Tryggvi Rafns hittir gamlar kempur sem fara létt yfir ferilinn, velja uppáhalds liðsfélagana og rifja upp skemmtilegar sögur.
#16- Grétar Þór Eyþórsson
Út á rúmsjó um borð í einum flottasta togara íslenska skipaflotans, Sigurði VE nýtur lífsins Bikaróður Eyjamaður. Hornamaður sem spilaði allan sinn feril með bandalaginu, fann lykt af titlum og safnaði þeim að sér í massavís. Upplifði hæðir og lægðir með ÍBV og tók stóra slagi sem formaður deildarinnar eftir að ferlinum lauk. Einstaklega skemmtilegar sögur frá þessum mikla meistara, fyrirgefðu ferðin til Kanarí, Aron Pálmarsson og Duranona til Eyja og margt margt fleira... Bikaróður Eyjamaður, alltaf hress og alltaf glaður... Grétar Þór Eyþórsson
Í BOÐI NETGÍRÓ og RAG umboðsins á Íslandi rag.is
11/23/2022 • 1 hour, 28 minutes, 24 seconds
#15 Siggi Braga
Hreinræktaður Eyjamaður í húð og hár! Hann blæðir fyrir bandalagið og vill hvergi annarstaðar vera en á Eyjunni fögru. Hann spilaði allan sinn feril með ÍBV fyrir utan eitt tímabil og steig ölduna með félaginu sínu í miklum brotsjó þegar stóð jafnvel til að leggja handboltadeildina niður. Hann er einn af þeim sem byggði starfið aftur upp, gaf líf og sál í klúbbinn og byggði grunn að handbolta stórveldinu sem nú ríkir í Eyjum! Frábær leikmaður með stórkostlega yfirsýn yfir völlinn þrátt fyrir að vera aðeins með eitt auga. Hinn eini sanni gleðigjafi... Sigurður Bragason... Siggi Braga
Í BOÐI NETGÍRÓ og RAG umboðsins á Íslandi rag.is
11/15/2022 • 1 hour, 25 minutes, 59 seconds
#14 Sigurður Valur Sveinsson
Einn sá allra skemmtilegasti, vinsælasti og einn sá allra skotfastasti leikmaður sem við Íslendingar höfum átt.
Þróttari eins og þeir gerast bestir og fór m.a. með þeim í undanúrslit í evrópukeppni. Goðsögn á Selfossi og kallaður Kóngurinn í Lemgo.
Sannkallaður gleðigjafi innan og utan vallar og einn af þeim sem gat neglt boltanum hraðar en góður Bens keyrði á hraðbrautum þýskalands.
Bóbó Konráðs-Varnarleikur og nóg af góðum sögum.
Hinn eini sanni... Sigurður Valur Sveinsson
Í BOÐI NETGÍRÓ og R A G Umboðsins á Íslandi rag.is
10/24/2022 • 1 hour, 34 minutes, 47 seconds
#13 Theodór Ingi Pálmason - Teddi Ponza
Oft kallaður Forrest Gump handboltans og kemur úr Hafnarfirðinum, hann á litríkan og áhugaverðan feril að baki og er í dag einn helsti handboltaspekingur þjóðarinnar. Hóf ferilinn í FH en eftir að hafa hætt nokkrum sinnum sló hann íslandsmet í gerð "come back" samninga með KR, Fjölni, Gróttu og að sjálfsögðu stórveldi ÍH. Einn af þeim sem allir vilja þekkja... með andlit fyrir sjónvarp og rödd fyrir útvarp... vöðvatröllið Teddi Ponza.
Í BOÐI NETGÍRÓ
10/5/2022 • 1 hour, 32 minutes, 38 seconds
#12 Bjarki Sigurðsson
Hann byrjaði ekki að æfa handbolta fyrr en hann var 16 ára og tveimur árum seinna var hann komin í landsliðshóp Íslands. Algert náttúrutalent og einn sá besti í heimi í sinni stöðu, enda spilaði hann með heimsliðinu í handbolta. Mikill leiðtogi sem þolir ekkert annað en að vinna og vera bestur! Víkingur og Afturelding eru liðin sem standa honum næst en ásamt því að spila með Drammen í Noregi þá endaði hann ferilinn mjög óvænt 42 ára gamall með Fimleikafélagi Hafnarfjarðar.
Þjálfarinn, Landsliðsmaðurinn og einn sá allra besti.... Bjarki Sigurðsson
Í boði NETGÍRÓ
9/28/2022 • 1 hour, 16 minutes, 49 seconds
#11 Þórir Ólafsson
Einn af sonum Selfoss og núverandi þjálfari. Það fór ekki alltaf mikið fyrir honum en hann safnaði titlum með Haukum áður en hann færði sig til Þýskalands og síðar til pólska stórliðsins Kielce. Fyrsti Íslendingurinn til þess að spila sem atvinnumaður í Póllandi, á að baki mjög farsælan feril með landsliðinu... Vítaskytta og alltaf fremstur í hraðarupphlaupum... Þórir Ólafsson gjörið svo vel
Í boði NETGÍRÓ og NOCCO
9/21/2022 • 1 hour, 27 minutes, 21 seconds
Siggi Eggerts og spæjarinn
Gleðigjafinn lenti í undarlegum uppákomum í aðdraganda þáttarins!