Winamp Logo
Poppsálin Cover
Poppsálin Profile

Poppsálin

Icelandic, Social, 4 seasons, 112 episodes, 3 days, 36 minutes
About
Poppsálin er poppmenningarlegt hlaðvarp með sálfræðilegu ívafi. Fjallað er um ýmis sálfræðileg málefni sem tengjast poppmenningu sem og áhugaverðar rannsóknir og pælingar innan sálfræðinnar.
Episode Artwork

Heilabilun Bruce Willis og Robin Williams

Hvað er að gerast hjá Bruce Willis? Á hann mögulega lítið eftir?Hvað kom fyrir Robin Williams?Bruce Willis og heilabilunin,  Frontotemporal dementiaRobin Williams og þunglyndi og Lewy body dementia
8/9/202325 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

OCD - Kynferðislegar þráhyggjuhugsanir og fjögurra daga meðferðin

Í þessum þætti verður fjallað almennt um þráhyggju og áráttu eða OCD.  Sérstök undirtegund  þráhyggju verður skoðuð eða kynferðislegar þráhyggjuhugsanir eins og gagnvart fjölskyldumeðlimum eða öðrum. Rætt verður við Ásmund Gunnarsson frá Kvíðameðferðarstöð um fjögurra daga meðferð við OCD og árangur þeirrar meðferðar. 
7/31/202350 minutes, 1 second
Episode Artwork

Andrew Tate, Loverboy aðferðin og narsisismi

TWRætt er um mansal, narsisisma, kynferðislegt ofbeldi og Andrew TateStuttlega farið í mál Andrew Tate, Loverboy mansals aðferðina og við fáum að heyra hljóðbrot af umræðu um narsisisma. 
7/21/202341 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Sjálfsskaði - Orsakir, birtingarmynd, reynslusögur og bjargráð

TWSjálfsskaði - Orsakir, birtingarmynd, reynslusögur og bjargráðÍ þessum þætti er fjallað um sjálfsskaða. Fjallað er um hvernig sjálfskaði birtist, mögulegar orsakir, tengsl við aðrar raskanir eins og ADHD og jaðarpersónuleikaröskun. Í þættinum fáum við að heyra reynslusögur og hjálplegar leiðir til að takast á við sjálfsskaða. Þessi þáttur getur verið erfiður fyrir einstaklinga sem eru að glíma við sjálfsskaða og hvet ég alla til að hafa samband við t.d. Hjálarsíma Rauða Krossins 1770, Píeta samtökin 552 2218 eða einhvern sem þú treystir. 
7/13/202351 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Sértrúarsöfnuðurinn Peoples Temple og fjöldamorðið í Jonestown

TW - sjálfsvíg, fjöldamorð og ofbeldiÍ þessum þætti er fjallað um sértrúarsöfnuðinn Peoples Temple og hræðilega atburðinn sem átti sér stað í Jonestown. Málið verður skoðað frá sálfræðilegu sjónarhorni 
7/5/202348 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Geta börn fæðst vond? Saga Beth Thomas og fleiri "vondra" barna

Geta börn fæðst "vond"?Er illskan meðfædd eða getum við alið upp "vond" börn?Vanræksla, heilastarfsemi, munaðarlaus börn og "vonda" stelpan Beth Thomas
6/29/202328 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Fyrra líf, endurholdgun og Déjá vu

Í þessum þætti er fjallað um fyrirbærið Déjá vu sem við mörg upplifum og tengsl þess við sögur barna af fyrra lífi eða endurholdgun. 
6/21/202337 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Djöflafárið í leikskólum Bandaríkjanna

Í þessum þætti er talað um mjög viðkvæmt efni, kynferðislegt ofbeldi, bældar minningar og falskar minningar. Fjallað er um djöfladýrkenda faraldurinn eða satanic panic í Bandaríkjunum í kringum 1980 og 1990. Sagt er frá kynferðisafbrotamálum á leikskólum sem urðu að djöflatrúamálum. 
6/14/202344 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Falskar játningar - Guðmundar- og Geirfinnsmálið

Í þessum þætti verður farið stuttlega fyrir eitt af þekktustu sakamálum Íslands, Guðmundar og Geirfinnsmálið. Fjallað verður um falskar játningar og sálfræðina bak við slíkar játningar. 
2/7/202352 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Stanford fangelsis tilraunin - Siðlaus en athyglisverð sálfræðitilraun

Sumarið 1971 var ein af siðlausustu sálfræðitilraunum  allra tíma framkvæmd í kjallara Sálfræðideildar Stanford háskólans. Sálfræðiprófessorinn Philip Zimbardo vildi rannsaka hegðun fólks í fangelsi og breytti því kjallara skólans í sýndarfangelsi og skipti saklausum nemendum skólans í tvo hópa, fanga og fangaverði. Markmiðið var að kanna áhrif aðstæðna á hegðun fólks. 
12/29/202234 minutes, 7 seconds