Winamp Logo
Gáfnaljós Cover
Gáfnaljós Profile

Gáfnaljós

Icelandic, Cultural, 1 season, 17 episodes, 7 hours, 5 minutes
About
Stutt og vonandi skemmtileg afþreying
Episode Artwork

Þunglyndi

Flosi Þorgeirsson er gáfnaljós þáttarins. Allir þekkja einhvern sem glímir við þunglyndi. Sjálfur hef ég mjög yfirborðskenndan skilning á þessum geðsjúkdómi og finn fyrir miklum vanmætti þegar nákominn einstaklingur er í þunglyndislægð, því ég hreinlega veit ekki hvernig maður getur orðið þessu fólki að liði.Flosi er einstaklega laginn við að setja hluti í samhengi, en í þessu spjalli tókst honum að veita mér nýjan skilning á því hvað það þýðir að vera þunglyndur, hversu alvarlegt og hættulegt það getur verið og hafði mótandi áhrif á hvernig ég mun eiga samskipti við þunglyndispésana mína í framtíðinni.Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson
3/6/202334 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Taugaáfall

Sylvía Briem Friðjónsdóttir er gáfnaljós þáttarins.Samkvæmt internetinu er "taugaáfall" ekki læknisfræðilegt hugtak. Stundum er orðinu flengt fram í ákveðnu kæruleysi þegar fólk er í raun að upplifa yfirþyrmandi atburði sem hafa ekki alvarleg áhrif á heilsu þeirra.Við ræddum upplifun Sylvíu af raunverulegu taugaáfalli og áhrif þess á heilsu hennar sem hún gekk í gegnum aðeins 21 ára gömul. Tilfinningalegt álag, hormónasveiflur í tíðahringnum, jarðýtan og margt fleira kemur við sögu sem ég átti ekki von á að ræða í þessum þætti. Sylvía er ein af þáttastjórnendum Normsins sem er hlaðvarp með hráu plebbaspjalli um mannlegheit og leiðir til þess að gera lífið skemmtilegra. Mæli með! Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson
2/27/202327 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Loftgæði innandyra

Ármann Halldórsson er Gáfnaljós þáttarins. Loftgæði innandyra eru flókin blanda af lífrænum og ólífrænum efnum eins og örverum, örveruögnum, eiturefnum, ofnæmisvökum og fleiru til. Inn- og útstreymi lofts, lifnaðarhættir og ástand fasteigna hefur allt áhrif á loftgæðin okkar og Ármann fer vel yfir hvernig þetta allt saman virkar og hvað við getum gert til þess að hámarka loftgæði heimafyrir.Sannarlega fræðandi og eiginlega mjög nauðsynlegt samtal sem ég vona að nái til sem flestra heimila!Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson
2/20/202328 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Dungeons & Dragons

Snæbjörn Ragnarsson (Bibbi) er gáfnaljós þáttarins. Flestir hafa  heyrt talað um hlutverka- eða spunaleikinn Dungeons & Dragons (D&D) en þeir sem hafa aldrei spilað leikinn eru að öllum líkindum með ranghugmyndir um hvernig hann fer fram. Ég var að minnsta kosti í myrkrinu með það, en til þess er leikurinn gerður!Bibbi er ötull áhugamaður leiksins og spilar vikulega í góðra vina hópi. Í þessu stórgóða spjalli okkar fer yfir Bibbi helstu leikreglur og útskýrir hvernig ímyndunaraflið og tilfinningar spila lykil hlutverk í æfintýraheimi D&D. Þessi þáttur sló frekar hressilega á ákveðna fordóma í mér. Fyrir tökur bjóst ég ekki við að fá áhuga á að spila sjálfur, en núna langar mig helst að búa til karakter og taka þátt í D&D ævintýri! Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson
2/13/202329 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Nýsköpun

Georg Lúðvíksson er gáfnaljós þáttarins. Georg er hugbúnaðarverkfræðingur og er einn af stofnendum Meniga, lauk einnig MBA námi við Harvard háskólann með áherslu á nýsköpun (e. entrepreneurship) auk þess að hafa stofnað fleiri fyrirtæki.Georg deilir góðfúslega af nýsköpunarreynslu sinni í stuttu spjalli, en við ræddum m.a. hvaða mítur eru í umtali um nýsköpun í dag, hvað þarf til þess að láta góðar hugmyndir verða að góðum lausnum, hvað ber að forðast eins og heitan eldinn í nýsköpun og margt fleira sem kom skemmtilega á óvart. Ef þú ert að burðast með nýskapandi lausn í huganum er þetta þáttur fyrir þig!Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson
2/6/202329 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Borgarlínan

Davíð Þorláksson er gáfnaljós þáttarins. Davíð sagði mér hvað er að fara fram á bak við tjöldin og hvað þarf til svo Borgarlínuna verði að veruleika. Í þessu spjalli var þorri spurninganna fenginn frá hlustendum af Skoðanasarp Gáfnaljóss á Facebook, en það er mikið framfararspor í þróun þáttarins.Í þættinum svarar Davíð spurningum frá mér og hlustendum af kostgæfni og tókst mjög vel til við að gera Borgarlínunni skýr skil og hvernig hún kemur til með að gera höfuðborgarsvæðið að betri borg.Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson
1/30/202328 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Að búa til hlaðvarp

Óhefðbundinn þáttur. Í þetta sinn ég sit uppi með tóman stól á móti mér sem var alls ekki planið. Að búa til hlaðvarp hefur verið mikið lærdómsferli og eitt af því sem ég hef nú þurft að læra er að það er ekki nóg að gefa sér nokkra daga til að bóka viðmælanda í hlaðvarp."Þetta reddast" er ekki hugsanaháttur sem gengur upp í dagskrágerð. Það er að mörgu að huga við framleiðslu á hlaðvarpi og í þessum þætti drep ég á nokkrum atriðum sem ég hef lært við að koma hugmyndinni á bak við Gáfnaljós í framkvæmd. Ef þú ert að burðast með hugmynd að hlaðvarpi þá er þetta þáttur fyrir þig!Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson
1/23/202321 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Peningaþvætti

