinn er skellur. Sumir sjá fram á að árstekjurnar skerðist um helming. Fiskvinnslufólk hefur sumt varið vikum og mánuðum í að skrúbba hvern fermetra í vinnsluhúsunum og sveitarfélög gera upp við sig hvernig skuli bregðast við tekjusamdrætti. Um leið og Norðmenn fagna eða minnast þess að 25 ár eru liðin frá því að EES-samningurinn var lögleiddur verða raddir í Noregi háværari um að Norðmenn segi sig frá samningnum og semji upp á nýtt við Evrópusambandið Ljóst er að skiptar skoðanir eru meðal kaupmanna hvort loka eigi Laugavegi, Bankastræti og Skólavörðustíg fyrir bílaumferð til frambúðar.
3/20/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 19.mars 2019

Forsætisráðherra segir að staðan á vinnumarkaði sé grafalvarleg. Ekki sé tímabært á þessu stigi að ræða um að setja lög á verkföll. Iðnaðarmenn bættust í dag í hóp þeirra sem hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur. Öryrkjabandalagið undirbýr málshöfðun vegna krónu á móti krónu skerðingar á bótum öryrkja. Formaður bandalagsins segir að öryrkjum sé ofboðið. Amma barns sem nýlega var greint með banvænan sjúkdóm segir hræðilegt að hugsa til þess að kjaftasögur um sölu brjóstamjólkur til kraftlyftingamanna komi í veg fyrir að konur vilji gefa barninu brjóstamjólk. Hún gagnrýnir fréttaflutning af málinu harðlega. Forsætisráðherra Bretlands segir að Bretar séu komnir í ógöngur vegna fyrirhugaðrar útgöngu úr Evrópusambandinu eftir tíu daga. Hún ætlar að óska skriflega eftir frestun til júníloka. Hart var tekist á á opnum fundi Miðbæjarfélagsins í Reykjavík í dag en á fundinum kynntu verslunareigendur undirskriftalista þar sem því er mótmælt að Laugavegi, Bankastræti og Skólavörðustíg verði lokað fyrir bílaumferð. Loðnuvertíðin hefur brugðist og ekki í fyrsta sinn. Í síðustu viku gaf Hafrannsóknastofnun það út að allri leit að loðnu fyrir þessa vertíð yrði hætt og enginn loðnukvóti gefinn út. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá stofnuninni, segir að loðnunnar hafi sennilega aldrei verið leitað jafn gaumgæfilega og nú. Loðna er annar mikilvægasti nytjastofn okkar og efnahagsleg áhrif loðnubrestsins því veruleg. En það er ekki nóg með það. Loðnan er líka ein mikilvægasta fæða aðalnytjastofns Íslendinga, þorsksins sem og grálúðu, ufsa og fleiri tegunda. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman. Forsætisráðherra Nýja Sjálands heitir því að tillögur ríkisstjórnar landsins um endurbætur á byssulöggjöfinni verði kynntar áður en þingið kemur aftur saman á mánudag. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir tók saman. Skemmtiferðaskipum sem sigla á norðurslóðum hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum. Þó að ekki séu miklar líkur á slysum er nauðsynlegt að hægt sé að bregðast við ef slys verður. Á næsta ári stendur Landhelgisgæslan fyrir æfingu, sem beinist að björgun og leit og einnig viðbrögðum við mengunarslysi. Arnar Páll Hauksson talaði við Auðun Kristinsson. Umsjónarmaður: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir Tæknimaður: Jón Þór Helgason
3/19/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 18.mars 2019

Forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld taki dóm Mannréttindadómstóls Evrópu alvarlega. Hún segir mikilvægt að þingið taki sér svigrúm til að reifa ólík sjónarmið, eyða óvissu og finna farsæla lausn, bæði fyrir dómskerfið og almenning í landinu. Forsætisráðherra flytur Alþingi skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstólsins. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir tók saman. Starfsemi 40 hótela lamast og rútubílstjórar leggja niður vinnu á föstudaginn ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Á sama tíma undirbúa iðnaðarmenn og Starfsgreinasambandið verkföll. Arnar Páll Hauksson ræddi við Halldór Benjamín Þorbergsson. Formaður Félags hópferðaleyfishafa segir að boðuð verkföll ýti undir svarta starfsemi. Forseti Mósambíkur óttast að yfir eitt þúsund hafi farist þegar fellibylur fór yfir miðhéruð landsins í síðustu viku. Borgin Beira er í rúst eftir óveðrið. Risastór loftsteinn sprakk yfir Beringssundi á milli Alaska og Rússlands fyrir þremur mánuðum. Orkan sem losnaði úr læðingi við sprenginguna var tífalt meiri en í kjarnorkusprengjunni sem var sprengd í Hiroshima í lok síðari heimsstyrjaldar. Þess er vænst að innan nokkurra ára geti samstarfsverkefni fjögurra stofnana gert Íslendingum kleift að skipuleggja landnýtingu betur. Þá verður hægt að fylgjast með auðlindum og stýra nýtingu miðað við ástand þeirra. Stjórnarformaður Lýðháskólans á Flateyri fagnar nýju frumvarpi um lýðskóla. Með tilkomu þess verði hægt að gera langtímarekstrarsamninga við skólann. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, þarf aðstoð allan sólarhringinn. Það hefur borgin viðurkennt. Fjármagnið sem hann fær nægir þó ekki til að tryggja þessa aðstoð. Stundum þarf Rúnar, sem er með hálsmænuskaða og þarf aðstoð við flesta hluti, að vera einn á nóttunni. Hann segir að þá sé erfitt að horfa á eftir aðstoðarmanninum á kvöldin. Samband sveitarfélaga er ekki á því að laun aðstoðarmanna þurfi að vera þau sömu alls staðar á landinu. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Rúnar Björn Herrera Þorkelsson. Umsjónarmaður Ásrún Brynja Ingvarsdóttir. Tæknimaður Davíð Berndsen.
3/18/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 15. mars 2019

Starfsgreinasambandið hótar að slíta samningaviðræðum við atvinnurekendur og hefja undirbúning verkfalla komi ekkert nýtt frá SA um helgina. Líklegt er að iðnaðarmenn slíti líka viðræðum. Dómstólasýslan vill að lögum verði breytt til að hægt verði að fjölga dómurum við Landsrétt. Vegna dóms Mannréttindadómstólsins munu fjórir dómarar lands ekki taka þátt í dómsstörfum. Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi félagsins í dag. Svissneskur ostagerðarmaður og nokkrir listaskólanemar hafa komist að því að bragðgæði osts breytast eftir því hvaða tónlist er leikin meðan hann þroskast. Hip hop þykir skila mjúku blómabragði. Starfsgreinasambandið hótar að slíta samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins ef ekki koma fram nýjar hugmyndir eða tillögur frá samtökunum nú um helgina. Ef viðræðum verður slitið hefst undirbúningur verkfalla. Iðnaðarmenn munu að öllum líkindum feta í fótspor Starfsgreinasambandsins og slíta viðræðum ef ekkert nýtt kemur fá SA. Arnar Páll Hauksson talar við Björn Snæbjörnsson. Ódæðismaðurinn í Christchurch á Nýja-Sjálandi vísaði í yfirlýsingu til atburða á Norðurlöndum, sem hefðu verið hvati hans að morðum í tveimur moskum. Yfirlýsingin þykir sækja mjög til skrifa Anders Behrings Breiviks. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá. Umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir í Naíróbí í Kenýa og í inngangi Antóníos Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna að umhverfisskýrslu þeirra, sem kom út í vikunni, er ástand jarðarinnar sjúkdómsgert og talað um hvernig manngerðar umhverfisógnir sem ógna jörðinni ógna líka heilsu manna í auknum mæli. Skýrslan dregur upp dökka mynd af þeim fjölbreyttu umhverfisógnum sem steðja að jörðinni en í skýrslunni eru líka ræddar lausnir sem margar hafa jákvæð samlegðaráhrif og við kveður gamalkunnugt stef, það þurfi bara pólitískan vilja. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og talar við Guðmund Inga Guðbrandsson. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður mark Eldred
3/15/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 14. mars. Dómsmálaráðherra. Brexit. NPA.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók tímabundið við embætti dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Ráðstöfunin er til nokkurra vikna, að sögn Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Breskir þingmenn hafa undanfarinn klukkutíma greitt atkvæði um tillögur sem snúa að því að fresta Brexit - útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Tillögu um að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu var hafnað með miklum meirihluta. Það er um 66 prósentum dýrara að reka heimili á Íslandi en í Evrópusambandinu. Ísland kemur illa út í samanburði við dýrustu löndin í sambandinu þegar litið er á verð á matvælum. Loðnubresturinn er sveitarfélögum sem byggja tilveru sína á vinnslu uppsjávarafla mikið áfall. Mörg þeirra skoða nú hvort ástæða sé til að endurskoða fjárhagsáætlun ársins. Samtök ferðaþjónustunnar lýsa fullum stuðningi við Samtök atvinnulífsins í kjaraviðræðum og hvetja verkalýðsfélög til að fresta verkföllum. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að framtíð greinarinnar hafi aldrei verið eins óljós. Nýjar rannsóknir og uppgötvanir benda til þess að handan Plútó sé pláneta sem sé um það bil 10 sinnum stærri en jörðin. Vísindamenn telja að tilvist hennar verði sönnuð á næstu 10 árum og hún verði 9. reikistjarna sólkerfisins. Jóhann Hlíðar Harðarson. Sumt fólk með þroskahömlun þrífst ekki innan hefðbundinna úrræða, því líður einfaldlega illa. Það átti við um Gísla Björnsson. Líf hans gjörbreyttist til hins betra þegar hann fékk NPA en móðir hans segir nýja fyrirkomulagið þó ekki gallalaust. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Gísla, Gunnhildi móður hans, Bryndísi Snæbjörnsdóttur, formann Þroskahjálpar og Björgvin Björgvinsson.
3/14/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 13. mars 2019

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að víkja tímabundið sem dómsmálaráðherra. Hún segist gera það til að skapa vinnufrið um Landsréttarmálið og ætlar að leggja til að dómi Mannréttindadómstóls Evrópu verði skotið til yfirdóms. Ríkisráðsfundur verður haldinn á morgun til að ganga frá ráðherraskiptum. Dómurinn í gær gæti haft áhrif á 82 sakamál sem ríkissaksóknari hefur rekið fyrir Landsrétti. Stjórnir Íslandsbanka og Landsbankans hafa ákveðið að lækka laun bankastjóra sinna. Bankasýslan upplýsti fjármálaráðherra um þetta í dag. Kanadamenn hafa bannað að þotum af gerðinni Boeing 737 MAX 8 og 9 verði flogið í kanadískri lofthelgi. Flugritar úr farþegaþotunni sem fórst í Eþíópíu í byrjun vikunnar verða sendir til rannsóknar í Evrópu. Rými hefur skapast í samfélaginu til að ræða um kynferðisofbeldi valdamikilla einstaklinga. Mál Michael Jacksons og Jóns Baldvins Hannibalssonar eru dæmi um það. Þetta segir kynjafræðingur. Bergljót Baldursdóttir talar við Gyðu Margréti Pétursdóttur. Kjaraviðræður eru á viðkvæmu stigi. Nú er reynt til þrautar að ná samningum. Rætt er um að lengja samningstímann og hækka laun þeirra lægst launuðu meira en tilboð SA kvað á um. Líf Þórdísar Elísabetar Arnarsdóttur, tíu ára, hreyfihamlaðrar stelpu í Kópavogi, breyttist í byrjun þessa mánaðar þegar hún fékk Notendastýrða persónulega aðstoð. Aðstoðin sem hún fær heyrir ekki lengur undir mörg svið hjá bænum. Þar sem Þórdís er barn þarf hún aðstoð við að verkstýra aðstoðarkonum sínum. Þá aðstoð fær hún frá móður sinni, Guðnýju Steinunni Jónsdóttur, Guðný er þá í tvöföldu hlutverki gagnvart dóttur sinni, móðir hennar, en líka sú sem á að tryggja að aðstoðin sem Þórdís fær sé á hennar forsendum. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Þórdísi Elísabetu Arnarsdóttur og Guðnýju Steinunni Jónsdóttur.
3/13/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 12. mars 2019

Umsjónarmaður Bergljót Baldursdóttir. Evrópska flugöryggisstofnunin hefur bannað notkun Boeing 737 flugvélanna í evrópskri lofthelgi. Bannið tekur gildi klukkan sjö í kvöld. Engin sambærileg ákvörðun hefur verið tekin í Bandaríkjunum og Kanada. Allar þrjár MAX 8 flugvélar Icelandair hafa verið kyrrsettar um óákveðinn tíma. Allir 15 dómarar í Landsrétti hafa ákveðið að kveða enga dóma upp í vikunni. Dómur Mannnréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu eyðir ákveðinni óvissu en býr til aðra, segir formaður lögmannafélagsins. Dómurinn skilji Íslendinga eftir í tómarúmi. Formaður Dómarafélagsins telur að dómurinn sé áfall fyrir íslensk stjórnmál. Rætt verður við hana síðar í Speglinum. Arnar Páll Hauksson, ræddi við Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formann Dómarafélagsins. Félagsmenn VR samþykktu verkfallsaðgerðir með rétt rúmlega 50 prósentum atkvæða í dag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir niðurstöðuna ekki hafa komið á óvart. Ólöf Ragnarsdóttir talaði við hann. Um þúsund börn á grunnskólaaldri forðast að mæta í skóla vegna tilfinningalegra erfiðleika eða af öðrum ástæðum. Skólastjórnendur segja vaxandi vanda hversu mikið fólk taki börn sín úr skóla til að fara í frí. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman og ræddi við Salvöru Nordal, umboðsmann barna og Þorsteinn Sæberg, formann Skólastjórafélags Íslands Sigrún Davíðsdóttir í Lundúnum fjallaði um Brexit og stöðu Teresu May, forsætisráðherra. Theresa May forsætisráðherra gerði í gær lokatilraun til að endursemja við Evrópusambandið um írsku þrautavaralausnina í útgöngusamningi Breta við ESB. Útkoman er að þrátt fyrir nokkur viðbótarskjöl samkomulaginu til útskýringar þá fékk May engu breytt. Nú segir Evrópusambandið að ekki verði samið frekar og þingið virðist hikandi að samþykkja samning Mays.
3/12/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 11.03.2019

Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Mikið hvassviðri er skollið á og á Veðurstofan von á því að bæti í vind í kvöld. Veginum milli Hvolsvallar og Víkur hefur verið lokað og verður hann lokaður til morguns. Einnig verður lokað á Skeiðarársandi og í Öræfasveit. Björn Sævar Einarsson er veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands lýsti veðurhorfum. Nítján flugfélög hafa kyrrsett farþegaþotur sömu gerðar og þá sem fórst í Eþíópíu í gær. Ekkert þeirra er evrópskt. Töluvert er um að farþegar Icelandair hafi samband við félagið, áhyggjufullir vegna þess að félagið notast við eins þotur og fórst í Addis Ababa í gær. Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræddi við Jens Þórðarson , framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair Forsætisráðherra Bretlands gerir í kvöld lokatilraunina til að fá forsvarsmenn Evrópusambandsins til að breyta samningnum um Brexit, útgöngu Breta úr ESB. Þingmenn greiða atkvæði um samninginn á morgun. Ásgeir Tómasson sagði frá. Nemendum í fyrsta til fjórða bekk í grunnskólanum á Ísafirði hefur verið fundið annað húsnæði eftir að mygla fannst í skólanum í síðustu viku. Forsvarsmenn skólans bíða nú niðurstaðna um umfang myglunnar. Halla Ólafsdóttir ræddi við Guðmund Gunnarsson, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar 46 skiluðu í gær inn umsögn um greinargerð forsætisráðuneytisins um Staðartíma á Íslandi - stöðumat og tillögur í samráðsgátt sem var i var lokað á miðnætti. Anna Kristín Jónsdóttir sagði frá ------------ Umfjöllun um NPA: Það er frekar óljóst hvað nákvæmlega felst í starfi aðstoðarmanns í NPA, þrátt fyrir að um hálft ár sé liðið frá því lög um NPA tóku gildi og fyrstu NPA samningarnir hafi verið gerðir fyrir nokkrum árum. Starfið er óvenjulegt og vaktirnar geta verið allt að tveggja sólarhringa langar. Oftast gengur vel, en ekki alltaf. Sviðsstjóri kjaramála hjá Eflingu segir að dæmi séu um að þangað leiti niðurbrotnir aðstoðarmenn. Það eru líka dæmi um að aðstoðarmenn brjóti á notendum, NPA miðstöðin hefur kært slíkt mál til lögreglu. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Hjört Eysteinsson, framkvæmdastjóra NPA-miðstöðvarinnar, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, Sigurður Egill Ólafsson, aðstorðarmann Rúnars, Ragnar Ólason, sviðsstjóri kjaramála hjá Eflingu Brexit: Allt frá því Jeremy Corbyn var kjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins 2016 hefur afstaða hans til Ísraels og gyðinga verið stöðugt deiluefni. Þegar níu þingmenn sögðu sig úr flokknum nýlega heyrðist and-gyðinglegra afstaða leiðtogans nefnd. Flokkurinn er nú enn á ný heltekinn af þessari umræðu sem stuðningsmenn
3/11/201930 minutes
Episode Artwork

Hótelþernur. Áföll. Samþykkislög.

Veirufræðideild Landspítala staðfesti í dag nýtt mislingatilfelli, það fimmta á rúmlega hálfum mánuði. Verkfall 700 hótelþerna hjá stéttarfélaginu Eflingu hófst klukkan tíu í morgun og stendur til miðnættis. Verkfallsverðir voru við störf á hótelum víða um borgina í dag. Framkvæmdastjóri Eflingar segir eitthvað hafa verið um verkfallsbrot, verkfallið hafi þó farið vel fram að mestu leyti. Framkvæmdastjóri SA segir óskandi að þau verkalýðsfélög sem stigu frá samningaborðinu komi að því á ný. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir óvíst að landið fari nokkru sinni úr Evrópusambandinu ef samningur um aðskilnaðinn verður felldur í þinginu í næstu viku. Litlar sem engar breytingar hafa orðið á atvinnuþátttöku kvenna í heiminum á síðustu 27 árum. Hún hefur aðeins aukist um tvö prósent og atvinnuþátttaka þeirra er enn 26 prósentustigum minni en karla. ___ Verkfall 700 hótelþerna hjá stéttarfélaginu Eflingu hófst klukkan tíu í morgun og stendur til miðnættis. Arnar Páll Hauksson ræddi við fólkið sem fór í verkfall í dag, sem flest er af erlendum uppruna. Eitt af aðalmarkmiðum rannsóknarinnar Áfallasögu kvenna er að kanna hvernig áfallastreita hefur áhrif á líkamlega líðan til framtíðar. Þetta segir prófessor í Læknadeild Háskóla Íslands, sem vinnur að rannsókninni. Gögnin sem fengust geti verið efniviður rannsókna næstu ára og jafnvel áratuga. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir ræðir við Örnu Hauksdóttur. Sænskur maður sem játaði að hafa keypt vændi, hefur verið ákærður fyrir nauðgun. Kynlíf án samþykkis er ofbeldi, samkvæmt samþykkislögum sem tóku gildi í Svíþjóð í fyrra. Kári Gylfason segir frá.
3/8/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 7.mars 2019

Félagsdómur telur að verkfall Eflingar á morgun sé lögmætt. Það nær hótelþrena sem starfa á öllum hótelum og gistiheimilum á félagssvæði Eflingar. Eigendur og æðstu stjórnendur hótela ætla að hlaupa í störf þernanna en ljóst er að starfsemi þeirra raskast á morgun. Framkvæmdastjóri SA segir að verkfallið sé áfall fyrir hagkerfið í heild. Aldrei megi tala um verkföll af léttúð. Uppljóstrar fá lagalega vernd með frumvarpi sem nefnd um tjáningarfrelsi leggur til. Nefndin vill líka breyta lögbanni á tjáningu og bæta réttarstöðu blaðamanna. Yfirmaður bandaríska heraflans í Miðausturlöndum segir að baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins sé langt í frá lokið. Verð á lyfjum myndi lækka með aukinni samkeppni ef lausasölulyf yrðu leyfð í verslunum, segir formaður lausasölulyfjahóps Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir ekki hafa verið sýnt fram á fylgni eitrunartilfella og aukins frelsins í nágrannalöndunum. Um 700 félagsmenn Eflingar fara í verkfall á morgun eftir að ljóst er að verkfallið er löglegt að mati Félagsdóms. Það hefst klukkan tíu í fyrramálið og lýkur á miðnætti. Það nær til hótelþerna sem starfa við þrif á hótelum og gistiheimilum á félagssvæði Eflingar. Það ríkti nokkur óvissa um niðurstöðu Félagsdóms. En kom hún formanni Eflingar á óvart? Arnar Páll Hauksson segir fá. Ræðír við Sólveigu Jónsdóttur og Ingibjörgu Ólafsdóttur. NPA gerir mér kleift að mæta seint í skólann. Þetta segir Ásthildur Jóna Guðmundsdóttir, 24 ára háskólanemi. Hún er búin að vera með notendastýrða persónulega aðstoð í fjögur ár. Aðstoðarkona hennar segist stundum gleyma því að hún sé í vinnunni. Spegillinn heldur áfram umfjöllun sinni um notendastýrða persónulega aðstoð, NPA. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Ásthildi Jónu Guðmundsdóttur og Silvíu Ösp Símonardóttur. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að nýju útboði vegna Ferðaþjónustu fatlaðra. Ekki hefur enn verið útkljáð hvernig kostnaði verður skipt milli sveitarfélaganna. Þá er stefnt að því að með nýju útboði náist að lækka heildarkostnaðinn sem nam um 1,7 milljörðum króna í fyrra. Sveitarfélögin sameinuðust um þessa þjónustu 2015 en til að byrja með gekk ekki mjög vel. Arnar Páll Hauksson talar við Erlend Pálsson Umsjón Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður Jón Þór Helgason.
3/7/201930 minutes
Episode Artwork

Ríkisborgararéttur. Vændislöggjöf.

Félagsdómur kveður ekki upp dóm í dag um hvort boðun Eflingar á verkfalli hótelþerna á föstudaginn er lögmæt eða ekki. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að það hafi verið mikil tímamót þegar Alþingi samþykkti í síðustu viku svokallað aflandskrónufrumvarp. Hægt sé að binda vonir við að vextir lækki og það sé einhver mesta kjarabót sem íslensku launafólki standi til boða. Héraðssaksóknara bárust tólf hundruð tilkynningar í fyrra um grunsamlegar fjármunafærslur og peningaþvætti og hefur fjöldinn áttfaldast á undanförnum fjórum árum. Viðskiptajöfnuður Bandaríkjanna við útlönd var í fyrra sá óhagstæðasti í áratug. Bandaríkjaforseti hefur barist fyrir því með oddi og egg frá því að hann tók við völdum að draga úr honum, en ekkert orðið ágengt. Málverkafölsunarmálið sem kom upp í síðustu viku er til skoðunar í menntamálaráðuneytinu. Ráðherra segir málið reiðarslag. Fyrir tíu árum var ákveðið að fara hér hina svokölluðu sænsku leið, vændiskaup voru gerð ólögleg en ekki sala á vændi. Við veltum fyrir okkur hvort sænska leiðin sé alltaf sú vænlegasta til að berjast gegn vændi. Rætt við Sólveigu Önnu Bóasardóttur, Simon Häggström og Öldu Hrönn Jóhannsdóttur. Dómsmálaráðherra boðar breytingar á lögum um íslenskan ríkisborgararétt, og vill að ákvæði um að Alþingi veiti ríkisborgararétt með lögum falli brott. Lögfræðingur telur með þessu þrengt mjög að getu fólks af erlendum uppruna til að verða íslenskir ríkisborgarar. Rætt við þær Sigríði Á. Andersen og Claudie Wilson.
3/6/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 5. mars 2019

Fjórir hafa nú greinst með mislinga hér á landi. Um miðjan febrúar kom maður með mislinga hingað í flugi og þrír hafa greinst sem smituðust um borð, tvö börn og einn fullorðinn. Dagný Hulda Erlendsdóttir segir frá. Rætt við Ásgeir Haraldsson, yfirlækni á Barnaspítala Hringsins. Menntamálaráðherra ætlar að verja einum og hálfum milljarði króna í stórsókn í menntamálum. Talsmenn kennara segja að fókusinn sé nú kominn á réttan stað - á mannauðinn í menntakerfinu. Rætt við Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, Ragnar Þór Ingólfsson, formann Kennarasambands Íslands og Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur, forseta menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Alþingismönnum sýnist hverjum sitt um innflutning á hráu kjöti og tala ýmist ógn við lýðheilsu og búfé eða hræðsluáróður og lýðskrum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir segir frá umræðum um frumvarp landbúnaðaráðherra á Alþingi, brot úr ræðum Ásgerðar Gylfadóttur (B), Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur (D) og Þorsteins Víglundssonar (C). Lagt er til að skimun fyrir krabbameini verði færð frá Krabbameinsfélagi Íslands til heilsugæslunnar og gerð gjaldfrjáls samkvæmt tillögum sem landlæknir og heilbrigðisráðherra kynntu í dag. Enn fremur er lagt til að stofnuð verði sérstök stjórnstöð til að skipuleggja og semja um framkvæmd skimunar sem yrði þá tekin inn í opinbera heilbrigðisþjónustu. Höskuldur Kári Schram ræðir við Ölmu Möller, landlækni. Ávinningurinn er svo mikill, að það að vera verkstjóri allan sólarhringinn er bara peanuts miðað við það. Þetta segir Brandur Bjarnason Karlsson sem nýlega fékk notendastýrða persónulega aðstoð. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við hann um lífið með NPA, verkstjórahlutverkið og mörkin í samskiptum við aðstoðarfólk og við kærustu hans, Ölmu Ösp Árnadóttur. Danske Bank varð uppvís að peningaþvætti í útibúi í Eistlandi. Nordea bankinn virðist einnig hafa þvættað fé um árabil, meðal annars í útibúi við Vesturport í miðborg Kaupmannahafnar. SIgrún Davíðsdóttir segir frá.
3/5/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 4. mars 2019

Fimmtán hafa þegar misst vinnuna í Fjarðabyggð vegna loðnubrests. Bæjarstjórinn segir að sveitarfélagið verði að draga saman seglin, finnist engin loðna. Fjarðabyggð verður fyrir 260 milljóna króna tekjutapi verði algjör loðnubrestur. Rúnar Snær Reynisson ræddi við Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóra. Forsvarsmenn Strætós bs segja að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir bílstjóra bitni eingöngu á farþegum og rekstri Strætós en ekki á fyrirtækjunum sem bílstjórarnir starfa hjá. Höskuldur Kári Schram sagði frá og ræddi við Ástríði Þórðardóttur, staðgengil framkvæmdastjóra hjá Strætó. Bandarísk stjórnvöld segja að skjótt verði brugðist við ef öryggi leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela verður ógnað. Hann sneri heim í dag. Ásgeir Tómasson sagði frá. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ástand í málefnum geðsjúkra fanga sé óviðunandi. Hún kynnir samning um úrbætur á allra næstu dögum. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurði heilbrigðisráðherra um erfiða stöðu geðsjúkra fanga: Fangelsismálastofnun hafi ítrekað beint sjónum stjórnvalda að ástandinu og fengið umboðsmann Alþingis til liðs við sig. Þjónusta við fólk með heilabilun er allt of flókin. Mjög margir koma að henni og ekki stefna allir í sömu átt, segir Jón Snædal sérfræðingur í öldrunarlækningum sem tekið hefur að sér að móta heildstæða stefnu í málaflokknum. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Jón. ----------- Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að hafa það í huga þegar það ferðast með ung börn að mislingafaraldur geisi sums staðar í heiminum. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Þórólf. Notendastýrð persónuleg aðstoð er óðum að slíta barnsskónum á Íslandi en ekki án vaxtaverkja. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá. Íslendingar og Svisslendingar eru oft á sitt hvorum endanum þegar bornar eru saman hagtölur ríkja Efnahags- og framfarastofunarinnar OECD og það á líka við um verkföll. Á tímabili áttu Íslendingar þar metið á meðan fyrirbærið þekktist varla í Sviss. En hvers vegna fara Svisslendingar ekki í verkföll, Jón Björgvinsson leitaði svara við því.
3/4/201930 minutes
Episode Artwork

Spegill 1. mars 2019

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að tjón fyrritækja af völdum verkfalla, sem boðuð hafa verið, geti hlaupið á hundruðum milljóna á dag. Hann segir að aðgerðirnar séu árás á ferðaþjónustuna og allt samfélagið. Verkfallsaðgerðir VR og Eflingar ná til 2.350 félagsmanna, sem greiða atkvæði um sex verkföll á tugum vinnustaða. Einnig verða greidd atkvæði um fjölmargar aðgerðir sem Efling boðar að auki. Það felst í því mikil eyðilegging, þegar verk eftir myndlistarmenn eru fölsuð. Þetta segir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna. Sjávarútvegsráðherra brýtur lög ef hann úthlutar ekki makrílkvóta eftir reglugerð, en ef hann fer að lögum gæti hann skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Forseti Alþingis segir það mikil vonbrigði að harkalegt bakslag hafi komið í traust til Alþingis VR og Efling boða sex staðbundin verkföll sem munu bitna á 40 hótelum og öllum hópbifreiðafyrirtækjum á félagsssvæði félaganna tveggja. Efling boðar frekari aðgerðir sem mun standa frá 18. mars til 30. apríl. Áætlun félaganna þýðir að einhvers konar aðgerðir verða alla daga frá 18. mars fram að 1. maí en þá á að hefjast útímabundin vinnustöðvun. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Ungt fólk hefur áhyggjur af loftslags- og umhverfismálum og vill að gripið verði til ráðstafana sem duga til framtíðar. Um hinn vestræna heim hefur myndast hreyfing ungs fólks, skólafólks sem vill aðgerðir strax. Segja má að málflutningur hinnar 16 ára Gretu Thunberg frá Svíþjóð á Loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi í desember eigi stóran þátt í þessari bylgju. Dágóður hópur skólakrakka á öllum aldri safnaðist saman í annað sinn á Austurvelli í Reykjavík í dag og skoraði á íslensk stjórnvöld að taka til hendinni. Spegillinn settist niður með þeim Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur framhaldsskólanema, Sigurði Thorlacius frá ungum umhverfissinnum og Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur háskólanema og ræddi við þau um framtíðarsýn ungs fólks. Það eru hliðstæðar aðstæður á fasteignamarkaðnum víða um heim, alltof mikið framboð af lúxusíbúðum í stórborgum. Það græðir enginn á hálftómum draugaturnum, sama hvort er í miðborg London eða Reykjavíkur. Sigrún Dvíðsdóttir segir frá. Umsjón Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður Davíð Berndsen.
3/1/201930 minutes
Episode Artwork

Bjórbannsafnám og heimsókn í leikskóla.

Fjármálaráðuneytið telur að stjórnir Landsbankans og Íslandsbanka eigi tafarlaust að endurskoða launaákvarðanir sínar. Óttast er að fjöldi nýlegra falsana á málverkum eftir Stórval sé kominn í umferð. Komið var í veg fyrir uppboð á tveimur slíkum verkum á mánudag. Uppboðshaldari segir að svona mál geti eyðilagt orðspor listamanna. Ríkissaksóknari í Ísrael hyggst ákæra forsætisráðherra landsins fyrir mútur, fjársvik og umboðssvik. Mál á hendur honum hafa verið til rannsóknar síðastliðin þrjú ár. Einn og hálfur mánuður er til þingkosninga í Ísrael. Lengri fréttapistlar: Þegar foreldrar sjá niðurstöður mælinga, raunveruleikann sem blasir við börnum þeirra í framtíðinni, þá átta þeir sig. Þetta segir talmeinafræðingur sem unnið hefur með börnum í leikskóla í Breiðholti. Börnin stóðu áður illa þegar kom að læsi og málskilningi. Nú, virðist það vera að breytast. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við börn, starfsfólk og stjórnendur í Leikskólanum Ösp. Á Íslandi hafa verið drukknar yfir 346 milljónir lítra af bjór frá því að sala á honum var leyfð. Á morgun eru 30 ár frá því að bjórbannið var afnumið. Arnar Páll Hauksson segir frá.
2/28/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 27. febrúar 2019

Samherji er ekki að undirbúa skaðabótamál gegn Seðlabankanum, segir forstjóri fyrirtækisins. Greinargerð bankaráðs sýni þó að menn hafi verið hafðir fyrir rangri sök og hann vill að stjórnendum Seðlabankans verði vikið frá störfum. Hann er svikari, rasisti og svindlari sem vildi ekki verða forseti. Þetta sagði Michael Cohen, fyrrum lögmaður Donalds Trump, um forsetann á Bandaríkjaþingi í dag. Formaður Eflingar segir að það sé túlkunaratriði hvort fimmtungur félagsmanna þurfi að kjósa til að atkvæðagreiðslan um verkfallið 8. mars sé lögleg. Sjávarútvegsráðherra hefur skipað starfshóp sem á að bregðast við svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Fiskistofu. Lögreglan í Noregi hefur fundið ummerki um að Önnu-Elísabetu Hagen hafi verið rænt af heimili sínu í október. George Pell var kreddufastur og harðsnúinn baráttumaður kaþólsku kirkjunnar sem barðist hatrammlega gegn samkynhneigð, fóstureyðingum, skilnaði, getnaðarvörnum og fyrir skírlífi presta. Sjálfur hefur hann nú verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn tveimur altarisdrengjum á tíunda áratugnum og gæti átt yfir höfði sér allt að 50 ára fangelsi. Pell er fjármálastjóri Páfagarðs og sem slíkur þriðji maður í virðingarröð kaþólsku kirkjunnar. Pálmi Jónasson segir frá. Lög um rafrettur taka gildi á föstudaginn. Kaupmenn eru ósáttir við greiðslur til Neytendastofu og þann aðlögunartíma sem þeim var gefinn. Í gær var óskað eftir að hann yrði framlengdur um hálft ár. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Svövu Gerði Ingimundardóttur og Hauk Inga Jónsson . Heimamenn í litlu samfélagi í Suður-Afríku höfðu betur gegn risastóru áströlsku námufyrirtæki fyrir helgi. Hæstiréttur landsins úrskurðaði á fimmtudag að ekki megi ráðstafa landi til námuvinnslu án samráðs við heimamenn. Pálmi Jónasson sagði frá.
2/27/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 26.02.2019

Spegillinn 26.02.2019 Umsjón: Pálmi Jónasson Um hundrað manns hafa leitað í dag við Ölfusá að karlmanni sem talið er að hafi ekið í ána um tíuleytið í gærkvöld. Ofsaveðrið er að mestu gengið niður. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi, Austurlandi og Austfjörðum. Breskir þingmenn gætu fengið tækifæri til að greiða atkvæði um stuttan frest á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þetta sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr Sjómannafélagi Íslands var óheimill og félagið þarf að greiða eina og hálfa milljón króna í sekt í ríkissjóð. Þetta er niðurstaða Félagsdóms. Bankaráð Seðlabanka Íslands telur að Seðlabankanum hafi ekki tekist að sýna fram á nauðsyn þess að leggja stjórnvaldssekt á Samherja. Lengri umfjallanir: Í dag tilkynnti Theresa May forsætisráðherra hver yrðu næstu skref stjórnarinnar í útgöngu Breta úr ESB: atkvæðagreiðsla í mars um útgöngusamning úr ESB en líka möguleiki á frestun útgöngu. Pálmi Jónasson talar við Sigrúnu Davíðsdóttur um málið. Arnhildur Hálfdánardóttir fjallar um fjölmenningu og fjölmenningardaginn. Ræðir við Sögu Stephensen, verkefnastjóri og ráðgjafi vegna fjölmenningarlegs leikskólastarfs, hjá Reykjavíkurborg.
2/26/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 25. febrúar 2019

VR og Efling stefna að sex staðbundnum verkföllum á næstunni sem gætu staðið fram yfir miðjan apríl en þá tæki við ótímabundið verkfall. Hvert verkfall stæði yfir í tvo til fjóra daga. Samanlagt er um að ræða 18 verkfallsdaga. Spáð er ofsaveðri á austurhelmingi landsins í nótt og á morgun. Varað er við aurskriðum og það verður ekkert ferðaveður á þessum slóðum. Evrópusambandið vísar því algerlega á bug að beita hervaldi til þess að koma forseta Venesúela frá völdum eins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur biðlað til þeirra um. Bandaríkin virðast nokkuð einangruð í þeirri afstöðu að hernaðaríhlutun komi til greina. Almenna leigufélagið ætlar að draga til baka fyrirhugaðar hækkanir á leigu sem áttu að koma til framkvæmda á næstu þremur mánuðum. Bann við því að auglýsa ruslfæði nærri almenningssamgöngum í Lundúnum tók gildi í dag. Staðaní kjaramálum. Arnar Páll Hauksson talar við Ragnar Ingólfsson, formann VR. Hvað borðaði afi þegar hann var lítill? Var hann oft svangur eða gat hann étið á sig gat? Það er aldrei að vita nema forvitin barnabörn spyrji afa einhvern tímann að þessu. Vitneskja um lífshætti eldri kynslóða auðgar líf þeirra yngri en færri átta sig á því að það hvað afi borðaði gæti haft neikvæð áhrif á líf og heilsu barnabarnanna, nánar tekið afastrákanna hans. Þetta sýna tvær sænskar rannsóknir, sú fyrri var birt árið 2002 og vakti mikla athygli. Arnahildur Hálfdánardóttir.
2/25/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 22. febrúar 2019

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Fjármálaráðherra, segir kjaradeiluna komna í hnút og ljóst að þær tillögur sem stjórnvöld hafi lagt fram skipti í raun engu máli. Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir munu beinast að allt að 25 hótelum og stærstu rútufyrirtækjunum. Endanleg aðgerðaráætlun verður kynnt og gerð opinber eftir helgi. Um 7 milljarðar eru í verkfallssjóðum verkalýðsfélaganna sem slitu í gær viðræðum við atvinnurekendur. Formaður VR, segir að niðurstaðan af fundi hans með stjórnendum Almenna leigufélagsins sé að hittast aftur á mánudaginn. Fundur þeirra síðdegis í dag vegna hækkunar á leiguverði hafi verið góður og upplýsandi. Forseti Venesúela, hefur lokað landamærum að nágrannaríkjum og ætlar að ekki að hleypa neyðaraðstoð til landsins. Baráttan um hylli almennings stendur nú sem hæst og bæði forsetinn og leiðtogi stjórnarandstöðunnar hafa blásið til stórtónleika við landamærin í kvöld. Formaður Veiðifélags Mývants segist halda bjartsýnn til veiða að þessu sinni, en vetrarveiðin í vatninu hefst eftir viku. Skiptar skoðanir eru um hvort leyfa eigi aukna veiði í Mývatni. Kostnaðurinn við að viðhalda mengunarvarnabúnaði í dísilbílum er óheyrilega mikill og ætti að vera niðurgreiddur af ríkinu. Þetta er mat manns sem hefur aðstoðað bíleigendur við að aftengja sótagnasíur í bifreiðum sínum. Félag íslenskra bíleigenda heldur því fram að fyrirtæki hans stundi ólöglega starfsemi í skjóli takmarkaðs eftirlits. Lengri umfjallanir: Kostnaðurinn við að viðhalda mengunarvarnabúnaði í dísilbílum er óheyrilega mikill, ósanngjarn og ætti að vera niðurgreiddur af ríkinu. Þetta er mat Gísla Rúnars Kristinssonar, eiganda Bílaforritunar ehf, fyrirtækis sem hefur aðstoðað fjölmarga dísilbíleigendur við að aftengja sótagnasíur og annan mengunarvarnabúnað í bifreiðum sínum. Félag íslenskra bíleigenda heldur því fram að fyrirtæki Gísla og önnur svipuð stundi ólöglega starfsemi í skjóli takmarkaðs eftirlits. Forsvarsmenn fyrirtækjanna vísa því á bug, þau aftengi nefnilega bara mengunarvarnarbúnað bílanna aðrir sjái um að fjarlægja hann. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman. Um 7 milljarðar króna eru í verkfallssjóðum félaganna sem slitu í gær viðræðum við atvinnurekendur og hafa ákveðið að efna til staðbundinna verkfalla. Verkfallsaðgerðir munu beinast að allt að 25 hótelum á höfuðborgarsvæðinu og stærstu rútufyrirtækjunum. Endanleg aðgerðaráætlun verður kynnt eftir helgina. Arnar Páll Hauksson sagði frá.
2/22/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 21. febrúar 2019

Undirbúningur er hafinn að boðun staðbundinna verkfalla eftir að Efling, VR og Verkalýðsfélög Akraness og Grindarvíkur slitu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Aðgerðaáætlun um fyrirhuguð verkföll verður kynnt í verkalýðsfélögunum á morgun. Formaður VR segir að tilboð atvinnurekenda feli í sér kjararýrnun og það sé svívirða að leggja slíkt tilboð fram. Atvinnurekendur lögðu ekki fram nýtt tilboð á sáttafundinum í dag. Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að tilboðið sem samtökin lögðu fram markist af því heildarsvigrúmi sem sé til skiptanna á íslenskum vinnumarkaði. Starfsgreinasambandið ákvað í dag að vísa kjaradeilunni við SA til Ríkissáttasemjara. Borgarritari segir að undanfarna mánuði hafa fáeinir borgarfulltrúar ítrekað vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika. Efnt verður til átaks til að efla heilsu fólks á vinnustöðum. Landlæknir, Vinnueftirlitið og Virk - starfsendurhæfing skrifuðu undir samkomulag þess efnis í dag. Nú er ljóst að undirbúningur að boðun verkfalla er hafinn eftir að verkalýðsfélögin Efling, VR og verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík slitu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. Stjórnir og samninganefndir félaganna koma saman á morgun þar sem ákveðið verður hvernig staðið verður að verkfallsboðun. Stefnt er að staðbundnum verkföllum. Aðgerðaráætlun er tilbúin sem lögð verður fyrir félagsfundi á morgun. Atvinnurekendur lögðu ekki fram nýtt tilboð á sáttafundinum í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að tilboðið sem samtökin lögðu fram miðist við heildarsvigrúmið á íslenskum vinnumarkaði. Arnar Páll segir frá og talar við Halldór Benjamín Þorbergsson og Ragnar Þór Ingólfsson. Vinnumarkaðsfræðingur segir að staðan á vinnumarkaði sé snúin og flókin. Mörg ár sé síðan staðan hafi verið svo flókin í kjarasamningum á almenna vinnumarkaðinum. Kristín Sigurðardóttir talar við Gylfa Dalmann. Það eru erfiðir tímar í flugrekstri, tvö félög nýlega gjaldþrota og fleiri talin standa tæpt, til dæmis Wow og Norwegian. Gamalgrónu flugfélögin hafa átt erfitt með að laga sig að breyttum ferðaháttum og nýju flugfélögunum tekst að bjóða ódýr fargjöld en eru oft illa fjármögnuð og geta því illa brugðist við kostnaðarhækkunum eða færri farþegum. Og enn er þess beðið að flugfélagið Wow ljúki samningum við Indigo Partners. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Umsjón Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður Mark Eldred.
2/21/201930 minutes
Episode Artwork

Kjaramál. Tvítyngi. Íþróttaþvætti.

Starfsgreinasambandið og SA funduðu í dag og er annar fundur boðaður á morgun. Varaformaður Viðreisnar segir að mistök ríkisstjórnarinnar í útspili hennar í gær séu mistök í væntingastjórnun, það sé aldrei hlutverk ríkisstjórnar að leiða kjaraviðræður. Formaður Flokks fólksins segir að nú eigi ekki bara að skattleggja fátækt heldur líka sára fátækt. Óánægja er meðal þingmanna Vinstri grænna með þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra, að leyfa hvalveiðar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur formlega farið fram á að sjávarútvegsráðherra mæti á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til að ræða ákvörðunina. Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að friðlýsa Dranga á Ströndum sem óbyggð víðerni. Áformin eru kynnt í samstarfi við landeigendur og sveitarfélagið Árneshrepp. Lengri fréttapistlar: Verkalýðsfélögin sem hóta að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins eru með tilbúna aðgerðaáætlun ef til verkfalla kemur. Gert er ráð fyrir staðbundnum verkföllum og að þeir sem fara í verkfall haldi fullum launum. Arnar Páll Hauksson ræðir við Ragnar Þór Ingólfsson og Halldór Benjamín Þorbergsson. Það þarf þorp til að ala upp barn, en það þarf tvö þorp til að ala upp tvítyngt barn. Þetta segir brúarsmiður hjá Miðju máls og læsis og filippseyskur móðurmálskennari. Tæplega fimmtungur barna í leikskólum Reykjavíkur talar tvö eða fleiri tungumál. Brúarsmiðir veita kennurum og foreldrum þessara barna ráðgjöf. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Önnu Mariu Milosz, móður tvítyngds barns og Kriselle Lou Suson Jónsdóttur og Magdalenu Elísabetu Andrésdóttur, brúarsmiði hjá Miðju máls og læsis. Íþróttaþvætti er nýtt hugtak yfir það þegar vafasamir karakterar vilja baða sig í ljóma íþrótta og hvítþvo laskað orðspor. Pálmi Jónasson.
2/20/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 19. febrúar 2019

Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Davíð Berndsen Skattbyrði lágtekjufólks lækkar um tvö prósentustig og barnabætur hækka samkvæmt tillögum sem fjármálaráðherra kynnti í dag. Alþýðusambandið hafnar skattatillögum ríkisstjórnarinnar. Þær valdi vonbrigðum og nægi ekki til að liðka fyrir kjarasamningum. Flest bendir til þess að undirbúningur verkfalla hefjist á næstu dögum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að hún hefði viljað að vinna við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefði gengið hraðar. Ný skýrsla Amnesty International um málefni intersex fólks hér á landi er gagnrýnin á stjórnvöld og heilbrigðiskerfið. Fólk mæti hindrunum í leit að fullnægjandi heilbrigðisþjónustu og það stofni líkamlegri og andlegri heilsu í hættu. Talið er að allt að tólf skíðamenn hafi lent í snjóflóði sem féll í Sviss í dag. Íslenskur maður sem reyndist smitaður af mislingum leitaði á heilsugæsluna í Neskaupstað í síðustu viku vegna veikinda. Maðurinn var sendur með sjúkraflugi til Reykjavíkur, til að tryggja að hann fengi viðeigandi meðferð, en einnig til að tryggja öryggi annarra. Hann var settur í einangrun á Landspítalanum og er nú á batavegi. Spænska ríkisstjórnin hefur veitt fjölskyldu Franciscos Francos, fyrrverandi einræðisherra Spánar, tveggja vikna frest til þess að ákveða hvar hann skuli hvíla eftir að jarðneskar hans verða fjarlægðar úr minningargrafreit um þá hermenn sem létust í spænska borgarastríðinu. Spáð er leiðindaveðri víða um land í nótt og í fyrramálið. Lengri umfjallanir: Eftir fund ríkisstjórnarinnar í dag bendir flest til þess að undirbúningur verkfalla hefjist á næstu dögum. Formenn verkalýðsfélaga innan Alþýðusambandins telja tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum vonbrigði og að þær verði ekki til þess að liðka fyrir lausn kjarasamninga. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. forseti ASÍ, gekk af fundi ríkisstjórnarinnar í dag vegna þess að hann er ósáttur við framlag hennar í skattamálum. Eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði Eflingar, VR og Verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík voru bundnar vonir við útspil ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir samningum. Gagntilboðið hljóðaði upp á að mánaðarlaun hækkuðu um 37.500 krónur á mánuði árlega í þrjú ár og að á síðasta samningsárinu yrðu lágmarklaun eða tekjutryggingin komin í 400 þúsund krónur. Vilhjálmur segir að staðan í kjaraviðræðum hafi verið alvarleg en nú séu hún grafalvarleg. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að hún hafi ekki gert sé miklar
2/19/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 18. febrúar 2019

Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Davíð Berndsen Fjögurra milljóna króna mánaðarlaun eru ekki hófleg og ekki í neinum veruleika sem við þekkjum. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um laun bankastjóra á Alþingi í dag. Kúabændur kusu með yfirgnæfandi meirihluta að viðhalda kvótakerfinu í stað þess að gefa mjólkuframleiðslu frjálsa. Atkvæðagreiðslan, sem er hluti af endurskoðun búvörusamnings, hefur staðið í viku og lauk á hádegi í dag. Aðeins um 10% þeirra sem greiddu atkvæði vilja afnema framleiðslustýringu. Þetta þýðir að breyta þarf hluta búvörusamnings. Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, fagnar þessari niðurstöðu. Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dyflinni á Írlandi fyrir rúmri viku dreifir myndum af Jóni ytra og biður fólk um að gefa sig fram hafi það orðið vart við ferðir hans. Lögreglan á Írlandi rannsakar málið enn og safnar upplýsingum frá almenningi. Írska lögreglan segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að rannsóknin á hvarfi Jóns sé enn í gangi. Lítill hluti mála sem falla undir stafrænt kynferðisofbeldi kemur til kasta lögreglu og ákæruvalds þrátt fyrir fjölda slíkra brota, segir varahéraðssaksóknari. Þau mál sem þangað rati séu einungis toppurinn á ísjakanum. VR hótar því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku banka. Ástæðan er sú að Almenna leigufélagið, krefur leigjendur sína um tugþúsundum hærri leigu gegn þeim afarkostum að verða annars hent á götuna. Kvika samdi nýlega um kaup á GAMMA sem stýrir fasteignasjóði sem á Almenna leigufélagið. Tzipi Livni, fyrrverandi utanríkis- og dómsmálaráðherra Ísraels, tilkynnti óvænt í dag að hún væri hætt í stjórnmálum. Hatuna flokkur hennar verður heldur ekki í framboði í þingkosningum í apríl. Byggingaiðnaður og landbúnaður bera ábyrgð á nær helmingi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Þetta segir Bill Gates, stofnandi Microsoft-tölvurisans. Lengri Umfjöllun: Sjö þingmenn Verkamannaflokksins hafa sagt sig úr flokknum. Ástæðan er óánægja með leiðtogann Jeremy Corbyn og harða vinstristefnu hans, í viðbót við tvískinning hans varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Klofningsflokkar í Bretlandi hafa hingað til ekki átt langa lífdaga svo ef að líkum lætur gæti þingmönnunum reynst erfitt að láta til sín taka. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Friðun eða ekki friðun Víkurkirkjugarðs eða Fógetagarðsins, þar liggur efinn. Menntamálaráðherra hefur enn ekki tilkynnt úrskurð sinn, en fjallað verður um málið í Speglinum. Til stóð að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ú
2/18/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 15. febrúar 2019

Forsætisráðherra lýsti vonbrigðum sínum með að Bandaríkjamenn hafi dregið sig úr Parísarsamkomulaginu þegar hún átti fund með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. Þá hvatti hún til þess að böndum yrði komið á útbreiðslu kjarnorkuvopna. Undirbúningur verkfalla gæti hafist í næstu viku eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði VR, Eflingar og Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur. Beðið er eftir útspili stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga. Fyrrverandi millistjórnandi hjá Icelandair gerðist sekur um alvarlegt trúnaðarbrot og misnotaði aðstöðu sína hjá félaginu gróflega. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í innherjasvikamáli þar sem hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi. Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir neyðarástandi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Ef stjórnvöld leggja ekki fram tillögur um aðgerðir sem gætu leitt til lausnar kjarasamninga eru útlit fyrir að undirbúningur verkfalla hefjist í næstu viku. Ljóst er, eftir að SA hafnaði gagntilboði í morgun, að bæði atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin bíða þess að vita hvað stjórnvöld eru tilbúin að gera. Trúnaður ríkir um gagntilboðið sem VR, Efling og verkalýðsfélög Akraness og Grindavíkur lögðu fram á samningafundi í dag. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Halldór Benjamín Þorbergsson og Vilhjálm Birgisson. Á morgun mótmæla gulvestungar í Frakklandi fjórtánda laugardaginn í röð. Ofbeldi og skemmdarverk hafa fylgt mótmælunum og Emmanuel Macron forseti hefur neyðst til að gera grundvallarbreytingar á stefnu sinni og áætlunum. Samskipti Frakka og Ítalíu hafa ekki verið svona slæm frá síðari heimstyrjöld. Gulvestungar eru æði mislitur hópur með óljós og misvísandi markmið. Virðingarleysið sameinar gulvestunga. Pálmi Jónasson segir frá. Fyrsta, og hingað til eina, sakamál á hendur stjórnanda bresks banka 2008 er nú fyrir rétti í Bretlandi. Þáverandi forstjóri Barclays bankans og þrír starfsbræður hans eru ákærðir fyrir óeðlilegar greiðslur til fjárfesta frá Katar. Katverjar björguðu Barclays frá því að þurfa ríkisstuðning sem hefði þýtt yfirtöku ríkisins á bankanum. Málið er hliðstætt íslenska al Thani málinu og virðist benda til að katverskir fjárfestar vilji almennt fá vænar greiðslur fyrir að fjárfesta. Sigrún Davíðsdóttir segir frá Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Mark Eldred
2/15/201930 minutes
Episode Artwork

Stoðdeildir fyrir börn á flótta, tölfræði um innflytjendur.

Stjórnendur í íslensku viðskiptalífi verða að sýna ábyrgð þegar kemur að launum þeirra hæst settu. Þetta sagði forsætisráðherra á viðskiptaþingi í dag. Utanríkisráðuneytið hefur birt aðgerðaáætlun í tuttugu liðum um áhrif þess á Ísland, gangi Bretland úr Evrópusambandinu án samnings. Þrjú tilboð bárust í byggingu húss íslenskra fræða og frágang lóðar við Suðurgötu í Reykjavík. Þau voru öll yfir kostnaðaráætlun og munaði mest 35 prósentum. Samtökin '78 og aðjúnkt í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri hafa lýst yfir andstöðu við frumvarp dómsmálaráðherra sem þrengir lagaákvæði um hatursglæpi. 30 ár eru í dag liðin frá því að klerkastjórnin í Íran gaf út tilskipun um að bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie væri réttdræpur vegna bókarinnar Söngva Satans. Vinna borgarinnar að því að koma á fót stoðdeild fyrir börn hælisleitenda er afar skammt á veg komin og margt óljóst. Ekki er víst hvort deildin verður í Vogaskóla. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Önnu Rós Berg, deildarstjóra á Bjargi, stoðdeild Hvaleyrarskóla og Dagbjörtu Ásbjörnsdóttur, verkefnastjóra fjölmenningar hjá grunnskólaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún hefur áhyggjur af stöðu þessara barna og telur hættara við því að brotið sé á réttindum þeirra í núverandi kerfi en í sérstöku stuðningsúrræði. Um sjö af hverjum tíu innlendum íbúum landsins á 19. aldursári sóttu framhaldsskóla árið 2017 en aðeins um tveir af hverjum tíu innflytjendum. Hlutfall innflytjenda er nú 12,6% og hefur aldrei verið hærra. Arnar Páll Hauksson.
2/14/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 13. febrúar 2019

Formaður VR segir að samningaviðræðum verði slitið ef ekkert umtalsvert komi frá stjórnvöldum til að liðka fyrir samningum. Nú stendur yfir stjórnarfundur VR þar sem farið er yfir tilboð sem SA lagði fram í morgun. Börnum umsækjenda um alþjóðlega vernd í Reykjavík verður komið fyrir í Vogaskóla, verði hugmyndir borgaryfirvalda að veruleika. Deildarstjóri í skólanum gagnrýnir þessar hugmyndir harðlega því þær mismuni börnum vegna uppruna. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar hefur ákveðið að vísa bílaleigunni ProCar úr samtökunum. Hagnaður Arion banka á síðasta ári var undir væntingum. Bankastjórinn segir að erfiðar aðstæður á hluta- og skuldabréfamörkuðum og ekki síst hræringar í flugrekstri hafi sett mark sitt á starfsemina. Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að lækka laun bæjarfulltrúa um 15%. Ísland stendur öðrum Norðurlöndum að baki í fæðingarorlofslöggjöf og réttindum foreldra í fæðingarorlofi. Þetta segir dósent í félagsfræði. Tryggingarstofnun hefur beðist velvirðingar á því að hafa í tölvupósti krafið Jóhönnu Þorsteinsdóttur um endurgreiðslu vegna þess að hún hafi fengið ofgreitt frá stofnunni. Það var vegna máls hennar, sem nú stendur til að endurgreiða öryrkjum rúmlega 2 milljarða króna fjögur ár aftur í tímann. Allt bendir til þess að Jóhanna eigi inni hjá stofnunni en sé alls ekki í skuld við hana. Arnar Páll Hauksson talar við Jóhönnu Þorsteinsdóttur. Úígúrar er þjóð eða þjóðarbrot innan Kína, líkt og Tíbetar. Langflestir búa þeir í Xinjiang-héraði, gætu verið um 15 milljónir, en tölur eru á reki. Þar fyrir utan búa samtals á um fjórða hundrað þúsund Úígúra í nágrannaríkjum eins og Kasakstan, Túrkistan og Úsbekistan og víðs vegar um heim í Tyrklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu, til að mynda. Kristján Sigurjónsson segir frá stöðu þessa þjóðarbrots í Kína. Sir Lynton Crosby hefur boðist til þess að grafa undan möguleikum Katar á að halda Heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2022 gegn 5,5 milljóna punda greiðslu eða sem nemur nærri 900 milljónum króna. Crosby er þekktur almannatengill og einn helsti herfræðingur Íhaldsmanna í Bretlandi. Hann lagði fram ítarlega áætlun um hvernig fyrirtæki hans myndi dreifa neikvæðum fréttum um Katar og þrýsta á Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, að halda keppnina annars staðar. Pálmi Jónasson segir frá. Umsjón Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður Ragnar Gunnarsson.
2/13/201930 minutes
Episode Artwork

Leiguverð, Brexit-horfur og hungraðir hvítabirnir.

Fjármálaráðherra segir að svo virðist sem sum fyrirtæki í ríkiseigu hafi ekki tekið tillit til tilmæla ráðuneytisins um hóflega launastefnu. Tæplega 100 börn hafa látist í Kongó vegna ebólu-smits frá því að faraldur braust út í landinu í ágúst í fyrra. Faraldurinn er nú orðinn næstskæðasti ebólufaraldur sögunnar. Janúarumferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri en í ár. Þetta sýna mælingar Vegagerðarinnar. Í nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs um ástandið á húsnæðismarkaði kemur fram að leiguverð hafi í fyrra hækkað meira en íbúðaverð og laun miðað við árið áður. Það hefur ekki gerst frá því 2013. Arnar Páll Hauksson ræðir við Unu Jónsdóttur hjá Íbúðalánasjóði. Theresa May forsætisráðherra Breta ávarpaði þingið í dag til að tilkynna hver staðan í Brexit-viðræðunum væri. Þó May nefndi ýmsa fundi er staðreyndin sú að hún hefur engu áorkað um að breyta útgöngusamningnum við Evrópusambandið. Sigrún Davíðsdóttir ræðir Brexit-horfur og breska pólitík. Tugir hvítabjarna halda litlu bæjarfélagi í rússneska eyjaklasanum Novaja Semlja í Norður-Íshafi í heljargreipum. Dýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun telur líklegra að íbúar verði fluttir á brott en að birnirnir verði skotnir. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Guðmund A. Guðmundsson, dýravistfræðing. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir
2/12/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 11. febrúar

Kampavínsklúbburinn Shooters, sem lögregla innsiglaði um helgina, seldi nektardans. Þetta sýnir myndskeið sem fréttaskýringaþátturinn Kveikur tók. Þá leikur grunur um að þar hafi farið fram umfangsmikil brotastarfsemi, meðal annars vændi og jafnvel mansal. Rúmenskir verkamenn sem unnu hjá starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu fá neyðaraðstoð frá Kópavogsbæ í eina viku. Búist er við að eftir næstu helgi kynni stjórnvöld aðilum vinnumarkaðarins tillögur sem geti liðkað fyrir lausn kjarasamninga. Þó að ný skilaboð hafi borist frá mannræningjum Anne Elisabet Hagen hefur norska lögreglan ekki fengið staðfestingu á því að hún sé á lífi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er sjálfkjörinn formaður félagsins til næstu tveggja ára. Framboðsfrestur rann út á hádegi og ekkert mótframboð barst. Gangi svartsýnustu spár vísindamanna eftir gætu öll skordýr í heiminum verið útdauð eftir 100 ár. Jóhann Hlíðar Harðarson segir fá Óþekktu skipin sem sáust á gervihnattamynd sem tekin var af efnahagslögsögu Íslands í október kunna að hafa verið japönsk túnfisksveiðiskip. Þetta segir forstjóri Landhelgisgæslunnar. Geta gæslunnar til að sinna eftirliti og björgun mætti að hans sögn vera meiri en það horfi til bóta. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Georg Lárusson. Bandaríkin og Rússland hafa sagt sig frá samkomulagi um meðaldrægar kjarnorkuflaugar frá 1987 og Rússar hafa þegar tilkynnt um þróun á nýju eldflaugakerfi. Óttast er að nýtt kjarnorkukapphlaup sé í uppsiglingu og að spenna aukist enn milli Rússlands annars vegar og Evrópu og Bandaríkjanna hins vegar. Líklega verður vígbúnaðarkapphlaupið þó sínu mest í og við Kyrrahaf. Pálmi Jónasson segir frá. Umsjón Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon.
2/11/201930 minutes
Episode Artwork

Umræður um óhefðbundnar húsnæðislausnir.

