Sögskoðun er hlaðvarp um sögu og sagnfræði. Óformlegt, óhátíðlegt og á léttu nótunum.
82 - Um stríðslög og stríðsglæpi
Þátturinn byrjar á 7. mínútu.Í framhaldi af umræðum okkar um Rauða krossinn ræða Söguskoðunarmenn í dag um málefni tengd Genfarsáttmálanum og öðrum alþjóðareglum sem gilda í stríði. Menn hafa frá örófi alda reynt að hafa einhverjar hömlur á framgangi hernaðar. Í Evrópu á fornöld og á miðöldum þróaðist kenningin um réttlátt stríð, en á 19. og 20. öld urðu til umfangsmiklar alþjóðareglur um stríð og frið, um mannréttindi, og um viðurlög stríðsglæpa.
2/16/2024 • 1 hour, 19 minutes, 52 seconds
81 - Rauði krossinn
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur sögu Rauða krossins, frá stofnun hans árið 1863 og fram á miðja 20. öld, en á þessu ári eru einmitt 100 ár síðan landsdeild Rauða krossins á Íslandi var stofnuð í desember 1924. Rauði krossinn er ein stærstu mannúðarsamtök heims með starfsemi öllum ríkjum heims. Höfuðstöðvar alþjóðahreyfingar Rauða krossins hafa alltaf verið í Genf í Sviss, en Alþjóðaráð Rauða krossins og Rauða hálfmánans nýtur sérstakrar stöðu í heiminum, vernduð af alþjóðalögum sem óháð og hlutlaus stofnun á stríðstímum.
2/9/2024 • 1 hour, 18 minutes
80 - Gítarþátturinn
Í tilefni af 80. þætti hlaðvarpsins bregðum við út af vananum og ræðum eitthvað allt, allt annað...Við kynnum einnig til leiks nýja vefsíðu þáttarins: Soguskodun.com! Söguskoðun er einnig á Facebook , og á Youtube.
1/26/2024 • 1 hour, 2 minutes, 43 seconds
79 - Íslömsku "púðurveldin": Safavídar, Mógúlar og Ottómanar
Ólafur og Andri settust niður til að ræða þrjú íslömsk ríki á árnýjöld; Ottómanaríkið, Safavídaríkið í Persíu og Mógúlaríkið á Indlandi, sem stundum hafa verið flokkuð til hinna svokölluðu "púðurvelda", eða gunpowder empires. Hugtakið er eignað bandarísku heimssögusagnfræðingunum Marshall Hodgson og William McNiell, en þá var vísað til ýmissa þátta sem þessi þrjú ríki áttu sameiginlega, og til þess að þau risu fram sem öflug miðstýrð ríki á persneskum, tyrkískum og íslömskum grunni á öld byssupúðursins. Hugtakið er þó komið til ára sinna og er ekki óumdeilt.Ottómanaríkið varð til í Anatólíu á 13. öld og varð eitt af stærstu heimsveldum sögunnar. Það réði austurhluta Miðjarðarhafsins þar til veldið leystist upp eftir fyrri heimsstyrjöld. Safavídar og Mógúlar komu komu fram á 16. öld og liðu ríki þeirra undir lok á 18. og 19. öld. Þessi þrjú ríki voru mikilar menningarmiðstöðvar, öflug hernaðarveldi og bjuggu að miklum ríkidæmum, og mætti ætla að þau gætu talist fyrirrennarar nútímaríkjana Tyrklands, Írans og Pakistans.
1/12/2024 • 1 hour, 28 minutes, 31 seconds
78 - Krímstríðið 1853-1856
Andri og Ólafur ræða í þessum þætti gang og afleiðingar Krímstríðsins 1853-1856 milli Rússa annars vegar og Frakka, Breta, Tyrkja og Sardiníumanna hins vegar. Krímstríðið var fyrsta styrjöldin sem háð var á milli evrópsku stórveldanna eftir Vínarfundinn 1815. Hún var einnig fyrsta stórveldastríðið í Evrópu eftir að iðnbyltingin hóf innreið sína með tilheyrandi tækninýjungum. Þetta var svo að segja fyrsta stríðið sem fékk daglega athygli fjölmiðla heimafyrir, og í fyrsta sinn sem beint var athygli að velferð og heilsu hins óbreytta hermanns á vígvellinum, þar sem m.a. áttu sér stað framfarir í hjúkrun særðra.Krímstríðið var afleiðing og orsök þess að hið margumrædda valdajafnvægi Evrópukonsertsins fór að sveiflast og skjálfa, og í kjölfar hennar hófst þróun í samskiptum stórveldanna sem leiddi að lokum til fyrri heimsstyrjaldar.
1/5/2024 • 1 hour, 5 minutes, 21 seconds
77 - Evrópski konsertinn og aðdragandi Krímstríðsins
Þátturinn byrjar á 18 mínútu.Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur aðdraganda Krímstríðsins 1853-1856 og hið pólitíska landslag Vínarfundarins í Evrópu sem komið var á laggirnar 1815 þegar Napóleon var yfirbugaður. Styrjöldin var háð á milli Rússneska keisaradæmisins og bandalags Frakka, Breta, Sardiníumanna og Tyrkja, en hún batt enda á áratuga langt friðartímabil í Evrópu sem kennt hefur verið við evrópska konsertinn, eða "evrópsku hljómkviðuna".
