Winamp Logo
Hinseginleikinn Cover
Hinseginleikinn Profile

Hinseginleikinn

Icelandic, Cultural, 1 season, 14 episodes, 6 hours, 10 minutes
About
Í Hinseginleika-hlaðvarpinu verður fjallað um þá gríðarlegu samfélagsbreytingu sem orðið hefur verið hér á landi og um allan heim á síðustu árum og áratugum þegar kemur að viðhorfi til hinseginfólks. Ingileif Friðriksdóttir stofnandi Hinseginleikans tekur viðtöl við íslenskt hinseginfólk sem sumt man tímana tvenna.
Episode Artwork

Hinsegin barneignir - Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdó

Með miklum breytingum á löggjöf undanfarna áratugi hefur það orðið mun auðveldara fyrir hinsegin fólk að eignast börn. Fyrir þessar miklu breytingar gat samkynja par hins vegar ekki eignast barn saman hér á landi. Þetta þekkja hjónin Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir sem fluttu af landi brott fyrir um 20 árum til að freista þess að búa til barn. Í þættinum spjallar Ingileif við þær hjón um ferðalag þeirra í þá átt að búa til fjölskyldu, sem ekki var alltaf auðvelt. Þátturinn er sá sjötti og síðasti í sex þátta hlaðvarpsseríu um hinseginleikann, sem gefin er út í tilefni 50 ára afmælis Stonewall-uppþotanna í New York og 20 ára afmælis Hinsegin daga á Íslandi. Þáttastjórnandi: Ingileif Friðriksdóttir
9/3/20190
Episode Artwork

Hinsegin barneignir - Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdó

Með miklum breytingum á löggjöf undanfarna áratugi hefur það orðið mun auðveldara fyrir hinsegin fólk að eignast börn. Fyrir þessar miklu breytingar gat samkynja par hins vegar ekki eignast barn saman hér á landi. Þetta þekkja hjónin Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir sem fluttu af landi brott fyrir um 20 árum til að freista þess að búa til barn. Í þættinum spjallar Ingileif við þær hjón um ferðalag þeirra í þá átt að búa til fjölskyldu, sem ekki var alltaf auðvelt. Þátturinn er sá sjötti og síðasti í sex þátta hlaðvarpsseríu um hinseginleikann, sem gefin er út í tilefni 50 ára afmælis Stonewall-uppþotanna í New York og 20 ára afmælis Hinsegin daga á Íslandi. Þáttastjórnandi: Ingileif Friðriksdóttir
9/3/20191 hour
Episode Artwork

Tungumálið og hinseginleikinn - Vallý Hirst og Þorbjörg Þorvaldsdóttir

Tungumálið hefur mikil áhrif á það hvernig við getum tjáð okkur um okkar kynhneigð og kynvitund og er okkur því mjög mikilvægt. En hvers vegna notum við til dæmis orðið hinsegin sem regnhlífarhugtak yfir lesbíur, homma, tvíkynhneigða, transfólk, intersex fólk, eikynhneigða, pankynhneigða osfrv.? Og hvers vegna er mikilvægt fyrir okkur að geta tjáð okkar kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu í tungumálinu? Í þættinum spjallar Ingileif við Þorbjörgu Þorvaldsdóttir um tungumálið og Vallý Hirst um persónulega reynslu af því að rekast á veggi kynjaðs tungumál. Þátturinn er sá fimmti í sex þátta hlaðvarpsseríu um hinseginleikann, sem gefin er út í tilefni 50 ára afmælis Stonewall-uppþotanna í New York og 20 ára afmælis Hinsegin daga á Íslandi. Þáttastjórnandi: Ingileif Friðriksdóttir
8/27/20190
Episode Artwork