Búið er að tryggja rúmenskum verkamönnum sem talið er að brotið hafi verið á hjá starfsmannaleigu, fæði og húsnæði, samkvæmt upplýsingum frá Alþýðusambandi Íslands. Forseti ASÍ segir að flýta þurfi tillögum sem lengi hafa legið fyrir til að taka á brotastarfsemi á vinnumarkaði. Hlutabréfaverð í Icelandair hafði lækkað um tæplega 16 prósent þegar kauphöllinni var lokað síðdegis í dag. Þjóðvegir á Austurlandi verða ekki opnaðir í dag ýmist vegna veðurs eða snjóflóðahættu. Athugað verður með opnanir í fyrramálið. Snjó kyngir niður fyrir austan og búist er við að éljunum sloti ekki fyrr en eftir miðnætti. Tveir palestínskir táningar voru skotnir til bana á landamærum Gaza og Ísraels í dag. Ísraelsher segir að þúsundir Palestínumanna hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðum á landamærunum. Það styttist í að nýr Herjólfur verði tekinn í gagnið og Vestmannaeyingar binda miklar vonir við að ný ferja sem oftar getur siglt úr Landeyjahöfn verði ferðaþjónustu í bænum lyftistöng. ___ Það er húsnæðisvandi á Íslandi - ætti óhefðbundið húsnæði og selvbyggeri að vera hluti af lausninni? Hvað þarf til þess að svo geti orðið? Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Önnu Guðmundu Ingvarsdóttur, aðstoðarforstjóra Íbúðalánasjóðs sem leiddi vinnu átakshóps stjórnvalda í húsnæðismálum, Drífu Snædal, forseta ASÍ og Friðrik Ágúst Ólafsson viðskiptastjóra byggingariðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins.
2/8/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 7. febrúar 2019

Lögregla rannsakar umfangsmikið fíkniefnamál. Kona og karl eru í gæsluvarðhaldi grunuð um innflutning á þremur kílóum af kókaíni og peningaþvætti. Reykjavíkurflugvöllur var meðal annars notaður til að koma efnunum hingað. Ástandið við Landspítalann er ótækt, segir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Sjúklingar þurfi jafnvel að greiða tugi þúsunda fyrir bílastæði við sjúkrahúsið sem séu líka mjög af skornum skammti og aðkoman erfið. Gera á málsmeðferð nálgunarbanns einfaldari og skilvirkari samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum þess efnis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur samþykkt frumvarpið Til greina kemur að ráðast í enn frekari sértækar aðgerðir til að bregðast við slæmri byggðaþróun í Grímsey og Hrísey. Í skýrslu um skattkerfisbreytingar sem Efling lét gera er varpað fram hugmyndum um sérstakt skattþrep á ofurtekjur sem nemi fjórföldum meðaltekjum launamanna. Eygló Harðardóttir, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra, ákvað að hlusta ekki á þá sem sögðu henni að það væri liðin tíð að byggja sjálfur á Íslandi. Torfþakið á burstabæ hennar verður klárað í sumar. Hún þurfti að færa fórnir, bjó í hjólhýsi um tíma og var án sturtu í fimm mánuði. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Eygló Harðardóttur. Í skattatillögum sem Efling lét vinna er lagt til að tekið verði upp sérstakt ofurskattþrep sem legðist á til dæmis fjórfaldar meðaltekjur launamanna. Annar höfundur tillagnanna segir að þessari tillögu sé varpað fram til skoðunar. Þar sem slíkur skattur hafi verið ræddur hafi verið hugmyndir um 70 til 80% skatt. Arnar Páll talar við Indirða H. Þorláksson og Stefán Ólafsson.
2/7/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 6. febrúar 2019

Þriðjungur stærstu fyrirtækja landsins hyggst fækka starfsfólki. Leita þarf aftur til Hrunsins til að finna jafnhátt hlutfall, segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Formaður Eflingar vísar því á bug að kjarakröfur verkalýðsfélaganna séu ógn við hagkerfið. Seðlabankastjóri segir að miklar launahækkanir verði áfall fyrir efnahagslífið. Matarinnkaupin eru mun dýrari í Reykjavík en í öðrum höfuðborgum Norðurlandanna. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir að þetta komi ekki á óvart. Settur hefur verið á laggirnar sex manna hópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins til að ræða með hvað hætti stjórnvöld geti liðkað fyrir kjarasamningum. Fyrsti fundurinn var í gær. Síðustu fjögur ár hefur hiti á jörðinni mælst meiri en nokkru sinni, frá því mælingar hófust. Dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík telur mikilvægt að ákvæði verði í stjórnarskánni um framsal valds til að liðka fyrir famkvæmd EES samningsins. Aldarfjórðungur er liðinn frá því að Ísland staðfesti samninginn Talsverð átök voru um hann á Alþingi þegar hann var samþykktur 1993. Arnar Páll Hauksson talar við Margréti Einarsdóttur dósent við Háskólann í Reykjavík. Postulínvaskar, sturtubotnar, hurðir og parket sem er enn í plastinu. Það stóð til að fleygja þessu öllu en þökk sé nýrri efnismiðlun Góða hirðisins á Sævarhöfða í Reykjavík var það ekki gert. Dæmi eru um að viðskiptavinir hafi byggt litla skúra og nýtt nær eingöngu efnivið úr miðluninni. Starfsmenn ráða þeim sem vilja byggja íbúðarhúsnæði þó frá því að stóla alfarið á Góða hirðinn. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Guðmund Tryggva Ólafsson og Hafstein Hallsson.
2/6/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 05.02.2019

Spegillinn 05.02.2019 Umsjón: Pálmi Jónasson Það verður hratt versnandi veður fram á kvöld og verst verður það á Kjalarnesi, við Hvalfjörð og í Öræfum, jafnvel staðbundið ofsaveður undir Eyjafjöllum og í Landeyjum. Suðurlandsvegur á milli Hvolsvallar og Víkur hefur verið lokaður frá hádegi og síðdegis var veginum um Mosfellsheiði, Þingvelli og Lyngdalsheiði lokað vegna veðurs. Meirihlutinn á Alþingi segir segir risavaxnar samgöngubætur felast í samgönguáætlun með upptöku veggjalda, borgarlínu og breytingum á innanlandsflugi. Minnihlutinn gagnrýnir allt of hraða málsmeðferð. Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur hótað Juan Guaidó, forseta þingsins fangelsi, haldi hann meintri valdaránstilraun til streitu. Í Speglinum verður fjallað ítarlega um Juan Guaidó. Lengri umfjöllun: Akitekt hefur ekki trú á smáhýsum sem almennri húsnæðislausn. Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að það að búa í smáu rými geti leitt til alvarlegs þunglyndis, jafnvel sjálfsvíga. Umhverfissálfræðingur varar við því að sveipa smáheimili of miklum ævintýraljóma en segir heldur ekki í lagi að fordæma þessa lausn á grundvelli persónulegra skoðana. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman. Juan Guaidó er sjarmatröll sem hefur á undraskömmum tíma skotist á stjörnuhimininn í Venesúela og er nú viðurkenndur forseti landsins af flestum ríkjum heims, þar á meðal Íslandi. Hann er hugsjónamaður sem hertist í náttúruhamförum þar sem tugþúsundir létust og sór þess dýran eið að gera gagn fyrir land sitt og þjóð. Pálmi Jónasson með nærmynd af Guaidó. Theresa May forsætisráðherra Breta fundar með Jean-Claude Juncker forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á fimmtudag um útgöngu Breta úr ESB. Hvað May hyggst bera upp er óljóst en breskir þingmenn og ráðherrar funda stíft í leit að nýrri samningsleið. Flest hefur verið reynt áður og útganga án samninga gæti blasað við. Líkur aukast á að Bretar reyni að fresta útgöngu en einnig frestun þyrfti að hafa einhvern tilgang og tímamörk. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
2/5/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 04.02.2019

Spegillinn 04.02.2019 Umsjón: Pálmi Jónasson Mörg af stærstu ríkjum Evrópu lýstu í dag yfir stuðningi við Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela, í valdabaráttu við Nicolás Maduro forseta. Trump Bandaríkjaforseti útilokar ekki að beita hervaldi til að koma Maduro frá. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar telur að ef veggjöld verði innheimt í jarðgöngum sem þegar hafa verið tekin í notkun, þyrfti einnig að taka upp veggjöld á öðrum samgöngumannvirkjum eins og Miklubraut í Reykjavík. Umræða um fyrirhuguð veggjöld sé skammt á veg komin. Mengun frá útblæstri bíla nálgast heilsuverndarmörk í Reykjavík. Heilbrigðisyfirvöld hvetja fólk til að nota einkabílinn minna. Vonskuveður verður á sunnanverðu landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun á Suðurlandi. Verst verður veðrið undir Eyjafjöllum og Vestmannaeyjum. Norskir loðdýrabætur telja að bætur frá ríkinu verði að vera rúmlega 32 milljarðar ef ákveðið verður að leggja loðdýrarækt í landinu niður. Norska ríkisstjórnin stefnir að því að loðdýrabúsakpur verði bannaður frá 2025. Lengri umfjöllun; Nicolás Maduro, forseti Venesúela, útilokar ekki borgarastyrjöld í landinu og segir að Donald Trump verði blóðugur upp að öxlum ef Bandaríkin skipta sér af innanríkismálum landsins. Venesúela verði nýtt Víetnam fyrir Bandaríkin. Maduro varð ekki við kröfu Evrópusambandsins um að halda nýjar forsetakosningar í landinu og í dag hafa mörg Evrópuríki viðurkennt Juan Guaido, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem forseta landsins til bráðabirgða. Pálmi Jónasson tók saman. Norskir loðdýrabændur vilja fá yfir 32 (tveggja) milljarða króna bætur frá ríkinu ef greinin verður lögð niður. Samkvæmt stjórnarsáttmála norsku ríkisstjórnarinnar er stefnt að því að loðdýrarækt verði hætt 2025. Boð ríkisstjórnarinnar hljóðar upp á rúmlega 5 milljarða króna bætur. Arnar Páll Hauksson fjallaði um málið í Speglinum. Sagan að baki skuldatryggingaviðskipta Kaupþings í samstarfi við Deutsche Bank varpar ljósi á vinnubrögð Deutsche Bank. Það er upplýsandi fyrir önnur mál sem Deutsche er viðriðinn, til dæmis peningaþvætti Danske Bank. Sigrún Davíðsdóttir tók pistilinn saman.
2/4/201930 minutes
Episode Artwork

Sumarbústaðabúseta. Jurtamjólk. Óvenjuleg þróun.

Sveiflur í ferðaþjónustunni munu hafa áhrif á þjóðarbúið. Þetta segir fjármálaráðherra um spá Isavia um fækkun ferðamanna. Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar. Bankarnir eiga samanlagt hátt í 4.500 listaverk og gripi. Tæplega 800 verk eru flokkuð sem þjóðargersemar. Margt bendir til þess að samningurinn um meðaldrægar kjarnaflaugar, sem Bandaríkjastjórn sagði sig frá í dag, hafi í raun verið genginn sér til húðar. Samningurinn er meira en þrjátíu ára gamall og valdajafnvægið í heiminum hefur breyst síðan þá. Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna Húsavíkurhöfðaganga fór nærri því tvöfalt fram úr áætlun. Þetta kemur fram í skriflegu svari iðnaðarráðherra, við fyrirspurn þingmanns Miðflokksins. Veðurfræðingur segir það áhyggjuefni að heitavatnskerfi höfuðborgarsvæðisins ráði ekki við meiri kulda en nú er. Vetur séu alla jafna mildari nú en fyrir tuttugu árum. Lengri fréttaumfjöllun: Hann sá lóðir auglýstar til sölu, fór í kaffi til bóndans og síðan var ekki aftur snúið. Einar Tönsberg vildi sleppa við að steypa sér í skuldir, byggði sér sumarbústað og hefur búið í honum í átta ár. Spegillinn heldur áfram umfjöllun sinni um óhefðbundnar lausnir í húsnæðismálum. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Einar Tönsberg, tónlistarmann, og Svein Guðmundsson, formann Landssambands sumarhúsaeigenda, sem berst fyrir því að fólk fái að skrá lögheimili í frístundabyggð. Neysluvenjur Íslendinga hafa breyst mikið síðustu áratugi en upplýsingar skortir frá síðustu árum, segir Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands. Augljóst er að fjölbreytileikinn hefur aukist, ekki síst í drykkjarvörum og mikið framboð er af alls kyns jurtadrykkjum sem boðnir eru undir merkjum mjólkur hvort sem uppsprettan er hafrar, kókos, soja eða möndlur svo eitthvað sé nefnt. Ef raunin er sú að fólk skipti kúamjólk í auknum mæli út fyrir jurtamjólk telur Ingibjörg að ráðast þurfi í svipaðar aðgerðir og nágrannalöndin, joðbæta salt til að fyrirbyggja joðskort. Anna Kristín Jónsdóttir. Þróun síðari ára, þar sem fleiri Íslendingar flytja af landi brott en snúa til baka, og fleiri útlendingar en Íslendingar flytja til landsins, heldur áfram. Þessi þróun, að fólk flytji þrátt fyrir góðæri, er mjög óvenjuleg í alþjóðlegu samhengi. Sigrún Davíðsdóttir. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir
2/1/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 31.janúar 2019

Forsvarsmenn fyrirtækja sem stunda undirboð og kennitöluflakk verða settir í tímabundið bann við stjórnun fyrirtækja, samkvæmt tillögum starfshóps sem skipaður var til að taka á vandanum. Einkareknir fjölmiðlar munu eiga rétt á 25% endurgreiðslu af beinum launatengdum kostnaði samkvæmt nýju frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Búist er við að framlag ríkisins nemi allt að 400 milljónum á ári. Engar vísbendingar eru um að veiðistofn loðnu sé að stækka og að meiri loðna sé að ganga á miðin við landið. Nýtt sjúkrahótel við Landspítalann var formlega afhent í dag. Búist er að fyrstu sjúklingarnir dvelji þar í byrjun apríl. Efnahagssamdráttur hefur verið á Ítalíu síðastliðið hálft ár, sem þýðir að kreppa er formlega gengin í garð á ný. Rætt um kuldakastið sem gengur yfir landið. Arnar Páll talar við Eiríkur Hjálmarsson, talsmann Veitna og Helga Jóhannesson, framkvæmdastjóra Norðurorku. Fjölskylda á Kjalarnesi gekk með hugmynd í maganum í nokkur ár, og ákvað svo, eftir að byggingareglugerð var rýmkuð, að láta slag standa og reisa 35 fermetra hús í garðinum. Í haust flutti elsti sonurinn, 19 ára, inn. Spegillinn heldur áfram umfjöllun um fólk sem valið hefur óhefðbundnar lausnir í húsnæðismálum. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Magnús H. Ólafsson, Björn Karlsson forstjóra Mannvirkjunarstofnunar og Ólöfu Örvarsdóttur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs
1/31/201930 minutes
Episode Artwork

Spegililnn: 13 fermetra íbúð, leynieinokun, kjaramál.

Þingmaður Miðflokksins segir ekki sjálfgefið að menn geti gengið að óbreyttu að trúnaðarstörfum fyrir flokkinn eftir Klausturmálið. Flokksráð þurfi að bregðast við þeirri lægð sem flokkurinn hafi verið í. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að líkur hafi aukist á að Bretar gangi úr ESB án samnings. Írar segja breytingar ekki koma til greina. Ráða þarf starfsfólk og breyta húsnæði áður en Landspítalinn hefur afeitrunarmeðferð fyrir börn í fíknivanda. Þetta segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs spítalans. Heilbrigðisráðherra hefur óskað eftir því að spítalinn taki við verkefninu af sjúkrahúsinu Vogi í sumar. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar vill að hámarkshraði á Hringbraut vestan Sæmundargötu lækki í 40 kílómetra á klukkustund. Jafnframt eigi að ráðast í aðrar aðgerðir til að bæta öryggi gangandi vegfarenda og reiðhjólafólks. Lengra fréttaefni: Ég sakna einskis, segir kona sem býr í þrettán fermetra smáhýsi á hjólum. Hún vill koma upp sérstökum smáhýsagörðum. Spegillinn heldur í dag áfram umfjöllun sinni um fólk sem valið hefur óhefðbundnar leiðir til að koma þaki yfir höfuðið. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Valdísi Evu Hjaltadóttir sem býr í 13 fermetrum og Bergþóru Pálsdóttur sem býr í húsbíl. Bandaríski blaðamaðurinn og Pulitzer verðlaunahafinn Michael Hiltzik skrifaði merkilega grein í Los Angeles Times nýlega þar sem hann vekur athygli á dulinni einokun. Það sem virðist vera samkeppnisumhverfi, er það í raun ekki. Kristján SIgurjónsson. Í undirbúningi er að hefja viðræður milli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins um aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Ljóst þykir að samningar takist varla fyrr en ljóst er hvað stjórnvöld eru tilbúin að gera. Arnar Páll Hauksson segir frá.
1/30/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 29. janúar 2019

Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Forstjóri Icelandair býst við um tíu prósenta vexti hjá félaginu í ár, þrátt fyrir að Isavia spái því að farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll fækki. Theresa May forsætisráðherra Bretlands vill nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið. Hún lýsti þessu yfir á breska þinginu í dag. Bretar ganga úr ESB eftir tvo mánuði. Heilbrigðisráðherra vill svör frá Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum við tillögum hennar til að fjölga hjúkrunarfræðingum um miðjan næsta mánuð. Forsætisnefnd Alþingis ákvað í morgun að Róbert H. Haraldsson tæki sæti Salvarar Nordal í siðanefnd Alþingis tímabundið. Róbert er sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands. Fram kom í fréttum í gær að Margrét Vala Kristjánsdóttir tekur sæti Hafsteins Þórs Haukssonar. Nefndin er þriggja manna og er formaðurinn Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Nefndin mun fjalla um Klausturmálið. Samfélagsmiðlar og nútímatækni hafa gjörbreytt lýðræðislegri umræðu, segir forsætisráðjherra. Samfélagsmiðlar verða til umræðu á næsta fundi þjóðaröryggisráðs. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, sækist eftir því að gegna embættinu annað kjörtímabil. Það er mikilvægt að hafa starfandi verslun til að viðhalda byggð og mannlífi í sveitarfélaginu, segir verkefnastjóri brothættra byggða í Árneshreppi á Ströndum. Fjöldi fólks hefur skráð sig sem hluthafa í nýju einkahlutafélagi fyrir verslun í Norðurfirði. Fyrstu pálmatrén utandyra á Íslandi verða hluti af listaverki sem prýða á nýja íbúðabyggð í Reykjavík. Pálmatrén eru tvö og þau verða í upphituðum glerhjúp í svokallaðri Vogabyggð, sem er nýtt íbúðahverfi sunnan Kleppsmýrarvegar og austan Sæbrautar, þar sem nú er gamalt iðnaðarhverfi í kringum Súðarvog. Lengri umfjallanir: Það var enn einn hasardagurinn í og við breska þingið í dag þegar þingmenn ræddu tillögur um framvinduna í útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Það voru þingumræður í dag og svo verður kosið um tillögur núna frá kl. 7. Kristján Sigurjónsson talar við Sigrúnu Davíðsdóttur í Lundúnum. Þó að 30 ár séu liðin síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur býr eitt af hverjum fjórum börnum á svæðum þar sem neyð ríkir og eitt af hverjum sex á átakasvæðum. Stríðsátök hafa ekki verið meiri en nú í 30 ár UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sendi í dag út ákall um að ríki heims leggi sitt af mörkum til að veita börnum sem búa við neyð og hörmungar nauðsynlega aðstoð og hjálp. Neyðaráætlun Barnahjálparinnar hljóðar upp á 3,9 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði um 470 milljarða íslenskra
1/29/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 28. janúar 2018

Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Saksóknari krafðist í héraðsdómi dag meira en fjögurra ára fangelsisvistar yfir manni sem ákærður er fyrir að hafa hrint dyraverði á skemmtistað í Reykjavík með þeim afleiðingum að hann lamaðist fyrir neðan háls. Saksóknari segir að mennirnir hafi sammælst um að ráðast á dyraverðina til að hefna sín fyrir brottrekstur af barnum fyrr um kvöldið. Því hafna sakborningar. Úrganga Bretlands úr ESB án samnings gæti leitt til þess að framboð á ýmsum matvælum minnki og verð hækki í landinu. Þetta segja stjórnendur stærstu matvöruverslanakeðja í Bretlandi. Launamunur kynjanna er mestur hjá starfsfólki í fjármála- og vátryggingarstarfsemi, rúm 40 prósent. Óleiðréttur launamunur kynjanna var rúmlega 15 prósent árið 2017, samkvæmt tölum Hagstofunnar og hefur ekki verið minni. Sólardagurinn á Sigló var haldinn hátíðlegur í dag. Lengri Umfjallanir: Ákvörðun dómara í norska Lögmannsréttinum, um að hafna úrskurði kviðdóms í máli lögreglumanns sem dæmdur var í tuttugu og eins árs fangelsi fyrir spillingu og aðild að smygli á tæpum 14 tonnum af hassi, hefur vakið hörð viðbrögð. Verjandi mannsins hefur áfrýjað ákvörðuninni til Hæstaréttar. Úrskurður kviðdómsins var sá síðasti í rúmlega 130 ára sögu kviðdóms í Noregi. Arnar Páll Hauksson segir frá. Mikil spenna er í Venesúela og þar ríkir upplausn. Svo virðist sem næstu dagar skipti sköpum um það hvort valdaskipti verða í landinu. Hvort Nicolas Maduro forseta tekst að standa af sér gríðarlegan pólitískan þrýsting, jafnt innanlands sem utan og halda völdum, eða hvort forseta þingsins, Juan Guaido (Húan Gvædó), tekst að hrekja hann frá völdum. Guaido, sem fyrir nokkrum dögum lýsti sig réttkjörinn forseta landsins, hvetur almenning til þess að leggja niður vinnu á miðvikudag og safnast saman á mótmælafundum á laugardag til að krefjast þess að Maduro og stjórn hans segi af sér. Kristján Sigurjónsson segir frá. Víða um heim hefur fólki verið auðveldað að kjósa sjálft hvenær og hvernig það yfirgefur þennan heim og fá til þess aðstoð heilbrigðisstarfsmanna eða annarra. Í Hollandi og Sviss hefur líknardráp verið löglegt um árabil, og líknardráp og dánaraðstoð, þar sem einhver aðstoðar annan við að fyrirfara sér, er leyfð í fleiri löndum, til dæmis Kanada, Belgíu, Viktoríufylki í Ástralíu og þó nokkrum ríkjum Bandaríkjanna, þar á meðal því fjölmennasta, Kaliforníu. Í umfjöllun í Guardian nýlega eru því gerðir skórnir að þess sé kannski ekki lengi að bíða að líknardráp verði bara einn kostur af mörgum, hverjum þei
1/28/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 25. janúar 2019

Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Þorsteins Más Baldvinssonar, þegar hann óskaði eftir því að stjórnvaldssekt bankans yrði afturkölluð, hafi ekki verið í samræmi við lög. Þorsteinn Már segir álitið gríðarlegan áfellisdóm yfir starfsfólki seðlabankans. Fjármálaráðherra styður ekki tillögur Alþýðusambandsins um að tekin verði upp hátekjuskattur. Hann óttast að fjögurra þrepa skattkerfi leiði til hærri skatta á meðaltekjur. Aldraðir sem fá aðeins brot af ellífeyrisgreiðslum fá sérstakan viðbútarstuðning samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra ætlar að leggja fram á Alþingi. Innan nokkurra ára má vænta mikilla breytinga í meðferð Parkinson-sjúklinga. Hægt verður að taka frumur úr sjúklingunum, endurforrita þær sem stofnfrumur og græða þær í heila þeirra. Þetta er mat heilaskurðlæknis sem náði að draga mjög úr parkinson-einkennum apa sem hann meðhöndlaði með þessari aðferð. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar sími 9 ára stúlku sprakk þegar hann var í hleðslu í nótt. Alþýðusambandið telur nauðsynlegt að óhagnaðardrifin húsnæðisfélög byggi 6000 íbúðir á næstu tíu árum sem kosti 60 til 70 milljarða króna. Jafnframt verði reistar 1800 leiguíbúðir í almenna húsnæðiskerfinu. Arnar Páll talar við Ragnar Þór Ingólfsson. Eftir fjögur til fimm ár ætti að vera hægt að græða stofnfrumur í heila Parkinson-sjúklinga og minnka einkenni þeirra verulega. Þetta er mat Arnars Ástráðssonar, heila- og taugaskurðlæknis, sem starfar bæði við háskólann í Árósum og Harvard-háskóla í Boston. Fyrir þremur árum græddi hann stofnfrumur í heila macaca-apa með góðum árangri, Parkinson-einkenni apans hurfu nánast. Spegillinn hitti Arnar á Læknadögum og spurði hvort í náinni framtíð verði hægt að lækna Parkinson-sjúkdóminn Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var drepinn í Kongó árið 1961. Í nýrri heimildarmynd, sem frumsýnd verður á Sundance á morgun, segir að flugmaður hafi viðurkennt morðið. Dauðasveit frá Suður-Afríku ruddi úr vegi þeim sem börðust fyrir sjálfstæði Afríkuríkja og vildi tryggja áframhaldandi yfirráð hvíta kynstofnsins yfir auðlindum Afríku. Pálmi Jónasson segir frá.
1/25/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 24.01: Heróín. Danske Bank. Bið eftir endurgreiðslum.

Þingmönnum leið ekki vel með skyndilega endurkomu þingmanna úr Klausturmálinu í morgun og sögðu erfitt að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Heilbrigðisráðherra segir fjórtán hjúkrunarheimili í uppbyggingu til að mæta uppsöfnuðum vanda innan heilbrigðiskerfisins. Á höfuðborgarsvæðinu bíða 28 manns undir 67 ára aldri eftir sérhæfðu hjúkrunarrými. Aðstandendur konu sem fórst í eldsvoðanum á Selfossi í lok október krefja karlmann, sem ákærður er fyrir að hafa orðið henni og karlmanni að bana, um samtals 25 milljónir króna í bætur. Þeir sem rændu Anne-Elísabet Hagen, eiginkonu eins ríkasta manns Noregs, hafa haft samband við fjölskylduna. Lögmaður fjölskyldunnar greindi frá þessu í dag. _____________________ Í tugi ára hefur því verið velt upp hvort heróín fari að ryðja sér til rúms á íslenskum fíkniefnamarkaði. Nú telur lögreglan það líklegt. Fyrrum yfirlæknir á Vogi segir að átak í að fækka ávísunum sterkra verkalyfja geti greitt götu heróíns inn á íslenskan fíkniefnamarkað. Öryrkjar gætu þurft að bíða í allt átta mánuði eftir endurgreiðslum frá Tryggingastofnun vegna skerðingar á búsetuhlutfalli. Þetta kom fram á Alþingi í dag. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir.
1/24/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 23. jan'uar 2019

Alþýðusambandið vill að tekinn verði upp hátekjuskattur og að skattþrepum verði fjölgað úr tveimur í fjögur. Einnig að barnabætur nái til þorra barnafjölskyldna. Forseti ASÍ segir að barnabætur séu núna fátæktarstyrkur. Engin strokulax fannst í reknetum við sjókví Arnarlax í Arnarfirði. Net voru sett út eftir að gat fannst á kvínni. Minjastofnun Íslands leggur til að Þjórsárdalur verði friðlýstur í heilu lagi. Brasilía sigraði Ísland með þriggja marka mun í lokaleik íslenska liðsins á HM karla í handbolta í dag. Landsliðsþjálfarinn segir að ákveðið reynsluleysi hafi sagt til sín í dag, en framtíðin sé björt. Grænlendingar hlusta mun meira á útvarp og horfa meira á sjónvarp en aðrar Norðurlandaþjóðir. Netnotkun þeirra er hins vegar umtalsvert minni. Skattatillögur miðstjórnar ASÍ. Lagt er til að skattþrepum verði fjölgað úr tvimur í fjögur. Arnar Páll Hauksson talar við Drífu Snædal, forseta ASÍ og einnig heyrist í Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Í hverjum janúarmánuði í tæp fimmtíu ár hefur elíta heimsins, um 3.000 stjórnmálamenn, forstjórar stórfyrirtækja, frægir lista- og athafnamenn, forsvarsmenn félagasamtaka og ungar vonarstjörnur flykkst til smábæjarins Davos í svissnesku ölpunum. Hvers vegna? Til að sitja ráðstefnu sem haldin er af félagasamtökum sem kallast Alþjóðaefnahagsráðið, World economic forum. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og talar við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta Íslands.
1/23/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 22. janúar 2019. 40 tillögur í húsnæðismálum

Þó að áformað sé að byggja 10 þúsund íbúðir á næstu þremur árum dugir það ekki fyrir þá sem hafa minnstar tekjur. Fjölmargar tillögur voru kynntar í dag sem miða að því að byggja ódýrari íbúðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að tillögurnar greiði fyrir kjarasamningum. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir annar formaður átakshópsins sem vann tillögurnar telur að segir útliti fyrir það þær íbúðir sem búið er að byggja eða eru ráðgerðar leysi ekki vanda þeirra tekjulægstu. Meirihluti sveitarstjórnar Reykhólahrepps telur sig engan annan kost hafa en samþykkja þá leið um Teigsskóg sem Vegagerðin helst kýs. var Árný Huld Haraldsdóttir sveitarstjórnarmaður í Reykhólahreppi lagði fram tillögu um samþykkt sem þrír greiddu atkvæði sitt en tveir voru á móti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það grundvallarsjónarmið sitt að vera talsmaður listræns frelsis. Það sé úrlausnarefni Seðlabankans að tryggja að listaverk séu ekki þar sem þau eru óþægileg fyrir starfsmenn. Gat fannst á nótarpoka sjókvíar Arnarlax í Arnarfirði í morgun. Ekki er ljóst hvort eða hve margir laxar sluppu þar út. Loðnuleit er hafin að nýju. Grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq hélt frá Neskaupstað í dag og hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson fer á föstudaginn. Júlía Týmósjenkó, sem var forsætisráðherra Úkraínu fyrir meira en áratug, lýsti yfir forsetaframboði sínu í dag. Kosningarnar eiga að fara fram í lok mars og Týmósjenkó virðist hafa mun meira fylgi en Petró Porosjenkó, sem nú er forseti. Björn Malmquist sagði frá. RARIK vinnur nú að því að losa sig við ljósastaura í þéttbýli og koma verkefninu yfir til sveitarfélaga. Þannig eru Fjarðabyggð og RARIK langt komin með samning um að sveitarfélagið taki við staurunum. ------- Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðgerðir til að bæta stöðuna á húsnæðismarkaði leggur til að sveitarfélög og ríkið auki fjárveitingar til stofnframlaga vegna uppbyggingar í almenna húsnæðiskerfinu og að tekjumörk verði hækkuð. Einnig er lagt til að óhagnaðardrifin húsnæðisfélög verði efld og skýrari reglur settar á leigumarkaði. Arnar Páll Hauksson ræddi við formenn hópsins, Gísla Gíslason og Önnu Guðmundu Ingvarsdóttir. TIllögurnar móta stefnu okkar í húsnæðismálum til lengri tíma segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra þær hafi verið unnar af fjölbreyttum hópi og um þær samstaða .Hún vonar að þær geti líka greitt fyrir kjaraviðræðum. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Katrínu Jakobsdóttur. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir að tillögurnar séu innspil í kjaraviðræðurnar. Anna Kris
1/22/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 21. janúar 2019

Ríkisstjórnin var mynduð til að viðhalda ríkjandi ástandi sem hún sjálf kallar stöðugleika, hún er ríkisstjórn kyrrstöðu og íhaldssemi segir Guðundur Andri Thorsson varaþingflokksformaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að stjórnmálin skuldi þjóðinni breytingar á stjórnarskrá. Flestir farþeganna sem lentu í rútuslysi á Kjalarnesi í gærkvöldi voru í bílbelti, og því fór ekki verr segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræddi við hann. Forsætisráðherra Bretlands ætlar að reyna enn og aftur að fá fram breytingar á samningnum um Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Björn Malmquist segir frá. Rauði krossinn hefur vart undan við að tæma fatagáma og flokka föt sem fólk gefur frá sér. Tuttugu feta gámar hjá Sorpu fyllast iðulega á innan við viku. Alma Ómarsdóttir talar við Björgu Kjartansdóttur, sviðsstjóra hjá Rauða krossinum og Guðbjörgu Rut Pálmadóttur flokkunarstjóra Rauða krossins. Ekki er ráðlegt að líta á endurvinnslu sem lausn á þeim mikla vanda sem óhófleg plastnotkun jarðarbúa er. Vandamálið er of mikil notkun á plasti, segir Birgitta Stefánsdóttir sem starfar á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun. Verð á endurunnu plasti hefur lækkað að undanförnu. Forstjóri RARIK bindur vonir við að leið finnist til að leggja ljósleiðara til Mjóafjarðar næsta haust. Neyðarlínan og landeigandinn hafa ekki náð samkomulagi um lagnaleiðina en RARIK kannar hvort hægt sé að lækka kostnað og minnka rask með því að saga ofan í berg fyrir strengjunum á erfiðustu köflunum. Rúnar Snær Reynisson segir frá. Forseti Sri Lanka segir að barátta stjórnvalda á Filippseyjum gegn eiturlyfjum sé til mikillar fyrirmyndar og að hann hafi í hyggju að fylgja því fordæmi. Alþjóðaglæpadómstóllinn rannsakar hins vegar hvort stjórnvöld á Filippseyjum séu sek um glæpi gegn mannkyni. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá. ------------ Efnahags-, skatta- og atvinnumálanefnd miðstjórnar Alþýðusambandsins leggur til að tekið verði upp fjögurra þrepa skattkerfi í stað tveggja eins og nú er. Miðað er við að skatttekjur ríkisins verði eftir sem áður þær sömu. Horfið er frá kröfunni um að lægstu laun verði skattfrjáls. Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að von væri á tillögum ríkisstjórnarinnar um skattkerfisbreytingar sem myndu gagnast þeim tekjulægstu. Arnar Páll Hauksson segir frá og heyrist í Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Í dag kynnti Theresa May forsætisráðherra Breta þinginu næstu skref sín í útgöngu B
1/21/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 18. janúar 2019

Forstjóri Wow segir stefnt að því að ljúka viðræðum við Indigo Partners í næsta mánuði. Hann segist bjartsýnn á að samningar takist. Hann gerir ráð fyrir að flugfargjöld eigi eftir að lækka, en Wow verði vel í stakk búið fyrir það. Umhverfisráðherra furðar sig á því að náttúruverndarsamtökum sé líkt við hryðjuverkasamtök í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða. Niðurstöður nýrrar skýrslu bendir til þess að með því að friðlýsa Drangajökulsvíðerni væri hægt að styrkja umtalsvert samfélag og náttúru í Árneshreppi. Karlar voru tvöfalt líklegri en konur til að færast úr tekjulægsta hópnum í þann tekjuhæsta á árunum 1991 til 2017. Sjö eru látnir af völdum inflúensu í Króatíu. Faraldurinn er mun skæðari en undanfarin ár. Fólk á öllum aldri veikist alvarlega. Blindir starfsmenn hafa hingað til ekki getað skráð eða sótt upplýsingar í tölvukerfi þjónustumiðstöðvar fyrir blinda og sjónskerta. Vinnuumhverfi þeirra gjörbreyttist í dag, með nýju kerfi. Í síðari hluta Spegilsins: Vinnumarkaðsfræðingur segir að miðað við verkfallsboðun 2015 sé verkfallsviljinn í VR talsvert minni en í Eflingu. 30 ár eru frá því að VR efndi til verkfalls.Arnar Páll rifjar upp verkfallssöguna og ræðir við Gylfa Dalmann Aðalsteinsson. Landlæknisembættið er að leggja lokahönd á öryggisviðmið vegna fjarheilbrigðisþjónustu. Henni fylgja ýmsir kostir en tryggja verður að sjúklingar villi ekki á sér heimildir í netspjalli við lækna og að læknar álpist ekki til að nota Skype eða önnur ótrygg forrit. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Inga Steinar Ingason sem hefur umsjón með Miðstöð rafrænnar sjúkraskrár hjá Landlæknisembættinu. Gísli Kristjánsson segir frá nýrri og endurbættri ríkisstjórn Ernu Solberg sem á að taka við eftir helgi. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir
1/18/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 17. janúar 2019

Umsjón: Arnar Páll Hauksson Tæknimaður: Mark Eldred Fiskistofu er ómögulegt að sinna lögbundnu eftirliti og stjórnvöld verða að grípa til aðgerða. Þetta kemur fram í úttekt Ríkisendurskoðunar á Fiskistofu. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Sindra Þór Stefánsson í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að gagnaversmálinu. Stjórnmálafræðingur segir að stærsta og erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar á næstunni verði kjarasamningar. Hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að of mikil óvissa sé um áhrif þess að fækka hvölum, til að hægt sé að nefna tölur um áhrif þess á fiskistofna í kringum landið. Það skýrist í kvöld hvort það tekst að mynda meirihlutastjórn hægriflokkanna í Noregi. Það yrði í fyrsta sinn í hartnær 40 ár. Rætt verður við formennn BSRB og BHM í Speglinum um áherslur þeirra í komandi kjaraviðræðum. Og staðan í leik Makedóníu og Íslands á HM í handbolta er .16 16 Lengri umfjallanir: Það sér ekki fyrir endann á kjaraviðræðunum sem nú standa yfir milli Samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaganna innan ASÍ. Samningar voru lausir nú um áramótin. En það styttist í að yfir 150 samningar losni. Samningar félaga innan BSRB og BHM renna út í lok mars. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM eru mættar hingað í Spegilinn til að ræða um samningalotuna sem eru framundan og hvaða áherslur verða í kröfum þessara samtaka. Arnar Páll Hauksson stýrir umræðum Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um þjóðhagslega hagkvæmni hvalveiða segir að það sé afar líklegt að át hvala hafi áhrif á stærð fiskistofna við Ísland. Með því að auka hvalveiðar megi auka aflaverðmæti um tugi milljarða. Gísli Víkingsson, sjávarvistfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir höfund skýrslunnar ganga lengra en Hafrannsóknastofnun sé tilbúin að gera. Mikil óvissa ríki um áhrif hvalveiða á fiskistofna. Aðalatriðið sé þó niðurstaða skýrslunnar. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og talar við Gísla Víkingsson.
1/17/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 16.01: Bresk stjórnmál, Lipton-te og loftslagsbreytingar í

Fréttir: Vantrauststillaga vofir yfir ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, eftir að breska þingið kolfelldi samning um úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu í gær. Mikið ber enn í milli í kjaraviðræðum verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Þetta segir formaður Eflingar. Forsvarsmenn Isavia eru jákvæðir í garð tillagna um að einkaaðilar fjármagni stækkun flugstöðvar á Akureyri. Þýsk leyniþjónusta rannsakar nú ungliðahreyfingu Þýska þjóðernisflokksins, AfD, vegna gruns um að lýðræðinu stafi ógn af framferði hennar. Lengri umfjallanir. Sigrún Davíðsdóttir lýsir stöðunni í breskum stjórnmálum. Loftslagsbreytingar hafa víðtæk áhrif í Noregi. Spegillinn hitti Mads Stöstad, norskan blaðamann, sem varði ári í að rannsaka afleiðingar loftslagsbreytinga þar í landi og varð hissa á því sem hann fann. Arnhildur Hálfdánardóttir. Albanska mafían sem hefur yfirtekið fíkniefnamarkaðinn í Bretlandi nær algjörlega og vinnur náið með ítölsku mafíunni Ndrangheta. Pálmi Jónasson. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir Mark Eldred sendi út.
1/16/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 15. janúar 2019

Umsjón: Pálmi Jónasson Greidd verða atkvæði í breska þinginu í kvöld um Brexit-samning ríkisstjórnar Theresu May. Allt bendir til þess að hann verði felldur. Gera má ráð fyrir því að arðgreiðslur Landsvirkjunar aukist verulega á þessu ári og eftir nokkur ár greiði hún 10-20 milljarða í arð á hverju ári. Forstjóri Landsvirkjunar segir að stofnun auðlindasjóðs sé þess virði að skoða. Minnst fimm létust í blóðugum óeirðum í Simbabve í gær eftir að stjórnvöld rúmlega tvöfölduðu verð á bensíni og dísilolíu. Dregið hefur mikið úr fólksfjölgun í Noregi og og árgangurinn í fyrra er sá minnsti frá stríðslokum. Erna Solberg forsætisráðherra hefur beðið ungt fólk að gera það sem gera þarf til að landsmönnum fækki ekki. Lengri umfjöllun: Pálmi Jónasson ræðir við Sigrúnu Davíðsdóttur um atkvæðagreiðsluna um Brexit í kvöld í breska þinginu. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir að strax á þessu ári aukist arðgreiðslur Landsvirkjunar verulega. Þær haldi áfram að vaxa og eftir nokkur ár greiði fyrirtækið 10 til 20 milljarða í arð á hverju ári. Hann segir að hugmynd um auðlindasjóð sé vel þess virði að skoða. Sjóðurinn er ein af þeim hugmyndum sem ræddar eru í nýrri skýrslu um orkuauðlindir Íslendinga og hagsæld til framtíðar sem kynnt var í dag. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Hörð. Norðmenn eru hættir að fjölga sér - hvort sem það er talinn kostur eða ekki. Fræðingartíðni hríðfellur og árgangurinn frá í fyrra sá minnsti frá stríðslokum. Erna Solberg forsætisráðherra hefur beðið ungt fólk að gera það sem gera þarf til að landsmönnum fækki ekki. Gísli Kristjánsson talar frá Noregi.
1/15/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 14. janúar 2019

Umsjón: Pálmi Jónasson Viðræðum verður líklega slitið og byrjað að huga að aðgerðum ef enginn árangur verður á fundi hjá sáttasemjara á miðvikudaginn með atvinnurekendum. Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Lýstar kröfu í þrotabú Primera Air á Ísland nema tíu milljörðum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um riftunarmál en það er til skoðunar. Arion banki er einn þeirra sem hafa lýst kröfu í búið. Borgarstjóri Gdansk í Póllandi var stunginn með hnífi á góðgerðarsamkomu í borginni í gærkvöld. Hann lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í dag. Orrustuflugmaður viðurkenndi að hafa drepið Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna árið 1961, ef marka má nýja heimildarmynd. Lengri umfjöllun: Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið og byrjað verði að huga að leiðum til að ná kröfunum fram. Hugsanlega verðið lagt fram ákveðið aðgerðarplan. Arnar Páll ræðir við Ragnar Þór Ingólfssson, formann VR. Orrustuflugmaður viðurkenndi að hafa drepið Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, ef marka má nýja heimildarmynd sem verður frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni eftir hálfan mánuð. Hammarskjöld lést í dularfullu flugslysi í Afríku 1961 en hið hörmulega flugslys eða tilræði hefur aldrei verið upplýst að fullu. Pálmi Jónasson segir frá. Það orð sem fer af aldamótakynslóðinni er neikvætt. Hún er talin sjálfhverf, löt til vinnu, viðkvæm og ýmist of upptekin við að spila tölvuleiki eða taka sjálfsmyndir á símann. Almannatenglar breska hersins virðast allavega draga þessa ályktun og vilja með nýrri herferð fullvissa ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára um að herinn líti á meinta veikleika þess, svo sem bullandi sjálfsöryggi og úthald við tölvuskjáinn sem styrkleika. Þetta endurspeglar ný og umdeild auglýsingaherferð sem miðar að því að fá fleiri í her sem talin er of fáliðaður. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá.
1/14/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 11. janúar 2019

Ákveðið hefur verið að draga úr niðurskurði til Hafrannsóknastofnunar. Hvorki þarf að segja upp starfsfólki né að leggja rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni. Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund yfir einbreiðar brýr á þjóðvegum þar sem fleiri en 300 bílar aka yfir á dag. Ný ríkisstjórn er í burðarliðnum í Svíþjóð. Minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Umhverfisflokksins sem miðjuflokkarnir, Frjálslyndir og Miðflokkurinn hyggjast styðja. Formaður Starfsgreinasambandsins segir að það hafi verið jákvæður gangur í samningaviðræðum sambandsins og Samtaka atvinnulífsins í þessari viku. Hann er þó ekki bjartsýnn á að samningar takist fyrir mánaðamót. Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og stjórnvalda undirrituðu í dag samkomulag um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar. Ný ríkisstjórn í Svíþjóð. Arnar Páll Hauksson talar við Boga Ágústsson. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins segir að það hafi verið jákvæður gangur í samningaviðræðum sambandsins og Samtaka atvinnulífsins í þessari viku. Búið sé að fækka ágreiningsefnunum en mörg séu enn eftir. Hann segist ekki vera bjartsýnn á að samningar takist fyrir mánaðamót. Arnar Páll Hauksson talar við Björn Snæbjörnsson. Enn er risin umræða um klukku og sólargang á Íslandi. Almenningur er hvattur til að leggja sitt í púkkið um þrjá kosti sem forsætisráðuneytið kynnti í vikunni. Undanfarna áratugi hefur oft verið rætt um að breyta klukkunni, lengi var talað um að taka upp sumartíma og flýta klukkunni enn á sumrin. Síðustu ár hefur meira borið á umræðu um hvort seinka eigi klukkunni því hollara væri að vakna nær því er birtir. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Ragnar Gunnarsson.
1/11/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 10. janúr 2019

Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins vilja að skýrslu um braggamálið verði vísað til héraðssaksóknara. Lögð verður fram tillaga frá þeim á næsta borgarstjórnarfundi. Félagið Vígdísarholt tekur að sér rekstur nýja hjúkrunarheimilisins á Seltjarnarnesi. Viljayfirlýsing um það var undirrituð í dag. Gert er ráð fyrir að tekið verði á móti fyrstu heimilismönnum í byrjun apríl. Nicolas Maduro sór í dag embættiseið sem forseti Venesúela til næstu sex ára. Bandaríkjastjórn ætlar ekki að viðurkenna hann sem leiðtoga þjóðarinnar. Starfshópur um kjör aldraðra leggur til að heimilt verði að veita viðbótarstuðning þeim einstaklingum sem ekki hafa búið nægilega lengi á Íslandi til að hafa öðlast full réttindi til ellilífeyris. Dæmi eru um að heildartekjur ellilífeyrisþega séu undir 80 þúsund krónum á mánuði. Arnar Páll Hauksson talar við Þorbjörn Guðmundsson og Þórunni Sveinbjörnsdóttur. Skuldabréfaeigendur í flugfélaginu Wow skoða sína stöðu núna og fá þar hjálp frá óvenjulegu bréfi frá forstjóranum. Flugfélagið hefur verið að fella niður flug en vill ekki upplýsa umfangið. Í viðbót við fleira ýtir þetta enn frekar undir vangaveltur um framtíð Wow. Á meðan skelfur krónan. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
1/10/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 9. janúar 2019

Vindhviður við fjöll á norðanverðu landinu geta náð 40 til 50 metrum á sekúndu. Veðurstofan spáir jafnvel ofsaveðri í Eyjafirði og víðar fyrir norðan. Íbúar þar og á Austurlandi eru hvattir til að huga að lausum hlutum sem gætu fokið og valdið tjóni. Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út í Eyjafirði og á Norðurlandi eystra. Hiti komst í 18 gráður á Dalatanga í dag. Formaður VR segir að í næstu viku skýrist til muna hver framvindan verði í kjaraviðræðum. Samninganefndir VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Samtaka atvinnulífsins funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Breska stjórnin verður að kynna viðbrögð sín innan þriggja daga ef svo fer að samningur hennar við Evrópusambandið um Brexit verður felldur á þingi í næstu viku. Þetta var samþykkt í dag við lítinn fögnuð íhaldsþingmanna. Ljósmóðir í Efra-Breiðholti segir dæmi um að ósjúkratryggðar konur sleppi mikilvægum rannsóknum á meðgöngu. Að fæða barn á Íslandi getur kostað ósjúkratryggða konu tvær milljónir. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og talar við Sólveigur Jóhannsdóttur ljósmóður, Ingibjörgu Hreiðarsdóttur, yfirljósmóður og Eddu Ólafsdóttur, sérfræðing í málefnum innflytjenda. Mannrán skekur nú Noreg. Ekkert hefur spurts til Anne Elisabeth Falkvik Hagen frá því fyrir 10 vikum eða frá 31. nóvember. Talið er að mannræningjar hafi rænt henni á heimili hennar í Fjellhammer. Krafist er yfir milljarðs launargjalds. Anne Elisebeth er 68 ára og einingkona eins ríkasta manns Noregs. Arnar Páll Hauksson talar við Gísla Kristjánsson í Ósló. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Davíð Berndsen.
1/9/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 7. janúar 2018

Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Flugumferð frá Heathrow flugvelli í Lundúnum hefur verið stöðvuð vegna gruns um að dróni hafi sést á lofti í nágrenni vallarins. Á Twitter kemur fram að flugvallaryfirvöld vinni náið með Lundúnalögreglunni til að koma í veg fyrir að öryggi sé ógnað Öll vinna við stofnmælingar og veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar er í uppnámi ef ríflega 230 milljóna niðurskurður á rekstri stofnunarinnar verður að veruleika. Forstjóri Hafró og útilokar ekki að segja þurfi upp fólki. Mikilvægast er að koma greiðslu á örorkulífeyri þeirra sem búið hafa í öðru EES í rétt horf á þessu ári, en fara síðan í að leiðrétta skekkju fyrri ára. Þetta segir félagsmálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Víkurgarðs, sem nú er Fógetatorg í miðbæ Reykjavíkur. Friðlýsingin nær aðeins til Víkurgarðs eins og hann er skilgreindur í núgildandi lóðauppdrætti af svæðinu. Mikill sóðaskapur er við tuttugu yfirgefna sumarbústaði við Elliðavatn. Svo virðist sem einhverjir hafi farið þar um og skemmt allt sem hægt er að skemma. Íbúar í nágrenninu hafa verulegar áhyggjur af ástandinu. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa ítrekað reynt að fá leyfi hjá landeiganda til að hreinsasvæðið. Á annað hundrað þúsund kennarar í Simbabve leggja niður vinnu frá og með morgundeginum. Þeir segja að laun þeirra hafi gufað upp að undanförnu. Umhverfisstofnun hefur lokað fyrir umferð gangandi fólks um Fjarðárgljúfur um óakveðinn tíma. Gögnustígur er eitt forarsvað vegna bleytutíðar og mikils ágangs. Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði í handbolta er meiddur og verður ekki með á Heimsmeistaramótinu sem hefst á föstudag í Þýskalandi. Lengri Umfjallanir: Reikniaðferðir Tryggingastofnunar til að meta búsetuhlutfalla öryrkja hafa verið notaðar í aldarfjórðung. Vegna reglna um fyrningar verður ekki endurgreitt nema fjögur ár aftur í tímann en það sættir Öryrkjabandalagið sig ekki við. Arnar Páll Hauksson segir frá. Landlæknisembættið gaf í dag út skýrslu, eða hlutaúttekt, vegna alvarlegrar stöðu á bráðamóttöku Landsspítalans. Óhætt er að segja að niðurstöður úttektarinnar séu býsna afdráttarlausar og landlæknisembættið kemur með ábendingar til bæði Landspítala og Heilbrigðisráðuneytis um aðgerðir sem sumar hverjar þola enga bið. Kristján Sigurjónsson ræðir við Ölmu D. Möller landlækni í beinni útsendingu.
1/8/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 7. janúar 2019

Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Hafrannsóknastofnun þarf að hagræða í rekstri um 234 milljónir króna á þessu ári. Forstjórinn segir það mjög erfitt og útilokar ekki uppsagnir starfsfólks. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar ekki að verða við kröfu Sjálfstæðismanna um að víkja úr þriggja manna hópi sem á að vinna tillögur úr skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið. Barn í móðurkviði hefur ekki sjálfstæðan tryggingarétt og því fellur fæðingarþjónusta ótryggðrar móður ekki undir íslenskar sjúkratryggingar. Þetta segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Enn bólar ekkert á úrslitum forsetakosninganna í Austur-Kongó fyrir rúmri viku. Kjörstjórnin segist ekki hafa hugmynd um hvenær talningu ljúki. Tvö skip eru nú við loðnurannsóknir norður af landinu og það þriðja er á leiðinni. Dómari ákvað að loka þinghaldi fyrirvaralaust í Skáksambandsmálinu þegar aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hádegi í dag. Ferðum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði minna árið 2018 en undanfarin ár. Fjölgunin nam aðeins 5,5 prósentum milli ára sem er talsvert minni fjölgun en verið hefur undanfarin ár. Lengri umfjallanir: Tryggingarstofnun stefnir að því að niðurstöður liggi fyrir í lok janúar um endurgreiðslur til öryrkja sem hafa ekki fengið fullar bætur vegna skerðingar á búsetuhlutfalli. Stofnunin hefur unnið að lausn málsins í samvinnu við velferðarráðuneytið allt fá því í júní í fyrra þegar umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að reiknireglur TR ættu sér ekki viðhlítandi stoð í lögum. Arnar Páll Hauksson sagði frá. Hundrað vörubílum var stefnt á flugvöll í Suður-Englandi í morgun og þeir látnir keyra út í morgunumferðina sem liður í undirbúningi þess ef nú Bretar yfirgefa Evrópusambandið í lok mars án samninga. Nú stefnir aftur í atkvæðagreiðslu um útgöngusamning Breta við Evrópusambandið. Þingið greiðir örugglega atkvæði, sagði Theresa May forsætisráðherra í viðtali við breska ríkissjónvarpið í gær. Sigrún Davíðsdóttir segir ný tíðindi af Brexit. Þarftu að láta flísaleggja baðherbergi, gera við bíl eða sóla skó. Það á alltaf að borga sig að gera við hluti og ef útlit er fyrir að viðgerð sé óhagkvæm á fagmaður að upplýsa neytandann um það. Ákvæði um þetta er að finna í þjónustukaupalögum. Lögin eru um margt matskennd og óljóst hvað nákvæmlega felst í óhagkvæmri viðgerð. Formaður Neytendasamtakanna segir að sum ákvæði laganna mættu vera skýrari og Framkvæmdastjóri FÍB segir slæmt að úrskurðir úrskurðarnefndar um þjónustukaup hafi ekki la
1/7/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 4. janúar: Áherslur SA, Bandaríkjaþing og loftslagsvænt át

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að íslenskur vinnumarkaður sé útlagi í samanburði við önnur Norðurlönd. Hann segir að stefna eigi að því að eyða yfirvinnukúltúr hér á landi. Arnar Páll Hauksson ræddi við Halldór Benjamín Þorbergsson. Fjárlagafrumvarp var samþykkt frá fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nótt á fyrsta fundi nýs þings. Ekkert fjármagn er eyrnamerkt múrnum sem Donald Trump forseti vill að rísi við landamærin að Mexíkó. Pálmi Jónasson. Loftslagsáhrif þess að framleiða kíló af íslensku lambakjöti eru nær tífalt meiri en þess að framleiða kíló af íslenskum eldislaxi. Þetta sýna skýrslur sem umhverfisráðgjöf Íslands vann fyrir Landssamtök sauðfjárbænda og Landssamband fiskeldisstöðva. Arnhildur Hálfdánardóttir. Elísabet Jökulsdóttir hlaut í dag viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins sem veitt var í sextugasta og þriðja sinn. Hún lagði áherslu að fólk sýndi börnum virðingu og gætti að þeim, það væri til lítils að bjarga umhverfinu ef börnin hyrfu.
1/4/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 3. janúar 2019

Ökumaður jeppans sem fór fram af brúnni yfir Núpsvötn hefur réttarstöðu sakbornings. Ekki verður gerð krafa um að hann sæti farbanni. Verðmæti bandaríska tölvu- og símafyrirtækisins Apple hafa rýrnað um rúmlega 70 milljarða dollara í dag vegna tekjusamdráttar. Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hafa lækkað vegna þessa. Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Danmörku segir að vikur, mánuðir og jafnvel eitt ár kunni að líða þar til það kemur í ljós hvað olli járnbrautarslysinu á Stórabeltisbrú. Flugvél og þyrlur Landhelgisgæslunnar fóru í 278 útköll á nýliðnu ári og hafa þau aldrei verið fleiri. Ríkissáttasemjari hefur ákveðið að kalla til 8-10 manna hóp aðstoðarsáttasemjara vegna komandi kjarasamningalotu. Fram að þessu hefur aðeins verið einn aðstoðarsáttasemjari. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Bryndísi Hlöðversdóttur Sérfræðingur segir að Vaðlaheiðargöng muni leiða til aukinnar samvinnu sveitarfélaga. Skólastjórinn á Laugum vonar að þau verði til þess að nemendum fjölgi. Arnhildur Hálfdánardóttir segir fá og talat við Hjalta Jóhannesson. Sigurbjörn Arngrímsson og Ólöfu Hallgrímsdóttur. Vísundahjarðir eru teknar að sjást að nýju utan þjóðgarða í Bandaríkjunum og Kanada á þessari öld. Vísundurinn, sem á ensku heitir bison en frumbyggjar kallar buffaló, er stærsta villta landdýr Norður-Ameríku. Þetta er nautgripur sem lifði af ísöldina, en var hársbreidd frá því að deyja út á 19. öld vegna gegndarlausra veiða og slátrunar hvíta mannsins. Kristján Sigurjónsson segir frá.
1/3/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 2. janúar 2019

Átján manns létust í umferðinni á nýliðnu ári. Aðeins einu sinni hafa jafnmargir látist á einu ári undanfarinn áratug. Fylgi Miðflokksins minnkar um rúm sex prósentustig samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi Framsóknarflokksins eykst um tæp fjögur prósentustig. Enn hafa kennsl ekki verið borin á alla sem létust í lestarslysi á Stórabeltisbrú í Danmörku í morgun. Íslensk kona var farþegi í lestinni. Hana sakaði ekki. Fljótsdalshérað þarf að endurskoða aðalskipulag áður en það gefur svör um hvort vindmyllur megi rísa á Úthéraði. Svæðið er á náttúruminjaskrá. Ný lög um skráningu lögheimilis tóku gildi um áramót. Þau kveða á um að nú verði lögheimili skráð á einstaka íbúðir í fjölbýlishúsum en ekki bara húsnúmer eins og verið hefur. Þegar hafa verið keyptar ferðir um Vaðlaheiðargöng fyrir um 30 milljónir og um eitt þúsund manns hafa skráð sig í greiðslukerfið. Gert er ráð fyrir að farnar verði yfir 1900 ferðir um göngin á sólarhring. Arnar Páll Hauksson talar við Himar Gunnlaugsson. Um áramótin tóku gildi breytingar á lögum um brottnám líffæra. Í breytingunum sem samþykktar voru í fyrrasumar er gengið út frá því að eðlilegra sé að fólk vilij koma náunga sínum til hjálpar með því að gefa líffæri að sér látnu en ekki. Fólki er því ætlað samþykki fyrir því frekar en að ætla neitun. Anna Kristín Jónsdóttir talar vip Jórlaugu Heimisdóttur. Svindl Claas Relotius blaðamanns á þýska tímaritinu Der Spiegel hefur vakið umræður um þá tísku í blaðamennsku að blaðamenn leiti að sögum. Sigrún Davíðsdóttir. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon
1/2/201930 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 28.desember 2018

Sérfræðingur í umferðaröryggismálum segir margar brýr á þjóðvegum landsins ekki standast nútímakröfur um umferðaröryggi. Brúin yfir Núpsvötn þar sem banaslys varð í gær sé ein þeirra brúa. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samningaviðræður við VR og Eflingu komnar aftur á byrjunarreit eftir að þeim var vísað til ríkissáttasemjara. Búist er við því að svifryksmengun verði yfir heilsuverndarmörkum fyrstu klukkustundir ársins 2019. Flóttamennirnir sem bjargað var undan Spánarströndum fyrir viku eru komnir á land á Spáni eftir erfiða vist í björgunarskipi. Áramótaspjall. Arnhildur Hálfdánardóttir og Sigrún Davíðsdóttir gerðu upp árið og töluðu við DrífuSnædal, forseta ASÍ, Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló) og Ragnar Hálmarsson stjórnmálafræðing.
12/28/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 27.desember 2018

Þrír breskir ríkisborgarar, eitt barn og tveir fullorðnir, létust í alvarlegu umferðarslysi við Núpsvötn í morgun. Tvö börn á aldrinum 7 til 9 ára og tveir fullorðnir voru fluttir alvarlega slasaðir á slysadeild Landspítalans. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins. Lögregla hefur handtekið einn mann vegna ráns í íbúð manns í Hátúni í Reykjavík. Tveggja er enn leitað. Manninum var hirint úr hjólastól og eigum hans stolið. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að farið verði fram á að VR og Efling falli frá kröfu um afturvirkni samninga ef þau boða til verkfalla. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands telur að útganga Japana úr Alþjóðahvalveiðiráðinu geti haft áhrif á útflutning á íslensku hvalkjöti til Japans. Það var nokkuð áberandi þessi jól hve margir sendu jólakveðjur á Facebook og slepptu því að senda jólakort til vina og ættingja með pósti. Þetta er í samræmi við þróun sendibréfa sem sjást varla lengur. Dæmi eru um að fólk á miðjum aldri leiti aðstoðar á pósthúsum vegna þess að það hefur aldrei sent bréf. Arnar Páll Hauksson ræðir við Evu Gunnarsdóttur afgreiðslustjóra gjá Póstinu. Volkswagen ætlar fram til ársins 2023 að verja yfir sex þúsund milljörðum króna til að þróa nýja rafbíla. Hlutfall rafbíla af íslenska bílaflotanum er nú tæpt eitt prósent. Síðla árs kom út síðasta og þrítugasta fyrsta bindi ritraðarinnar Kirkjur Íslands, þar fjalla um 70 höfundar á kerfisbundinn hátt um allar friðaðar kirkjur í landinu, 216 að tölu; um tvo þriðju kirkna í landinu. Þorsteinn Gunnarsson er annar tveggja ritstjóra verksins, sem lagt var upp í fyrir rúmlega tuttugu árum. Það er mikið að vöxtum, til ritraðarinnar var stofnað til að merkja þúsund ára afmæli kristni en hún hefur líka að geyma mikla menningarsögu. Anna Kristin Jónsdóttir talar við Þorstein Gunnarsson. Umsjón Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður Mark Eldred.
12/27/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 21. desember

Gatwick-flugvelli var lokað á nýjan leik nú síðdegis vegna gruns um að sést hefði til dróna í nágrenni flugvallarins. Félagsdómur dæmdi Icelandair í vil gegn Flugfreyjufélagi Íslands. Icelandair var í fullum rétti þegar ákveðið var að taka fyrir hlutastöf flugliða og gera starfsfólki skylt að vera í fullu starfi. Ríkissáttasemjari stefnir að því að boða fund milli jóla og nýárs í kjaradeilu SA og þeirra félaga sem hafa vísað deilunni til sáttasemjara. Yfirvöld í Marokkó hafa handtekið níu til viðbótar við þá fjóra sem fyrir eru í varðhaldi vegna morðs á tveimur ungum konum frá Noregi og Danmörku. Mennirnir eru allir taldir tengjast hryðjuverkasamtökum. Stefnt að því að byggja meðferðarheimili í Garðabæ fyrir börn. Viljayfirlýsing var undirrituð í dag. Umhverfisstofnun ætlar að rannsaka svifryksmengun fimm daga fyrir og eftir áramót, þar sem blý verður meðal annars mælt í andrúmsloftinu. Lektor við Háskólann í Reykjavík segir það nánast náttúrulögmál hér á landi að stærri framkvæmdir fari fram úr áætlun. Ísland skeri sig úr að þessu leyti. Arnar Páll Hauksson talar við Þórð Víking Friðgeirsson. Breska lögreglan leitar enn þeirra sem flugu dróna eða drónum yfir Gatwick flugvöll í gær og fyrradag. Hún útilokar ekki mótmæli umhverfissinna en ekkert hefur verið gefið upp frekar. Vellinum var lokað aftur í dag eftir að sást til dróna á flugi. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Þórhildi Elínu Elínardóttur.
12/21/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 20. september 2018

desember Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar telur að lög um opinber skjalasöfn hafi verið brotin í braggamálinu svokallaða, þar sem meðferð gagna hafi verið ófullnægjandi og nánast engin skjöl hafi fundist um það í skjalakerfi borgarinnar. Svo virðist sem flest sem gat farið úrskeiðis við braggann hafi farið úrskeiðis. Hjartasjúklingi voru í dag dæmdar 28 milljónir króna í bætur vegna heilsutjóns af völdum bilaðs gangráðs. Pútín Rússlandsforseti fagnar þeirri ákvörðun Bandaríkjaforseta að kalla herlið sitt heim frá Sýrlandi. Kúrdar ætla að halda áfram að berjast gegn hryðjuverkamönnum þrátt fyrir að Bandaríkjaher hverfi á brott. Stríð filippseyskra stjórnvalda gegn fíkniefnum hefur kostað yfir fimm þúsund mannslíf að sögn yfirvalda. Mannréttindasamtök telja hins vegar að á þriðja tug þúsunda hafi fallið. Margir Grindvíkingar fundu fyrir jarðskjálfta í dag. Skjálftinn mælist 3,2 að stærð. Ný staða staða sem upp er komin innan Starfsgreinasambandsins var rædd á samningafundi sambandsins og SA í dag. Ákveðið var að halda næsta fund eftir áramót. Hvorki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar né Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélaga Akraness mættu á fundinn í dag. Þessi félög hafa sagt skilið við Starfsgreinasambandið í bili og ætla að vísa deilunni ásamt VR til sáttasemjara. Arnar Páll Hauksson talar við Björn Snæbjörnsson. Bæði Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa dregið til baka samningaumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. Líklegt er að þessi félög vísi deilunni til sáttasemjara á morgun ásamt VR. Stjórnarfundur í VR stendur nú yfir þar sem farið er yfir stöðuna. Hugsanlega munu fleiri félög segja sig frá samflotinu með Starfsgreinasambandinu. Verkalýðsfélag Akraness afturkallaði umboð sitt til Starfsgreinasambandsins í dag. Arnar Páll Hauksson talar við Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness. Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, tilkynnti á þriðjudagskvöldið síðasta að hann ætli að fara á fund konungs og biðjast lausnar fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. Ingvar Þór Björnsson segir frá. Umsjón Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður Markús Hjaltason.
12/20/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 19.12.2018

