Winamp Logo
Hljóðbrot - Hljóðtímarit Blindrafélagsins Cover
Hljóðbrot - Hljóðtímarit Blindrafélagsins Profile

Hljóðbrot - Hljóðtímarit Blindrafélagsins

Isländisch, Finance, 1 Staffel, 39 Episoden, 1 Tag, 7 Std., 27 Protokoll
Über
Fjallar um málefni sem varða blinda og sjónskerta, fræðslu sem og skemmtiefni.
Episode Artwork

Þáttur 39

Þessi þáttur er helgaður minningu Rósu Guðmundsdóttur, stofnfélaga og fyrrum formanns Blindrafélagsins. Rósa er önnur tveggja kvenna sem gegnt hafa því embætti. Sérstakur gestur þáttarins er Gísli Helgason sem ræðir við Eyþór og Hlyn um ævi og störf Rósu auk þess sem við heyrum gömul viðtöl við hana. Sérstakar þakkir fær einnig Helga Magnúsdóttir, systurdóttir Rósu, fyrir veittar upplýsingar við gerð þáttarins. Einnig ræðir Már Gunnarsson við Guðmund Viggósson, augnlækni, sem starfaði um árabil hjá Sjónstöð Íslands en hefur nú sest í helgan stein.
26.1.20241 Stunde, 14 Protokoll, 18 Sekunden
Episode Artwork

Þáttur 38

Í þessum þætti ræður jólaandinn ríkjum. Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins, les jólakveðju. Már Gunnarsson hefur grafið upp jólalög sem ýmist hafa verið samin eða flutt af félagsmönnum í Blindrafélagsins. Eyþór kynnir kappaksturstölvuleik sem hann hefur verið að spila undanfarið og við heyrum dæmi. Að lokum spurðum við fólk í þremur mismunandi löndum hvað jólin væru fyrir þeim og heyrum svör frá fólki á Íslandi, Englandi og Grikklandi. Gleðileg jól! :)
22.12.20231 Stunde, 11 Sekunden
Episode Artwork

Þáttur 37

Í þessum þætti ræðir Eyþór við Rannveigu Traustadóttur, umferliskennara hjá Sjónstöðinni. Már Gunnarsson fer á stúfana, ræðir við Theodór Helga Kristinsson og kynnir sér heim stefnumótaforrita. Einnig ræða Eyþór og Hlynur um aðgengilega tölvuleiki.
24.11.20231 Stunde, 1 Minute, 29 Sekunden
Episode Artwork

Þáttur 36

Í þessum þætti verður fjallað um vinnustaði fyrir blinda og sjónskerta og borin saman staðan á Íslandi og Grikklandi. Hrekkjavakan fær einnig sitt pláss og Már Gunnarsson kemur með innslag frá Manchester.
27.10.202348 Protokoll, 43 Sekunden
Episode Artwork

Þáttur 35

Í þessum þætti spjöllum við um spennandi nýjung frá fyrirtækinu Be My Eyes sem nefnist Be My AI og Eyþór sýnir okkur hvernig hún virkar. Einnig tók Hlynur viðtöl við Sóley Guðmundsdóttur, sjálfbærnifulltrúa KSÍ og Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóra Blindrafélagsins, varðandi nýtt samkomulag um sjónlýsingar á landsleikjum.
29.9.202347 Protokoll, 52 Sekunden
Episode Artwork

Þáttur 33

Í þessum þætti fjöllum við um NaviLens merkingar og fyrirhugaða uppsetningu þeirra á öllum biðstöðvum og vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Einnig settist Hlynur niður og ræddi við Má Gunnarsson, ekki missa af því.
28.7.202352 Protokoll, 19 Sekunden
Episode Artwork

Þáttur 32

Í þessum þætti fjöllum við um nýlega sjónlýsingu á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Hlynur tók viðtal við Kristinn Halldór Einarsson varðandi það verkefni. Einnig fjöllum við um appið Clew sem er sniðugt staðsetningar- og leiðarvísis app en Eyþór ræddi við Þorkel Jóhann Steindal um það.
30.6.202341 Protokoll, 46 Sekunden
Episode Artwork

Þáttur 31

Hljóðbrot er með öðru sniði að þessu sinni. Við héldum opinn umræðufund um foreldrahlutverkið og áhrif blindu og sjónskerðingar á það. Líflegar umræður sköpuðust, fólk deildi reynslusögum og nokkur góð trix litu dagsins ljós.
26.5.20231 Stunde, 18 Protokoll, 12 Sekunden
Episode Artwork

Þáttur 30

Í þessum þætti er viðtal við Hjalta Sigurðsson, félagsmann í Blindrafélaginu og neyðarvörð hjá 112. Einnig leyfir Eyþór okkur að heyra upptökur frá páskum á Grikklandi, sem eru töluvert frábrugðnir páskunum eins og við þekkjum þá hérlendis.
28.4.202341 Protokoll, 36 Sekunden
Episode Artwork

Þáttur 29

Í þessum þætti verður farið um víðan völl, rætt um nýjustu vendingar í tækniheiminum og þróun gervigreindar, litið við á markboltaæfingu og spilakvöld.
31.3.202340 Protokoll, 19 Sekunden
Episode Artwork

Þáttur 19

Í þættinum talar Hlynur Þór Agnarsson við Ísak Jónson foreldri í Blindrafélaginu um nýtt app sem hann vinnur nú að því að framleiða sem eykur aðgengi blindra og sjónskertra að borðspilum. Einnig er kynning á tölvuleiknum Eurofly frá Eyþóri þar sem flogið er frá Keflavík til Egilstaða.
12.11.202156 Protokoll, 21 Sekunden
Episode Artwork

Þáttur 18

Í þættnum er að finna viðtal við Gunnar Thor Örnólfsson máltæknisérfræðing um nýjar íslenskar talgervilsraddir sem eru í þróun um þessar mundir. Einnig leit Marjakaisa Matthíasson við á Blindravinnustofunni í tilefni af 80 ára afmæli hennar.
24.9.202132 Protokoll, 33 Sekunden
Episode Artwork

Þáttur 10

Tíundi þátturinn af Hljóðbrot, hljóðtímariti Blindrafélagsins er komið út. Þættinum stjórnar Friðrik Steinn Friðriksson. Í þessum þætti fáum við innsent sumarkort frá Gísla Helgasyni og Herdísi Hallvarðsdóttur. Einnig heyrum við áhugavert viðtal um Borgarlínuna, en þar ræða þeir Þorkell Jóhann Steindal og Theódór Helgi Kristinsson við Hrafnkel Á. Proppé, Verkefnastjóra Borgarlínunnar, og Eddu Ívarsdóttur, borgarhönnuður Reykjavíkurborgar.
20.8.202054 Protokoll, 12 Sekunden