Tungumálið og hinseginleikinn - Vallý Hirst og Þorbjörg Þorvaldsdóttir

Tungumálið hefur mikil áhrif á það hvernig við getum tjáð okkur um okkar kynhneigð og kynvitund og er okkur því mjög mikilvægt. En hvers vegna notum við til dæmis orðið hinsegin sem regnhlífarhugtak yfir lesbíur, homma, tvíkynhneigða, transfólk, intersex fólk, eikynhneigða, pankynhneigða osfrv.? Og hvers vegna er mikilvægt fyrir okkur að geta tjáð okkar kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu í tungumálinu? Í þættinum spjallar Ingileif við Þorbjörgu Þorvaldsdóttir um tungumálið og Vallý Hirst um persónulega reynslu af því að rekast á veggi kynjaðs tungumál. Þátturinn er sá fimmti í sex þátta hlaðvarpsseríu um hinseginleikann, sem gefin er út í tilefni 50 ára afmælis Stonewall-uppþotanna í New York og 20 ára afmælis Hinsegin daga á Íslandi. Þáttastjórnandi: Ingileif Friðriksdóttir
8/27/20191 hour
Episode Artwork

Hinsegin mýtur - Svandis Anna Sigurðardóttir og Ugla Stefanía Kristjön

Við höfum öll fyrirfram mótaðar hugmyndir um alls konar hluti sem við þekkjum ekki nægilega vel. Þetta á einnig við um hinseginleikann - þar sem mýtur verða oft til í hugum fólks vegna einhvers sem sett er fram í kvikmyndum eða dægurmenningu. Er hugarheimur hinsegin fólks þar oft spunninn út frá gagnkynheigðu normi, og því hinar ýmsu ranghugmyndir sem verða til. Í þættinum fjallar Svandís Anna Sigurðardóttir um framsetningu hinseginveruleika í dægurmenningu, og Ugla Stefanía Kristjönu Jónsdóttir segir frá sinni persónulegu reynslu af því að vera stöðugt stimpluð út frá hinsegin mýtum. Þátturinn er sá fjórði í sex þátta hlaðvarpsseríu um hinseginleikann, sem gefin er út í tilefni 50 ára afmælis Stonewall-uppþotanna í New York og 20 ára afmælis Hinsegin daga á Íslandi. Þáttastjórnandi: Ingileif Friðriksdóttir
8/20/20190
Episode Artwork

Hinsegin mýtur - Svandis Anna Sigurðardóttir og Ugla Stefanía Kristjön

Við höfum öll fyrirfram mótaðar hugmyndir um alls konar hluti sem við þekkjum ekki nægilega vel. Þetta á einnig við um hinseginleikann - þar sem mýtur verða oft til í hugum fólks vegna einhvers sem sett er fram í kvikmyndum eða dægurmenningu. Er hugarheimur hinsegin fólks þar oft spunninn út frá gagnkynheigðu normi, og því hinar ýmsu ranghugmyndir sem verða til. Í þættinum fjallar Svandís Anna Sigurðardóttir um framsetningu hinseginveruleika í dægurmenningu, og Ugla Stefanía Kristjönu Jónsdóttir segir frá sinni persónulegu reynslu af því að vera stöðugt stimpluð út frá hinsegin mýtum. Þátturinn er sá fjórði í sex þátta hlaðvarpsseríu um hinseginleikann, sem gefin er út í tilefni 50 ára afmælis Stonewall-uppþotanna í New York og 20 ára afmælis Hinsegin daga á Íslandi. Þáttastjórnandi: Ingileif Friðriksdóttir
8/20/20191 hour, 9 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Fyrirmyndir

Að hafa einhvern til að líta upp til sem maður tengir við er gríðarlega mikilvægt. Jafnvel svo mikilvægt að skortur á slíkum fyrirmyndum getur gert það að verkum að maður á erfitt með að fóta sig og er smeykur við að vera maður sjálfur. Þessi þáttur er tileinkaður fyrirmyndum, en í honum fær ungur samkynhneigður maður, Alexander Aron Guðjónsson, að hitta sína hinsegin fyrirmynd, sem auðveldaði honum leiðina út úr skápnum. Hver sú fyrirmynd er kemur í ljós í þættinum. Þátturinn er sá þriðji í sex þátta hlaðvarpsseríu um hinseginleikann, sem gefin er út í tilefni 50 ára afmælis Stonewall-uppþotanna í New York og 20 ára afmælis Hinsegin daga á Íslandi. Þáttastjórnandi: Ingileif Friðriksdóttir
8/13/20190
Episode Artwork