Spegillinn 19.12.2018 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Útilokað er að hægt verði að ganga frá kjarasamningum fyrir áramót segir forseti Alþýðusambandsins. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ótímabært og óskynsamlegt að vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara eins og VR og fleiri félög íhuga nú. Höskuldur Kári Schram ræðir við Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Drífu Snædal forseta Alþýðusambandsins. Búast má við töluverðri röskun á efnahagsstarfsemi í Bretlandi, fari svo að enginn viðskiptasamningur verði til staðar þegar Bretar yfirgefa Evrópusambandið. Þetta segir Jón Daníelson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. Ekkert bendir til þess að aðrir en Bára Halldórsdóttir hafi átt hlut að máli þegar samtöl sex þingmanna voru tekin upp á Klaustri í nóvember, að mati dómara. Hann hafnaði í dag kröfu þingmannanna um að fram færi vitnaleiðslumál fyrir dómi. Bandaríkjamenn ætla að draga allt herlið sitt með hraði frá Sýrlandi. Trump Bandaríkjaforseti segir að búið sé að yfirbuga hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið sem hafi verið eina ástæðan fyrir því að hafa herliðið í Sýrlandi Kristján Róbert Kristjánsson sagði frá Öryrkjar og aldraðir verða ekki rukkaðir um komugjöld á heilsugæslustöðvar og hjá heimilislæknum frá og með áramótum né borga fyrir læknisvitjanir. Lengra efni: Þúsund sinnum meira blý reyndist vera í einu sýni en hverju hinna, af tuttugu sýnum sem Umhverfisstofnun tók úr flugeldum í byrjun ársins. Sýnið var úr kúlublysi og hefur sala á því verið stöðvuð. Rætt við Þorstein Jóhannsson og Eirík Þóri Baldursson, sérfræðinga hjá Umhverfisstofnun, Ekki mun takast að ná samkomulagi um nýja ríkisstjórn í Svíþjóð fyrir jól. Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að ekki verði greitt atkvæði um næsta forsætisráðherra fyrr en 16. janúar. Ingvar Þór Björnsson sagði frá. Þó svo takist að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og standa við Parísarsamkomulagið mun Grænlandsjökull hverfa. Jöklafræðingur segir að spurningin sé bara hve hratt þetta gerist. Arnar Páll Hauksson sagði frá
12/19/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 18.desember 2018

Spegillinn þriðjudaginn 18. Des 2018 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Júlíus Vífill Ingvarsson fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms í peningaþvættismáli til Landsréttar. Hann var dæmdur í 10 mánaða skilorðisbundið fangelsi í morgun. Forstöðumaður fæðingarorlofssjóðs vonar að feður nýti sér fæðingarorlof í meira mæli í kjölfarið þess að hámarksgreiðslur fæðingarorlofs hækka um áttatíu þúsund krónur frá og með áramótum. Bandarísk stjórnvöld leggja ekki lengur áhreslu á að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti fari frá völdum Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi rétt vestan við Selfoss rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Fólksbíll og jeppi lentu saman og endaði jeppinn á hliðinni utan vegar. Tvennt var í bílunum og þurfti að beita klippum til að ná fólkinu út. Það var flutt til aðhlynningar á sjúkrahús í Reykjavík. Suðurlandsvegi var lokað eftir slysið en hann var opnaður á ný upp úr klukkan hálf sex. Tillaga Minjastofnunar til friðlýsingar á Víkurgarði í Reykjavík tekur aðeins til þess svæðis sem í dag er borgartorg. Ekki er lagt til að svæðin í kring, sem hinn forni kirkjugarður teygði sig yfir, verði friðlýst. Bandaríkin eru vænlegasta svæðið til að markaðssetja Grímsey fyrir erlenda ferðamenn. Ný könnun sýnir að Bandaríkjamenn hrífast af lundanum og þykir afar merkilegt að komast norður undir heimskautsbaug. Gömlu Hringbraut í Reykjavík verður ekki lokað vegna framkvæmda við nýjan Landspítala fyrr en í byrjun febrúar. Þetta er í annað sinn sem lokun götunnar er frestað. Viðvörun frá Veðurstofu. Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á SA-landi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum. Lengri umfjallanir: Ríkisstjórn Norðurbandalagsins og Fimmstjörnuhreyfingarinnar á Ítalíu hefur komið sér saman um nýtt fjárlagafrumvarp sem flokkarnir búast við að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykki. Ef stjórnvöld á Ítalíu ná ekki sannfæra að Evrópusambandið um ágæti nýrra fjárlaga fyrir áramót á landið yfir höfði sér fordæmalausar refsiaðgerðir. Ingvar Þór Björnson sagði frá. Fjallað um ástandið í Ungverjalandi og rætt við Grím Axelsson sem búsettur er í miðborg Búdapest, þar sem nýrri vinnulöggjöf er mótmælt harðlega daglega. Kristján Sigurjónsson. Sagt verður frá hugsanlegum aðgerðum bresku stjórnarinnar og Evrópusambandsins sem af alvöru undirbúa samningslaust Brexit. Sigrún Davíðsdóttir. Samninganefnd Eflingar tekur afstöðu til þess á morgun hvort félagið myndi bandalag með VR í kjaraviðræðunum og hætti samflot
12/18/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 17. desember 2018

Spegillinn mánudaginn 17. Des 2018 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Forsætisnefnd Alþingis, forseti og varaforsetar, hafa allir sagt sig frá Klausturmálinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu froseta Alþingis. Nefndarmenn hafi með ummælum sínum um málið gert sig vanhæfa til að vísa málinu til siðanefndar þingsins. Mennirnir tveir sem týndust í fjallgöngu á Kirkjufelli í Grundarfirði síðdegis í dag eru fundnir heilir á húfi. Tekist var á um vitnaleiðslumál þingmanna Miðflokksins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögmaður þingmannanna sagði þurfa að tryggja gögn. Lögmaður konu sem hleraði samtal þeirra sagði þá ganga of langt. Minnst tólf manns féllu í dag í hörðum bardögum í hafnarborginni Hodeida í Jemen. Vopnahlé á að taka gildi í borginni á morgun. Tugir hafa fallið síðustu daga. Fulltrúar uppreisnarmanna og stjórnvalda í Jemen samþykktu í síðustu viku að draga hermenn og vopn sín frá Hodeida, til að hægt verði að flytja þangað hjálpargögn og matvæli. Japanska lyfjafyrirtækið Fuji pharma hefur fjárfest fyrir 6,2 milljarða króna í íslenska lyfjafyrirtækinu Alvotech Að minnsta kosti einn er látinn og yfir áttatíu slasaðir eftir að stuðningsmenn forsetaframbjóðenda í Austur-Kongó tókust á um helgina. Gengið verður til atkvæða um eftirmann Josephs Kabila forseta á sunnudaginn kemur. Íbúar líta á byggðaþróun í Árneshreppi sem algjört neyðarástand segir verkefnistjóri brothættra byggða í hreppnum. Verkefnastjórn hefur sent ríkistjórnininni ákall um einangrun sveitarfélagsins sé rofin með bættum samgöngum. Lengri umfjallanir: Atvinnurekendur vilja stytta vinnuvikuna með því að fella niður kaffitíma. Dregið verði verulega úr yfirvinnu og dagvinnulaun hækkuð í hlutfalli við það. Einnig að dagvinnutímabilið verði frá sex á morgnana til sjö á kvöldin. Starfsgreinasambandið hafnar þessum tillögum. Arnar Páll Hauksson segir frá og ræðir við Björn Snæbjörnsson formann Einingar á Akureyri. Alvarlegar sýkingar af völdum numókokka hefur fækkað verulega frá því farið var að bólusetja börn við bakteríunni og í sumum tilfellum hefur henni nánast verið útrýmt Þetta kemur fram í niðurstöðum umfangsmikillar rannsóknar. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Samúel Sigurðsson lækni, sem varði doktorsritgerð sína í læknavísindum í vikunni. Doktorsrannsókn hans var hluti af mjög umfangsmiklum rannsóknum á áhrifum bólusetningar við pneumokokkum. Niðurstöðurnar sýna að alvarlegar sýkingar vegna pneumókokka eru nánast horfnar eftir að farið var að bólusetja börn við bakteríunni. Wow hefur mikið
12/17/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 14. desember 2018

Forsætisráðherra segir Klausturmálið og fleiri mál hafa verið áfall og það sé verkefnið framundan að efla traust og virðingu Alþingis. Þingmenn eru komnir í jólafrí. Sanngirnisbætur vegna vistheimila voru mikilvægt uppgjör við ofbeldi gegn börnum, segja tengiliður vistheimila og umsjónarmaður sanngirnisbóta. Ákveðið var á formannafundi Starfsgreinasambandsins í dag að vísa kjaradeilu þeirra ekki til sáttasemjara fyrir jól. Endurmeta á stöðuna eftir áramót. Ekki hefur náðst samstaða milli þjóða á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. Henni átti að ljúka í dag. Margt er ennþá uppi á borðum og óljóst um framhaldið. Þetta segir sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu sem situr við samningaborðið fyrir Ísland. Könnun á ferðavenjum erlendra ferðamanna á átta stöðum á landinu varpar ljósi á ólíkt hlutverk staðanna, til dæmis eru sjötíu prósent erlendra ferðamanna á Húsavík þar til að skoða hvali. Ekki hefur náðst samstaða milli þjóða á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi en henni átti að ljúka í dag. Margt er ennþá uppi á borðum og óljóst um framhaldið. Þetta segir sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu sem situr við samningaborðið fyrir Ísland. Bergljót Baldursdóttir talar við Helgu Barðadóttur sem er á ráðstefnunni. Greta Thunberg, fimmtán ára stúlka frá Svíþjóð, hefur vakið heimsathygli fyrir baráttu sína fyrir umhverfismálum. Hún er barnið sem bendir keisaranum á að hann er ekki í neinum fötum. Bandaríska tímaritið Times var að setja hana á lista yfir tuttugu og fimm áhrifustu ungmenni heims, undir tuttugu ára aldri. Pálmi Jónasson segir frá. Starfsgreinasambandið ætlar ekki að vísa kjaradeilu sinni við atvinnurekendur fyrir jól. Þetta var samþykkt á formannafundi sambandsins í dag. Formenn 7 félaga vildu vísa strax en formenn 11 félaga vildu bíða með það fram yfir áramót. Einnig var nær einhugur um að hafna alfarið hugmyndum atvinnurekenda um breytingar á vinnutíma. Á stjórnarfundi VR á miðvikudaginn voru ekki greidd atkvæði um hvort vísa ætti deilunni til sáttasemjara. Þar var ákveðið að bíða og sjá hver niðurstaða Starsgreinasambandsins yrði. Ekki náðist formann VR . Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins segir að fundurinn í dag hafi verið hressilegur. Hann segir að staðan verði endurskoðuð eftir áramót. Arnar Páll Hauksson talar við Björn Snæbjörnsson.
12/14/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 13.12.2018

Spegillinn 13.12.2018 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Farið var eftir kjarasamningsbundnum ákvæðum um starfsaldur þegar fjörutíu fastráðnum flugfreyjum og flugþjónum og tugum lausráðinna var sagt upp í aðgerðum WOW flugfélagsins í dag. Haukur Hólm ræddi við Orra Þrastarson, varaformann Flugfreyjufélags Íslands Óvissa ríkir um áhrif tíðinda dagsins á ferðaþjónustuna. Elvar Ingi Möller sérfræðingur hjá greiningardeild Arion Banka segir að það geti orðið samdráttur vegna uppsagnanna. Það velti að miklu leyti á viðbrögðum Icelandair sem hefur sagst geta mætt hugsanlegum framboðsskorti. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Elvar Inga Möller Báru Halldórsdóttur bar mögulega skylda til þess að upplýsa um samtal þingmanna á barnum Klaustri, sem hún tók upp og sendi fjölmiðlum. Þetta segir lögmaður hennar. Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræddi við Ragnar Aðalsteinsson Kjósendur Framsóknarflokksins eru líklegri en kjósendur annarra flokka til að taka slátur. Kjósendur Viðreisnar eru síst líklegir til sláturgerðar. Þetta kemur fram í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallups. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir tók saman Lengra efni: Stjórnmálamenn hafa brugðist ungu fólki og eru að kasta framtíð okkar á glæ, segir ritari Ungra umhverfissinna á Íslandi. Ungt fólk á loftslagsráðstefnunni í Póllandi krefst þess að fá rödd við samningaborðið. Umsjónarmaður ræddi við Sigurð Thorlacius, ritara Ungra umhverfissinna Ellefu þingmenn vilja að fjórar af sex lagagreinum um þjóðsönginn verði felldar niður. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir að þær standist ekki ákvæði stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi. Arnar Páll Hauksson talaði við Helga Hrafn Gunnarsson Theresa May forsætisráðherra Breta sigraðist á uppreisnarmönnum í eigin flokki en höfuðvandi hennar er eftir sem áður að koma í gegnum þingið úrgöngusamningi við Evrópusambandið. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá
12/13/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 12. desemberr 2018

Þingmenn breska Íhaldsflokksins greiða nú atkvæði um vantraust á Theresu May, formann flokksins og forsætisráðherra. Von er á úrslitum um áttaleytið. Michael Cohen, fyrrum lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi. Bára Halldórsdóttir, sem tók upp tal sex þingmanna á Klausturbar, hefur verið boðuð sem aðili máls í Héraðsdóm Reykjavíkur til þess að gera henni ljóst að hugsanlega verði höfðað mál gegn henni. Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að gengi krónunnar veikist ekki, komi til þess að aflandskrónur streymi frá landinu. Hann segir bankann alvopnaðan til að takast á við slíkt. Niðurstaða greiningar á leiðarvali um Gufudalssveit er að tillaga norsku verkfræðistofunnar Multiconsult sé besti kosturinn. Nú virðist það vera fjarlægur draumur að hollensk hjón komist á Suðurpólinn á rafbíl úr endurunnu plasti. Ferðin hefur sóst seint vegna veðurs. Verkefnastjóri hjá Artic Trucks segir að bílinn hafi staðið sig vel og að hver kílómetri sé sigur. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Guðmund Guðjónsson, verkefnastjóra hjá Artic Trucks. Rannsóknarsjóðir á Íslandi eru verulega undirfjármagnaðir og sá vísindamannauður sem nú þegar býr á Íslandi er vannýttur. Þetta segir formaður Vísindafélags Íslendinga. Ef ná ætti fjármögnun eins og þekkist í Danmörku þyrfti að fimm- til nífalda sjóðina. Bergljót Baldursdóttir talar við Ernu Magnúsdóttur, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands og forseti Vísindafélags Íslendinga. Á sama tíma og spenna vex stöðugt milli stjórnvalda í Moskvu og Kænugarði hefur orðið klofningur milli réttrúnaðarkirkna Rússlands og Úkraínu. Bartólómeus fyrsti patríarki í Konstantinópel staðfesti um mánaðamótin fyrri ákvörðun frá því í haust um sjálfstæði úkraínsku kirkjunnar frá þeirri rússnesku en þær hafa verið eitt um aldir. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá.
12/12/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 11. desember 2018

Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtöl sex þingmanna á Klaustri 20. nóvember síðastliðinn, hefur verið boðuð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur á mánudag til að gefa skýrslu um upptökurnar. Maður sem var vistaður í fangelsinu á Bitru fyrir þrjátíu árum telur mikilvægt að rannsaka aðbúnað fatlaðra þar. Stjórnvöld útiloka ekki að það verði gert. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður landssamtaka lífeyrissjóða telur að ef lífeyrissjóðir eigi að lána öllum sem standast mat óháð sjóðsaðild, geti það knúið sjóðina til að hækka vexti. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við hann. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar alvarlegt og aðspurður um hvort það sé tilefni til afsagnar segir formaðurinn þingmaður verði að horfa í eigin barm. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Loga. Angela Merkel, kanslari Þýskalands þvertekur fyrir að samið verði aftur við bresk stjórnvöld um brotthvarf þeirra úr Evrópusambandinu. Birgir Þór Harðarson segir frá. Hávaði mældist of mikill við húsveggi rúmlega 26.000 íbúða þar sem búa allt að 65 þúsund manns í nýbirtri úttekt Umhverfisstofnunar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Gunnar Alexander Ólafsson sérfræðing hjá Umhverfisstofun. Meirihluti samgöngunefndar og Samgönguráðherra vill breyta samgönguáætlun og heimila vegggjöld á stofnbrautum frá borginni og í helstu jarðgöngum til að fjármagna vegagerð. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Jón Gunnarsson, starfandi formann samgöngunefndar og Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Gera má ráð fyrir að gjóskufall verði á öllu landinu ef gos verður í Öræfajökli eins og varð árið 1362. Þetta sýna niðurstöður nýs hættumats þar sem ennfremur má sjá að raflínur eyðileggjast á stóru svæði nálægt gosstöðvunum og vegasamgöngur rofna. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Sigrúnu Karlsdóttur, náttúruvárstjóra á Veðurstofu Íslands.
12/11/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 10. desember 2018

Sala Íslandsbanka til erlends banka er meðal tillagna í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið sem kynnt var í dag, einnig að varnarlína verði lögð svo bankakerfið geti ekki þanist út óhindrað. Birgir Þór Harðarson segir frá. Álagið á Landspítalanum er Ölmu Möller landlækni áhyggjuefni, hún segir það sé stjórnvalda að greiða úr það vanti bæði starfsfólk á spítalann og hjúkrunarheimili. Kristín Sigurðardóttir ræðir við Ölmu. Helga Þórisdótir, forstjóri Persónuverndar segir eðlilegt að stofnunin taki afstöðu til Klaustur-upptökunnar. Fjórir þingmenn Miðflokksins, sem sátu á Klausturbar hafa ráðið sér lögmann sem sendi Persónuvernd erindi um upptökuna. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir ræddi við Helgu. Meirihluti samgöngunefndar Alþingis ætlar að leggja til að veggjöld verði tekin upp um allt land og fjármagnið verði notað til vegagerðar. Þingmaður Pírata segir að það að ætla að keyra þetta í gegnum þingið þegar vika er eftir af þingstörfum sé merki um fljótfærni. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Jón Gunnarsson (D) formann samgöngunefndar og Björn Leví Gunnarsson (P). Sveitarfélagið Norðurþing veitti hvalaskoðunarfyrirtækinu Norðursiglingu vaxtalaust og óverðtryggt lán fyrir vangoldnum farþegagjöldum. . Guðbjartur Ellert Jónsson sveitarstjórnarfulltrúi, sem var áður framkvæmdastjóri fyrirtækisins, telur að sveitarfélagið tapi á öðrum tug milljóna króna vegna þessa. Jón Þór Kristjánsson, ræðir við ------ Forsætisráðherra Bretlands frestaði í dag Brexit-atkvæðagreiðslu sem ráðgerð var í breska þinginu á morgun. Fyrirsjáanlegt var að samningurinn hefði verið felldur. Theresa May forsætisráðherra skipti um skoðun sólarhring fyrir atkvæðagreiðsluna en þvertók fram á síðustu stundu fyrir að henni yrði frestað. Sigrún Davíðsdóttir segir frá og heyrist í Theresu May. Brottreknir þingmenn Flokks fólksins fá ekkert af framlögum ríkisins til flokksins. Hins vegar fá þeir rúma milljón hvor árlega í sérfræðiaðstoð. Arnar Páll Hauksson segir frá. Bandaríkin vinna markvisst gegn því að árangur náist á loftslagsráðstefnunni í Póllandi segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sem er nýkominn þaðan. Bandaríkin, Rússland og Sádi Arabía komu í veg fyrir að svört skýrsla vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytinar fengi þar hljómgrunn. Vonast er til að á ráðstefnunni verði hægt að breyta fyrirheitum sem gefin voru á loftslagsráðstefnunni í París fyrir þremur árum í áþreifanlegar aðgerðir. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Árna Finnsson. Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir. Tækni
12/10/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 7. desember 2018

Spegillinn 7. desember 2018 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Bára Halldórsdóttir sem tók upp samtal sex þingmanna á Klausturbar segir að sér hafi ofboðið orðbragðið og því sent upptökurnar til fjölmiðla. Hún sé þó ýmsu vön því hún er fötluð kona og hinsegin. Lögfræðingar segja að Bára hafi gefið færi á lögsókn gegn sér. Málið er til skoðunar hjá Persónuvernd. Seðlabankastjóri segist ekki hafa áhyggjur af því að aflandskrónueigendur fari með fé sitt úr landi í stórum stíl, ef frumvarp fjármálaráðherra um losun hafta á þeim verður samþykkt. Haukur Hólm ræddi við Má Guðmundsson, seðlabankastjóra. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að grípa þurfi til aðgerða gegn kennitöluflakki hér á landi. Sjöhundruð og fimmtíu fyrirtæki urðu gjaldþrota hér fyrstu níu mánuði ársins. Ágúst Ólafsson ræddi við Gissur Pétursson. Annegret Kramp-Karrenbauer var í dag kjörin leiðtogi Kristilegra demókrata, stærsta stjórnmálaflokksins í Þýskalandi. Hún tekur við af Angelu Merkel sem hefur stýrt flokknum síðastliðin átján ár. Ásgeir Tómasson sagði frá Lengra efni: Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi í dag William Barr í embætti dómsmálaráðherra og yfir Rússarannsókn Roberts Muellers. Trump hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum í dag og reynt að draga úr trúverðugleika þeirra sem stýra rannsókninni. Bjarni Pétur Jónsson, sagði frá Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra ætlar að tala um aðgerðaáætlun Íslendinga og mikilvægi þess að þjóðir heims geri betur í loftslagsmálum á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. Hann fer á ráðstefnuna á morgun og tekur til máls á fundi ráðherra á miðvikudaginn. Tugir barnungra hælisleitenda í Svíþjóð selja nú fíkniefni fyrir opnum tjöldum í miðbæjum sænskra borga. Þeir hafa verið þvingaðir í afbrot af sænskum glæpagengjum. Kári Gylfason tók saman
12/7/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 6. desmeber 2018

Forystumenn stjórnarandstöðuflokka á Alþingi vilja ekki lengur funda með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, vegna Klausturmálsins, og eru hættir að bjóða honum á reglulega samráðsfundi. Talsverður bruni varð í bakhúsi við Vesturgötu í Reykjavík þegar eldur kom upp á fimmta tímanum í dag. Búið er að slökkva eldinn. Íslenska ríkið er skaðabótaskylt vegna þess að Fiskistofa úthlutaði Ísfélaginu og útgerðarfélaginu Hugin minni aflaheimildum í makríl á árunum 2011 til 2014 en skylt var samkvæmt lögum. Málið gæti snúist um milljarða bætur. Niðurstöður úr umfangsmikilli rannsókn benda til þess að unglingar sofi of lítið og stundum jafnvel ekki neitt. Sérfræðingar óttast að afleiðingar þessa geti orðið mjög alvarlegar - þau jafnvel brotni niður fyrir þrítugt. VR og Starfsgreinasambandið kalla samninganefndir sínar saman í byrjun næstu viku til að meta stöðuna í kjaraviðræðunum. Óþreyju er byrjað að gæta innan verkalýðshreyfingarinnar. Vísindamenn telja að örplast finnist í hægðum annars hvers jarðarbúa. Þeir vilja rannsaka áhrif örplasts á heilsu fólks. Bóas Valdórsson, sálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð, óttast afleiðingar ónægs svefns ungmenna. Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar sýna að unglingar sofa stundum ekki neitt og oftast sofa þeir of lítið. Rúna Sif Stefánsdóttir, doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði og ein rannsakenda segir að krakkar sofi ekki bara of lítið heldur einnig óreglulega. Hún óttast að þau brotni niður fyrir þrítugt. Bergljót Baldursdóttir tók saman. VR og Starfsgreinasambandið vilja fá skýr svör frá atvinnurekendum um afstöðu þeirra til launakrafna sem lagðar hafa verið fram. Þó að þær hafi ekki verið ræddar formlega virðist himinn og haf vera á milli hugmynda félaganna og Samtaka atvinnulífsins um launahækkanir. Óþreyju er farið að gæta innan verkalýðshreyfingarinnar og hafa samninganefndir VR og Starfsgreinasambandsins verið kallaðar saman í byrjun næstu viku til að meta stöðuna í kjaraviðræðunum. Arnar Páll Hauksson segir frá. Sögur af ótímabæru andláti bókarinnar hafa verið verulega ýktar. Ófeigur Sigurðsson segir að skáldsagan sé að rísa upp á ný úr brunarústum póstmódernismans. En það eru ekki til nema sex tegundir skáldsagna. Allar falla þær innan sömu formúlanna. Pálmi Jónasson segir frá. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon
12/6/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 5.12.2018

Spegillinn 5.12.2018 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis telur eðlilegt að nefndin skoði sérstaklega ummæli Gunnars Braga Sveinssonar um meintan sendiherrakapal vegna misvísandi yfirlýsinga þeirra sem koma að málinu. Höskuldur Kári Schram ræddi við Helgu Völu Helgadóttur og Guðlaug Þór Þórðarson. Varaformaður Viðreisnar skorar á alla karla á Alþingi að stöðva og hafna þeirri orðræðu sem sexmenningarnir viðhöfðu á Klaustri. Slík kvenfyrirlitning megi ekki líðast innan veggja Alþingis. Jóhanna vigdís Hjaltadóttir tók saman frá Alþingi ummæli Þorsteins Víglundssonar. Hart var sótt að Theresu May, forsætisráðherra Bretlands í umræðum um Brexit á breska þinginu í dag. Stjórn hennar neyddist í dag til að birta lögfræðiálit um samninginn, eftir ávítur þingheims í gær. Tekið er á kröfum um lagfæringu á stofnæðum á höfuðborgarsvæðinu og hugmyndum um veggjöld í endurskoðaðri samgönguáætlun sem kynnt verður á næstu dögum. Kristín Sigurðardóttir ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson. Forsvarsmenn Isavia vilja svör við því hvað tillögur starfshóps um innanlandsflug, sem settar voru fram í skýrslu samgönguráðherra, þýða fyrir Keflavíkurflugvöll. Jón Þór Kristjánsson talaði við Guðjón Helgason. Fáir kostir virðast til stjórnarmyndunar í Svíþjóð tæpum þremur mánuðum eftir að nýtt þing var kjörið. Fréttaskýrendur segja margir að kostirnir séu minnihlutastjórn Jafnaðarmanna undir stjórn Stefans Löfvens eða nýjar kosningar. Bogi Ágústsson tók saman Við höldum okkur í Svíþjóð því liðið sumar var eitt það þurrasta sem vitað er um í Svíþjóð. Uppskera á kornmeti hefur ekki verið minni í nær sextíu ár og þeir sem halda búpeninga kvíða margir vetrinum enda fóður lítil og brunnar víða þurrir. Kári Gylfason í Gautaborg sagði frá. Emmanuel Macron Frakklandsforseti ætlar að skila afrískum menningarminjum sem eru á frönskum söfnum. Vaxandi skilningur virðist á því að þjóðir eigi rétt á menningararfleifð sinni. Sigrún Davíðsdóttir tók saman
12/5/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 04.12.2018

Spegillinn 04.12.2018 Umsjón: Pálmi Jónasson Siðanefnd Alþingis hefur óskað eftir því að fá hljóðupptökur frá Klausturfundi sex þingmanna til að leggja mat á hvort þeir hafi mögulega brotið siðareglur. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að skömmin sé sexmenninganna og þeir eigi að axla ábyrgð. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir að samræður alþingismannanna séu tákn um það sem kallað hefur verið yfirráðakarlmennska eða eitruð karlmennsla. Íslenskt samfélag hafi gefist upp á slíkum viðhorfum. Þremur af hverjum fjórum þykir réttlætanlegt að fara í verkföll til að knýja á um bætt starfskjör. Yfir helmingur fólks er tilbúinn að fara í verkfall samkvæmt nýrri könnun. Samgönguráðherra vonar að Alþingi samþykki tillögur um að niðurgreiða flugfargjöld íbúa á landsbyggðinni. Þá sé það eðlilegt skref að efla varaflugvellina þrjá fyrir millilandaflug, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll. Lengri umfjöllun: Tryggvi Hallgrímsson sérfræðingur á Jafnréttisstofnu segir að íslenskt samfélag sé búið að gefast upp á viðhorfum sem endurspegluðust í samræðum alþingismannanna á Klausturbar. Þær séu tákn um það sem kallað hefur verið yfirráða karlmennska eða eitruð karlmennska. Ekki sé langsótt að tengja grófustu lýsingarnar og orðin sem þar fóru um við ofbeldi. Flestir kannast ekki við að svona orðfæri sé notað í karlahópi - en svo eru aðrir sem segja að þetta sé dæmigert karlatal sem oft er eigi sér stað t.d. í búningsklefum. Bergljót Baldursdóttir talaði við Tryggva Hallgrímsson. Algjört hrun siðmenningar er við sjóndeildarhringinn. Loftslagsbreytingar af mannavöldum geta leitt til meiriháttar náttúruhamfara og gereyðingu stórs hluta náttúrunnar. Þetta sagði náttúrufræðingurinn heimsþekkti David Attenborough á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem var sett í Póllandi í gær. Pálmi Jónasson tók saman. Andrúmsloftið í Breska þinginu í dag var rafmagnað þegar umræður hófust um úrgöngusamning Breta við Evrópusambandið. Umræðunar eiga að standa í fimm daga áður en kemur að atkvæðagreiðslunni 11. desember. Sigrún Davíðsdóttir tók saman.
12/4/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 03.12.2018

Spegillinn 03.12.2018 Umsjón: Pálmi Jónasson Forseti Alþingis bað þjóðina alla afsökunar á óráðshjali nokkurra þingmanna. Sérstök siðanefnd hefur verið virkjuð til að hefja rannsókn á þessu siðabrotamáli. Siðfræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri segir að ekki þurfi tilvísun frá forsætisnefnd til að lögregla hefji rannsókn á Klausturmálinu. Sterkar vísbendingar séu um það í upptökunum að lög hafi verið brotin við skipan sendiherra. 74-91% landsmanna telja að þingmennirnir af Klaustri eigi að segja af sér þingmennsku, samkvæmt nýrri könnun. Nýtt frumvarp um launahækkanir kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna auðveldar ekki kjaraviðræður, segir forseti Alþýðusambandsins. Það hafi komið á óvart að ekki hefði verið undið ofan af ákvörðunum kjararáðs. Ákæruvaldið fer fram á átta til tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi yfir Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, vegna peningaþvættis. Lengri umfjallanir: Sigurður Kristinsson siðfræðingur og prófessor við háskólann á Akureyri segir að ekki þurfi tilvísun frá forsætisnefnd til að lögregla hefji rannsókn á Klausturmálinu. Sterkar vísbendingar séu um það í frásögn Gunnars Braga Sveinssonar að lög hafi verið brotin við skipan sendiherra. Sigurður var í starfshópi Starfshópi um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu sem skilaði skýrslu til forsætisráðherra í september. Eins og kom fram í fréttum ákvað forsætisnefnd Alþingis að hefja skoðun á Klausturmálinu sem mögulegs siðabrotamáls. Steingrímur J Sigfússon, forseti Alþingis kynnti það við upphaf þingfundar í dag og bað þjóðina um leið afsökunar. Donald Trump forseti Bandaríkjanna og Xi Jinping, forseti Kína sömdu um vopnahlé í viðskiptastríði landanna, á leiðtogafundi G20-ríkjanna, stærstu iðnvelda heims, í Buenos Aires í Argentínu um helgina. Gengi hlutabréfa í Asíu hefur snarhækkað en viðskikptastríði stórveldanna er langt því frá lokið. Samkvæmt heimildum Spegilsins er lausafjárþörf flugfélagsins Wow líklega vel á annað hundrað milljónir Bandaríkjadala. Ekkert varð úr kaupum Icelandair á Wow, meðal annars af því áreiðanleikakönnun á Wow leiddi í ljós að staðan var verri en haldið var. Indigo Partners, nýi fjárfestirinn í Wow, er nú á sama stað og Icelandair þegar fyrirhuguð kaup Icelandair á Wow voru tilkynnt. Ef Wow verður ekki lagt til verulegt fé virðast dagar Wow taldir.
12/3/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 30.nóvember 2018

Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins, hafa verið reknir úr flokknum. Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins eru á leið í leyfi. Vinnustaðasálfræðingur segir að illt umtal og umræður eins og þingmannanna sex á barnum Klaustri séu áfall fyrir vinnustaðinn Alþingi og geti haft slæm og hamlandi áhrif á störf þingsins. Forstjóri Wow Air segir að fjárfesting félagsins Indigo Partners í flugfélaginu sé umtalsverð. Hann vill þó ekki greina frá upphæðum, innihaldi samningaviðræðna eða hversu stóran hlut félagið eignast í Wow Air. Samgönguráðherra segir að ríkisstjórnin sé upplýst um framvindu mála á flugmarkaði. Fjármálaráðherra segir að óvissan sé slæm og vonast eftir niðurstöðu sem fyrst Bandaríkjaforseti var sigri hrósandi þegar nýr viðskiptasamningur Norður-Ameríkuríkja var undirritaður í dag. Hann segir samninginn vera fyrirmynd viðskiptasamninga framtíðarinnar. Tveir af þingmönnunum sex sem voru á barnum Klaustri, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins, eru á leiðinni í leyfi vegna Klaustursupptökunnar. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafa verið reknir úr Flokki fólksins en sitja áfram á þingi, óháð brottrekstrinum. Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur segir að illt umtal eins og heyra má í Klaustursupptökunum sé áfall fyrir allan vinnustaðinn Alþingi. Búast megi við að það hafi slæm og hamlandi áhrif á störf þess. Bergljót Baldursdóttir talar við Þórkötlu Aðalsteinsdóttur. Ekki er óalgengt í Svíþjóð að stjórnmálamenn segi af sér eða hrekist úr stjórnmálum vegna grófrar, pólitískrar spillingar eða óvarlegrar framgöngu á Facebook. Kári Gylfason segir frá. Nýr forseti og ný ríkisstjórn í Mexíkó standa frammi fyrir snúnum vanda sem sífellt vindur upp á sig. Forsetinn, vinstrimaðurinn Andrés Manuel López, og ríkisstjórn hans taka við völdum á laugardag, 1. desember. Kristján Sigurjónsson segir frá.
11/30/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 29.nóvember 2018

Rösklega 200 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates, APA, á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustufyrirtækis WOW air. Óskað hefur verið eftir því að forsætisnefnd Alþingis fjalli um ummæli sex þingmanna í liðinni viku á bar í Reykjavík. Þingkona segir að henni sé illt í hjartanu vegna þessara ummæla og önnur segir þau ömurleg og niðurlægjandi. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, segist vera að skoða stöðu sína á Alþingi. Hún eigi sér engar málsbætur. Hún var ein sexmenninganna á barnum. Fjallvegir á norðanverðu landinu eru enn lokaðir og víða er vonskuveður. Öllu innanlandsflugi var aflýst í dag. Sérfræðingur í markaðsetningu á netinu segir að Facebook geymi gífurlegar miklar upplýsingar um notendur samfélagsmiðla og viti jafnvel meira um fólk en það sjálft Almenningi er misboðið og þingheimur nötrar eftir að umræður sex þingmanna sem sátu að sumbli á bar voru teknar upp án þeirra vitundar og birtar. Þar voru þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins, og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins. Það eru ummæli þessara þingmanna eða orðfæri sem hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Ummælin þykja skammarleg og lýsa megnri kvenfyrirlitningu. Það er óhætt að fullyrða að þessir þingmenn hrauni yfir samstarfsmenn sína á þingi, einkum konur. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Evu Heiði Önnudóttir stjórnmálafræðing. Þór Matthíasson, þróunarstjóri hjá markaðs- og tæknifyrirtækinu Svartagaldri notar sjálfur ekki Facebook. Hann segir að því meira sem fólk birti á Facebook því meira viti fyrirtækið um það. Hann telur að persónuupplýsingar af samfélagsmiðlum verði líklega notaðar í kosningum framvegis. Bergljót Baldursdóttir talar við Þór Matthíasson.
11/29/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 28.11.2018

Spegillinn 28.11.2018 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Magnús Carlsen vann þrjár fyrstu þrjár skákirnar í bráðabananum um heimsmeistaratitilinn í skák. Hann heldur því heimsmeistaratitlinum og ríkir mikil kátína meðal Norðmanna. Illviðri gengur nú yfir landið og er búist við að vindur fari yfir fimmtíu metra á sekúndu í verstu hviðunum. Þegar er farið að hvessa á norðvesturhluta landsins og á Suðausturlandi og má búast við að haldi áfram að hvessa í kvöld og nótt. Rætt við Hrafn Guðmundsson, veðurfræðing á vakt á Veðurstofu Íslands. Landsbjörg hefur sett í gang mesta viðbúnað sinn vegna ferðafólks. Nokkur þúsund erlendir ferðamenn eru staddir á landinu. Kristín Sigurðardóttir ræðir við Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu Ný óverðtryggð íbúðalán hafa ekki verið hærri á einum mánuði það sem af er ári. Þau jukust um meira en tvo og hálfan milljarð milli september og október. Matthías Tryggvi Haraldsson sagði frá Lengri umfjöllun: Áætlað er að 50 kílómetra borgarlína í Stafangri í Noregi kosti yfir 200 milljarða íslenskra króna. Upphafleg áætlun hljóðaði upp á 58 milljarða. Arnar Páll Hauksson tók saman Norsku neytendasamtökin hafa kært Google til Persónuverndar Noregs fyrir að safna upplýsingum um fólk ólöglega. Persónuverndarstofnanir í Evrópu hafa vaxandi áhyggjur af upplýsingasöfnun samfélagsmiðla . Bergljót Baldursdóttir talaði við Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar
11/28/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 27.nóv. 2018

Spegillinn 27. Nóv 2018 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Afkoma flugfélagsins Wow Air er mun verri á yfirstandandi ársfjórðungi en búist var við þegar fyrirtækið stóð fyrir skuldabréfaútboði í haust. Fækkað verður í flota félagsins um fjórar Airbus-vélar. Bankaráð Seðlabankans fundaði í dag með forstjóra Samherja sem segist enn vera þeirrar skoðunar að Már Guðmundsson seðlabankastjóri eigi að láta af embætti. Eðlilegt er að afkomutengja veiðigjöld og hafa álagningu eins nálægt í tíma og hægt er, segir forsætisráðherra. Snarpar umræður hafa staðið yfir á Alþingi í dag um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld. Tilraunir til að takast á við loftslagsbreytingar á alþjóðavísu eru langt frá því að skila viðunandi árangri, að mati Sameinuðu þjóðanna. Í næstu viku hefst loftslagsráðstefna í Póllandi. Fyrirtækið sem rak tónlistarhátíðina Secret Solstice skuldar fjölda manns laun og stendur afar illa fjárhagslega. Nýtt fyrirtæki hefur tekið við rekstri hátíðarinnar, sem stendur til að halda í fimmta sinn. Lengri umfjallanir: Ökumenn í áfalli og þeir sem þeir hafa ekið á í myrkrinu koma á bráðamóttöku. Bráðahjúkrunarfræðingar skora á framleiðendur útivistarfatnaðar að setja endurskin á allan útivistarfatnað. Helga Rósa Másdóttir, formaður fagdeildar bráðahjúkrunarfræðinga segir að hver einasti bráðahjúkrunarfræðingur hafi tekið á móti bæði ökumönnum í áfalli og þeim sem þeir hafa ekið á í myrkrinu. Bráðahjúkrunarfræðingar skora á framleiðendur útivistarfatnaðar á Íslandi að setja endurskin á allar útivistarflíkur. Bergljót Baldursdóttir talar við Helgu Rósu Horfur eru á því að samtök sem berjast gegn veggjöldum í Noregi bjóði fram á fjölmörgum stöðum í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári. Áætlað er að á þessu ári verði innheimt veggjöld fyrir röska 200 milljarða íslenskra króna. Formaður samtakanna segir að ef vel gangi á næsta ári komi til greina að bjóða fram í þingkosningum. Arnar Páll Hauksson segir frá. Heimsmeistaraeinvígi Magúsar Carlsen og Fabiano Caruana stendur nú yfir í Lundúnum. Allar skákirnar 12 enduðu með jafntefli og er staðan því jöfn 6-6. Á morgun verður úrslitadagur, en þá verður teflt til þrautar í hrað- og atskákum. Björn Þorfinnson skákmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands hefur fylgst vel með og ræðir við Kristján Sigurjónsson um einvígið.
11/27/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 26.nóv. 2018

Spegillinn 26. Nóv 2018 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Úkraínska þingið fjallar nú um beiðni forseta landsins um að setja herlög, eftir að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og sjóliða í gær. Vestrænar þjóðir hafa mótmælt framferði Rússa. Icelandair telur ólíklegt að hægt verði að uppfylla alla fyrirvara í kaupsamningi um WOW fyrir hlutahafafund sem hefur verið boðaður á föstudag. Hlutabréf í Icelandair Group féllu um tæp sex prósent í dag út af óvissunni. Öryggisrofar voru óvirkir eða búið að fjarlægja hlífar á flökunarvélum í tveimur fiskvinnslum í Hafnarfirði og Sandgerði í þessum mánuði. Vinnueftirlitið þurfti tvisvar að banna vinnu í vinnslunum. Beiðni Pírata um að senda mál Ásmundar Friðrikssonar til sjálfstæðrar siðanefndar var hafnað á fundi forsætisnefndar í morgun. Lengri umfjallanir: Ekki er minnst á hjúkrunarheimili í drögum að heilbrigðisstefnu og skorið er niður til þeirra í fjárlögum þrátt fyrir að í stjórnarsáttmála sé talað um að gera eigi átak í að fjölga þeim. Þetta segir Pétur Magnússon formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Bergljót Baldursdóttir ræðir við hann. Bretar hafa náð samningum við ESB um úrgöngu og framtíðarfyrirkomulag en við blasir Brexit-vandi heima og heiman. Breska stjórnin og Evrópusambandið hafa staðfest úrgöngusamning og yfirlýsingu um framtíðarsamband en við blasir þó tvíþættur vandi: að fá staðfestingu breska þingsins á þessum áfanga. Síðan, að semja í smáatriðum um framtíðarsambandið í lagalega bindandi samningi. Hið fyrra virðist ómögulegt, hið seinna gæti orðið mun tímafrekara en þetta rúmlega eitt og hálfa ár sem verður til stefnu. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Fyrsta sjálfstæða sýning Náttúruminjasafns Íslands, Vatnið í náttúru Íslands, verður opnuð í Perlunni í Reykjavík á laugardaginn kemur,1.desember, á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Náttúruminjasafnið varð til árið 2007 þegar lög um safnið voru samþykkt, en á sér í raun mun lengri sögu sem rekja má allt aftur til ársins 1889 þegar Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað. Illa hefur hins vegar gengið að koma upp Náttúruminjasafni og sýningu í eigu þjóðarinnar sem sómi er af, líkt og flestar nágrannaþjóðir leggja metnað sinn í að starfrækja. Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni er einn fyrsti vísirinn að slíkri sýningu. Fyrir eru í Perlunni náttúrusýningar fyrirtækisins Perlu Norðursins og tengist Vatnasýningin þeim. Kristján Sigurjónsson talar við Þórunni Sigríði Þorgrímsdóttur hönnuð og sýningarstjóra Vatnsins í náttúru Íslands. Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór H
11/26/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 23. nóvember 2018

Spegillinn 23. nóvember 2018. Umsjónarmaður Bergljót Baldursdóttir Maðurinn, sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa valdið eldsvoða í húsi á Selfossi í lok október með þeim afleiðingum að tveir létust, sagði lögreglu á vettvangi að hann væri morðingi. Þá kom fram í málflutningi lögreglu fyrir dómi að maðurinn hafi áður farið óvarlega með eld inni í húsinu. Landsréttur staðfesti í dag 19 ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Thomasi Möller Olsen fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur en gagnrýnir hvernig staðið var að yfirheyrslum yfir Thomasi eftir fyrstu skýrslutökuna. Ísland getur haft mjög mikil áhrif á alþjóðavettvangi, segir fastafulltrúi Íslands gagnvart Nató. Hernaðarógn dagsins í dag er allt önnur en þegar við fyrst öðluðumst fullveldi, segir forsætisráðherra. Málþing um fullveldi og þjóðaröryggi var haldið í dag. Biskup hefur ákveðið að sóknarprestur Grensáskirkju sem gerðist sekur um siðferðisbrot gagnvart tveimur konum, verði áfram í leyfi. Áfrýjunarnefnd staðfesti í dag niðurstöðu úrskurðarnefndar um brot prestsins. Neytendur um allan heim hafa í dag freistað gæfunnar í jólagjafainnkaupum á svarta föstudeginum. Verslunarstjórar eru sammála um að viðskiptin hafi færst meira á netið. Lengra efni: Stuðningur við flokka sem kenndir hafa verið við lýðhyggju eða popúlisma hefur stigmagnast í Evrópu síðustu áratugi. Fylgi þeirra hefur þrefaldast frá því skömmu fyrir aldamót. Greinendur hafa lagst yfir úrslit þingkosninga síðustu tveggja áratuga í þrjátíu og einu ríki í álfunni fyrir breska miðilinn Guardian og þar eru leiddir saman stjórnmálafræðingar og blaðamenn víða að. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Guðmund Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. Donald Trump ítrekar stuðning sinn við krónprinsinn af Sádi-Arabíu í tengslum við morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Sádi-Arabía sé mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna. Á þakkagjörðarhátíðinni vill hann fyrst og fremst þakka sjálfum sér fyrir allt sem hann hefur gert fyrir land og þjóð. Pálmi Jónasson tók pistilinn saman Katarina Karantonis norskur sérfræðingur telur mikilvægt að unnið sé þvert á stofnanir þegar kemur að því að aðstoða konur vegna nauðungarhjónabanda og heiðursofbeldis. Þessi vandamála hafa í aukum mæli skotið upp kollinum hér á landi. Arnar Páll Hauksson talar við Katarina Karantonis sérfræðing í norsku teymi sem einkum fæst við mál sem tengjast nauðungarhjónaböndum, heiðursofbeldi og umskurði kvenna. Einnig heyrist í Eddu Ólafsdóttur, félagsráðgjafa á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og Ástu Kristínu Benediktsdó
11/23/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 22. nóvember 2018

Foreldrar við Arnarbakka í Breiðholti eru óttaslegnir vegna sprautufíkla og ofbeldismanna sem hafast við í gömlum verslunarkjarna í hverfinu. Fólki hefur verið hótað líkamsmeiðingum og sprautunálar fundist í bakgörðum. Samkomulag um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu er innan seilingar, segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Svo virðist sem samningur um Brexit verði staðfestur á leiðtogafundi Evrópusambandsins á sunnudag. Margt er til fyrirmyndar innan Orkuveitunnar, en einnig brotalamir sem taka verður á. Þetta er álit borgarstjóra og fulltrúa minnihlutans í borgarráði. Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkur um málefni Orkuveitunnar var kynnt í dag. Stefnt er að því að bjóða út rekstur nýs sjúkrahótels þvert á óskir Landspítalans. Framkvæmdum við hótelið er enn ekki lokið. Viðræður standa enn milli þriggja ráðuneyta um rekstur og viðhald Húsavíkurhöfðaganga. Bandaríkjaforsetarnir Barak Obama og Donald Trump hafa báðir endurvakið umræðu um hlutverk Bandaríkjanna sem átti sér stað með miklum krafti í kjölfar fyrri heimstyrjaldarinnar segir Sveinn M. Jóhannesson, sagnfræðingur og nýdoktor við rannsóknastofnunina í sagnfræði við háskólann í London. Eftir fyrri heimstyrjöldina eru Bandaríkin orðin öflugasta ríki veraldar. Bergljót Baldursdóttir talar við Svein M. Jóhannesson Martin Vickers er þingmaður Íhaldsflokksins. Kjördæmi hans er Cleethorpes, rétt við Grimsby. Hann styður úrgöngu Breta úr ESB, ekki síst vegna fiskveiða. Hann er líka á því að það verði auðvelt fyrir Breta og Íslendinga að semja um sjávarútvegsmál því íslenskur fiskur skipti fiskvinnsluna í Grimsby og nágrenni miklu. Sigrún Daviðsdóttir. Robert Mueller er lögfræðingur, repúblikani og fyrrverandi forstjóri FBI til 12 ára. Í maí 2017 skipaði dómsmálaráðuneytið hann í embætti saksóknara til að fara fyrir nefnd sem rannsakar möguleg afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. En um hvað snýst rannsóknin? Ólöf Ragnarsdóttur segir frá.
11/22/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 21. nóvember 2018

Um áttatíu mál komu inn á borð nefndar um eftirlit með störfum lögreglu fyrsta árið sem hún starfaði. Annað eins hefur borist nefndinni það sem af er þessu ári. Flest málin höfðu með handtöku lögreglunnar að gera. Dæmi eru um bæði nauðungarhjónabönd og heiðurstengt ofbeldi á Íslandi. Kona, sem gift var til Íslands, óskaði eftir vernd vegna ofbeldis og einangrunar. Eiginmaður hennar og fjölskylda hans hér á landi óskuðu þess að hún myndi deyja. Viðræður um vopnahlé og friðarsamkomulag í Jemen verða haldnar snemma í næsta mánuði í Svíþjóð. Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vill skoða hvort hægt sé að fjármagna Borgarlínu og aðrar vegaframkvæmdir að hluta með veggjöldum. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands situr nú á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að reyna að ljúka samningi um Brexit. Fjórir dagar eru þar til leiðtogar ESB hittast til að leggja blessun sína yfir samninginn. Ung kona með lítið barn leitaði verndar hér vegna þess að hún var beitt ofbeldi. Hún var gift til Íslands og bjó í algerri einangrun. Hún var í mikilli hættu vegna þess að eiginmaður hennar og fjölskylda hans sátu um hana og óskuðu þess að hún myndi deyja. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag. Arnar Páll Hauksson talar við Katarina Karantonis. Eddu 'Olafsdóttur og Ástu Kristínu Benediktsdóttur. Hátt í hundrað og sjötíu mál hafa komið inn á borð nefndar um eftirlit með störfum lögreglu frá því hún tók til starfa 2017. Flest málin fyrsta starfsárið höfðu með handtöku lögreglu að gera. Trausti Fannar Valsson, lögfræðingur og formaður nefndarinnar segir að um 10 mál hafi komið til nefndarinnar í hverjum mánuði. Berglind Baldursdóttir segir frá og talar við Trausta Fannar Valsson. Leo Varadkar, forsætisráðherra Íra, segir að ekki komi til greina að breyta samkomulaginu, sem náðist í síðustu viku, um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Fjöldi breskra þingmanna hefur lýst yfir megnri óánægju með samkomulagið. Bogi Ágústsson segir frá.
11/21/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 8. október 2018

Áætlaður kostnaður við úrbætur á kísilveri United Silicon er nú rúmum milljarði hærri en áður var talið. Ástæðan er meðal annars sú að íbúum í grenndinni þóttu hráefnisgeymslur svo ljótar. Stígur Helgason ræðir við Þórð Ólaf Þórðarson, stjórnarformaður Stakkbergs. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar ætlar ekki að höfða meiðyrðamál vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræðir við Bjarna Má Júlíusson. Það er mat innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar að Orkuveitan hafi orðið fyrir opinberri smánun á samfélagsmiðlum. Valgerður Anna Jóhannsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands segir eðlilegt að mál fyrirtækisins hafi átt erindi við almenning og veltir því upp hvort hægt sé að tala um opinbera smánun fyrirtækis. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og ræðir við Valgerði Önnu. Skólastjóri stærsta sérskóla fyrir nemendur með fatlanir og þroskahamlanir á Íslandi á erfitt með að fá sérkennara til starfa. Endurnýjun sérkennara er nánast engin. Birgir Þór Harðarson segir frá og ræðir við Sædísi Harðardóttur, formann Félags íslenskra sérkennara og Árna Einarsson, skólastjóra Klettaskóla. Erik Solheim, forstjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sagði af sér í dag vegna mikillar óánægju innan Sameinuðu þjóðanna með ferðalög hans. Á alþjóðadegi barna brá Alex Lúðvík Kristinsson fimmtán ára liðsmaður Krakkafrétta sér í Laugarnesskóla og spjallaði við börn þar um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og réttindi barna. ----- Ásakanir um óheilbrigða vinnustaðamenningu urðu til þess að innri endurskoðun borgarinnar var fengin til að gera útttekt á Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögum. Uppsagnir tveggja starfsmanna sem styr hefur staðið um voru þar taldar réttmætar. Gyða Margrét Pétursdóttir er dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands, Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Gyðu Margréti um Orkuveitumálið og Metoo-hreyfinguna. Húsið sem hýsa átti Lækningaminjasafnið á Seltjarnarnesi liggur undir skemmdum. Átta ár eru síðan það var gert fokhelt en Seltjarnarnesbær hætti við að nota það fyrir lækningaminjar. Arkitektarnir sem hönnuðu það segja sárt að sjá húsið drabbast niður. Bergljót Baldursdóttir gekk um húsið með arkitektunum Ásdísi Helgu Ágústsdóttur og Sólveigu Berg. Ef árangur næst ekki í kjaraviðræðum VR og Starfsgreinasambandsins á næstu vikum er líklegt að deilunni verði vísað til sáttasemjara og byrjað að undirbúa aðgerðir. Arnar Páll Hauksson segir frá stöðunni. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Gunnlaug Birta Þorgr
11/20/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 19. nóvember 2018. Uppsagnir hjá ON réttmætar, Brexit, 3. o

Uppsagnir tveggja stjórnenda hjá Orku Náttúrunnar, bæði Áslaugar Thelmu Einarsdóttur og Bjarna Más Júlíussonar, voru réttmætar að mati innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Rætt við Helgu Jónsdóttur, starfandi framkvæmdastjóra Orkuveitunnar. Samvinnu hefur skort milli barnaverndar og heilbrigðiskerfisins, segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Gripið hefur verið til aðgerða svo að börn með fíknivanda þurfi ekki framar að gista í fangaklefa vegna úrræðaleysis. Jón Þór Kristjánsson rædd við Ásmund Einar. Fjölga á leikskólaplássum í Reykjavík um 700 til 750 á næstu fimm árum og byggja fimm nýja leikskóla, byggja við fimm skóla þar sem aðsókn er mikil, stækka skóla tímabundið með færanlegum stofum og opna ungbarnadeildir við 32 leikskóla. Stjórnarformanni bílaframleiðandans Nissan var vikið úr starfi í dag vegna gruns um alvarleg brot í starfi um langt skeið. Hann er sagður hafa nýtt fjármuni fyrirtækisins í eigin þágu og komið háum fjárhæðum undan skatti. Bjarni Pétur Jónsson segir frá. Skemmdarvargar gengu berserksgang í Kjarnaskógi um helgina, spændu upp grasflatir og brutu rúður á almenningssalernum. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógæktarfélags Eyfirðinga segir nauðsynlegt að auka eftirlit í skóginum. Ágúst Ólafsson ræddi við Ingólf. Matvælastofnun hefur kært sölu og markaðssetningu á heimaslátruðu lambakjöti á bændamarkaði Matís til lögreglu. Forstjóri Matís telur engin lög hafa verið brotin. Sunna Valgerðardóttir segir frá. ---- Á leiðtogafundi Evrópusambandsins á sunnudaginn verður rætt um úrgöngusamning ESB við Breta og hann að öllum líkindum samþykktur. Næsta viku skiptir sköpum um málið segir Theresa May forsætisráðherra Bretlands. Sigrún Davíðsdóttur hefur fylgst með þeim málum. Ákvörðun um að leggja fleiri sæstrengi verður áfram í höndum Norðmanna þó að þriðji orkupakkinn taki þar gildi. Stór hluti umhverfissamtaka í Noregi styður þriðja orkupakkann en verkalýðshreyfingin er á móti. Reynt var að skýra það á hlutlausan hátt á vefnum Faktisk.no. í 11 liðum. Arnar Páll Hauksson segir frá. Fyrsti raf- línuveiðibáturinn sem sérstaklega er hannaður fyrir rekstur er á teikniborðinu hjá íslenskri verkfræðistofu. Gert er ráð fyrir að hann verði kominn í notkun eftir þrjú ár. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Bjarna Hjartarson, verkefnisstjóra hjá verkfræðistofunni Navis. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir
11/19/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 15.nóvember

Borgarstjóri segir nauðsynlegt að fjölga valkostum á húsnæðismarkaði fyrir leigjendur og tekjulægstu hópana. Byggja þarf hátt í fjögur þúsund íbúðir í Reykjavík á næstu árum, samkvæmt nýrri skýrslu. Ákveðið hefur verið að ráðast í sértækar aðgerðir til að gera ungu og tekjulágu fólki kleift að kaupa sér íbúðahúsnæði. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Stórir framleiðendur eins og þeir sem eiga vörumerkin Dove og Neutral hafa hætt að nota plastagnir í snyrtivörur. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að fyrirtæki taki nú mjög hratt við sér, því neytendur vilji ekki kaupa vörurnar. Það má ekki fara með íslenskuna eins og brothætta kristalsskál en samt verður að gæta þess að þráðurinn sem tengir við sögu og menningu þjóðarinnar slitni ekki, segir handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar. Framvindan síðan það fréttist á þriðjudaginn að fyrir lægi samningur Breta við Evrópusambandið um úrgöngu Breta úr ESB hefur einkennst af uppþotum í stjórnarflokknum. Það er bæði óvíst hvort Theresa May forsætisráðherra heldur embættinu og tekst að koma samningnum í gegnum breska þingið. Heyrum fyrst May verja samninginn í gær. Sigrún Davíðsdóttir. Þeir sem vilja forðast snyrtivörur sem innihalda plastagnir lenda oft í vandræðum þegar þeir standa fyrir framan hillurnar í búðunum því ekki er augljóst hvaða vörur eru umhverfisvænar Til að bæta úr því fór Bergljót Baldursdóttir út í búð með Birgittu Stefánsdóttur, sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun. Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Viðurkenningar hafa verið veittar, ráðstefnur haldnar, rannsóknir kynntar og ágætustu menn og konur velt fyrir sér framtíð tungunnar. Spegillinn settist niður með Sigrúnu Birnu Björnsdóttur, formanni Félags móðurmálskennara, og Atla Snæ Ásmundssyni háskólanema og formanni Mímis, Félags stúdenta í íslenskum fræðum og almennum málvísindum, til þess að velta vöngum yfir tungumálinu.
11/16/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 15.11.2018

Spegillinn 15.11.2018 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Theresa May ætlar að verjast andstöðu við Brexit-samkomulag sitt með kjafti og klóm. Hún kynnti samninginn í breska þinginu í dag á meðan samflokksmenn hennar lögðu á ráðin um að koma henni frá völdum. Tvær flugvélar á leið til Akureyrar í gærkvöld þurftu að hringsóla yfir vellinum í dágóðan tíma, þar sem starfsmaður á kvöldvakt í flugturninum hefur aðeins takmarkað leyfi til að heimila lendingu. Krónan ætti að styrkjast á næsta ári, segir sérfræðingur hjá Arion banka. Lækkun krónunnar að undanförnu sé ekki í samræmi við stöðuna í efnahagslífinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekkert svigrúm til skattahækkana. Hann gefur lítið fyrir breytingartillögur Samfylkingarinnar við fjárlagafrumvarpið upp á 24 milljarða króna en fjármagna á þær með hækkun gjalda og skatta. Hækkanirnar bitna ekki á hinum almenna Íslendingi, segir þingmaður Samfylkingarinnar. Tyrkir krefjast alþjóðlegarar rannsóknar á morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi og segja brýnt að varpa ljósi á allar hliðar málsins. Ráðamenn í Sádi-Arabíu hafna slíkri rannsókn. Íslenskt fyrirtæki hefur verið tilnefnt til evrópsku geimferðarverðlaunanna fyrir þróun á sjálfvirkum drónum. Lengri umfjallanir: Sigrún Davíðsdótti fór yfir stöðu Theresu May og átökin í breska þinginu í dag frá London. Hún kom bein inn í þáttinn frá London þar sem hún var stödd fyrir utan þinghúsið Westminister höll við norðurbakka Thames árinnar. Þó að EES samningurinn kveði á um að öryrkjar sem flytja milli landa eigi ekki að tapa áunnum réttindum greiða Danir öryrkjum undir fertugu ekki örorkulífeyri. Anna Elísabet Sæmundsdóttir, sérfræðingur á Tryggingastofnun segir að miklar breytingar hafi orðið almannatryggingalögum í Evrópu á síðustu árum. Arnar Páll Hauksson tók saman. Íslendingar eru ennþá að gera upp hrunið tíu árum síðar. Það skildi marga eftir í sárum en fjölmargir græddu á því. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Þórólf Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um þá sem græddu á hruninu. Það voru til dæmis, vildarvinir bankanna, lukkuriddarar sem leituðu að gimsteinum í rústunum og þeir sem græddu á fasteignamarkaðinum.
11/15/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 14.11.2018

Spegillinn 14.11.2018. Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Fyrstu niðurstöður í umfangsmikilli rannsókn á áfallasögu kvenna sýna að fjórðungi kvenna hefur verið nauðgað eða tilraun verið gerð til að nauðga þeim. Arna Hauksdóttir, prófessor í Lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, segir að það sé hærra hlutfall en hún hafi séð áður bæði í innlendum og erlendum rannsóknum. Um 20 prósent kvennanna höfðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og helmingur þeirra orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Landvernd sendi í dag kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna lagasetningar sem heimilar sjávarútvegsráðherra að veita laxeldisfyrirtækjum bráðabirgðaleyfi. Landvernd telur lagasetninguna vera brot á EES-samningnum. Lögregla rannsakar tólf mál þar sem netþrjótar hafa stolið umtalsverðum fjármunum af íslenskum fyrirtækjum. Í einu málanna var áttatíu milljónum stolið. Slíkum málum hefur fjölgað. Málin eiga það sammerkt að brotist er inn í tölvukerfi fyrirtækja og jafnvel inn í tölvupóstsamskipti viðskiptafélaga. Netþrjótarnir látast starfa fyrir þekktan birgi en gefa til dæmis fyrirmæli um að greiða þurfi inn á annan reikning en vanalega. Staðan í stjórnarmyndunarviðræðum í Svíþjóð er erfið og fréttaskýrendur segja vandséð hvernig hægt verði að mynda ríkisstjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. Andreas Norlén, forseti þingsins, lét í morgun greiða atkvæði um hvort Ulf Kristersson, leiðtogi hægri flokksins Moderaterna, nyti stuðnings til að mynda stjórn. Eins og spáð hafði verið naut hann aðeins stuðnings eigin flokks, Kristdemókrata og Svíþjóðardemókrata. Hinir flokkarnir í Alliansen, bandalagi mið- og hægri flokka, greiddu atkvæði gegn Kristersson. Þingmenn stjórnarandstöðu sóttu hart að fjármálaráðherra á Alþingi um breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu sem fram fer á morgun. Því er haldið fram að öryrkjar hafi setið eftir en fjármálaráðherra er ekki sammála því og segir það rangt. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði viðbrögð stjórnvalda nú vera hefðbundin, að skera niður hjá öldruðum og öryrkjum. Fjármálaráðherra segir kaupmátt eldri borgara hafa vaxið umfram kaupmátt allra annarra í landinu. Manchester City hefur sýnt ótrúlega hugmyndaaugði til að komast fram hjá reglum evrópska knattspyrnusambandsins um fjárhagslega háttvísi. Útgjöld verða að tekjum, styrkir hækka og lækka að vild, dagsetningum samninga er breytt og peningarnir koma iðulega frá olíufurstanum í Abu Dhabi með einum eða öðrum hætti, þótt þeir komi stundum við í nokkrum vösum á leiðinni til að fela
11/14/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 13.11.2018