12/29/2023 • 1 hour, 27 minutes, 11 seconds
76 - Jólaþáttur 2023 - Hinn sögulegi Jesús
Í tilefni jólanna komu Söguskoðunarmenn saman til að ræða Jesú Jósefsson frá Nasaret, en hann fæddist (samkvæmt vestrænni hefð) á þessum degi fyrir 2727 árum, nánar tiltekið árið u.þ.b. 4 fyrir okkar tímatal. Ólafur setti upp guðfræðingagleraugun og fór yfir helstu atriði um hinn sögulega Jesú í tilefni dagsins.Eins eins og flestir vita var Jesús krossfestur árið c.a. 30, og eftir hans dag varð til stór trúarhreyfing sem er í dag ein útbreiddustu trúarbrögð heims. En var hann til? Og hvaða heimildir eru til um þennan mann? Er Nýja testamentið einungis trúarrit eða er það sagnfræðileg heimild?
12/25/2023 • 1 hour, 23 minutes, 32 seconds
75 - Fasismi og nasismi í Austurríki
Þátturinn byrjar á 24 mínútu. Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarmenn sögu Austurríkis á árunum milli stríða, 1918-1938. Austurríki-Ungverjaland var 50 milljón manna fjölmenningarríki sem hrundi eftir fyrri heimsstyrjöld, þjakað af þjóðernisdeilum. Árið 1918 var hið nýja Austurríki 6 milljón manna smáríki með ofvaxna höfuðborg, og glímdi við pólitiskan óróa og efnahagsörðugleika. Árið 1934 var komið á rammkaþólskri einræðistjórn í Austurríki undir Engilbert Dollfuss, sem var myrtur af nasistum, og eftirmanni hans Kurt Schuschnigg. Stjórnin hefur ýmist verið bendluð við fasisma (Austrofaschismus), eða korporatisma (Ständestaat) en hún barðist hart gegn nasistum og öðrum pan-germanistum sem vildu sameiningu við Þýskaland. Austurríki var loks innlimað í Þýskaland vorið 1938 í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar, og Adolf Hitler var fagnað með fánum og blómsveigum við innreið sína í gamla heimalandið.
12/14/2023 • 2 hours, 8 minutes, 44 seconds
74 - Keltar á Íslandi
Í þættinum í dag ræða Ólafur og Andri um Kelta á Íslandi og keltnesk áhrif á íslenska menningu, tungumál og sögu. Norrænir menn komust í mikil tengsl við Kelta á Bretlandseyjum um það leyti er Ísland var að byggjast á árunum 800 til 1000. Enginn vafi leikur á því að hluti landnámsmanna voru frá Bretlandseyjum og af keltneskum uppruna og hefur þetta verið óumdeilt. Ekki allir eru þó sammála um það hve stór hluti landnámsþjóðarinnar voru Keltar, og að hversu stórum hluta keltnesk menning og tunga hefur haft áhrif á íslenska menningu og tungu.
10/23/2023 • 1 hour, 30 minutes, 3 seconds
73 - Galdrar, brennur og galdrafár
Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarmenn galdrafárið í Evrópu og galdramálin á Íslandi á 17. öld. Í Evrópu voru tugir þúsunda meintra norna og galdramanna brennd á báli, eða tekin af lífi með öðrum hætti fyrir það að stunda svartagaldur og hvítagaldur. Langstærstur fjöldi þeirra voru konur. Á Íslandi voru 22 brennd á báli fyrir ástundun galdurs, þar af ein kona. Galdrafárið á Íslandi, ef svo mætti kalla, var helst að finna á Vestfjörðum og stóð hin svokallaða brennuöld yfir á tímabilinu 1625-1690 þegar síðasti brennudómurinn var kveðinn upp.
9/26/2023 • 2 hours, 4 minutes, 31 seconds
72 - Silkivegurinn
Andri og Ólafur koma saman í þættinum í dag til að ræða silkiveginn í víðu og þröngu samhengi. Silkivegurinn er nafið sem loðað hefur við leiðina frá Miðjarðarhafinu (Evrópu og Rómarveldi), í gegnum Mið-Austurlönd og Mið-Asíu og til Kína á fornöld og á miðöldum fram til ca. 1500. Á þessu svæði fór fram verslun, m.a. með silki, en einnig fór þar um straumur hugmynda, trúarbragða, menninga, tungumála og sjúkdóma fram og til baka. Á Silkiveginum risu og féllu öll helstu heimsveldi og trúarbrögð fornaldar, en þar var líka að finna hæstu fjallgarða, þrengstu dali og fjallaskörð og mannskæðustu eyðimerkur heims.Tvær nýlegur bækur voru ræddar eftir sagnfræðinga sem hafa látið sér málið varða: The Silk Road: A New History eftir Valerie Hansen, og The Silk Roads: A New History of the World eftir Peter Frankopan.
8/31/2023 • 1 hour, 31 minutes, 20 seconds
71 - Býsanska lýðveldið
Í þættinum í dag ræða Ólafur og Andri kenningu sagnfræðingsins Anthony Kaldellis um "býsanska lýðveldið" sem hann birti í bók sinni The Byzantine Republic sem kom út árið 2015. Kaldellis er góðvinur hlaðvarpins enda hefur hann oft borið á góma þegar rætt er um málefni Austrómverska ríkisins. Segja má að bækur hans The Byzantine Republic og Romanland séu uppistöðurit í hans leiðangri að draga fram nýja og líflegri sýn á fyrirbærið sem við köllum Býsanska ríkið.Með kenningunni um "býsanska lýðveldið" skorar Kaldellis á ríkjandi sýn sagnfræðinga um býsanskt stjórnkerfi og samfélag sem hefur lítt breyst frá miðri 20. öld og því óhætt að segja að hér sé um djarfa kenningu að ræða.