Fyrirmyndir

Að hafa einhvern til að líta upp til sem maður tengir við er gríðarlega mikilvægt. Jafnvel svo mikilvægt að skortur á slíkum fyrirmyndum getur gert það að verkum að maður á erfitt með að fóta sig og er smeykur við að vera maður sjálfur. Þessi þáttur er tileinkaður fyrirmyndum, en í honum fær ungur samkynhneigður maður, Alexander Aron Guðjónsson, að hitta sína hinsegin fyrirmynd, sem auðveldaði honum leiðina út úr skápnum. Hver sú fyrirmynd er kemur í ljós í þættinum. Þátturinn er sá þriðji í sex þátta hlaðvarpsseríu um hinseginleikann, sem gefin er út í tilefni 50 ára afmælis Stonewall-uppþotanna í New York og 20 ára afmælis Hinsegin daga á Íslandi. Þáttastjórnandi: Ingileif Friðriksdóttir
8/13/20191 hour, 14 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Að koma út úr skápnum - Felix Bergsson

Sögur okkar hinsegin fólks af því að koma út úr skápnum eru eins misjafnar og þær eru margar, og leiðin út er ekki alltaf greið. Þessi þáttur er tileinkaður því að koma út úr skápnum, en í honum segir Felix Bergsson sögu sína af því að koma út eftir að hafa lengi vel reynt að lifa í hinu gagnkynhneigða normi. Lífið í felum var ekki dans á rósum eins og Felix segir hlustendum frá á sinn einlæga hátt.
8/6/20190
Episode Artwork

Að koma út úr skápnum - Felix Bergsson

Sögur okkar hinsegin fólks af því að koma út úr skápnum eru eins misjafnar og þær eru margar, og leiðin út er ekki alltaf greið. Þessi þáttur er tileinkaður því að koma út úr skápnum, en í honum segir Felix Bergsson sögu sína af því að koma út eftir að hafa lengi vel reynt að lifa í hinu gagnkynhneigða normi. Lífið í felum var ekki dans á rósum eins og Felix segir hlustendum frá á sinn einlæga hátt.
8/6/201939 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Sagan sem ekki má gleymast - Páll Óskar Hjálmtýsson

Saga réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavísu og saga Hinsegin daga hér á landi er saga sem ekki má gleymast. Í þættinum segir konungur Gleðigöngunnar, Páll Óskar Hjálmtýsson, hlustendum frá sinni upplifun af samfélagsbreytingunum hér á landi og þeim augnablikum sem hafa staðið upp úr, á sinn einstaka hátt.
7/30/20190
Episode Artwork

Sagan sem ekki má gleymast - Páll Óskar Hjálmtýsson

Saga réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavísu og saga Hinsegin daga hér á landi er saga sem ekki má gleymast. Í þættinum segir konungur Gleðigöngunnar, Páll Óskar Hjálmtýsson, hlustendum frá sinni upplifun af samfélagsbreytingunum hér á landi og þeim augnablikum sem hafa staðið upp úr, á sinn einstaka hátt.
7/30/20191 hour, 6 minutes, 1 second
Episode Artwork

Kynning

Hinseginleikinn er sex þátta hlaðvarpsseríu um hinseginleikann, sem gefin er út í tilefni 50 ára afmælis Stonewall-uppþotanna í New York og 20 ára afmælis Hinsegin daga á Íslandi.
7/25/20190
Episode Artwork

Kynning

Hinseginleikinn er sex þátta hlaðvarpsseríu um hinseginleikann, sem gefin er út í tilefni 50 ára afmælis Stonewall-uppþotanna í New York og 20 ára afmælis Hinsegin daga á Íslandi.
7/25/20192 minutes, 8 seconds