Spegillinn 13.11.2018 Umsjón: Pálmi Jónasson Samningamenn Evrópusambandsins og Bretlands hafa náð samkomulagi um drög að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Aðhaldsaðgerðir verða kynntar fyrir aðra umræðu fjárlaga á fimmtudag vegna kólnunar í hagkerfinu. Óskað hefur verið eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna ástandsins á Gaza. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að stríð sé að brjótast út. Biðtími og biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hér á landi hafa lengst umtalsvert frá því í fyrra. Landlæknir hefur þungar áhyggjur af stöðu mála. Orkuframleiðsla með vindorku, litlum vatnsorkuverum og varmadælum eru þeir þrír orkukostir sem standa framar öðrum við orkuöflun hér á landi á komandi árum, samkvæmt nýrri skýrslu atvinnuvegaráðuneytisins. Dæla þarf að minnsta kosti 120 tonnum af sandi í flutningaskipið Fjordvik til að rétta það af áður en það verður tekið inn til viðgerðar. Lengri umfjallanir: Það hefur legið fyrir að samningar Breta við ESB væru á lokasnúningi. Enginn samningur var þó lagður fyrir ríkisstjórnarfund í morgun en síðdegis var tilkynnt að stjórnin fengi fyrirliggjadi samningsdrög sem yrðu rædd á morgun. Simon Coveney utanríkisráðherra Íra sagði þó samningum enn ekki lokið. En hvort Theresa May forsætisráðherra mun koma samningi í gegnum þingið er önnur og erfiðari saga. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Velgengni Manchester City byggist á kerfisbundnu svindli þar sem peningum er dælt ólöglega inn í klúbbinn. Þeir hafa svindlað sér á toppinn. Þetta sýnir ótrúlegur fjöldi gagna og tölvupósta sem lekið hefur verið og birt í Der Spiegel að undanförnu. Þess er krafist að liðinu verði refsað. Geri Evrópska knattspyrnusambandið það ekki, verði leitað annarra leiða. Spænsk lið hóta málsókn og forráðamenn ensku liðanna halda fund á fimmtudag til að ræða aðgerðir. Pálmi Jónasson segir frá. Öryrkjar sem hafa búið í löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins fá mun hærra hlutfall örorkulífeyris á Íslandi en þeir sem hafa búið í öðrum EES löndum. Þeir sem fá skertar bætur á unga aldri vegna búsetu í útlöndum sitja uppi með skerðinguna ævilangt. Arnar Páll Hauksson tók saman.
11/13/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 22.11.2011

12.11.2018 Umsjónarmaður Spegilsins er Pálmi Jónasson. Skógareldar í Kaliforníu breiðast út á gríðarlegum hraða yfir svæði á við 80 íþróttavelli á hverri mínútu. Þessar aðstæður eru óviðráðanlegar, segir Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Veðurstofu Íslands. Vegna loftslagsbreytinga megi búast við að meira verði um skógarelda á þessu svæði á næstu áratugum Aðstoðarmönnum þingflokka á Alþingi verður fjölgað í sautján. Aukinn rekstrarkostnaður Alþingis nemur allt að 200 milljónum króna á ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur óskað eftir greinargerð frá bankaráði Seðlabanka Íslands vegna dóms Hæstaréttar í máli Seðlabankans gegn Samherja. Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Tryggingastofnunar um örorkulífeyri þeirra sem búið hafa í öðru EES-landi eigi sér ekki stoð í lögum. Breytingar gætu varðað hundruð öryrkja. Formaður Neytendasamtakanna fagnar hugmyndum um að þýskur netbanki hefji starfsemi hér á landi. Það auki líkur á því að kostnaður neytenda lækki. Lengri umfjallanir: Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Veðurstofu Íslands segir að skógareldarnir í Kaliforníu hafi brennt svæði á stærð við 80 íþróttavelli á hverri mínútu þegar verst lét og þeir séu óviðráðanlegir. Vegna loftslagsbreytinga megi gera ráð fyrir að tíðni skógarelda aukist um allt að helming á þessu svæði á næstu áratugum. Bergljót Baldursdóttir talaði við hann. Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Tryggingastofnunar um örorkulífeyri þeirra sem búið hafa í öðru EES-landi eigi ekki stoð í lögum. Breytingar gætu varðað hundruð öryrkja. Kona sem metin var með fulla örorku og hafði búið í Danmörku í fimm ár átti einingus rétt á rúmlega fjórðungi af fullum bótum. Hún leitaði til Umboðsmanns Alþingis. Arnar Páll Hauksson tók saman. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, lætur líklega aldrei undan kröfum Bandaríkjastjórnar um kjarnorkuafvopnun. Þetta er skoðun Mats Fogelmarks, sem var varnarmálafulltrúi í sænska sendiráðinu í Pyoungyang og í Kína um þriggja ára skeið. Hann ræddi samband Svía við Norður-Kóreu og Kína á fundi í Norræna húsinu, sem sænska sendiráðið og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stóðu fyrir. Bogi Ágústsson tók saman.
11/12/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 9. nóvember 2018

Bæði maðurinn og konan sem voru handtekin á vettvangi brunans á Selfossi, þar sem tvennt lést, tjáðu lögreglu á vettvangi að maðurinn hefði kveikt í húsinu. Í skýrslutöku upplýsti konan svo að hún hefði séð manninn leggja eld með kveikjara að gardínu aftan við sófa í stofunni. Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að nánast allir starfandi sérgreinalæknar á landinu hafi tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands að þeir ætli ekki að starfa samkvæmt rammasamningi þeirra og Sjúkratrygginga frá og með áramótum. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga telur ekki líklegt að búið verði að semja um áramótin. Samningurinn rennur þá út en ákvæði er í honum sem gerir kleift að framlengja hann um mánuð í senn. Þórarinn segir að það ákvæði hafi verið sett í samninginn til að tryggja áframhaldandi starfsemi á meðan verið er að semja og þegar einhverjar vikur vanti upp á að náist saman. Samherji ætlar að sækja bætur vegna aðgerða Seðlabankans gegn félaginu. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri krefst brottvikningar Seðlabankastjóra. Hæstiréttur felldi í gær úr gildi fimmtán milljóna króna stjórnsýslusekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Þar með lýkur sex og hálfs árs sögu sem hófst með húsleitum vorið 2012 vegna gruns um mun viðameiri brot. Ávinningur þjóðarbúsins af friðlýstum svæðum og nærsamfélögum þeirra var 33 milljarðar í fyrra samkvæmt fyrstu rannsókn sem gerð hefur verið hér á landsvísu á slíku. Rætt er við Sigurð Jóhannesson, forstöðumann Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og Kristinn Jónasson, bæjarstjóra Snæfellsbæjar Eftir lága vexti víða á Vesturlöndum hafa vextir aftur farið hækkandi, einnig á Íslandi. Um leið eru seðlabankar í naflaskoðun um hlutverk sitt og viðmiðanir. Seðlabankinn hækkaði í vikunni skammtímavexti um 0,25 prósentur, í 4,5 prósent. Þetta er gert á þeim grundvelli að þrátt fyrir vísbendingar um hægari vöxt á seinni hluta ársins spáir bankinn nú 4,4 prósenta hagvexti sem er heilu prósentustigi yfir spá bankans frá í ágúst. Sigrún Davíðsdóttir tók pistilinn saman Loftslagsfótspor ferðaþjónustunnar á eftir að stækka á næstu árum vegna aukinna ferða vesturlandabúa í leit að ævintýrum. Mikilvægt er að hér á landi verði dregið úr losun frá flugi og að bílaflotinn verði rafvæddur. Þetta er mat verkefnisstjóra umhverfis- og auðlindamála hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Rætt er við Önnu G. Sverrisdóttur, verkefnisstjóra Umhverfis- og auðlindamála hjá Samtökum ferðaþjónustunnar Umsjónarmaður Bergljót Baldursdóttir
11/9/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 8. nóvember 2018

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Seðlabankanum hefði ekki verið heimilt að leggja stjórnvaldssekt á Samherja. Samherjamenn segja að með dóminum ljúki endanlega 7 ára aðför bankans að fyrirtækinu. Utanríkisráðherra segir að allra leiða hafi verið leitað, í samráði við tyrknesk stjórnvöld, til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar sem hvarf í Sýrlandi. Sífellt fleiri börn stunda launaða vinnu. Þetta kemur fram í úttekt Hagstofunnar. Hátt í sjötíu prósent sautján ára barna eru á vinnumarkaði. Enn er sýking í stofni íslensku sumargotssíldarinnar. Mestöll síldin á nýhafinni vertíð hefur því farið í bræðslu. Formaður Landssambands eldri borgara segir það falda staðreynd að hópur aldraðra eigi í miklu basli fjárhagslega. Um 2500 ellilífeyrisþegar eru að sligast undan hárri húsaleigu og vegna búsetuskerðingar fær um 100 manna hópur aðeins 37 þúsund krónur frá Tryggingarstofnun. Í þeim hópi eru útlendingar fjölmennir. Arnar Páll Hauksson talar við Þórunni Sveinbjörnsdóttur. Ráðgert er að þúsundir íbúða af ýmsum stærðum og gerðum rísi í sveitarfélögunum umhverfis höfuðborgarsvæðið á næstu árum. Forsvarsmenn Árborgar, Voga, Akraness, Grindavíkur, Ölfuss og Reykjanesbæjar eru tilbúnir að skoða finnsku leiðina með félagsmálaráðherra. Svæðisskipulagsstjóri samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varar við mikilli uppbyggingu, markaðurinn geti snöggkólnað. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og talar við Hrafnkel Proppé.
11/8/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 7. nóvember 2018

Sérfræðingur í umhverfismálum segir að það stefni í að Íslendingar verði að greiða milljarða fyrir losunarheimildir vegna Parísarsamkomulagsins. Fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum segir þá staðreynd að Íslendingar hafi mengað mest allra í Evrópu árið 2016 hvatningu til að gera enn betur. Þingmaður Miðflokksins segir ákvörðun um vaxtahækkun vera arfavitlausa. Formaður Neytendasamtaka segir vaxtahækkun aldrei góða fyrir heimilin í landinu. 18 starfsmönnum Eimskips var sagt upp um mánaðamótin. Félagið sendi frá sér afkomuviðvörun í síðasta mánuði. Fatlað fólk getur núna ráðið því hvar það býr því nýjar laga- og reglugerðarbreytingar tryggja því rétt til að fá viðeigandi þjónustu þar sem það býr. Lagabreytingunni hefur verið lýst sem byltingu. Íslendingar menga mest allra þjóða Evrópu, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Sérfræðingur í umhverfismálum segir a að óbreyttu stefni í að losun aukist fram til ársins 2030. Ljóst sé að íslensk fyrirtæki og samfélagið verði að greiða milljarða fyrir losunarheimildir. Arnar Páll Hauksson talar við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins og Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóra Klappa. Það eru miklar hræringar í flugrekstri í Evrópu. Lággjaldaflugfélögin eiga í vandræðum, gömlu flugfélögin vita ekki alveg hvernig þau eiga að vera. Í þessu samhengi er áhugavert að skoða kaup gamalgróna Icelandair á nýgræðingnum Wow. Sigrún Davíðsdóttir.
11/7/201830 minutes
Episode Artwork

Þingkosningar í Bandaríkjunum og áskoranir á raforkumarkaði

Spegillinn 6. nóv Starfandi forstjóri Icelandair býst ekki við að samruni félagsins og WOW leið til hærri fargjalda. Forsvarsmenn WOW áttu frumkvæði að viðræðum félaganna um síðustu helgi. Kjörsókn er góð í bandarísku þingkosningunum og langar biðraðir hafa víða myndast við kjörstaði. Búist er við fyrstu tölum um miðnætti. Rekstur borgarsjóðs verður með tæpra fjögurra milljarða afgangi á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun. Leggja á fimm milljarða í Borgarlínu á næstu árum. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að meira fé þurfi til ef biðlistar fyrir sérstakt atvinnuúrræði fyrir fólk með skerta starfsgetu eigi að styttast. Forstjóri Landsvirkjunar segir að Ísland sé að missa af ákveðnum viðskiptatækifærum til fullnýta orkuna hér í ljósi þess að landið sé ekki tengt raforkumarkaði Evrópu. Rýmri heimildir til samstarfs og sameininga eru forsenda þess að hægt sé að hagræða í afurðastöðvakerfinu. Þetta segir formaður Landssamtaka sláturleyfishafa. Lengri umfjallanir: Kristján Sigurjónsson ræddi Sigrúnu Ólafsdóttur prófessor í félagsfræði við HÍ og Pétur Þ. Óskarsson framkvæmdastjóra Íslandsstofu um þingkosningarnar í Bandríkjunum. Þau bjuggu bæði í Bandaríkjunum um árabil. Arnar Páll Hauksson talaði við Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar og Eyrún Guðjónsdóttur sjálfstæðan ráðgjafa í Noregi á sviði endurnýjanlegrar orku um. Hörður segir að Ísland sé að missa af ákveðnum viðskiptatækifærum til að fullnýta orkuna hér í ljósi þess að landið sé ekki tengt raforkumarkaði Evrópu. Hann segir að það séu kostir og gallar við lagningu sæstrengs en skynsamlegt sé að skoða málið gaumgæfilega. Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarson
11/6/201830 minutes
Episode Artwork

Samruni Icelandair og WOW, Þingkosningar í USA, Lífeyrir öryrkja

Spegillinn 5. nóvember 2018 Forsætisráðherra segir að sameining Icelandair og WOW gæti orðið til góðs. Mikilvægt sé hins vegar að stjórnvöld hafi gott eftirlit með með flugmarkaðnum. Líklegt er að flugframboð minnki og fargjöld hækki eftir sameiningu að mati sérfræðings í ferðaþjónustu. Fylgiskannanir sýna að Demókratar nái meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þingkosningar eru í Bandaríkjunum á morgun. Í forgangi er að dæla olíu og öðrum mengandi efnum úr skipinu Fjordvik, sem er strandað í Helguvík, segir hafnarstjóri Reykjanesbæjar. Stjórn VÍS barst í dag bréf frá þremur hluthöfum, það er Lífeyrissjóði verslunarmanna og A- og B- deildum Lífeyrissjóðs Starfsmanna ríkisins, þar sem farið er fram á að stjórn félagsins boði til hluthafafundar þar sem stjórnarkjör er sett á dagskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist treysta Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra vel til þeirra verka sem séu á hans borði í fjármálaráðuneytinu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Katrínu á Alþingi í dag um traust til fjármálaráðherra í ljósi starfa hans í viðskiptalífi fyrir hrun. Veðurstofan og Vegagerðin vara við austan og norðaustan hvassviðri í nótt og fyrramálið. Lengri umfjallanir: Kristján Sigurjónsson ræddi við Kristján Sigurjónsson ritstjóra turista.is um kaup Icelandair á WOW. Bjarni Pétur Jónsson fréttamaður fjallaði um tilvonandi þingkosningar í Bandaríkjunum. Arnar Páll Hauksson talaði við Þuríði Hörpu Sigurðardóttur formann Öryrkjabandalagsins um lífeyri öryrkja. Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Kolbeinn Soffíusson
11/5/201830 minutes
Episode Artwork

Hagkvæmt húsnæði. Skattsvik. Peningaþvætti.

Spegillinn 2. nóvember 2018 Fréttir: Bæði manninum og konunni, sem voru í gærkvöld úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans á Selfossi, var gert að sæta einangrun. Enn á eftir að semja um réttindi borgara sem hyggja á búsetu í Bretlandi eftir Brexit. Utanríkisráðherra segir að skilaboð breskra stjórnvalda gefi góð fyrirheit. Meirihluti fulltrúa Kristilega þjóðarflokksins í Noregi greiddi atkvæði með því, á aukalandsfundi flokksins, að ganga til liðs við stjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre, í stað þess að mynda nýja stjórn með flokkum til vinstri. Ríkisstjórn Noregs heldur því velli. Lengri umfjallanir: Á næstu árum eiga að rísa 500 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk á níu lóðum í Reykjavík. Sumar hugmyndir gera ráð fyrir að deilibílafloti verði hluti af sameign húsanna. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Óla Örn Eiríkisson, formann starfshóps borgarinnar um verkefnið. Gustl Mollath lenti í harðvítugri deilu við konu sína um aldamótin og sakaði hana og bankann hennar um meiriháttar samsæri og risavaxin skattsvik. Kerfið brást harkalega við, hann var metinn ósakhæfur, geðsjúkur samsæriskenningasmiður og var lokaður inni á geðdeild í sjö ár. Þýskir fjölmiðlar fóru seint og um síðir að skoða málið og í ljós kom að ekki stóð steinn yfir steini í dómsmeðferðinni. Nú virðist flest sem hann benti á hafa verið rétt og tengist risaskattsvikamáli sem flett var ofan af um daginn. Pálmi Jónasson segir frá. Fyrst Danske Bank, nú Nordea - báðir þessir norrænu bankar eru í rannsókn bæði heima og heiman vegna peningaþvættis og sagan líklega enn langt í frá öll. Sigrún Davíðsdóttir fjallar um þetta. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
11/2/201830 minutes
Episode Artwork

Bruni á Selfossi. Plasttillögur. Rafbílar

Fréttir: Lögregla hefur rökstuddan grun um að eldsupptök í einbýlishúsinu við Kirkjuveg á Selfossi í gær, þar sem tvennt fórst, séu af mannavöldum. Farið hefur verið fram á viku gæsluvarðhald yfir karli og konu á miðjum aldri. Forseti Alþýðusambandsins, segir að það sé gríðarlega alvarlegt mál þegar fólk sé rekið úr stéttarfélagi. Sérstaklega þegar það blandist inn í kosningu á forystusveit. Starfshópur skipaður af umhverfisráðherra leggur til að notkun einnota burðarpoka úr plasti verði hætt, einnota plastáhöld bönnuð og endurvinnsla aukin. Gerð samnings um að Vegagerðin sinni Húsavíkurhöfðagöngum er á lokastigi, segir samgönguráðherra. Hann beitti sér fyrir því að ljósin í göngunum yrðu kveikt að nýju í dag. Saksóknarinn sem hefur síðustu ár sótt til saka marga af þekktustu stjórnmálamönnum Brasilíu samþykkti í dag boð um að verða dómsmálaráðherra í næstu ríkisstjórn landsins. Lengri umfjallanir: Hvað hindrar slökkviliðsmenn helst í að komast inn í brennandi hús? Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Starfshópur hefur lagt fram fjölbreyttar tillögur til að minnka plastmengun. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við formann hópsins, Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur, lögfræðing. Þó að rafbílum muni fjölga nokkuð ört á næstu árum mun það ekki nægja til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Arnar Páll Hauksson fjallar um nýja skýrslu um rafbílavæðingu.
11/1/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 31. október 2018

Skömmu fyrir fjögur í dag var tilkynnt um eld í einbýlishúsi á Selfossi. Slökkvistarf stendur enn yfir en mikill eldur var í húsinu og ekki unnt fyrir slökkvilið að komast inn vegna gríðarlegs hita. Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á eldsupptökum. Grunur er um að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp. Þeirra er nú leitað. Sérfræðingar tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðir til aðstoðar við rannsókn málsins. Utanríkisráðherrar Norðurlandanna fordæma írönsk stjórnvöld vegna tilræðis við landflótta Írana sem búa á Norðurlöndunum. Formaður Þroskahjálpar segir dæmi um að laun þroskahamlaðs fólks séu 1500 krónur á mánuði. Algengt sé að greiddar séu 10 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir starf á vinnu- og verkþjálfunarstöðum. Húsavíkurhöfðagöng eru hluti af vegakerfinu en ekki einkavegur fyrir PCC. Þetta kom fram í svari stjórnvalda við fyrirspurn eftirlitsstofnunar EFTA árið 2016. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að skynsamlegt væri að semja um einhvers konar kyrrstöðusamninga nú þegar hagsveiflan hefur náð hámarki. Bæði fjármálaráðherra og framkvæmdastjóri SA segja að reynslan sýni að krónutöluhækkanir breytist í prósentuhækkanir og leiti upp allan launastigann. Forseti ASÍ segir að þær gangi ekki eftir þegar efsta fitulagið í samfélaginu reikni sér alltaf bónus ofan á þær krónutöluhækkanir sem lægstu laun eru að hækka um. Arnar Páll Hauksson. Klukkunni var seinkað um klukkustund í Evrópu, síðastliðinn sunnudag, og kannski í síðasta skipti. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt fram tillögu um að á næsta ári verði flýting og seinkun klukkunnar aflögð. Ekki er einhugur um tillöguna meðal aðildarríkjanna. Guðmundur Björn Þorbjörnsson. Ný bók um alþjóðlegu fjármálahremmingarnar 2008 eftir sagnfræðinginn Adam Tooze sýnir glögglega samhengið í fyrirgreiðslum bandaríska seðlabankann: Bandaríkin aðstoðuðu banka og lönd sem vörðuðu bandaríska hagsmuni enda gætu önnur lönd leitað til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Sigrún Davíðsdóttir
10/31/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 30. október 2018

Samkomulag er milli Íslands og Bretlands að íslenskir ríkisborgarar sem búa í Bretlandi og breskir ríkisborgarar sem búa á Íslandi haldi öllum sínum réttindum eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta var handsalað á fundi Katrínar Jakobsdóttur með Theresu May forsætisráðherra Bretlands í Ósló í dag. Tugþúsundir fjölskyldna eru fastar á leigumarkaði,- aðeins átta prósent af þeim sem leigja, vilja leigja. Húsnæðismálaráðherra telur að hægt sé að bæta stöðuna á húsnæðismarkaði með því að fylgja fordæmi Finna. Landlæknir er fylgjandi því að gefa konum kost á að rjúfa meðgöngu fram í 22. viku í stað 16. eins og nú er. Hjúkrunarfræðingur hefur viðurkennt að hafa myrt 100 sjúklinga sem voru í hans umsjá á tveimur sjúkrahúsum í Þýskalandi. Persónuvernd telur að Barnaverndarstofa hafi brotið lög þegar stofnunin afhenti RÚV og Stundinni gögn um samskipti við velferðarráðuneytið. Leigjendur hafa það að jafnaði verra en þeir sem eiga húsnæði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins um stöðu og þróun húsnæðismála. Húsnæðismálaráðherra telur brýnast að uppræta íbúðaskort með því að byggja húsnæði í stórum stíl. Hann horfir til Finnlands og vill að stjórnvöld og sveitarfélögin stígi fastar inn í húsnæðismarkaðinn. Formaður félags leigjenda vill leiguþak. Arnhildur Hálfdánardótir. Miklar líkur eru á að ný ríkisstjórn verði mynduð í Noregi og að Erna Solberg forsætisráðherra verði að taka fjórða flokkinn inn í stjórn sína. Kristilegi þjóðarflokkurinn vill ráðherrastóla í stað þess að verja stjórnina bara falli. Að öðrum kosti verði mynduð ríkisstjórn til vinstri með Verkamannaflokknum. Gísli Kristjánsson. Eins og heyra mátti í breska þinginu í gær þegar Philip Hammond fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvarpið markast átökin í breskum stjórnmálum enn af átökum um niðurskurð og velferðarkerfið. En stóri óvissuþátturinn, sem fjármálaráðherrann nefndi þó varla, er Brexit. Sigrún Davíðsdóttir.
10/30/201830 minutes
Episode Artwork

Reykjanesbraut og Samgönguáætlun, Orkusjóður, Thomas Möller Olsen fyri

Til greina kemur að flýta framkvæmdum á Reykjanesbraut, þar sem banaslys varð í gær, með því að taka þær út úr samgönguáætlun og fjármagna með öðrum hætti. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, Jóhann Bjarni Kolbeinsson fréttamaður ræddi við hann. Thomas Möller Olsen, sem var dæmdur fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, hélt í Landsrétti við fyrri framburð um að skipsfélagi hans hefði orðið henni að bana. Alma Ómarsdóttir fréttamaður hefur fylgst með meðferð málsins í Landsrétti. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra telur öllu skipta að umræða um hinn svokallaða þriðja orkupakka verði upplýst. Hún ræddi í dag við kollega sinn Ernu Solberg um orkupakkann sem hefur þegar farið í gegnum norska þingið, sem og viðbrögð við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Birta Björnsdóttir ræddi við Katrínu. Tveir menn sem handteknir voru í Landsbankanum í Borgartúni í dag eru eru grunaðir um peningafölsun. Vaðlaheiðargöng verða ekki opnuð fyrsta desember eins og stefnt hefur verið að. Þess er þó vænst að hægt verði að hleypa umferð í göngin fyrir áramót. Ágúst Ólafsson ræðir við Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf. --- Það þarf að leita fleiri leiða til að fjármagna samgöngubætur í landunu og þeirra er mikil þörf. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Bergþór Ólason, formann Umhverfis- og samgöngunefndar og Jón Gunnarsson varaformannhennar. Það styttist í stofnun þjóðarsjóðs. Arnar Páll Hauksson segir frá fyrirhuguðum þjóðarsjóði sem gæti orðið 250 til 300 milljarðar innan 20 ára. Í hann rynnu þá arðgreiðslur orkufyrirtækja. Í tímabundnu bráðabirgðaákvæði er gert ráð fyrir að hluti arðgreiðslnanna renni til uppbyggingar hjúkrunarrýma og eflingar nýsköpunar í atvinnulífinu Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Grétar Ævarsson Stjórn útsendingar í fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir
10/29/201830 minutes
Episode Artwork

ASÍ. Lögbann. Græn Osló.

Fréttir: Mál þar sem tekist er á um hæfi fjögurra dómara við Landsrétt fær flýtimeðferð hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið einn mann í tengslum við rannsókn á fjölda bréfasprengja sem sendar hafa verið pólitískum andstæðingum Bandaríkjaforseta síðustu daga. Umboðsmaður Alþingis telur sveitarstjórnir hafa rétt til að ráða sér framkvæmdastjóra á pólitískum forsendum. Heimilt geti verið að líta til sjónarmiða sem almennt teljist ekki málefnaleg. Konur í félagslega erfiðri stöðu sem óska eftir þungunarrofi milli sextándu og tuttugustu og annarrar viku meðgöngu hafa til þessa þurft að leita til útlanda eftir þjónustunni. Þetta mun breytast verði nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra að lögum. Lengri umfjallanir: Ný forysta hefur tekið við stjórn Alþýðusambandsins og kona gegnir í fyrsta sinn embætti forseta ASÍ. Fyrsti varaforseti segir að fyrir ári síðan hefði verið óhugsandi að hann yrði kjörinn í embættið. Arnar Páll Hauksson segir frá. Ákvörðun dómara um fréttabann meðan á skýrslutökum stendur í réttarhöldunum yfir Thomas Möller Olsen felur í sér meðalhóf, segir Sigríður Árnadóttir, fyrrverandi fréttastjóri og núverandi aðstoðarsaksóknari. Fjölmiðlar fái að afla sér frétta en birting sé aðeins tafin fram yfir þann tíma sem hún gæti skaðað málið. Brynjólfur Þór Guðmundsson. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur útnefnt Ósló Umhverfisvæna borg Evrópu 2019. Á sama tíma og Ósló verður græn, er Noregur olíuútflutningsríki. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir segir frá.
10/26/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 25. október 2018

Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni héraðsdómara rúmar 5 milljónir í skaða- og miskabætur vegna þess að gengið var fram hjá honum við skipan dómara í Landsrétt. Minni von er til þess að ungt fólk sem fer í geðrof vegna kannabisreykinga nái sér aftur, en þeir sem fara í geðrof af öðrum ástæðum. Þeim hefur fjölgað verulega sem koma á geðdeild í geðrofi vegna kannabisreykinga. Sendiráð Norðurlandanna í Bandaríkjunum hafa síðustu daga svarað fullyrðingum starfsmanna Hvíta Hússins sem segja að tilraunir með sósíalisma hafi skaðað Norðurlönd. Hvíta húsið birti þessar fullyrðingar á heimasíðu sinni í fyrradag. Öryrkjabandalagið vill taka upp samvinnu og virkt samráð við Alþýðusambandið í komandi kjarabaráttu. Áskorun um þetta var send inn á þing ASÍ í dag. Umhverfisráðherra hefur ákveðið að fjölga rjúpnaveiðidögum úr 12 í 15. Heimsfaraldur sambærilegur spænsku veikinni gæti orðið á fjórða þúsund manns að bana á höfuðborgarsvæðinu. Yfirlæknar á Landspítalanum telja spítalann hafa minni burði til að bregðast við heimsfaraldri nú en árið 2009. Þá sprengdi tiltölulega vægur faraldur svínaflensu gjörgæsluna. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og ræðir við Þórólf Guðnason, Magnús Gottfreðsson og Ólaf Guðlaugsson. Um fátt hefur meira verið fjallað á síðustu vikum en morðið á blaðamanninum Jamal Khasoggi. Það hefur nánast komið af stað milliríkjadeilu á milli Tyrklands og Sádi-Arabíu. Málið snýst þó um miklu meira en örlög eins blaðamanns, hræðileg örlög hans hafa í raun snúist upp í valdabaráttu tveggja manna sem báðir vilja láta líta á sig sem leiðtoga múslima í heiminum. Jóhann Hlíðar harðarson segir frá. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Jón Karl Helgason
10/25/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 24 október 2018

Þúsundir kvenna lögðu niður vinnu í dag og tóku þátt í baráttufundum á Arnarhóli og víða um land. Fyrrverandi forsætisráðherra segir að orðið hafi bakslag í jafnréttisbaráttunni á Íslandi Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur frá því í sumar stöðvað starfsemi þriggja gististaða á höfuðborgarsvæðinu og óskað eftir lögreglurannsókn á nokkrum öðrum. Tuttugu karlar hafa verið sakfelldir og dæmdir til samtals 220 ára fangelsisvistar í Bretlandi fyrir að hafa árum saman níðst á og nauðgað 15 ungum stúlkum. 35 vindmylla vindorkugarður verður í kvöld kynntur fyrir íbúum í námunda við Gilsfjörð. Að vindorkugarðinum stendur fyrirtækið EM orka sem hefur nú þegar hafið vindmælingar og umhverfismat. Sænsk rannsókn sýnir að kuldi og þungbúið veðurfar getur aukið líkur á hjartaáfalli. Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands, telur mikilvægt í kjarabaráttunni að stefna ávallt upp á við. Það eigi frekar að gera með hægum skrefum til að forðast bakslag. 43. þing Aldýðusambands Íslands hófst í dag og stendur í þrjá daga. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður. Mark Eldred
10/24/201830 minutes
Episode Artwork

Brexit. Orkupakki. Metan úr mykju.

Fréttir: Ef komið yrði til móts við kröfur um að lægstu laun yrðu skattfrjáls, þyrfti að stórhækka skatta á aðra tekjuhópa, segir fjármálaráðherra. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims krefja Sáda um svör um afdrif blaðamannsins Jamals Kasoggis. Lögreglan á Norðurlandi eystra gerði húsleit á heimili manns sem hefur setið í gæsluvarðhaldi og einangrun síðan í gær vegna andláts konu á Akureyri á sunnudag. Seðlabankinn keypti krónur á gjaldeyrismarkaði um miðjan dag eftir að gengi krónunnar lækkaði mikið fram eftir degi. Upphæð viðskiptanna er sögð nema rúmum milljarði króna. Lengri umfjallanir: Norskur lagaprófessor segir að íslensk stjórnvöld geti ekki staðið í vegi fyrir því að raforkustrengur verði lagður milli Íslands og meginlands Evrópu, verði þriðji orkupakkinn samþykktur. Lögmaður sem vann greinargerð um þriðja orkupakkann segir að fullyrðingarnar standist ekki. Arnar Páll Hauksson. Tíminn er að renna út og spennan að magnast. Þannig eru Brexit-aðstæður í Bretlandi. Sigrún Davíðsdóttir fer yfir stöðu mála í Bretlandi. Umhverfisverkfræðingur segir, að ef eigi að minnka losun frá landbúnaði til þess að tillaga stjórnvalda um minnkun losunar frá landbúnaði geti orðið að veruleika, þurfi að hætta að flytja inn tilbúinn áburð og byrja að vinna metan úr mykju í stórum stíl. Arnhildur Hálfdánardóttir.
10/23/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 22.10.2018

Spegillinn 22.10.2018 Umsjón: Pálmi Jónasson Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að ung kona fannst látin á heimili sínu á Akureyri í gær. Ekki hefur verið hægt að yfirheyra manninn vegna annarlegs ástands hans. Stjórnvöld í Þýskalandi ætla að frysta öll vopnaviðskipti við stjórnvöld í Sádi-Arabíu þar til morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi verði rannsakað til fulls. Forsætisráðherra Bretlands segir að sannleikurinn um morðið verði að koma í ljós. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti í dag ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að stöðva gjaldtöku Isavia fyrir rútustæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Nær fjórði hver Íslendingur ber lítið eða ekkert traust til þjóðkirkjunnar. Ánægja með störf biskups hefur aldrei mælst minni. Lengri umfjallanir: Krónprinsinn í Sádi-Arabíu er nánast einráður í skjóli föður síns. Hann hefur komið á ýmsum umbótum en stýrir landinu af fádæma hörku. Fullvíst er talið að hann hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi sem var bútaður í sundur með beinasög. Pálmi Jónasson segir frá. Græningjar og aðrir minni flokkar unnu stórsigur í sveitarstjórnarkosningum í Belgíu. Hægriflokkar og popúlistar hafa verið á hraðri uppleið síðustu misserin í Evrópu og vekja því úrslitin nokkura athylgi á meginlandinu. Stjórnmálaskýrendur segja úrslitin geta verið forsmekkinn því sem koma skal í þingkosningum á næsta ári, og í kosningum til Evrópuþings. Guðmundur Björn Þorbjörnsson í Brussel segir frá. Margar glæsieignir í Bretlandi eru í eigu aflandsfélaga sem fleyta þannig illa fengnu fé um Bretland. Ný heimild breskra yfirvalda til að gera illa fengnar eignir upptækar er engin allsherjar lausn en liður í viðleitni til að stemma stigu við þessu flæði. Heimildin á sér óbeina hliðstæðu í íslenskum lögum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
10/22/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 19.október

Seðlabankastjóri segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af þróun gengis krónunnar að undanförnu heldur því, hvernig okkur tekst að fóta okkur í nýju jafnvægi í þjóðarbúinu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að stjórnvöld í Sádí Arabíu verði að sæta ábyrgð, komi í ljós að þau hafi staðið fyrir morðinu á sádí arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni sem beitti fimm ára dóttur sína kynferðis- ofbeldi Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í dag kjörin nýr formaður BSRB. Tvö voru í famboði og hlaut hún nær öll atkvæðin. Ríkisfáni Íslands var dreginn að húni á bandarísku herskipi sem liggur í höfn í Reykjavík. Það er bannað samkvæmt fánalögum. Árum saman hafa fjárfestar með aðstoð banka og lögmanna mergsogið ríkissjóði Evrópulanda og svikið út andvirði þúsunda milljarða króna í endurgreiðslur í að minnsta kosti tíu löndum, mest í Þýskalandi, Belgíu og Frakklandi. Rúmlega helmingur þess hefur verið svikinn út í Þýskalandi samkvæmt fréttum sem birst hafa og eru afrakstur samstarfs rannsókna blaða- og fréttamanna á sautján evrópskum miðlum, samhæfing rannsóknarinnar var í höndum þýska miðilsins Correctiv. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá. Hundrað ár eru liðin frá því spænska veikin barst til Reykjavíkur með farþegaskipunum Botnía og Willemoes. Þremur vikum síðar var veikin í algleymingi í borginni. Spænska veikin er talin mannskæðasta farsótt sem nokkurn tíman hefur geisað, á hálfu ári dró faraldurinn á bilinu 50 til 100 milljónir manna til dauða. Þrátt nafngiftina rekur hún ekki uppruna sinn til Spánar. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Ragnar Gunnarsson
10/19/201830 minutes
Episode Artwork

Tyskejentene. Vetnisbílar. Tchenguiz.

Fréttir: Fall krónunnar veldur þrýstingi á hækkandi verðbólgu. Þetta segir lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Forsætisráðherra segir að engar töfralausnir sé að finna þegar talað sé um gjaldmiðil þjóðar. Auka þarf sjálfvirkni og fækka störfum til að bregðast við bágri afkomu ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni, segir ferðamálastjóri. Mun lakari afkoma er hjá hótelum á Norðurlandi en á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvæg sýni við rannsókn á hvarfi sádiarabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi fundust í gær við húsleit í tveimur byggingum sem tengjast ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi. Göngudeild SÁÁ á Akureyri verður líklega ekki lokað um áramót, segir formaður SÁÁ. Bæjarstjórn er tilbúin að styðja við starfsemina með öflugri hætti en áður. Lengri umfjallanir: Forsætisráðherra Noregs, hefur beðist afsökunar á illri meðferð sem norskar konur, sem áttu í sambandi við Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni, máttu þola. Framkoma yfirvalda hafi ekki verið samboðin réttarríki. Bogi Ágústsson fjallar um málið. Langri rimmu stærsta lántaka Kaupþings, Roberts Tchenguiz (tjengviss) við þrotabú bankans lauk í gær. Sigrún Davíðsdóttir var viðstödd réttarhöldin í gær. Fjöldaframleiðsla er hafin á vetnisbílum. Fimmtán bílar voru fluttir hingað til lands í vor. BL ætlar að hefja almenna sölu á vetnisbíl frá Hyundai sem verður kynntur á næstunni. Nú eru reknar tvær vetnisstöðvar og von er á þeirri þriðju. Framkvæmdastjóri Íslenskrar Nýorku segir mikilvægt að styrkja innviði og fjölga vetnisstöðvum.Arnar Páll Hauksson talaði við Jón Björn Skúlason. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir Tæknimaður: Grétar Þór Ævarsson
10/18/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 17. október

Þó Wow að hafi ákveðið að fella niður flug til þriggja borga í miðríkjum Bandaríkjanna segir forstjóri félagsins að leiðarkerfi þess verði stækkað um 15% á næsta ári. Vinnuveitandi á Norðurlandi reyndi nýverið að svíkja erlendan starfsmann um rúmar tvær milljónir króna. Formaður Einingar-Iðju segir að málum sem þessum hafi fjölgað mikið. Bretar gætu þurft vegabréfsáritun til að ferðast til Frakklands ef ekki nást samningar á milli Bretlands og ESB um Brexit. Það er hægt að knýja allan fiskiskiptaflotann hér á landi með innlendri repjuolíu. Þetta segir fagstjóri hjá Samgöngustofu. Nóg sé til af landi undir slíka ræktun. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að íbúðaverð muni hækka um 8,2 prósent á þessu ári Flest pör í heiminum eignast annað hvort fleiri eða færri börn en þau kæra sig um. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Grétar Ævarsson
10/17/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 16. október

Kjaraviðræður hófust formlega í morgun vegna samninga sem losna um áramótin. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnlífsins segir erfitt að bregðast við kröfugerðum VR og SGS því þeim fylgi ekki kostnaðarmat. Hæstaréttarlögmaður telur að Landsréttardómari sé vanhæfur í öllum málum sem lögmaðurinn fer með fyrir réttinn. Vegagerðin telur kostnað við tillögu norsku verkfræðistofunnar Multiconsult að leiðarvali um Gufudalssveit vera fjórum milljörðum meiri en stofan áætlaði. Þetta kemur fram í frummatsskýrslu Vegagerðarinnar á tillögu Multiconsult. Fyrsta val Vegagerðarinnar fyrir Vestfjarðaveg 60 er enn leið Þ-H um Teigsskóg. Kostnaður við skiptingu velferðarráðuneytis í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti nemur sjötíu milljónum króna. 24 þingmenn hafa lagt fram frumvarp um bann við stafrænu kynferðisofbeldi. Brot varði sektum eða allt á 6 ára fangelsi. Dagbækur Ólafs Ragnars Grímssonar, sem í eru frásagnir af trúnaðarsamtölum við ýmsa ráðamenn, eru á meðal gagna sem hann hefur afhent Þjóðskjalasafninu. Margt gagna forsetans fyrrverandi verða gerð aðgengileg fljótt, en í áföngum þó. Langur tími og gott utanumhald eru þau vopn sem helst bíta á sjúkdóm þeirra sem hafa verið lengi í harðri neyslu. Þetta er mat forstöðumanns Vinjar. Þar geta karlmenn sem eru að vinna sig út úr neyslu dvalið í allt að því tvö ár. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Mark Eldred
10/16/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 15. október: Frelsi til tjáningar. Frysting eggja.

Dómsmálaráðherra segist bera fullt traust til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Hæstiréttur dæmdi íslenska ríkið í síðustu viku til að greiða miskabætur í málum tveggja starfsmanna embættisins. Aðstæður geðsjúkra fanga hér á landi eru líklega ekki í samræmi við mannréttindareglur. Þetta er mat umboðsmanns Alþingis. Hann vill fá svör frá heilbrigðisráðuneytinu fyrir mánaðamót, um hvað eigi að gera. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri segir það mjög alvarlegt að í samgönguáætlun sé ekki gert ráð fyrir neinni uppbyggingu á Akureyrarflugvelli. Minjastofnun leggur til að Víkurkirkjugarður í Reykjavík verði friðlýstur. Það þýddi að ekki megi ráðast í neinar framkvæmdir þar, nema með leyfi Minjastofnunar. Víkingaskip fannst á dögunum sunnan við Ósló í Noregi og þarlendir fornleifafræðingar segja fundinn með merkustu fornleifafundum Noregs. Lengri umfjallanir: Nefnd forsætisráðherra um umbætur á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis vill afnema refsingar vegna ærumeiðinga og þrengja skilgreiningu á hatursorðræðu. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Eirík Jónsson, lagaprófessor og formann nefndarinnar og Birgittu Jónsdóttur, nefndarmann og stjórnarformann IMMI, alþjóðlegrar stofnunar um upplýsinga- og tjáningarfrelsi Frysting eggja er talin auka frelsi fólks til að stjórna tímasetningu barneigna en það að geyma egg er ekki trygging fyrir því að úr verði barn. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Þóri Harðarson, klínískan fósturfræðing hjá Livio. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir
10/15/201830 minutes
Episode Artwork

Innflytjendur sviptir veikindarétti. Hvarf Khashoggi. Rjúpa í sveiflu.

Fréttir: Starfsgreinasambandið vill að lágmarkslaun verði hækkuð í 425 þúsund krónur. Forsætisráðherra segir að bent hafi verið á að ekki sé mikið svigrúm til launahækkanna Hundrað ár eru í dag frá því að Katla gaus síðast. Kötlugos gæti leitt til þess að hringvegurinn væri rofinn mánuðum saman. Stuðningur við ríkisstjórnina fer vaxandi samkvæmt nýrri könnun MMR. Tæplega átta þúsund skrifuðu undir áskorun um bætt kjör aldraðra og öryrkja, sem var afhent forseta Alþingis í dag. Lengri umfjallanir: Dæmi eru um að vinnuveitendur meini starfsfólki að nýta rétt sinn til veikindaleyfis og komi með því í læknisviðtöl að því er virðist í annarlegum tilgangi. Þetta segir heimilislæknir. Félag íslenskra heimilislækna hefur skorað á stjórnvöld að bregðast við brotum á vinnumarkaði. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Margréti Ólafíu Tómasdóttir, stjórnarmann í félaginu og doktor í heimilislækningum. Tyrkir saka Sádi Araba um að hafa drepið blaðamanninn og andófsmanninn Jamal Khashoggi í sendiráði Sádi Araba í Tyrklandi. Segjast hafa upptökur því til sönnunar. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að þetta sé hið versta mál og þeir ætli sér að komast til botns í því. Það verði hins vegar ekki til að eyðileggja gott samband þjóðanna og enn síður komi það niður á arðsömum vopnaviðskiptum þjóðanna. Pálmi Jónasson. Rigning og ótíð á Vestur- og Suðurlandi í sumar virðist hafa farið illa með rjúpnaunga. Viðkoma rjúpunnar í þessum landshlutum var með allra lélegasta móti. Stofninn er þó í uppsveiflu og veiðiþol hans í haust talið vera 67 þúsund fuglar. Arnar Páll Hauksson ræðir við Ólaf Níelsen, fuglafræðing. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir Tæknimaður: Grétar Ævarsson
10/12/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 11. október

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sér ekki ástæðu til að íhuga stöðu sína eftir að Hæstiréttur dæmdi í dag embætti hennar til að greiða tveimur starfsmönnum bætur. VR krefst þess eins og Starfsgreinasambandið að lágmarkslaun verði hækkuð í 425 þúsund krónur á þriggja ára samningstíma. Félagið vill að lágmarkslaunin hækki árlega um röskar 40 þúsund krónur á samningstímanum. Hlutabréfavísitölur um allan heim hafa lækkað í dag og búist er við að hlutabréfaverð eigi eftir að falla áfram á næstu vikum. Bæjarstjórn Seltjarnarness vill að stjórn Sambands sveitarfélaga fari í sameiginlegt átak gegn slæmri meðferð á erlendum starfsmönnum og auki eftirlit með framkvæmdum á vegum sveitarfélaganna. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem BHM höfðaði gegn ríkinu vegna ákvörðunar ríkisins um að skerða laun ljósmæðra sem stóðu vaktir á Landspítalanum í verkfalli. Þegar kemur að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði eru margar hindranir. Forsvarsmenn bænda sjá ekki fyrir sér stórkostlega uppstokkun í greininni en hafa sett loftslagsgleraugun á nefið. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon
10/11/201830 minutes
Episode Artwork

Kröfugerð SGS, leyfissvipting fiskeldisfyrirtækja og átök Íslam og ves

Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425.000 krónur í lok samningstíma komandi kjarasamninga. Sambandið krefst þess líka að lægstu laun verði skattfrjáls með tvöföldun persónuafsláttar, hann lækki svo með hækkandi tekjum. Arnar Páll Hauksson ræðir við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar. Aðrir kostir en fiskeldi í sjókvíum er ekki raunhæfir nú, segir prófessor í fiskeldi sem telur að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi gengið of langt þegar hún felldi úr gildi leyfi fyrirtækja sem stunda eldi í Patreks- og Tálknafirði. Jón Þór Kristjánsson ræðir við Helga Thorarensen. Skipulagsstofnun metur það svo að laxeldisfyrirtæki sem misstu leyfi við ógildingu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála geti skilað inn greinargerð þar sem bætt er úr annmörkum til að sækja um ný leyfi. Halla Ólafsdóttir talaði við Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur. Heimsbyggðin eyðir jafnmiklu til hernaðar og þarf til að bregðast við í loftslagsmálum, segir Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, peningarnir séu til. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður hefur sent rektor Háskólans í Reykjavík bréf fyrir hönd Kristins Sigurjónssonar lektors í efnafræði, þar sem skólanum er gefinn kostur á að hætta við að víkja Kristni frá störfum. Bakarí á Norður-Írlandi mátti neita að baka köku með slagorði til stuðnings samkynja hjónaböndum. Þetta er niðurstaða hæstaréttar Bretlands í dag. Bjarni Pétur Jónsson sagði frá. --- Starfsgreinasambandið gerir kröfu um að lágmarkslaun hækki eða verði í lok samningstímans komin í 425 þúund krónur á mánuði. Þau eru nú 300 þúsund krónur með launatryggingu en lægsti taxti er rösklega 260 þúsund krónur. Til að koma í veg fyrir að launahækkanir gangi upp alla launastiga er gert ráð fyrir að ákvæði verði um það að ef einhverjir aðir semji um meiri hækkanir fái launamenn innan raða Starfsgreinasambandisn einnig þá hækkun. Arnar Páll Hauksson ræddi við Björn Snæbjörnsson formann SGS og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Í bókinni Conspiracy & Populism eða Samsæriskenningar og populismi eftir Eirík Bergmann stjórnmálafræðiprófessor er meðal annars fjallað um Eurabia Doctrine eða Evrabíu kenninguna. Hún gengur út á einhvers konar samsæri Múslima um að ná smám saman völdum í Evrópu. Þessi kenning hefur að mörgu leiti tekið við Gyðingaandúð sem gekk út á að gyðingar stefndu að alheimsyfirráðum í einu allsherjar samsæri. Nú er það Islam. Pálmi Jónasson ræðir við Eirík Bergmann. Venjulega er á haustin sannkölluð veisla í görðum borgarinnar og skógarþrestir ekki síst fita sig fyrir
10/10/201830 minutes
Episode Artwork

Takmarkaðar rannsóknarheimildir. Samgöngur á Austurlandi.

Fréttir: Vaknað hefur grunur um að borgarar utan EES hafi komið hingað til land og fengið kennitölur á grundvelli falsaðra persónuupplýsinga. Þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi furða sig á því að keyra eigi frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á lögum um fiskeldi á skömmum tíma. Þótt margt bendi til þess að samstaða sé um innihald málsins þá er málsmeðferðin gagnrýnd. Kornuppskeran á Norðurlandi er með lakasta móti í haust. Vætutíð hefur tafið fyrir þreskingu auk þess sem frostnætur í ágúst skemmdu kornið. Lengri umfjallanir: Embætti héraðssaksóknara hefur takmarkaðri rannsóknarheimildir en embætti sérstaks saksóknara sem gæti torveldað rannsóknir viðamikilla efnahagsbrota í framtíðinni. Vonandi hefur þó eitthvað lærst af reynslunni, segir Ólafur Þ. Hauksson héraðsaksóknari Sveitarstjórinn á Djúpavogi undrast að gerð heilsársvegar yfir Öxi sem styttir hringveginn um rúma 70 kílómetra, sé frestað í drögum að langtíma samgönguáætlun og að í staðinn sé ný brú yfir Lagarfljót tekin fram fyrir. Það sé ekki í samræmi við forgangsröðun heimamanna sem birtist í ályktunum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi
10/9/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 8. október 2018 Hamfarir vegna loftslagsbreytinga og fiskel

Auka þarf hraða aðgerða gegn hlýnun jarðar því lítill tími er til stefnu, segir formaður Loftslagsráðs og fyrrverandi forstöðumaður loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Ísland sé á leiðinni í rétta átt en fer ekki nægilega hratt. Það sama gildi um heimsbyggðina. Það verður að fjárfesta í framtíðinni því annars verður engin framtíð, segir umhverfisstjórnunarfræðingur. Sameinuðu þjóðirnar telja að til að aftra hörmungum þurfi að verja 2,5% af heimsframleiðslu til aðgerða á sviði loftslagsmála; íslensk stjórnvöld setja nú um 0,05% af landsframleiðslu til málaflokksins. Sjávarútvegsráðherra getur gefið fiskeldisfyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að 10 mánaða verði frumvarp hans að lögum. Frumvarpið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Rúmlega hundrað manns hafa haft samband við lögreglu vegna svikapósts sem sendur var í hennar nafni um helgina og líklega fengu hann miklu fleiri. Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir Val Lýðssyni, bónda á Gýgjarhóli II til Landsréttar. Fangelsismálastofnun reynir að stunda ekki undirboð með vinnu sem fangar ynna af hendi, segir fangelsismálastjóri. Fangar fái greitt fyrir vinnuna í samræmi við lög um fullnustu refsinga. Heilsufarsáhrif kreppu koma ekki fram í meðaltali um lífslíkur en áhrifin eru ólík eftir hópum. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson
10/8/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 5. október 2018

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði í dag frá beiðni laxeldisfyrirtækja um að fresta ákvörðun um að rekstarleyfi þeirra falli úr gildi. Nefndin telur að hún geti ekki tekið slíka ákvörðun. Málið er komið á borð umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis ætti erindi til almennings. Starfsgreinasambandið leggur fram sameiginlega kröfugerð í komandi kjarasamningum fyrir hönd allra aðildarfélaga sambandsins. Tímamót segir formaður þess. Minkabændur vilja gera þriggja ára samning við ríkið til að bjarga greininni.Þriggja ára taprekstur hefur skapað versta ástand í minkarækt hér í tuttugu ár. Samtökin Hollvinir Hornafjarðar vilja að samgönguráðherra beiti sér fyrir því að vinna við lagningu vegar um Hornafjörð verði stöðvuð og að frekari framkvæmdir verði endurskoðaðar áður en lengra er haldið. Ljósastaurar geta sinnt stærra hlutverki en þeir hafa gert hingað til. Þetta segir verkefnisstjóri snjallborgarverkefnis Reykjavíkurborgar. Borgin er farin að huga að 5G-væðingu og ljósastaurar geta þar orðið lykilinnviðir. Ljósastaurar geta sinnt stærra hlutverki en þeir hafa gert hingað til. Þetta segir verkefnisstjóri snjallborgarverkefnis Reykjavíkurborgar. Borgin er farin að huga að 5G-væðingu og ljósastaurar geta þar orðið lykilinnviðir. Þau eru tvö sem deila friðarverðlaunum Nóbels í ár. Bæði hafa þau barist gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum. Breið sátt ríkir að þessu sinni um valið á friðarverðlaunahöfunum en saga Nóbelsverðlaunanna geymir ótal frásagnir af umdeildum verðlaunahöfum. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður. Magnús Þorsteinn Magnússon
10/5/201830 minutes
Episode Artwork

Ensku áhrifin og 5G væðing.

Ræðismaður Póllands á Íslandi segist fá kvartanir í hverri viku frá fólki sem telji sig hafa verið hlunnfarið á íslenskum vinnumarkaði. Hann segir að það sárvanti aðstoð frá stéttarfélögum eða stjórnvöldum og gagnrýnir Vinnumálastofnun fyrir seinagang. Vinnueftirlitið gerir mjög alvarlegar athugasemdir við aðbúnað við Reykjanesvirkjun í febrúar í fyrra, þegar starfsmaður fiskverkunar lést eftir að hafa orðið fyrir gasmengun. Skipstjóri togarans Frosta sem kviknaði í norðvestur af landinu í fyrradag segir að eldur um borð sé það versta sem geti gerst. Skipið kom að bryggju í morgun og fór tæknideild lögreglunnar og fulltrúar tryggingafélagsins um borð. Ekki er enn ljóst hvað gerðist. Búið er að skipa nýjan forseta Íraks og útnefna forsætisráðherra, en óvissa er um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Bæta þarf aðflugsbúnað á Akureyrarflugvelli, byggja nýja flugstöð og gera nýtt flughlað til að völlurinn geti þjónað millilandaflugi. Rannsókn á áhrifum stafræns sambýlis íslensku og ensku var kynnt á Skólamálaþingi KÍ í dag. Rætt verður við einn rannsakenda síðar í Speglinum. Ísland ætlar sér að verða hluti af best tengda 5G-svæði heims - en fyrst þarf að taka fjölda ákvarðana og ráðast í viðamikla uppbyggingu Umsjón. Arnhildur Hálfdánardóttir.
10/4/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 3.október 2018

Miðstjórn ASÍ líkir starfsháttum Icelandair við viðskiptahætti Primera Air í ljósi þess að félagið hafi sagt upp starfsfólki og útvistað verkefnum þeirra til Eystrasaltsríkja þar sem laun og starfskjör séu önnur og verri. Ekkja Erítreumannsins, sem lést eftir að græddur var í hann plastbarki, kannar nú hvort hún á rétt á bótum. Eldri hjón óttast að sitja uppi með útgjöld vegna gistingar sem þau geta ekki notað eftir að Wow hætti flugi til Edinborgar. Flugfélagið endurgreiðir aðeins flugfarið en ekki hótelgistingu sem pöntuð var á vef félagsins. Ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að ógilda leyfi tveggja fyrirtækja fyrir mörgþúsund tonna laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði kann að vera fordæmisgefandi. Þetta segir umhverfisráðherra. Hann telur þörf á að ráðast í aðgerðir, bæði til skemmri og lengri tíma, vegna málsins. Konan sem sakar fótboltakappann Cristiano Ronaldo um nauðgun vonast til að málið verði til þess að fleiri þolendur stigi fram, óháð því hversu frægur, ríkur eða valdamikill gerandinn kunni að vera. Þó að þorri jarðarbúa telji sig líklega hafa nægjanlegar sannanir þess að jörðin sé hnöttótt álíta þónokkrir að jörðin sé flöt. Bandaríski körfuboltamaðurinn Kyrie Irving baðst fyrr í vikunni afsökunar á því að hafa haldið því fram opinberlega að jörðin sé flöt.
10/3/201830 minutes
Episode Artwork

Kjaramál. Rýnt í vantraust eftir hrun.