Gáfnaljós þáttarins er Sigurður Páll Guttormsson og málefnið var valið af hlustendum á Skoðanasarpnum. Sigurður útskýrir í þessu stutta spjalli hverni þvættað fé er alltumlykjandi og hversu víðtæk skilgreiningin á peningaþvætti er í lagalegum skilningi. Hann fór líka yfir skandalinn í Danske Bank, þökk sé innsendri spurningu úr Sarpnum, og fleira skemmtilegt sem ég hafði ekki hugmynd um að hafði gerst!Gott spjall - mæli með!Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson
1/16/202325 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Fasteignaverð

Gáfnaljósið í þetta skiptið er Karl Lúðvíksson, fasteignasali, eða Kalli Lú eins og margir kannast eflaust við hann. Mikill uppgangur hefur verið á fasteignaverði undanfarin ár í mjúku bóli lágra vaxta, en hvað gerist núna þegar kjörin eru komin á hvolf? Hækkar markaðverð fasteigna ef búið er að fara í framkvæmdir? Getur fasteignaverð lækkað? Ekki stóð á svörunum. Góða hlustun!Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson
1/9/202326 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Herratíska

Gáfnaljós þáttarins er Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró. Málefni "herratíska" er fyrsta málefnið sem fjallað er um í Gáfnaljósi sem kom frá hlustanda. Húrra fyrir því, vegna þess að mér hefði ekki dottið þetta málefni í hug án þín, kæri hlustandi. Gummi settist óaðfinnanlega niður með mér til að tala beint út um hvað verður töff í ár, hvað er ekki lengur töff og af hverju það er gott að vera töff. Mjög skemmtilegt samtal við mjög sjarmerandi mann. Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson
1/2/202323 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Taubleyjur

Gáfnaljósið mitt í þetta sinn er Arna Ýr Jónsdóttir. Arna er tveggja barna móðir og á hennar heimili ganga börn í taubleyjum þar til þau læra á koppinn. Þetta þýðir að af einhverri ástæðu hefur Arna ákveðið að það sé betra að nota ekki einnota bréfbleyjur (nema stundum samt) og velur frekar að díla við fjölnota kostinn ásamt öllu sem því fylgir. Ég var með talsvert magn af spurningum og Arna svaraði þeim öllum af einstakri snilld, enda snillingur og skemmtileg. Góða hlustun!Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson
12/26/202219 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Bandarískur fótbolti

Þorkell Magnússon er gáfnaljósið mitt í þættinum. Þorkell og félagar hans í Tíu Jördunum eru miklir áhugamaenn um bandarískan fótbolta en í hlaðvarpsþáttunum þeirra er allt sem viðkemur bandarískum fótbolta krufið og rökrætt. Í þættinum leitumst við Þorkell við að svara grundvallar spurningum um íþróttina og freista þess svo að auka skilning okkar allra á því hvers vegna þessi furðulega íþrótt er svona hryllilega vinsæl.Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson
12/26/202224 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Geðhvörf

Gáfnaljós þáttarins er Davíð Ágústsson. Davíð er mágur minn og hann er líka með geðhvörf. Í þættinum segir hann mér frá því hverskonar rússíbani það er að flakka milli oflætis (maníu) og þunglyndis. Hann sagði mér hvað hefur áhrif á þessa hringrás og hvernig honum hefur tekist að finna jafnvægi í lífinu, og svo flutti hann líka frumsamið lag í blálokin. Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson
12/26/202222 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

G-bletturinn

Gáfnaljós þáttarins er Áslaug Kristjánsdóttir, kynfræðingur og kynlífsráðgjafi. Það er komið að því að gera G-blettinum skýr skil. Áslaug gaf mér ómetanleg svör við spurningum eins og "eru allir með G-blett?", "hvernig framkallar maður fullnægingar hjá konum?" og svo ræddum við líka áhyggjur mínar (og mögulega margra kynbræðra) um frammistöðukvíða í kynlífi gagnvart makanum. Ég endurtek - ómetanleg þekking í boði. Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson
12/26/202221 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Stelpur með ADHD

Stella Rún Steinþórsdóttir er gáfnaljós þáttarins. Við Stella töluðum um hvernig það er að greinast með ADHD á fullorðinsárum og hversu mikill munur er á einkennum þess hjá stelpum og strákum. Þá kom líka fram að greiningarferlið er sniðið að einkennum stráka og stelpur með ADHD eiga það til að týnast í kerfinu. Þess vegna kynnti Stella mig fyrir  Söru - stelpu með ADHD, frumkvæðisverkefni sem ætlað er að finna týndu stelpurnar. Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson
12/26/202221 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Forritun

Sara Árnadóttir er gáfnaljós þáttarins. Hún er forritari og vinnur t.d. við að búa til gervigreind sem ætlað er að gera daglegt líf auðveldara og betra. Hún útskýrði líka fyrir mér að forritun er ekki eins flókin og ég hélt og að forritarar verða að vera fjölbreyttur hópur fólks til að skrifa góðan hugbúnað.Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson
12/26/202220 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Kírópraktík

Gáfnaljós þáttarins er Vignir Þór Bollason. Hann leiðir mig í sannleikann um kírópraktík í stuttu spjalli um áhugaverða upprunasögu greinarinnar og hvað það er sem meðferð hjá kírópraktor snýst um.Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson
12/26/202220 minutes, 54 seconds