Winamp Logo
Góðvild Cover
Góðvild Profile

Góðvild

Icelandic, Personal health, 1 season, 60 episodes, 1 day, 6 hours, 2 minutes
About
Viðtalsþættir þar sem Þórunn Eva fær til sín fólk úr ólíkum áttum sem öll eiga það sameiginlegt að tengjast langveikum eða fötluðum börnum á einhvern hátt og koma til að ræða mikilvæg málefni tengdum þessum málaflokki. Spjallið með Góðvild er vettvangur fyrir þá sem vilja bæta lífsgæði langveikra og fatlaðra barna á Íslandi. Hér viljum við ræða allt það sem vel er gert fyrir þennan hóp en líka það sem betur má fara. Það eru margar brotalamir á heilbrigðiskerfinu og félagskerfinu en við ætlum að ræða þessa hluti opinskátt í spjallinu og vonandi náum við að breyta einhverju til hins betra.
Episode Artwork

Spjallið með Góðvild # 21 - Sigga Heimis

Sigga Heimis
2/9/202136 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Spjallið með Góðvild # 18 - Salbjörg Bjarnadóttir

Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis hefur allan sinn starfsferil, 41 ár, unnið með fjölskyldum og börnum sem þurfa á aðstoð eða stuðningi að halda. Þar á meðal eru fjölskyldur langveikra og fatlaðra barna. Í starfi sínu í gegnum árin hefur Salbjörg unnið töluvert með systkinum langveikra barna. Hún segir að það sé í dag komin meiri vitundavakning á því hvað það hefur mikil áhrif þegar einn er veikur í fjölskyldu. Þó sé margt sem hægt sé að bæta, til dæmis innan skólakerfisins. „Það hefur áhrif á alla fjölskylduna. Það er ýmislegt í boði en það er brotakennt. Það fer svolítið eftir því hver á í hlut. Sumir eru mjög uppteknir af því að vinna með systkinum, sem gott og mjög nauðsynlegt. Á meðan aðrir eru bara að horfa á langveika barnið eða þann sem er veikur í fjölskyldunni.“ Grein á Vísi:  https://www.visir.is/g/20212062156d
1/19/202135 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Spjallið með Góðvild # 17 - Vera K Vestmann Kristjánsdóttir

Spjallið með Góðvild # 17 - Vera K Vestmann Kristjánsdóttir Viðtalið er tekið upp í gegnum Zoom. Til þess að geta verið á vinnumarkaði þurfa Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir og maðurinn hennar að treysta á að vera með skilningsríka yfirmenn. Sem foreldrar langveiks barns geta þau ekki verið í fullu starfi og eru því bæði kennarar í skertu hlutfalli. „Það gengur en við erum svolítið háð skilningi og velvild góðra stjórnenda og sem betur fer höfum við það í dag. En höfum fengið að heyra ýmislegt í gegnum tíðina. Allar rannsóknir sýna hversu mikilvægt það er fyrir fólk að fara út á vinnumarkað og halda í vinnu þó svo að maður eigi líka mikla vinnu þegar heim kemur, að þá skiptir þetta svo gríðarlega miklu máli að komast út af heimilinu og eiga vinnu.“ „Hann er 15 ára í dag og þetta er hrörnunarsjúkdómur svo hann versnar dag hvern og ár hvert þannig að við vitum ekki hvað við fáum að hafa hann lengi en er á meðan er og við þökkum fyrir hvern dag..“ Grein á Vísi :  https://www.visir.is/g/20212059530d
1/12/202120 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Spjallið með Góðvild # 12 - Nína Snorradóttir

„Systir mín flytur til okkar 2018 og hafði alla tíð búið hjá móður okkar. Mamma er af þeirri kynslóð að hún vildi bara hafa hana hjá sér, vildi ekki að hún færi á sambýli,“ segir Nína Snorradóttir. Eftir að móðir Nínu féll skyndilega frá tók hún þroskaskerta systur sína að sér.Nína segir að margt þurfi að breytast í kerfinu varðandi þroskaskerta einstaklinga eldri en 18 ára, sérstaklega varðandi sjúkratryggingamál, stuðning og búsetuúrræði. Sjá frekari umfjöllun hér í grein á Vísir.is: https://www.visir.is/g/20202046697d
12/8/202018 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Spjallið með Góðvild # 8 Halldóra

Markþjálfun getur skipt sköpun fyrir fólk sem þarf stuðning til að stíga sín fyrstu skref í átt að betra lífi. Í þessum þætti af Spjallið með Góðvild ræðir Halldóra Hanna um það hvernig hún er búin að breyta erfiðri og neikvæðri reynslu yfir í jákvæða breytingu með sjálfskoðun sem umturnaði lífi hennar. Hana langar hana nú að hjálpa öðrum að komast á betri stað í lífinu og þá sérstaklega öðrum foreldrum langveikra barna sem á hverjum degi glíma við gífurlegt álag og áskoranir.
11/10/202017 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Spjallið með Góðvild # 7 Sigurður H. Jóhannesson

Sigurður Jóhannesson gagnrýnir að ekki fáist niðurgreiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir mörgum hjálpartækjum sem gætu bætt lífsgæði langveikra og fatlaðra barna til muna. Siggi er faðir langveikrar stúlku, Sunnu Valdísar, sem er með sjaldgæfan genagalla. Sjá frekari umfjöllun hér í grein á Vísir.is https://www.visir.is/g/20202032241d/segir-sjukratryggingar-islands-ekki-komnar-inn-i-thessa-old
11/3/202011 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Spjallið með Góðvild #4 Sigurður Jóhannesson

Staða langveikra barna á Íslandi er ekki góð. Sigurður Hólmar Jóhannesson  einn af stofnendum Góðvildar og faðir langveikrar stúlku, ræðir um stöðu langveikra barna á Íslandi. Sjá frekari umfjöllun hér í grein á Vísir.is https://www.visir.is/g/20202023927d/gagnrynir-ad-meirihluti-sofnunarfjar-her-a-landi-fari-til-krabbameinsfelaga
10/13/202010 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Spjallið með Góðvild #2 Lena Larsen

Þórunn Eva og Lena Larsen ræða hversvegna Lena þurfti að flýja land til að fá þjónustu fyrir drenginn sinn.  Sjá frekari umfjöllun hér í grein á Vísir.is https://www.visir.is/g/20202016868d
9/29/202017 minutes, 32 seconds