Eldur kviknaði í vélarrúmi togskipsins Frosta í dag. Þyrlur Landhelgisgæslunnar og varðskip voru send á vettvang. Einn skipverja mun hafa fengið reykeitrun. Dæmi eru um að fyrirtæki í samkeppnisrekstri séu rekin í fjölda ára án launaðra starfsmanna og treysti þess í stað á vinnu sjálfboðaliða. Glös skullu saman á Hofi í Öræfum í gærkvöld þegar skjálfti stærri en þrír varð í Öræfajökli. Ábúandi segir ekki gaman að búa við skjálftana. Sex skjálftar stærri en þrír hafa orðið frá aldamótum í jöklinum, þar af fjórir frá áramótum. Bundinn hefur verið endi á stjórnarkreppuna á Grænlandi. Minnihlutastjórn var mynduð þar í dag. Formaður VR segir að áherslur Samtaka atvinnulífsins í komandi kjaraviðræðum bendi ekki til þess að mikill hugur sé til samninga af hálfu samtakanna. Hann hafnar því að ekkert eða lítið svigrúm sé til launahækkana. Arnar Páll Hauksson ræðir við Ragnar Þór Ingólfsson. Vantraust á yfirvöldum hefur víða aukist eftir fjármálarhremmingarnar 2008. Erlendis er vantraustið meðal annars rakið til hægfara hagvaxtar en einnig þess að stjórnmálamenn og yfirvöld hafi ekki beitt sér fyrir rannsóknum á starfsemi banka. Á Íslandi er þessu þveröfugt farið: hagvöxtur var nokkuð fljótur að taka við sér og hrunmál voru rannsökuð en samt er skortur á trausti. Kannski af því gagnsæi er enn hörgulvara samkvæmt nýrri skýrslu um traust. Sigrún Davíðsdóttir tók saman. Þá ræðir Ragnhildur Thorlacius við Sjöfn Vilhelmsdóttur, forstöðumann Stofnunar stjórnsýslu og stjórnmála við Háksóla Íslands um þá áhrifaþætti sem ráða því hvort almenningur beri traust til stjórnmála. Hún er um þessar mundir á kafi í doktorsrannsókn á pólitísku trausti. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir
10/2/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 1.október 2018

Flugfélagið Primera Air hættir starfsemi á morgun og hefur farið fram á greiðslustöðvun. Hlaupakonan Elísabet Margeirsdóttir er komin í mark í 400 kílómetra hlaupinu í Góbí-eyðimörkinni í Kína. Hún var fyrst kvenna í mark. Landhelgisgæslan telur að borgarísjaki í mynni Eyjafjarðar geti verið hættulegur skipum og bátum. Hann er ekki lengur landfastur og hefur brotnað í sex hluta. Ferðamaður sem silaðist á 20 kílómeta hraða í hríðarbyl og hálku yfir Möðrudalsöræfi milli Egilsstaða og Mývatns í dag gagnrýnir bílaleiguna fyrir að vera ekki með bíla á nagladekkjum. Hann segist hafa ekið fram hjá sex bílum sem voru utan vegar. Wow air hefur aflýst flugi til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco í vetur. Það skýrist í lok þessarar viku hvort Starfsgreinasambandið leggur fram sameiginlega kröfugerð allra félaga innan sambandsins. Viðræður standa yfir við VR um samflot í komandi kjarasamningum. Það rigningar- og súldarsumar sem nú er liðið, hafa eflaust einhverjir Íslendingar rennt hýrum augum til Skandinavíu, enda sjaldan verið jafn hlýtt, þurrt og sólríkt víða í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Hitinn og þurrkarnir eru þó ekki sælan ein, að minnsta kosti ekki fyrir elgi. Það hefur orðið sprenging í útvistun á tölvukerfum undanfarin tvö ár. Þetta segir Sigurður Sæberg Þorsteinsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausnasviðs Advania. Þessi þróun hafi í för með sér breytingar á rekstri fyrirtækja. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Sigurð í tengslum við haustráðstefnu fyrirtækisins á dögunum.
10/1/201830 minutes
Episode Artwork

Facebook og Róhingjar. Corbyn. Pólitíkin og Guðmundar- og Geirfinnsmál

Fréttir: Sjálandi var lokað í dag í einhverjum umfangsmestu aðgerðum lögreglunnar í Danmörku. Öll umferð var stöðvuð og almenningssamgöngur felldar niður. Lögreglan lætur ekkert uppi annað en að málið snúist um þrjá menn á svörtum Volvo sem grunaðir séu um alvarlegan glæp. Forsætisráðherra bað í dag fyrrverandi sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, aðstandendur þeirra og aðra sem átt hafa um sárt að binda vegna málsins, afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir það mikið högg ef makrílveiðar dragist jafn mikið saman og Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til. Lengri umfjallanir: Stjórnarherinn í Mjanmar hefur verið sakaður um þjóðarmorð á Róhingjum, tugþúsundir hafa verið myrtar og meira en 700.000 Róhingjar hafa verið hraktir á flótta yfir til nágrannaríkisins Bangladess. Facebook sætir nú ásökunum um að hafa verið notað til þess að kynda undir hatri á þessum minnihlutahópi og að eiga ákveðna sök á morðum og misþyrmingum á þessu fólki. Jóhann Hlíðar Harðarson tók saman. Guðmundar- og Geirfinnsmálið er ekki bara sakamál. Það hefur verið pólitískt umfjöllunar- og deiluefni áratugum saman og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem í dag bað málsaðila afsökunar, er síður en svo fyrsti ráðherrann til að láta til sín taka í málinu með einum eða öðrum hætti. Stígur Helgason kynnti sér pólitíkina í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Það er hálfleikur í flokksþingunum, flokksþing Verkamannaflokksins afstaðið, flokksþing Íhaldsflokksins hefst um helgina. Flokkurinn getur vel við unað en það er þó innri spenna í flokknum, bæði vegna stefnu í þjóðmálum og Brexit-málum. Sigrún Davíðsdóttir. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir Tæknimaður: Mark Eldred
9/28/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 27. september 2018. Sýkna í Guðmundar- og Geirfinnsmáli

Hæstiréttur sýknaði í dag fimm sakborninga af öllum ákæruliðum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að niðurstaða Hæstaréttar sé auðvitað ánægjuleg en hann hefði viljað að rétturinn viðurkenndi 40 ára gömul mistök. Klara Bragadóttir, kona Guðjóns Skarphéðinssonar, segir þetta gleðidag, en tilfinningarnar séu blendnar. Hún hefði viljað að Hæstiréttur lýsti Guðjón saklausan. Sá hluti málsins var ekki endurupptekinn, sem snéri að Erlu Bolladóttur, Kristjáni Viðari og Sævari fyrir að hafa borið rangar sakir á menn, að þeir hefðu átt hlut að dauða Geirfinns Einarssonar og smyglbrotum. Erla ætlar að kæra þá niðurstöðu endurupptökunefndar til héraðsdóms. Kristín Anna, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar, vill að málið og vinnubrögð þeirra sem komu að því á sínum tíma verði skoðuð nánar. Sonur hennar, nafni Tryggva, segist aldrei hafa tengt jafn sterkt við sársauka nokkurrar manneskju og afa síns. Hann skrifaði meistararitgerð, þar sem fjallað er um þá ímynd sem dregin var upp af afa hans, bæði í dómnum á sínum tíma og í meðförum endurupptökunefndar. Júlía Marínósdóttir, dóttir Sævars Marínós Cisielski og Erlu Bolladóttur er fædd árið 1975. Málið hefur markað hana alla tíð, frá því hún var kornabarn og foreldrar hennar voru hnepptir í varðhald. Hún fagnar niðurstöðu dagsins. Spegillinn var helgaður dómi Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Umsjónarmenn Spegilsins voru Ragnhildur Thorlacius og Arnhildur Hálfdánardóttir. Tæknimaður var Jón Þór Helgason.
9/27/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 26. september 2018. Salan á Bakkavör, nýsköpun eftir hrun,

Fréttir: Fjármálaráðherra segir að salan á Arion banka hlutnum í Bakkavör hafi spilað inn í ákvörðun ríkisins um að selja sinn hlut í bankanum. Bankasýslan telur að ríkið gæti hafa orðið af 2,6 milljörðum króna við sölu Arion á Bakkavör. Formaður Landssambands smábátaeigenda gagnrýnir að með nýju frumvarpi um veiðigjöld sé horfið frá fyrri áformum um að endurgreiða þeim ofgreidd veiðigjöld. Ekkert verður af siglingum nýrrar Vestmannaeyjaferju með farþega milli lands og Vestmannaeyja fyrr en í vor. Siglingarnar áttu að hefjast í sumar. Fjármálaráðherra segir að ný skýrsla um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins, sé mjög mikilvæg til að halda á lofti málstað Íslendinga gagnvart erlendum stjórnvöldum um hrunið. Þingmaður Samfylkingar segir skýrsluna ganga út á að kenna öðrum en Sjálfstæðismönnum um hrunið. Palestínumenn hafa enga trú á að Donald Trump Bandaríkjaforseti eigi eftir að finna lausn á áratuga löngum deilum þeirra við Ísraelsmenn. Trump greindi frá því í dag að hann ætli að leggja fram tillögur til lausnar deilunum að nokkrum mánuðum liðnum. Borgarísjakinn við Hrísey í Eyjafirði er á fjölfarinni siglingaleið. Varasamt getur verið að fara þar um, því smærri jakar hafa brotnað úr þeim stóra. Lengri umfjallanir: Þetta voru tæknifyrirtæki, sérhæfð í stafrænum lausnum, stofnuð af fólki sem kunni að reikna og hafði verið að vinna í bönkunum. Svona lýsa viðmælendur Spegilsins í nýsköpunargeiranum hinum dæmigerðu eftirhrunssprotum, sem stungu sér upp úr sviðnum jarðvegi kreppunnar en nýsköpunarflóran eftir hrun var fjölbreyttari. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við stofnendur tveggja fyrirtækja sem segja má að hafi verið afsprengi hrunsins og stofnanda eins sem óx úr grasi í efnahagsumhverfi eftirhrunsáranna. Rússar ætla innan hálfs mánaðar að senda tvo til fjóra S-300 flugskeytaskotpalla til Sýrlands til að efla lofvarnir landsins. Þetta sagði í rússneska blaðinu Kommersant. Sýrlenski stjórnarherinn kynni að fá fleiri slíka skotpalla síðar eða allt að átta. Stjórnvöld í Damaskus myndu nota loftvarnarkerfið til að verja landamæri sín. Þannig takmörkuðust möguleikar Ísraela til árása í Sýrlandi. Allt væri þetta vegna þess að rússnesk herflugvél var skotin niður yfir Sýrlandi í síðustu viku, en Rússar skella skuldinni á Ísrael. Kristján Róbert Kristjánsson fjallaði um málið. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius Tæknimaður Jón Þór Helgason.
9/26/201830 minutes
Episode Artwork

25. september 2018. Veiðigjöld, skýrsla Hannesar um hrunið, Trump ávar

Fréttir: Hætt verður að leggja veiðigjald á fiskvinnslur og stjórnsýsla í kringum veiðigjöldin verður einfölduð, samkvæmt nýju frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Gjaldhlutfall veiðigjalda verður óbreytt. Lífeyrissjóður bankamanna hefur stefnt Landsbankanum, íslenska ríkinu og fleirum og krefst rúmlega 5,6 milljarða króna vegna tjóns við uppgjör á skuldbindingum fyrir tveimur áratugum. Megintilgangurinn með skýrslunni er að útskýra fyrir útlendingum að Íslendingar séu ekki flón, heldur hafi verið fórnarlömb aðstæðna. Þetta segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Skýrsla hans um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins kom út í dag. Rætt verður við Hannes síðar í Speglinum. Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði í dag allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði að Bandaríkin myndu bregðast við ef efnavopnum yrði beitt í Sýrlandi. Trump hvatti samtök olíuframleiðsluríkja til að lækka verð og sagði að Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag hefði hvorki vald né lögmæti. Bandaríski gamanleikarinn Bill Cosby verður framvegis skráður sem hættulegur kynferðisafbrotamaður. Dómarinn í máli Cosbys tilkynnti þetta síðdegis. Uppsagnir í bönkum bitna langmest á konum með háan starfsaldur. Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja beita sér fyrir því að bankar fækki í gegnum starfsmannaveltu, ekki með uppsögnum. Lengi umfjallanir: Það á ekki á að breyta gjaldhlutfalli veiðigjalda en einfalda á kerfið í kringum þau og færa útreikning gjaldsins og álagningu til Ríkisskattstjóra. Þetta er meðal helstu tíðinda í nýju veiðigjaldafrumvarpi sem Kristjan Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra lagði fram á Alþingi í dag og kynnti svo á blaðamannafundi. Þar sagði hann að markmið frumvarpsins væri að sníða af galla á núgildandi lögum. Ragnhildur Thorlacius tók saman. Íslendingar voru ekki meiri vitleysingar en aðrir en í fjármálakreppunni gerðu allir sér leik að því að sparka í Ísland. Þetta segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann afhenti í dag fjármálaráðherra skýrslu sína um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Hannes. Stjórnarmyndunarviðræður hefjast í Svíþjóð í vikunni. Forseti sænska þingsins hefur nú í hendi sér hverjum hann veitir stjórnarmyndarumboð og líklegast er talið að formanni Moderaterna, stærsta flokksins á hægri væng sænskra stjórnmála, verði veitt umboðið. Hægri blokkin er ekki samstíga gagnvart hugsanlegum stuðningi Svíþjóðardemókrata við borgaralega ríkisstjórn. Jóhann Hlíðar Harðarson sagði frá.
9/25/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 24. september 2018

Fréttir: Heilbrigðisráðherra leggur til að rammaramningi Sjúkratrygginga við sérfræðilækna verði framlengt um ár. Hann átti að renna út um áramót. Hún boðar samráð við Sjúkratryggingar og sérfræðilækna um kerfisbreytingar. Bættist við þetta glænýja helst í lok fréttatíma Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í dag að allt benti til þess að aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rob Rosenstein, yrði rekinn í dag, eða ætlaði að segja af sér. Valur Lýðsson, bóndi að bænum Gýgjarhóli tvö, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að bana Ragnari bróður sínum um páskahelgina. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að það hafi ekki verið ásetningur Vals að bana bróður sínum. Vegagerðin hyggst taka hluta Hjalteyrarvegar út af vegaskrá. Sveitarstjórn Hörgársveitar mótmælir harðlega. Vegurinn að höfninni gegni lykilhlutverki í ferðaþjónustu á svæðinu. Forseti Argentínu segir að ríkissjóður landsins eigi von á fjármunum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Greiðsluþrot sé því ekki yfirvofandi, eins og margir hafa haldið fram. Lengri umfjöllun: Það er skollið á viðskiptastríð á milli stærstu efnahagsvelda heims, Bandaríkjanna og Kína. Í nótt settu bandarísk stjórnvöld refsitolla á mörg þúsund kínverskar vörur, og Kínverjar svöruðu samstundis í sömu mynt. Bandaríkin ætla sér að vinna þetta stríð, sagði utanríkisráðherrann í gærkvöld. Ragnhildur Thorlacius Stóra áætlun Theresu May forsætisráðherra Breta á fundi með leiðtogum hinna ESB-landanna var að sneiða hjá embættismönnunum í Brussel. Þetta herbragð mistókst og í vegarnesti fékk hún aðeins höfnun þeirra á grundvallaratriðum í úrgönguáætlun hennar. Brexit-áætlun Breta er enn jafn óljós og áður og þar við bætist pólitísk óvissa. Sigrún Davíðsdóttir. Norska leyniþjónustan hefur handtekið rúmlega fimmtugan Rússa og sakað hann um njósnir. Hann var úrskurðaður í 2ja vikna gæsluvarðhald. Rússar telja að það eigi að reyna að skipta honum út fyrir norskan eftirlaunaþega sem hefur setið í gæsluvarðhaldi í Moskvu í níu mánuði, sakaður um njósnir. Jóhann Hlíðar Harðarson. Umsjónarmaður: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
9/24/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 21. september 2018

Framkvæmdir við borgarlínu hefjast á þar næsta ári, samkvæmt viljayfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem kynnt var í dag. Samgönguáætlun var einnig kynnt. Samkvæmt henni verður 160 milljörðum varið til framkvæmda og viðhalds á næstu fimm árum. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi skora á fólk, fyrirtæki og sveitarfélög á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við VÍS. Tryggingafélagið ætlar að loka báðum starfsstöðvum sínum á Vesturlandi. Nánast algilt er að opinberar framkvæmdir fari fram úr kostnaðaráætlun. Lektor við HR segir að verkefnin séu að meðaltali 60 prósent dýrari en lagt sé upp með. Stór innviðaverkefni séu fram undan og mikilvægt að betur takist til með þau. Minjastofnun gerði ekki annað en að veita álit á endurgerð braggans í Nauthólsvík, segir forstöðumaður hennar. Ábyrgð á 250 milljóna framúrkeyrslu, liggi hjá borginni. Það væri heppilegast að banna almenna notkun flugelda að mati tveggja prófessora við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Þau myndu vilja að það yrði gert, fyrir næstu áramót. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Hrund Andradóttur og Þröst Þorsteinsson. Það sem stjórnendur í íslenskum orkufyrirtækjum hafa helst áhyggjur af og eru í óvissu um, eru netárásir, endurnýjanlegir orkugjafar, óstöðugur gjaldmiðill, válynd veður, gervigreind og blockchain-tækni svokallaðar bitakeðjur. Þetta er niðurstaða úr könnun Alþjóðaorkuráðsins. Örri tækniþróun fylgja krefjandi verkefni, og breytt notkun almennings á orku. Ragnhildur Thorlacius talar við Einar Kisel. Max Otto von Stierlitz var svar KGB við James Bond og er sagður eiga stóran þátt í uppgangi og vinsældum Vladimirs Pútins. Þegar njósnarinn var á skjánum tæmdust göturnar í Sovétríkjunum, áttatíu milljónir sátu límdar við skjáinn og aðalritari kommúnistaflokksins Brezhnev lét færa miðstjórnarfundi til að æðstu ráðamenn þjóðarinnar misstu ekki af neinu. Pálmi Jónasson.
9/21/201830 minutes
Episode Artwork

Orkuveitan, Samtaka ESB-liðar og „Landflóttinn til Noregs“.

Fréttir: Forsætisráðherra segir fyrirhugaðar heræfingar hér á landi fylgja því að vera í Atlantshafsbandalaginu. Engu máli skipti hvernig henni sem formanni Vinstri grænna líði með það. Dómsmálastjóri Evrópusambandsins, segist ætla að krefjast skýringa á því hvers vegna peningaþvætti í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi hafi farið framhjá starfsmönnum bankans og eftirlitsaðilum. Maður sem hlaut nítján ára dóm fyrir manndráp og fíkniefnasmygl krefst sýknu fyrir Landsrétti. Saksóknari segir málatilbúnað mannsins fráleitan. Farþegum í innanlandsflugi hér á landi hefur fækkað umtalsvert það sem af er þessu ári. Ríflega fjögur þúsund færri farþegar flugu innanlands í ágúst en á sama tíma í fyrra Borgarfulltrúar hafa fengið ábendingar um starfsmannamál Orkuveitu Reykjavíkur og oddviti Sjálfstæðismanna í borginni telur ástæðu til að kanna fleira en kynferðislega áreitni. Mikil starfsmannavelta sé hjá Orkuveitunni. Allur sláttur og þresking liggur nú niðri hjá kornbændum í Eyjafirði. Þeir hafa lítið getað athafnað sig eftir að tók að rigna í byrjun vikunnar Theresa May forsætisráðherra Breta hitti fyrir samtaka lið ESB-leiðtoga í dag og var gerð afturreka með grunnatriði í Brexit-áætlun sinni. Sigrún Davíðsdóttir. Hvað skilaði bankakreppan á Íslandi mörgum nýjum borgurum til Noregs? Gísli Kristjánsson, fréttaritari Spegilsins í Osló, fjallar um landflóttann svokallaða - til Noregs, eftir hrun og ræðir við Einar Skúla Hafberg, sem flutti út og hyggst ekki flytja aftur heim til hagsveiflulandsins Íslands.
9/20/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 19. september 2018. Samningar sérgreinalækna, hættur Kirkju

Fréttir: Ríkið hefur enga leið til þess að vega og meta samsetningu sérgreina líkt og nauðsynlegt er, segir heilbrigðisráðherra um nýfallinn dóm um samning Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna. Íslensk stjórnvöld ætla að framselja til Póllands meintan höfuðpaur í Euro Market málinu. Ráðist var í umfangsmiklar aðgerðir vegna þess í þremur löndum og lagt hald á miklar eignir. Dæmi eru um að leigjendur félagslegra íbúða í Reykjavík, hafi leigt þær ferðamönnum á Airbnb. Það er brot á leigusamningi. Mikil álag er nú á bráðamóttöku Landspítalans. Yfirlæknir deildarinnar, segir það ekki vegna veikinda eða slysa, heldur þess að hjúkrunarfræðinga vanti til starfa á spítalann. Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, var handtekinn í morgun og verður ákærður fyrir fjármálamisferli. Ekkert varð af endurteknum leik Hugins og Völsungs í annarri deild karla í knattspyrnu sem átti að fara fram í dag. Liðin mættu á sitt hvorn völlinn. Lengri umfjallanir: Formaður Læknafélags Reykjavíkur fagnar dómi héraðsdóms í máli sérgreinalæknis en hefur þó áhyggjur af stöðu þeirra almennt. Hann segir einkarekstur á stofum kominn til að vera - óháð þátttöku ríkisins. Arnhildur Hálfdánardóttir. Kirkjufell er á örfáum árum orðið einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins. Þangað koma bæði þeir sem vilja taka myndir af fjallinu og Kirkjufellsfossi og þeir sem vilja ganga á fjallið, en það er ekki á allra færi, enda mætti líkja því við píramída í útliti. Erlendur ferðamaður hrapaði í fjallinu í gær og lést en það er annað banaslysið í fjallinu á rúmu ári. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir talaði við Kára Gunnarsson, sem gjörþekkir fjallið og Björgu Ágústsdóttur, bæjarstjóra í Grundarfirði. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu og Kim Jong-Un leiðtogið Norður Kóreu undirrituðu í Pyongyang í dag samkomulag um að gera Kóreuskagann kjarnorkuvopnalausan og ýmislegt annað til að draga úr spennu milli ríkjanna. Norður-Kóreumenn ætla að loka aðaleldflaugatilraunasvæði sínu. Moon segir að Kim hafi lýst sig tilbúinn til þess að loka stærsta kjarnorkuveri landsins, Yongbyon. En - Kim setur skilyrði, og þau snúa að Bandaríkjamönnum. Hann er tilbúinn að loka kjarnorkuverinu, að því gefnu að Bandaríkjamenn grípi til viðeigandi gagnaðgerða. Ragnhildur Thorlacius sagði frá. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius Tæknimaður Grétar Ævarsson.
9/19/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 18. september 2018. Starfsmannamál Orkuveitu Reykjavíkur, f

Fréttir: Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur segist bera traust til Bjarna Bjarnasonar forstjóra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill bíða eftir niðurstöðu úttektar á starfsmannamálum og vinnustaðarmenningu Orkuveitunnar áður en hann lýstir yfir trausti. WOW air hefur tryggt sér 7,7 milljarða króna í skuldabréfaútboði, sem lauk í dag. Samheitalyf sem er nauðsynlegt fyrir fólk með brjóstakrabbamein hefur ekki verið fáanlegt á landinu í fjóra mánuði. Frumlyfið hefur verið til en það mun dýrara. Pútín Rússlandsforseti segir röð hörmulegra tilviljana hafa orðið til þess að loftvarnarflaug sýrlenska stjórnarhersins skaut niður rússneska herþotu í gær. Áður höfðu Rússar kennt Ísraelum um. Um fimm hundruð börn eru enn á biðlista eftir að komast á frístundaheimili í Reykjavík. Hundrað tuttugu og átta starfsmenn vantar. Komið hefur verið á fót afleysingastofu borgarinnar til að auðvelda mönnun á leikskólum. Danska ríkisútvarpið þarf að spara um sjö milljarða íslenskra króna. Hátt í 400 störf verða lögð niður. Lengri umfjallanir: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þau starfsmannamál sem komið hafa upp hjá Orkuveitu Reykjavíkur séu alvarleg og þau þurfi að taka alvarlega. Honum sýnist að stjórn Orkuveitunnar sé að taka á málinu af festu. Hann telur eðlilegt að stjórnin fái fái svigrúm til að vinna að úttekt á starfsmannamálum og vinnustaðarmenningunni innan fyrirtækisins, en lýsti ekki yfir trausti við forstjórann í samtali við Sigríði Dögg Auðunsdóttur fréttamann í dag. „Fréttir af óviðeigandi framkomu gagnvart starfsmönnum innan orkugeirans eiga erindi við okkur öll og það er hryggðarefni að slíkt sé viðhaft enn þann dag í dag." Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Stjórn Félags kvenna í orkumálum birti í gær. Konur í orkugeiranum sendu ekki frá sér nafnlausar sögur í tengslum við metoo-byltinguna í fyrra. Formaður stjórnar félagsins, segir að það hafi einfaldlega engar sögur borist félaginu. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Hörpu Pétursdóttur stjórnarformann um stöðu kenna í orkugeiranum. Ísland hefur sennilega aldrei verið jafn mikið í fréttum og í hruninu og í kjölfar þess. Og eins og stundum vill verða þegar fjarlægðin er mikil, verður frásögnin einfaldari og línurnar skýrari en sjálfur veruleikinn. Það standa margir erlendis í þeirri trú að hér á Íslandi hafi verið samþykkt ný stjórnarskrá, skrifuð af almenningi. Öllum stjórnmálamönnum hafi verið bolað í burtu eftir hrun og allir bankamenn hafi farið í fangelsi. Og síðast en ekki síst, hefur því verið haldið á lofti að konur hafi komi
9/18/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 17. September 2018

Fréttir: Erlendur starfsmaður á veitingahúsi í Reykjavík segir að svo virðist sem atvinnurekendur á veitinga- og gistihúsum, sem brjóta á starfsfólki, telji að ekkert geti snert þá og þeir geti óáreittir haldið áfram iðju sinni. Hún hvetur starfsfólk til að hafa samband við stéttarfélög. Bergljót Baldursdóttir talaði við Önnu Mörtu Marjankowska. Heilbrigðisráðherra vill leiðrétta mismunun hjá börnum með fæðingargalla eins og til dæmis klofinn góm, hvað varðar endurgreiðslur fyrir tannréttingar. Hún segir að málið verði skoðað í ráðuneytinu svo hægt verði að breyta reglugerð til að jafna stöðu allra barna með fæðingargalla. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir tók saman Vonast er til að nýr aðflugsbúnaður á Akureyrarflugvelli verði tekinn í notkun eftir eitt ár. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að samkvæmt mati erlendra sérfræðinga komi búnaðurinn að góðum notum. Jón Þór Kristjánsson talaði við Guðjón Helgason Við ljósleiðaravæðingu í dreifbýlum sveitarfélögum hafa skapast tækifæri fyrir nýja starfsemi í víða þar sem nú er komið háhraða netsamband. Þannig má efla starfsstöðvar þar sem starfsemi er í lágmarki í dag. Ágúst Ólafsson sagði frá og talaði við Silju Jóhannesdóttur. Jafnréttismál færast á ábyrgð forsætisráðuneytis um leið og velferðarráðuneytinu verður skipt upp í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti. Stefnt er að því að breytingarnar taki gildi fyrsta janúar. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman. Lengri umfjallanir: Afstaða Theresu May forsætisráðherra Breta er að valið standi á milli hennar áætlunar um úrgöngu úr Evrópusambandinu eða að enginn samningur náist. En samningur við ESB um úrgöngu er enn ekki í höfn, alveg óljóst hvert framtíðarsambandið verður. Sigrún Davíðsdóttir: Fólki fannst fjarstæðukennt fyrir nokkrum árum að hugsa til þess að deila húsnæði sínu með ókunnugu fólki. Hví ætti það þá ekki að geta hugsað sér að deila bíl sínum til og frá vinnu með öðrum sem eiga erindi á sama stað? Þetta segir Arndís Kristjánsdóttir sem hefur ásamt öðrum þróað app fyrir þá sem vilja samnýta ferðir á höfuðborgarsvæðinu. Hún er meðal þeirra sem tala á málþingi í ráðhúsi Reykjavíkur í vikunni í tilefni af samgönguviku. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir fór yfir þetta. Spotify bjó nýlega til algóriþma sem hefur greint öll lög í gagnagrunni tónlistarveitunnar, 35 milljón talsins, og gefið hverju þeirra einkunn á bilinu frá 0 til 1 út frá því hvaða tilfinningar þær vekja hjá hlustanda. En tölvuforrit hafa ekki tilfinningar, upplifa aldrei fortíðarþrá, hafa aldrei misst eða orðið ástfangin - hvernig eiga
9/17/201830 minutes
Episode Artwork

Fall Lehman, hungur, fjallskil.

Fréttir: Þetta er sögulegur dagur í íslenskri réttarsögu, segir settur ríkissaksóknari. Málflutningi í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmáls lauk í Hæstarétti í dag. Stjórnendur Wow Air segjast gefa út skuldabréf fyrir um 6,4 milljarða króna að lágmarki þegar skuldabréfaútboði fyrirtækisins lýkur á þriðjudag. Filippseyingar búa sig undir að fimmta stigs fellibylur skelli á þeim í fyrramálið. Ráðherra ferðamála sagði á Alþingi í dag að fara þurfi varlega í sérstaka gjaldtöku af ferðaþjónustu. Lengri umfjallanir: Á morgun verða liðin tíu ár frá falli Lehman fjárfestingabankans. Sigrún Davíðsdóttir rifjar það upp. 820 milljónir manna þjást af vannæringu í heiminum. Vannærðum fjölgaði um 44 milljónir á tveimur árum. Öfgar í veðri eru stór áhrifaþáttur. Ragnhildur Thorlacius ræðir við Bergstein Jónsson, framkvæmdastjóra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Það er tekið að hausta og þá þurfa sauðfjárbændur að safna liði og sækja fé sitt á fjall. Spegillinn brá sér í göngur á Norðurlandi og ræddi við Birgi H. Arason, fjallskilastjóra í Eyjafjarðarsveit. Arnhildur Hálfdánardóttir. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir
9/14/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn: Sakleysi, Trump og falsfréttir.

Spegillinn 13. September Fréttir: framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, hefur verið rekinn fyrir óviðeigandi framkomu við samstarfsfólk. Það er fagnaðarefni að verja eigi fjármunum til uppbyggingar Landspítalans, segir forstjóri spítalans. Hann er þokkalega ánægður með fjárlagafrumvarpið. Talsmaður forsætisráðherra Breta segir að viðtal við mennina tvo, sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Skripal-feðginunum, sé til skammar. Lengri umfjallanir: Það er kannski í takt við hvað allt er sérstakt í sambandi við Guðmundar- og Geirfinnsmálið, að bæði verjendurnir fimm og ákæruvaldið krefjast sýknu í málinu. Ragnar Aðalsteinsson verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar segir þó að sýkna ein og sér dugi ekki til. Hann fer jafnframt fram á, að í forsendum dómsins verði lýst yfir að Guðjón sé saklaus af þeim ásökunum sem á hann voru bornar á sínum tíma. Spegillinn leitaði til Jóns Þórs Ólasonar lektors við Lagadeild Háskóla Íslands og spurði: Geta dómstólar lýst menn saklausa? Ragnhildur Thorlacius. Í næstu viku kemur út bókin Conspiracy & Populism eða Samsæriskenningar og populismi eftir Eirík Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Þar er meðal annars fjallað um Donald Trump Bandaríkjaforseta og hvernig hann nýtir sér leynt og ljóst samsæriskenningar sér til framdráttar. Pálmi Jónasson. Evrópusambandið hefur ráðist í átak gegn falsfréttum, formaður teymis sem berst gegn rússneskum áróðri, hélt erindi á fundi í Norræna húsinu í dag. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Michael Mann formann sendinefndar ESB á Íslandi og Smára McCarthy, þingmann pírata og fyrrum frkvst. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir
9/13/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 12. September 2018

Fréttir: Skipulögð brotastarfsemi færðist í aukana og fíkniefnabrotum fjölgaði á milli áranna 2016 og -17, að því er kemur fram í ársskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Það verður rúmlega átta þúsund krónum dýrara að reka meðalfjölskyldubíl á ári verði fjárlagafrumvarpið að lögum. Framkvæmdatjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að eldsneytishækkanir í frumvarpinu bætist ofan á bensínverðið sem sé það hæsta í Evrópu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Aðgerðir til að styðja við rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla voru kynntar í dag. Lagt er til að RÚV fari að hluta af auglýsingamarkaði og umsvif þess á samkeppnismarkaði verði minnkuð. Abi-mael Guzman, leiðtogi skæruliðasamtakanna Skínandi stígs í Perú, hlaut í gær annan lífstíðardóm fyrir sprengjutilræði í höfuðborginni Lima árið 1992, þar sem 25 létu lífið. Níu aðrir forystumenn samtakanna voru einnig dæmdir í lífstíðarfangelsi. Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu var nýverið sviptur ökuréttindum og sektaður um á annað hundrað þúsund krónur fyrir ofsaakstur innanbæjar á merktum lögreglubíl. Lengri umfjallanir: Forsvarsmaður Vinnueftirlitsins segir dæmigert að öryggismál séu í ólagi á byggingarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu. Spegillinn kannaði aðstæður í Úlfarsárdal með starfsmönnum stofnunarinnar fyrr í vikunni. Kári Gylfason í Gautaborg fjallaði um störukeppni sænskra stjórnmálamanna um hver leiði næstu ríkisstjórn eftir kosningarnar á sunnudag. Héraðsdómur hefur vísað frá dómi svokölluðu CLN-máli þar sem þrír fyrrum yfirmenn Kaupþings eru ákærðir en það eru þó ekki málalyktir. Spegillinn rifjar málið upp og nýleg erlend málaferli tengd sömu viðskiptum. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður Jón Þór Helgason.
9/12/201830 minutes
Episode Artwork

Fjárlagafrumvarp og þungunarrof á Írlandi.

Spegillinn 11. september Fréttir: Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar fyrirhugaðri lækkun tryggingagjalds en segir útgjaldaaukningu í fjárlagafrumvarpi benda til þess að stjórnvöld séu óhóflega bjartsýn. Seðlabankinn greip inn í gjaldeyrismarkaðinn í dag til að sporna gegn gengisveikingu íslensku krónunnar. Líklegt er að tekjur af ferðamönnum aukist í ár þó dregið hafi úr fjölgun þeirra. Hagfræðiprófessor segir hættu á samþjöppun og endurskipulagningu í greininni, verði landið of dýrt. Arnarlax virti ekki viðmið starfsleyfis Umhverfisstofnunar um hvíldartíma á eldissvæði sínu í Arnarfirði fyrr í sumar. Fyrirtækið hefur sótt um undanþágu frá hvíldartíma til Umhverfisráðuneytisins og segir að ástæða þess að seiði voru sett út, sé ósamræmi í starfsleyfi og reglugerð. Lengri umfjallanir: Fjárlagafrumvarpið. Ragnhildur Thorlacius tók saman og ræddi við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. Viðbrögð Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR við fjárlagafrumvarpi. Arnhildur Hálfdánardóttir. Fólk gat ekki þagað lengur, segir einn forsprakki Já-hreyfingarinnar á Írlandi sem vann stóran sigur í sumar, þegar mikill meirihlutti Íra samþykkti að leyfa fóstureyðingar í landinu. Björg Magnúsdóttir ræðir við Tara Flynn. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson
9/11/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 10. september 2018. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loft

Fréttir: Straumhvörf hafa orðið í fjárveitingum til loftslagsmála, segir forsætisráðherra. 6,8 milljarðar fara í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem kynnt var í dag. Eftir 12 ár verður að mestu óheimilt að kaupa nýja bíla, sem ganga eingöngu fyrir bensíni eða dísil. Aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðunum um brotthvarf Breta er vongóður um að samningur um aðskilnaðinn liggi fyrir innan tveggja mánaða. Enn séu þó nokkur erfið deilumál óútkljáð. Mansal á vinnumarkaði og ill meðferð á starfsfólki bitnar oftast á útlendingum og ungu fólki. Hér þarf vitundarvakningu og hætta þarf meðvirki með þeim sem gerast brotlegir segir sérfræðingur hjá ASÍ. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að verja 25 milljónum króna í aðgerðir til þess að fækka sjálfsvígum Lengri umfjallanir: Samantekt um í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og viðtal við Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Ragnar Gunnarsson.
9/10/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 7. september 2018. Greinin um Trump, Brexit og óskýr mörk m

Fréttir: Bandarísk stjórnvöld óttast að efnavopnum verði beitt í yfirvofandi árás sýrlenska stjórnarhersins á uppreisnarmenn í Idlib í Sýrlandi. Forsetar Tyrklands, Rússlands og Írans komu sér ekki saman um viðbrögð við árásinni á fundi í dag. Barnaverndarnefndir vinna ekki í samræmi við lög og reglur og það getur valdið því að málin taka of langan tíma. Þetta er niðurstaða úr rannsókn á stjórnsýslu barnaverndarnefnda. Í Vestmannaeyjum eru álíka margar lundapysjur og í fyrra, segir líffræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands. Stór hluti pysjanna drapst í sumar en þær sem lifðu eru nú að komast á legg. Of snemmt er að segja til um hvort sandsílastofninn, helsta fæða lundans, er að rétta úr kútnum. Lengri umfjallanir: New York Times mun aldrei gefa upp hver skrifaði nafnlausa grein gegn Trump Bandaríkjaforseta, segir ritstjóri hjá blaðinu. Höfundur greinarinnar kveðst vera liðsmaður andspyrnuhreyfingar embættismanna í Hvíta húsinu. Spegillinn fjallar um málið. Theresa May, forsætisráðherra Breta, vonast eftir stuðningi Evrópusambandsins við Brexit. Hún gæti rekið sig á að sameiginlegir hagsmunir ESB skipta aðildarlöndin meira máli en breskir hagsmunir. Sítenging við vinnustað um snjalltæki getur valdið kvíða og streitu bæði hjá starfsfólki og stjórnendum. Þetta sýna nýlegar rannsóknir. Ráðgjafi í tímastjórnun segir að fólk þurfi að læra að virða mörkin milli vinnu og einkalífs. Nánar um þetta síðar í Speglinum. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússon
9/7/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 06. September 2018

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Loftmengun hefur aldrei farið yfir heilsuverndarmörk við Kísilverið á Bakka. Þetta er niðurstaða Umhverfisstofnunar eftir fjórar eftirlitsferðir á jafnmörgum mánuðum. Niðurstöður mælinga voru kynntar á íbúafundi á Húsavík síðdegis. Mikil ólga er á svæðum síta í suðurhluta Íraks. Átta hafa fallið í mótmælum í borginni Basra í þessari viku, þar sem stöðug mótmæli hafa verið að undanförnu. Tvö tilfelli af lóasýki, eða afrískum augnormi, hafa komið upp hér á landi að undanförnu, í fólki sem dvalið hafði í Afríku Á meðan fjöldi fólks hefur kveikt í Nike-skónum sínum í mótmælaskyni, fagna aðrir því að íþróttavöruframleiðandinn hafi gert bandarísku ruðningshetjuna Colin Kaepernick að andliti nýjustu herferðar sinnar. Þótt auglýsingin sé umdeild er þetta aðferð sem svínvirkar, segir prófessor við Listaháskóla Íslands.
9/6/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 05. september 2018. Traust í stjórnmálum. Samfélagsstyrkir

Styttri fréttir: Heilbrigðisráðherra hafnar því að hafa brotið lög með því að neita að gera rammasamning við taugalækni. Hún segist ekki vera að ýta undir tvöfalt heilbrigðiskerfi með ákvörðun sinni. Setja þarf siðareglur fyrir aðstoðamenn ráðherra, og skýrari reglur um hagsmunaskráningu ráðherra og æðstu embættismanna, samkvæmt tillögum starfshóps forsætisráðherra um eflingu á tausti í stjórnmálum. Þeir sem tala fyrir hönd hagsmunaaðila, þurfa að skrá sig sem slíka, verði tillögur hópsins að veruleika. Karlmaður sem ákærður er fyrir árás á konu í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum er ekki ákærður fyrir nauðgun, heldur sérlega hættulega líkamsárás samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Suðurlands. Sterkustu orkudrykkirnir hér á landi innhalda mun meira koffein nú - en fyrir áratug. Verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis segir að mikil neysla meðal ungmenna sé áhyggjuefni. Lengri umfjallanir: Traust á stjórnmálum og stjórnmálamönnum snarminnkaði eftir hrunið fyrir áratug. Stjórnvöld vilja bregðast við þessu og skipuðu í ársbyrjun starfshóp um eflingu trausts í stjórnmálum og stjórnsýslu. Í dag voru tillögurnar kynntar. Hópurinn, sem Jón Ólafsson heimspekiprófessor fer fyrir, telur að það hafi ekki verið hugað nægilega vel að stefnumótun í þessum efnum hérlendis, af því stafi þetta litla traust að hluta. Stjórnvöld séu ekki nægilega vel búin til að bregðast við gagnrýni, taka henni og læra. Stjórnvöld þurfi því að móta heildarstefnu um heilindi í stjórnmálum og stjórnsýslu og fylgja eftir með aðgerðaáætlun. Ragnhildur Thorlacius fjallaði um tillögur nefndarinnar og ræddi við Jón Ólafsson. Útgerðarfyrirtæki verja hundruðum milljóna, ef ekki milljörðum, í styrki til samfélagsmála á ári hverju. Erfitt er að segja til um nákvæmar upphæðir. Án framlaga fyrirtækjanna væri menningar- og íþróttalíf í sjávarþorpum líklega fátæklegra og heilbrigðisstofnanir verr tækjum búnar. Vopnfirðingar færu ekki frítt í ræktina og flugvöllurinn á Norðfirði væri kannski ekki með spánnýtt slitlag. Sums staðar gleðja styrkirnir, annars staðar veldur meintur skortur á þeim gremju. Arnhildur Hálfdánardóttir kannaði styrkveitingar nokkurra útgerðarfyrirtækja. Umsjónaðarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Jón Þór Helgason.
9/5/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 4.9. Sænskar kosningar. Uppgjör við falsfréttir.

Fréttir: Fjögur stærstu útgerðarfélög landsins högnuðust um 21 milljarð í fyrra. Hagnaður Samherja var tvöfalt meiri en hinna þriggja til samans. Aðalsamningamaður Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands skorar á Rússa og Tyrki að leita leiða til að koma í veg fyrir blóðbað í Idlib-héraði, þar sem stórsókn hersveita gegn uppreisnarmönnum er að hefjast. Lektor í hagfræði á bágt með að trúa því að tillaga fjármálaráðherra um eins prósents lækkun á lægra skattþrepi sé nóg að mati verkalýðshreyfingarinnar. Óvíst er hvenær ný Vestmannaeyjaferja verður tekin í notkun. Lengri umfjallanir: Kosningar framundan í Svíþjóð. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Boga Ágústsson sem er nýkominn frá Stokkhólmi. Svíþjóðardemókratarnir hafa verið mjög í sviðsljósinu í aðdraganda sænsku kosninganna, enda mælist fylgi þessa umdeilda flokks hátt í 20 prósent. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor hefur rannsakað þjóðernispopúlíska flokka. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hann um uppruna flokksins og formanninn, Jimmie Åkesson. Foreldrar nokkurra barna sem skotin voru til bana í Sandy Hook barnaskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafa höfðað mál gegn umdeildum útvarpsmanni sem hefur haldið því fram að skotárásin hafi ekki átt sér stað. Málið er af mörgum talið prófsteinn í uppgjöri við falsfréttir. Birta Björnsdóttir. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir Tæknimaður: Markús Hjaltason
9/4/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 3. september 2018

Fréttir Allt að hundrað útköll björgunarsveita eru á hverju sumri vegna ferðamanna sem þvera óbrúaðar ár. Fulltrúi Landsbjargar telur að tjón vegna þessa nemi tugum milljóna og tekur undir með lögreglu að merkingum sé ábótavant. Vegagerðin segir erfitt að merkja breytileg vöð. Sigríður Dögg Auðunsdóttir talaði við Jónas Guðmundsson og Einar Pálsson. Taugalæknir sérhæfður í Parkinsons-sjúkdómnum tók á móti fyrstu sjúklingum sínum í dag. Þeir þurfa að greiða fullt verð því ráðuneytið hafnaði í síðustu viku beiðni Sjúkratrygginga um að gera við hann samning. Þórdís Arnljótsdóttir ræddi við Önnu Björnsdóttur. Varahéraðssaksóknari segir að Val Lýðssyni, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Ragnari bróður sínum að bana að Gýgjarhóli II um páskana, hafi ekki getað dulist að árásin á Ragnar gæti leitt hann til dauða. Hún krefst sextán ára fangelsis yfir Val. Stuðningur við ríkisstjórnina er nær hinn sami og hann var í síðasta þjóðarpúlsi Gallups. Rétt innan við helmingur svarenda segist styðja hana. Fylgi flokkanna breytist lítið milli mánaða. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Argentínumenn ætla að grípa til róttækra aðgerða til að koma efnahag landsins á réttan kjöl að nýju. Fækka á ráðuneytum um meira en helming. Ásgeir Tómasson sagði frá. Fjármálastjóri Ráðhúss Reykjavíkur skorar á borgina að fella niður stjórnsýslumál vegna meintrar eineltiskvörtunar. Hann segist aldrei hafa lagt slíka kvörtun fram og gagnrýnir vinnubrögð í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Lengri umfjallanir: Almennir borgarar mega ekki villa á sér heimildir í þeim tilgangi að fletta ofan af hugsanlegum brotamönnum. Lögreglan má einungis beita tálbeitum í ákveðnum tilvikum og að ströngum skilyrðum uppfylltum. Á tímum samfélagsmiðla og sítengingar getur fólk þó vel tekið málin í eigin hendur og það gerði ungur maður nýverið á Snapchat. Arnhildur Hálfdánardóttir fjallaði um málið Breskir stjórnmálamenn eru að koma úr sumarfríinu en umræðuefnin enn sem fyrr þau sömu. Verkamannaflokkurinn glímir við ásakanir um kynþáttahatur og and-gyðinglega afstöðu. Í Íhaldsflokknum eru það stríðandi Brexit-fylkingar. Theresa May forsætisráðherra situr fast við sinn Brexit-keip en virðist eiga fáa formælendur. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Það getur verið lamandi að horfa á tölur um fólksfækkun, segir íbúi á Þingeyri, og vissulega ekki skapandi. Um helgina fór fram málþing á Þingeyri. Fjórir íbúar japanska þorpsins Kamiyama vörpuðu þar ljósi á það sem þeir kalla skapandi fólksfækkun, fyrirbæri sem hefur átt sinn þátt í því að gera fimm þúsund manna þorp
9/3/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 31. ágúst 2018. Banaslys í Þórsmörk, slys á byggingarsvæðum

Fréttir: Erlend kona lést í slysi í Þórsmörk í dag. Tvennt var í bíl og reyndi að þvera Steinsholtsá, þegar bílinn rak niður ána. Karlmaðurinn komst á þurrt en konan fannst meðvitundarlaus á grynningum. 55 slösuðust vegna falls á byggingarsvæðum í fyrra. Vinnueftirlitið telur að það sé vanmat, sennilega hafi fimmfalt fleiri slasast, en ekki hafi verið tilkynnt um slysin. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu var myrtur í dag í sprengjutilræði á kaffihúsi í Donetsk. Þó svo að aukinn kaupmáttur skili sér í fleiri nýjum bílum og fleiri utanlandsferðum hefur byrði láglaunaðra hópa þyngst, segir sérfræðingur hjá Eflingu. Kaupmáttur launa hefur aukist um 25 prósent á síðustu fjórum árum. Tilgangslaust er að kvótasetja hlýra að mati formanns Félags smábátaeigenda á Norðurlandi. Heimilt verður að veiða 1000 tonn af hlýra á fiskveiðiárinu, nú þegar hlýri er kvótasettur í fyrsta sinn. Norðmenn ætla að byggja meira en hundrað þúsund fermetra af menningarhúsum í Ósló innan tveggja ára. Við fjöllum um málið síðar í Speglinum. Lengri umfjallanir: Í fyrra var tilkynnt um 251 fallslys til Vinnueftirlitsins, þau hafa ekki verið fleiri síðan árið 2008. Þau eru algengust í byggingariðnaði. Í sumar hefur Vinnueftirlitið ítrekað stöðvað vinnu á byggingarsvæðum vegna skorts á fallvörnum - starfsmenn þess segja líf starfsfólks hafa verið í húfi. En hvers vegna fjölgar þessum slysum? Guðmundur Kjerúlf, aðstoðardeildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu sat fyrir svörum hjá Arnhildi Hálfdánardóttur. Innflytjendur og aðlögun þeirra að þýsku þjóðfélagi er eitt helsta deilumálið í samfélaginu þar. Nokkrar nýútkomnar bækur fjalla um þetta eldfima málefni og hvað það segir um sjálfsmynd þýsku þjóðarinnar. Pálmi Jónasson fjallaði um málið. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius Tæknimaður var Ragnar Gunnarsson
8/31/201830 minutes
Episode Artwork

Gerðardómur í ljósmæðradeilu, uppgangur í Færeyjum, forsetakosningar í

Styttri fréttir: Gerðardómur í ljósmæðradeilunni skilaði ríkissáttasemjara úrskurði sínum síðdegis. Dómurinn ákvað að meta eigi kandídatsgráðu ljósmæðra til jafns við hjúkrunarfræðing með sérnám. Þá á að greiða ljósmóðurnemum laun. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélag Íslands, segir erfitt að segja til um hvort niðurstaða gerðardóms verði til þess að sátt náist meðal ljósmæðra. Formaður Tannlæknafélags Íslands telur að nýr samningur félagsins og Sjúkratrygginga komi til með fækka ferðum lífeyrisþega til tannlækninga erlendis. Það sem af er þessu ári hafa á annað hundrað þeirra farið til Evrópulanda til tannlæknis. Sveitarstjórn Skaftárhrepps vill að tryggingar úr Náttúruhamfaratryggingum Íslands nái líka yfir skýstróka. Yfirvöld í Suður-Kóreu ætla að banna sölu á kaffi í grunn- og framhaldsskólum landsins. Þar eru dæmi um að nemendur finni fyrir hjartsláttartruflunum vegna neyslu kaffis eða orkudrykkja. Lengri umfjallanir: „Fyrir nokkrum árum fannst okkur mörgum svolítið eins og við værum ekki nógu góð og landið ekki nógu stórt en nú erum við stolt af því að vera Færeyingar,“ segir forstjóri Hugskotsins, frumkvöðlaseturs í Þórshöfn. Íbúar Færeyja hafa aldrei verið fleiri. Fæðingartíðnin hækkar og fleiri flytja heim. Það er uppgangur í efnahagslífinu og stjórnvöld hafa gripið tækifærið, ráðist í aðgerðir til að halda í unga fólkið og lokka brottflutta aftur til eyjanna. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Sóleyju Heradóttur Hammer. Í haust verður kosinn nýr forseti Alþýðusambands Íslands og fyrirsjáanlegar eru miklar breytingar í forystusveit sambandsins. Anna Kristín Jónsdóttir fjallaði um málið. Það þyrfti að planta minnst 19 milljónum trjáa til að vega upp á móti losun koldíoxíðs, sem hlaust af flugi til og frá Íslandi árið 2016. Og síðan þá, hefur flugumferð aukist. Ragnhildur Thorlacius tók saman. Umsjón með Speglinum hafði Ragnhildur Thorlacius Tæknimaður var Kolbeinn Soffíuson
8/30/201830 minutes
Episode Artwork

Efnahagsástandið, rafbílavæðing.

Spegillinn 29. ágúst 2018 Fréttir: Þó að rekstur flugfélaganna verði erfiðari, þýðir það ekki að hér verði kollsteypa, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Gjaldeyrisforðinn sé stærri en nokkru sinni, skuldastaða ríkissjóðs betri en hún hefur verið lengi og eiginfjárstaða bankanna sé góð. Ragnhildur Thorlacius. Eftir 500 daga á hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum hér á landi að vera orðin tíu prósent. Horfurnar á því að markmiðið náist eru ágætar. Árangurinn skrifast þó ekki nema að örlitlu leyti á fjölgun vistvænna bíla. Ísland er næstum best í heimi þegar kemur að nýskráningum rafbíla en enn eru margar hindranir í veginum. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Guðna A. Jóhannesson, orkumálastjóra, og Egil Jóhannsson, forstjóra Brimborgar. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson.
8/29/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 28. ágúst 2018

Stjórnarformaður Icelandair segir mistök hafi verið gerð þegar leiðakerfi félagsins var breytt. Hann segir ekki hafa verið lagt að forstjóranum að segja upp. Félags- og jafnréttismálaráðherra vill að fyrirtæki bretti upp ermarnar og ljúki jafnlaunavottun fyrir áramótin. Engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort dagsektum verði frestað. Fyrirtækið Eco Marine Iceland hóf fyrr í sumar tilraunaveiðar á ljósátu í Ísafjarðardjúpi með nýju veiðarfæri, í samstarfi við norskt fyrirtæki. Verkefnastjóri segir ekki liggja fyrir hvernig eigi að nýta ljósátuna ef veiðarnar gefa góða raun. Tæplega 60% fleiri óku undir áhrifum ávana- og fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu Í fyrren árið áður. Verslunarhús í miðborg Belfast stendur í ljósum logum og óttast menn að það hrynji. Þetta er mesti eldsvoði í borginni um áratugaskeið. Forstjóri Icelandair sagði upp í gær og mikill órói hefur verið á markaði með hlutabréf í félaginu í dag og stutt er síðan fréttir bárust af því að WOW leitaði eftir auknu fjármagni í rekstur sinn. Hver telur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar verða áhrif þess á stöðu ferðaþjónustunnar almennt þar sem hægt hefur á þenslu. Núna eru hafin í Noregi réttarhöld þar sem kviðdómendur fá í síðasta sinn að skera úr um sekt eða sakleysi sakbornings. Mikilli og ruglingslegri umfjöllun samfélagsmiðlum um fræg sakamál er kennt um að kviðdómar séu óstarfhæfir. Að þessu sinni á að að dæma í máli lögreglumanns grunaðann um of mikli tengsl við glæpamenn Óslóarborgar. Gísli Kristjánsson í Noregi segir frá. Skúmey, sennilega yngsta eyja landsins, kom undan jökli um síðustu aldamót. Kristín Hermannsdóttir forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands segir þarna tækifæri á borð við það þegar Surtsey reis úr sæ til að kanna gróðurfar, landmótun og dýralíf. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
8/28/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 27. ágúst 2018

Ólafur Björnsson, verjandi Vals Lýðssonar sem ákærður er fyrir að hafa banað bróður sínum, segir að ekki sé hægt að fallast á að hann hafi gert það af ásetningi. Verjandinn hefur gert athugasemdir við að rannsókn málsins sem Kolbrún Benediktsdóttir, varahérðassaksóknari telur að hafi verði sem skyldi. Rigning kom líklega í veg fyrir mikla gróðurelda við Þingvallavatn í dag, þegar stór sumarbústaður brann til kaldra kola. Tuttugu metra há tré eru allt í kringum bústaðinn. Dæmi eru um að fólk með fötlun setjist í hjólastóla þó það þurfi ekki á þeim að halda, bara til að passa betur í bílana sem Ferðaþjónusta fatlaðs fólks notar. Lögregla í þýsku borginni Chemnitz er með mikinn viðbúnað, eftir fjölmenn mótmæli og óeirðir þar í gær, sem beindust að hluta til gegn innflytjendum og flóttafólki. --- Fyrir ári flúðu hundruð þúsunda Rohingja frá Mjanmar til Bangladess undan ofsóknum og ódæðisverkum stjórnarhersins í Mjanmar. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hvatti í morgun til þess að herforingjar í her Mjanmars yrðu sóttir til saka fyrir þjóðarmorð og stríðsglæpi. Aðalheiður Jónsdóttir, mannfræðingur fór sem sendifulltrúi Rauða krossins til Bangladess í vor og var í Kutupalong-búðunum sem eru fjölmennustu flóttamannabúðir í heimi. Fram á tíunda áratuginn síðustu aldar var fasteignaverð á Íslandi nokkurn veginn það sama hvar sem var á landinu. Ekki lengur - og og engar horfur á að það breytist í bráð. Hræringar sem sjást í stórborgum sjást einnig á Íslandi. Bandaríska þingið vill að fimm stærstu orkufyrirtæki Evrópu verði beitt refsiaðgerðum, láti þau ekki af þátttöku sinni í lagningu gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
8/27/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 24. ágúst. Tannlækningar. Börn af erlendum uppruna. Fjölmið

Fréttir. Með nýjum samningi sjúkratrygginga og tannlæknafélags íslands ætti ábyrgð á tannlæknaferðum aldraðra á hjúkrunarheimilum að færast frá aðstandendum yfir á heimilin sjálf. Þetta segir öldrunartannlæknir. Dæmi séu um að falskar tennur aldraðra á hjúkrunarheimilum séu ekki þrifnar svo vikum skipti. Arnhildur Hálfdánardóttir. Börnum með erlendan bakgrunn vegnar mörgum ekki nægilega vel í íslensku skólakerfi, eins og fjallað hefur verið um í Speglinum í vikunni. Nú er verið að móta nýja menntastefnu til ársins 2030 og Lilja Alferðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að menntun barna af erlendum uppruna, verði stór liður í henni. Ragnhildur Thorlacius. Fjölmiðlar víða um heim hafa beint sjónum að uppgangi hægriafla. Ýmsir spyrja hvort fjöðlmiðlaathyglin ýti undir uppganginum. Sigrún Davíðsdóttir. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson.
8/24/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 23. ágúst 2018. Skúli Mogensen um stöðu WOW, lengd skólaley

Fréttir: Skúli Mogensen, eigandi WOW Air segist bjartsýnn eftir viðræður við fjárfesta, að skuldabréfaútboð félagsins gangi upp. Hann segir að miðað við viðbrögð þeirra snúist málið fyrst og fremst um kjör. Samtök starfsmanna í flugþjónustu í Danmörku vilja grípa til aðgerða gegn Primera Air Nordic, fyrir að brjóta gegn danskri vinnulöggjöf. Félagið er dótturfélag hins íslenska Primera Air. Minnst 74 tilkynningar um utanvegaakstur bárust lögreglu í fyrra. Borgarfjarðarhreppur hefur gripið til þess ráðs að auglýsa eftir fólki til að smala í Loðmundarfirði, í þeirri von að útigangsfé verði þar ekki til vandræða í vetur. Sveitarstjórinn segir að göngumenn þurfi ekki að púla í svitaskýi annarra - ólíkt því sem gerist í líkamsræktarstöðvum. Lengri umfjallanir: Fjárhagsstaða flugfélagsins WOW air hefur verið mjög til umræðu síðustu vikur, eftir að fréttist að félagið væri að reyna að afla milljarða í lánsfé. Skúli Mogenssen, eigandi félagsins, hefur undanfarið hitt fjárfesta í Evrópu, vegna skuldabréfaútboðs félagsins. Jóhann Bjarni Kolbeinsson fréttamaður ræddi við Skúla í dag, um stöðu WOW. Yanis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikkja, segir Grikkland í „varanlegu dái" eftir fjárhagsaðstoð Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lauk í vikunni. Stjórnvöld í Brussel segja að efnahagsáætlun Grikkja hafi gengið upp og bjartari tímar séu fram undan. Við fjöllum um málið síðar í Speglinum. Grunnskólabörn fá oft lengra frí yfir árið en foreldrar þeirra til samans. Þetta misræmi hefur verið mjög til umræðu á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Málið verður tekið fyrir á þingi Alþýðusambands Íslands í haust, í fyrsta skipti. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Grétar Ævarsson.
8/23/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 22. ágúst. Menntun barna af erlendum uppruna. Fjármál flugf

Fréttir. Lengri umfjallanir: Samgöngustofa fylgist bæði með öryggismálum og fjármálum flugfélaga enda litið á fjármálin sem öryggismál. Við ræðum við Þórólf Árnason forstjóra Samgöngustofu. Sigrún Davíðsdóttir. Minnst 2000 nemendur í grunnskólum Reykjavíkurborgar eru af erlendum uppruna. Í prófi sem metur málþroska barnanna, koma 40 prósent þeirra sem fædd eru á Íslandi illa út. Verkefnastjóri í fjölmenningarmálum á skóla- og frístundasviði hefur áhyggjur af því en segir að stjórnvöld hafi áhuga á að bæta stöðuna. Ragnhildur H. Thorlacius. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir
8/22/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 21.ágúst 2018. Viðbrögð við gjaldþrotum flugfélaga, gæðamat

Gjaldþrot stórra flugfélaga vekja alltaf hræringar. Flugfélög og ferðaþjónustan eru náskyld og áföll í flugrekstri hefðu ljóslega áhrif á íslenska hagkerfið. Aðrar þjóðir bregðist misjafnlega við gjaldþroti flugfélaga en það reynist þjóðarbúinu iðulega dýrt ef það er ekki búið að hugsa fyrir slíku áfalli. Sigrún Davíðsdóttir fjallaði um málið. Þörf er á víðtækum úrbótum eigi matskerfi sem er notað til að meta gæði umönnunar á hjúkrunarheimilum og ákvarða greiðslur til þeirra að þjóna tilgangi sínum. Fagfólk skortir þjálfun til að nýta kerfið og eftirlit stofnana þarf að bæta, meðal annars til að koma í veg fyrir að kerfið sé misnotað. Arnhildur Hálfdánardóttir fjallaði um málið og ræddi við segir Ingibjörgu Hjaltadóttur, dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Svíar ganga að kjörborðinu 9. september og kosningabaráttan stendur nú sem hæst. Svíþjóðardemókrötum er spáð umtalsverðri fylgisaukningu en gamlir stjórnmálaflokkar eiga margir í vök að verjast. Bogi Ágústsson fjallaði um málið. Innlögnum á Vog vegna fíknar í sterk verkjalyf fjölgaði um sextíu og sex prósent frá árinu 2015 til 2017. Yfir helmingur sjúklinga á Vogi hefur keypt lyfseðilsskyld lyf á götunni. Óháður aðili verður fenginn til að taka við tilkynningum um kynferðislega áreitni og ofbeldi í íþrótta- og æskulýðsstarfi, verði tillögur starfshóps menntamálaráðherra að veruleika. Um helmingur leikskóla Reykjavíkur er fullmannaður. Enn á eftir að ráða í sextíu og tvö stöðugildi. 153 börn eru á biðlista. Staðan er þó talsvert betri en á sama tíma í fyrra. Samningaviðræður á milli Breta og ESB vegna fyrirhugaðrar úrgöngu Breta úr sambandinu hefjast að nýju á næstunni. Aukins ótta hefur gætt að undanförnu í Bretlandi um að Bretar kynnu að yfirgefa ESB án samnings. Trump forseti Bandaríkjanna hefur útnefnt Jeffrey Ross Gunter nýjan sendiherra á Íslandi. Sendiherralaust hefur verið í eitt og hálft ár. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius Tæknimaður: Mark Eldred.
8/21/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 20.ágúst 2018

Þó að blikur séu á lofti hjá íslensku flugfélögunum hefur ekki komið til tals að ríkið grípi inn í stöðuna með neinum hætti. Skýrar vísbendingar eru nú um að það dragi verulega úr aukningu einkaneyslu heimilanna og lítur allt út fyrir að í ár verði vöxturinn sá minnsti frá árinu 2014. Alls kyns fíkniefni ganga kaupum og sölum í tugum lokaðra Facebook-hópa hér á landi. Meðlimum slíkra hópa fjölgar og fíkniefnasala færist í síauknum mæli á netið. Það eru börn af um eitthundrað þjóðernum í grunnskólum Reykjavíkurborgar og tungumálin sem börnin tala eru minnst 70. Stórum hópi nemenda með erlendan bakgrunn gengur illa að ná tökum á íslensku. Við fjöllum um menntun barna af erlendum uppruna. Umsjónarmaður Spegilsins var Arnhildur Hálfdánardóttir. Tæknimaður var Mark Eldred.
8/20/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 17. ágúst 2018. Menntastefna til 2030, leiðarar ritstjóra v

Fréttir. Lengri umfjallanir: Í menntastefnu sem nú er unnið að, og á að gilda til ársins 2030, á að taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni. Menntamálaráðherra vill auka íslenskukennslu og setja metnaðarfyllri markmið en nú. Spegillinn ræddi við Lilju Alferðsdóttur, mennta- og menningamálaráðherra um nýju stefnuna og spurði hvort það mætti búast við miklum breytingum. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Í gær birtust leiðarar í um þrjú hundruð miðlum vestanhafs þar sem menn lýstu því yfir að þeir birtu ekki falsfréttir, og væru ekki óvinir fólksins. Þetta er gert í nafni frjálsrar fjölmiðlunar og til að bregðast við árásum á fréttamiðla og fullyrðingum um að fjölmiðlar afvegaleiði almenning, fullyrðingum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki verið spar á. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Misjafnt aðgengi íbúa landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins að þjónustu sérfræðilækna stenst ekki lög. Þetta segir Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Brýnt sé að efla heilbrigðisþjónustu á Austurlandi og einn liður í því sé að breyta verkaskiptingu milli heilbrigðisstarfsmanna. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman. Umsjón: Ragnhildur Thorlacius
8/17/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 16. ágúst: Hvalveiðar, heilsugæsla og rauð svæði.

Fréttir. Lengri umfjallanir: Norskir hvalveiðimenn mega drepa tæplega 1300 hrefnur í ár. Veiðarnar eru óumdeildar í Noregi. Gísli Kristjánsson í Noregi gerir upp vertíðina. Síðastliðin ár hefur fjölgað í hópi þeirra sem stunda sérnám í heimilislækningum. Vandinn sem við blasir er engu að síður stór. Á næsta áratug kemst helmingur starfandi heimilislækna á Íslandi á aldur og nú þegar eru fleiri íbúar á hvern heimilislækni hér á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum. Hvernig má standa vörð um heilsugæsluna til frambúðar? Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi það við Elínborgu Bárðardóttur, kennslustjóra sérnámsins, og Hrafnkel Stefánsson, sérnámslækni. Sem stendur eru sex friðlýst svæði á rauðum lista Umhverfisstofnunar og þrettán á appelsínugulum lista. Rauðu svæðinu eru til dæmis Friðlandið að fjallabaki, Geysir, Skógafoss og Mývatn. Þetta eru allt vinsælir ferðamannastaðir. Ragnhildur Thorlacius forvitnaðist um það hjá Ólafi A. Jónssyni, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun, hvernig svæðin sem heyra undir stofnunina, komi undan sumri. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir.
8/16/201830 minutes
Episode Artwork

Skrifstofustjóri hjá borginni vill láta skoða hvort borgarfulltrúar hafi brotið ákvæði sveitastjórnarlaga og skyldu kjörinna fulltrúa, þegar þeir héldu því fram að hún hefði lagt undirmann sinn í einelti. Borgarfulltrúi Miðflokksins boðar ný gögn í málinu á morgun. Fjöldi hefur farist í flóðum á Suður-Indlandi, hundruð húsa hafa skemmst og ræktarlönd eru ónýt. Varað er við miklum rigningum næstu daga. Flugfargjöld hafa lækkað meira en flugfélögin þola, að mati Kristjáns Sigurjónssonar, ritstjóra túristi.is. Hann býst við að farmiðaverð hækki. Í Speglinum spáðum við í stöðu WOW air eftir að fregnir bárust af fyrirhuguðu skuldabréfaútboði flugfélagsins. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra segir að tilgangur með frumvarpi um nýja stofnun, sem á að hafa umsjón með umsýslu allra þjóðgarða og friðlýstra svæða, sé að færa málaflokkinn undir eina stjórn. Frumvarpið verður lagt fram í nóvember eða desember. Það myndi kosta hálfa milljón króna að svara fyrirspurn þingmanns um andlát foreldra. Hagstofan segir að hægt sé að svara fyrirspurninni en það kalli á mikla vinnu. Flugfélagið WOW air, sem er í eigu Skúla Mogensen, ætlar í allt að 12 milljarða skuldabréfaútboð, til að brúa bil fram að hlutafjárútboði og skráningu á markað á næsta ári. Kristján Sigurjónsson ritstjóri ferðavefjarins turisti.is hefur fylgst vel með flugfélögum og flugrekstri undanfarin ár. Hann segir að fregnir um að WOW þurfi meira fé, komi ekki á óvart. Sigrún Davíðsdóttir fjallaði um málið. Ferðamenn lofsama The Diamond beach - Demantsströndina og The Black Sand Beach - Svörtu sandfjöruna. Færri Íslendingar þekkja þessi staðarheiti, þó staðirnir séu flestum kunnir enda vel þekktar náttúruperlur. Arnhildur Hálfdánardóttir fjallaði um málið og ræddi við Magnús Björn Ólafsson ritstjóra Guide to Iceland. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Davíð Berndsen.
8/15/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 14.ágúst 2018

Spegillinn þriðjudaginn 14.ágúst 2018 Umsjónarmaður: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Fréttir 8:00 mín Fjölskylda manns á Akureyri segist örmagna og ráðlaus, en hann hefur ítrekað verið sendur heim eftir að hafa sóst eftir að vera lagður inn á geðdeild. Hann er greindur með geðklofa og í neysluvanda. Brúarslysið í Genúa á Ítalíu í morgun er það mannskæðasta sem orðið hefur með þessum hætti síðan um aldamót. Minnst 35 létu lífið þegar nærri 300 metra kafli Morandi-brúarinnar í borginni hrundi. Æ fleiri Bretar styðja nú áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Á meðan berst breska stjórnin við að ná í gegn umdeildum samning við ESB. Algengast er að fólk sé náðað hér á landi vegna líkamlegra eða andlegra veikinda. Síðustu áratugi hefur allt frá einum upp í átta sakfelldum einstaklingum verið veitt náðun ár hvert. Óvissa ríkir um það hversu mörg börn verða tekin inn í leikskóla í Reykjavík í haust. Fjórir hafa boðið sig fram til formanns Neytendasamtakanna, en framboðsfrestur rennur út á morgun. Arnhildur Hálfdánardóttir fjallar um stöðu leiksskólamála í Reykjavík þegar nýtt skólaár er að hefjast. Staðan í daggæslumálum í Reykjavík ræðst að hluta af því hvort tekst að taka elstu börnin inn á leikskóla. Í fyrra var misbrestur á því. Formaður starfshóps sem skilaði tillögum í vor segir kappsmál að stöðva flótta úr stéttinni og auka nýliðun. Ekki liggur fyrir hversu mörg börn verða tekin inn á leikskóla í Reykjavík í haust, þó að ágústmánuður sé hálfnaður. Það skýrist í næstu viku. Rætt er við Þórlaugu Ágústsdóttur, stjórnmálafræðing og fyrrum fulltrúa Pírata í skóla- og frístundaráði. Brexit-óvissa og glundroði setja svip á bresk stjórnmál. Nýleg könnun á Brexit-afstöðu sýnir að stuðningur við Evrópusambands-aðild eykst. Þetta breytir stöðu stjórnarinnar í samningum við ESB. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Grindhvalavaðan sem synti inn í Kolgrafafjörð og tókst að reka út í morgun vekur spurningar um hvalategundir við Ísland, hegðun þeirra, vitsmuni og fleira. Kristján Sigurjónsson tekur upp þráðinn frá i Speglinum í gær og talar við Eddu Elísabetu Magnúsdóttir hvalasérfræðing og aðjunkt við Háskóla Íslands.
8/14/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 13. ágúst 2018

Spegillinn mánudaginn 13.ágúst 2018 Umsjónarmaður: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Fréttir 8:00 mín Grindhvalahjörðin sem synti aftur inn fyrir brúna inn í Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi er þar enn og hefur fært sig innar í fjörðinn. Hvalasérfræðingur segir enga eina einhlíta skýringu á hegðan vöðunnar, hún gæti hafa að elta æti, villst eða jafnvel fælst. Stytta Steinunnar Þórarinsdóttur sem stolið var í Baton Rouge í Louisiana er fundin, eftir að ábending barst frá almenningi. Malbikun fjölfarinna malarvega, endurbætur á vegum í þjóðgarði, yfirborðsmerkingar og tilfærslur á skiltum, eru meðal brýnna verkefna í vegakerfinu á Vesturlandi að mati umferðarsérfræðings. Hann hefur undanfarið kortlagt stöðuna og þörfina á endurbótum í fjórðungnum. Ísraelska ríkissjónvarpið segist ekki hafa bolmagn til að halda Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári, nema fá til þess viðbótarfjármagn frá yfirvöldum. Stjórnvöld segja að fjárlög stöðvarinnar dugi vel til að halda keppnina og neita bónum um meira fjármagn. Kristján Sigurjónsson talar við Eddu Elísabetu Magnúsdóttur um grindhvalavöðuna í Kolgrafafirði og hugsanlegar ástæður veru hennar þar. Einnig um grindhvali almennt, lifnaðarhætti og fleira. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Gylfa Magnússon dósent í hagfræði um efnhagsvanda Tyrkja og fall gjaldmiðils þeirra, lírunnar. Gísli Kristjánsson í Noregi segir frá hremmingum Pers Sandbergs sjávarútvegsráðherra sem sagði af sér vegna brota hans á öryggisreglum. Ástarsamband norska sjávarútvegsráðherrans og ungrar konu af írönskum ættum urðu til þess að hann varð að taka pokann. Samsæriskenningar hafa vaðið uppi í norsku stjórnmálalífi vegna sambandsins og uppi eru kenningar um að hún sé útsendari leyniþjónustunnar í Teheran.
8/13/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 29. júní 2018

Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum að Ísland gefi kost á sér til að taka það sæti sem losnaði í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna við úrsögn Bandaríkjanna . Framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að allt verði gert til að tryggja öryggi mæðra og barna. Vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum eykst álag á heilsugæslustöðvar. Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna, til næstu fjögurra ára. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuþingsins, segir það áhyggjuefni ef Landsréttarmálið verði fordæmisgefandi mál vegna þess að dómstólar séu ekki sjálfstæðir á Íslandi. Ísland er annars flokks í baráttunni gegn mansali, samkvæmt nýrri bandarískri skýrslu, einkum vegna þess að hér hefur ekki verið ákært fyrir mansalsbrot síðan 2010 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fyrst íslenskra þingmanna til að gegna formennsku í mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins. Arnar Páll talar við hana. Hvernig er veðrið? Arnar Páll talar við Höllu Ólafsdóttur, Ágúst Ólafsson og Rúnar Snæ Reynisson.
6/29/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 28. júní

Mikil truflun verður á starfsemi fæðingarþjónustu Landspítalans um mánaðamótin þegar 12 ljósmæður hætta störfum. Konur verða útskrifaðar eins fljótt og hægt er og biðlað hefur verið til samstarfsstofnana í nágrenni Reykjavíkur um hjálp. Á helstu ferðamannastöðum landsins hefur ferðamönnum fjölgað eða fjöldi þeirra staðið í stað það sem af er ári. Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga segir fullljóst að dýrara verði að keyra um göngin en Hvalfjarðargöng. Líklegt sé að meðalgjaldið verði um 1.200 krónur. Búrfellsstöð tvö var gangsett við hátíðlega athöfn í dag. Grímseyingar eru hæstánægðir með tvö ný almenningsklósett í eyjunni. Von er á hátt í fjörutíu skemmtiferðaskipum til Grímseyjar í sumar. Formaður samninganefndar ljósmæðra segir að staðan í kjaradeilunni sé grafalvarleg. Krafa ljósmæðra sé að grunnlaun þeirra hækki í samræmi við aðrar stéttir með sambærilega menntun, lækna, verkfræðinga, lögfræðinga og dýralækna. Ljósmæður vilja líka styttri vinnutíma vegna vaktavinnu.Tólf ljósmæður hætta störfum um mánaðamótin. Aðgerðaráætlun Landspítalans verður sett af stað um helgina. Arnar Páll Hauksson ræðir við Katrínu Sif SIgurgeirsdóttur. Hvert er samband menntunar og starfa á íslenskum vinnumarkaði og hvernig hefur það samspil þróast síðustu tíu ár? Þetta var meðal þess sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skoðaði í nýrri skýrslu fyrir velferðarráðuneytið og er hluti af undirbúningsvinnu við mat á færni- og menntunarþörf á Íslandi. Sigurður Björnsson, hagfræðingur á Hagfræðistofnun, segir að myndin hafi breyst mikið frá því 2008. Anna Kristín Jónsdóttir. Í fyrra var hvarf hitabeltisskógur af svæði á stærð við fjörutíu fótboltavelli á hverri einustu mínútu. Á einu ári gerir það rúmlega 21 milljón fótboltavalla og flatarmál þeirra er stærra en Íslands. Þetta kemur fram í nýrri úttekt bandarísku samtakanna Global Forest Watch. Aðeins einu sinni áður hefur stærra skógsvæði tapast á einu ári, það var árið 2016. Prófessor í skógfræði segir að heilt yfir hafi skógeyðing á heimsvísu minnkað síðastliðin ár en vandinn sé alvarlegur. Arnhildur Hálfdánardóttóttir. Umsjón Arnhildur Hálfdánardóttir
6/28/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 27.júní 2018

Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur ákveðið að taka til athugunar hvernig ákvarðanir eru teknar innan lögreglunnar um störf og skyldur starfsmanna lögreglunnar sem sakaðir eru um refsiverð afbrot. Lagt verður til að fimmta árið í kennaranámi verði launað starfsnám og að Lánasjóður íslenskra námsmanna veiti sértæka styrki til kennaranema, í aðgerðaáætlun sem menntamálaráðherra leggur fram í haust. Markmiðið er að fjölga leikskóla- og grunnskólakennurum. Tveir menn voru í dag úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Þeir eru grunaðir um að hafa látið greipar sópa víða um land á undanförnum dögum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hittast á leiðtogafundi á næstunni. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fékk í dag 64 milljónir króna til að herða eftirlit með heimagistingu. Svíþjóð og Mexíkó komust í dag í 16 liða úrslit heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Þýskaland er úr leik á HM. Sykurskattur, inn- og útflutningur á vatni í plastflöskum og kostnaðarþátttaka sjúklinga er meðal þess sem er Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, efst í huga að loknum fundi með fulltrúum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og ráðamönnum evrópskra smáríkja sem hafa innan við milljón íbúa. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Svandísi Svavarsdóttur. Hvergi fleiri starfsmenn að sinna íþróttamálum. Arnar Páll Hauksson ræðir við Hafrúnu Kirstjánsdóttur. Innstæðutryggingar, bankasamband og evrópskur gjaldeyrissjóður allt var þetta ákaft rætt í kjölfar fjármálaþrenginga evrulanda fyrir tíu árum. Þessi mál eru enn á dagskrá leiðtogafundar ESB nú í vikunni í pólitísku umhverfi þar sem allt er á fljúgandi ferð. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
6/27/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 26. júní 2018

Íslendingar verða að vinna Króata til að eiga von um að komast upp úr riðlinum, fjöldi fólks fylgist með leiknum á útiskjá í Hljómskálagarðinum og þar er Birta Björnsdóttir, fréttamaður. Skjálfti 3,1 varð í Öræfajökli síðdegis og fylgdu nokkrir minni skjálftar en enginn gosórói. Það er skylda umhverfisráðherra að skoða vandlega tillögu um friðlýsingu við Drangajökul; Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra segir hana byggjast á nýjum vísindarannsóknum. Breytt aðalskipulag í Árneshreppi vegna Hvalárvirkjunar hefur verið staðfest af Skipulagsstofnun. 24 ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. 11 uppsagnir taka gildi um mánaðamótin. Flestar eru uppsagnirnar á meðgöngu og sængurlegudeild. Björgunarskipi með á þriðja hundrað flóttamanna var í dag leyft að koma til hafnar á Möltu, eftir að hafa beðið úti á rúmsjó í tæpa viku. Ríki Evrópusambandsins hafa deilt hart um stefnu sambandsins varðandi flóttafólk, og málefni þeirra verða í hámæli á leiðtogafundi ESB síðar í vikunni. Fornleifafræðingar vinna nú að uppgreftri landnámsskála í Ólafsdal við Gilsfjörð í Dalabyggð. Skálinn er líklega frá 9.-10. öld en hann fannst nokkuð óvænt í fyrra, þegar merki um mannvistarminjar sáust á loftmynd. Engar ritaðar heimildir eru til um búsetu á þessum stað. --- Íslenskir stuðningsmenn í Rostov voru bjartsýnir fyrir leik Íslendinga við Króata. Guðmundur Björn Þorbjörnsson ræddi þar við þá Loga Geir, Steinar Gauta, Svein Helga og Baldur Sverrisson. Hangir hann þurr í dag? Þetta er líklega eitt það fyrsta sem málarar á suðvesturhorni landsins spyrja sig að þegar þeir vakna á morgnana þessa dagana. Fyrir þá hefur tíðin verið afleit. Geitungarnir eru líka frekar framlágir en sólarlandaferðir seljast vel. Það má segja að rigningin sé misgóð, sumir græða á henni, aðrir tapa. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá tíðarfarinu og ræðir við Ólaf Sigurmundsson, yfirverkstjóra hjá Malbikunarstöðinni, Höfða, Steinar Smára Guðbergsson, meindýraeyði og Þórunni Reynisdóttur, forstjóra ferðaskrifstofunnar Úrvals Útsýnar. Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, leggur til, að þó að hætt verði innheimta gjöld í Hvalfarðargöngum í haust, verði eftir hálft eða eitt ár aftur byrjað að innheimta gjöld með rafrænum hætti, til að fjármagna nauðsynlegar vegabætur á Vesturlandvegi að göngunum. Gjaldið gæti numið um 100 krónum á bíl. Arnar Páll Hauksson ræðir við Kristján. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Mark Eldred Björg Guðlaugsdóttir stjórnaði útsendingu í fyrri hluta
6/26/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 25. júní 2018

Nái friðlýsingartillögur Náttúruverndarstofnun Íslands fram að ganga eru fyrirhugaðar framkvæmdir við Hvalárvirkjun í uppnámi. Landvernd fagnar tillögunni og hvetur Umhverfisráðherra til að friðlýsa svæðið. Ráðherrar EFTA ríkjanna undirrituðu í dag fríverslunarsamninga við Ekvador og Tyrki. Utanríkisráðherra segir mikilvægt að nýta alþjóðaviðskipti til þess að stuðla að framförum í ríkjum þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Nýtt úrræði fyrir börn sem glíma við fíknivanda verður vonandi tekið í gagið með haustinu, segir félagsmálaráðherra. Í apríl boðaði hann það yrði innan tveggja vikna, en erfiðlega gekk að fá fjármagn. Karolinska sjúkrahúsið í Svíþjóð hefur dregið til baka sex greinar um plastbarkaígræðslur sem birtust í þekktum vísindatímaritum. Paolo Macchiarini er aðal höfundur greinanna og segir í tilkynningu frá sjúkrahúsinu að 7 höfundar séu ábyrgir fyrir vísindalegu misferli. Héraðsdómur Austurlands hefur sýknað fyrirtækið Móður jörð fyrir brot á útlendingalögum og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Ákært var vegna fólks sem vann þar fyrir tveimur árum. Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir ekki sé lengur leyfilegt að fá sjálfboðaliða til starfa í landbúnaði. Athugasemdir hafa verið gerðar af hálfu Fjármálaeftirlitsins við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá öllum sparisjóðum landsins. Hætt hefur verið við fjölda fyrirhugaðra sýninga á söngleiknum Billy Elliot í Ungverjalandi eftir að gagnrýni um að á sýningunni fyrirfinnist samkynhneigður áróður. Þjóðrækni eða þjóðremba - hvernig birtast þessar systur á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Guðmund Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. Stjórnarþingmenn sem styðja Brexit höfðu ástæðu til að gleðjast í liðinni viku Theresa May forsætisráðherra Breta virtist styðja sjónarmið þeirra. En það er grunnt á trausti Brexit-sinna í garð May. Hún lofar klipptri og skorinni úrgöngu en allar tillögur hennar eru bræðingur þess að vera í og utan ESB. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Mark Eldred
6/25/201830 minutes
Episode Artwork

6/22/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 21. júní 2018

Níu manna fjölskylda sem lenti í alvarlegu í bílslysi á Vesturlandsvegi fyrir hálfum mánuði er á batavegi. Fjórir úr fjölskyldunni fóru á gjörgæslu eftir slysið, en sætin í bílnum losnuðu upp af gólfinu í árekstrinum. Lögregla rannsakar það sérstaklega. Fátt virðist benda til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykki í dag lagafrumvörp um málefni innflytjenda, þar sem leggja á bann við að skilja fjölskyldur að. Óeining er meðal Repúblikana um innihald tveggja frumvarpa um málið, og Demókratar eru harðir á móti. Landsréttur hefur hafnað kröfu Atla Helgasonar, sem vildi fá málflutningsleyfi fyrir héraðsdómi aftur. Héraðsdómur féllst á kröfu Atla en ríkissaksóknari áfrýjaði þeim úrskurði. Samgönguráðherra telur að til greina komi að innheimta tímagjöld í umferðinni auk veggjalda. Hann hefur ákveðið að skipa starfshóp til að leggja fram tillögur um bifreiðagjöld og álagningu veggjalda. Ráðherra telur að á næstu 5 til 7 árum væri hægt að innheimta um 160 milljarða króna. Rannveig Sigurðardóttir hefur verið skipuð í embætti aðstoðarseðlabankastjóra til fimm ára. 160 milljónir í veggjöld. Arnar Páll Hauksson talar við Sigurð Inga Jóhannsson. Íslendingar óttast hamfarir, ekki hryðjuverk. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Silju Báru Ómarsdóttur.
6/21/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 20.maí 2018

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ómannúðlegt, hvernig farið er með börn ólöglegra innflytjenda í Bandaríkjunum, þegar þau eru tekin frá foreldrum sínum á landamærunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf í dag í skyn að hann myndi gefa út tilskipun um að þessu yrði hætt. Gylfi Arnbjörnsson ætlar að hætta sem forseti Alþýðusambandsins í haust. Hann tilkynnti þetta á miðstjórnarfundi ASÍ í dag. Hann segist vona að verkalýðshreyfingin nái vopnum sínum og sameinist í störfum sínum fyrir launafólk á Íslandi í komandi kjarasamningum. Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags hefur ákveðið að gefa kost á sér sem forseti ASÍ. Umsvif Íslendinga á Airbnb hafa aukist til muna síðastliðin ár, með tilheyrandi áhrifum á húsnæðismarkaðinn. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði telur ljóst að herða þurfi eftirlit með skammtímaleigu. Mjög mikil aðsókn er í hjúkrunarfræði en einungis fáir komast inn. Forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri segir að skólinn hafi lagt til leiðir til að fjölga klínískum plássum. Loftslagsráð, sem á að veita stjórnvöldum aðhald í loftlagsmálum, kom saman í fyrsta sinn í morgun. Gylfi hættir sem forseti. Arnar Páll Hauksson tala við Gylfa Arnbjörnsson. Lýðræði á undir högg að sækja. Pálmi Jónasson segir frá. Umsjón Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður. Magnús Þorsteinn Magnússon.
6/20/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 19.06.2018

Spegillinn 19.06.2018 Bandarísk yfirvöld tilkynna um úrsögn landsins úr Mannréttindamálaráði Sameinuðu þjóðanna síðar í kvöld. Fjórar deildir á geðsviði Landspítalans verða lokaðar í sumar, vegna manneklu. Maður með geðklofa hefur áhyggjur af þessum lokunum. Erlendir ríkisborgarar leita í auknum mæli á bráðamóttöku vegna langt gengins alkóhólisma og vandamála sem honum tengjast. Yfirlæknir segir erfitt að mæta þessum hópi, sumir séu nýkomnir til landsins, réttindalausir og á götunni. Ef ljósmæður boða til verkfalls verður það í þriðja sinn á 10 árum. Samningafundur er boðaður á morgun hjá sáttasemjara. Lögbann sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media síðasta haust hefur nú verið í gildi lengur en lögbann sem sett var á fréttaflutning Fréttablaðsins árið 2005. Bjór rann nánast til þurrðar í borginni Nizhny Novgorod í Rússlandi í gær þegar Svíar lögðu Suður-Kóreumenn með einu marki gegn engu á HM. Erlendir ríkisborgarar leita í auknum mæli á bráðamóttöku vegna langt gengins alkóhólisma og vandamála sem honum tengjast. Arnhildur Hálfdánardóttir fjallar í Speglinum um málið og ræðir við Önnu Sigrúnu Baldursdóttur og Jón Magnús Kristjánsson. Það skýrist á morgun hvort ljósmæður boða til verkfalls. Fyrsti samningafundur, eftir að félagsmenn felldu samning sem náðist við ríkið um dagin, verður á morgun hjá sáttasemjara. Ef boðað verður verkfall verður það þriðja verkfallsboðun ljósmæðra frá 2008. Arnar Páll Hauksson fjallar um málið í Speglinum og ræðir við Áslaug Valsdóttir og heyrist í fleiri ljóðsmæðrum. Það er ekkert nýtt að breska stjórnin sé aðþrengd í Brexit-málum. Nú þrýsta aðstæður á um skýrari boðskap og það dregur upp á yfirborðið átökin í Íhaldsflokknum. Sigrún Davíðsdóttir fer yfir málið í Speglinum. Umsjónarmaður: Pálmi Jónasson.
6/19/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 18.06.2018

Spegillinn 18.06.2018 Lokanir á geðdeildum í sumar eru vegna skorts á starfsfólki, ekki fjármagni, segir framkvæmdastjóri geðsviðs. Um það bil 4.100 flóttamenn komu til Ítalíu í maí eftir að hafa siglt yfir Miðjarðarhaf. Það er áttatíu og tveggja prósenta fækkun frá sama mánuði í fyrra. Í Þýskalandi stefnir í stjórnarkreppu vegna flóttamannastraumsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað bandaríska varnarmálaráðuneytinu að koma á fót geimher, sem yrði sjötta deild bandaríska hersins. Varðskip Landhelgisgæslunnar, er með ísfisktogarann Akurey í togi, á leið til Reykjavíkur eftir að vél skipsins bilaði. Vladimír Pútín baðar sig í sviðsljósi heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, sem margir kalla HM Pútíns. Vestrænir leiðtogar halda sig fjarri en ýmsir vafasamari karakterar njóta gestrisni Rússa. Pálmi Jónasson fer yfir stöðuna í Speglinum. Núverandi auðlindanýtingi Hellisheiðarvirkjunar er sjálfbær þó ekki sé kveðið upp úr um nýtingartíma raforkufamleiðslunnar. Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að þó að raforkuframleiðslu yrði hætt sé hægt að nýta Hengilssvæðið til heitavatnsframleiðslu í árhundruð. Í dag var kynnt niðurstaða sjálfbærnismats á Hellisheiðarvirkjun. Arnar Páll Hauksson talar við Mörtu Rós Karlsdóttur og Bjarna Má Júlíusson Metanið stígur upp af gömlu ruslahaugunum í Glerárdal, rétt ofan Akureyrar. Stærstur hluti þess fer út í andrúmsloftið þar sem þessi öfluga gróðurhúsalofttegund veldur um 20 til 30 sinnum meiri skaða en koltvísýringurinn sem myndast þegar henni er brennt. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Stefán Steindórsson, Guðmund Hauk Sigurðarson og Guðmund Einar Jónsson
6/18/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 15. júní 2018.

Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku óttast að ekki verði hægt að tryggja öryggi sjúklinga á deildinni í sumar. Reynt hafi verið að kalla á hjálp en svo virðist sem enginn sé að hlusta. Stjórnvöld í Kína ætla að setja verndartolla á bandarískrar vörur. Það er svar við yfirlýsingum Trumps forseta um verndartolla á kínverskar vörur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við þjófum sem hafa stolið greiðslukortum og komist yfir PIN-númer þeirra. Dómari hefur afturkallað tryggingu fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og sent hann í fangelsi fram að réttarhöldum í september Hlutabréf í Arion banka hækkuðu um rúm 18 prósent í dag, á fyrsta degi viðskipta með bréfin í Kauphöll Íslands. Rebekka Rut Harðardóttir, 12 ára, sem verður boltaberi á leik Íslands og Argentínu segist vona að Ísland vinni en spáir líka í jafntefli. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Gísla Kristjánsson í Ósló. Birta Björnsdóttir fréttamaður í Moskvu. Arnar Páll talar við hana. Fjöldi Íslendinga í Moskvu. Arnar Páll talar við Styrmi Elí Ingólfsson farastjóra. í Noregi gripnir þjóðernis- og fótboltanda. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Gísla Kristjánsson í Ósló. Aðflutningur menntaðra útlendinga. Sigrún Davíðsdóttir segir fá. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknmaður Magnús Þorsteinn Magnússon.
6/15/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 14. júní 2018

Vegna skorts á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum munu sumarlokanir verða lengri í sumar en í fyrra á spítalanum.. Aðstoðarmaður forstjóra segir að heildaráhrifin verði meiri nú. Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að skoða þurfi hvers vegna efnahagshrunið hafði slæm áhrif á heilsu margra kvenna frekari en karla. Páll Magnússon, alþingismaður, sem var í gær vikið úr fulltrúaráði Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum, segir í yfirlýsingu að í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum sé reynt að finna sök hjá öðrum. New York-ríki hefur höfðað mál á hendur Donald Trump og börnum hans fyrir að hafa misnotað fé úr góðgerðasjóðnum Trump Foundation. Þess er krafist að sjóðurinn verði lagður niður. Sumarlokanir á Landspítalar. Arnhildur Hálfdánardóttir tala við Önnu Sigrúnu Baldursdóttur aðstorðarmann forstjóra Landspítalans. Kennurum og nemendum fækkar í framhaldsólum. Arnar Páll Hauksson talar við Kristinn Þorsteinsson formann Skólameistarafélagsins. Íslendingar 400 þúsund. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Umsjón Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður Mark Eldred.
6/14/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 13. júní 2018

Seðlabankastjóri segir að það að taka húsnæði úr verbólgumarkmiði Seðlabankans sé eins og að henda barninu út með baðvatninu. Það dragi úr sveiflum í kerfinu að halda húsnæðisliðnum inni. Framkvæmdastjóri Samtaka sjávarútvegsfyrirtækja tekur almennt vel í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um veiðar á næsta fiskveiðiári sem kynnt var í dag Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur fallist á að síma- og sjónvarpsdreifingarfyrirtækin AT&T og Time Warner fái að sameinast. Óvíst er hvort dómsmálaráðuneytið áfrýi niðurstöðunni. Félag Framhaldskólakennara hvetur menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að framhaldsskólakennarar fá full réttindi til að kenna í efstu bekkjum í grunnskóla. Nú séu þeir launasettir sem leiðbeinendur ef þeir kenna í grunnskólum. Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur heimilað bandrísku fjölmiðlafyrirtækjunum AT&T og Time Warner að sameinast. Þór Arnórsdóttir talar við Ólaf Jóhann Ólafsson. Þó að ákveðið hafi verið að leggja niður kjararáð og að laun kjörinna fulltrúa og embættismanna hækki fram vegis í samræmi við launaþróun opinbera starfsmanna er það áfram krafa Alþýðusambandsins að laun bæði ráðherra og þingmanna verði lækkuð í samræmi við þá launaþróun sem samið var um á vinnumarkaði. Arnar Páll talar við Gylfa Arnbjörnsson. Þýska hæliskerfið í kreppu. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá. Umsjón Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður mark Eldred.
6/13/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 12. júní 2018

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna vonast til þess að fundur leiðtoga Norður-Kóreu og Bandaríkjanna marki tímamót í þeirri viðleitni að gera Kóreuskaga að kjarnorkuvopnalausu svæði. Fjárfestar austan hafs og vestan láta sér fátt um leiðtogafundinn finnast. Saksóknari krefst þess að maður, sem varð manni að bana á Austurvelli í Reykjavík í desember, verði dæmdur í minnst 18 ára fangelsi. Þingstörf á Alþingi eru í hnút og óvíst um þinglok. Meirihlutinn í Reykjavík hyggst fjölga ungbarnaleikskólum til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og vinna áfram að Borgarlínu. Nýr meirihlutasáttmáli var undirritaður í morgun. Sól hefur ekki sést á himni í Reykjavík sex daga í röð í þessum mánuði. Það hefur ekki gerst áður í júní, sem jafnan er sólríkur. Nýr meirihlutasáttmáli Viðreisnar, Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir næsta kjörtímabil var kynntur í morgun. Borgarstjóri verður áfram Dagur B. Eggertsson frá Samfylkingu, Formaður borgarráðs verður Þórdís Lóa Þórhallsdóttir frá Viðreisn og Forseti borgarstjórnar Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírötum fyrsta árið en Pawel Bartoszek tekur svo við. Sáttmálinn tekur á tíu málaflokkum. Þar má nefna umhverfis- skipulags- og samgöngumálum, húsnæðismálum, veferð og lýðheilsu, skóla og frístundamálum, atvinnu og jafnréttismálum svo dæmi sé tekið og fjármálum og rekstri. Það eru 12 borgarfulltrúar af 23 í mreirihlutanum. Í minnihluta eru 11 borgarfulltrúar, átta frá Sjálfstæðisflokki og svo einn frá þremur flokkum, Miðflokki, Sósíalistaflokki og Flokki fólksins. Til að ræða meirihlutasáttmálann komu í beina útsendingu í Speglinum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir frá Viðreisn, sem tekur við embætti formanns borgarráðs þann 19. júní og Vigdís Hauksdóttir, Miðflokki, einn fulltrúa í minnihluta. Væntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins til næstu sex mánaða hafa ekki mælst minni en frá upphafi mælinga í byrjun aldarinnar. 40% þeirra telja nú að ástandið í efnahagslífinu muni versna á næstu sex mánuðum.Fjármálaráðherra segir að helsta skýringin sé óvissa vegna komandi kjarasamninga. Þetta kemur fram í könnun Gallups fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankans meðal 400 stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins. Arnar Páll Hauksson talar við Halldór Benjamín Þorbergsson,framkvæmdastjóra SA, Ásdísi Kristjánsdóttur forstöðumann efnahagssviðs SA og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um niðurstöðurnar sem kynntar voru á hádegisfundi samtaka atvinnulífins í dag. Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Grétar Ævarsson
6/12/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 11. júní 2018

Forsætisráðherra segir það áhyggjuefni fyrir Íslendinga að Bandaríkjaforseti virðist breyta stefnu lands síns í því fjölþjóðasamstarfi sem Bandaríkin hafi byggt upp á liðnum áratugum. Ekki er heppilegt að sníða hjúskaparlöggjöf að þeim konum sem eiga erfitt með að slíta sig lausar úr hjónabandi við ofbeldismenn. Þetta segir dómsmálaráðherra. Fundur leiðtoga Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefst í Singapúr að sjö klukkustundum liðnum. Búist er við að hæst beri kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreumanna, gegn því að efnahagslegum refsiaðgerðum verði aflétt og öryggi þeirra tryggt. Mismikil þörf er fyrir þjónustu sérfræðilækna utan Landspítalans og því þarf faglegt mat á þörfina segir Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Miklar umræður hafa orðið um rammasamning sérfræðilækna við Sjúkratryggingar. Nýir læknar komast ekki inn á samninginn þar sem hann er í endurskoðun, þar á meðal læknar á sviðum sem sannanlega er mikil þörf fyrir. Kristján Sigurjónsson ræðir við Rúnar. Kosturinn við að hafa sig lítið í frammi á nýafstöðnum G7 leiðtogafundi var að þá barst engin reiðigusa á Twitter frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. En það hversu ósýnileg Theresa May forsætisráðherra Breta var á fundinum er ekki í takt við margítrekaðar yfirlýsingar um að Bretar séu að hverfa úr Evrópusambandinu til að láta meira og betur til sín taka á alþjóðavettvangi. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Nú á dögunum yfirtók þýski lyfja- og efnaframleiðandinn Bayer bandaríska stórfyrirtækið Monsanto. Bayer greiðir þúsundir milljarða króna fyrir og er samruninn einn af þeim stærstu á heimsvísu. Eftir miklu er greinilega að slægjast, en orðspor Monsanto er ekki þar á meðal. Björn Friðrik Brynjólfsson segir frá. Umsjónarmaður: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Grétar Ævarsson
6/11/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 8. júní 2018

Heilbrigðisráðherra segir að kjaraviðræður ljósmæðra séu að sumu leyti komnar á byrjunarreit eftir að ljósmæður kolfelldu kjarasamning við ríkið. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 64 milljónir í 12 mánaða átak sem snýr að hertu eftirliti með heimagistingu. Búist er við meiri átökum en vant er á leiðtogafundi G7 ríkjanna í kvöld og á morgun. Flest spjót beinast að Bandaríkjaforseta. Konur höfðu kannski sterkari stöðu en við höfum haldið. Þetta segir fræðimaður sem rannsakað hefur hvernig gestgjafahlutverk húsmæðra birtist í íslenskum matreiðslubókum sem gefnar voru út á árunum 1800 til 1975. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Sigurbjörgu Elínu Hólmarsdóttur. Niðurstaða færustu vísindamanna er að Adolf Hitler lést í Berlín undir lok heimstyrjaldarinnar síðari. Þar með ætti að vera ljóst að hann náði ekki að flýja til Suður-Ameríku og þaðan af síður til tunglsins. Pálmi Jónasson. Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið fjallaði á fundi fyrr í vikunni um nýafstaðnar kosningar á Grænlandi og breytingar sem gætu fylgt nýrri ríkisstjórn. Bogi Ágústsson ræðir við Eld Ólafsson og Karl Andreasen. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir
6/8/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 7. júní 2018

Breyta þarf reglum um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til leigufélaga, að mati forsvarsmanna sjóðsins. Landsréttur staðfesti í dag farbann yfir manni sem grunaður er um að vera samverkamaður í innbrotum í þrjú gagnaver í desember og janúar. Búast má við átakafundi þegar leiðtogar G7 hópsins, sjö helstu iðnríkja heims, hittast á fundi í Kanada á morgun. Með því að leggjast á eitt og búa til stóran sameiginlegan gagnagrunn geta norræn ríki rutt brautina á sviði einstaklingsmiðaðra lækninga fyrir heiminn allan. Þetta segir leiðtogi Sameindalæknisfræðistofnunar Finnlands. Stofnunarfundur norrænna samtaka um einstaklingsmiðaðar lækningar var haldinn í dag. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við tvo fræðimenn á ráðstefnunni. Forsætisráðherra Noregs hefur á fundum í Lundúnum varað Breta við aðild að Evrópska efnahagssvæðinu EES í stað fullrar aðildar að Evrópusambandinu.Gísli Kristjánsson frá Noregi. Ný stjórn á Grænlandi hyggst efla samskipti við fleiri þjóðir en Dani og leggur mikla áherslu á umbætur í menntamálum. Bogi Ágústsson ræðir við Unni Brá Konráðsdóttur forseta Vestnorræna ráðsins. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson.
6/7/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 6. júní 2018

Ekkert verður úr lækkun veiðigjalda að sinni, því forsætisráðherra leggur til við formenn annarra flokka að þau verði óbreytt fram að áramótum. Það sé gert til að skapa sátt um þinghaldið. Mikinn reyk leggur frá þaki 115 ára gamals hótels í auðmannahverfi í Lundúnum. Á annað hundrað slökkviliðsmenn berjast við eldinn. Íslands forni fjandi, hafísinn, sást óvenju nálægt landi í morgun norður af Kögri. Einnig virðist vera ísdreif um átta sjómílur norður af Hælavíkurbjargi. Viðræður um myndun nýs meirihluta í Reykja virðast ganga vel að loknum fimmta viðræðudegi. Stefnt er að því að ljúka málefnavinnu áður en ákveðið verður hver sest í borgarstjórastólinn. Efnt var til málþings í dag sem bar yfirskriftina: Ofbeldi sem kerfið lítur fram hjá og ósýnileiki gerenda. Þar sögðu nokkrir þolendur sögu sína. Fjallað er um málþingið síðar í Speglinum. Arnar Páll Hauksson talar við Jenný Kristínu Valberg og Sigrúnu Jóhannsdóttur. „Manni finnst í fljótu bragði að dómurinn sé háður sömu annmörkum og málsmeðferð stjórnvalda og feli jafnvel í sér brot á alþjóðlegum skuldbindingum íslenska ríkisins,“ þetta segir annar lögmanna Freyju Haraldsdóttur. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur lögmann Freyju. Umsjón. Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður. Markús Hjaltason.
6/6/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 5. júní

Stjórnvöld stefna að því að lækka tekjuskatt í neðra þrepi um eitt prósentustig. Fjármálaráðherra segir að þetta geti skilað skattgreiðendum fjórtán milljörðum á ári. Þingflokksformenn allra flokka hafa setið á fundi síðdegis til að freista þess að ná samkomulagi um afgreiðslu mála. Veiðigjaldafrumvarpið var sett á bið í dag á meðan formenn ráða ráðum sínum. Starfshópur um peningastefnu Íslands leggur til að fjármálastöðugleiki hafi forgang á verðstöðugleika, ef þær aðstæður koma upp að ógn skapist gagnvart hinum fyrrnefnda. Hópurinn hefur lagt fram ellefu tillögur til að endurbæta peningastefnu landsins. Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein lýsti í dag yfir sakleysi sínu, þegar ákæra gegn honum um nauðgun og kynferðisofbeldi var tekin fyrir dómsal í New York. Tvítugur maður var úrskurðaður í eins mánaðar gæsluvarðhald í dag fyrir að ræna mann og berja með hjóli í Teigahverfi í Reykjavík um miðjan dag í gær. Lungu eru nýjasta útflutningsvaran í hrossaafurðum til Japans. Þau eru notuð í alls kyns súpur, sem bragðast betur en verkefnisstjóri við útflutninginn hafði búist við. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ætla að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. Formaður VR vill mynda bandalag með öðrum félögum og boðar herskáa kjarabaráttu þegar gerð kjarasamninga hefst í haust. Eins og staðan er innan verkalýðshreyfingarinnar hugnast honum ekki að félagið setjist að sameininlegu samningaborði ASÍ. Framtíð íslenskrar peningastefnu - Björn Friðrik. Viðmælendur: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásgeir Jónsson hagfræðingur. Undirbúa kröfur - Arnar Páll. Viðmælendur: Kristján Þórður Snæbjörnsson formaður Rafiðnaðarsambandsins og Ragnar Ingólfsson formaður VR Blágrænar regnvatnslausnir - Arnhildur. Viðmælandi: Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri Fráveitu hjá Veitum
6/5/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 4. júní 2018

Komiði sæl og velkomin að Speglinum. Umsjónarmaður er Björn Friðrik Brynjólfsson. Landlæknir ætlar að láta meta þörfina fyrir taugalækna og aðgengi að þeim, áður en hann tjáir sig frekar um úrskurð heilbrigðisráðuneytisins, um að synja nýútskrifuðum taugalækni um aðild að rammasamning Sjúkratrygginga. Landhelgisgæslan varar við hafís sem er óvenjunálægt landi eða tólf og hálfa sjómílu norður af Hælavíkurbjargi. Þrjátíu og þrír eru látnir og um þrjú hundruð manns slösuð, eftir eldgosið sem hófst í fjallinu Fuego í Gvatemala í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fullkominn rétt til að náða sjálfan sig fyrir hvaða afbrot sem er. Trump lýsti þessu yfir á Twitter, í tengslum við gagnrýni sína á rannsókn á meintum tengslum starfsmanna kosningabaráttu sinnar við rússneska embættismenn. Kvikmynd Baltasars Kormáks, Adrift, halaði inn 1,2 milljarða króna í tekjur um nýliðna frumsýningarhelgi og var þriðja aðsóknarmesta myndin í Bandaríkjunum. Formaður Eflingar bindur vonir við að ójöfnunarvísitala eða -stuðlull verði settur í kjarasamninga til að sporna við miklum hækkunum forstjóralauna. Yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins, segir skimun fyrir brjóstakrabbameini alltaf hafa verið umdeilda, en er fullviss um að ávinningurinn sé meiri en skaðsemin. Breskir sérfræðingar sendu nýlega frá sér yfirlýsingu um að skaðinn sem reglubundin skimun getur valdið kunni að vera meiri en ávinningurinn. Skimun fyrir brjóstakrabba ekki skaðlaus. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Ágúst Inga Ágústsson yfirlækni og sviðsstjóra leitarsviðs Krabbameinsfélagsins Vill koma á ójafnaðarvísitölu. Arnar Páll Hauksson ræddi við Sóveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar. Viðbúnaður björgunarsveita í sumar. Björn Friðrik Brynjólfsson ræddi við Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg.
6/4/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 1. júní 2018

Viðræður fjögurra flokka um myndun meirihluta í Reykjavík ganga vel. Hvorki Píratar né Viðreisn ætla að gera borgarstjórastólinn að aðalatriði í viðræðunum. Sjúkraflutningamaður á sérútbúnum bíl verður á Þingvöllum í sumar til að stytta viðbragðstíma ef slys verða í þjóðgarðinum. Dregið hefur mjög úr atvinnuleysi í Bandaríkjunum og farið er að bera á skorti á verkafólki. Fimmtíu til sextíu manns bætast að meðaltali á lista skjólstæðinga hjá heilsugæslustöðinni Firði í Hafnarfirði á mánuði. Gagnaver gætu misst viðskiptavini og flugfélög, netverslanir og fleiri lent í vandræðum ef tafir verða á innleiðingu reglugerðar um nýja persónuverndarlöggjöf. Arnar Páll Hauksson. Þeim sem nýta sér aðstoð Mæðrastyrksnefndar hefur fækkað úr ríflega 700 á viku niður í 300 síðan í hruni. Þeir eru hins vegar verr settir en fyrir nokkrum árum. Mæðrastyrksnefnd er 90 ára um þessar mundir. Kristján Sigurjónsson talaði við Önnu H. Pétursdóttur, formann Mæðrastyrksnefndar og Aðalheiði Fransdóttur framkvæmdastjóra. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu vilja ekki framlengja rammasamning ríkisins við hjúkrunarheimili í núverandi mynd. Þau gagnrýna ósamræmi í kröfum eftirlitsaðila til þjónustunnar og segja fjárframlög ekki hafa tekið mið af auknum kostnaði. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Eybjörgu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra SFV og Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar.
6/1/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 31. maí 2018

Þingmenn stjórnarandstöðu kröfðust þess í dag að frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda yrði tekið af dagskrá Alþingis. Þeim varð að ósk sinni. Oddviti Viðreisnar í borginni segir að verkaskipting milli flokkanna sem nú ræða um myndun meirihluta sé enn opin. Fyrsti formlegi fundur flokkanna var í dag. Kjarasamningur ljósmæðra við ríkið gildir út mars á næsta ári og laun hækka um tæp 5% á samningstímanum. Ljósmæður sitja nú á fundi þar sem samningurinn er kynntur. Íslendingar eru mun einsleitari nú heldur en þeir voru við landnám. Þeir voru mjög blandaðir og stór hluti var keltneskur. Þetta eru niðurstöður rannsóknar vísindamanna hjá Íslenskri erfðagreiningu. Stjórnvöld í Washington ætla frá og með miðnætti að setja allt að 25% verndartolla á vörur úr áli og stáli frá Evrópusambandinu. Rjúpu fjölgaði mikið alls staðar á landinu nema á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi. Mælir kerfið það sem það á að mæla? Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Eybjörgu Hauksdóttur framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar og Pétur Magnússon forstjóra Hrafnistu. Svikasaga united Silicon. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Réttur til að eyða gögnum. Arnar Páll Hauksson talar við Eirík G. Guðmundsson þjóðskjalavörð.
5/31/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 30. maí 2018

Spegillinn 30. maí 2018 Meirihlutar í Reykjavík og Hafnarfirði eru í óða önn að taka á sig mynd. Samfylkingin, Vinstri Græn, Píratar og Viðreisn hafa átt í óformlegum viðræðum um myndun meirihluta í borginni síðustu daga. Ellefu manns hafa látist í níu slysum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi það sem af er ári. Ný farþegaspá Isavia, sem kynnt var á Reykjavík Hilton Nordica í morgun, gerir ráð fyrir að færri erlendir ferðamenn komi til Íslands á þessu ári en reiknað hafði verið með. Stjórnvöld vinna að því að innleiða núvitund í skólum og heilsugæslu. Rússneskur blaðamaður, Arkady Babchenko, sem sagt var að hefði verið myrtur í Kænugarði í gær, dúkkaði upp á blaðamannafundi lögreglu í borginni í dag. Á hjúkrunarheimili á Dalvík er hverjum íbúa sinnt í rúmar þrjár klukkustundir á dag að meðaltali. Í Grindavík eru þær tæplega sex. Sums staðar úir og grúir af fagmenntuðu fólki. Annars staðar er skortur. Aðbúnaður íbúa er líka misjafn. Ríkið gerir ekki skýrar kröfur um lágmarksmönnun á hjúkrunarheimilum. Arnhildur Hálfdánardóttir. Milljarðamæringurinn Roman Abramovich hefur fengið ríkisborgararétt í Ísrael en hann er einn ríkasti maður heims og langríkastur í Ísrael. Honum hefur gengið erfiðlega að fá framlengda vegabréfsáritun í Bretlandi og er það tengt deilum Rússa og Breta. Sumir segja að hann sé að missa áhugann á fótboltaliðinu Chelsea sem hann hefur dælt peningum í á umliðnum árum. Pálmi Jónasson. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir Tæknimaður: Grétar Ævarsson.
5/30/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 29.05.2018

Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins skrifuðu undir nýjan kjarasamning hjá Ríkissáttasemjara nú rétt fyrir fréttir. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Mjólkursamsöluna til að greiða 480 milljónir, í sekt fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína og torvelda rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Kona varð af leiðréttingu verðtryggðs fasteignaláns vegna þess að hún gekk í hjónaband stuttu eftir að hún sótti um leiðréttingu. Umboðsmaður Alþingis telur ríkið hafa brotið á konunni. Grípa verður til brýnna aðgerða til að afstýra hungursneyð í Suður-Súdan. Þetta segja hjálparsamtökin Oxfam og segja milljónir manna í hættu. Bresk þingnefnd ályktar að flæði illa fengins rússnesks fjár inn í breskt hagkerfi sé ógnun við öryggi landsins. Leikritið Himnaríki og helvíti fær flestar tilnefningar til Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna í ár. Pálmi Jónasson og Hallgrímur Indriðason fara ítarlega yfir stöðu meirihlutamyndana víðs vegar um land í Speglinum. Stefnt er að því að ný persónuverndarlög hér á landi taki gildi í byrjun júlí. Þegar eru farnar að berast fyrirspurnir til tryggingarfélagsins VÍS um eyðingu persónulegra gagna. Arnar Páll Hauksson fer yfir stöðuna með Rögnu Elízu Kvaran, persónuverndarfulltrúa hjá tryggingafélaginu VÍS. Morðtilræðið við rússneska gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans vakti bresk yfirvöld til meðvitundar um skuggahliðar rússnesks fjár í Bretlandi. Samkvæmt nýrri skýrslu breskrar þingnefndar hefur Vladimir Pútín Rússlandsforseti þetta fé tiltækt í undirróðursstarfsemi sem grafi undan vestrænum gildum. En viðbrögð bresku stjórnarinnar í Skripal-málinu hafa líka afhjúpað breskan tvískinnung gagnvart rússneskum ólígörkum sem auðgast í skjóli Pútíns. Sigrún Davíðsdóttir fer yfir málið í Speglinum. Umsjónarmaður: Pálmi Jónasson
5/29/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 28.05.2018

Óformlegar viðræður flokkanna í Reykjavík um myndun nýs meirihluta hafa farið fram í dag. Allir eru að tala við alla, segja flestir viðmælendur fréttastofu. Forysta Viðreisnar situr nú á fundi til að fara yfir stöðuna. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti þeirra í Reykjavík sagði nú rétt áðan að hún talaði bæði oddvita Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins í dag. Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Bein leið hafa hafið formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í Reykjanesbæ. Atkvæði sem voru greidd í bæjarstjórnarkosningunum í Borgarbyggð verða talin aftur á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn fór fram á endurtalningu þar sem aðeins munar níu atkvæðum á þriðja manni á framboðslista þeirra og fjórða fulltrúa Framsóknarflokksins sem náði inn í bæjarstjórn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og H-lista fólksins hafa rætt saman um myndun meirihluta í bæjarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis. Tillaga um að lýsa yfir vantrausti á störf forseta ASÍ verður borin upp á aðalfundi verkalýðsfélagsins Framsýnar í kvöld. Angela Merkel kanslari Þýskalands ræddi mannréttindi í heimsókn sinni til Kína og talaði við lögfræðinga og aðstandendur baráttufólks fyrir mannréttindum sem er í haldi stjórnvalda í Kína. Pálmi Jónasson fer yfir meirihlutamyndanir víðs vegar á landinu og ræðir við Þórhildi Þorkelsdóttur og Hallgrím Indriðason Arnar Páll Hauksson fer yfir átök í verkalýsfélaginu og vantrausttillögu á formann ASÍ á þingi Framsýnar. Ræðir við Aðalstein Baldursson, formann Framsýnar Úrslit þjóðarkvæðagreiðslu á Írlandi á laugardag um fóstureyðingar mun leiða til breyttra laga um þau efni þar. En úrslitin snerta einnig bresk stjórnmál. Það gæti reynst Theresu May forstætisráðherra Breta erfitt viðfangsefni. tjórn hennar er í raun minnihlutastjórn studd norður-írska Sambandsflokknum. Sigrún Davíðsdóttir fer yfir stöðuna í Speglinum.
5/28/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 25. maí 2018

Meirihlutinn í borginn er fallinn samkvæmt könnun Gallups sem birt var í dag. Samfylking, Vinstri græn og Píratar fengju 11 borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með 28% fylgi og fengi 8 borgarfulltrúa. Samkvæmt könnunni fengju 7 flokkar kjörna fulltrúa. Líkamsleifar sem fundust undan ströndum Snæfelsness eru af 26 ára karlmanni sem leitað hafði verið frá því í mars í fyrra. Breyta þarf stöðu brotaþola í réttarkerfinu segir formaður stýrihóps um kynferðisofbeldi. Íslandi hefur verið skipað í ruslflokk á Norðurlöndunum vegna þess að hér eiga brotaþolar ekki aðild að eigin málum. Að mati yfirlækis á Vogi hefur kókaínneysla hér á landi aukist umtalsvert á síðustu misserum. Leiðtogaumræður í sjónvarpi. Arnar Páll Hauksson talar við Einar Þorsteinsson. Hörmungarsaga Berlínarflugvallar. Halla Ólafsdóttir segir frá. Framtíðarþörf fyrir hjúkrunarrými. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og talar við Pétur Magnússon forstjóra Harnistu. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Grétar Ævarsson
5/25/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 23. maí 2018

Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun á heimili sínu í Hafnarfirði. Framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi segir skorta eftirlit með leigustarfsemi á Íslandi. Staða leigjenda sé mjög slæm. Ísland fellur um fjögur sæti milli ára í úttekt IMD viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni ríkja. Það sem helst dregur Ísland niður er efnahagsleg frammistaða. Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun á heimili sínu í Hafnarfirði. Sveitarfélögin geta gert betur í að auðvelda kosningaþátttöku fatlaðra. Þetta segir Áki Friðriksson formaður Átaks, samtaka fólks með þroskahömlun. Fimm flokkar fengju mann kjörinn í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag, samkvæmt skoðanakönnun Gallups. Gangi könnunin eftir nær framkvæmdastjóri sveitarfélagsins ekki kjöri. Ár er í dag liðið frá opnun verslunar Costco. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
5/23/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 18.maí 2018

Þjóðskrá hefur fellt úr gildi skráningar 12 af þeim 18 sem fluttu lögheimi sitt í Árneshrepp. Að auki hefur einn tilkynnt að hann hafi skráð flutning fyrir mistök. Þjóðskrá hefur ekki lokið rannsókn á sex tilkynningum um lögheimilsflutninga í hreppinn. Í það minnsta tíu eru látin eftir skotárás í skóla í Santa Fe í Texas í Bandaríkjunum. Karlmaður var í dag dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot og brot gegn nálgunarbanni gagvart ungum dreng. Verjandi mannsins segir að dómnum verði áfrýjað. Ný þróunarmiðstöð heilsugæslu tekur til starfa á næstunni. Hún á að leiða faglega þróun allrar heilsugæslu í landinu. Í Speglinum var sagt ítarlega frá hinu konunglega brúðkaupi sem verður í Bretlandi á morgun. Ópólitískir bæjarstjórar á undanhaldi. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og talar við Evu Marin Hlynsdóttur stjórnmálafræðing. Arabaguðinn Mohamed Salah. Pálmi Jónasson segir frá Salah leikmanni Liverpool sem á miklu gengi að fagna um þessar mundir.
5/18/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 15. maí 2018

Það skiptir miklu að leiðbeina og aðstoða fólk sem fær upplýsingar um að líkur séu á að það þrói með sér alvarlega sjúkdóma en það sé ekki skilið eftir úti í kuldanum segir forstjóri Persónuverndar. Búist er við töluverðu álagi hjá erfðaráðgjöf Landspítalans. Aðalsteinn Kjartansson talar við Helgu Þórsdóttur forstjóra Persónuverndar og Vigdísi Stefánsdóttur, erfðaráðgjafa á Landspítalanum. Ísraelsmenn hafa komið fram af mikilli stillingu gagnvart mótmælum Palestínumanna á Gaza. Þetta fullyrti Nikki Haley sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum á skyndifundi Öryggisráðsins síðdegis. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá og heyrist í Nikolay Mladenov, tengilið Sameinuðu þjóðanna við Miðausturlönd og Nikki Haley. Landsvirkjun hagnaðist um rúma ellefu milljarða í fyrra, sem er methagnaður. Jóhann Bjarni Kolbeinsson talar við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar. Um hundrað gestum ofbauð og þeir gengu út af frumsýningu nýjustu myndar danska leiksstjórans Lars von Triers í Cannes. Til er urmull gagna og upplýsinga um fólk ekki síst heilbrigðisupplýsingar hafi það tekið þátt í visindarannsóknum. Í dag var opnaður vefurinn Arfgerði á vegum Íslenskrar erfðagreiningar þar sem fólk getur kannað hvort líkur séu á að það beri BRCA2 genið sem eykur hættu á krabbameinum, ef það er arfberi er því beint til Landspítalans um erfðaráðgjöf. Hvað er erfðaráðgjöf og hvaða máli skiptir upplýst samþykki? Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Vigdísi Stefánsdóttur, erfðaráðgjafa. Þjóðskrá á að tryggja að lögheimili fólks sé rétt skráð en það er erfitt að svara því hversu vel lögheimilsskráningar endurspegla raunverulega búsetu. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman og talar við Ástríði Jóhannesdóttur, sviðsstjóra hjá Þjóðskrá Íslands. Í bresku stjórninni og þinginu er hart tekist á um tvær lausnir varðandi hvað eigi að koma í staðinn fyrir tollabandalag Evrópusambandsins. Undanfarnar vikur hefur hver vika átt að vera úrslitavikan en enn er engin ákvörðunin. Í Brussel yppa menn öxlum, báðar lausnirnar séu óraunsæjar. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Grétar Ævarsson
5/15/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 8. maí 2018

Donald Trump tilkynnir í kvöld hvort hann standi við kjarnorkusamninginn við Íran. Láti Trump verða af hótunum sínum gæti það þýtt stríð í Mið-Austurlöndum að mati sérfræðinga. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, óskaði í dag eftir því að laun hennar verði lækkuð afturvirkt frá 1. janúar síðastliðinum og verði til samræmis við úrskurð Kjararáðs síðan árið 2017. Fáir nýútskrifaðir lífeindafræðingar fást til starfa hjá ríkinu og meðalaldur þeirra sem þar starfa er 55 ár. Formaður félags lífeindafræðinga segir það áhyggjuefni að ekki verði unnt að manna sérfræðistörf í heilbrigðiskerfinu með fagfólki. Umhverfisráðherra sagði á Alþingi í dag að vilji væri til þess hjá ríkisstjórninni að skoða borgarlínu með Reykjavíkurborg. Donald Trump hefur frest til vikuloka til að draga Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi við Íran. Er jafnvel talið að hann kynni ákvörðun sína í kvöld. Láti Trump verða af hótunum sínum gæti það þýtt stríð í Mið-Austurlöndum. Alþjóðasamfélagið hefur reynt allt til að koma í veg fyrir mál þróist á versta veg en vonir til þess fara óðum þverrandi. Pálmi Jónasson fjallar um málið í Speglinum. Eldingum lýstur niður í raflínur og haustlægðir valda usla í uppstöðulónum, jöklarnir bráðna, rennsli í jökulám eykst og þar með getan til að framleiða rafmagn, eins gott kannski ef í hönd fer meiriháttar rafvæðing í samgöngum og iðnaði. Er raforkukerfið búið undir loftslagsbreytingar? Arnhildur Hálfdánardóttir talar í Speglinum við Óla Grétar Blöndal Sveinsson og Guðmund Inga Ásmundsson. Áætlanir Theresu May forsætisráðherra um tollabandalags-fyrirkomulag eru ,,galnar.“ Þessi tæpitungulausa gagnrýni kemur frá Boris Johnson utanríkisráðherra. Theresa May forsætisráðherra er í slæmri Brexit-klípu milli Brexit-sinnaðrar stjórnar og ESB-sinnaðs þings. Sigrún Davíðsdóttir fjallar um málið í Speglinum. Umsjónarmaður: Pálmi Jónasson Tæknimaður: Magnús þorsteinn Magnússon
5/8/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 4. maí 2018

Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var úrskurðaður í eins mánaðar farbann í Héraðsdómi Reykjaness nú fyrir stundu. Ekki er búið að gefa út ákæru í máli lögreglu á hendur honum, sem varðar þjófnað á 600 tölvum úr þremur gagnaverum í janúar og febrúar. Þungt hljóð er í ljósmæðrum vegna kjaradeilu þeirra við ríkið. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt og samkvæmt heimildum fréttastofu ber mikið í milli í deilunni. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir brýnt að landsmenn minnki neyslu og dragi úr myndun úrgangs. Losun gróðurhúsalofttegunda hér verður langt umfram heimildir ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða. Fljúgandi hálka, mjög slæm færð og lélegt skyggni er nú á Holtavörðuheiði. Þar hefur verið mokað í allan dag. Ný stjórn hefur verið mynduð á Grænlandi eftir þingkosningar þar í síðustu viku. Kim Kielsen verður áfram formaður landsstjórnarinnar, sem hefur aðeins eins þingsætis meirihluta. Tvö skipsflök, sem fundust á hafsbotni þegar leitað var að flugvél Malaysian Airlines sem hvarf af yfirborði jarðar í mars 2014, eru líklega kaupskip frá 19. öld. Enginn fær Nóbelsverðlaun í ár. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Pál Valsson rithöfund og útgáfurstjóra Bjarts. Skrifborðin sem starfsfólk Sjúkratrygginga Íslands hefur til afnota eru með þeim hreinni; engar möppur, engar fjölskyldumyndir, engin tæki eða tól, fyrir utan tölvu, mús og hugsanlega nokkur skjöl. Arnhildur Hálfdánardóttir fjalla um opið vinnuumhverfi. Talar við Frey Halldórsson mannauðsstjóra hjá Sjúkratryggingum, tvo starfsmenn og Steingrím Ara Arason forstjóra Sjúkratrygginga. Skylda skattaparadísir til að birta eigendaupplýsingar. Sigrún Stefánsdóttir segir frá.
5/4/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 3. maí 2018

Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif loftlagsbreytinga á íslenskt samfélag hafa lítt verið rannsökuð. Í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar á Íslandi, sem kynnt var í dag, kemur fram að veruleg þörf sé á aðlögun að þeim breytingum sem eru fram undan. Þingmenn Miðflokksins segja Ísland hafa samið af sér með tollasamningi um landbúnaðarvörur við Evrópusambandið. Landbúnaðarráðherra vísar því á bug. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík vill halda flugvellinum í Vatnsmýri, að ókeypis verði í Strætó og að laun kennara verði hækkuð um hundrað þúsund krónur á mánuði. Þó að bannað hafi verið frá 15. apríl að aka á nagladekkjum er lögregla ekki byrjuð að sekta ökumenn. Sektin er komin upp í 80 þúsund krónur en ákvæði er í reglugerð um að taka mið af veðuraðstæðum. Skýrsla um áhrif loftslagsbreytingar á Ísland. Arnar Páll Hauksson ræðir við Halldór Björnsson formann vísindanefndar um loftslagsbreytingar og Snjólaugu Ólafsdóttur ritara nefndarinnar. Heimsmeistarakeppnin í fótbolta árið 2026 verður annaðhvort haldin í Marokkó eða sameiginlega í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Pálmi Jónasson segir frá.
5/3/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 2. maí 2018

Fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, segir að afgreiðsla velferðarráðuneytisins á máli hans sé ekki í samræmi við góða stjórnsýsluhætti og beri vott um vanþekkingu. Lögregla hefur ekki til rannsóknar meint kynferðisbrot föður tveggja stúlkna í Hafnarfirði, sem hefur verið til umfjöllunar undanfarið vegna afskipta fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu. Þingmenn hvöttu forseta Alþingis í dag til að efla stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna barnaverndarmála síðustu daga. Lágt fiskverð er talið helsta ástæða þess að mun færri bátar hófu strandveiðar nú en síðastliðið vor. Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, hafa verið lögð niður. Vinstri græn kynntu í dag stefnu sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðar í mánuðinum. Írska þjóðin er klofin í afstöðu sinni til fóstureyðinga, sem eru bannaðar í landinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um að rýmka fóstureyðingalöggjöfina verður í lok maí. Bragi Guðbrandsson. Viðbrögð við niðurstöðu ráðuneytisins. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Braga Guðbrandsson. Fórtueeyðingar á írlandi. Kristján Sigurjónsson segir frá.
5/2/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 30.apríl 2018

Formaður velferðarnefndar vill að Bragi Guðbrandsson hætti strax við framboð til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Hann njóti ekki lengur trausts. Félgasmálaráðherra vill bíða niðurstöðu óháðrar úttektar á afskiptum Braga af barnaverndarmáli. Fyrri ljósbogaofn kísilvers PCC á Bakka verður settur í gang í kvöld. Tekist hefur að leysa ýmis vandamál sem komið hafa upp síðustu daga og tafið fyrir gangsetningu. Tollar á fjölmargar tegundir matvöru frá Evrópusambandinu verða lækkaðir eða afnumdir á morgun. Formaður Félags atvinnurekenda segir að neytendur muni finna vel fyrir breytingunum. Efling, VR og Verkalýðsfélags Akraness munu krefjast þess í komandi kjarasamningum að lög verði sett til að tryggja réttindi leigjenda. Eftir margra ára þrengingar sjást loksins vísbendingar um efnahagsbata í Grikklandi, að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París. Breskir ráðherrar komast sjaldnast upp með að greina þinginu rangt frá og ,,óvart" er engin afsökun eins og Amber Rudd fyrrum innanríkisráðherra fékk að reyna. Votlendissjóður var formlega stofnaður á Bessastöðum í dag. Fyrsta verkefni sjóðsins verður að endurheimta votlendi í Fjarðabyggð. Ráðherra fyrir velferðarnefnd. Arnhildur Hálfdánardóttir segirf rá og ræðir við Halldóru Mogensen og Ásmund Einar Daðason. Afsögn Amber Rudd innanríkisráðherra Bretlands. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Votlendissjóður stofnaður. Arnar Páll ræðir við Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóra sjóðsins.
4/30/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 2. maí 2018

Bragi Guðbrandsson fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, segir að afgreiðsla velferðarráðuneytisins á máli hans sé ekki í samræmi við góða stjórnsýsluhætti og beri vott um vanþekkingu. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Braga. Einnig heyrist í þingmönnunum Halldóru Mogensen Ólafi Gunnarssyni. Lögregla hefur ekki til rannsóknar meint kynferðisbrot föður tveggja stúlkna í Hafnarfirði, sem hefur verið til umfjöllunar undanfarið vegna afskipta fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu. Þingmenn hvöttu forseta Alþingis í dag til að efla stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna barnaverndarmála síðustu daga. Lágt fiskverð er talið helsta ástæða þess að mun færri bátar hófu strandveiðar nú en síðastliðið vor. Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, hafa verið lögð niður. Vinstri græn kynntu í dag stefnu sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðar í mánuðinum. Írska þjóðin er klofin í afstöðu sinni til fóstureyðinga, sem eru bannaðar í landinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um að rýmka fóstureyðingalöggjöfina verður í lok maí. Kristján Sigurjónsson segir frá.
4/27/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 26.apríl 2018

Öryrkjabandalagið, Þroskahjálp og fleiri samtök hafa í dag fagnað samþykkt frumvarps um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sem oftast er kallað NPA frumvarp. Borgarstjóri þakkar góða niðurstöðu ársreiknings borgarinnar ábyrgri stjórn og mikilli uppbyggingu í borginni. Oddviti sjálfstæðismanna segir hækkun skulda í góðæri rosalega. Stjórnarandstæðingar í Armeníu segja að flauelsbylting sé hafin í landinu. Þeir krefjast þess að öll ríkisstjórn landsins fari frá völdum. Velja á nýjan forsætisráðherra í næstu viku. Bandaríski gamanleikarinn Bill Cosby var í dag fundinn sekur um að nauðga konu í Fíladelfíu fyrir 14 árum Á fimmta tug stórfyrirtækja á Bretlandi stefna að því að útrýma ónauðsynlegu umbúðaplasti. Íslensk stjórnvöld boða aðgerðir til að stemma stigu við plastmengun og plastnotkun í haust. Arnar Páll Hauksson talar við Guðmund Helga Þórarinsson Nýjan formann Félags vélstjóra og málmtæknimanna sem segir að kökunni sé ekki réttlátlega skipt. Launafólk hafi setið eftir og nú sé kominn tími til að leiðrétta það. Hann er sjötti nýi verkalýðsformaðurinn sem kjörinn er á stuttum tíma. Brexit hefur ekki verið stærsti höfuðverkur Theresu May forsætisráðherra undanfarið heldur ásakanir um óvinveitta afstöðu stjórnarinnar til breskra ríkisborgara sem eru ættaðir frá Jamaíka. En Brexit kraumar þó undir niðri. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Lára Jónasdóttir, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, fór með Björgu Magnúsdóttur dagskrárgerðarmanni akandi yfir landamæri Ísraels og inn í Palestínu, nánar tiltekið Í flóttamannabúðir sem eru við múrinn í Bethlehem. Þrátt fyrir mikið landamæraeftirlit á staðnum lentu þær ekki í langri röð, þökk sé diplómata-númeraplötum á bíl Láru. Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
4/26/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 25.mars 2018

Það er enn ein ábendingin um að taka þurfi til hendinni í heilbrigðismálum, að karlmanni á fertugsaldri með heilaskaða skuli einungis bjóðast vist á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Þetta segir heilbrigðisráðherra. Frakklandsforseti kveðst þess fullviss að Bandaríkjamenn eigi eftir að taka þátt að nýju í aðgerðaáætluninni sem samkomulag náðist um á loftslagsráðstefnunni í París. Hann varar Bandaríkin við þjóðernis- og einangrunarhyggju sem einungis eigi eftir að valda þeim skaða. Stjórnmálafræðingur segir margt benda til þess að kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum í næsta mánuði verði lakari en í kosningunum 2014. Þá var hún í sögulegu lágmarki. Þingmaður Flokks fólksins segir að framganga yfirvalda í máli strokufangans sem flúði frá Sogni, hafi verið í hæsta máta óeðlileg og meðalhófs hafi klárlega ekki verið gætt. Borgarflokkur Viðreisnar vill að laun kennara verði hækkuð um 100 þúsund krónur á mánuði. Snjalltæki og sítenging geta skapað fólki frelsi. Það er ekki eins bundið við vinnustaðinn sjálfan, fólk ræður því betur hvenær gengið er frá verkum en krafan um að vera alltaf til taks getur líka haft neikvæð áhrif á fólk og fjölskyldulíf og valdið streitu. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og Helga Dan Stefánsson . Rúmt hálft ár er nú liðið frá því að einhverjir verstu skógareldar í manna minnum geisuðu í Norður-Kaliforníu. Kristján Sigurjónsson segir frá eftirköstum eldanna. Skortir heildarstefnu um ferðaþjónustuna. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Umsjón Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon.
4/25/201830 minutes
Episode Artwork

Töluvert tjón varð í Perlunni þar sem eldur kom upp eftir hádegi. Eldurinn leyndist undir klæðningu og húsið fylltist af reyk. Það var rýmt en fólk var ekki í hættu. Milla Ósk Magnúsdóttir talar við Birgi Finnsson, varaslökkviliðsstjóra við Perluna. Það er krefjandi verkefni að tryggja öryggi mæðra, þegar ljósmæður hafa hætt að sinna heimaþjónustu. Þetta segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Meðgöngu- og sængurlegudeild fyllist fljótt. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana. Bergljót Baldursdóttir tók saman. Sindri Þór Stefánsson var úrskurðaður í sólarhrings gæsluvarðhald í Amsterdam í dag á meðan dómari fer yfir gögn málsins. Stígur Helgason segir frá. Íbúðareigendur í spænsku borginni Palma mega ekki leigja íbúðir sínar ferðamönnum eftir að bann við því tekur gildi í júlí. Ólöf Ragnarsdóttir segir frá. Þó að mánaðarlaun forstjóra Össurar séu nærri 19 milljónir, voru laun forstjóra Kaupþings fyrir hrun sjö sinnum hærri. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að vissulega sé ofurlaunastefnan ekki eins tryllt og hún var fyrir hrun. Verkalýðshreyfingunni svíði það sárt þegar forstjórar með yfir 100 milljónir í árslaun tali um að launafólk eigi að sýna ábyrgð og ógna ekki stöðugleikanum. Arnar Páll Hauksson, segir frá fundi og skýrslu samtaka sparifjáreigenda um ofurlaun. Hann ræðir við Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, Vilhjálm Birgisson, formann Verkalýðsfélags Akraness og Þórunni Sveinbjörnsdóttur formann BHM. Grænlendingar ganga að kjörborðinu í dag og samkvæmt skoðanakönnunum fá stjórnarflokkarnir þrír öruggan meirihluta á þingi. Allir flokkar ganga óbundnir til kosninga svo ekki er víst að stjórnarsamstarfið haldi áfram. Bogi Ágústsson sagði frá, heyrast brot úr kosningaþætti á DR; Ask Rostrup fréttamaður Danmarks Radio, Randi Vestergaard Evaldsen formaður Demókrata og fyrrverandi fjármálaráðherra, Sara Olsvig, formaður IA og Kim Kielsen, leiðtoga jafnaðarmannaflokksins Siumut. Tilveran er flókin í Jerúsalem, hinni helgu borg og átök Ísraela og Palestínumanna setja sitt mark á borgarlífð. Björg Magnúsdóttir dagskrárgerðarmaður hitti á dögunum Láru Jónasdóttur, starfsmann Sameinuðu þjóðanna rétt fyrir utan gömlu borgina.
4/24/201830 minutes
Episode Artwork

Tveir lögreglumenn handtóku Sindra Þór Stefánsson á götu í Amsterdam í gær. Hann veitti enga mótspyrnu og verður leiddur fyrir dómara ytra á morgun. Vilji hann fara strax til Íslands verður hann kominn innan nokkurra daga, segir Rob van der Veen, fulltrúi hollenska saksóknarans. Jóhann Bjarni Kolbeinsson talaði við hann, Kristín Sigurðardóttir tók saman. Heilbrigðisráðherra segir ekki rétt að samningsdrög um heimaþjónustu hafi legið fyrir í ráðuneytinu. Lagðar hafi verið fram tillögur að breytingum á samningnum og rætt hafi verið við Sjúkratryggingar Íslands og áfram verður rætt við þær. Ekið var á gangandi vegfarendur í Toronto, síðdegis. Að minnsta kosti tólf urðu fyrir flutningabíl. Katrín Jakobsdóttur forsætisráðherra vill frekar tala um sýndarfé en rafmyntir og segir þær í lagalegu tómarúmi á Evrópska efnahagssvæðinu. Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að ástandið sé eins og í villta vestrinu. Frelsisflokkurinn sem býður nú fram í fyrsta skipti í borgarstjórnarkosningunum kynnti stefnumál sín í dag. Flokkurinn leggur áherslu á þjóðfrelsi og berst gegn alþjóðavæðingu og fjölmenningarstefnu. Flokkurinn vill byggja þrjú þúsund íbúðir strax á viðráðanlegu verði, greiða götu einkabílsins með því að stækka stofnæðar og fækka hraðahindrunum. Gunnlaugur Ingvarsson er oddviti Frelsisflokksins í Reykjavík. Tæplega 300.000 manns skrifuðu undir bænaskjal um að lífi hunds sem drap eiganda sinn og son hennar yrði þyrmt. Yfirvöld í Hannover í Þýskalandi virtu beiðnina að vettugi og lóguðu dýrinu. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá. Prins er fæddur á Englandi Kjaradeila ljósmæðra við ríkið vegna starfa þeirra á sjúkrahúsum og ágreiningur um greiðslur fyrir heimaþjónustu sem ljósmæður sinna í verktöku tengist ekki segir Bergrún S Jónsdóttir ljósmóðir. Hún sinnir heimaþjónustu og hefur komið að samráði við Sjúkratryggingar Íslands um greiðslur. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við hana. Brot flutt úr svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra á þingi í dag. Mikil loftmengun eykur hættu á því að börn og ungmenni fái Alzheimer. Það sýna rannsóknir bandarískra vísindamanna. Kristján Sigurjónsson segir frá. Hundrað ára fullveldis Íslands verður minnst með margvíslegum hætti í Danmörku og tugir viðburða marka þessi mikilvægu tímamót í sögu Íslands. Starfsfólk sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn ber hitann og þungan af undirbúningnum. Borgþór Arngrímsson hitti Benedikt Jónsson sendiherra í Kaupmannahöfn og spurði hann fyrst um skrautleg flögg við aðaldyr sendiráðsins sem er í menningarhúsinu Norðurbryggju. Umsj
4/23/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 20. mars 2018

Yfirvöld geta ekki haldið mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en sem nemur úrskurði um slíkt, segir lektor í réttarfari. Þau geta þó handtekið menn meðan beðið er eftir ákvörðun dómara um framlengingu gæsluvarðhalds. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að íslenska heilbrigðiskerfið leki hjúkrunarfræðingum. Ástandið á Landspítala þar sem aðgerðum hefur ítrekað verið frestað lagist ekki fyrr en laun hafa verið bætt. Tólf hjúkrunarfræðinga vantar nú á gjörgæsludeildir spítalans. Demókrataflokkurinn bandaríski höfðaði mál í dag á hendur stjórnendum kosningabaráttu Donalds Trumps forseta, rússneskum stjórnvöldum og uppljóstrunarvefnum WikiLeaks. Kostnaður vegna sykursýkislyfja er sá næst mesti miðað við aðra sjúkdóma. Áætlað er að allt að 30 þúsund Íslendingar séu með sykursýki. Arnar Páll talar við Rafn Benediktsson yfirlækni. Ferðaþjónustan leggur meira til þjóðarbúsins en nokkur önnur útflutningsgrein en um leið er hún stærsti áhættuþáttur þjóðarbúsins. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Barnalæknir á Bugl segir löngu kominn tíma til þess að taka út spjaldtölvuvæðinguna og spyr sig hvort hún ýti undir óhóflega skjánotkun barna. Verkefnastjóri spjaldtölvuvæðingar í Kópavogi segir að það sé of snemmt að ráðast í úttekt. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Björn Hjálmarsson, barnalækni, og Björn Gunnlaugsson, verkefnastjóra. Umsjón Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon.
4/20/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 18. mars 2018

Íslenska lögreglan hefur miðlað upplýsingum til fleiri Evrópulanda en Svíþjóðar um strokufangann Sindra Þór Stefánsson. Ekkert hefur spurst til Sindra frá því að hann lenti á Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi um hádegisbil í gær eftir að hafa flúið úr fangelsinu að Sogni. Framkvæmdastjóri BHM segir málaferli óumflýjanleg vegna þess að starfsfólk Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans fái ekki samningsbundnar greiðslur í veikindaleyfi vegna myglu á deildinni. Spítalinn viðurkennir ekki að um atvinnusjúkdóm sé að ræða, Danska lögreglan braut lög þegar hún hindraði mótmælendur og fylgjendur Falun Gong hreyfingarinnar í að mótmæla þegar forseti Kína heimsótti Danmörku. Lögreglan ákvað í dag að greiða mótmælendum skaðabætur. Íslendingar eru jákvæðastir allra þjóða í garð innflytjenda og að vissu leyti sér á báti þegar kemur að uppgangi þjóðernispopúlisma í Evrópu. Þetta segir stjórnmálafræðingur. Sérfræðingur loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna verður formaður loftslagsráðs sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Stefnt er að því að ráðið hefji störf í sumar. Fjórar stúlkur úr leikskólanum Laufásborg tefla á heimsmeistaramóti í skólaskák í Albaníu í apríl. Forseti Íslands hitti stúlkurnar í morgun og hvatti þær til dáða. Halldór Þorgeirsson, forstöðumaður hjá skrifstofu loftslagsamnings Sameinuðu þjóðanna í Bonn, verður formaður loftlagsráðs sem mun hefja störf í júní. Unnið er að því að senda út tilnefningarbréf til þeirra sem munu eiga fulltrúa í ráðinu. Arnar Páll Hauksson talar við Halldór Þorgeirsson og Guðmund Inga Guðbrandsson. Viðskiptastríð milli tveggja stærstu hagkerfa heims, Kína og Bandaríkjanna, er mikið áhyggjuefni. Donald Trump hefur verið digurbarkalegur í yfirlýsingum sínum en margt bendir til þess að Kínverjar sigri í þessu stríði. Bandaríkin eru einfaldlega mun viðkvæmari fyrir afleiðingunum ef deilan vindur enn frekar upp á sig. Pálmi Jónasson segir frá.
4/18/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 17.apríl 2018

Spegillinn 17.04.2018 Strokufanginn komst til Svíþjóðar á fölsuðum skilríkjum. Hann komst í loftið áður en lögreglan vissi að hann hefði flúið. Æ algengara er að að skipulagðir glæpahópar teygi anga sína til Íslands. Þá færist í vöxt að íslenskir glæpamenn starfi með erlendum glæpahópum. Forseti Frakklands varar íbúa Evrópu við því að hálfgert borgarastríð geisi í álfunni á milli frjálslyndra lýðræðissinna og vaxandi tilhneigingar til alræðis í mörgum ríkjum Evrópusambandsins. Sómali sem var sviptur norskum ríkisborgararétti fær ekki afgreidda beiðni um alþjóðlega vernd hér á landi þar sem Norðmenn eru tilbúnir að taka við honum. Þetta er niðurstaða kærunefndar útlendingamála. Hann óttast sjálfur um stöðu sína í Noregi. Samtökin Nei til EU, andstæðingar Evrópusambandsins í Noregi, telja að samþykkt norska þingsins um að innleiða svokallaðan þriðja orkupakka ESB brjóti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Þau hafa hafið söfnun til að standa straum af kostnaði við réttarhöld vegna málsins. Bæði Noregur og Liechtenstein hafa samþykkt tilskipun ESB og nú er beðið eftir því hvaða afstöðu Íslendingar taka. Ef Ísland hafnar tilskipuninni gæti allur viðaukinn um orkumál í EES samningnum frestast til bráðabirgða. Arnar Páll Hauksson fjallar um málið í Speglinum. Grænlendingar ganga til kosninga 24. apríl til að velja nýtt þing. Kim Kielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, ákvað að efna til kosninganna nú þó að kjörtímabilið renni ekki út fyrr en í haust. Kielsen tilkynnti þetta á blaðamannafundi sem boðað var til með skömmum fyrirvara. Bogi Ágústsson fer yfir stöðuna í Speglinum. Í mörg ár hefur norska ríkisolíufélagið Statoil verið langstærsta fyrirtæki á Norðurlöndum - mælt í veltu. En senn eru dagar Statoil taldir. Stjórni fyrirtækisins hefur ákveðið að skipta um nafn til að bæta ímyndina og gera hana umhverfisvæna og nútímalega. Engu verður þó breytt í rekstri, eignarhaldi og framleiðslu eins og Gísli Kristjánsson, okkar maður í Osló rekur í Speglinum.
4/17/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 16.apríl 2018

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands segir að þátttaka Breta í loftárás á efnavopnastöðvar Sýrlendinga á laugardag hafi verið lögmæt og siðferðislega rétt. Sérfræðingar frá Alþjóðlegu efnavopnastofnuninni hafa enn ekki fengið að fara til bæjarins Douma í Sýrlandi, þar sem talið er að gerð hafi verið efnavopnaárás í síðustu viku. Dómsmálaráðherra telur sjálfstæði ákæruvalds og löggæslu vel tryggt með núverandi fyrirkomulagi. Samtök ríkja gegn spillingu segja hættu á pólitískum afskiptum af störfum lögreglu. Formaður Samtaka atvinnulífsins vill að stjórnvöld efni þegar í stað til viðræðna um breytingar á tekjuskatts- og bótakerfum msem gagnist þeim með lægstu launin. Kærunefnd útlendingamála gagnrýnir Útlendingastofnun í úrskurði vegna hælisleitanda sem senda átti til Danmerkur í október á síðasta ári. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Framsóknarflokkinn af kröfu ráðgjafafyrirtækisins Forystu. Flokkurinn þarf því ekki að borga kosningabaráttu Sigmundar Davíðs eins og það er orðað. Norska ríkisstjórnin hefur ekki lýst yfir stuðningi við aðgerðir Bandaríkjananna, Breta og Frakka eftir efnavopnaárásina í Douma í Sýrlandi. Norskir ráðamenn hafa látið orðalagið „ að hafa skilning á“ duga en styðja þó yfirlýsingu NATO um stuðning. Þetta hefir vakið upp spurningar um hvað ráðherrar í ríkisstjórn Erna Solberg séu eiginlega að fara. Gísli Kristjánsson í Noregi fer yfir málið í Speglinum. Viðtal George Stephanopolous við James Comey fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem sýnt var í gærkvöld á ABC sjónvarpsstöðinni hefur vakið mikla athygli. Hann segir að Donald Trump sé siðferðislega óhæfur til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Pálmi Jónasson rekur málið í Speglinum. Fleiri þúsund Berlínarbúar komu saman um helgina og mótmæltu hækkandi húsnæðisverði í borginni. Borg sem hefur verið rómuð fyrir að vera suðupottur menningar og laðar að sér nýja íbúa og ferðamenn en er nú líka suðupottur erlendrar fjárfestingar. Nýlega var greint frá því að Berlín sé sú borg þar sem húsnæðisverð hækkaði mest í heiminum árið 2017. Halla Ólafsdóttir fjallar um málið í Speglinum. Umsjónarmaður: Pálmi Jónasson
4/16/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 13. apríl

Lögreglu grunar að kannabisefni, sem ræktun var stöðvuð á í vikunni, hafi verið hugsuð til útflutnings. Meira en 300 plöntur voru fullsprotnar. Samgöngustofa hefur undanfarin ár veitt 167 leyfi til hergagnaflutninga, ýmist um íslenskt yfirráðasvæði eða til íslenskra flugrekenda utan íslenskrar lofthelgi. Tillögu á þingi kennarasambandsins um að verðandi formaður endurnýi umboð sitt með nýrri kosningu var nú síðdegis vísað frá. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar enn eitt kynferðisbrot stuðningsfulltrúa barnaverndar, sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Íbúðaverð á Norðurlandi hefur hækkað meira en á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Gloppa er í kerfinu þegar kemur að aðstoð fyrir fólk sem missir ástvini sína skyndilega. Koma þyrfti upp einhvers konar sorgarmiðstöð, segir formaður Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. Viktoría Hermannsdóttir ræðir við Huldu Guðmundsdóttur formann Nýrrar dögunar. Landssamband lögreglumanna hefur ítrekað gagnrýnt, vegna meintra pólitískar áhrifa á störf lögreglu, að ráðherra skipi yfirmenn í lögreglunni til fimm ára. Arnar Páll Hauksson talar við Snorra Magnússon, formann Landssambands lögreglumanna. Kosningahnappur Facebook og íslensku þingkosningarnar 2017. Sigrún Davíðsdóttir talar við Elfu Úr Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar. Umsjón Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður Mark Ekdred.
4/13/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 12. apríl 2018

Ljósmæður vilja fá 670 þúsund krónur í byrjunarlaun Alþjóðlegir eftirlitsmenn eru á leið til Douma í Sýrlandi til að kanna ásaknir um eiturefnarás. Rússar var vestrænar þjóðir við afleiðingum þess að bera Sýrlandsstjórn sökum og hóta flugskeytaárás en vaxandi samstaða er um aðgerðir gegn Assad. Ásgeir Tómasson segir frá og heyrist í Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, staðfestir að myndbandið sem sýnir börn sniffa gas þegar þau voru í helgarleyfi í sumarbústað með starfsmönnum á meðferðarheimilinu hafi komið inn á borð Barnaverndarstofu. Freyr Gígja Gunnarsson segir frá. Áskorun um að nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, endurnýi umboð sitt var frestað til morguns á þingi sambandsins í dag. Viðreisn ætlar að bjóða fram undir eigin merki í Hafnarfirði í vor eftir að áform um sameiginlegt framboð með Bjartri framtíð runnu út í sandinn vegna ágreinings innan Bjartrar framtíðar. Sveitarstjón Langanesbyggðar óttast, að ef frumvarp um breytingar á stjórn fiskveiða verður að lögum óbreytt, gætu strandveiðar lagst af á vissum landsvæðum. Ágúst Ólafsson ræðir við Elías Pétursson, sveitarstjóra í Langanesbyggð. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst fjármagna mat erlendra sérfræðinga á leiðum fyrir Vestfjarðaveg 60 um Gufudalssveit. Sveitarstjórn hafði áður samþykkt að nýr vegur skyldi liggja um Teigsskóg, sem er í samræmi við vilja Vegagerðarinnar. Formaður lögreglustjórafélagsins segir að æðstu stjórnendur innan lögreglunnar sé lítt varðir gagnvart pólitísku áhrifavaldi. Í skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, er bent á að dómsmálaráðherra skipi og endurráði alla lögreglustjóra. GRECO-nefndin telur að liggja þurfi fyrir skýr og gagnsæ rök fyrir að endurráða þá ekki. Arnar Páll Hauksson ræðir við Úlfar Lúðvíksson, formann Lögreglustjórafélags Íslands. Hvernig verður þróun á vinnumarkaði næstu ár og áratugi með tilkomu snjalltækja, þjarka og vélmenna. Katrín Ólafsdóttir lektor við Háskólann í Reykjavík hefur tekið þátt í norrænum rannsóknum á framtíð vinnunnar. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hana um 4 byltingin. Nú er tími farfuglanna og þessa dagana er mikil flugumferð yfir Atlantshafið til Íslands. Sífellt berast fréttir af nýjum tegundum fugla sem leggja leið sína til landsins. En ekki eru allar fuglafréttir góðar fréttir. Smáfuglar í Evrópu eru nú um það bil 500 milljónum færri en þeir voru árið 1980. Í Frakklandi hefur smáfuglum fækkað um þriðjung á fimmtán árum. Stóraukin notkun eiturefna í landbúnaði er talin helsta orsökin. Borgþór Arngrímsson se
4/12/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 11. mars 2018.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varaði Rússa við því í dag að flugskeytaárásir á Sýrland væru yfirvofandi, sem svar við efnavopnaárás á bæinn Douma. Rússar segja að árásum verði svarað. Fjármálaráðherra segir að ef gengið yrði að kröfum ljósmæðra myndi það setja aðrar kjaraviðræður í uppnám. Í miðjum viðræðum hefðu þær lagt fram nýjar kröfur sem séu algerlega óaðgengilegar. Dæmi er um að aðgerð á sjúklingi á Landspítalanum hafi verið frestað sex sinnum. Læknaráð spítalans lýsir yfir miklum áhyggjum af viðvarandi skorti á legurýmum á gjörgæsludeildum. Ekki hefur verið upplýst hvað varð til þess að 257 manns fórust í Alsír þegar herflugvél hrapaði skömmu eftir flugtak. Hvers vegna nást samningar ekki við ljósmæður? Arnar Páll Hauksson talar við Áslaugu Valsdóttur, formann Ljósmæðrafélags Íslands. Frambjóðendur í Mexikó drepnir. Kristján Sigurjónsson segir frá. Myglan herjar á dönskum söfnum. Borgþór Arngrímsson í Kaupmannahöfn segir frá.
4/11/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 10.apríl 2018

Samtökin GRECO vilja að settar verði reglur um samskipti ráðherra og hagsmunaaðila, og að vitund ráðherra um opinber heilindi verði efld. Upptök eldsvoðans í Miðhrauni í Garðabæ í síðustu viku voru við eldvegg í miðrými hússins, þar sem lager Icewear er til húsa. Þetta er niðurstaða vettvangsvinnu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem lauk í dag. Þingmaður Vinstri grænna skorar á fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir lausn á kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Forstjóri Persónuverndar segir að með nýjum persónuverndarlögum geti fólk fengið að vita hverjir vinna persónuupplýsingar um það og í hvaða tilgangi. Óvinnufærir einhleypir karlar eru meirihluti þeirra sem fá fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg til að framfleyta sér. Þetta kemur fram í lykiltölum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sem birtar verða á næstunni. Árið 2019 er stefnt að því að Ísland geti gert Sameinuðu þjóðunum grein fyrir því hvernig gengur að framfylgja fjórtánda heimsmarkmiðinu um sjálfbæra þróun. Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem ekki hefur skilað slíkri greinargerð. Hrein peninga- og skuldabréfaeign heimilanna hefur ekki verið meiri frá því árið 2003, þegar Hagstofan hóf að taka tölurnar saman. Eignirnar námu tæpum 3.736 milljörðum króna og hækkuðu um rúman 421 milljarð frá árinu áður. Hópur fólks mótmælti með þögninni að hætta eigi fjárframlögum til Hugarafls í dag , utan við velferðarráðuneytið. Samtökin hafa unnið með teyminu Geðheilsu-eftirfylgd. Formaður Hugarafls segir að með þessu sé verið að skerða þjónstu við notendur. Togararnir Breki og Páll Pálsson eru nú á heimleið frá Kína þar sem þeir voru smíðaðir. Eftir um það bil tvo sólarhringa fara þeir um þekkt sjóræningjasvæði. Þrír þungvopnaðir hermenn eru því um borð og munu þeir fylgja áhöfninni til Rauðahafsins. Ísland vann Færeyjar 5-0 í undankepppmn HM kvenna í Þórshöfn í dag. Svifryk frá flugeldum um áramótin verður að teljast afar varasamt. Það mælist afar hátt, stór hluti þess virðist mjög fínn, það er málmríkt, kolefnisríkt, brennisteinsríkt og klórríkt. Þetta er niðurstaða mælinga sem Umhverfisstofnun í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, gerði um áramótin. Mengunin um miðnætti er sú mesta sem mælst hefur á höfuðborgarsvæðinu og jafnast á við menguðustu borgir Kína. Kristján Sigurjónsson talar við Þorstein Jóhannsson sérfræðing í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er hlynnt því að draga línur milli viðskiptabanka og f
4/10/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 9.apríl 2018

Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir að draga verði Bashar al-Assad Sýrlandsforseta og þá sem styðja hann til ábyrgðar, reynist rétt að árás með eiturgasi hafi verið gerð á íbúa bæjarins Douma. Velferðarráðherra segir að úrræði fyrir ungmenni sem glíma við fíkn verði komið í gang innan tveggja vikna. Foreldrar 17 ára barns sendu neyðarkall á alla þingmenn í morgun. Þar gagnrýndu þau harðlega úrræðaleysi fyrir börn með fíknivanda. Formaður Landssambands kúabænda segir samþykkt kúabænda á aðalfundi um áframhaldandi framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu vera afgerandi skilaboð til stjórnvalda við endurskoðun búvörusamninga. Og við heyrum í besta söngvara hafdjúpanna í Speglinum. Aldrei fyrr hafa jafnmargir flokkar eða framboð lýst yfir framboði í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík og þann 26. maí í vor. Eins og staðan er nú er útlit fyrir að 14 listar verði í kjöri. Kristján Sigurjónsson talar við Evu H. Önnudóttur dósent í stjórnmálafræði við HÍ. Hæstaréttarlögmaður telur að miðað við ákvæði laga um þjónustukaup gæti bótaskylda hvílt á leigusala vegna tjóns á búslóðum í geymslunum sem eyðilögðust í eldi í Garðabæ fyrir helgi. Glæður í rústunum og hætta á hruni hafa tafið lögreglurannsókn í dag. Arnar Páll Hauksson talaði við Guðna Haraldsson hæstaréttarlögmann. Í dag eru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu danska arkitektsins Jørn Utzon, mannsins sem teiknaði eina þekktustu byggingu sem reist var á síðustu öld, Óperuhúsið í Sydney. Borgþór Arngrímsson segir frá.
4/9/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 6. mars 2018

Hætta á hruni veldur því að rannsókn lögreglu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði í Garðabæ í gær er skammt á veg komin. Þrítug kona og þrjár dætur hennar standa uppi slyppar og snauðar eftir brunann í í gær. Þar var það sem eftir var af búslóð þeirra. Þær þurftu að henda hinum hlutanum þegar þær fluttu út úr leiguíbúð fyrir tveimur vikum vegna myglu. Félagsmálaráðherra ætlar að kynna innan tveggja vikna bráðaaðgerðir til að bregðast við vanda ungra fíkla. Fimmtán þingmenn vilja að Alþingi lýsi því yfir að það hafi verið rangt að leggja til málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum 2010 og að þeir verði beðnir afsökunar. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er stefnt að því að innheimta komugjalda hefjist 2020 og að þau skili 2,5 milljörðum í ríkissjóð. Móðir sem missti dóttur sína af slysförum, segir að fólk, sem missir nákominn skyndilega, oft gleymast. Viktoría Hermannsdóttir talaði við Hrönn Ásgeirsdóttur Einræði í Ungverjalandi. Pálmi Jónasson fjallar um ástandið í Ungverjalandi og þingkosningar sem verða þar um helgina. Vilja ekki komugjöld yfir vetrartímann. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.
4/6/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 5.apríl 2018

Húsið að Miðhrauni 4 í Garðabæ, þar sem eldur kviknaði í morgun, er gjörónýtt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur síðdegis notað vinnuvélar til að rjúfa þak og veggi hússins til þess að komast betur að eldinum og slökkva í öllum glóðum. Talið er að allt sem var í húsinu sé ónýtt. Lager fatafyrirtækisin Icewear brann og eignir í 200 geymslum skemmdust eða eyðilögðust. Framkvæmdastjóri Geymslna segir hræðilegt að koma að brunanum og eyðileggingunni. Óvíst er að þeir sem áttu muni eða búslóðir í geymslunum í Miðhrauni í Garðabæ fái tjón sitt bætt. Það gæti verið háð því að tilkynnt hafi verið sérstklega um þessar eignir til tryggingafélags. Þetta segir tryggingasérfræðingur. Þýskur dómstóll úrskurðaði í dag að Carles Pudgimont, fyrrverandi forseti landsstjórnarinnar í Katalóníu verði ekki framseldur til Spánar. Rektor Háskóla íslands segir að vinnubrögð Tómasar Guðbjartssonar, læknis og prófessors við Háskóla Íslands, í plastbarkamálinu svokallaða hafi verið aðfinnsluverð. Breskir sérfræðingar í eiturefnarannsóknum telja sig vita í hvaða verksmiðju í Rússlandi taugaeitrið Novichok var framleitt, sem notað var til að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury á Englandi fyrir rúmum mánuði. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður og einn af stofnefndum Pírata, er hætt í flokknum. Arnar Páll Hauksson talaði við Þorstein Þorsteinsson sérfræðing hjá VÍS um hvernig tryggingamálum þeirra sem leigja geymslur sér háttað. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Björn Hjálmarson lækni á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans um óhóflega notkun snjalltækja
4/5/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 4. mars 2018

Ríkissjóður stendur mjög vel og hefur svigrúm til uppbyggingar innviða, sögðu forsætis- og fjármálaráðherra þegar fjármálaáætlun til 2023 var kynnt. Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um 600 milljarða undanfarin ár. Verja á 124 milljörðum í samgöngur og fjarskiptamál, fé sem meðal annars fæst með arði af fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins. Yfir 100% munur getur verið á heildarkostnaði lánveitenda á skammtímalánum. Forsætisráðuneytið taldi 2014 það ekki samræmast siðareglum ráðherra að þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra fengi lánaða skartgripi hjá gullsmiði til að bera opinberlega. Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um endurbætur á lögum á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsins. Nefndin á að skila fyrstu tillögum í haust. Þingmaður VG óttast að þátttaka í samevrópska orkumálakerfinu geti torveldað aðgerðir til að gera Ísland kolefnishlutlaust. Alvarlega rætt um að leggja brú yfir Kattegat milli Sjálands og Jótlands í Danmörku. Borgþór Arngrímsson í Kaupmannahöfn segir frá. Nýr dómsmálaráðherra tekur við í Noregi. Gísli Kristjánsson í Osló.
4/4/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 3. apríl 2018

Pattstaða í deilu ljósmæðra og ríkisins, Bergljót Baldursdóttir ræðir við Áslaugu Valsdóttur formann Ljósmæðrafélagsins. Bilun í flugumsjónarkerfi. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir sagði frá. Grunur um manndráp á Gýgjarhóli II Hundar sem bíta eru í aðstæðum sem þeir ráða ekki við og það er eigendum að kenna segir Björn Ólafsson, hundaatferlisfræðingur. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir tók saman úr Síðdegisútvarpinu á rás 2. Umskurðarfrumvarp er mörgum áhyggjuefni að því fram kemur í umsögn utanríkisráðuneytisins. 40 ár síðan fyrsti Dallas-þátturinn var sýndur.Birta Björnsdóttir segir frá og talar við Hinrik Bjarnason, fyrrverandi dagskrárstjóra. -Skólaforðun er nýtt hugtak yfir gamalt vandamál. Una Björg Bjarnadóttir og Hulda Björk Finnsdóttir, félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg, segja hegðunina algengari en flestir geri sér grein fyrir og að svo virðist sem þröskuldurinn hér á landi sé of hár þegar kemur að fjarveru barna frá skóla. Þær sitja í starfshópi velferðarsviðs um vandann sem fagfólki í borginni finnst vera að aukast. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við þær. -Tilvist helvítis er umdeild en það er til segir Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju þó að það sé ekki ákveðinn staður. Í Biblíunni sjálfri fer lítið fyrir sögum af helvíti sem bústað andskotans. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Davíð Þór. Spegillinn 3. apríl 2018 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir
4/3/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 28. mars 2018

Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir mun yngri börn neyta harðari fíkniefna en áður. Þróunin sé skelfileg. Um hundrað og fimmtíu manns sem eiga far með með ferjunni Norrænu til Færeyja og Danmerkur í kvöld hafa ekki komist yfir Fjarðarheiði vegna vonskuveðurs. Írar hafa ákveðið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort leyfa eigi fóstureyðingar. Fylgi Vinstri grænna minnkar og fylgi Viðreisnar eykst samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um fjögur prósentustig. Viagra er tuttugu ára. Pálmi Jónasson segir frá. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna í lok maí hefst á laugardaginn hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Tveir mánuðir eru í kosningar. Arnar Páll Hauksson segir frá. Síðastliðin þrjú ár hafa fjórir eða fimm dagforeldrar verið sviptir leyfi tímabundið í Reykjavík. Borgin vill að gerð verði sú krafa að dagforeldrar starfi saman, tveir eða fleiri. Formaður félags dagforeldra segir að líklega myndu margir hætta yrði ráðist í slíkar breytingar. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og talar við Kristínu Ólafsdóttur og Skúla Helgason.
3/28/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 27.03.2018

Spegillinn 27.03.2018 Talið er að níu manns hafi látist hérlendis vegna ofneyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum eða fíkniefnum það sem af er þessu ári. Utanríkisráðherra Rússlands, segir að þau lönd sem ráku rússneska erindreka úr landi í gær hafi verið undir þrýstingi frá ráðamönnum í Washington. Tilskipun Evrópusambandsins í orkumálum sem norska þingið samþykkti síðustu viku, mun ekki taka gildi þar ef Alþingi hafnar henni. Útlit er fyrir að meirihluti Alþingis sé á móti henni. Fimm lífeyrissjóðir hafa kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra og stjórnarmann United Silicon, til embættis héraðssaksóknara. Náttúruverndarsamtök Suðurlands og Landvernd hafa kært nýtt framkvæmdaleyfi vegna Brúarvirkjunar, í efri hluta Tungufljóts í Biskupstungum. Ef Alþingi samþykkir ekki þriðju tilskipunina í orkumálum mun hún ekki taka gildi í Noregi. Norska þingið samþykkti hana í síðustu viku. Til að hún öðlist gildi þurfa öll EFTA löndin þrjú að samþykkja. Utanríkisráðuneytið telur óljóst hver lagaleg og pólitísk áhrif yrðu ef Ísland samþykkir ekki. Það telur þó ekki ólíklegt að áhrif slíkrar ákvörðunar á EES- samstarfið yrðu meiri en aðeins þau að gildistöku yrði frestað til bráðabirgða. Arnar Páll Hauksson segir frá. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt sex höfðingjum frumbyggja, sem voru líflátnir fyrir 150 árum, sakaruppgjöf og hreinsað mannorð þeirra. Trudeau baðst formlega afsökunar á ódæðinu í kanadíska þinginu. Pálmi Jónasson tók saman. Margir þeirra sem berjast gegn spillingu í heiminum telja London eina allsherjar þvottastöð fyrir illa fengið fé. Sigrún Davíðsdóttir fór í ferð um borgina með samtökum sem berjast gegn þjófræði og peningaþvætti í breskum eignum. Erindið var að sjá húseignir í eigu Rússa í innsta hring Vladimir Pútíns Rússlandsforseta sem sumir telja auðugasta mann í heimi. Tilgangurinn var að minna á þessi tengsl eftir tilræðið við gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
3/27/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 26.03.2018

Spegillinn 26.03.2018 Ísland ætlar ekki að senda rússneska sendiráðsmenn úr landi eins og fjölmörg ríki hafa ákveðið í dag. Stjórnvöld í yfir tuttugu ríkjum austan hafs og vestan ætla að reka rúmlega eitt hundrað rússneska sendiráðsstarfsmenn úr landi vegna taugaeitursárásar í Bretlandi fyrr í þessum mánuði. Rússar ítreka að hafa engan hlut átt að máli. Ekki er vitað hvort eða hvernig aðgerðunum í dag verður svarað. Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton Vasiliev, mætti á sjötta tímanum til fundar við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg. Oddviti Pírata í Reykjavík segir að lögð verði áhersla á aukið gagnsæi í borgarstjórn, komist Píratar til valda í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Klámmyndastjarnan Stormy Daniels fullyrti í fréttaþættinum 60 mínútum í nótt að henni hefði verið hótað líkamsmeiðingum ef hún greindi frá kynferðislegu sambandi hennar við Donald Trump árið 2006. Hún segir að Trump hafi verið óaðlaðandi en fór engu að síður með honum í rúmið. Hún var 27 ára en hann sextugur. Pálmi Jónasson fjallar um málið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að Alþingi ræði það hvort hagsmunum Íslands sé betur borgið innan eða utan hins sameininglega orkumarkaðar Evrópusambandsins. Hann segist hallast að því að Ísland eigi að vera utan markaðarins og halda fullum yfirráðum yfir raforkunni. Eftir páska mun Alþingi taka afstöðu til þriðju tilskipunar ESB í orkumálum. Arnar Páll Hauksson segir frá. Uppljóstrari sem 2016 vann á vegum samtaka sem börðust fyrir úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu hefur nú aukið í söguna af aðkomu Cambridge Analytica í baráttunni. Samkvæmt Shahmir Sanni voru lög um kosningafjármögnun brotin. Málið beinir athyglinni að lykilráðherrum Íhaldsflokksins, hvað þeir vissu og vissu ekki. Þeir neita öllu misjöfnu en málið er óþægilegt fyrir flokkinn og Theresu May forsætisráðherra. Frjálsir demókratar og fleiri krefjast nú rannsóknar. Sigrún Davíðsdóttir fjallar um málið
3/26/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 23.mars 2018

Enn liggur ekki fyrir hvenær og hvort atkvæði verða greidd um frumvarp um lækkun kosningaaldurs í 16 ár sem rætt hefur verið á Alþingi meira og minna í allan dag. Forseti Frakklands lýsti því yfir í dag að ríki Evrópusambandsins myndu svara mögulegu viðskiptastríði við Bandaríkin kröftuglega. Rúmlega þrítugur karlmaður var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku. Í tölvu hans fannst skjal með ýmsum nöfnum og fæðingarárum. Ljóst er að þrír féllu og 16 særðust, þar af tveir alvarlega, í árás byssumanns á þrjá staði í nágrenni borgarinnar Carcassonne í Suður-Frakklandi í morgun. Formaður félags framhaldsskólakennara segir að staðan í kjaraviðræðum framhaldsskólakennara sé alvarleg. Hún vonar að ekki þurfi að koma til verkfalls. Það hefur verið óvenju líflegt í íslenskri kvikmyndagerð undanfarna mánuði. Átta leiknar íslenskar kvikmyndir hafa verið frumsýndar frá því í september á síðasta ári, fyrir utan stuttmyndir og nokkrar heimildamyndir. Þau Gunnar Theodór Eggertsson og Nína Richter fylgjast vel með íslenskum og erlendum kvikmyndum. Kristján Sigurjónsson ræddi við þau. Í gær kynnti meirihlutinn í borginni tillögur um að fjölga leikskólaplássum um 750 til 800 á næstu sex árum með það að markmiði að öll börn á aldrinum 12-18 mánaða komist inn í leikskóla. Haraldur F. Gíslason, formaður félags leikskólakennara hefur áhyggjur af því að erfitt verði að manna stöður leikskólakennara. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við hann. Norskir andstæðingar tilskipunar Evrópusambandsins í orkumálum sem gengur undir nafninu þriðji orkupakkinn horfa til afstöðu Íslands sem gæti ráðið miklu. Norska Stórþingið í Noregi samþykkti innleiðingu tilskipunarinnar í gær en mjög skiptar skoðanir eru um málið. Arnar Páll Hauksson.
3/23/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 22.mars 2018

Forsætisráðherra fundaði síðdegis með foystumönnum allra samtaka launafólks þar sem ákvörðun miðstjórnar um að taka ekki sæti í þjóðhagsráði var rædd. Samþykkt var á Alþingi í dag eftir aðra umræðu að lækka kosningarétt til sveitarstjórnarkosninga í 16 ár. Atkvæði féllu þvert á flokka. Þriðja og síðasta umræða verður líklega á morgun. Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni hafa þurft að kljást um vektakalækna sem fara á milli heilsugæslustöðva og fá greitt upp í 220 þúsund krónur fyrir daginn. Varið verður tveimur komma átta milljörðum króna til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og öðrum ferðamannastöðum. Leikskólaplássum verður fjölgað um allt að átta hundruð á næstu árum, komi aðgerðir sem borgarstjórn Reykjavíkur kynnti í dag, til framkvæmda. Ákvörðun ASÍ kemur forsætisráðherra á óvart. Arnar Páll Hauksson talar við Katrínu Jakobsdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur formann BHM. Staðan í Víðinesi eftir þrjá mánuði. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Jónu Guðnýju Eyjólfsdóttur.
3/22/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 21.mars 2018

Miðstjórn Alþýðusambandsins ákvað í dag að taka ekki sæti í þjóðhagsráði. Kjarasamningur grunnskólakennara var felldur í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 68 prósent höfnuðu samningnum. Vonbrigði, segir formaður Félags grunnskólakennara. Héraðssaksóknari fer fram á minnst sextán ára fangelsi yfir Khaled Cairo fyrir að verða Sanitu Brauna að bana í september í fyrra. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segist fullviss um að bæjaryfirvöld hafi gert allt rétt í máli dagmóður, sem dæmd var fyrir hættulega árás gegn barni, á meðan málið var til rannsóknar. Yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum fordæmir aðstæður sem flóttafólk frá Austur-Ghouta í Sýrlandi býr við. Faðir minn hótaði að drepa mig. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Keneth flóttamann frá Úganda og Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna 78. ASÍ ekki í Þjóðhagsráði. Haukur Holm ræðir við Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ. Samband stjórnendafélaga ekki gult stéttarfélag. Arnar Páll Hauksson talar við Skúla Sigurðsson, forseta Sambands stjórnendafélaga.
3/21/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 20.mars 2018

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag dagmóður í níu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, og barnaverndarlagabrot, gegn tæplega tveggja ára stúlkubarni. Forstig mergæxlis í rannsókninni 'Blóðskimun til bjargar' hafa verið greind hjá 1500 manns. 1000 af þessum 1500 höfðu ekki hugmynd um að þau væru með forstig. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018 til 2022 verði samþykkt óbreytt. Minnihlutinn segir að fjármaálstefnan sé meingölluð, fái falleinkunn frá flestum hagsmunaaðilum og vill vísa henni frá. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, er grunaður um að hafa þegið jafnvirði yfir 600 milljóna króna af Muammar Gaddafi, einvaldi í Líbíu sem runnu í kosningasjóð hans árin 2006 og 2007. Franska efnahagsbrotalögreglan hefur haft hann til yfirheyrslu í dag vegna málsins. Bresk þingnefnd hefur boðað Mark Zuckerberg stofnanda og forstjóra Facebook til að sitja fyrir svörum vegna uppljóstrana um fyrirtækið Cambridge Analytica, en fyrirtækið nýtti sér persónuupplýsingar Facebook. Hafsteinn Jakobsson, deildarstjóri Eyjafjarðardeildar Rauða krossins, hefur sagt upp störfum eftir 26 ár hjá félaginu. Ástæðan er vantraust sem hann segir hafa komið fram á störf sín. Fleiri hafa yfirgefið deildina vegna þessa. Stjórn og framkvæmdastjóri Rauða krossins gagnrýndu kaup Eyjafjarðardeildar á húsnæði á Akureyri, endurnýjun þess og innréttingu. Gunnar Frímannsson, formaður Eyjafjarðardeildar Rauða krossins segir stjórnina þar ekki gera athugasemdir við þessa gagnrýni. Hægt hefði verið að gera betur. En þar sé ekki við deildastjórann einan að sakast, fleiri hafi komið að málum. Opinn félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti í dag tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þrjú efstu sæti listans skipa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, rekstrarhagfræðingur, Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og Diljá Ámundadóttir, almannatengill og varaborgarfulltrúi. Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar skipar heiðurssæti listans. Ringo Starr trommuleikari The Beatles ber nú titilinn Sir Ringo Starr. Hann var aðlaður í Buckinghamhöll í dag. Kristján Sigurjónsson talar við Salvör Nordal, umboðsmann barna, um viðbrögð hennar við UNICEF skýrslunni sem kynnt var í dag um málefni hælisleitendabarna. Þar kemur fram að Norðurlandaþjóðirnar standist ekki fyllilega alþjóðlegar og innlendar skuldbindingar um að tryggja réttindi barna í leit að vernd, þar á meðal Ísland. . Samkvæmt skýrslunni þá vantar upp á að þau
3/20/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 19. mars 2018

Varnarmálaráðherra Tyrklands, , staðfesti í dag við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, að Haukur Hilmarsson sé ekki í haldi tyrkneskra stjórnvalda Samkomulag hefur náðst um mörg atriði milli breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um Brexit, - brotthvarf Bretlands úr sambandinu Mikill áhugi Rússa á Íslandi í tengslum við þátttökuna í heimsmeistarsmótinu í knattspyrnu mun ekki duga til að koma íslenskum fiski aftur á markað í Rússlandi. Þar þarf pólitískar ákvarðanir segir formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Mun auðveldara gæti orðið að reka verslun í dreifbýli eða á sumum fámennari stöðum á landinu verði tillögur í drögum að nýrri stefnumótandi byggðaáætlun að veruleika. Þá yrði einnig opnað á þann möguleika að styrkja einstaklinga til að byggja íbúðarhús í byggðum sem standa höllum fæti. Tíu flóttamenn frá Úganda komu til Mosfellsbæjar í dag Kristján Sigurjónsson talaði við Halldór Björnsson um lofstlagsbreytingar og áhrifa þeirra hér á landi og á heimsvísu. Arnar Páll Hauksson talaði við Guðmund Ragnarsson, formann Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sem situr í stjórn Gildis lífeyrissjóðs, Hann lagði til að ofurlaunum forstjóra N1 verði mótmælt með því hreinlega að selja hlut sjóðsins í N1. Sigrún Davíðsdóttir fjallaði um gagnafyrirtækið Cambridge Analytica sem vann fyrir samtök sem studdu úrgöngu Breta fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 2016 og voru einnig ráðgjafi kosningaliðs Donald Trumps nú Bandaríkjaforseta.
3/19/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 16. mars 2018

Ljósmæður fá lægri laun eftir sex ára nám en þær fá sem hjúkrunarfræðingar eftir fjögurra ára nám. Einungis sex prósent ljósmæðra eru yngri en þrjátíu og fimm ára. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn hafna þeirri hugmynd að taka upp aðra mynt en krónuna, og hafna alfarið þeirri hugmynd að Ísland gangi í ESB. Landsfundur flokksins hófst í dag. Héraðsdómur Reykjaness féllst í dag á áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn minnst átta börnum á tíu ára tímabili. Breska lögregan hóf í dag rannsókn á dauða rússneska kaupsýslumannsins Nikolajs Glushkovs, sem bjó í Lundúnum. Krufning bendir til þess að hann hafi verið kyrktur. Fulltrúar íbúa á Borgarfirði eystra afhentu í dag Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirskriftarlista með á þriðja þúsund undirskriftum. Þar er skorað á ráðherrann að setja Borgarfjarðarveg á samgönguáætlun. Forsetakosningar fara fram í Rússlandi á sunnudag. Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður, er í Sankti Pétursborg, fær þar stemmninguna beint í æð, er búinn að heimsækja kosningaskrifstofur og funda með stjórnmálaskýrendum og forsvarsmönnum sjálfstæðra fjölmiðla. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Jóhann. Enn er óvissa um framtíð ríkisstjórnar Ernu Solberg í Noregi. Stjórnarandstæðingar hafa lagt fram vantraust á Sylvi Lysthaug dómsmálaráðherra vegna ógætilegrar færslu á Facebook. Afsökunarbeiðni ráðherra dugar stjórnarandstöðuþingmönnum ekki og óvissa er um stuðning allra sjónarliða. Niðurstaðan verður kunn á mánudag. Gísli Kristjánsson Í Osló rekur aðdraganda þessa máls. Forseti Alþýðusambandsins líkir gulum stéttarfélögum við sníkjudýr. Þau nýti sér kjarasamninga annara stéttarfélaga og séu alls ekki stéttarfélög. Félag lykilmanna hér á landi sé í raun tryggingasali fyrir Sjóvá. Arnar Páll Hauksson ræðir við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ.
3/16/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 15.03.2018

Ekki var tekið á móti tilkynningu árið 2008 til Barnaverndar vegna meints kynferðisafbrotamanns í samræmi við verkferla. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur lagt fram áætlun til að auka öryggi barna og bæta ráðningarferli starfsmanna. Skólastjóri Verslunarskólans segir að nemendur muni ekki gjalda þess að framkvæmd samræmdu prófanna misheppnaðist, þegar kemur að umsókn um skólavist. Bandarísk stjórnvöld ætla að beita Rússa refsiaðgerðum, vegna tölvuárása sem ætlað var að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. Dæmi eru um að börn með einhverfu, geðrænan vanda og aðrar raskanir, mæti ekki í grunnskóla svo mánuðum skiptir, án þess að skólayfirvöld tilkynni barnaverndaryfirvöldum um það eða bregðist við. Börn sem fara ekki í skóla. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Sigurrós Á. Gunnarsdóttur framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna og Sigrúnu Birgisdóttur framkvæmdastjóra Sjónarhóls. Pútin fastur í sessi. Dangný Hulda Erlendsdóttir talar við Dmitry Dubrovsky mannréttindasérfræðing í Pétursborg. Gul stéttarfélög. Arnar Páll Hauksson ræðir við Gunnar Pál Pálsson, formann Félags lykilmanna.
3/15/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 14.03.2018

Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að taka aftur samræmd próf í ensku og íslensku. Nemendur ráða því sjálfir hvort þeir taka þau, samkvæmt ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Skipulagsstofnun telur að áhrif Hvammsvirkjunar í Þjórsá á landslag verði verulega neikvæð. Þetta kemur fram í áliti stofnunarinnar á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar virkjunar. Tuttugu og þremur rússneskum sendiráðsstarfsmönnum var í dag vísað frá Bretlandi. Bretar saka Rússa um að hafa staðið að taugaeitursárás á fyrrverandi gagnnjósnara og dóttur hans. Rússar vísa ásökununum á bug. Dæmi eru um að aldraðir hér á landi lifi undir sultarmörkum. Þetta sýnir meistararannsókn í næringarfræði. Einn frægasti og áhrifamesti vísindamaður samtímans er allur. Stephen Hawking varð táknmynd fyrir vald hugans og þúsundir vísindamanna glíma enn við kenningar hans og spurningar um svarthol. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman og talaði við Gunnlaug Björnsson. Þegar kom í ljós 2007 að tveir Rússar höfðu myrt njósnarann Alexander Litvinenkó árið áður var fjórum rússneskum sendiráðsmönnum vísað úr landi. Nú, tíu dögum eftir morðtilræði við Sergei Skripal og dóttur hans hyggst breska stjórnin vísa 23 rússneskum sendiráðsmönnum úr landi auk þess að beita öðrum aðgerðum og þvingunum. Sigrún Davíðsdóttir tók saman. Bakgrunnur Sergeis Skripal. Anna Kristín Jónsdóttir. Spegillinn 14. mars 2018 Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson
3/14/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 13.03.2018

Fjölmörg ríki styðja forsætisráðherra Breta Theresu May sem hefur verið ómyrk í máli um hlutdeild Rússa í tilræði sem rússneskum feðgum var sýnt í Salisbury fyrir viku. May hefur gefið Rússum frest til kvöld til að svara fyrir en þeir hafa neitað. Vændi er orðið miklu algengar í Reykjavík en það var fyrir nokkrum árum segir Snorri Birgisson, sem fer fyrir mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er jafnauðvelt að panta vændiskonu og panta pizzu. Bergljót Baldursdóttir talaði við hann. Rex Tillerson utanríkisráðherra var vikið úr embætti í dag, því fylgdi uppstokkun. Forstjóri CIA verður utanríkisráðherra og Gina Haspel tekur við því embætti. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá Haspel sem er sögð hafa stjórnað pyntingum í leynifangelsum Bandaríkjamanna. Fjölskylda Hauks Hilmarssonar hitti utanríkisráðherra í dag og vonar að svör berist um afdirf Hauks frá tyrkneskum yfirvöldum. Grunnskólakennarar hafa skrifað undir kjarasamning til eins árs og nú fer hann í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir talar við Ólaf Loftsson, formann grunnskólakennara. Ragnar Ingólfsson formaður VR segist sáttur við stjórnarkjör í félaginu, þó að einungis tveir af sjö sem kjörnir voru í dag séu yfirlýstir stuðningsmenn hans. Arnar Páll Hauksson talar við Ragnar. Framtakssjóður hefur að mestu lokið störfum en verður ekki leystur upp fyrr en 2020, rætt við Þorkel Sigurlaugsson, stjórnarformann og Ásgeir Jónsson, hagfræðing sem hefur tekið út störf sjóðsins. Bresk stjórnvöld er harðorð um þátt Rússa í tilræði gegn rússneskum feðginum í Salisbury nýlega en hafa verið sökuð um linkind gagnvart rússneskum oligörkum í Lundúnum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá, heyrist í Theresu May, Donald Trump og Jeremy Corbyn. Ásmundur Daði Einarsson, félagsmálaráðherra boðar endurreisn fæðingarorlofskerfisins svo auðveldara verði að brúa bil milli þess og dagvistunar. Arnhildur Hálfdánardóttir skoðar afstöðu aðila vinnumarkaðarins og ræðir við Ásmund, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og Sonju Ýr Þorbergsdóttur, lögfræðing BSRB. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
3/13/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 12.03.2018

Forsætisráðherra Bretlands segir að tilræði sem sýnt var rússneskum feðginum í Salisbury fyrir rúmri viku sé óbilgjörn árás á breskt samfélag og miklar líkur á því að rússnesk stjónvöld beri ábyrgð á tilræðinu. Því neita Rússar. Björn Malmquist segir frá. Stjórnvöld ætla að birta meiri upplýsingar að eigin frumkvæði segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og tekur undir það með Umboðsmanni Alþingis að stjórnvöld hafi verið of treg við upplýsingagjöf. Jóhann Bjarni Kolbeinsson talaði við hana. Íslensk ungmenni sem tóku PISA-próf fyrir nokkrum árum tóku þau ekki alvarlega og efast um að rétt sé að íslenskir strákar geti ekki lesið sér til gagns. Bergljót Baldursdóttir talar við Evu Maríu Jónsdóttur, Fanneyju Aðalheiði Bjarkadóttur, Styrmi Steini Sverrisson og Gísla Gauta Gunnarsson. Taprekstur er á almenningssamgöngum milli byggðakjarna úti á landi. Gylfi Magnússon er meiddur, hversu illa kemur ljós í kvöld. Knattspyrnusamband Íslands hefur óskað eftir skýringum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu á því að engir miðar verði til sölu á leik Íslands og Argentínu, þegar miðasöluglugginn á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu verður opnaður á morgun. Freyr Gígja Gunnarsson segir frá. Vaxandi harka í norskum stjórnmálum og ríkisstjórn Ernu Solberg stendur tæpt. Gísli Kristjánsson segir frá og heyrist í Solberg. Er skógrækt rétta leiðin fyrir Íslendinga í loftslagsmálum? Arnar Páll Hauksson segir frá og ræðir við Aðalstein Sigurgeirsson, fagmálastjóra Skógræktarinnar og Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Fríkin eiga sér engan málsvara. Kristján Sigurjónsson ræðir við Sigurð Gylfa Magnússon, prófessor í sagnfræði sem fjallaði um hlutskipti jaðarsettra á Hugvísindaþingi. Spegillinn 12. mars 2018 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknmaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
3/12/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 09.03.2018

Flokksþing Framsóknarflokks er haldið um helgina í Reykjavík þar sem horfa á til framtíðar. Varaformaður Framsóknarflokksins og menntamálaráðherra vill sjá stórsókn í menntamálum. Þá var Landsþing Viðreisnar sett fyrir stundu, þar var fyrrum formaður flokksins heiðraður. Álagið vegna samræmdu prófanna hefur verið mikið og óvissan vegna þess hvernig framkvæmd íslenskuprófsins í fyrradag og enskuprófsins í morgun klúðraðist hefur komið illa við margan 9. bekkinginn. Xi Jinping, forseti Kína, hvetur til þess að viðræður leiðtoga Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga hefjist sem allra fyrst. Hann fagnar því að Donald Trump hafi lýst sig reiðubúinn til að hitta Kim Jong un. Það að eignast barn veldur straumhvörfum í lífi fólks. Það hefst nýr kafli. Sá veruleiki sem tekur á móti foreldrum fyrstu árin eftir fæðingu barns getur þó líka valdið straumhvörfum. Leitt til þess að foreldrar séu heima án tekna mánuðum saman, missi jafnvel vinnuna. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Sonju Ýr Þorgbergsdóttur, lögfræðing BSRB og Ólöfu Jakobsdóttur og Jóhannes Tryggvason, foreldra ungs barns. Lesarar: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Tinna Magnúsdóttir. Sambúð íslensku og ensku: Verulegur munur er á svörum aldurshópa í viðamikilli rannsókn sem nú stendur yfir á áhrifum enskrar tungu á íslensku. Yngsti hópurinn, 13-20 ára kýs miklu fremur að nota enskt viðmót í til að mynda í símum og tölvum, en þeir sem eldri eru. Kristján Sigurjónsson ræðir við Eirík Rögnvaldsson. Spegillinn 9. mars 2018 Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson
3/9/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 8. mars 2018

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Arion banka hafi verið óheimilt að rukka mann um dráttarvexti á meðan hann var í greiðsluskjóli. Dómurinn gæti náð til yfir tvö þúsund einstaklinga. Lögmaður segir að vanhæfismálinu í Landsrétti sé hvergi nærri lokið þó að Hæstiréttur hafi vísað málinu frá. Landsréttur sé einungis að fá gálgafrest. Formaður Viðskiptaráðs furðar sig á því að konur í viðskiptalífinu hafa ekki stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni. Hún viðgangist þar eins og annars staðar. Réttarhöld hófust í dag í Kaupmannahöfn yfir Peter Madsen sem er ákærður fyrir að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall um borð kafbát. Um 125 fréttamenn fylgdust með í dómshúsinu í dag. Pólskir foreldrar nýta sér síður þjónustu dagforeldra en íslenskir og þeir þurfa að jafnaði að brúa lengra bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Réttarhöldin yfir Peter Madsen. Arnar Páll Hauksson ræðir við Jóhann Hlíðar Harðarson. Einræðisherrann Xi Jinping í Kína. Pálmi Jónasson segir frá. Pólskir og íslenskir foreldrar í orlofi. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og talar við Ásdísi A. Arnalds.
3/8/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 7. mars 2018

Alþjóðleg samtök, sem berjast fyrir málstað Kúrda, birtu í dag myndband af Hauki Hilmarssyni, sem sagður er hafa fallið í Sýrlandi. Samgönguráðherra segir að 200 milljarða viðbótarfjárveitingu þurfi til umbóta í vegamálum. Víða séu vegir ónýtir vegna mikillar umferðar, vetrarhörku og skorts á viðhaldi. Orkustofnun hefur afturkallað leyfi Eykons Energy til olíuleitar á Drekasvæðinu. Stofnunin telur að félagið hafi hvorki tæknilega né fjárhagslega getu til takast á við skilmála leyfisins. Taugagas varð til þess að rússneskur njósnari og dóttir hans misstu meðvitund í verslanamiðstöð í Bretlandi um helgina. Jarðskjálfti í verkalýðshreyfingunni. Arnar Páll Hauksson talar við Sumarliða R. Ísleifsson. Velferðarhagkerfi Costanza. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Robert Costanza og Stefán Gíslason. Umsjón Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður Grétar Ævarsson.
3/7/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 06.mars 2018

Spegillinn 06.03.2018 Formaður Samfylkingarinnar sagði dómsmálaráðherra ekki treystandi til að fara méð málefni dómstóla í landinu og þess vegna verði hún að axla ábyrgð. Forsætisráðherra segist ekki sjá að rök með vantrausttillögu séu fullnægjandi. Utanríkisráðuneytið kannar nú óstaðfestar fregnir þess efnis að íslenskur karlmaður hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi fyrir um hálfum mánuði. Grunur leikur á að efnavopnum hafi verið beitt í Austur Ghouta héraði í Sýrlandi í dag. Nær linnulausar sprengjuárásir hafa dunið á svæðinu undanfarinn hálfan mánuðinn. Skordýrin eiga eftir að lifa okkur. Þetta segir skordýrafræðingur. Mannfólk grafi hratt undan skordýrum og þar með sjálfu sér. Heimspekingur segir að horfa verði á umskurð drengja í mun víðara samhengi en gert sé í umskurðarfrumvarpinu. Múslimar á Íslandi vilja að efnt verði til fundar til að hlusta á sjónarmið þeirra og Gyðinga. Arnar Páll Hauksson fjallar um efasemdir um umskurðarfrumvarpið Sigrún Davíðsdóttir fjallar um viðbrögð Breta við Rússneskum njósnara Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Erling Ólafsson um hnignun skordýra Umsjónarmaður: Pálmi Jónasson
3/6/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 05.mars 2018

Spegillinn 05.03.2018 Formaður Samfylkingarinnar segir algerlega ófært að dómsmálráðherra sitji áfram í ljósi þeirrar réttaróvissu sem ríki um Landsrétt. Fullt tilefni sé til að skoða vantraust. Enginn er augljós sigurvegari í ítölsku kosningunum en popúlistar náðu góðri kosningu og krefjast valda. Nú taka við erfiðar samningaviðræður og nýjar kosningar gætu verið á næsta leiti. Flutningur erlends starfsfólks hingað til lands er meiri nú en nokkru sinni fyrr. Talið er þrettán prósent vinnandi fólks á Íslandi sé erlent. Að minnsta kosti 50 almennir borgarar hafa fallið í loftárásum Sýrlandshers á Austur-Ghouta í dag. Með réttum aðferðum er hægt að vinna bug á ólæsi, að mati prófessara við Háskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík. Þeir nemendur sem ekki fá aðstoð heima hjá sér þurfi hjálp í skólanum. Pálmi Jónasson fjallar um ítölsku þingkosningarnar Sigrún Davíðsdóttir um ítölsku kosningarnar og andstöðu við ESB Arnar Páll Hauksson ræðir við Hermund Sigmundsson um bætta lestrarkunáttu Umsjónarmaður: Pálmi Jónasson
3/5/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 02.mars 2018

Það var enginn frjáls á Bitru, segir fatlaður maður sem var vistaður í fangelsinu á níunda áratugnum. Formaður Þroskahjálpar segir það hreina hörmung, að fangelsi hafi verið nýtt sem neyðarúrræði fyrir fatlaða. Landsfundur Samfylkingarinnar er haldinn í Reykjavík í dag og á morgun undir yfirskriftinni frelsi, jafnrétti, samstaða. Logi Einarsson formaður er einn í kjöri til formanns. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að það beri að virða þá alþjóðlegu sáttmála sem Ísland hefur undirgengist. Hann var utanríkisráðherra þegar vopnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur. Bæði Eiríkur Jónsson og Jón Höskuldsson hafa höfðað mál gegn ríkinu þar sem þeir voru ekki skipaðir landsréttardómarar þrátt fyrir að vera metnir meðal 15 hæfustu í dómaraembætti. Tveir eru látnir eftir skotárás á skólalóð Central Michigan háskólans í Bandaríkjunum, á þriðja tímanum í dag. Samgöngustofa fjallar fyrst og fremst um flugöryggi og það er ekki hennar hlutverk að leggja pólitískt mat á þróun alþjóðamála og ástand í ákveðnum heimshlutum. Stofan hefur heldur ekki fengið nein tilmæli um að gera slíkt mat. Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu, fulltrúar hennar og utanríkisráðuneytisins gengu í morgun á sameiginlegan fund umhverfis- og samgöngunefndar og utanríkismálanefndar um vopnaflutninga. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Þórólf og Ara Trausta Guðmundsson. Svisslendingar greiða atkvæði um það á sunnudaginn í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort afnema eigi afnotagjald eða skylduáskrift að ríkisútvarpinu. Þau sem styðja tillöguna segja gjaldið of hátt og ekki eigi að skylda fólk í slíka áskrift. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman. Aðbúnaður fatlaðra fanga í Ástralíu er skelfilegur samkvæmt skýrslu frá mannréttindasamtökunum Human Rights Watch. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá. Spegillinn 2. mars 2018 Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir
3/2/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 01. mars 2018

Flugsvið rannsóknarnefndar samgönguslysa rannsakar af hverju farþegaþota Icelandair varð eldsneytislítil á leið sinni frá Keflavík til Manchester í febrúar á síðasta ári. Miðflokkurinn bætir við sig en fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi við ríkisstjórnina minnkar um nærri sjö prósentustig frá síðasta mánuði. Ekkert liggur fyrir um dánarorsök íslensks karlmanns á sjötugsaldri, sem fannst látinn eftir umfangsmikla leit í nýuppgötvuðum íshelli í Hofsjökli. Mikil brennisteinsmengun var í hellinum. Rússar hafa fundið upp nýjar gerðir langdrægra flugskeyta sem geta borið kjarnorkuvopn. Forseti landsins fullyrðir að gagnflaugar annarra þjóða ráði ekki við að skjóta þær niður. Lögbundinni stefnu um skóla án aðgreiningar er ekki framfylgt nægilega vel í skólum landsins. Það vantar stuðning, fagfólk, fjármagn og leiðbeiningar. Þetta kom fram í máli margra þeirra sem fluttu erindi á málþingi Öryrkjabandalags Íslands um skóla án aðgreiningar sem fram fór á Hilton hótel Nordica í dag. Eiga öll börn heima í almennum grunnskólum? Hvað er þeim fyrir bestu? Um þetta eru skiptar skoðanir. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Steinunni Mar, Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Eið Atla Axelsson. Íslensk tunga berst fyrir lífi sínu, berst gegn stafrænni útrýmingu. Þetta er fyrirsögn á grein í Guardian þar sem blaðamaðurinn Jon Henley fjallar um þá ógn sem íslenskunni stafar af málaumhverfinu í tækni- og afþreyingarheiminum. Kristján Sigurjónsson ræðir stöðuna við Kristínu M. Jóhannsdóttur. Spegillinn 1. mars 2018 Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
3/1/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 28. febrúar 2018

Formannafundur ASÍ samþykkti í dag að segja ekki upp samningum. Verkalýðshreyfingin boðar harða kjarabaráttu og átök þegar kjarasamningar losna um áramótin. Forsætisráðherra segir að samtal stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins, sem hafi skilað miklum árangri, geti nú haldið áfram í ljósi þess að ákveðið var að segja ekki upp samningum. Framkvæmdastjóri SA segir niðurstöðu formannafundarins í dag skynsamlega. Varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis og þingmaður VG, segir að vopnaflutningur íslensks fyrirtækis til stríðssvæða sé grafalvarlegt mál og stangist á við lög og utanríkisstefnu Íslands. Þingmenn geta ekki hafnað því að fá fastar mánaðarlegar greiðslur vegna starfa í þinginu, ferðalaga og húsnæðis- og dvalarkostnaðar. Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn verði ekki aukinn. Kjarasamningum sagt upp. Arnar Páll Hauksson talar við Ragnar Þór Ingólfsson formann VR og Guðmund Ragnarsson formann VM. Umsjón Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magúnsson
2/28/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 27.02.2018

Arnar Páll Hauksson fjallaði að nýju um stöðu kjaramála, en úrslitastund rennur upp á morgun, miðvikudag, hvort kjarasamningum ASÍ og SA verði sagt upp. Rætt við Halldór Benjamínsson framkvæmdastjóra SA. Arnhildur Hálfdánardóttir fjallar um ásakanir á hendur starfsmönnum SÞ í Sýrlandi að konur þar þurfi að borga fyrir hjálpargögn með kynlífi. Rætt við Veru Knútsdóttur framkvæmdastjóra Félags SÞ á Íslandi og Brynhildi Bolladóttur upplýsingafulltrúa Rauða krossins.
2/27/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 26.02.2018

Kristján Sigurjónsson talaði við Borgþór Arngrímsson í Kaupmannahöfn um umdeildar hugmyndir dönsku ríkisstjórnarinnar um að refsing verði tvöföld harðari fyrir glæpi í vandræðahverfum eða gettóum en annars staðar. Arnar Páll Hauksson fjallaði um stöðu kjaramála, en úrslitastund rennur upp á miðvikudag, hvort kjarasamningum ASÍ og SA verði sagt upp. Heyrist í Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ. Sigrún Davíðsdóttir segir frá álitamálum varðandi komandi sölu á Arion banka.
2/26/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 23. febrúar 2018

Tilfærsla Braga Guðbrandssonar úr starfi forstjóra Barnaverndarstofu, tengist ekki kvörtunum sem bárust frá barnaverndarnefndum Reykjavíkur og Hafnarfjarðar um samskipti þeirra við hann, segir Ásmundur Einar Daðason, félags - og jafnréttismálaráðherra Ríkissjóður er búinn að selja Kaupskilum þrettán prósenta hlut sinn í Arion banka á 23,4 milljarða króna. Veðurstofan varar við aukinni hættu á skriðuföllum vestan frá Eyjafjöllum og austur á Austfirði vegna mikillar úrkomu. Að minnsta kosti þrjátíu og tvö létust í loftárásum sem sýrlenski stjórnarherinn og Rússar gerðu á Austur-Ghouta í Sýrlandi í dag Það eru allir velkomnir á Borgarbókasafnið við Tryggvagötu svo framarlega sem þeir neyta ekki áfengis eða vímuefna inni á safninu, eru ekki áberandi ölvaðir eða lyfjaðir, ekki með háreysti og ekki leggur af þeim stækan óþef. Það getur stundum reynst krefjandi fyrir bókaverði að mæta útigangsmönnum sem sækja bókasafnið og samræma þarfir þeirra þörfum annarra gesta en það er eitthvað sem miðborgarsöfn um allan heim kannast við. Við flokkum ekki fólk segir Pálína Magnúsdóttir, borgarbókavörður. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við hana. Fasistar eru áberandi fyrir þingkosningarnar á Ítalíu 4. mars og ótti við innflytjendur. Fimm stjörnu hreyfingin popúlíska verður stærsti flokkurinn en hægri bandalag Silvio Berlusconi verður fjölmennast á þingi. Lýðræðisflokkurinn sem er við stjórnvölinn geldur afhroð. Pattstaða er líklegasta niðurstaðan og að kosningar verði tíðar á næstu misserum. Pálmi Jónasson. Ekki er ljóst hvað Ísland þarf að draga mikið úr losun gróðurhúsaloftegunda vegna Parísarsamkomulagsins fram til ársins 2030. Það ræðst í viðræðum við Evrópusambandið sem væntanlega hefjast von bráðar. Líklegt þykir að Ísland verði að minnka losun um 35%. Arnar Páll Hauksson ræddi við Kristínu Lindu Árnadóttur. Spegillinn 23. febrúar 2018 Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir
2/23/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 22. febrúar 2018

Landsréttur hafnaði í dag kröfu lögmanns um að dómari við réttinn víki vegna vanhæfis. Fullvíst er að úrskurðinum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Lögreglan fylgist nú grannt með rafmagsnotkun því um eitt megavatt þyrfti til að knýja tölvunar sem stolið var úr gagnaverum um áramótin. Orkan nægir til að sinna hundruð heimila. Réttargæslumaður hælisleitanda sem fluttur var úr landi til Marókkó segir að flytja þurfi hann aftur til landsins vegna þess að hann sé aðalvitni og brotaþoli líkamsárásar á Litla-Hrauni. Sjálfstæðismenn ákveða framboðslista í Reykjavík. Langt umfram heimildir. Arnar Páll Hauksson talar við Kristínu Lindu Árnadóttur. Róbótarnir stökkva til. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá. Seðlabankastjóri handtekinn í Lettlandi. Sigrún Davíðsfóttir segir frá. Umsjón Arnar Páll Hauksson.
2/22/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 21.02.2018

Spegillinn 21. febrúar 2018 Settur ríkssaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, vill að allir sakborningarnir fimm í málinu verði sýknaðir við endurtekna meðferð þess fyrir Hæstarétti. Tveir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa stolið 600 tölvum. Umfangsmikil rannsókn hefur staðið yfir. Alþýðusambandið telur að forsendur kjarasamninga séu brostnar. Formannafundur er boðaður á miðvikudaginn þar sem afstaða verður tekin til þess hvort samningum verður sagt upp. Engin reglugerð er til um hvaða atvinnusjúkdómar teljast bótaskyldir og það getur reynst afar erfitt að sækja bætur vegna þeirra. Örfáum hefur tekist að sækja bætur vegna asbeststengdra sjúkdóma. Á fimmta hundrað íslenskir læknar hafa lýst yfir stuðningi við að umskurður drengja verði bannaður með lögum. Rithöfundar eru ósáttir við að byrjað er að bjóða íslenskar hljóðbækur í áskrift á vefnum. ASÍ telur forsendur kjarasamninga brostnar. Arnar Páll Hauksson talar við Gylfa Arnbjörnsson. Hollendingar og kúamykjan. Kristján Sigurjónsson segir frá.
2/21/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 20.febrúar 2018

Spáð er suðaustanstormi og -ofsaveðri á öllu landinu á morgun með mikilli úrkomu um suðaustanvert landið, einkum suðaustanlands. Búast má við lokunum á vegum og því að flug raskist. Þá mælast almannavarnir til þess að foreldrar á höfuðborgarsvæðinu sendi ekki ung börn ein í skólann á morgun. Átök Kúrda og Tyrkja í norðvesturhluta Sýrlands eru komin á annað og hættulegra stig, eftir að hersveitir hliðhollar sýrlenskum stjórnvöldum komu þangað í dag til að liðsinna Kúrdum. Þegar hefur slegið í brýnu milli sýrlensku sveitanna og tyrkneskra hersveita á svæðinu. Staða kvenna af erlendum uppruna sem eiga í skilnaðar- eða forsjárdeilum er sérstaklega viðkvæm, segir Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og algengt að þau dragist á langinn. Það er óljóst hversu vel íslenskir iðnaðarmenn þekkja asbest en stór hluti þeirra sem nú eru starfandi fékk enga fræðslu um það í skóla. Iðnaðarmaður sem missti föður sinn úr asbestkrabba segir dæmi um að iðnaðarmenn geri lítið úr hættunni sem fylgir efninu. Náttúrufræðingar sætta sig ekki við launatilboð ríkisins. Þrjú félögu höfnuðu tilboðinu en 17 hafa samið. Arnar Páll Hauksson ræðir við Maríönnu H. Helgadóttur, formann Félags íslenskra náttúrufræðinga. Stór hluti starfandi iðnðarmanna fékk enga fræðslu um hættu sem stafað getur af asbesti og það getur verið dýrt og tafsamt að fjarlægja asbestplötur í samræmi við lög og reglur. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og ræðir við Kristinn Tómasson, yfirlækni hjá Vinnueftirlitinu. Risnugreiðslur til breskra þingmanna vöktu mikla reiði og hneykslan fyrir nokkrum árum og svo fór að átta þingmenn voru dæmdir í fangelsi, sjálfstæð stofnun tók við launagreiðslum og risnugreiðslur eru nú opinberar. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
2/20/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 19.febrúar 2018

Spegillinn, 19. febrúar 2018. Norðlendingar eru í viðbragðsstöðu vegna jarðskjálfta. Tugir skjálfta sem eru stærri en þrír hafa orðið við Grímsey í dag eftir tvo stóra í morgun. Um miðjan dag var lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálfta úti fyrir Norðurlandi. Íslensk yfirvöld hafa óskað þess formlega að íslenska lögreglan taki yfir rannsókn á máli íslenskrar konu sem liggur slösuð á sjúkrahúsi á Spáni. Finnsk kona, sem hefur dvalið sjö mánuði í Kvennaathvarfinu með tveggja ára son sinn, segir ómannúðlegt hve langan tíma hefur tekið að leysa úr forræðisdeilu hennar við íslenskan barnsföður. Að minnsta kosti níutíu Íslendingar hafa greinst með banvænt fleiðurþekjukrabbamein. Þar af 45 á árunum 2005 til 2017. Sökudólgurinn er asbest. Skiptar skoðanir eru um hvort rétt sé að segja upp kjarasamningum á almenna vinnumarkaðinum vegna forsendubrests. Ákvörðun verður að ligga fyrir eftir rúma viku. Skjálftahrina í Grímsey hefur staðið frá því í janúar og á annað þúsund skjálfta orðið þar. Tveir stórir í morgun 4,9 og 5,2. Bjarni Magnússon fyrrverandi hreppsstjóri segir ónot í fólki en aldri hafi orðið skemmdir vegna skjálfta í Grímsey. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Það styttist í að ákveðið verði hvort forsendur síðustu almennu kjarasamninga hafa haldið eða hvort samningum verður sagt upp. Arnar Páll Hauksson segir frá. Asbest var vinsælt byggingarefni en því fylgdi skaði sem enn er að koma í ljós. Tugir Íslendinga hafa fengið fleiðurþekjukrabbamein af völdum asbests en notkun þess var hér mjög mikil allt fram til banns fyrir rúmlega þrjátíu árum. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og ræðir við Kristinn Tómasson yfirlækni hjá Vinnueftirlitinu og Auðun Ásberg Gunnarsson meistara í bifvélavirkjun. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir
2/19/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 16.02.2018

Spegillinn föstudaginn 16.feb 2018 Umsjónarmaður: Kristján Sigurjónsson Tillögur starfshóps um kjararáð skapa aukinn frið á vinnumarkaði til langs tíma. Þetta segir forsætisráðherra. Starfsmaður Barnaverndar, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn fjölda barna, var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Sif Konráðsdóttir aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra er hætt störfum. Umhverfisráðherra greindi frá þessu í dag. Um það bil helmingur þingmanna fékk engar endurgreiðslur vegna aksturs í fyrra. Aðrir fengu frá nokkrum tugum þúsunda upp í á fimmtu milljón. Samband íslenskra sveitarfélaga, Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri lögðu fyrir menntamálaráðherra í dag tillögur til að koma í veg fyrir yfirvofandi kennaraskort í grunnskólum. Íbúðum hér á landi fjölgar allt of hægt. Gera má ráð fyrir að skortur verði á íbúðum næstu þrjú árin sem er mikið áhyggjuefni, segir deildarstjóri á húsnæðissviði Íbúðalánasjóðs. Kristján Sigurjónsson ræddi við Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um tillögur til að draga úr yfirvofandi kennaraskorti, pisakönnun, brottfall úr skólum o.fl. (Bein útsending) María Sigrún Hilmarsdóttir talaði við Baldur Sigurðsson um hrakandi lesskilning barna og hvað sé til ráða.
2/16/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 15.02.2018

2/15/201830 minutes
Episode Artwork

2/14/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 13.febrúar 2018

Lífeyrissjóðskerfið er ósjálfbært en við höfum tíma til að rétta það af. Þetta er mat Gylfa Magnússonar, prófessors við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann hélt erindi í Seðlabankanum í dag og lagði þar til breytingar á lífeyriskerfinu, breytingar sem kæmu í veg fyrir óhindraðan vöxt kerfisins og að lukkan ein stýri því hversu trygg framfærsla fólks er í ellinni. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Gylfa Magnússon. Viðleitni til að selja lífeyrissjóðum allt að fimm prósenta hlut í Arion banka fyrir margboðað útboð Arion banka, rann út í sandinn. Og nú verður uppgjör bankans birt á morgun, þá spurning hvernig farið verður með tapið af United Silicon. Hræringar í kringum Arion eru vísbendingar um átök um undirtökin í íslensku viðskiptalífi. Sigrún Davíðsdóttir. Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, hefur hundsað samþykkt Afríska þjóðarráðsins, sem er flokkur hans. Miðstjórn Afríska þjóðarráðssins, ANC, samþykkti á löngum fundi í gærkvöld og nótt að biðja Jaco Zuma forseta að segja af sér forsetaembættinu. Afríska þjóðarráðið er núverandi stjórnarflokkur og hefur ráðið lögum og lofum í Suður-Afríku frá því minnihlutastjórn hvítra vék fyrir lýðræðislega kjörinni stjórn á tíunda áratug síðustu aldar. Nelson Mandela varð þá forseti landsins. Allir forsetar Suður-Afríku síðan hafa verið úr Afríska þjóðarráðinu. Bogi Ágústsson. Spegillinn 13. febrúar 2018 Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir/Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
2/13/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 12.febrúar 2018

Aðkoma stjórnenda deildarinnar var ómarkviss, verkaskipting óljós og vinnulagi var ekki fylgt. Þetta er niðurstaða innri athugunar lögreglunnar í Reykjavík á máli fyrrverandi stuðningsfulltrúa hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur sem í ágúst var kærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn barni. Skýrsla með niðurstöðunum var kynnt á blaðamannafundi síðdegis. Athugunin leiddi í ljós að meðhöndlun lögreglu á kæru á hendur stuðningsfulltrúanum var ekki í samræmi við það vinnulag sem tíðkast. Maðurinn var ekki handtekinn vegna málsins fyrr en 19. janúar og það var fyrst þá sem Barnavernd Reykjavíkur frétti af kærunni, fram að því starfaði maðurinn með unglingum. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman. Varaformaður Oxfam góðgerðarfélagsins sagði af sér í dag í kjölfar máls sem er bergmál af #metoo umræðunni. Penny Lawrence viðurkennir ábyrgð sína. Hún hafi ekki brugðist rétt við ábendingum um að starfsmenn Oxfam við neyðarhjálp í Chad og á Hætí hefðu misnotað kvenfólk þarna. Gagnrýni á Oxfam bitnar á öðrum góðgerðarfélögum en nærir líka umræðu á hægri væng stjórnmálanna um að Bretar eigi að láta þróunarhjálp eiga sig. Sigrún Davíðsdóttir. Stundum eiga þessi sterku geðlyf rétt á sér en mér fyndist eðlilegt að byrja á öllu öðru. Þetta segir Líney Úlfarsdóttir, öldrunarsálfræðingur. Hún telur að starfsmenn hjúkrunarheimila þurfi meiri leiðsögn og utanumhald. Arnhildur Hálfdánardóttir. Spegillinn 12. febrúar 2018 Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir/Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
2/12/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 09.02.2018

Spegillinn 9. febrúar 2018 Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglan á Norðurlandi eystra handtóku fimm, í umfangsmiklum aðgerðum í miðbæ Akureyrar í dag. Fólkið er grunað um alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu í gærdag. Búist er við stormi, lélegu skyggni, slæmri færð og samgöngutruflunum víða um land um helgina. Íslensk fyrirtæki eiga engin einkaleyfi í jarðvarmaiðnaði og eru ekki með nein slík leyfi í vinnslu. Erlendir aðilar eru með rúmlega 40 slík leyfi í vinnslu hér á landi. Skólafólk ber ekki eitt ábyrgð á því hvernig menntun er hér á landi, foreldrar og stjórnmálamenn bera hana líka, segir varaformaður Kennarasambandsins. Farið verður í yfirlitsflug til að mæla yfirborðsbreytingar á Öræfajökli við fyrsta tækifæri. Í morgun varð skjálfti upp á 3,6 í jöklinum Stærri skjálfti hefur ekki mælst þar frá upphafi mælinga árið 1976. Ef yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum telur viðmið um notkun sterkra geðlyfja á hjúkrunarheimilum of rúm á hann að koma með tillögur að nýjum. Það er ekki á ábyrgð Landlæknisembættisins. Þetta segir starfandi landlæknir. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Leif Bárðarson. Kynferðisofbeldi gegn börnum er mjög alvarlegt vandamál á Grænlandi. Yfirvöld þar hafa nú tekið höndum saman við Unicef, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og hrundið af stað herferð gegn ofbeldi sem börn eru beitt. Bogi Ágústsson tók saman, lesarar auk hans voru Sigyn Blöndal, Ísgerður Gunnarsdóttir og Eiríkur Guðmundsson. Í fimmtíu ár hefur sólin staðið í hádegisstað þegar klukkan er um hálf tvö á Íslandi, árið um kring. Sól rís og sest um kukkutíma seinna hér á landi en ef við fylgdum því sem kallað er rétt tímabelti. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Björgu Þorleifsdóttur.
2/9/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 08.febrúar 2018

Spegillinn 8. febrúar 2018 Stöðugleikaframlög frá föllnu bönkunum til ríkisins hafa aukist um ríflega sjötíu milljarða króna að verðgildi. Fjármálaráðherra telur vel hafa tekist til við sölu þessara eigna. Hellisheiði hefur verið lokað tíu sinnum það sem af er ári og það eru íbúar í Hveragerði margir mjög ósáttir við, bæjarstjóri þar á meðal. Vegagerðin segir breytt verklag við lokanir fjallvega hafa margsannað sig. Danska ríkisstjórnin ætlar að setja lög sem banna íbúum tiltekinna hverfa að fá erlenda maka sína til landsins. Hverfin voru valin með hliðsjón af atvinnuleysi og tekjum Ávinningur væri af því að seinka klukkunni um eina klukkustund. Þetta er mat starfshóps heilbrigðisráðherra. Einn af hverjum fjórum öldruðum á hjúkrunarheimilum hér á landi fær sterk geðlyf án þess að vera með nokkra geðgreiningu, lyf sem jafnan eru notuð við geðklofa. Lyfin eru einkum gefin fólki með heilabilun sem er órólegt eða með hegðunarvanda. Mannréttindasamtök hafa gert alvarlegar athugasemdir við notkun þeirra Vestanhafs. Öldrunarlæknir segir lyfin geta virkað eins og spennitreyja. Framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna segir þau einungis notuð þegar annað er fullreynt og þá í vægum skömmtum. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Maríu Fjólu Harðardóttur, framkvæmdastjóra heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna, og Pálma V. Jónsson yfirlækni öldrunarlækninga á Landspítalanum. Síðustu daga hefur spunnist upp sérkennileg deila milli Norðmanna og Dana um hver eigi forngripi, sem gerðir voru í Noregi, en Danakonungur sló eign sinni á. Þar á meðal er mikið og fagurlega skreytt drykkjarhorn. Danir hafa skilað miklu til Íslands en engu til Noregs. Gísli Kristjánsson fréttaritari í Osló hefur fylgst með deilunni. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir
2/8/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 07.febrúar 2018

Sjúk ást: ofbeldissambönd unglinga. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Steinunni Ólínu Hafliðadóttur, sem stýrir átaksverkefni Stígamóta, og Aðalheiði Steindórsdóttur, sem varð fyrir ofbeldi í sambandi á unglingsárum. Loksins, loksins hefur sjálfsagt einhver sagt í Þýskalandi í morgun þegar tilkynnt var að samkomulag hefði tekist um myndun nýrrar samsteypustjórnar, rúmum fjórum mánuðum eftir að Þjóðverjar kusu nýtt þing. Angela Merkel verður áfram kanslari. Bogi Ágústsson. Það hitnar í Brexit-kolunum dag frá degi nú þegar næsta umferð samningaumræðna Breta við Evrópusambandið er að hefjast. Óánægjan með forystu Theresu May forsætisráðherra kraumar í Íhaldsflokknum og stjórninni. Í dag er fyrri fundardagur ráðherranefndar sem á að móta markmið samninganna við ESB en fyrirfram er ekki búist við lokaniðurstöðu. Sigrún Davíðsdóttir. Framtíð nýrrar ríkisstjórnar í Þýskalandi er nú í höndum félaga í þýska Jafnaðarmannaflokknum, sem greiða á næstu vikum atkvæði um nýjan stjórnarsáttmála Eftirlitsstofnun EFTA telur að íslenska ríkið hafi ekki staðið rétt að innleiðingu tilskipunar um endurskipulagningu fjármálastofnana Veikindadögum starfsfólks á leikskóla í borginni fækkaði um rúmlega fjörtíu prósent eftir að vinnuvikan var stytt. Hellisheiði hefur verið lokað. Skafrenningur og éljagangur er víða um land.
2/7/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 06.02.2018

Spegillinn þriðjudaginn 6.feb 2018 Umsjónarmaður: Kristján Sigurjónsson Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Braga Guðbrandsson forstjóra Barnaverndarstofu um nauðsyn þess að lögregla og barnavernd deili persónuverndarupplýsingum sín á milli í miklu meiri mæli en núverandi lög gera ráð fyrir. Kristján Sigurjónsson talar við Tinnu Isebarn framkvæmdastjóra Landssambands ungmennafélaga um lækkun kosningaaldurs. . Sambandið styður lækkun kosningaldurs en segir að vanda þurfi til verka. Arnar Páll Hauksson talar við Skúla Toroddsern lögfræðing Orkustofnunar um ágreining umhverfisráðuneytis og Orkustofnunar um hvort vindorka falli undir lög um rammaáætlun.
2/6/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 05.02.2018

Spegillinn þriðjudaginn 5.feb 2018 Umsjónarmaður: Kristján Sigurjónsson Kristján Sigurjónsson ræddi við Halldór Halldórsson formann Sambands íslenskra sveitarfélaga um álit og umsögn sambandsins á lagafrumvarpi um lækkun kosningaaldur sí 16 ár. Arnhildur Hálfdánardóttir sagaði frá mismunandi reglum hér og hjá nágrannaþjóðum hvernig kynferðisbrotamenn eru skráðir og hvernig reynt er að koma í veg fyrir að þeir vinni með börnum. Sigrún Davíðsdóttir fjallar um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna í Bretlandi.
2/5/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 02.febrúar 2018

Teknar hafa verið skýrslur af sjö brotaþolum við rannsókn á kynferðisbrotum starfsmanns Barnaverndar. Bandaríkjaþing birti í dag umdeilt minnisblað þingmanns Repúblikana, þar sem alríkislögreglan og dómsmálaráðuneytið eru sökuð um að hafa misbeitt valdi sínu. Minnisblaðið var birt skömmu eftir að Trump Bandaríkjaforseti hafði heimilað að það yrði gert opinbert. Dæmi eru um að fólk hafi hagnast verulega á að grafa eftir rafeyri í bílskúrnum heima hjá sér. Skatturinn þekkir ekki umfang rafeyriseignar hér á landi og óvissa ríkir um hvernig skuli skattleggja hana. Þó að Stundin og Reykjavík Media hafi verið sýknuð af öllum kröfum Glitnis um bann við fréttaflutningi upp úr gögnum bankans er ekki víst að málinu sé lokið. Ef því verður áfrýjað gæti lögbannið staði í marga mánuði. Arnar Páll Hauksson talaði við Jón Trausta Reynisson og Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, ritstjóra Stundarinnar og Jóhannes Kr. Kristjánsson hjá Reykjavík Media. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Björgvin Inga Ólafsson, hagfræðing, og Gísla Kr. Katrínarson, sérfræðing hjá Advania Datacenters. Vísindamenn hafa fundið stórborgarsvæði Maja í frumskógum Gvatemala með háþróaðri leisertækni. Fundist hafa 60 þúsund mannvirki, hallir, píramídar, uppbyggðir þjóðvegir, veitukerfi og varnarvirki fyrir um 15 milljónir manna, langtum fleiri en áður var talið. Pálmi Jónasson. Spegillnn 2. febrúar 2018 Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir
2/2/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 01. febrúar 2018

Viðvörun hefur verið gefin út vegna vonskuveðurs sem gengur yfir landið í kvöld og nótt. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um þrjú prósentustig í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar um 2 prósentusting en fylgi annarra flokka breytist lítið. Prófessor í krabbameinslækningum segir tölur OECD, sem sýni að dánartíðni vegna brjóstakrabbameins sé hæst á Íslandi, gefi ekki rétta mynd. Lífslíkur séu þvert á móti mestar hér. Þrír leiðtogar aðskilnaðarsinna í Katalóníu, sem sitja í gæsluvarðhaldi, ætla að vísa máli sínu til Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þetta er óstöðug mynt, fjármálaeftirlitið varar við henni en áhættusæknir fjárfestar hrífast. Á rafeyrir eftir að sigra heiminn eða er þetta bóla sem springur? Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og ræðir Gísla Kr. Katrínarson og Björgvin Inga Ólafsson. Umsjón: Arnar Páll Hauksson Tæknimaður. Magnús þorsteinn Magnússon
2/1/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 31. janúar 2018

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir gögn Landsréttarmálsins styðja niðurstöðu Hæstaréttar um lögbrot ráðherra við dómaraskipan. Dómsmálaráðherra segir að hún þekki það þegar hún sjái það hvenær hún þurfi að víkja úr embætti. Framkvæmdastjóri hjá Odda segir að erlend samkeppni hafi gert það að verkum að fyrirtækið þurfti að segja næstum helmingi starfsmanna sinna upp í gær. Stjórnarformaður Persónuverndar segir að það þurfi allt að því að fjórfalda starfsmannafjöldann hjá stofnuninni til að hún geti sinnt verkefnum vegna nýrra persónuverndarlaga sem eiga að taka gildi eftir fjóra mánuði. Fiskeldisfrumvarpi sem nú er í umsagnarferli er ætlað að bæta umgjörð og skapa sátt um greinina. Kapphlaup um eldissvæði á að heyra sögunni til og útboðsferli kemur í staðinn. Breytingin mun þó ekki hafa áhrif á margar umsóknir á Vestfjörðum og Austfjörðum sem þegar liggja fyrir. Ákvörðun um að nota tákn fyrir guðinn Tý á peysur norska landsliðsins í alpagreinum, hefur vakið upp deilur því nasistar og öfgahreyfingar hafa reynt að gera það að sínu tákni. Þarf að fjórfalda starfsmannafjölda Persónuverndar. Arnar Páll Hauksson fjallar um nýja persónuverndarlöggjöf og talar við Björgu Thorarensen, Davíð Þorláksson og Sölku Sól Styrmisdóttur. Merkur mannfræðifundur í Ísrael. Kristján Sigurjónsson segir frá. Utanríkisverslun Íslendinga frá 900 til 2010. Bogi Ágústsson talar við Guðmund Jónsson sagnfræðing. Umsjón: Arnar Páll Hauksson Tæknimaður: Magnús þorsteinn Magnússon
1/31/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 30.01.2018

Mistök urðu þegar barnaverndaryfirvöldum var ekki tilkynnt um kæru á hendur starfsmanni þeirra, fyrir gróft kynferðisofbeldi gegn börnum, fyrr en hálfu ári eftir að hún var lögð fram. Þetta segir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Staðan á íbúðamarkaði er mjög alvarleg að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Aðeins um þriðjungur þeirra íbúða sem þörf er á næstu tvö ár er í byggingu. Bandaríkjastjórn birti í dag lista með nöfnum rúmlega 200 Rússa, sem verður refsað ef í ljós kemur að Rússar hafi haft áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í dag tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi sveitarfélagsins, en breytingarnar eru vegna undirbúnings Hvalárvirkjunar. Tatjana Latinovic, formaður innflytjendaráðs, segir annað hvort litið á innflytjendur sem vinnuafl eða vandamál og að frekar sé hugað að stefnumótun þegar hið síðarnefnda eigi við. Tíð stjórnarskipti hafa tafið framgang framkvæmdaáætlunar um málefni innflytjenda sem gildir fyrir árin 2016 til 2019. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Tatjönu og Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. Bresk leyniskýrsla embættismanna um kostnaðinn við úrgöngu Breta úr ESB, sýnir að kostnaðurinn er minni hagvöxtur um ókomin ár. Þegar David Davis Brexit-ráðherra Breta sat fyrir svörum í þingnefnd í vetur sagði hann stjórnina hafa gert nákvæma úttekt á kostnaði úrgöngu. Þegar þingmenn kröfðust þess að sjá úttektina kom í ljós að hún var mjög almenns eðlis. Nú hefur Brexit-skýrslu breskra embættismanna verið lekið. Niðurstaðan er lægri þjóðartekjur næstu fimmtán árin en væri við óbreytt ástand. Skýrslan er olía á bál Brexit-umræðna. Sigrún Davíðsdóttir í Lundúnum. Boðskapur dagsins í Noregi er að konungsríkinu stafi mest ógn af njósnum úr austrinu: Það er ólöglegri starfsemi leyniþjónutu Rússa, tilraunum til að hafa áhrif á skoðanir fólk og jafnvel úrslit kosninga. Þetta mat norsku leyniþjónustunnar, PST, var kynnt í Osló í dag og á sama tíma sat Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fund með norska utanríkisr
1/30/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 29.01.2018

Heilbrigðisráðherra ætlar að skipa stýrihóp sem hefur það hlutverk til að stemma stigu við ofneyslu verkjalyfja og geðlyfja. Hún segir að Íslendingar þurfi að vera vel á verði gagnvart hugsanlegum faraldri í neyslu sterkra verkjalyfja. Stefnt er á alþjóðlegt útboð á hlutum í Arion banka, meðal annars í Bandaríkjunum. Eftirlitsmyndavélum lögreglu í miðbæ Reykjavíkur hefur verið fjölgað um 10. Þær eru nú um 30 talsins. Háskólinn í Reykjavík hefur ákveðið að bjóða nemendum upp á sálfræðiþjónustu í skólanum. Þjónustan er veitt af sálfræðisviði HR í samstarfi við náms- og starfsráðgjöf háskólans. Formannsslagur í Eflingu. Rætt við Ingvar Vigur Halldórsson og Sólveigu Önnur Jónsdóttur sem gefa kost á sér í formannskjöri. Útboð á hlutum í Arion banka. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Umsjón. Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Ragnar Gunnarsson.
1/29/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 26. janúar 2018

Anton Örn Guðnason var í dag dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að stinga mann í kviðinn við handrukkun. Annar maður fékk tæpra tveggja ára dóm fyrir líkamsárás. Félagsráðgjafi gagnrýnir hvernig staðið er að máli ungs marokkósks hælisleitanda, sem fékk synjun um dvalarleyfi. Sænska ríkisstjórnin hyggst banna tóbaksreykingar á útiveitingastöðum, brautarpöllum og víðar. Takmarkið er reyklaus Svíþjóð árið 2025. Það gæti kostað mörg hundruð milljónir að endurgreiða einkareknum fjölmiðlum fjórðung af kostnaði þeirra við fréttaframleiðslu Ævintýraþráin dró suma til landsins, aðrir komu til að safna peningum. Hjá sumum gekk allt eins og í sögu, aðrir hittu fyrir fólk sem vildi nýta sér veika stöðu þeirra. Spegillinn ræðir við fimm pólska innflytjendur sem eiga það sameiginlegt að hafa komið hingað í fyrra. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Kaja Bolejko, Piotr Porebki, Karolina Wojciechowska, Michal Kostrz og Tomasz Chrapek. Þorkell Sigurlaugsson, varaformaður Spítalans okkar, segir að Landspítali á nýjum stað yrði helmingi dýrari og yrði ekki tilbúinn fyrr en árunum 2035 til 2040. Miðflokkurinn hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að láta gera staðarvalsgreiningu á nýju þjóðarsjukrahúsi. Arnar Páll Hauksson. Spegililnn 26. Janúar 2018 Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
1/26/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 25.janúar 2018

Mismunun gegn erlendum konum einkennist ekki bara af kyjamisrétti heldur einnig af kynþáttamisrétti og fordómum. Þetta segir lögmaður sem setið hefur í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Landsréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa brotið ítrekað gegn 18 ára pilti. íbúafundur stendur nú yfir á Húsavík þar sem gagnsetning PCC Bakka -Silicon er kynnt. Íslenskur fjárfestir vill að skoðað verði hvort mögulegt sé að rækta kannabisefni hér á landi, og flytja þau út. 30.000 Svíar hafa keypt hlutabréf í kanadískum fyrirtækjum sem rækta kannabis. Nordea-bankinn ætlar að hætta að selja bréfin. Tillögur fjölmiðlanefndar. Arnar Páll segir frá tillögunum og umræðum á Alþingi um stöðu einkarekinna fjölmiðla. Berlusconi stelur senunni . Pálmi Jónasson segir frá. Vilja draga úr losun metans frá kúm. Arnar Páll tala við Ástu Heiðrúnu E. Pétursdóttir hjá Matís og Maríu Maack á Reykhólum. Umsjón Arnar Páll Hauksson
1/25/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 24.janúar 2018

Vonskuveður er búið að vera víða um land í dag, mikill snjór og vegir lokaðir. Fjöldi fólks bíður eftir að komast leiðar sinnar á Austur- og Norðurlandi og Vegagerðin hefur þurft að fylgja bílum á Seyðisfjörð til að komast í Norrænu. Larry Nassar, fyrrverandi læknir bandaríska landsliðsins í fimleikum var í dag dæmdur í allt að 175 ára fangelsi fyrir að hafa beitt yfir hundrað fimleikastúlkur kynferðislegu ofbeldi árum saman Hæstaréttarlögmönnum ber ekki saman um hvort Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra hafi brotið lög við skipan dómara í Landsrétt. Vald dómsmálaráðherra til að skipa dómara á fyrst og fremst að vera formlegt. Þetta segir Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður. Ráðherrar hafi ítrekað orðið uppvísir að því að misbeita valdi sínu. Haukur Örn Birgisson, kollegi hans, telur að ráðherra eigi ekki að vera bundinn af andlitslausum nefndum sem í sitji hagsmunaaðilar. Ráðherra beri ábyrgð á skipuninni og þurfi að geta haft áhrif á hana. Skipan dómara var rædd á málþingi í Háskólanum í Reykjavík í dag. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við lögmennina. Ríflega tuttugu þúsund störf og mörg hundruð verktakasamninga við breska ríkið, jafnt um þrif í skólum sem lagningu hraðbrautar þvert í gegnum Bretland svífa nú í lausu lofti. Verktakafyrirtækið Carillion var einn burðarásinn í útvistun breska ríkisins. Gjaldþrot fyrirtækisins hefur hleypt fjöri í umræðuna um einkavæðingu því það er mun lengra á milli stóru flokkanna tveggja í þessum efnum en áður var. Sigrún Davíðsdóttir. Frakkar og Þjóðverjar stefna að endurskoðun og endurnýjun Elyseé sáttmálans, en í þessari viku eru 55 ár frá því hann var undirritaður. Sáttmálinn kveður á um náið samstarf þjóðanna. Bogi Ágústsson.
1/24/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 23.janúar 2018

Ein fremsta fimleikakona landsins, greindi frá því í dag að erlendur fimleikamaður hefði nauðgað henni á keppnisferðalagi árið 2016. Hún vonar að aðrir þolendur öðlist kjark til þess að stíga fram. Það spáir vonskuveðri á norðanverðu landinu þegar líður á kvöldið, norðaustanátt, stormi og snjókomu. Nokkrum fjallvegum á Norðurlandi hefur þegar verið lokað. Sandgerðisbær er að setja upp gámaíbúðir fyrir einstaklinga og litlar fjölskyldur til að mæta brýnni húsnæðisþörf á svæðinu. Skatturinn er enn og aftur á hælunum á knattspyrnugoðinu Lionel Messi. Þetta sýna ný gögn sem birt eru í Der Spiegel. Kappinn fær milljarð á mánuði samkvæmt nýjum samningi við Barcelona. Framkvæmdastjóri Samiðnar telur að launamunur á milli erlendra og innlendra starfsmanna sé að festa sig í sessi. Erlendum ríkisborgurum fjölgar, mikið þeir eru nú hátt í 40 þúsund. Kvikmyndin The Shape of Water fær flestar tilnefningar til Óskarsverðlaunanna í ár. Myndin er tilnefnd til 13 verðlauna Pálmi Jónasson fjallar um ný lekagögn úr Der Spiegel um knattspyrnugoðið Lionel Messi Arnhildur Hálfdánardóttir fjallar um útlendinga á vinnumarkaði sem hafa aldrei verið fleiri Arnar Páll Hauksson ræðir við Sigmund Davíð Gunnlaugsson um nýtt staðarval fyrir spítala.
1/23/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 22 janúar 2018

Stjórn United Silicon óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í dag. Harmleikur, segir forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Milljarðar séu að verða að engu. Demókratar og Repúblíkanar í öldungadeild bandaríkjaþings komust að samkomulagi nú síðdegis um að aflétta greiðslustöðvun bandaríska alríkisins. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata krafðist þess á Alþingi í dag að dómsmálaráðherra segði af sér. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur ákveðið að hætta olíuleit á Drekasvæðinu. Orkustofnun telur að Eykon energy hafi ekki bolmagn til að halda rannsóknum á svæðinu áfram. Arnhildur Hálfdánardóttir fjallar í Speglinum um gjalþrotabeiðni og sögu United Silicon Arnar Páll Hauksson fjallar um ákvörðun Kínverja og Norðmanna að hætta olíuleit á Drekasvæðinu. Sigrún Davíðsdóttir fjallar um mismunandi sýn Frakka og Breta á Brexit.
1/22/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 19.01.2018

Forsætisráðherra segir að markmið viðræðna ríkisstjórnar við aðila vinnumarkaðarins sé að kortleggja þær hindranir sem koma í veg fyrir að hægt sé að sammælast um að hefja samtal um nýtt íslenskt vinnumarkaðsmódel. Skipaður hefur verið starfshópur sem á að leggja fram tillögur um breytingar á Kjararáði. Hann á líka að fara yfir fyrri úrskurði ráðsins. Vitað er um á þriðja tug sprautufíkla á Akureyri. Verkefni til að minnka skaðann, sem hófst í ársbyrjun, hefur strax borið árangur. Vél frá breskri ferðaskrifstofu sem átti að fljúga beint til Akureyri í dag varð að lenda í Keflavík vegna veðurs. Þetta gerðist líka á mánudag þegar vél frá sama flugfélagi gat ekki lent fyrir norðan. Donald Trump hefur setið eitt ár á forsetastóli og hafa leikið um hann stríðir vindar. Hann glímir nú við þingið um greiðsluheimild fyrir hið opinbera. Vill viðræður um íslenskt vinnumarkaðsmódel. Arnar Páll Hauksson ræðir við Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ár Trumps á forsetastóli. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá. Arðgreiðslu bankanna. Sigrún Davíðsdóttir talar við Jóns Þór Sturluson aðstoðarforstjóra Fjármálaeftirlitsins.
1/19/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 18.01.2018

Rannsókn á gagnaleka úr Glitni leiddi ekki í ljós hver bæri ábyrgð á lekanum. Rannsóknin hefur verið felld niður. Notkun landsmanna á sterkum verkjalyfjum átjánfaldaðist á 25 árum. Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, hefur fellt niður mál gegn Öldu Hrönn Jóhannsdóttur vegna LÖKE-málsins. Íþróttafélög í Hafnarfirði verða að setja sér siðareglur til að fá styrki frá bænum. Bæjarstjórn samþykkti þetta í gær. Kostnaður við endurheimt votlendis gæti hlaupið á milljörðum króna. Í næstu viku verður stofnaður Votlendissjóður sem mun einbeita sér að endurheimt votlendis. Endurheimt votlendis kostar milljarða. Arnar Páll Hauksson ræðir við Sunnu Áskelsdóttur hjá Landgræðslu ríkisins og Eyþór Eðvarðson sem hyggst stofna Votlendissjóð. Fíklar í lífshættu. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi. Umsjónarmaður. Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður. Ragnar Gunnarsson.
1/18/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 17.01.2018

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lítur það mjög alvarlegum augum að verðmæti sem hald var lagt á í tengslum við rannsókn á kampavínsklúbbnum Strawberries hafi horfið úr vörslu lögreglunnar. Sakborningar í stóra markaðsmisnotkunarmáli Glitnis sögðust í dag hafa unnið innan þeirra reglna sem gilt hefðu í bankanum í áratug áður en þeir hófu þar störf. Borgaryfirvöld íhuga að auka niðurgreiðslur til foreldra 18 mánaða barna sem eru hjá dagforeldrum. Góðæri bitnar á nytjamörkuðum sem þurfa nú að afþakka notuð húsgögn í stórum stíl. 20 ár eru í dag síðan fyrsta fréttin um kynferðislegt samband Bill Clintons, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Monicu Lewinsky, fyrrverandi lærlings í Hvíta húsinu, kom fyrir sjónir almennings. Eiginfjárstaða stóru bankanna þriggja er mjög góð. Sumir telja bankana liggja á alltof miklu eigin fé og nær væri að borga út arð ekki síst því þá gætu runnið milljarðar til ríkisins. En lærdómurinn af fjármálahremmingunum á Íslandi og í Evrópu 2008 var meðal annars að herða reglur um eigið fé og arðgreiðslur. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóra Fjármálaeftirlitsins. Í síðari hluta viðtalsins verður hugað frekar að arðgreiðslum og aðstæðum bankanna. Filmuvélar, framköllun og hillur fullar af myndaalbúmum. Þetta heyrir sögunni til hjá mörgum. Hversdagsmyndunum er ekki lengur raðað í albúm heldur eru þær vistaðar á símann eða sendar í skýið. Bókasafnið er hugsanlega orðið rafrænt líka og plötusafnið búið að víkja fyrir persónulegum lagalistum á tónlistarveitum. Hugverkum og dútli er líka hlaðið upp í ský og svo eru það öll tölvupóstssamskiptin og samskiptamiðlarnir, púlsmælingar mörg ár aftur í tímann og svo framvegis. Hvað verður um þessi gögn þegar þú deyrð? Á Íslandi ná persónuverndarlög út yfir gröf og dauða en samt er lítið mál fyrir aðstandendur að fá tölvuviðgerðarfyrirtæki til að ná í gögn af tölvum og símum látinna ástvina. Google og Facebook eru treg til að láta persónugögn látinna af hendi. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Helgu Þórisdóttur, forst
1/17/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 16. janúar 2018

Um 70 björgunarsveitarmenn hafa nú síðdegis aðstoðað fólk í vonskuveðri og ófærð í kringum höfuðborgarsvæðið. Hellisheiði, Mosfellsheiði og Þrengsli eru lokuð. Lyngdalsheiði sömuleiðis. Borgarfulltrúar tókust á um vatnsmengun á borgarstjórnarfundi í dag. Borgarstjóri sagði rétt að hafa vaðið fyrir neðan sig og upplýsa fólk. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks sagði að einfalt hefði verið að vara alla borgarbúa við með smáskilaboðum. Í einni af borholum Veitna mældust sjötíu og fjórum sinnum fleiri gerlar en forsvarsmönnum þykir eðlilegt. Ákveðið hefur verið í tengslum við viðræður ríkisstjórnar og aðlila vinnumarkaðarins, að skipa vinnuhóp til að koma með tillögur um starfshætti kjararáðs, og til að mæta gagnrýni sem beinst hefur að úrskurðum ráðsins. Vatnsmengun í neysluvatni. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og ræðir við Ólöfu Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna. Nefnd um breytingar á kjararáði. Arnar Páll Hauksson segir frá. Liðsmenn íslamska ríkisins vilja aftur heim. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá. Umsjón: Arnar Páll Hauksson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
1/16/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 15. janúar 2018

Þeir sem hafa völdin þurfa að gera sitt til að bæta samskipti milli kynjanna, segir varaformaður Prestafélags Íslands. Tólf þúsund kjúklingar drápust þegar eldur kviknaði í kjúklingabúi að Oddsmýri í Hvalfirði í dag. Olíuflekkur fer ört stækkandi á Austur-Kínahafi þar sem íranskt olíuflutningaskip sökk í gær eftir að hafa brunnið í rúma viku. Óvissustig vegna snjóflóða er enn í gildi á Vestfjörðum en búið er að opna vegi. Formaður Þjónustusamfélagsins á Héraði líkir miðbæ Egilsstaða við bilaðan löndunarkrana. Söngkona írsku hljómsveitarinnar the Cranberries, er látin, 46 ára að aldri. Starfshópar og fræðslufundir, viljayfirlýsingar, kannanir, uppsagnir og áætlanir. Þetta eru nokkur dæmi um ávexti og afleiðingar Me too byltingarinnar. Sögurnar eru orðnar hátt í þúsund talsins, konurnar sem skrifað hafa undir yfirlýsingar skipta þúsundum og sífellt bætist í hópinn, síðast í dag þegar konur í prestastétt stigu fram. En hvað hefur raunverulega breyst? Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Finnborgu Salome Steinþórsdóttur, nýdoktor í kynjafræði. Fastur liður í hegðan manna eins og kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinsteins og annarra auðugra áhrifamanna var að borga kvenfólki, sem þeir áreittu, svo þær þegðu um athæfið. Sögurnar eru margar og spanna allt frá kynferðislegu áreiti yfir í grófa nauðgun. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við Reimar Pétursson formann Lögmannafélagsins um þessi mál í íslensku samhengi. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, ætlar að að bæta einum flokki við ríkisstjórn sína. Unnið hefur verið að endurnýjun minnihlutastjórnar hennar frá eftir þingkosningarnar í september. Sátt er um skattalækkanir, málefni nýbúa og umhverfisvernd en stjórnarandstæðingar segja að áherslan hafi færst enn lengra til hægri en áður var. Gísli Kristjánsson. Spegillinn 15. janúar 2018 Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
1/15/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 12.01.2018

Töluvert tjón varð á húsnæði Hellisheiðarvirkjunar þegar eldur kom upp þar í dag. Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að öryggisáætlanir hafi bjargað miklu. Íþróttafræðingur segir mikilvægt að jafna stöðu kynjanna í íþróttum. Ójafnt vægi auki líkurnar á misbeitingu og mismunun. Forseti Bandaríkjanna hefur aldrei í sögunni látið annan eins fúkyrðaflaum út úr sér í Hvíta húsinu og Donald Trump gerði á fundi þar í gær. Þetta segir bandarískur þingmaður sem sat fundinn. 25 ár eru frá því að EES-samningurinn var samþykktur á Alþingi. Áhrifamikill og erfiður. Alma Ómarsdóttir talar við Lilju Dögg Alfreðsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um kynbundið ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar. Tapað stríð í Afganistan . Pálmi Jónasson segir frá. Rauði síminn milli Norður- og Suður- Kóreu. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá. Umsjón Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður Ragnar Gunnarsson.
1/12/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 11.janúar 2018

Greint er frá fjölmörgum nauðgunum og öðru kynbundnu ofbeldi og áreiti gegn íþróttakonum í yfirlýsingu og frásögnum sem hátt í fimm hundruð íþróttakonur sendu frá sér í dag. Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar eru við öllu búnir og aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna óveðursins sem nú geisar á Suður- og Vesturlandi. Byrjað er að draga úr storminum á Reykjanesi. Ungur karlmaður lést í bílslysi á þjóðvegi 1, skammt vestan við Skeiðavegamót, laust fyrir klukkan átta í morgun. Meirihluti landsmanna telur að stjórnvöld og íslenskir stjórnmálamenn geri of lítið til að takmarka gróðurhúsalofttegundir á Íslandi. Tæplega 60 af hundraði hafa áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft. Um 87% landsmanna geta hugsað sér að kaupa rafmagnsbíl eða aðra bíla sem nota vistvæna orku. Stafrænt líf eftir dauðann og útfararplan í skýinu. Sprotafyrirtæki í Sílíkondal og víðar eru í auknum mæli farin að sjá tækifæri í dauðanum og vilja sum blása nýju lífi í útfarariðnaðinn. Þau sem ganga lengst vilja gera fólki kleift að lifa að eilífu. Spegillinn 11. janúar 2018 Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir
1/11/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 10.janúar 2018

Leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar var í gær gert að hætta tafarlaust störfum eftir að hann viðurkenndi kynferðisbrot þegar #metoo-umræðan komst í hámæli. Brotið framdi hann fyrir um áratug. Fimm bjóða sig fram í leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Kjörið fer fram 27. janúar. Formaður flokksins segir að sér lítist vel á hópinn. Héraðsdómur Austurlands dæmdi skipstjóra hjólabáts í dag til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hann var sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi vegna dauða kanadískrar konu við Jökulsárlón. Með því að leggja línur í jörð má rúmlega tífalda raforkuöryggi á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Landvernd hefur látið gera. Mosfellingar efndu í dag til söfnunar vegna fjölskyldunnar sem missti allt sitt í bruna í gær. Sveitarstjórnarkosningar nálgast. Arnar Páll Hauksson talar við Halldór Halldórsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formann Sambands íslenskra sveitarfélaga og Grétar Þór Eyþórsson prófessor við Háskólann á Akureyri. Það verður að skilgreina hverjir eiga rétt á þjónustunni. Arnhildur Hálfdánardóttir fjallar um NPA og talar við Elínu Oddnýju Sigurðardóttir, formann velferðarráðs Reykjavíkur. Umsjónarmaður Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Gísli Kjaran Kristjánsson
1/10/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 09.janúar 2018

Spegillinn, 9. janúar 2018 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Fréttahluti 1) Eldsvoðar í Grafarvogi og Mosfellsbæ í nótt. Rætt við Halldór Hrannar Halldórsson nágranna í Mosfellsbæ. 2) Fólk verður að treysta brunavörnum. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir ræðir við Önna Málfríði Jónsdóttur, brunaverkfræðing hjá Lotu. 3) Sinnum áfrýjar til Landsréttar 4) Kjaradeila flugmanna við Icelandair er á viðkvæmu stigi að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara, Jóhann Bjarni Kolbeinsson talar við hana. 5) Settur dómsmálaráðherra skipaði 8 héraðsdómara í dag og fór að mati hæfnisnenfdar. Ráðherra vill breyta reglum um nefndina. Broddi Broddason segir frá 5) Mótvægisaðgerðir í laxeldi til skoðunar. Halla Ólafsdóttir segir frá og rætt við Kristján Davíðsson, framkvæmdastjóra Landsambands fiskeldisstöðva. Spegilshluti 1) NPA-þjónusta á að vera kostur fyrir alla segja Ragnar Gunnar Þórhallsson, ritari NPA-miðstöðvarinnar og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við þá. 2) Frá því að fyrstu leyfin til olíuleitar á Drekasvæðinu voru gefin út hafa félögin sem leita greitt röskar 400 milljónir króna í ríkissjóð fyrir sérleyfin. Áætla má að kostnaður vegna rannsókna þeirra sé á bilinu 4 til fimm milljarðar króna. Arnar Páll Hauksson ræðir við Skúla Thoroddsen lögfræðing hja Orkustofnun og rifjuð er upp afstaða Steingríms J. Sigfússonar þá verandi atvinnuvegamálaráðherra. 3) Verður Oprah Winfrey bjargvættur Demókrata? Anna Kristín Jónsdóttir segir frá.
1/9/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 08.janúar 2018

Spegillinn 8. janúar 2018 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Mark Eldred Fréttir. 1) Óli Björn Kárason, formaður efnahags og viðskiptanenfdar bregst við gagnrýni ASÍ á skattamalskattbreytingar um áramót. 2) Hver leiðir lista Sjálfsstæðismanna í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Talað við Halldór Halldórsson fráfarandi oddvita Sjálfstæðisflokksins. 3) Álag á bráðamóttöku LSH vegna flensu, Rætt við Önnu Sigrúnu Baldursdóttur. 4) Trump vísar tugþúsundum Salvadora og fólki frá Haítí úr landi. Bjarni Pétur Jónsson segir frá. 5) Varað við hvassviðri í nótt og á morgun. Rætt við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing. 6) Horn unnin í gæludýrafóður í Hnífsdal. Halla Ólafsdóttir segir frá. 7) Hvalreki á Hvalsnesi. Sunna Björk Ragnarsdóttir. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við hana. Spegilshluti 1) Stefnt er að því að innleiða otendastýrða persónulega aðstoð á þessu ári en álitamálin eru stór og mörg. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og ræðir við Halldóru Mogensen, formann Velferðarnefndar. 2) Trond Giske, varaformaður norska verkamannaflokksins sagði af sér í kjölfar ásakana um að hafa áreitt ungar stúlkur. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Gísla Kristjánsson um Giske. 3) Sjóðsfélagar sem greiða iðgjöld í opinbera lífeyrissjóði geta væntanlega innan skamms látið hluta af iðgjaldinu renna í séreignarsparnað eins og sjóðsfélagar á almenna vinnumarkaðinum geta nú þegar. Beðið er eftir því að sett verði lög. Arnar Páll Hauksson ræðir við Hauk Hafsteinsson, framkvæmdastjóra LSR.
1/8/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 05.janúar 2018

Lögmenn Glitnis HoldCo og Stundarinnar og Reykjavík Media deildu um það fyrir rétti í dag hvort lögbann á fréttaflutning miðlanna ráðist af stjórnmálum eða öðrum álitaefnum. Formaður Dómarafélagsins segir dómnefnd um umsækjendur um dómarastörf tryggja sjálfstæði við ráðningu dómara. Hún gagnrýnir ummæli dómsmálaráðherra um að nefndin hafi ekkert með sjálfstæði dómstóla að gera. Ný rannsókn sýnir að starfsfólk leikskóla er ekki nægilega upplýst um einkenni og viðbrögð við fæðuofnæmi. Innan við helmingur leikskóla í Reykjavík er með viðbragðsáætlun ef barn með bráðaofnæmi fær ofnæmiskast. Aukið rennsi er í Múlakvísl og breyting á lit árinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands Óhætt er að segja að bók dagsins sé Fire and Fury eftir bandaríska blaðamanninn Michael Wolff, bókin um fyrsta ár Donalds Trumps í embætti forseta Bandaríkjanna. Hún kom út í Bandaríkjunum í dag, fjórum dögum áður en áætlað var og rauk strax upp í efsta sæti flestra bóksölulista vestanhafs. Fimmtán hafa sýkst af mislingum á Stórgautaborgarsvæðinu í Svíþjóð og foreldrum 60 hvítvoðunga, var boðið að bólusetja þá, eftir að heilbrigðisstarfsmaður á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu greindist, sá hafði ekki komið inn á fæðingardeildina en verið í samskiptum við aðra heilbrigðisstarfsmenn sem þar störfuðu. Allt kapp er lagt á að hindra frekari útbreiðslu. Sóttvarnarlæknir segir að hér gæti komið upp sambærilegur faraldur.Bólusetningar séu lykillinn að því að verjast slíku en líka brýnt að heilbrigðisstarfsfólk og starfsmenn flugvalla, sem daglega eiga í samskiptum við mikinn fjölda fólks, séu bólusettir. Um fimm til tíu prósent starfsmanna Landspítalans eru það ekki. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Þórólf Guðnason. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að innistæðulausar launahækkanir hafi á síðustu 70 árum alltaf leitt til þess sama. Frá lýðveldisstofnun hafi á 7 til 10 ára millibili orðið gengisfall þar sem verðbólga eykst og kaupmáttur rýrnar hratt. Þetta muni gerast á nýjan leik ef haldið verði áfram á sömu braut
1/5/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 04. janúar 2018

Samgönguráðherra segir að til greina komi að gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum verði haldið áfram eftir að Spölur afhendir ríkinu göngin. Nauðsynlegt er að fá á hreint hvort bílaleigubílar eru í verra ástandi en aðrir bílar þegar þeir koma til aðalskoðunar, áður en ákvörðun er tekin um hvort breyta eigi reglum um skoðun atvinnubíla. Þetta segir samgönguráðherra. Innihald nýrrar bókar um forsetatíð Trumps Bandaríkjaforseta er ærumeiðandi, að mati lögfræðinga hans. Þeir hafa hótað útgefanda bókarinnar málsókn. Fundur stendur nú yfir á Kirkjubæjarklaustri þar sem farið er yfir aðgerðir og viðbrögð þegar rútuslys varð þar fyrir áramót. Hallgrímur Helgason hlaut í dag viðurkenningu rithöfundarsjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Í dag var líka tilkynnt að orð ársins 2017 er Epal-hommi. Barnakassar og útburður. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og talar við Braga Guðbrandsson, forstjóra Banrnaverndarstofu. Laun embættismanna á Norðurlöndum. Arnar Páll Hauksson segir frá og ræðir við Gunnar Björnsson skrifstofustjóra Kjara- og mannauðssýslu ríkisins. Umsjónarmaður Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon
1/4/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 03. janúar 2018

Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir það fátítt í nágrannalöndunum að ráðamenn fari ekki að tillögu hæfnisnefndar við skipan dómara. Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi í morgun þegar fólksbíll og flutningabíll rákust saman. Verkefnastjóri hjá Vegagerðinni segir að umferðarþungi sé kominn langt fram úr hófi. Í fyrra jókst umferð um tæp ellefu prósent frá árinu 2016. Heilbrigðisráðherra og umhverfisráðherra úr flokki Vinstri grænna vilja bregðast við svifryksmenguninni sem varð um áramótin. Dómsmálaráðherra úr Sjálfstæðisflokki segir að veðurskilyrði á nýársnótt hafi verið sérstök, horfa verði til þess. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Sigríði Á Andersen, Guðmund Inga Guðbrandsson og Svandísi Svavarsdóttur. Að minnsta kosti 10 flokkar stefna að því að bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í maí. Arnar Páll Hauksson. Manchester City stefnir á heimsyfirráð með olíupeningum úr einræðisríkinu Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Eigendurnir kaupa leikmenn og heilu fótboltafélögin um heim allan og breyta þeim í bláklædd City. Manchester City hefur ekki tapað leik í vetur, er langefst í deildinni og hefur sýnt fádæma yfirburði. Pálmi Jónasson. Spegillinn 3. Janúar 2018. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
1/3/201830 minutes
Episode Artwork

Spegillinn 02.janúar 2018

Jón Höskuldsson héraðsdómari boðar dómsmál gegn dómsmálaráðherra. Hann var einn fjögurra manna sem dómsmálaráðherra skipaði ekki í embætti landsréttardómara þrátt fyrir að vera meðal 15 hæfustu. Minnst 22 hafa verið drepnir í Íran í umfangsmiklum mótmælum í helstu borgum landsins undanfarna daga. Mörg hundruð hafa verið fangelsuð. Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, kennir óvinum ríkisins um mótmælin. Ríkisstjórnin ætlar að lækka veiðigjöld á litlar og meðalstórar útgerðir með afkomutengingu gróða. Engin formleg skilgreining er til á stærðum fyrirtækjanna. Sextán slösuðust í miklum eldsvoða í Bronx í dag, þar á meðal sjö börn. Fjórir þeirra eru alvarlega slasaðir. Blóðug mótmæli í Íran. Pálmi Jónasson fjallar um ástandið í Íran Flugeldar menga. Arnhildur Hálfdánardóttir fjallar um málið Bretland og Evrópusambandið Sigrún Davíð fjallar um Brexit
1/2/201830 minutes